Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Matvælaráðuneytið
- Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Nefndir
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna.
Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar.
Skipan úrskurðarnefndar
Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.
Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).
Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson.
Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.
Númer | Summary | Content |
---|---|---|
1238/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Óskað var eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar var að kæranda hefði þegar verið afhent öll gögn sem varðaði málið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hluti af beiðni kæranda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og vísaði honum til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en staðfesti afgreiðslu Borgarbyggðar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1238/2024 í máli ÚNU 24100016.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. október 2024, kærði Ikan ehf. afgreiðslu slökkviliðs Borgarbyggðar á beiðni félagsins um gögn. Með erindi til slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 15. september 2024, lagði kærandi fram svohljóðandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>[Ó]ska ég […] eftir því að slökkviliðsstjórinn afhendi þegar, afrit af verkferli Borgarbyggðar varðandi „aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey“ […]<br /> <br /> Eins er farið fram á að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð afhendi;</p> <ol> <li>Verkferil slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla.</li> <li>Verkferil lögreglu, þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli.</li> </ol> <p> <br /> […]<br /> <br /> Óskað er eftir að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sendi Ikan ehf. afrit af skrá yfir send og móttekin erindi embættisins, frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá var í erindinu óskað upplýsinga um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að umræddu húsnæði. Loks óskaði kærandi upplýsinga um á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.<br /> <br /> Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. september 2024, kom fram að fyrirkomulag um aðgengi að húsum í Brákarey í eigu Borgarbyggðar væri á vegum sveitarfélagsins. Verkfyrirkomulag um aðgengi að húsinu hefði verið borið undir slökkviliðsstjóra á sínum tíma og hann beðinn um að gefa álit sitt á því. Kæranda væri bent á að hafa samband við eiganda hússins um frekari spurningar sem vörðuðu aðgengismál.<br /> <br /> Óskaði lögregla eftir því við slökkviliðsstjóra að hann kæmi að veitingu heimildar um rof á innsigli væri það gert. Slökkviliðsstjóri færi yfir hvert mál fyrir sig og heimilaði eða hafnaði beiðni fyrir sitt leyti. Um verkferla lögreglu um rof á innsigli væri lögreglunnar að svara.<br /> <br /> Spurningum og alhæfingum um ábyrgð, lög og reglugerðir hefði verið svarað í fyrri samskiptum slökkviliðsstjóra við kæranda, og því væri ekki talin þörf á að svara því aftur.<br /> <br /> Kærandi hefði fengið afrit af öllum gögnum um málið í Brákarey sem við kæmi slökkviliðinu í Borgarbyggð, utan samskipta við lögfræðing Fornbílafjelags Borgarfjarðar, sem væru meðfylgjandi erindi slökkviliðsstjóra.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024. Í svarinu var beiðni kæranda ítrekuð auk þess sem kærandi óskaði eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjóri vísaði til í erindi sínu að hefðu verið send kæranda. Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, kom fram að búið væri að svara beiðnum kæranda á fullnægjandi hátt sem og að afhenda kæranda öll viðeigandi gögn.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt slökkviliði Borgarbyggðar með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og færi veitt á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að slökkvilið Borgarbyggðar afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Slökkviliðinu var samkvæmt beiðni þar um veittur viðbótarfrestur til að bregðast við kærunni til 28. nóvember 2024.<br /> <br /> Umsögn frá slökkviliði Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni 27. nóvember 2024. Í umsögninni kemur fram að kærandi hafi þegar fengið afhent öll gögn sem varða mál slökkviliðsins vegna lokunar og stöðvunar starfsemi í húsunum að Brákarbraut 25 og 27. Þá hafi öllum erindum kæranda verið svarað frá árinu 2021. Varðandi beiðni um aðgang að verkferli slökkviliðsstjóra vísist til laga um brunavarnir, nr. 75/2000, og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit, nr. 723/2017. Engar eiginlegar verklagsreglur sé að finna hjá Borgarbyggð heldur hafi verið munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs um að starfsmaður Borgarbyggðar myndi fá allar beiðnir þegar kæmi að því að hleypa leigjendum inn í því skyni að forða þaðan munum. Mat slökkviliðsstjóra væri að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Engar dagbókarfærslur væru til um málið.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. desember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 12. desember 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar er að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem varði mál slökkviliðsins um lokun og stöðvun starfsemi að Brákarbraut 25 og 27 í Borgarbyggð.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Rétturinn nær til allra gagna sem mál varða og dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar stjórnvaldi eða öðrum aðila samkvæmt I. kafla upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að gögnum, sem undirorpin eru upplýsingarétti samkvæmt lögunum, á stjórnvaldið eða aðilinn á grundvelli beiðninnar að afmarka hana við gögn í sínum vörslum og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að hverju gagni á grundvelli ákvæða laganna. Ef takmarkanir samkvæmt lögunum eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Um ósk kæranda um aðgang að verkferli Borgarbyggðar um aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey kveður slökkvilið Borgarbyggðar að um sé að ræða munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í þessa fullyrðingu að ekki liggi fyrir eiginlegt gagn hjá slökkviliðinu um umræddan verkferil. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa. Með vísan til þess að kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum og synjun beiðni um afhendingu gagna á því formi sem óskað er, liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar. Verður ákvörðun Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig eftir verkferli slökkviliðsstjóra um rof innsigla og verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli. Um fyrri verkferilinn vísaði slökkvilið Borgarbyggðar til laga um brunavarnir og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Slökkviliðið benti kæranda á að hafa samband við lögregluna varðandi síðari verkferilinn. Af svörum slökkviliðsins er óljóst hvort framangreindir verkferlar liggi fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin telur því rétt að þessum þætti beiðni kæranda verði vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá slökkviliði Borgarbyggðar, þar sem athugað verði hvort verkferlarnir liggi fyrir hjá slökkviliðinu og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Nefndin tekur fram að slökkviliðinu var ekki rétt að beina kæranda til lögreglunnar varðandi beiðni um þann verkferil, heldur bar slökkviliðinu að kanna hvort sá verkferill lægi fyrir hjá slökkviliðinu. Upplýsingalög innihalda ekki kröfu um að beina skuli gagnabeiðni að aðila sem hafi búið til gögn eða hafi að öðru leyti forræði á þeim, heldur er í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um að beina skuli gagnabeiðni til þess aðila sem hefur gögn í vörslu sinni.<br /> <br /> Varðandi beiðni kæranda um aðgang að skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024 tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að dagbókarfærslum og lista yfir málsgögn er samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga bundinn við tiltekin mál. Beiðni kæranda er ekki afmörkuð við tiltekið eða tiltekin mál heldur virðist þvert á móti vera um lista yfir erindi í öllum málum slökkviliðsins á framangreindu tímabili. Verður afgreiðsla Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Í erindi kæranda til slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024 tilgreinir hann að þar „sem slökkviliðsstjóri segir, að búið sé að svara öllu, ósk[i] Ikan ehf hér með eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjórinn vitnar til að búið sé að svara.“ Í þessu felst meðal annars að hann óskar aðgangs að svörum slökkviliðsins við fyrirspurnum hans um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsunum í Brákarey og á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist. Slökkvilið Borgarbyggðar telur að þessu hafi verið svarað og óþarfi sé að svara því aftur. Úrskurðarnefndin telur óljóst hvort hjá slökkviliðinu liggi fyrir afrit af svörum slökkviliðsins við framangreindum fyrirspurnum. Því er rétt að vísa þessum þætti beiðni kæranda aftur til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Borgarbyggð þar sem kannað verði hvort framangreind gögn liggi fyrir og ef svo er hvort ekki sé rétt að afhenda þau kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að upplýsingalög girða ekki fyrir að óskað sé aftur aðgangs að gögnum sem beiðanda hafa áður verið afhent, enda geta verið ýmsar réttmætar ástæður fyrir því að það sé gert.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðnum kæranda, Ikan ehf., frá 15. september og 8. október 2024 um aðgang að eftirfarandi gögnum er vísað til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">verkferli slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla,</li> <li style="text-align: justify;">verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli, og</li> <li style="text-align: justify;">svörum slökkviliðs Borgarbyggðar við fyrirspurnum kæranda um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsnæði í Brákarey og um það á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Að öðru leyti er afgreiðsla Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, á beiðni kæranda, Ikan ehf., staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1237/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. hefðu látið menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var á því byggð að gögnin vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem í hlut ættu, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem deilt var um aðgang að og taldi að afhending þeirra til kæranda væri ekki til þess fallin að valda lögaðilunum tjóni. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1237/2024 í máli ÚNU 24080017.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun menningar- og viðskiptaráðuneytis, dags. 20. ágúst 2024, að synja beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi sendi ráðuneytinu fyrirspurn 22. júlí 2024 um hvort ráðherra hefði fengið svör við spurningum sínum um félagið Icelandic Water Holdings hf. um hverjir hefðu staðið að baki kaupum á meirihluta hlutafjár í félaginu í september 2023. Í framhaldi af fyrirspurninni óskaði kærandi með erindi, dags. 26. júlí 2024, eftir lista yfir þau sem færu með eignarhald í Icelandic Water Holdings og hlut hvers um sig, auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi væri.<br /> <br /> Ráðuneytið brást við beiðni kæranda 20. ágúst 2024. Í svari ráðuneytisins var bent á að Icelandic Water Holdings hefði þegar verið í meirihlutaeigu erlendra aðila áður en umrædd viðskipti með hlutabréf þess hefðu átt sér stað í september 2023. Í þeim viðskiptum hefði eignarhaldsfélagið Iceland Star Property Ltd. (skráð í Liechtenstein) eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings með kaupum á nýju hlutafé. Félagið BlackRock Special Situations DAC (skráð á Írlandi) hefði á sama tíma komið með nýtt hlutafé inn í félagið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins kom enn fremur fram að afstöðu Icelandic Water Holdings til afhendingar gagna, sem látin hefðu verið ráðuneytinu í té við skoðun á framangreindum viðskiptum, hefði verið aflað. Icelandic Water Holdings teldi að önnur gögn en bréf frá félaginu til ráðuneytisins frá 18. september 2023 væru undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins. Var beiðni kæranda synjað að þessu leyti.<br /> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings til ráðuneytisins, dags. 18. september 2023, er vísað til þess að Iceland Star Property Ltd. sé félag skráð í Liechtenstein í eigu fjárfestingarsjóðsins Project Spring LLP, sem sé í dreifðu eignarhaldi þar sem enginn einn aðili eigi meira en 20% hlut. […], sænskur ríkisborgari, sem jafnframt sé stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, teljist raunverulegur eigandi félagsins samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi fengið gögn afhent en þurfi frekari upplýsingar. Kærandi vilji geta greint frá því hverjir séu raunverulegir eigendur að Icelandic Water Holdings og að hann telji að þau gögn sem ráðuneytið hafi takmarkað aðgang að gefi betri mynd af því.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt menningar- og viðskiptaráðuneyti með erindi, dags. 26. ágúst 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 10. september 2024. Í umsögn ráðuneytisins er rakið að viðskipti með bréf í Icelandic Water Holdings hf. hafi sætt skoðun á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að kanna hvort ástæða væri til inngrips á grundvelli 12. gr. laganna, en ákvæðið varðar þau tilvik þegar fjárfesting telst ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Að lokinni upplýsingaöflun hafi ráðuneytið ekki talið ástæðu til að grípa inn í viðskiptin á grundvelli laganna.<br /> <br /> Ráðuneytið hafi í ljósi undanfarandi samskipta við Ríkisútvarpið og fréttaflutnings þess af framangreindum viðskiptum metið upplýsingabeiðni kæranda þannig að óskað væri aðgangs að öllum gögnum sem ráðuneytið aflaði frá Icelandic Water Holdings um þá aðila sem eignuðust meirihluta hlutafjár í félaginu í viðskiptum þeim sem kunngjörð voru 6. september 2023. Ráðuneytið hafi afhent kæranda þau gögn sem bárust 18. september 2023, þar sem fram komu upplýsingar um fjárfestingarfélög með staðfestu í Liechtenstein og á Írlandi, sem eignuðust tæplega 77% hlutafjár í viðskiptunum.<br /> <br /> Við mat á hvort afhenda skyldi viðbótarupplýsingar sem bárust frá Icelandic Water Holdings 30. október 2023 hafi félagið látið ráðuneytinu í té þá afstöðu að hafna skyldi beiðninni, því upplýsingar um eignarhald félagsins og hverjir hefðu fjárfest í því vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrir þá tilteknu eigendur og félagið sjálft. Með veitingu upplýsinganna væri gengið nærri fjárhags- og viðskiptahagsmunum allra eigenda og þeir í einhverjum tilvikum sviptir þeirri bankaleynd sem þeim væri tryggð samkvæmt trúnaðar- og þagnarskyldu fjármálafyrirtækja. Ráðuneytinu hefðu verið veittar upplýsingar sem í einhverjum tilvikum væru undirorpnar almennum reglum um bankaleynd og sem trúnaðar- og þagnarskylda fjármálafyrirtækja tæki til. Birting þeirra kynni að valda töluverðu tjóni og vera þungbær haghöfum félagsins.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki sé um að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna eða samning lögaðila við opinberan aðila, heldur upplýsingar um eignarhald félags með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem fjárfest hafi í íslensku fyrirtæki. Þá falli upplýsingarnar utan þess sem skylt sé að birta samkvæmt þeim reglum sem löggjafinn hefur sett um birtingu upplýsinga um eignarhald á fyrirtækjum, sbr. meðal annars lög um skráningu raunverulegra eigenda, þó svo að ákvæði þeirra laga gefi ekki tilefni til slíkrar gagnályktunar að birting upplýsinga umfram það sé á grundvelli laganna einna óheimil. Ráðuneytið telji sig ekki hafa forsendur til að rengja mat fyrirtækisins sem hlut á að máli á því hvort birting gagnanna kynni að valda félaginu tjóni. Þar sem jafnframt sé ekki skylt að birta umræddar upplýsingar samkvæmt sérstökum reglum um birtingu sambærilegra upplýsinga telji ráðuneytið að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga kunni að teljast uppfyllt. Ráðuneytið telji jafnframt að hagsmunir Icelandic Water Holdings af að upplýsingarnar fari leynt geti gengið framar þeim almennu hagsmunum sem meginreglunni um upplýsingarétt almennings sé ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 11. september 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. létu menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Ráðuneytið hafnaði beiðni kæranda með vísan til 9. gr. laganna, þar sem upplýsingar í gögnunum vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Icelandic Water Holdings hf. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er að auki vísað til þess að hluti upplýsinganna sé háður bankaleynd.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni þau gögn sem það afmarkaði beiðni kæranda við og telur að óheimilt sé að veita aðgang að. Um er að ræða:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Erindi frá Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, þar sem lýst er afstöðu félagsins til beiðni kæranda, dags. 26. júlí 2024, um aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi sé.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlit, ódagsett, yfir eigendur Icelandic Water Holdings hf., eiganda félagsins Iceland Star Property Ltd. og eigendur félagsins Project Spring LP.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, er að mestu leyti að finna röksemdir félagsins fyrir því hvers vegna ekki ætti að veita kæranda aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi er. Erindið inniheldur að hluta til sömu röksemdir og færðar eru fram í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar. Að mati nefndarinnar eiga takmörkunarákvæði upplýsingalaga ekki við um neinar þær upplýsingar sem fram koma í erindinu. Telur úrskurðarnefndin því rétt að kæranda verði veittur aðgangur að erindinu.<br /> <br /> Yfirlitið, sem ráðuneytið hefur hafnað að afhenda kæranda, er ódagsett en Icelandic Water Holdings hf. afhenti ráðuneytinu það 30. október 2023. Úrskurðarnefndin gengur út frá því að yfirlitið endurspegli upplýsingar um eignarhald viðkomandi félaga þann dag og eftirfarandi umfjöllun tekur mið af því. Yfirlitið hefur að geyma myndræna framsetningu á eignarhaldi Icelandic Water Holdings hf., Iceland Star Property Ltd. og Project Spring LP. Eigendur félaganna eru allir lögaðilar og í yfirlitinu er að finna upplýsingar um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer og heimilisfesti. Þá er að finna upplýsingar um eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf., sem og upplýsingar um hvaða hlutverki hver eigandi Project Spring LP hefur að gegna gagnvart félaginu, þ.e. hvort um sé að ræða fjárfesti eða stjórnanda. Loks eru upplýsingar um nafn raunverulegs eiganda Icelandic Water Holdings hf., sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, þjóðerni hans og vegabréfsnúmer.<br /> <br /> Nokkur hluti framangreindra upplýsinga er þegar aðgengilegur opinberlega og standa því engar forsendur til að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Má þar nefna upplýsingar um Icelandic Water Holdings hf., svo sem kennitala, heimilisfesti og hver sé stjórnarformaður félagsins. Þá liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. hefur heimilisfesti í Liechtenstein, á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og ásamt BlackRock Special Situations DAC, sem hefur heimilisfesti á Írlandi, fer Iceland Star Property Ltd. samanlagt með tæplega 77% hlut í félaginu. Þá liggur fyrir að eigandi Iceland Star Property Ltd. er fjárfestingarsjóðurinn Project Spring LP, og að raunverulegur eigandi Icelandic Water Holdings hf. telst vera […], sænskur ríkisborgari.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Þær upplýsingar í yfirlitinu sem eftir standa og eru ekki opinberlega aðgengilegar eru:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um vegabréfsnúmer […].</li> <li style="text-align: justify;">Eftirfarandi upplýsingar um þá sem fara með eignarhald í Project Spring LP: <ol> <li>Rekstrarform.</li> <li>Skráningarnúmer.</li> <li>Heimilisfesti.</li> <li>Hlutverk gagnvart félaginu.</li> </ol> </li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP.</li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um nákvæmt eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC, hvors um sig.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ráðuneytið kveður í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar að veiting framangreindra upplýsinga myndi í einhverjum tilvikum svipta þá eigendur sem um ræðir bankaleynd. Ekki er nánar tilgreint í umsögninni hvaða upplýsingar kunni að vera háðar bankaleynd og þá hvernig. Engu að síður telur úrskurðarnefndin rétt að víkja að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu með svohljóðandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu voru lagðar fram af Icelandic Water Holdings hf. í tengslum við athugun ráðuneytis samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að meta hvort ástæða væri til að grípa inn í umrædd viðskipti á grundvelli 12. gr. laganna. Jafnvel þótt lögaðilar þeir sem upplýsingarnar varða væru viðskiptamenn fjármálafyrirtækis sem heyrir undir gildissvið laga um fjármálafyrirtæki, og upplýsingarnar teldust varða viðskiptamálefni þeirra, þá hefur hvorki ráðuneytið né Icelandic Water Holdings hf. fært fram nein gögn eða upplýsingar sem benda til þess að aðilar samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki hafi fengið vitneskju um þær við framkvæmd starfa síns. Telur úrskurðarnefndin því að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar séu undirorpnar bankaleynd sem standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið studdi ákvörðun sína að öðru leyti við að upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna viðkomandi lögaðila, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið tiltók ekki að upplýsingar um vegabréfsnúmer […] skyldu fara leynt. Úrskurðarnefndin telur með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og athugasemda við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, að þær upplýsingar varði einkamálefni hans sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest að því leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Við beitingu ákvæðisins er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar á yfirliti því sem deilt er um aðgang að og ekki eru opinberlega aðgengilegar. Svo sem að framan greinir er um að ræða upplýsingar um eigendur fjárfestingarsjóðsins Project Spring LP, sem allir eru lögaðilar, nánar tiltekið um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer, heimilisfesti og hlutverk gagnvart Project Spring LP. Þá eru upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP. Loks eru upplýsingar um nákvæm eignarhlutföll Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DCA í Icelandic Water Holdings hf. Það er mat nefndarinnar að þessar upplýsingar geti varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem um ræðir og að hagsmunirnir séu virkir, þar sem ekki liggur annað fyrir en að upplýsingar um eignarhaldið séu óbreyttar frá október 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að upplýsingar um nákvæmt eignarhald Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í því sambandi athugast að nú þegar liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og með BlackRock Special Situations DAC á félagið 77% hlutafjárins. Þá leggja lög um ársreikninga, nr. 3/2006, þá skyldu á ársreikningaskrá samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laganna að birta opinberlega ársreikning félaga á borð við Icelandic Water Holdings hf., sem skal innihalda skýrslu stjórnar þar sem tilgreindir eru tíu stærstu hluthafar félags eða allir ef hluthafar eru færri en tíu, ásamt upplýsingum um hundraðshluta hlutafjáreignar þeirra í lok árs. Þó að ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 sé ekki aðgengilegur á vef ársreikningaskrár sem stendur, liggur fyrir að gert er ráð fyrir að upplýsingar af þessu tagi séu opinberar. Úrskurðarnefndin telur því að upplýsingar um nákvæma hlutafjáreign Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. eigi ekki að fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar upplýsingar um fjárfestingarsjóðinn Project Spring LP og eigendur hans telur nefndin að fyrst og fremst sé um að ræða almennar upplýsingar um formlega skráningu félaganna og hvernig þau eru skipulögð. Þó að félögin kunni að hafa einhverja almenna viðskiptalega hagsmuni af því að halda því leyndu hvernig þau kjósa að haga og útfæra sínar fjárfestingar hefur ráðuneytið hvorki sýnt fram á hvernig afhending umræddra upplýsinga kynni að valda þessum félögum tjóni né að öðru leyti sýnt fram á að upplýsingarnar varði svo mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félaganna að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt.<br /> <br /> Eignarhald á Icelandic Water Holdings hf. sætti skoðun ráðuneytisins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991. Tilgangur skoðunarinnar var að meta hvort umrædd fjárfesting gæti ógnað öryggi landsins eða gengið gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær upplýsingar sem lágu til grundvallar niðurstöðu ráðuneytisins að ekki væri ástæða til að grípa inn í viðskiptin. Þá telur nefndin að mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi almennt. Þótt upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða varði samningagerð við hið opinbera eru þannig aðrir almannahagsmunir sem standa til þess að umræddar upplýsingar skuli ekki fara leynt. Röksemd ráðuneytisins í þá veru að umræddar upplýsingar séu ítarlegri en þær sem skylt sé að birta samkvæmt lögum breyta ekki þessari niðurstöðu og leiða ekki til þess í þessu máli að frekari takmarkanir eigi við um aðgang að gögnunum en leiða beinlínis af ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur ákvæði laga standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umræddum upplýsingum og verður ráðuneytinu því gert að veita aðgang að þeim líkt og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti skal veita kæranda, […], aðgang að erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, og ódagsettu yfirliti sem félagið lét ráðuneytinu í té 30. október 2023 og sýnir hvernig eignarhaldi á félaginu er háttað. Ráðuneytinu er þó skylt að afmá vegabréfsnúmer […] sem fram kemur í yfirlitinu.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;"> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1236/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum í vörslu Skattsins um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram kæmu í fylgiskjölum með ársreikningum tiltekinna fyrirtækja fyrir árið 2021. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að fylgiskjölin teldust ekki á meðal þeirra sem bæri að birta opinberlega samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Þá taldi nefndin að upplýsingar sem afmáðar hefðu verið úr fylgiskjölunum féllu undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1236/2024 í máli ÚNU 24050021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Þann 15. maí 2024 kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, að synja honum um að fá afhentar tilteknar upplýsingar úr ársreikningum hlutafélaganna HS Orka hf., Icelandair Group hf. og Samherji hf. vegna ársins 2021. Nánar tiltekið fól hin kærða ákvörðun í sér að kæranda voru afhentir ársreikningar félaganna þriggja ásamt gögnum sem fylgdu ársreikningunum en upplýsingar um hlutafjáreign, utan 10 stærstu hluthafanna, höfðu verið afmáðar.<br /> <br /> Umrædda beiðni lagði kærandi upphaflega fram með tölvupósti þann 14. september 2022. Beiðnin var sem fyrr segir afgreidd af hálfu ríkisskattstjóra þann 29. apríl 2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti ríkisskattstjóra um framangreinda kæru þann 16. maí 2024, og óskaði þess að henni yrði veitt umsögn um kæruefnið og afhent gögn málsins. Umsögn ásamt gögnum málsins bárust nefndinni þann 28. maí sama ár.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þarf afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Þess skal getið að í lögum um ársreikninga, nr. 3/200[6], hvílir ekki afdráttarlaus skylda á ríkisskattstjóra til að birta eða afhenda umbeðin gögn, að því marki sem þau varða hlutafjárupplýsingar einstaklinga.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ríkisskattstjóri vísaði í umsögn sinni einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023, en í þeim hafi úrskurðarnefndin staðfest fyrri niðurstöður sínar um að upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, nánar tiltekið um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum, féllu undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri vísar til þess að hann telji að þessi niðurstaða eigi við um meðferð og afgreiðslu á máli kæranda þótt lagagrundvöllur í henni hafi verið annar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með erindi nefndarinnar til hans, dags. 28. maí 2024. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram koma í fylgiskjölum með ársreikningum fyrirtækjanna HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf. fyrir árið 2021 og afhent voru til ársreikningaskrár á grundvelli laga um ársreikninga, nr. 3/2006.<br /> Synjun ríkisskattstjóra er byggð á því að um sé að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni sem leynt eigi að fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þar sem lög um ársreikninga, nr. 3/2006, mæla fyrir um að tiltekin gögn sem skilað er til ársreikningaskrár skuli birt á opinberu vefsvæði, sbr. 4. mgr. 109. gr. laganna, verður hér fyrst tekin afstaða til þess hvort umbeðnar upplýsingar falli undir slíka birtingu. Sú umfjöllun er nauðsynlegur hluti af úrlausn þess álitamáls hvort kærandi eigi rétt til hinna umbeðnu upplýsinga, á grundvelli upplýsingalaga, enda verður almennt ekki á því byggt að tilteknar upplýsingar séu viðkvæmar og skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga ef þær eru þegar aðgengilegar almenningi á öðrum lagagrundvelli.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, ber félögum sem falla undir 1. gr. laganna að senda ársreikningaskrá ársreikning sinn innan tiltekinna tímamarka. Er óumdeilt að þessi skylda átti við þau þrjú félög sem kærandi hefur óskað aðgangs að upplýsingum um.<br /> <br /> Í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga er tilgreint, eins og fyrr er komið fram, að ársreikningaskrá skuli birta gögn sem „skilaskyld eru samkvæmt þessari grein á opinberu vefsvæði.“ Þessi birtingarskylda tekur samkvæmt orðanna hljóðan aðeins til þeirra gagna sem eru skilaskyld á grundvelli 109. gr. sjálfrar.<br /> <br /> Lög um ársreikninga, nr. 144/1994, voru endurútgefin sem lög nr. 3/2006 um ársreikninga og tóku gildi í þeirri mynd þann 26. janúar 2006. Í 3. mgr. 65. gr. þeirra kom eftirfarandi fram varðandi skýrslu stjórnar með ársreikningi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýst um hundraðshluta hlutafjár þeirra hluthafa sem eiga a.m.k. 10% hlutafjár félagsins í lok ársins. Ef atkvæðagildi hluta er mismunandi miðað við fjárhæð þeirra skal gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 10% allra atkvæða í félaginu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Með 6. gr. laga nr. 14/2013, um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, var tilvitnaðri 3. mgr. 65. gr. breytt. Var þá m.a. bætt við þeirri reglu að í hlutafélögum og einkahlutafélögum þar sem hluthafar væru fleiri en tíu skyldi, til viðbótar við upplýsingar um stærstu hluthafa, jafnframt fylgja með skýrslu stjórnar skrá yfir alla hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra.<br /> <br /> Breyting var næst gerð á 3. mgr. 65. gr. um ársreikninga með 38. gr. laga nr. 73/2016. Í stað orðalags um að skrá yfir hlutahafa skyldi „fylgja með skýrslu stjórnar“ var nú kveðið á um að slík skrá skyldi „fylgja með skilum á ársreikningi“. Frekari breytingar hafa ekki verið gerðar á tilvitnuðu ákvæði, sem hljóðar nú svo í heild:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Við útreikning þennan telst samstæða einn aðili. Ef atkvæðahlutdeild er mismunandi miðað við fjárhæð hluta skal að lágmarki gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra tíu hluthafa sem fara með stærstu atkvæðahlutdeild í félaginu í lok ársins. Hafi orðið breytingar á atkvæðahlutdeild á reikningsárinu skal þeirra getið sérstaklega. Þá skal fylgja með skilum á ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Ársreikningaskrá skal gera félögum kleift, við rafræn skil á ársreikningum, að nota áður innsendar upplýsingar til ríkisskattstjóra um hluthafa í félaginu til að útbúa þann lista.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Af tilvitnuðu lagaákvæði leiðir að skilum á ársreikningi skal fylgja sérstök skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í viðkomandi félagi ásamt upplýsingum um hlutafjáreign og hlutafjárhlutfall hvers þeirra. Af orðalagi ákvæðins og lögskýringargögnum sem því tengjast virðist jafnframt mega draga þá ályktun að þessi skrá eigi að fylgja „skilum á ársreikningi“ þegar hann er afhentur til ársreikningaskrár. Sú ályktun verður hins vegar ekki dregin af orðalagi laga um ársreikninga, hvorki þeim skilgreiningum sem fram koma í 2. og 3. gr. laganna né orðalagi 65. gr. í heild, að sá heildarlisti yfir hluthafa sem á að fylgja ársreikningi skv. 3. mgr. 65. gr. sé beinn hluti ársreikningsins sjálfs.<br /> <br /> Þegar nánar er litið til orðalags 109. gr. laga um ársreikninga kemur skýrlega fram að sú lagaregla kveður á um skyldu til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár. Ákvæði 4. mgr. 109. gr. laganna mælir síðan einvörðungu fyrir um opinbera birtingu gagna sem skilaskyld eru á grundvelli 109. gr. sjálfrar. Samkvæmt framangreindu leiðir skyldan til að skila skrá yfir hluthafa af 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga en ekki af 109. gr. þeirra laga. Umræddar skrár, sem teljast fylgigögn með ársreikningi en ekki hluti ársreiknings, falla því ekki undir þau gögn sem ber að birta opinberlega á grundvelli 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga.<br /> <br /> Á þeim grundvelli verður ekki gerð athugasemd við þá afmörkun ríkisskattstjóra að við úrlausn fyrirliggjandi máls hafi embættinu verið rétt að líta til þess hvort þær upplýsingar sem fram komi í skránum teljist til upplýsinga um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkisskattstjóri varð við beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að því undanskildu að hann afmáði úr þeim gögnum sem hann afhenti upplýsingar um hlutafjáreign og hundraðshluta hlutafjár einstakra hluthafa í félögunum þremur. Þessar upplýsingar um 10 stærstu hluthafa hvers félags voru þó ekki afmáðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum geti þar með verið óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Vísast hér m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 1160/2023, sbr. einnig þá úrskurðarframkvæmd sem þar er vísað til. Úrskurðarnefndin hefur einnig túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að ákvæðið taki til upplýsinga um almenna hlutafjáreign, a.m.k. þar sem um er að ræða upplýsingar um sundurgreinda hlutafjáreign einkaaðila í tilteknum einkaréttarlegum félögum, enda liggi ekki fyrir önnur lagasjónarmið sem eigi að leiða til þess að upplýsingarnar skuli afhenda. Hvað varðar upplýsingar um almenna hlutafjáreign einstaklinga í tilteknum félögum hefur nefndin í þessu sambandi vísað til þess að slíkar upplýsingar njóti réttarverndar einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og til hliðsjónar niðurstöðu Evrópudómstólsins frá 22. nóvember 2022, í sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), sbr. jafnframt úrskurð nefndarinnar nr. 1160/2023.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki ráðið að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem ríkisskattstjóri afmáði úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent og telur, með vísan til framangreindra sjónarmiða, að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur athygli ríkisskattstjóra á að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ríkisskattstjóri hefur ekki fært fram rök fyrir því hvers vegna það tók rúmlega eitt ár og sjö mánuði að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Afgreiðslutími í málinu telst því ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, í tilefni af beiðni […], dags. 14. september 2022, um synjun á afhendingu tiltekinna upplýsinga um hlutafélögin HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1235/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að tölvupóstum í vörslu Reykjavíkurborgar varðandi orlofsgreiðslur til fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ákvörðun sveitarfélagsins byggðist á því að gögnin teldust vera vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að þau væru undirbúningsgögn sem rituð hefðu verið af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin nota, og hefðu ekki verið afhent öðrum. Þá taldi nefndin að ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ætti ekki við um innihald gagnanna. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1235/2024 í máli ÚNU 24080021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að nánar tilgreindum gögnum um orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Beiðnin var lögð fram 16. ágúst 2024 og henni synjað 23. ágúst 2024 með vísan til 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og þeim rökum að gögnin teldust vinnugögn í skilningi greinarinnar og því heimilt að synja um aðgang samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þann 16. ágúst 2024 óskaði kærandi eftir öllum gögnum og samskiptum í tengslum við launauppgjör og orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Með svari þann 23. ágúst 2024 var kæranda veittur aðgangur að tveimur þeirra gagna sem óskað var eftir, en synjað um aðgang að fimm öðrum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Einnig er í svarinu farið yfir undantekningar á því að vinnugögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sem borgin telur ekki eiga við, sem og 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang, sem borgin telur ekki heldur eiga við um umþrætt gögn. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 23. ágúst, og henni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Erindið var síðar ítrekað, þann 10. september 2024 þar sem engin svör höfðu borist. Í svari Reykjavíkurborgar þann 11. september 2024 var upplýst um að vegna yfirsjónar innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar hefði kæran ekki borist embætti borgarlögmanns fyrr en þann dag en það væri embættið sem myndi svara erindinu. Var af þeim sökum óskað framlengingar á svarfresti til 18. september 2024. Varð úrskurðarnefndin við þeirri ósk.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni 18. september 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að Reykjavíkurborg leggist gegn því að gögnin séu afhent. Reykjavíkurborg byggir afstöðu sína á 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þeim rökum að gögnin teljist vinnugögn í skilningi greinarinnar og að engin undantekninga 3. mgr. sömu greinar eigi við um þau. Því sé borginni heimilt að synja um aðgang skv. 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 4. október 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að tölvupóstum sem varða orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Fskj. 1. Tölvuskeyti deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu, dags. 24. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 2. Tölvuskeyti launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu til deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 3. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 4. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 5. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og skrifstofustjóra skrifstofu kjaramála, dags. 16., 19., 20. og 23. febrúar 2024.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngt. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið efni framangreindra gagna. Nefndin fellst á að þau hafi öll verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með greiðslum Reykjavíkurborgar 1. mars og 1. apríl 2024, vegna ótekins orlofs fráfarandi borgarstjóra. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður einnig ráðið af efni gagnanna að þau hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess. Þá verður ekki séð að þau hafi verið afhent öðrum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Reykjavíkurborg að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Um fimm skjöl er að ræða, sem Reykjavíkurborg hefur synjað að veita aðgang að. Segir í umsögn Reykjavíkurborgar að borgin telji að engin undantekninga 3. mgr. 8. gr. eigi við um nokkurt þeirra. Sem fyrr segir hefur nefndin yfirfarið efni gagnanna. Í þeim er eingöngu að finna samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar, ekki endanlegar ákvarðanir og ekki upplýsingar um málsatvik. Í hluta gagnanna er vísað til ráðningarbréfs borgarstjóra en í gögnunum er ekki að finna nýjar upplýsingar til viðbótar við það. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að gögnunum því staðfest.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2024, um að synja kæranda, […], um aðgang að fimm tilgreindum gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1234/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að dómsátt í vörslu Isavia ohf. um viðurkenningu á greiðslu skuldar. Ákvörðun Isavia að synja beiðninni byggðist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og að félaginu væri óheimilt að veita aðgang að gagninu því það varðaði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem í hlut ætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gagnið og taldi að vandséð væri hvernig afhending þess til kæranda kynni að valda lögaðilanum tjóni. Var því lagt fyrir Isavia að veita kæranda aðgang að dómsáttinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1234/2024 í máli ÚNU 24060006.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júní 2024, kærði Ferðaskrifstofa Icelandia ehf., þá undir heitinu Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf., ákvörðun Isavia ohf. að synja beiðni um aðgang að dómsátt milli Isavia og Hópbíla ehf.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé hópbifreiðafyrirtæki sem bjóði áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022 hafi kærandi fengið afhenta reikninga sem Isavia hafi gert Hópbílum vegna notkunar á tilteknum stæðum við flugstöðina. Þeir reikningar hafi sýnt að Hópbílar hafi greitt töluvert minna fyrir notkun á stæðunum en kveðið hafði verið á um í skilmálum sem átt hafi að gilda um þessa notkun. Kæranda hafi verið hafnað um sambærilegan afslátt af aðstöðugjöldum. Þess í stað hafi Isavia valið að krefja Hópbíla um mismun á greiddum gjöldum og lágmarksþóknun samkvæmt nefndum skilmálum og í framhaldi af því hafi Isavia og Hópbílar gert dómsátt.<br /> <br /> Í ljósi þessa hafi kærandi átt fund með forsvarsmönnum Isavia í október 2022 og óskað eftir afslætti af aðstöðugjöldum með hliðsjón af þeirri fjárhæð sem Hópbílar hefðu vangreitt Isavia. Isavia hafi ekki orðið við þeirri ósk en hafi síðar afhent kæranda reikning Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, þar sem Hópbílar væri krafið um mismun greiddra aðstöðugjalda og lágmarksþóknunar í skilmálum útboðsins fyrir tímabilið mars 2018 til febrúar 2019. Á öðrum fundi kæranda með forsvarsmönnum Isavia, dags. 14. febrúar 2024, hafi Isavia upplýst kæranda um að gerð hafi verið dómsátt við Hópbíla.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að dómsátt Isavia og Hópbíla var lögð fram 8. mars 2024 og henni synjað 13. maí 2024. Í ákvörðun Isavia er tilgreint að unnt sé að staðfesta að gerð hafi verið réttarsátt milli félaganna en hún feli ekki í sér niðurfellingu kröfu Isavia á hendur Hópbílum. Beiðni kæranda hafi verið borin undir Hópbíla, sem telji að Isavia sé óheimilt að afhenda dómsáttina því hún varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Sáttin sé merkt sem trúnaðarmál og innihaldi upplýsingar sem eru nýjar og varði viðskiptasamband sem enn sé í fullu gildi. Verði hún afhent muni það valda Hópbílum tjóni. Að teknu tilliti til afstöðu félagsins og í ljósi efnis sáttarinnar að öðru leyti sé það afstaða Isavia að óheimilt sé að afhenda kæranda afrit af dómsáttinni, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. júní 2024, og félaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 28. júní 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni eru færð rök fyrir því að þeir fjárhags- og viðskiptahagsmunir Hópbíla sem gögnin varða séu virkir þar sem efni dómsáttarinnar varði uppgjör á kröfum vegna samnings milli Isavia og Hópbíla sem sé í gildi fram til febrúar 2025. Þá telji Hópbílar að upplýsingar í sáttinni geti skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Isavia telji mikilvægt að gefa afstöðu Hópbíla mikið vægi við mat á því hvort upplýsingarnar séu mikilvægar í samkeppnisrekstri félagsins enda sé ekkert sem bendi til þess að mat félagsins sé rangt.<br /> <br /> Þá bendir Isavia á að nákvæmar upplýsingar um uppgjör og greiðslufyrirkomulag skulda fyrirtækja séu ekki upplýsingar sem almennt séu aðgengilegar. Eigi það jafnt við um skuldir fyrirtækja við einkaaðila og opinbera aðila.<br /> <br /> Isavia vísar til þess að í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi nefndin talið nauðsynlegt að vega hagsmuni lögaðila af því að halda upplýsingum sem hann varðar leyndum á móti hagsmunum almennings af að upplýsingar séu birtar. Isavia telji vandséð að slík túlkun fái stoð í skýrum texta bannákvæðis 9. gr. upplýsingalaga sem sé án undanþágu séu hagsmunir taldir virkir og mikilvægir. Engu að síður telji Isavia rétt að nefna að komið hafi verið til móts við hagsmuni kæranda af að fá dómsáttina afhenta með afhendingu reikninga, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1078/2022, afhendingu reiknings Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, og staðfestingu til kæranda þess efnis að í dómsáttinni felist ekki niðurfelling á skuld Hópbíla við Isavia. Loks sé rétt að nefna að í dómsáttinni er tiltekið að hún sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. júní 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi taldi ekki þörf á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að dómsátt milli Isavia ohf. og Hópbíla hf. Nánar tiltekið er um að ræða réttarsátt í héraðsdómsmálinu nr. E-1209/2023, dags. 8. maí 2023. Í sáttinni kemur fram að Hópbílar hf. viðurkenni að skulda Isavia ohf. tiltekna fjárhæð „sem leiðir af lágmarksgreiðslu rekstrarárið 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019 samkvæmt rekstrarsamningi aðila…“<br /> <br /> Um aðgang kæranda að þessu gagni fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka þröngt.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir efni þeirrar dómsáttar sem nefnd er að framan. Í úrskurði nefndarinnar nr. 1078/2022 frá 1. júní 2022 taldi nefndin að Isavia ohf. bæri, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, að afhenda reikninga vegna aðgangs að framangreindri aðstöðu fyrir áætlunarakstur. Verður af gögnum málsins sem hér er til úrlausnar, þ.m.t. skýringum Isavia ohf., ekki annað ráðið en að í dómsáttinni felist niðurstaða aðila um greiðslur sem komi til viðbótar við greiðslur samkvæmt reikningum sem fjallað var um í úrskurði nr. 1078/2022 fyrir sömu aðstöðu. Í dómsáttinni er í engu vikið að fjárhagslegri stöðu Hópbíla, þar á meðal hvorki að lánum, lánasamningum, eignum eða rekstri þess félags. Í þessu ljósi er vandséð að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda Hópbílum tjóni. Þar sem dómsáttin geymir efnislega ekki aðrar upplýsingar en samkomulag aðila um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar sem Hópbílar muni standa Isavia skil á verður heldur ekki séð hvernig afhending gagnsins gæti skaðað hagsmuni Isavia sjálfs eða aðra opinbera hagsmuni í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Undir meðferð málsins hefur Isavia vísað til þess að í dómsáttinni komi fram að hún sé trúnaðarmál. Úrskurðarnefndin tekur af því tilefni fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur óskað aðgangs að gagninu sem fyrir liggur hjá Isavia en það félag fellur undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. gr. laganna. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að gagninu eftir þeim lögum eins og að framan greinir. Fyrir úrlausn á kröfu kæranda, á grundvelli upplýsingalaga, er því þýðingarlaust að í gagninu sem deilt er um sé tekið fram að það sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Isavia ohf. er skylt að veita Ferðaskrifstofu Icelandia ehf. aðgang að dómsátt Isavia ohf. við Hópbíla hf., dags. 8. maí 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1233/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Sjúkratrygginga Íslands sem vörðuðu útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi ýmist samkvæmt 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin fór yfir þau gögn sem aðgangur hafði verið takmarkaður að og lagði fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að tilteknum gögnum, en staðfesti synjanir stofnunarinnar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1233/2024 í máli ÚNU 23060019.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Klíníkurinnar Ármúla ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig Sjúkratryggingar) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með auglýsingu 17. febrúar 2023 óskuðu Sjúkratryggingar eftir tilboðum vegna útboðs á liðskiptaaðgerðum á mjöðmum og hnjám og kom fram í auglýsingunni að stofnunin áætlaði að heildarfjöldi aðgerða gæti numið allt að 700 aðgerðum á árinu 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig drög að samningi vegna þjónustunnar með auglýsingunni.<br /> <br /> Sjúkratryggingar birtu opinberlega tilkynningu um opnun tilboða 6. mars 2023 en samkvæmt tilkynningunni bárust tilboð frá fjórum félögum, þar á meðal kæranda. Þá kom fram í tilkynningunni hvert væri framboðið verð allra félaganna annars vegar vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar vegna liðarskiptaaðgerðar á hné auk upplýsinga um fjárhæð kostnaðaráætlunar Sjúkratrygginga. Af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt bjóðendum um ákvörðun um val tilboða 9. mars 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig opinberlega tilkynningu um val tilboða 15. mars 2023 og kom þar fram að tilboðum Cosan slf. (hér eftir einnig Cosan) og kæranda hefði verið tekið og upplýst um fjölda aðgerða sem félögunum var falið að annast. Samningar milli Sjúkratrygginga og umræddra félaga voru báðir undirritaðir 30. mars 2023.<br /> <br /> Með erindi 19. apríl 2023 til Sjúkratrygginga krafðist kærandi afhendingar á (1) tilboðum annarra bjóðenda í útboðinu ásamt öllum fylgigögnum, (2) öllum samningum Sjúkratrygginga við Cosan í kjölfar útboðsins, (3) öllum samskiptum Sjúkratrygginga við bjóðendur vegna útboðsins frá birtingu fyrrgreindrar auglýsingar fram til undirritunar samninga, (4) öllum fundargerðum Sjúkratrygginga vegna útboðsins og (5) einkunnagjöf tilboða og rökstuðningi fyrir vali tilboða. Studdi kærandi rétt sinn til aðgangs að umræddum gögnum aðallega við 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Sjúkratryggingar óskuðu eftir afstöðu Cosan til beiðni kæranda en félagið lagðist gegn afhendingu gagna sem vörðuðu félagið með tölvupósti til Sjúkratrygginga 27. maí 2023. Í tölvupóstinum var rakið að umbeðnar upplýsingar væru viðkvæmar upplýsingar sem vörðuðu fjárhags- og viðskiptahagsmuni Cosan og að hafna skyldi beiðninni í ljósi yfirvofandi útboðs Sjúkratrygginga á liðskiptaaðgerðum á árinu 2024.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Cosan svöruðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda 12. júní 2023. Í svarinu var rakið hvaða gögn stofnunin teldi falla undir beiðni kæranda og honum veittur aðgangur að nokkrum gögnum, nánar tiltekið fylgiskjölum 5-12 með tilboði Cosan, samningi Sjúkratrygginga við Cosan og tilteknum tölvupóstssamskiptum þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í síðarnefndu skjölunum. Þá tóku Sjúkratryggingar fram að tiltekið skjal í tilboðsgögnum Cosan væri ekki í vörslum stofnunarinnar, að engar fundargerðir hefðu verið ritaðar og að ekki hefði verið þörf á að útbúa sérstakt tilboðsblað við mat tilboða. Að öðru leyti synjuðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda.<br /> <br /> Með tölvupósti 14. júní 2023 óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum um hvort Sjúkratryggingar hefðu leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda til beiðni kæranda. Með svari sama dag tóku Sjúkratryggingar fram að ekki hefði verið leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda af nánar tilteknum ástæðum. Ef sá hluti upplýsingarbeiðni sem varðaði gögn og upplýsingar frá öðrum bjóðendum yrði ítrekaður með ítarlegri rökstuðningi myndi stofnunin væntanlega leita afstöðu þeirra og taka afstöðu gagnvart slíkum kröfum strax í kjölfarið.<br /> <br /> Með öðrum tölvupósti 14. júní 2023 til Sjúkratrygginga óskaði kærandi eftir afriti af tilteknum tölvupóstum milli stofnunarinnar og Cosan auk fylgigagna þeirra. Þá tiltók kærandi að gögnin vörðuðu fjárhagslegt hæfi Cosan og féllu þar af leiðandi undir gagnabeiðni hans. Sjúkratryggingar svöruðu tölvupóstinum samdægurs, afhentu kæranda umbeðna tölvupósta en synjuðu um aðgang að gögnum um fjárhagslegt hæfi Cosan. <br /> <br /> Í kæru rekur kærandi og rökstyður að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og þar undir falli meðal annars tilboðsgögn annarra bjóðenda en Cosan, tölvupóstssamskipti og fleira. Kærandi bendir á að vafi leiki á því hvort tilboð Cosan hafi í reynd verið samanburðarhæft við tilboð hans að teknu tilliti til þess hvað hafi verið innifalið í tilboðunum tveimur. Telja verði að Cosan hafi verið gefinn verulegur afsláttur af hæfis-, gæða- og öryggiskröfum og að um ólögmæta sérmeðferð hafi verið að ræða. Jafnframt leiki vafi á því hvort Cosan hafi verið hæfur bjóðandi að lögum.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilboðsblaði Cosan bendir kærandi á að gagnaréttur í kjölfar útboðs taki til tilboðs annarra bjóðenda, þ.m.t. einingaverða, vegna þeirra ríku hagsmuna sem lúta að gagnsæi um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 584/2015 og 570/2015. Ekki sé hægt að ganga úr skugga um lögmæti vals tilboða án verðsamanburðar og sérstaklega ekki þegar verð hafi jafnmikið vægi og í umræddu útboði. Þá hafi sjónarmið um áform Cosan varðandi þátttöku í frekari útboðum ekkert vægi enda sé óvíst hvort að annað útboð fari fram og hvort að félagið muni taka þátt í slíku útboði. Aldrei sé hægt að afhenda gögn til bjóðenda í kjölfar útboðs verði fallist á röksemdir af þessu tagi.<br /> <br /> Í samhengi við skjöl um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor tekur kærandi fram að gerð hafi verið fortakslaus krafa í útboðsskilmálum um framvísun greinargerðar um gæði þjónustu, meðhöndlun fylgikvilla aðgerða, faglega þekkingu starfsmanna og fleira. Án þessara gagna sé ekki hægt að meta hvort val tilboða hafi verið málefnalegt en auk þess sé um að ræða upplýsingar um hvernig öryggi sjúklinga og gæði þjónustu, sem sé niðurgreidd með almannafé á grundvelli opinbers útboðs, sé tryggt. Full ástæða sé til gagnrýninnar skoðunar á því hvort að þessi skilyrði útboðsins hafi verið uppfyllt, sérstaklega í ljósi þess að mismunandi gæðakröfur hafi verið gerðar til Cosan en kæranda í endanlegum samningum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar eigi kærandi rétt til aðgangs að samningi Cosan við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Ekki sé hægt að fá heildarmynd af tilboði Cosan og samningum í kjölfar útboðsins án þessa skjals. Þá geti kærandi ekki borið saman tilboð án þess að fá upplýsingar um alla þá þjónustu sem hafi verið innifalin. Cosan geti ekki skotið sér undan upplýsingaskyldu með því að útvista þjónustu til þriðja aðila en slík upplýsingaskylda sé meginreglan í kjölfar útboðs þó samið sé að hluta um að þriðji aðili veiti þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 862/2020, 891/2020, 908/2020 og 1074/2022.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrá bæklunarlækna hafi Sjúkratryggingar synjað afhendingu skjalanna með vísan til þess að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 9. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018, sbr. einnig 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ferilskrárnar hafi grundvallarþýðingu við mat á hæfi Cosan, öryggi sjúklinga og gæði þjónustu og hafi verið gerð sérstök skilyrði í útboðinu varðandi reynslu lækna. Draga verði í efa að umbeðnar ferilskrár innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 3. tl. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga enda hafi þær samkvæmt skilmálum útboðsins átt að innihalda upplýsingar um reynslu og árangur af aðgerðum. Ef viðkvæmar persónuupplýsingar komi fram í ferilskránum sé eðlilegt að afmá þær sérstaklega en afhenda að öðru leyti ferilskrárnar til sönnunar á reynslu læknanna og árangri.<br /> <br /> Hvað varðar þær upplýsingar sem hafi verið strikað yfir í samningi Sjúkratrygginga við Cosan og fylgiskjali 2 með þeim samningi bendir kærandi á að umræddar yfirstrikanir geri kærandi ókleift að leggja mat á hvort að samningurinn við Cosan hafi samrýmst tilboði félagsins, útboðsskilmálum og jafnræðissjónarmiðum. Þá hafi fylgiskjal 2, sem lýsi meðferðarferli Cosan, grundvallarþýðingu fyrir samanburð tilboða. Jafnframt verði hvorki synjað um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað hafi verið yfir í tölvupóstssamskiptum Sjúkratrygginga við Cosan né gögnum sem lúta að fjárhagslegu hæfi félagsins en síðarnefndu gögnin séu grundvallargögn við mat á hæfi Cosan samkvæmt lögum.<br /> <br /> Að endingu hafi Sjúkratryggingar synjað kæranda um afhendingu tilboðsgagna annarra bjóðenda með vísan til þess að gagnabeiðni kæranda hafi ekki verið rökstudd nægjanlega með tilliti til 14. gr. upplýsingalaga. Þessu sé mótmælt enda hafi í beiðninni verið óskað eftir tilboðsgögnum annarra bjóðenda og vísað því til stuðnings til fjöldamargra úrskurða nefndarinnar. Sambærileg rök standi til þess að afhenda fylgigögn annarra bjóðenda og tilboð Cosan.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sjúkratryggingum með erindi, dags. 26. júní 2023, og stofnunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga barst úrskurðarnefndinni 10. ágúst 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem stofnunin taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga kemur fram að stofnunin telji óumdeilt að 14. gr. upplýsingalaga eigi við um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Við meðferð á beiðni kæranda hafi stofnunin á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga framkvæmt atviksbundið mat á hvort afhenda ætti einstök gögn eða afmá ætti upplýsingar í einstökum skjölum. Matið hafi tekið mið af hagsmunum kæranda og þess sem upplýsingar vörðuðu hverju sinni. Þá hafi stofnunin einnig litið til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ákvæðis 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.<br /> <br /> Í samhengi við hagsmunamat 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er rakið í umsögninni að af svörum frá Cosan hafi mátt draga þá ályktun að opinberun á fjárhags- og viðskiptaupplýsingum félagsins kynni að skaða möguleika þess til þátttöku í frekari útboðum. Hafi þannig mátt ætla að miðlun upplýsinganna til kæranda kynni að hafa áhrif á möguleika Cosan til tekjumyndunar í framtíðinni. Þá verði einnig til þess að líta að Cosan hafi beinlínis vísað til þess að kærandi sé samkeppnisaðili félagsins og geti undirbúningur á frekari þátttöku í útboðum og öflun tilboða falið í sér áætlanagerð um hvernig sé best að tryggja samkeppnishæfni félagsins gagnvart öðrum bjóðendum. Hafi stofnunin metið hagsmuni Cosan af eigin möguleikum til tekjumyndunar þyngra en hagsmuni kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá hafi möguleikinn á tjóni vegna afhendingar upplýsinga verið skýr að mati stofnunarinnar.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem komi fram í tilboðsblaði Cosan innihaldi fjárhæð tilboða, sem félagið bæði tilgreini sem trúnaðarmál í tilboðinu sjálfu og óski eftir trúnaði um í svari sínu til stofnunarinnar. Við mat á því hvort eðli upplýsinganna sé slíkt að þær falli undir ákvæði 3. mgr. 14. gr. verði að líta til þess að um sé að ræða fjárhags- og viðskiptaupplýsingar Cosan. Til hliðsjónar megi einnig líta til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 sem kveði á um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsinga, ekki síst þar sem lagaákvæðið sjálft vísi til einingaverða og fjárhagsmálefna sem viðkvæmra trúnaðarupplýsinga.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að skjölum um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor teljist umrædd gögn til atvinnu-, framleiðslu og viðskiptaleyndarmála eða viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- eða samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni Cosan. Óumdeilt sé að Cosan sé í samkeppnisrekstri við kæranda og hafi fyrirtækið lýst því yfir að það hafi til undirbúnings frekari þátttöku í útboðum eða tilboðsgerð. Þó ekki sé hægt að verðleggja með nákvæmum hætti það mögulega tjón sem yrði af afhendingu umræddra gagna megi ætla að afhending gagnanna geti verið líkleg til að skaða fjárhagslega hagsmuni Cosan til skemmri eða lengri tíma.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrám bæklunarskurðlækna sé um að ræða persónuupplýsingar starfsmanna Cosan sem falli undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar að auki þurfi skilyrði persónuverndarlaga nr. 90/2018 um vinnslu persónuupplýsinga að vera uppfyllt til að heimilt sé að framsenda slík gögn, nánar tiltekið 9. gr. um heimildir til vinnslu persónuupplýsinga, en stofnunin fái ekki séð að skilyrði þeirrar greinar séu uppfyllt.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar nái upplýsingaréttur kæranda ekki til samninga sem Cosan hafi gert við þriðja aðila enda sé um að ræða grandlausan þriðja aðila sem ekki sé í beinu samningssambandi við Sjúkratryggingar. Enginn þeirra úrskurða sem kærandi vísi til fjalli um tilvik þar sem úrskurðarnefndin hafi skyldað stjórnvald til að afhenda samning milli tveggja annarra aðila sem stjórnvaldið á sjálft ekki aðild að. Í samhengi við að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr afhentum samningi milli Cosan og Sjúkratrygginga og fyrirliggjandi tölvupóstssamskiptum sé á það bent að einu upplýsingarnar sem hafi verið afmáðar hafi varðað beina einkahagsmuni Cosan.<br /> <br /> Hvað varði tilboð annarra bjóðenda þá hafi upplýsingar um fjárhæðir tilboða verið senda bjóðendum 6. mars 2023 og upplýsingar um gerða samninga verið birtar á vef stofnunarinnar 30. sama mánaðar. Frekari upplýsingar, til dæmis um einingaverð eða fylgiskjöl tilboða, teljist til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra félaga og fái stofnunin ekki séð að hún hafi heimild til að afhenda skjölin á grundvelli upplýsingalaga. Þá varði fyrirliggjandi samskiptin við aðra bjóðendur en Cosan aðeins fyrirspurnir um framkvæmd útboðsins og beiðni um upplýsingar. Í ljósi 9. gr. upplýsingalaga og úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 656/2016 telji stofnunin rétt og sanngjarnt að þessi samskipti fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga var kynnt kæranda með tölvupósti 10. ágúst 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 18. sama mánaðar.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum leggur kærandi meðal annars áherslu á að eðlilegt sé og sanngjarnt að honum verði afhent tilboðseyðublað Cosan óyfirstrikað. Nauðsynlegt sé að upplýsa um hver hafi verið álagsprósenta félagsins vegna endurtekinna aðgerða og nauðsynlegt að kærandi geti staðreynt að upplýsingar um fjölda aðgerða og verð á aðgerð á tilboðseyðublaðinu samrýmist upplýsingum í tilkynningu Sjúkratrygginga um úrslit útboðsins. Þá snúi allar röksemdir Sjúkratrygginga fyrir því að gæta skuli trúnaðar almenns eðlis, að óvissum framtíðaratburðum og því að halda verði trúnaði um upplýsingar sem að stærstu leyti séu þegar opinberar. Auk þess vegi hagsmunir kæranda að aðgangi að þessu og öðrum gögnum þyngra en ætlaðir trúnaðarhagsmunir Cosan.<br /> <br /> Jafnframt mótmæli kærandi afstöðu Sjúkratrygginga um að ekki skuli afhenda samning Cosan við sjúkraþjálfunarstofu af þeirri ástæðu einni að hann sé milli einkaaðila. Þar sem samningurinn varði þátttöku annars aðila í útboði sem kærandi hafi tekið þátt í verði að líta svo á að hann falli undir upplýsingarrétt kæranda samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Þá sé alþekkt í framkvæmdar úrskurðarnefndarinnar að óskað sé eftir afhendingu gagna frá hinu opinbera vegna viðskipta þess við einkaaðila þó einkaaðilarnir sjálfir hafi ekki tekið þátt í útboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1117/2022 og 884/2020.<br /> <br /> Við meðferð málsins óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Stoðkerfa ehf. og Ledplastikcentrum til beiðni kæranda. Með erindi 29. maí 2024 til nefndarinnar kom fram að Stoðkerfi ehf. gerðu ekki athugasemdir við að kæranda yrði afhent afrit af tilboði og tilboðsgögnum þess en legðist gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tölvupóstssamskiptum félagsins við Sjúkratryggingar á tímabilinu frá 6. til 14. mars 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi í kjölfarið annað erindi til Stoðkerfa ehf. og afhenti félaginu þau tölvupóstssamskipti sem Sjúkratryggingar höfðu lagt fram við meðferð málsins hjá nefndinni og sem vörðuðu félagið. Með tölvupósti 19. júní 2024 til nefndarinnar komu Stoðkerfi ehf. á framfæri þeirri afstöðu sinni að ekki væru gerðar athugasemdir við að kæranda yrðu afhent fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti. Ekki bárust svör frá Ledplastikcentrum við erindum nefndarinnar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga, nánar tiltekið gögnum sem varða útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum sem var auglýst 17. febrúar 2023. Í kjölfar útboðsins gerðu Sjúkratryggingar samninga við Cosan og kæranda en með samningunum var félögunum falið að annast liðskiptaskiptaaðgerðir upp að nánar tilgreindu hámarki.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans. Þá hafa Stoðkerfi ehf. samþykkt að kæranda verði veittur aðgangur að þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu og sem varða félagið. Verður kæranda því veittur aðgangur að þeim gögnum sem varða Stoðkerfi ehf. í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem stofnunin telur að falli undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboð Cosan, ódagsett.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–4 og 12–15 með tilboði Cosan.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstar 9., 13. og 15. mars 2023 frá Cosan til Sjúkratrygginga.</li> <li style="text-align: justify;">Ársreikningur Cosan fyrir árið 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsing löggilts endurskoðanda Cosan um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur milli Sjúkratrygginga og Cosan, dags. 30. mars 2023, og fylgiskjal II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga og svar stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblað Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–5 með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Samanburður á tilboðum.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að fyrirliggjandi gögnum</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðilum sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020. Hið sama hefur verið talið eiga við um önnur gögn sem tengjast slíkum innkaupaferlum og sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekin bjóðanda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1083/2022. Um rétt þátttakenda í útboðum til aðgangs að slíkum gögnum fer því almennt eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Öðru máli gegnir hins vegar um þau gögn sem til verða eftir að val á tilteknum bjóðanda (samningsaðila) hefur farið fram. Þótt sá sem tekið hefur þátt í útboði eða sambærilegu innkaupaferli af hálfu hins opinbera kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingum sem til verða eftir að tilboði hefur verið tekið verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki skýrt svo rúmt að það taki með sama hætti til slíkra upplýsinga og þeirra sem til urðu á meðan val bjóðanda eða viðsemjanda fór fram. Þar af leiðandi fer, að öðru jöfnu, um rétt bjóðanda til aðgangs að slíkum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. II. kafla laganna.<br /> <br /> Kærandi var á meðal tilboðsgjafa í útboðinu en af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt um ákvörðun um val tilboða í útboðinu 9. mars 2023. Eftir að tilkynnt var um ákvörðunina áttu Cosan og Sjúkratryggingar í tölvupóstssamskiptum og skrifuðu í kjölfarið undir samning en á meðal samningsgagna var fylgiskjal II, sbr. gögn sem eru tiltekin undir liðum 10 og 13 í kafla 1 hér að framan. Önnur gögn sem deilt er um aðgang að í málinu urðu til áður en Sjúkratryggingar tilkynntu um framangreinda ákvörðun og tengjast þau öll innkaupaferlinu. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður lagt til grundvallar að um rétt kæranda til aðgangs að umræddum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans fari eftir 5. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun Sjúkratrygginga byggir á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða sjónarmið stofnunarinnar varðandi rétt kæranda til aðgangs að fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans að skoðast í ljósi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá liggur fyrir í málinu að Cosan leggst gegn því að kæranda verði afhent gögn sem varða félagið, sbr. tölvupóst félagsins til Sjúkratrygginga 27. maí 2023.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Þá kemur fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin, eins og fyrr segir, lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera.<br /> <br /> Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Líkt og er rakið í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði 5. gr. laganna, eftir því sem við, um aðgang aðila að gögnum. Í athugasemdum við 5. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. beri að leitast við að veita aðgang að þeim hluta skjals sem inniheldur upplýsingar sem takmarkanir samkvæmt 14. gr. taka ekki til. Í þeim efnum beri að beita sambærilegum viðmiðum og komi fram í 3. mgr. 5. gr. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum, í heild eða að hluta, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2. Tilboðsgögn Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal fyrirliggjandi gagna eru tilboð og tilboðsgögn Cosan í útboðinu en félagið lagði fram gögnin með þremur tölvupóstum til Sjúkratrygginga 6. mars 2023, […]. Stofnunin samþykkti að veita kæranda aðgang að hluta tilboðsgagnanna með bréfi 12. júní 2023, nánar tiltekið fylgiskjölum 5 til 11 með tilboðinu, en að öðru leyti var kæranda synjað um aðgang að þessum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands er fullyrt að stofnunin hafi ekki í vörslum sínum fylgiskjal 14 með tilboði kæranda […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér tilboðsgögn Cosan en þar á meðal er fylgiskjal 14. Skjalið virðist á hinn bóginn einungis vera hlekkur inn á heimasíðu (www.skde.no) en upp kemur villumelding þegar vefslóðin sem skjalið hefur að geyma er slegin inn. Að þessu gættu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendu til að draga í efa framangreinda fullyrðingu Sjúkratrygginga og verður ákvörðun stofnunarinnar því staðfest hvað varðar umrætt skjal.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.1. Tilboð og tilboðsblað Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal gagna sem Cosan lagði fram í útboðinu var tilboð félagsins og tilboðsblað þess, […].<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd gögn. Á tilboðsblaði Cosan er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerðir á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Þá er á tilboðsblaðinu einnig að finna upplýsingar um hvaða álag félagið bauð í tilviki enduraðgerða. Sömu upplýsingar koma að meginstefnu til fram í tilboði félagsins en þar koma auk þess fram upplýsingar um hvaða gögn væru því meðfylgjandi.<br /> <br /> Fyrir liggur að Sjúkratryggingar hafa þegar birt opinberlega upplýsingar um hvaða verð Cosan bauð í fyrrnefndar liðskiptaaðgerðir auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Þá hefur stofnunin upplýst kæranda um hvaða fylgigögn voru meðfylgjandi tilboði Cosan í útboðinu að undanskildum upplýsingum um hver væri viðsemjandi Cosan í samstarfssamningi um sjúkraþjálfun. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar aðgang að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum er þess að gæta að eina valforsenda útboðsins var verð tilboða og hefur kærandi töluverða hagsmuni af því að geta sannreynt að rétt hafi verið staðið að vali á tilboði Cosan.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.2.5 hér á eftir þykja hagsmunir Cosan, um að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um hver sé viðsemjandi félagsins vegna samstarfssamnings um sjúkraþjálfun, vega þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum. Að öðru leyti verður ekki fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig þau almennu sjónarmið um beitingu 3. málsl. greinarinnar sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan. Verður kæranda því veittur aðgangur að gögnunum í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.2. Ferilskrár bæklunarskurðlækna</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var mælt fyrir um að bjóðandi skyldi leggja fram greinargerð sem hefði meðal annars að geyma lista yfir lækna sem myndu framkvæma liðskiptaaðgerðir og upplýsingar um reynslu læknanna af slíkum aðgerðum á síðastliðnum tveimur árum ásamt árangri. Í samræmi við skilmálana lagði Cosan fram ferilskrár fjögurra nafngreindra bæklunarskurðlækna auk skýrslu um vinnu eins þeirra (e. activity report), sbr. skjöl sem eru tilgreind undir lið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Af gefnu tilefni þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að benda á að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrnefnd gögn en í þeim koma fram ýmsar upplýsingar um viðkomandi bæklunarskurðlækna, […].<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hefur verið lagt til grundvallar að það ráðist af atvikum máls hvort símanúmer eða netföng einstaklinga teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en eins og er nánar rakið í kafla 2.1 hér að framan er 3. mgr. 14. gr. að meginstefnu til ætlað að vernda sömu einkahagsmuni og 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 1096/2022 var þannig lagt til grundvallar að ef upplýsingar um símanúmer og netföng hefðu verið birtar með lögmætum hætti yrðu þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Hið sama ætti ef umrædd netföng og símanúmer væru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hefðu verið birt með lögmætum hætti.<br /> <br /> Í tölvupóstssamskiptum milli Sjúkratrygginga og Cosan sem hafa verið afhent kæranda koma fram upplýsingar um það sem virðist vera einkanetföng tveggja af bæklunarskurðlæknum Cosan, sbr. meðal annars tölvupóstur Cosan til Sjúkratrygginga frá 27. maí 2023, og verður réttur kæranda til aðgangs að þessum netföngum í ferilskránum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að hagsmunir umræddra einstaklinga af því að ekki sé heimilaður aðgangur að upplýsingum um einkasímanúmer og einkanetföng vegi þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti. Að öðru leyti telur nefndin vandséð að einkahagsmunum þeirra sem gögnin varða sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður kæranda veittur aðgangur að umræddum gögnum þó með þeim hætti að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og einkasímanúmer, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.3. Skjöl um gæði þjónustu og meðhöndlun fylgikvilla aðgerða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var tiltekið að bjóðendur skyldu leggja fram greinargerð með upplýsingum um gæði þjónustunnar, nánar tiltekið hvernig bjóðandi hygðist uppfylla gæði og öryggi í þjónustunni, hvernig fylgst yrði með gæðum með almennum og sértækum gæðavísum ásamt skráningu. Þá átti greinargerðin að geyma lýsingu á því hvernig yrði brugðist við hugsanlegum fylgikvillum aðgerðar. Cosan lagði fram upplýsingar um þessi atriði með tilboði sínu, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 4 og 5 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Í gögnunum er að finna upplýsingar um verklag og innra skipulag Cosan í tengslum við framkvæmd liðskiptaaðgerða auk upplýsinga um hvernig félagið hugðist bregða við hugsanlegum fylgikvillum eftir aðgerðir. Þessar upplýsingar varða lýsingu á sérhæfðum starfsaðferðum sem geta að mati úrskurðarnefndarinnar talist til virkra viðskiptahagsmuna félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda að gögnunum kunni að valda Cosan tjóni. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að umræddum gögnum samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.4. Klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga, […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þessi gögn. Í skjalinu sem varða klínískt gæðaskor er að finna svokallað „Harris hip score“ sem er matsblað þar sem hreyfigeta einstaklings er metin til stiga af lækni eða sjúkraþjálfara út frá nokkrum þáttum. Þá er í skjalinu einnig að finna matsblöð og spurningarlista sem sjúklingum virðist ætlað að fylla út. Í dagbók gerviliðasjúklinga er að finna upplýsingar um hvað sjúklingur þurfi að hafa í huga á aðgerðardegi og eftir aðgerð og útskrift og ber skjalið með sér að það sé afhent sjúklingum fyrir aðgerðir.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru þær upplýsingar sem koma fram í umræddum skjölum fyrst og fremst almenns eðlis auk þess sem sumar upplýsingarnar myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi má nefna að fyrrnefnt „Harris hip score“ er aðgengilegt á veraldarvefnum í mjög sambærileg mynd og það sem birtist í framangreindu skjali. Að þessu gættu og að virtu efni gagnanna að öðru leyti er vandséð að hagsmunum Cosan yrði hætta búin þótt kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.5. Samningur við þriðja aðila um sjúkraþjálfun</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var fyrrgreindur samstarfssamningur félagsins við tiltekna sjúkraþjálfunarstofu, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 9 í kafla 1 hér að framan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samningsins. Í samningnum er mælt fyrir um tiltekna þjónustu sem umrædd sjúkraþjálfunarstofa skuldbatt sig til þess að veita sjúklingum Cosan fyrir og eftir aðgerðir á vegum félagsins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lýtur umræddur samningur að því hvernig Cosan hugðist útfæra þjónustu sína á grundvelli samstarfs við þriðja aðila. Þá verður ekki ráðið að gert hafi verið að skilyrði samkvæmt útboðsskilmálum að bjóðendur hefðu í gildi samstarfssamning við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Í þessu samhengi skal á það bent að við meðferð útboðsins barst Sjúkratryggingum fyrirspurn nr. 6 þar sem sérstaklega var spurt um af hverju slíkt skilyrði væri ekki gert í útboðinu.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og að virtu efni samningsins er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að því. Er í því sambandi m.a. litið til þess að um er að ræða samning milli Cosan og þriðja aðila, sem ekki var skilyrtur þáttur í tilboði og samningi Cosan og Sjúkratrygginga. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að skjalinu samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.3. Tölvupóstssamskipti, ársreikningur og yfirlýsing</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að leysa úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilteknum tölvupóstssamskiptum milli Cosan og Sjúkratrygginga, ársreikningi Cosan og yfirlýsingu löggilts endurskoðanda félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 10-12 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Sjúkratryggingar afhentu kæranda hluta fyrrgreindra tölvupóstssamskipta með bréfi 12. júní 2023 þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í tölvupóstum 9., 13. og 15. mars 2023 frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga. Með bréfi 14. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar kæranda tvo aðra tölvupósta frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga sem báðir voru sendir 9. mars 2023 en synjuðu að afhenda fylgigögnin með þessum póstum. Fylgigögnin voru annars vegar ársreikningur Cosan fyrir árið 2021 og hins vegar yfirlýsing frá löggiltum endurskoðanda félagsins. Umrædd gögn voru send í kjölfar beiðni Sjúkratrygginga til Cosan þar sem óskað var eftir gögnum frá félaginu til að sýna fram á fjárhagslegt hæfi þess væri tryggt.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir fer um aðgang kæranda að þeim upplýsingum sem var strikað yfir í fyrrgreindum tölvupóstum eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þessara upplýsinga. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær upplýsingar sem strikað var yfir í tölvupóstunum og er að mati nefndarinnar ekkert sem þar kemur fram þess eðlis að telja verði að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem strikað hefur verið yfir í tölvupóstunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefndin einnig kynnt sér yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan og ársreikning félagsins fyrir reikningsárið 2021.<br /> <br /> Í yfirlýsingu löggilts endurskoðanda, dags. 8. mars 2023, […]. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í þessari yfirlýsingu þess eðlis að það varði mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins með þeim hætti að það skuli af þeim sökum fara leynt gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ársreikningi félagins fyrir árið 2021 koma fram upplýsingar […]. Ekki verður séð að ársreikningnum hafi verið skilað til ársreikningaskrár en ekki falla öll samlagsfélög undir gildissvið laga um ársreikninga, nr. 3/2006, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna. Með hliðsjón af þeim viðskiptaupplýsingum sem fram koma í ársreikningnum sem ekki verður séð að hafi komið fram annars staðar og tengjast aðeins með óbeinum hætti vali Sjúkratrygginga á viðsemjanda í umræddu tilboði telur úrskurðarnefndin rétt að leggja til grundvallar að rétt hafi verið, á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsinglaga með vísan til viðskiptahagsmuna Cosan, að hafna því að veita aðgang að þessu gagni.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.4. Samningur Sjúkratrygginga og Cosan og fylgiskjal II með þeim samningi</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingar gerðu samning við Cosan á grundvelli tilboðs félagsins en meðfylgjandi samningnum voru tvö fylgiskjöl. Með svari sínu til kæranda 12. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar honum samninginn þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í 8. gr. samningsins auk allra upplýsinga sem komu fram í fylgiskjali II með samningnum, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 13 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Svo sem fyrr greinir fer um rétt kæranda til aðgangs að samningnum og umræddu fylgiskjali eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þeirra upplýsinga sem hefur verið strikað yfir í 8. gr. samningsins og fylgiskjalinu. <br /> <br /> Í umræddri 8. gr. samningsins koma fram upplýsingar sem eiga það sammerkt að varða framboðið verð Cosan fyrir þjónustuna, þar með talið upplýsingar um hvað er innifalið í aðgerð og hvað er undanskilið í gjaldskrá. Þá er í greininni að finna gjaldskrá samningsins þar sem fram koma upplýsingar um verð fyrir hverja aðgerð og enduraðgerð auk upplýsinga um verð fyrir innritunarviðtal vegna aðgerða. Í fylgiskjal II með samningnum koma fram tilteknar upplýsingar um hvernig ferli aðgerða er háttað hjá Cosan bæði fyrir og eftir aðgerð.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að hluti þess texta sem hefur verið afmáður úr 8. gr. samningsins er sá sami og kemur fram í þeim samningsdrögum sem Sjúkratryggingar birtu opinberlega við auglýsingu útboðsins. Á þetta við um þann hluta greinarinnar sem tiltekur hvað er innifalið í aðgerð, hvað er undanskilið í gjaldskrá og að umsamdar aðgerðir komi fram í gjaldskrá greinarinnar. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar þau einingarverð sem eru tilgreind í 8. gr. samningsins telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna að aðgangi að þeim upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar hafa birt opinberlega upplýsingar um framboðið verð Cosan vegna annars vegar liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerðar á hné. Jafnframt leggur nefndin til grundvallar í máli þessu að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um þá álagsprósentu sem Cosan bauð í tilviki enduraðgerða, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan, en af henni verður ráðið hvert hafi verið framboðið verð félagsins í tilviki enduraðgerða.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Cosan hefur af að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í fylgiskjali II með fyrrnefndum samningi er það mat nefndarinnar að þær séu fyrst og fremst almenns eðlis. Að þessu gættu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í umræddu fylgiskjali verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.5. Tölvupóstar frá fulltrúa Ledplastikcentrum og tilboðsgögn félagsins</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum milli Ledplastikcentrum og Sjúkratrygginga og tilboðsgögnum félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 14-22 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið sendu Sjúkratryggingar tölvupóst til lögmanns kæranda 14. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram, í samhengi við beiðni kæranda um aðgang að tilboðsgögnum annarra bjóðenda en Cosan, að stofnunin myndi væntanlega leita eftir afstöðu annarra bjóðenda bærist henni ítrekun á þeim hluta beiðninnar og nánari rökstuðningur. Af hálfu nefndarinnar þykir rétt að benda á að í beiðni kæranda kom fram að óskað væri eftir aðgangi að tilboðsgögnum annarra bjóðenda og var beiðnin í samræmi við 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að sá sem fari fram á aðgang að gögnum þurfi að rökstyðja þá beiðni sérstaklega.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrgreind tölvupóstssamskipti. Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umræddum samskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að hagsmunir Ledplastikcentrum skaðist ef kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang kæranda að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum er þess að gæta að félagið hefur ekki látið í ljós andstöðu sína við að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum þess. Þá er í umsögn Sjúkratrygginga aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþeginn upplýsingarétti kæranda. Á hinn bóginn er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar mátu tilboð Ledplastikcentrum ógilt og komst því ekki á samningur milli stofnunarinnar og félagsins í kjölfar hins kærða útboðs. Þá verður ekki séð að tilboðsgögnin séu til þess fallin að varpa nánari ljósi á hvernig staðið var að framkvæmd útboðsins. Í ljósi þessa verður að telja að kærandi hafi takmarkaða hagsmuni af aðgangi að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd tilboðsgögn. Í tilboðsblaði félagsins er, líkt og í tilviki Cosan, að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerð á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Jafnframt er þar að finna almennar upplýsingar um félagið og bæklunarskurðlækna þess. Loks kemur þar fram upplýsingar um verð Ledplastikcentrum í tilviki enduraðgerða og að félagið myndi meðhöndla tiltekna fylgikvilla án endurgjalds. <br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa, eins og fyrr segir, birt opinberlega upplýsingar um tilboðsverð Ledplastikcentrum. Þá er að mati nefndarinnar vandséð að hagsmunum félagsins sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að almennum upplýsingum um félagið og starfsmenn þess auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, um að ekki verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í tilboðsblaðinu, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar var greinargerð um Ledplastikcentrum á meðal fylgigagna tilboðs þess. Í greinargerðinni er meðal annars að finna almenna umfjöllun um bæklunarskurðlækna félagsins, reynslu þeirra og fyrri störf. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að hvorki hagsmunum Ledplastikcentrum né viðkomandi lækna sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þessum upplýsingum, sbr. einnig umfjöllun í kafla 2.2.2 hér að framan. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan er í umræddri greinargerð og öðrum tilboðsgögnum að finna ýmsar upplýsingar um innri starfsemi og innra skipulag Ledplastikcentrum, tækjabúnað og aðstöðu félagsins, teikningar af húsnæði félagsins og fleira. Að virtu efni þessara gagna og í ljósi þess að kærandi hefur takmarkaða hagsmuni af aðgangi að þeim verður leggja til grundvallar að hagsmunir Ledplastikcentrum af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt framagreindu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum upplýsingum í tilboðsblaði og greinargerð Ledplastikcentrum, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði, en að öðru leyti er ákvörðun Sjúkratryggingar staðfest hvað varðar synjun um aðgang að þessum gögnum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.6. Skjal með samanburði tilboða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að endingu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjali sem hefur að geyma samanburð Sjúkratrygginga á tilboðum, […]. Rétt þykir að geta þess að hvorki er fjallað um skjalið í svari Sjúkratrygginga við gagnabeiðni kæranda né í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar. Eins og atvikum er hér háttað verður þó að telja að úrskurðarnefndin hafi nægjanlegar forsendur til að leysa úr um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu enda koma þar að mestu leyti fram sömu upplýsingar og Sjúkratryggingar hafa þegar synjað kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Í skjalinu, sem er í excel-formi, er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæðir allra bjóðenda, fjölda aðgerða og álag vegna endurtekinna aðgerða. Þá koma fram í skjalinu upplýsingar um svigrúm Sjúkratrygginga til enduraðgerða og upplýsingar um kostnaðaráætlun stofnunarinnar.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir hafa Sjúkratryggingar birt opinberlega upplýsingar um tilboðsfjárhæðir bjóðenda og kostnaðaráætlun stofnunarinnar og verður aðgangur kæranda að þeim upplýsingum ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Stoðkerfi ehf. samþykkt að veita kæranda aðgang að gögnum sem hafa að geyma sömu upplýsingar og koma fram í skjalinu og sem varða félagið. Jafnframt verður réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í skjalinu varðandi tilboð Cosan ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan. Á hinn bóginn og með vísan til umfjöllunar í kafla 2.5 hér að framan verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, að því að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um álag félagsins og kostnað við enduraðgerðir, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um skjalið verður kæranda veittur aðgangur að skjalinu með þeim hætti að strikað skal yfir tilteknar upplýsingar í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.7. Ákvæði 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra gagna og upplýsinga sem Sjúkratryggingar synjuðu kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Að því er varðar vísun Sjúkratrygginga til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að umrædd gögn heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni hlutaðeigandi aðila ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umrædds ákvæðis, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita kæranda, Klíníkinni Ármúla ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Cosan slf., dags. 5. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.c með tilboði Cosan slf.: Ferilskrá […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 12 með tilboði Cosan slf.: Klínískt gæðaskor</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 13 með tilboði Cosan slf.: Dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 9. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, tölvupósti 13. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, sendur klukkan 9:55, og tölvupósti 15. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan slf. um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Cosan slf., dags. 30. mars 2023, og fylgiskjali II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga Íslands og svarpósti stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum Íslands til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Ledplastikcentrum […].</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum […]</li> <li style="text-align: justify;">Tilboði og tilboðsgögnum Stoðkerfa ehf. […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands 6. mars 2023 til Stoðkerfis ehf. og tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. 8. sama mánaðar til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 6. mars 2023, tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 9. mars 2023, tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 13. mars 2023 og tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 14. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Skjali auðkennt með rafræna skráarheitinu „Samanburður tilboða liðskiptaaðgerðir“ […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá er Sjúkratryggingum Íslands skylt að veita kæranda aðgang að fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., ferilskrá […], fylgiskjali 2.b, ferilskrá […], og fylgiskjali 2.d, ferilskrá […] þó þannig að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands, dags. 12. og 14. júní 2023, staðfestar.</p> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1232/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um gögn sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings. Kærandi taldi að ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðnina við gagn sem varð til eftir að ákvörðunin var tekin. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við hvernig ráðuneytið hefði afmarkað beiðnina. Þá taldi nefndin ljóst að afgreiðsla ráðuneytisins hefði ekki falið í sér synjun beiðni kæranda. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1232/2024 í máli ÚNU 24100018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. október 2024, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, ófullnægjandi afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 24. september 2024, lagði kærandi fram eftirfarandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Fréttastofa óskar eftir að fá afhent öll gögn; samskipti, álitsgerðir og minnisblöð, sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta brottvísun […] fyrr í þessum mánuði.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Kæranda barst svar frá ráðuneytinu 8. október 2024. Í svarinu kom fram að ekki lægju fyrir álitsgerðir eða minnisblöð í málinu. Meðfylgjandi svarinu væru hins vegar skráð samskipti milli dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra, sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutnings 16. september 2024.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, vísaði kærandi til þess að í Heimildinni, sem kom út þann sama dag, væri fjallað um tölvupóst sem ríkislögreglustjóri hefði sent 16. september 2024. Sá tölvupóstur hefði ekki verið á meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent 8. október 2024. Kærandi óskaði eftir skýringum á því sem og aðgangi að tölvupóstinum. Svari ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, fylgdi afrit af tölvupóstinum. Í svarinu kom fram að tölvupósturinn hefði ekki legið fyrir við ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutningsins. Þar sem í beiðni kæranda hefði verið óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðuninni hefði ráðuneytið ekki afmarkað beiðni kæranda við tölvupóstinn, þar sem hann hafði ekki verið sendur þegar ákvörðunin var tekin.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kveður kærandi að ráðuneytið hafi mátt vita hvaða gögnum óskað væri eftir og að beiðni kæranda hafi verið túlkuð þröngt og að með afgreiðslu sinni hafi ráðuneytið ekki sinnt þeirri leiðbeiningarskyldu sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá telur kærandi að uppi sé álitamál um hvort ekki megi fella tölvupóst ríkislögreglustjóra undir fyrirspurn kæranda frá 24. september 2024 þar sem í honum séu upplýsingar um aðdraganda þess að brottflutningi var frestað, m.a. um símtöl þingmanns og ráðherra sem ekki höfðu áður komið fram.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 15. nóvember 2024. Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 18. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings […] og fjölskyldu hans.<br /> <br /> Ágreiningur í málinu lýtur að því hvort ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðni kæranda um gögn sem urðu til eftir að ákvörðun um frestunina hafði verið tekin. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda hafi verið skýr og að ráðuneytinu hafi verið rétt að ætla að óskað væri eftir gögnum sem fyrir lágu hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun um brottvísun var tekin. Því er ekki ástæða til að gera athugasemd við þá afmörkun gagna sem ráðuneytið lagði til grundvallar í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum og synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin telur ljóst að afgreiðsla dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðninnar. Þannig liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt framangreindu lagaákvæði. Verður kæru í málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 29. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1231/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu ríkissaksóknara á beiðni um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari hafnaði beiðninni og kvað að hjá embættinu lægi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu væri ekki skylt að útbúa slíkt gagn á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa að slíkt gagn eða gögn lægju ekki fyrir. Þá taldi nefndin að embættinu væri óskylt að útbúa slíkt gagn. Var ákvörðun ríkissaksóknara því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1231/2024 í máli ÚNU 24100007.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. október 2024, kærði […] synjun ríkissaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkissaksóknara, dags. 22. júlí 2024, vísaði kærandi til þess að samkvæmt tölfræði á vef lögreglunnar hefðu árlega að meðaltali borist 175 kærur vegna nauðgunar árin 2011 til 2021. Frá lögreglunni hefði kærandi fengið þær upplýsingar að um 100 þeirra hefðu verið sendar ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákæru. Kærandi óskaði eftir svörum við því hve margar kærur hefðu leitt til málshöfðunar, hve margar hefðu leitt til dómsuppkvaðningar, hve margar hefðu leitt til jákvæðrar niðurstöðu fyrir viðkomandi kæranda og hvort merki sæjust um breytingar allra síðustu ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari svaraði erindi kæranda 5. september 2024. Í svarinu kom fram að þar sem það væri mjög mikil vinna að taka saman þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir væri ekki hægt að svara fyrirspurn hans.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kom fram að kærandi ætlaði að nota þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í grein eða umfjöllun um þær. Upplýsingarnar ættu erindi við alla landsmenn sem og starfsmenn ríkissaksóknara. Þar sem dómsmál næðu oft yfir einhver ár áður en þeim lyki endanlega væri best að fá yfirlit yfir allmörg ár til þess að fá góða heildarmynd af málefninu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkissaksóknara með erindi, dags. 14. október 2024, og embættinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ríkissaksóknari afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara barst úrskurðarnefndinni 8. nóvember 2024. Í umsögninni kom fram að hjá ríkissaksóknara lægju ekki fyrir gagn eða gögn þar sem teknar væru saman upplýsingar um hve margar kærur í nauðgunarmálum, þ.e. vegna brota gegn ákvæðum 194. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, á árunum 2011–2021, hefðu leitt til útgáfu ákæru eða um hverjar dómsniðurstöður hefðu verið í þeim málum þar sem ákæra var gefin út.<br /> <br /> Ríkissaksóknari hefði aðgang að málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds og gæti tekið saman umbeðnar upplýsingar með skoðun á upplýsingum og gögnum sem vistuð væru í því kerfi. Þær upplýsingar væri hins vegar ekki hægt að kalla fram í kerfinu með einfaldri leit heldur krefðist það yfirferðar og vinnslu á gögnum í kerfinu, þar á meðal uppflettinga og greininga á skjölum þeirra mála sem beiðni kæranda lyti að, sem skiptu tugum hvert ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari liti svo á að upplýsingar og gögn vistuð í málaskrárkerfinu vegna rannsókna á brotum gegn 194. gr. almennra hegningarlaga vörðuðu rannsókn sakamáls eða saksókn í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvæði upplýsingalaga ættu því ekki við um slíkar upplýsingar og gögn. Samandregið teldi ríkissaksóknari hvorki að fyrir væri að fara rétti kæranda til afhendingar á umbeðnum upplýsingum né að embættinu skyldi gert að útbúa gagn með þeim.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til ríkissaksóknara um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari kveður að hjá embættinu liggi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu sé ekki skylt að útbúa slíkt gagn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu ríkissaksóknara að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir liggi ekki fyrir í vörslu embættisins. Þá telur nefndin að með hliðsjón af kæru til úrskurðarnefndarinnar, þar sem kærandi kvaðst vilja fá afhent yfirlit til að fá heildarmynd af málefninu, hafi beiðni kæranda til ríkissaksóknara ekki falið í sér ósk um aðgang að gögnum sem innihalda umbeðnar upplýsingar til að hann gæti sjálfur tekið saman svör við spurningum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er ekki hægt að kalla fram svör við spurningum kæranda með einföldum aðgerðum í málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds, heldur þyrfti að fara ítarlega yfir og greina fjölda mála yfir mörg ár. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að ríkissaksóknara sé ekki skylt að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðið gagn eða gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ríkissaksóknara í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest hin kærða ákvörðun ríkissaksóknara.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkissaksóknara, dags. 5. september 2024, að synja beiðni […], er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1230/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var upplýsinga frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal væri skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Úrskurðarnefndin fór yfir gögn málsins og taldi að samskipti kæranda við sýslumannsembættið væru hluti af máli sem varðaði þinglýsingu. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um þinglýsingu. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1230/2024 í máli ÚNU 24080011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf sem orðið hefði á afgreiðslu erindis hans til Sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærandi beindi erindi til embættisins 4. ágúst 2022 og ítrekaði það 21. júní árið eftir. Erindið hljóðaði svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ég óska eftir að fá skriflega og ítarlega útskýringu á því hvers vegna afsali (sic.) frá 1920 […] er skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign mína […]. Til hverra er þessi yfirlýsing o.s.frv. skv. lögum nr. 39/1978 og reglugerð 405/2008.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í kæru er rakið að í lok júlí 2022 hafi rúmlega 100 ára gömlu afriti úr afsals- og veðmálabók Sýslumannsins á Ísafirði verið þinglýst á fasteign kæranda sem eignarheimild manns sem þá hafi verið látinn í hartnær 70 ár. Kærandi hefði frétt af þessari ákvörðun embættisins fyrir tilviljun og í kjölfarið óskað upplýsinga um hana. Kærandi hefði enn ekki fengið fullnægjandi svör við erindi sínu frá 4. ágúst 2022.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sýslumanninum á Vestfjörðum með erindi, dags. 13. ágúst 2024. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var skorað á embættið að afgreiða erindi kæranda, en ellegar afhenda nefndinni þau gögn sem kæran lýtur að ásamt umsögn embættisins um málið.<br /> <br /> Viðbrögð Sýslumannsins á Vestfjörðum bárust úrskurðarnefndinni 22. ágúst 2024. Í erindi embættisins kemur fram að kærandi hafi átt í töluverðum samskiptum við embættið. Vilji kæranda standi til að það skjal sem óskað er upplýsinga um í málinu verði afmáð úr þinglýsingabók. Á tveimur fundum kæranda með embættinu hafi þeirri spurningu sem birtist í tölvupósti kæranda 4. ágúst 2022 verið svarað.<br /> <br /> Erindi Sýslumannsins á Vestfjörðum til úrskurðarnefndarinnar fylgdu ýmis gögn. Meðal þeirra eru í fyrsta lagi erindi embættisins til kæranda, dags. 29. júlí 2022, þar sem kröfu um afmáningu skjals úr þinglýsingabók er hafnað. Í öðru lagi eru samskipti frá lokum desember 2023 varðandi fyrirspurn kæranda frá 4. ágúst 2022, þar sem kæranda er bent á að embættið geti ekki úrskurðað um eignarhald á fasteignum og að hann geti höfðað eignardómsmál til að fá skorið úr því. Í þriðja lagi eru samskipti kæranda við embættið frá maí 2024, þar sem óskað er eftir upplýsingum úr dagbók þinglýsinga. Í fjórða lagi er beiðni kæranda um nýja ákvörðun embættisins um kröfu kæranda um afmáningu skjals úr þinglýsingabók.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í málinu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal sé skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Af hálfu sýslumannsembættisins hefur komið fram að vilji kæranda standi til að afsalið verði afmáð úr þinglýsingabók. Þau gögn sem liggja fyrir í málinu benda ekki til annars en að sú staðhæfing sé rétt.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið vísi til þeirra starfa sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, þar á meðal skiptastjóra, sem töldust til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Í réttarfarslöggjöfinni sé ráð fyrir því gert að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og sé því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögn málsins og er það mat nefndarinnar að samskipti kæranda við sýslumannsembættið séu hluti af máli sem varðar þinglýsingu. Með vísan til þess hvernig gildissvið upplýsingalaga er afmarkað samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin því að rétt sé að vísa kæru í máli þessu frá nefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 7. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1229/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu forsætisráðuneytis um ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var byggð á því að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, næði réttur almennings ekki til aðgangs að slíkum gögnum. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi að þau féllu undir framangreint ákvæði upplýsingalaga. Var ákvörðun forsætisráðuneytis því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1229/2024 í máli ÚNU 23100020.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 16. október 2023 lagði […] fréttamaður þrjár fyrirspurnir frá fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir forsætisráðuneyti. Þær voru svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <ol> <li>Hversu oft hafa ráðherrar leitað til forsætisráðherra frá árinu 2018 til að fá ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra? Ef einhver skipti, er óskað eftir að fá þær beiðnir afhentar og niðurstöðu ráðuneytisins.</li> <li>Hver var kostnaður við blaðamannafund leiðtoga ríkisstjórnarinnar á laugardag, sundurliðaður.</li> <li>Kom forsætisráðuneytið að kostnaði að ferð þingflokka ríkisstjórnarinnar til Þingvalla á föstudag? Ef já, hver var sá kostnaður, sundurliðaður?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Svar ráðuneytisins barst kæranda 26. október sama ár. Í svari við spurningu nr. 1. segir að á tímabilinu hafi verið leitað sjö sinnum til forsætisráðuneytisins af hálfu ráðherra, eða fyrir þeirra hönd, um ráðgjöf á túlkun siðareglna ráðherra. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafi að geyma ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna. Því sé ekki hægt að afhenda gögn tengd þessari ráðgjöf. Þá hafi á tímabilinu hafi borist ein umsókn um aukastarf ráðherra. Um sé að ræða beiðni þáverandi forsætisráðherra vegna samnings um útgáfu skáldsögu. Undanþága fyrir það aukastarf hafi verið veitt 12. ágúst 2022 og séu upplýsingar um það birtar á vef Stjórnarráðsins. Í svari við spurningu nr. 2 segir að bókfærður kostnaður forsætisráðuneytisins vegna blaðamannafundarins sé 84.000 kr. sem skiptist í kostnað við ljósmyndara (65.000 kr.) og blómaskreytingar (19.000 kr.). Og í svari við spurningu 3 segir að forsætisráðuneytið hafi greitt fyrir hádegisverð þingmanna stjórnmálaflokkanna á Þingvöllum, kr. 128.340.<br /> <br /> […] kærði afgreiðslu ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál degi síðar, eða 27. október 2023.<br /> <br /> Í tilefni af kærunni beindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál erindi til forsætisráðuneytis 31. október 2023 og veitti ráðuneytinu færi á að skila nefndinni umsögn um kæruna. Þá var með sama erindi óskað eftir að nefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Svar forsætisráðuneytisins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 14. nóvember 2023. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að það líti svo á að af þremur fyrirspurnum kæranda hafi tveimur þeirra (spurningum nr. 2 og 3) verið svarað að fullu, og því verði í umsögninni aðeins fjallað um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrstu spurningu kæranda (spurningu nr. 1). Afgreiðslu sína á þeim þætti málsins skýrir ráðuneytið síðan með eftirfarandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Það ákvæði sem synjun ráðuneytisins um aðgang að gögnum um ráðgjöf um siðareglur byggir á kom inn í upplýsingalög með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, með síðari breytingum. […] Í vinnu við gerð frumvarpsins var m.a. horft til tilmæla sem sett voru fram í úttektarskýrslu GRECO, samtaka ríka Evrópuráðsins gegn spillingu, á vörnum gegn spillingu á Íslandi og tók til æðstu handhafa framkvæmdarvalds frá mars 2018. Þar kemur fram það mat að mikilvægt sé fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds að hafa aðgang að ráðgjöf í trúnaði þegar kemur að túlkun siðareglna. […] Það sjónarmið sem liggur að baki ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um ráðgjöf í tengslum við siðareglur ráðherra er að hætta er á því að æðstu handhafar framkvæmdarvalds leiti ekki ráðgjafar ef þeir vita að upplýsingarnar gætu orði opinberar. […] Er áréttuð sú afstaða forsætisráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Hinn 19. nóvember 2023 gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að tjá sig um umsögn forsætisráðuneytis í málinu. Svör bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Eins og fyrr segir lýtur kæra málsins, dags. 27. október 2023, að afgreiðslu forsætisráðuneytis, dags. 26. sama mánaðar, á erindi sem kærandi hafði beint til ráðuneytisins og fól í sér ósk um svör við tilteknum fyrirspurnum annars vegar og ósk um afhendingu gagna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera beiðni um synjun um aðgang að gögnum á grundvelli laganna undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Það leiðir af afgreiðslu forsætisráðuneytisins, dags. 26. október 2023, að ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að beiðnum ráðherra til forsætisráðherra frá árinu 2018 um ráðgjöf um túlkun siðareglna og um aðgang að niðurstöðum forsætisráðuneytisins vegna þeirra. Að öðru leyti svaraði ráðuneytið fyrirspurnum kæranda í málinu. Í málinu kemur því einvörðungu til úrskurðar hvort kærandi eigi samkvæmt upplýsingalögum rétt á að fá afhentar beiðnir ráðherra um ráðgjöf um túlkun siðareglna og niðurstöður ráðuneytisins vegna þeirra beiðna frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023, en þá lagði kærandi beiðni sína fram.<br /> <br /> Forsætisráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sjö mála sem falla undir það tímabil sem beiðni kæranda um gögn lýtur að og falla efnislega undir beiðni hans. Gögn málanna fela annars vegar í sér fyrirspurnir til forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna fyrir ráðherra sem settar hafa verið á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni hins vegar. Öll gögn þeirra mála sem um ræðir og falla undir kæruefni málsins varða þannig könnun á stöðu ráðherra gagnvart siðareglum sem um þá gilda og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur „upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Tilvitnuð regla var lögfest með gildistöku laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, nánar tiltekið með 5. gr. breytingalaganna. Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur m.a. fram að með því sé lagt til að „búið verði þannig um hnútana að æðstu handhafar ríkisvalds geti leitað ráðlegginga um túlkun á siðareglum í trúnaði“. Í skýringunum við 5. gr. frumvarpsins er jafnframt tekið fram að horft hafi verið til þess að „líkur standa til að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur í stjórnsýslunni kunni að veigra sér við því að leita sér ráðgjafar um siðferðileg málefni ef til þess getur komið að upplýsingar um það birtist almenningi. Því [sé] lagt til að við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður um að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Í tilvitnuðu ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga felst samkvæmt framangreindu að gögn sem geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna til þeirra sem starfa í stjórnsýslunni falla utan við upplýsingarétt almennings. Með hliðsjón af markmiðum ákvæðisins verður orðalag þess ekki túlkað svo þröngt að undir undantekninguna falli einvörðungu gögn sem geyma beina ráðgjöf forsætisráðuneytisins heldur verður einnig að fella undir undantekninguna gögn þar sem ósk um ráðgjöfina kemur fram.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt orðalagi sínu er undanþágan í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þannig fram sett að ekki þarf að framkvæma mat um mikilvægi þeirra upplýsinga sem fram koma í þeirri ráðgjöf sem um ræðir hverju sinni. Stjórnvöld geta hins vegar, sé það ekki óheimilt vegna annarra lagareglna, svo sem um þagnarskyldu, valið að afhenda gögn sem geyma upplýsingar af þessu tagi umfram skyldu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í skýringum forsætisráðuneytisins í málinu hefur komið fram að það leggi áherslu á að fylgja reglu 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga í málinu, og afhenda ekki umbeðin gögn, þar sem um sé að ræða ráðgjöf um siðareglur sem beint er að æðstu handhöfum framkvæmdarvalds.<br /> <br /> Í áður tilvitnuðum skýringum við 5. gr. laga nr. 72/2019, en með því lagaákvæði var umræddur 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga lögfestur eins og fyrr greinir, er tekið fram að „takmörkunina [beri] að skýra þröngt eins og aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings“ og jafnframt að „[því] yrði henni ekki beitt í tilvikum þar sem ráðgjöf varðar minni háttar álitamál um túlkun siðareglna eða þegar verulegir almannahagsmunir [krefjist] þess að almenningur geti kynnt sér upplýsingar um ráðgjöf. [Þurfi] því hverju sinni að fara fram mat á því hvort ástæða sé til að beita undanþágu 5. gr. frumvarpsins, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.“<br /> <br /> Í þessum skýringum virðist ráðgert að stjórnvöld framkvæmi mat um það hvers eðlis ráðgjöf þeirra um siðareglur er, í þeim tilvikum sem óskað sé aðgangs að slíkum gögnum, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalögin sjálf gera, samkvæmt orðalagi sínu, ekki ráð fyrir neinu öðru mati stjórnvalda um afhendingu gagna sem falla undir 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna heldur en leiðir af 11. gr. upplýsingalaganna. Sem fyrr segir hefur forsætisráðuneytið tekið þá afstöðu að umbeðin gögn skuli ekki birt á grundvelli heimildar í því lagaákvæði.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu verður synjun forsætisráðuneytisins á að afhenda kæranda gögn sjö mála um ráðgjöf ráðuneytisins vegna siðareglna ráðherra frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023 staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun forsætisráðuneytis, dags. 26. október 2023, um að synja beiðni kæranda, […], dags. 16. október 2023, um afhendingu á gögnum um ráðgjöf vegna siðareglna ráðherra, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1228/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kærenda hefði verið afmörkuð og þröngt og að þar með hefði ekki verið tekin afstaða til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1228/2024 í máli ÚNU 23080018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 22. ágúst 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […]. Samkvæmt kærunni beindu […] gagnabeiðni til formanns […]ráðs […] 13. júlí 2023. Beiðni þeirra væri enn ósvarað.<br /> <br /> Beiðni kærenda til formanns ráðsins var svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Við óskum eftir öllum gögnum sem þú hefur verið með aðgang að um þau mál sem við leituðum til þín með sem formanns […]ráðs.<br /> <br /> […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 4. október 2023. Umsögn […]skrifstofu […] barst úrskurðarnefndinni 3. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi ekki undir höndum önnur gögn sem heyra undir beiðnina en þau sem kærendur sendu honum og fylgdu með kærunni til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Þá kemur fram að formaður ráðsins hafi vísað kærendum til formanns […]ráðs, sem m.a. hafi eftirlitshlutverk vegna starfsemi skrifstofu […]sviðs. Jafnframt hafi formaðurinn bent kærendum á að málið væri utan verksviðs […]ráðs. Þá hafi á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 farið fram kynning […]sviðs á verkferlum […]. Í þeirri kynningu hafi ekki verið fjallað um einstök mál.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að formaður […]ráðs hafi tjáð kærendum að bæði hann og formaður […]ráðs hafi gengið á eftir upplýsingum frá […] og spurst fyrir um framgang og rannsókn þess máls sem kærendur hefðu vakið athygli þeirra á. Formaður […]ráðs hafi hins vegar tjáð kærendum að hann hefði ekki sent neinar fyrirspurnir vegna málsins. Kærendur telji ljóst að allar munnlegar fyrirspurnir eða upplýsingar sem hann fær með öðrum hætti eigi að skrá samkvæmt upplýsinga- og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs. Af því tilefni ber að taka fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Af beiðni kærenda um gögn til formanns […]ráðs […] og kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum sem formaður umrædds ráðs hefur haft aðgang að […]. Í þessari afmörkun felst að undir beiðni kærenda falla annars vegar möguleg gögn sem tengjast erindi þeirra til formanns ráðsins og hann hefur sent, aflað eða fengið afhent innan […] í tengslum við mál kærenda beint og hins vegar sem hann hefur fengið afhent sem fulltrúi í […]ráði í tengslum við erindi kærenda til hans eða vegna vinnu sem fram hefur farið við þá verkferla sem kærendur vísa til. Í hinu síðastgreinda felst að undir beiðnina geta meðal annars fallið gögn sem lögð hafa verið fyrir […]ráð og nefndarmenn, þar á meðal formaður ráðsins, hafa haft aðgang að.<br /> <br /> Í upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs 31. október 2022 kom fram að kærendur teldu mikilvægt að ráðið kæmi að gerð nýrra verkferla sem […]svið ynni að. Í umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar kom fram að á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 hefði farið fram almenn kynning á verkferlum […]. Þá kemur fram í fundargerð ráðsins af fundi 9. febrúar 2023 á vef […] að verkferlarnir hafi verið til umræðu.<br /> <br /> Af umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að beiðni kærenda hafi aðeins verið afmörkuð við gögn sem formaður […]ráðs hefði undir höndum. Hins vegar er ljóst samkvæmt framangreindu að beiðni kærenda var víðtækari en svo þar sem hún náði einnig til gagna sem formaðurinn hefði haft aðgang að vegna þeirra mála sem kærendur leituðu til hans með, þ.m.t. um vinnu við verkferla, og lægju e.t.v. fyrir annars staðar hjá […] en beinlínis í vörslu formannsins. Úrskurðarnefndin telur því að afgreiðslu […] hafi verið ábótavant að þessu leyti þar sem beiðnin hafi verið afmörkuð of þröngt og þar með hafi ekki verið tekin afstaða til réttar kærenda til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina, svo sem gögnum sem lögð voru fyrir fundi […]ráðs þegar verkferlar […] voru til umfjöllunar. Þykir því rétt að vísa beiðni kærenda aftur til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, þar sem afmörkun beiðni kærenda taki mið af framangreindum sjónarmiðum og lagt verði mat á rétt kærenda til aðgangs að viðkomandi gögnum frá tímabilinu 31. október 2022, þegar kærendur höfðu fyrst samband við formann […]ráðs, til 13. júlí 2023 þegar gagnabeiðni þeirra var lögð fram, á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni kærenda, […], dags. 13. júlí 2023, er vísað til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1227/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu Landspítala um uppflettingar í sjúkraskrá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að synjun um aðgang að tilteknu excel-skjali hefði ekki átt að byggjast á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann eða að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lytu þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Var því beiðni kæranda vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Beiðni um aðgang að bréfi til Persónuverndar var að auki vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að bréfi til embættis landlæknis var hins vegar staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1227/2024 í máli ÚNU 23110012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með kæru 16. nóvember 2023 kærði […] ákvarðanir Landspítala um synjun um afhendingu gagna.<br /> <br /> Með bréfi 19. apríl 2023 til Landspítalans rakti kærandi meðal annars að […]læknar á vegum […], sem einnig störfuðu á spítalanum, virtust hafa nýtt sér aðgang að sjúkraskrám spítalans til að fletta upp sjúklingum […]. Læknarnir hefðu svo sent smáskilaboð (SMS) til sjúklinganna, sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við og í nafni Landspítalans, til að beina þeim í viðskipti við sjálfa sig í þeim tilgangi að hafa af því fjárhagslegan ávinning.<br /> <br /> Í bréfinu setti kærandi fram tilteknar spurningar, meðal annars um hversu mörg skilaboð hefðu verið send út í nafni Landspítalans til sjúklinga […] þar sem þeim hefði verið vísað á […]. Jafnframt í hve mörgum tilfellum sameiginlegir starfsmenn spítalans og […] hefðu skoðað sjúkraskrár sjúklinga sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við í þeim tilgangi að senda þeim skilaboð. Þá óskaði kærandi eftir afhendingu log-skrár úr Heilsuveru eða öðrum haldbærum gögnum varðandi þetta atriði.<br /> <br /> Landspítalinn svaraði bréfi kæranda 3. maí 2023 og tók meðal annars fram að spítalinn myndi taka ábendingar kæranda til frekari skoðunar í gegnum eftirlitsnefnd spítalans um rafræna sjúkraskrá og bregðast við með viðeigandi hætti kæmi í ljós að uppflettingar starfsmanna hefðu ekki samræmst lögum eða gildandi verklagsreglum.<br /> <br /> Með tölvupósti 17. október 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir efnislegum svörum við fyrrgreindum spurningum og bárust svör frá Landspítalanum með bréfi 25. sama mánaðar. Í svörum Landspítala kom meðal annars fram að málinu hefði umsvifalaust verið vísað til eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Jafnframt að engin smáskilaboð af því tagi sem erindi kæranda lyti að hefðu verið send út í nafni Landspítalans en ábendingu, um að skilaboðakerfi Heilsugáttar spítalans hefði verið notað í þeim tilgangi, hefði umsvifalaust verið komið í viðeigandi rannsóknarfarveg hjá spítalanum. Í niðurlagi svarsins kom fram að Landspítalinn teldi sér hvorki heimilt að veita nánari upplýsingar um ætluð brot starfsmanna spítalans né að afhenda umbeðnar log-skrár eða önnur umbeðin gögn enda innihéldu gögnin persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans.<br /> <br /> Með tölvupósti 6. nóvember 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir eintökum af öllum smáskilaboðum sem hefðu verið send úr skilaboðakerfi spítalans án persónuupplýsinga. Landspítalinn hafnaði beiðninni með tölvupósti 13. sama mánaðar með vísan til fyrra svars spítalans.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landspítalanum með erindi 19. nóvember 2023 og var spítalanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Landspítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni 6. desember 2023. Henni fylgdi eitt skjal sem spítalinn taldi að kæran lyti að, en þar var nánar tiltekið um að ræða excel skjal með samanteknum upplýsingum […].<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingamiðlun um málefni sjúklinga til þriðja aðila sé óheimil nema á grundvelli samþykkis sjúklinga eða lagaheimildar. Sé það í samræmi við þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna sem kveðið sé á um í lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 og lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Umbeðin gögn tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Slíkar upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög og sé því rétt að nefndin vísi kærunni frá, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1131/2023. Jafnframt sé áréttað að til þess að unnt sé að afhenda afrit af öllum smáskilaboðum, sem send hafi verið á tilteknu tímabili, þurfi að afmá allar persónugreinanlegar upplýsingar sem þar komi fram og myndi það fela í sér vinnu við að útbúa nýtt skjal í skilningi upplýsingalaga en í 1. mgr. 5. gr. laganna komi fram að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn til að veita aðgang að.<br /> <br /> Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda 7. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda var sjónarmiðum Landspítalans mótmælt og þess einnig óskað að úrskurðarnefndin beindi fyrirspurn til Landspítalans um hvort til staðar væru önnur gögn um uppflettingar hjá spítalanum og hver væri afstaða hans til afhendingar slíkra gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti athugasemdir kæranda fyrir Landspítalanum með tölvupósti 3. janúar 2024 og fór þess á leit að spítalinn tæki afstöðu til athugasemdanna og sérstaklega þess hluta þeirra sem varðaði önnur gögn sem kynnu að liggja fyrir hjá spítalanum og heyrðu undir beiðni kæranda. Landspítalinn kom á framfæri frekari athugasemdum 9. sama mánaðar og kom þar meðal annars fram að engin önnur gögn væru til staðar en þau sem Landspítalinn hefði afhent úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í tölvupósti kæranda til úrskurðarnefndarinnar 11. janúar 2024 tók hann fram að samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd hefðu umbeðnar upplýsingar, um fjölda uppflettinga í sjúkraskrá og smáskilaboða, komið fram í bréfi 2. september 2023 frá Landspítalanum til Persónuverndar. Óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi samdægurs fyrirspurn til Landspítalans og óskaði eftir upplýsingum um hvort umrætt gagn lægi fyrir hjá spítalanum og hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að afhenda kæranda gagnið. Landspítalinn svaraði fyrirspurninni 17. janúar 2024. Í svarinu kom meðal annars fram að Landspítalinn teldi ekkert því til fyrirstöðu að veita aðgang að svari spítalans til Persónuverndar. Á hinn bóginn teldi spítalinn rétt að takmarka aðgang að hluta gagnsins á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða upplýsingar sem lytu að agamálum innan spítalans og málefnum starfsmanna.<br /> <br /> Landspítalinn afhenti kæranda fyrrgreint bréf og fylgiskjöl þess með tölvupósti 19. janúar 2024 þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu þar verið afmáðar. Tveimur dögum síðar sendi kærandi tölvupóst til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess að trúnaði yrði aflétt af umræddu gagni enda hefðu allar upplýsingar sem gætu haft þýðingu fyrir hann verið afmáðar. Þá kom fram í tölvupóstinum að kærandi teldi að umbeðnar upplýsingar kæmu fram í áliti eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem nefndin hefði skilað til Landspítalans.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 11. janúar 2024 til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tók kærandi fram að Landspítalinn hefði að öllum líkindum einnig sent bréf til embætti landlæknis þar sem umkrafðar upplýsingar kæmu fram. Með tölvupósti 17. sama mánaðar óskaði úrskurðarnefndin eftir að Landspítalinn tæki afstöðu til þessa atriðis sem og spítalinn gerði með tölvupósti 9. febrúar 2024.<br /> <br /> Í tölvupóstinum hafnaði Landspítalinn beiðni um afhendingu gagna sem spítalinn hefði sent til embættis landlæknis og rakti að gögnin hefðu verið afhent á grundvelli lögbundins eftirlitshlutverks embættisins, sbr. 1. mgr. 7. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Gögnin teldust vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og hefðu verið afhent á grundvelli lagaskyldu samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007. Einnig tók Landspítalinn fram að umrædd gögn vörðuðu málefni starfsmanna Landspítalans sem almenningur hefði ekki rétt til aðgangs að samkvæmt 1. málsl. 1 mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti 15. febrúar 2024 afhenti Landspítalinn úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Framangreind afstaða Landspítala var kynnt kæranda með tölvupósti 12. febrúar 2024 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda kom fram að bréfið gæti ekki fallið undir 7. gr. upplýsingalaga enda varðaði það ekki starfssamband Landspítalans og læknanna heldur stjórnsýslumál embættis landlæknis. Af sömu ástæðum gæti bréfið ekki fallið undir 8. gr. upplýsingalaga enda væri það hvorki ætlað til eigin nota Landspítalans né til undirbúnings eigin ákvörðunar hans. Þá hefði bréfið ekki verið útbúið vegna annarra lykta máls í skilningi 8. gr. og jafnframt verið afhent embætti landlæknis sem þriðja aðila.<br /> <br /> Með erindi 28. febrúar 2024 til Landspítala óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvaða gögn hefðu verið afhent embætti landlæknis. Þá óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort að tiltekið skjal, þ.e. álitsgerð eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, væri til og ef svo væri óskaði nefndin eftir afriti af skjalinu. Landspítalinn svaraði erindinu 11. mars 2024 og tók fram að eina skjalið sem hefði verið afhent embætti landlæknis hefði verið niðurstaða eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Þá tók Landspítalinn fram að niðurstaðan hefði alfarið snúið að starfsmannamáli þar sem nefndin sinnti innri endurskoðun fyrir spítalann í samræmi við 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Loks áréttaði Landspítalinn afstöðu sína um að bréfið félli undir 7. og 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin kynnti kæranda svar Landspítalans og kom kærandi á framfæri athugasemdum með tölvupósti 12. mars 2024. Í athugasemdum kæranda var rakið og rökstutt að álitsgerð eftirlitsnefndarinnar gæti hvorki fallið undir 7. né 8. gr. upplýsingalaga. Í samhengi við 7. gr. tiltók kærandi meðal annars að eftirlitsnefndin kæmi ekki sjálf að áminningu eða uppsögn starfsmanns. Þá mætti ráða af umsögn Landspítalans að álitsgerðin hefði verið nýtt í öðrum tilgangi en bara til að ráða úr málefnum tengdum vinnuréttasambandi starfsmanns og Landspítala. Jafnframt hefði kærandi engan áhuga á upplýsingum um vinnuréttarsamband Landspítalans og starfsmanns og það mætti því afmá slíkar upplýsingar úr bréfinu, svo lengi sem umkrafðar upplýsingar kæmu þar fram. Að því gefnu að fallist væri á að skjalið varðaði starfsmannamál Landspítalans krefðist kærandi þess til vara að álitsgerðin yrði einungis afhent að því leyti sem hún varpaði ljósi á umfang brota málsins, þ.e. fjölda skoðana á sjúkraskrám utan meðferðarferðarsambands og fjölda smáskilaboða úr skilaboðakerfi Landspítala á því tímabili sem tilgreint væri í kröfugerð en afmáð yrði út öll umfjöllun um starfsmannamál úr bréfinu.<br /> <br /> Með erindi 21. október 2024 til Landspítalans óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af erindisbréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem og hugsanlegum öðrum gögnum sem kynnu að varpa nánara ljósi á störf nefndarinnar. Landspítalinn svaraði erindinu 1. nóvember 2024 og afhenti nefndinni meðal annars afrit af erindisbréfi nefndarinnar og verklagsreglum hennar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum um uppflettingar tiltekinna starfsmanna Landspítalans í sjúkraskrám sjúklinga og smáskilaboðum sem send voru til sjúklinga í kjölfar umræddra uppflettinga.<br /> <br /> Rannsókn málsins og samskipti úrskurðarnefndarinnar við Landspítalann hafa leitt í ljós að þrjú tilgreind gögn spítalans falla undir beiðni kæranda, sem honum hefur verið hafnað um aðgang að í heild eða að hluta. Í fyrsta lagi excel skjal með upplýsingum […]. Skjalið er ódagsett en var afhent úrskurðarnefndinni um leið og hún fékk í hendur upphaflega umsögn spítalans í kærumáli þessu þann 6. desember 2023. Í öðru lagi bréf Landspítalans til Persónuverndar, dags. 2. september 2023 vegna ábendinga um ætlaðan óheimilan aðgang að sjúkraskrám. Afrit bréfsins fylgdi tölvupósti Landspítalans til úrskurðarnefndarinnar þann 17. janúar 2024. Fyrir liggur að kæranda hefur verið synjað um hluta af þessu skjali. Í þriðja lagi bréf Landspítala til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá. Nánar tiltekið er það bréf sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, fyrir hönd nefndarinnar, en um er að ræða nefnd sem starfar innan Landspítala. Afrit af þessu bréfi fylgdi tölvupósti Landspítala til úrskurðarnefndarinnar þann 15. febrúar 2024. Öll umrædd gögn hafa að geyma upplýsingar sem falla undir beiðni kæranda. Af þeim má ráða að þau hafi verið orðin til áður en kærandi lagði fram beiðnir um aðgang að gögnum hjá Landspítala 17. október og 6. nóvember 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu lýtur ágreiningur málsins að því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að (1) excel skjali sem Landspítalinn afhenti nefndinni með umsögn sinni 6. desember 2023, (2) bréfi sem Landspítali sendi Persónuvernd, dags. 2. september 2023, án yfirstrikana og (3) bréfi sem Landspítali sendi embætti landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi reisir rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar segir að sé þess óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> […] Þá hafa gögnin hvorki að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga né verður af öðrum ástæðum talið að þær varði beina og fyrirliggjandi lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. laganna, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fyrst verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál með umsögn sinni, 6. desember 2023. Umrætt skjal, sem er á excel-formi, er þrískipt (skjalið skiptist í þrjá svonefnda flipa). […]<br /> <br /> Í umsögn Landspítalans kemur fram að upplýsingar sem skjalið hefur að geyma tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Að mati Landspítalans falli slíkar upplýsingar úr sjúkraskrá ekki undir upplýsingalög og telji spítalinn því rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Af þessu tilefni skal tekið fram að lög nr. 55/2009 um sjúkraskrár ber almennt að skoða sem sérlög gagnvart almennari ákvæðum upplýsingalaga að því leyti sem þar eru lögfest ákvæði um rétt tiltekinna aðila til aðgangs að sjúkraskrám. Á hinn bóginn verður almennt að leggja til grundvallar að um rétt annarra aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá fari samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og laga um opinber skjalasöfn, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 960/2020. Í samræmi við þetta verður að leggja til grundvallar að kæru málsins, hvað varðar aðgang að umræddu skjali, sé réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og þarf í þeim efnum ekki að taka afstöðu til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist til sjúkraskrárupplýsinga í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 55/2009.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum hefur spítalinn ekki aðeins byggt á því að um sé að ræða aðgang að sjúkraskrá sem ekki heyri undir úrskurðarnefndina, heldur einnig á því að um sé að ræða „persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans“, sbr. svör spítalans við erindi kæranda dags. 25. október 2023, og að þær falli undir ákvæði laga um þagnarskyldu, sbr. umsögn spítalans til úrskurðarnefndarinnar í málinu dags. 6. desember 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að í öðrum og þriðja flipa skjalsins („samantekt í pivot“ og „Export Worksheet“) eru tilgreind nöfn og kennitölur sjúklinga […] Upplýsingar í þessum tveimur flipum eru að umtalsverðu leyti upplýsingar sem almennt teljast háðar takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Undir slíkar upplýsingar falla m.a. upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1131/2023. Aðrar upplýsingar í excel skjalinu tengjast hins vegar ekki einstökum sjúklingum. […] Af því leiðir að synjun um aðgang að umræddu excel skjali varð hvorki með réttu byggð á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann sem falli undir lög nr. 55/2009 né því einvörðungu að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lúti þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Landspítalinn hefur samt sem áður einvörðungu byggt synjun sína um aðgang að umræddu skjali á slíkum röksemdum. Verður samkvæmt því að telja að synjun Landspítalans á aðgangi að excel skjalinu hafi ekki verið reist á réttum lagagrundvelli.<br /> <br /> Á grundvelli upplýsingalaga bar Landspítalanum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umbeðnu skjali með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að ekki verður fallist á með Landspítalanum að lokamálsliður 1. mgr. 5. gr. standi því í vegi að spítalinn afmái persónuupplýsingar í skjalinu enda segir í ákvæðinu að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Ákvæði 1. mgr. 5. gr. hefur þannig ekki áhrif á skyldu aðila sem fellur undir upplýsingalög til að veita aðgang að hluta gagns samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, svo sem með því að strika yfir þær upplýsingar í gagni sem falla undir takmörkunarákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða sé það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur nefndin rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að umræddu excel skjali og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að því til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kemur næst til skoðunar hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til Persónuverndar 2. september 2023. Svo sem fyrr greinir afhenti Landspítalinn kæranda bréfið með yfirstrikunum.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á aðgangi að hinum yfirstrikuðu upplýsingum byggist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en þar segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Landspítalinn hefur nánar tiltekið byggt á því að umrædd gögn geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans, sem ætla verður að tengist þeim tilteknu starfsmönnum sem fjallað er um í gögnunum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að gögn í málum sem varða beitingu stjórnsýsluviðurlaga að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu, varði starfssambandið að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1175/2024. Rétt þykir að nefna að hlutaðeigandi starfsmenn teljast ekki til æðstu stjórnenda og kemur 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga því ekki til skoðunar í málinu.<br /> <br /> Bréf Landspítala til Persónuverndar, dags. 2. september 2023, er ritað af hálfu Landspítalans vegna athugunar Persónuverndar á notkun upplýsinga úr sjúkraskrá á Landspítala. Um athugun Persónuverndar fer eftir lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig 4. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá. Bréf Landspítalans til Persónuverndar er þar með ritað vegna máls sem er til meðferðar hjá Persónuvernd að lögum en ekki sem þáttur í meðferð tiltekins máls sem lýtur að stöðu starfsmanns hjá spítalanum eða tengist starfssambandi spítalans og starfsmannsins. Af þeirri ástæðu verður ekki talið að umrætt bréf sé gagn í tilteknu máli sem varðar starfssamband spítalans og tiltekins eða tiltekinna starfsmanna, í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsinglaga þótt í því komi að hluta fram upplýsingar sem mögulega séu eða hafi einnig verið til skoðunar í slíku máli eða komi úr gögnum slíks máls.<br /> <br /> Af þessu leiðir að synjun um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað var yfir í bréfi Landspítala til Persónuverndar varð ekki með réttu byggð á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun spítalans á að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum var því ekki reist á réttum lagagrundvelli. Telur úrskurðarnefndin með vísan til þessa rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að þeim upplýsingum og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að þeim til nýrrar meðferðar þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>5.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Að lokum þarf í úrskurði þessum að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, en sem fyrr greinir stafaði umrætt bréf frá nefnd innan spítalans um eftirlit með rafrænni sjúkraskrá.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að þessu gagni byggðist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga líkt og við á um gagnið sem fjallað var um næst að framan. Nánar tiltekið hefur Landspítalinn vísað til þess að bréfið geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár skulu ábyrgðar- og umsjónaraðilar sjúkraskráa hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Í reglugerð 505/2015 segir einnig að af hálfu umsjónaraðila sjúkraskráa skuli hafa reglubundið eftirlit með því að aðgangur að sjúkraskrá sé lögum samkvæmt og þá skuli settar verklagsreglur í því skyni sem að lágmarki uppfylli fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa.<br /> <br /> Við meðferð þessa máls afhenti Landspítalinn úrskurðarnefndinni afrit af erindisbréfi og verklagsreglum eftirlitsnefndar spítalans um rafræna sjúkraskrá. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur meðal annars fram að hún sé skipuð af framkvæmdastjóra lækninga og starfi í umboði hans. Landspítali sé ábyrgðar- og umsjónaraðili þess sjúkraskrárkerfis sem starfsmenn stofnunarinnar færi sjúkraskrárupplýsingar og beri að hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum sjúkraskrárlaga sé framfylgt, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Framkvæmdastjóri lækninga feli nefndinni að rannsaka mál og komast í niðurstöðu í þeim. Telji nefndin að starfsmaður hafi gerst brotlegur gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga skuli hún vísa málinu til framkvæmdastjóra lækninga til endanlegrar ákvörðunar sem þá tryggir málsmeðferð í samræmi við ákvæði laga nr. 55/2009, stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og starfsreglur nefndarinnar. Í verklagsreglum eftirlitsnefndarinnar er meðal annars mælt fyrir um málsmeðferð komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga og framkvæmdastjóri lækninga staðfestir þá niðurstöðu. Í þeim tilvikum ber starfsmanni nefndarinnar meðal annars að senda erindi, þar sem tilkynnt er um niðurstöðu, til embættis landlæknis auk forstöðumanns framkvæmdastjóra og næsta yfirmanns starfsmanns til stjórnsýslulegrar úrvinnslu þar sem um alvarlegt brot gegn trúnaðarskyldu geti verið að ræða sem geti orðið tilefni til áminningar.<br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá sé hluti af fyrirkomulagi sem Landspítalinn hefur komið á fót til að tryggja virkt eftirlit í tengslum við aðgengi starfsmanna að sjúkraskrám. Þá verður jafnframt ráðið að rannsókn og niðurstaða eftirlitsnefndarinnar geti verið undanfari þess að starfsmaður sé áminntur eftir fyrirmælum 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.<br /> <br /> Það bréf sem hér um ræðir, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrár, sem var sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, […]. Til þess er hins vegar einnig að líta að efni bréfsins ber með sér að framkvæmdastjóri lækninga við Landspítalann hafði líka vísað málinu til rannsóknar og efnislegrar meðferðar hjá nefndinni. Skýringar Landspítala til úrskurðarnefndarinnar undir meðferð þessa máls ber síðan að skilja þannig að umrætt bréf, 31. ágúst 2023, hafi bæði falið í sér þær niðurstöður sem eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá við Landspítalann hafi látið stjórnendum við þá stofnun í té, […], og svör spítalans til landlæknis vegna athugunar hans. Þetta fær út af fyrir sig ágætlega samræmst því erindisbréfi og verklagsreglum Landspítalans sem vísað var til hér að ofan.<br /> <br /> Í umræddu bréfi er m.a. að finna almennar upplýsingar um hlutverk og verklag nefndarinnar auk þess sem þar er gerð ítarleg grein fyrir forsögu málsins og rannsókn, málsmeðferð og niðurstöðu nefndarinnar […]. Loks er í niðurlagi bréfsins að finna samandregin svör við tilteknum spurningum frá embætti landlæknis. Þótt bréfið sé sent Landlækni samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin einnig að nægjanlega sé leitt í ljós að bréfið telst einnig tilgreindur hluti máls sem varðar rannsókn Landspítalans sjálfs á ætluðum brotum […]. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður að leggja til grundvallar að um sé að ræða gagn í máli sem varða starfssamband umræddra starfsmanna við Landspítalann að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfest ákvörðun Landspítalans hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddu bréfi eftirlitsnefndarinnar til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að með framangreindu er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem fram koma í því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvarðanir Landspítalans, dags. 25. október 2023 og 13. nóvember 2023, um að synja beiðnum kæranda, […], um aðgang að gögnum eru felldar úr gildi og lagt fyrir spítalann að taka beiðnirnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, að því undanskildu að staðfest er ákvörðun Landspítalans að synja kæranda um aðgang að bréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1226/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabanka Íslands um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana. Seðlabankinn taldi m.a. að þær upplýsingar sem strikað hefði verið yfir væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Seðlabankans með þeirri breytingu að ekki skyldi strika yfir ákveðnar upplýsingar sem væru opinberlega aðgengilegar. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1226/2024 í máli ÚNU 23070005.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júlí 2023, kærði […] ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja honum um aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir samkomulaginu 30. júní 2023. Með erindi Seðlabankans, dags. 7. júlí 2023, var beiðni kæranda hafnað. Að mati Seðlabankans væru þær upplýsingar sem strikað var yfir háðar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, því þær vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá væru upplýsingarnar einnig háðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, því þær vörðuðu viðskipta- og fjárhagsmálefni viðskiptamanna Íslandsbanka. Loks var vísað til þess að óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ritar kærandi að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu sama eðlis og upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að birta í apríl 2022. Þá hafi Íslandsbanki gengist við því að stjórnendur og starfsmenn í bankanum hafi brotið lög í söluferlinu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Ríkir hagsmunir standi til þess að almenningur fái allar upplýsingar um þetta mál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 10. júlí 2023, og bankanum gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni 21. júlí 2023. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, og málefni bankans sem falli undir 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þá sé óhugsandi að líta öðruvísi svo á en að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila eða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá varði upplýsingarnar einnig viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Að mati Seðlabankans breytir það engu um birtingu samkomulags Seðlabankans og Íslandsbanka að upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið birtar í apríl 2022. Þá séu þær upplýsingar, sem strikað hafi verið yfir, nákvæmari varðandi útboðið og bæði annars eðlis og efnis. Að auki geti það, að Íslandsbanki hafi gengist við því að lög hafi verið brotin, ekki vikið til hliðar skýrum ákvæðum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 21. júlí 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Seðlabanka Íslands um heimfærslu yfirstrikaðra upplýsinga í samkomulaginu til þagnarskylduákvæða laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Þá óskaði nefndin eftir svari við því hvort bankinn liti svo á að þótt nöfn og heiti þeirra einstaklinga og lögaðila, sem yfirstrikaðar upplýsingar varða, kæmu ekki fram í samkomulaginu væri engu að síður unnt að bera kennsl á þá.<br /> <br /> Svar Seðlabankans barst nefndinni 26. september 2024. Í því kemur fram að það sé mat bankans að upplýsingar, þar sem fjallað er sérstaklega um starfsmenn Íslandsbanka, viðskipti þeirra, störf eða hagi að öðru leyti, sem og málefni annarra einstaklinga sem að útboðinu komu, séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, og viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá séu þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin tiltók í erindi sínu í heild sinni undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. greinarinnar, óháð því hvort þær falli einnig undir þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Loks sé það mat bankans að unnt sé að bera kennsl á þá einstaklinga og lögaðila, sem upplýsingarnar sem strikaðar voru út fjalla um, þótt nöfn og heiti þeirra komi ekki fram í samkomulaginu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að samkomulagi fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka hf. um að ljúka með sátt máli um meint lögbrot Íslandsbanka í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í þeirri útgáfu samkomulagsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands 26. júní 2023 var strikað yfir upplýsingar sem Seðlabankinn telur að séu háðar þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði þar sem upplýsingar þær, sem þagnarskyldan tekur til, eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurði nr. 966/2021, 1042/2021 og 1187/2024. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi innihaldið sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurð nr. 1180/2024. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Seðlabankinn strikaði yfir í samkomulaginu.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 10, 12, 15 og 17 séu upplýsingar um viðskipti og rekstur Íslandsbanka, sem eftirlitsskylds aðila Seðlabankans, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varða annars vegar skoðun Íslandsbanka á heimild bankans til að taka á sig uppgjörsáhættu í útboðinu og hins vegar það hvort Íslandsbanki hafi framkvæmt greiningu á hagsmunaárekstrum fyrir útboðið. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest.<br /> <br /> Það er einnig mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðu 20, um aðila sem flokkaður var sem fagfjárfestir þegar útboðið hófst, á blaðsíðum 21 og 28, um fjárhæð tilboðs frá starfsmanni Íslandsbanka, á blaðsíðu 22, um einkahlutafélag sem gerði tilboð í útboðinu, og upplýsingar á blaðsíðum 52–71, um viðskiptavini sem Íslandsbanki flokkaði sem fagfjárfesta án þess að þeir uppfylltu skilyrði laga þess efnis að mati Seðlabankans, varða viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest. Þótt ekki komi fram nöfn eða heiti þeirra viðskiptamanna sem fjallað er um telur úrskurðarnefndin að ef upplýsingar þær sem Seðlabankinn yfirstrikaði verði veittar sé ekki hægt að skjóta loku fyrir að unnt verði að bera kennsl á þá viðskiptamenn sem um ræðir, með þeim afleiðingum að brotið væri gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 21 og 26–28, um ákvæði í reglum Íslandsbanka um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra varðandi hámarksfjárhæð viðskipta starfsmanna bankans í einstökum viðskiptum innan viðskiptadags geta að mati úrskurðarnefndarinnar ekki talist þagnarskyldar með vísan til þess að reglurnar þar sem upplýsingarnar er að finna eru opinberlega aðgengilegar á vef Íslandsbanka. Verður Seðlabankanum því gert að veita kæranda aðgang að framangreindum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að þær upplýsingar sem strikað var yfir í samkomulagi því sem deilt er um aðgang að í málinu, að undanskildum framangreindum upplýsingum sem birtar hafa verið opinberlega, eru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum, sem gengur framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þagnarskyldan er fortakslaus og þótt hagsmunir almennings kunni að standa til þess að fá aðgang að upplýsingunum getur það ekki haft áhrif á framangreinda niðurstöðu. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin ekki þörf á að taka afstöðu til frekari röksemda kæranda í málinu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn skal veita kæranda aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt, dags. 9. júní 2023, í þeirri mynd sem birt var opinberlega á vef bankans 26. júní 2023, með þeirri breytingu að ekki skulu afmáðar upplýsingar um fjárhæð í:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">línum nr. 11 og 23 á bls. 21,</li> <li style="text-align: justify;">næstneðstu línu á bls. 26,</li> <li style="text-align: justify;">efstu línu á bls. 27, og</li> <li style="text-align: justify;">línu nr. 9 á bls. 28.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1225/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst kæra vegna ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi kæranda. Úrskurðarnefndin taldi mega ráða af samskiptum kæranda við stofnunina að ekki væri óskað aðgangs að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur skýringum um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1225/2024 í máli ÚNU 24080012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi hans. Kærandi átti dagana 3.–5. júlí 2024 í samskiptum við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um færsluskrá, eða log-skrá, fyrir tiltekið skjal sem þinglýst væri á eign kæranda. Kærandi vildi aðstoð við túlkun skrárinnar, einkum til að átta sig á hvaða notendur hefðu átt við skjalið og hvaða aðgerð hefði verið framkvæmd í hvert sinn. Stofnunin veitti honum ákveðin svör en benti kæranda á að Sýslumaðurinn […] ætti að kunna betri skil á upplýsingunum, enda væri það embættisins að svara fyrir það sem lyti að þinglýsingum þó svo að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annaðist rekstur þinglýsingakerfisins fyrir sýslumenn.<br /> <br /> Kærandi hafði aftur samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 22. júlí 2024 og beindi eftirfarandi fyrirspurn til stofnunarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þar sem það hefur ekki enn komið fram hvað var nákvæmlega verið að framkvæma þarna þá beini ég eftirfarandi spurningum til HMS sem umsjónaraðila/ábyrgðaraðila fyrir Fasteignaskránni:<br /> </p> <ol> <li>Er þessi færsla þinglýsing, en það kemur ekki fram, hvorki status=þ, kronur=?</li> <li>Hvaða málsaðilar eru viðkomandi þessari færslu?</li> <li>Er þetta fært inn sem eignarheimild og þá sem hvaða skjaltegund?</li> <li>Var ekki bara verið að skrá skjalið á þetta landnúmer?</li> <li>Er HMS það ljóst að hægt er að skrá inn í þinglýsingarhluta Fasteignaskrár […] marklausu skjali án aðkomu þinglýsingarstjóra ef sá gállinn er á þeim aðila sem hefur til þess heimild þ.e. að skrá inn í kerfið?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svaraði erindi kæranda 8. ágúst 2024. Í svarinu kom fram að þegar lægi fyrir útskýring á log-skránni. Kæranda var bent á að hafa samband við sýslumann varðandi þær spurningar sem hann beindi til stofnunarinnar, þar sem hann ætti að svara fyrir allt sem varðaði þinglýsingar.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er því lýst að kærandi hafi óskað eftir skýringum á umræddri log-skrá en hvorki Sýslumaðurinn […] né Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti fullnægjandi svör. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi yfirumsjón með fasteignaskrá og beri ábyrgð á kerfinu lögum samkvæmt.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun með erindi, dags. 13. ágúst 2024, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar barst úrskurðarnefndinni 26. ágúst 2024. Í henni kemur fram að fasteignaskrá hafi að geyma upplýsingar um þinglýst réttindi, svo sem um eigendur, veðbönd og kvaðir. Sýslumannsembætti skrái og þinglýsi skjölum rafrænt í þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Kærandi og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi verið í samskiptum um skeið í tengslum við ósk kæranda um að misræmi í skráningu á eignarhaldi jarðar kæranda yrði eytt. Í því sambandi hafi kærandi vísað til þess að í þinglýsingarhluta fasteignaskrár hafi afsali […] verið breytt í eignaryfirlýsingu. Stofnunin teldi ekki mögulegt að eyða misræminu þar sem sýslumaður teldi að skjöl vantaði sem staðfestu fullt eignarhald kæranda. Í framhaldinu hafi kæranda verið afhent log-skrá skjalsins og stofnunin útskýrt fyrir kæranda einstök efnisatriði skrárinnar eins nákvæmlega og kostur var. Að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi kærandi ekki beðið um gögn í skilningi upplýsingalaga og því sé rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 30. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka þau til starfsemi stjórnvalda. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er stjórnvald, sbr. 1. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019, og fellur þar með undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um þinglýsingu. Undir þá afmörkun falla mál sem varða ákvörðun um þinglýsingu og ágreining um þinglýsingar og farið er með af hálfu þinglýsingastjóra á grundvelli þinglýsingalaga, nr. 39/1978, með síðari breytingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer ekki með meðferð slíkra mála og þótt stofnunin hafi ríku hlutverki að gegna um rekstur á fasteignaskrá fer hún ekki með ákvörðunarvald um þinglýsingar heldur þinglýsingastjóri, sbr. til hliðsjónar 1. mgr. ákvæðis nr. I til bráðabirgða við lög nr. 39/1978. Samkvæmt þessu á undantekningarregla 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, hvað varðar þinglýsingar, almennt ekki við þegar óskað er aðgangs að gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem varða rekstur fasteignaskrár.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings á grundvelli upplýsingalaga tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum skal hann athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og önnur gögn málsins. Af þeim verður ráðið að kærandi óski ekki eftir aðgangi að gögnum í skilningi upplýsingalaga, heldur skýringum frá stofnuninni um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá tiltekins skjals í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Með vísan til framangreinds verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 8. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1224/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum frá Skattinum um hvort tiltekið félag hefði staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum byggðist á því að þær væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 20. gr. laganna teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði og að upplýsingarnar sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1224/2024 í máli ÚNU 24020023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. febrúar 2024, framsendi fjármála- og efnahagsráðuneyti kæru […] lögmanns, f.h. Endurvinnslunnar hf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. nóvember 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Skattinum um hvort Vök Waters ehf. hefði greitt þær skýrslur sem félagið sendi inn árið 2023 en ljóst þykir að kærandi var þar að vísa til skilagjaldsskýrslna samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989. Skatturinn og kærandi áttu í nokkrum samskiptum sama dag þar sem kærandi tiltók meðal annars að einu upplýsingarnar sem hann óskaði eftir væri hvort greiðslur hefðu borist.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 21. nóvember 2023, upplýsti starfsmaður Skattsins að hann væri bundinn þagnarskyldu samkvæmt 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Með tölvupósti til Skattsins, dags. 23. sama mánaðar, tiltók kærandi að hann ætti rétt á að fá afhent afrit af skilagjaldsskýrslum samkvæmt reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjavöruumbúðir, nr. 750/2017. Kærandi hefði því rétt samkvæmt lögum til að fá upplýsingar um fjárhæð skilagjalds og umsýsluþóknunar sundurliðaðar eftir gjaldanda. Á sama grunni og eðli málsins samkvæmt ætti kærandi einnig rétt til aðgangs að upplýsingum um hvort gjöldin hefðu verið greidd. Vísaði kærandi einnig til þess að um rétt hans til aðgangs að upplýsingum færi eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ætti ekki við í málinu.<br /> <br /> Skatturinn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2023. Í bréfinu var því hafnað að kærandi teldist aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og tekið fram að um rétt hans til aðgangs að upplýsingunum færi eftir upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þá kom meðal annars fram í bréfinu að skylda til að afhenda kæranda skilagjaldsskýrslur hvíldi á framleiðendum en ekki Skattinum. Loks hafnaði Skatturinn því að veita kæranda aðrar umbeðnar upplýsingar með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar féllu undir 20. gr. laga nr. 150/2019 sem væri sérstök þagnarskylduregla sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. febrúar 2024, kærði kærandi ákvörðun Skattsins til fjármála- og efnahagsráðuneytis á grundvelli 26. gr. stjórnsýslulaga og með vísan til þess að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, einkum úrskurði nr. 983/2021, hefði nefndin lagt til grundvallar að hún hefði ekki lögsögu í málum sem vörðuðu upplýsingar sem heyrðu undir þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019. Í kæru var þess krafist að ákvörðun Skattsins yrði felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar. Þá kom fram að ef Skatturinn hefði lagt skilagjald á Vök Waters ehf. eða samið um greiðslur skilagjaldsins við félagið væri þess krafist að kærandi fengi afrit af álagningunni eða samkomulaginu ásamt upplýsingum um greiðslur og/eða vanskil félagsins. <br /> <br /> Í kæru málsins rekur kærandi fyrirmæli laga nr. 52/1989 og reglugerðar nr. 750/2017, þar með talið hvert sé hlutverk kæranda samkvæmt lögunum og hvernig staðið sé að álagningu og innheimtu skilagjalda og umsýsluþóknunar. Hlutverk innheimtumanns ríkissjóðs sé samkvæmt lögum nr. 150/2019 að innheimta skilagjald af skilagjaldsskyldum aðilum og ráðstafa því til kæranda jafnskjótt og við verður komið, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 750/2017.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að honum sé nauðsynlegt starfsemi sinnar vegna að fá umbeðnar upplýsingar. Starfsemi kæranda byggi á lögum og hann hafi lögbundnar skyldur og megi því að einhverju leyti jafna starfsemi hans til opinbers aðila. Forsenda þess að rekstur kæranda standi undir sér og að hann geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum sé að skilagjöld séu innheimt og þeim ráðstafað til kæranda enda sé greiðsluskylda kæranda til almennings samkvæmt 3. gr. laga nr. 52/1989 óháð því hvort skilagjald hafi verið innheimt af viðkomandi umbúðum. Af þessu leiði að sú staða geti hæglega komið upp að kærandi greiði út hærri fjárhæðir til almennings en innheimtar séu af gjaldskyldum aðilum. Sú staða sé óásættanleg og geti haft bein áhrif á og aukið áhættu í rekstri kæranda. Þá beri kæranda sem hlutafélagi að tryggja að bókhald og ársreikningur félagsins sé í samræmi við lög.<br /> <br /> Nauðsynlegt sé fyrir kæranda að vita hvort að áætlað hafi verið fyrir vanskilum, hvort að aðili hafi greitt eða hvenær megi búast við því að greiðslur berist. Án þessara upplýsinga sé tekjustreymi kæranda rangt bókað og endurgreiðsla skilagjalda ekki í samræmi við tekjustreymi. Kærandi geti því ekki brugðist rétt við þeim aðstæðum sem skapast vegna vanskila og þurfi þess vegna að fá upplýsingar um hvað sé áætlað, hvort það sé greitt og hvenær tekjur muni koma sé samkomulag fyrir hendi um greiðslur. Sú staða sé hugsanleg, með hækkandi skilahlutfalli, að rekstur kæranda verði neikvæður ef útgreiðslur og skuldbindingar vegna óinnleystra umbúða verði hærri en tekjur hans. Kæranda sé því nauðsynlegt að fá áætlanir á gjaldskylda aðila og upplýsingar um vanskil þeirra til þess að fá rétta stöðu og yfirsýn yfir stöðu félagsins. Þá séu upplýsingarnar jafnframt nauðsynlegar til að stjórn og stjórnendur félagsins geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Kærandi byggir á að þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 eigi ekki við í málinu. Ákvæðið sé bundið þeim fyrirvara að það eigi aðeins við um upplýsingar sem eigi að fara leynt. Umbeðnar upplýsingar eigi ekki að fara leynt enda sé með þessu orðalagi vísað til verndarhagsmuna þagnarskylduákvæðisins. Umræddir verndarhagsmunir eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði séu sett til þess að upplýsingar komist ekki til vitundar óviðkomandi eða utanaðkomandi en í ákvörðun Skattsins sé þessum sjónarmiðum enginn gaumur gefinn. Með því að Skatturinn veiti kæranda umbeðnar upplýsingar sé ekki verið að veita „óviðkomandi“ eða „almenningi“ upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda heldur verið að veita kæranda nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti sinnt sínum lögbundnu hlutverkum. Þá sé ekki um að ræða upplýsingar sem varði einstaklinga, sem sé tryggð ríkari vernd að lögum, heldur upplýsingar um lögaðila.<br /> <br /> Í umfjöllun um þagnarskyldu um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja sé skilyrði að þessir hagsmunir séu mikilvægir svo þeir falli undir verndarhagsmuni þagnarskylduákvæða, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að breytingarlögum nr. 71/2019 við stjórnsýslulög. Jafnframt sé Skatturinn innheimtumaður skilagjalds og umsýsluþóknunar en kærandi fái gjaldið að fullu til sín og sjái um umsýslu skilagjaldsins samkvæmt 2. gr. laga nr. 52/1989 en stofnuninni beri að skila gjaldinu til kæranda jafnskjótt og það sé innheimt. Hér sé því um að ræða fyrirkomulag þar sem innheimtumaður ríkissjóðs hafi ákveðin verkefni sem snúi fyrst og fremst að innheimtu en kærandi hafi lögbundin hlutverk þegar komi að útgreiðslu. Saman myndi þetta fyrirkomulag heildstætt kerfi þar sem aðilar þurfi eðli málsins samkvæmt að hafa yfirsýn yfir hlutverk sín og verkefni hins og þurfi að miðla upplýsingum sín á milli svo kerfið virki sem ein heild.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar beri við túlkun 20. gr. laga nr. 150/2019 að beita samræmisskýringu við X. kafla stjórnsýslulaga og hafa þau sjónarmið sem ítarlega séu rakin í kaflanum og lögskýringargögnum til hliðsjónar. Slík skýring leiði til þess að fullljóst sé að umræddar upplýsingar séu ekki háðar þagnarskyldu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 28. febrúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri skilaði umsögn í málinu 14. mars 2024 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem hann taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra er rakið að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri sé einn af innheimtumönnum ríkissjóðs samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 en um innheimtumenn ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylduregla í 20. gr. laganna. Þær upplýsingar sem kærandi óski aðgangs að hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu þriðja aðila í tilteknum gjaldflokki, hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart þeim aðila og um árangur þeirra aðgerða. Þessar upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæðið og varði efnahag gjaldanda og tekjur hans. Þar sem lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda gilda um innheimtu skilagjalds gildi ótvíræð þagnarskylda um umræddar upplýsingar. Upplýsingalög heimili þar af leiðandi ekki afhendingu umbeðinna upplýsinga. Enn fremur sé um virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækis að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, enda sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða samkvæmt almennum sjónarmiðum að þær eigi ekki erindi við almenning.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með tölvupósti 15. mars 2024 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 16. apríl sama ár.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum krafðist kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki málið þegar fyrir og kæmist að niðurstöðu um hvort málinu væri réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar eða hvort endursenda ætti kæruna til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá krafðist kærandi þess að málið fengið flýtimeðferð hjá nefndinni kæmist hún að þeirri niðurstöðu að málið ætti undir hana.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda áréttar hann að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði með tilliti til umbeðinna upplýsinga. Tilvísun lagaákvæðisins til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda sé eini liður ákvæðisins sem geti talist fela í sér sérstaka þagnarskyldu en kærandi sé ekki að óska eftir slíkum upplýsingum. Þannig sé kærandi hvorki að óska eftir upplýsingum um tekjur né efnahag Vök Waters ehf. heldur aðeins upplýsingum um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur í rekstri kæranda og upplýsingar um samkomulag um uppgjör. Verndarhagsmunir ákvæðisins eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur kæranda.<br /> <br /> Við úrlausn málsins beri að líta til atvika þess, orðalags 20. gr. laga nr. 150/2019, tilgangs ákvæðisins og ekki síður þeirra hagsmuna sem ákvæðinu sé ætlað að vernda. Megineinkenni sérstakra þagnarskyldureglna sé að þær hafa verið lögfestar í þeim tilgangi að tryggja trúnað um nánar tilgreindar upplýsingar. Það hvort lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldu gagnvart upplýsingalögum velti því á túlkun ákvæðisins með hliðsjón af orðalagi þess og tilgangi. Slíkt mat sé atviksbundið og því ekki loku fyrir það skotið að upplýsingar sem almennt séu undirorpnar þagnarskyldu gagnvart almenningi séu það ekki gagnvart öðrum aðilum eins og kæranda sem hafi lögbundnar skyldur varðandi ráðstöfun skilagjalds til almennings hér á landi.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra sé í engu vikið að sjónarmiðum kæranda og lögbundnum hlutverkum hans um rekstur skilakerfis drykkjarvöruumbúða hér á landi. Atvik máls þessa hljóti að teljast nokkuð sérstök í ljósi lagaskyldu kæranda varðandi starfrækslu skilakerfis einnota umbúða sem og skýrra lagafyrirmæla um að greiða skuli innheimt skilagjöld jafnskjótt og við verður komið til kæranda. Atvik málsins beri því að meta heildstætt með hliðsjón af tilgangi þagnarskylduákvæða og atvikum öllum. Ef lagareglur um trúnað séu matskenndar falli það í hlut stjórnvalda að afmarka upplýsingarétt og/eða þagnarskyldu í einstökum tilvikum með hliðsjón af þeim. Slíkt mat sé háð endurskoðun æðra setts stjórnvalds eða eftir atvikum úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem beri að taka sjónarmið kæranda til efnislegrar umfjöllunar og meta málið heildstætt.<br /> <br /> Kærandi vísar jafnframt til 14. gr. upplýsingalaga og tiltekur að umbeðnar upplýsingar varði hann með beinum hætti enda snúi þær að tekjum hans og hafi hann því brýna og verulega hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. Loks bendir kærandi á að sérstök þagnarskylda takmarki ekki rétt aðila til aðgangs að gögnum um hann sjálfan samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hvort félagið Vök Waters ehf. hafi staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.<br /> <br /> Með vísan til hlutverks kæranda samkvæmt lögum nr. 52/1989, en hann fer með útgreiðslu skilagjalds á grunni laganna, þótt innheimta gjaldanna sé ekki á hans hendi, kann að hafa þýðingu fyrir skipulag á rekstri hans hvort og þá hvaða fjármuni hann muni fá á hverjum tíma til umsýslu á grundvelli laganna. Þegar litið er til þess að lög nr. 52/1989 gera þó ekki á neinn hátt ráð fyrir að kærandi eigi sjálfur aðild að málum sem varða álagningu gjalda á einstaka gjaldskylda aðila þá verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur óskað aðgangs að verði taldar liggja fyrir í gögnum stjórnsýslumáls, sbr. 1. og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem hann á aðild að. Um mögulegan rétt kæranda til aðgangs að gögnum fer því ekki eftir þeim lögum. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með vísan til sömu röksemda, um stöðu kæranda á grunni laga nr. 52/1989, verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur beðið um séu um hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eða að þær varði sérstaka lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sama hvort miðað er við þann dag sem kæran barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða þann dag sem ráðuneytið framsendi kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, skal vísa frá kæru ef hún berst að liðnum kærufresti nema afsakanlegt verði talið að kæra hafi ekki borist fyrr eða veigarmiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar.<br /> <br /> Í ákvörðun sinni leiðbeindi Skatturinn kæranda um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en ekki um kærufrest, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Þá er ljóst að kærandi beindi kærunni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins á þeim grundvelli að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum færi eftir ákvæðum stjórnsýslulaga en samkvæmt þeim lögum skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um stjórnvaldsákvörðun nema lög mæli á annan veg, sbr. 1. mgr. 27. gr. laganna. Í ljósi þessara atvika verður að telja afsakanlegt að kæran hafi ekki borist innan kærufrests og verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufrestur 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Synjun Skattsins á ósk kæranda um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi staðið hinu opinbera skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, byggist á því að þær séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 20. gr. laga nr. 150/2019. Tilvitnað þagnarskylduákvæði er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu að 20. gr. laga nr. 150/2019 teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 983/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt en skilagjald og umsýsluþóknun eru lögð á samkvæmt lögum nr. 52/1989 og er um skatta að ræða, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 432/2021. Þá kemur fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 að innheimtumenn ríkissjóðs séu ríkisskattstjóri í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn í öðrum umdæmum. Svo sem fyrr segir fer ríkisskattstjóri með yfirstjórn Skattsins en stofnuninni er falið að annast þau verkefni sem ríkisskattstjóra er falið að sinna lögum samkvæmt, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til framangreinds að upplýsingar um stöðu gjaldenda vegna innheimtu skilagjalds og umsýsluþóknunar sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 séu upplýsingar um tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi 20. gr. laganna. Sama myndi almennt eiga við um gögn sem tengjast slíkri innheimtu.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að leggja til grundvallar að upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað eftir varði tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 20. gr. laga nr. 150/2019. Taka má fram að þessi sérstaka þagnarskylda gengur framar reglum um upplýsingarétt eftir II. og III. kafla upplýsingalaga, sbr. fyrrnefnda dóma Hæstaréttar. Verður ákvörðun Skattsins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Skattsins, dags. 20. desember 2023, um að synja Endurvinnslunni hf. um aðgang að upplýsingum, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1223/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Vestmannaeyjabær óskaði eftir öllum upplýsingum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingalög tækju samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óskuðu eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Var kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1223/2024 í máli ÚNU 24100013.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. október 2024, kærði Vestmannaeyjabær ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis að synja beiðni sveitarfélagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 25. mars 2024, var komið á framfæri bókun af fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, þar sem meðal annars var lagt til að óskað yrði eftir öllum þeim upplýsingum sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun HS Veitna á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum síðastliðna mánuði. Þar sem ekki var brugðist við erindinu var það ítrekað 3. og 12. apríl 2024. Hinn 16. apríl 2024 var kæranda tjáð að erindið væri í vinnslu, og 21. maí 2024 var erindið afgreitt og kæranda afhent tvö bréf frá HS Veitum vegna málsins. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar.<br /> <br /> Kærandi fór með erindi, dags. 6. júní 2024, fram á að fjárhagsupplýsingarnar yrðu afhentar. Erindið var ítrekað 30. ágúst og 7. október 2024. Með erindi, dags. 10. október 2024, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að upplýsingarnar væru vinnugögn sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu á grundvelli eftirlitsskyldu þess með HS Veitum, auk þess sem óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt Vestmannaeyjabæjar til aðgangs að gögnum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Ráðuneytið synjaði beiðni sveitarfélagsins á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og leiðbeindi sveitarfélaginu um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Skylda til afhendingar gagna á grundvelli upplýsingalaga hvílir að þessu leyti á stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum öðrum aðilum sem felldir hafa verið undir gildissvið þeirra samkvæmt 2. og 3. gr. laganna. Upplýsingalög taka hins vegar, samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum, ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 473/2013 frá 31. janúar 2013.<br /> <br /> Af þessu leiðir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telst í því máli sem hér er til umfjöllunar ekki hafa tekið ákvörðun um synjun um aðgangi að gögnum sem Vestmannaeyjabær gat sem stjórnvald kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli upplýsingalaga. Verður kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1222/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð hefði verið árið 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum sem prófað hefði verið í. Mennta- og barnamálaráðuneyti svaraði því til að ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla. Ráðuneytið byggi ekki yfir gögnum sem sýndu niðurstöður um frammistöðu í PISA-könnuninni fyrir einstaka íslenska skóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess að ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1222/2024 í máli ÚNU 24080008.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2024, kærði […] mbl.is, f.h. […], blaðamanns, ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis að synja beiðni um aðgang að gögnum um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2024, óskaði blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is eftir aðgangi að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022. Óskað var eftir því að niðurstöður væru sundurgreindar eftir skólum og fögum sem prófað var í, þ.e. lesskilningi, stærðfræði, náttúruvísindum og skapandi hugsun. Í svari ráðuneytisins, dags. 11. júlí 2024, var vísað til þess að allar niðurstöður PISA væru aðgengilegar á nánar tilgreindum vef Stjórnarráðsins. Á síðunni væri skýrsla um helstu niðurstöður, sem sundurliðaðar væru eftir fögum, þ.e. lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Niðurstöður skapandi hugsunar yrðu vonandi gerðar opinberar síðar á árinu. Ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla þar sem prófið væri í eðli sínu hannað fyrir mjög stórt úrtak og niðurstöður því ekki mjög marktækar þegar horft væri á einstaka skóla.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt mennta- og barnamálaráðuneyti með erindi, dags. 23. júlí 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 7. ágúst 2024. Í umsögninni kemur fram að niðurstöðugögn úr PISA-könnuninni árið 2022 séu opin og öllum aðgengileg á vef OECD. Sá gagnagrunnur sem þar er aðgengilegur innihaldi niðurstöður, þar á meðal fyrir Ísland, sem séu hinar eiginlegu niðurstöður könnunarinnar. Í gagnagrunninum séu engar upplýsingar sem auðkenni íslenska skóla. Í samræmi við þetta búi ráðuneytið ekki yfir gögnum sem sýna niðurstöður um frammistöðu í PISA fyrir einstaka íslenska skóla. Gögnin séu því ekki fyrirliggjandi í skilningi 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 9. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 23. ágúst 2024. Í athugasemdunum er m.a. vísað til þess að úrskurðarnefndin hafi árið 2014 lagt fyrir Reykjavíkurborg að birta opinberlega PISA-einkunnir frá árinu 2012, sundurliðaðar eftir skólum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum. Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur vísað á nánar tilgreindan vef Stjórnarráðsins, þar sem finna megi skýrslu um niðurstöður könnunarinnar, sundurliðaðar eftir fögum. Ekki liggi fyrir gögn í ráðuneytinu sem hafi að geyma frekari sundurliðun niðurstaðnanna.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Mennta- og barnamálaráðuneyti kveður þau gögn sem óskað er eftir, þ.e. niðurstöður PISA-könnunarinnar sundurliðaðar eftir skólum og fögum, ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. A-539/2014, sem kærandi vísar til, var staðan önnur því hjá Reykjavíkurborg lágu fyrir gögn sem innihéldu sundurliðun niðurstaðna PISA-könnunarinnar frá árinu 2012 eftir grunnskólum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu mennta- og barnamálaráðuneytis að þau gögn sem óskað er eftir í máli þessu liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu sjálfu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis, dags. 11. júlí 2024, í tilefni af beiðni […], blaðamanns, dags. 9. júlí 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1221/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa að ekki lægju fyrir frekari gögn en að framan greinir. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var hin kærða afgreiðsla staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1221/2024 í máli ÚNU 23100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. október 2023, kærðu […] ákvörðun […] að synja þeim um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til formanns […]ráðs […], dags. 6. júlí 2023, óskuðu kærendur eftir aðgangi að öllum gögnum um þau mál sem formaðurinn hefði tekið að sér […] og snertu […]. Þar sem beiðni kærenda var ekki svarað vísuðu kærendur málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 22. ágúst 2023. Í kjölfar áskorunar frá nefndinni var beiðnin afgreidd. Í svari formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, kom fram að hann hefði einungis undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti hans við kærendur. Ef þess væri óskað að fá þau samskipti framsend gætu kærendur sent formanninum tölvupóst þar um.<br /> <br /> Í svari kærenda til formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, sem úrskurðarnefndin fékk afrit af, er rakið að í kjölfar þess að kærendur hafi leitað til formannsins […] hafi hann tekið að sér að skoða mál kærenda og ætlað að spyrjast fyrir um málið […]. Kærendur telja að ekki sé unnt að kynna sér mál án þess að til verði gögn, og sé það gert munnlega sé ljóst að skrá skuli það niður.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindum úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. og 23. október 2023. Þar var […] veittur frestur til að skila umsögn um kæruna og koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.. Þá var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu afhent þau gögn sem kæran laut að..<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 2. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi brugðist við erindum kærenda […] með því að spyrjast munnlega fyrir um málið og án þess að afla skriflegra upplýsinga […]. Formaðurinn hafi fengið þær upplýsingar að málið væri í farvegi og von væri á svörum til kærenda […]. Í […] hafi formaðurinn boðið kærendum að hitta sig til að fara yfir málið, en kærendur hafi ekki þegið það boð. Með vísan til framangreinds liggi aðeins fyrir gögn frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur, sem kærendur geti fengið aðgang að. Að mati […] hafi kærendum því ekki verið synjað um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að þeir telji aðfinnsluvert að ekkert hafi verið skráð um munnlegar fyrirspurnir formanns […]ráðs. Þá hafi kærendur hug á að fá samskipti við þá sjálfa afhent.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Af upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs […] um aðgang að gögnum, þann 6. júlí 2023, og svo kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar, leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum í vörslu formanns ráðsins sem varða mál sem kærendur beindu til formannsins […].<br /> <br /> Þar sem kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs skal tekið fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun og umsögn […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að fyrir liggi gögn sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Annarra upplýsinga um mál kærenda hafi formaðurinn aflað munnlega.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Réttur til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um mann sjálfan samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nær sömuleiðis til fyrirliggjandi gagna. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, auk synjunar beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Samkvæmt […] liggja ekki fyrir frekari gögn í vörslu formanns […]ráðs sem heyra undir beiðni kærenda en þau sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Samkvæmt því liggur ekki fyrir synjun […] á aðgangi að gögnum.<br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin að hin kærða ákvörðun hafi ekki falið í sér synjun á beiðni um aðgang að gögnum sem stafa frá kærendum sjálfum og samskiptum þeirra við formann […]ráðs, enda verður ráðið af ákvörðuninni að kærendur geti fengið þau gögn afhent hafi þeir hug á því.<br /> <br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að í máli þessu hafi kærendum ekki verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun […] frá 17. október 2023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun […], dags. 17. október 2023, í tilefni af beiðni kærenda, dags. 6. júlí 2023, um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1220/2024. Úrskurður frá 25. október 2024 | Isavia innanlandsflugvellir ehf. gerði kröfu um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 frá 10. október 2024, þar sem hagsmunir Colas Ísland ehf. og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti yrði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Úrskurðarnefndin taldi sérstakar ástæður standa til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurðinn undir dómstóla, m.a. með hliðsjón af því að ekki yrði séð að dómstólar hefðu tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst hefði verið úr með úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu á einingarverðum samninga einkaaðila við opinberan aðila í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir lægju fyrir. Var því fallist á kröfu Isavia að hluta til. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1220/2024 í máli ÚNU 24100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Krafa og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 17. október 2024 krafðist Isavia innanlandsflugvellir ehf. (hér eftir einnig Isavia) þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, meðan málið væri til meðferðar hjá dómstólum með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Til stuðnings kröfu sinni vísar Isavia til þess að hagsmunir Colas Ísland ehf. (hér eftir einnig Colas) og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti verði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Krafa um frestun sé aðallega rökstudd með tilliti til sérstakra ástæðna er varði afhendingu á gögnum samkvæmt 2., 3. og 5. tölulið 1. mgr. úrskurðarorðs en að öðru leyti sé vísað til þeirra sjónarmiða sem Colas og Isavia hafi komið á framfæri við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Eins og ítarlega hafi verið rakið við rekstur málsins hafi Colas mjög ríka hagsmuni af því að einingarverðum sé haldið leyndum og þá sérstaklega frá samkeppnisaðila. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar og augljóst að afhending þeirra til samkeppnisaðila muni veikja samkeppnisstöðu Colas við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þetta samrýmist einnig niðurstöðu nefndarinnar um upphaflega tilboðsskrá sem nefndin taldi varða virka mikilvæga hagsmuni Colas. Almenningur hafi þannig greiðan aðgang að upplýsingum um þá afurð sem keypt hafi verið og endurgjald fyrir kaupin. Hagsmunir almennings af nákvæmum upplýsingum um einingarverð séu afar takmarkaðir og vandséð að sérstakir hagsmunir kæranda, sem ekki eigi að taka tillit til, séu aðrir en að öðlast ósanngjarnt samkeppnisforskot við þátttöku í síðari innkaupaferlum.<br /> <br /> Auk framangreinds sé túlkun nefndarinnar á 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, ekki í samræmi við athugasemdir í greinargerð með frumvarpi til laganna enda hafi löggjafinn þar sérstaklega tiltekið að eðli einingarverða sé slíkt að birting þeirra eftir opinbert innkaupaferli sé til þess fallin að raska samkeppni og skaða viðskiptahagsmuni bjóðanda. Þannig sé kaupanda þegar af þeirri ástæðu óheimilt að afhenda slíkar upplýsingar, þó að ákvæðið hafi að öðru leyti ekki áhrif á skyldu til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Sömu sjónarmið eigi einnig við um 42. gr. veitureglugerðarinnar, nr. 340/2017. Sjónarmið um að trúnaður skuli ríkja um boðin einingarverð hafi ítrekað verið staðfest í ákvörðunum kærunefndar útboðsmála, sbr. ákvarðanir nefndarinnar í málum nr. 32/2019, 8/2021, 12/2023 og 47/2023. Ekki geti staðist að upplýsingaréttur almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga veiti ríkari upplýsingarétt en ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Þótt innkaupin sem hér um ræði falli utan gildissviðs laga um opinber innkaup og reglugerðar nr. 340/2017 sé einsýnt að sömu sjónarmið eigi við um boðin einingarverð enda sé eðli upplýsinganna hið sama. Nefndinni hafi því borið að taka tillit til þessarar meginreglu útboðsréttar um trúnað við bjóðendur, við mat á því hvort upplýsingar um einingarverð falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess verulega munar sem til staðar sé í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál annars vegar og ákvörðunum kærunefndar útboðsmála hins vegar, sé sérstaklega mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins sé frestað þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að kostnaðaráætlunum Isavia telur félagið að túlkun nefndarinnar um að einkahagsmunir Isavia njóti ekki verndar 9. gr. upplýsingalaga standist ekki skoðun. Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafi ítrekað verið lagt til grundvallar að einungis 4. tölul. 10. gr. laganna verndi viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra lögaðila sem séu í opinberri eigu. Ekki sé sérstaklega rökstutt í þessum úrskurðum hver sé ástæða þess að almennara ákvæði 9. gr. laganna gildi ekki einnig þar sem 4. tölul. 10. gr. sleppir. Orðalag 9. gr. sé skýrt og afdráttarlaust. Verndarandlag ákvæðisins nái til gagna sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. Isavia sé einkahlutafélag í atvinnurekstri og þar með fyrirtæki. Félagið sé hvorki stjórnvald né ríkisstofnun heldur félag með sjálfstæðan fjárhag sem rekið sé á grundvelli þjónustusamnings við ríkið. Félagið sé einnig lögaðili í samræmi við almenna notkun hugtaksins í íslenskum rétti sem og notkun hugtaksins í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Hugtakið einkaaðili sé einnig notað í upplýsingalögum, sbr. 3. gr. laganna, þar sem sérstaklega sé tekið fram að einkaaðilar geti verið í opinberri eigu. Erfitt sé að álykta annað en að slíkir einkaaðilar geti notið einkahagsmuna í samræmi við fyrirsögn 9. gr. upplýsingalaga. Túlkun úrskurðarnefndarinnar víki svo langt frá því sem leiði af almennri textaskýringu á ákvæðinu, með íþyngjandi hætti fyrir þá aðila sem ákvæðinu sé ætlað að vernda, að nauðsynlegt sé að dómstólar taki afstöðu til lögskýringarinnar áður en gögnin séu afhent. Þá telji Isavia að upplýsingarnar njóti verndar 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og bendir meðal annars á að kostnaðaráætlanirnar varði með óbeinum hætti fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinberar.<br /> <br /> Loks vísar Isavia til þess að nauðsynlegt sé að fá túlkun dómstóla á inntaki 9. gr. og 10. gr. upplýsingalaga með tilliti til þeirra aðstæðna sem séu fyrir hendi í málinu. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til þess hvort opinbert fyrirtæki njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga eða hvernig túlka skuli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga í tengslum við nákvæmar kostnaðaráætlanir opinberra kaupenda. Umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og hagsmunamat í tengslum við 9. gr. upplýsingalaga hvað varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila sé einnig mjög takmörkuð. Þessi skortur á dómaframkvæmd sé sérstök ástæða sem nefndinni beri að taka tillit til við ákvörðun um frestun réttaráhrifa.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 17. október 2024 var Colas og kæranda í máli ÚNU 23090019, þ.e. Malbikstöðinni ehf., gefinn kostur að á tjá sig um kröfuna og bárust athugasemdir frá báðum aðilum 22. október 2024.<br /> <br /> Kærandi mótmælir kröfu Isavia og telur að henni beri að hafna. Lögð sé áhersla á að Isavia sé í eigu opinbers hlutafélags sem sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Á opinberum fyrirtækjum hvíli skylda að tryggja að fjármunir ríkisins séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt og að aðgerðir þeirra séu ekki samkeppnishamlandi. Sjónarmiðum Isavia um að afhending á viðkomandi upplýsingum muni raska virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum Colas sé hafnað sem tilhæfulausum og ósönnuðum. Colas sé í verulega sterkri markaðsráðandi stöðu á mörkuðum tengdum framleiðslu og sölu á malbiki og hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þetta leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Isavia þurfi einfaldlega að gera sér grein fyrir því að almenningur hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig félagið ráðstafar opinberu fé í framkvæmdum á sínum vegum.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas er rakið að félagið taki undir kröfu og sjónarmið Isavia. Hvað varði einstök atriði og þær sérstöku ástæður sem geti átt við í málinu í skilningi 24. gr. upplýsingalaga telji Colas að eðli málsins og þýðing sé með þeim hætti að undirliggjandi séu verulegir hagsmunir fyrir félögin og því mikilvægt að úrskurðarnefndin gefi Isavia tækifæri til að færa fram frekari sönnur á þau atriði sem séu undir í málinu fyrir dómi áður en aðgangur sé veittur. Þá liggur ekki fyrir dómaframkvæmd hvað varði helstu álitaefni þessa máls, sbr. einkum 9. og 10. gr. upplýsingalaga, eins og Isavia nefni kröfu sinni til stuðnings.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að upphaflegri tilboðsskrá félagsins og tölvupóstssamskiptum, sem kæranda hafi verið veittur með úrskurði nefndarinnar, bendir Colas meðal annars á að óháð því hvort heimilt sé að beita því hagsmunamati sem úrskurðarnefndin byggi á, og Isavia gerir athugasemd við, telji Colas að það skorti á að heildstætt og efnislegt mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins og rökstuðningur varpi ekki ljósi á það mat sem nefndinni hafi borið að framkvæma. Í úrskurðinum, og aðferðafræði nefndarinnar, skorti á að gerður sé greinarmunur á almennum upplýsingum sem varða ráðstöfun opinbers fjár, sem almenningur eigi ríkan rétt til að fá aðgang að, og viðbótarupplýsingum sem önnur sjónarmið eigi við um og þurfi að meta sérstaklega. Það eitt að upplýsingar varði kaup hins opinbera geti ekki leitt sjálfkrafa til þess að hagsmunir almennings af því að fá slíkar upplýsingar vegi þyngra en hagsmunir félagsins, eins og ráða megi af rökstuðningi nefndarinnar.<br /> <br /> Colas hafi mjög ríka hagsmuni af því að einingaverðum sé haldið leyndum. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar. Þá hafi ekki verið tekið tillit til hvernig tölvupóstssamskiptin sem um ræði varpi ljósi á tiltekin mun á millisamtölum og heildarverði á milli upphaflegs og uppfærðs tilboðs. Því sé um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem varði framtíðarhagsmuni félagsins og geti skaðað hagsmuni þess verði þær afhentar. Slíkar upplýsingar veiti innsýn í rekstur og stefnu félagsins og geta skapað samkeppnisaðila forskot á markaði. Samkeppnisaðilar geti þannig óhindrað nýtt sér slíkar upplýsingar í samkeppni við félagið til framtíðar. Ljóst er að aðgangur að slíkum upplýsingum sé einkum til þess fallinn að samkeppnisaðilar geti nýtt sér þær í síðari innkaupaferlum frekar en að tryggja almenningi hagsmuni um gagnsæi við ráðstöfun opinbers fjár. Af því leiðir jafnframt að slíkar upplýsingar séu líklegar til að skaða hagsmuni félagsins og valda því tjóni verði þær afhentar.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að öðrum gögnum sé mikilvægt að látið verði reyna á ágreiningsatriði varðandi þau gögn fyrir dómstólum enda geti nefndin ekki útilokað að Isavia geti með frekari sönnunarfærslu fyrir dómi sýnt fram á hagsmuni félaganna af því að halda slíkum upplýsingum leyndum. Í því sambandi vísar Colas sérstaklega til upplýsinga sem úrskurðarnefndin telji að veita eigi aðgang að í samantektarskjali félagsins og nefnir dæmi úr úrskurðinum því til stuðnings. Umfjöllun nefndarinnar um þessi atriði eigi það sameiginlegt að ekkert mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins andspænis almannahagsmunum og enginn rökstuðningur fyrir utan almenn sjónarmið. Ef úrskurðarnefndin ætli að vega saman slíka andstæða hagsmuni þá sé mikilvægt að rökstuðningur nefndarinnar endurspegli hvaða þýðingu slíkar upplýsingar hafi í reynd í atvinnurekstri, hvernig þær upplýsingar verði til og séu notaðar við uppbyggingu í rekstri og hvaða afleiðingar það geti haft að veita aðgang að þeim á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Colas bendir á að upplýsingarnar byggi á áratuga reynslu og þekkingu sem byggist upp við rannsóknir og þróun sem og reynslu með tilheyrandi kostnaði. Þetta séu upplýsingar sem samkeppnisaðilar geti nýtt sér verði veittur aðgangur að þeim þótt almenningur kunni að líta svo á að þetta séu almennar upplýsingar. Samkeppnisaðilar geti því nýtt sér slíkar upplýsingar og innleitt með tilheyrandi röskun á samkeppni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, á meðan mál um gildi úrskurðarins verði borið undir dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er kveðið á um heimild úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðar að kröfu stjórnvalds eða annars aðila sem nefndin hefur lagt fyrir að veita aðgang að gögnum telji nefndin sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa Isavia barst innan þessa tímafrests.<br /> <br /> Í athugasemdum við 24. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að líta beri á ákvæðið sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Í fræðiskrifum um efnið kemur fram að til að komast að niðurstöðu um hvort réttlætanlegt sé að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar verði ávallt að leggja heildstætt mat á þau andstæðu sjónarmið sem vegast á í hverju máli. Við matið beri að líta til réttmætra hagsmuna allra aðila málsins. Þá beri að líta til þess hversu langt er um liðið frá því að hin kærða ákvörðun var tilkynnt aðilum. Loks beri að líta til þess hversu líklegt sé að ákvörðuninni verði breytt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 812/2019 og þeirra úrskurða sem þar er vísað til. Jafnframt geta haft þýðingu önnur sjónarmið á borð við það hvort nefndin hafi byggt niðurstöðu sína á atriðum sem eru háð vafa, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 577/2015. Nefndin telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni.<br /> <br /> Verður nú leyst úr því hvort fresta eigi réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar í heild eða að hluta með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 var Isavia gert skylt að afhenda kæranda tiltekin gögn sem vörðuðu Colas. Nánar tiltekið var þar um að ræða skjal auðkennt […], tilboðsskrá Colas, dags. 2. maí 2023, tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár, og verkáætlun Colas. Þá var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda samantektarskjal Colas, þó með þeim hætti að strikað skyldi yfir ýmsar upplýsingar í skjalinu. Þá var Isavia með úrskurðinum gert að afhenda gögn sem stöfuðu frá félaginu sjálfu, nánar tiltekið tvær kostnaðaráætlanir Isavia auk tiltekins hluta af minnispunktum starfsmanns félagsins.<br /> <br /> Líkt og rakið er í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 hefur kærandi að hluta til fengið aðgang að fyrrgreindri tilboðsskrá og tölvupóstssamskiptum. Isavia afhenti kæranda tilboðsskrána í kjölfar beiðni hans en þar höfðu allar upplýsingar verið afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðsins. Í afhentu skjali hafði þannig verið strikað yfir einingarverð vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæð einstakra verkþátta og verkhluta. Þá afhenti Isavia einnig kæranda fyrrgreind tölvupóstssamskipti en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar reyndi meðal annars á hvort að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar úr umræddum gögnum væru undanþegnar upplýsingarrétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurði nefndarinnar, þ.e. um afhendingu á einingarverðum tiltekinna samninga sem einkaaðilar hafa gert við opinberan aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir samkvæmt samningi liggja þegar fyrir og hafa verið afhentar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þegar slíkar aðstæður eru fyrir hendi reynir bæði almennt á það hvernig hagsmunamat og nánari lagatúlkun samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga skuli fara fram og svo atviksbundið mat á virkum viðskiptahagsmunum viðkomandi einkaaðila hverju sinni. <br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vafi um túlkun 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga við þessar aðstæður og hagsmunir Colas af því að ekki verði veittur aðgangur að gögnunum í andstöðu við ákvæðið eins og það kann síðar að vera skýrt af dómstólum leiði til þess að sérstakar ástæður standi til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurð nefndarinnar nr. 1219/2024 að þessu leyti undir dómstóla áður en úrskurðurinn verður fullnustaður. Telur nefndin því rétt að fresta réttaráhrifum úrskurðarins að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Hvað varðar samantektarskjal Colas var í úrskurði nefndarinnar lagt til grundvallar að Isavia væri óheimilt að afhenda tilteknar upplýsingar í skjalinu samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Skjalið er umfangsmikið og er það nokkuð sérstaks eðlis enda koma þar fram ýmsar upplýsingar sem varða mismunandi þætti í starfsemi Colas. Þótt nefndin hafi í úrskurði sínum mælt fyrir um að strikað skyldi yfir fjölmörg atriði í skjalinu þykir ekki hægt að útiloka að fullu að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að þar séu enn upplýsingar er kunni að njóta verndar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin því rétt eins og hér hagar til að gefa Isavia möguleika á sönnunarfærslu af því tagi og fellst á að réttaráhrifum úrskurðarins verði einnig frestað að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda skjal auðkennt […] með vísan til þess að Colas hefði samþykkt að kæranda yrði afhent skjalið. Þá taldi nefndin að 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu verkáætlunar Colas til kæranda og var meðal annars rakið í úrskurðinum að vandséð væri að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að skjalinu. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert fram komið er breytir því sem kemur fram í úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu þessara gagna. Verður því að hafna kröfu Isavia um að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað hvað þau varðar.<br /> <br /> Að framangreindu frágengnu þarf að taka til skoðunar hvort efni séu til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda tvær kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Í úrskurði í máli nr. 1219/2024 tók nefndin umrædd gögn til sjálfstæðrar skoðunar með tilliti til þess hvort veita bæri aðgang að þeim samkvæmt upplýsingalögum. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu umræddra kostnaðaráætlana til kæranda enda teldust hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu væri ætlað að vernda auk þess sem 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga stæðu ekki í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Hvað varðar aðgang að hluta af minnispunktum starfsmanns Isavia féllst úrskurðarnefndin á sjónarmið Isavia um að skjalið teldist vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga en lagði til grundvallar að Isavia skyldi afhenda kæranda tiltekinn hluta skjalsins með vísan til 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert nýtt hafa komið fram er sýni að fyrir hendi séu lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Verður kröfu Isavia því hafnað að þessu leyti.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Fallist er að hluta á kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf. um að fresta réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019 enda verði málið borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar með ósk um að það hljóti flýtimeðferð. Frestun réttaráhrifa samkvæmt þessu tekur einvörðungu til eftirfarandi hluta úrskurðar nr. 1219/2024:<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 2. og 3. tölul. 1. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á tilboðsskrá Colas Ísland ehf., dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu […] og afhendingu á tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 3. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem […].<br /> <br /> Að öðru leyti er kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 17. október 2024, hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1219/2024. Úrskurður frá 10. október 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia þar sem leitað var tilboða í malbikun á Akureyrarflugvelli og samningsgerð við félagið Colas Ísland ehf. Ákvörðun Isavia að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum var að meginstefnu byggð á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Colas Ísland. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og lagði fyrir Isavia að afhenda kæranda hluta þeirra, en að öðru leyti voru ákvarðanir félagsins staðfestar. | <p><span style="font-size: 13px;">Hinn 10. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019.</span></p> <p> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Malbikstöðvarinnar ehf., synjun Isavia innanlandsflugvalla ehf. (hér eftir einnig Isavia) á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi 28. júní 2023 til Isavia óskaði kærandi eftir svörum við tilteknum spurningum, sem allar vörðuðu framkvæmdir við malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli. Kærandi beindi öðru erindi til Isavia 18. ágúst 2023 og óskaði eftir öllum gögnum í tengslum við útboð á verkinu og/eða innkaupum vegna yfirstandandi framkvæmda. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað vegna framkvæmdanna við malbikun og hvaða aðili sæi um þær.<br /> <br /> Isavia svaraði erindum kæranda með bréfi 4. september 2023. Þar kom meðal annars fram að verðmæti verksins hefði verið undir viðmiðunarfjárhæðum reglugerðar nr. 340/2017, um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, og innkaupin framkvæmd með lokaðri verðfyrirspurn. Eitt tilboð hefði borist frá Colas Ísland ehf. (hér eftir Colas) en Isavia hefði metið tilboðið ógilt og hafnað því. Í framhaldinu hefði Isavia boðað Colas á samningafund og í kjölfar þess fundar hefði verið gerður verksamningur við félagið.<br /> <br /> Með framangreindu bréfi afhenti Isavia kæranda tiltekin gögn sem félagið taldi falla undir beiðni hans, nánar tiltekið verðfyrirspurnina og fylgigögn hennar, fyrirspurnir sem höfðu borist við meðferð innkaupanna og svör Isavia, samskipti í gegnum útboðsvef, undirritaðan verksamning og útgefna verktryggingu. Jafnframt afhenti Isavia kæranda afrit af kostnaðaráætlunum verksins þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar. Þá synjaði Isavia kæranda um aðgang að minnispunktum starfsmanns félagsins, sem ritaðir höfðu verið í tengslum við samningafund milli Isavia og Colas, með vísan til 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en upplýsti að á fundinum hefði ábyrgðarkrafa verið lækkuð frá skilmálum verðfyrirspurnarinnar niður í 2 ár og samningsfjárhæð lækkuð til samræmis. Loks tiltók Isavia að unnið væri að yfirferð gagna sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas og að beðið væri eftir afstöðu félagsins til afhendingar gagnanna.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Colas sendi Isavia annað bréf til kæranda 20. september 2023. Með bréfinu fylgdu tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas, þrjár ferilskrár starfsmanna félagsins og tölvupóstssamskipti en tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr hluta gagnanna. Isavia hafnaði að öðru leyti beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas. Í bréfinu sagði að synjun Isavia væri reist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er byggt á því og rökstutt að skilyrði 6., 8. og 9. gr. upplýsingalaga séu ekki uppfyllt í málinu. Kærandi krefst þess að synjun Isavia verði felld úr gildi.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 2. október 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 23. október 2023 og meðfylgjandi voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Þá afhenti Isavia nefndinni einnig afrit af athugasemdum Colas vegna málsins ásamt fylgigögnum.<br /> <br /> Í umsögn Isavia kemur fram að félagið telji sér óskylt að afhenda nákvæmar kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdir sínar, enda varði þær mikilvæga fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins og ríkisins, sbr. 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Opinber fyrirtæki hafi verulega hagsmuni af því að tryggja samkeppni við framkvæmd opinberra innkaupa óháð fyrirkomulagi innkaupanna. Leynd yfir áætluðum einingaverðum kaupanda sé mikilvægur hluti af því að tryggja slíka samkeppni, meðal annars með því að takmarka þá áhættu að bjóðendur hagi tilboðum sínum alfarið í takt við kostnaðaráætlanir kaupanda og auki líkur á að bjóðendur bjóði sem samkeppnishæfust verð.<br /> <br /> Með því að stuðla að virkri samkeppni geti opinberir kaupendur nýtt takmarkaða fjármuni á sem hagkvæmastan hátt. Hagkvæmni að þessu leyti geti haft veruleg efnahagsleg áhrif fyrir fyrirtækið og þar af leiðand ríkið. Einkahagsmunir Isavia og opinberir hagsmunir ríkisins fari að þessu leyti saman. Þessa hagsmuni þurfi að vega og meta á móti hagsmunum almennings eða eftir atvikum einstakra fyrirtækja af því að fá aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Lögmætir hagsmunir kæranda nái ekki til nákvæmrar áætlunar Isavia á einingarverðum. Hagsmunir kæranda af slíkri afhendingu upplýsinga snúi aðallega að því að bæta samkeppnisstöðu kæranda á kostnað annarra bjóðenda, eða að öðrum kosti knýja Isavia til að birta áætlanir sínar opinberlega með neikvæðum áhrifum á hagkvæmni innkaupa. Mikilvægt sé að opinberir kaupendur hafi svigrúm til að gera fjárhagslegar áætlanir fyrir tilteknar verkframkvæmdir, án þess að áætlunin hafi óæskileg áhrif á tilboð í verkin. Hagsmunir Isavia af því að leynd sé haldið yfir áætluðum einingarverðum sé því mun ríkari en hagsmunir kæranda og almennings af því að þau séu birt.<br /> <br /> Í umsögn Isavia er einnig rakið að félagið telji sér óheimilt að afhenda kæranda upplýsingar úr tilboði Colas sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, enda liggi ekki fyrir samþykki Colas fyrir afhendingu upplýsinganna, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Vísað er til meginreglna um mat á trúnaðarupplýsingum og trúnaðarskyldu opinberra kaupenda samkvæmt 42. gr. reglugerðar 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Þrátt fyrir að umrædd framkvæmd heyri ekki undir gildissvið þeirra telur félagið það hafa áhrif að í ákvæðunum sé sérstaklega tiltekið að kaupanda sé óheimilt að afhenda upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilteknum upplýsingum í tilboðsskrám Colas sé ljóst að upplýsingar um einingarverð og samtölur fyrir tiltekna verkhluta varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni Colas. Um sé að ræða mjög nýlegar verðupplýsingar úr opinberri samkeppni og sé afhending þeirra til þess fallin að veikja verulega samkeppnisstöðu fyrirtækisins við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þá megi horfa til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 sem mæli sérstaklega fyrir um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar um einingarverð.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar byggir Isavia á að tilteknar upplýsingar í tölvupóstssamskiptum milli Isavia og Colas falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Allar upplýsingar sem hafi verið afmáðar eigi það sammerkt að vera annaðhvort samtölur tiltekinna verkhluta eða gera aðilum kleift að reikna út slíkar samtölur, sem varði viðskiptalega hagmuni Colas en gefi einnig sterkar vísbendingar um einingarverð.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um afhendingu á minnispunktum starfsmanns vísar Isavia til þess að um vinnugagn sé að ræða sem sé undanþegið upplýsingarétti almennings með vísan til 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða ófullgert vinnugagn á vinnslustigi sem ritað hafi verið af starfsmanni Isavia og ekki verið afhent öðrum. Engar af undantekningum 3. mgr. 8. gr. eigi við um skjalið.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á aðgangi að tilteknum upplýsingum í ferilskrá eins starfsmanns Colas vísar Isavia til þess að upplýsingarnar falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Hinar yfirstrikuðu upplýsingar séu ítarlegar lýsingar á verkaðferðum Colas auk vandamála sem félagið hafi greint og leyst við framkvæmd tveggja verkefna, annars vegar malbikun á Reykjavíkurflugvelli 2021–2022 og hins vegar malbikun á Egilsstaðaflugvelli sumarið 2021. Þrátt fyrir að lýsingar á aðferðafræðinni séu að vissu leyti almenns eðlis, hafi Isavia engar forsendur til að draga í efa afstöðu Colas um að opinberun upplýsinganna myndi skaða hagsmuni félagsins.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á afhendingu annarra tilboðsgagna Colas er rakið í umsögn Isavia að Colas hafi verulega hagsmuni af því að samkeppnisaðili fyrirtækisins geti ekki hagnýtt sér gögn um aðferðafræði, ferla, áætlanir og fleiri upplýsingar um starfsemi Colas. Þá sé vandséð að kærandi hafi lögmæta hagsmuni af afhendingu gagnanna, hvorki sérstaka né almenna. Kærandi hafi ekki verið þátttakandi í innkaupaferlinu og að sú verðfyrirspurn sem gögnin tengjast hafi ekki verið grundvöllur endanlegs samnings við Colas. Isavia telur því að hagsmunir Colas af því að trúnaðar sé gætt um gögnin séu mun ríkari en hagsmunir kæranda af afhendingu þeirra og að synja skuli um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks telji Isavia að það sé félaginu nær ómögulegt að veita aðgang að afmörkuðum hlutum umræddra gagna, í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, enda varði gögnin nákvæmar upplýsingar um rekstur þriðja aðila.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas vegna málsins er samþykkt að tiltekið skjal, sem félagið lagði fram með tilboði sínu, verði afhent kæranda þó með þeim hætti að ákveðnar upplýsingar í skjalinu verði afmáðar. Colas tekur fram að þau gögn og upplýsingar sem synjað hafi verið um afhendingu á varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins sem undanþegin séu upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum er fjallað um hvert og eitt skjal sem varða félagið og rökstutt hvaða ástæður liggja að baki því að skjalið skuli undanþegið upplýsingarétti kæranda. Kemur meðal annars fram að í gögnunum sé að finna atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál sem byggi á margra mánaða og í einhverjum tilvikum margra ára vinnu og fjármagni sem kærandi geti nýtt sér óhindrað, fengi hann upplýsingarnar afhentar. Slík afhending muni raska rekstrar- og samkeppnisstöðu Colas og leggi félagið áherslu á að kærandi sé einn helsti samkeppnisaðili þess. Þá er í athugasemdunum lögð áhersla á að 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 standi í vegi fyrir að afhenda megi gögnin til kæranda.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 7. nóvember sama ár. Í athugasemdum kæranda er meðal annars rakið að fyrir liggi að í stað þess að halda opinbert útboð um verkið eða veita fyrirtækjum jöfn tækifæri til að bjóða í það hafi Isavia framkvæmt lokaða verðfyrirspurn og Colas hafi verið eini íslenski aðilinn sem hafi verið boðið að taka þátt í því.<br /> <br /> Hagsmunir Colas af leynd yfir umbeðnum upplýsingum eigi ekki að vega þyngra en þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felist í því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar. Leynd yfir upplýsingunum stuðli að því að samkeppnistakmörkunum sé viðhaldið. Fyrir liggi að Colas hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þessi staðreynd leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum, sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Þar sem aldrei hafi komið til þess að Isavia hafi boðið út viðkomandi þjónustu eða veitt kæranda eða öðrum malbikunarfyrirtækjum en Colas möguleika á því að koma að slíkum verkum, og ekki sé fyrirséð að svo verði gert í framtíðinni, verði ekki séð að afhending á gögnunum feli í sér samkeppnisröskun. Almenningur, þar á meðal kærandi, hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig Isavia ráðstafi opinberu fé í framkvæmdum sem þessum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia, nr. V23016, en með henni leitaði félagið eftir tilboðum í malbikun á Akureyrarflugvelli frá tilteknum aðilum, þar með talið Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilboð Colas metið ógilt en í kjölfarið fóru fram viðræður milli Colas og Isavia sem lyktaði með undirritun verksamnings, dags. 14. júní 2023. Framkvæmdir munu hafa hafist 19. júní 2023 og þeim lokið 7. september sama ár.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Isavia innanlandsflugvellir ehf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu Isavia ohf., sem er í eigu íslenska ríkisins.<br /> <br /> Isavia hefur afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans og hefur Colas samþykkt að kæranda verði afhent skjal auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“. Verður kæranda því veittur aðgangur að skjalinu.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Tilboðsskrár Colas, dags. 12. apríl 2023 og 2. maí sama ár.</li> <li>Samantektarskjal Colas: <ul> <li>Skipurit og lykilstarfsmenn.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Malbik, efni og hönnun.</li> <li>Malbik efni og hönnun.</li> <li>Aðfangakeðja og framleiðsla.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> </ul> </li> <li>Gögn úr gæðahandbók Colas.</li> <li>Gæðaeftirlitsáætlun Colas.</li> <li>Færuplan – flughlað Akureyri.</li> <li>Ferilskrá starfsmanns Colas.</li> <li>Verkáætlun Colas.</li> <li>Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> <li>Minnispunktar starfsmanns Isavia, dags. 29. ágúst 2023.</li> </ol> <p> <br /> Við mat á rétti kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum er þess að gæta að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal þátttakenda í verðfyrirspurninni. Um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum Colas sem og öðrum gögnum fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að gögnum sem varða Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1–8 í kafla 1 hér að framan. Líkt og er nánar rakið hér að neðan hefur kæranda ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta.<br /> <br /> Synjun Isavia hvað varðar þessi gögn byggist á 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga og leggst Colas gegn afhendingu meirihluta gagnanna á grundvelli sama lagaákvæðis. Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023 og 1202/2024. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur jafnframt lagt til grundvallar að sjónarmið um hagsmuni almennings eigi við með áþekkum hætti þegar fyrirtæki óskar eftir aðgangi að einingarverðum tilboða vegna tilboðsumleitana sem það hefur ekki tekið þátt í, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 688/2017. Þá hefur nefndin lagt til grundvallar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberir aðilar standa að verðkönnunum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 852/2019.<br /> <br /> Af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir síðan að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.1. Tölvupóstssamskipti og tilboðsskrár Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilboðsskrám Colas og tölvupóstssamskiptum milli félagsins og Isavia, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er um að ræða tvö tilboð, annars vegar tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar, dags. 12. apríl 2023, og hins vegar endurskoðað tilboð sem félagið mun hafa lagt fram í kjölfar viðræðna við Isavia, dags. 2. maí 2023. Í skjölunum sem Isavia afhenti kæranda voru allar upplýsingar sem komu fram á umræddum tilboðsblöðum og tilboðsskrám afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðanna. Í afhentum skjölum var þannig strikað yfir upplýsingar um einingarverð Colas vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæðir einstakra verkþátta og verkhluta. Auk þessa afhenti Isavia kæranda tölvupóstssamskipti milli félagsins og Colas, sem fram fóru tímabilinu 25. apríl 2023 til 14. júní 2023, en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið mat Isavia ógilt það tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar og komst því ekki á samningur milli félaganna á grundvelli tilboðsins. Þær verðupplýsingar sem voru afmáðar í skjalinu sem var afhent kæranda hafa því ekki að geyma upplýsingar sem geta varpað ljósi á ráðstöfun opinbers fjár. Að þessu gættu og að teknu tilliti til efnis skjalsins er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Colas af því að upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér þær. Samkvæmt þessu og að teknu tilliti til þeirra almennu sjónarmiða um beitingu 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sem rakin eru í kafla 2.1 hér að framan verður fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum og verður ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Sömu sjónarmið eiga ekki við um tilboðið sem Colas lagði fram í kjölfar viðræðna við Isavia en fyrir liggur að samningur komst á milli félaganna á grundvelli þess tilboðs. Upplýsingarnar sem hafa verið afmáðar úr því tilboði lúta þannig með beinum hætti að kaupum hins opinbera á verki og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Hið sama á við um upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum varðandi tilboðsfjárhæð fyrir framkvæmd verksins og fjárhæð tiltekins liðar í tilboðinu. Þá þykir mega ráða af tölvupóstssamskiptunum að starfsmaður Isavia hafi fært inn ranga samningsfjárhæð í drög að verksamningi milli Isavia og Colas en strikað var yfir þá fjárhæð í skjalinu sem var afhent kæranda. <br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum gögnum, sem eru frá fyrri hluta árs 2023, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Colas hefur af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki fallist á að Isavia hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. þau almennu sjónarmið um beitingu 2. málsl. greinarinnar sem rakin eru í kafla 2.1 að framan.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2. Samantektarskjal Colas</strong></h3> <h3><strong>2.1.2.1. Almennt</strong></h3> <p>Í grein 3.10 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að val tilboða myndi ráðast af gæðum tilboða (40%) og verði (60%). Í viðauka H, sem var á meðal þeirra gagna sem fylgdu verðfyrirspurn Isavia og sem félagið afhenti kæranda, kom fram nánari lýsing á þeim forsendum sem voru lagðar til grundvallar við mat á gæðum tilboðs. Í viðaukanum var fjallað um níu atriði sem yrðu metin til stiga og var þátttakendum ætlað að leggja fram nánari upplýsingar um hvert og eitt atriði.<br /> <br /> Í samræmi við fyrirmæli viðaukans lagði Colas fram skjal með tilboði sínu sem hafði að geyma upplýsingar um þau atriði sem yrðu metin til stiga samkvæmt fyrrgreindum viðauka, sbr. skjalið sem er tilgreint undir lið 4 í kafla 1 hér að framan. Skjalið, sem ber heitið „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, telur 21 blaðsíðu og skiptist í níu kafla en kaflaskiptingin tekur mið af uppsetningu viðaukans.<br /> <br /> Í svarbréfi sínu til kæranda, dags. 20. september 2023, synjaði Isavia honum um aðgang að skjalinu. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti Colas við meðferð þessa máls að afhenda mætti kæranda kafla 1–7 í skjalinu þó þannig að tilteknar upplýsingar yrðu afmáðar úr köflunum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Af þessu tilefni afhenti Colas nefndinni afrit af skjalinu þar sem félagið hafði strikað yfir þær upplýsingar sem það taldi falla undir umrætt ákvæði. Í ljósi samþykkis Colas verður einungis leyst úr því hvort synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem félagið telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.2. Kaflar 1 og 2</strong></h3> <p>Í fyrsta lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 1. kafla sem ber yfirskriftina „Skipurit og lykilstarfsmenn“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um (1) starfsreynslu og nöfn þrettán lykilstarfsmanna Colas, (2) upplýsingar um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri og (3) tilteknar upplýsingar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“. Þá eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 2. kafla, sem ber yfirskriftina „Ferli og aðferðir“, sem varða öryggismenningu Colas og hvernig öryggismálum er hagað áður en verk hefst og á meðan verki stendur.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 1. kafla séu fremur almenns eðlis auk þess sem ýmsar af upplýsingunum myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi skal á það bent að upplýsingar um afkastagetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins. Þá hefur kæranda þegar verið veittur aðgangur að ferilskrám þriggja starfsmanna Colas sem hafa að geyma ítarlegri upplýsingar um verk- og starfsreynslu þessara starfsmanna en koma fram í 1. kafla skjalsins. Jafnframt virðast upplýsingar sem eru afmáðar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“ einungis vera upplýsingar um íslenskt heiti á tegund þess tækis. Loks verður að telja að þær upplýsingar sem koma fram í 2. kafla séu fyrst og fremst almennar lýsingar á hvernig Colas hagar öryggismálum sínum auk almennra upplýsinga um hvernig félagið hugðist haga öryggismálum við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.3. Kaflar 3 og 4</strong></h3> <p>Í öðru lagi eru tilteknar upplýsingar afmáðar úr 3. og 4 kafla sem bera báðir yfirskriftina „Ferli og aðferðir“. Í 3. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar er varða (1) afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri auk upplýsinga um tiltekinn búnað stöðvarinnar, (2) hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins, (3) umfjöllun um hönnunarblöndu félagsins, (4) prófanir malbiksblöndu á rannsóknarstofu og (5) hvernig félagið hugðist standa að útlögn malbiks við framkvæmd verksins. Í 4. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar sem hafa að geyma lýsingar á tilteknum verkferlum Colas.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 hér að framan verður ekki fallist á að aðgangur kæranda að upplýsingum í 3. kafla um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri verði takmarkaður á grundvelli 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að telja að upplýsingar í 3. kafla um hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins og upplýsingar í 4. kafla með lýsingum á tilteknum verkferlum félagsins séu fyrst og fremst almenns eðlis. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 3. kafla feli í sér lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslum og verklagi sem Colas hugðist beita við framkvæmd verksins. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum kunni að geta valdið félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.4. Kaflar 5 og 6</strong></h3> <p>Í þriðja lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 5. og 6. kafla sem bera báðir yfirskriftina „Malbik, efni og hönnun“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar í 5. kafla sem varða (1) hráefni malbiksins sem Colas hugðist nota til verksins, (2) upplýsingar um hönnun þess, (3) aðgerðir sem félagið hugðist viðhafa til að tryggja samræmi við framleiðslu og til að bregðast við atriðum tengdum veðri. Í 6. kafla eru afmáðar upplýsingar um verklag í tengslum við sannprófun hönnunarblöndu auk upplýsinga um hvernig brugðist yrði við kæmu upp frávik frá hönnunarblöndu og kröfum verkkaupa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum um heiti 2. tölul. 5. kafla verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr köflum 5 og 6 varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta að í 5. og 6. kafla koma fram ítarlegar lýsingar á þeim hráefnum sem félagið hugðist nota í mismunandi tegundir malbiks, nákvæmar upplýsingar um hönnun þess og lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslu og verklagi Colas við malbikunarframkvæmdir. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að upplýsingunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.5. Kafli 7</strong></h3> <p>Í fjórða lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr kafla 7 sem ber yfirskriftina „Aðfangakeðja og framleiðsla“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um aðfangakeðju þeirra steinefna sem Colas hugðist útvega vegna verksins og nánar fjallað um eðli þeirra efna, hvaða birgjar myndu útvega þau auk upplýsinga um framleiðslu-, prófana- og skoðanaferli félagsins.<br /> <br /> Í þeim hluta kaflans sem lýtur að framleiðsluferli eru afmáðar tilteknar upplýsingar er varða fyrrgreinda malbikunarstöð félagsins, þar á meðal um hvaða stöð sé að ræða, um eignarhald, staðsetningu og framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar, að stöðin sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 verður ekki fallist á að takmarka eigi aðgang kæranda að upplýsingum um framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar. Þá liggja opinberlega fyrir upplýsingar um eignarhald stöðvarinnar, staðsetningu hennar, að hún sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. tölul. 7. kafla, sem ber yfirskriftina „Prófanir og skoðanir“, eru afmáðar upplýsingar um tiltekið kerfi sem Colas notast til að fylgjast með framleiðslunni, upplýsingar um vottun malbiksins og vottunaraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að upplýsingar um þessi atriði eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Colas fallist á að veita kæranda upplýsingar um gerð þess viðloðunarefnis sem félagið hugðist nota í framkvæmdinni og verður því ekki fallist á að upplýsingar um gerð efnisins, sem hafa verið afmáðar úr 7. kafla, verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks verður ekki fallist á að almennar upplýsingar um tiltekinn verkferil í niðurlagi kaflans verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli umrædds lagaákvæðis.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr kaflanum varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta í kaflanum koma fram ítarlegar lýsingar á hvernig Colas hugðist útvega þau steinefni sem félagið ráðgerði að nýta til verksins auk upplýsinga um eðli efnanna og birgja félagsins. Þá koma fram í kaflanum ítarlegar upplýsingar um tæknilega eiginleika þeirrar malbikunarstöðvar sem Colas hugðist nýta til verksins og ítarlegar lýsingar á prófunum og skoðunum félagsins. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.6. Kaflar 8 og 9</strong></h3> <p>Í fimmta lagi byggir Isavia á að synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í köflum 8 og 9 í heild sinni og leggst Colas jafnframt gegn afhendingu þessara upplýsinga. Í umræddum köflum, sem báðir bera yfirskriftina „Viðhald og ábyrgð“, er að finna greiningu Colas á lágmarkslíftíma malbiks félagsins, helstu aðgerðum og viðhaldi á ábyrgðartíma verksins auk sundurliðaðra upplýsinga um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þessir kaflar varði í heild sinni virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Hvað varðar upplýsingar um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins lítur nefndin til þess að skjalið hefur að geyma upplýsingar um einingarverð og heildarkostnað vegna tiltekinna aðgerða sem búið er að uppreikna miðað við tíu ára ábyrgðartíma. Ætla má að samkeppnisaðilar sem hefðu upplýsingarnar undir höndum fengju mikilvæga innsýn í hvernig Colas verðmetur kostnað við ábyrgðir og ættu auðveldara með að keppa við fyrirtækið á samkeppnismarkaði. Þá ber einnig til þess að líta að ekki komst á samningur um þá tíu ára ábyrgð sem kostnaðargreiningin tók til.<br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefndin að aðgangur kæranda og almennings að umræddum upplýsingum sé til þess fallinn að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að upplýsingum í köflum 8 og 9 í skjalinu, að hagsmunir Colas vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.3. Gögn úr gæðahandbók, gæðaeftirlitsáætlun og færuplan</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum úr gæðahandbók Colas, gæðaeftirlitsáætlun félagsins og svokölluðu færuplani, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 4–6 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Gögnin úr gæðahandbók Colas eru ýmsir verkferlar félagsins sem eru settir upp sem flæðirit. Af efni verkferlanna verður ráðið að þeir hafi að geyma upplýsingar um hvernig Colas hagar innra skipulagi sínu í tengslum við malbikunarframkvæmdir. Gæðaeftirlitsáætlun Colas telur sjö blaðsíður og er þar að finna upplýsingar um eftirlit með ýmsum þáttum í tengslum við malbikunarframkvæmdir, svo sem um eftirlitsaðferð, tíðni, ábyrgð og fleira. Þá er í skjalinu einnig að finna upplýsingar um framleiðslu, hráefni og prófanir.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar áttu bjóðendur, samkvæmt fyrrgreindum viðauka H, að leggja fram ítarlegar upplýsingar um færuplan (e. the asphalting process) og aðferð við útlagningu malbiks. Á meðal tilboðsgagna Colas var umbeðið færuplan sem sýnir hvernig félagið ætlaði að haga útlagningu malbiks við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni framangreindra gagna og telur nefndin að gögnin eigi það sammerkt að varða innra skipulag Colas og sértækar tæknilegar lausnir félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum gögnum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum gögnum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum gögnum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.4. Ferilskrá starfsmanns og verkáætlun</strong></h3> <p>Á meðal tilboðsgagna Colas voru ferilskrár þriggja starfsmanna félagsins. Isavia afhenti kæranda ferilskrárnar með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr ferilskrá eins starfsmannsins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 7 í kafla 1 hér að framan. Þá var kæranda synjað um aðgang að verkáætlun Colas vegna verksins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 8 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr umræddri ferilskrá. Þar koma fram ítarlegar og sértækar lýsingar á verklagi Colas við framkvæmd malbiksyfirlagna á Reykjavíkurflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Jafnframt koma fram í skjalinu upplýsingar um hvernig félagið brást við og leysti úr tilteknum vandamálum sem komu upp við framkvæmdirnar. Að virtu efni þessara upplýsinga er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum kunni að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Framlögð verkáætlun hefur að geyma upplýsingar um áætlaða tímalengd tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um áætlaðan heildarverktíma verksins. Að mati nefndarinnar er vandséð að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að verkáætlun félagsins. Að þessu gættu og að öðru leyti með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að verkáætluninni verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.5. Ákvæði 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005</strong></h3> <p>Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir afhendingu þeirra gagna sem eru tilgreind í liðum 1–2 og 7–8 í kafla 1 hér að framan. Þá telur úrskurðarnefndin að ákvæðið standi að sama skapi ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra upplýsinga sem koma fram í því skjali sem er tilgreint undir lið 3 í sama kafla.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Colas og Isavia til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. einnig 42. reglugerðar nr. 340/2017, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að framangreind gögn og upplýsingar heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni Colas ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umræddra ákvæða, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> <br /> Loks nefnir Colas að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1078/2022.<br /> <br /> Á hinn bóginn kunna sjónarmið um beitingu 10. gr. samkeppnislaga að hafa þýðingu við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raska eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við í málinu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum gögnum og upplýsingum sem varða Colas í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.2. Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023</strong></h3> <p>Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tvær kostnaðaráætlanir vegna framkvæmdarinnar en af heitum skjalanna verður ráðið að þær hafi verið gerðar annars vegar í júlí 2022 og hins vegar í apríl 2023. Í afhentum gögnum var strikað yfir einingarverð einstakra verkþátta og samtölur þeirra. Isavia byggir synjun sína á afhendingu þessara upplýsinga á 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir er samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Af fyrrgreindum kostnaðaráætlunum verður ekki annað ráðið en að þær feli í sér eigin greiningu Isavia á áætluðum kostnaði við framkvæmd verksins. Að þessu gættu stendur 9. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda enda teljast hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 1157/2023.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.<br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi um 3. tölul. ákvæðisins:<br /> </p> <blockquote> <p>Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er að sjálfsögðu til viðbótar hið almenna skilyrði að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur sé takmarkaður.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að upplýsingar um einingarverð og samtölur þeirra í kostnaðaráætlunum Isavia teljist ekki til upplýsinga um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og verður réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Á hinn bóginn er þess að gæta að Isavia leggur áherslu á það í umsögn sinni að leynd yfir þeim upplýsingum sem koma fram í kostnaðaráætlunum sé mikilvægur liður í að tryggja samkeppni og tryggja opinberum kaupendum sem hagstæðast verð. Þrátt fyrir að umræddar röksemdir Isavia séu settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 10. gr. verða þær að mati nefndarinnar að skoðast í ljósi 5. tölu. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Isavia tiltekur í umsögn sinni, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 993/2021 og 1047/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófunum er að fullu lokið. Fyrir liggur í málinu að umræddar kostnaðaráætlanir varða verkframkvæmd sem var lokið í september 2023. Þegar af þessum ástæðum verður að leggja til grundvallar að 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti ekki staðið í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreindar kostnaðaráætlanir er Isavia skylt að veita kæranda aðgang að þeim án takmarkana í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.3. Minnispunktar starfsmanns Isavia</strong></h3> <p>Isavia synjaði beiðni kæranda um afhendingu minnispunkta starfsmanns félagsins á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia munu minnispunktarnir hafa verið ritaðir í tengslum við fund Isavia og Colas sem fram fór 2. maí 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnu skjali. Af skjalinu verður ráðið að um sé að ræða ófullgerð drög að fundargerð og ber skjalið með sér að stafa frá Isavia. Þá ber skjalið með sér að hafa verið nýtt til undirbúnings við gerð endanlegs samnings við Colas. Þrátt fyrir að efni skjalsins beri með sér að staðið hafi til að afhenda það fundarmönnum í kjölfar fundarins er rakið í umsögn Isavia að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu félagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu er að mati nefndarinnar um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Isavia að skjalið uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugagn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að skjalinu. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skjalið og hefur það ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr. eða lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Að þessu gættu kemur eingöngu til álita hvort skjalið hafi að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Í grein 1.1 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að líftími verksins skyldi vera að lágmarki 10 ár og að ábyrgðartími skyldi vera 80% af líftímanum, sbr. einnig 12. gr. viðauka A sem hafði að geyma form að verksamningi. Þá kom fram í grein 1.1 að þátttakandi skyldi leggja fram 15% verktryggingu sem skyldi gilda út ábyrgðartímann, sbr. einnig 13. gr. fyrrgreinds viðauka. Af gögnum málsins verður ráðið að ábyrgðartíma verksins hafi verið breytt frá því sem kom fram í fyrrgreindum skilmálum en í 12. gr. verksamningsins milli Isavia og Colas kom fram að ábyrgðartími þess skyldi vera að lágmarki 24 mánuðir. Þá verður jafnframt ráðið að í endanlegum samningi hafi tilhögun verktryggingar verið breytt frá því sem kom fram í umræddum skilmálum, sbr. 13. gr. verksamningsins.<br /> <br /> Fyrrgreindir minnispunktar varpa ljósi á umræður sem fóru fram á fundi Isavia og Colas þar sem rætt var um að breyta ábyrgðartíma verksins. Þá verður einnig ráðið af minnispunktunum hver hafði frumkvæðið að breytingunni. Að mati nefndarinnar verður að telja að þessi breyting kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Isavia um að ganga til samninga við Colas.<br /> <br /> Isavia upplýsti kæranda, með bréfi 4. september 2023, að á fyrrgreindum fundi hefði verið samið um að ábyrgðarkrafa yrði lækkuð niður í tvö ár og að samningsfjárhæð yrði lækkuð því til samræmis en þetta má einnig ráða af öðrum gögnum sem Isavia afhenti kæranda. Að þessu virtu verður að telja að sá hluti minnispunktana sem varðar umrædd atriði hafi ekki að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður ekki séð að önnur gögn málsins, þar með talið þau sem Isavia afhenti kæranda, hafi að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að þessari breytingu og var ekki upplýst um þetta atriði í fyrrgreindu bréfi Isavia til kæranda.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim hluta minnispunktana sem hefur að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að fyrrgreindri breytingu á ábyrgðartíma verksins, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga,. Verður Isavia því gert að veita kæranda aðgang að þessum hluta skjalsins í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði en að öðru leyti er synjun Isavia staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er skylt að veita kæranda, Malbikstöðinni ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum sem varða verðfyrirspurn og samningsgerð um malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli:<br /> </p> <ol> <li>Skjali auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“.</li> <li>Tilboðsskrá Colas Ísland ehf, dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu „Bill of Quantity – Colas 12.04.2023 endurskoðað 02.05.2023“.</li> <li>Tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Verkáætlun Colas Ísland ehf.</li> <li>Kostnaðaráætlunum Isavia innanlandsflugvalla ehf. frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> </ol> <p> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er jafnframt skylt að veita kæranda aðgang að texta á milli orðanna „ÁÞR leggur til“ og „frábrugðið verðfyrirspurnargögnum“ í minnispunktum starfsmanns Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 29. ágúst 2023.<br /> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er loks skylt að veita kæranda aðgang að samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, þó þannig að ekki skal veita kæranda aðgang að blaðsíðum 14 og 19–21 í skjalinu. Þá skal jafnframt strikað yfir upplýsingar úr skjalinu á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á bls. 8 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „t.d. verkstæði.“ og „Öll aðstaða“.</li> <li>Texta milli orðanna „samkvæmt meðfylgjandi gæðaeftirlitsáætlun.“ og „Niðurstöður malbikssýna“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 9 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „meðfylgjandi færuplani.“ og „Malbiksmatari af“.</li> <li>Texta milli orðanna „verður notaður“ og „Malbikunarvélin sem“</li> <li>Texta milli orðanna „Vögele 1900-3“ og „Hæðarmælingar verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „til verkkaupa.“ og „Gæðaeftirlit verður“</li> <li>Texta milli orðanna „er í gangi“ og „Eftir útlögn“.</li> <li>Texta eftir orðunum „þykkt malbiks og þjöppun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 12 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta undir fyrirsögnunum „Steinefni í slitlagsmalbik – AC 16“, „Steinefni í burðarlagsmalbik – BRL 16“ og „Bindiefni:“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „Viðloðunarefni“ að undanskildu orðinu „EvoTherm WM-30“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 13 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta sem koma fram undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> <li>Texta milli orðanna „sinna framleiðslu.“ og „Strangt eftirlit“.</li> <li>Texta milli orðanna „með framleiðslunni,“ og „Gæðaeftirlit við útlögn“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „í reikninginn.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 15 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „samþykktri malbiksblöndu.“ og „Tekin verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „í útboðslýsingu“ og „Frágengið malbik“.</li> <li>Texta milli orðanna „þarf út.“ og „Niðurstöður prufuútlagnar“.</li> <li>Texta milli orðanna „fulltrúa verkkaupa.“ og „2. Frávik frá hönnunarblöndu“</li> <li>Texta á eftir orðunum „það uppgötvast.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 16 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „útvega steinefni“ og „stungubik af gerðinni“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í neðri malbikslög.“ og „Steinefni í slitlag.“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í slitlag.“ og „Stungubik pen 160/220.“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „Stungubik pen 160/220.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 17 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „gerðinni Evotherm“ og „7,2 Framleiðsluferli“.</li> <li>Texta milli orðanna „fyrir heitt malbik.“ og „Stöðin er“.</li> <li>Texta milli orðanna „frá Umhverfisstofnun“ og „7.3 Prófanir og skoðanir“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „verða lögð fram.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 18 í skjalinu skal strikað yfir texta fram að orðunum „Ferli til“.</li> </ol> <p> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Isavia innlandsflugvalla ehf., dags. 4. og 20. september 2023, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1218/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum í vörslum Garðabæjar sem innihéldu yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda var byggð á því að PDF-skjölin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem heimilt væri að takmarka aðgang að. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Beiðni kæranda var vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1218/2024 í máli ÚNU 24070005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2024, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Í ákvörðun Garðabæjar segir að PDF-skjölin hafi verið útbúin vegna kröfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að. Skjölin uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugögn, sem heimilt sé að synja um aðgang að á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 7. ágúst 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 21. ágúst 2024. Í umsögninni er vísað til þess að til að hlíta kröfu úrskurðarnefndarinnar í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að hafi val staðið á milli þess að sýna nefndinni tölvuskjá með uppflettingu í málaskrá Garðabæjar, eða að taka skjáskot af því sem birtist á skjánum og færa yfir á PDF-form. Að öðru leyti er vísað til þess rökstuðnings sem fram kom í hinni kærðu ákvörðun. Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 23. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 26. ágúst 2024.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að skjölin teljist vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Eins og lýst er í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1199/2024 nær réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er hins vegar sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að með hliðsjón af tilvitnuðum athugasemdum við 8. gr. geti þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu, þó svo að þau hafi verið útbúin af starfsmönnum Garðabæjar, ekki talist vera gögn til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá leiðir af þeirri reglu sem fram kemur í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum að lista yfir málsgögn í skilningi þess ákvæðis verður ekki hafnað með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem rituð eru af stjórnvaldi til eigin nota við undirbúning ákvörðunar í skilningi 6. og 8. gr. sömu laga. <br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndarinnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga til að teljast vinnugögn og að ákvörðun Garðabæjar hafi því ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Þar sem lagagrundvöllur hinnar kærðu afgreiðslu er ófullnægjandi telur nefndin nauðsynlegt að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að ljóst má telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Var ákvörðun Garðabæjar að þessu leyti ekki í samræmi við 2. mgr. sömu greinar.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni kæranda, […], dags. 31. október 2023, um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1217/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var á því byggð að gögnin vörðuðu málefni starfsmanna félagsins og væru því undanþegin aðgangi samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að ráðningarsamningar væru gögn í málum sem vörðuðu ráðningu einstakra starfsmanna í starf og því væri almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningum á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi hins vegar með vísan til þess að framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teldist til æðstu stjórnenda félagsins að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör hans sem fram kæmu í ráðningarsamningnum. Að öðru leyti var ákvörðun félagsins staðfest. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1217/2024 í máli ÚNU 24040002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og félaginu væri heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Í kæru er rakið að um sé að ræða tvo æðstu embættismenn félags sem sé alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar. Til samanburðar gefi sveitarfélagið upp laun og samninga sinna æðstu manna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi með erindi, dags. 24. apríl 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 6. maí 2024. Þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu bárust nefndinni 15. maí 2024. Í umsögninni kemur fram að úrskurðarnefndin hafi í eldri málum staðfest ákvarðanir félagsins að synja beiðnum um aðgang að ráðningarsamningum starfsmanna þess.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var kynnt kæranda með erindi, dags. 13. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust 23. maí 2024. Í þeim tiltekur kærandi að það eigi að vera hindrunarlaust að fá upplýsingar um laun æðstu stjórnenda félagsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun félagsins er byggð á því að gögnin falli undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði ekki afhent. Ákvæðið hljóðar svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna, t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að gögn í málum einstakra starfsmanna sem varða ráðningu þeirra í starf teljist einnig varða starfssambandið í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðningarsamningur viðkomandi starfsmanns er gagn í slíku máli og verður því að telja að aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ber lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá hefur úrskurðarnefndin áður komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri félagsins teljist til æðstu stjórnenda þess, sbr. úrskurð nr. 860/2019. Samkvæmt því er ljóst að almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.<br /> <br /> Við mat á því hvort útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist til æðstu stjórnenda félagsins er til þess að líta að hvorki er í upplýsingalögum, nr. 140/2012, né lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, fjallað um það hverjir teljist til æðstu stjórnenda lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með hliðsjón af orðalagi ákvæða upplýsingalaga og sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum um 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, verður að mati úrskurðarnefndarinnar að leggja til grundvallar að með orðasambandinu „æðstu stjórnendur“ sé almennt átt við þá einstaklinga sem eru í fyrirsvari fyrir einstakar ríkisstofnanir og sveitarfélög, með þeirri undantekningu að skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu og æðstu stjórnendur sveitarfélaga falli einnig undir ákvæðið.<br /> <br /> Við túlkun orðasambandsins „æðstu stjórnendur“ að þessu leyti verður enn fremur að hafa í huga þá almennu og skýru stefnumörkun sem byggt var á við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum næði ekki til gagna sem tengdust málefnum starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr. og 7. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að í tilviki opinberra hlutafélaga falli forstjórar og eftir atvikum framkvæmdastjórar undir orðasambandið „æðstu stjórnendur“ í skilningi upplýsingalaga, sbr. IX. kafla laga um hlutafélög. Í því sambandi kann þá einnig að vera rétt að horfa til þess hvernig stjórnskipulagi viðkomandi lögaðila er háttað.<br /> <br /> Á grundvelli 79. gr. a laga um hlutafélög hefur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sett sér starfskjarastefnu, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins 27. maí 2020 og birt er á vef félagsins. Í 2. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör stjórnarmanna og nefndarmanna, og í 3. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör framkvæmdastjóra. Þá er í 4. gr. tilgreint að gera skuli skriflega og ótímabundna ráðningarsamninga við „aðra æðstu stjórnendur“ félagsins. Samkvæmt 5. gr. stefnunnar skal útbúa skýrslu um framkvæmd gildandi starfskjarastefnu fyrir liðið fjárhagsár. Í henni skal koma fram yfirlit yfir allar greiðslur launa og hvers kyns hlunnindi til stjórnarmanna, nefndarmanna og „æðstu stjórnenda“ félagsins.<br /> <br /> Í skýrslu félagsins um framkvæmd starfskjarastefnu fyrir árið 2023 eru tilgreind starfskjör stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra þess. Í skýringum frá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefur komið fram að ekki hafi verið skilgreint hverjir, ef einhverjir, teljist til „annarra æðstu stjórnenda“ í skilningi 4. gr. starfskjarastefnu félagsins. Í ljósi þessa, sem og þeirra atriða sem rakin eru hér að framan, metur úrskurðarnefndin það svo að útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist ekki til æðstu stjórnenda félagsins með þeim hætti að félaginu sé skylt að veita aðgang að launakjörum hans samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæran lýtur að og telur að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um aðgang að þeim ráðningarsamningum sem óskað var eftir. Í 7.–9. gr. ráðningarsamnings framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem gerður var í desember 2020, eru hins vegar ákvæði um laun, önnur kjör og fríðindi. Með vísan til þess að framkvæmdastjórinn telst til æðstu stjórnenda félagsins verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum upplýsingum. Þótt úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að ráðningarsamningum þarf að horfa til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Verður því að ætla að ef ráðningarsamningur inniheldur þær upplýsingar sem getið er um í 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé lögaðila skylt að afhenda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingarnar. Því telur úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sé skylt að afhenda kæranda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra félagsins. Að öðru leyti verður ákvörðun félagsins að hafna beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. skal veita kæranda, […], aðgang að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem finna má í 7.–9. gr. ráðningarsamnings hans, dags. 18. desember 2020. Að öðru leyti er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 16. apríl 2024, staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vísað frá nefndinni, þar sem upplýsingalög gilda ekki um gögn í vörslu dómstóla um meðferð einstakra dómsmála. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1216/2024 í máli ÚNU 24060010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. júní 2024, kærði […] ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands að synja honum um aðgang að gögnum úr einkamáli sem varða opið sjópróf sem haldið var í dóminum vegna tjóns sem varð á lögnum milli lands og Vestmannaeyja í nóvember 2023. Erindinu fylgdi úrskurður frá dóminum, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnunum var synjað.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði aðgangs að gögnum um meðferð einstaks dómsmáls í skilningi framangreinds ákvæðis. Því er ljóst að ákvæði upplýsingalaga gilda ekki um gögnin og verður kæru í máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 18. júní 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1215/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 1201/2024, með vísan til þess að úrskurðurinn væri haldinn verulegum annmarka. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væri haldinn annmarka sem leitt gæti til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1215/2024 í máli ÚNU 24060009.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti 19. júní 2024. Með erindinu var framsend beiðni […], blaðamanns hjá Eyjunni, dags. sama dag, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024. Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji úrskurðinn haldinn verulegum annmarka sem felist í því að í úrskurðinum hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi á sínum tíma, þegar greinargerð setts ríkisendurskoðanda var enn óbirt, verið heimilt að synja honum um aðgang að skjalinu. Aðeins sé í úrskurðinum vísað til þess að þar sem skjalið sé nú orðið opinbert skuli ráðuneytið afhenda það.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, var það niðurstaða nefndarinnar að meðal annars sökum þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði verið birt á vef Alþingis væru þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi niður fallnir og að fjármála- og efnahagsráðuneyti væri skylt að afhenda hana kæranda.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt, og verður málið því ekki endurupptekið á þeim grundvelli. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í þeim tilvikum þegar aðstæður breytast frá því lægra sett stjórnvald tekur hina kærðu ákvörðun og þar til úrskurðað er í málinu á æðra stjórnsýslustigi er almenna reglan sú að hið æðra setta stjórnvald á að miða við þau atvik sem liggja fyrir þegar úrskurður er kveðinn upp, en ekki þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar í því máli sem óskað er að verði endurupptekið tók mið af þessari almennu reglu.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. júní 2024, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1214/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku sem litið var svo á að lyti að tveimur málum sem lauk með úrskurðum árin 2020 og 2022. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurðum nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1214/2024 í máli ÚNU 24060008.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. júní 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Í úrskurðinum var það niðurstaða nefndarinnar að hafna endurupptöku tveggja mála sem lyktaði með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022.<br /> <br /> Í erindi beiðanda er vísað til þess að í því skyni að gæta jafnræðis hafi úrskurðarnefndinni verið rétt að taka framangreind tvö mál upp, vegna þess að með úrskurði nr. 1164/2023 hafi nefndin gert stjórnvaldi að afhenda gögn af svipuðum meiði og nefndin taldi með úrskurðum í málum beiðanda að hann ætti ekki rétt á að fá afhent.<br /> <br /> Beiðandi vísar til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, standi ekki sjálfstætt eitt og sér, heldur sé það útfært eftir ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. […]<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur verið óskað eftir endurupptöku máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Að virtu erindi beiðanda og þeim röksemdum sem í því eru færðar fram lítur nefndin svo á að í reynd sé að nýju óskað endurupptöku þeirra tveggja mála sem lauk með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022, og tekur eftirfarandi niðurstaða mið af því.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Með 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga er vísað til upplýsinga um málsatvik sem til staðar voru þegar ákvörðun var tekin en stjórnvaldið hafði ekki undir höndum, eða stjórnvaldið hafði beinlínis rangar upplýsingar undir höndum, ef til vill án þess að gera sér grein fyrir því. Upplýsingar um að úrskurðarnefndin hafi, eftir að úrskurðir í málum kæranda voru kveðnir upp, afgreitt mál sem beiðandi telur sambærilegt sínum með öðrum hætti en mál beiðanda, falla ekki undir ákvæðið. Atvik máls hafa ekki breyst og reynir því ekki á hvort skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna séu uppfyllt í málum kæranda. Samkvæmt framangreindu eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Svo sem beiðandi bendir á eru starfsmenn Vinnueftirlitsins bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980. Hins vegar er í 2. málsl. sama ákvæðis aukið við inntak þagnarskyldunnar og tilgreint að hún nái til allra upplýsinga sem varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafns þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og er það sá málsliður sem litið hefur verið á að innihaldi sérstaka þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga. Í úrskurði þeim sem beiðandi vísar í til rökstuðnings beiðni sinni reynir á aðrar lagareglur um trúnað upplýsinga en gerði í kærumáli hans.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 9. júní 2024, um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1213/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Vestmannaferjan Herjólfur ohf. synjaði beiðni um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024, með vísan til þess að áætlunin væri vinnugagn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gagnið uppfyllti skilyrði þess að teljast vinnugagn. Þá væri í áætluninni ekki að finna neinar þær upplýsingar sem tilgreindar væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með vísan til þess var ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs staðfest. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1213/2024 í máli ÚNU 24020010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. febrúar 2024, kærði Oddur Júlíusson synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 20. desember 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 27. janúar 2024 og vísaði til þess að um vinnugagn væri að ræða sem væri undanþegið upplýsingarétti.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi þann 20. mars 2024 og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 27. mars 2024. Í umsögninni er rakið að rekstraráætlun félagsins sé vinnugagn sem sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um sé að ræða excel-skjal þar sem finna megi áætlun félagsins um tekjur og útgjöld á tilteknu tímabili. Rekstraráætlunin sé lifandi skjal sem sé kallað fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá því ákvarðanir sem tengjast rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir það. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 8. sama mánaðar. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Herjólfs á beiðni kæranda um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að drög að rekstraráætlun Herjólfs fyrir árið 2024 voru lögð fyrir og samþykkt á fundi stjórnar félagsins 12. desember 2023. Kærandi sendi fyrrgreinda beiðni til Herjólfs 20. sama mánaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að Herjólfur hafi ekki afmarkað beiðni kæranda við framangreind drög heldur þá rekstraráætlun sem er unnið með í daglegum rekstri félagsins. Í ljósi beiðni kæranda er ekki tilefni til að gera athugasemdir við þá afmörkun. Að þessu gættu verður ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að því skjali sem var lagt fyrir og samþykkt á fyrrgreindum fundi Herjólfs 12. desember 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni skjáskot af excel-skjali sem hefur að geyma rekstraráætlun félagsins. Skjalið ber með sér að stafa frá félaginu sjálfu og kemur þar fram sundurliðað yfirlit yfir áætlaðar tekjur og útgjöld félagsins vegna rekstur þess á árinu 2024. Í umsögn Herjólfs er rakið að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum og það sé nýtt til undirbúnings við töku ákvarðana sem tengjast rekstri þess. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. <br /> <br /> Að framangreindu gættu er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál um vinnugagn að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá koma ekki fram í skjalinu endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Verður því að telja að Herjólfi sé heimilt að undanþiggja skjalið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Verður synjun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 27. janúar 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1212/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Utanríkisráðuneyti synjaði beiðni um aðgang að samskiptum í tengslum við þá ákvörðun ráðherra að senda farþegaflugvél til Ísrael til að ferja heim Íslendinga sem þar væru strandaglópar. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna varðaði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem annar hluti þeirra hefði að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem var byggður á 1. málsl. 9. gr. laganna og lagði fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti. Hins vegar féllst nefndin á að ef þau gögn sem synjað var um aðgang að með vísan til 2. tölul. 10. gr. laganna yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við þau ríki sem samskiptin vörðuðu og raska mikilvægum almannahagsmunum. Var sá hluti ákvörðunar ráðuneytisins því staðfestur. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1212/2024 í máli ÚNU 23110004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2023, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hinn 8. október 2023 birtist tilkynning á vef Stjórnarráðs Íslands með yfirskriftina „Íslendingar í Ísrael verða sóttir“. Þar komu fram upplýsingar um að utanríkisráðherra hefði ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni væri ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar væru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu sem hefði sett allar samgöngur úr skorðum. Ísland hygðist bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýttust fyrir íslenska ríkisborgara. Degi síðar birtist önnur tilkynning á sama vef þar sem meðal annars kom fram að Íslendingarnir kæmu heim frá Jórdaníu í stað Ísraels. Með tölvupósti til utanríkisráðuneytis, dags. 16. október 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll samskipti í tengslum við framangreinda ákvörðun utanríkisráðherra auk upplýsinga um allan kostnað.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi 2. nóvember 2023 en með því fylgdu skjöl, nr. 1 til 35, sem ráðuneytið taldi sér heimilt að afhenda kæranda. Í bréfinu var rakið að upplýsingar hefðu verið afmáðar úr skjölum nr. 20 og 32 með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, annars vegar vegabréfanúmer starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hins vegar upplýsingar um fjárhæðir í samningi utanríkisráðuneytisins við Icelandair. Þá kom fram að ráðuneytið teldi sér ekki unnt að afhenda frekari samskipti með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með tölvupósti 8. nóvember 2023 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá kæranda hvort að kæra hans varðaði öll þau gögn eða upplýsingar sem utanríkisráðuneytið hefði synjað um aðgang að. Samkvæmt svari kæranda, sem barst nefndinni degi síðar, var ekki gerður ágreiningur um þann hluta ákvörðunar utanríkisráðuneytisins sem laut að því að afmá fyrrgreindar upplýsingar úr skjölum nr. 20 og 32.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu 10. nóvember 2023 og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Loks var óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið hefði aflað afstöðu einstakra farþega og þeirra ríkja sem borgarþjónusta þess hefði verið í samskiptum við til afhendingar umbeðinna gagna.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 1. desember 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem ráðuneytið taldi að kæran lyti að, nr. 36 til 167.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að skjöl nr. 36–103 hafi að geyma ýmis tölvupóstssamskipti og viðhengi við samskiptin sem varði borgaraþjónustumál. Borgaraþjónusta sé einn mikilvægasti þáttur í starfsemi utanríkisþjónustunnar, það sé að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð á erlendri grundu, sbr. ákvæði laga um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971. Að mati utanríkisráðuneytisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum um einstaka borgaraþjónustumál þar sem bæði sanngjarnt og eðlilegt sé að slíkar upplýsingar fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt sé að almenningur geti treyst því að samskipti og upplýsingar um einstaka borgaraþjónustumál verði ekki gerð opinber. Að öðrum kosti kynnu íslenskir ríkisborgarar að veigra sér við að hafa samband við borgaraþjónustuna þegar neyð steðji að erlendis. Um sé að ræða gríðarlega vandmeðfarinn málaflokk og í mörgum tilvikum sé um að ræða samskipti við íslenska ríkisborgara í viðkvæmu ástandi. Upplýsingar um slík samskipti eigi ekki erindi við almenning eða fjölmiðla.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga feli í sér heimild til að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari með því að sá samþykki sem í hlut eigi. Á það sé bent að árlega leiti hundruð einstaklinga til borgaraþjónustu ráðuneytisins og raunar varði það mál sem hér sé til umfjöllun eitt og sér hundruði einstaklinga. Í borgaraþjónustumálum sé unnið eftir þeirri vinnureglu að ráðuneytið tjái sig ekki um einstök mál og veiti eðli málsins samkvæmt ekki aðgang að upplýsingum um þau mál. Að leita eftir samþykki allra þeirra sem upplýsingarnar varði sé ógerningur.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið styður synjun sína um aðgang að skjölum nr. 104–167 við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skjölunum sé að finna samskipti starfsmanna borgaraþjónustunnar við borgaraþjónustur erlendra ríkja í tengslum við ákvörðun um að bjóða ríkisborgurum nokkurra vinaþjóða laus sæti í vélinni sem ekki hafi nýst fyrir íslenska ríkisborgara. Almannahagsmunir krefjist þess að utanríkisþjónustan geti átt frjálsleg og greið samskipti við utanríkisþjónustur vinaþjóða vegna einstakra mála. Frjálsleg og greið samskipti við aðrar utanríkisþjónustur séu einkar mikilvæg fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, til dæmis vegna þess að Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð til ríkisborgara þeirra í borgaraþjónustumálum. Á grundvelli samkomulagsins geti íslenskir ríkisborgara leitað aðstoðar norrænna sendi- og ræðisskrifstofa á stöðum þar sem Ísland hafi hvorki sendiskrifstofu né ræðismann. Með þessu leitist utanríkisráðuneytið við að tryggja íslenskum ríkisborgurum aðgang að nauðsynlegri aðstoð bjáti eitthvað á og aðstoðar sé þörf. Um sé að ræða mikilvægt úrræði fyrir íslenska ríkisborgara í vanda, sér í lagi í ljósi þess hve lítil utanríkisþjónusta Íslands sé og viðvera í mörgum ríkjum heimsins takmörkuð.<br /> <br /> Afhending upplýsinga um samskipti af framangreindum toga geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja. Afhending samskipta um borgaraþjónustumál muni hamla því að utanríkisþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands. Þar að auki innihaldi umrædd gögn að jafnaði viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara viðkomandi ríkis sem að mati ráðuneytisins sé óheimilt að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Erlend ríki og ríkisborgarar viðkomandi ríkja verði að geta treyst því að íslensk stjórnvöld geri slík samskipti eða upplýsingar um þeirra einkamál ekki opinber.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með fyrirspurn 4. júlí 2024 til utanríkisráðuneytisins óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á efni skjals nr. 104. Utanríkisráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og útskýrði meðal annars að skjalið hefði að geyma samskipti á milli borgaraþjónustunnar og ræðismanns Íslands í Ísrael.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum utanríkisráðuneytisins. Eins og áður hefur verið rakið afhenti utanríkisráðuneytið kæranda gögn nr. 1–35 í kjölfar beiðni hans en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar úr tveimur skjölum. Samkvæmt upplýsingum frá kæranda er þessi þáttur ákvörðunar utanríkisráðuneytisins ekki hluti af kæruefni málsins og kemur því ekki til skoðunar í úrskurði þessum.<br /> <br /> Þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að, nr. 36–167, eiga það sammerkt að tengjast ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til að sækja íslenska ríkisborgara og aðra erlenda farþega sem var boðið far með vélinni. Umræddir einstaklingar voru upphaflegir staddir í Ísrael en síðar fluttir til Jórdaníu og sóttir þangað.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttamaður en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. t.d. úrskurð nr. 1202/2024.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins er synjun á afhendingu gagna nr. 104–167 reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar að auki byggir utanríkisráðuneytið á að gögnin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara tiltekinna ríkja sem óheimilt væri að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.<br /> <br /> Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 898/2020, 1037/2021, 1048/2021 og 1124/2023. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er fjallað um þá almannahagsmuni sem ráðuneytið telur liggja að baki því að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. Er þar meðal annars rakið að afhending upplýsinga af þeim toga sem umbeðin gögn hafa að geyma geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu inniheldur skjal nr. 104, sem er skjáskot af textaskilaboðum, samskipti á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og kjörræðismanns Íslands í Ísrael. Samkvæmt þessu verður að telja að umrædd samskipti feli ekki í sér samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður réttur kæranda til aðgangs að skjalinu því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins en tekið verður til skoðunar hvort að 1. málsl. 9. gr. standi í vegi fyrir afhendingu skjalsins í lið 3 hér á eftir.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan innihalda gögnin samskipti starfsmanna utanríkisráðuneytisins við fulltrúa ýmissa erlendra ríkja. Samskiptin lúta í öllum meginatriðum að skipulagningu þess að sækja ríkisborgara þessara ríkja og flytja þá heim með fyrrgreindri farþegaflugvél. Þá koma fram ýmsar upplýsingar um þessa erlendu ríkisborgara í gögnunum, svo sem nöfn, kennitölur, símanúmer, vegabréfanúmer og fleira.<br /> <br /> Að virtu efni gagnanna fellst úrskurðarnefndin á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við umrædd ríki og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að gögnunum. Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin enn fremur að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest hvað varðar gögn nr. 105 til 167.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum nr. 36 til 104. Utanríkisráðuneytið telur sér óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort gögn innihaldi upplýsingar sem varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Í rökstuðningi utanríkisráðuneytisins er aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umbeðin gögn skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum sé til þess fallin að raska þeim einkahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að utanríkisráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum í gögnunum sem ekki varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í þessu samhengi skal á það bent að skjöl nr. 36–38, 41–42 og 44 virðast að hluta til innihalda sömu samskipti og kæranda var veittur aðgangur að með afhendingu skjala nr. 12–17, 26 og 30–31.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð ráðuneytisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum nr. 36–104. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í gögnunum kunna að varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. máls. 9. gr. upplýsingalaga og þá hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædd gögn, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2023, er felld úr gildi hvað varðar synjun á aðgangi að gögnum nr. 36 til 104 og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda, […], til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti er ákvörðunin staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1211/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021, sem gerðar væru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skatturinn kvað ekki heimilt að afhenda gögnin með vísan til þess að upplýsingar í þeim væru háðar þagnarskyldu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 117. gr. laga um tekjuskatt væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi almennt framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið væri grundvallarregla á sviði skattaréttar um trúnað um tekjur og efnahag skattaðila, og umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Ákvæði 2. mgr. 98. gr. laganna væri undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni í 117. gr. laganna og fæli ekki í sér ríkari fyrirmæli um afhendingu skattskráa en berum orðum fælist í ákvæðinu. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1211/2024 í máli ÚNU 23060015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 12. maí 2023 fór […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, þess á leit við Skattinn að fá afhentar skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila árið 2022 vegna tekna ársins 2021. Til stuðnings beiðni sinni vísaði hann til þess að samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, væri heimilt að birta upplýsingar úr skattskrám opinberlega. Þá kom fram í beiðninni að ekki stæði til að birta skrárnar í heild sinni eða selja þær til hagnýtingar, heldur að birta upp úr þeim afmarkaðar upplýsingar í fréttum, fréttaskýringum og tengdu efni með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þann 26. maí 2023 hafnaði Skatturinn beiðninni og byggði þá ákvörðun á þagnarskyldu, sbr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2023 kærði […] framangreinda synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi, dags. samdægurs, upplýsti úrskurðarnefndin Skattinn um kæruna og gaf stofnuninni frest til 10. júlí 2023 til að skila umsögn um kærumálið og láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í svörum til úrskurðarnefndarinnar hefur Skatturinn áfram byggt á því að umbeðnar upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldu, sbr. 117. gr. laga um tekjuskatt, og að afrit skattskránna verði af þeirri ástæðu ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Í svari Skattsins til úrskurðarnefndarinnar 27. júní 2023 óskaði stofnunin þess, með vísan til þess hve umbeðnar skrár væru umfangsmiklar, að hún þyrfti aðeins að afhenda nefndinni til rannsóknar fyrstu blaðsíður umbeðinna skráa, í stað þess að afhenda þær í heild sinni. Því svari fylgdi afrit af upphafsblaðsíðum umbeðinna skráa. Hinn 10. nóvember 2023 benti úrskurðarnefndin Skattinum á að nefndinni hefðu aðeins verið afhentar nokkrar blaðsíður þeirra skattskráa sem kærumálið lyti að. Óskaði nefndin þess að fá skrárnar afhentar í heild sinni. Svar barst 15. nóvember 2023. Þar kemur fram að skráin sé afar umfangsmikil, um 4.000 blaðsíður í heild sinni, og því sé þess óskað að Skatturinn fái að útvega stærra úrtak af skattskránni til afhendingar svo hægt sé að upplýsa málið. Í svari til Skattsins, dags. 29. nóvember 2023, féllst úrskurðarnefndin á að nefndinni yrði afhent stærra úrtak af skattskrá einstaklinga og lögaðila, og jafnframt að nefndin yrði upplýst um það hvort umbeðin gögn í heild sinni, og kæra málsins lýtur að, væru „að öllu leyti sama eðlis og þau gögn sem nefndinni eru afhent í dæmaskyni“. Hinn 1. desember 2023 barst úrskurðarnefndinni nýtt úrtak úr hinum umbeðnu skattskrám. Nánar tiltekið afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga fyrir árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila fyrir sama ár. Í meðfylgjandi bréfi sagði jafnframt: „Skatturinn staðfestir að umrædd gögn séu sama eðlis og skattskráin í heild sinni.“<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um aðgang að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021. Nánar tiltekið er hér um að ræða skrár sem gerðar eru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, en það ákvæði hljóðar svo með síðari breytingum:<br /> </p> <blockquote> <p>Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., skal ríkisskattstjóri semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. Ríkisskattstjóri auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.</p> </blockquote> <p> <br /> Af þeim gögnum og skýringum sem ríkisstofnunin Skatturinn, sem lýtur yfirstjórn ríkisskattstjóra, hefur látið úrskurðarnefndinni í té í máli þessu verður séð að heildarskattskrá árið 2022 geymir yfirlit yfir einstaklinga og lögaðila vegna álagningar skatta, sundurgreint eftir sveitarfélögum. Skattskrá yfir einstaklinga skiptist í sjö dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Nafn gjaldanda, (2) fæðingardagur, (3) tekjuskattur, (4) útsvar, (5) fjármagnsskattur, (6) fjársýsluskattur og (7) tryggingagjald. Skattskrá yfir lögaðila skiptist í 10 dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Heiti gjaldanda, (2) kennitala, (3) tekjuskattur, (4) endurgreiðsla vegna þróunarkostnaðar, (5) útvarpsgjald, (6) tryggingagjald, (7) jöfnunargjald alþjónustu, (8) sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, (9) fjársýsluskattur og (10) sérstakur fjársýsluskattur.<br /> <br /> Hér að framan kom fram að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki afrit þeirra skattskráa í heild sem kæran lýtur að, heldur fékk nefndin afhentar 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila árið 2022. Nefndin hefur yfirfarið þessi gögn. Skatturinn hefur í skýringum sínum fullyrt að þessi sýnishorn sýni að fullu hvaða upplýsingar komi fram í skránum í heild. Niðurstaða nefndarinnar er að þau varpi að fullu ljósi á það hvernig skattskrárnar eru úr garði gerðar og hvaða upplýsingar koma fram í þeim. Til rannsóknar þess kærumáls sem hér er til meðferðar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og til að kveða upp úrskurð í málinu, er því ekki þörf á því fyrir nefndina að fá frekari aðgang að skránum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Til rökstuðnings fyrir synjun í málinu hefur Skatturinn bent á að það sé grunnregla samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Þá hefur í skýringum Skattsins til úrskurðarnefndarinnar verið vísað til þess að í ákvæðinu felist sérstök þagnarskylduregla, og að hún eigi við um þær skattskrár sem kærandi hefur óskað aðgangs að.<br /> <br /> Af þessu leiðir að til úrlausnar málsins þarf að taka afstöðu til þess hvort 117. gr. laga um tekjuskatt sé sértakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga og hvort skrárnar sem óskað er aðgangs að falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Ákvæðið í 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum, er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðinu í 1. mgr. 117. gr. var breytt með 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum. Í athugasemdum við greinina með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 19. gr. laga um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, 117. gr. tekjuskattslaga, nr. 90/2003, og 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, hafa að geyma sérstakar þagnarskyldureglur um viðskipti eða hagi einstakra manna og fyrirtækja í vörslum skatt- og tollyfirvalda. Framkvæmd þessara laga hvílir á því að enginn vafi ríki um að upplýsingar sem stjórnvöld afla í krafti afar ríkrar upplýsingaskyldu máls- og skattaðila um tekjur og efnahag þeirra séu ekki aðgengilegar almenningi. Því er lagt til að ákvæðin haldist óbreytt að því frátöldu að við bætist almenn tilvísun til X. kafla stjórnsýslulaga um almenna þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna.</p> </blockquote> <p> <br /> Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt felst í ákvæðinu þagnarskylda sem hvílir m.a. á starfsmönnum Skattsins og ríkisskattstjóra og er sérgreind með þeim hætti að hún tekur til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila.“ Reglan telst að því leyti vera sérstök þagnarskylduregla, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 561/2014.<br /> <br /> Skattskrárnar sem beðið hefur verið um geyma upplýsingar um skatta sem einstaklingar og lögaðilar hafa greitt á árinu 2021. Þær upplýsingar varpa ljósi á tekjur skattaðila á því skattári og geta því fallið, efni sínu samkvæmt, undir þá sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á Skattinum og ríkisskattstjóra og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, enda leiði ekki önnur sérákvæði laga til annarrar niðurstöðu.<br /> <br /> Sú aðstaða er uppi varðandi skattskrár að um birtingu þeirra er sérstaklega fjallað í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt en ákvæðið er tekið upp orðrétt hér að framan. Til viðbótar við framangreint ákvæði 117. gr. reynir því í máli þessu einnig á túlkun 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt skal skattskrá liggja frammi til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Í lokamálslið ákvæðisins segir að heimil sé opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram komi í skattskrám, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Þetta ákvæði felur að minnsta kosti að nokkru leyti í sér undantekningu frá sérstakri þagnarskyldu skattyfirvalda um tekjur og efnahag skattaðila samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Það álitamál leiðir af þessari undantekningu hversu víð hún er og að hversu miklu leyti hún víki þagnarskyldu 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt til hliðar. Það er með öðrum orðum álitamál hvort 2. mgr. 98. gr. laganna eigi aðeins við um þá meðferð skattskráa sem þar er beinlínis tilgreind og að öðru leyti taki hin sérgreinda þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laganna við, eða hvort hún leiði til þess að þagnarskyldan samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna taki einfaldlega ekki til skattskráa eftir að þær hafa legið frammi eða upplýsingar úr þeim birtar á grunni 2. mgr. 98. gr. laganna.<br /> <br /> Við túlkun 1. mgr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt verður að mati úrskurðarnefndarinnar að horfa til þess að litið hefur verið á ákvæðið í 1. mgr. 117. gr. laganna sem grundvallarreglu á sviði skattaréttar um trúnað sem hvíli á skattyfirvöldum um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Vísast hér m.a. til fyrrgreindra athugasemda með frumvarpi sem varð að lögum nr. 71/2019 og færðu 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 í núverandi horf. Slíkur skilningur á reglunni fær einnig samrýmst þeirri almennu þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum hins opinbera, sbr. 8. og 9. tölul. 42. gr. stjórnsýslulaga, lögfestum takmörkunum á upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og, hvað varðar einkahagsmuni einstaklinga, 71. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um friðhelgi einkalífs. Hvað varðar hagsmuni einstaklinga sérstaklega í þessu sambandi má einnig til hliðsjónar, þótt þar reyni á aðgang að öðrum tegundum skráa og upplýsinga en hér eru til úrlausnar, vísa til forsendna úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nefndarinnar nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023.<br /> <br /> Hér verður einnig að horfa til þess að þrátt fyrir að ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt eigi sér allnokkra forsögu í íslenskum rétti, sbr. t.d. 35. gr. laga nr. 74/1921 og lög nr. 7/1984, en það var með lögfestingu síðarnefndu laganna sem ákvæði um heimild til að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrám kom í lög, þá telst það ákvæði í þessu ljósi vera undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni sem lögfest er í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt. Ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laganna verður í því ljósi ekki túlkað rúmt gagnvart ákvæði 1. mgr. 117. gr. sömu laga.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að þótt skattskrá skuli lögð fram til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað eftir ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt felast ekki í því ríkari fyrirmæli um beina afhendingu á skattskrám en berum orðum felst í ákvæðinu.<br /> <br /> Hvað varðar niðurlagið í 2. mgr. 98. gr. laganna, þar sem segir að heimil sé „opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta“, þá er til þess að líta að 2. mgr. 98. gr. laganna lýtur að skyldum ríkisskattstjóra í tengslum við skattskrár. Af ákvæðinu verður ráðið að það er embætti ríkisskattstjóra sem fer með heimild til að birta opinberlega og gefa út skattskrár, í heild eða að hluta, eða eftir atvikum aðili sem hann veitir umboð til slíkrar birtingar og útgáfu. Í ákvæðinu felst ekki skylda skattyfirvalda til að afhenda skattskrár ákveðinna tekjuára í heild sinni, enda getur slík afhending, birting eða útgáfa sem henni tengist kallað á sérstaka skoðun og skilyrði þannig að hún standist lög að öðru leyti, svo sem á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, eða á grundvelli laga um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018. Með vísan til samspils 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt og 2. mgr. 98. gr. sömu laga telst heimildin í niðurlagi síðarnefnda ákvæðisins ekki fela annað í sér en fram kemur í ákvæðinu sjálfu, og jafnframt að þar sé um að ræða heimild sem sé á forræði ríkisskattstjóra. Hún víkur ekki til hliðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna nema þá mögulega um þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar opinberlega með vísan til heimildanna í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Eins og atvikum þessa máls er háttað þá á það ekki við um þær skattskrár sem um hefur verið beðið í þessu máli.<br /> <br /> Eins og leiðir af ákvörðun Skattsins í máli kæranda, dags. 26. maí 2023, þá var því hafnað af hálfu skattyfirvalda að afhending til hans á umbeðnum gögnum yrði byggð á niðurlagsákvæði 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar sem þetta ákvæði felur í sér heimild skattyfirvalda, en ekki skyldu til afhendingar, verður ekki af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál gerð athugasemd við að kæranda hafi verið synjað um afhendingu skattskráa vegna tekjuársins 2021.<br /> <br /> Með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt falla umbeðnar upplýsingar undir sérstaka þagnarskyldu þar sem um er að ræða skrár sem geyma upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila í skilningi lagaákvæðisins. Samkvæmt framangreindu verður ákvörðun Skattsins í máli þessu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 26. maí 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að skattskrám yfir álagða skatta og tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1210/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði í vörslum Fiskistofu sem sýndi brottkast á fiski. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðninni byggðist að hluta til á því að afhending myndskeiðsins væri óheimil vegna hagsmuna útgerða og skipverja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin taldi að þótt andlit skipverja hefðu í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg teldust þeir engu að síður vera persónugreinanlegir í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá taldi nefndin að það að Fiskistofa hefði ekki á þeim tíma haft lagaheimild til þess að gera þær upptökur af skipverjum sem finna mætti í myndskeiðinu hefði áhrif á mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá teldust upplýsingar um það hvort einstaklingur væri grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot almennt vera upplýsingar um einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða taldi úrskurðarnefndin að óheimilt væri að afhenda það myndskeið sem um var deilt í málinu, og staðfesti ákvörðun Fiskistofu. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1210/2024 í máli ÚNU 22110007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 8. nóvember 2022, kærði […], fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.<br /> <br /> Upphaflega fór kærandi þess á leit við Fiskistofu, með erindi dags. 26. ágúst 2021, að fá aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 20. desember 2021, en nefndin vísaði málinu frá með úrskurði nr. 1094/2022 frá 5. október 2022 þar sem kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var liðinn. Með erindi til Fiskistofu, dags. 24. október 2022, óskaði kærandi á ný eftir gögnunum. Nánar tiltekið var óskað eftir upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski síðustu tvö ár eða síðan stofnunin hefði byrjað að nota dróna markvisst við veiðieftirlit. Tiltekið mál væri ekki endilega útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlitið. Þá var óskað upplýsinga um hvenær eftirlitið hefði átt sér stað og hvers konar fiskiskip hefði verið um að ræða, þ.e. bátar eða togarar. Kærandi tók fram að ef ekki væri unnt að veita aðgang að upplýsingum vegna persónuverndar óskaði kærandi eftir gögnunum þannig að persónugreinanlegar upplýsingar væru afmáðar.<br /> <br /> Fiskistofa svaraði erindi kæranda hinn 25. október 2022. Í svari stofnunarinnar kom fram að Fiskistofa lyti svo á að ný beiðni kæranda lyti að sömu gögnum og óskað hafði verið eftir í ágúst 2021 og kæranda hafði verið synjað um aðgang að 12. október 2021. Afstaða stofnunarinnar væri óbreytt um að óheimilt væri að afhenda myndskeið sem félli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Báðar ákvarðanir Fiskistofu fjalla um beiðni kæranda um aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Í hinni síðari frá 25. október 2022 er vísað til hinnar fyrri frá 12. október 2021 þar sem kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðir skipanna séu allar lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.<br /> <br /> Í tilvitnaðri ákvörðun Fiskistofu, 12. október 2021, kemur einnig fram að Fiskistofa óskaði eftir afstöðu þeirra útgerða sem koma fyrir í myndskeiðinu. Þeir sem brugðust við erindi Fiskistofu leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 8. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Svar Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni samdægurs. Þar kemur fram að stofnunin vísi til umsagnar til nefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, sem aflað var við meðferð fyrra kærumálsins. Þá sé vísað til rökstuðnings sem fram komi í ákvörðun stofnunarinnar frá því í október 2021 og nánari skýringa sem aflað hafi verið frá Fiskistofu í fyrra máli. Stofnunin telji ekki þörf á að koma á framfæri frekari umsögn eða rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 4. janúar 2022, er vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í ákvörðun Fiskistofu um synjun frá því í október 2021. Þá vísar Fiskistofa til athugasemda í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 57/1996 og skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2019, <em>Eftirlit Fiskistofu</em>, því til stuðnings að ætla megi að ríkir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um fiskiauðlindina. Komi til þess að Fiskistofa beiti stjórnsýsluviðurlögum vegna brota á ákvæðum laga nr. 57/1996 sé stofnuninni til að mynda skylt að birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna brota á ákvæðum laganna, sbr. 21. gr. laganna. Við slíka birtingu skuli tilgreina heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni sviptingar og til hvaða tímabils svipting nái.<br /> <br /> Hins vegar sé það mat Fiskistofu að í þessu máli vegi hagsmunir útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að því, með vísan til sjónarmiða í ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang. Ekki liggi fyrir samþykki fyrir afhendingu gagnsins. Við mat á hagsmunum útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt hafi Fiskistofa litið til þess að upplýsinganna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðir sæta. Þá telur Fiskistofa ekki unnt að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda séu svo víða í gagninu.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim eru fyrri kröfur ítrekaðar.<br /> <br /> Við meðferð fyrra kærumálsins óskaði úrskurðarnefndin hinn 4. mars 2022 eftir frekari skýringum frá Fiskistofu um atriði í tengslum við lög nr. 57/1996, þ.m.t. um framkvæmd eftirlits Fiskistofu og viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna.<br /> <br /> Fiskistofa lét nefndinni í té frekari skýringar hinn 18. mars 2022. Þar kom fram að stjórnsýsluviðurlög sem Fiskistofa gæti beitt á grundvelli laganna væru áminning og svipting veiði- eða vigtunarleyfis. Stofnunin hefði ekki heimild til þess að beita stjórnvaldssektum. Í 2. mgr. 2. gr. laganna væri kveðið á um að skylt sé að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Brot gegn ákvæðinu varðaði sektum hvort sem það væri framið af ásetningi eða gáleysi, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot væri að ræða skyldu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum.<br /> <br /> Þannig væri ljóst að þau brot sem um ræddi í málinu gætu varðað sektum eða fangelsi, og væri þá farið með slík mál að hætti sakamála. Málsmeðferð Fiskistofu á stjórnsýslustigi væri óháð mögulegri málsmeðferð lögreglu eða ákæruvalds í sama máli. Skilyrði rannsóknar lögreglu eða ákæruvalds væri ekki að kæra hefði borist frá Fiskistofu, heldur gæti mál verið kært til lögreglunnar án aðkomu stofnunarinnar. Til að mynda væri algengt að Landhelgisgæslan kærði mál, en jafnframt væri ekkert því til fyrirstöðu að almenningur kærði meint brot gegn lögum nr. 57/1996 til lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði á nýjan leik eftir frekari skýringum frá Fiskistofu með erindi, dags. 17. nóvember 2022, meðal annars um afmörkun stofnunarinnar á gagnabeiðni kæranda og tilurð myndskeiðsins sem beiðnin var afmörkuð við. Í svari Fiskistofu, dags. 24. nóvember 2022, er rakið að kærandi hafi upphaflega óskað eftir myndum sem drónar hefðu tekið í tengslum við brottkastsmál. Fiskistofa hafi í kjölfarið boðið kæranda að afmarka beiðnina nánar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin hefði undir höndum drónaupptökur af fjölmörgum skipum. Eins og upphafleg beiðni hefði verið orðuð teldi Fiskistofa rétt að afmarka beiðnina við gagn þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum; tiltekið mál væri ekki útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna í eftirliti Fiskistofu. Stofnunin hafi beðið kæranda að staðfesta þann skilning, sem kærandi gerði í kjölfarið.<br /> <br /> Beiðni kæranda sem hafi borist í kjölfar frávísunarúrskurðar úrskurðarnefndarinnar hafi verið túlkuð þannig af Fiskistofu að um sömu beiðni væri að ræða, í ljósi fyrri samskipta við kæranda. Ástæða þess að beiðnin hafi verið afmörkuð með þessum hætti hafi verið sú að samkvæmt beiðninni hafi tiltekið mál ekki verið útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlit Fiskistofu. Stofnunin búi ekki yfir öðru sambærilegu gagni sem sýni brottkast nokkurra skipa á fiski í tengslum við eftirlit Fiskistofu með drónum þar sem nöfn skipa, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinileg, sem og andlit skipverja.<br /> <br /> Um tilurð myndskeiðsins kemur fram að það hafi verið unnið upp úr upptökum, sem liggi fyrir hjá Fiskistofu óklipptar, sem gerðar hafi verið við eftirlit með hverju og einu skipi. Myndskeiðið hafi verið útbúið vegna kynningar Fiskistofu fyrir matvælaráðherra í júní 2021 á þeirri nýjung að notast við dróna í eftirliti með fiskveiðum. Myndskeiðið hafi verið sýnt ráðherra á fundi, og hafi tiltekin atriði verið gerð ógreinileg áður en það var sýnt.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði Fiskistofu sem sýnir brottkast á fiski. Fiskistofa afgreiddi beiðni kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem mælir fyrir um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en byggði synjun sína á 9. gr. laganna.<br /> <br /> Tilvitnað ákvæði 9. gr. upplýsinglaga er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að ákvæðið sé nokkurs konar vísiregla. Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja upplýsingar aðgangi almennings á grundvelli ákvæðisins verði að taka mið af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Hafa megi í huga lagaákvæði sem sett hafi verið í því augnamiði að standa vörð um einkamálefni einstaklinga, svo sem ákvæði laga um persónuvernd um viðkvæmar persónuupplýsingar, en engum vafa sé undirorpið að allar upplýsingar af því tagi séu undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Um 2. málsl. ákvæðisins segir í athugasemdunum að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.<br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu er að hluta byggð á að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra útgerða sem gera út skipin sem koma fyrir í myndskeiðinu, sem allar séu lögaðilar. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara útgerða sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Ákvörðun Fiskistofu er einnig byggð á því að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra skipverja sem koma fyrir í myndskeiðinu. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni skipverjanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi lagaákvæðisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér myndskeiðið sem deilt er um aðgang að. Í því má sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð, en sú háttsemi getur talist vera brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996. Fyrir liggur að eitt af skipunum í myndskeiðinu var tímabundið svipt veiðileyfi, en málum gagnvart hinum fjórum lauk með því að útgerðum skipanna var sent svonefnt leiðbeiningabréf. Í samræmi við 21. gr. laga nr. 57/1996 var ákvörðun um sviptingu veiðileyfis birt opinberlega.<br /> <br /> Í myndskeiðinu sem um ræðir og Fiskistofa hefur synjað kæranda um aðgang að hafa verið gerðar ógreinilegar tilteknar upplýsingar, þ.e. heiti viðkomandi skipa og í nær öllum tilvikum jafnframt andlit þeirra skipverja sem sjást á myndskeiðinu. Úrskurðarnefndin telur óhjákvæmilegt annað en að fallast á mat Fiskistofu um að þrátt fyrir að þessar upplýsingar hafi verið gerðar ógreinilegar þá muni vera hægt að bera kennsl á viðkomandi skip út frá öðrum þáttum, svo sem stærð þeirra, búnaði á þeim, lit og lögun. Þrátt fyrir að heiti skipanna hafi verið afmáð sé þannig án vafa hægt að tengja upplýsingarnar í myndskeiðinu við viðkomandi útgerð. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að þótt andlit þeirra skipverja sem eru á skipunum hafi verið gerð ógreinileg í flestum tilvikum, en þeir sjást almennt greinilega að öðru leyti í myndskeiðinu, þá séu engu að síður yfirgnæfandi líkur á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tilgreinda einstaklinga með hliðsjón af því á hvaða skipum þeir eru. Upplýsingarnar í myndskeiðinu teljast þannig persónugreinanlegar með óbeinum hætti. Er því jafnframt óhjákvæmilegt annað en að fallast á það með Fiskistofu að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu sé hægt að bera kennsl á þá skipverja sem um ræðir.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Af hálfu kæranda hefur verið á það bent að hægt sé að fela honum að gæta þess að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr myndskeiðinu áður en að hann birti efni úr því opinberlega. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að hvorki Fiskistofu né úrskurðarnefndinni er heimilt þegar gögn eru afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að framselja slíkt hlutverk til fjölmiðils eða annarra einkaaðila.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Myndskeiðið sem um ræðir er samsett úr upptökum sem til urðu vegna eftirlits Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar og annarra laga sem um stofnunina gilda. Upptökurnar voru gerðar fyrir júní 2021, en þá var umrætt myndskeið útbúið í þeim tilgangi að sýna það ráðherra eins og fram kemur í svörum Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar 24. nóvember 2022.<br /> <br /> Eftir að þessar upptökur voru gerðar voru sett á Alþingi lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). Lögin tóku gildi 14. júlí 2022, en með 8. gr. laganna var þremur nýjum málsgreinum bætt við 2. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992. Þær málsgreinar, sem nú koma fram í 2., 3. og 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, hljóða svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína. Fiskistofa skal tilkynna með opinberum hætti um fyrirhugað eftirlit með fjarstýrðum loftförum.<br /> <br /> Persónuupplýsingum sem safnast við rafræna vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær en í síðasta lagi þegar heimild til að beita viðurlögum við háttsemi fellur niður. Verði eftirlitsmenn Fiskistofu áskynja um ætlað brot gegn lögum á sviði fiskveiðistjórnar í upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun er stofnuninni heimilt að varðveita upplýsingarnar þar til máli telst lokið. Hafi máli lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga telst því lokið þegar frestur til að höfða dómsmál er runninn út eða endanlegur dómur hefur fallið um það.<br /> <br /> Fiskistofu er ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í samhengi við tilvitnaða lagabreytingu má benda á að 28. mars 2023 kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli nr. 2021030579, þar sem fjallað var um drónaeftirlit af hálfu Fiskistofu. Í þeim úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði, áður en framanrakin lagabreyting var gerð, ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í því að taka myndbönd af tilteknum einstaklingi með dróna þar sem hann var við veiðar á skipi sínu. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt.<br /> <br /> Lagareglum um heimildir Fiskistofu að þessu leyti var breytt með tilgreindum lögum nr. 85/2022, eins og að framan greinir. Atvikin sem fjallað er um í úrskurði Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Eins og að framan greinir er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, í tilefni af beiðni kæranda um aðgang að gögnum, byggð á 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að óheimilt sé að afhenda myndskeiðið vegna hagsmuna útgerða þeirra skipa sem birtast í myndskeiðinu annars vegar og vegna hagsmuna skipverja á skipunum hins vegar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að við úrlausn málsins þurfi jafnframt að líta til þess að samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu eins og því lagaákvæði var breytt með 8. gr. laga nr. 85/2022, og rakið er hér að framan var mælt fyrir um að Fiskistofu sé „ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaganna, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að greina nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Af þessu leiðir að áður en vikið er að því hvort aðgangur að umbeðnu gagni verði takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þarf að taka afstöðu til þess hvort 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu sé almennt eða sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga, og hvort myndskeiðið sem um er deilt í málinu falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu er tilgreint að Fiskistofu sé ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti. Skilja verður samhengi og tilurð málsgreinarinnar með þeim hætti að vísað sé til upplýsinga sem til verða við vöktun og eftirlit sem framkvæmt er með þeim aðferðum sem getið er í 2 mgr. sama lagaákvæðis. Af því leiðir að upplýsingarnar sem ákvæðið vísar til séu sérgreindar en ekki tilgreindar með almennum hætti. Ákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu telst því sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort það tilgreinda myndskeið sem kærandi hefur óskað aðgangs að falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði þarf að leysa úr því annars vegar hvort um sé að ræða upplýsingar sem til urðu við rafræna vöktun Fiskistofu í skilningi lagaákvæðisins og hins vegar hvort það hafi þýðingu að upptökurnar urðu til áður en lagaákvæðið var sett.<br /> <br /> Hvað síðarnefnda atriðið varðar bendir úrskurðarnefndin á að lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar, tóku gildi 14. júlí 2022. Við 8. gr. þeirra laga, en með henni var hin umrædda þagnarskylduregla lögfest, er ekki tengd nein lagaskilaregla sem mælir fyrir um að undir þagnarskylduna falli aðeins upplýsingar sem til urðu eftir gildistöku hennar. Undir þagnarskylduna falla því upplýsingar „sem til verða við rafræna vöktun“ af hálfu Fiskistofu óháð því hvenær þær upplýsingar urðu til hjá stofnuninni.<br /> <br /> Fyrrnefnda atriðið, þ.e. um það hvort upplýsingar hafi orðið til við „rafræna vöktun“ verður ekki afmarkað jafn skýrlega á grundvelli texta laga um Fiskistofu. Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2022 er jöfnum höndum notað orðalagið „rafrænt eftirlit“ og „rafræn vöktun“, án þess að ljóst sé hvort gert hafi verið ráð fyrir merkingarmun á þessum orðasamböndum. Sama á við um nefndarálit sem til urðu við meðferð frumvarpsins á Alþingi.<br /> <br /> Til samanburðar skal bent á að í 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, er orðasambandið rafræn vöktun sérstaklega afmarkað þannig að það taki til vöktunar sem er viðvarandi eða endurtekin. Í úrskurði Persónuverndar 28. mars 2023, sem áður er vitnað til, var í því ljósi til að mynda ekki talið að sú framkvæmd Fiskistofu að taka myndband af aðila þess máls með dróna teldist rafræn vöktun í skilningi laga um persónuvernd, þótt stofnunin hefði gert athugasemdir við eftirlitið af öðrum ástæðum. Af þessu verður dregin sú ályktun að eftirlit sem Fiskistofa framkvæmir með fjarstýrðum loftförum (drónum) sem búin eru myndavélum til upptöku feli ekki nauðsynlega í sér rafræna vöktun í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Samanburður við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga leysir ekki úr því hvort leggja beri sömu merkingu í orðasambandið „rafræn vöktun“ í þagnarskylduákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, sbr. breytingalög nr. 85/2022, og leiðir af 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eða hvort gert hafi verið ráð fyrir því að undir þagnarskylduna skyldu falla upplýsingar sem til yrðu til við eftirlit og vöktun með rafrænum myndavélabúnaði hvort sem um væri að ræða viðvarandi eða endurtekna vöktun eða ekki. Hvorki samræmisskýring við önnur ákvæði laga um Fiskistofu né sjónarmið sem leidd verða af öðrum lögskýringargögnum leysa úr því.<br /> <br /> Þar sem vafi er um afmörkun á því hvort einstakar upptökur sem Fiskistofa hefur aflað sér með drónum falli undir rafræna vöktun í skilningi hinnar sérstöku þagnarskyldu í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu ber í ljósi meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum að leysa úr fyrirliggjandi kærumáli á grundvelli upplýsingalaga, líkt og Fiskistofa gerði í hinni kærðu ákvörðun, enda verða lagafyrirmæli um sérstaka þagnarskyldu ekki túlkuð rúmt gagnvart almennum ákvæðum upplýsinglaganna.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu þarf næst að taka afstöðu til þess hvort þær upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu sem um er deilt í máli þessu séu viðkvæmar í þeim skilningi að óheimilt sé að veita almennan aðgang að þeim í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra lögaðila sem um ræðir, þ.e. útgerða viðkomandi skipa, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Nánara mat um þetta er atviksbundið gagnvart þeim lögaðilum sem í hlut eiga hverju sinni. Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að ekki er nægjanlegt að upplýsingarnar teljist varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni heldur þarf að liggja fyrir að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um þá hagsmuni fari leynt með tilliti til heildaratvika máls og annarra hagsmuna sem málefnalegt telst að líta til við beitingu upplýsingalaganna.<br /> <br /> Meginregla upplýsingalaga er sú, sbr. 5. gr. laganna, að stjórnvöldum er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með tilteknum takmörkunum, sbr. 6.–10. gr. sömu laga. Takmarkanir á þessum rétti verða almennt túlkaðar þröngt. Þá búa tiltekin meginmarkmið að baki upplýsingalögum, sbr. 1. gr. laganna, en þeim er ætlað að stuðla að gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna í þeim tilgangi að styrkja m.a. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald að opinberum aðilum, möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni og traust á stjórnsýslunni. Þessi markmið mæla almennt með því að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Til að hægt sé að afhenda gögn með slíkum upplýsingum þurfa einkaaðilar eftir atvikum að sæta því að upplýsingar um hagsmuni þeirra séu gerðar opinberar að einhverju marki jafnvel þótt það valdi þeim óhagræði. Þá verður í sumum tilvikum að byggja á því, m.a. með tilliti til markmiða upplýsingalaga, að gögn með upplýsingum um háttsemi og hagsmuni einkaaðila sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum verði gerð aðgengileg almenningi á grundvelli upplýsingalaga jafnvel þótt viðkomandi upplýsingar varpi ekki sérstaklega ljósi á tilteknar ákvarðanir stjórnvalda eða annarra opinberra aðila, svo sem ef upplýsingarnar tengjast meðferð og ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál kynnu upplýsingar þær, sem fram koma í myndskeiðinu sem kærandi hefur óskað eftir, að valda útgerðum þeirra skipa sem í hlut eiga óhagræði ef þær yrðu gerðar aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, af þeirri ástæðu að þar sjást skipverjar kasta afla fyrir borð. Ekki verður útilokað að það óhagræði hefði áhrif á fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni, jafnvel þótt nokkuð sé um liðið frá því að upptökur í myndskeiðinu voru gerðar. Á hinn bóginn er jafnframt um að ræða upplýsingar um nýtingu þessara aðila á mikilvægri auðlind, sem til urðu í tengslum við eftirlit sem Fiskistofu var falið með lögum. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að aðgangi að umbeðnu gagni verði hafnað á grundvelli hagsmuna útgerða þeirra skipa sem fram koma í myndbandinu. Ekki verður í þessu ljósi séð, hvað útgerðirnar snertir, að gagnið geymi upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt með tilliti til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra einstaklinga sem um ræðir, þ.e. skipverjanna á skipunum í myndbrotinu, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðið gagn geymi upplýsingar um „einka- eða fjárhagsmálefni“ þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að almennt er ekki nægjanlegt til að ákvæðið eigi við að upplýsingar sem um ræðir varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga heldur þarf einnig að liggja fyrir að upplýsingarnar séu viðkvæmar með þeim hætti að það teljist sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt. Líkt og við á um lögaðila, sbr. umfjöllun hér að framan, reynir í þessu sambandi á mat og vægi mismunandi hagsmuna. Hvað einstaklinga varðar verður þó sérstaklega að líta til þess, umfram það sem á við um lögaðila, að einstaklingar njóta verndar friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá gilda jafnframt sérstakar lagareglur um vernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga en hún er lögfest hér á landi með 2. gr. tilvitnaðra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og birt sem fylgiskjal með þeim lögum. Þrátt fyrir að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. fyrrnefndu laganna, þá hafa sjónarmið um persónuvernd engu að síður þýðingu við það hagsmunamat sem fram þarf að fara við beitingu 9. gr. upplýsingalaga eins og fyrr greinir. Þessi sjónarmið leiða iðulega til þess að það er háð umtalsvert ríkari takmörkunum hvaða upplýsingar um einstaklinga verða afhentar á grundvelli upplýsingalaga heldur en verða afhentar um lögaðila.<br /> <br /> Líkt og fram er komið má í myndskeiðinu, sem Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að, sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð. Vegna þessarar háttsemi voru mál sem varða skipin og útgerðir þeirra tekin til frekari meðferðar af hálfu Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Meðferð þeirra mála, sem laut að rannsókn á lögbrotum, varðar háttsemi þessara skipverja með beinum hætti. Eins og fyrr segir er það jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu megi persónugreina skipverjana.<br /> <br /> Með tilteknum lagafyrirmælum, sbr. ekki síst 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar en einnig 9. gr. laga um Fiskistofu, hefur verið tekin sú afstaða að Fiskistofa skuli birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna einstakra skipa. Sú lagaskylda er í samræmi við þau almennu sjónarmið sem vikið var að hér að framan, og almennt verður litið til við beitingu 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Af lagaskyldunni í 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar einni og sér leiðir hins vegar ekki að allir einstaklingar sem falla undir eftirlit Fiskistofu þurfi að sæta því að upplýsingar sem varða þá persónulega og til verða í því eftirliti verði gerðar opinberar, enda sé þess ekki þörf til að fullnægja lagaskyldu 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar eða öðrum sambærilegum lagaskyldum eða heimildum stofnunarinnar til birtingar upplýsinga. Um afhendingu upplýsinga af þeim toga fer því eftir almennum sjónarmiðum um beitingu 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á hagsmunum þeirra skipverja sem fram koma í umbeðnu myndskeiði telur úrskurðarnefndin rétt að líta til áður tilvitnaðrar niðurstöðu Persónuverndar í úrskurði stofnunarinnar, dags. 28. mars 2023, í máli nr. 2021030579, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í drónaeftirliti stofnunarinnar með skipum þar sem hægt var að persónugreina skipverja. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða í málinu hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt. Lagareglum um heimildir Fiskistofu til þess að nota fjarstýrð loftför með myndavélum við eftirlit sitt var breytt með lögum nr. 85/2022, eins og áður er rakið. Atvik tilvitnaðs úrskurðar Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar. Verður af þessu ráðið að Fiskistofa hafi ekki haft heimildir í lögum til að gera þær upptökur af skipverjum sem er að finna í myndskeiðinu og kærandi krefst aðgangs að. Þessi aðstaða hefur að mati úrskurðarnefndarinnar áhrif á það heildarmat sem leggja ber til grundvallar um það hvort sanngjarnt sé, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu verði afhentar eða ekki.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur jafnframt rétt að benda á að upplýsingar um það hvort einstaklingur hafi verið grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot, að rannsókn máls hafi beinst að honum af því tilefni eða að hann hafi af hálfu stjórnvalda verið tengdur slíku máli, verða almennt taldar þess eðlis að þær geti varða einkalíf hans og teljist viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar sem fram koma í umræddu myndskeiði eru af þessum toga hvað varðar skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu. Ekki verður séð að birting upplýsinga um þá hafi sérstaka þýðingu um tiltekin lögbundin réttindi eða lagalega stöðu þeirra eða annarra, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu teljist upplýsingar sem varði einkamálefni þeirra skipverja sem þar koma fyrir sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>7.</strong></h2> <p>Að fenginni þeirri niðurstöðu að hagsmunir skipverjanna sem koma fyrir í myndskeiðinu standi afhendingu myndskeiðsins í vegi, þarf að taka afstöðu til þess hvort mögulegt sé að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir það myndskeið sem deilt er um aðgang að og telur að upplýsingar sem varða einkamálefni viðkomandi skipverja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt komi svo víða fyrir í myndskeiðinu að ekki sé unnt að leggja fyrir Fiskistofu að veita aðgang að hluta gagnsins. Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki heldur til álita að leggja fyrir Fiskistofu að afmá frekari upplýsingar úr myndskeiðinu en þegar hefur verið gert, þar sem stofnuninni er óskylt að gera það samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, að synja […] um aðgang samsettu myndskeiði með upptökum úr drónum vegna eftirlits stofnunarinnar með brottkasti sem sýnir fimm skip að veiðum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1209/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1209/2024 í máli ÚNU 24020019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá […] 20. febrúar 2024. Í erindinu kveður kærandi að ríkislögmaður hafi ekki orðið við beiðni um aðgang að umsögnum Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem ríkislögmaður aflaði við meðferð bótakröfu kæranda.<br /> <br /> Þann 7. desember 2022 sendi kærandi þessa máls erindi til ríkislögmanns þar sem lögð var fram krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna tilgreindra atvika. Ríkislögmaður aflaði af því tilefni umsagna frá dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og Landspítala. Ríkislögmaður hafnaði í kjölfarið viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi til kæranda dags. 11. desember 2023. Með erindi til ríkislögmanns, dags. 18. desember 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að hafna kröfu kæranda um bætur. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að framangreindum umsögnum. Í kjölfar samskipta ríkislögmanns og kæranda í desember 2023, janúar og febrúar 2024, áréttaði ríkislögmaður fyrri afstöðu til kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi þann 14. febrúar 2024. Í því bréfi var ekki tekin afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni með erindi, dags. 1. mars 2024. Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 6. mars 2024. Samhliða umsögninni sendi ríkislögmaður kæranda ákvörðun, dags. sama dag, um að hafna gagnabeiðni hans. Þá fylgdi umsögninni afrit af: 1) umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, 2) tölvupósti milli Landspítala og ríkislögmanns, dags. 17. apríl 2023, 3) umsögn Landspítala, dags. 24. apríl 2023, 4) tölvupóstum milli heilbrigðisráðuneytis og ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, og 5) umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er rakið að kærandi hafi sent embættinu erindi um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Ríkislögmaður hafi aflað umsagna Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis vegna erindisins og átt í tölvupóstssamskiptum við Landspítala og heilbrigðisráðuneyti. Afstaða stjórnvalda hafi verið að skilyrði bótaskyldu væru ekki fyrir hendi. Í ákvörðun um að hafna beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er vísað til þess að þau séu undanþegin upplýsingarétti, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. mgr. 14. gr. sömu laga. Þá sé ekki talið tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt er, sbr. 2. mgr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og afstöðu kæranda óskað til þess hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram í ljósi þess að gagnabeiðni hans hefði nú verið afgreidd. Kærandi brást við erindi úrskurðarnefndarinnar 18. mars og 9. apríl 2024. Af erindunum taldi nefndin ráðið að hann vildi að málinu yrði haldið áfram. Kærandi upplýsti nefndina 20. mars 2024 um að Landspítali hefði afhent kæranda umsögn sína í málinu. Eftir stæði því að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dóms- og heilbrigðisráðuneyta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði frá nánar tilgreindum stjórnvöldum vegna erindis kæranda til ríkislögmanns þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu.<br /> <br /> Kærandi hefur upplýst úrskurðarnefndina um að hann hafi fengið umsögn Landspítala afhenta. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023. Vegna síðargreindu umsagnarinnar liggja einnig fyrir þrír tölvupóstar, nánar tiltekið einn tölvupóstur frá starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins til ríkislögmanns dags. 1. nóvember 2023 og tveir tölvupóstar með svörum ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, þar sem fjallað er efnislega um kröfu kæranda um viðurkenningu bótaskyldu. Þar sem gögnin urðu til í tilefni af bótakröfu kæranda telur úrskurðarnefndin að þessi gögn falli undir kæruefni málsins og að um rétt kæranda til aðgangs að þeim fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem varðar aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Með ákvörðun ríkislögmanns 6. mars 2024 var því hafnað að afhenda kæranda þessi gögn, bæði umsagnirnar og nefnda tölvupósta.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns kemur fram að umsögninni fylgi gögn sem fyrir liggi í ráðuneytinu. Þessi gögn voru ekki á meðal þeirra sem ríkislögmaður afgreiddi með ákvörðun sinni til kæranda, dags. 6. mars 2024, og koma því ekki til umfjöllunar í þessum úrskurði. Vilji kærandi láta reyna á rétt sinn til aðgangs að þeim gögnum skal erindi um það beint til ríkislögmanns eða ráðuneytisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ákvörðun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra umsagna sem deilt er um aðgang að í málinu í tilefni af erindi kæranda til embættisins, dags. 7. desember 2022. Áðurnefndir tölvupóstar sem bárust milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytisins 1. og 2. nóvember 2023 urðu einnig til í tilefni af sama erindi kæranda. Með erindinu fór kærandi meðal annars fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Yfirskrift I. kafla erindisins er „krafa um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins gegn aðvörun um málshöfðun“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir og tölvupóstsamskipti hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ríkislögmanni hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um framangreindar umsagnir á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ríkislögmanns því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði. Sama á við um tölvupósta sem sendir voru milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. og 2. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns, dags. 6. mars 2024, að synja […] um aðgang að umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023, og tölvupóstssamskiptum frá 1. og 2. nóvember 2023 milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis vegna umsagnar ráðuneytisins.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1208/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni kæranda var byggð á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Fiskistofa hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að skilyrði þess að ákvæðinu yrði beitt væru uppfyllt í málinu. Var ákvörðun Fiskistofu því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1208/2024 í máli ÚNU 23090017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] synjun Fiskistofu á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. Greinargerð með kæru ásamt fylgiskjölum barst úrskurðarnefndinni 2. október 2023.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með bréfi 12. júní 2023 tilkynnti Fiskistofa kæranda að stofnunin hefði til meðferðar ætluð brot skipstjóra nánar tiltekins fiskiskips gegn reglugerð um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Með erindi til Fiskistofu 24. sama mánaðar óskaði kærandi meðal annars eftir aðgangi að gögnum allra samskonar mála frá upphafi strandveiða árið 2008, nánar tiltekið þeirra mála sem vörðuðu möguleg og/eða ætluð brot skipstjóra fiskiskipa gegn sams konar ákvæðum og kæmu fram í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og/eða 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Í þessu samhengi óskaði kærandi sérstaklega eftir gögnum í málum þar sem Fiskistofa hefði ákveðið, að lokinni yfirferð gagna, að hefja ekki málarekstur gegn skipstjóra.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 6. júlí 2023, óskaði Fiskistofa eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína frekar til þess að flýta afgreiðslu hennar. Fiskistofa ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 25. og 28. júlí 2023 og vakti athygli á að ef ekki yrði fallist á að afmarka beiðni gæti það leitt til þess að henni yrði hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 29. ágúst 2023, synjaði Fiskistofa beiðni kæranda með vísan til umrædds ákvæðis.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hvort stjórnsýslumál, þar sem Fiskistofa kanni mögulega beitingu refsi- og/eða stjórnsýsluviðurlaga gegn kæranda vegna ætlaðra brota gegn reglugerð nr. 298/2020, feli í sér frávik frá venjubundinni framkvæmd stofnunarinnar í sambærilegum málum. Vakin sé athygli á því að Fiskistofa hafi ekki vísað frá beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga heldur afgreitt hana efnislega og synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt enda bendi ekkert til þess að Fiskistofa hafi framkvæmt raunverulegt mat á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda lúti að og hið sama gildi um mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðnina. Liggi því ekkert fyrir um hvort vinnsla á beiðni kæranda muni leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum Fiskistofu til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá hafi Fiskistofa ekki leiðbeint kæranda um hvernig hann skyldi afmarka beiðni sína svo unnt væri að afgreiða hana og þar með vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 4. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 27. október 2023, kemur meðal annars fram að stofnunin hafi óskað þess að kærandi myndi afmarka beiðni sína nánar til þess að flýta afgreiðslu beiðninnar þar sem hún hafi verið of víðtæk, enda taki hún til allra mála sem hafi varðað tiltekin ákvæði eða sambærileg fyrri ákvæði á 15 ára tímabili án nokkurrar takmörkunar. Sjónarmiðum kæranda um að stofnunin hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni sé hafnað.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu er rakið að farið hafi fram skoðun á þeim málum sem hafi fallið undir beiðni kæranda. Notast hafi verið við tiltekinn málalykil í málakerfi stofnunarinnar og við þá leit hafi komið upp 1.300 mál frá árinu 2018. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi ekki verið gerð sérstök leit í eldra málakerfi en kæranda bent á að leita til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Til að varpa betra ljósi á umfang þeirra gagna sem beiðni kæranda lúti að hafi Fiskistofa tekið saman lista yfir mál frá árunum 2019–2023. Skoðunin hafi leitt í ljós að á tímabilinu hafi verið 475 mál sem falli undir beiðni kæranda en í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningarbréf, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Ógerlegt sé að verða við beiðni kæranda með hliðsjón af fjölda mála, þrátt fyrir að hún yrði afmörkuð við fimm ára tímabil í stað 15 ára. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum, auk þess sem leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt og því skuli staðfesta ákvörðun stofnunarinnar.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með frekari athugasemdum 3. desember 2023.<br /> <br /> Kærumálið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 13. júní 2024. Afgreiðslu málsins var frestað í þeim tilgangi að afla nánari skýringa hjá Fiskistofu á umfangi þeirra mála sem féllu undir beiðni kæranda. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar og Fiskistofu var fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar nánar afmörkuð við handahófskennt úrtak mála úr lista þeirra 475 mála frá árunum 2019 til 2023 sem féllu undir beiðni kæranda. Til viðbótar við upplýsingar sem fram komu í nefndum samskiptum fékk úrskurðarnefndin með tölvupósti 24. júní 2024 afhentar frá Fiskistofu tilteknar upplýsingar um umfang þeirra mála sem afmörkunin náði til.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu en stofnunin synjaði beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1138/2023, nr. 1127/2023 og 1142/2023.<br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Fiskistofa afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni lista yfir öll mál á árunum 2019–2023 sem stofnunin taldi falla undir beiðni kæranda en um er að ræða 475 mál. Í umsögninni kemur fram að í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningar, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum og þá þurfi einnig að leggja mat á hvert og eitt gagn með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Þá er rakið í umsögninni að vegna umfangs beiðni kæranda hafi ekki verið gerð leit í eldra málakerfi stofnunarinnar og kæranda bent á að hann gæti leitað til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir endanleg afmörkun á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda kann að lúta að enda liggur fyrir að athugun Fiskistofu beindist fyrst og fremst að gögnum í vörslum stofnunarinnar frá árunum 2019–2023. Þrátt fyrir að rannsókn stofnunarinnar og skýringar hennar taki þannig fyrst og fremst aðeins til fimm af þeim 15 árum sem gagnabeiðnin tekur til telst stofnunin engu að síður hafa sýnt fram á að á þessum fimm árum liggja fyrir að minnsta kosti 475 mál sem falla undir gagnabeiðni kæranda. Hvert þessara mála inniheldur að jafnaði allnokkuð magn af skjölum, þar á meðal brotaskýrslu, vigtarnótur, gögn úr afladagbókum, andmælabréf aðila máls og ákvörðun viðkomandi máls eða leiðbeiningabréf hafi verið um það að ræða, en sumum þeirra mála sem falla undir beiðni kæranda hefur verið lokið með slíku bréfi. Þá liggja í allnokkrum hluta málanna fyrir frekari gögn, svo sem um rannsókn atvika, gögn um lögskráningar og samskipti við önnur stjórnvöld.<br /> <br /> Fiskistofa hefur bent á að leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal í þeim málum sem um ræðir með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar, en í því felst m.a. að leggja þarf mat á hvort gögnin innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hluta eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnslan muni taka mikinn tíma.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þau skjöl sem falla undir gagnabeiðni kæranda séu mjög mikil að umfangi. Það er jafnframt mat nefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þessi gögn þurfi að yfirfara með tilliti til einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Þá telur nefndin, þrátt fyrir að Fiskistofa hafi ekki lagt með beinum hætti mat á umfang þeirrar vinnu sem úrvinnsla beiðninnar myndi taka, að hér hafi stofnunin sýnt með nægjanlega skýrum hætti fram á að meðferð og afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að af þeim sökum sé ekki fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður ákvörðun Fiskistofu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 29. ágúst 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1207/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kærenda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Hins vegar voru kærendur taldir eiga rétt til aðgangs að fylgigögnum sem fylgdu einni umsögninni. Að öðru leyti var ákvörðun ríkislögmanns staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1207/2024 í máli ÚNU 23060022.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kærenda sendi bréf til ríkislögmanns 22. febrúar 2023 og hafði þar uppi kröfu um skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Í bréfinu var gerð nánari grein fyrir kröfunni en grundvöllur hennar var í meginatriðum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði staðið ranglega að úthlutun söluverðs í kjölfar nauðungarsölu á fasteign kærenda. Í niðurlagi bréfsins kom fram að kærendur áskildu sér meðal annars allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti um kröfur kærenda. Umsögn barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 27. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 31. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kærendum 19. maí 2023 þar sem kröfum þeirra var hafnað.<br /> <br /> Með tölvupósti 26. maí 2023 fór lögmaður kærenda fram á að fá afrit af framangreindum umsögnum. Ríkislögmaður synjaði beiðninni með tölvupósti 1. júní sama ár með vísan til þess að umsagnirnar væru undanþegnar upplýsingarrétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti leiðbeiningar um kæruheimild.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru er á því byggt að ákvörðun ríkislögmanns sé ólögmæt og að umsagnirnar séu ekki undanþegnar upplýsingarrétti. Kærendur byggi kröfu sína um aðgang að umsögnunum meðal annars á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Fyrir liggi að ríkislögmaður hafi aflað umsagna sem lúti að málefnum kærenda. Efni umsagnanna varði mikilsverða, beina, sérstaka og lögvarða hagsmuni kærenda og því brýnt að þau fái aðgang að þeim. Þá verði ekki séð að takmarkanir samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga eigi við þar sem umbeðin gögn varði einungis mál kærenda og málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við úthlutun á söluverði fasteignar þeirra í kjölfar nauðungarsölu.<br /> <br /> Ríkislögmaður hafi aflað umsagnanna í tilefni af erindi kærenda til ríkislögmanns þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Ekki sé um að ræða dómsmál líkt og sé áskilið í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og eigi ákvæðið því ekki við auk þess sem önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt.<br /> <br /> Kærendur benda á að ríkislögmaður hafi ekki talið tilefni til að veita aukinn aðgang að umbeðnum gögnum eftir 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnunum varði einkahagsmuni kærenda og þagnarskylda eða önnur lagaákvæði standi því ekki í vegi að þau eigi rétt á umræddum gögnum. Þá verði ekki séð að ríkislögmaður hafi rökstutt ákvörðun sína um að hafna aðgangi á grundvelli 2. mgr. 11. gr. líkt og sé skylt samkvæmt frumvarpi til upplýsingalaga. Loks falli gögnin ekki undir þær takmarkanir sem komi fram í 6. og 10. gr. upplýsingalaga og geti því 2. mgr. 14. gr. ekki staðið í vegi fyrir afhendingu gagnanna til kærenda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 28. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem embættið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni kemur fram að umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kærenda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kærendum 5. júlí 2023 en með tölvupósti 10. sama mánaðar upplýsti lögmaður kærenda að ekki yrðu lagðar fram frekari athugasemdir í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kærenda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kærendum um aðgang að umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kærenda sem barst embættinu 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Ríkislögmaður afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af framangreindum umsögnum en meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu voru sjö fylgiskjöl. Verður því tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort að kærendur eigi rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 31. mars 2023.</li> <li>Umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. mars 2023, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum: <ul> <li>Mótmæli kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 4. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Athugasemdir Arion banka hf. vegna mótmæla kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 8. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Mótmæli kærenda við athugasemdir Arion banka hf., dags. 9. febrúar 2018.</li> <li>Upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, stimplað um greiðslu 12. desember 2018.</li> <li>Dómur Hæstaréttar Íslands 12. desember 2017 í máli nr. 707/2017.</li> <li>Úrskurður Landsréttar 3. október 2018 í máli nr. 505/2018.</li> <li>Ákvörðun Hæstaréttar Íslands 13. nóvember 2018 í máli nr. 2018-200.</li> </ul> </li> </ol> <p> <br /> Framangreind fylgiskjöl með umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varða öll nauðungarsölu á fasteign kærenda sem fram fór hjá embættinu og var tilefni þeirrar bótakröfu sem kærendur settu fram á hendur íslenska ríkinu með fyrrgreindu bréfi til ríkislögmanns 22. febrúar 2023. Gögn undir liðum 1–4 bera með sér að hafa verið á meðal málsgagna við meðferð málsins fyrir Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en gögnin, að undanskildu skjali undir lið 4, virðast einnig hafa verið á meðal fylgigagna með bréfi lögmanns kærenda til ríkislögmanns. Þá hafa gögn undir liðum 5–7 að geyma úrlausnir dómstóla í tveimur dómsmálum sem kærendur voru aðilar að og sem bæði vörðuðu umrædda nauðungarsölu. Loks er í framangreindum umsögnum að finna afstöðu dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda.<br /> <br /> Í framangreindum gögnum er að finna upplýsingar um kærendur sjálfa, ýmsar upplýsingar um fasteign sem var í þeirra eigu og upplýsingar sem stafa beinlínis frá þeim. Telur nefndin að um aðgang kærenda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan.<br /> <br /> Tekið skal fram að þrátt fyrir að hluti framangreindra gagna beri með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið hluti af málsgögnum við meðferð nauðungarsölumálsins hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verður ekki talið að 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, sem tiltekur að lögin gildi ekki um nauðungarsölu o.fl., geti staðið í vegi fyrir afhendingu þessara gagna frá ríkislögmanni til kærenda. Þá skal einnig tekið fram, með vísan til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að gögnum í vörslum ríkislögmanns, og þar sem hér reynir á aðgang að gögnum sem varða viðbrögð stjórnvalda við einkaréttarlegri kröfu um skaðabætur úr hendi ríkisins, verður leyst úr rétti kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá ríkislögmanni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annað hvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Eins og áður hefur verið rakið aflaði ríkislögmaður umsagna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kærenda 22. febrúar 2023. Með bréfinu fóru kærendur meðal annars fram á að íslenska ríkið greiddi þeim skaðabætur og var þess getið í bréfinu að kærendur áskildu sér allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram, eins og fyrr segir, afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærendur hafi eða muni höfða dómsmál á hendur viðkomandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðnar umsagnir falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að þeim fylgigögnum sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða gögn sem bera með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið á meðal málsgagna í nauðungarsölumálinu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Svo sem fyrr segir virðast þessi gögn, að undanskildu skjali sem hefur að geyma upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, hafa verið meðfylgjandi bréfi kærenda til ríkislögmanns frá 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem af lögum leiða. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið efni þessara gagna. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt fram í þeim sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Að þessu og öðru framangreindu gættu og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru í kafla 2 hér að framan, þá teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi voru meðfylgjandi umsögninni dómsúrlausnir Hæstaréttar Íslands og Landsréttar í málum sem kærendur voru aðilar að. Fyrir liggur að umræddar dómsúrlausnir eru þegar aðgengilegar almenningi á vefsíðum Landsréttar og Hæstaréttar Íslands, í sömu mynd og þær birtast í fyrirliggjandi gögnum. Verður aðgangur kærenda að gögnunum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi telur úrskurðarnefndin rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kærendum þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögmanni ber að afhenda kærendum, […], þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 27. mars 2023. Ákvörðun ríkislögmanns í máli kærenda, dags. 1. júní 2023, er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1206/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1206/2024 í máli ÚNU 23060013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kæranda sendi bréf til ríkislögmanns 1. desember 2022 og hafði þar uppi kröfu fyrir hönd kæranda um miskabætur að tiltekinni fjárhæð auk vaxta og lögmannskostnaðar. Í bréfinu var forsaga málsins rakin en í meginatriðum var málsatvikum lýst með þeim hætti að tveir lögreglumenn hefðu komið heim til kæranda 8. desember 2021 og óskað eftir upplýsingum um hvers vegna kærandi og heimilisfólk hans hefði ekki farið í skimun vegna Covid-19 við landamæri Íslands við komu þeirra til landsins kvöldið áður. Að fengnum upplýsingum um að heimilisfólkið hefði farið í skimun og greinst neikvætt hefðu lögreglumennirnir tiltekið að þeir ætluðu að staðreyna þessar upplýsingar sjálfir með skoðun í gagnagrunni sem þeir hefðu aðgang að en þar gætu þeir einnig fengið upplýsingar um bólusetningarstöðu hlutaðeigandi.<br /> <br /> Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri afstöðu kæranda að sennilegt væri að embætti landlæknis hefði með saknæmum og ólögmætum hætti miðlað eða á annan hátt veitt lögreglu aðgang að viðkvæmum sjúkraskráupplýsingum um kæranda í smitsjúkdómaskrá eða öðrum sjúkraskrám. Jafnframt að kærandi teldi að með þessu framferði hefði embætti landlæknis eða annars sóttvarnalæknir í umboði þess brotið gegn b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Í niðurlagi bréfsins áskildi kærandi sér meðal annars rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðisráðuneyti, landlækni og dómsmálaráðuneyti vegna bótakröfu kæranda. Umsagnir bárust frá embætti landlæknis 10. janúar 2023, sem sóttvarnalæknir undirritaði, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi 31. sama mánaðar, frá heilbrigðisráðuneyti 13. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 23. maí 2023. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda 30. maí 2023 þar sem bótakröfu hans var hafnað. Með tölvupósti sama dag til ríkislögmanns fór lögmaður kæranda fram á að fá afhentar framangreindar umsagnir og ítrekaði þá beiðni degi síðar.<br /> <br /> Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 1. júní 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti kæranda leiðbeiningar um kæruheimild. Samdægurs óskaði lögmaður kæranda eftir staðfestum afritum af undirritun tveggja tilgreindra lögreglumanna undir trúnaðaryfirlýsingu. Jafnframt að upplýst yrði hvenær kæranda hefði verið flett upp í smitsjúkdómaskrá. Ríkislögmaður framsendi síðastgreindu beiðnina til landlæknis sem veitti kæranda upplýsingar um uppflettingu í smitsjúkdómaskrá 6. júní 2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Málið sé óvenjulegt, varði mikilsverða einkahagsmuni kæranda um friðhelgi einkalífs en snúi einnig að mikilvægri stjórnskipulegri afmörkun þess hvar draga beri mörk einkalífs og opinbers valds. Handhafar opinbers valds hafi ekki farið að reglum um meðferð heilsufarsupplýsinga kæranda og í því ljósi beri að túlka allan vafa um undanþáguheimildir honum í vil. Að öðrum kosti væri úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leggja blessun sína yfir athafnir stjórnvalda eins og þær opinberist í gögnum málsins. Hér gildi því ákvæði 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang að gögnum, enda standi engar aðrar lagareglur því í vegi, og séu brýnir almannahagsmunir bundnir við að vinnubrögð sóttvarnalæknis og lögreglu verði dregin fram í dagsljósið en ekki hulin myrkri í skjóli undanþáguákvæða upplýsingalaga. Þá varði málið kæranda sjálfan og því eigi ekki við ákvæði laga um þagnarskyldu eða persónuvernd.<br /> <br /> Í kæru er ítarlega gerð grein fyrir ákvæðum sóttvarnalaga, nr. 19/1997, og þá einkum ákvæðum laganna sem lúta að smitsjúkdómaskrá og trúnaðar- og þagnarskyldu varðandi upplýsingar í þeirri skrá og öðrum sjúkraskrám. Rakið er að staðreyndir í máli kæranda bendi til að trúnaðar hafi ekki verið gætt af hálfu yfirvalda og viðkvæmum heilsufarsupplýsingum hafi verið miðlað frjálslega og utan marka laga enda heimili ákvæði sóttvarnalaga ekki eftirlitslausa miðlun upplýsinga um bólusetningarstöðu en slík miðlun virðist hafa átt sér stað í máli kæranda.<br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi augljósa lagalega hagsmuni af því að fá staðfest hverjir hafi haft aðgang að gagnagrunni með upplýsingum um hann. Gögn málsins beri vott um að lögregla hafi með framgöngu sinni farið út fyrir leyfileg valdmörk, stundað persónunjósnir og gerst sek um mismunun sem ekki hafi verið réttlætt, hvorki lagalega né málefnalega, enda ósannað að réttlætanlegt hafi verið að skipta borgurum landsins í tvo misréttháa hópa eftir bólusetningarstöðu. Til þess að unnt sé að verja réttarstöðu kæranda gagnvart ofurefli ríkisvalds sé nauðsynlegt að kærandi fái afhentar allar þær umsagnir sem ríkislögmaður hafi aflað í aðdraganda ákvörðunar embættisins 30. maí 2023.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 22. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023. Í umsögninni kemur fram að synjun embættisins sé reist á 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kæranda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda 5. júlí 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 20. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kæranda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögnum heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, landlæknis og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kæranda sem barst embættinu 1. desember 2022.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra fjögurra umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kæranda 1. desember 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að honum yrðu greiddar miskabætur að tiltekinni fjárhæð og var þess getið í bréfinu að kærandi áskildi sér rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða hlutaðeigandi stjórnvalda til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál á hendur hlutaðeigandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðin gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu gagnanna því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1205/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs meðal annars að gögnum um bótakröfu og bótagreiðslu sveitarfélags til einstaklings. Ákvörðun sveitarfélagsins að synja beiðninni byggðist fyrst og fremst á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu einkamálefni einstaklingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Var ákvörðun sveitarfélagsins því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1205/2024 í máli ÚNU 22100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 6. október 2022, kærði […] lögmaður, f.h. […], ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að gögnum um bótakröfu […] og bótagreiðslu sveitarfélagsins til […], og upplýsingum um eineltiskvörtun.<br /> <br /> Kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum 3. ágúst 2022. Eftir að hafa að ósk […] afmarkað beiðnina nánar hljóðaði hún á um eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> </p> <ol> <li>Bótakrafa […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] vegna málsins, og öll önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.</li> <li>Hver niðurstaða […] hafi verið vegna eineltiskvörtunarinnar og hvenær rannsókn á málinu hafi lokið. Þá var óskað aðgangs að öllum gögnum sem vörðuðu lokaafgreiðslu […] á málinu.</li> </ol> <p> <br /> Með ákvörðun […], dags. 9. september 2022, var kæranda synjað um aðgang að gögnum sem féllu undir fyrri lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið varð að hluta við beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt síðari liðnum, en synjaði kæranda um aðgang að öðru leyti með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að […] og […] hafi mátt vera ljóst að samkomulag um greiðslu bóta úr sveitarsjóði sveitarfélagsins væru upplýsingar sem vörðuðu almenning, enda um ráðstöfun almannafjár að ræða. Ríkir hagsmunir standi til þess að upplýst sé um samkomulagið, sbr. markmiðsákvæði upplýsingalaga í 1. gr. þeirra um að tryggja gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna. […]<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar í þeim gögnum sem synjað hefur verið um aðgang að séu ekki þess efnis að þær varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. […]<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar telur kærandi að út frá skýringum […] megi draga þá ályktun að kæranda hafi verið synjað um aðgang að mörg hundruð blaðsíðum af gögnum. Kærandi krefjist þess að gögnin verði afhent sér í heild.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 7. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 20. október 2022. Í henni kemur fram að í þeim gögnum sem heyri undir fyrri lið gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklings sem teljist auk þess viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum. Þá sé að auki að miklu leyti um vinnugögn að ræða í skilningi upplýsingalaga. Umsögninni fylgdu þau gögn sem […] telur að kæran lúti að.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. nóvember 2022, kemur fram að […] hafi enn ekki skýrt út hvaða gögn samkvæmt síðari lið gagnabeiðninnar hafi ekki verið afhent og hvernig takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau. Varðandi fyrri lið beiðninnar sé hún sett fram með þeim hætti að gögn sem undir liðinn heyra geti ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 18. október 2023, sendi kærandi úrskurðarnefndinni úrskurð innviðaráðuneytis sem kveðinn var upp tveimur dögum áður í kærumáli um aðgang að sömu gögnum og til meðferðar eru í þessu máli. Niðurstaða ráðuneytisins um fyrri lið gagnabeiðninnar var sú að ákvörðun […] lyti ekki eftirliti ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, heldur væri um að ræða starfsmannamál sveitarfélagsins. Þeim þætti kærunnar var því vísað frá.<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar var það niðurstaða ráðuneytisins að þegar erindi […], dags. 16. desember 2020, barst […] hefði hafist stjórnsýslumál sem lokið hefði með erindi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að því stjórnsýslumáli og því færi um rétt til aðgangs að gögnum málsins samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Þar sem […] hefði ekki afgreitt þann hluta beiðninnar með fullnægjandi hætti var ákvörðun sveitarfélagsins felld úr gildi að því leyti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þess einstaklings sem gögnin varða til afhendingar þeirra gagna sem deilt er um aðgang að. Með erindi, dags. 27. nóvember 2023, var lagst gegn afhendingunni.<br /> <br /> Með erindi til kæranda, dags. 27. maí 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á afmörkun fyrri liðar gagnabeiðni hans. Í svari kæranda, dags. 30. maí 2024, […].<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun […] að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða bótagreiðslu til […] og afgreiðslu sveitarfélagsins á eineltiskvörtun […].<br /> <br /> Eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kærandi sömu ákvörðun […] til innviðaráðuneytis. Í úrskurði ráðuneytisins var niðurstaðan sú að gögn sem heyrðu undir síðari lið gagnabeiðni kæranda og vörðuðu afgreiðslu […] á eineltiskvörtun […] tilheyrðu stjórnsýslumáli sem hófst með erindi hennar 16. desember 2020 og lauk þegar kæranda var tilkynnt um lok málsins 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að málinu og því byggðist réttur hans til aðgangs að gögnum þess á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Það liggur því fyrir að skorið hefur verið úr um að réttur kæranda til aðgangs að gögnum samkvæmt síðari lið gagnabeiðni byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur stjórnsýslulaga. Sá réttur sem stjórnsýslulög veita aðila máls til aðgangs að gögnum er ríkari en réttur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þá liggur fyrir að innviðaráðuneyti er að lögum hið rétta stjórnvald til að skera úr um ágreining sem lýtur að aðgangi kæranda að gögnum málsins, sbr. 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, um heimild aðila máls til að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Verður þeim hluta kærunnar sem lýtur að síðari lið gagnabeiðni kæranda því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrri liður gagnabeiðni kæranda hljóðaði á um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […], og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> […] afhenti úrskurðarnefndinni 844 blaðsíður af gögnum sem sveitarfélagið telur að heyri undir þennan lið gagnabeiðninnar. Eftir að hafa grisjað gögnin þannig að hvert gagn komi aðeins einu sinni fyrir standa eftir 340 blaðsíður. Sá hluti gagnanna, sem varðar bótakröfu […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] og önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins, er 124 blaðsíður. Eftirfarandi umfjöllun miðar að því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Meðal framangreindra gagna eru hvorki gögn sem eru um kæranda, né er í gögnunum að finna upplýsingar sem telja má að varði kæranda sérstaklega umfram aðra með þeim hætti að upplýsingaréttur hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Áréttað skal að þessi niðurstaða á við um þau gögn sem nefndin hefur afmarkað umfjöllun sína við, sbr. framangreint. Það er mat nefndarinnar að ekki verði séð að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að gögnunum séu að einhverju leyti ríkari eða annars eðlis en hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim. Fer því um upplýsingarétt kæranda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er fyrst og fremst byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki sjálfgefið að bótakrafa einstaklings sem beint er að stjórnvaldi og önnur gögn sem til verða við úrvinnslu þess máls sem kann að hefjast í kjölfarið séu gögn um einkamálefni viðkomandi einstaklings. Þegar krafa varðar bætur fyrir ætlað einelti má þó almennt ætla að gögn málsins varði einkamálefni þess sem leggur fram kröfuna. Slíkar upplýsingar kunna jafnframt að teljast viðkvæmar fyrir þann einstakling sem í hlut á.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir framangreind gögn með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hafið yfir vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eiga ekki erindi við almenning. Á það að mati nefndarinnar við um gögnin í heild, þ.e. bótakröfuna sem og gögn sem urðu til í tengslum við meðferð og úrvinnslu kröfunnar. Við mat á því hvort engu að síður væri hægt að veita aðgang að hluta gagnanna telur nefndin það ekki vera mögulegt þar sem til þess er að líta, sem áður segir, að málið í heild sinni er viðkvæmt og afhending upplýsinga sem einar og sér myndu ekki endilega teljast viðkvæmar gæti með óbeinum hætti varpað ljósi á aðrar upplýsingar í málinu sem teljast viðkvæmar og til þess fallnar að skaða einkahagsmuni viðkomandi einstaklings ef þær væru á vitorði almennings.<br /> <br /> Kærandi telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum þar sem í málinu hafi opinberum fjármunum verið ráðstafað til að greiða […] bætur. Líkt og áður hefur komið fram eru mál sem varða kröfur um bætur fyrir ætlað einelti almennt viðkvæm. Þá er vandséð að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af að fá aðgang að gögnum slíkra mála. Nefndin tekur fram að almennt er litið svo á að upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna eigi erindi við almenning í því skyni að styrkja aðhald að opinberum aðilum, sbr. til dæmis 1. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ræður það sjónarmið ekki fortakslaust úrslitum um hvort aðgangur að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna verði veittur, heldur þarf að meta það heildstætt með hliðsjón af málsatvikum, m.a. gagnvart þeim einkahagsmunum sem um er að ræða hverju sinni. Með vísan til þess hve hagsmunir almennings af að fá aðgang að gögnum þessa máls eru að mati nefndarinnar takmarkaðir getur nefndin ekki fallist á að framangreint sjónarmið breyti þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að veita aðgang að þeim gögnum sem um er deilt í málinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að tjáning einstaklings á opinberum vettvangi um einkamálefni sín geti leitt til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga hafi meira svigrúm til að afhenda gögn sem innihalda upplýsingar um þau einkamálefni sem þannig hafa þegar verið gerð opinber. Nefndin telur hins vegar í þessu máli að það að […] hafi tjáð sig á opinberum vettvangi […] eigi ekki að leiða til þess að réttur til aðgangs að umbeðnum gögnum sé ríkari en ella væri. […] Slík opinber tjáning felur ekki í sér samþykki […] fyrir afhendingu gagnanna og veitir sveitarfélaginu sömuleiðis ekki heimild til að afhenda þau.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu varði einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun […] því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun […], dags. 9. september 2022, að synja […] um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […] vegna málsins, og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> Kæru […], dags. 6. október 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1204/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði gefið út mörg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1204/2024 í máli ÚNU 23120012.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. desember 2023, kærði […] synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 28. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort Herjólfur hefði gefið út mörg skrifleg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. október 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni hans. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 5. desember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í kjarasamningi undirmanna á Herjólfi sé kveðið á um að þeir þurfi skriflegt leyfi til að stunda aðra launaða vinnu á meðan ráðningu stendur. Kærandi kveðst með beiðni sinni hafa leitast eftir því að fá uppgefna tölu um hversu margir undirmenn hafi fengið slík leyfi en ekki óskað eftir nöfnum þeirra. Kærandi tekur fram að ef það megi finna persónugreinanlegar upplýsingar í uppgefinni heildartölu megi afmá þær.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 3. janúar 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 15. janúar 2024. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni nefndarinnar um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gögnin liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort félagið hafi gefið út mörg skrifleg leyfi til starfsmanna þess til að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan ráðningu þeirra hafi staðið. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um fyrrgreindar leyfisveitingar séu ekki fyrirliggjandi, þar á meðal að ekki liggi fyrir í gögnum félagsins samanteknar upplýsingar um heildartölu þeirra starfsmanna þess sem fengið hafa leyfi til þess að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan á ráðningu þeirra hafi staðið.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023. Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að aðeins sé leitast eftir að fá uppgefna tölu um hversu margir starfsmenn hafi fengið umrædd leyfi. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir gögn með samanteknar upplýsingar um slíkar leyfisveitingar.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 5. desember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1203/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildartölu úr bókhaldi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um sálfræðikostnað sem félagið hefði greitt árið 2023. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1203/2024 í máli ÚNU 23120005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 1. desember 2023, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 2. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvað Herjólfur hefði greitt í sálfræðikostnað vegna þjónustu við starfsmenn félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. nóvember 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni sinni. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 9. nóvember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að óskað sé eftir ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs um sálfræðikostnað félagsins á árinu 2023 vegna starfsmanna þess.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. desember 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 22. desember 2023. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gagn með umbeðnum upplýsingum liggi ekki fyrir hjá félaginu.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 12. sama mánaðar. Í athugasemdum sínum áréttar kærandi að hann sé ekki að óska eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi félagsins.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Í kæru til nefndarinnar tiltók kærandi að hann krefðist upplýsinga um kostnað Herjólfs vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 en í beiðni hans var hins vegar aðeins miðað við fyrstu níu mánuði ársins. Úrskurður þessi varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við Herjólf og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023.<br /> <br /> Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að óskað sé eftir einni ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs og áréttaði kærandi í athugasemdum sínum 12. janúar 2024 að ekki væri óskað eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi Herjólfs. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um kostnað félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, dags. 9. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1202/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum varðandi innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór á Íslandi í maí 2023. Ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum var byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir ríkislögreglustjóra að taka að nýju til meðferðar og afgreiðslu þann hluta beiðninnar sem laut að upplýsingum um skotvopn og skotfæri. Þá taldi nefndin að kærandi ætti rétt til aðgangs að sölureikningum varðandi kaup á fatnaði, hjálmum og fylgibúnaði. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1202/2024 í máli ÚNU 23060009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, 15. júní 2023, kærði […], fréttastjóri hjá Morgunblaðinu, synjun embættis ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Hinn 2. júní 2023 birtist fréttartilkynning á heimasíðu lögreglunnar með yfirskriftina „Búnaður lögreglu á leiðtogafundi“. Þar komu fram upplýsingar um búnað sem ríkislögreglustjóri hafði keypt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi í maí 2023. Í tilkynningunni var meðal annars rakið að keypt hefðu verið skotvopn og skotfæri frá tilgreindum söluaðilum vegna fundarins fyrir um 185 millj. kr. og þar hefði helst verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur. Í tilkynningunni var jafnframt rakið að keyptir hefðu verið hjálmar og jakkaföt fyrir nánar tilgreindar fjárhæðir og að tvær aðrar tegundir vopna hefðu verið keyptar til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkislögreglustjóra, dags. 6. júní 2023, vísaði kærandi meðal annars til fyrrgreindrar tilkynningar og óskaði eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum. Ríkislögreglustjóri svaraði erindinu 15. sama mánaðar og veitti kæranda tilteknar upplýsingar um innkaupin. Ríkislögreglustjóri synjaði á hinn bóginn um aðgang að upplýsingum að öðru leyti með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er meðal annars rakið að röksemdir ríkislögreglustjóra fyrir synjun á aðgangi að upplýsingunum standist ekki skoðun. Varnarbúnaður lögreglu hafi oft verið umræðuefni fjölmiðla og hafi Ríkiskaup til að mynda nýverið veitt upplýsingar um fyrirhuguð kaup á tilteknum fjölda rafbyssa. Kærandi krefst þess að ríkislögreglustjóri svari eftirfarandi spurningum í tengslum við innkaup embættisins vegna fyrrnefnds leiðtogafundar:<br /> </p> <ol> <li>Hvað voru keyptir margir hjálmar?</li> <li>Hvað voru keypt mörg jakkaföt?</li> <li>Hvað voru keyptar margar skammbyssur?</li> <li>Hvað voru keyptar margar MP5-byssur?</li> <li>Hversu mikið magn skotfæra var keypt?</li> <li>Hvaða tvær aðrar tegundir vopna voru keyptar fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra?</li> </ol> <p> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 16. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 27. júní 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er rakið að embættið hafi synjað beiðni kæranda, hvað varðar upplýsingar um skotvopn og skotfæri, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna eftir t.d. hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem geti haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins verði þær afhentar almenningi. Umræddar upplýsingar geti verið til þess fallnar að gagnast þeim sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggi ríkisins, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-151/2002. Í úrskurðinum hafi nefndin fallist á þau rök að það geti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef meðal annars upplýsingar um vopnaburð og önnur valdbeitingartæki séu á allra vitorði.<br /> <br /> Færa megi rök fyrir því að þau sjónarmið sem fram komi í umræddum úrskurði eigi enn frekar við í dag með vísan til verulegra breyttra forsendna hvað varðar þjóðaröryggi. Liggi þannig fyrir að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu, líkt og fram komi í hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafi hernaðarógn og spenna ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Ríkislögreglustjóri hafi ekki áður birt upplýsingar um varnarbúnað, líkt og kærandi byggi á. Einu upplýsingar um fjölda og gerð vopna lögreglunnar á Íslandi hafi verið birtar af hálfu annarra stjórnvalda og án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um jakkaföt og hjálma vísar ríkislögreglustjóri til þess að embættinu sé óheimilt að afhenda upplýsingar um hversu mörg eintök hafi verið keypt af vörunum þar sem slíkar upplýsingar muni eðli málsins samkvæmt gefa upp einingarverð seljanda en slíkar upplýsingar séu bundnar trúnaði samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup. Embættinu sé jafnframt óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum samkvæmt fyrirmælum 9. gr. upplýsingalaga þar sem seljandi hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir að einingarverðin yrðu gefin upp.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann gerði með frekari athugasemdum 17. júlí 2023.<br /> <br /> Kærandi tekur meðal annars fram að það sé rangt að ríkislögreglustjóri hafi ekki áður veitt nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu opinberlega, þ.m.t. upplýsingar um fjölda og gerð skotvopna. Þessu til stuðnings vísar kærandi til nokkurra dæma þar sem upplýsingar um vopn, öryggis- og hlífðarbúnað lögreglu hafi verið birtar opinberlega, m.a. af hálfu ríkislögreglustjóra. Ekki skipti máli hvort upplýsingar um vopnabúnað lögreglu hafi verið veittar án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra heldur skipti meginmáli að upplýsingarnar hafi verið veittar af hálfu stjórnvalda enda ríkislögreglustjóri sem og önnur stjórnvöld bundin á sama hátt af ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar fyrsta og annan lið í beiðni sinni telur kærandi enn fremur að hagsmunir almennings um rétt til að fá upplýsingar um opinber innkaup vegi þyngra en ætlað trúnaðarsamband milli kaupanda og seljanda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum er varða innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór hér á landi í maí 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá svör við nánar tilgreindum spurningum sem hann beindi til ríkislögreglustjóra 6. júní 2023 en embættið neitaði að svara. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar um beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri tók ekki saman þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir en hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem hafa að geyma umbeðnar upplýsingar. Mun nefndin því taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum gögnum en um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttarstjóri fjölmiðils en úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. úrskurði nr. 1138/2023 og 1157/2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögreglustjóra er, hvað varðar þá sölureikninga sem eru tilgreindir í töluliðum 1–5 í kafla 1 að framan, byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Umrædd gögn eiga það sammerkt að geyma upplýsingar um innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, fylgibúnaði þeirra og skotfærum.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum um 1. tölul. 10. gr.:<br /> </p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […]<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er meðal annars rakið að nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna til dæmis eftir hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem gætu haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Geti umræddar upplýsingar verið til þess fallnar að gagnast þeim aðilum sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggis ríkisins og birting þeirra geti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í umsögninni að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu eins og megi ráða af nánar tiltekinni skýrslu ríkislögreglustjóra og að hernaðarógn og spenna hafi ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið birtist tilkynning á heimasíðu lögreglunnar 2. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram að innkaup ríkislögreglustjóra hefðu einkum varðað kaup á Glock-skammbyssum og tveimur nánar tilteknum gerðum af hálfsjálfvirkum einskotsbyssum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá sölureikninga sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim er meðal annars að finna upplýsingar um framangreind skotvopn, þar með talið um gerð og fjölda þeirra, gerð og magn skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa. Þá koma fram upplýsingar um gerð og fjölda tveggja skotvopna sem voru keypt fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra auk upplýsinga um skotfæri og fylgibúnað sem var keyptur með þeim vopnum.<br /> <br /> Að virtum þeim upplýsingum sem koma fram í umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að fallast verði á með ríkislögreglustjóra að gögnin hafi að geyma upplýsingar sem geta varðað öryggi ríkisins. Að mati nefndarinnar verður þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopnanna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska almannahagsmunum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda um fyrri birtingu á upplýsingum um varnarbúnað lögreglu hrófla ekki við framangreindu mati ríkislögreglustjóra nú. Þótt birting upplýsinga að eigin frumkvæði stjórnvalda geti eftir atvikum haft áhrif við mat á því hvort veita skuli aðgang að sambærilegum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga leiðir það ekki til þess að stjórnvöldum sé skylt að veita slíkan aðgang eftir ákvæðum laganna. Þá er ljóst að mat á því hvaða upplýsingar geta verið til þess fallnar að raska öryggi ríkisins getur verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni.<br /> <br /> Á hinn bóginn telur nefndin að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga taki ekki til allra þeirra upplýsinga sem koma fram í umræddum sölureikningum. Gögnin hafa þannig að geyma ýmsar aðrar upplýsingar sem telja verður vandséð að varði öryggishagsmuni ríkisins, svo sem almennar upplýsingar um greiðslufresti, dagsetningar, sendingarstað varanna, heimilisföng og fleira þess háttar. Þá koma fram í gögnunum upplýsingar um heildarfjárhæð hvers reiknings ásamt upplýsingum um einingaverð og heildarfjárhæðir vegna kaupa á einstökum vörum auk annarra upplýsingar sem þegar hafa verið gerðar opinberar, svo sem um söluaðila varanna og gerð þriggja skotvopna.<br /> <br /> Nefndin gerir þó þann fyrirvara að ríkislögreglustjóra kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi ef unnt væri að ráða af þeim aðrar upplýsingar um atriði sem varða öryggi ríkisins, svo sem um fjölda skotvopna og skotfæra. <br /> <br /> Eins og fyrr segir koma einnig fram upplýsingar í reikningunum um þær tvær tegundir skotvopna sem keyptar voru fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra en þessar upplýsingar eru á meðal þeirra sem kærandi óskaði sérstaklega eftir með beiðni sinni til embættisins. Þá koma einnig fram upplýsingar um hvaða skotfæri og fylgibúnaður var keyptur með umræddum skotvopnum. Hvorki í ákvörðun né umsögn ríkislögreglustjóra er rökstutt hvernig opinberun upplýsinga um gerð, skotfæri eða fylgibúnað þessara skotvopna kynni að raska öryggishagsmunum íslenska ríkisins eða hvernig skotvopnin skera sig frá þeim sem ríkislögreglustjóra taldi sér unnt að veita upplýsingar um með opinberum hætti.<br /> <br /> Auk framangreinds er í rökstuðningi ríkislögreglustjóra aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umræddir sölureikningar skulu undanþegnir upplýsingarrétti almennings á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum í gögnunum sé til þess fallin að raska öryggishagsmunum ríkisins, umfram það sem varðar upplýsingar um fjölda skotvopna, skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa.<br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að raska öryggi ríkisins. Þá verður ekki séð að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða ríkislögreglustjóra til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð embættisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að umræddum sölureikningum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædda sölureikninga, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að sölureikningum frá Northwear ehf. og TST Protection Ltd., sbr. töluliði 6–10 í kafla 1 hér að framan. Ríkislögreglustjóri telur sér meðal annars óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra leggjast fyrirtækin gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Í athugasemdunum segir svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða þrjá sölureikninga frá fyrirtækinu Northwear ehf. er varða kaup á fatnaði, þ.m.t. jakkafötum, og tvo sölureikninga frá fyrirtækinu TST Protection Ltd. er varða kaup á hjálmum og fylgibúnaði þeirra.<br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Northwear ehf. og TST Protection Ltd. hafa af því að synjað sé um aðgang að gögnunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að sölureikningunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar vísun ríkislögreglustjóra til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að sölureikningar Northwear ehf. og TST Protection Ltd. heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um framangreinda sölureikninga er ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að þeim í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun ríkislögreglustjóra, dags. 15. júní 2023, um synjun á beiðni kæranda, […], um aðgang að eftirtöldum sölureikningnum er felld úr gildi og lagt fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> </ol> <p> <br /> Ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1201/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneyti synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að greinargerðin væri undirorpin þagnarskyldu og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar væri ráðuneytinu óheimilt að afhenda hana kæranda. Eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál var greinargerðin birt af hálfu forsætisnefndar á vef Alþingis. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi væru niður fallnir og að ráðuneytinu bæri að afhenda hana kæranda. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1201/2024 í máli ÚNU 23050004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. maí 2023, kærði […], blaðamaður hjá Eyjunni, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gagninu 5. maí 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 9. maí sama ár, var rakið að settur ríkisendurskoðandi hefði skilað vinnu sinni til Ríkisendurskoðunar í lok maí 2018. Vinnuskjalið sýndi stöðu verkefnisins á þeim tíma og Ríkisendurskoðun hefði í kjölfarið lagt lokahönd á verkefnið, sbr. skýrslu sem skilað var til Alþingis og birt 2020. Með því að veita aðgang að vinnuskjalinu teldi Ríkisendurskoðun að sett væri varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins því skjalið hefði að geyma upplýsingar sem settar væru fram án þess að gætt væri að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá væri í 3. mgr. 15. gr. laganna að finna ákvæði um sérstaka þagnarskyldu. Að mati ráðuneytisins leiddi það til þess að það væri ekki á valdi ráðuneytisins að veita aðgang að vinnuskjalinu og var beiðninni hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að túlkun ráðuneytisins á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 standist ekki og að birting gagna sé ekki fortakslaust óheimil samkvæmt ákvæðinu. Sigurður Þórðarson telji að greinargerð hans sé ekki vinnuskjal heldur fullgild greinargerð frá ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi verið send Alþingi, fjármálaráðherra, stjórn Lindarhvols, Seðlabankanum og umboðsmanni Alþingis í júlí 2018.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 15. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 31. maí 2023. Í henni er fjallað um ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og tekið fram að ráðuneytinu sé að jafnaði ekki heimilt að veita aukinn aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið, enda ráði ráðuneytið ekki sjálft þeim hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 31. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 5. júní 2023. Með erindi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 3. október 2023, var vísað til þess að 15. september 2023 hefði birst á vef Alþingis tilkynning frá forsætisnefnd þingsins þess efnis að máli sem laut að beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerðinni væri lokið af hálfu nefndarinnar. Tilkynningunni hefði fylgt hlekkur á greinargerðina sem deilt er um aðgang að í málinu. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort afstaða ráðuneytisins, að óheimilt væri að afhenda greinargerðina, væri óbreytt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst 4. október 2023. Í svarinu er vísað til þess að í tilkynningu forsætisnefndar á vef Alþingis hafi komið fram að ástæða þess að málinu lauk hjá nefndinni væri sú að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði þegar verið birt opinberlega. Af því verði hins vegar ekki ráðið að Ríkisendurskoðun hafi samþykkt að greinargerðin yrði birt. Þar sem ráðuneytið telji sér óheimilt að veita aðgang að skjalinu án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé ekki augljóst að birting forsætisnefndar á skjalinu hafi áhrif á hvort skjalið teljist undirorpið sérstakri þagnarskyldu. Sömuleiðis sé ekki hægt að slá því föstu að vegna birtingar skjalsins hafi niðurstaða um kæruefnið enga þýðingu.<br /> <br /> Með erindi til Ríkisendurskoðunar, dags. 13. febrúar 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort samþykkis stofnunarinnar hefði verið aflað fyrir birtingu greinargerðarinnar á vef Alþingis eða hvort stofnuninni hefði að öðru leyti verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Þá var óskað eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort stofnunin liti svo á að greinargerðin skyldi í ljósi birtingarinnar falla undir upplýsingarétt almennings. Í svari Ríkisendurskoðunar, dags. 19. febrúar 2024, kom fram að samþykkis stofnunarinnar hefði ekki verið aflað en að stofnuninni hefði með skömmum fyrirvara verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Með birtingunni væri augljóslega ekki tekið tillit til þeirrar afstöðu Ríkisendurskoðunar að fara bæri með greinargerðina sem vinnuskjal, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Sú afstaða stofnunarinnar væri óbreytt. Óháð samþykki stofnunarinnar hefði almenningur nú óheftan aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Með erindi til forsætisnefndar Alþingis, dags. 25. mars 2024, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um hvort það að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega hefði ráðið því að nefndin birti greinargerðina á vef Alþingis. Þá var óskað upplýsinga um hvort nefndin hefði, þrátt fyrir að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega, lagt mat á það hvort aðgangur að greinargerðinni gæti engu að síður sætt takmörkunum á grundvelli laga. Svar forsætisnefndar barst 18. apríl 2024. Í svarinu kom fram að um ákvörðun forsætisnefndar væri vísað til tilkynningar nefndarinnar frá 15. september 2023 á vef Alþingis. Ekki stæðu skilyrði til að verða við erindi nefndarinnar að öðru leyti.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf., sem hinn setti ríkisendurskoðandi afhenti Alþingi með bréfi, dags. 27. júlí 2018.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneyti telur að greinargerðin sé undirorpin þagnarskyldu samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé óheimilt að afhenda hana.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, eru drög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi, sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í fimm málum. Í þeim var lagt til grundvallar að framangreint ákvæði hefði að geyma sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Taldi úrskurðarnefndin að greinargerðin teldist vera drög í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og að réttur til aðgangs að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Eftir að kæra í því máli sem hér er til úrlausnar barst úrskurðarnefndinni birti forsætisnefnd Alþingis tilkynningu á vef þingsins um niðurfellingu mála um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Í tilkynningunni, dags. 15. september 2023, kemur fram að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá júlí 2018 um Lindarhvol ehf. Í ljósi þess að greinargerðin hafi þegar verið birt opinberlega séu brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Málinu sé því lokið af hálfu nefndarinnar.<br /> <br /> Tilkynningunni á vef Alþingis fylgdi jafnframt afrit af greinargerðinni, þ.e. greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.<br /> <br /> Samkvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. breytingu sem á henni var gerð með stjórnarskipunarlögum árið 1995, skal endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga kýs Alþingi ríkisendurskoðanda sem hefur það hlutverk, sbr. 3. gr. laganna, að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja á þann hátt sem í lögunum greinir. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í störfum sínum, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Með lögum nr. 24/2016, um breytingu á þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, var ráðherra heimilað að setja á fót einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem skyldi annast umsýslu tilgreindra eigna, fullnustu þeirra og sölu (stöðugleikaeignir svonefndar). Gera skyldi samning milli félagsins og ráðherra um verkefni þess og starfshætti og var Ríkisendurskoðun falið að hafa eftirlit með þeim samningi. Á þessum grundvelli hefur ríkisendurskoðandi unnið tilteknar skýrslur um Lindarhvol ehf. og framkvæmd umrædds samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum, þar á meðal umrædda greinargerð setts ríkisendurskoðanda.<br /> <br /> Almennt er ráð fyrir því gert að þær skýrslur sem ríkisendurskoðandi vinnur skuli sendar Alþingi, sbr. 16. gr. laga nr. 46/2016. Svo var einnig gert í þessu tilviki, sem fyrr segir. Alþingi heyrir ekki undir eftirlit framkvæmdarvaldsins, eðli máls samkvæmt, og þar með ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. einnig lokamálslið 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 72/2019. Þar sem forsætisnefnd Alþingis hefur birt hina umbeðnu greinargerð opinberlega verður ekki séð að lengur séu fyrir hendi mögulegir almanna- eða einkahagsmunir sem réttlæti að aðgangur að greinargerðinni sé takmarkaður af hálfu stjórnvalda, hvorki á grundvelli laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga né upplýsingalaga. Greinargerðin er aðgengileg öllum almenningi á vef Alþingis með lítilli fyrirhöfn. Þá fluttu helstu fjölmiðlar, þar á meðal kærandi, fréttir af birtingunni í september 2023 og vísuðu á vef Alþingis þar sem nálgast mætti greinargerðina.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kunna að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi séu niður fallnir og að um aðgang kæranda að greinargerðinni fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar eiga ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ekki við um greinargerðina. Því er ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að veita […], blaðamanni hjá Eyjunni, aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1200/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði í tilefni af erindi til embættisins þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu. Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að gögnin teldust bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að umbeðnar umsagnir lytu að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun og að ríkislögmanni hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Ákvörðun ríkislögmanns var því staðfest. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1200/2024 í máli ÚNU 23010004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. janúar 2023, kærði […] synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að 31. október 2022 sendi kærandi bréf til ríkislögmanns og krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna miska sem hann og dóttir hans hefðu orðið fyrir vegna meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á kröfu hans um umgengni við dóttur sína samkvæmt samkomulagi. Ríkislögmaður sendi bréf til dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2022. Í bréfunum gerði ríkislögmaður grein fyrir framkominni kröfu kæranda og óskaði eftir umsögnum viðkomandi stjórnvalda um kröfuna og málatilbúnað kæranda og að aflað yrði þeirra gagna sem kynnu að varða málið og ekki fylgdu bréfi kæranda. Umsagnir bárust frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 2. desember 2022 og dómsmálaráðuneyti 13. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda með bréfi 21. desember 2022 þar sem kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu var hafnað.<br /> <br /> Með tveimur tölvupóstum 27. desember 2022 til ríkislögmanns krafðist kærandi „gagna vegna umrædds máls“ og „umsagna DMR og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ með vísan til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 5. janúar 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum tveimur með vísan til þess að réttur til aðgangs að gögnum tæki ekki til „bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Hvað varðaði beiðni kæranda að öðru leyti tók ríkislögmaður fram að þau gögn sem lægju fyrir væru gögn úr tilteknu stjórnsýslumáli sem leitt hefði verið til lykta með úrskurði dómsmálaráðuneytisins 8. desember 2022. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væri „mælt fyrir um að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun“ skyldi beina beiðni um aðgang að gögnum til þess sem tekið hefur eða muni taka ákvörðun í málinu. Í samræmi við þetta og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, yrði beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að þessu leyti, framsend dómsmálaráðuneytinu til afgreiðslu.<br /> <br /> Í framhaldinu af þessari synjun vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem fyrr greinir. Í kæru málsins kemur m.a. fram sú afstaða kæranda að undantekningin um bréfaskipti við sérfróða aðila samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem sérfróðir aðilar hafi ekki fjallað efnislega um málið. Brýnir almannahagsmunir með tilliti til upplýsingaréttar almennings og trausts á stjórnsýslunni varði þetta mál, annars vegar hvort sérfróðir aðilar hafi yfirleitt fjallað um málið og hins vegar sé með öllu óljóst hvað ríkislögmaður eigi við með réttarágreiningi og sé það ekki rökstutt í svari embættisins. Loks krefst kærandi lista frá ríkislögmanni yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni þann 12. janúar 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023. Í umsögninni kemur fram að embættið telji að beiðni kæranda hafi verið afgreidd lögum samkvæmt. Í samhengi við afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að umsögnum hafi þó láðst að greina frá afstöðu ríkislögmanns til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og leiðbeina honum um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laganna, og verði framvegis gætt að því.<br /> <br /> Í því skyni að bæta úr framangreindu er þess getið í umsögninni að það sé afstaða embættisins að ekki sé ástæða til að neyta heimildar 11. gr. upplýsingalaga til að veita aðgang að þeim gögnum sem falli undir ákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Loks er til þess vísað að í kærunni sé krafist gagnalista frá ríkislögmanni. Þótt þessi beiðni hafi ekki áður borist embættinu og því ekki hlotið afgreiðslu þess sé vakin athygli á að fyrirliggjandi gögn í málinu séu eftirtalin:<br /> </p> <ol> <li>Erindi kæranda til ríkislögmanns 31. október 2022 og 23 fylgiskjöl sem talin eru upp í niðurlagi erindisins.</li> <li>Umsagnarbeiðnir embættis ríkislögmanns 8. nóvember 2022 til ráðuneytis og sýslumanns.</li> <li>Tölvupóstsamskipti vegna frestbeiðna ráðuneytis og sýslumanns</li> <li>Umsögn sýslumanns til embættis ríkislögmanns 2. desember 2022</li> <li>Úrskurður sýslumanns 11. maí 2022</li> <li>Umsögn ráðuneytisins til embættis ríkislögmanns 13. desember 2022</li> <li>Úrskurður ráðuneytisins 8. desember 2022</li> <li>Bréf embættis ríkislögmanns til kæranda 21. desember 2022</li> <li>Tölvubréf 21. desember 2022 til 5. janúar 2023.</li> </ol> <p> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 24. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess og sjónarmiðum kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi krafist aðgangs að gögnum máls hjá ríkislögmanni sem varðar afgreiðslu og meðferð ríkislögmanns á kröfu kæranda sjálfs um viðurkenningu bótaskyldu.<br /> <br /> Gögn þess máls sem beiðni kæranda lýtur að eru í fyrsta lagi krafa kæranda um viðurkenningu bótaskyldu, dags. 31. október 2022, og 23 fylgigögn með kröfunni. Kærandi hefur þegar aðgang að þessum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem leiða af lögum. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Þegar litið er til beiðni kæranda um aðgang að gögnum og þegar kæra málsins til úrskurðarnefndarinnar er virt heildstætt verður kæruefni málsins þó afmarkað þannig að í því felist ekki krafa um afhendingu þessara tilteknu gagna frá ríkislögmanni. Fellur því álitaefni um rétt kæranda til aðgangs að þeim utan við viðfangsefni þessa úrskurðar.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrirliggjandi gögn eru í öðru lagi tvö bréf ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, bæði dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda, og svör stjórnvalda við þeim erindum, þ.e. umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, og umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022. Þessi fjögur gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns hvað þessi gögn varðar byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra tveggja umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá kæranda 31. október 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að viðurkenndur yrði réttur hans til miskabóta og var þess getið í bréfinu að mál yrði höfðað fyrir dómstólum ef ekki yrði tekin afstaða til kröfunnar innan tiltekins frests. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að framangreind gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í þriðja lagi eru fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni sýslumannsins 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til 2. desember til að skila umbeðinni umsögn og tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Þá eru í fjórða lagi fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og dómsmálaráðuneytis vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til að skila umbeðinni umsögn til 13. desember, tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist og enn tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 30. nóvember 2022 þar sem staðfest er að umsögn verði send í síðast lagi 13. desember. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni þessara tölvupóstssamskipta. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt í þeim fram sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Í því ljósi, og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru undir lið 2 hér að framan, teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þau falla heldur ekki undir aðrar undanþágur upplýsingaréttar sem ríkislögmaður hefur vísað til í málinu. Verður því lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kæranda þessi gögn.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Meðal gagna málsins eru í fimmta lagi fylgigögn sem bárust ríkislögmanni með áðurnefndum umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis. Með umsögn sýslumannsins, dags. 2. desember 2022, fylgdi afrit af úrskurði sýslumannsins í máli kæranda frá 11. maí 2022. Með umsögn dómsmálaráðuneytis fylgdu afrit af umræddri umsögn sýslumannsins 2. desember 2022 og jafnframt afrit af úrskurði dómsmálaráðuneytis í máli kæranda, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Hér að framan hefur þegar verið tekin afstaða um rétt kæranda til aðgangs að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022. Telst kærandi ekki eiga rétt á aðgangi að henni, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í afgreiðslu sinni á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísaði ríkislögmaður til þess með almennum hætti að önnur gögn en þær umsagnir sem honum höfðu borist frá dómsmálaráðuneyti og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í málinu teldust gögn úr stjórnsýslumáli sem verið hefði til meðferðar í dómsmálaráðuneyti, og hefði beiðni kæranda að því leyti verið framsend til þess ráðuneytis, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin skilur afstöðu ríkislögmanns svo að þessi afgreiðsla taki til hinna tveggja tilgreindu úrskurða sem voru fylgigögn umsagnanna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hafi gögnin í vörslu sinni.<br /> <br /> Hin tilvitnuðu fylgigögn eru annars vegar úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, í stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að og hins vegar úrskurður dómsmálaráðuneytis í tilefni af sama máli, dags. 8. desember 2022. Í því ljósi verður úrskurðarnefndin að fallast á að þessi gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem rekið var í dómsmálaráðuneyti og það ráðuneyti tók stjórnvaldsákvörðun í. Beiðni kæranda að þessu leyti féll ekki undir upplýsingalög og var réttilega framsend dómsmálaráðuneyti til afgreiðslu. Verður afgreiðsla ríkislögmanns á beiðni kæranda að þessu leyti staðfest.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Í sjötta lagi bárust úrskurðarnefndinni frá ríkislögmanni afrit af tölvupóstssamskiptum embættisins við kæranda frá 27. desember 2022 til 5. janúar 2023. Þessir tölvupóstar varða allir samskipti ríkislögmanns og kæranda vegna kröfu þess síðarnefnda um aðgang að gögnum. Þessi gögn geyma annars vegar beiðni kæranda um þann aðgang sem deilt er um í þessu máli, sbr. tölvupóst hans til ríkislögmanns 27. desember og hins vegar upplýsingar um afgreiðslu ríkislögmanns á gagnabeiðninni. Þessir tölvupóstar urðu með öðrum orðum til í tengslum við framlagningu þeirrar gagnabeiðni sem hér er til afgreiðslu annars vegar og eftir að hún var lögð fram hins vegar.<br /> <br /> Þessi gögn voru ekki fyrirliggjandi hjá ríkislögmanni þegar kærandi lagði þar fram beiðni sína um aðgang að gögnum sem tengdust afgreiðslu á kröfu hans um viðurkenningu bótaskyldu. Bendir úrskurðarnefndin af því tilefni á að réttur samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem kærandi byggir rétt sinn á, tryggir rétt til aðgangs að þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi þegar beiðni um aðgang að gögnum er lögð fram. Umræddir tölvupóstar falla því eðli málsins samkvæmt ekki undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 27. desember 2022, og teljast því ekki heldur til þeirra gagna sem kæra málsins lýtur að.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Í kæru málsins var þess að lokum krafist að ríkislögmaður legði fram lista yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna. Í umsögn ríkislögmanns, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti fyrir kæranda, er að finna lista yfir öll gögn sem eru skráð undir tiltekið málsnúmer í málaskrá ríkislögmanns. Gögnin eru jafnframt listuð upp í þessum úrskurði. Hins vegar kom þessi krafa ekki fram fyrr en í kæru málsins, og liggur því ekki fyrir formleg synjun á þessari beiðni sem nefndinni er fært að taka afstöðu til í úrskurði, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umrædds lista.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kærandi, […], á ekki rétt á aðgangi að bréfum ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda. Kærandi á hvorki rétt á aðgangi að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, né umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns að framsenda til dómsmálaráðuneytis beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, og dómsmálaráðuneytis, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Ríkislögmanni ber að afhenda kæranda, […], tölvupóst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 29. nóvember 2022, og tölvupóst með svari ríkislögmanns við honum sama dag. Ríkislögmanni ber einnig að afhenda tölvupóst frá dómsmálaráðuneyti til ríkislögmanns 29. nóvember 2022, tölvupóst með svari ríkislögmanns sama dag og tölvupóst með svari dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns 30. nóvember 2022.<br /> <br /> Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1199/2024. Úrskurður frá 7. júní 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðunin var byggð á því að skjölin uppfylltu ekki skilyrði þess að teljast gögn í skilningi upplýsingalaga, auk þess sem þau vörðuðu ekki tiltekið mál. Úrskurðarnefndin taldi að með því að færa skjáskot úr málaskrá sinni yfir á PDF-form hefði sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teldust fyrirliggjandi. Þá næði upplýsingaréttur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau væru ekki hluti af ákveðnu máli. Nefndin taldi þannig að sveitarfélagið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli og vísaði beiðninni til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 7. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1199/2024 í máli ÚNU 23110016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. nóvember 2023, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gögnunum 31. október 2023. Í svari Garðabæjar, dags. 8. nóvember 2023, kom fram að gögnin væru skjáskot úr málaskrá Garðabæjar sem færð hefðu verið á PDF-form svo hægt væri að afhenda þau úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, við meðferð máls sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Í þeim úrskurði nefndarinnar kæmi fram að réttur til aðgangs að gögnum næði almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Að mati Garðabæjar uppfylltu umbeðin gögn ekki skilgreiningu upplýsingalaga á hugtakinu gagn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, og vörðuðu auk þess ekki tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Beiðni kæranda var því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum geti upplýsingaréttur náð til gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrðið sé aðeins að viðkomandi takist að tilgreina gagnið með nægilega skýrum hætti og að undanþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist að hans mati vera fyrirliggjandi í skilningi laganna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 27. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 8. desember 2023. Í henni kemur fram að fallist úrskurðarnefndin á að kærandi eigi rétt til aðgangs að skjáskotunum sé kæranda veittur aðgangur „bakdyramegin“ að gagnagrunni Garðabæjar, sem fái ekki staðist samkvæmt úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023 þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Þá hafi Garðabær nokkrum sinnum afhent kæranda yfirlit og lista yfir málsgögn úr málaskrá bæjarins og verði því ekki annað séð en að skylda samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga hafi verið uppfyllt.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 18. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. Sá sem óskar aðgangs að lista yfir málsgögn þarf þó að geta tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða mál það eru sem hann vill kynna sér svo hægt sé að afmarka beiðni hans án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Samkvæmt þessu er ljóst að það að veita aðgang að lista yfir málsgögn í formi skjáskots úr málaskrá felur ekki í sér að með því sé veittur aðgangur að gagnagrunni eða skrá umfram þann rétt sem til staðar er á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur í máli þessu að þau PDF-skjöl sem kærandi hefur óskað aðgangs að voru búin til af Garðabæ í tengslum við meðferð máls ÚNU 22070009 hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Það er mat nefndarinnar að með því að Garðabær hafi fært skjáskot úr málaskrá sinni yfir á fimm PDF-skjöl hafi sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teljast fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Þá er það jafnframt mat nefndarinnar að með beiðni sinni um PDF-skjölin hafi kærandi tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða gögn hann óskaði eftir að fá afhent. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins hvort PDF-skjölin séu hluti af tilteknu máli í málaskrá Garðabæjar, en úrskurðarnefndin telur það gilda einu þar sem réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau hafi ekki verið færð undir ákveðið mál hjá þeim aðila sem gagnabeiðni er beint til.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að PDF-skjölunum hafi ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Nefndin telur að rétt afgreiðsla hefði verið að yfirfara skjölin efnislega með hliðsjón af takmörkunarákvæðum upplýsingalaga, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2.–3. mgr. 14. gr. sömu laga, og taka að því búnu ákvörðun um afhendingu skjalanna til kæranda að hluta eða í heild. Er það mat nefndarinnar að rétt sé að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á þeim grundvelli. Úrskurðarnefndin telur ljóst að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 31. október 2023, er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1198/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Útlendingastofnun um möguleg tengsl þeirra sem kæmu til Íslands á grundvelli fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin og gögnum sem sýndu að þeir sem kæmu til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylltu skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Stofnunin hafnaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru afhent gögn úr einstökum málum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stofnunin hefði ekki afgreitt beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög og vísaði beiðninni til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1198/2024 í máli ÚNU 24050009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. maí 2024, kærði […] ákvörðun Útlendingastofnunar að synja honum um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði 19. apríl 2024 eftir aðgangi að:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum sem sýna hugsanleg tengsl þeirra, sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar, við Hamas-samtökin.</li> <li>Öllum gögnum sem sýna að lagt hafi verið mat á að þeir sem koma til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið.</li> </ol> <p> <br /> Útlendingastofnun svaraði kæranda 30. apríl 2024. Í svarinu var umfjöllun um reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og skilyrði þess að dvalarleyfi væri veitt. Þá kom fram að ekki væru veittar upplýsingar um einstök mál eða gögn afhent vegna þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Útlendingastofnun með erindi, dags. 13. maí 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Meðfylgjandi erindi Útlendingastofnunar, dags. 28. maí 2024, var umsögn stofnunarinnar um kæru málsins. Í svörum Útlendingastofnunar kemur fram að gögn sem kæran lúti að verði ekki afhent þar sem umfang beiðni kæranda sé óljóst, þ.e. ekki liggi fyrir til hvaða tímabils beiðnin nái, auk þess sem sendingin verði líklega umfangsmikil. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að ekki séu veittar upplýsingar um einstök mál, þar sem í gögnum þeirra séu persónuupplýsingar um hvern og einn einstakling, bæði almennar og viðkvæmar. Ekki sé unnt að kalla fram upplýsingarnar í formi ópersónugreinanlegrar tölfræði. Því þurfi að fara í gegnum hvert mál, taka út þær upplýsingar sem óskað er eftir og útbúa ný skjöl til að afhenda þær.<br /> <br /> Umsögn Útlendingastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim kemur fram að kærandi telji fjarri lagi að fjöldi þeirra einstaklinga sem gagnabeiðni hans kunni að ná til sé svo mikill að það kosti mikla vinnu að gera umsóknir þeirra ópersónugreinanlegar, hvað þá að útbúa þurfi ný skjöl.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum Útlendingastofnunar. Stofnunin varð ekki við beiðninni en telur þó að hún hafi verið afgreidd með fullnægjandi hætti þar sem kæranda hafi verið veitt efnisleg svör við þeim atriðum sem gagnabeiðni hans náði til.<br /> <br /> Upplýsingaréttur kæranda byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Útlendingastofnun heyrir undir gildissvið laganna samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um gögn skal hann athuga hvort í vörslum hans liggi fyrir gögn sem heyra undir beiðnina. Ef talið er ómögulegt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál á samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að leiðbeina beiðanda og gefa honum færi á að afmarka beiðnina með skýrari hætti. Þegar aðila hefur tekist að afmarka beiðnina við gögn í sínum vörslum skal hann að því búnu leggja mat á það hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum í 6. til 10. gr. upplýsingalaga. Eigi takmarkanir aðeins við um hluta gagns skal aðilinn veita beiðanda aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Útlendingastofnunar á beiðni kæranda hafi ekki uppfyllt framangreindar kröfur sem leiða má af upplýsingalögum. Af gögnum málsins verður ekki séð að Útlendingastofnun hafi gert tilraun til að afmarka beiðni kæranda við tiltekin gögn eða mál í vörslum stofnunarinnar. Teldist beiðni kæranda vera of óljós var stofnuninni rétt að setja sig í samband við kæranda til að átta sig betur á umfangi beiðninnar.<br /> <br /> Þá tekur úrskurðarnefndin fram að um þagnarskyldu starfsmanna Útlendingastofnunar fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en þau ákvæði takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þá er í lögum ekki að finna ákvæði sem heimila Útlendingastofnun að takmarka aðgang að gögnum mála stofnunarinnar í heild sinni, heldur þarf að meta það hverju sinni hvort þau gögn sem óskað er eftir séu háð aðgangstakmörkunum í heild eða að hluta samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks skal tekið fram að þótt Útlendingastofnun sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að útbúa ný skjöl til afhendingar, líkt og fram kemur í umsögn stofnunarinnar, gera upplýsingalög ráð fyrir því sem fyrr segir að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. apríl 2024, er vísað til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1197/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærður var óhóflegur dráttur á afgreiðslu beiðni kæranda til Umhverfisstofnunar. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1197/2024 í máli ÚNU 24050005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. maí 2024, kærði […] óhóflegan drátt á afgreiðslu beiðni sinnar til Umhverfisstofnunar. Í erindi til stofnunarinnar sem fylgdi kærunni og er dagsett 3. apríl 2024 óskar kærandi skilgreiningar annars vegar á orðanotkuninni endurvinnsla og önnur endurvinnsla og hins vegar á förgun og urðun.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Umhverfisstofnunar. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur fyrirspurn um skilgreiningar á nánar tilgreindum hugtökum. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 3. maí 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1196/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1196/2024 í máli ÚNU 24050001.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 26. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Samkvæmt erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar eru atvik málsins þau að 14. mars 2024 sendi hann Vinnueftirlitinu fyrirspurn. Í fyrirspurninni kemur fram að kærandi hafi áður fengið afhenta tvo gátlista fyrir skoðun lyftara frá stofnuninni. Væri annar þessara gátlista dagsettur 16.06.2020 en merktur eldra efni. Hinn væri dagsettur 29.10.2010. Óskaði hann þess að fá að vita hvorn þessara lista stofnunin væri nú með í notkun. Þá spurði kærandi hvort sú áhersla stofnunarinnar á að svara öllum erindum innan viku hefði breyst frá því sem áður var. Kæra málsins lýtur að því að Vinnueftirlitið hafi ekki svarað þessu erindi kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 26. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1195/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku tveggja mála sem lokið hafði með úrskurðum árin 2020 og 2022 og vörðuðu ákvarðanir Vinnueftirlitsins að synja beiðnum kæranda um upplýsingar um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Beiðandi kvað að hagsmunir hans af að fá þessar upplýsingar vægju þyngra en mögulegir hagsmunir annarra af því að upplýsingarnar færu leynt. Úrskurðarnefndin hafnaði beiðni um endurupptöku þar sem skilyrði samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, væru ekki uppfyllt og að ekki væru annmarkar á úrskurðum nefndarinnar sem gætu leitt til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1195/2024 í máli ÚNU 24040012.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. apríl 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju tvö mál sem lauk með úrskurðum nefndarinnar nr. 910/2020 og 1108/2022. Í þeim hefði nefndin komist að því að beiðandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun um einelti af hálfu hans. Í erindi beiðanda vísar hann til úrskurðar nefndarinnar nr. 1164/2023 þar sem manni hafi verið veittur aðgangur að gögnum um símtal við lögreglu sem leiddi til afskipta lögreglunnar af honum. Beiðandi telji sambærileg sjónarmið og réðu úrslitum um aðgang kæranda að gögnunum í því máli eiga við í sínum málum. Því fari hann fram á að framangreind mál verði tekin upp að nýju hjá nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málum úrskurðarnefndar um upplýsingamál ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, var niðurstaðan að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Lagt var til grundvallar að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 910/2020 leysti úrskurðarnefndin að vísu úr málinu á grundvelli upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið hafði fyrir mistök verið fellt brott úr lögum nr. 46/1980 þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Hins vegar var horft til þess við hagsmunamat á grundvelli upplýsingalaga að þeir sem kynnu að hafa kvartað til Vinnueftirlitsins áður en þagnarskylduákvæðið var fellt brott hefðu mátt hafa réttmætar væntingar til þess að hin sérstaka þagnarskylda gilti um erindi þeirra.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p>Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málum beiðanda sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í úrskurði nr. 1164/2023 sem beiðandi nefnir til stuðnings beiðni um endurupptöku var lagt mat á rétt kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra vegnir og metnir andspænis hagsmunum þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af að þeim yrði haldið leyndum. Í málum beiðanda var það hin sérstaka þagnarskylda í lögum nr. 46/1980 sem girti fyrir aðgang að umbeðnum upplýsingum og lagasjónarmið sem tengdust beitingu hennar gagnvart upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […] um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1194/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneyti við erindi kæranda. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1194/2024 í máli ÚNU 24040011.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 15. apríl 2024 sendi […] erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann óskaði aðstoðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneytinu við erindi sem hann hafði sent 19. október 2023 og ítrekað tvisvar sinnum.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi […] fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að í maí 2022 benti kærandi ráðuneytinu á að á fjölskyldusviði hjá sýslumanni, þar sem sáttameðferðum væri sinnt, ynnu starfsmenn sem jafnframt sinntu slíkri þjónustu í einkafyrirtækjum í eigin eigu samhliða starfi hjá sýslumanni. Ráðuneytið svaraði kæranda í desember 2022 og kvaðst mundu taka erindið til skoðunar á grundvelli yfirstjórnar- og eftirlitsheimilda. Kærandi sendi þá nýtt erindi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. október 2023, þar sem hann upplýsti ráðuneytið um að í september 2021 hefði Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verið send kvörtun vegna sjálfstæðs atvinnureksturs sáttamanna sem einnig væru launþegar hjá sýslumanni. Kærandi spurði hvort það þætti eðlilegt í ráðuneytinu að sýslumaður upplýsti ráðuneytið ekki um kvörtunina. Þá spurði kærandi hvort ráðuneytið hefði, eftir að það tjáði kæranda í desember 2022 að málið yrði tekið til nánari skoðunar, verið upplýst um kvörtunina. Erindið frá 19. október ítrekaði kærandi 13. og 22. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu lýtur að því að dómsmálaráðuneyti hafi ekki svarað erindi kæranda frá 19. október 2023, sem varðar kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 2021 vegna sjálfstæðs atvinnureksturs starfsmanna sem sinna sáttameðferð hjá stofnuninni.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð ráðuneytisins við erindi kæranda sem varðar tiltekna kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 15. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1193/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1193/2024 í máli ÚNU 24040010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 8. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru. <br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 21. febrúar 2024, vakti hann athygli á því að það væri misræmi í því hvernig forvarnir væru skilgreindar af Vinnueftirlitinu, annars vegar í kennsluefni á námskeiðinu „Nám til viðurkenningar í vinnuvernd“ og hins vegar í bæklingi Vinnueftirlitsins frá 2018. Þá sýndist kæranda að skilgreiningarnar tvær útilokuðu hvor aðra. Loks óskaði kærandi upplýsinga um það hvaða eldri bæklingar Vinnueftirlitsins væru þess eðlis að hafa þyrfti á fyrirvara um útgáfuár við lestur þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur ábending og fyrirspurn um kennsluefni og bæklinga frá stofnuninni. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 8. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1192/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1192/2024 í máli ÚNU 24040007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Þann 10. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. febrúar 2024, lýsti félagið áhuga á að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Þá spurði kærandi hvort hermarnir hefðu verið mikið notaðir undanfarið. Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 11. apríl 2024. Umsögn stofnunarinnar barst úrskurðarnefndinni 18. apríl 2024. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að erindi kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga, þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar til nánar tilgreindra atriða. Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 24. apríl 2024. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð stofnunarinnar við ósk kæranda um að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 10. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1191/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla Reykjanesbæjar á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekna lóð í Keflavík og byggingar sem byggðar höfðu verið á lóðinni. Reykjanesbær kvað að öll gögn sem lægju fyrir hjá sveitarfélaginu og heyrt gætu undir gagnabeiðnina hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Voru þannig ekki fyrir hendi þær aðstæður sem kæruheimildir samkvæmt upplýsingalögum ná til, og var ákvörðun Reykjanesbæjar því staðfest. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1191/2024 í máli ÚNU 24010016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […] lögmanni, f.h. Hólmbergsbrautar 17a, húsfélags. Með erindi, dags. 8. nóvember 2023, var óskað eftir öllum teikningum af tveimur byggingum sem byggðar höfðu verið á lóðinni Selvík 3 í Keflavík. Þá var óskað eftir öllum úttektarskýrslum og öðrum gögnum sem vörðuðu lóðina og byggingarnar. Loks var óskað upplýsinga um hverjir hefðu verið skráðir byggingarstjórar vegna framkvæmda við byggingarnar. Í erindinu var vísað til þess að lóðinni Selvík 3 hafi verið skipt upp í tvær lóðir 2022, annars vegar í Selvík 3 og hins vegar Hólmbergsbraut 17.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjanesbær hafi 20. nóvember 2023 afhent gögn sem vörðuðu framkvæmdir á framangreindum lóðum frá 2017–2018 en sú afhending sé ófullnægjandi þar sem kærandi hafi meðal annars óskað eftir gögnum um tvö mannvirki sem voru byggð á lóðinni 2007–2008.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjanesbæ með erindi, dags. 19. janúar 2024. Í umsögn Reykjanesbæjar um kæruna, dags. 5. febrúar 2024, kom fram að með afhendingunni 20. nóvember 2023 hefðu kæranda verið afhent öll gögn sem sveitarfélagið teldi að heyrðu undir beiðnina. Engin gögn væri að finna sem kærandi hefði ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar erindi Reykjanesbæjar undir kæranda með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum um erindið. Í erindi kæranda, dags. 12. febrúar 2024, kemur fram að það geti ekki staðist að öll gögn hafi verið afhent. Grunnur að byggingu á lóðinni hafi verið byggður milli 2008 og 2010. Þá hafi lokaúttekt verið framkvæmd 1. nóvember 2010 og undirrituð af byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Það fái ekki staðist að heilt mannvirki hafi risið og hlotið lokaúttekt af hálfu sveitarfélagsins án þess að til séu gögn um það.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. febrúar 2024, gaf úrskurðarnefndin Reykjanesbæ kost á að bregðast við athugasemdum kæranda. Í svari Reykjanesbæjar, dags. 6. mars 2024, eru sjónarmið sveitarfélagsins ítrekuð um að öll gögn sem heyri undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir.<br /> <br /> Í nánari skýringum sveitarfélagsins sem bárust 17. apríl 2024 kom fram að kærandi hefði í þrígang óskað eftir gögnum um málið. Sveitarfélagið hefði í öll skiptin afhent honum þau gögn sem til væru í skjalakerfi Reykjanesbæjar.<br /> <br /> Í erindi úrskurðarnefndarinnar til Reykjanesbæjar 17. maí 2024 benti nefndin á að athugasemdum kæranda til nefndarinnar kæmi fram að kærandi teldi sig aðeins hafa fengið afhent gögn frá sveitarfélaginu vegna framkvæmda frá 2017 og 2018. Hins vegar væri í þeim gögnum sem sveitarfélagið hefði afhent úrskurðarnefndinni að finna töluvert af eldri gögnum. Í skýringum sveitarfélagsins sem bárust nefndinni 17. maí 2024 fylgdi skjáskot úr skjalakerfinu sem sýndi þau gögn sem afhent hefðu verið, ásamt því að sveitarfélagið fullyrti að gögnin sem nefndinni hefðu borist frá sveitarfélaginu hefðu öll þegar verið afhent kæranda. Úrskurðarnefndinni barst staðfesting frá kæranda 5. júní 2024 þess efnis að honum hefðu verið afhent öll þau gögn sem sveitarfélagið afhenti nefndinni við meðferð málsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar afhendingu gagna um lóðina Selvík 3 í Keflavík og byggingar sem byggðar voru á lóðinni. Kærandi telur að Reykjanesbær hafi ekki afhent öll þau gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Reykjanesbær fullyrðir að öll gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að valdsvið úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við það annars vegar að skera úr um ágreining þegar synjað er beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum eða beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna, og hins vegar að skera úr um rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum þegar beiðni um aðgang hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. laganna. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eru ekki fyrir hendi þær aðstæður sem framangreindar kæruheimildir ná til. Verður því að staðfesta ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023.<br /> <br /> Að lokum skal tekið fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1190/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísaði einkum til þess að upplýsingarnar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru undirorpnar þagnarskyldu og að í settum réttarreglum væri ekki að finna frávik frá þagnarskyldunni sem heimilaði að upplýsingarnar væru afhentar, þótt ákveðið hefði verið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skyldu birtar opinberlega. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1190/2024 í máli ÚNU 23010009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. janúar 2023, kærði A, aðstoðarfréttastjóri hjá mbl.is, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Skattsins, dags. 23. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, og hver væri upphæð til hvers fyrirtækis. Kærandi bað um að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eftir árum frá árinu 2010.<br /> <br /> Í svari Skattsins, dags. 14. desember 2022, kvaðst stofnunin ekki hafa heimild til að birta upplýsingar um stuðning við einstök fyrirtæki umfram það sem þegar væri birt á vef Skattsins og í miðlægri vefgátt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Árið 2020 hefði fjármála- og efnahagsráðuneyti sent Morgunblaðinu skjal sem náði yfir tímabilið 2010 til 2019, þar sem fram kom fjöldi fyrirtækja miðað við ákveðið fjárhæðabil. Meðfylgjandi svari Skattsins nú væri skjal þar sem fram kæmu sömu upplýsingar og þá, að viðbættum árunum 2020 og 2021.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Skatturinn birti þær upplýsingar sem óskað sé eftir, en aðeins um staka styrki umfram 500 þús. evrur á ári. Stofnuninni sé það skylt samkvæmt reglugerð um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 758/2011. Kærandi telji hins vegar að það komi ekki í veg fyrir að Skattinum sé óheimilt að veita upplýsingar um styrki undir 500 þús. evrum.<br /> <br /> Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafi aukist til muna frá árinu 2010. Skilgreining á því hvað geti flokkast sem rannsóknar- og þróunarkostnaður sé að hluta til byggð á huglægu mati. Kærandi hafi fengið óstaðfestar ábendingar um að fyrirtæki hafi nýtt sér þetta úrræði til að draga úr kostnaði við almennan rekstur og hafi þannig náð samkeppnisforskoti á aðra sem hafi talið að slíkur kostnaður flokkaðist ekki sem rannsóknar- og þróunarkostnaður. Ábendingarnar virðist ríma við það sem fram kemur í umsögn Skattsins við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 152/2009 (þingskjal 910 í 544. máli á 151. löggjafarþingi 2020–2021) um að flókið geti verið að skilja á milli venjubundins rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna, og að brögð hafi verið að því að við skattskil væri m.a. almennur rekstrarkostnaður færður undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna.<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar um fyrirtæki sem fái styrk undir 500 þús. evrum á ári eigi erindi við almenning og bendir til samanburðar á að birtar séu upplýsingar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, stuðning við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum, rekstrarstuðning við fjölmiðla og skattgreiðslur einstaklinga á ákveðnum tíma ársins.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 18. janúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 1. febrúar 2023. Í henni kemur fram að í 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sé þagnarskylduákvæði sem nái til upplýsinga um tekjur og efnahag skattaðila. Frá þagnarskyldunni sé vikið í 98. gr. sömu laga, þar sem segir að ríkisskattstjóri skuli leggja fram álagningarskrá yfir álagða skatta og gjöld skattaðila, og leggja fram skattskrá að kæruafgreiðslu lokinni. Skrárnar skuli lagðar fram til sýnis fyrir almenning annars vegar í 15 daga og hins vegar í tvær vikur. Í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma séu upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar. Ríkisskattstjóra sé hvorki skylt að veita aðgang að framangreindum upplýsingum utan þeirra tímamarka sem séu lögboðin, né sé skattaðilum gert að sæta birtingu upplýsinganna utan framlagningardaga.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011 feli í sér að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 117. gr. laga um tekjuskatt sé fyrirtækjum sem notið hafa styrks í formi skattfrádráttar sem nemur að minnsta kosti 500 þús. evrum skylt að þola birtingu styrkfjárhæðar, en öðrum ekki. Tekið sé fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi á öðru formi en að framan greinir.<br /> <br /> Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 10. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísar einkum til þess að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, en kveður einnig að ekki liggi fyrir gagn sem innihaldi upplýsingarnar sem óskað er eftir, heldur sé þær að finna í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma.<br /> <br /> Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu, sbr. úrskurði nr. 984/2021 og 935/2020, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Nefndin telur að þagnarskyldan sé sérgreind þannig að hún taki til upplýsinga „um tekjur og efnahag skattaðila.“ Réttaráhrif þessa eru þau að ef óskað er eftir upplýsingum sem varða tekjur og efnahag skattaðila hjá þeim sem tilgreindir eru í 117. gr. laga nr. 90/2003 má synja beiðninni án þess að mat fari fram um það hvort hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum vegi þyngra en hagsmunir af því að þær fari leynt. <br /> <br /> Frá ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 eru mikilvæg frávik, sbr. ekki síst 98. gr. laga nr. 90/2003, þar sem segir að álagningarskrá og skattskrá þar sem fram kemur álagður tekjuskattur, bæði einstaklinga og lögaðila, skuli lagðar fram og hafðar aðgengilegar með tilteknum og afmörkuðum hætti eftir því sem greinir í lagaákvæðinu.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kæra máls þessa lýtur að varða framkvæmd laga nr. 152/2009. Samkvæmt þeim lögum getur fyrirtæki árlega í skattframtali gert grein fyrir tilgreindum kostnaði sem tengist rannsóknar- og þróunarverkefnum sem áður hafa verið staðfest af Rannís. Ef skilyrði eru fyrir hendi, og einnig innan tiltekinna viðmiða, getur kostnaður við þessi verkefni leitt til sérstaks frádráttar frá álögðum tekjuskatti fyrirtækisins, sbr. 10. gr. laganna. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur eða sé lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps kann frádrátturinn jafnframt að verða greiddur út, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Álagning skatta, þ.m.t. um frádrátt frá tekjuskatti samkvæmt þessum lagaákvæðum, er á hendi ríkisskattstjóra. Upplýsingar um þá frádrætti frá tekjuskatti og um mögulega útgreiðslu sem ákveðnir eru á grundvelli laga nr. 152/2009 teljast því upplýsingar um „tekjur og efnahag skattaðila“ sem falla undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003. Um þær gildir því sérstök þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu, enda geri aðrar réttarreglur ekki undantekningu þar á að einhverju leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, skal meginmál EES-samningsins, auk tilgreindra gerða, hafa lagagildi hér á landi. Þáttur í meginmáli samningsins eru reglur hans um takmörk og skilyrði ríkisaðstoðar, sbr. 2. kafla samningsins. Í 63. gr., sem tilheyrir 2. kafla samningsins, er sérstaklega vísað til XV. viðauka samningsins þar sem fram koma sérstök ákvæði um ríkisaðstoð. Með ákvörðun nr. 152/2014, 27. júní 2014 um breytingu á umræddum XV. viðauka, felldi sameiginlega EES-nefndin inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014 um ríkisaðstoð. Af 9. gr. þeirrar reglugerðar leiðir að aðildarríki skal tryggja að upplýsingar sem fram koma í III. viðauka með reglugerðinni skulu birtar „um hverja úthlutun stakrar aðstoðar sem fer yfir 500 000 evrur.“<br /> <br /> Ákvæði laga nr. 152/2009 kveða samkvæmt efni sínu á um tiltekið form ríkisaðstoðar við nýsköpunarfyrirtæki í skilningi tilvitnaðra reglna um ríkisaðstoð. Á þeim grundvelli hefur ráðherra ákveðið með 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, eins og henni var breytt með 8. gr. reglugerðar nr. 833/2016, að eftirfarandi upplýsingar um aðstoð á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega: <br /> </p> <blockquote> <p>Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækis ef fjárhæð skattfrádráttarins er yfir 60.000.000 kr. á ári. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan sex mánaða frá þeim degi þegar álagning opinberra gjalda er ákvörðuð og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá sama degi.</p> </blockquote> <p> <br /> Með tilvitnaðri reglugerð nr. 758/2011, sem sett er á grundvelli 16. gr. laga nr. 152/2009, hefur samkvæmt þessu verið ákveðið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsvæði Skattsins. Þá eru upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar í skilningi laga nr. 152/2009 birtar í álagningar- og skattskrám á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, þann tíma sem þær skrár liggja frammi. Að öðru leyti er ekki í settum réttarreglum kveðið á um frávik frá þeirri þagnarskyldu sem leiðir af fyrirmælum 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 vegna þeirra upplýsinga sem kæra málsins lýtur að. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Skattsins í máli þessu.<br /> <br /> Vakin er athygli á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga, líkt og skylt er að gera þegar beiðni um aðgang að gögnum er synjað, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Var ákvörðun Skattsins að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 14. desember 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1189/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Félagsbústöðum hf. sem innihéldu upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess. Beiðninni var hafnað því gögnin innihéldu upplýsingar um einkamálefni leigjenda félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að með hliðsjón af efni gagnanna væri erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Félagsbústaða staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1189/2024 í máli ÚNU 23010003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. janúar 2023, kærði A synjun Félagsbústaða hf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. janúar 2023, óskaði kærandi eftir því að fá allar upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hefðu Félagsbústöðum vegna tiltekinnar íbúðar með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Starfsmaður Félagsbústaða svaraði kæranda 9. sama mánaðar og tók fram að félaginu væri óheimilt að afhenda gögn er vörðuðu einkahagsmuni leigjenda félagsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er rakið að beiðni kæranda sé til komin vegna ágreinings milli hans sem kaupanda nánar tilgreindrar íbúðar og seljanda hennar. Ágreiningurinn lúti að mögulegum leyndum galla sem rekja megi til nágranna kæranda en hann leigi íbúð af Félagsbústöðum. Kærandi hafi vitneskju um að kvartanir hafi ítrekað borist Félagsbústöðum vegna umrædds íbúa. Þar sem kærandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljandi hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína við sölu íbúðarinnar séu kvartanir til Félagsbústaða lykilatriði varðandi það hvort ónæði hafi verið verulegt eða óverulegt á þeim tíma sem seljandi fór með eignarhald íbúðarinnar.<br /> <br /> Í kæru er þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hagsmuni kæranda, sem séu miklir og fjárhagslegir, á móti hagsmunum leigjandans. Í þessu samhengi mætti til dæmis afmá allt í gögnunum sem snerti einkahagi viðkomandi en afhenda gögnin að öðru leyti þannig að þau hafi gildi fyrir kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Félagsbústöðum með erindi, dags. 9. janúar 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni er lögð áhersla á að leigjendur hjá félaginu séu þeir sem hafi fengið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði vegna félagslegrar stöðu sinnar. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað um húsnæði og þjónustu sem sveitarfélögum sé skylt að veita, sbr. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, 4. tölul. 13. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sbr. og reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016.<br /> <br /> Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sé starfsmönnum Félagsbústaða hf. skylt að varðveita málsgögn er varði persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Þá sé starfsmönnum sem kynnst hafa einkamálum skjólstæðinga í starfi sínu óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans, sbr. 60. gr. laganna. Ákvæðið feli þannig í sér sérstaka þagnarskyldu sem ástæða hafi þótt til að setja á vettvangi félagsþjónustu til að leggja áherslu á mikilvægi hennar, eins og fram komi í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1991. Þegar af þessum ástæðum sé Félagsbústöðum óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 562/2016 og 1108/2022. Þá sé áréttað að þeir sem kunni að senda erindi inn til félagsins geri það í trausti þess að um þær upplýsingar gildi trúnaður og mikilvægt sé að slíkum trúnaði sé haldið.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Undir meðferð málsins afhentu Félagsbústaðir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu þess nafngreinda einstaklings sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 9. janúar 2024. Í svari sem barst nefndinni 16. sama mánaðar lagðist einstaklingurinn gegn afhendingu gagnanna en tiltók að ef hægt væri að koma til móts við óskir kæranda á einhvern máta, án þess að persónuleg orð eða persónuupplýsingar fylgdu, væri hann tilbúinn að endurskoða afstöðu sína.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Félagsbústaða hf. sem innihaldi upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Félagsbústaðir hf. falla undir ákvæðið þar sem félagið er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Félagsbústaðir afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Af þessum samskiptum verður ráðið að þau varði atvik á tímabilinu frá apríl 2020 til desember 2021. Þá er í framlögðum gögnum einnig að finna tvær nafnlausar tilkynningar sem sendar voru í apríl 2013 og nóvember 2022, auk tveggja atvikaskýrslna sem voru ritaðar af starfsmönnum Félagsbústaða.<br /> <br /> Loks afhentu Félagsbústaðir nefndinni upplýsingar sem stafa frá kæranda sjálfum, þ.e. tölvupóst hans til félagsins frá 29. desember 2022 og beiðni hans um aðgang að gögnum frá 3. janúar 2023. Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að þessum gögnum auk þess sem ljóst er að hann hefur þessar upplýsingar þegar undir höndum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn Félagsbústaða hf. er rakið að umbeðin gögn séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 60. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og félaginu sé því óheimilt að afhenda kæranda gögnin.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Sérstök þagnarskylduákvæði teljast hins vegar þau ákvæði þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 60. gr. laga nr. 40/1991 segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Fulltrúar í félagsmálanefndum og starfsmenn skulu varðveita málsgögn, er varða persónulega hagi einstaklinga, með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Hafi þeir kynnst einkamálum skjólstæðinga í starfi er þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðið er samkvæmt orðalagi sínu bundið við fulltrúa og starfsmenn félagsmálanefnda.<br /> <br /> Félagsbústaðir hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem starfar á grunni 38. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Samkvæmt 3. gr. samþykkta Félagsbústaða hf., sem voru samþykktar 28. maí 2020, er tilgangur félagsins meðal annars að eiga og hafa umsjón með félagslegu leiguhúsnæði til lengri tíma. Þótt Félagsbústöðum hafi verið falið að annast útleigu félagslegra leiguíbúða og þar með rækja hluta af þeim verkefnum sem annars myndu hvíla á herðum sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 40/1991 er ekki unnt að líta svo á að starfsmenn félagsins teljist fulltrúar í félagsmálanefnd eða starfsmenn slíkrar nefndar í skilningi 60. gr. laganna þannig að sú þagnarskylda sem þar er mælt fyrir um taki beint til starfa þeirra á vegum félagsins. Um starfsemi félagsins geta hins vegar gilt aðrar þagnarskyldureglur, sbr. 101. og 57. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þau lagaákvæði falla í flokk almennra ákvæða laga um þagnarskyldu í skilningi 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umbeðin gögn hafa, eins og fyrr segir, að geyma tilkynningar og umkvartanir sem bárust Félagsbústöðum hf. vegna íbúðar í eigu félagsins og sem beint var til félagsins vegna stöðu þess sem eiganda og leigusala hennar. Að þessu og öðru framangreindu gættu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þessar upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 60. gr. laga nr. 40/1991 sem tekur, eins og fyrr segir, samkvæmt orðalagi sínu aðeins til fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmanna þeirra. Þegar af þessari ástæðu verður að telja að umrætt ákvæði takmarki ekki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá verður ekki ráðið að önnur sérstök þagnarskylduákvæði standi í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna og er ekki á því byggt af hálfu Félagsbústaða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á II. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 5. gr. kemur fram að þeim sem falla undir lögin sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun Félagsbústaða byggir á að umbeðin gögn innihaldi upplýsingar um einkamálefni einstaklinga samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í gögnunum koma fram ýmsar upplýsingar um leigutaka íbúðar Félagsbústaða hf. og jafnframt nokkuð ítarlegar upplýsingar um persónulega hagi þess einstaklings sem átti í mestum samskiptum við félagið vegna leigutakans. Í gögnunum koma m.a. fram persónulegar upplýsingar um fjölskyldur og heilsufar þeirra einstaklinga sem um ræðir. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggur í málinu að sá einstaklingur sem átti í hvað mestum samskiptum við Félagsbústaði hf. leggst gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því hvort Félagsbústöðum hf. sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis umbeðinna gagna verður ekki um villst, sem fyrr segir, að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Félagsbústaði hf. að veita aðgang að hluta þeirra. Að þessu og öðru framangreindu gættu er synjun Félagsbústaða hf. á beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Félagsbústaða hf., dags. 9. janúar 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1188/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. sem vörðuðu lóðirnar Klettagarða 7 og 9, með vísan til þess að þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á rökstuðning Faxaflóahafna og lagði fyrir félagið að afhenda kæranda þau gögn sem kæran laut að. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1188/2024 í máli ÚNU 22120008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2022, kærði A hrl., f.h. Sindraports hf., synjun Faxaflóahafna sf. á beiðni um gögn.<br /> <br /> Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. kom saman á fundi 11. nóvember 2022. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9 og kom fram í 8. lið fundargerðar fundarins að nafngreindur lögmaður hefði kynnt minnisblað þessu tengt. Á fundinum samþykkti stjórnin tillögu um að leigutaka að lóðinni Klettagörðum 9 yrði tilkynnt að lóðarleigusamningur um lóðina yrði ekki framlengdur eftir að hann rynni út í árslok 2023 og að afnotum hans af lóðinni lyki við sama tímamark. Jafnframt að úthlutun lóðarinnar að Klettagörðum 7 yrði afturkölluð miðað við að afnotum lóðarhafa lyki í árslok 2023 gegn endurgreiðslu lóðagjalds til samræmis við almenna úthlutunarskilmála Faxaflóahafna sf. Þá var hafnarstjóra meðal annars falið að tilkynna lóðarhafa um framangreindar ákvarðanir.<br /> <br /> Með tölvupósti 22. nóvember 2022 tilkynnti hafnarstjóri fyrirsvarsmanni kæranda um framangreinda samþykkt hafnarstjórnar. Með tölvupósti sama dag óskaði fyrirsvarsmaðurinn eftir að fá yfirlit yfir þau gögn sem hefðu legið fyrir stjórnarfundinum við töku ákvarðana og að gögnin yrðu send honum. Hafnarstjóri svaraði fyrirsvarsmanni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og rakti þar meðal annars að tilgreindar bókanir stjórnarfunda um Klettagarða 9 væri að finna á heimasíðu Faxaflóahafna sf. Að baki þeim bókunum væru vinnugögn sem hefðu verið útbúin hjá félaginu og yrðu þau ekki látin kæranda í té. Að auki hefði lögmaður félagsins mætt á fundi stjórnar og meðal annars látið uppi álit sitt á kröfu kæranda um áframhaldandi leiguafnot. Þá rakti hafnarstjórinn hvaða ástæður lægju að baki ákvörðunum Faxaflóahafna sf. varðandi lóðirnar og vísaði þar meðal annars til tiltekinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins og hvar mætti nálgast hana.<br /> <br /> Með tölvupósti 1. desember 2022 til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. óskaði lögmaður kæranda eftir að fá öll gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefði undir höndum og sem hefðu verið grundvöllur ákvörðunar sem var tekin á fyrrgreindum fundi félagsins, nánar tiltekið minnisblað lögmanns Faxaflóahafna sf., öll samskipti félagsins við lögmanninn, hvort sem þau væru í bréfaformi eða í tölvupósti, og önnur gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefðu undir höndum og vörðuðu málið. Þá kom fram að krafan væri sett fram með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lögmaður Faxaflóahafna sf. svaraði póstinum 7. desember 2022 og tók fram að hann myndi leggja mat á fyrirliggjandi gögn og beiðni kæranda og vera í sambandi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi sé rétthafi lóðanna Klettagarða 7 og 9 en Faxaflóahafnir sf. sé eigandi þeirra. Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald sem beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 13. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir sf., nr. 798/2009, segi að notendum hafna Faxaflóahafna sf. sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórnar samkvæmt reglugerðinni, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Siglingarstofnunar Íslands (nú Samgöngustofu) en ákvörðunum þess stjórnvalds megi skjóta til samgönguráðherra (nú innviðaráðherra). Um málsmeðferð fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Forsvarsmenn kæranda hafi ákveðið að kæra samþykkt Faxaflóahafna sf. til Samgöngustofu og sé því nauðsynlegt að hafa öll gögn undir höndum sem hafi legið fyrir á fundi hafnarstjórnarinnar 11. nóvember 2022.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnunum hafi verið sett fram með vísan til 14. gr. upplýsingalaga en þar sé kveðið á um að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Faxaflóahafnir sf. hafi synjað beiðni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og í síðari viðbrögðum felist ekkert annað en endurtekin synjun.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Faxaflóahöfnum sf. með erindi, dags. 14. desember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. barst úrskurðarnefndinni hinn 29. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem félagið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að lögmaður kæranda hafi sent formlegt erindi til félagsins 1. desember 2022 sem lögmaður Faxaflóahafna sf. hafi svarað 7. sama mánaðar. Frá því að erindið hafi borist og þar til kæra hafi verið lögð fram hafi aðeins liðið 13 dagar en í 17. gr. upplýsingalaga sé mælt fyrir um að heimilt sé að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Horfa verði til þess að með svari Faxaflóahafna sf. 7. desember 2022 hafi sérstaklega verið tekið fram að lagt yrði mat á gögnin og beiðni um aðgang að þeim og mátti ljóst vera að ekki hafði verið tekin endanleg afstaða til erindisins. Samskipti fyrirsvarsmanns kæranda og Faxaflóahafna sf. geti ekki verið ráðandi hvað tímafresti varði þegar horft sé til síðari samskipta. Þá hafi í erindi lögmanns kæranda 1. desember 2022 ekki verið vísað til áður framsettrar beiðni fyrirsvarsmanns kæranda og hafi beiðnin verið víðtækari en framsett ósk fyrirsvarsmannsins. Því verði að leggja til grundvallar að kærandi hafi ekki haft heimild til þess að kæra ætlaða synjun á að láta í té umbeðin gögn á þeim tíma sem það hafi verið gert. Frávísun kærunnar án kröfu hljóti því að koma til mats hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því mótmælt að félagið sé stjórnvald sem beri að fara eftir stjórnsýslulögum. Rekstur Faxaflóahafna sf. falli undir 3. tölul. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003 en þar komi fram að hafnir sem reknar séu samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Félagið teljist því ekki vera stjórnvald og ákvarðanir þess því ekki stjórnvaldsákvarðanir. Viðkomandi fagráðuneyti hafi til að mynda lagt þennan skilning til grundvallar við afgreiðslu erinda sem snerti Faxaflóahafnir sf.<br /> <br /> Á fundi 11. nóvember 2022 hafi verið vísað til ákveðinna gagna eða þau lögð fram, nánar tiltekið hafi verið um að ræða ódagsett minnisblað hafnastjóra um Klettagarða 7 og 9 en með því hafi fylgt eldra minnisblað sama aðila frá 24. maí 2022, bókanir stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11. desember 2016, 20. janúar 2017 og 24. maí 2022 er lutu að Klettagörðum 7 og 9 og ákveðinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins en hluti skýrslunnar hafi verið kynntur og skoðaður rafrænt á fundinum. Bókanir stjórnarfunda um lóðirnar og skýrsla Samkeppniseftirlitsins séu aðgengileg kæranda á heimasíðum Faxaflóahafna sf. og Samkeppniseftirlitsins, líkt og kærandi hafi verið upplýstur um.<br /> <br /> Bókun í fundargerð fundarins 11. nóvember 2022, um að nafngreindur lögmaður hafi kynnt minnisblað um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9, sé ekki rétt. Umrætt minnisblað hafi verið unnið af hafnarstjóra og kynnt af honum á fundinum. Tilgreindur lögmaður hafi á hinn bóginn tjáð sig um innihald þess og látið í ljós álit á lögfræðilegum álitaefnum sem tengdust innihaldinu. Möguleg ástæða fyrir hinni röngu bókun sé að sami lögmaður hafi unnið og kynnt minnisblað sem hafi verið til umfjöllunar undir öðrum fundarlið.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að heimilt hafi verið að synja um afhendingu minnisblaðanna þar sem um vinnugögn sé að ræða sem séu undanþegin upplýsingaskyldu samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. og 8. gr. laganna. Minnisblöðin hafi verið unnin af starfsmanni Faxaflóahafna sf. og þau hafi hvorki verið látin öðrum í té né hafi aðrir starfsmenn félagsins komið að gerð þeirra. Þá sé í minnisblöðunum ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur hafi þau verið útbúin til eigin nota við undirbúning ákvörðunar. Loks hafi minnisblöðin ekki varðað stjórnsýsluákvörðun eða meðferð stjórnvalds í skilningi stjórnsýslu- eða upplýsingalaga heldur lúti þau að einkaréttarlegum samningi milli aðila. Með hliðsjón af starfsemi Faxaflóahafna sf., lagalegri stöðu þess og 1. gr. upplýsingalaga, eigi þrengjandi skýring á 8. gr. upplýsingalaga ekki við.<br /> <br /> Hvað varðar kröfu kæranda um að fá afhent öll samskipti Faxaflóahafna sf. og lögmanns félagsins sé á það bent að fyrir liggi tölvupóstssamskipti frá október 2021 sem varði meðal annars kæranda og lóðina Klettagarða 9. Faxaflóahöfnum sf. hafi ekki gefist tóm til að taka afstöðu til þessarar kröfu kæranda áður en málið hafi verið kært og hafi umrædd samskipt ekki verið hluti af beiðni fyrirsvarsmanns kæranda. Verði fyrirliggjandi kæra tekin til efnismeðferðar „fallist kærði hins vegar á að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða beri að láta tölvupóstana í té, í heild sinni eða með útstrikun að hluta.“ Er síðan í umsögninni rakið að kærði fari fram á að allur texti sem falli undir tilgreinda tvo töluliði í tölvupósti lögmanns til Faxaflóahafna sf. og samsvarandi spurningar í tölvupósti hafnarstjóra Faxaflóahafa sf. verði yfirstrikaðar eða afmáðar komi til þess að það þurfi að afhenda þessi gögn. Í umsögninni er tekið fram að efnisumfjöllun undir viðkomandi liðum lúti ekki að kæranda né tengist hagsmunum hans í tengslum við þá ákvörðun sem um sé deilt milli aðila. Þá lúti umfjöllun undir tilgreindum lið að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum Faxaflóahafna sf. í framtíðinni og sé mikilvægt að allir mögulegir viðskiptavinir félagsins sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þar séu nefnd. Loks lúti umfjöllun í tilgreindum lið að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 3. janúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er nánar rökstutt að Faxaflóahafnir sf. séu stjórnvald sem falli undir gildissvið stjórnsýslu- og upplýsingalaga, meðal annars með vísan til fyrirmæla reglugerðar nr. 789/2009 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2006, og að kærandi eigi ótvíræðan rétt á aðgangi að gögnunum. Þá hafnar kærandi sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. um að fullnægjandi kæruheimild hafi ekki verið til staðar og bendir á að Faxaflóahafnir sf. hafi sniðgengið fyrirmæli 17. gr. upplýsingalaga við afgreiðslu beiðni hans.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beindi erindi til Faxaflóahafna sf. með tölvupósti 1. mars 2024 og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni Faxaflóahafna sf. eða öðrum sambærilegum sérfræðingi sem ekki væri starfsmaður félagsins. Faxaflóahafnir sf. svöruðu erindinu 4. sama mánaðar og upplýstu að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna og síðar fengið afhent afrit af þeim. Enginn annar utanaðkomandi hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna eða afrit af þeim.<br /> <br /> Í svarinu kom jafnframt fram að Faxaflóahafnir sf. væru lítið félag og ekki væri starfandi lögfræðingur hjá því. Félagið nýtti í stað þess krafta lögmanns í tengslum við afgreiðslu mála þar sem lögfræðilegt mat væri nauðsynlegt eða til bóta og það væri bagalegt að mati Faxaflóahafna sf. ef þessi staðreynd og túlkun upplýsingalaga hvað þetta varðaði mismunaði aðilum sem falli undir upplýsingalögin eftir umfangi starfsmannahalds þeirra. Umrædd minnisblöð og samskipti við lögmann lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að réttarágreiningur yrði um, sem hafi síðar raungerst. Ósk Faxaflóahafna sf. væri að undantekning frá upplýsingaskyldu yrði ekki túlkuð með þrengsta móti, hvort sem horft væri til 3. eða 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. er varða lóðirnar Klettagarða 7 og 9. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. á fundi sínum 11. nóvember 2022 að afturkalla úthlutun lóðarinnar Klettagarða 7 til kæranda og framlengja ekki lóðarleigusamning við hann vegna lóðarinnar að Klettagörðum 9.<br /> <br /> Faxaflóahafnir sf. afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 og tillaga, ódagsett.</li> <li>Minnisblað um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupóstur starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpóstur lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum sf. var minnisblað um Klettagarða 7 og 9 lagt fram á fyrrgreindum fundi 11. nóvember 2022. Meðfylgjandi skjalinu var eldra minnisblað um Klettagarða 9 sem mun hafa verið kynnt á fyrri fundi hafnarstjórnar. <br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allra starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Faxaflóahafnir sf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu tiltekinna sveitarfélaga, sbr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir nr. 798/2009 og grein 2.1 í sameignarfélagssamningi fyrir félagið, dags. 4. janúar 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Kærandi byggir á að Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald og að ákvarðanir félagsins í tengslum við lóðirnar Klettagarða 7 og 9 séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þessum sjónarmiðum er hafnað í umsögn Faxaflóahafna sf.<br /> <br /> Faxaflóahöfnum sf. var komið á fót samkvæmt heimild í 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Þar kemur fram að höfn megi reka sem hlutafélag, hvort sem það er í eigu opinberra aðila eða ekki, einkahlutafélag, sameignarfélag eða sem einkaaðila í sjálfstæðum rekstri. Þá segir í ákvæðinu að hafnir sem eru reknar samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Að gættum þessum fyrirmælum verður að telja að Faxaflóahafnir sf., sem er einkaréttarlegur lögaðili, teljist ekki vera stjórnvald í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Að þessu gættu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. kemur fram að þar sem ekki hafi legið fyrir endanleg afstaða til beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ætti að koma til skoðunar að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er meðal annars heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Eins og áður hefur verið rakið synjaði hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. beiðni fyrirsvarsmanns kæranda um aðgang að tilteknum gögnum með tölvupósti 30. nóvember 2022. Kæranda var heimilt að bera þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir fyrrgreindri 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og geta síðari samskipti lögmanns kæranda og lögmanns Faxaflóahafna sf. engu breytt varðandi þennan rétt kæranda, enda leiddu þau ekki til afhendingu gagnanna. Að því marki sem kæra lýtur að aðgangi að fleiri gögnum en voru tiltekin í beiðni fyrirsvarsmanns kæranda er þess að gæta að í umsögn Faxaflóahafna sf. er sett fram og rökstudd sú afstaða félagsins að synja skuli um aðgang að öllum gögnum sem kæra málsins varðar. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin ekki efni til að vísa málinu frá.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin gögn. Þar er fjallað um lóðirnar Klettagarða 7 og 9, sem kærandi fór með réttindi yfir, og er hann þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Faxaflóahafnir sf. styðja synjun á beiðni kæranda um aðgang að þeim minnisblöðum sem eru tilgreind í töluliðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan við að þau teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddum ákvæðum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, sem fyrr segir, kynnt sér umbeðin minnisblöð. Í minnisblaði um Klettagarða 9, sem ber með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og útbúið fyrir stjórnarfund 24. maí 2022, er meðal annars fjallað um stöðu lóðarinnar og vegnir saman nokkrir möguleikar um hvernig skuli haga málefnum lóðarinnar til framtíðar litið. Minnisblað um Klettagarða 7 og 9, sem var tekið til umræðu á fundi hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022 og ber einnig með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra félagsins, lýtur aðallega að síðarnefndu lóðinni og þá helst varðandi ákveðnar aðgerðir sem ráðast þurfi í við endanleg skil lóðarinnar. Þá er einnig stuttlega fjallað um stöðu lóðarinnar Klettagörðum 7.<br /> <br /> Að virtu efni framangreindra gagna þykir mega ráða að þau hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með fyrrgreindum ákvörðunum hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og ráða má af fyrrgreindum athugasemdum um 8. gr. upplýsingalaga missir gagn stöðu sína sem vinnugagn ef það er afhent einkaaðila með einhverjum hætti. Af þessu leiðir að gögn sem aðili sem fellur undir upplýsingalög afhendir utanaðkomandi sérfræðingi verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið beindi nefndin erindi til Faxaflóahafna sf. og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni félagsins. Í svari Faxaflóahafna sf. kom fram að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald viðkomandi minnisblaða og síðar fengið afhent afrit af þeim. Liggur þannig fyrir í málinu að minnisblöðin hafa verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og geta sjónarmið Faxaflóahafna sf., um þörf félagsins á að leita til utanaðkomandi sérfræðings í ljósi starfsmannahalds þess, ekki haft áhrif í þessu samhengi. Vísast nánar um þetta til ríkrar úrskurðarframkvæmdar nefndarinnar. Þá liggur fyrir að fyrrgreind undanþáguákvæði eiga ekki við um afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Þegar af framangreindum ástæðum verður ekki fallist á að minnisblöðin séu vinnugögn og stendur 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. laganna, því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin.<br /> <br /> Loks kom fram í fyrrgreindu svari Faxaflóahafna sf. að umrædd minnisblöð, sem og samskipti félagsins við lögmann þess, lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að ágreiningur yrði um, sem síðar hafi raungerst. Vísaði félagið meðal annars til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddu ákvæði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1141/2023. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar nærliggjandi er að ágreiningur fari í slíkan farveg.<br /> <br /> Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 inniheldur ekki upplýsingar um samskipti við sérfróða aðila sem til urðu í tilefni af fyrirliggjandi eða nærlægri málshöfðun eða öðrum réttarágreiningi með þeim afleiðingum að til álita komi að undanþiggja minnisblaðið upplýsingarétti kæranda eftir 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna. Í minnisblaði um Klettagarða 9 er vitnað til og rakið meginefni tölvupósts lögmanns Faxaflóahafna sf. til félagsins frá 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er í samandregnu máli lýst afstöðu lögmannsins til framhaldsleigu lóðarinnar og heimilda Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar hennar. Að gættu efni minnisblaðsins og að teknu tilliti til framangreindra sjónarmiða um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er það mat nefndarinnar að minnisblaðið hafi ekki að geyma upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguheimild ákvæðisins og verður réttur kæranda til aðgangs að minnisblaðinu því ekki takmarkaður á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu, og þar sem ekki verður séð að önnur ákvæði upplýsingalaga girði fyrir að kærandi fái aðgang að minnisblöðunum, er Faxaflóahöfnum sf. skylt að veita honum aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum starfsmanns Faxaflóahafna sf. við lögmann félagsins, sbr. gagn sem er tilgreint í tölulið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin samskipti en þau lúta að stöðu lóðarinnar Klettagarða 9. Í tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. er fjallað almennt um stöðu lóðarinnar og þremur spurningum beint til lögmannsins sem hann svarar síðan í framhaldinu.<br /> <br /> Áður hefur verið lagt til grundvallar að um aðgang kæranda í málinu fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og fer um takmarkanir á þeim rétti eftir 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því borið við að strika skuli yfir töluliði 2 og 3 í svarpósti lögmannsins og samsvarandi spurningar í tölvupósti starfsmannsins. Þá er í umsögninni meðal annars rakið að umfjöllun undir 2. tölulið lúti að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum félagsins í framtíðinni og að mikilvægt sé að allir mögulegir viðskiptavinir Faxaflóahafna sf. sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þarna séu til umfjöllunar. Þá kemur fram að umfjöllun í 3. tölulið lúti að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er til þess að líta að spurning starfsmanns Faxaflóahafna sf., sem lögmaður félagsins svaraði undir tölulið 2 í svarpósti sínum, laut að því hvernig standa ætti að hugsanlegri úthlutun lóðarinnar Klettagarða 9. Í svari lögmannsins var fjallað almennt um þau lagalegu sjónarmið sem gilda um úthlutun lóða og hvernig Faxaflóahafnir sf. hafa talið sér heimilt að úthluta lóðum á fyrri stigum. Þá var stuttlega vikið að möguleikum varðandi hugsanleg skilyrði sem setja mætti við úthlutun lóðarinnar. Að þessu gættu og að virtu efni þessara upplýsinga að öðru leyti er það mat nefndarinnar að þær verði ekki á grundvelli framangreindra sjónarmiða Faxaflóahafna sf. felldar undir þær takmarkanir sem eiga við um rétt kæranda að aðgangi að skjalinu, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar sjónarmið Faxaflóahafna sf. um mögulega hagsmuni þriðja aðila þá segir í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, endi vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.<br /> </p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umbeðnum tölvupóstssamskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að einkahagsmunir skaðist ef kæranda yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks hafa Faxaflóahafnir sf. vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í samhengi við aðgang kæranda að umbeðnum samskiptum, nánar tiltekið að aðgangi að þeim verði hafnað með vísan til þess að um sé að ræða bréfaskipti „við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samskiptin hafa, eins og fyrr segir, að geyma spurningar og svör varðandi heimildir Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar Klettagarða 9. Þá svarar lögmaður félagsins spurningu Faxaflóahafna sf. um hugsanlega framhaldsleigu lóðarinnar. Að virtu efni samskiptanna og að gættum fyrrgreindum sjónarmiðum um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsinga telur nefndin að 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr., standi því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Að öllu framangreindu gættu og að virtu efni samskiptanna að öðru leyti er það mat nefndarinnar að Faxaflóahöfnum sf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Faxaflóahöfnum sf. er skylt að veita kæranda, Sindraporti hf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblaði um Klettagarða 7 og 9 og tillögu, ódagsett.</li> <li>Minnisblaði um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpósti lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1187/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum og lista yfir málsgögn vegna máls hjá Seðlabanka Íslands sem varðaði miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila. Seðlabanki Íslands taldi gögnin vera undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi ætti rétt til aðgangs að hluta þeirra upplýsinga sem væri að finna í gögnunum, meðal annars vegna þess að upplýsingarnar væri að finna í gagnsæistilkynningu vegna málsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands. Var því lagt fyrir Seðlabanka Íslands að afhenda þær upplýsingar. Úrskurðarnefndin féllst á að aðrar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu. Þá var beiðnum kæranda að hluta til vísað til bankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti voru ákvarðanir bankans staðfestar. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1187/2024 í máli ÚNU 22090004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. september 2022, kærði A, f.h. B, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn og lista yfir málsgögn vegna máls sem varðar miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila.<br /> <br /> Í kæru er rakið að hinn 8. desember 2021 hafi Arion banki miðlað til lögmanns barnsmóður kæranda umfangsmiklum upplýsingum um heildarstöðu skulda og eigna kæranda hjá bankanum, kreditkortaupplýsingum og yfirliti yfir hreyfingar á bankareikningi kæranda þrjá mánuði aftur í tímann. Lögmaður barnsmóðurinnar hafi miðlað upplýsingunum til sýslumanns og byggt hafi verið á þeim þegar sýslumaður kyrrsetti fjármuni kæranda. Þá hafi lögmaðurinn lagt þær fram fyrir dómi við fyrirtöku á kröfu barnsmóðurinnar um opinber skipti.<br /> <br /> Þegar kærandi hafi orðið þess áskynja að lögmaðurinn hefði undir höndum bankaupplýsingar hans hafi hann leitað til Seðlabanka Íslands hinn 7. janúar 2022 um rannsókn á framferði Arion banka í málinu. Með erindi, dags. 3. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum þess máls hjá Seðlabankanum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt í nefndu máli þar sem Arion banki viðurkenndi að miðlun upplýsinganna hefði falið í sér brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, kom fram að brot Arion banka hefðu verið umfangsmikil og alvarleg, og að sekt bankans skyldi nema 5,5 millj. kr.<br /> <br /> Kærandi fór á ný fram á aðgang að gögnum málsins hjá Seðlabankanum hinn 14. júlí 2022. Beiðni kæranda var hafnað með ákvörðun Seðlabankans þann 5. ágúst 2022.<br /> <br /> Í nefndri ákvörðun Seðlabankans var rökstutt hvers vegna kærandi teldist ekki aðili þess stjórnsýslumáls sem lyktað hefði með sátt Seðlabankans við Arion banka hinn 1. júlí 2022, og gæti þar af leiðandi ekki byggt rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum stjórnsýslulaga að mati Seðlabankans. Að því er varðaði gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga væri til þess að líta, að mati Seðlabankans, að niðurstaða í málinu hefði verið birt opinberlega í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Aðrar upplýsingar og gögn sem óskað væri eftir vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skyldu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Hæstiréttur hefðu komist að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 fæli í sér sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti samkvæmt upplýsingalögum. Seðlabankinn lýsti jafnframt þeirri afstöðu að gögn sem kærandi sjálfur afhenti bankanum samhliða kvörtun um miðlun bankaupplýsinga til óviðkomandi aðila féllu undir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en að þau gögn hefði kærandi þegar undir höndum. Önnur gögn málsins féllu ekki undir þá grein.<br /> <br /> Í framhaldi af erindi Seðlabankans óskaði kærandi hinn 14. ágúst 2022 eftir lista yfir gögn málsins. Í svari bankans, dags. 22. ágúst 2022, kom fram að slíkur listi væri háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þá veittu upplýsingalög engan sjálfstæðan rétt til aðgangs að lista yfir gögn í málum þar sem synjað væri um aðgang að upplýsingum. Beiðninni væri því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir miska og tjóni vegna miðlunar Arion banka á bankaupplýsingum sínum. Bankinn hafi ekki reynt að biðja kæranda afsökunar, gera sátt við hann eða greiða honum bætur. Kærandi hafi hagsmuni af því að fá gögn málsins afhent frá Seðlabankanum, ekki aðeins þar sem þau varði brot gegn kæranda heldur einnig því að þau hafi þýðingu til að honum sé unnt að taka ákvörðun um málshöfðun gegn Arion banka. Þá undirbúi kærandi einnig kæru til Persónuverndar.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstakt þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi að standa í vegi fyrir aðgangi hans að gögnunum. Gögnin fjalli um miðlun sem varði ekki hagi annarra viðskiptamanna Arion banka en kæranda sjálfs. Þá varði miðlunin ekki rekstur eða viðskipti Arion banka, eða önnur atriði sem Seðlabankinn skuli láta fara leynt. Gögnin varði beinlínis meðferð á persónuupplýsingum hans. Þagnarskyldan nái ekki heldur til lista yfir gögn málsins. Loks gagnrýnir kærandi að Seðlabankinn hafi ekki aflað afstöðu Arion banka til þess hvort gögnin skyldu afhent, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Kærandi gagnrýnir að Seðlabankinn telji það vera nægilegt að kæranda sé unnt að nálgast gagnsæistilkynningu á vef bankans um sátt við Arion banka. Stjórnvöld eigi ekki að geta vikið sér undan upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum með því að birta fréttir eða tilkynningar á heimasíðu. Markmið gagnsæistilkynninga sé að styrkja aðhald með starfsháttum fjármálafyrirtækja, ekki að girða fyrir réttindi borgara til að njóta aðilastöðu að máli eða upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum. Gagnsæistilkynningar lúti ekki að verndarhagsmunum einstaklinga sem verði fyrir brotum eftirlitsskyldra aðila. Þá séu upplýsingar í tilkynningunni af skornum skammti; til að mynda komi fram að miðlun Arion banka hafi átt sér stað fyrir mistök. Vísbendingar séu hins vegar uppi um að upplýsingunum hafi verið miðlað af lögfræðideild bankans, sem geti skipt máli varðandi mat á saknæmi í hugsanlegu máli gegn bankanum.<br /> <br /> Rétt sé að benda á að kvartandi til stjórnvalds á ætluðum brotum lögaðila eða einstaklings geti haft stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2003 í máli nr. 83/2003. Það sé vandséð að Seðlabankinn geti hafnað kæranda um stöðu aðila máls.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi þá afstöðu Seðlabankans að önnur gögn en þau sem hafi fylgt kvörtun kæranda til bankans teljist ekki varða kæranda með þeim hætti að um aðgang hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi byggt á því að ákvæðið verði ekki túlkað svo þröngt að gögn þurfi beinlínis að fjalla um viðkomandi aðila heldur geti það átt við um gögn ef aðili hefur sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 5. september 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Frestur var veittur til 19. september en var að ósk Seðlabankans framlengdur til 29. september 2022.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum gögnum í málinu, að undanskildum lista yfir málsgögn. Í umsögninni kemur fram að sátt Seðlabankans við Arion banka hafi verið birt á vef Seðlabankans hinn 22. júlí 2022. Hún hafi verið birt nánast í heild sinni, en þó þannig að stöðluð umfjöllun um samþykkt samkomulags um sátt og afleiðingar þess að aðili fari ekki eftir henni hafi venju samkvæmt verið afmáð.<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingar þær sem kærandi hafi óskað eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs. Þær séu háðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sem einnig sé sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Komist úrskurðarnefndin að því að þær upplýsingar sem Seðlabankinn hefur synjað kæranda um aðgang að falli ekki undir framangreind þagnarskylduákvæði, byggir bankinn á því að gögnin varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varði önnur gögn en þau sem kærandi afhenti Seðlabankanum samhliða kvörtun til bankans í janúar 2022 innihaldi þau eingöngu umfjöllun um brot Arion banka gegn 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hvergi sé vikið að málefnum kæranda, samskiptum hans við þriðja aðila eða lögmann hennar, eða aðstæður kæranda að öðru leyti. Þannig gildi 14. gr. upplýsingalaga ekki um aðgang hans að þeim gögnum.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að hvorki málshöfðun fyrir héraðsdómi né tilkynning til Persónuverndar sé háð því að kærandi hafi umbeðin gögn undir höndum. Þannig geti aðili að dómsmáli eftir atvikum lagt fram kröfu um framlagningu tiltekinna gagna samkvæmt X. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá hafi Arion banki viðurkennt í sátt sinni við Seðlabankann að í miðlun upplýsinganna hafi falist öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá séu hvers kyns samskipti kæranda við barnsmóður sína og lögmann hennar óviðkomandi málsmeðferð Seðlabankans í umræddu stjórnsýslumáli gagnvart Arion banka.<br /> <br /> Loks telur Seðlabankinn að listi yfir gögn málsins séu upplýsingar sem háðar séu sérstakri þagnarskyldu líkt og eigi við um gögn málsins. Réttur kæranda til aðgangs að lista yfir gögn málsins byggist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé deilt um það í kærumálinu fyrir úrskurðarnefndinni að listi yfir gögn málsins geti eftir atvikum talist til fyrirliggjandi gagna í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar sé það svo að hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. október 2022, er sú afstaða Seðlabankans gagnrýnd að tilgangur þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands sé að standa vörð um hagsmuni viðskiptamanna bankans, hér Arion banka. Þetta mál varði ekki slíka hagsmuni heldur hagsmuni kæranda.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi í fyrsta lagi að í umsögn Seðlabankans sé synjun rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, því ekki hafi verið vísað til ákvæðisins í hinni kærðu ákvörðun frá 5. ágúst 2022. Þá sé í öðru lagi ljóst að bankinn hafi ekki metið hvert og eitt gagn sem deilt er um aðgang að með hliðsjón af framangreindu ákvæði upplýsingalaga. Í þriðja lagi sé vandséð hvernig birting upplýsinganna gæti valdið Arion banka tjóni, en slíkt sé skilyrði fyrir því að beiting 9. gr. upplýsingalaga komi til álita. Í fjórða lagi hafi Seðlabankinn ekki aflað afstöðu Arion banka til afhendingar gagnanna. Í fimmta lagi sé hvergi rökstutt hvernig ákvæði 9. gr. geti átt við um lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Varðandi tilvísun Seðlabankans til X. kafla laga um meðferð einkamála, þá víki þau ákvæði ekki til hliðar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum eða geri hagsmuni kæranda af aðgangi að umræddum gögnum minni en ella. Þá sé umfjöllun Seðlabankans um kvörtun til Persónuverndar haldlaus. Í fyrsta lagi sé Seðlabankinn ekki valdbær til að ákvarða um brot gegn persónuverndarlögum. Í öðru lagi geti kvörtun til Persónuverndar varðað aðra en aðeins Arion banka, t.d. þann sem tók við upplýsingunum og miðlaði þeim áfram þrátt fyrir að vera bundinn þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Seðlabankinn afhenti nefndinni lista yfir gögn málsins, sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í svari Seðlabankans, dags. 14. nóvember 2023, kom fram að enginn eiginlegur listi yfir gögn málsins væri til að því er varðaði samkomulag bankans og Arion banka um að ljúka málinu með sátt. Á hinn bóginn væri haldið utan um gögn í skjalakerfi bankans, sem nýttist jafnt við skjalavistun og málaskráningu. Seðlabankinn teldi að í afhendingu umbeðinna gagna til nefndarinnar væri fólgið visst yfirlit, þótt ekki væri um eiginlegan lista að ræða. Hinn 5. desember 2023 barst nefndinni skjáskot af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Aðild kæranda að stjórnsýslumálinu</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum í máli sem Seðlabankinn tók upp gagnvart Arion banka hf. þar sem síðarnefndi bankinn miðlaði bankaupplýsingum um kæranda. Það stjórnsýslumál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf samkvæmt þessu gagnvart Arion banka laut að réttarstöðu Arion banka en ekki að kæranda sjálfum í þeim skilningi að hann hefði verið aðili stjórnsýslumálsins. Um rétt hans til aðgangs að gögnum málsins fer því ekki eftir fyrirmælum 15. gr. stjórnsýslulaga, heldur verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>2. Lagaákvæði um þagnarskyldu</strong></h2> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á því að þau innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Í umsögn til nefndarinnar er enn fremur byggt á því að gögnin varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans og málefni bankans sjálfs með vísan til sama ákvæðis.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kemur fram að þeir sem annist framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Varði upplýsingar þau atriði sem sérstaklega eru tilgreind í lagaákvæðinu falla þær samkvæmt framangreindu almennt utan réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur að gagni verður hins vegar ekki takmarkaður í heild sinni með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, nema ljóst sé að gagnið innihaldi einungis upplýsingar sem falla undir ákvæðið.<br /> </p> <h2><strong>3. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem bankinn telur að heyri undir beiðni kæranda. Hluti gagnanna eru skjöl sem stafa frá kæranda eða umboðsmönnum hans, og hann hefur því þegar undir höndum. Nánar tiltekið eru það eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Kvörtun lögmanns kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 7. janúar 2022, auk fylgiskjala.</li> <li>Tölvupóstur frá lögmanni kæranda til bankans, dags. 25. febrúar 2022, sem kærandi og umboðsmaður hans fengu afrit af.</li> <li>Erindi frá umboðsmanni kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 26. júlí 2022.</li> </ol> <p> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæru til nefndarinnar að kæruefnið varði ekki framangreind gögn, heldur önnur gögn málsins. Er því aðeins tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að öðrum gögnum sem Seðlabankinn afmarkaði beiðni kæranda við, sem eru:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Arion banka, dags. sama dag.</li> <li>Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt.</li> <li>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022.</li> <li>Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022.</li> </ol> <p> </p> <h2><strong>4. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>4.1. Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022</strong></h3> <p>Í erindi Seðlabankans, dags. 16. mars 2022, er Arion banka tilkynnt að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi til skoðunar hvort Arion banki hafi brotið gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í fyrsta lagi eru í erindinu bæði upplýsingar um kæranda sjálfan og upplýsingar sem stafa beinlínis frá honum. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Telur nefndin að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefndin telur að hvorki 2. né 3. mgr. ákvæðisins standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í öðru lagi eru í erindinu upplýsingar sem finna má í svonefndri gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Að því leyti sem upplýsingarnar kynnu að falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 telur nefndin að með hinni opinberu birtingu upplýsinganna, eins og hér háttar til, eigi þagnarskyldan ekki lengur við um þær. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þá hafi upplýsingar, sem kynnu að hafa varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka, verið gerðar opinberar með lögmætum hætti sem leiðir til þess að 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, stendur ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> <br /> Í þriðja lagi eru í erindinu upplýsingar um málsnúmer, nöfn starfsmanna Seðlabankans og vinnunetfang, sem nefndin telur að verði ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt þessu á kærandi rétt á aðgangi að erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022, um meint brot þess síðarnefnda á þagnarskyldu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.2. Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt erindi frá Arion banka, dags. sama dag</strong></h3> <p>Í tölvupósti Arion banka, dags. 29. mars 2022, og erindi dags. sama dag, frá Arion banka til Seðlabankans sem fylgdi tölvupóstinum óskar bankinn eftir því við Seðlabankann að ljúka málinu með sátt.<br /> <br /> Í erindinu koma fram tilteknar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu þar sem þær varða viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Um er að ræða einn málslið í erindinu, nánar tiltekið málsliðinn á eftir þeim málslið sem endar á orðunum „eins og lýst var í erindi“. Verður ákvörðun Seðlabankans staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Í tölvupóstinum og umræddu erindi má finna nöfn tveggja starfsmanna Arion banka. Þá er netfang annars þeirra, beinan vinnusíma og farsímanúmer einnig að finna í tölvupóstinum. Upplýsingarnar verða að mati úrskurðarnefndarinnar hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Varðandi farsímanúmerið lítur nefndin til þess að það er aðgengilegt á vefsvæðinu Já.is, en þar eru aðeins birtar upplýsingar þeirra sem óskað hafa eftir og samþykkt að vera skráðir í símaskrá. Skal Seðlabankinn því veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Aðrar upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur gögnum sem hér er lýst koma einnig fram í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga eiga ekki við um upplýsingarnar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er Seðlabankanum skylt að veita kæranda aðgang að meginmáli bæði tölvupóstsins og erindisins, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.3. Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt</strong></h3> <p>Í tölvupósti Seðlabankans til Arion banka, dags. 22. júní 2022, kemur aðeins fram að meðfylgjandi tölvupóstinum séu bréf Seðlabankans og drög að sátt. Þessar upplýsingar verða ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í erindi Seðlabankans, dags. 21. júní 2022, sem fylgdi tölvupóstinum, eru nánast einungis upplýsingar sem finna má í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Úrskurðarnefndin telur að hvorki þagnarskylduákvæði laga né takmörkunarákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að erindinu og að hann eigi rétt til aðgangs að því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau drög að sátt sem einnig fylgdu tölvupóstinum teljast hins vegar í heild sinni varða málefni Seðlabankans í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun bankans staðfest að því leyti.<br /> </p> <h3><strong>4.4. Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka 28. júní til 1. júlí 2022, hefst á tölvupósti frá Arion banka 28. júní 2022 klukkan 14:36. Honum er svarað með tölvupósti Seðlabankans 30. júní klukkan 16:38.<br /> <br /> Í þessum tveimur tölvupóstum skiptast Arion banki og Seðlabankinn á sjónarmiðum og upplýsingum vegna þeirrar sáttar sem unnið var að vegna brota Arion banka á þagnarskyldu. Þessir tveir tölvupóstar innihalda í heild sinni upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila annars vegar og málefni Seðlabankans hins vegar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu þeirra því staðfest.<br /> <br /> Næst í þræðinum er tölvupóstur Arion banka til Seðlabankans 1. júlí 2022 klukkan 08:26, tölvupóstur með svari Seðlabankans sama dag klukkan 09.00 og loks tölvupóstur frá Arion banka sama dag klukkan 11:00.<br /> <br /> Í tölvupóstunum tveimur frá Arion banka kemur efnislega aðeins fram að bankinn hafi undirritað sátt gagnvart Seðlabankanum, auk upplýsinga um netföng starfsmanna, dagsetningar og aðrar sambærilegar upplýsingar. Nefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga nái ekki til nafna og netfanga þeirra starfsmanna Arion banka sem þar eru tilgreindir. Hið sama á við um málsnúmer í málaskrá Seðlabankans og nafn málsaðila, sem er lögaðili. Aðgangi að þessum upplýsingum verður hvorki hafnað með vísan til þagnarskyldu né samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi á því rétt á aðgangi að þessum tveimur tölvupóstum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tölvupósturinn með svari Seðlabankans merktur klukkan 09.00 geymir á hinn bóginn upplýsingar um undirbúning sáttarinnar sem unnið var að og teljast falla undir þagnarskylduna í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu hans því staðfest.<br /> </p> <h3><strong>4.5. Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt þar sem Arion banki viðurkenndi brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Seðlabankinn hefur, eins og fram er komið, synjað kæranda í þessu máli um aðgang að sáttinni.<br /> <br /> Þann 22. júlí 2022 birti Seðlabankinn á vef bankans svonefnda gagnsæistilkynningu um sáttina. Tilkynningin þann 22. júlí og sáttin frá 1. júlí 2022 geyma sömu upplýsingar, að undanskildum V. kafla samkomulagsins. Í þeim kafla er vísað til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki og reglna nr. 326/2019. Úrskurðarnefndin telur að þessar upplýsingar séu hvorki undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskyldu samkvæmt öðrum lögum. Um rétt til aðgangs að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum og er Seðlabankanum því skylt að afhenda þær kæranda.<br /> </p> <h2><strong>5. Listi yfir gögn málsins</strong></h2> <p>Í hinni kærðu ákvörðun Seðlabankans að synja kæranda um aðgang að lista yfir gögn málsins kemur fram að listinn sé háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til lista yfir málsgögn. Aðgangi að slíkum lista, eða að afmörkuðum upplýsingum á slíkum lista, verður því samkvæmt lögum ekki hafnað nema gildar takmarkanir á upplýsingarétti eigi við um þær. Sú aðgreining sem Seðlabankinn leggur til grundvallar í skýringum til nefndarinnar að skjáskot úr skjalavistunarkerfi bankans geti ekki talist listi yfir gögn málsins í skilningi 5. gr. upplýsingalaga er ekki í samræmi við lög. Ef á listanum koma fram upplýsingar sem leynt eiga að fara er bankanum fært að afmá þær áður en aðgangur er veittur.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðni kæranda um lista yfir gögn málsins á réttum lagagrundvelli. Af þeim sökum verður að vísa þeirri beiðni kæranda aftur til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h2><strong>6. Gögn sem Seðlabankinn hefur ekki tekið afstöðu til</strong></h2> <p>Í skýringum Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar sem fylgdu skjáskoti af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans hinn 5. desember 2023 kom fram að það væri afstaða bankans að erindi frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, væri ekki hluti af hinu eiginlega stjórnsýslumáli þar sem gagnið hefði orðið til eftir að samkomulag um sátt var undirritað hinn 1. júlí 2022. Því hafi það ekki verið afhent úrskurðarnefndinni. Á skjáskotinu má einnig sjá gögn sem ekki voru afhent úrskurðarnefndinni og samanstanda af drögum að sáttinni og samskiptum innan Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi Arion banka til Seðlabankans frá 12. júlí 2022 teljist ótvírætt vera hluti af málinu þótt það hafi orðið til eftir að ákvörðun í málinu lá fyrir, enda verður ekki annað séð en að það hafi efnisleg tengsl við stjórnsýslumálið, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6121/2010. Þá var gagnið orðið til hjá Seðlabankanum áður en kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hið sama á við um drög að sáttinni og samskipti innan Seðlabankans, sem án efa teljast hluti af málinu. Í ljósi þess að úrskurðarnefndinni voru ekki afhent þessi gögn við meðferð málsins og með hliðsjón af skýringum bankans að öðru leyti verður að draga þá ályktun að bankinn hafi ekki tekið efnislega afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þessum gögnum í ákvörðun bankans frá 5. ágúst 2022. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Seðlabankans að nýju til meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Seðlabanka Íslands er skylt að veita kæranda, A f.h. B, aðgang að eftirtöldum gögnum sem varða mál Seðlabankans vegna meints brots Arion banka hf. á þagnarskyldu:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, kl. 15.48.</li> <li>Erindi Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, að undanskilinni setningu sem hefst í línu nr. 7 í meginmáli erindisins, […].</li> <li>Tölvupósti Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 22. júní 2022, kl. 17.08.</li> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 21. júní 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 08.26.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 11.00.</li> <li>Samkomulagi um að ljúka máli með sátt, dags. 1. júlí 2022, í heild sinni.</li> </ol> <p> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. júlí 2022, er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því er varðar erindi frá Arion banka hf. til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, og gögn í möppunum „Drög að sátt“ og „Samskipti innan Seðlabanka“, sem sjá má á skjáskoti úr skjala- og málaskrárkerfi bankans, sem afhent var úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 5. desember 2023.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. ágúst 2022, um lista yfir gögn málsins er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti eru ákvarðanir Seðlabanka Íslands, dags. 5. og 22. ágúst 2022, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1186/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1186/2024 í máli ÚNU 24020004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 7. febrúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 5. febrúar 2024, kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindi hans. Umrætt erindi til Vestmannaeyjabæjar frá kæranda er dagsett 3. janúar 2024, en með því óskaði kærandi upplýsinga um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Vestmannaeyjabæ var kynnt kæran með erindi, dags. 20. mars 2024, og upplýsinga óskað um það hvort erindinu hefði verið svarað. Úrskurðarnefndinni barst svar daginn eftir þar sem fram kom að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi bæjarins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjum sé á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að beiðnin finnist ekki í skjalakerfi bæjarins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 5. febrúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1185/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu. Lögreglan í Vestmannaeyjum synjaði beiðninni með vísan til þess að gögnin vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að lögregluskýrslur vegna málsins teldust varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og vísaði kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1185/2024 í máli ÚNU 24010019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. janúar 2024, kærði A synjun Lögreglunnar á Vestmannaeyjum (hér eftir einnig Lögreglan) á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. janúar 2024 eftir aðgangi að lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu fyrr um veturinn. Í svari Lögreglunnar, dags. 9. janúar 2024, kom fram að gögnin yrðu ekki afhent því þau vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu þannig utan gildissviðs upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að í málinu hafi orðið milljarða króna tjón og að samfélagslegir hagsmunir standi til þess að gögnin verði afhent.<br /> <br /> Kæran var kynnt Lögreglunni í Vestmannaeyjum með erindi, dags. 29. janúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 13. febrúar 2024. Í henni kemur fram að Lögreglan hafi nú til rannsóknar mál sem varðar tjón á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, og umbeðin gögn séu hluti af því máli. Umsögninni fylgdi nokkurt magn gagna sem að mati Lögreglunnar sýndu glögglega að málið væri til rannsóknar.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. febrúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust 7. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að lögregluskýrslum á þeim grundvelli að þær varði rannsókn sakamáls og falli þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Lögreglan í Vestmannaeyjum kveður umbeðin gögn í málinu tilheyra sakamáli sem nú sé til rannsóknar. Málið varðar skemmdir sem urðu á neysluvatnslögn þegar togveiðiskip missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Úrskurðarnefndin telur að lögregluskýrslur vegna málsins teljist varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 18. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1184/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um töflu um fjölda foreldra sem andast. Kærandi taldi svör stofnunarinnar ófullnægjandi. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom í ljós að engin gögn lægju fyrir hjá stofnuninni sem heyrðu undir beiðni kæranda. Þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar var ákvörðun Hagstofu Íslands staðfest. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1184/2024 í máli ÚNU 23120003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 30. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu Hagstofu Íslands (hér eftir einnig Hagstofan) á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvers vegna taflan „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2020“ á vef stofnunarinnar hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021. Í svari Hagstofunnar, dags. 11. október 2023, kom fram að vonandi næðist að uppfæra töfluna fyrir árslok. Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína sama dag. Í svari Hagstofunnar, dags. 18. október 2023, kom fram að taflan yrði uppfærð á fimm ára fresti til að koma í veg fyrir rekjanleika í niðurstöðum, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.<br /> <br /> Kærandi brást við erindinu samdægurs og óskaði svara við eftirfarandi atriðum:<br /> </p> <ol> <li>Hvenær ákvörðun hefði verið tekin um að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega.</li> <li>Hvert hefði verið tilefni þess að ákvörðunin var tekin.</li> <li>Á hvaða vettvangi innan stofnunarinnar ákvörðunin hefði verið tekin.</li> <li>Hvort einhver ytri aðili hefði komið að ákvörðunartökunni.</li> </ol> <p> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 20. október 2023, kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin fyrr á árinu af þeirri ástæðu sem tilgreind væri í svari Hagstofunnar frá 18. október. Í öðru svari Hagstofunnar, dags. 21. nóvember 2023, kom fram að almennt væri svar við því af hverju eitthvað hefði ekki gerst hjá stofnuninni það að önnur verkefni hefðu haft forgang eða gagnalindir hefðu ekki gefið tilefni til uppfærslu. Umrædd tafla yrði sjálfsagt uppfærð, líkt og aðrar töflur sem til stæði að uppfæra, þegar tækifæri gæfist. Kærandi ítrekaði í framhaldinu erindi sitt. Í svari Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, kom fram að ekki væri hægt að svara fyrirspurn kæranda með meiri nákvæmni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að taflan sé ein af mjög fáum opinberum heimildum sem sýni afleiðingar þeirrar félagslegu aðskilnaðarstefnu sem kvenréttindakonur hjá hinu opinbera standi fyrir gegn B-foreldrum og B-fjölskyldum. Spurningum kæranda í erindi hans frá 18. október 2023 væri enn ósvarað og væri því óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hlutaðist til um að þeim yrði svarað.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 6. desember 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 7. desember 2023, var móttaka erindis úrskurðarnefndarinnar staðfest. Þar kom fram að stofnunin héldi úti 2.600 töflum á íslensku og öðru eins á ensku. Oft gerðu lög kröfu um að tilteknar upplýsingar væru uppfærðar og hefðu slík verkefni forgang í starfsemi stofnunarinnar. Umrædd tafla væri ekki birt á grundvelli lagaskyldu. Ekki yrði séð að verið væri að biðja Hagstofuna um gögn heldur upplýsingar um hvernig stofnunin tæki ákvarðanir í rekstri sínum. Það væru því engin gögn til að afhenda úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust nánari skýringar frá Hagstofunni hinn 22. desember 2023. Kom þar fram að umrædd tafla hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021 vegna forgangsröðunar verkefna. Ekki væri haldin skrá utan um það hvaða töflur væru uppfærðar hvenær, nema um evrópska tölfræði eða annað sem væri lögbundið. Það gæti liðið mislangur tími þar til hægt væri að uppfæra töflu, bæði vegna gagna og mönnunar verkefna. Þessi tafla væri uppfærð ef tækifæri gæfist. Samkeyra þyrfti nokkrar gagnalindir, sem gerði verkið snúnara því þá þyrftu allar gagnalindirnar að vera uppfærðar áður en vinna gæti hafist.<br /> <br /> Um tilefni þess að ákveðið hefði verið að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega kom fram að það væri einnig vegna forgangsröðunar í framleiðslu og að lögbundin verkefni hefðu forgang. Ekkert væri skráð um þessa ákvörðun hjá Hagstofunni en líklega hefði það verið á vettvangi millistjórnunar þar sem forgangsröðun verkefna færi að miklu leyti fram þar. Um væri að ræða rekstrarákvörðun líkt og þúsundir annarra slíkra ákvarðana sem þyrfti að taka svo að forgangsverkefni næðu fram að ganga. Varðandi mögulega aðkomu ytri aðila að ákvörðuninni væri svarið við því að sjálfsögðu neikvætt.<br /> <br /> Skýringar Hagstofu Íslands voru kynntar kæranda með erindi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurn kæranda til Hagstofu Íslands í tengslum við töflu um fjölda foreldra sem andast, sem birt er á vef stofnunarinnar. Kærandi telur að fyrirspurninni sé ósvarað. Hagstofan telur að fyrirspurninni hafi verið svarað eins nákvæmlega og mögulegt er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri svo á að með erindi Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, þar sem fram kom að ekki væri hægt að svara kæranda með meiri nákvæmni, hafi stofnunin vísað beiðni kæranda frá í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið laganna berst erindi, sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum, á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af lögunum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara fyrirspurnum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum fyrirspurnum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um ágreining vegna slíkra fyrirspurna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda og Hagstofunnar vegna málsins. Það er mat nefndarinnar að með erindum Hagstofunnar, dags. 18. og 20. október 2023, þar sem fram kom að fyrr á árinu 2023 hefði verið ákveðið að umrædd tafla yrði uppfærð á fimm ára fresti frekar en árlega til að hindra rekjanleika í niðurstöðum, hafi kærandi mátt ætla að til væru gögn hjá stofnuninni um þá ákvörðun. Af þeim sökum verður að líta svo á að fyrirspurn kæranda til Hagstofunnar í fjórum liðum, dags. 18. október 2023, hafi verið beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, og að stofnuninni hafi borið að taka hana til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Á hinn bóginn hefur komið í ljós við meðferð málsins að stofnunin kveður engin gögn liggja fyrir sem heyra undir beiðni kæranda. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar. Verður því að leggja til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Hagstofu Íslands því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Hagstofu Íslands, dags. 30. nóvember 2023, er staðfest.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1183/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Ríkislögreglustjóri synjaði beiðni kæranda um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli einstaklings og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Synjunin byggðist á því að upptakan innihéldi upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan færi leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upptökunni væru ríkir og féllst á að kærandi ætti rétt til aðgangs að hljóðupptökunni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1183/2024 í máli ÚNU 24010013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. janúar 2024, kærði A ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni hans um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. Í kæru er rakið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 1164/2023 gert ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að afriti af símtalinu. Ríkislögreglustjóri hafi hins vegar aðeins afhent kæranda endurrit af símtalinu og vilji ekki afhenda hljóðupptökuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 7. mars 2024. Umsögninni fylgdi erindi ríkislögreglustjóra til kæranda, dags. 27. febrúar 2024, þar sem beiðni hans var synjað með formlegum hætti.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 hafi verið ákveðið að afhenda kæranda aðeins endurrit af símtalinu en synja kæranda um aðgang að hljóðupptöku á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að upptakan innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Þá samþykki B ekki að upptakan verði afhent.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að afhending hljóðupptökunnar fæli í sér miðlun persónugreinanlegra upplýsinga, sem falli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og teljist til vinnslu persónuupplýsinga í skilningi laganna. Endurriti símtalsins hafi verið miðlað og ekki verði séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá hljóðupptökuna afhenta, meðal annars þar sem engar upplýsingar úr símtalinu hafi verið undanskildar í því endurriti sem afhent var kæranda.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 15. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Við afgreiðslu málsins vék nefndarmaðurinn Hafsteinn Þór Hauksson af fundi með vísan til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra 21. júlí 2022. Ríkislögreglustjóri ákvað í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 að afhenda kæranda endurrit af símtalinu en hafna afhendingu hljóðupptökunnar.<br /> <br /> Í framangreindum úrskurði lagði nefndin til grundvallar að í lögum væri ekki mælt fyrir um að trúnaður skyldi ríkja um samskipti tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Þá var það mat nefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að símtalinu færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang að gögnum sem geyma upplýsingar um aðila sjálfan, þar sem tilefni símtalsins var að óska aðstoðar lögreglu vegna kæranda. Nefndin telur þessi sjónarmið eiga við um aðgang kæranda að hljóðupptöku af símtalinu og að leysa skuli úr rétti hans til aðgangs að upptökunni samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. sömu greinar. Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Ákvæði þeirra laga geta því ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þá hljóðupptöku sem deilt er um rétt til aðgangs að í málinu, og fellst á að hún hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður að telja að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptökunni séu ríkir, enda hefur nefndin í fyrri úrskurði kveðið á um að kærandi eigi rétt á afriti upptökunnar.<br /> <br /> Nefndin fellst ekki á að það að kærandi hafi undir höndum endurrit af símtalinu leiði til þess að hann hafi ekki lögmæta hagsmuni af því að fá aðgang að hljóðupptökunni. Hljóðupptaka af símtali inniheldur ekki aðeins upplýsingar um hvað er sagt heldur fangar líka blæbrigði og andrúmsloft sem erfitt eða útilokað er að koma til skila í endurriti. Slíkt getur gert kæranda kleift að bæði skilja atburðarásina til hlítar og staðreyna að viðbrögð lögreglu í málinu hafi verið eðlileg. Hér ber einnig að horfa til þess að í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga kemur orðrétt fram að eftir því sem við verður komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír.“ Umbeðið gagn er fyrirliggjandi í formi hljóðupptöku.<br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptöku af símtalinu vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að upptakan fari leynt. Verður því fallist á að kærandi eigi rétt til aðgangs að hljóðupptöku af símtalinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögreglustjóri skal afhenda A hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. <br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1182/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærandi óskaði eftir gögnum um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannréttingar hans. Sjúkratryggingar Íslands fullyrtu að öll gögn málsins hjá stofnuninni hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang að gögnum í máli um ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar færi samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1182/2024 í máli ÚNU 23100014.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. júlí 2023, kærði A málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. apríl 2022, tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands kæranda að gildistími á samþykki stofnunarinnar á umsókn hans um þátttöku í kostnaði við tannréttingar væri framlengdur til 1. september sama ár en samþykkið myndi falla niður að þeim tíma liðnum.<br /> <br /> Stofnunin rökstuddi nánar ákvörðun sína með bréfi, dags. 30. júní 2022, en þar kom meðal annars fram að samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 451/2013 tæki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands aðeins til kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar. Sérstök fagnefnd hefði metið að nauðsynlegum tannréttingum kæranda væri lokið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2022, vísuðu Sjúkratryggingar Íslands frá umsókn kæranda um áframhaldandi greiðsluþátttöku með vísan til fyrrgreindra bréfa frá 28. apríl og 30. júní 2022. Fyrir liggur í málinu að kærandi kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands um áframhaldandi greiðsluþátttöku til úrskurðarnefndar velferðarmála sem úrskurðaði í málinu hinn 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 4. október 2022, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem lágu að baki framangreindum bréfum stofnunarinnar. Þá óskaði kærandi sérstaklega eftir öllum ákvörðunum, umsögnum, niðurstöðum og öðrum gögnum er studdu við mat fyrrnefndrar fagnefndar auk svara um á hvaða forsendum matið hefði byggt. Með kæru, dags. 12. júlí 2023, kærði kærandi afgreiðslutafir Sjúkratrygginga Íslands á framangreindri beiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands um kæruna hinn 14. júlí 2023. Stofnunin tilkynnti nefndinni 20. sama mánaðar að umbeðin gögn hefðu verið birt í réttindagátt kæranda á vefsíðunni sjukra.is og að honum hefði verið tilkynnt um það. Samdægurs hafði nefndin samband við kæranda og tilkynnti honum að á grundvelli upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands myndi nefndin fella málið niður á næsta fundi nefndarinnar sem var og gert hinn 26. júlí 2023.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 31. júlí 2023, til Sjúkratrygginga Íslands og með afriti á úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti kærandi að gögnin sem stofnunin hefði afhent væru ekki þau sem óskað hefði verið eftir. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Sjúkratrygginga Íslands sem úrskurðarnefndin fékk afrit af í tölvupósti auk þess sem kærandi sendi athugasemdir til nefndarinnar hinn 1. september 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti kæranda hinn 23. október 2023 að litið væri á erindi hans frá 31. júlí 2023 sem nýja kæru til nefndarinnar.<br /> <br /> Kærandi byggir kæru sína á því að hann hafi ekki fengið gögn afhent sem tengjast grundvelli og forsendum að baki ákvörðunum í máli hans. Þá hafi kæranda ekki fengið afhentar umsagnir eða gögn um niðurstöðu hinnar sérstöku fagnefndar, sem vísað var til í rökstuðningi Sjúkratrygginga Íslands frá 30. júní 2022.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með erindi, dags. 23. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar Íslands léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands barst úrskurðarnefndinni 6. nóvember 2023. Í umsögninni kom fram að þau gögn sem kæranda voru afhent 20. júlí 2023 væru öll gögn málsins hjá stofnuninni. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 19. sama mánaðar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna er varða ákvarðanir stofnunarinnar um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga kæranda á grundvelli IV. kafla reglugerðar, nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Umræddur kafli fjallar um aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.<br /> <br /> Ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um þátttöku í tannlæknakostnaði kæranda og svo ákvörðun stofnunarinnar um að hætta þeirri þátttöku eru því ákvarðanir sem falla undir gildissvið stjórnsýslulaga. Kærandi telst aðili að stjórnsýslumáli sem þessar ákvarðanir eru hluti af. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að tengjast ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta þátttöku í tannlæknakostnaði hans. Umbeðin gögn eru því hluti af stjórnsýslumáli sem kærandi er aðili að. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer þar með eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda þau lög ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og af því leiðir að kæruefni máls þessa fellur utan gildissviðs upplýsingalaga og ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Kærumálinu er því hér með vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga verður synjun eða takmörkun á aðgangi aðila stjórnsýslumáls að gögnum kærð til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Eins og tilgreint er í lýsingu á málsatvikum að framan var ákvörðun málsins kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Synjun Sjúkratrygginga Íslands um aðgang kæranda að gögnum málsins verður því borin undir sama stjórnvald.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 31. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1181/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir gögnum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva hjá Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið kvaðst ekki hafa heimild til að afhenda gögnin því Orka náttúrunnar legðist gegn afhendingu þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu stæði í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Niðurstaða nefndarinnar var að svo væri ekki. Lagt var fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1181/2024 í máli ÚNU 23100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. október 2023, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar í tengslum við verkefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva og afriti af samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar um reksturinn. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 12. september 2023, kom fram að það sem kærandi vísaði til í beiðni væri tilraunastarfsemi sem Orka náttúrunnar hefði átt frumkvæðið að og falist hefði í að Orka náttúrunnar setti upp nýja hleðslustöð og hraðhleðslustöð. Kærandi óskaði ítarlegri upplýsinga um verkefnið sama dag. Sveitarfélagið svaraði daginn eftir og kvað tilraunastarfið aðallega felast í því að Orka náttúrunnar kæmi sínum búnaði fyrir og sæi um rekstur hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2023, óskaði kærandi meðal annars eftir afriti af samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar vegna verkefnisins og samningi um verkefnið. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, kom fram að ákvörðun sveitarfélagsins að leyfa tilraunaverkefni Orku náttúrunnar teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því bæri að fara eftir stjórnsýslulögum við málsmeðferðina en ekki upplýsingalögum. Afstaða sveitarfélagsins var áréttuð við kæranda hinn 5. október 2023.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæran snúi að samningi Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og samskiptum sveitarfélagsins við félagið vegna verkefnisins. Kærandi og Orka náttúrunnar séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Vestmannaeyjabær og Orka náttúrunnar séu opinberir aðilar og samningur þeirra um rekstur á hleðslustöðvum varði ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 16. október 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 6. nóvember 2023. Í umsögninni er rakið að Orka náttúrunnar hafi óskað eftir því við Vestmannaeyjabæ að farið yrði í tilraunaverkefni, þar sem félagið kæmi fyrir hleðslustöðvum og sæi um rekstur þeirra. Sveitarfélagið leggist ekki gegn því að þau fyrirliggjandi gögn sem sveitarfélagið telur að heyri undir beiðni kæranda verði afhent, en þar sem Orka náttúrunnar leggist gegn afhendingunni telji sveitarfélagið sér óheimilt að afhenda þau. Umsögninni fylgdu tvö fylgiskjöl. Fyrra fylgiskjalið eru þau gögn sem sveitarfélagið telur að kæran lúti að. Þau samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðvanna. Vestmannaeyjabær kveður ekki frekari skrifleg samskipti liggja fyrir. Þá liggi ekki fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar, hvorki endanlegur samningur né drög að slíkum samningi. Síðara fylgiskjalið inniheldur samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar sem áttu sér stað eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Orku náttúrunnar til afhendingar þeirra gagna sem sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda við. Í svari Orku náttúrunnar, dags. 6. desember 2023, er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rekstur og þjónustu Orku náttúrunnar við hleðslustöðvar í Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið vísar til þess að ekki liggi fyrir samningur við Orku náttúrunnar um verkefnið. Önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda sé sveitarfélaginu óheimilt að afhenda með vísan til hagsmuna Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu Vestmannaeyjabæjar að ekki liggi fyrir eiginlegur samningur um verkefnið. Verður ákvörðun sveitarfélagsins að því leyti staðfest, þar sem ekki telst um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum sem sveitarfélagið Vestmanneyjabær hefur afmarkað beiðni kæranda við fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í svari Vestmanneyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, vísaði sveitarfélagið til þess að ósk kæranda lyti að gögnum úr stjórnsýslumáli og því bæri að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, við málsmeðferðina en ekki ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að í máli þessu gerist þess ekki þörf að nefndin leysi úr því hvort Vestmanneyjabær hafi tekið ákvörðun um rétt eða skyldu Orku náttúrunnar í skilningi stjórnsýslulaga og hvort gögn málsins tengist slíkri ákvörðun, enda myndi kærandi ekki teljast aðili að þeirri ákvörðun eða því máli sem hún tengdist. Um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fer því, hvað sem öðru líður, eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Gögnin sem um ræðir samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar frá tímabilinu júní til júlí 2023. Úrskurðarnefndinni voru einnig afhent samskipti milli sömu aðila sem til urðu eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni. Er í úrskurðinum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í ákvörðun Vestmannaeyjabæjar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar er ekki vísað til þess hvaða takmörkunarákvæði í upplýsingalögum geti átt við um gögnin, heldur látið við sitja að vísa til þess að kærandi og Orka náttúrunnar séu samkeppnisaðilar.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur – Eigna ohf., sem alfarið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er samkvæmt þessu í óbeinni en þó fullri eigu sveitarfélaga kemur ekki til álita hvort samkeppnislegir hagsmunir fyrirtækisins njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sem einkahagmunir. Þessi í stað kemur til skoðunar ákvæði 4. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu, þ.e. hvort Vestmannaeyjabæ hafi verið heimilt að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli slíkra hagsmuna Orku náttúrunnar.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Ákvæðið verndar viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að unnt sé að byggja takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar um rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu. Hvorki Vestmannaeyjabær né Orka náttúrunnar hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem þar koma fram geti orðið Orku náttúrunnar skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af inntaki samskiptanna verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá er til þess að líta að ekki verður annað séð en að umbeðin gögn lúti að samskiptum Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar um að síðarnefnda fyrirtækið taki að sér rekstur tiltekinna hraðhleðslustöðva fyrir bifreiðar í bæjarfélaginu. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig sveitarfélagið stendur að slíkum ákvörðunum og að um stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kærandi fái afhent þau gögn sem sveitarfélagið hefur afmarkað beiðni hans við. Þá telur nefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Verður því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang afriti af samskiptunum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Ísorku ehf., tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. í tengslum við rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu, dags. 28. júní til 6. júlí 2023. Ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. október 2023, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1180/2024. Úrskurður frá 21. mars 2024 | Óskað var eftir reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti, án þess að upplýsingar um lýsingu á vinnu félagsins væru afmáðar. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og ættu að fara leynt. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að takmarka mætti upplýsingarétt kæranda á þeim grundvelli. Þá taldi nefndin að aðrar takmarkanir ættu að langstærstum hluta ekki við um upplýsingarnar. Ráðuneytinu var því gert að afhenda reikningana. | <p>Hinn 21. mars 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1180/2024 í máli ÚNU 23030008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2023, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 15. febrúar 2023 eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem kæranda hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafnaði beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er gerð krafa um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Í kærunni er tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 14. mars 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 28. mars 2023. Í henni kemur fram að reikningar Íslaga til ráðuneytisins séu 33 talsins. Upplýsingar í þeim sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir voru mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 29. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 17. apríl 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis frá 21. febrúar 2023 að synja kæranda um aðgang að 33 reikningum vegna vinnu fyrirtækisins Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er einnig vísað til 9. gr. sömu laga og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Það séu þó aðeins upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins á borð við fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem kæranda var synjað um aðgang að. Í þeim er vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni eru það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða eru opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hefur að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telur úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002 kemur eftirfarandi fram:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku. Seðlabanki Íslands tók við stöðugleikaeignum fyrir hönd ríkissjóðs frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja í kjölfar setningar laga um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, og breytinga á ákvæði til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Lindarhvoll ehf. annaðist umsýslu stöðugleikaeigna að mestu leyti.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir sem kunna að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar.<br /> <br /> Í þremur reikningum er að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteignsem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá virðast upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Er ráðuneytinu því óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa ber ráðuneytinu að yfirstrika eftirfarandi upplýsingar í reikningum með númerin 0001172, 0001173 og 0001222, og afhenda þá kæranda svo breytta:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í reikningunum er að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljast ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna, þar sem þær eru ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða eru ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Kemur því hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur takmörkunarákvæði laganna í veg fyrir afhendingu reikninganna.</p> <p> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., alla reikninga vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023, þó þannig að yfirstrikaðar séu upplýsingar um heimilisfang á þremur reikninganna á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1179/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Farið var fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023, þar sem ekki hefðu enn borist gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Úrskurðarnefndin taldi að skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum sem leitt gætu til endurupptöku málsins á ólögfestum grundvelli. Var beiðninni því hafnað. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1179/2024 í máli ÚNU 24010007.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. janúar 2024, fór A, f.h. B, fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023. Í beiðninni kemur fram að ekki hafi enn borist nein gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023, laut efni kærunnar að því að B hefðu ekki verið afhent öll gögn máls hennar hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í skýringum barnaverndarþjónustunnar til úrskurðarnefndarinnar kom fram að unnið væri að því að taka saman gögnin fyrir B í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands. Í samræmi við þær skýringar taldi úrskurðarnefndin að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að synja B um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leiðbeindi B um það að þótt ekki væri tekin afstaða til þess í úrskurðinum væri það svo að ef kæra hennar lyti að gögnum í stjórnsýslumáli sem hún ætti aðild að giltu upplýsingalögin ekki um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Jafnframt tiltók nefndin að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls væri fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga væri heimilt að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar væri kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt gengju framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Af beiðni um endurupptöku verður ekki ráðið hvaða atriði skuli leiða til þess að málið sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 skuli tekið upp að nýju. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekar þær leiðbeiningar sem fram komu í fyrri úrskurði nefndarinnar um kæruleiðir í barnaverndarmálum. Í ljósi rökstuðnings kæranda fyrir beiðni sinni um endurupptöku telur nefndin jafnframt tilefni til þess að benda á að í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Sé ákvörðun í máli þannig kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála, verður dráttur á svörum í málinu jafnframt kærður þangað.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, f.h. B, um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1177/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um skýrslu Minjastofnunar Íslands og drög að kostnaðarmati. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1177/2024 í máli ÚNU 24010002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskar eftir skýrslu Minjastofnunar Íslands varðandi kröfur um mótvægisaðgerðir sem metnar eru út frá niðurstöðum fornleifarannsóknar í Miðgerði auk draga að kostnaðarmati. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá er heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ef beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um skýrslu Minjastofnunar o.fl. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða, þar sem sveitarfélagið hefur ekki móttekið beiðni kæranda og þannig ekki haft tækifæri til afgreiða hana, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 22. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1176/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um íbúafjölda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1176/2024 í máli ÚNU 23120009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 6. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um upplýsingar. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það hve margir hefðu búið í Vestmannaeyjum hinn 5. nóvember 2022 og hve margir byggju þar hinn 5. nóvember 2023. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 6. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1175/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Óskað var eftir upplýsingum hjá Reykjavíkurborg um það hvort skólastjóri tiltekins skóla hefði sætt viðurlögum vegna atviks sem varðaði son kæranda. Reykjavíkurborg hafnaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu starfsmannamál sem réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum næði ekki til. Úrskurðarnefndin taldi að gögn í málum um beitingu stjórnsýsluviðurlaga á borð við áminningu teldust varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvörðun Reykjavíkurborgar var því staðfest. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1175/2024 í máli ÚNU 23110017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 22. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar um hvort skólastjóri […]skóla hefði sætt viðurlögum.<br /> <br /> Með erindi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023, lýsti kærandi því að nokkrum mánuðum fyrr hefði hann farið ásamt syni sínum á fund skólastjóra […]skóla til að ræða vanlíðan sonarins í skólanum. Til að ná athygli sonar kæranda hefði skólastjórinn ítrekað tekið um höku hans og sagt honum að horfa í augun á sér. Óskaði kærandi eftir því við skóla- og frístundasvið að atvikið yrði rannsakað af óvilhöllum aðila sem skæri jafnframt úr um hvort skoða bæri atferli skólastjórans sem ofbeldi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds erindis óskaði kærandi hinn 14. september 2023 eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda. Með svari Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, var beiðni kæranda hafnað með vísan til 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2023, var upplýst að erindi úrskurðarnefndarinnar hefði misfarist þar sem það hefði ekki verið áframsent á viðeigandi aðila frá almennu netfangi Reykjavíkurborgar. Nefndin samþykkti beiðni um viðbótarfrest til að skila umsögn um kæruna til 17. janúar 2024.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. janúar 2024. Í henni kemur fram að Reykjavíkurborg túlki beiðni kæranda á þann veg að óskað sé upplýsinga um hvort skólastjórinn hafi sætt viðurlögum í starfi. Mat sveitarfélagsins sé að beiðni kæranda hafi verið afgreidd í samræmi við upplýsingalög.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 2. febrúar 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem hann hefur óskað eftir fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna. Sú takmörkun sem kemur til skoðunar í málinu birtist í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna, þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p> <br /> Í beiðni til Reykjavíkurborgar og kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að hann vilji vita hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda til Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruefnið að ekki sé átt við refsiábyrgð vegna brots í opinberu starfi, sbr. t.d. ákvæði XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, heldur stjórnsýsluviðurlög að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu. Úrskurðarnefndin telur að gögn í málum um beitingu slíkra viðurlaga teljist varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að upplýsingaréttur almennings nái af þeim sökum ekki til þeirra gagna. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.<br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 749/2018 að skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi ákvæðisins. Með vísan til þess er óþarft að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem skólastjóri […]skóla kynni að hafa sætt síðastliðin fjögur ár frá þeim degi sem beiðni kæranda var lögð fram.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 7. gr. sömu laga, sbr. jafnframt 2. mgr. 11. og 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Þá var í ákvörðuninni ekki heldur að finna leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, að synja A um upplýsingar um það hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1178/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um upplýsingar varðandi verktakavinnu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023 og beiðni um úrskurð um nánar tilgreind atriði. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að erindi kæranda hefði verið svarað daginn eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefndinni. Að mati nefndarinnar laut erindi kæranda til ráðuneytisins ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þess. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1178/2024 í máli ÚNU 24010006.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 11. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni er rakið að vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árið 2023 hafi íþróttafélagið ÍBV auglýst eftir verktökum til vinnu á þjóðhátíðinni. Að henni lokinni hafi kærandi óskað eftir upplýsingum hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hversu margar skráningar hefðu borist vegna verktakavinnunnar. Erindi hans hafi verið áframsent til ÍBV. Í framhaldi af því hafi kærandi sent dómsmálaráðuneyti erindi og spurt hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð og hvort ÍBV væri fjárgæslumaður hins opinbera sem sæi um að innheimta opinber gjöld. Ráðuneytið hafi ekki svarað erindi hans.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo væri, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst nefndinni hinn 13. febrúar 2024. Svarinu fylgdu afrit af erindum kæranda til ráðuneytisins vegna málsins, dags. 25. október og 5. desember 2023. Í fyrra erindi kæranda spyr hann ráðuneytið hvort það sé hlutverk ÍBV að skrá verktakafyrirtæki og jafnvel innheimta opinber gjöld af vinnu þeirra. Í síðara erindi kæranda óskar hann eftir úrskurði ráðuneytisins um það hvort ÍBV sé gæsluaðili fjár ríkisins í Vestmannaeyjum, innheimti gjöld og borgi reikninga. Þá óskar hann úrskurðar um hvort framganga Sýslumannsins í Vestmannaeyjum sé boðleg. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að erindum kæranda hefði verið svarað hinn 12. janúar 2024, þ.e. daginn eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 11. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1171/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir gögnum um rafræna hillumiða o.fl. hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að afhending gagnanna myndi skaða samkeppnishagsmuni ÁTVR og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Origo hf. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin vörðuðu ráðstöfun opinberra fjármuna og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim vægju þyngra en hagsmunir Origo af því að þau færu leynt. Þá taldi nefndin að þó svo að fallist yrði á að ÁTVR ætti í samkeppni vörðuðu gögnin ekki svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt þætti að þeir gengju framar upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir ÁTVR að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1171/2024 í máli ÚNU 22090005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. september 2022, kærðu Samtök verslunar og þjónustu synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir einnig ÁTVR) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi sendi erindi, dags. 2. ágúst 2022, til ÁTVR og rakti þar að tilkynning hefði birst á vef Origo hf. hinn 26. júlí sama ár þar sem fluttar hefðu verið fréttir af innleiðingu ÁTVR á SES Imagotag rafrænum hillumiðum í 16 stærstu verslanir stofnunarinnar ásamt handtölvulausn. Óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum ÁTVR um innkaup á umræddum hillumiðum ásamt handtölvulausn og öðrum vörum eða lausnum sem þeim tengdust með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. ÁTVR synjaði beiðninni 5. september 2022 með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ÁTVR með erindi, dags. 5. september 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 19. september 2022, kemur fram að stofnunin telji sér hafa verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna samkeppnishagsmuna ÁTVR sjálfs. ÁTVR vísar einnig til þess að þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að innihaldi mikilvægar upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni Origo og tengist starfsemi tveggja aðila sem báðir starfa á samkeppnismarkaði. Sé stofnuninni því óheimilt að veita aðgang að gögnum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ÁTVR að hagsmunir Origo af því að samkeppnisstaða þeirra njóti sanngjarnar verndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af því að fá aðgang að gögnunum. Sér í lagi í ljósi þess að þau gögn sem um ræðir séu aðeins rúmlega ársgömul og myndi afhending þeirra þar af leiðandi hafa áhrif á núverandi rekstur fyrirtækisins. Enn fremur megi leiða töluverðar líkur að því að afhending upplýsinganna geti haft verðmyndandi áhrif á samkeppnisaðila Origo. Í þeim samningi sem hér sé til skoðunar sé einnig kveðið á um trúnaðarskyldu milli samningsaðila um öll verð og upplýsingar sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 27. sama mánaðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Origo hf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 2. febrúar 2023. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 9. febrúar 2023, er lagst gegn afhendingu samningsins. Í svari Origo hf. er meðal annars rakið að félagið telji einsýnt að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt í máli þessu og þar af leiðandi skuli hafna aðgangi kæranda að samningnum. Samningur Origo hf. og ÁTVR varði rafræna hillumiða sem notaðir séu til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Fáir aðilar bjóði upp á sömu lausn hér á landi og sé félagið Edico ehf. langstærsti aðilinn á markaðnum. Origo hf. sé að stíga sín fyrstu skref á umræddum markaði og enn sem komið er með mjög takmarkaða markaðshlutdeild. Verði samningurinn afhentur muni þriðji aðili fá allar viðeigandi verðupplýsingar og upplýsingar um það hvernig Origo hf. bjóði viðskiptavinum sínum verð í mismunandi þætti þjónustunnar. Með slíkar upplýsingar í höndunum sé auðvelt fyrir samkeppnisaðila Origo hf. að undirbjóða félagið. Afhending á samningnum myndi því án efa skaða hagsmuni félagsins þar sem vitneskja þriðju aðila, þ.m.t. samkeppnisaðila, um verðupplýsingar og upplýsingar um samsetningu þjónustunnar myndi hafa neikvæð áhrif á stöðu félagsins og vera til þess fallið að valda því tjóni.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli ÁTVR og Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli óvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1099/2022. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi ÁTVR og Origo hf. komi fram að fara skuli með öll verð og upplýsingar sem trúnaðarmál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, vegna hagsmuna Origo hf. en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur að Origo hf. leggst gegn afhendingu samningsins, sbr. bréf félagsins frá 9. febrúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þann samning sem ÁTVR afhenti nefndinni en hann telur níu blaðsíður, ber yfirskriftina „Tilboð og samningur um pilot verkefni“ og er dagsettur 14. apríl 2021. Samningurinn geymir upplýsingar um endurgjald ÁTVR fyrir vörur og þjónustu úr hendi Origo.<br /> <br /> Eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningi, sem var gerður árið 2021, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Origo hf. hefur af því að synjað sé um aðgang að samningi félagsins við ÁTVR annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er einnig byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar nr. 1063/2022 og 1162/2023.<br /> <br /> ÁTVR hefur, eins og fyrr segir, vísað til þess að stofnunin eigi í samkeppni við aðila sem hafi leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað og netverslanir en hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum við Origo hf. á grundvelli samkeppnishagsmuna stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. ÁTVR hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningi. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni ÁTVR.<br /> <br /> Þótt fallist yrði á að ÁTVR eigi í samkeppni í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki samningurinn sjálfur né einstök ákvæði hans varði svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er það því afstaða nefndarinnar a |