Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar þangað á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Frá og með 1. september 2019 er Ásthildur Valtýsdóttir ritari nefndarinnar, netfang: [email protected].

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annari síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beyginga orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.

Áskriftir
NúmerÚrdrátturEfni
944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 944/2020 í máli ÚNU 20090002. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020. Í synjun Herjólfs ohf. segir að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir með einföldum hætti og að vinna verði greiningu á bókhaldslyklum félagsins ef draga eigi saman upplýsingarnar. Félagið muni ekki leggjast í þá vinnu núna en vísi til ársreikninga og/eða árshlutauppgjöra sem birt verði á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar 2020 – 30. júní 2020. Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á því að vinna þurfi greiningu á gögnunum til að draga saman umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta verði svo á að með því vísi félagið til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs ohf. að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að félaginu sé ekki skylt að taka gögnin saman. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 943/2020 í máli ÚNU 20080013. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 4. ágúst 2020, kemur fram að finna megi alla úrskurði á vef dómsins, bent er á vefslóðina þar sem dóminn er að finna og málsnúmer tiltekið. Í kæru er þess krafist að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að áframsenda erindið. Stjórnsýslulög og almennur réttur hljóti að gera ráð fyrir því að ef fyrirtækinu telji sér ekki skylt að afhenda umbeðin gögn beri því að áframsenda erindið til þar til bærs stjórnvalds. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Herjólfur svaraði beiðni kæranda og benti á hvar dóminn er að finna á vefsíðu Félagsdóms. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. <br /> 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020, 914/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef Félagsdóms þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast dóminn. <br /> <br /> Herjólfi ohf. var jafnframt ekki skylt að framsenda Félagsdómi beiðnina í stað þess að taka hana til afgreiðslu en upplýsingalög taka ekki til gagna í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 942/2020 í máli ÚNU 20080011. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. en óumdeilt er að félagði fellur undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. <br /> 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í <br /> 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., sé gagn í máli sem varðar umsókn hans um starf í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi því ekki rétt á aðgangi að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. og verður því ákvörðun félagsins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni A um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 941/2020 í máli ÚNU 20070004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum, dags. 27. maí 2020. Með beiðninni óskaði hann eftir aðgangi að öllum gögnum í máli sínu hjá sveitarfélaginu en um er að ræða barnaverndarmál vegna sonar kæranda. Í kæru kvaðst kærandi hafa fengið samantekt af sínum málum en ekki afrit af upprunalegum gögnum. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 2. júní 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Mosfellsbæ með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 15. júlí 2020, segir að kærandi hafi fengið öll gögn frá upphafi máls til málaloka, ásamt yfirliti, send heim til sín þann 2. júní 2020. Þar hafi verið öll gögn sem lutu að barnaverndarmáli kæranda og framvindu þess máls en gögnin hafi verið afhent á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Þá er tekið fram að Barnaverndarstofa hafi framsent tölvupósta til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar áður en málið hafi verið opnað formlega hjá Mosfellsbæ sem barnaverndarmál. Um sé að ræða tölvupóstsamskipti á milli Barnaverndarstofu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og annarra aðila sem komið hafi að heimferð kæranda og sonar hans til Íslands. Þeir póstar séu almennir vinnupóstar og samskipti milli þeirra stofnana sem komið hafi að heimferðinni en lúti ekki að málsmeðferð hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Barnaverndarstofa hafi haft samband við sveitarfélagið og óskað eftir því að barnaverndaryfirvöld í Mosfellsbæ tækju að sér málið. Með því að áframsenda þessa pósta barnaverndaryfirvöldum í Mosfellsbæ virðist Barnaverndarstofa hafa viljað skýra tilkynningu sína um málið að einhverju leyti. Þessir póstar hafi ekki verið meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent. Ekki hafi þótt við hæfi eða þörf á að afhenda þá, þar sem um væri að ræða samskipti annarra aðila, áður en málið hafi verið tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Enn fremur sé kærandi sjálfur að einhverju leyti þátttakandi í samtölum í þessum tölvupóstum.<br /> <br /> Í umsögn Mosfellsbæjar segir jafnframt að haldinn hafi verið einn vinnufundur á Barnaverndarstofu vegna málsins, þar sem leitað hafi verið leiðbeininga vegna barnaverndarmálsins. Mosfellsbær hafi ekki afhent kæranda upplýsingar frá þeim fundi þar sem um hafi verið að ræða fund milli starfsmanna um leiðbeiningar og lög. Annars hafi kærandi fengið öll þau gögn sem að málinu lúti og framvindu þess. Sé það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að afhenda eigi gögn sem ekki hafi verið afhent muni það gert án tafar og sé þá beðist velvirðingar á að það hafi ekki verið gert. Gögnin hafi verið afhent kæranda í góðri trú um að rétt væri að málinu staðið og í þeirri trú að þau vörpuðu fullnægjandi ljósi á málsmeðferð að öllu leyti.<br /> <br /> Umsögn Mosfellsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hafi ekki afhent honum öll gögn málsins og brjóti það m.a. gegn 15. gr. stjórnsýslulaga. Þeim gögnum sem kærandi hafi fengið frá utanríkisráðuneyti, Barnaverndarstofu og fjölskyldusviði Mosfellsbæjar beri ekki saman. Þessir aðilar geti ekki bara ákveðið hvaða gögn kærandi fái og hvaða gögn hann fái ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál sonar kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Mosfellsbæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 2. júní 2020, að undanskildum tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem sveitarfélagið fékk afhent frá Barnaverndarstofu, og fundargerð frá fundi Mosfellsbæjar og Barnaverndarstofu, dags. 21. janúar 2020. <br /> <br /> Synjun Mosfellsbæjar á beiðni kæranda að því er varðar tölvupóstsamskiptin byggðist á því að um væri að ræða almenna vinnupósta og samskipti á milli stofnana. Vísað var til þess að gögnin lytu ekki að meðferð málsins hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar heldur hefðu þau borist frá Barnaverndarstofu, án beiðni frá Mosfellsbæ, áður en málið var tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, til þess að upplýsa sveitarfélagið um aðdraganda málsins. Hvað varðar fundargerðina vísaði Mosfellsbær til þess að um hefði verið að ræða vinnufund starfsmanna um leiðbeiningar og lög og fengi kærandi því ekki aðgang að henni. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn máls og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Sem fyrr segir var kæranda synjað um aðgang að fundargerð, dags. 21. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „MINNISBLAÐ: TRÚNAÐARMÁL. VINNUFUNDUR Fundur á BVS um mál.“ Á fundinum voru málefni kæranda og sonar hans rædd og möguleikar á aðstoð við þá. Þá var kæranda einnig synjað um aðgang að tölvupóstsamskiptum sem snúa að heimferðaraðstoð við kæranda og son hans, dags. 6.-23. janúar 2020. Samskiptin eru fyrst og fremst á milli Barnaverndarstofu og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en þar er einnig að finna samskipti við Mosfellsbæ, félagsmálaráðuneytið, ræðismann Íslands á erlendri grund og kæranda sjálfan. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A vegna synjunar Mosfellsbæjar á beiðni um aðgang að tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem varða mál kæranda og sonar hans og fundargerð fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 21. janúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp; nr. 940/2020 í máli ÚNU 20060003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júní 2020, kærði A afgreiðslutöf Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum varðandi Hjúkrunarheimilið Skjól. Nánar tiltekið laut beiðnin að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi umræddan vinnustað, bréfi vinnueftirlitsins vegna mönnunar og svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, beindi kærandi stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar Vinnueftirlits ríkisins. Með úrskurði, dags. 22. apríl 2020, í máli nr. 892/2020 vísaði úrskurðarnefndin málinu aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar þar sem skort hefði á, að mati nefndarinnar, að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Eftir að úrskurðurinn var upp kveðinn hafði kærandi samband við Vinnueftirlitið með tölvupósti, dags. 6. maí 2020, og spurðist fyrir um stöðu málsins. Var fyrirspurninni svarað samdægurs þar sem fram kom að svars væri að vænta eins fljótt og kostur væri. Þegar beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd þann 10. júní 2020 krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skæri úr um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að greina frá sjónarmiðum sínum í málinu. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 1. júlí 2020, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið til efnislegrar meðferðar að nýju í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar og svarað beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. júní 2020. Í bréfinu hafi honum verið tjáð að engin gögn hefðu fundist er vörðuðu umræddan vinnustað á árunum 2015 til 2019. Af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðninni á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Í bréfinu var kæranda veitt færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir. Engin svör munu hins vegar hafa borist. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. júlí 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2020, eru gerðar athugasemdir við þá fullyrðingu Vinnueftirlitsins að engum gögnum sé til að dreifa um starfsemi Hjúkrunarheimilisins Skjóls. Í því sambandi er bent á að Vinnueftirlitinu séu með lögum fengin margvísleg verkefni sem feli m.a. í sér almennt eftirlit með vinnustöðum og móttaka tilkynninga um vinnuslys og kvartana. Hafi engin samskipti átt sér stað af hálfu stofnunarinnar við umræddan vinnustað bendi það til þess að stofnunin hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum. Þá tekur kærandi fram að honum sé kunnugt um að vinnuslys hafi átt sér stað á vinnustaðnum sem tilkynnt hafi verið til stofnunarinnar. Loks eru gerðar athugasemdir við að Vinnueftirlitið hafi veitt kæranda færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir enda væri slíkt augljóslega tilgangslaust ef engum gögnum væri til að dreifa.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirliti ríkisins sem varða Hjúkrunarheimilið Skjól. <br /> <br /> Í bréfi til kæranda dags. 15. júní 2020 og í umsögn Vinnueftirlits ríkisins í tilefni af kærunni hefur því verið lýst að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem varði umræddan vinnustað á árunum 2015-2019. Ljóst er að kærandi dregur í efa réttmæti fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi. Þá hefur nefndin ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Vinnueftirlitsins hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 10. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p>

938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 938/2020 í máli ÚNU 20030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2020, kærði A afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á beiðni hans. <br /> <br /> Þann 14. janúar 2020 óskaði kærandi í fyrsta lagi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi fullyrðingar starfsmanns KMÍ um ágreining á meðal aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020. Í öðru lagi óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins og greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019. Beiðnin náði meðal annars til tölvupóstsamskipta, formlegra erinda, minnisblaða og fundargerða.<br /> <br /> Í svari KMÍ til kæranda, dags. 18. febrúar 2020, kemur fram að beiðnin sé afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fyrirliggjandi gögn geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði kæranda sjálfan. Þá telji KMÍ að þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið er um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um afgreiðslu erindisins. Varðandi fyrri hluta beiðni kæranda, þ.e. fullyrðingar starfsmanns í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að einhver misskilningur virðist vera fyrir hendi um til hvers starfsmaður KMÍ vísi í tilvitnuðum texta. Í tölvupóstinum sé einfaldlega verið að vitna til fyrri samskipta stofnunarinnar við kæranda þar sem ítrekað hafi komið fram að ágreiningur hafi verið milli aðilanna sem standi að Ljósmáli ehf., m.a. um framkvæmd samkomulags sem gert hafi verið um lok myndarinnar Ljósmáls. Einu fyrirliggjandi gögnin í málaskrá KMÍ um ofangreint séu tölvupóstsamskipti sem kærandi hafi sjálfur verið aðili að. Þótt KMÍ reikni með því að kærandi hafi aðgang að tölvupóstsamskiptunum hafi helstu samskipti stofnunarinnar varðandi ofangreint verið tekin saman og fylgi sem viðhengi með svarinu. <br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda sem snýr að greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna kvikmyndarinnar Ljósmáls afhenti KMÍ kæranda eftirfarandi gögn: 1) Afrit tölvupósta um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, 2) samning á milli Vitafélags Íslands og kæranda um verklok heimildarmyndarinnar Ljósmáls, 3) samkomulag á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls auk umboðs kæranda til undirritunar fyrir hans hönd og 4) afrit af greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls ehf. Í svari KMÍ kom jafnframt fram að önnur gögn en þessi væri ekki að finna í málaskrá stofnunarinnar.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi móttekið afrit tölvupósta og annarra gagna frá KMÍ en hann telji sér hafa verið ranglega synjað um aðgang að gögnum sem varði ríka hagsmuni sína. Varðandi fyrri hluta beiðninnar telji kærandi að afrit samskipta Sigurbjargar Árnadóttur (forsvarsmanns Ljósmáls ehf.) við KMÍ vanti í gögnin. Í tölvupósti frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, sé óskað eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda og Sigurbjörgu Árnadóttur, og vænta megi að slíkt hafi borist frá henni. Í tölvupósti um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, sem afhent voru kæranda í kjölfar beiðninnar, vanti tiltekinn tölvupóst frá starfsmanni KMÍ sem þó hafi ekki verið óskað eftir. Engar líkur séu á að Sigurbjörg Árnadóttir hafi ekki átt í samskiptum við KMÍ vegna þeirra atvika sem beiðni kæranda snúi að og framvinda þeirra hefði ekki getað átt sér stað nema með aðkomu hennar.<br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda segir hann að gögn sem fylgi svari KMÍ varpi ekki ljósi á hvers vegna greiðsla Fjársýslu ríkisins var framkvæmd þann 10. desember 2019, eftir að KMÍ hafði óskað eftir því að greiðslunni yrði frestað að beiðni kæranda. Aðeins hafi verið afhent gögn vegna upphaflegrar greiðslubeiðni dags. 6. desember 2019. Engir tölvupóstar, minnisblöð, fundargerðir eða önnur sambærileg gögn hafi verið afhent varðandi ákvörðun Fjársýslu ríkisins um að framfylgja greiðslubeiðni KMÍ þann 10. desember 2019. Kærandi telji því víst að upplýsingum um þetta hafi ranglega verið haldið frá sér. Þá liggi afrit samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls, dags. 24. apríl, ekki fyrir nema að hluta. Kærandi hafi ekki fengið samkomulagið í heild sinni. Einnig sé þar vísað í samning, dags. 12. apríl 2019, en ekkert samkomulag liggi fyrir með þeirri dagsetningu. <br /> <br /> Í kærunni er að lokum ítrekað að kærandi krefjist afrita allra tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, afrits af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls, í heild sinni, og öll gögn er varði greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls sem framkvæmd var 10. desember 2019, svo sem tölvupósta frá KMÍ og öll gögn sem varpað geti ljósi á eða upplýst um ákvörðunartökuna og rökstuðning KMÍ fyrir greiðslunni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt KMÍ með bréfi, dags. 5. mars 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn KMÍ, dags. 20. mars 2020, segir að KMÍ hafi afgreitt upplýsingabeiðni kæranda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og honum hafi verið veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum sem geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði hann sjálfan. KMÍ hafni þeirri staðhæfingu kæranda að stofnunin hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að gögnum er varði ríka hagsmuni hans. Tölvupóstarnir og skjölin sem KMÍ hafi veitt aðgang að hafi verið tæmandi. <br /> <br /> Að mati KMÍ vanti nokkuð upp á, bæði í upplýsingabeiðni kæranda og kærunni að það sé með skýrum og afmörkuðum hætti vísað til hvaða gagna óskað sé eftir aðgangi að, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. KMÍ muni þó eftir fremsta megni svara kærunni að því marki sem hún snúi að beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ telji engar þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið sé um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eiga við um afgreiðslu kærunnar. <br /> <br /> Í fyrsta lagi óski kærandi eftir öllum tölvupóstum frá Sigurbjörgu Árnadóttur sem málið varði. Þeir hafi ekki verið afhentir kæranda þann 18. febrúar 2020 þar sem aðgangur að gögnum hafi verið veittur á grundvelli sjónarmiðs um rétt aðila til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum er varði hann sjálfan. Samskipti KMÍ við aðra aðila hafi því verið undanskilin enda hafi þau ekki verið talin varða kæranda með beinum hætti. <br /> <br /> KMÍ telji þó rétt að veita kæranda aðgang að samskiptum stofnunarinnar við Sigurbjörgu. Afrit af fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum er málið varði voru látin fylgja umsögn KMÍ og þannig afhent kæranda samhliða umsögninni þann 20. mars 2020. Tekið er fram að tölvupóstarnir séu frá því tímabili sem kæran taki til eða frá hausti 2019 til dagsetningar gagnabeiðni kæranda, 14. janúar 2020. Í umsögn KMÍ er vísað í kæru þar sem kærandi kveður vanta tiltekin tölvupóstsamskipti Sigurbjargar við KMÍ. Kærandi vísi sérstaklega í tölvupóst frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda sjálfum og Sigurbjörgu Árnadóttur, og kærandi gerir ráð fyrir að fyrir liggi svör frá Sigurbjörgu vegna þessa. KMÍ segir hins vegar að þessi tilteknu samskipti séu ekki til, óskað hafi verið eftir greinargerðum frá kæranda og Ljósmáli ehf. Í kjölfarið hafi ætlunin verið að funda með báðum aðilum og freista þess að fá sjónarmið þeirra og afstöðu sem nýta mætti til þess að leysa úr ágreiningi. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum og hvorugur aðili hafi skilað greinargerð til KMÍ.<br /> <br /> Í öðru lagi sé í kæru óskað eftir afriti samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls ehf. í heild sinni. Í fyrra svari KMÍ hafi vantað hluta umbeðins samnings, ástæða þess sé að skönnun skjalsins hafi misfarist. Samkomulagið sé því afhent í heild sinni samhliða umsögninni.<br /> <br /> Í þriðja lagi óski kærandi eftir öllum gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins. KMÍ segir að greiðslubeiðnin hafi verið send þann 10. desember 2019 en hafi síðar verið afturkölluð. Um þetta vísist til tölvupósta í fyrra svari KMÍ við erindi kæranda. Í tölvupóstsamskiptunum komi fram að Fjársýsla ríkisins hyggist ógilda greiðslubeiðnina og endursenda hana svo til KMÍ, þ.e. að KMÍ fái skjalið óafgreitt til baka þar sem því verði eytt. Þegar KMÍ hafi ákveðið að nægar upplýsingar lægju fyrir til að samþykkja greiðsluna hafi verið haft samband við Fjársýslu ríkisins símleiðis og spurst fyrir um endursendinguna, þar sem skjalið/greiðslubeiðnin hafi ekki borist til baka. KMÍ hafi ekki viljað senda aðra greiðslubeiðni ef hin væri enn til afgreiðslu hjá Fjársýslu ríkisins vegna hættu á tvígreiðslu. Fjársýslan hafi talið greiðslubeiðnina fullgilda og greitt umrædda framvindugreiðslu styrksins samkvæmt úthlutunarsamningi í samræmi við hana. Þess vegna sé í raun ein greiðslubeiðni til vegna þessarar útborgunar. Öll gögn vegna þessa liggi fyrir í svari KMÍ við beiðni kæranda og sé engu við það að bæta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi staðhæfingar starfsmanns stofnunarinnar um ágreining aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, og upplýsingar varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> KMÍ afhenti kæranda hluta umbeðinna gagna þann 18. febrúar 2020 en í kæru kemur fram að tiltekin gögn vanti, þ.e. tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, einhverjar blaðsíður vanti í afrit af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk, og gögn er varði beiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins um greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> Fyrirliggjandi tölvupóstsamskipti á milli KMÍ og Sigurbjargar Árnadóttur og þær blaðsíður sem vantaði í samninginn voru afhentar kæranda við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svo ekki verður litið svo á að kæranda hafi verið synjað um þau gögn. Hvað varðar greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019 kemur fram í umsögn KMÍ að það skýrist af því að beiðnin hafi farið fram símleiðis og greiðslan hafi verið framkvæmd á grundvelli eldri greiðslubeiðni, dags. 6. desember 2019. Þannig séu engin gögn fyrirliggjandi hjá stofnuninni sem hægt sé að afhenda kæranda varðandi framkvæmd greiðslunnar. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa KMÍ hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda en þegar hafa verið afhent, annars vegar í svari KMÍ við gagnabeiðni kæranda þann 18. febrúar 2020 og hins vegar samhliða umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar vegna kæru þessarar, dags. 20. mars 2020.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 937/2020 í máli ÚNU 20100009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 í máli nr. ÚNU 20030013, sem kveðinn var upp þann 25. september 2020, staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hluta til ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var byggð á því að um væri að ræða gögn um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 6. október 2020, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að öll þau gögn sem synjað hafi verið um aðgang að, og sem úrskurðarnefndin hafi staðfest að undanþegin væru upplýsingarétti, hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og reikningsyfirliti bankareiknings. Kærandi hafi þó reikningsyfirlit, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Ástæðan fyrir því að krafist hafi verið afrits af gögnunum hafi verið að kærandi vildi kanna hvort þeim hefði verið breytt í meðförum skráðs stjórnarformanns Ljósmáls ehf. og send þannig til nefndar um endurgreiðslu. <br /> <br /> Í beiðni kæranda kemur einnig fram að Ljósmál ehf. hafi ekki rökstutt hvaða tjón kynni að verða af því að kærandi fengi aðgang að öllum gögnum málsins. Í afriti af ársreikningum megi m.a. sjá að kærandi sé skráður með 51% hlutdeild í félaginu. Ekki sé rétt að kærandi hafi ekki greitt hlutafé. Þá eru raktir málavextir sem tengjast ágreiningi kæranda og Ljósmáls ehf. sem óþarft þykir að rekja hér en lúta í stuttu máli að því að ekki hafi verið rétt staðið að fjármálum félagsins. <br /> <br /> Kærandi segir að málið hafi náð tilteknu flækjustigi þegar það hafi borist til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og að umtalsvert af gögnum, málavöxtum sem nái aftur til 2017, þyrfti að liggja fyrir til að greina málið að fullu. Þau gögn liggi fyrir sé þeirra óskað. <br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku málsins var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 7. október 2020, og nefndinni veittur kostur á koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 14. október 2020, svaraði nefndin því að hún teldi ekki þörf á því að tjá sig um beiðnina. <br /> <br /> Beiðni kæranda var einnig kynnt Ljósmáli ehf. með bréfi, dags. 7. október 2020, og félaginu veittur kostur á að koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 19. október 2020, svaraði félagið því að ekki bærust frekari svör en vísað var til fyrri athugasemda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðunina með úrskurði nr. 927/2020. <br /> <br /> Um er að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinar 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum liðum 3 og 6. Þá hafi kærandi reikningsyfirlit banka, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Kærandi vilji hins vegar kanna hvort Ljósmál ehf. hafi sent þessi gögn til nefndar um endurgreiðslu óbreytt en það tengist ásökunum kæranda á hendur Ljósmáli ehf. í tengslum við fjármál félagsins. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri að niðurstöðu að nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð væri óheimilt að veita kæranda aðgang að framangreindum gögnum þar sem þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við mat á efni gagnanna var litið til þess að Ljósmál ehf. væri umsóknaraðilinn. Því væri um að ræða gögn í máli Ljósmáls ehf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál gat réttur kæranda til aðgangs að gögnum um málefni Ljósmáls ehf., sem voru í vörslum nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, ekki ráðist af því hvort hann hefði verið hluthafi í félaginu eða ekki. Mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum fór því fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings enda hefði kærandi ekki sýnt fram á sérstaka hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér umrædd gögn, sbr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að um sé að ræða gögn sem unnin hafi verið af kæranda. Þar af leiðandi geti hagsmunir Ljósmáls ehf. ekki staðið því í vegi að kærandi fái aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur sú fullyrðing að kærandi hafi unnið þau gögn sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð ekki breytt því að gögnin sem deilt er um í máli þessu stafa frá Ljósmáli ehf. og varða hagsmuni þess félags. Kærandi hefur ekki sýnt fram á að gögnin geymi upplýsingar um hann sjálfan og er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að svo sé ekki. Þá hefur það heldur ekki sérstaka þýðingu að kærandi telji fjármálastórn Ljósmáls ehf. vera ábótavant og þar af leiðandi vilji hann kynna sér gögnin sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 927/2020 því ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar væru verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 6. október 2020, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Í janúar 2020 óskaði A eftir því við utanríkisráðuneytið að honum yrðu afhent afrit af gögnum í málum sem varða borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við hann og son hans. Með erindi, dags. 13. mars 2020, var kærandi upplýstur um að unnið væri að því að taka saman gögn málsins. Þann 28. maí 2020 gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu enn ekki borist gögnin. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, segir að afgreiðsla málsins hafi dregist verulega þar sem starfsemi ráðuneytisins hafi breyst þegar Covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Starfsmenn hafi sinnt öðrum verkefnum á neyðarvöktum alla daga frá því neyðarstigi hafi verið lýst yfir á Íslandi þann 6. mars 2020 en á þeim tíma hafi ráðuneytinu borist ríflega 400 erindi á dag. <br /> <br /> Þann 23. júní 2020 kærði kærandi töf utanríkisráðuneytisins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en kæran var kynnt ráðuneytinu þann 25. júní 2020. Ráðuneytið upplýsti um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins vegna sumarleyfa starfsfólks en þann 24. júlí 2020 barst úrskurðarnefndinni staðfesting á því að gagnabeiðni kæranda hefði verið afgreidd. Samkvæmt skýringum ráðuneytisins voru kæranda afhent öll gögn í borgaraþjónustumáli hans, samtals 285 skannaðar blaðsíður, auk vinnuskjals sem sýndi tímalínu atvika í málinu. Tekið var fram að engin gögn hefðu verið þess eðlis, að mati ráðuneytisins, að ekki hefði verið talið rétt að afhenda þau málsaðila. Í kjölfarið felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál niður kærumálið.<br /> <br /> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. ágúst 2020, kærði kærandi afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi ekki afhent kæranda öll málsgögn heldur synjað honum um aðgang að gögnum sem varða samskipti íslenska sendiráðsins í Kína og kambódískra yfirvalda. Í kæru segir að íslenska sendiráðið hafi sent tvo tölvupósta til kambódískra yfirvalda, dags. 9. og 10. desember 2019, vegna sonar kæranda. Kærandi telji önnur gögn vegna þessa, en þau sem hafi verið afhent, vera fyrirliggjandi. Í þeim gögnum sem hann hafi fengið afhent hafi ekki verið að finna svör frá Kambódíu við þessum erindum sendiráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. ágúst 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 11. ágúst 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda öll gögn málanna UTN20010176 og PEK19020004 sem varði borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við kæranda og barn hans. Með umsögninni fylgdu gögn málsins og tímalína sem sýnir málsatvik. Fram kemur að kærandi hafi sótt gögnin til ráðuneytisins þann 27. júlí 2020. Þá er tekið fram að málsnúmer UTN20010472 sem vísað sé til í tímalínu, hafi verið stofnað til utanumhalds kröfu kæranda um gagnaafhendingu, en ekki verið notað heldur hafi verið gengið frá afhendingu gagnanna á upprunalegu málsnúmeri, UTN20010176. Varðandi kvörtun kæranda yfir afhendingu gagna séu „note verbale“ og tölvupóstar frá sendiráðinu í Peking til kambódískra yfirvalda hluti þeirra gagna sem kæranda hafi verið afhent þann 27. júlí. Engin svör hafi hins vegar borist frá kambódískum stjórnvöldum við þeim erindum. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum, dags. sama dag, mótmælir kærandi því að hafa fengið öll gögn málsins. Þá segir hann að gögn sem sýni fram á ákveðin atriði séu ekki á meðal þeirra gagna sem hann hafi fengið afhent. Í því samhengi nefnir kærandi m.a. hvaðan upplýsingar um að sonur kæranda hafi verið sóttur til stjúpmóður sinnar og færður til íslensks ræðismanns hafi komið, hvaðan fullyrðing Barnaverndarstofu um að sonur kæranda hafi verið vanræktur komi. Einnig hvaðan þær upplýsingar komi að kærandi geti ekki farið til Taílands vegna vandamála þar. Svona megi endalaust telja upp að gögn sannarlega vanti. Að lokum krefst kærandi þess að fá öll gögn málsins en hann telji utanríkisráðuneytið hylma yfir margítrekuð lögbrot gegn kæranda og syni hans í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um öll gögn varðandi borgaraþjónustumál sitt en af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu og að ekki hafi verið talin ástæða til þess að synja kæranda um nein gögn.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afrit af þeim gögnum sem kæranda voru afhent ásamt tímalínu sem skýrir atvik málsins. Í ljósi þeirra gagna og skýringa utanríkisráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 935/2020 í máli ÚNU 20070012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júlí 2020, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun ríkisskattstjóra á beiðni um afhendingu gagna. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 21. maí 2020 óskaði kærandi eftir afriti af gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrirtækjaskrár sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda þessara félaga. Þar með talið gögnum sem staðfestu raunverulegt eignarhald félaganna og hefðu borist fyrirtækjaskrá á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Jafnframt óskaði kærandi eftir gögnum sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði til að staðfesta raunverulegt eignarhald félaganna. Enn fremur óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum sem félögin hefðu veitt á rafrænu formi í tengslum við skráningu raunverulegra eigenda, svo og möguleg tölvupóstsamskipti eða bréfaskipti við félögin, forsvarsmenn þeirra eða raunverulega eigendur, eða við aðra sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa haft samskipti við vegna skráningarinnar. Óskaði kærandi eftir gögnum um raunverulegt eignarhald frá upphafi skráningar raunverulegra eigenda en ekki aðeins gögnum sem tengdust núgildandi skráningu.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var gagnabeiðni kæranda synjað. Þar kemur fram að ríkisskattstjóri hafi kynnt sér sjónarmið ráðgjafa um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum. Það sé þó mat ríkisskattstjóra, grundvallað á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019, að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Í fyrrgreindu ákvæði sé um að ræða tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Um sé að ræða ákvæði yngri sérlaga sem gangi framar ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og eigi upplýsingalögin því ekki við um aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegs eiganda umfram þær sem þegar séu birtar almenningi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að veittur verði aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verði talið að umrædd gögn geymi fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari geri kærandi þær kröfur til vara að sér verði veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna þannig að afmáður verði sá hluti sem heimilt teljist að takmarka aðgang að, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi sé fjölmiðill og starfi á grundvelli laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og sérlaga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Við úrlausn á upplýsingabeiðni kæranda þurfi því að gæta að markmiðum upplýsingalaga og hlutverki fjölmiðla í því samhengi. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga sé stjórnvaldi skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. laganna. Meginreglan sé því sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Þá beri stjórnvöldum samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. <br /> <br /> Í kæru segir að synjun embættis ríkisskattstjóra byggi á því að ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019 tiltaki með tæmandi hætti þær upplýsingar sem almenningur skuli hafa aðgang að og þ.a.l. sé embættinu óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð- og ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Þá er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 þar sem segi að almennt verði ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimili aðgang að tilteknum upplýsingum þannig að þær upplýsingar sem ekki séu sérstaklega tilgreindar skuli teljast undanþegnar upplýsingarétti eins og embætti ríkisskattstjóra virðist gera. Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sé tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hafi hins vegar verið talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líði öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan taki til séu sérgreindar, fari það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segi í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. t.a.m. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar hafi verið að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Kærandi byggir á því að ákvæði laga nr. 82/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint sé hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum. Raunar sé hvergi vikið að þagnarskyldu í ákvæðum laganna, hvorki almennri þagnarskyldu né sérstakri. Upplýsingalög gildi því fullum fetum um upplýsingabeiðni kæranda. Með vísan til framangreinds telji kærandi að embætti ríkisskattstjóra hafi verið óheimilt að synja um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 16. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 11. ágúst 2020, um kæruna er áréttað að þrátt fyrir að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. laganna, þá geymi lögin ekki svigrúm fyrir stjórnvöld til að veita fjölmiðlum annan eða meiri aðgang að gögnum en almenningi. Úrlausn upplýsingabeiðni kæranda muni því veita fordæmi fyrir meðferð annarra slíkra beiðna frá almenningi, óháð því hverjir beiðendur verði.<br /> <br /> Þá fjallar ríkisskattstjóri um lagagrundvöll synjunarinnar, þ.e. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. Afstaða ríkisskattstjóra sé að í ákvæðinu sé að finna tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögunum. Um þá málsástæðu sé í rökstuðningi kæranda einungis vísað til þeirrar athugasemdar í niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 (í máli ÚNU 19040004) að almennt verði ,,ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum“. Af því tilefni bendi ríkisskattstjóri á að í tilvitnuðu máli nefndarinnar hafi verið deilt um hvort gagnályktað yrði frá eftirfarandi þágildandi lagaákvæði um vörumerkjaskrá, á þann hátt að upplýsingar sem ekki féllu undir ákvæðið væru undanþegnar upplýsingarétti: „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“<br /> <br /> Ríkisskattstjóri segir nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið færi samkvæmt upplýsingalögum. Enda yrði ekki séð af þágildandi vörumerkjalögum að löggjafinn hafi ætlað að tryggja að slíkar upplýsingar yrðu undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þessu sé ólíkt farið þegar komi að því ákvæði sem synjun ríkisskattstjóra sé byggð á. Svo sem heiti 7. gr. laga nr. 82/2019 beri með sér og áréttað sé í greinargerð með því frumvarpi er varð að lögunum, þá sé í greininni að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur. <br /> <br /> Í 1. mgr. greinarinnar séu taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur en í 2.-4. mgr. sé nánar afmarkaður aðgangur hvers af þessum aðilum fyrir sig. Þannig skuli aðilar sem vísað er til í stafliðum a-e hafa óheftan aðgang að „öllum skráðum upplýsingum og gögnum“, aðilar samkvæmt d-lið skuli hins vegar hafa aðgang að „nauðsynlegum upplýsingum og gögnum“ og aðilar skv. e-lið, þ.e. almenningur, skuli hafa aðgang að „upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds“. Ljóst sé að þessi stafliðaskipting og mismunandi lýsing á aðgangi myndi engum tilgangi þjóna ef upptalning á því sem almenningur hafi aðgang að væri einungis sett fram í dæmaskyni og almenningur hefði að meginstefnu aðgang að öllum gögnum um raunverulega eigendur, svo sem kærandi virðist byggja á. <br /> <br /> Bendir ríkisskattstjóri á að sú víðtæka upplýsingasöfnun sem tekin hafi verið upp með lögunum sé í skýrum og afmörkuðum tilgangi, þ.e. að afla réttra og áreiðanlegra upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila í atvinnurekstri svo að unnt sé að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 1. gr. laganna. Í því skyni sé ríkisskattstjóra falið afar víðtækt vald til að kalla eftir hvaða upplýsingum og gögnum sem verða vilji til að tryggja rétta skráningu, sbr. 6. mgr. 4. gr. laganna. Jafnvel sé kveðið á um að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum nema í undantekningartilvikum. <br /> <br /> Að mati ríkisskattstjóra verði ákvæði laga nr. 82/2019 um aðgang almennings því ekki skilin á annan veg en að með þeim sé leitast við að tryggja samræmi, gagnsæi og jafnræði hvað varði þær tegundir af upplýsingum sem veittar verði um hina raunverulegu eigendur í stað þess að aðgengi að öllum þeim fjölda upplýsinga verði háður tilvikabundnu mati hverju sinni þegar aðgangsbeiðni sé sett fram. Þetta eigi sér meðal annars stað í aðfararorðum 34 að tilskipun (ESB) 2015/849 en tiltekið sé í frumvarpi til laga nr. 82/2019 að með því sé lagt til að þau ákvæði tilskipunarinnar sem breyti ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 verði tekin efnislega upp í íslenska löggjöf. <br /> <br /> Að lokum fjallar ríkisskattstjóri um það sem fram kemur í kæru varðandi ákvæði 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Þá segir að hann telji tilefni þessarar umfjöllunar kæranda ekki ljóst þar sem í synjun ríkisskattstjóra sé hvergi vikið að þagnarskylduákvæðum laga. Þannig sé t.d. enginn ágreiningur um að ekki sé sérstaklega vikið að þagnarskyldu í lögum nr. 82/2019, að frátöldum fyrrnefndum ákvæðum 6. mgr. 4. gr. laganna sem víki slíkum skyldum til hliðar fyrir upplýsingaöflun ríkisskattstjóra. Hins vegar sé í þessu sambandi rétt að minna á að á ríkisskattstjóra og starfsfólki hans hvíli samt sem áður lögboðin þagnarskylda, sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og nú X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með áorðnum breytingum og varði brot refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Að öðru leyti en rakið hafi verið að framan sé af hálfu ríkisskattstjóra vísað til umþrættrar synjunar hans og þeim röksemdum sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingmál óskaði þann 28. september 2020 eftir upplýsingum um hvernig gögn með hlutafjármiðum kæmust í vörslu fyrirtækjaskrár. Fyrirtækjaskrá svaraði fyrirspurninni á þá leið að skráningin væri á ábyrgð félaga og bærust gögnin frá þeim. Þrátt fyrir að hlutafjármiðar ættu uppruna sinn í skattskilum félaganna þá hefði fyrirtækjaskrá ekki aðgang að þeim gögnum sem bærust eða yrðu til vegna innheimtustarfa ríkisskattstjóra.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar.<br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra byggist á því að í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, sé að finna tæmandi talningu á því hvaða upplýsingar um raunverulegt eignarhald skuli vera aðgengilegar almenningi. Þá vísar ríkisskattstjóri í 34. lið aðfararorða tilskipunar (ESB) 2015/849, en 30. og 31. gr. hennar voru innleiddar með lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Í umrædum lið er fjallað um jafnvægi á milli hagsmuna almennings, af því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og réttinda hinna skráðu, m.a. með tilliti til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. <br /> <br /> Í ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 segir: <br /> <br /> „Almenningur […] skal hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 82/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 7. gr. er að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur en með ákvæðinu eru innleidd ákvæði 5. mgr. og 6. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og þeim var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Auk innleiðingarinnar er í ákvæðinu kveðið á um aðgang skattyfirvalda að upplýsingum um raunverulega eigendur.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í 1. mgr. eru taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafa aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur, en þeir aðilar eru skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, eftirlitsaðilar og önnur stjórnvöld sem gegna réttarvörslu samkvæmt lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tilkynningarskyldir aðilar í skilningi framangreindra laga þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og almenningur. Um er að ræða innleiðingu á a–c-lið 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun 2018/843/EB. Einnig er lagt til skattyfirvöld hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna.“<br /> <br /> Í athugasemdum um 4. mgr. 7. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með 4. mgr. er innleitt ákvæði c-liðar 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en í ákvæðinu er kveðið á um að almenningur skuli hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og stærð og tegund eignarhalds.“<br /> <br /> Ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 hljóðar svo: <br /> <br /> „Member States shall ensure that the information on the beneficial ownership is accessible in all cases to:<br /> <br /> (a) competent authorities and FIUs, without any restriction;<br /> (b) obliged entities, within the framework of customer due diligence in accordance with Chapter II;<br /> (c) any member of the general public.<br /> <br /> The persons referred to in point (c) shall be permitted to access at least the name, the month and year of birth and the country of residence and nationality of the beneficial owner as well as the nature and extent of the beneficial interest held.<br /> <br /> Member States may, under conditions to be determined in national law, provide for access to additional information enabling the identification of the beneficial owner. That additional information shall include at least the date of birth or contact details in accordance with data protection rules.“<br /> <br /> Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.<br /> <br /> Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <h2>2.</h2> Í umsögn sinni vísaði ríkisskattstjóri að lokum í þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en þar segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Af orðalagi ákvæðisins leiðir að það nær ekki til upplýsinga um raunverulegt eignarhald félaga. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eru öll gögnin sem ríkisskattstjóri hefur afhent úrskurðarnefndinni gögn sem fyrirtækjaskrá hafa verið afhent frá einstaklingum og lögaðilum á grundvelli laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst er því að ekki er um að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist á grundvelli laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. Telur úrskurðarnefndin því ljóst að umrædd gögn og upplýsingar sem þau hafa að geyma verða ekki felld undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>3.</h2> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir um 1. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt um 2. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. <br /> <br /> Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ríkisskattstjóra er skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Þó skal afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. <br /> <br /> Þá skal afmá upplýsingar um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afrit af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu. <br /> <br /> Að auki er ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

934/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Kærð var afgreiðsla Barnaverndarstofu á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Barnaverndarstofu, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent gögn sem til væru hjá stofnuninni varðandi hann og son hans. Erindi kæranda var svarað þann 30. júní 2020 og honum afhent afrit af tölvupóstsamskiptum stofnunarinnar við utanríkisráðuneytið, dags. 6.-10. janúar 2020, vegna máls kæranda og sonar hans, ásamt fundargerð vegna fundar Barnaverndarstofu og utanríkisráðuneytisins, dags. 7. janúar 2020, vegna málsins.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji, miðað við orðalag í svarbréfi Barnaverndarstofu, að það séu einhver fleiri gögn sem hann hafi ekki enn fengið aðgang að. Því krefjist hann þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi hvort að hann hafi örugglega fengið öll gögnin.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Barnaverndarstofu með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 31. júlí 2020, segir að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem varði mál hans og sonar hans, þ.e. tölvupóstsamskipti og fundargerð. Þannig sé ekki um að ræða synjun um aðgang að neinum gögnum. Hins vegar hafi í bréfi stofnunarinnar til kæranda verið upplýst um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um sé að ræða staðlaðan texta sem hefði í þessu tilfelli verið óþarfur og stofnunin muni endurskoða verklag sitt að þessu leyti. Þá voru gögn málsins afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni kæranda um gögn sem varða hann sjálfan og son hans. Í svari Barnaverndarstofu við beiðni kæranda var kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en í umsögn stofnunarinnar vegna kærunnar kemur fram að þar hafi verið um mistök að ræða enda hafi í reynd ekki verið um að ræða synjun á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í ljósi gagna málsins og skýringa Barnaverndarstofu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hjá Barnaverndarstofu hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

933/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Deilt var um synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um hvenær þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tilteknu tímabili. Synjun Sjúkratrygginga byggði á því að óheimilt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að umbeðin gögn fælu í sér upplýsingar um einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga enda væri ekki um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar. Var Sjúkratryggingum því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 933/2020 í máli ÚNU 20060009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. júní 2020, kærði A synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 12. maí 2020, að fá aðgang að gögnum sem sýna legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem lega hófst á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 15. maí 2020, koma fram upplýsingar um fjölda notenda og legutíma á tímabilinu en jafnframt að ekki sé rétt að gefa upp nákvæmari sundurliðun. Álit stofnunarinnar sé að upplýsingar um legu þjónustunotenda hjúkrunarheimilis falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar. Nánari sundurliðun fæli það í sér að hugsanlega væri hægt að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda. <br /> <br /> Kærandi afmarkaði beiðnina nánar með tölvupósti, dags. 15. maí 2020, og óskaði eftir upplýsingum um það hvaða dag þeir 46 einstaklingar, sem voru nýskráðir á tímabilinu, voru skráðir inn. Jafnframt var óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 18. maí 2020, kemur meðal annars fram að þar sem ekki sé um marga þjónustunotendur að ræða sé það mat stofnunarinnar að upplýsingarnar geti verið rekjanlegar til ákveðinna notenda, jafnvel þótt búið sé að taka út nafn og kennitölu. Með vísan til ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem og ákvæða persónuverndarlaga nr. 90/2018, sé ekki hægt að verða við beiðni um nákvæmar dagsetningar á upphafi legutíma einstakra þjónustunotenda hjúkrunarheimilisins Skjóls.<br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að kærandi byggi á því að synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda brjóti gegn meðalhófsreglu, réttmætisreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og þar með upplýsingarétti almennings á grundvelli upplýsingalaga. Með 9. gr. upplýsingalaga hafi löggjafinn eftirlátið stjórnvöldum mat til að taka þá ákvörðun sem best henti í hverju máli með tilliti til allra aðstæðna. Matið sé ekki frjálst heldur þurfi að byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Kærandi geti fallist á að upplýsingar um legu á hjúkrunarheimilum, sem rekjanlegar eru til tiltekinna þjónustunotenda, geti talist einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Upplýsingarnar sem beiðni kæranda lúti að séu án nokkurra tengsla við persónu viðkomandi einstaklinga. Þær séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega um notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi, án persónugreinanlegra gagna. Megi þar nefna fæðingarskrá, þungunarrofsskrá, dánarmeinaskrá, krabbameinsskrá, ófrjósemisskrá og samskiptaskrá heilsugæslustöðva sem birt sé á opnum vef embættis landlæknis og fæðingarskráning - skýrsla, sem birt sé á opnum vef Landspítala, vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins og opnar upplýsingar á vef Hagstofu Íslands. Í sumum skrám sé um að ræða upplýsingar sem séu mun viðkvæmari en þær sem kærandi beiðist aðgangs að í máli þessu. Verði veittur aðgangur að þessum 46 dagsetningum sé ógjörningur að tengja þær upplýsingar við tiltekna einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var Sjúkratryggingum Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands, dags. 7. júlí 2020, segir að hægt sé að nálgast umbeðnar upplýsingar í upplýsingatæknikerfum stofnunarinnar þar sem hjúkrunarheimili sendi til hennar upplýsingar um þjónustunotendur sína. Upplýsingarnar séu grundvöllur greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir hjúkrunarrými, samkvæmt samningum sem Sjúkratryggingar Íslands geri við hjúkrunarheimili skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, og/eða á grundvelli gjaldskrár sem Sjúkratryggingar Íslands gefi út. Þá séu umræddar upplýsingar varðveittar hjá stofnuninni í tengslum við greiðslur á grundvelli 1. mgr. 21. og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.<br /> <br /> Í umsögninni er lýst því hagsmunamati sem fram hafi farið við töku ákvörðunar um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Tekið hafi verið tillit til atriða sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi sett fram í úrskurðum sínum, sérstaklega úrskurða nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020. Mat Sjúkratrygginga Íslands hafi verið að hægt væri að rekja umræddar dagsetningar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um væri að ræða fáa notendur. Oftast hafi aðeins verið um eina innlögn að ræða á degi hverjum. Því sé hægt að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hafi ákveðnar upplýsingar eða forsendur. Sem dæmi megi nefna að ef viðtakandi upplýsinganna ætlaði að finna út hvenær ákveðinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, og væri með ákveðnar dagsetningar sem kæmu til greina, þá gæti hann staðreynt það með því að fá lista yfir innlagnardagsetningar allra þjónustunotenda.<br /> <br /> Sjúkratryggingar Íslands víkja næst að athugasemdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga. Ljóst sé að upplýsingar um innlagnir þjónustunotanda á hjúkrunarheimili falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar, þar sem þær snúi að heilsufari viðkomandi, þ.e. upphafi innlagna vegna veikinda. Þar af leiðandi telji Sjúkratryggingar Íslands að þjónustunotendur hjúkrunarheimila eigi rétt á að upplýsingum um hvenær þeir voru lagðir inn verði ekki miðlað til almennings. Þá hafi komið fram í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018 að eftir atvikum skuli líta til ákvæðis 15. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 við skýringu ákvæða upplýsingalaga, jafnvel þó að um almenna þagnarskyldu sé að ræða. Hagsmunamat Sjúkratrygginga Íslands hafi leitt í ljós að sjónarmið sem mæla með leynd viðkvæmra persónuupplýsinga um þjónustunotendur hjúkrunarheimilisins Skjóls vegi mun þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um innlagnir þeirra. Hjá stofnuninni sé að finna gífurlegt magn upplýsinga um sjúkratryggða og notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Oftar en ekki séu upplýsingarnar ekki sendar til stofnunarinnar að frumkvæði þjónustunotenda heldur að frumkvæði veitenda heilbrigðisþjónustu eins og raunin sé í þessu tilviki. Það séu ríkir hagsmunir sjúkratryggðra og notenda heilbrigðisþjónustu að þeir geti verið vissir um að upplýsingum þeirra sé ekki miðlað til almennings. <br /> <br /> Í umsögninni er fjallað um skilyrði vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og því haldið fram að beiðni kæranda hafi fallið undir lögin samkvæmt gagnályktun frá 2. mgr. 5. gr. þeirra. Stofnuninni hafi ekki verið heimilt að miðla umbeðnum upplýsingum á grundvelli laganna. Loks gera Sjúkratryggingar Íslands athugasemdir við rökstuðning kæranda sem lýtur að því að umbeðnar upplýsingar séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega. Að mati stofnunarinnar sé ekki um að ræða sambærilegar upplýsingar, þar sem ekki sé um að ræða jafn stóran markhóp í máli þessu og í tilvikunum sem kærandi vísi til. Þá telur stofnunin að hún eigi ekki að fylgja fordæmi annarra stofnana sem veiti aðgengi að viðkvæmum einkamálefnum einstaklinga sem eigi að falla undir undanþágu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 17. ágúst 2020. Þar segir m.a. að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðninnar byggi á þeim grunni að fræðilega séð sé ekki ómögulegt að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga að því gefnu að kærandi búi yfir tiltekinni vitneskju. Hér sé stofnunin farin að stunda lögfræðilega loftfimleika. <br /> <br /> Kærandi fellst á að upplýsingar um heilsufar einstaklinga falli undir einkamálefni sem sanngjarnt sé að fari leynt. Það sem hér reyni á sé hins vegar hvort slíkir hagsmunir séu til staðar eða ekki. Við matið þurfi að afmarka kröfur sem gera þurfi til líkinda á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tiltekna einstaklinga. Hér megi líta til úrskurða sem Sjúkratryggingar Íslands vísi til. Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020 hafi verið fjallað um upplýsingar sem bersýnilega hafi verið hægt að tengja við tiltekna einstaklinga. Engin dæmi sé hins vegar að finna í úrskurðarframkvæmd þar sem synjað sé um aðgang að gögnum með jafn langsóttum og fjarlægum rökum og synjun Sjúkratrygginga Íslands sé byggð á.<br /> <br /> Ef fallist verði á að synja megi um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslu stjórnvalds á grundvelli fjarlægs fræðilegs möguleika á rakningu til tiltekins einstaklings, sem byggi jafnframt á því að tiltekin skýrt afmörkuð vitneskja sé til staðar, sé upplýsingaréttur almennings nánast að engu hafður. Rekjanleiki til viðkomandi einstaklinga verði að blasa við með nokkuð skýrum hætti og byggja á almennari þekkingu en Sjúkratryggingar Íslands geri ráð fyrir í langsóttu dæmi. Kærandi geti fallist á að ekki þurfi að vera um tengingu að ræða sem megi telja augljósa öllum en gera þurfi þó þá kröfu að sennilegt megi teljast að rekja megi upplýsingarnar til tiltekinna einstaklinga. Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki á neinn hátt sýnt fram á að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir þeirri niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að beiðni hans falli undir lög nr. 90/2018. Beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli upplýsingalaga. Telji stofnunin að synja beri beiðninni á grundvelli þeirra laga leiði það ekki til nýrrar beiðni á grundvelli persónuverndarlaga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga Íslands. Með beiðni kæranda, dags. 12. maí 2020, var upphaflega óskað eftir aðgangi að upplýsingum um legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli á tilteknu tímabili en beiðnin var síðar afmörkuð með þeim hætti að kærandi óskaði aðgangs að gögnum sem sýni hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á sama tímabili. Ákvörðun Sjúkratrygginga um að synja beiðni kæranda, dags. 18. maí 2020, byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt síðarnefndu lögin takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Um er að ræða töflureiknisskjal á tveimur blaðsíðum með tveimur dálkum. Annar dálkurinn ber yfirskriftina „Heiti stofnunar“ og eru færslurnar eðli málsins samkvæmt allar skráðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Í dálkinum „Dags. innlagnar“ eru dagsetningar og í sumum tilvikum nánari tímasetningar, sem ætla verður að einstaklingar hafi verið lagðir inn á heilbrigðisstofnunina á tímabilinu sem beiðni kæranda lýtur að. Hvergi er hins vegar að finna nokkrar upplýsingar sem benda til þess um hvaða einstaklinga ræðir hverju sinni og því er ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga í skjalinu eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar á því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um sé að ræða fáa einstaklinga. Hægt sé að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hefur ákveðnar viðbótarupplýsingar eða forsendur. <br /> <br /> Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem allur almenningur gæti með fyrhafnarlitlum hætti rakið til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar. <br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið verður hins vegar að líta til þess að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda eða öðrum utanaðkomandi aðilum væru nauðsynlegar til að rekja umbeðnar upplýsingar til nafngreindra einstaklinga, myndu í raun fela í sér að sömu aðilar hefðu þegar vitneskju um hvaða einstaklinga væri um að ræða og þar með upplýsingar um hagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þannig þyrfti utanaðkomandi aðili í reynd þegar að búa yfir vitneskju um að tiltekinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, á tilteknum degi eða a.m.k. á tiltölulega stuttu tímabili, til að upplýsingar í hinu umbeðna gagni teldust lúta að einkahagsmunum þjónustunotandans í skilningi ákvæðisins. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki hægt að notast við slík viðmið þegar tekin er afstaða til þess hvort ópersónutengdar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin að slík túlkun 9. gr. myndi í reynd girða að verulegu leyti fyrir aðgang að upplýsingum sem almennt eru ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga. Er því ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p>

932/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá, þ.e. lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. Kærunni var vísað frá þar sem upplýsingar um aðgang að sjúkraskrá eru ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 932/2020 í máli ÚNU 20060001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2020, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar úr sjúkraskrá.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. september 2019, til Landspítalans óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvort upplýsingar úr sjúkraskrá kæranda hefðu verið sóttar á tímabilinu maí til júlí 2018, hver hefði nálgast þær upplýsingar og hvar það hefði verið gert. Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um hvort Landspítalinn hefði vitneskju um allan aðgang sem hægt væri að hafa að gögnum í sjúkraskrá, enda hefði kærandi rökstuddan grun um að einhver hefði sótt upplýsingar um sig úr sjúkraskrá. Í framhaldi af þessu fyllti kærandi út rafrænt eyðublað á vef Landspítala með beiðni um afrit af uppflettilista Landspítalans á tilteknu tímabili. Kærandi ítrekaði beiðni sína þann 10. október 2019 en 23. október 2019 fékk kærandi tilkynningu um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á www.island.is. <br /> <br /> Þann 8. desember 2019 sendi kærandi víðtækari beiðni og óskaði eftir öllum upplýsingum um sig úr sjúkraskrá. Þar kemur fram að kærandi hafi þegar fengið skrá yfir uppflettingar í kerfinu frá 2018 en vilji fá öll önnur gögn sem til séu um sig, ótengt tímabili. Þá biður kærandi um útskýringar á ýmsum tæknilegum þáttum skráningarinnar, m.a. hvernig það skráist þegar upplýsingum sé breytt eða eytt. Þann 18. mars 2020 hringdi kærandi í Landspítala og samdægurs barst henni tilkynning um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á vefsvæði www.island.is. <br /> <br /> Kærandi var í áframhaldandi samskiptum við Landspítalann, bæði símleiðis og með tölvupósti. Kærandi ítrekaði beiðni sína 13. og 20. maí 2020 og kvaðst enn bíða eftir skýringum og upplýsingum, m.a. uppflettilista fyrir árið 2007. Með erindi, dags. 25. maí 2020, var kæranda tilkynnt að starfsmaður miðstöðvar um sjúkraskrárritun hefði reynt að gera uppflettilista frá árinu 2000 til þess dags en aðeins hefði verið hægt að kalla fram upplýsingar frá 2011 og ekki væri vitað hvers vegna. <br /> <br /> Í kæru segir að ekki hafi verið með góðu móti hægt að lesa í umbeðinn uppflettilista. Þá hafi kæranda ekki borist svör við spurningum sínum né öll þau gögn sem hún hafi beðið um eða formleg skýring á töfum á afgreiðslu spítalans. Samanburður á „logfærslum“ í uppflettilista sem kæranda hafi borist úr risvef og sjúkraskrárkerfi Landspítalans sýni að gögn vanti og að beiðni kæranda hafi ekki verið virt eða réttur hennar til friðhelgi einkalífs.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Landspítalans, dags. 16. júní 2020, segir að kærandi hafi verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins enda hafi það reynst flókið úrlausnar. Í lok febrúar hafi hefðbundin starfsemi spítalans farið nokkuð úr skorðum vegna Covid faraldursins sem hafi frestað úrvinnslu málsins enn frekar. Í maí hafi verið ráðgert að starfsmaður hefði samband við kæranda símleiðis og upplýsti hana um stöðu málsins en það hafi því miður farist fyrir. Kæranda hafi loks verið svarað með bréfi, dags. 16. júní 2020. <br /> <br /> Í bréfi Landspítalans er spurningum kæranda varðandi skráningu í sjúkraskrá svarað. Þá kemur fram að núverandi eftirlitsgátt, sem miðstöð sjúkraskrárritunar notist við, nái aðeins aftur til ársins 2011. Þar sem um mikið magn gagna sé að ræða hafi verið ákveðið að færa þau ekki öll yfir í eftirlitsgáttina. Mögulegt sé að sækja eldri gögn með sérstökum fyrirspurnum í gagnagrunn og sé sú aðgerð framkvæmd af tölvunar- eða kerfisfræðingi í hvert skipti. Sú vinna sé tímafrek og því ekki unnin nema sérstök ástæða sé til. Í bréfi spítalans er öðrum tæknilegri spurningum kæranda einnig svarað.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. júní 2020, veitti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi bréfs Landspítalans. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 13. júlí 2020, er vísað í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár þar sem fram kemur að sjúklingur hafi rétt á aðgangi að sjúkraskrá í heild og að fá afhent afrit af henni. Í 4. mgr. segi að sjúklingur hafi rétt á að fá upplýsingar frá umsjónaraðila sjúkraskrár um það hverjir hafi aflað upplýsinga úr sjúkraskrá hans og í hvaða tilgangi.<br /> <br /> Kærandi kveðst enn ekki hafa fengið heildaruppflettilista frá Landspítalanum en einnig vanti nokkuð af upplýsingum, m.a. um innlögn vegna hálskirtlatöku og upplýsingar um meðferð, læknabréf, nótur og samskipti. Varðandi svar frá Landspítalanum kveðst kærandi ekki hafa verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins og skorar hún á Landspítalann að sýna fram á það. Aftur á móti hafi kærandi leitað eftir upplýsingum um það hvar málið væri statt og hafi henni þá verið tjáð að spurningin hafi verið send áfram innan spítalans. Ekki hafi verið tafir á afhendingu uppflettilista en hann hafi þó aðeins náð aftur til ársins 2011. Spurning kæranda um hvort það gæti verið stillingaratriði hvað birtist í uppflettilista, án þess að um sé að ræða breytingu, sé vegna misræmis sem sé í uppflettilistum sem hún hafi fengið. Að lokum segir að kærandi vilji gjarnan fá skýringar á því af hverju það vanti nöfn á einn listann.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. <br /> <br /> Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga fer um aðgang sjúklings að sjúkraskrá eftir ákvæðum laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um þá sem hafa aðgang að og opna sjúkraskýrslur sjúklinga eða „uppflettingar“ teljist til sjúkraskrár. Að mati nefndarinnar laut beiðni kæranda í málinu því að upplýsingum um sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Eftir að hafa kynnt sér sjónarmið kæranda og gögn málsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðnin lúti alfarið að upplýsingum sem finna má í sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Í 15. gr. a. laga um sjúkraskrár er að finna kæruheimild til embættis landlæknis, þar segir: <br /> <br /> „Heimilt er að bera synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá í heild eða að hluta eða synjun um að fá afhent afrit af henni undir embætti landlæknis. Sama gildir um synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um að veita nánum aðstandanda aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings eða synjun um að fá afhent afrit af henni. Um málsmeðferð fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir embættisins um aðgang að sjúkraskrá eru endanlegar á stjórnsýslustigi og verður ekki skotið til ráðherra.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur til meðferðar synjanir á beiðnum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Synjun beiðni um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrá verður því ekki borin undir nefndina, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 607/2016 og A-155/2002. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hvað varðar beiðnir kæranda um útskýringar Landspítalans varðandi skráningu í sjúkraskrá er tekið fram að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar takmarkast við synjun beiðni um aðgang að gögnum eða synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna almennum fyrirspurnum sem þeim berast.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 5. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

931/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Í málinu synjaði Póst- og fjarskiptastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar væru staðsettir í Reykjavík. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísað til þess að samkvæmt ákvæði 5. mgr. 62. gr. a væri heimilt að veita almenningi takmarkaðan aðgang að gagnagrunninum. Nefndin féllst á það að heimilt væri að undanþiggja upplýsingar um heimilisfang byggingar þar sem farnetssendar væru staðsettir með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri heimilt að upplýsa um staðsetningu þeirra án þess að svo nákvæm staðfesting væri gefin upp. Væri því staðfest synjun stofnunarinnar á aðgangi að Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjum þar sem heimilisföng væru tiltekin. Þá taldi nefndin sig ekki hafa forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu stofnunarinnar að útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær væru vistaðar í gagnagrunni um almenn fjarskiptanet.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 931/2020 í máli ÚNU 20020025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. febrúar 2020, kærði A ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni hennar um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar séu staðsettir í Reykjavík. <br /> <br /> Með erindi, dags. 4. nóvember 2018, beindi kærandi beiðni til Póst- og fjarskiptastofnunar um kort af símamöstrum á höfuðborgarsvæðinu. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 13. nóvember 2018. Í bréfinu segir að fjarskiptasendastaðir á höfuðborgarsvæðinu séu fjölmargir og ekki nema hluti þeirra sé í möstrum. Helstu möstur sem hýsi fjarskiptasendastaði séu á Vatnsendahæð, Úlfarsfelli og í Víðinesi. Aðrir sendastaðir séu víða á svæðinu, oftast á húsþökum hærri bygginga eða utan á veggjum þeirra. Af öryggisástæðum hafi Póst- og fjarskiptastofnun ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu þessara sendastaða. <br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2018, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi. Samdægurs svaraði Póst- og fjarskiptastofnun því að í reglum um virkni almennra fjarskiptaneta, nr. 1222/2007 væri kveðið á um þær ráðstafanir sem stofnunin telji nauðsynlegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja samfelldan rekstur almennra fjarskiptaneta. Fjarskiptafyrirtækin hafi ráðstafanir til að tryggja virkni og öryggi fjarskiptaneta í samræmi við þær kröfur sem settar séu fram m.a. með þessum reglum. Ein af þeim ráðstöfunum sé að ekki sé með auðveldum hætti mögulegt að sjá staðsetningu fjarskiptavirkja með einföldum hætti enda hafi dæmin sýnt að hætta sé t.d. á því að framin séu skemmdarverk á fjarskiptasendastöðum.<br /> <br /> Þann 1. desember 2019, ítrekaði kærandi beiðni um aðgang að upplýsingum um staðsetningu fjarskiptavirkja í Reykjavíkurborg og var óskað eftir formlegri ákvörðun þar um. Í beiðninni segir að um sé að ræða lýðheilsumál. Kæranda var svarað með bréfi, dags. 3. desember 2019. Þar er meðal annars vísað til þess að samkvæmt 62. gr. a. laga um um fjarskipti nr. 81/2003 haldi Póst- og fjarskiptastofnun rafrænan grunn um þráðlausan sendibúnað. Í ákvæðinu komi fram að vilji löggjafans sé að almenningi sé ekki heimill aðgangur að gagnagrunninum. Þó sé heimilt að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings. Mikilvægir viðskipta- og öryggishagsmunir komi m.a. til skoðunar þegar tekin sé ákvörðun um slíkt. <br /> <br /> Í bréfi kæranda til Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 5. desember 2019, segir m.a. að hvergi komi fram í 62. gr. a. laga um um fjarskipti nr. 81/2003 að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendastaða. Ekki sé nægilegt að vitna í vilja löggjafans í þeim efnum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun svaraði kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Segir þar að í 62. gr. a fjarskiptalaga komi fram að heimilt sé að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að rafræna gagnagrunninum. Þetta þýði að aðgengi að gagnagrunninum sé lokað, nema annað sé ákveðið. Það sé rétt að í ákvæðinu komi ekki beint fram að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendistaða. Hins vegar sé stofnuninni skylt, sé tekin ákvörðun um að opna fyrir aðgang að gagnagrunninum, að taka tillit til mikilvægra viðskipta- og öryggishagsmuna. Slíkt mat geti leitt til þess að aðgengið verði það takmarkað að það nái ekki til einstakra atriða eins og t.d. sendistaða. Fram kemur að stofnunin skilji erindi kæranda þannig að óskað sé eftir upplýsingar um sendistaði farsímasenda í Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær ákvörðunar væri að vænta. Af gögnum málsins verður ekki séð að erindinu hafi verið svarað en afgreiðsla Póst- og fjarskiptastofnunar var sem fyrr segir kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 28. febrúar 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Póst- og fjarskiptastofnun með bréfi, dags. 13. mars 2020 og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar segir að stofnunin leggi þann skilningi í beiðnina að beðið sé um aðgang að upplýsingum um staðsetningu á farnetssendum í Reykjavík úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Ekki sé hægt að veita kæranda svo víðtækan aðgang að gagnagrunninum. Þá séu umbeðin gögn ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu. Þá sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að takmarka samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verði ekki fallist á synjun stofnunarinnar að fullu sé þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál samþykki einungis takmarkaðan aðgang kæranda að umbeðnum upplýsingum úr GAF samkvæmt tilteknum forsendum sem stofnunin gerir tillögu um.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að kærandi hafi ekki rökstutt hagsmuni sína af því að fá aðgang að upplýsingunum. Þrátt fyrir að ekki þurfi að sýna fram á lögvarða hagsmuni fyrir aðgangi að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga sé það álit stofnunarinnar að mat á hagsmunum aðgangsbeiðanda geti haft áhrif á inntak og umfang gagnaafhendingar. Eðlilegt sé að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi mat á hagsmuni kæranda m.t.t. aðgangsbeiðni hans, einkum þar sem slíkir hagsmunir vegist á við aðra mjög ríka hagsmuni. Í því tilviki sem hér um ræði óski kærandi eftir aðgangi að staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Póst- og fjarskiptastofnun telur slíkan aðgang alltof víðfeðman og ekki í samræmi við lög. Takmarka þurfi mögulegan aðgang að upplýsingum um staðsetningu farnetssenda, t.d. við tiltekinn radíus út frá vali á ákveðnu heimilisfangi.<br /> <br /> Einnig kemur fram að GAF sé starfræktur á grundvelli 62. gr. a. í lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Tilgangur gagnagrunnsvinnslunnar sé margþættur en um sé að ræða rannsóknar- og greiningartæki stjórnvalda á fjarskiptainnviðum landsins. Í GAF sé safnað upplýsingum um allar tegundir fjarskiptainnviða á Íslandi. Hér sé ekki einungis um að ræða staðsetningu og tegund umræddra innviða, heldur einnig ýmiss konar tæknilegar upplýsingar sem tengist viðkomandi innviðum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a. sé Póst- og fjarskiptastofnun hýsingar-, vinnslu- og vörsluaðili GAF. Póst- og fjarskiptastofnun sé hið bæra stjórnvald til að safna upplýsingum í gagnagrunninn, vinna með þær og eftir atvikum að veita aðgang að þeim.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að aðgangsbeiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur fremur til safns af upplýsingum í gagnagrunni. Form upplýsinganna sé yfirleitt stafrænar skrár en í tilviki farnetssenda sé um að ræða Excel-skjöl frá farnetsfyrirtækjum og upplýsingarnar séu samstæðar og samræmdar. Excel-skjölin taki til farnetssenda viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á landinu öllu. Í þeim séu ýmsar tæknilegar upplýsingar sem ekki sé aðgengilegt fyrir hinn almenna borgara að lesa úr og greina. Þessar upplýsingar hafi verið settar inn í það landupplýsingakerfi sem GAF byggi á. Því sé hægt að búa til mynd af staðsetningu sendanna. Það sé einnig hægt að vinna Excel-skjal um staðsetningu sendanna á myndinni, að slepptum þeim upplýsingum sem varða tæknileg atriði sendanna. Það þurfi því að vinna með upplýsingarnar svo þær séu birtingarhæfar. Stofnuninni reiknist til að það hafi tekið sérfræðing stofnunarinnar um 4-5 klukkutíma að samræma og „hreinsa“ upplýsingarnar í Excel-skjali ásamt því að búa til mynd af sendunum. Þessar upplýsingar séu þó að sjálfsögðu til á myndrænu formi fyrir landið allt í gagnagrunninum. Slíkri upplýsingaafhendingu yrði á hinn bóginn jafnað til fulls aðgangs að GAF en slíkur aðgangur sé ekki í samræmi við lög. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að í GAF sé safnað margvíslegum upplýsingum um fjarskiptainnviði landsins, hvort sem þeir séu í eigu fyrirtækja í opinberri eigu eða einkaaðila. Óháð eignarhaldi og hvort fjarskiptanetin séu sérstaklega skilgreind sem neyðarfjarskiptakerfi megi slá því föstu að töluverður hluti þessara fjarskiptaneta sé þjóðfélagslega mikilvægur og tilheyri grunninnviðum. Það sé álit stofnunarinnar, sem m.a. byggi á sjónarmiðum sem fram komi í frumvarpi til breytinga á fjarskiptalögum nr. 34/2011, að upplýsingar um farnetskerfið í heild sinni, þ.m.t. sérstaklega upplýsingar um staðsetningu farnetssenda, séu viðkvæmar upplýsingar sem almennt eigi að ríkja leynd yfir. Ástæður fyrir því hvers vegna upplýsingarnar séu viðkvæmar séu raktar í nefndu lagafrumvarpi.<br /> <br /> Hvað varði öryggishagsmunina sérstaklega segir stofnunin að upplýsingar um staðsetningu sendabúnaðar fjarnetssenda verði viðkvæmari ef hann sé nettengdur og einnig eftir því sem búnaðurinn sé greindari (e. intelligent), eins og búast megi við að sendabúnaður í 5G muni almennt verða í framtíðinni. Því standi slíkum sendabúnaði ekki eingöngu ógn af raunlægri skemmdarverkastarfsemi (e. physical destruction), eins og dæmi séu um, heldur megi búast við því að slíkur búnaður geti orðið fyrir netárás. Upplýsingar um nákvæma staðsetningu slíks búnaðar gæti gert slíka netárás hnitmiðaðri og áhrifameiri. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar sé um að ræða upplýsingar sem varði þjóðaröryggi.<br /> <br /> Tekið er fram að í skýringum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 125/2019, um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta, hafi verið hnykkt á viðkvæmu eðli þessara upplýsinga. Af þeim megi ráð að ætlun lagabreytinganna, hvað varði 62. gr. a. fjarskiptalaga hafi verið að rýmka tilvísun til þeirra hagsmuna sem réttlætt gætu frekari takmarkanir á aðgangi að upplýsingum í GAF, einkum m.t.t. annarra mikilvægra grunninnviða, s.s. rafmagns og heits vatns. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun telur það ótvírætt að nákvæmar og heildstæðar upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík beri að telja til viðkvæmra upplýsinga sem rétt og eðlilegt sé að trúnaður ríki um. Þau sjónarmið sem liggi til grundvallar vilja löggjafans um að aðgangur ytri aðila að upplýsingum úr GAF eigi að vera takmarkaður byggi á sömu sjónarmiðum sem búi að baki takmörkunum á upplýsingarétti almennings. Hér sé annars vegar um að ræða upplýsingar sem geti fallið undir takmörkun á upplýsingarétti vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og hins vegar upplýsinga sem heimilt sé að takmarka aðgang að vegna almannahagsmuna, sbr. 1. og 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ákvæði fjarskiptalaga um GAF sé gert ráð fyrir að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum í grunninum. Í frumvarpi til laga um breytingu á fjarskiptalögum, sbr. lög nr. 34/2011, sem upphaflega hafi komið GAF á laggirnar segi að í takmörkuðum aðgangi almennings felist að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Um sé að ræða heimild fyrir stofnunina til að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum úr GAF, sem að öllu jöfnu skuli njóta trúnaðar, en ekki rétt einstaklinga til slíks aðgangs. Krafa kæranda um aðgang að öllum sendastöðum farnetssenda í Reykjavík fái ekki samrýmst sjónarmiðum löggjafans um afmörkun á takmörkuðum aðgangi að upplýsingum úr GAF. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki tekið ákvörðun um að veita slíkan aðgang og sé á þessu stigi ekki tilbúin til þess, einkum af tæknilegum og kostnaðartengdum ástæðum. Ráðgert sé að kanna þann möguleika að útbúa örugg notendaskil sem hugsanlega muni veita takmarkaðan aðgang að tilteknum upplýsingum fyrir almenning. Slík útfærsla yrði alltaf háð mati á því hvort gögn þau sem um sé að ræða séu viðkvæm út frá sjónarmiðum þjóðaröryggis og sjónarmiðum um viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem láti gögnin í té, t.d. fjarskiptafélaganna.<br /> <br /> Enn fremur hafi í þágildandi lögum og eftir þær breytingar sem gerðar hafi verið á fjarskiptalögum með lögum nr. 125/2019, verið gert ráð fyrir að aðgangur almennings, þ.m.t. annarra hagsmunaaðila á borð við önnur fjarskiptafyrirtæki, myndi byggja á almennri reglusetningu. Sú reglusetning hafi ekki farið fram. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að ef það verði niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum fari Póst- og fjarskiptastofnun fram á að nefndin mæli fyrir um takmarkaðan aðgang að þeim. Kæranda gefist tækifæri á því að velja eina til tvær staðsetningar í borginni (t.d. heimili og vinnustað kæranda) sem Póst- og fjarskiptastofnun búi til upplýsingar um, þ.e. um staðsetningu farnetssenda í 500 metra radíus frá umræddum völdum staðsetningum.<br /> <br /> Umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. mars 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 8. apríl 2020, segir m.a. að kærandi hafi ekki þekkingu til að leggja mat á fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Ef svo er sé óskað eftir því að stofnunin taki upplýsingarnar saman, enda hljóti það að vera skylda stofnunarinnar að hafa slíkar upplýsingar á reiðum höndum en upplýsingarnar geti verið mikilvægar fyrir framtíðina og lífsskilyrði á Íslandi. <br /> <br /> Kærandi tekur undir fullyrðingu stofnunarinnar um að umbeðnar upplýsingar geti verið viðkvæmar, vegna mögulegra skemmdaverka eða innrásar í búnaðinn, á svipaðan hátt og allur búnaður hins opinbera sé viðkvæmur fyrir skemmdum eða innrás/innbroti, sem og vinnutölvur, húsnæði, bankainnstæður o.s.frv. Innrásir séu alltaf yfirvofandi. Hér verði þó að fara fram hagsmunamat og ákvarða hvenær það að halda upplýsingum leyndum helgi meðalið, þ.e.a.s komi raunverulega í veg fyrir slíkar innrásir, brjóti ekki á stjórnarskrárvörðum réttindum almennings til friðhelgi heimilis, heilsu eða eignarétti. Þarna þurfi að fara fram ríkt hagsmunamat og að mati kæranda vegi hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum þyngra. <br /> <br /> Þann 28. september 2020 fundaði formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál með fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Á fundinum var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu sem kæmi fram í umsögn stofnunarinnar um að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi. Fram kom að upplýsingarnar væru fyrirliggjandi í formi heils gagnagrunns og í Excel-töflum. Upplýsingarnar væru vistaðar í landfræðilegu upplýsingakerfi sem þekju fyrir landið allt. Val væri um það að afhenda grunninn í heild sinni eða vinna umbeðnar upplýsingar úr honum. Þá var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu stofnunarinnar að öryggishagsmunir stæðu afhendingu í vegi. Fram kom að stofnunin teldi það of umfangsmikið að veita aðgang að upplýsingum um allt höfuðborgarsvæðið. Til skoðunar væri að veita upplýsingar um staðsetningu senda með fráviki, þannig að það yrði ekki hægt að sjá nákvæma staðsetningu sendis eða heimilisfang. Ekki yrði veittur aðgangur að húsnúmeri eða upplýsingum um byggingu. Með því að veita ekki upplýsingar um nákvæma staðsetningu væri verið að gæta öryggis farnetssendanna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun afmarkaði beiðnina þannig að óskað væri eftir upplýsingum úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Skilja verður málatilbúnað stofnunarinnar svo að ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda sé í fyrsta lagi byggð á því að óheimilt sé samkvæmt lögum að veita upplýsingar um staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Í öðru lagi séu gögn með umbeðnum upplýsingum ekki fyrirliggjandi heldur þurfi stofnunin að útbúa gögnin sérstaklega. Þegar úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum um það að hvaða leyti útbúa þyrfti umbeðin gögn var því svarað að upplýsingarnar um staðsetningu farnetssenda á landinu öllu væru fyrirliggjandi í gagnagrunninum en að vinna þyrfti sérstaklega upplýsingar um farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Af hálfu stofnunarinnar hefur einnig komið fram að upplýsingar um staðsetningu farnetssenda séu aðgengilegar í Excel-skjölum sem útbúin eru af fjarskiptafyrirtækjum sem send séu til stofnunarinnar. Í skjali sem fylgdi umsögn stofnunarinnar er sýnt í dæmaskyni um þær upplýsingar sem finna má í Excel-skjali fjarskiptafyrirtækis og er þar er tiltekið heimilisfang mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Þrátt fyrir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um staðsetningu farnetssenda á myndrænu formi er ljóst að Excel-skjölin geyma upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. Þar af leiðandi verður að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum um staðsetningu farnetssenda sem fram koma í umræddum Excel-skjölum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun byggir ákvörðun sína um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu á því að annars vegar sé um að ræða upplýsingar sem felldar verði undir 1. og 3. töluliða 10. gr. upplýsingalaga og hins vegar 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003 skal Póst- og fjarskiptastofnun halda stafrænan gagnagrunn um almenn fjarskiptanet. Í gagnagrunninn skal skrá upplýsingar um staðsetningu og tæknilega eiginleika almennra fjarskiptaneta, bæði um virka og óvirka kerfishluta. Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að veita stofnuninni allar nauðsynlegar upplýsingar til skráningar í gagnagrunninn á því formi sem stofnunin ákveður, sbr. 2. mgr. 62. gr. a. <br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 62. gr. a er heimilt að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að gagnagrunninum. Þó skal takmarka aðgengi að upplýsingum ef það er nauðsynlegt í ljósi öryggis neta og áreiðanleika þeirra, þjóðaröryggis, lýðheilsu eða öryggis almennings, trúnaðarkvaða, réttmætra samkeppnishagsmuna og rekstrar- og viðskiptaleyndarmála. Ráðherra skal heimilt að setja reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 5. mgr. 62. gr. a segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. mgr. er lagt til að almenningi verði veittur takmarkaður aðgangur að upplýsingum í gagnagrunninum án þess að endurgjald komi fyrir. Með fyrirspurn í gagnagrunninn skal vera mögulegt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Tilgangurinn með því er að gefa hinum almenna borgara kost á að verða sér út um upplýsingar um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í nánasta umhverfi sínu, með tilliti til sjónarmiða um gagnsæi í skipulagsmálum.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í takmörkuðum aðgangi almennings felst að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Getur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið hvaða takmörkunum slíkur aðgangur almennings skuli vera háður, til að mynda með hliðsjón af öryggisástæðum eða vegna upplýsinga er varða mikilvæga viðskiptahagsmuni tíðnirétthafa og eigenda þráðlauss sendibúnaðar. Vitað er að upplýsingar sem þessar má tengja saman við staðsetningarþjónustu og virðisaukandi þjónustu sem byggist á því að veita notanda farsíma ákveðnar upplýsingar á grundvelli upplýsinga um staðsetningu hans. Hagnýting upplýsinga um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í slíkum viðskiptalegum tilgangi þykir eiga að vera á forræði eigenda búnaðarins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun setji nánari reglur um skráningu, birtingu og aðgang að upplýsingum í gagnagrunni um þráðlausan sendibúnað.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindu að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun veiti almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum sem vistaðar eru í gagnagrunni stofnunarinnar, þ. á m. aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Jafnframt liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir því aðgangur að upplýsingum úr gagnagrunninum skuli vera óheftur heldur skuli leggja mat á hvaða að hvaða upplýsingum veita beri aðgang, m.a. með vísan til öryggishagsmuna. Þá liggur fyrir að ekki hefur verið sett reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt mat á beiðni kæranda til aðgangs að upplýsingunum og telur öryggishagsmuni standa því í vegi að kærandi fái upplýsingar um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík, þar með um heimilisföng mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Hefur stofnunin í því sambandi bent á að upplýsingar um nákvæma staðsetningu farnetssenda geti auðveldað skemmdarverk á sendum og netárásir á þá. Hins vegar telur stofnunin að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um staðsetningu senda á tilteknu svæði án þess að nákvæm staðsetning þeirra sé gefin upp. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Póst- og fjarskiptastofnun að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um nákvæma staðsetningu farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er því mat nefndarinnar að stofnuninni sé heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að nákvæmum upplýsingum um það hvar allir farnetssendar í Reykjavík eru staðsettir, hvort sem upplýsingarnar koma fram í Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjunum eða í gagnagrunninum, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að auki ekki forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að útbúa þurfi sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær eru vistaðar í gagnagrunninum. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður því staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík.<br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lýst því yfir að stofnunin sé reiðubúin til að veita kæranda upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra, að teknu tilliti til mikilvægra öryggishagsmuna. Er sú afstaða í samræmi við áður tilvitnuð sjónarmið í athugasemdum við 5. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003. Óski kærandi eftir slíkum upplýsingum þarf hún að beina nýrri beiðni til stofnunarinnar þar um. <br /> <br /> Vegna kröfu Póst- og fjarskiptastofnunar til kæranda um rökstuðning fyrir þeim hagsmunum sem liggja að baki beiðninni vill úrskurðarnefnd um upplýsingamál árétta að sá sem beiðist gagna á grundvelli 1. mgr. 5. gr. þarf ekki að sýna fram á hagsmuni þess að fá umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni A um upplýsingar um heimilisföng mannvirkja í Reykjavík þar sem farnetssendar eru staðsettir. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

930/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

Í málinu kærði fréttastofa synjun Verðlagsstofu skiptaverðs á beiðni um aðgang að Excel-skjali og minnisblaði sem varða athugun stofnunarinnar vegna Samherja hf. Stofnunin vísaði til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þær skýringar, með vísan til þess að liðin væru átta ár frá því að gögnin urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Synjun Verðlagsstofu skiptaverðs byggðist einnig á því að í gögnunum kynnu að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir stofnunina að veita aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 930/2020 í máli ÚNU 20080006.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. ágúst 2020 óskaði fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis eftir aðgangi að fundargerðum, gögnum eða minnisblöðum sem snúa að athugun Verðlagsstofu skiptaverðs vegna Samherja hf. og sneri að misræmi í karfaverði á árunum 2010 til 2011.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 13. ágúst 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu kom fram að engum fundargerðum eða minnisblöðum væri til að dreifa sem sneru að karfarannsókn Samherja sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerði á árunum 2010 til 2011. Að mati stofnunarinnar lyti beiðnin aðallega að Excel-skjali sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar og innihéldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í bréfinu kom fram það mat stofnunarinnar að gagnið teldist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem það innihéldi upplýsingar um aðra útflytjendur karfa en Samherja á sama tímabili. Þá var tekið fram að gagnið teldist enn vinnugagn þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna þar sem Verðlagsstofa annist upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina, sbr. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. ágúst 2020, var kæran kynnt Verðlagsstofu skiptaverðs og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs barst með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, ásamt Excel-skjalinu. Í bréfinu er rakið tilefni þess að skjalið var tekið saman. Fram kemur að skjalið innihaldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Hlutverk Verðlagsstofu samkvæmt lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sé að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að því að uppgjörið sé rétt og eðlilegt. Í apríl árið 2011 hafi uppgötvast ákveðið misræmi í karfaverði við reglubundna athugun Verðlagsstofu. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að vinna frekar með karfaverð í samstarfi við úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og hafi nefndin óskað eftir gögnum um útflutning á karfa til frekari skoðunar. Í kjölfarið hafi Excel-skjalið verið útbúið og afhent nefndinni.<br /> <br /> Í bréfinu kemur fram sú afstaða Verðlagsstofu skiptaverðs að skjalið teljist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að skjalið teljist enn til vinnugagns þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna þar sem Verðlagsstofu skiptaverðs sé samkvæmt 4. mgr. 8. gr. laga nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, falið að annast upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina. Skjalið teljist því enn vinnugagn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að þar sem meira en átta ár séu liðin síðan skjalið varð til hafi komið til álita hvort unnt væri að afhenda skjalið með vísan til 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana á upplýsingarétti þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Verðlagsstofa hafi hins vegar ekki treyst sér til að meta með fullnægjandi hætti hvort þær upplýsingar sem fram komi í skjalinu séu enn í dag að 10 árum liðnum viðkvæmar viðskiptaupplýsingar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Enn fremur kemur fram að Verðlagsstofa hafi ákveðið að afla ekki afstöðu allra þeirra lögaðila sem komi fyrir í Excel-skjalinu, sbr., 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem það krefðist of mikillar vinnu. Þá hafi stofnunin lagt mat á þann möguleika að strika yfir þær upplýsingar sem teldust viðkvæmar í skilningi upplýsingalaga og afhenda skjalið að hluta. Það myndi hins vegar að mati stofnunarinnar leiða til þess að samhengi myndi skorta í skjalið og afhending þess þar með gagnslaus.<br /> <br /> Í bréfinu er einnig vísað til þess að við afgreiðslu gagnabeiðninnar hafi komið í ljós annað gagn í aflögðum gagnagrunni Verðlagsstofu skiptaverðs með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Skjalið beri yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að stofnunin hafi sent þeim aðilum sem komu fyrir í skjalinu beiðni um afstöðu þeirra til efnis þess. Annar aðilinn hafi sjálfur birt skjalið sama dag á heimasíðu sinni með yfirstrikunum. Seinni aðilinn hafi lýst þeirri afstöðu sinni að hann teldi ekkert því til fyrirstöðu að afhenda skjalið. Stofnunin treystir sér hins vegar ekki til leggja mat á hvort hagsmunir almennings vegi þyngra en hagsmunir þeirra lögaðila sem fram koma í skjalinu og telji þar af leiðandi að lögaðilarnir í skjalinu eigi að njóta vafans. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Verðlagsstofu skiptaverðs. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda, fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, um aðgang að Excel-skjali sem tekið var saman af hálfu Verðlagsstofu skiptaverðs. Í Excel-skjalinu eru teknar saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Verðlagsstofa skiptaverðs annað skjal verða fellt undir beiðnina en það ber yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Í ljósi orðalags gagnabeiðninnar og þar sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið skýra afstöðu til afhendingar þess skjals verður í málinu einnig leyst úr ágreiningi um rétt kæranda til þess. <br /> <br /> Synjun Verðlagsstofu byggir á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga auk þess sem skjölin hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem koma við sögu í skjalinu. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í 12. gr. upplýsingalaga er fjallað um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í 1. tölul. 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að eigi aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.–3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Ljóst er að Excel-skjalið var tekið saman árið 2011 og því er meira en átta ár liðin frá því umrætt gagn varð til. Hið sama gildir um minnisblaðið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Verður synjun um aðgang að skjölunum því ekki reist á því að um vinnugögn sé að ræða.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölunum byggir einnig á að í þeim kunni að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs kemur fram sú afstaða að stofnunin treysti sér ekki til að leggja mat á hvort skjölin skuli undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um viðkvæmar upplýsingar séu að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þó liggur fyrir að Verðlagsstofa skiptaverðs synjaði engu að síður kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli takmörkunarákvæða upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram í þessu samhengi að upplýsingalög leggja þá skyldu á þá sem undir lögin falla að meta rétt til aðgangs að upplýsingum í gögnum samkvæmt lögunum. Meginreglan er sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Verðlagsstofa skiptaverðs getur ekki vikið sér undan skyldu sinni til mats á efni umbeðinna gagna, sbr. m.a. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Hvað sem framangreindum annmarka á málsmeðferð Verðlagsstofu skiptaverðs líður hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða Excel-skjal sem hefur að geyma tölulegar upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 til 2011. Í skjalinu er nánar tiltekið að finna yfirlit yfir magn, verð og meðalverð karfa sem fluttur var út á umræddu árabili. Þá koma m.a. fram upplýsingar um heiti hafnar, númer útflytjenda, umboðsmenn, sölustaði og gámanúmer. Í öðru lagi er um að ræða minnisblað sem ber heitið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í minnisblaðinu að fengnar hafi verið tölur frá Fiskistofu fyrir bæði árin þar sem fram komi hverjir séu útflytjendur, veiðiskip, dagsetningar, sölutegund, umboðsmenn, magn, verðmæti og fleira. Unnar hafi verið töflur upp úr því þar sem hægt sé að sjá meðalverð á karfa miðað við framleiðslutegund og umboðsmenn. Einnig sé sett upp í töflu magn og verð kr./kg í beinni sölu og á markaði innanlands fyrir árin 2008 og 2009 og þau meðalverð sem Verðlagsstofa skiptaverðs hafi gefið út yfir tímabilið. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að horfa til þess að í báðum tilvikum er um gömul skjöl að ræða sem tekin voru saman fyrir um áratug. Í gögnunum er þannig ekki að finna upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem getið er í skjölunum sem til þess eru fallnar að valda umræddum lögaðilum tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir þeirra lögaðila sem um ræðir af leynd um þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar sem fram koma í gögnunum séu aðgengilegar almenningi. Í því sambandi skal jafnframt tekið fram að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs afla ítarlegra gagna um fiskverð. Skal hún með skipulegum hætti vinna úr upplýsingunum sundurliðuð yfirlit um fiskverð miðað við einstök landsvæði, tiltekna viðskiptahætti og stærðar- og gæðaflokka. <br /> <br /> Við mat á því hvort upplýsingar þær sem um ræðir í þessu máli falli undir 9. gr. upplýsingalaga verður jafnframt að leggja áherslu á að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs reglulega birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best. Þá skal stofan afla gagna um afurðaverð og horfur um þróun þess. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga sömu sjónarmið við um minnisblaðið sem vísað er til í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs til nefndarinnar og hefur að geyma greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Verðlagsstofu skiptaverðs er skylt að veita kæranda aðgang að Excel-skjali þar sem teknar eru saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011 og minnisblaðinu „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.“<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir </p> <p>&nbsp;</p> <p> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <br />

929/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

Kærð var afgreiðsla Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að tilboðsgögnum. Kærandi hafði lagt inn tilboð í leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina en annað tilboð hafði verið samþykkt. Upphafleg synjun Ríkiskaupa á beiðni kæranda byggðist á því að gögnin vörðuðu viðskiptahagsmuni annars fyrirtækis, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að viðkomandi fyrirtæki legðist gegn afhendingu gagnanna. Við meðferð málsins kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi beiðni kæranda ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 929/2020 í máli ÚNU 20050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. maí 2020, kærði Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður, f.h. K16 ehf., synjun Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að gögnum. Með erindi til Ríkiskaupa, dags. 13. maí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að tilboði Regins og öllum öðrum gögnum sem lágu til grundvallar því að tilboð Regins á leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina, sbr. auglýsingu nr. 200796, var samþykkt en kærandi var á meðal tilboðsgjafa. Með erindi, dags. 19. maí 2020, synjuðu Ríkiskaup beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda fælu gögnin í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og gæti afhending þeirra skaðað samkeppnishæfi Regins. Fram kemur að Ríkiskaup hafi leitað eftir afstöðu Regins til afhendingar gagnanna sem hafi lagst gegn henni og því hafi beiðni kæranda verið synjað.<br /> <br /> Í kæru segir að synjunin sé röng þar sem kærandi eigi rétt á að fá tilboð Regins. Kærandi byggir rétt sinn á 5. gr. upplýsingalaga en einnig 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fram kemur að kærandi hafi einnig gert tilboð í leigu fyrir Vegagerðina samkvæmt sömu auglýsingu. Kærandi telji ásæður synjunarinnar fyrirslátt þar sem ekki geti verið að finna viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um Reginn í tilboðinu. Þá mætti með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðskiptaupplýsingar sé þeim til að dreifa í gögnunum. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að Ríkiskaup hafi með tölvupósti, dags. 27. maí 2020, svarað beiðni kæranda um endurskoðun ákvörðunar stofnunarinnar. Í póstinum komi fram að mistök hafi orðið í þinglýsingu og því hafi ekki verið búið að þinglýsa leigusamningnum en búið væri að bæta úr því. Að mati Ríkiskaupa ætti hinn þingslýsti samningur að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hvað varði tilboð félagsins og önnur tilfallandi gögn og upplýsingar í tengslum við það sé vísað til fyrri röksemda Ríkiskaupa fyrir synjun á afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi aðilar máls ekki sett sig upp á móti því að tilboðsblað sé afhent og fylgi það því með.<br /> <br /> Kærandi segir Ríkiskaup hafa bent á að allar upplýsingar sem kærandi þurfi komi fram í þinglýstum leigusamningi. Í tvígang hafi Ríkiskaup tekið fram að leigusamningi hafi verið þinglýst en það sé ekki rétt. Þá hafi umrædd auglýsing Ríkiskaupa um leiguhúsnæði verið mjög yfirgripsmikil og henni fylgt þarfagreining fyrir Vegagerðina. Ekkert hús hefði getað uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafi verið nema ráðist væri í verulegar breytingar á húsnæði. Hvernig Reginn hygðist uppfylla þessar kröfur hafi ekki komið fram í tilboði sem kæranda hafi verið sent né í þinglýstum leigusamningi. Það sé því alls ófullnægjandi að vísa til þinglýsts leigusamnings og tilboðsblaðs sem sent hafi verið kæranda enda komi þar aðeins fram hver leiga á fermetra sé. Kærandi geti því aðeins að því leyti borið saman tilboð sitt og tilboð Regins sem hafi verið tekið af hálfu Ríkiskaupa.<br /> <br /> Til þess að kærandi geti raunverulega borið saman tilboð sitt, miðað við húsnæði sem kærandi hygðist leigja, og tilboð Regins, miðað við það húsnæði sem Reginn hafi yfir að ráða, þurfi kærandi að fá öll gögn sem lágu til grundvallar þegar Ríkiskaup tóku tilboði Regins í leiguna. Af gögnunum megi þá jafnframt ráða hvort Reginn hafi uppfyllt strangar þarfakröfur Ríkiskaupa, sem kærandi telur sig hafa uppfyllt. Réttur kæranda til að fá aðgang að umræddum gögnum sé og meiri en rétturinn til að hafa leynd um umsvif ríkisins vegna auglýsingar og útboðs á leigu fyrir Vegagerðina. Kærandi þurfi að fá umrædd gögn til að meta réttarstöðu sína í málinu. Þá vísar hann til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016, 646/2016, 570/2015 og A-414/2012 sem fordæma fyrir því að afhenda beri þau gögn sem lágu til grundvallar er tilboði Regins var tekið en ekki tilboði kæranda. Einnig er vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 472/2015. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Ríkiskaupum með bréfi, dags. 2. júní 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Ríkiskaupa, dags. 18. júní 2020, segir að þegar beiðni kæranda hafi borist hafi verið gert ráð fyrir að tilboðsgögn væru til staðar hjá Ríkiskaupum og að leitað hefði verið álits Regins á beiðninni. Vegna afstöðu Regins hafi beiðni um aðgang að tilboðinu verið synjað. Aðkoma Ríkiskaupa að leiguverkefnum hafi verið að sjá um auglýsingu á leiguhúsnæði, svara fyrirspurnum og taka við tilboðum. Tilboðin hafi síðan verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins sem sjái um að yfirfara þau og bera saman fyrir leigutaka. Þetta hafi komið í ljós eftir að kæran barst. Skýringin sé sú að erfitt sé að taka afrit af slíkum tilboðum þar sem þeim fylgi oft stórar teikningar. Vinnureglan hafi því verið sú að afhenda Framkvæmdasýslunni tilboðin enda séu þessar stofnanir staðsettar í sama húsi og tímafrekt og kostnaðarsamt að Ríkiskaup láti gera afrit af öllum tilboðum þegar hér sé um tvær stofnanir að ræða sem vinni verkefnið saman í sama húsnæði. Höfnun á afhendingu tilboðsgagna hafi því verið á misskilningi byggð. Tilboðsgögnin séu ekki til staðar hjá Ríkiskaupum en þau séu hjá Fjársýslu ríkisins. Beðist er velvirðingar á því að kærandi hafi fengið misvísandi upplýsingar varðandi þetta.<br /> <br /> Umsögn Ríkiskaupa var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 19. júní 2020, segir að Ríkiskaup hafi séð um að auglýsa eftir tilboðum í leiguhúsnæði fyrir hönd ríkisins og þeirra stofnana sem í hlut eigi. Í auglýsingunni segi að „Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs“ óski eftir að taka á leigu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þetta hafi Ríkiskaup fengið öll tilboðsgögn afhent. Það leysi Ríkiskaup ekki undan þeirri ábyrgð, á að afhenda kæranda tilboðsgögn, að Ríkiskaup hafi afhent tilboðsgögnin annarri stofnun ríkisins. Ríkiskaupum sé í lófa lagið að fá gögnin aftur hafi þau verið afhent öðrum aðilum. Minna megi á skyldu ríkisstofnana vegna skjalavistunar. Vinnuregla sú sem Ríkiskaup vísi til megi ekki bitna á kæranda þessa máls en efast megi um lögmæti slíkrar vinnureglu út frá reglum stjórnsýsluréttar. Vinnuregla sem þessi stuðli ekki að skilvirkni, gegnsæi og miðlun upplýsinga. Borgurum sé gert afar erfitt um vik að sækja rétt sinn. Innri verkaskipting milli stjórnvalda eigi ekki með þessum hætti að bitna á borgurunum. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann hafi sent bréf til Ríkiskaupa, dags. 9. apríl 2019, þar sem þess hafi verið krafist að farið væri að lögum við útboðið og þá sérstaklega lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 4. júlí 2019 hafi verið kærð til kærunefndar útboðsmála sú ákvörðun að ganga til samninga við Reginn. Ríkiskaup hafi komið á framfæri sjónarmiðum vegna þeirrar kæru, dags. 6. ágúst 2019. Kveðinn hafi verið upp úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2019 í máli kæranda gegn Ríkiskaupum, Vegagerðinni og Framkvæmdasýslu ríkisins. <br /> <br /> Af þessu sé ljóst að Ríkiskaup séu lögformlegur aðili að máli þessu og geti ekki borið fyrir sig að hafa afhent gögnin annarri ríkisstofnun. Þá hafi Ríkiskaup ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga um að gögnin hefðu verið afhent annarri ríkisstofnun. Ríkiskaup eigi að bera hallann af skorti á leiðbeiningarskyldu sinni og eigi sjálf að útvega þau gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi látið henni í té og afhenda kæranda þau. Ljóst sé að Ríkiskaup eigi fullan rétt á að fá öll gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi afhent Framkvæmdasýslunni. <br /> <br /> Kærandi hafi ekki getað, á grundvelli auglýsingar ríkiskaupa nr. 20796, né af kæru sinni til kærunefndar útboðsmála og umsagnar Ríkiskaupa um þá kæru, talið að gögnin væru annars staðar en hjá Ríkiskaupum. Það sé óviðunandi ef það sé viðurkennt að ríkisstofnun geti afhent gögn máls annarri ríkisstofnun og þannig komist hjá skyldu sinni til að afhenda gögn máls. Þetta valdi glundroða í meðferð stjórnsýslumála og geri borgurum almennt afar erfitt um vik að sækja rétt sinn gagnvart ríkinu. Minnt sé á að málsaðild í dómsmálum gagnvart ríkinu sé almennt að ríkið sé aðili en ekki verið að elta ólar við hvaða tiltekna ríkisstofnun sé um að ræða hverju sinni.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum frá Regin hf. sem bárust Ríkiskaupum í tilefni af auglýsingu nr. 20796 þar sem auglýst var eftir leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup synjuðu beiðni kæranda upphaflega með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að gögn er heyra undir starfsemi stjórnvalds og því er skylt að hafa í vörslum sínum kunni að teljast fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, enda þótt þau hafi ekki verið skráð réttilega eða geymd innan veggja stjórnvaldsins sjálfs. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. apríl 2020 í máli nr. 887/2020 og úrskurðar frá 20. maí 2020 í máli nr. 900/2020. Horfir nefndin í því sambandi til þess að í slíkum tilvikum kunni stjórnvaldinu engu að síður að vera hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar borgaranna til aðgangs að þeim í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Ekki verður séð að sú „vinnuregla“ að varðveita ekki og taka ekki afrit af gögnum sem stofnuninni berast geti samræmst skyldum afhendingarskylds aðila, sbr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laga nr. 77/2014 er aðilum skylt að skrá mál á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Úrskurðarnefndin ítrekar þó í þessu sambandi að varðveisla gagna, í samræmi við fyrirmæli laga um opinber skjalasöfn sem og 26. og 27. gr. upplýsingalaga, er ein af forsendum þess að upplýsingaréttur almennings sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Í ljósi upphaflegrar synjunar Ríkiskaupa á beiðni kæranda, dags. 19. maí 2020, sem byggðist á því að umbeðin gögn fælu í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og að afhending þeirra gæti skaðað samkeppnishæfi þriðja aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, áréttar úrskurðarnefndin að stjórnvöldum ber að leggja sjálfstætt mat á gögn sem óskað er aðgangs að. Það samræmist ekki kröfum sem gerðar eru til málsmeðferðar og afgreiðslu mála samkvæmt upplýsingalögum að stjórnvald synji beiðni um aðgang að gögnum eingöngu á þeim grundvelli að þriðji aðili leggist gegn afhendingu gagnanna, án þess að stjórnvald leggi sjálfstætt efnislegt mat á efni gagnanna, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að stofnunin kanni hvort unnt sé að nálgast umbeðin gögn, sem henni er eftir atvikum skylt að halda utan um, og taki rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. Sé Ríkiskaupum ekki kleift að nálgast gögnin leiðir það til frávísunar á beiðni kæranda en ekki til synjunar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 19. maí 2020, um synjun beiðni K16 ehf. um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

928/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

Kærð var synjun ríkislögmanns á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að stefnum þriggja félaga gegn íslenska ríkinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist auk þess á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkislögmann ekki hafa lagt fullnægjandi mat á efni stefnanna í því sambandi. Var því ákvörðun ríkislögmanns felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 928/2020 í máli ÚNU 20050011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. maí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ríkislögmanns, dags. 15. apríl 2020, óskaði kærandi eftir afritum af þremur stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Í svari ríkislögmanns, dags. 14. maí 2020, segir að málin séu öll til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og að óvíst sé hvenær þau verði flutt fyrir dóminum. Fram kemur að ríkislögmaður hafi óskað eftir afstöðu stefnenda til afhendingar gagnanna og að þeir séu mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Ríkislögmaður telji þar af leiðandi óheimilt að afhenda kæranda umbeðin gögn enda standi fyrirmæli 9. gr. upplýsingalaga því í vegi. Með stefnunum hafi viðkomandi lögaðilar lagt grunn að dómsmálum. Stefnurnar sem og önnur gögn sem lögð hafi verið til dómsins lúti reglum réttarfarslaga og ríkislögmaður líti svo á að slík gögn séu almennt undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ríkislögmaður tekur fram að um rétt til aðgangs að gögnum í einkamáli sé fjallað í 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 14. gr. sé að finna heimild til að afhenda þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta staðfest endurrit af málsskjölum, sbr. og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Samkvæmt 6. gr. reglnanna taki dómari máls, sem sé ólokið, afstöðu til slíkrar beiðni en dómstjóri ef máli sé endanlega lokið fyrir héraðsdómi. Heimilt sé að krefjast úrskurðar dómara um synjun um aðgang að gögnum eða afhendingu endurrits. Slíkur úrskurður sé kæranlegur til Landsréttar samkvæmt d lið 1. mgr. 143. laga um meðferð einkamála. Afstaða ríkislögmanns sé sú að fyrirmæli réttarfarslaga gangi framar upplýsingalögum þegar um sé að ræða afhendingu á gögnum sem lögð séu fram í dómsmáli. Af þeim sökum sé erindi kæranda um að fá afrit stefnanna hafnað. Þá sé það afstaða ríkislögmanns að niðurstöður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum 885/2020 og 886/2020 (makrílmálum) hafi ekki gildi ef reyndi á í dómsmáli en eins og á hafi staðið hafi ekki verið forsendur til að skjóta þeim úrskurði til dómstóla.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji afstöðu ríkislögmanns ekki í samræmi við úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 885/2020 og 886/2020 og að ríkislögmaður hafi látið nægja að leita afstöðu eigenda félaganna en ekki metið hvort tilefni væri til að afhenda hluta af stefnunum. Kæranda þyki ríkislögmaður því ekki hafa afgreitt erindið með fullnægjandi hætti og telji rétt að ríkislögmanni verði gert að afgreiða erindið aftur og taka efnislega afstöðu til þess.<br /> <h2>Málsmeðferð<br /> 1.</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 15. maí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 29. maí 2020, segir að ákvörðun um að synja beiðni kæranda byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar þeim að stefnurnar, sem allar hafi verið lagðar fram við þingfestingu málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. október 2019, séu undanþegnar upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns frá 14. maí 2020 hafi hann óskað eftir afstöðu stefnenda til beiðni kæranda og séu þeir mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Í athugasemdum til frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þar sem ótvíræð synjun stefnenda liggi fyrir geti ríkislögmaður ekki afhent kæranda afritin.<br /> <br /> Hins vegar byggi ákvörðun ríkislögmanns á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmálum sem rekin séu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að mati embættisins gildi ákvæði 13. og 14. gr. um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalög. Af þessum ástæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur almennings sé grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt settar við afhendingu gagna úr dómsmáli enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga um meðferð einkamála mæli fyrir um eða hvaða upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati ríkislögmanns nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sem sé í málum ríkisins eða annarra.<br /> <br /> Hvað varði ábendingu kæranda um að afstaða ríkislögmanns samræmist ekki niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 tekur ríkislögmaður fram að hann telji það ekki í valdi úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ákveða afhendingu dómskjala. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segi að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í lögskýringum með ákvæðinu segi: „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Ríkislögmaður segir lagaákvæðið skýrt; upplýsingalög gildi ekki um gögn sem lögð séu fram í dómi og séu í vörslu dómstóla. Öndverð niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 fái því hvorki samræmst ótvíræðum lagafyrirmælum né vilja löggjafans. Ríkislögmaður telji því að úrskurðarnefndinni beri að vísa kærunni frá en ella synja framkominni kröfu, enda ekki í valdi hennar að fjalla um eða taka ákvörðun sem löggjafinn ætli dómstólum að taka, sbr. 14. og 15. gr. laga um meðferð einkamála og reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sem settar séu á grundvelli síðarnefnda lagaákvæðisins.<br /> <br /> Í umsögninni segir að upplýsingaréttur almennings og þar með talið kæranda verði ekki rýmri við það að ríkislögmaður, fyrir hönd íslenska ríkisins, sinni áskorun stefnanda um að mæta við þingfestingu máls í héraðsdómi og fái þar afhenta stefnu og þau gögn sem hún byggi á. Ríkislögmaður geti ekki fallist á öndverða túlkun úrskurðarnefndar um upplýsingamál og telji hana beinlínis ranga og án lagastoðar. Í þeim efnum vilji ríkislögmaður sérstaklega halda til haga að þau mál sem kæra lúti að séu dómsmál en ekki stjórnsýslumál. Mál sé þingfest þegar stefna sé lögð fram fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 94. gr. laga um meðferð einkamála. Frá og með því tímamarki sé það einungis í valdi dómara og eftir atvikum dómstjóra að ákveða hvort kæranda verði afhent afrit af þeim stefnum sem krafa hans lúti að, sbr. II. kafla laga um meðferð einkamála. Því beri kæranda að beina kröfu um aðgang að málsgögnum til þess dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafi málin til úrlausnar. Ríkislögmaður ítrekar að lokum að vísa beri kærunni frá en ella synja kröfu kæranda um umbeðin gögn.<br /> <h2>2.</h2> Með umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar fylgdi afrit af erindi frá lögmanni Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. til ríkislögmanns, dags. 4. maí 2020, þar sem afstöðu fyrirtækjanna til afhendingar stefnanna er lýst. <br /> <br /> Í erindi lögmannsins segir að fyrirtækin séu mótfallin því að afrit verði afhent kæranda. Kærandi hafi ekki fært fyrir því rök að hann eigi rétt til stefnanna á þeim grundvelli sem kveðið sé á um í 14. gr. laga um meðferð einkamála. Ákvæðið feli í sér sérlög sem gangi framar upplýsingalögum og fásinna væri ef hægt væri að sniðganga þá vernd um einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila sem þeim séu falin þegar þeir leiti réttar fyrir dómstólum með því að skikka embætti ríkislögmanns eða annað stjórnvald til að afhenda almenningi dómsskjöl úr einkamálum á grundvelli upplýsingalaga. Einstaklingar og lögaðilar megi ganga út frá því að það gildi ekki ríkari aðgangur almennings að málsskjölum sem þeir leggi fram fyrir dómstólum landsins en samkvæmt réttarfarslögum, jafnvel þó skjölin rati óhjákvæmilega í hendur embættis ríkislögmanns eða annarra stjórnvalda. <br /> <br /> Þá segir að embætti ríkislögmanns sé óheimilt að afhenda stefnurnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga enda fjalli þær um bæði einka- og fjárhagsmálefni fyrirtækjanna. Almenning varði ekkert um það hvernig fyrirtækin fjármagni starfsemi sína eða um önnur einkafjárhagsmálefni þeirra og því eigi 9. gr. laganna við fullum fetum. Í stefnunum séu aukinheldur nafngreindir einstaklingar sem almenning varði ekkert um hverjir séu eða hvernig þeir komi að málinu. <br /> <br /> Fyrirtækin vekja athygli á því að þegar yfirskattanefnd birti úrskurði sína í málum þeirra þá hafi öll nöfn verið afmáð. Ekki dugi að afhenda stefnurnar þannig að hluti þeirra sé afmáður enda hætt við að auðvelt sé fyrir þá sem fái stefnurnar í hendurnar að lesa milli línanna þar sem þeim sé kunnugt um nöfn málsaðila. <br /> <br /> Fyrirtækin óski þess að embætti ríkislögmanns láti reyna á það til hins ítrasta og eftir atvikum fyrir dómi ef úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á beiðni um afhendingu stefnanna að einhverju leyti. Þá óski þau þess, verði því við komið, að fyrirtækin fái tækifæri til að gæta hagsmuna sinna fyrir dómi áður en afhending stefnanna eigi sér stað. Það gæti gerst þannig að ríkislögmaður neitaði afhendingu stefnanna að gengnum úrskurði úrskurðarnefndarinnar en fyrirtækin gætu gætt hagsmuna sinna á grundvelli 20. gr. laga um meðferð einkamála ef kærandi færi í aðfararmál fyrir héraðsdómi til að fullnusta úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <h2>3.</h2> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 9. júní 2020, segir kærandi í fyrsta lagi að það kunni að vera að stefnurnar þrjár hafi að geyma fjárhags- og einkamálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari skv. 9. gr. upplýsingalaga, líkt og ríkislögmaður byggi á. Kærandi dragi hins vegar í efa að þær upplýsingar séu svo umfangsmiklar að ekki sé unnt að afmá þær og afhenda afganginn af skjölunum. Í öðru lagi byggi synjunin á því að um afhendingu skjalanna fari eftir lögum um meðferð einkamála en ekki upplýsingalögum. Kærandi telji að allir sem að málinu komi viti af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 885/2020 og nr. 886/2020 þar sem komist hafi verið að öndverðri niðurstöðu. Kærandi bendir á nýlegt álit umboðsmanns Alþingis, frá desember 2019, í máli nr. 9758/2018 en í málinu hafi yfirfasteignamatsnefnd og síðar umboðsmaður Alþingis gert athugasemdir við málsmeðferð Þjóðskrár Íslands í tengslum við beiðni þeirra um endurákvörðun fasteignamats. Þar segi meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Það er meginregla stjórnsýsluréttar að lægra settu stjórnvaldi beri að hlíta niðurstöðu æðra stjórnvalds sem endurskoðað hefur ákvörðun hins lægra setta, á grundvelli kæru frá aðila sem á lögvarinna hagsmuna að gæta, í samræmi við eftirlits- og stjórnunarheimildir sínar, þ.m.t. á grundvelli stjórnsýslukæru. Þrátt fyrir að lægra sett stjórnvald kunni að vera ósammála niðurstöðu eða forsendum æðra setts stjórnvalds verður það almennt að hlíta niðurstöðunni og setja málið í þann lagalega farveg sem æðra sett stjórnvald hefur byggt niðurstöðu sína á. Þegar lægra sett stjórnvald er ekki sammála úrskurði æðra setts stjórnvalds standa því ekki lög til þess að lægra setta stjórnvaldið geti litið framhjá úrskurðinum og sett málið í annan lagalegan farveg.“ <br /> <br /> Kærandi segir ríkislögmann vita þetta og að einfalt hefði verið fyrir embættið að óska eftir frestun réttaráhrifa fyrri úrskurðanna tveggja og láta á þá reyna fyrir dómstólum, það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Þá bendir kærandi á það að í framkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið litið svo á að hafi upplýsingar áður birst opinberlega standi því lítið í vegi að þær séu afhentar. Af úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 megi ráða að málin þrjú hafi verið höfðuð til ógildingar á tilteknum úrskurðum yfirskattanefndar. Það sé misjafnt hvað yfirskattanefnd kjósi að birta og hvað ekki. Í þessu tilfelli sé það hins vegar svo að tveir af þremur úrskurðum nefndarinnar, nánar til tekið nr. 279/2015 og 280/2015, hafi verið birtir opinberlega á vefsvæði nefndarinnar. Úrskurðirnir hafi bæði að geyma helstu málsatvik og upphæðir í málinu. Hafi stefnurnar að geyma einhverjar upplýsingar sem vanalega myndu falla undir 9. gr. upplýsingalaga þá fái kærandi ekki betur séð en að „þeim ketti hafi verið sleppt úr sekknum“. <br /> <br /> Að lokum minnir kærandi á sérstaka stöðu íslenska ríkisins sem aðila að dómsmáli. Fræðimenn á sviði stjórnsýsluréttar telji að í ljósi stöðu sinnar og meginreglna stjórnsýsluréttarins geti ríkið ekki hagað sér með sama hætti og einstaklingar eða lögaðilar fyrir dómi. Þegar ríkislögmaður taki til varna sé það sökum þess að borgari telji að ríkið hafi gert á sinn hlut eða farið á svig við sínar eigin reglur. Það verði að teljast að borgarar hafi ríka hagsmuni af því að geta fylgst með framgangi slíkra dómsmála enda ekki loku fyrir það skotið að einhver annar geti verið í sömu aðstöðu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að stefnum í málum sem félögin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Stefnurnar þrjár voru lagðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda um aðgang að stefnunum er í fyrsta lagi byggð á því að þær séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem um sé að ræða málsskjöl í dómsmáli. Að mati ríkislögmanns fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 13. og 14. gr. laganna, og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Er sú túlkun sögð eiga sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019:<br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. <br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 14. gr. segir orðrétt: <br /> <br /> „Meðan mál er rekið fyrir æðra dómi eða héraðsdómi er dómara eða eftir atvikum dómsformanni skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók, svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því þess er óskað.“<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi 14. gr. laga um meðferð einkamála veitir ákvæðið rétt til aðgangs að staðfestum eftirritum af málsskjölum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi í einkamáli. Er það óháð því hvort um sé að ræða gögn sem eru eða hafa jafnframt verið í vörslum stjórnvalda og falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 4. gr. upplýsingalaga eða tilheyra starfsemi sem felld verður undir gildissvið laganna, sbr. 2. og 3. gr. þeirra. Þá lýtur ákvæði 14. gr. að skyldu dómara eða eftir atvikum dómsformanns að afgreiða slíka beiðni, en réttur til aðgangs samkvæmt ákvæðinu er takmarkaður við þá aðila sem hafa ,,lögvarinna hagsmuna að gæta.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi verið gengið út frá því að ákvæðið gilti um gagnabeiðnir sem beint væri að dómstólum og sem varða málsskjöl í einkamálum. Eins og ákvæði 5. mgr. 2. gr. er orðað nær það aðeins til gagna í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar sem ekki lúta að meðferð einstakra dómsmála, sem og endurrita úr dóma-, gerða- og þingbókum. Ákvæðið nær því samkvæmt orðalagi sínu ekki til gagna sem lögð hafa verið fram í einkamálum en eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Ákvæði 14. gr. laga um meðferð einkamála fjallar einnig aðeins um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómstóla, sbr. einnig 2. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Er sá aðgangur sem fyrr segir takmarkaður við þá sem eiga „lögvarinna hagsmuna“ að gæta. Við afmörkun á gildissviði 14. gr. laga um meðferð einkamála verður þá jafnframt að horfa til þess að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka lögin einungis til „dómsmála sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir fyrirmælum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvæmt.“<br /> <br /> Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin engan vafa leika á því að ákvæði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, getur ekki tekið til beiðna um aðgang að gögnum í vörslum stjórnvalda, enda þótt þau gögn kunni að vera notuð í dómsmálum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 51/1985, um ríkislögmann, er embætti ríkislögmanns sjálfstæð stofnun sem heyrir undir stjórnarráðið. Ljóst er því að embættið fellur undir hugtakið ,,stjórnvald“ í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og upplýsingalögin gilda því um starfsemi embættisins. <br /> <br /> Þegar leyst er úr því hvaða reglur gilda um rétt almennings til aðgangs að skjölum í vörslum stjórnvalda sem lögð hafa verið fram fyrir dómi, á grundvelli upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í fyrrnefndu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. <br /> <br /> Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin hafi í vörslum sínum gögn sem kunna að vera lögð fram í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ Af orðalagi ákvæðisins verður enn fremur ráðið að það geti átt við gögn hvort sem þeirra var aflað fyrir eða eftir að dómsmál var höfðað. Í lögskýringargögnum kemur þó fram að umfang þeirrar undantekningarheimildar ákvæðisins sé takmarkað við gögn sem lúta að ráðgjöf sérfróðra aðila til stjórnvalda.<br /> <br /> Að slepptu ákvæði 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga er ekki að finna nein ákvæði í lögunum sem fjalla um málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð með nokkru móti af ákvæðum laganna að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn upplýsingarétti með sama hætti og dómstólar samkvæmt 5. mgr. 2. gr. laganna. Þar af leiðandi verður að leggja til grundvallar að ákvæði upplýsingalaga gildi um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði laganna eiga við.<br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 736/2018, 885/2020 og 886/2020. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin tekur fram að það heyrir ekki undir nefndina að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga um meðferð einkamála. <br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi byggð á þeim grundvelli að þær innihaldi upplýsingar sem eru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Stefnendur í málunum séu auk þess mótfallnir afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í stefnum Brimgarða ehf. og 14. júní ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu félaganna, og úrskurðir yfirskattanefndar nr. 278/2015 og 279/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt og til þrautavara að viðurkennt verði með dómi að stefnendum hafi verið heimilt að gjald- og skuldfæra verðbætur og afföll vegna skuldabréfanna, sem félögin gáfu út á árinu 2005, frá tekjuskatti í skattframtölum áranna 2008-2012. <br /> <br /> Í stefnu Langasjávar ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu dótturfélaga Langasjávar ehf., og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt vegna leiðréttingar á samsköttun með dótturfélögum stefnanda þannig að tekið verði tillit til frádráttarliða í skattframtölum félaganna, affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., á árunum 2008-2012 vegna skuldabréfaútgáfu þeirra á árinu 2005. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að félaginu hafi verði heimilt að leiðrétta tekjuskattsstofn sinn í skattframtölum áranna 2008-2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna.<br /> <br /> Í stefnum einkahlutafélaganna þriggja er fjallað ítarlega um umdeilda skuldabréfaútgáfu Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., sem eru dótturfélög Langasjávar ehf., frá árinu 2005, en með úrskurði frá 20. desember 2013 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld á fyrirtækin fyrir gjaldárin 2008-2012, enda taldi embættið að umrædd skuldabréfaútgáfa hefði falið í sér óvenjuleg viðskipti sem stofnað hefði verið til með skattasniðgöngu að augnamiði. Niðurstaða ríkisskattstjóra var staðfest í þremur úrskurðum yfirskattanefndar, nr. 278/2015, 279/2015 og 280/2015, dags. 21. október 2015. Tveir úrskurðanna, nr. 279/2015 og 280/2015, voru birtir opinberlega á vef nefndarinnar en einn þeirra, nr. 278/2015, var ekki birtur. Í úrskurðunum er öllum málsatvikum lýst, ákvörðunum ríkisskattstjóra, sem og kröfum félaganna og málsástæðum þeirra. Nöfn félaganna og einstaklinga eru hins vegar afmáð í hinum birtu úrskurðum. <br /> <br /> Um sömu mál er fjallað í úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 sem varða kröfur félaganna um vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð málanna. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. apríl 2020, sem Landsréttur staðfesti, er málsatvikum lýst sem og dómkröfum félaganna sem snúa m.a. að ógildingu fyrrnefndra úrskurða yfirskattanefndar. Þannig hafa nöfn félaganna þriggja þegar verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum þeirra um ógildingu tiltekinna úrskurða yfirskattanefndar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefna í dómsmálum sem varða lögmæti ákvarðana skattyfirvalda. Þrátt fyrir að nöfn stefnenda hafi ekki verið birt opinberlega í úrskurðum yfirskattanefndar nr. 279/2015 og 280/2015 hafa þau ásamt kröfugerð þeirra í fyrirhuguðu dómsmáli verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að ekki sé almennt hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunum og sem þegar hafa verið birtar opinberlega í samræmi við fyrirmæli laga séu til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum félaganna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að slíkar upplýsingar verði ekki felldar undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er einn úrskurður yfirskattanefndar óbirtur, þ.e. úrskurður nr. 278/2015 í máli 14. júní ehf. Með vísan til þessa gilda önnur sjónarmið um þær upplýsingar sem fram koma í stefnu 14. júní ehf. að því marki sem þær hafa ekki verið birtar með úrskurði Landsréttar í máli félagsins frá 28. maí 2020 í máli nr. 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar. Það er mat nefndarinnar að aðkoma tilgreinds hluthafa í Brimgörðum ehf., en nafn hans er birt í stefnunum þremur, sé slík að hún varði einkahagsmuni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en nafnið hefur ekki verið birt opinberlega í tengslum við málið. Verður því að telja að ríkislögmanni sé rétt að afmá nafnið úr stefnu Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. <br /> <br /> Um stefnurnar að öðru leyti er það að segja að í þeim koma fram margvíslegar upplýsingar um fjárhagsmálefni umræddra félaga. Mikill hluti þessara upplýsinga hefur þegar verið birtur í samræmi við ákvæði laga eins og rakið er hér að framan. Þetta gildir þó ekki um allar upplýsingarnar, enda hefur úrskurður yfirskattanefndar í máli 14. júní ehf. ekki verið birtur opinberlega. Við ákvörðun um afhendingu stefnanna til kæranda þarf því að meta hvort 9. gr. upplýsingalaga geti tekið til einhverra þeirra upplýsinga sem ekki hafa verið birtar. Slíkt mat hefur ekki farið fram af hálfu ríkislögmanns.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir ríkislögmann að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni kæranda um aðgang að stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu og lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019 er vísað til ríkislögmanns til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

927/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

Í málinu var kærð afgreiðsla nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fylgdu umsókn um endurgreiðslu vegna framleiðslu tiltekinnar kvikmyndar. Nefndin taldi umbeðin gögn varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðandans og því undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með nefndinni að hluti gagnanna væri undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en taldi þó að kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 927/2020 í máli ÚNU 20030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. mars 2020, kærði A afgreiðslu nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á beiðni hans um öll fyrirliggjandi gögn varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar.<br /> <br /> Þann 17. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerðar er varða félagið Ljósmál ehf. Í svari nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, dags. 12. mars 2020, segir að nefndin sé stjórnvald sem taki ákvörðun um rétt umsækjenda til greiðslna úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 43/1999. Aðili stjórnsýslumáls vegna slíkrar endurgreiðslu sé í þessu tilviki Ljósmál ehf., en ekki einstakir aðstandendur þeirrar kvikmyndar sem framleidd var af hálfu fyrirtækisins. Við skoðun nefndarinnar á skráningu í fyrirtækjaskrá sé kærandi hvorki skráður sem stjórnarformaður, stjórnarmaður né framkvæmdastjóri Ljósmáls ehf. Því líti nefndin svo á að kærandi geti ekki verið aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna endurgreiðslubeiðni Ljósmáls ehf. til nefndarinnar. Beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að því hvort þau gögn sem beðið sé um aðgang að falli undir þau gögn sem beri að veita almenningi aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í svarinu segir einnig að af lestri gagna málsins í heild sinni hafi nefndarmönnum verið ljóst að ágreiningur væri um yfirráð yfir félaginu Ljósmáli ehf. Því næst er í bréfinu farið yfir málsatvik varðandi umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og umfjöllun nefndarinnar um hana, þ.e. þær upplýsingar sem nefndin taldi sér heimilt að veita á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin upplýsti kæranda jafnframt um að nefndin hefði ekki afgreitt umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslu með endanlegum hætti. Nauðsynlegt væri að minna á að til þess að uppfylla skilyrði um endurgreiðslu skv. lögum nr. 43/1999 þurfi umsækjandi um endurgreiðslu að leggja fram ítarleg gögn um fjárhagsmálefni sín. Eins og áður segi sé umsækjandi Ljósmál ehf. og beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að fjárhagsmálefnum þess félags, sem sé sá aðili sem stjórnvaldsákvörðun nefndarinnar muni beinast að. Nefndin meti það svo að slík gögn; bókhaldsgögn, kostnaðaruppgjör og önnur fjárhagsleg gögn fyrirtækja eða einstaklinga, séu alla jafna þess eðlis að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og séu slíkar upplýsingar undanskildar upplýsingarétti almennings með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings bendi nefndin á að hún miði afstöðu sína við það að ekki hafi verið tekin endanleg stjórnvaldsákvörðun um rétt félagsins til endurgreiðslu. Það sé einnig rétt að nefna að nefndin hafi ekki óskað eftir afstöðu Ljósmáls ehf. til beiðni um aðgang að gögnum þar sem afstaða hennar byggist á almennum sjónarmiðum áður en stjórnvaldsákvörðun er tekin. Nefndinni sé ekki heldur kunnugt um að kærandi hafi beðið skráða forsvarsvarsmenn fyrirtækisins um slík gögn eða eftir atvikum óskað eftir viðbrögðum þeirra við slíkri beiðni. Nefndin líti því svo á að hún hafi með þessum pósti veitt tilteknar upplýsingar, sem almenningur eigi rétt á, um afgreiðslu máls er varðar einkahlutafélagið Ljósmál á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. stöðu afgreiðslu málsins hjá nefndinni, en synji kæranda um aðgang að öllum gögnum sem nefndinni hafi borist vegna þess, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í viðbótarrökstuðningi við kæru sem barst úrskurðarnefndinni þann 31. mars 2020 er því hafnað að upplýsingarnar varði ekki kæranda sjálfan, sbr. 14. gr. upplýsingalaga. Af hálfu kæranda er einnig haldið fram að skráning fyrirtækjaskrár geti ekki talist úrskurður um rétt borgaranna um upplýsingar um sig sjálfa eða mál sem varði brýna hagsmuni þeirra. Þá sé ekki rétt að kærandi hafi ekki stjórnsýslulegan rétt á aðgangi að öllum upplýsingum málsins og vísað er til samnings, dags. 1. maí 2019, sem liggi umræddu verkefni til grundvallar hvað varði 8. gr reglugerð 229/2003 með síðari breytingum. Þar segi m.a. að styrkir „eru aðeins veittir sjálfstæðum framleiðendum sem hafa reynslu og/eða staðgóða þekkingu á kvikmyndagerð. Sjálfstæður framleiðandi sé fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi.” Í ofangreindum framleiðslusamningi, dags. 1. maí 2019, komi m.a. fram að kærandi sé framleiðandi verksins. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að nokkur fagaðili í stöðu framleiðanda taki að sér verkefni án þess að hafa fulla yfirsýn yfir alla verkþætti sem tilheyri verksviði framleiðanda, þ.m.t. allar upplýsingar um fjárreiður og fjárstreymi verksins og að það skili sér til verkefnisins eins og gert sé ráð fyrir í lögum um kvikmyndasjóð og að frágangur samræmist faglegum metnaði. <br /> Þá segir að fordæmi fyrir því að neita fagaliða verksins um allar upplýsingar kunni að vera afar umdeilt í þessu fagi. Í svari nefndarinnar komi einnig fram það sjónarmið að engar upplýsingar sem fram geti komið af hálfu eina fagframleiðandans, það er undirritaðs, geti verið málinu til úrlausnar. Rétt hefði verið að leita upplýsinga um vafamál verkefnisins í þessu tilliti hjá þeim sem málið varðar, sbr. rannsóknar- og upplýsingaskyldu, og hefði að verið í anda meðalhófs. Ekki verði því séð að afstaða nefndarinnar samræmist góðum stjórnsýsluháttum. <br /> <br /> Kærandi segir ekki vera ágreining um yfirráð né eignarhald á félaginu, aðeins sé um vanefndir að ræða af hálfu forsvarskonu félagsins, auk þess að aðgengi kæranda að reikningum félagins, fjárstreymi og prókúru sé vegna faglegra sjónarmiða um frágang og uppgjör verksins, en að síðustu vegna ætlaðra vanefnda. Þá bendir kærandi á að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda tölvupóst sem varði hagsmuni þriðja aðila, Ljósmáls ehf., merktan stjórnarmanni félagsins og sé því ekki samræmi á milli þess og túlkunar nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á 5. gr. upplýsingalaga og markmiði laganna. Þá hafi fjársýsla ríkisins upplýst um hvernig greiðslubeiðni er varði greiðslu fjársýslunnar, dags. 10. desember 2019, til félagsins var háttað en Kvikmyndamiðstöð Íslands hafi ekki gert það. Beiðni kæranda hafi því verið svarað að hluta en rekstrar- og efnahagsreikninga vanti, sem m.a. sýni fram á inneignarstöðu virðisaukaskatts og hvernig og hvar reikningar séu skráðir. Að lokum ítrekar kærandi kröfu sína um aðgang að öllum gögnum félagsins Ljósmáls ehf. sem fyrir liggi hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar með talin afrit samskipta, tölvupósta og fundargerða, með vísan til 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar sem segi að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða og minnisblaða. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 31. mars 2020, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn nefndarinnar, dags. 22. júní 2020, segir að til þess að uppfylla skilyrði laga nr. 43/1999 um endurgreiðslu fái nefndin aðgang að margvíslegum fjárhagsupplýsingum, þ.á.m. yfirliti yfir framleiðslukostnað verkefna, hreyfingalista bókhalds, eftir atvikum ársreikningum og öðrum gögnum sem tengjast fjárhagsuppgjöri vegna þess verkefnis sem krafist er endurgreiðslu vegna. Með vísan til bréfs nefndarinnar til kæranda dags. 12. mars sl., sem sé hluti af gögnum málsins, telji nefndin að aðgangur að gögnum um fjárhagsmálefni þess einkahlutafélags sem sótti um endurgreiðslu vegna verkefnisins Ljósmáls sé undanþeginn rétti almennings til upplýsinga skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Nefndin leggi áherslu á það að hún sé ekki úrskurðaraðili um aðgang kæranda að þessum gögnum sem mögulegur hlutaeigandi einkahlutafélagsins, en samkvæmt opinberum skráningum í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefði kærandi ekki formlega stöðu gagnvart því félagi sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður. Einnig beri að geta þess að samkomulag hafi verið gert 14. apríl 2020 milli Ljósmáls ehf. og kæranda vegna þeirra greiðslna sem útistandandi voru til hans vegna framleiðslu verkefnisins. Nefndin hafi talið að þar með hefði ágreiningi milli þessara aðila verið lokið og að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi aðgang að gögnum Ljósmáls ehf. sem og beiðni til nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um aðgang að gögnum yrðu þar með afturkallaðar. Í ljósi þess að svo sé ekki ítreki nefnd um endurgreiðslur fyrri afstöðu sína um synjun um aðgang að gögnum um þau fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem gerð sé grein fyrir í meðfylgjandi skjali og vísi um það til 9. gr. upplýsingalaga, enda sé sanngjarnt og eðlilegt að aðgengi almennings sé takmarkað að upplýsingum um fjárhagsmálefni fyrirtækisins. Í kæru, dags. 30. mars sl., sé verið að flækja nefnd um endurgreiðslur inn í mögulegan ágreining milli kæranda og annarra aðila og telji nefndin ekki ástæðu til að svara því sem þar komi fram og varði ekki mögulegan rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Umsögn nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi áréttaði að um væri að ræða gögn sem tilheyri tilteknu verkefni, ekki endilega heilu fyrirtæki sem slíku, en kærandi sé lögbundinn og samningsbundinn framleiðandi þess verkefnis. Samningar því til staðfestingar liggi fyrir hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð.<br /> <br /> Með erindi til Ljósmáls ehf., dags. 6. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að félagið lýsti afstöðu sinni til afhendingar gagnanna, einkum hvort og þá hvernig afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni félagsins. Í svari félagsins, dags. 18. ágúst 2020, kemur fram að kærandi hafi verið í samstarfi við Ljósmál ehf. og félagasamtökin Vitafélagið – íslensk strandmenning um gerð heimildarmyndar. Kærandi hafi verið skráður hluthafi í Ljósmáli ehf. en hafi ekki greitt hlutafé, hann sé ekki skráður stjórnarmaður félagsins. Samstarfinu hafi lokið með samkomulagi á milli aðila, dags. 14. apríl 2020, um að Ljósmál ehf. greiddi kæranda þá reikninga sem óuppgerðir væru við hann vegna leikstjórnar. Þá hafi kærandi undirritað yfirlýsingu samdægurs um að hann myndi ekki gera frekari kröfur á hendur framangreindum félögum vegna málsins. Að uppgjöri loknu hafi verið ljóst samkvæmt framangreindu samkomulagið að Vitafélagið – íslensks strandmenning væri eigandi heimildarmyndarinnar og gæti nýtt hana. <br /> <br /> Í svari Ljósmáls ehf. segir jafnframt að þau gögn sem kærandi óski eftir geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhagslega hagsmuni Ljósmáls ehf. og atriði er varði styrkveitingar og fjárhagsleg málefni sem varði framleiðslu heimildarmyndarinnar. Kærandi hafi þegar undirritað samkomulag um verklok og fengið alla sína reikninga greidda. Hann hafi því, að mati félagsins, enga hagsmuni af því að fá afhent gögn er varði sérstaklega endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar og fjárhagslega hagsmuni einkahlutafélags. Tekið er fram að stór hluti umræddra skjala sé fjárhagsleg gögn einkaréttarlegs eðlis, frá félaginu komin til stuðnings máli því sem hafi verið til vinnslu hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar á meðal tölvupóstsamskipti og hreyfingalisti. Í hreyfingalistanum komi t.d. fram nöfn fjölmargra aðila sem félagið hafi greitt fyrir vinnu og aðkomu að kvikmyndagerðinni. Ekki verði talin ástæða til þess að afhenda kæranda þau gögn, né heldur önnur gögn sem um ræði.<br /> <br /> Samvinnu aðila vegna kvikmyndarinnar hafi lokið vegna ósættis á milli aðila sem varði m.a. fjárhagsleg málefni einstaklinga sem komið hafi að framleiðslunni. Tilgangur kæranda með beiðninni sé óljós en skýr tilgangur og rökstuðningur þurfi að fylgja slíkri beiðni er varði fjárhagslegar upplýsingar einkahlutafélags, sbr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ljósmál ehf. telji þannig ekkert í umræddum gögnum réttlæta það að kæranda séu afhent umbeðin gögn, heldur þvert á móti. Telja verði hagsmuni félagsins vega þyngra í mati samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem það séu fjárhagslegar upplýsingar um félagið sjálft sem liggi fyrir í umbeðnum gögnum. Samkomulag við kæranda um málalok og greiðslur hafi þegar verið efnt og hann hafi því enga lögvarða hagsmuni af því að fá umræddar upplýsingar afhentar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum upplýsingum um félagið Ljósmál ehf. sem fyrirliggjandi eru hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð vegna umsóknar félagsins um endurgreiðslur úr kvikmyndasjóði en nefndin starfar á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga, nr. 43/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 58/2016. <br /> <br /> Kærandi kveðst vera framleiðandi þess verkefnis sem umsókn um endurgreiðslur lýtur að. Þar af leiðandi varði upplýsingarnar hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð afgreiddi beiðnina aftur á móti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem umsækjandi sé félagið Ljósmál ehf. og sé kæranda ekki skráður stjórnarmaður, stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri félagsins. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. 14. gr. <br /> <br /> Í umsókn um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020, er kærandi titlaður leikstjóri kvikmyndar en framleiðslufyrirtækið er Ljósmál ehf. Sigurbjörg Árnadóttir, stjórnarformaður, er skráð sem ábyrgðaraðili framleiðslufyrirtækisins. Samkvæmt þessu er umsækjandi um endurgreiðsluna félagið Ljósmál ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur því svo á að félagið Ljósmál ehf. sé sá aðili sem umsóknargögn til nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar fjalla um í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnunum fer því eftir 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Umsóknargögnin sem um ræðir eru í fyrsta lagi umsóknareyðublað um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 og fylgiskjöl með þeirri umsókn. Fylgiskjölin eru yfirlit um framleiðslukostnað árin 2014-2019, hreyfingarlisti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 og ársreikningur Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019. <br /> <br /> Hvað varðar ársreikning Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019, þá er um að ræða gagn sem skilað hefur verið til ársreikningaskrár og sem er aðgengilegt þar, sbr. 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Á kærandi því rétt til aðgangs að ársreikningnum. Í ljósi þess að um rétt kæranda að öðrum gögnum málsins, þ.e. umsóknareyðublaði, yfirliti yfir framleiðslukostnað og hreyfingarlista yfir fjárhagsreikninga, fer eftir 5. gr. upplýsingalaga verður að taka afstöðu til þess hvort mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Ljósmáls ehf. standi því í vegi að upplýsingar í gögnunum séu gerðar aðgengilegar almenningi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í útfylltu umsóknareyðublaði um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 koma m.a. fram upplýsingar um heiti kvikmyndar, framleiðslufyrirtæki, áætluð lok framleiðslu, áætlaður heildarframleiðslukostnaður, upplýsingar um aðra opinbera styrktaraðila framleiðslunnar og upphæð veittra styrkja. Við mat á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum úr umsóknareyðublaðinu verður að líta til þess að með umsókninni er sótt um greiðslur úr opinberum sjóðum og hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að úthlutun slíkra greiðslna. Sem fyrr segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið upplýsingar í umsóknareyðublaðinu. Það er mat nefndarinnar að í því komi hvergi fram upplýsingar sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar upplýsingar um veitta styrki sérstaklega og áætlaða endurgreiðslu miðað við áætlaðan framleiðslukostnað bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál í því samhengi á að í úrskurðarframkvæmd hefur nefndin lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020, 876/2020 og 884/2020. Með vísan til þessa verður nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að umsóknareyðublaðinu. <br /> <br /> Í yfirliti um framleiðslukostnað fyrir árin 2014-2019 og hreyfingaryfirliti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 er aftur á móti að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var því nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar rétt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum. <br /> <h2>2.</h2> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020, en með tölvupóstssamskiptunum fylgdi reikningur frá RÚV vegna verkefnisins, dags. 31. desember 2019. Þá er um að ræða afrit af umboði kæranda til lögmanns síns, dags. 14. janúar 2020, þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019, reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019 og samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020. Um er að ræða gögn sem ýmist stafa frá kæranda eða lögmanni hans eða sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og standa því engin rök til þess að synja kæranda um aðgang að gögnunum, enda verður ekki séð að þau falli undir nein undanþáguákvæði upplýsingalaga. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að þessum gögnum. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti milli stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars. 2020, þar sem farið er yfir skuldir Ljósmáls ehf. og skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, Í fyrrnefnda skjalinu er m.a. fjallað um skuldir Ljósmáls ehf. gagnvart kæranda og í síðarnefnda skjalinu virðist sem svo að fjallað sé um þau verk sem ætlast var til þess að kærandi ynni eða sæi um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur kæranda eiga hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér upplýsingarnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast meðal annars af 3. mgr. 14. gr. þar sem segir:<br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Hvað varðar tölvupóstssamskipti stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér hvernig Ljósmál ehf. kynnti skuldastöðu félagsins gagnvart kæranda fyrir starfsmanni Kvikmyndamiðstöðvarinnar vegi þyngra en hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að upplýsingarnar fari leynt. Hvað varðar upplýsingar sem ekki varða kæranda með beinum hætti er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingum í tölvupóstssamskiptunum sem varða kæranda sjálfan en afmá aðrar upplýsingar, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. <br /> <br /> Hvað varðar skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, verður ekki séð að hagsmunir Ljósmáls ehf. standi til þess að efni skjalsins fari leynt. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að skjalinu. <br /> <h2>4.</h2> Í fjórða lagi er um að ræða skjölin „minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og skjal sem virðist vera brot úr handriti. Um er að ræða gögn sem stafa frá Ljósmáli ehf. og sem úrskurðarnefndin telur rétt að fella undir 9. gr. upplýsingalaga með vísan til efnis gagnanna. Verður því að staðfesta ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölum. <br /> <h2>5.</h2> Í fimmta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjölunum „uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019, „reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019 og reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett. Að mati úrskurðarnefndarinnar er að ræða skjöl með fjárhagsupplýsingum Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.<br /> <h2>6.</h2> Að lokum liggja fyrir í málinu fimm fundargerðir nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar þar sem fjallað er um málefni Ljósmáls ehf. Um er að ræða bókanir nefndarinnar varðandi skort á gögnum, þ. á m. varðandi samkomulag milli framleiðenda og leikstjóra um greiðslur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í fundargerðunum sem varða hagsmuni sem felldir verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Standa því ekki efni til þess að synja kæranda um aðgang að bókunum úr fundargerðunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Felld er úr gildi ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, dags. 12. mars 2012, um að synja kæranda, A, um aðgang að eftirfarandi gögnum og það lagt fyrir nefndina að veita kæranda aðgang að þeim: <br /> <br /> 1. „Umsókn um endurgreiðslu – útborgun“ dags. 10. febrúar 2020. <br /> 2. Ársreikningur Ljósmáls ehf. árið 2019. <br /> 3. Tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020.<br /> 4. Reikningur frá Ríkisútvarpinu fyrir „myndefni vegna Ljósmáls“, dags. 31. desember 2019.<br /> 5. Afrit af umboði lögmanns kæranda, dags. 14. janúar 2020.<br /> 6. Þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019. <br /> 7. Reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019.<br /> 8. Samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020.<br /> 9. Fyrstu fjórar efnisgreinarnar og efnisgreinar 6 og 8 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 10. Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017.<br /> 11. Brot úr fimm fundargerðum nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem innihalda umfjöllum nefndarinnar um mál Ljósmáls ehf.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinum 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

926/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

Deilt var um synjun ríkiskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hefði greitt sektir sem Neytendastofa lagði á það. Ríkisskattstjóri byggði synjunina á því að gögnin væru undiropin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda, laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en úrskurðarnefndin féllst ekki á það að þagnarskylduákvæðin giltu um umbeðnar upplýsingar. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði einnig á því að gögnin hefðu að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihélt lítill fjöldi gagnanna slíkar upplýsingar og var fallist á það að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum. Kærandi ætti aftur á móti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 926/2020 í máli ÚNU 20010022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. janúar 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um upplýsingar um það hvort fyrirtækið A og dótturfyrirtæki þess hefðu greitt tilteknar stjórnvaldssektir og dagsektir sem Neytendastofa lagði á fyrirtækin. <br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, við beiðni Neytendasamtakanna segir að embættið skilji erindi samtakanna sem svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu A, hreyfingayfirlitum og mögulegum innheimtuaðgerðum sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Beiðni samtakanna sé hafnað á þeim grundvelli að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Að auki vísar ríkisskattstjóri í þagnarskyldureglur 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Þar sé mælt fyrir um að starfsmönnum ríkisskattstjóra sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila og um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja.<br /> <br /> Í kæru segir að starfsemi smálánafyrirtækja hafi verið undir smásjánni undanfarin ár en fyrir liggi að lánveitingar hafi brotið í bága við íslenska löggjöf. Neytendastofa hafi ítrekað úrskurðað að starfshættir smálánafyrirtækja, sem starfrækt voru undir hatti A, brjóti gegn lögum nr. 33/2013, um neytendalán. Þar sem A hélt uppteknum hætti og fór ekki eftir ákvörðun Neytendastofu var fyrirtækinu gert að greiða stjórnvaldssektir sem og dagsektir. A hafi áfrýjað ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti ákvörðun Neytendastofu. A hafi þá höfðað mál fyrir dómstólum en Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur hafi staðfest ákvörðun Neytendastofu þess efnis að réttmætt væri að beita A sektum vegna lögbrota fyrirtækisins. Eftirfarandi sektir hafi verið lagðar á A á árunum 2016-2017:<br /> <br /> 1. Stjórnvaldssekt frá 20. maí 2016 sem lögð var á tvö fyrirtæki er þá voru í eigu A en sektin var í báðum tilfellum 750.000 kr.<br /> 2. Stjórnvaldssekt frá 14. nóv. 2016 á fyrirtækið A að fjárhæð 2.400.000 kr.<br /> 3. Stjórnvaldssekt frá 12. júli 2017 á fyrirtækið A að fjárhæð 10.000.000 kr., auk 500.000 kr. í dagsektir þar til fyrirtækið hefur breytt starfsháttum sínum í samræmi við reglur laga um neytandalán.<br /> <br /> Neytendasamtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort A og dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir og dagsektir svo hægt sé að meta hvort refsing í formi sekta sé raunhæft úrræði þegar kemur að ólögmætri starfsemi smálánafyrirtækja. Ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðunum Neytendastofu sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta tilgreind. Það sé því að mati samtakanna ekki haldbær rökstuðningar að upplýsingar um greiðslu sekta séu svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna eins og segi í svari ríkisskattstjóra. <br /> <br /> Fram kemur í kæru að fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi séu ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Sektir séu því eina úrræði opinberra eftirlitsaðila fari fyrirtæki ekki að lögum. Að mati Neytendasamtakanna séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Um sé að ræða fyrirtæki sem gerst hafi brotlegt við lög, valdið neytendum fjárhagsskaða og ekki farið eftir ákvörðunum eftirlitsstjórnvalds. Hafi fyrirtækið komist hjá því að greiða umræddar stjórnvaldssektir sé mjög mikilvægt að þær upplýsingar verði gerðar opinberar. Einungis þannig sé hægt að meta hvort sekt vegna brota á lögum um neytendalán tryggi nægilega neytendavernd.<br /> <br /> Í kæru segir einnig að það sé eðlileg krafa almennings að fá vitneskju um það hvort stjórnvöld sinni hlutverki sínu og innheimti sektir sem lagðar hafa verið á fyrirtæki sem gerast brotleg við lög eða láti slíkt hjá líða. Slíkar upplýsingar séu hluti af eðlilegu aðhaldi almennings, fjölmiðla og að ekki sé talað um félagasamtaka sem gæti hagsmuna neytenda, gagnvart opinberum stofnunum. Að mati samtakanna eigi takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Umbeðnar upplýsingar séu ekki þess eðlis að takmarka eigi aðgang að þeim eins og um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga virka efnahags- og viðskiptahagsmuni þar sem umrætt fyrirtæki virðist ekki hafa verið í virkri smálánastarfsemi á Íslandi síðan árið 2017. Þá telja samtökin sérstakar þagnarskyldureglur samkvæmt lögum um tekju- og virðisaukaskatt ekki eiga við um umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Að lokum fara Neytendasamtökin fram á að þeim verði veittar upplýsingar er sýna hvort <br /> A eða dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir í heild eða að hluta auk upplýsinga um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á, hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið og hvort þær hafi verið greiddar í heild eða að hluta. Einnig að upplýst verði hversu há útistandandi krafa ríkisins sé gagnvart A, sé hún til staðar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 31. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram að upplýsingarnar sem óskað sé aðgangs að varði mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra. Telja verði að þetta séu upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, eins og hún verði skýrð með hliðsjón af sérstökum þagnarskyldureglum 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Beiðni um aðgang að gögnum hafi borist áður en lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019, tóku gildi og hafi beiðninni því verið svarað á grundvelli þeirra laga sem giltu þegar erindið barst. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að kröfur sem fram komi í kæru séu ekki orðaðar með sambærilegum hætti og þær kröfur sem fram hafi komið í beiðni kæranda, dags. 26. nóvember 2019. Umsögn ríkisskattstjóra taki mið af upphaflegum kröfum kæranda. Í kröfum sem settar séu fram í kæru sé t.d. óskað eftir að veittar verði upplýsingar um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á og hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið en slík krafa hafi ekki verið sett fram í upphaflegri beiðni. <br /> <br /> Einnig kemur fram að þó svo að fyrirtækið sé nafngreint í ákvörðun Neytendastofu og upphæð sekta tilgreind þýði það ekki að sama gildi um birtingu upplýsinga um hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart einstaka gjaldendum eða árangur þeirra, enda séu innheimtumenn ríkissjóðs bundnir ríkri þagnarskyldu að viðlagðri refsiábyrgð og engin heimild sé í lögum til að afhenda almenningi þessar upplýsingar. Almenningur eigi lögum samkvæmt ekki rétt á að fá upplýsingar um innheimtuaðgerðir, innheimtuárangur eða skuldastöðu hjá einstaka gjaldendum. Í þessu sambandi sé bent á að þrátt fyrir skyldu ríkisskattstjóra til að leggja fram og hafa til sýnis álagningar- og skattskrá á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, þar sem tilgreindir séu þeir skattar sem á hvern gjaldanda hafi verið lagðir, þá sé ekki sambærileg skylda til að upplýsa um skuldastöðu gjaldenda og falli þær upplýsingar undir þagnarskyldu 117. gr. laga nr. 90/2003. Í ákvæði 98. gr. laga nr. 90/2003, felist undantekning frá þeirri grunnreglu 117. gr. laga nr. 90/2003, að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Engin sambærileg skylda hvíli á ríkisskattstjóra eða öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs til að birta niðurstöðu um innheimtu skatta, gjalda eða sekta hjá einstaka gjaldendum. Þá sé engin sambærileg undantekningarregla sem aflétti þeirri ríku þagnarskyldu sem hvíli á innheimtumönnum ríkissjóðs, sbr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, 117. gr. laga nr. 90/2003 eða 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988. Af framangreindu megi ráða að gerður sé munur á álagningu skatts eða eftir atvikum stjórnvaldssektar og innheimtu þegar komi að upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri telur að fullyrðing kæranda, um að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem A virðist ekki hafa verið í virkri starfsemi á Íslandi síðan árið 2017, hafi ekki þýðingu þar sem hagsmunirnir séu virkir enda sé lögaðilinn enn til með þeim réttindum og skyldum sem því fylgi. Þá sé það ekki eðlileg krafa að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um greiðslu skatta, gjalda eða sekta einstakra gjaldenda eða aðgang að upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem beint hafi verið að einstaka gjaldendum enda engin slík heimild í lögum og upplýsingarnar varði tekjur og efnahag gjaldenda. Hagsmunir gjaldenda af því að trúnaður ríki um þessar upplýsingar séu ríkari en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum. Lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að innheimtumenn sinni hlutverki sínu og innheimtumönnum sé þannig veitt aðhald. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fari t.d. með eftirlitshlutverk gagnvart ríkisskattstjóra í innheimtumálum sem æðra stjórnvald á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna. Þá hafi Ríkisendurskoðun eftirlit með innheimtu, sbr. i-lið 1. mgr. 4. gr. og 6. gr. a laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri vekur athygli á því að erindi kæranda barst innheimtumanni áður en lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda tóku gildi þann 30. desember 2019. Lögin<br /> gildi um mál sem kærð séu til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna og gildi lögin því um erindi þetta sem kært var til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020. Um starfsemi innheimtumanna ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylda í 20. gr. laganna en þar sé mælt fyrir um að innheimtumanni ríkissjóðs sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Gögnin sem óskað sé eftir falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019. Þau hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en telja verði að þetta séu upplýsingar sem leynt eigi að fara og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarki almenn ákvæði um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu fáist sú niðurstaða að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki rétt almennings til aðgangs að gögnum umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Í því felist að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. ef upplýsingar sem fram komi í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Þar sem umbeðin gögn falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 taki upplýsingalög ekki til þeirra.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að upplýsingar um innheimtu sekta séu ekki þess eðlis að eðlilegt sé að þær fari leynt í þessu tilfelli, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Eins og fram hafi komið hafi viðkomandi fyrirtæki verið nafngreint þegar Neytendastofa lagði á það sektir og því ekki hægt að halda því fram að upplýsingar tengdar því falli undir 9. gr. laganna.<br /> <br /> Kærandi telur að það þurfi ekki að vera sérstök lagaheimild til að afhenda megi umbeðnar upplýsingar, þá eigi hvorki sérstakar þagnarskyldureglur í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, né 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 159/2019, ekki að standa í vegi fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Upplýsingarnar tengist ekki tekjum og efnahag A að mati kæranda og ættu því ekki að vera undanþegnar vegna sérstakra þagnarskylduákvæða fyrrnefndra laga. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og traust almennings á stjórnsýslunni. Þegar markmið laganna sé haft í huga skjóti skökku við að eins opið hugtak og „tekjur og efnahagur“ geti hamlað upplýsingagjöf varðandi greiðslu sekta A Í svari ríkisskattstjóra komi fram að lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að þeir sinni hlutverki sínu og því sé innheimtumönnum í raun veitt aðhald. Þrátt fyrir að í lögum sé eftirlit hjá stjórnvaldi með innheimtumönnum þá eigi það ekki að standa í vegi fyrir aðhaldi almennings að opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Ólögmæt starfsemi smálánafyrirtækja sé mikið mein fyrir þjóðfélagið og liður í því að uppræta slíka starfsemi sé að meta hvort þau úrræði sem beitt sé gagnvart þessum fyrirtækjum þjóni tilgangi sínum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu A til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Félaginu var þá veittur frestur til þess að lýsa því í bréfi til nefndarinnar hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess. Í svari A, dags. 24. júní 2020, segir að félagið samþykki að upplýst sé um að það hafi greitt sektina að fullu og að engar dagsektir hafi fallið á starfsemina en hafnar því að veittar séu aðrar upplýsingar um málefni sín. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A. Í beiðni kæranda var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum: <br /> <br /> 1. Hvort stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á A hafi skilað sér í ríkiskassann í heild eða að hluta. <br /> 2. Hvort tilraun hafi verið gerð til að innheimta allar stjórnvaldsektir sem Neytendastofa hafi lagt á A.<br /> 3. Hversu mikið hafi verið innheimt af stjórnvaldssektum sem lagðar hafa verið á A.<br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra til kæranda kemur fram að erindið sé skilið svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu, hreyfingayfirlitum og mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir ekki athugasemd við þá afmörkun beiðninnar. <br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir í fyrsta lagi á því að lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019, eftir að beiðnin barst ríkisskattstjóra. Þessu til stuðnings er vísað til 2. mgr. 21. gr. laganna. Ákvæðið eigi við þar sem erindið hafi verið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020, eftir gildistöku laga nr. 150/2019. <br /> <br /> Í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laga þessara skal beita lögunum um þau mál upp frá því.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir: <br /> <br /> „Í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna skuli beita lögunum um þau mál. Lögin taka því ekki til þeirra mála sem berast innheimtumanni ríkissjóðs fyrir gildistöku laganna, þótt þeim málum ljúki eftir gildistöku þeirra. Sé mál endurupptekið skv. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds skv. 5. gr. frumvarps þessa eftir gildistöku laganna skal þó meðferð þeirra mála fara upp frá því eftir ákvæðum laganna. Ákvæði þetta er samið að fyrirmynd lagaskilareglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 49. gr. þeirra.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að túlka verði ákvæðið með þeim hætti að átt sé við ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 150/2019 og sem kæranlegar eru til fjármála- og efnahagsráðuneytis, sbr. 5. gr. laganna. Ákvæðið nái því ekki til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli annarra laga, svo sem upplýsingalaga nr. 140/2020. Úrskurðarnefndin fellst þar af leiðandi ekki á að leysa beri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laga nr. 150/2019. <br /> <h2>2.</h2> Ríkisskattstjóri byggir einnig á því að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.<br /> <br /> Í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, segir:<br /> <br /> „Á skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er þagnarskyldan sérgreind með þeim hætti að hún nái til viðskipta einstakra manna og fyrirtækja. Ákvæðið verður ekki túlkað með víðtækari hætti en orðalag þess segir til um. Þar af leiðandi nær það ekki til upplýsinga um innheimtuaðgerðir innheimtumanns ríkissjóðs. <br /> <br /> Þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins nær það því aðeins til upplýsinga sem starfsmenn ríkisskattstjóra fá vitneskju um í starfi sínu um skattaðila en ekki til upplýsinga sem starfsmenn embættisins fengu vitneskju um sem innheimtumenn ríkissjóðs á grundvelli þágildandi 1. mgr. 111. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt ekki túlkað með þeim hætti að ríkisskattstjóri, sem innheimtumaður ríkissjóðs, beri sérstaka þagnarskyldu sem nær til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt framangreindu er ekki fallist á að umbeðnar upplýsingar verði felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.<br /> <h2>3.</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra byggir einnig á því að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í málinu er deilt um aðgang að um upplýsingum um skuldastöðu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á einkahlutafélagið A, hreyfingayfirliti sem sýnir m.a. álagningu dagsekta sem lagðar hafa verið á félagið og upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hefur verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að almenningur á vissulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig innheimtu stjórnvaldssekta er háttað og hvernig opinberir aðilar starfrækja lögbundið hlutverk sitt. Slíkar upplýsingar geta hins vegar varðað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga enda geti veiting upplýsinganna valdið lögaðilanum tjóni. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða skjal sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu en skjalið telur tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar geymir skjalið ekki upplýsingar er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema að litlu leyti. Er þá horft til þess að upplýsingarnar lúta að því hvort félagið hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir sem þegar hafa verið gerðar opinberar. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um skuldastöðu félags vegna slíkrar sektar vegi þyngra en hagsmunir félagsins af því að upplýsingarnar fari leynt. Það er þó mat úrskurðarnefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“ með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða 39 blaðsíðna hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir álagningu dagsekta, innborganir og uppsafnaða stöðu skuldar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem þar koma fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og eigi almenningur því rétt til aðgangs að hreyfingayfirlitinu. <br /> <br /> Í þriðja lagi er um að ræða skjöl með upplýsingum um innheimtuaðgerðir ríkisskattstjóra vegna skuldarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ríkisskattstjóra ekki óheimilt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greiðsluáskorunum dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019 og endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að önnur skjöl um mögulegar innheimtuaðgerðir geymi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, svo lengi sem félagið hefur ekki verið afskráð eða því verið slitið. Þar af leiðandi er það mat nefndarinnar að ríkisskattstjóra sé óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim skjölum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að upplýsingum um skuldastöðu A við ríkissjóð vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hafi lagt á félagið, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. Hins vegar er ríkisskattstjóra óheimilt að veita Neytendastofu aðgang að öðrum gögnum sem embættið afhenti úrskurðarnefndinni og varða fjárhagsmálefni félagsins. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að skjali, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu. Þó ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“. <br /> <br /> Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að hreyfingayfirliti, dags. 14. febrúar 2020, vegna viðurlaga Neytendastofu á A.<br /> <br /> Þá ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að greiðsluáskorunum, dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019, ásamt endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, er að öðru leyti staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br />

925/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

Í málinu var kærð afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að hljóðupptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem varðaði mál kæranda. Fram kom að símtalið var ekki tekið upp, þannig lá ekki fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 925/2020 í máli ÚNU 20070015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. júlí 2020, kærði A synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Þjóðskrár, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi samskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna útgáfu neyðarvegabréfs fyrir son kæranda. Með erindi, dags. 17. júlí, upplýsti Þjóðskrá kæranda um að búið væri að taka saman umbeðin gögn og þau væru tilbúin til afhendingar. Samdægurs gerði kærandi athugasemd við afgreiðsluna og krafðist þess að fá aðgang að samskiptum Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, frá 23. desember 2019, einkum hljóðupptöku af símtali þeirra á milli. Í svari Þjóðskrár, dags. 21. júlí 2020, kemur fram að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. sé ekki hægt að afhenda upptöku af því. Þjóðská hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl. Hins vegar séu samskipti Þjóðskrár við íslenska ræðismanninn í Tælandi vegna neyðarvegabréfsútgáfunnar í gögnunum sem Þjóðskrá hafi þegar afhent kæranda. Farið er yfir málsatvik og þau gögn í málinu sem snúa að útgáfu vegabréfsins en ítrekað er að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn heldur en þau sem kærandi hafi þegar fengið afhent. Í kæru segir að kærandi trúi ekki að það sé ekki til hljóðupptaka af símtalinu og er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afli umræddrar upptöku.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 17. ágúst 2020, er málsatvikum lýst og fram kemur að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem varða samskipti stofnunarinnar við ræðismanninn í Tælandi en að engin hljóðupptaka sé til af umræddu símtali frá 23. desember 2019. Þá segir að Þjóðskrá Íslands sé sérstök stofnun sem heyri undir ráðherra, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 taki lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í 2. mgr. 4. gr. sömu laga komi fram að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 5. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 1. mgr. 14. gr. sé kveðið á um að skylt sé að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segi um 14. gr. að í öðrum tilvikum en þeim sem falli undir stjórnsýslulögin kunni einstaklingar og lögaðilar að eiga réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að fá upplýsingar, sem varði þá sérstaklega, t.d. um mál þar sem engin stjórnvaldsákvörðun hafi verið eða verði nokkru sinni tekin. Jafnframt sé tekið fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Þá kemur fram að kærandi sé faðir og forsjáraðili handhafa neyðarvegabréfsins. Í ljósi þeirra tengsla hafi kærandi verið talinn eiga rétt á þeim gögnum máls er varði útgáfu vegabréfsins og séu í vörslu Þjóðskrár. Stofnunin hafi orðið við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna og þau hafi verið sótt af kæranda þann 17. júlí 2020. Af kæru megi ráða að kærandi sé ósáttur við að ekki sé að finna hljóðupptöku samtals milli starfsmanns Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 23. desember 2019. Í tölvupóstsamskiptum, dags. 21. júlí 2020, hafi Þjóðskrá upplýst kæranda um að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. ekki hægt að afhenda upptöku af því. Jafnframt hafi kærandi verið upplýstur um að stofnunin hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl.<br /> <br /> Þá segir að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkist afhending upplýsinga um aðila sjálfan af gögnum sem séu fyrirliggjandi. Í athugasemdum um 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 sé að finna nánari útskýringar á hugtakinu fyrirliggjandi gögn. Þar segi m.a. að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það sé til þegar beiðni um það komi fram. Með vísan til ofangreinds sé umrædd hljóðupptaka ekki fyrirliggjandi þar sem stofnunin hljóðriti engin símtöl. Því sé ekki hægt að verða við beiðni kæranda hvað hljóðupptökuna varði.<br /> <br /> Í umsögninni kemur jafnframt fram að stofnuninni hafi fyrst borist formleg beiðni um afgreiðslu á neyðarvegabréfi fyrir son kæranda í janúar 2020. Þann 23. desember 2019 hafi aðeins verið um að ræða fyrirspurn um almennt verklag þegar óska þurfi eftir neyðarvegabréfi fyrir börn. Fyrirspurn borgaraþjónustunnar hafi því komið inn á borð Þjóðskrár ótengd tilteknu máli eða tilteknum nafngreindum aðilum. Stofnunin telji ekki þörf á að skrá sérstaklega niður slíkar fyrirspurnir annarra stjórnvalda, sbr. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Þá hafi samskiptin ekki verið þess eðlis að tilefni hafi verið að stofna mál hjá stofnuninni eða að aðhafast á annan hátt, t.a.m. útbúa minnisblað, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Kærandi haldi því fram að afhent gögn hafi ekki innihaldið samskipti við íslenska ræðismanninn í Taílandi en Þjóðskrá Íslands mótmæli þeirri staðhæfingu kæranda. Í umræddum gögnum sé hægt að rekja samskipti Þjóðskrár, kæranda, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og ræðismanns frá þeim tímapunkti sem kærandi sendi Þjóðskrá fyrst formlega beiðni um útgáfu neyðarvegabréfs. <br /> <br /> Að mati Þjóðskrár hafði stofnunin þegar orðið við beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslu stofnunarinnar varðandi útgáfu neyðarvegabréfs sonar hans. Hljóðupptaka sem kærandi krafðist væri ekki til og því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Öll samskipti við ræðismanninn í Taílandi hefðu þegar verið afhent og væru í vörslum kæranda. Þjóðskrá vísaði til gagna málsins sem fylgdu með umsögninni. <br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi mótmælti bréfi Þjóðskrár og taldi að upplýsingar um kennitölu og nöfn kæranda og sonar hans hefðu komið fram í viðtali á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og Þjóðskrár þann 23. desember 2019. Þjóðskrá hefði sagt að stofnunin hefði haft heimild til þess að synja syni kæranda um neyðarvegabréf. Þjóðskrá neiti að hljóðupptaka sé til af samtalinu en kærandi telji það rangt. Þjóðskrá neiti að hafa brotið lög og gert sig skaðabótaskylda gagnvart kæranda. Að lokum krefst kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi frekar hvernig hljóðupptökum sé háttað og afhendi kæranda viðkomandi hljóðupptöku í samræmi við lög.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða útgáfu á neyðarvegabréfi fyrir son hans, einkum upptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá 23. desember 2019. <br /> <br /> Samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn máls og er ekki að finna í öðrum gögnum þess. Sama á við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum málsins. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. skulu stjórnvöld að öðru leyti gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Úrskurðarnefndin áréttar að stjórnvöldum er ekki skylt að skrá og varðveita upplýsingar um öll símtöl sem þeim berast heldur fer það eftir atvikum, s.s. hvort efni símtalsins varði tiltekið stjórnsýslumál og hvort þar komi fram upplýsingar sem hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins eða teljist að öðru leyti mikilvægar. Sömuleiðis er engin almenn regla um að símtöl skuli hljóðrituð hjá hinu opinbera. <br /> <br /> Í svari Þjóðskrár við erindi kæranda, dags. 21. júlí 2020, og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. ágúst 2020, kemur fram að símtalið hafi ekki verið hljóðritað og að Þjóðskrá taki ekki upp innkomin símtöl. Þá taldi Þjóðskrá ekki þörf á að skrá málið sérstaklega á þeim tímapunkti sem símtalið átti sér stað enda var fyrirspurn borgaraþjónustunnar almenns eðlis og ekki tengd við ákveðið mál sem var til meðferðar hjá stofnuninni. Að lokum hefur komið fram að önnur gögn sem varða kæruefnið, þ.e. tölvupóstsamskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismann Íslands í Taílandi hafi þegar verið afhent kæranda.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Þjóðskrár Íslands hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðin hljóðupptaka sé ekki til. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 22. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

924/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 924/2020 í máli ÚNU 20070005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Kjarnanum, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

923/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 923/2020 í máli ÚNU 20070003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, fréttamans hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

922/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

Í málinu var kærð afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli sem varðaði hana sjálfa. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Auk þess væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi gögnin vafalaust falla undir sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga og staðfesti því synjun ráðuneytisins.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 922/2020 í máli ÚNU 20040015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. apríl 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 22. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um sjálfa sig, meðal annars tölvupóstum og öðru sem unnið hefði verið með. Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda þann 27. apríl 2020 og afhenti henni gögn sem skráð höfðu verið í gagnasafn ráðuneytisins og vörðuðu hana sjálfa. Í svarinu var tekið fram að í gögnunum væri að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihéldi viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, og að þau gögn væru ýmist merkt sem trúnaðarstig A, B eða C. Ráðuneytið teldi ekki unnt að afhenda kæranda upplýsingar á trúnaðarstigi B og C og var henni því synjað um þann hluta gagnanna.<br /> <br /> Í kæru segir að í þeim gögnum sem ráðuneytið hafi afhent kæranda vanti verklagsreglur um meðhöndlun frávika á þjónustu. Þær upplýsingar falli ekki undir trúnaðarstig B og C, samkvæmt svari tiltekins starfsmanns Tollstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hafi trúnaðarstigi verið breytt frá því að gögn bárust sé sú ákvörðun ekki afturvirk og séu umræddar verklagsreglur því enn á trúnaðarstigi A og aðgangur að gögnunum sé öllum heimill og þau megi birta. Hvað varði verklagsreglur um tollaeftirlitsaðgerð, sem falli undir trúnaðarstig B og séu aðgengilegar starfsfólki Tollsins, yfir 200 manns, óski kærandi eftir að fá afhent afrit sem barst ráðuneytinu og varði hana sjálfa. Kærandi segir það hafa komið fram að vegna atviks, sem hún hafi orðið fyrir árið 2014, hafi verið bætt inn í verklagsreglur tollsins meðalhófsreglunni sem lögfest sé með stjórnsýslulögum. Þær upplýsingar sem fram geti komið í fyrrnefndum verklagsreglum muni ekki ógna þjóðaröryggi eða koma upp um leynilegt tollaeftirlit og því vegi hagsmunir kæranda þyngra.<br /> <br /> Kærandi óskar eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið geri grein fyrir því hvort óskað hafi verið eftir áliti Tollstjóra varðandi afhendingu gagna eða annarra samskipta. Kærandi kveðst hafa leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá upphafi máls án úrlausnar vegna tafa og hunsunar stjórnsýslunnar og þekkingarleysis á aðstæðum hennar. Þegar kærandi hafi reynt að fá það staðfest að hún hafi áður leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi ekki fundist upplýsingar um hana eða að veittar hafi verið rangar upplýsingar. Það hafi verið kallað „misskilningur.“ Kærandi tekur fram að þegar einstaklingur leiti til æðra stjórnvalds sé þörf fyrir sanngirni og réttláta málsmeðferð. Þó að ágallar hafi verið í upphafi máls, ekki sé viðhöfð formleg skráning í málaskrá eða eitthvað skráð sem sé óheppilegt, þá hverfi ekki staðreyndir og því síður þörfin fyrir réttlæti. Því óski kærandi eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið skoði betur hvort ekki sé hægt að finna gögn sem staðfesti frá hvaða tíma kærandi hafi leitað þangað eða að kærandi fái staðfest að slík gögn hafi verið til. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármala- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 29. apríl 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. maí 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda upplýsingar um hana sjálfa sem skráðar voru hjá ráðuneytinu en í gögnunum hafi meðal annars verið að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihélt viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, gögn sem ýmist hafi verið merkt trúnaðarstigi A, B eða C. Gögn á trúnaðarstigi B og C hafi ekki verið afhend kæranda. Í gögnunum sjálfum komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi A sé öllum heimill og jafnframt megi birta slík gögn á ytri vef Tollstjóra. Þá komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi B takmarkist við starfsfólk Tollstjóra og aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi C takmarkist við skilgreinda starfsemi Tollstjóra. Í umsögninni segir jafnframt að efnisatriði gagnanna séu þríþætt, í fyrsta lagi sé um að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merkt sem trúnaðarstig B, í öðru lagi verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merkt sem trúnaðarstig B, og í þriðja lagi vinnulýsingu varðandi leit í flutningsbúnaði, merkt sem trúnaðarstig C. Að höfðu samráði ráðuneytisins og tollyfirvalda sé það mat beggja aðila að óeðlilegt sé að verklagsreglur og vinnulýsingar tollgæslunnar séu á vitorði almennings.<br /> <br /> Í umsögninni segir að um umrædd gögn ríki sérstök þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Umrætt ákvæði tollalaga er svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls“<br /> <br /> Þá fjallar ráðuneytið um 2. málsl. 3, mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verði að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segi í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Ráðuneytið telji að líta beri á tilvitnað ákvæði í 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varði upplýsingar um starfshætti Tollstjóra, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og aðrar upplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt starfsreglum Tollstjóra eða eðli máls. Að öðru leyti vísi ráðuneytið til fyrri úrskurða nefndarinnar þessu tengdu og þá sérstaklega úrskurðar nr. 623/2016 frá 7. júní 2016. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir einnig að þau gögn sem kærandi óski eftir séu undanþegin aðgangi almennings, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 1. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […] Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“<br /> <br /> Ráðuneytið telji að fella megi skipulag tollgæslunnar undir framangreinda upptalningu, sem ekki sé tæmandi, enda verði að teljast mikilvægt að upplýsingar um verklag og vinnulýsingu varðandi tollgæslu sé ekki á almanna vitorði. Þá telji ráðuneytið enn fremur að takmarka eigi aðgang kæranda að umræddum gögnum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 5. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum ú vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.“<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. maí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí og 2. júní 2020, segir að málið snúist ekki um þjóðaröryggi. Kærandi spyr hvort ekkert hafi komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem geti betur skýrt að kærandi hafi komið þangað áður en málið hafi verið tekið til skoðunar og vísar þar í það sem kallað hafi verið „misskilningurinn.“ Þá segir kærandi að trúnaðarstig geti ekki verið afturvirkt og vísar þar í kæru, dags. 28. apríl 2020.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra málum sem voru til meðferðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en málin varða kæranda sjálfan og samskipti við tollyfirvöld. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ráðuneytið taldi einnig að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Gögnin sem kæranda var synjað um voru fylgiskjöl með tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins og tollyfirvalda.<br /> <br /> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum nr. 682/2017 og 910/2020. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort þau gögn sem kæranda var synjað um að aðgang að verði felld undir ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og hvort ákvæðið feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu hvað varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn en um er að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 26. janúar 2016, verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 19. mars 2015, og vinnulýsingu um leit í flutningsbúnaði, merkta trúnaðarstigi C, útgefna 18. september 2015. Ljóst er að gögnin varða starfshætti tollyfirvalda þar sem þau innihalda nákvæmar lýsingar á verklagi tollyfirvalda. Úrskurðarnefndin telur því engan vafa á því að gögnin séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Verður því synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. apríl 2020, á beiðni A að því er varðar Verklagsreglur og vinnulýsingar Tollstjóra sem eru merkt trúnaðarstigi B og C.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

921/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

Deilt var um afgreiðslu Landsnets á beiðni um aðgang að gögnum varðandi undirbúning og samráðsferli fyrirhugaðrar lagningar jarðstrengs. Landsnet vísaði kæranda á þau gögn sem þegar höfðu verið gerð aðgengileg en synjaði honum um tvö minnisblöð sem það taldi til vinnugagna, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst á það með Landsneti að umbeðin gögn væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 921/2020 í máli ÚNU 20040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með bréfi, dags. 31. mars 2020, kærði A synjun Landsnets hf. á beiðni um aðgang að tilteknum gögnum sem varða verkefnið „Blanda – Akureyri“ og varða tæknilega og kostnaðarlega þætti jarðstrengs. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 24. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim gögnum sem vísað var til í svari Landsnets hf. á heimasíðu fyrirtækisins við spurningunni „Er hægt að setja Blöndulínu 3 alla í jörð?“ undir liðnum „Spurt og svarað“ sem tengjast samráðsferli og undirbúningi fyrirtækisins vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. <br /> <br /> Í svarbréfi Landsnets hf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda, dags. 25. mars 2020, kom fram að ekki væri vísað til gagna í umræddum svörum á heimasíðu Landsnets hf. að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets hf. sem og annarra. Greiningar Landsnets hf. teldust vinnugögn og þær væru því undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu var kærandi hins vegar upplýstur um að umrædd svör hefðu verið unnin upp úr nánar tilgreindum upplýsingum og gögnum, auk þess sem leiðbeint hefði verið um vefsíður þar sem þær væri að finna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. apríl 2020, var kæran kynnt Landsneti hf. og fyrirtækinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að, með tölvubréfi, dags. 21. apríl 2020.<br /> <br /> Umsögn Landsnets hf. og umbeðin gögn bárust með bréfum, dags. 20. apríl 2020 og 5. maí 2020. Í umsögninni kemur fram að umræddur texti á heimasíðu fyrirtækisins sem gagnabeiðnin laut að hafi verið unnin upp úr upplýsingum úr gögnum sem aðgengileg séu almenningi á ýmsum vefsíðum. Kæranda hefði verið bent á hvar finna mætti þau gögn sem lágu til grundvallar umræddum upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Í því sambandi hefði verið bent á skýrslu Landsnets hf. um jarðstrengslagnir og skýrslu sem bæri heitið „Jarðstrengir í flutningskerfi raforku“ sem unnin hefði verið árið 2019 fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem væru hvor tveggja opinber gögn og aðgengileg öllum. Hins vegar hefði ekki verið fallist á að veita aðgang að greiningum Landsnets hf. þar sem um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi var bent á að um væri að ræða greiningar starfsmanna Landsnets hf. sem unnar hefðu verið í tengslum við þá málsmeðferð og samráð sem fyrirtækið áformaði á grundvelli laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. Þá kom fram að upplýsingar úr slíkum greiningum gætu verið grundvöllur upplýsingagjafar í umhverfismati framkvæmdar og í gegnum það ferli gæti almenningur fengið aðgang að upplýsingum sem í þeim fælust.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. apríl 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Landsnets hf. Í bréfi frá kæranda, dags. 23. apríl 2020, er þeirri afstöðu lýst að svör Landsnets við beiðni kæranda um gögn hafi verið ófullnægjandi varðandi fyrirspurn hans er laut að mati á kostnaði við jafnstraumsjarðstrengi. Þá eru gerðar athugasemdir við að ekki hafi verið vísað til þess hvar þær sérfræðiskýrslur væri að finna sem vísað var til vegna liðar 3 og 4 í fyrirspurn kæranda. Í umsögninni er því mótmælt að umrædd greining og minnisblað teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í tengslum við verkefnið „Blanda – Akureyri“. Nánar tiltekið lýtur beiðnin að þeim gögnum eða upplýsingum sem liggja til grundvallar upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins undir liðnum „Spurt og svarað“. Samkvæmt umsögn og svari til kæranda Landsnets hf. var kæranda bent á að í umræddum svörum væri ekki vísað til gagna að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets sem teldust vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti almennings. Hvað önnur gögn snertir var kæranda bent á að umrædd svör væru unnin upp úr nánar tilgreindum gögnum auk þess sem vísað var til þeirra vefsíðna þar sem þau væri að finna. Úrskurðarnefndin telur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Landsnets.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur metið efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og telur þau að mestu geyma upplýsingar sem lúta að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 30. gr. laganna en þar segir að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.-V. kafla, sbr. þó 31. gr. laganna. Við úrlausn málsins er enn fremur lagt til grundvallar að þótt Landsnet hf. sé rekið í mynd hlutafélags teljist það með vísan til lögbundinna verkefna félagsins engu að síður til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sjá hér meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014. <br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til tveggja greininga eða minnisblaða sem unnin voru af starfsmönnum Landsnets hf. Annars vegar er um að ræða minnisblað, dags. 14. janúar 2020, undir yfirskriftinni „Uppbygging á nýju meginflutningskerfi á 132 kV með tilliti til strenglagna“. Hins vegar minnisblað, dags. 31. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „Blöndulína 3 sem jafnstraumstenging?“. Synjun Landsnets er í báðum tilvikum byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og tengjast m.a. fyrirhuguðu mati á umhverfisáhrifum framkvæmda við Blöndulínu 3 og telur ljóst að þau hafi að geyma upplýsingar sem lúti að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædd minnisblöð sem kæran beinist að. Annars vegar er um að ræða samantekt starfsmanns Landsnets sem hefur að geyma hugleiðingar og umfjöllun um mismunandi kosti hvað varðar flutning raforku. Hins vegar er um að ræða minnisblað sem hefur að geyma ítarlegri greiningu en ber þess einnig merki að fela í sér greiningu á ólíkum kostum í tengslum við flutning raforku. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda gögnin fyrst og fremst hugleiðingar og tillögur að hugsanlegum leiðum við uppbyggingu raforkuflutningskerfis. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera umrædd skjöl með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugögn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun Landsnets hf. á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnunum. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landsnets, dags. 25. mars 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru af starfsmönnum fyrirtækisins er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

920/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Staðfest var synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að einingarverðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku en aðrar upplýsingar í tilboðunum höfðu verið birtar opinberlega.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 920/2020 í máli ÚNU 20020009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. febrúar 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 12. desember 2019, óskaði kærandi eftir tilboðum sem bárust í raforku til ferjunnar. Í svari Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, segir að Ríkiskaup hafi haft umsjón með framkvæmd tilboðsins en það hafi verið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Tvö tilboð hafi borist, annað frá HS Orku og hitt frá Orkusölunni, en félagið muni ekki afhenda tilboðin. Á stjórnarfundi hafi verið tekin ákvörðun um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, HS Orku. Í svarinu er einnig vísað í umfjöllun um málið í fundargerð félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 25. júní 2020, segir að innkaupaferlið hafi farið fram í gegnum Ríkiskaup og það hafi verið opið og gegnsætt bjóðendum á innri vef stofnunarinnar. Tveir aðilar hafi gert tilboð og að ferlinu loknu hafi skýrsla Ríkiskaupa verið lögð fyrir stjórn Herjólfs ohf. Þá kemur fram að báðir aðilar hafi fengið opnunarskýrslu og verið boðið að gera athugasemdir, engar athugasemdir hafi borist og stjórn félagsins því ákveðið að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Um sé að ræða kaup á „ótryggri orku“ sem feli í sér minna afhendingaröryggi og þar með lægra verð en á þessum markaði ríki samkeppni. Það sé mat félagsins að trúnaðarskylda ríki gagnvart þeim verðum sem fram komi í tilboðum fyrirtækjanna.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá tilboðin afhent. Í svari Herjólfs til úrskurðarnefndarinnar, dags. sama dag, segir að það sé mat félagsins að upplýsingar um verð séu undaþegnar lögum um upplýsingaskyldu þar sem samkeppni ríki á raforkumarkaði. Það sé hins vegar sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið og ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Þá afhenti Herjólfur ohf. úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af samskiptum félagsins við Ríkiskaup, m.a. tölvupóstsamskipti þar sem tilboðin eru kynnt fyrir Herjólfi ohf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðum sem bárust í raforku fyrir Herjólf ohf. en Ríkiskaup sáu um framkvæmd innkaupanna. Synjun félagsins byggir á því að trúnaður ríki um tilboðin enda sé um samkeppnismarkað að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir hafa átt sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum. Hefur nefndin því fallist á það að aðrir tilboðsgjafar eigi rétt til aðgangs að einingarverðum annarra tilboðsgjafa, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 836/2019 og 620/2016. Við túlkun þess að hvaða leyti ákvæði 9. gr. takmarki rétt almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem lúta að samningum opinberra aðila við einkafyrirtæki hefur úrskurðarnefndin einnig í ríkum mæli horft til þess hvort að í slíkum tilvikum sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal tilboðsgjafa og fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn en Herjólfur ohf. afhenti nefndinni tölvupóstsamskipti félagsins við Ríkiskaup, ásamt fylgiskjölum, sem varða tilboð HS Orku og Orkusölunnar eins og þau voru kynnt fyrir Herjólfi ohf. Gögnin sem Herjólfur ohf. afhenti nefndinni innihalda einingarverð, þ.e. þau verð sem fyrirtækin bjóða í raforku per kílóvattstund, og svo heildartilboðsfjárhæð hvors fyrirtækis. Þess ber að geta að tilboðin hafa verið opnuð, nöfn bjóðenda og upplýsingar um heildartilboðsfjárhæðir eru því aðgengilegar á vef Ríkiskaupa. <br /> <br /> Af gögnum málsins er ljóst að Herjólfur ohf. hefur veitt kæranda tilteknar upplýsingar um tilboðsferlið og verður því litið svo á að synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda snúi eingöngu að einingarverðunum. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að þær upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér efni þeirra. Við matið er m.a. horft til þess að um er að ræða upplýsingar um viðskipti lögaðila í opinberri eigu, en ekki stjórnvalds, við einkaaðila. Þá er litið til þess að kærandi var ekki þátttakandi í útboðinu og að upplýsingarnar eru nýlegar en tilkynnt var um töku tilboðs þann 21. janúar 2020. Að lokum hafa nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir þegar verið birtar opinberlega. Verður því synjun Herjólfs ohf. staðfest, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, á beiðni A um aðgang að tilboðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

919/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá tilteknu tímabili, sundurliðuðum eftir málum, aftur til Akureyrarbæjar til nýrrar meðferðar en sveitarfélagið sagði umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til þess að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kynnu að innihalda umbeðnar upplýsingar og hefði beiðnin því ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög geri kröfu um.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 919/2020 í máli ÚNU 20040018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. maí 2020, kærði A afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni hans um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Akureyrarbæjar, dags. 20. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 21. febrúar 2020, þar sem kærandi fékk upplýsingar um að samkomulag varðandi greiðslu miskabóta vegna tiltekinnar stöðuveitingar sveitarfélagsins hefði verið birt á vef Akureyrarbæjar með fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Þá fékk hann afhentan dóm Landsréttar í máli Akureyrarbæjar gegn G.V. Gröfum ehf. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði beiðnina þann 8. apríl sl. og óskaði þá sérstaklega eftir kostnaði við dómsátt Eyþings við fyrrverandi framkvæmdastjóra en Akureyrarbær er aðili að Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, og bar því hluta af kostnaði við sáttina. Erindinu var svarað þann 30. apríl 2020 en í svarinu segir að umbeðnar upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við málaferli og dómsáttir sveitarfélagsins séu ekki tiltækar. Varðandi dómsátt við fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings séu upplýsingar um kostnað vegna málsins aðgengilegar í fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Meðfylgjandi svarbréfinu var skjal þar sem fram kemur hvernig kostnaði vegna dómsáttarinnar var skipt á milli aðildarsveitarfélaga Eyþings, þar á meðal hver kostnaður Akureyrarbæjar var, og var sáttin einnig send kæranda. <br /> <br /> Í svari Akureyrarbæjar til kæranda er beiðni hans að öðru leyti hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu segir um rétt almennings til aðgangs að gögnum að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. Í 3. mgr. 5. gr. segi að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda, dagbókarfærslna sem lúti að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Sveitarfélagið hafi ekki tekið saman á tiltæku skjali upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta og sé beiðni kæranda því hafnað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Akureyrarbæ með bréfi, dags. 5. maí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 8. júní 2020, segir að beiðni kæranda sé um mjög víðtækar upplýsingar sem ekki liggi fyrir í einu fyrirliggjandi skjali eða skjölum. Vísað er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sveitarfélagið segir að í þessu felist að allir njóti réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum, ekki skipti máli hver viðkomandi sé eða hver tilgangur viðkomandi sé með því að óska aðgangs að gögnum að því undanskildu að beiðni megi í undantekningartilvikum hafna ef sterkar vísbendingar séu um að beiðnin sé sett fram í ólögmætum tilgangi, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna Upplýsingarétturinn nái samkvæmt gildandi lögum til gagna sem liggi fyrir hjá stjórnvöldum. Með gögnum sé átt við hefðbundin skrifleg skjöl, svo sem umsóknir, bréf, minnisblöð, þar á meðal minnisblöð sem rituð séu um málsatvik, fundargerðir, erindi frá öðrum stjórnvöldum o.fl. en einnig annars konar gögn, svo sem myndir, teikningar, filmur, hljóðupptökur, myndupptökur o.s.frv. Gagn teljist vera fyrirliggjandi sé það til þegar beiðni um það komi fram. Skilyrði sé að gagnið sé fyrirliggjandi hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu. Réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að verða við beiðnum um að senda til tiltekins aðila öll gögn sem framvegis verði til í tengslum við meðferð tiltekins máls. Þeim sé heldur ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-129/2001, A-181/2004, A-230/2006 og A-459/2012. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að stjórnvaldi sé ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn nema aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varði sérstakt mál sem stjórnvald hafi tekið til meðferðar og að skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti. Í þessu felist að ekki sé hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í þessu máli hagi svo til að umrædd gögn liggi ekki fyrir hjá Akureyrarbæ í þeirri mynd að hægt sé að afhenda þau.<br /> <br /> Umsögn Akureyrarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, segir að það sé að hluta til rétt að honum hafi verið veittur aðgangur að gögnum varðandi þrjú mál. Hins vegar komi þar ekki fram hve mikill lögfræðikostnaður hafi hlotist af þessum málum, auk þess komi ekki fram í svörum sveitarfélagsins hvort um fleiri mál sé að ræða á tímabilinu. Vísað er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem segir:<br /> <br /> „Beiðni má vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum ber að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.“<br /> <br /> Þá vísar kærandi í athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga:<br /> <br /> „Í 3. mgr. ákvæðisins er tekið fram að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess komi beri þó að veita viðeigandi leiðbeiningar. Gert er ráð fyrir að eftir atvikum beri stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að fallið geti undir beiðni hans í þeim tilgangi að hann geti afmarkað beiðni nánar. Með þessu móti getur málsaðili afmarkað beiðni sína með einföldum hætti við það tiltekna mál sem hann óskar aðgangs að. Er þessari reglu í raun ætlað að árétta þá leiðbeiningarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.“<br /> <br /> Kærandi segist ekki hafa vitneskju um öll þau mál sem um ræði og því hafi hann ekki haft færi á að afmarka beiðnina nánar. Akureyrarbæ hefði verið í lófa lagið að „afhenda aðila lista yfir mál sem ætla megi að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum“ eins og segi í 3. mgr. 15. gr. en sveitarfélagið hafi kosið að gera það ekki og hafi þar með brugðist leiðbeiningarskyldu þeirri sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi vísar í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga og að með lögunum séu settar almennar reglur sem hafi það að markmiði að tryggja opna og gegnsæja stjórnsýslu. Slíkt sé til þess fallið að auka aðhald með starfsemi stjórnvalda, auka réttaröryggi borgaranna og bæta möguleika þeirra til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Það sé megintilgangur frumvarpsins að tryggja framgang þessa markmiðs.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að um bættan upplýsingarétt almennings og bætta stjórnsýslu segi m.a. í greinargerðinni:<br /> <br /> „Frumvarpið byggist á þeirri forsendu að stjórnvöld leitist við að tryggja að þau hafi aðgengilegar í málaskrám sínum þær upplýsingar sem athafnir þeirra og ákvarðanir byggjast á. Að öðrum kosti er réttur almennings til aðgangs að gögnum engan veginn tryggður með viðeigandi hætti. Slíkt er einnig mikilvægt í öðru tilliti. Þannig er skráning upplýsinga og gagna mikilvæg forsenda þess að eftirlit með stjórnsýslunni sé virkt.“<br /> <br /> Ef Akureyrarbær hafi staðið undir þeim væntingum sem þarna koma fram, þ.e. að athafnir hans og ákvarðanir séu aðgengilegar í málaskrám, hljóti afhending umbeðinna upplýsinga að vera möguleg án mikillar fyrirhafnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur ekki skylt að útbúa sérstaka samantekt til þess að verða við beiðni kæranda. Sveitarfélagið veitti kæranda þó tilteknar upplýsingar um þrjú mál, þar á meðal um hluta sveitarfélagsins af kostnaði við tiltekna dómsátt.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar Akureyrarbæ að taka afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kunna að innihalda kostnaðarupplýsingar vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins á því tímabili sem kærandi tiltekur og í kjölfarið leggja mat á það hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið gefið færi á að afmarka beiðni sína frekar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, en ekki hefur komið fram hve mikill fjöldi mála fellur undir gagnabeiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekar að þrátt fyrir að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í einu tiltæku skjali er ekki sjálfgefið að unnt sé að hafna beiðninni. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um en vegna þessa verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun sveitarfélagsins úr gildi og vísa beiðninni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Akureyrarbæjar, dags. 30. apríl 2020, um að synja beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020 sundurliðuðum eftir málum er felld úr gildi og er beiðninni vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

918/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um hvaða ljósmæður hefðu verið á vakt á fæðingardeild tiltekna nótt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst ekki á að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Þá var ekki fallist á að upplýsingarnar yrðu felldar undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Að lokum taldi nefndin kæranda eiga ríkari rétt til aðgangs að upplýsingunum en viðkomandi starfsmenn af því að þær færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því Landspítalanum gert að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 918/2020 í máli ÚNU 20040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 31. mars 2020, kærði Hildur Helga Kristinsdóttir lögmaður, f.h. A, afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar um nöfn ljósmæðra sem voru á vakt á tilteknum tíma.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítalanum, þar á meðal hver hefði verið vaktstjóri á fæðingardeild aðfaranótt [dags.]. Í erindi spítalans, dags. 16. desember 2019, er því svarað hver hafi verið vaktstjóri. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvaða fjórar ljósmæður til viðbótar hefðu verið á vakt á fæðingardeild spítalans sömu nótt. Landspítalinn svaraði því með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, að ekki yrði séð að Landspítalanum bæri að afhenda upplýsingarnar eða að heimild væri til staðar til að afhenda þær. <br /> <br /> Í svarbréfi kæranda til Landspítalans, dags. 26. febrúar 2020, segir að fyrir liggi að „aukaaðstoð“ hafi verið kölluð inn í fæðingu kæranda umrædda nótt. Hafi kærandi staðið í þeirri trú að ljósmóðirin hafi verið vaktstjóri. Kærandi hafi hins vegar haft samband símleiðis við vaktstjórann sem hafi ekki getað staðfest að hún hefði aðstoðað við fæðingu kæranda og ekki sagst muna sérstaklega eftir fæðingunni. Miðað við þetta komi í raun fjórar ljósmæður til greina, sem mögulega gætu verið umrædd „aukaaðstoð“ í fæðingu kæranda. Sökum vanrækslu spítalans á því að skrá nafn þeirrar ljósmóður sem hafi komið til aðstoðar í fæðingu kæranda standi hún frammi fyrir því að kalla allar ljósmæður til skýrslutöku sem hafi verið á vakt þessa nótt. Það sé sannanlega skráð í fæðingarskýrsluna að einhver hafi komið inn og aðstoðað. Kæranda sé nauðsynlegt að fá upplýsingar um nöfn ljósmæðranna frá Landspítalanum til þess að geta nýtt sér heimild 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála og leita sönnunar fyrir dómi um atvik sem varða lögvarða hagsmuni hennar og vitnisburður geti ráðið niðurstöðu um hvort látið verði af málshöfðun. Aðeins sé óskað eftir nöfnum þeirra ljósmæðra sem hafi verið á vakt en ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Þá telji kærandi að hún eigi ótvíræðan rétt til að fá upplýsingarnar í samræmi við lög um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í svari spítalans, dags. 3. mars 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum nái upplýsingaréttur almennings og aðila til „fyrirliggjandi“ gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem kærandi óski eftir. Hugsanlega sé hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans en það telji spítalinn sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá sé til þess að líta að ekki sé víst að listi sem yrði til með slíkri aðferð yrði efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. <br /> <br /> Í svari Landspítalans til kæranda segir einnig að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna, samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. laganna, og ekki til gagna um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, samkvæmt 9. gr. laganna. Í ljósi þessara ákvæða telji Landspítali enn fremur ljóst að ekki hvíli lagaskylda á spítalanum til að safna saman og veita utanaðkomandi aðgang að umbeðnum upplýsingum um starfsemi sína. Tekið er fram að vilji spítalans standi ekki til þess að standa í vegi fyrir því með nokkru móti að kærandi leiti réttar síns. Upplýsingagjöf spítalans fari hins vegar fram á grundvelli laga og af virðingu við friðhelgi einkalífs starfsmanna.<br /> <br /> Í kæru er því mótmælt að spítalinn eigi umbeðnar upplýsingar ekki til. Tekið er fram að ekki sé verið að óska eftir því að spítalinn útbúi ný gögn eða sérstakan lista. Kærandi byggi beiðni sína á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda sé honum nauðsynlegt að vita hvaða ljósmóðir aðstoðaði í fæðingu kæranda og veitti kæranda heilbrigðisþjónustu á sínum tíma. Upplýsingarnar varði því kæranda sjálfan. Spítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu kæranda hvaða ljósmóðir hafi komið til aðstoðar og því neyðist kærandi til að óska eftir upplýsingum um aðrar ljósmæður sem komi til greina.<br /> <br /> Þá segir kærandi svar Landspítalans vera óljóst. Svarið beri ekki með sér hvar umræddar upplýsingar sé að finna og á hvaða formi. Eingöngu sé vísað til þess að ekki sé fyrir hendi fyrirliggjandi listi og að möguleiki sé að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans án frekari útskýringa. Þá skjóti það skökku við að spítalinn hafi getað veitt upplýsingar um hver hafi verið vaktstjóri á umræddum tíma en að ekki séu til staðar upplýsingar um þá starfsmenn sem einnig hafi verið á vakt á sama tíma. Þó svo að ekki sé til fyrirliggjandi listi telji kærandi að umbeðnar upplýsingar hljóti að liggja fyrir í einhverri mynd og það sé réttur kæranda að fá aðgang að þeim, í það minnsta að hluta. Að mati kæranda beri spítalanum að líta til ástæðna þess að kærandi óski eftir umbeðnum upplýsingum, líkt og fjallað sé um í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, og meta rétt kæranda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þurfi saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar. <br /> <br /> Í kæru segir að af svari spítalans að dæma hafi þær upplýsingar sem kunni að liggja fyrir í upplýsingakerfum spítalans ekki verið kannaðar og þar af leiðandi hafi spítalinn ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum eða ekki. Þá verði að líta til þess að ekki sé verið að óska eftir umfangsmiklum upplýsingum sem spanni langt tímabil eða nái til margra deilda innan spítalans. Um sé að ræða afar afmarkaða beiðni sem taki til nafna fjögurra ljósmæðra sem hafi verið á næturvakt fæðingardeildar tiltekinn dag. Ólíklegt sé að umræddar upplýsingar sé að finna á mismunandi stöðum í mismunandi tölvukerfum hjá spítalanum sem krefjist þess að útbúinn verði nýr listi til þess að hægt sé að veita aðgang að þeim. Kærandi byggi á því að spítalinn hafi ekki gætt að rannsóknarskyldu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hafi hann ekki fengið réttláta efnislega meðferð af hálfu Landspítalans.<br /> <br /> Hvað varði vísun spítalans til 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., og 9. gr. upplýsingalaga telur kærandi að afhending umbeðinna upplýsinga brjóti ekki gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna og upplýsingar um nöfn tiltekinna starfsmanna teljist ekki til þeirra gagna sem undanskilin séu samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að allar upplýsingar sem lúti að starfsmönnum séu ekki sjálfkrafa undanskildar upplýsingarétti almennings, heldur komi skýrt fram í athugasemdum við fyrrnefnt ákvæði að í málum sem varði starfssambandið að öðru leyti sé átt við gögn í málum þar sem teknar séu ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Kærandi áréttar að samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. og 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. Þá sé tekið fram í 5. mgr. <br /> 7. gr. að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyri tilteknu máli. Þá telji kærandi liggja í augum uppi að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við, enda sé ekki um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Að lokum segir að upplýsingarnar hljóti að vera fyrirliggjandi í upplýsingakerfum spítalans og spítalinn hefði getað veitt kæranda upplýsingar um allar ljósmæður sem störfuðu hjá spítalanum í [dags.] ef það væri ómögulegt fyrir hann að finna út úr því hvaða ljósmæður voru á vakt á þessum tiltekna tíma.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 3. apríl, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, segir að allt bendi til þess að vaktstjóri hafi verið kallaður til í fæðingunni og kæranda hafi verið greint frá nafni viðkomandi. Fjallað er um skýringar starfsmanna sem viðstaddir voru fæðinguna og tekið fram að spítalinn telji ekki forsendur til að veita upplýsingar um hinar fjórar ljósmæður sem hafi verið á vakt. Ekki sé um vanskráningu að ræða líkt og kærandi haldi fram, allar upplýsingar sem máli skipti liggi fyrir. Ekki sé skráð í sjúkraskrá hver komi til aðstoðar í fæðingu nema sá sem kallaður sé til aðstoðar taki beinan þátt í að taka á móti barni eða geri eitthvað á fæðingarstofunni sem krefjist skráningar. Þá er þess getið að skráningu hafi verið sérstaklega vel háttað í kringum þessa fæðingu, hún sé nákvæm og vandað til verka. Enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um hafi komið að meðferð kæranda, sbr. skráningu Landspítala. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan. Upplýsingar um vaktaskema starfsmanna falli að mati spítalans undir upplýsingar um málefni starfsmanna sem varði starfssamband við vinnuveitanda. Sé því um að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn spítalans segir einnig að upplýsingaréttur almennings og aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, nái aðeins til „fyrirliggjandi“ gagna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir. Hugsanlega væri hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans, en það telji hann sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga samkvæmt framangreindu. Vísist í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá séu ítrekuð þau sjónarmið sem þegar hafi komið fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir hafi ekki þýðingu þar sem fyrir liggi, byggt á skráningu og samtölum við þá aðila sem voru viðstaddir, að umræddu handbragði hafi ekki verið beitt í fæðingunni.<br /> <br /> Umsögn spítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2020, er áréttað að ástæða þess að óskað var eftir umbeðnum upplýsingum sé að ekki hafi verið hægt að staðfesta að sú ljósmóðir sem var vakstjóri umrædda nótt hafi komið til aðstoðar kæranda. Vegna þeirrar óvissu taldi kærandi nauðsynlegt að fá vitneskju um nöfn hinna fjögurra ljósmæðranna sem voru á vakt þar sem möguleiki væri fyrir hendi að einhver þeirra hefði komið að því atviki sem átti sér stað í fæðingu kæranda. Þá segir að í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, komi fram nýjar upplýsingar varðandi vaktstjórann og aðkomu hans að fæðingunni. Geti spítalinn lagt fram haldbær gögn sem staðfesti að vaktstjórinn hafi verið sú ljósmóðir sem aðstoðað í fæðingu kæranda muni kærandi draga kæruna til baka, enda ekki þörf á frekari upplýsingum.<br /> <br /> Í ljósi þessa voru athugasemdirnar sendar Landspítalanum og honum veittur kostur á að bregðast við. Í svari spítalans við athugasemdum kæranda, 8. maí 2020, segir að ekki sé unnt að verða við beiðni kæranda um staðfestingu á því að vaktstjóri hafi verið sá starfsmaður sem komið hafi til aðstoðar í fæðingunni enda séu slík gögn ekki til. Þá er áréttað að í umsögn spítalans komi fram að allt bendi til þess að vaktstjórinn hafi komið að fæðingunni og sinnt tilteknum verkefnum en ekki sé hægt að útiloka að önnur ljósmóðir hafi verið að verki. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort vaktaskema starfsmanna á því tímabili sem beiðni kæranda nái til sé fyrirliggjandi hjá Landspítalanum. Því var svarað samdægurs að hægt væri að taka saman upplýsingarnar úr Vinnustund. Í kjölfarið óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort unnt væri að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti og hversu langan tíma slík vinnsla myndi taka. Landspítalinn svaraði því sama dag að hægt væri að kalla upplýsingar um innstimplanir starfsmanna fram í Vinnustund. Þá þurfi að fara yfir þær, hvort um raunverulega stimplun sé að ræða eða leiðrétta stimplun. Ef um leiðrétta stimplun sé að ræða verði að skoða málið nánar, skoða skýringar o.s.frv. Þetta ætti ekki að vera sérstaklega tímafrekt þegar um fámennar vaktir sé að ræða. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum fjögurra starfsmanna Landspítalans sem voru á vakt á tilteknum tíma þegar kærandi lá þar inni. Í umsögn Landspítalans, dags. 24. apríl 2020, kemur fram að samkvæmt skráningu í sjúkraskrá hafi enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um komið að meðferð kæranda. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi heldur því aftur á móti fram að Landspítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu hvaða ljósmóðir hafi komið kæranda til aðstoðar í fæðingunni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 891/2020, 893/2020, 895/2020, 898/2020, 903/2020 og 910/2020.<br /> <br /> Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga, þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.“<br /> <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Landspítalans hvað varðar starfsmenn er komu að fæðingu kæranda hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi. Eins og atvikum málsins er háttað verður hins vegar að líta svo á að kærandi eigi af því einstaka og verulega hagsmuni umfram almenning að fá upplýsingar um hvaða ljósmæður voru á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Landspítalinn heldur því fram að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt tiltekna nótt séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og að spítalanum sé ekki skylt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans. Þá sé óvíst að listi sem yrði til með slíkri aðferð væri efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. Í svarbréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. júní 2020, sagði Landspítalinn unnt að taka saman upplýsingarnar úr forritinu Vinnustund en fara þyrfti yfir hvort um raunverulega eða leiðrétta stimplun væri að ræða. Slík vinnsla ætti ekki að vera tímafrek. <br /> <br /> Í þessu samhengi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til laganna er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 908/2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að af-marka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úr-skurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: <br /> <br /> „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:<br /> <br /> ,,Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beið¬anda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svari Landspítalans verður þó ekki annað ráðið en að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið skráðar á vakt á fæðingardeild umrædda nótt séu skráðar í forritið Vinnustund, óháð því hvort þær upplýsingar séu rétt skráðar eða ekki. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það með Landspítalanum að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <h2>3.</h2> Landspítalinn heldur því einnig fram að upplýsingarnar séu undanþegnar upplýsingarétti kæranda þar sem þær varði málefni starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, og einkamálefni þeirra, sbr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að ákvæði 1. mgr. 14. gr. gildi ekki um gögn sem talin eru upp í 6. gr. laganna. Þar af leiðandi eru gögn sem felld verða undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar afmarkað hvaða upplýsingar teljist til málefna starfsmanna samkvæmt undanþáguákvæðinu. Þar segir að réttur til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband umræddra starfsmanna og Landspítalans „að öðru leyti“.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir að í 4. tölul. 4. gr eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, hafi verið kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum tæki ekki til gagna í málum um veitingu starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Frekar væri ekki fjallað um málefni opinberra starfsmanna eða veitingu aðgangs að upplýsingum um starfssamband þeirra við vinnuveitendur. Slíkar upplýsingar, þar á meðal um launakjör, um áminningar eða önnur viðurlög í starfi, hafi því lotið almennum ákvæðum laga um upplýsingarétt. <br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði starfssamband opinbers starfsmanns og stjórnvalds verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt. Við skýringu á því hvaða upplýsingar falli undir „starfssambandið að öðru leyti“ verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. en þar segir:<br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“<br /> <br /> Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. athugasemdir við ákvæði 7. gr. í fyrrnefndu frumvarpi til upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður að álykta sem svo að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt á því tímabili sem kærandi óskar eftir varði ekki „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir ljósmæðra á fæðingardeild af því að leynd sé yfir því hvort þær hafi verið á vakt umrædda nótt eða ekki, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Landspítalanum ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvaða ljósmæður á fæðingardeild voru skráðar í Vinnustund aðfararnótt [dags.].<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

917/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Í málinu var kærð afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Fjársýslu ríkisins að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir að einhver bókhaldsgögn sem felld yrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í vörslum stofnunarinnar hefði stofnunin ekki upplýsingar um hvaða gögn tilheyrðu rannsóknarlögreglu á tímabilinu. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 917/2020 í máli ÚNU 20020023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Aðdragandi málsins er sá að kærandi óskaði þann 9. ágúst 2019 eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 var beiðni kæranda vísað aftur til meðferðar hjá Fjársýslu ríkisins.<br /> <br /> Í kæru segir að þrátt fyrir ítrekun og kröfu um svar og aðgang að gögnum hafi ekkert svar borist frá Fjársýslu ríkisins. Því sé afgreiðsla stofnunarinnar kærð á ný. Þess sé krafist að málið sé endurupptekið og veittur verði aðgangur að gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Þann 10. mars 2020 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af bréfi Fjársýslu ríkisins til kæranda. Í því segir meðal annars að þann 16. janúar 2020 hafi stofnuninni borist ítrekun frá kæranda þar sem sérstaklega hafi verið tekið fram að óskað væri eftir gögnum um rannsóknardeild, sem væri sameiginleg með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Óskað hafi verið eftir gögnunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2017. <br /> <br /> Þá kemur fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 hafi verið farið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni. Þrátt fyrir að lögregluembættin hafi ekki verið í þjónustu stofnunarinnar á því tímabili sem spurt var um þá hafi stofnunin aðgang að bókhaldskerfi stofnananna á tímabilinu og afritum af þeim reikningum sem séu til á rafrænu formi. Í bókhaldinu sé rannsóknardeild lögreglunnar ekki afmörkuð sérstaklega þannig að Fjársýslan geti án aðstoðar embættanna tekið út þau gögn sem óskað sé eftir. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvaða reikningar tilheyri hvaða verkefni umfram það hvernig bókhaldinu sé skipt upp í viðföng og sé rannsóknardeildin ekki sérstaklega skilgreind sem viðfang í bókhaldi. Stofnunin hafi því óskað eftir upplýsingum frá embættunum um hvað tilheyri rannsóknardeildinni þannig að hægt sé að svara fyrirspurninni efnislega. Stofnunin geti ekki tekið ákvörðun um rétt til umbeðinna gagna án þess að sjónarmið embættanna liggi fyrir og hafi stofnunin óskað eftir þeim. Þau þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun sé tekin um veitingu umbeðinna upplýsinga. Vegna anna hjá lögreglunni hafi ekki tekist að afgreiða beiðnina en þegar upplýsingar frá embættunum liggi fyrir muni beiðnin vera afgreidd. <br /> <br /> Fjársýslan afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 7. maí 2020. Þar eru kæranda afhentir listar með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyra rannsóknardeildum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóra hins vegar, frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017. Fram kemur að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldi ríkisaðila og færslum í ljósi lögbundins hlutverks stofnunarinnar. Hins vegar hafi þessi lögregluembætti ekki verið í þjónustu Fjársýslunnar á því tímabili sem spurt sé um. Farið hafi verið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni og við þá yfirferð hafi komið í ljós að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað í bókhaldi embættanna falli undir fyrirspurnina. Þær upplýsingar sem óskað var eftir hafi því ekki verið fyrirliggjandi. Fjársýslan hafi þó óskað eftir aðstoð viðkomandi embætta þannig að hægt væri að svara fyrirspurninni efnislega og óskað jafnframt eftir yfirferð embættanna á rétti til viðkomandi gagna. Úrvinnsla upplýsinganna hafi tekið nokkurn tíma hjá embættunum en nú liggi upplýsingarnar fyrir. <br /> <br /> Fram kemur að embættin hafi farið yfir upplýsingarnar með tilliti til réttar almennings til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og falli upplýsingar um bankareikninga þar undir, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 661/2016 og 666/2016. Sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um veitanda keyptrar þjónustu séu afmáðar fyrir afhendingu gagna til kæranda. Með sömu rökum sé sanngjarnt að upplýsingar um nöfn og símanúmer starfsmanna rannsóknardeilda séu afmáð þar sem þau komi fram í færslum í bókhaldi vegna kaupa á vörum og þjónustu. Þá kemur fram að skráningarnúmer bifreiða sem notaðar hafi verið á tímabilinu, en séu nú í eigu annarra, hafi verið afmáðar. Um sé að ræða bæði einkaaðila og lögaðila sem ekki hafi nein tengsl við embættin. Því hafi öll skráningarnúmer bifreiða verið afmáð úr gögnunum. Vísað er til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þessu til stuðnings.<br /> <br /> Þá kemur fram að umbeðin gögn geymi upplýsingar um mál sem hafi verið til rannsóknar á tilgreindu tímabili og gætu mögulega enn verið til rannsóknar. Einnig hafi umbeðin gögn að geyma vísbendingar um hvernig lögregla beitir þeim rannsóknarúrræðum sem í framkvæmd þyki eðlilegt að fari leynt og séu samkvæmt upplýsingalögum undanþegin þeim, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna. Að auki sé vísað til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim færslum sem kærandi hafi verið upplýstur um og innihaldi upplýsingar um bankareikninga, skráningarnúmer bifreiða, nöfn starfsmanna og kennitölur, símanúmer, málsnúmer mála, staðarheiti og staðsetningar utan höfuðborgarsvæðis og heiti deilda, hafi þær upplýsingar verið afmáðar. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að upplýsingarnar séu fengnar frá embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra og að Fjársýslan hafi ekki lagt frekara mat á þær. Ef kærandi hafi spurningar varðandi upplýsingarnar sé bent á að beina þeim til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða embættis ríkislögreglustjóra. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til afgreiðslu Fjársýslu ríkisins. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. sama dag, segir meðal annars að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um kaup rannsóknardeilda lögreglu á vöru og þjónustu frá aðilum og að hann telji sig eiga rétt á því að vita hvaða einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við greiðslu peninga úr ríkissjóði fyrir þessa þjónustu. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi afhent kæranda uppfylli ekki ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994. Ekki megi rekja viðskipti og notkun fjármuna út frá gögnunum í samræmi við 6. gr. laganna. Þá sýni gögnin ekki nafn, kennitölu eða virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu til stofnunar ríkisins í samræmi við 8. gr. laganna. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi sent kæranda séu einn óskiljanlegur grautur án dagsetninga og númera. Þess sé krafist að fá upplýsingarnar eins og lög um bókhald mæli fyrir um og önnur lög. Enn fremur eigi að merkja skýrslur og skjöl ríkisstofnana sem leynt eigi að fara sem trúnaðarmál eða varðveita utan laga nr. 145/1994, um bókhald. Að lokum er ítrekuð krafa um aðgang að upplýsingum sem séu á ábyrgð Fjársýslunnar sem hafi bæði yfirfarið og skráð bókhaldsgögnin samkvæmt lögum um bókhald áður en þau voru send Ríkisendurskoðun. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um hvort gögnin sem kærandi hefði fengið afhent væru þau sömu og send voru úrskurðarnefndinni, þ.e. yfirlit yfir færslur frá janúar til apríl 2017 frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og yfirlit fyrir sama tímabil frá ríkislögreglustjóra. Þá sendi úrskurðarnefndin Fjársýslunni afrit af athugasemdum kæranda, dags. 12. maí 2020. <br /> <br /> Svar Fjársýslu ríkisins barst með bréfi, dags. 30. júní 2020. Í bréfinu ítrekar stofnunin að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnunninni. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum eða hvort í bókhaldinu sé að finna gögn sem falli undir undanþágur frá upplýsingalögum. Á því tímabili sem beiðnin nái til hafi stofnanirnar sjálfar séð um bókhaldið, geymt frumrit reikninga og hafi ekki skannað þá inn í bókhaldskerfi. Stofnunin vilji að sjálfsögðu uppfylla sínar skyldur en þessar upplýsingar séu klárlega ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og stofnuninni því ekki fært að veita þær. Það hafi þó verið niðurstaða Fjársýslunnar að fá aðstoð embættanna við að svara beiðni kæranda. Fylgiskjölin sem fylgdu svarinu hafi borist stofnuninni frá viðkomandi embættum og séu þau alfarið á ábyrgð þeirra. Ef þau gögn séu ekki fullnægjandi sé eðlilegt að kærandi snúi sér til þessara embætta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar frá stofnuninni um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Í svarbréfi Fjársýslunnar við beiðni kæranda, dags. 7. maí 2020, kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóri hins vegar hafi unnið lista með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyri rannsóknardeildum embættanna frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017 og voru listarnir afhentir kæranda.<br /> <br /> Kærandi telur afgreiðslu Fjársýslunnar ófullnægjandi, meðal annars þar sem gögnin sem honum voru afhent sýni ekki nafn, kennitölu og virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Fjársýsla ríkisins ber því við að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum og því sé henni ekki fært að afgreiða beiðni kæranda. Fjársýslan hafi hins vegar óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri tækju saman umbeðnar upplýsingar og í kjölfarið sent kæranda þau yfirlit sem embættin hefðu sent stofnuninni. Í svari Fjársýslunnar til kæranda kemur enn fremur fram að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr gögnunum. Í listunum sem Fjársýslan afhenti kæranda og úrskurðarnefndinni verður þó ekki séð að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi afmáð upplýsingar úr þeim heldur verður frekar ráðið að ákveðið hafi verið að tiltaka ekki upplýsingarnar í þeim listum sem unnir voru úr bókhaldskerfum. Í yfirlitunum koma fram upphæðir færslna og er í sumum tilfellum tekið fram hvað var keypt en í öðrum ekki. Þá fylgja ekki upplýsingar um dagsetningar kaupa auk þess sem ekki er alltaf tiltekið frá hverjum var keypt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja staðhæfingar Fjársýslu ríkisins um að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að vegna þessa sé henni ekki fært, án atbeina lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra, að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á þeim bókhaldsgögnum sem yfirlitin voru unnin úr. Þrátt fyrir að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldskerfum embættanna, og þeim bókhaldsgögnum sem eru til á rafrænu formi, liggja ekki fyrir þær upplýsingar sem gera stofnuninni kleift að afgreiða beiðni kæranda, þ.e. upplýsingar um hvort fyrirliggjandi bókhaldsgögn tilheyri rannsóknardeildum þessara embætta. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæranda er enn fremur bent á þann kost að óska eftir upplýsingunum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra sem unnu þau yfirlit sem Fjársýslan afhenti kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

916/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og 51. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, ættu við um gögnin. Úrskurðarnefndin taldi hluta fundargerðanna innihalda upplýsingar sem með engu móti yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar hafði ráðuneytið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að verða felldar undir 9. gr. upplýsingalag og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þar sem ráðuneytið hafði ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti var henni vísað aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 916/2020 í máli ÚNU 20020022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. febrúar 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Í nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, sem hér er deilt um, er fjallað um stofnun og hlutverk félagsins Lindarhvols ehf. og tengsl félagsins við Seðlabanka Íslands. Með breytingu á bráðabirgðaákvæði III í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi ráðherra verið veitt heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs, sem hefði þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu annarra stöðugleikaeigna en eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Á þeim grundvelli hafi einkahlutafélagið Lindarhvoll ehf. verið stofnað 15. apríl 2016. Tekið er fram að stöðugleikasamningarnir hafi verið gerðir milli Seðlabanka Íslands og slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Þannig hafi hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Lindarhvoll ehf. verið aðilar að þeim. Samningarnir hafi verið gerðir á grundvelli beiðni slitabúanna um undanþágu Seðlabankans frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 en Seðlabankinn hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Þá vísar ráðuneytið í þagnarskylduákvæði 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Einnig er vísað til þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins segir að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar sem eigi uppruna sinn hjá Seðlabanka Íslands og fjármálafyrirtækjum sem fallið hafi undir framangreind ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu, þ.e. falli undir sérstakar þagnarskyldureglur og séu ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Ráðuneytið vísar í þessu sambandi til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Af þessari sömu reglu hafi á hinn bóginn verið gagnályktað á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. að ef upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim á grunni upplýsingalaga, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 329/2014. Niðurstaða ráðuneytisins sé því að synja beri beiðni kæranda á þeim grundvelli að upplýsingar sem fram komi í umbeðnum gögnum falli undir sérstakar þagnarskyldureglur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á niðurstöðuna. Á henni séu formannmarkar sem eigi að leiða til þess að málið verði aftur sent til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Í fyrsta lagi bendir kærandi á að Lindarhvoll ehf. hafi reglulega birt fréttir og tilkynningar um starfsemi sína á heimasíðu sinni. Óumdeilt sé að þær upplýsingar hafi þegar verið birtar opinberlega og því ekki ástæða til að synja um afhendingu fundarliða er þá varði. Kærandi vísar í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011. <br /> <br /> Í öðru lagi vísar kærandi til aðdraganda þess að lög nr. 24/2016 voru sett, þar sem breytingar voru gerðar á bráðabirgðaákvæði III við lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Tilgangur þess að ákvæðinu hafi verið komið inn í lögin árið 2011 hafi verið að það yrði engum vafa undirorpið að Seðlabankinn gæti átt viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki svo lengi sem það væri nauðsynlegt til að losa um fjármagnshöft. Kærandi vekur athygli á því að Seðlabankinn hefur áður nýtt m.a. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu ehf. til svipaðra verkefna en að þau félög hafi hins vegar fengið undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III komi fram að „[v]ið umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta skv. 2. málsl. 1. mgr. skal félagið [innskot: þ.e. Lindarhvoll] leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni.“ Málsliðir fimm og sex kveði á um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og starfsmanna. Kærandi telur athyglisvert að orðin „gagnsæi“ og „þagnarskylda“ komi fyrir samtímis í sömu lagagreininni. Ekki sé útskýrt frekar hvað við sé átt með gagnsæi í greinargerð með frumvarpinu en í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þingsins sé áréttað að þarna sé átt við þau sjónarmið sem finna megi í 45. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Í sérstakri athugasemd við 45. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 123/2015 segi að „[m]eð ákvæðinu er lagt til að ákveðin grunngildi verði lögfest um kaup, sölu og leigu eigna þegar ríkið á í hlut þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð og að ávallt verði gætt jafnræðis, gagnsæis og hlutlægni gagnvart viðsemjendum ríkisins auk þess sem ríkið gæti ávallt að hagkvæmni við slíkar ráðstafanir og samkeppnissjónarmiða þar sem við getur átt.“ Kærandi telur óumdeilt að fundargerðirnar hafi líklega að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einhverra fyrirtækja sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Einnig telur hann óumdeilt að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum sem áður hafi verið gerðar opinberar. <br /> <br /> Því til viðbótar telur kærandi að umsýslan sjálf, aðdragandi hverrar sölu fyrir sig, málsmeðferð og sjónarmið sem færð voru til bókar, eigi að einhverju leyti að vera opinber. Vísist um það til áðurnefnds 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, þeirrar staðreyndar að Lindarhvoll ehf. hafi ekki verið undanskilinn gildissviði upplýsingalaga með auglýsingu og fjölda úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er varða ráðstöfun á eignum hins opinbera. Hefði það verið ætlun löggjafans og stjórnvalda að fundargerðirnar ættu að fara leynt hefði verið lítill vandi að kveða skýrt á um það í lögum. Það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2020, óskaði kærandi eftir því að bæta frekari rökstuðningi við kæru sína en þar er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018 þar sem segir: <br /> <br /> „Með ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 var lagt til að bankinn stofnaði félag til að annast umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta sem ekki voru laust fé eða eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum. Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 í þessu skyni. Samkvæmt ákvæðinu eru stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu félagsins bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um almennt þagnarskylduákvæði að ræða, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa.“<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 26. febrúar 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Viðbótarrökstuðningur kæranda, dags. 2. mars 2020, var einnig kynntur ráðuneytinu.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, er farið yfir starfsemi Lindarhvols ehf. en þar kemur m.a. fram að í ársbyrjun 2018 hafi félagið að mestu lokið verkefnum sínum. Þau gögn sem urðu til í starfsemi félagsins hefðu verið afhent ráðuneytinu þegar það félagið lauk starfsemi sinni, þ.m.t. fundargerðir stjórnar. Þá ítrekar ráðuneytið að þau gögn sem kærandi krefjist aðgangs að falli að stærstum hluta undir sérstakar þagnarskyldureglur. Þrátt fyrir að lagaákvæði um almenna þagnarskyldu hafi ekki bein áhrif á beitingu upplýsingalaga þá hafi verið gagnályktað frá 2. málsl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þannig að ef upplýsingar sem fram koma í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Á þessari túlkun upplýsingalaga hafi verið byggt frá því að lögin voru fyrst sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölda úrskurða byggt á þessari túlkun sem auk þess hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014. Afstaða ráðuneytisins byggi á 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Ráðuneytið ítrekar að umbeðin gögn séu þess eðlis að þau varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila sem og framkvæmd laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og séu því háð þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Viðtakendur þessara gagna séu bundnir af öllum sömu þagnarskyldureglum og Seðlabanki Íslands. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál t.d. í málum nr. 614/2016, A-324/2009 og A-432/2012 og sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014, hafi því verið slegið föstu að þagnarskylduregla þágildandi 1. mgr. 35. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands feli í sér sérstaka þagnarskyldu sem sé sérgreind þannig að hún nái annars vegar til upplýsinga sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Núgildandi ákvæði sé að mestu samhljóða þagnarskylduákvæði þágildandi laga nr. 36/2001. Í greinargerð með frumvarpi til núgildandi laga hafi komið fram í athugasemdum við þá grein sem varð að 41. gr. laganna að lögð væri áhersla á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gilti að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hefði tryggt að leynd ríkti um. Í 4. mgr. 41 gr. komi fram að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. sé Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lögin taki til þegar upplýsingaskiptin séu í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Þá segi að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um geti í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greini. Upplýsingarnar sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans og jafnframt málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga.<br /> <br /> Hvað varði tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 telur ráðuneytið að síðasti hluti þeirrar tilvitnunar eigi einmitt hér við, þ.e. eftirfarandi setningar: „Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa." Í afgreiðslu ráðuneytisins sé ekki vísað til þeirrar þagnarskyldu sem greini í ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sem talið sé almennt þagnarskylduákvæði í skilningi 2. máls. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur byggist afgreiðsla ráðuneytisins á því að þær upplýsingar sem sé að finna í umbeðnum gögnum falli undir sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda eigi að ríkja um samkvæmt sérstökum þagnarskylduákvæðum laga um Seðlabanka Íslands, laga um gjaldeyrismál og laga um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir sérstök þagnaskylduákvæði laga er jafnframt vísað til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Um sé m.a. að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat Lindarhvols ehf., sem ráðuneytið taki undir, hafi verið að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því hafi félaginu ekki verið heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat Lindarhvols ehf. hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Á grundvelli þess mats hafi Lindarhvoll ehf. tilgreint í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess og í skýrslum til ráðherra þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar kemur að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé ætlað að tryggja. Þannig hafi þær upplýsingar sem ekki heyri undir sérstakar þagnarskyldureglur eða 9. gr. upplýsingalaga þegar verið birtar opinberlega, af hálfu Lindarhvols ehf. eða ráðuneytisins, og vísar ráðuneytið því í þessu sambandi til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að Ríkisendurskoðun muni ljúka sérstakri úttekt sinni á starfsemi Lindarhvols ehf. og afhenda Alþingi skýrslu sína þar um, sem verði jafnframt gerð aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dags., segir kærandi furðu vekja hvernig ráðuneytið telji það standast að þær þagnarskyldureglur, sem það tiltaki, girði fyrir afhendingu gagna nú en hafi ekki gert það þá. Að öðru leyti vísaði kærandi til fyrri rökstuðnings.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru skipulega fram settar og í þeim er skýrlega greint á milli ólíkra umfjöllunarefna.<br /> <br /> Eins og lýst er hér að framan er synjun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, fyrst og fremst byggð á því að upplýsingar sem fram komi í fundargerðunum séu háðar þagnarskyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, segir auk þess að upplýsingar í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá vísar ráðuneytið til þess að þær upplýsingar sem ekki heyri undir þessar takmarkanir hafi þegar verið birtar opinberlega, með vísan í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins byggir í fyrsta lagi á því að upplýsingar í fundargerðunum séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli þagnarskyldureglna 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Hvorki verður af ákvæðinu sjálfu né af skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins ráðið hvort og með hvaða hætti Lindarhvoll ehf. annaðist framkvæmd laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Þegar kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að upplýsingum voru í gildi lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Í 35. gr. laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, náði þagnarskyldan til þeirra aðila sem tilgreindir voru þar, þ.e. bankaráðsmanna, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmanna í peningastefnunefnd og annarra starfsmanna Seðlabanka Íslands. Þar sem aðrir aðilar eru ekki tilgreindir í ákvæðinu er ljóst að ákvæðið gildir ekki um starfsfólk fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Í 4. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sömu laga sagði enn fremur:<br /> <br /> „Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk á vegum félagsins skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki séð að ofangreint bráðabirgðaákvæði hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu starfsmanna Lindarhvols ehf. sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður þá að líta til þess að í bráðabirgðaákvæðinu er einungis lýst með almennum hætti til hvaða upplýsinga þagnarskyldan tekur. <br /> <br /> Loks er af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins einnig vísað til 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, en í ákvæðinu segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir: <br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skuli félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að hvorki verður séð af gögnum málsins né skýringum ráðuneytisins að ráðuneytið hafi við afgreiðslu á beiðni kæranda greint á milli upplýsinga sem varða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 58. gr. og upplýsinga sem gera það ekki. <br /> <br /> Eins og rakið hefur verið hér að framan hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið gengið út frá því í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar að framangreind þagnarskylduákvæði hafi að geyma sérgreindar þagnarskyldureglur sem girði almennt fyrir að unnt sé að verða við erindi kæranda um afhendingu fundargerða Lindarhvols ehf. á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt því sem að framan greinir telur úrskurðarnefndin að sú lagatúlkun ráðuneytisins fái ekki staðist.<br /> <h2>3.</h2> Eins og áður segir vísar ráðuneytið jafnframt til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við mat á því hvort rétt sé að takmarka aðgang almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda með vísan til 9. gr. upplýsingalaga kann að vera nauðsynlegt að afla afstöðu þeirra einstaklinga og félaga sem fjallað er í umbeðnum gögnum. Vísast um þetta til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga sem og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra 40 fundargerða sem beiðni kæranda lýtur að. Við blasir að nokkur hluti fundargerðanna fjallar um málefni Lindarhvols sjálfs og inniheldur upplýsingar sem með engu móti geta talist falla undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fundargerðunum er hins vegar einnig að finna upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki sem hugsanlegt er að falli undir takmarkanir 9. gr. laganna, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af afgreiðslu fjármálaráðuneytisins verður hins vegar ekki séð að nokkurt mat hafi farið fram á því hvaða upplýsingar í fundargerðunum kunni að falla undir ákvæðin og hverjar ekki. Eins og rakið var hér að framan með vísan til lögskýringargagna er hins vegar nauðsynlegt að slíkt mat fari fram.<br /> <br /> Sú afstaða fjármálaráðuneytisins liggur þó fyrir að á heimasíðu Lindarhvolls ehf. sé að finna allar þær upplýsingar sem ráðuneytið telji heimilt að birta. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ráðuneytið hefur hvorki útskýrt fyrir kæranda né úrskurðarnefndinni hvar nákvæmlega þær upplýsingar úr fundargerðunum sem afhenda má er að finna á heimasíðu Lindarhvols ehf. Jafnframt bendir úrskurðarnefndin á að kærandi kann að hafa af því hagsmuni að sjá hvernig fjallað er um málefni í fundargerðunum sjálfum, sbr. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, enda hafa fundargerðirnar ekki verið birtar á heimasíðunni. <br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti. Er því óhjákvæmilegt að vísa beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

915/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

Deilt var um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni félags um aðgang að gögnum sem varða veiðiráðgjöf vegna beitukóngs árið 2019. Hafrannsóknarstofnun sagði umbeðnar upplýsingar vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng sem gefin var út árið 2019 og vísaði til þess hvar í skýrslunni upplýsingarnar væri að finna. Engin önnur gögn væru til um ráðgjöfina en fundargerðir, glærusýningar og forritunarkóði sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að gögnin væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með Hafrannsóknarstofnun að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli.

<h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 915/2020 í máli ÚNU 20010018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður, f.h. Royal Iceland ehf., ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum sem varða ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. desember 2019, fór kærandi þess á leit við Hafrannsóknastofnun að veittar yrðu upplýsingar og gögn sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Óskað var eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samantektum úr afladagbókum fyrir veiðar á beitukóngi.<br /> 2. Samanteknum gögnum um greiningu á afla á sóknareiningu fyrir beitukóng. <br /> 3. Greiningu á veiðidögum og afla eftir mánuðum, svæðum o.s.frv. <br /> 4. Þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar um þróun veiðiálags (e. catch effort) og veiðimagns. <br /> 5. Fyrirliggjandi stofnstærðarmælingum eða mati á stofnstærð eftir svæðum, annars vegar á norðanverðum Breiðafirði og hins vegar sunnanverðum Breiðafirði. <br /> 6. Fyrri rannsóknum og mælingum sem varpað gætu ljósi á stofnstærð og veiðiþol stofnsins sem lagt var til grundvallar ákvörðun um takmörkun á veiðum. <br /> 7. Öllum gögnum, forsendum og rökum sem lágu til grundvallar og rökstyðja ákvörðun stofnunarinnar um að taka upp nýja aflareglu grundvallaða á ICES reglu um „data limited stock“ og greiningu stofnunarinnar á kostum og göllum þess að taka upp nýja aflareglu. <br /> <br /> Hafrannsóknastofnun afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2020. Í bréfinu segir meðal annars að stofnunin hafi þann 13. júní 2019 birt ráðgjöf og tækniskýrslu fyrir beitukóng sem nálgast megi á heimasíðu stofnunarinnar. Í viðkomandi skjölum séu samantektir og greiningar sem hafi legið til grundvallar ráðgjöf stofnunarinnar og svari í raun liðum 1-7 í beiðni kæranda. Ef óskað sé eftir frekari gagnagreiningum geti stofnunin orðið við því en þá muni verða um útselda tímavinnu að ræða sem greiða þurfi fyrir. Til að hægt sé að meta umfang vinnunnar þurfi mun nánari útlistun á því hvaða upplausna sé krafist í greiningum. <br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði og vinni beitukóng og hafi því kærandi því verulega hagsmuni af því að staðið sé rétt að ráðgjöf um heildarafla. Kærandi hafi óskað eftir því að honum yrðu veittar allar upplýsingar um grundvöll ráðgjafar stofnunarinnar þannig að hann gæti sjálfur lagt mat á aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar og komið á framfæri athugasemdum eða gagnrýni ef hann telji ástæðu til þess. Kærandi segist hafna því að þau gögn sem hann óski eftir kalli á sérstaka vinnu við gagnagreiningu, enda verði að ætla að slík greining eða samantektir hafi átt sér stað á grundvelli gagnanna, a.m.k. sé óhugsandi annað en að fyrir liggi samantektir á gögnum sem stofnunin byggi útreikninga sína á. Kærandi eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæðum laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Kærandi telur að túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015 og leggi þau lög auknar skyldur á hendur stofnuninni til að deila með hagsmunaaðilum þeim gögnum sem stofnunin aflar, og byggir ráðgjöf sína á, á hverjum tíma. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafrannsóknastofnun með bréfi, dags. 30. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Hafrannsóknastofnunar, dags. 14. febrúar 2020, segir að stofnunin telji samantektirnar sem óskað sé eftir vera vinnugögn samkvæmt skilgreiningu upplýsingalaga. Þá eigi ákvæði í lögum um Hafrannsóknastofnun um aðgang að gögnum ekki við um vinnugögn og samantektir sem hugsanlega séu lögð fram á lokuðum fundum innan stofnunarinnar heldur um töluleg gögn og mælingar sem nýst geti til gagnagreiningar vísindamanna og almennings. Meðfylgjandi umsögninni var sérstök greinargerð Hafrannsóknastofnunar þar sem ferill ráðgjafar nytjastofna er skýrður og farið er yfir forsendur ráðgjafar vegna beitukóngs. Jafnframt eru þar rakin samskipti stofnunarinnar við kæranda.<br /> <br /> Umsögn Hafrannsóknastofnunar var kynnt kæranda þann 20. febrúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda. <br /> <br /> Með erindi, dags. 2. apríl 2020, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni sína til Hafrannsóknastofnunar um aðgang að gögnum málsins. Þau bárust þann 17. apríl 2020. Í bréfi er fylgdi gögnunum kemur fram að um sé að ræða vinnugögn og fundargerðir sem fjallað hafi verið um á tveimur fundum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja (IAG). Þá kemur fram það mat stofnunarinnar að verði henni gert að veita hagsmunaaðilum aðgang að vinnugögnum muni það grafa alvarlega undan vísindalegum grunni ráðgjafar stofnunarinnar. Stofnunin muni halda áfram á þeirri braut að birta ítarlegar tækniskýrslur þar sem forsendur ráðgjafar séu útskýrðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á þeim gögnum sem bárust með bréfi Hafrannsóknastofnunar þann 17. apríl 2020. Í svari Hafrannsóknastofnunar, dags. 22. júní 2020, kemur fram að ráðgjöf stofnunarinnar byggist á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Stofnunin hafi á undanförnum árum stóraukið útgáfu á efni sem tengist ráðgjöfinni með tækniskýrslum og hnitmiðuðum ráðgjafarskjölum. Stofnunin telji því að hún hafi útskýrt nægjanlega, í útgefnum skýrslum sem og á fundum með kæranda og í fyrri svörum til kæranda af hverju hún breytti grunni ráðgjafar. Þá segir að ráðgjöfin sé ekki stjórnvaldsákvörðun heldur ráðgjöf til ráðherra, það sé svo ráðherra að ákveða hvort ráðgjöfinni sé fylgt, kærandi sé því ekki beinn aðili að málinu. Andi laga um stofnunina, sem kveði á um aðgengi að gögnum, eigi ekki við um fundargerðir og slíkt heldur mæligögn til að auðvelda öðru vísindafólki að stunda rannsóknir. Því telji stofnunin tilvísunina ekki eiga við. <br /> <br /> Með erindi til Hafrannsóknastofnunar, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum á því hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna í skýrslum þeim sem vísað var til í umsögn stofnunarinnar og birtar eru á vef hennar. Þá óskaði nefndin upplýsinga um það hvort fyrirliggjandi væru önnur gögn í málaskrá stofnunarinnar með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Hafrannsóknastofnun svaraði samdægurs. Þar er leiðbeint um á hvaða blaðsíðu umbeðnar upplýsingar séu að finna í tækniskýrslunni frá 13. júní 2019. Þá er tekið fram að ekki sé haldið utan um ráðgjafarferli stofnunarinnar í málaskrá hennar. Þar séu vistuð innsend erindi frá stjórnvöldum og utanaðkomandi aðilum. Haldnar séu fundargerðir um fundi þar sem ráðgjöf sé rædd og hafi þær verið sendar til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Svar Hafrannsóknastofnunar, frá 23. júní 2020, var sent kæranda með bréfi sama dag og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði tegundina beitukóng í Breiðafirði. Hafrannsóknarstofnun hafi ekkert samráð haft við kæranda um mjög afdrifaríkar ákvarðanir um breytingar í veiðiráðgjöf. Mikil samskipti hafi verið á milli þáverandi útgerðaraðila og þáverandi forstöðumanns þeirrar deildar Hafrannsóknarstofnunar sem beitukóngur féll undir, um stofnstærðarmælingu árið 2012 sem framkvæmd hafi verið í samvinnu milli þessara aðila. Niðurstaða mælingarinnar hafi verið sú að veiði á árunum 1996-2012 hafi ekki haft áhrif á stærð stofnsins. Veiðin á þessu tíma hafi verið mun meiri en frá árunum 2012. Kærandi telur Hafrannsóknastofnun hafa ákveðið að koma sér undan rannsóknarskyldu á beitukóngi með því að taka ákvarðanir árin 2017 og 2019 um breytta ráðgjöf sem minnki hámark veiða um 64%. Óskað sé eftir upplýsingum um raunverulegar ástæður fyrir þessum tveimur ákvörðunum sem teknar hafi verið á fundum TAC nefndar og/eða fundum hryggleysingjahóps annars vegar árið 2017 og hins vegar árið 2019. Í tækniskýrslum um beitukóng komi ekki fram rök fyrir ákvörðun stofnunarinnar árin 2017 og 2019 um að skera niður hámarksráðgjöf í beitukóngi. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur enn fremur fram að það sé krafa kæranda að fá fundargerðir TAC nefndar eða nefndar hryggleysingjahóps stofnunarinnar eða annarra hópa þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að skera niður hámarksráðgjöf. Óskað er eftir fundargerðum vegna ákvörðunar vegna áranna 2017 og 2019. <br /> <br /> Með erindi, dags. 25. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringu á skjali sem kæranda var synjað um aðgang að og geymir forritunarkóða. Samdægurs svaraði Hafrannsóknastofnun því að forritið væri notað í fyrsta lagi til að sækja gögn í gagnagrunna Fiskistofu, þ.e. aflagrunn og afladagbókargrunn. Gögnin væru annars vegar landaður afli af beitukóngi (Hafnarvog) og hins vegar færslur í afladagbókum sem skipstjóri skrái lögum samkvæmt. Annar hluti forritsins reikni meðalafla í hverja gildru. Þriðji og síðasti hluti forritsins teikni síðan stöpla og línurit af niðurstöðunum. <br /> <br /> Þann 1. júlí 2020 funduðu formaður og ritari úrskurðarnefndarinnar með starfsmanni Hafrannsóknastofnunar. Á fundinum kom fram að aðeins ákveðinn hópur starfsmanna hefði aðgang að gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að. Ekkert væri í þessum gögnum sem væri út af fyrir sig skaðlegt. Aftur á móti væri almennt ekki veittur aðgangur að vinnugögnum enda nauðsynlegt að geta lagt fram vinnugögn á lokuðum fundum án þess að hagsmunaaðilar fengju aðgang að þeim. Oft væri það svo að gögnin endurspegluðu ekki endanlega niðurstöðu. Ekkert í vinnugögnunum lýsti forsendum sem ekki væri hægt að kynna sér í endanlegum skýrslum. Jafnframt staðfesti starfsmaður Hafrannsóknastofnunar að allir meðlimir ráðgjafarteymis væru starfsmenn stofnunarinnar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi meðal annars til þess að hann eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæða laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015. <br /> <br /> Hvað varðar þá málsástæðu kæranda er kveðið á um það hlutverk Hafrannsóknastofnunar í 16. tölul. 5. gr. 112/2015 að miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um sjálfbærar nytjar á íslensku hafsvæði, í ám og vötnum, greina frá niðurstöðum rannsóknastarfseminnar og veita aðgang að gögnum stofnunarinnar eftir því sem tök eru á. Af ákvæðinu verður ekki ráðið að með því séu lagðar auknar skyldur á Hafrannsóknastofnun um að veita aðgang að upplýsingum í vörslum stofnunarinnar umfram það sem kveðið er á um í upplýsingalögum nr. 140/2012. Í máli þessu verður því leyst einvörðungu úr því hvort afgreiðsla Hafrannsóknastofnunar hafi verið í samræmi við upplýsingalög. <br /> <h2>2.</h2> Hafrannsóknastofnun segir upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng, dags. 13. júní 2019, sem sé aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Stofnunin hefur tilgreint hvar í skýrslunni umbeðnar upplýsingar sé að finna. Auk þess staðhæfir stofnunin að önnur gögn varðandi ráðgjöf séu ekki vistuð í málaskrá stofnunarinnar og séu því engin frekari gögn er málið varða fyrirliggjandi hjá stofnuninni önnur en þau gögn sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. <br /> <br /> Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þannig að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin sem Hafrannsóknastofnun synjaði kæranda um aðgang að voru í fyrsta lagi tvær fundargerðir ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, í öðru lagi tvær glærusýningar varðandi ráðgjöfina og þriðja lagi forritunarkóði fyrir tölfræðiforrit. Þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum bera með sér að þær hafi verið teknar saman við undirbúning ráðgjafar vegna veiða á beitukóngi. Endanleg ráðgjöf vegna veiða á beitukóngi, tækniskýrsla og forsendur hennar, voru svo birtar opinberlega á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. <br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 538/2014, 716/2018, 894/2020. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja. Í fundargerð, dags. 29. maí 2019, eru stuttar vangaveltur um fræðilegar og tæknilegar reikniforsendur beitukóngsafla og magn veiða undanfarinna ára. Í fundargerð, dags. 4. júní 2019, eru settar fram upplýsingar um ástand beitukóngsstofnsins og hugleiðingar um hugsanlega niðurstöðu ráðgjafar stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna, enda koma þar ekki fram þær upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur glærusýningarnar vera sama efnis og fundargerðirnar. Er því Hafrannsóknastofnun heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti kæranda með sömu rökum og færð hafa verið fram varðandi fundargerðirnar. <br /> <br /> Varðandi skjal með forritunarkóða hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til annars en að ætla að hann hafi verið notaður við útreikninga á þann hátt sem Hafrannsóknastofnun lýsti. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið sé vinnugagn sem Hafrannsóknarstofnun er heimilt að synja um aðgang að, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, enda er um að ræða undirbúningsgagn auk þess sem í því koma ekki fram upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá metur Hafrannsóknastofnun það svo að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafrannsóknastofnun hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur fundargerðum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, tveimur glærusýningum varðandi ráðgjöfina og forritunarkóða fyrir tölfræðiforrit með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3.</h2> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Hafrannsóknastofnunar að engin önnur gögn með umbeðnum upplýsingum séu fyrirliggjandi en tækniskýrslan sem stofnunin hefur vísað til auk þeirra gagna sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að og þegar hefur verið fjallað um. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eða gögnin eru þegar aðgengileg almenningi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því kærunni vísað frá að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur fram að einnig sé óskað eftir fundargerðum vegna ákvörðunar árið 2017 en í upphaflegri beiðni kæranda var óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Um er að ræða nýja beiðni sem Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekið afstöðu til. Úrskurðarnefndin mun því ekki fjalla um þá beiðni, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Hafrannsóknastofnunar, dags. 13. janúar 2020, um að synja beiðni Royal Iceland ehf., um aðgang að fundargerðum, glærukynningum og forritunarkóða vegna ráðgjafar um veiðar á beitukóngi vegna ráðgjafar 2019. <br /> <br /> Kæru, dags. 29. janúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p>

914/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita almenningi upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna lögaðila sem falla undir lögin. Hins vegar bæri ekki að veita upplýsingar um menntun starfsmanna og var því staðfest synjun Herjólfs ohf. á beiðni um þær upplýsingar. Þá hafði Herjólfur ohf. birt nöfn og starfssvið starfsmanna á vefsíðu félagsins og voru þær upplýsingar því þegar aðgengilegar almenningi. Var kærunni þar af leiðandi vísað frá að því leyti.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 914/2020 í máli ÚNU 200400010.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 10. febrúar 2020, óskaði A eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Óskað var eftir því að upplýsingarnar bærust á pappír. Með erindi, dags. 25. febrúar 2020, kærði hann á töf á afgreiðslu erindisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Herjólfur ohf. svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2020. Í svari félagsins segir að hjá því starfi um 70 starfsmenn á ársgrundvelli og sé um að ræða bæði fasta starfsmenn og afleysingastarfsmenn. Unnið sé að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn félagsins og verði þær birtar á vefsíðu þess um leið og þeirri vinnu væri lokið. Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. febrúar 2020, er gerð sú krafa að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn á pappír. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari upplýsingum frá Herjólfi ohf. um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Sérstaklega var óskað eftir upplýsingum um hvort breytingar hefðu orðið á lista yfir starfsfólk félagsins og starfssvið þess, sem birtur var á vef félagsins, frá 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júní 2020, kemur fram að á vefsíðu félagsins, www.herjolfur.is, undir flokknum „um okkur“, séu tiltekin nöfn allra starfsmanna félagsins auk starfs- og/eða stöðuheita þeirra. Ekki hafi þótt ástæða til að færa inn afleysingafólk eða starfsfólk sem sé í tímabundnum störfum, svo sem sumarstarfsmenn, enda um skammtímaráðningar að ræða. Það sé jafnframt mat félagsins að ástæðulaust sé að veita, birta eða upplýsa um frekari hagi eða stöðu starfsmanna. Starfsmenn og þá sérstaklega áhafnameðlimir þurfi að hafa réttindi því annars sé ekki hægt að lögskrá þá um borð. Einnig kemur fram að listinn sé uppfærður reglulega og engar breytingar hafi verið gerðar á starfsmannamálum frá því kærandi hafi óskað eftir upplýsingunum. Samdægurs óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort afleysingafólk hefði starfað fyrir félagið þann. 1. febrúar 2020. Herjólfur ohf. svaraði því sama dag að allir þeir starfsmenn sem hefðu verið starfandi 1. febrúar hefðu verið skráðir á vefsíðu félagsins og ætti það bæði við um fastráðna starfsmenn og afleysingafólk sem þá hefði verið að störfum. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir að veita beri almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varði starfsmenn lögaðila sem falli undir lögin:<br /> <br /> 1. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í 5. mgr. 7. gr. segir að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun en samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er félaginu aðeins skylt að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið starfsmanna félaga í meirihlutaeigu hins opinbera. Er því staðfest sú ákvörðun Herjólfs ohf. um að veita kæranda ekki aðgang að upplýsingum um menntun starfsfólks félagsins. <br /> <h2>2.</h2> Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 24. febrúar 2020, segist félagið vera að vinna að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn og að þær verði í kjölfarið birtar á vefsíðu félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að samkvæmt 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli. <br /> <br /> Fyrir liggur að í kjölfar beiðni kæranda hóf Herjólfur ohf. vinnu við að taka saman upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Ekki verður hins vegar séð af gögnum málsins að kærandi hafi verið upplýstur um hvenær upplýsingarnar urðu aðgengilegar á vefnum. <br /> <br /> Herjólfur ohf. vísar til þess í svari félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. júní 2020, að upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra séu birtar á vefsíðu þess og tilgreinir hvar þær sé að finna. Félagið staðhæfir að sá listi sem aðgengilegur var á vefsíðu félagsins þann 25. júní 2020 endurspegli nöfn og starfssvið starfsmanna sem störfuðu hjá félaginu 1. febrúar 2020 en kærandi óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu miðaðar við þá dagsetningu. Herjólfur ohf. kveður engar breytingar hafa verið gerðar á starfsmannamálum síðan þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu félagsins. <br /> <br /> Í kæru krefst kærandi þess að fá umbeðnar upplýsingar afhentar á pappír. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017 og 896/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef félagsins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um nöfn og stöðu starfsmanna Herjólfs ohf. miðað við 1. febrúar 2020. Verður því þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 26. júní 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um menntun starfsmanna félagsins. <br /> <br /> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

913/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

Í málinu var deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að upplýsingum um bíltæknirannsóknir sem lögreglan hefði látið framkvæma á tímabilinu 2004-2014. Lögreglan bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með slíkum upplýsingum, nema þá í málsgögnum sakamála. Kærunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til þess að gögn sem varða rannsókn sakamála eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 913/2020 í máli ÚNU 20040005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. apríl 2020, kærði A afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 21. júní 2018 óskaði kærandi eftir upplýsingum um bíltæknirannsóknir lögreglunnar. Fram kemur í beiðninni að nánar tiltekið væri sérstaklega óskað eftir upplýsingum um það hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur, sbr. ákvæði 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (eða 70 gr. brottfallinna laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991) til bíltæknirannsókna á ökutækjum. Jafnframt óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til á grundvelli sömu ákvæða. Þá óskaði hann eftir upplýsingum um fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu 2004-2014, að báðum árum meðtöldum. Tekið var fram að ekki væri þörf á nákvæmum fjölda mála, heldur myndi ágiskun vera fullnægjandi að svo stöddu.<br /> <br /> Í svari Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. mars 2020, segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nái til gagna sem séu fyrirliggjandi og varði tiltekið mál. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi þau hins vegar ekki um rannsóknir sakamála eða saksókn. Bíltæknirannsóknir á Íslandi séu framkvæmdar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ef kærandi óski frekari upplýsinga sé eðlilegt að hann beini fyrirspurnum sínum þangað. <br /> <br /> Í erindi kæranda til lögreglunnar, dags. 12. mars 2020, kveðst hann hafa fengið upplýsingar frá Lögreglunni á Suðurlandi við sömu fyrirspurn. Hann vilji engu að síður fá svar við fyrirspurn sinni um fjölda mála sem B og/eða aðrir sérfræðingar hafi unnið varðandi bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á þessu tiltekna tímabili, 2004-2014. Þá kveðst kærandi ekki vera að spyrja um einstök mál eins og lögreglan vísi í með synjun um upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ástæðan fyrir kærunni sé að kærandi hafi í undirbúningi kæru vegna hegningarlagabrots og að svar við fyrirspurninni myndi að öllum líkindum styrkja kæruna. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi óskað eftir tölfræðiupplýsingum um framkvæmdar bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2014 að bárum árum meðtöldum. Óskað hafi verið eftir því að aðgreindur væri fjöldi mála sem B bifvélavirkjameistari hefði unnið að og fjöldi mála sem aðrir hefðu unnið að. Þá telur kærandi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu enda sé hvorki verið að óska eftir upplýsingum úr tilteknu sakamáli né saksókn og ekki verði með nokkru móti hægt að tengja umbeðnar upplýsingar við nein tiltekin sakamál né saksóknir. Eingöngu sé spurt um tölfræði á tilteknu tímabili. Þá tekur kærandi fram að bíltæknirannsóknir eigi við í fleiri tilfellum en þeim sem endi í sakamáli eða saksókn. Að lokum gerir kærandi mjög alvarlegar athugasemdir við að það hafi tekið lögregluna 21 mánuð að svara upphaflegu erindi hans, sérstaklega í ljósi þess að honum hafi verið synjað um aðgang að upplýsingunum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 14. apríl 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. júní 2020, segir að lögreglan hafi skoðað hvort upplýsingar um bíltæknirannsóknir væru til hjá embættinu og leiðbeint kæranda um að leita til Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem bíltæknirannsóknir fyrir öll lögregluembættin séu framkvæmdar þar. Þá segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gert samantekt á bíltæknirannsóknum og séu umbeðnar upplýsingar því ekki tiltækar hjá embættinu. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eigi almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum sé hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Vísað er til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem tekið sé fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Upplýsingar um hvort og þá hvaða aðili hafi framkvæmt bíltæknirannsókn í sakamáli sé að finna í gögnum sakamálsins og séu hluti af málsgögnum sem undanþegin séu meginreglunni um réttindi almennings til aðgangs að upplýsingum þar sem gildissvið upplýsingalaga nái ekki til rannsóknar sakamáls eða saksóknar þess, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þannig hafi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki gögn til að afhenda, hvorki kæranda né úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Að lokum er beðist velvirðingar á töfum sem orðið hafi við afgreiðslu erindisins sem helgist af önnum hjá embættinu.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, mótmælir hann því að beiðninni sé synjað á þeirri forsendu að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman. Á þeim forsendum væri í raun hægt að synja um aðgang að nánast öllum upplýsingum öðrum en beinum samskiptum. Kærandi gerir athugasemd við málshraða og afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kveðst hafa sent sömu fyrirspurn á öll önnur lögregluembætti á landinu á sama tíma og hafi fengið svör frá þeim öllum innan mánaðar. Það sé því með ólíkindum að nú tveimur árum eftir upprunalega fyrirspurn kæranda sé Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki búin að svara þessari einföldu fyrirspurn. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar framkvæmdu á vegum embættisins á árunum 2004-2014 á grundvelli 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og 70 gr. eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. <br /> <br /> Kærandi óskaði nánar tiltekið eftir upplýsingum um eftirfarandi: <br /> <br /> 1. Hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur í bíltæknirannsóknum. <br /> 2. Hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til. <br /> 3. Fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu.<br /> <br /> Ákvörðun lögreglunnar um að synja beiðni kæranda byggist á því að upplýsingar um bíltæknirannsóknir á vegum embættisins séu ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að útbúa sérstaka samantekt til þess að svara fyrirspurn kæranda, sem lögreglunni sé ekki skylt að gera, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá séu umbeðnar upplýsingar eingöngu fyrirliggjandi sem hluti af málsgögnum í sakamálum en slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrirspurn kæranda til lögreglunnar óskar hann eftir svari við því hvort tiltekinn bifvélavirkjameistari hafi sinnt bíltæknirannsóknum fyrir lögregluna og hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til þess að sinna slíkum rannsóknum. <br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Upplýsingalög leggja aftur á móti þá skyldu á þá sem falla undir lögin að kanna hvort fyrirliggjandi séu gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta. <br /> <br /> Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið þær skýringar að upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar hafi sinnt á vegum embættisins sé eingöngu að finna í málsgögnum vegna rannsókna á sakamálum en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til annars en að taka trúanlegar fullyrðingar lögreglunnar um að umbeðnar upplýsingar sé aðeins að finna í málsgögnum sakamála. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um aðgang að slíkum gögnum verður ekki hjá því komist að vísa kæru vegna afgreiðslu lögreglunnar á beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort tiltekin starfsmaður hafi sinnt bíltæknirannsókn fyrir lögregluna og hvort aðrir hafi sinnt slíkum rannsóknum. <br /> <h2>3.</h2> Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um fjölda mála sem sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna við bíltæknirannsóknir á tilgreindu tímabili. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir slíka samantekt ekki vera fyrirliggjandi og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. Þar sem úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að gögn sem liggja til grundvallar þeirri samantekt sem kærandi óskar eftir séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ekki skylt að afhenda kæranda gögnin svo hann gæti sjálfur tekið saman þær upplýsingar sem óskað var eftir. <br /> <br /> Með hliðsjón af því að ekki hafa verið teknar saman upplýsingar um fjölda mála þar sem sérfræðingar hafa verið fengnir til að sinna bíltæknirannsóknum á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og því að upplýsingalög leggja ekki skyldu á Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum með umbeðnum upplýsingum, svo hann geti sjálfur tekið saman fjölda mála, verður einnig að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. apríl 2020, vegna afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

912/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að upplýsingum varðandi kostnað við utanlandsferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar árið 2002. Vegagerðin kvað engin gögn með slíkum upplýsingum vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var kærunni því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 912/2020 í máli ÚNU 20020024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni hans um aðgang að upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til upplýsingalaga nr. 140/2012 og óskar eftir liðsinni úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að afla upplýsinga um ferð tveggja starfsmanna ríkisins til Færeyja þann 10. desember 2002 og um hver hafi borið kostnaðinn af þeirri ferð, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Vegagerðin, Spölur, eða þessir aðilar að jöfnu. Kærandi efast um að það sé eðlileg ráðstöfun á almannfé, að starfsmenn ríkisins fari í leiguflugi til að vera viðstaddir hátíðarhöld vegna vígslu jarðganga í Færeyjum og eiginlega enn fráleitara ef þeir þiggi far með öðrum í slíkar ferðir. Kærandi telji fráleitt að Vegagerðin og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið geti skotið sér undan að veita umbeðnar upplýsingar á þeirri forsendu að þessir aðilar varðveiti ekki opinber bókhaldsgögn og geti þar með ekki uppfyllt þær kröfur sem upplýsingalög geri til stjórnsýslunnar.<br /> <br /> Með erindi til Vegagerðarinnar, dags. 18. desember 2019, óskaði kærandi svara við eftirfarandi spurningum varðandi ferð starfsmanna opinberra stofnana eða fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins til Færeyja 10. desember 2002: <br /> <br /> 1. Hver var heildarkostnaður við ferðina? <br /> 2. Hver var kostnaður vegna einstakra þátttakenda í ferðinni? <br /> 3. Á hvers vegum voru einstakir starfsmenn í þessari ferð? <br /> 4. Hver eða hverjir greiddu kostnaðinn? <br /> 5. Hver leigði flugvélina, til hve langs tíma, hver var kostnaðurinn og hver greiddi?<br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína með tölvupósti, dags. 24. febrúar 2020, en í svari Vegagerðarinnar, dags. 27. febrúar 2020, kemur fram að þrátt fyrir leit í skjalasafni stofnunarinnar hafi engin gögn fundist varðandi fyrirspurn kæranda. Þá er bent á að Vegagerðin geymi ekki bókhaldsgögn lengur en lög krefjist og líklega hafi því ekki orðið til önnur gögn á sínum tíma en þau sem snúi að bókhaldinu. Kærandi spurði sama dag hvort þeir sem hefðu farið í ferðina hefðu ekki verið spurðir um hver bæri kostnað af henni, úr því að bókhaldsgögnum hefði verið eytt. Í svari Vegagerðarinnar, dags. sama dag, kemur fram að réttur til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum snúi að því að veita aðgang að gögnum sem kunni að vera til hjá stofnuninni um tiltekið málefni. Eins og fram komi í fyrra svari hafi slík gögn ekki fundist hjá Vegagerðinni um það málefni sem fyrirspurn kæranda beinist að og því sé ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í kæru er tekið fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hugsanlegt vanhæfi tveggja nafngreindra starfsmanna við afgreiðslu Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á tilteknum kvörtunum kæranda. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vegagerðinni með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 11. mars 2020, segir að engin gögn hafi fundist hjá Vegagerðinni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Því sé ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða heldur séu umbeðin gögn ekki til staðar. Vegagerðin hafi upplýst kæranda um það að stofnunin geymi bókhaldsgögn ekki lengur en krafist sé samkvæmt lögum þar um en samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sé ekki skylt að geyma slík gögn lengur en í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. <br /> <br /> Vegagerðin bendir á að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkist við það að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi, sbr. 20. gr. laganna. Þegar umbeðin gögn séu ekki til staðar og afhending þeirra komi af þeim sökum ekki til greina, líkt og hér um ræði, teljist það ekki synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu telji Vegagerðin að vísa beri kærunni frá, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 572/2015 frá 2. mars 2015.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að nokkur atriði í umsögn Vegagerðarinnar þurfi athugunar við því þar stangist á nokkur mikilvæg lagaatriði auk þess sem það virðist einbeittur ásetningur Vegagerðarinnar að koma sér undan því að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varðað gætu ámælisverða hegðun starfsmanna stofnunarinnar og meðferð þeirra á almannafé. <br /> <br /> Í fyrsta lagi bendir kærandi á 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Það sé skilningur kæranda að óska megi eftir gögnum og upplýsingum frá opinberum stofnum og fyrirtækjum allt að 30 ár aftur í tímann, en að þeim tíma liðnum þurfi almenningur að leita til Þjóðskjalasafnsins, sem opinberir aðilar eigi að koma gögnum til, til frekari varðveislu. Það að eyða bókhaldsgögnum, og öðrum gögnum, fari því beinlínis gegn þessu ákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi segir kærandi að í umsögn Vegagerðarinnar sé vísað til 1 mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, og á þeim grunni telji Vegagerðin sér ekki skylt að varðveita bókhald lengur en í sjö ár. Þessi túlkun Vegagerðarinnar stangist augljóslega á við ofangreint ákvæði upplýsingalaga og því haldi þau rök sem Vegagerðin haldi fram illa hvað þetta atriði varði.<br /> <br /> Í þriðja lagi vísar kærandi til 1. gr. laga um bókhald nr. 145/1994 þar sem tiltekið sé hverjir falli undir lögin. Það sé ansi langsótt og þröng túlkun ef Vegagerðin ætli að halda því fram að hún sé bara einföld stofnun „sem stundi atvinnurekstur eða hafi á hendi fjáröflun eða fjárvörslu“ og ætli á þeirri forsendu að víkja sér undan að því veita upplýsingar um fjárreiður sínar lengra aftur en sjö ár. Sé þeirri túlkun Vegagerðarinnar á lögum beitt, verði þeim sem ætli t.d. að rita sögu opinberrar stjórnsýslu sniðinn ansi þröngur stakkur. Slík túlkun myndi hindra það að hægt sé að horfa aftur í tímann og meta ýmis mál að nýju, t.d. hvað varði kostnaðaráætlanir og reynslu verka sambærileg við þau sem ráðast eigi í árum eða áratugum síðar.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa túlkun Vegagerðarinnar á 1. mgr. 20. gr. bókhaldslaga og að Vegagerðin geti skotið sér undan upplýsingalögum með því að „láta gögn hverfa að eigin geðþótta, eða með vafasamri lagatúlkun“. Þá vísar kærandi til bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, vegna sama máls en þar vísi ráðuneytið til þess að hugsanlega kunni einhver gögn er málið varði að vera að finna hjá Fjársýslu ríkisins. Því telji kærandi Vegagerðina ekki hafa leitað gagnanna með fullnægjandi hætti og vilji láta á það reyna hvort rétt sé að opinberar stofnanir á borð við Vegagerðina og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vísi almenningi á milli stofnana, að því er virðist í þeim tilgangi einum að komast hjá því að veita umbeðnar upplýsingar og afhenda þau gögn sem um sé beðið. Kærandi tekur fram að hann hafi þegar sent Fjársýslu ríkisins beiðni um upplýsingar eftir ábendingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.<br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir en upplýsti nefndina um það að málið hefði verið sent til umboðsmanns Alþingis.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir. Með hliðsjón af þessu verður því aðeins fjallað um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda. <br /> <br /> Vegagerðin hefur lýst því yfir að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn sinni, dags. 11. mars 2020, vísar Vegagerðin jafnframt til 1. mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, en samkvæmt ákvæðinu er aðilum skylt að varðveita bókhaldsgögn í sjö ár. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru frá árinu 2002 og því tæplega átján ára gömul. Í athugasemdum sínum, 11. mars 2020, mótmælir kærandi því að stofnunin geti komist hjá skyldum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. mgr. 4. gr. þar sem segir að lögin gildi um gögn í 30 ár frá því þau urðu til, með því að eyða gögnum. <br /> <br /> Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að lög um bókhald, nr. 145/1994, eru sérlög sem gilda eingöngu um bókhaldsgögn. Upplýsingalögin fela aftur á móti í sér almennar reglur um rétt til aðgangs að gögnum sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það heyrir því ekki undir nefndina að gera athugasemdir við hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Vegagerðarinnar hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá Vegagerðinni, óháð því hvort stofnuninni kunni að hafa verið skylt að halda gögnum og upplýsingum til haga, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

911/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman í tengslum við gerð lagafrumvarps. Fiskistofa hafði afhent kæranda töflureikningsskjölin að hluta en synjað um tilteknar upplýsingar í þeim. Synjunin var í fyrsta lagi byggð á því að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og í öðru lagi að gögnin vörðuðu virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðila sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru vinnugögn þar sem þau gátu ekki talist undirbúningsgögn auk þess sem þau höfðu verið afhent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá taldi nefndin að hagsmunir útgerðarfyrirtækja af leynd, um hvernig reikniforsendur í skjölunum kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, gætu ekki vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um undirbúning lagasetningar um ráðstöfun opinberra hagsmuna væru aðgengilegar almenningi. Jafnframt yrði ekki séð að í gögnunum fælust í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækja en þær sem þegar væru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt. Var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 911/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður, f.h. Félags makrílveiðimanna, ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum, samskiptum við starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Alþingis sem og einstaka þingmenn og ráðherra og upplýsingum sem Fiskistofa hefði látið af hendi vegna undirbúnings og meðferðar frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (stjórn veiða á makríl), sbr. 776. mál á 149. löggjafarþingi. Fram kom að upplýsingabeiðnin tæki bæði til upplýsinga og gagna sem Fiskistofa hefði veitt í tengslum við breytingartillögur atvinnuveganefndar við meðferð frumvarpsins og allt til þess tíma þegar Fiskistofa hefði úthlutað varanlegri aflahlutdeild í makríl. <br /> <br /> Með bréfi Fiskistofu, dags. 10. janúar 2020, fékk kærandi sent afrit af tölvupóstum og útprentun af þremur töflureiknisskjölum þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar, nöfn skipa og veiðireynslu þeirra. Með bréfi, dags. 13. janúar 2020, óskaði kærandi eftir því að fá gögnin án takmarkana. Kærandi tekur fram að skjölin hafi verið send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að beiðni ráðuneytisins. Fiskistofa hafi ekki upplýst um að upplýsingar hafi verið afmáðar úr skjölunum né rökstutt þá ákvörðun. Kærandi geti ekki séð á hvaða grundvelli Fiskistofa geti haldið leyndum upplýsingum um veiðireynslu eða ætlaða úthlutun til báta sem stofnunin hafi sent ráðherra. Fram kemur í bréfinu að gengið sé út frá því að mistök hafi átt sér stað hjá Fiskistofu enda séu upplýsingarnar þegar opinberar á vefsíðu Fiskistofu. Ef ekki verði orðið við beiðni kæranda sé farið fram á frekari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, synjaði Fiskistofa beiðni um að afhenda umbeðin gögn án útstrikana. Í bréfi Fiskistofu kemur fram að um sé að ræða tvö töflureiknisskjöl þar sem borin sé saman veiðireynsla tiltekinna aðila miðað við mismunandi reikniforsendur. Fiskistofa byggi ákvörðun um að synja um aðgang að skjölunum í fyrsta lagi á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum Fiskistofu til eigin nota, að því frátöldu að þau hafi verið afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í aðdraganda framangreindrar lagasetningar á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, þ.e. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Undantekningar í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ákveðið hafi verið að veita kæranda aðgang að tveimur vinnugögnum að hluta, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, þ.e. þeim hlutum gagnanna sem hafi að geyma reikniforsendurnar en ekki þeim sem hafi að geyma nöfn viðkomandi aðila. Sú ákvörðun sæki jafnframt stoð í 9. gr. upplýsingalaga þar sem stofnunin telji sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli skjölin ekki endilega endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að því sé hafnað að Fiskistofa hafi veitt ráðuneytinu upplýsingar um það hvernig aflaheimildir myndu skiptast milli útgerða út frá gefnum forsendum ráðuneytisins hverju sinni, á grundvelli eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu. Fari því fjarri að tilefni beiðni ráðuneytisins um útreikninga á mögulegum niðurstöðum úthlutunar á aflaheimildum á makríl hafi tengst eftirliti með starfsemi. Í öðru lagi sé því hafnað að upplýsingar eða samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila sé eða geti verið upplýsingar sem felldar verði undir 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um „hugsanlega úthlutun“ séu ekki upplýsingar eða gögn sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ekki sé einu sinni um að ræða upplýsingar um aflaheimildir viðkomandi útgerðar eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess heldur séu þetta upplýsingar um ímyndaða hlutdeild. Upplýsingarnar séu ekki einu sinni komnar frá viðkomandi fyrirtæki né varði þær það. Um sé að ræða upplýsingar um hvernig tilteknar forsendur, sem ráðherra hafi hugleitt að leggja til grundvallar við úthlutun á aflaheimildum í makríl, komi út fyrir einstök fyrirtæki, ef sú leið væri farin. Það eina sem sé óþægilegt við þessar upplýsingar sé sú staðreynd að áður en ráðuneytið hafi útbúið frumvarp til laga um skiptingu hlutdeildar hafi það óskað eftir því að fá fyrirfram upplýsingar um niðurstöður skiptingar á aflamarki. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að upplýsingarnar séu unnar upp úr upplýsingum um veiðar á makríl en þær upplýsingar séu opinberar og birtar af Fiskistofu á vefsíðu stofnunarinnar. Þá séu úthlutanir á aflaheimildum einnig opinberar og birtar á vef Fiskistofu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. janúar 2020, var kæran kynnt Fiskistofu og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Fiskistofu barst með bréfi, dags. 14. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu eru málavextir raktir og ítrekað að um sé að ræða vinnugögn sem afhent hafi verið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, samkvæmt 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Áréttað er að ráðuneytið hafi með þessu verið að fylgja eftir lögmætum skyldum sínum til að hafa almennt eftirlit með Fiskistofu, m.a. svo haldið væri utan um veiðireynslu, kvótabundnar tegundir o.fl. með traustum hætti.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að upplýsingarnar varði viðkomandi fyrirtæki en þær séu byggðar á aflamarki skipa sem útgerðir hafi veitt og skráð í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Þá sé það mat Fiskistofu að upplýsingarnar séu þessi eðlis að þær gefi villandi mynd af stöðu þeirra útgerða sem hlut eiga að máli og geti þannig skaðað hagsmuni þeirra. Auk þess hafi stofnunin ekki aflað samþykkis þeirra sem í hlut eiga samkvæmt 9. gr. laganna. Stofnunin telur sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli töflureiknisskjölin ekki endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fiskistofu. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. febrúar 2020, kemur meðal annars fram að Fiskistofa hafi ekki útskýrt hvernig það geti tengst eftirliti með því að Fiskistofa standi rétt að utanumhaldi á veiðireynslu, kvótabundnum tegundum o.fl. með traustum hætti, að ráðuneytið óski eftir því að Fiskistofa framkvæmi útreikninga á ætlaðri úthlutun á aflahlutdeild. Þá hljóti hverjum manni að vera það ljóst að hugsanleg úthlutun út frá öðrum forsendum en endanlega voru ákveðnar feli ekki í sér ákvörðun um úthlutun heldur hafi ráðherra með því viljað vita fyrir fram hver niðurstaðan yrði af einstaka hugmyndum hans að úthlutun áður en hann tæki ákvörðun á hlutlægum grundvelli um aðferðina við úthlutun aflaheimilda. Aðferðin virðist benda til þess að niðurstaða um úthlutun fyrir einstaka báta hafi haft áhrif á val ráðherra á endanlegri aðferð við úthlutun. Erfitt sé að sjá hvaða hagsmunir það séu sem tengist viðkomandi útgerðum, nema ef vera skylda að verja þær vonbrigðum ef endanleg niðurstaða hafi verið þeim óhagstæðari en „hugsanleg úthlutun“. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman af Fiskistofu. Synjun Fiskistofu er í fyrsta lagi byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti frá Fiskistofu til ráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019 þar sem reiknuð er áætluð hlutdeild, hluti af upphafsúthlutun og hluti af endanlegri úthlutun miðað við hlutdeild árið 2011. Í öðru lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 17. janúar 2019. Þar er sett fram samantekt með áætluðum hlutdeildum ef ákveðið yrði að hlutdeildarsetja miðað við síðustu áramót. Tekið er fram að þetta séu vinnugögn og því aðeins áætlun. Hlutdeildarsetning myndi krefjast meiri vinnu til að tryggja að rétt væri úthlutað. Í þriðja lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 9. apríl 2019. Þar segir að tekin hafi verið út árin 2008-2018 án veiðireynsluflutnings, auk áætlaðrar hlutdeildar miðað við 10 bestu árin (2008-2018), bæði án og með flutningi veiðireynslu. Í fjórða lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 10. apríl 2019. Í tölvupóstinum kemur fram að afritaðar hafi verið nýjar tölur af vef Fiskistofu inn í skjalið en í því eru settar fram áætlaðar hlutdeildir miðað við tvenns konar forsendur. Úr þeim skjölum sem Fiskistofa afhenti kæranda hafa verið afmáðar upplýsingar um heiti útgerðarfyrirtækja.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því að Fiskistofa tæki saman umræddar upplýsingar við undirbúning frumvarps til laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga um stjórn fiskveiða. Þá verður ráðið að tilgangur samantektarinnar hafi verið sá að kanna hvernig úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa kæmi út miðað við mismunandi forsendur. Töflureiknisskjölin endurspegla því ekki endanlega niðurstöðu um úthlutun aflaheimilda heldur er um að ræða skjöl sem notuð voru til undirbúnings ákvörðunar um úthlutun. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfylla skjölin þó ekki skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda er ekki um að ræða gögn sem Fiskistofa hefur ritað eða útbúið til eigin nota heldur voru þau útbúin til nota í ráðuneytinu. <br /> <br /> Annað skilyrði þess að gögn geti talist vinnugögn er að þau hafi ekki verið send öðrum, nema þau hafi eingöngu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í umsögn Fiskstofu, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að gögnin hafi í reynd verið afhent ráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með starfsemi Fiskistofu, sbr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. lög nr. 115/2011, og af þeim sökum teljist gögnin áfram vinnugögn þrátt fyrir að hafa verið miðlað til ráðuneytisins. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn sem afhent eru ráðuneyti geti talist til gagna sem hafa verið ,,afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. verður að horfa til þeirra sjónarmiða sem lágu að baki setningar ákvæðsins og lýst er í athugasemdum við það í frumvarpi því er varð að núgildandi upplýsingalögum. Þar segir meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> ,,Ljóst er af framangreindu að til að gagn geti talist vinnugagn skv. 1. mgr. 8. gr. þarf nokkuð þröngum skilyrðum að vera fullnægt. Í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins, sem og 2. mgr. hennar, er hins vegar að finna ákvæði sem víkka í afmörkuðum tilvikum gildissvið undantekningarinnar. Í fyrsta lagi er í niðurlagi 1. mgr. kveðið á um að hafi skjal, sem fullnægir að öðru leyti skilyrðum ákvæðisins, einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu þá missir það af þeirri ástæðu ekki stöðu sína sem vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. Ýmsir eftirlitsaðilar hafa að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Hér getur reynt á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra. Í stjórnsýsluframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið byggt á sambærilegri reglu.“<br /> <br /> Þá verður að líta til þess að í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, var lagt til að kveðið yrði á um það í 4. tölul. 8. gr. að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess, teldust til vinnugagna. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. tölul. 6. gr. er lagt til að heimilt verði að undanþiggja upplýsingarétti almennings gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðila til undirbúnings lagafrumvarpa sem leggja á fyrir Alþingi. Þessi töluliður er nýmæli. Umdeilanlegt kann að vera hvort nauðsynlegt er að lögfesta slíka takmörkun á upplýsingarétti almennings. Sterk rök hníga að því að einmitt upplýsingar sem fram koma í gögnum af þessu tagi eigi ríkt erindi við almenning. Almenningi sé með opnu ferli við undirbúning löggjafar gefinn betri kostur en ella á því að taka á upplýstan hátt þátt í lýðræðislegri umræðu. Við undirbúning þessa frumvarps var þessu sjónarmiði gefið mikið vægi. Engu síður varð niðurstaðan sú að leggja til lögfestingu þessarar reglu. Þeir almannahagsmunir sem mæla með því að slík regla sé lögfest, þannig að stjórnvöld eigi þess kost að halda slíkum álitsgerðum fyrst og fremst til innanhússnota og til að undirbyggja stefnumörkun, vega einfaldlega þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum skjölum jafnskjótt og þau verða til. Í 1. tölul. 4. gr. gildandi laga er regla sem miðar að stórum hluta að því að vernda sömu hagsmuni og hér eru tilgreindir án þess að það leiði með beinum hætti af ákvæðinu sjálfu. Sú undantekningarregla hefur í framkvæmd ekki síst verið notuð til að undanþiggja gögn sem lúta að undirbúningi löggjafar frá almennum aðgangi a.m.k. á meðan þau eru enn á vinnslustigi. Rétt er einnig að hafa í huga að lögfesting reglunnar sem gerð er tillaga um í 4. tölul. 6. gr. kemur á engan hátt í veg fyrir að Stjórnarráðið leitist við að upplýsa almenning betur en nú er gert um þá stefnumörkun sem á hverjum tíma fer fram þegar unnið er að undirbúningi lagafrumvarpa. Almennt verður að telja mikilvægt að unnið sé að því með markvissum hætti að vanda til undirbúnings að lagasetningu hér á landi. Þá ber enn fremur að hafa í huga að ekkert stendur því í vegi að stjórnvöld sem vinna að undirbúningi lagafrumvarpa geri gögn sem aflað er frá sérfróðum aðilum opinber umfram beina lagaskyldu samkvæmt heimild í 11. gr. frumvarpsins. Fjöldi dæma er um slíka málsmeðferð stjórnvalda á síðari árum og virðist sífellt verða algengari. Er það einnig í samræmi við áralanga hefð í nágrannalöndum Íslands. Á hinn bóginn er einnig ljóst að mikilvægir almannahagsmunir geta búið að baki því að ráðherra geti í trúnaði aflað álits sérfróðra aðila á tilteknum möguleikum til útfærslu lagafrumvarps. Þá ber einnig að hafa í huga að skv. 2. tölul. 2. mgr. 12. gr. frumvarps þessa mundi þessi takmörkun falla brott strax og frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi, eigi önnur undantekningarákvæði í frumvarpinu ekki við. Vert er að árétta að þessi undanþága á einungis við um álit sem óskað er sérstaklega en ekki álit sem berast sem liður í almennu umsagnarferli um frumvörp.“<br /> <br /> Við þinglega meðferð málsins var ákvæðið fellt á brott. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan telur úrskurðarnefndin því ekki unnt að fallast á þá afstöðu Fiskistofu að gögnin sem afhent voru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi verið afhent ,,eftirlitsaðila“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Fiskistofu er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umrædd skjöl. Sem fyrr segir er um að ræða töflureiknisskjöl þar sem borin er saman veiðireynsla tiltekinna skipa miðað við mismunandi reikniforsendur. Eins og fram kemur í gögnum málsins voru töflurnar teknar saman í því skyni að kanna hvernig mismunandi reikniforsendur kæmu út fyrir einstaka skip og liggja upplýsingar um veiðireynslu þeirra, á nánar tilgreindum tímabilum, til grundvallar útreikningum við undirbúning lagasetningar þar sem fjallað er um hvernig úthluta skuli þeim mikilvægu opinberu hagsmunum sem felast í aflaheimildum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 885/2020 og 886/2020 frá 1. apríl 2020. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir, af leynd um hvernig umræddar reikniforsendur kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar, sem fram koma í gögnunum og varða undirbúning lagasetningar sem snýr að ráðstöfun opinberra hagsmuna, séu aðgengilegar almenningi. Jafnframt skal tekið fram að ekki verður séð að í umræddum gögnum felist í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli en þær sem þegar eru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um undirbúning umræddrar lagasetningar vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að þær fari leynt. Verður því Fiskistofu gert skylt að veita kæranda aðgang að töflureiknisskjölunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fiskistofu er skylt að veita kæranda, Félagi makrílveiðimanna, aðgang að fjórum töflureiknisskjölum sem fylgdu tölvupóstum Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019, 17. janúar 2019, 9. apríl 2019 og 10. apríl 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

910/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vinnueftirlitið taldi óheimilt að veita honum upplýsingar um hvort fyrirliggjandi væru gögn með upplýsingunum, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kemur fram að sérstakt þagnarskylduákvæði í lögum nr. 46/1980 hafi verið fellt niður fyrir mistök með lögum nr. 71/2019. Með lögum nr. 40/2020 hafi sérstakt þagnarskylduákvæði verið leitt í lög á ný. Þegar kærandi hafi óskað upplýsingunum hafi verið kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga og hafi beiðni kæranda verið réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. Yrði því að fara fram hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hagsmuni einstaklinga af því að upplýsingar um erindi sem þeir kynnu að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu færu leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá umbeðnar upplýsingar. Var því ákvörðun Vinnueftirlitsins staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 910/2020 í máli ÚNU 20010009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. janúar 2020, kærði A ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort kvörtun vegna starfa kæranda hefði borist til Vinnueftirlitsins en greint hafði verið frá því í fjölmiðlum að hann hefði verið kærður fyrir meint einelti gagnvart starfsmanni Borgarbyggðar til eftirlitsins. Kærandi tók fram að ekkert erindi hefði borist Borgarbyggð þar sem leitað væri útskýringa á máli sem þessu né hefði niðurstaða úr slíkri umfjöllun verið kynnt. Því óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar um hvort mál þessa efnis hefði borist til Vinnueftirlitsins og ef svo væri hvenær það hefði borist og hvar það væri statt í vinnsluferli. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurnina með tölvupósti til Vinnueftirlitsins þann 6. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi hringt í stofnunina þrívegis og mætt í afgreiðslu til þess að ítreka erindið án árangurs. Hann segir erindi sitt einfaldlega snúast um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá stofnunarinnar og staðfest hvort fyrrgreint erindi (kvörtun) hafi borist eða ekki. Verði erindi hans ekki svarað muni hann snúa sér til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem frestur til að svara erindinu sé liðinn.<br /> <br /> Vinnueftirlitið svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 9. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi átt fund með stofnuninni. Eins og fram hafi komið á fundinum taki stofnunin við kvörtunum um vanbúnað í vinnuumhverfi og venjan sé að staðfesta móttöku slíkra erinda við þann sem kvartar. Í kjölfarið meti stofnunin hvort og hvernig vinnuaðstæður sem gerðar séu athugasemdir við verði skoðaðar. Þá kemur fram að Vinnueftirlitið hafi kallað eftir skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði (m.a. viðbragðsáætlun) frá sveitarfélaginu Borgarbyggð með tölvupósti, dags. 14. febrúar 2019, á grundvelli reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vinnueftirlitinu hafi borist svar frá sveitarfélaginu þann 25. febrúar 2019 og ekki hafi verið gerðar frekari athugasemdir við þau gögn. <br /> <br /> Í kjölfar bréfs Vinnueftirlitsins ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um málið enda hvíli rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Það ætti einnig við um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. sama dag, ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar og lýsti enn þeirri afstöðu sinni að stofnuninni bæri lögum samkvæmt að afhenda umbeðnar upplýsingar. Í tölvupóstinum vísar kærandi til 82. gr. laga nr. 46/1980 þar sem fram kemur að Vinnueftirlitið skuli afhenda viðeigandi stjórnvaldi upplýsingar um brot. Þá óskar kærandi eftir nákvæmri tilvísun í hvaða greinar laga nr. 46/1980 og 37/1993 sé vísað þegar Vinnueftirlitið hafni því að veita upplýsingar um hvort fyrrgreint mál hafi borist eða ekki. Þá segir að kærandi muni nýta kæruheimild í lögum nr. 46/1980 og vísa ákvörðun Vinnueftirlitsins til ráðuneytisins til endurskoðunar. <br /> <br /> Með tölvupósti Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, er fyrri afstaða stofnunarinnar ítrekuð. Þá segir að ákvæði 82. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eigi aðeins við um upplýsingar sem önnur stjórnvöld biðji um og takmarkist upplýsingagjöfin við lögbundið eftirlit upplýsingabeiðanda. Vinnueftirlitið fari með lögbundið eftirlit með aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum og því sé stofnuninni ekki heimilt að veita öðrum stjórnvöldum umbeðnar upplýsingar á grundvelli 82. gr. laganna. Vinnueftirlitið veki athygli á því að það taki ekki afstöðu í einstaka málum er varði félagslegan aðbúnað á vinnustað, heldur leggi áherslur á heilsusamlegt vinnuumhverfi, ábyrgð og skyldur atvinnurekandans. Frekari upplýsingar megi finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi hafi lesið frétt um málið í dagblaði en enginn hafi kannast við málið innan stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem kvörtun hafi ekki borist sveitarfélaginu. Kærandi geri sér grein fyrir að þagnarskylda sé nauðsynleg við meðferð viðkvæmra mála en hann geti ekki sætt sig við að þagnarskylda stofnunarinnar komi í veg fyrir að kærandi, sem aðili máls, fái umbeðnar upplýsingar svo hann geti hreinsað mannorð sitt gagnvart þeim aðdróttunum sem settar hafi verið fram í fréttinni. Fréttin snerti kæranda persónulega og með henni sé vegið á opinberan hátt að mannorði kæranda. Í fyrsta lagi sé því haldið fram á opinberum vettvangi að kærandi hafi lagt ákveðinn starfsmann Borgarbyggðar í einelti sem sé alvarleg ásökun. Í öðru lagi hafi tortryggni verið sáð gagnvart kæranda innan hóps kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og starfsmanna í stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem vangaveltur hafi byggst upp um hvort hann hefði stungið erindi vegna þessa máls undir stól, þar sem erindi vegna málsins hafi aldrei borist til stjórnsýslu sveitarfélagsins. Því telji kærandi sig eiga rétt á að fá upplýsingar um hvort kvörtun hafi borist til Vinnueftirlitsins og hvernig unnið hafi verið úr umræddu erindi hafi það borist stofnuninni. Miklu varði að ekki sé hægt að koma aðdróttunum eins og hér um ræði á framfæri í fjölmiðlum án þess að sá sem málið varði og ásakanir beinist gegn hafi tök á að verja hendur sínar og mannorð. Því óski kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skeri úr um hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins frá 16. desember 2019 sé réttmæt eða að séð verði til þess að stofnunin veiti kæranda svör við þeim einföldu spurningum sem hann hafi óskað eftir að fá svör við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlits ríkisins barst með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í umsögninni kemur fram stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um umbeðin gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í umsögninni að ákvæði 3. mgr. 14. gr. laganna heimili það að takmarkaður sé aðgangur aðila að gögnum um hann sjálfan enda hafi gögnin jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra og þeir hagsmunir sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Við mat á hagsmunum samkvæmt ákvæðinu hafi stofnunin litið til hlutverks stofnunarinnar og þá einkum mikilvægis þess að starfsmenn geti leitað til hennar með umkvartanir sínar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað sínum án þess að eiga á hættu að stofnunin þurfi að upplýsa um hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða efni þeirra.<br /> <br /> Í umsögninni er jafnframt gerð grein fyrir lögbundnu hlutverki Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í því sambandi er tekið fram að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að taka ákvarðanir í málum einstakra starfsmanna heldur sé metið hvort ástæða sé til að fara í eftirlitsheimsókn á vinnustaðinn eða bregðast við á annan hátt án þess að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um kvörtunina. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins beinist að atvinnurekandanum sjálfum og það sé lagaleg skylda atvinnurekandans að grípa til úrbóta í tilvikum þegar vanbúnaður sé á vinnustaðnum. Að öðrum kosti hafi Vinnueftirlitið heimildir til að beita atvinnurekandann þvingunaraðgerðum til þess að hann fari að fyrirmælum stofnunarinnar. Í samskiptum stofnunarinnar og atvinnurekandans í slíkum málum séu starfsmennirnir ekki með beinum hætti aðilar máls. Þegar starfsmenn stofnunarinnar telji aðbúnað vinnuveitanda fullnægja skilyrðum laganna og reglna settum með stoð í þeim sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin aðhafist nokkuð frekar nema nýjar upplýsingar komi fram sem leitt geti til þess að málið sé tekið upp að nýju. Verði því ekki ráðið af ákvæðum laganna að stofnunin hafi heimildir til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra samstarfsmenn. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að Vinnueftirlitinu sé engu að síður heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem verði hans áskynja. Þegar slíkar ábendingar berist meti stofnunin hvort ástæða sé til að kanna málið á grundvelli almennra eftirlitsheimilda sinna. Leiði rannsókn í kjölfar umkvörtunar til þess að vanbúnaður sé á vinnustað beini Vinnueftirlitið fyrirmælum sínum að viðkomandi atvinnurekanda að bæta þar úr. Ekki sé tekin efnisákvörðun er lúti beint að starfsmanni. <br /> <br /> Vinnueftirlitið rekur enn fremur í umsögninni að það sé mat stofnunarinnar að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað, hvort sem hann sé félagslegur eða annars konar, og þá eftir atvikum hver kvartandi hafi verið, séu þess eðlis að þær eigi undir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ætla verði að hagsmunir ætlaðs kvartanda vegi ætíð þyngra en hagsmunir þess sem fari fram á aðgang að gögnum enda þótt sá síðarnefndi telji að um hann sé fjallað í ætlaðri umkvörtun. Þetta eigi sérstaklega við þar sem ætlaðir kvartendur til Vinnueftirlitsins verði að geta staðið í þeirri góðu trú og treyst því að hvorki almenningur, atvinnurekandi né hugsanlega annar sá sem kvartað sé yfir innan vinnustaðarins geti átt aðgengi að þeim gögnum sem stofnuninni séu látin í té í tengslum við umkvartanir á vinnustöðum. Verði í því efni að líta til þess að stofnunin muni hvorki gera efni umkvartana til stofnunarinnar opinberar vegna þagnarskyldu né fjalla um þær efnislega þar sem stofnunin hafi ekki heimildir að lögum til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra starfsmenn. Í umsögninni er áréttuð sú afstaða stofnunarinnar að henni sé hvorki heimilt að upplýsa hvort kvörtun hafi borist né um efni hennar, hafi hún borist. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þágildandi 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafi verið kveðið um á starfsmönnum stofnunarinnar væri óheimilt að láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð væri gerð vegna umkvörtunar. Ákvæðið hafi verið fellt brott fyrir mistök með lögum nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, en í stað þess væri kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Lagt hafi verið fram frumvarp til að leiðrétta þessi mistök en stofnunin líti svo á að starfsmönnum Vinnueftirlitsins sé óheimilt að upplýsa um kvartanir sem stofnuninni berist á grundvelli X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Að lokum segir í umsögn Vinnueftirlitsins að mikilvægt sé að starfsmenn geti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað án þess að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hafi verið til stofnunarinnar eða hver hafi kvartað. Geti það dregið verulega úr líkum á því að starfsmenn treysti sér að leita til stofnunarinnar með umkvartanir sínar og þar með haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir vinnuverndarstarf í landinu. <br /> <br /> Vinnueftirlitið telur hvorki heimilt að upplýsa í málinu hvort kvörtun hafi borist stofnuninni né efni slíkrar kvörtunar, hafi hún borist, með vísan til 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Vísað er í því sambandi til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014 og nr. 636/2016. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi frá kæranda, dags. 14. febrúar 2020, segir meðal annars að 1. málsl. 9. gr. eigi ekki við um kæranda þar sem ákvæðið eigi við um upplýsingarétt almennings. Kærandi sé aðili málsins. Þá er því mótmælt að farið hafi verið fram á aðgang að gögnum málsins. Einungis hafi verið fram á aðgang að upplýsingum um hvort kæra hafi borist stofnuninni og ef svo er, hvar hún væri stödd í úrvinnslu Vinnueftirlitsins. Kærandi hafi aldrei farið fram á að sjá efnislega það sem fram komi í kærunni eða önnur gögn málsins. <br /> <br /> Þá mótmælir kærandi því að aðgangur verði takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í fyrsta lagi sé málið ekki lengur einkamálefni þess sem kvartaði eftir að hann hafi sent upplýsingar um það til fjölmiðils. Málið hafi verið gert opinbert að frumkvæði kæranda. Í öðru lagi hafi kærandi ekki óskað eftir upplýsingum um einkamálefni viðkomandi aðila og í þriðja lagi hafi ekki verið óskað eftir gögnum málsins heldur einungis upplýsingum um hvort kvörtun hafi borist og ef svo væri, hvar það væri statt. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir einnig að með hliðsjón af því hvernig málið hafi þróast þá krefjist kærandi þess að Vinnueftirlitinu verði gert að svara spurningum hans auk þess að afhenda honum öll gögn sem málinu tilheyra og hafi borist stofnuninni. Það hafi verið vegið að æru kæranda á opinberum vettvangi og verði að gefa þeim sem opinber ásökun um einelti beinist að tækifæri til að bregðast við á málefnalegum forsendum. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun yfir meintu einelti af hans hálfu og ef svo er, hvar málið sé statt. Kærandi hefur vísað til þess að aðeins hafi verið óskað eftir framangreindum upplýsingum en ekki aðgangi að gögnum máls. <br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka afstöðu til þess hvort málið heyri með réttu undir nefndina. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera ,,synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar. Verður þá að hafa í huga að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar ber þeim almennt á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Á hinn bóginn verður ekki leidd af upplýsingalögum sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þótt ekki sé útilokað að stjórnvöldum sé skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Við túlkun á 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður ekki hjá því litið að hugtakið ,,synjun“ verður ekki slitið úr samhengi við ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um hvernig beiðni um aðgang að gögnum verður fram sett. Með setningu upplýsingalaga nr. 140/2012 var slakað verulega á kröfum til framsetningar beiðna um aðgang að gögnum frá því sem áður var, auk þess sem ríkari áhersla var lögð á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda við afgreiðslu beiðna samkvæmt lögunum. Við túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður enn fremur að horfa til þess að kæruheimildin, sem ákvæðið felur í sér, er úrræði sem aðilum stendur til boða við að fá ákvarðanir stjórnvalda endurskoðaðar og sem er almennt grundvallað á sjónarmiðum um aukið réttaröryggi og réttarvernd borgaranna og því hagræði sem af slíkri málsmeðferð leiðir. <br /> <br /> Að auki bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að beinlínis er gert ráð fyrir því í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að stjórnvöldum kunni að vera óheimilt að greina frá því hvort mál sé eða hafi verið til meðferðar. Í athugasemdunum segir orðrétt: <br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál því lagt til grundvallar að skýra beri ákvæði 1. mgr. 20. gr. upplýsinglaga, og þá einkum hugtakið ,,synjun“, það rúmt að það nái því markmiði sem liggur til grundvallar úrræðinu. Þannig hefur úrskurðarnefndin gengið út frá því í framkvæmd sinni að fyrir liggi „synjun“ í skilningi ákvæðisins ef stjórnvald hefur neitað að afhenda upplýsingar sem liggja fyrir í gögnum stjórnvalds með vísan til ákvæða upplýsingalaga, ef unnt er að ráða af beiðni um upplýsingar til hvaða máls eða gagna hún tekur, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Sama gildir ef stjórnvald hefur neitað að staðfesta hvort mál hafi verið til meðferðar eða hvort gögn séu fyrirliggjandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að þessi framkvæmd sé einnig í samræmi við það almenna sjónarmið í stjórnsýslurétti að ekki verði að jafnaði gerðar strangar kröfur til forms eða framsetningar þeirra erinda sem borgararnir beina til stjórnvalda. Það verður því ekki gerð sú krafa að beinlínis sé í erindi óskað eftir aðgangi að tilteknu gagni samkvæmt upplýsingalögum heldur ræðst það af efni erindisins hvort fara ber með það sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga eða ekki. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta gögn sem fylgja erindi og frekari samskipti stjórnvalds og málsaðila einnig verið til marks um í hvaða farveg rétt sé að beina málinu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Eins og ráðið verður af gögnum málsins og rakið er hér að framan óskaði kærandi eftir því við Vinnueftirlitið með erindi, dags. 14. nóvember 2019, að stofnunin veitti upplýsingar um hvort kvörtun vegna starfa hans hefði borist til Vinnueftirlitsins og vísaði um það til upplýsinga sem fram hefðu komið í fjölmiðlum. Kærandi sendi síðan aðra beiðni um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. Fram kemur að erindi kæranda snúist einfaldlega um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá Vinnueftirlitsins og staðfest hvort erindi hafi borist stofnuninni eða ekki.&nbsp;</p> <p> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um hvort mál væri til meðferðar enda hvíldi rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Þessa afgreiðslu kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Með vísan til þessara atvika málsins og þeirra sjónarmiða um túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sem lýst hér að framan verður því leyst úr því hvort kærandi eigi rétt til upplýsinga um hvort tiltekið mál sé eða hafi verið til meðferðar hjá Vinnueftirliti ríkisins á grundvelli upplýsingalaga. </p> <h2>2.</h2> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem með tilliti til ákvæðis 3. mgr. 4. gr. geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 var þagnarskylduákvæðið svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 hljóðaði ákvæðið svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var aftur breytt með 2. tölul. 7. gr. um vernd uppljóstrara nr. 40/2020 en ákvæðið tók gildi 19. maí 2020. Ákvæðið hljóðar nú svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 47/1980 í frumvarpi til laga nr. 40/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Loks er lagt til að þrír málsliðir bætist við 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 sem er ætlað að mæla fyrir um sérstaka þagnarskyldu til að tryggja þeim sem kvarta til Vinnueftirlits ríkisins trúnað. Sérstöku þagnarskylduákvæði var bætt við lögin með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 var það fellt brott. Með viðbótinni eru mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem kemur í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.“<br /> <br /> Þegar kærandi óskaði eftir umbeðnum upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins þann 14. nóvember 2019 hljóðaði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 svo að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. lög nr. 71/2019 og var beiðni kæranda réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. <br /> <br /> Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í 9 töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi.<br /> <br /> Samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga nær þagnarskylda til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Fram kemur að undir ákvæðið falli ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríki um, en farið skuli að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess sé óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. tölul. 1. mgr. 42. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 8. tölul. 1. mgr. endurspegla 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þegar þagnarskylduákvæði um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ef telja verður að upplýsingar séu það viðkvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna kemur til greina að fella þær undir þagnarskyldu. Þannig er meginþorri upplýsinga sem snertir heilsuhagi nafngreindra einstaklinga háðar þagnarskyldu. Upplýsingar um grun eða vitneskju um sjúkdóma manna, svo og upplýsingar um önnur tengd einkamálefni sem finna má í læknisvottorðum og öðrum gögnum sem tilheyra sjúkraskrá almennt eru þannig almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama gildir almennt um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína. Þá eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, forsjá eða umgengni við börn almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama á við um mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga. Þá geta fjárhagsmálefni einstaklinga verið háð þagnarskyldu mæli lög ekki fyrir á annan veg. Þannig er t.d. óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum í skattamálum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga.“<br /> <h2>3.</h2> Vinnueftirlitið telur óheimilt að veita kæranda upplýsingar um hvort fyrirliggjandi séu gögn með kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vísað er til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 því til stuðnings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að hafi kvörtun borist Vinnueftirlitinu yfir meintu einelti kæranda gagnvart samstarfsmanni á vinnustað þá geymi slíkt gagn upplýsingar um kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu liggur það því fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka afstöðu til þess hvort Vinnueftirlitinu sé heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið var sérstakt þagnarskylduákvæði um starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins fellt á brott við setningu laga nr. 71/2019. Samkvæmt þagnarskylduákvæðinu, eins og það hljóðaði fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 og eins og það hljóðar nú, eru starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að skýra beri þagnarskylduna þannig að Vinnueftirliti ríkisins sé ekki aðeins óheimilt að veita aðgang að gögnum sem geymi umkvartanir til stofnunarinnar heldur einnig óheimilt að upplýsa hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða ekki.<br /> <br /> Þegar beiðni kæranda barst Vinnueftirliti ríkisins var sem fyrr segir kveðið á um almenna þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður þó óhjákvæmlega að líta til þess við hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að þeir sem kunna að hafa kvartað til stofnunarinnar fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 máttu eiga réttmætar væntingar til þess að sérstök þagnarskylda þágildandi ákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilti um erindi þeirra. Úrskurðarnefndin hefur í þessu sambandi hliðsjón af úrskurðarframkvæmd sinni, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 652/2016. Með hliðsjón af því hvernig atvikum málsins er háttað er það enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir einstaklinga yfir því að upplýsingar um erindi sem þeir kunna að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um það hvort kvörtun vegna meintrar háttsemi hans á vinnustað hafi borist stofnuninni. Er það því niðurstaða nefndarinnar að staðfesta beri ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort slíkt kvörtun hafi borist. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun vegna meints eineltis kæranda gagnvart starfsmanni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

909/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

Kærð var afgreiðsla Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um gögn varðandi leiguíbúð á vegum félagsins. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 909/2020 í máli ÚNU 20050002.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. apríl 2020, framsendi Persónuvernd, að beiðni A, kæru hans, dags. 20. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um aðgang að gögnum. Kærð var synjun Félagsstofnunar stúdenta á beiðni kæranda að öllum samskiptum kæranda eða eiginkonu hans við stofnunina vegna rakavandamála í leiguíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta, öllum dómsskjölum tiltekins dómsmáls milli stofnunarinnar og byggingaraðila fasteignarinnar og niðurstöðum mælinga á fasteigninni. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja það frekar sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Kæru í máli þessu er beint að Félagsstofnun stúdenta vegna afgreiðslu stofnunarinnar á beiðni um aðgang að gögnum er varða leiguíbúð Félagsstofnunar stúdenta. <br /> <br /> Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi til þágildandi upplýsingalaga, nr. 50/1996, segir eftirfarandi um afmörkun þess hvað teljist vera starfsemi stjórnvalds: <br /> <br /> „Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands, nr. 33/1968, skal við Háskóla Íslands starfa Félagsstofnun stúdenta. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um að félagsform Félagsstofnunar stúdenta skuli vera sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Um hlutverk stofnunarinnar segir í 2. gr. laganna að hún skuli annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra samkvæmt því, sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Samkvæmt 1. málsl. 3. gr. skal stofnunin skipuð fimm mönnum, einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðuneyti, einum kosnum af háskólaráði og þrem kosnum af stúdentaráði til tveggja ára í senn.<br /> <br /> Í 4. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um rekstur stofnunarinnar. Segir þar eftirfarandi: <br /> <br /> „Stjórn stofnunarinnar aflar fjár til framkvæmda þeirra, er undir stofnunina heyra, í samvinnu við rektor og háskólaráð. Auk tekna af fyrirtækjum þeim, er Félagsstofnun stúdenta ræður yfir eftir lögum þessum og reglugerð, skal fjár til byggingarframkvæmda, rekstrar fyrirtækja og eflingar þeirra aflað sem hér segir:<br /> <br /> 1. Árleg skrásetningargjöld stúdenta við Háskóla Íslands skulu renna að hluta til stofnunarinnar, eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð fyrir Háskóla Íslands.<br /> 2. Með framlagi úr ríkissjóði, eftir því sem Alþingi ákveður hverju sinni.<br /> 3. Gjöfum, sem Félagsstofnun stúdenta kunna að berast.<br /> 4. Öðrum úrræðum, er stjórn stofnunarinnar telur tiltækileg.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindum ákvæðum laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands nr. 33/1968, að stofnunin sé hvorki stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga né lögaðili í meirihluta eigu hins opinbera sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá varðar beiðnin ekki starfsemi sem felld verður undir upplýsingalög samkvæmt 3. gr. laganna en rekstur stofnunarinnar á leiguíbúðum er hvorki verkefni sem stjórnvaldi er falið með lögum né telst reksturinn að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðni kæranda um aðgang að gögnum verður að vísa kæru hans vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðninni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

908/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um tiltekin gögn varðandi framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Sveitarfélagið kvað hluta umbeðinna gagna ekki fyrirliggjandi og staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann hluta afgreiðslunnar. Hins vegar taldi sveitarfélagið óheimilt að afhenda samninga sveitarfélagsins við verktaka, með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem heimilt væri að undanþiggja tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna, með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar höfðu þeir hlutar beiðninnar ekki hlotið þá efnislegu umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim því vísað aftur til Kópavogsbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 908/2020 í máli ÚNU 20010004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. janúar 2020, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Með gagnabeiðni kæranda, dags. 26. september 2019, var óskað eftir svörum við tilteknum spurningum og gögnum í sjö tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna sparkvallar við Austurkór?<br /> 2. Hver var endanlegur kostnaður við verkið þegar allt er talið;<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a) hönnun,<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;b) þóknun verktaka,<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;c) eigin vinna starfsmanna Kópavogsbæjar,<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;d) sérstaklega sé aðskilið frá sparkvellinum sjálfum og gerð grein fyrir kostnaði við veg frá Austurkór að sparkvelli, þar með talið malbikun hans.<br /> 3. Óskað er eftir afriti af þeim samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna verksins.<br /> 4. Óskað er eftir afritum fundargerða formlegra nefnda og ráða bæjarins þar sem um sparkvöll við Austurkór er fjallað á tímabilinu janúar 2016 til dagsins í dag. Átt er við:<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a) Bæjarstjórn<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;b) Bæjarráð<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;c) Skipulagsráð<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;d) Bygginga- og skipulagsnefnd.<br /> Einnig fundargerðir starfshópa, vinnuhópa og óformlegra nefnda, svo sem vinnufunda embættis garðyrkjustjóra og embættis skipulagsstjóra, annarra vinnuhópa sem um verkefnið hafa fjallað á vettvangi bæjarins, afrit tölvupóstsamskipta garðyrkjustjóra bæjarins og skipulagsstjóra sem og byggingarfulltrúa. Einnig samskipti starfsmanna sem undir þá heyra þar sem þeir fjalla um umræddan sparkvöll.<br /> 5. Þá er beðið um afrit umsókna sem um verkið hafa verið gerðar til opinberra aðila, þar með talið sveitarfélagsins og þeirra leyfa sem stofnanir bæjarins hafa gefið út í tengslum við framkvæmdirnar, þ.e. við sparkvöll við Austurkór og aðkomuleiðir að honum.<br /> 6. Þá er óskað eftir afritum af samskiptum Kópavogsbæjar við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna sparkvallarins, bæði tölvupósta og formleg bréf.<br /> 7. Hvort verkefnið sparkvöllur við Austurkór hafi notið styrkja frá utanaðkomandi aðilum og ef svo er frá hverjum.<br /> <br /> Kópavogsbær svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Þar kemur meðal annars fram að ákvörðun um að gera skyldi boltavöll við Austurkór hafi verið tekin af hálfu skipulagsyfirvalda í Kópavogi með samþykki á deiliskipulagi fyrir svæðið árið 2007 og breytingu á deiliskipulagi 2011 þar sem heimilað hafi verið að færa völlinn fjær lóðunum við Austurkór 88-92. Í tilefni af fyrstu tveimur töluliðum beiðninnar er tekið fram að áætlaður kostnaður við sparkvöllinn hafi verið 18,45 m. kr. í mars 2017 en áfallinn kostnaður vegna sparkvallar og vegar sé nú 26,3 m. kr. Ekki sé til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði eftir þeim atriðum sem kærandi nefndi í erindi sínu. Ekki séu til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli sé ekki til sérstaklega aðgreindur.<br /> <br /> Varðandi þriðja töluliðinn kemur fram að við verkefni sem þetta sé unnið samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Ríkiskaup hafi boðið út þjónustuna og gerður sé samningur við fjölda verktaka um einingarverð. Ekki sé hægt að afhenda afrit rammasamninga þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafa í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að fundargerðum þar sem fjallað var um sparkvöllinn frá janúar 2016. Kópavogsbær kveður hins vegar ekki liggja fyrir fundargerðir vinnuhópa um málið. Tölvupóstsamskipti starfsmanna um sparkvöllinn teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Ekki sé ástæða til að veita aðgang að þeim gögnum umfram það sem skylt sé, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kópavogsbær veitti kæranda aðgang að framkvæmdaleyfi og samskiptum við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samkvæmt 5. og 6. tölulið beiðninnar og í tilefni af þeim 7. var upplýst að verkefnið hefði ekki hlotið styrki frá utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi geri athugasemdir við afgreiðslu Kópavogsbæjar á töluliðum 2, 3 og 4. Hvað lið 2 varðar kemur fram að ekki hafi verið veitt svar við spurningum um þóknun verktaka, eigin vinnu starfsmanna bæjarins og sundurliðaðan kostnað við vegargerð. Kærandi hafnar því að gögn um þessa þætti séu ekki til og aðgreinanleg í bókhaldi bæjarins því þá væri um brot á bókhaldslögum að ræða. Þá sé augljóst að t.d. vinna við malbikun sé ekki unnin í tímavinnu heldur á grundvelli einhvers konar verðkönnunar og því ættu þær upplýsingar að liggja fyrir sem og aðrar. <br /> <br /> Um lið 3 segir kærandi að það geti ekki staðist að Kópavogsbær geti komið sér undan því að afhenda samninga eða önnur gögn er tengist vinnu við opinbera framkvæmd. Ef málið sé að verktakar hafi unnið verkið í tímavinnu sé rétt að það sé upplýst skýrt og skilmerkilega. Þá sé spurningunni einnig ætlað að kalla fram hvaða verktakar unnu verkið. Hvað 4. liðinn varðar kemur fram að kærandi telji ljóst að um alla þætti þess máls hafi verið samið í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Því sé augljóst að ef Kópavogsbær komist upp með það vinnulag að túlka slíka samninga sem vinnugögn sé verið að fara á svig við upplýsingalög og gera þau ómarktæk.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 10. janúar 2020, var Kópavogsbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Fresturinn var framlengdur tvívegis og barst umsögnin þann 17. febrúar 2020.<br /> <br /> Í umsögn bæjarins er málið afmarkað með þeim hætti að kærandi telji sig ekki hafa fengið svör við spurningum b, c og d í öðrum tölulið erindis hans til bæjarins, dags. 26. september 2019. Með spurningu 2 b) hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um endanlegan kostnað vegna þóknunar verktaka vegna gerðar sparkvallarins. Líkt og fram hafi komið í hinni kærðu ákvörðun hafi ekki verið til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði til verktaka. Við nánari skoðun hafi hins vegar þótt ástæða til að fara yfir alla reikninga sem bókaðir voru á verkefnið í bókhaldskerfinu og útbúa nýtt skjal þar sem teknar voru saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn. <br /> <br /> Hvað spurningu 2 c) varðar hafi kærandi verið upplýstur um að gögn um eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar væru ekki skráð hjá bænum, enda væri ekki unnið eða greitt fyrir vinnu á grundvelli tímaskráningar. Þá hafi upplýsingar um kostnað við stíginn að vellinum ekki verið sundurliðaðar frá kostnaði við völlinn sjálfan, sbr. spurningu 2 d).<br /> <br /> Um spurningu 3 kemur fram að verkþættirnir hafi verið unnir á grundvelli rammasamnings um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Með rammasamningsútboði sé verið að samræma kosti stærri útboða við kaup á þjónustu til minni verkefna og um leið fækka fjölda útboða sem geti verið tímafrek og kostnaðarsöm. Rammasamningar feli í sér skilmála sem gerðir séu við aðila samningsins á gildistíma hans. Rammasamningur sé því ekki samningur um ákveðna verkframkvæmd heldur samningur um ákveðin einingarverð fyrir verkþætti eða verkflokka sem framkvæmdir verði á gildistíma samningsins. Rammasamningi verði ekki komið á nema að undangengnu innkaupaferli sem lög um opinber innkaup kveði á um. Það sé því með öðrum orðum verið að óska eftir tilboðum um einingarverð í ákveðinn fjölda verkþátta, svo sem tækjanotkun, trjáklippingar, uppgröft, hellulögn o.s.frv., sem séu svo smá að ekki tæki að bjóða þau út í opinberu útboðsferli. Í núgildandi rammasamningi hafi 25 verktakar boðið fram þjónustu sína í níu verkflokka sem samanstandi af 41 verkþætti. Kópavogsbær hafi ekki talið stætt á að afhenda rammasamninginn þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafi í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila.<br /> <br /> Af hálfu Kópavogsbæjar kemur loks fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafi unnið málið og hvort þeir hafi unnið í tímavinnu. Upplýst hafi verið hvaða verktakar unnu málið og fjárhæðir gefnar upp fyrir þeirra verkþátt.<br /> <br /> Með umsögn Kópavogsbæjar fylgdu ýmis gögn. Með erindi, dags. 21. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin þess á leit að bærinn veitti frekari skýringar á fylgiskjölunum, þar sem tekið væri fram hver þeirra hefðu þegar verið afhent kæranda og hver þeirra sveitarfélagið teldi rétt að undanþiggja upplýsingarétti almennings. Kópavogsbær svaraði fyrirspurninni á þá leið að þrjú fylgiskjöl sem fylgdu greinargerðinni hefðu ekki verið afhent kæranda en að ekki væri ástæða til að undanþiggja þau upplýsingarétti hans.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda ásamt fylgiskjölum með erindi, dags. 25. febrúar 2020 og veittur kostur til að koma að frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með erindi, dags. 5. apríl 2020, vakti úrskurðarnefnd um upplýsingamál athygli Kópavogsbæjar á því að umsögn bæjarins hefðu einungis fylgt gögn sem þegar hefðu verið afhent kæranda eða sveitarfélagið teldi rétt að afhenda kæranda. Af þessu tilefni áréttaði úrskurðarnefndin að henni væri þörf á afriti af öllum þeim gögnum sem kæra kæranda lyti að til að taka afstöðu til upplýsingaréttar hans. Því væri ítrekuð ósk um afrit af öllum þeim gögnum sem væru í vörslum Kópavogsbæjar og kærandi hefði óskað eftir með beiðni sinni. <br /> <br /> Eftir frekari samskipti upplýsti Kópavogsbær að kærandi hefði fengið umbeðin gögn afhent að frátöldum rammasamningi auk þess sem ekki hefði verið farið yfir öll tölvupóstsamskipti starfsmanna til að athuga hvort þar væru hugsanlega upplýsingar um sparkvöllinn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 8. apríl 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af rammasamningi en með svari bæjarins, dags. 28. apríl 2020, var upplýst að hinn svokallaði rammasamningur samanstæði af tilboðsgögnum frá fjölda verktaka sem hefði lagt fram tilboð vegna verksins „Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið – Rammasamningsútboð“, annars vegar frá 2016 og hins vegar frá 2019. Svarinu fylgdi afrit af gögnum vegna útboðsins árið 2016 en gögn vegna útboðsins sem fram fór árið 2019 bárust þann 3. júní 2020. Í báðum tilvikum áréttaði Kópavogsbær að um væri að ræða gögn sem lögð hefðu verið fram í opinberu innkaupaferli þar sem finna mætti einingarverð frá fjölda fyrirtækja í sama geira. Opinberun gagnanna gæti haft miklar afleiðingar, m.a. fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og hagkvæmni í innkaupum sveitarfélagsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Mál þetta lýtur að beiðni kæranda um aðgang að gögnum er tengjast gerð sparkvallar sem gerður var af Kópavogsbæ. Upphafleg beiðni kæranda til Kópavogsbæjar var í sjö töluliðum. Í kæru er gerð athugasemd við afgreiðslu sveitarfélagsins á töluliðum 2, 3 og 4 í beiðninni. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sætti sig við afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðninni að öðru leyti. <br /> <br /> Í 2. tölul. beiðninnar óskaði kærandi eftir upplýsingum um endanlegan kostnað við verkið auk nánari sundurliðunar um endanlegan kostnað vegna hönnunar, þóknunar verktaka, eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar og aðskilinn kostnað vegna sparkvallarins annars vegar og lagningar vegar frá Austurkór að sparkvellinum hins vegar, þar með talið malbikun hans. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kvað Kópavogsbær slíka sundurliðun ekki liggja fyrir, ekki væru til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli væri ekki til sérstaklega aðgreindur. Í umsögn Kópavogsbæjar vegna kærunnar er hins vegar tekið fram að farið hafi verið yfir alla reikninga sem bókaðir hafi verið á verkefnið í bókhaldskerfinu og í kjölfarið búið til skjal þar sem teknar hafi verið saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn þar sem meðal annars er tiltekinn kostnaður vegna hönnunar. <br /> <br /> Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 ber að afmarka beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þá nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þótt þeim kunni að vera það heimilt. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat Kópavogsbær annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda reikninga vegna framkvæmdar verksins svo hann gæti sjálfur tekið saman þá sundurliðun sem óskað var eftir eða tekið saman umbeðna sundurliðun. Kópavogsbær kaus að taka saman sundurliðaðan kostnað vegna hönnunar og greiðslu til verktaka og hefur kærandi ekki gert athugasemd við þá afgreiðslu. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að rengja þær skýringar Kópavogsbæjar að vinna starfsmanna Kópavogsbæjar vegna framkvæmdarinnar sé ekki skráð sérstaklega. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 2. tölul. í beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á 2. tölul. beiðninnar. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi gerir einnig athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 3. tölul. beiðninnar þar sem óskað var eftir afriti af þeim samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verksins. Kópavogsbær sagði verkið hafa verið unnið á grundvelli rammasamninga en óheimilt væri að veita aðgang að þeim með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga þar sem þeir hefðu að geyma upplýsingar um einingarverð. <br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Kópavogsbær úrskurðarnefndinni tilboð verktaka í verkframkvæmdir fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins sem lögð voru fram í útboðum árin 2016 og 2019. Í tilboðum eru tilteknir þeir verkþættir sem boðið var í auk fylgiskjala sem eru mismunandi eftir verktökum. Í flestum tilvikum er þó um að ræða yfirlýsingu um persónulegt hæfi, einingarverð sem boðin eru, tilkynningar um skuldleysi við innheimtumann ríkissjóðs, staðfestingar á greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða og skyld gögn.<br /> <br /> Með beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verks sem sneri að byggingu sparkvallar. Ekki var hins vegar óskað eftir tilboðum, samningum og fylgiskjölum allra verktaka sem unnið hefðu fyrir umhverfissvið bæjarins á grundvelli útboðanna árin 2016 og 2019. <br /> <br /> Samkvæmt þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér að framan um túlkun 15. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 bar Kópavogsbæ að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem varða þá tilteknu aðila sem unnu að framkvæmd sparkvallarins á grundvelli upplýsingalaga og meta eftir atvikum hvort kærandi ætti rétt á þeim að hluta á grundvelli 1. mgr., sbr. 3. mgr., 5. gr. upplýsingalaga. Þess í stað lét sveitarfélagið duga að synja beiðninni alfarið að þessu leyti á þeim grundvelli að í rammasamningsgögnunum væri að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hefðu í slík verk og aðgangur gæti haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu þeirra allra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í því samhengi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. <br /> <br /> Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægra verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt þegar þeir afgreiða beiðni um aðgang að gögnum að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Ef sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar er í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum er hvergi að finna upplýsingar um samskipti Kópavogsbæjar við verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. Líta verður svo á að samningar bæjarins við verktaka vegna tiltekinna framkvæmda felist ekki aðeins í samþykkt tilboða vegna útboðs heldur einnig þegar samið er um framkvæmd tiltekinna verka, þ.e. þegar verktökum er falið að framkvæma tiltekið verk, og eins þegar samið er um umfang þess og tímafjölda o.s.frv. Af gögnum málsins má hvorki ráða hvernig einstaka verktakar voru fengnir til að taka að sér verk vegna sparkvallarins né á hvaða forsendum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að sveitarfélagið afmarki til hvaða gagna rammasamningsútboðsins beiðni kæranda tók og í kjölfarið hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum eða þá hluta þeirra, eftir atvikum með því að afla afstöðu viðkomandi verktaka til aðgangs kæranda. Þá ber Kópavogsbæ að kanna hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem samið er við tiltekna verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. <br /> <h2>3.</h2> Að lokum gerði kærandi athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans samkvæmt 4. tölul. hennar. Þar óskaði kærandi eftir ýmsum gögnum þar á meðal eftir samskiptum starfsmanna bæjarins. Kópavogsbær synjaði beiðninni á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og ekki væri ástæða til að veita kæranda aukinn aðgang að þeim, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Í tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 6. apríl 2020, segir að tölvupóstsamskipti garðyrkjustjóra, skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa og starfsmanna þar sem fjallað sé um völlinn séu ekki færð inn í málaskrá bæjarins nema þar sé að finna upplýsingar sem skylt sé að skrá samkvæmt upplýsingalögum. Ekki hafi verið ráðist í vinnu við að fara í gegnum samskipti allra starfsmanna til að finna einhverjar upplýsingar um umræddan völl, sem ekki sé skylt að varðveita né afhenda. Slík vinna sé umfangsmikil og íþyngjandi, sérstaklega þar sem telja verði að slík gögn séu ekki afhendingarskyld. <br /> <br /> Í kæru segir að ljóst sé að samið hafi verið um alla þætti málsins í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Kópavogsbær geti ekki túlkað slíka samninga sem vinnugögn.Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 26. gr. upplýsingalaga segir að um skráningu mála, skjalaskrár og aðra vistun gagna og upplýsinga fari að ákvæðum laga um opinber skjalasöfn. Samkvæmt reglum um skráningu og málsgagna afhendingarskyldra aðila nr. 85/2018 sem settar eru með stoð í 23. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, skulu afhendingarskyldir aðilar skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt í eina eða fleiri skrár og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 2. gr. reglnanna. Með málsgögnum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, sbr. 2. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Því ber ekki aðeins að halda til haga samskiptum sem verða til vegna meðferðar mála þar sem teknar eru stjórnvaldsákvarðanir heldur ber stjórnvöldum að skrá í málaskrá tölvupóstsamskipti sem tengjast þeim verkefnum sem sinnt er af stjórnvaldinu.<br /> <br /> Engin tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna voru meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefndinni, enda hefur sveitarfélagið veitt þær skýringar að slík samskipti hafi ekki verið skráð í málaskrá. Úrskurðarnefndin hefur því ekki forsendur til að leggja mat á hvort efni tölvupóstsamskiptanna falli undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila, eftir atvikum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands, að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Engu að síður hefur Kópavogsbær gefið til kynna að samskipti vegna framkvæmdanna kunni að vera í tölvupósthólfum starfsmanna. Hins vegar verður ekki séð að Kópavogsbær hafi í reynd lagt efnislegt mat á hvort skylt hafi verið að skrá tölvupóstssamskiptin og það sem þar kemur fram eins og lög um opinber skjalasöfn og upplýsingalög gera ráð fyrir. Beiðni kæranda um aðgang að samskiptunum hefur því ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hún verður felld úr gildi og lagt er fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna framkvæmda við sparkvöll að Austurkór er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Beiðnum kæranda annars vegar um aðgang að afritum af samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna gerð sparkvallar við Austurkór og hins vegar um aðgang að tölvupóstsamskiptum vegna verksins er vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

907/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni blaðamanns um aðgang að öllum reikningum varðandi framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. Ákvörðunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma og krefjast svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga enda þyrfti að yfirfara reikningana og afmá úr þeim viðkvæmar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að stjórnvöldum beri að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á grundvelli undanþáguákvæðisins. Þá hefði blaðamanninum ekki verið gefinn kostur á að afmarka beiðni sína áður en ákvörðun var tekin um að synja honum um aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðunina í ljósi þess að um var að ræða rúmlega 5.000 skjöl og að afgreiðsla beiðninnar krefðist þess að Reykjavíkurborg legði mat á hvort óheimilt væri að veita aðgang að upplýsingum úr þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 907/2020 í máli ÚNU 20010005. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 9. janúar 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um aðgang að öllum reikningum er varða framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að reikningunum þann 12. desember 2019. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda þann 19. desember 2019. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið hafi kannað hversu marga reikninga sé um að ræða en alls séu þeir um 1.100 talsins auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Áætlað sé að um sé að ræða 6.000 blaðsíður. Áður en hægt sé að afhenda slík skjöl þurfi að fara yfir þau og strika út persónuupplýsingar auk þess sem strika þurfi yfir einingarverð á þeim reikningum sem varði útboðsverk. Miðað við reynslu af yfirferð sambærilegra gagna sé um að ræða svo umfangsmikið verk að ekki sé fært að verða við því. Beiðninni sé því hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafni því að reikningar séu of margir. Stærð verkefna og fjöldi reikninga eigi ekki að skipta máli þegar kemur að afhendingu gagnanna. Það sé faglegt mat kæranda að það sé mikilvægt að almenningur fái innsýn í framkvæmd stórra verkefna þar sem verið sé að nota opinbert fé. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p ><br /> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 10. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið synjað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Um sé að ræða reikninga vegna undirbúnings, hönnunar og verklegrar framkvæmdar við Klettaskóla, sem sé að stórum hluta útboðsverk. Nauðsynlegt sé í tilviki slíkra gagna að fara yfir þau og strika einingarverð út, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Tímafrekast sé að strika yfir einingarverð enda um mikið magn slíkra skjala að ræða. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi fengið efnislega sambærilega beiðni um afrit af reikningum vegna vita og útsýnispalls við Sæbraut en þar hafi umfang gagna verið minna. Þau gögn hafi verið afhent eftir að strikað hafi verið yfir persónuupplýsingar og einingarverð á reikningum vegna útboðsverka. Yfirferð gagnanna og yfirstrikun hafi verið tímamæld og hafi hún tekið að meðaltali 1,3 mínútur á hverja blaðsíðu. Hér sé um sambærileg gögn að ræða og því sé áætlað að yfirferð og útstrikun þeirra tæki um 7.800 mínútur eða um 130 klukkustundir og sé þá ekki talinn tíminn sem færi í aðra umsýslu vegna beiðninnar svo sem að finna gögnin til, ljósrita, skanna, vista í skjalsafni o.s.frv. Fram kemur að upplýsingabeiðnir til sviðsins séu yfirfarnar af lögfræðingi. Það að lögfræðingur sé frá sínum hefðbundnu störfum vegna beiðnar af þessu tagi í um 4 vikur hafi augljóslega mikil áhrif á starfsemi skrifstofunnar og sviðsins. Því megi vera ljóst að beiðnin sé svo umfangsmikil og krefjist svo mikillar vinnu að ekki verði hjá því komist að hafna henni með vísan til undanþáguákvæðisins. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda þann 28. janúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2020, segir í fyrsta lagi að rúmlega tvö hundruð manns starfi á umhverfis- og skipulagssviði. Hver sem er geti tússað yfir einingarverð og persónuupplýsingar. Í öðru lagi hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnunum þann 19. desember. Ef starfsmaður hefði farið strax í það að strika yfir einingarverð og persónuupplýsingarnar þá væri viðkomandi búinn að því í dag. Í þriðja lagi segir kærandi að ef ekki væri um að ræða fyrirslátt til að koma í veg fyrir að almenningur fái yfirsýn yfir framkvæmdirnar þá hefði borgin, í öllum þeim óformlegu samskiptum sem starfsmenn hennar hefðu átt við blaðamenn, getað komist að samkomulagi við kæranda um að biðja um afmarkaðan hluta. Borgin hafi, líkt og í öllum málum sem tengist opinberum framkvæmdum, verið ósamvinnuþýð við að upplýsa um í hvað peningarnir hafi farið. Það sé einungis þess vegna sem þörf sé á því að krefjast aðgangs að reikningunum. Að lokum segir kærandi að ef það verði niðurstaða nefndarinnar að Reykjavíkurborg þurfi ekki að afhenda reikninga í þessum tilfellum þá hafi kærandi og almenningur enga leið til að fá yfirsýn yfir opinberar framkvæmdir þegar reikningarnir séu orðnir mjög margir.<br /> Niðurstaða<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla um tæpt áratugaskeið, eða frá árinu 2011. Leyst verður úr rétti kæranda til aðgangs að reikningunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6-10. gr. laganna. <br /> <br /> Reykjavíkurborg synjaði kæranda um aðgang að reikningunum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Um sé að ræða um það bil 1.100 reikninga auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Nauðsynlegt sé að fara yfir gögnin og strika út einingarverð, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur eftirfarandi fram:<br /> <br /> „Ákvæðið hefur ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í þessu felst m.a. að kaupanda ber að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þrátt fyrir það skal kaupanda ekki vera skylt að afhenda gögn sem eru til þess fallin að raska samkeppni eða skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækis og farið hefur fram á að gætt sé trúnaðar um slík gögn í innkaupaferli. Er hér t.d. átt við upplýsingar um einingarverð eða sérstakar tæknilausnir sem bjóðandi leggur fram í innkaupaferli. Ekki er æskilegt að viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki verði gerðar aðgengilegar samkeppnisaðilum vegna þátttöku í opinberum innkaupum og er slík framkvæmd til þess fallin að raska samkeppni á markaðnum sem gengur gegn almennu markmiði laganna. Allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti ber þó að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmörkun upplýsingaréttar vegna mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi um takmörkun laganna á aðgangi að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um kaup stjórnvalda á vörum og þjónustu enda eigi almenningur ríkan rétt á því að kynna sér hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020 og 876/2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægri verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt við afgreiðslu gagnabeiðni að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Upplýsingar um einingarverð í viðskiptum sem áttu sér stað fyrir tæpum áratug eru því alla jafna ekki til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum verði aðgangur veittur að þeim. Engu að síður þarf að meta hverju sinni hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að heimilt sé að undanþiggja þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Sé sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni þar sem óskað var eftir öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011. Eins og áður er fram komið synjaði Reykjavíkurborg beiðni kæranda grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið 4. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Segir jafnframt að þess sé krafist fyrir beitingu ákvæðisins að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk reikningana ásamt fylgiskjölum afhenta á minnislykli og er um að ræða rúmlega 5.000 skjöl. Reykjavíkurborg hefur lagt mat á hversu mikinn tíma það taki að afgreiða beiðnina og rökstutt að afgreiðsla hennar myndi leiða til skerðingar á starfsemi umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins. Í því samhengi ítrekar úrskurðarnefndin að við mat á því hversu mikinn tíma það myndi taka að afgreiða beiðni kæranda verður að líta til þess að Reykjavíkurborg er skylt á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, að leggja mat á hvort upplýsingar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim sem upplýsingarnar varða tjóni. Því verður að gera ráð fyrir að meðferð beiðninnar taki lengri tíma en sveitarfélagið áætlaði. Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á það með Reykjavíkurborg að meðferð gagnabeiðninnar taki svo mikinn tíma og krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé af þeim sökum fært að verða við henni. Því verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að sveitarfélagið hafi ekki gefið kæranda færi á að afmarka upplýsingabeiðnina nánar áður en ákvörðun var tekin um að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að um er að ræða beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um opinberar framkvæmdir sem almenningur hefur hagsmuni af því að kynna sér. Við meðferð upplýsingabeiðna þurfa stjórnvöld að hafa í huga þau markmið upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Því ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á þeim grundvelli að meðferð þeirra taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við þeim. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beinir því til Reykjavíkurborgar að gæta þess í framtíðinni að bjóða gagnabeiðendum að afmarka beiðni sína áður en ákveðið er að synja um aðgang að gögnum á grundvelli undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Um leið áréttar úrskurðarnefndin að kærandi á þess kost að leita að nýju til borgarinnar með afmarkaðri upplýsingabeiðni og ef svo ber undir kæra afgreiðslu hennar til nefndarinnar. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni A um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011 er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

906/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða notkun Íslenska orkurannsókna (ÍSOR) á gagnagrunnum frá Orkustofnun. Ráðuneytið hafði upplýst kæranda um að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hefðu ekki fundist frekari gögn um málið en þegar hefðu verið afhent kæranda, enda væri um að ræða atburði sem áttu sér stað áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja fullyrðingar ráðuneytisins um að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi og var því kærunni vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 906/2020 í máli ÚNU 20030001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2020, kærði A, f.h. Stapa ehf., synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins var að þann 15. janúar 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um samning ráðuneytisins við Náttúrufræðistofnun Íslands og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR). Ráðuneytið svaraði þann 27. febrúar 2019 og afhenti kæranda gögn varðandi málið. Í svarinu kom fram að ÍSOR hefði í fórum sínum ákveðna korta- og gagnagrunna. Með erindi, dags. 20. mars 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig eða með hvaða lagastoð þeir korta- og gagnagrunnar hefðu endað hjá ÍSOR en erindinu var ekki svarað. Þann 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð <br /> nr. 854/2019, þar sem beiðni kæranda var vísað til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 10. febrúar 2020, kemur fram að lög um Íslenskar orkurannsóknir, nr. 86, og lög um Orkustofnun, nr. 87, séu frá árinu 2003. Fjallað hafi verið um bæði frumvörpin samhliða á Alþingi enda hafi með frumvörpunum Orkustofnun verið skipt upp með því að aðskilja rannsóknarsvið hennar frá stofnuninni og mælt fyrir um að sérstök stofnun væri með þau verkefni. Í bráðabirgðaákvæði laga um Orkustofnun komi fram að iðnaðarráðuneytið skuli ákvarða hvaða eignir og skuldir skuli fylgja hvorri stofnun. Jafnframt sé í bráðabirgðaákvæðinu mælt fyrir um að gagnasöfn og rannsóknarniðurstöður sem kostaðar hafi verið með opinberu fé skuli áfram tilheyra Orkustofnun. <br /> <br /> Þá segir að bæði Orkustofnun og ÍSOR hafi heyrt undir iðnaðarráðuneytið, nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, allt til síðari hluta árs 2012 þegar stofnunin hafi verið flutt til þáverandi umhverfisráðuneytis, nú umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þau atvik sem legið hafi að baki skiptingu eigna og skulda þessara tveggja stofnana, ásamt meðferð rannsóknarniðurstaða og gagnasafna, sbr. ákvæði I. til bráðabirgða í lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003, hafi átt sér stað rúmlega níu árum áður en umhverfis- og auðlindaráðuneytið tók við málefnum ÍSOR. Framangreint ákvæði til bráðabirgða mæli fyrir um að skipting eigna og skulda skuli eiga sér stað fyrir atbeina þáverandi iðnaðarráðherra í samráði við Orkustofnun. Þar sé einnig mælt fyrir um ákveðna meðferð rannsóknaniðurstaða og gagnasafna sem fjármögnuð hafi verið með opinberu fé. Gera megi ráð fyrir að skilgreining á því hvaða rannsóknarniðurstöður og gagnasöfn hafi verið fjármögnuð með opinberu fé, og hver ekki, hafi farið fram á svipuðum tíma og skipting á eignum, skuldum og öðrum verkefnum milli þessara stofnana.<br /> <br /> Þrátt fyrir ítarlega leit hafi ekki fundist nein gögn í málaskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem varpað geti frekara ljósi á framangreind málefni og þá gagnabeiðni sem kærandi hafi beint að ráðuneytinu í tengslum við korta- og gagnagrunna ÍSOR og snúi m.a. að framangreindu ákvæði til bráðabirgða. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa veitt honum efnisleg svör.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi, dags. 2. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 16. mars 2020, er forsaga málsins rakin. Ráðuneytið endurtekur efni bréfsins frá 10. febrúar 2020 og ítrekar að það hafi afhent kæranda öll gögn sem fyrir hendi eru í málaskrá ráðuneytisins og snúi að upphaflegum fyrirspurnum kæranda og framhaldsfyrirspurnum, er snúi sérstaklega að gögnum varðandi það með hvaða hætti og á grundvelli hvaða lagastoðar ÍSOR hafi komist yfir tiltekna gagna- og kortagrunna. Þar sem ráðuneytið hafi þegar afhent kæranda öll gögn í málaskrá þess vegna málsins og kæranda hafi verið tilkynnt um það með formlegum hætti fari ráðuneytið fram á að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda segir að Orkustofnun hafi afhent þá samninga sem að baki gagnagrunnunum liggi. Af þeim gögnum sem kærandi hafi fengið sjái hann ekki að lögð hafi verið fram gögn sem sýni fram á lagastoðir varðandi notkun ÍSOR á gagnagrunnum Orkustofnunar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða notkun ÍSOR á gagnagrunnum frá Orkustofnun.<br /> <br /> Í bréfi, dags. 10. febrúar 2020, og í umsögn ráðuneytisins í tilefni af kærunni upplýsti ráðuneytið kæranda um atriði sem varða umrædda gagnagrunna og aðdraganda þess að þeir lentu í fórum ÍSOR. Ráðuneytið hefur jafnframt lýst því yfir að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hafi ekki fundist frekari gögn er varði málið enda sé um að ræða atburði sem áttu sér stað níu árum áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, f.h. Stapa ehf., dags. 2. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

905/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

Í málinu hafði mennta- og menningarmálaráðuneytið synjað beiðni kæranda um aðgang að drögum að bréfi sem stílað var á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að um væri að ræða vinnugagn en bréfið hefði aldrei verið sent frá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu ráðuneytisins í efa en bréfið var óundirritað. Var því ákvörðunin staðfest. Þá taldi nefndin ráðuneytið hafa tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að drögunum í ríkari mæli en skylt er í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 905/2020 í máli ÚNU 20020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. janúar 2019, kærði A afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir afritum af öllum samskiptum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. Þann 5. desember 2019 óskaði ráðuneytið eftir því að kærandi afmarkaði beiðnina nánar. Það gerði kærandi samdægurs og afmarkaði hann gagnabeiðnina þannig að óskað væri eftir afritum af öllum samskiptum sem ráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 25. nóvember 2019. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum, dags. 13., 15. og 17. desember 2019. Þann 18. desember 2019 svaraði ráðuneytið því að verið væri að taka saman umbeðin gögn. Kærandi ítrekaði aftur beiðnina með tölvupóstum, dags. 27. desember 2019 og 17. janúar 2020. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2020. Fram kemur að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum umbeðnum gögnum að undanskildu bréfi, dags. 12. júní 2019. Um sé að ræða drög að bréfi og sé um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi sendi ráðuneytinu tölvupóst þann 28. janúar 2020 þar sem hann segir ráðuneytið ekki hafa staðið að ákvörðun sinni varðandi synjun á aðgangi að bréfinu í samræmi við upplýsingalög þar sem ekki hafi verið tekin afstaða til aukins aðgangs að bréfinu, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir því að aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur, sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2020. Þar kemur fram að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um sé að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Í kæru segist kærandi fara fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um rétt hans til aðgangs að bréfinu eða vísi beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Kærandi heldur því fram að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að bréfinu í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá segir kærandi afar líklegt að engar lagareglur standi því í vegi að aðgangur verði veittur að skjalinu þótt ráðuneytinu kunni að vera það óskylt. Þrátt fyrir það sé ekkert í málinu sem staðfesti að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukin aðgang að skjalinu og breyti þar engu skýringar kærða á því af hverju ekki sé veittur aðgangur að skjalinu. Í skýringum ráðuneytisins sé ekki gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem sú afstaða að veita ekki aukinn aðgang að skjalinu sé byggð á, enda komi sú afstaða ekki beinlínis fram. Ekkert bendi til þess að ráðuneytið hafi í raun tekið rökstudda afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að skjalinu þrátt fyrir að því sé það ekki skylt. Út frá fordæmisgildi sé afar mikilvægt að nefndin úrskurði að stjórnvaldi sé skylt að taka raunverulega afstöðu til þess að veita aukinn aðgang að gögnum í þeim tilfellum sem það sé heimilt, líkt og lög kveði á um að eigi að gera.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. desember 2019, var mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, kemur fram ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, þar sem ráðuneytið telur að um sé að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfi til kæranda, dags. 3. febrúar 2020, hafi verið tekin fram ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að skjalinu en um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Upp úr drögunum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið Ríkisendurskoðun, dags. 22. október 2019, og sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Umsögninni fylgdi bréf, dags. 12. júní 2019. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að svör ráðuneytisins beri það með sér að það hafi á engan hátt velt upp spurningunni um það hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Í svörum ráðuneytisins séu aðeins tilteknar þær ástæður sem leiði til þess að því sé ekki skylt að veita aðgang að skjalinu. Þrátt fyrir að kærandi hafi sérstaklega óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur hafi engin slík ástæða verið gefin. Það sé fortakslaus afstaða ráðuneytisins að ekki komi til greina að veita aukinn aðgang að umræddu skjali þar sem því sé það ekki skylt. Með því hafi ráðuneytið vanrækt skyldu sína til þess að taka raunverulega, rökstudda afstöðu til þess að veita kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Kærandi vísar til þess að í greinargerð frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 komi skýrt fram að ætlast sé til að stjórnvaldið spyrji sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta. Einnig sé beinlínis ætlast til að stjórnvaldið láti aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan sé.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, sem stílað er á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfinu er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að drög að bréfum stjórnvalda sem ekki hafa verið send viðtakanda falli undir skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá skýringu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að óundirritað bréf ráðuneytisins, dags. 12. júní 2019, sem skráð var í málaskrá þess, sé í raun drög að bréfi sem ekki hafi verið sent út fyrir ráðuneytið. Er það því niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi telur afgreiðslu ráðuneytisins ekki vera í samræmi við lög enda hafi ráðuneytið ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, segir að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um séu að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Þrátt fyrir að í ákvæði 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um skyldu stjórnvalda til að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er þegar beiðni er afgreidd liggur fyrir að sú afstaða var tekin í bréfi ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, eftir að kærandi hafði óskað þess, og útskýrt fyrir kæranda hver afstaða þess væri. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að drögum að bréfi ráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar, dags. 12. júní 2019, er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

904/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

Í málinu var deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að samningurinn væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Var því staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 904/2020 í máli ÚNU 20020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. febrúar 2020, kærði Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 11. desember 2019, var óskað eftir aðgangi að samningi sem gerður var á grundvelli beiðni slitabús Glitnis hf. um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992. Upphaflega leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem beiðninni hefði ekki verið svarað, en málið var fellt niður eftir að ákvörðun var tekin með bréfi, dags. 12. febrúar 2020. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 13. febrúar 2020, kemur fram að við fyrstu afgreiðslu beiðninnar hafi verið gengið út frá því að samningurinn væri ekki fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem ráðuneytið væri ekki aðili að samningnum. Frekari athugun í málaskrá hafi hins vegar leitt í ljós að afrit af samningnum hafi verið sent ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við samráð Seðlabanka Íslands við ráðuneytið um veitingu undanþágu til Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál en Seðlabanki Íslands hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Ráðuneytinu sé kunnugt um að Seðlabanki Íslands hafi hafnað beiðni kæranda um aðgang að samningnum með vísan til þagnarskylduákvæða í lögum um bankann.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun segir jafnframt að samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 séu þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Ákvæði 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands er rakið og tekið fram að í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 sé kveðið á um að ef ráðherra séu afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram að Seðlabanki Íslands hafi verið aðili að þeim samningi sem um ræðir en á grundvelli 3. mgr. 13. gr. b laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 hafi afrit samningsins verið sent ráðuneytinu. Samkvæmt því ákvæði hafi Seðlabankanum verið heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. sömu greinar en áður skyldi bankinn hafa samráð við ráðherra og skyldu reglurnar staðfestar af ráðherra. Umbeðnar upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði sem nefnd voru að framan, sem ráðuneytið sé bundið af.<br /> <br /> Í kæru kveðst kærandi ósammála því að fjármála- og efnahagsráðuneytið sé ekki aðili að samningi sem Seðlabanki Íslands geri fyrir hönd ráðuneytisins. Lögfræðileg umfjöllun ráðuneytisins um beiðnina sé öll byggð á þeirri forsendu, sem leiði til þess að beiðninni hafi verið hafnað. Vísað er til gagna sem fylgt hafi fyrri kæru kæranda og bréfs Ríkisendurskoðunar, dags. 30. janúar 2020, þar sem fram komi að Seðlabanki Íslands hafi annast samningagerðina fyrir hönd ríkisins. <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. febrúar 2020, var fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst þann 4. mars 2020. Þar kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum samningi hafi verið hafnað með vísan til þess að samningurinn félli undir sérstakar þagnarskyldureglur að lögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að samningurinn falli undir 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 91/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Af hálfu ráðuneytisins kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við þennan grundvöll svarsins í kæru heldur á því byggt að ráðuneytið fari með rangt mál varðandi aðild þess að samningnum. Þessum málatilbúnaði kæranda sé hafnað. Samningurinn sé á milli Seðlabanka Íslands, slitabús Glitnis hf. og GLB Holding ehf., hann hafi verið undirritaður þann 10. desember 2015 og gerður í tengslum við beiðni slitabúsins um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Samningurinn hafi verið sendur ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að með setningu laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt og breytingum á ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 og bráðabirgðaákvæði III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, hafi verið gert ráð fyrir þeim möguleika að slitabú fallinna fjármálafyrirtækja gætu innt af hendi stöðugleikaframlag í stað greiðslu stöðugleikaskatts. Í ákvæði til bráðabirgða III hafi sagt að Seðlabanka Íslands væri heimilt að annast viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki, enda væri um að ræða viðskipti sem Seðlabankinn mæti nauðsynleg til þess að hægt væri að losa um takmarkanir sem settar hefðu verið á fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti. Þá hafi komið fram í ákvæðinu að Seðlabankanum væri heimilt, í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, að taka á móti hvers kyns fjárhagslegum verðmætum, þ.m.t. kröfuréttindum, fjármálagerningum og eignarhlutum í félögum og öðrum réttindum yfir þeim í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta. Með lögum nr. 24/2016, sem samþykkt hafi verið þann 17. mars 2016, hafi verið gerðar breytingar á síðari hluta ákvæðis III til bráðabirgða sem kváðu á um það að þau verðmæti sem Seðlabankinn tæki á móti á grundvelli 2. málsl. 1. mgr. ákvæðisins skyldu renna í ríkissjóð. Samningur sá sem Seðlabanki Íslands hafi gert við slitabú Glitnis hf. og GLB Holding ehf. á grundvelli framangreindra lagaákvæða hafi hins vegar ekki verið gerður opinber af hálfu samningsaðila. Þá kemur fram að upplýsingarnar og gögnin sem óskað sé eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar séu því háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Ráðuneytið sé bundið af öllum sömu þagnarskylduákvæðum og Seðlabanki Íslands. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að fyrir liggi að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins og veiti upplýsingar um hagi viðskiptamanns hans. Því sé ekki ástæða til þess að taka afstöðu til þess hvort undanþáguákvæði upplýsingalaga taki til samningsins. Hins vegar sé bent á að tekið sé fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Varði það ekki eingöngu Seðlabanka Íslands og ríkið miklu að umbeðnar upplýsingar séu undirorpnar leynd heldur ekki síður gagnaðila bankans að samningnum. Einnig er bent á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en með hliðsjón af eðli upplýsinganna sé ljóst að ákvæðið standi til þess að takmarka aðgang almennings að honum og öðrum sambærilegum stöðugleikasamningum. Að lokum telur ráðuneytið ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem trúnaður ríki ekki um, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess hversu víða í samningnum sé að finna upplýsingar sem séu undanþegnar upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 9. mars 2020. Í upphafi er ferill samskipta kæranda við ráðuneytið rakinn stuttlega. Því næst kemur fram að kærandi telji rétt að upplýsa úrskurðarnefnd um upplýsingamál um það að í fyrirtöku máls Glitnis hf. gegn Orkuveitu Reykjavíkur hinn 2. mars 2020 hafi lögmaður Glitnis lagt fram dómskjal sem hann hafi látið bóka að fjallaði um staðfestingu fjármálaráðuneytisins á því að afleiðusamningar hefðu ekki verið framseldir. Í ljós hafi komið að skjalið væri tölvupóstur kæranda til starfsmanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Það að lögmaður Glitnis hafi þessi gögn undir höndum og leggi þau fram í dómsmáli staðfesti áður óþekkt tengsl talsmanns ráðuneytisins og lögmanns Glitnis varðandi dómsmálið.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er vikið að hagsmunum hans af því að fá aðgang að samningnum. Kærandi telur samninginn staðfesta að Glitnir hf. hafi framselt afleiðusamninga sem félagið byggi dómsmálið á gegn kæranda til íslenska ríkisins. Kærandi telur reyndar að sönnun þess liggi nú þegar fyrir en vill fá samninginn afhentan til að taka af öll tvímæli enda muni það leiða til sýknu kæranda í málinu. Glitnir hf. hafi einhverra hluta vegna leynt þessu framsali fyrir bæði kæranda og dómara málsins. Hagsmunir Glitnis hf. af samningnum felist í því að félagið fái tugi milljarða króna greiðslur í þóknun fyrir umsjón með framkvæmd stöðugleikagreiðslnanna til ríkissjóðs. Innborgun á þann kostnað hafi numið 5 milljörðum króna í desember 2015. Óstaðfestar fréttir hermi að samningar Glitnis hf. við Seðlabanka Íslands á þeim tíma feli einnig í sér hagsmunatengingu félagsins við árangur málarekstrar í þágu ríkisins. Hagsmunir ríkisins hafi verið þeir að með þeim samningi hafi náðst fullt samkomulag um framkvæmd greiðslu stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins.<br /> <br /> Kærandi segir að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi frá upphafi verið gerð grein fyrir því að kærandi hafi þær upplýsingar frá Ríkisendurskoðun að umbeðinn samningur fjalli um þá afleiðusamninga sem Glitnir hf. og kærandi gerðu á sínum tíma. Þegar af þeirri ástæðu sé ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ekki sé vikið að undantekningarákvæði 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga heldur fullyrt án nokkurra útskýringa að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins. Þá byggir kærandi á því að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á grundvelli hlutverks bankans við framkvæmd laga nr. 60/2015, hvort sem sá texti komi fram í yfirskrift samningsins eða ekki.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að íslenska ríkið sé ekki aðili að samningnum. Samningurinn fjalli um framkvæmd uppgjörs á stöðugleikaskuldbindingum Glitnis hf. til ríkisins samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt. Málefnasvið þeirra laga falli undir verkefni ráðuneytisins. Kærandi lítur svo á að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á framangreindum grundvelli, líkt og komi fram í pósti Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020. <br /> <br /> Kærandi andmælir því að umbeðinn samningur sé undirorpinn þagnarskylduákvæðum, einkum 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Þessi málsástæða sé nýtilkomin hjá ráðuneytinu og hafi komið til eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni á sömu forsendu. Í fyrsta lagi fjalli samningurinn efnislega um framkvæmd lögbundinnar skattgreiðslu/stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins. Aðdragandi, efni og framkvæmd greiðslunnar hafi komið til ítarlegrar umfjöllunar á opinberum vettvangi á sínum tíma. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2015 sé því lýst að samningurinn hafi verið gerður í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Sú staðreynd að félagið hafi farið í gegnum nauðasamningsmeðferð feli í sér að öll gögn þess hafi verið til umfjöllunar allra hinna fjölmörgu aðila samningsins, þar á meðal kæranda. Umbeðinn samningur hafi verið gerður í tengslum við og í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Bæði í ársreikningi Glitnis hf. og í fréttum hafi fjárhæðir stöðugleikaframlags Glitnis hf. tilgreindar og ræddar, bæði í heild og sundurliðuðu formi eftir eignaheildum. Þar hafi eignarheildin afleiðusamningar verið sérstaklega tilgreind en krafa Glitnis á hendur kæranda falli í þann flokk. <br /> <br /> Í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020, sé efni samningsins varðandi afleiðusamninga lýst, þeir hafi verið metnir og færðir upp til eignar í efnahagsreikningi ríkissjóðs 2016. Þannig komi greiðsla Glitnis hf. samkvæmt samningnum fram í ríkisreikningi en almenningur hafi fullan aðgang að honum. Fjármálaráðuneytið hafi á sínum tíma haldið upplýsingafundi fyrir almenning um málefni Glitnis hf. varðandi samninginn og fjárhagslega þætti hans, sbr. fréttir á vef ráðuneytisins dags. 8. júní 2015 og 20. október 2015. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2018, sem liggi fyrir hjá embætti ríkisskattstjóra, sé fjallað um samninginn og áætlaða fjárhæð tengda þeirri umfjöllun. Eftir framsal eignanna til ríkissjóðs hafi fjármálaráðuneytið birt tilkynningar um stöðu og verðmæti þessara eigna, t.d. fjársópseigna, í fréttatilkynningum sínum, t.d. dags. 26. ágúst 2016 og 8. febrúar 2018. <br /> <br /> Í umfjöllun ráðuneytisins um efnisþætti greiðslnanna í liðlega fjögur ár hafi aldrei verið vikið að því að leynd hvíldi yfir samningnum. Þvert á móti hafi umfjöllun ráðuneytisins svipt allri leynd af efnisþáttum samningsins en upplýst hafi verið um alla fjárhaglega þætti greiðslnanna. Ráðuneytið hafi ekki útskýrt þá stefnubreytingu sem felist í því að halda því nú fram að einhverjir þættir í stöðugleikaframlagi Glitnis hf. til ríkissjóðs varði einhverja mikilvæga þætti sem falli undir trúnaðarákvæði laga sem ekki sé heimilt að upplýsa um. <br /> <br /> Þegar farið sé yfir allar þær upplýsingar um fjárhagslega þætti stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins og framkvæmd þess sem birtar hafi verið og um fjallað á opinberum vettvangi sé engar upplýsingar að finna í samningnum sem leynd hafi ekki þegar verið svipt af. Því séu engin efni til þess að fallast á að um sé að ræða viðkvæman gagnkvæman samning sem snerti ríka efnahagslega hagsmuni ríkisins sem rétt sé að takmarka aðgang að eða að rétt sé að fella samninginn og efni hans undir trúnaðarákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eða önnur tilvitnuð lagaákvæði í bréfi ráðuneytisins, dags. 4. mars 2020. Ljóst sé að allri leynd hafi verið svipt af öllum fjárhagslegum upplýsingum í samningnum sem og upplýsingum um framkvæmd hans. <br /> <br /> Kærandi mótmælir því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 sé upplýsandi eða fordæmisgefandi um álitaefni þessa máls. Hér fjalli umbeðin gögn um greiðslu skatta til ríkisins, skatta sem greiddir hafi verið í formi samninga sem kærandi sé aðili að. Gögnin fjalli um aðilaskipti að þeim samningum, tímasetningu þeirra aðilaskipta og hver eigi rétt til greiðslna samkvæmt þeim. Kæranda sé ekki kunnugt um úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem gætu verið fordæmisgefandi fyrir synjun beiðni hans. Úrskurðurinn sem komist næst því sé nr. 614/2016 en umbeðinn samningur í því máli hafi fjallað um innbyrðis viðskipti Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína með gjaldeyri. Efnisþættir hans fjalli væntanlega allir um viðskipti þessara tveggja banka. Í þessu máli sé umfjöllun um samninga kæranda í umbeðnum gögnum skýrt aðgreind eins og fram komi í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands, dags. 10. desember 2015. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum er einkum byggð á því að samningurinn sé undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2020 þar sem efni hans falli undir sérstakar þagnarskyldureglur laga sem ráðuneytið sé bundið af, þ.e. 15. gr. gjaldeyrislaga, nr. 87/1992, 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. <br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir: <br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greinir.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið samning Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. sem undirritaður var 10. desember 2015. Í samningnum er fjallað um aðdragandann að gerð hans. Segir þar að slitastjórn Glitnis hafi sótt um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál. Glitnir hafi lagt til að félagið reiddi fram stöðugleikaframlag til Seðlabanka Íslands í samræmi við lög nr. 59/2015, um fjármálafyrirtæki og umsókn þrotabúsins um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál. Í samningnum eru settir fram skilmálar fyrir framsali þeirra eigna sem stöðugleikaframlag þrotabúsins tekur til og skyldur samningsaðila í tengslum við stöðugleikaframlagið. <br /> <br /> Umbeðinn samningur var gerður með heimild í ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, þar sem kveðið var á um heimild Seðlabankans til að taka við eignum og öðrum fjárhagslegum réttindum í viðskiptum sínum við einstaklinga og fyrirtæki í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta, sbr. lög nr. 59/2015, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í ákvæðinu stóð enn fremur að þau verðmæti sem Seðlabankinn veitti viðtöku á þessum grundvelli skyldu renna í ríkissjóð og skyldu þau vera hjá bankanum í varðveislu. Meðferð og ráðstöfun verðmætanna skyldi hagað í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um stöðugleikaskatt. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að líta verði svo á að Glitnir hf. og GLB Holding ehf. hafi verið viðskiptamenn bankans í þeim viðskiptum sem umbeðinn samningur varðar. Það er því mat nefndarinnar að umbeðinn samningur varði hagi viðskiptamanna bankans og falli þar af leiðandi undir undanþáguákvæði, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin ljóst að samningurinn hafi verið sendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Í 4. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga kemur fram að Seðlabankanum sé heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga en í tilteknum tilvikum, þegar undanþágur varði einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geti haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, þurfi þó að bera undanþágurnar undir ráðherra og að undanþágureglurnar skuli staðfestar af ráðherra. Í öllu falli veldur framsending samningsins til ráðuneytisins ekki því að þagnarskylda samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands falli niður. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að hagsmunum hans af aðgangi að samningnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að slíkt hagsmunamat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðið, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Verður því staðfest hin kærða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2020, um að synja beiðni kæranda, Jónasar A. Aðalsteinssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, um aðgang að samningi Seðlabanka Íslands, Glitnis hf. og GLB Holding ehf., dags. 10. desember 2015, er staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

903/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um atvik sem kom upp í búsetukjarna Reykjavíkurborgar og sem varðaði kæranda sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skjal með færslum vettvangsgeðteymis vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á að Reykjavíkurborg væri heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að færslunum með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst aftur á móti ekki á að færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs væru vinnugögn. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að færslunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu að undanskildum upplýsingum um lýsingu starfsmanns á upplifun sinni, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 903/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. desember 2020, kærði A, f.h. B, ákvörðun Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða atvik sem kom upp í búsetukjarna að C sem rekinn er af Reykjavíkurborg.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af öllum gögnum sem vörðuðu atvik sem mun hafa átt sér stað milli starfsmanns velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og kæranda í búsetukjarna við C. <br /> <br /> Með bréfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. desember 2019, voru kæranda afhentar dagbókarfærslur íbúðarkjarnans. Í bréfinu kom fram að beiðnin hefði verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að svo miklu leyti sem sá aðgangur færi ekki í bága við 2. og 3. mgr. 14. gr. og 9. gr. sömu laga. Þá væri ekki veittur aðgangur að gögnum sem teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er áhersla lögð á mikilvægi þess að umræddar upplýsingar verði afhentar enda telji kærandi hugsanlegt að þau varpi ljósi á þau atvik sem um ræðir og þau samskipti sem áttu sér stað á milli kæranda og starfsmanna búsetukjarnans í kjölfar þeirra.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 23. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst með bréfi, dags. 27. janúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að þau gögn sem ekki hafi verið afhent hafi annars vegar verið vinnugögn úr atvikaskráningarkerfi mannauðsskrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hins vegar vinnugögn vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar úr atvikaskráningarkerfinu kemur fram að í kerfið séu skráð atvik sem upp koma í þjónustu við notendur velferðarsviðs. Í kerfið skrái viðkomandi starfsmaður sviðsins atvik, tildrög atviks og afleiðingar eða viðbrögð starfsmanns við atviki. Atvikaskráningarkerfið hafi það að markmiði að bæta þjónustu við notendur og sé ætlað velferðarsviði til eigin nota við meðferð máls og séu gögn úr því kerfi ekki afhent öðrum. Gögn úr atvikaskráningarkerfinu teljist þannig vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er tekið fram að gögnin innihaldi hvorki endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, skv. 1. tölul. 3. mgr. 8. gr., né hafi þau að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram skv. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Því til stuðnings er bent á að efni atvikaskráningarinnar beri með sér að hún sé að meginstefnu til unnin út frá dagbókarskráningu búsetukjarnans, en þau gögn hafi þegar verið afhent. Það eigi þó ekki við um upplýsingar sem lúti að afleiðingum og viðbrögðum starfsmanns vegna atviksins en þar sé um að ræða einkamálefni starfsmanns og vegi hagsmunir hans af því að upplýsingarnar fari leynt þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Hvað varðar gögn sem stafa frá vettvangsgeðteymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er tekið fram að teymið sinni meðal annars einstaklingum sem búi í búsetukjörnum á vegum velferðarsviðs auk þess að veita starfsmönnum búsetukjarna stuðning og ráðgjöf. Gögn sem varði aðkomu teymisins að máli kæranda séu ætluð teyminu til eigin nota við meðferð málsins og séu þau ekki afhent öðrum. Því sé um að ræða vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að gögnin hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls skv. 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. og þar komi ekki fram upplýsingar um mikilvægar staðreyndir máls sem ómissandi séu til skýringar ákvörðunar í málinu, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 27. janúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Reykjavíkurborgar. Í bréfi frá kæranda, dags. 28. janúar 2020, er umsögn Reykjavíkurborgar mótmælt og lögð áhersla á mikilvægi þess að umbeðnar upplýsingar verði afhentar. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 8. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Reykjavíkurborg í því skyni að varpa skýrara ljósi á atvik málsins. Umbeðin gögn bárust frá borginni með tölvubréfi, dags. 12. maí 2020.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs annars vegar að færslum í atvikaskráningarkerfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hins vegar að dagbókarfærslum vettvangsgeðteymis í tengslum við atvik sem varð í búsetukjarna við C. Ákvörðun Reykjavíkurborgar er í báðum tilvikum byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Í hinni kærðu ákvörðun er enn fremur tekið fram að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær færslur í atvikaskráningarkerfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem kæran beinist að. Um er að ræða tvær færslur annars vegar frá 29. september 2018 og hins vegar frá 13. apríl 2019. Í fyrri færslunni er að finna nokkuð ítarlega lýsingu á atviki sem mun hafa átt sér stað í samskiptum starfsmanns velferðarsviðs og kæranda þann dag og daginn áður. Í seinni færslunni er að finna lýsingu á öðru atviki, þar sem kærandi átti í hlut, sem átti sér stað sama dag og færslan var skráð. Í báðum færslunum er að finna orðrétt sömu lýsingu á umræddum atvikum og fram koma í dagbókarfærslum sem skráðar voru af starfsmönnum búsetukjarnans, annars vegar 29. september 2018 og hins vegar 13. apríl 2019, og kærandi mun þegar hafa fengið aðgang að. Til viðbótar er í færslunum gerð grein fyrir þeim viðbrögðum sem gripið var til í kjölfar atvikanna. Þá er gerð grein fyrir upplifun og líðan þess starfsmanns sem í hlut átti sem og viðbrögðum kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í umsögn Reykjavíkurborgar að skráning í atvikaskráningarkerfið sé liður í að viðhafa eftirlit og tryggja yfirsýn yfir þá starfsemi og þjónustu sem veitt er af hálfu velferðarsviðs. Samkvæmt skýringum Reykjavíkurborgar er með atvikaskráningarkerfinu leitast við að samræma skráningu atvika og gera upplýsingar aðgengilegar en jafnframt sé gert ráð fyrir eftirfylgni mála. Af framangreindu verður ráðið að þær upplýsingar sem skráðar eru í atvikaskráningarkerfið kunna að vera af ýmsum toga og er óhjákvæmilegt að leggja sérstakt mat á efni þeirra upplýsinga sem þar eru skráðar hverju sinni við afmörkun á því hvort um vinnugögn sé að ræða. <br /> <br /> Í umbeðnum færslum í atvikaskráningarkerfið er að finna upplýsingar um atvik máls. Ekki er um að ræða upplýsingar sem varða ráðagerðir í tengslum við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls heldur er aðeins um að ræða lýsingu á atviki. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfylla færslurnar því ekki skilyrði 1. máls. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga um að vera undirbúningsgögn í reynd, þrátt fyrir að upplýsingar sem þar komi fram kunni vissulega síðar að nýtast við undirbúning ákvörðunar eða annarra athafna. Þar af leiðandi er ekki unnt að líta á færslurnar sem vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og verður því ekki fallist á að Reykjavíkurborg sé heimilt að synja kæranda um aðgang að færslunum á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur einnig kynnt sér skjal vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Af gögnum málsins er ljóst að vettvangsgeðteymið var kallað til í því skyni að veita starfsmanni sviðsins handleiðslu vegna framangreindra atvika og leita leiða til þess að leysa þann vanda sem upp var kominn. Skjalið hefur að geyma sjö dagsettar færslur þar sem gerð er grein fyrir aðkomu teymisins að máli kæranda. <br /> <br /> Þrátt fyrir að efni skjalsins geymi einnig lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í máli kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber skjalið því með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að um vinnugögn sé að ræða. Þá verður ekki séð að efni þeirra verði fellt undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Því verður staðfest synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að vinnuskjali vettvangsteymis velferðarsviðs. <br /> <h2>2.</h2> Sem fyrr segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafnað því að umbeðnar færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs geti talist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Eftir stendur því að leggja mat á hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum í heild eða að hluta á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Í þeim færslum sem mál þetta lýtur að er fjallað um háttsemi kæranda í búsetukjarna á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og er því ekki vafi um að færslurnar geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að þeim eftir ákvæðum III. kafla laganna. <br /> <br /> Reykjavíkurborg styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að færslunum í atvikaskráningarkerfið við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. <br /> <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar er vísað til þess að þær upplýsingar sem lúti að viðbrögðum og afleiðingum atviksins hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni starfsmanns og vegi þeir hagsmunir, að halda slíkum upplýsingum leyndum, þyngra en hagsmunir kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur lagt mat á efni færslna frá 29. september 2018 og 13. apríl 2019 á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er það mat nefndarinnar að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér lýsingar í færslunum á háttsemi kæranda og að þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að lýsingarnar fari leynt. Í báðum færslunum er hins vegar að finna undirkafla undir yfirskriftinni „viðbrögð/afleiðing“ og er þar að finna endursögn á persónulegum upplifunum starfsmanna. Að mati úrskurðarnefndarinnar varða þessar upplýsingar persónuleg málefni viðkomandi starfsmanna sem verða að teljast viðkvæmar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir viðkomandi starfsmanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta í færslunum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið ber að afmá fyrstu efnisgrein undir yfirskriftinni viðbrögð/afleiðingar í fyrri færslunni og aðra og þriðju setningu í kaflanum viðbrögð/afleiðing í síðari færslunni (línur 1-3 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem fram kemur í úrskurðarorði.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda aðgang að færslum í atvikaskráningarkerfi mannauðssviðs velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 29. september 2018 og 13. apríl 2019. Þó er skylt að afmá fyrstu efnisgrein undir yfirskriftinni viðbrögð/afleiðingar í fyrri færslunni og aðra og þriðju setningu í kaflanum viðbrögð/afleiðing í síðari færslunni (línur 1-3 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að vinnuskjali vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br />

902/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

Kærð var ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir átta mánaða tímabil. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með félaginu að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 902/2020 í máli ÚNU 19110010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. nóvember 2019, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir „átta mánaða uppgjöri“ Herjólfs ohf. Í svari félagsins, dags. 12. nóvember 2019, segir að um drög sé að ræða og það komi fram í fundargerð félagsins frá 29. október 2019 þar sem fjallað sé um „árshlutauppgjör, drög að átta mánaða uppgjöri ársins 2019“ og að framkvæmdastjóri hafi farið yfir rekstrartölur á fundinum. Þannig sé gagnið vinnuskjal sem nýtt hafi verið til þess að fá glögga mynd af rekstri félagsins í þeim tilgangi að vinna raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Þar sem um drög að uppgjöri sé að ræða, sem sé enn í vinnslu og teljist því til vinnuskjals, verði það hvorki birt né afhent þriðja aðila. Þegar endanlegt uppgjör liggi fyrir muni félagið birta niðurstöðu sína. Bent er á að ársfundur og/eða hluthafafundur sé haldinn að öllu jöfnu einu sinni á ári og hægt verði að nálgast fjárhagsupplýsingar félagsins þegar ársreikningar þess liggi fyrir.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 15. janúar 2020, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað þann 11. febrúar 2020 og 4. maí 2020 ítrekaði nefndin enn beiðni sína og óskaði eftir að fá umbeðin gögn afhent.<br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 5. maí 2020, er vísað í bréf félagsins til kæranda frá 12. nóvember 2019. Eins og þar komi fram sé um drög og vinnuskjöl að ræða sem gefi ákveðna mynd af rekstri félagsins eftir átta mánuði í rekstri. Gögnin séu ekkert annað en prófjöfnuður fyrir skilgreint tímabil og séu slík gögn aldrei birt opinberlega, hvorki hjá opinberum félögum né einkafélögum. Uppgjör og ársreikningar séu unnir úr þessum gögnum og séu birt og afhent eftir atvikum. Tekið er fram að félagið hefði hugsanlega mátt rita fundargerð sína betur og í stað þess að skýra málið „árshlutauppgjör“ hefði mátt finna betra orðalag til að fyrirbyggja misskilning. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að átta mánaða uppgjöri Herjólfs ohf. sem fjallað var um á stjórnarfundi félagsins þann 29. október 2019. Beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða reikningsjöfnuð, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld tiltekins tímabils sem ber með sér að vera framkallað úr bókhaldskerfi félagsins. Samkvæmt gögnum málsins var yfirlitið lagt fram á 29. stjórnarfundi félagsins sem drög að árshlutauppgjöri í þeim tilgangi að vinna út frá því fjárhagsáætlun. Ekki er því um að ræða eiginlegt árshlutauppgjör en talað er um drög að átta mánaða uppgjöri í fundargerð Herjólfs ohf. frá 29. október 2019. Skjalið sem úrskurðarnefndin fékk afhent inniheldur óunnar eða „hráar“ en nákvæmar bókhaldsupplýsingar og ljóst er að þær munu verða nýttar til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikninga félagsins, sem verða birtir. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið. <br /> <br /> Samkvæmt skýringum Herjólfs ohf. var yfirlitið nýtt til undirbúnings við gerð fjárhagsáætlunar félagsins og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 12. nóvember 2019, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins frá 1. janúar 2019 til 31. ágúst 2019 er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

901/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafði synjað kæranda um aðgang að gögnum tengdum dómsmáli sem kærandi höfðaði gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands og var sú afgreiðsla kærð til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin á að hluti gagnanna væru vinnugögn sbr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 901/2020 í máli ÚNU 19120015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2020, kærði A afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að honum yrði veittur aðgangur að öllum þeim 33 gögnum sem skráð væru í málaskrá ráðuneytisins undir málsnúmerinu MMR19030175. Óskað var eftir því að gögnin yrðu send kæranda með tölvupósti. <br /> <br /> Með bréfi ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, voru kæranda afhent tvö gögn. Í bréfinu kom hins vegar fram að ekki væri unnt að afhenda önnur gögn með vísan til 3. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga og að ekki væru forsendur til að veita kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólum. <br /> <br /> Í kæru er því mótmælt að Minjastofnun geti talist „sérfróður aðili“ í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem stofnunin sé lægra sett stjórnvald og heyri undir ráðuneytið og því geti samskipti ráðuneytisins við stofnunina ekki fallið undir ákvæðið. Á sama hátt telur kærandi fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki geta talist „sérfróður aðili“ í framangreindum skilningi. Það sé afstaða kæranda að samskipti stjórnvalds við annað stjórnvald geti ekki flokkast undir undanþáguákvæðið þar sem þessir aðilar geti ekki talist sérfróðir aðilar. Þá telur kærandi að við mat á því hvort 3. tölul. 6. gr. eigi við þurfi að leggja mat á hvort birting gagnanna muni að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem í hlut á. Það helgist af hinni almennu framkvæmd upplýsingalaganna að undanþáguákvæði beri að túlka þröngt. Auk þess beinist kæran að því að gögnin sem kærandi fékk afhent hafi ekki verið afhent á rafrænu formi í samræmi við beiðni kæranda.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. desember 2019, var kæran kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins barst með bréfi, dags. 10. janúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að ekki sé nauðsynlegt að sérfróður aðili í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé utanaðkomandi sérfræðingur heldur geti ráðgjöf sem stafi frá öðrum stjórnvöldum fallið þar undir. Tekið er fram að gögnin sem deilt sé um tengist málaferlum á milli kæranda og Minjastofnunar Íslands. Þá er vísað til þess að Minjastofnun hafi yfir að ráða sérþekkingu á þeim málaflokki sem stofnuninni sé falið að sinna og umrædd málaferli snúi að. Ráðuneytið hljóti að geta leitað ráðgjafar og sjónarmiða hjá stofnuninni áður en ákvarðanir séu teknar í tengslum við málaferli sem ríkið og stofnunin eigi í við kæranda án þess að þurfa að upplýsa kæranda um næstu skref í málsvörn þess eða hvað liggi til grundvallar þeim ákvörðunum. Með vísan til þess hljóti Minjastofnun Íslands að mati ráðuneytisins að falla undir það að teljast sérfróður aðili samkvæmt upplýsingalögunum. Hið sama eigi við um fjármála- og efnahagsráðuneytið en samkvæmt 5. gr. forsetaúrskurðar nr. 119/2018 heyri málefni ríkisfjármála og þar með talið ríkissjóðs undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. <br /> <br /> Í umsögninni er einnig vísað til þeirrar staðhæfingar kæranda að gögn sem synjað var um afhendingu á með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna. Í því sambandi tekur ráðuneytið fram að í fyrsta lagi sé um að ræða gagn sem hafi að geyma áritun ráðherra á yfirliti um tilmælasögu úr málakerfi ráðuneytisins þar sem fram komi upplýsingar um möguleg næstu skref ráðuneytisins í tengslum við málaferlin. Í öðru lagi sé um að ræða fjögur minnisblöð til ráðherra, unnin af starfsmönnum ráðuneytisins, þar sem meðal annars sé fjallað um rökin fyrir því að áfrýja dómi, samantekt á minnisblaði frá Minjastofnun Íslands um fordæmisgildi dómsins og mögulegar fjárhagslegar afleiðingar af dómsmálinu. Í þriðja og síðasta lagi sé um að ræða athugasemdir starfsmanns ráðuneytisins til viðbótar við hugleiðingar ríkislögmanns vegna dómsins. Með vísan til þessa sé ljóst að um sé að ræða gögn sem starfsmenn ráðuneytisins hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvarðana eða annarra lykta máls, auk þess sem gögnin hafi ekki verið afhent öðrum. Þá sé það mat ráðuneytisins að 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. janúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í bréfi frá kæranda, dags. 9. febrúar 2020, er umsögn ráðuneytisins mótmælt og fyrri athugasemdir ítrekaðar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem tengjast dómsmáli sem kærandi höfðaði á hendur íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands. Í fyrsta lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti, tölvupósta og minnisblöð sem send voru á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Minjastofnunar Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ríkislögmanns hins vegar í tengslum við málareksturinn. Í öðru lagi er um að ræða minnisblöð og önnur gögn sem unnin voru af starfsmönnum ráðuneytisins í tengslum við málaferlin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Upplýsingar í gögnunum lúta að dómsmáli á milli kæranda og stjórnvalda og hefur því kærandi hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér efni gagnanna. Réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum í gögnunum lýtur því takmörkunum á grundvelli 2. og 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samskiptum vegna málareksturs dómsmálsins byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 um ríkislögmann fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Þegar krafa eða dómsmál beinist að tiltekinni ríkisstofnun leitar ríkislögmaður ekki einungis umsagnar viðkomandi stofnunar heldur einnig hlutaðeigandi ráðuneytis. Það á ekki síst við ef mál hafa umtalsverða fjárhagslega þýðingu. Styðst það jafnframt við það sem fram kemur í leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019 um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, sjá kafla 3.4, 3.8 og 4.5 á bls. 7, 8 og 10. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um afhendingu á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða talsvert magn samskipta, tölvupósta, minnisblaða og annarra skjala sem send voru á milli ríkislögmanns, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Minjastofnunar Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hvort sem gögnin stafa frá embætti ríkislögmanns, Minjastofnun eða ráðuneyti vegna samskipta við fyrrnefnda aðila telur úrskurðarnefndin ljóst að tilefni þeirra var málarekstur kæranda gegn íslenska ríkinu. Nánar tiltekið bera öll gögnin það með sér að hafa vera aflað í tengslum við undirbúning málsins fyrir héraðsdómi og ákvörðunar um áfrýjun dóms héraðsdóms í kjölfar uppkvaðningar hans. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að ekki er unnt líta svo á að jafna megi aðkomu Minjastofnunar að málinu við aðkomu sérfróðs aðila í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Minjastofnun var ásamt íslenska ríkinu stefnt í umræddu dómsmáli og hafði því stöðu aðila málsins. Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi í samræmi við lögbundið hlutverk sitt óskað eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem æðsta handahafa stjórnsýsluvalds á málefnasviðinu, og Minjastofnunar, sem tók þær ákvarðanir á lægra stjórnsýslustigi sem ágreiningur málsins sneri að, til þess hvort rétt væri að áfrýja dóminum. Því verður að telja ljóst að þeirra gagna sem stafa frá Minjastofnun hafi ótvírætt verið aflað í tengslum við umrætt dómsmál og að þau teljist hluti af gagnaöflun ríkislögmanns sem fór með málið fyrir hönd íslenska ríkisins. Gildir þá einu þótt mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi haft milligöngu um gagnaöflunina. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að ráðuneytinu sé heimilt að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti kæranda á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> <h2>3.</h2> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tekin voru saman af starfsmönnum ráðuneytisins er byggð á því að þau séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, til dæmis ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um aðgang að á grundvelli þess að þau séu vinnugögn. Í fyrsta lagi er um ræða útprentun úr málaskrá ráðuneytisins með áletrun ráðherra sem hefur að geyma hugleiðingar um næstu skref málsins. Þá er um að ræða fjögur minnisblöð sem tekin eru saman af starfsmönnum ráðuneytisins og hafa meðal annars að geyma rök fyrir því að áfrýja dóminum, hugleiðingar um fordæmisgildi hans og mögulegar afleiðingar hans, samantekt á minnisblaði Minjastofnunar, dags. 12. apríl 2019, auk athugasemda starfsmanns við hugleiðingar ríkislögmanns vegna dómsins. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar bera umrædd gögn greinilega með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Því verður að leggja til grundvallar að gögnin séu vinnugögn og mennta- og menningarmálaráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að þeim með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að árétta að takmarkanir á upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. og 5. tölul. 6. gr., þ.e. til aðgangs að bréfaskiptum við sérfróða aðila og vinnugögnum, falla brott þegar liðin eru átta ár frá því að gögn urðu til, eigi aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum ekki við, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>4.</h2> Í kæru kemur fram að hún beinist einnig að því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki afhent kæranda gögnin rafrænt eins og óskað hafi verið eftir heldur hafi kærandi fengið gögnin send útprentuð. Afhending gagnanna hafi því ekki verið í samræmi við 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Í umsögn ráðuneytisins er bent á að kærandi hafi þegar haft gögnin sem honum voru send undir höndum. Annars vegar sé um að ræða bréf forsætisráðuneytisins, dags. 1. október 2019, til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem kæranda hafi verið sent afrit af og hins vegar afrit af tölvubréfi kæranda til ríkislögmanns sem ráðuneytinu og fleirum hafi verið sent afrit af. Farist hafi fyrir að senda kæranda rafrænt eintak og sé beðist velvirðingar á því. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Samkvæmt þessu ber mennta- og menningarmálaráðuneytinu því að afhenda kæranda gögn sem varðveitt eru á rafrænu formi ef þess er óskað. Vilji kærandi fá gögnin, sem honum voru afhent útprentuð, einnig send á rafrænu formi getur hann því beint beiðni til ráðuneytisins þar um. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem skráð eru undir málaskrárnúmerið MMR19030175 er staðfest. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

900/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

Kærð var afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni um öll samskipti starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú eignarhaldsfélags. Bankinn kvað engin gögn sem kæran lyti að vera fyrirliggjandi hjá bankanum. Úrskurðarnefndin taldi ekki séð að Seðlabanki Íslands hefði í tilefni af beiðni kæranda kannað hvort gögn er féllu undir beiðnina og sem bankanum væri skylt að varðveita væru í fórum lögmanna er störfuðu fyrir bankann. Beiðninni var því vísað til nýrrar meðferðar hjá Seðlabankanum.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 900/2020 í máli ÚNU 19120012.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 16. desember 2019, kærði A afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. október 2019, beindi kærandi spurningum í fimm tölusettum liðum til seðlabankastjóra. Fimmti liðurinn fól í sér beiðni um aðgang að öllum samskiptum starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú FSP Holding ehf. Með svarbréfi, dags. 21. nóvember 2019, var meðal annars tekið fram varðandi þennan lið að Seðlabankinn vísaði til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við samkvæmt orðanna hljóðan, með vísan til greinargerðar með lögum nr. 72/2019 sem breyttu ákvæðinu. Hvað þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 varðar tekur kærandi fram að þrotabú FSP Holding ehf. sé ekki viðskiptamaður Seðlabanka Íslands og samskipti bankans við þrotabúið fjalli alls ekki um málefni bankans sjálfs.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Með bréfi, dags. 17. desember 2019, var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn bankans, dags. 17. janúar 2020, kemur fram að við nánari skoðun málsins hafi komið í ljós að ekki sé unnt að verða við beiðni kæranda af þeirri einföldu ástæðu að gögnum sem kæran lýtur að sé ekki til að dreifa hjá bankanum. Umbeðin samskipti hafi einungis átt sér stað með óformlegum hætti og ekki skrifleg eða skráð sérstaklega af hálfu bankans, enda hafi ekki verið um að ræða tilvik sem myndu teljast falla undir 27. gr. upplýsingalaga, sem taki einungis til skráningarskyldu um tiltekin málsatvik í málum þar sem taka eigi ákvarðanir um rétt eða skyldu manna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Seðlabanka Íslands og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 22. janúar 2020. Þar kemur fram að beiðni kæranda hafi ekki lotið einvörðungu að gögnum sem geymd eru í Seðlabanka Íslands. Beiðnin hafi varðað afrit af öllum samskiptum starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú FSP Holding ehf., óháð geymslustað þeirra. Seðlabankinn geti ekki skotið sér undan upplýsingaskyldu með því að vísa til þess að lögmaður bankans geymi gögnin. Í þessu tilfelli hafi lögmaður bankans ekki einungis haft stöðu lögmanns heldur einnig gegnt trúnaðarstörfum fyrir bankann sem stjórnarmaður í Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. og Austurbraut ehf. Fyrrnefnda félagið hafi fallið undir upplýsingalög. Gögn varðandi samskipti við þrotabú FSP Holding ehf., sem séu í vörslu lögmannsins, falli því jafnframt undir lögin.<br /> <br /> Kærandi tekur fram að upphaflega hafi Seðlabanki Íslands eða félag á vegum bankans enga kröfu átt á hendur FSP Holding ehf. Seðlabanki Íslands hafi hins vegar ákveðið að kaupa slíka kröfu af Íslandsbanka. Útilokað sé að þrotabú FSP Holding ehf. hafi ekki verið send skrifleg tilkynning um kröfuhafaskiptin. Eftir skiptin hafi lögmannsstofan haft náið samráð fyrir hönd Seðlabankans við þrotabúið um málefni þess. Þannig hafi fulltrúi lögmannsstofunnar farið með umboð þrotabúsins á hluthafafundum í Austurbraut ehf. Vandséð sé hvernig öll þessi samskipti hafi getað verið munnleg. Að minnsta kosti séu umboðin skrifleg samkvæmt lögum um einkahlutafélög. Ef öll þessi samskipti hafi verið munnleg hafi Seðlabankanum í öllu falli borið að halda til haga mikilvægum upplýsingum um samskipti við þrotabú FSP Holding ehf., sbr. lög nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. apríl 2020, óskaði kærandi upplýsinga um afgreiðslu málsins hjá úrskurðarnefndinni. Jafnframt kom kærandi því á framfæri að félagið Austurbraut ehf. hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og því enn síður ástæða til þess að umbeðnum gögnum væri haldið leyndum.<br /> <br /> Með erindi til Seðlabanka Íslands, dags. 8. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin m.a. eftir afstöðu bankans til þess hvort hann teldi að gögn er heyrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í fórum lögmanna sem starfa fyrir bankann, þ.e. gögn sem varði starfsemi bankans og honum sé eða hafi verið rétt að skrá og varðveita í samræmi við ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Seðlabankinn sinnti ekki beiðni úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um samskipti Seðlabanka Íslands við þrotabú eignarhaldsfélags. Af hálfu bankans hefur komið fram að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem gögn sem hún lýtur að séu ekki fyrirliggjandi hjá bankanum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að gögn er heyra undir starfsemi stjórnvalds og því er skylt að hafa í vörslum sínum kunni að teljast fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, enda þótt þau hafi ekki verið skráð réttilega eða geymd innan veggja stjórnvaldsins sjálfs. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. apríl 2020 í máli nr. 887/2020. Horfir nefndin í því sambandi til þess að í slíkum tilvikum kunni stjórnvaldinu engu að síður að vera hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar borgaranna til aðgangs að þeim í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Seðlabanka Íslands að engin gögn er varða beiðni kæranda séu skráð og til staðar í bankanum sjálfum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að tilefni er til að fallast á það með kæranda að skylda bankans til að skrá og varðveita gögn á grundvelli upplýsingalaga, laga um opinber skjalasöfn og annarra laga nær ekki einungis til þeirra verkefna sem fastráðnum starfsmönnum er falið að sinna heldur einnig til þeirra gagna sem kunna að verða til vegna þeirra verkefna Seðlabanka Íslands sem útvistað er til verktaka. Þá tekur skráningarskylda bankans ekki einungis til mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, svo sem bankinn virðist byggja á í umsögn sinni, heldur ber jafnframt að gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld samkvæmt 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn. <br /> <br /> Af þessu leiðir m.a. að ef utanaðkomandi aðili annast ákveðna þætti í verkefnum stjórnvalds þarf að sjá til þess að sá aðili hagi störfum sínum, vörslu og skilum gagna með fullnægjandi hætti. Ef til verða gögn af hálfu þess aðila, sem skylt er að skrá og varðveita í skilningi framangreindra laga, ber stjórnvaldi að sjá til þess að gögnin séu skráð og varðveitt. Hafi Seðlabanki Íslands ekki gætt þess að haga skráningu um samskipti bankans í tengslum við slitameðferð þrotabús FSP Holding ehf. í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn um skráningar- og varðveisluskyldu, er það ámælisvert. Rétt er að minna á að varðveisla gagna í samræmi við fyrirmæli 26. og 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er m.a. forsenda þess að upplýsingaréttur almennings geti orðið raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki séð að Seðlabanki Íslands hafi í tilefni af beiðni kæranda kannað hvort gögn er féllu undir beiðnina væru í fórum lögmanna er störfuðu fyrir bankann og honum hafi verið skylt að varðveita. Enn fremur, ef sú væri raunin, hvort bankanum væri hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. Eins og rakið er í lýsingu á málsmeðferð hér að framan sinnti Seðlabanki Íslands ekki beiðni úrskurðarnefndarinnar um upplýsingar þar að lútandi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingarmál sig ekki hafa forsendur til þess að staðfesta ákvörðun Seðlabanka Íslands með vísan til þess að þau gögn sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Er það niðurstaða nefndarinnar að Seðlabankinn skuli taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og kanna hvort gögn er falli undir beiðnina, og bankanum sé skylt að halda utan um, séu í fórum lögmanna bankans og þá hvort bankanum sé unnt að nálgast gögnin, skoða þau og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Beiðni A, dags. 25. október 2019, um samskipti Seðlabanka Íslands við þrotabú FSP Holding ehf. er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

899/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

Kærð var synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á beiðni um upplýsingar um fjölda leyfa sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hefðu veitt starfsmönnum til stofnunar einkafyrirtækja á tilteknu tímabili, afritum af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum og stofna einkafyrirtæki á sama tímabili ásamt upplýsingum um heimildir tiltekins starfsmanns Vegagerðarinnar til að starfa fyrir nokkur nafngreind fyrirtæki. Úrskurðarnefndin vísaði frá þeim hluta málsins sem sneri að starfsmönnum undirstofnana á þeim grundvelli að þau væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu. Hvað varðar beiðni um afrit af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum var synjun ráðuneytisins staðfest með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. Þá var þeim hluta beiðninnar sem laut að fjölda veittra leyfa vísað aftur til ráðuneytisins þar sem ekki hafði verið tekin afstaða til beiðninnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 899/2020 í máli ÚNU 19120010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. desember 2019, kærði A f.h. Stapa ehf., afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 15. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um fjölda leyfa sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hefðu veitt starfsmönnum sínum til stofnunar einkafyrirtækja frá árinu 1989. Jafnframt óskaði kærandi eftir afritum af slíkum leyfum ásamt leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum eða einstökum verkefnum á sama tímabili. Vísaði kærandi um þetta til 20. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Að lokum óskaði kærandi upplýsinga um heimildir tiltekins starfsmanns Vegagerðarinnar til að starfa fyrir nokkur nafngreind fyrirtæki á tilteknu tímabili. <br /> <br /> Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, segir að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ráðuneytið telji umbeðin gögn varða starfssamband starfsmanna hjá aðilum sem falli undir lögin. Að auki séu gögn er varði aukastörf starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins almennt ekki varðveitt í skjalasafni ráðuneytisins og af þeirri ástæðu sé ekki unnt að afhenda þau. <br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi að ósamræmi sé á milli framangreinds svars samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og fyrra svars þess, dags. 20. desember 2016, sem veitt var í tilefni af eldri fyrirspurn. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér sjónarmið kæranda um þetta en telur ekki tilefni til að rekja efni þeirra nánar í úrskurðinum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með bréfi, dags. 16. desember 2019, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. desember 2019, kemur fram að gögn er varði aukastörf starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins sé almennt ekki að finna í skjalasafni ráðuneytisins. Þegar af þeirri ástæðu sé ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar sé rétt að benda kæranda á að beina megi fyrirspurn hvað þetta varði til hverrar stofnunar fyrir sig. <br /> <br /> Hvað varði beiðni um gögn er varði aukastörf starfsmanna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vísar ráðuneytið til þess að beiðni kæranda sé mjög umfangsmikil og nái yfir langt tímabil. Samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé heimilt að hafna beiðni um afhendingu gagna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Ráðuneytið telur beiðni kæranda falla undir ákvæðið hvað varði gögn vegna aukastarfa starfsmanna ráðuneytisins og því sé ekki unnt að verða við henni. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda hafi láðst að geta um framangreindar forsendur hvað þetta varði og biðjist ráðuneytið velvirðingar á því.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að umsögn ráðuneytisins valdi vonbrigðum, kærandi hafi vonast til þess að ráðuneytið myndi leggja fram gögn fyrri staðhæfingum sínum til stuðnings varðandi það að nafngreindir starfsmenn hefðu haft leyfi Siglingastofnunar til þess að stofna tiltekið fyrirtæki og að lögð yrðu fram gögn sem staðfestu það að eigendur fyrirtækisins hefðu haft tilskilin leyfi til að vinna í einstökum verkefnum á vegum fyrirtækis síns, meðfram starfi sínu hjá opinberum stofnunum, sbr. 20. gr. laga nr. 70/1996 og sambærilegt ákvæði í eldri útgáfu laga nr. 38/1954.<br /> <br /> Varðandi þá ábendingu ráðuneytisins að beina megi fyrirspurn hvað þetta varðar til hverrar stofnunar fyrir sig segist kærandi vera búinn að reyna þá leið gagnvart Vegagerðinni. Það hafi verið neyðarúrræði að leita með málið til ráðuneytisins. Það sé skilningur kæranda að markmið upplýsingalaga nr. 140/2012 sé að tryggja það að almenningur hafi betri og skilvirkari aðgang að upplýsingum, sem liggi fyrir í stjórnsýslunni, hjá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra, fremur en að þau séu tæki til handa stjórnsýslunni að skorast undan upplýsingagjöf. Og þar sem Vegagerðin heyri undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, en ekki öfugt, hafi kæranda þótt rétt að leita til ráðuneytisins með þau mál sem Vegagerðin hafi ekki talið sig geta veitt upplýsingar um, enda hafi ráðuneytið fellt hafnasvið Siglingastofnunar undir Vegagerðina árið 2013 og hefði það átt að tryggja að gögn Siglingastofnunar skiluðu sér til Vegagerðarinnar eða tryggja vörslu þeirra að öðru leyti. <br /> <br /> Fram kemur að kærandi hafi upplýsingar um aukastörf tiltekinna starfsmanna. Hafi ráðuneytið ekki veitt þeim starfsmönnum leyfi til að starfrækja eigin atvinnurekstur á sama tíma og þeir gegndu störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum, hljóti þeir að hafa gert það í leyfisleysi. Það geti tæplega hafa samræmst lögum nr. 70/1996 og eldri lögum nr. 38/1954. Til að auðvelda ráðuneytinu gagnaleitina, þá þrengi kærandi fyrirspurn sína til ráðuneytisins að fjórum tilteknum starfsmönnum og tveimur fyrirtækjum í þeirra eigu og hvort þessir aðilar hafi haft umrædd leyfi frá vinnuveitendum sínum. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til upplýsinga um fjölda leyfa sem starfsmönnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og undirstofnana þess voru veitt til til að stofna einkafyrirtæki á árunum 1989 til 2019. Í öðru lagi um rétt hans til þess að fá afrit af fyrrnefndum leyfum ásamt afritum af leyfum starfsmanna til aukastarfa eða einstakra verkefna. Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um heimildir tiltekins starfsmanns til að starfa fyrir einkafyrirtæki. <br /> <br /> Sem fyrr greinir óskaði kærandi eftir upplýsingum um leyfi starfsmanna undirstofnana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki eða sinna aukastörfum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kvaðst, í bréfi til kæranda, dags. 22. nóvember 2019, og í umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 18. desember 2019, ekki hafa undir höndum gögn varðandi starfsmenn undirstofnana eða leyfi þeirra fyrir aukastörfum. Ráðuneytið benti kæranda þess í stað á að leita til undirstofnananna sjálfra varðandi þessar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins að gögn er varði starfsmenn undirstofnana séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Er þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>2.</h2> Í beiðni sinni óskaði kærandi einnig eftir afritum af leyfum starfsmanna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki eða sinna aukastörfum. Í hinni kærðu ákvörðun ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, er byggt á því að umbeðin gögn varði málefni starfsmanna, sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“:<br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar um ákvarðanir um leyfi einstakra starfsmanna til þess að gegna aukastörfum verða felldar undir orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga og eru gögn með slíkum upplýsingum þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Hið sama á við um upplýsingar í málum varðandi heimildir starfsmanns til að ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar, sbr. 20. gr. laga nr. 70/1996. Ráðuneytinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um gögn er varða leyfi starfsmanna ráðuneytisins þess til að gegna aukastörfum og til að stofna einkafyrirtæki. <br /> <h2>3.</h2> Í beiðni til ráðuneytisins óskaði kærandi einnig eftir upplýsingum um fjölda leyfa sem starfsmönnum ráðuneytisins hafi verið veitt til þess að stofna einkafyrirtæki á árunum 1989 til 2019 og til þess að sinna aukastörfum eða einstökum verkefnum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að slík samantekt, sé hana að finna í gögnum ráðuneytisins, verði ekki felld undir undanþáguákvæði 7. gr. upplýsingalaga enda veiti hún ekki upplýsingar um ákvarðanir í málum nafngreindra starfsmanna. <br /> <br /> Hvorki í hinni kærðu ákvörðun né í umsögn ráðuneytisins er því haldið fram að slíkar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í gögnum ráðuneytisins né er það rökstutt að öðru leyti af hverju ráðuneytinu sé ekki unnt að verða við þessum þætti í beiðni kæranda. Í umsögn ráðuneytisins er eingöngu vísað til þess með almennum hætti að afgreiðsla á beiðni kæranda taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið rökstudda afstöðu til þess hluta beiðni kæranda er laut að upplýsingum um fjölda leyfa, sem starfsmönnum hafa verið veitt, til þess að stofna einkafyrirtæki. Í þessu sambandi má t.d. benda á úrskurði nefndarinnar í málum 867/2020, 835/2019 og 745/2018. Því er það mat úrskurðarnefndarinnar að eins og atvikum er háttað í þessu máli hafi beiðni kæranda ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að synja beiðni A, f.h. Stapa ehf., um afrit af leyfum starfsmanna ráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki og til að gegna aukastörfum. <br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda veittra leyfa starfsmanna til þess að stofna einkafyrirtæki sl. 30 ár er vísað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Beiðni kæranda hvað varðar leyfi starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins til að gegna aukastörfum eða stofna einkafyrirtæki er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

898/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mögulega ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímarits. Synjun ráðuneytisins byggði á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að gögnin færu leynt enda hefðu þau að geyma upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnun, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin ekkert í gögnunum gefa tilefni til að ætla að raunverulegt tjón hlytist af því að þau yrðu afhent kæranda. Var því ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 898/2020 í máli ÚNU 19120003. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 6. desember 2019, kærði A ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að póstum og bréfum til Norrænu ráðherranefndarinnar frá því eftir 1. nóvember 2019, þar sem nafn kæranda kemur fyrir.<br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda, dags. 21. nóvember 2019, er nánar afmörkuð með þeim hætti að ráðuneytinu beri að lágmarki að afhenda honum tölvupósta sem nafngreindur starfsmaður ráðuneytisins sendi B og fleiri viðtakendum og varði ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 4. desember 2019, kemur fram að beiðni kæranda sé afgreidd á grundvelli III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Undir beiðnina falli tveir tölvupóstar, dags. 8. og 11. nóvember 2019. Fjármála- og efnahagsráðuneytið telji hins vegar ekki rétt að veita aðgang að þeim með vísan til þess að traust og trúnaður þurfi að gilda um samskipti við Norrænu ráðherranefndina um málefni af umræddum toga. Aðgangur að upplýsingum geti skaðað þá málsmeðferð sem viðhöfð sé í slíkum málum. Af þeim sökum og með vísan til 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sé beiðninni hafnað. Með vísan til 11. gr. upplýsingalaga og staðhæfinga í gagnabeiðni um rangfærslur, upplýsti ráðuneytið kæranda um að leiðréttar hefðu verið upplýsingar um kæranda sem í ljós hafi komið að hafi verið úreltar. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að með hinni kærðu ákvörðun hafi verið viðurkennt að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi átt í samskiptum um persónu kæranda með tilteknum hætti sem kærandi telur ótilhlýðilegan. Ekki verði séð að slík samskipti verði vernduð með tilvísun til 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda telur kærandi að þær rangfærslur sem þar komu fram hafi orðið til þess að ráðning hans í ritstjórastarf var dregin til baka. Ákvæðinu verði ekki beitt með þeim hætti að heimila stjórnvaldi rangfærslur í garð tiltekinna einstaklinga. Þess er aðallega krafist að aðgangur að hinum umbeðnu gögnum verði veittur í heild á grundvelli 1. mgr. 14. gr upplýsingalaga en til vara að rýmri aðgangur verði veittur en þegar hafi verið gert. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 9. desember 2019, og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 20. desember 2019, kemur fram að synjun beiðni kæranda hafi byggst á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið takmarki aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnanir. Í beiðni kæranda hafi verið óskað eftir aðgangi að upplýsingum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina eða fulltrúa hennar í tengslum við ráðningarferli vegna ritstjórastöðu tímarits. Þegar beiðnin hafi borist hafi ráðuneytið komið upplýsingum á framfæri við nefndina með tveimur tölvubréfum. Eftir að beiðnin barst hafi ráðuneytið átt samtal við starfsmann nefndarinnar og hafi einnig komið viðbótarupplýsingum á framfæri með tölvubréfi.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið kveðst hafa leiðrétt þann skilning kæranda að hann hefði verið ráðinn í starfið. Kærandi hafi verið einn af fjölmörgum sem komið hafi til greina í stöðuna en starfstilboð eða ráðning í stöðu ritstjóra Nordic Economic Policy Review krefjist samhljóða samþykktar aðildarríkja. Ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga byggi á þeirri nauðsyn að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við ríki og fjölþjóðlegar stofnanir. Stjórnvöld hafi svigrúm til að beita ákvæðinu í þágu opinskárra og óhindraðra samskipta. Almannahagsmunir felist í því að traust og trúnaður sé til staðar í samskiptum við Norrænu ráðherranefndina um málefni af umræddum toga og væri aðgangur veittur að samskiptum sem þessum gæti það skaðað þá meðferð sem viðhöfð sé í svipuðum ráðningarmálum. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé kunnugt um að ráðherranefndin hafi hafnað beiðni um aðgang að sömu gögnum, væntanlega á grundvelli reglna um aðgengi að gögnum Norrænu ráðherranefndarinnar frá 29. febrúar 2016.<br /> <br /> Með erindi, dags. 30. desember 2019, var kæranda kynnt umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust þann 3. janúar 2020. Þar bendir kærandi á að ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga innihaldi tvö skilyrði, þ.e. að bæði sé um að ræða samskipti við fjölþjóðastofnanir en að auki að mikilvægir almannahagsmunir krefjist leyndar. Nú liggi fyrir viðurkenning ráðuneytisins á því að meðal efnis samskipta þess við Norrænu ráðherranefndina hafi verið rangfærslur um kæranda. Það sé óhugsandi að það teljist mikilvægir almannahagsmunir að koma í veg fyrir að kærandi fái upplýsingar um það hvaða rangfærslur var að ræða og hvernig þær voru orðaðar. Bæði skilyrði ákvæðisins þurfi að vera uppfyllt og yfirskilyrði um mikilvæga almannahagsmuni sé fjarri því að vera uppfyllt. Væri um slíka hagsmuni að ræða sé ljóst að ráðuneytið hefði vart talið sér heimilt að viðurkenna að efni samskiptanna hafi verið persóna kæranda. Kærandi gerir loks athugasemdir við fullyrðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að honum hafi ekki verið boðið umrætt ritstjórastarf og að Norræna ráðherranefndin hafi neitað honum um aðgang að umbeðnum gögnum. Báðar fullyrðingar séu rangar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 28. apríl 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Norræna ráðherranefndin upplýsti um það hvort kærandi hefði óskað eftir umræddum upplýsingum frá nefndinni og ef svo væri hver ákvörðun hennar hefði verið. Einnig hvort það væri eitthvað, að mati nefndarinnar, því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum. Erindið var ítrekað þann 5. maí 2020 og í bréfi úrskurðarnefndarinnar kom fram að ef svör bærust ekki myndi nefndin líta svo á að ráðherranefndin hefði ekki synjað kæranda um aðgang að upplýsingunum og legðist ekki gegn því að honum yrði veittur aðgangur að þeim. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað 13. og 18. maí 2020 en engin svör bárust.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Norrænu ráðherranefndina í tengslum við ráðningu í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review. Af gögnum málsins má ráða að samskiptin hafi átt sér stað í tengslum við það hvort ráða ætti kæranda til að gegna stöðunni. Með hliðsjón af því verður lagt til grundvallar að upplýsingaréttur kæranda byggist á III. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan en rétturinn sætir takmörkunum sem mælt er fyrir um í 2.-3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er reist á 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist, sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009 og A-770/2018. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða tölvupóstsamskipti tiltekins starfsmanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins við starfsmenn finnska, norska og danska fjármálaráðuneytisins, sem og starfsmanna Nordregio, sem mun vera rannsóknarstofnun á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála á Norðurlöndum og starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Tölvupóstsamskiptin áttu sér stað á tímabilinu 4.-11. nóvember 2019 og lúta þau að fyrirhugaðri ráðningu í starf ritstjóra Nordic Economic Policy Review. Tímaritið er samstarfsverkefni norrænu fjármálaráðuneytanna og Nordregio og af samskiptunum verður skýrlega ráðið að kærandi hafi verið á meðal þeirra sem komu til greina í starfið þegar þau fóru fram. <br /> <br /> Af skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er ljóst að ráðuneytið telur að líta megi á tölvupóstsamskiptin sem samskipti við fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar leikur ekki vafi á að Norræna ráðherranefndin telst fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 55/1989, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta samninga um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs og um réttarstöðu samnorrænna stofnana. Reynir því á hvort þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í því að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Við meðferð málsins óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Norrænu ráðherranefndinni um það hvort kærandi hefði óskað eftir aðgangi að gögnum um ráðningarferlið frá nefndinni og eins hvort ráðherranefndin sæi eitthvað því til fyrirstöðu að kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til ráðherranefndarinnar, dags. 5. maí 2020, var sérstaklega tekið fram að ef erindinu yrði ekki svarað yrði gengið út frá þeim forsendum að ráðherranefndin hefði ekki synjað kæranda um aðgang að gögnunum og að hún teldi ekkert því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að þeim. Þar sem norræna ráðherranefndin hefur ekki svarað erindi úrskurðarnefndarinnar verður byggt á framangreindum forsendum í máli þessu. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Í þessu sambandi athugast að hvorki í hinni kærðu ákvörðun né í frekari rökstuðningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru leiddar líkur að því að tjón geti orðið af aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum. Þess í stað eru færð fram almenn sjónarmið um að aðgangur geti skaðað það verklag sem viðhaft er í ráðningarmálum á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og opinská og óhindruð samskipti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með ráðuneytinu að slíkir hagsmunir teljist til mikilvægra almannahagsmuna í skilningi 1. málsl. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Hefur úrskurðarnefndin þá meðal annars horft til 4. kafla reglna sem gilda um aðgengi að gögnum Norrænu ráðherranefndarinnar sem Norræna samstarfsnefndin (NSK) samþykkti samkvæmt 43. grein samstarfssamningsins milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar (Helsingfors-samningsins) og með stuðningi 10. greinar k) í starfsreglum fyrir Norrænu ráðherranefndina dags. 29. febrúar 2016. Samkvæmt þeim reglum verður ekki annað séð en að umsækjendur um störf hjá nefndinni, svo og stýri- og vinnuhópum og öðrum sambærilegum stofnunum ráðherranefndarinnar, eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa. <br /> <br /> Þá er enn fremur ekkert í umbeðnum gögnum sem gefur tilefni til að ætla að raunverulegt tjón muni hljótast af því að umbeðin gögn verði afhent kæranda, sem verður að játa ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórnvöld miðla upplýsingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugsanleg atvinnutækifæri á grundvelli meginreglu 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins, dags. 4.-11. nóvember 2019, sem varða hugsanlega ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p></p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

897/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Í málinu kærði blaðamaður synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn varðandi tiltekið fósturheimili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að óheimilt væri að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram færi atviksbundið mat á efni slíkra gagna. Fallist var á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að hluta gagna Barnaverndarstofu varðandi heimilið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu var þó gert að veita kæranda aðgang að hluta bréfs barnaverndarnefndar Kópavogs vegna fósturheimilisins og svarbréfi Barnaverndarstofu í heild sinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 897/2020 í máli ÚNU 20020013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. febrúar 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi fósturheimilið B.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 21. janúar 2020, var óskað eftir aðgangi að gögnum um fósturheimilið í fimm liðum:<br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistunin þar og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 31. janúar 2020, kemur fram að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 hafi tekið gildi þann 1. júní 2002 en áður hafi gilt lög um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992. Með breytingalögum nr. 22/1995 hafi Barnaverndarstofu verið komið á fót en áður en stofan tók til starfa hafi verið kveðið á um það í lögum að barnaverndarnefnd legði mat á hæfni fósturforeldra auk þess að undirbúa þá fyrir hlutverk sitt eftir bestu getu, sbr. 30. gr. laga nr. 58/1992. Í lögunum, breytingalögum nr. 22/1995, eða greinargerð með þeim sé ekki að finna upplýsingar um hvernig fari með leyfisveitingu eða gildi leyfa með tilliti til lagaskila, þ.e. hvort fósturforeldrar sem voru með leyfi frá barnaverndarnefndum færu í nýja úttekt hjá Barnaverndarstofu eða héldu fyrri leyfum. Með hliðsjón af framangreindu hafi Barnaverndarstofa ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir það tímamark séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000.<br /> <br /> Því næst eru rakin ákvæði laga og reglugerðar nr. 804/2004 um eftirlit barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu með fósturheimilum. Varðandi fyrirspurn kæranda um hvort athugasemdir hafi borist stofunni vegna fósturforeldra á B geti stofnunin ekki upplýst um slíkt. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Barnaverndarstofu barst þann 17. mars 2020. Þar kemur fram að við meðferð beiðni kæranda hafi þótt ljóst að með því að staðfesta tilvist athugasemda um tiltekin heimili væri stofan að veita upplýsingar sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að og kveðið sé á um í 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa hafi verið tekin ákvörðun um að synja þeim hluta beiðninnar sem lúti að því hvort athugasemdir hafi verið gerðar við starfsemina, hvers eðlis þær hafi verið og hvort leyfi til þess að vista börn hafi verið afturkallað. Því hafi beiðni kæranda verið synjað með bréfi, dags. 31. janúar 2020, en því fylgt eftir með því að hafa samband við kæranda símleiðis með útskýringum um efni bréfsins. Því hafi einnig verið komið á framfæri að forstjóri Barnaverndarstofu hafi lýst sig reiðubúna til að gefa kost á viðtali til að fara yfir almenn atriði.<br /> <br /> Í umsögninni er meðal annars vikið að því að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 geri ráð fyrir því að ef grunur vakni um vanrækslu af hálfu fósturforeldra eða annars konar vanhæfni þeirra til umönnunar barns hafi barnaverndarnefnd ávallt heimild til þess að rjúfa ráðstöfunina. Með því að veita upplýsingar um það hvort fósturrof af þessu tagi hafi átt sér stað, eða upplýsingar um hvort athugasemdir hafi borist sem lúta að hæfni fósturforeldra, kynni stofan að vera að veita upplýsingar sem teljist til einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verði í þessu samhengi að líta til sérstöðu málaflokksins að þessu leyti, enda sé ljóst að gögn í barnaverndarmálum sem varða vanrækslu, ofbeldi eða annars konar óviðunandi aðbúnað, hvort sem er á heimili kyn- eða fósturforeldra, myndu teljast til einkamálefna, enda sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem háðar séu sérreglum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Barnaverndarstofa rekur að við matið hafi verið litið til ákvörðunar Persónuverndar í frumkvæðismáli nr. 2018/839 frá 30. október 2018 er varðaði ákvörðun stofunnar um afhendingu á gögnum til fjölmiðla. Ákvörðunin fjalli á greinargóðan hátt um það til hvaða sjónarmiða skuli líta við mat á undanþágureglu 9. gr. upplýsingalaga. Þá er lögð áhersla á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Fram kemur að við yfirferð á gögnum sem fyrirliggjandi séu hjá Barnaverndarstofu og beiðni kæranda lúti að, telji stofnunin ljóst að þau innihaldi upplýsingar um einkamálefni samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. viðkvæmar persónuupplýsingar sem varði bæði fósturforeldra og barn. Þar að auki sé það mat stofunnar að með því að upplýsa kæranda um það hvort gerðar hafi verið athugasemdir við starfsemina, kynni Barnaverndarstofa einnig þar með að veita slíkar upplýsingar. Þá segir í umsögninni að við mat á því hvaða upplýsingar séu persónugreinanlegar beri Barnaverndarstofu að huga að öllum aðferðum sem ástæða sé til að ætla að unnt sé að beita til að bera kennsl á viðkomandi einstakling með beinum eða óbeinum hætti og að teknu tilliti til allra hlutlægra þátta, svo sem kostnaðar við það og þess tíma sem það tæki, að teknu tilliti til þeirrar tækni sem sé fyrir hendi þegar vinnsla fari fram. Við mat á því hvort afhenda bæri umræddar upplýsingar hafi Barnaverndarstofa ekki síst litið til þessa sjónarmiðs, enda sé ljóst að með einfaldri uppflettingu á netinu eða í opinberum gögnum sé mögulegt að bera kennsl á viðkomandi fósturforeldra, t.d. út frá heimilisfangi fósturheimilisins. <br /> <br /> Barnaverndarstofa leggur að lokum áherslu á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs. Eigi það jafnt við um börn, foreldra, fósturforeldra eða aðra þá einstaklinga sem koma að slíkum málum. Bendir stofan í því sambandi á skyldu þeirra sem vinna að barnavernd til þess að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018. Barnaverndarstofa telur því almennt ekki mögulegt að veita öðrum en aðilum máls aðgang að þeim gögnum sem um ræði og synjunin laut að enda séu þau samofin þeim upplýsingum sem falla undir trúnaðar- og þagnarskyldu barnaverndarlaga og stofan beri skyldu til að virða. Yrði erfitt fyrir Barnaverndarstofu að starfa í samræmi við þá skyldu ef aðrir en aðilar máls ættu rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. mars 2020, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. mars. 2020, kemur fram að hann hafi rætt við fimm einstaklinga sem hafi verið vistaðir sem börn í B og tekið viðtal við þrjá þeirra. Frásagnir þeirra allra eigi það sammerkt að þar sé lýst illri meðferð, ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu og í einhverjum tilvikum kynferðislegu. Afleiðingar dvalarinnar í B séu, samkvæmt lýsingum þeirra allra, langvarandi. Vísað er til þess að í 1. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um þau markmið laganna að fjölmiðlum og almenningi sé kleift að veita opinberum aðilum aðhald, að fjölmiðlar hafi möguleika á að miðla upplýsingum um opinber málefni og að auka traust almennings á stjórnsýslunni. Þetta skipti máli að því leyti að það hafi verið opinberra aðila að hafa eftirlit með vistun barna í B, annars vegar barnaverndarnefnda og einnig Barnaverndarstofu eftir að sú stofnun var sett á laggirnar árið 1995. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur einnig fram að kærandi telji einkahagsmuni þáverandi ábúenda í B hljóti að víkja fyrir veigameiri hagsmunum sem lúti að mögulegum brotum gegn börnum. Í því sambandi megi minna á mál eins og svokallað Breiðavíkurmál, málefni vistmanna á Kópavogshæli og öðrum vistheimilum á vegum ríkisins. Í þeim málum hafi íslenska ríkið viðurkennt að brotið hafi verið á börnum og öðrum sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér á meðan þau voru í umsjá og á ábyrgð opinberra aðila. Viðurkenning hins opinbera hafi falist bæði í afsökunarbeiðni og bótagreiðslum þar sem skaðabótaskylda hafi verið viðurkennd. <br /> <br /> Kærandi segist gera sér grein fyrir að í gögnunum geti verið viðkvæmar upplýsingar sem fara þurfi afar gætilega með. Það hljóti hins vegar að vera samfélaginu mikilvægt að upplýsa um ef brotið hafi verið á börnum sem hafi verið á ábyrgð hins opinbera og vistuð hjá einkaaðilum sem hið opinbera réð til vistunarinnar og hið opinbera átti að hafa eftirlit með.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum um starfsemi tiltekins fósturheimilis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Kærandi óskaði eftir gögnum sem hefðu að geyma eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistun fósturbarna á B og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að Barnaverndarstofa hafi ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995 en fyrir þann tíma hafi eftirlit með slíkum heimilum í meginatriðum verið í höndum barnaverndarnefnda. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir gildistöku laganna séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000. Hvað varði eftirlit með fósturheimilum hafi það verið í höndum barnaverndarnefnda. <br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort athugasemdir hafi borist Barnaverndarstofu vegna fósturforeldra á B og efni slíkra athugasemda, hafi þær borist, sé Barnaverndarstofu óheimilt að veita aðgang að þeim þar sem um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt er að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að líta svo á að Barnaverndarstofa telji óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum varðandi endurnýjun eða afturköllun leyfis til fósturheimilis á sama grundvelli. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með Barnaverndarstofu að stofnuninni sé óheimilt að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram fari atviksbundið mat á efni athugasemdanna. Er þá litið til þess að almenningur hefur hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram. Í gögnum sem geyma athugasemdir vegna starfsemi tiltekinna fósturheimila geta þó komið fram upplýsingar sem Barnaverndarstofu er óheimilt að veita almenningi aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn málsins með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Meðal gagnanna er fyrirspurn frá barnaverndarnefnd Kópavogs til Barnaverndarstofu, dags. 17. maí 2002, varðandi fósturheimilið að B og svarbréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér efni bréfaskiptanna en þau lúta að því hvort rétt sé að endurnýja fóstursamning við fósturheimilið. Þó sé Barnaverndastofu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem barnaverndaryfirvöld í Kópavogi segja að hafa borist sér í bréfinu frá 17. maí 2002, enda er þar um að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engan vafa leika á því að Barnaverndarstofu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun staðfest hvað varðar önnur gögn en bréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002 og bréf barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar úr bréfinu frá 17. maí 2002 eins og tilgreint er í úrskurðarorði.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Barnaverndarstofu er skylt að veita kæranda, A, aðgang að bréfi barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá er Barnaverndarstofu skylt að veita kæranda aðgang að bréfi Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. <br /> <br /> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 31. janúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lúta að starfsemi tiltekins fósturheimilis er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadótti</p> <br />

896/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Herólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020 en Herjólfur hafði vísað til þess í svari til kæranda að upplýsingarnar væri að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Úrskurðarnefndin taldi 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga ekki verða túlkaðan á þann veg að ákvæðið leggi skyldu á stjórnvöld til að afhenda gögn á því formi sem aðili óski eftir þegar þau séu þegar aðgengileg almenningi. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 896/2020 í máli ÚNU 20020010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 6. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. desember 2019, óskaði kærandi eftir fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020. Í svari félagsins, dags. 30. janúar 2020, kom fram fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020 megi finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. sé þar birt líkt og aðrar fjárhagsáætlanir félaga í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í kæru fer kærandi fram á að Herjólfur ohf. afhendi umbeðin gögn eða áframsendi erindið til Vestmannaeyjabæjar til afhendingar. <h2>Niðurstaða</h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015 frá 1. október 2015 og nr. 675/2017 frá 17. mars 2017. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með því að vísa á vef Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þau. Skoðun á vefsíðu Herjólfs ohf. leiðir í ljós að fjárhagsáætlunin er aðgengileg á forsíðu hennar undir tenglinum „Opið bókhald“ þar sem nálgast má fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins.<br /> <br /> Það athugast að í ákvæði 2. mgr. 19. gr. er gerð sú krafa að tilgreint sé nákvæmlega hvar upplýsingar séu aðgengilegar. Hefði því Herjólfi ohf. verið rétt að leiðbeina kæranda með nákvæmari hætti hvar á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar upplýsingar væri að finna. Er því beint til Herjólfs ohf. að gæta þess framvegis að tilgreina eins nákvæmlega og unnt er hvar og með hvaða hætti gögn hafa verið gerð aðgengileg almenningi. Þar sem umbeðin gögn eru þegar aðgengileg almenningi og Herjólfur ohf. hefur bent á hvar þau eru að finna liggur hins vegar ekki fyrir ákvörðun um synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Verður kæru því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 6. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

895/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti á vinnustað. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem tjáðu sig við gerð hennar af leynd. Hins vegar bæri að afmá úr skýrslunni frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 895/2020 í máli ÚNU 19120005. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 10. desember 2019, kærði Sara Pálsdóttir lögmaður, f.h. A, ákvörðun Árborgar um synjun beiðni um aðgang að afriti af vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi verið send þann 14. ágúst 2019. Eftir margar ítrekanir hafi svar borist þann 14. nóvember 2019 þar sem beiðninni hafi verið synjað og fullyrt að rökstuðningur yrði sendur bréfleiðis. Það bréf hafi hins vegar ekki borist. Kærandi byggir á því að hún eigi rétt á því að fá afrit skýrslunnar í heild sinni án þess að upplýsingar hafi verið afmáðar úr henni, bæði á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skýrslan innihaldi í reynd ekkert annað en upplýsingar um kæranda, bæði hennar eigin umkvartanir, andsvör þeirra sem kvartað var undan og mat sálfræðings.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Með bréfi, dags. 11. desember 2019, var Árborg kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn um hana. <br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins barst með bréfi, dags. 17. desember 2019. Þar kemur fram að kæranda hafi verið send formleg ákvörðun um synjun á afhendingu umbeðinna gagna án takmarkana með ábyrgðarpósti, dags. 12. desember 2019. Er vísað til þess erindis hvað varðar rökstuðning, málsatvik og forsendur sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í erindi sveitarfélagsins til kæranda segir að vinnusálfræðileg greinargerð, dags. 15. október 2018, hafi verið unnin að beiðni fræðslustjóra Árborgar vegna kvörtunar kæranda um einelti á vinnustað. Fundað hafi verið með aðilum í júní 2018 þar sem farið hafi verið yfir forsendur, ferli og framkvæmd gagnasöfnunar auk fyrirkomulags við kynningu niðurstaðna við lok úttektar. Jafnframt hafi verið áréttað að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Báðum málsaðilum hafi verið gefinn kostur á að tilnefna vitni. Vitnunum hafi verið kynntur tilgangur viðtalanna og þeim gerð grein fyrir að vitnisburðurinn yrði skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði kynnt þar sem þar kæmi fram. Greinargerð þessi hafi verið send Árborg til meðferðar og úttektaraðila gerð grein fyrir því að áætlað væri að efni skýrslunnar yrði kynnt aðilum og þeim gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri áður en sveitarfélagið tæki greinargerðina til endanlegrar úrlausnar. Aðilum hafi í kjölfarið verið kynnt efni greinargerðarinnar á fundi þar sem þeir hafi fengið að kynna sér efni hennar í heild sinni og gera athugasemdir við efni hennar. Hvorum aðila hafi síðar verið afhent eintak þar sem afmáð hafði verið bein frásögn annarra aðila en handhafa þess eintaks. Til þess að vernda hagsmuni vitna hafi sá hluti greinargerðarinnar sem sé þess eðlis að auðvelt væri að persónugreina framburð þeirra verið afmáður.<br /> <br /> Að mati sveitarfélagsins er ekki unnt að byggja kröfu kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni á 15. gr. stjórnsýslulaga. Um rétt kæranda fari því samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að kæranda hafi verið veittur aðgangur að greinargerðinni í heild og gefinn kostur á að koma fram athugasemdum við efni hennar. Afhending eintaks greinargerðarinnar í heild sinni kunni hins vegar að varða verulega hagsmuni vitna í málinu er lúti að því að halda nafnleynd, einkum í ljósi þess að um sé að ræða viðkvæmt mál á vinnustað þeirra og í ljósi smæðar vinnustaðarins og samfélagsins. Efni frásagna sé slíkt að engum vafa sé undirorpið hvaða einstaklingar beri vitni hverju sinni. Að mati sveitarfélagsins sé ekki unnt að virða rétt vitna og aðila með fullnægjandi hætti með því að láta kæranda í hendur afrit af beinum framburði þeirra. Í ljósi ríkari einkahagsmuna þeirra aðila sem upplýsingar varða, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, telur sveitarfélagið kæranda hafa verið veittur fullnægjandi aðgangur að efni skýrslunnar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. desember 2019, var kæranda kynnt umsögn Árborgar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 27. desember 2019. Þar mótmælir kærandi þeirri fullyrðingu sveitarfélagsins að veittur hafi verið aðgangur að skýrslunni í heild sinni. Hið rétta sé að kærandi hafi fengið að lesa hana í ráðhúsi Árborgar undir eftirliti og með ákveðnum tímaramma til þess. Ekki hafi verið gætt að jafnræði á milli kæranda og þess sem hún kvartaði undan, heldur hafi sá síðarnefndi fengið að hafa skýrsluna í heild sinni í heilan mánuð líkt og staðfest sé í sjálfri skýrslunni á bls. 2. Þá gerir kærandi athugasemdir við þá röksemd sveitarfélagsins að afhending greinargerðarinnar kunni að varða verulega hagsmuni vitna í málinu. Fyrst og fremst hafi verið afmáðar athugasemdir þess sem kvartað var undan. Engar röksemdir hafi verið færðar fram fyrir því. Þess utan geti röksemdir um nafnleynd vitna og óljósa hagsmuni þar að lútandi ekki leitt til þess að synja beri kæranda um afhendingu skýrslunnar í heild sinni. Vitni séu ekki nafngreind heldur notaðir bókstafir handahófskennt til að greina þau. Þá hafi vitnum sérstaklega verið kynnt að vitnisburður þeirra væri skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. Kærandi ítrekar að einu einkamálefnin sem skýrslan fjalli um séu einkamálefni kæranda, enda séu vitnin ekki að lýsa öðru en því sem þau hafi séð varðandi umkvörtunarefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. mars 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þau bárust með tölvupósti, dags. 31. mars 2020.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð í vörslum sveitarfélagsins Árborgar, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti. Kæranda var veittur aðgangur að skýrslunni í heild sinni með sýningu hennar í ráðhúsi Árborgar og að hluta með afhendingu afrits þar sem tiltekin atriði höfðu verið afmáð en kærandi telur sig eiga rétt á því að fá aðgang að afriti skýrslunnar í heild sinni.<br /> <br /> Í greinargerðinni kemur fram að sá sem annaðist gerð skýrslunnar sé sálfræðingur, en samkvæmt 21. tölul. 3. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, teljast sálfræðingar til heilbrigðisstarfsmanna, sbr. einnig 2. tölul. 2. gr. sömu laga. Fyrir liggur að umrædd skýrsla var ekki gerð í tengslum við heilbrigðisþjónustu við þá sem þar er fjallað um, sbr. 4. tölul. 2. gr. laga nr. 34/2012 og 1. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Af þeim sökum verður ekki séð að ákvæði 17. gr. laga nr. 34/2012, sem fjallar um trúnað og þagnarskyldu löggiltra heilbrigðisstarfsmanna, taki til skýrslunnar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Skýrslan fjallar um niðurstöður vinnusálfræðilegrar úttektar á kvörtunum kæranda um að samstarfsmaður hennar á vinnustað hafi lagt hana í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi, og með vísan til röksemda Árborgar í málinu, næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Af gögnum málsins má ráða að synjun sveitarfélagsins um afrit af skýrslunni byggist öðru fremur á því sjónarmiði að með því væri hætta á því að kærandi afhendi hana öðrum eða birti hana opinberlega í heild eða að hluta. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ýmis lagaákvæði tryggja aðila máls eða þeim sem gögn varða betri rétt til aðgangs að gögnum en almenningi. Taki beiðandi við slíkum gögnum og miðli þeim áfram til óviðkomandi getur það hins vegar varðað við lög, sbr. t.d. 5. mgr., sbr. 1. mgr., 45. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um þagnarskyldu aðila máls um viðkvæmar upplýsingar í gögnum máls sem hann hefur fengið aðgang að. Sjónarmið af þessu tagi geta hins vegar ekki komið í veg fyrir að beiðandi fái aðgang að gögnum á grundvelli laga, í þessu tilviki 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi óskaði aðgangs að. Skýrslan nefnist sem fyrr segir „Vinnusálfræðileg greinargerð – Úttekt á kvörtun um einelti“ og er dags. 15. október 2018. Skýrslan er 27 tölusettar blaðsíður að lengd. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að á kynningarfundi með málsaðilum, kæranda í þessu máli og þeim einstaklingi sem kærandi sagði hafa beitt sig einelti, hafi komið fram að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Þá hafi farið fram viðtöl við vitni í ráðhúsi sveitarfélagsins og símleiðis. Við upphaf viðtals hafi vitnum verið gerð grein fyrir því að vitnisburður þeirra væri skráður og vegna andmælaréttar gæti farið svo að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. <br /> <br /> Þótt einstökum viðmælendum, þ.e. kæranda og þeim sem kvörtun hennar beindist að, hafi verið heitið því að upplýsingar yrðu meðhöndlaðar „í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað“ getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Þótt einstaklingum hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. meðal annars úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 705/2017, 664/2016, 630/2016, A-458/2012, A-443/2012 og A-28/1997. Hvað varðar þá einstaklinga sem bera vitni um málsatvik er til þess að líta að enginn þeirra er nafngreindur í skýrslunni. Þá var vitnunum sérstaklega tilkynnt að málsaðilum kynni að verða veittur aðgangur að upplýsingum sem frá þeim kæmu.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar en hennar var aflað í tilefni af kvörtunum kæranda vegna meints eineltis í sinn garð á vinnustað. Kærandi hefur því hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig að skýrslunni var staðið og hvernig niðurstaða hennar var fengin. Aðgangur kæranda að skýrslunni verður því aðeins takmarkaður ef hagsmunir annarra sem tjáðu sig við gerð hennar, af því að frásagnir þeirra fari leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni skýrslunnar með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir viðmælenda í skýrslunni af því að frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni þeirra. Áður en kæranda er afhent afrit af greinargerðinni ber því að afmá upplýsingar úr henni sem varða einkamálefni annarra en kæranda. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni felld úr gildi og ber sveitarfélaginu að veita kæranda aðgang að henni með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Staðfest er ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að eftirtöldum hlutum vinnusálfræðilegrar greinargerðar: <br /> <br /> Á bls. 14: Annarri setningu undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“ frá orðinu ,,Og“ að orðinu ,,þessa“. <br /> <br /> Á bls. 16: Neðstu málsgreininni blaðsíðu 16.<br /> <br /> Allri bls. 17.<br /> <br /> Á bls. 18: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Umræða og álit sem tekur til stafliðar F“. <br /> <br /> Á bls. 21: Setningum tvö til og með fjögur í fyrstu málgreininni undir liðnum „Vitni G:“.<br /> <br /> Á bls. 22: Fjórðu setningunni í efstu málsgreininni. <br /> <br /> Á bls. 23: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“. <br /> <br /> Sveitarfélagið Árborg skal að öðru leyti veita kæranda, A, aðgang að vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

894/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Í málinu óskaði blaðamaður eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvæði upp úrskurð varðandi rétt hans til aðgangs að fundargerðum Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi Ríkisútvarpsins vegna kærunnar kom fram að það væri afstaða félagsins að afhenda kæranda fundargerðirnar en áður bæri þó að afmá tilteknar upplýsingar úr þeim. Úrskurðarnefndin taldi fundargerðirnar vera að mestu leyti vinnugögn og því væri félaginu heimilt að undanþiggja upplýsingar úr þeim á þeim grundvelli, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Þó væri félaginu skylt að afmá tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 894/2020 í máli ÚNU 19110006. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 13. nóvember 2019, kærði A, blaðamaður, töf Ríkisútvarpsins ohf. á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Hinn 7. ágúst 2019 óskaði kærandi eftir afriti af fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. Beiðnin var sett fram í tvennu lagi, annars vegar vegna tímabilsins frá 1. janúar 2018 og til þess dags sem beiðnin var sett fram, og hins vegar vegna tímabilsins 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, en kærandi óskaði þess að fyrri hluti beiðninnar yrði afgreiddur fyrst. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 26. september, 1. október og 11. nóvember 2019 og kærði loks töf Ríkisútvarpsins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu ohf. með bréfi, dags. 14. nóvember 2019, þar sem úrskurðarnefndin beindi því til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar í síðasta lagi 22. nóvember 2019. Veittir voru frekari frestir að beiðni félagsins til 26. nóvember 2019. <br /> <br /> Hinn 13. desember 2019 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort Ríkisútvarpið ohf. hefði afgreitt beiðni kæranda. Hinn 16. desember 2019 barst það svar frá félaginu að stefnt væri að því að afgreiða beiðnina fyrir 21. desember en óvíst væri hvort unnt væri að afgreiða þann hluta beiðninnar sem lyti að fundargerðum eldri en 1. janúar 2018 fyrir þann tíma. <br /> <br /> Hinn 27. desember 2019 barst bréf frá Ríkisútvarpinu ohf. þar sem fram kom að bera þyrfti undir stjórn félagsins hvort rétt væri að afmá upplýsingar úr gögnunum er lytu að einkamálefnum starfsfólks og viðskiptahagsmunum félagsins. Væri því ekki unnt að afgreiða beiðnina fyrr en í fyrsta lagi í byrjun janúar 2020. <br /> <br /> Hinn 24. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál enn á ný eftir upplýsingum um hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Ríkisútvarpið ohf. svaraði því 29. janúar 2020 að gagnabeiðnin væri á dagskrá stjórnarfundar sem haldinn yrði 5. febrúar. Úrskurðarnefndin ítrekaði fyrirspurnina 6. febrúar 2020 en ekki bárust svör frá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. febrúar 2020, óskaði kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki fyrri hluta beiðni hans, sem sneri að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019, til meðferðar í samræmi við 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði þess að síðari hluti beiðninnar, sem sneri að fundargerðum frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, yrði áfram til meðferðar hjá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin fram á að Ríkisútvarpið ohf. léti nefndinni í té afrit af fundargerðum stjórnar frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Í kjölfarið yrði kveðinn upp úrskurður um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Enn fremur var Ríkisútvarpinu ohf. gefinn kostur á að koma að rökstuðningi fyrir því að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt, væri það afstaða stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin áréttaði mikilvægi þess að Ríkisútvarpið ohf. léti sig málið varða og greindi frá sjónarmiðum sínum í þeim efnum enda væri um að ræða gögn sem stöfuðu frá félaginu. Var félaginu veittur frestur til 24. febrúar. Hvað varðar hinn hluta beiðni kæranda, fundargerðir stjórnar frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, ítrekaði úrskurðarnefndin að Ríkisútvarpið ohf. tæki ákvörðun um afgreiðslu eins fljótt og við yrði komið.<br /> <br /> Hinn 25. febrúar 2020 afhenti Ríkisútvarpið ohf. úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar félagsins frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 ásamt rökstuðningi fyrir því að tilteknar upplýsingar í fundargerðunum ættu að fara leynt. Í rökstuðningnum kemur fram að félagið telji fundargerðirnar eða eftir atvikum hluta þeirra vera vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Þá innihaldi þær upplýsingar sem varði mikilvæga einka- og fjárhagshagsmuni einstaklinga eða fyrirtækja, sbr. 9. gr., upplýsingalaga og upplýsingar sem lúti að rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins og sem séu undanskildar á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess geymi þær upplýsingar um málefni starfsmanna, sbr. 7. gr. Af þeim sökum telji félagið sér einungis heimilt að veita kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í rökstuðningnum er því næst fjallað um starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt lögum nr. 23/2013 og starfsreglum stjórnar. Starfssvið stjórnarinnar lúti að margvíslegum þáttum og mörg málefni sem komi á hennar borð sem stjórnin þurfi að fjalla og taka ákvarðanir um. Þá er vísað til þess að aðilum er falli undir upplýsingalög hafi verið talið heimilt að synja um aðgang að gögnum sem til verði við undirbúning töku matskenndra ákvarðana og mótun tillagna um áætlanir eða aðgerðir sem og við undirbúning ákvarðana á borð við samninga við einkaaðila, enda kunni afstaða til fyrirliggjandi mála að breytast við ákvörðunarferlið. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum vera vinnugögn: <br /> <br /> 1. Upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Upplýsingar undir lið 2b á 178 fundi.<br /> 3. Upplýsingar undir lið 3 á 181. fundi.<br /> 4. Upplýsingar undir lið 4 á 183. fundi.<br /> 5. Upplýsingar undir lið 4 á 184. fundi.<br /> 6. Upplýsingar undir liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. Upplýsingar undir lið 3 á 186. fundi.<br /> 8. Upplýsingar undir lið 5 á 187. fundi.<br /> 9. Upplýsingar undir lið 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Um sé að ræða umfjöllun um ýmis málefni sem lýsi undirbúningi tiltekinna ákvarðana eða lykta máls hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. en ekki sé um að ræða upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu mála. <br /> <br /> Fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að heimilt sé að undanþiggja upplýsingarnar úr fundargerðunum á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn telur félagið heimilt að afmá þær með vísan til annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga, þ.e. á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., eða á grundvelli 9. gr. eða 10. gr. laganna. <br /> <br /> Vísað er til þess að upplýsingar sem fram komi undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi falli undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þau feli í sér persónulegar upplýsingar um hagi starfsmanna eða frammistöðu þeirra í starfi. Þá séu í fundargerðunum upplýsingar sem felldar verði undir 9. eða 10. gr. upplýsingalaga. Sé um að ræða upplýsingar sem varði einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila auk viðkvæmra upplýsinga sem kunni að skaða hagsmuni félagsins verði þær gerðar opinberar. Þá sé í einhverjum tilvikum fyrir að fara upplýsingum vegna mála eða samningaviðræðna sem enn sé ólokið, sbr. t.d. undir liðum 2b og 6 í fundargerð 185. fundar. Auk þess komi fram upplýsingar um skoðanaskipti milli stjórnarmanna sem telja megi sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga en dæmi séu um að úrskurðarnefndin hafi fallist á að slíkar upplýsingar séu afmáðar, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 846/2019. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum falla undir 9. og 10. gr. upplýsingalaga: <br /> <br /> 1. Lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Lið 2 á 177. fundi.<br /> 3. Lið 2b á 178. fundi. <br /> 4. Lið 3 á 181. fundi<br /> 5. Lið 4 á 183. fundi. <br /> 6. Lið 4 á 184. fundi.<br /> 7. Liði 2b, 3 og 6 á 185. fundi. <br /> 8. Lið 3 á 186. fundi.<br /> 9. Lið 5 á 187. fundi. <br /> 10. Lið 2c á 192. fundi. <br /> <br /> Í umsögninni segir að afstaða Ríkisútvarpsins ohf. sé sú að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 með þeim takmörkunum sem tilgreindar hafi verið í umsögninni og í þeim gögnum sem nefndinni hafi verið látin í té í tengslum við málið. Þá er beðist velvirðingar á þeim töfum sem hafi orðið við vinnslu málsins.<br /> <br /> Umsögn Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. mars 2020, er farið fram á að í þeim tilfellum sem fallist verði á að umfjöllun stjórnar um ákveðið mál eigi að fara leynt verði heiti dagskrárliða látið standa. <br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Beiðni kæranda, dags. 7. ágúst 2019, hafði ekki verið afgreidd þann 12. febrúar 2020 en þá óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefndin kvæði upp úrskurð um rétt hans til aðgangs að fundargerðunum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. afhenti úrskurðarnefndinni umsögn vegna kærunnar þar sem rökstutt er hvaða upplýsingar félagið telur rétt að afmá úr fundargerðunum áður en þær verða afhentar kæranda. Í umsögn félagsins kemur fram sú afstaða að rétt sé að veita kæranda aðgang að fundargerðunum að öðru leyti. Þar af leiðandi verður aðeins leyst úr því hvort félaginu sé heimilt eða skylt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til ákvæða 6.-10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Í fyrsta lagi telur Ríkisútvarpið ohf. rétt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum þar sem um sé að ræða vinnugögn. Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint svo í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 716/2018 og 538/2014. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. árin 2017 og 2018 en þær eru 19 talsins. Í fundargerðunum eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem félagið vill afmá úr fundargerðunum með vísan til þess að um vinnugögn sé að ræða, á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum um 3. mgr. 8. gr. segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tl. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tl. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tl. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem Ríkisútvarpið ohf. telur rétt að afmá úr fundargerðunum á grundvelli 5. tölul, 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess að upplýsingarnar sem þar komi fram teljist til vinnugagna. Um er að ræða upplýsingar sem koma fram undir lið 2c á 176. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi og lið 2c á 192. fundi. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram verði ekki felldar undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna. Telur úrskurðarnefndin í því sambandi rétt að benda á að þótt stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kunni eftir atvikum að vera skylt að skrá þær upplýsingar sem þetta mál lýtur að á grundvelli 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga þá tekur orðalag 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna, einungis til upplýsinga sem skylt er skrá vegna töku stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem hér um ræðir upplýsingarétti almennings á grundvelli undanþáguákvæðis 5 .tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>3.</h2> <p >Í öðru lagi telur Ríkisútvarpið ohf. óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi, á þeim grundvelli að um sé að ræða upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguákvæði 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að upplýsingarnar sem fram koma undir þessum liðum varði viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga. Er því félaginu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>4.</h2> <p >Í þriðja lagi telur Ríkisútvarpið ohf. að afmá eigi upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi, lið 2 á 177. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi, lið 2c á 192. fundi. Vísað er til 9. og 10. gr. upplýsingalaga því til stuðnings. Þar sem úrskurðarnefndin hefur fallist á að félaginu sé heimilt að undanþiggja upplýsingar sem fram koma undir framangreindum liðum fundargerðanna með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga verður ekki tekin afstaða til þess hvort félaginu sé einnig heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í ljósi atvika málsins mun úrskurðarnefndin hins vegar fjalla um hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma í framangreindum liðum fundargerðanna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin þá í huga að af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga leiðir að Ríkisútvarpinu ohf. er heimilt að veita aðgang að gögnum sem falla undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, svo og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að því marki sem aðrar lagareglur standa því ekki í vegi. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur upplýsingar um skoðanaskipti stjórnarmanna um málefni Ríkisútvarpsins ohf. ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga enda lúta þær hvorki að persónulegum einkahagsmunum stjórnarmannanna né að mikilvægum viðskiptahagsmunum þriðju aðila. Er því ekki fallist á að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum á þeim grundvelli nema hvað varðar lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi eins og nefndin hefur þegar komist að niðurstöðu um að sé ekki aðeins heimilt félaginu heldur skylt. <br /> <br /> </p> <h2>5.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni kæranda. Frá því kærandi lagði fram upprunalega beiðni sína um fundargerðir stjórnar félagsins og þangað til þær voru afhentar úrskurðarnefndinni liðu 203 dagar eða tæplega sjö mánuðir. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var nýrri málsgrein bætt við 17. gr. laganna. Í henni kemur fram að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 72/2019 segir eftirfarandi um málsmeðferðartíma gagnabeiðna á grundvelli upplýsingalaga: <br /> <br /> „Málshraði við afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum getur haft verulega þýðingu. Í mörgum tilvikum er beiðanda þörf á skjótri úrlausn málsins, til að mynda þegar fjölmiðlar óska aðgangs að upplýsingum um opinber málefni til að miðla þeim til almennings. Óhóflegar tafir á töku ákvörðunar, endurskoðun hennar eða afhendingu umbeðinna gagna fela í sér óréttlætanlegar takmarkanir á upplýsingarétti almennings.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga feli í sér reglu um hámarksafgreiðslutíma beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 17. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Taka ber fram að þrátt fyrir að lagður sé til 40 daga hámarksafgreiðslutími gagnabeiðna mun áfram gilda sú meginregla 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga að taka skal ákvörðun um afgreiðslu beiðni svo fljótt sem verða má. Þá ber áfram að skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, dragist það fram yfir sjö daga. Skilja verður fyrirmæli 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga á þann veg að unnt eigi að vera að afgreiða flestar beiðnir innan sjö daga. Sá hámarksafgreiðslutími sem hér er lagður til mun því aðeins eiga við í undantekningartilvikum og er minnt á að samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er heimilt að hafna beiðnum í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni. Ef fyrirsjáanlegt er að meðferð beiðni taki lengri tíma en 40 virka daga, og ástæður þess er einungis að rekja til umfangs umbeðinna gagna eða annarrar nauðsynlegrar vinnu, er líklegt að skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga til synjunar beiðninnar séu uppfyllt. Sú regla sem lögð er til í 13. gr. frumvarps þessa mun því fyrst og fremst eiga við þegar afgreiðsla beiðni tefst úr hófi og ástæður þess er að rekja til athafnaleysis eða annarra óréttlætanlegra tafa á málsmeðferð þess aðila sem hefur beiðni til meðferðar.“ <br /> <br /> Við þinglega meðferð var ákveðið að frestur skyldi vera 30 dagar í stað 40 eins og gert hafði verið ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram fyrir Alþingi. Að öðru leyti er ákvæðið óbreytt og athugasemdirnar eiga því eftir sem áður við.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert skýra þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu á beiðni kæranda og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til Ríkisútvarpsins ohf. að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Ríkisútvarpinu ohf. ber að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. <br /> <br /> Þó er félaginu heimilt að synja kæranda um aðgang að upplýsingum sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna: <br /> <br /> 1. 2c á 176. fundi.<br /> 2. 2b á 178. fundi.<br /> 3. 3 á 181. fundi.<br /> 4. 4 á 183. fundi.<br /> 5. 4 á 184. fundi.<br /> 6. 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. 3 á 186. fundi.<br /> 8. 5 á 187. fundi.<br /> 9. 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Þá er félaginu skylt að afmá upplýsingar sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna:<br /> <br /> 1. 2 á 177. fundi.<br /> 2. 2 á 181. fundi. Skylt er að afmá síðustu fjögur orð fyrstu setningar efnisgreinar undir lið 2.1. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

893/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar í tengslum við tjón sem varð á bifreið kæranda en kærandi taldi snjómoksturstæki á vegum Vegagerðarinnar hafa valdið tjóninu. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og taldi hagsmuni hans af því að geta kynnt sér gögnin ríkari en óljósa hagsmuni annarra sem gögnin gætu varðað.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 893/2020 í máli ÚNU 19120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. desember 2019, kærði A ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðningstækis Vegagerðarinnar. Beiðni hans um aðgang að gögnum um atvikið hafi verið synjað með vísan til þess að þau varði einkamálefni viðkomandi ökumanns og verktaka. Kærandi kveðst ósammála þessari niðurstöðu þar sem aksturinn hafi verið á vinnutæki í umboði stjórnvalds á fjölförnum þjóðvegi í almannaþágu. Verktakinn neiti aðild að málinu. Ef ekki verði veittur aðgangur að gögnum sé engin leið til að skera úr um hver olli tjóninu og verktakar á vegum Vegagerðarinnar geti starfað á þjóðvegum landsins í algjöru ábyrgðarleysi.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 19. desember 2019, kemur fram að Vegagerðin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi. Um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verði til við rafræna vöktun, sbr. 5. mgr. 14. gr. laga nr. 90/2018. Slíkar upplýsingar sæti einnig takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Tjónþoli eigi þann kost að leita til lögreglu sem fari með rannsókn málsins. Vegagerðin afhendi einungis upplýsingar úr ferilvöktunargögnum snjómoksturstækja að beiðni lögreglu, sbr. 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. desember 2019, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með bréfi, dags. 17. janúar 2020. Þar kemur fram að eftir að tjónstilkynning barst frá kæranda hafi starfsmaður stofnunarinnar haft samband við vaktstöð og óskað eftir upplýsingum úr ferilvöktunargögnum ökutækis sem sinni snjómokstri á því svæði sem tjónið varð. Verktakar í vetrarþjónustu svari fyrir tjón sem þeir valdi við störf sín og hafi kæranda því verið bent á að hafa samband við tryggingarfélag verktakans. Kærandi hafi óskað eftir upptöku úr vefmyndavél í Ártúnsbrekku með tölvupósti, dags. 18. desember 2019. Í ljósi fyrri samskipta við kæranda hafi beiðni hans verið skilin á þann hátt að óskað væri eftir gögnum úr rafrænum eftirlitskerfum Vegagerðarinnar sem gætu sýnt fram á hvort og þá hvaða snjómoksturstæki hefði verið við störf á umræddum stað og tíma. Þann 19. desember 2019 hafi kæranda verið svarað á þá leið að óheimilt væri að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að stofnunin reki vefmyndavélar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið á grundvelli 4. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2012 um stofnunina. Eitt af skilyrðum vöktunarinnar sé að uppfyllt séu ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljósmyndir séu birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar og uppfærðar á nokkurra mínútna fresti. Opinberlega birtar myndir séu aðgengilegar almenningi á meðan þær eru í birtingu til að upplýsa almenning um aðstæður á svæðinu í rauntíma og stuðla að auknu umferðaröryggi. Vistað myndefni sé hins vegar einungis afhent lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa að beiðni þeirra vegna rannsóknar á sakamáli, mannshvarfi eða samgönguslysi. Upprunaleg eintök allra ljósmynda séu vistuð í að lágmarki 30 daga og að hámarki 90 daga. Í snjómoksturstækjum sem sinni vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina sé rafrænn búnaður sem vinni upplýsingar um ökumann. Tilgangur vöktunarinnar sé að hægt sé að fylgjast með vinnu og afköstum þess sem stýrir snjómoksturstækinu og gefa fyrirmæli um hvernig skuli haga vinnunni.<br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar kemur fram að eftirlit stofnunarinnar á þjóðvegum með myndavélum og ferilvöktum á ökutækjum verktaka teljist rafræn vöktun í skilningi 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skuli vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun uppfylla ákvæði persónuverndarlaga. Í 5. mgr. sama ákvæðis sé Persónuvernd falið að setja reglur og gefa fyrirmæli um rafræna vöktun og vinnslu efnis sem verður til við hana. Samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 megi aðeins nota persónuupplýsingar sem verða til við rafræna vöktun í þágu tilgangs með söfnun þeirra og aðeins að því marki sem þess gerist þörf í þágu tilgangsins. Þær megi ekki vinna með eða afhenda öðrum nema með samþykki hins skráða eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Þó sé heimilt að afhenda lögreglu upplýsingar um slys eða meintan refsiverðan verknað.<br /> <br /> Vegagerðin tekur fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga takmarki þau ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Það felist í eðli hinna umbeðnu myndgagna að þeirra sé aflað á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í lögákveðnum tilgangi. Slíkt almennt rafrænt eftirlit á almannafæri hafi einungis verið talið heimilt tilteknum handhöfum ríkisvalds, Vegagerðinni og lögreglu. Að mati Vegagerðarinnar verði þeim myndum aðeins miðlað til almennings að því marki sem það samræmist lögmæltum tilgangi eftirlitsins, þ.e. að stuðla að auknu samgönguöryggi. Að því er varðar ferilvöktunargögn tiltekins snjómoksturstækis í eigu einkaaðila sé eftirlitið byggt á samningi. Í ferilvöktunargögnum komi fram upplýsingar um viðkomandi ökutæki, þ. á m. tiltölulega nákvæma akstursleið, hraða ökutækis og númer ökutækisins. Með vísan til þess að í persónuverndarlögum séu sérákvæði um rafræna vöktun og að settar hafi verið sérreglur um afhendingu gagna sem verða til við rafræna vöktun geti Vegagerðin ekki annað en ályktað að slík gögn séu í eðli sínu einkamálefni þeirra einstaklinga sem vöktunin beinist að og stofnuninni sé því óheimilt að afhenda þau gögn þriðja aðila nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar eða með samþykki hins skráða.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Vegagerðarinnar sem varða atvik sem kærandi telur hafa valdið sér tjóni. <br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar er byggt á því að umbeðin gögn teljist til einkamálefna einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ljóst megi vera að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum, enda lýtur hún að gögnum sem tengjast tjóni sem varð á bifreið kæranda. Verður því lagt til grundvallar að réttur kæranda til aðgangs að þeim byggist á III. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Sú ályktun Vegagerðarinnar að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga byggist fyrst og fremst á því að þau hafi orðið til við rafræna vöktun, sbr. 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglur sem Persónuvernd hefur sett á grundvelli sambærilegs ákvæðis eldri laga nr. 77/2000. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hvorki lög nr. 90/2018 né reglur sem settar eru á grundvelli þeirra takmarka upplýsingarétt sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018. Hvað sem því líður getur verið nauðsynlegt að líta til ákvæða laga nr. 90/2018 við túlkun á 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a.:<br /> <br /> „Algengt er á hinn bóginn að […] gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins.<br /> <br /> Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Í fyrsta lagi er um að ræða ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um kl. 11:48. Myndavélinni er beint upp Ártúnsbrekkuna og á myndinni sést umferð bifreiða og stórvirkrar vinnuvélar, sem ætla má að sé snjóruðningstæki þótt það sjáist ekki greinilega. Ekki er hægt að greina númer einstakra bifreiða eða aðrar upplýsingar sem gætu hugsanlega talist persónuupplýsingar, eftir atvikum í samhengi við aðrar upplýsingar. Þá er til þess að líta að myndin birtist opinberlega á vef Vegagerðarinnar og hefði hver sem er getað vistað hana á birtingartíma. Loks telur úrskurðarnefndin að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að nálgast upplýsingar sem geta varpað ljósi á atvik þar sem kærandi telur sig hafa orðið fyrir tjóni. Þeir hagsmunir ganga framar óljósum hagsmunum annarra sem kunna að birtast á ljósmyndinni, en úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður séð að unnt sé að bera kennsl á tiltekna einstaklinga út frá ljósmyndinni eða greina að öðru leyti af henni upplýsingar sem rekja má til ákveðinna einstaklinga. Verður því að fallast á það með kæranda að hann eigi rétt til aðgangs að ljósmyndinni á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða upplýsingar úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis í eigu verktaka sem sinnti akstri fyrir Vegagerðina umrætt sinn. Líkt og fyrr segir verður að játa kæranda víðtækan rétt til aðgangs að upplýsingum um atvik þar sem hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðnings á vegum opinberra aðila á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Sá réttur verður hins vegar almennt að víkja fyrir veigameiri hagsmunum annarra af því að upplýsingar um einkamálefni þeirra fari leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að á umbeðnum skýrslum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis er vissulega að finna afmarkaðar upplýsingar sem varða ökumann tækisins, þ.e. einkum staðsetningar hans, þ.e. ökuleið, og aksturshraða á tilteknum tímapunktum. Þessar upplýsingar varða einnig að ákveðnu leyti eiganda tækisins, verktaka sem sinnir akstrinum samkvæmt samningi við Vegagerðina. Skoðun á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar í ljós að ekki birtast aðrar upplýsingar um staðsetningu en akstur um og í kringum helstu stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður ekki séð að gögnin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, svo sem um heimilisfang ökumanns eða aðra einkahagsmuni hans. Þá verður ekki annað ráðið en að aksturshraði tækisins sé eðlilegur og innan löglegra marka. Þegar hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingunum eru vegnir á móti takmörkuðum hagsmunum annarra aðila af því að þær fari leynt er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Það athugast að við rannsókn málsins beitti Vegagerðin ekki heimild 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að skora á þá sem upplýsingar kunna að varða að upplýsa hvort að þeir telji að þær eigi að fara leynt. Æskilegt er að slík álitsumleitan fari fram áður en beiðni er synjað á grundvelli 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að samþykki viðkomandi fyrir afhendingu kann að leiða til þess að engin ástæða sé til að synja beiðninni. Heildarmat á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar til þeirrar niðurstöðu að einkahagsmunir annarra af því að umbeðin gögn fari leynt eru svo takmarkaðir að afstaða þeirra getur engu breytt um úrslit málsins eins og hér stendur á.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Vegagerðinni ber að veita kæranda, A, aðgang að ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um <br /> kl. 11:48 og skjáskotum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis sem ekið var upp Ártúnsbrekku þann 9. desember 2019 um kl. 11:45.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

892/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Vinnueftirlitið hafði synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til þagnarskylduákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi fyrrnefnda ákvæðið ekki kveða á um sérstaka þagnarskyldu heldur almenna og yrði því að meta rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 892/2020 í máli ÚNU 19110012.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. nóvember 2019, kærði A synjun Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi upplýsingum í þremur liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi tiltekinn vinnustað, í öðru lagi bréfi Vinnueftirlitsins vegna mönnunar og í þriðja lagi svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Þá var það afstaða stofnunarinnar að aukinn aðgangur samkvæmt, 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga ætti ekki við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 22. nóvember 2019, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 13. desember 2019, er byggt á því að við setningu laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, hafi orðið þau mistök að sérstakt þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1986, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, hafi verið fellt brott. Í umsögninni var vísað til þess að til stæði að bæta úr þessum mistökum með frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú væri til meðferðar á Alþingi (362. mál), sbr. a-lið 2. tölul. 7. gr. frumvarpsins. Ætlunin hafi aldrei verið að fella hið sérstaka þagnarskylduákvæði úr gildi heldur hafi ætlunin verið sú að bæta almennu þagnarskylduákvæði, sem vísar til X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, við lögin. Af því leiði að á starfsmönnum Vinnueftirlitsins hvíli enn skylda til að gæta þagnarskyldu um allt er viðkemur umkvörtun til stofnunarinnar, sbr. m.a. gagnályktun frá 3. mgr. 83. gr. laga <br /> nr. 46/1980. Af þeim sökum var það afstaða Vinnueftirlitsins að staðfesta bæri synjun stofnunarinnar um umbeðin gögn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 27. desember 2019, eru gerðar athugasemdir við þá afstöðu Vinnueftirlitsins að synjun um afhendingu umbeðinna gagna hafi byggst á hinu sérstaka þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. laga nr. 46/1980 sem fellt var úr gildi með lögum nr. 71/2019. Í því sambandi er bent á að gildandi réttur taki á hverjum tíma mið af birtum texta lagaákvæða. Synjun Vinnueftirlitsins með vísan til ákvæðis sem fellt hafi verið úr gildi brjóti gegn meginreglunni um lögbundna stjórnsýslu. Þá er það afstaða kæranda að umbeðin gögn geti ekki talist til einka- eða fjárhagsupplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga enda hafi beiðni kæranda ekki falið í sér kröfu til neinna persónuupplýsinga um þá aðila sem sent hafi inn kvartanir. Á það er bent að innihaldi umbeðin gögn slíkar upplýsingar beri stofnuninni að veita aðgang að öðrum hluta gagnanna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirlitinu. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að þar væri tilgreint nánar hvernig umbeðnar upplýsingar horfðu við því ákvæði. Þá var vísað til þess að upplýsingar um kvartanir til Vinnueftirlitsins féllu undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins er einnig byggt á því að eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 eigi við um starfsmenn stofnunarinnar. Um sé að ræða sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingalögum en aldrei hafi staðið til að fella ákvæðið brott úr lögunum. Þá megi sömu niðurstöðu leiða af gagnályktun frá 3. mgr. ákvæðisins þar sem m.a. er mælt fyrir um að heimilt sé í undantekningartilvikum að greina frá umkvörtunum til stofnunarinnar sem séu annars undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. eins og það ákvæði var orðað áður en það var fellt brott.<br /> <br /> Ákvæðið 2. mgr. 83. gr. var svohljóðandi fyrir gildistöku laga nr. 71/2019:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 sem færði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1983 í núverandi horf er ákvæði 2. mgr. svohljóðandi:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú er til meðferðar á Alþingi, sbr. þskj. 431 – 362. mál, kemur fram að sérstakt ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnueftirlitsins hafi verið bætt við lög nr. 46/1980 með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 hafi það verið fellt brott við gildistöku þeirra 1. júní 2019. Með 7. gr. frumvarpsins sé lagt til að mistökin verði lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins. Frumvarpið er hins vegar sem fyrr segir enn til meðferðar á Alþingi og er því ekki enn orðið að lögum. <br /> <br /> Hvað sem líður ástæðum þess að ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var fellt úr gildi með lögum nr. 71/2019 telur úrskurðarnefndin ljóst að ákvarðanir stjórnvalda verða ætíð að byggja á þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni. Þar sem hið sérstaka þagnarskylduákvæði hafði verið numið á brott þegar upplýsingabeiðni kæranda barst Vinnueftirlitinu og í ljósi þess að það hefur enn ekki verið fært á nýjan leik í lögin er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að synjun Vinnueftirlitsins verði ekki reist á ákvæðinu. Með vísan til þessa getur eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 ekki átt við í málinu. <br /> <br /> Eftir stendur núgildandi ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum þar sem vísað er til ákvæða X. kafla stjórnsýslulaga. Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í níu töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. <br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi. Af almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 verður enn fremur ráðið að markmiðið með setningu laganna hafi verið að stuðla að betra samræmi upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkana á þeim rétti annars vegar og almennra reglna um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu felur 2. mgr. 83. gr. ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint er hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum, heldur er ákvæðið almennt og leggur þær skyldur á Vinnueftirlitið að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort það eigi við. Gengur ákvæðið því ekki framar ákvæðum upplýsingalaga heldur ber að skýra það til samræmis við ákvæði 9. gr. eða eftir atvikum önnur ákvæði upplýsingalaga. Verður mál þetta því afgreitt á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ákvörðun Vinnueftirlitsins er einnig vísað til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að nánar sé fjallað um þýðingu ákvæðisins við töku ákvörðunarinnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi um það mat sem þarf að fara fram áður en tekin er ákvörðun um synjun beiðni á grundvelli ákvæðisins:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur er tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í ákvörðun Vinnueftirlitsins einungis vísað með almennum hætti til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og byggt á því að sérstakt þagnarskylduákvæði stæði afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Stofnunin hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun stofnunarinnar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli einkahagsmuna, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Vinnueftirlit ríkisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins, dags. 22. október 2019, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Vinnueftirlitið að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

891/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Deilt var um afgreiðslu Hveragerðisbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að hluta gagnanna á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga en til annarra gagna á grundvelli stjórnsýslulaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við tiltekinn starfsmann að undanskildum upplýsingum um stéttarfélagsaðild hans. Þá taldi nefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 891/2020 í máli ÚNU 19110009. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. nóvember 2019, kærði Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður, f.h. A, ákvörðun Hveragerðisbæjar um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. <br /> <br /> Með beiðni, dags. 15. júlí 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi gögnum hjá stjórnsýslu bæjarins frá 1. janúar 2016 til 1. janúar 2019:<br /> <br /> Frá bæjarstjóra, bæjarstjórn og bæjarráði óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum sem varða afgreiðslu mála dóttur kæranda, þar á meðal í trúnaðarmálabók bæjarfélagsins.<br /> <br /> Frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings óskaði kærandi eftir afriti af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónustan hefði stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir atvikaskýrslum ásamt gögnum sem sýna afgreiðslu mála vegna allra atvika sem áttu sér stað á tímabilinu og voru tilkynnt skóla- og velferðarsviði Árnesþings og bæjarstjóra, meðal annars skýrslum vegna frávika á þjónustu á tímabilinu. Þá var sérstaklega óskað eftir atvikaskýrslum um eftirfarandi atvik:<br /> <br /> 1. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 2. Afritum af gögnum vegna ferlis í upphafi skólaárs 2017 þegar ekki var tiltækur fylgdarmaður í ferðaþjónustubíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> 4. Afritum af atvikaskýrslu vegna atviks þegar dóttir kæranda var brottnumin af starfsmanni ferðaþjónustu fatlaðra í Hveragerði.<br /> 5. Afritum af afgreiðslu mála er varða samning við leigubíla á Selfossi, einstaklingsmiðaðar verklagsreglur og leiðbeiningar vegna samninganna haustið 2018.<br /> <br /> Í beiðni kæranda var vísað til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðnin var ítrekuð með tölvupóstsendingum, dags. 18. september 2019, 3. október 2019 og 9. október 2019. Með svari, dags. 9. október 2019, upplýsti bæjarstjóri Hveragerðisbæjar að vonir stæðu til að hægt væri að senda umbeðin gögn „fyrir helgi“. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. október 2019, var beiðni kæranda afgreidd. Veittur var aðgangur að ýmsum gögnum sem Hveragerðisbær taldi falla undir beiðnina. Hins vegar var tekið fram að ekki yrði veittur aðgangur að upplýsingum sem varði ráðningarmálefni starfsfólks sveitarfélagsins, svo sem vinnuskýrslur. Þá var upplýst að samningur sem vísað var til í síðasta lið beiðni kæranda hefði ekki verið gerður og sveitarfélagið teldi sér ekki heimilt að afhenda gögn sem vörðuðu þriðja aðila. <br /> <br /> Í kæru, dags. 15. nóvember 2019, kemur fram að kærandi krefjist þess aðallega að aðgangur að umbeðnum gögnum verði veittur í heild á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Til vara er þess krafist að rýmri aðgangur verði veittur en þegar hefur verið gert, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. nóvember 2019, var Hveragerðisbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22 nóvember 2019, bárust frekari athugasemdir og rökstuðningur kæranda vegna kærunnar. Kærandi telur rökstuðning Hveragerðisbæjar ófullnægjandi og nauðsynlegum tilvísunum til lagaákvæða áfátt. Vegna fyrstu tveggja þátta beiðninnar tekur kærandi fram að sérstaka athygli veki hversu fá gögn hafi verið afhent. Vegna þriðja þáttarins virðist augljóst að ekki hafi verið farið yfir beiðnina þar sem henni hafi einfaldlega ekki verið svarað. Um önnur umbeðin gögn segir kærandi að unnt sé að afhenda þau að hluta, til dæmis með því að afmá viðkvæmar upplýsingar um launakjör og aðrar persónuupplýsingar. Þá sé unnt að afhenda gögn sem varði ekki að öllu leyti starfsmannamálefni. Auk þess geti þriðji aðili ekki haft mikla hagsmuni af takmörkun á aðgangi að gögnum miðað við kæranda. Kærandi bendir sérstaklega á að engin gögn hafi verið afhent frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings. Rökstuðning skorti um þetta og veki spurningar um það hvort viðkomandi gögn séu einfaldlega ekki til. Loks bendir kærandi á að óskað hafi verið eftir afriti af matsskjali sem notað sé hjá félagsþjónustu vegna kæranda. Ekkert slíkt matskjal virðist vera notað eða vera til hjá bæjarfélaginu.<br /> <br /> Umsögn Hveragerðisbæjar barst með bréfi, dags. 6. janúar 2020. Þar kemur fram að vegna fyrstu tveggja liða gagnabeiðni kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem til séu hjá sveitarfélaginu. Hveragerðisbær telur afgreiðslu sína á öðrum liðnum fullnægjandi enda hafi foreldrar fengið þjónustumat frá Greiningarstöð ríkisins. Varðandi þriðja liðinn sé ekki til heildstæð skýrsla um öll atvik eða mál hjá sveitarfélaginu. Réttur almennings til aðgangs taki aðeins til gagna sem séu til hjá stjórnvaldi en ekki til þess að gögn séu búin til. <br /> <br /> Hvað fyrsta tölulið beiðninnar varðar tekur Hveragerðisbær sérstaklega fram að umbeðin gögn varði ráðningu tiltekins starfsmanns sem fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda. Umbeðin gögn falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og ekki verði séð að verk- og vinnuskýrslur sem óskað er aðgangs að falli undir þessar undanþágur. Hveragerðisbæ sé því óheimilt að veita aðgang að gögnunum. Um annan og fjórða töluliðinn tekur sveitarfélagið fram að veittur hafi verið aðgangur að öllum gögnum sem til séu. Hveragerðisbær telur að gögn samkvæmt þriðja tölulið beiðninnar falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við. Loks kemur fram að Hveragerðisbær hafi endurskoðað ákvörðun sína um synjun beiðni kæranda samkvæmt fimmta tölulið beiðninnar og telji rétt að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. janúar 2020, var umsögnin kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 16. janúar 2020. Þar kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki til skoðunar hvort rétt sé að Hveragerðisbær hafi afhent öll þau gögn sem beðið var um. Sérstaka athygli veki að engin gögn hafi verið afhent vegna tímabilsins 1. janúar 2016 til 1. október 2017 og aðeins þrjú skjöl sem ekki stafi frá trúnaðarmálabók sveitarfélagsins. Varðandi annan lið beiðninnar áréttar kærandi að ekki skipti máli hvort þjónustumat hafi borist frá öðrum aðilum þar sem beiðnin hafi verið lögð fram til að ganga úr skugga um að notast sé við rétt þjónustumat. Þá hafi engin afrit umsókna, afgreiðslu umsókna og atvikaskýrslna verið afhent. Um töluliði 1 og 3 vísar kærandi til fyrri sjónarmiða en um töluliði 2 og 4 beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnra að kanna hvort rétt sé að engin gögn séu til hjá sveitarfélaginu. Loks beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnar að kanna hvers vegna umbeðið afrit af einstaklingsbundnum verklagsreglum, leiðbeiningarskjal sem fylgir verklagsreglum og viðbragðsáætlun hafi ekki verið afhent. Kærandi telur að umbeðin gögn hafi verið send Hveragerðisbæ frá Öryrkjabandalagi Íslands í nóvember 2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi erindi til Hveragerðisbæjar, dags. 23. mars 2020, þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt gögnum málsins hefði kæranda verið synjað um aðgang að afritum af verk- og vinnuskýrslum vegna ráðningar fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda og gögnum um afgreiðslu erindis vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa bæjarins. Þessi gögn hafi hins vegar ekki verið afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál og var ósk um afrit á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga ítrekuð. <br /> <br /> Í svari Hveragerðisbæjar, dags. 6. apríl 2020, kom fram að kærandi hefði fengið allflest gögn um kvörtun vegna félagsfulltrúa bæjarins í hendur áður. Með svarinu fylgdu gögn um málið en af hálfu bæjarins var tekið fram að önnur gögn væru ekki til. Þá fylgdi ráðningarsamningur starfsmanns en tekið fram að önnur gögn vegna ráðningarsambands hans við sveitarfélagið væru ekki til vegna þess tímabils er um ræðir.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélags sem varða ólögráða dóttur kæranda. Af gögnum málsins er ljóst að kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ágreiningur er um rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Afritum af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónusta Hveragerðisbæjar hefur stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> 2. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að af upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 15. júlí 2019, verður ráðið að réttur til aðgangs að þeim gögnum sem hún tekur til geti byggst á ólíkum lagagrundvelli. Þannig kann réttur kæranda til aðgangs að byggjast á upplýsingalögum, stjórnsýslulögum og ákvæðum annarra laga eftir því um hvaða gögn ræðir. </p> <h2>2.</h2> <p>Af hálfu Hveragerðisbæjar hefur komið fram að sveitarfélagið telji afgreiðslu sína á beiðni kæranda um gögn sem tengjast þjónustumati varðandi dóttur kæranda fullnægjandi þar sem kærandi hafi fengið gögn afhent frá Greiningarstöð ríkisins.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum er ekki takmarkaður við að leita upplýsinga hjá einu stjórnvaldi í einu og getur beiðandi haft réttmætar ástæður fyrir því að bera saman upplýsingar í vörslum tveggja eða fleiri opinberra aðila.<br /> <br /> Hins vegar er til þess að líta að ákvarðanir um veitingu þjónustu á grundvelli laga nr. 40/1991, þar á meðal þjónustu á grundvelli 29. gr. laganna um akstursþjónustu, teljast til stjórnvaldsákvarðana, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeirri ástæðu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra stjórnsýslumáli ólögráða dóttur hans, þ.m.t. þjónustumati sem deilt er um í þessu máli, eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt framangreindu fellur kæran því utan gildissviðs upplýsingalaga að þessu leyti og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>3.</h2> <p>Varðandi beiðni kæranda um aðgang að afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl hefur komið fram af hálfu bæjarins að ekki liggi fyrir önnur gögn en ráðningarsamningur, dags. 26. maí 2016. Í umsögn sveitarfélagsins er vísað til þess að umbeðin gögn undir þessum lið falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna hjá aðilum sem lögin taka til ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:<br /> <br /> 1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,<br /> 2. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,<br /> 4. launakjör æðstu stjórnenda,<br /> 5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanna. Undanþágur frá hinni almennu reglu, um að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum er varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr., byggjast á þeirri forsendu að þrátt fyrir að upplýsingar um starfssamband geti talist til einkamálefna starfsmanns, fela ýmsir samningar stjórnsýslunnar við starfsmenn sína í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum ráðningarsamningi verði ekki reist á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því í fyrri úrskurðum sínum að þrátt fyrir framangreint geti ráðningarsamningar innihaldið upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði nr. 661/2016 og 666/2016. Í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og þar eru meðal annars taldar upp upplýsingar um stéttarfélagsaðild. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningi, dags. 26. maí 2016, á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Áður ber að afmá upplýsingar um einkamálefni starfsmannsins eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að taka afstöðu til þess hvort kærandi á rétt á aðgangi að samningnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>4.</h2> <p>Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa (félagsráðgjafa) Hveragerðisbæjar hefur sveitarfélagið vísað til þess að umbeðin gögn falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við.<br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Hveragerðisbær úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið hefur undir höndum og tengjast málinu en fram kom að kærandi hefði áður fengið „allflest“ þeirra í hendur áður. Skoðun úrskurðarnefndarinnar rennir stoðum undir þessa niðurstöðu, enda er í flestum tilvikum um að ræða erindi kæranda og annarra aðila, þ. á m. Öryrkjabandalags Íslands og réttindagæslumanns fyrir fatlað fólk, sbr. reglugerð <br /> nr. 973/2012, til Hveragerðisbæjar, ýmist bréflega eða með tölvupósti ásamt svörum sveitarfélagsins. Gögnin bera með sér að kærandi hafi annað hvort sent eða fengið afrit af þeim öllum, að frátöldum samskiptum þar sem tölvupóstsamskipti eru framsend öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu standa engin rök til að takmarka aðgang kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga eða annarra lagaákvæða og verður hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Hveragerðisbæ að veita kæranda aðgang að þeim.</p> <h2>5.</h2> <p>Af hálfu kæranda hefur komið fram að hann dragi í efa að ekki séu frekari gögn í vörslum Hveragerðisbæjar sem falli undir gagnabeiðni hans. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Hveragerðisbæjar um að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda og eru fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu hafi verið yfirfarin við meðferð beiðninnar. Hafi Hveragerðisbær ekki haldið skráningu um öll gögn í tengslum við þjónustu við kæranda og dóttur kæranda í samræmi við skráningarskyldu 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn er það ámælisvert. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því. Eru því ekki forsendur til að verða við beiðni kæranda um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kanni hvort Hveragerðisbær hafi frekari gögn í vörslum sínum um þau málefni sem beiðni hans lýtur að.<br /> <br /> Það athugast að samkvæmt gögnum málsins var upphafleg gagnabeiðni kæranda send til Hveragerðisbæjar þann 15. júlí 2019. Hún var hins vegar ekki afgreidd fyrr en með erindi sveitarfélagsins, dags. 16. október 2019, að undangengnum ítrekunum kæranda og án þess að fyrirmælum 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga væri fylgt. Samkvæmt ákvæðinu skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mál. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir athugasemd við málsmeðferð Hveragerðisbæjar að þessu leyti.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Hveragerðisbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins og ráðningarsamning sveitarfélagsins við B, dags. 26. maí 2016. Áður skal afmá úr samningnum upplýsingar um aðild að stéttarfélagi.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

890/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að samningsskilmálum samninga félagsins við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Ríkisútvarpið hélt því fram að samningarnir hefðu ekki að geyma staðlaða samningsskilmála en auk þess gætu samningarnir geymt upplýsingar sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Ríkisútvarpinu hafa borið að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á afritum af samningunum á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hafði ekki farið fram var beiðninni vísað aftur til afgreiðslu félagsins.

<h1>Úrskurður</h1> <p> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 890/2020 í máli ÚNU 20020012. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 6. september 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í júní 2019 óskaði kærandi eftir aðgangi að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og fjárhæðir sem RÚV greiddi þeim fyrir dagskrárefni árið 2018. Hinn 22. ágúst 2019 óskaði kærandi auk þess eftir aðgangi að skilmálum samninga sem RÚV hafi gert við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Í svari RÚV til kæranda, dags. 6. september 2019, kemur fram að RÚV telji óheimilt að veita upplýsingar um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda án samþykkis framleiðendanna þar sem þær kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Að auki séu upplýsingarnar ekki aðgengilegar í einu skjali, heldur þyrfti að útbúa slíkt yfirlit sérstaklega. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að sams konar listar, yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra, fyrir árin 2016 og 2017 hafi verið birtir á vef Alþingis. Þá óski kærandi eftir aðgangi að samningsskilmálum í þeim tilgangi að kanna hvort RÚV vilji njóta ávinnings af sölu af dagskrárefni til erlendra aðila og hvernig það sé orðað í samningagerð við sjálfstæða framleiðendur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt RÚV ohf. með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. RÚV óskaði eftir viðbótarfresti til þess að skila umsögn um kæruna til 30. september sem úrskurðarnefndin féllst á. Þann 3. október 2019 óskaði RÚV eftir eins dags viðbótarfresti á grundvelli þess að verið væri að taka saman gögnin til þess að senda með erindinu og sá sem hefði haft aðgang að þeim gögnum hefði verið í frí. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. október, lýsti RÚV því yfir að um misskilning hefði verið að ræða varðandi það að gögnin lægju fyrir, verið væri að taka saman umbeðinn lista hjá fjármáladeild en það fæli í sér talsverða vinnu. Tekið hefði nokkrar vikur að vinna upplýsingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þegar sambærilegar upplýsingar hefðu verið birtar á sínum tíma en málið væri forgangsmál hjá fjármáladeildinni. <br /> <br /> Hinn 15. október 2019 barst úrskurðarnefndinni umsögn RÚV vegna kærunnar og umbeðinn listi yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Í umsögn RÚV segir að listinn innihaldi upplýsingar sem geti m.a. átt undir 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fjölmörgu lögaðila og/eða einstaklinga sem í hlut eigi. Vísað er til þess að í athugasemdum við greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá segir að fjölmargir þeirra aðila sem í hlut eigi séu einstaklingar eða eftir atvikum félög utan um einstaklingsrekstur. Beiðnin lúti þannig m.a. að upplýsingum um tekjur sem samkvæmt því sem segi í lögskýringargögnum við upplýsingalög skuli jafnan ekki veita aðgang að. <br /> <br /> Hvað stærri lögaðila varði þá sé RÚV ekki í góðri stöðu til þess að leggja mat á hvort upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hvers og eins lögaðila sem í hlut eigi. RÚV telji sig þó vita að einstaka viðsemjendur telji það almennt ekki samrýmast fjárhags- og viðskiptahagsmunum sínum að upplýsingar um endurgjald vegna einstakra verka séu aðgengileg almenningi og þar með samkeppnisaðilum viðsemjenda. Verði það á hinn bóginn mat úrskurðarnefndar að hvorki viðskipta- né fjárhagshagsmunir viðsemjenda RÚV eða önnur lög standi birtingu upplýsinganna í vegi sé ekkert því til fyrirstöðu að þær verði birtar.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að varðandi birtingu upplýsinga á vef Alþingis sé þess að gæta að upplýsingarnar hafi verið veittar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eins og lögskylt hafi verið, í tilefni fyrirspurnar á Alþingi, sbr. ákvæði laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Ákvörðun um birtingu upplýsinganna á vef þingsins hafi því ekki verið á forræði RÚV. <br /> <br /> Þá kemur fram að „staðlaðir skilmálar“ RÚV við sjálfstæða framleiðendur séu í raun ekki til. Beðist er velvirðingar á því að hafa ekki tiltekið það í upphaflegu svari við erindi kæranda. Við er bætt að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning, þ. á m. samkeppnisaðila einstakra viðsemjenda, um skilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt (m.a. um gildandi samninga) og framvirkt. RÚV telji að miðlun slíkra upplýsinga geti orkað tvímælis gagnvart viðsemjendum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og geti raunar einnig vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga.<br /> <br /> Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. október 2019, segir að um sé að ræða upplýsingar sem eigi ríkara erindi við almenning en mögulegir hagsmunir þeirra sem séu á listanum. Kærandi telji takmarkanir 6.-9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu. Sambærilegar upplýsingar hafi verið birtar á vef Alþingis fyrir annað tímabil og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við það af hálfu RÚV. Það gefi til kynna að stofnunin hafi metið það svo, líkt og Alþingi, að ekki væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Við það megi bæta að þeim einstaklingum sem semji við RÚV sé fullkunnugt um að allt fjármagn sem RÚV sýsli með sé opinbert og að ráðstöfun hverrar einustu krónu séu opinberar upplýsingar.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur kæranda með gagnabeiðninni sé að komast að því hvort RÚV uppfylli þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og með hvaða hætti. Í svari ráðherra til Alþingis vegna fyrirspurnar þingmanns um sama efni komi eingöngu fram upplýsingar fyrir árin 2016 og 2017 en þar segi að upplýsingar yfir árið 2018 muni liggja fyrir við ársuppgjör félagsins, þ.e. í maí 2019. RÚV hafi svarað fyrirspurn kæranda í lok júní, meira en mánuði eftir að ársuppgjör félagsins fyrir árið 2018 hafi legið fyrir. Kærandi telur að sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur gefi til kynna að RÚV hafi beitt blekkingum í tengslum við þjónustusamninginn með því að notast við heimatilbúna skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi.“ Samkvæmt þjónustusamningnum hafi RÚV átt að greiða 10% af heildartekjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Það séu almannahagsmunir fólgnir í því að vita hvernig RÚV hafi túlkað þjónustusamning sinn við hið opinbera og vegi þeir margfalt þyngra en mögulegir viðskiptahagsmunir lögaðila sem í hluti eigi, hagsmunir sem ekki hafi skaðast við birtingu upplýsinganna fyrir tímabilið 2016-2017. <br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt að umfjöllunin sem RÚV sé að hindra með því að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum sé aðkallandi. Nú standi yfir samningaviðræður ráðuneytisins og RÚV um næsta þjónustusamning. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar almenningi til þess að setja í samhengi hvernig RÚV hafi túlkað síðasta þjónustusamning og hvort það standi til að nota áfram skilgreiningu félagsins á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi“. Einnig þurfi að skoða upplýsingarnar til þess að kanna hvort RÚV stundi svokallaða gerviverktöku, þar sem venjulegt launafólk taki á sig skyldur verktaka. Í tilfelli RÚV sé það ekki gert til þess að takmarka kostnað heldur til að uppfylla skilyrði þjónustusamnings við ráðuneytið.<br /> <br /> Þá segir enn fremur að upphafleg fyrirspurn til RÚV hafi verið send í júní 2019. Kærandi hafi verið beðinn um að bíða á meðan upplýsingarnar væru teknar saman en formleg synjun hafi ekki borist fyrr en í lok ágúst. Fyrir utan að óska eftir lista yfir sjálfstæða framleiðendur hafi kærandi einnig óskað eftir tekjum RÚV af sölu sýningaréttar á efni sem framleitt hafi verið af sjálfstæðum framleiðendum árið 2018. RÚV hafi hunsað þennan hluta fyrirspurnarinnar í svari sínu til blaðamanns og í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eigi einnig brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða nýjan tekjustofn RÚV sem lögum samkvæmt eigi einungis að vera fjármagnað með framlögum ríkisins og auglýsingasölu.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa fullyrðingar RÚV um að engir staðlaðir samningsskilmálar séu til. Það sé ekki í samræmi við það sem starfsmaður RÚV hafi sagt við kæranda. Ekki séu samdir nýir skilmálar við hvern einasta samning við sjálfstæðan framleiðanda. Í viðtali við kæranda hafi starfsmaður RÚV viðurkennt að skilmálarnir sem félagið geri við sjálfstæða framleiðendur hafi breyst á árunum milli 2015 og 2018. Kærandi vilji sjá hvernig samningarnir séu orðaðir til þess að unnt sé að upplýsa almenning um hvernig RÚV komi á fót nýjum tekjustofni með tekjum af sölu efnis sem framleitt sé af sjálfstæðum framleiðendum. Varðandi samkeppnissjónarmiðin sem RÚV vísi til í umsögn sinni segir kærandi að RÚV sé í fullkominni yfirburðarstöðu á markaði og eigi í raun enga samkeppnisaðila þegar komi að samningum við sjálfstæða framleiðendur. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. janúar 2020, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til RÚV þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort félagið notaðist við sömu skilmála í samningum við framleiðendur og hvort fyrirliggjandi væri samningur með slíkum skilmálum þar sem eftir atvikum væri unnt að afmá þá samningsskilmála sem ekki teldust staðlaðir í þessum skilningi, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fyrirspurnin var ítrekuð þann 31. janúar 2020. Svör bárust ekki frá RÚV. Með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál, eftir afritum af samningum Ríkisútvarpsins ohf. við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni árin 2015 og 2018, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. RÚV sendi nefndinni afrit af samningunum þann 6. mars 2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ákvað að skipta málinu í tvö kærumál þar sem fjallað yrði aðskilið um rétt kæranda til aðgangs að lista yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda, annars vegar og hins vegar um rétt kæranda til aðgangs að stöðluðum samningsskilmálum. Kveðið var á um rétt kæranda til upplýsinga um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda í úrskurði nefndarinnar <br /> nr. 873/2019. Í þessu máli mun nefndin taka afstöðu til afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda um aðgang að samningsskilmálum félagsins í samningum við framleiðendur árin 2015 og 2018. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að stöðluðum skilmálum í samningum RÚV við sjálfstæða framleiðendur um kaup á efni, árin 2015 og 2018.<br /> <br /> Í umsögn RÚV, dags. 15. október 2019, kom fram að „staðlaðir samningsskilmálar“ væru í raun ekki til. Þá teldi félagið að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning um skilmála viðsemjenda RÚV. Þar með væru samkeppnisaðilar viðsemjenda, aðrir framleiðendur, einnig upplýstir um samningsskilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt, þannig að upplýst yrði um ákvæði gildandi samninga, og framvirkt. RÚV teldi miðlun slíkra upplýsinga geta brotið gegn 9. gr. upplýsingalaga og geta vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í notkun kæranda á hugtakinu ,,staðlaðir samningsskilmálar“ að þar sé um að ræða ákvæði í samningi sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, enda sé samningurinn liður í starfsemi annars aðilans en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans. Þá taki hugtakið til samningsákvæða sem samin eru fyrir fram og komi ítrekað fyrir í samningum á tilteknu sviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samninga RÚV við framleiðendur árin 2015 og 2018 og telur ljóst að margir samninganna geymi sambærileg samningsákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila. Nefndin getur því ekki fallist á að samningar félagsins við sjálfstæða framleiðendur geymi enga staðlaða samningsskilmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur í þessu samhengi fram að þegar aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál <br /> nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar RÚV að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að samningum félagsins við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 þannig að kærandi gæti sjálfur kynnt sér þá samningsskilmála sem telja verður staðlaða á grundvelli ákvæða 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hefur ekki farið fram hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun RÚV úr gildi að því er varðar beiðni kæranda um aðgang að stöðluðum samningsskilmálum við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 og leggja fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Beiðni A um aðgang að skilmálum samninga sem Ríkisútvarpið ohf. gerði við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018 er vísað til félagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

889/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Deilt var um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingar um það hvaða fasteignareigendum heilbrigðiseftirlitið hefði sent bréf vegna frágangs fráveitna ekki verða felldar undir undantekningarákvæði upplýsingalaga og féllst á rétt kæranda til aðgangs að bréfum eftirlitsins án útstrikana. Kærandi hafði einnig óskað eftir svarbréfum fasteignareigenda við bréfum eftirlitsins og öllum samskiptum þess við umhverfissvið Mosfellsbæjar en heilbrigðiseftirlitið sagði þau gögn ekki vera fyrirliggjandi. Þar sem úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa var kærunni vísað frá hvað varðar afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins á þeim hluta beiðninnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 889/2020 í máli ÚNU 19080013 <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2019, kærði Sigurgeir Valsson lögmaður, f.h. Fylkis ehf., synjun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé eigandi fasteignar að Tjaldsnesi í Mosfellsdal. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi lagt dagsektir á kæranda vegna kröfu um endurnýjun á fráveitu. Ágreiningur hafi orðið um lögmæti kröfunnar og undir rekstri máls Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi heilbrigðiseftirlitið lagt fram dómskjal með bréfum frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda í Mosfellsdal þar sem krafist var úrbóta á rotþróm en upplýsingar um viðtakendur bréfanna höfðu verið afmáðar. Umrædd bréf fylgdu kærunni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með erindi til heilbrigðiseftirlitsins, dags. 29. júlí 2019, óskaði kærandi eftir afritum af bréfum heilbrigðiseftirlitsins þar sem sjá má viðtakendur bréfanna. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum svarbréfum fasteignaeigenda við bréfum heilbrigðiseftirlitsins, auk allra samskipta heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna framangreindra úrbótakrafna sem og samskipta heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2019. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að í beiðninni felist ósk um aðgang að gögnum um einkamálefni sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum og geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. <br /> <br /> Í kæru segir kærandi gögnin ekki vera þess eðlis að upplýsingar í þeim falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Meðal þeirra gagna sem heilbrigðiseftirlitið hafi óskað eftir með bréfum sínum til fasteignaeiganda séu teikningar af fráveitukerfum. Kærandi telji slík gögn vera opinber eftir að þeim hafi verið skilað til opinberra aðila. Teikningar af fráveitukerfum á starfssvæði heilbrigðiseftirlitsins séu almennt birtar opinberlega í þeim tilvikum sem teikningar séu fyrir hendi, þ. á m. á kortavefsjá Mosfellsbæjar. Þá geti upplýsingar sem varði mengun sem komi frá fráveitukerfum fasteignaeigenda og sé hugsanlega veitt út í nærliggjandi vatnsföll ekki verið einkamál viðkomandi fasteignaeiganda enda kunni mengun eins fasteignaeiganda að valda öðrum verulegu fjártjóni auk þess að valda skaða á lífríki í Mosfellsdal. Í kæru er einnig vísað til þess að heilbrigðiseftirlitinu sé skylt að afhenda hluta gagna eða afmá persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá geti heilbrigðiseftirlitið ekki synjað um aðgang að gögnum sem varði samskipti þess og Mosfellsbæjar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2019, var kæran kynnt Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins, dags. 23. september 2019, segir meðal annars að beiðninni hafi verið synjað í kjölfar mats á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar varði einkamálefni einstaklinga og heilbrigðiseftirlitið telji óheimilt að veita aðgang að þeim án vitundar eða samþykkis viðkomandi aðila. Í gögnunum komi fram upplýsingar er varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra, þær lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum persónulegum hagsmunum enda geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. Af þeirri ástæðu sé óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þeim bréfum sem lögð hafi verið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli í máli Y-3/2018 hafi persónuupplýsingar verið afmáðar. Um sé að ræða stöðluð bréf sem send hafi verið íbúum á svæðinu varðandi úrbætur á rotþróum á lóðum íbúa. Framlagning bréfanna fyrir dómi breyti í engu því ágreiningsefni sem kæran lúti að. Upplýsingarnar sem kærandi fari fram á séu ítarlegri en þær upplýsingar sem sé að finna í áðurnefndum bréfum en þær varði persónulega hagi íbúa, fasteignir þeirra og fjárhagslegar upplýsingar. Heilbrigðiseftirlitið hafi lagt dagsektir á kæranda og grundvelli þeirrar álagningar verði ekki hnekkt með afhendingu umbeðinna gagna, kærandi eigi þannig enga lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í umsögninni segir enn fremur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi þegar fjallað um kröfu kæranda um aðgang að gögnunum. Úrskurður hafi verið kveðinn upp í því máli þann 14. mars 2019. Heilbrigðiseftirlitið byggi á því að niðurstaða dómstólsins hafi res judicata áhrif í málinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Meðfylgjandi umsögninni voru afhent afrit af tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í ágreiningsmáli aðila, dags. 9. janúar 2019 og 14. mars 2019. Að lokum segir í umsögninni að hlutverk og staða heilbrigðiseftirlitsins sé skýr samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og sé málsaðilum ekki veittur réttur til að fá upplýsingar um alla aðila í sömu stöðu í viðkomandi sveitarfélagi og þá ekki heldur um stöðu mála gagnvart þeim.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. október 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. október 2019, segir í fyrsta lagi að þær upplýsingar sem óskað sé aðgangs að séu ekki einkamálefni einstaklinga. Kærandi telur upplýsingar í gögnunum vera mikilvægar almenningi og falla undir 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um mögulega mengunarvalda kunni að vera öðrum fasteignaeigendum á viðkomandi svæði bæði mikilvægar og nauðsynlegar til þess að þeir geti gætt hagsmuna sinna. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi í störfum sínum birt sambærilegar upplýsingar, t.d. í fundargerðum og á vefsíðu sinni. Það skjóti því skökku við að heilbrigðiseftirlitið telji nú umbeðnar upplýsingar vera einkamálefni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Auk þess segir kærandi að teikningar af fráveitukerfum séu birtar á kortavefsjá Mosfellsbæjar, að því marki sem þær séu til. Séu umbeðin gögn ekki til óski kærandi eftir staðfestingu þess efnis.<br /> <br /> Kærandi krefst aðgangs að bréfum heilbrigðiseftirlitsins sem lögð voru fram í fyrrnefndu dómsmáli án útstrikana. Til viðbótar óskar kærandi eftir aðgangi að svarbréfum og tilkynningum frá fasteignaeigendum vegna umræddra bréfa heilbrigðiseftirlitsins. Kærandi telur að tilgangur að baki framlagningu bréfa heilbrigðiseftirlitsins fyrir dómi sé málsmeðferðinni hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál óviðkomandi. Kærandi mótmælir þeirri fullyrðingu að búið sé að fjalla um kröfu hans til umbeðinna gagna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en það mál hafi varðað ágreining um lögmæti fullnustugerðar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að með lögfestingu upplýsingalaga hafi almenningi verið veittur réttur til þess að tryggja gegnsæi stjórnsýslu í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og möguleika almennings til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi með því að veita opinberum aðilum aðhald og til þess að efla traust almennings á stjórnsýslunni, sbr. 1. gr. laga nr. 140/2012. Réttur kæranda byggi á framangreindu og sé óháður ágreiningi aðila í óskyldu máli. Kærandi telji að tilgangur með setningu upplýsingalaga hafi einmitt verið að veita almenningi vettvang til þess að óska eftir upplýsingum svo þeir geti lagt mat á hvort þeir hafi verið beittir órétti og/eða mismunun af hálfu tiltekins stjórnvalds enda á stjórnvald að geta veitt upplýsingar sem það hefur óskað eftir. Með lögfestingu fyrri upplýsingalaga frá 1996 hafi verið lögfest sú almenna skylda stjórnvalds að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn svo þau séu aðgengileg. Sérstaklega sé tekið fram í lögskýringargögnum með núgildandi upplýsingalögum að þessi regla sé mikilvæg forsenda þess að upplýsingaréttur, bæði samkvæmt upplýsingalögum og einnig á grundvelli annarra reglna, sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Með erindi til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 18. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að fá afhent þau gögn sem kæran lýtur að. Beiðnin var ítrekuð með símtali þann 25. febrúar. Í tölvupósti frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 25. febrúar, kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi falið lögmannsstofu að ganga frá svari vegna málsins enda hafi stofan haft öll gögn málsins vegna tengds héraðsdómsmáls. Nefndinni barst tölvupóstur frá lögmanni heilbrigðiseftirlitsins, dags. 27. febrúar, þar sem fram kom að verið væri að taka gögnin saman. Þann 3. mars óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvenær gögnin yrðu afhent en svar barst ekki. Þann 9. mars ítrekaði nefndin beiðni um aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Svar barst frá lögmanni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 9. mars. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að kæranda hafi undir höndum afrit af bréfum þess til fasteignaeigenda en nöfn þeirra hafi verið afmáð. Þá hafi í dómsmáli kæranda gegn heilbrigðiseftirlitinu verið tekin afstaða til þess í tvígang hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum og hvort þær hefðu einhverja þýðingu fyrir ágreiningsmál aðila og álagningu dagsekta. Í báðum tilvikum hafi því verið hafnað að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum auk þess sem þær hafi ekki verið taldar hafa efnislega þýðingu fyrir málið. Úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Y-3/2018, kveðnir upp 14. mars 2019 og 9. janúar 2019, fylgdu bréfinu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. mars 2020, vakti úrskurðarnefndin athygli heilbrigðiseftirlitsins á því að umbeðin gögn í málinu hefðu ekki verið afhent nefndinni. Ítrekað var að kærandi hefði óskað eftir bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikana, öllum svarbréfum viðkomandi fasteignaeigenda, öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur og samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Ítrekuð var krafa um að heilbrigðiseftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni umbeðin gögn. Með erindi, dags. 23. mars 2020, ítrekaði úrskurðarnefndin enn kröfu um afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Þann 31. mars 2020 bárust úrskurðarnefndinni afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikunar. Hvað varðar svarbréf fasteignaeigenda segir heilbrigðiseftirlitið að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til sem geymi svör fasteignaeigenda við erindi heilbrigðiseftirlitsins. Um fáar fasteignir sé að ræða og þegar úrbótakröfur af þessu tagi séu gerðar þá sé alla jafna orðið við þeim án frekari umræðu eða samskipta. Í málaskrá liggi því ekki fyrir gögn um hverja og eina fasteign, að undanskilinni fasteign kæranda þar sem þau samskipti hafi verið lengri og umfangsmeiri og séu enn yfirstandandi. Þá sé umhverfissvið Mosfellsbæjar ekki málsaðili mála sem séu til meðferðar hjá heilbrigðiseftirlitinu, þar sem umhverfissviðið heyri undir yfirstjórn Mosfellsbæjar, svo og tvær fagnefndir sem séu samkvæmt núgildandi skipulagi skipulagsnefnd og umhverfisnefnd, en heilbrigðiseftirlitið heyri undir sameiginlega heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis samkvæmt 45. gr. laga nr. 7/1998. Engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu þannig til vegna málsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis sendi fasteignaeigendum í Mosfellsdal árið 2017 varðandi úrbætur á fráveitukerfum. Fyrir liggur að kærandi hefur bréfin undir höndum en nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfanna voru afmáð.<br /> <br /> Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna og að leyst hafi verið úr rétti kæranda til aðgangs að þeim fyrir héraðsdómi. Í því sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að sá sem óskar eftir gögnum hjá stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga getur gert það án þess að sýna fram á nokkra hagsmuni eða tengsl við umbeðin gögn. Þannig fjallar 5. gr. upplýsingalaga um rétt „almennings“ til gagna hjá stjórnvöldum. Þegar af þessari ástæðu stenst ekki sú afgreiðsla stjórnvalds að synja kæranda um aðgang að gögnum á þeirri forsendu einni að hann hafi ekki sýnt fram á nægilega ríka hagsmuni af því að fá að kynna sér þau. Þegar beiðni berst um afhendingu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þarf stjórnvald með öðrum orðum að taka málið til afgreiðslu á grundvelli þeirra laga óháð því hvort viðkomandi eigi nokkurra hagsmuna að gæta af því að fá að kynna sér gögnin eða ekki. <br /> <br /> Hvað varðar þau rök heilbrigðiseftirlitsins að fjallað hafi verið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í máli Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bendir nefndin á að í því máli var fjallað um rétt kæranda til að leiða fram vitni en ekki leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðirnir sem heilbrigðiseftirlitið lét úrskurðarnefndinni í té hafa því ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa heilbrigðiseftirlitsins jafnframt synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Var það rökstutt svo að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, upplýsingar um stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum. Þá geti upplýsingarnar jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í athugasendunum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé til dæmis almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér 21 bréf frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda á svæðinu. Viðtakendur eru einstaklingar, fyrirtæki og ríkisstofnun. Í bréfunum eru gerðar athugasemdir vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna og í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur fráveitu valdi mengun. Þá koma fram fyrirmæli heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda um úrbætur. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru upplýsingar um ástand fráveitukerfa fasteigna ekki einkamálefni eiganda fasteignar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um ófullnægjandi frágang fráveitna frá fasteignum varða ekki persónulega einkahagi fasteignaeigenda. Þá veita upplýsingar um viðtakendur bréfanna ekki innsýn inn í fjárhagsmálefni einstaklinga þeirra líkt og heilbrigðiseftirlitið heldur fram en í bréfunum má hvergi finna upplýsingar sem varða fjárhagsstöðu eða tekjur viðkomandi fasteignaeigenda. Þvert á móti hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um ástand fráveitukerfa og mengun sem frá þeim kann að berast. Þá bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að sérstaklega er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál í VII. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 31. gr. laganna á almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið þrátt fyrir ákvæði 6.-10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Í ljósi framangreinds verður heilbrigðiseftirlitinu gert að afhenda kæranda bréf heilbrigðiseftirlitsins án þess að upplýsingar um viðtakendur þeirra séu afmáðar.<br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins vegna beiðni kæranda um svarbréf fasteignaeigenda til heilbrigðiseftirlitsins og öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna málsins. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til. <br /> <br /> Í bréfum heilbrigðiseftirlitsins, sem send voru árið 2017, er tekið fram að tilkynning um að úrbætur hafi verið framkvæmdar skuli berast því eigi síðar en 10 dögum eftir að úrbótum er lokið og er tilgreint netfang sem senda megi tilkynningarnar á. Fram kemur að málið verði þá látið niður falla en að öðrum kosti verði þvingunarúrræðum beitt til að knýja á um úrbætur. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlitið hefur í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar fullyrt að enginn þeirra sem fékk bréf frá heilbrigðiseftirlitinu hafi tilkynnt eftirlitinu um úrbætur líkt og krafist var. Samkvæmt efni bréfanna gerði heilbrigðiseftirlitið skriflegar athugasemdir við alls 21 einstakling vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna. Í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur eða ráðstafanir við fráveitu valdi mengun. Heilbrigðiseftirlitið hefur hins vegar haldið því fram gagnvart úrskurðarnefndinni að enginn þessara einstaklinga hafi svarað bréfum þess á þeim rúmlega tveimur árum frá því þau voru send þar til að kærandi óskaði eftir upplýsingum um þau. <br /> <br /> Í ljósi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki frekari upplýsingar í höndunum um samskipti umræddra einstaklinga og heilbrigðiseftirlitsins hefur hún ekki forsendur til að vefengja staðhæfingu heilbrigðiseftirlitsins um að engin frekari samskipti við fasteignaeigendur hafi farið fram vegna málsins. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að stjórnvöldum er skylt að skrá og varðveita upplýsingar um meðferð mála, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þar sem leggja verður til grundvallar að engin gögn séu fyrirliggjandi hjá heilbrigðiseftirlitinu er varði svör fasteignaeiganda við bréfi þess er ekki um að ræða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja og síðasta lagi óskaði kærandi eftir samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu til vegna málsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar heilbrigðiseftirlitsins. Verður því að taka þær fullyrðingar trúanlegar að engin samskipti hafi farið fram á milli heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar vegna þeirrar athugunar eftirlitsins á frágangi frárennsliskerfa sem beiðni kæranda tekur til. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Af því leiðir að vísa verður þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir verulegar athugasemdir við samskipti og svör Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindum nefndarinnar um afhendingu gagna málsins. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er þeim sem kæra beinist að skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Þrátt fyrir þessa skýlausu skyldu afhenti Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis ekki þau gögn sem úrskurðarnefndin óskaði eftir 18. febrúar 2020 fyrr en 31. mars 2020, eða sex vikum eftir að upphaflega var óskað eftir þeim. Hafði úrskurðarnefndin þá fimm sinnum ítrekað erindi sitt til Heilbrigðiseftirlitsins. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur af þessu tilefni athygli á því að í ákvæðum V. kafli upplýsingalaga er gengið út frá því að nefndin leysi úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga svo fljótt sem verða má. Ljóst er að ákvæðum upplýsingalaga um hraða málsmeðferð verður ekki fylgt nema þeir aðilar sem falla undir úrskurðarvald nefndarinnar sinni lögbundnum skyldum sínum í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laganna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis ber að veita kæranda, Sigurgeiri Valssyni f.h. Fylkis ehf., afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda sem send voru vegna fráveitumála í Mosfellsbæ árið 2017 án þess að nöfn og heimilisföng viðtakenda séu afmáð.<br /> <br /> Þeim hlutum kærunnar sem snúa að svarbréfum fasteignaeigenda vegna bréfa Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og samskiptum eftirlitsins við umhverfissviðs Mosfellsbæjar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

888/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Í málinu var fjallað um rétt Samtaka iðnaðarins til upplýsinga sem Reykjavíkurborg hafði afmáð úr fylgiskjali með þjónustusamningi sveitarfélagsins við Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2010. Reykjavíkurborg hafði afmáð upplýsingar um verkætti og annan kostnað vegna samningsins með vísan til 4. tölul. 10. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefndin taldi, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum OR og ON, að ekki væri réttlætanlegt að þeir gengju framar hagsmunum almennings af aðgangi að upplýsingunum. Var því fallist á að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 888/2020 í máli ÚNU 19110014. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 22. nóvember 2019, kærðu Samtök iðnaðarins afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni samtakanna um gögn.<br /> <br /> Með beiðni, dags. 10. september 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi viðhald, endurnýjun og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavík. Í beiðni kæranda kemur meðal annars fram að á höfuðborgarsvæðinu sé nánast öllum verkefnum sem snúi að viðhaldi og endurnýjun götulýsingar beint til Orku náttúrunnar án útboðs. Á næstu fimm til tíu árum sé áformað að skipta núverandi götulýsingu á öllu landinu út fyrir LED lampa ásamt því að endurnýja lagnir og varbúnað. Varlega sé hægt að áætla að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir verði á bilinu 7 til 10 milljarðar króna. Samtökin hafi upplýsingar um að Reykjavíkurborg ætli sér að ráðast í 440 milljóna króna framkvæmdir við svokallaða LED-væðingu götulýsingar á árinu 2019. Um sé að ræða næst stærsta kostnaðarliðinn í umhverfis- og aðgengismálum borgarinnar á eftir göngu- og hjólastígum. Ekki liggi fyrir að verkefnin hafi verið boðin út en ljóst sé að fjárhæðir séu yfir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Ljóst sé að önnur sveitarfélög hafi útvistað viðhaldi götulýsingar og lausleg könnun kæranda gefi til kynna að einkaaðilar séu nú þegar að sinna rekstri og viðhaldi götulýsingar á landsbyggðinni. Sveitarfé