Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson. 

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.


NúmerSummaryContent
1110/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn í tengslum við umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmda. Reykjavíkurborg kvað engin gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefði að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin væru til, þrátt fyrir að kærandi teldi slíkt vera hafið yfir vafa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1110/2022 í máli ÚNU 22100011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 11. október 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Með erindi til byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 1. september 2022, óskaði kærandi eftir fyrirliggjandi gögnum sem byggingarfulltrúi hafi litið til þegar sú ákvörðun var tekin að leggja það til við umsækjendur um byggingarleyfi að þeir breyttu framlagðri umsókn sinni um bygg­ingarleyfi að […] vegna óleyfisframkvæmda. Í kjölfarið hafi umsóknin verið samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í mars 2022.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 19. september 2022, kom fram að slík gögn væru ekki til, enda væri það orðum aukið að umsækjendum hefði verið gert að breyta umsókn sinni. Afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað á fundi byggingarfulltrúa í byrjun febrúar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því nokkrum dögum áður. Í kjölfarið hafi umsækjendur tekið ákvörðun um að breyta umsókn sinni. Ekki væri óalgengt að umsóknir tækju breytingum meðan þær væru í vinnslu hjá byggingar­fulltrúa. Svarinu fylgdu allar afgreiðslur vegna málsins auk umsagnar skipulagsfulltrúa.</p> <p>Í kæru kemur fram að kæranda þyki ótrúverðugt að ekki liggi fyrir samskipti umsækjenda við full­trúa Reykjavíkurborgar í tengslum við breytingu á umsókninni, sem fólst í því að áður gerðri óleyfisfram­kvæmd var breytt í byggingaráform, sbr. 11. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 12. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 28. október 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau atriði sem fram komu í ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. september 2022. Umbeðin gögn séu ekki til og liggi ekki fyrir hjá borginni. Af þeim sökum sé heldur ekki unnt að afhenda úrskurðarnefnd­inni afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, segir kærandi að í umsögninni sé því ósvarað hvernig borgaryfirvöld geti samþykkt breytingu á byggingarleyfisumsókn án samskipta við umsækjanda. Í fundargerðum byggingarfulltrúa séu margar beiðnir um breytingar á framlögðum byggingarleyfisumsóknum og afstaða fundarins til viðkomandi breytingar. Í þessu máli sé hins vegar ekki slíka breytingu að finna í fundargerðum byggingarfulltrúa.</p> <p>Kærandi telur það hafið yfir vafa að hjá Reykjavíkurborg liggi fyrir breyting umsækjenda á byggingar­leyfisumsókn ásamt beiðni umsækjenda um samþykkt borgaryfirvalda á byggingaráformum, auk skriflegs samþykkis borgaryfirvalda á breyttri byggingarleyfisumsókn umsækjenda og samþykkt bygg­ingaráforma.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Reykjavíkurborg kost á að koma á framfæri viðbótarskýringum í tilefni af athuga­­semdum kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2022. Í skýringum Reykjavíkurborgar, dags. 14. nóvember 2022, kemur fram að bókanir, sem kærandi vísar til að sé jafnan að finna í fundargerðum, komi fram þegar verið sé að sækja um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi. Þarna sé ekki um að ræða breytingar á umsókn áður en hún sé samþykkt, líkt og fjallað er um í þessu máli.</p> <p>Í umsögn skipulagsfulltrúa frá því í janúar 2022 hafi komið fram að ekki væri heimilt að vera með bílastæði á lóð. Í samræmi við umsögnina hafi umsækjandi gert breytingar á fyrirliggjandi byggingar­leyfis­umsókn og fallið frá þeim hluta umsóknarinnar sem snúi að bílastæðinu. Engin gögn séu til um samskipti umsækjanda við borgaryfirvöld vegna þessara breytinga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Kærandi í máli þessu telur það vafa undirorpið að ekki liggi fyrir hjá Reykjavíkurborg samskipti fulltrúa borgarinnar við umsækjanda um byggingarleyfi vegna breytingar á umsókn hans, sem fólust í að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform. Reykjavíkurborg heldur því fram að breytingin hafi verið gerð einhliða af hálfu umsækjandans og því liggi ekki fyrir nein samskipti sem lúti að henni.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur fullyrt að engin gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefur að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin séu til, þrátt fyrir að kærandi telji slíkt vera hafið yfir vafa.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvern­ig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi eink­um ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 11. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1109/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Kæran barst rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1109/2022 í máli ÚNU 22060025.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 30. júní 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Í byrjun árs 2021 lagði kærandi bíl sínum í Bankastræti og fékk sekt fyrir stöðvunar­brot, þar sem hann teldist hafa lagt bílnum í göngugötu. Kærandi mótmælti þessu við borgina og kvað merkingar þess efnis hafa verið ófullnægjandi. Tveimur vikum síðar höfðu svo verið sett upp skilti í Bankastræti þess efnis að þar væri bannað að leggja. Einhverju síðar voru svo allar merkingar fjarlægð­ar.</p> <p>Í tilefni af þessu sendi kærandi gagnabeiðni til Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, og óskaði eftir gögnum sem lytu að uppsetningu merkinga í Bankastræti, þ.m.t. hvaða tilmæli starfsmenn hefðu fengið og frá hverjum varðandi uppsetningu merkinganna sem gæfu til kynna að hluti Bankastrætis væri göngugata, svo og tilmæli um breytingu merkinga. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2021, kom fram að ekki væru til gögn hjá borginni sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Daginn eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni fékk kærandi svar við annarri gagnabeiðni frá Reykja­víkur­­borg. Í þeim gögnum er vísað til annarra gagna í vörslum Reykjavíkurborgar sem kærandi telur að réttilega hafi átt að vera afhent honum í tilefni af beiðni hans hinn 1. mars 2021. Það sé því ekki rétt sem fram komi í svari Reykjavíkurborgar frá 24. mars 2021 að ekki væru til gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Með hliðsjón af gögnum málsins taldi úrskurðarnefndin ekki þörf á að kynna kæruna fyrir Reykjavík­urborg og óska eftir umsögn. Þá er óþarft að rekja það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum máls­ins.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir gögnum um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Í svari Reykja­víkurborgar frá því í mars 2021 kemur fram að engin gögn séu til sem heyri undir beiðni kæranda en í öðru svari frá því í byrjun júlí er gefið til kynna að raunar séu til gögn sem hafi átt að falla undir fyrri beiðnir kæranda.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Hún barst því rúm­lega 14 mánuðum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Reykja­vík­urborgar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til nefndarinnar, en ekki um kærufrest.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að kæru skuli þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var kynnt aðila. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Nefndin vekur athygli kæranda á því að honum er fært að óska að nýju eftir þeim gögnum hjá Reykjavíkurborg sem hann telur að hefði réttilega átt að afhenda honum í kjölfar gagnabeiðni hans frá því í byrjun mars 2021. Fari það svo að beiðni kæranda verði synjað getur kærandi vísað málinu til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 30. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1108/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum í vörslum stofnunarinnar. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að 2. til 4. málsliður 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem vörðuðu umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Þannig væri ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kynnu um slíka umkvörtun, féllu undir þagnarskylduákvæðið. Taldi úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar og staðfesti ákvörðun stofnunarinnar að þessu leyti en kærunni var að öðru leyti vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1108/2022 í máli ÚNU 22030008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. mars 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Vinnueftirlits­ins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 6. janúar 2022 eftir afriti af öllum þeim gögnum sem kynnu að finnast í skjalasafni Vinnueftirlitsins og vörðuðu kæranda. Með því væri átt við hvers kyns gögn þar sem nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kær­anda kæmi fyrir. Óskað var eftir að persónugreinanlegar upplýsingar um aðra en kæranda sjálfan yrðu máðar út. Kæran var sett fram á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsinga­laga, nr. 140/2012.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 18. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 30. mars 2022. Í henni kom fram að ekki hefði náðst að afgreiða erindið enn sem komið væri vegna mikilla anna hjá stofnuninni og veikinda hjá starfsfólki. Í umsögninni var svo rakið að í nóvember 2020 hefði kærandi óskað eftir upplýsingum um hvort kæra hefði borist Vinnueftirlitinu þess efnis að hann hefði lagt starfsmann […] í ein­elti […]. Vinnueftirlitið hefði synjað kæranda um aðgang að ætluðum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020.</p> <p>Í umsögninni kom enn fremur fram að Vinnueftirlitið starfaði samkvæmt lögum um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og væri samkvæmt þeim falið eftirlit sem nánar væri lýst í 82. og 83. gr. laganna. Þá væri stofnuninni heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnu­stað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem yrðu hans áskynja. Í 2. mgr. 83. gr. laganna væri þagnarskylduákvæði þess efnis að starfs­menn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og að gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar væru undan­þegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum</p> <p>Mikilvægt væri að starfsfólk á innlendum vinnumarkaði gæti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað þeirra án þess að eiga á hættu að Vinnueftirlitinu yrði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hefði verið til stofnunarinnar eða hver hefði kvartað. Það væri jafnframt mat Vinnueftirlitsins að slíkar upplýsingar væri óheimilt að afhenda á grundvelli 9. gr. upp­lýsingalaga, sbr. eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p>Vinnueftirlitið afgreiddi loks beiðni kæranda með erindi, dags. 26. apríl 2022. Erindinu fylgdu gögn úr skjalasafni stofnunarinnar sem vörðuðu kæranda sjálfan. Ekki var hins vegar veittur aðgangur að upp­lýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna kæranda eða vinnugögnum.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. maí 2022, er gerð athugasemd við það hve langan tíma það hafi tekið stofnunina að afgreiða gagnabeiðnina. Þá virðist sem Vinnueftirlitið hafi handvalið þau gögn sem kæranda hafi verið afhent. Stofnunin hafi tekið fram í svari til kæranda að hvorki væri veittur aðgangur að upplýsingum um umkvartanir til stofnunarinnar né vinnugögn.</p> <p>Kærandi telur að það mál sem hann óskar upplýsinga um, þ.e. hvort Vinnueftirlitinu hafi borist kvörtun vegna meints eineltis af sinni hálfu, teljist ekki vera ábending um vanbúnað á vinnustað. Undir slíkt falli einhverjar þær aðstæður á vinnustað sem þyki óviðeigandi og varði alla starfsmenn vinnu­staðarins. Kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis yfirmanns gagnvart tilteknum starfsmanni uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu fari kærandi fram á það við úrskurðarnefndina að hún geri Vinnu­eftir­litinu, með sérstökum úrskurði, skylt að afhenda kæranda öll þau gögn sem varði hann, þar sem fram komi nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda og sé að finna í vörslum stofnunarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur Vinnueftirlitið afhent kæranda þau gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða hann sjálfan, að undanskildum upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum. Ákvörðun stofnunarinnar er byggð á því að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem girði fyrir rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 9. gr. sömu laga. Þá byggist synjun um aðgang að vinnugögnum á 2. mgr. 14. gr. upp­lýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p>Kæran í málinu er byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að hafi beiðni um að­gang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Hins veg­ar liggur fyrir að undir meðferð málsins afgreiddi Vinnueftirlitið beiðni kæranda, með því að synja henni að hluta til. Eftirfarandi umfjöllun miðar því að endurskoðun þeirrar ákvörðunar Vinnu­eftir­lits­ins.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til að­gangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður talið að sérstök þagn­arskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórn­valda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upp­lýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Starfs­menn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagn­arskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undan­þegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela 2. til 4. málsliður ákvæðisins í sér sérstaka þagnar­skyldu­reglu um upplýsingar sem varða umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Enn fremur segir í ákvæðinu að slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Sérstakt þagnarskylduákvæði varð hluti af lögum nr. 46/1980 með breytingalögum nr. 75/2018 og hljóðaði þá svo:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofn­unarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnar­skylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.</p> </blockquote> <p>Með breytingalögum nr. 71/2019 var ákvæðið fellt brott og í stað þess kveðið á um að starfsmenn Vinnu­­eftirlitsins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Með lög­um um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020, var ákvæðið fært í núverandi mynd. Ákvæðið er að mestu leyti eins og það var í breytingalögum nr. 75/2018, að því undanskildu að það inniheldur nú vísun til X. kafla stjórnsýslulaga auk þess sem kveðið er á um að gögn sem innihaldi upplýsingar um umkvart­anir til stofnunarinnar séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulög­um.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2020 kemur fram að sérstöku þagnarskylduákvæði hafi verið bætt við lögin með lögum nr.&nbsp;75/2018&nbsp;en vegna mistaka við setningu laga nr.&nbsp;71/2019&nbsp;hafi það verið fellt brott. Með viðbótinni séu mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í athugasemdum við þagnarskylduákvæðið í frumvarpi því sem varð að breytingalögum nr. 75/2018 er beinlínis tekið fram að umkvörtun til Vinnueftir­litsins geti snúið að sálfélagslegum þáttum, svo sem einelti eða kyn­ferðis­legri áreitni á vinnustað. Þannig er ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kunna um slíka um­kvörtun, falla undir þagnarskylduákvæðið. Telur úrskurð­ar­nefndin því að Vinnu­eftir­lit­inu sé óheim­ilt að veita kæranda slíkar upplýsingar. Gildir í því samhengi einu hvort nafn kæranda, kenni­tala hans og/eða fyrrum starfsheiti komi fyrir í upplýsingunum, enda gildir þagnarskyldan um ,,allar upp­lýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar“. Verður ákvörðun stofn­unarinnar því stað­fest að þessu leyti.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 910/2020 var það einnig niðurstaða nefndarinnar að Vinnu­eftir­litinu væri óheimilt að veita kæranda framangreindar upplýsingar. Sú niðurstaða byggðist hins vegar á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið í lögum nr. 46/1980 hafði fyrir mis­­­tök verið fellt úr gildi þegar beiðni kæranda í því máli barst stofnuninni, sbr. framangreint. Gildandi þagnarskylduákvæði hafði tekið gildi þegar beiðni í þessu máli barst Vinnu­eftir­lit­inu.</p> <p>Að því er varðar gögn sem urðu til hjá Vinnueftirlitinu í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda eru það gögn í stjórnsýslumáli hans sem falla því undir gildissvið stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 15.–19. gr. laganna, og heyra því ekki undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 4. gr. þeirra laga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 26. apríl 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis af hans hálfu, er staðfest. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1107/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Kærð var synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni um aðgang að minnispunktum ráðuneytisins af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að ráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1107/2022 í máli ÚNU 22080008.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 8. ágúst 2022, kærði A, fréttamaður hjá Mannlífi, synjun dóms­málaráðuneytis á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 27. júlí 2022 eftir aðgangi að minnisblöðum frá fundi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og saksóknara Namibíu sem haldinn var í ráðuneytinu. Þá óskaði kærandi einnig eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li>Hver var tilgangur fundarins?</li> <li>Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?</li> <li>Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?</li> <li>Hvernig stóð á að fundurinn var haldinn? Hver bað um fundinn?</li> <li>Hversu lengi stóð hann yfir?</li> </ol> <p>Ráðuneytið svaraði kæranda hinn 8. ágúst 2022. Þar kom fram að ráðuneytinu hefði borist ósk í gegnum forsætisráðuneyti með litlum fyrirvara, frá embættismönnum frá Namibíu, um að hitta dóms­málaráðherra. Ráðherra hefði ekki verið viðlátinn þennan dag og því hafi tveir skrifstofustjórar í ráðu­neytinu, staðgengill skrifstofustjóra og aðstoðarmaður ráðherra mætt á fundinn, sem hafi staðið yfir í rúma klukkustund. Kæranda var í erindinu synjað um aðgang að upplýsingum um innihald fundarins og minnisblöðum af honum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem inniheldur heimild til að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almanna­hags­munir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Kærandi telur að mikilvægir almannahagsmunir standi ekki til þess að upplýsingarnar fari leynt. Sam­kvæmt namibískum fjölmiðlum hafi fundurinn snúið að Samherjamálinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 9. ágúst 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn dómsmálaráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 19. ágúst 2022. Í henni kemur fram að ráðu­neytið hafi haft samráð við utanríkisráðuneyti vegna málsins og aflað upplýsinga um hvernig almennt sé háttað upplýsingagjöf um fundi með sendimönnum erlendra ríkja. Utanríkisráðuneyti legg­ist gegn því að upplýst sé um efni slíkra funda. Gögnin sem um ræði í þessu máli varði samskipti stjórn­valda við erlent ríki og umfjöllunarefnið sé í eðli sínu viðkvæmt, ekki síst út frá sjónarhóli hins erlenda stjórnvalds. Geti erlendir sendimenn ekki treyst því að trúnaður um samskiptin sé undantekn­inga­laust virtur, stefni það nauðsynlegu trúnaðartrausti í hættu. Þar með geti stjórnvöld ekki átt í árang­urs­ríkum samskiptum við erlend ríki til að sinna lögmæltum hlutverkum sínum í þágu íslenska ríkisins, með þeim afleiðingum að brýnir almannahagsmunir séu fyrir borð bornir.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kæranda verið synjað um aðgang að minnispunktum dómsmálaráðuneytis af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þess­ara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum mál­efnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almanna­vit­orði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;</p> <p>Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trún­aðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niður­staða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að á grund­velli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin fellst á það með dómsmálaráðuneyti að umfjöllunarefnið sé viðkvæmt. Þá telur nefndin ljóst að þeir erlendu sendimenn sem tjáðu sig á fundinum hafi gert það í trausti þess að um væri að ræða samtal sem trúnaðar yrði gætt um. Verður að telja að ef aðgangur yrði veittur að gögnunum væri það til þess fallið að skerða gagnkvæmt traust í samskiptum Íslands og Namibíu. Úrskurðarnefndin telur því að dómsmálaráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum, og verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p>Í ákvörðun dómsmálaráðuneytis kom hvorki fram afstaða ráðuneytisins til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga né var kæranda leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upp­lýs­ingamál samkvæmt 20. gr. laganna. Var ákvörðun ráðuneytisins að þessu leyti ekki í samræmi við kröf­ur sem gerðar eru til slíkrar ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun dómsmálaráðuneytis, dags. 8. ágúst 2022, að synja A um aðgang að gögnum, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1106/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Barna- og fjölskyldustofa synjaði kæranda um aðgang að bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu með beiðni um lögreglurannsókn og bréfi frá lögreglustjóra sem vörðuðu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi gögnin ótvírætt tilheyra rannsókn sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1106/2022 í máli ÚNU 22060014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. júní 2022, kærði A synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. maí 2022 eftir öllum gögnum sem við kæmu máli hans. Barna- og fjölskyldustofa svaraði kæranda hinn 10. júní 2022. Svarinu fylgdu þau gögn sem hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar og vörðuðu kæranda, m.a. gögn tengd Barnahúsi.</p> <p>Kæranda var synjað um tiltekin gögn, þ.e. ódagsett bréf frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréf frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjunin byggðist á þeim grund­velli að þau tengdust sakamáli sem hefði verið í ferli hjá lög­reglunni, en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upp­lýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um rannsókn saka­máls eða saksókn. Kæranda var bent á að leita til lögreglunnar varðandi aðgang að þeim. Þá var kæranda leiðbeint um að frekari gögn sem vörðuðu máls hans kynnu að vera til hjá viðkomandi barna­verndarnefnd og honum bent á að leita þangað.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá öll gögn sem við komi sínu máli frá barnaverndar­nefnd, ekki aðeins Barnahúsi.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 15. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Barna- og fjölskyldustofa léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í henni kemur fram að stofnunin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að með vísan til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem þau tilheyrðu rannsókn sakamáls. Styddist það jafn­framt við leiðbeiningar sem stofnunin hefði fengið frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ódagsettu bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréfi frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjun Barna- og fjölskyldustofu byggist á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarp það sem varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996, kemur fram að talið hafi verið eðlilegra að lög um meðferð opinberra mála hefðu að geyma sérreglur í þessu sam­bandi. Þá segir í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og telur ótvírætt að þau tilheyri rannsókn sakamáls. Er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurð­arnefnd um upplýsingamál, enda falla þau gögn sem um er deilt ekki undir gildissvið laganna. Úrskurð­ar­nefndin bendir kæranda á, svo sem fram kemur í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu til kæranda, að honum er fært að leita til viðeigandi barnaverndarnefndar varðandi aðgang að hugsan­legum frekari gögnum um sig. Þá er og unnt að beina beiðni um aðgang að gögnum sakamála sem er lokið til lög­reglu­stjóra í því umdæmi þar sem rannsóknargögn eru geymd eða héraðssaksóknara, sbr. 4. gr. fyrir­mæla ríkissaksóknara nr. 9/2017.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 13. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1105/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni. Innviðaráðuneytið afhenti stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var innviðaráðuneytinu því gert að afhenda skýrsluna án útstrikana.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1105/2022 í máli ÚNU 22050006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. maí 2022, kærði A ákvörðun innviðaráðuneytis um að synja honum um aðgang að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngu­stofu frá október 2017 í heild sinni.</p> <p>Með erindi til innviðaráðuneytis, dags. 19. apríl 2022, óskaði kærandi eftir skýrslu starfshóps um starf­semi og starfshætti Samgöngustofu sem skilað hefði verið til samgönguráðuneytisins árið 2018. Kær­andi óskaði eftir eintaki þar sem engar upplýsingar hefðu verið felldar brott. Jafnframt óskaði kær­andi eftir minnisblaði sem Samgöngustofa hefði sent ráðuneytinu í tilefni skýrslunnar, auk lista yfir öll gögn sem tengdust samskiptum stofnunarinnar við ráðuneytið í tilefni skýrslunnar, þar á meðal tölvupósta.</p> <p>Í svari ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kom fram að umræddur starfshópur hefði ekki lokið störfum heldur hefði áfangaskýrslu aðeins verið skilað. Áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi samgöngu- og sveit­ar­stjórnarráðherra væri vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og því ekki skylt að veita aðgang að skýrslunni. Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins væri að ræða þætti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar á grundvelli 2. mgr. 11.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga. Ráðuneytið afhenti kæranda áfangaskýrsluna með útstrikunum ásamt minnisblaði Sam­göngustofu vegna áfangaskýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26. apríl 2018.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi mótmæli þeim rökum ráðuneytisins að áfangaskýrslan geti fallið undir vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að gögn sem annars teldust vinnugögn teljist það ekki lengur hafi þau verið afhent öðrum, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsinga­laga. Fallist sé á að umræddur starfshópur falli undir 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Hins vegar sé ljóst að áfanga­skýrsla starfshópsins hafi verið send til annars aðila en skipaði starfshópinn, þ.e. Samgöngu­stofu, og hafi enginn starfsmaður Samgöngustofu átt sæti í starfshópnum. Kærandi telji ljóst að Samgöngu­stofa hafi fengið áfanga­skýrsluna senda úr ráðuneytinu þar sem stofnunin útbjó og sendi ráðuneytinu minnisblað um efni skýrslunnar. Því sé ekki um að ræða gagn sem falli undir undantekningarákvæði 3. tölul. 2.&nbsp;mgr. 8. gr. laganna. Meginregla 1. mgr. 8. gr. sé sú að gögn sem send eru milli stjórnvalda teljist ekki lengur vinnugögn. Kærandi telji því að ráðuneytinu sé skylt að veita fullan aðgang að skýrslunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt innviðaráðuneyti með erindi, dags. 9. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar og afrit af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júlí 2022, kemur fram að áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi ráðherra sé vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og því telji ráðuneytið ekki skylt að veita aðgang að henni. Umrætt skjal hafi verið unnið af starfshópnum sem settur var á fót á grundvelli ákvörðunar fyrrum ráðherra og var hlutverk hans fastmótað í skipunarbréfi, sbr. 2.&nbsp;tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá sé ekki um það að ræða að ákvæði 1.–4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um skjalið eða innihald þess. Skjalið hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun máls, það innihaldi ekki upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá vegna töku stjórnvaldsákvörðunar. Þá séu ekki í skjalinu upplýsingar um atvik tiltekins máls sem ekki koma annars staðar fram enda ekki um að ræða mál í þeim skilningi og þá sé ekki í skjalinu lýst vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á sviðinu. Þá hafi skjalið ekki verið afhent þriðja aðila.</p> <p>Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins sé að ræða hafi þótti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar enda heimili lögin að veita slíkan aðgang þó það sé ekki skylt, enda standi ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd því ekki í vegi, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ráðuneytið tekur fram að um hafi verið að ræða skjal sem ætlað hafi verið til notkunar og frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Fyrir­hugað hafi verð að starfshópurinn skilaði endanlegri skýrslu í janúar síðastliðnum en í kjölfar kosninga og skipunar nýrrar ríkisstjórnar hafi ekki orðið af því. Skjalið hafi að geyma umfjöllun um störf og starfs­hætti Samgöngustofu sem nýtast muni við áfram­haldandi vinnu við að bæta stjórnsýslu á mál­efna­sviði ráðuneytisins. Sú vinna hafi þegar farið af stað. Jafnframt sé rétt að hafa í huga að þeir aðilar sem fjallað sé um í skýrslunni, hafi ekki fengið tækifæri til að andmæla því sem þar komi fram enda um áfangaskýrslu að ræða sem ætluð hafi verið til frekari úrvinnslu. Hafi þannig tilteknir hlutar skýrslunnar verið af­máðir með vísan til þess að skýrslan sé vinnuskjal, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þó stærstur hluti hennar hafi verið afhentur á grundvelli heimildar um aukinn aðgang. Hafi því aðgangi að til­teknum hlutum skýrslunnar verið synjað en stærstur hluti hennar afhentur.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 8. júlí 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017. Innviðaráðuneyti afhenti kæranda stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aukinn aðgang, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Þá var kæranda afhent í heild sinni minnisblað Samgöngustofu til ráðuneytisins með viðbrögðum við skýrslu starfshópsins.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnu­gagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða ann­arra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Í 8. gr. er gert ráð fyrir að gögn geti í ákveðnum tilvikum áfram talist vinnugögn þótt þau séu afhent öðrum:</p> <ol> <li>Ef gögn eru einungis afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli aðila samkvæmt I. kafla laganna þegar einn sinnir ritarastörfum eða sam­bæri­legum störfum fyrir annan, sbr. 1. tölul. 2. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli annars vegar nefnda eða starfshópa sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, og hins vegar aðila samkvæmt I. kafla laganna, þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.</li> </ol> <p>Starfshópurinn sem um ræðir var settur á fót með ákvörðun þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra í mars 2017. Starfshópnum var ætlað að vinna greiningu á verkefnum Samgöngustofu en í hann voru skipaðir þrír lögmenn. Með starfs­hópnum starfaði aðstoðarmaður ráðherra auk lögfræðings í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var ekki leitað eftir samstarfi við stofnunina um nánari skilgreiningu á verkefninu eða óskað eftir tilnefningu um þátttakanda í starfshópnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir áfangaskýrslu starfshópsins með hliðsjón af minnis­blaði sem Samgöngustofa sendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með viðbrögðum við skýrsl­unni í lok apríl 2018. Af minnisblaðinu er ljóst að Samgöngustofa fékk skýrsluna afhenta í heild sinni. Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við starfsaðferðir starfshópsins og athugasemdum hópsins svarað eftir föngum. Úrskurðarnefndin telur að skýrslan uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Ljóst er að starfsmaður Samgöngustofu átti ekki sæti í starfshópnum, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að synjun ráðuneytisins um aðgang að skýrslunni geti ekki byggst á því að hún sé vinnugagn.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um þær upplýs­ingar sem afmáðar voru úr skýrslunni. Í því samhengi má nefna að þó nokkur hluti þeirra upplýsinga sem afmáður var er að finna í minnisblaði Samgöngustofu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem kærandi hefur þegar fengið afhent frá ráðuneytinu. Verður innviðaráðuneyti því gert að afhenda kæranda áfangaskýrslu starfshópsins í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Innviðaráðuneyti er skylt að afhenda kæranda, A, áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017, án útstrikana.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1104/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Deilt var um rétt kæranda, fréttamanns, til aðgangs að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli. Synjun Isavia ohf. byggðist m.a. á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að Isavia hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var synjun félagsins því staðfest.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1104/2022 í máli ÚNU 22030005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Isavia ohf. að synja honum um aðgang að gögnum í tengslum við toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli.</p> <p>Með erindi, dags. 12. janúar 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um stöðu fyrirætlana sem ræddar hefðu verið fyrir nokkrum árum um toll- og landamæraeftirlit í Keflavík á vegum bandarískra stjórnvalda, <em>U.S. Customs and Border Protection (CBP) Preclearance</em>, sem gæti hraðað og einfaldað úrvinnslu farþega þegar komið væri til Banda­ríkjanna.</p> <p>Í svari Isavia til kæranda, dags. 21. janúar 2022, kom fram að þessi möguleiki hefði verið skoðaður en að kröfur, fyrirkomulag og ávinningur af Preclearance gæti ekki stutt við tengistöðina og vöxt hennar. Verkefnið væri því í bið því kostnaðurinn væri hamlandi og það drægi úr skilvirkni tengistöðvarinnar. Kærandi svaraði Isavia samdægurs með frekari spurningum um verkefnið og hvers vegna það hefði ekki gengið eftir.</p> <p>Hinn 7. febrúar 2022 óskaði kærandi svo eftir öllum gögnum sem tengdust skoðun á Preclearance, þ.m.t. gögnum sem vörpuðu ljósi á tilkomu málsins, framvindu þess og þá niðurstöðu að ráðast ekki í að koma slíku fyrirkomulagi á fót. Auk gagna sem stöfuðu frá Isavia var óskað eftir gögnum sem stöfuðu frá eða hefði verið beint til þriðja aðila.</p> <p>Í erindi Isavia, dags. 17. febrúar 2022, kom fram að um tíu skjöl hefðu fundist sem ætla mætti að féllu undir beiðni kæranda. Voru kæranda afhentar tvær fundargerðir stjórnar Isavia, frá því í október 2017 og 2018, auk erindis Isavia til innanríkisráðuneytis frá því í desember 2016 um stöðu mála vegna Pre­clearance-verkefnisins. Önnur gögn sem féllu undir beiðnina yrðu ekki afhent ýmist með vísan til 2.&nbsp;tölul. 10. gr. eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Krafa kæranda um rökstuðning fyrir því af hverju aukinn aðgangur yrði ekki veittur, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, ætti aðeins við um stjórnvöld og því ætti hún ekki við í málinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 15. mars 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 30. mars 2022. Í henni kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að níu skjölum:</p> <ol> <li>Ákvörðun byggð á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Erindi Isavia til U.S. Customs and Border Protection: Preclearance Process – Initial Sub­mis­sion, dags. 29. júlí 2016.</li> <li>Department of Homeland Security – Non-Disclosure Agreement, dags. 1. ágúst 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 29. júlí til 6. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> </ol> </li> <li>Ákvörðun byggð á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 8. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 12. september 2016.</li> </ol> </li> </ol> <p>Í umsögninni kom fram að samningurinn og samskiptin væru talin viðkvæm og snertu framkvæmd sem hefði gefið tilefni til að Bandaríkin hefðu óskað eftir að gerður yrði trúnaðarsamningur um þau, enda vörðuðu þau landamæra­afgreiðslu og eftirlit. Isavia legði áherslu á mikilvægi þess að sá trúnaður yrði virtur þannig að það að opinbera gögnin hefði ekki neikvæð áhrif á að samningur næðist síðar um forskrán­ingu þótt ekki hefði orðið af henni enn.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Varðandi röksemd Isavia að hluti gagnanna falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsinga­mál nr. 898/2020, þar sem nefndin tók fram að ekki væri unnt að hafna aðgangi að gögnum á grund­velli 2. tölul. 10. gr. án þess að atviksbundið mat á gögnunum færi fram.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði hinn 6. október 2022 eftir frekari rökstuðningi frá Isavia fyrir því að hvaða leyti mikilvægir al­mannahagsmunir stæðu til þess að gögnin skyldu fara leynt, sbr. 2. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga, og hvernig afhending gagnanna til kæranda gæti verið til þess fallin að skaða samskipti við Bandaríkin og þannig raska almannahagsmunum. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Isavia hlut­aðist til um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingarinnar.</p> <p>Í svari Isavia, dags. 20. október 2022, kemur fram að samskipti um forafgreiðsluna varði m.a. fram­kvæmd landamæraeftirlits og flugverndar. Upplýsingar um það séu viðkvæmar í eðli sínu og ofur­áhersla sé lögð á leynd upplýsinga, sér í lagi um málefni flugverndar. Starfsmenn Isavia sem tengist mál­inu, sem og aðrir sem hafi komið að málinu af hálfu flugrekenda og stofnana ríkisins, hafi farið í gegn­um bakgrunnsskoðun eða fengið sérstaka öryggisvottun sem heimili þeim aðkomu að málinu. Að veita aðgang að gögnum sem tengist þessum málaflokkum gæti haft áhrif á möguleika þeirra sem málið varðar til alþjóðasamstarfs.</p> <p>Í svarinu kemur enn fremur fram að ef erlend ríki geti ekki treyst því að trúnaður í milliríkjasamskipt­um sé undantekningalaust virtur geti traust tapast. Þar með gæti utanríkisþjónustan, vegna milligöngu fyrir félagið, ekki átt árangursrík samskipti og sinnt lögmæltu hagsmunagæsluhlutverki sínu í þágu íslenska ríkisins. Loks er ítrekað að ekki hafi enn komist á samkomulag um forafgreiðslu við bandarísk stjórnvöld. Málið gæti því verið tekið upp aftur og því sé mikilvægt að virða trúnað til að koma í veg fyrir að sam­talið stöðvist. Isavia meti það svo að afhending upplýsinganna myndi skaða samskiptin og þar af leiðandi raska almannahagsmunum.</p> <p>Að því er varði beiðni úrskurðarnefndarinnar um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhend­ingar gagnanna sé ekki heimild í upplýsingalögum til að óska afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. laganna. Slík öflun afstöðu eigi aðeins við þegar upplýsingar kunni að varða einka­hagsmuni, sbr. 2. mgr. 17. gr. sömu laga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá haustinu 2016 sem varða könnun á mögu­leika á því að komið yrði á fót bandarískri toll- og vegabréfaskoðun á Kefla­víkurflugvelli, til að einfalda úrvinnslu farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt á vef Isavia hinn 4. nóvember 2016 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Keflavíkurflugvöllur væri á lista yfir flugvelli þar sem mögulegt væri að taka upp slíka starfsemi.</p> <p>Bandaríska toll- og landamæraverndin (e. U.S. Customs and Border Protection, CBP), sem er stofnun innan heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna (e. Department of Homeland Security), heldur úti áætlun um forafgreiðslu (e. Preclearance program) sem felst í að hafa starfsmenn CBP á völdum flug­völlum utan Banda­ríkjanna í því skyni að vinna úr og yfirfara farþega sem ferðast til Bandaríkjanna, í stað þess að það sé gert við komu til Bandaríkjanna.</p> <p>Ákvörðun Isavia byggist ýmist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn sem kæranda var synjað um aðgang að á grund­­velli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða í fyrsta lagi erindi Isavia til CBP, dags. 29. júlí 2016, varðandi möguleika á forafgreiðslu á Kefla­vík­ur­flugvelli. Í öðru lagi er staðlaður samningur um þagnarskyldu (e. Non-Disclosure Agreement) á veg­um heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, útfylltur og undirritaður af þáverandi forstjóra Isavia hinn 1. ágúst 2016. Í þriðja lagi eru samskipti Isavia við fulltrúa á vegum CBP frá lokum júlí 2016 og fram í september sama ár, í tengslum við heim­sókn til Íslands. Í fjórða lagi eru samskipti við íslensk stjórn­völd vegna málsins.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að verði gögnin afhent kæranda kunni að skapast hætta á því að traust bandarískra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum og Isavia glatist. Í því samhengi hefur það tals­verða þýðingu að mati nefndarinnar að þótt nokkuð sé um liðið frá því gögnin urðu til og að verk­efnið sé í biðstöðu, þá sé viðræðum um málið ekki lokið og þær kunni að verða teknar upp að nýju. Önnur sjónarmið kynnu eftir atvikum að koma til skoðunar ef ljóst væri að viðræðum væri lokið. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10.&nbsp;gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi verið heim­ilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p> <p>Að því er varðar þau gögn sem Isavia synjaði kæranda um aðgang að á grundvelli þess að um vinnu­gögn væri að ræða innihalda þau að hluta til sambærilegar eða sömu upplýsingar og fram koma í þeim gögnum sem synjað var um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum er óþarft að taka afstöðu til þess hvort gögnin uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnu­gögn. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um þau gögn sem undirorpin eru 2. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga er því staðfest ákvörðun Isavia um þessi gögn að auki.</p> <p>Í tilefni af athugasemd Isavia um að upplýsingalög heimili ekki að leitað sé afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir úrskurðarnefndin á að nauðsynlegt kann að vera að afla upplýsinga frá erlendum stjórnvöldum eða öðrum aðilum til að unnt sé að leggja á það mat hvort þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda séu til staðar. Slík upplýsingaöflun er því liður í því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem taka ákvarðanir á grundvelli upplýsingalaga uppfylli rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, og þarfnast ekki sérstakrar lagaheimildar umfram þau ákvæði. Þrátt fyrir að Isavia hafi ekki aflað umræddra upplýsinga telur úrskurðarnefndin að eins og mál þetta er vaxið og með hlið­sjón af því trúnaðar­samkomulagi sem liggur fyrir í málinu hafi það ekki áhrif á niðurstöðu nefnd­ar­innar þótt afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna hafi ekki verið aflað.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 17. febrúar 2022, að synja A um aðgang að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Kefla­víkur­flugvelli, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1102/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda studdist við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin féllst á að gögnin teldust til minnisgreina af ráðherrafundum í skilningi ákvæðisins og staðfesti ákvörðun ráðuneytisins.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1102/2022 í máli ÚNU 22040011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun forsætis­ráðuneytis á beiðni hennar um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál.</p> <p>Með erindi, dags. 11. apríl 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerðum ráðherranefndar um efna­hagsmál frá þeim fundum þar sem rætt hefði verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hluta­bréf­um ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að fundargerðir og aðrar minnisgreinar á ráðherrafundum væru undanþegnar upp­lýs­inga­rétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið upplýsti hins vegar um að rætt hefði verið um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka á fjórum fundum ráðherra­nefnd­ar um efna­­hagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, dags. 27. janúar 2021, 4.&nbsp;maí 2021, 4. febrúar 2022 og 1. apríl 2022, ásamt því að veita tilteknar upplýsingar úr fundargerð­unum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með erindi, dags. 22. apríl 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kemur fram að ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti almennings á grund­velli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þrátt fyrir framangreint og að stjórnvöld séu ekki skyld­ug til að taka afstöðu til aukins aðgangs þegar um slík gögn er að ræða, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, hafi ráðuneytið ákveðið að veita kæranda tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. þar sem fram kemur að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt sé enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi.</p> <p>Kveðið sé á um skipan ráðherranefndar um efnahagsmál í 4. mgr. 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011 og samkvæmt ákvæðinu eigi forsætisráðherra og sá ráðherra sem fer með málefni hag­stjórn­­ar og fjármálastöðugleika fast sæti í nefndinni. Auk þeirra á menningar- og viðskiptaráðherra sæti í nefndinni samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar þar um 7. desember 2021. Þá sé kveðið á um það í 3.&nbsp;mgr. 10. gr. laganna að forsætisráðherra setji reglur um störf ráðherranefnda í samráði við ríkisstjórn. Í 3. mgr. 3. gr. núgildandi reglna nr. 166/2013 sé kveðið á um trúnaðar- og þagnarskyldu ráðherra og ann­­arra sem sitja ráðherranefndarfundi um öll gögn nefndanna nema viðkomandi nefnd samþykki að af­létta trúnaði eða að lög kveði á um annað. Tilgangur ráðherranefnda sé að skapa vettvang fyrir ráð­herra sem beri ábyrgð á skyldum málefnum til að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki. Nefndirnar séu mikilvægur vettvangur til þess að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkis­stjórn. Með fyrirkomulaginu sé tryggt að mál hljóti nauðsynlega þverfaglega umfjöllun á undir­búnings­stigi og stuðlað að markvissari umræðum í ríkisstjórn um einstaka mál.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þar eru nefnd til pólitískrar stefnumótunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi ráð­herra, fundargerðir og minnisgreinar af ráðherrafundum þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur á formlegum ríkisstjórnarfundi eða öðrum ráðherrafundum, þ.m.t. við óformlegar að­stæður. Hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest að ákvæðið taki til gagna ráðherranefnda með sama hætti og ríkisstjórnar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 811/2019 frá 3. júlí 2019 og nr. 564/2014 frá 17. desember 2014. Ákvæðið sé samhljóða 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eigi sömu sjónarmið við um skýringu þess ákvæðis en í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 16. gr. stjórn­sýslulaga komi m.a. fram að talið hafi verið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda sem fara með æðstu stjórn ríkisins og að þau taki sjálf ákvarðanir um birtingu gagna sem til umfjöllunar eru á fund­um þeirra. Því sé áréttuð sú afstaða ráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsinga­rétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. maí 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hluta­bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kær­anda styðst við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6.&nbsp;gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórn­valda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikil­vægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnu­mót­un­ar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einn­ig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varð­veita hagsmuni ríkisins og almennings.</p> </blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þótt ekki sé berum orðum tiltekið í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að fundargerðir ráðherrafunda séu undanþegnar upplýsingarétti almennings telur nefndin að það verði að líta svo á að slík gögn teljist til minnisgreina af slíkum fundum í skilningi ákvæðisins. Kemur þar og til að tilgangur undan­þágu­regl­unnar í 1. tölul. 6. gr. er að varðveita möguleika til pólitískrar stefnumörkunar og sam­ráðs, en svo sem fram kemur í umsögn forsætisráðuneytis er tilgangur ráðherranefnda beinlínis að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn og gera þeim ráðherrum sem eiga sæti í nefndinni kleift að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki til að stuðla að markvissari umræðum í ríkisstjórn. Hins vegar er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, og hefur kæranda með hliðsjón af því verið veittar til­teknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að forsætisráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjár­málakerfisins á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 11. apríl 2022, að synja beiðni A um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármála­kerfis­ins.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1100/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Synjun Landspítala var á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, enda teldist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Úrskurðarnefndin rakti að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust vera upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þótt gögnin innihéldu ekki nöfn starfsmanna taldi nefndin að kæranda yrði engu að síður fært að persónugreina starfsmennina með notkun viðbótarupplýsinga, og þannig öðlast upplýsingar um stéttarfélagsaðild þeirra. Var ákvörðun Landspítala því staðfest.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1100/2022 í máli ÚNU 22020003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. febrúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Sameykis stéttarfélags í almanna­þjónustu, synjun Landspítala á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 24. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítala á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að félagsmenn stétt­ar­félagsins væru starfsmenn hjá Landspítala og greidd væru félagsgjöld til stéttarfélagsins í hverjum mán­uði. Félagsgjöldin reiknist út frá launum viðkomandi félagsmanns og væri félagið því með upp­lýs­ingar um heildarlaun og félagsaðild viðkomandi starfsmanna. Stéttarfélagið væri hins vegar ekki með upp­lýsingar um starfsheiti starfsmanna eða samsetningu fastra og reglulegra launa, hvorki hjá starfs­mönn­um sem tilheyri Sameyki né öðrum stéttarfélögum. Kærandi óskaði því eftir upplýsingum um starfs­heiti og samsetningu fastra og reglulegra launa allra starfsmanna sem tilheyra annars vegar Sam­eyki og hins vegar stéttarfélaginu Eflingu, nánar tiltekið:</p> <p>Föst launakjör allra þeirra starfsmanna sem starfa hjá Landspítalanum, sundurgreind í:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Greiddan grunnlaunaflokk</li> <li>Greitt launaþrep</li> <li>Fasta yfirvinnutíma</li> <li>Önnur laun</li> <li>Önnur föst hlunnindi eða föst laun hverju nafni sem þau nefnast</li> <li>Heildarupphæð mánaðarlauna</li> <li>Starfshlutfall</li> <li>Starfsaldur hjá stofnuninni</li> </ol> <p>Í svari Landspítalans, dags. 1. desember 2021, kom fram að Landspítali féllist á að afhenda kæranda eftir­farandi upplýsingar um þá starfsmenn sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember sam­kvæmt kjarasamningi Sameykis:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Vinnustaður (svið/deild)</li> <li>Starfshlutfall í dagvinnu</li> <li>Greidd föst mánaðarlaun</li> <li>Aðrar fastar greiðslur – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna)</li> <li>Samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur</li> </ol> <p>Jafnframt kom fram að Landspítali hafnaði ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar þar sem stofn­uninni væri einungis heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upp­lýs­inga­laga. Stéttarfélagsaðild teldist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Því væri Landspítala óheimilt að svara fyrirspurn um starfs­menn í Eflingu þar sem fyrirspurnin væri afmörkuð við hóp starfsfólks sem ætti það eitt sam­eigin­legt að eiga aðild að tilteknu stéttarfélagi.</p> <p>Með erindi til Landspítala, dags. 7. desember 2021, áréttaði kærandi beiðni sína og vísaði þar um til 2.–4. málsl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari, dags. 9. desember 2021, vísaði spítalinn til fyrri rök­stuðn­ings fyrir höfnun sinni í bréfi til kæranda, dags. 1. desember 2021, um að upplýsingar um stéttar­fél­ags­aðild teldust til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga nr. 90/2018. Þegar spurt væri um nöfn, starfssvið og launakjör starfsmanna sem ættu það eitt sameiginlegt að tilheyra tilteknu stéttar­félagi væri ljóst að efnislegt svar fæli í sér veitingu viðkvæmra persónuupplýsinga sem spítalinn teldi sér óheimilt að láta af hendi í því formi sem óskað væri.</p> <p>Með tölvupósti til Landspítala, dags. 12. janúar 2022, tók kærandi fram að ekki væri um það deilt að upp­lýsingar um stéttarfélagsaðild væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Landspítali gæti hins vegar orðið við þessum upplýsingum án þess að greina frá nafni starfsmanns og væru upplýsingarnar þá ekki persónu­greinanlegar. Markmið beiðninnar væri einkum að fá upplýsingar um laun félagsmanna en upp­lýsingar um stéttarfélagsaðild einstakra starfsmanna skiptu ekki máli.</p> <p>Í svari Landspítala, dags. 19. janúar 2022, sagði að samkvæmt þeirri breytingu sem fælist í tölvupósti kæranda frá 12. janúar 2022 væri fallið frá ósk um nöfn starfsmanna með vísan til persónuverndar­sjónar­miða, en eftir sem áður væri afmörkun upplýsingabeiðninnar byggð á stéttarfélagsaðild. Með vísan til áður fram komins rökstuðnings væri beiðninni hafnað, enda yrði ekki séð að þannig breytt beiðni um upplýsingar um laun starfsmanna í tilteknu stéttarfélagi yrði byggð á tilvitnaðri 2. mgr. 7.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt á upplýsingum um starfsheiti, laun og föst launakjör starfs­manna spítalans samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem spítalinn hafi ekki orðið við beiðni kæranda þrátt fyrir ítrekaðar óskir sé kærandi knúinn til að kæra afgreiðsluna til úrskurðar­nefnd­ar um upplýsingamál. Kærandi krefjist þess að synjun Landspítalans um gagnaafhendingu verði hrundið og að umræddar upplýsingar verði veittar kæranda með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 560/2014.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 9. febrúar 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Landspítala, dags. 14. febrúar 2022, segir að spítalinn hafi látið kæranda í té þann hluta um­beð­inna upplýsinga sem spítalinn taldi sér heimilt á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. upp­lýsingalaga. Spítalinn hafi sent kæranda skjal með upplýsingum um félagsmenn Sameykis sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember 2021 samkvæmt kjarasamningi Sameykis, þ.e. nafn, starfsheiti, vinnustaður (svið/deild), starfshlutfall í dagvinnu, greidd föst mánaðarlaun, aðrar fastar greiðslu – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna) og samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur.</p> <p>Landspítali hafi hins vegar hafnað ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar um laun þar sem stofnuninni væri aðeins heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi Landspítali hafnað ósk kæranda um sambærilegar upplýsingar um starfsmenn Eflingar. Rök spítalans séu þau að stéttarfélagsaðild teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Fyrirspurn kæranda hafi aðeins verið afmörkuð á grundvelli stéttarfélagsaðildar og því ljóst að í jákvæðu svari fælust upplýsingar um stéttarfélagsaðild allra viðkomandi starfsmanna.</p> <p>Ástæða þess að spítalinn hafi talið að sömu sjónarmið ættu ekki við um veitingu upplýsinga um starfsmenn í Sameyki væri að félagið hefði í sínum fórum upplýsingar um félagsmenn sína og vinnu­staði þeirra eins og fram hefði komið í skýringum félagsins í bréfi til spítalans, dags. 24. nóvember 2021. Kærandi ítrekaði ósk sína með tölvupósti, dags. 12. janúar 2022, um laun starfsmanna spítalans í Eflingu en féll frá ósk um nöfn starfsmanna. Spítalinn hafi hafnað ósk þessari með tölvupósti, dags. 19. janúar 2022. Rök spítalans hafi verið þau að afmörkun upplýsingabeiðninnar væri eftir sem áður byggð á stéttarfélagsaðild.</p> <p>Með vísan til framanritaðs telji Landspítali að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna.</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda hinn 14. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Réttur kæranda byggist á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun Land­spítala er á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda teljist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupp­lýs­inga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónu­upp­lýsinga, nr. 90/2018.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Ákvörðun Landspítala var ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, en í 9. gr. þeirra kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að erfitt sé að tilgreina ná­kvæm­lega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einka­mál­efni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um per­sónu­vernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Svo sem fram kemur í skýringum Landspítala teljast upplýsingar um stéttarfélagsaðild til viðkvæmra per­sónuupplýs­inga. Raunar hefur kærandi fallist á að slíkar upplýsingar teljist viðkvæmar persónu­upp­lýs­ingar, en telur að Landspítala sé unnt að verða við beiðni hans um starfsheiti og föst launa­kjör starfs­manna Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi án þess að gefa upp nöfn viðkom­andi starfs­manna, en þá séu gögnin ekki persónugreinanleg.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upp­lýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upp­lýsingar sem hægt væri með fyrirhafnarlitlum hætti að rekja til nafngreindra einstaklinga, eftir at­vik­um út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar.</p> <p>Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um þagnar­skyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræði­upp­lýs­ingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu per­sónu­greinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Samkvæmt því er ljóst að stéttarfélagsaðild getur talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna að því tilskildu að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga út frá upplýsingunum.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Kærandi, sem er stéttarfélag, hefur fengið afhentar frá Landspítala upplýsingar um eigin félagsmenn sem samanstanda af nöfnum starfsmanna, starfsheiti, vinnustað (sviði/deild), starfshlutfalli í dagvinnu, greiddum föstum mánaðarlaunum, öðrum föstum greiðslum (samtölu), og samtals greiddum föstum mán­aðarlaunum og öðrum föstum greiðslum. Kærandi óskar eftir sambærilegum upplýsingum, að nöfn­um starfsmanna undanskildum, um starfsmenn Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.&nbsp;mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti sam­kvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um nöfn opin­berra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, og launakjör æðstu stjórnenda.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram með&nbsp;föstum launakjörum&nbsp;sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nái þannig til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Óheimilt sé að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, nema viðkomandi teljist til æðstu stjórnenda.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að, þ.e. upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi. Gögnin innihalda ekki nöfn starfsfólksins en innihalda upplýsingar um starfsheiti, svið, skipulagseiningu, starfshlutfall, greidd föst mánaðarlaun fyrir annars vegar fullt starf og hins vegar miðað við starfshlutfall, fasta yfirvinnu miðað við starfs­hlutfall, önnur laun og heildarlaun miðað við starfshlutfall.</p> <p>Telja verður að ef veittur yrði aðgangur að skjalinu myndu þær upplýsingar sem þar koma fram, einar og sér, ekki nægja til að bera kennsl á viðkomandi starfsfólk með beinum hætti. Á hinn bóginn er til þess að líta að kærandi hefur þegar undir höndum upplýsingar um eigin félagsmenn auk þess sem honum er fært að óska eftir upplýsingum hjá Landspítala um nöfn starfsmanna, starfssvið, föst launa­kjör og heildar­laun æðstu stjórnenda, sbr. 2.–4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, án þess að óska eftir upp­lýsingum um stéttarfélagsaðild þeirra.</p> <p>Með hliðsjón af því hvernig það skjal sem deilt er um í málinu er sett fram og hve margar breytur þar koma fram um hvern og einn starfsmann telur úrskurðarnefndin að ef kæranda yrði afhent skjalið til við­bótar við þær upplýsingar sem hann hefur nú þegar undir höndum auk þeirra sem hann á rétt til samkvæmt upplýsingalögum, væri honum fært að persónugreina það starfsfólk sem kemur fyrir í skjalinu með beinum eða óbeinum hætti, sbr. 2.&nbsp;tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. til hliðsjónar 26. lið formála reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upp­lýsinga, þar sem fram kemur að persónuupplýsingar sem hafi verið færðar undir gerviauðkenni, sem kann að vera hægt að rekja til ein­staklings með notkun viðbótarupplýsinga, skuli teljast upp­lýs­ing­ar um persónugreinanlegan ein­stakling.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði Landspítala gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum kynni jafnframt að vera miðlað upplýsingum um stétt­ar­félagsaðild, sem varða einkahagsmuni viðkomandi starfsfólks í skilningi 9. gr. upp­lýs­inga­laga. Því er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sann­gjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telur úrskurðarnefndin því að Land­spítala sé óheimilt að afhenda gögn­in og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upp­lýsingalaga, þar sem gögnin innihalda einungis upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 19. janúar 2022, að synja Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu um aðgang að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsfólks Landspítala sem er félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1103/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Í málinu var kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kæmi fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sættu ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiddi að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum yrði ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Varð því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1103/2022 í máli ÚNU 22090023.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2022, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kostnað einstakra þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokks­ins í Vestmannaeyjum vegna kosninga síðastliðið vor. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 26. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1101/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Landspítali synjaði kæranda um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda, á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Úrskurðarnefndin rakti skilyrði upplýsingalaga fyrir því að gagn gæti talist vinnugagn og féllst á að skilyrðin væru uppfyllt. Á hinn bóginn taldi nefndin að rótargreiningin kynni að innihalda upplýsingar um atvik máls auk þess sem þar væri lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Nefndin taldi sig hins vegar ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skyldu afhentar kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1101/2022 í máli ÚNU 22030006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A þá ákvörðun Landspítala að synja beiðni um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét fram­kvæma vegna andláts eiginmanns kæranda sem lést í kjöl­far legu á Landspítala […].</p> <p>Með erindi til Landspítalans, dags. 1. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda. Í beiðninni er tekið fram að þau gögn sem kærandi hafi þegar fengið afhent frá spítalanum árið 2018 varði einungis hluta rótar­grein­ingarinnar, nánar tiltekið um tillögur til úrbóta. Þar af leiðandi telji kærandi sig ekki hafa fengið rótar­greininguna afhenta í heild sinni.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. mars 2022, synjaði spítalinn beiðni kæranda um afhendingu rótar­grein­ing­ar­innar. Í svari spítalans er tekið fram að sú regla hafi myndast hjá spítalanum að afhenda eingöngu niður­stöður rótargreininga en ekki vinnugögn um þær. Þá segir að vinnugögn séu ekki af­hend­ing­ar­skyld, sbr. 5. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem rótargreiningarskjalið sé vinnugagn samkvæmt 8. gr. upp­lýsinglaga verði aðrir hlutar en niðurstöðukafli rótargreiningarinnar ekki afhentir kæranda. Hið sama eigi við um landlækni, sem fái afhentar niðurstöður rótargreininga og tillögur til úrbóta í krafti eftirlitshlutverks landlæknis með Landspítala, en ekki vinnugögn rótargreiningar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega óskað eftir aðgangi að rótargreiningunni með erindi, dags. 2. febrúar 2015. Landspítalinn hafi þá synjað beiðni kæranda með erindi dags. 16. mars 2015. Í þeirri synjun spítalans kemur fram að rótargreiningar flokkist sem vinnugögn og séu því undanþegnar upp­lýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að um rétt kæranda til upplýsinga fari líkt og um upplýsingarétt almennings. Þar sem í rótargreiningum komi fram viðkvæmar upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga sem geti verið persónugreinanlegar, þrátt fyrir að nafns eða kennitölu sé ekki getið, beri að hafna aðgangi að upplýsingum á þeim grundvelli einnig.</p> <p>Í kæru er einnig tekið fram að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkragögnum eiginmanns síns í árs­lok 2012. Í kjölfarið hafi kærandi ákveðið að kæra andlát eiginmanns síns til lögreglu og embættis landlæknis. Við meðferð málsins hjá lögreglu hafi skurðlæknir sem bar ábyrgð á meðferð eiginmanns kæranda komið til skýrslutöku og haft þar frammi staðhæfingar sem kærandi telur misvísandi. Í kæru segir að kærandi vilji fá aðgang að rótargreiningunni til að sannreyna staðhæfingar skurð­læknisins en einnig vegna mögulegra annarra misvísandi upplýsinga sem gætu leynst í rótar­grein­ing­unni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 15. mars 2022, og spítalanum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 1. apríl 2022, ítrekaði úrskurðar­nefndin beiðni sína við Landspítala.</p> <p>Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni hinn 19. apríl 2022. Þar er tekið fram að gagnabeiðni kær­anda lúti að gögnum sem spítalinn útbúi sem undirbúningsgögn um hvernig haga beri verkferlum og verklagi á spítalanum. Gögnin séu eingöngu ætluð til eigin nota og teljist til vinnugagna sem réttur almenn­ings um afhendingu gagna taki ekki til. Þau séu því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6.&nbsp;gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Þá er einnig fjallað um öryggismenningu og tekið fram að spítalinn leggi áherslu á að efla hana í starfsemi sinni til að bæta gæði og öryggi þeirrar þjón­ustu sem veitt er. Í því samhengi er bent á að rótargreiningar séu eitt öflugasta verkfærið til að stuðla að góðri öryggismenningu. Þær feli í sér markvissa og kerfisbundna rannsókn sem hafi það að mark­miði að greina undirliggjandi ástæður atvika svo unnt sé að gera úrbætur í starfseminni. Að lokum er í umsögn spítalans vakin athygli á mögulegu fordæmisgildi málsins og tekið fram að ef spítalanum verði gert að afhenda þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að, muni stoðum vera kippt undan vinnslu rótar­greininga innan heilbrigðisstofnana hér á landi. Það sé síst til þess fallið að bæta gæði og öryggi í heil­brigðisþjónustu.&nbsp;</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. apríl 2022, er tveimur spurn­ingum varpað fram, annars vegar hvort Landspítali geti einhliða ákveðið að rótargreiningar á óvænt­um andlátum séu vinnugögn og hins vegar hvort úrskurðanefndin sé sammála skil­greiningu Landspítala um að rótargreiningar séu vinnugögn.</p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að spítalinn hafi aldrei upplýst kæranda um dánarmein eigin­manns kæranda. Að mati kæranda hafi bæði læknar og hjúkrunarlið spítalans vanrækt eiginmann kæranda kerfisbundið og brugðist honum í störfum sínum. Þá segir að kærandi hafi þegar fengið í hendur öll sjúkragögn eiginmannsins og því ætti innihald umbeðinna gagna ekki að koma á óvart lengur. Þar að auki ætli kærandi sér ekki að nota rótargreininguna eða upp­lýsingar sem fram komi í henni fyrir dómi, enda hafi kærandi þegar haft betur gegn íslenska ríkinu fyrir Hæstarétti í skaða­bóta­máli árið 2018.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er einnig bent á að embætti landlæknis veiti aðstandendum aðilastöðu í mál­um er varða rannsókn embættisins á óvæntum andlátum. Kærandi sjái ekkert í málflutningi Land­spítala sem útskýri nauðsyn fyrir þeirri leynd er ríki yfir rótargreiningunni. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurð­ar­nefnd­in hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu sem Landspítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Land­spítala […]. Ákvörðun sjúkra­­hússins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upp­­lýsingalaga, og af þeim sökum undan­þegin upplýsingarétti. Samkvæmt umsögn Landspítalans í mál­­inu byggist afgreiðsla spítalans á því að um rétt kæranda fari samkvæmt meginreglu 5. gr. upp­lýs­inga­­laga um upplýsingarétt almennings. Af skýringum kæranda í málinu má ætla að hann telji að um rétt sinn til aðgangs skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt aðila til aðgangs að upp­lýs­ing­um um hann sjálfan.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæð­­ið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lög­aðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra til­vika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni um­fram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athuga­semd­um við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.</p> <p>Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að rótargreiningin snýr að óvæntu andláti eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu hans á Landspítala í október 2011. Telur úrskurðanefndin því að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögn­unum. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningunni eftir ákvæðum III. kafla laganna.</p> <p>Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að reikna megi með því að tiltölulega sjaldgæft sé að hagsmunir hins opinbera af leynd rekist á við hagsmuni ein­stak­lings eða lögaðila af því að fá vitneskju um upplýsingar er varða hann sjálfan. Á þetta geti engu að síður reynt í einstaka tilviki og sé þá talið rétt að undanþágur í 6. gr. upplýsingalaga gildi fullum fetum gagn­vart upplýsingarétti aðila.</p> <p>Í 5. tölul. 6.&nbsp;gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Hug­takið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt máls­greininni eru vinnu­gögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæð­is­ins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætl­anir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórn­völd standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heim­­ilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Einnig er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnu­­gagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undir­búnings­gagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsinga­laga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framan­greindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjals­­ins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkra­hús­inu. Úrskurðarnefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p>Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda m.a. ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ekki er hægt að skjóta loku fyrir að í skjalinu komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki hafi birst annars staðar. Þá er á nokkrum stöðum í skjalinu að finna upplýsingar um verklag á spítalanum í tengslum við ýmsa þætti. Ljóst er að kærandi getur haft hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu til að staðreyna meint misræmi í gögnum málsins um hvernig heilbrigðisþjónustu við eiginmann kæranda hafi verið háttað á Landspítala. Úrskurð­­arnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kæru­­stigi hvaða upplýsingar í skjalinu skuli afhentar kæranda. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar með­ferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna og þeirra undantekninga sem fram koma í 3. mgr. 8. gr. um þær takmarkanir sem eru á afhendingu þeirra.</p> <p>Í ákvörðun Landspítala var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda ekki heldur leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Landspítala að gæta fram­vegis að þessu atriði.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Landspítala á því að samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýs­ingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 6. gr. tekur til þegar átta ár eru liðin frá því að gögn urðu til, svo fremi sem aðrar takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við. Frá því tímamarki er Landspítala því ekki fært að takmarka aðgang að rótargreiningunni á grund­velli þess að um vinnugögn sé að ræða í skilningi upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 1. mars 2022, er vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1099/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli dótturfélags Ríkisútvarpsins og Storytel um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Synjun Ríkisútvarpsins byggðist á því að samningurinn varðaði mikilvæga viðskiptahagsmuni Storytel auk þess sem almannahagsmunir krefðust þess að hann færi leynt þar sem Ríkisútvarpið væri að þessu leyti í samkeppni við aðra. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem varðar upplýsingar um aðila sjálfan. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir Storytel og samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins vægju ekki eins þungt og hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum. Var því lagt fyrir Ríkisútvarpið að afhenda kæranda samninginn.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1099/2022 í máli ÚNU 21120010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 17. desember 2021, kærði A lögmaður, f.h. B, afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um tvo samninga í tengslum við móður kæranda, C. Byggist kæran á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kæranda sendi gagnabeiðni til Ríkisútvarpsins hinn 20. maí 2021. Í erindinu kom fram að kær­andi væri rétt­hafi höfundarréttar að verkum C. Hinn 19. mars 2021 hefði kær­andi gert samning við fyrirtækið Storytel um dreifingu á hljóðritun Ríkisútvarpsins á verkinu […], í flutningi höfundar, í gegnum áskrift­arstreymisveitu Storytel. Samkvæmt upplýsingum í samn­ingnum hafi verkið verið hljóðritað á sínum tíma og gefið út af Ríkisútvarpinu sem hljóðbók (e. audio­book), og gert aðgengilegt almenningi samkvæmt samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og höfund­ar.</p> <p>Í samningi kæranda og Storytel er vísað til samnings sem fyrirtækið hafi gert við Ríkisútvarpið um heim­ild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Framangreint samkomulag milli Ríkis­­útvarps­ins og C veiti stofnuninni hins vegar ekki heimild til að dreifa hljóðritun á […] út fyrir stofnunina. Þar af leiðandi sé þörf á að Storytel afli heimildar frá rétthafa verks­­ins til að streyma því á streymisveitu sinni, til viðbótar við samkomulag fyrirtækisins við Ríkis­út­varpið. Það sé tilefni samningsgerðar kæranda og Storytel.</p> <p>Í erindi lögmanns kæranda til Ríkisútvarpsins frá 20. maí 2021 kom fram að misskilnings gætti í samn­ingi kæranda við Storytel; Ríkisútvarpið hefði aldrei öðlast rétt yfir verkum C sem heim­ilaði stofnuninni að dreifa þeim á streymisveitum. Þá hefði stofnunin ekki gefið verkið út sem hljóð­bók, líkt og tilgreint væri í samningnum. Ríkisútvarpið hefði aðeins tekið upp lestur höfundar á verk­inu og hafði samningsbundna heimild til þess eins að útvarpa þeim lestri í línulegri dagskrá á til­tekinn hátt.</p> <p>Þóknunarákvæði í samningi kæranda og Storytel vekti sérstaka athygli, en þar kæmi fram að kærandi fengi greidda þóknun sem næmi […]% af heildarþóknun Ríkisútvarpsins frá Storytel, samkvæmt samn­ingi þeirra á milli, og Ríkisútvarpið […]% þóknunarinnar. Ríkisútvarpið fengi sem sagt […]% þóknun­ar­innar fyrir það eitt að afhenda Storytel upptöku verksins, sem væri með ólíkindum í ljósi þess að Ríkis­útvarpið hefði aldrei átt neinn rétt til verksins í áskriftarstreymi.</p> <p>Ríkisútvarpið ætti tiltekinn rétt til hljóðritunarinnar, en sá réttur væri takmarkaður við samkomulag stofn­unar­innar við C, og ætti ekkert skylt við tekjur sem yrðu til af verkinu í gegnum áskrift­ar­streymi. Ríkisútvarpið væri ekki útgefandi verksins og hefði aldrei verið. Í samræmi við framangreint óskaði kærandi eftir annars vegar samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, og hins vegar samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og C.</p> <p>Beiðni kæranda var ítrekuð í lok ágúst 2021 og hinn 6. október 2021 barst svar frá Ríkisútvarpinu. Í svarinu kom fram að málið væri byggt á misskilningi; Ríkisútvarpið hefði ekki veitt Storytel rétt til nýt­­ing­­ar á verkum C, heldur væri slíkt háð sérstökum samningi milli rétthafa og Storytel. Vísað var í því sambandi til ákvæðis úr samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, þar sem fram kæmi að Story­tel bæri ábyrgð á því að afla leyfis höfundar áður en verki væri dreift gegnum streymis­veitu fyrir­tækis­ins.</p> <p>Lögmaður kæranda svaraði erindinu samdægurs og beindi þeirri spurningu til Ríkisútvarpsins hvort það væri þá rangt að stofnunin fengi […]% af rétthafagreiðslum vegna verksins. Í svari Ríkisútvarpsins var því svarað til að samningur stofnunarinnar og Storytel væri í reynd afsprengi samninga sem Story­tel kynni að gera við rétthafa. Skýrt væri kveðið á um það í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel að hinn síðar­nefndi aðili þyrfti að semja við höfund/rétthafa um rétt til áskriftarstreymis. Hið sama ætti við um greiðslur fyrir upplestur. Greiðslur Storytel til Ríkisútvarpsins tækju einungis til umræddrar hljóð­upp­töku og umsýslu sem henni tengdist, enda væri um að ræða hljóðupptöku sem framleidd hefði verið og unnin af Ríkisútvarpinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ríkisútvarpið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins barst úrskurðarnefndinni hinn 7. janúar 2022. Í henni kemur fram að sam­komu­lag milli Ríkisútvarpsins og C hafi, þrátt fyrir víðtæka leit, hvorki fundist í skjala­safni stofnunarinnar né á Þjóðskjalasafni Íslands. Af þeim sökum sé ekki unnt að verða við beiðni kæranda um aðgang að samkomulaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að Ríkisútvarpið hafi gert samning við Storytel sem veiti fyrirtækinu rétt til dreifingar á efni á streymisveitu Storytel, m.a. hljóðupptökum, sem Ríkisútvarpið hafi framleitt að því gættu að leyfi annarra rétthafa liggi fyrir, en um slíkt fari þá samkvæmt samningi viðkomandi rétthafa og Storytel.</p> <p>Eftir atvikum megi, að mati Ríkisútvarpsins, fallast á að kærandi geti byggt rétt til aðgangs að samning­­num á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar telji stofnunin að bæði 2. og 3. mgr. sömu grein­ar standi beiðni kæranda í vegi. Samningurinn kunni augljóslega að varða einka-, fjár­­hags- og við­skipta­málefni Storytel, þar á meðal samningsforsendur og kjör, á þeim mörkuðum sem Story­tel starfi á, og um leið rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsinga­laga. Til þess sé einnig að líta að ekki sé verið að ráðstafa opinberum hagsmunum með beinum hætti, svo sem með ráð­stöfun á almannafé, sem kynni að gefa ríkari ástæðu en ella til þess að efni samningsins yrði gert opin­bert.</p> <p>Ríkisútvarpið vísar einnig til 2. mgr. 14. gr., sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, til stuðnings þeirri afstöðu að takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum. Í 4. tölul. 10. gr. komi fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti fyrirtækja eða stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Samningur Ríkisútvarpsins og Storytel lúti að hljóðupptökum og efni sem framleitt sé og unnið af Ríkisútvarpinu, sem stofnunin veiti svo Storytel rétt til dreifingar á, að fullnægðu samþykki rétthafa, gegn tiltekinni greiðslu. Starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður, þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semji við slíkar veitur. Samningurinn varði í eðli sínu starfsemi af einkaréttarlegum toga á samkeppnismarkaði, sem standi aðgangi í vegi.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 20. janúar 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Storytel Iceland ehf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 25. maí 2022. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 7. júlí 2022, er lagst gegn afhendingu samningsins.</p> <p>Í erindinu er vísað til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, varð­andi það að undir greinina falli upplýsingar um viðskiptaleyndarmál. Hugtakið viðskiptaleyndar­mál sé skilgreint í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Undir hugtakið hafi í framkvæmd verið felldar upplýsingar um verð. Í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel sé ítarlega kveðið á um það verð sem fyrirtækinu beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu sé veittur með dreif­ingar­samningnum, sem og það greiðslufyrirkomulag sem gildi milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum sem eigi við um réttarsamband aðilanna.</p> <p>Umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær geti haft áhrif á samkeppnisstöðu Storytel verði þær gerð­ar opinberar enda yrði þá samkeppnisaðilum gert kleift að nýta sér upplýsingarnar með tilheyrandi tjóni fyrir Storytel. Atriði samningsins uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem lög um viðskiptaleyndarmál geri til þess að upplýsingar og gögn teljist til viðskiptaleyndarmála. Upplýsingarnar séu ekki almennt þekkt­ar, þær hafi viðskiptalegt gildi auk þess sem gerðar hafi verið eðlilegar ráðstafanir til að halda þeim leyndum, en skýrlega sé tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að dreifingarsamningi milli RÚV Sölu ehf., sem er dótturfélag Ríkisútvarpsins ohf., og Storytel Ice­land&nbsp;ehf. Kærandi óskaði einnig eftir aðgangi að samn­ingi sem Ríkisútvarpið gerði við móður kæranda, en í umsögn Ríkisútvarpsins kemur fram að sá samn­ingur hafi ekki fundist hjá stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá nefndinni.</p> <p>Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningi RÚV Sölu og Storytel skuli fara samkvæmt 1.&nbsp;mgr. 14.&nbsp;gr. upp­lýs­ingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Í samningi sem kærandi hefur gert við Storytel um dreifingu á verkinu […] kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við Ríkisútvarpið um dreifingu á hljóðbókum í eigu stofnunarinnar, en að þörf sé á að gera leyfissamning við höfund eða rétthafa höfundarréttar áður en af dreifingu verksins geti orðið. Í samningi kæranda við Storytel er á nokkrum stöðum vísað til samnings Ríkisútvarpsins og Storytel varðandi nánari útfærslu á réttindum kæranda. Til að mynda kemur fram í þeim kafla samnings kæranda sem ber heitið „Veiting réttinda“ (e. Grant of Rights) að um þann rétt sem kærandi veiti Storytel til að dreifa verkinu á efnisveitu fyrirtækisins sé nánar fjallað í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel. Þá kemur fram síðar í samningnum að kærandi fái tiltekið hlutfall af þeirri heildarþóknun sem Ríkis­útvarpið eigi rétt til samkvæmt samningi stofnunarinnar við Storytel.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ljóst að samningur Ríkisútvarpsins og Storytel innihaldi upplýsingar sem varði kæranda sérstaklega og veru­lega umfram aðra í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að samn­ingnum eftir ákvæðum III. kafla laganna, en sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings samkvæmt II. kafla sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upp­lýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama að­gang, enda byggist 14.&nbsp;gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem al­menningur hefur ekki. Opin­ber birting upplýsinganna sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann eftir atvikum að brjóta gegn réttindum annarra, en til þess tekur úrskurðarnefndin ekki afstöðu í þessu máli.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda til aðgangs að samningnum. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hags­munirnir séu að meginstefnu þeir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleið­inga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hags­munamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Ríkisútvarpið byggir synjun sína m.a. á vísun til þeirra hagsmuna sem verndaðir eru samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þeirri grein er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lög­aðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort við­komandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða ann­arra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við fram­kvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upp­lýs­ingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt veru­legu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráð­stöfun opin­bers fjár og eigna.</p> <p>Í umsögn Ríkisútvarpsins er vísað til þess að samningurinn við Storytel innihaldi upplýsingar um samningsforsendur og -kjör á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfi á og að afhending geti skaðað rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Í afstöðubréfi Storytel til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að upplýsingar um verð séu viðskiptaupplýsingar sem teljist til viðskiptaleyndarmála. Í samn­ing­num séu ítarlegar upplýsingar um það verð sem Storytel beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu er veittur með dreifingarsamningnum og gildandi greiðslufyrirkomulag milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum Storytel sem eiga um réttarsamband Ríkis­útvarpsins og Storytel. Auk þess sé skýrlega tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Storytel Iceland ehf. við RÚV Sölu ehf. ásamt viðaukum (e. schedules) sem eru samningnum til fyllingar. Með samningnum er Storytel veittur réttur m.a. til að dreifa þeim rafbókum og hljóðskrám Ríkisútvarpsins sem stofnunin býður fram á samn­ings­tímanum. Samningurinn er í gildi og endurnýjast sjálfkrafa við lok samningstíma nema að nánari skilyrðum uppfylltum. Í viðauka 1 eru almennir skilmálar sem eiga við um samninginn, í viðauka 2 eru skilmálar sem varða útreikning á hlutfalli þóknunar og greiðslufyrirkomulag, í viðauka 3 eru upp­lýs­ingar um afhendingu verka og í viðauka 4 er listi yfir verk sem samningurinn tekur til.</p> <p>Almennt má búast við því að vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti haft nei­kvæð áhrif á samkeppnisstöðu þeirra. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrir­mælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings eða aðila sjálfs. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem gera samninga við aðila sem falla undir ákvæði upp­lýs­ingalaga verða hverju sinni að vera undir það búin að látið verði reyna á rétt til aðgangs að upp­lýs­ing­um um samn­ings­gerðina, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim ein­hverju óhag­ræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðar­fram­kvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í samningi RÚV Sölu og Storytel koma fram upplýsingar sem geta varðað viðskiptahagsmuni Storytel. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um skiptingu tekna milli samningsaðila og greiðslufyrirkomulag. Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær afhentar kæranda. Kærandi hefur að mati nefndarinnar hagsmuni af því að geta kynnt sér það sem fram kemur í samningnum til að gæta sinna hagsmuna gagnvart Ríkisútvarpinu og eftir atvikum Storytel. Fyrir liggur að kærandi er rétthafi höfundarréttar að verkum móður sinnar og telur að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að ráðstafa verkum hennar með þeim hætti sem gert hefur verið.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að Storytel kaus sjálft að vísa til samnings síns við RÚV Sölu í samningi sínum við kæranda. Þá lítur nefndin sérstaklega til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráð­stöfun opinberra hagsmuna. RÚV Sala er dótturfélag Ríkisútvarpsins, sem hefur þann tilgang sam­kvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, að styðja við starf­semi móðurfélagsins m.a. með því að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarpsins, og að selja birtingarrétt að efni Ríkisútvarpsins og að framleiða og selja vör­ur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins á efni sem fellur undir 3. gr. lag­anna. Er sá tilgangur stað­festur í 2. gr. samþykkta fyrir RÚV Sölu. Með samningnum er verið að ráðstafa efni í eigu Ríkis­út­varps­ins, sem með vísan til þess að stofnunin er í opin­berri eigu, telst óhjákvæmilega fela í sér ráðstöfun opin­berra hags­muna.</p> <p>Að því er varðar tilvísun Storytel til trúnaðar samningsaðila um efni samningsins tekur úrskurðar­nefnd­­in fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Aðili sem heyrir undir gildissvið upp­lýs­ingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upp­lýs­ing­arnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úr­lausn þessa máls þótt í samningi Storytel og Ríkisútvarpsins komi fram að hann skuli vera trúnaðar­mál.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefndin að ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að samningnum verði ekki byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja beiðni kæranda styðst einnig við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna, en í ákvæðinu kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofn­ana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur talið að til að heimilt sé að synja um aðgang á grundvelli ákvæðisins þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni bein­ist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það veru­leg­ir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upp­lýs­ing­um á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Ríkisútvarpið hefur vísað til þess að starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semja við streymisveitur. Stofnunin hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang að samningi við Storytel á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkis­útvarpsins. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Ríkisútvarpið hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samnings­ins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni Ríkisútvarpsins á þeim markaði sem um ræðir.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningi RÚV Sölu og Storytel. Verður því lagt fyrir Ríkisútvarpið að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita A lögmanni, f.h. B, aðgang að samningi Storytel Iceland ehf. og RÚV Sölu ehf. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1098/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærðar voru tafir Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af hálfu Tryggingastofnunar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist stofnuninni og hefði því litið á erindi úrskurðarnefndarinnar sem framsendingu á erindi kæranda sem stofnunin svaraði í kjölfarið. Var því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærunni vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1098/2022 í máli ÚNU 22050023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Tryggingastofnunar á beiðni hans um upplýsingar, dags. 22. apríl sama ár, um það hversu mikið peningaflæði væri á milli Trygginga­stofnunar og Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Tryggingastofnun með erindi, dags. 12. júní 2022, og skýringa óskað. Í svari Trygg­ingastofnunar, dags. 22. júní, kom fram að ekki yrði séð að stofnuninni hefði borist erindi kær­anda. Tryggingastofnun liti á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní sem framsendingu á erindi kær­anda. Stofnunin svaraði erindi kæranda daginn eftir, þar sem óskað var eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína nánar í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 1. júlí 2022, var kæranda gefið færi á að tjá sig um svar Trygginga­stofnunar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í málinu barst Tryggingastofnun ekki erindi kæranda frá 22. apríl 2022. Stofnunin leit hins vegar á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní 2022 sem fram­sendingu erindis kæranda og svaraði erindinu hinn 23. júní sama ár.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að beiðni um gögn hefur ekki borist kærða er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 25. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1097/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærð var afgreiðsla Borgarbyggðar á beiðni kæranda um afrit úr dagbók eða málaskrá slökkviliðsins á tilteknu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að ekki væri til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og að engin gögn um það mál sem kærandi vísaði til lægju fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þær staðhæfingar Borgarbyggðar í efa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1097/2022 í máli ÚNU 22050002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. maí 2022, kærði A, f.h. Ikan ehf., afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni hans um gögn. Með erindi kæranda til slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð, dags. 14. mars 2022, óskaði hann eftir afriti af dagbók/málaskrá slökkviliðsins frá 15. nóvember 2020 til 14. mars 2022. Í erindinu kom nánar tiltekið fram að óskað væri eftir skrá yfir öll innsend erindi til slökkviliðsins í Borgarbyggð og skrá yfir útsend erindi slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa á tímabilinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindinu óskaði kærandi líka eftir afriti af öllum bréfum frá slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð til sveitar­félagsins og embættismanna þess frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022 og afriti allra bréfa frá embættis­mönnum Borgarbyggðar til slökkviliðsstjóra í tengslum við ákvörðun um að loka og innsigla húsnæði kær­anda að Brákarbraut. Þá væri óskað eftir tölvupóstum og fundargerðum vegna sama máls auk samskipta slökkviliðsstjóra við Mannvirkjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Borgarbyggðar til kæranda, dags. 20. apríl 2022, kom fram um fyrri kröfuna að engin slík skrá væri til hjá slökkviliðinu. Til stæði að taka upp tölvukerfi hjá slökkviliðinu til að slíka skrá mætti halda en það hefði ekki enn verið gert. Til viðbótar bætti Borgarbyggð við að beiðni kæranda væri ekki nægjan­lega vel afmörkuð, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Um síðari kröfu kæranda væri það að segja að á því tímabili sem kærandi tilgreindi hefði slökkviliðið ekki átt í neinum bréfaskiptum við nokkurn aðila vegna lokana mannvirkja við Brákarbraut, að undan­skilinni umsögn um kæru Ikan til félagsmálaráðuneytis, en afrit þeirrar umsagnar hefði verið afhent Ikan. Slökkviliðið hefði á umræddu tímabili ekki sent bréf eða móttekið bréf frá sveitarfélaginu eða embætt­ismönnum þess vegna málsins á umræddu tímabili. Hið sama ætti við um samskipti slökkviliðs við Hús­næðis- og mannvirkjastofnun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 2. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. maí 2022. Í henni kemur fram í upphafi að um sé að ræða 20. bréf kæranda til sveitarfélagsins vegna máls sem varðar lokun og innsiglun mann­virkja við Brákarbraut í Borgarnesi vegna ófullnægjandi brunavarna að mati eldvarnafulltrúa slökkviliðs sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Öllum bréfum vegna málsins hingað til hafi verið svarað efnislega og þau gögn afhent sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða vegna málsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að slökkvi­lið Borg­arbyggðar hafi aldrei haft til umráða tölvukerfi þar sem haldin sé eiginleg málaskrá, þar sem upp­setn­ing slíks kerfis hafi ekki verið talin svara kostnaði. Stefnt sé að því að fjárfesta í uppfærðu tölvu­kerfi fyrir slökkviliðið. Þá kemur fram að engin gögn séu til hjá slökkviliðinu um mannvirkin við Brákarbraut 25–27 á því tímabili sem krafa kæranda nái til. Þannig komi afhending gagna sem kæran lýtur að til úr­skurð­arnefndarinnar ekki til greina.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir sú afstaða Borgarbyggðar að ekki geti orðið af afhendingu gagna til kæranda þar sem annars vegar sé ekki til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og hins vegar liggi ekki fyrir hjá slökkviliðinu gögn um það mál sem kærandi vísar til á því tímabili sem hann hefur óskað eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þessar staðhæfingar Borgar­byggðar í efa.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýs­inga­mál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Ikan ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1096/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Reykjavíkurborg afhenti kæranda gögn um samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu en afmáð öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer úr gögnunum. Að því er varðaði útstrikanir á nöfnum starfsmanna Reykjavíkurborgar féllst úrskurðarnefndin ekki á að slíkar upplýsingar teldust til einkamálefna einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðunin því felld úr gildi og Reykjavíkurborg gert að afhenda kæranda gögnin án útstrikana á nöfnum einstaklinga en skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer, enda lægi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1096/2022 í máli ÚNU 22030009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Fréttablaðinu, synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Kærandi óskaði eftir afriti af lögfræðiáliti sem Reykjavíkurborg hefði vísast látið gera vegna deiliskipulagstillögu sem fæli í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars 2022, kom fram að ekki hefði verið gert sérstakt lögfræðiálit en lögfræðingar hjá borginni hefðu átt í samskiptum við lóðarhafa til að leysa ágreining sem uppi var. Reykjavíkurborg afhenti kæranda afrit af þeim samskiptum hinn 14. mars 2022. Vegna persónuvernd­arréttar þeirra sem kæmu fyrir í gögnunum væri strikað yfir nöfn þeirra. Kærandi óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars 2022, kom fram að ef það væri engin málefnaleg ástæða til að birta nöfn einstaklinga, símanúmer og netföng, þá væri það ekki gert. Slíkt væri í samræmi við persónuverndarlög. Um væri að ræða hefðbundna afgreiðslu þegar gögn væru afhent í samræmi við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Grunnregla persónuverndarlaga væri að afhenda ekki eða miðla meira af persónuupplýsingum en nauðsynlegt væri.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 18. mars 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 4. apríl 2022. Þar kemur fram að öll gögn málsins hafi verið afhent kæranda að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Gögnin hafi hins vegar verið yfir­farin með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Meðal afmáðra upplýsinga hafi verið nöfn fyrr- og núverandi lóðarhafa auk nafna fyrr- og núverandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gætt hafi verið að því að afmá ekki svo mikið af upplýsingum að upplýsingagildi gagnanna glataðist.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingalög kveði á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein­staklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 9. gr. upp­­­lýsingalaga. Með gagnályktun frá 1. mgr. 11. gr. laganna verði að gera ráð fyrir því að miðlun per­sónuupplýsinga geti varðað einkahagsmuni og því verði slík miðlun að vera í samræmi við per­sónu­verndarlög.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt persónuverndarlögum verði öll vinnsla persónuupplýsinga að byggja á skýrri heimild laganna, sbr. 9. gr. þeirra, og vera í samræmi við meginreglur þeirra. Reykjavíkurborg telji umrædda vinnslu, þ.e. afhendingu þeirra gagna sem hér um ræðir og innihalda persónuupplýsingar, heimila þar sem hún sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvíli á borginni, sbr. upplýsingalög og 3. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Ein af þeim meginreglum persónuverndarlaga sem fylgja þurfi sé að þær per­sónuupplýsingar sem miðlað er séu „nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar“, sbr. 8. gr. persónuverndarlaga. Með þetta að leiðarljósi hafi verið strikað yfir hluta persónuupplýsinga í umræddum gögnum þar sem það var mat borgarinnar að miðlun þeirra væri ekki nauðsynleg til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður þess stjórnsýslumáls sem gögnin til­heyra. Miðlun þessara upplýsinga, þ.e. að strika ekki yfir þær, hefði verið umfram það sem nauð­syn­legt væri og þar með falið í sér brot á persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Fram komi í 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga að lögin takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum sam­kvæmt upplýsingalögum. Það þýði hins vegar ekki að upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga sé með öllu undanskilin ákvæðum persónuverndarlaga. Slíkur skilningur myndi ýta undir að hægt væri að fara framhjá ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska aðgangs að gögnum á grundvelli upp­lýs­inga­laga sem óheimilt væri að miðla á grundvelli persónuverndarlaga. Þessi skilningur eigi sér einnig stoð í 11. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg sé bundin af öllum lögum og afgreiði upplýsingabeiðnir á grundvelli upplýsingalaga alltaf með tilliti til þess að ekki sé verið að miðla persónuupplýsingum um­fram það sem nauðsynlegt, sanngjarnt og málefnalegt þykir, sbr. ákvæði persónuverndarlaga.</p> <p style="text-align: justify;">Reykjavíkurborg telji engin málefnaleg rök hafa komið fram um að þær upplýsingar sem afhentar hafi verið hafi ekki verið nægjanlegar til þess að glöggva sig á málinu. Ekki hafa verið færð rök fyrir þörf á því að miðla nöfnum fyrr- og núverandi lóðarhafa í þessu tilfelli. Af þeim sökum telji borgin að miðlun nafna til fjölmiðla sé hvorki nauðsynleg né viðeigandi í þessu máli.</p> <p style="text-align: justify;">Áþekkar málsástæður eigi við um ákvörðun Reykjavíkurbogar að hylja nöfn starfsmanna í afhentum gögnum. Tekin hafi verið ákvörðun um að hylja undirritanir einstakra starfsmanna en þó þannig að yfirstikunin hefði ekki áhrif á að ljóst væri hver bæri ábyrgð á útsendum bréfum. Bréf frá borginni séu undirrituð af nafngreindum starfsmönnum fyrir hönd tiltekinnar skrifstofu, sviðs eða embættis innan borgarinnar. Hver skrifstofa, svið eða embætti svari því fyrir það sem þar kann að koma fram. Það sé því ekki nauðsynleg forsenda þess að átta sig á því hvernig mál liggur að nafn viðkomandi starfsmanns sé birt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé ekki að ástæðulausu að talið hafi verið eðlilegt að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Heit um­ræða hafi farið fram um málið á netmiðlum. Í ljósi þess að nokkur aukning hafi orðið á því að opin­berir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál telji borgin mikilvægt að gætt sé að persónuvernd starfsmanna og persónuupplýsingum þeirra ekki miðlað nema skýrt sé að það samræmist persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur í málinu fengið afhent samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Í gögnunum hefur verið strikað yfir nöfn og eftir atvikum netföng og símanúmer allra einstaklinga sem koma fyrir í gögnunum. Afgreiðsla Reykjavíkurborgar byggir á því að sé upplýsingunum miðlað sé það brot á persónuverndar­lögum, þar sem miðlunin sé umfram það sem nauðsynlegt geti talist til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður málsins sem gögnin til­heyra.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglu um upplýsingarétt almennings er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrir­liggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10.&nbsp;gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tiltekn­um fyrirliggjandi gögnum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum er því lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða upplýsingalaga, sem ber að skýra þröngri lög­skýringu í ljósi meginreglunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 90/2018 kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Af þessu ákvæði […] leiðir að því er ekki ætlað að takmarka rétt einstaklinga til aðgangs að gögn­um samkvæmt upplýsingalögum, enda eru réttindi einstaklinga til aðgangs að per­sónu­upp­lýs­ingum hjá stjórnvöldum almennt meiri. Þá verður einnig að líta svo á að reglur upp­lýs­ingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda feli almennt í sér næga heimild til vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga skv. 9. og 11. gr. frumvarpsins.</p> <p>Í [reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd ein­stak­linga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga] er gert ráð fyrir því að í landslögum sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að upp­lýs­ing­um í vörslu stjórnvalda. Yfirskrift 86. gr. reglugerðarinnar er vinnsla og aðgangur al­menn­ings að opinberum skjölum. Samkvæmt ákvæðinu er opinberu stjórnvaldi, opinberri stofn­un eða einkaaðila heimilt að afhenda persónuupplýsingar úr opinberum skjölum, sem þau hafa í sinni vörslu vegna framkvæmdar verkefnis í þágu almannahagsmuna, í samræmi við lög aðildarríkis sem stjórnvaldið heyrir undir, til þess að samræma aðgang almennings að opinberum skjölum og réttinn til verndar persónuupplýsinga samkvæmt reglugerðinni.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 verður ályktað að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sér­reglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upp­lýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upp­lýs­inga­réttinn. Ákvæði upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hafa enn fremur að geyma sjálfstæðar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga til að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á stjórnvöldum og við beitingu þess opinbera valds sem stjórnvöld fara með við slíkar aðstæður. Upplýsingalögin falla þar með undir heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt er fyrir um í 3. og 5. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018, sem og 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, auk samsvarandi ákvæða persónuverndarreglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 sem vísað er til í 2. gr. laganna (sjá hér til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis frá 2. júlí 2021 í máli nr. 10652/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að beiðni kæranda heyrir undir ákvæði upplýsingalaga og um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna. Í ljósi framangreindrar umfjöllunar um tengsl upplýsingalaga og laga nr. 90/2018 er ljóst að takmarkanir á upplýsingarétti kæranda verða einungis byggðar á ákvæðum upplýsingalaga, nánar tiltekið 6.–10. gr. laganna, enda er ekki fyrir að fara öðrum reglum sem takmarka þennan rétt.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjár­hags­mál­efni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörð­un tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undan­þiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upp­lýs­ing­ar­nar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir um 1. málsl. 9. gr. að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Til að mynda sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.</p> <p style="text-align: justify;">Þau gögn sem kæranda voru afhent varða samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Reykjavíkurborg hefur afmáð úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer.</p> <p style="text-align: justify;">Að því leyti sem Reykjavíkurborg hefur strikað út einstaklinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg þá getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að slíkar upplýsingar geti talist til einkamálefna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi verður að hafa í huga að það hefur grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að upplýst sé um nöfn einstaklinga sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni hvort sem þeir eru kjörnir fulltrúar eða starfsmenn stjórnvalds. Að öðrum kosti er hvorki almenningi né fjölmiðlum mögulegt ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að að tilefni hafi verið til að efast um hæfi sömu einstaklinga til að koma að málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar af þessum toga gegna einnig afar mikilvægu hlutverki til að fjölmiðlar og almenningur geti sinnt aðhaldshlutverki sínu gagnvart opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Sama máli gegnir um upplýsingar um nöfn lóðarhafa og einstaklinga sem koma fyrir í gögnum málsins. Aðgengi að sömu upplýsingum stuðlar enn fremur almennt að því að auka traust almennings á stjórnsýslunni, gagnstætt því sem væri ef leynd ríkti um nöfn þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Að því er snertir tilvísun Reykjavíkurborgar til þess að „opin­berir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál“ þá getur það ekki orðið til þess að rétt sé að fella upplýsingar um nöfn þeirra undir 9. gr. upplýsingalaga enda er gagnrýnin umfjöllun fjölmiðla um störf stjórnvalda, þar á meðal um einstaka starfsmenn, þáttur í störfum þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar upplýsingar um símanúmer eða netföng einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins þá ræðst það hins vegar af atvikum máls hverju sinni hvort slíkar upplýsingar falli undir ákvæði 9. gr. upplýsinga. Ef upplýsingar um símanúmer og netföng hafa verið birtar með lögmætum hætti verða þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar gildir hið sama ef umrædd netföng og símanúmer eru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegnir ef um er að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hafa verið birt með ofangreindum hætti, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 704/2017. Telur úrskurðarnefndin eins og hér stendur á rétt að strika yfir upplýsingar í gögnum málsins um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2022, er felld úr gildi. Reykjavíkurborg er skylt að afhenda A afrit af þeim gögnum sem henni voru afhent 14. mars 2022, án útstrikana á nöfnum þeirra einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins. Reykjavíkurborg er þó skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1095/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Deilt var um afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Matvælastofnun vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hluta beiðninnar ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var kærunni vísað frá þar sem beiðni kæranda lyti ekki að afhendingu gagna.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1095/2022 í máli ÚNU 22010006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. janúar 2022, kærði A afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 30. desember 2021 eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í rúningsbann á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvert sé hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um flutning á sláturgripum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um starfsmenn Matvælastofnunar að því er varðar meinta heimild þeirra til að reka gripi inn og fara inn í útihús án leyfis bónda, og gera skýrslu.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort starfsmönnum Matvælastofnunar sé ekki skylt að segja sannleikann, og hver viðurlög séu ef þeir gera það ekki.</li> <li style="text-align: justify;">Hverjir svari andmælum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort héraðsdýralæknir ráði öllu á sínu svæði og ef ekki, hverjir þá.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort eðlilegt sé að tiltaka í skýrslu að ákveðin atriði hafi verið skoðuð, sem í reynd hafi ekki verið skoðuð, og hvort ekki skuli taka myndir af því sem hafi verið lagfært.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft sé farið til sumra búfjáreigenda.</li> <li style="text-align: justify;">Hvar það komi fram í lögum að landeigandi skuli hirða hræ eftir aðra.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort menn á vegum Matvælastofnunar geti skotið dýr án leyfis landeiganda á jörð hans.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort sauðfjárbændur þurfi að hafa tvöfalt rými, þ.e. hvort gera þurfi til að mynda ráð fyrir plássi fyrir 200 kindur ef bóndi er með 100 kindur á fóðrun.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort þeir sem séu með hross þurfi ekki að hafa skjól, eða hvort það sé nóg að hafa hól.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé í lagi að setja á markað gripi sem sýktir eru af campylobacter jejuni.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé ekki bannað að hafa aðeins stálmottur í fjárhúsum og ef svo er, af hverju það sé enn.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar til kæranda, dags. 11. janúar 2022, kom fram að fyrirspurnir kæranda upp­fylltu ekki skilyrði upplýsingalaga, enda lyti erindið ekki að afhendingu gagna. Af þeim sökum skyldi kæranda gefinn kostur á að afmarka erindi sitt nánar og tiltaka hvaða gagna væri óskað aðgangs að. Yrði það ekki gert myndi stofnunin ekki taka erindið til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 18. janúar 2022 framsendi kærandi þær spurningar sem hann hafði borið upp við stofnunina hinn 30. des­­ember til forstjóra Matvælastofnunar. Kæranda var svarað daginn eftir. Kom þar fram að allar spurningar kæranda væru á borðum þeirra sérfræðinga sem hefðu með málaflokkinn að gera, sem myndu svara honum eins og mögulegt væri. Einhver þeirra atriða sem kærandi spyrði um mætti lesa um á vefsíðu Matvælastofnun­ar, svo sem um skoðunaratriði við eftirlit.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 2. febrúar 2022. Í umsögninni kemur fram að heiti upplýsingalaga sé óheppilegt og geti valdið misskilningi, því lögin fjalli ekkert um rétt almenn­ings til aðgangs að upplýsingum frá stjórnvöldum. Eðlilegra væri að lögin hétu lög um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, sem væri afmarkaðra hugtak og gæfi betur til kynna um hvað málið snerist.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðaði töluliði 1 og 2 í fyrirspurn kæranda væri engin samantekt eða skjal til hjá Matvæla­stofnun um það hve margir hefðu verið settir í rúningsbann eða bann við kaup á kálfum. Stofnuninni væri ekki skylt að búa til ný skjöl, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um hlutverk og ábyrgð for­stjóra Matvælastofnunar, sbr. tölulið 3, gæti kærandi lesið í lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018, en ekki kallað eftir lögunum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Um töluliði 4 og 5 í fyrirspurn kæranda væri það að segja að um starfsemi kæranda giltu lög um matvæli, nr. 93/1995, og lög um dýravelferð, nr. 55/2013, auk fjölda reglugerða. Kæranda bæri að kynna sér þá löggjöf sem gilti um reksturinn. Matvælastofnun bæri vitanlega ákveðna leiðbeiningar­skyldu í þessum efnum, en ekki væri þó hægt að svara þessum spurningum kæranda með því að veita honum aðgang að gögnum hjá stofnuninni. Því hafi beiðni kæranda verið synjað. Um þá töluliði sem eftir stæðu í fyrirspurn kæranda var vísað til þess að um væri að ræða spurningar sem hvorki beindust að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál hjá Matvælastofnun né tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Því væri stofnuninni óskylt að svara umræddum spurningum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðar­nefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Matvælastofnunar á erindi kæranda, sem samanstendur af fyrirspurnum m.a. um rúningsbann, bann við kaup á kálfum og framkvæmd eftirlits hjá Matvæla­stofnun. Stofnunin vís­aði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skil­yrði upplýsingalaga. Í umsögn Matvælastofnunar er ýmist vísað til þess að stofn­un­inni sé óskylt að búa til ný gögn sem svari fyrirspurnum kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, eða að fyrir­spurn­ir hans beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum hjá stofn­un­inni.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Um beiðni kæranda um upplýsingar um hve margir hafi verið settir í rúnings­bann og bann við kaup á kálf­um á vegum Matvælastofnunar, sbr. töluliði 1 og 2 í beiðni, hefur stofn­un­in gefið þær skýringar í um­sögn til úrskurðarnefnd­ar­innar að hvorki sé til samantekt né skjal um þetta efni sem hægt sé að veita aðgang að. Úrskurð­ar­nefnd­in tekur af þessu tilefni fram að þegar svo hátt­ar til að beiðni um að­­gang að upplýsingum og gögn­um nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauð­synlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögn­um er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórn­valdi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðn­ar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3.&nbsp;mgr. 15. gr. upplýsinga­laga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörg­um fyrirliggjandi gögn­um ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir að­gangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. upp­lýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að þessum hluta beiðni kæranda var vísað frá þrátt fyrir að gögn málsins gefi til kynna að Mat­vælastofnun haldi utan um framangreindar upplýsingar, þótt þær liggi ekki fyrir í saman­teknu formi. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt því að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórn­sýslu­stigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun, hvað varðar tölulið 1 og 2 í beiðni, er að þessu leyti þannig haldin efnislegum ann­mörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá stofnuninni sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kær­anda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá að­gang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Matvælastofnunar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist að öðru leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál hjá stofnun­inni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögn­um. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upp­lýs­ingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grund­velli laganna í heild eða að hluta.</p> <p style="text-align: justify;">Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almenn­­um fyrir­spurn­um sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðil­um kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýs­ing­unum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leið­beiningar­reglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauð­synlega aðstoð og leið­beiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verka­hring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefnd­arinnar er afmark­að í 20. gr. upp­lýs­inga­laga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin fellst á þær skýringar Matvælastofnunar að beiðni kæranda, samkvæmt töluliðum 3 til og með 16, beinist ekki að fyrir­liggjandi gögnum sem varði tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að stofnuninni hafi verið heimilt að vísa beiðni kæranda frá að þessu leyti, enda verður ekki séð að fyrirspurnir kæranda, a.m.k. í þeirri mynd sem þær voru settar fram, lúti að afhendingu gagna í vörslum Matvælastofnunar. Þá er ljóst að stofnunin veitti kær­anda leiðbeiningar og gaf honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, svo sem skylt er samkvæmt 3. mgr. 15.&nbsp;gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðar­nefnd­in að ekki sé unnt að líta svo á að kær­anda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upp­lýsingalaga. Því er óhjá­kvæmi­legt að vísa kærunni frá úrskurð­ar­nefnd um upplýsingamál að öðru leyti en greinir í kafla 2 að framan.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 30. desember 2021, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferð­ar og afgreiðslu hvað varðar töluliði 1 og 2 í beiðni. Kæru A er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1094/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni kæranda um aðgang að upptökum úr dróna sem sýndu brottkast á fiski. Kæran barst rúmum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1094/2022 í máli ÚNU 21120011.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. desember 2021, kærði A, fréttamaður hjá Frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upp­tökum úr dróna af brottkasti á fiski.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði með erindi, dags. 26. ágúst 2021, eftir upptöku þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Fiskistofu kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðaraðilar skipanna séu allir lögaðilar. Mynd­skeið­ið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeið­inu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.</p> <p style="text-align: justify;">Myndskeið sem tekin séu upp við eftirlit Fiskistofu hafi þann tilgang að tryggja réttaröryggi við töku stjórnvaldsákvarðana um beitingu viðurlaga. Söfnun og varðveisla myndskeiða um brottkast geti talist til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vinnsla Fiskistofu á slíkum upplýsingum, m.a. um refsiverða háttsemi, falli undir lögbundið eftirlitshlutverk stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 90/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Fiskistofa hafi óskað eftir afstöðu þeirra útgerðaraðila sem kæmu fyrir í myndskeiðinu. Þeir leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja. Þeir halda því fram að viðkomandi skip, útgerð og þar með skipverjar geti verið auðkenndir á grundvelli breytna sem samanlagðar gefi til kynna hvaða einstaklingar eigi í hlut. Stærð, lögun og litir skips séu til að mynda þættir sem geri skip auðkennanleg. Þá sýni myndskeiðið brottkast á fiski sem varðað getur viðurlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Við mat á hagsmunum þeirra aðila sem upplýsingarnar varða verði að líta til þess að myndskeiðanna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar sæta. Myndskeiðin sýni brottkast á fiski sem kunni að fela í sér refsiverða háttsemi. Hagsmunir útgerðaraðila og skipverja af leynd vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að gagnið verði afhent. Því sé Fiskistofu óheimilt að afhenda myndskeiðið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga hvað varði hlutaðeigandi útgerðaraðila en með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 12. gr. laga nr. 90/2018 hvað varði skipverjana.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Fiskistofu barst úrskurðar­nefndinni hinn 4. janúar 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 12. október 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember sama ár. Hún barst því um 40 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fiskistofu til kæranda var honum leiðbeint bæði um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upp­lýs­inga­laga og kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og rakið er hér að framan tók úrskurðarnefnd um upplýsingalög mál þetta til efnislegrar meðferðar og óskaði m.a. umsagnar Fiskistofu. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal hins vegar vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Að mati úrskurðar­nefnd­arinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Úrskurðarnefndinni er því ekki annað fært en að vísa máli þessu frá. Nefndin áréttar þó að kæranda er heimilt að leggja fram nýja beiðni til Fiskistofu. Ákveði kærandi að gera það leggur úrskurðarnefnd um upplýsingamál áherslu á að Fiskistofa afgreiði málið án tafar. Fari svo að beiðni kæranda verði synjað á nýjan leik og kærð til úrskurðarnefndarinnar mun afgreiðsla málsins fá flýtimeðferð hjá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1093/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Kærð var töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sættu ákvarðanir Alþingis ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því væri óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vakti athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar væri aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1093/2022 í máli ÚNU 22070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2022, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um fram­kvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar, sem kynnt var á fundi stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á Alþingi hinn 13. júní 2022.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna skrifstofu Alþingis og veita kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli einungis þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljist til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum var bætt við ákvæði í 4. mgr. 2. gr. laganna, þar sem segir eftirfarandi:</p> <p>Lög þessi taka til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. [...] Ákvæði V.–VII. kafla taka ekki til Alþingis eða stofnana þess.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að tilgangur ákvæðis­ins hafi verið að víkka út upplýsingarétt almennings yfir þá starfsemi handhafa löggjafarvalds sem ætti hvað mest skylt við stjórnsýslu, til að mynda ráðstöfun fjárveitinga, innkaup og önnur fjármál, starfs­mannahald, símenntun og þjónustu, upplýsinga- og tæknimál og önnur atriði sem falla undir hug­takið rekstur í víðum skilningi. Hins vegar væri gert ráð fyrir að Alþingi sjálft myndi með reglum sem forsætisnefnd setti á grundvelli laga um þingsköp Alþingis skilgreina hvaða gögn vörðuðu stjórn­sýslu Alþingis og hvaða gögn vörðuðu starfsemi Alþingis sem fulltrúasamkomu. Reglur forsætis­nefnd­ar eru aðgengilegar á vef Alþingis.</p> <p>Í framangreindri 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram í niðurlagi að ákvæði V.–VII. kafla laganna taki ekki til Alþingis eða stofnana þess. Ákvæði um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar á meðal um kæruheimild til nefndarinnar, er að finna í V. kafla laganna. Það er því ljóst að ákvarðanir Alþingis sæta ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vekur þó athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkis­endur­skoðunar sem kærandi hefur óskað eftir er aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1092/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Kærandi felldi sig ekki við það hvernig Garðabær hefði staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beindi kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál m.a. um það hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Kæran sneri að atriðum sem féllu utan valdsviðs nefndarinnar og var henni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1092/2022 í máli ÚNU 21120007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi til Garðabæjar, dags. 15. október 2021, óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrir alla skóla­göngu dóttur kæranda í Garðaskóla frá tilteknum þroskaþjálfa sem vörðuðu kæranda, konu kæranda og dóttur þeirra. Sveitarfélagið afgreiddi beiðni kæranda hinn 28. október 2021 og afhenti honum umbeðin gögn.</p> <p>Með erindi til Garðabæjar, dags. sama dag, óskaði kærandi eftir upplýsingum í fjórum liðum:</p> <ol> <li>Dagsetningum funda sem dóttir kæranda átti með þroskaþjálfanum veturinn 2019.</li> <li>Staðfestingu sveitarfélagsins á því að ekki lægju fyrir skriflegar upplýsingar af þeim fundum.</li> <li>Upplýsingum um hvenær tiltekið skjal um dóttur kæranda hefði verið búið til (skjalið væri ekki dagsett).</li> <li>Ástæðu þess að skjal, dags. 31. október 2019, stofnað af B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent kæranda og ástæðu þess að ekki hafi verið minnst á skjalið í erindi sveitarfélagsins til kæranda frá því í apríl 2021. <ul> <li>Erindi sveitarfélagsins var svar til kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upp­lýsingamál nr. 992/2021, þar sem beiðni um tiltekin gögn í tengslum við deildar­stjórann hafði verið vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</li> </ul> </li> </ol> <p>Kæranda var svarað hinn 5. nóvember 2021. Þar kom fram að dóttir kæranda hefði ekki átt eiginlega fundi með þroskaþjálfanum heldur hefði verið um að ræða kennslustundir í félagsfærni. Ekki væru ritað­ar fundargerðir úr slíkum kennslustundum (2. töluliður). Kæranda voru afhentar dagsetningar félags­­færni­tímanna (1. töluliður) og dagsetning skjals um dóttur kæranda (3. töluliður). Að því er varð­aði 4. tölulið hafði sveitarfélagið ekki litið svo á að umrætt skjal væri hluti af þeirri beiðni sem úrskurð­ar­nefndin hefði heimvísað og því hefði það ekki verið afhent.</p> <p>Kærandi svaraði erindi Garðabæjar tveimur dögum síðar. Þar kom fram að sveitarfélagið hefði sent kæranda dagsetningar funda (1. töluliður) þar sem dóttir kæranda hefði ekki verið í skólanum. Því væri óskað eftir raunverulegum dagsetningum þar sem þessir fundir hefðu átt sér stað. Varðandi 2. tölulið bað kærandi um staðfestingu sveitarfélagsins á því að öll gögn í tengslum við þroskaþjálfann hefðu verið afhent. Loks bætti kærandi við í tengslum við 4. tölulið að hann teldi það lögbrot ef sveitarfélagið héldi ítrekað eftir gögnum og léti ekki uppi ástæður þess þegar gögn væru ekki afhent.</p> <p>Garðabær svaraði kæranda hinn 19. nóvember 2021. Kom þar fram að um mistök væri að ræða, hefðu dagsetningar verið skráðar þar sem dóttir kæranda var ekki í skólanum. Þá kæmi fram í gögnum sem kærandi hefði fengið afhent að þroskaþjálfinn hefði átt samtöl við dóttur kæranda í tvígang og að ekki væri til skráning um dagsetningar annarra samtala, að undanskildum félagsfærnitímunum.</p> <p>Í kæru beinir kærandi þeirri spurningu til nefndarinnar, í tilefni af því að Garðabær hafi sent sér dag­setningar félagsfærnitíma sem dóttir kæranda á að hafa sótt þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í skólanum þann dag, hvort ekki sé um refsivert athæfi að ræða þegar röng gögn séu send og hver séu viður­lög við slíku. Viðvíkjandi fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroska­þjálfa en þau sem honum hefðu þegar verið afhent, beinir kærandi spurningu til nefndarinnar hvernig það megi vera að nefndin sannreyni ekki svör bæjarfélagsins, til að mynda með vettvangs­rannsókn líkt og tíðkast hjá Persónu­vernd. Dóttir kæranda hafi sagt kæranda að þroskaþjálfi hefði skráð niður athugasemdir í tímunum. Loks spyr kærandi nefndina hver séu viðurlög við því að Garðabær ákveði að afhenda ekki upp­lýsingar eða upplýsa kæranda ekki um að tiltekin gögn séu ekki afhent. Kærandi telur að sveitar­félagið taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og kallar eftir því að nefndi fylgi úrskurðum sínum eftir eða beiti Garðabæ viðurlögum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 15. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 3. janúar 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau sjónar­mið sem fram koma í svörum sveitarfélagsins til kæranda. Þá er rakið að Garðaskóli notist við skóla­skráningarkerfið Innu. Allir kennarar hafi aðgang að kerfinu og sé skylt að setja þar inn ýmsar upplýsingar. Nemendur og foreldrar hafi síðan aðgang að þessum upplýsingum. Kerfið sé notað til að halda utan um upplýsingar sem varða nám og ástundun nemandans á meðan hann stundar nám í skól­anum og tryggja örugg samskipti milli skóla og heimilis. Í dagsins önn tíðkist ekki að rita niður og skrá í kerfi hver einustu samskipti milli nemenda og kennara, eða tímasetningu þeirra.</p> <p>Að því er varði skjal frá 31. október 2019 sem stafi frá B, deildarstjóra í Garðaskóla, þá liggi fyrir skýringar á því hvers vegna skjalið hafi ekki verið afhent í apríl 2021. Að því sögðu sé ekki loku fyrir það skotið að kærandi hafi fengið skjalið afhent frá Garðabæ á sínum tíma, en í fyrstu afgreiðslum gagnabeiðna kæranda hafi ekki verið haldið utan um lista yfir afhent gögn. Varðandi ásakanir um að sveitarfélaginu hafi ekki tekist að sanna að gögn séu til eða afhent er vísað til umsagnar í máli ÚNU 21070008, sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýs­inga­mál nr. 1057/2022 hinn 3. febrúar 2022. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kærandi fékk afhent hinn 28. október 2021. Ekki væri um frekari gögn að ræða í málinu.</p> <p>Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu liggur fyrir að kærandi fellir sig ekki við það hvernig Garðabær hefur staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beinir kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem lúta í megindráttum að því að svara því hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Þá óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fari í vettvangsrannsókn til að sannreyna svör Garðabæjar til kæranda og að nefndin fylgi úrskurðum sínum eftir gagnvart sveitarfélaginu eða beiti það viðurlögum, þar sem kæranda þyki ljóst að Garðabær taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvar­lega og fari ekki eftir niðurstöðum hennar.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum Garðabæjar til kæranda og nefndarinnar, að því er varðar meintar rangar dagsetningar félagsfærnitíma, að hafi verið merkt við mætingu hjá dóttur kæranda en hún ekki verið viðstödd, sé um mistök að ræða. Þá hefur komið fram að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroska­þjálfa en þau sem kæranda hafa verið afhent, þrátt fyrir fullyrðingar dóttur kæranda að frekari gögn kunni að vera til. Loks hefur sveitarfélagið útskýrt að ástæða þess að bréf B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent sé sú að ekki hafi verið litið svo á að gagnið væri hluti af upphaflegri beiðni kæranda og það því ekki verið afhent.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir eða draga í efa þær skýr­ing­ar sem sveitarfélagið hefur fært fram í málinu. Þá hefur nefndin ekki orðið þess áskynja að Garða­bær fari ekki að niður­stöðum nefndarinnar í úrskurðum sem beinast að sveitarfélaginu. Vakin er athygli á því að valdheimildir úrskurðarnefndarinnar eins og þær eru afmarkaðar í upplýsingalögum eru tak­mark­­aðar. Úr­skurð­ar­nefndin hefur ekki heimild til að beita aðila sem heyrir undir upp­lýsingalög viður­lögum. Hins vegar eru úrskurðir nefndarinnar aðfararhæfir, sbr. 3. mgr. 23. gr. upp­lýs­inga­laga, nema réttaráhrifum hafi verið frestað. Það þýðir að það kemur í hlut aðila sjálfs, ekki úrskurðar­nefnd­arinnar, að framfylgja þeim rétti sem eftir atvikum er kveðið á um í úrskurðarorði.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál af­mark­­­að við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lög­­unum. Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort gögn sem afhent eru séu efnislega rétt eða með hvaða hætti aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni vísað frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1091/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið synjaði kærendum um aðgang að greinargerð fyrrverandi félagsmanna samtakanna Hugarafls um starfs- og stjórnunarhætti samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Synjunin byggðist á því að hagsmunir þeirra sem hefðu tjáð sig í greinargerðinni vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að henni, þar sem í greinargerðinni kæmu fram upplýsingar um einkamálefni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kærenda til aðgangs færi skv. 14. gr. upplýsingalaga. Taldi nefndin að kærendur hefðu hagsmuni af því að fá aðgang að greinargerðinni m.a. þar sem hún hefði orðið tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin. Var því lagt fyrir ráðuneytið að veita kærendum aðgang að greinargerðinni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr., en því gert skylt að afmá tilteknar upplýsingar um einkamálefni þeirra sem rituðu greinargerðina.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1091/2022 í máli ÚNU 21110014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. nóvember 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hugarafls—Notenda­stýrðrar starfsendurhæfingar (hér eftir Hugarafl) og B, þá ákvörðun félags- og vinnu­mark­aðs­ráðuneytis­ins (þá félagsmálaráðuneytisins) að synja beiðni kærenda um aðgang að afriti af greinar­gerð, dags. 6.&nbsp;júlí 2021, sem afhent var ráðuneytinu og inniheldur frásagnir fyrrverandi félags­manna Hugarafls vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns þeirra gagnvart félags­mönnum.</p> <p>Í kæru er útskýrt að Hugarafl séu félagasamtök fólks sem hafi upplifað persónulega krísu og vinni að bata sínum. Samtökin telji 270 félagsmenn og hafi vaxið mjög síðustu ár. Hinn 20. september 2021 hafi í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 verið fjallað um „eitraða framkomu“ stjórnenda samtakanna. Jafnframt hafi verið birt frétt á vefmiðlinum Vísi um sama efni. Í umfjölluninni hafi verið vísað til greinargerðar sem send hafi verið félagsmála­ráðuneytinu. Innihald greinargerðarinnar sé mikill og ljótur persónulegur rógburður um stjórnendur samtakanna.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 6. október 2021, óskaði Hugarafl eftir að fá afhent afrit af umræddri greinargerð ásamt öllum þeim gögnum sem henni tengdust. Ráðuneytið svaraði bréfinu með tölvupósti, dags. 29. október 2021, þar sem beiðninni var synjað með vísan til einkahagsmuna, sbr. 9.&nbsp;gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kærenda sendi ítrekaða beiðni um aðgang að gögnunum til ráðuneytisins hinn 29. október 2021. Þar kom fram að umbjóðendur hans í málinu væru ekki aðeins samtökin Hugarafl heldur einnig B, einn stofnenda samtakanna. Áréttað var að beiðnin byggði annars vegar á 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hins vegar á 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga, nr. 90/2018, að því er varðaði rétt B til aðgangs.</p> <p>Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að starfsemi Hugarafls væri þess eðlis að tekið væri á móti og unnið með viðkvæmar persónuupplýsingar um félagsmenn samtakanna, svo sem heilsufars­upp­lýs­ingar og aðrar viðkvæmar upplýsingar um áföll, afbrot, neyslu og hvaðeina sem félagsmenn lenda í og upp­lifa. Kærendur byggju nú þegar yfir miklu magni af viðkvæmum persónuupplýsingum um þá fyrr­verandi félagsmenn sem að erindinu stóðu og óskað væri aðgangs að. Hagsmunir þeirra aðila af því að þær upplýsingar færu leynt væru því hverfandi þar sem allar líkur væru á því að um væri að ræða upplýsingar sem nú þegar væru til staðar hjá kærendum. Eftir stæði að kærendur hefðu ríka hagsmuni af að fá upplýsingar um þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar hefðu verið í þeirra garð við stjórn­völd.</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins var beiðninni synjað með tölvubréfi hinn 2. nóvember 2021. Þar var tekið fram að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu þar sem umrædd grein­ar­gerð væri á meðal gagna málsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þar af leiðandi væri ekki unnt að veita aðgang að gögnunum á grundvelli þeirra laga. Þá væri ekki unnt að veita kæranda B aðgang að greinargerðinni á grundvelli laga nr. 90/2018 þar sem ráðuneytið liti svo á að hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu greinargerðina vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá greinar­gerð­ina eða hluta hennar afhenta. Var vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga því til stuðnings.</p> <p>Hinn 16. nóvember 2021 sendi lögmaður kærenda bréf til félagsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að ráðu­neyt­ið endurskoðaði ákvörðun sína. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ættu aðeins við um gagn að hluta til ætti að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Beiðninni var hafnað með bréfi, dags. 25. nóvember 2021. Í bréfinu kom fram að þótt hluti umbeðinna gagna hefði verið birtur í fjölmiðlum í tengslum við viðtal við fyrrum félagsmann Hugarafls fæli sú birting ekki í sér samþykki allra þeirra sem í hlut eiga. Hagsmunir þeirra af því að umbeðin gögn fari leynt vægju að mati ráðuneytisins þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá væri ekki unnt að veita aðgang að hluta, þar sem takmörkunar­ákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin í heild. Loks var árétt­að að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu sem kærendur ættu&nbsp; aðild að og umrædd gögn væru hluti af.</p> <p>Í kæru er byggt á því að um rétt til aðgangs að greinargerðunum skuli fara skv. 1. mgr. 15. gr. stjórn­sýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Að mati kæranda sé óljóst hvort stjórnsýslumál sé til meðferðar hjá félagsmálaráðuneytinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 29. nóvember 2021, var kæran kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og ráðu­neyt­inu veittur frestur til 13. desember til þess að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Þar er tekið fram að beiðn­um kærenda um aðgang að gögnum hafi annars vegar verið synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem það var mat ráðuneytisins að eðlilegt og sanngjarnt væri að umræddar upplýsingar færu leynt enda væru þær, að mati ráðuneytisins, svo viðkvæmar að þær ættu ekkert erindi við allan þorra manna. Þá hafi beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hins vegar verið synjað með vísan til 14. gr. upp­lýs­inga­laga. Að mati ráðuneytisins vegi hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu umrædda greinargerð þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upp­lýsingalaga. Þá segir að litið hafi verið til þess að um væri að ræða fyrrum félagsmenn samtakanna en ekki núverandi félagsmenn. Jafnframt hafi verið litið til efnis greinargerðarinnar sem væri persónu­legs eðlis og fæli í sér lýsingar fyrrnefndra einstaklinga og persónulegar upplifanir af tilteknum að­stæð­um. Í því sambandi hafi ráðuneytið lagt áherslu á þann aðstöðumun sem væri annars vegar á milli ein­staklinganna sem rituðu greinargerðina, sem væru fyrrum félagsmenn Hugarafls, og hins vegar B, sem væri í ráðandi stöðu í samtökunum. Auk þess er tekið fram að ráðuneytið telji það vera til þess fallið að valda umræddum einstaklingum skaða ef upplýsingar úr greinargerðinni verða á almannavitorði, einkum upplýsingar um heilsuhagi.</p> <p>Ráðuneytið hafi leitað afstöðu þeirra sem rituðu greinargerðina til þess hvort þeir teldu að gögnin skyldu fara leynt. Var sérstaklega óskað eftir afstöðu þeirra, að lokinni yfirferð ráðuneytisins á greinar­gerðinni þar sem afmáð voru nöfn og viðkvæmar upplýsingar, hvort til greina kæmi að veita aðgang að gögnunum að hluta. Hafi viðkomandi einstaklingar lagst gegn afhendingu gagnanna. Því væri ljóst að ekki lægi fyrir samþykki þeirra fyrir afhendingunni.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins er enn fremur fjallað um farveg málsins innan ráðuneytisins. Þar segir að við mat á hagsmunum kærenda að aðgangi að umræddum gögnum hafi verið litið til þess að á svipuðum tíma hafi ráðuneytinu borist fleiri ábendingar, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem vörðuðu starfsemi Hugarafls. Þá hafi forsvarsmenn Hugarafls átt í samskiptum við ráðuneytið og farið m.a. fram á að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Þá segir að ráðuneytið hafi ákveðið hinn 8. desember 2021 að óska eftir því við Vinnumálastofnun að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Um væri að ræða úttekt sem framkvæmd væri af Vinnumálastofnun með sjálfstæðum hætti en þau gögn sem höfðu borist ráðuneytinu um starfsemi Hugarafls, þ.m.t. umrædd greinagerð, hefðu ekki verið afhent Vinnumálastofnun. Í ljósi þess farvegs sem málið væri í yrði ekki litið svo á að hagsmunir félaga­samtakanna Hugarafls af því að kynna sér efni greinargerðarinnar vægju þyngra en hagsmunir fyrrum félagsmanna samtakanna.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins fylgdi samantekt fyrrverandi félagsmanna Hugarafls. Samantektin var afhent úrskurðarnefndinni bæði í heild sinni, þ.e. án útstrikana, og með útstrikunum á nöfnum og viðkvæm­um upplýsingum að mati ráðuneytisins.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 4. janúar 2022, kemur fram að kærendur vilji fá að kynna sér um­rædda greinargerð í heild eða eftir atvikum að hluta til að átta sig á því hvað fyrrum félagsmenn Hugar­afls séu raunverulega að gagnrýna. Kærendur gera jafnframt athugasemdir við það mat ráðuneytisins að upplýsingarnar sem um ræðir séu það viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Telja kærendur að mat ráðuneytisins gangi ekki upp þar sem m.a. hafi verið birtir hlutar greinar­gerðar­innar í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun á Stöð 2 og Vísi.</p> <p>Þá telja kærendur 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í tilviki kærenda og benda á að um sé að ræða undantekningu á meginreglu sem túlka beri þröngt. Tekið er fram að greinargerðin og umfjöllun í kringum hana hafi valdið kærendum miklum skaða. Auk þess hafi umfjöllunin skaðað starfsemi Hugar­afls og núverandi félagsmenn Hugarafls. Kærendur segjast ekki sammála því mati ráðuneytisins á beiðni kærenda um afhendingu á gögnunum að hagsmunir fyrrum félagsmanna Hugarafls vegi þyngra en hagsmunir kærenda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Mál þetta varðar synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins á beiðni kærenda um aðgang að greinar­gerð, dags. 6. júlí 2021, sem sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls rituðu vegna <a name="_Hlk114650943">starfs- og stjórn­­unar­hátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum</a>. Kærendur telja að um rétt til að­gangs að greinargerðinni fari bæði samkvæmt 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018, um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Í 15.–19. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem mál varða. Réttur á grundvelli þessara ákvæða er ríkari en réttur samkvæmt upplýsinga­lögum, en grundvallast á því að til meðferðar sé stjórnsýslumál hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Svo sem fram hefur komið í skýringum ráðuneytisins til kærenda er bréf, dags. 6. júlí 2021, með samantekt frásagna sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls, ekki gagn í slíku máli hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til draga það í efa og verður réttur kærenda til aðgangs því ekki byggður á ákvæðum stjórnsýslulaga. Þá fer um rétt B að greinargerðinni samkvæmt upplýsingalögum en ekki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018.&nbsp; Í því sambandi verður að horfa til þess að ákvæði 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018 tekur einungis til réttar einstaklings til að óska eftir persónupplýsingum um sig sjálfan. Þar sem beiðnin er samkvæmt efni sínu ekki takmörkuð við upplýsingar um B sjálfan heldur tekur einnig til upplýsinga um aðra, gilda ákvæði upplýsingalaga um úrlausn hans.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að réttur kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum í málinu fari samkvæmt upplýsingalögum og ágreiningurinn heyri undir nefndina.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum að­gang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu grein­ar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýs­ing­unum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upp­lýs­ingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Greinargerðin fjallar um starfs- og stjórnunarhætti Hugarafls og framkomu, þar á meðal B, gagnvart félagsmönnum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt þeirra til að­gangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að greinargerðinni.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögn­um.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í framhaldi af því segir í athugasemdunum að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á að­stæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir vernd­ar­hagsmunirnir eru.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar greinargerðar sem kærendur hafa óskað aðgangs að. Grein­argerðin er 17 blaðsíður að lengd og geymir frásagnir sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls í tengslum við starfsemi og stjórnunarhætti innan samtakanna. Í inngangi greinargerðarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að vekja athygli á ógnarstjórnun, ein­elti og eitraðrar framkomu innan veggja samtakanna, einkum og sér í lagi af hálfu formanns gagn­vart félagsmönnum.</p> <p>Frásagnir félagsmannanna eiga það sammerkt að fjalla um starfsemi Hugarafls og upplifanir félags­manna af starfseminni og framkomu stjórnenda samtakanna í sinn garð og annarra. Ljóst er að stjórn­völd hafa styrkt starfsemi samtakanna með fjárframlögum og þar á meðal hafa sam­tökin gert samninga bæði við Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, annars vegar um starfsendur­hæf­ingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og hins vegar um opið úrræði Hugar­afls. Fyrir liggur að grein­ar­­­gerðin varð tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin og hugsan­lega til þess fallið að hafa áhrif á viðhorf þeirra sem kunna að nýta þjónustu samtakanna í framtíðinni.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að kærendur hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að þeim upp­lýs­ingum í greinargerðinni sem varða samtökin sem slík og upplifanir félagsmanna af samtökunum og tilgreindu forsvarsfólki þeirra, og að hagsmunir kærenda vegi þyngra að því leyti en hagsmunir þeirra sem rituðu frásagnirnar. Þá telur úrskurðarnefndin það hafa þýðingu að þeir fyrrverandi félags­menn sem tjáðu sig í greinargerðinni hafi gert það að eigin frumkvæði og að þeir hafi ekki getað treyst því að greinargerðin færi að öllu leyti leynt gagnvart Hugarafli.</p> <p>Í greinargerðinni má þó jafnframt finna upplýsingar sem varða persónuleg mál viðkomandi félags­manna sem teljast einkamálefni viðkomandi einstaklinga í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þar á meðal eru upplýsingar um fjölskyldu- og heilsuhagi. Telja verður einsýnt að hagsmunir kær­anda af því að af því að fá aðgang að upplýsingum um slík persónuleg málefni hinna fyrrverandi félags­­manna, geti ekki vegið þyngra en hagsmunir þeirra af því að slíkar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Að því er varðar þá röksemd að það skapi kærendum á einhvern hátt meiri rétt til aðgangs að upp­lýs­ing­um í greinargerðinni að kærendur búi nú þegar yfir miklu magni persónuupplýsinga um félagsmenn sína, þar á meðal þá sem rituðu greinargerðina, telur úrskurðarnefndin að slík rök hafi ekki þýðingu í mál­inu. Það kemur skýrt fram í 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna, að það sé beinlínis óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðin og teljast varða einkamálefni ein­stak­linga sem sann­gjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem í hlut á. Ljóst er að slíkt sam­þykki liggur ekki fyrir í málinu. Sömu rök eiga við um áhrif þess að hlutar greinargerðarinnar hafi birst í umfjöllun um Hugarafl í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2; úrskurðarnefndin telur slíka birt­ingu ekki vera ígildi þess að upplýsingarnar hafi verið gerðar opinberar með þeim hætti sem kynni að rýmka svigrúm til að afhenda upplýsingar þrátt fyrir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Enn fremur felur slík birting ekki í sér að þeir sem rituðu greinargerðina hafi með því samþykkt að upp­lýsingarnar yrðu afhentar.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir ráðuneytið á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9.&nbsp;gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með full­nægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álits­umleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opin­berar.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að greinargerðinni felld úr gildi og ber ráðuneytinu að veita kærendum aðgang að henni, með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hugarafls—Notenda­stýrðrar starfsendurhæfingar og B, aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, vegna starfs- og stjórn­­unar­hátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar:</p> <ol> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð C á bls. 1, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 14–17 í greinargerð C á bls. 1, frá orðinu […].</li> <li>Línur 5–7 á bls. 2, frá orðunum […].</li> <li>Línur 18–20 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 22–35 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 38–40 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings sem hefst í orði 6 í neðstu línu á bls. 2.</li> <li>Nafn einstaklings í fyrstu línu á bls. 3.</li> <li>Línur 24–27 í greinargerð D á bls. 3, fram að setningu sem hefst í línu 27 á orðunum […].</li> <li>Línur 7–8 á bls. 5, frá orðinu […].</li> <li>Línur 4–5 í greinargerð E á bls. 6, frá orðinu […].</li> <li>Lína 3 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 8–9 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 15–17 á bls. 7.</li> <li>Nafn einstaklings í línu 21 á bls. 7.</li> <li>Fyrstu fimm línurnar í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Lína 12 í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–27 í greinargerð F á bls. 8, frá orðunum […].</li> <li>Línur 21–25 á bls. 9, frá orðunum […].</li> <li>Neðstu línuna á bls. 9, frá orðinu […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 10, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð G á bls. 11, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 4–7 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 17–24 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 28–33 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Setningu sem hefst í línu 8 á bls. 12, á eftir orðunum […].</li> <li>Fyrstu ellefu línurnar í greinargerð H á bls. 13.</li> <li>Línur 12–16 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Línur 18–32 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings í næstneðstu línu á bls. 13.</li> <li>Fyrstu 25 línurnar á bls. 14.</li> <li>Línur 9–13 á bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Eftirstöðvar bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu sex línurnar á bls. 16, til og með orðinu […].</li> <li>Línur 10–14 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Lína 19 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–21 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 29–31 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 32–33 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Nafn einstaklings sem nefndur er þrívegis í línum 40, 42 og 43 á bls. 16.</li> <li>Línur 5–9 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 22–23 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 25–27 á bls. 17, frá orðinu […].</li> </ol> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1090/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist á 9. gr. þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila. Þá hélt Isavia fram að gögnin lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga heldur væru þau á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hefðu ekki verið tekin saman. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það og taldi málsmeðferð Isavia ekki hafa verið fullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1090/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum úr ferli til þess að afla tilboða í rekstur verslana með toll­frjálsar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríks­sonar. Leyst var úr hluta kæruefnisins með úr­skurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1083/2022, sem kveðinn var upp hinn 21. júní 2022.</p> <p>Sá hluti kæruefnisins sem eftir stendur varðar beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, um aðgang að gögn­um sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur feng­ið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sér­leyfa um verslun með útivistarfatnað og minja­gripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flug­stöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varð­aði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.&nbsp;</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félag­ið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo lang­an tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnis­aðila.&nbsp;</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Í umsögn Isavia, dags. 28. september 2021, byggir félagið á því að í um­beðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlut­fall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefn­ir eru út á grundvelli gildandi samn­­ings­sambands Isavia og umræddra aðila.&nbsp;</p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrir­­­liggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöð­­um í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opin­­bera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram.&nbsp;</p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upp­lýs­inga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Í athugasemdum kæranda við umsögn Isavia, dags. 20. október 2021, kemur fram að ljóst sé að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upp­lýs­inga­laga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opin­berra hags­­muna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrir­liggj­andi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögn­in varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar.&nbsp;</p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opin­berra hagsmuna.&nbsp;</p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bók­halds­­skyld­um aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikn­ings­árs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfu­lið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upp­lýs­ingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægir það eitt og skiptir þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi.&nbsp;</p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. sam­keppnis­laga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda skv. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almenn­um upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með úti­vist­ar­fatnað og minja­gripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sund­ur­liðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Isavia synjaði beiðninni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila, sem auk þess legðust gegn því að upplýsingar um hags­­muni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. Í umsögn Isavia til úrskurðarnefndarinnar var því bætt við að leigu­greiðslur væru veltutengdar og lesa mætti úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Í um­sögninni er því borið við að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5.&nbsp;gr. upplýs­inga­laga þar sem þær séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Þá sé félaginu ekki skylt að halda til haga upplýsingum sem nái allt að tólf ár aftur í tímann.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orða­lag ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upp­­­lýsinga­lögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upp­­­lýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3.&nbsp;málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem um­­­beðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðar­nefnd­­ar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.</p> <p>Í þessu máli óskaði kærandi eftir gögnum um greiðslur vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ákveðnu tímabili. Kærandi óskaði eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og verslunum. Af athugasemdum kæranda við umsögn Isavia að dæma virðist sem kær­andi geri ekki endilega kröfu um að félagið vinni upplýsingar um sundurliðun greiðslna upp úr fyrir­liggjandi gögnum heldur kunni afhending reikninga sem heyra undir beiðni hans að vera fullnægj­andi.</p> <p>Í skýringum Isavia í málinu hefur komið fram að umbeðin gögn að þessu leyti séu raunar til hjá félaginu, en séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Það er mat úr­skurðarnefndarinnar að ekki verði séð að vinna við samantekt gagna sem heyra undir beiðni kæranda sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af aðilum sem heyra undir gildis­svið upplýsingalaga þegar þeim berast beiðnir um gögn. Ekki er hægt að líta svo á að aðili sé með samantekt fyrirliggjandi gagna að þessu leyti að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upp­lýsinga­laga. Þannig getur nefndin ekki fallist á að umbeðin gögn teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsinga­laga, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 857/2019 í máli sem beindist að Isavia þar sem leyst var úr sam­bærilegu álitaefni.</p> <p>Að því leyti sem beiðni kæranda lýtur að því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum og verslunum tekur úrskurðarnefndin þó fram að Isavia er óskylt að útbúa slíka sundurliðun að svo miklu leyti sem hana er ekki þegar að finna í sjálfum gögnunum; félaginu er það hins vegar heimilt, sbr. 1.&nbsp;mgr. 11. gr. upp­lýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur það sjónarmið Isavia að félaginu sé ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í þann tíma sem beiðni kæranda nær yfir ekki hafa þýðingu í málinu, enda nær réttur til aðgangs að gögnum sam­kvæmt upplýsingalögum til þeirra gagna sem liggja fyrir þegar beiðni er lögð fram, og verður rétturinn ekki takmarkaður nema á grundvelli þeirra laga eða sérstakra ákvæða um þagnarskyldu.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórn­­valdi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki um­­fjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi að einhverju leyti efnisleg afstaða Isavia til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð Isavia hafi ekki verið fullnægjandi að þessu leyti, með vísan til þeirrar afstöðu félagsins að umbeðin gögn í málinu teljist ekki fyrirliggjandi þrátt fyrir að þau séu það í reynd. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Isavia að taka beiðni kæranda til nýrrar með­ferðar sem felst í að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rök­studdri ákvörð­un. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3.&nbsp;mgr. 5. gr. upp­­lýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beit­ingu á undan­­tekningarákvæðum laganna að svo miklu leyti sem það hefur ekki þegar verið gert. Í þessu sam­bandi bendir úrskurðarnefndin á að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grund­velli 9. gr. upp­lýs­ingalaga, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úr­skurði nefnd­arinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021.</p> <p>Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Isavia bregðist við án tafar og afgreiði upp­lýs­inga­beiðn­ina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 25. ágúst 2021, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1089/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að minnisblöðum sem tekin voru saman og rituð af hálfu Sjúkratrygginga Íslands og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar. Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Þá taldi nefndin ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum yrði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var Sjúkratryggingum Íslands því gert að afhenda kæranda gögnin.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1089/2022 í máli ÚNU 22010003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A hrl., f.h. Heilsugæslunnar Höfða ehf., ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem vörðuðu framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi og SÍ hafi gert með sér samning á árinu 2016 um rekstur kæranda á heilsugæslu í Reykjavík. Kærandi sendi SÍ erindi hinn 14. apríl 2021 þar sem óskað var eftir fundi með starfsfólki stofnunarinnar til þess að ræða nánar tilgreind atriði í tengslum við þjónustusamning við kæranda og efndir hans auk annarra atriða. Erindið var ítrekað 28. apríl og 17. maí 2021. Stofnunin hafi ekki orðið við beiðni kæranda um fund en með erindi stofnunarinnar hinn 19. maí 2021 hafi hins vegar verið upplýst að stofnunin hafi haldið fund með heilbrigðisráðuneytinu þar sem farið hefði verið yfir minnisblað SÍ sem byggði á upplýsingum m.a. frá kæranda auk þess sem stofnunin hefði tekið saman viðbótarupplýsingar sem sendar hefðu verið ráðuneytinu. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir aðgangi að umræddu minnisblaði auk þeirra viðbótarupplýsinga sem tilgreindar voru í erindi stofnunarinnar. Með ákvörðun SÍ, dags. 6. desember 2021, var beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum hafnað með vísan til 5. og 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að þessum gögnum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Leggur kærandi áherslu á að meginregla laganna sé skýr um að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum auk þess sem umbeðin gögn varði brýna hagsmuni kæranda.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt SÍ með erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn SÍ, dags. 21. janúar 2022, kemur fram að málið varði tvö minnisblöð, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem stofnunin hafi sent heilbrigðisráðuneytinu og varði framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar. Í umsögninni kemur fram að minnisblöðin snerti framkvæmd núgildandi samnings og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður SÍ við kæranda og aðra einkaaðila sem veiti sömu þjónustu. Í ljósi þess telji stofnunin sér ekki stætt á að afhenda umrædd minnisblöð í heild eða hluta. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum en samningar renni út í lok febrúar 2022. SÍ geri samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu í umboði heilbrigðisráðherra og samkvæmt stefnumörkun hans á hverjum tíma. Slíkt kalli á náið samstarf þessara aðila. Í umsögninni segir enn fremur að það sé mat stofnunarinnar að hagsmunir ríkisins af að opinbera ekki umræddar upplýsingar áður en samningum verði náð séu ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim upplýsingum.</p> <p>Umsögn SÍ var kynnt kæranda hinn 26. janúar 2022 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. febrúar sama ár, eru áréttaðar þær kröfur og þau sjónarmið sem fram komu í kæru um rétt kæranda til aðgangs að gögnum. Leggur kærandi áherslu á að fram hafi komið í samskiptum kæranda og SÍ að umbeðin minnisblöð hafi verið rituð í tilefni af fyrirspurn kæranda til stofnunarinnar og send heilbrigðisráðuneytinu til upplýsingar. Megi ætla að í minnisblöðunum felist svör við fyrirspurnum kæranda en stofnunin hafi ekki enn svarað fyrirspurn kæranda.</p> <p>Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að SÍ beri að lögum að tryggja einkaaðilum og opinberum aðilum sömu samkeppnisstöðu og að jafnræðis sé gætt í samningum við þá aðila. Því sé rangt og órökstutt að ekki megi upplýsa um efni minnisblaðanna vegna ætlaðra hagsmuna íslenska ríkisins í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður við kæranda og aðra einkaaðila, sem sömu þjónustu veiti. Þvert á móti sé brýnt að leynd ríki ekki um efni samninga íslenska ríkisins við einstaka einkaaðila enda skuli samningar sem þeir vera gegnsæir og öllum ljósir.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti verið grundvöllur synjunar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Telur hann minnisblöðin ekki varða mikilvæga efnahagslega hagsmuni íslenska ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur kærandi túlkun SÍ á 5. tölul. 10. gr. laganna vera ranga enda verði ekki annað ráðið af umsögn SÍ en að stofnunin telji ákvæðið fela í sér að aðilar sem falla undir gildissvið laganna hafi frjálst mat um það hvort rétt sé að veita aðgang að gögnum. Yrði sú túlkun lögð til grundvallar væri í öllum tilvikum heimilt að neita afhendingu gagna með vísan til ætlaðra og ríkari hagsmuna ríkisins.</p> <p>Með erindi til SÍ, dags. 8. júní 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort þeim ráðstöfunum sem synjun stofnunarinnar réttlættist af væri lokið. Ef þeim væri ekki lokið var óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. júní s.á., var upplýst að aðilar hefðu komist að samkomulagi um að framlengja samninginn sem var í gildi til 31. júlí 2022. Þar sem samningaviðræður aðila myndu samkvæmt því halda áfram teldi stofnunin þau sjónarmið sem lögð hefðu verið til grundvallar synjun umbeðinna gagna enn eiga við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem tekin voru saman og rituð af hálfu SÍ og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum.</p> <h3>2.</h3> <p>Í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eigi verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerti þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr.</p> <p>Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:</p> <blockquote> <p>Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p> Þá segir enn fremur:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.</p> </blockquote> <p>Umrædd takmörkun er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Þá skal á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga veita aðgang að þeim gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Annars vegar er um að ræða minnisblað vegna einkarekinna heilsugæslustöðva, dags. 13. apríl 2021, og hins vegar minnisblað, dags., 7. júní, sem ber yfirskriftina „Nokkrir viðbótarpunktar í framhaldi af fundi með HRN 12. maí 2021“. Í minnisblaðinu frá 13. apríl 2021 eru raktar ýmsar athugasemdir sem settar hafa verið fram af hálfu forsvarsmanna einkarekinna heilsugæslustöðva án þess að tilgreint sé frá hvaða stöðvum einstakar athugasemdir stafa. Tilgangur minnisblaðsins virðist vera að upplýsa heilbrigðisráðuneytið um framkomnar athugasemdir og óska eftir fundi með ráðuneytinu um þær. Við athugasemdirnar eru ritaðar frekari skýringar og viðbrögð SÍ til ráðuneytisins. Síðara minnisblaðið frá 7. júní sama ár er tekið saman í kjölfar fundar SÍ og ráðuneytisins þar sem efni fyrra minnisblaðsins var rætt. Eru þar rakin frekari sjónarmið SÍ til málsins.</p> <p>Sem fyrr segir kemur fram í umsögn SÍ að opinberun umbeðinna gagna „gæti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum“ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar. Hvorki í ákvörðun sinni til kæranda né í umsögn stofnunarinnar í tilefni af kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna frekari rökstuðning eða skýringar á því hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Verður ekki séð að sú ráðstöfun, þ.e. þær samningaviðræður sem eru grundvöllur synjunar stofnunarinnar, verði þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri. Af þeirri ástæðu svo og með vísa til meginmarkmiðs upplýsingalaganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og við meðferð opinberra hagsmuna verður ekki á það fallist að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, á grundvelli 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun SÍ er einnig byggð á því að ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að umbeðnum minnisblöðum með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.</p> <p>Eins og fram kemur í athugasemdunum verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. SÍ hafa ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynnu að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin með hliðsjón af þessu og að mati hennar er vandséð að þær upplýsingar sem fram koma í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna séu uppfyllt.</p> <p>Í því ljósi og með vísan til þess að um er að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings sem beri að túlka þröngri lögskýringu, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum verði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga rétt á hinum umbeðnu minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021. Þegar af þeirri ástæðu er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort kærandi geti einnig byggt slíkan rétt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita Heilsugæslunni Höfða ehf. aðgang að minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1088/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um afgreiðslu landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Ákvörðunin var reist á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál báru gögn málsins það ekki með sér að kæranda hefði verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðun landlæknis var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1088/2022 í máli ÚNU 22010001.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 2. desember 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19 og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum og vörðuðu upplýsingar um:</p> <ol> <li>Spítalainnlagnir vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna inflúensu síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, tímaskiptum eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legdögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna aukaverkana af bólusetningum annarra en COVID-19 bólusetningum síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi innlagna og legudaga vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, þ.m.t. heildarfjöldi innlagna þar sem sjúklingar voru lagðir á gjörgæslu og/eða tengdir við öndunarvél.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi tilfella þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> </ol> <p>Í öllum tilvikum var óskað eftir upplýsingum sundurliðuðum út frá bólusetningum, þ.m.t. út frá lengd frá bólusetningu, svo og eftir því hvort viðkomandi hefðu afþakkað bólusetningu samkvæmt læknisráði eða ekki. Í liðum 5 og 6 var auk þess óskað eftir framangreindri sundurliðun að viðbættri sundurliðun eftir því hvort um væri að ræða undirliggjandi veikindi eða ekki og eftir fjölda sprauta bólusettra (ein, tvær eða þrjár sprautur). Loks var í liðum 3 og 6 jafnframt óskað sundurliðunar eftir því hvort innlagðir hefðu verið greindir með sjúkdóminn eða með jákvæða niðurstöðu á PCR prófi.</p> <p>Kærandi tók fram í beiðni sinni að hann felldi sig við að fá upplýsingarnar afhentar í áföngum enda væri beiðnin umfangsmikil.</p> <p>Í ákvörðun embættis landlæknis sem var send með tölvubréfi hinn 9. desember 2021 kom fram að beiðni kæranda væri synjað með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki væri skylt að útbúa ný gögn til að verða við upplýsingabeiðni. Þá var einnig vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um að heimilt væri að hafna beiðni þar sem meðferð hennar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Væri embætti landlæknis og sóttvarnalæknis ómögulegt að útbúa öll þau gögn sem óskað væri eftir þar sem upplýsingar sem nauðsynlegt væri að vinna væru ekki í fórum embættisins. Loks kom fram í ákvörðun embættisins að ljóst væri af umfanginu að til þess að vinna hluta þeirra upplýsinga sem óskað væri eftir þyrfti að samkeyra heilbrigðisskrár sem landlæknir héldi samkvæmt 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og til þess að framkvæma slíka samkeyrslu þyrfti sérstaklega að óska eftir leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Yrði því að telja að við þær aðstæður, að forsenda þess að afhenda upplýsingar væri svo umfangsmikil samkeyrsla persónugreinanlegra gagna sem raun væri, styrkti enn fremur þá afstöðu embættisins að ekki væri hægt að verða við beininni vegna umfangs hennar.</p> <p>Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar tekur kærandi fram að hann telji embætti landlæknis hafa mistúlkað ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda bjóði sú túlkun upp á að hafna beri hvers kyns samantekt upplýsinga. Kærandi mótmælir því að 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga geti átt við um beiðni sína enda sé ákvörðun embættisins þar um ekki rökstudd.</p> <p>Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við enda komi fram í 3. mgr. sama ákvæðis að áður en beiðni verði vísað frá beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Kæranda hafi hvorki verið leiðbeint né veitt færi á að afmarka beiðni sína frekar. Embættið hafi auk þess ekki greint kæranda frá því hvaða gögn væru til og hver ekki heldur einungis vísað almennt til þess að ekki væri unnt að útbúa öll umbeðin gögn þar sem þau væru ekki öll í fórum embættisins.</p> <p>Í kæru eru dregnar í efa skýringar embættisins á umfangi fyrirhafnar á samkeyrslu upplýsinga svo og að leyfi Persónuverndar þurfi að koma til. Í lögum um landlækni og lýðheilsu komi fram að upplýsingar í skrám landlæknis skuli vera ópersónugreinanlegar og að persónuauðkenni skuli vera dulkóðuð.</p> <p>Þá er vakin athygli á því að í 7. og 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu hafi landlæknir það hlutverk að tryggja gæði og eftirlit heilbrigðisþjónustunnar, m.a. með viðeigandi skráningum upplýsinga til árangursmælinga. Mikilvægt sé að allar íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir sem feli m.a. í sér frelsissviptingu og aðrar langvarandi takmarkanir og lokanir séu vel rökstuddar og byggi á traustum og vísindalegum rökum og gögnum sem eigi að vera aðgengileg eða auðsótt af almenningi. Telur kærandi það vera ámælisvert að embættið reyni að komast hjá því að afhenda slík gögn og enn alvarlegra ef heilbrigðisyfirvöld virðist ekki styðjast við gögn sem þegar ættu að liggja fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 3. janúar 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi landlæknis, dags. 18. janúar 2022, var óskað eftir frekari fresti til þess að skila umsögn um kæruna vegna mikilla anna hjá embættinu og var umbeðinn frestur veittur til 26. janúar s.á. Var kærandi upplýstur um það með erindi sama dag.</p> <p>Umsögn landlæknis barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 26. janúar 2022. Í umsögninni er áréttuð afstaða embættisins um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og athugasemdum kæranda um að embættið hafi rangtúlkað umrædda málsgrein hafnað. Þá sé ljóst að um tímafreka vinnslu upplýsinga væri að ræða, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Vinna við að útbúa þau gögn sem mögulega væri hægt að útbúa krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri réttlætanlegt að leggja í hana auk þess sem sú vinna myndi bitna á annarri vinnu sem lægi á herðum embættisins í miðjum heimsfaraldri.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að umbeðnar upplýsingar, að því marki sem þær séu í vörslum embættisins, byggi á gögnum í heilbrigðisskrám sem haldnar séu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Gögnin séu persónugreinanleg þó persónuauðkenni skuli dulkóðuð samkvæmt 3. mgr. sömu greinar. Því falli allar samkeyrslur gagna undir leyfisskyldu vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019.</p> <p>Embætti landlæknis ítrekar í umsögn sinni að ómögulegt sé að útbúa megnið af þeim tölfræðiyfirlitum sem um ræðir þar sem upplýsingar í fórum embættisins nái ekki til allra umbeðinna breyta. Þannig geti embættið t.d. ekki samkeyrt gögn um innlagnir og fjölda legudaga vegna COVID-19 við bólusetningarstöðu. Nærtækara væri að óska eftir slíkum upplýsingum frá Landspítala sem hafi auk þess birt á heimasíðu sinni umfangsmiklar upplýsingar um innlagnir vegna COVID-19, m.a. eftir atvikum um bólusetningarstöðu innlagðra.</p> <p>Beðist er velvirðingar á því að kæranda hafi ekki verið bent á þær upplýsingar sem eru fyrirliggjandi og hafa verið birtar opinberlega. Kemur fram að ýmsar tölulegar upplýsingar um COVID-19 sjúkdóminn, þ.m.t. um innlagnir og bólusetningar, séu aðgengilegar á vefsvæðinu covid.is. Þá séu ýmsar tölulegar upplýsingar um inflúensu að finna á vefsvæðinu landlaeknir.is.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að upplýsingar um innlagnir og annað tengt mögulegum aukaverkunum af bólusetningum séu ekki aðgengilegar embætti landlæknis. Tilkynningar um aukaverkanir berist Lyfjastofnun og ekki séu kóðar í sjúkraskrám eða gagnagrunnum embættisins sem hægt sé að samkeyra til að útbúa þau gögn sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Loks kemur fram í umsögn embættisins að ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir séu byggðar á öllum fyrirliggjandi gögnum og í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Þannig byggi tillögur m.a. á gögnum erlendis frá og frá Landspítala sem hafi rekið göngudeild sem beri ábyrgð á umönnun þeirra sem greinist með COVID-19 á Íslandi. Því séu allar ákvarðanir byggðar á bestu fyrirliggjandi upplýsingum, m.a. um virkni bóluefna, fjölda innlagna og reynslu annarra þjóða af aðgerðum. Þá sé byggt á þróun faraldursins bæði hérlendis og erlendis og spám um mögulega framvindu. Ekki vaki fyrir embættinu að hindra aðgang að upplýsingum heldur sé um að ræða upplýsingar sem ekki sé á færi embættisins að afhenda í því formi sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var send kæranda til kynningar, dags. 27. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með tölvubréfi hinn 11. febrúar 2022. Kærandi hafnar skýringum landlæknis á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi á því formi sem óskað hafi verið eftir. Bendir hann á að ekki sé hægt að synja beiðni um upplýsingar á tilteknu formi án þess að leiðbeina viðkomandi eða leggja til afgreiðslu á öðru formi. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort unnt hefði verið að afhenda hluta umbeðinna gagna heldur beiðni kæranda hafnað í heild sinni án frekari skýringa. Þá gerir kærandi athugasemdir við skýringar embættis landlæknis um að vinnsla beiðninnar sé of tímafrek. Eingöngu sé ætlast til að ákvæðinu sé beitt í undantekningartilvikum og þurfi þá að réttlæta beitingu þess með skýrum rökstuðningi og mati á umfangi þeirrar vinnu sem fara þurfi fram en það hafi ekki verið gert.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun landlæknis er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Þá er ákvörðunin reist á því til viðbótar að til þess að vinna hluta umbeðinna upplýsinga þurfi að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins en til þess þurfi leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. &nbsp;</p> <h3>2.</h3> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 531/2014, 636/2016, 809/2019 og 1073/2022.</p> <p>Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings. Um það segir í frumvarpinu:</p> <blockquote> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld, eða aðra sem beiðni um gögn beinist að, að finna þau gögn eða það mál sem efnislega fellur undir beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar, fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að, […]. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því er áfram gerð sú krafa að beiðni sé að lágmarki þannig fram sett að stjórnvaldi sé fært á þeim grundvelli að finna tiltekin mál eða málsgögn sem hægt er að afmarka upplýsingaréttinn við, með tiltölulega einföldum hætti. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p>Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki.</p> <h3>3.</h3> <p>Af svörum embættis landlæknis verður ekki annað ráðið en að a.m.k. hluti umbeðinna upplýsinga liggi fyrir í kerfum og skrám embættisins. Það kemur raunar fram berum orðum í umsögn landlæknis til nefndarinnar. Þá verður ekki annað ráðið en að unnt sé að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu í heild sinni ekki fyrirliggjandi.</p> <p>Í svörum embættisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að upplýsingarnar séu ekki tiltækar á því formi sem óskað var eftir eða flokkaðar með þeim hætti sem kærandi bað um. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvörðun embættis landlæknis um rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um meðferð embættisins á slíkri beiðni gilda því auk upplýsingalaga, ákvæði stjórnsýslulaga, þ.m.t. leiðbeiningarskylda, rannsóknarregla og meðalhófsregla, sbr. 7., 10. og 12. gr. þeirra. Þessar reglur eru áréttaðar og endurspeglast í ákvæðum upplýsingalaganna. Þannig kemur fram í 3. mgr. 5. gr. þeirra að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna ber að leiðbeina málsaðila og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar ef annars er ekki talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni til tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ber þá að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.</p> <p>Samkvæmt því sem áður er rakið svo og tilvitnaðra athugasemda úr frumvarpi því er varð að upplýsingalögum hér að framan er ljóst að það hvernig beiðni um aðgang að gögnum er fram sett getur eitt og sér ekki ráðið úrslitum um niðurstöðu máls. Málsmeðferðarreglur upplýsingalaga og stjórnsýslulaga taka enda mið af því að málsaðili sem óskar aðgangs að gögnum á grundvelli laganna veit almennt ekki hvort og þá hvaða upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá þeim aðila sem beiðnin beinist að eða í hvaða formi þær eru geymdar þegar beiðni er sett fram. Það kemur því í hlut þess aðila, sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga beinist að, að leggja mat á hana með hliðsjón af þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi og eftir atvikum leiðbeina málsaðila um það hvaða gögn kunni að falla undir beiðnina, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum á grundvelli lista yfir þau mál eða gögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að þótt umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerir ráð fyrir er ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Í ljósi þess að ekki verður séð að málsaðila hafi verið nægilega leiðbeint í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur tilvísun embættis landlæknis til ákvæða 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ekki til álita. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að nefndin hefur lagt á það áherslu að fram fari raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og að gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum. nr. 1025/2021, 663/2016 og 551/2014. Loks fær úrskurðarnefndin ekki séð að ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eða reglur settar á grundvelli þeirra geti sjálfstætt staðið því í vegi að embætti landlæknis taki til þess afstöðu með rökstuddri ákvörðun, eftir atvikum að undangengnum leiðbeiningum til kæranda, hvort mögulegt sé að afmarka beiðnina við tiltekin mál eða gögn sem eru fyrirliggjandi hjá embættinu og þá hvort veittur skuli aðgangur að þeim og í hvaða mæli. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun embættis landlæknis úr gildi og vísa málinu aftur til embættisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1087/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk ekki séð að hið umbeðna gagn fæli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá yrði ekki talið að um væri að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Var Borgarbyggð því gert að afhenda kæranda gagnið.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1087/2022 í máli ÚNU 21120003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A synjun Borgarbyggðar, dags. 1. desember sama ár, á beiðni hans um aðgang að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var á því byggð að skýrslan væri undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti.</p> <p>Í kæru kemur fram að framkvæmdir við grunnskólann í Borgarnesi hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun og að almenningur eigi rétt á að fá að vita um hvað málið snýst.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 8. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember 2021. Í henni kemur fram að skýrslunnar hafi verið aflað til undirbúnings réttarágreiningi/dómsmáli vegna hönnunargalla á byggingu grunnskólans í Borgarnesi. Var þess óskað af hálfu sveitarfélagsins að eftirlitsmaður með framkvæmdinni tæki saman skýrslu vegna hönnunarmistaka á verktíma, sem nýtt yrði við gerð kröfubréfs gagnvart þeim sem gerðu mistökin. Borgarbyggð telji að því sé heimilt að hafna aðgangi að skýrslunni því að öðrum kosti gæti það leitt til réttarspjalla gagnvart sveitarfélaginu ef gagnaðili þess fengi aðgang að skýrslunni á þessu stigi málsins. Í umsögn Borgarbyggðar er bent á að gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé víðtækara en að einungis komi til greina að takmarka rétt til aðgangs að upplýsingum um dómsmál, heldur komi annar réttarágreiningur einnig til greina.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust daginn eftir. Í þeim er lögð áhersla á það hve langt fram úr kostnaðaráætlun verkið hafi farið og að bæjarbúar Borgarbyggðar eigi rétt til aðgangs að skýrslunni þar sem framkvæmdir við grunnskólann feli í sér ráðstöfun á opinberu fé.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði viðbótarskýringa frá Borgarbyggð með erindi, dags. 13. mars 2022. Var m.a. óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvort fyrir lægi í hvers konar farveg málið yrði lagt gagnvart þeim sem að sögn sveitarfélagsins gerðu umrædd mistök. Í svari Borgarbyggðar, dags. 4. apríl 2022, kom fram að senn yrði sent kröfubréf til hönnuða vegna þessa réttarágreinings.</p> <p>Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 8. júní 2022, aflaði úrskurðarnefndin frekari viðbótarskýringa frá sveitarfélaginu. Í fyrirspurninni var í fyrsta lagi óskað eftir upplýsingum um aðkomu og hlutverk eftirlitsmanns sveitarfélagsins með framkvæmdinni, hvort viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður með framkvæmdinni frá því þær hófust svo og hvort fyrir lægi samningur eða annað samkomulag um það. Í öðru lagi var spurt hvort fyrir lægju gögn sem vörðuðu beiðni sveitarfélagsins um ritun minnisblaðs eftirlitsmannsins, svo sem samningur um það sérstaklega eða önnur samskipti er gætu varpað ljósi á hlutverk eftirlitsmannsins að þessu leyti. Ef svo væri, var óskað eftir afriti af þeim gögnum. Í þriðja lagi var óskað eftir útskýringum á því að hvaða leyti umbeðið minnisblað innihéldi annars vegar sérfræðiráðgjöf til sveitarfélagsins og hins vegar umfjöllun um atvik málsins. Í svari Borgarbyggðar, dags. 5. júlí 2022, kom fram að viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður framkvæmdarinnar og fylgdi svarinu afriti af samningi sveitarfélagsins við hann. Beiðni um ritun minnisblaðsins hefði verið lögð fram á fundi í maí 2021 þar sem óskað hefði verið eftir því að eftirlitsmaðurinn skilaði skýrslu til þess að undirbúa kröfugerð/viðræður við verktakann. Þá kom fram í svari Borgarbyggðar að sveitarfélagið teldi ekki mögulegt að greina nákvæmlega á milli þess hvað væri sérfræðiráðgjöf og hvað umfjöllun atvik máls í umbeðnu minnisblaði enda fléttuðust saman lýsing málsatvika og sérfræðileg ráðgjöf um málið í því.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Þá segir:</p> <blockquote> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p>Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p>Sem fyrr segir byggir synjun Borgarbyggðar á afhendingu minnisblaðs varðandi útboðsgögn og verkteikningar vegna framkvæmda við grunnskóla í Borgarnesi á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróða aðila og í öðru lagi þurfa þau bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p>Ekki er deilt um það í málinu að framkvæmd sú sem minnisblaðið fjallar um kann að leiða til dómsmáls eða annars réttarágreinings. Hins vegar kemur til skoðunar hvort umbeðið minnisblað fullnægi því skilyrði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að vera „bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við“ þann ágreining. Hvorki af texta ákvæðisins í upplýsingalögum né lögskýringargögnum að baki þeim er að finna lýsingu á því hvað felst í „bréfaskiptum við sérfróða aðila“. Í áður tilvitnuðum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 72/2019 eru þó tekin dæmi um samskipti við lögmenn í þessum efnum. Samkvæmt þessu er ekki hægt að útiloka að aðrir sérfræðingar en lögmenn geti fallið undir gildissvið 3. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd m.a. litið til þess hvort gögn geymi mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá hefur verið litið til þess hvort um sé að ræða könnun á réttarstöðu aðila vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins. Um er að ræða skýrslu á sex blaðsíðum frá verkfræðistofunni Víðsjá, unna af eftirlitsmanni með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Í skýrslunni er framvinda verksins rakin og tilgreind ýmis atriði sem út af brugðu að mati eftirlitsmannsins. Einkum er um að ræða lýsingu á atvikum og samskiptum verkkaupa og verktaka.</p> <p>Úrskurðarnefndin fær ekki séð að hið umbeðna gagn feli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Með hliðsjón af þessu og efni hins umbeðna gagns fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar á þessu stigi. Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt bókun á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar hinn 18. nóvember 2021 þar sem skýrslan var til umfjöllunar var sveitarstjóra falið að kynna hana þeim er komu að hönnun mannvirkisins. Nefndin fær þannig ekki annað séð en að gagnið hafi nú þegar verið afhent aðila utan sveitarfélagsins sem jafnframt kann að eiga andstæðra hagsmuna að gæta í mögulegu ágreiningsmáli. Þá hefur Borgarbyggð ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gagnið gert opinbert á þessu stigi.</p> <p>Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögð ekki séð að afhending umbeðinnar skýrslu muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umbeðnu minnisblað, dags. 15. ágúst 2021, með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Borgarbyggðar, dags. 1. desember 2021, er felld úr gildi. Borgarbyggð er skylt að veita A aðgang að minnisblaði, dags. 15. ágúst 2021, vegna framkvæmda við grunnskólann í Borgarnesi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1086/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Fjarskiptasjóður synjaði Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, sem sjóðurinn gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs var byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með fjarskiptasjóði að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins gætu staðið til þess að leynd ríkti um gögnin, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því að ákvæðið þyrfti að skýra tiltölulega rúmt taldi nefndin að fjarskiptasjóði hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1086/2022 í máli ÚNU 21100005.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. október 2021, kærði A lögmaður, f.h. Sýnar hf., ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja félaginu um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands.</p> <p>Í kæru kemur fram að hinn 12. apríl 2012 hafi fjarskiptasjóður, f.h. íslenska ríkisins, gert þjónustusamning við Farice um þjónustu í almannaþágu um að tryggja fjarskiptasamband Íslands við umheiminn. Með uppfærslu samningsins í desember 2018 hafi Farice verið falinn undirbúningur og framkvæmd botnrannsóknar fyrir nýjan fjarskiptasæstreng milli Íslands og Evrópu (Írlands). Áætlaður kostnaður við rannsóknina væri 1,9 milljónir evra. Lagning nýs sæstrengs væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um að þrír virkir sæstrengir skyldu tengja landið við Evrópu frá mismunandi landtökustöðum, en þeir væru einungis tveir í dag.</p> <p>Í kæru er því lýst að Sýn hafi um langt skeið sýnt lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu mikinn áhuga og átt í talsverðum samskiptum við íslensk stjórnvöld um undirbúning lagningar sæstrengs. Það hafi því komið Sýn á óvart þegar fregnir bárust af samningi um botnrannsóknir milli fjarskiptasjóðs og Farice. Hafi því verið lýst í bréfi til stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 16. janúar 2019. Í bréfinu komi fram það sjónarmið Sýnar að um gróflega mismunun sé að ræða gagnvart samkeppnisaðilum á markaði, að hafa ekki haft samband við Sýn um tilboð í gerð botnrannsóknarinnar. Ljóst sé að Farice fái með þessu forskot umfram aðra á markaðnum.</p> <p>Í svari stjórnar sjóðsins við bréfinu, dags. 8. febrúar 2019, sé hins vegar skýrt tekið fram að botnrannsóknin sé sérstakt afmarkað verkefni sem verði gert upp sérstaklega gagnvart Farice. Svo segi orðrétt: „Afurð rannsóknarinnar verður eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice. Mikilvægt er að blanda ekki saman afmörkuðum hagsmunum tengdum botnrannsókninni og öðrum viðskiptahagsmunum félagsins. […] Þá skal áréttað að afurð botnrannsóknar þeirrar sem nú er hafin, verður eign fjarskiptasjóðs.“ Samkvæmt upplýsingum frá Farice hafi botnrannsóknum fyrir lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng lokið hinn 21. ágúst 2021.</p> <p>Með erindi til fjarskiptasjóðs, dags. 2. september 2021, hafi kærandi óskað eftir öllum gögnum sem tengdust botnrannsóknunum. Með svari fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, hafi beiðninni verið hafnað. Í svarinu hafi komið fram að Farice hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákveðið hafi verið á stjórnarfundi að verða ekki við beiðninni, hvorki í heild né að hluta, og væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ekki þætti ástæða til að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga, enda væri það mat sjóðsins að gögnin gætu ekki nýst utanaðkomandi og gætu beinlínis raskað framkvæmd verkefnisins meðan það væri á undirbúningsstigi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjarskiptasjóði með erindi, dags. 18. október 2021, og sjóðnum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að fjarskiptasjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Í henni er í upphafi fjallað um tilurð botnrannsóknar Farice, sem styrkt hafi verið af fjarskiptasjóði. Rannsóknin hafi verið gerð í tilefni af mögulegri lagningu nýs sæstrengs, en lagning nýs sæstrengs er ein af megináherslum fjarskiptaáætlunar, sbr. þingsályktun nr. 32/149 um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033. Lagning sæstrengs sé flókið verkefni af stærðargráðu sem erfitt sé að bera saman við lagningu annarra fjarskiptavirkja. Margir samverkandi þættir þurfi að ganga upp og framkvæmast í réttri röð svo að lagning sæstrengs gangi upp. Botnrannsóknin hafi verið ein af lykilforsendum þess að mögulegt hafi verið að skipuleggja verkefnið, afla tilskilinna fjölmargra leyfa, velja leið strengsins og jafnframt meta heildarkostnað verkefnisins. Rannsóknin var gerð af Farice og niðurstöður hennar varðveittar hjá félaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að leitað hafi verið eftir afstöðu Farice til afhendingar gagnanna. Í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, er því lýst að félagið hafi gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Að mati félagsins innihaldi gögnin upplýsingar um viðskiptahagsmuni Farice og viðskiptamanna Farice sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það mat Farice að takmarka skuli aðgang að gögnunum þar sem þau hafi að geyma upplýsingar sem almannahagsmunir krefjast að haldið skuli leyndum, enda líti Farice svo á að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi innviða í eigu íslenska ríkisins og efnahagslega mikilvæga hagsmuni þess sem geti skaðast ef gögnin verða gerð opinber, sbr. 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>IRIS-verkefnið sé að sögn Farice í miðju leyfisveitingarferli á Írlandi þar sem skipulögðu ferli sé fylgt varðandi upplýsingagjöf um verkefnið og hvernig gögn séu lögð fram til kynningar. Birting gagna er varði botnrannsóknina innan landhelgi Írlands utan leyfisferlisins geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir það ferli. Tafir í leyfisveitingarferli myndu að öllum líkindum leiða til talsverðs fjárhagstjóns fyrir Farice, þar sem félagið hafi gert samninga við aðila vegna lagningar sæstrengsins og gengist undir skuldbindingar um að halda tiltekna tímaramma í þeim efnum. Að mati Farice séu gögnin því sérstaklega viðkvæm á þessum tímapunkti.</p> <p>Markmiðið með lagningu nýs sæstrengs sé að auka fjarskiptaöryggi til og frá Íslandi. Þá hafi íslenska ríkið skilgreint sæstrengi sem mikilvæga innviði. Mikilvægi öryggis sæstrengja sé óumdeilt. Alvarleg öryggisatvik er varða sæstrengi gætu þannig haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki og almenning í landinu.</p> <p>Gögn sem varði botnrannsóknir við strendur Írlands vegna lagningar nýs sæstrengs hafi að geyma ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um öryggi strengsins og geti varpað ljósi á veikleika hans, ef einhverjir eru. Þau gögn sem beiðnin lúti að varði m.a. nákvæmar upplýsingar um staðsetningu strengsins. Á svæðinu sé strengurinn plægður og í raun grafinn niður í sjávarbotninn niður að 1500 metra dýpi. Þannig innihaldi gögnin m.a. upplýsingar um hvar hægt sé að plægja strenginn niður og hvar ekki, staðsetningu grjóts og/eða klappa, dýpislínur, staðsetningu aðskotahluta og nákvæmar upplýsingar um sjávarbotninn á leið strengsins. Þá séu einnig upplýsingar um skörun við aðra sæstrengi á hafsbotninum.</p> <p>Farice telji afar varhugavert frá öryggissjónarmiði að upplýsingar sem geti varpað ljósi á veikleika í plægingu og staðsetningu strengsins verði gerðar opinberar. Með því að veita aðgang að rannsóknargögnum vegna strengsins yrðu opinberaðar upplýsingar um allar þær staðsetningar sem metnar hafi verið áhættusamar eða geti gert strenginn viðkvæman með einhverjum hætti.</p> <p>Loks bendir Farice á að nákvæm rannsóknargögn botnrannsókna um fjarskiptasæstrengi séu aldrei birt opinberlega vegna öryggissjónarmiða. Einnig þurfi að hafa í huga hagsmuni sem tengist sérstaklega íslenska ríkinu og að átt sé við strenginn og hættu á skemmdarverkum eða hryðjuverkum.</p> <p>Að mati Farice hafi félagið, viðsemjendur þess og hið opinbera ríkari hagsmuni af því að gögnunum verði haldið leyndum, en hagsmunir beiðanda af því að fá gögnin afhent, þar sem gögnin komi ekki til með að nýtast beiðanda að ráði.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur í umsögn sinni að um sérstaklega viðkvæm gögn sé að ræða, sem varpi ljósi á helstu veikleika fyrirhugaðs sæstrengs og framkvæmdin sé nú á viðkvæmu stigi. Jafnframt sé sérstaklega fjallað um öryggi sæstrengja í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum frá 26. febrúar 2021, en í skýrslunni segi m.a. að ógerlegt sé að verja sæstrengina fyrir náttúruhamförum eða skemmdarverkum af ásetningi og að útilokað sé að vakta og tryggja heildaröryggi strengjanna.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur að eftir að strengurinn er lagður sé eðlilegt að almennar upplýsingar um legu sæstrengja séu birtar, sérstaklega gagnvart sjófarendum sem sigla yfir svæði þar sem sæstrengir liggja. Aftur á móti teljist nákvæmar upplýsingar um legu sæstrengja á sjávarbotni, sérstaka áhættuþætti og þess háttar eftir sem áður sérstaklega viðkvæmar og beri að tryggja að þær séu ekki aðgengilegar óviðkomandi. Nýr strengur sé þjóðaröryggismál og mikilvægt að tryggja framgang verkefnis um lagningu nýs sæstrengs, sem og öryggi fyrirhugaðs sæstrengs.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. janúar 2022, er gagnrýnt að beiðni Sýnar sé þrengd við aðgang að „botnrannsóknargögnum við Írland“. Rannsóknin hafi einnig átt að fara fram innan íslenskrar lögsögu, sbr. þjónustusamning fjarskiptasjóðs við Farice, enda sé það nauðsynleg forsenda lagningar sæstrengsins.</p> <p>Kærandi telur að vísun fjarskiptasjóðs til skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum styðji ekki við að synjað sé um aðgang að gögnunum á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skýrslunni komi ekki fram að sérstök ógn við þjóðaröryggi sé fólgin í upplýsingum um lagningu eða staðsetningu sæstrengja, heldur aðeins að ógnin felist í rofi á sambandi við umheiminn ef slíkir strengir bili eða skaðist.</p> <p>Þá vísar kærandi til fjarskiptalaga, þar sem m.a. komi fram að þar sem fjarskiptastrengir liggi í sjó skuli sjófarendur sýna aðgæslu og gæta varúðar, og að skip skuli bera til sýnis alþjóðamerki eða önnur merki sem gefi til kynna að unnið sé við lagningu eða viðgerð strengs þegar svo ber undir, svo aðrir sjófarendur geti sýnt aðgæslu. Loks nefnir kærandi að lagning sæstrengja sé háð samþykki Umhverfisstofnunar, sbr. lög nr. 151/2004, og að yfirgripsmiklar upplýsingar séu veittar í tengslum við leyfisumsókn, m.a. í kynningarskyni. Þá sé við lagningu fjarskiptasæstrengja haft samráð við fjölda hagsmunaaðila, ekki síst á vettvangi sjávarútvegs m.a. um legu strengjanna.</p> <p>Kærandi hafnar því að umbeðin gögn varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Lagning, eignarhald og rekstur fjarskiptasæstrengja sé ekki verkefni sem er falið ríkinu að lögum. Efnahagslegir hagsmunir samfélagsins séu fólgnir í órofnu fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn. Markmið fjarskiptalaga sé að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í fjarskiptaáætlun sem sett sé á grundvelli laganna segi að lögð skuli áhersla á víðtækt samstarf markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta, að styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands, og að tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn.</p> <p>Miðlun upplýsinga og gagna um botnrannsóknina til Sýnar sé því í samræmi við alla markmiðssetningu löggjafans á sviði fjarskipta. Með því að greiða fyrir lagningu Sýnar á fjarskiptasæstreng hljóti efnahagslega mikilvægir hagsmunir ríkisins að vera betur tryggðir en ella væri.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Verkefni sem fjarskiptasjóður fjármagni séu kostuð af almannafé og geti því aldrei talist varða einkahagsmuni Farice. Þá hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs, ekki Farice. Ummæli Farice að fyrirtækið gæti orðið fyrir fjártjóni ef gögn yrðu birt utan leyfisveitingarferlis sem fyrirtækið stæði í standist ekki, þar sem gögn er varða botnrannsóknir á Írlandi séu birtar á vef írskra stjórnvalda. Loks sé Farice að öllu leyti í eigu ríkisins og vandséð hvaða einkahagsmuni slíkt fyrirtæki hafi.</p> <p>Með erindum, dags. 3. júní 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Landhelgisgæslu Íslands í tengslum við lögbundið hlutverk þessara stofnana við samþykki fyrir lagningu og legu sæstrengja auk eftirlits með fiskiskipum og öðrum sjófarendum í nágrenni við fjarskiptasæstrengi. Svör bárust 10. og 13. júní 2022. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja (e. International Cable Protection Committee, ICPC) m.a. um það hvort upplýsingar úr botnrannsóknum, þ.m.t. um nákvæma leið sæstrengja, væru að jafnaði gerðar opinberar. Í svari nefndarinnar, dags. 14. júní 2022, kom fram að svo væri ekki. Hins vegar væri gagnlegt að vissar upplýsingar um staðsetningu strengjanna væru opinberar, svo sem hnitasetning fyrir fiskiskip, enda væri ein algengasta orsök skemmda á sæstrengjum af þeirra völdum.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari upplýsingum með erindum til fjarskiptasjóðs og Farice, dags. 3. júní 2022. Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar um það hvers vegna botnrannsóknin hefði aðeins verið afmörkuð við strendur Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Í svari Farice kom fram að framlag fjarskiptasjóðs til rannsóknarinnar hefði numið 1,9 milljónum evra. Ljóst hefði orðið í framhaldinu að kostnaður við botnrannsóknir á allri leiðinni yrði mun hærri en sem næmi framlagi fjarskiptasjóðs. Því var ákveðið að forgangsraða könnunarvinnunni með þeim hætti að byrjað yrði við strendur Írlands. Þá lá fyrir að leyfisveitingarferlið þar í landi tæki allt að 14 mánuði og því nauðsynlegt að ljúka könnuninni við Írland haustið 2020 ef leggja ætti sæstrenginn sumarið 2022. Ósamandregin gögn úr botnrannsókninni hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem lögð voru fram í leyfisveitingarferlinu.</p> <p>Varðandi leyfisveitingarferli á Íslandi tæki það styttri tíma en á Írlandi og því hefði verið talið nægilegt að rannsaka sjávarbotninn hér við land sumarið fyrir lagningu sæstrengsins. Það hafi verið gert sumarið 2021. Sú rannsókn hefði hins vegar alfarið farið fram á vegum Farice án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Því væru gögn þeirrar rannsóknar hvorki eign sjóðsins né fyrirliggjandi hjá honum.</p> <p>Þá kom fram í erindi Farice að mikilvægt væri að gera greinarmun á botnrannsóknum annars vegar og leiðarvali sæstrengsins hins vegar. Hluti af niðurstöðum botnrannsókna væru upplýsingar um endanlega leið strengsins í sjó. Leiðin væri að jafnaði birt opinberlega og skráð í sjókort til að koma í veg fyrir að strengir yrðu slitnir í ógáti. Hins vegar væri það aðeins hnitsetning strengjanna, en ekki upplýsingar sem vörpuðu ljósi á sjávarbotninn á hverjum stað fyrir sig sem gætu varpað ljósi á hugsanlega veikleika strengsins.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs er byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum fjarskiptasjóðs og Farice að rannsókn á sjávarbotni í tilefni af lagningu sæstrengs milli Íslands og Írlands hafi verið tvískipt: annars vegar í efnahagslögsögu Írlands árið 2020 og hins vegar við Ísland árið eftir. Síðari rannsóknin hafi verið gerð án aðkomu fjarskiptasjóðs. Í samræmi við það liggja aðeins fyrir hjá fjarskiptasjóði botnrannsóknargögn úr rannsókninni árið 2020. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á að Farice heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, og getur kærandi beint gagnabeiðni til félagsins um botnrannsóknargögn frá sumrinu 2021.</p> <p>Farice á og rekur tvo fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Kærandi hefur sýnt því áhuga að leggja slíkan sæstreng til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þótt það virðist óumdeilt í málinu er rétt að taka fram að þrátt fyrir áhuga kæranda og samskipti við stjórnvöld í tengslum við lagningu sæstrengs byggist réttur hans til gagna botnrannsóknarinnar á 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en ekki á 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum sem varða aðila sjálfan.</p> <p>Eitt af einkennum þeirrar reglu sem felst í 5. gr. upplýsingalaga er að allir njóta réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu og skiptir ekki máli í því sambandi hvort sá sem upplýsinga óskar er íslenskur ríkisborgari eða heimilisfastur hér á landi. Ekki skiptir heldur máli hvort um einstakling eða lögaðila er að ræða, eða hvaða starfi sá gegnir sem upplýsinga óskar. Sá sem byggir rétt á ákvæðinu þarf ekki að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar, eða að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni. Að því leyti er reglan ólík flestum öðrum reglum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum. Í samræmi við framangreint er gert ráð fyrir því að ef aðgangur að gögnum er heimill skv. 5. gr. megi viðkomandi hagnýta sér upplýsingarnar á hvern þann hátt sem hann kýs, þ.m.t með því að birta þær opinberlega, að virtum almennum reglum.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. ákvæðisins.</p> <p>Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.</p> <p>Þá segir um 1. tölul. ákvæðisins:</p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir.</p> </blockquote> <p>Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.</p> <p>Í málinu hefur verið lögð áhersla á að afhending gagnanna geti verið til þess fallin að hafa áhrif á rekstraröryggi sæstrengsins því þau innihaldi upplýsingar um gæði sjávarbotnsins á hverjum stað. Upplýsingarnar séu notaðar til að leggja mat á hvort og þá hve djúpt sé hægt að plægja strenginn niður á hverjum stað í því skyni að vernda hann; þær geti hins vegar að sama skapi varpað ljósi á þá staði þar sem strengurinn sé viðkvæmur fyrir, til að mynda á stöðum þar sem ekki er unnt að plægja strenginn niður í sjávarbotninn og strengurinn þannig ekki eins vel varinn. Slíkt geti ógnað öryggi íslenska ríkisins m.a. með tilliti til þess að skemmdarverk séu unnin á sæstrengnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með fjarskiptasjóði með vísan til framangreinds að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um framangreind gögn. Er það einnig í samræmi við þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin aflaði hjá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja um að yfirleitt séu ekki veittar upplýsingar um nákvæma leið sæstrengja. Með hliðsjón af því að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að skýra tiltölulega rúmt og að réttur kæranda til aðgangs að gögnunum byggi á 5. gr. laganna telur nefndin að fjarskiptasjóði hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort 9. gr. eða 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kæranda séu afhent umbeðin gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, að synja Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, er staðfest.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1085/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að gögnum vegna fundar Skattsins (þá Tollstjóra) með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Synjunin var byggð á þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fól 188. gr. tollalaga í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Taldi nefndin að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði tollalaga. Ákvörðun Skattsins var því staðfest.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1085/2022 í máli ÚNU 21090013.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði (hér eftir einnig SAM), synjun Skattsins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi til Skattsins, dags. 15. mars 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum vegna fundar Skattsins með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Hinn 23. mars 2021 var gagnabeiðni kæranda svarað og veittur aðgangur að glærukynningu Skattsins, „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“, dags. 4.–5. febrúar 2020, sem notuð var á fundum innflytjenda og tollmiðlara hjá Skattinum. Fundirnir voru tíu samtals og fóru fram á tímabilinu 4.–17. febrúar 2020. Fram kom að glærukynningin hafi verið notuð á öllum fundum til að afmarka umræðuefni fundarins. Sérstök glæra um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar vegna hvers og eins fyrirtækis var ekki afhent þar sem embættið hefði ekki heimild til að dreifa slíkum upplýsingum, með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005.</p> <p>Kærandi vildi ekki sætta sig við að sú glæra væri undanskilin aðgangi og ítrekaði upplýsingabeiðni sína með tölvupósti, dags. 23. apríl 2021, 6. maí og 16. júní 2021. Gagnabeiðni kæranda var svarað hinn 13. júlí 2021 og var kæranda afhent skýrslan „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ frá desember 2017. Í niðurstöðuköflum skýrslunnar höfðu tilteknar upplýsingar og nöfn tollmiðlara verið tekin út. Var jafnframt tekið fram í svari Skattsins að á fundi með tollmiðlurum hefðu tollmiðlarar eingöngu fengið upplýsingar um eigin árangur en ekki upplýsingar um frammistöðu annarra.</p> <p>Með erindi, dags. 19. júlí 2021, óskaði kærandi eftir nánari upplýsingum um hvers vegna tilteknar upplýsingar hefðu verið afmáðar. Þar sem gagnabeiðninni er laut að glærukynningunni hafði ekki verið svarað vísaði kærandi þeim hluta málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Málið var fellt niður hjá nefndinni í kjölfar þess að Skatturinn svaraði erindi kæranda hinn 27. ágúst 2021.</p> <p>Í svari Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, var gagnabeiðni kæranda hafnað. Þar kom fram að tollyfirvöld telji að líta beri á 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstaklinga og fyrirtækja og hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum sölu og vörureikninga. Þær upplýsingar sem um ræði séu að mati tollyfirvalda viðkvæmar og varði mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem um er fjallað, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt komi þar fram viðkvæmar upplýsingar um villutíðni sem einar og sér, án frekari upplýsinga, t.d. um alvarleika villna, geti gefið ranga mynd af frammistöðu viðkomandi aðila.</p> <p>Gögn þessi hafi verið tekin saman í þeim tilgangi að bæta áreiðanleika upplýsinga við tollskýrslugerð í samræmi við langtímamarkmið tollyfirvalda að minnka villutíðni. Tilgangur áreiðanleikakönnunarinnar hafi ekki verið að klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra. Það sé mat tollyfirvalda að birting umdeildra upplýsinga geti mögulega skaðað samstarf tollyfirvalda við tollmiðlara og þannig hægt á þeirri vinnu að minnka villutíðni og bæta áreiðanleika í tollskýrslugerð. Hver tollmiðlari hafi aðeins fengið aðgang að upplýsingum varðandi sinn eigin árangur; ekki hafi verið veittar upplýsingar um frammistöðu annarra. Að mati tollyfirvalda sé það óeðlilegt að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Það sé enn fremur mat tollyfirvalda að óeðlilegt sé að veita upplýsingar sem varði viðskipti og villutíðni einstakra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Ekkert sé því til fyrirstöðu að veita almennar upplýsingar um niðurstöður tollyfirvalda hvað varðar villutíðni í tollskýrslum, enda hafi það nú þegar verið gert, en óeðlilegt sé að veita upplýsingar varðandi viðskipti og árangur einstakra fyrirtækja sem skaðað geti stöðu þeirra á markaði.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 13. júlí 2021, hafi tollyfirvöld veitt kæranda aðgang að skjalinu „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ þar sem er að finna aðferðafræði og niðurstöður mælinga. Á blaðsíðu tíu í skjalinu sé að finna upplýsingar um hlutfall skýrslna gert af tollmiðlara með villu. Nöfn tollmiðlara hafi verið afmáð í því eintaki sem kærandi fékk afhent en eftir standi að hægt sé að nálgast ýmsar upplýsingar um verkefnið, t.d. hlutfall villutíðni og fjölda skýrslna sem lenti í úrtaki. Verði kæranda afhentar upplýsingar af glærum sem notaðar voru á fundum með tollmiðlurum, geti félagið borið saman upplýsingar á glærum og blaðsíðu tíu í skýrslu og m.a. reiknað út markaðshlutdeild tollmiðlara. Umræddar upplýsingar geti þar af leiðandi haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara.</p> <p>Að mati tollyfirvalda hafi verið gengið eins langt og heimilt sé í að uppfylla upplýsingaskyldu í máli þessu. Kærandi hafi nú þegar undir höndum allar upplýsingar um þá tölfræði sem farið var yfir með tollmiðlurum í tengslum við mælingar á villutíðni, þó án þess að hægt sé að tengja árangur og umfang viðskipta við einstök fyrirtæki. Slíkar upplýsingar varði mikilvæga viðskiptalega hagsmuni umræddra fyrirtækja að mati tollyfirvalda og sé beiðni um aðgengi að þeim því hafnað.</p> <p>Í kæru, dags. 26. september 2021, kemur fram að kærandi geti ekki fallist á röksemdir Skattsins og telji að félagið eigi rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi telur afstöðu Skattsins, um að takmarka aðgang að hluta gagnanna, ekki eiga sér fullnægjandi stoð í lögum og byggja á rangri lagatúlkun. Að mati kæranda hvíli afdráttarlaus skylda skv. 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að upplýsingunum, en um sé að ræða upplýsingar sem teknar voru saman fyrir alllöngu, og sýndu að tilteknir aðilar hafi ekki lagt fram tollskýrslur líkt og tollalög áskilja. Hvað varði skilning embættisins á öðrum ákvæðum en ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki hjá því komist að hafna þeim skilningi alfarið.</p> <p>Að mati kæranda standist það ekki nánari skoðun að halda því fram að þær niðurstöður sem fram komi í skýrslunni varði rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja, heldur snúist niðurstöðurnar einungis um hvort aðflutningsskýrslur hafi verið fylltar út í samræmi við tollalög. Með vísan til þessa beri almennt að hafna forsendum og niðurstöðu ákvörðunar skattsins um að synja um aðgang að glæru nr. 11 í glærukynningu og þeim hluta villutíðniskýrslu Skattsins sem hefur verið svertur og gerður óaðgengilegur.</p> <p>Kærandi telur ljóst að þær upplýsingar sem kunni að vera á glæru nr. 11, þ.e. upplýsingar um villutíðni, séu ekki þess eðlis að rétt sé að takmarka aðgang almennings að þeim, hvort sem er með vísan til 9. gr. upplýsingalaga eða fyrrgreindra ákvæða um þagnarskyldu. Þá verði ekki fallist á röksemdir Skattsins um að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingunum á grundvelli viðskiptahagsmuna fyrirtækjanna. Ljóst sé að fundur skattsins með tollmiðlurum varðandi könnun Skattsins á því hvort tollmiðlarar væru að flokka innfluttar vörur með réttum hætti, efni kynningarinnar og svar Skattsins bendi til þess að áreiðanleika tollskýrslna hafi verið ábótavant.</p> <p>Í málinu hafi grundvallarþýðingu að beiðni kæranda lúti ekki að einstökum viðskiptum umræddra aðila. Ekki sé óskað eftir afritum af reikningum, upplýsingum um magn innfluttra vara eða öðrum upplýsingum sem varða einstök viðskipti. Einungis sé óskað eftir upplýsingum um tölfræðivinnu Skattsins og hvaða aðilar hafi ekki fyllt út aðflutningsskýrslur í samræmi við tollalög. Almennt verði að telja að til staðar séu miklir samfélagslegir hagsmunir fyrir því að aðgangur sé veittur að gögnum er varða tolleftirlit og tollframkvæmd. Miklu skipti að tollskýrslur séu réttar og röng upplýsingagjöf við tollflokkun hafi mikinn þjóðfélagslegan kostnað í för með sér. Þannig sé um að ræða mikilvægar upplýsingar sem varði hagsmuni almennings, og sé raunar ekki útilokað að rétt sé að veita aukinn aðgang að þeim, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að mati kæranda sé ekki um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstakra félaga að ræða og það sé að mati kæranda ekki rétt að leynt verði farið með upplýsingarnar. Slík takmörkun verði heldur ekki réttlætt í von um að vernda samstarf tollmiðlara og tollyfirvalda, en kærandi telur ljóst að engin lagastoð sé fyrir takmörkun á upplýsingarétti almennings á þessum grundvelli.</p> <p>Þessu til viðbótar mótmælir kærandi því sérstaklega að ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga eða ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga eigi við um gagnabeiðnina. Hvað varði ákvæði tollalaga um vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum telur kærandi ljóst að ákvæðið taki til upplýsinga um einstök viðskipti en ekki upplýsinga um tölfræði um útfyllingu tollskýrslna. Upplýsingar um að félag tollflokki með röngum hætti geti vart talist til viðskiptahagsmuna í þessum skilningi. Í öllu falli geti vart talist eðlilegt að slíkum upplýsingum sé haldið frá almenningi til þess að vernda „viðskiptahagsmuni“ fyrirtækis. Hvað varðar ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga vísar kærandi til fyrri röksemda er lúta að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi að viðskiptahagsmunir séu tæpast virkir, enda sé liðinn langur tími frá glærukynningunni og telja verði að hlutaðeigandi tollmiðlarar hafi haft fullt færi á að bæta úr tollflokkun sinni í kjölfar fundarins með Skattinum. Skiptir máli í því sambandi að á fundinum boðaði Skatturinn aðgerðir til að auka áreiðanleika tollskýrslna og var gert ráð fyrir umræðum milli Skattsins og tollmiðlara þar að lútandi.</p> <p>Kærandi vísar til fullyrðinga Skattsins um að tilgangur með fundi með tollmiðlurum hafi ekki verið að „klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra“. Að mati kæranda hafi sjónarmið af þessu tagi enga þýðingu og áréttar að gagnabeiðni félagsins sé á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Félagið hafi ekki verið á fundunum og telji sig ekki vera samkeppnisaðila þeirra sem þangað voru boðaðir. Í því sambandi komi þessar röksemdir Skattsins spánskt fyrir sjónir og gefi til kynna að synjun gagnabeiðninnar byggist á fleiri sjónarmiðum en ákvæðum upplýsingalaga. Auk þessa sé því mótmælt að aðgangur að gögnum færi „vopnin í hendur samkeppnisaðila“ tollmiðlara. SAM séu samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og vilji með beiðni um aðgang að gögnum einungis kanna hvort rétt sé staðið að tolleftirliti og tollaframkvæmd. Umrædd villutíðniskýrsla varði það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar almennt en ekki hvort að aðflutningsskýrslur tiltekinna vara, svo sem mjólkurvara, séu rétt útfylltar. Að mati kæranda hafi þau sjónarmið sem reifuð eru af hálfu Skattsins enga þýðingu og verður þeim ekki fundin stoð í ákvæðum upplýsingalaga eða í greinargerð með þeim lögum.</p> <p>Þá sé því jafnframt mótmælt að sú staðreynd, að hver tollmiðlari hafi einungis fengið aðgang að upplýsingum um sinn eigin árangur, geri það að verkum að óeðlilegt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum sem um ræðir, eða að veiting slíkra upplýsinga hafi í för með sér að upplýsingaréttur kæranda gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Að mati kæranda sé engin stoð fyrir þessari afstöðu enda byggi félagið upplýsingarétt sinn á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sem gilda jafnt um alla, eðli málsins samkvæmt. Raunar sé ekki heldur útilokað að aðrir tollmiðlarar eigi sama upplýsingarétt á grundvelli laganna.</p> <p>Af röksemdum Skattsins megi ráða að tollyfirvöld virðist líta svo á að SAM sé samkeppnisaðili umræddra tollmiðlara, eða að félagið óski eftir gögnum sem einhvers konar aðili máls. Í því ljósi árétti kærandi að um sé að ræða gagnabeiðni á grundvelli upplýsingaréttar almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ljóst megi vera að samkeppni hafi þar enga þýðingu enda varði málið ekki virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, heldur það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar þegar þær eru lagðar fram hjá tollyfirvöldum.</p> <p>Kærandi telur sig jafnframt eiga rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem hafa verið afmáðar úr villutíðniskýrslunni sem félagið fékk afhenta frá Skattinum 13. júlí 2021. Byggir kærandi á sömu röksemdum og þegar hafi komið fram. Því sé jafnframt mótmælt að umræddar upplýsingar teljist til virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna tollmiðlaranna, eða að upplýsingarnar geti haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara, enda séu upplýsingarnar frá árinu 2017. Hafi nokkrir slíkir hagsmunir verið fyrir hendi, þá séu þeir liðnir undir lok.</p> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 27. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 11. október 2021, afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni umbeðin gögn en vísaði að öðru leyti til fyrra bréfs tollyfirvalda, dags. 27. ágúst 2021, þar sem beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum var hafnað. Þá áréttaði Skatturinn að rökstuðningur í því bréfi ætti jafnt við um faldar upplýsingar í glærukynningum sem og í skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október 2021, var kærandi upplýstur um svar embættisins og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi óskaði ekki eftir því að skila inn frekari athugasemdum í ljósi þess að Skatturinn skilaði ekki sérstakri umsögn.</p> <p>Með bréfum, dags. 8. júní 2022, var óskað eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem umbeðnar upplýsingar í málinu varða til afhendingar upplýsinganna. Sama dag sendi nefndin erindi til Skattsins með ósk um nánari upplýsingar. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum. Í báðum tilvikum var lagst gegn afhendingu gagnanna. Svar barst frá Skattinum hinn 16. júní 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar tilteknum hluta glærukynningarinnar „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ af fundi Skattsins með forsvarsmönnum tollmiðlara 4.–5. febrúar 2020 og hins vegar upplýsingum úr skýrslu Skattsins (þá Tollstjóra) frá í desember 2017 sem ber heitið „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“. Skatturinn telur að gögnin séu háð sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en einnig að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. Hefur þetta verið staðfest í eldri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar, m.a. nr. 922/2020, 623/2016 og 617/2016.</p> <p>Þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og afhent hafa verið úrskurðarnefndinni eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Upplýsingar úr skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum“, sem unnin var af Skattinum (þá Tollstjóra) árið 2017. <ul> <li>Listi yfir 17 tollmiðlara í töflu á bls. 10 hefur verið afmáður. Taflan inniheldur upplýsingar um villutíðni tollmiðlara, þ.e. hve hátt hlutfall tollskýrslna hvers miðlara inniheldur villu. Kærandi hefur undir höndum hinar tölulegu upplýsingar í töflunni en ekki listann yfir miðlarana.</li> <li>Athugasemdir um nánar tiltekna tollmiðlara á bls. 5 og 9 hafa verið afmáðar.</li> </ul> </li> <li>Glæra nr. 11 í glærukynningunni „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ sem notast var við á fundum með níu nánar tilgreindum leyfishöfum tollmiðlunar, sbr. 48. gr. tollalaga, dagana 4. og 5. febrúar 2020, var afmáð. <ul> <li>Á glærunni er að finna niðurstöðu áreiðanleikagreiningar Skattsins á villutíðni tollskýrslna sem berast frá viðkomandi tollmiðlara. Glæran sýnir einungis niðurstöðu Skattsins um þann miðlara sem var á fundinum, ekki niðurstöður um aðra tollmiðlara.</li> <li>Upplýsingarnar eru hinar sömu og koma fram samandregnar í töflu á bls. 10 í skýrslunni frá 2017.</li> </ul> </li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn með hliðsjón af því hvort unnt sé að fella þær upplýsingar sem þar koma fram undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar varði vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir en slíkar upplýsingar falla undir fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Því er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun Skattsins í málinu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, að synja A lögmanni, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, um aðgang að gögnum er staðfest.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1084/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022

Kærðar voru tafir á afgreiðslu beiðna kæranda um viðbrögð Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og spurningum sem kærandi beindi til sveitarfélagsins í tengslum við þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af upplýsingalögum yrði ekki leidd skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda, með vísan til þess hvernig hlutverk nefndarinnar væri afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Var því kærunum vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1084/2022 í máli ÚNU 22040009 og 22040014.</p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindum, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, kærði A töf Garðabæjar á afgreiðslu erinda sinna til sveitarfélagsins.</p> <p>Með erindi til bæjarstjóra Garðabæjar, dags. 23. mars 2022, óskaði kærandi eftir:</p> <ol> <li>Viðbrögðum bæjarstjóra við úrskurðum Persónuverndar í tveimur málum. <ul> <li>Kærandi hafði kvartað til stofnunarinnar vegna háttsemi Garðabæjar og Garðaskóla. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að háttsemin hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf.</li> </ul> </li> <li>Upplýsingum um hvað sveitarfélagið hefði gert til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist í framtíðinni.</li> <li>Upplýsingum um áhrif ítrekaðra lögbrota starfsmanna sem B, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, væri ábyrgur fyrir á það svið sem B bæri ábyrgð á, ásamt upplýsingum um hvaða áhrif lögbrotin hefðu haft á störf og starfsframa B.</li> <li>Afriti af afsökunarbeiðnum sem Garðabær teldi sig hafa sent kæranda; kærandi kannaðist ekki við að hafa tekið á móti slíkum afsökunarbeiðnum.</li> </ol> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 20. apríl 2022.</p> <p>Hinn 20. apríl 2022 sendi kærandi erindi til Garðabæjar í tilefni af því að þriðji úrskurður Persónuverndar lægi nú fyrir, þar sem niðurstaðan væri sú að vinnsla ráðgjafarfyrirtækis, sem hefði verið Garðaskóla til aðstoðar í máli dóttur kæranda, hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf. Var óskað eftir viðbrögðum bæjarstjóra Garðabæjar ásamt upplýsingum um sömu atriði og fram koma í töluliðum 2 og 3 að framan.</p> <p>Þá óskaði kærandi í erindinu eftir upplýsingum um:</p> <ol> <li>Hvaða áhrif úrskurðurinn kæmi til með að hafa á samvinnu Garðabæjar við ráðgjafarfyrirtækið í framtíðinni.</li> <li>Hvernig það samræmdist stefnu Garðabæjar að bæjarstjóri teldi starfsmenn sem brytu lög hafa unnið að málinu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum.</li> <li>Hvaða áhrif það hefði þegar markmiði Garðabæjar um persónuvernd væri ekki fylgt eftir.</li> </ol> <p>Þar sem erindinu hefði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 27. apríl.</p> <p>Í erindi Garðabæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. apríl 2022, kom fram að engin gögn lægju fyrir hjá sveitarfélaginu sem svöruðu beiðni kæranda í 3. tölulið fyrri beiðni hans. Að því er varðaði afsökunarbeiðnir, sbr. 4. tölulið sömu beiðni, hefði kærandi fengið þær munnlega. Að öðru leyti vörðuðu spurningar kæranda í erindum hans ekki aðgang að gögnum heldur væru krafa um viðbrögð eða afstöðu bæjarstjóra til tiltekinna atriða. Síðara erindi kæranda var svarað hinn 2. maí 2022.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir viðbrögðum Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og beint spurningum til sveitarfélagsins í tengslum við þá.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í skýringum Garðabæjar hefur komið fram að varðandi tölulið 3 í fyrirspurn kæranda frá 23. mars, sem ítrekuð var 20. apríl, liggi ekki fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins. Að því er varði beiðni kæranda um aðgang að afsökunarbeiðnum frá sveitarfélaginu hafi þær verið bornar fram munnlega. Að öðru leyti hefur Garðabær staðfest að ekki liggi fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins sem varði fyrirspurnir kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga framangreindar staðhæfingar sveitarfélagsins í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindri umfjöllun um 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. gr. sömu laga, er ekki unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kærum A, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1083/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022

Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði tiltekins félags vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Kærandi var meðal þeirra sem tók þátt í samkeppninni. Synjunin byggðist aðallega á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess félags sem upplýsingarnar vörðuðu, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingarnar ekki varða hagsmuni félagsins með þeim hætti að til greina kæmi að synja um aðgang að þeim. Þá áréttaði nefndin að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga gæti ekki heitið þeim trúnaði sem veitti honum upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Var Isavia því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1083/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum um útboð á aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <p>Forsaga málsins er rakin í kæru. Isavia hélt árið 2014 ferli (ýmist nefnt útboð, forval eða samkeppni) til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með ferlinu bauð Isavia út leigu (eða greiðslu fyrir sérleyfi) á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar. Kærandi tók þátt og átti hæsta tilboðið í rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi, en var hafnað. Isavia tók þess í stað tilboði Miðnesheiðar ehf.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, óskaði kærandi eftir ljósritum af gögnum er vörðuðu alla þá samninga, m.a. viðauka og/eða breytingar á samningum, sem Isavia hefur gert um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2014 til þess dags. Meðal annars var óskað eftir samningum sem gerðir höfðu verið við félögin Miðnesheiði ehf., Sjóklæðagerðina hf. og Rammagerðina ehf., þar sem gagnaðili Isavia hefur tekið breytingum síðan upphaflegur samningur var gerður í kjölfar útboðsins. Þá var einnig óskað eftir tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli Isavia, „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“, sem hófst árið 2014, ásamt öllum fylgigögnum með tilboðinu.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2021, upplýsti Isavia kæranda um að félagið hefði óskað eftir afstöðu þeirra aðila til beiðninnar sem umræddar upplýsingar vörðuðu. Hinn 13. ágúst 2021 sendi Isavia umbeðin gögn með tölvupósti. Í samræmi við athugasemdir Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. hefði Isavia ákveðið á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að fjarlægja viðskiptaáætlun úr þeim gögnum sem veittur væri aðgangur að, sem og persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna umræddra aðila.</p> <p>Meðal þess sem ekki var afhent var tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. og kærandi ítrekaði ósk sína um aðgang að því. Viku síðar, 20. ágúst 2021, sendi Isavia umbeðið skjal en strikað hafði verið yfir upplýsingar sem þar komu fram með vísan til þess að ákvörðunin byggði á afstöðu eiganda upplýsinganna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 20. ágúst 2021, var óskað eftir því við Isavia að félagið endurskoðaði ákvörðun sína um synjun um aðgang að upplýsingunum, m.a. með hliðsjón af aldri upplýsinganna, að upplýsingarnar kæmu óbeint fram í samningunum sem þegar höfðu verið afhentir og að félagið Miðnesheiði ehf. væri ekki lengur til og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Isavia var auk þess bent á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 í máli vegna kæru Kaffitárs. Í því máli hefði úrskurðarnefndin leyst úr mjög sambærilegu álitaefni. Engu að síður staðfesti Isavia synjun sína um aðgang kæranda með tölvupósti, dags. 27. ágúst 2021. Rökstuðningur félagsins var svohljóðandi:</p> <blockquote> <p>Í ákvörðun Isavia ohf. um yfirstrikanir í umbeðnum og afhentum gögnum felst það mat félagsins að yfirstrikaðar og fjarlægðar upplýsingar hafi að geyma mikilvæga og virka hagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá voru umræddar upplýsingar lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar en til slíkra upplýsinga teljast m.a. upplýsingar um rekstur, einingaverð, fjárhagsmálefni og viðskipti.</p> <p>Isavia ohf. óskaði eftir afstöðu umræddra þriðju aðila til afhendingar upplýsinganna sem lögðust báðir gegn því að upplýsingar yrðu afhentar þar sem um væri að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Isavia lagði mat hagsmunaaðilanna m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagins um að yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar í umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent.</p> </blockquote> <p>Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi aðra beiðni til Isavia um aðgang að gögnum úr ferlinu frá árinu 2014. Nánar tiltekið var óskað eftir ljósritum af gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Í kæru krefst kærandi aðgangs að eftirfarandi upplýsingum og gögnum um ferli Isavia ohf. sem hófst árið 2014 og nefndist „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“:</p> <ol> <li>Viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Öllum greiðslum sem Isavia ohf. hefur fengið frá Miðnesheiði ehf. (eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi) vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað er eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá er óskað eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefur rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár er óskað eftir því að fram komi hvað greitt hafi verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</li> </ol> <p>Kærandi vísar til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðnum um aðgang að gögnum í útboðsferli Isavia ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Úrskurðarnefndin hafi þegar tekið afstöðu til þessara álitaefna vegna innkaupaferlisins sem um ræðir. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að þátttakandi í umræddu forvali (útboði) njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 579/2015.</p> <p>Kærandi telur ljóst að hagsmunir umræddra þriðju aðila vegi ekki þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að gögnunum, en samkvæmt undanþáguákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Að því er varðar umfjöllun og sjónarmið um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni annarra þátttakenda í útboðinu hafi úrskurðarnefndin þegar leyst úr því álitaefni í máli nr. 579/2015 í máli Kaffitárs. Úrskurðurinn fjalli þar um sama útboðsferli og því eigi algerlega sömu sjónarmið við og í því máli. Af rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar í fyrrnefndum úrskurði sé ljóst að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að undanskilja upplýsingar í tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf. með þeim hætti sem gert var í skjalinu sem Isavia sendi hinn 20. ágúst 2021. Auk þess séu upplýsingarnar orðnar enn eldri nú og félaginu Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið árið 2019 og því ljóst að hagsmunir félagsins séu einfaldlega ekki til staðar. Þá hafi Isavia ekki rökstutt að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns fyrir þriðju aðila sem gögnin varða. Auk þess séu hagsmunirnir ekki virkir, sbr. orðalag 9. gr. upplýsingalaga, þar sem Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið í október árið 2019.</p> <p>Kærandi hafnar því sjónarmiði Isavia til stuðnings synjun að umbeðnar upplýsingar hafi verið lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar. Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sé lögbundinn og hann verði ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. laganna.</p> <p>Að lokum leggur kærandi ríka áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboðinu hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út leigu á (sérleyfi fyrir) rekstri í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Slík aðstaða sé gríðarlega verðmæt. Kærandi hafi verið meðal þeirra sem gerði tilboð en tilboði Miðnesheiðar ehf. var tekið í stað kæranda. Umbeðnar upplýsingar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í útboðinu og þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Líkt og Isavia hafi bent á sé verslunar- og veitingarými í flugstöðinni meðal eftirsóttustu gæða á Íslandi og Isavia úthlutar þessum gæðum fyrir hönd íslenska ríkisins.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 14. september 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 28. september 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun félagsins að synja kæranda að hluta til um aðgang að gögnum byggist á því mati félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Isavia hafi leitað eftir afstöðu umræddra þriðju aðila, Sjóklæðagerðarinnar ehf. og Rammagerðarinnar ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) til afhendingar upplýsinganna, sem hafi lagst gegn því með afgerandi hætti að umræddar upplýsingar yrðu afhentar kæranda enda um að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila. Hafi Isavia lagt mat þeirra sem hagsmunaaðila m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagsins að synja um afhendingu eða yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar úr umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent kæranda.</p> <p>Nánar tiltekið byggir Isavia ákvörðun sína um að yfirstrika og fjarlægja hluta upplýsinga úr gögnum sem afhent voru kæranda, sbr. kröfuliði 1 og 2 í kæru, á því að umræddar upplýsingar hafi m.a. að geyma viðskiptaáætlanir og viðkvæmar upplýsingar um tekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna fyrirhugaðs rekstrar verslunar í flugstöðinni. Hafi slíkar áætlanir áður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og verið undanskildar upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 709/2017.</p> <p>Þá hafi umræddar upplýsingar verið veittar Isavia sem trúnaðarupplýsingar í tengslum við útboð sem Isavia efndi til árið 2014 á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar í Keflavík. Með vísan til þess og til skýringar á því hvað geti talist trúnaðarupplýsingar telur Isavia að líta skuli til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við umrædda hagsmunaaðila og eigendur upplýsinganna sem um ræðir, Sjóklæðagerðina ehf. og Rammagerðina ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) byggi á því útboði. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 (veitureglugerð), sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sé beinlíns kveðið á um að kaupanda, í þessu tilviki Isavia, sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Þar komi einnig fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim. Ákvæðið hafi komið fyrst inn í löggjöf um opinber innkaup með lögum nr. 120/2016.</p> <p>Hvað varðar synjun Isavia á aðgangi að gögnum, sbr. kröfulið 3 í kæru, þá byggir félagið á því að í umbeðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefnir eru út á grundvelli gildandi samningssambands Isavia og umræddra aðila.</p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opinbera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram.</p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. október 2021, er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015, þar sem niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú að kærandi í málinu ætti rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram komu í fjárhagslegum hluta tillögu annarra þátttakenda í þeim flokki samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þar á meðal upplýsingum um rekstraráætlanir þátttakenda til framtíðar og tilboð þeirra um leigugreiðslur til Isavia. Hafi nefndin byggt á því að kærandi hefði ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem vörðuðu á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem varði þetta mál séu af sama toga og í framangreindu máli. Úrskurður nr. 709/2017 hafi ekki þýðingu fyrir þetta mál þar sem kærandi í því máli hafi byggt rétt til aðgangs á 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Kærandi minnir á að upplýsingarnar séu sjö ára gamlar. Þá sé Miðnesheiði ehf. ekki lengur til og hafi því ekki lengur hagsmuni af leynd. Gögnin, og þar með hagsmunirnir tengist tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli. Þeir hagsmunir framseljist ekki til annarra félaga.</p> <p>Að því er varði þriðju og síðustu kröfuna sé ljóst að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögnin varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar.</p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bókhaldsskyldum aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfulið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upplýsingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægi það eitt og skipti þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi.</p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Kærandi krefst í málinu í fyrsta lagi aðgangs að gögnum í tengslum við samkeppni sem Isavia ohf. efndi til árið 2014 til þess að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Óumdeilt er að kærandi hafi verið meðal þeirra sem skilaði inn tillögu um rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi og að Isavia hafi gengið til samninga við Miðnesheiði ehf. um reksturinn. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, en var synjað um aðgang að eru viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar í samkeppninni, auk tilboðsblaðs sama félags.</p> <p>Í öðru lagi óskaði kærandi eftir gögnum með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Í úrskurði þessum verður aðeins tekin afstaða til fyrrnefndu gagnabeiðninnar og mun úrskurðarnefndin fjalla um síðari beiðnina í sérstökum úrskurði.</p> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta tekur til var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali verslunarrýmis. Engu að síður leiða sömu rök til þess að kærandi, sem þátttakandi í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. Óumdeilt er að framangreind gögn voru útbúin áður en gerðir voru leigusamningar við tiltekin fyrirtæki á grundvelli samkeppninnar. Í ljósi þessa verður réttur kæranda til aðgangs að gögnunum reistur á 14. gr. upplýsingalaga, en sá réttur er rýmri en samkvæmt 5. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p>Synjun Isavia á beiðni kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar var byggð á 9. gr. upplýsingalaga, en þar að auki voru persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna afmáðar. Af hálfu Isavia kom fram að upplýsingar sem ekki væru afhentar vörðuðu mikilvæga og virka hagsmuni þriðju aðila, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Að auki hefðu þeir aðilar lagst gegn afhendingu upplýsinganna. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 14. gr. telur nefndin að synjun Isavia hafi átt að byggjast á 3. mgr. 14. gr. í stað 9. gr. laganna.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Isavia leitaði afstöðu Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. til afhendingar gagnanna. Miðnesheiði ehf. var slitið árið 2019 og tók Rammagerðin þá við öllum rekstri, eignum, skuldum, réttindum og skyldum Miðnesheiðar frá þeim tíma. Rammagerðin er í eigu félagsins Gerði ehf. (áður Rammagerðin Holding ehf.), en það félag var stofnað árið 2016 út úr Sjóklæðagerðinni hf., sem fram að því var móðurfélag Miðnesheiðar og Rammagerðarinnar. Sjóklæðagerðin og Rammagerðin leggjast líkt og að framan greinir gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn og upplýsingar sem kæranda var synjað um aðgang að. Viðskiptaáætlun Miðnesheiðar er sex blaðsíðna skjal. Í henni er að finna viðskiptaupplýsingar fyrir árin 2011–2013, þ.m.t. tekjur og rekstrarkostnað, af rekstri tveggja verslana félagsins í flugstöðinni. Þá er að finna sambærilega áætlun fyrir árið 2014 sem og rekstraráætlun fyrir verslun félagsins í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir árin 2015–2018. Upplýsingar á tilboðsblaði Miðnesheiðar sem voru afmáðar eru persónuupplýsingar tengiliðs félagsins, auk tiltekinna fjárhagsupplýsinga.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að framangreindar upplýsingar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Miðnesheiðar með þeim hætti að til greina komi að fella þau undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hvorki Isavia né þau félög sem aflað var afstöðu frá hafa rökstutt hvernig afhending upplýsinganna kynni að valda þeim tjóni sem upplýsingarnar varða, hversu mikið það kynni að verða og hversu líklegt það sé að tjón hlytist af. Við þetta mat hefur það einnig þýðingu að upplýsingarnar eru nokkurra ára gamlar og því vandséð hvernig þær kunna að varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Rammagerðarinnar, sem samkvæmt framangreindu tók við réttindum og skyldum Miðnesheiðar við slit hins síðarnefnda félags. Vísar nefndin í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og þeirra sjónarmiða sem þar er lýst um aldur upplýsinga í tengslum við mat á því hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður að telja að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem varða ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Vega þeir hagsmunir að mati úrskurðarnefndarinnar þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að þeim verði haldið leyndum.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir í þessu samhengi á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.</p> <p>Isavia afmáði nafn og netfang tengiliðar Miðnesheiðar við Isavia, bæði úr viðskiptaáætlun og af tilboðsblaði. Af því tilefni vill úrskurðarnefndin árétta að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Af ákvæðinu verður dregin sú ályktun að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sérreglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upplýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upplýsingaréttinn, heldur verða takmarkanir aðeins byggðar á ákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum sérstökum ákvæðum um þagnarskyldu. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt þessu að Isavia hafi ekki verið heimilt að afmá framangreindar upplýsingar um tengilið Miðnesheiðar, þar sem hvorki upplýsingar um nafn né netfang viðkomandi tengiliðs verða réttilega heimfærðar undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga í því samhengi sem þær birtast í umbeðnum gögnum.</p> <p>Af hálfu Isavia hefur verið vísað til þess að framangreindar upplýsingar hafi verið gefnar í trúnaði. Úrskurðarnefndin minnir á að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu.</p> <p>Isavia vísar í þessu samhengi til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, varðandi skilgreiningu á því hvaða upplýsingar kunni að teljast trúnaðarupplýsingar.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að atriði sem talin eru upp í lögunum og reglugerðinni kunni að falla undir upplýsingar sem óheimilt er að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að það sé ekki til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að lög nr. 120/2016 tóku gildi 29. október 2016 en af 2. mgr. 123. gr. laganna leiðir að þau gilda einungis um opinber innkaup sem áttu sér stað eftir gildistöku laganna.</p> <p>Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði.</p> <p>Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.</p> <p>Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Sú samkeppni sem Isavia efndi til árið 2014 fól í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, og því mikilvægt að um ferlið ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Isavia ohf. er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Drífu ehf., viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf. og tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1082/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Orkustofnun, en fyrir lá að hann var meðal umsækjenda um starf hjá stofnuninni. Þar sem ráðning í opinbert starf væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, var óhjákvæmilegt með vísan til 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1082/2022 í máli ÚNU 22040010.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni hans um upplýsingar og rökstuðning fyrir því að hafa ekki verið boðaður í viðtal, en kærandi var meðal umsækjenda um starf sviðsstjóra hjá Orkustofnun.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Orkustofnun og veita stofnuninni kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá Orkustofnun. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p>

1081/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Kæranda var synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs á þeim grundvelli að þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec og innihéldu persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hefðu verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Úrskurðarnefndin taldi að hvorugur pósturinn félli undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og lagði fyrir Úrvinnslusjóð að veita kæranda aðgang að þeim.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1081/2022 í máli ÚNU 22010007.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. janúar 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stundinni, synjun Úrvinnslusjóðs, dags. 23. desember 2021, á beiðni kæranda um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec.<br /> <br /> Í synjun Úrvinnslusjóðs kom fram að framkvæmdastjóra Swerec hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðni kæranda á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hann legðist gegn afhendingunni. Annar pósturinn, dags. 30. júní 2020, innihéldi upplýsingar um viðskiptahagsmuni Swerec. Hinn pósturinn, dags. 28. október sama ár, innihéldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans, sem hefði óskað eftir því í öndverðu að kæmust ekki á vitorð annarra en framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Úrvinnslusjóði með erindi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Úrvinnslusjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst úrskurðarnefndinni hinn 31. janúar 2022. Í umsögninni kemur fram að það séu ekki hagsmunir Úrvinnslusjóðs sem liggi til grundvallar synjun á beiðni kæranda, heldur sé með henni leitast við að sýna sendanda póstanna eðlilega tillitssemi. Framkvæmdastjóri Swerec hafi lagst gegn því að þeir yrðu afhentir. Eldri pósturinn innihaldi að mati framkvæmdastjórans upplýsingar af fjárhagslegum toga sem hann vilji ekki að verði gerðar opinberar. Upplýsingarnar varði viðskipti milli þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og Swerec, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Hinn pósturinn innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans sem óskað hafi verið eftir að fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Úrvinnslusjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 15. febrúar. Í athugasemdunum kemur fram að kærandi telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu heldur skuli horft til VII. kafla upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum um umhverfismál og sér í lagi 31. gr. laganna, þar sem fram kemur að þrátt fyrir ákvæði 6.–10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu eigi almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið. Það eigi við í þessu tilfelli þar sem gífurlegt magn af íslensku plasti, sem Swerec var treyst fyrir og sagðist hafa endurunnið, endaði í vöruhúsi í Svíþjóð. Almenningur eigi því rétt á því að vita hver vitneskja Úrvinnslusjóðs og Swerec var á þessum tíma þar sem almannafé var notað til að greiða fyrir endurvinnslu á plastinu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Synjun um aðgang að fyrri póstinum, dags. 30. júní 2020, er á því byggð að hann innihaldi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec. <br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í VII. kafla upplýsingalaga er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Þá er kveðið á um það í 30. gr. að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.–V. kafla. Það er því ljóst að ef upplýsingar varða umhverfismál fer um aðgang að þeim skv. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum af vef Úrvinnslusjóðs gerir sjóðurinn samninga við þjónustuaðila um úrvinnslu úrgangs. Þjónustuaðili semur við söfnunar- og móttökustöðvar, sér um flutning úrgangs frá þeim, flokkar, (for)vinnur og ráðstafar síðan unnum úrgangi á viðurkenndan hátt í viðurkennda farvegi. Ráðstöfunaraðili tekur svo við úrgangi til endanlegrar ráðstöfunar. Swerec er viðurkenndur ráðstöfunaraðili samkvæmt Úrvinnslusjóði. Sjóðurinn á ekki í samningssambandi við ráðstöfunaraðila, heldur semja þjónustuaðilar við ráðstöfunaraðila um ráðstöfun úrgangs. Úrvinnslusjóður greiðir svo þjónustuaðila bæði endurgjald og svonefnt flutningsjöfnunargjald fyrir það magn úrgangs sem sent er til ráðstöfunaraðila, þegar staðfesting frá ráðstöfunaraðilanum liggur fyrir.<br /> <br /> Tölvupóstur framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020, inniheldur upplýsingar um magn plasts sem þjónustuaðilar á Íslandi sendu til Swerec á tímabilinu 1. janúar 2017 til 30. júní 2020. Upplýsingarnar eru sundurliðaðar eftir árum. Í þeim kemur fram hvað tilgreindir lögaðilar sendu mörg tonn af plasti til Swerec ár hvert. Fyrir liggur að þessir lögaðilar hafa gert samning við Úrvinnslusjóð um úrvinnslu úrgangs.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um fjölda tonna sem þjónustuaðilar hafa sent Swerec til ráðstöfunar teljist upplýsingar um umhverfismál, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, og varði þannig ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul. sömu greinar. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða samkeppnishagsmuni viðkomandi lögaðila þannig að óheimilt sé að veita aðgang að þeim upplýsingum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin fær ekki séð að ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar ylli það tjóni fyrir viðkomandi lögaðila. Málefnið varðar augljóslega hagsmuni almennings og við það bætist að gögnin varða ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur ríka hagsmuni af að kynna sér, enda greiðir Úrvinnslusjóður viðkomandi lögaðilum fyrir þann úrgang sem sendur er til ráðstöfunaraðila. Verður Úrvinnslusjóði því gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstinum ásamt viðhengi.<br /> <h3>2.</h3> Synjun Úrvinnslusjóðs um aðgang að síðari tölvupóstinum, dags. 28. október 2020, byggist á því að hann innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hafi verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Í póstinum er fréttaumfjöllun Stundarinnar um málefni fyrirtækisins, sem rituð er af kæranda, gerð að umtalsefni. Telur úrskurðarnefndin af þeirri ástæðu að um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstinum og viðhengi fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan. Sá réttur er ríkari en sá sem leiðir af 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Þá geta aðilar ekki áskilið að með þau gögn er þeir afhenda stjórnvöldum skuli farið sem trúnaðarmál og þau undanþegin aðgangi almennings, nema að sömu skilyrðum fullnægðum. Úrskurðarnefndin telur það því þýðingarlaust í málinu að framkvæmdastjóri Swerec hafi óskað eftir því að tölvupóstur hans til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs skyldi vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér tölvupóstinn. Í honum gerir framkvæmdastjóri Swerec að umtalsefni fréttaumfjöllun Stundarinnar frá því í október 2020 um málefni Úrvinnslusjóðs og Swerec og gagnrýnir fullyrðingar sem þar komu fram ásamt því að leggja fram leiðréttingar. Það er mat nefndarinnar að pósturinn innihaldi að hluta upplýsingar um umhverfismál í skilningi 1. og 2. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, þar sem framkvæmdastjóri Swerec fjallar m.a. um aðferðir fyrirtækisins við að endurvinna plast, eldsvoða sem varð í Jurmala í Lettlandi árið 2017 auk geymslu á plasti í smábænum Påryd í Svíþjóð.<br /> <br /> Nefndin hefur yfirfarið póstinn með hliðsjón af því hvort í honum sé að finna upplýsingar sem kunni að falla undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga, svo sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna, að því er varðar einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að svo sé ekki og verður Úrvinnslusjóði því gert að afhenda kæranda þennan tölvupóst ásamt viðhengi.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Úrvinnslusjóði er skylt að veita A aðgang að tveimur tölvupóstum framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020 og 28. október 2020, ásamt viðhengjum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir

1080/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Í málinu lá fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hafði afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar lágu ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það teldi að féllu undir beiðnir kæranda. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1080/2022 í málum ÚNU 21120004 og 22020004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A afgreiðslutöf Sveitarfélagsins Ölfuss á tveimur beiðnum hans, dags. 1. nóvember sama ár, um öll gögn sem vörðuðu námu Íþróttafélags Reykjavíkur annars vegar í Hamragili og hins vegar í Sleggjubeinsdal. Voru beiðnirnar byggðar á 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi er stjórnarmaður í íþróttafélaginu.<br /> <br /> Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 9. desember 2021. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 23. desember sama ár. Erindið var ítrekað 5. janúar 2022 og óskað eftir upplýsingum um það hvort beiðnir kæranda hefðu nú verið afgreiddar. Í svari sveitarfélagsins, dags. 10. janúar 2022, kom fram að búið væri að afgreiða stóran hluta þeirra. Úrskurðarnefndin hafði af því tilefni samband við kæranda og óskaði eftir upplýsingum um það hvort kærandi teldi afhendingu sveitarfélagsins fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 19. janúar 2022, kom fram að svör sveitarfélagsins væru alls ekki í lagi að hans mati.<br /> <br /> Hinn 9. febrúar 2022 barst úrskurðarnefndinni önnur kæra frá kæranda vegna afgreiðslutafar sveitarfélagsins á beiðni kæranda, dags. 9. nóvember 2021, um öll gögn sem vörðuðu Kolviðarhól, lóðir 2 og 8, sem væri í landi Íþróttafélags Reykjavíkur í Hamragili. Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 11. febrúar 2022, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 18. febrúar sama ár.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst afrit af samskiptum kæranda við sveitarfélagið hinn 25. febrúar 2022. Fulltrúi sveitarfélagsins óskaði þar eftir upplýsingum um hvaða gögn kæranda fyndist hann vanta. Í svari kæranda kom fram að kærandi teldi að þau gögn sem sveitarfélagið hefði afhent væru alls ekki fullnægjandi og svöruðu ekki beiðnum hans. Þá var það gagnrýnt að sveitarfélagið hefði beint kæranda til Héraðsskjalasafns Árnesinga varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við fulltrúa sveitarfélagsins hinn 7. apríl 2022. Kom þá fram að sveitarfélagið hefði afhent kæranda öll þau gögn sem fyrir lægju og heyrðu undir gagnabeiðnir hans. Hluti gagnanna væri hins vegar farinn yfir á héraðsskjalasafn og af þeim sökum ekki unnt að afhenda þau kæranda. Honum hefði hins vegar verið leiðbeint um að leita þangað. Hinn 26. apríl 2022 bárust úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæranda höfðu verið afhent, auk afrits af samskiptum við kæranda þar að lútandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin gaf kæranda kost á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi skýringa sveitarfélagsins hinn 26. apríl 2022. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hefur afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar liggja ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það telur að falli undir beiðnir kæranda. Kærandi telur hins vegar að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir sínar né svör sem talist geti fullnægjandi. Þá er gagnrýnt að ekki hafi borist gögn frá Ölfusi heldur kæranda leiðbeint um að leita til héraðsskjalasafns varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Héraðsskjalasafn Árnesinga starfar á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Umdæmi safnsins er Árnessýsla og þar á meðal Sveitarfélagið Ölfus. Sveitarfélagið er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögunum, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 14. gr. þeirra. Fyrir liggur að hluti af þeim gögnum sem sveitarfélagið leit svo á að heyrði undir gagnabeiðnir kæranda hefur verið afhentur héraðsskjalasafninu í samræmi við skyldur sveitarfélagsins. Í 3. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar gögn sem upplýsingalög taka til hafa verið afhent opinberu skjalasafni sé hlutaðeigandi safn bært til að taka ákvörðun um aðgang að þeim og hvort veitt skuli ljósrit eða afrit af þeim á grundvelli upplýsingalaga eða laga nr. 77/2014 eftir aldri gagna. Með vísan til þess telur úrskurðarnefndin að það sé ekki hlutverk sveitarfélagsins að hlutast til um að kæranda verði afhent gögn sem það hefur afhent héraðsskjalasafni á grundvelli laga. Þá liggur fyrir að kæranda var leiðbeint um þetta auk þess sem fulltrúi sveitarfélagsins hafði samband við héraðsskjalavörð í því skyni að aðstoða kæranda við að afmarka beiðnir sínar.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Að því er varðar fullyrðingar kæranda að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir hans né svör sem talist geti fullnægjandi er rétt að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þar á meðal hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt eða hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, þ.e. í þessu tilfelli innviðaráðuneytisins, Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Sveitarfélagsins Ölfuss að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða þau mál sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Þegar svo háttar hins vegar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að Sveitarfélagið Ölfus hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem það telur að falli undir beiðnina og séu fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kærum A, dags. 8. desember 2021 og 9. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1079/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Seðlabanki Íslands synjaði kæranda um aðgang að tilteknum gögnum um Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Ákvörðun bankans var byggð á því að það væri ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu, því félögin hefðu verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefndin taldi að það hefði ekki þýðingu í málinu þar sem beiðnum kæranda hefði sannarlega verið beint að Seðlabankanum, sem hefði borið að taka beiðnir hans til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var beiðnum kæranda því vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1079/2022 í máli ÚNU 21090016.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 29. september 2021, kærði A synjun Seðlabanka Íslands á beiðnum hans, dags. 2. júní og 28. júlí sama ár, um aðgang að gögnum í tengslum við félögin Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf.<br /> <br /> Með erindi kæranda, dags. 2. júní 2021, var óskað eftir upplýsingum um allan lögfræðikostnað og kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf sem veitt hefði verið Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) frá árinu 2012 fram til þess tíma er félaginu var skipuð slitastjórn. Þá óskaði kærandi eftir sömu upplýsingum um Hildu ehf. og önnur dótturfélög ESÍ.<br /> <br /> Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2021, kom fram að ESÍ hefði verið stofnað sem sjálfstæður lögaðili í árslok 2009. Félaginu hefði ekki verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem teldist vera liður í opinberu hlutverki stjórnvalds, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur hefði starfsemi þess verið einkaréttarlegs eðlis. Vegna sérstæðs hlutverks ESÍ hefðu því félagi og Hildu ehf. verið veittar undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga með ákvörðun forsætisráðherra nr. 1107/2015 frá 27. nóvember 2015, sem gilt hefði þar til félögin voru afskráð árið 2019. Í október 2017 hefði verið samþykkt að slíta ESÍ og í framhaldinu hafi félaginu verið skipuð skilanefnd. Félaginu hefði svo verið slitið í lok febrúar 2019 og það afskráð 13. mars sama ár. Hið sama ætti við um Hildu, sem sett hefði verið í slitameðferð í maí 2017 og afskráð árið 2019. Með vísan til framangreinds svaraði Seðlabankinn ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi Seðlabankans hinn 28. júlí 2021. Í erindi kæranda kom fram að kærandi hefði við rannsóknir sínar komist að því að meðal félaga sem tengdust ESÍ og Hildu ehf. væru félögin Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited á Englandi. Félögunum hafi verið slitið þar í landi þar sem þau hefðu ekki skilað ársreikningum. Eftir slit félaganna væru eignir í þeirra eigu komnar í beina eigu Seðlabanka Íslands. Kærandi hefði heimildir fyrir því að umtalsverðar eignir hefðu verið í þessum félögum í Úkraínu, og óskaði eftir öllum fyrirliggjandi gögnum um þær eignir.<br /> <br /> Í svari Seðlabankans, dags. 7. september 2021, voru fyrri svör bankans ítrekuð. Hvað varðaði framangreind félög á Englandi kæmi fram í bresku fyrirtækjaskránni að Ukrapteka Limited hefði verið slitið af yfirvöldum þar í landi hinn 23. júlí 2019, og Torpedo Leisure Limited hinn 23. mars 2021. Með vísan til þess, og þeirrar afstöðu Seðlabankans að svara ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ, væru ekki forsendur fyrir því að Seðlabankinn svaraði beiðni kæranda að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi telji fullvíst að gögnin sem óskað er eftir í málinu séu í vörslum Seðlabanka Íslands eða lögmanns bankans, eftir að félögunum var slitið. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 30. september 2021, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 4. nóvember 2021. Í umsögninni er fjallað enn frekar um tilurð ESÍ; í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafi Seðlabanki Íslands orðið stór kröfuhafi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum vegna krafna sem tryggðar voru með veðum af ýmsum toga. Verkefni bankans í tengslum við það urðu mjög umfangsmikil og var því ákveðið að stofna sérstakt eignarhaldsfélag, ESÍ, utan um kröfur, veð og fullnustueignir Seðlabankans. Áréttað er að ESÍ og Hilda ehf. hafi, sem félög að fullu í eigu Seðlabankans, fallið undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, en verið veitt undanþága frá gildissviði laganna á grundvelli 3. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þá tekur Seðlabankinn fram að í skilningi upplýsingalaga hafi ESÍ og Hilda ehf. verið aðskilin frá Seðlabankanum; þau hafi verið undanþegin gildissviði laganna, þau hafi hagað skráningu mála og upplýsinga um málsatvik með sjálfstæðum hætti og algjörlega aðgreint frá málaskrá bankans. Áður en félögunum var slitið hafi það ekki verið Seðlabanka Íslands að svara gagnabeiðnum sem beint hafi verið til ESÍ og Hildu ehf. Þótt þeim hafi nú verið slitið og félögin afskráð færi það skylduna til að svara gagnabeiðnum um félögin ekki yfir til Seðlabankans.<br /> <br /> Loks kemur fram að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega, þ.e. kannað hvort Seðlabankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnunum og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. nóvember sama ár, er fjallað nánar um Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Starfsemi félaganna hafi verið falin í að halda utan um tilteknar eignir í Úkraínu. Seðlabanki Íslands hafi orðið einn hluthafa í félögunum löngu eftir hrun íslensku viðskiptabankanna og virðist að því búnu hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í þeim.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum frá Seðlabankanum með erindi, dags. 8. febrúar 2022. Var m.a. óskað eftir því hver hefðu orðið afdrif gagna ESÍ, Hildu ehf. og annars dótturfélags, SPB ehf., eftir að þau voru afskráð. Auk þess var óskað upplýsinga um aðkomu Seðlabankans eða ESÍ að eignarhaldi á félögunum Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2022, kom fram að tilgangur ESÍ hefði verið að gera upp kröfur og aðrar fullnustueignir í kjölfar bankahrunsins. Meðal þessara eigna hefðu verið félögin Ukrapteka og Torpedo Leisure. Samkvæmt upplýsingum úr bresku fyrirtækjaskránni hefði umræddum félögum verið slitið annars vegar í júlí 2019 og hins vegar í mars 2021.<br /> <br /> Við slit og afskráningu ESÍ, og félaga í eigu ESÍ, hefði Seðlabankinn ekki fengið afhent gögn félaganna. Þá hefði Seðlabankinn ekki vitneskju um stöðu einstakra afskráðra félaga eða hvort skiptastjórar eða skilanefndir hefðu afhent Þjóðskjalasafni viðeigandi skjöl í samræmi við lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum um það hjá Þjóðskjalasafni Íslands með erindi, dags. 4. apríl 2022, hvort ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hefðu afhent skjalasafninu gögn sín í samræmi við lög nr. 77/2014. Þjóðskjalasafnið staðfesti með pósti, dags. 8. apríl sama ár, að engar gögn hefðu borist frá þessum lögaðilum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum byggist á því að það sé ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu ehf., því félögin hafi verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Hvað varðar gögn um tvö félög á Englandi vísar Seðlabankinn til þess að þau hafi verið afskráð og þeirrar afstöðu bankans að svara ekki gagnabeiðnum vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að réttur almennings á grundvelli ákvæðisins taki jafnt til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og fyrirliggjandi gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrði sé að viðkomandi takist að tilgreina gagnið nægilega skýrlega og að undaþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þá er það og skilyrði að gögnin tengist starfsemi aðila, annaðhvort stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1.–2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem fellur undir gildissvið laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru þá. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að skilgreining á því hvað teljist „fyrirliggjandi gagn“ hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er nokkuð víðtæk. Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því skv. 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15.–16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Afstaða Seðlabankans í málinu byggist á því að bankinn beri ekki ábyrgð á því að svara fyrir gagnabeiðnir sem lúti að Eignasafni Seðlabanka Íslands, Hildu ehf. og SPB ehf., þar sem þau hafi verið sjálfstæðir lögaðilar. Því til stuðnings er m.a. nefnt að ESÍ og Hildu ehf. hafi verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, og að félögin hafi ekki notað málaskrá bankans.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, í ljósi framangreindrar umfjöllunar, að það gildi einu þótt ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hafi verið sjálfstæðir lögaðilar, starfsemi þeirra aðskilin starfsemi Seðlabankans, og ESÍ og Hilda ehf. undanþegin gildissviði upplýsingalaga um nokkurra ára skeið. Eftir stendur að beiðnum kæranda var sannarlega beint að Seðlabankanum, þó svo að þær varði upplýsingar um dótturfélög bankans. Seðlabankinn heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Komið hefur fram af hálfu Seðlabankans að gögn dótturfélaga hans hafi ekki verið afhent bankanum þegar þeim var slitið og þau afskráð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu bankans í efa. Engu að síður telur úrskurðarnefndin að bankanum hafi ekki verið heimilt að synja beiðnum kæranda á þeim grundvelli sem gert var, heldur hafi honum borið að taka beiðnir kæranda til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hefur og komið fram í skýringum bankans að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega af hálfu bankans, þ.e. kannað hvort bankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnum kæranda og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Beiðni kæranda hefur samkvæmt framangreindu ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Seðlabanka Íslands að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá bankanum sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðnum A, dags. 2. júní 2021 og 28. júlí 2021, er vísað til Seðlabanka Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p>

1078/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Kæranda var synjað um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Synjun Isavia studdist fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar vörðuðu. Úrskurðarnefndin taldi að Isavia hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir því hvernig afhending gagnanna kynni að vera til þess fallin að valda fyrirtækjunum tjóni. Var félaginu því gert að afhenda kæranda gögnin.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1078/2022 í máli ÚNU 21080017.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 26. ágúst 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Hinn 9. júlí 2021 óskaði kærandi eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Gögn og skjöl sem sýna fram á hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020, t.d. reikninga, greiðslukvittanir, bankayfirlit eða innheimtubréf.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í svari Isavia, dags. 29. júlí 2021, kom fram að þar sem beiðni kæranda beindist að hagsmunum þriðja aðila hefði verið óskað eftir afstöðu þeirra til afhendingar gagnanna. Báðir aðilar hefðu lagst gegn afhendingu þar sem gögnin innihéldu upplýsingar um viðskiptahagsmuni þeirra. Því væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í svari kæranda við synjun Isavia, dags. 4. ágúst 2021, gerði hann athugasemd við að Isavia hefði ekki framkvæmt sjálfstætt mat á því hvort afhenda bæri gögnin eða hvers vegna 9. gr. upplýsingalaga girti fyrir aðgang. Óheimilt væri að byggja synjunina einungis á afstöðu ætlaðra hagsmunaaðila. Vísaði kærandi jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 857/2019, þar sem Isavia hefði verið gert að afhenda fyllilega sambærileg gögn og í máli þessu.<br /> <br /> Isavia brást við erindi kæranda hinn 6. ágúst 2021. Kom þar fram að það væri afstaða Isavia að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins, sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin veittu upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra aðila sem þar væru til umfjöllunar, sem samkeppnisaðilar hefðu að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og sem gætu skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti.<br /> <br /> Isavia mótmælti því að um sambærilega beiðni væri að ræða og í úrskurði nr. 857/2019. Þau fyrirtæki sem upplýsingarnar vörðuðu í því máli hefðu ekki sett sig upp á móti því að upplýsingarnar yrðu veittar. Þá skipti það máli að mati Isavia að í því máli hefði blaðamaður óskað eftir upplýsingum en ekki samkeppnisaðili. <br /> <br /> Loks bar Isavia því einnig við að félagið gæti orðið brotlegt við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, með því að afhenda umbeðin gögn. Í beiðninni fælist víðtæk krafa um afhendingu gagna og upplýsinga sem verða til í rekstri samkeppnisaðila sem starfa á sama markaði. Yrði fallist á beiðnina fengi kærandi upplýsingar um rekstrarkostnað og gjöld samkeppnisaðila sem hann hefði við eðlilegar aðstæður á markaði ekki aðgang að. Þá benti Isavia á að Samkeppniseftirlitið hefði talið að vísbendingar gætu verið um að móttaka eða miðlun sambærilegra gagna gætu falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga eða að háttsemin gæti a.m.k. raskað samkeppni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er forsaga málsins rakin. Isavia sé opinbert hlutafélag sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félagið reki bæði Keflavíkurflugvöll sem og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ótvírætt sé að Isavia sé í einokunarstöðu í rekstri flugvalla sem þjóna millilandaflugi á Íslandi. Isavia hafi af þeirri ástæðu yfir að ráða ómissandi aðstöðu í formi bílastæða, sölubása og annars konar innviða sem nauðsynlegir eru fyrir þjónustu hópferðafyrirtækja sem keppa á markaði fyrir farþegaflutninga milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.<br /> <br /> Kærandi sé hópferðafyrirtæki sem rekur meðal annars Flugrútuna (Flybus), sem býður áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Kærandi hafi um nokkurt skeið deilt við Isavia um fyrirkomulag gjaldtöku fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Ágreiningurinn snúist í stuttu máli um það hvort Isavia hafi mismunað rekstraraðilum hópbifreiða sem starfrækja farþegaflutninga á milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hin ætlaða mismunun snúist meðal annars um fyrirkomulag gjaldtöku Isavia á bifreiðastæðum fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Kærandi telji sig hafa vísbendingar um að þau fyrirtæki sem upplýsingabeiðnin varðar hafi fyrir tilstuðlan Isavia ekki greitt gjöld að fullu fyrir notkun umræddra stæða.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar segir að það sé mat kæranda að þær upplýsingar sem óskað er eftir varði ekki svo mikilvæga og virka hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga að það réttlæti frávik frá meginreglu um upplýsingarétt almennings. Umbeðin gögn varði gjaldtöku á bílastæðum fyrirtækis sem sé að fullu í eigu íslenska ríkisins og þar að auki í einokunarstöðu. Hvorki verði séð að upplýsingar um slíka gjaldtöku geti talist varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni né heldur að þær veiti upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja.<br /> <br /> Almenningur hafi hagsmuni af því að starfsemi Isavia hafi hagkvæmni að leiðarljósi. Ef í ljós komi að einkaaðilar sem eiga í viðskiptum við Isavia hafi notið sérkjara sem voru ekki í boði fyrir aðra, svo sem kæranda, megi ætla að þar fari óvönduð meðhöndlun á almannafé sem jafnvel kunni að stangast á við lög.<br /> <br /> Einnig telur kærandi að líta verði til þess að krafa hans lúti að fortíðarupplýsingum, þ.e. upplýsingum vegna tímabils sem er liðið, og í öllu falli ljóst að ekki sé um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni að ræða, eins og áskilið er í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að úrskurður nr. 857/2019 sé frábrugðinn þessu máli. Í því máli hafi fyrirtækin sem upplýsingarnar vörðuðu lagt það í hendur úrskurðarnefndarinnar að leggja mat á hvort þær væru undirorpnar 9. gr. upplýsingalaga. Þá skipti það ekki máli að blaðamaður hafi óskað eftir gögnunum í því máli, þar sem beiðni kæranda í þessu máli sé líkt og í eldra málinu byggð á 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er athygli vakin á því að ýmsar viðskiptaupplýsingar um hópferðafyrirtæki sem aka til og frá Keflavíkurflugvelli séu þegar opinberar, t.d. upplýsingar um fjölda farþega í hópferðabílum eftir mánuðum árið 2016, upplýsingar um hvað Hópbílar sem og kærandi buðu í útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli í maí 2017, og gjaldskrá Isavia á svonefndum fjarstæðum.<br /> <br /> Þá hafnar kærandi því að 10. gr. samkeppnislaga eða 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi að koma í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnunum. Ljóst sé að rekstur Isavia á þeim bílastæðum sem um ræðir sé ekki samkeppnisrekstur, þó svo að samkeppni ríki um akstur farþega á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti lúti reksturinn einokunarstöðu Isavia. Hvað varði upplýsingar um lögaðila sem eigi í viðskiptum við opinbera aðila í slíkri einokunarstöðu verði þeir að þola að tilteknar fjárhagsupplýsingar sem varpa ljósi á viðskipti þeirra við hið opinbera verði gerðar opinberar. Að framangreindu virtu sé Isavia ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar aðgangi á grundvelli samkeppnissjónarmiða.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 26. ágúst 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Í umsögninni kemur fram að það sé ígrundað mat félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins sem falli undir undanþáguákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin veiti mikilvægar upplýsingar um rekstrar- og kostnaðarforsendur þeirra aðila sem upplýsingarnar varða, geti veitt upplýsingar um einingaverð og skipti miklu máli fyrir samkeppnisstöðu þessara aðila. Um sé að ræða upplýsingar sem samkeppnisaðilar hafi að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og geti skipt verulegu máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Þá hafi bæði félögin sem upplýsingarnar varða lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Fái kærandi aðgang að umræddum upplýsingum sé einsýnt að tjón hljótist af enda sé kærandi í þeirri stöðu að nýta sér umræddar upplýsingar í samkeppni á þeim markaði sem umrædd félög starfa. Máli sínu til stuðnings vísar Isavia til úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála nr. 920/2020 þar sem uppi voru svipaðar aðstæður og hér um ræðir. <br /> <br /> Þá er vísað til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Við mat á því hvort um mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar sé að ræða hafi Samkeppniseftirlitið litið til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli samkeppni sem Isavia telur að afhending umræddra gagna geti orðið til. Til nánari skýringar á því hvað geti talist viðkvæmar upplýsingar telji Isavia rétt að líta til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við aðila málsins byggir á útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli sem fram fór árið 2017. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, komi fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.<br /> <br /> Isavia mótmælir því að ekki geti verið um að ræða virka hagsmuni þar sem beiðni kæranda lýtur að upplýsingum vegna tímabils sem er þegar liðið. Um sé að ræða upplýsingar er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila og byggi á virku viðskiptasambandi þeirra við Isavia enda sé sú gjaldtaka sem óskað er upplýsinga um og reikningar henni tengdir gefnir út á grundvelli gildandi samningssambands aðila. <br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. september sama ár, kemur fram að 6.–10. gr. upplýsingalaga beri að skýra þröngt og að Isavia hafi ekki fært sannfærandi rök fyrir því að upplýsingunum skuli haldið leyndum á grundvelli þeirra ákvæða. Þá verði að horfa til þeirrar staðreyndar að umbeðnar upplýsingar séu til þess fallnar að varpa ljósi á ráðstöfun opinberra fjármuna og takmarkaðra gæða hjá fyrirtæki sem er í einokunarstöðu. Til hliðsjónar bendir kærandi á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað staðfest að rétturinn til upplýsinga um ráðstöfun opinberra hagsmuna sé ríkari en hagsmunir fyrirtækja af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Kærandi telur að úrskurður nr. 920/2020 styðji ekki við ákvörðun Isavia í þessu máli, heldur þvert á móti að Isavia skuli afhenda gögnin.<br /> <br /> Kærandi hafnar því sem fram kemur í umsögn Isavia um að afhending upplýsinganna geti falið í sér brot gegn 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða raskað samkeppni. Kærandi leggur áherslu á að 10. gr. samkeppnislaga takmarki ekki rétt almennings til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 857/2019. Kærandi hafnar því jafnframt að umbeðnar upplýsingar geti talist viðkvæmar út frá sjónarmiðum um samkeppni. Í því sambandi ítrekar kærandi að gögnin varði fortíðarupplýsingar en ekki framtíðaráætlanir auk þess sem mun ítarlegri upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna liggi nú þegar fyrir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd óskaði eftir því með erindi til Isavia, dags. 4. apríl 2022, að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þau bárust hinn 9. maí 2022. Isavia staðfesti með erindi til nefndarinnar, dags. 16. maí sama ár, að eftirfarandi reikningar til Hópbíla og Allrahanda GL hefðu ekki verið gefnir út og lægju því ekki fyrir í bókhalds- og skjalakerfum félagsins:<br /> <br /> 1. Reikningar til Hópbíla hf. fyrir:<br /> <br /> • Fasta húsaleigu og aðstöðugjald fyrir þrjú nærstæði fyrir mars–desember 2020.<br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.<br /> • Veltutengda húsaleigu og aðstöðugjald fyrir apríl–desember 2020.<br /> <br /> 2. Reikningar til Allrahanda GL ehf. fyrir: <br /> <br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæranda hefur í máli þessu verið synjað um aðgang að gögnum sem sýna fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020. Synjun Isavia styðst fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer skv. 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings skv. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða. Fyrir notkun á fjarstæðum greiða hópbílafyrirtæki gjald samkvæmt gjaldskrá. Gildandi gjaldskrá er frá 1. nóvember 2018 og er aðgengileg á vef Isavia. Bæði Hópbílar hf. og Allrahanda GL ehf. aka frá fjarstæðum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem Isavia afhenti nefndinni og kæranda var synjað um aðgang að. Gögnin samanstanda af reikningum sem Isavia gaf út annars vegar til Hópbíla hf. og hins vegar til Allrahanda GL ehf. á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020, fyrir notkun á nær- og fjarstæðum. Svo sem nánar greinir í umfjöllun um málsmeðferð að framan voru ekki gefnir út reikningar til félaganna tveggja á nánar tilgreindu tímabili árið 2020.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar, með vísan til framangreinds, að gögnin teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem fyrir koma í gögnunum og að 9. gr. upplýsingalaga standi því þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Það er vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda þeim lögaðilum sem koma fyrir í gögnunum tjóni. Þá hefur Isavia ekki rökstutt það með fullnægjandi hætti að afhendingin ylli tjóni og þá hve mikið það gæti orðið. Í því sambandi verður að telja að almenn tilvísun til þess að upplýsingarnar varði samkeppnisrekstur og að afhending þeirra geti valdið tjóni felli ekki í sér nægilegan rökstuðning að þessu leyti. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur jafnframt fram að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.<br /> <br /> Þá er til þess að líta, svo sem kærandi hefur bent á, að ýmsar upplýsingar í tengslum við þau gögn sem óskað hefur verið eftir eru þegar aðgengilegar opinberlega, svo sem upplýsingar um miðaverð viðkomandi hópbílafyrirtækja, ársreikningar þeirra, hve hátt hlutfall af andvirði seldra miða Hópbílar hf. greiðir til Isavia fyrir nærstæði, gildandi gjaldskrá fyrir fjarstæði, sem og nýlegar upplýsingar um markaðshlutdeild viðkomandi aðila á markaði fyrir áætlunarferðir á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þá varða upplýsingarnar jafnframt tímabil sem er liðið, þótt vissulega byggist greiðslur að hluta til á gildandi samningssambandi milli Isavia og umræddra aðila.<br /> <br /> Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Rekstur bílastæðaþjónustu við Keflavíkurflugvöll og Flugstöð Leifs Eiríkssonar felur í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, a.m.k. að því er varðar þau nærstæði sem standa fyrir utan flugstöðina. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að slíkri starfsemi og að um hana ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.<br /> <br /> Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Isavia til 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 42. gr. framangreindrar reglugerðar.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum í málinu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá standa önnur ákvæði laga því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Isavia ohf., dags. 29. júlí 2021, er felld úr gildi. Isavia er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., aðgang að gögnum sem sýna hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu í gjöld vegna afnota af nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1077/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022

Kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum við Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær taldi beiðnina vera svo til samhljóða beiðni sem kærandi hefði áður sent bænum, sem hefði verið svarað með fullnægjandi hætti. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kæranda væri a.m.k. að hluta til beiðni um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Ekki lá fyrir að Ísafjarðarbær hefði afgreitt beiðnina með fullnægjandi hætti, svo sem með því að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til. Var því ekki hjá því komist að vísa beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1077/2022 í máli ÚNU 21080008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., ófullnægjandi afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi er eigandi hluta jarðarinnar Látra í Aðalvík, sem telst hluti af friðlandi á Hornströndum. Nokkur hús eru á svæðinu, þar á meðal nokkur smáhýsi í fjörukambinum. Kærandi óskaði hinn 22. febrúar 2019 eftir tilteknum gögnum í tengslum við svæðið. Erindi kæranda fylgdu átta viðaukar. Ísafjarðarbær svaraði því erindi hinn 28. maí 2019 og afhenti kæranda samhliða því tiltekin gögn.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2019 óskaði kærandi að nýju eftir gögnum í tengslum við svæðið. Erindið var að hluta til samhljóða erindi kæranda frá 22. febrúar sama ár en jafnframt var í erindinu óskað eftir gögnum sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Farið var fram á að eftirfarandi gögn yrðu afhent:<br /> <br /> 1. Smáhýsi B.<br /> <br /> a. Leyfi Umhverfisstofnunar til B frá árinu 2002 til að reisa smáhýsið, auk gagna sem leyfinu tengjast á borð við umsagnir Umhverfisstofnunar, Hornstrandanefndar o.fl.<br /> b. Hvort það hafi fengist staðfest að C, fyrrverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hafi tjáð B að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir smáhýsi á Látrum.<br /> c. Öll önnur gögn varðandi smáhýsi B en þau sem tilgreind voru í viðauka nr. 5 með erindi kæranda til Ísafjarðarbæjar frá 22. febrúar 2019.<br /> <br /> 2. Smáhýsi D.<br /> <br /> a. Öll gögn varðandi smáhýsi D sem hann reisti við Nessjó, að sögn kæranda í leyfisleysi, árið 2014. Bygging smáhýsisins hafi verið tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði árið 2014 og til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.<br /> <br /> 3. Smáhýsi (beitningaskúr) E.<br /> <br /> a. Umsókn E, dags. 26. júlí 2006, um að byggja geymsluhús við sumarhús sitt, ásamt teikningum.<br /> b. Umsögn Umhverfisstofnunar sem tekin hafi verið fyrir á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hinn 27. september 2006.<br /> c. Bréf Ísafjarðarbæjar til E, dags. 16. október 2006.<br /> d. Samþykki meðeigenda sumarhússins, dags. 30. október 2006.<br /> e. Samþykki Ísafjarðarbæjar fyrir framkvæmdinni (líklega frá janúar 2007).<br /> f. Önnur gögn sem varða málið.<br /> <br /> 4. Smáhýsi F.<br /> <br /> a. Gögn sem hafi orðið til frá því bréf var sent til F hinn 24. júní 2014 um að hann skyldi annaðhvort fjarlægja smáhýsi, sem hann reisti árið 2012, eða afla heimildar frá landeigendum fyrir skúrnum innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins.<br /> <br /> 5. Gögn sem vísað er til í bréfi Umhverfisstofnunar frá 13. júní 2007 um ósk G um að fá að byggja skýli á Látrum í Aðalvík.<br /> <br /> a. Teikningar af fyrirhuguðu skýli.<br /> b. Staðfesting frá félaginu Nesið á Látrum í Aðalvík, þar sem veitt er leyfi fyrir skýlinu á lóð 27 samkvæmt uppdrætti H.<br /> c. Umsögn Hornstrandanefndar um erindið.<br /> d. Leyfi allra landeigenda, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> e. Leyfi eða umsögn Fornleifaverndar ríkisins, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> <br /> 6. Gögn í tengslum við fund skipulags- og mannvirkjanefndar hinn 24. september 2014.<br /> <br /> a. Minnisblað frá bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar, sem skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir á fundinum, vegna erindis kæranda, dags. 26. ágúst sama ár, þar sem þess var farið á leit að Ísafjarðarbær léti fjarlægja tiltekið hús á Látrum.<br /> b. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá bæjarlögmanni vegna málsins.<br /> c. Umsögn Umhverfisstofnunar um erindi kæranda.<br /> d. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá Umhverfisstofnun vegna málsins.<br /> <br /> 7. Gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sem fram fór í apríl 2015.<br /> <br /> 8. Hvers vegna tölvupóstur frá I til J hafi fylgt svari frá Ísafjarðarbæ til kæranda hinn 28. maí 2019.<br /> <br /> Kærandi ítrekaði erindi sitt hinn 9. júlí 2019. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, dags. 14. ágúst 2019, var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi kæranda. Með erindi, dags. 4. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir stöðu málsins. Var honum tjáð samdægurs að svar við fyrirspurninni myndi berast fljótlega. Í lok maí 2020 barst kæranda svo erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa sem varðaði aðra fyrirspurn kæranda sem er ekki hluti af þessu máli. Frá því þá kveðst kærandi ekki hafa heyrt frá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 24. ágúst 2021, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, og ekki síðar en 7. september 2021. Úrskurðarnefndin ítrekaði erindi sitt tvívegis, dags. 14. september og 27. september 2021. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst svar frá sveitarfélaginu, dags. 29. september 2021, þess efnis að kæranda hefðu verið afhent öll þau gögn sem hann ætti rétt á. Hinn 6. október sama ár barst nefndinni annað erindi Ísafjarðarbæjar með afriti af gögnum sem kæranda hefðu verið afhent. Þau gögn tilheyrðu hins vegar annarri gagnabeiðni kæranda, sem ekki er til umfjöllunar í þessu máli. Í erindi Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. desember 2021, kom fram að gagnabeiðni kæranda væri í öllum meginatriðum endurtekning á beiðni hans frá því í febrúar 2019, sem hefði verið svarað í maí sama ár. Það væri því ekki svo að kæranda hefðu ekki borist nein svör við gagnabeiðnum sínum.<br /> <br /> Ísafjarðarbær setti sig í samband við kæranda með erindi, dags. 5. janúar 2022. Kom þar fram að málið byggðist á misskilningi; með bréfi kæranda hinn 22. febrúar 2019 hefði verið óskað eftir fjöldamörgum gögnum. Því bréfi hafi verið svarað hinn 28. maí 2019 og svarinu fylgt þau gögn sem óskað hafði verið eftir og rétt þótti að afhenda. Í beiðni kæranda, dags. 23. júní 2019, hafi í meginatriðum verið óskað eftir sömu gögnum og með erindinu í febrúar sama ár. Af hálfu Ísafjarðarbæjar væri því litið svo á að svarið frá 28. maí 2019 væri einnig svar við beiðni kæranda frá 23. júní sama ár.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við erindi Ísafjarðarbæjar með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. janúar 2022. Kom þar fram að í erindi kæranda frá 23. júní 2019 væri að hluta til óskað eftir gögnum sem ekki hefði verið óskað eftir í erindinu frá því í febrúar sama ár. Þannig hefði erindi sveitarfélagsins frá því í maí 2019 ekki verið svar við þeim hluta beiðninnar.<br /> <br /> Með erindum, dags. 11. og 12. maí 2022, var þess farið á leit við kæranda og Ísafjarðarbæ að úrskurðarnefndinni yrðu afhent þau gögn sem fylgdu svari sveitarfélagsins til kæranda hinn 28. maí 2019. Gögnin bárust frá kæranda hinn 13. maí 2022 og frá Ísafjarðarbæ hinn 17. maí sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum varðandi Látra í Aðalvík hjá Ísafjarðarbæ hinn 22. febrúar 2019. Í svarbréfi Ísafjarðarbæjar, dags. 28. maí 2019, kom fram að samhliða bréfinu yrðu afhent fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en að öðru leyti vísað til „takmarkana á upplýsingarétti er leiða af II. kafla sömu laga“. Ekki var að finna frekari umfjöllun um beiðni kæranda í svarinu, til að mynda hvort öll fyrirliggjandi gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent eða hvort fyrir lægju gögn hjá sveitarfélaginu sem ekki yrðu afhent og þá á hvaða grundvelli.<br /> <br /> Þau gögn sem fylgdu svarbréfi Ísafjarðarbæjar voru m.a. fundarbókanir af fundum skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarráðs frá 2014 til 2019 vegna meintra óleyfisframkvæmda á Látrum í Aðalvík, samskipti Ísafjarðarbæjar við eigendur Sjávarhússins, úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 116/2016, og bréf Umhverfisstofnunar til Ísafjarðarbæjar, dags. 13. júní 2007.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní 2019, var að hluta til ósk um sömu gögn og hann hafði óskað eftir í erindi sínu í febrúar en ekki fengið afhent í maí, sbr. framangreint, en að auki ósk um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Fullyrðing Ísafjarðarbæjar um að gagnabeiðni kæranda frá því í júní hafi að meginstefnu verið samhljóða beiðni kæranda frá því í febrúar og að sveitarfélagið hafi því verið búið að svara beiðninni með fullnægjandi hætti stenst því ekki skoðun að mati úrskurðarnefndarinnar. Því til viðbótar fær úrskurðarnefndin ekki séð að þau gögn sem afhent voru í maí séu gögn sem kærandi hafi óskað eftir í erindi sínu frá 23. júní.<br /> <br /> Að framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Við þá afgreiðslu ber sveitarfélaginu að afgreiða beiðni kæranda í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, sem felur eftir atvikum í sér að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Vakin er athygli á því að um aðgang kæranda að a.m.k. hluta gagnanna kann að fara samkvæmt III. kafla upplýsingalaga, sem fjallar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings skv. II. kafla sömu laga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á úrlausn málsins en leggur hins vegar áherslu á að meðferð málsins hjá Ísafjarðarbæ verði hraðað eins og kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 23. júní 2019, er vísað til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1076/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022

Hagstofa Íslands synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að líta bæri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1076/2022 í máli ÚNU 21100009.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 20. október 2021, kærði A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, synjun Hagstofu Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um foreldra sem hafa andast. Með erindi, dags. 19. október 2021, óskaði formaður Félags um foreldrajafnrétti eftir aðgangi að upplýsingum í tengslum við töfluna „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtalanna áranna 2009–2019“, sem finna mætti á vef Hagstofunnar. Nánar tiltekið var þess farið á leit að fá að sjá töfluna þannig að upplýsingarnar væru sundurgreindar eftir árum, þ.e. fyrir hvert ár á bilinu 2009 til 2019 auk ársins 2020. Beiðninni var synjað sama dag. Kom þar fram að Hagstofa Íslands gæfi ekki út tölurnar sundurgreindar eftir árum þar sem þá yrðu upplýsingarnar persónugreinanlegar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að krafist sé aðgangs að upplýsingum sem sýni fjöldatölur fyrir hvert ár framangreinds tímabils, fyrir allar flokkunarbreytur sem liggja töflunni til grundvallar. Ástæða þess að félagið óski eftir upplýsingunum sé sú að það vinni að rannsókn á fjárhags- og heilsufarslegum högum foreldra á Íslandi. Einn þáttur rannsóknarinnar sé að kanna dánarmein (tíðni og dreifingu) einstaklinga sem eigi börn. Meta þurfi dánartíðni og tíðni einstakra dánarmeina foreldra í samanburði við tíðni og dreifingu meðal samanburðarhóps af sama kyni og aldursbili. Vísbendingar séu um tengsl efnahagsástands við tíðni ákveðinna dánarmeina en árlegar tölur séu forsenda fyrir því að hægt sé að full kanna slík tengsl og hvort það að vera foreldri hafi áhrif umfram samanburðarhóp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 21. október 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. <br /> <br /> Umsögn Hagstofu Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 5. nóvember 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun Hagstofunnar lúti að því að vinna ekki sérvinnslu um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andist eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Í 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, komi fram að þagnarskylda ríki um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljist trúnaðargögn og skuli þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar.<br /> <br /> Þær hagtölur sem um ræðir hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Hagtölurnar séu birtar á vef Hagstofunnar í töflu sem sýnir samtölur tímabilsins 2009–2019 vegna sex flokka dánarmeina. Við framsetningu gagna hafi verið lögð til grundvallar sjónarmið sem snúa að trúnaðarskyldum Hagstofunnar við miðlun hagskýrslna, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 en þar stendur: „Við birtingu og miðlun hagskýrslna skal svo sem frekast er unnt komið í veg fyrir að rekja megi upplýsingar til tilgreindra einstaklinga eða lögaðila“. Vegna þess hve fá stök séu á bak við umrædda greiningu sé mikill greinanleiki í gögnum þó að persónuauðkenni séu fjarlægð og því mat Hagstofunnar að gögnum sé best miðlað með samanteknum upplýsingum fyrir lengra tímabil. Í því samhengi sé rétt að ítreka framangreinda lagaskyldu Hagstofunnar um að gæta að trúnaði við miðlun gagna sem enn fremur megi finna í öðrum samþykktum, lögum og reglum sem gilda um opinbera hagskýrslugerð. Þessi sömu sjónarmið eiga við um sérvinnslur og geti Hagstofan því ekki orðið við umræddri beiðni Félags um foreldrajafnrétti þar sem niðurstöður myndu fela í sér greinanleika umfram það sem ásættanlegt er.<br /> <br /> Umsögn Hagstofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. nóvember 2021, er því hafnað að afhending upplýsinganna myndi fela í sér meiri greinanleika en það sem ásættanlegt geti talist. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum, sbr. töflu sem birt er á vef Hagstofu Íslands sem ber heitið „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í almennum athugasemdum við frumvarpið sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.<br /> <br /> 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð hljóðar svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila, auk upplýsinga um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr laga nr. 163/2007. Úrskurðarnefndin hefur áður slegið því föstu að um sérstakt þagnarskylduákvæði sé að ræða í úrskurði sínum nr. 754/2018. Að auki kemur það berum orðum fram að slíkar upplýsingar lúti ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í skýringum Hagstofunnar hefur komið fram að þær hagtölur sem liggja að baki töflunni „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“ hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Úrskurðarnefndin telur að það sé hafið yfir vafa að um sé að ræða upplýsingar sem Hagstofan hefur safnað til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga, í skilningi 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Taka upplýsingalög því ekki til þessara gagna og réttur til aðgangs að þeim verður ekki byggður á upplýsingalögum. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, dags. 20. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1075/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022

Deilt var um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins. Beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá yfir öll gögn sveitarfélagsins vegna málsins á tilteknu tímabili var hafnað. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Borgarbyggð væri skylt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut. Þá var það mat nefndarinnar að gögn um tilboð í eignir við Brákarbraut teldust ekki veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum, en kærunni að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1075/2022 í máli ÚNU 21080001.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. ágúst 2021, kærði A, f.h. Ikan ehf., synjun Borgarbyggðar á beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða húsnæði í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Þann 14. apríl 2021 óskaði kærandi eftir gögnum varðandi þá ákvörðun að loka starfsemi og innsigla húsnæði við Brákarbraut 25–27 en hann óskaði einkum eftir gögnum sem sýndu samskipti sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna málsins og svo yfirliti yfir gögn úr málaskrá yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist og það sent frá sér frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, vegna málsins. Beiðnin var ítrekuð og nánar útlistuð með erindum, dags. 19. apríl, 29. apríl og 5. maí 2021. Þegar beiðnunum hafði ekki verið svarað þann 5. júlí 2021 kærði Ikan ehf. afgreiðslutafir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin kynnti Borgarbyggð kæruna en þann 15. júlí 2021 svaraði sveitarfélagið því að yfirlit, yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist, teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Önnur umbeðin gögn sem til væru hjá sveitarfélaginu hefðu þegar verið afhent kæranda með erindi slökkviliðsstjóra til kæranda, dags. 23. mars 2021, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs Borgarbyggðar. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem kæran laut að afgreiðslutöfum og beiðnin hafði verið afgreidd var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Kærandi kærði þessa afgreiðslu Borgarbyggðar en hann telur svar sveitarfélagsins bera með sér að ætlunin sé að auka á óreiðu varðandi hvað sé til af gögnum hjá sveitarfélaginu varðandi það mál sem gagnabeiðni beinist að. Borgarbyggð velji að vitna til gagna sem slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar eigi að hafa sent kæranda samkvæmt beiðni. Yfir þau gögn sé engin skrá til, eða yfirlit frá sendanda, um hvaða gögn hann hafi sent og hver ekki, þannig að ómögulegt sé að glöggva sig á því um hvaða gögn sé rætt. Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sé sjálfstætt stjórnvald og eigi að halda skrá yfir inn komin og send erindi frá embættinu, eigi að hafa sína eigin málaskrá, sem embættið hafi ekki.<br /> <br /> Eftir að hafa farið yfir gögnin sem Borgarbyggð afhenti segir kærandi að í ljós hafi komið fjöldi tölvupósta, á milli embættis slökkviliðsstjóra og stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem áður hafði verið sagt að væru ekki til eða til afhendingar. Borgarbyggð geti ekki leyft sér að svara með því að vitna til óskilgreindra gagna sem annað stjórnvald hafi afhent. Ekki verði annað séð en markmiðið sé einvörðungu að valda ruglingi og óreiðu. Kærandi kveðst hafa beðið um að fá afrit/útprentun úr málaskrá sveitarfélagsins, svo hann geti glöggvað sig á hvaða gögn séu til og hvaða gögn sé ekki verið að afhenda. Í svari Borgarbyggðar sé vitnað til 5. gr. upplýsingalaga neituninni til stuðnings, þrátt fyrir að í 5. gr. segi í 2. tölul. 2 mgr. að sá er biðji um gögn hjá stjórnvaldi eigi rétt á að fá afrit af dagbókarfærslum sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Kærandi gerir kröfu um að nefndin úrskurði um aðgang að þeim gögnum og geri stjórnvaldinu að afhenda þau, upplistuð.<br /> <br /> Varðandi synjun sveitarfélagsins á beiðni um gögn er lúta að tilboði í eignirnar fer kærandi fram á úrskurð nefndarinnar um hvort stjórnvaldinu sé heimilt að hafna beiðni um umrædd gögn. Varðandi afrit af tölvupóstum, eða af samskiptum við lögmann, eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem fram kom í svarinu að yrðu afhent segir kærandi að þau hafi í raun ekki verið afhent og fer hann fram á úrskurð nefndarinnar um aðgang að þeim gögnum.<br /> <br /> Kærandi segir fleiri dæmi í þeim gögnum sem honum hafi borist þar sem finna megi tölvupóst sem stjórnvaldið sendi en ekki svarið við viðkomandi tölvupósti. Til dæmis í skjali nr. 19 þar sem ekki komi fram dagsetning tölvupósts frá sveitarstýru til tiltekins starfsmanns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ekki svar starfsmanns HMS við beiðni sveitarstýru. Ekkert verði fullyrt um hvort viðkomandi hafi svarað en kærandi vilji láta reyna á það. Hann segir það eiga að koma fram í gögnum samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingarlaga, þegar þau verði afhent.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 3. ágúst 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Þar segir að kærandi geri kröfu um að sveitarfélagið taki saman skrá yfir þau gögn sem þegar hafi verið afhent í hægðarskyni fyrir kæranda. Vegna þessa sé bent á að sveitarfélagið telji sér ekki skylt að vinna sérstaka skrá yfir framangreint þar sem slíkt skjal teljist ekki til fyrirliggjandi gagns, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda eigi það að vera kæranda í lófa lagið að hafa sjálfur yfirsýn yfir þau gögn sem hann hafi þegar fengið send frá stofnunum sveitarfélagsins vegna málsins, þ.á m. gögn sem hann hafi fengið frá slökkviliðsstjóra þann 23. mars 2021. Sveitarfélagið telji sér þar með ekki skylt að útbúa nýtt skjal fyrir kæranda í framangreindum tilgangi, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Sveitarfélagið ítrekaði þau sjónarmið sem fram komu í erindinu frá 15. júlí 2021 en afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði útprentun úr málaskrá og afrit af kauptilboðum í umræddar fasteignir. Varðandi samskipti sveitarfélagsins við lögmann þann sem vísað var til í bréfi kæranda segir að þau séu engin umfram það sem þegar hafi verið afhent kæranda. Þá liggi fyrir að kærandi hafi nú fengið öll gögn frá sveitarfélaginu sem varði umrætt mál. Ástæða þess að gögn hafi borist honum frá sveitarstjóra sem slökkviliðsstjóri taldi ekki vera til sé sú að þar sem það hafi ekki þótt svara kostnaði hingað til hafi Slökkvilið Borgarbyggðar ekki haft formlegt málaskrárkerfi til afnota. Þetta hafi valdið því að utanumhald um gögn og samskipti slökkviliðsins hafi að einhverju leyti verið ábótavant. Þetta standi til bóta og fyrirhugað sé að slíkt kerfi verði innleitt á næsta ári.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar frekari athugasemdir bárust.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. apríl 2021, óskaði kærandi m.a. eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27 frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021. Í svari sveitarfélagsins sagði að slíkt yfirlit teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að. Sömuleiðis taldi kærandi óljóst hvaða gögn hann hefði þegar fengið afhent og fór fram á að sveitarfélagið sendi honum lista yfir þau. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili samkvæmt I. kafla hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda. <br /> <br /> Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna. Í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. er þó tekið fram að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn. Lögin leggja þannig ekki þá skyldu á stjórnvöld að útbúa sérstaklega lista yfir gögn sem hafa verið afhent. Samkvæmt þessu ber Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, en sveitarfélaginu verður ekki gert að taka saman sérstakan lista yfir þau gögn sem hafa verið afhent kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meðal þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir voru tilboð sem Borgarbyggð bárust í fasteignir sveitarfélagsins við Brákarbraut. Sveitarfélagið taldi sér óheimilt að verða við beiðninni og synjaði henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.<br /> <br /> Upplýsingar um kauptilboð geta talist varða fjármál einstaklinga. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögnin sem sveitarfélagið taldi heyra undir þennan hluta af beiðni kæranda. Annars vegar er um að ræða hefðbundið kauptilboð, dags. 18. febrúar 2021, og hins vegar tölvupóst dags. 22. apríl 2021, þar sem annar aðili lýsir áhuga á að kaupa eignir sveitarfélagsins við Brákarbraut, án þess að formlegt tilboð sé gert. Það er mat nefndarinnar að þessi gögn geti ekki talist veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og verður Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í ljósi þeirrar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til þess að fá umrædd gögn afhent á grundvelli hins almenna ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga telur nefndin ekki þörf á því að kanna hvort kærandi rétt til einhverra þeirra gagna sem heyra undir beiðnina á grundvelli 14. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Að lokum taldi kærandi að Borgarbyggð hefði ekki afhent önnur umbeðin gögn, svo sem samskipti við lögmann eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar. Þá taldi kærandi að í einhverjum tilvikum hefðu svör við tölvupóstum sem sveitarfélagið sendi út ekki verið látin fylgja með. Sveitarfélagið ítrekaði hins vegar í umsögn sinni til nefndarinnar að öll önnur gögn sem til væru hefðu þegar verið afhent kæranda ýmist af hálfu sveitarfélagsins eða slökkviliðsstjóra, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar Borgarbyggðar. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Í tilefni af athugasemdum kæranda um að skráningu slökkviliðsstjóra á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. <br /> <br /> Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Borgarbyggð er skylt að veita kæranda, A, f.h. Ikan ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Kauptilboði vegna Brákarbrautar 25, dags. 18. febrúar 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstsamskiptum vegna viljayfirlýsingar til kaupa á Brákarbraut 25, dags. 22. apríl 2021.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1074/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022

Sjúkratryggingar Íslands synjuðu beiðni kæranda um aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf. um afnot af fasteign við Þórunnartún í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins. Ákvörðun Sjúkratrygginga byggðist á því að óheimilt væri að veita aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að samningnum færi skv. 14. gr. upplýsingalaga þar sem kærandi væri eigandi fasteignarinnar. Hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum voru taldir vega þyngra en hagsmunir Íslandshótela af því að hann færi leynt, m.a. þar sem samningurinn hefði verið gerður án samþykkis kæranda. Þá féllst úrskurðarnefndin ekki á að almannahagsmunir stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samningnum. Var Sjúkratryggingum því gert að afhenda kæranda samninginn.

<p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1074/2022 í máli ÚNU 21070010</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A lögmaður, f.h. Íþöku fasteigna ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) á beiðni hans um aðgang að samningi stofnunarinnar um afnot af fasteigninni Þórunnartúni 1 í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins.<br /> <br /> Kærandi óskaði með erindi til SÍ, dags. 20. maí 2021, eftir aðgangi að samningi sem SÍ virtust hafa gert við Fosshótel Reykjavík ehf. (hér eftir einnig FHR) og/eða að vera upplýstur um efni samningsins, sér í lagi um greiðslur SÍ fyrir afnotin af hótelinu.<br /> <br /> Í erindinu er forsaga málsins rakin. Íþaka fasteignir ehf. (hér eftir kærandi) sé eigandi að fasteigninni Þórunnartúni 1. Kærandi og FHR hafi gert með sér leigusamning í júlí 2013 um fasteignina undir hótelrekstur hins síðarnefnda aðila, sem þinglýst sé á eignina. Frá því í apríl 2020 hafi kærandi og FHR deilt um það hvort FHR sé skylt að greiða leigu meðan á Covid-19-faraldrinum stendur. FHR hafi ekki greitt leigu frá því í mars 2020, að frátöldum nokkrum mánuðum þar sem félagið hafi greitt ýmist 20% eða 50% leigu. <br /> <br /> Í lok mars 2021 hafi FHR fengið heimild til greiðsluskjóls. Skömmu síðar hafi verið fjallað um í fjölmiðlum að SÍ hefðu samið við FHR um leigu á hótelinu við Þórunnartún 1, án þess að kæranda væri að hans sögn tilkynnt um það eða óskað heimildar hans þar um. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. leigusamnings kæranda og FHR sé framleiga aðeins heimil með samþykki kæranda. Þá kemur enn fremur fram í sömu grein að samþykki skuli veitt svo fremi sem starfsemi framleigutaka samrýmist þeirri starfsemi sem tilgreind sé í 8. gr. leigusamningsins. Í 8. gr. segir að leigutaka sé aðeins heimilt að reka þá starfsemi í hinu leigða sem tilgreind sé í leigusamningnum en þar er ekki getið um sjúkrahótel eða sóttkvíarhótel. Í greininni kemur einnig fram að leigutaki skuli fá samþykki kæranda áður en hann breytir „í nokkru“ frá lýstri starfsemi í húsinu. Það hafi FHR ekki gert. <br /> <br /> Kærandi hafi verulega hagsmuni af því að fá afrit af framangreindum samningi því með honum sé verið að leigja ríkisstofnun afnot af fasteign í eigu kæranda en án samþykkis hans, til nota sem ekki eru í samræmi við leigusamning kæranda og FHR. Á sama tímabili sé FHR ekki að greiða fulla húsaleigu til kæranda og neiti að upplýsa hvaða tekjur það hafi af leigu á fasteign kæranda til SÍ. FHR sé í stórfelldum vanskilum með húsaleigu, engar tryggingar séu fyrir efndum leigusamningsins og hótelið sé nýtt til annars en um var samið. Allt séu þetta ástæður sem myndu veita kæranda heimild til að rifta leigusamningi aðila ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR. <br /> <br /> SÍ synjaði kæranda um aðgang að samningnum með erindi, dags. 22. júní 2021. Í erindinu er rakið að SÍ hafi samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisráðherra verið falið að tryggja rými fyrir einstaklinga sem þurfa að sinna fyrirskipuðum sóttvörnum eða fara í sóttkví vegna Covid-19. Í apríl 2021 hafi SÍ gert samning við Íslandshótel hf., móðurfélag FHR, um afnot af nokkrum hótelum, sem rekin séu undir vörumerkinu Fosshótel. Meðal þeirra hótela sem félagið bauð afnot af var Fosshótel Reykjavík. Enginn samningur hafi hins vegar verið gerður við FHR. Því gætu SÍ, þegar af þeirri ástæðu, ekki orðið við kröfu kæranda um afhendingu samningsins.<br /> <br /> Þá tóku SÍ fram að kærandi gæti ekki byggt aðgang að samningnum á 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan; SÍ könnuðust ekki við að gerður hefði verið samningur eða samkomulag við kæranda, hvorki um leigu á húsnæði né aðgang að hótelherbergjum að Þórunnartúni 1 eða annars staðar, eða að í gögnum SÍ væri að finna upplýsingar um kæranda sem kynni að veita honum rétt á grundvelli 14. gr. laganna.<br /> <br /> SÍ hafi óskað eftir afstöðu Íslandshótela hf. (hér eftir einnig ÍH) sem hafi lagst gegn afhendingu samningsins. Í viðbrögðum félagsins hafi m.a. komið fram að þeir samningar sem gerðir hefðu verið við SÍ um afnot af einstaka hótelum hafi verið gerðir við sérstakar aðstæður og á sérstökum tímum. Þá hafi ÍH bent á að félagið ætti í miklum viðskiptum við bæði erlendar og innlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki sem ekki njóti viðlíkra kjara og er að finna í samningum ÍH við SÍ. Það geti því haft skaðlegar afleiðingar fyrir bæði samkeppnisstöðu félagsins og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni verði þessar upplýsingar gerðar opinberar og m.a. skaðað þau viðskiptasambönd sem ÍH hafi við sína viðsemjendur. Að mati SÍ eru því hagsmunir félagsins af því að opinbera ekki umræddar upplýsingar meiri og ríkari en séð verður að séu hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Kærandi brást við synjuninni með erindi til SÍ, dags. 28. júní 2021. Í erindinu er vísað til þess að ÍH sé ekki leigutaki hótelsins að Þórunnartúni 1 og geti þar af leiðandi ekki ráðstafað því til SÍ. Sömuleiðis hafi FHR, sem sé í greiðsluskjóli, hvorki heimild til að framleigja hótelið né breyta notum þess í sóttkvíarhótel eða farsóttarhús. Kærandi telur ljóst að kærandi hafi orðið fyrir tjóni vegna óheimilla nota SÍ af fasteign kæranda sem nemi a.m.k. vangreiddri leigu FHR á því tímabili sem SÍ hefur haft afnot af fasteign kæranda.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þeirra röksemda SÍ fyrir synjun að horfa þurfi til þess hvort um virka hagsmuni sé að ræða eða ekki og að umræddur samningur hafi verið gerður við sérstakar aðstæður. Í því samhengi bendir kærandi á að það geti ekki varðað virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ÍH að halda samningum sem gerðir voru við sérstakar aðstæður leyndum. Því síður telur kærandi líklegt að innlendar og erlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki muni byggja kröfur um verð á slíkum samningum eða gera tilraun til þess. <br /> <br /> Þau rök haldi því engu vatni að ÍH hafi virka hagsmuni af því að halda upplýsingum í samningi leyndum sem gerður var við sérstakar aðstæður til þess að koma í veg fyrir að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki geti byggt á þeim verðum sem þar koma fram til framtíðar. Það sé enn fremur vandséð hvaða ríku viðskiptahagsmuni þar sé verið að vernda og hvernig það geti haft skaðlegar afleiðingar fyrir samkeppnisstöðu og aðra viðskiptahagsmuni ÍH eða FHR. Þá sé enn fremur vandséð hvernig þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir kæranda, eiganda fasteignarinnar, sem ekki hafi fengið greitt fyrir afnot hennar, að fullu, nú í rúmt ár og þar af hafi ekkert verið greitt á tímabilinu maí 2020 til mars 2021. <br /> <br /> Kærandi bendir á að samningur SÍ við ÍH varði leigu á hóteli undir sóttkvíarhótel. Vandséð sé að slíkar aðstæður komi upp aftur og ef það gerist verði að teljast ólíklegt að aðili í samkeppnisrekstri muni horfa til þess verðs sem fram kemur í umræddum samningi bjóði hann fram hótel undir sambærilega starfsemi. Bent er á að upplýsingarnar um efni samningsins varði einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem kærandi telur að hann og eftir atvikum almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt SÍ með erindi, dags. 19. júlí 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn SÍ barst úrskurðarnefndinni hinn 1. september 2021. Þar er rakið að aðgangur heilbrigðisyfirvalda í Covid-19-faraldrinum að hótelþjónustu til einstaklinga sem þurfa aðstöðu vegna einangrunar eða sóttkvíar hafi verið lykilatriði í því að halda smitum af veirunni niðri og hefta verulega útbreiðslu hennar innanlands. Úrræðin hafi létt verulega á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum en fullvíst megi telja að hefði þessara úrræða ekki notið við hefði það leitt af sér stóraukið álag á heilbrigðiskerfi landsins. Það skipti hið opinbera því töluverðu máli að hafa góðan og greiðan aðgang að rekstraraðilum hótela og gistihúsa og að gagnkvæmt traust og trúnaður ríki á milli aðila a.m.k. á meðan ekki hafi verið ráðið niðurlögum heimsfaraldursins. <br /> <br /> SÍ telji útilokað að aðild á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga geti stofnast á milli eiganda fasteignar, sem leigð hafi verið þriðja aðila í þeim tilgangi að stunda tímabundna útleigu hótelherbergja, og þeirra sem eiga viðskipti við þann þriðja aðila um leigu á herbergjum, einu eða fleirum, í skemmri eða lengri tíma. Í því sambandi skipti engu máli þó deila hafi risið milli húseiganda og viðkomandi þriðja aðila um greiðslur fyrir afnot af húsnæðinu. Á meðan húseigandi hafi ekki gripið til vanefndaúrræða, s.s. riftunar á leigusamningi, og þannig öðlast ráðstöfunarrétt yfir viðkomandi fasteign að nýju, verði ekki séð að hann hafi neina þá verulegu eða brýnu hagsmuni af að fá upplýsingar um hverjir taki herbergi á leigu eða á hvaða verði. <br /> <br /> Þau rök kæranda um að vegna greiðsluskjóls FHR hafi kæranda ekki verið unnt að koma fram vanefndaúrræðum telja SÍ með öllu haldlaus enda höfðu deilur milli kæranda og FHR, sem kynnu að hafa veitt kæranda rétt til vanefndaúrræða, staðið yfir í töluverðan tíma áður en samningur SÍ við Íslandshótel hf. var gerður.<br /> <br /> SÍ telur að stofnunin hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að bera saman hagsmuni viðsemjenda SÍ af að halda þeim upplýsingum leyndum er varða þau óvenjulegu kjör sem SÍ buðust í því verkefni að útvega öllum þeim sem á aðstöðu þurftu að halda og verða að teljast vel undir þeim kjörum sem öðrum viðsemjendum þeirra bjóðast, og hagsmuni kæranda af að fá þessar upplýsingar afhentar. Var það mat SÍ að við þessar aðstæður, þ.e. annars vegar hættan á því að viðskiptahagsmunir ÍH og FHR kynnu að bíða hnekki og að samkeppnisstaða þeirra gæti verulega skerst væru ríkari en óljósir og óútskýrðir hagsmunir kæranda, sem og annarra, af að fá aðgang að þessum upplýsingum. Þá hafi komið fram í samningi SÍ við ÍH að hann væri trúnaðarmál.<br /> <br /> Þá telja SÍ að þagnarskylduákvæði í X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, girði fyrir aðgang kæranda að gögnunum og vísa sérstaklega til 3. og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna, um þagnarskyldu varðandi efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila.<br /> <br /> Þeir samningar sem gerðir hafa verið við hótelrekendur um afnot af húsnæði í þeirra eigu hafi verið drifnir áfram af ríkri þörf fyrir að vernda heilbrigðiskerfi landsmanna vegna heimsfaraldurs sem gengið hefur yfir. Enginn vafi sé á því að hér sé um virka hagsmuni að ræða bæði að því er varðar hið opinbera og þá aðila sem hið opinbera hefur samið við. Það sé mat SÍ að það traust og sá trúnaður sem ríkt hefur á milli ríkisins og viðsemjenda þess hafi skipt sköpum um það á hvaða kjörum SÍ hefur tekist að semja um afnot af þeim hótelum sem nýtt hafa verið og eru ennþá nýtt undir farsóttar- og sóttkvíarhús. Það er jafnframt mat SÍ að verði þessar upplýsingar gerðar almenningi aðgengilegar, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríki milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til ráðstöfunar sem muni þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins, s.s. heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús. Telja SÍ því að skilyrði 1. og 2. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga séu uppfyllt og SÍ séu þannig bundnar þagnarskyldu um gögnin. <br /> <br /> Þá benda SÍ á að ákvörðun um hvort tilteknar upplýsingar skuli háðar trúnaðarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga er stjórnvaldsákvörðun og fer um slíkar ákvarðanir eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segi að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Mat á því hvort stjórnvald hefur réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar heyri því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda kveður 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga á um að lögsaga nefndarinnar sé bundin við synjun á aðgangi á grundvelli þeirra laga. Á meðan því mati stjórnvalds að upplýsingar séu bundnar trúnaði hafi ekki verið hnekkt af æðra stjórnvaldi verði að telja að hendur úrskurðarnefndarinnar séu bundnar.<br /> <br /> Umsögn SÍ var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. september 2021, tekur hann fram að SÍ hafi á engan hátt sýnt fram á að leynd eigi að hvíla yfir þeim samningi sem það kveðst hafa gert við ÍH. Óheimilt hafi verið að framleigja hótelið nema með samþykki kæranda sem og að breyta notum fasteignarinnar „að nokkru leyti“ nema með samþykki kæranda, sem var ekki veitt. Þá liggi fyrir að ÍH hafi engan rétt til að ráðstafa fasteign kæranda hvorki í skammtímaleigu herbergja né að nokkru öðru leyti. <br /> <br /> Sé það rétt að SÍ hafi leigt fasteignina af ÍH en ekki FHR þá telur kærandi að almennar reglur kröfuréttar um vanheimild kunni að eiga við. Þá er sjónarmiðum SÍ mótmælt að kærandi geti þrátt fyrir greiðsluskjól FHR komið að vanefndaúrræðum og/eða hann hafi haft tækifæri til þess fyrr sem hann hafi ekki nýtt. Athugasemdum kæranda fylgdu tvö skjöl, annars vegar greiðsluáskorun sem undanfara riftunar leigusamnings, og hins vegar greiðsluáskorun samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Þessi skjöl taki af allan vafa um það að fullnustuaðgerðir voru hafnar og ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR þá væri að öllum líkindum búið að rifta framangreindum leigusamningi. <br /> <br /> Umsögn SÍ beri ekki með sér aðra hagsmuni sem það telji sig vera að vernda en þau rök að erlendar ferðaskrifstofur muni reyna til framtíðar að byggja á verðum á útleigu á herbergjum í farsóttarhúsum sem samanburð um verð við kaup eða leigu á hótelherbergjum til framtíðar sem standist enga skoðun. Þá sé einsýnt að haldi faraldurinn áfram þannig að áhrif hafi á ferðaþjónustu á Íslandi muni fjöldi annarra hótela verða laus og því líklegt að SÍ ætti ekki í vandræðum að vera sér út um húsnæði. <br /> <br /> Þá vísar kærandi til þess að samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hafi samningur SÍ við ÍH runnið sitt skeið um miðjan september 2021. Að mati kæranda er vandséð hvaða virku hagsmuni SÍ, ÍH og/eða FHR hafa af því að samningnum sé haldið leyndum eftir þá dagsetningu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Sjúkratrygginga Íslands og Íslandshótela hf., dags. 12. apríl 2021, um sérstaka hótelþjónustu á Fosshóteli Reykjavík að Þórunnartúni 1 fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19. Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningnum skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma upplýsingar um hann sjálfan sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga á því að hann sé eigandi fasteignarinnar að Þórunnartúni 1, sem nýtt hafi verið undir sóttkvíarhótel. Samkvæmt leigusamningi við FHR, sem þinglýst er á eignina og liggur fyrir í málinu, er FHR sem leigutaka skylt að afla samþykkis kæranda bæði til að framleigja fasteignina, sbr. 2. mgr. 7. gr., sem og að „breyta í nokkru frá lýstri starfsemi í húsinu“, sbr. orðalag í 1. mgr. 8. gr. samningsins. Kærandi kveðst hvorki hafa samþykkt að eignin yrði framleigð né að starfseminni yrði breytt. Þá liggur fyrir að FHR er í vanskilum við kæranda vegna greiðslu húsaleigu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur nægilega í ljós leitt að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að samningnum. Nefndin telur það ekki skipta sköpum þótt samningur SÍ sé gerður við Íslandshótel hf. en ekki Fosshótel Reykjavík ehf., enda liggur fyrir á hvorn veginn sem er að með samningnum er verið að ráðstafa fasteign sem kærandi er sannanlega eigandi að, að því er virðist í ósamræmi við ákvæði leigusamnings kæranda og FHR. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í 7. gr. samningsins kemur fram að hann sé undirritaður af Íslandshótelum hf. fyrir hönd Fosshótels Reykjavík ehf. Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer því eftir ákvæðum III. kafla upplýsingalaga. Sá réttur er ríkari en réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar halda SÍ fram að þagnarskylduákvæði X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, komi í veg fyrir að unnt sé að veita kæranda aðgang að samningnum. Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu hefur úrskurðarnefndin talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga um þagnarskyldu fela hins vegar ekki í sér slík ákvæði. <br /> <br /> Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga fer samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Þannig endurspeglar til að mynda 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem heimilt er að takmarka aðgang að upplýsingum um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Sömuleiðis endurspeglar 9. tölul. 1. mgr. 10. gr. stjórnsýslulaga ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, um takmarkanir vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja. Með öðrum orðum, ef óskað er aðgangs að gögnum sem falla undir upplýsingalög, líkt og í þessu máli, fer það eftir túlkun á ákvæðum upplýsingalaga hvort aðgangur að gögnum er óheimill eða takmarkaður, en ekki ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.<br /> <br /> SÍ nefnir einnig í umsögn sinni að lögsaga úrskurðarnefndar um upplýsingamál nái ekki til mats á því hvort stjórnvald hafi réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar, þar sem slík ákvörðun stjórnvalds sé stjórnvaldsákvörðun og um slíkar ákvarðanir fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Þessi sjónarmið SÍ standast ekki skoðun. Ákvæði upplýsingalaga lúta að rétti almennings til að óska eftir og fá aðgang að gögnum sem fyrir liggja m.a. hjá stjórnvöldum. Reglur um þagnarskyldu lúta að heimildum stjórnvalda eða starfsmanna stjórnsýslunnar til að láta af hendi upplýsingar til utanaðkomandi, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni. Í þessu felst ákveðin skörun reglna upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkanir á þeim rétti annars vegar og þagnarskyldureglna hins vegar. Í upplýsingalögum er við þessu brugðist með því að þar er sérstaklega kveðið á um það í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. að ákvæði laga um almenna þagnarskyldu opinberra starfsmanna takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þess í stað eru í upplýsingalögum sjálfstæðar takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum sem almennt er ætlað að taka til sömu hagsmuna og almennum þagnarskyldureglum er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Ákvörðun stjórnvalds um að tiltekið gagn sé háð trúnaði, án þess að beiðni um aðgang að gagninu hafi komið fram, er ekki stjórnvaldsákvörðun enda er þá ekki til staðar stjórnsýslumál sem tiltekinn aðili á aðild að og varðar rétt eða skyldu hans. Liggi hins vegar fyrir beiðni um aðgang að gagninu, sem stjórnvald telur að skuli synja um aðgang að vegna þagnarskylduákvæða X. kafla stjórnsýslulaga, leiðir það til þeirrar niðurstöðu að málið eigi undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda fer um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt. Synjun á beiðni um aðgang að slíkum upplýsingum er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var að stærstum hluta byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem úrskurðarnefndin hefur slegið því föstu að um aðgang kæranda fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga verður leyst úr málinu á grundvelli 3. mgr. 14. gr., en ekki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega þá gagnstæðu hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Reglan byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.<br /> <br /> SÍ hafa vísað til þess að samningur stofnunarinnar við Íslandshótel hf. sé trúnaðarmál milli aðila samkvæmt ákvæði í samningnum þar um. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi SÍ og ÍH komi fram að hann skuli vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Synjun SÍ er annars byggð á því að ef kærandi fengi aðgang að samningnum ylli það tjóni fyrir ÍH þar sem ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg kjör og finnast fyrir í samningnum við SÍ, sem séu hagstæðari en gengur og gerist.<br /> <br /> Svo sem fram kemur í gögnum málsins var samningur SÍ við ÍH gerður við sérstakar aðstæður í skugga heimsfaraldurs kórónuveirunnar vegna brýnnar þarfar stjórnvalda að tryggja aðgang að sóttkvíarhótelum til að draga úr útbreiðslu Covid-19. Að mati úrskurðarnefndarinnar er einmitt mikilvægt að hafa í huga að samningurinn er afurð ástands í samfélaginu sem er svo til án fordæma, og hefði ekki verið gerður í eðlilegu árferði. Samningurinn ber þess augljóslega merki, enda kemur m.a. fram í honum að hann sé gerður í neyðarskyni að ósk heilbrigðisyfirvalda vegna aðsteðjandi ógnar vegna kórónuveirufaraldursins. Úrskurðarnefndin telur það því mjög langsótt að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg verð og fram kom í samningnum, yrði hann afhentur kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur í ljósi framangreinds að hagsmunir kæranda af því að fá samninginn afhentan vegi þyngra en hagsmunir ÍH af því að samningnum verði haldið leyndum. Verður í því samhengi að líta til þess að samningur SÍ og ÍH virðist hafa verið gerður án þess að afla samþykkis kæranda og að hann er ekki í samræmi við leigusamning kæranda við FHR. Þá er kæranda er ekki unnt að rifta leigusamningi við FHR þar sem félagið er í greiðsluskjóli.<br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að þótt það hafi ef til vill ekki jafn mikla þýðingu og ef um aðgang kæranda færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, þá er með samningi SÍ og ÍH verið að ráðstafa miklum opinberum fjármunum, sem kærandi getur eftir atvikum átt rétt á að kynna sér.<br /> <br /> Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin hins vegar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama aðgang, enda byggist 14. gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem almenningur hefur ekki. Opinber birting upplýsinga sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann að varða við lög, þótt aðgangur sé honum heimill á grundvelli upplýsingalaga, en um slíkt gilda almennar reglur.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að SÍ hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningnum á grundvelli einkahagsmuna ÍH, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var ekki byggð á 10. gr. upplýsingalaga, en í umsögn stofnunarinnar er gefið til kynna að það varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins að samningnum sé haldið leyndum með vísan til 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga. Ákvæðið endurspeglar 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ákveðin skörun er við 3. tölul. í 5. tölul. sömu greinar, sem varðar fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.<br /> <br /> Sambærileg ákvæði gilda þegar um aðgang fer samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, en í 2. tölul. 2. mgr. greinarinnar segir að ákvæði um aðgang aðila að gögnum gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr.<br /> <br /> Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, kemur fram um 3. tölul. að undir ákvæðið falli einvörðungu þær upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Um 5. tölul. segir að við mat á því hvort ákvæðið eigi við um upplýsingar sé gert ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> SÍ hafa metið það svo að verði almenningi veittur aðgangur að samningi stofnunarinnar við ÍH, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríkir milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til boða, sem mun þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á þessi sjónarmið og telur vandséð hvernig það að samningurinn yrði afhentur kæranda hefði þau áhrif að SÍ yrði ekki lengur unnt að afla sérhæfðrar hótelþjónustu fyrir þau sem þurfa að vera í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að 3. tölul. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að samningur SÍ við Íslandshótel hf. verði afhentur kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita A lögmanni, f.h. Íþöku fasteigna ehf., aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf., dags. 12. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p>

1073/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022

Kærandi óskaði eftir gögnum um hlutabótaleið stjórnvalda hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin afhenti kæranda hluta af gögnunum en taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að verða við beiðni um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur og heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af svörum Vinnumálastofnunar yrði ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar lægju upplýsingarnar fyrir og að þær væri unnt að kalla fram með tiltölulega einföldum hætti. Ekki yrði séð að vinna við samantekt gagnanna væri frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefðust almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1073/2022 í máli ÚNU 21060002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 6. janúar 2021 kærði A, fréttamaður á RÚV, afgreiðslutafir Vinnumálastofnunar á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Vinnumálastofnunar, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. <br /> <br /> Þann 6. janúar 2021 hafði erindinu ekki verið svarað og kærði kærandi þá afgreiðslutafirnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi, dags. 7. janúar 2021, beindi úrskurðarnefndin því til Vinnumálastofnunar að taka beiðnina til afgreiðslu hið fyrsta, eða í síðasta lagi 21. janúar, og birta ákvörðun sína bæði fyrir kæranda og nefndinni. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 4. febrúar 2021.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2021, afgreiddi Vinnumálastofnun beiðni kæranda og veitti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hefðu lækkað starfshlutfall hjá starfsfólki sem hefði sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. Þá sagðist Vinnumálastofnun ekki halda utan um eða taka saman heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda væru atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Að lokum var beðist velvirðingar á þeim drætti sem varð á svörum stofnunarinnar. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Vinnumálastofnunar. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. maí 2021, lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Vinnumálastofnunar á beiðni hans um upplýsingar ekki fullnægjandi. Í því sambandi tók kærandi fram að hann teldi þær upplýsingar sem veittar voru ekki vera í samræmi við gagnabeiðni hans eins og hún var sett fram og óskaði kærandi því eftir að málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar yrði fram haldið.<br /> <br /> Þann 4. júní 2021 óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Vinnumálastofnun upplýsti nefndina um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kynnu að falla undir beiðni kæranda en hefðu ekki verið afhent. Úrskurðarnefndin tók fram að ef einhver slík gögn lægju fyrir og stofnunin teldi þau undirorpin þeim takmörkunum á aðgangsrétti almennings, sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, væri óskað eftir rökstuðningi stofnunarinnar þess efnis.<br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar, dags. 7. júní 2021, kemur fram að stofnunin hafi veitt kæranda upplýsingar um þau fyrirtæki sem lækkað hafi starfshlutfall hjá starfsfólki sínu sem sótt hafi um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli, í samræmi við 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Á grundvelli þessa ákvæðis hafi Vinnumálastofnun tekið saman lista yfir fyrirtæki sem nýtt hafi úrræðið. Þá er tekið fram að stofnunin haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Þá haldi stofnunin ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli og þar að auki geti fjöldi starfsmanna verið breytilegur. Þá telji Vinnumálastofnun sér ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Með vísan til framangreinds hafi stofnunin afhent kæranda allar þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun sé skylt að afhenda honum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júní 2021 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi þess sem þar kom fram. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. ágúst 2021, kemur fram að kærandi hafi ekki óskað eftir samtölum eða samantekt, heldur eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á tilteknar staðreyndir máls, þ.e. hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. Þá telji kærandi að sérstakt lagaákvæði um heimild til að birta lista opinberlega girði ekki fyrir mögulegan rýmri upplýsingarétt almennings og vísar í því sambandi til niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020. Að lokum telji kærandi að úrskurðarnefndin verði, áður en lengra sé haldið, að skora á Vinnumálastofnun að upplýsa um hvort gögn sem geti varpað ljósi á þessar staðreyndir séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni eða ekki, og að þau verði þá afhent nefndinni í trúnaði.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. desember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Úrskurðarnefndin benti á að hún hefði í úrskurðaframkvæmd sinni lagt til grundvallar að þegar beiðni næði samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum væri ekki sjálfgefið að unnt væri að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur bæri stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óskaði aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna svo hann gæti tekið afstöðu til þess hvort hann vildi fá þau afhent, í samræmi við 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020. Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um það hvort gögn sem geymdu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru fyrirliggjandi og, ef svo væri, með hvaða hætti þau væru geymd hjá stofnuninni. Sömuleiðis óskaði nefndin eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort eitthvað stæði í vegi fyrir því að kærandi fengi afhent slík gögn en nefndin óskaði eftir því að fá þessar upplýsingar sem fyrst eða í síðasta lagi 13. desember. Úrskurðarnefndin ítrekaði beiðni sína tvívegis, 14. og 30. desember 2021.<br /> <br /> Í svari Vinnumálastofnunar, dags. 4. janúar 2022, er beðist afsökunar á töfum sem orðið hafi á svörum. Vísað er í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tekið fram að Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Fjöldi starfsmanna einstaka fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli sé þar að auki breytilegur. <br /> <br /> Varðandi fyrirspurn nefndarinnar um það hvort gögn sem geymi þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu fyrirliggjandi og með hvaða hætti þau séu geymd hjá stofnuninni segir Vinnumálastofnun að atvinnuleysistryggingar á móti minnkuðu starfshlutfalli séu greiddar til einstaklinga. Stofnunin haldi utan um heildarfjölda einstaklinga sem starfi á minnkuðu starfshlutfalli á móti hlutabótum. Þau gögn séu hvorki flokkuð né afmörkuð við tiltekna atvinnurekendur. Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarupphæðir bóta sem greiddar hafi verið út til starfsmanna tiltekinna fyrirtækja. Þau gögn sem kærandi óski eftir liggi því ekki fyrir í þeirri mynd sem óskað er, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. <br /> <br /> Í svarinu segir jafnframt að söfnun þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir kalli á aðgang að gagnagrunni atvinnuleysistrygginga hjá stofnuninni og vinnslu með upplýsingar um einstaklinga og greiðslur til þeirra. Svo víðtæk afhending feli í sér vinnslu upplýsinga um þá einstaklinga sem hafi sótt um greiðslu atvinnuleysistrygginga á móti minnkuðu starfshlutfalli. Vinnumálastofnun telji óheimilt að veita slíkar upplýsingar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá telji stofnunin að ákvæði 11. gr. laganna um aukinn aðgang leiði ekki til þess að stofnuninni beri að veita umbeðnar upplýsingar. Gögnin snerti einkahagsmuni skjólstæðinga Vinnumálastofnunar, sem ekki hafi veitt samþykki sitt fyrir því að veittur verði aukinn aðgangur að umræddum upplýsingum, sem telja verði eðlilegt og sanngjarnt að farið sé leynt með, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna og athugasemdir með 11. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Vinnumálastofnun beri þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum á grundvelli stjórnsýslulaga. Þar að auki telji Vinnumálastofnun að sjónarmið byggð á 7. gr. stjórnsýslulaga, sem vísað sé til í erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, séu máli þessu óviðkomandi enda geti kvartandi í málinu ekki talist aðili að stjórnsýslumáli þeirra sem óskað sé eftir upplýsingum um.<br /> <br /> Svar Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi þess, áður en málið yrði tekið fyrir. Í athugasemdum kæranda segir að kjarni málsins sé sá að óskað sé eftir „gögnum sem varpi ljósi á“ tiltekin atriði. Ekki sé því óskað eftir tilteknu skjali. Af svörum Vinnumálstofnunar megi ráða að upplýsingar sem varpi ljósi á þau tilteknu atriði sem talin eru upp í fyrirspurninni séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni, þótt upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman sérstaklega. Vinnumálastofnun geti, ef því er að skipta, einfaldlega afhent upplýsingarnar eins og þær komi fyrir og lagt á kæranda þá vinnu að taka þær saman svo þær svari þeim spurningum sem hann hafi. Kærandi vísar þessu til stuðnings í erindi úrskurðarnefndarinnar til Vinnumálastofnunar, dags. 3. desember 2021, þar sem segir að þegar óskað sé upplýsinga sem nauðsynlegt sé að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum sé ekki sjálfgefið að stjórnvald geti synjað beiðni heldur beri að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Þá segir kærandi að eftir því sem upplýsingar séu æ oftar einungis geymdar í gagnagrunnum opinberra stofnana verði auðveldara að synja gagnabeiðni blaðamanns einfaldlega á þeim forsendum að upplýsingarnar séu ekki til samanteknar í hefðbundnu skjallegu formi. Slíkar synjanir séu til þess fallnar að skerða upplýsingarétt almennings, einfaldlega vegna þess að tækninni hafi farið fram. Samanber umfjöllun úrskurðarnefndarinnar undir 2. tölulið í niðurstöðukafla úrskurðar nr. 918/2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða ljósmæður voru á vakt á fæðingardeild Landspítalans á tilteknum tíma. Í úrskurðinum sé meðal annars fjallað um tækniþróun, varðveislu gagna í stafrænum gagnagrunnum og það viðmið að gögn teljist fyrirliggjandi geti stjórnvöld með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lúti að. Kærandi telur sömu sjónarmið eiga við í þessu máli og að útprentun úr gagnagrunni Vinnumálastofnunar falli því ekki undir undanþáguákvæði 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vísar kærandi einnig í úrskurð nefndarinnar nr. 880/2020, þar sem fjallað var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á tilteknum upplýsingum en úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Fjársýslunni að gögnin væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda kynnu þær „að vera aðgengilegar hjá stofnuninni með því einfaldlega að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar.“<br /> <br /> Að lokum áréttar kærandi að hann óski eftir upplýsingum um ráðstöfun tuga milljarða króna úr ríkissjóði og að upplýsingaréttur almennings sé því sérstaklega ríkur. Hér reyni á 3. tölul. markmiðsákvæðis 1. gr. upplýsingalaga, um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum.<br /> <br /> Með símtali, þann 26. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari útskýringum frá Vinnumálastofnun varðandi gagnagrunn stofnunarinnar, vistun þeirra frumgagna sem gætu heyrt undir gagnabeiðni kæranda og hvernig stofnunin kallaði fram þær upplýsingar sem birtar hefðu verið um fjölda fyrirtækja sem nýttu umrætt úrræði. Samkvæmt skýringum stofnunarinnar væru það aðilar í tæknideild stofnunarinnar sem framkvæmdu þá vinnslu að kalla fram nöfn fyrirtækja og heildarfjölda einstaklinga sem þiggja hlutabætur. Ef kalla ætti fram nánari upplýsingar, svo sem hversu margir starfsmenn væru hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og fjárhæðir sem greiddar hefðu verið vegna hvers fyrirtækis yrði það mun flóknari vinnsla sem ekki hefði verið ráðist í hjá stofnuninni fram að þessu. <br /> <br /> Þann 14. mars funduðu fulltrúar úrskurðarnefndarinnar með starfsmönnum Vinnumálastofnunar meðal annars til þess að afla frekari upplýsinga um það hvernig vistun gagnanna og vinnslu væri háttað. Á fundinum kom fram að þó nokkur fyrirtæki hefðu endurgreitt, að fullu eða hluta, bætur sem starfsmenn þeirra fengu. Þannig gætu upplýsingar um bótagreiðslur í gagnagrunni stofnunarinnar verið rangar eða villandi einar og sér. Hins vegar væri hægt að sækja upplýsingar um endurgreiðslurnar úr bókhaldskerfi stofnunarinnar og keyra saman eða stemma af þannig að niðurstaðan gæfi rétta mynd af bótagreiðslum. Aðspurður um tíma sem slík úttekt gæti tekið sagðist starfsmaður Vinnumálastofnunar áætla innan við dagsverk. Vinnumálastofnun ítrekaði að stofnunin gæti ekki veitt upplýsingar um fyrirtæki með færri en sex starfsmenn þar sem gæta þyrfti að trúnaði og vísaði um það til 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér svokallaða hlutabótaleið, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig.<br /> <br /> Vinnumálastofnun afhenti kæranda lista með upplýsingum um þau fyrirtæki sem nýttu úrræðið en tók fram að hún héldi ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur né héldi stofnunin utan um heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Vinnumálastofnun taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, 636/2016 og 809/2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svörum Vinnumálastofnunar verður þó ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar liggi í raun fyrir upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafi nýtt hlutabótaleiðina, hversu margir starfsmenn hjá hverju fyrirtæki fyrir sig hafi þegið hlutabætur og hversu háar fjárhæðir hafi verið greiddar vegna hvers fyrirtækis. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda enda byggði synjun Vinnumálastofnunar á beiðni kæranda á því að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Vinnumálastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem farið verði yfir gögnin, sem vissulega liggja fyrir hjá stofnuninni og innihalda upplýsingar sem óskað var eftir, með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að tilteknar upplýsingar í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti, líkt og vikið var að í svar stofnunarinnar við erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin þó á að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Vinnumálastofnun bregðist við án tafar og afgreiði upplýsingabeiðnina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Afgreiðsla Vinnumálastofnunar, dags. 2. mars 2021, á beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p>

1072/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Kærðar voru tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1072/2022 í máli ÚNU 22020007.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 16. febrúar 2022, kærði A tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um rökstuðning og gögn máls í tengslum við ráðningu í starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Rangárþingi eystra og veita sveitarfélaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. VISS starfar m.a. á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, auk tengdra reglugerða. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 16. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

1071/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem vörðuðu málefni látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar byggði á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin leysti úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, hún taldi hvorki að forsendur væru til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum vegna einkahagsmuna konunnar né að gögnin gætu talist vinnugögn í raun og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að þeim.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1071/2022 í máli ÚNU 21070012. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. júlí 2021, kærði A synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis (Reykjavíkurborgar) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kæru segir að B, sambýliskona kæranda, hafi verið sjúklingur og fengið heimahjúkrun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hafi að lokum verið lögð inn á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún dvaldi þegar hún lést. Kærandi segir að í janúar 2020 hafi starfsmaður frá heimahjúkrun komið á heimili þeirra og hafi látið B skrifa nafn sitt á bréf án þess að hún fengi að lesa efni bréfsins. Starfsmaðurinn hafi farið með bréfið í burtu án heimildar kæranda eða sambýliskonu hans. Viku síðar hafi þeim borist bréf frá Reykjavíkurborg þar sem B var þakkað fyrir umsókn sína um varanlega stofnun fyrir sig sjálfa.</p> <p>Kærandi segir þetta „skjalafals“ og að hún hafi aldrei sótt um vist á neinu hjúkrunarheimili. Kæranda gruni að hjúkrunarfræðingurinn hafi notað þetta falsaða bréf til þess að leggja B inn á Skjól í nóvember 2020. Kærandi kveðst hafa rætt við yfirmanneskju heimahjúkrunar sem hafi beðist afsökunar og sagt að ekki hefði verið rétt staðið að því að fá undirskrift B. Í kæru gerir kærandi alvarlegar athugasemdir við meðferð sambýliskonu sinnar og að hann hafi ekki fengið neinu ráðið um það að hún hafi verið lögð inn á hjúkrunarheimili. Hann telur aðgerðarleysi lækna þar hafa kostað hana lífið og gagnrýnir að hafa ekki fengið upplýsingar um meðferð hennar.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 23. júní 2021, við upplýsingabeiðni kæranda segir að umbeðin gögn verði ekki afhent enda sé samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem eigi í hlut.</p> <p>Kærandi kveðst eiga rétt á að vita allan sannleikann frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um það hverjir báru ábyrgð á afdrifum hennar. Það eigi ekki að hlífa fólki sem noti aðstöðu sína til að eyðileggja líf annarra eins og gert hafi verið við hann og sambýliskonu hans. Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna þessa þann 20. maí 2021.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 20. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2021. Þar segir að Reykjavíkurborg hafi borið að synja beiðni kæranda í heild sinni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þar að auki hefði hluti gagnanna verið vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin afhendingarskyldu. Hvað varðar vitjanir frá heimahjúkrun segir Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar séu skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hafi ekki aðgang að umræddum upplýsingum og séu þær því ekki fyrirliggjandi og þar með ekki afhendingarskyldar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vekur Reykjavíkurborg athygli á því að kærandi geti óskað eftir upplýsingum um sjálfan sig á grundvelli III. kafla upplýsingalaga og/eða á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. september 2021, segir að svar Reykjavíkurborgar sé útúrsnúningur og beiðni hans sé hafnað eins og áður. Þá sé sagt að um einkamál látins einstaklings sé að ræða þegar þeir tali um sambýliskonu hans til 24 ára. Að neita honum um svör um afdrif hennar sé ólöglegt. Í athugasemdum fer kærandi yfir veikindi og meðferð sambýliskonu sinnar, líkt og í kæru, en hann segist aldrei hafa fengið svör varðandi þá atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda andláts hennar. Það sem hún hafi lent í hafi verið mannrán, það hafi verið framinn glæpur og mannréttindabrot. Þeir sem brjóti mannréttindi á öðrum eigi ekki að fela sig á bak við persónuverndarlög. Kærandi vill að úrskurðarnefndin upplýsi hann um nöfn þeirra aðila sem brutu gegn honum og B. Kærandi sendi úrskurðarnefndinni annað erindi, dags. 18. október 2021, þar sem hann ítrekaði sjónarmið sín og kröfur í málinu.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem varða mál B, látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda byggði í fyrsta lagi á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Að lokum benti Reykjavíkurborg á að upplýsingar um vitjanir frá heimahjúkrun væru skráðar í sjúkraskrár í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hefði ekki aðgang að þeim upplýsingum og þær teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Við meðferð málsins afhenti Reykjavíkurborg úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Greinargerð – heimaþjónustumat, dags. 19. október 2017.</li> <li>Skýrslu viðbragðsteymis, 17. mars 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 13. maí 2020.</li> <li>Svar við umsókn um heimaþjónustu, dags. 13. júlí 2020.</li> <li>Tölvupóstsamskipti, dags. 30. nóvember 2020.</li> <li>Bréf, dags. 2. desember 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 3. desember 2020.</li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni gagnanna en þar er fyrst og fremst um að ræða upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar við kæranda og sambýliskonu hans og samskipti kæranda sjálfs við starfsmenn Reykjavíkurborgar vegna þessa. Í greinargerðinni (skjali nr. 1) er fjallað um heilsufar þeirra beggja og heilbrigðisþjónustu sem B var veitt á heimili þeirra. Í skýrslunni (skjali nr. 2) er fjallað um heimilisaðstæður þeirra, þjónustu viðbragðsteymis Reykjavíkurborgar og samskipti starfsmanna við kæranda. Í dagál frá 13. maí 2020 (skjali nr. 3) er fjallað um símtal við kæranda. Í svari við umsókn um heimaþjónustu (skjali nr. 4), er fjallað um þá heimaþjónustu sem samþykkt var að B yrði veitt. Í tölvupóstsamskiptum (skjali nr. 5) er fjallað um húsaleigusamning kæranda og B við Félagsbústaði. Bréf frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, dags. 2. desember 2020, (skjal nr. 6) varðar ýmis mál tengd fjárhagsstöðu en viðtakandi bréfsins er kærandi sjálfur. Í dagál frá 3. desember 2020 (skjali nr. 7) er fjallað um símtal við kæranda.</p> <p>Í 1. mgr. 14. gr. segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 895/2020, 898/2020, 903/2020, 910/2020 og 918/2020.</p> <p>Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdum:</p> <p>„Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“</p> <p>Gögnin sem úrskurðarnefndin fékk afhent frá Reykjavíkurborg varða kæranda sjálfan enda er þar beinlínis fjallað um samskipti hans við Reykjavíkurborg, um heilsu hans og heimilisaðstæður, fyrir utan skjal nr. 4 sem varðar heimaþjónustu við B. Þar sem kærandi var sambýlismaður hennar verður það skjal þó einnig talið varða hann með þeim hætti að hann verði talinn hafa sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingunum. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í heild samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá kemur til skoðunar hvort aðgangur hans að gögnunum verði að einhverju leyti takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. en Reykjavíkurborg vísaði til einkahagsmuna látinnar sambýliskonu kæranda í því sambandi. Úrskurðarnefndin tekur fram að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016 og 703/2017. Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum eru vissulega upplýsingar um heilsufar og félagslegar aðstæður B sem gætu talist til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni. Hins vegar felur 3. mgr. 14. gr. í sér að vega verður og meta þá hagsmuni sem togast á hverju sinni en ljóst er að í gögnunum sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent eru engar upplýsingar um málefni konunnar sem kærandi hefur ekki nú þegar enda fjallaði hann ítarlega um sömu atriði í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þannig eru ekki fyrir hendi þeir hagsmunir sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga er ætlað að vernda og eru því ekki forsendur til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum á þeim grundvelli.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur haldið því fram að hluti umbeðinna gagna sé undanþeginn upplýsingarétti kæranda þar sem þau séu vinnugögn, í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í fylgibréfi með gögnunum sem afhent voru úrskurðarnefndinni var tekið fram að gögn nr. 1-3 og 7 teldust vinnugögn.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gilda samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. upplýsingalaga og samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Þau skjöl sem Reykjavíkurborg taldi til vinnugagna eru í fyrsta lagi greinargerð vegna heimaþjónustumats, dags. 19. október 2017. Í öðru lagi er um að ræða skýrslu viðbragðsteymis, dags. 7. mars 2020, þar sem heimilisaðstæðum er lýst og samskiptum starfsmanna við kæranda vegna þjónustu þeirra við hann. Að lokum eru tveir „dagálar“, dags. 13. maí og 3. desember 2020, sem eru skráningar á símtölum, þar sem starfsmaður Reykjavíkurborgar hringir í kæranda og skráir efni símtalsins. Þessi gögn fela í raun í sér skráningu og lýsingu á atvikum og staðreyndum en ekki beinlínis undirbúning ákvörðunar. Í gögnunum er ekki fjallað um hugsanleg viðbrögð eða vangaveltur starfsmanna um það hvernig meðferð málsins verði háttað. Þannig geta skjölin ekki talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að afhenda kæranda umbeðin gögn. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum sem varða mál látinnar sambýliskonu hans, B, hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1070/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Nefnd um eftirlit með lögreglu synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að ákvörðun nefndarinnar í máli sem varðaði starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmund­arsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherja­mál­inu. Úrskurðarnefndin taldi kvörtunina tengjast sakamálarannsókn sem enn væri í gangi og væri hún þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu væri gagn sem tengdist málefnum starfsmanna í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin að þær upplýsingar sem fram kæmu í ákvörðuninni yrðu ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Loks væri í ákvörðuninni ekki að finna upplýsingar um einkahagsmuni viðkomandi starfsmanna sem óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var nefnd um eftirlit með lögreglu því gert að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni í heild sinni.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1070/2022 í máli ÚNU 21070009.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL), dags. sama dag, á beiðni kæranda um aðgang að 1) ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu og 2) kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Synjunin var á því byggð að hvorki ákvarðanir NEL né kvartanir til nefndarinnar væru afhentar óviðkomandi þriðju aðilum. Nefndin væri bundin þagnarskyldu á grundvelli lögreglulaga.</p> <p>Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 14. júlí 2021, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn NEL, dags. 29. júlí 2021, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <p>Í samræmi við hlutverk nefndarinnar fái hún gögn sem oft varða sakamál sem ýmist er lokið eða eru enn til rannsóknar. Þá geti ákvarðanir nefndarinnar leitt til þess að starfsmannamál hefjist hjá lögreglu eða héraðssaksóknara eða eftir atvikum rannsókn sakamáls. Gögnin sem nefndin hefur undir höndum séu því í eðli sínu viðkvæm og því hafi nefndin þá reglu að afhenda aðilum máls aðeins þau gögn sem stafa frá nefndinni en ekki gögn sem stafa frá lögreglu. Er aðilum máls því bent á viðkomandi embætti um gögn sem stafa frá embættunum.</p> <p>Þá hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli.</p> <h3>Ákvörðun um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu.</h3> <p>Synjun NEL um aðgang að ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu styðst við 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 7. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 7. gr. komi fram að lögin taki ekki til gagna í málum sem m.a. varða framgang í starfi. Ljóst sé að ef gerðar eru aðfinnslur við störf tiltekinna starfsmanna geti slíkt haft áhrif á framgang í starfi. Því sé NEL heimilt að takmarka aðgang kæranda að ákvörðun nefndarinnar.<br /> Þar að auki telur nefndin rétt að takmarka aðgang almennings að gögnum er varða einkahagsmuni og málefni starfsmanna lögreglu í starfi sérstaklega í þeim tilvikum er háttsemi starfsmannanna sem um ræðir gæti falið í sér ámælisverða háttsemi sem fellur undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.</p> <p>Nefndin bendir á að meðferð málsins sé hvorki lokið af hálfu lögreglustjóra né af hálfu nefndarinnar. Hafi þriðji aðili fengið afrit af ákvörðun nefndarinnar afhent frá öðrum en nefndinni sjálfri breyti slíkt engu um þá afstöðu nefndarinnar að afhenda ekki gögn öðrum en eingöngu aðilum máls.</p> <p>Að síðustu bendir nefndin á að í ákvörðuninni komi fram trúnaðarupplýsingar um umrætt lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <h3>Kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu.</h3> <p>Að því er varðar kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist kvörtunin sakamálarannsókn sem enn sé í gangi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Í ljósi þess sé ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu gagnanna, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Fallist úrskurðarnefndin ekki á framangreinda afstöðu NEL, telji nefndin æskilegt að kanna afstöðu þess sem kvörtunin stafar frá til afhendingar gagnanna, þar sem ljóst sé að í gögnunum er að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kunni að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kæranda var kynnt umsögn NEL með erindi, dags. 8. ágúst 2021. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. ágúst sama ár, bendir kærandi á að nefnd um störf dómara birti úrskurði sína reglulega á vef Dómstólasýslunnar. Hið sama eigi að gilda um NEL. Varðandi fullyrðingu í umsögn NEL um að kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist sakamálarannsókn sem enn sé í gangi tekur kærandi fram að miðað við yfirlýsingu á vef Samherja tengist kvörtunin afmörkuðum anga af þeirri rannsókn sem leyst hafi verið úr fyrir dómstólum.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá embætti héraðssaksóknara varðandi kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Með erindi, dags. 24. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi ákvörðun NEL nr. 38/2021. Svör héraðssaksóknara bárust 19. janúar og svör lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust 24. janúar. Þau verða rakin í niðurstöðukafla þessa úrskurðar.</p> <p>Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 24. janúar 2022, eftir afstöðu kvartanda til NEL í Samherjamálinu til afhendingar gagnsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Afstaðan hans barst ekki.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu, dags. 1. febrúar 2021.</p> <p>Bæði ákvörðun nr. 38/2021 og kvörtun til NEL tengjast rannsóknum sakamála, annars vegar Ásmundarsalarmálinu og hins vegar Samherjamálinu. Í niðurlagi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2021, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar hefur nefndin litið svo á að undir ákvæðið falli skjöl og önnur gögn sem séu eða verði að öllum líkindum til skoðunar við rannsókn lögreglu eða annars handhafa ákæruvalds á ætluðum refsiverðum brotum. Þá hefur úrskurðarnefndin áskilið sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn sakamáls og þá skipti m.a. máli hvort ætla megi að gögnin verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði upplýsinga frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara um tengsl ákvörðunar nr. 38/2021 og kvörtunarinnar til NEL við rannsókn hvors sakamáls um sig. Bæði stjórnvöld fara með ákæruvald skv. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Í svari lögreglunnar kom fram að ákvörðun NEL nr. 38/2021 hefði hvorki verið hluti af gögnum málsins né sakarmati við rannsókn í Ásmundarsalarmálinu. Í svari héraðssaksóknara kom fram að NEL hefði sent embættinu afrit af kvörtuninni og að hún væri vistuð meðal rannsóknargagna málsins af því tilefni. Fylgiskjöl kvörtunarinnar væru gögn úr rannsókn málsins og tölvupóstssamskipti sem tilheyrðu málinu. Í kvörtuninni væru talin upp atriði sem vörðuðu málsmeðferð sakamálsins sem og upplýsingar úr gögnum rannsóknarinnar. Rannsókn málsins væri ekki lokið.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ákvörðun nr. 38/2021 varði ekki rannsókn eða saksókn sakamáls með þeim hætti að hún skuli undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Um aðgang að henni fer því samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Öðru máli gegnir hins vegar um kvörtun til NEL, dags. 1. febrúar 2021. Með hliðsjón af framangreindum skýringum héraðssaksóknara lítur úrskurðarnefndin svo á að hún varði rannsókn þess máls með þeim hætti að kvörtunin sé undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Er því óhjákvæmilegt að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni um ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 styðst að mestu við 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðun NEL „að öðru leyti“.</p> <p>Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <p>„Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.“</p> <p>Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <p>„Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“</p> <p>Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021. Meðal hlutverka NEL skv. 35. gr. a lögreglulaga er að taka til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Nefndin skal taka rökstudda afstöðu til hinnar ætluðu aðfinnsluverðu starfsaðferðar eða framkomu og senda viðeigandi embætti kvörtun til frekari meðferðar ef tilefni er til. Nefndin skal fylgjast með meðferð viðkomandi embættis á erindum sem stafa frá henni og embætti sem fá til meðferðar kvartanir sem heyra undir nefndina skulu tilkynna henni um niðurstöður þeirra. Fyrir liggur að NEL taldi tilefni til að senda þátt málsins sem varðaði háttsemi þeirra lögreglumanna sem til umfjöllunar eru í ákvörðun nefndarinnar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 3. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, svo sem einnig hefur verið greint frá í fjölmiðlum.</p> <p>Í almennum athugasemdum í frumvarpi til laga nr. 62/2016 um breytingar á lögreglulögum, nr. 90/1996, segir að kæra á hendur starfsmanni lögreglu og kvörtun borgara vegna samskipta við lögreglu geti leitt til málsmeðferðar samkvæmt starfsmannalögum. Það sé hins vegar hlutverk lögreglustjóra að fara með yfirstjórn starfsmannamála, hvers í sínu umdæmi. Hið sama eigi við um ríkislögreglustjóra. Það er í samræmi við það sem fram kemur í athugasemdum við 2. gr. frumvarpsins um að ekki sé gert ráð fyrir því að nefndin taki beinan þátt í meðferð máls sem hún beinir annað. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir að hlutaðeigandi embætti sem máli er beint til sé bundið af athugasemdum eða tillögum nefndarinnar.<br /> Að framangreindu virtu er ljóst að NEL tekur sjálf ekki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, ákvarðanir á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eða ákvarðanir um aðfinnslur. Ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 telst því ekki vera gagn í máli sem varðar starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðuninni „að öðru leyti“, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki með réttu byggt á því ákvæði til stuðnings synjun um aðgang kæranda að ákvörðuninni.</p> <h2>3.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni kæranda um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 er að öðru leyti byggð á því að ákvörðunin innihaldi trúnaðarupplýsingar um viðkomandi lögreglumál sem NEL sé bundin þagnarskyldu um skv. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Þá komi fram í ákvörðuninni upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir að því leyti að háttsemi þeirra í málinu kunni að hafa talist ámælisverð.</p> <p>Í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga segir að nefndin sé bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta. Í 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, segir eftirfarandi um þagnarskyldu ákærenda, þar á meðal lögreglustjóra:</p> <p>„Ákærendur eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða eðli máls.“</p> <p>Í athugasemdum við 4. mgr. 18. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er vísað til 22. gr. lögreglulaga, en hið síðarnefnda ákvæði var samhljóða 4. mgr. 18. gr. áður en því var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Eftir breytinguna er nú hvað varðar þagnarskyldu lögreglumanna í 22. gr. lögreglulaga vísað einungis til X. kafla stjórnsýslulaga. Í athugasemdum við 22. gr. lögreglulaga í frumvarpi því sem varð að lögunum segir um upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar að „mikilvægt [sé] að haldið sé leyndum upplýsingum um vissa þætti í starfsemi lögreglu og um skipulagningu og útfærslu einstakra lögregluaðgerða. Að öðrum kosti [sé] óvíst um árangur af þeim“.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, að því er varðar upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar. Á það við bæði um lögreglustjóra og nefnd um eftirlit með lögreglu, sbr. það sem segir í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga um að nefndin sé bundin þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021 með hliðsjón af því hvort hún innihaldi upplýsingar sem kunni að falla undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála. Ákvörðunin inniheldur að miklu leyti umfjöllun um verklag lögreglunnar í samskiptum við fjölmiðla og hvort miðlun upplýsinga í þessu tiltekna máli hafi verið í ósamræmi við það verklag, í ljósi þess að fjölmiðlum reyndist unnt að persónugreina einstakling sem tilgreindur var í dagbókarfærslu lögreglunnar sem afhent var fjölmiðlum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þær upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, enda ekki hægt að líta svo á að um sé að ræða upplýsingar um starfshætti lögreglu eða fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, sem mikilvægt er að sé haldið leyndum.</p> <p>Nefnd um eftirlit með lögreglu telur einnig að ákvörðunin innihaldi upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi þeirra „geti talist ámælisverð“, svo sem segir í ákvörðuninni. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar séu ekki þess efnis að þær falli undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, eigi við. Er þá m.a. til þess að líta að NEL slær því ekki föstu að háttsemin hafi verið ámælisverð. Þá telur úrskurðarnefndin að upplýsingar af þessu tagi séu þess eðlis að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær. Einnig verður að líta til 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga, sem NEL er óumdeilanlega bundin af, en þar segir að undir þagnarskyldu falli ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda. Loks má líta til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem segir að við mat á því hvort upplýsingar varði einkahagsmuni einstaklings þurfi að líta til þess hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Úrskurðarnefndin telur viðkomandi upplýsingar ekki svo viðkvæmar að það réttlæti að takmarkaður sé aðgangur að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé að finna í ákvörðun NEL nr. 38/2021 aðrar upplýsingar sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Verður því NEL gert að afhenda kæranda ákvörðunina.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu, dags. 14. júlí 2021, að synja A um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að veita A aðgang að ákvörðuninni.</p> <p>Að öðru leyti er kæru, dags. 14. júlí 2021, vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p>

1069/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Deilt var um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Kærandi hafði fengið afhent nokkuð af gögnum og Reykjavíkurborg fullyrti að engin frekari gögn væru fyrirliggjandi. Eins og atvikum málsins var háttað taldi úrskurðarnefndin ekki um að ræða synjun um aðgang að gögnum og var kærunni því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1069/2022 í máli ÚNU 21070004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði húsfélagið Vatnsholti 4 afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni félagsins um afrit af gögnum.</p> <p>Með erindi til Reykjavíkurborgar, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir gögnum varðandi úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Í fyrsta lagi var óskað eftir öllum gögnum varðandi meðferð og ákvarðanatöku við undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu. Sérstaklega var óskað eftir gögnum sem varða málsmeðferð vegna ákvarðanatökunnar, þ.m.t. fundargerða um fundi þar sem skipulagsbreytingarnar voru til meðferðar, gögn sem varða vilyrði um lóðarúthlutun til tiltekinna aðila, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins við vilyrðishafa/lóðarhafa, og gögn sem varða samskipti aðila sem hyggjast byggja á reitnum við skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í öðru lagi var óskað eftir öllum gögnum er varða málsmeðferð vegna ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins, þ.e. samskipti, bréf og dagbókarfærslur, auk lista yfir málsgögn. Í þriðja lagi var óskað eftir afhendingu gagna og samskipta borgarinnar við aðila er varða afgreiðslu á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020, þar sem samþykkt var umsögn skipulagsfulltrúa um að lengja svalir út á byggingareit K4, lengja hámark einstakra kvista og um fjölgun bílastæða.</p> <p>Þegar beiðnin hafði ekki verið afgreidd þann 14. apríl 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem óskar eftir upplýsingum heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs, hafi beiðnin ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afgreiddi Reykjavíkurborg loks beiðni kæranda og afhenti nokkuð af gögnum.</p> <p>Í erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2021, lýsti kærandi því að hann teldi afhendinguna ófullnægjandi, þrátt fyrir að hún væri viðamikil, þá væri ekki um að ræða öll þau gögn sem óskað hefði verið eftir, þ.e. það sem var tiltekið sérstaklega í gagnabeiðninni, nema e.t.v. að einhverju leyti gögn varðandi ákvarðanatöku við skipulagsbreytingar. Kærandi taldi önnur gögn vanta og að einungis hefðu verið afhent gögn sem áður hefðu verið gerð opinber. Ekki hafi verið afhentir póstar með svörum fulltrúa borgarinnar eða þeirra innbyrðis samskipti. Þessu hafi ekki fylgt skýringar. Því óskaði kærandi eftir að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 2. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Þann 16. júlí 2021 sendi Reykjavíkurborg kæranda og úrskurðarnefndinni frekari gögn. Í meðfylgjandi erindi sagði að öll fyrirliggjandi gögn sem talið væri að féllu undir beiðni kæranda hefðu nú verið afhent. Ef kærandi teldi enn að ekki væru fram komin gögn sem leitað hefði verið eftir og ættu að vera til væri sjálfsagt mál að hafa aftur samband við Reykjavíkurborg sem gæti aðstoðað við að afmarka beiðnina frekar.</p> <p>Úrskurðarnefndin átti í nokkrum samskiptum við kæranda og Reykjavíkurborg. Kærandi taldi vanta upp á afhendingu Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum frá Reykjavíkurborg varðandi afgreiðsluna.</p> <p>Með erindi, dags. 19. nóvember 2021, svaraði Reykjavíkurborg því að gagnabeiðni kæranda hefði verið mjög víðtæk og að hluta til óljóst hvaða gagna hefði verið óskað en Reykjavíkurborg hefði ítrekað boðist til samstarfs við að afmarka beiðnina frekar. Afgreiðsla málsins hefði tafist af óviðráðanlegum ástæðum og þegar fyrsta afhending gagna hefði farið fram þann 11. júní 2021 hefði vantað gögn sem síðan hefðu verið afhent þann 16. júlí. Þegar upplýsingar bárust um að kærandi teldi enn vanta upp á gögn, þ.e.a.s. gögn varðandi samskipti borgarfulltrúa eða skipulagsfulltrúa við lóðavilyrðishafa hafi verið farið í að athuga málið enn frekar. Með það í huga að verið væri að óska gagna frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem lögð hefði verið niður, hefði að þessu sinni verið haft beint samband við fyrrverandi deildarstjóra atvinnuþróunar á þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í því skyni að kanna hvort hann teldi einhver gögn vera til. Sá aðili, sem hefði verið í sumarleyfi þegar beiðnin var upphaflega afgreidd, hefði þá afhent frekari gögn sem mögulega hefðu ekki komið fram áður. Þessi viðbótargögn voru afhent úrskurðarnefndinni og kæranda samhliða svari Reykjavíkurborgar þann 19. nóvember 2021.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar segir jafnframt, að því er varðar gögn vegna samskipta borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa, að engin slík gögn séu til á skrá hjá Reykjavíkurborg. Engin formleg samskipti hafi átt sér stað milli einstakra borgarfulltrúa og aðila í samkeppninni en þau samskipti hefðu farið í gegn um skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Sé því haldið fram að slík samskipti hljóti að hafa átt sér stað þá hafi þau í öllu falli ekki verið hluti af meðferð málsins hjá borginni og hafi ekki skipt máli við þá meðferð. Samskipti varðandi skipulag hafi farið í gegnum verkefnastjóra skipulagsfulltrúa en aðilar hafi óskað eftir einum fundi með skipulagsfulltrúa til að ræða sín sjónarmið, þetta megi sjá í meðfylgjandi gögnum. Þar með telji Reykjavíkurborg að öll gögn sem falli undir gagnabeiðnina og séu fyrirliggjandi hafi verið afhent kæranda.</p> <p>Svar Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. nóvember 2021, og honum gefinn kostur á að bregðast við því sem þar kom fram.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2021, segir að afstaða hans sé sú að gagnlegt hafi verið að fá gögnin afhent en að þau virðist ekki vera í fullu samræmi við upplýsingabeiðnina. Elstu samskiptin sem afhent voru séu frá haustinu 2018 og samskiptin varði ekki deili- og aðalskipulagsbreytingar. Í upplýsingabeiðni kæranda hafi verið óskað eftir gögnum og samskiptum borgarinnar og lóðarvilyrðishafa er varða skipulagsbreytingar á Sjómannaskólareitnum og því óski hann eftir að farið verði yfir (og svo afhent) hvaða samskipti séu til frá tíma aðdraganda viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar við Byggingafélag námsmanna, sem var undirrituð 12. janúar 2017 og allt þar til auglýsing um samþykkt breytingarinnar á deiliskipulaginu var birt 27. apríl 2020. Þá telur kærandi óljóst hvort samskipti hafi átt sér stað milli lóðavilyrðishafa og borgarfulltrúa þótt þau séu ekki á skrá, en auðvelt sé að láta kanna það mál og komast til botns í því. Slík gögn séu vissulega samskipti við stjórnvöld og skipti því ekki máli hvort þau séu álitin „hluti af meðferð málsins“ hjá borginni.</p> <p>Með erindi, dags. 3. desember 2021, voru athugasemdir kæranda við afgreiðsluna kynntar fyrir Reykjavíkurborg og óskað var eftir svörum við því hvort þau gögn sem kærandi vísaði til væru fyrirliggjandi hjá Reykjavíkurborg.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 13. janúar 2022, segir að á síðustu vikum hafi starfsmaður Reykjavíkurborgar leitað frekari gagna varðandi samskipti borgarinnar við Byggingarfélag námsmanna vegna Sjómannaskólareits. Í því skyni hafi starfsmaðurinn verið í samskiptum við aðila sem enn starfi hjá borginni og komu að málinu fyrir hönd skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem nú hafi verið lögð niður. Þessi samskipti hafi tekið nokkurn tíma vegna Covid-19 og jólaleyfa en beðist var afsökunar á töfinni. Engin ný gögn hafi komið fram við þessa leit, allt sem hafi verið vistað hjá Reykjavíkurborg hafi þegar verið afhent. Þá kannist enginn af fyrrgreindum aðilum við að hafa undir höndum gögn er varða samskipti við Byggingarfélag námsmanna um Sjómannaskólareitinn. Varðandi samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa þá ítrekar Reykjavíkurborg fyrra svar, þ.e. að engin gögn liggi fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa. Öll samskipti við lóðavilyrðishafa hafi farið fram í gegnum skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Í leit að gögnum hafi starfsmaðurinn ákveðið að hafa samband við framkvæmdarstjóra Byggingarfélags námsmanna í því skyni að kanna hvort mögulegt væri að félagið hefði vistað einhver samskipti við borgina sem ekki hefðu verið vistuð hjá Reykjavíkurborg. Framkvæmdarstjórinn hafi sent allt sem hann hafi fundið og hafi það verið afhent samhliða svari Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndarinnar. Reykjavíkurborg kvaðst því hafa afhent allt það sem fyrirliggjandi sé í þessu máli.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, voru skýringar Reykjavíkurborgar kynntar fyrir kæranda og óskað eftir viðbrögðum hans við því sem þar kom fram.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 21. janúar 2022, segir að kærandi telji að stjórnvöldum, í þessu tilviki Reykjavíkurborg, sé rétt að láta kanna einnig tölvupósta milli starfsmanna sinna sem látið hafi af störfum og viðkomandi aðila (hér vilyrðishafa), þegar fyrir liggi að samskipti séu ekki vistuð nægilega vel, líkt og hér hafi komið í ljós með því að kalla hafi þurft eftir tölvupóstum frá vilyrðishafa. Beri Reykjavíkurborg við að þetta sé ekki mögulegt óski kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fjalli um að gagnavistun sé ábótavant í þessu tilfelli í úrskurði sínum og leggi til úrbætur á því. Þá segist kærandi hafa hnotið um orðalag Reykjavíkurborgar í svörum við ósk um samskipti borgarfulltrúa við lóðarvilyrðishafa. Þar sé ítrekað að „engin gögn liggja fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa“ en ekki liggi fyrir að nokkur borgarfulltrúi hafi verið spurður út í málið þrátt fyrir að það sé auðvelt í framkvæmd. Kærandi telur því rétt að fá staðfestingu Reykjavíkurborgar um það að einstaka borgarfulltrúar hafi verið beðnir um að upplýsa um öll samskipti við vilyrðishafa og afhenda öll skrifleg gögn um slík samskipti, eða framkvæmi það ef svo hafi ekki þegar verið gert.</p> <p>Að lokum voru þessar athugasemdir kæranda kynntar með erindi, dags. 24. janúar 2022, og Reykjavíkurborg veitt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, 1. febrúar 2022, segir að borgin hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og raunar gengið óvenju langt í að hafa upp á gögnum sem kærandi leiti eftir. Reykjavíkurborg segir að fullyrðing kæranda um að gagnavistun í málinu sé ábótavant standist ekki enda sýni tölvupóstar frá lóðavilyrðishafa þvert á móti að þau samskipti sem kærandi haldi fram að liggi fyrir séu hvorki fyrirliggjandi hjá lóðavilyrðishafa né hjá Reykjavíkurborg. Við þetta megi bæta að þó einstaka fundarboðun hafi ekki verið vistuð með gögnum málsins hjá borginni geti það ekki talist ófullnægjandi gagnavistun. Fundarboðun með tölvupósti hafi sem slík almennt ekki verið talin til gagna sem séu hluti af meðferð máls hjá stjórnvöldum, nema í þeim felist einhverjar upplýsingar sem máli skipti og ekki sé að finna í öðrum gögnum. Svo sé ekki í þessu tilviki. Öll fyrirliggjandi samskipti við aðila máls sem hafi verið hluti af afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg og skipt máli við þá meðferð hafi verið vistuð og hafi verið afhent.</p> <p>Varðandi kröfu kæranda um að gengið sé á borgarfulltrúa til þess að kanna hvort þeir hafi persónulega verið í samskiptum við lóðavilyrðishafa þá telji Reykjavíkurborg ekki stoð fyrir slíkri kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga sé afmarkað í 2. gr. laganna þar sem fram komi að lögin taki til „allrar starfsemi stjórnvalda“. Líkt og í tvígang hafi komið fram þá hafi öll samskipti við lóðavilyrðishafa sem tengist afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg farið fram í gegn um þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og hafi öll fyrirliggjandi gögn þar um verið afhent. Hvað varði einstaka borgarfulltrúa og hugsanleg gögn í þeirra vörslu sé rétt að fram komi að borgarstjórn sé fjölskipað stjórnvald. Öll mál sem borgarstjórn eða önnur fjölskipuð stjórnvöld borgarinnar taki ákvörðun í séu afgreidd á fundum. Fundirnir séu haldnir samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá og öll gögn sem máli skipti fyrir ákvörðun séu lögð fram með fundardagskrá. Í fundargerð sé svo skráð afgreiðsla mála ásamt bókunum einstakra fulltrúa eftir því sem við eigi og séu fundargerðir birtar á heimasíðu borgarinnar. Það sé því ekki í verkahring eða valdi Reykjavíkurborgar að afhenda meint samskipti kjörinna fulltrúa sem hafi aldrei verið hluti af meðferð málsins né skipt máli við þá meðferð. Slík samskipti, ef þau hafi átt sér stað, geti því ekki talist hluti af starfsemi stjórnvalda. Að lokum er ítrekað að Reykjavíkurborg hafi afhent öll fyrirliggjandi gögn í málinu og telji afgreiðslu upplýsingabeiðni kæranda lokið.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit, þ.e. öllum gögnum varðandi undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu, öllum gögnum er varða ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum og gögnum og samskiptum borgarinnar við aðila varðandi tiltekna umsögn skipulagsfulltrúa.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkuð af gögnum og fullyrt að engin frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi þrátt fyrir að leitað hafi verið að nánar tilgreindum gögnum í kjölfar ábendinga kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að upphafleg afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda hafi bæði tafist og ekki reynst fullnægjandi. Þá er m.a. horft til þess að upphafleg gagnabeiðni kæranda var töluvert víðtæk, Reykjavíkurborg bauð kæranda að afmarka beiðnina nánar við meðferð málsins og afhenti honum í kjölfarið frekari gögn.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Reykjavíkurborgar á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru húsfélagsins Vatnsholti 4, dags. 28. júní 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1068/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Synjunin byggði á því að bréfið væri vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Einnig að ráðuneytinu væri óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísaði ráðuneytið til þess að bréfið innihéldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram kæmu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Að mati úrskurðarnefndarinnar bar ráðuneytinu að veita kæranda aðgang að bréfinu fyrir utan upplýsingar í því sem vísuðu annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1068/2022 í máli ÚNU 21060011. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. júní 2021, kærði A, f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að svari Lindarhvols ehf. við erindi setts ríkisendurskoðanda. Kæran var byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem ráðuneytið hafði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols, dags. 17. janúar 2018, við bréfi setts ríkisendurskoðanda frá 4. janúar sama ár. Ráðuneytið synjaði beiðninni á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1004/2021 frá 28. apríl 2021 var synjun ráðuneytisins staðfest hvað varðaði bréf setts ríkisendurskoðanda. Ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Í kæru kemur fram að ráðuneytið hafi enn ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að bréfinu.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 21. júní 2021, og vakin athygli á því að skv. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim sem færi fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Í erindi nefndarinnar var ráðuneytinu veittur frestur til að koma að rökstuðningi, væri það afstaða ráðuneytisins að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 5. júlí 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji að óheimilt sé að afhenda hið umbeðna gagn. Þá telur ráðuneytið að fyrir liggi að hið umbeðna skjal sé vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem afhent var á grundvelli beinnar lagaskyldu stjórnvalda, í þessu tilviki til Ríkisendurskoðunar.</p> <p>Einnig bendir ráðuneytið á að ráðuneytinu sé óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og telur ráðuneytið að hið umbeðna gagn innihaldi slíkar upplýsingar.</p> <p>Þá er í umsögninni vikið að því að í umbeðnu skjali sé að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem nefndin telji að sé undirorpin sérstakri þagnarskyldu skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og gangi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1004/2021.</p> <p>Að mati ráðuneytisins verði að líta til mikilvægis þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt verði að líta til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varða var birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020, líkt og komið hefur fram í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. júlí 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2021, kemur fram að kærandi telji ljóst að svarbréf Lindarhvols geti ekki talist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda sé ekki um að ræða drög eða gagn sem telja má vera undirbúningsgagn í reynd, heldur bréf sem geymi upplýsingar um starfsemi Lindarhvols. Þegar af þeirri ástæðu geti ráðuneytið ekki undanþegið bréfið upplýsingarétti kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi af og frá að heimfæra lögbundinn trúnað eins skjals yfir á annað skjal sem falli ekki undir sömu lög á þeim grundvelli að efnislega kunni það skjal að innihalda að einhverju leyti sambærileg efnisatriði. Upplýsingar í bréfinu verði aðeins undanþegnar upplýsingarétti ef óheimilt er að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytinu hafi ekki tekist að færa fram viðhlítandi rök fyrir þeirri ákvörðun að synja beiðni um aðgang að umbeðnum gögnum. Í því samhengi bendir kærandi sérstaklega á 1. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfinu er í fyrsta lagi byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna, og hafi aðeins verið afhent á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhendingin hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Bréfið inniheldur svör félagsins við fyrirspurnum ríkisendurskoðanda um starfsemi félagsins. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að bréfið uppfylli ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að vinnugagn skuli hafa verið ritað eða útbúið af stjórnvaldi til eigin nota, enda er ljóst að bréfið var ritað í þeim eina tilgangi að svara erindi setts ríkisendurskoðanda. Nefndin telur að slíkt bréf geti ekki talist vinnugagn.</p> <p>Þá telur nefndin einnig að bréfið geti ekki talist vera undirbúningsgagn í reynd, sbr. athugasemdir við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þannig inniheldur bréfið mestmegnis svör til ríkisendurskoðanda sem samanstanda af staðreyndum sem lágu þegar fyrir við ritun þess. Í bréfinu eru ekki rakin sjónarmið eða afstaða Lindarhvols í málinu sem hefðu getað breyst með tilkomu nýrra upplýsinga og leitt þannig til þeirrar niðurstöðu að bréfið teldist undirbúningsgagn.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að fjalla um röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytis þess efnis að vinnugagn haldi stöðu sinni sem slíkt ef það er afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, enda er ljóst að grunnskilyrði vinnugagnahugtaksins þurfa að vera uppfyllt áður en slíkt kemur til skoðunar.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun ráðuneytisins á beiðni um aðgang að bréfinu er að öðru leyti byggð á því að ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísar ráðuneytið einnig til þess að bréfið innihaldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að bréfinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1004/2021 var það niðurstaða nefndarinnar að líta bæri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, sem sérstakt þagnarskylduákvæði sem takmarkaði upplýsingarétt almennings samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í ákvæðinu er kveðið á um að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, sem auðkennt var sem „vinnuskjal“ og „ekki til dreifingar“, væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt framangreindu ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.</p> <p>Ákvæðið felur ekki í sér fyrirmæli eða efnisgreiningu á því hvers konar gögn eða upplýsingar það eru sem ríkisendurskoðanda er heimilt að undanþiggja aðgangi. Því er óhætt að draga þá ályktun að ákvæðið undanþiggi upplýsingar aðgangi í víðtækari mæli en gert er í takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga og/eða taki til annarra upplýsinga en þar eru undanþegnar aðgangi, og gangi þannig framar ákvæðum upplýsingalaga. Í ljósi þess hve víðtækt ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 er verður að líta svo á að óheimilt sé að afhenda hverjar þær upplýsingar sem fram koma í gögnum sem ríkisendurskoðandi ákveður að undanþiggja aðgangi hverju sinni á grundvelli ákvæðisins.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér bréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Í bréfinu, sem er ellefu blaðsíður að lengd, er að finna svör félagsins við margvíslegum fyrirspurnum ríkisendurskoðanda varðandi starfsemi félagsins. Á sjö stöðum í bréfinu hafa verið límdar inn orðrétt fyrirspurnir úr bréfi setts ríkisendurskoðanda. Þá er á níu öðrum stöðum í bréfinu vísað svo til orðrétt til fullyrðinga sem fram koma í bréfi setts ríkisendurskoðanda. <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, með hliðsjón af framangreindri umfjöllun um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum í svarbréfinu sem vísa annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Þá er það mat nefndarinnar að í þeirri umfjöllun sem eftir stendur í bréfinu sé ekki að finna upplýsingar sem skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða annarra takmörkunarákvæða þeirra laga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að svari Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, við erindi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi atriði:</p> <ol> <li>Fyrirspurnir úr erindi setts ríkisendurskoðanda sem teknar eru upp í svarbréf Lindarhvols í textakössum á sjö stöðum, nánar tiltekið á bls. 4, 5, 6, 7 og 8, og tvívegis á bls. 9.</li> <li>Umfjöllun á bls. 1 sem hefst í línu nr. 3 á orðunum „Í bréfinu“ og lýkur í línu nr. 6 á orðinu „efnislega“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 2 sem hefst í línu nr. 4 á orðunum „Settur ríkisendurskoðandi“ og lýkur í línu nr. 6 á orðunum „nóvember 2017“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 10 á orðunum „Í bréfi“ og lýkur í línu nr. 12 á orðunum „sama tölvupósts“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 23 á orðunum „Því hafnar“ og lýkur í línu nr. 25 á orðinu „óeðlilegar“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 í línu 32 frá orðunum „þar sem“ og lýkur í línu nr. 33 á orðinu „svarað“.</li> <li>Lokaorðum í neðstu línu á bls. 3 frá orðinu „sem“ og lýkur með orðinu „ósvarað“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 4 í línu 6 að neðan frá orðunum „sem settur“ og lýkur í sömu línu á skammstöfuninni „ehf.“.</li> <li>Línur nr. 3 og 4 á bls. 5.</li> <li>Línur nr. 11 og 12 á bls. 6.</li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 6. </li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 7.</li> <li>Umfjöllun á bls. 8 sem hefst í línu nr. 2 fyrir neðan textakassa á orðunum „Það er því ekki“ og lýkur í línu nr. 3 á orðinu „svarað“.</li> <li>Þrjár neðstu línurnar á bls. 8.</li> <li>Tvær síðustu línurnar fyrir ofan neðri textakassa á bls. 9.</li> <li>Tvær efstu efnisgreinarnar á bls. 10 (línur nr. 1–8).</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 14 með orðinu „sem“ og lýkur í línu nr. 15 með orðunum „bréfi sínu“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 16 með orðinu „Engar“ og lýkur í línu nr. 17 með orðinu „félagsins“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 19 með orðinu „sérstaklega“ og endar í línu nr. 20 með orðinu „geyma“. <br /> <br /> </li> </ol> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1067/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022

Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni um tiltekin gögn sem kærandi taldi sig hafa staðreynt að lægju fyrir hjá sveitarfélaginu. Hins vegar lá ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum. Því vísaði nefndin málinu frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1067/2022 í máli ÚNU 21020014. <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni sinni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> Kærandi telur að eftir að sér bárust gögn frá öðrum aðilum, m.a. fagráði eineltismála, hafi komið á daginn að skólastjóri Garðaskóla og deildarstjóri skóladeildar Garðabæjar hafi átt í samskiptum og fundað með Kennarasambandi Íslands, Skólastjórafélagi Íslands og sáttamiðlara. Garðabær hafi ekki afhent gögn þar að lútandi, en kærandi telur að fundarboð, fundargerðir og samskipti þessara aðila hljóti að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu.</p> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 3. desember 2021. Athugasemdir Garðabæjar við kæruna bárust 10. desember 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Garðabæjar að afhenda ekki tiltekin gögn sem kærandi telur sig hafa staðreynt að liggi fyrir hjá sveitarfélaginu og hafi heyrt undir gagnabeiðni hans til sveitarfélagsins. Hins vegar liggur ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að viðkomandi gögnum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 5. febrúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1066/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022

Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu og voru þær afhentar kæranda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1066/2022 í máli ÚNU 21090010.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Kærandi óskaði eftir gögnunum hinn 14. maí 2021. Í svari til kæranda, dags. 19. maí sama ár, var kæranda beint á vefslóð á vef bæjarins þar sem siðareglurnar eru hýstar, án undirritunar. Í kæru óskar kærandi eftir því að sér verði afhentar siðareglur með undirritun kjörinna fulltrúa hjá bænum.<br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við Vestmannaeyjabæ vegna málsins á tímabilinu 6. til 21. janúar 2022. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 19. ágúst 2015. Voru þær afhentar kæranda með erindi, dags. 14. janúar 2022. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir hjá bænum frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Kæra í máli þessu barst að liðnum þeim 30 daga kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá barst hún einnig að liðnum þeim almenna þriggja mánaða kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í ljósi þess að kæranda var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, líkt og er skylt skv. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin að það sé afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir að sér verði afhentar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, undirritaðar af viðkomandi fulltrúum. Bærinn hefur beint kæranda á vefslóð þar sem siðareglurnar er að finna, án undirritunar. Þá hefur bærinn jafnframt sent honum siðareglurnar með staðfestingu innanríkisráðuneytisins. Í skýringum Vestmannaeyjabæjar kemur fram að frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda liggi ekki fyrir hjá bænum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þær skýringar í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. sömu laga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 13. september 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1065/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022

Í málinu var deilt um rétt blaðamanns til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítala vegna Covid-19 hefðu verið bólusettir. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að hópurinn væri fámennur og upplýsingarnar vörðuðu þannig trúnaðarskyldu og persónuvernd. Úrskurðarnefndin féllst á að í þessu tilviki kynnu upplýsingarnar í raun að varða einkahagsmuni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun spítalans því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1065/2022 í máli ÚNU 21080004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 6. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður hjá DV, afgreiðslu Landspítala (hér eftir einnig LSH) á beiðni hans, dags. 4. ágúst sama ár, um upplýsingar um fjölda inniliggjandi sjúklinga vegna Covid-19 þann daginn, hve mörg væru á gjörgæslu vegna Covid-19 og hvort þau væru bólusett eða ekki.</p> <p>Í svari LSH, sem barst samdægurs, segir að spítalinn veiti þessar upplýsingar daglega á vefmiðlum sínum og samfélagsmiðlum. LSH veiti ekki bólusetningarupplýsingar í augnablikinu vegna þess að hópurinn sé fámennur og það varði því við trúnaðarskyldu og persónuvernd. Hlutföllin séu þó svipuð og verið hafi. Með svarinu fylgdi tengill á vef spítalans þar sem m.a. kom fram að 16 sjúklingar væru inniliggjandi vegna Covid-19, þar af 15 á legudeildum og einn á gjörgæslu. Fjórir hefðu verið lagðir inn daginn áður og fjórir hefðu verið útskrifaðir síðastliðinn sólarhring.</p> <p>Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvort LSH hefði fengið álit Persónuverndar varðandi bólusetningarupplýsingarnar og ef svo væri óskaði hann eftir aðgangi að álitinu. Ef svo væri ekki óskaði kærandi eftir gögnum sem lægju að baki ákvörðuninni, t.d. lögfræðiáliti.</p> <p>Í svari LSH sagði að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks, nr. 34/2012, væri heilbrigðisstofnunum einfaldlega með öllu óheimilt að veita nokkrar persónugreinanlegar upplýsingar um skjólstæðinga sína. Þetta þurfi hins vegar að vega og meta reglulega í samhengi við almannaheill, opinberar rannsóknir og einstaka réttarúrskurði. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, lúti að sömu hlutum, ásamt ýmsum lögum og reglugerðum um friðhelgi einkalífsins. LSH telji óráðlegt í augnablikinu að veita þessar upplýsingar nema í stærra samhengi og þá gegnum yfirvöld – sóttvarnalækni, landlækni og heilbrigðisráðherra – eftir því sem óskað sé. Þegar hópurinn sé smár og einstaklingarnir fáir beri LSH að fara að lögum eins og öðrum vinnustöðum. Þessu hafi verið svarað á almennum nótum til þess að veita fjölmiðlum og almenningi góða þjónustu. Yfirlæknir hafi greint frá því daginn áður, þ.e. 3. ágúst 2021, að um helmingur sjúklinga væri bólusettur.</p> <p>Í kæru er þess krafist að LSH veiti umbeðnar upplýsingar og haldi áfram að veita slíkar upplýsingar, enda eigi þær fullt erindi við almenning og sé ekki um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. Undanfarin misseri hafi upplýsingagjöf stjórnvalda miðað að því að tryggja eins gott aðgengi að tölfræðilegum gögnum um faraldurinn og hægt sé. Á því hafi nú orðið stefnubreyting. Af svörum LSH við beiðni kæranda megi ætla að ekki hafi verið unnin nein lögfræðileg greining á lögmæti upplýsingagjafarinnar. Ekki sé að sjá neitt í tilvísuðum lögum sem takmarki eða hindri spítalann í að veita umræddar upplýsingar. Óumdeilt sé að upplýsingar um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga á LSH eigi erindi við almenning. Um fátt annað sé rætt þessa stundina en gildi, virkni og árangur bólusetningarátaks hins opinbera. Málið sé í senn stærsta átakamál almennings og íslenskra stjórnmála, og hangi framtíð ákvarðanatöku stjórnvalda um svonefndar innanlandstakmarkanir, sem og aðgerðir á landamærum, einmitt á því hvort bólusettir eigi í hættu á að lenda inni á sjúkrahúsi eða gjörgæslu vegna smits. Spurningin um hvort fólkið sem sé að veikjast af völdum faraldursins sé bólusett eða ekki sé því grundvallaratriði í upplýstri áframhaldandi umræðu um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda.</p> <p>Kærandi segir að án slíkra upplýsinga sé hætt við að geta almennings til þess að mynda sér sína eigin, sjálfstæðu og upplýstu skoðun á aðgerðum stjórnvalda, sem margar hverjar takmarki grundvallarmannréttindi fólks til þess að koma saman, fara út úr húsi o.fl., verði verulega takmörkuð.</p> <p>Þá mótmælir kærandi því að um persónugreinanleg gögn sé að ræða. Þegar ákvörðun LSH var tekin hafi samkvæmt upplýsingavef stjórnvalda 86,2% fólks 16 ára og eldri verið bólusett. Þá hafi tveir verið á gjörgæslu en einu upplýsingarnar sem fyrir hefðu legið um þessa tvo einstaklinga hefðu verið að þeir væru á aldrinum 40–70 ára. Samkvæmt Hagstofu Íslands séu Íslendingar á aldrinum 40–70 ára 133.232 talsins. Ef miðað sé við að áðurnefnt hlutfall bólusettra eigi líka við um þennan aldurshóp þá séu óbólusettir í hópi 40–70 ára 19.964 einstaklingar. Það hljóti að teljast fráleitt að ætla að upplýsingar sem geti átt við 20 þúsund einstaklinga séu sagðar persónugreinanlegar. Til samanburðar megi t.d. nefna að þegar dómstólar landsins veiti fjölmiðlum aðgang að afritum af ákærum í sakamálum þar sem þinghald sé lokað sé nafnið hreinsað en ekki sveitarfélagið þar sem ákærði sé skráður með lögheimili. Sakhæfir menn í Hafnarfirði séu rétt rúmlega 20 þúsund. Þá liggi fyrir að umræddar upplýsingar um stöðu Covid-19 sjúklinga á LSH hafi hingað til verið veittar fjölmiðlum athugasemdalaust.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt LSH með bréfi, dags. 10. ágúst 2021. Í erindinu var LSH veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.</p> <p>Í umsögn spítalans, dags. 20. ágúst 2021, er bent á að upplýsingar um fjölda Covid-19 sjúklinga á spítalanum breytist stöðugt og séu birtar á heimasíðu spítalans einu sinni á sólarhring. Sama gildi eftir atvikum um fjölda þeirra sem séu bólusettir. Tölur frá 4. ágúst 2021, þegar kæran var rituð, þyki því vart fréttaefni nú. Eftir sem áður sé brýnt að koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem LSH líti til þegar lagt sé mat á heimild eða skyldu til að veita upplýsingar af því tagi sem hér um ræði.<br /> Þá segir að upplýsingar um sjúkdóma sem sjúklingar greinist með séu heilsufarsupplýsingar. Sama gildi um upplýsingar um það hvort einstaklingur sé bólusettur eða ekki. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár, teljist sjúkraskrár innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar og séu þær því trúnaðarmál. Ábyrgðaraðila sjúkraskrár, í þessu tilviki LSH, sé óheimilt að upplýsa aðra um sjúkraskrárupplýsingar einstaklings án sérstakrar lagaheimildar, sbr. 9. og 12. gr. sjúkraskrárlaga.</p> <p>Birting upplýsinga um fjölda sjúklinga með tiltekinn sjúkdóm, t.d. Covid-19, teljist ekki brot á trúnaði enda mjög ólíklegt að slíkar upplýsingar geti orðið persónugreinanlegar. Um leið og birtar séu fleiri tölulegar upplýsingar, t.d. aldur, fjölda sjúklinga á hverri deild o.s.frv., aukist líkur á því að upplýsingarnar séu rekjanlegar til tiltekinna einstaklinga og verði þar með persónugreinanlegar. Sem dæmi megi í því sambandi benda á aðstöðuna eins og hún var um það leyti sem kæran frá blaðamanni DV kom fram. Þá hafi nokkrir verið inniliggjandi á spítalanum með Covid-19 og einn til tveir á gjörgæslu. Við því sé að búast að þó nokkur fjöldi einstaklinga úti í samfélaginu þekki til og viti af veru þeirra á gjörgæsludeildinni, t.d. ættingjar, vinir, vinnufélagar o.s.frv. Við slíkar aðstæður væru upplýsingar um stöðu bólusetninga þessara eins til tveggja sjúklinga persónugreinanlegar gagnvart þeim sem vita af veru þeirra á deildinni. LSH líti svo á að honum beri, þegar svo hátti til, að láta trúnað við sjúklinga hafa forgang umfram almennan upplýsingarétt, í samræmi við álitsgerð frá fulltrúa persónuverndarfulltrúa LSH, dags. 29. júlí 2021. Spítalinn vísar jafnframt í 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Með vísan til þessa sé það á ábyrgð LSH að leggja mat á það hvort umbeðnar upplýsingar séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Þegar málið varði fáa sjúklinga geti upplýsingar um fjölda bólusettra eða óbólusettra sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild verið persónugreinanlegar eins og áður greinir. Slík upplýsingagjöf sé óheimil að mati LSH. Frá því að kæran kom fram hafi inniliggjandi sjúklingum með Covid-19 fjölgað á LSH, einnig á gjörgæsludeild. Á meðan ekki sé talin hætta á að unnt sé að rekja sjúkraskrárupplýsingar til tiltekinna einstaklinga, þ.e. þær séu ekki persónugreinanlegar, þá láti spítalinn í té upplýsingar um fjölda Covid-sjúklinga og stöðu bólusetninga hjá þeim. Nú séu þessar upplýsingar birtar á heimasíðu spítalans og uppfærðar daglega. Hins vegar séu upplýsingar um bólusetningu færri en fimm sjúklinga í tilteknum hópi ekki gefnar upp.</p> <p>Umsögn LSH var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að það að gögnin sem óskað sé eftir þyki ekki fréttaefni lengur hafi ekkert að gera með það hvort rétt hafi verið að meina kæranda aðgang að gögnunum til að byrja með en um það fjalli málið sem fyrir úrskurðarnefndinni liggi. Eins haldi litlu vatni rök spítalans um að um persónugreinanlegar upplýsingar sé að ræða. Ef það sé í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar margir séu á gjörgæslu, hljóti að vera í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar fáir séu á gjörgæslu. Allt tal og tilvísanir í lög um sjúkraskrár eða persónuverndarlög séu jafnframt fyrirsláttur af hálfu LSH, þar sem LSH viðurkenni í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar að afhenda þessar sömu upplýsingar undir vissum kringumstæðum.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19 hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir við veirunni.</p> <p>Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> <p>Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <p>„Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> <p>Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Ótvírætt er að upplýsingar um 1) að einstaklingur sé með Covid-19, 2) að hann hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19, og 3) hvort hann sé bólusettur við veirunni eða ekki, teljast vera upplýsingar um heilsuhagi manna.</p> <p>Í því sambandi skal bent á að upplýsingar um heilsuhagi manna teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt lög nr. 90/2018 takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. þeirra laga, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að. Gögnin innihalda upplýsingar um það hvort inniliggjandi sjúklingar með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir eða ekki. Fram kemur í gagninu að þennan dag hafi tveir legið á gjörgæsludeild spítalans. Í skjalinu er hins vegar ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, heldur aðeins upplýsingar um fjölda sjúklinga og bólusetningarstöðu þeirra.</p> <p>Ákvörðun LSH um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar m.a. á því að afhending upplýsinga um bólusetningarstöðu viðkomandi sjúklings myndu gera hópi fólks úti í samfélaginu sem tengist viðkomandi einstaklingi og vita að hann liggur á gjörgæsludeild, svo sem ættingja, vina og vinnufélaga, kleift að komast að því hvort hann væri bólusettur eða ekki. Slíkar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því sé LSH óheimilt að afhenda þær.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.<br /> Eins og áður segir hafa þau gögn sem ágreiningur málsins lýtur að eingöngu að geyma upplýsingar um fjölda sjúklinga með Covid-19 á gjörgæslu hinn 4. ágúst 2021 og hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Telja verður að þær upplýsingar, einar og sér, nægi ekki til að unnt sé að bera kennsl á viðkomandi sjúklinga með beinum hætti. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefnd að eins og mál þetta er vaxið, þar á meðal með hliðsjón af skýringum LSH í málinu og fjölda sjúklinga, kunni þeir sem hafa vitneskju um Covid-smit viðkomandi einstaklinga og legu þeirra á gjörgæslu, að greina hvort þeir séu bólusettir, fái þeir upplýsingar þar um. Af þeim sökum er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það sjónarmið kæranda að það varði hagsmuni almennings að hafa aðgang að greinargóðum upplýsingum um Covid-19-faraldurinn, þar á meðal um bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að þiggja læknisþjónustu hjá LSH. Á hinn bóginn bendir nefndin á að komið er til móts við þá hagsmuni með annars konar upplýsingagjöf heilbrigðisyfirvalda, þar sem fyrir liggur að þessi tölfræði er reglulega tekin saman og látin almenningi í té, ýmist af hálfu LSH eða annarra heilbrigðisyfirvalda.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði LSH gert að veita upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sjúklinga sem lágu á gjörgæsludeild spítalans hinn 4. ágúst 2021 kynnu jafnframt að vera miðlað upplýsingum um einkahagsmuni þeirra sjúklinga sem í hlut eiga, og sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að LSH sé óheimilt að veita þær upplýsingar og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim.&nbsp;<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 4. ágúst 2021, að synja A um aðgang að gögnum um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p>

1064/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022

Deilt var um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um afrit af samningum sem stofnunin hafði gert við lögmannsstofur. Stofnunin afhenti kæranda einn verksamning en við meðferð málsins hjá nefndinni var að auki afhent afrit af gjaldskrá og viðskiptaskilmálum. Úrskurðarnefndin taldi mega ætla að ýmis samskipti lægju fyrir sem gætu falið í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga, og að ekki væri hægt að útiloka að slík gögn féllu undir upplýsingarétt almennings. Nefndin taldi stofnunina ekki hafa tekið rökstudda afstöðu til þessa og vísaði því málinu heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1064/2022 í máli ÚNU 21060007.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2021, kærði A ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem henni var synjað um aðgang að hluta þeirra gagna sem hún óskaði eftir.</p> <p>Með erindi, dags. 14. maí 2021, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samningum sem gerðir höfðu verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu, við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur sem heilsugæslan hafði gert árin 2015–2021. Kærandi ítrekaði beiðnina hinn 21. maí og krafðist þess að málið yrði afgreitt eða að greint yrði frá ástæðum tafa samdægurs, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í svari heilsugæslunnar, dags. 21. maí, segir að ekki hafi verið unnt að afgreiða beiðnina innan sjö daga vegna þess hve víðtæk hún væri og vegna anna starfsmanna. Hinn 31. maí afhenti heilsugæslan kæranda afrit af verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. afrit samnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Um kaup á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili vísaði heilsugæslan að öðru leyti á vefinn opnirreikningar.is þar sem birtar væru upplýsingar um innkaup opinberra stofnana, þ.m.t. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Í kæru segir að í samningi vegna starfa persónuverndarfulltrúa komi fram að gjaldskrá ADVEL sé viðauki við samninginn en hann hafi ekki borist kæranda. Enn fremur komi fram að gjaldskrá sé endurskoðuð reglulega en engin endurskoðuð gjaldskrá hafi borist kæranda. Kærandi segir þessi gögn hluta af samningnum og eigi að afhenda þau kæranda. Samkvæmt samningnum eigi föst þóknun að vera endurskoðuð á sex mánaða fresti. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar hafi ekki borist kæranda. Samkvæmt samningnum muni ADVEL jafnframt halda verkdagbók og verði föst þóknun endurskoðuð með tilliti til hennar. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar vegna verkdagbókar hafi ekki borist kæranda. Þessi gögn séu hluti af samningnum og eigi að afhenda kæranda.</p> <p>Þá segir kærandi að á opnirreikningar.is séu einungis birtir reikningar vegna þjónustu, þar sé enga samninga um þjónustu að finna. Þetta viti heilsugæslan og sé því verið að afvegaleiða kæranda. Á vefnum sé fjöldi reikninga vegna lögfræðiþjónustu frá ADVEL og ARTA á tímabilinu sem beðið hafi verið um. Kærandi hafi ekki fengið afrit af samningum sem gerðir hafi verið fyrir hönd heilsugæslunnar við þessa aðila. Ljóst sé að það eigi að afhenda kæranda afrit af þeim samningum. Kærandi segir ekki koma fram í svari heilsugæslunnar hverjir hafi sinnt lögfræðiþjónustu fyrir heilsugæsluna á tímabilinu en ljóst sé að a.m.k. hafi ADVEL og ARTA lögmenn gert það og eigi því að vera til samningar vegna þjónustunnar. Kærandi eigi einnig að fá afrit af samningum sem gerðir hafi verið við aðra aðila. Hafi einhverjir þessara samninga verið gerðir í tölvupósti eða munnlega eigi einnig að afhenda kæranda afrit af þeim.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með bréfi, dags. 18. júní 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn heilsugæslunnar, dags. 1. júlí 2021, sem rituð var af lögmannsstofunni ARTA lögmenn fyrir hönd stofnunarinnar, segir að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í samræmi við lagaákvæðið hafi verið afhent fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem áttu undir aðgangsbeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun. Til þess að svara kæranda er í fyrsta lagi tekið fram að þágildandi gjaldskrá ADVEL lögmanna hafi ekki verið vistuð með samningnum í skjalakerfi stofnunarinnar. Ástæðan kunni að vera að gjaldskráin hafi ekki fylgt samningnum við undirritun hans þar sem gjaldskrá lögmannsstofunnar hafi á hverjum tíma almennt verið aðgengileg stofnuninni. Í kjölfar fram kominnar kæru og athugasemda kæranda þessu að lútandi afhendi stofnunin afrit gjaldskrár ADVEL lögmanna sem í gildi var á þeim tíma sem verksamningur um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið undirritaður. Gjaldskráin fylgdi með umsögninni. Í öðru lagi tekur heilsugæslan fram að ákvæði verksamnings um störf persónuverndarfulltrúa um fasta þóknun hafi aldrei verið endurskoðuð og því séu engin gögn því tengd fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í þriðja lagi segir að innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gildi, m.a. ákvæði lögmannalaga, nr. 77/1998. Um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið gerður sérstakur samningur sem þegar hafi verið afhentur kæranda í samræmi við skyldur stofnunarinnar samkvæmt upplýsingalögum. Í fjórða lagi kemur fram að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi láðst að afhenda almennari gögn er varði samningssamband stofnunarinnar við viðkomandi lögmannsstofur þar sem við afmörkun fyrirliggjandi gagna hafi verið litið til upplýsingabeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun.</p> <p>Nánar tiltekið sé um að ræða eftirfarandi gögn: viðskiptaskilmála ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmála ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Voru þessi gögn afhent kæranda og úrskurðarnefndinni samhliða umsögn stofnunarinnar. Í fimmta lagi segir að stofnunin hafi hvorki keypt lögfræði- eða lögmannsþjónustu né þjónustu vegna starfa persónuverndarfulltrúa af öðrum aðilum en ADVEL og ARTA lögmönnum á því tímabili sem um ræðir. Þá telur stofnunin að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem eigi undir upplýsingabeiðni hennar.</p> <p>Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júlí 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 9. ágúst 2021, segir að umsögn ARTA lögmanna eigi ekki erindi í kærumálið þar sem hún stafi ekki frá til þess bærum aðila. Kærandi segir að ARTA lögmenn og starfsmenn félagsins skorti sérstakt hæfi til að geta komið að málsmeðferðinni og viðhlítandi umboð til að fara með hagsmuni sem heilsugæslunni beri samkvæmt lögum að annast. Kærandi vísar í II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um sérstakt hæfi starfsmanna sem koma að meðferð stjórnsýslumála. Í 1. mgr. 3. gr. laganna segir í 1. tölul. að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili að því og í 6. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að starfsmaður sé vanhæfur ef fyrir hendi eru þær aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.</p> <p>Kærandi segir að stjórnsýslumál það sem umsögn ARTA lögmanna lýtur að varði rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga til þess að fá afrit af einkaréttarlegum samningum milli ARTA lögmanna og heilsugæslunnar. Slíkir samningar kunni að fela í sér viðkvæmar upplýsingar m.a. um þætti sem ARTA lögmenn hugsanlega kæri sig ekki um að komi fyrir augu almennings. ARTA lögmenn hafi því beinna, verulegra, sérstaklegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins og sé félagið þar af leiðandi aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Hvort sem úrskurðarnefndin fallist á að ARTA lögmenn séu aðili málsins eða ekki, séu í öllu falli bersýnilega uppi þær aðstæður að draga megi óhlutdrægni starfsmanna félagsins í efa með réttu, sbr. 1. og 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli því ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi og séu þar með vanhæfir til að koma að meðferð málsins, þ. á m. að standa fyrir umsögn í málinu og veita nokkra ráðgjöf við meðferð þess. Það sem mestu máli skipti sé þó að stjórnvöldum sé óheimilt, a.m.k. án sérstakrar lagaheimildar, að framselja einkaaðilum vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Hugtakið stjórnvaldsákvörðun nái í þessu samhengi, þ.e. með tilliti til hæfisreglna og valdbærni, til allrar meðferðar stjórnsýslumáls. Þó stjórnvaldi kunni að vera heimilt að leita sér sérfræðiráðgjafar í tengslum við töku stjórnvaldsákvörðunar þarf ákvörðunin sjálf og óaðskiljanlegir þættir hennar að stafa frá stjórnvaldinu sjálfu. Röksemdir til stuðnings ákvörðun í umsögn séu dæmi um slíka óaðskiljanlega þætti stjórnvaldsákvörðunar og þurfi þannig að vera lagðar fram af til þess bærum aðila sem tekið hafi afstöðu til efnis þeirra raka sem teflt er fram. Slíkur aðili þurfi að uppfylla skilyrði um valdheimildir og almennt og sérstakt hæfi. Starfsmaður einkafyrirtækis sem sé aðili stjórnsýslumáls uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Kærandi tekur fram að engin lagaheimild sé til staðar sem heimili heilsugæslunni að framselja ARTA lögmönnum vald til töku stjórnvaldsákvörðunar um rétt kæranda í máli þessu og enginn samningur hafi verið lagður fram þar sem ARTA lögmönnum hafi verið framselt slíkt vald. Það virðist reyndar afstaða heilsugæslunnar að ekkert samningssamband sé á milli stofnunarinnar og ARTA lögmanna utan þjónustusamnings um þjónustu persónuverndarfulltrúa. Með ofangreint í huga verði að teljast bersýnilegt að umsögn ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, sem lögð hafi verið fram í nafni ARTA lögmanna og undirrituð eingöngu af starfsmanni félagsins, eigi ekkert erindi í þessu máli.</p> <p>Varðandi afhendingu samninganna segir kærandi að eingöngu hafi verið afhent afrit af einum samningi og vísað á vefinn opnirreikningar.is. Kærandi segir að í svari stofnunarinnar felist sú afstaða að eini samningurinn sem sé fyrirliggjandi hjá stofnuninni um innkaup á lögfræðiþjónustu sé „verksamningur“ við ADVEL lögmenn um störf persónuverndarfulltrúa. Á vefsíðunni opnirreikningar.is séu ekki samningar að baki þeim viðskiptum sem reikningarnir sem þar séu birtir lúti að. Þetta geti starfsmönnum heilsugæslunnar ekki hafa dulist. Með tilvísun heilsugæslunnar til vefsíðunnar sé vísvitandi verið að afvegaleiða kæranda í stað þess að afhenda samninga og samningsþætti að baki þeim verkum og þeirri þjónustu sem reikningarnir á vefsíðunni lúti að.</p> <p>Þrátt fyrir að kærandi telji að úrskurðarnefndinni beri að líta í öllu fram hjá umsögn ARTA lögmanna í málinu sem framlagi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu komi í umsögninni fram upplýsingar sem kærandi telji ástæðu til að draga ályktanir af. Kærandi telji þannig mega ráða af umsögninni að til sé fjöldi samninga milli annars vegar heilsugæslunnar og ADVEL og hins vegar á milli heilsugæslunnar og ARTA um kaup á lögfræðiþjónustu. Í ljósi þess að á heilsugæslunni hvíli lagaskylda til að gera slíka samninga með skriflegum hætti og varðveita telji kærandi bersýnilegt að hjá heilsugæslunni séu fyrirliggjandi samningar við framangreinda aðila um veitingu lögfræðiþjónustu.</p> <p>Kærandi vísar í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup þar sem fram kemur að samningar sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga geri við fyrirtæki og hafi að markmiði framkvæmd verks eða þjónustu skuli ávallt gerðir skriflega. Í 15. gr. laganna er svo tilgreint að við innkaup skuli stofnanir gæta jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis við innkaup og óheimilt sé að takmarka samkeppni með óeðlilegum hætti. Í 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum sem starfsemi þeirra varði. Af framangreindum réttarreglum leiði að þegar heilsugæslan kaupi af einkaaðila lögfræðiþjónustu beri stofnuninni að gera það á grundvelli skriflegs samnings. Til að gæta jafnræðis og takmarka ekki samkeppni með óeðlilegum hætti beri stofnuninni að auglýsa eftir þjónustunni og leita tilboða svo öðrum þjónustuveitendum sé kleift að gera tilboð í þjónustuna sem um ræðir. Upplýsingar um útgjöld stofnunarinnar til kaupa á lögfræðiþjónustu varði svo meðferð þeirra opinberu fjármuna sem henni séu faldir og séu því skráningarskyldar upplýsingar sem stofnuninni beri að varðveita.</p> <p>Í upplýsingabeiðni kæranda, dags. 14. maí 2021, hafi verið óskað eftirfarandi gagna: „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur, sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert árin 2015-2021“.</p> <p>Í umsögn ARTA lögmanna komi eftirfarandi fram: „Innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fara fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggja gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gilda, m.a. ákvæði lögmannalaga nr. 77/1998“. Af þessu megi ráða að afstaða ARTA lögmanna sé að félagið veiti stofnuninni reglulega þjónustu á grundvelli „verkbeiðna“ þar að lútandi í hverju og einstöku tilviki. Í beiðni kæranda hafi verið óskað eftir afriti af „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu“. Þegar loforð sem þurfi að samþykkja, þ.e. tilboð, hafi verið samþykkt, sé kominn á samningur. Hugtakið samningur í víðri merkingu geti því hvort heldur náð til þess þegar samningur er í formi eins skjals eða fleiri skjala eða samskipta. Beiðni kæranda eins og hún hafi verið fram sett nái því eftir atvikum til heildstæðra samninga, sbr. verksamning milli heilsugæslunnar og ADVEL um persónuverndarþjónustu, og samninga byggðra á fleiri en einu skjali eða samskiptum. Hafi innkaup stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili almennt farið fram á grundvelli verkbeiðna til ADVEL og ARTA nái upplýsingabeiðni kæranda í þeim tilvikum til þeirra verkbeiðna og allra tilheyrandi þátta viðkomandi samninga, þ.e. tilboða og samþykkta um þá þjónustu sem óskað hafi verið eftir og tilboða og samþykkta um endurgjald sem veita hafi átt fyrir viðkomandi þjónustu í hverju og einu tilviki.</p> <p>Með hliðsjón af ofangreindu telji kærandi bersýnilegt að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins beri lagaskyldu til að afhenda kæranda þá samninga og samningsþætti sem liggi til grundvallar innkaupum stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á árunum 2015-2021, hvort heldur sem um sé að ræða formlega samninga eða óformleg skrifleg samskipti sem telja megi ígildi samningsþátta, t.d. tölvupósta, eða skráð munnleg samskipti. Kærandi telji ótrúverðugt að stofnunin hafi keypt þjónustu af ADVEL og ARTA lögmönnum fyrir tugi miljóna, þ.m.t. ritun umsagnar ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, án þess að til staðar hafi verið viðhlítandi samningur eða eftir atvikum skráð samskipti sem falið hafi í sér ígildi samnings.<br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi verkbeiðnir stofnunarinnar í tengslum við lögfræðiþjónustu. Þ.e. hvort verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir beiðni kæranda væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni og hvort tekin hefði verið afstaða til þess hvort slík gögn yrðu afhent kæranda. Nefndin ítrekaði beiðnina með erindi, dags. 12. janúar 2022, þar sem farið var fram á nánari skýringar varðandi fullyrðingar um að innkaup heilsugæslunnar á lögfræði- og lögmannsþjónustu færu fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu, og að samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum heilsugæslunnar, viðskiptaskilmálar og ákvæði landslaga sem um þjónustu gilda. Úrskurðarnefndin spurði hvernig þetta „verkbeiðnakerfi“ gengi fyrir sig og hvort fyrrnefndar verkbeiðnir lægju fyrir hjá stofnuninni. Nefndin tók fram að kærandi hefði dregið í efa að það væru ekki til neinir eiginlegir samningar um kaup á lögfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Í svari Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. janúar 2022, er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum við fyrirspurn nefndarinnar. Þá segir heilsugæslan að með vísun til „verkbeiðna“ í umsögn heilsugæslunnar til nefndarinnar vegna málsins hafi einungis verið að vísað til þess með almennum hætti að aðkeypt vinna, þ.e. ráðgjöf og önnur þjónusta, væri atviksbundin og færi fram í samræmi við þarfir starfseminnar á hverjum tíma. Því sé ekki um að ræða föst samningskaup á tiltekinni þjónustu yfir tiltekið tímabil samkvæmt verkbeiðnum (þar sem verk er skilgreint, afmarkaður tímafjöldi, verð og aðrir sérskilmálar koma). Aðeins sé um að ræða aðkeypta vinnu í samræmi við atviksbundnar beiðnir þar um af hálfu starfsmanna/stjórnenda heilsugæslunnar til lögmanna/lögfræðinga með hliðsjón af þeim verkefnum sem upp komi í starfsemi stofnunarinnar á hverjum tíma.</p> <p>Heilsugæslan heldur því fram að beiðnir um ráðgjöf og þjónustu séu oft á tíðum munnlegar beiðnir um að taka tiltekið mál til skoðunar þar sem gögn máls og upplýsingar séu sendar viðkomandi lögmanni eða lögfræðingi af þeim starfsmanni heilsugæslunnar sem biðji um þjónustuna og hafi málið til meðferðar. Í tilfellum þar sem óskað sé eftir ráðgjöf eða þjónustu í tölvupóstum fylgi slíkum beiðnum alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað sé skoðunar á. Slík gögn séu eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúti enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað sé skoðunar á. Þá séu slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunni gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum. Það að fram komi að óskað sé skoðunar tiltekins máls geri viðkomandi gagn ekki að verkbeiðni eða sambærilegu gagni enda sé þar einungis um að ræða beiðni um skoðun máls og enga frekari tilgreiningu á verki, afmörkun tímafjölda, viðskiptaskilmála eða annað. Hjá stofnuninni séu því ekki fyrirliggjandi gögn sem innihaldi verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir gagnabeiðni kæranda.</p> <p>Til frekari skýringar um þau atriði sem liggi samningsambandinu til grundvallar vísar heilsugæslan til þess að kaup á ráðgjöf og þjónustu séu gerð á grundvelli almennra viðskiptaskilmála lögmannsstofa á hverjum tíma og gildandi verðskrár, auk umsamdra viðskiptakjara eftir atvikum, t.d. tiltekins afsláttar af verðskrá stofu. Þessu til viðbótar séu svo ákvæði landslaga og annarra reglna sem hafi áhrif á réttindi og skyldur aðila, þ.e. annars vegar kaupanda ráðgjafar eða annarrar þjónustu lögmanns og hins vegar viðkomandi lögmannsstofu eða lögmanns, þar megi m.a. vísa til ákvæða lögmannalaga nr. 77/1998.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum samningum sem stofnunin hafi gert um lögfræðiþjónustu. Stofnunin afhenti kæranda afrit af einum verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. samningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afhenti stofnunin kæranda einnig afrit af viðskiptaskilmálum ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmálum ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Þá sagði Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins engin frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda er lúta að hæfi lögmannsstofunnar sem ritaði umsögn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að það var heilsugæslan sjálf sem tók ákvörðun í málinu, afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda og tilkynnti kæranda um hana. Kærandi kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar en þegar nefndin óskaði eftir umsögn heilsugæslunnar um kæruna, til þess að varpa frekara ljósi á ákvörðunina, fól stofnunin lögmannsstofu að skrifa hana. Ekki verður litið svo á að ritun umsagnar um kæru eða önnur samskipti við úrskurðarnefndina við meðferð málsins feli í sér töku stjórnvaldsákvörðunar eða að viðkomandi lögmannsstofa sé aðili að máli þessu, líkt og kærandi heldur fram. Alvanalegt er að stjórnvöld feli sérfræðingum að sinna tilteknum afmörkuðum verkefnum, svo sem þeim samskiptum sem hér um ræðir.</p> <p>Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. júlí 2021, segir að innkaup á lögfræðiþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir. Úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum á þessu fyrirkomulagi en af svörum heilsugæslunnar má skilja að beiðnir stofnunarinnar um lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu séu oft munnlegar eða komi fram í tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna heilsugæslunnar við viðkomandi lögfræðings eða lögmannsstofu. Í svari heilsugæslunnar var tekið fram að slíkum tölvupóstum fylgdu „alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað er skoðunar á. Slík gögn eru eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúta enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað er skoðunar á. Þá eru slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunna gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum.“ Í sama erindi var þó tekið fram að hjá stofnuninni væru „ekki fyrirliggjandi gögn sem innihalda verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyra undir gagnabeiðni kæranda.“</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar var beiðni kæranda til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 14. maí 2021 skýr og laut ekki eingöngu að formlegum undirrituðum samningum heldur, eins og tekið er fram í kæru, einnig að samningum sem gerðir voru í gegnum tölvupóstsamskipti. Beiðni kæranda náði til tímabilsins 2015–2021 og samkvæmt reikningum sem birtir hafa verið á opnirreikningar.is hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greitt nokkra tugi milljóna fyrir þjónustu lögmannsstofanna ARTA lögmanna ehf. og ADVEL lögmanna slf. á þessu tímabili. Úrskurðarnefndin áréttar í þessu sambandi að almenningur getur haft töluverða hagsmuni af því að fá upplýsingar um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Raunar er það eitt af markmiðum upplýsinga, eins og fram kemur í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.</p> <p>Af gögnum málsins má ætla að fyrir liggi ýmis samskipti á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og lögmannsstofa sem feli í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga. Ekki er hægt að útiloka að slík gögn falli undir upplýsingarétt almennings, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eftir atvikum getur þurft að kanna hvort samskiptin innihaldi sömuleiðis upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti, eins og gefið er í skyn í svörum heilsugæslunnar til úrskurðarnefndarinnar. Af því tilefni bendir nefndin einnig á að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ber að veita aðgang að öðrum hlutum gagns þegar takmarkanir skv. 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gangs.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir mjög á að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda í máli þessu, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar þar sem farið verður yfir þau gögn sem kunna að liggja fyrir og innihalda þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni A, dags. 14. maí 2021, um aðgang að öllum samningum sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert um lögfræðiþjónustu er vísað til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1063/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022

Orkuveita Reykjavíkur synjaði beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu reikningsskil félagsins. Félagið vísaði til 9. gr. upplýsingalaga synjuninni til stuðnings og taldi að ef gögnin yrðu gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verðmæti skuldabréfa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leysti úr málinu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. en taldi upplýsingarnar ekki þess eðlis að félaginu væri heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti. Var félaginu gert að afhenda kæranda umbeðin gögn.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1063/2022 í máli ÚNU 21060001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. júní 2021, kærði A synjun Orkuveitu Reykjavíkur (hér eftir einnig OR) á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi sendi beiðni til OR hinn 25. maí 2021 þar sem óskað var eftir afritum af öllum skýrslum, greiningum og/eða minnisblöðum sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hafi unnið fyrir eða vegna OR frá maí 2020 til apríl 2021. Sérstaklega var óskað eftir afriti af greiningu Deloitte um svonefnd aðlöguð reikningsskil. </p> <p>Með ákvörðun, dags. 1. júní 2021, synjaði OR beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p>Í hinni kærðu ákvörðun kom fram að OR teldi sér skylt að tryggja að upplýsingagjöf gæfi rétta og skýra mynd af fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins þar sem það gæfi út skuldabréf sem skráð eru á markaði. Í skjalinu sem um ræði hafi aðferð verið beitt við aðlöguð reikningsskil sem væri frábrugðin þeirri sem almennt tíðkaðist hjá fyrirtækinu. Þar sem reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag OR var beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi telur að OR geti ekki talist lögaðili sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá hafnar kærandi því að útgáfa skuldabréfa geti leyst OR undan ákvæðum upplýsingalaga. Hann telur að fyrirtækinu sé í lófa lagið að fara að upplýsingalögum á sama tíma og það stendur við skuldbindingar sem það hefur tekið að sér með útgáfu skuldabréfa á markaði. Lykilatriði varðandi upplýsingagjöf til markaðarins sé gegnsæi og jafnræði en ekki leynd. OR gæti gefið út tilkynningu þar sem aðlöguðu reikningsskilin væru birt þannig að aðilar á markaði fengju upplýsingarnar á sama tíma og tekið fram að mat stjórnenda væri að reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag félagsins. Raunar megi velta því fyrir sér hvort OR beri ekki skylda til að gera reikningsskilin opinber vegna sjónarmiða um gagnsæi markaðar.</p> <p>Kærandi hafnar einnig þeim rökum að þar sem stjórnendur OR telji reikningsskilin ekki gefa rétta mynd af fjárhag fyrirtækisins sé rétt að halda þeim leyndum. Engum vafa sé undirorpið að skjalið sé fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og skoðanir stjórnenda OR geti á engan hátt talist lögmætur grundvöllur til að neita kæranda um aðgang að því. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt OR með erindi, dags. 7. júní 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að OR léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn OR barst úrskurðarnefndinni hinn 14. júlí 2021. Þar segir að gögnin innihaldi samantekt á áhrifum þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði sem metnir voru á endurmetnu verði eða gangvirði í samstæðureikningi OR fyrir árið 2019.<br /> OR tekur röksemdir kæranda til sérstakrar skoðunar í umsögn sinni. Í fyrsta lagi beri kærandi fyrir sig að greining Deloitte gefi ekki ranga mynd af fjárhag OR-samstæðunnar í ljósi stöðu og reynslu greiningaraðila. OR áréttar að ekki hafi verið um neinn galla að ræða í greiningu Deloitte, heldur hafi það fremur verið aðferðin sem var beitt sem hafi haft í för með sér að reikningsskil þessi gáfu ranga mynd. Óskað hafði verið eftir greiningu samkvæmt framangreindri aðferð svo bera mætti hana saman við uppgjör samkvæmt viðurkenndum reikningsskilastöðlum.</p> <p>Þá nefnir OR að ársreikningur samstæðunnar sé þegar aðgengilegur öllum á heimasíðu OR í samræmi við 62. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, sbr. nú 35. gr. laga um um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021. Á heimasíðunni megi finna reikningsskil þar sem beitt hafi verið aðferðum sem gefi rétta mynd af fjárhag OR.</p> <p>Ef upplýsingar þær sem beiðnin varði yrðu gerðar opinberar gætu þær villt um fyrir fjárfestum og þar með haft áhrif á verðmæti skuldabréfa sem útgefin eru af OR, enda séu þær ekki í samræmi við framangreindan ársreikning sem birtur var á heimasíðu OR og í kauphöll. Því hafi OR vísað til 9. gr. upplýsingalaga vegna eigin viðskiptahagsmuna sem og viðskiptahagsmuna markaðsaðila. Upplýsingar sem eru birtar þurfi jafnframt að vera réttar og í samræmi við áður útgefið efni, enda gæti birting slíkra upplýsinga haft í för með sér verðbreytingar sem byggjast á fölskum forsendum.</p> <p>OR telji því að hafna beri beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Varði það bæði viðskiptahagsmuni OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmuni þeirra er eiga og stunda viðskipti með skuldabréf sem útgefin eru af OR.</p> <p>Umsögn OR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. júlí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júlí 2021, bendir kærandi á að 9. gr. upplýsingalaga snúist samkvæmt fyrirsögn greinarinnar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. OR sé óumdeilanlega í beinni og fullri eigu sveitarfélaga og hafi því ekki sams konar einkahagsmuni og lögaðili eða fyrirtæki sem ekki er í eigu opinberra aðila. OR falli ótvírætt undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Kærandi telur að takmörkun á upplýsingarétti byggð á einkahagsmunum OR sé því markleysa.</p> <p>Þá vísar kærandi til þess að í umsögn OR sé synjunin sögð byggja á viðskiptahagsmunum OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmunum þeirra er eigi og stundi viðskipti með skuldabréf sem útgefin séu af félaginu. Hér sé um að ræða ótilgreindan hóp af aðilum sem ekkert liggi fyrir um hver afstaða væri til birtingar þeirra upplýsinga sem deilt er um í málinu. Líklega megi þó telja að fjárfestar vilji hafa sem gleggstar upplýsingar um hagsmuni sína og mat þeirra annars vegar og mat stjórnenda OR hins vegar á því hvað séu „villandi“ upplýsingar sé líklega ekki það sama. Kærandi telur að með þessari afstöðu virðist OR einnig vera að berjast fyrir ímynduðum rétti ótilgreinds hóps fjárfesta um að fá ekki aðgang að tilteknum upplýsingum.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Orkuveitu Reykjavíkur sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte vann fyrir OR.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er OR sameignarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar og liggur því fyrir að fyrirtækið er alfarið í eigu hins opinbera. Fyrirtækið fellur því undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, enda hefur það ekki verið sérstaklega fellt undan gildissviði laganna, sbr. 3. mgr. 2. gr.</p> <p>OR hefur byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni OR og skuli því fara leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að verndarhagsmunir 2. málsl. 9. gr. eru fyrst og fremst fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni og eru í eigu einkaaðila. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 767/2018. Í samræmi við framangreint verður leyst úr máli þessu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <p>„Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.“</p> <p>Í athugasemdum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.</p> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 862/2020, 845/2019, 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018.</p> <p>OR telur að þau reikningsskil sem fram koma í gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að gefi ekki rétta mynd af fjárhag fyrirtækjasamstæðunnar, því aðferð hafi verið beitt við reikningsskilin sem frábrugðin sé þeirri sem almennt tíðkist. Verði gögnin gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verð útgefinna skuldabréfa OR.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Annað skjalanna ber heitið „Aðlögun á reikningsskilum 2019“, dags. 21. janúar 2021. Hitt skjalið ber heitið „Aðlöguð reikningsskil samstæðu 2019“, dags. 25. janúar 2021, og felur í sér kynningu fyrir stjórn OR á innihaldi fyrra skjalsins. Fyrra skjalið er minnisblað sem unnið var af endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte að beiðni OR. Í skjalinu eru metin áhrif þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði í samstæðuársreikningi OR fyrir árið 2019, sem í honum voru metnir á endurmetnu verði eða gangvirði. Sem útgefanda skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði ber OR skylda til að semja reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), sbr. 90. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. IFRS-staðlarnir heimila ekki að sumir þeirra liða sem fjallað er um í minnisblaði Deloitte séu færðir til kostnaðarverðs.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það að OR sé í samkeppni við aðra aðila sem útgefandi skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði. Á meðal þeirra útgefenda eru einkaaðilar sem heyra ekki undir gildissvið upplýsingalaga og er því ekki skylt að veita aðgang á grundvelli þeirra að gögnum á borð við þau sem til umfjöllunar eru í þessu máli. Nefndin getur hins vegar ekki fallist á að minnisblað Deloitte og kynning á því til stjórnar OR séu gögn sem tengist samkeppnisrekstri samstæðunnar með þeim hætti að þau gætu haft áhrif á stöðu hennar í samkeppni við aðra. Minnt skal á að allir útgefendur verðbréfa á skipulegum markaði eru jafnsettir að því leyti að þeim ber að birta endurskoðaða ársreikninga sína; upplýsingar í gögnum þeim sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að eru fengnar úr ársreikningi OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem birtur er opinberlega, en þær síðan unnar með öðrum aðferðum en IFRS-staðlar heimila eða gera ráð fyrir. Ekki er um að ræða upplýsingar sem keppinautar OR gætu hagnýtt sér og valdið OR tjóni.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að OR hafi ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að hagsmunir samstæðunnar af því að halda gögnunum leyndum séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum almennings til aðgangs að þeim. Nefndin horfir í þessu sambandi í fyrsta lagi til þess að upplýsingarnar eru meira en tveggja ára gamlar. Þá eru þær samkvæmt því sem fram hefur komið ekki rangar og ekkert hefur komið fram sem gefur til kynna að greining Deloitte sé ófullnægjandi. Þá telur nefndin langt í frá augljóst að upplýsingarnar hefðu villandi áhrif á fjárfesta. Skjalið ber skilmerkilega með sér að vera minnisblað og aftast í því kemur fram að einungis sé um minnisblað að ræða og ekki verið farið ítarlega yfir alla þá þætti sem kunni að skipta máli varðandi efni þess. Minnisblaðið hafi verið unnið í samvinnu við stjórnendur félagsins og byggi að hluta til á óstaðfestum upplýsingum frá stjórnendum. Það feli ekki í sér neina staðfestingarvinnu á þeim upplýsingum. Aftur á móti er ársreikningur OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem finna má á vefsíðu OR, staðfestur bæði af stjórn OR og óháðum endurskoðendum og unninn í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðla.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að hagsmunir OR af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, einkum með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að aðgangur verði veittur, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að OR sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður OR því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Orkuveitu Reykjavíkur er skylt að veita A aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p > Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

1062/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022

Kærð var afgreiðsla Lindarhvols ehf. á beiðni um upplýsingar úr fundargerðum. Félagið hafði veitt kæranda aðgang að hluta fundargerðanna en strikað yfir hluta þess sem þar kom fram, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að tilteknum upplýsingum sem honum hafði verið synjað um og lagði fyrir Lindarhvol að veita kæranda aðgang að þeim.

<h1>Úrskurður</h1> <div>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1062/2022 í máli ÚNU 21050001.</div> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. apríl 2021, kærði A f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að gögnum.&nbsp;</p> <p>Með erindi, dags. 5. mars 2021, óskaði kærandi eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu eða nafn Klakka kom fyrir. Ekki var óskað eftir fundargerðum af fundum nr. 10 og 11, frá 18. og 20. október 2016, þar sem þær hefðu þegar verið afhentar kæranda á því formi að strikuð var út umfjöllun um önnur mál en málefni Klakka. Var þess óskað að þær fundargerðir sem eftir stæðu yrðu afhentar á sama formi.</p> <p>Lindarhvoll hafði áður afhent kæranda útdrætti úr sex fundargerðum, þ.e. af fundum nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016). Útdrættirnir samanstóðu af umfjöllun um Klakka úr viðeigandi fundargerðum, en strikaðar höfðu verið út upplýsingar um annan aðila á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem finna mátti í sömu umfjöllun.</p> <p>Þá fylgdu erindi kæranda til Lindarhvols fundargerðir af fundum nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem kærandi hafði fengið aðgang að hjá þriðja aðila. Þrátt fyrir það næði gagnabeiðni kæranda einnig til þessara fundargerða að svo miklu leyti sem þar væri fjallað um Klakka.</p> <p>Loks var þess krafist í erindinu að við afhendingu fundargerða af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, yrðu ekki strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Ástæða þess væri sú að kærandi hefði þegar fengið upplýsingar um að aðilinn væri Glitnir HoldCo ehf. í greinargerð Lindarhvols og íslenska ríkisins í skaðabótamáli sem kærandi hefði höfðað.</p> <p>Í svari Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, kemur fram að félagið líti svo á að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir í erindi kæranda hafi nú þegar verið veittar, með afhendingu útdrátta úr fundargerðum af fundum nr. 2 og 5–9 til kæranda. Útstrikanir í útdráttunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfestar í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 978/2021. Þá hafi Lindarhvoll upplýst um efni hluta af útstrikununum, umfram lagaskyldu.</p> <p>Svari Lindarhvols fylgdu fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem kærandi hafði áður fengið aðgang að í formi útdrátta. Um væri að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni haustið 2020 samkvæmt beiðni. Í fundargerðunum voru afmáðar upplýsingar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Afgreiðsla ráðuneytisins hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er ítrekað að óskað hafi verið eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka voru til umræðu, ekki aðeins þeim sem vörðuðu söluferlið á félaginu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol hafi leitt í ljós að fundir þar sem málefni Klakka voru rædd hafi verið sex talsins. Síðar hafi komið í ljós að þeir hafi verið a.m.k. tíu. Kærandi mótmælir því að leggja megi að jöfnu rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um söluferli Klakka og rétt fréttamannsins sem fékk fundargerðir Lindarhvols afhentar; kærandi eigi ríkari rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem þátttakandi í söluferlinu.</p> <p>Samkvæmt kærunni lýtur hún að þremur atriðum:</p> <ol> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, á því formi að ekki séu afmáðar upplýsingar sem varða frestun á söluferli Klakka, þar á meðal upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar sem varða Klakka.</li> <li>Að úrskurðarnefndin yfirfari allar fundargerðir Lindarhvols með hliðsjón af tilvísunum til Klakka, sér í lagi þær sem afhentar voru kæranda, og meti sjálfstætt hvaða upplýsingar sé rétt að afmá. Kærandi eigi rétt til aðgangs að öllu sem viðkemur söluferlinu á Klakka, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018, auk annarra gagna sem varði Klakka.</li> </ol> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 3. maí 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Lindarhvols, dags. 25. maí 2021, kemur fram að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn sem hann eigi rétt til aðgangs að og falli undir gagnabeiðni hans. Í fyrsta lagi hafi Lindarhvoll afhent öll gögn vegna söluferlis á nauðasamningskröfum Klakka í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018. Þá hafi kærandi fengið afhenta útdrætti úr sex fundargerðum, frá tímabilinu 4. maí til 5. október 2016, þar sem málefni Klakka hafi verið til almennrar umræðu. Þær upplýsingar hafi ekki varðað söluferlið sem slíkt, heldur málefni Klakka almennt. Með birtingu auglýsingar hinn 29. september 2016 hafi söluferlið fyrst hafist, en ekki með almennri umfjöllun stjórnar um málefni Klakka eða almennri umfjöllun um það hvenær hentugast gæti verið að setja nauðasamningskröfurnar í opið söluferli, sem á hverjum tíma gæti breyst.&nbsp;</p> <p>Með því að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum (öðrum en fundargerðum funda frá 18. og 20. október 2016, sem kærandi hefði þegar fengið afhentar) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu hafi Lindarhvoll litið svo á að gagnabeiðni kæranda væri fullnægt. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 hafi nefndin staðfest ákvörðun Lindarhvols að strika út umfjöllun í útdráttunum um annan aðila en Klakka á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Lindarhvoll telur að í samræmi við þann úrskurð nefndarinnar sé félaginu óheimilt að afhenda upplýsingarnar. Kæranda voru hins vegar afhentar fundargerðir af þessum fundum, með sama hætti og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni sömu fundargerðir, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</p> <p>Hvað varði aðgang að fundargerðum funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, telur Lindarhvoll slíka beiðni kæranda vera óþarfa, enda hafi kærandi fundargerðirnar undir höndum með nákvæmlega þeim hætti sem úrskurðarnefndin staðfesti í úrskurði sínum nr. 976/2021 og vísaði til í úrskurði nr. 978/2021. Tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 geti ekki gefið kæranda ríkari rétt að þessu leyti. Loks er bent á að kærandi hafi höfðað skaðabótamál á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 3. júní 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p>Gagnabeiðni kæranda í máli þessu hljóðar þannig að óskað sé aðgangs að öllum fundargerðum Lindarhvols, utan fundargerða funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016, þar sem málefni Klakka ehf. eru rædd eða nafn Klakka kemur fyrir. Óskað er eftir því að þær séu afhentar ekki í formi endurritaðra útdrátta heldur í formi fundargerðanna sjálfra, með útstrikunum annarra mála en málefna Klakka. Í ljósi þessarar afmörkunar á beiðni kæranda lýtur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál einvörðungu að útstrikunum á upplýsingum í fundargerðunum er varða málefni Klakka.</p> <p>Þau gögn og upplýsingar sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og tengjast gagnabeiðni hans eru eftirfarandi:</p> <div>1.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016).&nbsp;</div> <div>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í sama formi og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <div>2.<span> </span>Útdrættir úr fundargerðum funda nr. 2 og 5–9.&nbsp;</div> <div>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a.<span> </span>Afhentir af Lindarhvoli og innihalda upplýsingar um málefni Klakka almennt, ekki um söluferlið. Upplýsingarnar voru strikaðar út í fundargerðunum sjálfum, sem kæranda voru afhentar, sbr. lið 1.</div> <div>3.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016.</div> <div>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018, á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem þær innihalda upplýsingar um söluferli Klakka.&nbsp;</div> <div>4.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 12 og 13 frá 4. og 9. nóvember 2016.</div> <div>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;a.<span> </span>Afhentar frá þriðja aðila. Um er að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <h2>2.</h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem afhentar voru nefndinni í heild sinni, með hliðsjón af tilvísunum til Klakka ehf. Í ljósi efnis gagnanna telur nefndin ekki tilefni til þess að gera athugasemdir við það mat Lindarhvols að upplýsingarnar varði málefni Klakka almennt en ekki hið opna söluferli félagsins sem slíkt. Um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga en ekki 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Nefndin bar fundargerðirnar saman við útdrætti fundargerðanna sem kærandi fékk afhenta, til að staðreyna hvort finna mætti frekari umfjöllun um Klakka í fundargerðunum en þá sem afhent var kæranda í formi útdrátta. Niðurstaðan er að í fundargerðunum séu ekki frekari vísanir til Klakka en þær sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að, að undanskilinni einni vísun til Klakka í fundargerð fundar nr. 6 frá 30. júní 2016, undir lið 3 sem ber heitið Framsal eigna á grundvelli stöðugleikasamninga. Þar er Klakki nefndur í samhengi við tvo aðra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að í umfjölluninni sé að finna ýmsar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila, sem eftir atvikum falla undir 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða 9. gr. upplýsingalaga, og Lindarhvoli sé þannig óheimilt að veita aðgang að umfjölluninni. Vísast um þetta jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þar sem komist var að sömu niðurstöðu.</p> <p>Kærandi fer fram á fá afhentar fundargerðir af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, í því formi að ekki séu strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Kærandi telur ekki forsendur fyrir því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum þar sem kærandi hafi þegar fengið þessar upplýsingar í skaðabótamáli gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 staðfesti nefndin þá ákvörðun Lindarhvols að strika þessar upplýsingar út á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Það er mat nefndarinnar að um aðgang kæranda að upplýsingum um viðkomandi lögaðila fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. upplýsingalaga, þar sem ljóst er að upplýsingarnar tengjast ekki söluferlinu á Klakka með þeim hætti að síðarnefnda lagagreinin eigi við.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að Lindarhvoll hafi lagt umræddar upplýsingar fram í dómsmáli og með því brugðist við áskorun kæranda þar að lútandi. Í ljósi þess að Lindarhvoll hefur þannig lagt fram upplýsingarnar af eigin rammleik án þess að bera fyrir sig ákvæði um þagnarskyldu á borð við 9. gr. upplýsingalaga, verður ekki séð að Lindarhvoll geti borið fyrir sig þá takmörkun á upplýsingarétti í máli þessu. Með vísan til þess fellst nefndin ekki á að Lindarhvoli sé heimilt að strika yfir umræddar upplýsingar, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Með vísan til framangreinds er það mat úrskurðarnefndarinnar að Lindarhvoli sé óheimilt að afhenda fundargerðir funda nr. 2 og 5–9 með öðrum hætti en gert var, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 976/2021, að undanskildum upplýsingum um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Hið sama á við um útdrætti úr viðkomandi fundargerðum, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 978/2021. Verður því ákvörðun Lindarhvols staðfest að þessu leyti.</p> <h2>3.</h2> <p>Kærandi óskar í annan stað eftir því að sér verði afhentar fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar um Klakka, enda eigi kærandi skýlausan aðgang að upplýsingunum á grundvelli úrskurðar nr. 727/2018.</p> <p>Svo sem að framan greinir liggur fyrir að kærandi hefur fundargerðir þessara tveggja funda undir höndum, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin hefur borið saman fundargerðirnar sem kærandi hefur undir höndum og þær sem fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021. Ljóst er að um sömu útgáfur fundargerðanna er að ræða.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðir þessara tveggja funda án útstrikana með hliðsjón af því hvort í þeim sé að finna umfjöllun um Klakka. Í fundargerð af fundi nr. 12 frá 4. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 5, sem ber heitið Söluferli eigna, í tengslum við tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Það er enda ljóst að aðgangsréttur á grundvelli 14. gr. laganna í tengslum við opinber söluferli nær aðeins til útboðsgagna, þar á meðal gagna frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark, líkt og hér á við, fer um upplýsingarétt samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umrædds félags og að Lindarhvoli hefði verið óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var afhending Lindarhvols á þessari fundargerð því í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 13 frá 9. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 6, sem ber heitið Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf. Þar er fjallað um fyrirhugaða birtingu tilkynningar á vef Lindarhvols um niðurstöðu söluferlisins. Úrskurðarnefndin telur að um aðgang kæranda að þessari umfjöllun fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila sjálfs, enda varðar hún með beinum hætti söluferlið sem kærandi var þátttakandi í. Þá telur úrskurðarnefndin að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. 14. gr. laganna eigi ekki við um upplýsingarnar. Er því Lindarhvoli skylt að afhenda kæranda þessa umfjöllun, svo sem greinir í úrskurðarorði. Ekki er að finna frekari umfjöllun um Klakka ehf. í framangreindum tveimur fundargerðum.</p> <h2>4.</h2> <p>Nafn Klakka ehf. kemur fyrir í þremur fundargerðum Lindarhvols til viðbótar. Um er að ræða fundi nr. 15 og 16 (1. og 14. desember 2016) og nr. 18 (1. febrúar 2017). Í málinu liggur ekki fyrir að Lindarhvoll hafi tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum fundargerðum. Hins vegar liggur fyrir að í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 fékk fréttamaður afhentar þessar fundargerðir, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þar á meðal varðandi Klakka. Þá er ljós sú afstaða Lindarhvols að um aðgang kæranda að gögnum í málinu, að undanskildum þeim sem þegar hafa verið afhent á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, skuli fara samkvæmt 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Í ljósi þess telur úrskurðarnefndin að fyrir liggi afstaða Lindarhvols til afhendingar þessara fundargerða sem nefndinni sé fært að endurskoða.</p> <p>Í fundargerðum funda nr. 15 og 16 er fjallað um Klakka undir liðnum Önnur mál. Tilefni umfjöllunarinnar á báðum stöðum er bréf frá kæranda frá 24. nóvember 2016 vegna Klakka. Úrskurðarnefndin telur augljóst að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga og að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. greinarinnar eigi ekki við. Lindarhvoli ber því að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum, svo sem greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 18 er fjallað um Klakka undir lið 8 sem ber heitið Önnur mál. Umfjöllunin varðar tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka. Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins og að Lindarhvoli sé óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <div>&nbsp;</div> <h2>Úrskurðarorð</h2> <div>Lindarhvoll ehf. skal veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</div> <ol> <li>Fundargerðir funda Lindarhvols nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, þannig að sýnilegar séu upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 13 frá 9. nóvember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 6 (Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf.).</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 15 frá 1. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 8 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 16 frá 14. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 4 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> </ol> <div>Ákvörðun Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, er að öðru leyti staðfest.</div> <div>&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Hafsteinn Þór Hauksson</div> <div>formaður</div> <div>&nbsp;</div> <div>Kjartan Bjarni Björgvinsson&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Sigríður Árnadóttir</div> <div>&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div>

1061/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 7. gr. upplýsingalaga ætti almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. kæmu fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags féllu ekki undir þær. Var synjun Herjólfs því staðfest.

<p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1061/2022 í máli ÚNU 21110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. nóvember 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum hinn 26. október 2021 en var synjað um aðgang að þeim með erindi, dags. 18. nóvember 2021. Í erindinu er vísað til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og tekið fram að upplýsingar um starfsfólk verði ekki afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Herjólfi ohf. og veita félaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi Herjólfs ohf. við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um samhljóða beiðni kæranda til Herjólfs ohf. í úrskurði nefndarinnar nr. 860/2019. Þá er og vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. 1055/2021, þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Herjólfi ohf. væri ekki skylt að veita aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur ohf. er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. sömu greinar er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög skv. 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 18. nóvember 2021, að synja A um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1060/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Deilt var um aðgang kæranda að tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum. Málinu var vísað til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var byggt á því að tilkynningin væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilkynninguna ótvírætt vera hluta af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1060/2022 í máli ÚNU 21110003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Vatnajökulsþjóðgarðs á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p style="text-align: justify;">Hinn 8. september 2021 óskaði kærandi eftir afriti af tilkynningu stofnunarinnar til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum og vísaði í tilkynningu á vefsíðu stofnunarinnar, dags. 6. september 2021, undir fyrirsögninni „Akstursskemmdir í Vonarskarði“. Þegar kæranda hafði ekki borist efnislegt svar frá stofnuninni 3. nóvember 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p style="text-align: justify;">Í kæru vísar kærandi til VII. kafla upplýsingalaga og meginreglu 1. mgr. 4. gr., sbr. 3. gr. Árósasamningsins um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 16. september 2011, og til sömu meginreglu í 1. mgr. 3. gr. tilskipunar 2003/4/EB um aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, XX. viðauka, og er því skuldbindandi fyrir Ísland, sbr. lög nr. 2/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Vatnajökulsþjóðgarði með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Vatnajökulsþjóðgarður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. nóvember 2021. Þar segir að fyrir mistök hafi farist fyrir að svara beiðni kæranda efnislega innan tímamarka og beðist sé velvirðingar á því. Hins vegar telji stofnunin umrædd gögn þess eðlis að synja beri um afhendingu þeirra og byggi það álit á því að samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, hafi þjóðgarðsverðir eftirlit með því að ákvæði laganna, reglugerða og stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn séu virt. Þjóðgarðsverðir annist samskipti við lögreglu og önnur eftirlitsstjórnvöld vegna brota á fyrrnefndum lögum og reglum. Þegar þjóðgarðsvörður tilkynni um brot til lögreglu gildi um meðferð málsins almennar reglur laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og sé forræði málsins og rannsókn á hendi lögreglu, sbr. 2. þátt sakamálalaga. Vatnajökulsþjóðgarður líti svo á að þegar tilkynning hafi verið send lögreglu sé þætti stofnunarinnar í málinu lokið nema lögregla óski eftir frekari aðkomu eða gögnum eða upplýsingum. </p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að þjóðgarðsvörður hafi orðið þess áskynja að skemmdir hafi orðið vegna aksturs utan vega í Vonarskarði. Málið hafi verið tilkynnt og rannsókn málsins sé í höndum lögreglu en Vatnajökulsþjóðgarði ekki kunnugt um stöðu þess. Stofnunin hafi birt frétt um akstursskemmdirnar á vefsíðu sinni þar sem greint hafi verið frá atvikum í almennum orðum. Ítarlegri upplýsingar um vegsummerki komi fram í tilkynningu þjóðgarðsvarðar til lögreglu. Afhending þeirra upplýsinga geti varðað rannsóknarhagsmuni og telji þjóðgarðurinn að lögregla, sem beri ábyrgð á rannsókninni, eigi að taka ákvörðun um hvort þær verði afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs segir jafnframt, í tilefni af vísun kæranda til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga, að samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna gildi þau ekki um rannsókn sakamáls né saksókn. Þegar af þeirri ástæðu telji stofnunin að kærandi eigi ekki kröfu á afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem forræði sakamálsins og rannsóknarinnar sé í höndum lögreglu og afstaða lögreglu til afhendingar liggi ekki fyrir muni Vatnajökulsþjóðgarður því að óbreyttu ekki afhenda kæranda umrædd gögn. Umrædd tilkynning varði meint lögbrot óþekktra aðila sem valdið hafi skemmdum en að mati stofnunarinnar innihaldi tilkynningin og fylgigögn hennar ekki upplýsingar um umhverfismál sem falli undir skilgreiningu 29. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. nóvember 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p style="text-align: justify;"> Kærandi óskaði eftir afriti af tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglunnar á Suðurlandi um akstur utan vega í Vonarskarði, sem er óheimill samkvæmt 15. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007. Tilkynningin, eða skýrslan, greinir þannig frá meintu lögbroti og er hún ótvírætt hluti af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 3. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1059/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna breytinga á launum vegna COVID-19 faraldursins. Beiðni kæranda var hafnað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fram kom að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin væri ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og vörðuðu þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins var því staðfest.

<p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1059/2022 í máli ÚNU 21100002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. október 2021, kærði A, fréttamaður hjá Kjarnanum, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um aðgang að fyrirliggjandi samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir ÁTVR). Kærandi kvaðst hafa fengið veður af því að forstjórinn hefði falast eftir breytingum á launum sínum vegna COVID-19 faraldursins.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda var hafnað með erindi, dags. 29. september 2021, með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að synjunin standist ekki, sér í lagi þar sem í 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, komi fram að ákvarðanir skv. 1.–3. mgr. sömu greinar skuli birtar opinberlega.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti hinn 7. október 2021. Ráðuneytinu var gefinn kostur á að veita umsögn í málinu og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Þá var óskað eftir afriti af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn ráðuneytisins, dags. 18. október 2021, er vísað til rökstuðnings með synjun á beiðni kæranda frá 29. september. Að því er varði 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taki skylda til birtingar samkvæmt því ákvæði aðeins til þeirra tilvika þegar tekin er ákvörðun um að greiða einstökum forstöðumanni laun til viðbótar grunnlaunum. Líkt og synjun ráðuneytisins beri með sér hafi engin ákvörðun verið tekin að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun, en ef svo væri hefði sú ákvörðun verið birt á vef ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda hinn 18. október 2021 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samskiptum forstjóra ÁTVR og fjármála- og efnahagsráðuneytis. </p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1.mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband forstjóra ÁTVR „að öðru leyti“, enda er ljóst að gögnin varða ekki umsókn um starf eða framgang í starfi.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem fylgdu umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis og kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að gögnin beri ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og varði þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að bera brigður á þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur látið í té um að engin ákvörðun hafi verið tekin um að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun. Jafnvel þótt slík ákvörðun lægi fyrir fellur það utan valdsviðs nefndarinnar að kveða á um skyldu stjórnvalds til að birta slíka ákvörðun, sbr. 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kæruheimild til nefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 29. september 2021, að synja A um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1058/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu synjaði kæranda um aðgang að dagbókarfærslu sem varð til vegna tilkynningar kæranda til lögreglunnar um að barn hans væri týnt. Lögreglan vísaði til þess að þegar aðili kæmi á lögreglustöð og tilkynnti um týndan einstakling skyldi lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Úrskurðarnefndin taldi dagbókarfærsluna tilheyra rannsóknargögnum sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1058/2022 í máli ÚNU 21070014.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júlí 2021, kærði A synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir einnig LRH) á beiðni hans, dags. 20. júlí sama ár, um aðgang að upplýsingum og gögnum vegna tiltekins máls hjá lögreglunni, skriflegum erindum á hvaða formi sem þau væru og hvort sem um formleg eða óformleg erindi væri að ræða, fyrirspurnum, minnisblöðum og öllum öðrum gögnum í tengslum við málið. Beiðni kæranda var byggð á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Kæranda var tjáð að eina gagn málsins væri dagbókarfærsla. Hann fékk ekki aðgang að sjálfri dagbókarfærslunni en fékk hins vegar aðgang að samantekt úr færslunni.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt LRH með erindi, dags. 22. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að LRH léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn LRH barst úrskurðarnefndinni hinn 10. ágúst 2021. Í umsögninni kemur fram að tildrög málsins séu þau að kærandi hafi lagt fram tilkynningu um að barn hans væri týnt hinn 2. júlí 2021. Málið hafi verið bókað í dagbók lögreglu. Sú dagbókarfærsla sé eina gagn málsins og því sé ekki um önnur gögn að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn LRH er því lýst að þegar aðili komi á lögreglustöð og tilkynni um týndan einstakling skuli lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust nefndinni samdægurs. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. </p> <p style="text-align: justify;"> Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að í máli þessu tilheyra skilmerkilega rannsóknargögnum sakamáls, samkvæmt upplýsingum frá LRH. Aðgangur að þeim verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 21. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1057/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann taldi sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og gæti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga væri úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það væri ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;"> Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1057/2022 í máli ÚNU 21070008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 7. júlí 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru segir að kærandi telji Garðabæ ekki geta fært sannanir fyrir því að öll gögn hafi verið afhent. Einnig telji hann furðulegt af sveitarfélaginu að kalla eftir því að þegnar þess tiltaki hvaða gögn starfsmenn sveitarfélagsins hafi útbúið eða stofnað til. Kærandi segir að frá því í október 2020 hafi sveitarfélagið skráð á lista hvaða gögn hafi verið afhent, þannig hafi það ekki yfirsýn yfir þau gögn sem hafi verið afhent fyrir þann tíma. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt erindi sveitarfélagsins geti komið fyrir að gögn séu ekki afhent ef starfsmenn bæjarfélagsins noti ekki rétt leitarskilyrði við leit af gögnum. Kærandi telur að það hljóti að vera á ábyrgð bæjarfélagsins að sjá til þess að ferlar við afhendingu gagna séu þannig úr garði gerðir að öll réttmæt gögn séu afhent, en kærandi telur ljóst af svari sveitarfélagsins að svo hafi ekki verið. Kærandi kveðst ítrekað hafa fengið sömu gögn í hendur og í sumum tilfellum hafi yfirstrikanir verið mismunandi. Þá telur hann réttast að bæjarfélagið leggi fram lista yfir þau skjöl sem þegar hafi verið afhent. Að öðrum kosti væri eðlilegast að það afhenti öll gögn líkt og um nýja gagnabeiðni væri að ræða. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 19. ágúst 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. </p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn Garðabæjar, dags. 2. september 2021, er vakin athygli á því að fjöldi gagnabeiðna hafi borist sveitarfélaginu frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni eða að fram komi í kjölfar beiðna „framhaldsbeiðnir“ um upplýsingar og því sé oft erfitt að átta sig á afmörkun þeirra. Í mörgum tilvikum sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi margoft vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið segir fullyrðingu kæranda um að sveitarfélagið geti ekki sannað að öll gögn hafi verið afhent með öllu órökstudda. Kærandi hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum. Í mörgum ef ekki flestum tilvikum sé um að ræða gögn sem kærandi hafi þegar sjálfur undir höndum en afgreiðsla gagnabeiðna kæranda hafi oft á tíðum reynst mjög tímafrek. </p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum um það sem þar kemur fram. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. september 2021, segir að hann hafi þurft að kalla eftir aðstoð frá m.a. mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti og Persónuvernd og að ítrekað hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við störf Garðabæjar í þessu máli. </p> <p style="text-align: justify;"> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann telur sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og geti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hafi verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;"> Upplýsingalög nr. 140/2012 leggja ekki þá skyldu á stjórnvöld að halda sérstaka skráningu yfir öll gögn sem afhent eru á grundvelli laganna. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir þó að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;"> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni því vísað frá.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 7. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1056/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022

Deilt var um það hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju væri heimilt að takmarka upplýsingar til kæranda um það hverjir veittu honum þjónustu hverju sinni og krefjast þess að kærandi bæði þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin tók fram að kæruheimild til nefndarinnar væri bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það væri ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings væri í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skyldi hagað til framtíðar. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1056/2022 í máli ÚNU 21040012. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2021, kærði A réttindagæslumaður, f.h. B, ófullnægjandi afgreiðslu hjúkrunarheimilisins Dyngju á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Heilbrigðisstofnun Austurlands (hér eftir HSA) annast rekstur hjúkrunarheimilisins.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Dyngju, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir því að umbjóðandi sinn fengi aðgang að vaktaskýrslum til að sjá hverjir væru á vakt á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr. Í svari Dyngju, dags. 2. desember 2020, kom fram að B fengi upplýsingar um starfsmenn á vakt í upphafi hverrar vaktar. Það sé gert að fengnu áliti persónuverndarfulltrúa HSA. Í svari kæranda, dags. sama dag, var óskað eftir aðgangi að bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af samskiptum kæranda við Dyngju hafði kærandi samband við forstjóra HSA. Niðurstaða þess samtals var sú að fá úrskurð Persónuverndar með leiðbeiningum um hvernig unnt væri að haga upplýsingagjöf til B innan ramma persónuverndarlöggjafarinnar. Kvörtun kæranda var vísað frá Persónuvernd, þar sem stofnunin gæti aðeins tekið til meðferðar kvartanir sem stöfuðu frá þeim sem persónuupplýsingar vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er úrskurðarnefnd um upplýsingamál beðin um að taka afstöðu til þess hvort yfirmönnum Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til B um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að B biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar, í stað þess að B séu einfaldlega veittar upplýsingarnar einu sinni á sólarhring án þess að hún þurfi að biðja um þær sérstaklega. Þá er í kæru óskað eftir að fá aðgang að gögnum sem óskað var eftir við Dyngju með tölvupósti, dags. 2. desember 2020, þ.e. bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <h2 style="text-align: justify;"> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt HSA með erindi, dags. 26. apríl 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var skorað á HSA að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni um afhendingu þeirra gagna sem tilgreind eru í kærunni og óskað var eftir hinn 2. desember 2020. HSA brást við áskorun úrskurðarnefndarinnar og afhenti kæranda hinn 10. maí 2021 afrit af þeim gögnum sem óskað hafði verið eftir.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA, dags. 17. maí 2021, kemur fram að um tíma hafi sérsniðnar upplýsingar verið teknar upp úr vaktaplönum stofnunarinnar, þ.e. áætlanir um vaktir starfsmanna næstkomandi sólarhring, og afhentar B og eiginmanni hennar. Kvartanir hafi hins vegar borist í kjölfar þess að eiginmaður B gerði athugasemdir við starfsmenn eða aðstandendur þeirra, ef viðkomandi starfsmaður mætti ekki til vinnu. Því hafi verið látið af þessu fyrirkomulagi og B þess í stað greint frá því í upphafi hverrar vaktar hverjir væru mættir á vaktina. HSA hafnar því að fyrirkomulagið feli í sér takmörkun á upplýsingarétti B.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA kemur fram að í kæru til úrskurðarnefndarinnar sé í raun verið að óska eftir lagalegu áliti nefndarinnar á réttarstöðu umbjóðanda kæranda, með tilliti til persónuverndarlaga og út frá umdeildum forsendum sem fram koma í kæru. HSA telur að það sé ekki í verkahring úrskurðarnefndarinnar að leysa úr slíku álitaefni og því sé óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p style="text-align: justify;"> Þá telur HSA að það sé ekki ágreiningur um það að starfsfólk Dyngju eigi að afhenda umbjóðanda kæranda upplýsingar í upphafi hverrar vaktar um hverjir séu á vakt. B eigi ekki að þurfa að biðja um þessar upplýsingar þrisvar sinnum á sólarhring.</p> <p style="text-align: justify;"> Loks telur HSA að heimilt sé að synja um aðgang að þessum upplýsingum með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, gögnin séu vinnugögn í skilningi 8. gr. sömu laga, auk þess sem þau varði einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn HSA var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 26. maí 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er óskað eftir áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál á því hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til umbjóðanda kæranda um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að umbjóðandi kæranda biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum er réttur þessi útskýrður með nánari hætti. Kemur þar fram að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. </p> <p style="text-align: justify;"> Í kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvernig hún verði til framtíðar upplýst um það hverjir muni sinna þjónustu við hana í stað þess að hún þurfi að óska eftir slíkum upplýsingum þrisvar sinnum á sólarhring. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það er því ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings sé í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skuli hagað til framtíðar. Slíkt kemur eftir atvikum í hlut annarra stjórnvalda á borð við umboðsmann Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin veitir því hins vegar athygli að á meðal gagna málsins er skjal sem inniheldur vaktaáætlun mánuð fram í tímann. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að kæranda er heimilt að óska eftir fyrirliggjandi vaktaáætlunum og eftir atvikum kæra synjun á slíkri beiðni til nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á meðferð þessa máls.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. B, dags. 20. apríl 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;"> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður </p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p>

1055/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021.

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar kemur að málefnum starfsmanna lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nær upplýsingaréttur almennings eingöngu þeirra upplýsinga sem tilgreindar eru í 4. mgr. 7. gr. sömu laga. Var synjun Herjólfs ohf. því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1055/2021 í máli ÚNU 21100006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. september 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Í svarbréfi félagsins, dags. 7. október, segir að allar upplýsingar um starfsfólk séu meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Félagið leggi áherslu á að tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Félagið verði því ekki við beiðnum um upplýsingar um starfsfólk.<br /> <br /> Í kæru segir kærandi að líta verða á yfirskipstjóra sem einn af æðstu embættismönnum Herjólfs ohf. og á þeim grundvelli skuli félagið úrskurðað til þess að afhenda ráðningarsamninginn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 26. nóvember, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 1. desember 2021, er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem reyndi m.a. á rétt til aðgangs að ráðningarsamningi framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í því máli staðfesti úrskurðarnefndin synjun félagsins.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem nefndin komst að því að ráðningarsamningur framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. væri undanþeginn upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 7. október 2021, á beiðni A um aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

1054/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021.

Kærð var synjun Barnaverndarstofu á beiðni A um gögn varðandi vistun hennar sjálfrar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Synjunin byggðist á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra einstaklinga sem einnig var fjallað um í gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli gagnanna væri slíkt að ekki væri hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Ákvörðun stofnunarinnar var því felld úr gildi og lagt fyrir hana að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar þar sem farið yrði efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1054/2021 í máli ÚNU 21050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. maí 2021, kærði A ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á beiðni um aðgang að gögnum varðandi vistun hennar á meðferðarheimilinu Laugalandi.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 6. apríl 2021, var óskað eftir öllum þeim gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir um mál kæranda á árabilinu 2000-2004. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna. Í bréfinu kom m.a. fram að í tilteknum gögnum hefðu viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu aðra verið afmáðar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða einkamálefni annarra. Í bréfinu var kærandi jafnframt upplýst um að Barnaverndarstofa teldi rétt að synja í heild aðgangi að tilteknum gögnum er vörðuðu kæranda og veru hennar á meðferðarheimilinu á árabilinu 2000-2004. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru handritaðar vaktaskýrslur rekstraraðila meðferðarheimilisins og handritaðar fundargerðir starfsmannafunda á árunum 2001-2003. Ákvörðunin var byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem skýrslurnar og fundargerðirnar hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra skjólstæðinga heimilisins á tímabilinu. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á afhendingu eftirfarandi gagna:<br /> <br /> 1. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 4. september 2001 – 11. maí 2002.<br /> 2. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 13. maí 2002 – 17. október 2002.<br /> 3. Handritaðra fundargerða starfsmannafunda, dags. 4. september 2001 – 2. maí 2002.<br /> 4. Handritaðra fundargerða starfsmanna, dags. 16. maí 2002 – 19. maí 2003. <br /> <br /> Kærandi gerir athugasemdir við þau rök Barnaverndarstofu fyrir synjun á aðgangi að umræddum gögnum að í þeim sé að finna upplýsingar um einkamálefni annarra þeirra sem vistaðir voru á Laugalandi á tímabilinu. Í því sambandi bendir kærandi á að á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hafi viðkvæmar persónuupplýsingar sem varða aðra en kæranda verið afmáðar úr þeim skjölum sem henni voru afhent. Kærandi sættist ekki á þá túlkun Barnaverndarstofu að ekki sé hægt að gera slíkt hið sama við þau gögn sem kæranda var synjað um afhendingu á. Þá telur kærandi röksemdir stofunnar um að hagsmunir annarra mæli með því að upplýsingum um kæranda sé haldið frá henni fráleitar og bendir á að um þessar mundir sé hafin rannsókn á því hvort kærandi og aðrar stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi verið beittar ofbeldi og harðræði. Slík rannsókn sé trauðla sett af stað af léttúð eða án þess að ástæða liggi fyrir því. Kærandi geti enda vitnað um það og hafi gert svo opinberlega í viðtali við Stundina, að hún hafi sannarlega verið beitt ofbeldi og harðræði á meðan vistun stóð á Laugalandi. Minnir kærandi á að sú vistun hafi verið á ábyrgð Barnaverndarstofu. Hagsmunir kæranda séu því gríðarlega miklir af því að fá í hendur gögn um eigið líf, sem hugsanlega varpi ljósi á það ofbeldi sem kærandi hafi orðið fyrir af hálfu fólks sem Barnaverndarstofa bar ábyrgð á. Telur kærandi að synjun Barnaverndarstofu standist ekki lög og fer fram á að stofunni verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. maí 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 3. júní 2021, kemur fram að umbeðin gögn innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar sem teljist til einkamálefnis þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins Laugalands, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Sé það jafnframt mat Barnaverndarstofu að hagsmunir annarra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum. Þá varði gögnin mestmegnis aðra skjólstæðinga meðferðarheimilisins en aðeins lítill hluti þeirra varði kæranda. Sé það jafnframt mat stofunnar að eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga sé slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Um sé að ræða handrituð gögn þar sem upplýsingum um skjólstæðinga meðferðarheimilisins séu í mörgum tilvikum settar fram án skýrrar aðgreiningar milli einstaklinga auk þess sem handritun þeirra geri það að verkum að upplýsingarnar séu oft á tíðum torlæsilegar og erfitt að greina merkingu þeirra. Það sé því afstaða Barnaverndarstofu að kærandi eigi ekki rétt á að fá aðgang að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem kærandi var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi, með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júní 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem hún var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi. Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni kæranda byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Auk þess sé eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent gögn málsins og hefur kynnt sér efni þeirra. Nefndin fellst á það með Barnaverndarstofu að í gögnunum er að finna margvíslegar upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda, í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. laganna, sem stofnuninni er óheimilt að afhenda kæranda. Að mati nefndarinnar hefur kærandi hins vegar sérstaklega ríka hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum að því leyti sem þau fjalla um hana sjálfa og aðstæður hennar á meðferðarheimilinu. Þannig gilda önnur sjónarmið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum heldur en rétt almennings til aðgangs að sömu gögnum. <br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar nr. 1039/2021 frá 18. október 2021 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Barnaverndarstofu á beiðni blaðamanns um dagbókarskráningar/vaktskráningar frá sama meðferðarheimili frá tímabilinu 1997-2007 með vísan til undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Í því máli var um að ræða 1.800 blaðsíður sem Barnaverndarstofa hefði þurft að fara yfir í því skyni að afmá upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í því máli sem nú er til meðferðar er um mun styttra tímabil að ræða eða rúmlega eitt og hálft ár í stað tíu ára og er blaðsíðufjöldinn sem er undir í þessu máli því töluvert minni eða 359 síður. Í því máli sem lauk með úrskurði nr. 1039/2021 hefði þar að auki lítið staðið eftir, hefðu allar upplýsingar um einkamálefni verið afmáðar, en í því máli sem nú er til meðferðar er eins og áður segir hluti af umbeðnum gögnum umfjöllun um málefni kæranda sjálfs.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli og framsetning umræddra gagna sé slíkt að það sé ekki hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Að mati nefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið efnisleg afstaða til beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög. Verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Barnaverndarstofu úr gildi og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar afgreiðslu þar sem farið verður efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 23. apríl 2021, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

1053/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021.

Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni A um gögn sem vörðuðu hann sjálfan og fjölskyldu hans. Sveitarfélagið afhenti honum gögnin að hluta en synjaði honum um aðgang að tölvupóstssamskiptum sem talin voru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og þannig undanþegin aðgangi kæranda. Úrskurðarnefndin féllst á það með sveitarfélaginu að meirihluti gagnanna teldist til vinnugagna. Hins vegar lagði nefndin fyrir Garðabæ að afhenda kæranda tvö skjöl sem uppfylltu ekki skilyrði til að teljast vinnugögn því þau höfðu verið afhent öðrum eða stöfuðu frá öðrum en starfsmönnum sveitarfélagsins.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1053/2021 í málum ÚNU 21020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans, dags. 20. desember 2020, um „afrit af öllum gögnum frá byrjun árs 2017 til dagsins í dag frá [bæjarstjóra] sem varða sjálfan mig, konu mína og dætur skv. reglugerð GDPR.“ <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, segir að í kerfum sveitarfélagsins sem svari til beiðni kæranda sé að finna tölvupósta sem stafi frá bæjarstjóra, nánar tiltekið í Outlook póstkerfi og þegar við eigi, í tilfelli frekari vinnslu vegna tiltekinna mála, séu þeir vistaðir í ONE-skjalakerfi bæjarins. Farið hafi verið yfir þau gögn sem liggi fyrir í málinu og séu þau afhent kæranda í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga. nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meðfylgjandi var listi yfir 13 skjöl sem kæranda voru afhent.<br /> <br /> Í svarinu vakti sveitarfélagið athygli á því að samkvæmt 6. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga megi undanþiggja upplýsingar í málum sem séu til meðferðar hjá stjórnvöldum réttinum til aðgangs samkvæmt 1. mgr. 15. gr. GDPR að sama marki og gildi um undantekningar á upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Af því leiði að aðili geti ekki á grundvelli persónuverndarlaga krafist aðgangs að skjölum eða öðrum gögnum sem undanþegin séu aðgangi samkvæmt stjórnsýslu- eða upplýsingalögum. Við afgreiðslu beiðninnar verði því ekki afhentir tölvupóstar eða gögn sem teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að lokum vakti sveitarfélagið athygli á rétti skráðs einstaklings til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd væri vinnsla persónuupplýsinga um hann talin brjóta í bága við ákvæði persónuverndarlaga eða GDPR, sbr. 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að gögn vanti en þar sem hann hafi átt tvo fundi með bæjarstjóra og fengið frá honum símtöl telji hann ótrúverðugt að ekki séu til fundarboð né fundargerðir frá þeim fundum. Þá telji kærandi ótrúverðugt að fundur bæjarstjóra við fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi mál kæranda hafi ekki verið skráður, né samskipti varðandi þann fund. Þá telji kærandi það umhugsunarvert að sveitarfélagið sýni engan samstarfsvilja og svari ekki spurningum hans.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 21. mars 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 16. apríl 2021, segir að sveitarfélaginu hafi borist fjöldi gagnabeiðna frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni um upplýsingar eða framhaldsbeiðnir sem komi í kjölfar annarra beiðna og sé því oft erfitt að átta sig á afmörkun upplýsingabeiðnanna og í hvaða samhengi þær séu settar fram. Einnig sé oft óljóst á hvaða lagagrundvelli sé verið að óska eftir gögnum. Í mörgum beiðnanna sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir oft á tíðum óljósar beiðnir hafi Garðabær lagt sig fram við að afgreiða þær og í mörgum tilvikum afhent gögn umfram afhendingarskyldu. Kærandi og kona hans hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum og sé í mörgum tilvikum um að ræða gögn sem þau hafi þegar sjálf undir höndum.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að töluverðs ósamræmis gæti milli kæru, rökstuðnings kæranda og fylgiskjala. Hvað varði kröfur kæranda sem fram komi í kærunni, þ.e. beiðni um öll gögn er varði kæranda, konu og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra, segir að kæranda hafi verið afhent gögn frá bæjarstjóra í samræmi við beiðnina, að undanskildum gögnum sem teljist til vinnugagna. Gagnabeiðni kæranda hafi verið sett fram á grundvelli persónuverndar-löggjafarinnar, sbr. lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og hafi verið afgreidd á þeim lagagrundvelli, þá hafi sveitarfélagið veitt kæranda leiðbeiningar um rétt hans til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd á grundvelli 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga. Kvörtun vegna beiðninnar eigi því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. Með umsögninni til úrskurðarnefndarinnar fylgdi svarbréf sveitarfélagsins til kæranda ásamt lista yfir þau gögn sem kærandi fékk afhent.<br /> <br /> Varðandi rökstuðning í kæru, sem snýr að fundum kæranda með bæjarstjóra, er tekið fram að sveitarfélagið fari að lögboðnum skyldum sínum um fundarboð og ritun fundargerða. Hins vegar sé það svo að bæjarstjóri taki oft á tíðum á móti bæjarbúum og öðrum með hin ýmsu erindi og eigi með þeim óformlega fundi eða samtöl í síma. Í rökstuðningi kæranda sé ekki tilgreint hvenær hann hafi átt fund með bæjarstjóra. Í rafrænni dagbók bæjarstjóra finnist einn bókaður fundur með kæranda og einum öðrum, þann 10. mars 2020. Það sé ekki venja að rita fundargerðir slíkra funda eða samtala sem bæjarstjóri eigi við íbúa bæjarins eða aðra þá sem óski eftir óformlegu samtali við hann, nema slík samtöl hafi þýðingu fyrir úrlausn tiltekins máls sem sé til meðferðar hjá Garðabæ og sé ekki að finna í öðrum gögnum málsins. Hvað varði mál kæranda sem rekið sé í mennta- og menningarmálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélaginu þá sé haldið utan um það mál í skjalakerfi bæjarins. Boð um fund sveitarfélagsins með ráðuneytinu sé skráð í dagbók bæjarstjórans 17. nóvember 2020. Sá fundur hafi verið haldinn í ráðuneytinu og það hafi fallið í skaut ráðuneytisins að rita fundargerð. Sú fundargerð sé vistuð í viðeigandi máli í skjalakerfi Garðabæjar. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þá var kærandi beðinn um að staðfesta eða lýsa nánar afmörkun á kæruefninu, þ.e. að hvaða afgreiðslu sveitarfélagsins kæran beindist en nokkurt ósamræmi var á milli kæru, dagsetninga í kæru og svo fylgiskjala með kæru. Kærandi staðfesti þá að kæran beindist að afgreiðslu sveitarfélagsins, dags. 20. janúar 2021, við beiðni sinni, dags. 20. desember 2020, en gerði ekki frekari athugasemdir.<br /> <br /> Með erindum, dags. 6. og 12. október 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá afhent öll gögn málsins, þ.e. bæði þau sem kæranda voru afhent og þau sem honum var synjað um þann 20. janúar 2021. Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni gögnin þann 21. október en í meðfylgjandi erindi benti sveitarfélagið á að svar Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, hefði ekki verið á meðal fylgigagna með kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar, heldur hefði þar fylgt annað svarbréf Garðabæjar, dags. 27. janúar 2021, sem varði annað mál. Hljóti það að teljast til vanreifunar af hálfu kæranda gagnvart úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Umbeðin gögn hafi fundist við leit í Outlook og skjalakerfi Garðabæjar, um sé að ræða tölvupósta sem séu viðbrögð starfsmanna Garðabæjar við tölvupóstum sem stafi frá kæranda og konu hans. Tölvupóstarnir innihaldi oft á tíðum langa þræði flókinna samskipta. Til að einfalda hlutina hafi Garðabær því tekið saman þann hluta samskiptanna sem fari á milli starfsmanna bæjarins en þráðum sem séu tölvupóstar milli kæranda, konu hans og Garðabæjar sé sleppt þar sem kærandi sé að sjálfsögðu með þau samskipti í sínum fórum. <br /> <br /> Garðabær ítrekar umsögn sína frá 16. apríl s.l. Garðabær ítrekar sérstaklega hversu mikið ósamræmi og skortur sé á samhengi milli kröfu, rökstuðnings með kærunni og tengslum við fylgiskjöl sem kærandi lét fylgja með. Kærandi blandi saman upplýsingabeiðnum sínum til Garðabæjar þannig að úr verði slík óreiða að ekki verði séð að málið sé tækt til úrskurðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál og nefndinni beri því að vísa því frá. Upplýsingabeiðni kæranda frá 20. desember 2020 sé reist á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Garðbær hafi afgreitt beiðnina á grundvelli þeirra laga og því sé Persónuvernd rétta stjórnvaldið til að beina kæru til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um afrit af öllum gögnum um sig, konu sína og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra. Beiðnin var sett fram með vísun í „reglugerð GDPR“, þ.e. almennu persónuverndarreglugerð ESB sem var innleidd með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur undir ábendingar Garðabæjar um að framsetning á upplýsingabeiðnum kæranda mætti vera gleggri og skýrari. Nefndin bendir á að þegar beiðni um gögn er ekki nægilega vel afmörkuð veldur það töfum við afgreiðslu hennar bæði hjá því stjórnvaldi sem beiðninni er beint að og hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda og í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þar sem beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ætti kvörtun vegna afgreiðslunnar ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að kvörtun kæranda snýr ekki að því að vinnsla Garðabæjar með persónuupplýsingar hans brjóti í bága við ákvæði persónuverndarlaga, sbr. 2. mgr. 39. gr., heldur snýr kvörtun kæranda eingöngu að aðgangi kæranda að upplýsingum. Fyrir liggur að kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna og heyrir málið því undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun Garðabæjar byggðist á því að gögnin, sem vörðuðu kæranda sjálfan og fjölskyldu hans, teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar nær sú meginregla ekki til gagna sem talin eru upp í 6. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. Af 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði að meta þurfi heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þurfi síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent þau gögn frá sveitarfélaginu sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda. Fyrst og fremst er þar um að ræða tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Samskiptin eiga það sameiginlegt að fela ekki í sér endanlega afgreiðslu mála heldur frekar tillögur starfsmanna að viðbrögðum við erindum kæranda og annað sem felur í sér undirbúning mála innan sveitarfélagsins. Gögnin bera almennt með sér að hafa ekki verið send öðrum eða stafa frá öðrum en kæranda, eiginkonu hans og starfsmönnum sveitarfélagsins og falla því undir skilgreiningu upplýsingalaga á vinnugögnum. <br /> <br /> Meðal þeirra gagna sem nefndin fékk afhent voru hins vegar tvenn tölvupóstsamskipti sem greinilega höfðu verið send öðrum aðilum eða stöfuðu frá öðrum aðilum. Annars vegar tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar, dags. 5. nóvember 2020, með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“ sem var svo áframsendur til annarra starfsmanna Garðabæjar. Hins vegar tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með efnið „Fundargerð til athugasemda“ en tölvupósturinn frá ráðuneytinu var svo áframsendur á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu. Þessi samskipti geta ekki talist til vinnugagna þar sem þau eru ekki eingöngu á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Báðir tölvupóstþræðirnir sem um ræðir stafa upphaflega frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og í öðru tilvikinu fylgdu í kjölfarið samskipti við utanaðkomandi lögmann. Verður sveitarfélaginu gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstunum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fylgiskjölum þeirra, og samskiptum sveitarfélagsins við lögmanninn, hafi það ekki þegar verið gert. Að mati nefndarinnar falla öll önnur gögn sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda þó undir skilgreiningu vinnugagna samkvæmt upplýsingalögum og verður ákvörðun Garðabæjar um að synja kæranda um aðgang að þeim því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Garðabæ er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> </p> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 5. nóvember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“, ásamt fylgiskjali. Þó má afmá samskipti á milli starfsmanna Garðabæjar sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 7. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Fundargerð til athugasemda“ ásamt fylgiskjali. Einnig er skylt að afhenda tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember, á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <p>Ákvörðun Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1052/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021.

Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum sem varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Fyrst og fremst taldi ráðuneytið mikilvæga almannahagsmuni krefjast þess að aðgangur að gögnunum yrði takmarkaður þar sem þau hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, eða upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. 10. gr. Þá taldi ráðuneytið hluta skjalanna undanþeginn upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 6. gr. enda hefðu þau verið tekin saman fyrir ráðherrafundi. Að lokum var kæranda synjað um aðgang að hluta skjalanna með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók undir mat ráðuneytisins á gögnunum og staðfesti synjunina.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1052/2021 í máli ÚNU 21010001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. janúar 2021, kærði A synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Þann 28. mars 2018 óskaði kærandi eftir aðgangi að a) öllum gögnum og fundargerðum frá utanríkisráðuneytinu varðandi ákvörðun utanríkisráðherra um refsiaðgerðir gegn Rússlandi, eftir 26. mars 2018, b) sönnun og/eða vottorðum frá breskum yfirvöldum um að „Novichok“ eiturgas hafi verið notað í eiturefnaárásinni í Sailsbury og c) sérstaklega var óskað eftir öllum þeim gögnum eða sönnunargögnum frá breskum yfirvöldum er urðu til þess að þessi ákvörðun var tekin með því að vera með öðrum þjóðum í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Kærandi ítrekaði beiðnina þann 18. júní 2019.<br /> <br /> Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, er beðist velvirðingar á þeim mikla svardrætti sem varð á málinu. Þá segir að við athugun á málaskrá ráðuneytisins hafi fundist um 30 skjöl sem ætla megi að fallið geti undir beiðnina. Eftir yfirferð skjalanna væri það mat ráðuneytisins að efni flestra þeirra væri þess eðlis að þau féllu ýmist undir ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 varðandi gögn sem lögð eru fyrir ríkisstjórn, 8. gr. laganna sem undanskilur vinnuskjöl upplýsingarétti almennings og ákvæði 1. eða 2. töluliðar 1. mgr. 10. gr. laganna sem heimilar takmörkun á upplýsingarétti varðandi gögn sem lúta að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Með svari ráðuneytisins fylgdi yfirlit yfir öll 30 skjölin ásamt skýringum, þ.e. á hvaða grunni synjun byggðist í hverju tilviki. Loks taldi ráðuneytið sér skylt að afhenda kæranda sjö skjöl.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir viðskiptaþvingununum og að refsiaðgerðirnar séu settar til að fylgja öðrum þjóðum að málum í fjandsamlegri stefnu bandarískra stjórnvalda og annarra gagnvart Rússlandi. Það hafi vantað allar sannanir fyrir öllum þessum ásökunum íslenskra stjórnvalda og annarra. Því óski kærandi eftir úrskurði til að fá gögnin sem ráðuneytið hafi synjað honum um afhent. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. janúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Beiðni úrskurðarnefndarinnar var ítrekuð 19. mars, 12. apríl, 5. maí, 4. október, 11. október og 13. október 2021.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 13. október, segir að ráðuneytið hafi veitt kæranda aðgang að nánar tilgreindum skjölum en aðgangi að nokkrum hluta gagnanna hafi þó verið synjað. Þá áréttar ráðuneytið þær málsástæður og lagarök sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun en til viðbótar kemur ráðuneytið því á framfæri að tvö skjöl stafi frá Alþjóða efnavopnastofnuninni (OPCW). Skjölin séu sérmerkt og innihaldi efsta stig trúnaðarflokkunar hjá stofnuninni (e. OPCW Highly Protected). Enn fremur sé sérstaklega tiltekinn á báðum skjölunum áskilnaður um handvirka afhendingu eingöngu og þá einungis til viðtakenda sem hafi til þess sérstaka heimild. Með hliðsjón af framangreindu sé það mat ráðuneytisins að um sé að ræða skjöl sem falli undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sbr. auglýsingu nr. 12/1997 í C-deild Stjórnartíðinda frá 5. maí 1997, og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, svo og fordæmis úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 619/2016 frá 4. maí 2016, sé það afstaða ráðuneytisins að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefndinni að því er varði þessi tvö skjöl. Auk framangreinds verði ekki séð að málstæðurnar sem teflt sé fram í kærunni séu þess eðlis að þær haggi afstöðu ráðuneytisins í málinu. Kröfum kæranda sé því öllum hafnað. Að lokum er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum ráðuneytisins.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar frekari athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Þann 22. nóvember 2021 kynnti nefndin sér þann hluta umbeðinna skjala sem ráðuneytið taldi sér óheimilt að senda frá sér með rafrænum hætti.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða þvingunaraðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Utanríkisráðuneytið tók saman yfirlit yfir þau 30 skjöl sem talin voru falla undir gagnabeiðni kæranda og taldi ráðuneytið unnt að afhenda kæranda sjö þeirra en önnur væru undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Á yfirliti ráðuneytisins má sjá að við alls 21 skjal er vísað til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. við skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30. Við fimm af þessum skjölum er jafnframt vísað til 1. tölul. sömu greinar, þ.e. skjöl númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27.<br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30 geyma sannarlega upplýsingar um samskipti við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir. Málið sem þar er til umfjöllunar er í eðli sínu viðkvæmt og því má ætla að nauðsynlegt sé að samskipti af þessu tagi fari leynt til þess að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust viðkomandi aðila. Hugsanlegt er að birting gagnanna hefði skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki eða stofnanir og myndi þannig stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Verður utanríkisráðuneytinu því talið heimilt að synja beiðni um aðgang að þeim á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess er ekki hægt að útiloka að birting skjala númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27 gæti haft afleiðingar sem varða öryggi ríkisins og þar með mikilvæga almannahagsmuni. Eins og segir í lögskýringargögnum verður að gæta varfærni og skýra ákvæði 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga tiltölulega rúmt. Úrskurðarnefndin tekur fram að þó einhver þessara gagna, s.s. fylgiskjöl með þeim tölvupóstum sem um ræðir, kunni þegar að hafa verið birt opinberlega á öðrum vettvangi, breyti það því ekki að gögnin komu í vörslur utanríkisráðuneytisins í tengslum við framangreind samskipti þess við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir sem háð voru trúnaði og verður ráðuneytinu því ekki gert að afhenda þau.<br /> <br /> Varðandi skjöl númer 5 og 27 vísaði ráðuneytið einnig til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin hefur skoðað gögnin en þau bera það greinilega með sér að hafa verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfundi og lögð fram og rædd á slíkum fundum. Verður ákvörðun ráðuneytisins að því er þetta varðar staðfest.<br /> <br /> Að lokum var kæranda synjað um aðgang að skjölum númer 12, 18 og 22 með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skjal númer 12 er merkt „Spurningar og svör – drög“ og inniheldur tillögur að svörum við spurningum í tengslum við refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Skjalið ber með sér að hafa verið útbúið af starfsmanni ráðuneytisins og notað við undirbúning máls. Skjal númer 18 inniheldur tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna utanríkisráðuneytisins en efni samskiptanna var fundur í breska sendiráðinu í Moskvu. Skjal númer 22 er minnisblað með frásögn sendiherra frá fundi framkvæmdaráðs Efnavopnastofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmast þessi skjöl vinnugagnahugtaki upplýsingalaga og var utanríkisráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bætti ráðuneytið því við að tvö af umbeðnum gögnum féllu undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni, samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Þar sem þegar hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðkomandi gögnum, á grundvelli upplýsingalaga, er ekki tekin sérstök afstaða til þessa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda sem tafðist verulega. Auk þess urðu miklar tafir á viðbrögðum ráðuneytisins við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Kæran var fyrst kynnt ráðuneytinu þann 7. janúar 2021 en umbeðin umsögn og málsgögn fékk úrskurðarnefndin ekki afhent fyrr en 13. október 2021. Eins og fram kemur í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum tekin svo fljótt sem verða má. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að neitt geti skýrt þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu málsins og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til utanríkisráðuneytisins að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

1051/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og þyrfti sveitarfélagið að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði til þess að verða við upplýsingabeiðnunum. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1051/2021 í málum ÚNU 21060017, 21070016, 21080011, 21090009 og 21100008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindum, sem bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál á tímabilinu júní 2021 til október 2021, og dagsettar eru 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021 kærði A afgreiðslur Vestmannaeyjabæjar á beiðnum hans um upplýsingar sem varða fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Fyrir liggur að kærandi sendi sveitarfélaginu fyrirspurnir í hverjum mánuði um það hvað sveitarfélagið hefði greitt út í fjárhagsaðstoð mánuðinn á undan og til hve margra einstaklinga. Í hvert skipti svaraði sveitarfélagið honum því að fyrirspurnirnar féllu ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í kærum kæranda er þess krafist að félagsþjónusta Vestmannaeyja verði úrskurðuð til að afhenda umbeðnar upplýsingar. Það sé hafið yfir vafa að útgjöld Vestmannaeyjabæjar heyri undir upplýsingalög. Kærandi sé ekki að biðja um persónulegar upplýsingar heldur biðji hann um heildartölu vegna þessara útgjalda. Alls ekki sé óskað eftir upplýsingum um það hvernig sú upphæð deilist niður á einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 21. október 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 21. október 2021, segir að umbeðnar upplýsingar myndu kalla á sérstaka vinnu starfsmanna sveitarfélagsins í hverjum mánuði, sem sé almennt ekki unnin. Vestmannaeyjabær taki árlega saman skýrslu um fjölda einstaklinga sem þiggi fjárhagsaðstoð og heildarupphæð hennar. Fyrir geti komið að slík vinna sé unnin oftar en þá sé það að beiðni fagráðs sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokki. Að mati Vestmannaeyjabæjar samræmist það ekki hlutverki upplýsingalaga að opna fyrir verkbeiðnir almennings um tiltekna mánaðarlega vinnu sem almennt sé ekki unnin hjá sveitarfélaginu. Aftur á móti liggi þessar upplýsingar fyrir á ársgrundvelli og jafnvel oftar og séu þær vel sýnilegar almenningi og hægt að kalla eftir þeim. Þannig sé gegnsæ stjórnsýsla vel tryggð sem og opinberir hagsmunir.<br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 4. nóvember 2021, ítrekaði kærandi að útgjöld Vestmannaeyjabæjar féllu undir upplýsingalög. Beðið væri um heildartölu umræddra útgjalda og til hve margra, alls ekki um upphæð til hvers og eins. Persónuupplýsingar kæmu því ekki til álita.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði og til hversu margra einstaklinga.<br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Upplýsingar um útgjöld stjórnvalda, þ.á m. kostnað við fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, heyra vissulega undir gildissvið upplýsingalaga. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli upplýsingalaga en í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. segir orðrétt: „Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn […].“ <br /> <br /> Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að til þess að verða við beiðnum kæranda þyrfti að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði. Sveitarfélagið taki þessar upplýsingar ekki saman mánaðarlega heldur sé það að jafnaði gert árlega fyrir skýrslu sem sé svo birt opinberlega. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Þannig var ekki búið að taka saman upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir þegar beiðnir hans komu fram heldur hefði þurft að vinna þær sérstaklega upp úr bókhaldi sveitarfélagsins svo unnt hefði verið að afgreiða beiðnirnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum A, dags. 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1050/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir sex mánaða tímabil. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1050/2021 í máli ÚNU 21100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 15. september 2021 óskaði kærandi eftir sex mánaða uppgjöri félagsins. Í svari Herjólfs, dags. 29. september 2021, segir að félagið haldi aðalfund einu sinni á ári og eftir hann sé hægt að nálgast fjárhagsupplýsingar ársins á undan. Á milli aðalfunda sé stuðst við drög að uppgjörum sem séu aðeins notuð sem vinnuskjöl til að átta sig á stöðu félagsins. Ársreikningar séu aðgengilegir á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Í kæru segir að krafa kæranda sé að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda sex mánaða uppgjör félagsins. Milliuppgjör sé annað og meira en drög sem nota megi sem vinnuskjal. Þau segi til um stöðu félagsins á þeim tíma. Það geti ekki verið eigendum félagsins óviðkomandi. Þá er þess getið að heimasíða félagsins sé uppfærð seint og illa og glöggt komi fram í svarinu að milliuppgjör sé þar ekki að finna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi með bréfi, dags. 21. október, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 1. nóvember, segir að gögnin sem um ræði séu reikningsjöfnuður, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld tiltekins tímabils sem framkallað sé úr bókhaldskerfi félagsins. Sambærileg yfirlit séu kölluð fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá þeim ákvarðanir sem tengist rekstrinum. Ekki sé um að ræða eiginleg árshlutauppgjör heldur undirbúningsgögn. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjöl. Þau muni svo verða nýtt til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikning félagsins, sem verði birtur þegar hann liggi fyrir. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá bendir Herjólfur á að kærandi hafi áður kært sambærilega afgreiðslu félagsins í máli ÚNU 19110010. Í því máli staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun Herjólfs.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að uppgjöri Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða reikningsjöfnuð, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld, tímabilsins 1. janúar 2021 - 30. júní 2021. Skjalið sem úrskurðarnefndin fékk afhent ber yfirskriftina „Vinnusaldólisti“ er bersýnilega framkallað úr bókhaldskerfi félagsins. Það inniheldur ófullgerðar bókhaldsupplýsingar og ljóst er að þær munu verða nýttar til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikninga félagsins, sem verða birtir. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið. Samkvæmt skýringum Herjólfs var yfirlitið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri Herjólfs og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 29. september 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins frá 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br />

1049/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 1019/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1049/2021 í máli ÚNU 21080012.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2021, fór B, f.h. A, fram á endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu afrits allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir máli nr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði verið rétt að líta svo á að ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um slíka skráningu fæli í sér ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Sem umsækjandi um að hljóta skráningu á listann væri kærandi því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og nyti því réttar til aðgangs að gögnum þess máls samkvæmt ákvæðum IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem hún féll utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í endurupptökubeiðni kæranda, dags. 17. ágúst 2021, kemur fram að fyrir nefndinni hafi ákvörðun um synjun kæranda að hljóta skráningu á umræddan lista ekki verið til efnislegrar umfjöllunar, heldur sú ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum. Skipulagsstofnun hafi af einhverjum ástæðum farið með málið í þann farveg að fjalla efnislega um umþrætta ákvörðun stofnunarinnar er varðaði synjun um veru á fyrrgreindum lista í stað þess að fjalla um ástæður þess að synjað hafði verið um aðgang að upplýsingum. Vandséð sé hvernig stofnunin geti misskilið starfssvið og vettvang nefndarinnar með framangreindum hætti. Skipulagsstofnun hafi því ekki fært fram viðhlítandi skýringar fyrir kærðri ákvörðun og ekki verði horft fram hjá því að málatilbúnaður stofnunarinnar sé órökstuddur. Að auki hafi stofnunin farið fram á að leynd myndi hvíla yfir tilteknum gögnum gagnvart kæranda sem afhent voru nefndinni. Verði það að teljast með nokkrum ólíkindum enda snúi umrætt mál í eðli sínu að einkahagsmunum kæranda og geti ekki með nokkru móti talist varða það ríka almannahagsmuni að beita skuli svo íþyngjandi úrræði gagnvart kæranda sem krefjist aðgangs að upplýsingum er varða kæranda eina. <br /> <br /> Í beiðni kemur einnig fram að kærandi sé að afla upplýsinga í því skyni að varpa ljósi á órökstudda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja um veru á listanum. Kærandi treysti á nefndina sem öryggisventil, í samræmi við grundvallarhugsun löggjafans sem liggi að baki tilvist nefndarinnar og snúi m.a. að meginhlutverki nefndar í umræddu tilliti. Kærandi segir úrskurð nefndarinnar vekja spurningar fremur en svör og telur að líta beri svo á að úrskurðarnefndinni hafi bersýnilega orðið á mistök við meðferð málsins. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og meðhöndli til samræmis við efni og ástæður máls. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1019/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem kæran félli utan gildissviðs upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta þeirri niðurstöðu að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum ráðist af stjórnsýslulögum, en ekki upplýsingalögum, en fyrir liggur að umbeðin gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að. Upplýsingalög gilda ekki um slíkan aðgang samkvæmt skýrum fyrirmælum 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021.<br /> <br /> Í tilefni af þeim sjónarmiðum sem fram koma í erindi kæranda telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að þegar aðili stjórnsýslumáls óskar eftir gögnum er tengjast málinu gilda ákvæði stjórnsýslulaga um aðgang að gögnunum, ekki ákvæði upplýsingalaga. Synjum á afhendingu gagnanna verður í slíkum tilfellum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, heldur eftir atvikum til þess stjórnvalds sem fer með æðstu stjórn viðkomandi málefnasviðs, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gildandi forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hverju sinni. <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni B f.h. A, dags. 17. ágúst 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021 er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1048/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

A fréttamaður, kærði synjun embættis landlæknis á beiðni hans um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19. Synjun landlæknis byggðist annars vegar á því að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á það með embætti landlæknis að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun embættis landlæknis því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1048/2021 í máli ÚNU 21080009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi vísað þessu atriði til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis með úrskurði nr. 1017/2021 frá 14. júní 2021. Í kjölfarið hafi embættið neitað kæranda um aðgang að samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 17. ágúst 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 6. september 2021. Þar kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni hinn umbeðna samning til upplýsinga. Sóttvarnalæknir hafi ekki fengið afrit af öðrum samningum sem varða kaup Íslands á bóluefnum vegna COVID-19. Samningurinn innihaldi upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni og falli því undir takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagsmunirnir séu enn fyrir hendi í ljósi þess að heimsfaraldur ríki enn og þörf á að bólusetja gegn sjúkdómnum sé enn til staðar. Nauðsynlegt verði að ganga til samninga við framleiðendur bóluefna um kaup á fleiri skömmtum. Í samningnum sé gert ráð fyrir að hann skuli fara leynt og mikilvægt að viðhalda trúnaðartrausti sem ríki á milli samningsaðilanna.<br /> <br /> Að mati embættis landlæknis á synjunin einnig stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standi til að fari leynt. Samskipti samningsaðila standi enn yfir og tryggja þurfi að þau geti farið fram frjálst og óhindrað. Loks er bent á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021, þar sem deilt var um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. M.a. hafi verið um að ræða hinn umbeðna samning.<br /> <br /> Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með erindi, dags. 7. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi, sem er í vörslum embættis landlæknis, og er milli íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Af hálfu embættisins hefur komið fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni afrit af samningnum til upplýsinga.<br /> <br /> Ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni kæranda byggist annars vegar á því að samningurinn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsinglaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins. Samningurinn sem kærandi krefst aðgangs að var á meðal umbeðinna gagna í málinu. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.<br /> <br /> Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðinn samningur hefur að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samningsins án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningnum.<br /> <br /> Kæranda var ekki leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndarinnar skv. 20. gr. laganna, svo sem skylt er samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Því er beint til embættis landlæknis að gæta að þessu framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis, dags. 13. ágúst 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br />

1047/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar var vísað til þess hluti gagnanna varðaði almannahagsmuni, sbr. 10. gr. upplýsingalaga, þá væri um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem og fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks taldi sveitarfélagið öll umbeðin gögn vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að tilteknum hlutum þeirra.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1047/2021 í máli ÚNU 21060018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum árum stigið þó nokkur jákvæð skref í að efla gagnsæi og hafi m.a. sett sér metnaðarfulla upplýsingastefnu í þessum tilgangi. Þannig hafi borgin áður birt öll gögn sem lögð voru fram í borgarráði á vefsíðu sinni með fundargerðum ráðsins. Á síðastliðnum árum hafi borgin hins vegar sleppt því að birta sum af þeim gögnum sem lögð eru fram í ráðinu og tiltekið að með einhverjum dagskrárliðum ráðsins séu lögð fram trúnaðarmerkt fylgiskjöl. Þessum trúnaðarmerktu fylgiskjölum sé dreift til meðlima ráðsins sem reikna megi með að deili þeim með aðstoðarfólki sínu og öðrum sem þeir leita ráðgjafar hjá enda komi fram í þeim mikilvægar forsendur þeirra ákvarðana sem borgarráð tekur.<br /> <br /> Á fundi borgarráðs þann 20. maí 2021 hafi verið lögð fram slík trúnaðarmerkt fylgiskjöl undir<br /> dagskrárliðum 13-22 þar sem fjallað hafi verið um forsendur milljarða útgjalda Reykjavíkurborgar samkvæmt fréttum fjölmiðla. Kærandi hafi því óskað með tölvupósti þann 25. maí 2021 eftir upplýsingum um þessi fylgiskjöl sem og afritum af þeim. Kærandi ítrekaði erindið þann 4. júní 2021 og óskaði einnig eftir sambærilegum upplýsingum og afritum skjala sem lögð voru fram á fundi borgarráðs þann 3. júní 2021. <br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júní 2021, afgreiddi Reykjavíkurborg beiðnir kæranda. Borgin veitti kæranda aðgang að nokkrum skjölum að hluta en synjun beiðni um aðgang að því sem eftir stóð var studd við 5. tölul. 10. gr. og 5. tölul 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi borgarinnar, dags. 14. júní, var ákvörðunin rökstudd frekar og vísað til 2. og 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga varðandi minnisblað vegna viðræðna við Neyðarlínuna. Um greinargerð fjárstýringarhóps um skuldabréfaútboð Reykjavíkur var vísað til 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, auk reglna um innherjaupplýsingar, einkum 4. mgr. 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.<br /> <br /> Kærandi segir að umbeðin gögn hafi óumdeilanlega verið lögð fram á fundum borgarráðs og í samræmi við lýðræðishefðir séu slík gögn opinber gögn. Hafi þau verið bundin trúnaði sé ljóst að með framlagningu í borgarráði sé sá trúnaður ekki lengur fyrir hendi. Skjölin skýri frá mikilvægum forsendum ákvarðana sem borgarráð taki þar sem um verulega fjármuni almennings sé að ræða. Með því að neita að afhenda almenningi framlögð skjöl í borgarráði sé unnið gegn tilgangi upplýsingalaga og möguleikar almennings til aðhalds takmarkaðir. Slíkt sé enda ólýðræðislegt, almenningur geti þá hvorki veitt stjórnsýslunni aðhald né þeim kjörnu fulltrúum sem stjórnsýsla borgarinnar hafi gert að halda trúnað um það sem óneitanlega séu hagsmunir almennings. Það fordæmi sem sett sé með neitun á afhendingu þessara trúnaðarmerktu fylgiskjala sé afar slæmt. Vel kunni að vera að sveitarfélög þurfi í undantekningartilfellum að upplýsa kjörna fulltrúa um einhver atriði sem bundin séu trúnaði. Gögn um slíkt séu þá ekki lögð fram á vettvang hinna lýðræðislega kjörnu ráða. Kærandi kveðst þekkja vel a.m.k. eitt dæmi um það sem átt hafi sér stað á fundi borgarráðs 17. febrúar 2020 undir lið 29. Þar hafi fulltrúi í ráðinu beðið borgarlögmann um að lagt yrði fram tiltekið skjal. Borgarlögmaður hafi ritað borgarráði bréf þar sem því hafi verið hafnað á þeim forsendum að þetta væri vinnuskjal en borgarráðsfulltrúum leyft að kynna sér efni þess á skrifstofu borgarstjórnar. Borgarlögmaður hafi áréttað að minnisblaðið væri ekki til afritunar, birtingar, deilingar eða dreifingar. <br /> <br /> Kærandi telur tilvísanir borgarinnar til rafrænna öryggishagsmuna til réttlætingar synjuninni afar ótrúverðugar. Það sé nær útilokað að þeir sem ábyrgð bera á rafrænum öryggishagsmunum<br /> Reykjavíkurborgar hafi stefnt þeim hagsmunum í hættu með því að upplýsa kjörna fulltrúa og<br /> aðstoðarmenn þeirra um atriði sem leynt eiga að fara. Að mati kæranda er líklegra að Reykjavíkurborg noti þetta sem tylliástæðu til þess að halda gögnum leyndum sem snerti ríka<br /> fjárhagslega hagsmuni almennings. Kærandi fer því fram á að nefndin endurskoði þetta mat í ljósi þess hvaða rafrænu öryggishagsmuni sé verið að vernda og hvort þeir séu meiri en hagsmunir almennings af birtingu. Hafi nefndin ekki forsendur til þess að endurskoða mat Reykjavíkurborgar í þessu efni fer kærandi fram á að nefndin kalli sér til ráðgjafar og aðstoðar<br /> sérfróðan aðila eins og nefndinni er heimilt sbr. 2. mgr. 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. júní 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 20. júlí 2021. Þar kemur í upphafi fram að hin kærða ákvörðun hafi varðað synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum í heild sinni:<br /> <br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021.<br /> • Drögum að minnisblaði: „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“, dags. 7. apríl 2021.<br /> • Greinargerð fjárstýringarhóps, dags. 2. júní 2021.<br /> <br /> Þá sé um að ræða synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi minnisblöðum að hluta:<br /> <br /> • „Heimild til að fara í útboð og innleiðingu á nýju síma- og samskiptakerfi Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að framhalda allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði“, dags. 17. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaupaferli vegna innleiðingar á Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup og innleiðingu á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboð og innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi fyrir alla starfstaði Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu fræðslukerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 14. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 24. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup, innleiðingu og þróun á gagnavinnslustöð“, dags. 21. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja umbætur á veflægu viðburðadagatali Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús“, dags. 26. maí 2021.<br /> <br /> Af hálfu Reykjavíkurborgar kemur fram að umbeðin gögn varði m.a. fyrirhuguð innkaupaferli og afmáðar hafi verið upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnanna. Jafnframt hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um öryggismál og tillögu borgarstjóra um viðræður um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og fyrirhugað skuldabréfaútboð borgarinnar. Þá eru í umsögninni rakin ákvæði 5. tölul. 10. gr., 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga auk athugasemda við ákvæðin í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögunum.<br /> <br /> Reykjavíkurborg segir að þau gögn sem kærandi hafi fengið aðgang að að hluta varði tillögur þjónustu- og nýsköpunarsviðs undir liðum 13 og 15-19 á fundi borgarráðs 20. maí 2021 og 14-20 á fundi ráðsins 3. júní 2021. Einungis hafi verið afmáðar upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefna. Fyrirhugað sé að bjóða út verkefnin með innkaupaferlum á grundvelli laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Með því að upplýsa um áætlaðan kostnað verkefna fengju bjóðendur fyrir fram upplýsingar um kostnaðaráætlun borgarinnar. Við framkvæmd útboða og innkaupaferla sé venjan sú að kostnaðaráætlun sé haldið leyndri fyrir bjóðendum fram yfir opnun tilboða. Það sé gert til að tryggja samkeppni og jafnræði milli bjóðenda í samræmi við meginreglu opinberra innkaupa sem birtist í 15. gr. laga um opinber innkaup sem og að afla kaupanda hagstæðustu tilboðunum frá bjóðendum. Verði umbeðnar upplýsingar gerðar opinberar geti það leitt til þess að bjóðendur bjóði hærri verð sem hafi í för með sér meiri kostnað fyrir borgina. Af þessu sé ljóst að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að takmarka aðgang kæranda að umbeðnum gögnum þar sem þau geymi upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir sem myndu ekki skila tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögninni segir loks að öll þau gögn sem kæranda hafi verið synjað um, bæði að hluta og öllu leyti, teljist einnig til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin hafi verið trúnaðarmerkt á fundum borgarráðs og séu öll undirbúningsgögn. Þá sé ekki að sjá að eitthvert þeirra atriða sem nefnd eru í 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um gögnin.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. júlí 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 3. ágúst 2021. Þar ítrekar kærandi sjónarmið um að umbeðin gögn hafi öll verið lögð fram í borgarráði fyrir kjörna fulltrúa. Reykjavíkurborg hafi haft annan hátt á þegar upplýsa hafi þurft kjörna fulltrúa um atriði bundin trúnaði. Þá vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 734/2018 frá 6. apríl 2018 en í því máli hafi Reykjavíkurborg haldið því fram að minnisblað hafi ekki verið afhent öðrum og vísað sérstaklega til þess að það hafi ekki verið lagt fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Sú afstaða verði ekki skilin öðruvísi en að ef minnisblaðið hefði verið lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði þá hefði borginni borið að afhenda það, enda hafi hefðin verið sú að gögn sem lögð eru fram í ráðum á vegum borgarinnar séu opinber gögn.<br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur loks fram að borgarráð sé lýðræðislega kjörið ráð sem kjörnir fulltrúar skipi. Gögn sem lögð eru fram í ráðinu séu mikilvægar forsendur ákvarðana sem þar eru teknar. Til þess að kjósendur geti sinnt lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu sé afar nauðsynlegt að gagnsæi ríki um þessi störf eins og hefðin hafi verið fyrir utan síðustu ár. Almenningur verði að geta lagt mat á störf kjörinna fulltrúa miðað við þær forsendur sem þeir hafi. Sú leyndarhyggja sem felist í því að leggja fram leyniskjöl í borgarráði grafi undan möguleikum almennings á slíku aðhaldi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Reykjavíkurborgar, þ.e. minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar er vísað til þess varðandi hluta umbeðinna gagna að afmáðar hafi verið upplýsingar um kostnaðaráætlanir borgarinnar vegna fyrirhugaðra útboða þar sem um væri að ræða upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggist synjun á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum í heild sinni á því að um sé að ræða upplýsingar um ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Í þessu sambandi vísar borgin einnig til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en jafnframt til 9. gr. laganna, auk 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks byggir Reykjavíkurborg á því að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. <br /> <br /> 2.<br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um rétt almennings og þátttakenda í opinberum útboðum til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila í tengslum við útboðin. Þannig hefur jafnan verið komist að þeirri niðurstöðu að skylt sé að veita aðgang að slíkum gögnum eftir að tilboð hafa verið opnuð, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 646/2016, 647/2016 og 848/2019. Öðru máli gegnir um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem ekki hafa enn verið boðin út. Þannig var t.d. fallist á það með Landsneti hf. í úrskurði nr. 638/2016 að kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda sem ekki höfðu verið boðnar út teldust til gagna um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. þágildandi laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá var það niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 993/2021 að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá má geta þess að í úrskurði nr. A-522/2014 komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að kostnaðaráætlanir gætu að öðrum skilyrðum uppfylltum talist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og hér stendur á liggur fyrir að í þeim gögnum sem kærandi fékk afhent að hluta voru einungis afmáðar upplýsingar um kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup. Af hálfu Reyjavíkurborgar hefur komið fram að upplýsingarnar verði gerðar opinberar eftir að tilboð verða opnuð, svo sem venja er í opinberum útboðum. Við þessar aðstæður má fallast á það með Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif, verði þær gerðar opinberar og var borginni því heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim þegar beiðni hans kom fram á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 3.<br /> Hvað varðar þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að í heild sinni hefur Reykjavíkurborg eins og áður greinir vísað til þess að um vinnugögn sé að ræða. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á gögnunum hefur leitt í ljós að þau bera með sér að hafa verið unnin af starfsmönnum Reykjavíkurborgar til undirbúnings ákvarðana um tiltekin mál þar sem bakgrunni er lýst, helstu staðreyndum sem máli skipta og velt upp mögulegum valkostum. Gögnin uppfylla þannig fyrstu tvö skilyrði þess að teljast vinnugögn og ekki er ástæða til að vefengja fullyrðingar Reykjavíkurborgar um að þau hafi ekki verið afhent utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með borginni að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt ákvæði 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum, þ.e. þegar þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. laganna, upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“, sbr. 3. tölul. málsgreinarinnar, er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. er að finna í stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Í þessu sambandi horfir úrskurðarnefndin til þess að öll gögnin lýsa umfangsmiklum fyrirhuguðum verkefnum af hálfu Reykjavíkurborgar sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda minnisblöðin að miklu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á þessum ákvörðunum og því standa viss rök til að almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur aftur á móti komið fram að skjölin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Hér á eftir verður farið yfir hvert skjal með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> <br /> Minnisblaðið „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“ er dags. 13. maí 2021 og er tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar inniheldur minnisblaðið að nær öllu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar og ekki er að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er fallist á það með Reykjavíkurborg að minnisblaðið hafi að litlu leyti að geyma upplýsingar um öryggismál sem utanaðkomandi gæti nýtt sér til að valda borginni skaða. Þá er jafnframt að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnisins, sem ekki hefur enn verið boðið út, sbr. niðurstöðu að framan. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“ er dags. 13. maí 2021 og er þrjár blaðsíður. Um er að ræða áform um umfangsmiklar framkvæmdir sem kostaðar yrðu með opinberu fé og eru upplýsingarnar sem skjalið hefur að geyma að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar. Þær takmörkuðu upplýsingar sem varða öryggismál eru að mati nefndarinnar of almennar til að Reykjavíkurborg eða öðrum sé nokkur hætta búin þótt þær verði aðgengilegar almenningi. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess sem varðar heildarkostnað á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“ er dags. 12. maí 2021 og þrjár blaðsíður. Skjalið hefur að geyma upplýsingar sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar varðandi málið en þó er að finna takmarkaðar upplýsingar um öryggismál og heildarkostnað sem verður að játa borginni heimild til að afmá áður en skjalið er afhent kæranda. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Skjalið „Skuldabréfaútboð - Greinargerð“ er dags. 2. júní 2021 og er sjö blaðsíður. Í skjalinu er bakgrunni og valkostum vegna áætlaðs skuldabréfaútboðs lýst en það hefur nú farið fram. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru allar upplýsingar sem ómissandi eru til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar að finna annars staðar í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en allar helstu upplýsingar um útboðið hafa birst opinberlega af hálfu borgarinnar. Verður því fallist á það með Reykjavíkurborg að um vinnugagn sé að ræða og ákvörðun um synjun beiðni kæranda staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Loks eru á meðal umbeðinna gagna drög að minnisblaðinu „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“ Drögin eru dags. 7. apríl 2021 og eru sex blaðsíður. Í skjalinu er farið yfir sögu eignarhlutar Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og velt upp hugsanlegum valkostum. Endanleg niðurstaða málsins birtist í samningi um sölu á hlutafé Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf., sem var samþykktur á fundi borgarráðs þann 1. júlí 2021. Við þessar aðstæður er fallist á það með Reykjavíkurborg að heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda á grundvelli þess að um vinnugagn hafi verið að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og ákvörðun borgarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum: „Netlagnaskáparnir“ og endar á „búnaði“ á fyrri blaðsíðu skjalsins auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á síðari blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá upplýsingar um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum; „Þá eru“ og endar á „starfsfólks“ á fyrstu blaðsíðu, efnisgreinina sem hefst á: „Sama gildir“ og endar á „bregðast“ á annarri blaðsíðu auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br />

1046/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin endurupptæki mál sem lyktaði með úrskurði nr. 779/2019. Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hafði afhent kæranda þau gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1046/2021 í máli ÚNU 21030005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. mars 2021, fór A, f.h. Stapa ehf., fram á endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefndin frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá stofnuninni. Er það krafa kæranda að úrskurðarnefndin úrskurði um skyldu Vegagerðarinnar til þess að afhenda honum umrædd gögn.<br /> <br /> Beiðni sinni til stuðnings vísar kærandi í álit umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, en þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki leyst úr máli kæranda í samræmi við lög. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til nefndarinnar að hún tæki málið til meðferðar að nýju, kæmi fram beiðni þess efnis frá kæranda, og leysti úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem lýst var í álitinu. Í beiðni kæranda, dags. 5. mars 2021, segir jafnframt að honum finnist úrskurðarnefndin ekki hafa staðið rétt að fyrri úrskurðum og ekki fært fyrir því nægilega sterk rök að synja honum um aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. mars 2021, upplýsti kærandi úrskurðarnefndina um að í kjölfar álits umboðsmanns hefði kærandi verið í samskiptum við Vegagerðina. Þann 5. mars 2021 sendi kærandi Vegagerðinni bréf þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um viðbrögð Vegagerðarinnar við áliti umboðsmanns og fór fram á að fá glærurnar afhentar. Þann 7. mars 2021 óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum og gögnum. Vegagerðin svaraði kæranda þann 15. mars 2021 og afhenti honum jafnframt glærurnar. Í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi að þrátt fyrir þetta telji hann óhjákvæmilegt að nefndin afgreiði beiðni um endurupptöku í samræmi við tilmæli umboðsmanns. Annað væri ekki ásættanlegt þar sem kærandi hafi í framhaldinu óskað eftir því að Vegagerðin afhenti honum fleiri glærur sem viðkomandi starfsmaður hefði sýnt á öðrum ráðstefnum sem stofnunin hefði kostað hann á. Tæki úrskurðarnefndin málið ekki til málefnalegrar afgreiðslu myndi hann kæra slíkan gjörning til umboðsmanns Alþingis og fylgja þeirri kæru til fullnustu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að fallast á endurupptökubeiðni kæranda.<br /> <br /> Í framangreindu áliti umboðsmanns Alþingis kom m.a. fram að úrskurðarnefndinni hefði borið að leggja mat á efnisleg tengsl innihalds glæranna við viðfangsefni starfsmannsins hjá Vegagerðinni og þar með hvort og hvernig hann greindi þar frá verkefnum stofnunarinnar og hvort slík upplýsingagjöf teldist þáttur í starfi hennar. Með erindi, dags. 29. apríl 2021, óskaði úrskurðarnefndin því eftir því að Vegagerðin upplýsti nefndina um hvort og þá hvaða efnislegu tengsl innihald glæranna hefði við störf og verkefni umrædds starfsmanns hjá Vegagerðinni.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 12. maí 2021, segir að stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um að afhenda glærurnar á þeim grundvelli að þær væru eign viðkomandi starfsmanns. Vegagerðin vísar til þess að í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns komi fram að ekki eigi að vista í skjalasafni ráðstefnugögn vegna ráðstefna sem ekki séu haldnar af viðkomandi stofnun eða varði ekki beint starfsemi hennar. Skylda til afhendingar viðkomandi gagna sé því ekki fyrir hendi. Tekið er fram að stofnunin leggist ekki gegn afhendingu ráðstefnuglæra almennt, heimili viðkomandi starfsmaður afhendinguna. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vegagerðarinnar, þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis, að fyrri afgreiðsla á málinu hafi verið lögum samkvæm. <br /> <br /> Þá fjallaði Vegagerðin um tengsl glæranna við störf starfsmannsins hjá stofnuninni og rakti umfjöllunarefni fyrirlestrarins í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þar sagði m.a. að það hefði þýðingu fyrir starf starfsmannsins hjá Vegagerðinni að hann tæki virkan þátt í ráðstefnum á sínu fagsviði í því skyni að afla sér nýrrar þekkingar og tengsla í fræðaheiminum. Þekking sem þannig væri aflað gæti haft þýðingu við úrlausn vandamála í verkefnum hans hjá Vegagerðinni. Í fyrirlestrinum hefði þó ekki verið vikið sérstaklega að tilgreindum verkefnum starfsmannsins hjá Vegagerðinni. Fyrirlesturinn hefði ekki haft beina tengingu við starfsemi Vegagerðarinnar heldur alfarið verið hugverk viðkomandi starfsmanns og meðfyrirlesara hans. Í umsögninni segir jafnframt að Vegagerðin hafi, að fengnu samþykki starfsmannsins, veitt kæranda aðgang að ráðstefnuglærunum. Því sé það afstaða Vegagerðarinnar að kærandi hafi enga hagsmuni af því að fá málið endurupptekið.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. maí 2021, lýsir kærandi því að talsvert af því efni sem sýnt hafi verið í ráðstefnuerindi starfsmanns Vegagerðarinnar og meðfyrirlesara hans sé ekki þeirra hugverk heldur kæranda, þrátt fyrir staðhæfingar í umsögn Vegagerðarinnar. Þá fjallar kærandi um verkefni sín og reynslu af grjótnámurannsóknum og segir að hann en ekki viðkomandi starfsmaður Vegagerðarinnar hafi borið hitann og þungann af grjótnámurannsóknum fyrir þróun íslenska Bermugarðsins sem fjallað var um í fyrirlestrinum.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptæki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019 og gerði Vegagerðinni skylt að afhenda þær glærur sem fjallað er um í umræddum úrskurði<br /> <br /> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Í umræddu áliti umboðsmanns Alþingis var komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki rannsakað málið nægilega vel og leitaði því nefndin að nýju til Vegagerðarinnar um frekari upplýsingar líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan.<br /> <br /> Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hefur nú afhent kæranda þær glærur sem fjallað var um í máli ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> Kærandi telur engu að síður tilefni til þess að úrskurðarnefndin úrskurði í málinu þar sem slíkur úrskurður kunni að hafa þýðingu fyrir afgreiðslu Vegagerðarinnar á frekari beiðnum um gögn sem hann hefur nú lagt fram eða hyggst leggja fram hjá stofnuninni.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þegar svo háttar til að stjórnvald afhendir umbeðin gögn til kæranda er ekki litið svo á að honum hafi verið synjað um gögnin og leiðir það til þess að kæru er vísað frá úrskurðarnefndinni. Gildir þetta hvort sem stjórnvald fellst á afhendingu fyrir eða eftir kæru til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðar aðrar beiðnir kæranda um gögn hjá Vegagerðinni, eða þær beiðnir sem hann kann að leggja fram í framtíðinni, er það að segja að honum er eftir atvikum heimilt að kæra synjanir á þeim til úrskurðarnefndar um upplýsingamál séu kæruskilyrði samkvæmt lögum að öðru leyti uppfyllt.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa erindi kæranda frá kærunefndinni.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 5. mars 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingmál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1045/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

A kærði afgreiðslu Alþingis á beiðni um að gögn um tiltekin fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa yrðu gerð aðgengileg á vefnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gilti um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Varð því að vísa kærunni frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1045/2021 í máli ÚNU 21110005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kæru fylgdi afrit af bréfi skrifstofustjóra Alþingis til kæranda, dags. 4. nóvember 2021, en þar kemur fram að beiðnin varði aðgang að gögnum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærandi hafi óskað aðgangs að öllum gögnum nefndarinnar með vísan til þess að þau væru ekki öll aðgengileg á þeirri gagnagátt sem nefndin hafi komið sér upp á vef Alþingis. Þá hafi kærandi óskað eftir því að upptaka af fundi kæranda og annarra með nefndinni yrði gerð opinber á vefsvæði nefndarinnar auk upptaka af öðrum fundum nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að öll gögn nefndarinnar séu birt á vef Alþingis utan tiltekinna gagna sem gerð er nánari grein fyrir. Ekki verði veittur aðgangur að gögnum sem vísað sé til í bréfum lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem þau séu merkt trúnaðarmál af hálfu lögreglu og hafi verið afhent nefndinni í trúnaði. Hvað varði upptökur eða uppritun á fundum nefndarinnar er vísað til þess að fundirnir hafi verið lokaðir og uppritun þeirra gerð í þeim tilgangi að þingmenn geti kynnt sér gögn málsins og tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna, sbr. 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar. Í þessu ljósi hyggist nefndin ekki veita aðgang að uppritunum eða upptökum frá fundum með gestum. Þá verði einnig að líta til þess að efni uppritananna geti skipt máli fyrir sakamál, sbr. til hliðsjónar 17. gr. stjórnsýslulaga. Loks var kæranda veittur aðgangur að tilteknum skjölum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ákvörðun Alþingis samrýmist augljóslega ekki sjónarmiðum um meðalhófsreglu þar sem um sé að ræða höfnun á að birta upptöku af fundi sem kærandi hafi setið með nefndinni og allir sem mættu til fundarins séu einhuga um að rétt sé að birta. Þar hafi komið fram nýjar upplýsingar sem ekki sé að finna í skriflegum kærum, m.a. vegna þess að brugðist hafi verið við svörum kjörstjórna við kærunum. Almenningur hljóti að eiga ríka hagsmuni af því að geta fylgst með störfum nefndarinnar sem hafi áður lýst því yfir að störf hennar skuli vera gegnsæ. Kærandi fái ekki séð að synjunin samræmist meginreglu um gegnsæja og málefnalega stjórnsýslu eða ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi segir hina kærðu afstöðu hafa veruleg áhrif á andmælarétt sinn. Hún sé sérstaklega alvarleg í ljósi þess að efni nefndarinnar varði ljóslega alla kjósendur á Íslandi. Gagnsæi í störfum nefndarinnar sé mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig til að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg sé fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt skrifstofu Alþingis með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn Alþingis, dags. 9. nóvember 2021, kemur í upphafi fram að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa sé sérstök nefnd skipuð þingmönnum sem starfi á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Um störf hennar gildi ákvæði þingskapa og starfsreglur fastanefnda Alþingis, eftir því sem við geti átt og lög heimili, sbr. ákvörðun nefndarinnar frá 6. október 2021, sem og verklagsreglur nefndarinnar sem hún hafi samþykkt þann 8. október 2021. Viðfangsefni nefndarinnar sé að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fram fari á þingsetningarfundi og sé því liður í störfum þingsins. Um aðgang að gögnum nefndarinnar fari eftir því sem nánar sé ákveðið í þingsköpum og verklagsreglum nefndarinnar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að Alþingi sé einn þriggja arma ríkisvaldsins í skilningi 2. mgr. stjórnarskrárinnar. Að því marki sem hlutverk eða störf Alþingis séu ekki útfærð í stjórnarskrá útfæri Alþingi sjálft störf sín með þingsköpum, sbr. 58. gr. stjórnarskrár. Með breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með lögum nr. 72/2019 hafi Alþingi markað sér þá stefnu að um stjórnsýslu Alþingis fari eftir upplýsingalögum. Í lögum um þingsköp Alþingis sé jafnframt kveðið á um að um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis fari samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 93. gr. laganna. Í 2. mgr. greinarinnar séu ákvæði um nánari útfærslu þeirrar reglu og sé m.a. vísað til reglna sem forsætisnefnd setji. Í 2. gr. upplýsingalaga komi fram að ákvæði V.-VII. kaflar laganna taki ekki til Alþingis. Með vísan til þessa þyki ljóst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki það hlutverk að lögum að taka til meðferðar kærur er lúta að synjun Alþingis um afhendingu gagna eða upplýsinga. Til þess beri einnig að líta að Alþingi skipuleggi störf sín sjálft og það sé ekki meðal hlutverka framkvæmdarvaldsins að hafa með beinum hætti eftirlit með störfum þess. Því sé í raun öfugt farið. <br /> <br /> Umsögn Alþingis var kynnt kæranda með erindi, dags. 10. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust þann 11. nóvember 2021, kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort rétt sé að mál þetta heyri ekki undir nefndina. Kærandi sé ósammála þeirri lagatúlkun sem fram komi í umsögn Alþingis og telji einstaklega mikilvægt í ljósi sérstöðu þessa máls að fá úr því skorið hver afstaða úrskurðarnefndarinnar sé til þess hvort kæruheimild sé til staðra. Þá telur kærandi sjónarmið í umsögn Alþingis að vissu leyti gagnstæð þeim sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Kærandi bendir jafnframt á að beiðnin hafi lotið að því að nefndin geri opinbera á vefsvæði sínu upptöku af fundi með nefndinni sem fram fór að morgni 25. október 2021. Þar hafi mætt fjórir kærendur kosninganna og óumdeilt sé að allir hafi óskað eftir því að upptaka af þessum tiltekna fundi yrði gerð opinber. Það sé því um að ræða gífurlega litla hagsmuni sem ljóst sé að ekki gildi nokkurs konar trúnaður um enda sé ætlunin að nota upptökuna til að sýna öllum þingmönnum hana. Þá hafi nefndarformaður undirbúningskjörbréfanefndar sagt í viðtali að starf nefndarinnar yrði gagnsætt og fundir skyldu vera opnir þegar þess gæfist kostur. Frá þeirri afstöðu hafi ekki verið horfið opinberlega að því er virðist.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Alþingis á beiðni kæranda um að gögn um tiltekinn fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa verði gerð aðgengileg á vefnum.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað út á þann hátt að lögin tækju einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess skv. lokamálslið 4. mgr. 2. gr. laganna. Í þessu felst að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gildir um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en rétt er að taka fram að slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar, sbr. til hliðsjónar úrskurð nr. 612/2016 frá 7. mars 2016. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 5. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason <br /> <br /> <br /> <br />

1044/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021.

Deilt var um afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða launamál starfsmanna skólans. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu í málinu að Borgarholtsskóla væri skylt að veita kæranda upplýsingar um launakjör æðsta stjórnanda, skjal fjármálastjóra um heildarlaun starfsmanna skólans og gögn sem sýna sundurliðun launakostnaðar. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna var hins vegar staðfest enda féllst nefndin á að um væri að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1044/2021 í máli ÚNU 21020030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um launamál starfsmanna með erindi, dags. 5. október 2020, en kærandi var fulltrúi kennara í samstarfsnefnd um endurskoðun stofnanasamnings Borgarholtsskóla og Kennarasambands Íslands. Hann átti í nokkrum samskiptum við stjórnendur skólans þar sem hann ítrekaði beiðni sína en þann 17. nóvember 2020 sendi kærandi skólameistara Borgarholtsskóla uppfærða upplýsingabeiðni í fimm liðum þar sem óskað var eftir eftirfarandi:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um föst launakjör og fastar greiðslur allra sem þiggja laun samkvæmt samningum Kennarasambands Íslands og eiga undir stofnanasamning Borgarholtsskóla.<br /> 2. Upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda.<br /> 3. Gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. <br /> 4. Gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016.<br /> 5. Gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar.<br /> <br /> Þann 22. desember 2020 ítrekaði kærandi beiðnina og tók fram að tafla með föstum launakjörum, sbr. 1. lið, væri komin fram en að önnur gögn hefðu enn ekki verið afhent. Þá bætti kærandi við beiðni sína samkvæmt 5. lið og óskaði að auki gagna vegna viðbótarlauna sem komu til eftir að beiðnin var lögð fram. Sama dag svaraði Borgarholtsskóli því að öllum spurningum hefði verið svarað og að um laun embættismanna væri fjallað á vef Stjórnarráðsins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana en það væru allt opinberar tölur. Sanngirnisnefndin væri hópur starfsfólks sem fenginn hefði verið til ráðgjafar fyrir ákvarðanatöku skólameistara, væri ekki formlegri nefnd en það. Varðandi upplýsingar um rekstrarkostnað skólans var vísað í ársreikninga. Viðbótarlaun hefðu verið ákvörðuð af skólameistara vegna annarlegs ástands í samfélaginu sökum farsóttar sem torveldað hefði eðlileg störf kennara.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi einungis fengið gögn sem heyri undir fyrri helminginn af 1. lið í beiðni hans, þ.e. upplýsingar um „föst launakjör“ starfsmanna, en önnur umbeðin gögn hafi ekki verið gerð aðgengileg. Þá kemur fram að í aðdraganda jafnlaunavottunar Borgarholtsskóla í júní 2020 hafi verið haldnir kynningafundir og námskeið fyrir starfsmenn og þá hafi vaknað margar spurningar um laun sem ekki hafi náðst að spyrja eða fá svör við. Síðasta vetur hafi svo komið í ljós af samanburðagögnum frá Kennarasambandi Íslands að laun í Borgarholtsskóla væru að lækka, bæði grunn- og heildarlaun, miðað við aðra skóla, sem vakið hafi enn fleiri spurningar. Kærandi hafi verið kosinn sem fulltrúi Kennarafélags Borgarholtsskóla í samstarfsnefnd og skoðun á stofnanasamningi sem kallað hafi á enn fleiri gögn. Að lokum hafi skólameistari sett á fót „sanngirnisnefnd“ vegna Covid-19 sem hafi úthlutað skattfrjálsum heilsustyrk. Kennurum hefði verið mismunað við úthlutunina og styrkurinn numið allt frá 10.000 til 60.000 kr. án þess að nokkrar skýringar kæmu fram. Greiðslurnar hafi verið utan kjarasamnings en skólameistari neiti bæði aðgengi að gögnum um á hvaða forsendum ákvörðun hafi verið tekin og að gefa skýringu á mismunandi greiðslum. Því hafi kærandi óskað allra gagna málsins en kærandi vísar í 7. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna og 8. gr. þar sem fjallað er um vinnugögn sem beri að afhenda.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var send Borgarholtsskóla með bréfi, dags. 9. mars 2021, þar sem því var beint til kærða að afgreiða beiðni kæranda, sbr. 17. og 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 23. mars 2021 barst úrskurðarnefndinni afrit af erindi skólans til kæranda þar sem fjallað var um beiðnina og farið yfir það hvaða upplýsingar kæranda hefðu þegar verið veittar. Í fyrsta lagi hefðu nú upplýsingar um föst launakjör til allra starfsmanna verið veittar. Fastar greiðslur væru engar til starfsfólks sem þiggi laun samkvæmt kjarasamningi KÍ fyrir utan að stjórnendur fengju greiddan farsímakostnað. Í öðru lagi væri skólameistari einn æðsti stjórnandi og var vísað á vef Stjórnarráðsins um upplýsingar um starfskjör embættismanna. Skólameistari teldi óheimilt að veita upplýsingar um laun fjármálastjóra. Í þriðja lagi væru gögn sem lægju að baki yfirlýsingu um yfirvinnu vinnugögn og ekki skylt að útbúa ný skjöl vegna beiðni þar um. Í fjórða lagi varðandi laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað vegna áranna 2015 og 2016 var vísað á vef skólans þar sem ársreikningar væru birtir. Í fimmta lagi varðandi gögn um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar sagði að yfirstjórn hefði leitað til nokkurra kennara frá ólíkum deildum skólans um ráðgjöf. Ekki hefði verið um eiginlega nefnd að ræða heldur hefði nafnið sanngirnisnefnd verið vinnuheiti fyrir ferlið við að ákveða viðbótarlaun. Greitt hefði verið samkvæmt starfshlutfalli kennara á vorönn 2020 og upphæðin hefði verið ákvörðuð af skólameistara með hliðsjón af fjárheimildum skólans.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu skólans, þann 30. mars 2021. Þar segir að öllum beiðnum kæranda nema þeirri fyrstu sé enn ósvarað. Varðandi 2. liðinn telji kærandi að veita beri upplýsingar um greidd heildarlaun æðstu stjórnenda, sbr. ákvæði upplýsingalaga. Ekki sé fullnægjandi að skólinn vísi í launatöflu skólameistara hvað heildarlaun varði og ekki séu veittar upplýsingar um laun fjármálastjóra. Varðandi 3. liðinn er því mótmælt að um vinnugögn geti verið að ræða og vísað á umfjöllun um jafnlaunavottunarferlið á vef Stjórnarráðsins þar sem m.a. er rætt um gagnsæi og réttlæti. Varðandi 4. liðinn segir að í ársreikningum 2015 og 2016 komi ekki fram sundurliðun á kostnaði vegna launa, launatengdra gjalda og starfsmannakostnaðar, eins og fram komi 2017 og eftir það. Varðandi 5. liðinn segir að skólameistari vísi í nefnd kennara sem hafi lagt fram hugmyndir en kennarar í nefndinni segi allar ákvarðanir hafi verið skólameistara. Um sé að ræða opinbert fé sem sé greitt kennurum eftir ákvörðun skólameistara. Í ljós hafi komið að kennurum hafi verið mismunað með greiðslur og því sé óskað eftir öllum gögnum málsins með vísun í upplýsingalög.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda voru kynntar skólanum þann 23. apríl 2021 en úrskurðarnefndin óskaði þá jafnframt eftir umsögn frá skólanum um kæruna og afritum af umbeðnum gögnum. Í umsögn Borgarholtsskóla, dags. 7. maí 2021, kemur fram að skólinn telji sig hafa eftir fremsta megni orðið við beiðnum kæranda og jafnframt lagt sig fram um að brjóta ekki persónuverndarlög eða önnur lagaákvæði. Í umsögninni segir að skólinn telji sig ekki hafa heimild til að veita upplýsingar um heildarlaun starfsmanna skólans, sbr. 2. lið beiðni kæranda. Þá segir varðandi 3. liðinn að gögn sem liggi að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu séu vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. Borgarholtsskóli standi í þeirri trú að ekki beri að veita aðgang að almennum vinnuskjölum. Hvað varði þau gögn sem óskað sé eftir undir 4. lið beiðninnar segir að skólinn hafi lítið að gera með birtingarform ársreikninga og ekkert sé því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun. Varðandi 5. liðinn kemur fram að svokölluð sanngirnisnefnd hafi aldrei verið skipuð og hafi þar af leiðandi ekkert erindisbréf. Yfirstjórn skólans hafi ákveðið að einn fulltrúi í yfirstjórninni, þ.e. áfangastjóri, skyldi hóa saman fjórum kennurum úr ólíkum deildum til samráðs um hugmyndir. Málið hafi síðan verið rætt á fundi yfirstjórnar þar sem áfangastjóri hafi lagt fram minnisblað og skólameistari tekið ákvörðun út frá þeirri umræðu og upplýsingum um fyrirkomulag viðbótarlauna. Það fyrirkomulag hafi öllum verið gert ljóst á starfsmannafundi og ekkert undanskilið í þeim efnum. Greidd hafi verið viðbótarlaun að ákveðinni upphæð eftir starfshlutfalli starfandi kennara á viðkomandi önn og hafi það þótt sanngjarnt. <br /> <br /> Umsögn skólans var send kæranda með bréfi, dags. 10. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. maí 2021, er því mótmælt að skólameistara sé óheimilt að birta heildarlaun stjórnenda með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Varðandi 3. liðinn segir kærandi að gögnin geti ekki talist vinnugögn þar sem þau hafi verið búin til vegna jafnlaunavottunar skólans og niðurstöður kynntar á fjölmennum fundi starfsmanna. Þar sem búið sé að „afhenda“ gagnið öðrum eða kynna niðurstöðurnar á fundi þá teljist gagn ekki lengur vinnugagn. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skuli veita aðgang að skjali komi upplýsingar ekki fram annars staðar og almenningur eigi rétt á að kynna sér gögn þar sem fram komi lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Varðandi 4. liðinn bendir kærandi á að þó að skólameistari segist tilbúinn að birta umbeðna sundurliðun hafi hún enn ekki verið afhent. Þá komi heildarlaunakostnaður áranna 2015 og 2016 ekki fram á ársreikningi þeirra ára. Varðandi 5. liðinn hafi skólameistari rakið málið með sanngirnisnefnd og minnist á mörg gögn en neiti að afhenda gögnin. Yfirstjórn skólans hafi „ákveðið“ (væntanlega sé til fundargerð), áfangastjóri hafi lagt fram „minnisblað”, skólameistari hafi tekið „ákvörðun“ um fyrirkomulag viðbótarlauna. og greidd hafi verið viðbótarlaun að „ákveðinni upphæð“. Því óski kærandi eftir að fá í það minnsta eftirfarandi gögn: a) allar fundargerðir yfirstjórnar sem fjalli um málefni sanngirnisnefndar, b) minnisblað áfangastjóra, c) afrit af ákvörðun skólameistara, d) lista með upphæðum sem greiddar hafi verið og önnur gögn um sanngirnisnefndina, með vísun til 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða launamál starfsmanna Borgarholtsskóla. Kærandi setti beiðni sína, dags. 17. nóvember 2020, fram í fimm liðum og sneri sá fyrsti að föstum launum og föstum greiðslum til starfsmanna. Við meðferð málsins veitti skólinn kæranda upplýsingar þar að lútandi og kemur sá hluti kærunnar því ekki til frekari umfjöllunar. <br /> <br /> 2. <br /> Í beiðni kæranda var í öðru lagi óskað eftir gögnum með upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda, með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svörum Borgarholtsskóla sagði að skólameistari teldist einn til æðstu stjórnenda og að upplýsingar varðandi launakjör hans væru aðgengilegar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins eins og allra annarra embættismanna ríkisins en skólinn lét fylgja tengla á reglur um starfskjör forstöðumanna, grunnmat launa og röðun starfa í launaflokka. Í öðru svari skólans kom fram að skólinn teldi sér ekki heimilt að veita upplýsingar um heildarlaun einstakra starfsmanna skólans. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sömu laga tekur sá réttur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu eru undantekningar sem meðal annars koma fram í 2. mgr. 7. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. ákvæðisins er skylt að veita almenningi upplýsingar um föst launakjör starfsmanna. Þá er skylt að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda samkvæmt 4. tölul. <br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 er tekið fram að með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Hvað varðar upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda hjá stjórnvöldum segir hins vegar í athugasemdunum að veita skuli upplýsingar um greidd heildarlaun. Samkvæmt framangreindu á almenningur rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda heldur en annarra opinberra starfsmanna.<br /> <br /> Um afmörkun á því hvaða starfsmenn teljist til æðstu stjórnenda hjá ríkinu segir:<br /> <br /> „Við mat á því hvort um er að ræða æðstu stjórnendur hjá ríkinu má almennt ganga út frá því að um sé að ræða forstöðumenn ríkisstofnana. Er í því sambandi eðlilegt við nánari afmörkun að líta til fyrirmæla 2. tölul. og 5.–13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Utan þeirrar upptalningar falla þó almennir lögreglumenn og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni. Til æðstu stjórnenda ber hér einnig að telja skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, enda fara þeir alla jafna með stjórnunarheimildir gagnvart öðrum starfsmönnum í umboði ráðuneytisstjóra, sbr. 17. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.“<br /> <br /> Í 13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir, teljist starfsmenn ríkisins. Þá sker ráðherra úr því hvaða starfsmenn falla undir 13. tölul. 1. mgr. sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna og skal hann fyrir 1. febrúar ár hvert birta lista í Lögbirtingarblaði yfir þá starfsmenn. Samkvæmt lista yfir forstöðumenn, dags. 1. febrúar 2021, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti, er skólameistari Borgarholtsskóla forstöðumaður skólans. <br /> <br /> Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla segir að ráðherra skipi skólameistara í framhaldsskólum til fimm ára í senn. Þá veitir skólameistari framhaldsskóla forstöðu sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2008 er einnig ljóst að „forræði og ábyrgð skólameistara sem forstöðumanns ríkisstofnunar og almennt stjórnunarumboð hans er skýrt og telst áþekkt því sem almennt gerist um forstöðumenn ríkisstofnana.“<br /> <br /> Í ljósi þessa telst skólameistari Borgarholtsskóla einn til æðstu stjórnenda skólans og er skólanum skylt að veita upplýsingar um heildarlaun hans. Þannig nægir ekki að vísa á almennar upplýsingar um launakjör, svo sem launatöflur embættismanna. Verður afgreiðsla skólans að þessu leyti felld úr gildi og lagt fyrir skólann að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Þetta ber skólanum að gera jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli, sbr. 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, heldur ber að taka þær sérstaklega saman í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um upplýsingar um laun fjármálastjóra skólans er skylt að veita upplýsingar um föst launakjör hans eins og annarra opinberra starfsmanna, en ætla má að það hafi þegar verið gert, sbr. umfjöllun um 1. lið í beiðni kæranda.<br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. Borgarholtsskóli synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að þau gögn sem legið hefðu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra hefðu verið vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent afrit af minnisblaði fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau“ þar sem meðal annars er fjallað um yfirvinnu, sbr. beiðni kæranda. Í minnisblaðinu eru nokkrar staðreyndir um launamál starfsmanna skólans en engar tillögur, sjónarmið eða annað sem getur beinlínis talist hluti af undirbúningi ákvörðunar í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður skjalið því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um það og er Borgarholtsskóla því gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 4.<br /> Í beiðni kæranda var óskað eftir gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016. Í svari Borgarholtsskóla, dags. 23. mars 2021 var kæranda bent á ársreikninga á vef skólans en í skýringum Borgarholtsskóla til úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. maí 2021, kom m.a. fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun launa- og starfsmannakostnaðar fyrir árin 2015 og 2016. Þá fékk úrskurðarnefndin afhent afrit af umbeðnum gögnum og beinir nefndin því til skólans að afhenda kæranda gögnin sömuleiðis, hafi það ekki þegar verið gert.<br /> <br /> 5.<br /> Loks óskaði kærandi jafnframt eftir öllum gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar, sem bregðast átti við auknu álagi og kostnaði kennara vegna Covid-19. Af hálfu skólans hefur komið fram að eitt skjal heyri undir þessa beiðni en að öðru leyti hafi undirbúningur málsins verið óformlegur. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu byggist á því að það sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í skjalinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls.<br /> <br /> Borgarholtsskóli afhenti úrskurðarnefndinni skjalið sem áfangastjóri lagði fram en þar eru tillögur að greiðslum, forsendur og útreikningur vegna viðbótarlauna starfsmanna skólans. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber skjalið með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir skólann eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að staðfesta ákvörðun skólans að þessu leyti.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Borgarholtsskóla er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um launakjör æðsta stjórnanda.<br /> 2. Skjali fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau.“<br /> 3. Gögnum sem sýna sundurliðun launakostnaðar vegna áranna 2015 og 2016. <br /> <br /> Ákvörðun Borgarholtsskóla, dags. 22. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldson<br /> <br /> <br />

1043/2021. Úrskurður frá 19. október 2021.

Kærð var ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða spilakassarekstur. Ráðuneytið taldi óheimilt að afhenda innsend erindi Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands enda hefðu þau að geyma upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðilanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar vörðuðu gögnin ekki slíka hagsmuni. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 19. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1043/2021 í máli ÚNU 21040003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, kærði A, f.h. Samtaka áhugafólks um spilafíkn, afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi þann 18. febrúar 2021 óskað eftir afritum af öllum innsendum erindum til dómsmálaráðuneytisins frá Íslandsspilum sf. eða Happdrætti Háskóla Íslands sem snúa að úrbótum eða tillögum að spilakortum á árunum 2010-2020. Einnig hafi verið óskað eftir afritum af öðrum erindum frá þessum leyfishöfum sem snúa að rekstri spilakassa. <br /> <br /> Þann 1. mars 2021 hafi kærandi sent aðra beiðni og óskað eftir upplýsingum og gögnum er varði fyrirspurnir, beiðni eða mál sem borist hefðu ráðuneytum varðandi spilakassarekstur, þ.e. hvort rekstraraðilar hafi sent erindi eða ósk um undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvort þeir hefðu óskað eftir eða krafist fjárstyrks vegna lokunar spilakassa. Loks var óskað eftir erindum er lytu að spilakortum eða úrbótum sem sneru að takmörkunum á fjárhæðum eða tímamörkum.<br /> <br /> Kærunni fylgdi afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins til kæranda, dags. 22. mars 2021. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytinu hafi borist erindi á því tímabili sem fyrri beiðni kæranda lýtur að. Athugun ráðuneytisins á þeim erindum varði öll markaðsmál eða hugsanlegar lagabreytingar og tilraunir til úrbóta á rekstri fyrirtækjanna. Þeim sé beint til ráðuneytisins sem fagráðuneytis í happdrættismálum sem fari með stefnumótun í málaflokknum. Í gögnunum komi einkum fram upplýsingar um stöðu félaganna á happdrættismarkaði, markaðshlutdeild og samkeppni og varði þær mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þessara aðila. Ráðuneytið hafi óskað eftir afstöðu Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf. til beiðni kæranda. Í svörum beggja aðila sé lagst gegn því að ráðuneytið verði við beiðninni. Ráðuneytið telji að umbeðin gögn séu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt og heyri þar af leiðandi undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 12. apríl 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst þann 3. maí 2021. Þar kemur m.a. fram að mat ráðuneytisins sé að beiðnir kæranda séu fremur óskýrar en það skilji þær sem svo að verið sé að spyrja um innsend erindi er varði spilakassa og lúti annars vegar að spilakortum og hins vegar að öðrum innsendum erindum er snúi að úrbótum á rekstri spilakassa. Í tilefni af beiðnunum hafi ráðuneytið farið yfir þau mál Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands á árunum 2010-2020 sem mögulega geti varðað atriði sem fyrirspurnir kæranda lúta að. Í samræmi við 17. gr. upplýsingalaga hafi verið talið rétt að leita álits þessara lögaðila áður en ákvörðun var tekin. Báðir aðilar hafi lýst sig mótfallna afhendingu gagnanna með hliðsjón af mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum fyrirtækjanna. Í kjölfarið hafi ráðuneytið lagt mat á hvert og eitt þeirra gagna sem tekin voru saman með tilliti til þess hvort rétt væri að undanþiggja þau aðgangi almennings. Það hafi verið mat ráðuneytisins að þau hefðu í öllum tilvikum að geyma það mikilvægar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila, sem og samkeppnisstöðu þeirra, að þau heyrðu undir 2. málsl. 9. gr. laganna. Sú afstaða hafi ekki eingöngu byggst á afstöðu lögaðilanna.<br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið tekur fram í umsögn sinni að þegar betur sé að gáð lúti mörg þeirra gagna sem tekin hafi verið saman ekki að efni fyrirspurnarinnar. Þá geti ráðuneytið ekki fallist á það sjónarmið kæranda að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir eigi ekki við um starfsemi þá sem hér um ræðir á þeirri forsendu að með starfsemi sinni afli lögaðilarnir fjár til góðra málefna. Til að ná sem bestum ágóða af rekstri fyrirtækjanna hljóti almenn viðskiptaleg sjónarmið að eiga við eins og um annan rekstur, auk þess sem samkeppni ríki á þessum markaði. Loks tekur ráðuneytið fram að við nánari yfirferð umbeðinna gagna hafi ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að afhenda beri kæranda hluta nokkurra skjala.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 5. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Af hálfu kæranda kemur m.a. fram að hann telji að þau skjöl sem ráðuneytið hafi veitt aðgang að séu ófullnægjandi. Þá eigi rök ráðuneytisins ekki við þar sem um sé að ræða fjáröflun góðgerðasamtaka og opinberrar stofnunar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytisins sem varða samskipti þess við tvo lögaðila, Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf., um rekstur spilakassa. Beiðni kæranda var upphaflega synjað í heild sinni með vísan til þess að gögnin innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni ákvað ráðuneytið hins vegar að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum að hluta.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað þau gögn sem dómsmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Um er að ræða erindi sem Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. sendu dómsmálaráðuneytinu á tímabilinu 2010-2020 og varða úrbætur og rekstur spilakassa. Þá hefur ráðuneytið jafnframt tekið saman innsend erindi frá þessum aðilum sem varða önnur atriði en vegna afmörkunar kæranda á beiðnum sínum koma þau ekki til frekari skoðunar í máli þessu. Umbeðin gögn eiga það sameiginlegt að lúta að fjárhags- og viðskiptahagsmunum lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalag. Til að ákvarða rétt kæranda til aðgangs að þeim kemur hins vegar til álita hvort þeir hagsmunir séu nægjanlega mikilvægir til að sanngjarnt teljist og eðlilegt að sá réttur verði takmarkaður, líkt og ákvæðið