Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Matvælaráðuneytið
- Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Nefndir
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna.
Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar.
Skipan úrskurðarnefndar
Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.
Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).
Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson.
Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.
Númer | Summary | Content |
---|---|---|
1218/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum í vörslum Garðabæjar sem innihéldu yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda var byggð á því að PDF-skjölin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem heimilt væri að takmarka aðgang að. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Beiðni kæranda var vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1218/2024 í máli ÚNU 24070005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2024, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Í ákvörðun Garðabæjar segir að PDF-skjölin hafi verið útbúin vegna kröfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að. Skjölin uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugögn, sem heimilt sé að synja um aðgang að á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 7. ágúst 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 21. ágúst 2024. Í umsögninni er vísað til þess að til að hlíta kröfu úrskurðarnefndarinnar í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að hafi val staðið á milli þess að sýna nefndinni tölvuskjá með uppflettingu í málaskrá Garðabæjar, eða að taka skjáskot af því sem birtist á skjánum og færa yfir á PDF-form. Að öðru leyti er vísað til þess rökstuðnings sem fram kom í hinni kærðu ákvörðun. Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 23. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 26. ágúst 2024.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að skjölin teljist vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Eins og lýst er í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1199/2024 nær réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er hins vegar sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að með hliðsjón af tilvitnuðum athugasemdum við 8. gr. geti þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu, þó svo að þau hafi verið útbúin af starfsmönnum Garðabæjar, ekki talist vera gögn til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá leiðir af þeirri reglu sem fram kemur í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum að lista yfir málsgögn í skilningi þess ákvæðis verður ekki hafnað með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem rituð eru af stjórnvaldi til eigin nota við undirbúning ákvörðunar í skilningi 6. og 8. gr. sömu laga. <br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndarinnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga til að teljast vinnugögn og að ákvörðun Garðabæjar hafi því ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Þar sem lagagrundvöllur hinnar kærðu afgreiðslu er ófullnægjandi telur nefndin nauðsynlegt að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að ljóst má telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Var ákvörðun Garðabæjar að þessu leyti ekki í samræmi við 2. mgr. sömu greinar.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni kæranda, […], dags. 31. október 2023, um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1217/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var á því byggð að gögnin vörðuðu málefni starfsmanna félagsins og væru því undanþegin aðgangi samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að ráðningarsamningar væru gögn í málum sem vörðuðu ráðningu einstakra starfsmanna í starf og því væri almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningum á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi hins vegar með vísan til þess að framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teldist til æðstu stjórnenda félagsins að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör hans sem fram kæmu í ráðningarsamningnum. Að öðru leyti var ákvörðun félagsins staðfest. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1217/2024 í máli ÚNU 24040002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og félaginu væri heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Í kæru er rakið að um sé að ræða tvo æðstu embættismenn félags sem sé alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar. Til samanburðar gefi sveitarfélagið upp laun og samninga sinna æðstu manna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi með erindi, dags. 24. apríl 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 6. maí 2024. Þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu bárust nefndinni 15. maí 2024. Í umsögninni kemur fram að úrskurðarnefndin hafi í eldri málum staðfest ákvarðanir félagsins að synja beiðnum um aðgang að ráðningarsamningum starfsmanna þess.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var kynnt kæranda með erindi, dags. 13. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust 23. maí 2024. Í þeim tiltekur kærandi að það eigi að vera hindrunarlaust að fá upplýsingar um laun æðstu stjórnenda félagsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun félagsins er byggð á því að gögnin falli undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði ekki afhent. Ákvæðið hljóðar svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna, t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að gögn í málum einstakra starfsmanna sem varða ráðningu þeirra í starf teljist einnig varða starfssambandið í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðningarsamningur viðkomandi starfsmanns er gagn í slíku máli og verður því að telja að aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ber lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá hefur úrskurðarnefndin áður komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri félagsins teljist til æðstu stjórnenda þess, sbr. úrskurð nr. 860/2019. Samkvæmt því er ljóst að almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.<br /> <br /> Við mat á því hvort útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist til æðstu stjórnenda félagsins er til þess að líta að hvorki er í upplýsingalögum, nr. 140/2012, né lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, fjallað um það hverjir teljist til æðstu stjórnenda lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með hliðsjón af orðalagi ákvæða upplýsingalaga og sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum um 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, verður að mati úrskurðarnefndarinnar að leggja til grundvallar að með orðasambandinu „æðstu stjórnendur“ sé almennt átt við þá einstaklinga sem eru í fyrirsvari fyrir einstakar ríkisstofnanir og sveitarfélög, með þeirri undantekningu að skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu og æðstu stjórnendur sveitarfélaga falli einnig undir ákvæðið.<br /> <br /> Við túlkun orðasambandsins „æðstu stjórnendur“ að þessu leyti verður enn fremur að hafa í huga þá almennu og skýru stefnumörkun sem byggt var á við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum næði ekki til gagna sem tengdust málefnum starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr. og 7. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að í tilviki opinberra hlutafélaga falli forstjórar og eftir atvikum framkvæmdastjórar undir orðasambandið „æðstu stjórnendur“ í skilningi upplýsingalaga, sbr. IX. kafla laga um hlutafélög. Í því sambandi kann þá einnig að vera rétt að horfa til þess hvernig stjórnskipulagi viðkomandi lögaðila er háttað.<br /> <br /> Á grundvelli 79. gr. a laga um hlutafélög hefur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sett sér starfskjarastefnu, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins 27. maí 2020 og birt er á vef félagsins. Í 2. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör stjórnarmanna og nefndarmanna, og í 3. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör framkvæmdastjóra. Þá er í 4. gr. tilgreint að gera skuli skriflega og ótímabundna ráðningarsamninga við „aðra æðstu stjórnendur“ félagsins. Samkvæmt 5. gr. stefnunnar skal útbúa skýrslu um framkvæmd gildandi starfskjarastefnu fyrir liðið fjárhagsár. Í henni skal koma fram yfirlit yfir allar greiðslur launa og hvers kyns hlunnindi til stjórnarmanna, nefndarmanna og „æðstu stjórnenda“ félagsins.<br /> <br /> Í skýrslu félagsins um framkvæmd starfskjarastefnu fyrir árið 2023 eru tilgreind starfskjör stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra þess. Í skýringum frá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefur komið fram að ekki hafi verið skilgreint hverjir, ef einhverjir, teljist til „annarra æðstu stjórnenda“ í skilningi 4. gr. starfskjarastefnu félagsins. Í ljósi þessa, sem og þeirra atriða sem rakin eru hér að framan, metur úrskurðarnefndin það svo að útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist ekki til æðstu stjórnenda félagsins með þeim hætti að félaginu sé skylt að veita aðgang að launakjörum hans samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæran lýtur að og telur að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um aðgang að þeim ráðningarsamningum sem óskað var eftir. Í 7.–9. gr. ráðningarsamnings framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem gerður var í desember 2020, eru hins vegar ákvæði um laun, önnur kjör og fríðindi. Með vísan til þess að framkvæmdastjórinn telst til æðstu stjórnenda félagsins verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum upplýsingum. Þótt úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að ráðningarsamningum þarf að horfa til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Verður því að ætla að ef ráðningarsamningur inniheldur þær upplýsingar sem getið er um í 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé lögaðila skylt að afhenda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingarnar. Því telur úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sé skylt að afhenda kæranda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra félagsins. Að öðru leyti verður ákvörðun félagsins að hafna beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. skal veita kæranda, […], aðgang að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem finna má í 7.–9. gr. ráðningarsamnings hans, dags. 18. desember 2020. Að öðru leyti er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 16. apríl 2024, staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vísað frá nefndinni, þar sem upplýsingalög gilda ekki um gögn í vörslu dómstóla um meðferð einstakra dómsmála. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1216/2024 í máli ÚNU 24060010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. júní 2024, kærði […] ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands að synja honum um aðgang að gögnum úr einkamáli sem varða opið sjópróf sem haldið var í dóminum vegna tjóns sem varð á lögnum milli lands og Vestmannaeyja í nóvember 2023. Erindinu fylgdi úrskurður frá dóminum, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnunum var synjað.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði aðgangs að gögnum um meðferð einstaks dómsmáls í skilningi framangreinds ákvæðis. Því er ljóst að ákvæði upplýsingalaga gilda ekki um gögnin og verður kæru í máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 18. júní 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1215/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 1201/2024, með vísan til þess að úrskurðurinn væri haldinn verulegum annmarka. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væri haldinn annmarka sem leitt gæti til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1215/2024 í máli ÚNU 24060009.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti 19. júní 2024. Með erindinu var framsend beiðni […], blaðamanns hjá Eyjunni, dags. sama dag, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024. Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji úrskurðinn haldinn verulegum annmarka sem felist í því að í úrskurðinum hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi á sínum tíma, þegar greinargerð setts ríkisendurskoðanda var enn óbirt, verið heimilt að synja honum um aðgang að skjalinu. Aðeins sé í úrskurðinum vísað til þess að þar sem skjalið sé nú orðið opinbert skuli ráðuneytið afhenda það.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, var það niðurstaða nefndarinnar að meðal annars sökum þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði verið birt á vef Alþingis væru þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi niður fallnir og að fjármála- og efnahagsráðuneyti væri skylt að afhenda hana kæranda.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt, og verður málið því ekki endurupptekið á þeim grundvelli. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í þeim tilvikum þegar aðstæður breytast frá því lægra sett stjórnvald tekur hina kærðu ákvörðun og þar til úrskurðað er í málinu á æðra stjórnsýslustigi er almenna reglan sú að hið æðra setta stjórnvald á að miða við þau atvik sem liggja fyrir þegar úrskurður er kveðinn upp, en ekki þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar í því máli sem óskað er að verði endurupptekið tók mið af þessari almennu reglu.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. júní 2024, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1214/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku sem litið var svo á að lyti að tveimur málum sem lauk með úrskurðum árin 2020 og 2022. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurðum nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1214/2024 í máli ÚNU 24060008.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. júní 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Í úrskurðinum var það niðurstaða nefndarinnar að hafna endurupptöku tveggja mála sem lyktaði með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022.<br /> <br /> Í erindi beiðanda er vísað til þess að í því skyni að gæta jafnræðis hafi úrskurðarnefndinni verið rétt að taka framangreind tvö mál upp, vegna þess að með úrskurði nr. 1164/2023 hafi nefndin gert stjórnvaldi að afhenda gögn af svipuðum meiði og nefndin taldi með úrskurðum í málum beiðanda að hann ætti ekki rétt á að fá afhent.<br /> <br /> Beiðandi vísar til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, standi ekki sjálfstætt eitt og sér, heldur sé það útfært eftir ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. […]<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur verið óskað eftir endurupptöku máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Að virtu erindi beiðanda og þeim röksemdum sem í því eru færðar fram lítur nefndin svo á að í reynd sé að nýju óskað endurupptöku þeirra tveggja mála sem lauk með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022, og tekur eftirfarandi niðurstaða mið af því.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Með 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga er vísað til upplýsinga um málsatvik sem til staðar voru þegar ákvörðun var tekin en stjórnvaldið hafði ekki undir höndum, eða stjórnvaldið hafði beinlínis rangar upplýsingar undir höndum, ef til vill án þess að gera sér grein fyrir því. Upplýsingar um að úrskurðarnefndin hafi, eftir að úrskurðir í málum kæranda voru kveðnir upp, afgreitt mál sem beiðandi telur sambærilegt sínum með öðrum hætti en mál beiðanda, falla ekki undir ákvæðið. Atvik máls hafa ekki breyst og reynir því ekki á hvort skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna séu uppfyllt í málum kæranda. Samkvæmt framangreindu eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Svo sem beiðandi bendir á eru starfsmenn Vinnueftirlitsins bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980. Hins vegar er í 2. málsl. sama ákvæðis aukið við inntak þagnarskyldunnar og tilgreint að hún nái til allra upplýsinga sem varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafns þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og er það sá málsliður sem litið hefur verið á að innihaldi sérstaka þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga. Í úrskurði þeim sem beiðandi vísar í til rökstuðnings beiðni sinni reynir á aðrar lagareglur um trúnað upplýsinga en gerði í kærumáli hans.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 9. júní 2024, um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1213/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Vestmannaferjan Herjólfur ohf. synjaði beiðni um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024, með vísan til þess að áætlunin væri vinnugagn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gagnið uppfyllti skilyrði þess að teljast vinnugagn. Þá væri í áætluninni ekki að finna neinar þær upplýsingar sem tilgreindar væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með vísan til þess var ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs staðfest. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1213/2024 í máli ÚNU 24020010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. febrúar 2024, kærði Oddur Júlíusson synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 20. desember 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 27. janúar 2024 og vísaði til þess að um vinnugagn væri að ræða sem væri undanþegið upplýsingarétti.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi þann 20. mars 2024 og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 27. mars 2024. Í umsögninni er rakið að rekstraráætlun félagsins sé vinnugagn sem sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um sé að ræða excel-skjal þar sem finna megi áætlun félagsins um tekjur og útgjöld á tilteknu tímabili. Rekstraráætlunin sé lifandi skjal sem sé kallað fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá því ákvarðanir sem tengjast rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir það. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 8. sama mánaðar. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Herjólfs á beiðni kæranda um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að drög að rekstraráætlun Herjólfs fyrir árið 2024 voru lögð fyrir og samþykkt á fundi stjórnar félagsins 12. desember 2023. Kærandi sendi fyrrgreinda beiðni til Herjólfs 20. sama mánaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að Herjólfur hafi ekki afmarkað beiðni kæranda við framangreind drög heldur þá rekstraráætlun sem er unnið með í daglegum rekstri félagsins. Í ljósi beiðni kæranda er ekki tilefni til að gera athugasemdir við þá afmörkun. Að þessu gættu verður ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að því skjali sem var lagt fyrir og samþykkt á fyrrgreindum fundi Herjólfs 12. desember 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni skjáskot af excel-skjali sem hefur að geyma rekstraráætlun félagsins. Skjalið ber með sér að stafa frá félaginu sjálfu og kemur þar fram sundurliðað yfirlit yfir áætlaðar tekjur og útgjöld félagsins vegna rekstur þess á árinu 2024. Í umsögn Herjólfs er rakið að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum og það sé nýtt til undirbúnings við töku ákvarðana sem tengjast rekstri þess. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. <br /> <br /> Að framangreindu gættu er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál um vinnugagn að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá koma ekki fram í skjalinu endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Verður því að telja að Herjólfi sé heimilt að undanþiggja skjalið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Verður synjun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 27. janúar 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1212/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Utanríkisráðuneyti synjaði beiðni um aðgang að samskiptum í tengslum við þá ákvörðun ráðherra að senda farþegaflugvél til Ísrael til að ferja heim Íslendinga sem þar væru strandaglópar. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna varðaði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem annar hluti þeirra hefði að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem var byggður á 1. málsl. 9. gr. laganna og lagði fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti. Hins vegar féllst nefndin á að ef þau gögn sem synjað var um aðgang að með vísan til 2. tölul. 10. gr. laganna yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við þau ríki sem samskiptin vörðuðu og raska mikilvægum almannahagsmunum. Var sá hluti ákvörðunar ráðuneytisins því staðfestur. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1212/2024 í máli ÚNU 23110004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2023, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hinn 8. október 2023 birtist tilkynning á vef Stjórnarráðs Íslands með yfirskriftina „Íslendingar í Ísrael verða sóttir“. Þar komu fram upplýsingar um að utanríkisráðherra hefði ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni væri ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar væru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu sem hefði sett allar samgöngur úr skorðum. Ísland hygðist bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýttust fyrir íslenska ríkisborgara. Degi síðar birtist önnur tilkynning á sama vef þar sem meðal annars kom fram að Íslendingarnir kæmu heim frá Jórdaníu í stað Ísraels. Með tölvupósti til utanríkisráðuneytis, dags. 16. október 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll samskipti í tengslum við framangreinda ákvörðun utanríkisráðherra auk upplýsinga um allan kostnað.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi 2. nóvember 2023 en með því fylgdu skjöl, nr. 1 til 35, sem ráðuneytið taldi sér heimilt að afhenda kæranda. Í bréfinu var rakið að upplýsingar hefðu verið afmáðar úr skjölum nr. 20 og 32 með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, annars vegar vegabréfanúmer starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hins vegar upplýsingar um fjárhæðir í samningi utanríkisráðuneytisins við Icelandair. Þá kom fram að ráðuneytið teldi sér ekki unnt að afhenda frekari samskipti með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með tölvupósti 8. nóvember 2023 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá kæranda hvort að kæra hans varðaði öll þau gögn eða upplýsingar sem utanríkisráðuneytið hefði synjað um aðgang að. Samkvæmt svari kæranda, sem barst nefndinni degi síðar, var ekki gerður ágreiningur um þann hluta ákvörðunar utanríkisráðuneytisins sem laut að því að afmá fyrrgreindar upplýsingar úr skjölum nr. 20 og 32.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu 10. nóvember 2023 og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Loks var óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið hefði aflað afstöðu einstakra farþega og þeirra ríkja sem borgarþjónusta þess hefði verið í samskiptum við til afhendingar umbeðinna gagna.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 1. desember 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem ráðuneytið taldi að kæran lyti að, nr. 36 til 167.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að skjöl nr. 36–103 hafi að geyma ýmis tölvupóstssamskipti og viðhengi við samskiptin sem varði borgaraþjónustumál. Borgaraþjónusta sé einn mikilvægasti þáttur í starfsemi utanríkisþjónustunnar, það sé að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð á erlendri grundu, sbr. ákvæði laga um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971. Að mati utanríkisráðuneytisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum um einstaka borgaraþjónustumál þar sem bæði sanngjarnt og eðlilegt sé að slíkar upplýsingar fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt sé að almenningur geti treyst því að samskipti og upplýsingar um einstaka borgaraþjónustumál verði ekki gerð opinber. Að öðrum kosti kynnu íslenskir ríkisborgarar að veigra sér við að hafa samband við borgaraþjónustuna þegar neyð steðji að erlendis. Um sé að ræða gríðarlega vandmeðfarinn málaflokk og í mörgum tilvikum sé um að ræða samskipti við íslenska ríkisborgara í viðkvæmu ástandi. Upplýsingar um slík samskipti eigi ekki erindi við almenning eða fjölmiðla.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga feli í sér heimild til að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari með því að sá samþykki sem í hlut eigi. Á það sé bent að árlega leiti hundruð einstaklinga til borgaraþjónustu ráðuneytisins og raunar varði það mál sem hér sé til umfjöllun eitt og sér hundruði einstaklinga. Í borgaraþjónustumálum sé unnið eftir þeirri vinnureglu að ráðuneytið tjái sig ekki um einstök mál og veiti eðli málsins samkvæmt ekki aðgang að upplýsingum um þau mál. Að leita eftir samþykki allra þeirra sem upplýsingarnar varði sé ógerningur.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið styður synjun sína um aðgang að skjölum nr. 104–167 við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skjölunum sé að finna samskipti starfsmanna borgaraþjónustunnar við borgaraþjónustur erlendra ríkja í tengslum við ákvörðun um að bjóða ríkisborgurum nokkurra vinaþjóða laus sæti í vélinni sem ekki hafi nýst fyrir íslenska ríkisborgara. Almannahagsmunir krefjist þess að utanríkisþjónustan geti átt frjálsleg og greið samskipti við utanríkisþjónustur vinaþjóða vegna einstakra mála. Frjálsleg og greið samskipti við aðrar utanríkisþjónustur séu einkar mikilvæg fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, til dæmis vegna þess að Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð til ríkisborgara þeirra í borgaraþjónustumálum. Á grundvelli samkomulagsins geti íslenskir ríkisborgara leitað aðstoðar norrænna sendi- og ræðisskrifstofa á stöðum þar sem Ísland hafi hvorki sendiskrifstofu né ræðismann. Með þessu leitist utanríkisráðuneytið við að tryggja íslenskum ríkisborgurum aðgang að nauðsynlegri aðstoð bjáti eitthvað á og aðstoðar sé þörf. Um sé að ræða mikilvægt úrræði fyrir íslenska ríkisborgara í vanda, sér í lagi í ljósi þess hve lítil utanríkisþjónusta Íslands sé og viðvera í mörgum ríkjum heimsins takmörkuð.<br /> <br /> Afhending upplýsinga um samskipti af framangreindum toga geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja. Afhending samskipta um borgaraþjónustumál muni hamla því að utanríkisþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands. Þar að auki innihaldi umrædd gögn að jafnaði viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara viðkomandi ríkis sem að mati ráðuneytisins sé óheimilt að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Erlend ríki og ríkisborgarar viðkomandi ríkja verði að geta treyst því að íslensk stjórnvöld geri slík samskipti eða upplýsingar um þeirra einkamál ekki opinber.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með fyrirspurn 4. júlí 2024 til utanríkisráðuneytisins óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á efni skjals nr. 104. Utanríkisráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og útskýrði meðal annars að skjalið hefði að geyma samskipti á milli borgaraþjónustunnar og ræðismanns Íslands í Ísrael.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum utanríkisráðuneytisins. Eins og áður hefur verið rakið afhenti utanríkisráðuneytið kæranda gögn nr. 1–35 í kjölfar beiðni hans en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar úr tveimur skjölum. Samkvæmt upplýsingum frá kæranda er þessi þáttur ákvörðunar utanríkisráðuneytisins ekki hluti af kæruefni málsins og kemur því ekki til skoðunar í úrskurði þessum.<br /> <br /> Þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að, nr. 36–167, eiga það sammerkt að tengjast ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til að sækja íslenska ríkisborgara og aðra erlenda farþega sem var boðið far með vélinni. Umræddir einstaklingar voru upphaflegir staddir í Ísrael en síðar fluttir til Jórdaníu og sóttir þangað.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttamaður en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. t.d. úrskurð nr. 1202/2024.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins er synjun á afhendingu gagna nr. 104–167 reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar að auki byggir utanríkisráðuneytið á að gögnin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara tiltekinna ríkja sem óheimilt væri að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.<br /> <br /> Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 898/2020, 1037/2021, 1048/2021 og 1124/2023. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er fjallað um þá almannahagsmuni sem ráðuneytið telur liggja að baki því að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. Er þar meðal annars rakið að afhending upplýsinga af þeim toga sem umbeðin gögn hafa að geyma geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu inniheldur skjal nr. 104, sem er skjáskot af textaskilaboðum, samskipti á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og kjörræðismanns Íslands í Ísrael. Samkvæmt þessu verður að telja að umrædd samskipti feli ekki í sér samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður réttur kæranda til aðgangs að skjalinu því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins en tekið verður til skoðunar hvort að 1. málsl. 9. gr. standi í vegi fyrir afhendingu skjalsins í lið 3 hér á eftir.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan innihalda gögnin samskipti starfsmanna utanríkisráðuneytisins við fulltrúa ýmissa erlendra ríkja. Samskiptin lúta í öllum meginatriðum að skipulagningu þess að sækja ríkisborgara þessara ríkja og flytja þá heim með fyrrgreindri farþegaflugvél. Þá koma fram ýmsar upplýsingar um þessa erlendu ríkisborgara í gögnunum, svo sem nöfn, kennitölur, símanúmer, vegabréfanúmer og fleira.<br /> <br /> Að virtu efni gagnanna fellst úrskurðarnefndin á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við umrædd ríki og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að gögnunum. Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin enn fremur að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest hvað varðar gögn nr. 105 til 167.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum nr. 36 til 104. Utanríkisráðuneytið telur sér óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort gögn innihaldi upplýsingar sem varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Í rökstuðningi utanríkisráðuneytisins er aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umbeðin gögn skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum sé til þess fallin að raska þeim einkahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að utanríkisráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum í gögnunum sem ekki varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í þessu samhengi skal á það bent að skjöl nr. 36–38, 41–42 og 44 virðast að hluta til innihalda sömu samskipti og kæranda var veittur aðgangur að með afhendingu skjala nr. 12–17, 26 og 30–31.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð ráðuneytisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum nr. 36–104. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í gögnunum kunna að varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. máls. 9. gr. upplýsingalaga og þá hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædd gögn, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2023, er felld úr gildi hvað varðar synjun á aðgangi að gögnum nr. 36 til 104 og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda, […], til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti er ákvörðunin staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1211/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021, sem gerðar væru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skatturinn kvað ekki heimilt að afhenda gögnin með vísan til þess að upplýsingar í þeim væru háðar þagnarskyldu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 117. gr. laga um tekjuskatt væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi almennt framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið væri grundvallarregla á sviði skattaréttar um trúnað um tekjur og efnahag skattaðila, og umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Ákvæði 2. mgr. 98. gr. laganna væri undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni í 117. gr. laganna og fæli ekki í sér ríkari fyrirmæli um afhendingu skattskráa en berum orðum fælist í ákvæðinu. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1211/2024 í máli ÚNU 23060015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 12. maí 2023 fór […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, þess á leit við Skattinn að fá afhentar skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila árið 2022 vegna tekna ársins 2021. Til stuðnings beiðni sinni vísaði hann til þess að samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, væri heimilt að birta upplýsingar úr skattskrám opinberlega. Þá kom fram í beiðninni að ekki stæði til að birta skrárnar í heild sinni eða selja þær til hagnýtingar, heldur að birta upp úr þeim afmarkaðar upplýsingar í fréttum, fréttaskýringum og tengdu efni með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þann 26. maí 2023 hafnaði Skatturinn beiðninni og byggði þá ákvörðun á þagnarskyldu, sbr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2023 kærði […] framangreinda synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi, dags. samdægurs, upplýsti úrskurðarnefndin Skattinn um kæruna og gaf stofnuninni frest til 10. júlí 2023 til að skila umsögn um kærumálið og láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í svörum til úrskurðarnefndarinnar hefur Skatturinn áfram byggt á því að umbeðnar upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldu, sbr. 117. gr. laga um tekjuskatt, og að afrit skattskránna verði af þeirri ástæðu ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Í svari Skattsins til úrskurðarnefndarinnar 27. júní 2023 óskaði stofnunin þess, með vísan til þess hve umbeðnar skrár væru umfangsmiklar, að hún þyrfti aðeins að afhenda nefndinni til rannsóknar fyrstu blaðsíður umbeðinna skráa, í stað þess að afhenda þær í heild sinni. Því svari fylgdi afrit af upphafsblaðsíðum umbeðinna skráa. Hinn 10. nóvember 2023 benti úrskurðarnefndin Skattinum á að nefndinni hefðu aðeins verið afhentar nokkrar blaðsíður þeirra skattskráa sem kærumálið lyti að. Óskaði nefndin þess að fá skrárnar afhentar í heild sinni. Svar barst 15. nóvember 2023. Þar kemur fram að skráin sé afar umfangsmikil, um 4.000 blaðsíður í heild sinni, og því sé þess óskað að Skatturinn fái að útvega stærra úrtak af skattskránni til afhendingar svo hægt sé að upplýsa málið. Í svari til Skattsins, dags. 29. nóvember 2023, féllst úrskurðarnefndin á að nefndinni yrði afhent stærra úrtak af skattskrá einstaklinga og lögaðila, og jafnframt að nefndin yrði upplýst um það hvort umbeðin gögn í heild sinni, og kæra málsins lýtur að, væru „að öllu leyti sama eðlis og þau gögn sem nefndinni eru afhent í dæmaskyni“. Hinn 1. desember 2023 barst úrskurðarnefndinni nýtt úrtak úr hinum umbeðnu skattskrám. Nánar tiltekið afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga fyrir árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila fyrir sama ár. Í meðfylgjandi bréfi sagði jafnframt: „Skatturinn staðfestir að umrædd gögn séu sama eðlis og skattskráin í heild sinni.“<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um aðgang að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021. Nánar tiltekið er hér um að ræða skrár sem gerðar eru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, en það ákvæði hljóðar svo með síðari breytingum:<br /> </p> <blockquote> <p>Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., skal ríkisskattstjóri semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. Ríkisskattstjóri auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.</p> </blockquote> <p> <br /> Af þeim gögnum og skýringum sem ríkisstofnunin Skatturinn, sem lýtur yfirstjórn ríkisskattstjóra, hefur látið úrskurðarnefndinni í té í máli þessu verður séð að heildarskattskrá árið 2022 geymir yfirlit yfir einstaklinga og lögaðila vegna álagningar skatta, sundurgreint eftir sveitarfélögum. Skattskrá yfir einstaklinga skiptist í sjö dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Nafn gjaldanda, (2) fæðingardagur, (3) tekjuskattur, (4) útsvar, (5) fjármagnsskattur, (6) fjársýsluskattur og (7) tryggingagjald. Skattskrá yfir lögaðila skiptist í 10 dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Heiti gjaldanda, (2) kennitala, (3) tekjuskattur, (4) endurgreiðsla vegna þróunarkostnaðar, (5) útvarpsgjald, (6) tryggingagjald, (7) jöfnunargjald alþjónustu, (8) sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, (9) fjársýsluskattur og (10) sérstakur fjársýsluskattur.<br /> <br /> Hér að framan kom fram að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki afrit þeirra skattskráa í heild sem kæran lýtur að, heldur fékk nefndin afhentar 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila árið 2022. Nefndin hefur yfirfarið þessi gögn. Skatturinn hefur í skýringum sínum fullyrt að þessi sýnishorn sýni að fullu hvaða upplýsingar komi fram í skránum í heild. Niðurstaða nefndarinnar er að þau varpi að fullu ljósi á það hvernig skattskrárnar eru úr garði gerðar og hvaða upplýsingar koma fram í þeim. Til rannsóknar þess kærumáls sem hér er til meðferðar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og til að kveða upp úrskurð í málinu, er því ekki þörf á því fyrir nefndina að fá frekari aðgang að skránum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Til rökstuðnings fyrir synjun í málinu hefur Skatturinn bent á að það sé grunnregla samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Þá hefur í skýringum Skattsins til úrskurðarnefndarinnar verið vísað til þess að í ákvæðinu felist sérstök þagnarskylduregla, og að hún eigi við um þær skattskrár sem kærandi hefur óskað aðgangs að.<br /> <br /> Af þessu leiðir að til úrlausnar málsins þarf að taka afstöðu til þess hvort 117. gr. laga um tekjuskatt sé sértakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga og hvort skrárnar sem óskað er aðgangs að falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Ákvæðið í 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum, er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðinu í 1. mgr. 117. gr. var breytt með 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum. Í athugasemdum við greinina með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 19. gr. laga um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, 117. gr. tekjuskattslaga, nr. 90/2003, og 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, hafa að geyma sérstakar þagnarskyldureglur um viðskipti eða hagi einstakra manna og fyrirtækja í vörslum skatt- og tollyfirvalda. Framkvæmd þessara laga hvílir á því að enginn vafi ríki um að upplýsingar sem stjórnvöld afla í krafti afar ríkrar upplýsingaskyldu máls- og skattaðila um tekjur og efnahag þeirra séu ekki aðgengilegar almenningi. Því er lagt til að ákvæðin haldist óbreytt að því frátöldu að við bætist almenn tilvísun til X. kafla stjórnsýslulaga um almenna þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna.</p> </blockquote> <p> <br /> Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt felst í ákvæðinu þagnarskylda sem hvílir m.a. á starfsmönnum Skattsins og ríkisskattstjóra og er sérgreind með þeim hætti að hún tekur til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila.“ Reglan telst að því leyti vera sérstök þagnarskylduregla, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 561/2014.<br /> <br /> Skattskrárnar sem beðið hefur verið um geyma upplýsingar um skatta sem einstaklingar og lögaðilar hafa greitt á árinu 2021. Þær upplýsingar varpa ljósi á tekjur skattaðila á því skattári og geta því fallið, efni sínu samkvæmt, undir þá sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á Skattinum og ríkisskattstjóra og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, enda leiði ekki önnur sérákvæði laga til annarrar niðurstöðu.<br /> <br /> Sú aðstaða er uppi varðandi skattskrár að um birtingu þeirra er sérstaklega fjallað í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt en ákvæðið er tekið upp orðrétt hér að framan. Til viðbótar við framangreint ákvæði 117. gr. reynir því í máli þessu einnig á túlkun 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt skal skattskrá liggja frammi til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Í lokamálslið ákvæðisins segir að heimil sé opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram komi í skattskrám, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Þetta ákvæði felur að minnsta kosti að nokkru leyti í sér undantekningu frá sérstakri þagnarskyldu skattyfirvalda um tekjur og efnahag skattaðila samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Það álitamál leiðir af þessari undantekningu hversu víð hún er og að hversu miklu leyti hún víki þagnarskyldu 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt til hliðar. Það er með öðrum orðum álitamál hvort 2. mgr. 98. gr. laganna eigi aðeins við um þá meðferð skattskráa sem þar er beinlínis tilgreind og að öðru leyti taki hin sérgreinda þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laganna við, eða hvort hún leiði til þess að þagnarskyldan samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna taki einfaldlega ekki til skattskráa eftir að þær hafa legið frammi eða upplýsingar úr þeim birtar á grunni 2. mgr. 98. gr. laganna.<br /> <br /> Við túlkun 1. mgr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt verður að mati úrskurðarnefndarinnar að horfa til þess að litið hefur verið á ákvæðið í 1. mgr. 117. gr. laganna sem grundvallarreglu á sviði skattaréttar um trúnað sem hvíli á skattyfirvöldum um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Vísast hér m.a. til fyrrgreindra athugasemda með frumvarpi sem varð að lögum nr. 71/2019 og færðu 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 í núverandi horf. Slíkur skilningur á reglunni fær einnig samrýmst þeirri almennu þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum hins opinbera, sbr. 8. og 9. tölul. 42. gr. stjórnsýslulaga, lögfestum takmörkunum á upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og, hvað varðar einkahagsmuni einstaklinga, 71. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um friðhelgi einkalífs. Hvað varðar hagsmuni einstaklinga sérstaklega í þessu sambandi má einnig til hliðsjónar, þótt þar reyni á aðgang að öðrum tegundum skráa og upplýsinga en hér eru til úrlausnar, vísa til forsendna úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nefndarinnar nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023.<br /> <br /> Hér verður einnig að horfa til þess að þrátt fyrir að ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt eigi sér allnokkra forsögu í íslenskum rétti, sbr. t.d. 35. gr. laga nr. 74/1921 og lög nr. 7/1984, en það var með lögfestingu síðarnefndu laganna sem ákvæði um heimild til að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrám kom í lög, þá telst það ákvæði í þessu ljósi vera undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni sem lögfest er í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt. Ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laganna verður í því ljósi ekki túlkað rúmt gagnvart ákvæði 1. mgr. 117. gr. sömu laga.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að þótt skattskrá skuli lögð fram til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað eftir ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt felast ekki í því ríkari fyrirmæli um beina afhendingu á skattskrám en berum orðum felst í ákvæðinu.<br /> <br /> Hvað varðar niðurlagið í 2. mgr. 98. gr. laganna, þar sem segir að heimil sé „opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta“, þá er til þess að líta að 2. mgr. 98. gr. laganna lýtur að skyldum ríkisskattstjóra í tengslum við skattskrár. Af ákvæðinu verður ráðið að það er embætti ríkisskattstjóra sem fer með heimild til að birta opinberlega og gefa út skattskrár, í heild eða að hluta, eða eftir atvikum aðili sem hann veitir umboð til slíkrar birtingar og útgáfu. Í ákvæðinu felst ekki skylda skattyfirvalda til að afhenda skattskrár ákveðinna tekjuára í heild sinni, enda getur slík afhending, birting eða útgáfa sem henni tengist kallað á sérstaka skoðun og skilyrði þannig að hún standist lög að öðru leyti, svo sem á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, eða á grundvelli laga um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018. Með vísan til samspils 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt og 2. mgr. 98. gr. sömu laga telst heimildin í niðurlagi síðarnefnda ákvæðisins ekki fela annað í sér en fram kemur í ákvæðinu sjálfu, og jafnframt að þar sé um að ræða heimild sem sé á forræði ríkisskattstjóra. Hún víkur ekki til hliðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna nema þá mögulega um þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar opinberlega með vísan til heimildanna í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Eins og atvikum þessa máls er háttað þá á það ekki við um þær skattskrár sem um hefur verið beðið í þessu máli.<br /> <br /> Eins og leiðir af ákvörðun Skattsins í máli kæranda, dags. 26. maí 2023, þá var því hafnað af hálfu skattyfirvalda að afhending til hans á umbeðnum gögnum yrði byggð á niðurlagsákvæði 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar sem þetta ákvæði felur í sér heimild skattyfirvalda, en ekki skyldu til afhendingar, verður ekki af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál gerð athugasemd við að kæranda hafi verið synjað um afhendingu skattskráa vegna tekjuársins 2021.<br /> <br /> Með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt falla umbeðnar upplýsingar undir sérstaka þagnarskyldu þar sem um er að ræða skrár sem geyma upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila í skilningi lagaákvæðisins. Samkvæmt framangreindu verður ákvörðun Skattsins í máli þessu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 26. maí 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að skattskrám yfir álagða skatta og tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1210/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði í vörslum Fiskistofu sem sýndi brottkast á fiski. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðninni byggðist að hluta til á því að afhending myndskeiðsins væri óheimil vegna hagsmuna útgerða og skipverja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin taldi að þótt andlit skipverja hefðu í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg teldust þeir engu að síður vera persónugreinanlegir í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá taldi nefndin að það að Fiskistofa hefði ekki á þeim tíma haft lagaheimild til þess að gera þær upptökur af skipverjum sem finna mætti í myndskeiðinu hefði áhrif á mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá teldust upplýsingar um það hvort einstaklingur væri grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot almennt vera upplýsingar um einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða taldi úrskurðarnefndin að óheimilt væri að afhenda það myndskeið sem um var deilt í málinu, og staðfesti ákvörðun Fiskistofu. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1210/2024 í máli ÚNU 22110007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 8. nóvember 2022, kærði […], fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.<br /> <br /> Upphaflega fór kærandi þess á leit við Fiskistofu, með erindi dags. 26. ágúst 2021, að fá aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 20. desember 2021, en nefndin vísaði málinu frá með úrskurði nr. 1094/2022 frá 5. október 2022 þar sem kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var liðinn. Með erindi til Fiskistofu, dags. 24. október 2022, óskaði kærandi á ný eftir gögnunum. Nánar tiltekið var óskað eftir upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski síðustu tvö ár eða síðan stofnunin hefði byrjað að nota dróna markvisst við veiðieftirlit. Tiltekið mál væri ekki endilega útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlitið. Þá var óskað upplýsinga um hvenær eftirlitið hefði átt sér stað og hvers konar fiskiskip hefði verið um að ræða, þ.e. bátar eða togarar. Kærandi tók fram að ef ekki væri unnt að veita aðgang að upplýsingum vegna persónuverndar óskaði kærandi eftir gögnunum þannig að persónugreinanlegar upplýsingar væru afmáðar.<br /> <br /> Fiskistofa svaraði erindi kæranda hinn 25. október 2022. Í svari stofnunarinnar kom fram að Fiskistofa lyti svo á að ný beiðni kæranda lyti að sömu gögnum og óskað hafði verið eftir í ágúst 2021 og kæranda hafði verið synjað um aðgang að 12. október 2021. Afstaða stofnunarinnar væri óbreytt um að óheimilt væri að afhenda myndskeið sem félli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Báðar ákvarðanir Fiskistofu fjalla um beiðni kæranda um aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Í hinni síðari frá 25. október 2022 er vísað til hinnar fyrri frá 12. október 2021 þar sem kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðir skipanna séu allar lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.<br /> <br /> Í tilvitnaðri ákvörðun Fiskistofu, 12. október 2021, kemur einnig fram að Fiskistofa óskaði eftir afstöðu þeirra útgerða sem koma fyrir í myndskeiðinu. Þeir sem brugðust við erindi Fiskistofu leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 8. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Svar Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni samdægurs. Þar kemur fram að stofnunin vísi til umsagnar til nefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, sem aflað var við meðferð fyrra kærumálsins. Þá sé vísað til rökstuðnings sem fram komi í ákvörðun stofnunarinnar frá því í október 2021 og nánari skýringa sem aflað hafi verið frá Fiskistofu í fyrra máli. Stofnunin telji ekki þörf á að koma á framfæri frekari umsögn eða rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 4. janúar 2022, er vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í ákvörðun Fiskistofu um synjun frá því í október 2021. Þá vísar Fiskistofa til athugasemda í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 57/1996 og skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2019, <em>Eftirlit Fiskistofu</em>, því til stuðnings að ætla megi að ríkir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um fiskiauðlindina. Komi til þess að Fiskistofa beiti stjórnsýsluviðurlögum vegna brota á ákvæðum laga nr. 57/1996 sé stofnuninni til að mynda skylt að birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna brota á ákvæðum laganna, sbr. 21. gr. laganna. Við slíka birtingu skuli tilgreina heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni sviptingar og til hvaða tímabils svipting nái.<br /> <br /> Hins vegar sé það mat Fiskistofu að í þessu máli vegi hagsmunir útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að því, með vísan til sjónarmiða í ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang. Ekki liggi fyrir samþykki fyrir afhendingu gagnsins. Við mat á hagsmunum útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt hafi Fiskistofa litið til þess að upplýsinganna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðir sæta. Þá telur Fiskistofa ekki unnt að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda séu svo víða í gagninu.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim eru fyrri kröfur ítrekaðar.<br /> <br /> Við meðferð fyrra kærumálsins óskaði úrskurðarnefndin hinn 4. mars 2022 eftir frekari skýringum frá Fiskistofu um atriði í tengslum við lög nr. 57/1996, þ.m.t. um framkvæmd eftirlits Fiskistofu og viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna.<br /> <br /> Fiskistofa lét nefndinni í té frekari skýringar hinn 18. mars 2022. Þar kom fram að stjórnsýsluviðurlög sem Fiskistofa gæti beitt á grundvelli laganna væru áminning og svipting veiði- eða vigtunarleyfis. Stofnunin hefði ekki heimild til þess að beita stjórnvaldssektum. Í 2. mgr. 2. gr. laganna væri kveðið á um að skylt sé að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Brot gegn ákvæðinu varðaði sektum hvort sem það væri framið af ásetningi eða gáleysi, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot væri að ræða skyldu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum.<br /> <br /> Þannig væri ljóst að þau brot sem um ræddi í málinu gætu varðað sektum eða fangelsi, og væri þá farið með slík mál að hætti sakamála. Málsmeðferð Fiskistofu á stjórnsýslustigi væri óháð mögulegri málsmeðferð lögreglu eða ákæruvalds í sama máli. Skilyrði rannsóknar lögreglu eða ákæruvalds væri ekki að kæra hefði borist frá Fiskistofu, heldur gæti mál verið kært til lögreglunnar án aðkomu stofnunarinnar. Til að mynda væri algengt að Landhelgisgæslan kærði mál, en jafnframt væri ekkert því til fyrirstöðu að almenningur kærði meint brot gegn lögum nr. 57/1996 til lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði á nýjan leik eftir frekari skýringum frá Fiskistofu með erindi, dags. 17. nóvember 2022, meðal annars um afmörkun stofnunarinnar á gagnabeiðni kæranda og tilurð myndskeiðsins sem beiðnin var afmörkuð við. Í svari Fiskistofu, dags. 24. nóvember 2022, er rakið að kærandi hafi upphaflega óskað eftir myndum sem drónar hefðu tekið í tengslum við brottkastsmál. Fiskistofa hafi í kjölfarið boðið kæranda að afmarka beiðnina nánar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin hefði undir höndum drónaupptökur af fjölmörgum skipum. Eins og upphafleg beiðni hefði verið orðuð teldi Fiskistofa rétt að afmarka beiðnina við gagn þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum; tiltekið mál væri ekki útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna í eftirliti Fiskistofu. Stofnunin hafi beðið kæranda að staðfesta þann skilning, sem kærandi gerði í kjölfarið.<br /> <br /> Beiðni kæranda sem hafi borist í kjölfar frávísunarúrskurðar úrskurðarnefndarinnar hafi verið túlkuð þannig af Fiskistofu að um sömu beiðni væri að ræða, í ljósi fyrri samskipta við kæranda. Ástæða þess að beiðnin hafi verið afmörkuð með þessum hætti hafi verið sú að samkvæmt beiðninni hafi tiltekið mál ekki verið útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlit Fiskistofu. Stofnunin búi ekki yfir öðru sambærilegu gagni sem sýni brottkast nokkurra skipa á fiski í tengslum við eftirlit Fiskistofu með drónum þar sem nöfn skipa, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinileg, sem og andlit skipverja.<br /> <br /> Um tilurð myndskeiðsins kemur fram að það hafi verið unnið upp úr upptökum, sem liggi fyrir hjá Fiskistofu óklipptar, sem gerðar hafi verið við eftirlit með hverju og einu skipi. Myndskeiðið hafi verið útbúið vegna kynningar Fiskistofu fyrir matvælaráðherra í júní 2021 á þeirri nýjung að notast við dróna í eftirliti með fiskveiðum. Myndskeiðið hafi verið sýnt ráðherra á fundi, og hafi tiltekin atriði verið gerð ógreinileg áður en það var sýnt.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði Fiskistofu sem sýnir brottkast á fiski. Fiskistofa afgreiddi beiðni kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem mælir fyrir um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en byggði synjun sína á 9. gr. laganna.<br /> <br /> Tilvitnað ákvæði 9. gr. upplýsinglaga er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að ákvæðið sé nokkurs konar vísiregla. Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja upplýsingar aðgangi almennings á grundvelli ákvæðisins verði að taka mið af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Hafa megi í huga lagaákvæði sem sett hafi verið í því augnamiði að standa vörð um einkamálefni einstaklinga, svo sem ákvæði laga um persónuvernd um viðkvæmar persónuupplýsingar, en engum vafa sé undirorpið að allar upplýsingar af því tagi séu undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Um 2. málsl. ákvæðisins segir í athugasemdunum að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.<br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu er að hluta byggð á að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra útgerða sem gera út skipin sem koma fyrir í myndskeiðinu, sem allar séu lögaðilar. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara útgerða sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Ákvörðun Fiskistofu er einnig byggð á því að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra skipverja sem koma fyrir í myndskeiðinu. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni skipverjanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi lagaákvæðisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér myndskeiðið sem deilt er um aðgang að. Í því má sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð, en sú háttsemi getur talist vera brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996. Fyrir liggur að eitt af skipunum í myndskeiðinu var tímabundið svipt veiðileyfi, en málum gagnvart hinum fjórum lauk með því að útgerðum skipanna var sent svonefnt leiðbeiningabréf. Í samræmi við 21. gr. laga nr. 57/1996 var ákvörðun um sviptingu veiðileyfis birt opinberlega.<br /> <br /> Í myndskeiðinu sem um ræðir og Fiskistofa hefur synjað kæranda um aðgang að hafa verið gerðar ógreinilegar tilteknar upplýsingar, þ.e. heiti viðkomandi skipa og í nær öllum tilvikum jafnframt andlit þeirra skipverja sem sjást á myndskeiðinu. Úrskurðarnefndin telur óhjákvæmilegt annað en að fallast á mat Fiskistofu um að þrátt fyrir að þessar upplýsingar hafi verið gerðar ógreinilegar þá muni vera hægt að bera kennsl á viðkomandi skip út frá öðrum þáttum, svo sem stærð þeirra, búnaði á þeim, lit og lögun. Þrátt fyrir að heiti skipanna hafi verið afmáð sé þannig án vafa hægt að tengja upplýsingarnar í myndskeiðinu við viðkomandi útgerð. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að þótt andlit þeirra skipverja sem eru á skipunum hafi verið gerð ógreinileg í flestum tilvikum, en þeir sjást almennt greinilega að öðru leyti í myndskeiðinu, þá séu engu að síður yfirgnæfandi líkur á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tilgreinda einstaklinga með hliðsjón af því á hvaða skipum þeir eru. Upplýsingarnar í myndskeiðinu teljast þannig persónugreinanlegar með óbeinum hætti. Er því jafnframt óhjákvæmilegt annað en að fallast á það með Fiskistofu að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu sé hægt að bera kennsl á þá skipverja sem um ræðir.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Af hálfu kæranda hefur verið á það bent að hægt sé að fela honum að gæta þess að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr myndskeiðinu áður en að hann birti efni úr því opinberlega. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að hvorki Fiskistofu né úrskurðarnefndinni er heimilt þegar gögn eru afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að framselja slíkt hlutverk til fjölmiðils eða annarra einkaaðila.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Myndskeiðið sem um ræðir er samsett úr upptökum sem til urðu vegna eftirlits Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar og annarra laga sem um stofnunina gilda. Upptökurnar voru gerðar fyrir júní 2021, en þá var umrætt myndskeið útbúið í þeim tilgangi að sýna það ráðherra eins og fram kemur í svörum Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar 24. nóvember 2022.<br /> <br /> Eftir að þessar upptökur voru gerðar voru sett á Alþingi lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). Lögin tóku gildi 14. júlí 2022, en með 8. gr. laganna var þremur nýjum málsgreinum bætt við 2. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992. Þær málsgreinar, sem nú koma fram í 2., 3. og 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, hljóða svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína. Fiskistofa skal tilkynna með opinberum hætti um fyrirhugað eftirlit með fjarstýrðum loftförum.<br /> <br /> Persónuupplýsingum sem safnast við rafræna vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær en í síðasta lagi þegar heimild til að beita viðurlögum við háttsemi fellur niður. Verði eftirlitsmenn Fiskistofu áskynja um ætlað brot gegn lögum á sviði fiskveiðistjórnar í upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun er stofnuninni heimilt að varðveita upplýsingarnar þar til máli telst lokið. Hafi máli lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga telst því lokið þegar frestur til að höfða dómsmál er runninn út eða endanlegur dómur hefur fallið um það.<br /> <br /> Fiskistofu er ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í samhengi við tilvitnaða lagabreytingu má benda á að 28. mars 2023 kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli nr. 2021030579, þar sem fjallað var um drónaeftirlit af hálfu Fiskistofu. Í þeim úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði, áður en framanrakin lagabreyting var gerð, ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í því að taka myndbönd af tilteknum einstaklingi með dróna þar sem hann var við veiðar á skipi sínu. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt.<br /> <br /> Lagareglum um heimildir Fiskistofu að þessu leyti var breytt með tilgreindum lögum nr. 85/2022, eins og að framan greinir. Atvikin sem fjallað er um í úrskurði Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Eins og að framan greinir er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, í tilefni af beiðni kæranda um aðgang að gögnum, byggð á 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að óheimilt sé að afhenda myndskeiðið vegna hagsmuna útgerða þeirra skipa sem birtast í myndskeiðinu annars vegar og vegna hagsmuna skipverja á skipunum hins vegar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að við úrlausn málsins þurfi jafnframt að líta til þess að samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu eins og því lagaákvæði var breytt með 8. gr. laga nr. 85/2022, og rakið er hér að framan var mælt fyrir um að Fiskistofu sé „ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaganna, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að greina nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Af þessu leiðir að áður en vikið er að því hvort aðgangur að umbeðnu gagni verði takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þarf að taka afstöðu til þess hvort 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu sé almennt eða sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga, og hvort myndskeiðið sem um er deilt í málinu falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu er tilgreint að Fiskistofu sé ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti. Skilja verður samhengi og tilurð málsgreinarinnar með þeim hætti að vísað sé til upplýsinga sem til verða við vöktun og eftirlit sem framkvæmt er með þeim aðferðum sem getið er í 2 mgr. sama lagaákvæðis. Af því leiðir að upplýsingarnar sem ákvæðið vísar til séu sérgreindar en ekki tilgreindar með almennum hætti. Ákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu telst því sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort það tilgreinda myndskeið sem kærandi hefur óskað aðgangs að falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði þarf að leysa úr því annars vegar hvort um sé að ræða upplýsingar sem til urðu við rafræna vöktun Fiskistofu í skilningi lagaákvæðisins og hins vegar hvort það hafi þýðingu að upptökurnar urðu til áður en lagaákvæðið var sett.<br /> <br /> Hvað síðarnefnda atriðið varðar bendir úrskurðarnefndin á að lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar, tóku gildi 14. júlí 2022. Við 8. gr. þeirra laga, en með henni var hin umrædda þagnarskylduregla lögfest, er ekki tengd nein lagaskilaregla sem mælir fyrir um að undir þagnarskylduna falli aðeins upplýsingar sem til urðu eftir gildistöku hennar. Undir þagnarskylduna falla því upplýsingar „sem til verða við rafræna vöktun“ af hálfu Fiskistofu óháð því hvenær þær upplýsingar urðu til hjá stofnuninni.<br /> <br /> Fyrrnefnda atriðið, þ.e. um það hvort upplýsingar hafi orðið til við „rafræna vöktun“ verður ekki afmarkað jafn skýrlega á grundvelli texta laga um Fiskistofu. Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2022 er jöfnum höndum notað orðalagið „rafrænt eftirlit“ og „rafræn vöktun“, án þess að ljóst sé hvort gert hafi verið ráð fyrir merkingarmun á þessum orðasamböndum. Sama á við um nefndarálit sem til urðu við meðferð frumvarpsins á Alþingi.<br /> <br /> Til samanburðar skal bent á að í 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, er orðasambandið rafræn vöktun sérstaklega afmarkað þannig að það taki til vöktunar sem er viðvarandi eða endurtekin. Í úrskurði Persónuverndar 28. mars 2023, sem áður er vitnað til, var í því ljósi til að mynda ekki talið að sú framkvæmd Fiskistofu að taka myndband af aðila þess máls með dróna teldist rafræn vöktun í skilningi laga um persónuvernd, þótt stofnunin hefði gert athugasemdir við eftirlitið af öðrum ástæðum. Af þessu verður dregin sú ályktun að eftirlit sem Fiskistofa framkvæmir með fjarstýrðum loftförum (drónum) sem búin eru myndavélum til upptöku feli ekki nauðsynlega í sér rafræna vöktun í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Samanburður við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga leysir ekki úr því hvort leggja beri sömu merkingu í orðasambandið „rafræn vöktun“ í þagnarskylduákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, sbr. breytingalög nr. 85/2022, og leiðir af 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eða hvort gert hafi verið ráð fyrir því að undir þagnarskylduna skyldu falla upplýsingar sem til yrðu til við eftirlit og vöktun með rafrænum myndavélabúnaði hvort sem um væri að ræða viðvarandi eða endurtekna vöktun eða ekki. Hvorki samræmisskýring við önnur ákvæði laga um Fiskistofu né sjónarmið sem leidd verða af öðrum lögskýringargögnum leysa úr því.<br /> <br /> Þar sem vafi er um afmörkun á því hvort einstakar upptökur sem Fiskistofa hefur aflað sér með drónum falli undir rafræna vöktun í skilningi hinnar sérstöku þagnarskyldu í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu ber í ljósi meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum að leysa úr fyrirliggjandi kærumáli á grundvelli upplýsingalaga, líkt og Fiskistofa gerði í hinni kærðu ákvörðun, enda verða lagafyrirmæli um sérstaka þagnarskyldu ekki túlkuð rúmt gagnvart almennum ákvæðum upplýsinglaganna.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu þarf næst að taka afstöðu til þess hvort þær upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu sem um er deilt í máli þessu séu viðkvæmar í þeim skilningi að óheimilt sé að veita almennan aðgang að þeim í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra lögaðila sem um ræðir, þ.e. útgerða viðkomandi skipa, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Nánara mat um þetta er atviksbundið gagnvart þeim lögaðilum sem í hlut eiga hverju sinni. Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að ekki er nægjanlegt að upplýsingarnar teljist varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni heldur þarf að liggja fyrir að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um þá hagsmuni fari leynt með tilliti til heildaratvika máls og annarra hagsmuna sem málefnalegt telst að líta til við beitingu upplýsingalaganna.<br /> <br /> Meginregla upplýsingalaga er sú, sbr. 5. gr. laganna, að stjórnvöldum er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með tilteknum takmörkunum, sbr. 6.–10. gr. sömu laga. Takmarkanir á þessum rétti verða almennt túlkaðar þröngt. Þá búa tiltekin meginmarkmið að baki upplýsingalögum, sbr. 1. gr. laganna, en þeim er ætlað að stuðla að gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna í þeim tilgangi að styrkja m.a. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald að opinberum aðilum, möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni og traust á stjórnsýslunni. Þessi markmið mæla almennt með því að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Til að hægt sé að afhenda gögn með slíkum upplýsingum þurfa einkaaðilar eftir atvikum að sæta því að upplýsingar um hagsmuni þeirra séu gerðar opinberar að einhverju marki jafnvel þótt það valdi þeim óhagræði. Þá verður í sumum tilvikum að byggja á því, m.a. með tilliti til markmiða upplýsingalaga, að gögn með upplýsingum um háttsemi og hagsmuni einkaaðila sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum verði gerð aðgengileg almenningi á grundvelli upplýsingalaga jafnvel þótt viðkomandi upplýsingar varpi ekki sérstaklega ljósi á tilteknar ákvarðanir stjórnvalda eða annarra opinberra aðila, svo sem ef upplýsingarnar tengjast meðferð og ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál kynnu upplýsingar þær, sem fram koma í myndskeiðinu sem kærandi hefur óskað eftir, að valda útgerðum þeirra skipa sem í hlut eiga óhagræði ef þær yrðu gerðar aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, af þeirri ástæðu að þar sjást skipverjar kasta afla fyrir borð. Ekki verður útilokað að það óhagræði hefði áhrif á fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni, jafnvel þótt nokkuð sé um liðið frá því að upptökur í myndskeiðinu voru gerðar. Á hinn bóginn er jafnframt um að ræða upplýsingar um nýtingu þessara aðila á mikilvægri auðlind, sem til urðu í tengslum við eftirlit sem Fiskistofu var falið með lögum. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að aðgangi að umbeðnu gagni verði hafnað á grundvelli hagsmuna útgerða þeirra skipa sem fram koma í myndbandinu. Ekki verður í þessu ljósi séð, hvað útgerðirnar snertir, að gagnið geymi upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt með tilliti til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra einstaklinga sem um ræðir, þ.e. skipverjanna á skipunum í myndbrotinu, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðið gagn geymi upplýsingar um „einka- eða fjárhagsmálefni“ þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að almennt er ekki nægjanlegt til að ákvæðið eigi við að upplýsingar sem um ræðir varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga heldur þarf einnig að liggja fyrir að upplýsingarnar séu viðkvæmar með þeim hætti að það teljist sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt. Líkt og við á um lögaðila, sbr. umfjöllun hér að framan, reynir í þessu sambandi á mat og vægi mismunandi hagsmuna. Hvað einstaklinga varðar verður þó sérstaklega að líta til þess, umfram það sem á við um lögaðila, að einstaklingar njóta verndar friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá gilda jafnframt sérstakar lagareglur um vernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga en hún er lögfest hér á landi með 2. gr. tilvitnaðra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og birt sem fylgiskjal með þeim lögum. Þrátt fyrir að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. fyrrnefndu laganna, þá hafa sjónarmið um persónuvernd engu að síður þýðingu við það hagsmunamat sem fram þarf að fara við beitingu 9. gr. upplýsingalaga eins og fyrr greinir. Þessi sjónarmið leiða iðulega til þess að það er háð umtalsvert ríkari takmörkunum hvaða upplýsingar um einstaklinga verða afhentar á grundvelli upplýsingalaga heldur en verða afhentar um lögaðila.<br /> <br /> Líkt og fram er komið má í myndskeiðinu, sem Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að, sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð. Vegna þessarar háttsemi voru mál sem varða skipin og útgerðir þeirra tekin til frekari meðferðar af hálfu Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Meðferð þeirra mála, sem laut að rannsókn á lögbrotum, varðar háttsemi þessara skipverja með beinum hætti. Eins og fyrr segir er það jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu megi persónugreina skipverjana.<br /> <br /> Með tilteknum lagafyrirmælum, sbr. ekki síst 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar en einnig 9. gr. laga um Fiskistofu, hefur verið tekin sú afstaða að Fiskistofa skuli birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna einstakra skipa. Sú lagaskylda er í samræmi við þau almennu sjónarmið sem vikið var að hér að framan, og almennt verður litið til við beitingu 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Af lagaskyldunni í 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar einni og sér leiðir hins vegar ekki að allir einstaklingar sem falla undir eftirlit Fiskistofu þurfi að sæta því að upplýsingar sem varða þá persónulega og til verða í því eftirliti verði gerðar opinberar, enda sé þess ekki þörf til að fullnægja lagaskyldu 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar eða öðrum sambærilegum lagaskyldum eða heimildum stofnunarinnar til birtingar upplýsinga. Um afhendingu upplýsinga af þeim toga fer því eftir almennum sjónarmiðum um beitingu 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á hagsmunum þeirra skipverja sem fram koma í umbeðnu myndskeiði telur úrskurðarnefndin rétt að líta til áður tilvitnaðrar niðurstöðu Persónuverndar í úrskurði stofnunarinnar, dags. 28. mars 2023, í máli nr. 2021030579, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í drónaeftirliti stofnunarinnar með skipum þar sem hægt var að persónugreina skipverja. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða í málinu hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt. Lagareglum um heimildir Fiskistofu til þess að nota fjarstýrð loftför með myndavélum við eftirlit sitt var breytt með lögum nr. 85/2022, eins og áður er rakið. Atvik tilvitnaðs úrskurðar Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar. Verður af þessu ráðið að Fiskistofa hafi ekki haft heimildir í lögum til að gera þær upptökur af skipverjum sem er að finna í myndskeiðinu og kærandi krefst aðgangs að. Þessi aðstaða hefur að mati úrskurðarnefndarinnar áhrif á það heildarmat sem leggja ber til grundvallar um það hvort sanngjarnt sé, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu verði afhentar eða ekki.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur jafnframt rétt að benda á að upplýsingar um það hvort einstaklingur hafi verið grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot, að rannsókn máls hafi beinst að honum af því tilefni eða að hann hafi af hálfu stjórnvalda verið tengdur slíku máli, verða almennt taldar þess eðlis að þær geti varða einkalíf hans og teljist viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar sem fram koma í umræddu myndskeiði eru af þessum toga hvað varðar skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu. Ekki verður séð að birting upplýsinga um þá hafi sérstaka þýðingu um tiltekin lögbundin réttindi eða lagalega stöðu þeirra eða annarra, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu teljist upplýsingar sem varði einkamálefni þeirra skipverja sem þar koma fyrir sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>7.</strong></h2> <p>Að fenginni þeirri niðurstöðu að hagsmunir skipverjanna sem koma fyrir í myndskeiðinu standi afhendingu myndskeiðsins í vegi, þarf að taka afstöðu til þess hvort mögulegt sé að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir það myndskeið sem deilt er um aðgang að og telur að upplýsingar sem varða einkamálefni viðkomandi skipverja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt komi svo víða fyrir í myndskeiðinu að ekki sé unnt að leggja fyrir Fiskistofu að veita aðgang að hluta gagnsins. Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki heldur til álita að leggja fyrir Fiskistofu að afmá frekari upplýsingar úr myndskeiðinu en þegar hefur verið gert, þar sem stofnuninni er óskylt að gera það samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, að synja […] um aðgang samsettu myndskeiði með upptökum úr drónum vegna eftirlits stofnunarinnar með brottkasti sem sýnir fimm skip að veiðum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1209/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1209/2024 í máli ÚNU 24020019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá […] 20. febrúar 2024. Í erindinu kveður kærandi að ríkislögmaður hafi ekki orðið við beiðni um aðgang að umsögnum Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem ríkislögmaður aflaði við meðferð bótakröfu kæranda.<br /> <br /> Þann 7. desember 2022 sendi kærandi þessa máls erindi til ríkislögmanns þar sem lögð var fram krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna tilgreindra atvika. Ríkislögmaður aflaði af því tilefni umsagna frá dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og Landspítala. Ríkislögmaður hafnaði í kjölfarið viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi til kæranda dags. 11. desember 2023. Með erindi til ríkislögmanns, dags. 18. desember 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að hafna kröfu kæranda um bætur. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að framangreindum umsögnum. Í kjölfar samskipta ríkislögmanns og kæranda í desember 2023, janúar og febrúar 2024, áréttaði ríkislögmaður fyrri afstöðu til kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi þann 14. febrúar 2024. Í því bréfi var ekki tekin afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni með erindi, dags. 1. mars 2024. Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 6. mars 2024. Samhliða umsögninni sendi ríkislögmaður kæranda ákvörðun, dags. sama dag, um að hafna gagnabeiðni hans. Þá fylgdi umsögninni afrit af: 1) umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, 2) tölvupósti milli Landspítala og ríkislögmanns, dags. 17. apríl 2023, 3) umsögn Landspítala, dags. 24. apríl 2023, 4) tölvupóstum milli heilbrigðisráðuneytis og ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, og 5) umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er rakið að kærandi hafi sent embættinu erindi um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Ríkislögmaður hafi aflað umsagna Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis vegna erindisins og átt í tölvupóstssamskiptum við Landspítala og heilbrigðisráðuneyti. Afstaða stjórnvalda hafi verið að skilyrði bótaskyldu væru ekki fyrir hendi. Í ákvörðun um að hafna beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er vísað til þess að þau séu undanþegin upplýsingarétti, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. mgr. 14. gr. sömu laga. Þá sé ekki talið tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt er, sbr. 2. mgr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og afstöðu kæranda óskað til þess hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram í ljósi þess að gagnabeiðni hans hefði nú verið afgreidd. Kærandi brást við erindi úrskurðarnefndarinnar 18. mars og 9. apríl 2024. Af erindunum taldi nefndin ráðið að hann vildi að málinu yrði haldið áfram. Kærandi upplýsti nefndina 20. mars 2024 um að Landspítali hefði afhent kæranda umsögn sína í málinu. Eftir stæði því að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dóms- og heilbrigðisráðuneyta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði frá nánar tilgreindum stjórnvöldum vegna erindis kæranda til ríkislögmanns þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu.<br /> <br /> Kærandi hefur upplýst úrskurðarnefndina um að hann hafi fengið umsögn Landspítala afhenta. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023. Vegna síðargreindu umsagnarinnar liggja einnig fyrir þrír tölvupóstar, nánar tiltekið einn tölvupóstur frá starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins til ríkislögmanns dags. 1. nóvember 2023 og tveir tölvupóstar með svörum ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, þar sem fjallað er efnislega um kröfu kæranda um viðurkenningu bótaskyldu. Þar sem gögnin urðu til í tilefni af bótakröfu kæranda telur úrskurðarnefndin að þessi gögn falli undir kæruefni málsins og að um rétt kæranda til aðgangs að þeim fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem varðar aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Með ákvörðun ríkislögmanns 6. mars 2024 var því hafnað að afhenda kæranda þessi gögn, bæði umsagnirnar og nefnda tölvupósta.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns kemur fram að umsögninni fylgi gögn sem fyrir liggi í ráðuneytinu. Þessi gögn voru ekki á meðal þeirra sem ríkislögmaður afgreiddi með ákvörðun sinni til kæranda, dags. 6. mars 2024, og koma því ekki til umfjöllunar í þessum úrskurði. Vilji kærandi láta reyna á rétt sinn til aðgangs að þeim gögnum skal erindi um það beint til ríkislögmanns eða ráðuneytisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ákvörðun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra umsagna sem deilt er um aðgang að í málinu í tilefni af erindi kæranda til embættisins, dags. 7. desember 2022. Áðurnefndir tölvupóstar sem bárust milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytisins 1. og 2. nóvember 2023 urðu einnig til í tilefni af sama erindi kæranda. Með erindinu fór kærandi meðal annars fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Yfirskrift I. kafla erindisins er „krafa um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins gegn aðvörun um málshöfðun“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir og tölvupóstsamskipti hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ríkislögmanni hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um framangreindar umsagnir á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ríkislögmanns því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði. Sama á við um tölvupósta sem sendir voru milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. og 2. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns, dags. 6. mars 2024, að synja […] um aðgang að umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023, og tölvupóstssamskiptum frá 1. og 2. nóvember 2023 milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis vegna umsagnar ráðuneytisins.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1208/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni kæranda var byggð á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Fiskistofa hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að skilyrði þess að ákvæðinu yrði beitt væru uppfyllt í málinu. Var ákvörðun Fiskistofu því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1208/2024 í máli ÚNU 23090017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] synjun Fiskistofu á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. Greinargerð með kæru ásamt fylgiskjölum barst úrskurðarnefndinni 2. október 2023.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með bréfi 12. júní 2023 tilkynnti Fiskistofa kæranda að stofnunin hefði til meðferðar ætluð brot skipstjóra nánar tiltekins fiskiskips gegn reglugerð um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Með erindi til Fiskistofu 24. sama mánaðar óskaði kærandi meðal annars eftir aðgangi að gögnum allra samskonar mála frá upphafi strandveiða árið 2008, nánar tiltekið þeirra mála sem vörðuðu möguleg og/eða ætluð brot skipstjóra fiskiskipa gegn sams konar ákvæðum og kæmu fram í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og/eða 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Í þessu samhengi óskaði kærandi sérstaklega eftir gögnum í málum þar sem Fiskistofa hefði ákveðið, að lokinni yfirferð gagna, að hefja ekki málarekstur gegn skipstjóra.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 6. júlí 2023, óskaði Fiskistofa eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína frekar til þess að flýta afgreiðslu hennar. Fiskistofa ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 25. og 28. júlí 2023 og vakti athygli á að ef ekki yrði fallist á að afmarka beiðni gæti það leitt til þess að henni yrði hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 29. ágúst 2023, synjaði Fiskistofa beiðni kæranda með vísan til umrædds ákvæðis.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hvort stjórnsýslumál, þar sem Fiskistofa kanni mögulega beitingu refsi- og/eða stjórnsýsluviðurlaga gegn kæranda vegna ætlaðra brota gegn reglugerð nr. 298/2020, feli í sér frávik frá venjubundinni framkvæmd stofnunarinnar í sambærilegum málum. Vakin sé athygli á því að Fiskistofa hafi ekki vísað frá beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga heldur afgreitt hana efnislega og synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt enda bendi ekkert til þess að Fiskistofa hafi framkvæmt raunverulegt mat á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda lúti að og hið sama gildi um mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðnina. Liggi því ekkert fyrir um hvort vinnsla á beiðni kæranda muni leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum Fiskistofu til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá hafi Fiskistofa ekki leiðbeint kæranda um hvernig hann skyldi afmarka beiðni sína svo unnt væri að afgreiða hana og þar með vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 4. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 27. október 2023, kemur meðal annars fram að stofnunin hafi óskað þess að kærandi myndi afmarka beiðni sína nánar til þess að flýta afgreiðslu beiðninnar þar sem hún hafi verið of víðtæk, enda taki hún til allra mála sem hafi varðað tiltekin ákvæði eða sambærileg fyrri ákvæði á 15 ára tímabili án nokkurrar takmörkunar. Sjónarmiðum kæranda um að stofnunin hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni sé hafnað.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu er rakið að farið hafi fram skoðun á þeim málum sem hafi fallið undir beiðni kæranda. Notast hafi verið við tiltekinn málalykil í málakerfi stofnunarinnar og við þá leit hafi komið upp 1.300 mál frá árinu 2018. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi ekki verið gerð sérstök leit í eldra málakerfi en kæranda bent á að leita til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Til að varpa betra ljósi á umfang þeirra gagna sem beiðni kæranda lúti að hafi Fiskistofa tekið saman lista yfir mál frá árunum 2019–2023. Skoðunin hafi leitt í ljós að á tímabilinu hafi verið 475 mál sem falli undir beiðni kæranda en í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningarbréf, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Ógerlegt sé að verða við beiðni kæranda með hliðsjón af fjölda mála, þrátt fyrir að hún yrði afmörkuð við fimm ára tímabil í stað 15 ára. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum, auk þess sem leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt og því skuli staðfesta ákvörðun stofnunarinnar.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með frekari athugasemdum 3. desember 2023.<br /> <br /> Kærumálið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 13. júní 2024. Afgreiðslu málsins var frestað í þeim tilgangi að afla nánari skýringa hjá Fiskistofu á umfangi þeirra mála sem féllu undir beiðni kæranda. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar og Fiskistofu var fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar nánar afmörkuð við handahófskennt úrtak mála úr lista þeirra 475 mála frá árunum 2019 til 2023 sem féllu undir beiðni kæranda. Til viðbótar við upplýsingar sem fram komu í nefndum samskiptum fékk úrskurðarnefndin með tölvupósti 24. júní 2024 afhentar frá Fiskistofu tilteknar upplýsingar um umfang þeirra mála sem afmörkunin náði til.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu en stofnunin synjaði beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1138/2023, nr. 1127/2023 og 1142/2023.<br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Fiskistofa afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni lista yfir öll mál á árunum 2019–2023 sem stofnunin taldi falla undir beiðni kæranda en um er að ræða 475 mál. Í umsögninni kemur fram að í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningar, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum og þá þurfi einnig að leggja mat á hvert og eitt gagn með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Þá er rakið í umsögninni að vegna umfangs beiðni kæranda hafi ekki verið gerð leit í eldra málakerfi stofnunarinnar og kæranda bent á að hann gæti leitað til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir endanleg afmörkun á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda kann að lúta að enda liggur fyrir að athugun Fiskistofu beindist fyrst og fremst að gögnum í vörslum stofnunarinnar frá árunum 2019–2023. Þrátt fyrir að rannsókn stofnunarinnar og skýringar hennar taki þannig fyrst og fremst aðeins til fimm af þeim 15 árum sem gagnabeiðnin tekur til telst stofnunin engu að síður hafa sýnt fram á að á þessum fimm árum liggja fyrir að minnsta kosti 475 mál sem falla undir gagnabeiðni kæranda. Hvert þessara mála inniheldur að jafnaði allnokkuð magn af skjölum, þar á meðal brotaskýrslu, vigtarnótur, gögn úr afladagbókum, andmælabréf aðila máls og ákvörðun viðkomandi máls eða leiðbeiningabréf hafi verið um það að ræða, en sumum þeirra mála sem falla undir beiðni kæranda hefur verið lokið með slíku bréfi. Þá liggja í allnokkrum hluta málanna fyrir frekari gögn, svo sem um rannsókn atvika, gögn um lögskráningar og samskipti við önnur stjórnvöld.<br /> <br /> Fiskistofa hefur bent á að leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal í þeim málum sem um ræðir með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar, en í því felst m.a. að leggja þarf mat á hvort gögnin innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hluta eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnslan muni taka mikinn tíma.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þau skjöl sem falla undir gagnabeiðni kæranda séu mjög mikil að umfangi. Það er jafnframt mat nefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þessi gögn þurfi að yfirfara með tilliti til einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Þá telur nefndin, þrátt fyrir að Fiskistofa hafi ekki lagt með beinum hætti mat á umfang þeirrar vinnu sem úrvinnsla beiðninnar myndi taka, að hér hafi stofnunin sýnt með nægjanlega skýrum hætti fram á að meðferð og afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að af þeim sökum sé ekki fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður ákvörðun Fiskistofu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 29. ágúst 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1207/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kærenda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Hins vegar voru kærendur taldir eiga rétt til aðgangs að fylgigögnum sem fylgdu einni umsögninni. Að öðru leyti var ákvörðun ríkislögmanns staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1207/2024 í máli ÚNU 23060022.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kærenda sendi bréf til ríkislögmanns 22. febrúar 2023 og hafði þar uppi kröfu um skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Í bréfinu var gerð nánari grein fyrir kröfunni en grundvöllur hennar var í meginatriðum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði staðið ranglega að úthlutun söluverðs í kjölfar nauðungarsölu á fasteign kærenda. Í niðurlagi bréfsins kom fram að kærendur áskildu sér meðal annars allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti um kröfur kærenda. Umsögn barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 27. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 31. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kærendum 19. maí 2023 þar sem kröfum þeirra var hafnað.<br /> <br /> Með tölvupósti 26. maí 2023 fór lögmaður kærenda fram á að fá afrit af framangreindum umsögnum. Ríkislögmaður synjaði beiðninni með tölvupósti 1. júní sama ár með vísan til þess að umsagnirnar væru undanþegnar upplýsingarrétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti leiðbeiningar um kæruheimild.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru er á því byggt að ákvörðun ríkislögmanns sé ólögmæt og að umsagnirnar séu ekki undanþegnar upplýsingarrétti. Kærendur byggi kröfu sína um aðgang að umsögnunum meðal annars á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Fyrir liggi að ríkislögmaður hafi aflað umsagna sem lúti að málefnum kærenda. Efni umsagnanna varði mikilsverða, beina, sérstaka og lögvarða hagsmuni kærenda og því brýnt að þau fái aðgang að þeim. Þá verði ekki séð að takmarkanir samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga eigi við þar sem umbeðin gögn varði einungis mál kærenda og málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við úthlutun á söluverði fasteignar þeirra í kjölfar nauðungarsölu.<br /> <br /> Ríkislögmaður hafi aflað umsagnanna í tilefni af erindi kærenda til ríkislögmanns þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Ekki sé um að ræða dómsmál líkt og sé áskilið í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og eigi ákvæðið því ekki við auk þess sem önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt.<br /> <br /> Kærendur benda á að ríkislögmaður hafi ekki talið tilefni til að veita aukinn aðgang að umbeðnum gögnum eftir 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnunum varði einkahagsmuni kærenda og þagnarskylda eða önnur lagaákvæði standi því ekki í vegi að þau eigi rétt á umræddum gögnum. Þá verði ekki séð að ríkislögmaður hafi rökstutt ákvörðun sína um að hafna aðgangi á grundvelli 2. mgr. 11. gr. líkt og sé skylt samkvæmt frumvarpi til upplýsingalaga. Loks falli gögnin ekki undir þær takmarkanir sem komi fram í 6. og 10. gr. upplýsingalaga og geti því 2. mgr. 14. gr. ekki staðið í vegi fyrir afhendingu gagnanna til kærenda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 28. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem embættið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni kemur fram að umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kærenda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kærendum 5. júlí 2023 en með tölvupósti 10. sama mánaðar upplýsti lögmaður kærenda að ekki yrðu lagðar fram frekari athugasemdir í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kærenda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kærendum um aðgang að umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kærenda sem barst embættinu 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Ríkislögmaður afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af framangreindum umsögnum en meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu voru sjö fylgiskjöl. Verður því tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort að kærendur eigi rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 31. mars 2023.</li> <li>Umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. mars 2023, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum: <ul> <li>Mótmæli kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 4. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Athugasemdir Arion banka hf. vegna mótmæla kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 8. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Mótmæli kærenda við athugasemdir Arion banka hf., dags. 9. febrúar 2018.</li> <li>Upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, stimplað um greiðslu 12. desember 2018.</li> <li>Dómur Hæstaréttar Íslands 12. desember 2017 í máli nr. 707/2017.</li> <li>Úrskurður Landsréttar 3. október 2018 í máli nr. 505/2018.</li> <li>Ákvörðun Hæstaréttar Íslands 13. nóvember 2018 í máli nr. 2018-200.</li> </ul> </li> </ol> <p> <br /> Framangreind fylgiskjöl með umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varða öll nauðungarsölu á fasteign kærenda sem fram fór hjá embættinu og var tilefni þeirrar bótakröfu sem kærendur settu fram á hendur íslenska ríkinu með fyrrgreindu bréfi til ríkislögmanns 22. febrúar 2023. Gögn undir liðum 1–4 bera með sér að hafa verið á meðal málsgagna við meðferð málsins fyrir Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en gögnin, að undanskildu skjali undir lið 4, virðast einnig hafa verið á meðal fylgigagna með bréfi lögmanns kærenda til ríkislögmanns. Þá hafa gögn undir liðum 5–7 að geyma úrlausnir dómstóla í tveimur dómsmálum sem kærendur voru aðilar að og sem bæði vörðuðu umrædda nauðungarsölu. Loks er í framangreindum umsögnum að finna afstöðu dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda.<br /> <br /> Í framangreindum gögnum er að finna upplýsingar um kærendur sjálfa, ýmsar upplýsingar um fasteign sem var í þeirra eigu og upplýsingar sem stafa beinlínis frá þeim. Telur nefndin að um aðgang kærenda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan.<br /> <br /> Tekið skal fram að þrátt fyrir að hluti framangreindra gagna beri með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið hluti af málsgögnum við meðferð nauðungarsölumálsins hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verður ekki talið að 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, sem tiltekur að lögin gildi ekki um nauðungarsölu o.fl., geti staðið í vegi fyrir afhendingu þessara gagna frá ríkislögmanni til kærenda. Þá skal einnig tekið fram, með vísan til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að gögnum í vörslum ríkislögmanns, og þar sem hér reynir á aðgang að gögnum sem varða viðbrögð stjórnvalda við einkaréttarlegri kröfu um skaðabætur úr hendi ríkisins, verður leyst úr rétti kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá ríkislögmanni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annað hvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Eins og áður hefur verið rakið aflaði ríkislögmaður umsagna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kærenda 22. febrúar 2023. Með bréfinu fóru kærendur meðal annars fram á að íslenska ríkið greiddi þeim skaðabætur og var þess getið í bréfinu að kærendur áskildu sér allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram, eins og fyrr segir, afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærendur hafi eða muni höfða dómsmál á hendur viðkomandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðnar umsagnir falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að þeim fylgigögnum sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða gögn sem bera með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið á meðal málsgagna í nauðungarsölumálinu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Svo sem fyrr segir virðast þessi gögn, að undanskildu skjali sem hefur að geyma upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, hafa verið meðfylgjandi bréfi kærenda til ríkislögmanns frá 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem af lögum leiða. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið efni þessara gagna. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt fram í þeim sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Að þessu og öðru framangreindu gættu og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru í kafla 2 hér að framan, þá teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi voru meðfylgjandi umsögninni dómsúrlausnir Hæstaréttar Íslands og Landsréttar í málum sem kærendur voru aðilar að. Fyrir liggur að umræddar dómsúrlausnir eru þegar aðgengilegar almenningi á vefsíðum Landsréttar og Hæstaréttar Íslands, í sömu mynd og þær birtast í fyrirliggjandi gögnum. Verður aðgangur kærenda að gögnunum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi telur úrskurðarnefndin rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kærendum þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögmanni ber að afhenda kærendum, […], þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 27. mars 2023. Ákvörðun ríkislögmanns í máli kærenda, dags. 1. júní 2023, er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1206/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1206/2024 í máli ÚNU 23060013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kæranda sendi bréf til ríkislögmanns 1. desember 2022 og hafði þar uppi kröfu fyrir hönd kæranda um miskabætur að tiltekinni fjárhæð auk vaxta og lögmannskostnaðar. Í bréfinu var forsaga málsins rakin en í meginatriðum var málsatvikum lýst með þeim hætti að tveir lögreglumenn hefðu komið heim til kæranda 8. desember 2021 og óskað eftir upplýsingum um hvers vegna kærandi og heimilisfólk hans hefði ekki farið í skimun vegna Covid-19 við landamæri Íslands við komu þeirra til landsins kvöldið áður. Að fengnum upplýsingum um að heimilisfólkið hefði farið í skimun og greinst neikvætt hefðu lögreglumennirnir tiltekið að þeir ætluðu að staðreyna þessar upplýsingar sjálfir með skoðun í gagnagrunni sem þeir hefðu aðgang að en þar gætu þeir einnig fengið upplýsingar um bólusetningarstöðu hlutaðeigandi.<br /> <br /> Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri afstöðu kæranda að sennilegt væri að embætti landlæknis hefði með saknæmum og ólögmætum hætti miðlað eða á annan hátt veitt lögreglu aðgang að viðkvæmum sjúkraskráupplýsingum um kæranda í smitsjúkdómaskrá eða öðrum sjúkraskrám. Jafnframt að kærandi teldi að með þessu framferði hefði embætti landlæknis eða annars sóttvarnalæknir í umboði þess brotið gegn b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Í niðurlagi bréfsins áskildi kærandi sér meðal annars rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðisráðuneyti, landlækni og dómsmálaráðuneyti vegna bótakröfu kæranda. Umsagnir bárust frá embætti landlæknis 10. janúar 2023, sem sóttvarnalæknir undirritaði, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi 31. sama mánaðar, frá heilbrigðisráðuneyti 13. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 23. maí 2023. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda 30. maí 2023 þar sem bótakröfu hans var hafnað. Með tölvupósti sama dag til ríkislögmanns fór lögmaður kæranda fram á að fá afhentar framangreindar umsagnir og ítrekaði þá beiðni degi síðar.<br /> <br /> Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 1. júní 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti kæranda leiðbeiningar um kæruheimild. Samdægurs óskaði lögmaður kæranda eftir staðfestum afritum af undirritun tveggja tilgreindra lögreglumanna undir trúnaðaryfirlýsingu. Jafnframt að upplýst yrði hvenær kæranda hefði verið flett upp í smitsjúkdómaskrá. Ríkislögmaður framsendi síðastgreindu beiðnina til landlæknis sem veitti kæranda upplýsingar um uppflettingu í smitsjúkdómaskrá 6. júní 2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Málið sé óvenjulegt, varði mikilsverða einkahagsmuni kæranda um friðhelgi einkalífs en snúi einnig að mikilvægri stjórnskipulegri afmörkun þess hvar draga beri mörk einkalífs og opinbers valds. Handhafar opinbers valds hafi ekki farið að reglum um meðferð heilsufarsupplýsinga kæranda og í því ljósi beri að túlka allan vafa um undanþáguheimildir honum í vil. Að öðrum kosti væri úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leggja blessun sína yfir athafnir stjórnvalda eins og þær opinberist í gögnum málsins. Hér gildi því ákvæði 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang að gögnum, enda standi engar aðrar lagareglur því í vegi, og séu brýnir almannahagsmunir bundnir við að vinnubrögð sóttvarnalæknis og lögreglu verði dregin fram í dagsljósið en ekki hulin myrkri í skjóli undanþáguákvæða upplýsingalaga. Þá varði málið kæranda sjálfan og því eigi ekki við ákvæði laga um þagnarskyldu eða persónuvernd.<br /> <br /> Í kæru er ítarlega gerð grein fyrir ákvæðum sóttvarnalaga, nr. 19/1997, og þá einkum ákvæðum laganna sem lúta að smitsjúkdómaskrá og trúnaðar- og þagnarskyldu varðandi upplýsingar í þeirri skrá og öðrum sjúkraskrám. Rakið er að staðreyndir í máli kæranda bendi til að trúnaðar hafi ekki verið gætt af hálfu yfirvalda og viðkvæmum heilsufarsupplýsingum hafi verið miðlað frjálslega og utan marka laga enda heimili ákvæði sóttvarnalaga ekki eftirlitslausa miðlun upplýsinga um bólusetningarstöðu en slík miðlun virðist hafa átt sér stað í máli kæranda.<br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi augljósa lagalega hagsmuni af því að fá staðfest hverjir hafi haft aðgang að gagnagrunni með upplýsingum um hann. Gögn málsins beri vott um að lögregla hafi með framgöngu sinni farið út fyrir leyfileg valdmörk, stundað persónunjósnir og gerst sek um mismunun sem ekki hafi verið réttlætt, hvorki lagalega né málefnalega, enda ósannað að réttlætanlegt hafi verið að skipta borgurum landsins í tvo misréttháa hópa eftir bólusetningarstöðu. Til þess að unnt sé að verja réttarstöðu kæranda gagnvart ofurefli ríkisvalds sé nauðsynlegt að kærandi fái afhentar allar þær umsagnir sem ríkislögmaður hafi aflað í aðdraganda ákvörðunar embættisins 30. maí 2023.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 22. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023. Í umsögninni kemur fram að synjun embættisins sé reist á 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kæranda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda 5. júlí 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 20. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kæranda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögnum heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, landlæknis og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kæranda sem barst embættinu 1. desember 2022.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra fjögurra umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kæranda 1. desember 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að honum yrðu greiddar miskabætur að tiltekinni fjárhæð og var þess getið í bréfinu að kærandi áskildi sér rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða hlutaðeigandi stjórnvalda til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál á hendur hlutaðeigandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðin gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu gagnanna því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1205/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs meðal annars að gögnum um bótakröfu og bótagreiðslu sveitarfélags til einstaklings. Ákvörðun sveitarfélagsins að synja beiðninni byggðist fyrst og fremst á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu einkamálefni einstaklingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Var ákvörðun sveitarfélagsins því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1205/2024 í máli ÚNU 22100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 6. október 2022, kærði […] lögmaður, f.h. […], ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að gögnum um bótakröfu […] og bótagreiðslu sveitarfélagsins til […], og upplýsingum um eineltiskvörtun.<br /> <br /> Kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum 3. ágúst 2022. Eftir að hafa að ósk […] afmarkað beiðnina nánar hljóðaði hún á um eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> </p> <ol> <li>Bótakrafa […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] vegna málsins, og öll önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.</li> <li>Hver niðurstaða […] hafi verið vegna eineltiskvörtunarinnar og hvenær rannsókn á málinu hafi lokið. Þá var óskað aðgangs að öllum gögnum sem vörðuðu lokaafgreiðslu […] á málinu.</li> </ol> <p> <br /> Með ákvörðun […], dags. 9. september 2022, var kæranda synjað um aðgang að gögnum sem féllu undir fyrri lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið varð að hluta við beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt síðari liðnum, en synjaði kæranda um aðgang að öðru leyti með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að […] og […] hafi mátt vera ljóst að samkomulag um greiðslu bóta úr sveitarsjóði sveitarfélagsins væru upplýsingar sem vörðuðu almenning, enda um ráðstöfun almannafjár að ræða. Ríkir hagsmunir standi til þess að upplýst sé um samkomulagið, sbr. markmiðsákvæði upplýsingalaga í 1. gr. þeirra um að tryggja gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna. […]<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar í þeim gögnum sem synjað hefur verið um aðgang að séu ekki þess efnis að þær varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. […]<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar telur kærandi að út frá skýringum […] megi draga þá ályktun að kæranda hafi verið synjað um aðgang að mörg hundruð blaðsíðum af gögnum. Kærandi krefjist þess að gögnin verði afhent sér í heild.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 7. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 20. október 2022. Í henni kemur fram að í þeim gögnum sem heyri undir fyrri lið gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklings sem teljist auk þess viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum. Þá sé að auki að miklu leyti um vinnugögn að ræða í skilningi upplýsingalaga. Umsögninni fylgdu þau gögn sem […] telur að kæran lúti að.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. nóvember 2022, kemur fram að […] hafi enn ekki skýrt út hvaða gögn samkvæmt síðari lið gagnabeiðninnar hafi ekki verið afhent og hvernig takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau. Varðandi fyrri lið beiðninnar sé hún sett fram með þeim hætti að gögn sem undir liðinn heyra geti ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 18. október 2023, sendi kærandi úrskurðarnefndinni úrskurð innviðaráðuneytis sem kveðinn var upp tveimur dögum áður í kærumáli um aðgang að sömu gögnum og til meðferðar eru í þessu máli. Niðurstaða ráðuneytisins um fyrri lið gagnabeiðninnar var sú að ákvörðun […] lyti ekki eftirliti ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, heldur væri um að ræða starfsmannamál sveitarfélagsins. Þeim þætti kærunnar var því vísað frá.<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar var það niðurstaða ráðuneytisins að þegar erindi […], dags. 16. desember 2020, barst […] hefði hafist stjórnsýslumál sem lokið hefði með erindi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að því stjórnsýslumáli og því færi um rétt til aðgangs að gögnum málsins samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Þar sem […] hefði ekki afgreitt þann hluta beiðninnar með fullnægjandi hætti var ákvörðun sveitarfélagsins felld úr gildi að því leyti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þess einstaklings sem gögnin varða til afhendingar þeirra gagna sem deilt er um aðgang að. Með erindi, dags. 27. nóvember 2023, var lagst gegn afhendingunni.<br /> <br /> Með erindi til kæranda, dags. 27. maí 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á afmörkun fyrri liðar gagnabeiðni hans. Í svari kæranda, dags. 30. maí 2024, […].<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun […] að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða bótagreiðslu til […] og afgreiðslu sveitarfélagsins á eineltiskvörtun […].<br /> <br /> Eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kærandi sömu ákvörðun […] til innviðaráðuneytis. Í úrskurði ráðuneytisins var niðurstaðan sú að gögn sem heyrðu undir síðari lið gagnabeiðni kæranda og vörðuðu afgreiðslu […] á eineltiskvörtun […] tilheyrðu stjórnsýslumáli sem hófst með erindi hennar 16. desember 2020 og lauk þegar kæranda var tilkynnt um lok málsins 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að málinu og því byggðist réttur hans til aðgangs að gögnum þess á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Það liggur því fyrir að skorið hefur verið úr um að réttur kæranda til aðgangs að gögnum samkvæmt síðari lið gagnabeiðni byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur stjórnsýslulaga. Sá réttur sem stjórnsýslulög veita aðila máls til aðgangs að gögnum er ríkari en réttur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þá liggur fyrir að innviðaráðuneyti er að lögum hið rétta stjórnvald til að skera úr um ágreining sem lýtur að aðgangi kæranda að gögnum málsins, sbr. 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, um heimild aðila máls til að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Verður þeim hluta kærunnar sem lýtur að síðari lið gagnabeiðni kæranda því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrri liður gagnabeiðni kæranda hljóðaði á um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […], og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> […] afhenti úrskurðarnefndinni 844 blaðsíður af gögnum sem sveitarfélagið telur að heyri undir þennan lið gagnabeiðninnar. Eftir að hafa grisjað gögnin þannig að hvert gagn komi aðeins einu sinni fyrir standa eftir 340 blaðsíður. Sá hluti gagnanna, sem varðar bótakröfu […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] og önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins, er 124 blaðsíður. Eftirfarandi umfjöllun miðar að því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Meðal framangreindra gagna eru hvorki gögn sem eru um kæranda, né er í gögnunum að finna upplýsingar sem telja má að varði kæranda sérstaklega umfram aðra með þeim hætti að upplýsingaréttur hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Áréttað skal að þessi niðurstaða á við um þau gögn sem nefndin hefur afmarkað umfjöllun sína við, sbr. framangreint. Það er mat nefndarinnar að ekki verði séð að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að gögnunum séu að einhverju leyti ríkari eða annars eðlis en hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim. Fer því um upplýsingarétt kæranda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er fyrst og fremst byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki sjálfgefið að bótakrafa einstaklings sem beint er að stjórnvaldi og önnur gögn sem til verða við úrvinnslu þess máls sem kann að hefjast í kjölfarið séu gögn um einkamálefni viðkomandi einstaklings. Þegar krafa varðar bætur fyrir ætlað einelti má þó almennt ætla að gögn málsins varði einkamálefni þess sem leggur fram kröfuna. Slíkar upplýsingar kunna jafnframt að teljast viðkvæmar fyrir þann einstakling sem í hlut á.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir framangreind gögn með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hafið yfir vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eiga ekki erindi við almenning. Á það að mati nefndarinnar við um gögnin í heild, þ.e. bótakröfuna sem og gögn sem urðu til í tengslum við meðferð og úrvinnslu kröfunnar. Við mat á því hvort engu að síður væri hægt að veita aðgang að hluta gagnanna telur nefndin það ekki vera mögulegt þar sem til þess er að líta, sem áður segir, að málið í heild sinni er viðkvæmt og afhending upplýsinga sem einar og sér myndu ekki endilega teljast viðkvæmar gæti með óbeinum hætti varpað ljósi á aðrar upplýsingar í málinu sem teljast viðkvæmar og til þess fallnar að skaða einkahagsmuni viðkomandi einstaklings ef þær væru á vitorði almennings.<br /> <br /> Kærandi telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum þar sem í málinu hafi opinberum fjármunum verið ráðstafað til að greiða […] bætur. Líkt og áður hefur komið fram eru mál sem varða kröfur um bætur fyrir ætlað einelti almennt viðkvæm. Þá er vandséð að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af að fá aðgang að gögnum slíkra mála. Nefndin tekur fram að almennt er litið svo á að upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna eigi erindi við almenning í því skyni að styrkja aðhald að opinberum aðilum, sbr. til dæmis 1. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ræður það sjónarmið ekki fortakslaust úrslitum um hvort aðgangur að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna verði veittur, heldur þarf að meta það heildstætt með hliðsjón af málsatvikum, m.a. gagnvart þeim einkahagsmunum sem um er að ræða hverju sinni. Með vísan til þess hve hagsmunir almennings af að fá aðgang að gögnum þessa máls eru að mati nefndarinnar takmarkaðir getur nefndin ekki fallist á að framangreint sjónarmið breyti þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að veita aðgang að þeim gögnum sem um er deilt í málinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að tjáning einstaklings á opinberum vettvangi um einkamálefni sín geti leitt til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga hafi meira svigrúm til að afhenda gögn sem innihalda upplýsingar um þau einkamálefni sem þannig hafa þegar verið gerð opinber. Nefndin telur hins vegar í þessu máli að það að […] hafi tjáð sig á opinberum vettvangi […] eigi ekki að leiða til þess að réttur til aðgangs að umbeðnum gögnum sé ríkari en ella væri. […] Slík opinber tjáning felur ekki í sér samþykki […] fyrir afhendingu gagnanna og veitir sveitarfélaginu sömuleiðis ekki heimild til að afhenda þau.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu varði einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun […] því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun […], dags. 9. september 2022, að synja […] um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […] vegna málsins, og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> Kæru […], dags. 6. október 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1204/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði gefið út mörg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1204/2024 í máli ÚNU 23120012.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. desember 2023, kærði […] synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 28. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort Herjólfur hefði gefið út mörg skrifleg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. október 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni hans. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 5. desember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í kjarasamningi undirmanna á Herjólfi sé kveðið á um að þeir þurfi skriflegt leyfi til að stunda aðra launaða vinnu á meðan ráðningu stendur. Kærandi kveðst með beiðni sinni hafa leitast eftir því að fá uppgefna tölu um hversu margir undirmenn hafi fengið slík leyfi en ekki óskað eftir nöfnum þeirra. Kærandi tekur fram að ef það megi finna persónugreinanlegar upplýsingar í uppgefinni heildartölu megi afmá þær.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 3. janúar 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 15. janúar 2024. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni nefndarinnar um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gögnin liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort félagið hafi gefið út mörg skrifleg leyfi til starfsmanna þess til að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan ráðningu þeirra hafi staðið. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um fyrrgreindar leyfisveitingar séu ekki fyrirliggjandi, þar á meðal að ekki liggi fyrir í gögnum félagsins samanteknar upplýsingar um heildartölu þeirra starfsmanna þess sem fengið hafa leyfi til þess að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan á ráðningu þeirra hafi staðið.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023. Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að aðeins sé leitast eftir að fá uppgefna tölu um hversu margir starfsmenn hafi fengið umrædd leyfi. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir gögn með samanteknar upplýsingar um slíkar leyfisveitingar.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 5. desember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1203/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildartölu úr bókhaldi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um sálfræðikostnað sem félagið hefði greitt árið 2023. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1203/2024 í máli ÚNU 23120005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 1. desember 2023, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 2. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvað Herjólfur hefði greitt í sálfræðikostnað vegna þjónustu við starfsmenn félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. nóvember 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni sinni. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 9. nóvember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að óskað sé eftir ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs um sálfræðikostnað félagsins á árinu 2023 vegna starfsmanna þess.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. desember 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 22. desember 2023. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gagn með umbeðnum upplýsingum liggi ekki fyrir hjá félaginu.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 12. sama mánaðar. Í athugasemdum sínum áréttar kærandi að hann sé ekki að óska eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi félagsins.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Í kæru til nefndarinnar tiltók kærandi að hann krefðist upplýsinga um kostnað Herjólfs vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 en í beiðni hans var hins vegar aðeins miðað við fyrstu níu mánuði ársins. Úrskurður þessi varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við Herjólf og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023.<br /> <br /> Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að óskað sé eftir einni ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs og áréttaði kærandi í athugasemdum sínum 12. janúar 2024 að ekki væri óskað eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi Herjólfs. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um kostnað félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, dags. 9. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1202/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum varðandi innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór á Íslandi í maí 2023. Ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum var byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir ríkislögreglustjóra að taka að nýju til meðferðar og afgreiðslu þann hluta beiðninnar sem laut að upplýsingum um skotvopn og skotfæri. Þá taldi nefndin að kærandi ætti rétt til aðgangs að sölureikningum varðandi kaup á fatnaði, hjálmum og fylgibúnaði. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1202/2024 í máli ÚNU 23060009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, 15. júní 2023, kærði […], fréttastjóri hjá Morgunblaðinu, synjun embættis ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Hinn 2. júní 2023 birtist fréttartilkynning á heimasíðu lögreglunnar með yfirskriftina „Búnaður lögreglu á leiðtogafundi“. Þar komu fram upplýsingar um búnað sem ríkislögreglustjóri hafði keypt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi í maí 2023. Í tilkynningunni var meðal annars rakið að keypt hefðu verið skotvopn og skotfæri frá tilgreindum söluaðilum vegna fundarins fyrir um 185 millj. kr. og þar hefði helst verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur. Í tilkynningunni var jafnframt rakið að keyptir hefðu verið hjálmar og jakkaföt fyrir nánar tilgreindar fjárhæðir og að tvær aðrar tegundir vopna hefðu verið keyptar til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkislögreglustjóra, dags. 6. júní 2023, vísaði kærandi meðal annars til fyrrgreindrar tilkynningar og óskaði eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum. Ríkislögreglustjóri svaraði erindinu 15. sama mánaðar og veitti kæranda tilteknar upplýsingar um innkaupin. Ríkislögreglustjóri synjaði á hinn bóginn um aðgang að upplýsingum að öðru leyti með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er meðal annars rakið að röksemdir ríkislögreglustjóra fyrir synjun á aðgangi að upplýsingunum standist ekki skoðun. Varnarbúnaður lögreglu hafi oft verið umræðuefni fjölmiðla og hafi Ríkiskaup til að mynda nýverið veitt upplýsingar um fyrirhuguð kaup á tilteknum fjölda rafbyssa. Kærandi krefst þess að ríkislögreglustjóri svari eftirfarandi spurningum í tengslum við innkaup embættisins vegna fyrrnefnds leiðtogafundar:<br /> </p> <ol> <li>Hvað voru keyptir margir hjálmar?</li> <li>Hvað voru keypt mörg jakkaföt?</li> <li>Hvað voru keyptar margar skammbyssur?</li> <li>Hvað voru keyptar margar MP5-byssur?</li> <li>Hversu mikið magn skotfæra var keypt?</li> <li>Hvaða tvær aðrar tegundir vopna voru keyptar fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra?</li> </ol> <p> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 16. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 27. júní 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er rakið að embættið hafi synjað beiðni kæranda, hvað varðar upplýsingar um skotvopn og skotfæri, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna eftir t.d. hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem geti haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins verði þær afhentar almenningi. Umræddar upplýsingar geti verið til þess fallnar að gagnast þeim sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggi ríkisins, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-151/2002. Í úrskurðinum hafi nefndin fallist á þau rök að það geti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef meðal annars upplýsingar um vopnaburð og önnur valdbeitingartæki séu á allra vitorði.<br /> <br /> Færa megi rök fyrir því að þau sjónarmið sem fram komi í umræddum úrskurði eigi enn frekar við í dag með vísan til verulegra breyttra forsendna hvað varðar þjóðaröryggi. Liggi þannig fyrir að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu, líkt og fram komi í hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafi hernaðarógn og spenna ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Ríkislögreglustjóri hafi ekki áður birt upplýsingar um varnarbúnað, líkt og kærandi byggi á. Einu upplýsingar um fjölda og gerð vopna lögreglunnar á Íslandi hafi verið birtar af hálfu annarra stjórnvalda og án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um jakkaföt og hjálma vísar ríkislögreglustjóri til þess að embættinu sé óheimilt að afhenda upplýsingar um hversu mörg eintök hafi verið keypt af vörunum þar sem slíkar upplýsingar muni eðli málsins samkvæmt gefa upp einingarverð seljanda en slíkar upplýsingar séu bundnar trúnaði samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup. Embættinu sé jafnframt óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum samkvæmt fyrirmælum 9. gr. upplýsingalaga þar sem seljandi hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir að einingarverðin yrðu gefin upp.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann gerði með frekari athugasemdum 17. júlí 2023.<br /> <br /> Kærandi tekur meðal annars fram að það sé rangt að ríkislögreglustjóri hafi ekki áður veitt nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu opinberlega, þ.m.t. upplýsingar um fjölda og gerð skotvopna. Þessu til stuðnings vísar kærandi til nokkurra dæma þar sem upplýsingar um vopn, öryggis- og hlífðarbúnað lögreglu hafi verið birtar opinberlega, m.a. af hálfu ríkislögreglustjóra. Ekki skipti máli hvort upplýsingar um vopnabúnað lögreglu hafi verið veittar án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra heldur skipti meginmáli að upplýsingarnar hafi verið veittar af hálfu stjórnvalda enda ríkislögreglustjóri sem og önnur stjórnvöld bundin á sama hátt af ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar fyrsta og annan lið í beiðni sinni telur kærandi enn fremur að hagsmunir almennings um rétt til að fá upplýsingar um opinber innkaup vegi þyngra en ætlað trúnaðarsamband milli kaupanda og seljanda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum er varða innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór hér á landi í maí 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá svör við nánar tilgreindum spurningum sem hann beindi til ríkislögreglustjóra 6. júní 2023 en embættið neitaði að svara. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar um beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri tók ekki saman þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir en hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem hafa að geyma umbeðnar upplýsingar. Mun nefndin því taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum gögnum en um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttarstjóri fjölmiðils en úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. úrskurði nr. 1138/2023 og 1157/2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögreglustjóra er, hvað varðar þá sölureikninga sem eru tilgreindir í töluliðum 1–5 í kafla 1 að framan, byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Umrædd gögn eiga það sammerkt að geyma upplýsingar um innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, fylgibúnaði þeirra og skotfærum.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum um 1. tölul. 10. gr.:<br /> </p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […]<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er meðal annars rakið að nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna til dæmis eftir hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem gætu haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Geti umræddar upplýsingar verið til þess fallnar að gagnast þeim aðilum sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggis ríkisins og birting þeirra geti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í umsögninni að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu eins og megi ráða af nánar tiltekinni skýrslu ríkislögreglustjóra og að hernaðarógn og spenna hafi ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið birtist tilkynning á heimasíðu lögreglunnar 2. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram að innkaup ríkislögreglustjóra hefðu einkum varðað kaup á Glock-skammbyssum og tveimur nánar tilteknum gerðum af hálfsjálfvirkum einskotsbyssum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá sölureikninga sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim er meðal annars að finna upplýsingar um framangreind skotvopn, þar með talið um gerð og fjölda þeirra, gerð og magn skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa. Þá koma fram upplýsingar um gerð og fjölda tveggja skotvopna sem voru keypt fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra auk upplýsinga um skotfæri og fylgibúnað sem var keyptur með þeim vopnum.<br /> <br /> Að virtum þeim upplýsingum sem koma fram í umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að fallast verði á með ríkislögreglustjóra að gögnin hafi að geyma upplýsingar sem geta varðað öryggi ríkisins. Að mati nefndarinnar verður þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopnanna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska almannahagsmunum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda um fyrri birtingu á upplýsingum um varnarbúnað lögreglu hrófla ekki við framangreindu mati ríkislögreglustjóra nú. Þótt birting upplýsinga að eigin frumkvæði stjórnvalda geti eftir atvikum haft áhrif við mat á því hvort veita skuli aðgang að sambærilegum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga leiðir það ekki til þess að stjórnvöldum sé skylt að veita slíkan aðgang eftir ákvæðum laganna. Þá er ljóst að mat á því hvaða upplýsingar geta verið til þess fallnar að raska öryggi ríkisins getur verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni.<br /> <br /> Á hinn bóginn telur nefndin að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga taki ekki til allra þeirra upplýsinga sem koma fram í umræddum sölureikningum. Gögnin hafa þannig að geyma ýmsar aðrar upplýsingar sem telja verður vandséð að varði öryggishagsmuni ríkisins, svo sem almennar upplýsingar um greiðslufresti, dagsetningar, sendingarstað varanna, heimilisföng og fleira þess háttar. Þá koma fram í gögnunum upplýsingar um heildarfjárhæð hvers reiknings ásamt upplýsingum um einingaverð og heildarfjárhæðir vegna kaupa á einstökum vörum auk annarra upplýsingar sem þegar hafa verið gerðar opinberar, svo sem um söluaðila varanna og gerð þriggja skotvopna.<br /> <br /> Nefndin gerir þó þann fyrirvara að ríkislögreglustjóra kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi ef unnt væri að ráða af þeim aðrar upplýsingar um atriði sem varða öryggi ríkisins, svo sem um fjölda skotvopna og skotfæra. <br /> <br /> Eins og fyrr segir koma einnig fram upplýsingar í reikningunum um þær tvær tegundir skotvopna sem keyptar voru fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra en þessar upplýsingar eru á meðal þeirra sem kærandi óskaði sérstaklega eftir með beiðni sinni til embættisins. Þá koma einnig fram upplýsingar um hvaða skotfæri og fylgibúnaður var keyptur með umræddum skotvopnum. Hvorki í ákvörðun né umsögn ríkislögreglustjóra er rökstutt hvernig opinberun upplýsinga um gerð, skotfæri eða fylgibúnað þessara skotvopna kynni að raska öryggishagsmunum íslenska ríkisins eða hvernig skotvopnin skera sig frá þeim sem ríkislögreglustjóra taldi sér unnt að veita upplýsingar um með opinberum hætti.<br /> <br /> Auk framangreinds er í rökstuðningi ríkislögreglustjóra aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umræddir sölureikningar skulu undanþegnir upplýsingarrétti almennings á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum í gögnunum sé til þess fallin að raska öryggishagsmunum ríkisins, umfram það sem varðar upplýsingar um fjölda skotvopna, skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa.<br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að raska öryggi ríkisins. Þá verður ekki séð að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða ríkislögreglustjóra til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð embættisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að umræddum sölureikningum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædda sölureikninga, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að sölureikningum frá Northwear ehf. og TST Protection Ltd., sbr. töluliði 6–10 í kafla 1 hér að framan. Ríkislögreglustjóri telur sér meðal annars óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra leggjast fyrirtækin gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Í athugasemdunum segir svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða þrjá sölureikninga frá fyrirtækinu Northwear ehf. er varða kaup á fatnaði, þ.m.t. jakkafötum, og tvo sölureikninga frá fyrirtækinu TST Protection Ltd. er varða kaup á hjálmum og fylgibúnaði þeirra.<br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Northwear ehf. og TST Protection Ltd. hafa af því að synjað sé um aðgang að gögnunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að sölureikningunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar vísun ríkislögreglustjóra til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að sölureikningar Northwear ehf. og TST Protection Ltd. heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um framangreinda sölureikninga er ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að þeim í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun ríkislögreglustjóra, dags. 15. júní 2023, um synjun á beiðni kæranda, […], um aðgang að eftirtöldum sölureikningnum er felld úr gildi og lagt fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> </ol> <p> <br /> Ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1201/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneyti synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að greinargerðin væri undirorpin þagnarskyldu og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar væri ráðuneytinu óheimilt að afhenda hana kæranda. Eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál var greinargerðin birt af hálfu forsætisnefndar á vef Alþingis. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi væru niður fallnir og að ráðuneytinu bæri að afhenda hana kæranda. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1201/2024 í máli ÚNU 23050004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. maí 2023, kærði […], blaðamaður hjá Eyjunni, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gagninu 5. maí 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 9. maí sama ár, var rakið að settur ríkisendurskoðandi hefði skilað vinnu sinni til Ríkisendurskoðunar í lok maí 2018. Vinnuskjalið sýndi stöðu verkefnisins á þeim tíma og Ríkisendurskoðun hefði í kjölfarið lagt lokahönd á verkefnið, sbr. skýrslu sem skilað var til Alþingis og birt 2020. Með því að veita aðgang að vinnuskjalinu teldi Ríkisendurskoðun að sett væri varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins því skjalið hefði að geyma upplýsingar sem settar væru fram án þess að gætt væri að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá væri í 3. mgr. 15. gr. laganna að finna ákvæði um sérstaka þagnarskyldu. Að mati ráðuneytisins leiddi það til þess að það væri ekki á valdi ráðuneytisins að veita aðgang að vinnuskjalinu og var beiðninni hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að túlkun ráðuneytisins á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 standist ekki og að birting gagna sé ekki fortakslaust óheimil samkvæmt ákvæðinu. Sigurður Þórðarson telji að greinargerð hans sé ekki vinnuskjal heldur fullgild greinargerð frá ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi verið send Alþingi, fjármálaráðherra, stjórn Lindarhvols, Seðlabankanum og umboðsmanni Alþingis í júlí 2018.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 15. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 31. maí 2023. Í henni er fjallað um ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og tekið fram að ráðuneytinu sé að jafnaði ekki heimilt að veita aukinn aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið, enda ráði ráðuneytið ekki sjálft þeim hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 31. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 5. júní 2023. Með erindi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 3. október 2023, var vísað til þess að 15. september 2023 hefði birst á vef Alþingis tilkynning frá forsætisnefnd þingsins þess efnis að máli sem laut að beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerðinni væri lokið af hálfu nefndarinnar. Tilkynningunni hefði fylgt hlekkur á greinargerðina sem deilt er um aðgang að í málinu. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort afstaða ráðuneytisins, að óheimilt væri að afhenda greinargerðina, væri óbreytt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst 4. október 2023. Í svarinu er vísað til þess að í tilkynningu forsætisnefndar á vef Alþingis hafi komið fram að ástæða þess að málinu lauk hjá nefndinni væri sú að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði þegar verið birt opinberlega. Af því verði hins vegar ekki ráðið að Ríkisendurskoðun hafi samþykkt að greinargerðin yrði birt. Þar sem ráðuneytið telji sér óheimilt að veita aðgang að skjalinu án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé ekki augljóst að birting forsætisnefndar á skjalinu hafi áhrif á hvort skjalið teljist undirorpið sérstakri þagnarskyldu. Sömuleiðis sé ekki hægt að slá því föstu að vegna birtingar skjalsins hafi niðurstaða um kæruefnið enga þýðingu.<br /> <br /> Með erindi til Ríkisendurskoðunar, dags. 13. febrúar 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort samþykkis stofnunarinnar hefði verið aflað fyrir birtingu greinargerðarinnar á vef Alþingis eða hvort stofnuninni hefði að öðru leyti verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Þá var óskað eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort stofnunin liti svo á að greinargerðin skyldi í ljósi birtingarinnar falla undir upplýsingarétt almennings. Í svari Ríkisendurskoðunar, dags. 19. febrúar 2024, kom fram að samþykkis stofnunarinnar hefði ekki verið aflað en að stofnuninni hefði með skömmum fyrirvara verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Með birtingunni væri augljóslega ekki tekið tillit til þeirrar afstöðu Ríkisendurskoðunar að fara bæri með greinargerðina sem vinnuskjal, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Sú afstaða stofnunarinnar væri óbreytt. Óháð samþykki stofnunarinnar hefði almenningur nú óheftan aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Með erindi til forsætisnefndar Alþingis, dags. 25. mars 2024, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um hvort það að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega hefði ráðið því að nefndin birti greinargerðina á vef Alþingis. Þá var óskað upplýsinga um hvort nefndin hefði, þrátt fyrir að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega, lagt mat á það hvort aðgangur að greinargerðinni gæti engu að síður sætt takmörkunum á grundvelli laga. Svar forsætisnefndar barst 18. apríl 2024. Í svarinu kom fram að um ákvörðun forsætisnefndar væri vísað til tilkynningar nefndarinnar frá 15. september 2023 á vef Alþingis. Ekki stæðu skilyrði til að verða við erindi nefndarinnar að öðru leyti.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf., sem hinn setti ríkisendurskoðandi afhenti Alþingi með bréfi, dags. 27. júlí 2018.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneyti telur að greinargerðin sé undirorpin þagnarskyldu samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé óheimilt að afhenda hana.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, eru drög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi, sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í fimm málum. Í þeim var lagt til grundvallar að framangreint ákvæði hefði að geyma sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Taldi úrskurðarnefndin að greinargerðin teldist vera drög í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og að réttur til aðgangs að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Eftir að kæra í því máli sem hér er til úrlausnar barst úrskurðarnefndinni birti forsætisnefnd Alþingis tilkynningu á vef þingsins um niðurfellingu mála um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Í tilkynningunni, dags. 15. september 2023, kemur fram að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá júlí 2018 um Lindarhvol ehf. Í ljósi þess að greinargerðin hafi þegar verið birt opinberlega séu brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Málinu sé því lokið af hálfu nefndarinnar.<br /> <br /> Tilkynningunni á vef Alþingis fylgdi jafnframt afrit af greinargerðinni, þ.e. greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.<br /> <br /> Samkvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. breytingu sem á henni var gerð með stjórnarskipunarlögum árið 1995, skal endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga kýs Alþingi ríkisendurskoðanda sem hefur það hlutverk, sbr. 3. gr. laganna, að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja á þann hátt sem í lögunum greinir. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í störfum sínum, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Með lögum nr. 24/2016, um breytingu á þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, var ráðherra heimilað að setja á fót einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem skyldi annast umsýslu tilgreindra eigna, fullnustu þeirra og sölu (stöðugleikaeignir svonefndar). Gera skyldi samning milli félagsins og ráðherra um verkefni þess og starfshætti og var Ríkisendurskoðun falið að hafa eftirlit með þeim samningi. Á þessum grundvelli hefur ríkisendurskoðandi unnið tilteknar skýrslur um Lindarhvol ehf. og framkvæmd umrædds samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum, þar á meðal umrædda greinargerð setts ríkisendurskoðanda.<br /> <br /> Almennt er ráð fyrir því gert að þær skýrslur sem ríkisendurskoðandi vinnur skuli sendar Alþingi, sbr. 16. gr. laga nr. 46/2016. Svo var einnig gert í þessu tilviki, sem fyrr segir. Alþingi heyrir ekki undir eftirlit framkvæmdarvaldsins, eðli máls samkvæmt, og þar með ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. einnig lokamálslið 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 72/2019. Þar sem forsætisnefnd Alþingis hefur birt hina umbeðnu greinargerð opinberlega verður ekki séð að lengur séu fyrir hendi mögulegir almanna- eða einkahagsmunir sem réttlæti að aðgangur að greinargerðinni sé takmarkaður af hálfu stjórnvalda, hvorki á grundvelli laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga né upplýsingalaga. Greinargerðin er aðgengileg öllum almenningi á vef Alþingis með lítilli fyrirhöfn. Þá fluttu helstu fjölmiðlar, þar á meðal kærandi, fréttir af birtingunni í september 2023 og vísuðu á vef Alþingis þar sem nálgast mætti greinargerðina.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kunna að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi séu niður fallnir og að um aðgang kæranda að greinargerðinni fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar eiga ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ekki við um greinargerðina. Því er ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að veita […], blaðamanni hjá Eyjunni, aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1200/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði í tilefni af erindi til embættisins þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu. Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að gögnin teldust bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að umbeðnar umsagnir lytu að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun og að ríkislögmanni hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Ákvörðun ríkislögmanns var því staðfest. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1200/2024 í máli ÚNU 23010004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. janúar 2023, kærði […] synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að 31. október 2022 sendi kærandi bréf til ríkislögmanns og krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna miska sem hann og dóttir hans hefðu orðið fyrir vegna meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á kröfu hans um umgengni við dóttur sína samkvæmt samkomulagi. Ríkislögmaður sendi bréf til dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2022. Í bréfunum gerði ríkislögmaður grein fyrir framkominni kröfu kæranda og óskaði eftir umsögnum viðkomandi stjórnvalda um kröfuna og málatilbúnað kæranda og að aflað yrði þeirra gagna sem kynnu að varða málið og ekki fylgdu bréfi kæranda. Umsagnir bárust frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 2. desember 2022 og dómsmálaráðuneyti 13. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda með bréfi 21. desember 2022 þar sem kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu var hafnað.<br /> <br /> Með tveimur tölvupóstum 27. desember 2022 til ríkislögmanns krafðist kærandi „gagna vegna umrædds máls“ og „umsagna DMR og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ með vísan til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 5. janúar 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum tveimur með vísan til þess að réttur til aðgangs að gögnum tæki ekki til „bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Hvað varðaði beiðni kæranda að öðru leyti tók ríkislögmaður fram að þau gögn sem lægju fyrir væru gögn úr tilteknu stjórnsýslumáli sem leitt hefði verið til lykta með úrskurði dómsmálaráðuneytisins 8. desember 2022. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væri „mælt fyrir um að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun“ skyldi beina beiðni um aðgang að gögnum til þess sem tekið hefur eða muni taka ákvörðun í málinu. Í samræmi við þetta og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, yrði beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að þessu leyti, framsend dómsmálaráðuneytinu til afgreiðslu.<br /> <br /> Í framhaldinu af þessari synjun vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem fyrr greinir. Í kæru málsins kemur m.a. fram sú afstaða kæranda að undantekningin um bréfaskipti við sérfróða aðila samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem sérfróðir aðilar hafi ekki fjallað efnislega um málið. Brýnir almannahagsmunir með tilliti til upplýsingaréttar almennings og trausts á stjórnsýslunni varði þetta mál, annars vegar hvort sérfróðir aðilar hafi yfirleitt fjallað um málið og hins vegar sé með öllu óljóst hvað ríkislögmaður eigi við með réttarágreiningi og sé það ekki rökstutt í svari embættisins. Loks krefst kærandi lista frá ríkislögmanni yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni þann 12. janúar 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023. Í umsögninni kemur fram að embættið telji að beiðni kæranda hafi verið afgreidd lögum samkvæmt. Í samhengi við afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að umsögnum hafi þó láðst að greina frá afstöðu ríkislögmanns til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og leiðbeina honum um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laganna, og verði framvegis gætt að því.<br /> <br /> Í því skyni að bæta úr framangreindu er þess getið í umsögninni að það sé afstaða embættisins að ekki sé ástæða til að neyta heimildar 11. gr. upplýsingalaga til að veita aðgang að þeim gögnum sem falli undir ákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Loks er til þess vísað að í kærunni sé krafist gagnalista frá ríkislögmanni. Þótt þessi beiðni hafi ekki áður borist embættinu og því ekki hlotið afgreiðslu þess sé vakin athygli á að fyrirliggjandi gögn í málinu séu eftirtalin:<br /> </p> <ol> <li>Erindi kæranda til ríkislögmanns 31. október 2022 og 23 fylgiskjöl sem talin eru upp í niðurlagi erindisins.</li> <li>Umsagnarbeiðnir embættis ríkislögmanns 8. nóvember 2022 til ráðuneytis og sýslumanns.</li> <li>Tölvupóstsamskipti vegna frestbeiðna ráðuneytis og sýslumanns</li> <li>Umsögn sýslumanns til embættis ríkislögmanns 2. desember 2022</li> <li>Úrskurður sýslumanns 11. maí 2022</li> <li>Umsögn ráðuneytisins til embættis ríkislögmanns 13. desember 2022</li> <li>Úrskurður ráðuneytisins 8. desember 2022</li> <li>Bréf embættis ríkislögmanns til kæranda 21. desember 2022</li> <li>Tölvubréf 21. desember 2022 til 5. janúar 2023.</li> </ol> <p> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 24. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess og sjónarmiðum kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi krafist aðgangs að gögnum máls hjá ríkislögmanni sem varðar afgreiðslu og meðferð ríkislögmanns á kröfu kæranda sjálfs um viðurkenningu bótaskyldu.<br /> <br /> Gögn þess máls sem beiðni kæranda lýtur að eru í fyrsta lagi krafa kæranda um viðurkenningu bótaskyldu, dags. 31. október 2022, og 23 fylgigögn með kröfunni. Kærandi hefur þegar aðgang að þessum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem leiða af lögum. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Þegar litið er til beiðni kæranda um aðgang að gögnum og þegar kæra málsins til úrskurðarnefndarinnar er virt heildstætt verður kæruefni málsins þó afmarkað þannig að í því felist ekki krafa um afhendingu þessara tilteknu gagna frá ríkislögmanni. Fellur því álitaefni um rétt kæranda til aðgangs að þeim utan við viðfangsefni þessa úrskurðar.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrirliggjandi gögn eru í öðru lagi tvö bréf ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, bæði dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda, og svör stjórnvalda við þeim erindum, þ.e. umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, og umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022. Þessi fjögur gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns hvað þessi gögn varðar byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra tveggja umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá kæranda 31. október 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að viðurkenndur yrði réttur hans til miskabóta og var þess getið í bréfinu að mál yrði höfðað fyrir dómstólum ef ekki yrði tekin afstaða til kröfunnar innan tiltekins frests. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að framangreind gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í þriðja lagi eru fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni sýslumannsins 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til 2. desember til að skila umbeðinni umsögn og tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Þá eru í fjórða lagi fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og dómsmálaráðuneytis vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til að skila umbeðinni umsögn til 13. desember, tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist og enn tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 30. nóvember 2022 þar sem staðfest er að umsögn verði send í síðast lagi 13. desember. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni þessara tölvupóstssamskipta. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt í þeim fram sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Í því ljósi, og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru undir lið 2 hér að framan, teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þau falla heldur ekki undir aðrar undanþágur upplýsingaréttar sem ríkislögmaður hefur vísað til í málinu. Verður því lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kæranda þessi gögn.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Meðal gagna málsins eru í fimmta lagi fylgigögn sem bárust ríkislögmanni með áðurnefndum umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis. Með umsögn sýslumannsins, dags. 2. desember 2022, fylgdi afrit af úrskurði sýslumannsins í máli kæranda frá 11. maí 2022. Með umsögn dómsmálaráðuneytis fylgdu afrit af umræddri umsögn sýslumannsins 2. desember 2022 og jafnframt afrit af úrskurði dómsmálaráðuneytis í máli kæranda, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Hér að framan hefur þegar verið tekin afstaða um rétt kæranda til aðgangs að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022. Telst kærandi ekki eiga rétt á aðgangi að henni, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í afgreiðslu sinni á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísaði ríkislögmaður til þess með almennum hætti að önnur gögn en þær umsagnir sem honum höfðu borist frá dómsmálaráðuneyti og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í málinu teldust gögn úr stjórnsýslumáli sem verið hefði til meðferðar í dómsmálaráðuneyti, og hefði beiðni kæranda að því leyti verið framsend til þess ráðuneytis, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin skilur afstöðu ríkislögmanns svo að þessi afgreiðsla taki til hinna tveggja tilgreindu úrskurða sem voru fylgigögn umsagnanna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hafi gögnin í vörslu sinni.<br /> <br /> Hin tilvitnuðu fylgigögn eru annars vegar úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, í stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að og hins vegar úrskurður dómsmálaráðuneytis í tilefni af sama máli, dags. 8. desember 2022. Í því ljósi verður úrskurðarnefndin að fallast á að þessi gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem rekið var í dómsmálaráðuneyti og það ráðuneyti tók stjórnvaldsákvörðun í. Beiðni kæranda að þessu leyti féll ekki undir upplýsingalög og var réttilega framsend dómsmálaráðuneyti til afgreiðslu. Verður afgreiðsla ríkislögmanns á beiðni kæranda að þessu leyti staðfest.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Í sjötta lagi bárust úrskurðarnefndinni frá ríkislögmanni afrit af tölvupóstssamskiptum embættisins við kæranda frá 27. desember 2022 til 5. janúar 2023. Þessir tölvupóstar varða allir samskipti ríkislögmanns og kæranda vegna kröfu þess síðarnefnda um aðgang að gögnum. Þessi gögn geyma annars vegar beiðni kæranda um þann aðgang sem deilt er um í þessu máli, sbr. tölvupóst hans til ríkislögmanns 27. desember og hins vegar upplýsingar um afgreiðslu ríkislögmanns á gagnabeiðninni. Þessir tölvupóstar urðu með öðrum orðum til í tengslum við framlagningu þeirrar gagnabeiðni sem hér er til afgreiðslu annars vegar og eftir að hún var lögð fram hins vegar.<br /> <br /> Þessi gögn voru ekki fyrirliggjandi hjá ríkislögmanni þegar kærandi lagði þar fram beiðni sína um aðgang að gögnum sem tengdust afgreiðslu á kröfu hans um viðurkenningu bótaskyldu. Bendir úrskurðarnefndin af því tilefni á að réttur samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem kærandi byggir rétt sinn á, tryggir rétt til aðgangs að þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi þegar beiðni um aðgang að gögnum er lögð fram. Umræddir tölvupóstar falla því eðli málsins samkvæmt ekki undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 27. desember 2022, og teljast því ekki heldur til þeirra gagna sem kæra málsins lýtur að.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Í kæru málsins var þess að lokum krafist að ríkislögmaður legði fram lista yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna. Í umsögn ríkislögmanns, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti fyrir kæranda, er að finna lista yfir öll gögn sem eru skráð undir tiltekið málsnúmer í málaskrá ríkislögmanns. Gögnin eru jafnframt listuð upp í þessum úrskurði. Hins vegar kom þessi krafa ekki fram fyrr en í kæru málsins, og liggur því ekki fyrir formleg synjun á þessari beiðni sem nefndinni er fært að taka afstöðu til í úrskurði, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umrædds lista.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kærandi, […], á ekki rétt á aðgangi að bréfum ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda. Kærandi á hvorki rétt á aðgangi að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, né umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns að framsenda til dómsmálaráðuneytis beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, og dómsmálaráðuneytis, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Ríkislögmanni ber að afhenda kæranda, […], tölvupóst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 29. nóvember 2022, og tölvupóst með svari ríkislögmanns við honum sama dag. Ríkislögmanni ber einnig að afhenda tölvupóst frá dómsmálaráðuneyti til ríkislögmanns 29. nóvember 2022, tölvupóst með svari ríkislögmanns sama dag og tölvupóst með svari dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns 30. nóvember 2022.<br /> <br /> Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1199/2024. Úrskurður frá 7. júní 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðunin var byggð á því að skjölin uppfylltu ekki skilyrði þess að teljast gögn í skilningi upplýsingalaga, auk þess sem þau vörðuðu ekki tiltekið mál. Úrskurðarnefndin taldi að með því að færa skjáskot úr málaskrá sinni yfir á PDF-form hefði sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teldust fyrirliggjandi. Þá næði upplýsingaréttur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau væru ekki hluti af ákveðnu máli. Nefndin taldi þannig að sveitarfélagið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli og vísaði beiðninni til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 7. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1199/2024 í máli ÚNU 23110016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. nóvember 2023, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gögnunum 31. október 2023. Í svari Garðabæjar, dags. 8. nóvember 2023, kom fram að gögnin væru skjáskot úr málaskrá Garðabæjar sem færð hefðu verið á PDF-form svo hægt væri að afhenda þau úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, við meðferð máls sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Í þeim úrskurði nefndarinnar kæmi fram að réttur til aðgangs að gögnum næði almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Að mati Garðabæjar uppfylltu umbeðin gögn ekki skilgreiningu upplýsingalaga á hugtakinu gagn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, og vörðuðu auk þess ekki tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Beiðni kæranda var því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum geti upplýsingaréttur náð til gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrðið sé aðeins að viðkomandi takist að tilgreina gagnið með nægilega skýrum hætti og að undanþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist að hans mati vera fyrirliggjandi í skilningi laganna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 27. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 8. desember 2023. Í henni kemur fram að fallist úrskurðarnefndin á að kærandi eigi rétt til aðgangs að skjáskotunum sé kæranda veittur aðgangur „bakdyramegin“ að gagnagrunni Garðabæjar, sem fái ekki staðist samkvæmt úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023 þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Þá hafi Garðabær nokkrum sinnum afhent kæranda yfirlit og lista yfir málsgögn úr málaskrá bæjarins og verði því ekki annað séð en að skylda samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga hafi verið uppfyllt.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 18. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. Sá sem óskar aðgangs að lista yfir málsgögn þarf þó að geta tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða mál það eru sem hann vill kynna sér svo hægt sé að afmarka beiðni hans án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Samkvæmt þessu er ljóst að það að veita aðgang að lista yfir málsgögn í formi skjáskots úr málaskrá felur ekki í sér að með því sé veittur aðgangur að gagnagrunni eða skrá umfram þann rétt sem til staðar er á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur í máli þessu að þau PDF-skjöl sem kærandi hefur óskað aðgangs að voru búin til af Garðabæ í tengslum við meðferð máls ÚNU 22070009 hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Það er mat nefndarinnar að með því að Garðabær hafi fært skjáskot úr málaskrá sinni yfir á fimm PDF-skjöl hafi sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teljast fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Þá er það jafnframt mat nefndarinnar að með beiðni sinni um PDF-skjölin hafi kærandi tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða gögn hann óskaði eftir að fá afhent. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins hvort PDF-skjölin séu hluti af tilteknu máli í málaskrá Garðabæjar, en úrskurðarnefndin telur það gilda einu þar sem réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau hafi ekki verið færð undir ákveðið mál hjá þeim aðila sem gagnabeiðni er beint til.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að PDF-skjölunum hafi ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Nefndin telur að rétt afgreiðsla hefði verið að yfirfara skjölin efnislega með hliðsjón af takmörkunarákvæðum upplýsingalaga, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2.–3. mgr. 14. gr. sömu laga, og taka að því búnu ákvörðun um afhendingu skjalanna til kæranda að hluta eða í heild. Er það mat nefndarinnar að rétt sé að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á þeim grundvelli. Úrskurðarnefndin telur ljóst að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 31. október 2023, er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1198/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Útlendingastofnun um möguleg tengsl þeirra sem kæmu til Íslands á grundvelli fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin og gögnum sem sýndu að þeir sem kæmu til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylltu skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Stofnunin hafnaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru afhent gögn úr einstökum málum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stofnunin hefði ekki afgreitt beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög og vísaði beiðninni til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1198/2024 í máli ÚNU 24050009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. maí 2024, kærði […] ákvörðun Útlendingastofnunar að synja honum um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði 19. apríl 2024 eftir aðgangi að:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum sem sýna hugsanleg tengsl þeirra, sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar, við Hamas-samtökin.</li> <li>Öllum gögnum sem sýna að lagt hafi verið mat á að þeir sem koma til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið.</li> </ol> <p> <br /> Útlendingastofnun svaraði kæranda 30. apríl 2024. Í svarinu var umfjöllun um reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og skilyrði þess að dvalarleyfi væri veitt. Þá kom fram að ekki væru veittar upplýsingar um einstök mál eða gögn afhent vegna þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Útlendingastofnun með erindi, dags. 13. maí 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Meðfylgjandi erindi Útlendingastofnunar, dags. 28. maí 2024, var umsögn stofnunarinnar um kæru málsins. Í svörum Útlendingastofnunar kemur fram að gögn sem kæran lúti að verði ekki afhent þar sem umfang beiðni kæranda sé óljóst, þ.e. ekki liggi fyrir til hvaða tímabils beiðnin nái, auk þess sem sendingin verði líklega umfangsmikil. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að ekki séu veittar upplýsingar um einstök mál, þar sem í gögnum þeirra séu persónuupplýsingar um hvern og einn einstakling, bæði almennar og viðkvæmar. Ekki sé unnt að kalla fram upplýsingarnar í formi ópersónugreinanlegrar tölfræði. Því þurfi að fara í gegnum hvert mál, taka út þær upplýsingar sem óskað er eftir og útbúa ný skjöl til að afhenda þær.<br /> <br /> Umsögn Útlendingastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim kemur fram að kærandi telji fjarri lagi að fjöldi þeirra einstaklinga sem gagnabeiðni hans kunni að ná til sé svo mikill að það kosti mikla vinnu að gera umsóknir þeirra ópersónugreinanlegar, hvað þá að útbúa þurfi ný skjöl.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum Útlendingastofnunar. Stofnunin varð ekki við beiðninni en telur þó að hún hafi verið afgreidd með fullnægjandi hætti þar sem kæranda hafi verið veitt efnisleg svör við þeim atriðum sem gagnabeiðni hans náði til.<br /> <br /> Upplýsingaréttur kæranda byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Útlendingastofnun heyrir undir gildissvið laganna samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um gögn skal hann athuga hvort í vörslum hans liggi fyrir gögn sem heyra undir beiðnina. Ef talið er ómögulegt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál á samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að leiðbeina beiðanda og gefa honum færi á að afmarka beiðnina með skýrari hætti. Þegar aðila hefur tekist að afmarka beiðnina við gögn í sínum vörslum skal hann að því búnu leggja mat á það hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum í 6. til 10. gr. upplýsingalaga. Eigi takmarkanir aðeins við um hluta gagns skal aðilinn veita beiðanda aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Útlendingastofnunar á beiðni kæranda hafi ekki uppfyllt framangreindar kröfur sem leiða má af upplýsingalögum. Af gögnum málsins verður ekki séð að Útlendingastofnun hafi gert tilraun til að afmarka beiðni kæranda við tiltekin gögn eða mál í vörslum stofnunarinnar. Teldist beiðni kæranda vera of óljós var stofnuninni rétt að setja sig í samband við kæranda til að átta sig betur á umfangi beiðninnar.<br /> <br /> Þá tekur úrskurðarnefndin fram að um þagnarskyldu starfsmanna Útlendingastofnunar fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en þau ákvæði takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þá er í lögum ekki að finna ákvæði sem heimila Útlendingastofnun að takmarka aðgang að gögnum mála stofnunarinnar í heild sinni, heldur þarf að meta það hverju sinni hvort þau gögn sem óskað er eftir séu háð aðgangstakmörkunum í heild eða að hluta samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks skal tekið fram að þótt Útlendingastofnun sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að útbúa ný skjöl til afhendingar, líkt og fram kemur í umsögn stofnunarinnar, gera upplýsingalög ráð fyrir því sem fyrr segir að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. apríl 2024, er vísað til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1197/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærður var óhóflegur dráttur á afgreiðslu beiðni kæranda til Umhverfisstofnunar. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1197/2024 í máli ÚNU 24050005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. maí 2024, kærði […] óhóflegan drátt á afgreiðslu beiðni sinnar til Umhverfisstofnunar. Í erindi til stofnunarinnar sem fylgdi kærunni og er dagsett 3. apríl 2024 óskar kærandi skilgreiningar annars vegar á orðanotkuninni endurvinnsla og önnur endurvinnsla og hins vegar á förgun og urðun.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Umhverfisstofnunar. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur fyrirspurn um skilgreiningar á nánar tilgreindum hugtökum. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 3. maí 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1196/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1196/2024 í máli ÚNU 24050001.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 26. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Samkvæmt erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar eru atvik málsins þau að 14. mars 2024 sendi hann Vinnueftirlitinu fyrirspurn. Í fyrirspurninni kemur fram að kærandi hafi áður fengið afhenta tvo gátlista fyrir skoðun lyftara frá stofnuninni. Væri annar þessara gátlista dagsettur 16.06.2020 en merktur eldra efni. Hinn væri dagsettur 29.10.2010. Óskaði hann þess að fá að vita hvorn þessara lista stofnunin væri nú með í notkun. Þá spurði kærandi hvort sú áhersla stofnunarinnar á að svara öllum erindum innan viku hefði breyst frá því sem áður var. Kæra málsins lýtur að því að Vinnueftirlitið hafi ekki svarað þessu erindi kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 26. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1195/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku tveggja mála sem lokið hafði með úrskurðum árin 2020 og 2022 og vörðuðu ákvarðanir Vinnueftirlitsins að synja beiðnum kæranda um upplýsingar um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Beiðandi kvað að hagsmunir hans af að fá þessar upplýsingar vægju þyngra en mögulegir hagsmunir annarra af því að upplýsingarnar færu leynt. Úrskurðarnefndin hafnaði beiðni um endurupptöku þar sem skilyrði samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, væru ekki uppfyllt og að ekki væru annmarkar á úrskurðum nefndarinnar sem gætu leitt til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1195/2024 í máli ÚNU 24040012.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. apríl 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju tvö mál sem lauk með úrskurðum nefndarinnar nr. 910/2020 og 1108/2022. Í þeim hefði nefndin komist að því að beiðandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun um einelti af hálfu hans. Í erindi beiðanda vísar hann til úrskurðar nefndarinnar nr. 1164/2023 þar sem manni hafi verið veittur aðgangur að gögnum um símtal við lögreglu sem leiddi til afskipta lögreglunnar af honum. Beiðandi telji sambærileg sjónarmið og réðu úrslitum um aðgang kæranda að gögnunum í því máli eiga við í sínum málum. Því fari hann fram á að framangreind mál verði tekin upp að nýju hjá nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málum úrskurðarnefndar um upplýsingamál ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, var niðurstaðan að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Lagt var til grundvallar að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 910/2020 leysti úrskurðarnefndin að vísu úr málinu á grundvelli upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið hafði fyrir mistök verið fellt brott úr lögum nr. 46/1980 þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Hins vegar var horft til þess við hagsmunamat á grundvelli upplýsingalaga að þeir sem kynnu að hafa kvartað til Vinnueftirlitsins áður en þagnarskylduákvæðið var fellt brott hefðu mátt hafa réttmætar væntingar til þess að hin sérstaka þagnarskylda gilti um erindi þeirra.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p>Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málum beiðanda sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í úrskurði nr. 1164/2023 sem beiðandi nefnir til stuðnings beiðni um endurupptöku var lagt mat á rétt kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra vegnir og metnir andspænis hagsmunum þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af að þeim yrði haldið leyndum. Í málum beiðanda var það hin sérstaka þagnarskylda í lögum nr. 46/1980 sem girti fyrir aðgang að umbeðnum upplýsingum og lagasjónarmið sem tengdust beitingu hennar gagnvart upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […] um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1194/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneyti við erindi kæranda. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1194/2024 í máli ÚNU 24040011.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 15. apríl 2024 sendi […] erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann óskaði aðstoðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneytinu við erindi sem hann hafði sent 19. október 2023 og ítrekað tvisvar sinnum.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi […] fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að í maí 2022 benti kærandi ráðuneytinu á að á fjölskyldusviði hjá sýslumanni, þar sem sáttameðferðum væri sinnt, ynnu starfsmenn sem jafnframt sinntu slíkri þjónustu í einkafyrirtækjum í eigin eigu samhliða starfi hjá sýslumanni. Ráðuneytið svaraði kæranda í desember 2022 og kvaðst mundu taka erindið til skoðunar á grundvelli yfirstjórnar- og eftirlitsheimilda. Kærandi sendi þá nýtt erindi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. október 2023, þar sem hann upplýsti ráðuneytið um að í september 2021 hefði Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verið send kvörtun vegna sjálfstæðs atvinnureksturs sáttamanna sem einnig væru launþegar hjá sýslumanni. Kærandi spurði hvort það þætti eðlilegt í ráðuneytinu að sýslumaður upplýsti ráðuneytið ekki um kvörtunina. Þá spurði kærandi hvort ráðuneytið hefði, eftir að það tjáði kæranda í desember 2022 að málið yrði tekið til nánari skoðunar, verið upplýst um kvörtunina. Erindið frá 19. október ítrekaði kærandi 13. og 22. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu lýtur að því að dómsmálaráðuneyti hafi ekki svarað erindi kæranda frá 19. október 2023, sem varðar kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 2021 vegna sjálfstæðs atvinnureksturs starfsmanna sem sinna sáttameðferð hjá stofnuninni.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð ráðuneytisins við erindi kæranda sem varðar tiltekna kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 15. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1193/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1193/2024 í máli ÚNU 24040010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 8. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru. <br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 21. febrúar 2024, vakti hann athygli á því að það væri misræmi í því hvernig forvarnir væru skilgreindar af Vinnueftirlitinu, annars vegar í kennsluefni á námskeiðinu „Nám til viðurkenningar í vinnuvernd“ og hins vegar í bæklingi Vinnueftirlitsins frá 2018. Þá sýndist kæranda að skilgreiningarnar tvær útilokuðu hvor aðra. Loks óskaði kærandi upplýsinga um það hvaða eldri bæklingar Vinnueftirlitsins væru þess eðlis að hafa þyrfti á fyrirvara um útgáfuár við lestur þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur ábending og fyrirspurn um kennsluefni og bæklinga frá stofnuninni. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 8. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1192/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1192/2024 í máli ÚNU 24040007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Þann 10. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. febrúar 2024, lýsti félagið áhuga á að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Þá spurði kærandi hvort hermarnir hefðu verið mikið notaðir undanfarið. Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 11. apríl 2024. Umsögn stofnunarinnar barst úrskurðarnefndinni 18. apríl 2024. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að erindi kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga, þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar til nánar tilgreindra atriða. Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 24. apríl 2024. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð stofnunarinnar við ósk kæranda um að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 10. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1191/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla Reykjanesbæjar á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekna lóð í Keflavík og byggingar sem byggðar höfðu verið á lóðinni. Reykjanesbær kvað að öll gögn sem lægju fyrir hjá sveitarfélaginu og heyrt gætu undir gagnabeiðnina hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Voru þannig ekki fyrir hendi þær aðstæður sem kæruheimildir samkvæmt upplýsingalögum ná til, og var ákvörðun Reykjanesbæjar því staðfest. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1191/2024 í máli ÚNU 24010016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […] lögmanni, f.h. Hólmbergsbrautar 17a, húsfélags. Með erindi, dags. 8. nóvember 2023, var óskað eftir öllum teikningum af tveimur byggingum sem byggðar höfðu verið á lóðinni Selvík 3 í Keflavík. Þá var óskað eftir öllum úttektarskýrslum og öðrum gögnum sem vörðuðu lóðina og byggingarnar. Loks var óskað upplýsinga um hverjir hefðu verið skráðir byggingarstjórar vegna framkvæmda við byggingarnar. Í erindinu var vísað til þess að lóðinni Selvík 3 hafi verið skipt upp í tvær lóðir 2022, annars vegar í Selvík 3 og hins vegar Hólmbergsbraut 17.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjanesbær hafi 20. nóvember 2023 afhent gögn sem vörðuðu framkvæmdir á framangreindum lóðum frá 2017–2018 en sú afhending sé ófullnægjandi þar sem kærandi hafi meðal annars óskað eftir gögnum um tvö mannvirki sem voru byggð á lóðinni 2007–2008.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjanesbæ með erindi, dags. 19. janúar 2024. Í umsögn Reykjanesbæjar um kæruna, dags. 5. febrúar 2024, kom fram að með afhendingunni 20. nóvember 2023 hefðu kæranda verið afhent öll gögn sem sveitarfélagið teldi að heyrðu undir beiðnina. Engin gögn væri að finna sem kærandi hefði ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar erindi Reykjanesbæjar undir kæranda með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum um erindið. Í erindi kæranda, dags. 12. febrúar 2024, kemur fram að það geti ekki staðist að öll gögn hafi verið afhent. Grunnur að byggingu á lóðinni hafi verið byggður milli 2008 og 2010. Þá hafi lokaúttekt verið framkvæmd 1. nóvember 2010 og undirrituð af byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Það fái ekki staðist að heilt mannvirki hafi risið og hlotið lokaúttekt af hálfu sveitarfélagsins án þess að til séu gögn um það.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. febrúar 2024, gaf úrskurðarnefndin Reykjanesbæ kost á að bregðast við athugasemdum kæranda. Í svari Reykjanesbæjar, dags. 6. mars 2024, eru sjónarmið sveitarfélagsins ítrekuð um að öll gögn sem heyri undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir.<br /> <br /> Í nánari skýringum sveitarfélagsins sem bárust 17. apríl 2024 kom fram að kærandi hefði í þrígang óskað eftir gögnum um málið. Sveitarfélagið hefði í öll skiptin afhent honum þau gögn sem til væru í skjalakerfi Reykjanesbæjar.<br /> <br /> Í erindi úrskurðarnefndarinnar til Reykjanesbæjar 17. maí 2024 benti nefndin á að athugasemdum kæranda til nefndarinnar kæmi fram að kærandi teldi sig aðeins hafa fengið afhent gögn frá sveitarfélaginu vegna framkvæmda frá 2017 og 2018. Hins vegar væri í þeim gögnum sem sveitarfélagið hefði afhent úrskurðarnefndinni að finna töluvert af eldri gögnum. Í skýringum sveitarfélagsins sem bárust nefndinni 17. maí 2024 fylgdi skjáskot úr skjalakerfinu sem sýndi þau gögn sem afhent hefðu verið, ásamt því að sveitarfélagið fullyrti að gögnin sem nefndinni hefðu borist frá sveitarfélaginu hefðu öll þegar verið afhent kæranda. Úrskurðarnefndinni barst staðfesting frá kæranda 5. júní 2024 þess efnis að honum hefðu verið afhent öll þau gögn sem sveitarfélagið afhenti nefndinni við meðferð málsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar afhendingu gagna um lóðina Selvík 3 í Keflavík og byggingar sem byggðar voru á lóðinni. Kærandi telur að Reykjanesbær hafi ekki afhent öll þau gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Reykjanesbær fullyrðir að öll gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að valdsvið úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við það annars vegar að skera úr um ágreining þegar synjað er beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum eða beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna, og hins vegar að skera úr um rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum þegar beiðni um aðgang hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. laganna. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eru ekki fyrir hendi þær aðstæður sem framangreindar kæruheimildir ná til. Verður því að staðfesta ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023.<br /> <br /> Að lokum skal tekið fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1190/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísaði einkum til þess að upplýsingarnar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru undirorpnar þagnarskyldu og að í settum réttarreglum væri ekki að finna frávik frá þagnarskyldunni sem heimilaði að upplýsingarnar væru afhentar, þótt ákveðið hefði verið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skyldu birtar opinberlega. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1190/2024 í máli ÚNU 23010009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. janúar 2023, kærði A, aðstoðarfréttastjóri hjá mbl.is, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Skattsins, dags. 23. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, og hver væri upphæð til hvers fyrirtækis. Kærandi bað um að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eftir árum frá árinu 2010.<br /> <br /> Í svari Skattsins, dags. 14. desember 2022, kvaðst stofnunin ekki hafa heimild til að birta upplýsingar um stuðning við einstök fyrirtæki umfram það sem þegar væri birt á vef Skattsins og í miðlægri vefgátt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Árið 2020 hefði fjármála- og efnahagsráðuneyti sent Morgunblaðinu skjal sem náði yfir tímabilið 2010 til 2019, þar sem fram kom fjöldi fyrirtækja miðað við ákveðið fjárhæðabil. Meðfylgjandi svari Skattsins nú væri skjal þar sem fram kæmu sömu upplýsingar og þá, að viðbættum árunum 2020 og 2021.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Skatturinn birti þær upplýsingar sem óskað sé eftir, en aðeins um staka styrki umfram 500 þús. evrur á ári. Stofnuninni sé það skylt samkvæmt reglugerð um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 758/2011. Kærandi telji hins vegar að það komi ekki í veg fyrir að Skattinum sé óheimilt að veita upplýsingar um styrki undir 500 þús. evrum.<br /> <br /> Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafi aukist til muna frá árinu 2010. Skilgreining á því hvað geti flokkast sem rannsóknar- og þróunarkostnaður sé að hluta til byggð á huglægu mati. Kærandi hafi fengið óstaðfestar ábendingar um að fyrirtæki hafi nýtt sér þetta úrræði til að draga úr kostnaði við almennan rekstur og hafi þannig náð samkeppnisforskoti á aðra sem hafi talið að slíkur kostnaður flokkaðist ekki sem rannsóknar- og þróunarkostnaður. Ábendingarnar virðist ríma við það sem fram kemur í umsögn Skattsins við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 152/2009 (þingskjal 910 í 544. máli á 151. löggjafarþingi 2020–2021) um að flókið geti verið að skilja á milli venjubundins rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna, og að brögð hafi verið að því að við skattskil væri m.a. almennur rekstrarkostnaður færður undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna.<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar um fyrirtæki sem fái styrk undir 500 þús. evrum á ári eigi erindi við almenning og bendir til samanburðar á að birtar séu upplýsingar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, stuðning við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum, rekstrarstuðning við fjölmiðla og skattgreiðslur einstaklinga á ákveðnum tíma ársins.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 18. janúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 1. febrúar 2023. Í henni kemur fram að í 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sé þagnarskylduákvæði sem nái til upplýsinga um tekjur og efnahag skattaðila. Frá þagnarskyldunni sé vikið í 98. gr. sömu laga, þar sem segir að ríkisskattstjóri skuli leggja fram álagningarskrá yfir álagða skatta og gjöld skattaðila, og leggja fram skattskrá að kæruafgreiðslu lokinni. Skrárnar skuli lagðar fram til sýnis fyrir almenning annars vegar í 15 daga og hins vegar í tvær vikur. Í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma séu upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar. Ríkisskattstjóra sé hvorki skylt að veita aðgang að framangreindum upplýsingum utan þeirra tímamarka sem séu lögboðin, né sé skattaðilum gert að sæta birtingu upplýsinganna utan framlagningardaga.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011 feli í sér að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 117. gr. laga um tekjuskatt sé fyrirtækjum sem notið hafa styrks í formi skattfrádráttar sem nemur að minnsta kosti 500 þús. evrum skylt að þola birtingu styrkfjárhæðar, en öðrum ekki. Tekið sé fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi á öðru formi en að framan greinir.<br /> <br /> Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 10. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísar einkum til þess að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, en kveður einnig að ekki liggi fyrir gagn sem innihaldi upplýsingarnar sem óskað er eftir, heldur sé þær að finna í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma.<br /> <br /> Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu, sbr. úrskurði nr. 984/2021 og 935/2020, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Nefndin telur að þagnarskyldan sé sérgreind þannig að hún taki til upplýsinga „um tekjur og efnahag skattaðila.“ Réttaráhrif þessa eru þau að ef óskað er eftir upplýsingum sem varða tekjur og efnahag skattaðila hjá þeim sem tilgreindir eru í 117. gr. laga nr. 90/2003 má synja beiðninni án þess að mat fari fram um það hvort hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum vegi þyngra en hagsmunir af því að þær fari leynt. <br /> <br /> Frá ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 eru mikilvæg frávik, sbr. ekki síst 98. gr. laga nr. 90/2003, þar sem segir að álagningarskrá og skattskrá þar sem fram kemur álagður tekjuskattur, bæði einstaklinga og lögaðila, skuli lagðar fram og hafðar aðgengilegar með tilteknum og afmörkuðum hætti eftir því sem greinir í lagaákvæðinu.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kæra máls þessa lýtur að varða framkvæmd laga nr. 152/2009. Samkvæmt þeim lögum getur fyrirtæki árlega í skattframtali gert grein fyrir tilgreindum kostnaði sem tengist rannsóknar- og þróunarverkefnum sem áður hafa verið staðfest af Rannís. Ef skilyrði eru fyrir hendi, og einnig innan tiltekinna viðmiða, getur kostnaður við þessi verkefni leitt til sérstaks frádráttar frá álögðum tekjuskatti fyrirtækisins, sbr. 10. gr. laganna. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur eða sé lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps kann frádrátturinn jafnframt að verða greiddur út, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Álagning skatta, þ.m.t. um frádrátt frá tekjuskatti samkvæmt þessum lagaákvæðum, er á hendi ríkisskattstjóra. Upplýsingar um þá frádrætti frá tekjuskatti og um mögulega útgreiðslu sem ákveðnir eru á grundvelli laga nr. 152/2009 teljast því upplýsingar um „tekjur og efnahag skattaðila“ sem falla undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003. Um þær gildir því sérstök þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu, enda geri aðrar réttarreglur ekki undantekningu þar á að einhverju leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, skal meginmál EES-samningsins, auk tilgreindra gerða, hafa lagagildi hér á landi. Þáttur í meginmáli samningsins eru reglur hans um takmörk og skilyrði ríkisaðstoðar, sbr. 2. kafla samningsins. Í 63. gr., sem tilheyrir 2. kafla samningsins, er sérstaklega vísað til XV. viðauka samningsins þar sem fram koma sérstök ákvæði um ríkisaðstoð. Með ákvörðun nr. 152/2014, 27. júní 2014 um breytingu á umræddum XV. viðauka, felldi sameiginlega EES-nefndin inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014 um ríkisaðstoð. Af 9. gr. þeirrar reglugerðar leiðir að aðildarríki skal tryggja að upplýsingar sem fram koma í III. viðauka með reglugerðinni skulu birtar „um hverja úthlutun stakrar aðstoðar sem fer yfir 500 000 evrur.“<br /> <br /> Ákvæði laga nr. 152/2009 kveða samkvæmt efni sínu á um tiltekið form ríkisaðstoðar við nýsköpunarfyrirtæki í skilningi tilvitnaðra reglna um ríkisaðstoð. Á þeim grundvelli hefur ráðherra ákveðið með 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, eins og henni var breytt með 8. gr. reglugerðar nr. 833/2016, að eftirfarandi upplýsingar um aðstoð á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega: <br /> </p> <blockquote> <p>Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækis ef fjárhæð skattfrádráttarins er yfir 60.000.000 kr. á ári. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan sex mánaða frá þeim degi þegar álagning opinberra gjalda er ákvörðuð og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá sama degi.</p> </blockquote> <p> <br /> Með tilvitnaðri reglugerð nr. 758/2011, sem sett er á grundvelli 16. gr. laga nr. 152/2009, hefur samkvæmt þessu verið ákveðið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsvæði Skattsins. Þá eru upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar í skilningi laga nr. 152/2009 birtar í álagningar- og skattskrám á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, þann tíma sem þær skrár liggja frammi. Að öðru leyti er ekki í settum réttarreglum kveðið á um frávik frá þeirri þagnarskyldu sem leiðir af fyrirmælum 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 vegna þeirra upplýsinga sem kæra málsins lýtur að. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Skattsins í máli þessu.<br /> <br /> Vakin er athygli á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga, líkt og skylt er að gera þegar beiðni um aðgang að gögnum er synjað, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Var ákvörðun Skattsins að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 14. desember 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1189/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Félagsbústöðum hf. sem innihéldu upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess. Beiðninni var hafnað því gögnin innihéldu upplýsingar um einkamálefni leigjenda félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að með hliðsjón af efni gagnanna væri erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Félagsbústaða staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1189/2024 í máli ÚNU 23010003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. janúar 2023, kærði A synjun Félagsbústaða hf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. janúar 2023, óskaði kærandi eftir því að fá allar upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hefðu Félagsbústöðum vegna tiltekinnar íbúðar með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Starfsmaður Félagsbústaða svaraði kæranda 9. sama mánaðar og tók fram að félaginu væri óheimilt að afhenda gögn er vörðuðu einkahagsmuni leigjenda félagsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er rakið að beiðni kæranda sé til komin vegna ágreinings milli hans sem kaupanda nánar tilgreindrar íbúðar og seljanda hennar. Ágreiningurinn lúti að mögulegum leyndum galla sem rekja megi til nágranna kæranda en hann leigi íbúð af Félagsbústöðum. Kærandi hafi vitneskju um að kvartanir hafi ítrekað borist Félagsbústöðum vegna umrædds íbúa. Þar sem kærandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljandi hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína við sölu íbúðarinnar séu kvartanir til Félagsbústaða lykilatriði varðandi það hvort ónæði hafi verið verulegt eða óverulegt á þeim tíma sem seljandi fór með eignarhald íbúðarinnar.<br /> <br /> Í kæru er þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hagsmuni kæranda, sem séu miklir og fjárhagslegir, á móti hagsmunum leigjandans. Í þessu samhengi mætti til dæmis afmá allt í gögnunum sem snerti einkahagi viðkomandi en afhenda gögnin að öðru leyti þannig að þau hafi gildi fyrir kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Félagsbústöðum með erindi, dags. 9. janúar 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni er lögð áhersla á að leigjendur hjá félaginu séu þeir sem hafi fengið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði vegna félagslegrar stöðu sinnar. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað um húsnæði og þjónustu sem sveitarfélögum sé skylt að veita, sbr. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, 4. tölul. 13. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sbr. og reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016.<br /> <br /> Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sé starfsmönnum Félagsbústaða hf. skylt að varðveita málsgögn er varði persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Þá sé starfsmönnum sem kynnst hafa einkamálum skjólstæðinga í starfi sínu óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans, sbr. 60. gr. laganna. Ákvæðið feli þannig í sér sérstaka þagnarskyldu sem ástæða hafi þótt til að setja á vettvangi félagsþjónustu til að leggja áherslu á mikilvægi hennar, eins og fram komi í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1991. Þegar af þessum ástæðum sé Félagsbústöðum óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 562/2016 og 1108/2022. Þá sé áréttað að þeir sem kunni að senda erindi inn til félagsins geri það í trausti þess að um þær upplýsingar gildi trúnaður og mikilvægt sé að slíkum trúnaði sé haldið.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Undir meðferð málsins afhentu Félagsbústaðir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu þess nafngreinda einstaklings sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 9. janúar 2024. Í svari sem barst nefndinni 16. sama mánaðar lagðist einstaklingurinn gegn afhendingu gagnanna en tiltók að ef hægt væri að koma til móts við óskir kæranda á einhvern máta, án þess að persónuleg orð eða persónuupplýsingar fylgdu, væri hann tilbúinn að endurskoða afstöðu sína.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Félagsbústaða hf. sem innihaldi upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Félagsbústaðir hf. falla undir ákvæðið þar sem félagið er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Félagsbústaðir afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Af þessum samskiptum verður ráðið að þau varði atvik á tímabilinu frá apríl 2020 til desember 2021. Þá er í framlögðum gögnum einnig að finna tvær nafnlausar tilkynningar sem sendar voru í apríl 2013 og nóvember 2022, auk tveggja atvikaskýrslna sem voru ritaðar af starfsmönnum Félagsbústaða.<br /> <br /> Loks afhentu Félagsbústaðir nefndinni upplýsingar sem stafa frá kæranda sjálfum, þ.e. tölvupóst hans til félagsins frá 29. desember 2022 og beiðni hans um aðgang að gögnum frá 3. janúar 2023. Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að þessum gögnum auk þess sem ljóst er að hann hefur þessar upplýsingar þegar undir höndum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn Félagsbústaða hf. er rakið að umbeðin gögn séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 60. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og félaginu sé því óheimilt að afhenda kæranda gögnin.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Sérstök þagnarskylduákvæði teljast hins vegar þau ákvæði þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 60. gr. laga nr. 40/1991 segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Fulltrúar í félagsmálanefndum og starfsmenn skulu varðveita málsgögn, er varða persónulega hagi einstaklinga, með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Hafi þeir kynnst einkamálum skjólstæðinga í starfi er þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðið er samkvæmt orðalagi sínu bundið við fulltrúa og starfsmenn félagsmálanefnda.<br /> <br /> Félagsbústaðir hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem starfar á grunni 38. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Samkvæmt 3. gr. samþykkta Félagsbústaða hf., sem voru samþykktar 28. maí 2020, er tilgangur félagsins meðal annars að eiga og hafa umsjón með félagslegu leiguhúsnæði til lengri tíma. Þótt Félagsbústöðum hafi verið falið að annast útleigu félagslegra leiguíbúða og þar með rækja hluta af þeim verkefnum sem annars myndu hvíla á herðum sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 40/1991 er ekki unnt að líta svo á að starfsmenn félagsins teljist fulltrúar í félagsmálanefnd eða starfsmenn slíkrar nefndar í skilningi 60. gr. laganna þannig að sú þagnarskylda sem þar er mælt fyrir um taki beint til starfa þeirra á vegum félagsins. Um starfsemi félagsins geta hins vegar gilt aðrar þagnarskyldureglur, sbr. 101. og 57. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þau lagaákvæði falla í flokk almennra ákvæða laga um þagnarskyldu í skilningi 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umbeðin gögn hafa, eins og fyrr segir, að geyma tilkynningar og umkvartanir sem bárust Félagsbústöðum hf. vegna íbúðar í eigu félagsins og sem beint var til félagsins vegna stöðu þess sem eiganda og leigusala hennar. Að þessu og öðru framangreindu gættu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þessar upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 60. gr. laga nr. 40/1991 sem tekur, eins og fyrr segir, samkvæmt orðalagi sínu aðeins til fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmanna þeirra. Þegar af þessari ástæðu verður að telja að umrætt ákvæði takmarki ekki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá verður ekki ráðið að önnur sérstök þagnarskylduákvæði standi í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna og er ekki á því byggt af hálfu Félagsbústaða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á II. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 5. gr. kemur fram að þeim sem falla undir lögin sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun Félagsbústaða byggir á að umbeðin gögn innihaldi upplýsingar um einkamálefni einstaklinga samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í gögnunum koma fram ýmsar upplýsingar um leigutaka íbúðar Félagsbústaða hf. og jafnframt nokkuð ítarlegar upplýsingar um persónulega hagi þess einstaklings sem átti í mestum samskiptum við félagið vegna leigutakans. Í gögnunum koma m.a. fram persónulegar upplýsingar um fjölskyldur og heilsufar þeirra einstaklinga sem um ræðir. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggur í málinu að sá einstaklingur sem átti í hvað mestum samskiptum við Félagsbústaði hf. leggst gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því hvort Félagsbústöðum hf. sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis umbeðinna gagna verður ekki um villst, sem fyrr segir, að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Félagsbústaði hf. að veita aðgang að hluta þeirra. Að þessu og öðru framangreindu gættu er synjun Félagsbústaða hf. á beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Félagsbústaða hf., dags. 9. janúar 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1188/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. sem vörðuðu lóðirnar Klettagarða 7 og 9, með vísan til þess að þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á rökstuðning Faxaflóahafna og lagði fyrir félagið að afhenda kæranda þau gögn sem kæran laut að. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1188/2024 í máli ÚNU 22120008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2022, kærði A hrl., f.h. Sindraports hf., synjun Faxaflóahafna sf. á beiðni um gögn.<br /> <br /> Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. kom saman á fundi 11. nóvember 2022. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9 og kom fram í 8. lið fundargerðar fundarins að nafngreindur lögmaður hefði kynnt minnisblað þessu tengt. Á fundinum samþykkti stjórnin tillögu um að leigutaka að lóðinni Klettagörðum 9 yrði tilkynnt að lóðarleigusamningur um lóðina yrði ekki framlengdur eftir að hann rynni út í árslok 2023 og að afnotum hans af lóðinni lyki við sama tímamark. Jafnframt að úthlutun lóðarinnar að Klettagörðum 7 yrði afturkölluð miðað við að afnotum lóðarhafa lyki í árslok 2023 gegn endurgreiðslu lóðagjalds til samræmis við almenna úthlutunarskilmála Faxaflóahafna sf. Þá var hafnarstjóra meðal annars falið að tilkynna lóðarhafa um framangreindar ákvarðanir.<br /> <br /> Með tölvupósti 22. nóvember 2022 tilkynnti hafnarstjóri fyrirsvarsmanni kæranda um framangreinda samþykkt hafnarstjórnar. Með tölvupósti sama dag óskaði fyrirsvarsmaðurinn eftir að fá yfirlit yfir þau gögn sem hefðu legið fyrir stjórnarfundinum við töku ákvarðana og að gögnin yrðu send honum. Hafnarstjóri svaraði fyrirsvarsmanni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og rakti þar meðal annars að tilgreindar bókanir stjórnarfunda um Klettagarða 9 væri að finna á heimasíðu Faxaflóahafna sf. Að baki þeim bókunum væru vinnugögn sem hefðu verið útbúin hjá félaginu og yrðu þau ekki látin kæranda í té. Að auki hefði lögmaður félagsins mætt á fundi stjórnar og meðal annars látið uppi álit sitt á kröfu kæranda um áframhaldandi leiguafnot. Þá rakti hafnarstjórinn hvaða ástæður lægju að baki ákvörðunum Faxaflóahafna sf. varðandi lóðirnar og vísaði þar meðal annars til tiltekinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins og hvar mætti nálgast hana.<br /> <br /> Með tölvupósti 1. desember 2022 til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. óskaði lögmaður kæranda eftir að fá öll gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefði undir höndum og sem hefðu verið grundvöllur ákvörðunar sem var tekin á fyrrgreindum fundi félagsins, nánar tiltekið minnisblað lögmanns Faxaflóahafna sf., öll samskipti félagsins við lögmanninn, hvort sem þau væru í bréfaformi eða í tölvupósti, og önnur gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefðu undir höndum og vörðuðu málið. Þá kom fram að krafan væri sett fram með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lögmaður Faxaflóahafna sf. svaraði póstinum 7. desember 2022 og tók fram að hann myndi leggja mat á fyrirliggjandi gögn og beiðni kæranda og vera í sambandi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi sé rétthafi lóðanna Klettagarða 7 og 9 en Faxaflóahafnir sf. sé eigandi þeirra. Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald sem beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 13. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir sf., nr. 798/2009, segi að notendum hafna Faxaflóahafna sf. sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórnar samkvæmt reglugerðinni, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Siglingarstofnunar Íslands (nú Samgöngustofu) en ákvörðunum þess stjórnvalds megi skjóta til samgönguráðherra (nú innviðaráðherra). Um málsmeðferð fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Forsvarsmenn kæranda hafi ákveðið að kæra samþykkt Faxaflóahafna sf. til Samgöngustofu og sé því nauðsynlegt að hafa öll gögn undir höndum sem hafi legið fyrir á fundi hafnarstjórnarinnar 11. nóvember 2022.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnunum hafi verið sett fram með vísan til 14. gr. upplýsingalaga en þar sé kveðið á um að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Faxaflóahafnir sf. hafi synjað beiðni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og í síðari viðbrögðum felist ekkert annað en endurtekin synjun.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Faxaflóahöfnum sf. með erindi, dags. 14. desember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. barst úrskurðarnefndinni hinn 29. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem félagið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að lögmaður kæranda hafi sent formlegt erindi til félagsins 1. desember 2022 sem lögmaður Faxaflóahafna sf. hafi svarað 7. sama mánaðar. Frá því að erindið hafi borist og þar til kæra hafi verið lögð fram hafi aðeins liðið 13 dagar en í 17. gr. upplýsingalaga sé mælt fyrir um að heimilt sé að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Horfa verði til þess að með svari Faxaflóahafna sf. 7. desember 2022 hafi sérstaklega verið tekið fram að lagt yrði mat á gögnin og beiðni um aðgang að þeim og mátti ljóst vera að ekki hafði verið tekin endanleg afstaða til erindisins. Samskipti fyrirsvarsmanns kæranda og Faxaflóahafna sf. geti ekki verið ráðandi hvað tímafresti varði þegar horft sé til síðari samskipta. Þá hafi í erindi lögmanns kæranda 1. desember 2022 ekki verið vísað til áður framsettrar beiðni fyrirsvarsmanns kæranda og hafi beiðnin verið víðtækari en framsett ósk fyrirsvarsmannsins. Því verði að leggja til grundvallar að kærandi hafi ekki haft heimild til þess að kæra ætlaða synjun á að láta í té umbeðin gögn á þeim tíma sem það hafi verið gert. Frávísun kærunnar án kröfu hljóti því að koma til mats hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því mótmælt að félagið sé stjórnvald sem beri að fara eftir stjórnsýslulögum. Rekstur Faxaflóahafna sf. falli undir 3. tölul. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003 en þar komi fram að hafnir sem reknar séu samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Félagið teljist því ekki vera stjórnvald og ákvarðanir þess því ekki stjórnvaldsákvarðanir. Viðkomandi fagráðuneyti hafi til að mynda lagt þennan skilning til grundvallar við afgreiðslu erinda sem snerti Faxaflóahafnir sf.<br /> <br /> Á fundi 11. nóvember 2022 hafi verið vísað til ákveðinna gagna eða þau lögð fram, nánar tiltekið hafi verið um að ræða ódagsett minnisblað hafnastjóra um Klettagarða 7 og 9 en með því hafi fylgt eldra minnisblað sama aðila frá 24. maí 2022, bókanir stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11. desember 2016, 20. janúar 2017 og 24. maí 2022 er lutu að Klettagörðum 7 og 9 og ákveðinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins en hluti skýrslunnar hafi verið kynntur og skoðaður rafrænt á fundinum. Bókanir stjórnarfunda um lóðirnar og skýrsla Samkeppniseftirlitsins séu aðgengileg kæranda á heimasíðum Faxaflóahafna sf. og Samkeppniseftirlitsins, líkt og kærandi hafi verið upplýstur um.<br /> <br /> Bókun í fundargerð fundarins 11. nóvember 2022, um að nafngreindur lögmaður hafi kynnt minnisblað um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9, sé ekki rétt. Umrætt minnisblað hafi verið unnið af hafnarstjóra og kynnt af honum á fundinum. Tilgreindur lögmaður hafi á hinn bóginn tjáð sig um innihald þess og látið í ljós álit á lögfræðilegum álitaefnum sem tengdust innihaldinu. Möguleg ástæða fyrir hinni röngu bókun sé að sami lögmaður hafi unnið og kynnt minnisblað sem hafi verið til umfjöllunar undir öðrum fundarlið.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að heimilt hafi verið að synja um afhendingu minnisblaðanna þar sem um vinnugögn sé að ræða sem séu undanþegin upplýsingaskyldu samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. og 8. gr. laganna. Minnisblöðin hafi verið unnin af starfsmanni Faxaflóahafna sf. og þau hafi hvorki verið látin öðrum í té né hafi aðrir starfsmenn félagsins komið að gerð þeirra. Þá sé í minnisblöðunum ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur hafi þau verið útbúin til eigin nota við undirbúning ákvörðunar. Loks hafi minnisblöðin ekki varðað stjórnsýsluákvörðun eða meðferð stjórnvalds í skilningi stjórnsýslu- eða upplýsingalaga heldur lúti þau að einkaréttarlegum samningi milli aðila. Með hliðsjón af starfsemi Faxaflóahafna sf., lagalegri stöðu þess og 1. gr. upplýsingalaga, eigi þrengjandi skýring á 8. gr. upplýsingalaga ekki við.<br /> <br /> Hvað varðar kröfu kæranda um að fá afhent öll samskipti Faxaflóahafna sf. og lögmanns félagsins sé á það bent að fyrir liggi tölvupóstssamskipti frá október 2021 sem varði meðal annars kæranda og lóðina Klettagarða 9. Faxaflóahöfnum sf. hafi ekki gefist tóm til að taka afstöðu til þessarar kröfu kæranda áður en málið hafi verið kært og hafi umrædd samskipt ekki verið hluti af beiðni fyrirsvarsmanns kæranda. Verði fyrirliggjandi kæra tekin til efnismeðferðar „fallist kærði hins vegar á að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða beri að láta tölvupóstana í té, í heild sinni eða með útstrikun að hluta.“ Er síðan í umsögninni rakið að kærði fari fram á að allur texti sem falli undir tilgreinda tvo töluliði í tölvupósti lögmanns til Faxaflóahafna sf. og samsvarandi spurningar í tölvupósti hafnarstjóra Faxaflóahafa sf. verði yfirstrikaðar eða afmáðar komi til þess að það þurfi að afhenda þessi gögn. Í umsögninni er tekið fram að efnisumfjöllun undir viðkomandi liðum lúti ekki að kæranda né tengist hagsmunum hans í tengslum við þá ákvörðun sem um sé deilt milli aðila. Þá lúti umfjöllun undir tilgreindum lið að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum Faxaflóahafna sf. í framtíðinni og sé mikilvægt að allir mögulegir viðskiptavinir félagsins sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þar séu nefnd. Loks lúti umfjöllun í tilgreindum lið að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 3. janúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er nánar rökstutt að Faxaflóahafnir sf. séu stjórnvald sem falli undir gildissvið stjórnsýslu- og upplýsingalaga, meðal annars með vísan til fyrirmæla reglugerðar nr. 789/2009 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2006, og að kærandi eigi ótvíræðan rétt á aðgangi að gögnunum. Þá hafnar kærandi sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. um að fullnægjandi kæruheimild hafi ekki verið til staðar og bendir á að Faxaflóahafnir sf. hafi sniðgengið fyrirmæli 17. gr. upplýsingalaga við afgreiðslu beiðni hans.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beindi erindi til Faxaflóahafna sf. með tölvupósti 1. mars 2024 og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni Faxaflóahafna sf. eða öðrum sambærilegum sérfræðingi sem ekki væri starfsmaður félagsins. Faxaflóahafnir sf. svöruðu erindinu 4. sama mánaðar og upplýstu að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna og síðar fengið afhent afrit af þeim. Enginn annar utanaðkomandi hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna eða afrit af þeim.<br /> <br /> Í svarinu kom jafnframt fram að Faxaflóahafnir sf. væru lítið félag og ekki væri starfandi lögfræðingur hjá því. Félagið nýtti í stað þess krafta lögmanns í tengslum við afgreiðslu mála þar sem lögfræðilegt mat væri nauðsynlegt eða til bóta og það væri bagalegt að mati Faxaflóahafna sf. ef þessi staðreynd og túlkun upplýsingalaga hvað þetta varðaði mismunaði aðilum sem falli undir upplýsingalögin eftir umfangi starfsmannahalds þeirra. Umrædd minnisblöð og samskipti við lögmann lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að réttarágreiningur yrði um, sem hafi síðar raungerst. Ósk Faxaflóahafna sf. væri að undantekning frá upplýsingaskyldu yrði ekki túlkuð með þrengsta móti, hvort sem horft væri til 3. eða 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. er varða lóðirnar Klettagarða 7 og 9. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. á fundi sínum 11. nóvember 2022 að afturkalla úthlutun lóðarinnar Klettagarða 7 til kæranda og framlengja ekki lóðarleigusamning við hann vegna lóðarinnar að Klettagörðum 9.<br /> <br /> Faxaflóahafnir sf. afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 og tillaga, ódagsett.</li> <li>Minnisblað um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupóstur starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpóstur lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum sf. var minnisblað um Klettagarða 7 og 9 lagt fram á fyrrgreindum fundi 11. nóvember 2022. Meðfylgjandi skjalinu var eldra minnisblað um Klettagarða 9 sem mun hafa verið kynnt á fyrri fundi hafnarstjórnar. <br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allra starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Faxaflóahafnir sf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu tiltekinna sveitarfélaga, sbr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir nr. 798/2009 og grein 2.1 í sameignarfélagssamningi fyrir félagið, dags. 4. janúar 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Kærandi byggir á að Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald og að ákvarðanir félagsins í tengslum við lóðirnar Klettagarða 7 og 9 séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þessum sjónarmiðum er hafnað í umsögn Faxaflóahafna sf.<br /> <br /> Faxaflóahöfnum sf. var komið á fót samkvæmt heimild í 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Þar kemur fram að höfn megi reka sem hlutafélag, hvort sem það er í eigu opinberra aðila eða ekki, einkahlutafélag, sameignarfélag eða sem einkaaðila í sjálfstæðum rekstri. Þá segir í ákvæðinu að hafnir sem eru reknar samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Að gættum þessum fyrirmælum verður að telja að Faxaflóahafnir sf., sem er einkaréttarlegur lögaðili, teljist ekki vera stjórnvald í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Að þessu gættu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. kemur fram að þar sem ekki hafi legið fyrir endanleg afstaða til beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ætti að koma til skoðunar að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er meðal annars heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Eins og áður hefur verið rakið synjaði hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. beiðni fyrirsvarsmanns kæranda um aðgang að tilteknum gögnum með tölvupósti 30. nóvember 2022. Kæranda var heimilt að bera þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir fyrrgreindri 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og geta síðari samskipti lögmanns kæranda og lögmanns Faxaflóahafna sf. engu breytt varðandi þennan rétt kæranda, enda leiddu þau ekki til afhendingu gagnanna. Að því marki sem kæra lýtur að aðgangi að fleiri gögnum en voru tiltekin í beiðni fyrirsvarsmanns kæranda er þess að gæta að í umsögn Faxaflóahafna sf. er sett fram og rökstudd sú afstaða félagsins að synja skuli um aðgang að öllum gögnum sem kæra málsins varðar. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin ekki efni til að vísa málinu frá.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin gögn. Þar er fjallað um lóðirnar Klettagarða 7 og 9, sem kærandi fór með réttindi yfir, og er hann þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Faxaflóahafnir sf. styðja synjun á beiðni kæranda um aðgang að þeim minnisblöðum sem eru tilgreind í töluliðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan við að þau teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddum ákvæðum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, sem fyrr segir, kynnt sér umbeðin minnisblöð. Í minnisblaði um Klettagarða 9, sem ber með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og útbúið fyrir stjórnarfund 24. maí 2022, er meðal annars fjallað um stöðu lóðarinnar og vegnir saman nokkrir möguleikar um hvernig skuli haga málefnum lóðarinnar til framtíðar litið. Minnisblað um Klettagarða 7 og 9, sem var tekið til umræðu á fundi hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022 og ber einnig með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra félagsins, lýtur aðallega að síðarnefndu lóðinni og þá helst varðandi ákveðnar aðgerðir sem ráðast þurfi í við endanleg skil lóðarinnar. Þá er einnig stuttlega fjallað um stöðu lóðarinnar Klettagörðum 7.<br /> <br /> Að virtu efni framangreindra gagna þykir mega ráða að þau hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með fyrrgreindum ákvörðunum hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og ráða má af fyrrgreindum athugasemdum um 8. gr. upplýsingalaga missir gagn stöðu sína sem vinnugagn ef það er afhent einkaaðila með einhverjum hætti. Af þessu leiðir að gögn sem aðili sem fellur undir upplýsingalög afhendir utanaðkomandi sérfræðingi verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið beindi nefndin erindi til Faxaflóahafna sf. og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni félagsins. Í svari Faxaflóahafna sf. kom fram að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald viðkomandi minnisblaða og síðar fengið afhent afrit af þeim. Liggur þannig fyrir í málinu að minnisblöðin hafa verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og geta sjónarmið Faxaflóahafna sf., um þörf félagsins á að leita til utanaðkomandi sérfræðings í ljósi starfsmannahalds þess, ekki haft áhrif í þessu samhengi. Vísast nánar um þetta til ríkrar úrskurðarframkvæmdar nefndarinnar. Þá liggur fyrir að fyrrgreind undanþáguákvæði eiga ekki við um afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Þegar af framangreindum ástæðum verður ekki fallist á að minnisblöðin séu vinnugögn og stendur 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. laganna, því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin.<br /> <br /> Loks kom fram í fyrrgreindu svari Faxaflóahafna sf. að umrædd minnisblöð, sem og samskipti félagsins við lögmann þess, lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að ágreiningur yrði um, sem síðar hafi raungerst. Vísaði félagið meðal annars til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddu ákvæði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1141/2023. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar nærliggjandi er að ágreiningur fari í slíkan farveg.<br /> <br /> Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 inniheldur ekki upplýsingar um samskipti við sérfróða aðila sem til urðu í tilefni af fyrirliggjandi eða nærlægri málshöfðun eða öðrum réttarágreiningi með þeim afleiðingum að til álita komi að undanþiggja minnisblaðið upplýsingarétti kæranda eftir 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna. Í minnisblaði um Klettagarða 9 er vitnað til og rakið meginefni tölvupósts lögmanns Faxaflóahafna sf. til félagsins frá 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er í samandregnu máli lýst afstöðu lögmannsins til framhaldsleigu lóðarinnar og heimilda Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar hennar. Að gættu efni minnisblaðsins og að teknu tilliti til framangreindra sjónarmiða um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er það mat nefndarinnar að minnisblaðið hafi ekki að geyma upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguheimild ákvæðisins og verður réttur kæranda til aðgangs að minnisblaðinu því ekki takmarkaður á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu, og þar sem ekki verður séð að önnur ákvæði upplýsingalaga girði fyrir að kærandi fái aðgang að minnisblöðunum, er Faxaflóahöfnum sf. skylt að veita honum aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum starfsmanns Faxaflóahafna sf. við lögmann félagsins, sbr. gagn sem er tilgreint í tölulið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin samskipti en þau lúta að stöðu lóðarinnar Klettagarða 9. Í tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. er fjallað almennt um stöðu lóðarinnar og þremur spurningum beint til lögmannsins sem hann svarar síðan í framhaldinu.<br /> <br /> Áður hefur verið lagt til grundvallar að um aðgang kæranda í málinu fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og fer um takmarkanir á þeim rétti eftir 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því borið við að strika skuli yfir töluliði 2 og 3 í svarpósti lögmannsins og samsvarandi spurningar í tölvupósti starfsmannsins. Þá er í umsögninni meðal annars rakið að umfjöllun undir 2. tölulið lúti að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum félagsins í framtíðinni og að mikilvægt sé að allir mögulegir viðskiptavinir Faxaflóahafna sf. sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þarna séu til umfjöllunar. Þá kemur fram að umfjöllun í 3. tölulið lúti að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er til þess að líta að spurning starfsmanns Faxaflóahafna sf., sem lögmaður félagsins svaraði undir tölulið 2 í svarpósti sínum, laut að því hvernig standa ætti að hugsanlegri úthlutun lóðarinnar Klettagarða 9. Í svari lögmannsins var fjallað almennt um þau lagalegu sjónarmið sem gilda um úthlutun lóða og hvernig Faxaflóahafnir sf. hafa talið sér heimilt að úthluta lóðum á fyrri stigum. Þá var stuttlega vikið að möguleikum varðandi hugsanleg skilyrði sem setja mætti við úthlutun lóðarinnar. Að þessu gættu og að virtu efni þessara upplýsinga að öðru leyti er það mat nefndarinnar að þær verði ekki á grundvelli framangreindra sjónarmiða Faxaflóahafna sf. felldar undir þær takmarkanir sem eiga við um rétt kæranda að aðgangi að skjalinu, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar sjónarmið Faxaflóahafna sf. um mögulega hagsmuni þriðja aðila þá segir í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, endi vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.<br /> </p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umbeðnum tölvupóstssamskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að einkahagsmunir skaðist ef kæranda yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks hafa Faxaflóahafnir sf. vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í samhengi við aðgang kæranda að umbeðnum samskiptum, nánar tiltekið að aðgangi að þeim verði hafnað með vísan til þess að um sé að ræða bréfaskipti „við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samskiptin hafa, eins og fyrr segir, að geyma spurningar og svör varðandi heimildir Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar Klettagarða 9. Þá svarar lögmaður félagsins spurningu Faxaflóahafna sf. um hugsanlega framhaldsleigu lóðarinnar. Að virtu efni samskiptanna og að gættum fyrrgreindum sjónarmiðum um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsinga telur nefndin að 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr., standi því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Að öllu framangreindu gættu og að virtu efni samskiptanna að öðru leyti er það mat nefndarinnar að Faxaflóahöfnum sf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Faxaflóahöfnum sf. er skylt að veita kæranda, Sindraporti hf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblaði um Klettagarða 7 og 9 og tillögu, ódagsett.</li> <li>Minnisblaði um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpósti lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1187/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum og lista yfir málsgögn vegna máls hjá Seðlabanka Íslands sem varðaði miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila. Seðlabanki Íslands taldi gögnin vera undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi ætti rétt til aðgangs að hluta þeirra upplýsinga sem væri að finna í gögnunum, meðal annars vegna þess að upplýsingarnar væri að finna í gagnsæistilkynningu vegna málsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands. Var því lagt fyrir Seðlabanka Íslands að afhenda þær upplýsingar. Úrskurðarnefndin féllst á að aðrar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu. Þá var beiðnum kæranda að hluta til vísað til bankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti voru ákvarðanir bankans staðfestar. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1187/2024 í máli ÚNU 22090004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. september 2022, kærði A, f.h. B, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn og lista yfir málsgögn vegna máls sem varðar miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila.<br /> <br /> Í kæru er rakið að hinn 8. desember 2021 hafi Arion banki miðlað til lögmanns barnsmóður kæranda umfangsmiklum upplýsingum um heildarstöðu skulda og eigna kæranda hjá bankanum, kreditkortaupplýsingum og yfirliti yfir hreyfingar á bankareikningi kæranda þrjá mánuði aftur í tímann. Lögmaður barnsmóðurinnar hafi miðlað upplýsingunum til sýslumanns og byggt hafi verið á þeim þegar sýslumaður kyrrsetti fjármuni kæranda. Þá hafi lögmaðurinn lagt þær fram fyrir dómi við fyrirtöku á kröfu barnsmóðurinnar um opinber skipti.<br /> <br /> Þegar kærandi hafi orðið þess áskynja að lögmaðurinn hefði undir höndum bankaupplýsingar hans hafi hann leitað til Seðlabanka Íslands hinn 7. janúar 2022 um rannsókn á framferði Arion banka í málinu. Með erindi, dags. 3. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum þess máls hjá Seðlabankanum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt í nefndu máli þar sem Arion banki viðurkenndi að miðlun upplýsinganna hefði falið í sér brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, kom fram að brot Arion banka hefðu verið umfangsmikil og alvarleg, og að sekt bankans skyldi nema 5,5 millj. kr.<br /> <br /> Kærandi fór á ný fram á aðgang að gögnum málsins hjá Seðlabankanum hinn 14. júlí 2022. Beiðni kæranda var hafnað með ákvörðun Seðlabankans þann 5. ágúst 2022.<br /> <br /> Í nefndri ákvörðun Seðlabankans var rökstutt hvers vegna kærandi teldist ekki aðili þess stjórnsýslumáls sem lyktað hefði með sátt Seðlabankans við Arion banka hinn 1. júlí 2022, og gæti þar af leiðandi ekki byggt rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum stjórnsýslulaga að mati Seðlabankans. Að því er varðaði gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga væri til þess að líta, að mati Seðlabankans, að niðurstaða í málinu hefði verið birt opinberlega í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Aðrar upplýsingar og gögn sem óskað væri eftir vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skyldu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Hæstiréttur hefðu komist að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 fæli í sér sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti samkvæmt upplýsingalögum. Seðlabankinn lýsti jafnframt þeirri afstöðu að gögn sem kærandi sjálfur afhenti bankanum samhliða kvörtun um miðlun bankaupplýsinga til óviðkomandi aðila féllu undir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en að þau gögn hefði kærandi þegar undir höndum. Önnur gögn málsins féllu ekki undir þá grein.<br /> <br /> Í framhaldi af erindi Seðlabankans óskaði kærandi hinn 14. ágúst 2022 eftir lista yfir gögn málsins. Í svari bankans, dags. 22. ágúst 2022, kom fram að slíkur listi væri háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þá veittu upplýsingalög engan sjálfstæðan rétt til aðgangs að lista yfir gögn í málum þar sem synjað væri um aðgang að upplýsingum. Beiðninni væri því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir miska og tjóni vegna miðlunar Arion banka á bankaupplýsingum sínum. Bankinn hafi ekki reynt að biðja kæranda afsökunar, gera sátt við hann eða greiða honum bætur. Kærandi hafi hagsmuni af því að fá gögn málsins afhent frá Seðlabankanum, ekki aðeins þar sem þau varði brot gegn kæranda heldur einnig því að þau hafi þýðingu til að honum sé unnt að taka ákvörðun um málshöfðun gegn Arion banka. Þá undirbúi kærandi einnig kæru til Persónuverndar.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstakt þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi að standa í vegi fyrir aðgangi hans að gögnunum. Gögnin fjalli um miðlun sem varði ekki hagi annarra viðskiptamanna Arion banka en kæranda sjálfs. Þá varði miðlunin ekki rekstur eða viðskipti Arion banka, eða önnur atriði sem Seðlabankinn skuli láta fara leynt. Gögnin varði beinlínis meðferð á persónuupplýsingum hans. Þagnarskyldan nái ekki heldur til lista yfir gögn málsins. Loks gagnrýnir kærandi að Seðlabankinn hafi ekki aflað afstöðu Arion banka til þess hvort gögnin skyldu afhent, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Kærandi gagnrýnir að Seðlabankinn telji það vera nægilegt að kæranda sé unnt að nálgast gagnsæistilkynningu á vef bankans um sátt við Arion banka. Stjórnvöld eigi ekki að geta vikið sér undan upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum með því að birta fréttir eða tilkynningar á heimasíðu. Markmið gagnsæistilkynninga sé að styrkja aðhald með starfsháttum fjármálafyrirtækja, ekki að girða fyrir réttindi borgara til að njóta aðilastöðu að máli eða upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum. Gagnsæistilkynningar lúti ekki að verndarhagsmunum einstaklinga sem verði fyrir brotum eftirlitsskyldra aðila. Þá séu upplýsingar í tilkynningunni af skornum skammti; til að mynda komi fram að miðlun Arion banka hafi átt sér stað fyrir mistök. Vísbendingar séu hins vegar uppi um að upplýsingunum hafi verið miðlað af lögfræðideild bankans, sem geti skipt máli varðandi mat á saknæmi í hugsanlegu máli gegn bankanum.<br /> <br /> Rétt sé að benda á að kvartandi til stjórnvalds á ætluðum brotum lögaðila eða einstaklings geti haft stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2003 í máli nr. 83/2003. Það sé vandséð að Seðlabankinn geti hafnað kæranda um stöðu aðila máls.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi þá afstöðu Seðlabankans að önnur gögn en þau sem hafi fylgt kvörtun kæranda til bankans teljist ekki varða kæranda með þeim hætti að um aðgang hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi byggt á því að ákvæðið verði ekki túlkað svo þröngt að gögn þurfi beinlínis að fjalla um viðkomandi aðila heldur geti það átt við um gögn ef aðili hefur sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 5. september 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Frestur var veittur til 19. september en var að ósk Seðlabankans framlengdur til 29. september 2022.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum gögnum í málinu, að undanskildum lista yfir málsgögn. Í umsögninni kemur fram að sátt Seðlabankans við Arion banka hafi verið birt á vef Seðlabankans hinn 22. júlí 2022. Hún hafi verið birt nánast í heild sinni, en þó þannig að stöðluð umfjöllun um samþykkt samkomulags um sátt og afleiðingar þess að aðili fari ekki eftir henni hafi venju samkvæmt verið afmáð.<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingar þær sem kærandi hafi óskað eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs. Þær séu háðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sem einnig sé sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Komist úrskurðarnefndin að því að þær upplýsingar sem Seðlabankinn hefur synjað kæranda um aðgang að falli ekki undir framangreind þagnarskylduákvæði, byggir bankinn á því að gögnin varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varði önnur gögn en þau sem kærandi afhenti Seðlabankanum samhliða kvörtun til bankans í janúar 2022 innihaldi þau eingöngu umfjöllun um brot Arion banka gegn 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hvergi sé vikið að málefnum kæranda, samskiptum hans við þriðja aðila eða lögmann hennar, eða aðstæður kæranda að öðru leyti. Þannig gildi 14. gr. upplýsingalaga ekki um aðgang hans að þeim gögnum.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að hvorki málshöfðun fyrir héraðsdómi né tilkynning til Persónuverndar sé háð því að kærandi hafi umbeðin gögn undir höndum. Þannig geti aðili að dómsmáli eftir atvikum lagt fram kröfu um framlagningu tiltekinna gagna samkvæmt X. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá hafi Arion banki viðurkennt í sátt sinni við Seðlabankann að í miðlun upplýsinganna hafi falist öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá séu hvers kyns samskipti kæranda við barnsmóður sína og lögmann hennar óviðkomandi málsmeðferð Seðlabankans í umræddu stjórnsýslumáli gagnvart Arion banka.<br /> <br /> Loks telur Seðlabankinn að listi yfir gögn málsins séu upplýsingar sem háðar séu sérstakri þagnarskyldu líkt og eigi við um gögn málsins. Réttur kæranda til aðgangs að lista yfir gögn málsins byggist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé deilt um það í kærumálinu fyrir úrskurðarnefndinni að listi yfir gögn málsins geti eftir atvikum talist til fyrirliggjandi gagna í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar sé það svo að hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. október 2022, er sú afstaða Seðlabankans gagnrýnd að tilgangur þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands sé að standa vörð um hagsmuni viðskiptamanna bankans, hér Arion banka. Þetta mál varði ekki slíka hagsmuni heldur hagsmuni kæranda.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi í fyrsta lagi að í umsögn Seðlabankans sé synjun rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, því ekki hafi verið vísað til ákvæðisins í hinni kærðu ákvörðun frá 5. ágúst 2022. Þá sé í öðru lagi ljóst að bankinn hafi ekki metið hvert og eitt gagn sem deilt er um aðgang að með hliðsjón af framangreindu ákvæði upplýsingalaga. Í þriðja lagi sé vandséð hvernig birting upplýsinganna gæti valdið Arion banka tjóni, en slíkt sé skilyrði fyrir því að beiting 9. gr. upplýsingalaga komi til álita. Í fjórða lagi hafi Seðlabankinn ekki aflað afstöðu Arion banka til afhendingar gagnanna. Í fimmta lagi sé hvergi rökstutt hvernig ákvæði 9. gr. geti átt við um lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Varðandi tilvísun Seðlabankans til X. kafla laga um meðferð einkamála, þá víki þau ákvæði ekki til hliðar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum eða geri hagsmuni kæranda af aðgangi að umræddum gögnum minni en ella. Þá sé umfjöllun Seðlabankans um kvörtun til Persónuverndar haldlaus. Í fyrsta lagi sé Seðlabankinn ekki valdbær til að ákvarða um brot gegn persónuverndarlögum. Í öðru lagi geti kvörtun til Persónuverndar varðað aðra en aðeins Arion banka, t.d. þann sem tók við upplýsingunum og miðlaði þeim áfram þrátt fyrir að vera bundinn þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Seðlabankinn afhenti nefndinni lista yfir gögn málsins, sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í svari Seðlabankans, dags. 14. nóvember 2023, kom fram að enginn eiginlegur listi yfir gögn málsins væri til að því er varðaði samkomulag bankans og Arion banka um að ljúka málinu með sátt. Á hinn bóginn væri haldið utan um gögn í skjalakerfi bankans, sem nýttist jafnt við skjalavistun og málaskráningu. Seðlabankinn teldi að í afhendingu umbeðinna gagna til nefndarinnar væri fólgið visst yfirlit, þótt ekki væri um eiginlegan lista að ræða. Hinn 5. desember 2023 barst nefndinni skjáskot af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Aðild kæranda að stjórnsýslumálinu</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum í máli sem Seðlabankinn tók upp gagnvart Arion banka hf. þar sem síðarnefndi bankinn miðlaði bankaupplýsingum um kæranda. Það stjórnsýslumál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf samkvæmt þessu gagnvart Arion banka laut að réttarstöðu Arion banka en ekki að kæranda sjálfum í þeim skilningi að hann hefði verið aðili stjórnsýslumálsins. Um rétt hans til aðgangs að gögnum málsins fer því ekki eftir fyrirmælum 15. gr. stjórnsýslulaga, heldur verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>2. Lagaákvæði um þagnarskyldu</strong></h2> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á því að þau innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Í umsögn til nefndarinnar er enn fremur byggt á því að gögnin varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans og málefni bankans sjálfs með vísan til sama ákvæðis.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kemur fram að þeir sem annist framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Varði upplýsingar þau atriði sem sérstaklega eru tilgreind í lagaákvæðinu falla þær samkvæmt framangreindu almennt utan réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur að gagni verður hins vegar ekki takmarkaður í heild sinni með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, nema ljóst sé að gagnið innihaldi einungis upplýsingar sem falla undir ákvæðið.<br /> </p> <h2><strong>3. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem bankinn telur að heyri undir beiðni kæranda. Hluti gagnanna eru skjöl sem stafa frá kæranda eða umboðsmönnum hans, og hann hefur því þegar undir höndum. Nánar tiltekið eru það eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Kvörtun lögmanns kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 7. janúar 2022, auk fylgiskjala.</li> <li>Tölvupóstur frá lögmanni kæranda til bankans, dags. 25. febrúar 2022, sem kærandi og umboðsmaður hans fengu afrit af.</li> <li>Erindi frá umboðsmanni kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 26. júlí 2022.</li> </ol> <p> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæru til nefndarinnar að kæruefnið varði ekki framangreind gögn, heldur önnur gögn málsins. Er því aðeins tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að öðrum gögnum sem Seðlabankinn afmarkaði beiðni kæranda við, sem eru:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Arion banka, dags. sama dag.</li> <li>Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt.</li> <li>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022.</li> <li>Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022.</li> </ol> <p> </p> <h2><strong>4. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>4.1. Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022</strong></h3> <p>Í erindi Seðlabankans, dags. 16. mars 2022, er Arion banka tilkynnt að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi til skoðunar hvort Arion banki hafi brotið gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í fyrsta lagi eru í erindinu bæði upplýsingar um kæranda sjálfan og upplýsingar sem stafa beinlínis frá honum. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Telur nefndin að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefndin telur að hvorki 2. né 3. mgr. ákvæðisins standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í öðru lagi eru í erindinu upplýsingar sem finna má í svonefndri gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Að því leyti sem upplýsingarnar kynnu að falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 telur nefndin að með hinni opinberu birtingu upplýsinganna, eins og hér háttar til, eigi þagnarskyldan ekki lengur við um þær. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þá hafi upplýsingar, sem kynnu að hafa varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka, verið gerðar opinberar með lögmætum hætti sem leiðir til þess að 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, stendur ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> <br /> Í þriðja lagi eru í erindinu upplýsingar um málsnúmer, nöfn starfsmanna Seðlabankans og vinnunetfang, sem nefndin telur að verði ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt þessu á kærandi rétt á aðgangi að erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022, um meint brot þess síðarnefnda á þagnarskyldu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.2. Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt erindi frá Arion banka, dags. sama dag</strong></h3> <p>Í tölvupósti Arion banka, dags. 29. mars 2022, og erindi dags. sama dag, frá Arion banka til Seðlabankans sem fylgdi tölvupóstinum óskar bankinn eftir því við Seðlabankann að ljúka málinu með sátt.<br /> <br /> Í erindinu koma fram tilteknar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu þar sem þær varða viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Um er að ræða einn málslið í erindinu, nánar tiltekið málsliðinn á eftir þeim málslið sem endar á orðunum „eins og lýst var í erindi“. Verður ákvörðun Seðlabankans staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Í tölvupóstinum og umræddu erindi má finna nöfn tveggja starfsmanna Arion banka. Þá er netfang annars þeirra, beinan vinnusíma og farsímanúmer einnig að finna í tölvupóstinum. Upplýsingarnar verða að mati úrskurðarnefndarinnar hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Varðandi farsímanúmerið lítur nefndin til þess að það er aðgengilegt á vefsvæðinu Já.is, en þar eru aðeins birtar upplýsingar þeirra sem óskað hafa eftir og samþykkt að vera skráðir í símaskrá. Skal Seðlabankinn því veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Aðrar upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur gögnum sem hér er lýst koma einnig fram í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga eiga ekki við um upplýsingarnar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er Seðlabankanum skylt að veita kæranda aðgang að meginmáli bæði tölvupóstsins og erindisins, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.3. Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt</strong></h3> <p>Í tölvupósti Seðlabankans til Arion banka, dags. 22. júní 2022, kemur aðeins fram að meðfylgjandi tölvupóstinum séu bréf Seðlabankans og drög að sátt. Þessar upplýsingar verða ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í erindi Seðlabankans, dags. 21. júní 2022, sem fylgdi tölvupóstinum, eru nánast einungis upplýsingar sem finna má í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Úrskurðarnefndin telur að hvorki þagnarskylduákvæði laga né takmörkunarákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að erindinu og að hann eigi rétt til aðgangs að því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau drög að sátt sem einnig fylgdu tölvupóstinum teljast hins vegar í heild sinni varða málefni Seðlabankans í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun bankans staðfest að því leyti.<br /> </p> <h3><strong>4.4. Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka 28. júní til 1. júlí 2022, hefst á tölvupósti frá Arion banka 28. júní 2022 klukkan 14:36. Honum er svarað með tölvupósti Seðlabankans 30. júní klukkan 16:38.<br /> <br /> Í þessum tveimur tölvupóstum skiptast Arion banki og Seðlabankinn á sjónarmiðum og upplýsingum vegna þeirrar sáttar sem unnið var að vegna brota Arion banka á þagnarskyldu. Þessir tveir tölvupóstar innihalda í heild sinni upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila annars vegar og málefni Seðlabankans hins vegar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu þeirra því staðfest.<br /> <br /> Næst í þræðinum er tölvupóstur Arion banka til Seðlabankans 1. júlí 2022 klukkan 08:26, tölvupóstur með svari Seðlabankans sama dag klukkan 09.00 og loks tölvupóstur frá Arion banka sama dag klukkan 11:00.<br /> <br /> Í tölvupóstunum tveimur frá Arion banka kemur efnislega aðeins fram að bankinn hafi undirritað sátt gagnvart Seðlabankanum, auk upplýsinga um netföng starfsmanna, dagsetningar og aðrar sambærilegar upplýsingar. Nefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga nái ekki til nafna og netfanga þeirra starfsmanna Arion banka sem þar eru tilgreindir. Hið sama á við um málsnúmer í málaskrá Seðlabankans og nafn málsaðila, sem er lögaðili. Aðgangi að þessum upplýsingum verður hvorki hafnað með vísan til þagnarskyldu né samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi á því rétt á aðgangi að þessum tveimur tölvupóstum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tölvupósturinn með svari Seðlabankans merktur klukkan 09.00 geymir á hinn bóginn upplýsingar um undirbúning sáttarinnar sem unnið var að og teljast falla undir þagnarskylduna í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu hans því staðfest.<br /> </p> <h3><strong>4.5. Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt þar sem Arion banki viðurkenndi brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Seðlabankinn hefur, eins og fram er komið, synjað kæranda í þessu máli um aðgang að sáttinni.<br /> <br /> Þann 22. júlí 2022 birti Seðlabankinn á vef bankans svonefnda gagnsæistilkynningu um sáttina. Tilkynningin þann 22. júlí og sáttin frá 1. júlí 2022 geyma sömu upplýsingar, að undanskildum V. kafla samkomulagsins. Í þeim kafla er vísað til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki og reglna nr. 326/2019. Úrskurðarnefndin telur að þessar upplýsingar séu hvorki undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskyldu samkvæmt öðrum lögum. Um rétt til aðgangs að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum og er Seðlabankanum því skylt að afhenda þær kæranda.<br /> </p> <h2><strong>5. Listi yfir gögn málsins</strong></h2> <p>Í hinni kærðu ákvörðun Seðlabankans að synja kæranda um aðgang að lista yfir gögn málsins kemur fram að listinn sé háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til lista yfir málsgögn. Aðgangi að slíkum lista, eða að afmörkuðum upplýsingum á slíkum lista, verður því samkvæmt lögum ekki hafnað nema gildar takmarkanir á upplýsingarétti eigi við um þær. Sú aðgreining sem Seðlabankinn leggur til grundvallar í skýringum til nefndarinnar að skjáskot úr skjalavistunarkerfi bankans geti ekki talist listi yfir gögn málsins í skilningi 5. gr. upplýsingalaga er ekki í samræmi við lög. Ef á listanum koma fram upplýsingar sem leynt eiga að fara er bankanum fært að afmá þær áður en aðgangur er veittur.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðni kæranda um lista yfir gögn málsins á réttum lagagrundvelli. Af þeim sökum verður að vísa þeirri beiðni kæranda aftur til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h2><strong>6. Gögn sem Seðlabankinn hefur ekki tekið afstöðu til</strong></h2> <p>Í skýringum Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar sem fylgdu skjáskoti af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans hinn 5. desember 2023 kom fram að það væri afstaða bankans að erindi frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, væri ekki hluti af hinu eiginlega stjórnsýslumáli þar sem gagnið hefði orðið til eftir að samkomulag um sátt var undirritað hinn 1. júlí 2022. Því hafi það ekki verið afhent úrskurðarnefndinni. Á skjáskotinu má einnig sjá gögn sem ekki voru afhent úrskurðarnefndinni og samanstanda af drögum að sáttinni og samskiptum innan Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi Arion banka til Seðlabankans frá 12. júlí 2022 teljist ótvírætt vera hluti af málinu þótt það hafi orðið til eftir að ákvörðun í málinu lá fyrir, enda verður ekki annað séð en að það hafi efnisleg tengsl við stjórnsýslumálið, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6121/2010. Þá var gagnið orðið til hjá Seðlabankanum áður en kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hið sama á við um drög að sáttinni og samskipti innan Seðlabankans, sem án efa teljast hluti af málinu. Í ljósi þess að úrskurðarnefndinni voru ekki afhent þessi gögn við meðferð málsins og með hliðsjón af skýringum bankans að öðru leyti verður að draga þá ályktun að bankinn hafi ekki tekið efnislega afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þessum gögnum í ákvörðun bankans frá 5. ágúst 2022. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Seðlabankans að nýju til meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Seðlabanka Íslands er skylt að veita kæranda, A f.h. B, aðgang að eftirtöldum gögnum sem varða mál Seðlabankans vegna meints brots Arion banka hf. á þagnarskyldu:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, kl. 15.48.</li> <li>Erindi Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, að undanskilinni setningu sem hefst í línu nr. 7 í meginmáli erindisins, […].</li> <li>Tölvupósti Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 22. júní 2022, kl. 17.08.</li> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 21. júní 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 08.26.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 11.00.</li> <li>Samkomulagi um að ljúka máli með sátt, dags. 1. júlí 2022, í heild sinni.</li> </ol> <p> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. júlí 2022, er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því er varðar erindi frá Arion banka hf. til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, og gögn í möppunum „Drög að sátt“ og „Samskipti innan Seðlabanka“, sem sjá má á skjáskoti úr skjala- og málaskrárkerfi bankans, sem afhent var úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 5. desember 2023.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. ágúst 2022, um lista yfir gögn málsins er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti eru ákvarðanir Seðlabanka Íslands, dags. 5. og 22. ágúst 2022, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1186/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1186/2024 í máli ÚNU 24020004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 7. febrúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 5. febrúar 2024, kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindi hans. Umrætt erindi til Vestmannaeyjabæjar frá kæranda er dagsett 3. janúar 2024, en með því óskaði kærandi upplýsinga um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Vestmannaeyjabæ var kynnt kæran með erindi, dags. 20. mars 2024, og upplýsinga óskað um það hvort erindinu hefði verið svarað. Úrskurðarnefndinni barst svar daginn eftir þar sem fram kom að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi bæjarins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjum sé á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að beiðnin finnist ekki í skjalakerfi bæjarins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 5. febrúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1185/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu. Lögreglan í Vestmannaeyjum synjaði beiðninni með vísan til þess að gögnin vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að lögregluskýrslur vegna málsins teldust varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og vísaði kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1185/2024 í máli ÚNU 24010019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. janúar 2024, kærði A synjun Lögreglunnar á Vestmannaeyjum (hér eftir einnig Lögreglan) á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. janúar 2024 eftir aðgangi að lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu fyrr um veturinn. Í svari Lögreglunnar, dags. 9. janúar 2024, kom fram að gögnin yrðu ekki afhent því þau vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu þannig utan gildissviðs upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að í málinu hafi orðið milljarða króna tjón og að samfélagslegir hagsmunir standi til þess að gögnin verði afhent.<br /> <br /> Kæran var kynnt Lögreglunni í Vestmannaeyjum með erindi, dags. 29. janúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 13. febrúar 2024. Í henni kemur fram að Lögreglan hafi nú til rannsóknar mál sem varðar tjón á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, og umbeðin gögn séu hluti af því máli. Umsögninni fylgdi nokkurt magn gagna sem að mati Lögreglunnar sýndu glögglega að málið væri til rannsóknar.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. febrúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust 7. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að lögregluskýrslum á þeim grundvelli að þær varði rannsókn sakamáls og falli þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Lögreglan í Vestmannaeyjum kveður umbeðin gögn í málinu tilheyra sakamáli sem nú sé til rannsóknar. Málið varðar skemmdir sem urðu á neysluvatnslögn þegar togveiðiskip missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Úrskurðarnefndin telur að lögregluskýrslur vegna málsins teljist varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 18. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1184/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um töflu um fjölda foreldra sem andast. Kærandi taldi svör stofnunarinnar ófullnægjandi. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom í ljós að engin gögn lægju fyrir hjá stofnuninni sem heyrðu undir beiðni kæranda. Þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar var ákvörðun Hagstofu Íslands staðfest. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1184/2024 í máli ÚNU 23120003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 30. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu Hagstofu Íslands (hér eftir einnig Hagstofan) á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvers vegna taflan „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2020“ á vef stofnunarinnar hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021. Í svari Hagstofunnar, dags. 11. október 2023, kom fram að vonandi næðist að uppfæra töfluna fyrir árslok. Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína sama dag. Í svari Hagstofunnar, dags. 18. október 2023, kom fram að taflan yrði uppfærð á fimm ára fresti til að koma í veg fyrir rekjanleika í niðurstöðum, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.<br /> <br /> Kærandi brást við erindinu samdægurs og óskaði svara við eftirfarandi atriðum:<br /> </p> <ol> <li>Hvenær ákvörðun hefði verið tekin um að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega.</li> <li>Hvert hefði verið tilefni þess að ákvörðunin var tekin.</li> <li>Á hvaða vettvangi innan stofnunarinnar ákvörðunin hefði verið tekin.</li> <li>Hvort einhver ytri aðili hefði komið að ákvörðunartökunni.</li> </ol> <p> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 20. október 2023, kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin fyrr á árinu af þeirri ástæðu sem tilgreind væri í svari Hagstofunnar frá 18. október. Í öðru svari Hagstofunnar, dags. 21. nóvember 2023, kom fram að almennt væri svar við því af hverju eitthvað hefði ekki gerst hjá stofnuninni það að önnur verkefni hefðu haft forgang eða gagnalindir hefðu ekki gefið tilefni til uppfærslu. Umrædd tafla yrði sjálfsagt uppfærð, líkt og aðrar töflur sem til stæði að uppfæra, þegar tækifæri gæfist. Kærandi ítrekaði í framhaldinu erindi sitt. Í svari Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, kom fram að ekki væri hægt að svara fyrirspurn kæranda með meiri nákvæmni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að taflan sé ein af mjög fáum opinberum heimildum sem sýni afleiðingar þeirrar félagslegu aðskilnaðarstefnu sem kvenréttindakonur hjá hinu opinbera standi fyrir gegn B-foreldrum og B-fjölskyldum. Spurningum kæranda í erindi hans frá 18. október 2023 væri enn ósvarað og væri því óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hlutaðist til um að þeim yrði svarað.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 6. desember 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 7. desember 2023, var móttaka erindis úrskurðarnefndarinnar staðfest. Þar kom fram að stofnunin héldi úti 2.600 töflum á íslensku og öðru eins á ensku. Oft gerðu lög kröfu um að tilteknar upplýsingar væru uppfærðar og hefðu slík verkefni forgang í starfsemi stofnunarinnar. Umrædd tafla væri ekki birt á grundvelli lagaskyldu. Ekki yrði séð að verið væri að biðja Hagstofuna um gögn heldur upplýsingar um hvernig stofnunin tæki ákvarðanir í rekstri sínum. Það væru því engin gögn til að afhenda úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust nánari skýringar frá Hagstofunni hinn 22. desember 2023. Kom þar fram að umrædd tafla hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021 vegna forgangsröðunar verkefna. Ekki væri haldin skrá utan um það hvaða töflur væru uppfærðar hvenær, nema um evrópska tölfræði eða annað sem væri lögbundið. Það gæti liðið mislangur tími þar til hægt væri að uppfæra töflu, bæði vegna gagna og mönnunar verkefna. Þessi tafla væri uppfærð ef tækifæri gæfist. Samkeyra þyrfti nokkrar gagnalindir, sem gerði verkið snúnara því þá þyrftu allar gagnalindirnar að vera uppfærðar áður en vinna gæti hafist.<br /> <br /> Um tilefni þess að ákveðið hefði verið að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega kom fram að það væri einnig vegna forgangsröðunar í framleiðslu og að lögbundin verkefni hefðu forgang. Ekkert væri skráð um þessa ákvörðun hjá Hagstofunni en líklega hefði það verið á vettvangi millistjórnunar þar sem forgangsröðun verkefna færi að miklu leyti fram þar. Um væri að ræða rekstrarákvörðun líkt og þúsundir annarra slíkra ákvarðana sem þyrfti að taka svo að forgangsverkefni næðu fram að ganga. Varðandi mögulega aðkomu ytri aðila að ákvörðuninni væri svarið við því að sjálfsögðu neikvætt.<br /> <br /> Skýringar Hagstofu Íslands voru kynntar kæranda með erindi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurn kæranda til Hagstofu Íslands í tengslum við töflu um fjölda foreldra sem andast, sem birt er á vef stofnunarinnar. Kærandi telur að fyrirspurninni sé ósvarað. Hagstofan telur að fyrirspurninni hafi verið svarað eins nákvæmlega og mögulegt er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri svo á að með erindi Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, þar sem fram kom að ekki væri hægt að svara kæranda með meiri nákvæmni, hafi stofnunin vísað beiðni kæranda frá í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið laganna berst erindi, sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum, á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af lögunum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara fyrirspurnum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum fyrirspurnum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um ágreining vegna slíkra fyrirspurna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda og Hagstofunnar vegna málsins. Það er mat nefndarinnar að með erindum Hagstofunnar, dags. 18. og 20. október 2023, þar sem fram kom að fyrr á árinu 2023 hefði verið ákveðið að umrædd tafla yrði uppfærð á fimm ára fresti frekar en árlega til að hindra rekjanleika í niðurstöðum, hafi kærandi mátt ætla að til væru gögn hjá stofnuninni um þá ákvörðun. Af þeim sökum verður að líta svo á að fyrirspurn kæranda til Hagstofunnar í fjórum liðum, dags. 18. október 2023, hafi verið beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, og að stofnuninni hafi borið að taka hana til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Á hinn bóginn hefur komið í ljós við meðferð málsins að stofnunin kveður engin gögn liggja fyrir sem heyra undir beiðni kæranda. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar. Verður því að leggja til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Hagstofu Íslands því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Hagstofu Íslands, dags. 30. nóvember 2023, er staðfest.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1183/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Ríkislögreglustjóri synjaði beiðni kæranda um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli einstaklings og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Synjunin byggðist á því að upptakan innihéldi upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan færi leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upptökunni væru ríkir og féllst á að kærandi ætti rétt til aðgangs að hljóðupptökunni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1183/2024 í máli ÚNU 24010013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. janúar 2024, kærði A ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni hans um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. Í kæru er rakið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 1164/2023 gert ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að afriti af símtalinu. Ríkislögreglustjóri hafi hins vegar aðeins afhent kæranda endurrit af símtalinu og vilji ekki afhenda hljóðupptökuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 7. mars 2024. Umsögninni fylgdi erindi ríkislögreglustjóra til kæranda, dags. 27. febrúar 2024, þar sem beiðni hans var synjað með formlegum hætti.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 hafi verið ákveðið að afhenda kæranda aðeins endurrit af símtalinu en synja kæranda um aðgang að hljóðupptöku á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að upptakan innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Þá samþykki B ekki að upptakan verði afhent.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að afhending hljóðupptökunnar fæli í sér miðlun persónugreinanlegra upplýsinga, sem falli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og teljist til vinnslu persónuupplýsinga í skilningi laganna. Endurriti símtalsins hafi verið miðlað og ekki verði séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá hljóðupptökuna afhenta, meðal annars þar sem engar upplýsingar úr símtalinu hafi verið undanskildar í því endurriti sem afhent var kæranda.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 15. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Við afgreiðslu málsins vék nefndarmaðurinn Hafsteinn Þór Hauksson af fundi með vísan til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra 21. júlí 2022. Ríkislögreglustjóri ákvað í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 að afhenda kæranda endurrit af símtalinu en hafna afhendingu hljóðupptökunnar.<br /> <br /> Í framangreindum úrskurði lagði nefndin til grundvallar að í lögum væri ekki mælt fyrir um að trúnaður skyldi ríkja um samskipti tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Þá var það mat nefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að símtalinu færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang að gögnum sem geyma upplýsingar um aðila sjálfan, þar sem tilefni símtalsins var að óska aðstoðar lögreglu vegna kæranda. Nefndin telur þessi sjónarmið eiga við um aðgang kæranda að hljóðupptöku af símtalinu og að leysa skuli úr rétti hans til aðgangs að upptökunni samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. sömu greinar. Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Ákvæði þeirra laga geta því ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þá hljóðupptöku sem deilt er um rétt til aðgangs að í málinu, og fellst á að hún hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður að telja að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptökunni séu ríkir, enda hefur nefndin í fyrri úrskurði kveðið á um að kærandi eigi rétt á afriti upptökunnar.<br /> <br /> Nefndin fellst ekki á að það að kærandi hafi undir höndum endurrit af símtalinu leiði til þess að hann hafi ekki lögmæta hagsmuni af því að fá aðgang að hljóðupptökunni. Hljóðupptaka af símtali inniheldur ekki aðeins upplýsingar um hvað er sagt heldur fangar líka blæbrigði og andrúmsloft sem erfitt eða útilokað er að koma til skila í endurriti. Slíkt getur gert kæranda kleift að bæði skilja atburðarásina til hlítar og staðreyna að viðbrögð lögreglu í málinu hafi verið eðlileg. Hér ber einnig að horfa til þess að í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga kemur orðrétt fram að eftir því sem við verður komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír.“ Umbeðið gagn er fyrirliggjandi í formi hljóðupptöku.<br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptöku af símtalinu vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að upptakan fari leynt. Verður því fallist á að kærandi eigi rétt til aðgangs að hljóðupptöku af símtalinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögreglustjóri skal afhenda A hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. <br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1182/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærandi óskaði eftir gögnum um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannréttingar hans. Sjúkratryggingar Íslands fullyrtu að öll gögn málsins hjá stofnuninni hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang að gögnum í máli um ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar færi samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1182/2024 í máli ÚNU 23100014.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. júlí 2023, kærði A málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. apríl 2022, tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands kæranda að gildistími á samþykki stofnunarinnar á umsókn hans um þátttöku í kostnaði við tannréttingar væri framlengdur til 1. september sama ár en samþykkið myndi falla niður að þeim tíma liðnum.<br /> <br /> Stofnunin rökstuddi nánar ákvörðun sína með bréfi, dags. 30. júní 2022, en þar kom meðal annars fram að samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 451/2013 tæki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands aðeins til kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar. Sérstök fagnefnd hefði metið að nauðsynlegum tannréttingum kæranda væri lokið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2022, vísuðu Sjúkratryggingar Íslands frá umsókn kæranda um áframhaldandi greiðsluþátttöku með vísan til fyrrgreindra bréfa frá 28. apríl og 30. júní 2022. Fyrir liggur í málinu að kærandi kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands um áframhaldandi greiðsluþátttöku til úrskurðarnefndar velferðarmála sem úrskurðaði í málinu hinn 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 4. október 2022, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem lágu að baki framangreindum bréfum stofnunarinnar. Þá óskaði kærandi sérstaklega eftir öllum ákvörðunum, umsögnum, niðurstöðum og öðrum gögnum er studdu við mat fyrrnefndrar fagnefndar auk svara um á hvaða forsendum matið hefði byggt. Með kæru, dags. 12. júlí 2023, kærði kærandi afgreiðslutafir Sjúkratrygginga Íslands á framangreindri beiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands um kæruna hinn 14. júlí 2023. Stofnunin tilkynnti nefndinni 20. sama mánaðar að umbeðin gögn hefðu verið birt í réttindagátt kæranda á vefsíðunni sjukra.is og að honum hefði verið tilkynnt um það. Samdægurs hafði nefndin samband við kæranda og tilkynnti honum að á grundvelli upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands myndi nefndin fella málið niður á næsta fundi nefndarinnar sem var og gert hinn 26. júlí 2023.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 31. júlí 2023, til Sjúkratrygginga Íslands og með afriti á úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti kærandi að gögnin sem stofnunin hefði afhent væru ekki þau sem óskað hefði verið eftir. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Sjúkratrygginga Íslands sem úrskurðarnefndin fékk afrit af í tölvupósti auk þess sem kærandi sendi athugasemdir til nefndarinnar hinn 1. september 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti kæranda hinn 23. október 2023 að litið væri á erindi hans frá 31. júlí 2023 sem nýja kæru til nefndarinnar.<br /> <br /> Kærandi byggir kæru sína á því að hann hafi ekki fengið gögn afhent sem tengjast grundvelli og forsendum að baki ákvörðunum í máli hans. Þá hafi kæranda ekki fengið afhentar umsagnir eða gögn um niðurstöðu hinnar sérstöku fagnefndar, sem vísað var til í rökstuðningi Sjúkratrygginga Íslands frá 30. júní 2022.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með erindi, dags. 23. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar Íslands léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands barst úrskurðarnefndinni 6. nóvember 2023. Í umsögninni kom fram að þau gögn sem kæranda voru afhent 20. júlí 2023 væru öll gögn málsins hjá stofnuninni. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 19. sama mánaðar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna er varða ákvarðanir stofnunarinnar um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga kæranda á grundvelli IV. kafla reglugerðar, nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Umræddur kafli fjallar um aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.<br /> <br /> Ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um þátttöku í tannlæknakostnaði kæranda og svo ákvörðun stofnunarinnar um að hætta þeirri þátttöku eru því ákvarðanir sem falla undir gildissvið stjórnsýslulaga. Kærandi telst aðili að stjórnsýslumáli sem þessar ákvarðanir eru hluti af. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að tengjast ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta þátttöku í tannlæknakostnaði hans. Umbeðin gögn eru því hluti af stjórnsýslumáli sem kærandi er aðili að. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer þar með eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda þau lög ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og af því leiðir að kæruefni máls þessa fellur utan gildissviðs upplýsingalaga og ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Kærumálinu er því hér með vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga verður synjun eða takmörkun á aðgangi aðila stjórnsýslumáls að gögnum kærð til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Eins og tilgreint er í lýsingu á málsatvikum að framan var ákvörðun málsins kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Synjun Sjúkratrygginga Íslands um aðgang kæranda að gögnum málsins verður því borin undir sama stjórnvald.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 31. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1181/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir gögnum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva hjá Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið kvaðst ekki hafa heimild til að afhenda gögnin því Orka náttúrunnar legðist gegn afhendingu þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu stæði í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Niðurstaða nefndarinnar var að svo væri ekki. Lagt var fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1181/2024 í máli ÚNU 23100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. október 2023, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar í tengslum við verkefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva og afriti af samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar um reksturinn. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 12. september 2023, kom fram að það sem kærandi vísaði til í beiðni væri tilraunastarfsemi sem Orka náttúrunnar hefði átt frumkvæðið að og falist hefði í að Orka náttúrunnar setti upp nýja hleðslustöð og hraðhleðslustöð. Kærandi óskaði ítarlegri upplýsinga um verkefnið sama dag. Sveitarfélagið svaraði daginn eftir og kvað tilraunastarfið aðallega felast í því að Orka náttúrunnar kæmi sínum búnaði fyrir og sæi um rekstur hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2023, óskaði kærandi meðal annars eftir afriti af samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar vegna verkefnisins og samningi um verkefnið. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, kom fram að ákvörðun sveitarfélagsins að leyfa tilraunaverkefni Orku náttúrunnar teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því bæri að fara eftir stjórnsýslulögum við málsmeðferðina en ekki upplýsingalögum. Afstaða sveitarfélagsins var áréttuð við kæranda hinn 5. október 2023.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæran snúi að samningi Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og samskiptum sveitarfélagsins við félagið vegna verkefnisins. Kærandi og Orka náttúrunnar séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Vestmannaeyjabær og Orka náttúrunnar séu opinberir aðilar og samningur þeirra um rekstur á hleðslustöðvum varði ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 16. október 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 6. nóvember 2023. Í umsögninni er rakið að Orka náttúrunnar hafi óskað eftir því við Vestmannaeyjabæ að farið yrði í tilraunaverkefni, þar sem félagið kæmi fyrir hleðslustöðvum og sæi um rekstur þeirra. Sveitarfélagið leggist ekki gegn því að þau fyrirliggjandi gögn sem sveitarfélagið telur að heyri undir beiðni kæranda verði afhent, en þar sem Orka náttúrunnar leggist gegn afhendingunni telji sveitarfélagið sér óheimilt að afhenda þau. Umsögninni fylgdu tvö fylgiskjöl. Fyrra fylgiskjalið eru þau gögn sem sveitarfélagið telur að kæran lúti að. Þau samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðvanna. Vestmannaeyjabær kveður ekki frekari skrifleg samskipti liggja fyrir. Þá liggi ekki fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar, hvorki endanlegur samningur né drög að slíkum samningi. Síðara fylgiskjalið inniheldur samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar sem áttu sér stað eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Orku náttúrunnar til afhendingar þeirra gagna sem sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda við. Í svari Orku náttúrunnar, dags. 6. desember 2023, er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rekstur og þjónustu Orku náttúrunnar við hleðslustöðvar í Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið vísar til þess að ekki liggi fyrir samningur við Orku náttúrunnar um verkefnið. Önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda sé sveitarfélaginu óheimilt að afhenda með vísan til hagsmuna Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu Vestmannaeyjabæjar að ekki liggi fyrir eiginlegur samningur um verkefnið. Verður ákvörðun sveitarfélagsins að því leyti staðfest, þar sem ekki telst um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum sem sveitarfélagið Vestmanneyjabær hefur afmarkað beiðni kæranda við fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í svari Vestmanneyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, vísaði sveitarfélagið til þess að ósk kæranda lyti að gögnum úr stjórnsýslumáli og því bæri að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, við málsmeðferðina en ekki ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að í máli þessu gerist þess ekki þörf að nefndin leysi úr því hvort Vestmanneyjabær hafi tekið ákvörðun um rétt eða skyldu Orku náttúrunnar í skilningi stjórnsýslulaga og hvort gögn málsins tengist slíkri ákvörðun, enda myndi kærandi ekki teljast aðili að þeirri ákvörðun eða því máli sem hún tengdist. Um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fer því, hvað sem öðru líður, eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Gögnin sem um ræðir samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar frá tímabilinu júní til júlí 2023. Úrskurðarnefndinni voru einnig afhent samskipti milli sömu aðila sem til urðu eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni. Er í úrskurðinum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í ákvörðun Vestmannaeyjabæjar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar er ekki vísað til þess hvaða takmörkunarákvæði í upplýsingalögum geti átt við um gögnin, heldur látið við sitja að vísa til þess að kærandi og Orka náttúrunnar séu samkeppnisaðilar.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur – Eigna ohf., sem alfarið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er samkvæmt þessu í óbeinni en þó fullri eigu sveitarfélaga kemur ekki til álita hvort samkeppnislegir hagsmunir fyrirtækisins njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sem einkahagmunir. Þessi í stað kemur til skoðunar ákvæði 4. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu, þ.e. hvort Vestmannaeyjabæ hafi verið heimilt að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli slíkra hagsmuna Orku náttúrunnar.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Ákvæðið verndar viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að unnt sé að byggja takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar um rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu. Hvorki Vestmannaeyjabær né Orka náttúrunnar hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem þar koma fram geti orðið Orku náttúrunnar skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af inntaki samskiptanna verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá er til þess að líta að ekki verður annað séð en að umbeðin gögn lúti að samskiptum Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar um að síðarnefnda fyrirtækið taki að sér rekstur tiltekinna hraðhleðslustöðva fyrir bifreiðar í bæjarfélaginu. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig sveitarfélagið stendur að slíkum ákvörðunum og að um stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kærandi fái afhent þau gögn sem sveitarfélagið hefur afmarkað beiðni hans við. Þá telur nefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Verður því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang afriti af samskiptunum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Ísorku ehf., tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. í tengslum við rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu, dags. 28. júní til 6. júlí 2023. Ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. október 2023, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1180/2024. Úrskurður frá 21. mars 2024 | Óskað var eftir reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti, án þess að upplýsingar um lýsingu á vinnu félagsins væru afmáðar. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og ættu að fara leynt. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að takmarka mætti upplýsingarétt kæranda á þeim grundvelli. Þá taldi nefndin að aðrar takmarkanir ættu að langstærstum hluta ekki við um upplýsingarnar. Ráðuneytinu var því gert að afhenda reikningana. | <p>Hinn 21. mars 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1180/2024 í máli ÚNU 23030008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2023, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 15. febrúar 2023 eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem kæranda hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafnaði beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er gerð krafa um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Í kærunni er tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 14. mars 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 28. mars 2023. Í henni kemur fram að reikningar Íslaga til ráðuneytisins séu 33 talsins. Upplýsingar í þeim sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir voru mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 29. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 17. apríl 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis frá 21. febrúar 2023 að synja kæranda um aðgang að 33 reikningum vegna vinnu fyrirtækisins Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er einnig vísað til 9. gr. sömu laga og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Það séu þó aðeins upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins á borð við fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem kæranda var synjað um aðgang að. Í þeim er vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni eru það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða eru opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hefur að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telur úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002 kemur eftirfarandi fram:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku. Seðlabanki Íslands tók við stöðugleikaeignum fyrir hönd ríkissjóðs frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja í kjölfar setningar laga um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, og breytinga á ákvæði til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Lindarhvoll ehf. annaðist umsýslu stöðugleikaeigna að mestu leyti.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir sem kunna að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar.<br /> <br /> Í þremur reikningum er að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteignsem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá virðast upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Er ráðuneytinu því óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa ber ráðuneytinu að yfirstrika eftirfarandi upplýsingar í reikningum með númerin 0001172, 0001173 og 0001222, og afhenda þá kæranda svo breytta:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í reikningunum er að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljast ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna, þar sem þær eru ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða eru ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Kemur því hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur takmörkunarákvæði laganna í veg fyrir afhendingu reikninganna.</p> <p> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., alla reikninga vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023, þó þannig að yfirstrikaðar séu upplýsingar um heimilisfang á þremur reikninganna á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1175/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Óskað var eftir upplýsingum hjá Reykjavíkurborg um það hvort skólastjóri tiltekins skóla hefði sætt viðurlögum vegna atviks sem varðaði son kæranda. Reykjavíkurborg hafnaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu starfsmannamál sem réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum næði ekki til. Úrskurðarnefndin taldi að gögn í málum um beitingu stjórnsýsluviðurlaga á borð við áminningu teldust varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvörðun Reykjavíkurborgar var því staðfest. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1175/2024 í máli ÚNU 23110017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 22. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar um hvort skólastjóri […]skóla hefði sætt viðurlögum.<br /> <br /> Með erindi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023, lýsti kærandi því að nokkrum mánuðum fyrr hefði hann farið ásamt syni sínum á fund skólastjóra […]skóla til að ræða vanlíðan sonarins í skólanum. Til að ná athygli sonar kæranda hefði skólastjórinn ítrekað tekið um höku hans og sagt honum að horfa í augun á sér. Óskaði kærandi eftir því við skóla- og frístundasvið að atvikið yrði rannsakað af óvilhöllum aðila sem skæri jafnframt úr um hvort skoða bæri atferli skólastjórans sem ofbeldi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds erindis óskaði kærandi hinn 14. september 2023 eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda. Með svari Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, var beiðni kæranda hafnað með vísan til 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2023, var upplýst að erindi úrskurðarnefndarinnar hefði misfarist þar sem það hefði ekki verið áframsent á viðeigandi aðila frá almennu netfangi Reykjavíkurborgar. Nefndin samþykkti beiðni um viðbótarfrest til að skila umsögn um kæruna til 17. janúar 2024.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. janúar 2024. Í henni kemur fram að Reykjavíkurborg túlki beiðni kæranda á þann veg að óskað sé upplýsinga um hvort skólastjórinn hafi sætt viðurlögum í starfi. Mat sveitarfélagsins sé að beiðni kæranda hafi verið afgreidd í samræmi við upplýsingalög.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 2. febrúar 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem hann hefur óskað eftir fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna. Sú takmörkun sem kemur til skoðunar í málinu birtist í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna, þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p> <br /> Í beiðni til Reykjavíkurborgar og kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að hann vilji vita hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda til Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruefnið að ekki sé átt við refsiábyrgð vegna brots í opinberu starfi, sbr. t.d. ákvæði XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, heldur stjórnsýsluviðurlög að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu. Úrskurðarnefndin telur að gögn í málum um beitingu slíkra viðurlaga teljist varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að upplýsingaréttur almennings nái af þeim sökum ekki til þeirra gagna. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.<br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 749/2018 að skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi ákvæðisins. Með vísan til þess er óþarft að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem skólastjóri […]skóla kynni að hafa sætt síðastliðin fjögur ár frá þeim degi sem beiðni kæranda var lögð fram.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 7. gr. sömu laga, sbr. jafnframt 2. mgr. 11. og 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Þá var í ákvörðuninni ekki heldur að finna leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, að synja A um upplýsingar um það hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1177/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um skýrslu Minjastofnunar Íslands og drög að kostnaðarmati. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1177/2024 í máli ÚNU 24010002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskar eftir skýrslu Minjastofnunar Íslands varðandi kröfur um mótvægisaðgerðir sem metnar eru út frá niðurstöðum fornleifarannsóknar í Miðgerði auk draga að kostnaðarmati. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá er heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ef beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um skýrslu Minjastofnunar o.fl. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða, þar sem sveitarfélagið hefur ekki móttekið beiðni kæranda og þannig ekki haft tækifæri til afgreiða hana, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 22. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1176/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um íbúafjölda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1176/2024 í máli ÚNU 23120009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 6. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um upplýsingar. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það hve margir hefðu búið í Vestmannaeyjum hinn 5. nóvember 2022 og hve margir byggju þar hinn 5. nóvember 2023. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 6. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1178/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um upplýsingar varðandi verktakavinnu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023 og beiðni um úrskurð um nánar tilgreind atriði. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að erindi kæranda hefði verið svarað daginn eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefndinni. Að mati nefndarinnar laut erindi kæranda til ráðuneytisins ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þess. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1178/2024 í máli ÚNU 24010006.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 11. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni er rakið að vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árið 2023 hafi íþróttafélagið ÍBV auglýst eftir verktökum til vinnu á þjóðhátíðinni. Að henni lokinni hafi kærandi óskað eftir upplýsingum hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hversu margar skráningar hefðu borist vegna verktakavinnunnar. Erindi hans hafi verið áframsent til ÍBV. Í framhaldi af því hafi kærandi sent dómsmálaráðuneyti erindi og spurt hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð og hvort ÍBV væri fjárgæslumaður hins opinbera sem sæi um að innheimta opinber gjöld. Ráðuneytið hafi ekki svarað erindi hans.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo væri, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst nefndinni hinn 13. febrúar 2024. Svarinu fylgdu afrit af erindum kæranda til ráðuneytisins vegna málsins, dags. 25. október og 5. desember 2023. Í fyrra erindi kæranda spyr hann ráðuneytið hvort það sé hlutverk ÍBV að skrá verktakafyrirtæki og jafnvel innheimta opinber gjöld af vinnu þeirra. Í síðara erindi kæranda óskar hann eftir úrskurði ráðuneytisins um það hvort ÍBV sé gæsluaðili fjár ríkisins í Vestmannaeyjum, innheimti gjöld og borgi reikninga. Þá óskar hann úrskurðar um hvort framganga Sýslumannsins í Vestmannaeyjum sé boðleg. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að erindum kæranda hefði verið svarað hinn 12. janúar 2024, þ.e. daginn eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 11. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1179/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Farið var fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023, þar sem ekki hefðu enn borist gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Úrskurðarnefndin taldi að skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum sem leitt gætu til endurupptöku málsins á ólögfestum grundvelli. Var beiðninni því hafnað. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1179/2024 í máli ÚNU 24010007.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. janúar 2024, fór A, f.h. B, fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023. Í beiðninni kemur fram að ekki hafi enn borist nein gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023, laut efni kærunnar að því að B hefðu ekki verið afhent öll gögn máls hennar hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í skýringum barnaverndarþjónustunnar til úrskurðarnefndarinnar kom fram að unnið væri að því að taka saman gögnin fyrir B í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands. Í samræmi við þær skýringar taldi úrskurðarnefndin að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að synja B um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leiðbeindi B um það að þótt ekki væri tekin afstaða til þess í úrskurðinum væri það svo að ef kæra hennar lyti að gögnum í stjórnsýslumáli sem hún ætti aðild að giltu upplýsingalögin ekki um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Jafnframt tiltók nefndin að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls væri fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga væri heimilt að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar væri kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt gengju framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Af beiðni um endurupptöku verður ekki ráðið hvaða atriði skuli leiða til þess að málið sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 skuli tekið upp að nýju. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekar þær leiðbeiningar sem fram komu í fyrri úrskurði nefndarinnar um kæruleiðir í barnaverndarmálum. Í ljósi rökstuðnings kæranda fyrir beiðni sinni um endurupptöku telur nefndin jafnframt tilefni til þess að benda á að í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Sé ákvörðun í máli þannig kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála, verður dráttur á svörum í málinu jafnframt kærður þangað.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, f.h. B, um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1171/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir gögnum um rafræna hillumiða o.fl. hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að afhending gagnanna myndi skaða samkeppnishagsmuni ÁTVR og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Origo hf. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin vörðuðu ráðstöfun opinberra fjármuna og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim vægju þyngra en hagsmunir Origo af því að þau færu leynt. Þá taldi nefndin að þó svo að fallist yrði á að ÁTVR ætti í samkeppni vörðuðu gögnin ekki svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt þætti að þeir gengju framar upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir ÁTVR að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1171/2024 í máli ÚNU 22090005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. september 2022, kærðu Samtök verslunar og þjónustu synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir einnig ÁTVR) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi sendi erindi, dags. 2. ágúst 2022, til ÁTVR og rakti þar að tilkynning hefði birst á vef Origo hf. hinn 26. júlí sama ár þar sem fluttar hefðu verið fréttir af innleiðingu ÁTVR á SES Imagotag rafrænum hillumiðum í 16 stærstu verslanir stofnunarinnar ásamt handtölvulausn. Óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum ÁTVR um innkaup á umræddum hillumiðum ásamt handtölvulausn og öðrum vörum eða lausnum sem þeim tengdust með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. ÁTVR synjaði beiðninni 5. september 2022 með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ÁTVR með erindi, dags. 5. september 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 19. september 2022, kemur fram að stofnunin telji sér hafa verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna samkeppnishagsmuna ÁTVR sjálfs. ÁTVR vísar einnig til þess að þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að innihaldi mikilvægar upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni Origo og tengist starfsemi tveggja aðila sem báðir starfa á samkeppnismarkaði. Sé stofnuninni því óheimilt að veita aðgang að gögnum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ÁTVR að hagsmunir Origo af því að samkeppnisstaða þeirra njóti sanngjarnar verndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af því að fá aðgang að gögnunum. Sér í lagi í ljósi þess að þau gögn sem um ræðir séu aðeins rúmlega ársgömul og myndi afhending þeirra þar af leiðandi hafa áhrif á núverandi rekstur fyrirtækisins. Enn fremur megi leiða töluverðar líkur að því að afhending upplýsinganna geti haft verðmyndandi áhrif á samkeppnisaðila Origo. Í þeim samningi sem hér sé til skoðunar sé einnig kveðið á um trúnaðarskyldu milli samningsaðila um öll verð og upplýsingar sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 27. sama mánaðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Origo hf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 2. febrúar 2023. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 9. febrúar 2023, er lagst gegn afhendingu samningsins. Í svari Origo hf. er meðal annars rakið að félagið telji einsýnt að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt í máli þessu og þar af leiðandi skuli hafna aðgangi kæranda að samningnum. Samningur Origo hf. og ÁTVR varði rafræna hillumiða sem notaðir séu til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Fáir aðilar bjóði upp á sömu lausn hér á landi og sé félagið Edico ehf. langstærsti aðilinn á markaðnum. Origo hf. sé að stíga sín fyrstu skref á umræddum markaði og enn sem komið er með mjög takmarkaða markaðshlutdeild. Verði samningurinn afhentur muni þriðji aðili fá allar viðeigandi verðupplýsingar og upplýsingar um það hvernig Origo hf. bjóði viðskiptavinum sínum verð í mismunandi þætti þjónustunnar. Með slíkar upplýsingar í höndunum sé auðvelt fyrir samkeppnisaðila Origo hf. að undirbjóða félagið. Afhending á samningnum myndi því án efa skaða hagsmuni félagsins þar sem vitneskja þriðju aðila, þ.m.t. samkeppnisaðila, um verðupplýsingar og upplýsingar um samsetningu þjónustunnar myndi hafa neikvæð áhrif á stöðu félagsins og vera til þess fallið að valda því tjóni.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli ÁTVR og Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli óvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1099/2022. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi ÁTVR og Origo hf. komi fram að fara skuli með öll verð og upplýsingar sem trúnaðarmál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, vegna hagsmuna Origo hf. en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur að Origo hf. leggst gegn afhendingu samningsins, sbr. bréf félagsins frá 9. febrúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þann samning sem ÁTVR afhenti nefndinni en hann telur níu blaðsíður, ber yfirskriftina „Tilboð og samningur um pilot verkefni“ og er dagsettur 14. apríl 2021. Samningurinn geymir upplýsingar um endurgjald ÁTVR fyrir vörur og þjónustu úr hendi Origo.<br /> <br /> Eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningi, sem var gerður árið 2021, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Origo hf. hefur af því að synjað sé um aðgang að samningi félagsins við ÁTVR annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er einnig byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar nr. 1063/2022 og 1162/2023.<br /> <br /> ÁTVR hefur, eins og fyrr segir, vísað til þess að stofnunin eigi í samkeppni við aðila sem hafi leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað og netverslanir en hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum við Origo hf. á grundvelli samkeppnishagsmuna stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. ÁTVR hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningi. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni ÁTVR.<br /> <br /> Þótt fallist yrði á að ÁTVR eigi í samkeppni í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki samningurinn sjálfur né einstök ákvæði hans varði svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er það því afstaða nefndarinnar að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu samningsins með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um samninginn er ÁTVR skylt að veita kæranda aðgang að honum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er skylt að veita Samtökum verslunar og þjónustu aðgang að samningi stofnunarinnar við Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1172/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd hefði verið á fundi ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðuneyti hafnaði beiðninni því minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið hefði verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnarinnar. Úrskurðarnefndin taldi efni skjalsins styðja þá skýringu og var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1172/2024 í máli ÚNU 24010017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 18. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, vegna synjunar utanríkisráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 18. janúar 2024 eftir aðgangi að lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd var á fundi ríkisstjórnar Íslands fyrr þann dag. Kærandi óskaði einnig upplýsinga um hver hefði unnið álitið fyrir ráðuneytið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 18. janúar 2024, kom fram að umrædd greining kæmi fram í minnisblaði til ríkisstjórnar, sem var lagt fram af utanríkisráðherra. Minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Beiðninni var því hafnað. Kærandi brást við ákvörðun ráðuneytisins sama dag og tók fram að ekki væri óskað eftir minnisblaðinu heldur sjálfu skjalinu sem innihéldi greininguna. Enn fremur væri óskað upplýsinga um hver hefði unnið greininguna fyrir ráðuneytið og hvort hún hefði verið send á önnur ráðuneyti. Ráðuneytið svaraði kæranda síðar sama dag og kvað greininguna ekki vera sjálfstætt gagn heldur væri hún hluti af minnisblaðinu til ríkisstjórnar. Greiningin hefði verið unnin af ráðuneytinu sjálfu og ekki send til annarra ráðuneyta.<br /> <br /> Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 19. janúar 2024, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 24. janúar 2024. Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að minnisblaði utanríkisráðherra til ríkisstjórnar Íslands sem inniheldur lagalega greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Um rétt kæranda til aðgangs að gagninu fer samkvæmt upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Aðgangur samkvæmt ákvæðinu lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölul. 6. gr. laganna, en utanríkisráðuneyti synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir að undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri, hvort heldur sem það sé á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Í skýringum ráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund. Efni skjalsins styður þær skýringar ráðuneytisins. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 18. janúar 2024, að synja A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að minnisblaði utanríkisráðherra sem var á dagskrá fundar ríkisstjórnar Íslands hinn 18. janúar 2024.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1173/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir athugun dómsmálaráðuneytis á því hvers vegna þinglýstur lóðarleigusamningur fyndist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum. Í kæru kom fram að erindinu hefði ekki verið svarað. Ráðuneytið kvað erindi kæranda ekki hafa borist. Úrskurðarnefndin taldi í samræmi við það að ekki væri hægt að líta svo á að dráttur hefði orðið á afgreiðslu erindis hans, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1173/2024 í máli ÚNU 24010023.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 24. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 21. janúar sama ár, er því lýst að kærandi hafi beðið Sýslumanninn í Vestmannaeyjum um aðgang að nánar tilgreindum þinglýstum lóðarleigusamningi. Embættið hafi kveðið að samningurinn lægi ekki fyrir en bent kæranda á að beina erindi sínu til landeiganda, sem væri Vestmannaeyjabær. Af þessu tilefni hafi kærandi sett sig í samband við dómsmálaráðuneyti og beðið um athugun á því hvers vegna þinglýsingar finnist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og hvort það væru eðlileg vinnubrögð að beina skyldi beiðni um þinglýst gögn til Vestmannaeyjabæjar. Ráðuneytið hefði hins vegar ekki svarað erindi kæranda.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo er, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2024, kom fram að erindi þess efnis sem kærandi tilgreindi væri ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins og virtist því sem það hefði ekki borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefði gert kæranda viðvart um þetta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, leiðir að heimilt er að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni samkvæmt upplýsingalögum. Þá er samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndarinnar ef beiðni um aðgang að gögnum hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Af kæru er ljóst að kærandi telur óhæfilegan drátt hafa orðið á afgreiðslu erindis síns til dómsmálaráðuneytis. Ráðuneytið vísar til þess að erindið finnist ekki í málaskrá þess og að það virðist ekki hafa borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefur gert kæranda viðvart um þetta. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Í gögnum málsins liggur ekki fyrir hvenær erindi kæranda á að hafa verið sent ráðuneytinu, þannig að óljóst er hvort kæruheimild til nefndarinnar byggist á 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga eða 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Þar sem byggja verður á því að erindi kæranda hafi ekki borist ráðuneytinu er ekki hægt að líta svo á að óhæfilegur dráttur hafi orðið á afgreiðslu á erindis hans. Samkvæmt framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 21. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1174/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Kærandi taldi umboðsmann barna ekki hafa svarað erindum sínum efnislega með málefnalegum rökum og gerði þar að auki athugasemd við að erindunum væri svarað nafnlaust. Úrskurðarnefndin taldi að fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna teldust ekki varða fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun í málinu sem væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1174/2024 í máli ÚNU 24010015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu umboðsmanns barna á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi sendi umboðsmanni barna erindi hinn 21. nóvember 2023. Í erindinu tók kærandi dæmi af foreldrum, sem færu sameiginlega með forsjá barns, sem fjárfestu í hlutabréfum fyrir hönd barnsins. Árlega fengi barnið arðgreiðslu vegna hlutabréfaeignarinnar. Óskað var álits embættisins á því fyrirkomulagi að ofgreiddur fjármagnstekjuskattur af arðinum væri endurgreiddur inn á bankareikning foreldris en ekki barnsins sjálfs.<br /> <br /> Í öðru erindi, dags. 24. nóvember 2023, óskaði kærandi álits embættisins á þeim aðstæðum að foreldri, sem fengi endurgreiðslu inn á sinn bankareikning, vildi ekki láta fjármunina barninu í té. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir áliti embættisins á því hvort hitt foreldri barnsins þyrfti að kæra foreldrið til lögreglu fyrir fjárdrátt, og hvort umboðsmaður barna teldi að ráðast þyrfti í lagabreytingar vegna þessa.<br /> <br /> Umboðsmaður barna svaraði kæranda hinn 23. nóvember og 11. desember 2023. Í fyrra svarinu kom fram að það foreldri sem tæki við endurgreiðslu frá Skattinum bæri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að halda fjármunum barnsins aðgreindum frá eigin fjármunum. Í síðara svarinu kom fram að almennt væri þetta fyrirkomulag ekki brot gegn réttindum barnsins og að foreldrar sem færu sameiginlega með forsjá barns skyldu reyna til þrautar að ná sátt um þetta mál með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.<br /> <br /> Kærandi sendi embættinu tvö erindi hinn 19. desember 2023. Í fyrra erindinu voru ítrekaðar beiðnir um álit á því hvort kæra þyrfti foreldrið til lögreglu, og hvort embættið teldi þörf á lagabreytingum. Í síðara erindinu fann kærandi að því að umboðsmaður barna svaraði erindum hans nafnlaust. Óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær og af hvaða tilefni tekin hefði verið ákvörðun um það fyrirkomulag. Umboðsmaður barna svaraði erindunum daginn eftir og kvaðst ekki geta ráðlagt kæranda um kæru til lögreglu. Þá var þakkað fyrir að athygli embættisins væri vakin á málinu og að tekið yrði til skoðunar hvort embættið myndi setja fram ábendingu eða tillögu um úrbætur. Erindum sem beint væri til embættisins gegnum almennt netfang þess væri svarað úr því sama netfangi þar sem nafn starfsmanns kæmi ekki fram.<br /> <br /> Samkvæmt kæru til nefndarinnar vill kærandi vita hvaða starfsmaður umboðsmanns barna svaraði erindum hans. Þá óskar hann eftir því að erindunum verði svarað efnislega með málefnalegum rökum.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki þörf á að veita umboðsmanni barna frest til að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu áður en því yrði ráðið til lykta, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna þar sem óskað er álits embættisins á tilteknum atriðum. Þá vill kærandi vita hvaða starfsmaður embættisins svaraði erindum hans.<br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að fyrirspurnir kæranda í þeirri mynd sem þær voru settar fram teljist hvorki beiðnir um aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál né tilteknum fyrirliggjandi gögnum í vörslum umboðsmanns barna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því lítur nefndin svo á að í málinu hafi ekki verið tekin ákvörðun sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, enda nær kæruheimild samkvæmt ákvæðinu aðeins til þess þegar synjað er beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 16. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1169/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. í vörslum F fasteignafélags ehf. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að félögin tvö hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga meðan þau voru starfandi. Þá væri F fasteignafélag í slitameðferð og félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á því stæði. Úrskurðarnefndin taldi að það að F fasteignafélag væri í slitameðferð þýddi ekki að félagið væri þar með undanþegið gildissviði laganna. Þá teldust gögn Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu í vörslum F fasteignafélags vera undirorpin upplýsingarétti á grundvelli laganna. Beiðni kæranda var því vísað aftur til F fasteignafélags og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1169/2024 í máli ÚNU 23090011.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 30. ágúst 2023, kærði A synjun F fasteignafélags ehf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru er forsaga málsins rakin. Kærandi bað Seðlabanka Íslands upphaflega um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) og Hildu ehf. Félögin voru stofnuð utan um kröfur, veð og fullnustueignir sem komust í hendur Seðlabankans eftir fall viðskiptabankanna. Bankinn synjaði beiðnum kæranda um aðgang að gögnunum. Sú ákvörðun byggðist á því að það væri ekki Seðlabankans að taka afstöðu til gagnabeiðna sem vörðuðu félögin, því rekstur þeirra hefði verið aðskilinn rekstri Seðlabankans. Kærandi bar ákvörðunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 1079/2022 að bankinn skyldi taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kærandi kveður að gögnum ESÍ og Hildu hafi ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands, þótt slitum félaganna sé lokið. Eftirgrennslan Þjóðskjalasafns hafi leitt í ljós að gögn félaganna væru varðveitt hjá skilanefnd F fasteignafélags, en félagið sé dótturfélag Seðlabankans. Kærandi sendi því beiðni til skilanefndarinnar, dags. 3. apríl 2023, og óskaði eftir:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu sem væru í vörslum skilanefndarinnar.</li> <li>Málalykli/málalyklum til glöggvunar á því hvaða skjöl kynnu að gagnast kæranda. Ef málalykill/málalyklar væru ekki fyrir hendi væri óskað eftir afriti af skjalaskrá félaganna.</li> <li>Öllum gögnum sem vörðuðu fyrirtækið Ukrapteka Ltd., dótturfélög þess og félög sem tekið hefðu við eignum og réttindum og skyldum, og þar með tekið við gögnum sem þeim tengdust.</li> </ol> <p> <br /> Skilanefnd F fasteignafélags svaraði kæranda hinn 21. ágúst 2023. Þar kom fram að F fasteignafélag væri í slitameðferð samkvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu hefðu ekki fallið undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Þegar af þeirri ástæðu væri beiðni kæranda hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefndin hafi þegar tekið efnislega afstöðu til upplýsingaskyldu Seðlabanka Íslands með tilliti til ESÍ og Hildu, sbr. úrskurð nr. 1079/2022. F fasteignafélag sé dótturfélag Seðlabankans þar til slitum ljúki.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt F fasteignafélagi ehf. með erindi, dags. 29. september 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags barst úrskurðarnefndinni hinn 25. október 2023. Í umsögninni er rakið að árið 2019 hafi verið samþykkt að einkahlutafélaginu F fasteignafélagi yrði slitið á grundvelli 85. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Löggilding skilanefndar var staðfest af fyrirtækjaskrá í lok ágúst 2019 og skilanefndin hafi þá tekið við réttindum og skyldum félagsins. Skilanefndin birti auglýsingu um félagsslitin ásamt áskorun lánardrottna um að þeir lýstu kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar. Réttaráhrif slíkrar innköllunar séu hin sömu og við gjaldþrotaskipti á búi einkahlutafélags, sbr. 87. gr. laga nr. 138/1994. Verkefni skilanefndar og meðferð félagsslitanna séu lögákveðin og nefndarmenn ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir einn hluthöfum og lánardrottnum félagsins allt tjón sem þeir kunni að baka þeim með störfum sínum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Skilanefnd sé að jafnaði hvorki háð hluthafafundi né öðrum við framkvæmd starfa sinna. Með vísan til þess að F fasteignafélagi hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 verði að mati skilanefndar, með hliðsjón af lögbundinni meðferð slita félagsins og lögákveðnu verkefni nefndarinnar, ekki séð að skilanefnd félagsins, á meðan á slitameðferð standi, falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að starfsemi ESÍ og Hildu hafi alfarið verið einkaréttarlegs eðlis þrátt fyrir að vera í eigu ríkisins í gegnum Seðlabanka Íslands eða dótturfélög bankans. Félögunum hafi á grundvelli 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, verið veitt undanþága frá gildissviði laganna í nóvember árið 2015. Það sé skýrt, eðli máls samkvæmt, að undanþágan hafi náð til allra gagna sem urðu til á starfstíma félaganna þar til félögunum var slitið árið 2019, en þá hafi undanþágan fallið brott. Beiðni kæranda snúi að gögnum sem hafi orðið til á starfstíma félaganna, meðan þau voru undanþegin gildissviði laganna. Undanþágan eigi við um sjálf gögnin án tillits til þess hvar gögnin sé nú að finna, svo fremi sem gögnin hafi orðið til meðan undanþágan var í gildi. Önnur túlkun á ákvæði 3. mgr. 2. gr. myndi leiða til þess að um leið og gögn sem undanþegin væru gildissviði upplýsingalaga væru afhent öðrum myndu þau missa stöðu sína sem skjöl sem undanþegin væru upplýsingalögum. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins. Því séu þau gögn sem óskað hafi verið eftir undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Loks kemur fram að skilanefnd F fasteignafélags hafi ekki kannað hvort í vörslum hennar væru gögn sem heyrt gætu undir beiðni kæranda, eða tekið afstöðu til þess hvort hann eigi rétt til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 10. nóvember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá skilanefnd F fasteignafélags hinn 8. janúar 2024. Þar er útskýrt að áður en ESÍ og Hilda voru afskráð hafi allar eignir, verkefni og önnur réttindi og nánar tilgreindar skyldur félaganna verið framseldar til F fasteignafélags, sem hafi tekið yfir þau verkefni sem ekki var lokið á þeim tíma. Af þeirri ástæðu hafi gögnum félaganna ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands. Að lokinni slitameðferð og afskráningu F fasteignafélags muni skilanefndin afhenda Þjóðskjalasafni þau gögn sem eru í vörslum félagsins. Slitameðferð félagsins muni ljúka innan tíðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Skilanefnd F fasteignafélags ehf. hafnaði beiðni kæranda með vísan til þess að félögin hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er enn fremur vísað til þess að skilanefndin falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á slitameðferð félagsins stendur.<br /> <br /> Líkt og komið hefur fram er F fasteignafélag ehf. í slitameðferð á grundvelli laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Slitin fara fram með einkaskiptum og í samræmi við ákvæði XIII. kafla laganna um félagsslit hefur verið kosin skilanefnd, sem annast skiptin. Hlutverk skilanefndar er fyrst og fremst að koma eignum í verð, greiða skuldir félags og skipta afgangi á milli hluthafa. Þegar hlutafélagaskrá hefur löggilt skilanefnd tekur hún við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 86. gr. laga nr. 138/1994. Skilanefnd er ekki sjálfstæður lögaðili heldur eining sem kemur fram fyrir hönd félagsins meðan nefndin er að störfum. Af því leiðir að óhjákvæmilegt er að líta svo á að beiðni um aðgang að gögnum sem beint er að skilanefnd félags sé í reynd beint að félaginu sjálfu, enda hefur skilanefndin aðgang að gögnum í vörslum félagsins og er bær til þess að taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin um alla starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Lögin gilda ekki um starfsemi lögaðila sem ráðherra hefur ákveðið samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laganna að skuli ekki falla undir gildissvið laganna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna eru m.a. gjaldþrotaskipti og skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti undanskilin gildissviði laganna.<br /> <br /> Skipti í F fasteignafélagi eru ekki gjaldþrotaskipti þótt tiltekin ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., eigi að hluta við í störfum skilanefndar, sbr. t.d. 4. mgr. 87. gr. og 4. mgr. 88. gr. laga nr. 138/1994. Þá fara skipti í félaginu ekki fram með opinberum skiptum, en þeim er stýrt af skiptastjóra í samræmi við ákvæði laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl. F fasteignafélag ehf. er 100% í eigu Seðlabanka Íslands. Ráðherra hefur ekki ákveðið að félagið skuli vera undanþegið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að F fasteignafélag heyri undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og það að félaginu hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 breyti ekki þeirri niðurstöðu.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Skilanefnd F fasteignafélags styður ákvörðun sína við að beiðni kæranda nái til gagna ESÍ og Hildu sem hafi orðið til meðan félögin voru undanþegin gildissviði upplýsingalaga samkvæmt ákvörðun ráðherra, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Undanþágan nái til sjálfra gagnanna óháð því hvar þau séu geymd.<br /> <br /> Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga getur ráðherra ákveðið að lögaðili samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna sem er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði skuli ekki falla undir gildissvið upplýsingalaga. Í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu í úrskurðum nr. 771/2018 og 808/2019 að það sé lögaðilinn sjálfur sem undanþeginn sé gildissviði upplýsingalaga, ekki einstök gögn í hans vörslum. Þannig sé ekkert sem komi í veg fyrir að óskað sé eftir aðgangi að sömu gögnum hjá öðrum aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga. Þeim aðila sé þá skylt að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, eftir atvikum með hliðsjón af takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings nær samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Í samræmi við athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er ljóst að skilgreining á því hvað teljist fyrirliggjandi gagn hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er víðtæk og að almennt þarf mikið til að koma svo gögn teljist ekki varða starfsemi stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr. laganna.<br /> <br /> Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. og 16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins hafa allar eignir, verkefni, réttindi og nánar tilgreindar skyldur ESÍ og Hildu verið framseldar til F fasteignafélags. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn ESÍ og Hildu sem kunni að vera í vörslum F fasteignafélags teljist vera fyrirliggjandi gögn félagsins í skilningi upplýsingalaga, og að félaginu hafi borið að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar samkvæmt ákvæðum laganna. Það hefur ekki verið gert og er því óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til F fasteignafélags til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, dags. 3. apríl 2023, er vísað til F fasteignafélags ehf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1170/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir kæru Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Beiðninni var hafnað því kæran væri hluti af rannsókn sakamáls og þar með undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að eftirlitið hefði ekki það hlutverk með höndum að rannsaka mál til að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hefði verið viðhöfð. Þá væri ljóst að gagnið hefði orðið til eftir að eftirlitið ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því yrði réttur til aðgangs að gagninu ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1170/2024 í máli ÚNU 23110005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 20. nóvember 2023, kærði A synjun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Kærandi óskaði hinn 17. nóvember 2023 eftir aðgangi að kærunni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur synjaði honum um aðgang að kærunni hinn 20. nóvember sama ár, þar sem hún væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á þeim grundvelli að hún væri hluti af rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar byggir kærandi á því að ákvæðið eigi ekki við í málinu.<br /> <br /> Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur með erindi, dags. 23. nóvember 2023, og eftirlitinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt umbeðnu gagni bárust úrskurðarnefndinni hinn 1. desember 2023. Í henni kemur fram að leitað hafi verið ráðgjafar ráðgjafa um upplýsingarétt almennings um það hvaða gögn málsins bæri að afhenda. Ráðgjafinn hafi tjáð eftirlitinu að úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál væri misvísandi um túlkun á inntaki 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga en að hafa mætti hliðsjón af 6. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem mælti fyrir um sambærilega takmörkun á upplýsingarétti aðila að stjórnsýslumáli. Umboðsmaður Alþingis hafi meðal annars túlkað ákvæðið á þann veg að frá þeim tíma sem eftirlitsstjórnvald, sem að lögum hefði ekki það verkefni með höndum að rannsaka hvort framin hefði verið refsiverð háttsemi, hæfi athugun á málefnum eftirlitsskylds aðila og þar til það tæki ákvörðun um að rétt væri að vísa máli til lögreglu, gæti málið ekki fallið undir takmörkunarákvæðið, sbr. álit umboðsmanns í máli nr. 3309/2001.<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hafi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að veittur skyldi aðgangur að þeim hluta gagna málsins sem hafi orðið til fram að þeim tíma sem tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu. Heilbrigðiseftirlitið telji að kæran sé gagn sem hafi orðið til eftir að tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu, og að hún sé þannig undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindi nefndarinnar samdægurs og kvaðst ítreka fyrri kröfu um aðgang að kærunni. Hinn 14. desember 2023 bárust nefndinni frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur afrit af eftirlitsskýrslum í málinu auk bréflegra samskipta milli eftirlitsins og Vy-Þrifa.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Fyrir liggur að eftirlitið taldi fyrirtækið hafa brotið fjölmörg ákvæði laga um matvæli, nr. 93/1995, og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim. Um væri að ræða alvarleg brot sem gætu hafa ógnað öryggi neytenda og valdið þeim heilsutjóni ef matvælin hefðu ratað til neytenda með beinum eða óbeinum hætti. Ákvað eftirlitið með vísan til 4. mgr. 31. gr. laga nr. 93/1995 að kæra meint brot Vy-Þrifa á matvælalögum til lögreglu.<br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar og sér m.a. um að framfylgja lögum um matvæli og sinnir samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna opinberu eftirliti undir yfirstjórn Matvælastofnunar með framleiðslu og dreifingu matvæla. Heilbrigðisnefnd hefur heimildir til að beita þvingunarúrræðum samkvæmt 30. gr. til 30. gr. c laganna, og skal við meðferð slíkra mála fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga og öðrum reglum stjórnsýsluréttar, sbr. 30. gr. d laganna. Í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur fram að brot gegn ákvæðum laganna og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varði sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum. Í 4. mgr. sömu greinar segir að mál út af brotum samkvæmt greininni skuli sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.<br /> <br /> Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja kæranda um aðgang að kæru til lögreglu er byggð á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem mælt er fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þær reglur sem mæla fyrir um aðgang að rannsóknargögnum sakamáls tryggja almenningi ekki rétt til aðgangs að gögnunum. Þar sem 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þrengir gildissvið laganna og rétt almennings til aðgangs að gögnum mála sem þar er mælt fyrir um verður að leggja til grundvallar að ákvæðið skuli túlkað þröngri lögskýringu. Þannig teljist það að meginstefnu aðeins til rannsóknar sakamáls þegar mál er rannsakað með það að markmiði að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hafi verið viðhöfð og skapa viðhlítandi grundvöll undir ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Ljóst er samkvæmt ákvæðum laga um matvæli að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki það hlutverk með höndum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að sú kæra sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu beri ekki annað með sér en að hafa orðið til eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því verður að líta svo á að aðgangur að kærunni verði ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, og synjun um aðgang að henni þannig ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 20. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1168/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Kærendur óskuðu svara hjá matvælaráðuneyti um það til hvaða ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011, um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, sækti lagastoð sína. Ráðuneytið staðhæfði að ekki lægju fyrir nein gögn sem svöruðu spurningu kærenda. Þeim hefði hins vegar verið leiðbeint um það til hvaða ákvæða væri eðlilegt að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi samkvæmt þessu að kærendum hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum, og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1168/2023 í máli ÚNU 23110009.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 8. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Valþóri ehf. og Skúmi útgerð ehf. vegna afgreiðslu matvælaráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Í kæru er rakið að árið 2011 hafi verið sett reglugerð um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, nr. 477/2011. Í 5. gr. hennar hafi komið fram að reglugerðin væri sett samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997. Kærendur hafi frá árinu 2008 og þar til reglugerðin var sett gert út báta sem voru á lúðuveiðum með haukalóð. Setning reglugerðarinnar hafi haft veruleg áhrif á rekstur þeirra.</p> <p>Kærendur hefðu átt í samskiptum við matvælaráðuneytið í þeirri viðleitni að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í framangreindum lögum reglugerð nr. 477/2011 sækti lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni væri aðeins vísað til laganna með almennum hætti. Sendu kærendur ráðuneytinu fyrirspurn þess efnis hinn 5. apríl 2023. Þeirri fyrirspurn var svarað hinn 2. maí sama ár. Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og sendi ráðuneytið kærendum annað erindi hinn 22. júní 2023. Vísaði ráðuneytið þar til ákvæða í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem horfa mætti til við mat á því hvert reglugerðin sækti lagastoð sína, nánar tiltekið til 8. gr. laga nr. 116/2006 og 1. mgr. 9. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997.</p> <p>Í framhaldi af því áttu sér stað frekari samskipti milli kærenda og ráðuneytisins auk þess sem aðilar funduðu um málið. Daginn eftir fund aðila hinn 27. september 2023 sendi ráðuneytið kærendum tölvupóst þar sem fram kom að ráðuneytið gæti ekki gefið upplýsingar um það nú til hvaða ákvæða hefði verið horft þegar reglugerðin var sett árið 2011, sem haft gæti sama gildi og ef reglugerðin hefði vísað til tiltekinna ákvæða. Það hefði tíðkast á þeim tíma að vísa til laga í heild varðandi lagastoð reglugerða.</p> <p>Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og hinn 31. október 2023 óskuðu kærendur enn á ný eftir svörum við spurningu sinni. Ráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og vísaði til fyrri svara.</p> <p>Kæran var kynnt matvælaráðuneyti með erindi, dags. 18. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 27. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að málið snúist ekki um aðgang að upplýsingum, enda hafi ráðuneytið ekki ákveðið að halda neinum upplýsingum frá kærendum. Kærendur vilji að ráðuneytið búi til nýjar upplýsingar um það hvaða lagagreinar séu lagastoð fyrir reglugerð nr. 477/2011. Ráðuneytið hafi leiðbeint kærendum um það hvaða ákvæði hafi verið til staðar í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem eðlilegt væri að vísa til sem lagastoðar. Þá hefði ráðuneytið upplýst að það gæti ekki gefið skriflega staðfestingu á því sem hefði sama gildi og ef vísað hefði verið til greinanna í reglugerðinni sjálfri. Ráðuneytið hafi ekki ákveðið að synja kærendum um aðgang að gögnum í málinu, enda séu ekki til staðar nein gögn sem synjað hafi verið um afhendingu á.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kærendum með bréfi, dags. 29. nóvember 2023, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta lýtur að viðleitni kærenda til að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um fiskveiðar í landhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011 sæki lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni sé aðeins vísað til laganna með almennum hætti.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Matvælaráðuneyti hefur staðhæft að í ráðuneytinu liggi ekki fyrir nein gögn sem svari spurningu kærenda. Ráðuneytið hafi hins vegar leitast við að leiðbeina kærendum um það til hvaða ákvæða eðlilegt megi teljast að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar, þótt ekki sé hægt að slá því föstu með endanlegum hætti að það séu þau ákvæði sem horft hafi verið til þegar reglugerðin var sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur samkvæmt þessu að kærendum hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til nefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Telji kærendur að reglugerð nr. 477/2011 skorti lagastoð geta þeir að öðrum skilyrðum uppfylltum leitað til umboðsmanns Alþingis eða dómstóla. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Valþórs ehf. og Skúms útgerðar ehf., dags. 8. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1167/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Óskað var eftir upplýsingum hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Ráðuneytið kvað upplýsingarnar ekki liggja fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1167/2023 í máli ÚNU 23110002.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Hinn 1. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, blaðamanni hjá DV, vegna afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Kærandi óskaði með erindi, dags. 27. september 2023, eftir upplýsingum um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Þá var jafnframt óskað eftir sundurliðun sem sýndi hversu marga arfleifendur um ræddi, hversu miklar innistæður á bankareikningum eða beina peninga væri um að ræða, hversu margar fasteignir eða eignarhluta í fasteignum og annars konar verðmæti sem við gæti átt, svo sem listmuni, innbú, hlutabréf, ökutæki og svo framvegis. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig færi með erfðafjárskatt í slíkum tilvikum.</p> <p>Erindi kæranda var ítrekað nokkrum sinnum. Hinn 27. október 2023 barst kæranda svar frá ráðuneytinu þar sem fram kom að málið hefði verið kannað. Ekki væri haldið utan um umbeðnar upplýsingar kerfisbundið með þeirri sundurliðun sem óskað væri eftir. Því væru ekki tiltæk gögn til þess að svara fyrirspurninni.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að til vara sé farið fram á upplýsingar um fjölda arfleifenda á tilgreindu tímabili ásamt heildarfjárhæðum sem runnu í ríkissjóð og eftir atvikum upplýsingar um verðmæti sem ekki hafi verið komið í verð. Til þrautavara sé óskað eftir upplýsingum sem varði fjármuni sem renni í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga, t.d. um verkferla við viðtöku slíks erfðafjár, um verðmatsferlið eða annað sem varpað geti ljósi á afdrif fjórðu erfðarinnar.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytið, sem fari með yfirstjórn opinberra fjár- og efnahagsmála, hafi upplýsingar um tekjur og eignir hins opinbera, sem og um uppruna þeirra. Því liggi í hlutarins eðli að beiðni kæranda hefði verið hægt að svara, að minnsta kosti að hluta til. Þá sé minnt á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda sem og ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um að stjórnvald skuli gefa beiðanda færi á að afmarka beiðni sína nánar áður en henni er vísað frá. Kærandi vísar til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndarinnar þess efnis að gögn geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga þótt það þurfi að afmarka þau eða taka saman, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 1073/2022 og 918/2020, þar sem nefndin hafi rakið að upplýsingar sem vistaðar væru í gagnagrunnum gætu talist fyrirliggjandi ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 8. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þá tiltók nefndin að æskilegt væri að í umsögninni væri því svarað hvort í ráðuneytinu lægju fyrir upplýsingar eða gögn um eigur sem runnið hafa í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga síðastliðin fimm ár frá 27. september 2023, þótt ekki væri haldið utan um þau með kerfisbundnum hætti. Væru upplýsingarnar til óskaði nefndin eftir svörum við eftirfarandi atriðum:</p> <ol> <li>Með hvaða hætti þau væru vistuð í ráðuneytinu, þ.e. hvort þær væri að finna í málaskrá eða öðru kerfi eða gagnagrunni á vegum ráðuneytisins.</li> <li>Hvort þau væru sundurliðuð með þeim hætti sem fram kæmi í beiðni kæranda frá 27. september 2023.</li> <li>Hversu mikla vinnu það myndi útheimta að taka upplýsingarnar eða gögnin saman í samræmi við beiðni kæranda frá 27. september 2023. Æskilegt væri að ráðuneytið lýsti því með eins ítarlegum hætti og unnt væri, svo sem með lýsingu á fjölda aðgerða til að taka þau saman og hve langan tíma það tæki.</li> </ol> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis barst úrskurðarnefndinni sama dag. Þar kom fram að þessar upplýsingar lægju ekki fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við fyrirspurninni. Nefndin sendi ráðuneytinu annað bréf hinn 10. nóvember 2023 og óskaði upplýsinga um hvort ráðuneytið hygðist skila frekari umsögn til nefndarinnar en fram hefði komið í svari ráðuneytisins frá 8. nóvember 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2023, kom fram að ítrekað væri að þessar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.</p> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum í tengslum við 55. gr. erfðalaga, en í ákvæðinu kemur fram að eigi maður engan erfingja renni eigur hans í ríkissjóð. Þá hefur kærandi óskað eftir tiltekinni sundurliðun upplýsinga, svo sem um heildarverðmæti, fjölda arfleifenda og sundurliðun verðmæta eftir tegund þeirra.</p> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti kveður þær upplýsingar sem óskað er eftir ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin fór þess sérstaklega á leit við ráðuneytið að það veitti henni upplýsingar um það hvort upplýsingar um einhver þau atriði sem kærandi tiltók í beiðni sinni lægju fyrir hjá ráðuneytinu, til að gera nefndinni kleift að leggja mat á það hvort ráðuneytinu kynni að vera skylt að taka upplýsingarnar saman. Svör ráðuneytisins við þessu voru afdráttarlaus um það að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis því staðfest.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar fer kærandi fram á upplýsingar umfram það sem fram kom í upphaflegri beiðni til ráðuneytisins, sbr. vara- og þrautavarakröfur. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðurinn varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við ráðuneytið og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. október 2023, er staðfest.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1166/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Óskað var eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort tiltekinn skíðahjálmur væri viðurkenndur við löndun á sama hátt og byggingarvinnuhjálmur. Stofnunin svaraði ekki kæranda og var málinu því vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnueftirlitið taldi að beiðni kæranda rúmaðist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki væri óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin féllst á það að beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1166/2023 í máli ÚNU 23110008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 7. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Vinnuverndarnámskeiðum ehf. þar sem Vinnueftirlitið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. september 2023, var vísað til þess að á námskeiði um áhættumat hefði komið fram af hálfu eins fyrirtækis sem starfaði á sviði löndunar að skíðahjálmar væru betri en klassíski byggingarvinnuhjálmurinn. Óskaði kærandi eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort eftirlitið viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 10. nóvember 2023 og stofnuninni gefinn kostur á að bregðast við henni. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 22. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. nóvember 2023, furðar hann sig á því að stofnunin kjósi að svara erindi sínu ekki efnislega. Kærandi haldi úti öryggisnámskeiðum fyrir nokkur af stærstu útgerðarfélögum landsins og þau hafi óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til þess hvers konar hjálma megi nota við löndun. Vinnueftirlitið eigi að svara málefnalega spurningum um öryggismál sem brenni á fyrirtækjum landsins.</p> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu Vinnueftirlitsins á því að ekki lægju fyrir hjá stofnuninni gögn sem innihéldu upplýsingar um það hvort stofnunin viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun. Í svari Vinnueftirlitsins, dags. 4. desember 2023, kom fram að gögn sem innihéldu þær upplýsingar fyndust ekki í málaskrá stofnunarinnar.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í umsögn Vinnueftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum heldur sé óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin getur fallist á þá skýringu Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur sé óskað eftir upplýsingum um það hvort stofnunin viðurkenni tiltekinn hjálm sem vísað var til í erindi kæranda til notkunar við löndun. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 7. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1165/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi gerði kröfu um að fá afhent gögn máls hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í svari barnaverndarþjónustunnar kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt tilteknum verklagsreglum. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti barnaverndarþjónustan að unnið væri að því að taka gögnin saman fyrir kæranda. Nefndin taldi því að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1165/2023 í máli ÚNU 23110005.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 2. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A lögfræðingi, f.h. B, í tilefni af því að barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands afhenti kæranda ekki gögn.</p> <p>Með erindi, dags. 25. október 2023, var f.h. kæranda óskað eftir öllum gögnum máls hennar hjá barnaverndarþjónustunni. Erindið var ítrekað tveimur dögum síðar. Í svari barnaverndarþjónustunnar, dags. 27. október 2023, kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt verklagsreglum samstarfssveitarfélaga í barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, um afhendingu gagna um persónuupplýsingar. Erindi kæranda var ítrekað hinn 30. október 2023 með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Þar kom fram að ef gögnin yrðu ekki afhent í síðasta lagi daginn eftir yrði málinu vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála. Þá var óskað afhendingar á samningi um umgengni sem kæranda hefði verið sagt að gerður hefði verið við hana.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er þess krafist með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að kæranda verði afhent þau gögn sem óskað var eftir. Kærandi sé aðili að málinu og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands með erindi, dags. 10. nóvember 2023, og barnaverndarþjónustunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að barnaverndarþjónustan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 24. nóvember 2023. Þar kemur fram að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Unnið sé nú að því að taka saman gögnin, í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands, til að tryggja örugga úrvinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Óþarft er að rekja nánar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands hefur staðhæft að beiðni kæranda hafi ekki verið synjað og að unnið sé að því að taka saman gögnin. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í fyrirliggjandi kæru kemur fram að kærandi sé aðili að því máli/málum sem hún hafi óskað aðgangs að hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort kæran lúti að gögnum í stjórnsýslumáli sem kærandi hafi aðild að, en bendir af þessu tilefni á að samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um að synja aðila máls um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá bendir nefndin einnig á að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls er fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, líkt og kærandi hefur sjálfur bent á í samskiptum við barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt ganga framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A f.h. B, dags. 2. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1164/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að símtali við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, þar sem óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu vegna kæranda, sem væri mættur í jarðarför óvelkominn. Ríkislögreglustjóri taldi að réttur kæranda byggðist á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en að 3. mgr. sömu greinar kæmi í veg fyrir að honum yrði veittur aðgangur að símtalinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi hefði hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Féllst nefndin því á rétt kæranda til aðgangs að símtalinu. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1164/2023 í máli ÚNU 22110005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. nóvember 2022, kærði A synjun embættis ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn.</p> <p>Með símtali til Neyðarlínunnar hinn […] klukkan 16:36 var óskað eftir aðstoð lögreglu og mun fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa tekið við símtalinu stuttu seinna. Í svonefndri dagbók lengri frá lögreglustjóranum á […] vegna málsins er skráð að klukkan 16:40 umræddan dag hafi verið óskað eftir aðstoð vegna kæranda sem hafi verið mættur óvelkominn í jarðarför. Af dagbókinni verður ráðið að lögreglumenn hafi rætt við kæranda og aðra hlutaðeigandi aðila og úr hafi orðið að kærandi hafi ekki verið viðstaddur athöfnina sem um ræddi.</p> <p>Með tölvupósti til lögreglustjórans á […], dags. 21. júlí 2022, óskaði kærandi eftir afriti af samtali tilkynnanda við lögregluna og skýrslu lögreglumannanna sem hefðu komið á vettvang. Starfsmaður lögreglunnar svaraði póstinum 27. júlí sama ár og tók fram að ekki hefði verið gerð eiginleg skýrsla heldur einungis stutt bókun um verkefnið. Væru upptökur af samtölum til staðar væru þær ekki afhentar málsaðilum. Hinn 16. ágúst 2022 afhenti lögreglustjórinn kæranda útprentun af dagbókarfærslum lögreglu í málinu þar sem felldar höfðu verið á brott persónugreinanlegar upplýsingar um aðra einstaklinga en hann sjálfan. Beiðni um afhendingu samtals tilkynnanda við lögreglu var framsend ríkislögreglustjóra.</p> <p>Með tölvupósti til ríkislögreglustjóra, dags. 26. ágúst 2022, óskaði kærandi eftir að fá nákvæmt afrit eða upptöku af beiðni þess aðila sem óskað hefði eftir íhlutun lögreglunnar á […] gagnvart honum. Kærandi ítrekaði beiðni sína þó nokkrum sinnum en var loks synjað um aðgang að tilkynningunni hinn 3. nóvember 2022. Í svarinu kom fram að aflað hefði verið afstöðu tilkynnanda og að hann legðist gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji mikilvægt að hann fái afrit af símtalinu, annars vegar þar sem hann telji sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hafi afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti, og hins vegar til að leggja mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi tilkynnanda og komið nánast eins og skot eftir að innhringing hafi átt sér stað til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fyrir liggi hver sé tilkynnandi og því sé ekki um að ræða að koma þurfi í vegi fyrir að það upplýsist.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embætti ríkislögreglustjóra léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 15. nóvember 2022 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.</p> <p>Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að gagnabeiðni kæranda lúti að því að fá afhent afrit, hljóðrit og endurrit, símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri telji að um beiðni kæranda fari samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum, enda upplýsingar í tilkynningu sem varði hann sérstaklega. Á hinn bóginn standi einkahagsmunir tilkynnanda í vegi fyrir afhendingu gagnanna, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þeir séu mun ríkari en hagsmunir kæranda. Afstaða ríkislögreglustjóra sé sú að hagsmunir tilkynnanda og hinnar látnu vegi þyngra en þeir hagsmunir sem kærandi hafi af því að hlusta á og fá afrit af símtalinu.</p> <p>Umsögn embættis ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 22. nóvember sama ár. </p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðriti og endurriti símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Af gögnum málsins verður ráðið að tilkynnandi hafi hringt í neyðarnúmerið 112 þann […] klukkan 16:36 og að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi tekið við símtalinu stuttu seinna. Með símtalinu óskaði tilkynnandi eftir aðstoð lögreglu í tengslum kveðjuathöfn móður sinnar. Lögreglan mætti á vettvang og í kjölfar samskipta við hlutaðeigandi aðila varð úr að kærandi var ekki viðstaddur kveðjuathöfnina. Í samræmi við málatilbúnað kæranda beinist úrskurður þessi að símtali því sem fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra.</p> <p>Ríkislögreglustjóri byggði afgreiðslu málsins á 14. gr. upplýsingalaga. Þar sem símtalið sem óskað er afrits af fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem tók við símtalinu af vaktstöð samræmdrar neyðarsvörunar, eiga lög nr. 40/2008, um samræmda neyðarsvörun, og reglugerð nr. 570/1996, um framkvæmd samræmdrar neyðarsvörunar, ekki við um þau samskipti sem óskað er aðgangs að í málinu. Þá er hvorki í lögreglulögum, nr. 90/1996, né reglugerð um fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, nr. 335/2005, sem sett er með stoð í lögunum, að finna ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um efni samskipta tilkynnanda við fjarskiptamiðstöðina. Þá liggur fyrir að engir eftirmálar urðu af aðgerðum lögreglunnar og varða gögnin því ekki rannsókn sakamáls eða saksókn samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að þessu og öðru framangreindu gættu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér bæði endurrit og hljóðrit símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar er ljóst að símtalið varðar kæranda sjálfan enda er tilefni símtalsins að óska aðstoðar lögreglu vegna hans og er kærandi þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ríkislögreglustjóri styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Hefur ríkislögreglustjóri vísað til þess að símtölin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni tilkynnanda og hinnar látnu sem vegi þyngra en hagsmunir kæranda.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.</p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p>Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri leitaði eftir afstöðu tilkynnanda sem lagðist gegn því að umbeðin gögn yrðu afhent kæranda en líkt og kemur fram í fyrrgreindum athugasemdum er þetta þó ekki ein og sér nægjanleg ástæða til að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Aðgangur kæranda að símtalinu verður því aðeins takmarkaður ef einkahagsmunir annarra, af því að efni símtalsins fari leynt, vega þyngra en hagsmunir hans af því að geta kynnt sér efni þess.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar má fallast á með ríkislögreglustjóra að símtalið hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi ber þess að geta að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016, 703/2017 og 1071/2022. Á móti framangreindu er til þess að líta að símtalið tengist vilja kæranda til þátttöku í kveðjuathöfn vegna einstaklings sem hann tengdist fjölskylduböndum annars vegar og hins vegar að símtalið varð kveikjan að því að lögreglan hafði afskipti af kæranda. Telja verður að kærandi hafi hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Loks liggur fyrir að kærandi hefur frá upphafi vitað hver tilkynnandi var. Að framangreindu gættu og með hliðsjón af efni símtalsins er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda að aðgangi að símtali tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegi þyngra en þeir andstæðu einkahagsmunir sem eru undir í málinu. Verður því fallist á rétt kæranda til aðgangs að endurriti af umbeðnu símtali.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Embætti ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda, A, aðgang að afriti símtals til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem kæranda varðar og fram fór […].</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1163/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi óskaði eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundi sveitarstjórnar sveitarfélags. Sveitarfélagið kvað gögnin aðeins hafa verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Þau teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hefði kærandi rýmri rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 28. gr. sveitarstjórnarlaga en samkvæmt upplýsingalögum. Ákvörðun sveitarfélagsins yrði þannig ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1163/2023 í máli ÚNU 22110003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 4. nóvember 2022, kærði A synjun […]bæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október sama ár. Efni fundarins var bygging […]mannvirkis […] og fundinn sátu oddvitar meirihluta bæjarstjórnar, bæjarstjóri, byggingar- og mannvirkjafulltrúi, verkfræðingur […] og arkitekt […].</p> <p>Bæjarstjóri […]bæjar svaraði erindinu samdægurs og afhenti kæranda fundargerð af fundinum. Sú fundargerð var lögð fram á fundi bæjarráðs hinn 20. október 2022. Í umræðum á fundinum óskaði kærandi að nýju eftir þeim gögnum sem kynnt hefðu verið. Hinn 27. október 2022 óskaði kærandi enn eftir sömu gögnum en fékk það svar frá bæjarstjóra […]bæjar samdægurs að engin frekari gögn lægju fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sama dag óskaði kærandi eftir gögnunum frá […]. Í svari […], dags. sama dag, kom fram að öll dreifing gagna væri á ábyrgð bæjarstjóra. Svarinu fylgdu engin gögn.</p> <p>Á fundi bæjarráðs, dags. 3. nóvember 2022, lagði kærandi fram fyrirspurn og óskaði enn eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundinum hinn 6. október sama ár. Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu þá fram bókun þess efnis að tillögur hefðu verið kynntar á fundinum en engin gögn lögð fram.</p> <p>Kærandi telur að sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn […]bæjar eigi hann rétt til aðgangs að þessum gögnum með vísan til samþykkta um stjórn bæjarins auk sveitarstjórnarlaga.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt […]bæ með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn […]bæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 21. nóvember 2022. Í umsögninni kemur fram að á fundinum hinn 6. október 2022 hafi aðeins verið gerð grein fyrir þeim gögnum sem tilgreind væru í fundargerðinni en gögnin ekki afhent sveitarfélaginu þar sem þau væru enn í vinnslu hjá […]. Til stæði að […]bær fengi gögnin afhent þegar þau væru tilbúin. Gögnin teljist því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá leiki vafi á því hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðarvald varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, þar sem innviðaráðuneytinu sé ætlað að skera úr um rétt eða skyldu þeirra sem lúta eftirliti þess samkvæmt lögunum.</p> <p>Umsögn […]bæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október 2022 í tilefni af byggingu […]mannvirkis. […]bær kveður gögnin ekki hafa legið fyrir þegar kærandi óskaði eftir þeim, þar sem þau hefðu aðeins verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Kærandi telur að gögnin hljóti að hafa legið fyrir og vísar til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hjá […]bæ eigi hann rétt til aðgangs að gögnum hjá sveitarfélaginu samkvæmt samþykktum um stjórn […]bæjar og sveitarstjórnarlögum.</p> <p>Í 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er mælt fyrir um rétt til aðgangs að gögnum og þagnarskyldu:</p> <blockquote> <p>Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn.<br /> Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.<br /> Sveitarstjórn skal í samþykkt um stjórn sveitarfélags mæla nánar fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá afhent afrit gagna sem falla undir 1. mgr. og um fyrirkomulag og framkvæmd aðgangs að skrifstofu og stofnunum sveitarfélags skv. 2. mgr.<br /> Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.</p> </blockquote> <p>[…]bær hefur útfært rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum í 20. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins. Er þar meðal annars í 2. mgr. kveðið á um málsmeðferð þegar beiðni er lögð fram og í 3. mgr. segir að séu gögn undanþegin upplýsingarétti almennings sé óheimilt að taka af þeim afrit og fara með þau af skrifstofu, sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nema að höfðu samráði við bæjarstjóra eða viðkomandi yfirmann.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga hefur ráðherra eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt lögunum og öðrum löglegum fyrirmælum. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna er aðila máls heimilt að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna.</p> <p>Kærandi er sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn […]bæjar. Ákvæði 28. gr. sveitarstjórnarlaga veita honum rýmri rétt en hann hefur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga til aðgangs að gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja í stjórnsýslu […]bæjar og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ákvæðið beri að skoða í þessu samhengi sem sérákvæði gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun […]bæjar gagnvart kæranda verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur til þess ráðherra sem fer með málefni sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 111. gr. laganna. Verður því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 4. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1162/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefði gert um rekstur á happdrættisvélum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á 2. málsl. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að samningarnir teldust ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands og að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga stæði aðgangi kæranda þannig ekki í vegi. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt gögnin vörðuðu að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands fælu þau ekki í sér upplýsingar sem væru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni ef veittur yrði aðgangur að þeim. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert skylt að afhenda kæranda samningana. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1162/2023 í máli ÚNU 23020004.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. febrúar 2023, kærði A lögmaður, f.h. Catalina ehf., afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 27. febrúar og 29. september 2020 eftir upplýsingum frá Happdrætti Háskóla Íslands um þær forsendur sem bjuggu að baki ákvörðunum varðandi þóknunarhlutfall í þjónustusamningum happdrættisins við rekstraraðila um rekstur Gullnámuhappdrættisvéla á veitingastöðum og hverju það sætti að þóknunarhlutfallið væri ekki það sama gagnvart öllum rekstraraðilum sem sömdu við Happdrætti Háskóla Íslands um rekstur slíkra véla.</p> <p>Með bréfum, dags. 26. mars og 29. september 2020, veitti Happdrætti Háskóla Íslands kæranda upplýsingar um helstu samningsmarkmið þess og sjónarmið um þóknunarhlutföll við gerð samninga við rekstraraðila um rekstur happdrættisvéla en taldi sig ekki geta orðið frekar við beiðnum kæranda með vísan til þess að þær sneru að öðru leyti að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila.</p> <p>Með erindi til Happdrættis Háskóla Íslands, dags. 19. desember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:</p> <ol> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afrit af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Tekið var fram í beiðninni að kærandi gerði ekki athugasemdir við það að strikað yrði yfir nöfn rekstraraðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem erindinu hafði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 7. febrúar 2023.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Happdrætti Háskóla Íslands með erindi, dags. 8. febrúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 16. febrúar 2023, synjaði Happdrætti Háskóla Íslands beiðni hans og var erindið jafnframt gert að umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er m.a. tekið fram hvað varði fyrstu tvo liðina í beiðni kæranda að happdrættið hafi hvorki samið skilmála um hvar happdrættisvélum sé komið fyrir né skilmála um þóknanir rekstraraðila og geti því ekki orðið við beiðni um afrit af slíkum skilmálum. Þriðja lið beiðninnar svarar Happdrætti Háskóla Íslands á þá leið að fyrirliggjandi samningar hafi verið gerðir við samkeppnisaðila kæranda, þeir séu einkaréttarlegs eðlis og efni þeirra ekki opinbert. Þá lúti beiðni kæranda að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila, einkum þeim viðskiptakjörum sem Happdrættis Háskóla Íslands hafi tryggt sér í samningum við þessa seljendur. Afhending Happdrættis Háskóla Íslands á slíkum rekstrarsamningum sé skýrt brot á skyldum þess gagnvart þessum rekstraraðilum og myndi engu breyta þótt strikað yrði yfir heiti rekstraraðila í þeim samningum. Þá fæli slík afhending í sér að kæranda yrðu afhentar viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni aðila sem standi í beinni samkeppni við hann og komi afhendingin einnig niður á hagsmunum Happdrættis Háskóla Íslands af að tryggja einkaréttarlega hagsmuni sína til hagstæðra viðskiptakjara í frjálsum samningum við slíka aðila.</p> <p>Jafnframt sé Happdrætti Háskóla Íslands í beinni samkeppni við annan kaupanda sambærilegrar rekstrarþjónustu, Íslandsspil sf., sem reki áþekkar vélar. Sem kaupandi þjónustunnar standi Happdrætti Háskóla Íslands því með viðskiptum sínum við seljendur rekstrarþjónustu í beinni samkeppni við annan kaupanda slíkrar þjónustu. Happdrætti Háskóla Íslands sé því einnig heimilt á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að takmarka aðgengi almennings að umræddum gögnum. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 20. febrúar 2023, rakti úrskurðarnefndin að ekki væri ástæða fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu í ljósi þess að kæran hefði lotið að töfum á afgreiðslu og að beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Gaf úrskurðarnefndin kæranda þó kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum stæði vilji hans til þess að málið yrði tekið til úrskurðar sem og hann gerði með athugasemdum 15. mars 2023.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er rökstuðningi Happdrættis Háskóla Íslands mótmælt. Kærandi tekur fram að aðalatriðið sé að hann fái aðgang að öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hafi gert um rekstur happdrættisvéla en markmiðið sé að sjá hvort jafnræðis hafi verið gætt í samningunum. Aðilar sem séu með happdrættisvélar frá Happdrætti Háskóla Íslands fái greidda þóknun fyrir að reka vélarnar og þóknunin sé tiltekið prósentuhlutfall af brúttóveltu. Happdrætti Háskóla Íslands sé skylt að gæta jafnræðis og rekstraraðilar eigi því að fá sömu þóknun. Umbeðin gögn séu nauðsynleg svo unnt sé að leggja mat á hvort kæranda hafi verið mismunað og hversu mikil mismununin sé þá. Kærandi telji sig eiga skýran rétt til þess að fá aðgang að umræddum gögnum enda falli Happdrætti Háskóla Íslands undir upplýsingalög, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1043/2021.</p> <p>Athugasemdir kæranda voru kynntar Happdrætti Háskóla Íslands með bréfi, dags. 21. mars 2023. Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands bárust úrskurðarnefndinni hinn 3. apríl 2023. Í athugasemdunum bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að ef kærandi fái afrit af samningum við samkeppnisaðila sína þá fái hann augljóslega upplýsingar um öll þau viðskiptalegu atriði sem gildi í samningssambandi þessara rekstraraðila við Happdrætti Háskóla Íslands. Viðskiptakjör og önnur umsamin ákvæði í samningunum séu óumdeilanlega upplýsingar sem snúi beinlínis að samkeppni þessara aðila á þeim markaði sem þeir starfi á. Því myndi afhending allra þessara samninga hafa mjög mikil áhrif á samkeppni og væri kærandi með því settur í óeðlilega sterka samningsstöðu.</p> <p>Hvað varðar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að lykilatriði við mat á því hvort almannahagsmunir séu fyrir hendi sé hvort samkeppni hins opinbera aðila sé á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Óumdeilanlegt sé að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. eigi í samkeppni á samkeppnismarkaði. Svo bein sé þessi samkeppni að í sumum tilvikum hýsi rekstraraðila bæði vélar frá Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. Þá sé Íslandsspil sf. ekki skyldugt til að gefa upplýsingar um stöðu sína, svo sem að veita aðgang að samningum sínum við rekstraraðila félagsins. Hér sé því um að ræða þá aðstöðu sem 4. tölul. 10. gr. laganna sé sérstaklega ætlað að taka til en skylda til að opinbera efni rekstrarsamninga Happdrættis Háskóla Íslands myndi skaða samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raska þeim almannahagsmunum sem felist í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands voru kynntar kæranda með bréfi, dags. 11. apríl 2023, og bárust lokaathugasemdir kæranda nefndinni 21. sama mánaðar.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu hlutaðeigandi fyrirtækja til afhendingar fyrirliggjandi samninga, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindum 31. ágúst 2023. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum 8. og 27. september 2023, annað fyrirtækið lagðist gegn afhendingu samnings þess við Happdrætti Háskóla Íslands en hitt benti á að allur veitingarrekstur fyrirtækisins, þ.m.t. samningar við Happdrætti Háskóla Íslands, hefði verið seldur á árinu 2018. Ekki bárust önnur skrifleg viðbrögð við erindum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um rekstur happdrættisvéla Happdrættis Háskóla Íslands. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Upplýsingalög, nr. 140/2012, taka samkvæmt 2. gr. til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með nánar tilgreindum takmörkunum. Um Happdrætti Háskóla Íslands gilda samnefnd lög nr. 13/1973 og reglugerð nr. 500/2020. Í 1. gr. reglugerðarinnar segir að Happdrætti Háskóla Íslands sé sjálfstæð stofnun í eigu Háskóla Íslands, sem er opinber stofnun samkvæmt lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er vísað til þess að hvorki séu til skilmálar um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir né um þóknanir rekstraraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að rengja þessar upplýsingar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við framangreint eru ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem eru tilgreind í liðum 1 og 2 hér að framan. Verður því að vísa kærunni frá að því marki sem hún lýtur að aðgangi að þessum gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Eftir stendur þriðji liður kærunnar en þar óskar kærandi eftir afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að upplýsingum um nöfn viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands. Tekur nefndin því í úrskurðinum ekki afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum eða öðrum atriðum í samningunum sem gætu gefið til kynna hver viðsemjandinn er.</p> <p>Synjun Happdrættis Háskóla Íslands er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p>Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál samningana sem beiðni kæranda lýtur að. Um er að ræða 22 samninga sem eiga það sammerkt að varða rekstur á happdrættisvélum undir nöfnunum Gullnáman og/eða Gullregn. Á meðal samninganna eru tveir samningar sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert við sama einkaaðila og samningur við kæranda, sem hann hefur þegar undir höndum. Elsti samningurinn er dagsettur 29. nóvember 1996 og sá yngsti 2. september 2020.</p> <p>Í öllum samningunum er að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir það að hýsa og sjá um happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands en þessar greiðslur eru í sumum samningum nefndar umboðslaun. Ákvæði samninganna um þóknanir eiga það öll sameiginlegt að ekki er kveðið á um sérstaka upphæð heldur er stuðst við viðmið, það er ákveðið prósentuhlutfall sem er í langflestum tilvikum reiknað af brúttóveltu happdrættisvélanna sem rekstraraðilinn hýsir og hefur umsjón með. Önnur ákvæði samninganna eru að mestu leyti almenns eðlis en í samningunum er meðal annars mælt fyrir um skyldur rekstraraðila í tengslum við rekstur happdrættisvélanna, skiptingu einstakra kostnaðarliða á milli samningsaðila, hvernig skuli standa að greiðslu vinninga og tæmingu happdrættisvélanna o.fl.</p> <p>Fyrir liggur að upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum eru upplýsingar um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki að sjálfkrafa sé rétt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda skuli upplýsingunum leyndum. Til þess er að líta að upplýsingar um greiðslur vegna kaupa opinbers aðila á þjónustu varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Það er mat nefndarinnar, eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningum, að samningarnir teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi einkaaðila og að 9. gr. upplýsingalaga standi þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Er í því samhengi vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending samninganna kynni að valda einkaaðilunum tjóni. Þá hefur hvorki Happdrætti Háskóla Íslands né sá eini einkaaðili sem svaraði bréfi nefndarinnar lýst með hvaða hætti afhending samninganna muni skaða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Í þessu sambandi verður að benda á að almenn skírskotun til þess að í samningunum sé að finna viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni getur ein og sér ekki réttlætt að vikið sé frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga á grundvelli undantekningarreglu 9. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndinni þykir rétt að benda á að vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti haft áhrif samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að raska samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélaga. Það sjónarmið verður þó, eins og fyrr segir, að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Happdrætti Háskóla Íslands hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum samningum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur einnig byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gætu skaðað samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raskað þeim almannahagsmunum sem felast í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p>Þá segir enn fremur í athugasemdunum:</p> <blockquote> <p>Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.</p> </blockquote> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands byggir synjun sína á því að um sé að ræða samkeppnisrekstur og vísar því til stuðnings í álit samkeppnisráðs dags. 9. maí 2000. Kærandi hefur byggt á því að samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands sé rekstur happdrættisvélanna háður einkaleyfi og eðlisólíkur rekstri söfnunarkassa Íslandsspila sf. með þeim afleiðingum að engin eða mjög takmörkuð samkeppni sé milli Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 13/1973 er ráðherra heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar happdrættis með skilyrðum sem þar er nánar greint frá. Í 2. mgr. 1. gr. sömu laga kemur fram að ráðherra sé enn fremur heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar skyndihappdrættis með peningavinningum, svo og peningahappdrættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti. Í 3. mgr. 1. gr. kemur svo fram að ráðherra geti heimilað að við starfsemi samkvæmt 1. og 2. mgr. séu notaðar sérstakar happdrættisvélar þannig að þátttaka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða. Þá segir að ráðherra setji með reglugerð nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með þeim o.fl.</p> <p>Á grundvelli 3. mgr. 1. gr. hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð nr. 455/1993, um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands. Í 1. og 2. gr. reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. breytingarreglugerðar nr. 529/2001, er kveðið á um að Happdrætti Háskóla Íslands reki sérstakt peningahappdrætti undir heitunum Gullnáman og Gullregn og að rekstur happdrættisins skuli byggður á notkun sjálfvirkra happdrættisvéla. Eins og áður hefur verið rakið lúta fyrirliggjandi samningar að rekstri þessara happdrættisvéla.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1973 er bannað, á meðan Happdrætti Háskóla Íslands starfar, að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að versla með eða hafa á boðstólum miða erlendra happdrætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá. Þó getur ráðherra samkvæmt ákvæðinu veitt undanþágu að því er kemur til happdrættis, sem stofnað er til í góðgerðarskyni einungis, og þó með skýrum takmörkum, t.d. fyrir eitt sveitarfélag, og aldrei nema um ákveðinn tíma, lengst eitt ár.</p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 73/1994, um söfnunarkassa, kemur fram að ráðherra sé heimilt að veita Íslenskum söfnunarkössum (ÍSK), félagi í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar, Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann og Slysavarnarfélags Íslands, leyfi til að starfrækja söfnunarkassa með peningavinningum. Í 1. mgr. 2. gr. laganna segir meðal annars að með söfnunarkössum í skilningi laganna sé átt við handvirka og/eða vélræna söfnunarkassa sem ekki séu samtengdir og í séu settir peningaframlög er jafnframt veiti þeim sem þau leggja fram möguleika á peningavinningi, allt að ákveðinni fjárhæð. Í 4. gr. laganna kemur fram að ráðherra setji í reglugerð, að fengnum tillögum stjórnar Íslenskra söfnunarkassa, nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir söfnunarkassa o.fl. Þessi reglugerð hefur verið sett og er hún nr. 320/2008, um söfnunarkassa, en þar kemur meðal annars fram að félaginu Íslenskum söfnunarkössum sé heimilt að reka starfsemi sína undir heitinu Íslandsspil. Þá kemur fram í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar að söfnunarkassi Íslandsspila skuli vera sjálfstæð eining, hvorki sambyggð við aðrar spilavélar né samtengd öðrum spilavélum, og megi ekki mynda sameiginlegan vinningspott með öðrum vélum eða spilakerfum.</p> <p>Í 7. gr. reglugerðarinnar er auk þess mælt fyrir um hámarksfjárhæðir vinninga í söfnunarkössum Íslandsspila sf. sem geti að hámarki verið 300.000 krónur á vínveitingastöðum og spilasölum en 20.000 krónur á öðrum stöðum þar sem heimilt er að reka söfnunarkassanna. Ekki verður séð að vinningsfjárhæðir í happdrættisvélum Happdrættis Háskóla Íslands séu undirorpnar sambærilegum reglum um hámarksfjárhæðir vinninga en á heimasíðu Happdrættis Háskóla Íslands kemur fram að hámarksvinningur í þeim happdrættisvélum sem eru reknar undir nafninu Gullnáman geti orðið 17 milljónir króna.</p> <p>Í áliti samkeppnisráðs frá 9. maí 2000 var meðal annars lagt til grundvallar að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. störfuðu bæði á happdrættismarkaðnum. Þá verður ráðið af framangreindum ákvæðum laga nr. 13/1973 og 73/1994 og reglugerðum settum samkvæmt þeim lögum að bæði Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. sé heimilt að reka rafræna spilakassa sem greiða út peningavinninga þó ólíkar reglur gildi um fjárhæðir þeirra vinninga. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að draga í efa staðhæfingar Happdrætti Háskóla Íslands að á stöðum sumra rekstraraðila sé bæði að finna söfnunarkassa Íslandsspila sf. og happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands.</p> <p>Að virtum framangreindum atriðum þykir mega leggja til grundvallar að samkeppni sé á milli Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands þótt ekki verði fullyrt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum hversu virk sú samkeppni sé. Þarf því að taka til skoðunar hvort samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi rétti almennings til aðgangs að upplýsingum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, svo sem fyrr segir, yfirfarið þá samninga sem Happdrætti Háskóla Íslands afhenti nefndinni en þar er meðal annars að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir að sjá um og hýsa happdrættisvélarnar. Eins og lagaumgjörð Happdrættis Háskóla Íslands er háttað og með hliðsjón af því sem að framan er rakið er það mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt umbeðin gögn varði að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands þá feli þau ekki í sér upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni verði almenningi veittur aðgang að þeim.</p> <p>Í því sambandi verður að leggja áherslu á að hvorki samningarnir sjálfir né einstök ákvæði þeirra varða svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Happdrætti Háskóla Íslands hefur ekki lýst því fyrir nefndinni hvaða áhrif birting þessara upplýsinga kunni að hafa á samkeppnishagsmuni þess. Telur nefndin því ekki að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að þeir standi framar rétti almennings til aðgangs að samningunum. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreinda samninga er Happdrætti Háskóla Íslands því skylt að veita kæranda aðgang að öllum samningunum sem stofnunin hefur afhent nefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Happdrætti Háskóla Íslands ber að veita kæranda, Catalina ehf., aðgang að eftirtöldum samningum:</p> <ol> <li>Samningur við A ehf., ódags.</li> <li>Samningur við B ehf., dags. 4. apríl 2017.</li> <li>Samningur við C ehf., dags. 15. júní 2019.</li> <li>Samningur við D ehf., dags. 1. apríl 2010.</li> <li>Samningur við E ehf., dags. 1. október 2019.</li> <li>Samningur við F ehf., dags. 4. maí 2009.</li> <li>Samningur við G ehf., dags. 13. júní 2018.</li> <li>Samningur við H ehf., dags. 28. ágúst 2014.</li> <li>Samningur við I ehf., ódags.</li> <li>Samningur við J ehf., dags. 21. júní 2019.</li> <li>Samningur við K ehf., dags. 1. apríl 2011.</li> <li>Samningur við L ehf., dags. 30. desember 2022.</li> <li>Samningur við M ehf., dags. 20. mars 2006.</li> <li>Samningur við N ehf., dags. 1. september 2019.</li> <li>Samningur við O ehf., dags. 16. júní 2017.</li> <li>Samningur við P hf., dags. 29. nóvember 1996 og 13. júlí 2006.</li> <li>Samningur við R ehf., dags. 20. apríl 2015.</li> <li>Samningur við S ehf., dags. 2. september 2020.</li> <li>Samningur við T ehf., dags. 4. maí 2018.</li> <li>Samningur við U ehf., dags. 30. ágúst 2019.</li> </ol> <p>Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1161/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Málið varðaði beiðni til ríkislögreglustjóra um gögn sem vörðuðu brottvísun umbjóðanda beiðandans. Ríkislögreglustjóri taldi umboð beiðanda ekki vera gilt og leit því svo á að réttur hans færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Úrskurðarnefndin taldi að það umboð sem lægi fyrir í málinu skyldi teljast gilt og að ríkislögreglustjóra hefði borið að afgreiða beiðni beiðanda líkt og hún hefði komið frá umbjóðanda hans. Á hinn bóginn væri til þess að líta að ákvörðun um brottvísun teldist ákvörðun um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1161/2023 í máli ÚNU 22100019.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. október 2022, kærði A, f.h. B, afgreiðslu ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi til ríkislögreglustjóra, dags. 5. september 2022, óskaði A eftir þeim gögnum stoðdeildar um brottvísun B sem orðið hefðu til frá því A hefðu síðast verið afhent gögn úr málinu í febrúar 2021. Erindi A fylgdi afrit af umboði B til hans. Erindið var ítrekað 14. og 26. september.</p> <p>Í erindi ríkislögreglustjóra, dags. 30. september 2022, var óskað eftir endurnýjuðu umboði frá B í ljósi þess að það umboð sem lægi fyrir væri dagsett hinn 16. september 2020. Með erindi, dags. 3. október 2022, hafnaði A því að leggja fram nýtt umboð því hann teldi að ríkislögreglustjóra skorti heimild til að krefjast nýs umboðs. Ítrekaði A beiðni sína frá 5. september. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. 5. október 2022, kom fram að núverandi umboð væri ekki vefengt. Í ljósi þess að umboðið væri ótímasett væri vonandi unnt að verða við því að framvísa endurnýjuðu umboði. Þá var A spurður hvort eitthvað stæði því í vegi að endurnýjað umboð yrði veitt. Í svari A, dags. sama dag, kom fram að hann skildi ekki hvers vegna beiðni hans væri ekki afgreidd í ljósi þess að ríkislögreglustjóri vefengdi ekki umboðið. A ítrekaði erindi sitt frá 5. september að nýju hinn 11. október.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 21. október 2022. Var ríkislögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna ef ætlunin væri að synja beiðninni. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 1. nóvember 2022. Í henni kemur fram að A hafi verið upplýstur um það hinn 19. október 2022 að ástæða þess að ríkislögreglustjóri óskaði eftir endurnýjuðu umboði í málinu væri sú að B væri skráður horfinn og aðstæður hefðu þannig breyst frá því að fyrri beiðni A, sem afgreidd var í febrúar 2021, var lögð fram. Af þeim sökum væri það afstaða ríkislögreglustjóra að um rétt A til aðgangs að gögnum í málinu færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan.</p> <p>Ríkislögreglustjóri teldi að 9. gr. upplýsingalaga ætti við um þau gögn sem óskað væri eftir, þar sem gögnin innihéldu í heild sinni upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni B sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Viðkomandi einstaklingur hefði sótt um alþjóðlega vernd og gögnin vörðuðu málsmeðferð hans fyrir stjórnvöldum.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt A með bréfi, dags. 3. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum hans, dags. 23. nóvember 2022, kemur fram að hann telji kröfu um endurnýjað umboð vera ómálefnalega og að hún sé sett fram af annarlegum hvötum ríkislögreglustjóra, sem leiði til þess að B njóti ekki jafnræðis á við aðra borgara. Afstaða ríkislögreglustjóra hafi komið B verulega á óvart því hann kannist ekki við að vera á nokkurn hátt horfinn.</p> <p>Með erindi, dags. 1. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort B væri enn skráður horfinn og hvort ríkislögreglustjóri hefði einhverja leið til að hafa samband við hann. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að hinn 21. september 2023 hefði skráningu á þann veg að B væri horfinn verið breytt og upplýsingum um dvalarstað hans bætt við. Þá lægi fyrir símanúmer til að hafa samband við hann, sem skráð hefði verið 17. október 2023. Ríkislögreglustjóri hefði því ekki haft leið til að hafa samband við hann fyrr en þá.</p> <p>A var gefinn kostur á að bregðast við skýringum ríkislögreglustjóra. Athugasemdir hans bárust hinn 6. nóvember 2023. Þar kemur fram að Útlendingastofnun hafi haft upplýsingar um símanúmer B 9. september 2020. Útlendingastofnun sé það stjórnvald sem beint hafi máli B til ríkislögreglustjóra. Því hefði átt að liggja beinast við að afla upplýsinga frá þeirri stofnun, teldi ríkislögreglustjóri að B væri horfinn. Athugasemdum A fylgdi afrit af dagbókarfærslum Útlendingastofnunar um B, til staðfestingar á því að stofnunin hefði haft upplýsingar um símanúmer hans.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni A til ríkislögreglustjóra um gögn sem varða brottvísun umbjóðanda hans, B. Ríkislögreglustjóri telur að umboð A sé ekki gilt og hefur í því sambandi vísað til þess að þegar beiðni A hafi verið lögð fram hafi B verið skráður horfinn. Því telji ríkislögreglustjóri að réttur A til aðgangs að umbeðnum gögnum skuli byggjast á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Í samskiptum borgara við stjórnvöld eru almennt ekki gerðar sérstakar formkröfur til skriflegra umboða til að þau teljist vera gild. Almennt má þó ætla að þau skuli að minnsta kosti innihalda nafn umbjóðanda og lýsingu á umfangi umboðsins. Leiki vafi á um gildi umboðs eða umfang þess ætti stjórnvald sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga og beiðni er beint til að hafa samband við umbjóðandann til að ganga úr skugga um það, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það einkum við þegar þau gögn sem óskað er eftir kunna að varða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni umbjóðandans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umboðið sem fyrir liggur í málinu er dagsett hinn 16. september 2020. Umboðið er undirritað af B og vottað af tveimur vitundarvottum. Þar kemur fram að B veiti A fullt og ótakmarkað umboð til að afla allra gagna um sig sem hann eigi rétt á frá íslenskum stjórnvöldum, þ.m.t. frá lögreglu. Þá nái umboðið til þess að leggja fram kvartanir, kærur og/eða endurupptökubeiðnir til stjórnvalda vegna mála B.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að umboðið sé skýrt og lýsi umfangi þess með fullnægjandi hætti. Þá nái umboðið til þess að óska eftir þeim gögnum sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Ekkert liggur fyrir í málinu um að umboðið hafi verið afturkallað, lýst ógilt, takmarkað með einhverjum hætti frá því sem fram kemur í texta þess, eða fellt niður af einhverjum öðrum ástæðum. Úrskurðarnefndin telur ekki að það eigi að hafa áhrif á gildi umboðsins hvort B hafi verið skráður horfinn þegar beiðni í þessu máli var lögð fram. Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að það umboð sem liggur fyrir í málinu skuli teljast gilt og að afgreiða hafi átt beiðni A líkt og hún hefði borist frá B sjálfum.</p> <p>Þau gögn sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu varða ákvörðun um að brottvísa B. Slík ákvörðun er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Gögn í slíku máli teljast vera gögn stjórnsýslumáls. Um aðgang aðila máls að gögnum þess fer samkvæmt ákvæðum 15.–17. gr. stjórnsýslulaga. Réttur samkvæmt þeim ákvæðum er ríkari en sá réttur sem veittur er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þá nær úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki til þess að úrskurða um rétt til aðgangs að gögnum í stjórnsýslumáli, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sbr. og 3. mgr. 17. gr. laganna. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, f.h. B, dags. 19. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1160/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók að nýju upp mál nefndarinnar sem lyktaði með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að afhenda upplýsingar um hlutafjáreign úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Kærandi í framangreindum þremur málum vísaði til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks væru ekki viðkvæmar og að hann teldi túlkun nefndarinnar á 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, vera ranga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að í nóvember 2022 hefði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, sem veitti almenningi aðgang að ákveðnum upplýsingum um raunverulega eigendur, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Ákvæði réttindaskrárinnar ættu sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Við mat á því hvaða upplýsingar yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga teldi úrskurðarnefndin að hafa þyrfti hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, en við túlkun dómstólsins á 8. gr. sáttmálans væri nú höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins. Ganga yrði út frá því við túlkun 9. gr. upplýsingalaga að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Með hliðsjón til þessa taldi nefndin ekki forsendur til annars en að staðfesta þær efnislegu niðurstöður sem komist var að í úrskurðum nefndarinnar nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1160/2023 í máli ÚNU 22100006.</p> <h2><strong>Málsatvik</strong></h2> <p>Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 5. október 2022 ákvað nefndin að taka upp að nýju mál sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. </p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 935/2020 var deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ríkisskattstjóra var gert skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga en með vísan til á 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, skyldi þó afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu.</p> <p>Á sama grundvelli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014. Þá taldi úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kæmi í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar vörðuðu einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 1009/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins Langisjór ehf. Nánar tiltekið var um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. Með vísan til úrskurðar nr. 935/2020 staðfesti nefndin niðurstöðu ríkisskattstjóra. Þá vísaði nefndin öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Jafnframt vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1020/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga, þar á meðal um nafnverð hlutafjárins. Nefndin taldi ljóst að upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu einstaklinga sem afmáðar voru úr þeim upplýsingum, sem kærandi fékk afhentar, væru hluti af þeim fjárhæðum sem fram koma á hlutafjármiðum. Með hliðsjón af framangreindu taldi úrskurðarnefndin ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu staðfesti nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra að þessu leyti.</p> <p>Þá taldi úrskurðarnefndin að ríkisskattstjóra væri skylt að verða við beiðni um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir embættið að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. Þá felldi nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila úr gildi og vísaði til nýrrar meðferðar.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Sú ákvörðun nefndarinnar að taka upp að nýju málin sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 var með bréfum, dags. 6. október 2022, kynnt Skattinum og A. Skattinum og A var veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna málsins til 20. október 2022. Þá óskaði nefndin jafnframt eftir því að Skatturinn léti nefndinni í té eftirfarandi gögn, þar sem ekki væri séð að þau lægju fyrir í framangreindum málum:</p> <ol> <li>Þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu.</li> <li>Gögn félagsins K&B ehf., sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. </li> </ol> <p>Í umsögn Skattsins, dags. 27. október 2022, kemur fram að í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að Skattinum væri óheimilt að veita nánar tilteknar upplýsingar úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Skatturinn vísar til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga skuli veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, svo og tilteknum fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í lögunum sjálfum. Á meðal þeirra takmarkana sé bann 9. gr. laganna við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi.</p> <p>Þá áréttar Skatturinn að samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þurfi afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Skatturinn vísar til þess að á meðan ekki hvíli afdráttarlaus skylda á Skattinum að birta gögn samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, verði að telja óvarlegt að skylda Skattinn til að afhenda umbeðin gögn. Samhliða umsögn voru nefndinni afhent umbeðin gögn.</p> <p>Í umsögn A, dags. 28. október 2022, kemur fram að með úrskurði nr. 935/2020 hafi í meginatriðum verið staðfestur réttur fjölmiðla og almennings til að rýna stjórnsýslu í kringum skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja. Meginniðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið mikilvæg og góð, því hún hafi tryggt aukið gagnsæi um eignarhald íslenskra fyrirtækja og möguleika almennings til að fylgja því eftir að upplýsingagjöf um eignarhaldið sé reist á traustum gögnum og réttri skráningu. Þau frumgögn sem úrskurðurinn tryggir aðgang að séu þó oft á tíðum gagnslítil þegar búið sé að afmá úr þeim upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa. Án þeirra upplýsinga sé einfaldlega ekki hægt að staðfesta að skráning raunverulegra eigenda sé í samræmi við innsend gögn.</p> <p>Þá kemur fram að yfirlýst markmið laga um skráningu raunverulegra eigenda sé að tryggja að ávallt séu til staðar réttar og áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja, svo að unnt sé að greina og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því sé ljóst að miklir almannahagsmunir séu fyrir því að fullt gagnsæi ríki um bæði raunverulegt eignarhald skráningarskyldra aðila samkvæmt lögunum og um alla stjórnsýslu sem tengist skráningunni og eftirliti með henni.</p> <p>Jafnframt kemur fram í umsögninni að hagsmunir almennings af því að fá nákvæmar upplýsingar um hlutafjáreign raunverulegra eigenda, og geta þannig meðal annars kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt, hljóti að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum.</p> <p>A vísar til þess að þegar ársreikningalögum var breytt með lögum nr. 14/2013, og ákvæði um að birta skuli upplýsingar um hlutafjáreign allra hluthafa bætt inn í lögin, kom til að mynda fram í máli framsögumanns meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, þegar hann gerði grein fyrir breytingartillögu nefndarinnar þessa efnis, að þetta væri gert „til að stuðla að auknu gagnsæi.“ Því væri ljóst að löggjafinn liti alls ekki á upplýsingar um hlutafjáreign einstaklings í tilteknu félagi sem viðkvæmar upplýsingar. Þvert á móti hafi verið talið nauðsynlegt að þessar upplýsingar væru opinberar til að gagnsæi gæti ríkt um eignarhald íslenskra fyrirtækja.</p> <p>Vísar A til þess að það geti ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum fari leynt. Hvað þá að samkvæmt almennum sjónarmiðum séu upplýsingarnar „svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna,“ og vísar hann þar til athugasemda við frumvarpið sem varð að gildandi upplýsingalögum. Upplýsingarnar veiti ekki slíka innsýn í fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi þeim tjóni.</p> <p>A telur rétt að geta þess að sums staðar í þeim gögnum sem hér er fjallað um séu upplýsingar um fjárhæðir arðgreiðslna. Hann telur þær upplýsingar geti ekki heldur fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, enda ætti hver sem er með einföldum hætti að geta reiknað hversu mikinn arð tiltekinn hluthafi fékk greiddan á árinu út frá upplýsingum í ársreikningum. Í ársreikningi sjáist hversu mikinn arð félagið greiddi hluthöfum það árið. Með því að skoða hlutafjáreign tiltekins hluthafa ætti því með einföldum hlutfallsreikningi að fást sú fjárhæð sem hluthafinn fékk greidda í arð á árinu.</p> <p>Þá vísar hann til þess að hagsmunir almennings af gagnsæi um stjórnsýslu fyrirtækjaskrár séu þeim mun ríkari þar sem Ísland hafi sætt alþjóðlegum þrýstingi fyrir lélegar varnir gegn peningaþvætti. Árið 2019 gerði alþjóðlegur framkvæmdahópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) alvarlegar athugasemdir við innleiðingu tilmæla hópsins á Íslandi og setti Ísland tímabundið á lista yfir ríki sem teljast hafa ófullnægjandi varnir.</p> <p>A vísar til þess að fjallað er um aðkomu almennings og fjölmiðla að því að upplýsa um ólögmæta viðskiptahætti í inngangskafla tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018, um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB. Þar segi:</p> <blockquote> <p>Aðgangur almennings að upplýsingum um raunverulegt eignarhald gerir hinu borgaralega samfélagi kleift að grannskoða upplýsingarnar betur, þ.m.t. fréttamiðlum eða borgaralegum samtökum, og stuðlar að viðhaldi trausts á heilindum í viðskiptum og á fjármálakerfinu. Þetta getur verið framlag í baráttunni gegn misnotkun á fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og lagalegu fyrirkomulagi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, bæði með því að hjálpa til við rannsóknir og vegna orðsporsáhrifa, að því gefnu að hver sá sem á í viðskiptum viti deili á raunverulegum eigendum. Einnig auðveldar þetta fjármálastofnunum sem og yfirvöldum tímanlegt og skilvirkt aðgengi að upplýsingum, þ.m.t. yfirvöldum í þriðju löndum sem taka þátt í baráttunni gegn slíkum brotum. Aðgengið að slíkum upplýsingum mun einnig hjálpa til við rannsóknir á peningaþvætti, tengdum frumbrotum og fjármögnun hryðjuverka.</p> </blockquote> <p>Þá vísar A til þess að til að skráning raunverulegra eigenda nýtist sem skyldi verði almenningur að geta treyst því að skráningin sé rétt og að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við skráninguna og við eftirlit með henni. Þess vegna sé mikilvægt að gagnsæi ríki um stjórnsýsluna og að tryggt sé að fjölmiðlar og almenningur geti rýnt hana. Í því sambandi vísar hann til þess að yfirlýst markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings með opinberum aðilum. Til að þetta sé hægt sé lykilatriði að upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa séu aðgengilegar, enda hefur hlutafjáreign hvers einstaklings áhrif á hvort viðkomandi telst vera raunverulegur eigandi, sbr. skilgreiningu á raunverulegum eiganda í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.</p> <p>A vísar til þess að það sé sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar geti rýnt hagsmunatengsl þeirra sem fara með opinbert vald. Meðal þátttakenda í viðskiptalífinu geti verið háttsettir embættismenn, dómarar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn, sem og makar þeirra, foreldrar, börn og aðrir ættingjar. Aðgengi að upplýsingum um hlutafjáreign einstaklinga auðveldi fjölmiðlum einnig að upplýsa um tilvist, eðli og umfang slíkra hagsmunatengsla. Tengsla sem geti skipt almenning verulegu máli.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvað að endurupptaka mál sem lokið var með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021, í þeim tilgangi að kanna hvort úrskurðirnir væru haldnir efnisannmörkum og hvort fram hefðu komið gögn eða upplýsingar sem gætu haft áhrif á niðurstöður úrskurðanna. Við endurupptökuna er höfð hliðsjón af 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, auk ólögfestra réttarreglna stjórnsýsluréttar um endurupptöku og horft til þess að ákvörðun um að endurupptaka málin er ívilnandi fyrir kæranda. </p> <p>Í málunum þremur komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Endurupptaka málanna þriggja lýtur að þessum þætti málanna en ekki öðrum atriðum sem nefndin tók einnig afstöðu til í úrskurðum sínum. Nefndin þarf því við endurupptöku að leggja mat á það hvort að þær upplýsingar sem um ræðir hafi ranglega verið felldar undir undanþáguheimild 9. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Nefndin telur ekki forsendur til að rekja í löngu máli kæru, málsatvik, málsmeðferð og niðurstöður málanna þriggja umfram það sem fram kemur í málsatvikakafla hér að framan en vísar almennt til þeirra. Nefndin fjallar þó um tiltekin atriði hér að aftan til viðbótar við það sem fram kemur í úrskurðum.</p> <p>Nefndin hefur yfirfarið þau gögn sem hún óskaði eftir frá Skattinum þ.e. annars vegar þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu og hins vegar þau gögn félagsins K&B ehf. sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. Nefndin fær ekki betur séð en að gagnabeiðnir hafi verið afgreiddar í samræmi við niðurstöður úrskurðanna.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>A hefur vísað til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks teljist ekki viðkvæmar. Um þetta vitni skýr vilji löggjafans sem hafi á síðustu árum markað þá stefnu að sem mest gagnsæi eigi að vera um eignarhald í íslensku viðskiptalífi. A vísar til þess að upplýsingarnar sem hann hafi óskaði eftir séu líka aðgengilegar almenningi í öðrum opinberum gögnum. Hann telur niðurstöður nefndarinnar í málunum byggðar á rangri túlkun á 9. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram að í málunum var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og féllst nefndin ekki á það að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, nr. 82/2019, eða þagnarskylduákvæðis laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.</p> <p>Í niðurstöðukafla í máli úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 er fjallað með ítarlegum hætti um ákvæði laga nr. 82/2019 auk þess sem þar er umfjöllun um ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Fram kemur í úrskurðinum:</p> <blockquote> <p>Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.</p> <p>Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda.</p> </blockquote> <p>Í ljósi framangreinds, og þess að þau gögn og þær upplýsingar sem um ræddi yrðu ekki felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, var leyst úr rétti kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi horfði nefndin til reglu 1. mgr. 5. gr. um að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum og ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Áréttaði nefndin að ákvæðið fæli í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og bæri því að túlka það þröngri lögskýringu.</p> <p>Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram:</p> <blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum.</p> <p>Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðum í málum nr. 1009/2021 og 1020/2021 koma í öllum atriðum sem hér skipta máli fram sambærilegar forsendur.</p> <p>Af gögnum málsins verður ekki ráðið að upplýsingar um upphæðir hlutarfjármiða séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Nefndin telur rétt að árétta að lög um skráningu raunverulegra eigenda fela í sér innleiðingu á ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB. Þá fela lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, í sér innleiðingu á sömu tilskipun.</p> <p>Í tengslum við lög um skráningu raunverulegra eigenda telur nefndin rétt að taka fram að Evrópudómstólinn komst að því hinn 22. nóvember 2022, með sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (réttindaskráin). Ákvæði 7. gr. réttindaskrárinnar felur í sér reglur um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og ákvæði 8. gr. inniheldur reglur um vernd persónuupplýsinga. Á grundvelli tilskipunarinnar var aðildarríkjunum gert skylt að innleiða landslöggjöf þar sem þess væri krafist að aðilar, sem falla undir gildissviðið, geymdu upplýsingar um raunverulegan eiganda eða raunverulega eigendur og kæmu á fót miðlægri skrá þar sem þessar upplýsingar væru aðgengilegar öllum sem hefðu lögmæta hagsmuni af því að fá vitneskju um upplýsingarnar.</p> <p>Með tilskipun 2018/843 var tilskipun 2015/849 breytt þannig að reglur um aðgang voru útvíkkaðar sem gerði öllum almenningi kleift að nálgast upplýsingarnar. Dómstóllinn taldi að aðgangur að framangreindum upplýsingum fæli í sér alvarlegt inngrip í grundvallarréttindi til friðhelgi einkalífs og verndar persónuupplýsinga. Með því að heimila almenningi aðgang að skrám af þessu tagi væri brotið gegn 7. og 8. gr. réttindaskrárinnar. Í dómsorði kemur fram að ákvæði tilskipunarinnar sem skyldar aðildarríki til þess að gera upplýsingar um raunverulega eigendur aðgengilegar almenningi í öllum tilvikum sé ógilt.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur, við endurupptöku málanna, tekið til sérstakrar skoðunar hvort fyrri úrskurðir hafi ranglega fellt upplýsingar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þar er um að ræða upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, þ.e. um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum. Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga hefur verið túlkað svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum sé þar með óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Sem dæmi um þessa túlkun má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í A-94/2000 (upplýsingar um netaveiði einstaklinga í Hvítá/Ölfusá), A-45/2002 (upplýsingar um ráðstöfun greiðslumarks eftir sölu á ríkisjörð), A-222/2005 (upplýsingar um aðilaskipti að greiðslumarki milli einstakra lögbýla) og A-222/2005 (upplýsingar um hverjir hafa staðið að viðskiptum um aflamark í þorski).</p> <p>Hvað varðar þær upplýsingar sem hér um ræðir má hafa hliðsjón af umfjöllun Evrópudómstólsins í því máli sem áður var nefnt. Þar fjallaði dómstóllinn um opinbera skrá um raunverulega eigendur þar sem fram komu að lágmarki nafn, fæðingarár og -mánuður, búseturíki, ríkisfang og eðli og umfang eignarhluta raunverulegs eiganda. Í dómi Evrópudómstólsins segir að upplýsingarnar séu þess eðlis að unnt sé að kortleggja verðmæti eigna og eðli fjárfestinga tiltekins einstaklings (mgr. 41 í dóminum). Þá bendir dómstóllinn á að slíkar upplýsingar kunni að vera notaðar af ýmsum aðilum án tengsla við hinn eiginlega tilgang reglnanna sem dómurinn fjallaði um, sem var að sporna við peningaþvætti og hryðjuverkum (mgr. 42). Taldi dómstóllinn að birting upplýsinganna fæli í sér alvarlegt inngrip í þau réttindi sem mælt er fyrir um í 7. og 8. gr. réttindaskrár ESB (mgr. 44). Í kjölfarið fjallar dómstóllinn um hvort inngripið teljist réttlætanlegt með vísan til meðalhófsreglu og annarra viðeigandi skilyrða sem leidd verða af ákvæðum réttindaskrárinnar. Niðurstaða þess mats er að svo hafi ekki verið og réttindin hafi því verið brotin.</p> <p>Dómstóllinn telur að upplýsingar um eignarhlut einstaklinga í tilteknum félögum falli undir vernd einkalífs og persónuupplýsinga. Bendir dómstóllinn, samkvæmt framangreindu, á að slíkar upplýsingar eru það viðkvæmar að birting þeirra til almennings telst ekki aðeins inngrip í umrædd réttindi heldur alvarlegt inngrip. Þessi umfjöllun dómstólsins er almenns eðlis í þeim skilningi að dómstóllinn leggur mat á eðli upplýsinganna sem slíkra og notkunarmöguleika þeirra.</p> <p>Dómar Evrópudómstólsins hafa ekki réttaráhrif að íslenskum rétti. Þau ákvæði réttindaskrárinnar sem dómstóllinn beitir í framangreindu máli eiga sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þegar þagnarskylduákvæði eins og 9. gr. upplýsingalaga um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.</p> <p>Við túlkun á inntaki 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár er höfð hliðsjón af 8. gr. mannréttindasáttamála Evrópu og dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu hvað ákvæðið varðar. Mannréttindadómstólinn hefur í dómum sínum haft hliðsjón af ákvæðum réttindaskrárinnar að því marki sem ákvæði þar eru samrýmanleg ákvæðum mannréttindasáttmálans. Dómur Evrópudómstólsins í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers þar sem dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallar réttindum sem tryggð eru í 7. og 8. gr. sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi kynni því að hafa áhrif, a.m.k. með óbeinum hætti, á túlkun réttindaákvæða þeirra sem nefnd hafa verið. Ljóst er að í dómframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins við túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. dóm yfirdeildar dómstólsins í máli nr. 36345/16, L.B. gegn Ungverjalandi (53. mgr.).</p> <p>Við túlkun sína á ákvæði 9. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin rétt að taka mið af framangreindri dómaframkvæmd um túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans. Lítur nefndin þá meðal annars til þess að ákvæði 8. gr. mannréttindasáttmálans fela í sér alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins um lágmarksvernd mannréttinda. Þar sem ekki er að finna í gildandi lögum bein ákvæði um birtingu þeirra upplýsinga sem beiðnir kæranda lúta að verður að ganga út frá því við túlkun 9. gr. að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Við túlkun 9. gr. er jafnframt rétt að benda á að mat Evrópudómstólsins á eðli upplýsinga um hlutafjáreign, og vísað er til í dómi yfirdeildar mannréttindadómstólsins, er í samræmi við túlkun úrskurðarnefndarinnar í hinum þremur enduruppteknu úrskurðum, þótt lagagrundvöllurinn sé annar. Það er að segja, upplýsingarnar varða fjárhagsleg einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds og þess sem fram kemur í úrskurðum nefndarinnar í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 telur nefndin ekki forsendur til að endurskoða það sem fram kemur í úrskurðarorðum framangreindra úrskurða heldur staðfestir þær efnislegu niðurstöður að viðbættum þeim rökstuðningi sem fram kemur í niðurstöðum þessa úrskurðar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 eru staðfestir.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1159/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í tilteknu flugi flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Synjun Skattsins byggðist á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu, sbr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því væri Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin rakti að nefndin hefði slegið því föstu að ákvæðið væri sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Nefndin taldi að þau gögn sem óskað væri aðgangs að innihéldu slíkar upplýsingar. Því var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1157/2023 í máli ÚNU 23080012.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2023, kærði A, rannsóknarblaðamaður hjá Radio Free Europe/Radio Liberty í Serbíu, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.</p> <p>Í erindi kæranda, dags. 2. ágúst 2023, var rakið að hinn 27. júlí 2023 hefði flugvél á vegum flugfélagsins Ukraine Air Alliance, flug UKL5005, lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin hefði lagt af stað frá Kisínev í Moldóvu og haft viðkomu í Belgrad í Serbíu. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um tollskrárnúmer þess farms sem hefði verið fluttur með fluginu, auk ítarlegra upplýsinga um eðli farmsins.</p> <p>Skatturinn svaraði erindi kæranda samdægurs og synjaði honum um aðgang að upplýsingunum með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Upplýsingar þær sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið og því væri óheimilt að veita honum aðgang að þeim. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Í kæru kemur fram að þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir varði almannahagsmuni, ekki aðeins fyrir serbneska borgara heldur líka fyrir borgara í Evrópusambandinu í heild.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 23. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Skattsins og umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni hinn 6. september 2023. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda lúti að tollflokkun og nákvæmum upplýsingum um eðli farms flugvélarinnar. Slíkar upplýsingar skuli að mati Skattsins fara leynt með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga. Upplýsingar um hvort og þá hvaða vörur flutningsaðilar flytji til landsins séu augljóslega upplýsingar sem gefi innsýn í viðskipti fyrirtækja. Þá geti afhending slíkra upplýsinga auk þess gefið vísbendingar um ákveðna innflytjendur.</p> <p>Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. september 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Úrskurðarnefndin óskaði með erindi, dags. 26. október 2023, eftir nánari skýringum frá Skattinum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Skýringar Skattsins bárust nefndinni daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í flugi UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Réttur kæranda er byggður á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Synjun Skattsins byggist á því að upplýsingarnar séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því sé Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Þau gögn eru nánar tiltekið:</p> <ol> <li>Tölvupóstur frá APA ehf. (Airport Associates) til Skattsins um komu vélar Ukraine Air Alliance, flugs UKL5005, til landsins.</li> <li>Komutilkynning flugs UKL5005.</li> </ol> <p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188. gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrirtækja af því að viðkomandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin sem innihalda þær upplýsingar sem Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að. Nefndin telur ljóst að upplýsingarnar varði viðskipti einstakra manna og fyrirtækja sem falla undir þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga. Ekki er unnt að lýsa eðli eða inntaki gagnanna án þess að með því skapist hætta á að veittar séu upplýsingar sem nefndin telur að séu háðar sérstakri þagnarskyldu. Verður ákvörðun Skattsins samkvæmt framangreindu staðfest.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 2. ágúst 2023, að synja A um aðgang að upplýsingum um flug UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1158/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Kærðar voru til úrskurðarnefndarinnar tafir á afgreiðslu landlæknis á beiðni um gögn, en beiðninni hafði verið vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nefndarinnar nr. 1088/2022. Beiðnin hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Landlæknir tók fram að ekki stæði til að synja beiðni kæranda heldur væri beðið eftir samþykki fyrir því að fá að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins til að unnt væri að afgreiða beiðnina. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1158/2023 í máli ÚNU 23060006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2023, kærði A synjun embættis landlæknis á beiðni um gögn. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022 frá 12. júlí 2022 felldi nefndin úr gildi ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og lagði fyrir embættið að taka beiðni hans til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>Upphafleg beiðni kæranda til embættis landlæknis, dags 2. desember 2021, hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi að embættið hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að beiðnin hefði þannig ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um.</p> <p>Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi embættinu erindi, dags. 22. ágúst 2022, og ítrekaði að beiðnin yrði tekin til nýrrar og lögmætrar meðferðar enda væru sex vikur liðnar síðan úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun embættisins úr gildi. Með svari embættisins, dags. 1. september 2022, var kærandi upplýstur um að beiðnin væri enn í vinnslu og óskað frekari útskýringa frá kæranda varðandi liði 5 til 6 í beiðninni. Beiðnin væri afar yfirgripsmikil: sum gögn væru til hjá embættinu en önnur væru hjá öðrum aðilum sem embættið þyrfti að afla til að taka saman í svar við fyrirspurninni. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 27. september 2022, 13. október 2022, 4. og 29. nóvember 2022 og var á því tímabili upplýstur um að málið væri í vinnslu.</p> <p>Í svari embættisins, dags. 6. desember 2022, kom fram að fyrirspurn kæranda hefði verið tekin til meðferðar hjá embættinu og fékk kærandi afhentan hluta af gögnunum. Ljóst væri að mörgum atriðum í fyrirspurninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá kynni Lyfjastofnun að hafa undir höndum gögn varðandi aukaverkanir í tengslum við COVID-19-sjúkdóminn og inflúensu og því gæti verið skynsamlegt að leita þangað. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 15. desember 2022 og 17. maí 2023, og skoraði á embættið að svara fyrirspurn sinni að fullu í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Með svari, dags. 17. maí 2023, kvaðst embættið hafa svarað fyrirspurninni eftir bestu getu og samkvæmt þeim reglum sem giltu um afgreiðslu fyrirspurna.</p> <p>Kærandi taldi rétt í framhaldinu að kæra embætti landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins en ráðuneytið vísaði kærunni frá, með úrskurði nr. 009/2023 frá 19. apríl 2023, á grundvelli þess að vísa bæri málinu aftur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem um væri að ræða nýja málsmeðferð í máli sem tekið var fyrir hjá nefndinni í úrskurði nr. 1088/2022.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að embætti landlæknis afhendi honum öll gögn sem óskað var eftir í fyrirspurninni frá 2. desember 2021 í samræmi við fyrirliggjandi úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Úrskurðurinn væri afdráttarlaus og kærandi líti svo á að embættinu sé skylt að afhenda honum öll umbeðin gögn. Embættið hafi með einbeittum ásetningi reynt að tefja málið og einungis veitt kæranda veigaminnstu gögnin og mjög takmarkaðar upplýsingar sem nýttust kæranda ekki neitt.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 15. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn landlæknis, dags. 7. júlí 2023, kemur fram að umrædd kæra tengist fyrri úrlausn nefndarinnar þar sem lagt var fyrir embættið að afhenda kæranda umbeðin gögn. Í kjölfar þess úrskurðar hafi embættið afhent þau gögn sem því var mögulegt að afhenda. Embættið telji rétt að taka fram að upplýsingabeiðni kæranda sé mjög umfangsmikil og embættið búi ekki yfir verulegum hluta þeirra upplýsinga sem kærandi óski eftir. Þá gæti embættið heldur ekki útvegað upplýsingarnar. </p> <p>Í tengslum við fyrri úrskurð hafi embættið greint frá því að embættinu væri ómögulegt að útbúa og afhenda upplýsingar sem óskað væri eftir þar sem slíkt krefðist umfangsmikillar samkeyrslu á heilbrigðisskrám sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.</p> <p>Til að bregðast við kæru á meðferð upplýsingabeiðni kæranda hyggist embættið því kanna hjá Persónuvernd hvort viðkomandi samkeyrsla sé embættinu heimil á grundvelli fyrirmæla sem stofnunin hefur gefið embættinu en að öðrum kosti sækja um leyfi til samkeyrslu. Ljóst sé að sú vinna muni taka nokkurn tíma, vegna sumarleyfa starfsmanna beggja stofnanna en embættið muni beita sér fyrir því að málið vinnist svo hratt sem mögulegt er. Ekki verði ljóst nákvæmlega hvað af þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir verði hægt að afhenda honum fyrr en að loknum samkeyrslum, velti það á því hvaða upplýsingar séu tiltækar í heilbrigðisskrám embættisins og gæðum skráninga sem þar sé að finna. Embættið muni hins vegar vinna eins ítarlega svör við beiðni kæranda og mögulegt er.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júlí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 4. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort búið væri að afgreiða beiðni kæranda. Ef ekki óskaði nefndin upplýsinga um hvort embættið væri búið að kanna hvort framangreind samkeyrsla væri því heimil, líkt og fram hefði komið í umsögn embættisins frá því í júlí. Svar barst hinn 12. október 2023. Þar kemur fram að á dögunum hafi embættið fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur, á grundvelli upplýsinga sem borist hefðu frá Persónuvernd. Beiðni kæranda væri umfangsmikil og nýtt fyrirkomulag við samkeyrslu kallaði á að vandað yrði til verka svo gagnasafnið yrði ópersónugreinanlegt. Vonir stæðu til að sérfræðingar embættisins gætu hafist handa við samkeyrslur í næstu viku.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19-sjúkdómsins og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili en beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1088/2022 hinn 12. júlí 2022. Það var niðurstaða nefndarinnar að embætti landlæknis hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá ítrekaði úrskurðarnefndin að þótt umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerði ráð fyrir væri ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Embætti landlæknis tók beiðni kæranda til meðferðar og afhenti kæranda þau gögn sem embættið taldi mögulegt að afhenda en tók fram að mörgum atriðum í beiðninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hefðu að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Málinu var því vísað til úrskurðarnefndarinnar á ný.</p> <p>Embætti landlæknis hefur upplýst við meðferð málsins að það hafi fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur og að það verði gert í því skyni að afgreiða beiðni kæranda. Nefndin telur því ljóst að embættið hafi því upplýsingabeiðni kæranda enn til meðferðar. Í ljósi þess liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að henni beri að vísa kæru kæranda frá nefndinni að svo stöddu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá embætti landlæknis eða verði beiðninni synjað.</p> <p>Nefndin áréttar að í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að umfang gagnabeiðni kæranda skýri að hluta þann mikla drátt sem orðið hefur á afgreiðslu á beiðni kæranda. Nefndin beinir því til embættis landlæknis að gæta að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1157/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt til aðgangs að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í nóvember 2022. Af hálfu Ísafjarðarbæjar var aðallega vísað til þess að gögnin teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga og því væri heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en að hluti þeirra innihéldi upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið vísaði til þess að upplýsingarnar skyldu vera undanþegnar aðgangi kæranda samkvæmt bæði 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa rökstutt þá afstöðu með fullnægjandi hætti og vísaði þeim hluta kæruefnisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Ísafjarðarbæ, en staðfesti að öðru leyti ákvörðun sveitarfélagsins. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1159/2023 í máli ÚNU 22120001.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði A synjun Ísafjarðarbæjar á beiðni um gögn.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 3. nóvember 2022 lagði bæjarstjóri fram tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Í 3. lið fundargerð fundarins kemur fram að bæjarstjóri hafi borið upp sex breytingartillögur við framlögð drög að fjárhagsáætlun sem voru samþykktar einróma. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig einróma tillögu um að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu. Samkvæmt 4. lið fundargerðarinnar lagði bæjarstjóri einnig fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023–2033 til samþykktar í bæjarstjórn. Forseti bæjarstjórnar bar upp breytingartillögu um að vísa áætlunin til seinni umræðu í bæjarstjórn og var sú tillaga samþykkt einróma. Þau skjöl sem voru birt undir framangreindum fundarliðum á vefsíðu sveitarfélagsins voru umræddar breytingartillögur bæjarstjórar og tillögur um að leggja áætlanirnar fyrir bæjarstjórn.</p> <p>Sama dag og fundurinn fór fram óskaði kærandi eftir afriti af framangreindum áætlunum, afriti af gjaldskrám sem voru samþykktar á fundinum og upplýsingum um ákvörðun útsvars og fasteignagjalda. Ísafjarðarbær svaraði tölvupóstinum degi síðar og tók fram að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá tók sveitarfélagið fram að umbeðnar gjaldskrár hefðu verið birtar á vef bæjarins og leiðbeindi kæranda um hvar mætti nálgast þær. Loks veitti sveitarfélagið upplýsingar um hvert væri álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.</p> <p>Með tölvupósti 6. nóvember 2022 tók kærandi fram að hann liti á svörin varðandi fjárhags- og framkvæmdaáætlanir sem synjun og óskaði eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Ísafjarðarbær svaraði 7. sama mánaðar og tók fram að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga. Samdægurs og í framhaldi af beiðni kæranda um nánari útskýringar útskýrði Ísafjarðarbær að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., 1. mgr. 8. gr. og 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda hefði endanleg ákvörðun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar ekki verið tekin. Þá átti kærandi í frekari samskiptum við Ísafjarðarbæ dagana 10. og 11. nóvember 2022.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 lagði bæjarstjóri fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024–2026, sbr. lið 2 í fundargerð. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal birtra fylgiskjala var fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 (rekstrar- og efnahagsreikningur), greinargerð með fjárhagsáætlun 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á aðgengi að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2023 og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og farið sé fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál mæli fyrir um afhendingu umbeðinna gagna með skírskotun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi bendir á að samkvæmt 15. og 16. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skuli fundir sveitarstjórnar vera opnir og þá skuli auglýsa og kunngera íbúum sveitarfélagsins. Tillögur að fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar hafi verið lagðar fram á opnum fundi bæjarstjórnar og sé upptaka af fundinum aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Í sveitarstjórnarlögum sé sérstaklega kveðið á um að það skuli vera tvær umræður í sveitarstjórn um þessar áætlanir sem undirstriki mikilvægi þeirra fyrir almenningi. Þá sé um að ræða formlegar tillögur sem lagðar séu fram í bæjarstjórn til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi.</p> <p>Opinber umræða um tillögurnar verði verulega torveld þegar ekki sé upplýst hverjar tillögurnar séu. Um sé að ræða tillögur um hvernig tekjur og útgjöld skiptast milli einstakra liða og feli synjun Ísafjarðarbæjar í sér að hvorki sé vitað hvaða breytingar séu lagðar til í rekstri né hvaða framkvæmdir lagt sé til að ráðast í. Þessi leynd sé í algerri andstöðu við tilgang ákvæða um opna bæjarstjórnarfundi sem sé að veita almenningi aðgang að mikilvægum upplýsingum meðan mál séu til meðferðar.</p> <p>Svör Ísafjarðarbæjar um að tillögurnar séu vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti breyti því ekki að um sé að ræða tillögur til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi sem bæjarstjórn greiði að lokum atkvæði um. Telji bæjarstjórn að tillögurnar eigi ekki að vera opinberar geti hún ákveðið að ræða þær fyrir luktum dyrum samkvæmt 16. gr. sveitarstjórnarlaga og 12. gr. bæjarmálasamþykktar fyrir Ísafjarðabæ. Í rökstuðningi Ísafjarðarbæjar fyrir synjunin sé ekki vísað til eðlis málanna en hvorki sé um viðkvæm einkamál að ræða né viðskiptahagsmuni sveitarfélagsins. Verði því ekki séð að leyndin sem hvíli yfir þessum tveimur áætlunum sæki sér stoð í 12. gr. bæjarmálasamþykktarinnar.</p> <p>Kærandi telji algerlega óásættanlegt að bæjarstjóri geti lokað fyrir aðgang almennings og fjölmiðla og kæft opinbera umræðu um mikilvægustu tillögur sveitarstjórnar á hverju ári með því að skilgreina tillögurnar sem vinnugögn. Á það sé bent að bæði Reykjavíkurborg og Akureyrabær, svo nefnd séu tvö sveitarfélög, hafi birt umræddar áætlanir þegar við fyrri umræðu og geti hver sem er opnað þær og kynnt sér innihald þeirra.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ísafjarðarbæjar með erindi, dags. 1. desember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni 14. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem Ísafjarðarbær taldi að kæran lyti að. </p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022 hafi drög að fjárhagsáætlun ársins 2023 verið lögð fram til fyrri umræðu (mál nr. 2022050009) auk draga að framkvæmdaáætlun 2023–2033 (mál nr. 2022050016). Framlagðar tillögur varðandi fyrrnefnda málið hafi annars vegar verið tillaga forseta bæjarstjórnar um að vísa fjárhagsáætlun 2023 til síðari umræðu og hins vegar tillaga bæjarstjóra í sex liðum þar sem um hafi verið að ræða veigameiri tillögur til grundvallarbreytinga á stefnumótun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins árið 2023. Tillaga forseta bæjarstjórnar varðandi síðarnefnda málið hafi verið að vísa framkvæmdaáætluninni til síðari umræðu.</p> <p>Gögn sem hafi varðað eiginlegar tillögur til bæjarstjórnar hafi verið birt með fundargerð en aðgangi að öðrum skjölum hafi verið hafnað.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að eftirfarandi skjöl verði að teljast vinnugögn í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, svo og gögn sem falli undir 5. tl. 10. gr. laganna sem fjalli um takmarkanir vegna almannahagsmuna: „sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf“, „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf“, „sundurliðun á deildir 29.10.22“ og „Greinargerð 2023“.</p> <p>Um sé að ræða vinnugögn, það er drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár, og undirbúningsgögn í formi beiðna og tillagna frá sviðsstjórum, deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins um fjárheimildir ársins 2023. Fjárhæðir innan málaflokka og deilda séu ekki fullunnar og vitað sé fyrir framlagningu þeirra á fundi bæjarstjórnar að þær muni taka miklum breytingum, fjárhæðir stemmi ekki, texti í greinargerð sé gulaður og óyfirlesinn, ósamþykktur, óuppfærður og ófullunninn. Um sé að ræða gögn, tillögur og beiðnir til undirbúnings ákvörðunar og lykta máls sem varði fjárheimildir sveitarfélagsins á næstkomandi bókhaldsári.</p> <p>Umrædd gögn hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, fjármálastjóra, sviðsstjórum og forstöðumönnum, hver fyrir sitt starfssvið og sína deild. Þetta séu stefnumótandi tillögur og áætlanir um fjárheimildir næsta árs. Þá sé fyrirséð við framlagningu gagnanna við fyrri umræðu í bæjarstjórn að þau muni taka breytingum og hafi tekið breytingum við framlagningu. Fundur bæjarstjórnar hafi verið boðaður 29. október 2022 og gögnin send út þann dag. Þegar fundur bæjarstjórnar hafi verið haldinn 3. nóvember 2022 hafi gögnin þá þegar tekið miklum breytingum enda sé um stórt verkefni sveitarfélags að ræða sem breytist á degi hverjum á tímabilinu september til nóvember ár hvert.</p> <p>Ekki verði séð að 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði til þess að afhenda beri þessi vinnugögn enda ekki um endanlega ákvörðun að ræða varðandi afgreiðslu máls. Umrædd gögn hafi verið lögð fram til hliðsjónar við fyrri umræðu bæjarstjórnar en lokaumræða hafi farið fram 1. desember 2022 með lokagögnum, fjárheimildum sveitarfélagsins, sem ekki verði breytt nema með gerð viðauka samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Ekki verði séð að aðrir töluliðir 3. mgr. 8. gr. geri það að verkum að sveitarfélaginu beri skylda til að afhenda vinnugögnin.</p> <p>Ísafjarðarbær vísar einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 902/2020 en þar hafi úrskurðarnefnd staðfest synjun Herjólfs ohf. um beiðni um að aðgang að átta mánaða uppgjöri félagsins á þeim grundvelli að um vinnugögn hafi verið að ræða. Þau sjónarmið sem hafi verið rakin í úrskurðinum eigi við í þessu máli. Umrædd gögn séu vinnugögn stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, hrá gögn sem fyrirséð hafi verið að myndu taka breytingum og grunngögn til stefnumótandi áætlunar næsta fjárhagsárs. Þá hafi gögnin verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins og ekki afhent öðrum.</p> <p>Ísafjarðarbær telji jafnframt að umrædd undirbúningsgögn verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda yrðu fyrirhugaðar ráðstafanir þýðingarlausar og myndu ekki skila tilætluðum árangri yrðu þær á almannavitorði. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingarlögum nr. 140/2012 og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-134/2001. Í umsögninni gerir Ísafjarðarbær ítarlega grein fyrir efni úrskurðarins en þar staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um synjun á beiðni kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi. Þá rekur Ísafjarðarbær einnig fyrirmæli 2. og 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur fram að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við um fjárlagagerð annars vegar og fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga hins vegar. Í stað stofnana og fyrirtækja séu það deildarstjórar, sviðsstjórar og forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem skili tillögum til bæjarstjóra. Tillögur einstakra stofnana og fyrirtækja ríkisins kunni að geyma fyrirætlanir og ráðagerðir um þau atriði sem skuli koma fram í frumvarpi til fjárlaga eða tillögu að fjárhagsáætlun. Almenn vitneskja um slíkar ráðstafanir, áður en tekin hefur verið afstaða til þeirra af hálfu fjármálaráðherra/ríkisstjórnar eða bæjarstjórnar í þessu tilviki, geti augljóslega leitt til þess að þær næðu ekki tilætluðum árangri.</p> <p>Sömu sjónarmið eigi við varðandi gögn í máli nr. 2022050016, sem varði framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2033, það er að gögnin falli undir undanþáguákvæði 8. gr. og 5. tl. 10. gr. laganna. Umrædd gögn heiti „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ og „Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.“ Gögnin séu yfirstrikuð gul, einstakar framkvæmdir ekki verðlagðar með nægilega góðum hætti auk þess sem um sé að ræða nokkurs konar „óskalistaskjal“ allrar stjórnsýslunnar og allra fastanefnda, án tillits til forgangsröðunar og hvað sé fjárhagslega mögulegt fyrir sveitarfélagið. Þar að auki verði að taka tillit til þess að í umræddu skjali komi fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Verði skjölin birt opinberlega sé búið að fyrirgera fjárhagslegum réttindum sveitarfélagsins og hagsmunir þess að engu orðnir til að fara í verðfyrirspurn/útboð vegna einstakra verka, þar sem í umræddu gögnum komi fram áætlun sveitarfélagsins um verð og fjármögnunarnauðsyn einstakra verkefna. Verði gögnin birt muni sveitarfélagið fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja. Myndi birting þessara gagna þar af leiðandi brjóta gegn 9. gr. upplýsingalaga um takmarkanir vegna einkahagsmuna, um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila.</p> <p>Ísafjarðarbær bendir á að öll ofangreind gögn, uppfærð og rétt, hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar á 503. fundi þann 1. desember 2022 þar sem fjárhagsáætlun 2023–2026 hafi verið samþykkt, auk framkvæmdaáætlunar 2023–2033. Umrædd gögn hafi verið lokaútgáfa þeirra fjárheimilda sem bæjarstjórn samþykki til reksturs sveitarfélagsins. Auk þessa hafi verið birt skjal með fundargerð bæjarstjórnar vegna framkvæmdaáætlunar 2023–2033, þar sem búið hafi verið að „hópa saman“ framkvæmdir eftir yfirheiti þeirra (tegund framkvæmda) og þannig búið að koma í veg fyrir að áætlað verð einstakra verkþátta/framkvæmd sé gert aðgengilegt birgjum, framkvæmdaaðilum og viðsemjendum sveitarfélagsins. Með þeim hætti uppfylli sveitarfélagið upplýsingaskyldu sína gagnvart íbúum og öðrum áhugasömum aðilum um fjármál sveitarfélagsins án þess að fyrirgera hagsmunum sínum.</p> <p>Samandregið telji Ísafjarðarbær að umrædd gögn sem hafi verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn teljist sem vinnugögn stjórnsýslu sveitarfélagsins til bæjarfulltrúa til áframhaldandi vinnu og breytinga við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023, auk gagna sem leynt verði að fara vegna einka- og almannahagsmuna. Hið sama eigi við um framkvæmdáætlun, þar sem umrædd áætlun hafi tekið miklum breytingum eftir forgangsröðun bæjarfulltrúa og því sem talið var framkvæmanlegt hjá sveitarfélaginu, með tilliti til fjárhags og framboðs af verktökum.</p> <p>Rök kæranda um að gögnin séu nauðsynleg til lýðræðislegra samskipta geti ekki átt við enda séu umrædd gögn tillögur, drög, óstaðfestar fjárhæðir og ófullunnar afstemmingar í bókhaldi. Opinber umræða um ófullunnin gögn yrði því alltaf skökk, ómarkviss og full af rangfærslum. Sömu sjónarmið eigi við um greinargerð fjárhagsáætlunar. Hluti hennar sé „gulaður“ þar sem einstakir starfsmenn hafi ekki lesið yfir eða uppfært kafla sem snúi að þeirra sviði/málaflokki frá fyrra ári. Gögnin gefi því rangar og misvísandi upplýsingar til utanaðkomandi aðila, sem veiti engan stuðning til lýðræðislegra samskipta, og fyrirséð að þau myndu taka breytingum í meðförum bæjarstjórnar.</p> <p>Það að fundir bæjarstjórnar séu opnir og málið rætt fyrir opnum dyrum en ekki sem trúnaðarmál komi ekki í veg fyrir að gögn einstakra mála séu ekki til opinberrar birtingar. Hluti gagna vegna fyrrgreindra mála hafi verið birtur en umræður í heild sinni um þann farveg sem fjárhagsáætlun í heild sinni muni taka, það er stóra myndin, sé opin öllum sem á vilji hlýða. Umræður um einstakar fjárhæðir niður á bókhaldslykla og deildir, þegar gögnin séu á því formi sem fyrir liggi, sé engum til hagsbóta og verði að fara leynt.</p> <p>Að lokum verði að telja að ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingar gagnanna þar sem umrædd gögn séu úrelt og hafi verið birt eftir uppfærslu þeirra frá þeim fyrstu drögum sem hafi legið fyrir fundi bæjarstjórnar þann 3. nóvember 2022. Lokagögn, fullunnin, afstemmd og réttmæt hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022 og megi finna þessi gögn á vefsíðu sveitarfélagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu geri Ísafjarðarbær því kröfu um að málinu verði vísað frá nefndinni en til vara að synjun sveitarfélagsins á aðgangi að drögum að fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun verði staðfest.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 30. sama mánaðar.</p> <p>Kærandi gerir athugasemdir við að tillögur bæjarstjóra að fjárhags- og framkvæmdaáætlun séu kallaðar drög. Um sé að ræða formlegar og fullbúnar tillögur sem hafi verið lagðar fyrir bæjarstjórn líkt og fundargerð bæjarins beri með sér. Þá blandi Ísafjarðarbær saman undirbúningsgögnum embættismanna og tillögum bæjarstjóra til bæjarstjórnar. Synjunin nái til framlagðra tillagna bæjarstjóra og farið sé fram á að þær verði birtar. Hafi bæjarstjóri tekið að einhverju leyti vinnugögn embættismanna og lagt þær fram þá séu gögnin orðnar tillögur bæjarstjóra og því ekki lengur vinnugögn. Þá séu það einkennileg rök að framlagðar tillögur verði að fara leynt þar sem þær yrðu þýðingarlausar ef þær væru á almannavitorði. Kærandi spyrji sig hvernig það megi vera að opinberun þess hvaða framkvæmdir sveitarfélagið hyggist ráðast í á næstu árum leiði til þess að þær verði þýðingarlausar og hvernig þetta megi vera með hliðsjón af birtingu annarra sveitarfélaga á sínum áætlunum.</p> <p>Synjun á erindi kæranda leiði af sér að enginn viti hverjar hafi verið tillögur bæjarstjóra í þessum tveimur mikilvægu málum. Ekki sé heldur vitað hvaða breytingar hafi verið gerðar á framlagðri tillögu, hverjir lögðu til breytingarnar eða hvernig þeim reiddi af. Aðeins liggi fyrir upplýsingar um sex tillögur bæjarstjóra en ekkert sé vitað um afgreiðslu þeirra. Af fundargerð virðist mega ráða að framlagðar tillögur hafa tekið ýmsum breytingum sem ekki sé gerð grein fyrir og hafi áætlanirnar tvær verið bornar upp í einu lagi og afgreiddar í einni atkvæðagreiðslu en því sé ósvarað hver hafi breytt framlögðum áætlunum fyrir þessa einu atkvæðagreiðslu og hvenær, hvernig og hvers vegna það hafi verið gert.</p> <p>Hafa verði í huga að tilgangur þess að bæjarstjórnarfundir séu haldnir í heyranda hljóði og almenningur hafi aðgang að tillögum sem séu lagðar fyrir bæjarstjórnar og þar ræddar og afgreiddar, sé til þess að almenningur viti og geti eftir atvikum haft áhrif á framvindu mála. Kærandi vari sérstaklega við sjónarmiðum Ísafjarðarbæjar um að skilgreina eigi tillögurnar sem undirbúningsgögn. Þá sé það varasamasta sem komi fram í bréfi Ísafjarðarbæjar sú röksemd sveitarfélagsins að gögnin verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Ísafjarðarbæjar, það er tillögum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022. </p> <p>Ísafjarðarbær afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf.</li> <li>Sundurliðun á deildir 29.10.22.</li> <li>Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.</li> <li>Greinargerð 2023.</li> <li>Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22</li> <li>Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.</li> </ol> <p>Eins og áður hefur verið rakið var tillaga að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir 2024–2026 samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022, sbr. lið 2 í fundargerð. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal fylgiskjala með umræddum fundarlið voru fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 - rekstrar- og efnahagsreikningur, greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033. Þá er skjal sem ber heitið „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“ aðgengilegt á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er þess krafist að málinu verði vísað frá með vísan til þess ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingu gagnanna þar sem gögnin séu úrelt og lokagögn hafi verið birt með framangreindri fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þessi skylda er ekki bundin því skilyrði að sá sem óskar eftir aðgangi að gögnum hafi lögvarða hagsmuni af afhendingu þeirra. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir enn fremur að hugsanleg skylda til að veita almenningi aðgang að ófullunnum gögnum líður ekki undir lok þótt endanleg útgáfa slíkra gagna sé afhent eða gerð aðgengileg almenningi.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér og borið saman annars vegar þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu og hins vegar þau gögn sem eru aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Þótt gögnin séu að stórum hluta sama efnis er ljóst að ekkert þeirra gagna sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu er aðgengilegt almenningi í óbreyttri mynd á vef sveitarfélagsins. Þá er fyrrnefnt minnisblað, sbr. töluliður 5 hér að framan, ekki að finna á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt framansögðu telur úrskurðarnefndin engin efni til að vísa málinu frá.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu er af hálfu Ísafjarðarbæjar aðallega vísað til þess að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því sé heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings eftir 5. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Í 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir meðal annars að sveitarstjórn skuli á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Saman myndi þessar áætlanir fjögurra ára áætlun fyrir sveitarfélagið sem feli í sér heildaráætlun fyrir fjármál þess á tímabilinu, bæði A- og B-hluta samkvæmt 60. gr. laganna. Fjárhagsáætlun næsta árs skuli fela í sér bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir sveitarfélagsins á því ári sem hún taki til, sbr. nánari fyrirmæli í 63. gr. Í 2. mgr. 62. gr. kemur meðal annars fram að fjárhagsáætlanir skuli gefa glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skuli þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. leggur byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, fram tillögu um fjárhagsáætlun samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skuli fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skuli fara með minnst tveggja vikna millibili, sbr. einnig 2. mgr. 18. gr. laganna, og að lokinni umræðu skuli afgreiða þær, en ekki síðar en 15. desember. Þá kemur fram í 4. mgr. 62. gr. að tillögum samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skuli fylgja upplýsingar um þær forsendur sem byggt sé á. Tillögunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert sé ráð fyrir. Í athugasemdum með 62. gr. í frumvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlögum er rakið að í 4. mgr. ákvæðisins komi fram ákveðin krafa um forsendur sem skuli fylgja tillögum að fjárhagsáætlunum en ekki sé gerð krafa um að þessi fylgigögn tillögu verði afgreidd sem hluti af fjárhagsáætlunum sjálfum.</p> <p>Í 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga er mælt fyrir um að ráðherra skuli, að fengnum tillögum reikningsskila- og upplýsinganefndar, setja reglugerð meðal annars um vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Ráðherra hefur sett reglugerð í samræmi við framangreind fyrirmæli, sbr. reglugerð nr. 1212/2015, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikning sveitarfélaga. Í 3. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur fram að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga skuli vera í samræmi við form ársreiknings samkvæmt fylgiskjali II við reglugerðina. Sundurliða skuli helstu framkvæmdir og skuldbindingar sem gert sé ráð fyrir á tímabilinu. Þá kemur fram í 5. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar að samhliða gerð fjárhagsáætlunar til fjögurra ára skuli sveitarfélög sundurliða áætlaðan rekstur sinn að lágmarki í samræmi við fylgiskjal II – E (rekstraryfirlit málaflokka) og vegna fjárhagsáætlunar næsta árs í samræmi við fylgiskjal II – F (sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka). Loks er í fylgiskjali II við reglugerð nr. 1212/2015 nánar mælt fyrir um form fjárhagsáætlana sveitarfélaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu. Fyrsta skjalið ber heitið „Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða pdf.“ en þar er að finna sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka fyrir árið 2023 og virðist skjalið hafa verið unnið samkvæmt fyrirmynd fyrrnefnds fylgiskjals II-F með reglugerð nr. 1212/2015. Annað og þriðja skjalið bera heitin „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.“ og „Greinargerð 2023“. Skjölin eru drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og greinargerð með þeirri áætlun. Fjórða skjalið ber heitið „Sundurliðun á deildir 29.10.22“ og er þar að finna sundurliðað fjárhagsyfirlit á deildir fyrir árið 2023 ásamt sömu upplýsingum úr samþykktri áætlun 2022 og ársreikningum 2019–2021 og er yfirskrift skjalsins „Fjárhagsáætlun, sundurliðunarbók“. Endanleg útgáfa af fyrstu þremur skjölunum hér að framan voru á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerð bæjarstjórnarfundar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022. Síðastnefnda skjalið var ekki á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerðinni en endanleg útgáfa þess var birt á vef sveitarfélagsins undir heitinu „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“. </p> <p>Fimmta skjalið, sem ber heitið „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“, er minnisblað, dagsett 2. nóvember 2022, sem unnið var af sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs og fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar og stílað á bæjarstjórn. Er þar rakið að í lokadrögum að framkvæmdaáætlun sé gert ráð fyrir fjárfestingum að nánar tilgreindum fjárhæðum og að uppfærð drög hafi verið unnin af bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, sviðsstjórum og fjármálastjóra á vinnufundi 1. nóvember 2022. Þá er í minnisblaðinu að finna lista yfir verkefni, aðgreint eftir A- og B-hluta, ásamt áætluðum fjárhæðum vegna hvers verkefnis.<br /> Í sjötta skjalinu, sem ber heitið „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild.“, er meðal annars að finna yfirlit yfir tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033 ásamt stuttri lýsingu á hverju verkefni. Þá koma fram upplýsingar á hvaða árum verkefnin eru fyrirhuguð og áætluðum kostnaði, endurgreiðslu og fjárfestingu vegna hvers verkefnis. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022 og hún birt með fundargerð fundarins í nokkuð breyttri mynd. Þá var einnig gerð grein fyrir hluta áætlunarinnar í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 í kaflanum „Fjárfestingar 2023–2027“. Að mati nefndarinnar virðist mega miða við að framkvæmdaáætlunin hafi verið útbúin til að fullnægja þeirri skyldu sem um er mælt í 4. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga og 3. mgr. 17. gr. reglugerðar nr. 1212/2015, það er að tillögum að fjárhagsáætlunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda sem gert sé ráð fyrir.<br /> Að virtu efni framangreindra gagna og með hliðsjón af fyrrgreindum laga- og reglugerðarfyrirmælum þykir mega ráða að öll gögnin hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 um að samþykkja tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2024–2026. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki ástæða til að vefengja upplýsingar Ísafjarðarbæjar um að gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess og þau ekki afhent öðrum.<br /> Að mati nefndarinnar hefur ekki áhrif í framangreindu samhengi þótt gögnin hafi verið afhent kjörnum fulltrúum bæjarstjórnar enda felur slíkt ekki í sér afhendingu til annarra í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki ráðið að gögnin hafi verið afhent eða með öðrum hætti gerð aðgengileg þeim sem sóttu fundinn og verður hvorki ráðið af ákvæðum sveitarstjórnarlaga né samþykkt Ísafjarðarbæjar nr. 525/2021, um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar með áorðnum breytingum, að gögn sem eru lögð fram á opnum fundi bæjarstjórnar skuli afhent fundargestum eða gerð aðgengileg almenningi með öðrum hætti. Að þessu og öðru framangreindu virtu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leggja til grundvallar að umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Enda þótt fallist sé á með Ísafjarðarbæ að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem eru tilgreind í töluliðum 1–4 í kafla 1 hér að framan og verður ekki séð að í þeim komi fram upplýsingar sem falli undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður því fallist á að þessi gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga sem Ísafjarðarbæ var heimilt að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Er ákvörðun Ísafjarðarbæjar því staðfest hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Í minnisblaði með framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar og framkvæmdaáætluninni, sbr. gögn sem eru tilgreind í töluliðum 5–6 í kafla 1 hér að framan, koma á hinn bóginn fram upplýsingar sem er ekki að finna í öðrum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í framkvæmdaáætluninni er fjallað um rúmlega hundrað tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033. Skiptist skjalið, sem er á excel-formi, meðal annars í dálkana „Verkefni“, þar sem meðal annars kemur fram hvaða málaflokki verkefni tilheyrir, „Tillaga frá“, þar sem er tiltekið hvaða stjórnsýslueining sveitarfélagsins kom með tillögu að verkefninu og „Verkþættir“, þar sem finna má stutta lýsingu á hverju verkefni. Þá er í skjalinu að finna dálkana „Áætlaður kostnaður“, „Endurgreiðslur“ og „Fjárfesting“ vegna hvers árs á tímabilinu 2023–2033 en þar er fjallað um áætlaðan kostnað og hugsanlegar endurgreiðslu vegna hvers verkefnis og er mismunur þessara fjárhæða notaður til að finna út fjárhæð fjárfestingar. Heildarfjárhæð fjárfestinga vegna hvers verkefnis er síðan að finna í dálkinum „AW“. Þá er í skjalinu að finna upplýsinga um á hvaða ári eða árum lagt sé til að ráðast í verkefnin og hvernig fjárhæðir skiptast milli ára í þeim tilvikum þar sem ráðgert er að verkefni muni taka fleiri en eitt ár. Loks koma í skjalinu fram samanlagðar heildarfjárhæðir allra verkefnanna, aðgreint eftir A- og B-hluta.</p> <p>Í minnisblaðinu er fjallað um þau verkefni sem eru áformuð árinu 2023. Kemur þar í flestum tilvikum fram sama lýsing á þessum verkefnum og er að finna í áætluninni. Þá er í minnisblaðinu að finna upplýsingar um fjárhæð hvers verkefnis, í langflestum tilvikum að teknu tilliti til hugsanlegra endurgreiðslna, sbr. dálkurinn „Fjárfesting“ hér að framan. Fjárhæðir eru í öllum tilvikum nema einu þær sömu og koma fram í framkvæmdaáætluninni. Svo sem fyrr segir hefur framangreint minnisblað ekki verið gert aðgengilegt almenningi.</p> <p>Í þeirri framkvæmdaáætlun sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 hafa fjárhæðir framkvæmda innan einstakra málaflokka verið lagðar saman og birtar upplýsingar um heildarfjárhæðir innan hvers málaflokks á árunum 2023–2033. Nánari upplýsingar að þessu leyti koma fram í greinargerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023 en þar er að finna, ásamt þeim upplýsingum sem koma fram í framkvæmdaáætluninni, upplýsingar um áætlaðan kostnað og endurgreiðslur vegna hvers málaflokks á árinu 2023. Með hliðsjón af þessum gögnum virðast aðeins hafa átt sér stað breytingar á heildarfjárhæðum tveggja málaflokka, í báðum tilvikum vegna ársins 2023, frá þeirri framkvæmdaáætlun sem var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022.</p> <p>Auk framangreinds er að finna frekari upplýsingar um einstök verk í fyrirliggjandi gögnum. Í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar er þannig að finna lýsingar á verkefnum á árinu 2023 sem falla undir málaflokkinn „Hafnarsjóður“ í umbeðnum gögnum án þess þó að tilteknar fjárhæðir séu tilgreindar, sbr. kaflinn „Framkvæmdir við hafnir Ísafjarðarbæjar“. Þá kemur fram í kaflanum „Vatnsveita“ að á árinu 2023 sé ætlunin að endurnýja vatnslögn frá brúarstæði í Staðardal upp í vatnslindir í Sunddal og tiltekið hver sé áætlaður kostnaður við endurnýjun lagnarinnar. Loks er tiltekið í bókun bæjarfulltrúa Í-lista vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023, sem var á meðal birtra fylgigagna með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022, að samkvæmt framkvæmdaáætlun sé ráðgert að setja nánar tilgreinda fjárhæð í nýtt gervigras á aðalvöllinn á Torfnesi og annað árið 2024.</p> <p>Gögn málsins og málatilbúnaður Ísafjarðarbæjar bera með sér að ákvörðun bæjarstjórnar hafi lotið að samþykkt þeirra verkefna sem standa að baki þeim málaflokkum sem koma fram í birtri framkvæmdaáætlun 2023–2033 og að hluta til í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Þá liggur fyrir að í umbeðnum gögnum er að finna upplýsingar um hvaða tilteknu verkefni er fyrirhugað að ráðast í af hálfu Ísafjarðarbæjar á árunum 2023–2033 ásamt áætluðum kostnaði þeirra. Verður því að telja að þær upplýsingar sem birtast í umbeðnum gögnum séu ómissandi til skýringar á þeim forsendum sem lágu að baki framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og þeim hluta fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem laut að fyrirhuguðum verkefnum á tímabilinu 2023–2027.</p> <p>Enda þótt tilteknar upplýsingar í umbeðnum gögnum sé að finna í öðrum skjölum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að langstærsta hluta upplýsinganna sé ekki að finna annars staðar og í öllu falli ekki með þeim samantekna hætti sem á við um umbeðin gögn. Að þessu og öðru framangreindu gættu lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu á grundvelli 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsinga nema aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings eigi við.</p> <h3><strong>5.</strong></h3> <p>Samkvæmt framangreindu kemur til skoðunar hvort önnur ákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar en Ísafjarðarbær vísar einnig til 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda.</p> <p>Samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsinga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál innihalda umbeðin gögn engar upplýsingar sem verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá skal á það bent að hagsmunir Ísafjarðarbæjar, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess teljast ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 875/2020.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Skal veita aðgang að slíkum gögnum, eigi ekki aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum við, jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna.</p> <p>Í athugasemdum með 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem séu tilgreindir í ákvæðinu. Þá segir í athugasemdunum eftirfarandi um 5. tölul. 10. gr. laganna:</p> <blockquote> <p> Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p>Þá segir einnig í athugasemdunum að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.</p> <p>Við mat á því hvort minnisblaðið og framkvæmdaáætlunin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er til þess að líta að ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. Þá lýsa umbeðin gögn fyrirhuguðum verkefnum sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Jafnframt telur úrskurðarnefndin að líta verði til þeirra markmiða að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. gr. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er ritstjóri fjölmiðils og hefur nefndin lagt til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum, sbr. úrskurði nr. 1127/2023 og 1138/2023.</p> <h3><strong>6.</strong></h3> <p>Í samhengi við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er í umsögn Ísafjarðarbæjar vísað til þess að atvik þessa máls séu að öllu leyti sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001. Þar staðfesti nefndin ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi með vísan til efnislega samhljóða ákvæðis eldri upplýsingalaga, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996. Eftir það ætti aðgangur að slíkum gögnum alla jafna að vera heimill og vísaði nefndin í því samhengi til úrskurðar síns í máli nr. A-130/2001.</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2023–2026 á fundi sínum 1. desember 2022. Verður þegar af þessum ástæðum ekki fallist á með Ísafjarðarbæ að atvik þessa máls séu sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001, sbr. einnig 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er einnig rakið að opinber birting minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar myndi hafa í för með sér að sveitarfélagið myndi fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja enda komi þar fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Umræddar röksemdir Ísafjarðarbæjar eru settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða þær að skoðast í ljósi 5. tölul. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Ísafjarðarbær tiltekur í umsögn sinni.</p> <p>Við mat á því hvort heimilt sé að undanþiggja gögnin á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að mati nefndarinnar hægt að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem hafa verið lögð til grundvallar varðandi rétt almennings til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila áður en framkvæmdir eru boðnar út. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 993/2021 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá var í úrskurði nr. 1047/2021 lagt til grundvallar að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að afmá upplýsingar um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup með vísan til 5. tölul. 10. gr. laganna. Í báðum úrskurðum var rakið að slíkar upplýsingar gætu haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál má leggja til grundvallar að upplýsingar um áætlaðan kostnað tiltekinna verkefna, sem sveitarfélag tekur saman í tengslum við gerð fjárhagsáætlana, geti haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar. Á hinn bóginn verða upplýsingarnar þá að vera þess eðlis að væntanlegir viðsemjendur geti dregið af þeim ályktanir um áætlaðan kostnað sveitarfélags með sambærilegum hætti og á við þegar opinber aðili hefur tekið saman kostnaðaráætlun eða upplýsingar um heildarkostnað vegna tiltekins verkefnis sem til stendur að leita tilboða í.</p> <p>Að mati nefndarinnar eru einu upplýsingar, sem koma fram í umbeðnum gögnum og sem kunna að falla undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þær sem koma fram í dálkunum „Áætlaður kostnaður“ og „Fjárfestingar“ í framkvæmdaáætlun 2023–2033 auk samantektar á heildarfjárhæðum áætlaðra fjárfestinga vegna tiltekinna verkefna, sbr. dálkinn „AW“. Á hið sama við varðandi þær upplýsingar í fyrirliggjandi minnisblaði sem varða áætlaðar fjárhæðir einstakra verkefna. Verður að mati nefndarinnar þannig ekki séð hvernig upplýsingar um hvaða málaflokkum einstök verkefni tilheyra, frá hverjum tillögur stöfuðu, almennar lýsingar á verkefnum, áætlaðar endurgreiðslur og annað þess háttar geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig leitt til þess að verkefnin yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri yrðu upplýsingarnar á almannavitorði í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Nefndin gerir þó þann fyrirvara að Ísafjarðarbæ kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi yrði opinberun þeirra þess valdandi að unnt væri að ráða upplýsingar um áætlaðan kostnað einstakra verkefna eða fjárfestingar þeirra af framkvæmdaáætluninni eða öðrum birtum gögnum.</p> <p>Að mati nefndarinnar er lýsing fyrirhugaðra verkefna í mörgum tilvikum svo almenn að leggja má til grundvallar að opinberun upplýsinga um fjárhæðir þessara verkefna muni ekki hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Á þetta að lágmarki við um verkefni sem eru tilgreind í töluliðum 143, 170, 180, 184, 194, 197, 225, 226, 237, 253 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Þá er í tölulið 155 að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna gatnagerða- og leyfisgjalda og verður ekki séð hvernig slíkar upplýsingar geta haft verðmyndandi áhrif.</p> <p>Að framangreindu slepptu hefur úrskurðarnefndin takmarkaðar forsendur til að leggja mat á hvort opinberun upplýsinga um fjárhæðir fyrirhugaðra verkefna kunni að hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Í þessu samhengi skal á það bent að af lýsingu margra verkefna má ráða að þau samanstandi af fleiri en einum meginþætti án þess að fyrir liggi hvernig fjárhæðir skiptist á milli þeirra þátta. Í dæmaskyni má nefna að í umbeðnum gögnum er gerð grein fyrir verkefni sem lýtur að gatnagerð og tvær götur tilgreindar í því samhengi, sbr. tölulið 175 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Að mati nefndarinnar verður að telja vandséð að upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif í þessum tilvikum nema til stæði að leita eftir tilboðum í verkefnið í einu lagi.</p> <p>Í enn öðrum tilvikum er aðeins að finna almenna lýsingu á tilteknu verkefni án nánari útskýringar á hvaða þættir standa því að baki. Í dæmaskyni má nefna fyrirhugað verkefni sem lýtur að nýju gervigrasi á aðalvöll, sbr. tölulið 135 og samsvarandi verkefni í fyrirliggjandi minnisblaði. Það verkefni kann að samanstanda af þáttum sem verða boðnir út í sitthvoru lagi, svo sem því verki að fjarlægja eldra gervigras, kaupum á nýju gervigrasi og lagningu þess og hugsanlegum innri kostnaði sveitarfélagsins. Í tilvikum sem þessum er að mati nefndarinnar ekki unnt að leggja til grundvallar að opinberun upplýsinga um heildarfjárhæðir verkefna muni hafa í för með sér verðmyndandi áhrif enda gætu hugsanlegir þátttakendur í útboði fyrir verk um að fjarlægja eldra gervigras, sem dæmi, aðeins dregið mjög takmarkaðar ályktanir af upplýsingum um heildarfjárhæð verkefnisins.</p> <p>Loks skal á það bent að í framkvæmdaáætluninni er fjallað um fyrirhuguð verkefni allt til ársins 2033. Að mati nefndarinnar er ljóst að áætlaður kostnaður vegna einstakra verkefna getur breyst á milli ára, meðal annars vegna verðlagsþróunar, og er að mati nefndarinnar vandséð að hugsanlegir viðsemjendur sveitarfélagsins vegna verkefna sem eru áformuð eftir fáein ár muni geta byggt á áætlunum sem voru samþykktar í lok árs 2022. Á þetta sérstaklega við ef í áætlunum hefur ekki verið tekið tillit til hugsanlegra verðlagshækkana eða annarra atriða sem kynnu að hafa áhrif á áætlaðan kostnað til framtíðar litið. </p> <h3><strong>7.</strong></h3> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða Ísafjarðarbæjar til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð bæjarins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu. Liggur þannig fyrir að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að synja beiðni kæranda var einungis byggð á því að um vinnugögn væri að ræða. Þá er í umsögn Ísafjarðarbæjar aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþegin vegna hugsanlegra verðmyndandi áhrifa og þá í samhengi við 9. gr. upplýsingalaga. Loks liggja í málinu fyrir takmarkaðar upplýsinga um þau verkefni sem er fjallað um í umbeðnum gögnum umfram þær almennu lýsingar sem þar koma fram. Eins og greinir hér að framan hefur nefndin því takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að upplýsingar um áætlaðan kostnað og fjárfestingar vegna einstakra verkefna geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig fallið undir undantekningarreglu 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um túlkun 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Ísafjarðarbæjar á því að samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið. Sé búið að afla tilboða í tiltekin verkefni eða þegar búið að ganga frá samningum vegna þeirra er Ísafjarðarbæ ekki fært að takmarka aðgang að upplýsingum um áætlaða fjárhæð eða fjárfestingar þessara verkefna með vísan til umrædds töluliðar.</p> <p>Loks skal á það bent að í ákvörðun Ísafjarðarbæjar var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 5. tölul. 6. gr. Þá var rökstuðningur fyrir ákvörðuninni ekki veittur fyrr en kærandi leitaði eftir því og var honum ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingalaga. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Ísafjarðarbæjar að gæta framvegis að þessum atriðum.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar, dags. 4. nóvember 2022, um synjun á beiðni A um aðgang að skjölunum „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild“ og „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ er felld úr gildi og lagt fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar er staðfest að öðru leyti.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1156/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Sýn hf. óskaði eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022. Í úrskurðinum var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice ehf. hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Úrskurðarnefndin lagði þann skilning í endurupptökubeiðni að beiðandi teldi að nefndin hefði ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt mætti telja að rannsóknin hefði verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Nefndin taldi að úrskurður nefndarinnar hefði ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þá taldi nefndin röksemdir kæranda ekki leiða í ljós vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1156/2023 í máli ÚNU 22080006.</p> <h2><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 5. ágúst 2022, fór A lögmaður, f.h. Sýnar hf., fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi, ef ekki beinlínis röngum, upplýsingum um málsatvik sem hafi leitt til rangrar niðurstöðu að mati beiðanda. Beiðandi rifjar upp að með erindi til fjarskiptasjóðs í byrjun september 2021 hafi hann óskað eftir öllum upplýsingum og gögnum sem tengdust botnrannsóknum Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands. Hafi beiðandi lagt sérstaka áherslu á að fá aðgang að gögnum um rannsóknir Farice í íslenskri lögsögu, en samkvæmt heimildum beiðanda hafi rannsóknin m.a. náð yfir stórt svæði við suður- og suðvesturströnd Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að velja nákvæma leið sæstrengsins.</p> <p>Á meðan mál ÚNU 21100005 hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi Farice tekið ákvörðun um nákvæma leið sæstrengsins og hafið lagningu hans í lok maí 2022. Ekki verði séð af úrskurði úrskurðarnefndarinnar að henni hafi verið kunnugt um þetta. Beiðandi telji að það sjónarmið sem úrskurðurinn byggi á um að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að þau fari leynt, geti aðeins átt við um lítinn hluta rannsóknargagnanna, þ.e. þann hluta þeirra sem inniheldur upplýsingar um sjávarbotninn á því svæði þar sem sæstrengurinn liggur. Rannsóknargögn um svæðið að öðru leyti hafi enga þýðingu fyrir rekstraröryggi strengsins. Þá valdi aðgangur að þeim engri hættu á skemmdarverkum þannig að slíkt geti réttlætt leynd yfir gögnunum, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Beiðandi gagnrýnir það að hafa ekki fengið aðgang að umsögnum sem úrskurðarnefndin hafi aflað í júní 2022, þar á meðal skýringum Alþjóðlegrar nefndar um vernd sæstrengja (ICPC), nánari upplýsingum frá fjarskiptasjóði og Farice, og verið gefinn kostur á að tjá sig um þau gögn.</p> <p>Beiðandi vísar til sjónarmiðs Farice í úrskurði nefndarinnar þess efnis að þar sem kostnaður við botnrannsókn hafi farið fram úr kostnaðaráætlun, sem fram kom í viðauka með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018, hafi rannsókn fyrirtækisins við strendur Íslands farið fram án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Af þeim sökum séu gögn þeirrar rannsóknar eign Farice en ekki fjarskiptasjóðs. Beiðandi kveður að þetta sjónarmið hafi ekki komið fram í ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja honum um aðgang að gögnunum í október 2021. Þá virðist sjónarmiðið fyrst hafa komið fram í samskiptum við úrskurðarnefndina í júní 2022. Nefndin virðist hafa lagt það til grundvallar í úrskurði sínum, þrátt fyrir að staðhæfingunni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver hafi staðið straum af kostnaði við rannsóknina við Íslandsstrendur sumarið 2021. Beiðandi telji nær öruggt að rannsóknin í heild sinni, þar á meðal við strendur Íslands, hafi verið greidd úr ríkissjóði. Staðhæfingar um annað séu fyrirsláttur, sem settar séu fram til að torvelda aðgang að upplýsingum.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji sig hafa beint upphaflegri beiðni til Farice að auki, þótt henni hafi verið beint til fjarskiptasjóðs. Beiðandi hafi frá upphafi lagt áherslu á að fá aðgang að botnrannsóknargögnum, hvort sem þau væru í vörslum fjarskiptasjóðs eða Farice. Hann eigi ekki að bera hallann af því að hafa ekki beint beiðni sinni til Farice, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hafi Farice tekið fullan þátt í meðferð þessa máls, bæði hjá fjarskiptasjóði og úrskurðarnefndinni.</p> <p>Ef fyrirætlanir beiðanda um lagningu sæstrengs gangi eftir muni strengurinn ekki liggja um það svæði sem botnrannsókn í írskri lögsögu laut að. Af þeim sökum falli beiðandi frá kröfu þess efnis að fá aðgang að þeim gögnum. Þá sé ekki farið fram á aðgang að þeim gögnum botnrannsóknarinnar við Íslandsstrendur þar sem sæstrengur Farice liggi.</p> <p>Í ljósi þess að mikill hluti þeirra gagna sem Farice aflaði við botnrannsókn við strendur Íslands sumarið 2021 innihaldi ekki upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, óski beiðandi eftir því að ef málið verði tekið upp að nýju leggi úrskurðarnefndin mat á það hvort hann kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Kemur það til í ljósi þess að bæði EFTA-dómstóllinn og Eftirlitsstofnun EFTA líti svo á að til staðar sé markaður fyrir alþjóðlegar gagnatengingar milli Íslands og umheimsins, þar sem Farice hafi yfirburðastöðu, en að á þeim markaði sé Sýn hf. að minnsta kosti mögulegur samkeppnisaðili (e. potential competitor).</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2022, gaf úrskurðarnefndin fjarskiptasjóði kost á að bregðast við beiðninni um endurupptöku. Var frestur til þess veittur til 24. ágúst 2022. Fjarskiptasjóður brást við erindinu daginn eftir. Í erindinu kom fram að þau gögn sem beiðnin lyti að væru ekki í eigu sjóðsins heldur Farice. Það væri óeðlilegt og ósanngjarnt að fjarskiptasjóður svaraði fyrir hönd Farice þegar kæmi að þessum gögnum, gerði afstöðu félagsins að sinni eða ritskoðaði afstöðu félagsins gagnvart úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin féllst á beiðni sjóðsins um viðbótarfrest til 31. ágúst 2022.</p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust viðbrögð frá fjarskiptasjóði hinn 31. ágúst 2022. Viðbrögðunum fylgdu einnig athugasemdir frá Farice, sem sjóðurinn aflaði í tilefni af beiðninni um endurupptöku. Í erindi fjarskiptasjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi alltaf talið ljóst að gagnabeiðni beiðanda beindist að gögnum á vegum og í eigu sjóðsins. Ekkert við meðferð málsins hafi gefið til kynna að sjóðurinn hefði yfir að ráða öðrum gögnum en þeim sem styrkur úr sjóðnum tók til.</p> <p>Í erindinu kemur fram að fjarskiptasjóður hafi ekki sérstaka hagsmuni af því að afhenda ekki gögn úr umræddri botnrannsókn. Fyrir hafi legið allan tímann að fjarskiptasjóður ætti aðeins upphaflegu botnrannsóknina við Írlandsstrendur. Eignarhald á þeim gögnum hafi komið til áður en ljóst var hvort sæstrengurinn yrði yfir höfuð lagður og með hvaða hætti. Styrkur sjóðsins til að gera botnrannsókn við Írlandsstrendur hafi í fyrsta lagi verið veittur til að ganga úr skugga um hvort það væri hægt að leggja strenginn til þess landtökustaðar sem hafi orðið fyrir valinu. Í öðru lagi hafi þurft niðurstöðu rannsóknarinnar til að undirbyggja kostnaðaráætlun til grundvallar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um fjármögnun, smíði og lagningu á nýjum sæstreng á þeirri leið sem varð fyrir valinu. Samningur um styrk til Farice vegna botnrannsóknar við Írland hafi legið fyrir áður en ríkisstjórnin hafði tekið skuldbindandi ákvörðun í þeim efnum.</p> <p>Í athugasemdum Farice, dags. 31. ágúst 2022, kemur fram að þar sem fjarskiptasjóður sé einungis rétthafi að þeim botnrannsóknargögnum sem varði könnun við Írlandsstrendur sé sjóðurinn ekki bær til að taka ákvörðun um afhendingu gagna sem séu í eigu Farice og varði botnrannsóknir við Ísland. Þannig geti gagnabeiðni til fjarskiptasjóðs aðeins lotið að þeim gögnum sem varði botnrannsókn við Írlandsstrendur. Þau rannsóknargögn varði ekki önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á. Ástæða þess sé sú að botnrannsóknarvinnan fer fram á vegum þriðja aðila sem skilar nákvæmri skýrslu um það svæði þar sem endanleg leið strengsins liggur. Sjóðurinn fari því ekki með eignarhald á botnrannsóknargögnum um önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á.</p> <p>Farice vísar til þess að í umsögn sinni til fjarskiptasjóðs frá 21. september 2021 komi fram að þær botnrannsóknir sem félagið vann fyrir sjóðinn byggist á samningi aðilanna frá árinu 2019 og séu eign sjóðsins. Á grundvelli þess samnings hafi Farice gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands.</p> <p>Beiðandi hafi raunar sent erindi til Farice hinn 17. desember 2021 þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu félagsins til þess hvort það teldi sig eiganda afurða rannsóknarinnar eða hvort afurðin væri eign fjarskiptasjóðs. Teldi félagið sig eiganda gagnanna væri óskað eftir aðgangi að þeim.</p> <p>Í svari Farice frá 25. janúar 2022 hafi komið fram að afurðir botnrannsókna í írskri efnahagslögsögu væru eign fjarskiptasjóðs en afurðir rannsókna við Ísland eign Farice. Beiðni um aðgang að gögnunum hafi verið hafnað með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, og beiðanda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það sé því rangt að beiðandi hafi fyrst haft vitneskju um eignarhald gagnanna í júní 2022 heldur hafi hann verið upplýstur um það í janúar sama ár. Tilvísun beiðanda til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga varðandi skyldu stjórnvalds til að framsenda erindi sem ekki snertir starfssvið þess á réttan stað, hafi ekki þýðingu í málinu nú þar sem fyrir liggi að hann hafi óskað eftir gögnunum hjá Farice líka.</p> <p>Erindi fjarskiptasjóðs og Farice voru kynnt beiðanda með erindi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að bregðast við þeim. Viðbrögð beiðanda bárust nefndinni hinn 19. september 2022. Í erindinu kemur fram að beiðandi telji nú ágreiningslaust að Farice búi yfir ítarlegum gögnum um rannsóknir á hafsbotni við Íslandsstrendur, auk rannsókna á lendingarstöðum við Reykjanes, m.a. í Mölvík, Hraunsvík, Selvík og Þorlákshöfn.</p> <p>Fullyrðingar fjarskiptasjóðs um að aðeins hluti botnrannsóknargagnanna sé í eigu sjóðsins telur beiðandi vera ótrúverðugar. Í samningi sjóðsins og Farice frá því í desember 2018 komi fram að félaginu sé falið að annast opinbera þjónustu fyrir hönd sjóðsins. Í 12. gr. samningsins sé tekið fram að verkefnið nái til leiðarinnar milli Íslands og Írlands. Hvergi sé þess getið í samningnum að aðeins helmingur leiðarinnar skuli rannsakaður. Það sé ekki í samræmi við ummæli fjarskiptasjóðs um að verkefnið væri unnið í þágu markmiða fjarskiptaáætlunar stjórnvalda um að fjölga fjarskiptatengingum Íslands við umheiminn. Gögn sem lágu til grundvallar samningnum styðja heldur ekki fullyrðingar sjóðsins um að allan tímann hafi legið fyrir að fjarskiptasjóður ætti aðeins botnrannsóknina við Írlandsstrendur.</p> <p>Beiðandi telur að aldrei hafi annað staðið til en að botnrannsókn yrði gerð í þágu fjarskiptasjóðs og næði til alls verkefnisins, ekki aðeins rannsókna í írskri efnahagslögsögu. Í samskiptum beiðanda við fjarskiptasjóð í febrúar 2019 hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice.</p> <p>Það sé rétt sem komi fram í erindi Farice í máli þessu að beiðanda hafi verið kunnugt um það í janúar 2022 að Farice teldi sig eiganda botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur. Hins vegar hafi beiðandi litið á það sem órökstudda staðhæfingu sem erfitt væri að taka trúanlega. Beiðandi telur að sú breytta afstaða fjarskiptasjóðs um eignarhald á gögnunum eigi rætur að rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að fela Farice að annast lagningu og rekstur nýs sæstrengs frá 11. september 2020.</p> <p>Í fylgiskjali með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018 komi fram að áætlaður heildarkostnaður vegna botnrannsóknanna sé 1,9 millj. evrur. Sá skilningur fái stuðning í ársreikningi Farice fyrir árið 2021. Þar segir að tekjur félagsins af þjónustusamningnum hafi numið um 1,6 millj. evrum á árinu 2020 og rúmlega 220 þús. evrum á árinu 2021, samtals rúmlega 1,8 millj. evrum. Í reikningnum segi að heildarkostnaður við rannsóknina hafi verið 1,9 millj. evrur, og að hún hafi hafist árið 2019 og lokið árið 2021. Kostnaðurinn hafi verið bókfærður sem „rannsóknar- og þróunarkostnaður“ í rekstrarreikningi. Hafi kostnaður við botnrannsóknir farið fram úr áætlunum, líkt og Farice hefur haldið fram, verði því a.m.k. ekki fundin stoð í ársreikningi félagsins. Þá verði ekki ráðið að úrskurðarnefndin hafi haft undir höndum gögn sem styðji að kostnaður við rannsóknina hafi farið fram úr áætlunum. Að öllu framangreindu virtu sé ljóst að Farice sé ekki eigandi botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, var deilt um rétt til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Í úrskurði nefndarinnar var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin staðfesti þá ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn við strendur Írlands, með vísan til þess að þau innihéldu upplýsingar sem vörðuðu öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur að þeim væri takmarkaður, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 24. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. </li> </ol> </blockquote> <p>Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í beiðni um endurupptöku að beiðandi telji að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, því að meðan málið hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi nákvæm leið fjarskiptasæstrengsins verið ákveðin og þar af leiðandi innihaldi aðeins sá hluti botnrannsóknargagnanna þar sem strengurinn liggur upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en ekki gögnin í heild sinni líkt og lagt hafi verið til grundvallar í úrskurði nefndarinnar. Þá kemur fram í beiðninni að beiðandi falli frá kröfu um að fá aðgang að botnrannsóknargögnum úr írskri lögsögu, sem og þeim gögnum úr íslenskri lögsögu sem varða svæðið þar sem fjarskiptasæstrengurinn var lagður.</p> <p>Líkt og fram hefur komið var það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 1086/2022 að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Þannig var aðeins tekin efnisleg afstaða til réttar til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn í írskri efnahagslögsögu, sem nú liggur fyrir að beiðandi krefst ekki lengur aðgangs að.</p> <p>Af endurupptökubeiðni verður einnig ráðið að beiðandi telji að nefndin hafi ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt megi telja að rannsóknin hafi verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Sú staðhæfing að gögnin lægju ekki fyrir hjá sjóðnum hafi fyrst komið fram í samskiptum við nefndina í júní 2022 og henni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver fjármagnaði rannsóknina. Þá telji beiðandi sig hafa beint upphaflegri gagnabeiðni til Farice líka, þótt henni hafi formlega aðeins verið beint til fjarskiptasjóðs, og að hann eigi ekki að bera hallann af því að fjarskiptasjóður hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Í hinni kærðu ákvörðun fjarskiptasjóðs í máli ÚNU 21100005, dags. 6. október 2021, kom ekki fram hvaða botnrannsóknargögn lægju fyrir hjá sjóðnum. Í umsögn fjarskiptasjóðs til úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. desember 2021, kom hins vegar fram að málið varðaði gögn úr botnrannsókn við Írland og að þau væru í vörslum Farice. Það voru þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni samhliða umsögn sjóðsins. Þá kom fram í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, sem fjarskiptasjóður aflaði og kæranda var afhent í lok maí 2022, að gögnin vörðuðu botnrannsóknir við strendur Írlands og að kannað hefði verið 75 kílómetra svæði frá Galway og út fyrir Araneyjar. Í júní 2022 kom svo fram í samskiptum nefndarinnar við fjarskiptasjóð að botnrannsókn við strendur Íslands hefði verið gerð án aðkomu sjóðsins. Af þeim sökum væru þau gögn ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Að svo búnu taldi úrskurðarnefndin nægar forsendur fyrir því að slá föstu í úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. og 14. gr. upplýsingalaga nær til gagna sem liggja fyrir hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Það að tiltekinn aðili kunni að hafa búið til gagn eða fjármagnað gerð þess gerir ekki eitt og sér að verkum að það teljist vera fyrirliggjandi hjá honum, heldur skiptir máli hvort aðilinn hafi gagnið í vörslum sínum. Þegar sá sem kæra beinist að fullyrðir að þau gögn sem óskað hefur verið eftir séu ekki í vörslum sínum hefur úrskurðarnefndin almennt ekki forsendur til að draga slíka fullyrðingu í efa. Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar geta þau ekki talist fyrirliggjandi í þessum skilningi og ber að staðfesta ákvörðun þess aðila sem kæra beinist gegn að því marki sem hún lýtur að slíkum gögnum. Þá heyrir það ekki undir nefndina að hafa eftirlit með því hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert fram komið um að úrskurður nefndarinnar nr. 1086/2022 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefndinni eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Líkt og kom fram í úrskurðinum er Farice ehf. alfarið í eigu íslenska ríkisins og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Beiðanda er fært að óska að nýju eftir gögnum um botnrannsóknir á vegum félagsins við strendur Íslands. Verði honum synjað um aðgang að þeim gögnum er honum fært að bera þá ákvörðun undir úrskurðarnefndina, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sem sker úr um rétt hans til aðgangs að þeim.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Sýnar hf., um endurupptöku máls ÚNU 21100005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, er hafnað.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1155/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Kærandi óskaði eftir að fá afhent gögn frá Reykjavíkurborg sem vörpuðu ljósi á það fyrirkomulag sem væri viðhaft hjá borginni varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Reykjavíkurborg afhenti kæranda nokkurt magn af gögnum sem vörðuðu fræsun malbiksslitlaga. Af hálfu Reykjavíkurborgar var fullyrt að engin frekari gögn lægju fyrir sem fallið gætu undir beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1155/2023 í máli ÚNU 23080006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 10. ágúst 2023, kærði A lögmaður, f.h. Colas Ísland ehf., afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Málsatvik eru þau að Colas Ísland varð hlutskarpast í útboði Reykjavíkurborgar um fræsun á yfirborði malbikaðra gatna í Reykjavík vegna endurnýjunar malbiksslitlaga. Félagið gekk í kjölfarið til samninga við borgina um verkið.</p> <p>Á verkfundi með Reykjavíkurborg og eftirlitsaðila nokkru síðar kom fram að ráðstafa ætti hluta af fræsisvarfi til aðila sem sinna malbikun gatna (yfirlagna) hjá borginni. Colas Ísland ehf. mótmælti því fyrirkomulagi og benti á að það væri ekki í samræmi við það sem fram kæmi í útboðsgögnum um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Kærandi telur að framangreind ráðstöfun sé til þess fallin að hafa áhrif á félagið; þannig sé mál með vexti að Colas Ísland ehf. hafi tekið þátt í tveimur öðrum útboðum um malbiksyfirlagnir hjá Reykjavíkurborg. Í báðum útboðum hafi félagið átt næstlægsta tilboðið. Í gögnum þeirra útboða hafi ekki verið tilgreint að Reykjavíkurborg notaði fræsisvarf úr fræsiverkefnum borgarinnar í malbiksverkefni á hennar vegum. Félagið hafi ástæðu til að ætla að aðrir bjóðendur í þeim útboðum hafi vitað af þessu fyrirkomulagi og þar með getað boðið lægra verð, vitandi að hluti þess hráefnis sem þyrfti í verkið fengist frá Reykjavíkurborg.</p> <p>Af þessu tilefni óskaði kærandi hinn 30. maí 2023 eftir aðgangi að upplýsingum og gögnum hjá Reykjavíkurborg í þremur töluliðum í tengslum við málið. Þar á meðal var eftirfarandi fyrirspurn:</p> <blockquote> <p>Hvenær var það fyrirkomulag innleitt við vegagerð á vegum verkkaupa, Reykjavíkurborgar, að veita þeim verktökum sem sjá um malbikun (yfirlagningu) jafngildi þess fræsisvarfs sem þeir nýta af malbikskurli í nýtt malbik við yfirlagnir hjá borginni? Var slíkt fyrirkomulag viðhaft og þá að hvaða magni á árunum 2020–2022?</p> </blockquote> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2023, kom fram um þennan lið erindisins að ekki væri um að ræða beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum heldur spurningu sem ekki yrði krafist svara við á grundvelli upplýsingalaga. Mögulega mætti afmarka beiðnina betur þannig að tilgreint væri hvaða gögnum væri leitað eftir, lægju þau fyrir. Sjálfsagt væri að aðstoða kæranda við slíka afmörkun. Svarinu fylgdi nokkuð magn gagna um fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022, þar á meðal lokaskýrslur eftirlits, verkfundargerðir og lokaúttektargerðir.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 28. júní 2023, kom fram að það ættu að vera til gögn í tengslum við framangreinda fyrirspurn um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 6. júlí 2023, kom fram að gögn um það sem óskað væri eftir í þriðja lið væru ekki til. Í svari kæranda, dags. 12. júlí 2023, kemur fram að ólíklegt sé að fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs hafi komist á munnlega án þess að slíkt væri rætt á fundum og skrásett. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, kom aftur fram að gögnin væru ekki til.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 10. ágúst 2023, og borginni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2023. Í umsögninni kemur fram að ekkert fyrirkomulag eða vinnureglur séu til um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs sem kæran lýtur að. Gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki til.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. september 2023, er dregið í efa að ekki séu til gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Reykjavíkurborg hafi í kærumáli kæranda hjá kærunefnd útboðsmála tekið fram í athugasemdum til nefndarinnar að með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum hefði borgin lagt upp með í auknum mæli að endurnýta fræsisvarf í malbikunarframkvæmdum. Ummælin beri með sér að einhvers konar vinnureglur eða fyrirkomulag hljóti að vera til.</p> <p>Með erindi, dags. 3. október 2023, veitti úrskurðarnefndin Reykjavíkurborg færi á að bregðast við umsögn kæranda. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2023, kom fram að kærandi og borgin hefðu átt í samskiptum í septembermánuði vegna kærumála hjá kærunefnd útboðsmála og úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í þeim samskiptum hefði kærandi fallist á þær röksemdir Reykjavíkurborgar að engin gögn væru til um fyrirkomulag um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Þar hefði einnig komið fram af hálfu Reykjavíkurborgar að í útboðum vegna fræsinga og malbiksyfirlagna hefði alltaf verið unnið eftir þeim skilningi að borgin hefði rétt til að nýta það fræs sem til félli. Svo virtist sem notkun fræss og eftirspurn eftir því hefði nýlega aukist. Hjá borginni væri nú til skoðunar hvort tilefni væri til að skerpa á útboðsskilmálum enn frekar varðandi áskilnað borgarinnar gagnvart eignar- og ráðstöfunarheimildum yfir fræsisvarfi. Með því væri ekki ætlunin að víkja frá gildandi framkvæmd heldur árétta þann skilning sem borgin legði þegar til grundvallar og unnið væri eftir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkurt magn af gögnum sem varða fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022. Hins vegar er fullyrt af hálfu borgarinnar að engin gögn liggi fyrir sem heyri undir gagnabeiðni kæranda, svo sem vinnureglur eða önnur gögn sem útskýri fyrirkomulag borgarinnar varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1154/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Tækniskólans á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar um athugun á fylgni skólans við lög og reglugerðir. Úrskurðarnefndin rakti að gildissvið upplýsingalaga næði til einkaaðila, meðal annars þegar þeim væri falið að sinna þjónustu sem kveðið væri á um í lögum að stjórnvald skyldi sinna. Tækniskólinn væri að öllu leyti í eigu einkaaðila. Að mati nefndarinnar gætu starfsmannamál skólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum væri falið að veita samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1154/2023 í máli ÚNU 23070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 25. júlí 2023, kærði A synjun Tækniskólans á beiðni hans um gögn. Samkvæmt kæru rekur kærandi upphaf málsins til þess að kennari við Tækniskólann hafi unnið verkefni í meistaranámi í kynjafræði við Háskóla Íslands, þar sem fram kæmi að innan […] Tækniskólans væri karlremba og eitruð karlmennska ríkjandi. Kærandi […] hafi fengið þær skýringar frá höfundi verkefnisins að staðhæfingin væri raunar ekki byggð á rannsóknum eða gögnum.</p> <p>Í framhaldi af þessu telur kærandi að borið hafi á breyttu viðhorfi í sinn garð sem kennara. Þá hafi hann verið kallaður á fund með stjórnendum þó nokkrum sinnum þar sem hann hafi verið upplýstur um kvartanir frá nemendum vegna framkomu kæranda. Kærandi hafi hins vegar ekki fengið neinar haldbærar sannanir fyrir því að fótur væri fyrir þessum kvörtunum. Kærandi hafi verið ósáttur við viðbrögð skólastjórnenda, sem hann teldi ekki í samræmi við stefnur, markmið og gildi skólans. Því hafi hann óskað eftir að gerð yrði fagleg og hlutlaus rannsókn á fylgni skólans við lög og reglugerðir um vinnuvernd og nánar tilgreindar stefnur Tækniskólans. Í framhaldi af þeirri ósk hafi kærandi verið sendur í leyfi meðan málið væri til rannsóknar.</p> <p>Sálfræði- og ráðgjafastofunni Lífi og sál hafi verið falið að gera rannsóknina. Hinn 22. júní 2023 hafi stjórnarformaður Tækniskólans tjáð kæranda að niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir og að óskað væri eftir fundi með kæranda til að fara yfir þær. Daginn eftir hafi kærandi óskað eftir að fá skýrslu Lífs og sálar afhenta. Sú ósk hafi verið ítrekuð hinn 7. júlí 2023. Hinn 13. júlí 2023 hafi kærandi fengið þá skýringu að Tækniskólinn teldi sér óheimilt að afhenda skýrsluna í heild. Kærandi hafi fengið hluta hennar afhentan hinn 17. júlí 2023, þar sem upplýsingar um aðra en kæranda væru afmáðar.</p> <p>Í kæru kemur fram að leitað sé liðsinnis úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að meta hvaða gagna kærandi geti krafist að fá í hendur á þessu stigi málsins. Hann telji rétt að krefjast skýrslu Lífs og sálar án útstrikana, auk fleiri gagna.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Tækniskólanum með erindi, dags. 27. júlí 2023, og skólanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Tækniskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Tækniskólans og gögnin sem kæran lýtur að bárust úrskurðarnefndinni hinn 11. ágúst 2023. Í umsögninni eru gerðar athugasemdir við tiltekin atriði í lýsingu kæranda á málavöxtum. Þá er rakið að í skýrslu Lífs og sálar hafi niðurstaðan verið sú að stofan teldi hvorki að stjórnendur Tækniskólans hefðu lagt kæranda í einelti né vanrækt að sinna sínum skyldum varðandi sálfélagslega áhættuþætti á vinnustaðnum varðandi kæranda.</p> <p>Tækniskólinn telur í umsögninni að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar sem kæruefnið falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Því til stuðnings er vísað til þess að Tækniskólinn sé einkaaðili og falli aðeins undir gildissvið laganna að svo miklu leyti sem gögn sem óskað er eftir hafi orðið til vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum, eða tengist þeim með beinum hætti, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Umsögn Tækniskólans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 30. ágúst 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar í heild sinni. Skýrslan ber heitið „Skýrsla vegna beiðni um athugun á fylgni við lög og reglugerðir“. Í skýrslunni er rakið að Tækniskólanum hafi borist kvörtun frá kæranda, sem telji að stjórnendur auk stjórnarformanns skólans hafi brugðist skyldum sínum varðandi sálfélagslegt öryggi kæranda á vinnustað auk þess sem framkoma tiltekinna aðila gagnvart honum gæti flokkast sem einelti.</p> <p>Í kæru er listi yfir gögn sem kærandi telji rétt að krefja Tækniskólann um afhendingu á. Samkvæmt skilningi nefndarinnar á gögnum málsins lýtur hin kærða ákvörðun aðeins að skýrslu Lífs og sálar. Af þeim sökum er í úrskurði þessum aðeins tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að því gagni. Það fellur ekki innan verksviðs úrskurðarnefndarinnar að veita ráðgjöf eða aðstoð við undirbúning upplýsingabeiðni til aðila sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Vísast í því sambandi til ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sem starfar á grundvelli 13. gr. a upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p>Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og Samorku, samtaka raforku-, hita- og vatnsveita. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið) um kennslu á framhaldsskólastigi. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, gilda um starfsemi hans. Gögn í vörslum Tækniskólans sem lúta að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli þeirra laga kunna því eftir atvikum að falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Við túlkun 3. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að tryggja samræmi og jafnræði borgaranna þegar kemur að framkvæmd opinberrar þjónustu. Í ákvæðinu felst þannig að stjórnvöld geta ekki fært verkefni sem þeim eru falin með lögum og ella hefðu fallið undir upplýsingalög undan gildissviði laganna með því að semja við einkaaðila um rækslu þeirra.</p> <p>Að mati nefndarinnar eiga framangreind sjónarmið ekki við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Verður þá að líta til þess að gögnin eru til komin vegna kvörtunar kæranda, sem var starfsmaður skólans, yfir háttsemi stjórnenda Tækniskólans og varða því ekki framkvæmd opinberrar þjónustu gagnvart borgurunum. Með vísan til framangreinds fellur efni kæru í þessu máli utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 25. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1153/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar höfðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda afhend gögnin. Þar sem ljóst var að ekki lægi lengur fyrir ákvörðun að synja kæranda um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1153/2023 í máli ÚNU 23060001.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 1. júní 2023, kærði A synjun Akraneskaupstaðar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2023 eftir aðgangi að skipulagslýsingum sem lagðar hefðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar tveimur dögum áður, annars vegar varðandi breytingar á aðalskipulagi Akraness (Jaðarsbakkar) og hins vegar breytingar á deiliskipulagi (Jaðarsbakkar). Erindið var ítrekað í tvígang.</p> <p>Svar Akraneskaupstaðar barst hinn 31. maí 2023. Þar kom fram að litið væri svo á að málið væri enn í vinnslu hjá bæjaryfirvöldum. Því væri erindi kæranda synjað.</p> <p>Kæran var kynnt Akraneskaupstað með erindi, dags. 2. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Akraneskaupstaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í erindi Akraneskaupstaðar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. júní 2023, var upplýst um að skipulagslýsingin hefði verið afgreidd af bæjarstjórn á fundi hennar hinn 13. júní 2023 og gagnið birt sem fylgiskjal með fundargerðinni. Sama dag hefði kærandi verið upplýstur um þetta og honum beint á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar þar sem gagnið væri að finna.</p> <p>Með erindi, dags. 22. júní 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til þess hvort málinu skyldi haldið áfram hjá nefndinni eða hvort kærandi teldi afhendingu Akraneskaupstaðar vera fullnægjandi þannig að fella mætti niður málið. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst vilja að nefndin skæri úr um það hvort Akraneskaupstað hefði borið að afhenda sér umbeðin gögn þegar hann bað fyrst um þau, því kærandi hefði enga tryggingu fyrir því að þau gögn sem honum hefðu verið afhent 13. júní 2023 væru þau sömu og hann óskaði eftir í upphafi.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Akraneskaupstað kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna í ljósi afstöðu kæranda hinn 22. júní 2023. Umsögn sveitarfélagsins auk afrits af umbeðnum gögnum í málinu bárust nefndinni hinn 27. júní 2023. Í umsögninni er gerð krafa um frávísun málsins þar sem kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af kærunni í ljósi þess að umbeðin gögn hafi verið afhent. Þá sé gagnið sem birt var í kjölfar fundar bæjarstjórnar hinn 13. júní 2023 alveg sama gagn og afgreitt var frá skipulags- og umhverfisnefnd hinn 15. maí 2023. Það sjáist glögglega séu eiginleikar skjalsins, sem birt var 13. júní, skoðaðir en þar komi fram að skjalið hafi verið búið til 8. maí 2023 og því síðast breytt 11. maí sama ár.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um miðjan maímánuð. Synjunin var ekki studd með vísan til ákvæða upplýsingalaga en í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að litið hefði verið svo á að gögnin teldust vinnugögn. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var kæranda veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum með því að vísa honum á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar.</p> <p>Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Í þessu máli háttar svo til að kærandi hefur nú fengið aðgang að þeim gögnum sem honum hafði áður verið synjað um aðgang að. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að um sé að ræða sömu gögn og lágu fyrir hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda barst. Þá gerir nefndin heldur ekki athugasemd við að sveitarfélagið hafi vísað kæranda á vefslóð þar sem gögnin væri að finna í stað þess að afhenda honum afrit af þeim, enda er gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að slík afhending teljist fullnægjandi, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er ljóst að ekki liggur lengur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum og verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 1. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1152/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Tryggingastofnun afhendir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Synjun ráðuneytisins var á því byggð að gögnin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila og misstu þannig ekki stöðu sína sem vinnugögn þótt þau hefðu verið afhent út fyrir Tryggingastofnun. Úrskurðarnefndin taldi hluta gagnanna ekki uppfylla það skilyrði upplýsingalaga að hafa verið útbúin af Tryggingastofnun til eigin nota. Þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn og að þau misstu ekki stöðu sína sem slík þótt þau hefðu verið afhent ráðuneytinu, þar sem Tryggingastofnun væri skylt að lögum að afhenda þau. Beiðni kæranda var vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1152/2023 í máli ÚNU 22070010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A, f.h. Foreldrajafnréttis, synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á beiðni hans um gögn. Kærandi átti í samskiptum við ráðuneytið í maí og júní 2022 í tengslum við beiðni um upplýsingar sem vörðuðu upphæðir fjárveitinga til almannatrygginga, sundurliðaðar eftir bótaflokkum og fjölda rétthafa.</p> <p>Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. maí 2022, kom fram að ráðuneytið fylgdist með fjárhagshreyfingum bótaliða og fengi sendar mánaðarskýrslur frá Tryggingastofnun um fjölda og þróun. Þá sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu uppgjör fyrir bótaliði a.m.k. annan hvern mánuð og léti ráðuneytið vita ef stofnunin yrði vör við einhver frávik. Loks sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu ítarlegra uppgjör eftir hvern ársfjórðung með uppfærðri afkomuspá ársins. Ef einhverjar vangaveltur kæmu upp væri Tryggingastofnun beðin um frekari tölfræði og útreikninga. Auk framangreinds fengi ráðuneytið ítarlegri tölfræði árlega.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 31. maí 2022 eftir að fá afhent nýlegt eintak af hverri tegund af skýrslu sem vísað væri til í erindi ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins sama dag kom fram að ekki væri unnt að afhenda vinnugögn. Í erindi ráðuneytisins, dags. 10. júní 2022, kom fram að það hefði verið rangt að vísa til þessara gagna sem skýrslna, heldur væri um að ræða ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi sem Tryggingastofnun afhenti ráðuneytinu vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga samkvæmt 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, eða 9. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, til að undirbyggja ákvarðanir ráðuneytisins. Gögnin væru undanþegin aðgangi með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Hinn 16. júní 2022 óskaði kærandi eftir því að fá afhenta 1) eina mánaðarskýrslu frá árinu 2021, 2) eina ársfjórðungslega skýrslu frá árinu 2021, og 3) þá skýrslu sem teldist vera uppgjörs- eða lokaskýrsla ársins 2021. Með erindi ráðuneytisins, dags. 27. júní 2022, var fyrri afstaða ráðuneytisins frá 10. júní ítrekuð.</p> <p>Í kæru kemur fram að tilefni beiðninnar til ráðuneytisins hafi verið að kanna hvort og þá hvernig gætt væri að því að fjárveiting til almannatrygginga færi saman við raunverulegan fjölda og réttindi rétthafa. Kærandi gerir athugasemd við að ráðuneyti sem hafi tilteknar fjárveitingar á sínu forræði geti valið að fela þá ábyrgð undirstofnun sinni og skilgreint sjálft sig sem eftirlitsaðila. Kærandi mótmælir túlkun ráðuneytisins á 8. gr. upplýsingalaga, þar sem ákvæðið heimili aðeins takmörkun aðgangs að vinnugögnum í þeim tilvikum þegar gögn eru „einvörðungu“ afhent eftirlitsaðila á grundvelli eftirlitsskyldu, sbr. orðalag ákvæðisins. Hér sé ekki um slíkt að ræða heldur byggist afhendingin jafnframt á samstarfi ráðuneytisins við Tryggingastofnun, stefnumótun og sameiginlegri stjórnun málaflokksins.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti með erindi, dags. 13. júlí 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 31. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að þær „skýrslur“ sem kærandi hafi óskað eftir séu ekki til. Kæranda hafi verið beint á vefsíðu Tryggingastofnunar þar sem finna megi ítarlegar samandregnar upplýsingar um rekstur, fjöldatölur og þróun bótaflokka. Þau excel-skjöl og töflur sem vísað sé til í erindi ráðuneytisins til kæranda frá 10. júní 2022 séu afhentar ráðuneytinu reglulega á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins með Tryggingastofnun á grundvelli 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, og séu af þeim sökum vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi, dags. 8. mars 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Nánar tiltekið hvort gögnin væru útbúin af Tryggingastofnun til að nota í eigin þágu, sem svo eru send ráðuneytinu ef óskað er eftir þeim, eða hvort gögnin væru einungis búin til í því skyni að upplýsa ráðuneytið um stöðu mála, samkvæmt beiðni ráðuneytisins þar um.</p> <p>Svör félags- og vinnumarkaðsráðuneytis bárust hinn 14. mars 2023. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið fái gögn afhent frá Tryggingastofnun til að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Gögnin sem um ræði í máli þessu séu þrenns konar:</p> <ol> <li>Upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar. Ráðuneytið óski ársfjórðungslega eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar og skýringum á frávikum ef einhver eru vegna framkvæmdar fjárlaga og gerð ársfjórðungsskýrslu sem send er fjármála- og efnahagsráðuneyti. Yfirleitt berist upplýsingarnar í excel-skjali með lista yfir viðkomandi fjárlagaviðföng.</li> <li>Fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar. Yfirlitið útbúi Tryggingastofnun í eigin þágu til að fylgjast með þróun greiðslna, en ráðuneytið fái það til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins.</li> <li>Mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni Tryggingastofnunar, í excel-formi, með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að unnt sé að fylgjast með þróun og nýgengi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á hverju tímabili og breytingum frá mánuði til mánaðar. Skjalið sé ætlað starfsmönnum stofnunarinnar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu með þekkingu á efninu. Upp úr skjalinu séu unnar töflur og myndir um þróun, til notkunar í ráðuneytinu.</li> </ol> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að tilteknum skýrslum Tryggingastofnunar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Ráðuneytið kveður þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir ekki vera til, en vísar á hinn bóginn til þess að Tryggingastofnun afhendi ráðuneytinu ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Þau gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði því ekki afhent kæranda.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Hins vegar telur nefndin mega ráða af samskiptum kæranda við ráðuneytið sem liggja fyrir í gögnum málsins að efni kærunnar lúti í reynd að þeim excel-skjölum sem berast á milli Tryggingastofnunar og ráðuneytisins, þótt í kærunni sé vísað til skýrslna í því samhengi. Miðast niðurstaða úrskurðarnefndarinnar því við að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að þau gögn sem óskað er eftir séu vinnugögn. Þau hafi aðeins verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og missi því ekki stöðu sína sem vinnugögn af þeirri ástæðu. Um lagaskylduna vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. laganna en samkvæmt ákvæðinu eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. […] Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]</p> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt skýringum frá ráðuneytinu eru tvær af þremur tegundum þeirra gagna sem um er deilt í málinu búin til af Tryggingastofnun, ýmist fyrir ráðuneytið einungis eða fyrir starfsmenn stofnunarinnar og tengiliði í ráðuneytinu. Annars vegar er um að ræða upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá Tryggingastofnunar, sem stofnunin afhendir samkvæmt beiðni ráðuneytisins, og hins vegar mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni stofnunarinnar með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem ætlað er starfsmönnum Tryggingastofnunar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu. Þessi gögn uppfylla ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að hafa verið rituð eða útbúin af stjórnvaldi til eigin nota þar sem þau eru öðrum þræði búin til fyrir ráðuneytið. Þau geta því ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Fyrir liggur því að ráðuneytið gat ekki byggt synjun sína á því að þessi gögn teldust vinnugögn. Hins vegar liggur ekki fyrir að ráðuneytið hafi að öðru leyti lagt mat á efni gagnanna með tilliti til þess hvort önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi við um þau. Úrskurðarnefndinni er því ekki fært að taka nýja ákvörðun í málinu heldur skal beiðni kæranda að þessu leyti vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti kveður að fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar sé útbúið af stofnuninni í eigin þágu, en að ráðuneytið fái yfirlitið til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins. Því til stuðnings vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.</p> <p>Í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga kemur fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ýmsir eftirlitsaðilar hafi að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Reynt geti á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra.</p> <p>Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, hver á sínu sviði, og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 13. gr. og 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem ráðherra er æðsti handhafi framkvæmdarvalds er stjórnarframkvæmd á hans málefnasviði jafnframt undir yfirstjórn hans, séu ekki á því gerðar undantekningar með lögum. Félags- og vinnumarkaðsráðherra fer með yfirstjórn Tryggingastofnunar, sbr. 8. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Í IV. kafla laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, er með almennum hætti mælt fyrir um inntak stjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra gagnvart stjórnvöldum sem hafa á höndum framkvæmd stjórnarmálefna sem undir hann heyra.</p> <p>Það felur það m.a. í sér að hann getur gefið stofnuninni almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess, fjárreiður og meðferð eigna, enda mæli lög eða eðli máls því ekki í mót, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 115/2011. Þá skal ráðherra hafa eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum stjórnvalda sem heyra undir almennar stjórnunarheimildir hans, sbr. 1. mgr. 13. gr. sömu laga. Loks getur ráðherra krafið stjórnvald sem heyrir undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu, sbr. 1. mgr. 14. gr. sömu laga.</p> <p>Í IV. kafla laga um opinber fjármál er fjallað um framkvæmd fjárlaga. Í athugasemdum við kaflann í frumvarpinu sem varð að lögunum kemur fram að í honum séu ákvæði sem ætlað sé að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur á framkvæmd fjárlaga séu skýrðar. Í 3. mgr. 27. gr. laganna segir að hver ráðherra beri ábyrgð á og hafi virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, og að hver ráðherra beri ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar, sem sýnir útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar, sem afhent var nefndinni. Nefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi upplýsingalaga. Þá er ljóst að gagnið var afhent félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til að ráðuneytið gæti sinnt eftirliti með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við framangreinda umfjöllun að ráðuneytið teljist eftirlitsaðili í skilningi ákvæðis 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og að Tryggingastofnun hafi verið skylt að lögum að afhenda ráðuneytinu þau gögn sem um ræðir, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt þessu telur nefndin að gagnið hafi ekki misst stöðu sína sem vinnugagn með afhendingu þess til ráðuneytisins.</p> <p>Á hinn bóginn er ljóst að ráðuneytið tók ekki afstöðu til þess í ákvörðun sinni hvort gagnið innihéldi einhverjar þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að geti leitt til þess að afhenda þurfi gagn þrátt fyrir að það teljist vinnugagn í skilningi laganna. Verður beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu og lagt fyrir ráðuneytið að leggja mat á hvort 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gagnið.</p> <p>Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í ákvörðun ráðuneytisins var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti ríkari aðgang að umbeðnum gögnum en skylt er, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er það skylt þegar ákvörðun byggist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Þá var kæranda ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo sem skylt er að gera samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 16. júní 2022, er vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1151/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kæranda, sem er fréttamaður, var synjað um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nánar tilgreindu dómsmáli. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands byggðist á því að um viðkvæm gögn væri að ræða sem vörðuðu einstaklinga, auk þess sem gögnin væru liður í dómsmáli. Úrskurðarnefndin taldi engum vafa undirorpið að gögnin lytu að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá væri það verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir undantekningarákvæði laganna frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1151/2023 í máli ÚNU 23050006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. maí 2023, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt lögum nr. 36/1982 væri Sinfóníuhljómsveitin sjálfstæð stofnun sem heyri undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Ríkisútvarpsins væri umrætt réttarhald opið. Með svari, dags. 16. maí 2023, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að um væru að ræða gögn í dómsmáli sem undanþegin væru upplýsingarétti, sbr. m.a. 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 7. og 9. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sinfóníuhljómsveit Íslands með erindi, dags. 17. maí 2023, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 25. maí 2023, er vísað til þess að um viðkvæm gögn sé að ræða sem varði einstaklinga og séu liður í dómsmáli. Þau falli þannig utan upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum, nánar tiltekið 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. einnig 7. og 9. gr., svo og 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna enda mæli hagsmunir einstaklinga og Sinfóníuhljómsveitarinnar eindregið gegn afhendingu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilteknu dómsmáli. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. desember 2022. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um að synja beiðni kæranda byggir m.a. á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.-10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Sinfóníuhljómsveit Íslands væri því, án samþykkis þessara sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan.</p> <p style="text-align: justify;">Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Sinfóníuhljómsveit Íslands sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsinga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 6.-10. gr. upplýsingalaga. Þegar litið er til efnis þeirrar stefnu og greinargerðar sem kæra þessa máls beinist að verður ekki um villst að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir undantekningar frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá upplýsingar um persónuleg auðkenni úr umræddum gögnum. Með vísan til framangreinds er synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni kæranda því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 16. maí 2023, um að synja kæranda um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022 er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1150/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kærandi bað sveitarfélagið Garðabæ um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengdist eldri gagnabeiðnum hans og upplýsingar um það hvaða gögn voru afhent í hvert skipti. Afstaða sveitarfélagsins var sú að kærandi hefði þegar fengið slíkt yfirlit afhent, þótt afhendingin hefði ekki verið í formi skjáskota úr málaskrá sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi að kærandi hefði ekki afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn, og þannig ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um tilgreiningu gagna. Var ákvörðun Garðabæjar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1150/2023 í máli ÚNU 22070009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins. Af gögnum málsins má ráða að kærandi óskaði upphaflega eftir því með tölvupósti, dags. 2. maí 2022, að Garðabær sendi honum „yfirlit úr málaskrá bæjarfélagsins sem tengdust gagnabeiðni [hans] hingað til, ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e.a.s. lista af öllum skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni 4. maí 2022 þar sem bent var á að í bréfi Garðabæjar til kæranda, dags. 10. maí 2021, væri að finna yfirlit yfir gagnabeiðnir og afhendingu gagna. Með tölvupósti, dags. 5. maí 2022, afmarkaði kærandi beiðni sína á þann veg að hann óskaði eftir upplýsingum um „hvaða skjöl voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni með tölvupósti 14. júní 2022 og er þar vísað til bréfs, dags. 14. júní 2022, þar sem kæranda voru afhent yfirlit um beiðnir um aðgang að gögnum og afhendingu þeirra úr kerfum Garðabæjar í 55 aðgreindum málum. Jafnframt var í bréfinu að finna yfirlit yfir gögn í 16 aðgreindum málum sem kæranda hefðu þegar verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi sendi í kjölfarið tölvupóst til Garðabæjar, dags. 16. júní 2022, og óskaði eftir því að Garðabær „sendi honum skjáskot úr málaskrá bæjarfélagsins yfir öll skjöl í málaskrá er tengdust [honum] og fjölskyldu hans.“ Af efni tölvupóstsins verður ráðið að kærandi óski eftir umræddu gagni til þess að kanna hvaða gögn hann hefur áður fengið afhent og þá þannig að hann fái einnig upplýsingar um hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 7. júlí 2022, synjaði sveitarfélagið beiðni kæranda um aðgang að slíku yfirliti (einnig tilgreint sem skjáskot) úr málaskrá sveitarfélagsins þar sem um væri að ræða beiðni um aðgang að skjalasafni og ekki væri því um að ræða aðgang að fyrirliggjandi gagni í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni kemur fram að gagnabeiðnin lúti að yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengist eldri gagnabeiðnum kæranda ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e. lista af skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig. Í kærunni kemur fram að kærandi telji sveitarfélagið hvorki hafa yfirsýn yfir hvaða gögn hafi verið afhent honum, né hvaða gögn það hafi synjað kæranda um aðgang að. Kærandi vísar til þess að sveitarfélaginu beri því að afhenda öll gögn, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu Garðabæ með erindi, dags. 25. ágúst 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í kjölfarið hafði lögfræðingur sveitarfélagsins samband símleiðis við starfsmann nefndarinnar og lýsti því viðhorfi að málið væri sama efnis og eldri mál sem nefndin hefði fjallað um.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni ritaði nefndin sveitarfélaginu bréf, dags. 4. október 2022, þar sem fyrra erindi nefndarinnar var ítrekað. Í bréfinu kom fram að í eldri málum fyrir nefndinni, málunum ÚNU 22050019 og ÚNU 22060021, hefði nefndin haft til meðferðar kærur vegna tafa á afgreiðslu sveitarfélagsins en þau mál hefðu bæði verið felld niður hjá nefndinni eftir að sveitarfélagið afgreiddi málin efnislega. Þau vörðuðu því ekki synjun um afhendingu gagna eins og það mál sem hér væri til umfjöllunar og hefði úrskurðarnefnd um upplýsingamál því ekki fjallað efnislega um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá var í bréfinu vísað til þess að ljóst væri að beiðni kæranda heyrði undir gildissvið upplýsingalaga og var í því sambandi vísað til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 1075/2022 frá 31. mars 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 25. nóvember 2022, kemur fram að upplýsingabeiðnir kæranda lúti að máli dóttur hans sem var nemandi í Garðaskóla. Hún útskrifaðist úr skólanum vorið 2021 og því hafi engin gögn er varða hennar mál orðið til í málaskrá sveitarfélagsins eftir þann tíma. Ekki verði annað séð en að kærandi sé í fyrrnefndum eldri málunum og þessu að kæra til nefndarinnar að hann hafi ekki fengið yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem hafi verið afhent hverju sinni, þ.e. fyrir hverja eldri gagnabeiðni fyrir sig. Fram kemur að kærandi hafi með bréfi, dags, 14. júní 2022, fengið afhent ítarlegt yfirlit yfir gagnabeiðnir sínar hjá sveitarfélaginu ásamt lista yfir gögn sem afhent voru hverju sinni. Ekki fáist séð að kröfugerð kæranda og rökstuðningur snúist um synjun á afhendingu eða aðgangi að skjáskotum úr málaskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Með umsögn sveitarfélagsins var nefndinni afhent yfirlit úr málaskrá yfir mál og gögn sem innihalda og varða kæranda og dóttur hans. Um var að ræða fimm yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem skönnuð höfðu verið yfir á pdf-skjöl.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda og eiginkonu hans, dags. 30. nóvember 2022, er ítrekað það sem fram kom í kæru um skort á yfirsýn sveitarfélagsins. Vegna þessa hafi verið óskað eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll skjöl sem tengist kæranda og fjölskyldu hans. Þar sem sveitarfélagið hafi ekki náð að sýna fram á að það hafi yfirsýn yfir gagnaafhendingar þá telji þau að næsta skref sé að sveitarfélagið afhendi öll gögn líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins. Kærandi hefur lýst beiðni sinni þannig að honum sé nauðsyn á að fá slíkt yfirlit til að geta áttað sig á hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum og hvaða gögnum honum hafi verið synjað um aðgang að. Af samskiptum kæranda og sveitarfélagsins verður ráðið, sbr. tölvupóst hans, dags. 5. maí 2022, að beiðnin hafi tekið til þess að hann fengi yfirlit um hvaða skjöl honum voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er ljóst að skylt er, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan og gildir ákvæði 5. gr. laganna eftir því sem við á í þeim tilvikum, sbr. 1. mgr. og 5. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að skilgreining á hugtakinu gagn í skilningi 14. gr. lýtur sömu reglum og fram koma í 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða. Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna en með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af ákvæði 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess.</p> <p style="text-align: justify;">Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni. Í því sambandi verður að hafa í huga að þrátt fyrir þær breytingar sem voru gerðar á kröfum til tilgreiningar með setningu laganna, miðast reglur laganna um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum almennt áfram við það að sá réttur taki til gagna í tilteknum málum, sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur þannig almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Birtist sú afmörkun meðal annars í kröfu 1. mgr. 15. gr. laganna um tilgreiningu gagna.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur fengið afhent ýmis gögn frá sveitarfélaginu en óskar eftir yfirlitum úr málaskrá til þess að kanna hvaða gögn hann hefur fengið afhent, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, og þá einnig hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum. Í gögnum málsins kemur fram, m.a. í þeim yfirlitum úr málaskrám sem kæranda hafa þegar verið afhent, að þau mál sem hafa verið til meðferðar hjá sveitarfélaginu og kærandi hefur átt aðild að skipti tugum.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki verður hins vegar séð af samskiptum kæranda við sveitarfélagið að hann hafi afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn heldur lýtur hún efnislega að því að hann fái afhent heildaryfirlit yfir öll gögn í þeim málum sem hann hefur átt aðild að. Verður því ekki annað ráðið en að beiðni hans lúti þar með að því að hann fái aðgang að fjölda ótilgreindra gagna úr málaskrá sveitarfélagsins með það fyrir augum að staðreyna hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum hingað til. Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða nefndarinnar að beiðni kæranda til Garðabæjar hafi ekki uppfyllt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna. Verður synjun sveitarfélagsins frá 7. júlí 2022 því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 7. júlí 2022, er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1149/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar. Ákvörðunin byggðist aðallega á því að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyrðu gagnagrunni stofnunarinnar. Í skýringum Matvælastofnunar kom fram að hægt væri að draga út úr gagnagrunninum allar upplýsingar, þ.m.t. þær sem synjað var um, og flytja yfir í excel-skjal án mikillar fyrirhafnar. Úrskurðarnefndin taldi í ljósi þeirra skýringa og með hliðsjón af ákvæði 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að gögnin teldust í reynd vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Var því ákvörðun Matvælastofnunar felld úr gildi og beiðni kæranda vísað til stofunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1149/2023 í máli ÚNU 22050012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. maí 2022, kærði A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), synjun Matvælastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi beindi fyrirspurn til Matvælastofnunar hinn 7. apríl 2022 um þá aðferðafræði sem stofnunin notaði við framsetningu á upplýsingum um afföll fiska í sjókvíaeldi í mælaborðinu. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að „hrágögnum“ að baki mælaborðinu, þar sem tölurnar sem birtar væru þar virtust ekki ganga upp innbyrðis. Erindið var ítrekað daginn eftir og tekið fram að afhenda mætti gögnin á excel-formi eða sem Power BI-skjöl. Í hrágögnunum væri ýmislegt annað sem kærandi hefði hug á að skoða. Kærandi væri meðvitaður um að beintenging við gagnagrunna Matvælastofnunar væri ekki í boði.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar, dags. 13. apríl 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru í gagnagrunni á vegum stofnunarinnar og væru því ekki fyrirliggjandi á formi sem hægt væri að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Stofnunin vísaði til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þess efnis að ekki væri skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn samkvæmt lögunum.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af svari Matvælastofnunar áttu kærandi og stofnunin í nokkrum samskiptum, þar sem kæranda þótti svör stofnunarinnar um aðferðafræði að baki útreikningum á afföllum fiska í sjókvíaeldi vera ófullnægjandi. Með tölvupósti, dags. 11. maí 2022, spurði kærandi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veita skoðunaraðgang að grunngögnunum sem fyrirtækin skiluðu Matvælastofnun. Kærandi legði þann skilning í reglugerð um fiskeldi að þau gögn ættu að vera opinber. Svar við beiðninni barst hinn 16. maí sama ár, þar sem vísað var til fyrri synjunar frá 13. apríl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur ótvírætt að þau gögn sem honum hefur verið synjað um aðgang að teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Einu gildi hvort gögnin séu geymd rafrænt í gagnagrunni hjá stjórnvaldi. Öll gagnaafhending kalli á tiltekna vinnslu, hvort sem hún feli í sér samantekt gagna sem falla undir beiðni, ljósritun, útstrikun upplýsinga sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að o.s.frv. Það geti ekki staðið afhendingu gagna í vegi að keyra þurfi skipun í gagnagrunni til að taka út ákveðnar upplýsingar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi mikilvægt að horfa til þess að gögnin varði umhverfið og geti falið í sér mikilvægar vísbendingar um ástand þess og/eða áhrif mengandi atvinnustarfsemi á umhverfið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. maí 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í umsögninni er fjallað um tilurð mælaborðs fiskeldis á vef stofnunarinnar. Árið 2020 hafi ráðherra falið Matvælastofnun að setja mælaborðið á fót og byggja þannig upp alhliða upplýsingaveitu um fiskeldi á Íslandi. Þetta hafi verið í samræmi við stefnumörkun sem hafi orðið í tengslum við lög nr. 101/2019, sem breyttu lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Meginþorri fiskeldisfyrirtækja noti forritið Fishtalk frá fyrirtækinu AKVA Group. Til einföldunar og til að auka áreiðanleika gagna hafi Matvælastofnun og AKVA Group skrifað vefþjónustu sem færi stofnuninni upplýsingar mánaðarlega úr kerfum fiskeldisfyrirtækja stafrænt. Tvö minni fiskeldisfyrirtæki skili gögnum á excel-formi sem þurfi að færa inn í gagnagrunn af starfsmanni Matvælastofnunar. Gögnin séu vistuð í gagnagrunni stofnunarinnar, sem þurfi svo að sækja í grunninn til að birta í mælaborði fiskeldis á vef hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 56. gr. reglugerðar um fiskeldi, nr. 540/2020, skuli Matvælastofnun birta opinberlega samantekt upplýsinga úr framleiðsluskýrslum rekstrarleyfishafa ekki síðar en 20 dögum eftir að upplýsingar berist frá rekstrarleyfishöfum. Sú samantekt sem vísað sé til í ákvæðinu raungerist sem birting upplýsinga í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni vísar Matvælastofnun til þess að gögnin sem kærandi óski eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá stofnuninni. Upplýsingalög taki því ekki til gagnanna. Allir sem stundi fiskeldi á Íslandi, hvort sem er í sjókvíum eða á landi, veiti upplýsingar sem birtist svo í mælaborði fiskeldis. Þær upplýsingar sem gefnar séu upp um afföll í fiskeldi séu því ekki aðeins afföll í sjókvíaeldi heldur öllu fiskeldi.</p> <p style="text-align: justify;">Þá ítrekar Matvælastofnun að gögnin séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Það sé rétt að hægt sé að sækja upplýsingar úr gagnagrunninum. Hins vegar sé um að ræða heildarsafn upplýsinga. Sé ætlunin að draga úr safninu tilteknar upplýsingar sé um að ræða vinnslu gagna og þar af leiðandi nýtt skjal, sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar, og varði heldur ekki tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar framangreindu sleppi telur Matvælastofnun einnig að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fiskeldisfyrirtækjanna í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Gildi það annars vegar um upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar fyrir sig, og hins vegar upplýsingar um afföll mæld í fjölda fiska. Upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar séu birtar í mælaborðinu með þriggja mánaða seinkun, því framleiðsluverðmæti hverrar einstakrar einingar sé verðmætasti hluti hennar hverju sinni. Stór hluti þess lífmassa eldisfisks sem sé í framleiðslu sé í eigu lögaðila sem séu skráðir á almennan hlutabréfamarkað.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um afföll í fjölda fiska hafi að mati Matvælastofnunar ekkert upplýsingagildi, einar og sér. Afföll á tilteknu ferli eldisfisks geti verið mikil, talin í fjölda fiska, en hlutfallslega lítil í lífmassa. Þá sé eðli hvers búskapar fyrir sig að honum fylgi afföll, sem geti eftir atvikum verið eðlileg þótt fjöldi affallinna dýra sé mikill. Því birti Matvælastofnun þessar upplýsingar sem meðaltal affalla hvers eldissvæðis fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júní 2022, minnir kærandi á að réttur samkvæmt upplýsingalögum taki ekki aðeins til gagna sem varði tiltekið mál heldur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá telur kærandi að gögnin teljist fyrirliggjandi, enda séu þau vistuð í gagnagrunni sem Matvælastofnun hafi forræði á. Loks telur kærandi að fullyrðing stofnunarinnar um að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fiskeldisfyrirtækja sé ekki nægilega vel rökstudd og að hagsmunamat það sem krafist er af 9. gr. upplýsingalaga hafi ekki farið fram af hálfu stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 4. janúar 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum Matvælastofnunar á ákveðnum atriðum í tengslum við gagnagrunn stofnunarinnar. Í fyrsta lagi var óskað eftir því að stofnunin lýsti því hvernig vefþjónusta Matvælastofnunar og AKVA Group auk gagnagrunns stofnunarinnar liti út og hvernig ferlið gengi fyrir sig, þar á meðal hvernig upplýsingar væru sóttar úr gagnagrunninum.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 11. janúar 2023. Þar segir að AKVA Group bjóði upp á bókhaldskerfi fyrir fyrirtæki í fiskeldi sem nefnist Fishtalk. Í Fishtalk sé haldið utan um ýmsar upplýsingar um eldisfisk í sjókvíum, sem notendur skrái sjálfir. AKVA Group og Matvælastofnun hafi unnið saman að hönnun og þróun skilagátar fyrir eldisfyrirtækin til að gera þeim kleift að senda mánaðarlega framleiðslutölur, þ.e. skýrslur, beint úr Fishtalk. Þannig hafi AKVA Group útbúið viðbót við Fishtalk fyrir notendur sína og Matvælastofnun þróað vefþjónustu (e. web API) sem taki við gögnunum. Þegar notandi sendir framleiðslutölur úr Fishtalk gegnum vefþjónustu stofnunarinnar vistist upplýsingarnar beint í PostgreSQL-gagnagrunn stofnunarinnar, án þess að upplýsingunum sé breytt með neinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Með hugbúnaðinum Power BI, sem mælaborð fiskeldis byggist á, sé síðan hægt að kalla fram upplýsingarnar úr gagnagrunni Matvælastofnunar með gagnvirkum og lifandi hætti. Þannig megi setja inn ólíkar forsendur, svo sem um afföll, fóðrun, förgun, slátrun, mismunandi eldissvæði og framleiðendur. Power BI sækir svo í gagnagrunninn viðkomandi gögn og birtir. Allar upplýsingar sem hægt sé að nálgast í mælaborði fiskeldis séu fengnar með þessum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Í öðru lagi óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Matvælastofnun legði mat á það hversu mikla vinnu það myndi útheimta að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir, þ.e. gögn sem vörðuðu afföll eldisfiska í sjókvíum.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari stofnunarinnar kom fram að hægt væri að draga út úr heildarsafni upplýsinga í PostgreSQL-gagnagrunni stofnunarinnar upplýsingar sem fiskeldisfyrirtæki hefðu sent Matvælastofnun úr Fishtalk, þ.m.t. upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Notast væri við hugbúnaðinn Power BI til að draga þær upplýsingar fram. Notandi þyrfti að gefa ákveðnar forsendur til að afmarka upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Einfaldasta leiðin til að draga upplýsingar út úr gagnagrunninum væri að taka allar upplýsingar úr grunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Hugbúnaðurinn Power BI byði upp á að flytja gögn úr grunninum (e. export data), sem útheimti litla vinnu og tæki óverulegan tíma. Úr excel-skjalinu væri svo hægt að vinna upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Ef draga ætti fram upplýsingar og sundurliða flokka upplýsinga, svo sem varðandi afföll, einstök fyrirtæki, eldistegundir eða tímabil, þá jykist vinnan og tíminn sem það tæki í beinu hlutfalli við þann fjölda forsendna sem notaðar væru til að draga fram upplýsingar úr gagnagrunninum með Power BI.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar var kynnt kæranda með erindi hinn 13. janúar 2023. Kærandi gerði ekki efnislegar athugasemdir við svarið. Með erindi, dags. 3. apríl 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum á þeirri vinnu sem það myndi útheimta að kalla fram gögn með þeim upplýsingum sem kærandi hefði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 13. apríl 2023. Þar kom fram að það væri töluverð vinna að útbúa excel-skjal með einungis upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Ef sundurliða ætti afföll jykist vinna og tími sem það tæki í beinu hlutfalli við fjölda forsendna sem notaðar eru. Einföldustu vinnslurnar miðað við þær forsendur að kærandi vildi upplýsingar um afföll um öll fyrirtæki, eldistegundir, tímabil, kvíar og eldissvæði væri að haka við í hverri vinnslu: 1) fyrirtæki, 2) árin 2020–2022 saman, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem stofnunin teldi að þær upplýsingar sem fram koma í innsendum gögnum frá rekstrarleyfishöfum, m.a. um afföll, gætu varðað virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækjanna væri þriggja mánaða seinkun á birtingu þeirra á mælaborði stofnunarinnar. Af þeim sökum þyrfti að bæta við keyrslum fyrir árið 2023 og í stað þess að velja ár yrði að velja þá mánuði þar sem sjónarmið um virka fjárhagslega hagsmuni ættu ekki við. Þannig þyrfti í þeim vinnslum að haka við: 1) fyrirtæki, 2) árið 2023 og viðkomandi mánuði, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Fjöldi vinnsla samkvæmt framangreindu væri 790 vinnslur, sem hver um sig tæki þrjár til fimm mínútur.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði einnig eftir skýringum Matvælastofnunar á því hve mikla vinnu það útheimti að afmá þær upplýsingar úr excel-skjali með öllum upplýsingum gagnagrunnsins, sem stofnunin vísaði til í svari sínu frá 11. janúar 2023 að hægt væri að búa til án mikillar fyrirhafnar, sem stofnunin teldi að varðaði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Í svari Matvælastofnunar kom fram að taka þyrfti afstöðu til þess hvaða dálkar og línur vörðuðu virka fjárhagslega hagsmuni rekstrarleyfishafa og fjarlægja slíka dálka og línur. Slíkt tæki eðli málsins samkvæmt óverulegan tíma og flækjustigið væri lágt. Vert væri þó að geta þess að með því að afhenda þau gögn sem eru í excel-skjalinu væri verið að veita aðgengi að „hjarðbók“ rekstrarleyfishafa í fiskeldi. Þetta væru gögn sem rekstrarleyfishöfum bæri að afhenda Matvælastofnun og veittu innsýn inn í rekstur þeirra niður á einstök eldissvæði og einstakar kvíar innan þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Svör Matvælastofnunar voru kynnt kæranda með erindi, dags. 20. apríl 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna þeirra. Þær bárust hinn 3. maí 2023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi verður einnig að horfa sérstaklega til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga er fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Kemur þar fram að með upplýsingum um umhverfismál sé átt við hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um „ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta“, sbr. 1. tölul. 29. gr. Samkvæmt 2. tölul. 29. gr. nær hugtakið „upplýsingar um umhverfismál“ einnig til þátta á borð við „efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að gögnin sem beiðni kæranda í þessu máli lýtur að hafi að geyma upplýsingar um umhverfismál í skilningi 29. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn kærunnar verður því að líta til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Við túlkun ákvæða VII. kafla upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE. Tilskipun 2003/4/EB var tekin inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 frá 26. september 2003, um breytingu á XX. viðauka (umhverfismál) við EES-samninginn. Er það í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnhagssvæðið, þar sem kveðið er á um að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.</p> <p style="text-align: justify;">Í fyrsta lið aðfararorða tilskipunar 2003/4/EB kemur fram að víðtækari, almennur aðgangur að upplýsingum um umhverfismál og miðlun þeirra stuðli að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings þegar kemur að töku ákvarðana í umhverfismálum og stuðli e.t.v. líka að bættu umhverfi. Enn fremur segir í níunda lið sömu aðfararorða að einnig sé nauðsynlegt að opinber yfirvöld gangist fyrir því að upplýsingar um umhverfismál verði aðgengilegar almenningi og þeim verði miðlað sem víðast, einkum með því að nýta upplýsinga- og samskiptatækni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt fjórtánda lið aðfararorðanna skulu opinber yfirvöld gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar á því formi eða með því sniði sem umsækjandi fer fram á nema þær liggi þegar fyrir á öðru formi eða með öðru sniði eða eðlilegt teljist að hafa þær aðgengilegar á öðru formi eða með öðru sniði. Auk þess er gerð sú krafa að opinber yfirvöld kosti kapps um að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og þannig að nálgast megi upplýsingarnar á rafrænan hátt.</p> <p style="text-align: justify;">Loks segir í sextánda lið aðfararorðanna að rétturinn til upplýsinga merki að almenna reglan skuli vera sú að birta eigi upplýsingar og að opinberum yfirvöldum skuli eingöngu vera heimilt að synja beiðni um upplýsingar um umhverfismál í sértækum og skilmerkilega skilgreindum tilvikum. Ástæður synjunar skulu túlkaðar þröngt og vega skuli og meta þá hagsmuni almennings sem felist í birtingu upplýsinganna á móti þeim hagsmunum sem þjónað sé með synjuninni. Einnig skuli ástæðurnar fyrir synjuninni lagðar fyrir umsækjandann innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í tilskipuninni.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við framangreind markmið segir í 4. gr. tilskipunarinnar, sem fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt beiðni, að opinber yfirvöld skuli „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar að synja beiðni kæranda byggist á því að gögnin séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyri gagnagrunni stofnunarinnar og séu ekki á formi sem hægt sé að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur auk þess fram að þar sem gögnin sem óskað sé eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Þá telur Matvælastofnun að hluti þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ákveðinna fiskeldisfyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun telur að þar sem gögnin sem óskað er eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Í 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, kom fram að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði að kynna sér. Þá gæti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu gildandi upplýsingalaga, nr. 140/2012, var dregið umtalsvert úr kröfum til tilgreiningar í því skyni að auka upplýsingarétt almennings. Nú þarf ekki að tilgreina tiltekið mál heldur er mælt fyrir um það í 15. gr. upplýsingalaga að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Með öðrum orðum eru kröfur til tilgreiningar á máli eða gögnum efnislegar frekar en formlegar. Sömu niðurstöðu má leiða af orðalagi 5. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að réttur almennings taki ekki aðeins til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál heldur einnig til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskar í málinu eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Úrskurðarnefndin telur að kærandi hafi tilgreint þau gögn sem hann óskar eftir með nægjanlega skýrum hætti, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, svo Matvælastofnun geti verið unnt að afmarka beiðni hans við tiltekin fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun heldur því fram að þau gögn sem kærandi óskar eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Með því að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir sé stofnunin að búa til nýtt gagn sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar. Það sé Matvælastofnun óskylt að gera samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. sömu greinar, en í því ákvæði er mælt fyrir um að ef takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur samkvæmt upplýsingalögum nær ekki svo langt að veita aðgang að gagnagrunnum, sem slíkum, hvort sem er til að skoða gögn sem þar eru vistuð eða til að fá afhent afrit af viðkomandi gagnagrunni í heild sinni, t.d. á excel-formi. Leiðir það af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að rétturinn nái til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá segir í 1. mgr. 15. gr. laganna að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;"> Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir með erindum sínum 17. maí 2022, um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar, séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga verður að líta til þeirra reglna sem gilda um öflun upplýsinga af því tagi sem beiðni kæranda fjallar um. Um eftirlit með fiskeldisstöðum og skýrslugjöf til Matvælastofnunar er fjallað í 14. gr. laga nr. 71/2008, um fiskeldi, en þar segir í 1. mgr. 14. gr. að stofnunin skuli hafa eftirlit með fiskeldisstöðvum í samræmi við fyrirmæli laganna. Eftirlitið skuli ná til rekstrar- og fiskeldisþátta í starfsemi stöðvanna og þess að skilyrði í rekstrarleyfi séu haldin. Eftirlit með heilbrigði og velferð fiska og heilnæmi eldisafurða skuli einnig framkvæmt af Matvælastofnun í samræmi við lög þar að lútandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 14. gr. segir síðan að til að Matvælastofnun geti framkvæmt eftirlit samkvæmt 1. mgr. 14. gr. skuli rekstrarleyfishafi mánaðarlega gefa Matvælastofnun skýrslu um starfsemi sína. Þar skuli m.a. koma fram upplýsingar um framleiðslumagn stöðvar af slátruðum fiski, eldisrými, fóðurnotkun, birgðir af fiski mældar í lífmassa, uppruna fisks, sjúkdóma, sníkjudýr og önnur óhöpp í rekstri, svo og önnur þau atriði sem stofnuninni eru nauðsynleg til virks eftirlits samkvæmt lögum þessum. Þá skuli færð dagbók um starfsemina í fiskeldisstöðvum samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 14. gr. er Matvælastofnun heimilt að kalla eftir frekari gögnum þegar tilefni er til og framkvæma upplýsingaöflun með rafrænum hætti og skylda rekstrarleyfishafa til að skrá upplýsingarnar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til.</p> <p style="text-align: justify;">Um framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og upplýsingagjöf rekstrarleyfishafa fiskeldis er síðan fjallað í X. kafla reglugerðar nr. 540/2020, um fiskeldi, sem sett er á grundvelli laga nr. 71/2008, með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 14. gr., en þar er ráðherra veitt sérstök heimild til þess að mæla nánar fyrir um eftirlitshluverk Matvælastofnunar í reglugerð. Þannig er í 55. reglugerðarinnar kveðið á um skýrsluskil rekstrarleyfishafa en samkvæmt 3. mgr. 55. gr. skal rekstrarleyfishafi senda Matvælastofnun skýrslur samkvæmt II. viðauka fyrir 15. hvers mánaðar.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal þeirra upplýsinga sem rekstrarleyfishafa ber að standa Matvælastofnun skil á fyrir 15. hvers mánaðar á grundvelli fyrrnefnds II. viðauka er svo nefnd „Framleiðsluskýrsla fyrir sjókvíaeldi“. Er þar sérstaklega tilgreint að í skýrslunni sem rekstrarleyfishafa ber mánaðarlega að skila um starfsemi sína skuli m.a. koma fram upplýsingar um „birgðir tilgreindar fyrir hverja kví; tegund, fjöldi fiska, meðalþyngd fiska og lífmassi. Einnig heildarfjöldi, meðalþyngd og lífmassi fyrir hvert eldissvæði“. Þá segir þar jafnframt að í sömu skýrslu skuli koma fram upplýsingar um „Afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%)“.</p> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að fyrirtæki í fiskeldi sendi stofnuninni mánaðarlega framleiðslutölur beint úr bókhaldskerfinu Fishtalk gegnum skilagátt sem AKVA Group og stofnunin hönnuðu og þróuðu í sameiningu. Upplýsingar frá fyrirtækjunum vistist beint í gagnagrunn stofnunarinnar gegnum Fishtalk, að undanskildum tveimur fyrirtækjum sem skili skýrslum á excel-formi, sem Matvælastofnun þurfi að færa handvirkt inn í gagnagrunninn.</p> <p style="text-align: justify;">Stofnunin kveður að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá tæki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Hins vegar sé töluverð vinna að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem kærandi hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Hefur stofnunin áætlað að slík vinna myndi útheimta tímafjölda sem samsvarar um 5–8,3 vinnudögum.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir um „afföll eldisfiska í sjókvíum“ með erindi sínu til Matvælastofnunar 17. maí 2022 séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga er þó ekki unnt að horfa fram hjá því að ráðherra hefur með ákvæðum reglugerðar nr. 540/2020 mælt sérstaklega fyrir um að rekstrarleyfishafar skuli veita stofnunni mánaðarlegar upplýsingar um slík afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%).</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þessarar sértæku skyldu rekstrarleyfishafa til að skila sundugreindum upplýsingum til Matvælastofnunar um afföll með þessum hætti verður að ganga út frá því að upplýsingar þar um teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, nema fyrir liggi að rekstarleyfishafi hafi ekki sinnt þessari skyldu. Af gögnum málsins verður ekkert ráðið um að rekstrarleyfishafar hafi ekki skilað þeim gögnum til Matvælastofnunar sem beiðni kæranda lýtur að. Í því sambandi verður að hafa í huga að með ákvæðum 4. gr. tilskipunar nr. 2004/3/EB er lögð sú skylda á opinber yfirvöld að „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Í þessu sambandi verður einnig að horfa til þess að í skýringum Matvælastofnunar til úrskurðarnefndarinnar hefur komið fram að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá taki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Með vísan til þeirra ákvæða laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem gilda um skil á upplýsingum um afföll eldisfiska í sjókvíum og þeirra sjónarmiða sem leidd verða af tilskipun 2003/4/EB, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993, telur úrskurðarnefnd að kæranda verði að réttu lagi ekki synjað um aðgang á þeim forsendum að meiri vinna sé að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem hann hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði, heldur en að veita honum aðgang að meiri gögnum, sem innihalda jafnframt þær upplýsingar sem hann óskaði eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að telja að Matvælastofnun hafi að réttu lagi ekki getað synjað beiðni kæranda á þeim forsendum að gögnin sem hún laut að hafi ekki verið fyrirliggjandi, eins og stofnunin gerði í bréfi sínu 13. apríl 2022. Stofunin hefur því ekki tekið afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim skjölum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. upplýsingalaga, líkt og stofnuninni er skylt að gera samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 16. maí 2022, er felld úr gildi. Beiðni A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), dags. 11. maí 2022, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> < |