Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar þangað á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Frá og með 1. desember 2020 er Anna Rut Kristjánsdóttir ritari nefndarinnar, netfang: [email protected].

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annari síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beyginga orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.

Áskriftir
NúmerÚrdrátturEfni
1012/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni blaðamanns um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar á tilgreindu tímabili. Kærunefndin brást við beiðni kæranda með því að vísa á heimasíðu kærunefndarinnar þar sem eingungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir var birtur. Úrskurðarnefndin tók fram að við slíkar aðstæður bæri kærunefndinni að taka rökstudda afstöðu til þeirra gagna sem út af stæðu með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati úrskurðarnefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1012/2021 í máli ÚNU 21020026. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 22. febrúar 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að synja beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 18. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá afrit af öllum úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020. Í því sambandi vísaði kærandi til 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Kærunefnd útlendingamála svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 18. febrúar 2021, með því að vísa til þess að úrskurðir nefndarinnar væru birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærunefnd útlendingamála hafi aðeins birt einn úrskurð það sem af er árinu 2021. Þá er bent á að verulega hafi dregið úr tíðni birtra úrskurða eftir að vinnureglur kærunefndarinnar varðandi birtingu úrskurða tóku gildi 1. júní 2020. Þetta sé staðan þrátt fyrir að tölfræði sem birt er á vef nefndarinnar sýni að málum fari fjölgandi. Kærandi telji því yfirgnæfandi líkur á að vinnureglur kærunefndarinnar hafi leitt til þess að fjöldi úrskurða bíði birtingar eða verði hugsanlega ekki birtur. Kærandi tekur einnig fram að hann telji að vinnureglurnar dragi úr gegnsæi í stjórnsýslu og trausti almennings á henni vegna takmörkunar á upplýsingarétti og aðhaldi fjölmiðla og almennings.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, var kæran kynnt kærunefnd útlendingamála og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Umsögn kærunefndar barst með bréfi, dags. 9. mars 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og rakið að kæranda hafi með bréfi, dags. 18. febrúar 2021, verið leiðbeint um að úrskurðir kærunefndarinnar séu birtir á vef Stjórnarráðsins. Þá kemur fram að kæranda hafi verið vísað á verklagsreglur um birtingu úrskurða kærunefndarinnar á netinu. Afgreiðsla kærunefndarinnar á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðni hans í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Afgreiðslan hafi falið í sér ábendingu, í samræmi við 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. Þá er í umsögninni gerð grein fyrir tilurð og innihaldi verklagsreglna kærunefndarinnar um birtingu úrskurða á netinu. Þær hafi að geyma stöðluð fyrirmæli til starfsfólks um framkvæmd birtingar úrskurða kærunefndarinnar. Úrskurðir kærunefndarinnar innihaldi nánast alltaf upplýsingar um einkamálefni sem nefndin fái frá kærendum í trausti þess að þessar upplýsingar berist ekki annað. Þarna séu upplýsingar um fjölskylduhagi, andlegt og líkamlegt heilsufar, erfiða atburði sem kærandi kveðist hafa upplifað í heimaríki, málefni barna o.fl. sem teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 1. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Af þeim sökum þurfi að gæta sérstakrar varúðar við birtingu þessara upplýsinga til að tryggja að þær séu ekki persónugreinanlegar. Í upphafi máls umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá íslenskum stjórnvöldum sé þeim heitið trúnaði um það sem fram muni koma af þeirra hálfu. Umsækjendur hafi því réttmætar væntingar til þess að þessum upplýsingum verði ekki dreift. Þá er vísað til þess að löggjafinn hafi enn fremur gefið út þau fyrirmæli að nöfn, kennitölur, og önnur persónugreinanleg auðkenni skuli fjarlægð úr úrskurðum fyrir birtingu. Þá er því lýst að verklagsreglurnar hafi verið unnar í samráði við persónuvernd, lögmann sem sérhæfir sig í persónuvernd og formenn annarra nefnda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæranda sent afrit af umsögn kærunefndar útlendingamála og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, á beiðni kæranda um aðgang að öllum úrskurðum kærunefndar útlendingamála sem kveðnir voru upp frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 en í svari til kæranda var honum bent á vefsíðu nefndarinnar þar sem úrskurðir eru birtir auk þess sem vísað var til verklagsreglna nefndarinnar um birtingu úrskurða. Í umsögn kærunefndarinnar er því haldið fram að afgreiðsla nefndarinnar hafi ekki falið í sér synjun á beiðni kæranda í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndarinnar enda hafi svar nefndarinnar falið í sér ábendingu um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 3. mgr. 5. gr. segir hins vegar að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. Þegar hins vegar þannig háttar til að einungis hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að hafa verið birt með þessum hætti ber stjórnvaldinu að leggja mat á þau gögn sem út af standa með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir liggur fyrir að einungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir hafa verið birtir á vef kærunefndarinnar. Þá verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að þeim úrskurðum sem ekki eru birtir, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Fallast má á það með kærunefnd útlendingamála að úrskurðir kærunefndarinnar hafi að öllum líkindum margir að geyma margvíslegar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, t.d. um heilsufar, sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda úrskurði kærunefndarinnar eftir atvikum með því að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem falla undir 1. málsl. 9. gr. Bendir nefndin í þessu sambandi á að ef þær takmarkanir sem fram koma í 9. gr. laganna eiga aðeins við um hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Afstaða kærunefndarinnar til upplýsingabeiðninnar virðist jafnframt vera reist á ákvæðum verklagsreglna sem kærunefndin hefur sett sér varðandi birtingu úrskurða. Verklagsreglurnar fela í sér nánari útfærslu á 7. mgr. 6. laga nr. 80/2016, um útlendinga, þar sem fjallað er um skyldu kærunefndarinnar til að birta úrskurði sína opinberlega. Þannig fjalla ákvæði 7. mgr. 6. gr. lagannaog þær verklagsreglur sem kærunefndin hefur sett starfsemi sinni, um tilhögun birtingar kærunefndarinnar á úrskurðum sínum að eigin frumkvæði en ekki einstaklingsbundinn rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá nefndinni. Um slíkar beiðnir fer sem fyrr segir samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga nema annað leiði af ákvæðum sérlaga. Þrátt fyrir að í vinnureglunum kunni að endurspeglast tiltekið almennt mat á þeim andstæðu hagsmunum sem vegast á við mat á því hvort og þá í hvaða mæli birta beri úrskurði kærunefndarinnar getur slíkt ekki komið í stað þess atviksbundna mats sem upplýsingalög áskilja að fram fari í tilefni af upplýsingabeiðni. Rétt er að taka fram að það fellur utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjalla um hvernig kærunefndin framfylgir þeirri skyldu að birta úrskurði að eigin frumkvæði sem fram kemur í 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, og þar með hvort umræddar verklagsreglur samrýmist ákvæðum laga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar bar kærunefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun á grundvelli upplýsingalaga. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að vísa kæranda á vefslóð þar sem úrskurðir nefndarinnar eru birtir og vísa til framangreindra verklagsreglna.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kærunefndar útlendingamála að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda, um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p>

1011/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki væri skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1011/2021 í máli ÚNU 21050007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 1. apríl 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Þann 26. apríl 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. <br /> <br /> Í kæru, dags. 28. apríl 2021, kemur fram að kærandi óski þess að Herjólfi iohf. verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. Með kærunni fylgdi svar forsætisráðuneytisins við erindi kæranda, dags. 29. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingalög gildi um Herjólf ohf. og að félagið sé ekki að finna á lista yfir lögaðila sem eru undanþegnir ákvæðum upplýsingalaga. Jafnframt er í kærunni gerð sú krafa að þau erindi sem úrskurðarnefndin hefur vísað frá á hendur Herjólfi ohf. verði tekin til úrskurðar á ný.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf þerna og háseta á Herjólfi. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ohf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Af þessu leiðir að þrátt fyrir að starfsemi Herjólfs ohf. falli vissulega undir gildissvið upplýsingalaga líkt og kærandi vísar til þá hefur löggjafinn ákveðið að undanskilja sérstaklega tilteknar upplýsingar upplýsingarétti almennings í tilviki slíkra lögaðila, þ. á m. upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá Herjólfi ohf.<br /> <br /> Í kærunni er þess jafnframt krafist að úrskurðarnefndin endurskoði fyrri úrskurði nefndarinnar þar sem kærum kæranda á hendur Herjólfi ohf. hefur verið vísað frá. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1000/2021 sem kveðinn var upp þann 28. apríl 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins. Úrskurðarnefndin lítur svo að beiðni kæranda hafi þegar verið afgreidd með fyrrgreindum úrskurði. Af þeim sökum er beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 26. apríl 2021, á beiðni A um nöfn umsækjenda um störf þerna og háseta á Herjólfi.<br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

1010/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 979/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1010/2021 í máli ÚNU 21030017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um afhendingu gjaldskrár Herjólfs ohf. Í málinu lá fyrir að Herjólfur ohf. hefði svarað kæranda og vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg var til úrskurðarnefndarinnar var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 4. mars 2021, kemur fram að gjaldskrá fyrir gámaflutninga sé ekki opinber á vefsvæði félagsins. Það séu hagsmunir íbúa sveitarfélagsins að geta kynnt sér slíkar upplýsingar. Þá sé það ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu gegn þeim sem leita réttar síns til upplýsingaöflunar hjá opinberum aðilum. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og úrskurði kæranda í vil. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 979/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Ekki verður annað séð en að krafa kæranda um endurupptöku málsins sé á því byggð að niðurstaða þess hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 4. mars 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br />

1009/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda tveggja lögaðila. Úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að afmá tilteknar upplýsingar varðandi annað félaganna. Nefndin vísaði öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Þá vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1009/2021 í máli ÚNU 20120029.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 29. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, á beiðni hans frá 23. nóvember 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda félaganna B ehf. og C ehf.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna B ehf. og C ehf. frá upphafi skráningar. Óskað var eftir öllum gögnum sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda félaganna og borist hefðu ríkisskattstjóra á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Jafnframt var óskað eftir gögnum sem ríkisskattstjóri kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði og upplýsinga sem félögin kynnu að hafa veitt. Þá óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem tengdust því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka, að því er virðist í október 2020. Óskað var eftir bréfaskiptum við skiptastjóra, forsvarsmenn félagsins og aðra. Einnig fylgigögnum á borð við beiðni um gjaldþrotaskipti og gjaldþrotaúrskurðinum sjálfum og frekari gögnum sem kynnu að eiga við.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri afhenti kæranda umbeðin gögn varðandi skráningu raunverulegs eignarhalds B ehf. með, tölvubréfi, dags. 2. desember 2020. Þar kom fram að til þess að tryggja að þagnarskyldar upplýsingar yrðu afmáðar með fullnægjandi hætti hefðu gögnin verið prentuð út og þagnarskyldar upplýsingar verið afmáðar handvirkt. Því næst hefðu gögnin verið skönnuð yfir á pdf. form. Í svari ríkisskattstjóra varðandi félagið C ehf. kom fram að sá einstaklingur sem væri skráður raunverulegur eigandi félagsins hefði verið skiptastjóri þess og farið á þeim tíma með forræði búsins. Ríkisskattstjóri hefði skráð hann sem raunverulegan eiganda á grundvelli hlutverks hans sem skiptastjóra. Samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingarblaði lauk skiptum á félaginu 24. september 2020 með því að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess. Engin ný tilkynning hefði borist ríkisskattstjóra um breytingu á skráningu raunverulegs eignarhalds. Fyrirtækjaskrá hefði óskað eftir því við félagið að það leiðrétti skráninguna. Hvað varðar umbeðin gögn er snúa að gjaldþrotaskráningu C ehf. kom fram í svari ríkisskattstjóra að þau féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Af þeim sökum var beiðni kæranda varðandi þau gögn synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda hluta gagna varðandi félagið B ehf. með því að afmá tilteknar fjárhæðir. Auk þess var kærð sú ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda þau gögn sem hafa að geyma útstrikanir ekki á upprunalegu, rafrænu formi. Þá laut kæran að synjun ríkisskattstjóra á að afhenda gögn sem vörpuðu ljósi á raunverulegt eignarhald C ehf., þar með talið beiðni ríkisskattstjóra um leiðréttingu á skráningu, sem minnst var á í svari ríkisskattstjóra til kæranda. Loks var kærð synjun ríkisskattstjóra á afhendingu gagna sem tengjast því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka. </p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar auk þeirra gagna sem kæran laut að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. janúar 2021, eru málavextir raktir og afstaða tekin til röksemda kæranda. Þar kemur m.a. fram varðandi raunverulegt eignarhald C ehf. að engin fylgigögn liggi fyrir að baki skráningu C ehf. Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi er í umsögninni vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. <br /> <br /> Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem um ræði séu hlutafjármiðar og vottorð úr fyrirtækjaskrá Möltu þar sem tilgreind eru númer vegabréfa og nafnvirði hlutafjár. Í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar segi að skylda til að afhenda gögn varðandi raunverulegt eignarhald eigi ekki við um afrit af vegabréfum eða fjárhæð hlutafjármiða.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri hafi orðið að færa gögnin á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að gögnin hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þau haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Varðandi þann þátt kærunnar er snýr að því að C ehf. hafi verið skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá er áréttað að umrædd gögn falli undir sérstaka þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Gögnin sem óskað er eftir falli undir sérstaka þagnarskyldu og séu gögn sem leynt skuli fara og varði m.a. efnahag gjaldenda. Fallist nefndin hins vegar ekki á að gögnin falli undir framangreind ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 er byggt á því að gögnin séu gögn sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari. Þá er upplýst að gjaldþrotaúrskurðurinn sé ekki varðveittur hjá embættinu og því ekki unnt að afhenda hann.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda, með bréfi, dags. 27. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. febrúar 2021, við umsögn ríkisskattstjóra er í fyrsta lagi vísað til rökstuðnings kæranda sem fylgdi beiðni hans um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020. Þar kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá gerir kærandi athugasemdir við að engin gögn liggi að baki skráningu félagsins C ehf. og telur að ætla megi að skráningin hafi verið byggð á einhverjum gögnum. Þá er ítrekuð ósk hans um aðgang að bréfi því sem ríkisskattstjóri sendi félaginu þar sem farið er fram á að skráning raunverulegs eignarhalds þess verði leiðrétt. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að hann telji sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki eiga við um starfsemi fyrirtækjaskrár. Kærandi bendir einnig á að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting umbeðinna upplýsinga myndi valda félaginu tjóni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði skipta máli að skráningin hafi verið afturkölluð beri að mati kæranda að líta til þess að líkur á því að afhending gagnanna valdi félaginu tjóni hljóti að teljast takmarkaðar enda félagið eignarhaldsfélag sem virðist ekki hafa neina starfsemi. Eini tilgangurinn virðist vera að vera milliliður í ógagnsæju eignarhaldi á jörðinni […]. Í því sambandi er bent á að almennt gildi sú regla að upplýsingar um eignarhald jarða og annarra fasteigna séu opinberar. Hér sé um það að ræða að eigandi jarðar hefur komið eignarhaldi fyrir í gegnum röð félaga og endi slóð eignarhaldsins í Lúxemborg. Synjun ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum sem gjaldþrotaskráning C ehf. hafi verið byggð á sé að mati kæranda til þess fallin að auka leynd um eðli eignarhalds jarðarinnar […]. Því getur að mati kæranda ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að þau gögn sem óskað var eftir fari leynt.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins B ehf. Nánar tiltekið er um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra er reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 sé embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. <br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum og upplýsingum um vegabréfsnúmer með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 977/2021 frá 22. febrúar 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ótvírætt að um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds C ehf. Hvað varðar gögn er snúa að skráningu raunverulegra eigenda kemur fram í umsögn ríkisskattstjóra að engum fylgigögnum sé til að dreifa sem varpi ljósi á raunverulegt eignarhald þess. Skráður raunverulegur eigandi sé fyrrum skiptastjóri félagsins. Eftir að allar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess hafi engin leiðrétting borist ríkisskattstjóra á raunverulegu eignarhaldi þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ekki séu forsendur til að rengja þær staðhæfingar ríkisskattstjóra að engin fyrirliggjandi gögn hafi legið fyrir varðandi raunverulegt eignarhald félagsins þegar beiðni kæranda var lögð fram. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir gögn að þessu leyti liggur fyrir að ríkisskattstjóri átti í bréfaskiptum við fyrirsvarsmann C ehf. þar sem farið var fram á að félagið skilaði inn upplýsingum um raunverulega eigendur félagsins. Um er að ræða tölvupóst, dags. 25. nóvember 2020, þar sem farið er fram á að félagið leiðrétti skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. Með bréfi, dags. 21. janúar 2021, var beiðnin ítrekuð og því beint til félagsins að leiðrétta umrædda skráningu. <br /> <br /> Ljóst er að umrædd gögn urðu til eftir að beiðni kæranda um upplýsingar var lögð fram og ekki fyllilega ljóst hvort ríkisskattstjóri hafi litið svo á að þau féllu undir upplýsingabeiðni kæranda. Þannig verður ekki séð að ríkisskattstjóri hafi lagt mat á gögnin og tekið afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að umræddum gögnum. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. <br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi er deilt um ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja afhendingu gagna sem tengjast því að félagið C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá árið 2019 og því að sú skráning var síðar dregin til baka. Um er að ræða kröfulýsingu ríkisskattstjóra, dags 13. janúar 2020, vegna opinberra gjalda í þrotabú félagsins, þar sem er að finna yfirlit yfir þing- og sveitarsjóðsgjöld, og tilkynningu ríkisskattstjóra, dags. 27. apríl 2020, um afturköllun kröfulýsingar og samskipti ríkisskattstjóra og fyrirsvarsmann félagsins í tengslum við kröfulýsingu ríkisskattstjóra.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, leiði til þess að ekki sé heimilt að afhenda gögnin.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt upplýsingum sem aflað var hjá ríkisskattstjóra stafa umrædd gögn frá lögfræðiinnheimtu ríkisskattstjóra en tengjast ekki fyrirtækjaskrá og hafa ekki verið send þangað. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin ekki hægt að leggja annað til grundvallar en að um sé að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. <br /> <br /> Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um kröfulýsingu ríkisskattstjóra í þrotabú vegna innheimtu opinberra gjalda sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni að þessu leyti frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 4.<br /> Loks er deilt um hvort ríkisskattstjóra hafi við afhendingu umbeðinna gagna varðandi raunverulegt eignarhald B ehf. verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta þeirra á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt að grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Þessi niðurstaða er í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 994/2021 frá 30. mars 2021 þar sem reyndi á sambærileg málsatvik.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. <br /> <br /> Kæru kæranda varðandi aðgang að gögnum í tengslum við skráningu C ehf. sem gjaldþrota er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br />

1008/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Kæran laut að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda. Af kæru kæranda sem var afar óljós, mátti hvorki ráða að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún laut né hvenær hún var lögð fram. Með hliðsjón af fjölda beiðna kæranda til sveitarfélagsins og þess að kærandi brást ekki við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beindist í þessu máli, taldi úrskurðarnefndin sér ekki fært að úrskurða hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar hafi verið að ræða. Var kærunni því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1008/2021 í máli ÚNU 20110030.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit við nefndina að félagsþjónustan í Vestmannaeyjum yrði úrskurðuð til að veita umbeðnar upplýsingar. Engin frekari gögn eða upplýsingar fylgdu kærunni. Í því skyni að öðlast gleggri mynd af efni kærunnar ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem þess var farið á leit við kæranda að hann skýrði frekar að hverju hún lyti, þ.e. hvort og þá að hvaða ákvörðun sveitarfélagsins hún sneri. Þá var þess óskað að kærandi sendi nefndinni afrit af upplýsingabeiðni sinni til sveitarfélagsins og eftir atvikum svar þess ef það lægi fyrir.<br /> <br /> Þann 12. apríl 2021 barst úrskurðarnefndinni svar kæranda. Í svarinu kom fram að kærandi sendi úrskurðarnefndinni undantekningarlaust afrit af erindum til viðkomandi stjórnvalds. Það væri hlutverk úrskurðarnefndarinnar að úrskurða í samræmi við lög. Engar frekari upplýsingar eða gögn fylgdu svarbréfi kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. maí 2021, til Vestmannaeyjabæjar var óskað upplýsinga um hvort sveitarfélaginu hefði borist erindi varðandi félagsþjónustuna í nóvember 2020 og eftir atvikum hvort því hefði verið svarað. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. sama dag, kom fram að sveitarfélaginu bærust að meðaltali 30 bréf á mánuði frá kæranda. Einhver erindanna vörðuðu félagsþjónustu sveitarfélagsins og því væri nauðsynlegt að vita að hvaða erindi kæran beindist í því skyni að ganga úr skugga um hvort og þá með hvaða hætti honum kynni að hafa verið svarað.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af kæru verður ráðið að hún beinist að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Til þess að úrskurðarnefndinni sé fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni sé að ræða þurfa ákveðnar lágmarksupplýsingar að liggja fyrir. Þannig er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar annars vegar um hvenær beiðni kæranda var lögð fram og hins vegar hvort hugsanlega hafi verið brugðist við henni af hálfu sveitarfélagsins. Það leiðir af ákvæðum stjórnsýslulaga að úrskurðarnefndinni er almennt ekki fært að vísa kæru rakleiðis frá á þeim grundvelli að efni hennar sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst. Við þær aðstæður ber nefndinni með vísan til leiðbeiningarreglu 7. gr. og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til að veita kæranda færi á að bæta úr annmarkanum. Sinni kærandi ekki tilmælum kærustjórnvalds um að bæta úr eða leggja fram nauðsynlegar upplýsingar þrátt fyrir slíkar leiðbeiningar kann nefndinni hins vegar að vera nauðugur sá kostur að vísa málinu frá. <br /> <br /> Eins og fyrr segir er kæra kæranda afar óljós og verður hvorki af henni ráðið að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún lýtur né hvenær hún var lögð fram. Við meðferð málsins leitaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum hjá kæranda þar sem þess var m.a. óskað að hann legði fram afrit af umræddri beiðni til sveitarfélagsins. Kærandi hefur hins vegar ekki orðið við þeirri beiðni. <br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar kom fram að ekki væri unnt að ganga úr skugga um hvort erindi kæranda hefði verið svarað án þess að vita hvenær það hefði verið lagt fram. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins um fjölda erinda sem berast frá kæranda í hverjum mánuði. Í ljósi framangreinds liggur ekki fyrir hvenær beiðni kæranda var lögð fram. Af þeim sökum er ekki ljóst hvort henni hafi verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki ráðið af gögnum málsins að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beinist í þessu máli. Þar sem kærandi hefur ekki upplýst úrskurðarnefndina um þetta atriði, þrátt fyrir beiðni þar um, er henni ekki fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar sé að ræða. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er að sjálfsögðu fært að leita til nefndarinnar á ný með kæru, ásamt nauðsynlegum gögnum, vegna afgreiðslutafa Vestmannaeyja á beiðni kæranda sé þeim til að dreifa. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru kæranda, dags. 25. nóvember 2020, sem lýtur að afgreiðslutöfum Vestmannaeyjabæjar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p>

1007/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

A, fréttamaður kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnfendin taldi að þar sem stefnan var ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti yrði synjun um aðgang að henni ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin þær upplýsingar sem fram komu í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008, ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkislögmann að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu, en þó skyldi afmá ákveðnar upplýsingar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1007/2021 í máli ÚNU 20120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu í máli E-5061/2020, íslenska ríkið gegn&nbsp; B. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðni um afhendingu stefnunnar upphaflega til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, með bréfi, dags. 16. nóvember 2020. Ráðuneytið fól embætti ríkislögmanns að svara erindinu. Með bréfi, dags. 16. desember 2020, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda m.a. á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefndu í málinu fyrir því að stefnan yrði afhent. Ríkislögmaður teldi ljóst að málið varðaði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það væri einnig afstaða embættisins að ekki væri hægt að veita aðgang að hluta skjalsins þar sem viðkvæmar upplýsingar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga kæmu fram svo víða í skjalinu. Jafnframt er vísað til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður lýsti jafnframt þeirri afstöðu sinni að upplýsingalög giltu ekki um gögn sem lögð væru fram í dómi og væru í vörslu dómstóla, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingaga. Um afhendingu upplýsinganna færi eftir 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og reglum dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Þá var vísað til þess að héraðsdómari hefði þegar synjað beiðni um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur við svar ríkislögmanns við beiðninni og óski eftir að kæra niðurstöðu embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 21. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 13. janúar 2021, kemur fram að mál þetta komi til vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 frá 27. maí 2020. Þar taldi kærunefndin að mennta- og menningarmálaráðherra hefði brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Fyrir liggi að sambærilegri beiðni hafi verið synjað af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómarinn hafði áður borið beiðnina undir lögmann stefndu sem lagðist gegn afhendingu. Synjun embættis ríkislögmanns sé í fyrsta lagi byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Embættið telji ljóst að málið varði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá liggi fyrir að stefnda leggist gegn afhendingu stefnunnar en embættið bar framkomna beiðni undir lögmann stefndu á nýjan leik. Málið varði umsókn um opinbert embætti. Í umsóknarferlinu var fjallað með ítarlegum hætti um starfsferil stefndu, menntun o.fl. Enda þótt úrskurður kærunefndar hafi verið birtur sé á það að líta að nöfn hafi þar verið afmáð. Sé því ekki hægt að líta svo á að upplýsingar um stefndu hafi verið gerðar opinberar. Í ljósi eðlis upplýsinganna sé það afstaða ríkislögmanns að óheimilt sé að veita aðgang að stefnunni. Þá vísar embættið einnig til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf. Ljóst sé að þær upplýsingar sem fram komi í stefnu séu langt umfram slíkar upplýsingar.<br /> <br /> Þá segir að ríkislögmaður hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt væri að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það er hins vegar afstaða ríkislögmanns að upplýsingar sem njóti verndar samkvæmt 7. og 9. gr. upplýsingalaga komi fram svo víða í skjalinu að ekki sé unnt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Loks er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Ríkislögmaður telur að ákvæði réttarfarslaga gildi um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Af ákvæði 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála leiði m.a. að óheimilt sé að afhenda öðrum en þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta eftirrit málsskjala á meðan mál er rekið fyrir dómi. Embættið telur einsýnt að sá sem ekki eigi rétt á að dómstólar veiti honum aðgang að málsgagni í máli sem rekið er fyrir dómi geti ekki öðlast rétt til aðgangs að málsgagninu eftir krókaleiðum. Að öðru leyti er vísað til fyrri afstöðu embættisins í umsögnum þess í eldri málum sem lokið hefur með úrskurðum í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnu íslenska ríkisins á hendur stefndu, B, í máli E-5061/2020. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að slíkum gögnum fari samkvæmt 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki verði séð að synjun ríkislögmanns í máli þessu sé beinlínis reist á þessari afstöðu telur úrskurðarnefndin engu að síður rétt að vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020 um að ekki standi rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli. Í úrskurðunum er vakin athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa er leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er fyrst og fremst reist á 9. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að stefnda í málinu sé auk þess mótfallin afhendingu stefnunnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir þeirra sem um er fjallað í stefnunni af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnuna sem beiðni kæranda lýtur að. Í stefnunni er þess krafist að úrskurður kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 verði felldur úr gildi. Með úrskurðinum komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að mennta- og menningarmálaráherra hefði við skipun í embætti ráðuneytisstjóra brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 en stefnda var á meðal umsækjenda um embættið. Nánar tiltekið var það niðurstaða kærunefndarinnar að stefnda, sem kærði skipunina til kærunefndarinnar, hefði leitt nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við skipunina þannig að beita bæri 4. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 við úrlausn málsins. Samkvæmt því kom það í hlut ráðherra að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Að mati kærunefndarinnar tókst sú sönnun ekki af hálfu ráðherra.<br /> <br /> Úrskurðurinn var birtur opinberlega á vef Stjórnarráðsins í samræmi við 8. mgr. 5. gr. þágildandi laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í úrskurðinum er öllum málsatvikum lýst og málsástæður og röksemdir stefndu raktar. Nöfn einstaklinga eru afmáð í hinum birta úrskurði en í ljósi ítarlegrar lýsingar í úrskurðinum á starfsferli kæranda og þess umsækjanda sem skipaður var í embættið er auðvelt að bera kennsl á hver kærandi og sá sem skipaður var eru. Að öðru leyti þá var kveðið á um það í lokamálslið 4. mgr. 7. gr. þágildandi laga nr. 10/2008 að fara skyldi með gögn sem vörðuðu laun, önnur starfskjör eða réttindi einstaklinga fyrir nefndinni sem trúnaðarmál. Rétt er að taka fram að eftir að ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í málinu þann 5. mars 2021, sbr. mál nr. E-5061/2020. Í dóminum er málsatvikum lýst sem og dómkröfum íslenska ríkisins sem snúa m.a. að ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þannig hafa nöfn stefndu sem og þess einstaklings sem skipaður var í embætti ráðuneytisstjóra og fjallað var um í úrskurði kærunefndarinnar og stefnu íslenska ríkisins nú verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum íslenska ríkisins um ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndarinnar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefnu í dómsmáli sem varðar lögmæti úrskurðar kærunefndar jafnréttismála þar sem fjallað er um ákvörðun ráðherra um skipun í opinbert embætti og þar með ráðstöfun mikilvægra opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að almennt sé ekki hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008 þegar ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar með slíkum hætti verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í stefnunni er hins vegar einnig að finna upplýsingar sem ekki eru reifaðar í úrskurði kærunefndarinnar og bera það með sér að vera unnar upp úr gögnum og upplýsingum sem aflað var í tengslum við skipunarferlið og lágu til grundvallar ákvörðun ráðherra um skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Eins og áður segir byggir ríkislögmaður synjun sína m.a. á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Úrskurðarnefndin tekur fram að stefnan er ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embættið og verður synjun um aðgang að henni því ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Hvað sem því líður verður við mat á því hvort rétt sé að halda upplýsingum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingum sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við það mat telur úrskurðarnefndin að horfa verði til þess að með áðurnefndu ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hefur Alþingi ákveðið að upplýsingar og gögn sem lúta að umsóknum um starf skuli undanþegnar upplýsingarétti almennings. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að umsækjendur um opinber störf og embætti eigi almennt að geta vænst þess að upplýsingar sem til verða við undirbúning ákvarðana um veitingu starfa og embætta verði ekki gerðar opinberar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á að sanngjarnt sé og eðlilegt að afmá upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 55 og 56 á blaðsíðu 14 í stefnunni og upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni en þar er að finna beinar tilvitnanir í umsögn hæfnisnefndar þar sem frammistöðu umsækjenda í viðtölum var lýst. Með sömu rökum telur úrskurðarnefndin rétt að afmá úr stefnunni nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið. Þó ber ekki að afmá upptalningu á umsækjendum sem fram kemur í málsgrein 6 í stefnunni á blaðsíðu 3 en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um umsækjendur um opinbert starf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, fréttamanni RÚV aðgang að stefnu í máli íslenska ríkisins gegn B í máli E-5061/2020. Þó er skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 54 og 55 á blaðsíðu 14 í stefnunni.<br /> 2. Upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni.<br /> 3. Nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br />

1006/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

A, fréttamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012, á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því að það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að skv. lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildistöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga tæki ekki til umbeðins gagns og staðfesti synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1006/2021 í máli ÚNU 21020006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. febrúar 2021, kærði A á fréttastofu RÚV synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012.</p> <p >Með erindi, dags. 4. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2021, með vísan til þess að samkvæmt lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildisstöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Þar sem fundargerð ríkisráðs hafi verið rituð 31. desember 2012 og gagnið þar með orðið til á þeim degi falli umbeðið gagn ekki undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga og fari því um aðgang að því á grundvelli 1. tölul. 6. gr. sömu laga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins um þetta tiltekna mál. Með bréfi, dags. 29. janúar 2021, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda með vísan til þess að yfirlit yfir gögn máls væru jafnframt undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji synjun ráðuneytisins stangast á við 12. gr. upplýsingalaga um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í synjun ráðuneytisins sé vísað til þess að ákvæðið hafi ekki tekið gildi fyrr en 1. janúar 2013. Kærandi bendi á að hvergi komi fram að ákvæðið gildi einungis um gögn sem orðið hafi til eftir gildistöku laganna. Þá gerir kærandi athugasemdir við að ráðuneytið hafi synjað beiðni hans um aðgang að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins varðandi umrætt mál. Kærandi fái þannig engar sönnur fyrir því að fundargerðin hafi raunverulega verið skráð í málaskrá ráðuneytisins 31. desember 2012.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með bréfi, dags. 15. febrúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2021, kemur fram að samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafi verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna komi fram að veita skuli aðgang að gögnum sem m.a. falli undir framangreinda undanþáguheimild þegar átta ár eru liðin frá því þau urðu til. Samkvæmt gildistökuákvæði upplýsingalaga, sbr. 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. laganna, eigi ákvæðið hins vegar aðeins við um þau gögn sem verði til eftir gildistöku laganna. Um eldri gögn gildi því almenna reglan um að aðgangstakmarkanir falli niður að 30 árum liðnum, sbr. 2. mgr. 12. gr., sbr. einnig 4. mgr. 4. gr. laganna. Umrædd fundargerð hafi verið rituð á fundi ríkisráðs hinn 31. desember 2012 og sé jafnframt dagsett þann dag. Þá liggi fyrir að upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013. Loks kemur fram að eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi forsætisráðuneytið veitt kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn málsins úr málaskrá ráðuneytisins á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn forsætisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012. Forsætisráðuneytið byggir á því að ekki sé skylt að verða við beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana þar sem ákvæðið taki ekki til gagna sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga 1. janúar 2013. Þá lýtur kæran að synjun ráðuneytisins á beiðni hans um afhendingu yfirlits yfir gögn málsins í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið veittur aðgangur að umbeðnu yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Í 6. gr. upplýsingalaga er fjallað um gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti. Í 1. tölul. ákvæðisins segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga segir að ef aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.-3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Í ákvæðinu er þannig sérstaklega kveðið á um að tilteknar takmarkanir á aðgangsrétti almennings samkvæmt upplýsingalögum skuli tímabundnar, m.a. takmarkanir á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um gildistöku upplýsingalaga segir hins vegar að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna eigi aðeins við um þau gögn sem orðið hafa til eftir gildistöku upplýsingalaga þ.e. 1. janúar 2013. Af ákvæðinu leiðir að um brottfall takmarkana á aðgangsrétti að gögnum sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga fer samkvæmt 2. mgr. 12. gr. upplýsinglaga en þar segir að um brottfall annarra takmarkana fari eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn eftir að liðin eru 30 ár frá því gögnin urðu til, sbr. 4. mgr. 4. gr. Að þeim tíma liðnum fer þannig um upplýsingarétt almennings hjá opinberu skjalasafni samkvæmt V. kafla laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædda fundargerð sem dagsett er með skýrum hætti 31. desember 2012. Með hliðsjón af því og umsögn ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að umrætt gagn hafi orðið til þann dag og þar með degi áður en upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi þann 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga taki ekki til umbeðins gagns. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 20. janúar 2021, um að synja kæranda um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br />

1005/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 973/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1005/2021 í máli ÚNU 21040005.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 20110015 sem lauk þann 5. febrúar 2021 með úrskurði nr. 973/2021. Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Í úrskurðinum var á því byggt að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að þau yrðu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 9. apríl 2021, er athygli úrskurðarnefndarinnar vakin á því að í úrskurði nefndarinnar nr. 973/2021 komi ranglega fram að athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar hafi ekki borist á meðan málið var til meðferðar hjá nefndinni. Þvert á móti hafi kærandi sent athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, í tilefni af umsögn prófnefndar. Kærandi telur ljóst að mistök hafi átt sér stað við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni sem hafi leitt til þess að andmælaréttur kæranda hafi verið að engu hafður. Af þeim sökum telur kærandi úrskurðinn ógildanlegan og fer þess á leit við úrskurðarnefndina að hún taki málið til meðferðar að nýju með hliðsjón af framangreindum athugasemdum kæranda. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 973/2021 að staðfesta ákvörðun prófnefndar um að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að úrskurðurinn sé ógildanlegur þar sem andmælaréttur kæranda hafi ekki verið virtur en í úrskurðinum komi ranglega fram að athugasemdir kæranda hafi ekki borist vegna umsagnar prófnefndarinnar. Hið rétta sé að kærandi hafi sent úrskurðarnefndinni athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að nefndinni bárust athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, svo sem fram kemur í erindi kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við meðferð málsins. Mistök ollu því hins vegar að þess var ekki getið í úrskurðinum.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að prófverkefnum, að undanskildum eldri verkefnum sem ekki væri fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hafði í umsögn sinni fallist á að veita bæri aðgang að. Niðurstaðan byggði á því að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus yrðu þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að andmælaréttur hafi ekki verið virtur gagnvart kæranda við meðferð málsins. Eins og fram hefur komið bárust úrskurðarnefndinni umræddar athugasemdir kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við úrlausn málsins. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að þessi mistök leiði ekki til þess að andmælaregla 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotin enda var höfð hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem kærandi annars vegar færði fram í kæru og hins vegar í athugasemdum við umsögn prófnefndar sem bárust úrskurðarnefndinni á meðan á meðferð málsins stóð. Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða framangreind mistök því ekki til þess að úrskurður nr. 973/2021 sé byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í ljósi atvika málsins taldi úrskurðarnefndin engu að síður rétt að fara á ný yfir þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, í því skyni að taka afstöðu til þess hvort þar kæmu fram sjónarmið sem leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi. Var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að svo væri ekki. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 973/2021 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021.<br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Beiðni A dags. 9. apríl 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

1004/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi sem settur ríkisendurskoðandi sendi ráðuneytinu í tengslum við athugun á starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi óumdeilt að bréfið hefði verið sent í tengslum við athugun ríkisendurskoðanda á starfsemi félagsins og það merkt sem trúnaðarmál. Bréfið væri því undirorpið sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest að þessu leyti. Hins vegar féllst úrskurðarnefndin ekki á að svarbréf Lindarhvols ehf. til ríkisendurskoðanda félli undir ákvæðið og var lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi svarbréfið.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1004/2021 í máli ÚNU 20120021.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. desember 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfi setts ríkisendurskoðanda og öðrum erindum og bréfum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. Nánar tiltekið laut beiðnin að bréfi frá settum ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf., dags. 4. janúar 2018, sem jafnframt var sent ráðuneytinu. Jafnframt var óskað eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols ehf. við bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem og öðrum erindum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. <br /> <br /> Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, þar sem fram kom að ráðuneytið hefði kannað hvaða gögn væru fyrirliggjandi sem féllu undir beiðni kæranda og þau væru annars vegar bréf setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, undir yfirskriftinni „Vinnuskjal ekki til dreifingar“ og hins vegar svarbréf stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018. Í svari ráðuneytisins kom fram að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væru drög að skýrslum og gögnum sem væru hluti af máli sem ríkisendurskoðandi hygðist kynna Alþingi, sem send hefðu verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Í sömu málsgrein segði að ríkisendurskoðandi gæti ákveðið að gögn sem hefðu verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stæði yrðu ekki aðgengileg. Erindi setts ríkisendurskoðanda félli undir framangreind ákvæði og því væri ráðuneytinu ekki heimilt að veita aðgang að því. Að sama skapi væru efnisatriði erindisins tekin upp í svari Lindarhvols og því teldi ráðuneytið ekki heimilt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Í kæru er vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem vísað er til þess að þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins en þar segir að um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun sem orðið hafa til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsaðila fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Að mati kæranda taki þessi lögskýringargögn af allan vafa um þann skilning löggjafans að þær takmarkanir sem tilgreindar séu í 3. mgr. 15. gr. laganna falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og eftir það byggist upplýsingarétturinn á ákvæðum upplýsingalaga. Með vísan til þessa telji kærandi að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í kæru kemur fram sú afstaða að umbeðin gögn geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda um að ræða gagn sem sent hafi verið öðrum aðila. Þá sé óumdeilt að ráðuneytið hafi fengið umrædd gögn send án þess að vera eftirlitsaðili Lindarhvols ehf. Af því leiði að ráðuneytið geti ekki byggt synjun sína á þeirri röksemd.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu, með bréfi, dags. 21. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 4. janúar 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji ótvírætt að um undirbúningsgögn sé að ræða, þ.e. annars vegar gögn sem hafi verið send stjórnvöldum meðan á athugun Ríkisendurskoðunar á tilteknu máli stóð, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, og hins vegar gögn sem rituð hafi verið til undirbúnings máls af hálfu Lindarhvols ehf. í þágu setts ríkisendurskoðanda, og afhent á grundvelli lagaskyldu. Sú lagaskylda komi fram í III. kafla laga nr. 46/2016 hvað ríkisendurskoðanda varðar og hvað ráðuneytið varðar í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. breytingarlög nr. 24/2016. Þá er í umsögninni vísað til þess að í svari ráðuneytisins til kæranda hafi ráðuneytið bent á að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 taki til gagna sem ríkisendurskoðandi hafi ákvarðað sérstaklega að „verði ekki aðgengileg“ líkt og segi í ákvæðinu, sem og gagna sem hafi að geyma sömu upplýsingar. Þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að samkvæmt ákvæðinu komi fram svo víða í svari Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur eða ástæða til að veita aðgang að svarinu að hluta. Þá segir í umsögninni að við túlkun á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 verði að líta til sjónarmiða að baki lögunum um mikilvægi þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varði hafi verið birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vikið að því að í kæru sé vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem fram komi að eftir að athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Í umsögninni kemur fram að ummælin í athugasemdunum samræmist ekki fortakslausu orðalagi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Ráðuneytið vísar til þess að með 1. og 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. sé kveðið á um að almennt séu engin gögn aðgengileg fyrr en eftir að Alþingi hefur fengið gögnin afhent og að drög sem send hafi verið til kynningar og umsagnar séu alfarið undanþegin aðgangi almennings. Þessu til viðbótar sé heimild fyrir ríkisendurskoðanda til að ákvarða að tiltekin gögn sem send hafa verið stjórnvöldum við meðferð máls verði ekki aðgengileg. Það sé mat ráðuneytisins að sú túlkun sem fram komi í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr. um að ákvörðun ríkisendurskoðanda um að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum verði ekki aðgengileg falli úr gildi að lokinni athugun rúmist ekki innan texta ákvæðisins. Nær sé að telja að tilvísun til þess að þegar athugun sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. 15. gr. eigi við um gögn samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. þ.e. skýrslur, greinargerðir og önnur gögn, t.d. minnisblöð eða ábendingar sem ríkisendurskoðandi hyggist kynna Alþingi.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. janúar 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. janúar 2021, er áréttuð sú afstaða kæranda að þær takmarkanir sem tilgreindar eru í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og að þeim tíma liðnum fari um upplýsingarétt samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Komi úrskurðarnefndin hins vegar til með að fallast á sjónarmið ráðuneytisins um að heimilt sé að undanskilja bréfin frá upplýsingaskyldu gagnvart almenningi með sérstakri auðkenningu telji kærandi að slík auðkenning þurfi að vera skýr og hafinn yfir allan vafa. Þá er vísað til þess að hvergi komi fram að svarbréf Lindarhvols, dags. 4. janúar 2018, hafi verið sérstaklega merkt sem vinnuskjal. Af þeim sökum eigi kærandi rétt til aðgangs að bréfinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar bréfi setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, og hins vegar svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018.<br /> <h3>2.</h3> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um að afhenda bréf setts ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf. er einkum reist á því að umrætt gagn falli undir 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Kemur því til athugunar úrskurðarnefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun er fjallað í 15. gr. laganna. Í 2. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef óskað er aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. er að finna takmarkanir á framangreindum upplýsingarétti almennings. Þar segir í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hafi útbúið og séu hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu eru tvær undantekningar sem annars vegar er að finna í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem segir að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Hins vegar segir í 3. málsl. að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, segir m.a. eftirfarandi um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr.:<br /> <br /> „Loks er í þriðja lagi lagt til að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að önnur gögn, sem til hafa orðið við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur, verði ekki aðgengileg. Hér getur verið um að ræða ýmis gögn, m.a. vinnugögn sem send hafa verið aðila um fyrirhugaða athugun á starfsemi hans og bréfaskipti þar að lútandi, óháð því hvort um er að ræða skýrslu til Alþingis eða undirbúning hennar. Í framkvæmd er rétt að gera ráð fyrir því að ríkisendurskoðandi auðkenni sérstaklega þau gögn sem eru undanþegin samkvæmt greininni þannig að þau haldi stöðu sinni við afhendingu þeirra til annarra aðila. Mikilvægt er að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verða t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Þegar athugun ríkisendurskoðanda er lokið reynir á aðgangsréttinn skv. 2. mgr.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2020 var komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. Í því máli reyndi á rétt kæranda til aðgangs að drögum að greinargerð sem hafði verið afhent stjórnvöldum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi samkvæmt þeirri undanþágu frá aðgangsrétti almennings sem kveðið er á um í 2. málsl. ákvæðisins. Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Eins og fjallað var um í framangreindum úrskurði verður dregin sú ályktun af 3. mgr. ákvæðisins að hún taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna. Á það eðli málsins samkvæmt jafnframt við um þau gögn sem ríkisendurskoðandi hefur ákveðið að undanskilja aðgangsrétti, skv. 3. málsl. 3. mgr. ákvæðisins. Þannig er því stjórnvaldi sem veitir gögnum viðtöku frá ríkisendurskoðanda sem auðkennd hafa verið með þeim hætti sem lýst er í ákvæðinu óheimilt að verða við beiðni um aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að líta beri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 sem sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Óumdeilt er að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, var sent ráðuneytinu í tengslum við athugun setts ríkisendurskoðanda á starfsemi Lindarhvols ehf. sem til stóð að kynna Alþingi. Með bréfinu fór settur ríkisendurskoðandi þess á leit við ráðuneytið að það hlutaðist til um að Lindarhvoll ehf. svaraði efnislega fyrirspurnum setts ríkisendurskoðanda. Skjalið er merkt af settum ríkisendurskoðanda sem „vinnuskjal ekki til dreifingar“. Samkvæmt framangreindu er bréfið undirorpið sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í kæru er því haldið fram að umrædd undanþága frá upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli niður þegar ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni og fari þá um upplýsingarétt eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. mgr. 15. gr. laganna og þess sem fram kemur í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að árétta að með 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. er kveðið á um þá meginreglu að skýrslur, greingargerðir og önnur gögn ríkisendurskoðanda verði fyrst aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Eftir það verður að líta svo á að um aðgang að upplýsingum samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. fari eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laganna. Á það við hvort sem slíkri beiðni er beint að ríkisendurskoðanda eða öðru stjórnvaldi sem kann að hafa gögnin í sínum fórum. Í 2. og 3. málsl. 3. mgr. er hins vegar sérstaklega mælt fyrir um að þau gögn sem þar eru tilgreind séu undanþegin framangreindum aðgangsrétti. Úrskurðarnefndin telur að orðalag ákvæðisins verði ekki skilið með öðrum hætti en að þær sérstöku takmarkanir sem þar er kveðið á um haldist þrátt fyrir að þau gögn sem mælt er fyrir um í 1. málsl. hafi verið afhent Alþingi. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að með 2. mgr. 15. gr. laganna er fjallað um aðgang að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun en ekki öðrum stjórnvöldum sem hafa í sínum fórum gögn sem stafa frá ríkisendurskoðanda líkt og hér háttar til. Eins og fjallað er um í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 46/2016 kom ákvæðið inn sem nýmæli en fram að því hafði verið litið svo á að starfsemi Ríkisendurskoðunar væri undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Með ákvæðinu er þannig tekið af skarið um að ákvæði upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun. Sá aðgangsréttur kann hins vegar að sæta þeim sérstöku takmörkunum sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 15. gr. laganna.<br /> <h3>3.</h3> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um að afhenda svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018, er einnig reist á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í því sambandi er vísað til þess að þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að afhenda komi fram svo víða í svarbréfi Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur til að veita aðgang að því að hluta. <br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan tekur undanþága frá aðgangsrétti samkvæmt 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 til gagna sem send hafa verið stjórnvöldum í tengslum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur og ríkisendurskoðandi hefur sérstaklega ákveðið að undanskilja aðgangsrétti. Þegar af þeirri ástæðu getur svarbréf sem stafar frá Lindarhvoli ehf. og sent var settum ríkisendurskoðanda ekki fallið undir framangreint ákvæði enda stafar gagnið hvorki frá ríkisendurskoðanda né liggur fyrir ákvörðun hans um að það skuli undanþegið aðgangsrétti. Verður synjun ráðuneytisins því ekki reist á 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.<br /> <br /> Fer því um rétt kæranda til aðgangs að umræddu skjali eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, og bar ráðuneytinu við meðferð beiðni kæranda að taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að skjalinu með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að gagnið væri undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í ljósi framangreinds verður hvorki ráðið af ákvörðun ráðuneytisins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, er staðfest.<br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1003/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Deilt var um afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að verklagsreglum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á með ríkisskattstjóra að í þeim öllum væri greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Ríkisskattstjóra var gert að afhenda verklagsreglurnar að undanskildum hluta þeirra.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1003/2021 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir verklagsreglum og leiðbeiningum ríkisskattstjóra í heimilisfestismálum. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 27. nóvember 2020, með vísan til þess að vegna eftirlitshagsmuna yrðu verkferlar fyrir vinnslu einstakra málaflokka ekki afhentir. Kærandi ítrekaði beiðni sína sama dag og vísaði til 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2542/1998. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á ný með tölvubréfi, dags. 8. desember 2020, þar sem fyrri synjun embættisins var ítrekuð og tekið fram að vegna sameiningar embætta ríkisskattstjóra og sjálfstæðra skattstjóra árið 2010 ætti tilvitnað álit umboðsmanns ekki við í þessu tilviki.<br /> <br /> Í kæru greinir að kærandi hafi óskað eftir umræddum verkferlum og leiðbeiningum sem ríkisskattstjóri notist við í tengslum við uppkvaðningu úrskurða um skattalega heimilisfesti einstaklinga. Í kæru kemur fram að hann undirbúi kæru til yfirskattanefndar vegna slíks úrskurðar ríkisskattstjóra. Hann telji synjun ríkisskattstjóra brjóta gegn réttmætisreglunni og það sé ekki ásættanlegt að verklagsreglur embættisins þoli ekki dagsins ljós. Hann telji hugsanlegt að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð ríkisskattstjóra á máli hans varðandi skattalega heimilisfesti og því vilji hann afrit af umræddum verkferlum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 19. desember 2020, og ríkisskattstjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkisskattstjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 8. janúar 2021. Í umsögninni kemur fram að ríkisskattstjóri telji upplýsingabeiðnina ná til þriggja gagna, þ.e. verkferils, verklagsreglu og vinnulýsingar vegna eftirlitsmála sem snerti skattalega heimilisfesti aðila. Gögnin séu vistuð á innri vef ríkisskattstjóra þar sem þau séu aðgengileg starfsmönnum embættisins til hliðsjónar og eftirbreytni við afgreiðslu mála. Þá segir að tilgangur með samantekt þessara gagna sé sá að fyrir hendi séu almennar málsmeðferðarreglur til stuðnings við skoðun á skattalegri heimilisfesti sem þætti í eftirlitsaðgerðum ríkisskattstjóra. Verklagsreglurnar séu settar í því skyni að tryggja vandaða stjórnsýslu við úrlausn verkefna. Þannig sé um að ræða upplýsingar sem ríkisskattstjóri hafi útbúið í eigin þágu og til eigin nota við meðferð máls, líkt og áskilið sé um vinnugögn stjórnvalda, sbr. athugasemdir við 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögninni er nánar greint frá inntaki gagnanna en þar segir að efni þeirra sé í raun tvíþætt. Annars vegar sé þar að finna leiðbeiningar varðandi þá málsmeðferð sem viðhafa beri við skatteftirlit. Hins vegar sé þar að finna upplýsingar um hvernig efnislega skuli staðið að eftirlitsmálum sem snerti skattalegt heimilisfesti. <br /> <br /> Í umsögninni er þeirri afstöðu lýst að opinberun upplýsinganna myndi raska almannahagsmunum með þeim hætti að skattaðilum yrði unnt að sníða hegðun sína, gjörðir og svör til ríkisskattstjóra að fyrirhuguðum eftirlitsaðgerðum. Ríkisskattstjóri telji að þau atriði sem fram koma í umræddum gögnum falli undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef að þær yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almanna vitorði. Loks kemur fram í umsögninni að framangreint ætti einungis við um hluta þeirra gagna sem um er deilt. <br /> <br /> Við meðferð málsins afhenti ríkisskattstjóri kæranda verkferil, verklagsreglu og vinnulýsingu þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var send kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2021. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 13. janúar 2021. Í umsögninni áréttar kærandi mikilvægi þess að honum verði afhentar upplýsingar um þá verkferla og leiðbeiningar sem notaðar voru af hálfu ríkisskattstjóra til að komast að þeirri niðurstöðu að kærandi hefði heimilisfesti hér á landi. Þá er kærandi ósammála þeirri afstöðu ríkisskattstjóra að afhending umræddra gagna muni leiða til aukinna undanskota og veltir því upp hvort ríkisskattstjóri vilji ekki að skattaðilar geti farið eftir reglum sem í gildi eru. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um upplýsingar sem afmáðar voru úr verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að undir rekstri málsins hjá úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra var í fyrsta lagi rökstudd með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Athugasemdir ríkisskattstjóra verða skildar á þann veg að embættið líti svo á að skatteftirlit samkvæmt umræddum verklagsreglum yrði verulega torveldað yrðu þær aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. greinarinnar segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi til núgildandi upplýsingalaga:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Sem fyrr segir er í umræddum gögnum að finna almenna lýsingu á því verklagi sem starfsmönnum ríkisskattstjóra ber að viðhafa við framkvæmd skatteftirlits, skv. 102. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, í þeim tilvikum þegar upp kemur vafi um hvort einstaklingur eigi að vera skráður heimilisfastur á Íslandi. Í gögnunum er t.d. að finna upptalningu á upplýsingum sem talið er nauðsynlegt að afla við meðferð einstakra mála og hvar sé unnt að afla þeirra. Úrskurðarnefndin fær þannig ekki betur séð en að í verklagsreglunum felist nánari útfærsla og túlkun ríkisskattstjóra á viðeigandi ákvæðum skattalaga sem fylgja ber við meðferð eftirlitsmála af framangreindum toga í því skyni að rannsaka og upplýsa mál með fullnægjandi hætti og tryggja samræmi við úrlausn mála. Í því sambandi skal bent á að með 94. gr. laga nr. 90/2003 er ríkisskattstjóra fengin víðtæk heimild til upplýsingaöflunar ýmist hjá aðila máls sjálfum eða þriðja aðila. Þrátt fyrir að í gögnunum sé að finna lýsingu á þeim viðbrögðum sem gripið er til þegar eftirlitsmál hefst verður ekki séð að í þeim öllum sé greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Þvert á móti hafa þær að miklu leyti að geyma upplýsingar um verklag og grundvöll einstakra mála sem kann að ljúka með töku stjórnvaldsákvarðana sem telja verður mikilvægt að almenningur og ekki síst þeir sem aðild eiga að málum hjá ríkisskattstjóra geti kynnt sér eins og háttar til í tilviki kæranda. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að almennt beri að túlka takmarkanir á upplýsingarétti þröngt verður ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að unnt sé að synja beiðni kæranda með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að öllu leyti. Hins vegar fellst úrskurðarnefndin á að hinn yfirstrikaði texti í fylgiskjali 1 sem og yfirstrikaður texti í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3 sé þess efnis að rétt sé að fallast á niðurstöðu ríkisskattstjóra um að undanskilja hann aðgangi kæranda. <br /> <br /> 2.<br /> Í synjun ríkisskattstjóra er einnig vísað til þess að umrædd gögn teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegin aðgangi kæranda. <br /> <br /> Í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að í skilyrðinu um að gagn sé undirbúningsgagn í reynd felst að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls, enda er takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Ákvæðið getur hins vegar ekki takmarkað rétt almennings til aðgangs að skjölum sem eru útbúin almennt til notkunar við meðferð ótiltekinna mála af ákveðnum toga, enda er ekki um sömu hagsmuni að tefla í þeim tilvikum. Þetta sést til að mynda á því að sérstaklega er mælt fyrir um skyldu til að veita aðgang að vinnugögnum sem hafa að geyma lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, með hliðsjón af meginreglu laganna um rétt til aðgangs, er ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar teljist vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Staðfest er synjun ríkisskattstjóra á að veita aðgang að hinum yfirstrikaða texta í fylgiskjali 1, Verkferill, sem og yfirstrikuðum texta í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3, Vinnulýsing.<br /> <br /> Ríkisskattstjóra er að öðru leyti skylt að veita kæranda aðgang að verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu ríkisskattstjóra án útstrikana. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1002/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Deilt var um afgreiðslu Hafnarfjarðar á beiðni kæranda um gögn i tengslum við byggingu fasteignar. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins að kæranda hefðu verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá sveitarfélaginu varðandi umrædda fasteign. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1002/2021 í máli ÚNU 20120016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 13. desember 2020, kærði A afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum í tengslum við byggingu Eskivalla 11.<br /> <br /> Kærandi sendi Hafnafjarðarbæ erindi, dags. 14. október 2020, þar sem hann óskaði eftir afhendingu samskiptagagna, skjala, tölvupósta, tilkynninga og bréfa er vörðuðu byggingu Eskivalla 11. Með bréfi, dags. 16. október 2020, voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í bréfinu var kæranda leiðbeint um að ef hann teldi afhent gögn ekki fullnægjandi gæti hann bókað fund með starfsmönnum sveitarfélagsins, byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í því skyni að fara yfir málavexti og/eða gögnin. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að í þeim gögnum sem hann fékk afhent með bréfi, dags. 16. október 2020, sé ekki að finna þær upplýsingar sem leitað var eftir samkvæmt fyrirspurnum hans. Kærandi telji mikla leynd hvíla yfir málinu. Í kærunni er einnig að finna lista yfir 10 nánar tilgreind gögn sem kærandi telji að séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og óskað var eftir en ekki voru afhent. Um er að ræða eftirfarandi gögn eða upplýsingar:<br /> <br /> 1) Skýrsla frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf sem uppfærð var í júlí og getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 2) Minnisblað frá fundi sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs Hafnarfjarðar með forsvarsmönnum byggingaraðila fjölbýlishússins við Eskivelli 11 sem haldinn var í ágúst 2020.<br /> 3) Flóttaleiðir: Minnisblað sem getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 4) Greinargerð á sundurliðuðum útreikningum á bílastæðabókhaldi hönnuðar.<br /> 5) Skýringarblað verkfræðings sem getið er á teikningu frá 30. september 2020.<br /> 6) Gögn um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra Eskivalla 11.<br /> 7) Skýrsla um öryggi eldvarna og fylgiskjali frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá júní 2020.<br /> 8) Skýrsla og fylgiskjal frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um öryggisúttekt um jákvæða „afstöðu slökkviliðs vegna öryggisúttektar“ um að Eskivellir 11 stæðust öryggiskröfur.<br /> 9) Staðfesting frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum 11. Óskað var eftir heildarskjali í stað skjáskots sem kærandi hafði fengið afhent.<br /> 10) Tölvupóstsamskipti byggingarfulltrúans í Hafnarfirði við byggingaraðila Eskivalla 11 sem fram fóru á meðan á byggingartímanum stóð.<br /> <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með bréfi, dags. 21. desember 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 12. janúar 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og greint frá því að kæranda hafi verið afhent gögn í samræmi við beiðni hans með bréfi, dags. 16. október 2020. Þar segir jafnframt að kæranda hafi ekki verið synjað sérstaklega um nein gögn. Þvert á móti hafi honum verið boðið að funda með starfsmönnum sveitarfélagsins í því skyni að fara yfir málið með frekari hætti teldi hann gögnin ekki nægjanlega upplýsandi. Engin viðbrögð hafi borist frá kæranda. Þá er vísað til þess að í kæru setji kærandi fram með sundurliðuðum hætti þau gögn sem hann telji sig ekki hafa fengið afhent og telji fyrirliggjandi í málinu. Í umsögninni er að finna umfjöllun um hvern og einn lið í kærunni og tiltekið að kærandi hafi ýmist fengið gögnin afhent eftir að kæra til úrskurðarnefndarinnar var lögð fram eða þau séu ekki fyrirliggjandi. Nánar tiltekið kemur fram að gögn sem tilgreind eru í liðum 1, 2, 4, 6 og 9 í beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að skýrsla sem óskað er eftir undir lið 1 í kærunni frá VSI Öryggishönnun uppfærð í júlí 2020 og getið sé í byggingarlýsingu og teikningum sé ekki til og því ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Fram komi á teikningu sem vísað er til að verkinu fylgi ekki skýrsla heldur sé einungis um að ræða texta sem sé á teikningu. Hvað varðar þá fundargerð sem óskað er eftir undir lið 2 í kærunni segir í umsögn sveitarfélagsins að slík fundargerð hafi ekki verið tekin saman. Ekki sé venja að taka saman fundargerðir eða minnisblöð vegna funda sem þessa. Í umsögninni kemur fram varðandi lið 4 í kærunni að ekki liggi frekari gögn fyrir varðandi bílastæðabókhald en það sem tilgreint sé á tilvitnaðri teikningu. Í lið 6 í kærunni kemur fram að kærandi hafi óskað eftir gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að byggingarfulltrúaembætti hafi ekki yfir að ráða gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra og sé því ekki unnt að veita umbeðin gögn. Byggingarstjórar hafi samþykkt gæðakerfi en skoðunarstofa fari yfir gæðakerfið og votti að það sé fullnægjandi, það sé svo skráð hjá Mannvirkjastofnun. Loks er undir lið 9 í kærunni óskað eftir staðfestingu frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum. Í kæru eru gerðar athugasemdir við að sveitarfélagið hafi einungis afhent skjáskot af texta sem sagður sé stafa frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en ekki skjalið í heild sinni. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að samantekt slökkviliðsins vegna yfirferðar á teikningum berist ávallt með þeim hætti sem liggi fyrir hjá kæranda. Frekari gögn liggi ekki fyrir að þessu leyti.<br /> <br /> Þau gögn sem tilgreind eru undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 hafi aftur á móti verið afhent kæranda eftir að kæra var lög fram til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var send kæranda, með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að hann telji í ljósi þess hversu erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá sveitarfélaginu að óhjákvæmilega leiki vafi á því hvort öll gögn hafi verið afhent. Til þess að varpa ljósi á málið svo það megi teljast fullrannsakað væri rétt að nefndin krefði sveitarfélagið um tæmandi lista yfir öll gögn sem málinu tengjast. Í því fælist að lagðar yrðu fram upplýsingar um öll mál sem tengjast umræddri húsbyggingu. Þá yrðu lagðar fram útskriftir úr málaskrá sem sýndu yfirlit yfir öll gögn sem tilheyra hverju máli. Jafnframt yrði upplýst hvort Hafnarfjarðarbær sinnti þeirri skyldu að færa samskipti undir viðkomandi mál. Í þessu sambandi vísaði kærandi til 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, laga um opinber skjalasöfn og reglur Þjóðskjalasafns Íslands um vistun skjala.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að ýmsum gögnum sem tengjast byggingu Eskivalla 11. Hafnarfjarðarbær heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og önnur gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið afhentur hluti þeirra gagna sem kæran snýr að, nánar tiltekið þau gögn sem talin eru upp og lýst undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 í kæru og tilgreind eru hér að framan. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Hvað varðar önnur gögn sem kærandi vísar til í kærunni, þ.e. undir liðum 1, 2, 4, 6 og 9 kemur fram í umsögn sveitarfélagsins, eins og rakið er hér að framan, varðandi hvert og eitt gagn að þau séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Í ljósi skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er þess farið á leit við úrskurðarnefndina að hún grípi til tiltekinna úrræða í því skyni að upplýsa málið og jafnframt leiða í ljós hvernig almennt er staðið að skráningu mála og gagna hjá sveitarfélaginu. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ekki er hægt að óska eftir því að nefndin ráðist í almenna úttekt á því hvernig stjórnvöld haga starfsemi sinni, t.d. hvernig þau standa að skráningu og vistun gagna. Slíkt almennt eftirlit kemur í hlut annarra eftirlitsaðila, t.d. umboðsmanns Alþingis og Þjóðskjalasafns Íslands. Úrskurðarnefndin getur hins vegar við meðferð einstakra mála gripið til þeirra úrræða sem hún telur nauðsynleg í því skyni að upplýsa mál nægilega vel í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga, t.d. ef hún telur skýringar stjórnvalds ekki fullnægjandi. Úrskurðarnefndin telur hins vegar atvik þessa máls ekki gefa tilefni til slíkra ráðstafana.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. desember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

1001/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Deilt var um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni A um upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi því heimilt að synja beiðni kæranda um umbeðnar upplýsingar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1001/2021 í máli ÚNU 20120015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 12. desember 2020, kærði A afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun svaraði erindinu með tölvupósti, dags. 11. desember 2020, þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf sviðsstjóra miðlunarsviðs. Með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tæki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kvartað sé yfir því að ekki sé unnt að fá svör frá Menntamálastofnun varðandi ráðningu starfsmanns. Upphaflega hafi kærandi leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafi vísað til þess að ráðuneytið fari ekki með starfsmannamál Menntamálastofnunar heldur beri forstjóri stofnunarinnar ábyrgð á þeim. Af þeim sökum fór kærandi fram á umræddar upplýsingar hjá Menntamálastofnun. Í kæru kemur fram að kærandi hafi áður leitað til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Í bréfi umboðsmanns hafi komið fram að ef kærandi teldi að Menntamálastofnun hefði synjað beiðni hans um upplýsingar gæti hann freistað þess að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi, dags. 19. desember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Umsögn Menntamálastofnunar barst með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2021. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda um upplýsingar varðandi forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns hafi verið svarað með tölvupósti dags. 11. desember 2020 þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hafi verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf. Það sé afstaða Menntamálastofnunar að þar með sé búið að veita þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir af hálfu kæranda. Þá segir í umsögninni að starf miðlunarstjóra miðlunarsviðs stofnunarinnar hafi verið auglýst laust til umsóknar í samræmi við 7. gr. laga nr. 70/1996 og reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar á lausum störfum. Umræddur starfsmaður hafi verið metinn hæfastur umsækjenda úr hópi 15 umsækjenda. Í umsögninni er einnig vísað til þess sem fram kom í svari Menntamálastofnunar um að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Meðfylgjandi umsögninni voru hlekkir annars vegar á frétt á vefsíðu Menntamálastofnunar þar sem tilkynnt var um ráðningu í starfið og hins vegar á auglýsingu um umrætt starf sem birt var m.a. á vef Fréttablaðsins. <br /> <br /> Umsögn Menntamálastofnunar var send kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 19. apríl 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að með umsögninni sé einungis vísað til auglýsingar um starfið þar sem fram komi verkefni og ábyrgð ásamt menntunar- og hæfniskröfum er varða starfið og fréttatilkynningar um þann sem ráðinn var. Beiðnin kæranda hafi hins vegar byggst á því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar viðkomandi einstaklings en ekki verði séð að þeirri spurningu hafi verið svarað. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Hér undir falla þannig allar upplýsingar og gögn sem verða til í ráðningarferlinu m.a. um hvernig samanburði á umsóknum og mati á umsækjendum var háttað. Beiðni kæranda til Menntamálastofnunar snýr að því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns til viðbótar við þær upplýsingar sem hann hefur þegar fengið, þ.e. um auglýsingu starfsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður beiðnin ekki skilin öðruvísi en að hún lúti að upplýsingum um ákvörðun Menntamálastofnun um ráðningu starfsmanns og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Menntamálastofnun var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Menntamálastofnunar, dags. 11. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða forsendum nafngreindur starfsmaður Menntamálastofnunar var ráðinn.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

1000/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

Beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða í málum sem varða Herjólf ohf. var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1000/2021 í máli ÚNU 20120009.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, fór A fram á endurupptöku allra mála er varða Herjólf ohf. og nefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Meðfylgjandi erindinu var viðtal við formann bæjarráðs Vestmannaeyja sem birtist á vefmiðlinum eyjar.is sem kærandi telur upplýsa svo ekki verði um villst hver beri ábyrgð og áhættu af rekstri Herjólfs ohf. <br /> <br /> Í tilefni af erindinu var kæranda ritað bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem fram kom að ekki yrði fyllilega ráðið af erindinu að hvaða máli eða málum beiðni hans um endurupptöku sneri og eftir atvikum hvernig þær upplýsingar sem fram komu í umræddu viðtali sem fylgdi erindinu leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að úrskurðarnefndin gæti fengið gleggri mynd af því að hvaða málum beiðnin sneri og tekið afstöðu til þess hvort skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi var þess óskað að kærandi veitti nefndinni frekari upplýsingar um þau mál, með tilvísun til málsnúmera, sem hann óskaði að yrðu endurupptekin. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 8. apríl 2021, kom fram að það kæmi glöggt fram í umræddu viðtali að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum borgi brúsann af Herjólfi ohf. Þeim sem greiði komi málið einfaldlega við. Af erindinu verður ráðið að kærandi telji úrskurðarnefndina almennt taka afstöðu með Herjólfi ohf. í þeim málum sem henni berast en gegn almenningi sem sæki sinn rétt.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að hann óski endurupptöku þeirra mála sem úrskurðarnefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Eins og fram hefur komið fór úrskurðarnefndin þess á leit við kæranda að hann skýrði nánar að hvaða málum beiðni hans um endurupptöku sneri. Í svari kæranda til úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna slíka afmörkun. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í erindi kæranda að hann telji að þær upplýsingar sem fram komi í umræddu viðtali við formann bæjarráðs leiði almennt til þess að úrskurðarnefndinni beri að endurupptaka öll mál þar sem kæru kæranda hefur verið vísað frá eða ákvörðun Herjólfs ohf. staðfest. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. <br /> <br /> Kærandi hefur á liðnum árum beint fjölmörgum kærum til úrskurðarnefndarinnar vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðnum hans um upplýsingar eða gögn. Þannig kvað úrskurðarnefndin upp úrskurði í níu slíkum málum á einu ári fram að því að kærandi lagði fram beiðni um endurupptöku, dags. 7. desember 2020. Í beiðni kæranda er hvorki að finna nánari upplýsingar um þau mál sem hann óskar að verði endurupptekin né er þar að finna skýringar á því hvernig þær upplýsingar sem fram koma í umræddu viðtali leiði til þess að skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi. Slík afmörkun getur m.a. haft þýðingu vegna þess skilyrðis sem fram kemur í 2. mgr. 24. gr. um að mál verði ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá því að aðila var tilkynnt um málið nema veigamiklar ástæður mæli með því. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í beiðni kæranda að hann telji umrætt viðtali varpa nýju ljósi á tengsl Vestamannaeyja og Herjólfs ohf. sem leiði til þess að fyrri úrlausnir úrskurðarnefndarinnar hafi almennt byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Af því tilefni skal tekið fram að úrskurðarnefndinni er kunnugt um tengsl Herjólfs ohf. og Vestmannaeyja en félagið er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, þar sem fram kemur að lögin taki til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða umræddar upplýsingar í framangreindu viðtali ekki til þess að þeir úrskurðir sem úrskurðarnefndin hefur kveðið upp í málum er snúa að afgreiðslu Herjólfs ohf. séu byggðir á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku þeirra samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum sem snúa að Herjólfi ohf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 7. desember 2020, um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br />

999/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

Deilt var um synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni stofnunarinnar. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 999/2021 í máli ÚNU 20120024. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 18. desember 2020, kærði A afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2020, fór kærandi fram á margvísleg gögn er vörðuðu vöktun gæsastofna hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í júní sama ár voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í kjölfarið óskaði starfsmaður Verkís ehf., með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, eftir aðgangi að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun og vísað hafði verið til í tölvupóstsamskiptum sem voru á meðal þeirra gagna sem kæranda hafði verið veittur aðgangur að. <br /> <br /> Náttúrufræðistofnun Íslands svaraði kæranda með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, þar sem fram kom að beiðni kæranda yrði skoðuð en sá fyrirvari hafður á að greinargerðin kynni að vera enn í vinnslu og því innanhússvinnugagn sem ekki væri skylt að afhenda, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 30. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að greinargerðin teldist ófullgert vinnuskjal sem ekki hefði verið sent út úr húsi. Náttúrufræðistofnun líti á greinargerðina sem vinnuskjal sem ekki sé til afhendingar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands að hafna beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem skrifuð var af starfsmanni stofnunarinnar og fjallar um gang mála i tengslum við tillögur Umhverfisstofnunar um fjármögnun sérstakra áhersluverkefna í þágu veiðistjórnunar. Kærandi telji að stofnuninni sé skylt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greinargerðinni.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 21. desember 2020, var Náttúrufræðistofnun Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 25. janúar 2021, eru málavextir raktir. Þá er þeirri afstöðu stofnunarinnar lýst að umrædd greinargerð starfsmanns stofnunarinnar uppfylli skilyrði um vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því eigi kærandi ekki rétt á aðgangi, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Í umsögninni er vísað til þess að greinargerðin hafi verið tekin saman af starfsmanni stofnunarinnar til eigin nota í lok janúar 2019 og hafði ekki komið fyrir augu annarra en viðkomandi starfsmanns þegar beiðni kæranda um aðgang að gögnum barst stofnuninni 14. apríl 2020. Eins og fram komi í svari stofnunarinnar, dags. 30. júní 2020, hafi greinargerðin heldur aldrei verið afhent öðrum utan stofnunarinnar. Það sé álit Náttúrufræðistofnunar Íslands að í greinargerðinni komi ekki fram upplýsingar, hvað þá mikilvægar staðreyndir, um atvik sem ekki hafi þegar komið fram í þeim umfangsmiklu gögnum sem kæranda hafi verið afhent. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 25. janúar 2021, var kæranda kynnt umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2021, er aðdragandi þess að hann fór fram á afhendingu ýmissa gagna hjá stofnuninni rakinn og málsatvikum þess máls, sem umrædd gögn tengjast, lýst. Þá segir að kærandi telji að umrædd greinargerð geti varpað ljósi á meðferð málsins og ástæður þess að dráttur hafi orðið á afgreiðslu þess og af hverju tillögur samráðsnefndar og Umhverfisstofnunar hafi verið haldnar formgalla sem leitt hafi til þess að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi hafnað þeim. Þá telur kærandi líkur á því að umrædd greinargerð hafi að geyma upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. Sé það mat Náttúrufræðistofnunar Íslands að umrædd greinargerð teljist vinnugagn á grundvelli 8. gr. upplýsingalaga þá sé ljóst að mati kæranda að 3 tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun. Ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að greinargerð sem aldrei hafi verið send frá stofnuninni. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædda greinargerð. Umrætt gagn ber það skýrlega með sér að vera drög að greinargerð sem fyrirhugað var að senda samráðsnefnd um sjálfbæra veiðistjórnun. Greinargerðin mun hins vegar aldrei hafa verið send út fyrir stofnunina. Í gögnum málsins kemur ennfremur fram að sá starfsmaður sem tók greinargerðina saman hafi tekið ákvörðun um að senda greinargerðina ekki í þessari mynd. Er það því niðurstaða nefndarinnar að stofnuninni hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar að í greinargerðinni sé ekki að finna upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands um að synja kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun, dags. 30. júní 2020, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

998/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

Deilt var um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni A um upplýsingar um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar hefðu verið ráðnir hjá embættinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi lögreglustjóra því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar að undanskildum upplýsingum um starfstitla.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 998/2021 í máli ÚNU 20110026.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 27. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að upplýsingum um hverjir þeirra væru fastráðnir, starfstitil þeirra, upphafsdag ráðningar og eftir atvikum lokadag ráðningar og jafnframt hvort ráðningin byggði á flutningi milli embætta, auglýsingu eða hvort hún hefði farið fram án undangenginnar auglýsingar. Ef ráðning byggðist á flutningi á milli embætta fór kærandi fram á upplýsingar um frá hvaða embætti viðkomandi starfsmaður var fluttur og staðfestingu á því að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn löglega hjá því tiltekna embætti. Ef ráðning byggðist á opinberri auglýsingu óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær staðan var auglýst. Ef ráðning fór fram án undangenginnar auglýsingar, óskaði kærandi eftir upplýsingum um ástæður þess.<br /> <br /> Í svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, var vísað til þess að í 7. gr. upplýsingalaga segi að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Þá fengi lögreglustjóri ekki séð að fyrirspurn kæranda félli undir 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var kæranda því synjað um umbeðnar upplýsingar. Í svarinu var einnig tekið fram að við ráðningar hjá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu væri farið eftir ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í því sambandi var vísað til 2. mgr. 7. gr. þar sem kveðið er á um heimild til að flytja starfsmann á milli stjórnvalda án undangenginnar auglýsingar. Þá var vísað til reglna nr. 464/1996, um auglýsingu lausra starfa, þar sem fram komi í hvaða tilvikum ekki væri skylt að auglýsa störf.<br /> <br /> Kærandi svaraði lögreglustjóra með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem hann óskaði þess að leyst yrði úr beiðni hans á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í erindinu kom fram að beiðni hans hefði aldrei grundvallast á 7. gr. upplýsingalaga og því fæli svar lögreglustjóra í sér útúrsnúninga. Kærandi tók einnig fram að lögreglustjóri hefði áður veitt kæranda sambærilegar upplýsingar án vandkvæða. Í svari lögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að lögreglustjóri teldi erindinu svarað og tekið fram að því yrði ekki svarað aftur. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ákvörðun lögreglustjóra ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga enda sé þar ekki tekin afstaða til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar þær sem kærandi fari fram á varði það hvort stöðuveitingar hins opinbera séu löglegar og því varði upplýsingarnar ekki einkamál opinberra starfsmanna.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og lögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn lögreglustjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 18. desember 2020. Í umsögninni kemur fram að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna nema að takmörkuðu leyti. Þá er vísað til þess að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nái upplýsingaréttur almennings ekki til umsókna um störf hjá ríki og sveitarfélögum. Ekki verði séð að skylda eða heimild sé til afhendingar frekari gagna, á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði milli aðila. Umsögn lögreglustjórans var send kæranda með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 25. janúar 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að hann telji ekkert koma fram í umsögn lögreglustjóra sem breyti þeirri afstöðu hans að hann eigi rétt til umbeðinna gagna á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum kemur fram að tilgangur þess að hann óskar eftir umræddum gögnum sé sá að kanna lögmæti ráðninga þeirra fimmtán saksóknarafulltrúa sem sviðstjóri ákærusviðs embættisins hafi ráðið. Í því sambandi eru rakin fyrri samskipti kæranda og lögreglustjóra vegna sambærilegra beiðna um upplýsingar í tengslum við ráðningar í störf. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um margvíslegar upplýsingar í tengslum við ráðningu 14 nafngreindra einstaklinga á ákærusviði embættisins. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Sama á við um upplýsingar sem tengjast tímabundnum ráðningum opinberra starfsmanna án undangenginnar auglýsingar. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu upplýst að þær ráðningar sem fyrirspurn kæranda lýtur að hafi ýmist byggt á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 eða án auglýsingar á grundvelli sérstakrar heimildar þar að lútandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu lögreglustjóra. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem að mestu leyti snerta með beinum hætti ákvörðun lögreglustjóra um ráðningu starfsmanna og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að 14 einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um tímalengd ráðningar og á hvaða lagagrundvelli umrædd ráðning var reist. </p> <h2>2.</h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Á meðal þess sem beiðni kæranda lýtur að eru upplýsingar um starfstitla þeirra starfsmanna sem nafngreindir eru í beiðninni. Eins og áður segir var beiðni kæranda um upplýsingar synjað með vísan til þess að þær vörðuðu upplýsingar um málefni starfsmanna sem ekki sé skylt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna sé eftir því leitað. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Verður synjun lögreglustjóra því felld úr gildi að þessu leyti og lagt fyrir embættið að veita kæranda upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra.<br /> <br /> 3.<br /> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að lögreglustjóri hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Af svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til kæranda, dags. 19. nóvember 2020, verður ekki ráðið að lagt hafi verið mat á hvort veita beri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaganna. Í umsögn lögreglustjóra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. desember 2020, kemur hins vegar fram að ekki verði séð að heimild standi til þess að afhenda frekari gögn á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði á milli aðila. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að lögreglustjóri hefur tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi lögreglustjóra hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rökstyðja framvegis afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra.<br /> <br /> Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita kæranda, upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p>

997/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar varðandi gámaflutninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi Herjólf ohf. ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 997/2021 í máli ÚNU 20080021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um gámaflutninga með Herjólfi ohf. tímabilið 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir umræddum upplýsingum með bréfi, dags. 14. ágúst 2020. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 19. ágúst 2020, kemur fram að með vísan til viðskiptahagsmuna muni félagið ekki upplýsa um einstök efnisatriði er varði viðskipti félagsins við þriðja aðila, hvorki verð, magn né annað er varði viðskiptasamband milli aðila. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um þau verð sem tiltekin fyrirtæki greiði fyrir gámaflutninga með Herjólfi ohf. Þá er vísað til þess að farmskrá félagsins sé opinbert gagn. Í kæru er þess farið á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin úrskurði um skyldu Herjólfs ohf. til að afhenda upplýsingar um fjölda fluttra gáma auk upplýsinga um hvernig flutningum var skipt niður á fyrrnefnda flutningsaðila.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gámaflutninga á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Upplýsingalög taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Synjun Herjólfs ohf. er reist á því að viðskiptahagsmunir standi því í vegi að heimilt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar. Ákvörðunin er að öðru leyti ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga og verður ekki séð að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Eins og fyrr segir verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gangabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Herjólfs ohf. né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

996/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

A, blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um upplýsingar um bætur vegna ólögmætra ráðninga. Ráðuneytið reisti synjunina aðallega á því að um væri að ræða upplýsingar sem væru undanþegnar upplýsingarétti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þær vörðuðu „umsókn um starf“. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin hefðu að geyma slíkar upplýsingar. Þá taldi úrskurðarnefndin gögnin ekki heldur hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar sem leynt skuli fara skv. 9. gr. upplýsingalaga. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 996/2021 í máli ÚNU 20120003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. desember 2020, kærði A blaðamaður synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 30. nóvember 2020, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. október 2020, óskaði kærandi eftir sundurliðuðum upplýsingum um hversu mikið íslenska ríkið hefur greitt í bætur vegna ólögmætra ráðninga í störf á undanförnum áratug. Með tölvupósti, dags. 17. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað og honum veittar umbeðnar upplýsingar. Nánar tiltekið voru honum veittar upplýsingar um fjölda mála og fjárhæðir bótagreiðslna í hverju máli. Í kjölfarið óskaði kærandi með erindi, dags. sama dag., eftir upplýsingum um hvaða mál þetta væru nákvæmlega sem um ræddi. Með tölvubréfi, dags. 30. nóvember 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og væru því ekki undirorpnar upplýsingarétti almennings. Þá væru ekki forsendur til að veita ríkari aðgang að slíkum gögnum en lög áskildu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. Auk þess þætti ráðuneytinu óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hefðu að geyma upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ekki sé hægt að fallast á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga enda sé um að ræða opinbera stjórnsýslu og fjármuni almennings. Ekki sé verið að fara fram á upplýsingar um gögn sem umsækjendur leggja fram heldur aðeins hverjir eigi í hlut, þ.e. mál hverra gegn ríkinu sé að ræða og í tengslum við hvaða stöður. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 3. desember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 17. desember 2020, kemur fram að synjun ráðuneytisins hafi verið byggð á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi við meðferð málsins verið litið til þeirra sjónarmiða sem rakin séu annars vegar í 9. gr. upplýsingalaga er varðar takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna og hins vegar 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Að mati ráðuneytisins sé óumdeilt að umræddar upplýsingar séu gögn sem varði umsóknir um starf hjá opinberum aðilum. Þá segir í umsögninni að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi verið litið til skýringa í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum. Þar sé rakið að með 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi verið lagt upp með að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. þágildandi upplýsingalaga um að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Þá er þeirri afstöðu lýst að beiðni kæranda rúmist ekki innan undanþágu 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, heldur varði hún upplýsingar um persónuleg málefni sem undanþegin eru upplýsingarétti skv. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og varða einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust, með tölvupósti, dags. 8. febrúar 2021, þar sem þeirri afstöðu ráðuneytisins er mótmælt að bótagreiðslur ríkisins eigi að fara leynt samkvæmt upplýsingalögum. Í því sambandi er bent á að krafa almennings um gagnsæi í opinberum rekstri hljóti að vera þeim mun ríkari þegar um sé að ræða fjárútgjöld af skattfé sem tengjast órétti sem hið opinbera hafi beitt einstaklinga. Loks áréttar kærandi að tilgangur þess að óska eftir umræddum upplýsingum sé að varpa skýrara ljósi á hvers eðlis umrædd mál séu sem tengjast bótagreiðslum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að sundurliðuðum upplýsingum þau mál þar sem íslenska ríkið hefur greitt bætur vegna ólögmætra ráðninga, skipana eða setninga í opinber störf og embætti á síðastliðnum áratug. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er aðallega reist á því að umræddar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem þær varði umsókn um starf.<br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er eftir aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings sem lýtur að gögnum sem varða opinbera starfsmenn. Segir í ákvæðinu að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði „umsókn um starf.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði „umsókn um starf“ verður að líta til þess að 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra hana þröngt. Þá verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með 7. gr. en þar segir: <br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn. Um er að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti ýmist fyrir dómi eða á öðrum vettvangi. Af yfirlitinu verður þannig ráðið að hluti málanna hafi hafist með því að málsaðili hafi beint kröfu að íslenska ríkinu og því lokið með samkomulagi um bótagreiðslur en öðrum hafi lokið með dómi.<br /> <br /> Af framangreindum athugasemdum verður dregin sú ályktun að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum sem tengjast undirbúningi ákvörðunar um veitingu starfs eða embættis. Í því sambandi er þannig átt við þau gögn sem ótvírætt liggja til grundvallar og tengjast beint slíkri ákvörðun svo sem nánar greinir í athugasemdunum við ákvæðið. Að mati úrskurðarnefndarinnar falla upplýsingar um bótakröfur sem beint er að íslenska ríkinu í tengslum við lögmæti slíkra ákvarðana, og eftir atvikum uppgjör þeirra, ekki undir 1. mgr. 7. gr. Sama á við um upplýsingar um þá einstaklinga sem að þeim standa og getið er í yfirlitinu. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er beinlínis tekið fram að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur umrætt yfirlit þannig hvorki að geyma upplýsingar um þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðunum um ráðningu eða skipun né upplýsingar sem varpa að öðru leyti ljósi á hvernig staðið var að undirbúningi þessara ákvarðana. Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem eins og áður sagði felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður því að álykta sem svo að upplýsingarnar sem fram koma í skjalinu varði ekki „umsókn um starf“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. </p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig vísað til þess að við meðferð málsins hafi verið litið til 9. gr. upplýsingalaga er varði takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Eðli málsins samkvæmt teljast upplýsingar um uppgjör bótagreiðslna til umsækjenda um opinber störf eða embætti til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umrædds skjals. Sem fyrr segir er um að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga og eftir atvikum fjárhæð bóta sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur ýmist verið dæmt bótaskylt eða það fallist á bótaskyldu utan réttar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og þar með fjárhagsmálefni þeirra verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra eða einkahagi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Í því sambandi er horft til þess að í skjalinu er ekki að finna upplýsingar um tekjur eða efnahag einstaklinga að öðru leyti sem kunna að liggja til grundvallar útreikningi bótanna. Loks hefur þýðingu að hluti upplýsinganna tengist niðurstöðum dómstóla sem þegar eru aðgengilegar á vefsvæði dómstóla. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi einstaklinga af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni þess er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi einstaklinga af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða nefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A blaðamanni aðgang að yfirliti yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti undanfarin áratug.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p>

995/2021. Úrskurðrur frá 30. mars 2021.

A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um starf á skrifstofu félagsins. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki sé skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 995/2021 í máli ÚNU 21030018. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 6. mars 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu félagsins. Þann 10. mars 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. Það sé mat stjórnar Herjólfs ohf. að óskir umsækjenda um nafnleynd og persónuverndarsjónarmið vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings um hverjir voru meðal umsækjenda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um starf á skrifstofu Herjólfs ohf. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ehf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er synjun Herjólfs ohf. á beiðni A um nöfn umsækjenda um stöðu á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <p style="text-align: justify;"><br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p>

994/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

A, fréttamaður, kærði synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu tiltekinna gagna varðandi skráningu raunverulegra eigenda á véllæsilegu formi. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda umbeðin gögn á rafrænu formi.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 994/2021 í máli ÚNU 20120008.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 8. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, á beiðni hans frá 30. október 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. október 2020 í máli nr. 935/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum varðandi skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum nánar tilgreindum upplýsingum.<br /> <br /> Í kjölfar þessa sendi ríkisskattstjóri kæranda umrædd gögn með bréfpósti. Í kjölfarið fór kærandi með tölvubréfi, dags. 30. október 2020, fram á að fá gögnin jafnframt afhent með rafrænum hætti. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, með vísan til þess að ekki væri unnt að verða við beiðninni vegna fjarvinnu starfsfólks. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, og tók fram að það gæti ekki talist eðlilegt að synja um afhendingu gagnanna með rafrænum hætti. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að gögnin hefðu verið afhent ríkisskattstjóra rafrænt og því væru þau til á rafrænu formi en samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri að veita aðgang að gögnum á því sniði sem þau eru varðveitt á. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 5. nóvember 2020, þar sem fram kom að unnt væri að afhenda þau gögn rafrænt sem kærandi hefði þegar fengið afrit af, þ.e. skönnuð afrit af þeim. Gögnin yrði að færa á pappírsform sem þátt í því ferli að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ekki væri heimilt að veita aðgang að. Með tölvubréfi, dags. 6. nóvember 2020, ítrekaði kærandi beiðni sína á nýjan leik og ítrekaði mikilvægi þess að gögnin yrðu afhent rafrænt. Slíkt væri mikilvægt því blaðamenn þyrftu að geta leitað í gögnunum og unnið með þau á upprunalegu formi. Kærandi vísaði á ný til 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið svaraði ríkisskattstjóri kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 11. nóvember 2020, þar sem fram kom að ríkisskattstjóra bæri að tryggja að sá hluti gagnanna sem bundinn væri þagnarskyldu væri afmáður með þeim hætti að ekki væri mögulegt að greina inntak þeirra. Ábyrgðin á þeirri ráðstöfun hvíldi á ríkisskattstjóra sem mæti hvað teldist fullnægjandi aðferð í því skyni að afmá þær trúnaðarupplýsingar sem embættinu bæri að gæta. Við þróun á því verklagi hefði m.a. verið horft til verklagsreglna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti sér í kjölfar úrskurðar persónuverndar frá árinu 2015. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að ríkisskattstjóri hafi að endingu fallist á að afhenda hluta gagnanna á véllæsilegu rafrænu sniði en afgangurinn hafi verið afhentur á þann hátt að útprentuð eintök hafi verið skönnuð inn í tölvu og send kæranda í kjölfarið. Þar með voru þau ekki véllæsileg og ekki hægt að leita í þeim. Kærandi telur afgreiðslu ríkisskattstjóra að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga.</p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 10. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 8. janúar 2021, er rakið að kæranda hafi 9. nóvember 2020 verið send öll umbeðin gögn í tölvupósti og þau gögn sem ekki hafi verið hægt að afhenda á rafrænu véllæsilegu formi þar sem þau hafi innihaldið trúnaðarupplýsingar hafi verið skönnuð inn og send kæranda. Þá er vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það væru upplýsingar um fjárhæðir hlutafjármiða og ljósrit af vegabréfum. Hlutafjármiðana hafi orðið að færa á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að hlutafjármiðarnir hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þeir haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ríkisskattstjóra, dags. 13. febrúar 2021, er áréttuð sú afstaða að afgreiðsla ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um gögn samræmist ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, m.a. eins og henni hefur verið beitt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi telji aðferð ríkisskattstjóra við að afmá umræddar upplýsingar gamaldags og vísar til þess að embættinu hefði verið fært að óska eftir ráðgjöf t.d. frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, tölvusérfræðingum eða sérfræðingum um gagnaöryggi. Kærandi vísar einnig til þess að þegar viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar úr gögnum sé mikilvægt að eins lítið sé hróflað við þeim og mögulegt sé til að þau haldist sem næst upprunalegu formi. Þá telji kærandi nauðsynlegt að árétta að þótt umfang gagna sé takmarkað hafi úrskurður um efnið fordæmisgildi. Í því sambandi bendir kærandi á að hann hafi þegar farið fram á afhendingu og fengið frekari sambærileg gögn frá ríkisskattstjóra en ekki á upprunalegu formi.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 afhenti ríkisskattstjóri kæranda umbeðin gögn í samræmi við efni úrskurðarins og er því ekki deilt um skyldu embættisins til að afhenda gögn. Mál þetta lýtur hins vegar að því hvort embættinu hafi við afhendingu þeirra verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta gagnanna á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

993/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

A, fréttamaður, kærði ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis að synja honum um aðgang að samantektum um byggingu nýs Landspítala og öðrum skyldum gögnum, aðallega því um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 8. gr. ekki uppfyllt, því gögnin höfðu verið unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Önnur ákvæði upplýsingalaga voru ekki talin standa því í vegi að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 993/2021 í máli ÚNU 20100015. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 13. október 2020, fór A, fréttamaður, þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði um rétt hans til aðgangs að tilteknum gögnum sem hann óskaði eftir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og tengjast byggingu nýs Landspítala, þar sem ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 28. maí 2020, óskaði kærandi eftir af¬riti af greiningarskýrslu ráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir FSR) um mál¬efni nýs Landspítala auk allra eldri útgáfa hennar. Þá óskaði kærandi með tölvupósti, dags. 2. júlí 2020, eftir öðrum gögn¬um sem lægju fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnis¬blöðum, tölvupóstum, samantektarskjölum eða öðrum gögnum sem hefðu að geyma slík¬ar upplýsingar. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, kom fram að gert væri ráð fyrir að samantektin sem kærandi óskaði eftir yrði tilbúin á næstu vikum og að kærandi yrði látinn vita þegar hún lægi fyrir.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir greiningarskýrslu um málefni nýs Landspítala sumarið 2019. Var þá jafnframt óskað eftir upplýsingum m.a. um auðkenni viðeigandi máls í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir öll gögn málsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni með tölvupósti, dags. 30. ágúst 2019. Kom þar fram að skýrslan væri í vinnslu af sérfræðingi innan ráðuneytisins með aðstoð sérfræðinga FSR og upplýsingum frá fjölmörgum aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Ekki færi á milli mála að skýrslan teldist vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. og 8. gr. sömu laga, þótt tvenn stjórnvöld hefðu komið að ritun hennar. Stefnt væri að því að fullvinna skýrsluna á næstu vikum og yrði þá unnt að veita aðgang að henni. Eins og skjalið stæði kæmu ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls í því, sem gæti gert að verkum að skylt væri að afhenda skjalið þótt um vinnugagn væri að ræða, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Kæranda voru hins vegar afhentar upplýsingar um auðkenni málsins í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Í kjölfar samskipta kæranda við ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a laga nr. 140/2012, og fundar ráðgjafans með fulltrúum ráðuneytisins og FSR, sendi ráðuneytið kæranda nánari útskýringar á afstöðu sinni, dags. 12. september 2019. Kom þar fram að málið hefði frá upphafi verið unnið í ráðuneytinu, með aðstoð og samvinnu við sérfræðinga FSR og upplýsingum frá aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Hlutverk sérfræðinga FSR hefði verið að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnunarinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hefði ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar. Aðkoma FSR hefði því falist í störfum sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 tæki til. Samstarf ráðuneytisins við FSR leiddi af fastmótuðu hlutverki sem stofnunin gegndi í tengslum við opinberar framkvæmdir, sbr. VI. kafla laga um opinberar framkvæmdir, nr. 84/2001. <br /> <br /> Í erindinu kom og fram að ráðuneytið teldi ekki tilefni til að veita ríkari aðgang að skýrslunni en skylt væri, sbr. 11. gr. laga nr. 140/2012. Til þess væri að líta að almannahagsmunir stæðu til þess að opinber umræða um mikilvæg opinber málefni byggði ekki á ófullkomnum upplýsingum eða vinnuskjölum sem kynnu að gefa villandi mynd af því sem ætlunin væri að varpa ljósi á. Sjónarmið um mikilvæga almannahagsmuni, sbr. 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, stæðu gegn því að veittur yrði aðgangur að samantektinni meðan hún væri enn í vinnslu.<br /> <br /> Með svari kæranda, dags. 12. september 2019, var því mótmælt að skýrslan gæti talist vinnu-gagn. Þá óskaði kærandi í sama erindi eftir öllum gögnum sem tilgreind væru á lista yfir gögn málsins sem afhentur var kæranda 31. ágúst 2019 auk nýrra gagna sem kynnu að hafa orðið til eftir að listinn var útbúinn.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, voru kæranda afhent tiltekin gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins. Tiltekin skjöl voru ekki afhent, með vísan til þess að þau tengdust undir¬búningi að útboði meðferðarkjarna nýs Landspítala. Upplýsingar í gögnunum vörðuðu efna¬hagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og gæti það haft áhrif á niðurstöðu útboðsins ef aðgangur yrði veittur, sbr. 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Þá kom fram að ekki væri unnt að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda eins og hún var sett fram í tölvupóstum hans frá 28. maí og 2. júlí 2020 og sé því ekki um að ræða að synjað hafi verið um afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi sambærilegri beiðni kæranda sum¬arið 2019 verið synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Þótt gögnin hefðu farið á milli ráðuneytisins og FSR teldust þau áfram vinnugögn þar sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ætti við. Þá væri ekki tilefni til að veita aukinn aðgang að gögnunum í sam¬ræmi við 11. gr. laga nr. 140/2012 með vísan til 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur skilyrði fyrir að gögn teljist vinnugögn sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ekki vera uppfyllt, þ.e. að 1) stjórnvaldið sjálft hafi ritað eða útbúið þau til eigin nota, 2) við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls, og að 3) þau hafi ekki verið afhent öðrum. Í fyrsta lagi hafi umbeðin gögn ekki verið rituð af fjármála- og efnahagsráðuneytinu heldur FSR, að beiðni ráðuneytisins. Ljóst sé að FSR sé ekki hluti af ráðuneytinu. Í öðru lagi fær kærandi ekki séð að gögnin hafi verið unnin til að undirbúa ákvarðanatöku eða aðrar lyktir máls, þar sem skýrslan hafi að sögn ráðuneytisins verið unnin til að skerpa sýn þess og varpa ljósi á stöðu fast¬eignamála Landspítalans og fyrirhugaðar breytingar samhliða uppbyggingu á sjúkrahóteli, með¬ferðarkjarna, rannsóknarhúsi og bílastæðahúsi.<br /> <br /> Í þriðja lagi telur kærandi ljóst að gögnin hafi verið afhent öðrum og geti af þeirri ástæðu ekki talist vinnugögn. Ekki sé hægt að halda því fram að 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 eigi við í þessu tilviki og að FSR hafi við gerð skjalsins verið í hlutverki einhvers konar ritara fyrir ráðuneytið, sem leiða eigi til þess að skjalið missi ekki stöðu sína sem vinnugagn. FSR sé sjálf¬¬stæð stofnun með lögbundið hlutverk, sbr. 19. og 20. gr. laga um skipan opinberra fram¬kvæmda, nr. 84/2001.<br /> <br /> Kærandi telur loks afar langsótt að fella þær upplýsingar sem óskað er eftir undir undan¬þágu-ákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, enda sé rammi þess ákvæðis þröngur og taki aðeins til upplýsinga sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ekki sé að sjá að afhending og birting upplýsinganna í máli þessu geti ógnað fjármálastöðugleika eða skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins að nokkru leyti eða valdið neinum sambærilegum skaða.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til þess sem fram kom í svari ráðuneytisins 30. ágúst 2019 um að eins og skýrslan stæði nú kæmu þar ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls. Að mati kæranda getur það vart staðist skoðun að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að gögnin séu ekki afhent en um leið innihaldi þau engar upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 14. október 2020, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 30. október 2020, er rakið að þegar kæranda var svarað sumarið 2019 hafi hann verið upplýstur um að ekki lægi fyrir samantekt eða skýrsla sem hefði fengið tilhlýðilega rýni innan ráðuneytisins heldur aðeins vinnugagn, sem á þeim tíma sem beiðni kæranda barst hafi verið mjög skammt á veg komið. Vegna starfsmannabreytinga og annarra verkefna hafi ekki enn reynst unnt að koma drögunum í það horf að unnt sé að gefa þau út af hálfu ráðuneytisins.<br /> <br /> Ráðuneytið telji ljóst að beiðni kæranda frá 28. maí 2020 hafi verið synjað, sbr. skýringar sem sendar voru kæranda 12. september 2019. Ekki sé þörf á að bæta við þær skýringar þótt kærandi hafi að nýju óskað eftir skýrslunni 28. maí 2020. Það hafi verið mistök af hálfu ráðuneytisins að fylgja því ekki eftir gagnvart kæranda að afstaða ráðuneytisins til þeirrar beiðni væri hin sama og áður. Að því er varði beiðni kæranda frá 2. júlí 2020 um önnur gögn sem liggi fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnisblöð, tölvupóstar, samantektarskjöl eða önnur gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar, sé ljóst að sú beiðni taki til sömu gagna og kæranda voru afhent 25. október 2019. Voru kæranda þá afhent þau gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins, að undanskildum nokkrum skjölum. Ekki liggi fyrir önnur gögn sem falli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdu tvær útgáfur af skýrslunni auk þeirra skjala annarra sem kæranda var synjað um aðgang að.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ráðuneytisins, dags. 14. desember 2020, kemur fram að hann sé ekki í aðstöðu til að sannreyna hvernig samvinnu ráðuneytisins og FSR hafi verið háttað við gerð skýrslunnar sem óskað er eftir. Hins vegar telji kærandi ljóst að FSR geti ekki talist hafa sinnt ritarastörfum eða sambærilegum störfum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012, fyrir ráðuneytið. Kærandi bendir jafnframt á að í frumvarpi til laga um breytingu á upp¬lýsingalögum, sem lagt hafi verið fram á síðasta löggjafarþingi en hafi ekki náð fram að ganga, hafi verið lagt til að gögn FSR yrðu áfram skilgreind sem vinnugögn þótt þau færu á milli stofnana. Ekki sé hægt að skilja frumvarpið öðruvísi en svo að með því séu rök kær¬anda í máli þessu viðurkennd, enda væri annars tilgangslaust að leggja breytinguna til.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala og öðrum nánar tilgreindum skjölum í tengslum við málið. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á því að samantektin teljist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga, en einnig að hún innihaldi upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem réttlæti takmörkun á aðgangi. Hvað varðar hin skjölin byggist synjun ráðuneytisins á 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfs¬mönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. <br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skv. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skil¬yrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raun¬hæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins varð til sem sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum um skipan opin-berra framkvæmda, nr. 84/2001. Í 19. gr. laganna kemur m.a. fram að stofnunin veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingartæknileg málefni og undirbúning fram-kvæmda. Hún heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Skv. 20. gr. sömu laga skal FSR beita sér fyrir því að hagkvæmni sé gætt í skipan opinberra framkvæmda, m.a. með því að veita ráðgjöf og vinna að samræmingu við undirbúning og áætlunargerð við opinberar verkframkvæmdir. Samkvæmt 22. gr. sömu laga selur FSR ráðu¬neytum og ríkisstofnunum þjónustu sína samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið afmarkaði gagnabeiðni kæranda að því er varðar saman-tekt/skýrsludrög um húsnæðismál Landspítala við tvö skjöl, annað frá 20. maí 2019 og hitt frá 1. september sama ár. Fyrra skjalið ber heitið Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðuskýrsla í maí 2019 og telur 112 blaðsíður. Fram kemur í inngangi að skýrslan sé unnin af sérfræðingum hjá FSR og fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir ráðuneytið. Upphaflegt mark¬mið hafi verið að fá góða heildarsýn yfir kostnað vegna nýrra bygginga og hvaða annar kostnaður fylgdi þeim, þ.m.t. vegna margvíslegs búnaðar, flutninga o.fl.<br /> <br /> Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur komið fram að hlutverk FSR við gerð samantektarinnar hafi falist í að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnun-arinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hafi ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að skjalið uppfylli þau skilyrði að vera undirbúningsgagn og að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu, þ.e. fjármála- og efnahagsráðuneytinu, til eigin nota. Hins vegar er það mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af framangreindum upplýsingum frá ráðuneytinu um hlutverk FSR við gerð samantektarinnar/skýrsludraganna auk hlutverks stofnunarinnar sam¬kvæmt lögum nr. 84/2001, að þáttur FSR í gerð skjalsins geti ekki talist til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Þrátt fyrir að FSR hafi ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar og gögn sem lögð voru til telur nefndin ekki unnt að líta öðruvísi á en að framlag stofnunarinnar til samantektarinnar hafi farið út fyrir það sem talið verður til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að vinnugagnaskilyrði laga nr. 140/2012 um að gagn megi ekki hafa verið afhent öðrum, sé ekki uppfyllt í þessu tilviki, og ráðuneytinu hafi þar af leiðandi ekki verið heimilt að byggja synjun sína um aðgang að skjalinu á því að um vinnugagn sé að ræða.<br /> <br /> Síðari útgáfa samantektarinnar/skýrsludraganna frá 1. september 2019 skiptist í samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og hins vegar leigulíkan fyrir spítalann. Hún telur 69 blaðsíður og inniheldur að meginstefnu til sambærilegar upplýsingar og fram koma í fyrri útgáfu hennar. Fram kemur í inngangi að upplýsingaöflun hafi þannig verið háttað að leitað hafi verið fanga hjá starfsfólki FSR, í gagnasafni FSR, hjá ráðuneytinu og í fyrri skýrslum, greinargerðum og lagafrumvörpum um Landspítalaverkefnið. Auk þess hafi verið haldnir fjölmargir fundir með Landspítala og Nýjum Landspítala ohf. (NLSH).<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu var skjalið ekki afhent FSR. Með hliðsjón af því telur nefndin að skilyrði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 séu uppfyllt og að skjalið teljist vinnugagn í skilningi laganna. Á það er hins vegar að líta að í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. sömu laga kemur fram að þrátt fyrir að réttur almennings taki ekki til vinnugagna beri að afhenda slík gögn ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Í skjalinu er að finna ýmsar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að komi ekki annars staðar fram, eða a.m.k. séu upplýsingarnar geymdar með þeim hætti að almenningur og fjölmiðlar eigi óhægt um vik að nálgast þær. Fram kemur enda í inngangi skjals¬ins að upplýsinga hafi m.a. verið aflað frá starfsfólki FSR og á fundum með fulltrúum Land¬spítala og Nýs Landspítala ohf. Það er því mat úrskurðarnefndarinnar að synjun ráðu¬neytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu verði ekki byggð á 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig byggð á því að ekki unnt að veita kæranda aðgang að samantektum um húsnæðismál Landspítala með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær tvær samantektir sem kæranda var synjað um aðgang að. Báðar útgáfur eru byggðar upp með svipuðum hætti: 1) stefnumörkun ráðuneytisins varðandi eignaumsýslu, 2) tímalína verkefnisins, söguleg þróun frá aldamótum o.fl., 3) samantekt um húsnæði LSH, 4) áætlaður stofnkostnaður, 5) staða hönnunar, 6) mat á virði eldri fasteigna, 7) möguleg hagræðing í rekstri, 8) mögulegt leiguverð, 9) BIM, BREEAM, áhættugreiningar o.fl.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á það með fjármála- og efnahags¬ráðu¬neytinu að aðgangur kæranda að samantektum/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala verði takmarkaður í heild með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Ráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynni að skaða fjárhag eða efna¬hag ríkisins. Úrskurðarnefndin telur þó að á nokkrum stöðum í samantektunum sé að finna sundurliðaðar kostnaðaráætlanir, þar sem fjallað sé um framkvæmdir þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að rök standi ekki til að synja kæranda um aðgang að samantektunum. Nefndin telur mikilvægt að líta til þess að bygging nýs Landspítala er mjög stór framkvæmd með tilheyrandi ráðstöfun opinberra fjármuna. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs að upplýsingum skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <h3>3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að eftirfarandi skjölum sem tilheyra máli um byggingu Landspítala í málaskrá ráðuneytisins:<br /> <br /> 1) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 2) Rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóv¬ember 2012.<br /> 3) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 4) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Synjunin var byggð á 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í 5. tölul. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í athugasemdum við 5. tölul. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitar¬félaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skatta¬málum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir einnig að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif. Hins vegar innihalda gögnin að hluta til upplýsingar sem eru sama marki brenndar og þær sem nefndar voru í niðurstöðukafla 2, þ.e. tengjast framkvæmdum þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Á það við um rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóvember 2012, í heild sinni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1) Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðu¬skýrsla í maí 2019, að undanskildum bls. 49, 53, 64–67 og 71–74.<br /> 2) Samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og leigu¬líkan fyrir spítalann, dags. 1. september 2019, að undanskildum bls. 32, 35–37 og 39–41.<br /> 3) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 4) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 5) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem tengjast byggingu nýs Landspítala er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

992/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum er vörðuðu hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að ákveðnum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki þau skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og lagði fyrir Garðabæ að veita kæranda aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin taldi að tilteknir hlutar beiðni kæranda hefðu ekki hlotið þá meðferð sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Loks var hluta beiðni kæranda vísað frá nefndinni, þar sem viðkomandi gögn lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga.

<h1 style="text-align: justify;">Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 992/2021 í máli ÚNU 20090026. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. september 2020, kærði A afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 22. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum gögnum frá B sem vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur, bæði handskrifuð og úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu og Garðaskóla).<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 21. september 2020, kom fram að gögn sem kærandi hefði óskað eftir væru tilbúin til afhendingar. Í erindi kæranda til Garðabæjar sama dag kom fram að ýmis gögn vantaði, svo sem fundargerðir, punkta sem B hefði tekið niður á foreldrafundi, samskipti við fyrirtækið KVAN, samskipti við C, fundi sem B hefði átt við stúlkurnar o.fl.<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 29. september 2020, kom fram að sjálfsagt væri að skoða það teldi kærandi að tilteknar fundargerðir vantaði. Hvað varðaði samskipti B við fyrirtækið KVAN og C yrðu þau ekki afhent þar sem um vinnugögn væri að ræða. Samtöl B við önnur börn en dóttur kæranda yrðu sömuleiðis ekki afhent þar sem sveitarfélaginu væri það ekki heimilt.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að einungis hluti gagna er varði B hafi verið afhent. Áður hafi kærandi beðið um gögn frá öðrum starfsmönnum og í þeim gögnum hafi verið gögn frá B sem nú hafi ekki verið afhent. Þá hafi Garðabær haldið fram að fundargerðir hafi verið útbúnar af B en þau gögn hafi ekki verið afhent nú.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 28. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 14. október 2020, kemur fram að kærandi og eiginkona hans hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um afhendingu gagna til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hafi ávallt leitast við að afhenda meira en minna af gögnum. Engum gögnum hafi verið haldið eftir sem þau eigi rétt á að fá afhend. Raunar hafi þeim einnig verið afhent vinnugögn, umfram skyldu. Hins vegar hafi beiðnir kæranda verið margar og sumar þeirra umfangsmiklar. Þá hafi endurtekið verið óskað eftir gögnum sem kæranda hafi þegar verið afhent og gögnum sem kærandi telur að til séu en séu í reynd ekki til. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðari gagnabeiðna takmarkast við gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent, en hafi ekki fengið afhent áður. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er að finna nánari skýringar á þeim gögnum sem kærandi telur að vanti:<br /> 1) Fundargerðir sem varði samtöl B við dóttur kæranda í október og nóvember 2019 auk fundargerða af fundum hennar með öðrum börnum. <br /> 2) Samskipti B við Domus Mentis, en hún hafi verið viðstödd samtöl sem Domus Mentis átti við dóttur kæranda og því telji kærandi sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum. <br /> 3) Samskipti B við núverandi aðstoðarskólastjóra Garðaskóla, en báðir aðilar hafi verið í eineltisteymi sem hafi komið að máli dóttur kæranda. Einnig vanti samskipti B við D, sem tók viðtöl við börnin. <br /> 4) Handskrifuð gögn af tilteknum foreldrafundi.<br /> <br /> Með erindum, dags. 29. janúar, 1. febrúar og 5. mars 2021, afhenti Garðabær úrskurðarnefndinni hluta af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá B sem varða kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Kæranda voru afhent þau gögn sem sveitarfélagið taldi heyra undir gagnabeiðni hans og hann ætti rétt á. Honum var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur hans, þar sem sveitarfélagið taldi sér ekki heimilt að afhenda þær. Kæranda var einnig synjað um aðgang að samskiptum B annars vegar við fyrirtækið KVAN og hins vegar við C, þar sem um vinnugögn væri að ræða.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að samskiptum B við fyrirtækið KVAN, þar sem um vinnugögn væri að ræða. Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum um hann sjálfan, eiginkonu og dóttur. Fer því um upplýsingarétt hans samkvæmt III. kafla upp-lýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 14. gr. segir að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar kemur fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. Í 1. mgr. 8. gr. kemur fram að til vinnugagna teljist þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni tölvupóstssamskipti B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019. Það er mat nefndarinnar að gögnin uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Stafar það fyrst og fremst af því að gögnin uppfylla ekki það skilyrði að hafa ekki verið afhent öðrum. Ljóst er að samskiptin hafa verið afhent fyrirtækinu KVAN. Það er því niðurstaða nefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptunum, enda fær nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um skjalið.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur kæranda. Garðabær afmarkaði þann hluta beiðninnar við minnispunkta af fundum við tvö börn sem tengjast dóttur kæranda, dags. 22. október til 2. desember 2019, og afhenti úrskurðarnefndinni. Synjun Garðabæjar á afhendingu gagnanna var á því byggð að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að afhenda þau, en ákvörðunin var ekki rökstudd frekar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þessi hluti beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka þennan hluta beiðni kæranda til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að tekin sé afstaða til þess og það rökstutt á hvaða lagagrundvelli ekki sé unnt að afhenda kæranda gögnin.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að ekki hafi verið afhentar fundargerðir B af fundum með dóttur hans frá því í október og nóvember 2019, samskipti B við Domus Mentis, samskipti B við D og samskipti B við C. Af gögnum málsins fæst ekki séð að Garðabær hafi tekið afstöðu til þessara atriða við afgreiðslu gagnabeiðni kæranda. Er því ekki um að ræða ákvörðun sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða og verður því að vísa þessum hlutum beiðni kær-anda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ. Við afgreiðslu beiðninnar skuli tekin afstaða til þess hvort gögnin liggi fyrir í skilningi upplýsingalaga og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim, eftir atvikum á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> 5.<br /> Hvað varðar handskrifuð gögn af foreldrafundi sem kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent var það niðurstaða í máli ÚNU 20090015, sem kærandi var einnig aðili að og lyktaði með úrskurði nr. 970/2021, að slík gögn af viðkomandi fundi lægju ekki fyrir í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Studdist sú niðurstaða við upplýsingar frá Garðabæ. Ekkert hefur komið fram við meðferð þessa máls sem gefur til kynna að úrskurðarnefndin hafi byggt á röngum upplýsingum um málsatvik í framangreindum úrskurði. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu Garðabæ ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019, sem varða dóttur hans.<br /> <br /> Beiðni kæranda um eftirfarandi gögn sem varða hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur, er vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ: <br /> 1) Fundargerðir af fundum B við dóttur kæranda frá því í október og nóvember 2019.<br /> 2) Fundargerðir af fundum B með öðrum börnum, dags. 22. október til 2. desember 2019.<br /> 3) Samskipti B við Domus Mentis.<br /> 4) Samskipti B við D.<br /> 5) Samskipti B við C.<br /> <br /> Kæru A, dags. 26. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

991/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021

A, fréttamaður, kærði synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Synjun Biskupsstofu var reist á því að þjóðkirkjan félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði m.a. til nýlegra lagabreytinga. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að þær breytingar sem gerðar hefðu verið nýlega á ákvæðum laga nr. 78/1997 leiddu til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafa framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 991/2021 í máli ÚNU 20110023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31.<br /> <br /> Með tölvupósti til Biskupsstofu, dags. 22. október 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði keypt Kirkjuhúsið við Laugaveg 31 og hvert kaupverðið hefði verið. <br /> <br /> Í svari Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, kom fram að kirkjuráð hefði skrifað undir kaupsamning sem áskildi að trúnaður ætti að ríkja um efni samningsins. Af þeim sökum væri ekki unnt að gefa upplýsingar um söluna. Kaupandi ákvæði hvort hann þinglýsti samningnum en Biskupsstofa hefði virt þann trúnað sem óskað hefði verið eftir og samþykkt hefði verið í samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Biskupsstofu, með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu, dags. 3. desember 2020, eru atvik málsins rakin. Þá er þeirri afstöðu lýst að vísa beri kærunni frá þar sem þjóðkirkjan, þ.m.t. sjóðir hennar, sé sjálfstætt trúfélag og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Þjóðkirkjan sé ekki stjórnvald, hún sé ekki í eigu stjórnvalda né henni falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna lögbundinni þjónustu stjórnvalds.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að í upphafsákvæðum laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sé sjálfstæði hennar undirstrikað og komi fram í 1. mgr. 2. gr. að þjóðkirkjan njóti sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, sem kveði á um að ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja þjóðkirkjuna, sé það svo að ríki og þjóðkirkjan séu ekki eitt eins og skýrt komi fram í lögunum en í þeim sé þjóðkirkjan skilgreind sem trúfélag en ekki sem stofnun sem eðlilegt hefði annars talist fyrir þann tíma. Þjóðkirkjan skuli samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar njóta stuðnings ríkisvaldsins en það breyti því ekki að hún fari hvorki með ríkisvald né sé í eigu ríkisins. Þjóðkirkjan hafi ekki vald til þess að setja þegnum landsins reglur til að koma á skipulagi né heimild til að beita menn þvingunum til að þeim reglum sé fylgt. Staða þjóðkirkjunnar gagnvart upplýsingalögum sé því ekki önnur en annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem einnig njóti lögbundinna sóknargjalda frá félagsmönnum sínum. <br /> <br /> Þá er í umsögninni bent á að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á lögum nr. 78/1997 frá gildistöku þeirra þann 1. janúar 1998 og annarri löggjöf sem hana varði. Breytingarnar hafi miðað að því að einfalda löggjöfina og staðfesta enn frekar sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Formbundinn grundvöllur þjóðkirkjunnar sé, auk framangreindra laga, hið svonefnda kirkjujarðasamkomulag þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1998. Þann 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur kirkjunnar og ríkisins um breytingar á samningnum. Forsendur viðbótarsamningsins sé hin sjálfstæða staða þjóðkirkjunnar sem að framan greini og tilgangur hans einkum aðlögun kirkjujarðasamkomulagsins að þeirri stöðu. Samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkisins og kirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. <br /> <br /> Þannig byggi rekstur þjóðkirkjunnar í dag annars vegar á þeim einkaréttarlegu samningum um framsal fasteigna sem áður tilheyrðu kirkjunni og endurgjaldi fyrir þær og hins vegar á sóknargjöldum sem séu félagsgjöld sem ríkið innheimti af félagsmönnum og úthluti til þess trúfélags eða lífsskoðunarfélags sem viðkomandi sé skráður í. Þá er vísað til þess að stjórnsýslulög nr. 37/1993 gildi ekki lengur um málsmeðferð innan þjóðkirkjunnar eins og áður hafi verið, sbr. lög nr. 95/2020 og starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. prestar, teljist ekki lengur vera opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 153/2019. Í umsögninni segir jafnframt að upplýsingar þær sem beðið sé um í þessu máli varði hvorki meðferð á opinberu valdi né meðferð á opinberum fjármunum og hafi kaupandi eignarinnar því getað vænst þess að seljandi gæti staðið við umsaminn trúnað sem áskilnaður hafi verið gerður um í kaupsamningi um eignina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Biskupsstofa byggir á því að þjóðkirkjan falli utan við gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lög þessi til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. um þetta orðalag:<br /> <br /> „Með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins er lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildissviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiðir af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið er formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falla þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Af 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, leiðir að þjóðkirkjan telst sjálfstætt trúfélag, sem nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Það leiðir engu að síður af tengslum ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar, sbr. ekki síst 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, að stofnanir og embætti þjóðkirkjunnar teljast til handhafa framkvæmdarvalds a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald. Með vísan til þessa taka ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til starfsemi þjóðkirkjunnar, a.m.k. að því leyti sem henni er falið opinbert vald. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um og staðfest þennan skilning á gildissviði upplýsingalaga gagnvart Biskupsstofu og biskupi Íslands, sjá t.d. úrskurð nefndarinnar frá 19. desember 2008, í máli nr. 291/2009. Þessu til viðbótar er bent á að umboðsmaður Alþingis hefur gengið út frá því að starfssvið umboðsmanns taki til þjóðkirkjunnar að því marki sem henni er falin stjórnsýsla, t.d. ákvörðun biskups Íslands um skipun í embætti prests fyrir gildisstöku laga nr. 153/2019 þar sem gerð var sú breyting að starfsfólk þjóðkirkjunnar teldist ekki lengur embættismenn eða opinberir starfsmenn í skilningi laga nr. 70/1996. Hins vegar falli ákvarðanir og athafnir kirkjunnar sem snerta kenningar hennar og trúariðkun utan starfssviðs umboðsmanns, sjá t.d. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5757/2009 frá 31. mars 2011.<br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu er m.a. vísað til þess að hinn 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur um endurskoðun á samkomulagi milli ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá árinu 4. september 1998. Í umsögninni kemur fram sú afstaða að samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkis og þjóðkirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. Með viðbótarsamningnum hafi verið stefnt að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Úrskurðarnefndin áréttar að efni slíks samkomulags þokar ekki ákvæðum settra laga. Þannig verður starfsemi þjóðkirkjunnar ekki undanþegin ákvæðum upplýsingalaga nema með settum lögum. Ljóst er að á grunni samkomulagsins og viljayfirlýsingar sem undirrituð var samhliða honum sé stefnt að ákveðnum lagabreytingum m.a. í þeim tilgangi að einfalda lagaumhverfi þjóðkirkjunnar m.a. um fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju. Eins og fram kemur í umsögn Biskupsstofu hafa þegar verið gerðar ýmsar breytingar á ákvæðum laga nr. 78/1997 í því skyni, annars vegar með lögum nr. 95/2020 þar sem ákvarðanir kirkjuráðs, sem fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar, sbr. 24. gr. laganna, voru undanþegnar gildissviði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og með lögum nr. 153/2019 þar sem m.a. var gerð sú breyting að starfsmenn þjóðkirkjunnar teljast ekki lengur opinberir starfsmenn. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að þessar breytingar leiði til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafi framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að gildissvið upplýsingalaga ræðst ekki af eðli þeirrar starfsemi sem fram fer af hálfu stjórnvalds ólíkt því sem t.d. á við um gildissvið stjórnsýslulaga en gildissvið þeirra laga er afmarkað við það þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 6. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögunum. Í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur enn fremur fram að biskup fylgi eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hafi ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögunum. Í lögunum er ekki sérstaklega mælt fyrir um tilvist eða starfsemi Biskupsstofu. Slík fyrirmæli var hins vegar að finna í eldri lögum, sbr. 37. gr. laga nr. 62/1990, um skipan prestakalla o.fl., en þar kom fram að embættisskrifstofa biskups, Biskupsstofa, skyldi vera í Reykjavík og annast vörslu og reikningshald sjóða og annarra eigna þjóðkirkjunnar. Byggja verður á því að stofnunin hafi, að því leyti sem hér skiptir máli, enn sambærilega stöðu innan stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, en skv. upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar er hún embættisskrifstofa biskups, auk þess að sinna skrifstofustörfum fyrir Kirkjuráð og kirkjuþing.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h3>2.</h3> Í ákvörðun Biskupsstofu er vísað til þess að trúnaður eigi að ríkja um efni kaupsamnings um sölu Biskupsstofu á fasteigninni við Laugaveg 31. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Biskupsstofa hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun hennar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna eða annarra ákvæða í upplýsingalögum. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar eru svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

990/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

A, blaðamaður kærði synjun Ferðamálastofu á beiðni um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega. Synjun Ferðamálastofu var reist á því að umbeðin gögn væru eign Isavia ohf. og merkt sem trúnaðargögn. Úrskurðarnefndin tók fram að af upplýsingalögum leiddi að réttur til aðgangs að upplýsingum væri lögbundinn og yrði ekki takmarkaður nema á grundvelli laganna. Ekki væri heimilt að víkja frá ákvæðum laganna með því að heita trúnaði um gögn eða með vísan til þess að þau teldust eign annars aðila. Úrskurðarnefndin taldi Ferðamálastofu ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir stjórnvaldið að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 990/2021 í máli ÚNU 20120028. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með kæru, dags. 28. desember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ferðamálastofu um að synja beiðni hans um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins síðustu sjö daga. Í erindinu er vísað til þess að hann hefði fyrr þennan dag óskað eftir umræddum upplýsingum í síma en fengið neitun. Með erindinu fór hann fram á að beiðni hans yrði afgreidd formlega.</p> <p>Ferðamálastofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. desember 2020, á þeim grundvelli að tölur um fjölda komu- og brottfararfarþega sem stofnunin fengi frá Isavia ohf. væru þeirra eign og því mætti stofnunin ekki láta þær af hendi. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. desember 2020, var kæran kynnt Ferðamálastofu og henni veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn Ferðamálastofu, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega fái Ferðamálastofa frá Isavia og þær séu merktar sem trúnaðarmál. Af þeirri ástæðu geti Ferðamálastofa ekki veitt slíkar upplýsingar og beri stofnuninni að halda trúnað sé eftir því leitað. Það sé því Isavia sem sé réttur aðili til að snúa sér til með beiðni um upplýsingar. Eftir að Ferðamálastofa hafnaði beiðni kæranda hefði hann átt að beina kröfu sinni að eiganda gagnanna um aðgang að ofangreindum upplýsingum. Ferðamálastofa sjái í raun ekki ástæðu þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki veittar en þar sem það sé ákvörðun eiganda gagnanna, Isavia, að upplýsa ekki um þær þá geti Ferðamálastofa ekkert aðhafst frekar. Það sé mat Ferðamálastofu að almennar upplýsingar varðandi ferðamenn og ferðaþjónustuna sem atvinnugrein séu opinberar upplýsingar og eigi að vera öllum aðgengilegar ekki bara stjórnvöldum. Upplýsingar sem þessar geti nýst öðrum, t.d. ferðaþjónustunni við nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Loks er vísað til þess að eitt af lögbundnum hlutverkum Ferðamálastofu sé að afla, miðla og vinna úr upplýsingum, þar á meðal tölfræðilegum gögnum um ferðamál og ferðaþjónustu. Í því sambandi er vísað á vefsíðu stofnunarinnar þar sem finna megi ítarlegar tölfræðiupplýsingar um ferðaþjónustuna. <br /> <br /> Með bréfi, 20. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Ferðamálastofu og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, 21. janúar 2021, þar sem m.a. kemur fram að kærandi telji svör Ferðamálastofu stappa nærri tæknilegri hindrun þess að upplýsingarnar verði látnar af hendi. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020.<br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Ferðamálastofu er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. og séu merktar sem trúnaðarmál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvaldi er því ekki fær sú leið að víkja frá ákvæðum þeirra með því að heita trúnaði eða flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál eða með vísan til þess að þau séu eign annars aðila. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt Isavia hafi við afhendingu umræddra upplýsinga merkt þær sem trúnaðarmál eða að öðru leyti gert áskilnað um trúnað. Hið sama gildir um þá afstöðu Ferðamálastofu að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. Þegar stofnuninni berast upplýsingar eða gögn frá utanaðkomandi aðila ber henni að skrá þau og vista í skjalasafni hennar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014. Við það verða gögnin hluti af málaskrá Ferðamálastofu og teljast af þeim sökum fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki séð að Ferðamálastofa hafi tekið rökstudda afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Ferðamálastofu né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðnar upplýsingar gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga, að öðru leyti en því að Ferðamálastofa lýsti í umsögn þeirri afstöðu sinni að hún sæi því ekkert til fyrirstöðu að umræddar upplýsingar yrðu afhentar. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ferðamálastofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Ferðamálastofu, dags. 28. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda þeirra sem komu til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir Ferðamálastofu að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

989/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að athugasemdum sem borist höfðu Reykjavíkurborg við tillögur aðalskipulags. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að umbeðin gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu og því ekki fyrirliggjandi fyrr en að liðnum umsagnarfresti og þau hefðu hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi. Úrskurðarnefndin taldi Reykjavíkurborg ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 989/2021 í máli ÚNU 20110027. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 30. nóvember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um afhendingu á öllum umsögnum sem borist hafa við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhentar allar umsagnir sem hefðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. sama dag, var beiðni kæranda synjað. Í svari sveitarfélagsins sagði að gögnin væru ekki opinber að svo stöddu. Þau yrðu gerð opinber um leið og þau hefðu verið lögð fram á fundi. Kærandi ítrekaði beiðni sína, með bréfi dags. sama dag, og óskaði eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli synjunin væri reist. Í því sambandi vísaði hann til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Reykjavíkurborg svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, þar sem fram kom að umsagnarferli væri enn í gangi og hefði í einhverjum tilvikum verið veittir frestir fram í desember. Það hefði ekki tíðkast að afhenda gögnin á meðan umsagnarferli og úrvinnsla væri í gangi. Kærandi svaraði með tölvupósti, dags. 26. nóvember 2020, þar sem fram kom að hann teldi synjunina ekki reista á haldbærum rökum. Í því sambandi áréttaði hann 5. gr. upplýsingalaga og ítrekaði beiðnina á ný. Með tölvupósti Reykjavíkurborgar, dags. 30. nóvember 2021, var kæranda svarað á ný þar sem fram kom að sú vinnuregla hefði verið hjá sveitarfélögum að á meðan tímafrestir væru ekki runnir út og þar til gögn væru birt kjörnum fulltrúum teldust þau til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. Stefnt væri að því að umrætt mál yrði tekið fyrir um miðjan desember og þá væri ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í samræmi við gildandi lög og reglur. Talið væri eðlilegt að kjörnir fulltrúar fengju aðgang að gögnum áður en þau væru send til fjölmiðla og teldust gögnin formlega hafa borist sveitarfélaginu þegar þau hefðu verið afhent kjörnum fulltrúum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 17. desember 2020, kemur fram að rökstuðningur fyrir synjun á afhendingu gagnanna hafi verið fólginn í því að umsagnarfrestur vegna umræddra breytinga á aðalskipulagi hafi ekki verið liðinn. Í því sambandi er áréttað að kæranda hafi einvörðungu verið synjað um afhendingu gagnanna í þann tíma þar til kjörnir fulltrúar hefðu fengið færi á að kynna sér gögn málsins. Í umsögninni er verklag borgarinnar við móttöku skriflegra athugasemda vegna skipulagsbreytinga í borginni rakið. Þar segir að þegar umsagnarfrestur er liðinn séu umsagnir teknar saman og að svo búnu geri verkefnastjórnin gögnin tilbúin til afhendingar til kjörinna fulltrúa. Málið sé svo tekið fyrir á næsta fundi samgöngu- og skipulagsráðs, sem í þessu tilviki hafi verið 16. desember 2020. Þá sé það afstaða Reykjavíkurborgar að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að liðnum umsagnarfresti og kjörnir fulltrúar hafi fengið tækifæri til að kynna sér þau. Að þeim tíma liðnum sé hafist handa við að taka á móti umsögnum og skjala þær í samræmi við lög nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn. Í umsögninni er áréttað að kæranda hafi verið leiðbeint um möguleikann á að óska eftir aðgangi að gögnunum eftir að þau hefðu verið tekin fyrir á umræddum fundi skipulags- og samgönguráðs. Í umsögninni er vísað til 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem segir að sérhver sveitarstjórnarmaður eigi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggi fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varði málefni sem komið geta til umfjöllunar sveitarstjórnar. Þá segir í umsögninni að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að hafa frumkvæði og taka endanlegar ákvarðanir í sveitarstjórn út frá mati á heildarhagsmunum og forgangsröðun möguleika og gilda. Þá eru rakin ákvæði sveitarstjórnarlaga um skyldur sveitarstjórnarmanna og ákvæði 15. gr. um boðun og auglýsingu funda þar sem segir að fundarboð og gögn skuli berast ekki seinna en tveimur sólarhringum fyrir fund. Því hafi ekki tíðkast að afhenda umbeðin gögn fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau. Loks fer sveitarfélagið fram á að úrskurðarnefndin hafni öllum kröfum kæranda í málinu og staðfesti hina kærðu ákvörðun, enda hafi ekkert komið fram í málinu sem geti leitt til ógildingar hennar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Reykjavíkurborgar og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. sama dag, þar sem hann ítrekaði þá afstöðu sína að umrædd gögn ættu að teljast afhent sveitarfélaginu og vera þar með opinber um leið og þau bærust á það netfang sem sveitarfélagið óskaði eftir gögnum á. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum umsögnum sem höfðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til þess að gögnin teldust ekki opinber á þeim tíma sem óskað var eftir þeim. Reykjavíkurborg hefur bæði í upphaflegri synjun og umsögn til úrskurðarnefndarinnar lýst þeirri afstöðu sinni að ekki sé heimilt að afhenda gögnin áður en umsagnarfrestur er liðinn. Af umsögninni verður enn fremur ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu í skilningi laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn, fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau en fyrst þá séu þau „skjöluð“ í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að umbeðin gögn hafi ekki talist fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda var lögð fram. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Um gerð aðalskipulags og breytingar á því er fjallað í VII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010. Þar er kveðið á um þá málsmeðferð sem sveitarfélögum ber að viðhafa við gerð eða breytingu á aðalskipulagi. Í 31. gr. laganna er t.d. að finna ákvæði um skyldu sveitarfélaga til að auglýsa skipulagstillögu og athugasemdafresti. Úrskurðarnefndin telur þannig ljóst að þegar slíkar athugasemdir berast sveitarfélagi í tengslum við auglýst drög að skipulagsbreytingum beri því að skrá þær og vista í skjalasafni þess í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014, sbr. t.d. ákvæði 2. mgr. 23. gr. laganna þar sem segir að afhendingarskyldum aðila, skv. 14. gr. sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefndin engum vafa undirorpið að athugasemdir við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar teljist fyrirliggjandi þegar þær hafa borist sveitarfélaginu burtséð frá því hvort þær hafi hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi eða þeir haft tækifæri til að kynna sér þau. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að gögnin hafi ekki talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var synjun Reykjavíkurborgar reist á því að umrædd gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að umsagnarfresti liðnum. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 24. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, blaðamanns, um aðgang að athugasemdum sem bárust Reykjavíkurborg í tengslum við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 til 2040 er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br />

988/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

A beindi kæru til úrskurðarnefndarinnar sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem þær væri að finna. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 988/2021 í máli ÚNU 20100023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 21. október 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um að það teldist synjun á að afhenda upplýsingar þegar Vestmannaeyjabær afgreiddi slíkar beiðnir með því að vísa til þess að upplýsingar væri að finna á vefslóð. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Þá væri ráðhús Vestmannaeyja í ólöglegu húsnæði sem ekki væri aðgengilegt fötluðu fólki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin er upplýst um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið um langa hríð að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla með almennum hætti um afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðnum um aðgang að gögnum eða eftir atvikum hvernig aðgengismálum er háttað af hálfu sveitarfélagsins. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur þó rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 21. október 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

987/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar við einkaaðila sem gerður var í kjölfar auglýsingar og útboðs Ríkiskaupa. Þar sem kærandi var þátttakandi í útboðinu var leyst úr kærunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir þess einkaaðila sem Vegagerðin gekk til samninga við í kjölfar útboðsins af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var synjun Vegagerðarinnar því felld úr gildi það lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 987/2021 í máli ÚNU 20090021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 17. september 2020, kærði A, lögmaður, f.h. K16 ehf., ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum er tengjast leigusamningi stofnunarinnar við einkaaðila. Áður hafði kærandi vísað ágreiningi um aðgang að gögnum sem tengjast samningsgerðinni í vörslum Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 929/2020 frá 25. september 2020 var því máli vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í húsaleigusamningi, sem lagður hafi verið inn til þinglýsingar þann 4. júní 2020, hafi verið vísað til fylgiskjala merkt I-IX. Þau hafi hins vegar ekki fylgt með í þinglýsingu. Kærandi hafi því óskað eftir gögnunum og með tölvupósti Vegagerðarinnar, dags. 15. september 2020, hafi gögn merkt I, II, IV og VII verið afhent en synjað um aðgang að öðrum fylgiskjölum:<br /> <br /> III. Skilalýsing, dags. 26. febrúar 2020.<br /> V. Viðhaldsáætlun hússins.<br /> VIII. Hönnunarforsendur frá leigutaka.<br /> IX. Samkomulag um fullnaðaruppgjör á viðbótarkostnaði, dags. 2. febrúar 2020.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. september 2020, var kæranda tilkynnt um að úrskurðarnefndin myndi taka kæruna til meðferðar sem nýtt kærumál og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari röksemdum vegna málsins. Þær bárust samdægurs með tölvupósti. <br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur fram að kærandi hafi gert tilboð samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa nr. 20796 um leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Tilboð Regins hafi orðið fyrir valinu og kærandi óskað eftir gögnum vegna þess með tölvupósti, dags. 13. maí 2020. Kærandi kveðst hafa boðið lægsta leiguverðið og hafi því umtalsverða hagsmuni af því að gera sér grein fyrir því hvers vegna tilboði Regins hafi verið tekið og hvernig endanlegir samningar félagsins voru við Vegagerðina.<br /> <br /> Í kæru segir að í tilefni af síðari gagnabeiðni kæranda til Vegagerðarinnar hafi stofnunin veitt leigusalanum kost á að veita umsögn um afhendingu gagnanna. Umsögnin hafi verið neikvæð og í hinni kærðu ákvörðun hafi verið vísað til þess að félagið teldi að hluti umbeðinna gagna fæli í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Kærandi bendir hins vegar á að um hafi verið að ræða útboð á vegum ríkisins þar sem allir gátu gert tilboð. Jafnræðis verði að gæta með aðilum og kærandi eigi rétt á að fá umbeðnar upplýsingar til að sjá hvort farið hafi verið út fyrir lýsingu í útboði í lokasamningi um leiguna. Það geti ekki talist viðkvæmar viðskiptaupplýsingar að ríkisstofnun taki húsnæði á leigu. Kærandi telur ástæður synjunarinnar vera fyrirslátt. Auk þess megi með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðkvæmar viðskiptaupplýsingar ef þeim er til að dreifa.<br /> <br /> Kærandi vekur athygli á því að af hálfu Ríkiskaupa hafi komið fram að þinglýstur leigusamningur eigi að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hins vegar hafi komið í ljós að mikilvæg atriði sé að finna í fylgiskjölum með honum sem ekki hafi fylgt við þinglýsingu. Kærandi vísar kæru sinni til stuðnings til úrskurða úrskurðarnefndarinnar nr. 647/2016, 646/2016, A-414/2012 og 570/2015, sem og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 472/2015.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. september 2020, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var óskað eftir því að Vegagerðin léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með tölvupósti, dags. 8. október 2020. Þar kemur fram að þann 13. mars 2020 hafi stofnunin og RA 5 ehf. undirritað húsaleigusamning um fasteignina að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Samningurinn hafi ekki verið gerður á grundvelli útboðs samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016, heldur í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa. Húsaleigusamningurinn hafi verið móttekinn til þinglýsingar þann 4. júní 2020 ásamt fylgiskjali VII, yfirlýsingu um umráðarétt lóðarinnar við Suðurhraun 33 á 3.279 fermetra hlut af lóðinni við Suðurhraun 3. <br /> <br /> Kærandi hafi óskað eftir fylgiskjölum samningsins með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2020. Í kjölfarið hafi Vegagerðin skorað á RA 5 ehf. að upplýsa um það innan sjö daga hvort félagið teldi að umbeðnar upplýsingar ættu að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þann 31. ágúst 2020. Þann 7. september 2020 hafi borist svar þar sem RA 5 ehf. hafi lagst gegn afhendingunni þar sem gögnin fælu m.a. í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Ekki yrði séð að hagsmunir kæranda stæðu til þess að fá afhent frekari gögn en þegar hefðu verið afhent eða gerð opinber. Þann 14. september 2020 hafi Vegagerðin innt félagið eftir skýringum á því hvort það legðist gegn afhendingu allra fylgiskjalanna en samdægurs hafi lögmaður félagsins upplýst að það legðist ekki gegn því að afhent yrðu fylgiskjöl nr. I, II, IV, VI og VII. Þá er jafnframt meðal gagna málsins erindi LEX lögmannsstofu, f.h. RA 5 ehf., til Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2020, með rökstuðningi félagsins vegna kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Vegagerðin byggir á því að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi stofnuninni verið óheimilt að afhenda kæranda öll umbeðin gögn þar sem fyrir liggi að þau snerti fjárhags- og viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. Afhending þeirra geti einnig skaðað samkeppnishæfni félagsins en bent er á að meginstarfsemi félagsins felist í útleigu atvinnuhúsnæðis. Samkvæmt athugasemdum við fyrrgreint ákvæði í frumvarpi því sem varð að lögum komi fram að leggja verði mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess sem upplýsingarnar varða. Við þetta mat verði almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna séu aðgengilegir almenningi. Fram komi að ekki megi ganga gegn réttmætum hagsmunum fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. <br /> <br /> Við þetta mat beri að mati Vegagerðarinnar að líta til þess að fyrir liggi að RA 5 ehf., sem upplýsingarnar varða einnig, hafi lagst gegn afhendingu gagnanna með vísan til fyrrgreindra sjónarmiða sem Vegagerðin telji sér ekki fært að véfengja. Þá hafi kærandi nú þegar undir höndum húsaleigusamning þann sem um ræði í málinu og helstu fylgiskjöl hans sem að mati Vegagerðarinnar eigi að vera fullnægjandi fyrir kæranda til þess að átta sig á efni samningsins. Vegagerðin fái ekki séð hvaða hagsmuni kærandi kunni að hafa af því að fá afhent önnur fylgiskjöl húsaleigusamningsins en hann hafi hvorki gert nægilega grein fyrir því hvaða þýðingu umbeðin gögn hafi fyrir kæranda né sýnt fram á nauðsyn þess að fá þau afhent, eða að hvaða leyti þau gögn sem hafi verið afhent séu ófullnægjandi. <br /> <br /> Varðandi umfjöllun kæranda í kæru, um að hann telji sig ekki geta borið saman tilboð sitt miðað við húsnæðið sem kærandi hugðist leigja og tilboð RA 5 ehf., er bent á að aðalteikningar, sem sýni nákvæmlega hverjar breytingar á byggingunni verði, hafi verið lagðar inn til byggingarfulltrúans í Garðabæ og séu þar aðgengilegar á kortavef sveitarfélagsins. Grófrými sem telji um 50% af hinu leigða húsnæði standi nær óbreytt frá því sem áður var. Steypt miðbygging sem áður hafi verið á tveimur hæðum verði aðlöguð samkvæmt húslýsingu og byggð verði ofan á hana ein hæð að hluta til. Kærandi eigi því að hafa öll gögn til þess að geta metið hvort þarfakröfur hafi verið uppfylltar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 8. október 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., sem gerður var í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa nr. 20796. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni þeirra gagna sem eftir standa byggir á því að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, þar sem afhending þeirra geti skaðað viðskipta-, fjárhags- og samkeppnisstöðu félagsins sem hafi þá aðalstarfsemi að leigja út atvinnuhúsnæði. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að kærandi var meðal þeirra aðila sem óskuðu eftir því að gera leigusamning við Vegagerðina samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa. Verður því að líta svo á að upplýsingar í umbeðnum gögnum varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 836/2019 frá 28. október 2019.<br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Sama gildir að breyttu breytanda um aðra samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Upplýsingaréttur almennings er ríkur þegar kemur að fjárútlátum hins opinbera og af því leiðir að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í útboðum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum sem varða útboð eða gerð samninga sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé atviksbundið hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Að svo búnu verður að leggja mat á hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að gögnin lúti leynd, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað gögnin sem Vegagerðin synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Við matið verður að líta til þess að þau fjalla um samningssamband opinberrar stofnunar við einkaaðila sem felur í sér að stofnunin tekur á leigu húsnæði gegn leigugreiðslum. Úrskurðarnefndin tekur fram að almennar upplýsingar um viðskiptasamband opinbers aðila og einkaaðila geta ekki falið í sér upplýsingar um einkamálefni hins síðarnefnda. Hefur kærandi, sem og allur almenningur, almennt af því ríka hagsmuni að fá upplýsingar um endurgjald sem opinberar stofnanir áskilja sér gegn ráðstöfun opinberra hagsmuna, þ. á m. um ástand hins leigða, viðhald sem innt skal af hendi og önnur sambærileg atriði. Þá hefur kærandi af því verulega hagsmuni umfram aðra að geta sannreynt að tekið hafi verið hagstæðara tilboði í kjölfar opinberrar auglýsingar en því sem hann lagði sjálfur fram. Það getur kærandi ekki gert án þess að eiga möguleika á að kynna sér frávik frá kröfum sem upphaflega voru gerðar, viðbætur og greiðslur vegna þeirra. <br /> <br /> Ljóst má því vera að mikið þarf til að koma svo að upplýsingar í umbeðnum gögnum verði taldar þess eðlis að hagsmunir RA 5 ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Í því sambandi athugast að hvorki Vegagerðin né RA 5 ehf. hafa gert nákvæmlega grein fyrir því hvort og þá hvernig aðgangur kæranda geti valdið félaginu tjóni eða hversu mikið tjónið geti orðið. Ákvörðun Vegagerðarinnar virðist fyrst og fremst reist á því að RA 5 ehf. hafi lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Getur sú afstaða ekki ein og sér komið í veg fyrir að stofnunin framkvæmi sjálf hagsmunamat af því tagi sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Fylgiskjal III með samningi Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., dags. 26. febrúar 2020, er 19 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar. Skilalýsing með leigusamningi vegna Suðurhrauns 3, 210 Garðabæ.“ Skjalið er merkt báðum samningsaðilum og nær til viðbóta eða frávika frá húslýsingu Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í október 2018. Skjalið hefur að geyma tiltölulega almenna lýsingu á ástandi og gæðum hins leigða og fyrirhuguðum frágangi innan- og utanhúss með breytingum sem ýmist eru sagðar að ósk Vegagerðarinnar eða vegna annarra ástæðna. Einnig er að finna í skjalinu yfirlit um magntölur samkvæmt húslýsingu sem bornar eru saman við teikningu, rými sem felld verði út eða bætt við, búnað sem Vegagerðin skuli útvega og önnur frávik. Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna nokkrar þær upplýsingar í skjalinu sem veitt geta innsýn í viðskiptaleyndarmál, fjárhagsstöðu eða önnur atriði sem geta valdið RA 5 ehf. tjóni, yrðu upplýsingarnar á almannavitorði. Hagsmunir kæranda af aðgangi að skjalinu vega því augljóslega mun þyngra en þeir takmörkuðu hagsmunir annarra af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali III.<br /> <br /> Fylgiskjal V með leigusamningnum er tvær blaðsíður og felur í sér viðhaldsáætlun hússins að Suðurhrauni 3. Skjalið hefur að geyma yfirlit um þætti er krefjast viðhalds, hver beri ábyrgð á því, hversu reglulega það skuli eiga sér stað og hver standi straum af kostnaði. Með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum getur skjalið ekki falið í sér upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og því ljóst að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því vega mun þyngra en hagsmunir félagsins af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali V.<br /> <br /> Fylgiskjal VIII við leigusamninginn er 16 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Hönnunarforsendur leigutaka, umfram skilgreiningar í húslýsingu og skilalýsingu.“ Í skjalinu eru settar fram nánari kröfur Vegagerðarinnar sem RA 5 ehf. skuli uppfylla. Úrskurðarnefndin tekur fram að um er að ræða skjal sem alfarið er unnið af Vegagerðinni þar sem gerðar eru kröfur til einkaaðila. Engar upplýsingar er hins vegar að finna í skjalinu um það hvort eða hvernig hafi verið orðið við þessum kröfum. Því er með engu móti hægt að álykta að skjalið hafi að geyma upplýsingar sem varði viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni RA 5 ehf. eða valdið því annars konar tjóni með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali VIII.<br /> <br /> Fylgiskjal IX við leigusamninginn er ein blaðsíða og felur í sér samkomulag um fullnaðaruppgjör Vegagerðarinnar gagnvart RA 5 ehf. á viðbótarkostnaði vegna breytinga og viðbóta sem gerðar hafi verið á samningstíma frá húslýsingu og húsrýmisáætlun vegna Suðurhrauns 3. Samkomulagið felur í sér breytingu á leiguverði. Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem áður hafa verið rakin um upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna er með engu móti hægt að líta svo á að hagsmunir RA 5 ehf. af því að skjalið fari leynt geti vegið þyngra en hagsmunir kæranda, og raunar alls almennings, af því aðgangur verði veittur. Ekki er að finna upplýsingar í skjalinu sem valdið geta félaginu tjóni, yrðu þær á almannavitorði. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali IX.</p> <p >Af framangreindu er ljóst að verulega skorti á að Vegagerðin legði fullnægjandi grunn að ákvörðun sinni um að synja kæranda um afhendingu umbeðinna gagna. Þannig verður ekki séð að Vegagerðin hafi lagt mat á þá hagsmuni svo sem áskilið er í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, eins og rakið er hér að framan. Þrátt fyrir að ákvörðun Vegagerðarinnar sé haldin slíkum annmörkum telur úrskurðarnefndin, eftir að hafa kynnt sér umrædd gögn, engu að síður fært að endurskoða sjálfstætt umrædda ákvörðun og fella hana úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að afhenda umrædd gögn, í stað þess að vísa málinu til nýrrar meðferðar. Í því sambandi er horft til þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um rétt kæranda til umbeðinna gagna.<br /> <br /> Loks telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að upplýsingalög gera ekki ráð fyrir að sá sem fer fram á upplýsingar þurfi að rökstyðja sérstaklega beiðni sína. Þá getur skortur á slíkum rökstuðningi ekki leitt til þess að kæranda verði synjað um aðgang að gögnum á þeim grunni einum.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vegagerðinni er skylt að veita kæranda, K16 ehf., aðgang að fylgiskjölum við húsaleigusamning fyrir stofnunina við Suðurhraun 3, 210 Garðabæ, dags. í mars 2020, nr. III, V, VIII og IX.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

986/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu lögreglustjóra að kæranda hefði verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndarin að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 986/2021 í máli ÚNU 20100005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 2. október 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið sem hann ók árið 2017.<br /> <br /> Kærandi sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu erindi, dags. 20. ágúst 2019, þar sem fram kom að honum hefði borist til eyrna að lögð hefði verið fram kvörtun vegna aksturslags hans í gegnum samfélagsmiðilinn facebook. Með erindinu óskaði kærandi eftir öllum gögnum málsins, þ.e. kvörtuninni sem barst gegnum facebook, skjáskoti sem tekið var úr ferilvöktun lögreglu, öllum þeim tölvubréfum sem urðu til vegna málsins og bréfi sem sýni lokaafgreiðslu málsins. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 22 október 2019. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að enn hafi engin svör borist og kærandi telji afgreiðslu lögreglustjóra brjóta gegn 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með því að upplýsa ekki innan ákveðins frests um hvort orðið yrði við beiðninni. Þar sem erindinu hafi ekki verið svarað þá sé það mat kæranda að orðið hafi óhæfilegur dráttur á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að þeim gögnum sem hann óskaði eftir hjá lögreglunni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 6. október 2020, sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og veitti embættinu frest til 14. október 2020 til að afgreiða beiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekaði framangreint erindi þrívegis með erindum, dags. 12. nóvember 2020, 10. desember 2020 og 21. janúar 2021.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. janúar 2021, barst svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kom að erindi kæranda hefði verið afgreitt með bréfi, dags. 22. janúar 2021, sem var meðfylgjandi bréfi lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Með framangreindu bréfi, dags. 22. janúar 2021, var kæranda veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum í málinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. mars 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu kæranda á því að honum hefðu verið afhent þau gögn sem beiðni hans laut að og honum tilkynnt um að fyrirhugað væri að fella mál hans niður að fenginni staðfestingu hans. Í svari kæranda, dags 7. mars 2021, kom fram að kærandi gæti staðfest að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir hefði borist honum en ekki öll gögn málsins líkt og fram hefði komið í bréfi lögreglustjóra. Af þeim sökum fór kærandi fram á að mál hans yrði tekið til úrskurðar um hvort lögreglustjóra væri skylt að afhenda öll gögn sem óskað var eftir.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar afstöðu kæranda ritaði úrskurðarnefndin lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf, dags 15. mars 2021, þar sem þess var óskað að nefndin yrði upplýst um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda um upplýsingar hefðu verið afhent. Svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu barst með bréfi, dags. 16. mars 2021, þar sem fram kom að embættið hefði afhent kæranda þau gögn sem lægju fyrir. Málið varðandi meintan hraðakstur hafi verið afgreitt af yfirmanni kæranda sem tók ákvörðun um að aðhafast ekkert vegna tilkynningarinnar. Tilkynningin hefði ekki verið skráð í skjalastjórnunarkerfi eða önnur kerfi sem hefðbundið starfsmannamál. Það hafi ekki verið fyrr en kærandi sjálfur sendi inn erindi til Persónuverndar að málið hefði verið skráð og afgreitt á þeim grundvelli. Ekki væri um að ræða að embættið hafnaði að afhenda frekari gögn í málinu eins og kærandi héldi fram. Gögn þau sem kærandi óskaði eftir að fá afhent væru ekki til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aðgang að öllum gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið árið 2017. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og þau gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í viðbótarumsögn lögreglustjóra, dags. 16. mars 2021, segir að öll gögn sem tengjast málinu hafi verið afhent kæranda og þau gögn sem hann óski eftir séu ekki til hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Loks er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga. Þannig liðu alls fimm mánuðir frá því að beiðni barst embættinu og þar til henni var svarað án þess að kæranda hefði verið skýrt frá ástæðum tafa eða hvenær ákvörðunar væri að vænta eins og áskilið er í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að afgreiða framvegis beiðnir um upplýsingar í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

985/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

Kærð var synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá. Kæran barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 985/2021 í máli ÚNU 21030010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2021, kærði A synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir framangreindum gögnum með bréfi, dags. 10. janúar 2021. Með svari Hafrannsóknarstofnunar, dags. 14. janúar 2021, var beiðni kæranda synjað. Í svarinu var vísað til þess að Hafrannsóknarstofnun liti svo á að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda umrædd gögn þar sem um væri að ræða veiði fyrir einstakar jarðir. Í því sambandi var vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. apríl 2000 í máli nr. 94/2000. Öðru máli gegndi þegar um væri að ræða veiði á svæðum eða í vatnsföllum/stöðuvötnum þar sem um væri að ræða veiði fyrir landi fleiri en einnar jarðar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Hafrannsóknarstofnun synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 14. janúar 2021 en kæra barst úrskurðarnefndinni 11. mars 2021. Hún barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Hafrannsóknarstofnunar til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Hafrannsóknarstofnun hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti snúið sér aftur til stjórnvaldsins með sjónarmið sín og óskað eftir umræddum upplýsingum aftur og eftir atvikum leitaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan lögbundins 30 daga kærufrests verði beiðni hans synjað á ný. Verður samkvæmt þessu ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 6. mars 2021, á hendur Hafrannsóknarstofnun er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

984/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni A, fréttamanns, um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingar féllst á með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefndin taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 984/2021 í máli ÚNU20110019.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Afhenda mætti gögnin á sama formi og þær upplýsingar sem þegar hafi verið birtar vegna stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Ríkisskattstjóri svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 20. október 2020. Í svarinu kom fram að þann 5. október 2020 hefðu 1758 rekstraraðilar nýtt sér heimild til að fresta greiðslu á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna og/eða tryggingargjalds. Fjöldi í hverjum mánuði, fjárhæðir og hlutfall þeirra af heildarfjárhæð, annars vegar vegna staðgreiðslu og hins vegar tryggingagjalds, kæmi fram í töflum sem fylgdu svari ríkisskattstjóra. Í svarinu kom einnig fram að skattyfirvöldum væri óheimilt að veita upplýsingar um nýtingu einstakra rekstraraðila á þessum úrræðum, enda hefði lögbundinni þagnarskyldu ekki verið vikið til hliðar með sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Enn fremur lægi ekki fyrir greining á því hvaða rekstraraðilar ættu í hlut. Með tölvupósti, dags. 21. október 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja beiðni hans. Svar ríkisskattstjóra barst með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem fram kom að í 15. gr. laga nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, væri beinlínis kveðið á um að birta skyldi opinberlega upplýsingar um hverjir hefðu fengið slíkar greiðslur og fjárhæð þeirra. Ekkert slíkt ákvæði væri að finna í lögum nr. 25/2020 þar sem frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds væri heimiluð.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji einsýnt að umbeðnar upplýsingar eigi fullt erindi við almenning og þó ekki sé sérstaklega kveðið á um að þær beri að birta feli það ekki í sér að þær eigi að fara leynt. Þar megi m.a. benda á nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 þar sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda tilteknar upplýsingar, þótt ekki væri sérstaklega kveðið á um afhendingarskyldu í lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst sé að sömu sjónarmið hljóti að eiga við í þessu máli. Þá er bent á að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings við opinbera aðila. Stjórnvöld hafi á þessu ári veitt gríðarlegum fjárhæðum úr sjóðum almennings til að styðja við fyrirtæki landsins í heimsfaraldri. Sú aðgerð sem óskað er upplýsinga um sé fyllilega sambærileg þótt fé sé hér ráðstafað með öðrum hætti en beinum fjárframlögum, enda hefur frestun skattgreiðslna áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings séu því þeir sömu. Aðgangur að upplýsingum eins og þeim sem hér sé óskað eftir sé því beinlínis nauðsynlegur til að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu og upplýst almenning um hvernig stjórnvöld hafi farið með opinbert fé í faraldrinum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, voru m.a. gerðar breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þessar breytingar lúti að því að launagreiðendum, sem eigi við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, verði heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum á staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds, sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Nýr gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað væri, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum, yrði 15. janúar 2021. Framkvæmd ríkisskattstjóra á staðgreiðslulögum og lögum um tryggingagjald byggi að öllu leyti á sýslan með upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga í rekstri og lögaðila en jafnframt launamanna. Staðgreiðsla opinberra gjalda sé bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars launamanna á tekjuári og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram, sbr. 1. gr. staðgreiðslulaga. Um þagnarskyldu ríkisskattstjóra við skattframkvæmd fari samkvæmt 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en í 1. mgr. 117. gr. segi að á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komist að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan haldist þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að það heyri til algjörra undantekninga að vikið sé frá þeirri fortakslausu vörn sem skattaðilar eigi undir framangreindum ákvæðum og geta þurfi þess í löggjöf með svo skilmerkilegum hætti að ekki leiki vafi á um slíka ráðstöfun. Til að mynda taki 2. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt á sérstökum heimildum Hagstofu og Seðlabanka, og annars staðar í lögum sé þess getið sérstaklega beri ríkisskattstjóra skylda til að miðla til annarra stjórnvalda upplýsingum um tekjur og efnahag skattaðila. Einu gildi í hvaða skyni beiðandi hyggist nýta þær upplýsingar sem hann leiti til ríkisskattstjóra um. Ekki séu fordæmi fyrir því að hagsmunir almennings af upplýsingunum séu taldir vega þyngra en sú skilyrðislausa vörn sem skattaðilar eiga samkvæmt þagnarskylduákvæðum laga um tekjuskatt og eftir atvikum lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nema að svo takmörkuðu leyti sem sérstakar lögbundnar undantekningarheimildir kveði á um. Megi þar nefna 98. gr. laga um tekjuskatt um tímabundna og afmarkaða birtingu álagningar- og skattskráa, og enn fremur 15. gr. laga nr. 50/2020 þar sem löggjafinn hafi séð sérstakt tilefni til að kveða á um birtingu tiltekinna og skýrt afmarkaðra upplýsinga um nýtingu skattaðila á úrræði því sem varði greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2020 sé að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri lögbundnu birtingu, hvernig henni skyldi háttað og tekið fram að birtingarákvæðið víki til hliðar þagnarskyldu samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt. Engum slíkum undantekningarreglum sé fyrir að fara í lögum nr. 25/2020 og gildi því meginregla 117. gr. laga um tekjuskatt um þagnarskyldu ríkisskattstjóra og ekki forsendur til afhendingar hinna umbeðnu upplýsinga. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 14. desember 2020, kemur fram að þær upplýsingar sem óskað sé eftir hafi orðið til vegna breytinga á ákvæðum laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þar sé ekki að finna sérstök þagnarskylduákvæði. Því sé eðlilegt að leyst verði úr rétti til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði að sérstakt þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, ætti hér við, eins og ríkisskattstjóri haldi fram, væri rétt að árétta að það ákvæði sé ekki fortakslaust, eins og úrskurðarnefndin hafi endurtekið skorið úr um, nú síðast með úrskurði nr. 935/2020. <br /> <br /> Þá eru ákvæði upplýsingalaga rakin. Þar er m.a. vísað til 9. gr. upplýsingalaga og tekið fram að við afgreiðslu málsins þurfi úrskurðarnefndin að líta til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Aðstæður í þessu máli séu mjög sérstakar, enda hafi ríkissjóður síðustu mánuði tekið á sig gífurlegar byrðar til að bjarga fyrirtækjum landsins frá gjaldþroti. Frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds væri liður í því og væri augljóslega til þess fallin að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings af því að fá að vita hverjir nýti sér slík sérúrræði, sem ekki yrðu samþykkt í venjulegu árferði, hljóti því að teljast miklir og vegi mun þyngra en hagsmunir fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum. Þá segir að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting þessara upplýsinga myndi valda fyrirtækjunum tjóni. Þar beri að hafa í huga að þegar hafi verið birtur langur listi á vef ríkisskattstjóra um hvaða fyrirtæki hafi fengið stuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti, ásamt fjárhæðum, og Vinnumálastofnun hafi birt lista um hvaða fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar.<br /> <br /> Hún hljóðar svo: <br /> „Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila. Nefndin telur engan vafa leika á að yfirlit yfir þá aðila sem nýtt hafa úrræði samkvæmt annars vegar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og hins vegar lögum um tryggingagjald sem að framan er lýst falli undir umrætt lagaákvæði. Þau úrræði sem hér um ræðir fela í sér annars vegar heimild til frestunar á greiðslum staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingargjalds. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, fréttamanns, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar Ríkisskattstjóra á beiðni hans um yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

983/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á tiltekið fyrirtæki. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 983/2021 í máli ÚNU20110006. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti til 1. september 2020 vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á fyrirtækið A ehf.&nbsp;<br /> <br /> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda ýmsar upplýsingar og gögn varðandi greiðslu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á fyrirtækið. Á meðal þess sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda kæranda var hreyfingayfirlit yfir álagningu dagsekta, innborgana og uppsafnaða stöðu skuldar, dags. 14. febrúar 2020. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki væri fallist á að þagnarskylduregla 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, ætti við um hreyfingayfirlitið þar sem beiðni samtakanna var lögð fram áður en lög nr. 150/2019 öðluðust gildi hinn 31. desember 2019. Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar afhenti ríkisskattstjóri kæranda gögn, m.a. hreyfingayfirlit fram til 14. febrúar 2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 30. september 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að uppfærðu hreyfingayfirliti með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags 1. september 2020. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. október 2020, með vísan til þess að starfsmönnum ríkisskattstjóra bæri í samræmi við 20. gr. laga nr. 150/2019, að halda umbeðnum upplýsingum leyndum að viðlagðri refsiábyrgð. Þar sem gögnin féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 tækju upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. <br /> <br /> Í kæru er lögð áhersla á 5. gr. upplýsingalaga er lýtur að því að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir á hendur fyrirtækinu séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðun Neytendastofu um álagningu stjórnvaldssekta sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta þar tilgreind. Að mati kæranda sé ekki haldbær rökstuðningur að vísa til þess að uppfært hreyfingayfirlit hafi að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara. Þá segir í kæru að smálánastarfsemi sé ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Að mati kæranda séu því ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að ofangreindum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Í kæru er einnig greint frá því að hreyfingayfirlitið, dags. 14. febrúar 2020, sem kærandi fékk afhent í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar, beri ekki með sér að umrætt fyrirtæki hafi greitt umræddar stjórnvaldssektir. Nauðsynlegt sé að fá afhent uppfært hreyfingayfirlit í því skyni að staðreyna hvort svo sé. Þá segir í kæru að kærandi telji takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna skv. 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Það mat sé í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra máli þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar féllu ekki undir umrætt undanþáguákvæði 2. málsl. 9. gr. Kærandi líti svo á að umrædd beiðni varði gögn er falli í ljósi framangreinds ekki undir sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki síst sökum þess að hlutaðeigandi félag óskar sérstaklega eftir að því sé komið á framfæri að stjórnvaldssektir hafi verið upp greiddar.<br /> <br /> Loks er í kæru bent á að jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að uppfært hreyfingayfirlit, dags. 1. september 2020, fæli í sér upplýsingar sem leynt skuli fara á grundvelli þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019 væri eflaust hægt að afmá þann hluta gagnanna og veita samtökunum aðgang að upplýsingum sem staðreyni framangreindar fullyrðingar fyrirtækisins. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 23. nóvember 2020, er forsaga málsins rakin og vísað til þess að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 hafi kæranda verið send þau gögn sem skylt var að afhenda samkvæmt úrskurðinum, m.a. hreyfingayfirlit, með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags. 14. febrúar 2020. Í umsögninni er vísað til þess að í kæru sem mál þetta lýtur að sé í megindráttum vísað til þess að hreyfingayfirlit það sem þegar er búið að afhenda beri ekki með sér að stjórnvaldssektin hafi verið greidd. Búið sé að meta það svo af úrskurðarnefnd um upplýsingamál að upplýsingar sem þar komi fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og því beri að afhenda kæranda uppfært hreyfingayfirlit sem sé af sama meiði og fyrri beiðni laut að.<br /> <br /> Í umsögninni er áréttuð sú afstaða ríkisskattstjóra að seinni beiðni kæranda sem kæra þessi lýtur að sé ekki hluti fyrra máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 926/2020. Þá segir að lög nr. 150/2019 sem tóku gildi 30. desember 2019 gildi um innheimtu á sköttum, gjöldum og sektum ásamt vöxum, álagi og kostnaði sem lögð eru á af stjórnvöldum og sem innheimtumönnum ríkissjóðs er falið að innheimta, sbr. 1. gr. laganna. Gildissvið laganna nái þannig til innheimtu á stjórnvaldssektum, m.a. til stjórnvaldssekta Neytendastofu og dagsekta Neytendastofu. Eins og fram komi í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál fallist nefndin ekki á að leysa bæri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laganna þar sem þau höfðu ekki tekið gildi þegar fyrra erindi kæranda barst ríkisskattstjóra í lok árs 2019. Þegar seinna erindi kærandabarst ríkisskattstjóra höfðu lög nr. 150/2019 tekið gildi og því beri að leysa úr ágreiningi vegna hinnar nýju beiðni á grundvelli þeirra. Í 1. og 2. málsl. 20. gr. laganna kemur fram að á innheimtumanni ríkissjóðs hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og að honum sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þá er tekið fram að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 sé sérstök þagnarskylduregla sem mæli fyrir um að innheimtumanni sé óheimilt að viðlagðri refsiábyrgð að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara meðal annars um tekjur og efnahag gjaldenda og gengur hún framar ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkisskattstjóri telji að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 komi í veg fyrir að heimilt sé að afhenda almenningi hreyfingayfirlit yfir skuldir og skuldastöðu gjaldenda úr tekjubókhaldskerfi ríkisins. Það sé jafnframt mat embættisins að undir hugtökin tekjur og efnahag í skilningi 20. gr. laganna falli skuldastaða við ríkissjóð og innheimtusaga og vandséð sé að upplýsingar um hvernig greiðslum og innheimtu einstakra gjaldflokka sé háttað, eigi erindi við almenning. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, er vísað til þess að á meðan fyrra mál kæranda var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lauk með úrskurði nefndarinnar í máli nr. 926/2020, hafi kæranda borist upplýsingar frá umræddu fyrirtæki þess efnis að það hefði greitt höfuðstól álagðrar stjórnvaldssektar að fullu. Ljóst væri að hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda, bar það ekki með sér að sektin væri greidd. Þá segir að jafnvel þótt fallist sé á að líta beri á beiðni kæranda sem nýja beiðni sé ekki unnt að skýra ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 með jafn víðtækum hætti og ríkisskattstjóri haldi fram í umsögn sinni. Að mati kæranda beri að líta til orðalags ákvæðisins sem kveði á um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Líkt og fjallað sé um í kæru samtakanna lúti beiðnin að gögnum sem eðlilegt sé að almenningur hafi aðgang að auk þess sem umbeðin gögn staðfesti upplýsingar sem hlutaðeigandi fyrirtæki hafi samþykkt að veita, þ.e. að höfuðstóll hinna álögðu stjórnvaldssekta væri þegar greiddur. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hreyfingayfirliti yfir skuldastöðu og skuldir í fórum ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A ehf.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019. Ljóst er að beiðni kæranda um uppfært hreyfingayfirlit barst ríkisskattstjóra eftir gildisstöku laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt. Þá annast innheimtumenn innheimtu sekta sem lagðar eru á af stjórnvöldum og þeim er falið að innheimta. Ljóst er að hreyfingayfirlit það sem kærandi óskar eftir aðgangi að hefur að geyma upplýsingar um innheimtu ríkisskattstjóra sem innheimtumanns í framangreindum skilningi í tilefni af viðurlagaákvörðun Neytendastofu.</p> <p >Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Á það við þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. 926/2020 að veita bæri aðgang að sambærilegu gagni á grundvelli upplýsingalaga enda höfðu ákvæði 150/2019 ekki tekið gildi á þeim tímapunkti. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Neytendasamtakanna, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um hreyfingayfirlit yfir skuldastöðu A ehf. við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

982/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni A um upplýsingar í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er vörðuðu aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 982/2020 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, kærði A afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi hans óskaði hann m.a. eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið eða lögreglustjóri hefðu haft frumkvæði að flutningi starfsmannsins. Þá var óskað eftir upplýsingum um lagagrundvöll ákvörðunarinnar og tímalengd hennar. Jafnframt var óskað upplýsinga um hver gegndi stöðu þess starfsmanns sem veitt var leyfi.<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, var vísað til þess að heimild til tímabundins flutnings opinberra starfsmanna á milli stjórnvalda megi finna í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undanþegin upplýsingarétti almennings. Um þetta sé nánar fjallað í 7. gr. sömu laga þar sem segi m.a. í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kærandi svaraði ráðuneytinu með erindi, dags. 26. nóvember 2020, þar sem hann fór fram á það við ráðuneytið að það afgreiddi beiðni hans í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Kærandi ítrekaði beiðni sína nokkrum sinnum. Ráðuneytið svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020. Í svarinu kemur fram að í fyrra svari hafi ráðuneytinu láðst að leiðbeina um kæruheimild vegna synjunar um aðgang að gögnum og var kæranda leiðbeint um heimild til að kæra synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þá hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort veita ætti aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Loks er vísað til þess að 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, kveði með skýrum hætti á um heimild til tímabundins eða varnalegs flutnings opinbers starfsmanns milli stjórnvalda. Upplýsingar sem verði til í tengslum við umræddan flutning starfsmanns falli að mati ráðuneytisins undir 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og séu þannig undanþegnar upplýsingarétti almennings. Að því sögðu fengi ráðuneytið ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkari mæli ætti við. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig yrði farið með stöðu þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á meðan hann starfar þar. Ráðuneytið svaraði erindi kæranda með tölvubréfi, dags. sama dag., þar sem fram kom að staðan væri mönnuð með tilfærslum innan ráðuneytisins. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort það væri fastráðinn starfsmaður eða starfsmaður í afleysingum. Ráðuneytið svaraði kæranda samdægurs þar sem vísað var til fyrri svara þess vegna málsins. Kærandi óskaði sama dag eftir nafni og starfsheiti viðkomandi starfsmanns, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. sama dag, var kærandi upplýstur um nafn þess starfsmanns sem tekið hefði við málaflokkum hjá ráðuneytinu sem voru á hendi þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans. Sama dag óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða starfsmaður væri þá í gömlu stöðu þess starfsmanns. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, kom fram að ráðuneytið liti svo á að búið væri að svara erindi kæranda. Kærandi ítrekaði beiðni sína í kjölfarið. Með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, var beiðni kæranda svarað þar sem fram kom að ráðuneytið ítrekaði fyrri afstöðu sína um að búið væri að svara beiðni hans með fullnægjandi hætti. Þá var kæranda vísað á vefsíðu ráðuneytisins þar sem finna mætti almennar upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins og starfsfólk þess. Til viðbótar var vísað til 7. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 8. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins ásamt gögnum málsins bárust með tölvubréfi, dags. 23. desember 2020. Í umsögninni kom fram að ráðuneytið hefði ekki frekari upplýsingar eða rökstuðning sem það vildi koma á framfæri við úrskurðarnefndina. Umsögn ráðuneytisins var send kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2020. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um upplýsingar í tengslum við aðdraganda og undirbúning þess að starfsmanni ráðuneytisins var veitt tímabundið leyfi frá ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Nánar tiltekið laut beiðni hans að upplýsingum um samskipti sem kynnu að hafa átt sér stað á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við flutning starfsmannsins auk upplýsinga um hver hefði átt frumkvæðið að ráðstöfuninni, tímalengd og lagagrundvöll hennar. Þá laut kæran jafnframt að því að dómsmálaráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni hans um upplýsingar um hvaða starfsmanni var falið að sinna verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum þess starfsmanns sem veitt var leyfi. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Undir slíkt geta fallið ýmsar ráðstafanir sem gripið er til varðandi innra skipulag ráðuneytisins í kjölfar þess að starfsmaður er fluttur til í starfi, t.d. varðandi hvaða starfsmanni eða starfmönnum eigi að fela þau verkefni sem áður voru á hendi þess starfsmanns.<br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur dómsmálaráðuneytið upplýst að ákvörðun um að flytja umræddan starfsmann á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi byggst á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu ráðuneytisins. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem allar snerta ákvörðun ráðuneytisins um flutning starfsmanns þess á milli stjórnvalda og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um hvaða tilteknu starfsmönnum var falið að sinna þeim verkefnum og málaflokkum sem umræddur starfsmaður sinnti áður. <br /> <br /> <h3>2.</h3> Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Eins og áður segir er ljóst af svörum ráðuneytisins til kæranda að það taldi ekki skylt að upplýsa hvaða tiltekna starfsmanni var falið að taka við verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum starfsmannsins sem veitt var leyfi. Eins og áður segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að slíkar upplýsingar falli undir undanþágu 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti starfsmanna sé eftir því leitað. Í svörum ráðuneytisins til kæranda er honum leiðbeint um hvar væri unnt að finna upplýsingar um starfsmenn ráðuneytisins á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var dómsmálaráðuneytinu heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð dómsmálaráðuneytisins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <h3>3.</h3> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að ráðuneytið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2020, vegna beiðni kæranda kemur fram að ráðuneytið fái ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkara mæli eigi við án þess að rökstyðja þá afstöðu nánar. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að ráðuneytið tók afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi ráðuneytisins hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til ráðuneytisins að rökstyðja nánar afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um aðdraganda og undirbúning þess að tilteknum starfsmanni ráðuneytisins var veitt leyfi frá störfum til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Kæru A, dags. 7. desember 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

981/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Kærð var afgreiðsla Kennarasambands Íslands og skólastjórafélag Íslands á beiðni um gögn. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 981/2021 í máli 21010023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2021 kærði A ákvörðun Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum um hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismál dóttur hans. <br /> <br /> Með tveimur erindum til Kennarasambands Íslands, dags. 25. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum varðandi hann sjálfan og eiginkonu sína. Nánar tiltekið óskaði hann eftir upplýsingum um samskipti tiltekinna aðila við Kennarasambands Íslands, Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara í tengslum við eineltismál dóttur hans. Beiðnirnar voru settar fram með vísan til laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands svaraði kæranda með tveimur bréfum, dags. 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Stéttarfélög sinni almennt hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur starfsmanna sem eru félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum. Þá beri stéttarfélög almennt þagnarskyldu gagnvart félagsmönnum að því er varði þau mál sem félagsmenn leiti til stéttarfélags síns með. Af þeim sökum sé ekki hægt að upplýsa kæranda um hverjir séu félagsmenn Kennarasambands Íslands, hvort einstaklingar sem mögulega kunna að vera félagsmenn hafi leitað til Kennarasambands Íslands eða aðildarfélaga þess t.d. í tengslum við mál sín og þá hvort nafn kæranda, eiginkonu eða fjölskyldumeðlims hafi borið á góma í slíku máli hafi þeir gert það. Í svörunum kemur einnig fram að engar upplýsingar hafi fundist sem heimilt sé að veita aðgang að. Loks er kæranda leiðbeint um heimild til að senda kvörtun til Persónuverndar vegna svara eða vinnubragða Kennarasambands Íslands og aðildarfélaga þess í tengslum við persónuvernd.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, til aðgangs að upplýsingum um kæranda og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans í fórum Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stéttarfélög eru frjáls félagsamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna, m.a. gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra. Þau eru því hvorki stjórnvöld né lögaðilar í 51% eigu ríkisins eða meira, sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá hefur þessum aðilum ekki verið falið hlutverk sem fellur undir 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds fellur kæran utan gildissviðs upplýsingalaga og er henni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A dags. 29. janúar 2021, vegna synjunar Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands á beiðni um upplýsingar varðandi hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

980/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Deilt var um ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á. Synjun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna væru vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá væri hluti þeirra gögn sem felld yrðu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og staðfesti synjun ráðuneytisins að undanskildu einu gagni sem sent hafði verið þar sem fyrir lá að það var unnið af öðru stjórnvaldi og teldist ekki vinnugagn.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 980/2021 í máli ÚNU 20090012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. september 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á.<br /> <br /> Með tölvupósti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 22. júlí 2020, óskaði kærandi, eftir aðgangi að gögnum sem lágu að baki ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót sem tilkynnt var á vef ráðuneytisins 25. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, kom fram að með tilkynningu ráðherra 25. febrúar 2020 hefði komið fram að áformað væri að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og færa verkefni hennar í annað rekstrarform. Í þeirri tilkynningu hefði ekki falist endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar heldur hefði þar verið um að ræða tilkynningu um að áformað væri að hefja vinnu við að leggja niður stofnunina. Eðli máls samkvæmt myndi endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar verða tekin af Alþingi þar sem stofnunin starfaði samkvæmt lögum nr. 75/2007. Að mati ráðuneytisins teldust umrædd gögn sem óskað væri eftir, þ.e. greiningar sem unnar voru í aðdraganda tilkynningar ráðherra í febrúar, enn til vinnugagna og féllu því undir undanþáguákvæði 6. gr. upplýsingalaga enda væru gögnin sem um ræðir enn í notkun við undirbúning áformaðs frumvarps. Því gæti ráðuneytið ekki veitt aðgang að umræddum gögnum að sinni. Þegar endanleg útfærsla málsins lægi fyrir væri fyrirhugað að gögn yrðu birt opinberlega.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 9. september 2020 og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 24. september 2020, kemur fram að ráðuneytið telji umbeðin gögn falla undir 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. að um sé að ræða gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti. Nánar tiltekið sé um að ræða vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna en í athugasemdum við 8. gr. segi að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Skilyrði þessi séu uppfyllt hvað varði öll þau gögn sem ráðuneytið lagði til grundvallar áformunum. Þá hafi ráðuneytið einnig stuðst við ýmis opinber gögn og skýrslur. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ljóst sé að á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga geti stjórnvaldi verið skylt að afhenda vinnugögn ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, þar komi fram upplýsingar sem skylt sé að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi fram annars staðar eða þar komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert af þessu eigi við um þau gögn sem útbúin hafi verið í ráðuneytinu og gegni hlutverki vinnugagna í máli þessu. Inntak gagnanna sé ekki slíkt að í þeim komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins né heldur sé þar að finna upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar. Ljóst sé að stjórnvöld þurfi að taka ýmsar ákvarðanir, undirbúa og móta aðgerðir eða afstöðu til markmiða sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Um þetta sé rætt í athugasemdum við 8. gr. laganna og jafnframt segi þar að gögn sem verði til í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt og eðlilegt sé að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim. Þá sé það jafnframt niðurstaða ráðuneytisins að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í skilningi upplýsingalaga. Ráðherra hafi kynnt áform sem í eðli sínu séu pólitísk áform um að leggja skuli Nýsköpunarmiðstöð niður og hafi tilkynnt um að hafin verði frekari vinna við að meta og raungera þau áform. Í þeim tilgangi hafi ráðherra skipað stýrihóp og fjóra vinnuhópa sem unnið hafi áfram með málið. Ráðuneytið telji því að ekki hafi legið fyrir skylda til að afhenda umrædd vinnugögn og í ljósi eðlis gagnanna hafi ráðuneytið enn fremur tekið þá afstöðu að veita ekki aðgang að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.<br /> <br /> Með tölvupósti ráðuneytisins, dags. 9. september 2020, fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þar segir að ráðuneytinu sé ljóst að minnisblöð til ríkisstjórnar falli almennt ekki undir það sem réttur almennings nái til en þau gögn séu engu að síður send með til að nefndin fái sem gleggsta mynd af málinu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 5. október 2020, eru gerðar athugasemdir við þá túlkun ráðuneytisins að samþykki Alþingis þurfi til áður en hægt sé að óska aðgangs að upplýsingum um störf framkvæmdarvaldsins. Í því sambandi er bent á að upplýsingalög gildi ekki um löggjafann með beinum hætti. Þá er bent á að tilkynning ráðherra um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar hafi þegar verið birt. Í kjölfarið hafi Nýsköpunarmiðstöð dregið saman starfsemi sína. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum varðandi greiningarvinnu þá sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín á um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tilkynnt var 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. „Frumúttekt á NMÍ“, vinnuhópur um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu, maí 2019.<br /> 2. Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, unnið fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, desember 2019.<br /> 3. Greining á hlutverki og verkefnum, kynning fyrir ráðherra, desember 2019.<br /> 4. Hagaðilagreining – drög, janúar 2020.<br /> 5. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 6. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 7. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <h3>2.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands undir yfirskriftinni „Frumúttekt á NMÍ“ sem unnin var af vinnuhópi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem samanstóð af starfsfólki ráðuneytisins í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu í maí 2019. Í úttektinni er að finna greiningu á rekstri Nýsköpunarmiðstöðvar og mat lagt á árangur í rekstri stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin fær ekki annað séð en að úttektin hafi að geyma hugleiðingar og vangaveltur um mögulegar leiðir og úrbætur í rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber umrætt skjal með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir ráðuneytið eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gagninu. <br /> <h3>3.</h3> Í öðru lagi var kæranda synjað um aðgang að glærukynningu sem ber heitið „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvaðan umrætt gagn stafaði. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2021, kom fram að glærukynningin hefði verið unnin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þegar af þeirri ástæðu fellst úrskurðarnefndin ekki á að skjalið teljist vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda ljóst að ekki er um að ræða gagn sem ráðuneytið hefur ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að glærukynningunni. Verður því atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu gert að afhenda kæranda gagnið. <br /> <h3>4.</h3> <p>Í þriðja lagi var kæranda synjað um glærukynningu fyrir ráðherra sem ber heitið „Nýsköpunarmiðstöð Íslands – greining á hlutverki og verkefnum“. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var kynningin unnin af starfsfólki ráðuneytisins. Kynningin, sem unnin var fyrir ráðherra, hefur að geyma greiningu á verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar auk þess sem þar er að finna vangaveltur og tillögur um hugsanlegar breytingar á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera gögnin þannig með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið. Verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.<br /> <br /> 5. <br /> Í fjórða lagi var kæranda synjað um drög að Hagaðilagreiningu sem unnin var í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gagnið er ódagsett og merkt skýrlega sem drög. Úrskurðarnefndin telur að gagnið beri með sér að hafa verið tekið saman í tengslum við greiningarvinnu sem áformað hafi verið að leggjast í og þar með mótun hugsanlegra lykta eða ákvörðunar máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.</p> <h3>6. </h3> <p>Loks var kæranda einnig synjað um minnisblöð sem lögð voru fyrir á ríkisstjórnarfundum. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 2. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 3. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Framangreind minnisblöð til ríkisstjórnar Íslands bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að glærukynningu með yfirskriftinni „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið í desember 2019.<br /> <br /> Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br />

979/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

A kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Kærunni var því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 979/2021 í máli ÚNU 21010020. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi sem barst úrskurðarnefndinni 27. janúar 2021, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. janúar 2021, á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf., dags. 11. janúar 2021. Í svari Herjólfs ohf. er vísað til þess að verðskrá Herjólfs ohf. sé opinber á heimasíðu félagsins og kæranda vísað á hlekk á heimasíðunni. Í kæru kemur fram að þess sé óskað að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda gjaldskrá fyrir vöruflutninga. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um afhendingu gjaldskrár félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna á vefsvæði félagsins. Af kæru kæranda verður einnig ráðið að hann óski eftir frekari upplýsingum en þær sem fram koma í verðskrá félagsins sem vísað er til í svari Herjólfs ohf. Í ljósi framangreinds og með vísan til þess hvernig beiðni kæranda var sett fram sem og fyrri samskipta Herjólfs ohf. og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar sem féllu undir upphaflega beiðni hans er að finna. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A frá 27. janúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

978/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að fjórum fundargerðum félagsins þar sem málefni Klakka ehf. höfðu verið til umfjöllunar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að Lindarhvoll ehf. hefði tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að fundargerðunum í heild sinni. Var þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefndinni. Kæran laut einnig að synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda kæranda greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Úrskurðarnefnin áréttaði fyrri niðurstöðu sína þess efnis að greinargerðin væri undirorðin sérstakri þagnarskyldu. Var synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda greinargerðina því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 978/2021 í máli ÚNU 20080017.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 25. ágúst 2020 kærði A afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni, dags. 29. júní 2020, um aðgang að fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar auk greinargerðar setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 29. júní 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. sem hefðu að geyma umfjallanir um málefni Klakka ehf. og ekki hefðu þegar verið afhentar kæranda. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 9. júlí 2020, þar sem fram kom að þegar hefðu verið afhent öll gögn varðandi söluferli Lindarhvols ehf. á nauðasamningskröfum Klakka ehf. sem hefðu fallið undir gagnabeiðni kæranda. Með bréfi, dags. 17. júlí 2020, ítrekaði kærandi fyrri beiðni um afhendingu á fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu, öðrum en þeim sem þegar hefðu verið afhentar. Áður hafði kærandi fengið afhentar fundargerðir stjórnar félagsins frá 18. og 20. október 2016. Beiðni kæranda var móttekin af hálfu Lindarhvols ehf., með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2020. Því bréfi var ekki svarað og laut kæran því upphaflega að þeim drætti sem orðið hafði á afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda. Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefndin eftir umsögn Lindarhvols ehf., með bréfi, dags. 26. ágúst sl. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020, kom fram að Lindarhvoll ehf. hefði enn ekki synjað beiðni kæranda um þau gögn er kæran sneri að. Vegna anna hjá félaginu hefði beiðnin ekki verið afgreidd fyrr enn með bréfi, dags. 15. september 2020, sem fylgdi umsögninni til úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Í bréfi Lindarhvols ehf. til kæranda, dags. 15. september 2020, var áréttað að kæranda hefðu þegar verið afhent öll fyrirliggjandi gögn varðandi söluferli félagsins á nauðasamningskröfum Klakka ehf., sem fallið hefðu undir gagnabeiðnir kæranda. Þá var fyrri afstaða félagsins til beiðni kæranda um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda ítrekuð þar sem greinargerðin félli undir sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Loks var kæranda veittur aðgangur að útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. frá stofnun félagsins þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umræðu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í tilefni af umsögn Lindarhvols ehf. Með bréfi, dags. 30. september 2020, bárust athugasemdir kæranda þar sem fram kom að óskað væri eftir umræddum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni, en ekki takmörkuðum útdráttum úr þeim sem ekki veittu fullnægjandi mynd af því sem fram fór á umræddum stjórnarfundum. Í því sambandi var vísað til þess að umrædd beiðni væri í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda allar fundargerðir þar sem fjallað var um sölu á eignarhlutunum í Klakka ehf. og tengdum kröfum. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan laut upphafleg kæra að því að Lindarhvoll ehf. hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svaraði Lindarhvoll ehf. beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, þar sem kæranda var veittur aðgangur að útdrætti úr sex fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var almennt um málefni Klakka ehf. Þá var beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. synjað. Með bréfi, dags. 30. september 2020, sem rakið er hér að framan kom fram sú afstaða kæranda að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi og þess krafist að félagið veitti kæranda aðgang að umræddum fundargerðum í heild sinni. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. október 2020, var Lindarhvoli ehf. veittur kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi til nefndarinnar í ljósi athugasemda kæranda frá 30. september 2020. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 23. október 2020, kom fram að þar sem félagið hefði afhent kæranda gögn í samræmi við beiðni hans bæri að fella niður kæruna hjá nefndinni. Í umsögninni er áréttað að öll gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 hafi verið afhent. Hins vegar hafi Lindarhvoll ehf. með bréfi, dags. 15. september 2020, afhent útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu í samræmi við beiðni kæranda. Í bréfinu hafi verið ítrekað að ekki væri um að ræða gögn vegna hins opna söluferlis enda hafi þau þegar verið afhent. Félagið hafi litið svo á að með framangreindum útdráttum hafi það orðið við beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum í fundargerðum (öðrum en frá 18. og 20. október 2015) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu. Þess hafi verið skýrlega getið í svarbréfi félagsins að ef kærandi óski eftir aðgangi að fundargerðunum að öðru leyti þá geti kærandi komið að beiðni þar að lútandi til félagsins. Engin slík beiðni hefði borist Lindarhvoli ehf. <br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að fyrrnefndir útdrættir úr fundargerðum þar sem fjallað var almennt um nauðungasamningskröfur í Klakka ehf. hafi verið mjög lítið brot af efni fundargerðanna. Tekið er fram að þar sem upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hafi slíkt verið auðgreint með hornklofum og þess getið að að því marki sem upplýsingar væru afmáðar væri unnt að bera svar félagsins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá segir að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé Lindarhvoli ehf. ekki heimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eins og við eigi í því tilviki sem um ræði og hafi því upplýsingarnar verið afmáðar.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. er m.a. vísað til þess að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi verið staðfest að fyrrnefnd drög að greinargerð ríkisendurskoðunar væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar Lindarhvols ehf. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, er því m.a. mótmælt að Lindarhvoll ehf. hafi afhent kæranda öll umbeðin gögn. Í því sambandi er bent á að kæranda sé kunnugt um að lágmarki eina fundargerð, mögulega tvær, þar sem fjallað sé um sölu á eignarhlutnum og ekki hafa verið afhentar, 4. nóvember 2016 og 9. nóvember 2016. Þá telur kærandi skýrt af síðari erindum til Lindarhvols ehf. að ekki hafi verið óskað eftir útdráttum úr fundargerðum félagsins heldur að afhentar yrðu allar fundargerðir þar sem fjallað væri um sölu á eignarhlutnum. Ekki sé hægt að staðreyna hvenær viðkomandi fundir voru haldnir, hvaða stjórnarmenn sátu fundina, eða lögmæti og framkvæmd fundar að öðru leyti, ef einungis er veittur útdráttur með þeim hætti sem gert var í svari Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í ljósi þess hvernig upplýsingabeiðni kæranda til Lindarhvols ehf. var afmörkuð leggur úrskurðarnefndin til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til aðgangs að þeim hluta umræddra fundargerða þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar án takmarkana. Nánar tiltekið lýtur kæran að umræddum hlutum eftirfarandi funda stjórnar Lindarhvols ehf.:<br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Félagið hefur í tengslum við fyrri mál sem verið hafa til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf., þ. á m. þeim sem kærandi óskar eftir, og verður farið yfir þær og rétt kæranda til aðgangs að þeim hér á eftir. </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og áður segir vísar Lindarhvoll ehf. til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“<br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni útdráttanna úr fundargerðum Lindarhvols ehf. sem kærandi fékk afhent með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Í þeim er að finna umfjöllun um áform um að auglýsa og setja hlut Klakka ehf. í sölumeðferð og ákvörðun þess efnis sem tekin var í framhaldinu. Þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum lúta að málefnum og áformum tengdum öðrum lögaðila sem voru til umfjöllunar samhliða umfjöllun um málefni Klakka ehf. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að telja að þær upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga hafi ótvírætt að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Lindarhvols ehf. um að veita aðgang að útdráttum úr umræddum fundargerðum með útstrikunum.</p> <h3>3.</h3> <p>Í kærunni og athugasemdum kæranda er þeirri afstöðu lýst að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi lotið að því að fá afhentar í heild sinni fundargerðir stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað er um málefni Klakka ehf. en ekki eingöngu þá hluta þeirra þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 29. júní 2020, kemur fram að farið sé fram á aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var um málefni Klakka ehf. Þá segir að nánar tiltekið sé óskað eftir afhendingu á þeim fjórum fundargerðum sem vísað er til í skýrslu Ríkisendurskoðunar og voru ekki afhentar í kjölfar fyrri úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Ljóst er af umsögnum Lindarhvols ehf. að félagið lítur svo á að það hafi tekið afstöðu til beiðni kæranda eins og hún var afmörkuð í upphafi. Lindarhvoll ehf. hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum fundargerðum í heild sinni. Í svari Lindarhvols ehf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda og umsögn til úrskurðarnefndarinnar, 23. október 2020, segir að ef kærandi óskaði eftir fundargerðunum að öðru leyti gæti hann komið beiðni þar að lútandi til félagsins. Slík beiðni hafi hins vegar ekki borist. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umræddra fundargerða í heild sinni. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum fundargerðum í heild sinni. Kæranda er í þessu sambandi bent á að úrskurðarnefndin hefur nú með úrskurði sínum nr. 976/2021 tekið afstöðu til afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á sambærilegri beiðni varðandi sömu fundargerðir Lindarhvols ehf.</p> <h3>4.</h3> <p>Í málinu er einnig deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun Lindarhvols ehf. um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í nokkrum úrskurðum, nú síðast í málum nr. 827/2019 og 967/2021 tekið afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings en í þeim málum var fjallað um rétt kæranda til aðgangs að umræddri greinargerð hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hefðu verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengi¬legar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafi orðið til í samskiptum ríkisendur¬skoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send Lindarhvoli ehf. á grundvelli lagaskyldu. Sama á við um afhendingu greinargerðarinnar til Lindarhvols ehf. Þá liggur fyrir að þegar hún var send Lindarhvoli ehf. var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega.</p> <h3>5.</h3> <p>Meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur dregist nokkuð. Af því tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að þær tafir skýrast að nokkru af því að upphafleg kæra til úrskurðarnefndarinnar beindist að þeim töfum sem orðið höfðu á meðferð Lindarhvols ehf. á gagnabeiðni kæranda. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni var beiðni kæranda svarað af hálfu Lindarhvols ehf. Í kjölfarið lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi. Var kæran því lögð á ný í hefðbundinn farveg kærumála án þess að fyrra málið væri fellt niður og nýtt stofnað sem væri í samræmi við hefðbundið verklag nefndarinnar.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Lindarhvols ehf. að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umfjöllunar með útstrikunum úr eftirfarandi fundargerðum:<br /> <br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun Lindarhvols að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Þeim þætti kærunnar sem varðar afhendingu fundargerða stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br />

977/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 977/2021 í máli ÚNU 21010014.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór A, fréttamaður, fram á endurupptöku máls ÚNU 20070012 sem lauk þann 20. október 2020 með úrskurði nr. 935/2020. Með úrskurðinum komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að leysa bæri úr beiðni kæranda um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekinna félaga á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst þannig ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Úrskurðarnefndin taldi að ríkisskattstjóra bæri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum að undanskildum tilteknum upplýsingum m.a. um upphæðir á hlutafjármiðum. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var á því að byggð að um væri að ræða upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Í erindinu er þeirri afstöðu lýst að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um að afmá skuli upphæðir á hlutafjármiðum sé efnislega röng. Hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum og geta þannig kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt hljóti því að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda séu þeir hagsmunir engir, því sambærilegar upplýsingar séu hvort eð er gerðar opinberar í ársreikningum. <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 935/2020 að ríkisskattstjóra bæri að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi ekki að geyma upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu upplýsingarnar þegar aðgengilegar í ársreikningum félaga sem birtir eru á vefsvæði ársreikningaskrár. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í tilviki lögaðila væri að mati úrskurðarnefndarinnar um að ræða upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra í skilningi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins einkum reist á því að umræddar upplýsingar séu þegar aðgengilegar í ársreikningaskrá. Með 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, þar sem kveðið er á um að birta skuli ársreikninga á opinberu vefsvæði hafi löggjafinn tekið afstöðu til þess að umræddar upplýsingar teljist ekki viðkvæmar. Að mati úrskurðarnefndarinnar breytir það ekki niðurstöðu nefndarinnar að upplýsingar sem gerðar hafa verið aðgengilegar með þeim hætti sem kveðið er á um í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga kunni að hafa verið unnar að hluta eða öllu leyti upp úr hlutafjármiðum sem skilað er inn í tengslum við álagningu. Í því sambandi tekur nefndin fram að framangreint ákvæði um birtingu ársreikninga felur ekki í sér að veita beri aðgang að þeim gögnum sem upplýsingar sem fram koma í þeim skuli birt samhliða. Þá er til þess að líta að samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga er hlutafélögum og einkahlutfélögum eingöngu skylt að upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 935/2020 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 19. janúar 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

976/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Deilt var um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að 40 fundargerðum Lindarhvols ehf. án útstrikana. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um var fjallað að heimilt væri að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin hluta upplýsinganna bera með sér að þær félli undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvörðun ráðuneytisins var því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 976/2021 í máli ÚNU 20100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. október 2020, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. september 2020, á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Með nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum á nýjan leik með vísan til þess að í umbeðnum gögnum kæmu fram upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu, þ.e. féllu undir sérstakar þagnarskyldureglur og væru ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 14. júlí 2020 í máli nr. 916/2021 var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Í úrskurðinum var ekki fallist á að þagnarskylduákvæði gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands stæðu afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Af þeim sökum var því beint til ráðuneytisins að taka beiðni kæranda til meðferðar á nýjan leik og leggja mat á hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hverjar ekki.<br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins, dags. 18. september 2020, segir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 916/2021 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við að afmá upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir að upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hafi verið afmáðar með útstrikunum. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu þeirra aðila sem um ræði, ef aðgangur yrði veittur að þeim.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist á að rétt sé að afmá hluta af þeim upplýsingum sem fram komi í fundargerðunum en að hann telji hugsanlegt að of mikið hafi verið afmáð. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 9. október 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 26. október 2020, kemur m.a. fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 916/2020 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við mat á þeim upplýsingum fundargerðanna sem féllu undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og þá afmá þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt fyrrnefndum lagaákvæðum. Þá segir að í 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sé kveðið á um að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greini. Að gefnu tilefni sé á það bent að svokallaðir stöðugleikasamningar hafi verið gerðir af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem féllu undir fyrrgreint lagaákvæði um þagnarskyldu. Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir framangreinda þagnarskyldureglu er jafnframt vísað til þess að í þeim gögnum sem óskað er aðgangs að sé að finna upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði fjárhags- og einkamálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja, sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu lögaðila sem þar um ræðir ef aðgangur yrði veittur að þeim. <br /> <br /> Fundargerðir Lindarhvols ehf. hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings, en m.a. sé um að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat ráðuneytisins sé að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því sé ráðuneytinu ekki heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat ráðuneytisins hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þá er í umsögninni jafnframt vísað til þess að að einhverju leyti sé að finna í fundargerðunum upplýsingar sem falli undir 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Loks bendir ráðuneytið á að Lindarhvoll ehf. hafi tilgreint, í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess lindarhvolleignir.is, þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- og /eða viðskiptahagsmuni einstaklinga og/eða lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar komi að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi aðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Á starfstíma sínum hafi félagið kappkostað að birta opinberlega upplýsingar um starfsemi sína og ráðstöfun á opinberum hagsmunum eins og heimilt er lögum samkvæmt auk þess sem félagið hafi skilað ráðherra reglubundnum skýrslum um starfsemi sína og ráðstöfun og ráðuneytið hafi auk þess birt margvíslegar upplýsingar í tengslum við starfsemi þess. Þá hafi ríkisendurskoðun lokið eftirliti með starfsemi Lindarhvols ehf. með skýrslu sem afhent var Alþingi og birt opinberlega í maí 2020.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dag, kemur fram að kærandi trúi að í fundargerðunum sé eitt og annað sem beri að afmá en fallist ekki á að það sé jafn mikið og gert var af hálfu ráðuneytisins. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018 sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands.<br /> Eins og lýst er hér að framan er afgreiðsla ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, á beiðni kæranda byggð á því að þær upplýsingar sem afmáðar voru í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu þar upplýsingar um stöðugleikasamninga sem gerðir hafi verið af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem falli undir 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki<br /> <h3>2.</h3> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <h3>3.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. bæði afrit þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar og afrit af fundargerðum í upprunalegri útgáfu. Nefndin hefur tekið til skoðunar þau atriði sem afmáð voru með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þar koma fram verði undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru allar settar fram skipulega og með sambærilegum hætti þar sem skýrlega er greint á milli ólíkra umfjöllunarefna. Í mörgum fundargerðanna er að finna sérstaka dagskrárliði þar sem fjallað er um málefni einstaklinga og lögaðila, m.a. undir liðnum „söluferli eigna“ og „lána- og eignamál“. Úrskurðarnefndin hefur sem fyrr segir kynnt sér efni fundargerðanna og telur ljóst að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi ráðuneytið lagt gaumgæfilegt mat á efni þeirra með tilliti til þess hvort heimilt væri að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem afmáðar voru lúta að langmestu leyti að upplýsingum um málefni einstakra fyrirtækja, lána- og skuldamálum þeirra, auk þess sem þar er að finna umfjallanir um sambærileg málefni einstaklinga. Þá er í fundargerðunum að finna upplýsingar um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaeigna hjá félaginu. Eins og áður segir þarf að meta í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar voru úr fundargerðunum bera með sér að þær falli undir framangreint þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þar sem í þeim sé fjallað um hagi viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br />

975/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 975/2021 í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi, A hefur kært afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að bærinn hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt það hvort meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Vestmannaeyjabær hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Vestmannaeyjabæ ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ sem aflað var símleiðis berast bænum tugir beiðna frá kæranda í hverjum mánuði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna sem sveitarfélögum eru falin með lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að sveitarfélög beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem þeim berast innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að Vestmannaeyjabær ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Ágreiningur aðila snýr því fremur að því hvort sveitarfélaginu kunni að vera skylt að aðstoða kæranda við að nálgast gögnin á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, en beinlínis að rétti hans til aðgangs að þeim samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til sveitarfélagsins. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda, A, í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

974/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

Kærandi kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til félagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 974/2021 í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019 21020017, 21020023 og 21020024.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi hefur kært afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að félagið hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um það hvort meðferð Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Herjólfur ohf. hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Herjólfi ohf. ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. sem aflað var símleiðis berst félaginu mikill fjöldi beiðna frá kæranda í hverjum mánuði, að jafnaði annan hvern dag. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna félagsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að Herjólfur ohf. beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem félaginu berst innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að félagið ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef félagsins. <br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til Herjólfs ohf. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019, 21020017, 21020023 og 21020024 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br />

973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 973/2021 í máli ÚNU 20110015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. nóvember 2020, kærði A þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja henni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir á námskeiðum árin 2014 til 2020. <br /> <br /> Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 26. október 2020, og var beiðnin ítrekuð með bréfi, dags. 29. október 2020. Formaður prófnefndar tók afstöðu til beiðninnar með bréfi, dags. 29. október 2020, þar sem fram kom að veittur yrði aðgangur að skriflegum verkefnum en synjað um aðgang að munnlegum prófum. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 30. október 2020, óskaði kærandi eftir rökstuðningi vegna þeirrar ákvörðunar prófnefndar að synja um aðgang að munnlegum prófum. Frekari rökstuðningur barst kæranda 2. nóvember 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags.12. nóvember 2020, var prófnefndinni kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn prófnefndar barst með bréfi, dags. 27. nóvember 2020. Í umsögninni er fyrirkomulagi munnlegra prófa lýst og tekið fram að þau próf sem lögð séu fyrir próftaka munnlega séu notuð aftur og aftur og að litið hafi verið svo á að ef verkefnin væru afhent yrði gagnslaust að leggja þau fyrir aftur í bráð. Tekið er fram að ekki séu öll verkefnin undantekningarlaust lögð fyrir í hverju og einu prófi. Í sakamálaréttarfari hafi að jafnaði nær öll verkefnin verið lögð fyrir hverju sinni í stórum dráttum og sama eigi við um próf í skiptastjórn. Verkefni í einkamálaréttarfari hafi verið allmörg og hafi kennarar valið úr þeim flokki verkefna nokkur til prófs hverju sinni, en gert nokkrar breytingar á verkefnunum og því breytt nálgun verkefna frá ári til árs þrátt fyrir að sú atvikalýsing sem verkefni byggi á hafi í stórum dráttum verið svipuð. Haustið 2020 hafi verið farin sú leið að semja algerlega ný verkefni sem gert sé ráð fyrir að notuð verði að nýju. Í ljósi þessa þyki ekki nauðsynlegt að synja um aðgang að eldri verkefnum í einkamálaréttarfari og þyki rétt að veita aðgang að verkefnum sem lögð hafa verið fyrir fram að hausti 2020. Gert sé ráð fyrir að verkefnin sem lögð voru fyrir haustið 2020 verði notuð á ný.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að meiri hluti þeirra verkefna sem notast sé við í prófi í skiptastjórn hafi verið notuð í öllum prófum. Þó hafi í áranna rás orðið sú breyting að þrjú verkefni sem lögð voru fyrir í fjórum prófum áranna 2014 og 2015 hafi ekki verið notuð síðan, en frá og með prófum 2016 hafi önnur þrjú komið í þeirra stað. Eitt þeirra teljist að mati prófnefndar svipa svo mikið til nýrra verkefnis að afhending þess myndi draga verulega úr þýðingu þess að leggja nýrra verkefnið fyrir. Hins vegar sé rétt að afhenda hin verkefnin tvö sem ekki hafi verið notuð undanfarin ár. <br /> <br /> Umsögn prófnefndar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. desember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir í námskeiði til undirbúnings prófs til að öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki sé skýrlega vísað til lagagreina má ráða af umsögn prófnefndar til úrskurðarnefndarinnar að synjun nefndarinnar byggi á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Takmörkunin er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 729-731/2018 og 710/2017 og úrskurði nefndarinnar í málum A-160/2003 og A-73/1999 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurðum nefndarinnar nr. 729-731/2018, 710/2017 og A-73/1999 taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um aðgang að spurningum prófa sem lögð höfðu verið fyrir á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki lægi fyrir að sömu próf yrðu lögð fyrir aftur. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-160/2003 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sömu spurningar hafi um nokkra hríð verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafi prófið og að ætlunin væri að leggja þær fyrir aftur. Eina undantekningin væri sú að tvær spurningar, sem vegi samtals 4% af prófinu í heild, væru til í tveimur útgáfum og væri hvor útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni.<br /> <br /> Í umsögn prófnefndar kemur fram að veita beri aðgang að þeim munnlegu prófum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og því ekki hætta á að með afhendingu þeirra yrðu síðari próf þýðingarlaus í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar sé ekki unnt að veita aðgang að öðrum munnlegum prófum þar sem sama prófið sé lagt fyrir reglulega og í sumum tilvikum sé ávallt notast við sama prófið. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér afstöðu prófnefndar og telur í ljósi hennar ekki forsendur til að leggja annað til grundvallar en að stefnt sé að því að leggja umrædd próf í sakamálaréttarfari, skiptastjórn og einkamálaréttarfari fyrir á nýjan leik í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir að ekki sé víst að öll prófin verði notuð í öllum prófum sem lögð verða fyrir telur úrskurðarnefndin ljóst að þau séu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta sé á að þau verði þýðingarlaus verði þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds er það mat nefndarinnar að prófnefndinni sé heimilt að takmarka aðgang að prófunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun prófnefndar að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020 að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 972/2021 í máli ÚNU 20110004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu ÁTVR á beiðni félagsins um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til ÁTVR, dags. 2. september 2020, fór kærandi fram á upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfum, dags. 21. september 2020 og 6. október 2020. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 7. október 2020, þar sem fram kom að gögn með upplýsingum um fjölda selda lítra einstakra vörutegunda á afmörkuðum tímabilum lægju ekki fyrir hjá ÁTVR. Var beiðninni því hafnað. Í bréfinu sagði einnig að ÁTVR hygðist eftirleiðis taka saman upplýsingar um framangreint og setja fram í framlegðarskrá og vísað var til fréttar á birgjavef ÁTVR, dags. 5. október 2020, þar sem áformin voru kynnt. Þá var kæranda leiðbeint um að á birgjavef ÁTVR mætti nálgast mánaðarlegar sölutölur frá janúar 2019 sem gerðu kleift að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Loks er að finna leiðbeiningar í þremur töluliðum þar sem því er lýst hvernig unnt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar m.a. í excel.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ÁTVR með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 16. nóvember 2020, er gerð krafa um að kærunni verði vísað frá m.a. á þeim grundvelli að kæran sé svo óljós að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá og var í því sambandi vísað til ákvæða í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er þess krafist að kröfum kæranda verði hafnað aðallega á þeim grundvelli að ekki sé um nein slík gögn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 að ræða sem farið er fram á í kærunni. Í umsögninni er vísað til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að ÁTVR sé ekki skylt að útbúa ný gögn. Þá er vísað til þess að ÁTVR hafi upplýst kæranda um hvernig hann geti notað þau gögn sem hann hafi aðgang að til þess að vinna upp úr þeim það sem hann kýs að kalla fram. Loks segir í umsögninni að tilgangur upplýsingalaganna sé fyrst og fremst sá að skylda opinberar stofnanir og fyrirtæki til þess að afhenda fyrirliggjandi gögn til almennings, eigi undantekningarákvæði laganna ekki við. Hafi þar verið um talsverða rýmkun að ræða frá fyrri rétti. Lögunum hafi hins vegar alls ekki verið ætlað að veita almenningi heimild til þess að láta aðila á borð við ÁTVR vinna fyrir sig við frekari úrvinnslu þeirra gagna sem aðilar hafi annað hvort þegar aðgang að eða kunni að eiga rétt til afhendingar á.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 30. nóvember 2020, kemur fram að hann telji einsýnt að umbeðin gögn séu til staðar, m.a. þegar horft sé til framkvæmdar stofnunarinnar, fyrirmæla í 16. og 24. gr. reglugerðar nr. 1106/2015, upplýsingagjafar á birgjavef og leiðbeiningum til hans, dags. 7. október 2020. Þannig birti ÁTVR mánaðarlegar upplýsingar á birgjavef um framlegð vöru, sem m.a. ræður umfangi dreifingar, eins og fram komi í kæru. Þar hafi einnig verið bent á að magnupplýsingar um heildarsölu vöru þurfi að liggja fyrir við útreikning á framlegð hennar. Janframt sé ljóst af þeim leiðbeiningum sem ÁTVR sendi kæranda að umrædd gögn liggi fyrir enda segi þar að kleift sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er ágreiningur um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR kemur fram að stofnunin geri aðallega kröfu um að kærunni verði vísað frá en til vara að kröfunni verði hafnað. Krafa ÁTVR um frávísun er á því byggð að kæran sé svo óljós og vanreifuð að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá. Í því sambandi er vísað til 80. og 100. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Úrskurðarnefndin telur af þessu tilefni rétt að árétta að ákvæði laga um meðferð einkamála gilda ekki um málsmeðferð stjórnvalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er stjórnsýslunefnd og fer um málsmeðferð fyrir nefndinni eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins, þ.m.t. ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í því felst að úrskurðarnefndinni ber skylda til að tryggja að eigin frumkvæði að málsatvik séu nægilega upplýst áður en úrskurður er felldur í máli, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Þannig er nefndinni ekki fær sú leið að vísa kæru frá á þeim grundvelli að kæra sé ekki sett fram með nægilega skýrum hætti. Telji úrskurðarnefndin að kæru sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst ber henni í samræmi við 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga að ganga úr skugga um hvert sé efni kærunnar, eftir atvikum með því að veita aðila máls færi á að bæta úr annmarkanum. <br /> <br /> Í annan stað vísar ÁTVR til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur sér ekki skylt að útbúa sérstaklega gögn í því skyni að verða við gagnabeiðni kæranda. ÁTVR veitti kæranda þó leiðbeiningar um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem óskað var eftir í excel frá janúar 2019 á vefsíðu stofnunarinnar.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat ÁTVR annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda aðgang að upplýsingum sem hann gæti sjálfur unnið upp úr eða það sjálft tekið saman umbeðnar upplýsingar. ÁTVR kaus að leiðbeina kæranda um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem hann óskaði eftir aðgangi að sem samkvæmt svari stofnunarinnar við gagnabeiðni kæranda voru aðgengilegar frá janúar 2019 á svokölluðum birgjavef ÁTVR. Ljóst er að kærandi hefur gert athugasemdir við þessa afgreiðslu ÁTVR. Hins vegar hefur ekkert komið fram í málatilbúnaði kæranda sem gefur til kynna að honum sé ekki unnt að afla umræddra gagna með þeim hætti sem honum var leiðbeint um af hálfu ÁTVR. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A um aðgang að upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 971/2021 í máli ÚNU 20100025. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. október 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 12. október 2020, á beiðni hans, dags. 21. ágúst 2020, um aðgang að tilteknum upplýsingum varðandi framleiðendur og innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Beiðni kæranda var í sjö liðum en ráðuneytið veitti kæranda aðgang að gögnum undir fimm liðum af sjö. Eftir stendur beiðni kæranda um upplýsingar undir 2. og 4. lið varðandi:<br /> <br /> • Þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins.<br /> • Fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að gögnunum varðandi 2. lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem upplýsingarnar hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðendanna. Þá vísaði ráðuneytið til þess að það hefði óskað eftir afstöðu umræddra framleiðenda til upplýsingabeiðninnar sem hefðu lýst sig mótfallna afhendingu þar sem um mikilvæga viðskiptahagsmuni væri að ræða. Varðandi 4. lið beiðninnar kom fram að ráðuneytið hefði hvorki undir höndum upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem 2. og 4. liður beiðninnar snýr að. Í kærunni segir að umbeðnar upplýsingar geti ekki talist viðkvæmar enda beri öllum þessum framleiðendum að skila ársreikningum sem hafi að geyma mun viðkvæmari upplýsingar en þær sem óskað er eftir undir 2. lið beiðninnar. Hvað fjórða lið beiðninnar varðar dregur kærandi í efa að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu og bendir á að ráðuneytið fari með úthlutun tollkvóta og haldi uppi tollvernd fyrir innlenda svínakjötsframleiðendur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. október 2020, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, kemur fram að ráðuneytið hafi í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda sent tölvubréf, dags. 8. september 2020, til þriggja stærstu svínakjötsframleiðendanna, þar sem upplýst hafi verið um upplýsingabeiðni kæranda og þeim kynnt efni hennar og þess óskað að umræddir aðilar veittu álit sitt á því að þessar tilteknu upplýsingar um framleiðslutölur þeirra yrðu veittar, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í umsögninni að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að veita bæri kæranda allar umbeðnar upplýsingar sem væru fyrirliggjandi í ráðuneytinu að frátöldum upplýsingum sem óskað var eftir varðandi þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins. Í því sambandi vísaði ráðuneytið til þess að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í ljósi þess að þeir aðilar sem upplýsingarnar vörðuðu samþykktu ekki afhendingu upplýsinganna og í ljósi þess að þær varði að mati ráðuneytisins mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, sé það niðurstaða þess að undanþága 9. gr. upplýsingalaga eigi við um afhendingu gagnanna og því sé ekki fallist á að veita aðgang að þeim. Hvað varði beiðni kæranda undir fjórða lið ítrekar ráðuneytið í umsögn sinni að það hafi hvorki upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutning hvers og eins. Ráðuneytið úthluti tollkvótum vegna svínakjöts og séu niðurstöður úthlutunar auglýstar og opinberaðar hverju sinni. Hins vegar liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu heildartölur yfir magn innflutnings sundurliðaðar eftir innflytjendum þar sem innflutningur eigi sér einnig stað utan tollkvóta. Í umsögninni er tekið fram að í svari ráðuneytisins til kærandi hafi verið vísað til vefsíðu Hagstofu Íslands þar sem finna megi tölur um heildarinnflutning svínakjöts.<br /> <br /> Í umsögninni er því einnig lýst að ráðuneytið safni upplýsingum um framleiðslu framleiðenda í samræmi við ákvæði 1. mgr. 77. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 15. gr. reglugerðar um merkingar búfjár nr. 916/2012. Upplýsingar um framleiðslu framleiðenda sem komi frá sláturhúsum séu meðal annars nýttar til útreikninga á stuðningsgreiðslum en tekið er fram að ekki séu reiknaðar stuðningsgreiðslur sem ætlaðar séu til svínakjötsframleiðslu samkvæmt ákvæðunum. Gagnaöflun ráðuneytisins um framleiðslu svínakjöts sé einkum ætlað að veita upplýsingar um hagtölur um svínarækt, heildarframleiðslu innan árs, heildarsölu og birgðastöðu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, þar sem ítrekaðar voru fyrri kröfur og athugasemdir. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins annars vegar um þrjá stærstu framleiðenda svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins og hins vegar upplýsingar um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <h3>1.</h3> Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts og magn hvers og eins byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni: <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“</p> Úrskurðarnefndin hefur skoðað þau gögn sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Eins og rakið er í umsögn ráðuneytisins var upplýsinganna aflað á grundvelli 1. mgr. 77. gr. búvörulaga þar sem mælt er fyrir um hlutverk ráðuneytisins að safna upplýsingum og birta ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Í 2. mgr. er fjallað um skyldu þeirra sem hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta ráðherra í té allar upplýsingar sem að gagni geta komið og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda. Fyrir liggur að upplýsinganna var aflað í tengslum við lögbundna upplýsingaöflun ráðuneytisins um svínarækt í landinu en ekki í tengslum við ákvörðun um stuðningsgreiðslur á grundvelli búvörulaga til handa einstaka framleiðanda. Hvað sem því líður hefur nefndinni ekki verið sýnt fram á, hvorki í umsögnum ráðuneytisins né þeirra fyrirtækja sem um ræðir, að upplýsingar um hverjir séu stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og heildarmagn framleiðslu þeirra séu þess eðlis að þær geti skaðað samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að gögnum hjá ráðuneytinu er lúta að þremur stærstu framleiðendum og magn framleiðslu hvers og eins þeirra.<br /> <h3>2.</h3> Eins og fyrr segir var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda hvað varðar fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins byggð á því að þær upplýsingar lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hvað þennan þátt varðar.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að upplýsingum um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins þeirra. Þá er þeim þætti kærunnar er snýr að beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn hvers og eins vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br />

970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 970/2021 í máli ÚNU 20090015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðnum hans um tilgreindar upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, óskaði kærandi eftir fundi til að ræða gögn er vörðuðu eineltismál og tengdust 1) gögnum í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla og hvar gögnin væru geymd/í hvers konar kerfi, 2) aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þar á meðal eftir að máli lyki, og 3) öryggisráðstöfunum varðandi geymslu gagna. <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 2. júní 2020, kom fram að gögn er vörðuðu nemendur í Garðaskóla væru geymd í upplýsinga- og kennslukerfinu Innu og pappírsgögn væru geymd í nemendamöppum. Samskipti við foreldra sem tengdust málum og féllu undir varðveisluskyldu laga um opinber skjalasöfn væru vistuð í One, sem er skjalakerfi Garðabæjar. Við alla meðferð gagna hjá Garðabæ og undirstofnunum væri farið eftir kröfum laga, þar á meðal lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. <br /> <br /> Fundarbeiðni kæranda vegna meðferðar skjala, öryggisráðstafana og aðgangs að kerfum var hafnað með vísan til þess að öryggisráðstafanir og aðgangur að gögnum væru ekki persónuupp¬lýsingar og ekki væri heimild í persónuverndarlögum til að veita slíkar upplýsingar. Þá félli beiðnin heldur ekki undir upplýsingalög þar sem ekki væri um að ræða gögn í máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. júní 2020, tjáði eiginkona kæranda sveitarfélaginu að tiltekin gögn sem þau hefðu upplýsingar um að væru til hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem voru afhent. Þar á meðal væri bréf til fagráðs hjá Menntamálastofnun og handskrifaðir punktar af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Aðeins voru afhent gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla fram til 8. júní 2020, þegar kærandi setti fram gagnabeiðni sína þar að lútandi. Eiginkona kæranda óskaði því eftir að þeim yrðu afhent gögn sem vörðuðu skólastjórann fram til 30. júní 2020, þegar hann að sögn sveitarfélagsins lét af störfum. <br /> <br /> Í erindi Garðabæjar, dags. 6. júlí 2020, kom fram að handskrifaðir punktar af foreldrafundi í janúar 2020 teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. lag¬anna. Yrðu þeir af þeirri ástæðu ekki afhentir kæranda. Í erindi Garðabæjar, dags. 7. júlí 2020, kom svo fram að ekki lægju fyrir frekari gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla frá tíma¬bilinu 8. til 30. júní 2020, og hefðu því öll gögn þar að lútandi verið afhent.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 17. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, kemur fram varðandi erindi kæranda þar sem óskað er upplýsinga um geymslu gagna í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla o.fl., að sveitarfélagið telji að erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti 2. júní 2020.<br /> <br /> Hvað varði fullyrðingu eiginkonu kæranda um að ekki hafi verið afhent bréf til fagráðs hjá Mennta¬mála¬stofnun hafi komið í ljós að bréfið auk fylgigagna hafi í reynd verið meðal þeirra gagna sem voru afhent kæranda. Handskrifuð gögn vegna tiltekins foreldrafundar teljist vinnugögn í skiln¬ingi upplýsingalaga og hafi því ekki verið afhent. Hins vegar hafi kæranda verið afhent fundargerð af viðkomandi foreldrafundi.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er fundið að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki viljað funda með kæranda til að ræða mál er varða varðveislu gagna, öryggisráðstafanir við varðveislu viðkvæmra gagna o.fl. Þá telur kærandi vanta rökstuðning fyrir því að viðkomandi upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög, líkt og kom fram af hálfu Garðabæjar.<br /> <br /> Kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent tiltekið sendibréf sem vísað var til í pósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Þá dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyri undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Loks gerir kærandi athugasemd við að handskrifaðir punktar af foreldrafundi hafi ekki verið afhentir með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða, sem undanþegin væru upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. janúar 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum um fáein atriði. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um starfslok skólastjóra Garðaskóla. Í svari Garðabæjar, dags. 14. janúar 2021, kom fram að ráðningarsambandi við skólastjórann hafi lokið 31. júlí 2020 en síðasti vinnudagur hans hafi verið 30. júní 2020. Í öðru lagi var óskað eftir staðfestingu á því að gögn er fóru milli Garðabæjar og fagráðs hjá Menntamálastofnun hefðu verið afhent kæranda. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að ekki hefði verið haldið utan um samskipti og gagnasendingar Garðabæjar og Garðaskóla til fagráðsins í sérstaklega aðgreindu máli þar að lútandi. Hins vegar væri ljóst að kæranda hefðu verið afhent öll gögn fagráðsins frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.<br /> <br /> Í þriðja lagi var óskað eftir afriti af handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020, sem kæranda var synjað um aðgang að á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að væru slíkir punktar til væri þá að finna í möppu dóttur kæranda eða möppu kæranda og eiginkonu hans í skjalaskápum í Garðaskóla. Núverandi skólastjóri hefði hins vegar farið í gegnum þær möppur og ekki fundið neina punkta af foreldrafundinum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Kæran lýtur í fyrsta lagi að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki fundað með kæranda til að ræða mál er varða aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þ.m.t. eftir að máli lýkur, og öryggisráðstaf-anir varðandi geymslu gagna. Skv. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í erindi kæranda til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, var óskað eftir fundi til að ræða tiltekin atriði. Að mati úrskurðarnefndar verður ekki litið svo á að í erindinu hafi falist beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort sveitarfélaginu hafi borið að funda með kæranda til að ræða þau mál sem tiltekin eru í erindinu. Hins vegar er bent á að ekki er loku fyrir það skotið að hjá Garðabæ liggi fyrir gögn er varði aðgengi að gögnum/kerfum hjá sveitarfélaginu og öryggisráðstafanir varðandi geymslu gagna, sem almenningur og þ.m.t. kærandi eigi þá rétt til aðgangs að í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur í öðru lagi að honum hafi ekki verið afhent sendibréf sem vísað er til í tilteknum tölvupósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, virðist sem misskilnings hafi gætt milli kæranda og Garðabæjar. Þannig hafi starfsmaður hjá Garðabæ talið að kærandi ætti við tölvupóst frá 25. nóvember 2019, þegar kærandi hafi í reynd átt við tölvupóst milli sömu aðila frá 11. mars 2020. Með sendibréfi því sem vísað hafi verið til í tölvupósti frá 11. mars 2020 hafi verið átt við gögn sem send voru frá Garðabæ til fagráðs hjá Menntamála¬stofnun, en þau gögn hafi þegar verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að viðkomandi gögn hafi verið afhent kæranda.<br /> <br /> Í þriðja lagi dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyrðu undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Beiðni kæranda var þannig orðuð að hann óskaði eftir afritum af öllum gögnum fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla sem varða sjálfan mig, konu mína og dóttur mína úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu, og Garðaskóla). Sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda samkvæmt orðanna hljóðan við fyrirliggjandi gögn um kæranda, eiginkonu hans og dóttur í kerfum Garðabæjar fram til 30. júní 2020, þegar skóla¬stjóri Garðaskóla lauk störfum. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hafa öll fyrir-liggjandi gögn hjá sveitarfélaginu sem heyra undir gagnabeiðni kæranda verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Kæranda var í fjórða lagi synjað um aðgang að handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Synjunin var byggð á því að punktarnir væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegnir aðgangi kæranda. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá kærða liggja í reynd ekki fyrir punktar af foreldrafundinum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og er því ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu liggur fyrir að kæranda hafa ýmist verið afhent öll þau gögn sem heyra undir gagnabeiðni hans og liggja fyrir hjá Garðabæ eða að viðkomandi gögn liggja ekki fyrir í skiln¬ingi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki liggi fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. september 2020, vegna afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um þar til greind gögn, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br />

969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 969/2021 í máli ÚNU 20110024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður á RÚV, ákvörðun Borgarskjalasafns um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts. <br /> <br /> Kærandi óskaði með tölvupósti eftir aðgangi að skjölum um Arnarholt frá árunum 1983 og 1984 sem varðveitt eru í málasafni Borgarspítalans hjá Borgarskjalasafni, þ. á m. 17 blaðsíðna vitnaleiðslum yfir starfsfólki vistheimilisins Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 18. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað. Í svarinu var kæranda annars vegar tilkynnt um að veittur yrði aðgangur að hluta þeirra gagna sem óskað var eftir þar sem búið var að afmá allar viðkvæmar persónuupplýsingar. Hins vegar var kæranda synjað um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum úr málasafni Borgarspítalans með vísan til þess að innihald gagnanna varðaði viðkvæmt starfsmannamál sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Í kæru er því lýst að fréttastofa RÚV hafi að undanförnu fjallað ítarlega um málefni Arnarholts á Kjalarnesi á árum áður. Vísað er til þess að svo virðist sem heimilisfólk þar hafi sætt ómannúðlegri meðferð á heimilinu árum eða áratugum saman. Fréttastofa hafi aflað fjölmargra gagna og meðal annars fengið afhentar vitnaleiðslur yfir starfsfólki heimilisins. Tekið skuli fram að gögnin sem fréttastofa hafi undir höndum stafi ekki frá opinberum aðilum. Í þeim gögnum hafi verið mikið af persónugreinanlegum upplýsingum sem fréttastofa hafi afmáð í umfjöllun sinni. Eftir fyrstu umfjöllun fréttastofu um málið hafi komið í ljós að töluvert magn gagna sem varða Arnarholt væru til hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem hafi veitt fréttastofu aðgang að ýmsum gögnum. Í fréttum RÚV hafi hins vegar aðallega verið fjallað um ómannúðlega meðferð á heimilinu til ársins 1971, þegar geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nú hafi hins vegar komið í ljós að allt til ársins 1983, og jafnvel lengur, hafi logað ófriðarbál á heimilinu. Árið 1983 hafi starfsfólk skrifað undirskriftarlista, þar sem þess var krafist að ónefndum starfsmanni á heimilinu yrði vikið frá störfum. Í fórum Borgarskjalasafns séu 17 blaðsíður sem hafi að geyma það sem fram fór í þessum viðtölum við starfsmenn. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að fréttastofa telji mikilvægt að henni verði veittur aðgangur að umræddum gögnum þar sem líklega sé hægt að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Hafi svo verið eigi þær upplýsingar erindi við almenning. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Borgarskjalasafni Reykjavíkur með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum skjölum sé takmarkaður af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 en þar segi að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum, er þá varða, sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni. Þá er tekið fram að yfirlýstur tilgangur gagnaleitar kæranda sé að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Að mati Borgarskjalasafns varði umbeðnar vitnaleiðslur viðkvæmt starfsmannamál sem teljist trúnaðarmál og óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Slíkt samþykki liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda sem bárust nefndinni með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2020, er lögð áhersla á mikilvægi þess að upplýst verði um það hvort starfsemi heimilisins hafi batnað í kjölfar þess að geðdeild Borgarspítalans tók við stjórn þess eða hvort aðbúnaður heimilismanna hafi enn verið slæmur á þeim tíma sem umbeðin gögn fjalla um. Vitnaleiðslurnar séu helsta og í raun eina gagnið sem varpað geti ljósi á þetta efni, sem almenningur hafi lögmæta hagsmuni af því að verði upplýst og fjallað um opinberlega. Í umsögninni kemur einnig fram að því sé ekki mótmælt að í vitnaleiðslunum kunni að vera að finna upplýsingar sem teljist til einkamálefna einstaklinga í skilningi 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, þ.e. einkum þeirra starfsmanna sem báru vitni um aðbúnað á heimilinu. Þá er einnig bent á að samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 77/2014 sé heimilt að veita takmarkaðan aðgang að umbeðnum gögnum og afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Slík niðurstaða væri mun betur til þess fallin að styðja við hlutverk kæranda samkvæmt fjölmiðla- og upplýsingalögun en hin kærða ákvörðun um að synja um aðgang að umbeðnum gögnum að öllu leyti.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í því sambandi er vísað til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómaframkvæmd sinni staðfest að takmarkaður upplýsingaréttur geti falist í síðarnefnda ákvæðinu, þ.e. að ákvæðið geti tryggt rétt til aðgangs að upplýsingum jafnvel þótt hann sé ekki tryggður með lögum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði þessi séu að tilgangur beiðninnar sé að beiðandi geti nýtt sér frelsi til að taka við og dreifa upplýsingum til annarra, að umbeðnar upplýsingar varði almannahagsmuni, að hlutverk beiðanda sé að taka við upplýsingum og dreifa þeim til almennings og loks að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi. Að mati kæranda eigi öll skilyrðin við um beiðni hans til Borgarskjalasafns og leiði til þess að ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 geti ekki staðið í vegi fyrir rétti hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Borgarskjalasafns.<br /> <br /> Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því ákvæði V. kafla laganna, en í 1. mgr. 25. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að skjölum þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í lögunum. Er þá miðað við síðustu innfærslu eða síðasta bréf afgreidds máls. Heimilt er að miða við tilurð skjals ef meðferð máls hefur dregist á langinn hjá stjórnvaldi eða ríkar ástæður mæla með því. Ljóst er að þau gögn sem beiðni kæranda snýr að urðu til fyrir það tímamark.<br /> <br /> Í 2. mgr. 25. gr. segir að ef takmarkanir samkvæmt lögunum eigi aðeins við um hluta skjals skuli veita aðgang að öðru efni skjalsins ef unnt er að skilja upplýsingar, sem falla undir undantekningar, frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að.<br /> <br /> Í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu reynir því á hvort hagsmunir þeirra einstaklinga sem um er fjallað eða getið er í umræddum gögnum í vörslu Borgarskjalasafns vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 77/2014 kemur fram að ákvæðið sé sambærilegt við ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig meðferð þeirra sem vistaðir eru á opinberum stofnunum er háttað og þann aðbúnað og þjónustu sem þeim er veittur. Í gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um slíka starfsemi, t.d. í tilefni úttektar eða athugunar á starfseminni eða einstaka þáttum hennar, geta þó komið fram upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. <br /> <br /> Sem fyrr segir var synjun Borgarskjalasafns byggð á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem óheimilt væri að veita aðgang að nema samþykki þess sem í hlut ætti lægi fyrir. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í því sambandi skal tekið fram að í lögum nr. 77/2014 er ekki að finna sérstakt ákvæði sem takmarkar rétt almennings til aðgangs að málefnum starfsmanna eins og er að finna í 7. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið fær sú leið að synja beiðni kæranda á þeim grundvelli að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða án þess að leggja sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. <br /> <br /> Þá verður ekki heldur séð af gögnum málsins að leitað hafi verið samþykkis þess aðila sem um er fjallað í gögnunum áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Ákvæði laga nr. 77/2014 gera ráð fyrir að áður en ákvörðun er tekin um aðgang að gögnum sem varðað geta einkahagsmuni geti stjórnvald skorað á þann sem upplýsingarnar varðar að veita samþykki sitt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til þess að samþykki umrædds aðila lægi ekki fyrir án þess að óska sérstaklega eftir samþykki hans. Að svo búnu bar Borgarskjalasafni að taka rökstudda afstöðu til beiðninnar með hliðsjón af annars vegar afstöðu þess aðila sem í hlut á, að því gefnu að hann veitti ekki samþykki sitt, og hins vegar þeim sjónarmiðum sem leiða af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni gagnanna sem beiðni kæranda lýtur að. Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir að megintilgangur þess að ráðist var í viðtöl við þáverandi starfsfólk vistheimilisins hafi verið að leiða í ljós atriði tengd framgöngu tiltekins starfsmanns Arnarholts þá hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar sem varpa ljósi á starfsemi vistheimilisins á þeim tíma. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að ekki verði litið fram hjá því samhengi að áður höfðu fjölmiðlar greint frá upplýsingum um alvarlega misbresti í starfsemi þess. Í því ljósi er það mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur kunni að hafi hagsmuni af því að kynna sér efni gagnanna. Eins og rakið er hér að framan verður hins vegar ekki séð að fullnægjandi mat hafi farið fram á því hvort og þá hvaða upplýsingar í gögnunum falli undir takmarkanir 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 eftir atvikum með hliðsjón af afstöðu þess aðila sem fjallað er um í gögnunum. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður séð að í gögnunum sé að finna upplýsingar um viðkvæm einkamálefni þess starfsmanns sem einkum er fjallað um í viðtölunum, annarra starfsmanna eða sjúklinga sem leynt skuli fara. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að Borgarskjalasafn skori á þann sem upplýsingarnar varða að upplýsa hvort hann telji að þær eigi að fara leynt og taki að svo búnu rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin tekur fram í ljósi þeirra hagsmuna sem eru undir í málinu að rétt sé að Borgarskjalasafn taki við meðferð málsins afstöðu til þess hvort rétt sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2020, um að synja kæranda um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum við starfsfólk Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984, er felld úr gildi og lagt fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

968/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

A kærði afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir hans gekkst undir. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn hluta af barnaverndarmáli í skilningi 45. gr. barnaverndarlaga og tók fram að sérstökum aðila, úrskurðarnefnd velferðarmála væri falið að fjalla um ágreining í tengslum við slík mál, þ. á m. vegna aðgangs að gögnum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 968/2021 í máli ÚNU 20090022.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 17. september 2021, kærði A afgreiðslu barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Upphaflega óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum í barnaverndarmáli er vörðuðu börn hans. Með ákvörðun, dags. 11. júní 2020, synjaði barnavernd Kópavogs að afhenda kæranda forsjárhæfnismat sem barnsmóðir hans gekkst undir í barnaverndarmáli er varðar börn hans. Í ákvörðuninni kemur fram að ákveðið hafi verið að synja um aðgang að gagninu þar sem ekki hafi verið skýrt hvort kærandi ætti að fá aðgang að umræddu mati með tilliti til þeirra upplýsinga sem það hefði að geyma. Í ákvörðun barnaverndar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar velferðarmála.</p> <p>Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 16. júní 2020 vegna ákvörðunar barnaverndar um að synja um aðgang að umræddu gagni. Í úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 sem kveðinn var upp í máli kæranda kom fram að ekki yrði séð að barnaverndarnefnd hefði kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda um gögn eins og áskilið sé í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Af þeim sökum hefði ákvörðun barnaverndar Kópavogs verið felld úr gildi og málinu vísað til barnaverndar til löglegrar málsmeðferðar og ákvörðunar að nýju.</p> <p>Með bréfi, dags. 14. september 2020, var kæranda synjað um aðgang að umbeðnum gögnum á ný. Í ákvörðuninni kemur fram að samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sé heimilt að takmarka upplýsingarétt aðila þegar hagsmunir annarra af því að gögn séu ekki afhent eru ríkari en hagsmunir þess sem fer fram á afhendingu þeirra. Þá er vísað til þeirra takmarkana á afhendingu upplýsinga sem leiða af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í bréfinu að fara þurfi fram mat á hvort vegi þyngra hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar er lúta að forsjárhæfni barnsmóður hans eða hennar af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Að mati barnaverndar Kópavogs vegi hagsmunir barnsmóður kæranda þyngra við matið. Loks er kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt barnavernd Kópavogs með bréfi, dags. 28. september, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn barnaverndar Kópavogs, dags. 7. október 2020, er vísað til þess að þar sem barnsmóðir kæranda hafi samþykkt vistun barnanna hjá kæranda til 12 mánaða hafi ekki komið til þess að forsjárhæfnismatið yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Kæranda var því synjað um afhendingu þess með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga þar sem segir að afhenda beri aðilum öll þau gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess enda tryggi þeir trúnað. Í kjölfarið hafi kærandi kært synjunina til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi vísað málinu til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd Kópavogs væri eina valdbæra stjórnvaldið sem gæti takmarkað aðgang aðila að gögnum máls, sbr. 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga, þar sem segi að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent. Þá segir í umsögninni að þær aðstæður sem tilteknar séu í ákvæðinu eigi ekki við í þessu máli. Við endurupptöku málsins hjá barnavernd hafi kæranda verið synjað aftur um aðgang á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga þar sem segi að þegar sérstaklega standi á sé stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum. Þá sé samskonar ákvæði að finna í 17. gr. stjórnsýslulaga. Hér hafi því þurft að taka afstöðu til þess hvort kærandi hafi þá ríku hagsmuni af því að fá umrætt forsjárhæfnismat afhent en barnsmóðir hans af því að viðkvæmar persónulegar upplýsingar svo sem niðurstöður sálfræðilegra prófana verði ekki afhentar kæranda. Niðurstaða barnaverndar hafi verið að svo væri ekki með vísan til þess að ekki kom til þess að ákvörðun væri byggð á niðurstöðu forsjárhæfnismatsins og að um svo viðkvæmar upplýsingar væri að ræða um einkamálefni og heilsufar konunnar að óheimilt væri að afhenda þær öðrum. Þá verði líka að líta til þess að forsjárhæfnismatið hafi að geyma upplýsingar um annað barn barnsmóðurinnar sem ekki lúti forsjá kæranda.</p> <p>Umsögn barnaverndar Kópavogs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni kæranda um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Í synjun barnaverndar Kópavogs og umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur fram sú afstaða að þær aðstæður sem tilteknar séu í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga eigi ekki við í málinu þar sem ekki hafi komið til þess að forsjárhæfnismatið sem barnsmóðir kæranda gekkst undir yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Af þeim sökum hafi synjun barnaverndar Kópavogs byggst á 14. gr. upplýsingalaga og 17. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í málinu liggur fyrir að umrætt forsjárhæfnismat var framkvæmt í tilefni af barnaverndarmáli varðandi börn kæranda. Með „barnaverndarmáli“ í skilningi barnaverndarlaga er átt við stjórnsýslumál sem miðar að því marki að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta hvort þörf sé á að beita þeim sérstöku úrræðum sem kveðið er á um í barnaverndarlögum. Barnaverndarmál hefst með formlegri ákvörðun barnaverndarnefndar um könnun máls og lýkur ýmist þegar barnaverndarnefnd telur ekki þörf á frekari afskiptum eða þegar barn er orðið 18 ára. Úrskurðarnefndin telur að gögn málsins bendi til þess að það mál sem hófst með afskiptum barnaverndar Kópavogs af heimili barnsmóður kæranda og varð tilefni þess að aflað var umrædds forsjárhæfnismats hafi falið í sér barnaverndarmál í framangreindum skilningi og sé þar með stjórnsýslumál. Í því sambandi skal einnig bent á að í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 í máli kæranda nr. 304/2020 var upphafleg ákvörðun barnaverndar Kópavogs felld úr gildi og málinu vísað til baka til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd hefði ekki kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda í samræmi við 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarnefnd skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.</p> <p>Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að lög standi ekki til þess að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Kæru vegna synjunar barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p> formaður</p> <p>Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p>

967/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 967/2021 í máli ÚNU 20110018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. nóvember 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 2. október 2020, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. og til vara að afhentur yrði sá hluti greinargerðarinnar sem snýr að Klakka ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðninni með tölvubréfi, dags. 16. október 2020. Í svarinu kom fram að umbeðið skjal félli undir ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Ákvæðið fæli í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings í tengslum við ófullgerð skýrsludrög og ráðuneytinu því óheimilt að verða við beiðninni. Í því sambandi vísaði ráðuneytið einnig í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2019.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi m.a. til þess að lokaeintak skýrslu setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols hafi þegar verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þeim sökum séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem lágu til grundvallar synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda og fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 827/2019. Í kæru er bent á að sjónarmiðin að baki 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga séu ítarlega rakin í frumvarpi því er varð að lögunum. Samandregið sé tilgangur ákvæðisins fyrst og fremst sá að veita ríkisendurskoðanda vinnufrið á meðan athuganir hans sandi yfir, enda sé annað ákvæði í lögunum sem sérstaklega varði þagnarskyldu. Þegar athugun ríkisinendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsréttinn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði afhent afrit af hinni umbeðnu greinargerð. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. nóvember, er vísað til forsendna í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 þar sem tekin var afstaða til þess hvort heimilt væri að afhenda umrædd skýrsludrög. Í umsögninni kom fram að synjun ráðuneytisins í máli þessu frá 16. október 2020 byggði á sama þagnarskylduákvæði og fjallað var um í framangreindum úrskurði og því vísaði ráðuneytið til forsendna úrskurðarins.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, kemur fram að kærandi hafni þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi þegar verið tekin afstaða til hvort heimilt sé að afhenda umrætt skjal. Í því sambandi bendir kærandi á að niðurstaða fyrri úrskurðar nefndarinnar hafi byggst á því að ekki væri búið að afhenda lokaeintak greinargerðarinnar til Alþingis. Í úrskurðinum sé tekið fram að „þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi eigi framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkiseigna ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.“ Það liggi fyrir að búið sé að afhenda greinargerðina til Alþingis. Þannig séu þeir verndarhagsmunir sem byggt sé á í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar ekki lengur til staðar og forsendur breyttar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Félagið lauk starfsemi í febrúar 2018 en það var stofnað þann 15. apríl 2016, með þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands og annan skyldan rekstur. Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 tók nefndin afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hafi verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. Í kæru er einkum byggt á því að þar sem greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem umræddu ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að gæta.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Eins og fram kom í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 27. nóvember 2019 í máli nr. 827/2019 var greinargerðin sem hér um ræðir send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu. Þá liggur fyrir að þegar hún var send ráðuneytinu var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þessari niðurstöðu leiðir að framangreint á jafnframt við um þann hluta greinargerðarinnar er snýr að Klakka ehf., sbr. varakröfu kæranda.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br />

966/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

A kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. sem tengdust fjárfestingarferli Frjálsa Lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir vafa að umbeðnar upplýsingar hefðu ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 966/2020 í máli ÚNU 20080001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. ágúst 2020, A synjun Seðlabanka Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum en þann 10. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. <br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var afgreidd af hálfu Seðlabanka Íslands með ákvörðun, dags. 3. júlí 2020, þar sem honum var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna. Í ákvörðun sinni fjallar Seðlabankinn um takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt 8. gr. og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Einnig um sérstök þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Bankinn taldi hluta umbeðinna gagna falla undir undanþágureglur upplýsingalaga og sérstakar þagnarskyldureglur laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og var kæranda synjað um aðgang að þeim. Þá var hluti af gögnunum afhentur kæranda með útstrikunum, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Einkum var um að ræða bréf og tölvupóstssamskipti á milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka en einnig önnur gögn, t.d. minnisblöð starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og gögn frá Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðnum.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ekki lagaskilyrði fyrir hendi sem réttlæti synjun á afhendingu umræddra gagna. Hann byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í kæru kemur fram að hann óski m.a. eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Bréfi Arion banka hf., dags. 25. maí 2018.<br /> 2. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf. dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 4. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 5. Bréfi Arion banka hf., dags. 22. mars 2019.<br /> 6. Bréfi Arion banka hf., dags. 9. ágúst 2019.<br /> 7. Bréfi Arion banka hf. dags. 10. október 2019.<br /> 8. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. á tímabilinu frá 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 9. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. þann 12. nóvember 2019.<br /> 10. Minnisblaði frá innri endurskoðanda Arion banka hf., dags. 18. september 2017, um United Silicon verkefnið.<br /> 11. Tveimur bréfum frá stjórn Arion banka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. des 2017 og 14. febrúar 2018.<br /> <br /> Þá segir að kærandi sé sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum og að í umræddri sátt viðurkenni Arion banki að hafa brotið gegn 2. mgr. 8. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, með því að hafa láðst að skrá hagsmunaárekstra með skipulögðum og formlegum hætti við veitingu fjárfestingarráðgjafar í tengslum við kísilver United Silicon, sem fjármagnað hafi verið að mestu leyti af Arion banka auk lífeyrissjóða sem bankinn reki samkvæmt samningum við stjórnir sjóðanna. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi fjárfest í United Silicon á grundvelli ráðgjafar Arion banka og tapað allri fjárfestingu sinni í félaginu. <br /> <br /> Í kæru er fjallað um efni sáttarinnar og málsatvikum lýst ítarlega. Þá kemur fram að það séu hagsmunir almennra sjóðfélaga að fá úr því skorið hvort framganga Arion banka hafi verið slík að mögulega hafi bankinn bakað sér bótaskyldu gagnvart Frjálsa lífeyrissjóðnum vegna þess fjártjóns sem sjóðurinn hafi orðið fyrir vegna fjárfestingarinnar í United Silicon. Þar sem stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins sé handvalin af Arion banka sé ekki á færi annarra en almennra sjóðfélaga í lífeyrissjóðnum að afla gagna og kanna hvort sjóðfélagar eigi bótakröfu á hendur bankanum vegna þessa fjártjóns.<br /> <br /> Varðandi vísun Seðlabankans í sérstaka þagnarskyldureglu 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands segir kærandi að starfsmenn bankans séu bundnir þagnarskyldu um það sem varði „viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila.“ Í 6. mgr. 41. gr. laganna sé hins vegar að finna undanþáguákvæði frá 1. mgr. 41. gr. þar sem segi orðrétt: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd. Þegar viðskiptamaður bankans eða eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr.“ Kærandi telur velflest, ef ekki öll þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að varða með beinum hætti starfsemi United Silicon svo sem varðandi áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynningu fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á United Silicon auk minnisblaðs frá innri endurskoðanda Arion um United Silicon verkefnið. United Silicon hafi verið úrskurðað gjaldþrota þann 22. janúar 2018 og þá hafi Kísill Ísland hf., móðurfélag United Silicon, verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. september 2019. Nátengt félag, Kísill III slhf. hafi einnig verið úrskurðað gjaldþrota þann 12. september 2019.<br /> <br /> Kærandi segir umbeðin gögn varða rekstur United Silicon og skyldra aðila en innihaldi engar upplýsingar um „rekstur eða viðskipti“ Arion banka í skilningi 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gögnin lúti enda ekki að rekstri eða viðskiptum Arion banka heldur hafi þau að geyma mat og ráðgjöf bankans á United Silicon sem fjárfestingarkosti til þriðja aðila. Hagsmunir kæranda, sem sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins, af afhendingu umræddra gagna um United Silicon eigi bersýnilega að vega mun þyngra í því að fá aðgang að umbeðnum gögnum enda hafi almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðsins hagsmuni af því að fá að vita hvernig ákvarðanir urðu til sem leiddu til þess að um 0,5% af hreinni eign sjóðsins töpuðust vegna ráðgjafar Arion banka. Engin rök mæli með því að Arion banki skuli njóta leyndar um gögnin til þess að sjóðfélagar fái ekki komist að innihaldi þeirra. Þá séu engir lögvarðir hagsmunir til staðar fyrir United Silicon og tengd félög þar sem félögin séu öll löngu gjaldþrota. Almennur sjóðfélagi, eins og kærandi, sem í gegnum lífeyrissjóði hafi fjármagnað United Silicon-verkefnið að tilstuðlan Arion banka sem ákveðið hafi á grundvelli umkrafinna gagna að fjárfesta lífeyri landsmanna í þessu áhættusama verkefni, eigi því lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum sem varði United Silicon og eigi 6. mgr. 41. gr. seðlabankalaga því við.<br /> <br /> Seðlabankinn byggi jafnframt synjun sína á afhendingu umbeðinna gagna á sérstöku þagnarskylduákvæði í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kærandi bendi hins vegar á að 58. gr. sé ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækis líkt og dómstólar hafi slegið föstu í dómaframkvæmd sinni, sbr. til dæmis Hrd. 758/2009. Í umræddum dómi segi í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur hafi verið í Hæstarétti með vísan til forsendna, að í ljósi þess að viðskiptavinur fjármálafyrirtækis sem gögnin varði sé gjaldþrota, fáist ekki séð hvaða hagsmuni hann hafi af því að umbeðnum gögnum sé haldið leyndum á grundvelli 58. gr. Í dómi Hæstaréttar segi m.a:<br /> „Ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki varðandi þagnarskyldu starfsmanna þeirra og annarra sem vinna verk í þeirra þágu er ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við þau.“ Á þessum lagagrunni hafi sóknaraðila málsins verið heimilaður aðgangur að umbeðnum gögnum. Málsatvik í því máli sem hér um ræðir séu keimlík þeim sem uppi hafi verið í ofangreindum dómi Hæstaréttar. Ljóst sé að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sé ekki ætluð til að vernda hagsmuni Arion banka heldur vernda virka viðskiptahagsmuni viðskiptavina bankans enda gæti opinberun á gögnum sem snerti fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni þeirra valdið þeim tjóni. Bæði United Silicon og móðurfélag þess, Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðuð gjaldþrota og ljóst sé að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda hlutaðeigandi viðskiptalegu tjóni. Því sé ljóst að synjun Seðlabanka Íslands á umbeðnum gögnum vegna ætlaðra hagsmuna United Silicon og móðurfélags þess eigi ekki við nein rök að styðjast.<br /> <br /> Að lokum byggi Seðlabankinn synjun sína á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í frumvarpi því er varð að breytingarlögum nr. 72/2019 hafi orðalagi ákvæðisins verið breytt á þann veg að takmörkun á aðgangi almennings að gögnum einskorðist við fyrirtæki eða lögaðila sem séu enn í rekstri og hafi ekki lýst yfir gjaldþroti. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sé undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum í vörslu stjórnvalda. Samkvæmt almennum lögskýringarfræðum beri því að beita þröngri lögskýringu við túlkun á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Umbeðin gögn sem varði rekstur United Silicon, s.s. áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynning á United Silicon og minnisblað innri endurskoðanda Arion banka um United Silicon falli utan 2. málsl. 9. gr. og séu ekki undanþegin upplýsingarétti almennings enda varði gögnin hagsmuni United Silicon sem hafi engra virkra hagsmuna að gæta þar sem félagið hafi hætt rekstri.<br /> <br /> Að lokum ítrekar kærandi að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Af þeim sökum beri að túlka ákvæðin með þröngum hætti og allur vafi túlkaður almenningi í hag. Beri því að túlka þröngt orðin „rekstur og viðskipti“ í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, þar sé átt við þær upplýsingar sem varði rekstur og viðskipti bankans sem kunni að hafa áhrif á samkeppnisstöðu bankans. Augljóst sé að afhending umbeðinna gagna skipti engu máli um rekstrarlega hagsmuni Arion banka. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 sé ljóst að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki verndi ekki hagsmuni fyrirtækja sem séu gjaldþrota og hafi enga hagsmuni af því að gögnum sé haldið leyndum. Sé 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands túlkuð til samræmis við 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 9. gr. upplýsingalaga sé ljóst að virkir hagsmunir séu forsenda þess að sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eigi við. Að mati kæranda sé synjun Seðlabanka Íslands að umbeðnum gögnum því andstæð lögum.<br /> <br /> Þá tekur kærandi fram að í ákvörðun Seðlabankans sé ekki rökstutt með neinum hætti hvaða hagsmunir það séu varðandi „rekstur og viðskipti“ Arion banka sem Seðlabankinn telji að falli undir þagnarskylduákvæðin. Í ákvörðuninni segi að bankinn hafi farið yfir efni viðkomandi bréfa og sé það mat bankans að bréfin hafi að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur Arion banka sem bundnar séu trúnaði, án þess að skýra það nánar, með vísun í 1. mgr. 41.gr. laganna. Með slíkri afgreiðslu sé fráleitt ljóst hvort að bankinn hafi yfirleitt kannað efni bréfanna en gera verði þá kröfu til Seðlabankans að hann færi fullnægjandi rök fyrir því, varðandi hvert tiltekið skjal, hvað það sé nákvæmlega í skjali sem hann telji að skuli sæta leynd og rýma út hagsmunum almennings af því að fá umbeðin gögn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 6. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans, dags. 28. ágúst 2020, segir að bankinn telji sig hafa afhent kæranda öll gögn, að hluta til eða öllu leyti, sem heimilt sé samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga, sérstaklega 8. og 9. gr. laganna. Bankinn fari því fram á að úrskurðarnefndin hafni kröfum kæranda og staðfesti ákvörðun bankans. Þessu til stuðnings er vísað til röksemda sem fram koma í bréfi bankans til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Ennfremur, og til að svara sjónarmiðum sem kærandi reki í kæru sinni, taki bankinn fram að það sé ekki rétt að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, séu undantekningar frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Líkt og fram komi í ákvörðun Seðlabankans þá teljist ákvæðin sérstök þagnarskylduákvæði sem geti ein og sér, þrátt fyrir upplýsingalög, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslu stjórnvalda. Byggi það á gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Bent er á að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi falið í sér sérstakar þagnarskyldureglur. Vísist m.a. til dóms Hæstaréttar frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og hins vegar til dóms Hæstaréttar frá 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015. Megi því ljóst vera að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 teljist einnig fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar í máli nr. 904/2020. Þá hafi Hæstiréttur einnig komist að þeirri niðurstöðu að 58. gr. laga nr. 161/2002 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. áðurnefndan dóm í máli nr. 263/2015. <br /> <br /> Við afgreiðslu sína á gagnabeiðni kæranda hafi Seðlabankinn farið yfir hvert og eitt gagn í umræddu máli og lagt mat á efni þeirra m.t.t. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Það sé mat Seðlabankans að þau gögn eða hlutar gagna sem bankinn synjaði kæranda um aðgang að innihaldi upplýsingar sem varði rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila, upplýsingar um viðskiptavini fjármálafyrirtækis og/eða upplýsingar um málefni bankans sem leynt skuli fara samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Hafi gagn að geyma upplýsingar sem bundnar séu trúnaði þá eðli máls samkvæmt takmarki það möguleika Seðlabankans á að lýsa efni gagnsins. Í ákvörðun Seðlabankans hafi gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að verið lýst eins vel og mögulegt hafi verið að teknu tilliti til þess að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem bundnar væru trúnaði. Meðfylgjandi umsögninni sé listi yfir öll gögn málsins sem sýni með skýrum hætti að tekin hafi verið afstaða til hvers og eins gagns í umræddu máli m.t.t. fyrrnefndra lagakrafna. Listinn var afhentur úrskurðarnefndinni í trúnaði ásamt umræddum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans segir jafnframt að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé kveðið skýrt á um þagnarskyldu bankaráðsmanna, varaseðlabankastjóra, nefndarmanna og annarra starfsmanna Seðlabankans. Brot á þagnarskyldu geti varðað refsingu, sbr. 45. gr. laganna og 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Upplýsingar sem falli undir ákvæðið sé aðeins heimilt að afhenda ef dómari úrskurði að skylt sé að afhenda þær fyrir dómi eða til lögreglu eða lög kveði skýrt á um afhendingu upplýsinganna. Gjaldþrot aðila, sem upplýsingarnar varði, hvort sem sé um efirlitsskyldan aðila eða viðskiptamenn hans, aflétti ekki þessari þagnarskyldu. Það sama eigi við um þá þagnarskyldu sem kveðið sé á um í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Gjaldþrot viðskiptamanna aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á Seðlabankanum, sem veitt hafi viðtöku gögnum sem bundin séu trúnaði samkvæmt ákvæðinu. Telji aðili sig hafa lögvarða hafsmuni af því að fá gögn afhent frá Seðlabankanum sem bundin séu trúnaði samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 eða 58. gr. laga nr, 161/2002 verði sá hinn sami að snúa sér til dómstóla og byggja kröfu sína á þeim úrræðum sem lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála mæli fyrir um.<br /> <br /> Þetta endurspeglist með skýrum hætti í 2. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Málsliðurinn, sem taki til viðskiptamanna bankans og eftirlitsskyldra aðila sem séu gjaldþrota, mæli fyrir um að heimilt sé við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildi annars um samkvæmt 1. mgr. Í úrskurði úrskurðarnefndar í máli nr. 524/2014 hafi sambærilegur málsliður þágildandi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi til umfjöllunar. Þar hafi úrskurðarnefndin sagt að skýra þyrfti áskilnaðinn um rekstur einkamála svo að átt væri við gagnaöflum sem fram fari fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða nefndarinnar hafi verið að beiðni um afhendingu gagna, sem beint sé til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, yrði ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. <br /> <br /> Seðlabankinn segir þetta líka endurspeglist í þeim dómi Hæstaréttar sem kærandi vísi til en þar úrskurði dómari um aðgang að gögnum. Seðlabankinn hafi ekki sömu heimildir og dómstólar. Við mat á því hvort gagn sé bundið trúnaði eður ei sé Seðlabankanum ekki heimilt lögum samkvæmt að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem legið hafi til grundvallar í fyrrnefndu dómsmáli.<br /> <br /> Varðandi tilvísun kæranda til 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þá sé um heimildarákvæði að ræða sem feli ekki í sér aukinn rétt fyrir almenning til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabankans umfram það sem upplýsingalög mæli fyrir um, að teknu tilliti til hinna sérstöku þagnarskylduákvæða. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, komi fram að þessu ákvæði sé ætlað að opna á upplýsingagjöf Seðlabankans þegar um sé að ræða upplýsingar sem varði ráðstöfun opinberra hagsmuna sem almenningur eigi ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið sé að, lýsingu á vinnureglum bankans eða stjórnsýsluframkvæmd á tilteknu sviði. Þá sé gert ráð fyrir að birting upplýsinga samkvæmt málsliðnum eigi sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir á vef bankans skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Ákvæðið aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum bankans samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laganna og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, varðandi þau gögn sem liggi til grundvallar þeim upplýsingum sem Seðlabankanum sé heimilt að birta opinberlega á grundvelli málsliðarins.<br /> <br /> Kærandi haldi því fram að þau gögn sem Seðlabankinn synjaði honum um aðgang að varði ekki viðskipti og rekstur Arion banka heldur fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni United Silicon sem, líkt og móðurfélag þess Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðað gjaldþrota og því ljóst að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda félaginu viðskiptalegu tjóni. Til svars við framangreindu bendir Seðlabankinn á að í umræddu máli hafi Fjármálaeftirlit bankans verið með til skoðunar hvort Arion banki hf. hefði farið að tilteknum lagareglum sem gildi um starfsemi bankans sem Seðlabankanum sé falið að hafa eftirlit með. <br /> <br /> Gagna hafi verið aflað hjá Arion banka sem ætlað hafi verið að varpa ljósi á framangreint. Gögn málsins séu því augljóslega gögn sem varði viðskipti og rekstur Arion banka. Slík gögn séu þó ekki sjálfkrafa bundin þagnarskyldu. Hafi þau að geyma upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eftirlitsskylds aðila, þ.m.t. samskipti hans við viðskiptavini sína, eða upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, þá séu það upplýsingar sem Seðlabankinn telji að falli undir hinar sérstöku þagnarskyldureglur í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Yfirferð Seðlabankans á gögnum málsins hafi tekið mið af framangreindu. <br /> <br /> Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. september 2020, segir að hann telji sig eiga rétt á umbeðnum gögnum, sem varði rekstur United Silicon og skyldra aðila og innihaldi upplýsingar um mat og ráðgjöf Arion banka á United Silicon sem fjárfestingarkosti, á grundvelli 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 enda sé kveðið á um það í ákvæðinu að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. sé Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega, enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd. Kærandi hafni þeim rökum að ákvæðið lúti að einhliða rétti Seðlabankans til að ákveða hvort að slíkar upplýsingar skuli veittar. Í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2019 segi í athugasemdum um 6. mgr. 41. gr. að nauðsynlegt sé að greining liggi fyrir á hagsmunum þeim sem vegist á í hverju tilviki. Seðlabanka beri að framkvæma þá greiningu en ekki verði séð að það hafi verið gert. Við þær aðstæður sé það á færi úrskurðarnefndarinnar að meta hvort að hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar séu fyrir hendi.<br /> <br /> Kærandi ítrekar að hagsmunir hans og almennra sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem telji ríflega 60.000 manns, eigi að vega þyngra en þeir hagsmunir sem mæli með leynd fyrir óvirka hagsmuni gjaldþrota félaga sem búið sé að afskrá. Kærandi bendi á að skylduaðild að lífeyrissjóði sé lögbundin. Eigi því í samræmi við 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að veita aðgang að umbeðnum gögnum enda sé það auðvelt án þess að upplýsa um þá hagsmuni Arion banka sem eigi að njóta verndar samkvæmt lögunum. Kærandi hafni rökum Seðlabanka Íslands um að umbeðin gögn varði viðskipti og rekstur Arion banka í skilningi téðra ákvæða. Kærandi bendi á að eðli málsins samkvæmt eigi að skýra þagnarskylduákvæðin þröngt og láta kæranda njóta vafans, ef um hann sé að ræða að mati úrskurðarnefndarinnar. Vandasamt sé að sjá að gögn um fjárhagsstöðu United Silicon geti haft þýðingu fyrir Arion banka í rekstrarlegu tilliti. Ef umbeðin gögn hafi einhverjar upplýsingar að geyma sem varða rekstur Arion banka sem njóta verndar í þessu sambandi, þá eigi Seðlabanki Íslands auðvelt með að afmá slíkar upplýsingar um Arion banka og að veita aðgang að þeim hluta gagnanna sem snúi að United Silicon, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi telji ekki tækt að byggja synjun umbeðinna gagna á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki enda sé samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar margstaðfest að gjaldþrota félög njóti ekki verndar samkvæmt ákvæðinu, sbr. Hrd. 758/2009, enda hafi gjaldþrota félag enga sjáanlega hagsmuni af því að upplýsingar tengdar rekstri þess, meðan það var starfandi, sé haldið leyndum fyrir þeim sem hafa lögvarða hagsmuni af því að fá slíkar upplýsingar. <br /> <br /> Þá vilji kærandi ítreka að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sem Seðlabanki byggði m.a. synjun sína á, eigi ekki við í þessu tilfelli að mati kæranda. Í ákvæðinu sé skýrlega kveðið á um að takmarkanir samkvæmt ákvæðinu lúti að verndun mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Umbeðin gögn varði hins vegar ekki hagsmuni Arion banka heldur United Silicon auk skyldra aðila sem ekki séu lengur starfandi félög. <br /> <br /> Afstaða Seðlabankans eins og hún birtist í málatilbúnaði bankans hafi þann blæ á sér að bankinn sé ekki að taka afstöðu til erindis kæranda sem hlutlaust stjórnvald þar sem vegnir eru saman hagsmunir og réttur almennings til upplýsinga gagnvart þeim sem verndin á að taka til heldur samsami Seðlabankinn sig hagsmunum Arion banka hf. og freisti þess með öllum ráðum að varna því að umbeðnar upplýsingar komi fyrir sjónir sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðins. Afstaða Seðlabankans sé því ómálefnaleg og beri að hafna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabanka Íslands sem varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingu Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Ákvörðun Seðlabankans um að synja beiðni kæranda, að hluta, er byggð á því að upplýsingar sem fram komi í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstakar þagnarskyldureglur 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, auk þess sem vísað er til undanþáguákvæða 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskylda samkvæmt 41. gr. sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 774/2019, 792/2019 og 904/2020. Sbr. einnig úrskurði nr. 614/2016, 665/2016 og 682/2017 frá gildistíð eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af umbeðnum gögnum með skýringum eða vísun í ástæðu synjunar í hverju tilviki fyrir sig. Gögnin eru eftirfarandi og var kæranda ýmist synjað um aðgang þeim að hluta til eða í heild:<br /> <br /> 1. Fyrirspurnarbréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. apríl 2018.<br /> 2. Svarbréf Arion banka, dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Fylgigögn með bréfi Arion banka. dags. 25. maí 2018 (13 skjöl).<br /> 4. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. desember 2018, frumniðurstöður.<br /> 5. Svarbréf Arion banka, dags. 16. janúar 2019, fyrri andmæli.<br /> 6. Fylgigögn með bréfi Arion banka, dags. 16. janúar 2019 (15 skjöl).<br /> 7. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 22. febrúar 2019, uppfærðar frumniðurstöður.<br /> 8. Svarbréf Arion banka, dags. 22. mars 2019, seinni andmæli.<br /> 9. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. mars 2019, þar sem farið er yfir sjónarmið Arion banka.<br /> 10. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 27. apríl 2019, þar sem reifuð er tillaga að framhaldi á meðferð málsins.<br /> 11. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 28. júní 2019, uppfærðar frumniðurstöður <br /> 12. Svarbréf Arion banka, dags. 9. ágúst 2019.<br /> 13. Aukabréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. september 2019.<br /> 14. Svarbréf Arion banka, dags. 10. október 2019.<br /> 15. Tölvupóstsamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 16. Drög að samkomulagi um sátt, dags. 25. október 2019.<br /> 17. Útreikningur sektarfjárhæðar, excel-skjal, dags. 11. nóvember 2019.<br /> 18. Tölvupóstssamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 12. nóvember 2019.<br /> 19. Fundargerðir stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins frá janúar 2016 til júní 2017.<br /> 20. Skýrslur/kynningar eignarstýringar Arion banka til stjórnar lífeyrissjóðsins um stöðu fjárfestinga, ásamt fylgiskjölum tengdum United Silicon.<br /> 21. Bréf Fjármálaeftirlitsins til Frjálsa lífeyrissjóðsins, dags. 23. mars 2018, niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins (lokaskýrsla).<br /> 22. Minnisblað innri endurskoðanda Arion banka varðandi United Silicon, dags. 18. september 2017.<br /> 23. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. desember 2017.<br /> 24. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. febrúar 2018.<br /> 25. Bréf Fjármálaeftirlitsins til stjórnar Arion banka, dags. 15. janúar 2018, varðandi tilkynningu frá innri endurskoðanda skv. 16. gr. fftl.<br /> 26. Minnisblað Fjármálaeftirlitsins, dags. 10. apríl 2018, varðandi aðgerðir Arion banka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í tengslum við lífeyrissjóði í rekstri bankans.<br /> 27. Tölvupóstar frá regluverði Arion bakna til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21 febrúar 2018, varðandi skoðun á aðgerðum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur hafið yfir allan vafa að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hafi ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, þ.e. Arion bakna og Frjálsa lífeyrissjóðsins, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. félagið United Silicon. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn urðu til eða hvernig þeirra var aflað af hálfu Fjármálaeftirlitsins er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning og varði hagsmuni kæranda sem sjóðsfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki gera ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 31. maí 2019 nr. 792/2019 og 8. júní 2020 nr. 904/2020. <br /> <br /> Varðandi röksemdir kæranda þess efnis að gjaldþrota félög njóti ekki verndar 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, enda hafi félagið ekki lengur hagsmuni af bankaleyndinni, tekur úrskurðarnefndin fram að við túlkun þagnarskylduákvæðisins er ekki svigrúm fyrir slíkt hagsmunamat: Þannig breytir gjaldþrot félags ekki því að þagnarskylda ríkir um upplýsingarnar. Eins og kærandi bendir á getur hins vegar verið skylt samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingarnar „samkvæmt lögum.“ Úrskurðarnefndin hefur litið svo á að þessi áskilnaður, sem einnig var að finna í þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, eigi við um gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga verður þannig ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar frá 1. apríl 2014 nr. A-524/2014.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A um aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf., er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br />

965/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hefði afhent kæranda umbeðin gögn. Þá tók nefndin fram að það félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins að birta ekki niðurstöður könnunarinnar opinberlega að eigin frumkvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Var kærunni því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 965/2021 í máli ÚNU 20090004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. september 2020, kærði Stúdentaráð Háskóla Íslands, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni Stúdentaráðs um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét framkvæma í samvinnu við Maskínu í lok maí 2020.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 12. júní 2020, upplýsti ráðuneytið kæranda um að niðurstöður könnunarinnar lægju fyrir og óskaði kærandi samdægurs eftir því að fá að kynna sér þær. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, sendi ráðuneytið kæranda skýrslu um könnunina og áttu fulltrúar kæranda fund með starfsmanni ráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar 19. júní 2020. Í kæru kemur fram að starfsmaður ráðuneytisins hafi á fundinum tjáð fulltrúum kæranda að um trúnaðargögn væri að ræða þar sem ekki væri búið að kynna niðurstöðurnar opinberlega. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 7. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu um hvenær ráðuneytið áformaði að birta opinberlega niðurstöður könnunarinnar. Samkvæmt kærunni og gögnum málsins var beiðni þess efnis ítrekuð á fundi stúdentaráðs með fulltrúum ráðuneytisins sem fram fór 9. júlí 2020 og með tölvupósti, dags. 21. júlí 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. september 2020, var kæran kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. september 2020, er tekið fram að samkvæmt tölvupósti kæranda, dags. 21. júní 2020, til ráðuneytisins lúti beiðni kæranda að því að fá umræddar niðurstöður birtar. Í umsögninni kemur einnig fram að með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, hafi ráðuneytið sent kæranda umbeðin gögn og þau því öllum aðgengileg þótt þau hafi ekki verið birt opinberlega á vefsíðu ráðuneytisins. Af þeim sökum telji ráðuneytið ljóst að beiðni kæranda sé ekki gagnabeiðni í skilningi upplýsingalaga heldur ósk um að ráðuneytið birti opinberlega umbeðin gögn. Að mati ráðuneytisins verði ekki séð að leyst verði úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga þar sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af umsögn ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda sem bárust með bréfi, dags. 17. september 2020, kemur fram að samskipti kæranda við ráðuneytið hafi ætíð borið þess merki að umrædd gögn teldust trúnaðargögn sem kæranda væri óheimilt að miðla áfram. Þá kemur fram í athugasemdunum að afgreiðsla ráðuneytisins sé ófullnægjandi þar sem skýrslan sem afhent var gefi ekki rétta mynd af stöðu stúdenta á vinnumarkaði. <br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar sem ráðuneytið fól Maskínu að framkvæma. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn með tölvupósti, 16. júní 2020. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruna að hún lúti að því að kærandi hafi með einhverjum hætti verið beðinn um að gæta trúnaðar um niðurstöður könnunarinnar og telji af þeim sökum afgreiðslu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Þá beinist kæran jafnframt að því að ráðuneytið hafi ekki birt niðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. Af ákvæðum upplýsingalaga verður hins vegar ekki leidd skylda stjórnvalds til að verða við beiðni um að birta upplýsingar opinberlega umfram það sem leiðir af 13. gr. laganna þar sem fjallað er um birtingu upplýsinga að eigin frumkvæði. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir jafnframt að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það fellur þannig utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki könnun að eigin frumkvæði á vefsvæði sínu. Eins og fram hefur komið var kæranda afhent skýrsla um niðurstöður könnunarinnar með tölvupósti, dags. 16. júní 2020. Í athugasemdum kæranda eru gerðar athugasemdir við efni gagnanna og þeirri afstöðu lýst að þau gefi ekki fullnægjandi mynd af stöðu atvinnumála stúdenta. Í ljósi þess sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins og með hliðsjón af því hvernig gagnabeiðni kæranda var sett fram telur úrskurðarnefndin ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hafi afhent kæranda umbeðin gögn. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að í upplýsingalögum er ekki að finna heimild til að binda gögn trúnaði sem afhent eru á grundvelli þeirra nema annað leiði af ákvæðum sérlaga, t.d. sérstök ákvæði um þagnarskyldu. Stjórnvaldi er því almennt ekki heimilt að binda afhendingu gagna því skilyrði að viðtakandi gæti trúnaðar um efni þeirra og eru slík fyrirmæli almennt þýðingarlaus. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að umbeðin gögn hafi verið afhent auk þess sem fram kemur í tölvupósti, sem fylgdi umsögn ráðuneytisins, frá starfsmanni ráðuneytisins sem afgreiddi gagnabeiðnina að kæranda hafi verið frjálst að birta niðurstöður könnunarinnar. Úrskurðarnefndin telur því ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að umbeðin gögn hafi verið afhent í samræmi við ákvæði upplýsingalaga eins og rakið er hér að framan. Þá er ekkert í þeim fyrirliggjandi gögnum sem bendir til þess að gerður hafi verið áskilnaður um trúnað við afhending gagnanna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Stúdentaráðs Háskóla Íslands, dags. 3. september 2020, vegna afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

964/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni kæranda um að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin fékk hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að að lagt hafi verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir vseitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 964/2020 í máli ÚNU 20100010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 7. október 2020, kærði A ákvörðun Garðabæjar, dags. sama dag, um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur, fram til þess dags er beiðnin var lögð fram.<br /> <br /> Með bréfi Garðabæjar, dags. 7. október 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu var vísað til þess að með bréfi, dags. 20. janúar 2020, í tilefni af fyrri beiðni kæranda, hefði kærandi fengið staðfestingu frá sveitarfélaginu þess efnis að honum hefðu verið afhent öll gögn frá umræddum starfsmanni fram að þeim degi, þ.e. 20. janúar 2020. Í bréfinu kom fram að ekki væri talin ástæða til að afhenda kæranda þau gögn að nýju sem þegar hefðu verið afhent honum. Í því sambandi var vísað til b-liðar 5. tölul. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 sem innleidd hefði verið í heild sinni með lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og álit Persónuverndar þar sem fram komi að ef beiðnir frá einstaklingum eru augljóslega tilefnislausar eða óhóflegar, einkum vegna endurtekningar geti ábyrgðaraðili neitað að verða við beiðninni. Þá kom fram að eftir stæðu nokkrir tölvupóstar á milli starfsmannsins og starfsmanna Garðabæjar. Umræddir tölvupóstar teldust vinnuskjöl, sbr. 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því undanþegin afhendingarskyldu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. október 2020, var kæran kynnt Garðabæ og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 23. október 2020, er rakið að kærandi hafi að undanförnu lagt fram fjölda beiðna um upplýsingar. Ekki liggi alltaf fyrir á hvaða lagagrundvelli þær beiðnir séu reistar, þ.e. hvort þær séu reistar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, stjórnsýslulaga eða persónuverndarlaga. Ekkert sé þó við það að athuga enda sé rétt til afhendingar að finna í öllum þessum lagabálkum. Þá er tekið fram að Garðabær leitist við að afhenda frekar meira en minna af gögnum, án þess þó að afhenda gögn sem óheimilt er að afhenda kæranda og eiginkonu hans. Garðabær hafi þannig afhent kæranda öll gögn sem heimilt hafi verið að afhenda jafnvel þótt þau teldust til vinnugagna. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðustu gagnabeiðna takmarkast við þau gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent og hafi ekki fengið afhent áður. Þá hafi vinnugögn sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá, upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum og stjórnsýsluframkvæmd, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga, ekki verið afhent.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. október 2020, var kæranda sent afrit af umsögn Garðabæjar og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 31. október 2020. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við röksemdir sveitarfélagsins vegna synjunarinnar og ítrekað að kærandi hafi aldrei farið fram á að sveitarfélagið afhenti gögn umfram skyldu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum gögnum frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar er varða kæranda, eiginkonu hans og dætur fram til þess dags er beiðnin var lögð fram. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til annars vegar ákvæða laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og hins vegar þess að um vinnuskjöl væri að ræða í skilningi 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og fram kemur í synjun sveitarfélagsins og gögnum málsins hefur kærandi þegar fengið afhent öll gögn sem stafa frá umræddum starfsmanni fram til 20. janúar 2020 og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur. <br /> <br /> Sveitarfélagið byggir synjun á þeim gögnum sem eftir standa á því að ekki sé heimilt að afhenda þau þar sem um tölvupóstsamskipti sé að ræða á milli umrædds starfsmanns og starfsmanna Garðabæjar sem teljist vinnuskjöl sem ekki sé skylt að afhenda. Í því sambandi er í umsögn sveitarfélagsins vísað til ákvæða 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að kærandi hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um aðgang að gögnum en ekki liggi alltaf ljóst fyrir á hvaða lagagrundvelli þær séu reistar. Ekkert sé við það að athuga enda rétt til aðgangs að gögnum að finna í öllum þessum lögum. Af því tilefni áréttar úrskurðarnefndin að það er hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli. Það er þannig stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess hvort afgreiða beri beiðni um gögn á grundvelli ákvæða upplýsingalaga eða stjórnsýslulaga. Í því sambandi skal bent á að gildissvið þessara laga er afmarkað með ólíkum hætti og ákvæði þeirra um upplýsingarétt að sama skapi ekki þau sömu. Þá er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundið við synjun á beiðni samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það hefur því grundvallar þýðingu að stjórnvaldið taki með skýrum hætti afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli upplýsingabeiðni er afgreidd. Vegna tilvísunar sveitarfélagsins til ákvæða persónuverndarlaga bendir úrskurðarnefndin jafnframt á að í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun Garðabæjar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum persónuverndarlaga, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. gildir ákvæðið þó ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt hvort umbeðin gögn uppfylla það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það leiðir af framangreindu að það er stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli beri að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum. Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í synjun Garðabæjar á beiðni kæranda og umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að þau gögn sem beiðni kæranda laut að og hefðu ekki þegar verið afhent teldust vinnugögn sem ekki væri skylt að afhenda. Í því sambandi er með almennum hætti vísað til ákvæða upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga án þess að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess í fyrsta lagi hvort um aðgang að þeim fari samkvæmt upplýsingalögum eða öðrum lögum og í öðru lagi hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim með vísan til þess að þau teljist vinnuskjöl eða eftir atvikum hvort rétt sé að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Garðabæjar, dags. 7. október 2020, um að synja beiðni kærandaA um aðgang að gögnum um hann, eiginkonu hans og börn er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

963/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdarstjóra félagsins og upplýsingar um samanburð á launum framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjóra annarra tilgreindra fyrirtækja. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra. Synjun félagsins var því felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf að veita umbeðnar upplýsingar. Að öðru leyti var kæru kæranda vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 963/2020 í máli ÚNU 20090017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. september 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins. Þá óskaði kærandi einnig eftir upplýsingum um hvort launin væru samkeppnishæf miðað við laun framkvæmdastjóra flutningafélaganna Eimskips hf. og Samskips hf.<br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að félagið muni ekki verða við beiðninni, með vísan til persónuverndarlaga nr. 90/2018 og upplýsingalaga nr. 140/2012, en kæranda sé vísað á upplýsingar í ársreikningi félagsins sem finna megi á heimasíðu þess og heimasíðu sveitarfélagsins. Þar komi fram allar upplýsingar sem félagið geti birt opinberlega um launakostnað stjórnenda félagsins. Í öðru svari Herjólfs ohf. til kæranda vegna sambærilegrar fyrirspurnar kæranda, dags. 4. september 2020, segir að ítrekað hafi verið óskað eftir upplýsingum um laun framkvæmdastjóra Herjólfs og því hafi ávallt verið synjað. Hvað varði fyrirspurn um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra fyrirtækja sé ekki hægt að gera þá kröfu til félagsins að svara slíkri upplýsingabeiðni.<br /> <br /> Í kæru, dags. 11. september 2020, og öðrum erindum kæranda til úrskurðarnefndarinnar vegna sama máls segir að framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sé í vinnu hjá opinberu hlutafélagi sem gegni lykilhlutverki í samfélaginu. Laun æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. hljóti að vera opinber eins og laun annarra æðstu embættismanna hins opinbera. Félagið sé í 100% eigu Vestmannaeyjabæjar. Þá vísar kærandi í starfskjarastefnu Herjólfs ohf. og segir það verða að teljast ótvíræðir hagsmunir og réttur almennings að hafa vitneskju um hvort staðið sé við þá stefnu sem kjörnir fulltrúar marki í umboði almennings. Slíkt varði við trúverðugleika í samskiptum kjósenda og kjörinna fulltrúa. Jafnframt þurfi að útskýra hvað samkeppnishæf kjör þýði í starfskjarastefnunni. Það varði trúnað kjörinna fulltrúa og kjósenda að samþykktum þeirra sé framfylgt, því beri nauðsyn til að fá upplýst um hvort svo sé.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins og hvernig þau samræmist starfskjarastefnu félagsins, einkum í samanburði við laun framkvæmdastjóra annarra félaga. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna en í 2.-4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar segir að veita beri almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. Verður synjun félagsins því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar óskir kæranda um samanburð launa framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við launakjör framkvæmdastjóra annarra félaga verður réttur til slíkra upplýsinga ekki leiddur af 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari félagsins við upplýsingabeiðni kæranda kemur fram að ekki sé hægt að verða við beiðninni, um sé að ræða fyrirtæki sem séu óskyld Herjólfi ohf. og ekki sé hægt að gera þá kröfu til Herjólfs ohf. að svara slíkri upplýsingabeiðni. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að upplýsingar um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra félaga eða samanburður á launakjörum óskyldra aðila séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Með hliðsjón af framangreindu verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Herjólfi ohf. er skylt að veita kæranda, A, upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> Kæru, dags. 11. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br />

962/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði frá kæru kæranda sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 962/2020 í máli ÚNU 20080010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. júlí 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í tilefni af erindi A ritaði úrskurðarnefndin Vestmannaeyjabæ tölvubréf, dags. 3. september 2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort íbúum sveitarfélagsins væri unnt að nálgast tölvur á bókasafni eða annars staðar hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins, dags. 3. september 2020, kom fram að íbúar gætu nálgast tölvu á bókasafni Vestmannaeyja og einnig prentað þar út gegn gjaldi en hver blaðsíða kosti 30 kr.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni er kunnugt um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið í gengum tíðina að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Af þessum samskiptum verður einnig ráðið að hann telji aðgengi að tölvum á bókasafni sveitarfélagsins ábótavant. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara eða eftir atvikum hvernig aðgengi er háttað að þeirri þjónustu sem veitt er á bókasafni Vestmannaeyja. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 3. september 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

961/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu handrita á Íslandi. Úrskurðarnefndin taldi ljóst, m.a. af fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald hennar, að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu greinargerðarinnar var því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 961/2020 í máli ÚNU 20100020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. október 2020, kærði A, fréttamaður, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðni hans, dags. 1. október 2020, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með svari ráðuneytisins, dags. 15. október 2020. Í svarinu er rakið að starfshópi um varðveislu fleiri handrita á Íslandi hafi verið falið að gera tillögur til ríkisstjórnar um efnið. Greinargerðin sem kærandi óskaði aðgangs að innihéldi m.a. tillögur um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Ekki lægi enn fyrir til hvaða aðgerða yrði gripið á grundvelli tillagna hópsins. Greinargerðin hefði hins vegar verið lögð fram á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020 til kynningar.<br /> <br /> Synjun ráðuneytisins var annars vegar studd við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar sem innihald greinargerðarinnar hefði ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum væri það mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar.<br /> <br /> Hins vegar var synjun ráðuneytisins studd við 1. og 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem greinargerðin hefði verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfund til undirbúnings ákvörðunar. Hún félli þannig undir 1. tölul. 6. gr. þar sem fram kemur að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tekin hafa verið saman fyrir fundi ráðherra. Þá félli hún einnig undir 5. tölul. sömu greinar, um takmörkun á aðgangi þegar um vinnugögn er að ræða.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneyti með bréfi, dags. 19. október 2020, og ráðu¬neytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2020, voru ítrekuð þau sjónarmið sem fram komu í svari ráðuneytisins til kæranda. Það væri mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar. Efni greinargerðarinnar gæti til að mynda verið ranglega þýtt yfir á dönsku og borist þannig til danskra stjórnvalda án atbeina mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og þannig skaðað samningaviðræður. Þá varðaði málið menningararf þjóðarinnar og væri því um að ræða mikilvæga almannahagsmuni. Ríkisstjórnin þyrfti að hafa færi á að undirbúa ákvörðun í málinu, og ákvörðun hennar yrði lögð til grundvallar hugsanlegum samningaviðræðum við dönsk stjórnvöld. Greinargerðin yrði gerð aðgengileg en ekki fyrr en dönsk stjórnvöld hefðu haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdi afrit af þeim gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að. Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 2. desember 2020, eftir afriti af skipunarbréfum meðlima starfshópsins.<br /> <br /> Umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í erindi kæranda, dags. 18. nóvember 2020, er gerð athugasemd við það sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að innihald greinargerðarinnar hafi ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum. Að mati kæranda liggi nokkuð skýrt fyrir að viðræður Íslendinga og Dana eigi að snúast um að Danir afhendi þau fornrit sem enn eru varðveitt í Kaupmannahöfn. Það geti varla skaðað samningaviðræður þegar vilji ráðherra liggi ljós fyrir.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að greinargerð starfshóps sem skipaður var til að gera tillögur til ríkisstjórnar um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Fyrir liggur að greinargerð starfshópsins var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð annars vegar á 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og hins vegar á 2. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á þeim upplýsingarétti almennings sem mælt er fyrir um í 5. gr. sömu laga. Í greininni felst að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórn¬valda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá greinargerð sem kæranda var synjað um aðgang að og hefur fyrirsögnina „Tillögur starfshóps til ríkisstjórnar um hvernig staðið verði að viðræðum við Dani um möguleika á því að fleiri handrit verði varðveitt á Íslandi“. Fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald bera með sér að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og styðst það jafnframt við skýringar mennta- og menningarmálaráðuneytis og þess sem fram kemur í skipunarbréfum meðlima starfshópsins. Þá liggur fyrir að greinargerðin var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Það er því mat úrskurðarnefndar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang hefði ráðuneytinu verið heimilt að veita kæranda aðgang að greinargerð starfshópsins. Í samræmi við 2. mgr. sömu greinar var því þó ekki skylt að taka afstöðu til þess sérstaklega í rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar hvort veita skyldi slíkan aðgang, þar sem slík skylda er aðeins fyrir hendi sé synjun reist á ákvæðum 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. upplýsingalaga. Þá hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að greinargerð starfshópsins verði gerð aðgengileg almenningi þegar dönsk stjórnvöld hafa haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að leysa úr því hvort mennta- og menningarmála-ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, eða 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. október 2020, að synja beiðni A, fréttamanns,&nbsp; um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

960/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020

Kærð var synjun Hjúkrunarheimilisins Skjóls á beiðni kæranda, blaðamanns, á beiðni hans um aðgang að atvikaskrá heimilisins og upplýsingum um tiltekna starfsmenn. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að atvikaskráin hefði að geyma upplýsingar sem teldust sjúkrarskrárupplýsingar. Um aðgang sjúklings og aðstandenda til sjúkraskrár færi samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Um aðgang annarra að slíkum upplýsingum færi hins vegar samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki yrði séð að lagt hefði verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Hjúkrunarheimilið að taka málið til nýrrar meðferðar. Þá taldi úrskurðarnefndin lagaskilyrði bresta til þess að fjalla um beiðni kæranda um upplýsingar um tiltekna starfsmenn, m.a. um launakjör þeirra.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 960/2020 í máli ÚNU 20090030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði A blaðamaður, ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 3. september 2020, var óskað eftir því að hjúkrunarheimilið Skjól veitti aðgang að gögnum í fjórum tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Nafnhreinsaðri atvikaskrá Skjóls.<br /> 2. Gögnum um launakjör æðstu stjórnenda Skjóls, þ.m.t. Sigurðar Rúnar Sigurjónssonar, forstjóra, Kristínar Högnadóttur, Stellu K. Víðisdóttur, Sigurbjörns Björnssonar og Guðnýjar H. Guðmundsdóttur.<br /> 3. Gögnum um föst launakjör deildarstjóra Skjóls, þ.m.t. Unnar Berglindar Friðriksdóttur, Önnu Bjargar Arnljótsdóttur og Katarzyna Anna Kaczmar.<br /> 4. Gögnum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram um fyrsta lið beiðninnar að samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki sértæk þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 komi fram að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan haldist þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 sé hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Almennt orðuð og rúm skilgreining á hugtakinu sjúkraskrá leiði til þess að skýra verði hugtakið rúmt. <br /> <br /> Að teknu tilliti til þessa sé litið svo á að þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að teljist til sjúkraskrárgagna enda sé atvikaskráning hluti af sjúkraskráningu heilbrigðisstofnana. Um rétt til aðgangs að þeim fari því samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Í 12. gr. lagannakomi fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema samkvæmt ákvæðum laganna eða annarra laga. Ekki hafi verið sýnt fram á að lög heimili aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Jafnvel þótt nöfn væru afmáð úr skýrslum telur Skjól að um sjúkraskrárgögn sé að ræða í framangreindum skilningi. Við það megi bæta að gögn geti verið persónugreinanleg jafnvel þótt nöfn hafi verið afmáð úr þeim en einstaklingur teljist persónugreinanlegur ef unnt sé að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenni hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Í atvikaskrá megi finna fjölmarga þætti, þ. á m. viðkvæmar upplýsingar, sem einkenni hlutaðeigandi og sé miðlun slíkra upplýsinga óheimil nema eitt af ákvæðum 9. og 11. gr. persónuverndarlaga séu uppfyllt. Ekki hafi verið sýnt fram á slíka heimild í því tilviki sem hér um ræðir. Í þessu samhengi megi einnig benda á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til laganna segi að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem rétt sé að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. laganna.<br /> <br /> Um 2. tölulið beiðni kæranda segir í hinni kærðu ákvörðun að ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi almennt verið túlkað á þann veg að það nái einungis til æðstu stjórnenda, þ.e. forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra ráðuneyta o.frv. Ekki verði því séð að hægt væri að reyna að byggja á því ákvæði varðandi launakjör annarra starfsmanna en forstjóra Skjóls, Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar. Verði því beiðni um upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna Skjóls svarað sem hluta af 3. tölulið beiðni kæranda.<br /> <br /> Varðandi beiðni um afhendingu upplýsinga um launakjör forstjóra er því hafnað af hálfu Skjóls að félaginu sé skylt að afhenda slík gögn á grundvelli upplýsingalaga. Skjól sé sjálfseignarstofnun og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. gr. laganna, enda sé Skjól ekki stjórnvald og ekki að neinu leyti í eigu ríkisins. Upplýsingalögin geti hins vegar gilt um starfsemi Skjóls á grundvelli 3. gr. laganna. Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé tilgreind sú meginregla persónuverndar að almennt séu samningar milli vinnuveitanda og starfsmanns hans undanþegnir upplýsingarétti almennings. Sú regla sé enn fremur áréttuð í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli laganna. Þá komi fram í 9. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í frumvarpi sem varð að lögunum komi m.a. fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þessi ákvæði séu í samræmi við meginreglur persónuverndar og almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt sé fyrir um í 9. gr. laga nr. 90/2018. Meginreglan sé þannig sú að gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Samkvæmt 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé þó skylt að veita nánar tilgreindar upplýsingar um málefni opinberra starfsmanna sem starfa hjá stjórnvöldum og lögaðilum sem falla undir 2. gr. laganna. Upplýsingaskylda um launakjör starfsmanna, skv. 2. og 4. mgr. 7. gr., takmarkist þannig við starfsmenn stjórnvalda og opinberra aðila sem falla undir lögin skv. 2. gr. Sú upplýsingaskylda nái því ekki til einkaaðila sem falla undir lögin á grundvelli 3. gr. laganna, líkt og Skjól. Skjóli sé þar af leiðandi almennt ekki heimilt að afhenda þriðja aðila upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda sinna. Hins vegar bendir Skjól á að í ársreikningum þess komi fram upplýsingar um heildarlaun forstjóra og stjórnarmanna. Þessar upplýsingar séu opinberar upplýsingar og kæranda bent á hvar þær megi finna.<br /> <br /> Varðandi föst launakjör annarra starfsmanna, þ.e. 3. tölulið beiðni kæranda, er beiðninni hafnað með vísan til þess að undantekningar 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nái ekki til starfsmanna Skjóls. Hið sama á að mati heimilisins við um 4. tölulið beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda. Hins vegar sé talsvert af þeim gögnum þegar opinber og er kæranda bent á kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunar- og dvalarrými frá september 2016. Menntun æðstu stjórnenda á Skjóli sé í samræmi við þær kröfur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á það með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá falli undir sjúkraskrá. Það geti ekki staðist enda séu ítarlegar upplýsingar unnar upp úr þeim gögnum af embætti Landlæknis til opinberrar birtingar á hverju ári, sem og í hluta- og aðalúttektum embættisins á heilbrigðisstofnunum. Atvikaskráin, nafnhreinsuð, sé mikilvægur hlekkur í umfjöllun kæranda um bágar aðstæður á hjúkrunarheimilinu. Um 2.-3. tölulið beiðninnar fellst kærandi ekki á þá skýringu að sjálfseignarstofnunin Skjól falli ekki undir stjórnsýslulög, enda sé stofnunin rekin fyrir opinbert fé, undir opinberri kröfugerð, undir opinberu eftirliti og í opinberum erindagjörðum. Auk þess séu stofnaðilar hennar að hluta opinberir aðilar, svo sem Þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg. Kærandi fellst hins vegar á rök heimilisins varðandi fjórða tölulið beiðninnar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. september 2020, var hjúkrunarheimilinu Skjóli kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana, jafnframt því sem óskað var eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn stofnunarinnar barst með bréfi, dags. 23. október 2020. Þar kemur fram að Skjól byggi á því að vísa beri beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá heimilisins frá þar sem umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Atvikaskráningin sé hluti af sjúkraskrárupplýsingum einstaklinga og í sjúkraskrárkerfinu Sögu sé ákveðin atvikaskráningareining. Hægt sé að taka út eigin skýrslur um tiltekið atvik og einnig sé hægt að senda atvikaskráningar beint í miðlægan grunn embættis Landlæknis. Að taka saman slíkar atvikaskráningar sé þó alltaf sérvinnsla sem Skjóli sé ekki skylt að leggja í, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggir hjúkrunarheimilið á því að vísa beri beiðninni frá þar sem um sé að ræða sjúkraskrárgögn, líkt og í hinni kærðu ákvörðun. Samkvæmt 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 beri heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu að halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki sé átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Atvik þessi séu tilkynningaskyld til embættis landlæknis samkvæmt 10. gr. laganna. Í tilkynningu til landlæknis komi fram ítarlegar upplýsingar um sjúklinginn og hið óvænta atvik. Í tilkynningu eigi jafnframt að fylgja afrit af allri sjúkraskráningu um atvikið. Atvikaskráning feli því í sér ítarlega sjúkraskráningu um meðferð sjúklings og atvik sem henni tengjast. Megi því ætla að atvikaskráning gæti verið persónugreinanleg, jafnvel þótt nöfn sjúklinga séu afmáð úr henni. Með vísan til skilgreiningar laga á hugtakinu sjúkraskrárupplýsingar verði ekki annað séð en að atvikaskráning falli þar undir.<br /> <br /> Skjól hafnar röksemdum kæranda sem lúta að því að ítarlegar upplýsingar séu unnar upp úr atvikaskráningu. Embætti Landlæknis hafi eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og sé embættinu því heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga. Það sé því skýr lagaheimild fyrir afhendingu á þeim sjúkraskrárupplýsingum sem atvikaskráning felur í sér til embættisins en sama gildi ekki um afhendingu slíkra gagna til fjölmiðla eða almennings samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Hjúkrunarheimilið Skjól byggir jafnframt á því að vísa eigi beiðni kæranda að þessu leyti frá þar sem hún sé ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, og þar sem of tímafrekt og viðamikið verkefni fælist í því að afgreiða hana, sbr. 1. tölul. 4. mgr. ákvæðisins. Væntanlega yrði að yfirfara öll sjúkragögn stofnunarinnar sem tók til starfa árið 1987.<br /> <br /> Um 2. og 3. tölul. beiðni kæranda eru í umsögn Skjóls að mestu endurteknar þær röksemdir sem er að finna í hinni kærðu ákvörðun. Þá er bent á að það sé vel þekkt lögskýringarregla að undantekningar skuli skýrðar þröngt. Þar sem 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu á þeirri meginreglu persónuréttar að launaupplýsingar einstaklinga séu trúnaðarmál verði að skýra hugtakið „opinbera starfsmenn“ í 2. mgr. 7. gr. þröngt. Starfsmenn Skjóls séu ekki opinberir starfsmenn. Loks beri að hafa til hliðsjónar að nýleg persónuverndarlöggjöf geri miklar kröfur til skýrleika lagaheimilda til vinnslu persónuupplýsinga. Kærði byggi á að 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé ekki fullnægjandi lagaheimild til öflunar og dreifingar persónuupplýsinga um starfsmenn Skjóls.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. október 2020, var kæranda kynnt umsögn hjúkrunarheimilisins Skjóls og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður á fjölmiðli, til aðgangs að gögnum í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls. Annars vegar er um að ræða svokallaða atvikaskrá heimilisins en hins vegar gögn sem hafa að geyma upplýsingar um tiltekna starfsmenn þess.<br /> <br /> Um atvikaskrá heilbrigðisstofnana er fjallað í 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Þar kemur fram að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Óvæntu atvikin skulu tilkynnt Landlækni án tafar auk þess sem upplýsa skal sjúkling um þau og nánustu aðstandendur þegar það á við. Ljóst er að hjúkrunarheimilið Skjól telst heilbrigðisstofnun í skilningi laga, sbr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, og er því skylt að færa atvikaskrá samkvæmt lögum nr. 41/2007. Jafnframt er ljóst að upplýsingalög taka samkvæmt 3. gr. laganna til þess hluta heimilisins sem felst í veitingu heilbrigðisþjónustu á grundvelli laga nr. 40/2007 og telst færsla atvikaskrár ótvírætt liður í því hlutverki heimilisins.<br /> <br /> Samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarka sérstök þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 kemur fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að synjun á aðgangi að slíkum gögnum verði ekki borin undir úrskurðarnefndina þegar um sé að ræða aðstandanda látins sjúklings, sbr. einnig úrskurð nr. 932/2020 frá 20. október 2020 sem fjallaði um rétt sjúklings til aðgangs að gögnum úr eigin sjúkraskrá.<br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Með hliðsjón af þessari víðu skilgreiningu á hugtakinu sjúkraskrá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engum vafa undirorpið að atvikaskrá heilbrigðisstofnunar hafi eingöngu eða nær eingöngu að geyma upplýsingar sem teljist til sjúkraskrárupplýsinga. Er þar með ljóst að um rétt sjúklings og aðstandenda til aðgangs að henni fer samkvæmt sérákvæðum laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Verður ákvörðun um synjun slíkrar beiðni um aðgang að upplýsingum því ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur er mælt fyrir um sérstaka kæruheimild í 15. gr. a laganna til embættis Landlæknis, sbr. einnig 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hið sama gildir þó ekki um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda til aðgangs að sjúkraskrá hans, enda er engum sérákvæðum um þann rétt fyrir að fara í lögum nr. 55/2009. Með hliðsjón af 12. gr. laganna er slíkur aðgangur að meginstefnu óheimill, nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingalög í sér slíka lagaheimild í 1. mgr. 5. gr. laganna, að teknu tilliti til takmörkunarákvæða 6.-10. gr. laganna, en auk þess má benda á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. t.d. 3. mgr. 26. gr. þeirra laga. Er þannig ljóst að um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda hans til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá hans fer samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn og er kæru í málinu réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Fallast má á með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá hljóti að mestu að geyma upplýsingar sem háðar eru takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. Í tilefni af röksemdum sem fram koma af hálfu hjúkrunarheimilisins Skjóls er þó ástæða til að árétta að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 takmarka ekki ein og sér þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda einhverjar upplýsingar úr skránni, eftir atvikum með því að afmá nöfn og fleiri upplýsingar. Úrskurðarnefndin telur eins og lagaskilum er hér háttað að ekki sé annað tækt en að gera þá kröfu til stjórnvalda að taka upplýsingabeiðnir annarra en sjúklinga og aðstandenda þeirra til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls bar því að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að sú staðreynd að um sé að ræða sjúkraskrárupplýsingar komi ein og sér í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. <br /> <br /> Ekki er unnt að fallast á það með hjúkrunarheimilinu að atvikaskráin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda hefur komið fram að Skjóli sé hæglega unnt að nálgast upplýsingar úr henni, þar með talið með því að sækja upplýsingar um einstök atvik. Við slíkar aðstæður getur ekki talist vera um sérvinnslu að ræða eða að meðferð beiðni krefjist þess að ný gögn séu útbúin. Þá er beiðni kæranda augljóslega afmörkuð með nægilega skýrum hætti til að unnt sé án verulegrar fyrirhafnar að afmarka hana við tiltekin gögn í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er ljóst af umsögn heimilisins um kæruna að enginn vafi sé um það hvaða gögn kærandi óskar aðgangs að eða hvar megi nálgast þau. Loks hefur heimilið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Af hálfu heimilisins hefur það eitt komið fram að skráin nái aftur til ársins 1987 en ekki er ljóst hve umfangsmikil skráin er eða hversu mikinn tíma taki að yfirfara upplýsingar úr henni með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga felur í sér þrönga undantekningarreglu frá lögbundnum upplýsingarétti almennings og krefst beiting hennar að sýnt sé fram á að meðferð beiðni myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðila til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella ákvörðun heimilisins úr gildi og vísa beiðninni aftur til þess til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> 3.<br /> Ágreiningsefni málsins lýtur að öðru leyti að rétti kæranda til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um launakjör tiltekinna starfsmanna hjúkrunarheimilisins Skjóls auk gagna um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Í þessu sambandi er áréttað að upplýsingalög taka skv. 3. gr. einungis til heimilisins að því leyti sem því hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Launakjör og launagreiðslur heimilisins til starfsmanna sinna teljast ekki til slíkrar starfsemi og verður réttur til aðgangs að upplýsingum um þessi efni því ekki byggður á upplýsingalögum. Hið sama gildir um upplýsingar um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Bresta því skilyrði fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að taka málið til meðferðar að þessu leyti, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kæru hvað það varðar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni A um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins er felld úr gildi og lagt fyrir heimilið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br />

959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 959/2020 í máli ÚNU 20080018.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2020, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með tölvubréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega. Í beiðninni kom fram að ef ráðuneytið teldi gögnin undanþegin upplýsingarétti myndi kæranda nægja að fá þau afhent með útstrikunum persónuupplýsinga og persónugreinanlegra upplýsinga. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 26. ágúst 2020 synjaði dómsmálaráðuneytið beiðni kæranda með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá var ekki fallist á að heimilt væri að veita aðgang að umbeðnum gögnum með útstrikunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2020, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. <br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins sem barst með bréfi, dags. 1. september 2020, kemur m.a. fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segi að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Það sé afstaða dómsmálaráðuneytisins, m.a. með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 755/2018 að skýrslur hæfnisnefnda af þeim toga sem beiðni kæranda lýtur að teljist undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þá taldi ráðuneytið engar undantekningar vera þar á og synjaði því jafnframt að afhenda skýrslurnar eftir að búið væri að afmá persónuupplýsingar og persónugreinanlegar upplýsingar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 10. september 2020 var kæranda veitt færi á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust með tölvupósti, dags. 11. september 2020. Þar kemur fram að hann geti fallist á þá afstöðu ráðuneytisins að ekki sé tilefni til að veita fullan aðgang að umbeðnum gögnum en telji enn að hann eigi rétt á takmörkuðum aðgangi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu reynir á rétt almennings til aðgangs að álitsgerð hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir, að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi því er varð að gildandi upplýsingalögum segir m.a. um 1. mgr. 7. gr.:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu [...] að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur [...].“<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. laganna eru gerðar nokkrar undantekningar á framangreindri takmörkun á upplýsingarétti og m.a. kveðið á um að veita skuli upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn.<br /> <br /> Engum vafa er undirorpið að umræddar álitsgerðir sem unnar voru af hæfnisnefndum sem ráðherra skipaði í tengslum við undirbúning umræddra skipana og fengið var það hlutverk að meta hæfni umsækjenda falla undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda fela álitsgerðirnar í sér umsögn um umsækjendur. Teljast þær því undanþegnar upplýsingarétti almennings. Verður synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 958/2020 í máli ÚNU 20060015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. júní 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. júní 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum sem skráð væru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þá var sérstaklega óskað eftir lista yfir þau gögn sem skráð væru undir framangreindu málsnúmeri. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 10. júní 2020.<br /> <br /> Með bréfi ráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var beiðni kæranda um aðgang að lista yfir gögn sem skráð væru undir málsnúmerinu FJR19040044 einnig synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að sá réttarágreiningur sem umbeðin gögn varði sé ekki lengur til staðar. Í ljósi þess að búið sé að leysa úr þeim ágreiningi sem var til staðar með undirritun samkomulags liggi ekki lengur fyrir nokkur réttarágreiningur og því ekki hægt að byggja synjun um afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er bent á að ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga geti ekki tekið til lista yfir gögn sem ráðuneytið hafi skráð um málið enda sé slíkur listi ekki „bréfaskipti við sérfróða aðila“ eins og lagagreinin tiltekur. Loks bendir kærandi á að um sé að ræða gögn sem varði 20 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði sem ekki hafi verið sérstaklega heimiluð í fjárlögum. Í ljósi sjónarmiða um gagnsæi við fjárútlát úr ríkissjóði beri að veita aðgang að öllum gögnum málsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. júlí 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn barst með bréfi, dags. 7. júlí 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að synjun ráðuneytisins sé byggð á 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði séu bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað, undanþegin upplýsingarétti. Þá hafi verið litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga annars vegar og hins vegar í 9. gr. laganna. Jafnframt hafi verið litið til þess sjónarmiðs sem rakið er í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins sé það óumdeilt að umrætt mál varði réttarágreining í skilningi 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga á milli Þingvallanefndar og tiltekins aðila. Þar sem um bótakröfu gagnvart ríkinu hafi verið að ræða hafi ríkislögmaður verið í fyrirsvari gagnvart gagnaðila, sbr. 1. málsl. 2. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985 en samkvæmt því ákvæði fari ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði.<br /> <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem skráð eru undir tiltekið málsnúmer í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins og tengjast uppgjöri bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2018 frá 9. apríl 2019 þar sem Þingvallanefnd var við ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum talin hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nánar tiltekið er um að ræða bréfasamskipti og tölvupósta sem sendir voru á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ríkislögmanns í tengslum við uppgjör bótakröfunnar og meðfylgjandi gögn, úrskurð kærunefndar jafnréttismála og yfirlit yfir gögn tiltekins máls í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um gögnin byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Þá segir í athugasemdum við 4. gr. laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012 sem færði 3. tölul. 6. gr. laganna í núverandi horf: <br /> <br /> „Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvöld ekki á kröfuna. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður þannig ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um afhendingu á á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða nokkurt magn samskipta, tölvupósta og annarra skjala sem sent var á milli ríkislögmanns og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Þingvallanefndar. Á meðal gagnanna sem send voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál er úrskurður kærunefndar jafnréttismála, sem þegar hefur verið birtur opinberlega. Önnur gögn bera það öll með sér að tengjast uppgjöri bótakröfu í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála sem sett var fram af hálfu lögmanns aðila þess máls. Samkvæmt gögnum málsins var ríkislögmanni falið að annast uppgjör bótakröfunnar fyrir hönd Þingvallanefndar en í því fólst að kanna hvort grundvöllur væri fyrir sátt utan réttar með því að leitast eftir samkomulagi við aðila máls eftir atvikum áður en tekin yrði afstaða til þess hvort farið yrði fram á frestun réttaráhrifa úrskurðar kærunefndar með vísan til 31. gr. laga nr. 10/2008 og mál höfðað í kjölfarið. Samkvæmt gögnum málsins aflaði ríkislögmaður umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tengslum við framangreinda vinnu og lúta umrædd samskipti að því. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Úrskurðarnefndin telur því samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja kæranda aðgangi að umbeðnum umræddum gögnum. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um synjun ráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að lista yfir gögn sem vistuð er í málaskrá undir málsnúmerinu FJR19040004. <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum sem skráð eru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og lista yfir þau gögn sem skráð eru undir framangreindu málsnúmeri er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 957/2020 í máli ÚNU 20100004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með símtali til Þjóðskrár Íslands þann 10. september 2020 óskaði A, f.h. trúfélags, eftir lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í trúfélagið og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Tilgangurinn væri að minnast hinna látnu í messu. <br /> <br /> Samdægurs sendi Þjóðskrá kæranda tölvupóst þar sem honum var leiðbeint um hvernig hægt væri að sækja um vinnslu lista yfir þá einstaklinga sem skráðir væru í söfnuðinn. Þá var tekið fram að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 816/2019 væri Þjóðskrá ekki skylt að afhenda lista yfir látna trúfélagsmeðlimi á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og yrði slíkt ekki gert. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um hvert hann gæti leitað til þess að fá ákvörðunina endurskoðaða. Í svari Þjóðskrár var bent á kæruleið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með vísan í 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði kærandi afgreiðslu Þjóðskrár Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. október 2020, segir að ráðuneytið líti svo á að erindi kæranda til Þjóðskrár feli í sér beiðni um afhendingu gagna og feli synjun Þjóðskrár ekki í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga sem kæranleg sé til ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar 26. gr. laganna. Um afhendingu gagnanna fari eftir upplýsingalögum og er kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið framsendi ráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi óski eftir lista yfir látna safnaðarmeðlimi trúfélagsins til þess að gerlegt sé að minnast þeirra á allraheilagramessu. Þjóðskrá hafi hins vegar synjað honum um slíkan lista og eingöngu sé hægt að fá lista yfir lifandi meðlimi safnaðarins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 6. október 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 27. október 2020, segir að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að skrá hvert gjöld til skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga skuli renna, sbr. 16. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019, sbr. einnig lög um sóknargjöld nr. 91/1987 og lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. <br /> <br /> Beiðni kæranda snúist um gögn sem séu ekki fyrirliggjandi hjá Þjóðskrá Ísland. Svo hægt væri að verða við beiðninni þyrfti að framkvæma sérvinnslu úr skrám Þjóðskrár. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Það að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunnum og vinna tiltekin gögn úr þeim geti ekki talist til fyrirliggjandi gagna. Ferill Þjóðskrár vegna skráningar andláts einstaklings sé á þann veg að dánarvottorð læknis sé afhent sýslumannsembætti í því umdæmi þar sem hinn látni hafi átt lögheimili. Starfsmaður sýslumanns skrái í kerfi jóðskrár, sem hann hafi aðgang að, kennitölu og dánardag hins látna og sendi frumritið með bréfpósti. Þegar frumrit dánarvottorðs berist ljúki starfsmaður Þjóðskrár við skráninguna. Í dánarvottorði þurfi að fylla út eftirfarandi upplýsingar: Nafn hins látna, kennitölu, lögheimili við andlát, kyn, ríkisfang, atvinnu og hjúskaparstöðu. Dánarvottorð sé svo undirritað af lækni. Þegar starfsmaður Þjóðskrár sé búinn að fara yfir skráninguna og staðfesti skráningu fari einstaklingurinn af þjóðskrá og á skrá sem kölluð sé horfinnaskrá. Að lokum sé frumrit dánarvottorðs sent til Landlæknisembættisins. <br /> <br /> Í beiðni kæranda sé óskað eftir lista látinna einstaklinga sem látist hafi á tilteknu tímabili og hafi verið skráðir í söfnuðinn þegar þeir létust. Þjóðskrá sé skylt að skrá og halda upplýsingar um trúfélagsaðild einstaklinga en þegar einstaklingur láti lífið fari persónuupplýsingar um hann hins vegar úr þjóðskrá í aðra skrá, horfinnaskrá. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að framkvæma vinnslu út úr kerfi þjóðskrár þar sem upplýsingarnar séu kallaðar fram og unnar. Að lokum er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp 10. september 2019 nr. 816/2019.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um lista yfir þá einstaklinga sem skráðir voru í trúfélagið við andlát undanfarin tvö ár. Þjóðskrá Íslands heldur því fram að listinn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr., laganna, heldur þurfi að vinna hann sérstaklega úr gagnagrunni stofnunarinnar.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 27. október 2020, segir að upplýsingar um látna einstaklinga sé ekki að finna í þjóðskrá heldur í horfinnaskrá en að í dánarvottorði og horfinnaskrá séu ekki skráðar upplýsingar um trúfélagsaðild. Þannig þyrfti sérstaka vinnslu til þess að taka saman umbeðinn lista. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu Þjóðskrár Íslands til þess að taka saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A f.h. trúfélagsins, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 955/2020 í máli ÚNU 20080023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs er vísað til þess að í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020, þar sem endanleg afgreiðsla á töku tilboðs hafi verið afgreidd, komi m.a. fram að Ríkiskaup hafi annast útboðsferlið. Tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Í kæru er vísað til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 920/2020, sé það haft eftir Herjólfi að það sé sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Kærandi vilji að kveðið verði á um það í úrskurði að Herjólfur standi við þau orð sín. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020. Þá er kærandi upplýstur um að tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Með vísan til framangreinds og fyrri samskipta Herjólfs og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar er að finna. Þá er kæranda bent á að af upplýsingalögum verður ekki leidd skylda þeirra sem undir lögin falla til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 25. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 956/2020 í máli ÚNU 20090009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Í svari Garðabæjar, dags. 10. júlí 2020, segir að skráning á starfsmannaveltu hjá stofnunum Garðabæjar fari ekki fram með formlegum eða reglubundnum hætti. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni. Þá verði ekki séð að beiðnin varði tiltekið mál eða tilgreini með nægjanlega skýrum hætti af hvað tilefni hún sé lögð fram. Einnig er tekið fram að það krefjist töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. september 2020, skýrði kærandi tilefni upplýsingabeiðninnar. Málið varðaði störf tiltekins starfsmanns vegna eineltismáls í grunnskólanum en kærandi hefði komið munnlegri kvörtun vegna umrædds starfsmanns á framfæri við bæjarstjóra. Þá væri skrifleg kvörtun í undirbúningi ásamt könnun á réttarstöðu fjölskyldu kæranda gagnvart skólanum og skólayfirvöldum í Garðabæ. Umbeðin gögn væru kæranda mikilvæg varðandi vinnslu málsins. Í svari Garðabæjar, dags. 7. september 2020, er ítrekað að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að það krefðist bæði töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum. Garðabæ sé ekki skylt að útbúa umbeðin gögn, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og beiðninni sé því hafnað. Þá er vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru eru hagsmunir kæranda af afhendingu upplýsinganna rökstuddir. Mikilvægt sé að fá umræddar upplýsingar til að varpa ljósi á málavexti máls sem varði kæranda persónulega. Þá telji kærandi að upplýsingar um starfsmannaveltu ættu að vera aðgengilegar enda mikilvægt mælitæki til að mæla ánægju starfsmanna með yfirmenn sína.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 9. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, segir að rétturinn til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nái til fyrirliggjandi gagna, þ.e. gagna sem liggi fyrir hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu, þegar beiðnin sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Gögn eða upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 liggi ekki fyrir hjá Garðabæ og séu í reynd ekki til, því hafi ekki verið unnt að fallast á beiðni kæranda. <br /> <br /> Til viðbótar við framangreint telji Garðabær rétt að taka það fram að litið sé svo á að sértæk gögn er varði einstakar breytingar á starfsmannahaldi sveitarfélagsins á framangreindum sviðum og kunni að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu, séu undanskilin á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna nái réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varði m.a. framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í greinargerð með frumvarpi að upplýsingalögum segi um 1. mgr. 7. gr. að til mála er varði starfssambandið teljist m.a. mál er lúti að starfslokum. Garðabær telji þannig ljóst að sértækar upplýsingar um starfsmannaveltu varði starfssambandið og framgang tiltekinna einstaklinga í starfi og séu slík gögn því undanskilin upplýsingarétti. Enn fremur séu í 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna skýrt afmarkaðar undanþágur frá meginreglu 1. mgr. og gefi orðalag ákvæðanna til kynna að um tæmandi talningu sé að ræða. Þar sem umbeðnar upplýsingar falli ekki undir neinn undanþáguliða 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telji Garðabær ljóst að slík gögn séu einnig undanskilin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna. Að lokum er áréttað að umræddar upplýsingar liggi ekki fyrir og séu í reynd ekki til hjá Garðabæ, og falli þannig ekki undir 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. september 2020, segir að það komi á óvart að sveitarfélagið haldi því fram að umrædd gögn liggi ekki fyrir þegar slík gögn hafi ítrekað verið birt opinberlega. Vísað er í upplýsingar um starfsmannaveltu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ sem birtar voru í úttekt á starfsemi skólans sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2013. Þá er vísað í upplýsingar um starfsfólk í starfsáætlun Garðaskóla 2014-2015 og lokaskýrslu vegna þróunarverkefnis Álftanes- og Flataskóla um foreldrafræðslu og lestrarnám frá 2017 þar sem fram kemur að töluverð starfsmannavelta sé á milli ára. Þar sem þessi gögn séu opinber telji kærandi að 5. og 7. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Þá birti fjölmargar stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög slík gögn opinberlega. Kærandi vísar t.d. í upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítala og ÁTVR. Í stefnu fjármála- og stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar sé starfsmannavelta skilgreind sem árangursmælikvarði. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. <br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020.<br /> <br /> Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, tók sveitarfélagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaða sveitarfélagsins sú að slíkar upplýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Garðabæjar að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar séu ekki fyrirliggjandi og að sveitarfélaginu sé ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda. <br /> <br /> Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfsmanna og um starfslok þeirra. Því er fallist á það með Garðabæ að sveitarfélaginu sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. september 2020, á afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar, dags. 8. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 954/2020 í máli ÚNU 20080016.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. ágúst 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum í greinargerð lögmanns bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> Kærandi óskaði meðal annars eftir aðgangi að greinagerðunum með tölvupósti, dags. 13. júlí 2020. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020. Í svarbréfinu segir að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Hið sama gildi efnislega varðandi gjaldeyrismál, sbr. 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Að mati Seðlabanka Íslands ríki þagnarskylda um hluta umbeðinna gagna en ekki gögnin í heild sinni. Hvað varði beiðni um afhendingu umbeðinna greinargerða hafi bankinn yfirfarið gögnin og strikað yfir þær upplýsingar sem þagnarskylda ríki um á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru er farið fram á aðgang að greinargerðunum án útstrikana. Fram kemur að strikað hafi verið yfir upplýsingar um efnisatriði rannsóknar Seðlabanka Íslands á hendur Samherja. Lögfræðingar Seðlabanka Íslands haldi því fram í svarbréfi við beiðninni að útstrikanirnar séu nauðsynlegar þar sem þagnarskylda ríki um þessi atriði á grundvelli laga um gjaldeyrismál og á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnunum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Augljóst sé að það séu almannahagsmunir að fjölmiðlar og almenningur allur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðila til greiðslu bóta. Seðlabanki Íslands sé samkvæmt lögum um hann stofnun í eigu ríkisins. Ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans. Stefndi sé því íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Þar sem um bótamál sé að ræða, þar sem fyrirtæki krefur íslenska skattgreiðendur um 316 milljónir króna úr sameiginlegum sjóðum, og forstjóri þess fyrirtækis krefji íslenska skattgreiðendur um 6,5 milljónir króna til viðbótar, þá geti vart staðist að takmarka upplýsingarétt vegna einkahagsmuna, líkt og 9. gr. upplýsingalaga heimili. Réttur þeirra sem stefna til að halda upplýsingum leyndum sem þeir telja einka- og fjárhagsmálefni sín geti ekki talist æðri rétti almennings til að vita hvað sé undir í málinu. Þegar þeir ákveði að stefna vegna meints óréttlætis sem viðkomandi telur sig hafa verið beittan þá geti það mál ekki hvílt á leynd um efnisatriði þess, sérstaklega þegar farið er fram á að almenningur greiði háar skaða- og miskabætur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 25. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 14. september 2020, segir m.a. að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga <br /> nr. 92/2019. Upplýsingar þær sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Þá sé það jafnframt mat bankans að umbeðnar upplýsingar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar einnig til þess að samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992 séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Vísað er til þess að í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 sé kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði megi hins vegar ætla að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 140/2012 sé fjallað um sérstök þagnarskylduákvæði og muninn á þeim og almennum þagnarskylduákvæðum. Þar komi m.a. fram að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða þegar þagnarskylda eigi að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Í sérstökum þagnarskylduákvæðum séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um þannig sérgreindar andstætt því sem gildi um almenn þagnarskylduákvæði. Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 segi að þagnarskylda skuli ríkja um annars vegar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og hins vegar málefni bankans sjálfs, en með þessum hætti séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um samkvæmt lögunum sérgreindar. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í forvera 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, hafi falist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. nánar úrskurði í málum nr. A-324/2009 frá 22. desember 2009, nr. A-423/2012 frá 18. júní 2012 og einnig máli nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 Þá hafi það jafnframt verið staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 frá 3. júní 2014 að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hafi falist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að í athugasemdum með 40. gr. í frumvarpi, sem varð að lögum nr. 92/2019, en ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Seðlabanka Íslands hafi síðar verið fært í 41. gr., segi að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gildi að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 tryggði áður að leynd ríkti um. Samkvæmt öllu ofangreindu sé annars vegar ljóst að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og hins vegar að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. laga nr. 140/2012. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ef úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Íslands hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, bendi bankinn á að samkvæmt 9. gr. laga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Þá segi einnig í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu felist takmörkun á upplýsingarétti almennings, sbr. nánar orðalag í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en svo, að þær upplýsingar sem um ræði varði meira eða minna einka- og fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila, sem sanngjarnt og eðlilegt sé að trúnaður skuli ríkja um.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar til ummæla sem koma fram í kæru um að almannahagsmunir standi til þess að fjölmiðlar og almenningur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðilum til bóta. Um það sé að segja að kærandi hafi þegar fengið aðgang að upplýsingum um málshöfðun Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum þótt vissulega hafi verið strikað yfir ákveðnar upplýsingar með vísan til þagnarskyldu, sbr. ofangreint. Það sé því ekki svo að kærandi hafi engar upplýsingar fengið um málið. Þá séu þinghöld í einkamálum háð í heyranda hljóði samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál og því aðgengileg almenningi. Að lokum sé rétt að nefna að niðurstöður dómstóla séu vitanlega birtar opinberlega og aðgengilegar öllum. Seðlabanki Íslands hafni því hins vegar alfarið að það sé hagur almennings að fjölmiðlamenn, og kærandi þar með talinn, fái aðgang að málatilbúnaði einstaklinga eða lögaðila gegn íslenska ríkinu eða stofnunum þess. Röksemdir og sjónarmið kæranda hvað þetta varði geti aldrei talist efnisrök fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Í ófáum tilvikum þar sem íslenska ríkinu, eða stofnunum þess, sé stefnt til greiðslu hárra skaðabóta sé um að tefla viðkvæm einkamálefni viðkomandi einstaklinga. Meintir almannahagsmunir, með vísan til þess að krafist sé hárra greiðslna úr sameiginlegum sjóðum, eins og það sé orðað í kæru, geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu. Upplýsingar um það hvernig einkaaðilar leggi upp málsókn eða vörn séu að mati bankans þess eðlis og efnis að um þær ríki trúnaður. Vegna þessa bendi Seðlabanki Íslands á að bankanum beri að fara að lögum. Brot gegn 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992 geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi. Með þetta í huga sé ljóst að bankinn þurfi að stíga afar varlega til jarðar þegar óskað sé eftir aðgangi að upplýsingum sem teljist til trúnaðargagna. Þar sem mat bankans sé á þá leið að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu sé honum skylt að synja kæranda (og öðrum) um aðgang að þeim.<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í umsögninni að það væri ekki í anda 5. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 14. gr. laga nr. 91/1991 og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018 um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum, þótt umrædd ákvæði eigi vissulega ekki við um Seðlabanka Íslands, að aðgangur að gögnum eins og þeim sem deilt sé um í fyrirliggjandi máli, með einkamálefnum einstaklinga og lögaðila, sé óheftur eingöngu vegna þess að annar málsaðila sé opinber aðili og falli þar með undir gildissvið laga nr. 140/2012. Krafa kæranda gangi í raun út á það grundvallaratriði.<br /> <br /> Í lokin telur Seðlabanki Íslands rétt að leiðrétta fullyrðingar kæranda í kærunni um að stefndi í fyrirliggjandi dómsmálum sé íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 92/2019 sé Seðlabanki Íslands sjálfstæð stofnun. Þar með sé ljóst að hvorki íslenska ríkið né almenningur sé stefndi í fyrirliggjandi málum.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með bréfi, dags. 18. september 2020, sagði kærandi ekki tilefni vera til athugasemda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í greinargerð Seðlabanka Íslands í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn bankanum, án útstrikana. Í málinu krefjast stefnandi Samherji hf. og stefnandi forstjór fyrirtækisins, skaða- og miskabóta sem byggir á því að stefndi, Seðlabanki Íslands, hafi með rannsókn og stjórnvaldsákvörðunum í máli stefnanda valdið honum fjárhagslegu tjóni og miska.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands afhenti kæranda hluta greinargerðanna en afmáði hluta af texta þeirra. Ákvörðun bankans um að afmá hluta upplýsinganna er einkum byggð á því að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim þar sem þær verði felldar undir sérstök þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar varði málefni bankans sjálfs í skilningi ákvæðisins en auk þess sé það mat bankans að upplýsingarnar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Þá byggir ákvörðunin á því að upplýsingarnar falli undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hefði falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir:<br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020 og beinist endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að því hvort ákvörðun stofnunarinnar hafi verið lögum samkvæmt þegar hún var tekin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum stefnda Seðlabanka Íslands í dómsmálum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn Seðlabanka Íslands. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum bankans varði allar viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, enda lúta þær að viðskiptaháttum stefnenda og grun Seðlabanka Íslands um meint lögbrot þeirra. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var því Seðlabanka Íslands skylt að afmá upplýsingarnar úr greinargerðunum á grundvelli 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það breytir ekki framangreindri niðurstöðu þótt fyrir liggi að einhverjar af upplýsingunum hafi, eftir að ákvörðun Seðlabanka Íslands var tekin, verið gerðar opinberar með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. október 2020 í máli nr. E-3903/2019 og máli nr. E-3902/2019. <br /> <br /> Þótt fallist sé á það með kæranda að hann gegni sem fjölmiðill mikilvægu hlutverki til að veita stjórnvöldum aðhald, og þurfi þar af leiðandi að eiga ríka möguleika til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. upplýsingalaga, er ekki unnt að líta framhjá því að umbeðnar upplýsingar eru undirorpnar sérstökum þagnarskylduákvæðum sem takmarka upplýsingarétt almennings umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda um aðgang að þeim.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 11. ágúst 2020, um synjun beiðni A um aðgang að upplýsingum í greinargerð bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br />

953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 953/2020 í máli ÚNU 20080015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni.<br /> <br /> Í beiðni kæranda, dags. 9. júlí 2020, kemur fram að kæranda hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki sem telji sig hafa skráð sig á undirskriftalistann en við nánari athugun hafi nafn þess ekki verið á listanum. Mikilvægt sé að forsvarsmenn undirskriftalista geti fylgst með því hverjir hafi skráð sig á hann á meðan söfnuninni stendur. Fyrri svör um að það sé ekki hægt telji kærandi ófullnægjandi. Kærandi telji sig aðila máls og óski þar með eftir aðgangi að listanum eins og hann standi hverju sinni skv. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júlí 2020, er beiðnin afgreidd á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati ráðuneytisins teljast gögnin vinnslugögn þann tíma sem listinn er opinn til undirskriftar og teljist þar af leiðandi ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga fyrr en að undirskriftartíma loknum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni með skýrum tilvísunum í lagastoð. Í erindinu kemur m.a. fram að fólk sem hafi talið sig vera skráð á umræddan undirskriftalista hafi óskað eftir því við kæranda, sem ábyrgðamann listans, að kærandi staðfesti við það hvort nafn þess væri á listanum eða ekki. Við þessu hafi kærandi ekki getað orðið en þar með geti kærandi ekki risið undir þeirri ábyrgð sem ábyrgðamaður. Þá nefnir kærandi að vilji hafi staðið til að gera breytingar á listanum til að auðvelda aðgengi fólks að honum, t.d. með því að bæta við enskri útgáfu að textanum, en ekki allir kjósendur þessa lands eigi íslensku sem fyrsta tungumál. Fyrir einhverjar sakir hafi Þjóðskrá ekki orðið við þessari beiðni. Einnig hafi staðið vilji til að kanna hvort hægt væri að lengja eða stytta tímabilið sem listinn er aðgengilegur en ekki hafi fengist heimild til þess. Þá sé það óskiljanlegt með öllu hvers vegna listinn sé ekki í heild sinni á síðunni í stað þess að sýna einungis síðustu 10 nöfnin sem hafi skráð sig hverju sinni. Ef listinn væri allur aðgengilegur gæti fólk flett sér sjálft upp. Þessar hindranir Þjóðskrár komi í veg fyrir að listinn verði aðgengilegur eins mörgum kjósendum og framast er unnt og séu því í eðli sínu að vinna gegn því að fólk geti látið lýðræðislegan vilja sinn í ljós í gegnum þessa leið sem opinber yfirvöld bjóði upp á.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, er í upphafi fjallað um stöðu ábyrgðarmanna undirskriftalista á vefnum Ísland.is. Varðandi rétt kæranda til aðgangs að listanum kemur fram að eins og tæknilegri útfærslu hátti sé ekki mögulegt að hafa listann aðgengilegan í heild sinni á heimasíðu Ísland.is. Það sé hins vegar góð ábending og verði hún tekin til skoðunar við frekari þróun á þessum lausnum. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sé skylt, ef þess er óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Í báðum tilvikum sé því gerð sú krafa að umrædd gögn séu fyrirliggjandi, þ.e. óháð stöðu aðila. Tæknileg útfærsla undirskriftalista sem stofnaðir eru á Ísland.is bjóði ekki upp á að listinn sé birtur eða afhentur fyrr en að undirskriftartíma loknum. Á meðan listinn sé opinn fyrir almenning til undirskriftar verði til vinnsluskrá í gagnagrunni. Listinn verði ráðuneytinu ekki tiltækur fyrr en að undirskriftartíma loknum og í kjölfarið sé stofnanda listans veittur aðgangur að honum. Beiðni kæranda sé því hafnað.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til beiðni sinnar og óskar eftir frekari rökstuðningi. Vakin er athygli á því að Þjóðskrá virðist hafa tekið einhliða ákvörðun um að fella út lögheimili sem birtust á vefsíðu stofnunarinnar með undirskriftum kjósenda. Sýni þetta að stofnunin leyfi sér breytingar á því hvernig listinn birtist án samráðs við kæranda sem ábyrgðarmann. Þá hafi borist fjölmargar kvartanir frá einstaklingum sem hafi skráð sig á listann en séu svo ekki skráðir þegar þeir skrái sig aftur inn með rafrænum skilríkjum til að ganga úr skugga um það.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi og afriti af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Rökstuðningur ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 7. september 2020. Þar kemur m.a. fram að undirskriftalistinn sé opinn fyrir undirskriftir til 19. október 2020. Gögn í undirskriftalistum sem enn séu í vinnslu séu einungis vistuð í öruggum kerfislegum gagnagrunni og ekki aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins, þ.m.t. starfsfólki verkefnastofu um stafrænt Ísland, nema fram fari sérstök úrvinnsla sem feli í sér sértæka vinnu af hálfu starfsfólks stafræns Íslands og tæknilegs birgja sem hýsi lausnina samkvæmt rekstrarsamningi við stafrænt Ísland, þ.e. Advania í þessu tilviki. Þegar söfnun undirskrifta ljúki fái ábyrgðarmaður aðgang að undirskriftalistanum í heild sinni.<br /> <br /> Stjórnvöld hafi til skoðunar hvort unnt sé, við frekari þróun á undirskriftalistum sem þessum, að búa svo um hnútana að þeir verði aðgengilegir á meðan tími til undirritunar er ekki liðinn. Samkvæmt framansögðu sé ljóst að sökum þess að keyra þyrfti umbeðnar upplýsingar sérstaklega úr gagnagrunnum og vinna úr þeim teljist þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan í fyrri úrskurði vegna sambærilegra mála, sbr. sér í lagi úrskurð nr. A-816/2019 frá 10. september 2019, telur ráðuneytið að valdsvið nefndarinnar nái ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu stafræns Íslands til þess að taka saman umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. september 2020, var kæranda kynntur rökstuðningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hans. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ úr vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hin kærða ákvörðun er byggð á því að umbeðin gögn hafi ekki verið aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins þegar beiðnin var sett fram og því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Af hálfu kæranda er farið fram á að fjármála- og efnahagsráðuneytið veiti aðgang að undirskriftalistanum „eins og hann stendur hverju sinni“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að úrskurðarvald nefndarinnar samkvæmt upplýsingalögum er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 788/2019 frá 31. maí 2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að undirskriftalistanum í því formi sem listinn var á þegar beiðni kæranda barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu.<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að á meðan rafrænir undirskriftalistar séu opnir til undirskrifta á vefnum Ísland.is verði til vinnsluskrá í gagnagrunni sem varðveitt sé hjá utanaðkomandi einkaaðila á grundvelli rekstrarsamnings við stafrænt Ísland. Ekki sé hægt að nálgast listana án þess að fram fari sérstök úrvinnsla af hálfu einkaaðilans og starfsfólks ráðuneytisins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki annað ráðið en að umbeðin gögn hafi ekki verið í vörslum ráðuneytisins þegar beiðni kæranda barst, heldur í vörslum Advania Ísland ehf. á grundvelli sérstaks samnings. Verður því að líta svo á að gögnin hafi ekki verið fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þegar beiðni kæranda barst. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort ráðuneytinu hafi verið mögulegt að kalla eftir gögnunum frá einkaaðilanum, enda var ráðuneytinu það óskylt á grundvelli upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga skal beiðni um aðgang að gögnum beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni í öðrum tilvikum en þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun. Upplýsingalög taka skv. 3. gr. til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Er því ekki loku fyrir það skotið að kæranda hefði verið mögulegt að beina beiðni sinni til Advania Ísland ehf.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A á ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020

Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 939/2020 í máli ÚNU 20030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. mars 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi samningu tiltekins frumvarps.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 10. febrúar 2020, óskaði kærandi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sérstaklega varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, voru fyrirliggjandi gögn flokkuð með eftirfarandi hætti: <br /> <br /> A)<br /> 1. Drög að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynning sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöð um afmökun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboð á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðir af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskipti við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskipti við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> B)<br /> 1. Minnisblað um drög að lagafrumvarpi frá Davíð Þór Björgvinssyni.<br /> 2. Drög að frumvarpi með innfærðum ábendingum frá Jóhannesi Karli Sveinssyni.<br /> <br /> C)<br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. [M]innisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjór[n]arfundi:<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.“<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að gögnum sem felld voru undir B) lið. Ráðuneytið taldi hins vegar gögn sem talin væru upp undir A) og C) lið væru undanþegin upplýsingarétti almennings. Gögn undir A) lið væru vinnugögn sem felld yrðu undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá væru samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem flokkuð hefðu verið undir A) lið, undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Loks væru ýmsar upplýsingar í minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Varðandi gögn undir C) lið taldi ráðuneytið þau vera undanþegin upplýsingarétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki voru taldar forsendur til þess að veita aukinn aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 11. mars 2020, óskaði kærandi eftir frekari gögnum. Í kæru kemur fram að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hinn 10. maí 2016 hafi verið frábrugðið ákvæðinu eins og það birtist þegar frumvarpinu hafi verið útbýtt á Alþingi 20. maí 2016. Óskað væri eftir gögnum er vörðuðu þessar breytingar. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. mars 2020, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda enda væru gögnin sem um ræddi vinnugögn og þar af leiðandi undanþegin upplýsingarétti. Að öðru leyti var vísað til svarbréfs ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósammála niðurstöðu ráðuneytisins. Óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum er varði c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarps til laga nr. 37/2016. Engin gögn um slíkt hafi borist. Af lista ráðuneytisins yfir málsgögn sé erfitt að sjá hvaðan breytingin hafi komið, en líklegt sé að finna megi upplýsingar um hana í gögnum sem felld hafi verið undir A) lið. <br /> <br /> Kærandi telur ráðuneytinu óheimilt að takmarka aðgang að gögnum er varði framangreinda breytingu. Um sé að ræða nýja og víðtæka heimild Seðlabanakans til að líta í gegnum fjármálagerninga og beita refsikenndum viðurlögum. Heimildinni virðist hafa verið bætt við skyndilega, án þess að nein sérstök gögn liggi fyrir um tilefni eða ástæður að baki. <br /> <br /> Í kæru er bent á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. beri að afhenda vinnugögn m.a. ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, og ef þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Gögn varðandi framangreinda breytingu á frumvarpsdrögum falli undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða skyndilega og mikilvæga breytingu sem ekki sé unnt að finna upplýsingar um annars staðar. Auk þess ættu gögnin að hafa að geyma hina endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Því hafi ráðuneytinu verið rétt og skylt að veita aðgang að þeim. Rétt hefði verið að veita aðgang að drögum að frumvarpi til laga, með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á c-lið 1. mgr. 27. gr. frá 10. maí til 20. maí 2016, ásamt dagbókarfærslum. <br /> <br /> Enn fremur krefst kærandi aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum, enda sé um að ræða gögn sem afhent hafi verið öðrum og teljist ekki lengur til vinnugagna, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að þeim geti ekki verið takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. nema að því marki sem þau varði seðlabankastjóra sjálfan, en hann átti sæti í nefndinni. Ekki sé heimilt að takmarka aðgang að öllum samskiptum á milli nefnda og stjórnvalda á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður stjórnvaldsins starfi í nefndinni. Verði gögnin beinlínis að varða þann þátt sem lúti að störfum Seðlabanka Íslands fyrir stýrinefndina, en veita beri aðgang að öðrum samskiptum og minnisblöðum á milli ráðuneytisins og Seðlabankans. <br /> <br /> Þá segir að ekki hafi verið veittur aðgangur að dagbókarfærslum sem lúti að gögnum máls, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að lokum gerir kærandi athugasemd við málshraða fjármála- og efnahagsráðuneytisins og að ekki hafi verið leiðbeint um kæruheimild.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 25. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. apríl 2020, er farið yfir samskipti ráðuneytisins og kæranda vegna upplýsingabeiðninnar. Í kærunni komi ekki fram að ráðuneytið hafi staðfest móttöku beiðninnar þann 14. febrúar 2020. Þar hafi jafnframt verið tekið fram að í tölvupósti ráðuneytisins til kæranda, dags. 14. febrúar 2020, staðfesti ráðuneytið móttöku á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Ákvörðun ráðuneytisins hafi legið fyrir 25. febrúar og hafi hún verið send kæranda ásamt afriti af þeim gögnum sem afhent voru, bæði með póstlögðu bréfi og tölvupósti. Í bréfinu hafi athygli kæranda verið vakin á því að ákvörðunin væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan 30 daga frá því að tilkynnt var um ákvörðunina. Það sé því rangt sem fram komi í kærunni um að láðst hafi að leiðbeina kæranda um kæruheimild, þótt sú leiðbeining hafi ekki verið ítrekuð í seinna svari til kæranda. <br /> <br /> Ráðuneytið bendir á að af kæru megi ráða að kærandi telji málshraða ráðuneytisins óhóflegan. Ráðuneytið vilji af þessu tilefni taka fram að það staðfesti móttöku erindis kæranda með tölvupósti síðdegis sama dag og það barst. Í erindinu hafi jafnframt verið tekið fram að ráðuneytið myndi leitast við að svara erindinu innan lögboðins frests. Á þessum tíma hefðu þær aðstæður skapast að ríkislögreglustjóri hefði fimm dögum áður lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 faraldursins og daginn áður, 10. mars, hefði ríkisstjórnin kynnt opinberlega aðgerðaáætlun til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins. Þessar aðstæður hafi kallað á breytta forgangsröðun verkefna í ráðuneytinu og því röskun á afgreiðslu einstakra mála viðbúin. Þótt fallist sé á að ráðuneytinu hafi láðst að upplýsa kæranda sérstaklega um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar mætti vænta sé því hafnað að um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðna kæranda hafi verið að ræða í ljósi aðstæðna.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 10. febrúar 2020 hafi verið sett fram þannig að hún hafi bæði verið almenn og sértæk. Kærandi hafi óskað eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Einnig hafi kærandi sérstaklega óskað eftir gögnum varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. Þau gögn sem sérstaklega var óskað eftir hafi að mati ráðuneytisins verið hluti af þeim gögnum sem almennt var óskað eftir og hafi ráðuneytið því lagt sama mat á gögnin, óháð því hvort þau vörðuðu c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sérstaklega. Eftir skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum hafi afstaða ráðuneytisins verið sú sem fram komi í ákvörðuninni, dags. 25. febrúar 2020. Þau gögn sem séu fyrirliggjandi í ráðuneytinu séu ýmist gögn sem unnin hafi verið eða aflað hafi verið á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta og teljist vinnugögn eða gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál eða ríkisstjórn Íslands. Gögnin séu því undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Sum vinnugögn stýrinefndarinnar séu jafnframt undanþegin upplýsingarétti af öðrum ástæðum eins og fram hafi komið í ákvörðun ráðuneytisins frá 25. febrúar 2020. Það eigi við um gögn vegna samskipta við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í gögnunum komi fram upplýsingar sem varði fjárhagslega hagsmuni einkaaðila, sem séu undanþegnar upplýsingarétti sbr. 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir jafnframt að þegar beiðni kæranda um frekari gögn hafi borist þann 11. mars 2020 hafi ráðuneytið tekið aftur til skoðunar gögnin sem beinlínis varði c-lið 1. mgr. 27. gr. umrædds lagafrumvarps. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi leitt til sömu niðurstöðu og áður, þ.e. að gögnin væru talin undanþegin upplýsingarétti. Um sé að ræða vinnugögn stýrinefndarinnar og minnisblað til ríkisstjórnarinnar. Í svari ráðuneytisins frá 24. mars 2020 hafi raunar mátt taka fram með skýrari hætti að gögnin séu bæði undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Hvað varðar fullyrðingu kæranda um að engar upplýsingar sé að finna í gögnum málsins um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins bendir ráðuneytið á að um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sé fjallað á nokkrum stöðum í frumvarpinu. Þá er kæranda bent á hvar umfjöllunina sé að finna. Að mati ráðuneytisins sé það því ekki rétt að í vinnugögnum komi fram upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ráðuneytið mótmælir því að gögnin geymi endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Bent er á að endanleg ákvörðun um framlagningu lagafrumvarpsins á Alþingi sé í höndum ríkisstjórnar, þingflokka stjórnarflokkanna og forseta Íslands og endanleg ákvörðun um afgreiðslu þess sem laga sé verkefni Alþingis.<br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum á þeim forsendum að um sé að ræða gögn sem hafi verið afhent öðrum og teljist því ekki til vinnugagna tekur ráðuneytið fram að samhæfing áætlunar um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta. Þeir sérfræðingar sem unnið hafi að málinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Seðlabankanum hafi sinnt verkefnum í umboði ráðherra, ráðuneytisstjóra eða seðlabankastjóra, sem allir hafi átt sæti í stýrinefndinni. Mótun allra þátta í áætlunum stjórnvalda um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi nefndarinnar sem fundaði eftir því sem tilefni var til og fór yfir ýmis gögn sem vörðuðu losunarferlið. Mótun lagafrumvarpsins sem varð að lögum nr. 37/2016 hafi þar verið engin undantekning eins og sjáist af fundargerðum stýrinefndarinnar. Allar stærri ákvarðanir um framgang áætlunarinnar hafi jafnframt verið teknar fyrir á sameiginlegum fundum stýrinefndarinnar og ráðherranefndar um efnahagsmál. <br /> <br /> Stýrinefndin hafi verið sett á fót með formlegri ákvörðun og haft fastmótað hlutverk í skilningi 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segi meðal annars um 8. gr. frumvarpsins að ákvæðinu sé ætlað að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum, ekki síst innan Stjórnarráðs Íslands, þar sem unnið sé að úrlausn mála í samvinnu milli ráðuneyta og stofnana. Með 3. tölul. ákvæðisins sé því opnað á samstarf milli stjórnvalda og samstarf lögbundinna stjórnvalda við nefndir eða starfshópa sem stjórnvöld hafi sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Ákvæðið verði því ekki skýrt með jafn þröngum hætti og kærandi kjósi að gera. Það að umræddir sérfræðingar hafi í einhverjum tilvikum sent á milli sín gögn í tölvupósti við vinnslu málsins geti því ekki talist afhending á gögnum til annarra í skilningi 2. tölul. 2. máls. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. sömu greinar. Jafnframt hafnar ráðuneytið fullyrðingum kæranda um að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi ólíklega verið bætt við drögin fyrir tilstilli stýrinefndarinnar, með vísan til framangreinds.<br /> <br /> Að lokum segir í umsögn ráðuneytisins að tekið hafi verið til skoðunar hvort forsendur væru til að veita aukinn aðgang að gögnum skv. 11. gr. upplýsingalaga. Í báðum tilvikum hafi það verið mat ráðuneytisins að ekki væru forsendur til þess. Skýrist það einkum af því að í gögnunum séu ýmsar upplýsingar sem taldar hafi verið markaðslega viðkvæmar á þeim tíma sem unnið hafi verið að undirbúningi lagafrumvarpsins en einnig af því að enn hafi ekki allir aflandskrónueigendur losað sínar eignir. Varðandi beiðni um aðgang að dagbókarfærslum fylgdi umsögninni útprentun af yfirlitum um þau mál í málaskrá ráðuneytisins sem um ræðir.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 21. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 21. apríl 2020, segir að í vinnugögnum um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins komi vissulega fram upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir fullyrðingar ráðuneytisins. Eins og fram komi í skýringu við c-lið 27. gr. frumvarpsins sé lagt til að Seðlabankanum verði heimilt að synja um staðfestingu ef tilgangur ráðstöfunar sem liggi að baki arðgreiðslu virðist vera sá að sniðganga takmarkanir á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Hins vegar sé þar ekki að finna frekari upplýsingar um nauðsyn á lögfestingu ákvæðisins eða hvaða ástæður hafi legið að baki því að lagaheimildin var lögfest. Markmiðið með innleiðingu framangreinds ákvæðis hljóti að vera að veita Seðlabankanum rýmri heimildir til þess að sinna því hlutverki sínu að hafa eftirlit með lögum um gjaldeyrismál, rannsaka brot gegn ákvæðum þeirra og eftir atvikum leggja á einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektir vegna brota á ákvörðunum þeirra. Ákvæðið veiti Seðlabankanum nýja heimild til þess að líta á heildarsamhengi viðskipta til þess að komast að niðurstöðu um efni þeirra.<br /> <br /> Innleiðing ákvæðisins veki upp þá spurningu hvort Seðlabankinn hafi talið heimildina ekki vera fyrir hendi áður en hún var lögfest með lögum nr. 37/2016. Engar upplýsingar sé að finna um það í skýringum við framangreint ákvæði frumvarpsins. Seðlabankinn hafi rannsakað meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál í fjölda viðskipta og beitt viðurlögum í sumum þeirra. Fyrir lögfestingu ákvæðis c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi Seðlabankanum því verið óheimilt að beita viðurlögum samkvæmt gjaldeyrislögum nema viðskiptin féllu undir verknaðarlýsingu einhvers af þágildandi ákvæðum gjaldeyrislaga. Ljóst sé að upplýsingar um það hvort Seðlabankinn hafi talið sig skorta rýmri heimild til að sinna eftirlitshlutverki sínu skipti miklu fyrir alla aðila sem sætt hafi rannsókn Seðlabankans vegna meintra brota gegn gjaldeyrislögum, fyrir setningu laga nr. 37/2016. Því telji undirritaður að hann eigi rétt á aðgangi að öllum gögnum er varði tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins enda falli þau undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sé ekki fallist á framangreint óski kærandi eftir ríkari aðgangi að upplýsingunum á grundvelli heimildar í 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016. Kæranda var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna en synjað um meirihluta gagnanna. <br /> <br /> Ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> Þá taldi ráðuneytið samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í minniblöðum væru ýmsar upplýsingar um afmörkun aflandskrónumengisins sem undanþegnar væru upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um „drög að frumvarpi til laga.“ Í gögnum málsins liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020, sem send voru Davíð Þór Björgvinssyni en honum var falið að leggja mat á efni tiltekinna ákvæða draganna. Fallast má á það að drög að frumvarpi séu eðli málsins samkvæmt undirbúningsgögn sem felld verða undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á hafa drögin aftur á móti verið send sjálfstæðum verktaka til yfirlestrar. Af því leiðir að gagnið telst ekki lengur vera vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og verður það þegar af þeirri ástæðu ekki fellt undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að gögnunum. Verður því fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert að afhenda kæranda drögin. <br /> <h2>3. </h2> Í öðru lagi er kæranda synjað um aðgang að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum. Sem fyrr segir teljast gögn ekki lengur til vinnugagna þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem aðilar skv. I. kafla hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, hins vegar til vinnugagna enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. og samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. gildir það sama um gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra aðila skv. I. kafla þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti. Í málinu liggur fyrir að seðlabankastjóri átti sæti í stýrihópnum sem og ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins en tölvupóstssamskiptin eru á milli starfsmanna þess ráðuneytis og Seðlabankans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að tölvupóstarnir sem synjað var um aðgang að hafi verið sendir á milli starfsmanna þessara stofnana í umboði yfirmanna þeirra sem áttu sæti í starfshópnum, enda ber efni þeirra með sér að þau hafi verið vegna starfa stýrihópsins. Þá fellst úrskurðarnefndin á að um sé að ræða gögn sem felld verði undir 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem vinnugögn. Þar af leiðandi var ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <h2>4. </h2> Í þriðja og fjórða lagi er kæranda synjað um tölvupóstssamskipti starfsmanna stýrihópsins við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og um glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og áður segir teljast gögn ekki lengur vinnugögn þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða gögn sem urðu til í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þegar af þeirri ástæðu teljast gögnin ekki vera vinnugögn. <br /> <br /> Ráðneytið byggði synjun sína einnig á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Gögnin geyma að mestu leyti tillögur, skoðanaskipti, framsetningu á valkostum og mat á þeim. Það er því mat nefndarinnar að gögnin séu í eðli sínu undirbúningsgögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að almannahagsmunir standi til þess að unnt sé að eiga frjáls skoðanaskipti um mótun tillagna við alþjóðastofnanir án þess að þau samskipti verði gerð opinber. Hefur úrskurðarnefndin þá jafnframt litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja gögnin upplýsingarétti með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>5. </h2> Í fimmta lagi var kæranda synjað um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins, ódagsett. Í þeim gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni er að finna drög að slíku minnisblaði sem fylgiskjal með tölvupóstum sem meðlimir í stýrinefndinni senda sín á milli en auk þess var það sent Davíð Þór Björgvinssyni með tölvupósti, dags. 12. apríl 2016. Minnisblaðið er skýrlega merkt þannig að um sé að ræða drög auk þess sem það er merkt „trúnaðarmál“. Eins og áður hefur komið fram getur minnisblaðið ekki verið vinnugagn þar sem það var sent utaðaðkomandi aðila, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfór gagnið með hliðsjón af því hvort takmarka ætti aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða laganna, einkum 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða upplýsingar sem bera með sér að hafa verið teknar saman til þess að meta stærð þess mengis sem fellt yrði undir gildissvið frumvarps til laga um stöðugleikareikninga. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenn umfjöllun í minnisblaðinu sé ekki þess eðlis að efni hennar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Það er hins vegar mat nefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram á töflum undir umföllunum um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga, með vísan til 9. gr. og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>6. </h2> Í sjötta lagi er kæranda synjað um skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Ljóst er að ekki er um að ræða undirbúningsgögn heldur geyma bréfin ákvörðun um skipun tiltekins aðila. Því verða skipunarbréfin ekki felld undir 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að gögnin verði ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga. Verður því ráðuneytinu gert að afhenda kæranda skipunarbréfin. <br /> <h2>7. </h2> Í sjöunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Fundarboðin eru ekki á meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hins vegar er einsýnt að fundarboð verða ekki talin vera efni sínu samkvæmt til undirbúnings ákvörðunar heldur er um að ræða ákvörðun um að halda skuli fund. Þar af leiðandi verða þau ekki undanþegin aðgangi á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Var synjun ráðuneytisins því ekki byggð á réttum lagagrundvelli. Þar sem fundarboðin eru ekki á meðal gagna málsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að leggja mat á hvort í þeim komi fram upplýsingar sem undanþegnar verða upplýsingarétti á grundvelli annarra ákvæða laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu. <br /> <h2>8. </h2> Í áttunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 894/2020 og 716/2018. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerðanna en þar eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem ráðuneytinu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma í fundargerðunum með vísan til 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðirnar með hliðsjón af framangreindu. Er það mat nefndarinnar að í þeim sé ekki að finna upplýsingar sem felldar verða undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Var því ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum í heild sinni með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>9.</h2> Í níunda og tíunda lagi synjaði ráðuneytið kæranda um aðgang að samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson, dags. 12. apríl 2016, 19. apríl 2016, 22. apríl 2016, 25. apríl 2016, 6. maí 2016, 9. maí 2016, 17. maí 2016 og 18. maí 2016 ásamt fylgigögnum, og við Jóhannes Karl Sveinsson, dags. 6. maí 2016 og 9. maí 2016, vegna álitsbeiðna og ráðgjafar þeirra við samningu frumvarpsins. <br /> <br /> Um er að ræða samskipti við utanaðkomandi verktaka og eins og áður hefur komið fram verða slík gögn ekki felld undir 8. gr. upplýsingalaga og þar af leiðandi ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa, yrðu undanþegin upplýsingarétti og var ákvæðið í 4. tölul. 6. gr. Ákvæðið var aftur á móti fellt brott við meðferð frumvarpsins á Alþingi. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem lagði til að ákvæðið yrði fellt brott segir eftirfarandi: <br /> <br /> Í 4. tölul. greinarinnar er lagt til að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa verði undanþegin upplýsingarétti. Fyrir nefndinni komu fram ábendingar um að sömu hagsmunir og ákvæðið verndar virðast nægjanlega verndaðir með 1. tölul. 6. gr. og 10. gr. frumvarpsins. Þar er um að ræða gögn sem tekin hafa verið saman fyrir ríkisstjórnar- og ráðherrafundi og gögn sem heimilt er að undanþiggja aðgangi almennings og varða mikilvæga almannahagsmuni. Meiri hlutinn tekur undir þau sjónarmið sem komu fram um að það væri vandséð hvers vegna eigi að hafa sérstakt undantekningarákvæði um ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga en ekki önnur gögn vegna undirbúnings lagafrumvarpa, svo sem gögn er tengjast undirbúningi fjárlaga og send eru á milli stjórnvalda. Meiri hlutinn leggur því til að 4. tölul. 6. gr. falli brott […]. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma hvorki fram í tölvupóstssamskiptunum né í fylgigögnum með þeim viðkvæmar upplýsingar sem felldar verða undir önnur undanþáguákvæði laganna. Sjá þó umfjöllun um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins í kafla 5 þessa úrskurðar. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að samskiptunum og fylgigögnum með þeim, að undanskildum þeim upplýsingum sem nefndin telur rétt að undanþiggja í fyrrnefndu minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. <br /> <h2>10. </h2> Kæranda var einnig synjað um eftirfarandi gögn á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjórnarfundi<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Minnisblöð til ráðherranefndar um efnahagsmál, dags. 18.október 2013 og 12. maí 2016, og minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, dags. 19. maí 2016, ásamt fylgigögnum bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherranefnd. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er fjármála- og efnahagsráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstssamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og forsætisráðuneytisins, dags. 17. maí 2016, auk frumvarpsdraganna, með athugasemdum frá starfsmanni forsætisráðuneytisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli á því að í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., enda fullnægðu þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Nauðsynlegt þykir að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin að baki 4. tölul. eru að mestu þau sömu og búa að baki 2. og 3. tölul., enda er hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda sem um ræðir mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið var fellt á brott í meðförum þingsins. Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tölvupóstssamskiptin ásamt frumvarpsdrögunum verði ekki felld undir undanþágu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. Af gögnum málsins og skýringum ráðuneytisins verður ekki ráðið að téð gögn hafi verið tekin sérstaklega saman fyrir þá fundi sem ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur til. Þar sem önnur ákvæði upplýsingalaga standa afhendingu gagnanna ekki í vegi verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert skylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við forsætisráðuneytið, dags. 17. maí 2016. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020. <br /> 2. Minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar sem koma fram í minnisblaðinu í töflum undir umfjöllun um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga.<br /> 3. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 4. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 5. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 6. Tölvupóstssamskiptum við starfsmann forsætisráðuneytis, dags. 17. maí 2016, ásamt fylgigagni. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að fundarboði á fundi stýrinefndar um losun fjármagnshafta er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 951/2020 í máli ÚNU 20060004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. júní 2020, kærði Helga M. Óttarsdóttir lögmaður, f.h. Símans hf., ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, þar sem beiðni kæranda um aðgang gögnum var synjað.<br /> <br /> Með erindi til utanríkisráðuneytisins, dags. 29. apríl 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum varðandi mál 84368 sem er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). Vísað er til þess að frá því ákvörðun ESA hafi verið tekin í desember 2019 hafi stofnunin verið í samskiptum við íslensk stjórnvöld og m.a. hafi stofnuninni borist bréf íslenskra stjórnvalda, dags. 5. mars. 2020. Því óski kærandi eftir afriti af öllum samskiptum stjórnvalda við ESA vegna málsins frá því umrædd ákvörðun ESA var tekin, þ.m.t. bréfs frá 5. mars 2020. Utanríkisráðuneytið framsendi erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þann 20. maí 2020, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins til kæranda, dags. 22. maí 2020, kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi milligöngu um samskipti stjórnvalda og ESA í málum sem varði ætlaða ríkisaðstoð og hafi jafnframt samræmingar- og leiðbeiningarhlutverk gagnvart öðrum stjórnvöldum í málaflokknum. Þá segir að þau samskipti sem um ræði falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Meðal markmiða ákvæðisins sé að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við fjölþjóðlegar stofnanir. <br /> <br /> Ráðuneytið telur að það gæti spillt samskiptum við ESA í ríkisaðstoðarmálum, ef aðgangur verður veittur að umbeðnum upplýsingum, einkum á meðan ESA hefur ekki lokið umfjöllun sinni. Í því sambandi sé jafnframt horft til ákvæða í reglum ESA um aðgang að gögnum, sbr. einkum 2. mgr. 4. gr. Þess utan sé í gögnunum að finna upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur, sem óheimilt sé að veita aðgang að skv. 9. gr. upplýsingarlaga. Með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé beiðninni því hafnað, að frátöldu minnisblaði til Símans, dags. 27. febrúar 2020, sem kæranda hafi verið látið í té sama dag. ESA hafi verið sent afrit af því með tölvupósti þann 11. mars 2020. Veita verði aðgang að gögnum sem þegar hafi verið afhent og sé minnisblaðið því meðfylgjandi. Ekki séu forsendur til að veita víðtækari aðgang en skylt sé, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að ákvörðun ráðuneytisins um synjun aðgangs að gögnum verði felld úr gildi og kæranda verði veittur aðgangur að öllum samskiptum hérlendra stjórnvalda við ESA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 í máli 84368. Til vara er þess krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem varði ekki mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur. Í kæru er forsaga málsins rakin en með erindi, dags. 26. október 2016, sendi kærandi kvörtun til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar sem hann taldi Gagnaveitu Reykjavíkur hafa notið úr hendi móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir töluverð samskipti, bréfaskipti og fundi kæranda og ESA, auk samskipta ESA og íslenskra stjórnvalda, hafi ESA tekið ákvörðun þann 5. desember 2019 um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). <br /> <br /> Í rökstuðningi kæranda kemur fram að kærandi sé starfandi á fjarskiptamarkaði, m.a. á mörkuðum fyrir netþjónustu. Þannig selji kærandi viðskiptavinum sínum fjölþættan internetaðgang og lausnir, auk þess að bjóða aðra fjarskiptaþjónustu o.fl. Kærandi sé starfandi á smásölumarkaði sem og heildsölumarkaði í samkeppni við Gagnaveitu Reykjavíkur. Í ljósi þess hversu miklu það varði kæranda að aðilar á markaði njóti ekki sérstakrar fyrirgreiðslu opinberra aðila og að samkeppnisskilyrði séu sambærileg, hafi kærandi sent erindi til ESA vegna meintra ríkisstyrkja til Gagnaveitu Reykjavíkur. Kærandi telji mikilvægt að hann fái aðgang að upplýsingum málsins á grundvelli meginreglna upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin enda séu skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. <br /> <br /> Kærandi segir að ESA hafi þegar fengið umtalsvert magn upplýsinga og gagna í málinu, m.a. frá kæranda. Fyrir liggi frumniðurstaða stofnunarinnar um að Gagnaveita Reykjavíkur hafi þegið ríkisstyrk. Í ákvörðun ESA komi fram nokkuð nákvæmar upplýsingar hvað það varði. Í framhaldi af ákvörðun ESA hafi stofnunin hins vegar verið í samskiptum við hérlend stjórnvöld, en beiðni kæranda um aðgang að gögnum beinist einkum að gögnum frá því tímabili. Ekki verði séð að undir neinum kringumstæðum krefjist almannahagsmunir þess að kæranda verði synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Meginþættirnir í málinu liggi fyrir, þ.e. í hverju hinir ólögmætu ríkissyrkir felist, en ekkert bendi til þess að almannahagsmunir krefjist þess að nánari skýringum eða upplýsingum sé haldið leyndum. Þvert á móti séu skýrir hagsmunir kæranda af því að fá umbeðinn aðgang með það fyrir augum að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði.<br /> <br /> Kærandi bendir á að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi sú staða verið uppi að upplýsingum í ríkisstyrkjamáli sem var til meðferðar hjá ESA hafi verið synjað á grundvelli sambærilegs ákvæðis í eldri upplýsingalögum en sérstaklega hafi verið tilgreint að það væri „a.m.k. að svo stöddu“, sbr. úrskurð nr. A-376/2011, sjá einnig úrskurð <br /> nr. A-246/2007. Meginmunurinn sé sá að í því máli hafi ESA ekki komist að þeirri frumniðurstöðu að hefja skyldi rannsókn á nánar tilgreindum ólögmætum ríkisstyrkjum, ólíkt því sem eigi við í þessu máli, þar sem meginefni málsins sé þegar opinbert með frummati ESA og opnun formlegrar rannsóknar ríkisstyrkjamáls. Meintir hagsmunir af því að skaða samningshagsmuni séu ekki til staðar, hvað þá að traust í samskiptum við alþjóðastofnun sé sett í hættu. Tilvísun í hinni kærðu ákvörðun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi í þessu sambandi enga þýðingu, enda ekki hluti af hérlendum upplýsingalögum sem kveði á um skýran rétt einstaklinga og lögaðila til aðgangs að upplýsingum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 11. júní 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, segir að umbeðin gögn varði athugun á meintri ríkisaðstoð og séu því af því tagi sem mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggi ekki fyrir. Lagt sé til grundvallar af hálfu ráðuneytisins að aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum. Jafnframt sé horft til þess að aðgangur að upplýsingum um fyrirtæki sem komið hafi verið á framfæri við ESA gæti valdið því fyrirtæki eða þeim fyrirtækjum sem um ræði skaða að ófyrirsynju.<br /> <br /> Mikilvægt sé í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála og að teknu tilliti til efnda- og hollustuskyldu samkvæmt 3. gr. EES samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, að unnt sé að veita ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar séu til að meta hvort ráðstöfunin feli í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og ef svo sé hvort hún samrýmist framkvæmd EES-samningsins. Málsmeðferðarreglur ESA geri ekki ráð fyrir því að upplýsinga sé aflað beint frá viðkomandi fyrirtækjum og þurfi stjórnvöld því að afla þeirra frá meintum móttakendum ríkisaðstoðar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi það hlutverk að koma tilkynningum og upplýsingum stjórnvalda, sem varði ríkisaðstoð, á framfæri við ESA. Ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga byggi á því að nauðsynlegt sé að tryggja gagnkvæmt traust og góð samskipti við fjölþjóðastofnanir. Slík nauðsyn sé til staðar í þessu máli og þessum málaflokki. Það sé grundvallaratriði að gagnkvæmt traust ríki í samvinnu stjórnvalda við stofnunina í málaflokknum, að samskipti við hana séu hreinskilin og með þeim sé öllum upplýsingum komið á framfæri sem varpað geti ljósi á eðli þeirra ráðstafana sem til skoðunar séu. Því trausti og þeirri hreinskilni sem þurfi að vera fyrir hendi væri stefnt í voða ef réttur til aðgangs að upplýsingum næði til samskiptanna. Þau séu því þess eðlis að veigamiklir almannahagsmunir réttlæti að ekki sé veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins, sem sé samhæfingaraðili og tengiliður stjórnvalda við ESA þegar komi að eftirliti með ríkisaðstoð, séu upplýsingar sem óskað sé eftir í máli þessu auk þess með þeim hætti að sjónarmið 9. gr. upplýsingalaga standi gegn því að veittur sé aðgangur að þeim, a.m.k. að hluta til.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er einnig bent á að í kæru sé því haldið fram að „tilvísun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi enga þýðingu“ í tengslum við málið. Sá skilningur stangist á við sjónarmið sem úrskurðarnefndin hafi notast við, t.a.m. í máli nr. 898/2020 frá 2. júní 2020 þar sem horft hafi verið til reglna sem gildi hjá Norrænu ráðherranefndinni um aðgengi að gögnum og í málum nr. 240/2007 og 246/2007 frá 7. febrúar og 14. mars 2007, nr. 376/2011 frá 16. september 2011 og nr. 444/2012 frá 4. október 2012, þar sem litið hafi verið til reglna ESA um aðgang að gögnum. Núverandi reglur ESA um aðgang að skjölum hafi verið settar með ákvörðun 300/12/COL. Þýðing reglna ESA sé augljós þegar metið sé hvort skilyrði viðkomandi undanþágu um mikilvæga almannahagsmuni eigi við. Þannig væri það ekki til þess fallið að varðveita traust milli stofnunar og ríkis, ef synjað væri um aðgang að skjölum sem stofnunin myndi sjálf veita aðgang að.<br /> <br /> Ráðuneytið segir algengt að fyrirtæki óski eftir aðgangi að upplýsingum sem ESA hafi verið látið í té um samkeppnisaðila þeirra, í tengslum við meðferð ríkisaðstoðarmála. Við meðferð slíkra beiðna horfi ráðuneytið til þess hvernig málsmeðferð stofnunarinnar sé háttað m.t.t. gagnsæis og tækifæra þeirra sem telji sig eiga hagsmuna að gæta til að koma á framfæri ábendingum. Aðgangur að samskiptum stjórnvalda við ESA sé ekki meðal þeirra úrræða sem fyrirtækjum sé tryggður telji þau að samkeppnisaðilar njóti ólögmætrar ríkisaðstoðar en réttur fyrirtækja til þess að kynna sér atvik, málsástæður og lagarök í málum sem þessum sé tryggður með öðrum hætti. <br /> <br /> Þá segir einnig að málsmeðferð ESA sem kærandi hafi komið af stað einkennist af gagnsæi gagnvart þeim sem telji sig eiga hagsmuna að gæta. Ákvörðun ESA um að hefja formlega rannsókn í því máli sem um ræðir hafi verið birt á vef ESA fljótlega eftir að hún hafi legið fyrir, verið birt í Stjórnartíðindum ESB og EES-viðbæti þann 6. febrúar 2020 og veittur frestur til að koma athugasemdum á framfæri við ESA. Möguleikar kæranda til að gæta þeirra hagsmuna sem hann vísi til, í kæru til nefndarinnar, hafi því ekki verið fyrir borð bornir að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda með synjun um aðgang að upplýsingum. Þau álitamál, lagarök og málsatvik sem séu til skoðunar í tengslum við mat ESA á mögulegri ríkisaðstoð séu nú þegar aðgengileg öllum með birtingu ákvörðunar um opnun formlegrar rannsóknar. Í þeirri ákvörðun komi fram allar grundvallarupplýsingar sem málið varði. Því sé vandséð hvernig frekari aðgangur kæranda að upplýsingum um starfsemi samkeppnisaðila hans myndi „tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði“ svo vitnað sé í kæruna, jafnvel þótt takmörkunum 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga væri ekki fyrir að fara.<br /> <br /> Eftir standi þeir almannahagsmunir sem felist í því að aðilar að ríkisaðstoðarmálum, ESA annars vegar og stjórnvöld hins vegar, geti átt hreinskilin samskipti í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála í samræmi við hollustuskyldu stjórnvalda og að gagnkvæmt traust ríki, m.a. hvað varði öflun og birtingu upplýsinga. Í málum sem þessum sé upplýsinga aflað af hálfu stjórnvalda frá fyrirtækjum gagngert og í þeim eina tilgangi að gefa ESA færi á að leggja mat á ráðstafanir m.t.t. ríkisaðstoðarreglna EES-samningsins. Það myndi skerða möguleika stjórnvalda til þess að afla og koma á framfæri við ESA upplýsingum við rekstur ríkisaðstoðarmála ef hætt væri við því að samkeppnisaðilar þeirra fyrirtækja sem athuganir ESA lúti að hefðu aðgang að samskiptunum.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, segir að ráðuneytið vísi til þess að samskipti þau sem beðið sé um aðgang að séu „af því tagi að mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Þá sé að auki lagt til grundvallar að „aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum.“<br /> <br /> Kærandi segir ljóst, með hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, að skýra beri undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings þröngt. Þá verði beiðni um upplýsingar ekki synjað með stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur að upplýsingunum leiði af sér hættu á tjóni á þeim hagsmunum sem njóti verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Þegar liggi fyrir ákvörðun ESA frá 5. desember 2019 (nr. 86/19/COL) um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur. Hafi sú ákvörðun verið birt og hafi frumniðurstaða stofnunarinnar verið sú að Gagnaveita Reykjavíkur hafi notið ólögmætra ríkisstyrkja. Ljóst sé að með birtingu ákvörðunarinnar hafi mikið magn upplýsinga er varði umrætt mál verið gert aðgengilegt.<br /> <br /> Þá segir kærandi að þar sem upplýsingar er varði meginþætti málsins hafi þegar verið birtar, þ.e. upplýsingar um það í hverju hinir ólögmætu ríkisstyrkir felist, verði ekki séð með hvaða hætti almannahagsmunir krefjist þess að umbeðnum upplýsingum verði haldið leyndum. Þrátt fyrir að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir telji kærandi þannig að þau sjónarmið sem ráðuneytið byggi á í umsögn sinni eigi ekki við vegna þess hve mikið magn upplýsinga hafi þegar verið gert aðgengilegt með frumákvörðun ESA í málinu. Af þeim sökum sé erfitt að sjá að hvaða leyti mikilvægt sé að umræddum gögnum sé haldið leyndum.<br /> <br /> Þá verði að auki, í samræmi við framangreint, á engan hátt séð hvernig það gæti skaðað samskipti við ESA að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Traust ESA á íslenskum stjórnvöldum myndi þannig tæplega glatast verði kæranda veittur aðgangur að upplýsingunum á grundvelli hérlendra upplýsingalaga eða stofnunin setja sig upp á móti því að aðgangur yrði veittur að þeim, sérstaklega í ljósi þess að ESA hafi sjálf með ákvörðun sinni veitt aðgang að miklu magni upplýsinga er varði umrætt mál. Því sé vandséð að hagsmunir almennings krefjist þess á nokkurn hátt að nánari skýringum, samskiptum eða upplýsingum verði haldið leyndum. <br /> <br /> Varðandi vísun ráðuneytisins til þess að þýðing reglna ESA um aðgang að gögnum sé augljós við mat á því hvort skilyrði undanþágu 2. tölul. 10. gr. séu uppfyllt segir kærandi að reglurnar taki aðeins til ESA en ekki hérlendra stjórnvalda og fari aðgangur almennings að upplýsingum frá stjórnvöldum hér á landi því eftir upplýsingalögum en ekki umræddum reglum. Þau sjónarmið séu raunar sérstaklega áréttuð í nokkrum af þeim úrskurðum sem ráðuneytið vísi sjálft til, til að mynda í úrskurði nr. 240/2007. Kærandi segir ljóst að reglurnar girði á engan hátt fyrir rétt almennings til upplýsinga frá hérlendum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir að verði hluti upplýsinganna talinn falla undir 9. gr. upplýsingalaga sé þess þá krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem ekki varði slíka hagsmuni. <br /> <br /> Kæranda virðist sem ráðuneytið líti svo á að samskipti stjórnvalda og ESA séu í öllum tilvikum undanskilin upplýsingarétti án tillits til þess hvaða hagsmunir búi þar að baki og án þess að mat fari fram á því hvort þær upplýsingar sem beðið sé um aðgang að séu þess eðlis að takmarka þurfi aðgang að þeim. Slík sjónarmið fari í bága við meginreglur upplýsingalaga um að almenningur eigi almennt rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum nema einhver þeirra undanþága sem tilteknar séu í lögunum eigi við, en það þurfi að meta í hverju einstöku máli.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnunar EFTA, frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna tiltekins ríkisaðstoðarmáls sem er til athugunar hjá ESA.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins er reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist, sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997 og <br /> A-240/2007. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða bréf og tölvupóstsamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ESA, frá tímabilinu 5. desember 2019 til 11. mars 2020, sem varða athugun ESA á ríkisaðstoðarmáli en gögnin endurspegla hefðbundna aðkomu íslenska ríkisins að slíkum málum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Við mat á því hvort umrædd gögn verði felld undir undanþágu 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga horfir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA þegar ráðuneytið afgreiddi beiðnina. Þá lítur úrskurðarnefndin einnig til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og athuganir ESA á slíkum málum eru í eðli sínu viðkvæm og geta varðað mjög veigamikla hagsmuni, bæði almannahagsmuni og hagsmuni einkaaðila. Jafnframt hefur eðli gagnanna sjálfra jafnframt þýðingu en fyrst og fremst er um að ræða tölvupóstsamskipti sem bera ýmis einkenni vinnugagna. <br /> <br /> Enn fremur telur úrskurðarnefndin þagnarskyldureglur ESA hafa þýðingu við túlkun og beitingu ákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingamála að því leyti sem þær lýsa afstöðu stofnunarinnar til afhendingar gagna. Í reglum stofnunarinnar, sem settar voru með ákvörðun 300/12/COL, er almennt gengið út frá því að almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum stofnunarinnar en í 4. gr. ákvörðunarinnar er fjallað um undantekningar frá þeirri meginreglu. Til dæmis ber ESA að synja beiðnum um aðgang að gögnum í málum þegar rannsókn þeirra er yfirstandandi (2. mgr. b 4. gr.) og ef afhending gagna myndi valda tjóni á viðskiptahagsmunum lögaðila (4. mgr. 4. gr.). Þá hefur ESA birt bréf sitt til íslenska ríkisins vegna málsins, dags. 5. desember 2019, á vef stofnunarinnar en þar er um að ræða sérstaka útgáfu bréfsins þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar (non-confidential version) og má því ætla að ESA líti svo á að upprunaleg útgáfa bréfsins innihaldi upplýsingar sem séu háðar trúnaði. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur almenningur ríka hagsmuni af því að athugun á ríkisaðstoðarmálum og nauðsynleg samskipti íslenskra stjórnvalda við ESA vegna þeirra geti farið fram í trúnaði og er því fallist á að það með ráðuneytinu að heimilt sé að undanþiggja þau með vísan til 10. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og ESA, dags. 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna athugunar stofnunarinnar í máli 84368. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, á beiðni Símans hf. um aðgang að öllum samskiptum íslenskra stjórnvalda við eftirlitsstofnun EFTA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 vegna máls 84368 sem er til meðferðar hjá stofnuninni. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 950/2020 í máli ÚNU 20110001.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A töf yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gerðabók yfirkjörstjórnar við síðustu forsetakosningar, sem fram fóru 27. júní 2020. Óskað er eftir bókunum sem varða undirbúning kosninganna, sem og bókunum á kjördag og einnig bókunum eftir að kjörfundi lauk, á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar en yfirkjörstjórn hafði ekki svarað beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum tekur valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál til þeirra handhafa opinbers valds sem heyra undir framkvæmdarvaldið skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar en ekki til löggjafarvalds eða dómsvalds.<br /> <br /> Yfirkjörstjórn við forsetakosningar er kosin af Alþingi, sbr. 2. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, sbr. 13. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Því er ekki um að ræða stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað á þann hátt að lögin taki einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess. Óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki felst í þessu að afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því verður að vísa kærunni frá. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. nóvember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 949/2020 í máli ÚNU 20100026. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007 og nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002 sem kveðnir voru upp þann 20. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kærum kæranda frá á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, sem kveðinn var upp þann 30. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kæru kæranda frá á þeim grundvelli að ágreiningur um aðgang að þeim gögnum sem synjað var um aðgang að, heyrði ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. nóvember 2020, fór kærandi, A, fram á endurupptöku málanna þriggja. Í erindi kæranda kemur fram að í úrskurði nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, komi fram að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar staðfesti að utanríkisráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi logið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita þeim stjórnvöldum sem beiðnum kæranda var beint að, kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um hvort skilyrði séu til þess að taka aftur upp mál nr. ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, mál ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og mál ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Krafa kæranda um endurupptöku málanna virðist vera á því byggð að niðurstaða þeirra hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málunum sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar í þeim. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 20070007 sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Kæranda er bent á að honum er unnt að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1997.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 3. nóvember 2020, um endurupptöku máls ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020, og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 948/2020 í máli ÚNU 20100001. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 1. október 2020, óskaði A eftir endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni. Í beiðni kæranda um endurupptöku málsins kemur fram að hann hafi kvartað yfir úrskurðinum til umboðsmanns Alþingis en vegna anna hjá embættinu hafi dregist að hann skilaði áliti sínu í tilefni af kvörtuninni. Þótt kærandi sé nokkuð viss um að umboðsmaður muni vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til nýrrar meðferðar, þá sé honum farin að lengjast biðin. Því sendi hann til úrskurðarnefndarinnar afrit af bréfi sem umboðsmaður sendi forstjóra Vegagerðarinnar ásamt svarinu sem forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar sendi til umboðsmanns, en kæranda finnst svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns ríma illa við úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljósi svars Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, og þess misræmis sem sé milli þess og úrskurðarorða í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé óskað eftir því að úrskurðarnefndin taki málið til nýrrar umfjöllunar og meðferðar.<br /> <br /> Í tilefni af kvörtun kæranda ritaði umboðsmaður Alþingis úrskurðarnefndinni bréf, dags. 9. nóvember 2019, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort nefndin hefði tekið afstöðu til endurupptökubeiðni kæranda og ef svo væri hvort niðurstaða lægi fyrir eða hvenær hennar væri að vænta. Var úrskurðarnefndin jafnframt upplýst um að Vegagerðin hefði sett verklagsreglur um skil á ráðstefnugögnum sem varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin heldur og erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. <br /> <br /> Með tölvupósti til Vegagerðarinnar, dags. 13. nóvember 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort afstaða Vegagerðarinnar væri óbreytt um að starfsmaðurinn hefði ekki komið fram á ráðstefnunni sem starfsmaður Vegagerðarinnar heldur hefði hann flutt erindi sitt á ráðstefnunni á eigin vegum. Samdægurs svaraði Vegagerðin því að stofnunin liti svo á að starfsmanninum hefði ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur. Það hefði því verið hans ákvörðun hvort hann afhenti þriðja aðila kynningarglærur sem hann útbjó og sýndi á ráðstefnunni og voru að hans sögn ekki ætlaðar til dreifingar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að svör Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis vegna máls er varðar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 séu ekki í samræmi niðurstöðu nefndarinnar um að vísa kærunni frá. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í 2. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.“<br /> <br /> Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál var sem fyrr segir kveðinn upp þann 5. apríl 2019. Þegar kærandi óskaði eftir endurupptöku málsins þann 1. október 2020, hafði því liðið meira en ár frá því úrskurðurinn var upp kveðinn. Verður því að taka til skoðunar hvort veigamiklar ástæður mæli með því að málið verðið tekið upp aftur. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að glærur sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu tilheyrðu ekki starfsemi Vegagerðarinnar og var því kærunni vísað frá nefndinni. Niðurstaðan var byggð á þeim forsendum að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni enda hefðu þau ekki orðið til í tengslum við starfsemi stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Niðurstaðan var fyrst og fremst byggð á þeirri afstöðu Vegagerðarinnar sem fram kom í umsögn stofnunarinnar, dags. 26. júní 2018, að erindi starfsmannsins á ráðstefnunni hefði ekki verið haldið á vegum Vegagerðarinnar heldur hefði starfsmaðurinn haldið erindið að eigin frumkvæði og á eigin vegum. Umbeðin gögn stöfuðu því frá starfsmanninum sjálfum og tilheyrðu honum persónulega. Einnig var litið til þess að gögnin voru ekki vistuð í málskrá Vegagerðarinnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur undir höndum svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, vegna fyrirspurnar umboðsmanns í tengslum við athugun hans á heimildum starfsmanna til að nota heiti og merki stofnunar við flutning erinda á ráðstefnum. Í svari Vegagerðarinnar segir m.a. að engin gögn liggi fyrir um að starfsmanninum hafi verið heimilað að kynna sig með tilteknum hætti, f.h. Vegagerðarinnar, eða til þess að merkja glærur með nafni og merki stofnunarinnar. Ekki hafi verið gefin fyrirmæli til starfsmanna um það að hvaða marki þeim sé heimilt að nýta sér merki og nafn Vegagerðarinnar á glærur eða annað efni sem þeir útbúa þegar þeir halda fyrirlestra á ráðstefnum sem þeir sækja á kostnað Vegagerðarinnar. Ekki sé hægt að fullyrða að starfsmaðurinn hafi mátt ætla annað en að heimilt væri að nota myndefni með merki stofnunarinnar á ráðstefnunni. Vegna fyrirspurnar umboðsmanns um hvort Vegagerðin telji það samrýmast eftirliti hennar með og ábyrgð á því hvernig starfsmenn stofnunarinnar setja fram efni undir merkjum stofnunarinnar að hún geri ekki kröfu til þess að fá afhent eintak af slíku efni til varðveislu í skjalasafni stofnunarinnar, s.s. varðandi möguleika stofnunarinnar á að bregðast við ef álitaefni kunna að rísa síðar um framsetningu og efni þess sem starfsmaður hefur sett fram með þessum hætti, segist Vegagerðin fallast á það að kveða þurfi á um það með ótvíræðum hætti að gögn sem starfsmenn setja fram undir merkjum Vegagerðarinnar skuli í öllum tilvikum vistuð í skjalasafni stofnunarinnar og verði settar verklagsreglur þar um. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af verklagsreglum sem settar voru varðandi ráðstefnugögn í handbók um skjalavistunarkerfi Vegagerðarinnar frá maí 2020. Þar segir að vista beri ráðstefnugögn er varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin stendur fyrir og vegna erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. Sem dæmi um skjöl sem ekki þurfi að vista í málaskrá eru m.a. tekin ráðstefnugögn sem ekki tengjast starfsemi Vegagerðarinnar með beinum hætti, nánar tiltekið gögn frá ráðstefnum sem starfsfólk Vegagerðarinnar hefur sótt sér til fræðslu en hefur ekki flutt erindi á eða staðið fyrir, fyrir hönd Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Þann 13. nóvember 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort staðhæfing stofnunarinnar, um að starfsmaðurinn hafi flutt erindið þar sem glærurnar voru sýndar á eigin vegum á ráðstefnunni, væri óbreytt og sagði stofnunin svo vera. Starfsmanninum hafi ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Verður því að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalda sé í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem fer fram á vegum stjórnvaldsins. Flytji starfsmenn Vegagerðarinnar erindi á vegum stofnunarinnar og fyrir hönd hennar verður því að telja þau gögn sem starfsmaður útbýr í þeim tilgangi tilheyra starfsemi hennar og falla þau því undir upplýsingalög. Annað gildir um gögn sem starfsmaður útbýr í tengslum við erindi sem hann heldur á eigin vegum, óháð því hvort starfsmaðurinn hafi merkt gögnin stjórnvaldinu þar sem hann starfar. Ekki er unnt að líta svo á að gögn stafi frá stjórnvaldi þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður merki gögnin stjórnvaldinu heldur þurfa gögnin að hafa orðið til í tengslum við starfsemi stjórnvalds, svo sem þegar starfsmaður heldur erindi á vegum stjórnvaldsins og fyrir hönd þess. Vegagerðin staðhæfir að starfsmaðurinn hafi ekki sýnt glærurnar á vegum stofnunarinnar heldur á eigin vegum og í tengslum við sí- og endurmenntun hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að með þessari niðurstöðu sé ekki tekin afstaða til heimildar starfsmanna til að nota nafn og myndmerki vinnuveitanda við flutning fyrirlestra á eigin vegum enda fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert komið fram í málinu sem breytir þeim forsendum sem niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 779/2019 byggist á. Fær því nefndin ekki séð að veigamikil rök standi til þess að taka mál kæranda upp aftur. Samkvæmt þessu er beiðni kæranda um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, hafnað. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 1. október 2020, um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 947/2020 í máli ÚNU 20080014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 12. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að öllum fundargerðum félagsins frá því fundir hófust, með vísan til 5. gr. eigendastefnu félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 12. ágúst 2020, kemur fram að allar fundargerðir séu birtar á vefsíðu sveitarfélagsins sem fari með eigendahlut í félaginu og bent er á slóðina þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum Herjólfs ohf. en í svari félagsins til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast má fundargerðirnar. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var Herjólfi ohf. heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 17. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að fundargerðum félagsins er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 946/2020 í máli ÚNU 20080012. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda kom fram að félagið hefði aðeins upplýsingar um farþegatölur tengdar rekstri ferjunnar á siglingu milli Vestmannaeyja og lands. Ef óskað væri eftir upplýsingum um þjóðvegi landsins bæri að vísa erindinu til Vegagerðarinnar sem færi með veghald þjóðvega. Í kæru segir að félaginu beri að veita upplýsingarnar ellegar framsenda erindið á réttan aðila. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur ohf. svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðnar upplýsingar séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að Herjólfur ohf. leiðbeindi kæranda um það hvert beina ætti beiðninni. Úrskurðarnefndin telur að félagið hafi með því uppfyllt leiðbeiningarskyldu sína en ekki verði lögð sambærileg skylda á félagið og stjórnvöld til að framsenda erindi á rétta aðila, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulagalaga nr. 37/1993, enda taka stjórnsýslulög ekki til félagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 14. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1, dags. 11. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

945/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

Í málinu var deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu hans erlendis. Í svörum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að engin slík ábending væri fyrirliggjandi í málinu enda hefði stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 945/2020 í máli ÚNU 20080003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Þann 7. mars 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði tilkynnt um búsetu hans erlendis til Tryggingastofnunar. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. mars 2019, segir að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista þar sem hann hafi skráð sig inn á „mínar síður“ Tryggingastofnunar erlendis frá. Stofnuninni hefði ekki borist ábending um búsetu kæranda heldur hafi málið komið upp við „innanhússvinnslu“.<br /> <br /> Í kæru segir að skýringar Tryggingastofnunar séu lygi vegna þess að stofnunin hafi áður sagt að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista og að hann hafi verið erlendis síðustu 8-9 ár. Ábendingin hafi líklega borist Tryggingastofnun frá systur kæranda í desember 2016.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Tryggingastofnun ríkisins með bréfi, dags. 3. september 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn stofnunarinnar, dags. 1. október 2020, segir að ekki hafi borist nein tilkynning vegna búsetu kæranda til stofnunarinnar heldur hafi verið um innanhússvinnslu hjá eftirliti Tryggingastofnunar að ræða sem hafi uppgötvað misræmi í búsetu hjá kæranda. <br /> <br /> Tryggingastofnun sé falið að annast greiðslur almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 100/2007 svo og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Stofnunin hafi auk þess eftirlitsskyldu með því að réttar bætur séu greiddar, sbr. 45. gr. sömu laga. Til þess að stofnuninni sé mögulegt að gegna hlutverki sínu sé stofnuninni nauðsynlegt að hafa aðgang að tilteknum upplýsingum. Umsækjanda og bótaþega sé einnig skylt að veita Tryggingastofnun allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta auk þess sem stofnunin hafi víðtækar heimildir til að afla upplýsinga frá öðrum aðilum sbr. 43. gr. almannatryggingalaganna. Þá segi í 2. mgr. 45. gr. sömu laga að heimilt sé að endurskoða bótarétt hvenær sem er og samræma bætur þeim breytingum sem orðið hafi á aðstæðum greiðsluþega. Þrátt fyrir þær víðtæku heimildir sem stofnunin hafi í krafti upplýsinga- og eftirlitsheimilda sinna þá sé meðalhófs gætt við alla öflun upplýsinga og ekki óskað eftir meiri upplýsingum en nauðsynlegar séu.<br /> <br /> Í almannatryggingalögum sé einnig gerð krafa um að Tryggingastofnun sinni virku eftirliti með greiðslum og greiði eingöngu bætur til þeirra sem uppfylli skilyrði laganna um rétt til greiðslu bóta hverju sinni. Stofnunin greiði gríðarlega fjármuni af almannafé í formi bóta og annarra greiðslna, sem nemi tæplega 20% af fjárlögum hvers árs. Það sé því réttmæt krafa löggjafans að markvissu eftirliti sé beitt. Benda megi á að eftirlitskafli almannatryggingalaganna hafi verið styrktur enn frekar með lögum nr. 8/2014, en þar sé m.a. fjallað um heimild og skyldu stofnunarinnar til öflunar upplýsinga vegna eftirlits.<br /> <br /> Varðandi þær upplýsingar sem kærandi óski eftir sé einfaldlega ekki hægt að afhenda gögn í formi tilkynningar sem stofnunin hafi ekki fengið. Það hafi einungis verið virkt eftirlit stofnunarinnar sem hafi leitt í ljós að búseta kæranda væri ekki rétt skráð en ekki tilkynning frá fjölskyldumeðlimi, líkt og kærandi haldi fram, sem leitt hafi til þessarar niðurstöðu í málum kæranda. Að því sögðu vilji stofnunin óska eftir því að málinu verði vísað frá nefndinni þar ómöguleiki valdi því að ekki sé hægt að verða við beiðni kæranda um gögn hjá stofnuninni þar sem þau séu ekki og hafi aldrei verið til.<br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 2. október 2020, segir að í upphafi málsins, þann 4. janúar 2017, hafi Tryggingastofnun sent kæranda tölvupóst þar sem tilkynnt hafi verið að við venjulegt eftirlit hafi komið í ljós að kærandi væri erlendis og hefði verið það síðustu 8-9 ár. Sú setning staðfesti grun kæranda um að stofnunin hafi fengið þessa vitneskju frá systur kæranda, líklega fyrir jólin 2016, þar sem tilkynnt hafi verið að kærandi byggi erlendis og hversu lengi hann hefði gert það. Tryggingastofnun hafi alltaf mótmælt þessu enda fari stofnunin gegn dómi frá Hæstarétti Íslands um að ólöglegt sé að nota tilkynningarhnapp stofnunarinnar. Tryggingastofnun hafi í staðinn viðurkennt að hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa skoðað IP-tölu kæranda. Persónuvernd hafi úrskurðað að það sé ólöglegt með úrskurði nr. 1718/2018.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu kæranda erlendis.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fyrir liggur að kæra þessi barst um það bil einu og hálfu ári eftir að kæranda var tilkynnt um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Tryggingastofnun hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist eftir að kærufrestur rann út.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í svari Tryggingastofnunar við beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að engin ábending sé fyrirliggjandi í málinu enda hafi stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti stofnunarinnar, sem nánar er lýst í umsögninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja fullyrðingar Tryggingastofnunar um að ekki liggi fyrir ábending um búsetu kæranda. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 944/2020 í máli ÚNU 20090002. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020. Í synjun Herjólfs ohf. segir að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir með einföldum hætti og að vinna verði greiningu á bókhaldslyklum félagsins ef draga eigi saman upplýsingarnar. Félagið muni ekki leggjast í þá vinnu núna en vísi til ársreikninga og/eða árshlutauppgjöra sem birt verði á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar 2020 – 30. júní 2020. Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á því að vinna þurfi greiningu á gögnunum til að draga saman umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta verði svo á að með því vísi félagið til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs ohf. að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að félaginu sé ekki skylt að taka gögnin saman. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 943/2020 í máli ÚNU 20080013. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 4. ágúst 2020, kemur fram að finna megi alla úrskurði á vef dómsins, bent er á vefslóðina þar sem dóminn er að finna og málsnúmer tiltekið. Í kæru er þess krafist að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að áframsenda erindið. Stjórnsýslulög og almennur réttur hljóti að gera ráð fyrir því að ef fyrirtækinu telji sér ekki skylt að afhenda umbeðin gögn beri því að áframsenda erindið til þar til bærs stjórnvalds. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Herjólfur svaraði beiðni kæranda og benti á hvar dóminn er að finna á vefsíðu Félagsdóms. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. <br /> 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020, 914/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef Félagsdóms þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast dóminn. <br /> <br /> Herjólfi ohf. var jafnframt ekki skylt að framsenda Félagsdómi beiðnina í stað þess að taka hana til afgreiðslu en upplýsingalög taka ekki til gagna í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 942/2020 í máli ÚNU 20080011. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. en óumdeilt er að félagði fellur undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. <br /> 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í <br /> 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., sé gagn í máli sem varðar umsókn hans um starf í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi því ekki rétt á aðgangi að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. og verður því ákvörðun félagsins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni A um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 941/2020 í máli ÚNU 20070004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum, dags. 27. maí 2020. Með beiðninni óskaði hann eftir aðgangi að öllum gögnum í máli sínu hjá sveitarfélaginu en um er að ræða barnaverndarmál vegna sonar kæranda. Í kæru kvaðst kærandi hafa fengið samantekt af sínum málum en ekki afrit af upprunalegum gögnum. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 2. júní 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Mosfellsbæ með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 15. júlí 2020, segir að kærandi hafi fengið öll gögn frá upphafi máls til málaloka, ásamt yfirliti, send heim til sín þann 2. júní 2020. Þar hafi verið öll gögn sem lutu að barnaverndarmáli kæranda og framvindu þess máls en gögnin hafi verið afhent á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Þá er tekið fram að Barnaverndarstofa hafi framsent tölvupósta til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar áður en málið hafi verið opnað formlega hjá Mosfellsbæ sem barnaverndarmál. Um sé að ræða tölvupóstsamskipti á milli Barnaverndarstofu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og annarra aðila sem komið hafi að heimferð kæranda og sonar hans til Íslands. Þeir póstar séu almennir vinnupóstar og samskipti milli þeirra stofnana sem komið hafi að heimferðinni en lúti ekki að málsmeðferð hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Barnaverndarstofa hafi haft samband við sveitarfélagið og óskað eftir því að barnaverndaryfirvöld í Mosfellsbæ tækju að sér málið. Með því að áframsenda þessa pósta barnaverndaryfirvöldum í Mosfellsbæ virðist Barnaverndarstofa hafa viljað skýra tilkynningu sína um málið að einhverju leyti. Þessir póstar hafi ekki verið meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent. Ekki hafi þótt við hæfi eða þörf á að afhenda þá, þar sem um væri að ræða samskipti annarra aðila, áður en málið hafi verið tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Enn fremur sé kærandi sjálfur að einhverju leyti þátttakandi í samtölum í þessum tölvupóstum.<br /> <br /> Í umsögn Mosfellsbæjar segir jafnframt að haldinn hafi verið einn vinnufundur á Barnaverndarstofu vegna málsins, þar sem leitað hafi verið leiðbeininga vegna barnaverndarmálsins. Mosfellsbær hafi ekki afhent kæranda upplýsingar frá þeim fundi þar sem um hafi verið að ræða fund milli starfsmanna um leiðbeiningar og lög. Annars hafi kærandi fengið öll þau gögn sem að málinu lúti og framvindu þess. Sé það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að afhenda eigi gögn sem ekki hafi verið afhent muni það gert án tafar og sé þá beðist velvirðingar á að það hafi ekki verið gert. Gögnin hafi verið afhent kæranda í góðri trú um að rétt væri að málinu staðið og í þeirri trú að þau vörpuðu fullnægjandi ljósi á málsmeðferð að öllu leyti.<br /> <br /> Umsögn Mosfellsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hafi ekki afhent honum öll gögn málsins og brjóti það m.a. gegn 15. gr. stjórnsýslulaga. Þeim gögnum sem kærandi hafi fengið frá utanríkisráðuneyti, Barnaverndarstofu og fjölskyldusviði Mosfellsbæjar beri ekki saman. Þessir aðilar geti ekki bara ákveðið hvaða gögn kærandi fái og hvaða gögn hann fái ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál sonar kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Mosfellsbæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 2. júní 2020, að undanskildum tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem sveitarfélagið fékk afhent frá Barnaverndarstofu, og fundargerð frá fundi Mosfellsbæjar og Barnaverndarstofu, dags. 21. janúar 2020. <br /> <br /> Synjun Mosfellsbæjar á beiðni kæranda að því er varðar tölvupóstsamskiptin byggðist á því að um væri að ræða almenna vinnupósta og samskipti á milli stofnana. Vísað var til þess að gögnin lytu ekki að meðferð málsins hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar heldur hefðu þau borist frá Barnaverndarstofu, án beiðni frá Mosfellsbæ, áður en málið var tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, til þess að upplýsa sveitarfélagið um aðdraganda málsins. Hvað varðar fundargerðina vísaði Mosfellsbær til þess að um hefði verið að ræða vinnufund starfsmanna um leiðbeiningar og lög og fengi kærandi því ekki aðgang að henni. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn máls og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Sem fyrr segir var kæranda synjað um aðgang að fundargerð, dags. 21. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „MINNISBLAÐ: TRÚNAÐARMÁL. VINNUFUNDUR Fundur á BVS um mál.“ Á fundinum voru málefni kæranda og sonar hans rædd og möguleikar á aðstoð við þá. Þá var kæranda einnig synjað um aðgang að tölvupóstsamskiptum sem snúa að heimferðaraðstoð við kæranda og son hans, dags. 6.-23. janúar 2020. Samskiptin eru fyrst og fremst á milli Barnaverndarstofu og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en þar er einnig að finna samskipti við Mosfellsbæ, félagsmálaráðuneytið, ræðismann Íslands á erlendri grund og kæranda sjálfan. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A vegna synjunar Mosfellsbæjar á beiðni um aðgang að tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem varða mál kæranda og sonar hans og fundargerð fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 21. janúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp; nr. 940/2020 í máli ÚNU 20060003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júní 2020, kærði A afgreiðslutöf Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum varðandi Hjúkrunarheimilið Skjól. Nánar tiltekið laut beiðnin að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi umræddan vinnustað, bréfi vinnueftirlitsins vegna mönnunar og svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, beindi kærandi stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar Vinnueftirlits ríkisins. Með úrskurði, dags. 22. apríl 2020, í máli nr. 892/2020 vísaði úrskurðarnefndin málinu aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar þar sem skort hefði á, að mati nefndarinnar, að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Eftir að úrskurðurinn var upp kveðinn hafði kærandi samband við Vinnueftirlitið með tölvupósti, dags. 6. maí 2020, og spurðist fyrir um stöðu málsins. Var fyrirspurninni svarað samdægurs þar sem fram kom að svars væri að vænta eins fljótt og kostur væri. Þegar beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd þann 10. júní 2020 krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skæri úr um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að greina frá sjónarmiðum sínum í málinu. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 1. júlí 2020, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið til efnislegrar meðferðar að nýju í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar og svarað beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. júní 2020. Í bréfinu hafi honum verið tjáð að engin gögn hefðu fundist er vörðuðu umræddan vinnustað á árunum 2015 til 2019. Af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðninni á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Í bréfinu var kæranda veitt færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir. Engin svör munu hins vegar hafa borist. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. júlí 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2020, eru gerðar athugasemdir við þá fullyrðingu Vinnueftirlitsins að engum gögnum sé til að dreifa um starfsemi Hjúkrunarheimilisins Skjóls. Í því sambandi er bent á að Vinnueftirlitinu séu með lögum fengin margvísleg verkefni sem feli m.a. í sér almennt eftirlit með vinnustöðum og móttaka tilkynninga um vinnuslys og kvartana. Hafi engin samskipti átt sér stað af hálfu stofnunarinnar við umræddan vinnustað bendi það til þess að stofnunin hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum. Þá tekur kærandi fram að honum sé kunnugt um að vinnuslys hafi átt sér stað á vinnustaðnum sem tilkynnt hafi verið til stofnunarinnar. Loks eru gerðar athugasemdir við að Vinnueftirlitið hafi veitt kæranda færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir enda væri slíkt augljóslega tilgangslaust ef engum gögnum væri til að dreifa.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirliti ríkisins sem varða Hjúkrunarheimilið Skjól. <br /> <br /> Í bréfi til kæranda dags. 15. júní 2020 og í umsögn Vinnueftirlits ríkisins í tilefni af kærunni hefur því verið lýst að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem varði umræddan vinnustað á árunum 2015-2019. Ljóst er að kærandi dregur í efa réttmæti fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi. Þá hefur nefndin ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Vinnueftirlitsins hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 10. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p>

938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 938/2020 í máli ÚNU 20030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2020, kærði A afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á beiðni hans. <br /> <br /> Þann 14. janúar 2020 óskaði kærandi í fyrsta lagi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi fullyrðingar starfsmanns KMÍ um ágreining á meðal aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020. Í öðru lagi óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins og greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019. Beiðnin náði meðal annars til tölvupóstsamskipta, formlegra erinda, minnisblaða og fundargerða.<br /> <br /> Í svari KMÍ til kæranda, dags. 18. febrúar 2020, kemur fram að beiðnin sé afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fyrirliggjandi gögn geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði kæranda sjálfan. Þá telji KMÍ að þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið er um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um afgreiðslu erindisins. Varðandi fyrri hluta beiðni kæranda, þ.e. fullyrðingar starfsmanns í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að einhver misskilningur virðist vera fyrir hendi um til hvers starfsmaður KMÍ vísi í tilvitnuðum texta. Í tölvupóstinum sé einfaldlega verið að vitna til fyrri samskipta stofnunarinnar við kæranda þar sem ítrekað hafi komið fram að ágreiningur hafi verið milli aðilanna sem standi að Ljósmáli ehf., m.a. um framkvæmd samkomulags sem gert hafi verið um lok myndarinnar Ljósmáls. Einu fyrirliggjandi gögnin í málaskrá KMÍ um ofangreint séu tölvupóstsamskipti sem kærandi hafi sjálfur verið aðili að. Þótt KMÍ reikni með því að kærandi hafi aðgang að tölvupóstsamskiptunum hafi helstu samskipti stofnunarinnar varðandi ofangreint verið tekin saman og fylgi sem viðhengi með svarinu. <br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda sem snýr að greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna kvikmyndarinnar Ljósmáls afhenti KMÍ kæranda eftirfarandi gögn: 1) Afrit tölvupósta um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, 2) samning á milli Vitafélags Íslands og kæranda um verklok heimildarmyndarinnar Ljósmáls, 3) samkomulag á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls auk umboðs kæranda til undirritunar fyrir hans hönd og 4) afrit af greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls ehf. Í svari KMÍ kom jafnframt fram að önnur gögn en þessi væri ekki að finna í málaskrá stofnunarinnar.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi móttekið afrit tölvupósta og annarra gagna frá KMÍ en hann telji sér hafa verið ranglega synjað um aðgang að gögnum sem varði ríka hagsmuni sína. Varðandi fyrri hluta beiðninnar telji kærandi að afrit samskipta Sigurbjargar Árnadóttur (forsvarsmanns Ljósmáls ehf.) við KMÍ vanti í gögnin. Í tölvupósti frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, sé óskað eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda og Sigurbjörgu Árnadóttur, og vænta megi að slíkt hafi borist frá henni. Í tölvupósti um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, sem afhent voru kæranda í kjölfar beiðninnar, vanti tiltekinn tölvupóst frá starfsmanni KMÍ sem þó hafi ekki verið óskað eftir. Engar líkur séu á að Sigurbjörg Árnadóttir hafi ekki átt í samskiptum við KMÍ vegna þeirra atvika sem beiðni kæranda snúi að og framvinda þeirra hefði ekki getað átt sér stað nema með aðkomu hennar.<br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda segir hann að gögn sem fylgi svari KMÍ varpi ekki ljósi á hvers vegna greiðsla Fjársýslu ríkisins var framkvæmd þann 10. desember 2019, eftir að KMÍ hafði óskað eftir því að greiðslunni yrði frestað að beiðni kæranda. Aðeins hafi verið afhent gögn vegna upphaflegrar greiðslubeiðni dags. 6. desember 2019. Engir tölvupóstar, minnisblöð, fundargerðir eða önnur sambærileg gögn hafi verið afhent varðandi ákvörðun Fjársýslu ríkisins um að framfylgja greiðslubeiðni KMÍ þann 10. desember 2019. Kærandi telji því víst að upplýsingum um þetta hafi ranglega verið haldið frá sér. Þá liggi afrit samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls, dags. 24. apríl, ekki fyrir nema að hluta. Kærandi hafi ekki fengið samkomulagið í heild sinni. Einnig sé þar vísað í samning, dags. 12. apríl 2019, en ekkert samkomulag liggi fyrir með þeirri dagsetningu. <br /> <br /> Í kærunni er að lokum ítrekað að kærandi krefjist afrita allra tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, afrits af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls, í heild sinni, og öll gögn er varði greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls sem framkvæmd var 10. desember 2019, svo sem tölvupósta frá KMÍ og öll gögn sem varpað geti ljósi á eða upplýst um ákvörðunartökuna og rökstuðning KMÍ fyrir greiðslunni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt KMÍ með bréfi, dags. 5. mars 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn KMÍ, dags. 20. mars 2020, segir að KMÍ hafi afgreitt upplýsingabeiðni kæranda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og honum hafi verið veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum sem geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði hann sjálfan. KMÍ hafni þeirri staðhæfingu kæranda að stofnunin hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að gögnum er varði ríka hagsmuni hans. Tölvupóstarnir og skjölin sem KMÍ hafi veitt aðgang að hafi verið tæmandi. <br /> <br /> Að mati KMÍ vanti nokkuð upp á, bæði í upplýsingabeiðni kæranda og kærunni að það sé með skýrum og afmörkuðum hætti vísað til hvaða gagna óskað sé eftir aðgangi að, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. KMÍ muni þó eftir fremsta megni svara kærunni að því marki sem hún snúi að beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ telji engar þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið sé um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eiga við um afgreiðslu kærunnar. <br /> <br /> Í fyrsta lagi óski kærandi eftir öllum tölvupóstum frá Sigurbjörgu Árnadóttur sem málið varði. Þeir hafi ekki verið afhentir kæranda þann 18. febrúar 2020 þar sem aðgangur að gögnum hafi verið veittur á grundvelli sjónarmiðs um rétt aðila til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum er varði hann sjálfan. Samskipti KMÍ við aðra aðila hafi því verið undanskilin enda hafi þau ekki verið talin varða kæranda með beinum hætti. <br /> <br /> KMÍ telji þó rétt að veita kæranda aðgang að samskiptum stofnunarinnar við Sigurbjörgu. Afrit af fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum er málið varði voru látin fylgja umsögn KMÍ og þannig afhent kæranda samhliða umsögninni þann 20. mars 2020. Tekið er fram að tölvupóstarnir séu frá því tímabili sem kæran taki til eða frá hausti 2019 til dagsetningar gagnabeiðni kæranda, 14. janúar 2020. Í umsögn KMÍ er vísað í kæru þar sem kærandi kveður vanta tiltekin tölvupóstsamskipti Sigurbjargar við KMÍ. Kærandi vísi sérstaklega í tölvupóst frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda sjálfum og Sigurbjörgu Árnadóttur, og kærandi gerir ráð fyrir að fyrir liggi svör frá Sigurbjörgu vegna þessa. KMÍ segir hins vegar að þessi tilteknu samskipti séu ekki til, óskað hafi verið eftir greinargerðum frá kæranda og Ljósmáli ehf. Í kjölfarið hafi ætlunin verið að funda með báðum aðilum og freista þess að fá sjónarmið þeirra og afstöðu sem nýta mætti til þess að leysa úr ágreiningi. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum og hvorugur aðili hafi skilað greinargerð til KMÍ.<br /> <br /> Í öðru lagi sé í kæru óskað eftir afriti samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls ehf. í heild sinni. Í fyrra svari KMÍ hafi vantað hluta umbeðins samnings, ástæða þess sé að skönnun skjalsins hafi misfarist. Samkomulagið sé því afhent í heild sinni samhliða umsögninni.<br /> <br /> Í þriðja lagi óski kærandi eftir öllum gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins. KMÍ segir að greiðslubeiðnin hafi verið send þann 10. desember 2019 en hafi síðar verið afturkölluð. Um þetta vísist til tölvupósta í fyrra svari KMÍ við erindi kæranda. Í tölvupóstsamskiptunum komi fram að Fjársýsla ríkisins hyggist ógilda greiðslubeiðnina og endursenda hana svo til KMÍ, þ.e. að KMÍ fái skjalið óafgreitt til baka þar sem því verði eytt. Þegar KMÍ hafi ákveðið að nægar upplýsingar lægju fyrir til að samþykkja greiðsluna hafi verið haft samband við Fjársýslu ríkisins símleiðis og spurst fyrir um endursendinguna, þar sem skjalið/greiðslubeiðnin hafi ekki borist til baka. KMÍ hafi ekki viljað senda aðra greiðslubeiðni ef hin væri enn til afgreiðslu hjá Fjársýslu ríkisins vegna hættu á tvígreiðslu. Fjársýslan hafi talið greiðslubeiðnina fullgilda og greitt umrædda framvindugreiðslu styrksins samkvæmt úthlutunarsamningi í samræmi við hana. Þess vegna sé í raun ein greiðslubeiðni til vegna þessarar útborgunar. Öll gögn vegna þessa liggi fyrir í svari KMÍ við beiðni kæranda og sé engu við það að bæta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi staðhæfingar starfsmanns stofnunarinnar um ágreining aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, og upplýsingar varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> KMÍ afhenti kæranda hluta umbeðinna gagna þann 18. febrúar 2020 en í kæru kemur fram að tiltekin gögn vanti, þ.e. tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, einhverjar blaðsíður vanti í afrit af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk, og gögn er varði beiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins um greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> Fyrirliggjandi tölvupóstsamskipti á milli KMÍ og Sigurbjargar Árnadóttur og þær blaðsíður sem vantaði í samninginn voru afhentar kæranda við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svo ekki verður litið svo á að kæranda hafi verið synjað um þau gögn. Hvað varðar greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019 kemur fram í umsögn KMÍ að það skýrist af því að beiðnin hafi farið fram símleiðis og greiðslan hafi verið framkvæmd á grundvelli eldri greiðslubeiðni, dags. 6. desember 2019. Þannig séu engin gögn fyrirliggjandi hjá stofnuninni sem hægt sé að afhenda kæranda varðandi framkvæmd greiðslunnar. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa KMÍ hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda en þegar hafa verið afhent, annars vegar í svari KMÍ við gagnabeiðni kæranda þann 18. febrúar 2020 og hins vegar samhliða umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar vegna kæru þessarar, dags. 20. mars 2020.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 937/2020 í máli ÚNU 20100009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 í máli nr. ÚNU 20030013, sem kveðinn var upp þann 25. september 2020, staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hluta til ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var byggð á því að um væri að ræða gögn um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 6. október 2020, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að öll þau gögn sem synjað hafi verið um aðgang að, og sem úrskurðarnefndin hafi staðfest að undanþegin væru upplýsingarétti, hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og reikningsyfirliti bankareiknings. Kærandi hafi þó reikningsyfirlit, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Ástæðan fyrir því að krafist hafi verið afrits af gögnunum hafi verið að kærandi vildi kanna hvort þeim hefði verið breytt í meðförum skráðs stjórnarformanns Ljósmáls ehf. og send þannig til nefndar um endurgreiðslu. <br /> <br /> Í beiðni kæranda kemur einnig fram að Ljósmál ehf. hafi ekki rökstutt hvaða tjón kynni að verða af því að kærandi fengi aðgang að öllum gögnum málsins. Í afriti af ársreikningum megi m.a. sjá að kærandi sé skráður með 51% hlutdeild í félaginu. Ekki sé rétt að kærandi hafi ekki greitt hlutafé. Þá eru raktir málavextir sem tengjast ágreiningi kæranda og Ljósmáls ehf. sem óþarft þykir að rekja hér en lúta í stuttu máli að því að ekki hafi verið rétt staðið að fjármálum félagsins. <br /> <br /> Kærandi segir að málið hafi náð tilteknu flækjustigi þegar það hafi borist til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og að umtalsvert af gögnum, málavöxtum sem nái aftur til 2017, þyrfti að liggja fyrir til að greina málið að fullu. Þau gögn liggi fyrir sé þeirra óskað. <br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku málsins var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 7. október 2020, og nefndinni veittur kostur á koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 14. október 2020, svaraði nefndin því að hún teldi ekki þörf á því að tjá sig um beiðnina. <br /> <br /> Beiðni kæranda var einnig kynnt Ljósmáli ehf. með bréfi, dags. 7. október 2020, og félaginu veittur kostur á að koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 19. október 2020, svaraði félagið því að ekki bærust frekari svör en vísað var til fyrri athugasemda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðunina með úrskurði nr. 927/2020. <br /> <br /> Um er að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinar 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum liðum 3 og 6. Þá hafi kærandi reikningsyfirlit banka, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Kærandi vilji hins vegar kanna hvort Ljósmál ehf. hafi sent þessi gögn til nefndar um endurgreiðslu óbreytt en það tengist ásökunum kæranda á hendur Ljósmáli ehf. í tengslum við fjármál félagsins. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri að niðurstöðu að nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð væri óheimilt að veita kæranda aðgang að framangreindum gögnum þar sem þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við mat á efni gagnanna var litið til þess að Ljósmál ehf. væri umsóknaraðilinn. Því væri um að ræða gögn í máli Ljósmáls ehf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál gat réttur kæranda til aðgangs að gögnum um málefni Ljósmáls ehf., sem voru í vörslum nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, ekki ráðist af því hvort hann hefði verið hluthafi í félaginu eða ekki. Mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum fór því fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings enda hefði kærandi ekki sýnt fram á sérstaka hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér umrædd gögn, sbr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að um sé að ræða gögn sem unnin hafi verið af kæranda. Þar af leiðandi geti hagsmunir Ljósmáls ehf. ekki staðið því í vegi að kærandi fái aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur sú fullyrðing að kærandi hafi unnið þau gögn sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð ekki breytt því að gögnin sem deilt er um í máli þessu stafa frá Ljósmáli ehf. og varða hagsmuni þess félags. Kærandi hefur ekki sýnt fram á að gögnin geymi upplýsingar um hann sjálfan og er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að svo sé ekki. Þá hefur það heldur ekki sérstaka þýðingu að kærandi telji fjármálastórn Ljósmáls ehf. vera ábótavant og þar af leiðandi vilji hann kynna sér gögnin sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 927/2020 því ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar væru verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 6. október 2020, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Í janúar 2020 óskaði A eftir því við utanríkisráðuneytið að honum yrðu afhent afrit af gögnum í málum sem varða borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við hann og son hans. Með erindi, dags. 13. mars 2020, var kærandi upplýstur um að unnið væri að því að taka saman gögn málsins. Þann 28. maí 2020 gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu enn ekki borist gögnin. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, segir að afgreiðsla málsins hafi dregist verulega þar sem starfsemi ráðuneytisins hafi breyst þegar Covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Starfsmenn hafi sinnt öðrum verkefnum á neyðarvöktum alla daga frá því neyðarstigi hafi verið lýst yfir á Íslandi þann 6. mars 2020 en á þeim tíma hafi ráðuneytinu borist ríflega 400 erindi á dag. <br /> <br /> Þann 23. júní 2020 kærði kærandi töf utanríkisráðuneytisins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en kæran var kynnt ráðuneytinu þann 25. júní 2020. Ráðuneytið upplýsti um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins vegna sumarleyfa starfsfólks en þann 24. júlí 2020 barst úrskurðarnefndinni staðfesting á því að gagnabeiðni kæranda hefði verið afgreidd. Samkvæmt skýringum ráðuneytisins voru kæranda afhent öll gögn í borgaraþjónustumáli hans, samtals 285 skannaðar blaðsíður, auk vinnuskjals sem sýndi tímalínu atvika í málinu. Tekið var fram að engin gögn hefðu verið þess eðlis, að mati ráðuneytisins, að ekki hefði verið talið rétt að afhenda þau málsaðila. Í kjölfarið felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál niður kærumálið.<br /> <br /> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. ágúst 2020, kærði kærandi afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi ekki afhent kæranda öll málsgögn heldur synjað honum um aðgang að gögnum sem varða samskipti íslenska sendiráðsins í Kína og kambódískra yfirvalda. Í kæru segir að íslenska sendiráðið hafi sent tvo tölvupósta til kambódískra yfirvalda, dags. 9. og 10. desember 2019, vegna sonar kæranda. Kærandi telji önnur gögn vegna þessa, en þau sem hafi verið afhent, vera fyrirliggjandi. Í þeim gögnum sem hann hafi fengið afhent hafi ekki verið að finna svör frá Kambódíu við þessum erindum sendiráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. ágúst 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 11. ágúst 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda öll gögn málanna UTN20010176 og PEK19020004 sem varði borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við kæranda og barn hans. Með umsögninni fylgdu gögn málsins og tímalína sem sýnir málsatvik. Fram kemur að kærandi hafi sótt gögnin til ráðuneytisins þann 27. júlí 2020. Þá er tekið fram að málsnúmer UTN20010472 sem vísað sé til í tímalínu, hafi verið stofnað til utanumhalds kröfu kæranda um gagnaafhendingu, en ekki verið notað heldur hafi verið gengið frá afhendingu gagnanna á upprunalegu málsnúmeri, UTN20010176. Varðandi kvörtun kæranda yfir afhendingu gagna séu „note verbale“ og tölvupóstar frá sendiráðinu í Peking til kambódískra yfirvalda hluti þeirra gagna sem kæranda hafi verið afhent þann 27. júlí. Engin svör hafi hins vegar borist frá kambódískum stjórnvöldum við þeim erindum. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum, dags. sama dag, mótmælir kærandi því að hafa fengið öll gögn málsins. Þá segir hann að gögn sem sýni fram á ákveðin atriði séu ekki á meðal þeirra gagna sem hann hafi fengið afhent. Í því samhengi nefnir kærandi m.a. hvaðan upplýsingar um að sonur kæranda hafi verið sóttur til stjúpmóður sinnar og færður til íslensks ræðismanns hafi komið, hvaðan fullyrðing Barnaverndarstofu um að sonur kæranda hafi verið vanræktur komi. Einnig hvaðan þær upplýsingar komi að kærandi geti ekki farið til Taílands vegna vandamála þar. Svona megi endalaust telja upp að gögn sannarlega vanti. Að lokum krefst kærandi þess að fá öll gögn málsins en hann telji utanríkisráðuneytið hylma yfir margítrekuð lögbrot gegn kæranda og syni hans í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um öll gögn varðandi borgaraþjónustumál sitt en af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu og að ekki hafi verið talin ástæða til þess að synja kæranda um nein gögn.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afrit af þeim gögnum sem kæranda voru afhent ásamt tímalínu sem skýrir atvik málsins. Í ljósi þeirra gagna og skýringa utanríkisráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 935/2020 í máli ÚNU 20070012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júlí 2020, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun ríkisskattstjóra á beiðni um afhendingu gagna. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 21. maí 2020 óskaði kærandi eftir afriti af gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrirtækjaskrár sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda þessara félaga. Þar með talið gögnum sem staðfestu raunverulegt eignarhald félaganna og hefðu borist fyrirtækjaskrá á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Jafnframt óskaði kærandi eftir gögnum sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði til að staðfesta raunverulegt eignarhald félaganna. Enn fremur óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum sem félögin hefðu veitt á rafrænu formi í tengslum við skráningu raunverulegra eigenda, svo og möguleg tölvupóstsamskipti eða bréfaskipti við félögin, forsvarsmenn þeirra eða raunverulega eigendur, eða við aðra sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa haft samskipti við vegna skráningarinnar. Óskaði kærandi eftir gögnum um raunverulegt eignarhald frá upphafi skráningar raunverulegra eigenda en ekki aðeins gögnum sem tengdust núgildandi skráningu.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var gagnabeiðni kæranda synjað. Þar kemur fram að ríkisskattstjóri hafi kynnt sér sjónarmið ráðgjafa um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum. Það sé þó mat ríkisskattstjóra, grundvallað á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019, að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Í fyrrgreindu ákvæði sé um að ræða tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Um sé að ræða ákvæði yngri sérlaga sem gangi framar ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og eigi upplýsingalögin því ekki við um aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegs eiganda umfram þær sem þegar séu birtar almenningi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að veittur verði aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verði talið að umrædd gögn geymi fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari geri kærandi þær kröfur til vara að sér verði veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna þannig að afmáður verði sá hluti sem heimilt teljist að takmarka aðgang að, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi sé fjölmiðill og starfi á grundvelli laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og sérlaga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Við úrlausn á upplýsingabeiðni kæranda þurfi því að gæta að markmiðum upplýsingalaga og hlutverki fjölmiðla í því samhengi. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga sé stjórnvaldi skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. laganna. Meginreglan sé því sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Þá beri stjórnvöldum samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. <br /> <br /> Í kæru segir að synjun embættis ríkisskattstjóra byggi á því að ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019 tiltaki með tæmandi hætti þær upplýsingar sem almenningur skuli hafa aðgang að og þ.a.l. sé embættinu óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð- og ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Þá er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 þar sem segi að almennt verði ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimili aðgang að tilteknum upplýsingum þannig að þær upplýsingar sem ekki séu sérstaklega tilgreindar skuli teljast undanþegnar upplýsingarétti eins og embætti ríkisskattstjóra virðist gera. Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sé tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hafi hins vegar verið talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líði öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan taki til séu sérgreindar, fari það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segi í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. t.a.m. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar hafi verið að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Kærandi byggir á því að ákvæði laga nr. 82/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint sé hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum. Raunar sé hvergi vikið að þagnarskyldu í ákvæðum laganna, hvorki almennri þagnarskyldu né sérstakri. Upplýsingalög gildi því fullum fetum um upplýsingabeiðni kæranda. Með vísan til framangreinds telji kærandi að embætti ríkisskattstjóra hafi verið óheimilt að synja um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 16. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 11. ágúst 2020, um kæruna er áréttað að þrátt fyrir að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. laganna, þá geymi lögin ekki svigrúm fyrir stjórnvöld til að veita fjölmiðlum annan eða meiri aðgang að gögnum en almenningi. Úrlausn upplýsingabeiðni kæranda muni því veita fordæmi fyrir meðferð annarra slíkra beiðna frá almenningi, óháð því hverjir beiðendur verði.<br /> <br /> Þá fjallar ríkisskattstjóri um lagagrundvöll synjunarinnar, þ.e. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. Afstaða ríkisskattstjóra sé að í ákvæðinu sé að finna tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögunum. Um þá málsástæðu sé í rökstuðningi kæranda einungis vísað til þeirrar athugasemdar í niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 (í máli ÚNU 19040004) að almennt verði ,,ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum“. Af því tilefni bendi ríkisskattstjóri á að í tilvitnuðu máli nefndarinnar hafi verið deilt um hvort gagnályktað yrði frá eftirfarandi þágildandi lagaákvæði um vörumerkjaskrá, á þann hátt að upplýsingar sem ekki féllu undir ákvæðið væru undanþegnar upplýsingarétti: „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“<br /> <br /> Ríkisskattstjóri segir nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið færi samkvæmt upplýsingalögum. Enda yrði ekki séð af þágildandi vörumerkjalögum að löggjafinn hafi ætlað að tryggja að slíkar upplýsingar yrðu undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þessu sé ólíkt farið þegar komi að því ákvæði sem synjun ríkisskattstjóra sé byggð á. Svo sem heiti 7. gr. laga nr. 82/2019 beri með sér og áréttað sé í greinargerð með því frumvarpi er varð að lögunum, þá sé í greininni að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur. <br /> <br /> Í 1. mgr. greinarinnar séu taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur en í 2.-4. mgr. sé nánar afmarkaður aðgangur hvers af þessum aðilum fyrir sig. Þannig skuli aðilar sem vísað er til í stafliðum a-e hafa óheftan aðgang að „öllum skráðum upplýsingum og gögnum“, aðilar samkvæmt d-lið skuli hins vegar hafa aðgang að „nauðsynlegum upplýsingum og gögnum“ og aðilar skv. e-lið, þ.e. almenningur, skuli hafa aðgang að „upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds“. Ljóst sé að þessi stafliðaskipting og mismunandi lýsing á aðgangi myndi engum tilgangi þjóna ef upptalning á því sem almenningur hafi aðgang að væri einungis sett fram í dæmaskyni og almenningur hefði að meginstefnu aðgang að öllum gögnum um raunverulega eigendur, svo sem kærandi virðist byggja á. <br /> <br /> Bendir ríkisskattstjóri á að sú víðtæka upplýsingasöfnun sem tekin hafi verið upp með lögunum sé í skýrum og afmörkuðum tilgangi, þ.e. að afla réttra og áreiðanlegra upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila í atvinnurekstri svo að unnt sé að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 1. gr. laganna. Í því skyni sé ríkisskattstjóra falið afar víðtækt vald til að kalla eftir hvaða upplýsingum og gögnum sem verða vilji til að tryggja rétta skráningu, sbr. 6. mgr. 4. gr. laganna. Jafnvel sé kveðið á um að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum nema í undantekningartilvikum. <br /> <br /> Að mati ríkisskattstjóra verði ákvæði laga nr. 82/2019 um aðgang almennings því ekki skilin á annan veg en að með þeim sé leitast við að tryggja samræmi, gagnsæi og jafnræði hvað varði þær tegundir af upplýsingum sem veittar verði um hina raunverulegu eigendur í stað þess að aðgengi að öllum þeim fjölda upplýsinga verði háður tilvikabundnu mati hverju sinni þegar aðgangsbeiðni sé sett fram. Þetta eigi sér meðal annars stað í aðfararorðum 34 að tilskipun (ESB) 2015/849 en tiltekið sé í frumvarpi til laga nr. 82/2019 að með því sé lagt til að þau ákvæði tilskipunarinnar sem breyti ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 verði tekin efnislega upp í íslenska löggjöf. <br /> <br /> Að lokum fjallar ríkisskattstjóri um það sem fram kemur í kæru varðandi ákvæði 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Þá segir að hann telji tilefni þessarar umfjöllunar kæranda ekki ljóst þar sem í synjun ríkisskattstjóra sé hvergi vikið að þagnarskylduákvæðum laga. Þannig sé t.d. enginn ágreiningur um að ekki sé sérstaklega vikið að þagnarskyldu í lögum nr. 82/2019, að frátöldum fyrrnefndum ákvæðum 6. mgr. 4. gr. laganna sem víki slíkum skyldum til hliðar fyrir upplýsingaöflun ríkisskattstjóra. Hins vegar sé í þessu sambandi rétt að minna á að á ríkisskattstjóra og starfsfólki hans hvíli samt sem áður lögboðin þagnarskylda, sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og nú X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með áorðnum breytingum og varði brot refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Að öðru leyti en rakið hafi verið að framan sé af hálfu ríkisskattstjóra vísað til umþrættrar synjunar hans og þeim röksemdum sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingmál óskaði þann 28. september 2020 eftir upplýsingum um hvernig gögn með hlutafjármiðum kæmust í vörslu fyrirtækjaskrár. Fyrirtækjaskrá svaraði fyrirspurninni á þá leið að skráningin væri á ábyrgð félaga og bærust gögnin frá þeim. Þrátt fyrir að hlutafjármiðar ættu uppruna sinn í skattskilum félaganna þá hefði fyrirtækjaskrá ekki aðgang að þeim gögnum sem bærust eða yrðu til vegna innheimtustarfa ríkisskattstjóra.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar.<br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra byggist á því að í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, sé að finna tæmandi talningu á því hvaða upplýsingar um raunverulegt eignarhald skuli vera aðgengilegar almenningi. Þá vísar ríkisskattstjóri í 34. lið aðfararorða tilskipunar (ESB) 2015/849, en 30. og 31. gr. hennar voru innleiddar með lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Í umrædum lið er fjallað um jafnvægi á milli hagsmuna almennings, af því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og réttinda hinna skráðu, m.a. með tilliti til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. <br /> <br /> Í ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 segir: <br /> <br /> „Almenningur […] skal hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 82/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 7. gr. er að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur en með ákvæðinu eru innleidd ákvæði 5. mgr. og 6. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og þeim var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Auk innleiðingarinnar er í ákvæðinu kveðið á um aðgang skattyfirvalda að upplýsingum um raunverulega eigendur.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í 1. mgr. eru taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafa aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur, en þeir aðilar eru skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, eftirlitsaðilar og önnur stjórnvöld sem gegna réttarvörslu samkvæmt lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tilkynningarskyldir aðilar í skilningi framangreindra laga þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og almenningur. Um er að ræða innleiðingu á a–c-lið 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun 2018/843/EB. Einnig er lagt til skattyfirvöld hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna.“<br /> <br /> Í athugasemdum um 4. mgr. 7. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með 4. mgr. er innleitt ákvæði c-liðar 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en í ákvæðinu er kveðið á um að almenningur skuli hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og stærð og tegund eignarhalds.“<br /> <br /> Ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 hljóðar svo: <br /> <br /> „Member States shall ensure that the information on the beneficial ownership is accessible in all cases to:<br /> <br /> (a) competent authorities and FIUs, without any restriction;<br /> (b) obliged entities, within the framework of customer due diligence in accordance with Chapter II;<br /> (c) any member of the general public.<br /> <br /> The persons referred to in point (c) shall be permitted to access at least the name, the month and year of birth and the country of residence and nationality of the beneficial owner as well as the nature and extent of the beneficial interest held.<br /> <br /> Member States may, under conditions to be determined in national law, provide for access to additional information enabling the identification of the beneficial owner. That additional information shall include at least the date of birth or contact details in accordance with data protection rules.“<br /> <br /> Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.<br /> <br /> Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <h2>2.</h2> Í umsögn sinni vísaði ríkisskattstjóri að lokum í þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en þar segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Af orðalagi ákvæðisins leiðir að það nær ekki til upplýsinga um raunverulegt eignarhald félaga. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eru öll gögnin sem ríkisskattstjóri hefur afhent úrskurðarnefndinni gögn sem fyrirtækjaskrá hafa verið afhent frá einstaklingum og lögaðilum á grundvelli laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst er því að ekki er um að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist á grundvelli laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. Telur úrskurðarnefndin því ljóst að umrædd gögn og upplýsingar sem þau hafa að geyma verða ekki felld undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>3.</h2> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir um 1. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt um 2. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. <br /> <br /> Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings e