Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar þangað á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Frá og með 1. september 2019 er Ásthildur Valtýsdóttir ritari nefndarinnar, netfang: [email protected].

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annari síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beyginga orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.

Áskriftir
NúmerÚrdrátturEfni
842/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kærði fellur ekki undir upplýsingalög.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 842/2019 í máli 19100014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. október 2019, kærði A ákvörðun Tækniskólans ehf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða ráðningu í starf kennara í húsasmíði við skólann.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. júlí 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi ráðninguna en kærandi var á meðal umsækjenda. Kærandi átti í nokkrum tölvupóstsamskiptum við Tækniskólann þar sem hann ítrekaði beiðni sína. Í tölvupósti frá Tækniskólanum, dags. 7. október 2019, kemur fram að umsóknir um störf hjá Tækniskólanum og gögn sem þeim fylgi séu trúnaðarmál, skólinn sé ekki opinber framhaldsskóli og hafi ekki fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í merkingu 2. mgr. 1. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skólinn sé hlutafélag sem hafi hlotið viðurkenningu mennta- og menningarráðherra á grundvelli 12. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanum sé ekki heimilt, á grundvelli persónuverndarlaga nr. 90/2018, að afhenda þriðja aðila gögn um umsækjendur um störf við skólann né gögn um einstaka starfsmenn skólans. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt, á grundvelli upplýsingalaga, til aðgangs að gögnum málsins þar sem komi fram hver hafi verið ráðinn í starfið, rök fyrir ákvörðun um ráðningu, afrit af öllum gögnum umsóknarferlis auk upplýsinga um hvort og þá hverjir séu kennarar í húsasmíði við skólann án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi síðast verið endurnýjuð.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingum um starfsmannamál Tækniskólans ehf., nánar tiltekið hverjir hafi sótt um starf sem kennarar í húsasmíði og hvaða starfsmenn starfi við skólann sem húsasmiðir án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi verið endurnýjuð. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og gilda lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 um starfsemi hans. Sá hluti af starfsemi Tæknisskólans sem lýtur að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli laga nr. 92/2008 kann því eftir atvikum að falla undir upplýsingalög skv. 3. gr. laganna. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Um þetta má vísa til sjónarmiða sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 2830/1999, þar sem ráðning í starf deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands var ekki talin fela í sér meðferð á opinberu valdi. Önnur sjónarmið kunna að gilda um mál sem varða réttindi og skyldur nemenda skólans, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um framhaldsskóla. Loks er rétt að geta þess að um aðgang að gögnum í málum sem varða ráðningar í opinber störf fer almennt samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga þegar sá sem beiðist aðgangs er meðal umsækjenda um starfið, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 794/2019 frá 31. maí 2019. Með vísan til framangreinds fellur kæra utan gildissviðs upplýsingalaga og er óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 24. október 2019, vegna synjunar Tækniskólans ehf. á beiðni um gögn vegna ráðningar í starf kennara við skólann er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

841/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru vegna afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 841/2019 í máli ÚNU 19070006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. ágúst 2019, kærði A ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 17. júlí 2019, um synjun á beiðni, dags. 4. apríl 2019, um aðgang að tölvupósti sem kærandi telur að barnsmóðir kæranda hafi sent kjörræðismanni Íslands í erlendu landi. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ráðuneytið hafi póstinn ekki undir höndum en hann hafi eingöngu farið á milli aðstoðarbeiðanda og kjörræðismannsins. Ráðuneytið telji kjörræðismanninum óskylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstsamskiptunum með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um takmörkun á upplýsingarétti aðila máls. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að vísað sé til umbeðins tölvupósts í umsögn ræðismannsins vegna tiltekins máls. Kærandi telji gagnið vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. ágúst 2019, var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. ágúst 2019, er ítrekað að umbeðið skjal sé ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins. Þá lúti upplýsingabeiðni kæranda að máli sem hann hafi verið aðili að og því fari um aðgang hans að gögnum sem tilheyri stjórnsýslumálinu eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytið hafi einnig byggt synjun á aðilastöðu kæranda, sbr. 17. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Því er þess krafist að máli kæranda verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. ágúst 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda kemur fram að kærandi fari fram á aðgang að öllum gögnum sem séu í málaskrá utanríkisráðuneytisins. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupósti sem barnsmóðir kæranda sendi kjörræðismanni Íslands í erlendu landi þar sem óskað var eftir aðstoð ræðismannsins í tilteknu máli. Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur komið fram að umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi auk þess sem um sé að ræða stjórnsýslumál sem kærandi sé aðili að. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að gögnum sem tilheyra málinu fer þar af leiðandi eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Kæra þessi fellur því utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá nefndinni, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 9. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

840/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Deilt var um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Synjun Vinnumálastofnunar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu tveggja fyrirtækja sem höfðu tilkynnt hópuppsögn til Vinnumálastofnunar. Annað þeirra veitti samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum og var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að tilkynningu þess fyrirtækis felld úr gildi. Nefndin staðfesti synjun stofnunarinnar varðandi það fyrirtæki sem ekki veitti samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna þar sem nefndin taldi tilkynninguna fela í sér viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess fyrirtækis sem óheimilt væri að veita aðgang að sbr. 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 840/2019 í máli ÚNU 19060002.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum með erindi, dags. 4. júní 2019 og var beiðninni synjað daginn eftir. Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 5. júní 2019, segir að Vinnumálastofnun birti fjölda hópuppsagna ásamt atvinnusvæði og þeirri atvinnugrein sem við á hverju sinni. Upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn séu í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis og kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Birting á nafni þess fyrirtækis sem hafi boðað til hópuppsagnar kunni einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess. <br /> <br /> Þá kemur fram að þegar stofnuninni berist tilkynning um fyrirhugaða hópuppsögn sé mál jafnan enn á viðræðustigi. Tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráðið fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telji að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og dragi hún þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna hópuppsagnir fari gegn 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru segir að það hljóti að teljast til almennra upplýsinga sem eigi erindi við almenning þegar fyrirtæki í rekstri segi upp stórum hluta starfsmanna sinna, svo stórum að um hópuppsögn sé að ræða. Að nefna nafn fyrirtækisins sem eigi í hlut, greini á engan hátt frá einka- eða fjárhagsmálefnum einstakra starfsmanna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vinnumálastofnun með bréfi, dags. 6. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar um kæruna, dags. 20. júní 2019, kemur m.a. fram að stofnunin birti í byrjun hvers mánaðar tölulegar upplýsingar um atvinnuástand og horfur á vinnumarkaði. Meðal þeirra upplýsinga sem stofnunin birti séu upplýsingar um fjölda hópuppsagna sbr. lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Stofnunin birti fjölda þeirra starfsmanna sem hópuppsagnir nái til, atvinnugrein og atvinnusvæði. Þann 4. júní 2019 hafi Vinnumálastofnun birt frétt á heimasíðu sinni um hópuppsagnir í maí 2019. Í fréttinni komi fram að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist Vinnumálastofnun í maí þar sem 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá segi að 34 hafi verið sagt upp í flutningum á Suðurnesjum og 19 í heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Fram kemur að Vinnumálastofnun sé með lögum nr. 63/2000 um hópuppsagnir falið að taka á móti tilkynningum um fyrirhugaðar uppsagnir á grundvelli laganna. Samkvæmt lögunum beri atvinnurekanda að tilkynna um fyrirhugaðar uppsagnir skriflega til Vinnumálastofnunar. Í tilkynningu skuli m.a. tilgreina fjölda þeirra starfsmanna sem til standi að segja upp, hvaða störfum þeir gegni og á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eigi að koma til framkvæmda. Fram kemur að Vinnumálastofnun birti ekki upplýsingar um þau fyrirtæki sem segi upp starfsfólki. Beiðnum frá fréttastofum eða öðrum um að fá nöfn þeirra fyrirtækja sem hafi sagt upp fólki sé því almennt hafnað.<br /> <br /> Vinnumálastofnun segir upplýsingar um það, hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn, vera í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis sem kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Þá kunni birting á nafni þess fyrirtækis sem hefur boðað til hópuppsagnar einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráði fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telur að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Í þessum aðstæðum geti það skaðað hagsmuni fyrirtækja að veittur sé aðgangur að upplýsingunum. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og draga þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót.<br /> <br /> Auk þess kemur fram í umsögninni að vitneskja um uppsagnir fyrirtækja feli óumflýjanlega í sér upplýsingar um uppsagnir starfsmanna þeirra. Þótt þeir starfsmenn sem sæti uppsögnum séu ekki nafngreindir sé í fámennu samfélagi auðvelt að álykta um hvaða einstaklingar eigi í hlut. Þá berist tilkynning um hópuppsagnir oft áður en starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum og jafnvel áður en þeim hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir. Fyrsti viðkomustaður þeirra forsvarsmanna fyrirtækja sem hugi að hópuppsögnum sé jafnan Vinnumálastofnun og berist stofnuninni reglulega tilkynningar án þess að lögbundið samráð hafi átt sér stað. Stofnunin þurfi ítrekað að benda fyrirtækjum á skyldur sínar samkvæmt lögum um hópuppsagnir eftir að tilkynning hafi borist stofnuninni. Stofnunin telur sér ekki stætt að stuðla að því að starfsmenn fái tilkynningar um uppsagnir sínar í fjölmiðlum. Einnig beri að líta til þess að upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða framkvæmd á opinberri þjónustu heldur hafi Vinnumálastofnun þær undir höndum á grundvelli tilkynningarskyldu fyrirtækja samkvæmt lögum um hópuppsagnir sem sé ætlað er að tryggja nauðsynlegt og formbundið samráð atvinnurekenda við fulltrúa starfsmanna sinna. Í ljósi alls framangreinds og tilgangs laga um hópuppsagnir sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna um hópuppsagnir feli í sér upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 4. júlí 2019, segir að kærandi telji svör Vinnumálastofnunar ekki standast skoðun. Á þeim tíma sem fyrirtæki tilkynni um hópuppsagnir hafi starfsfólkinu á viðkomandi stað verið tilkynnt um uppsagnirnar. Að það hafi áhrif á reksturinn að það spyrjist út að gripið hafi verið til hópuppsagna geti vel verið. Upplýsingar um hópuppsögn í fyrirtækjum á Íslandi eigi sannarlega erindi við almenning. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 3. september 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í maí 2019. Með tölvupósti, dags. 6. september 2019, veitti annað þeirra, Isavia ohf., samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Fram kemur að félagið telji ekkert því til fyrirstöðu að upplýsingarnar verði birtar en félagið hafi sjálft útbúið fréttatilkynningu þess efnis. Því hafi upplýsingarnar þegar verið gerðar opinberar. Hitt félagið veitti ekki samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar en í bréfi þess til úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. september 2019, kemur m.a. fram að hópuppsögnin hafi verið dregin til baka og mikill meirihluti starfsmannanna endurráðnir. Í ljósi þessa geti birting upplýsinganna haft í för með sér óþarfa neikvæða umræðu um starfsemi félagsins. Hætta sé á að viðskiptavinir félagsins leiti annað ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnumálastofnun um það hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Samkvæmt 7. gr. laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 er fyrirtækjum skylt að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um fyrirhugaðar hópuppsagnir og taldi stofnunin að beiðni kæranda tæki til tilkynninga tveggja fyrirtækja.<br /> <br /> Vinnumálastofnun synjaði um aðgang að framangreindum tilkynningum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu viðkomandi fyrirtækja til upplýsingabeiðninnar. Í svarbréfi annars fyrirtækjanna, þ.e. Isavia ohf., kom fram að fyrirtækið legðist ekki gegn því að kærandi fengi afrit af tilkynningu félagsins til Vinnumálastofnunar enda kæmu þar fram upplýsingar sem félagið hefði þegar sjálft opinberað með fréttatilkynningu. Í ljósi þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella ákvörðun Vinnumálastofnunar úr gildi og beina því til stofnunarinnar að afhenda kæranda umrædda tilkynningu. Úrskurðarnefndin bendir á að Vinnumálastofnun hefði sjálfri verið rétt að leita afstöðu umræddra fyrirtækja áður en hún synjaði um afhendingu gagnanna á grundvelli meintra hagsmuna þeirra.<br /> <br /> Líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan lagðist hitt félagið sem tilkynnt hafði Vinnumálastofnun um fyrirhugaða hópuppsögn í maí 2019 hins vegar gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tilkynningu félagsins. Fyrir liggur að umrædd hópuppsögn kom ekki til framkvæmda. Þótt kæran til úrskurðarnefndarinnar sé orðuð svo að kærandi óski eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019, telur úrskurðarnefndin – líkt og Vinnumálastofnun – rétt að skilja beiðnina sem svo að hún taki til allra tilkynninga um fyrirhugaðar hópuppsagnir, hvort sem þær hafi komið til framkvæmda eða ekki. Liggur því fyrir nefndinni að taka afstöðu til synjunar Vinnumálastofnunar á afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er rakið hér að framan ásamt skýringum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna. Í skýringunum er m.a. áréttað að óheimilt sé að veita upplýsingar um „viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“. Jafnframt er tekið fram að vega þurfi saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að „upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi“. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að sú tilkynning sem hér um ræðir um fyrirhugaða hópuppsögn feli í sér mikilvægar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umrædds fyrirtækis, enda þótt ekki hafi að lokum komið til hópuppsagnar. Þá horfir nefndin til þess að upplýsingarnar liggja ekki fyrir hjá Vinnumálastofnun í tilefni af ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur vegna lagaskyldu viðkomandi félags til þess að tilkynna um fyrirhugaða hópuppsögn á grundvelli laga nr. 63/2000. Af þessum ástæðum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að Vinnumálastofnun hafi verið rétt að synja beiðni kæranda um aðgang að umræddri tilkynningu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Felld er úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að tilkynningu Isavia ohf., dags. 23. maí 2019, til stofnunarinnar um fyrirhugaða hópuppsögn og lagt fyrir Vinnumálastofnun að afhenda kæranda gagnið.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br />

839/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Deilt var um ákvörðun Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda vegna tiltekinnar fasteignar. Sveitarfélagið hélt því fram að álagningarseðlar fasteignagjalda væru ekki vistaðir sjálfstætt heldur þyrfti að kalla þá fram með sérstakri aðgerð, þannig væru þeir ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var kæru því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 839/2019 í máli ÚNU 19050010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A ákvörðun Grindavíkurbæjar um synjun beiðni um sundurliðaða útreikninga álagningar fasteignagjalda ársins 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavík. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji misræmi á milli skráningar húsa á lóð [fasteignar] og því hafi kærandi óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um álagningu fasteignagjalda vegna [fasteignar] fyrir árið 2019. Kærandi vísar í skýrsluna „Húsakönnun í [hverfi]: Verndarsvæði í byggð“ sem unnin var fyrir Grindavíkurbæ árin 2017-2018. Þar séu upplýsingar um og ljósmyndir af tveimur geymsluhúsum á lóð [fasteignar], annað [x] m2 og hitt [x] m2. Kærandi kveður geymsluhúsin ekki hluta af fasteignamati eins og það er skráð í fasteignaskrá og að ósamræmi á milli skýrslunnar og fasteignaskrár sýni að húsin hafi verið án álagningar fasteignagjalda í áratug. Þar sem Grindavíkurbær hafi ekki veitt kæranda sundurliðaðar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda fyrir viðkomandi lóð sé ógerningur að sannreyna þetta. <br /> <br /> Meðfylgjandi kæru eru tölvupóstsamskipti á milli kæranda og Grindavíkurbæjar, dags. 11. apríl 2019, þar sem kærandi óskar fyrrnefndra upplýsinga. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í almennar reglur um fasteignaskatt, kæranda bent á að út frá þeim geti hann reiknað út fasteignagjagjöld en tekið fram að séu eignir ekki skráðar í Landskrá fasteigna eða hafi ekki fasteignamat sé óheimilt að leggja á þær fasteignaskatt. Þá er einnig vísað til fyrra máls kæranda fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og tekið fram að svör sveitarfélagsins muni vera þau sömu og í fyrra máli.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. maí 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 24. maí 2019, kemur fram að farið sé eftir reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2015 og að sveitarfélögum sé óheimilt annað en að fara eftir Landskrá fasteigna við innheimtu fasteignagjalda. Þá segir að í fylgigögnum með kæru komi fram upplýsingar um fasteignamat viðkomandi eignar, sem sé grunnur að álagningu fasteignagjalda 2019, einnig að álagningarreglur Grindavíkurbæjar séu aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og að út frá þessum upplýsingum geti hver sem er reiknað álögð fasteignagjöld viðkomandi eignar. <br /> <br /> Fram kemur að sveitarfélagið sjái ekki ástæðu til þess að leggja í aukavinnu vegna þessa, þ.e. útbúa ný skjöl eða gögn vegna málsins, enda sé það ekki skylt skv. upplýsingalögum nr. 140/2012. Kærandi hafi þær upplýsingar sem liggi til grundvallar álagningar fasteignagjalda og því sé ekki um að ræða synjun á upplýsingabeiðni af hálfu sveitarfélagsins. Enn fremur séu álagningarseðlar ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda og til þess að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendi tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar til þess sem setur vinnsluna af stað. Þá er vísað til þess að við endurskoðun á ársuppgjöri Grindavíkurbæjar fari endurskoðendur bæjarins yfir verklag og álagningu fasteignagjalda og ekkert í þeirri yfirferð gefi til kynna að alvarlegar ásakanir kæranda eigi við rök að styðjast. <br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. maí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. júní 2019, er vísað til svara Grindavíkurbæjar í fyrra máli, ÚNU 18050003. Þau svör hafi orðið til þess að „hægt var að upplýsa og sannreyna að a.m.k. 2 hús höfðu staðið í skjóli yfirhylminga stjórnsýslu Grindavíkurbæjar, án álagningu fasteigna í rúman áratug, með vitund og vitneskju slökkvistjóra og byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar.“ Þá er fjallað um breytingar sem orðið hafa á skráningu [… fasteignar] í fasteignaskrá og kröfur þær sem settar voru fram í kæru eru ítrekaðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda árið 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavíkurbæ. <br /> <br /> Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 24. maí 2019, er vísað til þess að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Af hálfu Grindavíkurbæjar hefur komið fram að það krefðist sérstakrar vinnu að útvega umbeðin gögn. Álagningarseðlar eigna séu ekki fyrirliggjandi því þeir séu ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda. Til að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi því að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendir, til þess sem þessa vinnslu setur af stað, tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Grindavíkurbæjar í efa. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að skjalið sem kærandi óskar eftir er ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu heldur þarf að útbúa það sérstaklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Hér ræður ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til með tiltölulega einfaldri aðgerð. Gagnagrunnur og álagningarkerfi fasteignagjalda tilheyrir Þjóðskrá þó að Grindavíkurbær, líkt og önnur sveitarfélög, hafi aðgang að honum. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að framkalla viðkomandi álagningarseðil, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn kæranda séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Grindavíkurbæ, dags. 10. maí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

838/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru vegna afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss á gagnabeiðni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Landspítali-Háskólasjúkrahús hélt því fram að kærandi hefði fengið afhent öll fyrirliggjandi gögn er varði gagnabeiðni kæranda og hafði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 838/2019 í máli ÚNU 19030004.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð </h2> Með erindi, dags. 7. mars 2019, kærði A afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss („Landspítalinn“) á afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 27. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir afritum að öllum gögnum sem varði kæranda frá og með árinu 2014. Jafnframt var óskað eftir yfirlýsingu frá Landspítalanum um að ekki séu til frekari gögn eða upplýsingar um kæranda. Þá var óskað eftir upplýsingum um tilvist gagna sem Landspítalinn teldi sig ekki hafa heimild til að veita kæranda aðgang að. <br /> <br /> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 18. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn Landspítalans, dags. 20. mars 2019, segir að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkraskrá sinni og þar með öllum upplýsingum um færslur í hana. Verið væri að taka saman önnur gögn og í kjölfarið yrði tekin afstaða til þess hvort þau yrðu afhent kæranda. Þann 12. apríl 2019 barst úrskurðarnefndinni annað bréf frá Landspítalanum. Þar segir að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum í vörslum Landspítalans er varði kæranda. <br /> <br /> Kærandi ritaði Landspítalanum og úrskurðarnefndinni tölvupóst þann 16. apríl 2019 þar sem hann hélt því fram að hann hefði ekki fengið afhent ýmis gögn. Í erindinu óskaði hann m.a. eftir afritum af bréfi frá lögfræðistofu og svari spítalans við því. Í bréfi Landspítalans til kæranda, dags. 18. júní 2019, segir að bréfið sé á meðal þeirra gagna sem kærandi hafi fengið send með ábyrgðarpósti. <br /> <br /> Með tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2019, ítrekaði kærandi þá kröfu að fá afhent öll gögn er lúti að honum. Fram kemur að forstjóri Landspítalans hafi þann 28. febrúar ritað kæranda tölvupóst þar sem fram komi að forstjórinn hafi falið framkvæmdastjóra lækninga það verkefni að svara erindi kæranda. Kærandi hafi ekki fengið afrit af gögnum þar að lútandi. Kærandi hafi heldur ekki fengið afrit af gögnum þar sem framkvæmdastjóri lækninga fól tilteknum starfsmanni að svara erindinu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 21. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um það hvort gögnin sem vísað er til í bréfi kæranda, dags. 4. október 2019, væru fyrirliggjandi hjá Landspítalanum og hvort þau hafi verið afhent kæranda. Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, svaraði Landspítalinn því að gögnin væru ekki fyrirliggjandi enda sé ekki talið nauðsynlegt að miðlun verkefna fari ávallt fram með formlegum hætti.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af hálfu spítalans hefur komið fram að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem hann varða, bæði gögn úr sjúkraskrá, sbr. lög nr. 55/2009 og önnur gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga það í efa að Landspítalinn hafi afhent kæranda öll fyrirliggjandi gögn sem hann varða.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 7. mars 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

837/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Samtök iðnaðarins kærðu ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um synjun beiðni um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir samninginn og taldi ekki að ákvæði upplýsingalaga stæðu aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 837 í máli ÚNU 19030003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2019, kærðu Samtök iðnaðarins ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að samningnum með bréfi, dags. 28. janúar 2019, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði jafnframt skýringa á því að ekki hefði verið framkvæmt útboð í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, var beiðninni synjað á grundvelli þess að í upplýsingakerfum stofnunarinnar væri að finna viðamikil gögn sem varði bæði verulega fjárhagslega hagsmuni viðskiptavina auk þess sem kerfin innihaldi mikið magn viðkvæmra persónuupplýsinga. Eðli máls samkvæmt þurfi að gæta ýtrasta öryggis við meðferð slíkra gagna. Þá segir að í samningi Tryggingastofnunnar við Veðurstofuna komi fram viðkvæmar upplýsingar er varða upplýsingaöryggi stofnunnar, sem séu eðli máls samkvæmt trúnaðarmál. Það sé því mat stofnunarinnar að ekki sé heimilt að afhenda afrit af samningnum. Vísað er til 17. gr. stjórnsýslulaga og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu upplýsir Tryggingastofnun einnig um gildistíma samningsins og samningsfjárhæðina.<br /> <br /> Í kæru segir m.a. að þau lagaákvæði sem Tryggingastofnun vísi í til stuðnings ákvörðun sinni feli í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga og beri að skýra þau þröngri lögskýringu. Af orðalagi 10. gr. laganna leiði að bæði þurfi að sýna fram á að gögnin hafi að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og hins vegar að aðgangur almennings að upplýsingunum muni fyrirsjáanlega skaða hagsmuni ríkisins. Hvorki liggi fyrir að hvaða leyti inntak samningsins muni raska upplýsingaöryggi né hvort þar sé í raun að finna upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ætla megi að ákvæðinu verði einungis beitt ef um verulega fjárhagslega hagsmuni sé að ræða fyrir ríkið. Engin tilraun hafi verið gerð til að sýna fram á að slíkir hagsmunir liggi fyrir og réttlæti synjun á afhendingu gagnanna. Samningurinn varði ráðstöfun opinbers fjármagns og séu því hagsmunir almennings af aðgangi að samningnum ríkir. Þá hafi Tryggingastofnun ekki tekið afstöðu þess hvort unnt sé að beita 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita aðgang að þeim hluta gagna sem falla ekki undir takmarkanir 6.-10. gr. laganna. Tryggingastofnun hafi því verið óheimilt að hafna aðgangi að þeim hluta samningsins sem falli utan við takmarkanir 10. gr. laganna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Tryggingastofnun með bréfi, dags. 7. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Tryggingastofnunar um kæruna, dags. 29. apríl 2019, kemur m.a. fram að samningurinn varði leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað stofnunarinnar. Upplýsingakerfi stofnunarinnar innihaldi gríðarmikið safn margvíslegra og viðkvæmra persónuupplýsinga frá viðskiptavinum, og að stofnuninni sé nauðsynlegt að afla upplýsinganna til að geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu, þ.e. greiðslu ýmissa bóta og lífeyris til bæði elli- og örorkulífeyrisþega. Tryggingastofnun beri að gæta, til hins ítrasta, öryggis við meðferð framangreindra gagna. Hluti af því sé geymsla og meðferð gagnanna í upplýsingakerfum stofnunarinnar. Í samningnum komi fram upplýsingar um stjórnkerfi upplýsingaöryggis stofnunarinnar og viðkvæmar upplýsingar um meðferð og umgengni við upplýsingakerfin. Eðli máls samkvæmt séu slíkar upplýsingar trúnaðarmál og því ekki opinberar öðrum aðilum. Í umsögninni er bent á að mikilvægi verndar persónuupplýsinga og öryggi þeirra sé rauði þráðurinn í lögum á Íslandi, s.s. persónuverndarlögum, stjórnsýslulögum og upplýsingalögum.<br /> <br /> Tryggingastofnun vísar til 17. gr. stjórnsýslulaga og þess að viðskiptavinir stofnunarinnar hafi mun ríkari hagsmuni af því að leynd sé haldið um meðferð upplýsingakerfa stofnunarinnar en kærandi af því að fá upplýsingar um samninginn. Þá er vísað til þess að ef misbrestur verði á upplýsingakerfum stofnunarinnar er varði fjárhæðir eða greiðslur hefði það verulega mikil áhrif á efnahagslega hagsmuni ríkisins þar sem árlegar greiðslur stofnunarinnar séu um 20% fjárlaga ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Einnig geti afleiðing misbrests orðið sú að persónugreinanlegar upplýsingar birtist óviðkomandi en óheimilt sé að veita upplýsingar um einkamálefni viðskiptavina sem leynt eigi að fara skv. 9. gr. sömu laga. Bent er á að fjárhæð samningsins nái ekki þeirri lágmarksfjárhæð sem fram komi í 23. gr. laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Í umsögninni kemur að lokum fram að kæranda hafi verið sendar þær upplýsingar sem varði mögulega útboðsskyldu, sem hafi tekið af allan vafa um hvort sú skylda hafi verið fyrir hendi. Stofnunin hafi með því talið sig hafa komið að fullu til móts við kæranda. Með vísan til þessa hafnar stofnunin því alfarið að afhenda afrit samningsins, sérstaklega með það í huga að um samning milli ríkisaðila sé að ræða sem falli ekki undir lög um opinber innkaup auk þess sem samningurinn nái ekki lágmarksfjárhæð útboðsskyldu.<br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. apríl 2019, er aðdraganda kvörtunarinnar lýst. Þá segir að sökum þeirrar leyndar sem hvíli á samningnum geti kærandi ekki metið hvort kaupin hafi verið útboðsskyld á grundvelli laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að það sé óumdeilt að einkaaðilar þurfi að þola takmörkun varðandi upplýsingar um viðskipti við hið opinbera þar sem greitt sé fyrir vörur eða þjónustu með almannafé en ríkar ástæður þurfi að standa til þess að upplýsingaréttur sé takmarkaður í slíkum málum. Því til stuðnings er vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-74/1999, A-133/2001, A-229/2006 og A-552/2014. Þá er vísað til þess að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga skuli veita þeim er óskar upplýsinganna aðgang að þeim hluta upplýsinganna sem ekki falla undir takmörkunarákvæði laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nái til allra gagna sem mál varða, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna. Í ákvæðinu felist að allir njóti réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum þar á meðal lögaðilar og skipti þá ekki máli í hvaða tilgangi óskað sé aðgangs að gögnunum. Kærandi hafnar þeim rökstuðningi Tryggingastofnunar að ef samningur er ekki útboðsskyldur leiði það sjálfkrafa til þess að ekki beri skylda til að veita aðgang að hluta hans, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi á milli Tryggingastofnunar ríkisins og Veðurstofu Íslands um leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna<br /> <br /> Ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja beiðni kæranda er einkum byggð á því að almannahagsmunir standi í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að samningnum þar sem upplýsingarnar varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Einnig er byggt á því að afleiðing „misbrests“ tengdum upplýsingunum gæti opinberað persónuupplýsingar og viðkvæmar upplýsingar um viðskiptavini stofnunarinnar sem skuli fara leynt skv. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna en skv. 3. tölul. er heimilt að takmarka upplýsingarétt ef aðgangur að viðkomandi gögnum skaðar efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið segir: „Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.“ <br /> <br /> Í 9. gr. laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af umbeðnum samningi. Í honum koma m.a. fram skyldur þjónustusala (Veðurstofu Íslands) og þjónustukaupa (Tryggingastofnunar ríkisins) samkvæmt samningnum, fyrirkomulag þjónustu og viðhalds, endurgjald og greiðslufyrirkomulag, ábyrgðar- og trúnaðarákvæði. Viðauki fylgir samningnum en þar er að finna nánari upplýsingar um þjónustu, aðgang og aðbúnað í tölvusal Veðurstofu Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með Tryggingarstofnun að upplýsingarnar í samningnum skuli vera undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvæðinu verður ekki beitt nema hætta sé á því að aðgangur að upplýsingum geti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Í samningnum er ekki að finna slíkar upplýsingar. Í rökstuðningi Tryggingastofnunar segir að ef „misbrestur“ verði á upplýsingakerfum stofnunarinnar geti það varðað fjárhæðir eða greiðslur sem hefðu mikil áhrif á efnahagslega hagsmuni ríkisins. Ekki er skýrt nánar hvaða misbrests megi vænta ef samningurinn verður gerður opinber en leiða má líkur að því að Tryggingarstofnun telji aðgang að samningum geta stefnt öryggi tölvugagna í hættu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að upplýsingarnar sem fram koma í samningnum eru tiltölulega almenns eðlis og ekki til þess fallnar að auðvelda aðgengi að trúnaðarupplýsingum. <br /> <br /> Varðandi tilvísun Tryggingarstofnunar til 9. gr. upplýsingalaga eru engar upplýsingar í samningnum sem varða einkamálefni viðskiptavina Tryggingastofnunar þó svo að þau gögn sem geymd eru í tölvukerfum stofnunarinnar geti vissulega geymt slíkar upplýsingar. Með því að veita kæranda aðgang að samningnum væri því engan veginn verið að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður synjun á aðgangi að samningum ekki byggð á ákvæðinu. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ákvæði upplýsingalaga standi aðgangi kæranda að samningnum ekki í vegi og er því lagt fyrir Tryggingarstofnun að veita kæranda aðgang að samningnum og viðauka með honum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Tryggingastofnun ber að afhenda kæranda, Samtökum iðnaðarins, samning stofnunarinnar við Veðurstofu Íslands um leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað, dags. 19. desember 2018 og viðauka við samninginn. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br /> <br />

836/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kærð var ákvörðun Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en kærandi var meðal tilboðsgjafa. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því synjun Fjallabyggðar felld úr gildi það lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 836/2019 í máli ÚNU 19020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. febrúar 2019, kærði Momentum ehf. ákvörðun sveitarfélagsins Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða verðkönnun Fjallabyggðar á innheimtuþjónustu en kærandi var á meðal bjóðenda í könnuninni. <br /> <br /> Með bréfi til Fjallabyggðar, dags. 1. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Einkum óskaði hann eftir innsendum tilboðsgögnum bjóðenda um verðeiningar en auk þess óskaði hann eftir aðgangi að skjali með verðsamanburði sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar þann 29. janúar 2019. Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 14. febrúar 2019. Þar kemur fram að aðrir bjóðendur í verðkönnuninni, Inkasso ehf. og Motus ehf., hafi óskað eftir því að gögnin sem fyrirtækin sendu inn yrðu meðhöndluð sem trúnaðarmál og af þeirri ástæðu gæti sveitarfélagið ekki afhent þau kæranda, með vísan í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi telur sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga þar sem hann hafi verið á meðal tilboðsgjafa. Kærandi segir sveitarfélagið ekki geta synjað kæranda um aðgang að gögnunum af þeirri ástæðu einni að heitið hafi verið trúnaði um gögnin. Þá segir kærandi upplýsingar um verðlagningu ekki vera trúnaðargögn þar sem upplýst sé um verð í hvert skipti sem gjöld eru innheimt. Auk þess vísar kærandi til þess að önnur sveitarfélög birti gjaldskrár innheimtuaðila sinna opinberlega með skýrum hætti.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. febrúar 2019, var kæran kynnt Fjallabyggð og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði.<br /> <br /> Í umsögn Fjallabyggðar, dags. 11. mars 2019, kemur fram að um óformlega verðkönnun hafi verið að ræða. Sveitarfélagið hafi byggt ákvörðun sína um synjun á aðgangi að gögnunum á því að þau séu undanskilin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þau varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og að tilboðsgjafar hafi óskað eftir að farið yrði með gögnin sem trúnaðarmál. <br /> <br /> Fram kemur að sveitarfélagið hafi lagt mat á gögnin og talið þau innihalda viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu bjóðenda auk þess sem í þeim sé að finna viðkvæmar upplýsingar sem varða atvinnu-, fræðslu- og viðskiptaleyndarmál tilboðsgjafa sem rétt sé að leynt fari. Hagsmunir tilboðsgjafa af leynd um gögnin vegi þyngra en réttur kærenda til aðgangs að upplýsingunum. Þá er vikið að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að réttur aðila til gagna sem varða hann sjálfan getur takmarkast ef þar eru einnig upplýsingar um einkamálefni annarra, „enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“ Það sé mat Fjallabyggðar að hagsmunir tilboðsgjafa af leynd vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér tilboð þeirra. <br /> <br /> Umsögninni fylgdu þrjú tilboð sem send höfðu verið sveitarfélaginu vegna verðkönnunarinnar.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars 2019, segir m.a. að þar sem Fjallabyggð sé sveitarfélag sé því hvorki í sjálfsvald sett hvernig eða á hvaða sjónarmiðum ákvarðanir séu teknar hverju sinni né hvaða gögn sveitarfélagið kjósi að afhenda. Því síður geti það verið samkomulagsatriði milli sveitarfélagsins og einstaka bjóðenda hvaða gögn séu kynnt á hverjum tíma. Þá segist kærandi engar kröfur gera um aðgang að viðskiptaleyndarmálum annarra bjóðenda en hann telji engar slíkar upplýsingar vera að finna í gögnum verðkönnunarinnar. Auk þess kemur fram að þau gögn sem orðið hafi til hjá Fjallabyggð í tengslum við val á milli bjóðenda hafi að geyma forsendur og ákvörðunarástæðu sveitarfélagsins. Skjalið „verðsamanburður“, sem vísað hafi verið til í bréfi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 31. janúar 2018, hafi augljóslega að geyma upplýsingar sem réðu vali á milli bjóðenda. Vegna þessa verði ekki hjá því komist að leggja slíkan verðsamanburð fram og sé réttur bjóðenda til slíkrar afhendingar ótvíræður. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Fjallabyggð afhenti nefndinni skjalið „verðsamanburður“, sem vísað væri til í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar. Samdægurs fékk nefndin sent minnisblað, dags. 27. janúar 2019, með umbeðnum verðsamanburði auk Excel-skjals sem ber heitið „niðurstaða verðkönnunar 2018“. Tekið var fram að gögnin væru vinnugögn. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang að gögnum sem varða verðkönnun Fjallabyggðar á innheimtuþjónustu sem framkvæmd var í janúar 2019. Auk kæranda tóku tvö önnur fyrirtæki þátt í verðkönnuninni, Inkasso ehf. og Motus ehf. Þau gögn sem Fjallabyggð afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru tilboð bjóðenda, minnisblað þar sem m.a. koma fram forsendur og niðurstaða mats á tilboðum auk Excel-skjals þar sem borin eru saman tilboð bjóðenda. <br /> <br /> Kærandi fór fram á aðgang að tilboðsgögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um aðgang aðila að gögnum sem varða hann sjálfan, þar sem hann var á meðal tilboðsgjafa í verðkönnuninni. Ákvæði 14. gr. hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur t.d. litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014, 570/2015, 578/2015, 579/2015, 580/2015, 647/2016 og 655/2016, 709/2017, 727/2018, 728/2018 og 783/2019. Sömu sjónarmið hafa verið talin eiga við þegar um er að ræða verðfyrirspurn vegna opinberra innkaupa, sbr. t.d. úrskurð nr. 620/2016. <br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi var meðal tilboðsgjafa í verðkönnuninni. Þá hefur nefndin kynnt sér hin umbeðnu gögn og er ljóst að þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem verðkönnunin náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að gögnunum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og er réttur kæranda þar af leiðandi ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Upplýsingaréttur almennings er ríkur þegar kemur að fjárútlátum hins opinbera og af því leiðir að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í útboðum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum sem varða útboð eða gerð samninga sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé atviksbundið hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Að svo búnu verður að leggja mat á hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að gögnin lúti leynd, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefndin hefur í höndunum afrit af tilboðum sem bárust Fjallabyggð vegna verðkönnunarinnar. Á forsíðu tilboðsgagna, bæði hjá Inkasso ehf. og Motus ehf., kemur fram að skjölin séu „trúnaðarmál“. <br /> <br /> Í þessu samhengi vill nefndin árétta að það hefur ekki þýðingu eitt og sér hvernig skjölin eru merkt. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Upplýsingar verða ekki undanþegnar aðgangi nema þær falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn málsins þótt sveitarfélagið hafi heitið tilboðsgjöfum trúnaði. <br /> <br /> Í tilboðum Inkasso ehf. og Motusar ehf. er að finna upplýsingar um verðskrá fyrirtækjanna, þá þjónustu sem þau bjóða upp á, reynslu þeirra af innheimtu fyrir önnur sveitarfélög, upplýsingar um tengiliði innan fyrirtækjanna og aðrar almennar upplýsingar um fyrirtækin. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar séu ekki þess eðlis að það geti valdið bjóðendum tjóni fái kærandi aðgang að þeim. Í þeim er ekki að finna rekstrar- eða viðskiptaleyndarmál fyrirtækjanna, upplýsingar um sambönd þeirra við viðskiptamenn sína eða aðrar upplýsingar sem eru til þess fallnar að skaða viðskiptahagsmuni þeirra verði aðgangur veittur af þeim. Þá á kærandi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í verðkönnuninni en hann var einn tilboðsgjafa. Með vísan til framangreinds er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingum um tilboð þeirra verði haldið leyndum. Verður því að fella úr gildi ákvörðun Fjallabyggðar úr gildi og leggja það fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Einnig liggur það fyrir nefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Fjallabyggðar og hefur að geyma samanburð á tilboðunum og Excel-skjals þar sem samanburður er einnig gerður. Reynir m.a. á það hvort skjölin séu vinnugögn sem Fjallabyggð sé heimilt að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna i skilningi 8. gr. laganna. Samkvæmt 8. gr. eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Til þess að skjal geti talist vinnugagn og þar með verið undanþegið upplýsingarétti almennings, þarf það samkvæmt framangreindu að hafa verið ritað við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls og á það við um bæði minnisblaðið og Excel-skjalið. Hins vegar ber, samkvæmt 3. mgr. 8. gr., afhenda slík gögn í vissum tilvikum sem tiltekin eru í málsgreininni. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr., í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, segir m.a.:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur i 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði annað ráðið en að bæði minnisblaðið og Excel-skjalið hafi að geyma upplýsingar sem skýri þær forsendur sem lágu fyrir við töku ákvörðunar, á fundi bæjarráðs hinn 31. janúar 2018, um að ganga til samninga við tilboðsgjafann Mótus. Þá fær nefndin ekki séð að þær upplýsingar komi annars staðar fram. Er það því niðurstaða nefndarinnar að minnisblaðið falli undir ákvæði 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þótt úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á að gögnin séu vinnugögn er það því niðurstaða nefndarinnar að synjun um aðgang að því verði ekki reist a 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin skjölin ekki geyma upplýsingar sem undanþegnar verði á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er því samkvæmt framangreindu fallist á rétt kæranda til aðgangs að skjölunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Fjallabyggðar um að synja beiðni kæranda, Momentum ehf., um aðgang tilboðum Inkasso ehf., dags. 10. janúar 2019, og Motus ehf., dags. 14. janúar 2019, vegna verðkönnunar sveitarfélagsins á innheimtuþjónustu í janúar 2019, minnisblaði, dags. 27. janúar 2019 og Excel-skjalinu „niðurstaða verðkönnunar 2018“, er felld úr gildi og lagt fyrir Fjallabyggð að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

835/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að um væri að upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin ekki á að umfang beiðninnar væri slíkt að ráðuneytinu væri heimilt að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 835/2019 í máli ÚNU 19020001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. febrúar 2019, kærði A ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Þann 11. desember 2018 óskaði kærandi eftir upplýsingum um það úr hvaða háskólum heimsins verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafi leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu (BA/BSc, MA/MSc, annað). Beiðninni var synjað með bréfi, dags. 2. janúar 2019. Þar segir að á listum ráðuneytisins yfir þá sem fengið hafi leyfin séu að finna upplýsingar um nafn, kennitölu og hvenær viðkomandi fékk leyfi en alls hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota þau starfsheiti sem kærandi vísi til. Á listunum sé hins vegar ekki að finna upplýsingar um nafn háskóla, námsland eða námsgráðu og hafi ráðuneytið ekki tekið saman lista með þeim upplýsingum. Gögnin sem kærandi óski eftir séu því ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og ljóst að það myndi kalla á mikla vinnu að útbúa slíka lista. <br /> <br /> Í kæru kemur segir m.a. að á vefsíðunum, þar sem sótt sé um löggildingu, komi fram að verkfræðingar þurfi að skila gögnum úr BS og MS prófum og að arkitektar þurfi að skila gögnum úr BA og MA prófum. Því sé ljóst að gögnin séu til. Kærandi hafi áður fengið aðgang að slíkum lista yfir þá sem hafa leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2019, kemur fram að ráðuneytið haldi lista yfir þá sem hafi fengið leyfi til að nota starfsheiti sem löggilt og lögvernduð eru með lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum nr. 8/1996. Listarnir séu birtir á vef ráðuneytisins. Fram kemur að á listum ráðuneytisins yfir þá sem fengið hafi leyfin sé að finna upplýsingar um nafn, kennitölu og hvenær viðkomandi hafi fengið leyfi, en alls hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota starfsheitin. Á listunum sé hins vegar ekki að finna upplýsingar um nafn háskóla, námsland eða námsgráðu og hafi ráðuneytið ekki tekið saman lista með þeim upplýsingum. Listar með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir séu því ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og ljóst að það myndi kalla á mikla vinnu að útbúa slíka lista. Vísað er til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki aðeins til fyrirliggjandi gagna og að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Vísað er til þess að kærandi hafi fengið lista með upplýsingum um nafn háskóla, námsland og námsgráðu þeirra sem fengið hafi leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur. Þar hafi verið um að ræða 67 leyfi til að nota starfsheitið og hafi það tekið um 4-5 klst. fyrir einn starfsmann að taka saman listann. Ráðuneytið telji eftir nánari skoðun að þar hafi láðst að huga að ákvæðum persónuverndarlaga. Hins vegar hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota starfsheitin sem kærandi óski nú eftir upplýsingum um. Leyfi sem hafi verið gefin út árið 1998 og fyrr hafi verið send til Þjóðaskjalasafns Íslands og séu þau ekki lengur til staðar í ráðuneytinu. Eftir standi leyfi fyrir árin 1999-2018. Ráðuneytið áætlar að þar sé um að ræða um 4.000-4.500 leyfi. Með hliðsjón af þeim tíma sem farið hafi í það að taka saman sambærilegar upplýsingar fyrir 67 leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur megi gera ráð fyrir að það taki um 35-40 vinnudaga fyrir einn starfsmann að taka saman lista með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir. Sé þá miðað við að það taki að meðaltali 4 mínútur að ná í umsóknargögn í málaskrá og slá inn í nýjan lista/gagnagrunn upplýsingar um hvern einstakling, námsgráður, skóla og land. Ráðuneytið bendir einnig á að gögn um þá sem hafi leyfi árin 1999-2007 hafi verið send til Þjóðskjalasafns og geti kærandi leitað þangað eftir þeim gögnum. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að listar sem kærandi óski eftir séu fyrirliggjandi að hluta fyrir árin 2016 og 2017. Þar sé þó einungis skráð hæsta prófgráða leyfishafa og vanti því þar upplýsingar um BA/BS námsgráðu og skóla arkitekta, landslagsarkitekta og verkfræðinga (þar sem viðkomandi aðilar hafi lokið MA/MS námi). Ráðuneytið telur að ef afhenda eigi þau gögn þurfi að hafa hliðsjón af lögum um persónuvernd nr. 90/2018, sérstaklega 21. gr. um andmælarétt hins skráða og bannskrá Þjóðskrár Íslands. <br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fylgdi listi yfir þá sem hlutu leyfi árið 2016 til að nota starfsheitin arkitekt, byggingarfræðingur, skipulagsfræðingur, tæknifræðingur og verkfræðingur. Þar kemur fram nafn leyfishafa, kennitala, starfsheiti, námsgrein, námsgráða, útgáfuár, útskriftarár, nafn skóla og námsland. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. mars 2019, segir m.a. að kærandi hafi fengið gögn frá Þjóðskjalasafni Íslands sem ekki hafi verið persónugreinanleg umfram það sem þegar væri birt á vef ráðuneytis. Gögnin frá Þjóðskjalasafninu hafi verið forsíða af prófskírteini, þar sem hægt sé var sjá frá hvaða háskóla viðkomandi skipulagsfræðingur útskrifaðist frá og stundum ártalið og námsland. <br /> <br /> Fram kemur að kærandi hafi haft samband við Þjóðskjalasafn Íslands vegna gagna um þá sem fengu leyfi árin 1999-2007 en gögnin hafi ekki fundist þar. Vegna tilvísunar ráðuneytisins til laga um persónuvernd bendir kærandi á að vegna brautskráninga hjá Háskóla Íslands sé birt þrisvar á ári á heimasíðu háskólans hver hafi lokið prófi, frá hvaða deild, hvaða prófgráðu hann hafi hlotið og útskriftardag. Þar sé því birt nafn, námsdeild, námsland (nafn háskóla) og námsgráða, sem séu sömu upplýsingar og kærandi óski eftir. Aðrir háskólar geri það sama. Spyrja megi hvort háskólarnir séu með þeirri birtingu að fara á svig við persónuverndarlög. <br /> <br /> Þá segir að kærandi telji áætlun ráðuneytisins um tímalengd vinnunnar við að taka saman upplýsingarnar með öllu óraunhæfa og áætlar kærandi að vinnan gæti tekið tæpa viku. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagasarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem eru á listum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu. Lýtur beiðnin nánar tiltekið að því að fá upplýsingar um nafn háskóla, námsland auk upplýsinga um námsgráðuna. Fyrir liggur að slík samantekt er að einhverju leyti til fyrir árin 2016 og 2017 í formi Excel-skjals. Í ljósi þess að bæði kærandi og ráðuneytið fjalla um beiðnina út frá þeim forsendum að óskað sé eftir því að ráðuneytið útbúi sérstakt Excel skjal með upplýsingum um alla þá sem fengið hafi leyfi tekur úrskurðarnefndin fram að réttur almennings til gagna samkvæmt upplýsingalögum takmarkast við fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. laganna. Lögin gera þannig ekki ráð fyrir því að stjórnvöldum sé skylt að búa til ný gögn í tilefni af upplýsingabeiðni. Af þeim sökum getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki gert atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að draga umbeðnar upplýsingar saman í formi Excel- skjals. Af upplýsingabeiðninni og athugasemdum kæranda verður hins vegar ráðið að ef umbeðin samantekt sé ekki fyrirliggjandi óski kærandi þess að ráðuneytið afhendi honum afrit þeirra gagna sem upplýsingarnar koma fram á, nánar tiltekið afrit þeirra prófskírteina sem verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar sendu ráðuneytinu er þeir óskuðu eftir leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti. Mun úrskurðarnefndin fjalla um það álitaefni hvort kærandi eigi rétt á þeim gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun ráðuneytisins er einkum reist á tveimur sjónarmiðum. Í fyrsta lagi á því að ráðuneytinu kunni að vera óheimilt að afhenda umbeðin gögn í ljósi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 segir að þau lög „takmark[i] ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum“. Í ljósi þessa geta ákvæði persónuverndarlaganna ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang almennings að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Hvað sem því líður getur verið nauðsynlegt að líta til ákvæða laga nr. 90/2018 við túlkun á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 9. gr. laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónu-upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra. <br /> <br /> Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir birtast á afritum af prófgráðum þeirra einstaklinga sem sótt hafa um opinbert leyfi til að nota tiltekin starfsheiti og á skjali því sem ráðuneytið hefur búið til með samantekt yfir þá einstaklinga sem fengið hafa leyfi til að nota tiltekin starfsheiti fyrir árin 2016 og 2017. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta þessar upplýsingar ekki talist sambærilegar þeim sem taldar eru upp í dæmaskyni í athugasemdum við 9. gr. og raktar eru hér að ofan. Þá verður leyfi til þess að nota starfsheiti opinberlega ekki heldur lagt að jöfnu við þær leyfisumsóknir sem ræddar eru í athugasemdunum. Þvert á móti lúta umsóknir sérfræðinganna beinlínis að opinberri viðurkenningu og er listi yfir þá og starfsheiti þeirra birtur opinberlega.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd upplýsingamála ekki á það með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kærandi eigi rétt á þeim upplýsingum sem hann óskar eftir. <br /> <br /> Ásamt því að reisa ákvörðun sína á persónuverndarsjónarmiðum vísar ráðuneytið til umfangs beiðni kæranda. Ráðuneytið bendir á að þeir sérfræðingar sem falla undir beiðni kæranda séu á bilinu 4.000-4.500 talsins og að búast megi við því að það tæki einn starfsmann 35-40 vinnudaga að taka saman lista með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að með þessu sjónarmiði sé ráðuneytið að vísa til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sem segir að í undantekningartilfellum megi hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir að beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Af orðalagi ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga má ráða að það hafi að geyma afar þrönga undantekningarreglu sem aðeins verði beitt ef afgreiðsla upplýsingabeiðni muni „leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu. <br /> <br /> Beiðni kæranda felur það í raun í sér að óskað sé eftir tilteknum gögnum í meira en fjögur þúsund stjórnsýslumálum sem til meðferðar hafi verið hjá ráðuneytinu. Hér er því um að ræða víðtæka beiðni sem útheimtir óumdeilanlega allmikla vinnu. Á móti kemur að stjórnsýslumál af þessari gerð eru vel afmörkuð og aðeins er óskað eftir tilteknum gögnum úr þeim sem nálgast má á einfaldan hátt. Úrskurðarnefndin horfir enn fremur til þess að afar ólíklegt sé að á prófskírteinunum komi fram nokkrar þær upplýsingar sem nauðsynlegt sé að strika yfir með vísan til 6.-10. gr. upplýsingalaga, þótt nefndin geti ekki útilokað fyrirfram að slíkt geti átt við í einstaka tilfellum Aðstaðan er því ekki sú að ráðuneytið þurfi að leggja mikla vinnu í að skoða þau gögn sem óskað er eftir efnislega, ólíkt þeirri aðstöðu sem uppi var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 745/2018. Úrskurðarnefndin áréttar einnig í þessu sambandi að aðgangur samkvæmt upplýsingalögum lýtur aðeins að gögnunum sjálfum en ekki að samantekt þeirra upplýsinga sem þar koma fram í sérstöku Excel-skjali, eins og ráðuneytið virðist gera ráð fyrir í mati sínu á þeim tíma sem taki að verða við beiðninni. Af þeim sökum má ætla að meðferð beiðninnar, þ.e. að taka afrit þeirra skjala sem fylgdu umsóknum um að fá að nota ákveðin starfsheiti, tæki skemmri tíma en ráðuneytið gerir ráð fyrir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær þannig ekki annað séð en að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sé fært að verða við beiðni kæranda án þess að það leiði til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum ráðuneytisins að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að beiðni kæranda geti ekki talist svo umfangsmikil að hún teljist til þeirra undantekningartilfella sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Verður því að fella synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins úr gildi og vísa málinu aftur til ráðuneytisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að afhenda kæranda, A, fyrirliggjandi samantekt á upplýsingum um þá sem hlutu leyfi árin 2016 og 2017 til að nota starfsheitin arkitekt, byggingarfræðingur, skipulagsfræðingur, tæknifræðingur og verkfræðingur.<br /> <br /> Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2. janúar 2019, er að öðru leyti felld úr gildi og beiðni kæranda vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br /> <br />

834/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu við íslensk sendiráð. Fyrir lá að ráðuneytið hafði útbúið skjal með umbeðnum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með utanríkisráðuneytinu að um væri að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannhagsmunir krefjast að fari leynt, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var því synjun ráðuneytisins staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 834/2019 í máli ÚNU 18110002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2018, kærði A, blaðamaður, ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni um upplýsingar varðandi öryggisgæslu sendiráða. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 1. október 2018, sendi kærandi spurningar til utanríkisráðuneytisins varðandi öryggisgæslu sendiráða. Ráðuneytið svaraði þann 8. október 2018. Degi síðar sendi kærandi beiðni um upplýsingar um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðaðar eftir sendiskrifstofum. Samdægurs svaraði ráðuneytið með þeim hætti að upplýsingar um þann kostnað væru ekki „klipptar og skornar“ en hægt væri að finna út samtals hvað greitt væri beint í öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, með fyrirvörum. Kærandi óskaði eftir því samdægurs að fá þær upplýsingar. Ráðuneytið svaraði kæranda því að ekki væri unnt að tilgreina kostnað fyrir hverja sendiskrifstofu fyrir sig en samanlagður beinn kostnaður utanríkisráðuneytisins gæfi réttasta mynd af kostnaði utanríkisþjónustunnar heima og erlendis vegna þessara mála. Þann 10. október 2018 sendi kærandi aftur tölvupóst á ráðuneytið þar sem hann kvaðst eiga erfitt með að trúa því að ekki sé unnt að upplýsa nákvæmlega um kostnað við öryggisgæslu í hverri sendiskrifstofu fyrir sig. Kærandi spurði því næst hvort skilja bæri svarið sem svo að utanríkisráðuneytið hafi gert samninga um leigu á húsnæði undir sendiskrifstofur án þess að í þeim leigusamningum væri sundurgreint hvernig kostnaðarliðir skiptust. Kærandi setti því næst fram nánari spurningar í átta liðum varðandi kostnað vegna öryggisgæslu. Spurningarnar varða m.a. það hvort kostnaður vegna öryggisgæslu á hverri sendiskrifstofu liggi fyrir, hvort það sé sundurgreint í leigusamningum þar sem öryggisgæsla er innifalin hver kostnaður við gæsluna sé, hvort slíkur kostnaður teljist vera beinn kostnaður og hver sé beinn kostnaður vegna öryggisgæslu.<br /> <br /> Þann 19. október 2018 svaraði ráðuneytið kæranda. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki sé einfalt að tiltaka kostnað við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Skýringarnar á því felist meðal annars í því að sums staðar deili íslensku sendiskrifstofurnar húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja og á öðrum stöðum sé öryggisgæsla innifalin í leigukostnaði. Þá séu svo nákvæmar kostnaðarupplýsingar vegna öryggisgæslu viðkvæmar eðli máls samkvæmt og sums staðar feli þær í sér samskipti við önnur ríki eða alþjóðastofnanir. Vísað er til þess að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé að finna sérstaka greiningu á kostnaði við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis í fyrirliggjandi gögnum í ráðuneytinu. Af þeim sökum sé utanríkisráðuneytinu ekki unnt að veita frekari upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu en fram hafi komið í svari ráðuneytisins, dags. 8. október 2018. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að kærandi telji sig ekki hafa fengið þau svör frá ráðuneytinu sem hann eigi heimtingu á. Kærandi telur það ekki standast að ekki séu fyrirliggjandi kostnaðartölur við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Óhugsandi megi teljast að ekki liggi fyrir í bókhaldi utanríkisráðuneytisins kostnaðartölur vegna þessara verkefna og ef svo sé þá sé það alvarleg brotalöm í reikningshaldi ráðuneytisins. Þá telur kærandi afar ólíklegt að þar sem íslenskar sendiskrifstofur deili húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja, eða þar sem öryggisgæsla sé innifalin í leigukostnaði, sé ekki nákvæm sundurliðun á því hvað felist í kostnaði sem greiða þurfi, þar á meðal kostnaði vegna öryggisgæslu. Þá segist kærandi ekki fallast á það að kostnaðarupplýsingar vegna öryggisgæslu geti verið viðkvæmar upplýsingar enda feli þær tæplega í sér lýsingu á því hvernig öryggisgæslu sé háttað. Takmarkanir upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings eigi ekki við í málinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 6. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Með tölvupósti, dags. 4. desember 2018, óskaði utanríkisráðuneytið eftir frekari fresti til 19. desember 2018. Þann 15. janúar 2019 ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um umsögn ráðuneytisins og gögn málsins. Með bréfi, dags. 24. janúar 2019, óskaði ráðuneytið eftir frekari fresti með þeim rökum að málið kalli m.a. á það að ráðuneytið afli umsagna og gagna frá öllum sendiskrifstofum utanríkisþjónustunnar en það væri mjög tímafrekt. Var frestur veittur til 4. mars 2019. Þann 14. júní 2019 svaraði ráðuneytið því að stefnt væri að ljúka afgreiðslu málsins í þeim mánuði. Með erindum, dags. 27 ágúst 2019, 9. september 2019 og 18. september 2019, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um umsögn ráðuneytisins og gögn málsins. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst 30. september 2019. Þar segir m.a. að í upphaflegu erindi kæranda, dags. 1. október 2018, hafi verið óskað svara við spurningum í sjö tölusettum liðum og hafi erindið ekki verið tekið til meðferðar sem beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins þar sem spurningarnar hafi verið orðaðar með almennum hætti. Hafi upplýsingafulltrúi ráðuneytisins svarað spurningunum eftir bestu getu þann 8. október 2018. Þann 9. október 2018 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðað eftir skrifstofum. Hafi verið litið á erindið sem beiðni um aðgang að gögnum skv. II. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Ráðuneytið hafi svarað því samdægurs að slíkar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Degi síðar, þann 10. október 2018, hafi kærandi sent frekari spurningar í átta töluliðum og í svari ráðuneytisins, dags. 19. október 2018, hafi kærandi verið upplýstur um að sérstaka greiningu á kostnaði við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum í ráðuneytinu. <br /> <br /> Fram kemur að í öllum tilvikum varði öryggismál sendiskrifstofa samskipti við önnur ríki, gistiríki sendiskrifstofunnar í þessu tilviki, sbr. 2. tölu. 10. gr. upplýsingalaga, svo og öryggi ríkisins, sbr. 1. tölu. sömu laga, að því leyti að sendiskrifstofa sé sérstaks eðlis í skilningi Vínarsamnings um diplómatísk réttindi frá 1961 og beri að njóta friðhelgi og öryggis sem gistiríkið tryggi, sbr. 2. mgr. 22. gr. samningsins. <br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins fylgdi bréf ásamt Excel-skjali þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um fyrirkomulag öryggiseftirlits á sendiskrifstofum. Í bréfinu, dags. 30. september, segir að á þeim tíma er kæran hafi verið send úrskurðarnefndinni hafi þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir ekki legið fyrir. Á síðustu mánuðum hafi aðalskrifstofa ráðuneytisins kannað hjá sendiskrifstofum hvernig öryggisgæslu sé háttað og hvort greitt sé sérstaklega fyrir viðbótargæslu á starfsstöðvum. Mjög misjafnt sé hvernig staðið sé að málum á hverjum stað. Sums staðar deili íslenska sendiráðið aðstöðu með öðrum sendiráðsskrifstofum. Ekki liggi fyrir upplýsingar frá öllum sendiskrifstofum auk þess sem nokkrar sendiskrifstofur hafi flutt á árinu og því liggi ekki fyrir endanlegur kostnaður af þeirra hálfu. Þá segir að Excel-skjalið sé vinnuskjal ráðuneytisins, byggt á svörum frá sendiskrifstofum þar sem upplýsingar hafi borist. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar sem varði öryggismál og aðgengi að sendiráðum Íslands. <br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust samdægurs. Þar er m.a. gerð athugasemd við meðferð málsins, sem hafi dregist úr hömlum. Þá segir að ráðuneytið sé nú loks búið að veita kæranda svör við einum lið af átta í fyrirspurn hans. Kærandi hefði kosið að fá svör við hverjum lið fyrirspurnarinnar í stað þess að þurfa að geta í eyðurnar. Hvorki í umsögn ráðuneytisins né í samskiptum kæranda við ráðuneytið hafi kærandi fengið svar við þeirri spurningu hvort ekki sé sundurgreint í samningum um afnot af húsnæði sendiskrifstofa hvaða kostnaðarliðir séu þar undir, t.a.m. öryggisgæsla. Þá gerir kærandi athugasemdir við það hvernig samskiptum ráðuneytisins við hann hafi verið háttað. Í tölvupóstsamskiptum við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins hafi komið fram að hægt væri að taka saman ákveðnar upplýsingar, hvað væri samtals greitt beint í öryggisgæslu í sendiskrifstofum erlendis og einnig að hægt væri gefa upp samanlagðan kostnað utanríkisráðuneytisins við öryggisgæslu heima og erlendis. Kærandi hafi hins vegar engin svör fengið. <br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur dregist óhóflega vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tafa á svörum utanríkisráðuneytisins, en umsögn ráðuneytisins og gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni tæpum ellefu mánuðum eftir að upphafleg beiðni nefndarinnar þar að lútandi var send ráðuneytinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðuðum eftir sendiráðsskrifstofum. Í umsögn sinni kvað utanríkisráðuneytið umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi í ráðuneytinu. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu utanríkisráðuneytisins að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi þegar beiðni kæranda barst ráðuneytinu og var ráðuneytinu óskylt að taka saman upplýsingarnar fyrir kæranda, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Það var þó gert að einhverju leyti og liggur því fyrir skjal með upplýsingum sem lúta að gagnabeiðni kæranda. Þá liggur fyrir afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar gagnanna. Með vísan til þessa verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því skjali á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Utanríkisráðuneytið byggir á því að því sé heimilt að takmarka aðgang almennings að skjalinu með vísan til 1. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sem geyma takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um atriði sem tiltekin eru í sex töluliðum.<br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. <br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Ákvæðið tekur því aðeins til upplýsinga um innlend varnarmál, en 2. tölul. tekur til upplýsinga um alþjóðleg varnarmál og varnarmál erlendra ríkja. Oft kunna íslenskir og erlendir hagsmunir þó að falla saman að þessu leyti.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins sem utanríkisráðuneytið afhenti nefndinni. Um er að ræða yfirlitsskjal yfir fyrirkomulag öryggisgæslu íslenskra sendiráða á erlendri grundu. Að mati úrskurðarnefndarinnar er vafalaust um að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannahagsmunir krefjast að fari leynt, enda er vitneskja um öryggisfyrirkomulag sendiráða til þess fallin að valda hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Á það bæði við um lýsingu á öryggisfyrirkomulagi og kostnaði vegna þess en hið síðarnefnda getur gefið til kynna umfang öryggisráðstafana viðkomandi sendiskrifstofu. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu í heild sinni á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fari fram á að fá svör við spurningum sínum frá 10. október og kæri neitun utanríkisráðuneytisins á því að veita honum þær upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til nefndarinnar synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. Í því sambandi er bent á að umboðsmaður Alþingis fer samkvæmt lögum nr. 85/1997 með það hlutverk að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en í því felst m.a. eftirlit með því hvernig stjórnvöld standa að svörun erinda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins, dags. 19. október 2018, á beiðni A, blaðamanns, dags. 10. október 2018, um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu íslenskra sendiráða erlendis. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

833/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kærandi óskaði eftir gögnum frá Reykjavíkurborg varðandi tiltekna framkvæmd annars vegar og samskipti kæranda við sveitarfélagið hins vegar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði framkvæmdina og var því kæru vísað frá að þessu leyti. Beiðni kæranda um gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar var hins vegar vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar þar sem skorta þótti á að kæranda hafi verið leiðbeint með afmörkun beiðninnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 833/2019 í máli ÚNU 18090013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. september 2018, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 11. júní 2018, að Reykjavíkurborg veitti upplýsingar varðandi framkvæmdir í grennd við heimili kæranda og gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 15. ágúst 2018, og eru þar sett fram stutt svör við fyrirspurnum kæranda. Í bréfinu kemur fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent kæranda og að önnur gögn sem kærandi óski eftir séu ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Kærandi óskar eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál krefji Reykjavíkurborg um svör við tilteknum spurningum og afrit af gögnum. Kærandi telur svör Reykjavíkurborgar vera villandi og til þess gerð að kasta rýrð á starfsemi borgarinnar. Óskað er eftir því að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Reykjavíkurborg svari bæði efnislega og geri bragarbót á vinnubrögðum sínum. <br /> <br /> Kæran er sett fram í tólf töluliðum. Í tíu þeirra er óskað eftir því að úrskurðarnefndin krefji Reykjavíkurborg um svör við tilteknum spurningum eða beiti sér í tilteknum málum. Í tveimur töluliðum er að finna beiðni um aðgang að gögnum. Í 6. tölul. er farið fram á að Reykjavíkurborg sendi yfirlit yfir allar skráningar við fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Auk þess er farið fram á að sjá beiðnir um fundi við borgarstjóra og Ólöfu Örvarsdóttur og hvernig unnið hafi verið úr þeim beiðnum. Fram kemur að Reykjavíkurborg hafi aldrei svarað þessum beiðnum. Þá má ráða af 10. tölul. að beiðst sé aðgangs að gögnum varðandi skuggavarp, hæð manar, og teikningar í tengslum framkvæmd við tiltekna götu í Reykjavík. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 18. september 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 2. nóvember 2018, segir að kæranda hafi verið svarað með bréfi, dags. 15. ágúst 2018, þar sem fram komi að þau gögn sem kærandi óskaði eftir hefðu ýmist verið afhent kæranda eða að ekki væru til gögn um atriði sem spurt hafi verið um. Með kæru til úrskurðarnefndarinnar óski kærandi eftir svörum eða nánari útlistunum á tilteknum atriðum en að ekki verði séð að kærandi óski eftir gögnum nema í tveimur tilfellum. Þær beiðnir hafi ekki borist Reykjavíkurborg fyrr en með kærunni. Í öðrum liðum kærunnar virðist kærandi óska eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál knýi á um svör frá Reykjavíkurborg við spurningum kæranda. Reykjavíkurborg telji sig þegar hafa svarað öllum spurningum kæranda með fullnægjandi hætti. Það heyri auk þess ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að knýja stjórnvald til svara við spurningum. <br /> <br /> Tekið er fram í umsögninni að í 6. tölulið kærunnar óski kærandi eftir því að Reykjavíkurborg sendi kæranda yfirlit yfir allar skráningar um fyrirspurnir kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Ekki sé unnt að verða við beiðninni með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem yfirlitið liggi ekki fyrir hjá Reykjavíkurborg. Einnig fari kærandi fram á að sjá beiðnir sínar um fundi við borgarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og hvernig hafi verið úr þeim beiðnum en þau gögn hafi kærandi fengið afhent. Hvað varði tölulið nr. 10 í beiðni kæranda, sem fjalli um beiðni kæranda um aðgang að teikningum um skuggavarp, þá séu þær ekki fyrirliggjandi og geti Reykjavíkurborg því ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnsins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Farið er fram á að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Umsögninni fylgdi afrit af svarbréfi Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 1. nóvember 2018, við beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 14. september 2018, þar sem beiðninni er svarað efnislega á sama veg og skýrt er frá í umsögninni. Vakin er athygli á kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá fylgdu einnig afrit gagna sem afhent voru 1. nóvember 2018.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. desember 2018, er m.a. ítrekuð krafa um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál krefji Reykjavíkurborg um efnisleg svör og að sveitarfélagið veiti aðgang að öllum umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að kæru vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar. Kærandi fer fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál veiti atbeina sinn til þess að krefja Reykjavíkurborg um svör við nánar tilgreindum spurningum auk þess sem óskað er eftir aðgangi að gögnum varðandi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í tengslum við tiltekna framkvæmd. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. Í því sambandi er bent á að umboðsmaður Alþingis fer samkvæmt lögum nr. 85/1997 með það hlutverk að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en í því felst m.a. eftirlit með því hvernig stjórnvöld standa að svörun erinda. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt sé að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018 og 804/2019. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að kærandi hafi fengið öll fyrirliggjandi gögn sem óskað hafi verið eftir með beiðni, dags. 11. júní 2018. Í kæru sé aðeins beiðst gagna í tveimur töluliðum af tólf en um sé að ræða beiðnir sem ekki hafi komið fram áður. Í umsögninni og í bréfi til kæranda, dags. 1. nóvember 2018, er tekin afstaða til þessara beiðna og liggur því fyrir ákvörðun stjórnvalds um aðgang að gögnum sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hvað varðar beiðni kæranda um yfirlit yfir allar skráningar við fyrirspurnunum er því svarað að slíkt yfirlit sé ekki fyrirliggjandi. Þá hafi Reykjavíkurborg afhent kæranda gögn þann 1. nóvember 2018 sem lúti að beiðnum kæranda um fundi við borgarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og hvernig unnið hafi verið úr þeim beiðnum. Hvað varðar beiðni kæranda um teikningar í tengslum við tiltekna framkvæmd kemur fram að ekki liggi fyrir teikningar varðandi skuggavarp. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum sem felld verði undir beiðni kæranda og að önnur umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Þegar umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því verður ekki hjá því komist að vísa frá kæru vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum, dags. 11. júní 2018, og beiðni um aðgang að gögnum um skuggavarp sem sett var fram í kæru, dags. 14. september 2018. <br /> <br /> Reykjavíkurborg svaraði beiðni kæranda um aðgang að yfirliti um skráningar á fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað á þá vegu að það sé ekki fyrirliggjandi. Fyrir liggur að upplýsingalög leggja ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Því er Reykjavíkurborg ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að útbúa yfirlit yfir allar skráningar á fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Eins og fram hefur komið gat Reykjavíkurborg hins vegar ekki látið við það sitja að synja beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur bar sveitarfélaginu að leiðbeina kæranda um afmörkun beiðninnar og í kjölfarið taka afstöðu til þess hvort því sé skylt að veita kæranda aðgang að fyrirspurnunum og svörum við þeim svo kærandi geti sjálf útbúið það yfirlit sem óskað var eftir. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hefur ekki farið fram hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Reykjavíkurborgar úr gildi að því er varðar aðgang að skráningum á fyrirspurnum kæranda og vísa henni aftur til Reykjavíkurborgar til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2018, er óskað eftir því að Reykjarvíkurborg afhendi fundargerðir, tölvupósta og dagskrá funda sem haldnir voru vegna tiltekins máls. Er hér um að ræða nýja gagnabeiðni sem kærandi þarf að beina til sveitarfélagsins.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A um aðgang að upplýsingum um fyrirspurnir kæranda til borgarinnar og hvernig þeim hafi verið svarað er vísað til Reykjavíkurborgar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

832/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem höfðu verið afmáðar úr samningum sem utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu við Íslenskar orkurannsóknir. Utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að upplýsingunum með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins að hluta, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en felldi úr gildi synjun ráðuneytisins að öðru leyti.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 832/2019 í máli ÚNU 18080004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. ágúst 2018, kærði A f.h. Stapa ehf., ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að samningum sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og utanríkisráðuneytið gerðu við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) án útstrikana.<br /> <br /> Þann 14. júlí 2018 óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum samningum sem utanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess hafi gert við íslenskar orkurannsóknir („ÍSOR“) frá árinu 2003 til þess dags er beiðnin var lögð fram. Í beiðninni kemur fram að kærandi hafi orðið þess áskynja að ÍSOR hafi gert víðtækan samning við umhverfis- og auðlindaráðuneytið þann 30. ágúst árið 2013 og að ÍSOR og ráðuneytið hafi gert viðaukasamning við þann samning þann 27. apríl 2018. Um sé að ræða verulegar fjárhæðir sem ríkisráðgjafarstofnun, sem samkvæmt lögum nr. 86/2003 sé ætlað að starfa á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði fái í hendur beint frá fagráðuneyti sínu auk þess sem það virðist vera undirliggjandi samkomulag um það að stærstu orkufyrirtækin (t.d. Landsvirkjun og Norðurorka) leggi ÍSOR til tugi milljóna til rannsókna, sem samkeppnisaðilum ÍSOR gefist ekki færi á að nálgast og virðist ekki að vita af. <br /> <br /> Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 14. ágúst 2018. Var kæranda veittur aðgangur að átta samningum á milli ÍSOR og ICEIDA. Utanríkisráðuneytið synjaði þó kæranda um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr sex samningum og viðaukum við þá. <br /> <br /> Í svarbréfi ráðuneytisins til kæranda kemur m.a. fram að ÍSOR sé ríkisstofnun sem keppi á markaði við einkaaðila, sbr. 5. gr. laga nr. 86/2003 og falli starfsemi þess því undir 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati ráðuneytisins hafi samningarnir að hluta til að geyma upplýsingar sem rétt þyki að leynt fari á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Vísað er til þess að þrátt fyrir að ÍSOR sé ríkistofnun sem sett hafi verið á fót með lögum fái stofnunin ekki framlög úr ríkissjóði. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 86/2003 og athugasemdum við greinina í frumvarpi til laganna starfi ÍSOR á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Meðal annars af þeim sökum hafi verið lagt til að stofnunin fengi ekki beinar fjárveitingar af fjárlögum og að einkaréttarlegar reglur um kaup og sölu giltu um þá þjónustu sem ÍSOR veitir en ekki reglur opinbers réttar um þjónustugjöld. Það sé mat ráðuneytisins að það fari þvert á framangreint ákvæði upplýsingalaga og rökin að baki því ef veittur verði aðgangur að samningum viðskiptalegs eðlis sem ÍSOR hafi gert. Slíkt geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu ÍSOR sem sé í samkeppni við innlend og erlend fyrirtæki á almennum markaði sem ekki séu skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. Ráðuneytið telji að í ljósi þess að beiðnin í málinu komi frá fyrirtæki í beinni samkeppni við ÍSOR, vegi hagsmunir ÍSOR þyngra en hagsmunir kæranda. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins til kæranda kemur einnig fram að aðgangur hafi verið takmarkaður með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Að mati ráðuneytisins sé hætta á því að óheftur aðgangur að samningunum skaði samskipti Íslands við erlend ríki og alþjóðastofnanir, einkum UN Environment. Af þeim sökum telji ráðuneytið eðlilegt að veita ekki umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að það sé útbreiddur misskilningur innan stjórnsýslunnar að ÍSOR njóti ekki beinna ívilnana beint frá ríkinu og að stofnunin þiggi ekki fé af fjárlögum. Í svari sem kæranda hafi borist frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hinn 25. júlí 2018 komi skýrt fram að það framlag sem ÍSOR fái með samningi við það ráðuneyti komi af fjárlögum ársins 2018. Þessu til viðbótar megi ráða af svörum Orkustofnunar og Jarðhitaskólans við fyrirspurn kæranda að sú húsleiga sem ríkisstofnanirnar greiði fyrir aðstöðu sína að Grensásvegi 9 sé langt undir markaðsverði. Það eitt og sér sé ívilnun í skilningi EES-reglna. Því sé erfitt að sjá að starfsemi ÍSOR sé í raun löguð að þeim lagagrunni sem um stofnunina hafi verið sett. Þá gæti misskilnings í svari utanríkisráðuneytisins varðandi stöðu ÍSOR í stjórnkerfinu en ÍSOR heyri undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Miðað við þær ívilnanir sem ÍSOR hljóti verði vart með sanngirni haldið fram að stofnunin starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði eins og kveðið sé á um í 5. gr. laga nr. 86/2003. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2018, var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins barst 23. október 2018. Í umsögninni segir m.a. að ráðuneytið hafi veitt kæranda aðgang að samningum ráðuneytisins við ÍSOR frá árinu 2003 til þess tíma er beiðnin var afgreidd. Aðgangur hafi þó verið takmarkaður að hluta á grundvelli 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfi ráðuneytisins til kæranda sé að finna rökstuðning fyrir ákvörðun um takmarkaðan aðgang. Sérstaklega hafi þar verið vísað til varfærnissjónarmiða við lögskýringu á ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna hættu á trúnaðarbresti í alþjóðasamstarfi. Einnig hafi verið vísað til samkeppnissjónarmiða við skýringu á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og fordæma úrskurðarnefndarinnar, m.a. í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011. Ráðuneytið árétti þær málsástæður og lagarök sem fram komi í bréfi þess til kæranda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem utanríkisráðuneytið afmáði úr sex samningum sem afhentir voru kæranda. Um er að ræða upplýsingar og fylgiskjöl eftirfarandi samninga: <br /> <br /> <dir>1. Samkomulag um lán á starfsmönnum ÍSOR til jarðhitaverkefnis ÞSSÍ í Úganda, dags. 19. desember 2003. <br /> 2. Þróunarsamvinnustofnun, Uganda 2005, dags. 25. maí 2005.<br /> 3. Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu, samningur 2008, dags. 1. október 2008. <br /> 4. Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna, dags. 17. september 2009. <br /> 5. Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, dags. 23. nóvember 2010. <br /> 6. Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra Orkurannsókna, ódagsettur.</dir><br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum í samningunum er reist á 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um atriði sem tiltekin eru í 6 töluliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur almennings leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu.<br /> <br /> Í 2. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt: <br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. <br /> <br /> Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 813/2019 og 764/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að rekstur ÍSOR feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samkeppnisrekstur sem fyrirtækið verður að standa og falla með. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að þeir samningar sem kærandi óskaði aðgangs að feli í sér upplýsingar um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast. <br /> <h2>2.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar úr 5. gr. samningsins „Samkomulag um lán á starfsmönnum ÍSOR til jarðhitaverkefnis ÞSSÍ í Úganda“, dags. 19. desember 2003. Í greininni er kveðið á um upphæð greiðslna til ÍSOR til að bæta stofnuninni það tekjutap sem stofnunin verði fyrir vegna launalausra leyfa starfsmanna samkvæmt samningnum. <br /> <br /> Þá afmáði ráðuneytið 3. efnisgrein samningsins „Þróunarsamvinnustofnun, Uganda 2005“, dags. 25. maí 2005. sem fjallar um fyrirkomulag vinnu starfsmanna ÍSOR fyrir ÞSSÍ við verkefni í Úganda árið 2005. Í efnisgreininni er fjallað um greiðslur Þróunarsamvinnustofnunar til ÍSOR vegna láns á starfsmönnum, heimildir ÍSOR til þess að kynna þátttöku starfsmannanna í verkefninu og nöfn starfsmanna sem áætlað var að kæmu að verkinu. <br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að afmá ofangreindar upplýsingar úr samningunum er rökstudd með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að um sé að ræða upplýsingar um samkeppnisrekstur ÍSOR. Upplýsingarnar varða aftur á móti einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur hagsmuni af að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er aðgangur almennings að upplýsingunum ekki til þess fallinn að hafa áhrif á samkeppnishagsmuni ÍSOR eða valda stofnuninni tjóni en upplýsingarnar eru komnar nokkuð til ára sinna. Úrskurðarnefndin telur þar af leiðandi ekki að ÍSOR hafi slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings. Er það því mat nefndarinnar að utanríkisráðuneytinu að sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem afmáðar voru úr samningunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Á kærandi því rétt til aðgangs að samningunum án útstrikana. <br /> <h2>3.</h2> Samningurinn „Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu, dags. 1. október 2008“, er um framkvæmd og kostun jarðeðlisfræðilegra rannsókna á jarðhitasvæðinu við eldfjallið Alid í Eritreu. Afmáðar voru upplýsingar í 1. gr. og 4. gr. samningsins og synjað um aðgang að fylgiskjali með samningnum í heild sinni, með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er að finna skilgreiningu verksins, á hvaða tímabilið verkið verði unnið og hver beri ábyrgð á verkefninu. Hafa þar verið afmáðar upplýsingar um að hluti þess verði unninn af Jarðfræðistofnun Eritreu samkvæmt samningi sem teljist fylgiskjal með samningnum. <br /> <br /> Í 4. gr. er kveðið á um þann kostnað sem ÞSSÍ beri að greiða ÍSOR vegna verkefnisins, upphæð hans og hvenær hann skuli greiddur. Í fylgiskjali með samningnum, sem telst vera hluti hans, er að finna kostnaðaráætlun á ensku. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki að upplýsingar um að ÍSOR og Jarðfræðistofnun Eritreu hafi stofnað til samstarfs um jarðhitaverkefni séu upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir krefjist að leynt fari, sbr. 2. tölul. 10 gr. upplýsingalaga. Ekki verður séð að aðgangur almennings að upplýsingunum geti haft neikvæð áhrif á samskipti og gagnkvæmt traust á milli Íslands og Eritreu en ákvæðinu verður aðeins beitt ef hætta er á því að milliríkjasamskipti torveldist. Verður því kæranda ekki synjað um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin ekki að í samningsákvæðinu komi fram upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar sem fram koma í 4. gr. samningsins um greiðslur ÞSSÍ til ÍSOR vegna verkefnisins er um að ræða samkomulag um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur á ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ÍSOR ekki slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því utanríkisráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr 4. gr. samningsins. <br /> <br /> Hvað varðar fylgiskjal með samningnum þá er um að ræða kostnaðaráætlun vegna jarðhitaverkefnisins. Kemur þar fram ferðakostnaður starfsmanna ÍSOR og farangurs, kostnaður vegna vinnu starfsmanna ÍSOR á vettvangi og annar kostnaður vegna verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að framangreindar upplýsingar varði viðskipti ÍSOR á samkeppnissviði stofnunarinnar. Til þess er hins vegar að líta að upplýsingarnar voru tíu ára gamlar þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að þeim og varða aðeins eitt afmarkað verkefni. Er því vandséð að mikilvægir samkeppnishagsmunir ÍSOR standi aðgangi almennings í vegi, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í fylgiskjalinu koma einnig fram upplýsingar um hvað Jarðfræðistofnun Eritreu leggi til verkefnisins. Þær upplýsingar varða framkvæmd þróunarverkefnis samkvæmt samningi Íslands og Eritríu og þar af leiðandi lúta þær einnig að samskiptum ríkja í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að undanskilja upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum með vísan til undanþáguákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda hefur nefndin ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu utanríkisráðuneytisins að óheftur aðgangur almennings að slíkum upplýsingum geti verið til þess fallinn að torvelda samstarfsverkefni ríkja. <br /> Með vísan til þessa er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt á aðgangi að upplýsingunum sem afmáðar voru úr samningnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, að undanskildum upplýsingum um framlag Jarðfræðistofnunar Eritreu til verkefnisins í fylgiskjali með samningnum. <br /> <h2>4.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar sem fram koma í 1.-3. gr. samningsins „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna“, dags. 17. september 2009, og synjaði kæranda um aðgang að tveimur viðaukum við samninginn í heild sinni, með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með samningnum er ÍSOR falið að veita sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita í Níkaragva árið 2009 og er tekið fram að verkefnið sé hluti af þróunaraðstoð ÞSSÍ. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er fjallað um skilgreiningu verks- og samningsgagna. Þar er einkum vísað til tveggja viðauka við samninginn, verk- og fjárhagsáætlunar. Í 2. gr. samningsins er að finna ákvæði um verkgreiðslur en synjað var um aðgang að greininni í heild sinni. Í 3. gr. hans er vísað til þess að verk- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2009 séu fylgiskjöl með samningnum en synjað er um aðgang að greininni í heild sinni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela framangreind ákvæði samningsins ekki í sér upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða þær ekki undanskildar upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 10. gr. enda er ekki um að ræða upplýsingar um þau samskipti sem njóta verndar ákvæðisins. Utanríkisráðuneytinu ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Í viðauka I með samningnum kemur fram ítarleg kostnaðaráætlun verkefnisins en fram kemur að hún hafi verið unnin sameiginlega af ráðuneyti í Níkaragva, ÞSSÍ og ÍSOR. Í kostnaðaráætluninni er tiltekinn sá kostnaður sem stjórnvöld í Níkaragva, ÞSSÍ og ÍSOR hafi vegna verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu utanríkisráðuneytisins að aðgangur almennings að kostnaðaráætluninni, sem felur í sér upplýsingar um kostnað og kostnaðarskiptingu íslenska ríkisins og samstarfsríkis vegna verkefni, geti torveldað samninga um samstarfsverkefni við erlend ríki. Er því fallist á að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að takmarka aðgang að viðauka 1 með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í viðauka II með samningnum er að finna kostnaðaráætlun ÍSOR vegna verkefnisins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er um að ræða upplýsingar um viðskipti ÍSOR á samkeppnissviði stofnunarinnar. Upplýsingarnar varða hins vegar einnig framkvæmd þróunarverkefnis samkvæmt samningi Íslands og Níkaragva og þar af leiðandi lúta þær einnig að samskiptum ríkja í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að undanskilja upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum með vísan til undanþáguákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda geti óheftur aðgangur almennings að slíkum upplýsingum verið til þess fallinn að torvelda samstarfsverkefni ríkja. <br /> <h2>5.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar sem fram koma í 1. og 2. gr. samningsins „Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands“, dags. 23. nóvember 2010, þar sem samið er um að ÍSOR taki að sér að uppfæra eigna- og mannauðslista ARGeo (African Rift Geothermal Development Facility) og taka saman skýrslu um stöðu jarðhitamála í Austur-Afríku. Þá voru afmáðir hlutar úr tveimur fylgiskjölum við samninginn. Vísað er til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er fjallað um skilgreiningu verks- og samningsgagna. Kemur þar fram nánari lýsing á þeirri sérfræðiaðstoð sem ÍSOR tekur að sér að veita með samningnum auk þess sem vísað er til fylgiskjals með samningnum. Í 2. gr. hans er að finna ákvæði um verkgreiðslur til ÍSOR. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki um að ræða upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða þær ekki undanskildar á grundvelli 2. tölul. 10. gr. enda lúta þær ekki með beinum hætti að þeim samskiptum sem vernduð er með ákvæðinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ráðuneytinu hafi verið heimilt að afmá fjórðu málsgrein og síðasta málslið efnisgreinar 5 í fylgiskjali 1 með samningnum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, enda eru þær upplýsingar sem þar koma fram til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á þá hagsmuni sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Hins vegar verður ekki séð að upplýsingar, sem afmáðar voru á blaðsíðu 2 í fylgiskjalinu, sem fjalla um það hvernig mat starfsmanns ÍSOR skuli fara fram, verði felldar undir undantekningarákvæði 10. gr. upplýsingalaga, enda er hvorki um að ræða upplýsingar um samskipti sem felld verða undir 2. tölul. né upplýsingar sem varða mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR, sbr. 4. tölul. greinarinnar. <br /> <br /> Kæranda var synjað um aðgang að fylgiskjali 2 í heild sinni. Upplýsingarnar fjalla um ARGeo samstarfsverkefnið, markmið þess verkefnis sem samið var um, aðferðafræðina sem notuð verði við vinnslu verkefnisins og tungumál verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að jafnvel þótt upplýsingarnar varði samstarf íslenska ríkisins og fjölþjóðastofnunar séu upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum ekki viðkvæmar og tæplega til þess fallnar að torvelda samstarf eða valda nokkru tjóni, verði þær gerðar aðgengilegar. Því telur nefndin ekki skilyrði til þess að fella viðaukann undir undanþáguákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur eiga ekki við um upplýsingarnar verður að fallast á rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <h2>6.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði einnig upplýsingar úr 1. gr. og 3. gr. samningsins „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra Orkurannsókna“, ódagsettur. Þá voru afmáðar upplýsingar úr hlutum viðauka við samninginn. Auk þess var kæranda synjað um aðgang að fylgiskjali með samningnum og viðauka við hann. Vísað er til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með samningnum var samið um að ÍSOR taki að sér sérfræðiaðstoð á sviði jarðhitamála vegna stuðnings ÞSSÍ við jarðhitaleit í Búrúndi.<br /> <br /> Úr 1. gr. samningsins voru afmáðar upplýsingar um að verkið sé skilgreint í fylgiskjali sem teljist hluti samningsins. Í 3. gr. samningsins voru afmáðar upplýsingar um verkáætlun og fjárhagsáætlun. Þar koma m.a. fram afsláttarkjör vegna útseldrar vinnu og efnagreininga, heildarkostnaður vegna verksins og sundurliðaður kostnaður. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að um sé að ræða upplýsingar sem varða samkeppnisrekstur ÍSOR. Upplýsingarnar varða aftur á móti einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er aðgangur almennings að upplýsingunum ekki til þess fallinn að hafa áhrif á samkeppnishagsmuni ÍSOR eða valda stofnuninni tjóni. Úrskurðarnefndin telur því ekki að ÍSOR hafi slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings. Er það því mat nefndarinnar að utanríkisráðuneytinu að sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem afmáðar voru úr samningunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða upplýsingarnar ekki undanþegnar með vísan til 2. tölul. greinarinnar. <br /> <br /> Úr fylgiskjali I með samningnum voru afmáðar upplýsingar úr 3. málsgrein sem fjallar um umfang verkefnis ráðgjafa á vegum ÍSOR í Búrúndí og 5. gr. sem kveður á um áfangagögn. Þá hafa verið afmáðar úr 6. málsgrein upplýsingar um dagsetningar verkefnisins. Auk þess var kæranda synjað um aðgang að viðauka við samninginn en þar er að finna uppkast að verkáætlun vettvangsvinnu sem segir til um dagskrá starfsmanna ÍSOR í Búrúndí. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að jafnvel þótt þessar upplýsingar varði samstarf íslenska ríkisins við annað ríki séu upplýsingarnar sem fram koma í þessum samningsákvæðum ekki viðkvæmar og til þess fallnar að valda nokkrum skaða í samskiptum Íslands og Búrúndí. Eru því ekki efni til þess að fella þær undir undanþáguákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur eiga ekki um upplýsingarnar verður að fallast á rétt kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda, Stapa ehf., um aðgang að eftirfarandi upplýsingum: <br /> <br /> <dir>1. Upplýsingum um framlag Jarðfræðistofnunar Eritreu á bls. 2. í fylgiskjali með samningnum „Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu“, dags. 1. október 2008.<br /> 2. Viðaukum I og II við samninginn „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna“, dags. 17. september 2009.<br /> 3. Fjórðu málsgrein og síðasta málslið efnisgreinar 5 í fylgiskjali 1 með samningnum „Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands“, dags. 23. nóvember 2010.</dir><br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti felld úr gildi og lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem synjað var um aðgang að. <br /> <br /> </p> <p >Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <br />

831/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Kæru var vísað frá þar sem afgreiðsla embættis ríkisendurskoðanda á beiðni um aðgang að gögnum er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 831/2019 í máli ÚNU 19090015.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 16. september 2019, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að reikningum flokka og framboða vegna sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum vorið 2018. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að ef afgreiðsla máls dragist óhæfilega þá sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 16. september 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

830/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 830/2019 í máli ÚNU 19060008. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 20. júní 2019, kærði A, töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar um ársskýrslu sjálfseignarstofnunarinnar.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. gr. laganna taka upplýsingalög einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses er sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur. Þekkingarsetur Vestmannaeyja er hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þá á 3. gr. upplýsingalaga ekki við í málinu. Þar sem upplýsingalög taka ekki til Þekkingarseturs Vestmannaeyja verður að vísa frá kæru vegna tafa stofnunarinnar á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 20. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

829/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 829/2019 í máli ÚNU 19050024. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A, töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar um nöfn umsækjanda í stöðu safnstjóra „Safnaheima“.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. gr. laganna taka upplýsingalög einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses er sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur. Stofnunin er m.a. rekstraraðili byggðarsafnsins Sagnheimar. Þekkingarsetur Vestmannaeyja er hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þá er rekstur stofnunarinnar á byggðasafninu Safnheimar ekki þjónusta sem fellur undir 3. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi taka upplýsingalög ekki til Þekkingarseturs Vestmannaeyja og verður því að vísa frá kæru vegna tafa stofnunarinnar á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 13. maí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

828/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að sérfræðiálitum sem veitt voru í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Úrskurðarnefnd féllst á það með embætti ríkislögmanns að embættinu væri heimilt að takmarka rétt kæranda til aðgangs að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Taldi nefndin embætti ríkislögmanns vera sérfróðan aðila í skilningi ákvæðisins auk þess sem gögn sem stöfuðu frá öðrum sérfróðum aðilum yrðu felld undir ákvæðið. Var því ákvörðun embættisins staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 828/2019 í máli ÚNU 19030014.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. mars 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun ríkislögmanns um synjun beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Málsatvik eru þau að hinn 14. mars 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hverjir veittu íslenska ríkinu sérfræðiráðgjöf í málinu og álitum þeirra í minnisblöðum eða á öðru formi. Í beiðninni er vísað til umræðu um Landsrétt og sérfræðiráðgjöf sem ráðherrar í ríkisstjórn, forsætis- og dómsráðherra, hafi vísað til. Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 25. mars 2019. Þar segir að embættið telji umbeðin gögn falla undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda standi þau í samhengi við álitamál um hvort skjóta beri málinu til yfirdeildar dómstólsins. Auk þess er vísað til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji meginregluna um gagnsæja stjórnsýslu gilda um málarekstur íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Almannahagsmunir séu fólgnir í því að fá fram þessi sérfræðisjónarmið og að greint sé frá þeim í fjölmiðlaumfjöllun um Landsréttarmálið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 8. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns um kæruna, dags. 29. apríl 2019, kemur m.a. fram að beiðni kæranda hafi verið afmörkuð með þeim hætti að hún lyti að sérfræðiráðgjöf sem látin var í té í tengslum við eða að fenginni niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu (kærumál nr. 26374/18). Fram hafi komið opinberlega að leitað hafi verið ráðgjafar sérfræðinga áður en dómurinn féll. Beri þar að nefna Hafstein Dan Kristjánsson, Davíð Þór Björgvinsson, Thomas Horn og starfsmenn dómsmálaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Fram kemur að forsætisráðuneytið hafi upplýst um það hverjir hafi komið að ráðgjöf við samningu greinargerðar íslenska ríkisins. <br /> <br /> Hvað varðar gögnin sjálf er vísað til ákvæðis 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem mæli fyrir um að bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Ýmis gögn falli undir upplýsingabeiðnina, einkum tölvupóstsamskipti. Um sé að ræða minnisblöð, yfirlestur á drögum í mörgum útgáfum, viðbætur, hugleiðingar og ábendingar af ýmsu tagi.<br /> <br /> Fram kemur að ríkislögmaður, sem starfi á grundvelli laga nr. 51/1985 um ríkislögmann, hafi farið með fyrirsvar fyrir íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og að um sé að ræða hefðbundið umboð fyrir íslenska ríkið við rekstur dómsmála. Tekið er fram að málið sé enn til meðferðar en dómur í málinu sé enn ekki endanlegur. Að mati embættisins séu álitamál, um það hvort leita beri eftir heimild til að skjóta dóminum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins á grundvelli 43. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. reglna dómstólsins, einnig hluti af rekstri dómsmálsins í skilningi 3. töluliðs 6. gr. upplýsingalaga. Þá eigi ákvæði 3. tölul. 6. gr. auk þess við um athugun á því hvort eða hvernig sé tekið til varna í dómsmáli, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-512/2013. Því telji embættið að öll þau gögn og samskipti sem beiðnin lúti að falli undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni kemur einnig fram að um sé að ræða vinnugögn embættisins eða stjórnvalda sem heimilt sé að undanþiggja upplýsingarétti almennings með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns segir einnig að þegar komi að rekstri dómsmála á grundvelli laga nr. 51/1985 geti embættið ekki fallið undir 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og sé því þar af leiðandi ekki skylt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af umbeðnum gögnum á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Embættið geti ekki átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni heldur það stjórnvald sem ráðgjöfinni hafi verið beint til eða eftir atvikum minnisblöðum. Gildi þá einu hvort ráðgjöf eða álit hafi stafað frá embætti ríkislögmanns eða öðrum. Því beri að vísa kærunni frá nefndinni. <br /> <br /> Umsögn embættis ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> Með bréfi til embættis ríkislögmanns, dags. 12. júní 2019, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um afrit af þeim gögnum sem beiðni kæranda lýtur að. Með bréfi, dags. 3. júlí, afhenti embætti ríkislögmanns úrskurðarnefndinni hluta umbeðinna gagna. Í bréfi sem fylgdi gögnunum kemur m.a. fram að því hafi verið svarað hverjir hafi veitt sérfræðiráðgjöf í tengslum við málareksturinn en þess beri einnig að geta að Thomas Horn, fyrir milligöngu Ara Karlssonar lögmanns, hafi lesið yfir greinargerðardrög á fyrri stigum með ábendingum. Í bréfinu segir enn fremur að embættið telji augljóst að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða undirbúning og ráðgjöf vegna dómsmáls þar sem rétt hafi þótt að leita víða fanga við sérfræðiráðgjöf. Þá sé um að ræða minnisblöð sem rituð hafi verið eftir að dómur gekk og ráðagerðir hafi verið uppi um að óska eftir heimild til að skjóta dóminum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Það hafi nú verið gert og enn sé beðið niðurstöðu um hvort það verði heimilað. Öll gögnin hafi því orðið til vegna dómsmáls sem enn sé til meðferðar. Vísað er til úrskurða nefndarinnar nr. A-512/2013, A-300/2009 og A-327/2010. Þá er tekið fram að einhver þessara gagna kunni að hafa verið kynnt á fundum ríkisstjórnar. Loks séu gögnin einnig vinnugögn stjórnvalda, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þann 12. september 2019 var nefndinni veittur aðgangur að þeim gögnum sem embætti ríkislögmanns felldi undir beiðni kæranda. Samdægurs ritaði úrskurðarnefndin embætti ríkislögmanni bréf þar sem þess var farið á leit við embættið að það tæki afstöðu til þess hvort veita ætti aðgang að gögnunum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. laganna. Embætti ríkislögmanns svaraði með bréfi, dags. 16. september 2019. Þar kemur fram að embættið telji ekki að veita skuli aðgang að gögnunum umfram skyldu á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Ástæður þess séu þær að í gögnunum séu margháttuð samskipti við sérfræðinga og ráðuneyti vegna meðferðar dómsmálsins. Í þeim fari fram skoðanaskipti og gagnrýni sem sérfræðingar og starfsmenn ráðuneyta verði að geta treyst að almenningur fái ekki aðgang að. Fólk verði að geta varpað fram hugmyndum eða gagnrýnt hugmyndir og sjónarmið annarra án þess að það komi fyrir almenningssjónir. Þá geti verið alls kyns persónuleg atriði í gögnunum. Ætla verði að sérfæðingar sem að dómsmálum komi, svo og embættismenn og starfsfólk ráðuneyta gangi út frá því þegar unnið sé að dómsmáli af þessu tagi að samskiptin falli undir undanþáguákvæði 6. gr. upplýsingalaga og að ekki verði veittur aðgangur að þeim umfram skyldu. Í þessu tilliti eigi einnig við þau rök sem fram komi í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, þ.e. að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Einsýnt sé að með því að veita upplýsingar af þessu tagi sé fátt sem komi í veg fyrir að þær berist gagnaðila málsins og þá með þeim afleiðingum að ríkið í þessu tilliti standi höllum fæti í dómsmálum.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Af þessu leiðir að gildissvið laganna er afmarkað við starfsemi þeirra sem fara með stjórnsýslu og teljast til framkvæmdarvaldshafa samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Ekki skiptir í grundvallaratriðum máli hvers eðlis sú starfsemi er sem fram fer á vegum þessara aðila heldur er við afmörkun á gildissviði laganna fyrst og fremst litið til þess hvort viðkomandi aðili teljist samkvæmt formlegri stöðu sinni í stjórnkerfinu vera opinbert stjórnvald. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985 er embætti ríkislögmanns sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Stjórnarráð Íslands. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur því ekki vafi á því að embætti ríkislögmanns er stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Af því leiðir að lögin taka til allrar starfsemi embættisins og var því gagnabeiðninni réttilega beint að ríkislögmanni, sbr. einnig 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og ákvörðun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>2.</h2> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir upplýsingum um hverjir það voru sem veittu íslenska ríkinu sérfræðiráðgjöf í málinu og álit þeirra í minnisblöðum eða á öðru formi. Af hálfu embættis ríkislögmanns hefur komið fram að fyrirspurn kæranda um hverjir hafi veitt embættinu sérfræðiaðstoð hafi verið svarað. Því stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum sem tengjast samskiptum sérfræðinganna og embættis ríkislögmanns og samskiptum embættisins og sömu sérfræðinga við forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins. <br /> <br /> Synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda byggir einkum á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir: <br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Að sama skapi verður að líta svo á að bréfaskipti ríkislögmanns við sérfróða aðila sem fara fram í tengslum við dómsmál, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1985, falli einnig undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem embætti ríkislögmanns felldi undir gagnabeiðni kæranda. Um er að ræða samskipti, tölvupósta, minnisblöð, drög og önnur skjöl sem send voru á milli ríkislögmanns, sérfróðra aðila, forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins vegna málareksturs fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hvort sem gögnin stafa frá embætti ríkislögmanns, sérfróðum aðilum sem embættið leitaði til í tengslum við málið eða ráðuneyti vegna samskipta við fyrrnefnda aðila telur úrskurðarnefndin ekki leika vafa á því að heimilt er að undanþiggja slík gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem urðu til í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og sem tengjast sérfræðiráðgjöf sem veitt var vegna málsins. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 25. mars 2019, um að synja beiðni A, blaðamanns, um aðgang að gögnum er varða sérfræðiráðgjöf sem veitt var í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> <p>&nbsp;</p> <br />

827/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 827/2019 í máli ÚNU 19040009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. apríl 2019, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðu-neytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 5. apríl 2019, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Kærandi grundvallaði beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fjármála- og efnahagsráðuneytið svaraði beiðninni með bréfi, dags. 5. apríl 2019. Í svarinu kemur m.a. fram að skjalið hafi borist ráðuneytinu með bréfi Ríkisendurskoðunar til athugasemda og upplýsinga og var í því sambandi vísað til 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Ráðuneytinu sé óheimilt að verða við upplýsingabeiðninni þar sem skjalið falli undir ákvæði 3. mgr. 15. gr. tilvitnaðra laga sem felur í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi m.a. til þess að í frétt sem birst hafi verið á vefsíðu DV 1. júlí 2018 komi fram að verkefni fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda væri að mestu lokið en hann ætti þó enn eftir að skila af sér skýrslu varðandi niðurstöðu eftirlitsins. Haft hafi verið eftir honum að hann myndi fljótlega kynna niðurstöður athugunar sinnar fyrir réttum aðilum og í kjölfarið yrðu þær gerðar opinberar og að kostnaður við eftirlitið væri rúmar 30 milljónir króna. Fram kemur að kærandi byggi á því að hann eigi rétt til aðgangs að greinargerðinni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Greinargerðin geti ekki talist vinnugagn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsinga-laga þar sem hún hafi verið afhent öðrum en aðilum máls eða eftirlitsaðilum samkvæmt laga-skyldu, s.s. ráðuneytinu, umboðsmanni Alþingis, forseta Alþingis og Seðlabanka Íslands. Vegna þessa geti hún heldur ekki fallið undir undantekningarákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem fela í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings beri að skýra þröngri lögskýringu og hafa beri í huga að settur ríkisendurskoðandi sem ritaði greinargerðina hafi lokið störfum, auk þess sem starfsemi Lindarhvols ehf. sé lokið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. apríl 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði afhent afrit af hinni umbeðnu greinargerð. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 16. apríl 2019, kemur fram að í kæru gæti rangs skilnings á þeim lagaákvæðum sem vísað er til í ákvörðun ráðuneytisins. Skjalið varði eftirlit með framkvæmd samnings ráðherra og Lindarhvols ehf. og endurskoðun ársreikninga félagsins, sbr. 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Fram komi í bréfi sem fylgir skjalinu að verkefninu sé ekki lokið og á forsíðu þess standi „staða verkefnis í lok maí 2018“. Greinargerðin sé ófullbúin og hafi verið send ráðuneytinu til athugasemda og upplýsinga með bréfi, dags. 10. ágúst 2018. Ekki leiki vafi á að hún hafi verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Fjallað er efnislega um 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkis-reikninga þar sem fram kemur að drög að skýrslum eða greinargerðum sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu undanþegin aðgangi almennings og sé ráðherra aðili að þeim samningi sem drögin lúta að. Þá er tekið fram að málið sé enn til meðferðar Ríkisendur-skoðunar og greinargerðin hafi ekki verið send Alþingi eða birt opinberlega eins og áskilið er í 3. mgr. 16. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga þegar um niðurstöður sé að ræða. Jafnframt kemur fram að ráðuneytið hafi ekki komið að ritun draganna og eigi því 8. gr. upplýsingalaga ekki við. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 3. maí 2019, er ítrekað að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið afhent fjölmörgum aðilum án lagaskyldu, þ. á m. Seðlabanka Íslands, forseta Alþingis og umboðsmanni Alþingis og því geti þau ekki talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að sérstakt undantekningarákvæði hafi verið lögfest með lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þannig segi í 3. mgr. 15. gr. laganna að drög að skýrslum eða greinargerðum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu undanþegin aðgangi. Vísað er til athugasemda í frumvarpi með lögunum um að drög séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum. Fram kemur að lögin mæli fyrir um sérstaka undantekningu á aðgangi í tilviki gagna sem send séu þeim sem sæti athugun eða eftirliti ríkisendurskoðanda á grundvelli 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Ekki stoði að byggja á þessu undantekningarákvæði í því tilviki sem hér um ræði þar sem greinargerðin hafi verið send til fjölmargra aðila án lagaskyldu og ekki í þeim tilgangi að leita athugasemda. Eins og fram komi í frumvarpinu séu gögn sem þessi vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum. Þá kemur fram að hafi settur endurskoðandi ætlað að halda þessum gögnum frá almenningi hafi honum verið í lófa lagið að senda þau aðeins til þess aðila sem sæti athugun ríkisendurskoðanda, Lindarhvoli ehf., til athugasemda og þannig koma í veg fyrir að gögnin glati stöðu sinni sem vinnuskjöl. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Félagið lauk starfsemi í febrúar 2018 en það var stofnað þann 15. apríl 2016, með þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands og annan skyldan rekstur. Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Kemur því til athugunar úrskurðar-nefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar-reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geta fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengi-legar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendur¬skoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sé ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðenda, einnig þegar slík drög hafa verið afhent stjórn-völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og eins og fram hefur komið var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Samkvæmt framangreindu er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi á framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

826/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 826/2019 í máli ÚNU 190200014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 15. febrúar 2019, kærði A lögmaður, f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 11. febrúar 2019, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Kærandi hafði áður kært til úrskurðarnefndarinnar synjun ráðuneytins á beiðni hans um aðgang að sömu greinargerð. Úrskurðarnefndin felldi málið niður, þar sem kæran barst að liðunum kærufresti, í samræmi við samþykki aðila, sbr. mál ÚNU 19010004.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 15. febrúar 2019, þar sem fram kom að sama beiðni hefði áður borist ráðuneytinu og hefði henni verið synjað með vísan til 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu, væri í formi draga og athugun málsins ekki lokið. Ekkert nýtt hefði komið fram sem breytti þeirri afgreiðslu. Ekki var leiðbeint um kærurétt en á það bent að bærist ráðuneytinu beiðni frá öðrum aðila en kæranda mætti ætla að sú ákvörðun væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. febrúar 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst 6. mars 2019. Þar segir að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til erindis kæranda þann 5. nóvember 2018 í máli ÚNU 19010004. Ráðuneytið líti svo á að erindið sem svarað hafi verið í febrúar hafi falið í sér beiðni um endurupptöku á stjórnsýsluákvörðun ráðuneytisins frá nóvember 2018 en ekki nýja stjórnvaldsákvörðun. Ráðuneytið hafi ekki talið að skilyrði 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um endurupptöku máls hafi verið uppfyllt. Svar ráðuneytisins til kæranda hafi því ekki falið í sér nýja synjun á beiðni um aðgang að gögnum, heldur hafi verið vísað til þess að málinu væri þegar lokið af hálfu ráðuneytisins og að ekki væru forsendur til að taka það upp á nýju. Ráðuneytið telji að nefndin geti tekið kæruna til meðferðar, að uppfylltum skilyrðum 28. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytið telji ekki unnt, með hliðsjón af tilgangi með kærufresti upplýsinga-laga, að horfa eingöngu til þess undir hvaða yfirskini erindið sé sent heldur skuli stjórnsýslu-meðferð þess fyrst og fremst ráðast af efnislegu inntaki. Línan milli nýs stjórnsýslumáls og endurupptöku eldra máls geti hins vegar verið óskýr. Það sé mat ráðuneytisins að sjónarmið að baki kærufrestum í stjórnsýslumálum, að skapa festu í stjórnsýsluframkvæmd, væru fyrir borð borin ef málsaðili geti ítrekað lagt fyrir stjórnvald erindi sama efnis, þegar kærufrestir séu liðnir. Í þessu sambandi horfi ráðuneytið til almannahagsmuna sem tengist varanleika og skilvirkni í stjórnsýsluframkvæmd og því að úrlausnir séu endanlegar, með eðlilegum fyrirvara um skilyrði fyrir afturköllun eða endurupptöku sem kunni að vera fyrir hendi. <br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að hin kærða afstaða frá nóvember 2018 snúist um lagatúlkun sem ráðuneytið telji sjálfsagt að nefndin taki afstöðu til, á þeim grundvelli sem hún telji eiga við. Í þessu tilviki verði þó ekki fram hjá því horft að kærandi hafi látið hjá líða að nýta tæk réttarúrræði, með því að aðhafast ekki innan lögmælts kærufrests. Þegar úrlausn sé ekki kærð innan frests öðlist hún endanleg efnisleg réttaráhrif. Þannig liggi fyrir niðurstaða innan stjórn-sýslunnar um beiðni kæranda, með fyrirvara m.a. um mögulega beitingu 28. gr. stjórnsýslulaga. Í því sambandi kunni m.a. að skipta máli að ráðuneytið hafi rækt leiðbeiningar¬skyldu sína, sbr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 20. mars 2019, segir m.a. að ekkert sé því til fyrirstöðu að upplýsingabeiðni væri lögð fram aftur enda séu upplýsingar þannig að annað hvort séu þær aðgengilegar almenningi á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eða ekki. Kærandi segir ágreining málsins lúta að því hvort ráðuneytið hafi undir höndum greinargerð setts ríkisendur-skoðanda eða drög að greinargerð sem send hafi verið til umsagnar ráðuneytisins. Í bréfi Sigurðar Þórðarsonar fyrrv. setts ríkisendurskoðanda, dags. 22. nóvember 2018, til kæranda komi fram að hann hafi með bréfi 27. júlí 2018 til forseta Alþingis, afhent greinargerð, en Sigurður hafði þá látið af starfi sem settur ríkisendurskoðandi. Í bréfi hans til forseta Alþingis, dagsettu sama dag, segir að greinargerðin sé send ríkisendurskoðanda ásamt vinnugögnum. Auk þess sé greinargerðin send fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og umboðsmanni Alþingis. Í bréfinu til forseta Alþingis sé hvergi minnst á drög að greinargerð eða ráð fyrir því gert að þessir aðilar komi að athugasemdum eða skila inn umsögn vegna greinargerðarinnar, né sé umsagnar óskað. Þetta komi síðan skýrt fram í bréfi Alþingis til kæranda, dags. 25. febrúar 2019. Með hliðsjón af þessu mætti ætla að ráðuneytið sé að vísa til einhvers annars gagns en beiðni kæranda nái til. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur fram að samkvæmt öllum fyrirliggjandi gögnum sé um að ræða endanlega greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi ekki verið send ráðuneytinu til kynningar eða umsagnar heldur sem lokaskjal setts ríkisendurskoðanda sem afhent hafi verið ráðuneytinu án lagaskyldu. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf, sem er í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Eins og fram hefur komið barst kæra vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að synja beiðni um gögn utan kærufrests og óskaði kærandi þá eftir gögnum aftur. Ráðuneytið svaraði því að það liti svo á að um væri að ræða beiðni um endurupptöku fyrra málsins og að skilyrði endurupptöku væru ekki uppfyllt. Sú afgreiðsla var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þrátt fyrir framangreinda afgreiðslu ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum verður að líta sem svo á að í afgreiðslunni hafi falist synjun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. Ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, koma ekki í veg fyrir að sami aðili geti óskað aðgangs að sama gagni hjá stjórnvaldi oftar en einu sinni og með því fengið nýja ákvörðun sem er kæranleg til úrkskurðarnefndarinnar á grundvelli V. kafla laganna. Öllum ákvörðunum stjórnvalda um beiðnir um afhendingu gagna skulu fylgja leiðbeiningar um kærurétt, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr. sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Kemur því til athugunar úrskurðarnefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frum¬varps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar-reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefði fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar eru ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að ef óskað er aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða eftir atvikum ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sé ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðenda, einnig þegar slík drög hafa verið afhent stjórnvöldum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og eins og fram hefur komið var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Samkvæmt framangreindu er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi á framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda, A lögmanns, f.h. Frigus II ehf., um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

825/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Kærendur óskuðu eftir því að utanríkisráðuneytið veitti þeim aðgang að öllum gögnum borgaraþjónustumáls. Ráðuneytið synjaði beiðninni að hluta á þeim grundvelli að annars vegar væri um að ræða upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar að heimilt væri að takmarka aðgang kærenda að upplýsingum um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að um upplýsingarétt kærenda færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á röksemdir ráðuneytisins varðandi hluta umbeðinna gagna en um önnur vísaði nefndin til þess að ekki væri um viðkvæma einkahagsmuni að ræða eða mikilvægir almannahagsmunir stæðu ekki til beitingar 2. tölul. 10. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta skjalanna en hin kærða ákvörðun staðfest að öðru leyti.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 825/2019 í máli ÚNU 18110011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærðu A og B ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 31. október 2018, um synjun beiðni kærenda um aðgang að gögnum að hluta.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að kærendur hafa með nokkrum beiðnum óskað aðgangs að öllum gögnum sem varða borgaraþjónustumál sem utanríkisráðuneytið hefur til meðferðar. Ráðuneytið veitti kærendum aðgang að hluta gagna málsins með ákvörðun, dags. 9. apríl 2018, en synjaði þeim um aðgang að hluta gagnanna. Fjallað var um ágreining um rétt kærenda til aðgangs í þessum hluta málsins í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 759/2018. Með beiðnum kærenda, dags. 22. maí 2018 og 4. október 2018 var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem varða málið og urðu til á tímabilinu frá 10. apríl 2018 til og með 31. október 2018. Utanríkisráðuneytið veitti kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna með hinni kærðu ákvörðun en þar kemur m.a. fram að höfð hafi verið hliðsjón af niðurstöðu úrskurðar í úrskurði nr. 759/2018. Um önnur gögn var vísað til þess að um upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni væri að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu nefndarmanna utanríkismálanefndar, sbr. 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur dragi í efa að þörf sé á því að leynd ríki um samskipti við stjórnvöld og stofnanir í löndum eins og Tyrklandi og Sýrlandi. Það sé í hæsta máta ótrúverðugt að það geti skaðað samskipti ríkjanna þótt erindi frá Íslandi til annarra ríkja verði afhent. Þá mótmæla kærendur því að það feli í sér gerð nýrra gagna þótt örstuttar skýringar á borð við „blaðamaður“, „stjórnsýslustofnun“ eða „mannúðarsamtök“ verði gefnar þar sem rétt þyki að afmá nöfn og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Kærendur hafi engan áhuga á því að komast yfir persónuupplýsingar heldur sé markmið þeirra að fá greinilega mynd af því hvernig málinu hafi verið sinnt.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 12. júlí 2019, voru málsástæður og lagarök í hinni kærðu ákvörðun áréttaðar. Umsögninni fylgdu afrit umbeðinna gagna ásamt yfirliti um málsástæður ráðuneytisins hvað hvert gagn varðar. Umsögnin var kynnt kærendum með erindi, dags. 19. júlí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kærendum.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að öllum gögnum sem urðu til við meðferð utanríkisráðuneytisins á máli C á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands frá 10. apríl 2018 til og með 31. október 2018. Utanríkisráðuneytið afgreiddi beiðnina á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og veitti kærendum aðgang að hluta umbeðinna gagna. Ráðuneytið synjaði kærendum hins vegar um aðgang að öðrum gögnum málsins, ýmist með vísan til 5. tölul. 6. gr., 9. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á, líkt og í úrskurði nr. 759/2018, að um upplýsingarétt kærenda fari samkvæmt III. kafla upplýsingalaga þar sem fjallað er um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, með vísan til fjölskyldutengsla kærenda við C. Verður því litið svo á að synjun ráðuneytisins byggist á ákvæðum 1.-2. tölul. 2. mgr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga auk ákvæðis 24. þingskaparlaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins gildir rétturinn ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. upplýsingalaga og um gögn sem leynt eiga að fara á grundvelli 10. gr. Þá kemur fram í 3. mgr. ákvæðisins að heimilt sé að takmarka aðgang ef umbeðin gögn hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir beiðanda. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verði aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Umbeðin gögn eru í alls 45 tölusettum liðum auk yfirlits um „tímalínu, tengiliði og gagnlega tengla“, sem er merkt nr. 0. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að margir töluliðanna hafa að geyma sömu skjölin, þar sem þau koma fyrir í ólíku samhengi. Með hinni kærðu ákvörðun fengu kærendur ótakmarkaðan aðgang að skjölum nr. 5-10, 13-19, 21, 29-31, 34 og 36-39. Kærendur fengu aðgang að hluta skjala nr. 20, 23, 24, 25, 33, 35, 40, 41, 42, 43, 44 og 45 en algengast er að strikað hafi verið út úr skjölunum upplýsingar um nöfn, netföng og símanúmer einstaklinga sem þar koma fyrir á grundvelli 9. og/eða 10. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Loks var kærendum alfarið synjað um aðgang að skjölum nr. 1, 2, 3, 4, 11, 12, 22, 26, 27, 28, 32 og 39 á grundvelli 9. og/eða 10. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og aðgangi að skjali merktu 0 á grundvelli þess að um sé að ræða vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <h2>2.</h2> Skjöl undir töluliðum nr. 1-4, 11, 22, 26, 27 og 32 varða öll samskipti starfsfólks utanríkisþjónustu Íslands við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda, starfsfólk ræðisskrifstofu og að hluta samskipti nafngreindra ríkisborgara Tyrklands. Skjal nr. 12 er stutt samantekt þar sem hluta samskiptanna er lýst. Skjöl nr. 28 og 39 varða samskipti við erlent ríki þar sem er að finna upplýsingar um samskipti þess við tyrknesk stjórnvöld. Eins og áður greinir var kærendum synjað um aðgang að skjölunum í heild sinni á grundvelli 9. og/eða 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurði nr. 759/2018 leit úrskurðarnefndin til þess að í Tyrklandi ríkir afar ótryggt stjórnmálaástand. Minnstu grunsemdir, rökstuddar eður ei, um að tilteknir borgarar ríkjanna vinni að hagsmunum andstæðinga stjórnvalda geta vakið viðbrögð á borð við varðhald, fangelsisdóma og aðrar neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga. Líkt og í því máli eiga viðkomandi einstaklingar sem fyrir koma í umbeðnum gögnum, einkum skjölum undir töluliðum 1-4, tvímælalaust hagsmuni af því að nöfn þeirra verði ekki sett í samhengi við málið. Úrskurðarnefndin fellst því á að hluti umbeðinna gagna hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurði nr. 759/2018 fjallaði úrskurðarnefndin einnig almennt um 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og tók m.a. fram að það eigi við um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Tekið er fram að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda séu tvenns konar. Annars vegar sé verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu Íslendinga. Hins vegar sé verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að undanþiggja samskipti sem fari fram á þeim vettvangi frá aðgangi almennings á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi m.a. tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast rata á almannavitorð, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist.<br /> <br /> Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að beita takmörkunarheimild 2. mgr. 14. gr., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga um framangreind gögn. Niðurstaðan byggist líkt og í úrskurði nr. 759/2018 á því að um er að ræða samskipti um viðkvæm málefni í gegnum samskiptaleiðir sem úrskurðarnefndin fellst á með utanríkisráðuneytinu að raunveruleg hætta sé á að lokist til frambúðar ef tyrknesk stjórnvöld verða þess vör að upplýsingar þaðan komist á almannavitorð.<br /> <br /> Í tilefni af þeim röksemdum kærenda að unnt sé að skipta út upplýsingum í umbeðnum gögnum fyrir almennari upplýsingar til að vernda þá hagsmuni sem 9. og 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að nefndin hefur ekki valdheimildir til að gera utanríkisráðuneytinu skylt að framkvæma slíkar breytingar á gögnum áður en þau eru afhent almenningi. Þá myndu slíkar breytingar ekki koma í veg fyrir að hagsmunirnir færu forgörðum með sama hætti og lýst var í úrskurði nr. 759/2018. <br /> <h2>3.</h2> Hvað varðar skjöl sem kærendum var veittur aðgangur að með útstrikunum er um þrjá meginflokka að ræða. Í fyrsta lagi eru á meðal umbeðinna gagna erindi almennra borgara til stjórnvalda um mál C, en kærendur fengu afrit af erindunum þannig að upplýsingar um nöfn, netföng og símanúmer viðkomandi einstaklinga voru afmáðar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar einstaklingar senda erindi til stjórnvalda geta þeir almennt ekki átt von á því að trúnaður ríki um efni þeirra en 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga mælir fyrir um undantekningu frá þeirri meginreglu. Gert er ráð fyrir að hagsmunir þess sem óskar aðgangs að slíkum upplýsingum séu vegnir gegn hagsmunum þriðja aðila af því að þær fari leynt. Í þessu tilviki er annars vegar um að ræða erindi sem eru nokkuð almenns eðlis, þar sem íslenskir og erlendir einstaklingar óska upplýsinga og lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála á átakasvæðum í Sýrlandi (skjöl undir töluliðum 20, 33, 42), en hins vegar eru erindi þar sem einstaklingar ræða m.a. fyrirætlanir um að hefja leit að C á svæðunum (skjöl undir töluliðum 23, 24, 25, 40, 43 og 45). Í sumum tilvikum er sérstaklega tekið fram að kærendur hafi verið upplýstir um erindin og í öðrum er um að ræða málefni sem einstaklingarnir hafa tjáð sig um á opinberum vettvangi. Að mati úrskurðarnefndarinnar vega hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að upplýsingunum í öllum tilvikum þyngra en hagsmunir einstaklinganna af því að nöfn þeirra fari leynt, einkum með hliðsjón af því að síðarnefndu hagsmunirnir eru óverulegir eða engir. <br /> <br /> Í öðru lagi hafa verið afmáðar upplýsingar um nöfn opinberra starfsmanna á Íslandi (skjal undir tölulið 23), eiginnafn einstaklings sem tengist sendiráði Bandaríkjanna hér á landi (skjal undir tölulið 24) og starfsmanna Evrópuráðsins (skjal undir tölulið 45). Utanríkisráðuneytið hefur ekki gert grein fyrir því hvernig þessar upplýsingar geta talist viðkvæmar. Að mati úrskurðarnefndarinnar vega hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að þeim þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir, einkum með hliðsjón af því að þeir síðarnefndu eru óverulegir eða engir. Þykja því ekki vera til staðar ástæður sem mæla með því að upplýsingarnar fari leynt á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þriðja lagi hafa verið afmáðar tilvísanir til tiltekinna alþjóðasamtaka í skjölum nr. 35 og 44. Í úrskurði nr. 759/2018 komst úrskurðarnefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um samskipti við Alþjóðaráð Rauða krossins væru þess eðlis að engin hætta væri á tjóni af því að kærendum verði veittur aðgangur að þeim, þar sem ekki kæmu fram nokkrar viðbótarupplýsingar um atvik málsins. Sömu sjónarmið eiga við hér en einnig er bent á að í báðum tilvikum er um að ræða frásagnir af beinum samskiptum við kærendur. Því er ekki fallist á það með utanríkisráðuneytinu að heimilt hafi verið að strika upplýsingarnar út á grundvelli 2. mgr. 14. gr., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Framangreind sjónarmið eiga ekki við um eitt þeirra gagna sem flokkað er undir tölulið 20, en um er að ræða minnisblað til utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 8. júní 2018, og heldur ekki um gagn undir tölulið nr. 41, en þar er að finna upplýsingar um samskipti utanríkisþjónustunnar við nafngreindan tyrkneskan embættismann. Hvað síðarnefnda gagnið varðar er ákvörðun utanríkisráðuneytisins um aðgang kæranda að hluta staðfest með vísan til 2. mgr. 14., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga og þeirra sjónarmiða sem áður voru rakin um skjöl undir töluliðum 1-4, 11, 22, 26, 27 og 32. <br /> <br /> Um minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 8. júní 2018, vísar ráðuneytið til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991. Samkvæmt ákvæðinu eru nefndarmenn utanríkismálanefndar bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þetta ákvæði geti ekki takmarkað upplýsingaskyldu ráðuneytisins samkvæmt upplýsingalögum, heldur aðeins haft áhrif á nefndarmenn utanríkismálanefndar. Um rétt kærenda til aðgangs að minnisblaðinu fer því eftir ákvæðum upplýsingalaga. Ekki verður séð að takmörkunarákvæði 2.-3. mgr. 14. gr., sbr. 6.-10. gr., upplýsingalaga eigi við um skjalið. Er þar aðeins að finna tiltölulega almenna lýsingu á stöðu málsins á þeim tímapunkti sem það var útbúið en af öðrum gögnum málsins er ljóst að kærendum er kunnugt um allt sem þar kemur fram.<br /> <h2>4.</h2> Loks hefur utanríkisráðuneytið vísað til þess að skjal undir tölulið 0 teljist vinnugagn. Um er að ræða yfirlitsskjal sem ber yfirskriftina „Tímalína, tengiliðir og gagnlegir tenglar“. Í 1. málslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir skjalið með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Ekkert liggur fyrir í málinu sem gefur annað til kynna en að það hafi verið útbúið til eigin nota ráðuneytisins til undirbúnings lykta borgaraþjónustumálsins sem það tilheyrir. Þá gefur ekkert til kynna að það hafi verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin telur því að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga og því sé almennt heimilt að takmarka aðgang að skjölum af þessari gerð á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Af lestri skjalsins verður ekki annað séð en að þar komi ýmislegt fram um atvik borgaraþjónustumálsins sem ekki er að finna í öðrum gögnum þess, hvorki meðal umbeðinna gagna í máli þessu né gagna málsins sem lyktaði með úrskurði nr. 759/2018. Þá er jafnframt ljóst að hluti þeirra upplýsinga sem er að finna í skjalinu stafar frá kærendum sjálfum eða aðilum þeim tengdum. Í þessu sambandi er athygli vakin á því að almennt er heimilt að veita aðgang að vinnugögnum á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi. Ljóst er að kærendur geta haft mikla hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu, enda eru gagnabeiðnir þeirra fyrst og fremst studdar þeim rökum að þeir vilji fá greinilega mynd af því hvernig borgaraþjónustumálinu hefur verið sinnt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu sé óhætt að afhenda kærendum. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi hvað þetta varðar og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kærenda til nýrrar meðferðar, þar sem m.a. tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna. <br /> <h2>5.</h2> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta hina kærðu ákvörðun að hluta en fella hana úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta umbeðinna gagna eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Loks er hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kærenda til nýrrar meðferðar hvað eitt umbeðinna gagna varðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Utanríkisráðuneytinu ber að veita kærendum, A og B, aðgang að fylgiskjölum nr. 20, 23, 24, 25, 33, 35, 40, 42, 43, 44 og 45 við umsögn ráðuneytisins, dags. 12. júlí 2019, án útstrikana.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kærenda um aðgang að fylgiskjali nr. 0 er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

824/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Í málinu var deilt um þá ákvörðun Menntamálastofnunar að synja beiðni kæranda um aðgang samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir dóttur kæranda í september 2018. Fyrir lá að kærandi hafði fengið aðgang að svörum barnsins en hafði verið synjað um aðgang að prófspurningunum. Leyst var úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á heimild Menntamálastofnunar til að synja kæranda um aðgang að prófspurningunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna, enda hafði stofnunin fyrirhugað að leggja annað prófið fyrir í óbreyttri mynd og hitt prófið í svo til óbreyttri mynd, haustið 2019.

<h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: left;"> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 824/2019 í máli ÚNU 18110018. </p> <h2 style="text-align: left;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: left;">Með erindi, dags. 28. nóvember 2018, kærði A synjun Menntamálastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum. Í beiðni kæranda, dags. 8. nóvember 2018, var óskað eftir því að Menntamálastofnun veitti aðgang að niðurstöðum úr samræmdu könnunarprófi dóttur kæranda í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir í september 2018. Beiðninni var synjað með tölvupósti, dags. 9. nóvember. Kæranda var þó boðið að fá aðgang að sýnisprófi sem hefði að geyma sambærileg dæmi og þau sem lögð voru fyrir og aðgang að öllum svörum nemandans. Sama dag ritaði kærandi Menntamálastofnun tölvupóst og ítrekaði beiðni um aðgang að prófunum. Í tölvupóstinum vísaði kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 730/2018 þar sem skorið hafi verið úr um að upplýsingalög ættu við í tilvikum þar sem óskað væri eftir aðgangi að niðurstöðum samræmdra könnunarprófa. Beiðninni var aftur synjað með tölvupósti, dags. 26. nóvember, með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og þess að prófin yrðu notuð óbreytt eða nær óbreytt í september 2019. Menntamálastofnun hafi ekki ráðrúm til að semja mörg ný próf fyrir hverja lögbundna fyrirlögn og þurfi af þessum sökum að nota þessi tilteknu próf aftur. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að ekki sé hægt að sjá hvernig tilbúin dæmi og svör dóttur kæranda við þeim dæmum sem lögð voru fyrir geti veitt kæranda þá innsýn inn í frammistöðu dóttur hennar á prófinu sem hún þurfi til að geta metið færni og getu dóttur sinnar í náminu. Vísað er til þeirrar ábyrgðar sem hvílir á foreldrum varðandi nám barna sinna samkvæmt lögum um grunnskóla. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt ákvæðum laganna verði þeir að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna. Óeðlilegt sé ef hagsmunir Menntamálastofnunar til þess að geta nýtt gamalt próf verði látnir ganga framar rétti foreldra til að fá upplýsingar um getu eða hæfni barns síns í námi. Bent er á að Menntamálastofnun hafi getað samið ný próf árlega og veitt aðgang að samræmdum könnunarprófum. Þá er vakin athygli á að í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla sé skýrt tekið fram að skóli eigi að afhenda foreldrum prófúrlausnir á samræmdum könnunarprófum sé eftir því óskað. <br /> <br /> Kærandi segist draga það í efa að hagsmunir Menntamálastofnunar til þess að þurfa ekki að semja nýtt könnunarpróf séu þess eðlis að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að réttindi almennings til upplýsinga verði takmörkuð, sbr. orðalag ákvæðis 10. gr. upplýsingalaga Í ljósi þess að hingað til hafi það ekki skaðað Menntamálastofnun að þurfa að skrifa ný próf sé erfitt að sjá hvernig ákvæðið geti átt við um aðgang kæranda að umbeðnum prófum. Kærandi telur engin rök standa til þess að nýta þurfi sama próf frá ári til árs, eins og t.d. eigi við um próf fyrir ökumenn og flugmenn. Vísað er til athugasemda í lögskýringargögnum með upplýsingalögum varðandi þessi atriði. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: left;">Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi, dags. 29. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Menntamálastofnunar, dags. 11. janúar 2019, kemur m.a. fram að þann 15. mars 2018 hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveðið upp úrskurð nr. 731/2018 er varðaði aðgang að samræmdum könnunarprófum. Úrskurðarnefndin hafi ekki fallist á að stofnunin hefði heimild til að halda prófatriðum úr prófabanka leyndum heldur væri henni eingöngu heimilt að takmarka aðgang að prófunum ef fyrirhugað væri að leggja þau fyrir óbreytt eða í nær óbreytti mynd aftur. Stofnunin hafi því þurft að veita aðgang að þeim prófum sem lögð voru fyrir í 4. bekk í september 2017 og september 2016. Vegna þessa eigi stofnunin ekki lengur nægan fjölda prófatriða í prófabanka til að útbúa ný próf fyrir fyrirlögn í 4. bekk árið 2019. <br /> <br /> Vísað er til þess að í mars 2018 hafi fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 9. bekk misfarist og því hafi stofnunin þurft að leggja próf fyrir í maí og september 2018. Það hafi gert það að verkum að mikið álag hafi verið á prófadeild stofnunarinnar sem hafi ekki haft svigrúm til að semja ný prófatriði fyrir 4. bekk. Þá kemur fram að ferlið við að gera prófatriði og setja saman efni í próf sé langt og tímafrekt auk þess sem þörf sé á mjög sérhæfðri þekkingu. Eftir breytingu á aðalnámskrá árið 2011 hafi ferlið orðið flóknara þar sem semja þurfi prófatriði sem reyni á hæfni nemenda og leikni en ekki einungis þekkingu. Til dæmis þurfi að tengja hvert prófatriði beint við hæfnimarkmið aðalnámskrár og setja fram efni sem reyni á fjölþætta hæfni nemenda. Ferlið sé með þeim hætti að fyrst sé gerð áætlun, þá séu samin prófatriði af sérfræðingum stofnunarinnar, þau yfirlesin af sérfræðingum, prófatriðin forprófuð í skólum með öðrum nemendum en þeim sem síðar taki prófin og að lokum fari þau í gegnum próffræðilega rýni. Lauslega megi áætla að kringum 80% þeirra prófatriða sem hafi verið samin í byrjun standist ekki gæðakröfur og verði þau ekki höfð með í uppsetningu á endanlegu prófi. Prófatriðum sé síðan safnað í heilt próf með tilvísun í aðalnámskrá og með hliðsjón af ákveðinni flokkun. Í lokin fari fram endanlegur yfirlestur sérfræðinga sem geri nauðsynlegar lagfæringar. Þá taki við innsetning prófsins í rafrænt prófakerfi. Ferli við gerð prófs geti því tekið allt að tvö ár og sé kostnaður vegna staðlaðs námsmats af þessu tagi mjög mikill.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að búa til svokölluð sýnispróf sem sett séu upp nákvæmlega eins og hið raunverulega próf og samanstandi af prófatriðum sem séu sambærileg. Þá sé hvert sýnispróf með raunveruleg svör viðkomandi nemanda og sjáist því skýrt hvernig tiltekinn nemandi svaraði hverju prófatriði. Sýnispróf séu aðgengileg í „Skólagátt“ og fái hver nemandi/foreldri aðgang að þeim þar. Menntamálastofnun líti svo á að sýnispróf veiti a.m.k. sömu upplýsingar og aðgangur að raunverulegu prófi en á grundvelli þess sé hægt að fá skýra stöðu um hvernig nemandi stendur með tilliti til þeirra þátta sem spurt sé úr á prófinu. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að Menntamálastofnun muni leggja prófin í stærðfræði og íslensku í 4. bekk frá því í september 2018 fyrir óbreytt eða nær óbreytt í september 2019. Af þeim sökum hafi stofnunin synjað um aðgang að prófunum og sé það í samræmi við fyrrgreindan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verði stofnuninni gert að afhenda umbeðin próf muni hún ekki geta uppfyllt þá lagaskyldu sína að leggja fyrir próf sem gefi óvilhalla niðurstöðu. Fyrirhugað sé að leggja þessi sömu próf fyrir að nýju ári 2020 en í framhaldi muni þau vera gerð opinber enda hafi þá verið samin ný próf. <br /> <br /> Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. janúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 26. ágúst 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Menntamálastofnun upplýsti nefndina um hvort til stæði að leggja prófin fyrir óbreytt eða hvort gerðar yrðu breytingar á prófunum. Ef til stæði að gera breytingar á prófunum óskaði nefndin eftir upplýsingum um í hverju breytingarnar væru fólgnar. Menntamálastofnun svaraði með tölvupósti, dags. 2. september 2019. Þar kemur fram að þann 26. september yrði lögð fyrir nákvæmlega sama prófútgáfa samræmds könnunarprófs í íslensku í 4. bekk og lögð hafi verið fyrir í september 2018. Hins vegar hafi verið gerðar smávægilegar breytingar á samræmdu könnunarprófi í stærðfræði. Engum prófspurningum hafi verið breytt en svarmöguleikum við sex prófspurningum hafi verið breytt. Prófspurningarnar séu í heildina 32 og því telji stofnunin að um mjög litla breytingu sé að ræða. Nauðsynlegt hafi þótt að laga örlítið svarmöguleika og gera einfaldari fyrir nemendur. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Niðurstaða</h2> <h2 style="text-align: left;">1.</h2> <p style="text-align: left;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að prófspurningum sem lagðar voru fyrir barn kæranda á samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem þreytt voru í september 2018. Samkvæmt gögnum málsins veitti Menntamálastofnun kæranda aðgang að prófúrlausnum barns kæranda en ekki prófspurningunum eða öðrum svarmöguleikum krossa en þeim sem barnið merkti við. Þess í stað veitti stofnunin kæranda aðgang að tilbúnum spurningum sem hún segir sambærilegar prófspurningunum og svörum barns kæranda.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvörðun um einkunnagjöf, þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 21. gr. sömu laga. Um aðgang að gögnum sem lúta að einkunnagjöf tiltekins nemanda fer því almennt eftir stjórnsýslulögum. <br /> <br /> Í 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er fjallað um samræmd könnunarpróf. Af ákvæðunum verður ráðið að samræmt könnunarpróf sé ekki lokapróf í grunnskóla, heldur sé um að ræða próf sem lagt er fyrir í þeim tilgangi að kanna stöðu nemandans. Þar sem ekki sé um að ræða próf þar sem gefin er einkunn sem reiknast til lokaprófs er ekki um að ræða gögn í stjórnsýslumáli og fer því um aðgang kæranda að prófunum eftir upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í 2. mgr. 3. gr. laga um grunnskóla segir að foreldrar gæti hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri en foreldri samkvæmt lögunum teljist þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga. Í 1. mgr. 19. gr. laganna segir svo að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og beri þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Þá segir í 3. mgr. 18. gr. laganna að foreldrar skuli fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að þeir verða að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna. Kveðið er á um rétt nemenda og foreldra til aðgangs að upplýsingum um námsmat í 3. mgr. 27. gr. laganna en samkvæmt ákvæðinu eiga nemendur og foreldrar þeirra rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir. Ekki er í ákvæðinu beinlínis kveðið á um rétt foreldra og nemenda til aðgangs að prófum í heild sinni heldur eiga nemendur og foreldrar þeirra rétt á upplýsingum um „niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki“. Þá segir í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla að Menntamálastofnun skuli gera prófúrlausnir aðgengilegar fyrir skóla svo hægt sé að skoða svör nemenda. Kveðið er á um að skólinn skuli afhenda foreldrum prófúrlausnir ef eftir því sé óskað. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að upplýsingar um prófspurningar sem lagðar voru fyrir barn í grunnskóla og svarmöguleika við þeim varði foreldri með þeim hætti að það hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að spurningunum. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að prófunum sem lögð voru fyrir barn kæranda eftir ákvæðum III. kafla upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">2.</h2> <p style="text-align: left;">Réttur einstaklings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem geyma upplýsingar um hann sjálfan á grundvelli ákvæðis 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sætir m.a. takmörkunum á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. en þar segir að ákvæði 1. mgr. ákvæðisins gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Menntamálastofnun styður synjun á beiðni kæranda við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Ekki sé aðeins um að ræða próf í hefðbundnum menntastofnunum heldur einnig próf fyrir ökumenn, flugmenn o.s.frv. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. Ákvæði 5. tölul. 10. gr. felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti og ber því að túlka það þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 729-731/2018 og 710/2017 og úrskurði nefndarinnar í málum A-160/2003 og A-73/1999 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í úrskurðum nefndarinnar nr. 729-731/2018, 710/2017 og A-73/1999 taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um aðgang að spurningum prófa sem lögð höfðu verið fyrir á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki lægi fyrir að sömu próf yrðu lögð fyrir aftur. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-160/2003 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sömu spurningar hafi um nokkra hríð verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafi prófið og að ætlunin væri að leggja þær fyrir aftur. Eina undantekningin væri sú að tvær spurningar, sem vegi samtals 4% af prófinu í heild, væru til í tveimur útgáfum og væri hvort útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni. <br /> <br /> Í málinu sem hér er til úrlausnar hefur Menntamálastofnun staðhæft að stofnunin muni leggja könnunarprófið sem lagt var fyrir í íslensku í 4. bekk árið 2018 aftur fyrir óbreytt haustið 2019. Þá hefur stofnunin upplýst að sömu prófspurningarnar verði lagðar fyrir aftur í samræmdu könnunarprófi í stærðfræði en að breytingar hafi verið gerðar á svarmöguleikum sex prófspurninga af þrjátíu og tveimur. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædd próf og fallist á lýsingu stofnunarinnar á þeim. Að mati nefndarinnar verður að líta svo á stefnt sé að því að leggja prófið í stærðfræði fyrir í næstum því óbreyttri mynd, enda er um að ræða smávægilegar breytingar á litlu hlutfalli svarmöguleika við prófspurningum en ekki prófspurningum sjálfum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst því á það með Menntamálastofnun að hætta sé á að niðurstaða prófanna tveggja verði ekki óvilhöll ef veittur verði aðgangur að þeim og að framlagning prófanna skili því ekki þeim árangri sem stefnt sé að, sbr. 39. gr. grunnskólalaga nr. 90/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í grunnskóla. Úrskurðarnefndin horfir í þessu sambandi einnig til þeirra málefnalegu sjónarmiða sem Menntamálastofnun hefur rakið til stuðnings þeirri fullyrðingu að henni sé ekki fært að semja ný próf til framlagningar haustið 2019 sem og þeirra ráðstafana sem stofnunin hefur gripið til með það að markmiði að gera foreldrum kleift að fylgjast með námsframvindu barna sinna og kynna sér frammistöðu þeirra á umræddum prófum. Með vísan til alls framangreinds er það mat nefndarinnar að Menntamálastofnun sé heimilt að takmarka aðgang að prófunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfesta ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: left;">Staðfest er ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir 4. bekk í stærðfræði og íslensku í september 2018. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p>

823/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

Deilt var um synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni um skýrslu sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál og varðaði athugun á innra starfsumhverfi í Barnaskólanum [...]. Í fyrstu var kæranda synjað um aðgang að skýrslunni í heild sinni en undir rekstri málsins fékk kærandi aðgang að skýrslunni, þar sem strikað hafði verið yfir upplýsingar um einkahagsmuni tiltekinna einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að skýrslunni færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af því að það sem strikað var yfir færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því lagt fyrir sveitarfélagið Árborg að veita kæranda aðgang að skýrslunni í heild sinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 823/2019 í máli ÚNU 18050004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. maí 2018, kærði A synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni um afrit af skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans&nbsp; [...] sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Að auki var sú ákvörðun kærð að gera skýrsluna ekki aðgengilega á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Þegar kæra þessi var lögð fram starfaði kærandi við Barnaskólann<span>&nbsp;[...]</span>. Í tölvupósti til fræðslustjóra sveitarfélagsins Árborgar, dags. 6. september 2017, fullyrti kærandi að í <span>&nbsp;[...]</span>&nbsp;væri kominn upp alvarlegur trúnaðarbrestur milli annars vegar skólastjóra og stjórnenda og hins vegar kennara og annars starfsfólks skólans. Lagði kærandi til að fenginn yrði vinnusálfræðingur til að gera úttekt á vinnustaðnum, m.a. á stjórnunarháttum skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, þar sem alvarleg mál hefðu komið upp og starfsandinn á vinnustaðnum væri ekki góður.<br /> <br /> Fræðslustjóri Árborgar svaraði kæranda með tölvupósti, dags. 8. september 2017, þar sem hann tjáði honum að sálfræðingur myndi framkvæmda úttekt á vinnustaðnum síðar um haustið, m.a. með hliðsjón af gagnrýni kæranda og annarra í garð stjórnenda skólans. Eftir að úttektin hafði verið framkvæmd sendi kærandi fræðslustjóra Árborgar tölvupóst, dags. 9. nóvember 2017, og spurði m.a. hvenær skýrslan yrði kynnt starfsfólki skólans, hvort tækifæri gæfist til að spyrja sálfræðingana sem framkvæmdu úttektina nánar út í efni skýrslunnar og hvort skýrslan yrði gerð opinber. Í svari fræðslustjórans, dags. 10. nóvember 2017, kom fram að starfsmönnum gæfist tækifæri að spyrja úttektaraðila út í efni skýrslunnar og að hann reiknaði fastlega með því að hún yrði gerð opinber á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Í tölvupósti til fræðslustjóra Árborgar, dags. 3. desember 2017, lýsti kærandi vonbrigðum með það að stjórnendum hefði verið kynnt úttektin á undan starfsfólki skólans. Kærandi kvartaði einnig yfir því að engar tillögur um lausnir eða úrbætur hefðu komið fram síðan úttektin var gerð opinber. Loks lýsti kærandi yfir áhuga á að lesa skýrsluna og spurði hvort hann gæti fengið afrit af henni þá og þegar. Í framhaldinu sammæltust kærandi og fræðslustjóri Árborgar um að hittast til að skoða tillögur úttektaraðila og ræða næstu skref. Í tölvupósti til kæranda, dags. 5. desember 2017, tjáði fræðslustjóri Árborgar honum að úttektaraðilar legðu áherslu á að skýrslan yrði aðeins vinnugagn fyrir stjórnendur til að nýta, m.a. við gerð umbótaáætlunar fyrir skólann. Öll helstu atriði skýrslunnar hefðu verið kynnt á kynningarfundi fyrir starfsfólk skólans.<br /> <br /> Með tölvupósti m.a. til fræðslustjóra Árborgar, dags. 8. apríl 2018, spurðist kærandi fyrir um hvort skýrslan væri orðin aðgengileg á netinu. Þar sem kærandi hefði verið þátttakandi í úttektinni vildi hann geta sótt hana og lesið þegar honum hentaði, m.a. til að bera saman við umbótaáætlunina sem gerð var í kjölfar hennar. Með tölvupósti, dags. 20. apríl 2018, tók fræðslustjóri Árborgar fram að höfundar skýrslunnar hefðu merkt hana sem trúnaðarskjal og því yrði hún ekki birt á netinu. Hins vegar var kæranda afhent umbótaáætlun skólans, sem láðst hafði að setja á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að skýrslunni, þar sem hann hafi verið einn þeirra sem bað um að úttekt á starfsháttum stjórnenda og líðan starfsfólks í Barnaskólanum <span>&nbsp;[...]&nbsp;</span>yrði gerð. Þar að auki hafi kærandi verið þátttakandi í rannsókninni og þannig aðili að skýrslunni. Kærandi vilji fá skýrsluna afhenta á tölvutæku formi og vilji geta lesið skýrsluna þegar sér henti og borið hana saman við umbótaáætlunina sem unnin hafi verið í kjölfarið. Einnig telur kærandi að sveitarfélaginu beri skylda til að birta skýrsluna á heimasíðu sinni, líkt og gert sé með aðrar skýrslur sem lytu að úttektum í menntastofnunum í Árborg.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var sveitarfélaginu Árborg kynnt kæran og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té afrit af hinum umbeðnu gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins Árborgar, dags. 23. maí 2018, kemur fram að það hafi verið ósk úttektaraðila að umbeðin skýrsla yrði ekki birt opinberlega, þar sem í henni væri að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar. Í inngangi skýrslunnar kæmi auk þess fram að í henni væri að finna umsagnir viðmælenda um einstaka starfsmenn. Því væri sérstaklega hvatt til þess að farið yrði með efni skýrslunnar sem trúnaðarmál.<br /> <br /> Því næst kom fram að efni skýrslunnar hefði verið kynnt á starfsmannafundi í skólanum, þar sem kærandi hefði tekið virkan þátt. Á fundinum gat starfsfólk beint spurningum til úttektaraðila. Almenn ánægja hefði verið með úttektina meðal starfsfólks og þá umbótavinnu sem fór af stað í kjölfarið. Kærandi hafði svo fengið að lesa skýrsluna á fundi með fræðslustjóra Árborgar, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og varaformanni Kennarasambands Íslands. Nokkrum dögum síðar hefði kærandi aftur fengið að lesa skýrsluna í einrúmi í fundarherbergi á skrifstofu fræðslusviðs sveitarfélagsins Árborgar.<br /> <br /> Umsögninni fylgdi afrit af hinni umbeðnu skýrslu. Að auki fylgdu umsögninni kynningarglærur af starfsmannafundinum, sem einnig voru unnar af Lífi og sál.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. júní 2018, var kæranda kynnt umsögn sveitarfélagsins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar í ljósi umsagnarinnar. Með tölvupósti, dags. 7. júní 2018, mótmælti kærandi því að almenn ánægja væri meðal starfsfólks með þá umbótaáætlun sem unnin var í kjölfar úttektarinnar. Kærandi tók einnig fram að þrátt fyrir að vera búinn að lesa skýrsluna ætti hann, sem þátttakandi í rannsókninni og aðili að skýrslunni, rétt á að fá afrit af henni sent í tölvupósti og að skýrslan yrði gerð aðgengileg á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Með tölvupósti sveitarfélagsins, dags. 22. mars 2019, var kæranda afhent hin umbeðna skýrsla í málinu, með persónugreinanlegum atriðum afmáðum. Úrskurðarnefnd óskaði afstöðu kæranda með tölvupósti, dags. 25. mars 2019, til þess hvort hann teldi þá afhendingu fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 27. mars 2019, kom fram að hann teldi svo ekki vera. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans <span>&nbsp;[...]</span>, sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Í fyrstu synjaði sveitarfélagið Árborg kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni, m.a. af þeirri ástæðu að Líf og sál hefði óskað eftir að skýrslan yrði ekki birt opinberlega þar sem í henni væri að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar og umsagnir viðmælenda um einstaka starfsmenn. Skýrslan var loks afhent kæranda, þar sem tiltekin persónugreinanleg atriði höfðu verið afmáð. <br /> <br /> Kærandi telur að sem þátttakandi í rannsókninni og aðili að skýrslunni eigi hann rétt á að fá afrit af henni í heild sinni. Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins starfaði kærandi við <span>&nbsp;[...]</span>&nbsp;þegar skýrsla um innra starfsumhverfi í skólanum var gerð. Að auki var það kærandi sjálfur sem lagði til að fenginn yrði vinnusálfræðingur til að gera úttekt á vinnustaðnum. Jafnframt liggur fyrir að kærandi var einn viðmælenda við gerð skýrslunnar. Í ljósi þessara atriða, auk þess sem vinnustaðurinn er ekki fjölmennur, telur úrskurðarnefndin, eins og hér stendur á, að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að skýrslunni. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að eftir ákvæðum 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni kæranda er byggð á því að þau atriði sem strikað hefur verið yfir séu viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi óskaði aðgangs að. Í henni er aðallega fjallað um starfsanda í <span>&nbsp;[...]</span>&nbsp;og samskipti starfsfólks við stjórnendur skólans. Í skýrslunni koma ekki fram lýsingar á viðtölum við einstaka viðmælendur, heldur er fjallað um svör þeirra með almennum hætti. Þær upplýsingar sem strikað hefur verið yfir standa einkum í samhengi við gagnrýnin ummæli viðmælenda í garð ákveðinna starfsmanna. Þá hefur einnig verið strikað yfir atriði sem standa í samhengi við upplýsingar sem telja má að varði einka-hagsmuni þess einstaklings sem þar er nefndur. Þó hafa einnig verið afmáðar upplýsingar um jákvæð ummæli í garð tiltekinna starfsmanna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þau atriði sem strikað hefur verið yfir í því eintaki skýrslunnar sem kæranda var afhent, varði ekki einkamálefni þeirra sem þar er fjallað um með þeim hætti að það réttlæti að aðgangur kæranda að upplýsingunum verði takmarkaður, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi telur nefndin einnig þýðingarmikið að kærandi hafi þegar fengið tækifæri til að lesa skýrsluna án útstrikana, oftar en einu sinni. Er það því mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að það sem strikað var yfir lúti leynd. Ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni er því felld úr gildi og ber sveitarfélaginu að veita kæranda aðgang að henni án útstrikana.<br /> <h2>3.</h2> Kærandi kærði einnig til úrskurðarnefndarinnar ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar að gera skýrsluna ekki opinbera á vefsíðu sveitarfélagsins. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir nefndina synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, eða synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það fellur því ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar að leggja fyrir sveitarfélagið Árborg að gera skýrsluna opinbera, og mun nefndin ekki taka afstöðu til þess hluta kærunnar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sveitarfélagið Árborg skal veita kæranda, A, aðgang að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans <span>&nbsp;[...]</span>, í heild sinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason<br />

822/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem beiðni kæranda laut að gögnum í tilteknu sakamáli en upplýsingalög taka ekki til slíkra gagna, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 822/2019 í máli ÚNU 19080014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 27. ágúst 2019, kærði A synjun embættis ríkissaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum í tilteknu sakamáli. Kærandi óskaði eftir því þann 8. ágúst 2019 að héraðssaksóknari veitti honum aðgang að gögnum sakamáls er fjalli um lífssýni og gögnum sem vitni hafi vísað til í framburði sínum fyrir dómi sem tengjast rannsókn málsins. Héraðssaksóknari synjaði beiðninni þann 14. ágúst 2019 með vísan til fyrirmæla ríkissaksóknara nr. 9/2017. Var sú ákvörðun kærð samdægurs til ríkissaksóknara. Með tölvupósti, dags. 21. ágúst 2019, staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun héraðssaksóknara. Í kæru kemur m.a. fram að kærandi óski eftir því að fá að heyra upptöku af framburði erlends vitnis fyrir dómi og aðgangi að þýðingu löggilts dómtúlks og skjalaþýðanda á framburði vitnisins. Þá óskar kærandi eftir upplýsingum um lífssýni sem tekið var í tengslum við rannsókn sakamálsins.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin enn fremur óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita embætti ríkissaksóknara kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Ekki er vafi á því að umbeðin gögn varða rannsókn tiltekins sakamáls en kæran beinist m.a. að upplýsingum sem varða rannsókn á lífssýni vegna sakamálsins. Eins og fram kemur í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga eru slík rannsóknargögn undanþegin aðgangi samkvæmt lögunum. Verður því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna synjunar á beiðni um aðgang að rannsóknargögnum. Hvað varðar kæru vegna synjunar beiðni um aðgang að hljóðupptöku með framburði vitnis í sakamáli og skjali með framburði vitnis, sem þýtt hafi verið á íslensku, liggur ekki fyrir að kærandi hafi óskað eftir slíkum gögnum og að beiðni þess efnis hafi verið synjað. Því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 27. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

821/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Kæru vegna afgreiðslu dómstólasýslunnar á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem meðferð dómstólasýslunnar á gagnabeiðni er ekki kæranleg til nefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 821/2019 í máli ÚNU 19060009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 27. júní 2019, kærði A, blaðamaður, töf dómstólasýslunnar á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar varðandi kostnað við setu- og varadómara svo og sérfróða meðdómendur, og hve mikið slíkir dómarar hefðu fengið greitt á tilteknu tímabili. Kom fram í kærunni að liðnir væru a.m.k. þrír mánuðir frá því beiðnin var lögð fram.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf dómstólasýslunnar á beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við greinina í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ráði því hvort tiltekinn aðili falli undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli því einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið falli því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla og stofnanir Alþingis, s.s. umboðsmaður Alþingis. Með hliðsjón af þessu lítur úrskurðarnefndin svo á að þegar beiðni kæranda til dómstólasýslunnar var lögð fram hafi stofnunin ekki heyrt undir gildissvið upplýsingalaga. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, sem breyttu upplýsingalögum og samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2019, var nýrri málsgrein bætt við 2. gr. laganna þar sem kveðið er á um að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar. Hins vegar segir þar einnig að ákvæði V. kafla laganna, um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, gildi ekki um viðkomandi stofnanir. Í athugasemdum við frumvarpið sem varð að lögunum kemur fram að ekki hafi þótt æskilegt að úrskurðaraðili á vegum framkvæmdarvalds, þ.e. úrskurðarnefnd um upplýsingamál, hefði endurskoðunarvald um ákvarðanir viðkomandi stofnana. Ákvarðanir dómstólasýslunnar um aðgang að gögnum, eða tafir stofnunarinnar á afgreiðslu slíkrar beiðni, verða því ekki bornar undir úrskurðarnefnd. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 27. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

820/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Kæru vegna synjunar skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem ákvörðunin er ekki kæranleg til nefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 820/2019 í máli ÚNU 19060006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 21. júní 2019, kærði A synjun skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 29. maí 2019, að skrifstofa Alþingis veitti honum aðgang að ljósriti af aksturdagsbók alþingismanna frá og með árinu 2013 til og með árinu 2018. Skrifstofa Alþingis svaraði beiðninni með bréfi, dags. 12. júní 2019. Í svarinu kemur m.a. fram að af hálfu skrifstofu Alþingis hafi verið byggt á því að leysa eigi úr beiðnum um aðgang að gögnum úr skjalasafni þingsins samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, eftir því sem frekast væri unnt, þótt lögin taki ekki til Alþingis. Upplýsingar úr akstursdagbók þingmanns geymi hins vegar upplýsingar um það hvernig þingmaður rækir samband sitt við kjósendur og hagsmunaaðila í kjördæmi hans og lúti þær því ekki að rekstri eða annarri stjórnsýslu skrifstofu Alþingis sem gera megi ráð fyrir að fallið geti undir upplýsingalög með sambærilegum hætti og gildi um stjórnsýslu á vegum framkvæmdarvalds, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Því sé ekki unnt að verða við beiðninni. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að akstursdagsbók alþingismanna á tilteknu tímabili á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað á þann hátt að lögin taki einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess. Í þessu felst að synjun á aðgangi að gögnum sem varða stjórnsýslu Alþingis er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærum vegna synjunar Alþingis á aðgangi að gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þegar kærandi óskaði eftir gögnunum hafði lagabreytingin ekki tekið gildi og náðu upplýsingalög því ekki til stjórnsýslu Alþingis. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 21. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

819/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnum tilteknar vörumerkjarumsóknar. Ekki var fallist á það að gögnin væru undanskilin upplýsingarétti þar sem óheimilt hafi verið að veita aðgang að þeim á grundvelli ákvæðis í vörumerkjalögum sem var við gildi þegar umsóknin var lögð fram. Þá féllst nefndin ekki á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að gögnunum vegna 9. gr. upplýsingalaga en í þeim væri ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Var því Hugverkastofunni gert að veita kæranda aðgang að umsóknargögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 819/2019 í máli ÚNU 19040004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. apríl 2019, kærði Árnason Faktor ehf. afgreiðslu Einkaleyfastofunnar (nú Hugverkastofunnar) á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991, vegna skráningar orð- og myndmerkisins WORLD CLASS. Í kæru kemur fram að beiðninni hafi verið synjað að hluta með ákvörðun, dags. 7. mars 2019, á grundvelli 64. gr. laga um vörumerki, nr. 45/1997, áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 44/2012. Í erindi Hugverkastofunnar til kæranda var áréttað að umbeðin gögn væru frá árinu 1991 og að vörumerkjaumsóknir og umsóknargögn hefðu ekki verið gerð aðgengileg almenningi fyrr en með breytingum á 64. gr. laga um vörumerki árið 2012. Þau gögn tengd umsókninni sem borist höfðu Hugverkastofunni eftir birtingardag viðkomandi vörumerkjaskráningar, 26. september 1991, voru hins vegar afhent kæranda. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að umbeðin gögn heyri undir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga óháð ákvæðum vörumerkjalaga. Kærandi ber því við að þrátt fyrir að gögnin hafi á einhverjum tímapunkti verið undanþegin aðgengi almennings breyti það því ekki að samkvæmt gildandi rétti sé skylt að veita aðgang að þeim, enda falli þau undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu að 64. gr. vörumerkjalaga hafi ekki falið í sér sérstakt þagnarskylduákvæði og að fullyrðing í svari Hugverkastofunnar um að almenningur hafi ekki haft aðgang að gögnum sem vörðuðu umsókn vörumerkisins fyrir gildistöku breytingalaga nr. 44/2012 sé röng. Gögnin hafi fallið undir gildissvið þágildandi upplýsingalaga, nr. 50/1996, sem hafi mælt fyrir um að almenningur ætti rétt á aðgangi að slíkum gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. apríl 2019, var kæran kynnt Hugverkastofunni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir að henni yrði afhent afrit af hinum umbeðnu gögnum. Í umsögn stofnunarinnar, dags. 16. apríl 2019, er fjallað um lög og reglugerðir sem gilda á starfssviði Hugverkastofunnar og því lýst hvernig ákvæði vörumerkjalaga gangi framar upplýsingalögum, enda séu vörumerkjalög sérlög. Þá vísar Hugverkastofan til þess að kærandi sé ekki aðili að vörumerkjamáli því sem um ræðir. Um aðila máls gildi rýmri reglur um afhendingu gagna. <br /> <br /> Í umsögn Hugverkastofunnar er fjallað um 64. gr. vörumerkjalaga og vísað til þess að leynd hafi ríkt um umsóknir sem voru til meðferðar hjá stofnuninni fram til ársins 2012. Fyrir breytingar á vörumerkjalögum, með lögum nr. 44/2012, hafi öllum verið heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrár en upplýsingarétturinn hafi eingöngu náð til þess sem væri skráð í hina eiginlegu skrá. Í greinargerð með ákvæðinu hafi skýrt verið tekið fram að réttur til vitneskju næði til þess sem í skrána væri skráð. Hafi þetta verið skýrt nánar með þeim hætti að réttur til að fá upplýsingar um skráð réttindi væri ýmist gegn gjaldi (afrit úr skránni) eða með fyrirspurn í síma. Á þessum tíma hafi öll samskipti stofnunarinnar, umsóknir og síðari erindi verið lögð inn á pappírsformi og aðeins svonefndar bókfræðilegar upplýsingar (umsóknar-, skráningar- og forgangsréttarnúmer, dagsetningar, heiti umsækjenda, merki flokkar o.s.frv.) hafi verið færðar í vörumerkjaskrá. Vörumerkjaskráin samanstandi enn aðeins af þessum upplýsingum. <br /> <br /> Fyrir breytingu á 64. gr. vörumerkjalaga hafi almennt ekki verið veittar upplýsingar um það hvaða merki hefðu verið sótt eða hver staða þeirra væri. Það hafi átt við um upplýsingar um hvort sótt hefði verið um skráningu tiltekins merkis og á hvaða formi, hvort greitt hefði verið fyrir viðkomandi umsókn eða ekki, hvort umsókn væri í rannsókn, hvort henni hefði verið hafnað eða hún væri í svokölluðu rökstuðningsferli eða hvort umsókn hefði verið samþykkt til skráningar. Með lagabreytingunum árið 2012 hafi orðalag ákvæðisins verið rýmkað þannig að það næði einnig til umsókna um vörumerkjaskráningu, þ.e. til umsókna og annarra móttekinna gagna, þó að teknu tilliti til takmarkana skv. 2. mgr. 64. gr. vörumerkjalaga. Við þinglega meðferð frumvarpsins hafi þetta ekki verið talið nægjanlega skýrt og orðalagi ákvæðisins því breytt lítillega áður en það var samþykkt. <br /> <br /> Fram kemur að Hugverkastofan telji ekki unnt að líta svo á, með hliðsjón af 64. gr. vörumerkjalaga, að skylda til afhendingar umsóknargagna til þeirra sem ekki eru aðilar máls taki til þeirra umsókna sem lagðar voru inn fyrir gildistöku breytingalaga nr. 44/2012. Við þá túlkun sé m.a. tekið mið af réttmætum væntingum umsækjenda fyrir breytingarnar sem ætlað gátu með hliðsjón af orðalagi ákvæðisins að umsóknargögn þeirra yrðu ekki afhent almenningi. Þá vísar Hugverkastofan til þess að vörumerki séu eignarréttindi og að takmörkun aðgangs almennings að vörumerkjaumsóknum eigi sér stoð í 9. gr. upplýsingalaga. Hugverkastofan afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af umsóknargögnum þeim sem kæran lýtur. <br /> <br /> Umsögn Hugverkastofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir frá kæranda bárust úrskurðarnefndinni þann 6. maí 2019. Þar kemur fram að kærandi fallist ekki á röksemdir Hugverkastofunnar og fari fram á að ákvörðunin verði felld úr gildi og honum veittur aðgangur að þeim gögnum sem kæran beinist að.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að upplýsingalög eigi, skv. 1. mgr. 2. gr. laganna, að ná til allra stjórnvalda, þ.m.t. Hugverkastofunnar, og að meginreglan sé sú að stjórnvaldi sé skylt að veita aðgang að umbeðnum gögnum nema í undantekningartilfellum sem talin eru upp í 6.-10. gr. laganna. Þá leiði af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum þó að sérstök ákvæði um þagnarskyldu geti gert það. Samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum beri stjórnvöldum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. Það hafi hvergi komið fram í 64. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 að ákveðnar vörumerkjaumsóknir væru undanþegnar aðgangi almennings. Því sé ekki hægt að telja að sérreglan í 64. gr. sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem geri vörumerkjaumsóknir sem lagðar voru inn fyrir 1. júní 2012 undanþegnar aðgangi almennings. <br /> <br /> Loks kemur fram að kærandi telji ljóst að umbeðin gögn geti ekki talist varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 9 gr. upplýsingalaga. Gögnin varði hvorki viðkvæmar persónuupplýsingar né mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja, enda komi þar aðeins fram upplýsingar um nafn eiganda vörumerkisins og heimilisfang hans, merkið sjálft, umboðsmann eiganda og þá vöru og þjónustu sem viðkomandi merki er ætlað að auðkenna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um það hvort umsókn um skráningu vörumerkis og fylgigögn með henni sem bárust fyrir breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997 árið 2012 séu undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum en synjun Hugverkastofunnar á beiðni um aðgang á gögnunum er aðallega byggð á því að samkvæmt 64. gr. þágildandi vörumerkjalaga hafi umsóknir og umsóknargögn ekki verið aðgengileg almenningi. Þá byggir Hugverkastofan einnig á því að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óumdeilt er að Hugverkastofan er stjórnvald og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga. Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna, þ.e. að þau séu í vörslum hans þegar beiðni um upplýsingar berst. Að meginstefnu skiptir ekki máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila sem skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögunum, sbr. 2. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Fyrir gildistöku laga nr. 44/2012 um breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997, hljóðaði 64. gr. laganna svo: <br /> <br /> „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum um vörumerki kemur fram að 64. gr. endurspegli að vörumerkjaskráin sé „opin“ og að almenningur eigi rétt á að fá vitneskju um það sem skráð er þar, með þeim fyrirvara að greitt sé fyrir endurrit úr skránni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hún fellst ekki á það með Hugverkastofunni að framangreint ákvæði hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem gengið hafi framar ákvæðum upplýsingalaga. Enda er í ákvæðinu aðeins mælt fyrir um heimild almennings til þess að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, en ekki vikið að neinum upplýsingum sem leynt skulu fara. Þá verður almennt ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum. Nefndin telur því að um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið hefði farið samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður er ljóst að með fyrrnefndum breytingum á vörumerkjalögum var aðgangur almennings að upplýsingum um vörumerkjaumsóknir rýmkaður enn frekar og segir nú í 64. gr. orðrétt: <br /> <br /> „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaumsókna og skráninga. Vörumerkjaumsóknir eru aðgengilegar frá fyrsta virka degi eftir móttöku. Hugverkastofunni er óheimilt að veita almenningi aðgang að fylgiskjölum eða gögnum í heild eða að hluta sem geyma viðskiptaleyndarmál og varða almennt ekki skráningu merkis eða einkarétt á merki.“ <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að eftir gildistöku laga nr. 44/2012 þann 15. júní 2012 leikur enginn vafi á því að efni vörumerkjaumsókna og skráninga er háð upplýsingarétti almennings með þeim takmörkunum sem gerðar eru í 2. mgr. 64. gr. laga nr. 45/1997. Ekkert í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 44/2012 færir stoð undir þá ályktun Hugverkastofunnar að það hafði verið ætlun löggjafans að eldri umsóknir skuli undanþegnar þeirri reglu að vörumerkjaumsóknir séu aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Í umsögn sinni vísar Hugverkastofan til væntinga umsækjenda sem fyrir breytingar á vörumerkjalögum árið 2012 gátu, með hliðsjón af orðalagi 64. gr., ætlað að umsóknargögn þeirra yrðu ekki afhent almenningi. Eins og vikið er að hér að framan er úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki sammála því að þeir sem lögðu inn umsóknir fyrir lagabreytinguna hafi mátt vænta þess að upplýsingalög giltu ekki um aðgang að umsóknargögnum. Þá er einnig til þess að líta að viðskiptaleyndarmál eða aðrar upplýsingar sem varða ekki skráningu merkis eða einkarétt á merki eru skv. núgildandi 64. gr. vörumerkjalaga undanþegin upplýsingarétti. Þá má ætla að í þeim tilfellum sem upplýsingar í umsóknargögnum eru viðkvæmar, þ.e. varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja, væru þær einnig undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds geta umsækjendur um vörumerki nú sem áður treyst því að fjárhagslegar, persónulegar eða aðrar upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum og eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari verði ekki gerðar aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Að mati Hugverkastofunnar á takmörkun á aðgengi almennings að umsóknargögnum sér stoð í 9. gr. upplýsingalaga. Skráning vörumerkis feli í sér skráningu á eignarréttindum sem teljist til fjárhags- og viðskiptamálefna einstaklinga og lögaðila. Í 9. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ <br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá verði að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingarnar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings, meðal annars með hliðsjón af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda. Í fyrsta lagi er um að ræða umsóknareyðublað, 3 blaðsíður að lengd, þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og aðsetur hans, hvaða merki óskast skráð, hver umboðsmaður umsækjanda sé og aðsetur hans, númer þeirra vöruflokka sem sótt er um og um kostnað við umsóknina. Umsóknin er undirrituð af starfsmanni umboðsmanns umsækjanda og innfært er á eyðublað af hálfu Vörumerkjaskrárritara hvenær umsóknin barst og hvaða númeri henni var úthlutað. Í öðru lagi er um að ræða erindi umboðsmanns umsækjanda, dags. 9. ágúst 1991, með myndum af merkinu og meðfylgjandi eru nokkur eintök af merkinu á sérblaði. Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umboði Sigurjónsson &amp; Thor hf., undirritað af umsækjanda sem og starfsmanni umboðsmanns. <br /> <br /> Í gögnum sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent og varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991 er ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þá er ekki hægt að fallast á að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sé að ræða. Upplýsingarnar sem fram koma eru almenns eðlis og hefur löggjafinn litið svo á að sambærilegar upplýsingar skuli vera aðgengilegar almenningi samkvæmt núgildandi vörumerkjalögum. Auk þess hefur Hugverkastofan afhent kæranda gögn vegna umsókna um endurnýjun sama vörumerkis frá árunum 2001 og 2012 þar sem fram koma sambærilegar upplýsingar um greiðslur, umboðsmann og afrit af umboði. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til þess að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Hugverkastofuna að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Hugverkastofunni ber að veita kæranda, Árnason Faktor ehf., aðgang að þeim gögnum sem varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

818/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki að fylgiskjalið, sem hafði að geyma yfirlit yfir greiðslur lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Grímsnes- og Grafningshreppi, innihéldi viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um einstaklinga sem óheimilt væri að veita aðgang að vegna 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæru vegna afgreiðslu Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að undirrituðum samningi vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 818/2019 í máli ÚNU 19020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. febrúar 2019, kærði A, f.h. Matfasteigna ehf., synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins átti kærandi í nokkrum bréfaskiptum við sveitarfélagið á árinu 2018 vegna greiðslu fyrir vatnsinntak á lóð kæranda. Kærandi taldi sig ekki þurfa að greiða fyrir vatnsinntak og hélt því fram að það kæmi fram á lista sem fylgdi yfirlýsingu Grímsnes- og Grafningshrepps og Byggingarfélagsins Geysis, varðandi greiðslur fyrir vatnsveitu í sumarhúsabyggðinni Kerhrauni, dags. 27. september 2005. Óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim lista. Þá óskaði hann jafnframt eftir aðgangi að undirrituðum samningi á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005. Í svarbréfum sveitarfélagsins til kæranda, dags. 6. og 18. júní 2018, kemur fram að sveitarfélagið telji óheimilt að veita honum aðgang að umbeðnum upplýsingum en ekki er vísað sérstaklega til upplýsingalaga né eru honum veittar upplýsingar um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Kæran lýtur annars vegar að synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að fylgiskjali með yfirlýsingu Grímsnes- og Grafningshrepps og Byggingarfélagsins Geysis, varðandi greiðslur fyrir vatnsveitu í sumarhúsabyggðinni Kerhrauni, dags. 27. september 2005. Kærandi telur að fylgiskjalið geymi upplýsingar um greiðslur vegna lóðar kæranda. Hins vegar lýtur kæran að endanlegri og undirritaðri útgáfu samnings á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005 en kærandi kveður þá útgáfu samningsins sem hann hefur nú undir höndum vera uppkast en ekki endanlega útgáfu samningsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, var kæran kynnt Grímsnes- og Grafningshreppi og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 7. mars 2019, kemur fram að kæranda hafi þegar fengið afhentar upplýsingar um hvaða lóðir nutu greiðslu af hálfu Byggingarfélagsins Geysis árið 2005. Hins vegar væri ekki nauðsynlegt að veita kæranda aðgang að umbeðnu fylgiskjali enda væru þar engar upplýsingar um kæranda heldur upplýsingar um fjárhagsmálefni 53 annarra aðila. Þá kemur fram að upplýsingarnar í skjalinu snúi eingöngu að sumarhúsalóðum á svæðum A og C í Kerhrauni en að lóð kæranda sé á svæði B. Af þeirri ástæðu njóti kærandi sama réttar og almenningur skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til aðgangs að gögnunum en ekki ríkari réttar skv. 14. gr. upplýsingalaga eða 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í umsögninni er jafnframt vísað til undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga og gögnin sögð varða fjárhags- og persónuupplýsingar 53 aðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Sveitarfélagið telji sérstaka þörf á að vernda friðhelgi þeirra einstaklinga sem nefndir séu í skjalinu en í því sé að finna upplýsingar um hverjir séu eigendur eignanna, hverjir þeirra hafi greitt tengigjald og hverjir ekki. Þá segir að upplýsingar um mögulega greiðsluerfiðleika lóðareigenda hljóti að njóta verndar 9. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings er bent á að vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni sé bundin leyfi persónuverndar skv. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að auki er vísað til þagnarskylduákvæða í öðrum lögum sem eiga að tryggja leynd yfir fjárhagsupplýsingum, t.d. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sem kveði á um þagnarskyldu starfsmanna þeirra um allt er varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, og ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006, sem kveði á um þagnarskyldu starfsmanna úthlutunarsjóðs, stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs og tryggingasjóðs. Sveitarfélagið telji því ljóst að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum metið svo að eðlilegt sé að fjárhagsmálefni borgara fari leynt. <br /> <br /> Varðandi síðari hluta kærunnar, þ.e. endanlega og undirritaða útgáfu samnings á milli aðilanna fjögurra, kveður sveitarfélagið kæranda þegar hafa öll gögn sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða, og að ekki hafi verið gerður annar samningur á milli aðilanna.<br /> <br /> Fylgiskjal það sem fyrri hluti kærunnar snýr að fylgdi ekki umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps. Með bréfi til lögmanns sveitarfélagsins, dags. 7. mars 2019, óskaði úrskurðarnefndin þess að fá afrit af skjalinu. Sveitarfélagið afhenti nefndinni þá skjalið í trúnaði og ítrekaði að lóðirnar á listanum væru á A og C svæðum Kerhrauns en að lóð kæranda væri á svæði B.<br /> <br /> Umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. mars 2019, kemur fram að hann hafni öllum rökum sveitarfélagsins. Kærandi vísar til þess að sveitarfélagið hafi með tölvupósti, dags. 18. júní 2018, gefið upp lista með lóðum (lóðanúmerum) og að hægt sé að komast að því hjá sýslumanni hverjir eigendur viðkomandi lóða voru árið 2005. Því hafi sveitarfélagið þegar veitt aðgang að nöfnunum. Varðandi 9. gr. upplýsingalaga bendir kærandi á að hægt sé að strika yfir upplýsingar um greiðsluhæfi aðila eða greiðslur og að ekki sé þörf á að upplýsa um það. Kærandi ítrekar loks að hann vilji fá aðgang að undirritaðri lokaútgáfu umbeðins samnings.<br /> <br /> Með bréfi til lögmanns Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 16. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að sveitarfélagið upplýsti nefndina um það hvort undirritað samkomulag á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005, væri fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu eða hvort samkomulagið hafi aldrei verið undirritað. Í svari lögmanns sveitarfélagsins, dags. 23. júlí 2019, kemur fram að undirritað samkomulag sé ekki fyrirliggjandi og það bendi til þess að samkomulagið hafi aldrei verið undirritað, án þess að sveitarfélagið geti slegið því föstu þar sem starfsmannabreytingar hafi orðið frá gerð þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005, sem lýtur að greiðslum lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni. Einnig er deilt um rétt kæranda til aðgangs að undirritaðri útgáfu samnings, dags. 21. september 2005, á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni.<br /> <br /> Kærandi hefur lýst því að hann telji fylgiskjalið með yfirlýsingunni, dags. 27. september 2005, innihalda upplýsingar um lóð hans og greiðslu sem hann hafi innt af hendi fyrir vatnsinntak að henni. Í umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps kemur fram að í skjalinu komi aðeins fram upplýsingar um lóðir sem séu á svæðum A og C í Kerhrauni en að lóð kæranda sé á svæði B. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fylgiskjalið undir höndum en þar er að finna lista yfir lóðir í Kerhrauni með lóðanúmer frá 1 til 112. Þar koma fram nöfn eigenda, bæði fyrirtækja og einstaklinga, og lögheimili þeirra þar sem það á við, auk upplýsinga um hvort greitt hafi verið fyrir vatnsinntak á viðkomandi lóð og upphæðir greiðslna. Þær lóðir sem ekki hafði verið greitt fyrir vatnsinntak að eru auðkenndar með yfirstrikun í gulum lit og handskrifaðri athugasemd: „ógr.“ en á skjalinu eru einnig aðrar handskrifaðar athugasemdir. Ljóst er að í skjalinu eru ekki upplýsingar sem fjalla um kæranda eða lóð hans, B 122, heldur eingöngu lóðir á svæðum A og C eða lóðanúmer frá 1 til 112. Um aðgang kæranda að fylgiskjalinu fer því eftir ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt almennings til aðgangs að gögnum en ekki 14. gr. um upplýsingarétt aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. <br /> <h2>2.</h2> Réttur almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga sætir þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem á í hlut. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt að matið verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Fram kemur að undir 9. gr. geti fallið upplýsingar um það hvort tiltekið mál er snerti ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu. Þá er tekið fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar vísar Grímsnes- og Grafningshreppur m.a. til lagaákvæða er kveða á um sérstaka þagnarskyldu vegna tiltekinna upplýsinga, sbr. ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að umrædd lagaákvæði séu sérlög er feli í sér undantekningar frá þeim upplýsingarétti sem upplýsingalög mæla fyrir um. Ekki verður lögjafnað frá ákvæðunum og þau látin taka til annarra aðila eða aðstæðna en þar er mælt fyrir um. Fyrir liggur að umrædd þagnarskylduákvæði taka ekki til þeirrar starfsemi Grímsnes- og Grafningshrepps sem hér er til umfjöllunar og koma ákvæðin því ekki til frekari skoðunar í málinu.<br /> <br /> Fyrri hluti kærunnar lýtur að fylgiskjali, eða lista, sem varðar greiðslur til sveitarfélagsins fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni. Listinn geymir upplýsingar um eigendur lóða, heimilisföng og hvort og þá hvað mikið greitt hafi verið fyrir vatnsinntak. Að mati úrskurðarnefndar er ekki um að ræða svo viðkvæmar upplýsingar að þær eigi ekkert erindi við almenning og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteigna eru jafnan aðgengilegar almenningi og að upplýsingar um hvort einstaklingar hafi greitt fyrir vatnsinntak gefa ekki vísbendingar um fjárhagsstöðu eða önnur viðkvæm fjárhagsmálefni viðkomandi. Enn fremur upplýsti sveitarfélagið kæranda í tölvupósti, dags. 18. júlí 2018, um númer þeirra lóða þar sem greitt hafði verið fyrir vatnsinntak en sömu upplýsingar koma að hluta til fram í fyrrnefndu samkomulagi dags. 27. september 2005. Upplýsingar um greiðslurnar sem fram koma í fylgiskjalinu hafa því verið gerðar aðgengilegar og út frá þeim upplýsingum er auðveldlega hægt að álykta um fyrir hvaða lóðir hafði ekki verið greitt.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig aðgangs að endanlegum og undirrituðum samningi á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og Geysis, dags. 21. september 2005, en af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að engin önnur útgáfa samningsins liggi fyrir hjá sveitarfélaginu en sú sem kærandi hefur þegar undir höndum. Undirrituð útgáfa samningsins liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar sveitarfélagsins. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki fyrir hendi og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Verður því að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Grímsnes- og Grafningshreppi ber að veita kæranda, A, aðgang að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005, sem lýtur að greiðslum lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. <br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

817/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og lægi ekki fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 817/2019 í máli ÚNU 19010019. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 16. janúar 2019, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á beiðni hans um upplýsingar. Með erindi, dags. 15. desember 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða atriði lög skilgreindu sem umferðarlagabrot. Í svari lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dags. 14. janúar 2019, kom fram að ekki væri talið að erindi kæranda heyrði undir upplýsingalög en var honum bent á að öll umferðarlagabrot væru tilgreind í umferðarlögum, nr. 50/1987. Finna mætti þau lög inni á vefsvæði Alþingis, www.althingi.is. Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi telji erindi sitt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum vera upplýsingaskylt.<br /> <br /> Í umsögn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dags. 9. ágúst 2019, kemur fram að það sé mat hans að fyrirspurn kæranda varði hvorki tiltekið mál né tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Lögreglustjóri telji ótækt að leggja í þá vinnu að útbúa gögn um það hvaða atriði umferðarlög skilgreini sem umferðarlagabrot, enda liggi skýrt fyrir í lögunum hvaða háttsemi teljist brot á þeim.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Beiðni kæranda lýtur ekki að tilteknum gögnum í fórum lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, heldur að leiðbeiningum um það hvaða athafnir lög skilgreina sem umferðarlagabrot. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í sérstakri samantekt hjá lögreglustjóranum. Upplýsingalög leggja ekki þá skyldu á stjórnvald að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað. Kæranda var leiðbeint um að umbeðnar upplýsingar væru honum þegar aðgengilegar, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, í lagasafni sem aðgengilegt er á netinu.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Samkvæmt því verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 16. janúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

816/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og því lægi ekki fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 816/2019 í máli ÚNU 18110004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. nóvember 2018, kærði A, f.h. Óháða safnaðarins, synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Málavextir eru þeir að þann 4. október 2018 sótti kærandi um sérvinnslu hjá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki saman lista yfir þá safnaðarfélaga Óháða safnaðarins sem hafa látist frá því síðasti listi var afhentur söfnuðinum á árinu 2017. Þjóðskrá Íslands synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 31. október 2018. Í bréfinu segir m.a. að stofnunin hafi ekki heimild samkvæmt lögum til að afhenda persónugreinanlegar upplýsingar um trú- og lífsskoðanir og því verði að synja um afhendingu listans. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að listi yfir látna safnarmeðlimi hafi verið afhentur til fjölda ára til safnaðarins með þessum hætti. Engar sérstakar skráningar séu til um safnaðarmeðlimi nema hjá Þjóðskrá Íslands. Það séu ríkir hagsmunir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög að forstöðumenn þeirra hafi aðgang að slíkri vinnslu fyrir sína félagsmenn en starf safnaðarins byggi á samskiptum við skráða félaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 11. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 21. nóvember 2018, segir m.a. að Þjóðskrá Íslands hafi unnið að endurskoðun allra verkferla er feli í sér vinnslu persónuupplýsinga. Þessi endurskoðun sé hluti af innleiðingarferli stofnunarinnar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sem opinber stofnun eigi Þjóðskrá Íslands almennt einungis að vinna með persónuupplýsingar á grundvelli lagaskyldu. Einn þeirra verkferla sem tekinn hafi verið til skoðunar sé afhending persónugreinanlegra upplýsinga er varða skráningu trúfélags í þjóðskrá. Vísað er til þess að félagatöl trú- og lífsskoðunarfélaga séu í höndum viðkomandi félaga sbr. 9. gr. laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. Þjóðskrá Íslands telji enga heimild vera fyrir því í lögum að vinna slíkar viðkvæmar persónuupplýsingar úr þjóðskrá og afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum. Sú staðreynd að Þjóðskrá Íslands hafi afhent slíkar upplýsingar gegnum tíðina geti ekki verið forsenda þess að stofnuninni sé skylt að halda slíkri vinnslu áfram ef vinnslan samrýmist ekki gildandi lögum. <br /> <br /> Hvað varði rétt Óháða safnaðarins til aðgangs að umbeðnum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 vísar Þjóðskrá Íslands til þess að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu upplýsingar ekki fyrirliggjandi í skrám stofnunarinnar heldur þurfi að framkvæma vinnslu úr kerfi þjóðskrár þar sem upplýsingarnar séu kallaðar fram og unnar.<br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. desember 2018, segir m.a. að Þjóðskrá Íslands veiti sérstaka þjónustu sem felist í því að vinna ákveðnar upplýsingar gegn gjaldi og hafi stofnunin unnið slíkar upplýsingar í áraraðir fyrir Óháða söfnuðinn. Þannig geti stofnunin ekki skýlt sér á bak við þær skýringar að ekki sé um fyrirliggjandi upplýsingar að ræða. Söfnuðurinn telji upplýsingalögin eiga við. Þá óskar Óháði söfnuðurinn eftir leiðbeiningum um hvort niðurstaða Þjóðskrár Íslands sé kæranleg á grundvelli annarra laga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Þjóðskrá Íslands upplýsti nefndina um það hvort umbeðnar upplýsingar væru að finna í gögnum hjá Þjóðskrá Íslands eða hvort vinna þyrfti þær sérstaklega. Svar Þjóðskrár Íslands barst þann 15. júlí 2019. Þar er ferli skráningar vegna andláts í Þjóðskrá Íslands lýst. Fram kemur að dánarvottorð læknis sé afhent sýslumannsembætti í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili. Starfsmaður sýslumanns skrái í kerfi þjóðskrár kennitölu og dánardag hins látna og sendi frumritið með bréfpósti. Starfsmaður Þjóðskár Íslands skrái síðan viðbótarupplýsingar þegar frumrit dánarvottorðs berst. Í dánarvottorði þurfi að fylla út upplýsingar um nafn hins látna, kennitölu, lögheimili við andlát, kyn, ríkisfang, atvinnu og hjúskaparstöðu. Við skráningu starfsmanns Þjóðskrár Íslands fari einstaklingurinn af þjóðskrá og á horfinnaskrá. <br /> <br /> Tekið er fram að í beiðni Óháða safnaðarins sé óskað eftir lista látinna einstaklinga sem létust á tímabilinu september 2017 til október 2018 og hafi verið skráðir í söfnuðinn þegar þeir létust. Keyra þurfi upplýsingar um látna einstaklinga á tilteknu tímabili saman við trúfélagsskráningu og dagsetningu andláts til þess að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir séu þar af leiðandi ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er forstöðumaður trúfélags, til aðgangs að lista yfir látna safnarmeðlimi trúfélagsins á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þjóðskrá Íslands heldur því fram að listinn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr., laganna, heldur þurfi að vinna hann sérstaklega úr gagnagrunni stofnunarinnar. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 21. nóvember 2018, kemur fram að listi yfir látna safnaðarmeðlimi sé ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að taka hann sérstaklega saman. Í skýringum stofnunarinnar, dags. 15. júlí 2019, kemur einnig fram að upplýsingar um trúfélagsskráningu látinna manna sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum í vörslum Þjóðskrár heldur þurfi að keyra saman upplýsingar úr horfinnaskrá og þjóðskrá til þess að ná þeim fram. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því ljóst að upplýsingar um safnarmeðlimi sem látist hafa á tilteknu tímabili séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu Þjóðskrár Íslands til þess að taka saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæranda er bent á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur eftirlit með starfsemi Þjóðskrár Íslands og má því beina athugasemdum um starfsemina til þess ráðuneytis. Þá er rétt að benda kæranda á að honum er eftir atvikum heimilt að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1997.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, f.h. Óháða safnaðarins, dags. 5. nóvember 2018, á hendur Þjóðskrá Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

815/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í þremur minnisblöðum Reykjavíkurborgar. Úrskurðarnefndin staðfesti ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um aðgang að einu minnisblaðinu í heild sinni þar sem í því væru upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi verið grunaðir um refsiverða háttsemi. Nefndin taldi minnisblaðið geyma viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að ekki væri unnt að afhenda hluta þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá var staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um framgang starfsmanns í starfi sem afmáðar voru úr minnisblaði, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg var aftur á móti gert að afhenda kæranda upplýsingar um lögmannskostnað einstaklinga sem áttu í ágreiningi við sveitarfélagið en ekki var talið að þær heyrðu undir 9. gr. upplýsingalaga.

<h1> Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 815/2019 í máli ÚNU 18100009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. október 2018, kærði A synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum. Málsatvik eru þau að með bréfi, dags. 1. október 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum minnisblöðum sem gerð voru á vegum embættis borgarlögmanns á tímabilinu 6. júní 2006 til 5. júní 2007. Erindinu var svarað þann 8. október 2018 og kæranda veittur aðgangur að 21 skjali. Í svarbréfi til kæranda var tekið fram að honum hafi verið synjað um aðgang að nokkrum minnisblöðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið ritaði kærandi embætti borgarlögmanns bréf og óskaði eftir upplýsingum hvort leitað hafi verið afstöðu þeirra sem upplýsingarnar varði til afhendingu gagnanna og hvort tekin hafi verið afstaða til aukins aðgangs, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. 11. október, svaraði embætti borgarlögmanns því að minnisblöðin væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því væri embættinu ekki skylt að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þá var ítrekað að gögnin geymdu upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni og fjárhagslegar upplýsingar, málefni starfsmanns og hugleiðingar um skaðabótaskyldu tilgreindra aðila. Tekið var fram að ekki hafi verið leitað eftir afstöðu þeirra sem upplýsingarnar varða. <br /> <br /> Kærandi telur að embætti borgarlögmanns hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þegar embættið ákvað að afhenda ekki gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki hafi verið óskað eftir afstöðu þeirra sem gögnin varða. Þá telur kærandi líklegt að ákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um alla hluta gagnanna og beri embættinu að afhenda þá hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir auk þess á að öll gögnin séu eldri en átta ára og því hafi takmarkanir á upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. fallið niður sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu því ekki lengur vinnugögn sem heimilt sé að undanþiggja upplýsingarétti. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 29. október 2018, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 13 nóvember 2018, kemur fram að borgin hafi tekið til endurskoðunar ákvörðun um aðgang að minnisblöðunum og afhent kæranda, með bréfi dags. 9. nóvember, afrit af þeim minnisblöðum sem synjað hafi verið um. Þó hafi verið afmáðar upplýsingar um fjárhæð og tímafjölda lögmannskostnaðar aðila í minnisblaði, dags. 13. júní 2006 og upplýsingar um framgang starfsmanns í starfi í minnisblaði, dags. 18. september 2006. Þá hafi kærandi verið upplýstur um tilvist minnisblaðs sem ekki hafi verið tilgreint í bréfi til kæranda, dags. 8. október 2019, og að tekin hafi verið ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að minnisblaðinu á þeim grundvelli að í því sé að finna umfjöllun um hugsanlega refsiverða háttsemi tilgreindra einstaklinga. <br /> <br /> Vísað er til þess að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. frumvarpsins komi m.a. fram að engum vafa sé undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. laganna. Þá sé talið upp í dæmaskyni m.a. upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þá leiði af 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 að lögmenn séu bundnir þagnarskyldu um störf sín og sé því því rétt að upplýsingar um fjárhæð og tímafjölda lögmannskostnaðar einstaklinga séu afmáðar. Jafnframt segi í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga að lögin taki ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna og framgang þeirra í starfi. Með vísan til þessa telur Reykjavíkurborg að úrskurðarnefndinni beri að staðfesta ákvörðunina. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 26. nóvember 2018, fer kærandi fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um það hvort Reykjavíkurborg beri að afhenda sér minnisblöðin í heild sinni. Þá fer kærandi fram á að nefndin úrskurði um hvort afhendingarháttur á minnisblöðum frá 13. júní 2006 og 18. september 2006 sé í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi mótmælir því að Reykjavíkurborg sé óheimilt að veita aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, vegna 9. gr. upplýsingalaga. Vísað er til þess að sveitarfélagið hafi ekki leitað afstöðu viðkomandi einstaklings til þess að minnisblaðið verði látið af hendi. Kærandi telur ekki hægt að skilja 9. gr. upplýsingalaga öðruvísi en svo að takmörkunarheimildinni verði aðeins beitt ef sá sem á í hlut veiti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. Þar sem afstöðu þess sem upplýsingarnar varðar hafi ekki verið aflað sé málið ekki nægjanlega upplýst. Auk þess komi ekki fram í umsögninni hvort grunur um hugsanlega refsiverða háttsemi hafi leitt til kæru til lögreglu en hafi engin slík kæra verið sett fram sé það vísbending um að grunurinn hafi ekki verið á rökum reistur. Þá þurfi að hafa í huga að almennt séu undantekningarákvæði upplýsingalaga túlkuð þröngt. Kærandi segir enn fremur að hægt sé að veita honum aðgang að hluta minnisblaðsins og afmá persónugreinanlegar upplýsingar um viðkomandi sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá mótmælir kærandi því að Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að synja honum um aðgang að upplýsingum um fjárhæð og tímafjölda vegna vinnu lögmanna aðila í minnisblaði, dags. 18. september 2006. Kærandi telur vandséð hvernig unninn tímafjöldi eða tímagjald geti falli undir upplýsingar sem lögmönnum sé trúað fyrir í starfi sínu í skilningi laga um lögmenn. Þá sé um að ræða upplýsingar sem hafi verið hluti af samningaferli lögmanna fyrir hönd umbjóðenda sinna við Reykjavíkurborg og hafi lögmenn upplýst Reykjavíkurborg um tímafjöldann og fjárhæðir í þeim tilgangi að Reykjavíkurborg greiddi þessa vinnu. Hér sé því um að ræða forsendur fjárútláta opinberra aðila sem ekki séu bundnar trúnaði. Þá verði að líta til þess að þegar einkaaðili sendi opinberu stjórnvaldi upplýsingar sé hann að einhverju leyti að gera þær opinberar. <br /> <br /> Kærandi gerir einnig athugasemdir við að embætti borgarlögmanns hafi afmáð upplýsingarnar úr minnisblaðinu með því að endurskrifa það í stað þess að yfirstrika upplýsingarnar. Vegna þessa sé erfitt að átta sig á því hvaða hlutar minnisblaðsins hafi verið afhentir og hvert sé umfang þeirra hluta sem ekki var veittur aðgangur að. Kærandi fer því fram á að úrskurðarnefndin úrskurði um hvort þessi háttur á afhendingu gagns sé í samræmi við upplýsingalög. <br /> <br /> Að lokum mótmælir kærandi því að afmáðar hafi verið upplýsingar um framgang starfsmanns í starfi úr minnisblaði, dags. 18. september 2006. Gerðar eru sömu athugasemdir við afhendingu upplýsinganna, þ.e. að ritað hafi verið nýtt skjal í stað þess að afmá upplýsingar úr minnisblaðinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu eins þess einstaklings sem fjallað var um í tengslum við refsiverða háttsemi í minnisblaði dags. 15. júní 2006. Viðkomandi svaraði þann 23. júlí og veitti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, sem kæranda var synjað um aðgang að í heild sinni og upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblöðum, dags. 13. júní 2006 og 18. september 2006. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. <br /> <br /> Í málinu er í fyrsta lagi er deilt um hvort Reykjavíkurborg sé óheimilt að veita kæranda aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, í heild sinni vegna einkahagsmuna þeirra sem upplýsingar í minnisblaðinu varða, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þeir einkahagsmunir sem Reykjavíkurborg telur standa aðgangi í vegi eru upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi legið undir grun um refsiverðan verknað. Eins og fyrr hefur komið fram leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu eins þeirra aðila sem fjallað er um með þessum hætti í minnisblaðinu og veitti hann ekki samþykki fyrir afhendingu gagnanna. Ekki er unnt að veita upplýsingar um aðra einstaklinga sem fjallað er um með þessum hætti í minnisblaðinu án þess að veita um leið upplýsingar um þann einstakling sem ekki veitti samþykki sitt. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir einnig að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geti talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunni einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geti til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.<br /> <br /> Með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga var gerð sú breyting að upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður um refsiverðan verknað teljast ekki lengur til viðkvæmra persónuupplýsinga. Í 12. gr. laganna er þó að finna sérreglu um vinnslu og miðlun slíkra upplýsinga. Í athugasemdum við ákvæði 12. gr. í frumvarpi segir m.a. að ljóst sé að um slíkar upplýsingar gildi um margt sérstök sjónarmið, t.d. almannahagsmunir af því að hafa vitneskju um sakaferil manna í tengslum við ráðningu í störf og að starfrækt sé sakaskrá, að kæra til lögreglu geti verið nauðsynleg til að vekja athygli á refsiverðri háttsemi o.s.frv. <br /> <br /> Eins og rakið var hér að framan var gengið út frá því við setningu upplýsingalaga að upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað teldust almennt til einkamálefna sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt samkvæmt 9. gr. laganna. Hins vegar þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort slíkar upplýsingar séu svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir minnisblaðið, dags. 15. júní 2006. Þar er vikið að því að því að tilteknir einstaklingar kunni að hafa viðhaft refsiverða háttsemi, einkum sá sem ekki veitir samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær upplýsingar séu viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá er það mat nefndarinnar að upplýsingarnar séu svo samofnar öðru efni minnisblaðsins að ekki sé unnt að afmá þær úr skjalinu og afhenda hluta þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því verður að staðfesta synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu minnisblaðsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um hvort Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að afmá upplýsingar um tímafjölda og tímagjald vegna lögmannsþjónustu úr minnisblaði, dags. 13. júní 2006. Vísað var til 9. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 til stuðnings ákvörðuninni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að undir trúnaðarskyldu 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 geta fallið upplýsingar um hvort tiltekinn einstaklingur hafi leitað aðstoðar lögmanns. Þær upplýsingar sem afmáðar voru úr minnisblaðinu voru aftur á móti settar fram í tengslum við kröfu tiltekinna einstaklinga um að Reykjavíkurborg greiddi lögmannskostnað vegna ágreiningsmáls þeirra við borgina. Að mati nefndarinnar varða upplýsingarnar ekki samband lögmanns og umbjóðanda hans með þeim hætti að þær falli undir trúnaðarskyldu laga um lögmenn nr. 77/1998. Þá telur nefndin að upplýsingarnar, sem lúta að tímagjaldi tiltekinna lögmannsstofa árið 2006, varði ekki svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögmannsstofa að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim vegna 9. gr. upplýsingalaga. Bæði er litið til aldurs upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að lögmenn veita almennt öllum sem til þeirra leita upplýsingar um verð fyrir þjónustu sína. Mikið þyrfti til að koma svo að upplýsingar um verð fyrir þjónustu sem boðin er almenningi yrðu taldar til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni. Verður því að fella úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti og leggja fyrir borgina að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>3.</h2> Að lokum er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 18. september 2006 á þeim grundvelli að þær varði framgang starfsmanns í starfi og séu því undanþegnar upplýsingarétti vegna. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr., taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, segir: <br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins. Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Minnisblaðið frá 18. september 2006 ber heitið „Starfshópur um ný Leikskólasvið og Menntasvið – Ráðning í nýjar stjórnunarstöður“. Í því er rakið að nýtt starf hafi orðið til vegna skipulagsbreytinga og reifuð sjónarmið með því að tiltekinn starfsmaður verði færður til í starfi. Úr minnisblaðinu hefur verið afmáð efnisgrein með upplýsingum um viðkomandi starfsmann. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsinga mál var Reykjavíkurborg það heimilt með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda liggur fyrir að upplýsingarnar varða framgang viðkomandi starfsmanns í starfi. Verður því staðfest synjun Reykjavíkurborgar á því að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru í minnisblaði frá 18. september 2006. <br /> <h2>4.</h2> Í kæru óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort afhendingarháttur Reykjavíkurborgar á minnisblöðum, dags. 13. júní 2006 og 18. september 2006, standist upplýsingalög en kærandi telur upplýsingarnar hafa verið afmáðar úr minnisblöðunum með þeim hætti að þau hafi verið endurskrifuð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur borið saman minnisblöðin sem afhent voru kæranda annars vegar og úrskurðarnefndinni hins vegar. Um er að ræða sömu skjölin en upplýsingar hafa verið afmáðar með hvítri yfirstrikun úr þeim minnisblöðum sem afhentar voru kæranda. Ekki eru efni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda að þessu leyti. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006 og upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 18. september 2006.<br /> <br /> Felld er úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 13. júní 2006 og lagt fyrir borgina að veita kæranda aðgang að því. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

814/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Isavia ohf. um framboð á flugsætum og farþegafjölda sem fari um Keflavíkurflugvöll, sundurliðuðum eftir flugrekstraraðilum og tímabilum, að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda á þeim grundvelli að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 71. gr. b laga um loftferðir, nr. 60/1998.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 814/2019 í máli ÚNU 18090001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. ágúst 2018, kærði A synjun Isavia ohf. á beiðni hans varðandi upplýsingar um farþegaflutninga um Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með erindi til Isavia, dags. 24. maí 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um framboð á flugsætum og farþegafjölda sem færi um Keflavíkurflugvöll, sundurliðuðum eftir flugrekstraraðilum og tímabilum, að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann.<br /> <br /> Með tölvupósti Isavia til kæranda, dags. 19. júní 2018, var gagnabeiðni hans synjað. Kom þar fram að ekki væru veittar upplýsingar um farþegafjölda hverrar flugleiðar eða hjá einstaka flugrekanda, þar sem þær teldust viðkvæmar út frá viðskipta- og samkeppnissjónarmiðum. Auðvelt væri að nota upplýsingarnar í samkeppnislegum tilgangi vegna smæðar íslenskra markaðarins. Leitað hefði verið eftir afstöðu tveggja stærstu flugfélaganna, Icelandair og WOW Air, til afhendingar upplýsinganna, sem bæði hefðu lýst sig andvíg afhendingu þeirra. Tilteknar ítarlegri upplýsingar væru þó til í kerfum Isavia vegna innheimtu gjalda af flugrekendum. Þær lægju hins vegar aðeins fyrir eftir mánuðum; að öðru leyti hefðu gögnin ekki verið tekin saman. Isavia taldi beiðni kæranda einnig of víðtæka, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem beðið væri um gögn fimm ár aftur í tímann.<br /> <br /> Í kæru, dags. 20. ágúst 2018, afmarkar kærandi beiðni sína við þær upplýsingar sem Isavia staðfesti í synjun sinni að lægju fyrir hjá félaginu í formi mánaðarlegra gagna fyrir árið 2017. Tekur kærandi svo fram að víða um heim veiti flugmálayfirvöld ítarlegri upplýsingar um flugumferð en gert sé af hálfu Isavia. Tekur kærandi dæmi frá Bandaríkjunum, þar sem upplýsingar sambærilegar þeim sem kærandi óski eftir í málinu séu birtar sex mánuðum eftir að þær verði til. Upplýsingar sem þessar séu fréttnæmar fyrir almenning, varði rekstraraðila í ferðaþjónustu miklu og séu grundvöllur rannsókna á þróun og stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og flugrekstrar. Kærandi fellst á að ítarlegar upplýsingar um farþegafjölda geti talist viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, en ekki um óendanlegan tíma og sannarlega ekki eftir að flugrekandi hafi skilað uppgjöri vegna tímabilsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir um starfsemina, t.d. í ársreikningi eða árshlutauppgjöri, enda sé farþegafjöldi aðeins ein af mörgum breytum sem ráði afkomu flugfélaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. september 2018, var kæran kynnt Isavia og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 19. september 2018, kemur fram að félagið telji beiðni kæranda ekki samrýmast markmiði upplýsingalaga. Í málinu sé ekki óskað eftir upplýsingum sem varði stjórnsýslu eða meðferð opinberra hagsmuna. Umbeðnar upplýsingar séu viðskiptaupplýsingar einkarekinna fyrirtækja sem starfi á almennum markaði. Isavia byggir synjun sína á því að um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um sætanýtingu flugfélaga teljist viðkvæmar rekstrar- og samkeppnislegar upplýsingar sem beri að undanþiggja aðgangi almennings, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé að sjá neina sérstaka hagsmuni almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Þar sem ekki sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna sé ljóst að hagsmunir fyrirtækjanna af því að upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings að fá aðgang að þeim.<br /> <br /> Isavia telur að miðlun upplýsinga af því tagi sem kærandi fer fram á gæti farið í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, því hún gæti leitt til röskunar á samkeppni, þar sem samkeppnisaðilar gætu nýtt upplýsingarnar til að hafa áhrif á verðákvarðanir. Isavia undirstrikar svo að upplýsingarnar varði einkaréttarlega lögaðila og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim séu engu meiri en af því að fá aðgang að upplýsingum um starfsemi og rekstur fyrirtækja á almennum markaði.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. október 2018, var umsögn Isavia kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. október 2018, er gagnrýnt að Isavia telji upplýsingar um flugumferð til og frá Íslandi vera einkamál flugfélaganna. Staðreyndin sé sú að slíkar upplýsingar varði miklu fleiri en aðeins sjálf flugfélögin. Beiðni kæranda snúi auk þess að upplýsingum um tímabil sem þegar hafi verið gerð skil í ársreikningum félaganna.<br /> <br /> Með tölvupósti frá Isavia, dags. 21. janúar 2019, var athygli vakin á 71. gr. b laga um loftferðir, nr. 60/1998. Í 2. mgr. greinarinnar komi fram að flugrekendum, sem nýti aðstöðu flugvalla hér á landi, beri að upplýsa rekstraraðila flugvallar reglulega um áætlanir sínar m.a. varðandi tíðni flugs á hverri flugleið, fjölda farþega, samsetningu flugvélaflotans, fyrirhuguð verkefni á flugvelli og þarfir fyrir aðstöðu á honum. Segi þar jafnframt að rekstraraðili flugvallar skuli meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt greininni, sem trúnaðarupplýsingar. Isavia taldi að um væri að ræða trúnaðarreglu í sérlögum sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, að svo miklu leyti sem hann væri á annað borð fyrir hendi.<br /> <br /> Með tölvupóstum, dags. 21. og 22. maí 2019, óskaði úrskurðarnefnd eftir nánari skýringum vegna málsins og ítrekaði ósk sína um að afhent yrðu afrit af umbeðnum gögnum í málinu. Með tölvupósti, dags. 18. júní 2019, barst nefndinni hluti gagnanna. Nánar tiltekið fékk nefndin afhent fylgiskjal vegna eins mánaðar hjá einum flugrekanda, sem fylgir mánaðarlegum reikningi Isavia til flugrekanda vegna innheimtu gjalda af honum. Skjalið nemur um 130 blaðsíðum og rúmum 2100 línum í Microsoft Excel. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia væru tvö fylgiskjöl af þessu tagi tekin saman mánaðarlega fyrir hvern flugrekanda. Alls hefðu 30 flugrekendur nýtt aðstöðu Keflavíkurflugvallar á árinu 2017. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Úrskurðarnefndinni barst kæra A 20. ágúst 2018. Í málinu liggur fyrir að Isavia ohf. synjaði honum um aðgang að umbeðnum gögnum með ákvörðun, dags. 19. júní 2018. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Isavia leiðbeindi kæranda um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar en ekki verður séð að fylgt hafi leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint enda var heldur ekki liðinn hinn almenni þriggja mánaða kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>2.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá Isavia um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda á Keflavíkurflugvelli árið 2017, sundurliðuðum eftir áfangastöðum og mánuðum. Til stuðnings synjuninni hefur Isavia vísað til þess að um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt hefur félagið vísað til 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir, sem teljist sérstakt þagnarskylduákvæði og komi þannig í veg fyrir hugsanlegan aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í síðari málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá því ákvæði hefur verið litið svo á að sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Kemur það jafnframt skýrt fram í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 71. gr. b laga um loftferðir er kveðið á um gagnsæi gjaldtöku á flugvöllum þar sem lögð er sú skylda á rekstraraðila flugvallar, á borð við Isavia, að leggja fram sundurliðun kostnaðar sem lagður er til grundvallar gjaldtökunni. Í 2. mgr. segir orðrétt: „Flugrekendum, sem nýta aðstöðu flugvalla hér á landi, ber að upplýsa rekstraraðila flugvallar reglulega um áætlanir sínar m.a. varðandi tíðni flugs á hverri flugleið, fjölda farþega, samsetningu flugvélaflotans, fyrirhuguð verkefni á flugvelli og þarfir fyrir aðstöðu á honum. Rekstraraðili flugvallar skal meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt þessari grein, sem trúnaðarupplýsingar.“ Í athugasemdum við 2. mgr. í frumvarpinu sem varð að lögum um loftferðir kemur fram að upptalningin í ákvæðinu samanstandi af ýmsum þáttum sem haft geti áhrif á rekstur flugvallar.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar að 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir feli í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Sé litið til þeirra upplýsinga sem flugrekendum er gert að veita rekstraraðila flugvallar og trúnaður skal ríkja um, telur úrskurðarnefnd ljóst að ákvæðinu sé ætlað að vernda sömu hagsmuni og tilgreindir eru í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <h2>3.</h2> Úrskurðarnefnd barst fylgiskjal frá Isavia vegna eins mánaðar hjá einum flugrekanda, sem fylgir mánaðarlegum reikningi félagsins til flugrekandans vegna innheimtu gjalda af honum. Fyrir liggur að þau fylgiskjöl önnur sem heyra undir gagnabeiðni kæranda eru eins að forminu til og innihaldi sömu flokka upplýsinga. Úrskurðarnefnd telur því afhendingu Isavia til nefndarinnar vera fullnægjandi til að komast megi að niðurstöðu í málinu.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi óskar eftir í málinu eru upplýsingar um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hjá hverjum flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll á árinu 2017, sundurliðaðar eftir áfangastöðum og mánuðum. Fylgiskjal það sem afhent var úrskurðarnefndinni samanstendur af yfirliti um flugferðir tiltekins flugrekanda um Keflavíkurflugvöll. Yfirlitið inniheldur alls kyns flokka af upplýsingum, s.s. tegund og fjárhæð gjalds sem lagt er á hverju sinni, áfangastað, farþegafjölda, dagsetningu og tegund flugvélar. Fylgiskjalið inniheldur þannig bæði upplýsingar um farþegafjölda og sætanýtingu. Upplýsingar um sætanýtingu liggja óbeint fyrir, þar eð hægt er að reikna nýtinguna út með hliðsjón af tegund flugvélar og farþegafjölda í hverju flugi.<br /> <br /> Ljóst er að upplýsingar um farþegafjölda eru meðal þeirra sem taldar eru upp í 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir. Að auki hefur Isavia upplýst úrskurðarnefndina um að upplýsingar um sætanýtingu séu meðal þeirra sem flugrekendur þurfi að senda Isavia, sbr. 2. mgr. 71. gr. b laganna, þar sem slíkar upplýsingar hafi áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar. Úrskurðarnefnd telur að þær upplýsingar sem beiðni kæranda hljóðar á um falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir, sem gangi framar upplýsingarétti skv. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að ekki verði hjá því komist að staðfesta synjun Isavia á beiðni kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd tekur fram að í lögum um loftferðir er ekki mælt fyrir um að veita megi þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 2. mgr. 71. gr. b laganna að tilteknum tíma liðnum. Það hefur því ekki þýðingu fyrir niðurstöðu málsins að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum fyrir árið 2017.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Synjun Isavia ohf. á beiðni A um nánar tilgreindar upplýsingar varðandi farþegaflutninga um Keflavíkurflugvöll er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

813/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar samningum um rannsóknarverkefni sem Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi gert við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu á tilteknu tímabili og hins vegar upplýsingum um húsaleigusamninga ÍSOR og kostnað vegna húsnæðis stofnunarinnar. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að samningum sem gerðir voru við ráðuneyti og stofnanir. Nefndin taldi hins vegar að stofnuninni væri heimilt að takmarka aðgang að samningum við fyrirtæki í opinberri eigu þar sem upplýsingar í þeim varði mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá var fallist á rétt kæranda til aðgangs að húsaleigusamningi ÍSOR við fjármálaráðuneytið en staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að synja um aðgang að húsaleigusamningi við fyrirtæki í opinberri eigu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. ÍSOR var auk þess gert að taka afstöðu til þess hluta gagnabeiðni kæranda sem ekki hafði verið afgreiddur.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 813/2019 í máli ÚNU 18070006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. júlí 2018, kærði Stapi ehf., ákvörðun Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, um synjun tveggja beiðna um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með gagnabeiðni, dags. 1. júní 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um leigutekjur og húsnæðiskostnað ÍSOR. Í gagnabeiðninni er óskað eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: <br /> <br /> 1. Hver hafi verið árlegur kostnaður ÍSOR vegna húsnæðis að Grensásvegi 9 frá árunum 2003-2017 og af hverjum hafi verið leigt. <br /> 2. Hver hafi verið árlegur kostnaður ÍSOR vegna húsnæðis að Rangárvöllum á Akureyri frá 2003-2017 og af hverjum hafi verið leigt. <br /> 3. Hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017. <br /> 4. Um hvers konar leigutekjur sé að ræða sem tilteknar séu í fyrstu ársskýrslum ÍSOR (2003-2006). <br /> <br /> ÍSOR synjaði beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um húsnæðiskostnað og leigutekjur með bréfi, dags. 29. júní 2018. Í ákvörðun ÍSOR kemur fram að ÍSOR starfi á samkeppnismarkaði og fái engar opinberar fjárveitingar. Öll starfsemi ÍSOR flokkist sem samkeppnisrekstur. ÍSOR keppi því um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við aðra aðila. Með samningum sem ÍSOR geri sé stofnunin því hvorki að ráðstafa opinberum fjármunum né öðrum opinberum hagsmunum. Þá segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga taki aðeins til fyrirliggjandi gagna og sé því sé stofnuninni ekki skylt að taka saman þær upplýsingar sem kærandi óski eftir. <br /> <br /> Með gagnabeiðni, dags. 14. júní 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að samningum um rannsóknarverkefni sem ÍSOR hefði gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu síðustu 15 ár sem og yfirliti yfir slíka samninga. Enn fremur var óskað eftir yfirliti um þær greiðslur sem ÍSOR hefði fengið fyrir þessi verkefni, þar sem greiðslurnar væru sundurgreindar fyrir hvert ár. Í dæmaskyni nefndi kærandi nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem gagnabeiðnin tæki til. Fram kom að gagnabeiðnin væri sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og með hliðsjón af úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, svo sem nr. A-379/2011, A-492/213 og A-536/2014. <br /> <br /> Beiðninni var synjað með bréfi, dags. 4. júlí. Í bréfinu kemur m.a. fram að kærandi hafi misskilið ummæli forstjóra ÍSOR á ársfundi stofnunarinnar en þar hafi hann látið þau orð falla að dregið hafi verulega úr verkkaupum hins opinbera af ÍSOR. Ummælin hafi ekki snúist um fjárveitingar ríkisins til ÍSOR heldur hafi hann lýst áhyggjum yfir því að ríkið hafi dregið úr kaupum á rannsóknum. Þá segir að ÍSOR hafi ekki yfirsýn yfir með hvaða hætti ríkið, einstakar stofnanir þess eða fyrirtæki hafi hagað ráðstöfun á þeim rannsóknarverkefnum sem þau hafi látið vinna fyrir opinbert fé en ÍSOR hafi enga fasta þjónustusamninga við ríkið, stofnanir þess eða fyrirtæki. Í ákvörðuninni er beiðni kæranda synjað með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. ÍSOR fái engar opinberar fjárveitingar heldur sé stofnunin sjálfbær, hún stundi einungis samkeppnisrekstur og keppi um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við marga aðila. Þar að auki varði umbeðin gögn ekki kaup ÍSOR á vörum eða þjónustu heldur sölu ÍSOR á rannsóknum, ráðgjöf og þjónustu, einkum til orkufyrirtækja sem einnig starfa á samkeppnismarkaði. Með umræddum samningum hafi ÍSOR því hvorki ráðstafað opinberum fjármunum né öðrum opinberum hagsmunum. Það sé mat ÍSOR að afhending gagnanna gæti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu ÍSOR sem sé í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem ekki séu skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. júlí 2018, var kæran kynnt ÍSOR og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn ÍSOR, dags. 31. júlí 2018, kemur fram að ekki verði séð að Stapi ehf. hafi með erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar kært synjanir ÍSOR á beiðni um aðgang að gögnum heldur óski Stapi eftir því að nefndin aðstoði sig við að nálgast samninga og við að afla upplýsinga um þá upphæð sem ÍSOR greiðir í leigu á nánar tilgreindum stöðum. Ákveði úrskurðarnefndin hins vegar að líta á erindið sem kæru Stapa þá telji ÍSOR að kæran beinist að þeim gögnum og upplýsingum sem aðstoðar úrskurðarnefndarinnar er beiðst við að nálgast.<br /> <br /> Vísað er til þess að ÍSOR hafi verið sett á fót með lögum nr. 86/2003 um íslenskar orkurannsóknir. Með lögunum hafi rannsóknarsvið Orkustofnunar verið skilið frá stofnuninni og það gert að sjálfstæðri ríkisstofnun til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem gætu skapast við breytingar á starfsumhverfi orkufyrirtækja samkvæmt raforkulögum. Vísað er til hlutverks ÍSOR sem skilgreint sé í 2. gr. laganna og þess að í 5. gr. þeirra sé kveðið á um að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði stofnunarinnar. Fram kemur að í samræmi við þetta fái ÍSOR engar fjárveitingar af fjárlögum og hafi aldrei fengið en öll starfsemi ÍSOR teljist vera samkeppnisrekstur. <br /> <br /> Í umsögninni segir að ÍSOR teljist ekki vera starfsemi stjórnvalds í skilningi 2. gr. upplýsingalaga og því taki upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til stofnunarinnar. Ef upplýsingalög verði talin taka til ÍSOR séu gögnin undanskilin aðgangi almennings á grundvelli 9. og 4. tölul. 10. gr. laganna. Það sé mat ÍSOR að afhending gagnanna gæti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar, sem sé í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem eru ekki skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. ágúst 2018, var umsögn ÍSOR kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. ágúst 2018, kemur m.a. fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum frá fagráðuneytum um þá samninga og greiðslur sem þau og undirstofnanir þeirra hafi innt af hendi til ÍSOR. Það séu opinber gögn um hvað renni af almannafé til ÍSOR, stofnunar sem sé á fjárlögum og sem ekki sé hægt með nokkru sanngjörnu móti að segja að starfi samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 86/2003. Þá sé ÍSOR að fullu í almannaeigu og því eigi almenningur fullan rétt á að fá yfirlit og innsýn í það með hvaða hætti farið sé með fjármuni stofnunarinnar og með hvaða hætti hún hagi störfum sínum og athöfnum gegn öðrum á samkeppnismarkaði. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir því með bréfi, dags. 15. maí 2019, að ÍSOR upplýsti nefndina um það hvort yfirlit yfir samninga um rannsóknarverkefni sem ÍSOR gerði við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu frá árunum 2003-2018 og yfirlit um þær greiðslur sem ÍSOR fékk fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár, væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni. ÍSOR svaraði því með bréfi, dags. 20. maí 2019, að yfirlitin væru ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. júní 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu ÍSOR til þess að hvaða leyti aðgangur almennings að samningunum skaði samkeppnishagsmuni stofnunarinnar. Í svarbréfi ÍSOR til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. júní, segir m.a. að það séu samkeppnishagsmunir ÍSOR að þurfa ekki á grundvelli upplýsingalaga að veita almenningi, og þar með samkeppnisaðilum sínum, upplýsingar um það við hvaða aðila, eða um hvað, þeir hafi gert viðskiptasamninga. Slíkt sé til þess fallið að skerða samkeppnisstöðu þeirra. Árangur í samkeppnisrekstri grundvallist oft á því að hafa séð tækifæri í framboði og samningum um þjónustu sem aðrir sjái ekki. Þegar af þeirri ástæðu eigi að staðfesta ákvörðun ÍSOR um að veita Stapa ehf. ekki aðgang að samningunum. Þá séu viðskiptasamningar oft verðmæti í sjálfu sér en ósjaldan hafi það bæði kostað viðkomandi samningsaðila mikla vinnu og útgjöld í formi aðkeyptrar sérfræðiþjónustu að undirbúa og gera einstaka samninga, allt frá frumdrögum þeirra til endanlegrar útgáfu. ÍSOR eigi ekki að þurfa að sæta því að samkeppnisaðilar viðkomandi eigi kröfu til þess að fá afhent á silfurfati verðmæti sem liggi í slíkum hugverkum, sem aðrir geti svo nýtt í sinni samningagerð. ÍSOR telji þetta eiga við um alla samningana. Auk þess hafi samningarnir að geyma margvíslegar upplýsingar sem ÍSOR telji geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar en bent er á slíkar upplýsingar í einstökum samningum. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum um rannsóknarverkefni sem ÍSOR gerði á árunum 2003-2018 við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu. Þá er deilt um hvort kærandi eigi rétt á yfirliti yfir slíka samninga og yfirliti yfir greiðslur vegna þeirra, þar sem greiðslurnar eru sundurliðaðar fyrir hvert ár. Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem geyma upplýsingar um árlegan kostnað ÍSOR af húsnæði sem stofnunin leigði á árunum 2003-2017 og upplýsingar um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. <br /> <br /> ÍSOR starfar samkvæmt lögum um Íslenskar orkurannsóknir nr. 86/2003. Samkvæmt 1. gr. laganna er stofnunin sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Samkvæmt þessari grein laganna verður að líta svo á að stofnunin sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr upplýsingalaga og lögin nái því til hennar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun ÍSOR á beiðnum kæranda um gögn, dags. 14. og 29. júní 2018, er reist á því að um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. og 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar nr. 764/2018 frá 7. desember 2018, nr. 762/2018 frá 28. september 2018 og úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. Í þessu sambandi skal á það bent að markmið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laganna, er ekki aðeins að tryggja gagnsæi við ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur einnig að tryggja gagnsæi við stjórnsýslu almennt. Sjónarmiðið um hvort verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum er því ekki það eina sem líta verður til við mat á því hvort mikilvægir almennahagsmunir krefjist þess að aðgangur að umbeðnum gögnum verði takmarkaður. Aðstaða stjórnvalds sem byggir á undanþágu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að þessu leyti ólík stöðu þeirra lögaðila sem njóta undanþágu frá upplýsingalögum á grundvelli 3. mgr. 2. gr. laganna vegna samkeppnisrekstrar. Þeir lögaðilar sem falla undir 3. mgr. 2. gr. þurfa ekki að sýna fram á tengsl umbeðinna gagna við samkeppnishagsmuni heldur eru þeir að öllu leyti færðir undan gildissviði upplýsingalaga. Undanþága 4. tölul. 10. gr., sem hér er byggt á, lýtur hins vegar aðeins að þeim gögnum í fórum stjórnvalds sem tengist þeim samkeppnisrekstri sem um ræðir.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 86/2003 er það hlutverk ÍSOR að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður. Í 5. gr. laganna kemur svo fram að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Þessi lagagrein verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirtækinu, þótt í opinberri eigu sé, sé ætlað að standa sjálfstætt að fjáröflun til þess rekstrar sem það hefur með höndum lögum samkvæmt og þá án fjárframlaga úr ríkissjóði. Í rekstraryfirlitum í ársskýrslum fyrirtækisins síðustu sjö ára, sem úrskurðarnefndin hefur skoðað, eru rekstrartekjur ekki sérstaklega sundurgreindar og verður því ekki af þeim yfirlitum ráðið hvort eitthvert framlag úr ríkissjóði sé hluti þeirra en eðlilegt væri að geta slíks framlags sérstaklega í rekstraryfirlitunum væri því til að dreifa. Miðað við þessar rekstrartekjur verður heldur ekki séð að fyrirtækinu hafi verið nein þörf á ríkisframlagi til þess að sinna hlutverki sínu samkvæmt 2. gr. laganna. Því er haldið fram af hálfu ÍSOR að fyrirtækið fái engar opinberar fjárveitingar og sér úrskurðarnefndin, eins og málið liggur fyrir henni, ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa. Með þetta í huga telur úrskurðarnefndin að líta verði svo á að rekstur ÍSOR, eins og honum hefur verið lýst hér að framan, feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samkeppnisrekstur sem fyrirtækið verður að standa og falla með.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að samningar ÍSOR um rannsóknarverkefni lúta að upplýsingum um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þá samninga sem ÍSOR afhenti nefndinni, sem eru ýmist við stjórnvöld eða lögaðila í meirihlutaeigu hins opinbera. Að mati úrskurðarnefndarinnar lúta upplýsingar um tilvist samninganna og samningsaðila ÍSOR ekki að verulegum samkeppnishagsmunum stofnunarinnar sem gangi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingunum. Af skýrslum ÍSOR, sem birtar eru á vefsíðu stofnunarinnar, má enda ráða að samningssamband sé á milli aðilanna. Um er að ræða eftirfarandi samninga: <br /> <br /> 1. Samningur um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013. <br /> 2. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar og ÍSOR, dags. 29. janúar 2004.<br /> 3. Samningur um grunnrannsóknir, ráðgjöf við stjórnvöld og gagnagrunn á sviði orkumála, náttúrufars og jarðrænna auðlinda á milli Orkustofnunar og ÍSOR, dags. 1. apríl 2004.<br /> 4. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Þeistareykja ehf. og ÍSOR, dags. 8. maí 2006.<br /> 5. Samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og ÍSOR, dags. 19. desember 2006.<br /> 6. Samningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 17. nóvember 2006.<br /> 7. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar Power ehf. og ÍSOR, dags. 19. febrúar 2008.<br /> 8. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Norðurorku hf. og ÍSOR, dags. 19. janúar 2010.<br /> 9. Rammasamningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 30. ágúst 2012.<br /> 10. Samningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Landsvirkjunar sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 5. nóvember 2012.<br /> 11. Samningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR, dags. 28. janúar 2014.<br /> 12. Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017.<br /> <br /> Þeir samningar sem taldir eru upp í töluliðum 1, 3, 5, 11 og 12 eiga það sameiginlegt að samningsaðili ÍSOR er ýmist ráðuneyti eða opinber stofnun. Með þeim samningum er því verið að ráðstafa opinberum hagsmunum en það sjónarmið vegur þungt við mat á rétti almennings til aðgangs að upplýsingum. Þá er um að ræða rammasamninga eða samstarfssamninga um fyrirhuguð kaup á þjónustu og/eða ráðgjöf af ÍSOR en ekki samninga um einstök verkefni. <br /> <br /> Í bréfi ÍSOR, dags. 21. júní 2019, eru tiltekin ákvæði í þremur samningum sem stofnunin telur geyma upplýsingar sem skaðað geti samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar. Hvað varðar samning ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013, er sérstaklega bent á ákvæði sem fela í sér upplýsingar um framkvæmd þjónustunnar, kostnað og greiðslur og gildistíma samningsins. Ákvæði um framkvæmd þjónustunnar felur í sér lýsingu á því með hvaða móti þjónusta ÍSOR við ráðuneytið getur verið, þ.e. annars vegar skilgreind verkefni og hins vegar verkbeiðnir. Um er að ræða ákvæði almenns eðlis en ekki útfærslu á framkvæmd þjónustu við tiltekið verkefni. Ákvæði um kostnað og greiðslur kveður á um tvennskonar viðmið vegna greiðslna fyrir verkefni, þ.e. að annars vegar sé greitt samkvæmt einingaverði og hins vegar fast verð. Ekki er kveðið á um sérstaka upphæð í hvoru tilfellinu. Þá er kveðið á um ferli við samþykkt reikninga, greiðslufrest, skyldu til að veita yfirlit um heildarupphæð umbeðinnar þjónustu og heimild til að setja þak á árlega heildarupphæð viðskipta.<br /> <br /> Hvað varðar samning ÍSOR við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, dags. 28. janúar 2014, vísar ÍSOR sérstaklega til ákvæða um verkgreiðslur, afsláttarkjör og rétt til verksins. Ákvæði um verkgreiðslur, sbr. 2. gr. samnings er almenns eðlis og felur ekki í sér upplýsingar um einingarverð eða heildargreiðslu. Ákvæði um afsláttarkjör, sbr. 2. mgr. 3. gr. samningsins felur í sér upplýsingar um upphæð fasts afsláttar sem ÍSOR veitir stofnuninni. Í ákvæði um rétt til verksins, sbr. 7. gr. samningsins, er kveðið á um höfundarrétt vegna árangurs af verkum og gögnum. <br /> <br /> Hvað varðar samninginn „Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR“, dags. 16. nóvember 2017 er sérstaklega bent á ákvæði um samninga um einstök verkefni, ákvæði um verð fyrir ráðgjafaþjónustu og ákvæði um gildistíma samningsins. Ákvæði um samninga um einstök verkefni, sbr. ákvæði 1.2. samningsins, er almenns eðlis en ekki er kveðið á um einstök verkefni eða framkvæmd þeirra. Í ákvæði um verð fyrir ráðgjafaþjónustu er kveðið á um dagtaxta þjónustunnar en fram kemur í ákvæðinu að það sé í samræmi við skilmála sem auglýstir hafi verið af Ríkiskaupum. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela hvorki samningarnir sem taldir eru upp í töluliðum 1, 3, 5, 11 og 12, né einstök ákvæði þeirra viðkvæmar upplýsingar sem almennt eru til þess fallnar að valda ÍSOR tjóni verði almenningi veittur aðgangur að þeim. Þá hefur almenningur ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni samninganna en samningsaðili ÍSOR er opinber aðili sem ráðstafar með samningunum opinberum hagsmunum. Er því ekki fallist á að verulegir samkeppnishagsmunir ÍSOR standi framar rétti almennings til aðgangs að samningunum. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreinda samninga er ÍSOR því skylt að veita kæranda aðgang að samningunum sem taldir eru upp í töluliðum 3, 5, 11 og 12. <br /> <br /> Þeir samningar sem taldir eru upp í töluliðum 2, 4, 6-10 eiga það sammerkt að vera við lögaðila í meirihlutaeigu hins opinbera og sem starfa á samkeppnismarkaði. Samningarnir lúta því bæði að samkeppnisrekstri ÍSOR og lögaðilanna sem hafa fengið undanþágu frá ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ÍSOR af því verulega samkeppnishagsmuni að slíkir samningar lúti leynd enda hefði það veruleg áhrif á samkeppnisstöðu ÍSOR verði fyrirtækinu gert að veita almenningi aðgang að slíkum samningum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun ÍSOR á aðgangi að samningum sem taldir eru upp í töluliðum 2, 4-5 og 6-10. <br /> <h2>2.</h2> Í samningi ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013, er tiltekið í ákvæði um framkvæmd þjónustunnar að samið verði um skilgreind verkefni á sérstökum verkefnablöðum og teljist þau blöð vera viðauki við samninginn í hverju tilviki. Þá kemur fram að form verkefnablaðs fylgi sem viðauki. Í samningi ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, segir í 1. gr. að ráðgjöf sem unnin verði skuli skilgreind sérstaklega í verklýsingum og kostnaðaráætlunum sem skilgreindar verði sem viðaukar við samninginn. Í samningnum Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017, er í ákvæði 4.9 vísað til viðauka A við samninginn. Framangreindir viðaukar fylgdu ekki þeim gögnum sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál og ekki virðist hafa verið tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eru því annmarkar á afmörkun ÍSOR á gagnabeiðni kæranda sem ÍSOR ber að bæta úr með því að taka rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum. <br /> <h2>3.</h2> Í málinu er einnig deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um árlegar leigutekjur og húsnæðiskostnað ÍSOR á tilteknu tímabili, upplýsingum um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og upplýsingum um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. <br /> <br /> ÍSOR afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál húsaleigusamninga vegna húsnæðis stofnunarinnar að Grensásvegi, Reykjavík og á Rangárvöllum. Annars vegar er um að ræða samning ÍSOR við fjármálaráðuneytið, dags. 30. apríl 2016, og hins vegar samning um endurnýjun húsaleigusamnings ÍSOR og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009. Um er að ræða hefðbundna húsaleigusamninga þar sem fram koma upplýsingar um hið leigða, leigutíma, leigufjárhæð og leiguskilmála. Með leigusamningi við fjármálaráðuneytið vegna húsnæðisins að Grensásvegi fylgir einnig yfirlit yfir heildarstærð, leiguverð og skiptingu húsnæðis milli stofnana sem leigja í húsnæðinu, þ.e. ÍSOR, Orkustofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í yfirlitinu kemur m.a. fram hversu háa upphæð viðkomandi stofnanir greiða fyrir leigu á fermetra í húsnæðinu. <br /> <br /> Sem fyrr segir telur ÍSOR sér ekki skylt að veita kæranda aðgang að gögnunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. og 9. gr upplýsingalaga. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leigusamningarnir og húsaleigureikningar fyrir júlí 2018 vegna leigu ÍSOR á húsnæði fyrir starfsemi sína tengist þeirri starfsemi ÍSOR sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Nefndin telur hins vegar að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um leigusamning ÍSOR og fjármálaráðuneytisins og útgefins reiknings vegna leigunnar séu ríkari en samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd en um er að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þá telur nefndin að yfirlit sem fylgdi leigusamningi við fjármálaráðuneytið vegna húsnæðisins að Grensásvegi hafi ekki að geyma upplýsingar um svo mikilvæga samkeppnishagsmuni annarra stofnana sem gögnin varða, þ.e. Orkustofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, að þeir ryðji úr vegi hagsmunum almennings til þess að geta kynnt sér hvernig opinberum hagsmunum er ráðstafað. Með vísan til framangreinds telur nefndin ekki heimilt að undanþiggja framangreind gögn upplýsingarétti almennings til vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar takmarkanir á upplýsingarétti standa afhendingu gagnanna ekki í vegi verður ÍSOR því gert að afhenda kæranda leigusamning ÍSOR við fjármálaráðuneytið, dags. 30. apríl 2016, yfirlit sem fylgdi með samningnum og útgefinn reikning vegna leigu í júlí 2018, með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar leigusamning ÍSOR og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009 og útgefinn reikning vegna leigunnar í júlímánaðar 2018, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að samkeppnishagsmunir ÍSOR séu ríkari en réttur almennings til aðgangs að gögnunum en Norðurorka hf. er hlutafélag í samkeppnisrekstri og felur leigan ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Er því fallist á það með ÍSOR að samkeppnishagsmunir ÍSOR standi því í vegi að almenningur fái aðgang að upplýsingunum. Þar af leiðandi verða gögnin felld undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Af umsögn ÍSOR má ekki ráða að tekin hafi verið afstaða til beiðni kæranda um upplýsingar um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og upplýsingar um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. Þannig verður ekki séð að kannað hafi verið hvort fyrirliggjandi séu gögn sem lúti að leigutekjum fyrir þessi ár og hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa þeim hluta beiðni kæranda aftur til ÍSOR til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <h2>4.</h2> Með beiðni, dags. 14. júní 2018, óskaði kærandi m.a. eftir yfirliti yfir samninga um rannsóknarverkefni sem ÍSOR hafi gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu síðastliðin 15 ár. Enn fremur er óskað eftir yfirliti um þær greiðslur sem ÍSOR hafi fengið fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> ÍSOR hefur staðhæft að umbeðin yfirlit séu ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. Því er ekki um að ræða synjun ÍSOR á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Íslenskum orkurannsóknum er skylt að veita Stapa ehf. aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samningi um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013. <br /> 2. Samningi um grunnrannsóknir, ráðgjöf við stjórnvöld og gagnagrunn á sviði orkumála, náttúrufars og jarðrænna auðlinda á milli Orkustofnunar og ÍSOR, dags. 1. apríl 2004.<br /> 3. Samstarfssamningi Háskóla Íslands og ÍSOR, dags. 19. desember 2006.<br /> 4. Samningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR, dags. 28. janúar 2014.<br /> 5. Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017.<br /> 6. Húsaleigusamningi Íslenskra orkurannsókna og fjármálaráðuneytisins, dags. 30. apríl 2016 og fylgiskjali með samningnum. <br /> 7. Reikningi, útgefnum af Ríkiseignum til ÍSOR fyrir húsaleigu vegna húsnæðis stofnunarinnar að Grensásvegi, dags. 3. júlí 2018. <br /> <br /> Staðfest er synjun ÍSOR á beiðni Stapa ehf. um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar og ÍSOR, dags. 29. janúar 2004.<br /> 2. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Þeistareykja ehf. og ÍSOR, dags. 8. maí 2006.<br /> 3. Samningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 17. nóvember 2006.<br /> 4. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar Power ehf. og ÍSOR, dags. 19. febrúar 2008.<br /> 5. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Norðurorku hf. og ÍSOR, dags. 19. janúar 2010.<br /> 6. Rammasamningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 30. ágúst 2012.<br /> 7. Samningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Landsvirkjunar sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 5. nóvember 2012.<br /> 8. Samningi um endurnýjun húsaleigusamnings Íslenskra orkurannsókna og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009. <br /> 9. Reikningi, útgefnum af Norðurorku hf. vegna fyrir húsaleigu, dags. 1. júlí 2018<br /> <br /> Beiðni Stapa ehf., um aðgang að viðaukum með samningunum „Samningur um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið“, dags. 30. ágúst 2013, „Samningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR“, dags. 28. janúar 2014 og „Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR“, dags. 16. nóvember 2017 er vísað til Íslenskra orkurannsókna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Beiðni Stapa ehf., um upplýsingar um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006 er vísað til Íslenskra orkurannsókna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kæru Stapa ehf. vegna afgreiðslu Íslenskra orkurannsókna á beiðni, dags. 14. júní 2018, um yfirlit yfir samninga um rannsóknarverkefni sem stofnunin hefur gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu á árunum 2003-2018 og yfirlit um þær greiðslur sem stofnunin hafi fengið fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

812/2019. Úrskurður frá 23. júlí 2019

Seðlabanki Íslands krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar nr. 810/2019 yrði frestað með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda hygðist bankinn bera úrskurðinn undir dómstóla. Krafa Seðlabanka Íslands byggði m.a. á því að birting skjalsins, sem fallist var á aðgang að í úrskurðinum, kynni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar nánar tilgreinds starfsmanns. Að auki teldi bankinn mikilvægt að fá úrlausn dómstóla um skýringu á 7. gr. upplýsingalaga, en úrskurðarframkvæmd nefndarinnar væri reikul við skýringu á því hvað félli undir orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd tók fram að ekki yrði séð að dómstólar hefðu tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurðinum, og kynni því að vera ástæða til þess að bera ágreining um túlkun framangreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Í því samhengi tók nefndin þó fram að enda þótt einhver þróun kynni að hafa átt sér stað í túlkun hennar á 7. gr. upplýsingalaga teldi hún ekki augljóst að eldri úrskurðarframkvæmd hefði leitt til þess að synjun Seðlabankans á umbeðnu gagni hefði verið staðfest. Með vísan til vafa um túlkun á 7. gr. laganna og hagsmuna bankans taldi nefndin rétt, eins og á stæði, að fresta réttaráhrifum úrskurðarins.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 812/2019 í máli ÚNU 19060010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júlí 2019, gerði A lögmaður þá kröfu, f.h. Seðlabanka Íslands, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, sem kveðinn var upp 3. júlí 2019, með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda hygðist Seðlabanki Íslands bera úrskurðinn undir dómstóla í samræmi við ákvæði 2. mgr. sömu greinar.<br /> <br /> Í erindinu kemur m.a. fram að Seðlabanki Íslands telji skilyrði 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga fyrir frestun réttaráhrifa vera uppfyllt. Horfa verði til tilurðar skjalsins og þess að það varði bæði hagsmuni bankans af því að geta haldið í hæft starfsfólk og tryggt að stór verkefni sem miklir hagsmunir séu bundnir við lendi ekki í erfiðleikum, og hagsmuni fyrrum starfsmanns bankans. Þessir hagsmunir kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti verði aðgangur veittur að skjalinu. Að þessum atriðum hafi ekki verið vikið í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 22. febrúar 2019, í kærumáli ÚNU 19010016. Í erindinu er tilurð samningsins því næst rakin. Þá kemur fram að ljóst sé að skjalið varði mjög persónubundin starfskjör fyrrverandi starfsmanns Seðlabanka Íslands, sem sæki stoð í framvindu starfsmannsins í störfum fyrir bankann. Birting skjalsins, án útskýringa um tilurð þess, kunni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins og draga úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það sé talið nauðsynlegt til að stofna ekki verkefnum bankans í hættu. Því sé fyrir hendi sérstök ástæða til þess að verða við kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðarins. <br /> <br /> Seðlabanki Íslands telur sérstaka ástæðu til að verða við kröfu um frestun réttaráhrifa þar sem mikilvægt sé að fá niðurstöðu dómstóla um skýringu 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar metið er hvað teljist til sérstakra ástæðna hljóti að koma til skoðunar atriði eins og möguleg reikul úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um tiltekið álitaefni og/eða lagaákvæði og/eða að rétt þyki að fá úrlausn dómstóla um tiltekið mikilvægt álitaefni. Sé og rétt að geta þess að Seðlabanki Íslands geti ekki borið úrskurð úrskurðarnefndarinnar undir dómstóla þegar búið sé að afhenda umrætt skjal þar eð við það falli lögvarðir hagsmunir hans af úrlausn dómstóla niður og yrði slíku máli þannig vísað frá dómi. Seðlabanki Íslands telji hvort tveggja eiga við í málinu, þ.e. að úrskurðaframkvæmd um skýringu 7. gr. upplýsingalaga kunni að vera á reiki og að mikilvægt sé að fá úrlausn dómstóla um skýringu lagaákvæðisins.<br /> <br /> Í erindinu kemur enn fremur fram að ekki hafi verið fullt samræmi í úrskurðum nefndarinnar varðandi túlkun á 7. gr. upplýsingalaga. Bent er á úrskurði þar sem orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ er túlkað svo að undir það falli ákvarðanir um rétt og skyldu starfsmanna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í eldri úrskurðum sé þessi nálgun ekki viðhöfð og virðist fremur byggt á því hvort um sé að ræða upplýsingar er varði „föst launakjör“, sem veita skuli upplýsingar um, en ekki önnur atriði, sbr. t.d. t.d. úrskurði nr. 666/2016, 661/2016, 632/2016, 560/2014, A-542/2014, A-520/2014 og A-10/1997. Virðist því þróunin vera sú hjá nefndinni að beita annarri nálgun en áður og víkka þar með út upplýsingaréttinn að óbreyttum lögum. Vísað er til þess að í úrskurði nr. A-520/2014 sé tekið fram að úrskurðarnefndin telji ljóst að almennt teljist samningar milli stjórnvalda og starfsmanna þeirra um starfssambandið undanþegnir upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Sé þar augljóslega um að ræða aðra nálgun en tekin er í úrskurði nr. 810/2019. Bankinn telji beitingu ákvæðisins í eldri úrskurðum vera rétta en ekki í hinum nýju úrskurðum. <br /> <br /> Þá kemur fram að af lestri 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga virðist ljóst að meginreglan sé að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna og að í 2. mgr. komi fram undantekningar um upplýsingar sem skylt sé að veita aðgang að. Af því megi ætla að þar sé um að ræða tæmandi talningu. Í þessu sambandi megi benda á að í ritinu Stjórnsýsluréttur-fjölrit: Almennar reglur laga um upplýsingarétt, á bls. 59. segi að líta beri svo á að 2. til 4. mgr. 7. gr. séu tæmandi um það hvaða upplýsingar sé heimilt að veita almenningi um málefni einstakara starfmanna. Einnig megi líta til 9. gr. laganna en í athugasemdum sem fylgdu eldri upplýsingalögum nr. 50/1996, segi í athugasemdum við 5. gr. laganna að því er snerti laun opinberra starfsmanna þá séu upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Vegna alls þessa sé mikilvægt að fá úrlausn dómsstóla um skýringu 7. gr. laganna og undirliggjandi álitaefni í málinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. júlí 2019, var B, blaðamanni og kæranda í máli ÚNU 19010016, gefinn kostur á að senda umsögn um kröfuna og koma að rökstuðningi. <br /> <br /> Í umsögn B, dags. 19. júlí 2019, kemur m.a. fram að B hafi þegar beðið í átta mánuði eftir þeim upplýsingum sem nefndin hafi úrskurðað að Seðlabankanum sé skylt að afhenda. Það sé hlutverk B sem blaðamanns að flytja almenningi fréttir af vettvangi líðandi stundar og í því felist aðhald að stjórnvöldum og stofnunum ríkisins, meðal annars um það hvernig fjármunum Seðlabanka Íslands sé varið. Með því að leita til dómstóla reyni Seðlabanki Íslands að draga afhendingu þeirra upplýsinga sem bankanum beri að veita samkvæmt úrskurði nefndarinnar um ófyrirséðan tíma. Almenningur hafi af því mikla hagsmuni að ekki sé brugðið fæti fyrir blaðamenn við vinnslu frétta um meðferð skattfjár. Þeir hagsmunir vegi mun þyngra en hagsmunir Seðlabankans af því að afhenda ekki þær upplýsingar sem krafist sé. Engin knýjandi þörf sé fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Þá hafi aðdragandi og forsaga samningsins verið rakin, sbr. forsíðu og síðu fjögur í Fréttablaðinu 19. júlí 2019, en af greinargerð Seðlabankans megi skilja að opinber birting samningsins sé bankanum skaðleg nema forsagan fylgi með.<br /> <br /> B telur að sérstakar ástæður fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðarins séu ekki fyrir hendi. Hafa verði í huga að ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um öryggismál ríkisins eða um mikilsverð efnahagsleyndarmál. Umbeðnar upplýsingar teljist ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga og engir mikilsverðir almannahagsmunir krefjist þess að þær fari leynt. Þvert á móti varði það almannahagsmuni að blaðamenn geti unnið vinnu sína óáreittir og án þess að vera dregnir fyrir dómstóla vegna upplýsingabeiðni sem þegar hafi verið úrskurðað um. Úrskurðurinn sé ekki að neinu leyti í andstöðu við fyrri úrskurði nefndarinnar.<br /> <br /> B gerir athugasemd við það að Seðlabanki Íslands komi fram með ný rök fyrir því að skjalið verði ekki afhent. Að mati B geti þau rök þó aldrei leitt til þess að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað enda væri það alfarið í andstöðu við ákvæði 24. gr. laganna. B tekur fram að bið íslenskra blaða- og fréttamanna eftir upplýsingum sé nú þegar óþarflega löng í samanburði við nágrannaríkin. Íslenskar stofnanir beiti öllum mögulegum ráðum til að koma í veg fyrir afhendingu upplýsinga og bregða með því fæti fyrir blaðamenn. Í skýrslu nefndar um traust á stjórnmálum sé þessari háttsemi lýst sem sérstökum kúltúr í stjórnsýslunni. <br /> <br /> Í umsögn B kemur einnig fram að ef fallist verði á kröfu um frestun réttaráhrifa sé fyrirséð að bið eftir umbeðnum gögnum muni dragast um marga mánuði í viðbót og jafnvel ár. Þá verði að engu orðinn réttur B sem fréttamanns til upplýsinga og tjáningarfrelsi hans sem blaðamanns. Réttur almennings sé þá að sama skapi fyrir borð borinn. Er því farið fram á að kröfu Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa verði hafnað. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar kröfu Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, sem kveðinn var upp 3. júlí 2019 á meðan mál um gildi úrskurðarins verður borið undir dómstóla. Krafan er sett fram með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 810/2019 hafnaði úrskurðarnefndin því að skjal í vörslum Seðlabanka Íslands væri undirorpið þagnarskyldureglu 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 eða undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 7. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Í 24. gr. upplýsingalaga er að finna heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar að kröfu stjórnvalds eða annars aðila telji nefndin sérstaka ástæðu til. Í athugasemdum við ákvæði 24. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að líta beri á heimildarákvæðið undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Fræðimenn hafa talið að til að komast að niðurstöðu um hvort réttlætanlegt sé að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar verði ávallt að leggja heildstætt mat á þau andstæðu sjónarmið sem vegast á í hverju máli. Við matið beri að líta til réttmætra hagsmuna allra aðila málsins. Þá beri að líta til þess hversu langt er um liðið frá því að hin kærða ákvörðun var tilkynnt aðilum. Loks beri að líta til þess hversu líklegt sé að ákvörðuninni verði breytt, sjá Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit. Reykjavík 1994, bls. 275.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 775/2019, 713/2017, 628/2016, 577/2015 og 575/2015 en úrskurða nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010 B-438/2012 og B-442/2012 um ákvæði 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Nefndin telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni. <br /> <br /> Í úrskurði nr. 810/2019 reyndi m.a. á það hvort skjal í vörslum bankans væri undanþegið upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með vísan til 7. gr. upplýsingalaga sem undanskilur upplýsingar um opinbera starfsmenn frá upplýsingarétti almennings. Í ákvæðinu segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum, sem lögin taki til skv. 2. gr., taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í úrskurðinum reyndi á hvort skjalið væri undanþegið upplýsingarétti almennings á þeim grundvelli að í því væru upplýsingar sem lytu að starfssambandi umrædds starfsmanns og Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um fyrrnefnt orðasamband: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindum ummælum í athugasemdum greinargerðarinnar að ekki sé hægt að fella öll gögn og upplýsingar um samskipti og samkomulag vinnuveitanda og starfsmanna undir umrædda undanþágu frá upplýsingarétti enda þótt þau gögn varði með einum eða öðrum hætti vinnutengd málefni. Beiting 1. mgr. 7. gr. er því síður en svo vélræn og laus við túlkun.<br /> <br /> Krafa Seðlabanka Íslands byggir á því að mikilvægt sé að fá úrlausn dómstóla um skýringu á 7. gr. upplýsingalaga en úrskurðarframkvæmd nefndarinnar hafi verið reikul við skýringu á því hvað falli undir orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur að úrskurður nefndarinnar nr. 810/2019 styðst ekki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurðinum. Kann því að vera ástæða til þess að bera ágreining um túlkun framangreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Í þessu samhengi tekur nefndin þó fram að enda þótt einhver þróun kunni að hafa átt sér stað í túlkun hennar á 7. gr. upplýsingalaga telur hún ekki augljóst að eldri úrskurðarframkvæmd hefði leitt til þess að synjun Seðlabankans á umbeðnu gagni hefði verið staðfest.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands vísar til þess að skjalið, sem fallist var á aðgang að, varði annars vegar hagsmuni bankans af því að geta haldið í hæft starfsfólk og tryggt að stór verkefni sem miklir hagsmunir séu bundnir við lendi ekki í erfiðleikum og hins vegar hagsmuni þess starfsmanns sem upplýsingarnar varðar. Birting samningsins, án samhengis við forsögu hans, kunni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins, og draga úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það sé talið nauðsynlegt til að stofna ekki verkefnum bankans í hættu.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leiðir vafi um túlkun 7. gr. upplýsingalaga og hagsmunir bankans af því að ekki verði veittur aðgangur að skjalinu í andstöðu við ákvæðið eins og það kann síðar að vera skýrt af dómstólum til þess að sérstakar ástæður standi til þess að veita Seðlabanka Íslands kost á að bera úrskurð nefndarinnar nr. 810/2019 undir dómstóla áður en úrskurðurinn verður fullnustaður. Telur nefndin því rétt eins og hér stendur á fresta réttaráhrifum úrskurðarins.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fallist er á kröfu Seðlabanka Íslands, dags. 10. júlí 2019, um að fresta réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, enda beri Seðlabanki Íslands málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

810/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Úrskurður óbirtur á vef meðan leyst er úr ágreiningi skv. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.

811/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skjali um efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW Air hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Beiðni kæranda var synjað á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það hefði verið tekið saman fyrir fund ráðherranefndar. Að mati úrskurðarnefndar bar skjalið það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Vegna þessa taldi úrskurðarnefnd að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds varð ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 811/2019 í máli ÚNU 19030015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. mars 2019, kærði A, fréttastjóri, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því þann 26. mars 2019 að fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti aðgang að sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna WOW air. Beiðninni var synjað samdægurs með þeim rökstuðningi að gögnin hefðu verið tekin saman fyrir ráðherranefnd.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að [kærandi] telji synjun ráðuneytisins ganga gegn markmiðum upplýsingalaga um möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Upplýsingalög hafi verið sett árið 2012 með það yfirlýsta markmið að endurheimta traust til stjórnvalda en þáverandi forsætisráðherra hafi lagt áherslu á að ekki yrði synjað um aðgang að gögnum nema ótvírætt væri að hagsmunir sem stríddu gegn aðgangi almennings vægju þyngra en réttur almennings til aðgangs að gögnum. Að baki frumvarpinu hafi legið sú staðreynd að stjórnvöld hefðu í aðdraganda hrunsins 2008 leynt almenning mikilvægum upplýsingum um efnahagslega stöðu og horfur landsins. Í umræðu um mögulegt gjaldþrot WOW hafi flugfélagið gert eigin sviðsmyndagreiningu sem greint hafi verið frá opinberlega. Það skipti almenning miklu máli að kynna sér sviðsmyndagreiningar stjórnvalda þótt ekki væri nema til þess að geta borið hana saman við greiningu WOW. <br /> <br /> [Kærandi] óskar eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki afstöðu til þess hvort stjórnvaldi nægi að vísa til 6. gr. upplýsingalaga til að synja um afhendingu upplýsinga. Að mati [kæranda] þurfi stjórnvald fyrst að taka afstöðu til þess hvort ósk fjölmiðils um upplýsingar sé í þágu markmiða laganna eins og þeim er lýst í 1. gr. og eingöngu synja um aðgang að gögnum ef ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra en réttur almennings til aðgangs að gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 28. mars 2019, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 9. apríl, segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika stjórnvalda til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Mikilvægir almannahagsmunir búi að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki séu fallnar til vinsælda, og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þau sjónarmið sem rakin séu í athugasemdunum eigi við í málinu. Með umsögninni fylgdi skjalið „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. apríl, segir að ekki sé lengur ástæða til að halda trúnað um þessi gögn því WOW air hafi farið í þrot. Stjórnvöld hafi því ekki lengur hagsmuni, að minnsta kosti ekki næga hagsmuni og ekki hagsmuni sem samrýmast upplýsingalögum, af því að halda gögnunum frá almenningi. Það sé hins vegar mikið hagsmunamál fyrir almenning að geta séð hvaða valkostum stjórnvöld stóðu frammi fyrir í aðdraganda gjaldþrots WOW og hvaða ráðgjöf þau fengu um efnahagslegar afleiðingar mismunandi kosta. Þá sé það augljóslega í samræmi við aðhaldshlutverk fjölmiðils gagnvart stjórnvöldum, samkvæmt 1. gr. upplýsingalaga, að fjalla um mikilvæg mál sem þetta. <br /> <br /> Þá dregur [kærandi] í efa að umrædd gögn falli undir undanþáguregluna. Í athugasemdum við 6. gr. upplýsingamála segi að þrátt fyrir að ríkir almannahagsmunir búi að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verði á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings. Spurningin sem úrskurðarnefndin þurfi að svara sé hvort réttur almennings til að fá upplýsingar um mögulegar efnahagslegar afleiðingar af rekstrarstöðvum WOW sé meiri en hagsmunir ríkisins af því að halda þeim upplýsingum leyndum. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir einnig að það sé eindregin afstaða [kæranda] að almenningur hafi á þeim tíma sem óskað var eftir gögnunum haft gífurlega hagsmuni af því að fá áreiðanlegar upplýsingar um mögulegar afleiðingar af rekstrarstöðvun næststærsta flugfélags landsins. Miklar vangaveltur hafi verið meðal almennings um alvarlegt högg sem ferðaþjónustan yrði fyrir og meðfylgjandi efnahagssamdrátt. Þegar slíkar vangaveltur komist á flug skipti miklu máli að ábyrgir fjölmiðlar komi vönduðum upplýsingum á framfæri. Falsfréttir dafni í upplýsingaskorti. Því sé það einmitt við slíkar aðstæður sem almenningur hafi knýjandi þörf fyrir að ríkisvaldið haldi ekki gögnum leyndum. Þetta ætti að vera ljóst, meðal annars af skoðun á upplýsingagjöf stjórnvalda og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda hrunsins 2008. [Kærandi] ítreki því ósk sína um aðgang að gögnunum og að úrskurðarnefnd undirstriki með úrskurði sínum rétt almennings til slíkra upplýsinga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019, á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. Í málinu reynir á hvort fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gagninu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það hafi verið tekið saman fyrir fund ráðherranefndar. <br /> <br /> Í 6. gr. eru talin upp gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti. Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir: <br /> <br /> „Í 1. tölul. ákvæðisins kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Sambærilega undantekningu frá upplýsingarétti aðila stjórnsýslumáls er að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Þá segir í sérstökum skýringum við 1. tölul. 6. gr.: <br /> <br /> „Ákvæði 1. tölul. 6. gr. frumvarpsins er í meginatriðum samhljóða 1. tölul. 4. gr. gildandi laga. Er því ekki sérstök þörf á umfjöllun um efnislegt innihald hans. Í ákvæðinu er þó mælt fyrir um það nýmæli að undir undanþáguna falli ekki aðeins fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórnar, heldur einnig upptökur og endurrit af fundum ríkisstjórnar. Æskilegt er að taka af skarið um þetta í ljósi ákvæðis 4. mgr. 7. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, um að fundir ríkisstjórnar skuli hljóðritaðir. Í þessu felst aðeins regla um heimild stjórnvalda til að takmarka rétt almennings til aðgangs að umræddum gögnum. Hægt er að veita aukinn aðgang velji viðkomandi stjórnvöld það samkvæmt reglunni í 11. gr. frumvarpsins.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt sé samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr segir að þegar stjórnvöld, sbr. 1. mgr. 2. gr., synji beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skjalið „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“. Skjalið ber það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Vegna þessa var fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, óháð því hvort efni skjalsins varði almannahagsmuni. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 6. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að veita aðgang að skjalinu samkvæmt reglu 11. gr. um aukinn aðgang. Ráðuneytinu var þó ekki skylt að taka afstöðu til þess sérstaklega í rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. er slík skylda aðeins fyrir hendi sé synjun reist á ákvæðum 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 26. mars 2019, á beiðni A um aðgang að skjalinu „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

809/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni Frigus II ehf. um upplýsingar um stjórnarfundi Lindarhvols á tímabilinu 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Synjun Lindarhvols var byggð á því að beiðni kæranda hefði ekki verið afmörkuð með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda að tilgreindum upplýsingum með nægilega skýrum hætti til þess að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka hana við tiltekin gögn. Þannig hefðu skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt. Taldi úrskurðarnefnd ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Lindarhvols til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 809/2019 í máli ÚNU 19010011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. janúar 2019, kærði Frigus II ehf. synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um stjórnarfundi Lindarhvols. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. október 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um dagsetningar allra funda stjórnar Lindarhvols frá stofnun félagsins þann 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Í bréfinu kom fram að ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann væri óskað eftir aðgangi að öllum fundargerðum stjórnar Lindarhvols fyrir sama tímabil. <br /> <br /> Beiðni kæranda svaraði Lindarhvoll með bréfi, dags. 14. desember 2018, þar sem fjallað var um áskilnað 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um afmörkun beiðna um upplýsingar. Þar segði að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Af þeim áskilnaði hefði m.a. verið dregin sú ályktun að lögin fælu ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Þá leiddi af sama áskilnaði að lögin veittu ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu væri að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum. Hins vegar kom fram í bréfinu að stjórnarfundir Lindarhvols á tilgreindu tímabili hefðu alls verið 15 talsins.<br /> <br /> Í kæru er vísað til tilgreiningarreglu 10. gr. eldri upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, þar sem beiðanda bar að tilgreina það mál sem hann óskaði eftir að kynna sér gögn úr. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 hafi tilgreiningarreglan verið rýmkuð og skv. 1. mgr. 15. gr. núgildandi upplýsingalaga skuli sá sem fari fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Gildandi upplýsingalög geri því ekki kröfu um að gögn tilheyri tilteknu máli. Fram kemur að kærandi telji gagnabeiðnina vera setta fram með nægilega nákvæmum hætti til þess að Lindarhvoll geti fundið þau gögn sem kærandi óskar eftir en samkvæmt svari Lindarhvols hafi beiðnin þegar verið afmörkuð þar sem upplýst sé um í svarbréfi félagsins að haldnir hafi verið samtals 15 fundir í stjórn félagsins frá stofnun þess og til loka árs 2016. Ekkert sé því til fyrirstöðu að Lindarhvoll taki efnislega afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að fundargerðunum. Kærandi telur ljóst að beiðni sín hafi verið afgreidd á grundvelli rangrar lagatúlkunar og að Lindarhvoll ætti að hafa frumkvæði að því að afgreiða beiðnina á ný, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá tekur kærandi fram, að telji Lindarhvoll ekki ástæðu til þess, fari kærandi fram á að úrskurðarnefndin taki kærumálið til úrskurðar eins fljótt og auðið sé, en kærandi fer fram á að ákvörðun Lindarhvols verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir félagið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. janúar 2019, var Lindarhvoli kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. Frestur til þessa var veittur til 31. janúar 2019 en var að beiðni Lindarhvols framlengdur til 14. febrúar. <br /> <br /> Í umsögn Lindarhvols, dags. 12. febrúar 2019, er eingöngu vísað til þess sem kom fram í upphaflegu svarbréfi félagsins við upplýsingabeiðni kæranda, dags. 14. desember 2018. Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um upplýsingar um stjórnarfundi Lindarhvols á tímabilinu 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um dagsetningar umræddra funda en til vara, ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum fundargerðum stjórnar Lindarhvols fyrir sama tímabil.<br /> <br /> Synjun Lindarhvols er byggð á því að beiðni kæranda hafi ekki verið afmörkuð með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að af áskilnaði umræddrar greinar hafi meðal annars verið dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í bréfi Lindarhvols kemur þó fram að umræddir stjórnarfundir hafi verið 15 talsins.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014 og úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar.<br /> <br /> Líkt og kemur fram í umsögn Lindarhvols fela upplýsingalög almennt ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Hins vegar er ljóst að kærandi óskaði eftir upplýsingum um dagsetningar tiltekinna funda sem áttu sér stað á afmörkuðu tímabili, frá 27. apríl 2016 til loka árs 2016, og að til vara, ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann, var óskað eftir fundargerðum umræddra funda, sem Lindarhvoll hefur upplýst að voru alls 15 á tímabilinu. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að beiðni kæranda snýr að því að fá upplýsingar um dagsetningar 15 stjórnarfunda Lindarhvols. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir samanteknar óskar kærandi eftir aðgangi að fundargerðum sömu funda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lýtur beiðni kæranda að tilgreindum upplýsingum með nægilega skýrum hætti til þess að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka hana við tiltekin gögn. Þannig eru skilyrði 1. mgr. 15. gr. uppl. uppfyllt og verður ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Lindarhvols til nýrrar efnislegrar afgreiðslu. Í því felst að félagið þarf að taka afstöðu til þess á grundvelli takmörkunarákvæða upplýsingalaga hvort því sé heimilt eða skylt að afhenda upplýsingar um tímasetningu fundanna eða að öðrum kosti veita aðgang að umræddum fundargerðum.<br /> <br /> Það athugast að í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í svarbréfi Lindarhvols við upplýsingabeiðni kæranda komu ekki fram leiðbeiningar um það með hvaða hætti kærandi gæti afmarkað beiðni sína með nánari hætti svo unnt væri að afgreiða hana. Úrskurðarnefnd telur þannig að Lindarhvoll hafi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni með fullnægjandi hætti.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni Frigus II ehf. um upplýsingar er vísað til Lindarhvols ehf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

808/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til dótturfélags síns, ePósts ehf. Af hálfu Íslandspósts kom fram að ePóstur væri undanþeginn gildissviði upplýsingalaga, og því þyrfti ekki að afhenda upplýsingar um lánveitingar og önnur fjárhagsmálefni sem vörðuðu undanþegið félag. Úrskurðarnefnd rakti að þegar beiðni kæranda barst Íslandspósti hefði ePóstur verið undanþeginn gildissviði laganna. Hins vegar væri til þess að líta að beiðni kæranda hefði ótvírætt verið beint að Íslandspósti, sem ekki væri undanþeginn gildissviði laganna. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefnd að vísa skyldi beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Íslandspósti, þar sem tekin yrði efnisleg afstaða til beiðninnar á grundvelli þeirra gagna sem fyrir kynnu að liggja.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 808/2019 í máli ÚNU 18120006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2018, kærði A, blaðamaður, synjun Íslandspósts ohf. um aðgang að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum félagsins til dótturfélags síns, ePósts ehf.<br /> <br /> Með tölvupósti til Íslandspósts, dags. 17. desember 2018, óskaði kærandi m.a. eftir afritum af lánaskilmálum vegna lána sem félagið hefði veitt ePósti svo og minnisblöðum sem gengið hefðu á milli fyrirtækjanna. Vísaði kærandi til þess að undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. auglýsingu nr. 1107/2015, væri fallin úr gildi. Í svari Íslandspósts, dags. 18. desember 2018, var beiðni kæranda hafnað. Vísað var til orðalags í framangreindri auglýsingu um að undanþága ePósts skyldi endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Orðalagið gæfi ekki til kynna að undanþágan félli úr gildi við þetta tímamark, heldur væri þvert á móti gert ráð fyrir að ráðherra drægi slíka undanþágu sérstaklega til baka.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 19. desember 2018, ítrekaði kærandi beiðni sína um framangreind gögn. Þar sem um væri að ræða gögn sem stöfuðu frá Íslandspósti ætti undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga ekki við í málinu. Í svari Íslandspósts, dags. 20. desember 2018, kom fram að ekki væri heimilt að veita aðgang að gögnum sem vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Skuldaskilmálar milli lögaðila þar sem annar þeirra væri undanþeginn gildissviði upplýsingalaga teldust gögn sem féllu undir 9. gr. laganna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 21. desember 2018, var kæran kynnt Íslandspósti og frestur veittur til 11. janúar 2019, til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni Íslandspósts var fresturinn framlengdur til 16. janúar. <br /> <br /> Í umsögn Íslandspósts, dags. 16. janúar 2019, var þess krafist að kærunni yrði vísað frá en til vara að henni yrði hafnað. Rakið var að ePóstur hefði verið undanþeginn gildissviði upplýsingalaga þar til félagið var afskráð 13. desember 2018. Íslandspóstur taldi að ekki skyldi afhenda upplýsingar um lánveitingar og önnur fjárhagsmálefni sem vörðuðu undanþegið félag, enda félli undanþágan sem veitt var með auglýsingu nr. 1107/2015 ekki úr gildi með afturvirkum hætti þegar félag hætti rekstri eða sameinaðist öðru félagi. Vísað var til umfjöllunar um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 771/2018, þar sem fram kæmi að lögaðilinn sjálfur væri undanþeginn lögunum samkvæmt ákvörðun ráðherra en ekki einstök gögn í hans vörslu. Íslandspóstur taldi það ekki á forræði úrskurðarnefndarinnar að taka ákvörðun um að afhenda skyldi gögn eða upplýsingar um félag, sem ráðherra hefði undanþegið gildissviði upplýsingalaga, enda færi það gegn þeirri ákvörðun og fæli í raun í sér afturköllun á undanþágunni sem veitt hefði verið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. janúar 2019, var umsögn Íslandspósts kynnt kæranda og honum boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. janúar 2019, voru gerðar athugasemdir við þá afstöðu Íslandspósts að kærunni skyldi vísað frá eða henni hafnað þar sem ePósti hefði verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Félagið hefði verið afskráð 13. desember 2018 og það sameinað móðurfélaginu. Undanþágan hefði runnið sitt skeið og ekki hefði verið sótt um endurnýjun á henni, enda hefði verið búið að afskrá félagið. Kærandi tók fram að hann sæi ekki í fljótu bragði að þau ummæli Íslandspósts að undanþágan félli ekki úr gildi með afturvirkum hætti þegar félag hætti rekstri eða sameinaðist öðru félagi ættu sér stoð í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum með þeim. Kærandi hafnaði því að mál þetta væri sambærilegt því sem var til umfjöllunar í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 771/2018. Í þessu máli væri óskað eftir gögnum í vörslum Íslandspósts, sem ekki hefði hlotið undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til dótturfélags síns, ePósts ehf.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar birti ráðherra auglýsingu nr. 1107/2015, þar sem m.a. ePósti var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Skyldi undanþága félagsins endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Ljóst er að ePóstur óskaði ekki eftir áframhaldandi undanþágu frá gildissviði laganna. Í 3. gr. auglýsingar frá 16. maí 2019 um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga, nr. 448/2019, kemur svo fram að undanþága ePósts frá gildissviði laganna skuli falla brott. <br /> <br /> Í samræmi við orðalag í auglýsingu nr. 1107/2015 um að undanþága ePósts skuli endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018 lítur úrskurðarnefnd ekki svo á að undanþágan hafi fallið brott þann dag. Á slík túlkun sér stoð í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að ráðherra geti ákveðið að lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið laganna eða dregið slíka ákvörðun til baka. Samkvæmt orðanna hljóðan fellur undanþága lögaðila ekki brott nema með atbeina ráðherra. Því var undanþága ePósts enn í gildi þegar beiðni kæranda barst Íslandspósti.<br /> <h2>2.</h2> Þrátt fyrir að undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga hafi enn verið í gildi þegar gagnabeiðni kæranda barst Íslandspósti er ljóst af gögnum málsins að beiðninni var ótvírætt beint að Íslandspósti en ekki ePósti, þótt umbeðin gögn varði bæði félögin. Íslandspóstur nýtur ekki undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Af því leiðir að um félagið gildir meginregla 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Af hálfu Íslandspósts hefur verið vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 771/2018. Í því máli hafði beiðni verið beint til félags sem undanþegið var gildissviði laganna. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar kom fram að það væri lögaðilinn sjálfur sem undanþeginn væri gildissviði upplýsingalaga samkvæmt ákvörðun ráðherra, en ekki einstök gögn í hans vörslu. Í samræmi við þá niðurstöðu telur úrskurðarnefnd að í þeim tilvikum þegar lögaðili er undanþeginn gildissviði laganna sé ekkert því til fyrirstöðu að óska eftir aðgangi að gögnum sem varða hinn undanþegna lögaðila, hjá öðrum aðila sem heyrir undir gildissvið laganna, líkt og kærandi í þessu máli hefur gert. Við mat á því hvort viðkomandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum koma þá til skoðunar þær takmarkanir sem fjallað er um í 6.-10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd að vísa skuli beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Íslandspósti, þar sem tekin verði efnisleg afstaða til beiðninnar á grundvelli þeirra gagna sem fyrir kunna að liggja.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A um afrit af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til ePósts ehf., er vísað til Íslandspósts ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

807/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Kærð var afgreiðsla Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu samþykktir byggingarfulltrúa sveitarfélagsins í tilteknum málum. Undir meðferð málsins veitti Kópavogsbær kæranda aðgang að þeim gögnum sem talið var að féllu undir beiðni kæranda, en kærandi taldi bæinn ekki hafa sinnt skyldu sinni að afhenda öll fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd taldi sig ekki hafa forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu bæjarins að kæranda hefði verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem skráð væru í málaskrá bæjarins vegna þeirra mála sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Það félli hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort Kópavogsbær héldi skráningu um öll gögn málanna í samræmi við skráningarskyldu upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um opinber skjalasöfn. Með hliðsjón af framangreindu var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 807/2019 í máli ÚNU 18110017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, er barst 23. nóvember 2018, kærði A meðferð Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi sóst eftir því að fá atvinnuhúsnæði breytt í íbúð í Kópavogi frá því snemma árs 2017. Í tengslum við það hafi hann óskað eftir öllum gögnum og samskiptum sem varða tilteknar samþykktir byggingarfulltrúa bæjarins, en í beiðni kæranda um aðgang kemur fram að hann hyggist athuga hvort jafnræðis sé gætt í málsmeðferð. Í hinni kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar, dags. 12. nóvember 2018, kemur fram að ekki sé hægt að veita utanaðkomandi aðila öll gögn málanna en bent er á að allar afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa séu á vef bæjarins.<br /> <br /> Kærandi telur málsmeðferð skipulagssviðs og lögfræðisviðs Kópavogs ómálefnalega og dregur í efa að aðrir fái slíka afgreiðslu. Hann hafi því farið í gegnum afgreiðslur byggingarfulltrúa undanfarin tvö ár og valið þau mál sem betur geti skýrt hvort jafnræðis sé gætt.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Kópavogsbæ með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar barst þann 12. desember 2018. Þar kemur fram að kæranda hafi verið látið í té afrit af umbeðnum gögnum. Umsögninni fylgdi afrit af erindi bæjarins til kæranda, dags. sama dag, og fylgiskjöl á alls 109 blaðsíðum. Úrskurðarnefndin fór þess því næst á leit að kærandi staðfesti móttöku gagnanna og léti jafnframt í ljós afstöðu sína til þess hvort tilefni væri til að halda meðferð málsins áfram. <br /> <br /> Í svari kæranda, sem barst degi síðar, er því mótmælt að málinu yrði vísað frá þar sem Kópavogsbær hafi ekki afhent þau gögn sem kæran tók til. Kærandi undirstrikar að hann hafi óskað eftir öllum gögnum og samskiptum sem varði samþykktir byggingarfulltrúa í tilteknum málum. Hann þurfi að sjá þau gögn sem skilað hafi verið inn, kröfur um breytingar á þeim o.s.frv. Kærandi þurfi einnig að sjá samskipti byggingarfulltrúa við þá aðila sem tilgreindir séu, enda hafi byggingarfulltrúi sleppt því að svara tölvupóstum kæranda, kröfur hafi breyst og nýjum bætt við. Gögnin sem bærinn hafi afhent hafi aðallega verið afgreiðslur sem séu á opnum vef og svo afrit af stöðluðum byggingarleyfisumsóknum eða tilkynningum um að byggingarleyfisumsókn hafi verið móttekin. Þau gögn séu ekki fullnægjandi til þess að meta hvort jafnræðis sé gætt í málsmeðferð.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. desember 2018, var svar kæranda kynnt Kópavogsbæ og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi þess. Í athugasemdum bæjarins, dags. 3. janúar 2019, ítrekar bærinn að öll gögn sem lágu fyrir við ákvarðanatöku í þeim málum sem kærandi tilgreindi í beiðni sinni hafi verið afhent. Um sé að ræða umsóknir aðila, byggingarteikningar og bókanir byggingarfulltrúa á afgreiðslufundum. Þá liggi jafnframt fyrir umsagnir annarra aðila, s.s. slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og skipulagsyfirvalda sem og opinber leyfi og vottorð. Einstök samskipti byggingarfulltrúa við aðila máls séu almennt ekki vistuð inn í málakerfi Kópavogsbæjar enda fari samskiptin aðallega fram í viðtalstímum, þar sem fólk mæti á skrifstofu byggingarfulltrúa til að fara yfir gögn. Það verði að telja nánast ógerlegt að byggingarfulltrúi haldi fundargerðir yfir alla viðtalstíma í ljósi fjölda þeirra og mála sem byggingarfulltrúi afgreiði. Kópavogsbær bendir á að ágreiningsefni kæranda og bæjarins sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þá hafi byggingarfulltrúi ítrekað veitt kæranda svör og leiðbeiningar og kærandi hafi fengið afhent öll vistuð gögn í þeim málum sem beiðni hans tók til. Loks er bent á að allar teikningar og skráningartöflur af byggingarleyfisskyldum mannvirkjum í Kópavogsbæ sé hægt að nálgast á kortaveg bæjarins.<br /> <br /> Athugasemdir Kópavogsbæjar voru kynntar kæranda þann 4. janúar 2019 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína í ljósi þeirra. Með erindi, dags. 8. janúar 2019, ítrekar kærandi þá afstöðu að gögn samkvæmt beiðni hans hafi ekki verið afhent. Kærandi tekur dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um gögn til hans sjálfs en hann hafi ekki fengið að sjá álíka kröfur til annarra aðila eða hvaða gögnum þeir skiluðu inn. Umsóknaraðilum sé skylt að skila öllum gögnum í rafrænu formi og skrifleg samskipti séu til í póstfangi byggingarfulltrúa eða annarra starfsmanna bæjarins.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða samþykktir byggingarfulltrúa bæjarins í tilteknum málum. Undir meðferð málsins veitti Kópavogsbær kæranda aðgang að gögnum er bærinn kvað falla undir beiðni kæranda en kærandi telur að bærinn hafi ekki sinnt skyldu sinni til að afhenda öll fyrirliggjandi gögn.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt eða hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, þ.e. í þessu tilfelli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Kópavogsbæjar að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem skráð eru í málaskrá bæjarins vegna þeirra mála sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Það er hins vegar ljóst að málin lúta að stjórnvaldsákvörðunum í skilningi 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi Kópavogsbær ekki haldið skráningu um öll gögn málanna í samræmi við skráningarskyldu upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um opinber skjalasöfn, er það ámælisvert. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því. <br /> <br /> Þegar svo háttar hins vegar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að Kópavogsbær hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem falli undir beiðnina og séu fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

806/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Kærð var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að bréfi og fylgigögnum frá Félagi makrílveiðimanna. Synjunin var byggð á því að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsmanna í Félagi makrílveiðimanna sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin innihéldu slíkar upplýsingar og lagði fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 806/2019 í máli ÚNU 18110010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærði Landssamband smábátaeigenda ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. október 2018, um synjun beiðni um aðgang að bréfi og fylgigögnum frá Félagi makrílveiðimanna.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að efni bréfsins varði beiðni um flutning heimilda úr línu- og handfærakerfi. Í ljósi þess að Félag makrílveiðimanna hafi ekki samþykkt afhendingu til þriðja aðila, umbeðin gögn séu „lögfræðilegs eðlis“ og varði viðskiptahagsmuni einstaklinga og lögaðila í félaginu telji ráðuneytið að undanþága 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi uni ekki niðurstöðu ráðuneytisins og óski þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um ágreininginn með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2018, segir að bréf og fylgigögn Félags makrílveiðimanna hafi borist ráðuneytinu þann 21. júní 2018. Um sé að ræða greinargerð þar sem óskað hafi verið upplýsinga og skýringa á stjórnvaldsreglum um stjórn veiða á makríl. Upplýsinganna hafi verið óskað svo lögmaður félagsins gæti lagt mat á tiltekið álitaefni. Færð séu lögfræðileg rök fyrir afstöðu félagsins til álitaefnisins. Ljóst sé að markmið Félags makrílveiðimanna sé að knýja fram breytingar á reglum um stjórn makrílveiða, mögulega með málsókn fyrir dómstólum. Samkvæmt framansögðu telji ráðuneytið að í greinargerðinni felist mikilvægir viðskiptahagsmunir félagsmanna sem óeðlilegt sé að þriðji aðili geti nýtt í sína þágu á þessu stigi málsins. Ráðuneytið telji ekki rétt að aðilar sem ekki tengjast málinu, en telji sínum hagsmunum mögulega raskað vegna málafylgju Félags makrílveiðimanna, kynni eða nýti sér slíka aðkeypta lögfræðilega greinargerð.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í umsögn kæranda, dags. 5. desember 2018, kemur fram að kærandi gæti hagsmuna smábátaeigenda, þar með talinna aðila sem stunda færaveiðar á makríl en séu ekki í Félagi markílveiðimanna. Af þeim sökum telur kærandi að það geti skaðað hagsmuni félagsmanna sinna að þeim sé ekki að fullu kunnugt um erindi þar sem ráðuneytið sé knúið svara við túlkun á stjórnvaldsreglum um stjórn veiða á makríl. Kærandi mótmælir því að í greinargerðinni geti falist mikilvægir viðskiptahagsmunir félagsmanna Félags makrílveiðimanna þar sem hagsmunirnir séu ekki bundnir við félagsmennina heldur fjölmarga aðra og varði málefni sem snúi að nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum sem séu sameign íslensku þjóðarinnar.<br /> <br /> Kærandi mótmælir einnig þeirri röksemd ráðuneytisins að aðgangur að bréfum og álitsgerðum sé heftur þegar þær séu kostaðar. Ekki sé að finna ákvæði um þennan greinarmun í upplýsingalögum eða skýringum við 9. gr. frumvarps til laganna. Þetta hefði Félagi makrílveiðimanna átt að vera ljóst áður en það sendi erindi til ráðuneytis, m.a. með hótun um málsókn. Að lokum ítrekar kærandi að félagsmenn hans séu á makrílveiðum í návígi við félaga í Félagi makrílveiðimanna og eigi því beina hagsmuni af umfjöllun stjórnsýslunnar um stjórnvaldsreglur um stjórn veiða á makríl.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er félag sem gætir hagsmuna smábátaeigenda, til aðgangs að bréfi Félags makrílveiðimanna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem óskað var upplýsinga og skýringa á reglum um stjórn veiða á makríl. Ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kæranda er byggð á því að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsmanna í Félagi makrílveiðimanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Vísað er til þess að samþykki félagsins fyrir að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga er undantekning frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Í ákvæðinu segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða bréf lögmanns, f.h. Félags makrílveiðimanna, til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. júní 2018. Bréfið er á sex tölusettum blaðsíðum þar sem fjallað er almennt um þróun veiða á makríl, því næst sett fram sjónarmið um stjórn fiskveiða á sviðinu og loks óskað eftir upplýsingum og skýringum frá ráðuneytinu sem varða einkum framsal aflaheimilda samkvæmt reglugerð nr. 315/2018.<br /> <br /> Hvorki ráðuneytið né Félag makrílveiðimanna, sem ráðuneytið leitaði til við meðferð beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem fram koma í bréfinu geti orðið Félagi makrílveiðimanna eða einstökum félagsmönnum þess skaðlegar ef þær verða gerðar opinberar. Hin kærða ákvörðun er fremur byggð á almennum hugleiðingum um að það sé „ekki rétt“ að þriðji aðili kynni eða nýti sér „aðkeypta lögfræðilega greinargerð“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, skýringar við ákvæðið í frumvarpi til laganna og framkvæmd laganna í úrskurðum og dómum gefa engin tilefni til þess að skýra það svo rúmri skýringu. Það er þvert á móti eðlilegt að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um samskipti opinberra aðila annars vegar og hins vegar hagsmunaaðila. Einungis er réttlætanlegt að takmarka aðgang að slíkum gögnum þegar þau hafa að geyma upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál eða aðrar sambærilega viðkvæmar upplýsingar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma engar upplýsingar fram í bréfinu sem lúta að svo veigamiklum hagsmunum að þær réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum opinberra aðila.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar umfjöllunar er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, Landssambandi smábátaeigenda, aðgang að bréfi Félags makrílveiðimanna til ráðuneytisins, dags. 18. júní 2018, sem hefur að geyma ósk um upplýsingar og skýringar á reglum um stjórn veiða á makríl.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

805/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Kærð var synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að upplýsingum um álögð fasteignagjöld fyrir frístundahús og lögbýli á ákveðnu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væri um að ræða synjun í skilningi 20. gr. upplýsingalaga og var kærunni því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 805/2019 í máli ÚNU 18110008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. nóvember 2018, kærði A ákvörðun sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps um synjun á beiðni, dags. 8. ágúst 2018, um aðgang að upplýsingum um álögð fasteignagjöld, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli fyrir árin 2016, 2017 og 2018.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 8. október 2018, kemur fram að beiðnin lúti ekki að tilteknu máli auk þess sem umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Í kæru kemur fram að kærandi telji sveitarfélagið hafa synjað beiðninni án nokkurs rökstuðnings.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var Grímsnes- og Grafningshreppi kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 23. nóvember 2018, kemur fram að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé opinberum aðilum ekki skylt í tilvikum sem þessum að útbúa ný skjöl eða önnur gögn. Álagningarseðlar sveitarfélagsins séu opinberir vegna framangreindra ára. Umsögn sveitarfélagsins fylgdi afrit af álagningarreglum fasteignagjalda árin 2016-2018.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. desember 2018, er tekið fram að kærandi sé einungis að biðja um heildartölu gjalda, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar lögbýli.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um álögð fasteignagjöld í Grímsnes- og Grafningshreppi, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli fyrir árin 2016-2018. Af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að ýmsar upplýsingar um álögð fasteignagjöld hljóti að vera fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Fasteignaskattur er einn tekjustofna sveitarfélaga samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga og gefa sveitarfélög út greiðsluseðla til eigenda fasteigna á grundvelli laganna, sbr. einnig reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Þá birtast upplýsingar um innheimtan fasteignaskatt í ársreikningum sveitarfélaga, þar á meðal í ársreikningum Grímsnes- og Grafningshrepps. Í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017 kemur t.d. fram að tekjur sveitarsjóðs af fasteignasköttum hafi numið 424.128.000 kr. en ársreikningur fyrir árið 2018 hefur ekki verið birtur á vef sveitarfélagsins. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu ber að skilja hina kærðu ákvörðun á þann hátt að upplýsingarnar liggi ekki fyrir sundurliðaðar á þann hátt sem kærandi óskaði eftir með beiðni sinni, þ.e. annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli. Ekki er ástæða til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir sundurliðaðar upplýsingar um álagðan fasteignaskatt fyrir árin 2016-2018 en það athugast að eðlilegt hefði verið að leiðbeina kæranda og upplýsa hann um að upplýsingar um heildartekjur sveitarfélagsins af fasteignasköttum fyrir fyrstu tvö árin hafi verið birtar opinberlega. Þá athugast einnig að meðferð beiðni kæranda var ekki í samræmi við málshraðareglu 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, en tveir mánuðir liðu frá því að beiðni barst og þar til henni var svarað án þess að kæranda hafi verið skýrt frá ástæðum tafa eða hvenær ákvörðunar væri að vænta, eins og áskilið er í ákvæðinu.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 6. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

804/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019

Kærð var afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi um aðgang að netföngum félagsmanna. Þjóðskrá vísaði til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þar sem ekki væri til sérstök skrá yfir netföngin þó svo að þau væri að finna í gögnum í vörslum stofnunarinnar. Einnig vísaði Þjóðskrá til þess að óheimilt væri að veita aðgang að netföngunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem netföng teldust til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar beiðni um upplýsingar nær til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugi jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur beri stjórnvaldi að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna, svo hann geti sjálfur tekið þær saman. Úrskurðarnefndin taldi jafnframt að netföng einstaklinga teldust almennt ekki til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Þjóðskrá var því gert að veita kæranda aðgang að gögnum sem innihéldu netföng félagsmanna Siðmenntar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 804/2019 í máli ÚNU 18050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. maí 2018, kærði A lögmaður, f.h. Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, ákvörðun Þjóðskrár Íslands, dags. 18. apríl 2018, um synjun beiðni um aðgang að netföngum þeirra sem hafa skráð sig í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Óskað var eftir fresti til að skila greinargerð með kærunni.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega aðgangs að netföngum félagsmanna með erindi, dags. 28. október 2016. Beiðninni var synjað þann 4. nóvember 2016 en sú ákvörðun var felld úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 724/2018 frá 9. febrúar 2018 og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. Þjóðskrá gaf kæranda kost á að tjá sig skriflega um málið og tók nýja ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar sem barst kæranda með erindi, dags. 18. apríl 2018.<br /> <br /> Samkvæmt hinni kærðu ákvörðun er hlutverk Þjóðskrár Íslands rakið í lögum nr. 54/1962. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila og því sé ekki heimilt að veita upplýsingar um netföng sem einstaklingar hafa veitt í tengslum við beiðnir um breytingar í skráningum í þjóðskrá. Upplýsingagjöf um netfang einstaklinga þjóni þeim tilgangi að Þjóðskrá Íslands geti haft samband við viðkomandi ef upplýsingar vanti til að ljúka og staðfesta skráningu umsóknar. Félagatöl trú- og lífsskoðunarfélaga séu eingöngu haldin hjá viðkomandi félögum, sbr. lög nr. 108/1999, en ekki hjá Þjóðskrá og stofnunin afli ekki staðfestingar á því hvort einstaklingur hafi verið skráður eða afskráður hjá slíku félagi.<br /> <br /> Næst er vikið að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og kemur fram að upplýsingar um netföng einstaklinga birtist ekki opinberlega í þjóðskrá, ólíkt því sem gildi um nöfn og heimilisföng. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 í þessu sambandi, þar sem fram komi m.a. að ekki sé hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess að upplýsingar um netföng séu ekki opinberar upplýsingar sé það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé unnt að veita aðgang að netföngum sem einstaklingar noti í samskiptum sínum við stofnunina án þess að sérstakt samþykki þeirra komi til.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. maí 2018, var kæran kynnt Þjóðskrá Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þjóðskrá var jafnframt upplýst um að kærandi hygðist koma á framfæri frekari röksemdum fyrir kæru sinni. Þær bárust þann 14. júní 2018.<br /> <br /> Kærandi segir upplýsingar og utanumhald um fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trú- eða lífsskoðunarfélög vera hjá Þjóðskrá Íslands. Félögin sendi upplýsingar þangað og haldið sé utan um breytingar einstaklinga á skráningu. Þjóðskrá sé eina stofnunin sem haldi utan um þessar upplýsingar og miðli þeim til félaganna sjálfra og annarra aðila á borð við Hagstofuna. Beiðni kæranda lúti eingöngu að því að fá send netföng þeirra einstaklinga sem séu skráðir í félagið hjá Þjóðskrá. Kærandi hyggist nýta netföngin til að senda út fréttabréf tvisvar á ári með rafrænum hætti. Netföngin verði ekki nýtt til annars og verði ekki til almennrar dreifingar á nokkurn hátt. Þeir sem skrái sig eða sendi inn breytingar til Þjóðskrár geri það upplýst og meðvitað um að skráningin verði nýtt t.d. til að sýna fram á breytingar á skráningum og vitandi að skráningin verði send viðkomandi trú- og lífsskoðunarfélagi til að halda utan um félagatal. <br /> <br /> Kærandi telur að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu þar sem netföng séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, en vísað er til laga nr. 77/2000 í því samhengi, sem nú eru fallin brott. Einstaklingar séu ekki upplýstir um það með hvaða hætti upplýsingar sem krafist er við skráningu verði nýttar og geti sá sem skráir sig með þeim hætti ekki búist við öðru en að trú- eða lífsskoðunarfélagið sem viðkomandi skráir sig í fái upplýsingarnar. Tilgangur skráningarinnar sé að upplýsa Þjóðskrá og viðkomandi trú- eða lífsskoðunarfélagið um að einstaklingurinn vilji lýsa því yfir að hann vilji ganga í það og að félagið geti haft samband við hann á grundvelli skráningarinnar.<br /> <br /> Hvað varðar tilvísun Þjóðskrár til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 704/2017 telur kærandi málsatvik svo ólík að úrskurðurinn eigi ekki við. Kærandi sé skráð lífsskoðunarfélag og óski eingöngu eftir netföngum sinna félagsmanna. Stjórn kæranda hafi þá varúðarreglu að aðeins formaður og framkvæmdastjóri hafi aðgang að skrá um lista yfir skráða félaga. Félagsmenn geti afþakkað að fá póst ef þeir kjósi svo. Því næst er vikið að skilyrðum hinna brottföllnu laga nr. 77/2000 fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem óþarft þykir að rekja frekar.<br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár Íslands barst með bréfi, dags. 6. júlí 2018. Þar kemur fram að eitt af meginhlutverkum stofnunarinnar sé að annast almannaskráningu, útgáfu vottorða og skilríkja, sbr. 1. gr. laga nr. 54/1962. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna veiti Þjóðskrá upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum sem ráðherra setur. Þjóðskráin sjálf, þ.e. almannaskráning, byggi á upplýsingum sem stofnuninni berist úr ýmsum áttum, bæði frá einstaklingum og opinberum aðilum. Samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna byggist almannaskráning m.a. á sérstökum upplýsingum presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga, forstöðumanna skráðra lífsskoðunarfélaga, einstaklinga sem starfi í þeirra umboði um menn. Þá er vísað til þess að í 9. gr. laga nr. 108/1999 sé kveðið á um úrsögn úr trúfélagi, lífsskoðunarfélagi og þjóðkirkjunni. Sóknargjöld greiðist til hlutaðeigandi félags samkvæmt lögum nr. 91/1987 en Fjársýsla ríkisins annist skiptingu gjaldsins. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár er næst vikið að hugtökunum „persónuupplýsingar“ og „vinnsla“ samkvæmt lögum nr. 77/2000, sem nú eru brottfallin, og færð fyrir því rök að miðlun upplýsinga um netfang falli undir gildissvið laganna. Þá er farið yfir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og skýringar við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna. Tekið er fram að Þjóðskrá hafi ekki það hlutverk að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila. Þrátt fyrir að einn reitur eyðublaðs sé fyrir netfang umsækjanda haldi Þjóðskrá ekki sérstaklega utan um netföngin og þjóni upplýsingagjöf um netfang þeim tilgangi að Þjóðskrá geti haft samband við viðkomandi ef upplýsingar vanti og til þess að staðfesta umsókn eða breyta skráningu. Af þeim sökum telur stofnunin óheimilt að veita upplýsingar um netföng sem einstaklingar hafa veitt í tengslum við beiðnir um breytingar á skráningum sínum í þjóðskrá.<br /> <br /> Þjóðskrá er ósammála fullyrðingum kæranda er lúta að því að afhending netfanga uppfylli skilyrði persónuverndarlaga. Sú staða geti verið uppi að einstaklingur sé skráður í tiltekið trúfélag eða lífsskoðunarfélag í þjóðskrá en ekki skráður sem félagsmaður hjá félaginu á sama tíma. Ekki sé hægt að ganga út frá því að einstaklingur sem tilkynni um breytta skráningu samþykki að Þjóðskrá áframsendi viðkomandi félagi netfang sem einstaklingurinn gaf upp á eyðublaði Þjóðskrár. Stofnunin áréttar að núverandi form eyðublaðsins hafi fyrst verið tekið til notkunar um mitt ár 2016. Í nóvember 2014 hafi verið tekið upp það verklag að ef tilkynning um breytta skráningu barst með rafrænum hætti hafi tilkynnandi sjálfkrafa fengið tölvupóst um að skráningu væri lokið. Fyrir þann tíma hafi þess ekki verið krafist að einstaklingur sem tilkynnti um breytt trúfélag eða lífsskoðunarfélag upplýsti um netfang sitt. Þar af leiðandi búi Þjóðskrá ekki yfir upplýsingum um netföng þeirra sem tilkynntu um breytta skráningu fyrir nóvember 2014. Ef stofnuninni yrði gert að afhenda umbeðinn lista myndi slíkt kalla á umtalsverða vinnu fyrir stofnunina þar sem skoða yrði hverja skráningu fyrir sig, hvort sem tilkynning sé á rafrænu formi eða pappír. <br /> <br /> Þjóðskrá Íslands áréttar að stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir netföngin þrátt fyrir að hafa upplýsingar um þau. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að halda utan um netföng og miðla þeim áfram. Netföng séu ekki opinberar upplýsingar sem stofnuninni beri að miðla áfram. Þjóðskrá telur sig heldur ekki geta orðið við beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit þeirra gagna sem kæra lýtur að þar sem þau séu ekki aðgengileg án þeirrar vinnslu upplýsinga sem lýst er að framan.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Þjóðskrár Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Meðferð málsins hefur tafist úr hófi vegna anna í störfum úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er lífsskoðunarfélag, sbr. lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999, til aðgangs að upplýsingum um netföng félagsmanna sinna í vörslum Þjóðskrár Íslands. Af hálfu Þjóðskrár hefur meðal annars komið fram að stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir netföngin þó að þau sé að finna í gögnum í vörslum stofnunarinnar.<br /> <br /> Þessar röksemdir Þjóðskrár lúta einkum að því að umbeðnar upplýsingar séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Af afmörkun ákvæðanna á upplýsingarétti almennings leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugar því jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna, svo hann geti sjálfur tekið þær saman, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018. <br /> <br /> Af gögnum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að Þjóðskrá Íslands hafi ekki í vörslum sínum skrá yfir netföng félagsmanna kæranda enda þótt jafnframt sé ljóst að stofnuninni sé með ýmsum aðgerðum kleift að vinna slíkt yfirlit úr fyrirliggjandi gögnum, þ.e. tilkynningum einstaklinga um breytta skráningu, bæði á rafrænu formi og pappírsformi. Samkvæmt framangreindu bar Þjóðskrá því að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að gögnunum sem hafa umbeðin netföng að geyma í stað þess að láta duga að vísa til þess að listi um þau væri ekki fyrirliggjandi. Í málum þar sem annmarki af þessu tagi veldur því að beiðni verður ekki talin hafa fengið efnislega meðferð á lægra stjórnsýslustigi hefur úrskurðarnefndin fellt ákvörðun úr gildi og vísað málinu aftur til nýrrar meðferðar hjá kærða. Eins og hér stendur á liggur hins vegar fyrir efnisleg afstaða Þjóðskrár til beiðni kæranda sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða.<br /> <h2>2.</h2> Hin kærða ákvörðun um synjun beiðni kæranda byggðist efnislega á því að óheimilt væri að veita honum aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem netföng teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að líta svo á að upplýsingaréttur kæranda ráðist af III. kafla upplýsingalaga, þar sem beiðnin varðar upplýsingar um skráða félagsmenn kæranda, og verður því kannað hvort Þjóðskrá hafi verið heimilt að takmarka aðgang kæranda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang.<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verði aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Röksemdir Þjóðskrár fyrir þeirri niðurstöðu að um sé að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga fléttast saman við umfjöllun um hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Það sé ekki meðal hlutverka hennar að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila. Þá er niðurstaða Þjóðskrár byggð á því að netföng séu ekki „opinberar upplýsingar“ og vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 í því sambandi. Loks er vísað til skilyrða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga til allra fyrirliggjandi gagna hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna, með þeim takmörkunum sem þar er mælt fyrir um. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til „allrar starfsemi“ stjórnvalda. Það getur því ekki staðið í vegi fyrir aðgangi kæranda að gögnum að það sé ekki lögmælt hlutverk Þjóðskrár að safna þeim. Í málinu liggur fyrir að þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir að fá að kynna sér er að finna í fyrirliggjandi gögnum í vörslum Þjóðskrár, þ.e. tilkynningum einstaklinga um að vera skráðir sem félagsmenn í kæranda í þjóðskrá. Hvað varðar tilvísun Þjóðskrár til ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarka þau ekki upplýsingarétt almennings sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018.<br /> <br /> Við mat á því hvort umbeðnar upplýsingar eru að efni til svo viðkvæmar að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að það sé ekki mat nefndarinnar að netföng einstaklinga teljist almennt til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Netföng eru eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem einstaklingar birta öðrum og nota í samskiptum sínum, eins og hér háttar til í samskiptum við stjórnvöld. Netföng geta hins vegar talist til viðkvæmra upplýsinga þegar þau birtast í ákveðnu samhengi, t.d. þegar þau gefa til kynna hver einstaklingur sé, sem annars nyti nafnleyndar.<br /> <br /> Eins og hér háttar til eru upplýsingar um netföng einstaklinga að finna á eyðublöðum sem þeir hafa sent til Þjóðskrár með ósk um að skrá sig í þjóðskrá sem félagsmann í kæranda. Á eyðublöðunum er því að finna upplýsingar um skráningu einstaklings í lífsskoðunarfélag, sem telst almennt til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 563/2014. Sömu sjónarmið eiga hins vegar ekki við um rétt kæranda til aðgangs að slíkum gögnum, þar sem um er að ræða einstaklinga sem óska þess að vera skráðir í félagið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér eyðublöð Þjóðskrár og telur að þar komi ekki fram upplýsingar sem geti talist viðkvæmar þegar um er að ræða aðgang trúfélagsins eða lífsskoðunarfélagsins sjálfs sem um ræðir, þannig að ekki sé um að ræða hættu á að einkahagsmunir skaðist ef félaginu verði veittur aðgangur að þeim. Er það því mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi við þessar aðstæður þyngra en hagsmunir sem mæla með því að þeim sé haldið leyndum í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að veita kæranda, Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðgang að skráningarbeiðnum þeirra einstaklinga sem skráðir eru í félagið.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Þjóðskrá Íslands ber að veita kæranda, Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðgang að beiðnum einstaklinga, sem skráðir eru í þjóðskrá sem félagsmenn í félaginu, um skráningu í það.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

803/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var afgreiðsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna á beiðni um upplýsingar um nemendur sem sótt hefðu nám í skipulagsfræðum erlendis á ákveðnu tímabili. Stofnunin hafði afhent kæranda upplýsingar þess efnis en hann taldi þær ófullnægjandi. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 803/2019 í máli ÚNU 19040016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. apríl 2019, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni kæranda um upplýsingar um nemendur sem sótt hafa nám í skipulagsfræðum erlendis á árabilinu 2008-2018.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir framangreindum gögnum 15. desember 2018. Hann fékk gögnin loks afhend með tölvupósti, dags. 28. mars 2019. Í kæru kemur fram að listinn sem LÍN hafi afhent sé engan veginn tæmandi. Auk þess sé hann rangur og villandi. Ljóst sé að kærandi geti ekki nýtt sér gögnin þar sem þau séu ekki áreiðanleg.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. apríl 2019, var kæran kynnt LÍN og stofnuninni veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að LÍN léti úrskurðarnefnd í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 6. maí 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir hafi verið teknar saman og sendar kæranda. Ekkert í kerfum sjóðsins gefi til kynna að umbeðnar upplýsingar séu ekki tæmandi. Þá er því hafnað að upplýsingarnar séu rangar og villandi. <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um upplýsingar um nemendur sem sótt hafa nám í skipulagsfræðum erlendis á árabilinu 2008-2018. Kærandi telur að þær upplýsingar sem honum hafi verið afhentar séu rangar og villandi, auk þess sem þær séu ekki tæmandi.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hvorki forsendur til að rengja þá fullyrðingu LÍN að umbeðnar upplýsingar í málinu séu tæmandi, né að þær séu hvorki rangar né villandi. Af þessu leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 14. apríl 2019, á hendur Lánasjóði íslenskra námsmanna er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

802/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var synjun Hafrannsóknastofnunar á beiðni Landssambands smábátaeigenda um lista yfir þá aðila sem orsakað hefðu skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. Af gögnum máls mátti sjá að skipaskrárnúmer væru ekki skráð í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar um skyndilokanir. Af þeim sökum teldust umbeðnar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þar sem ekki lægi fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 802/2019 í máli ÚNU 19020016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. febrúar 2019 kærði Landssamband smábátaeigenda, LS, synjun Hafrannsóknastofnunar á beiðni samtakanna um lista yfir þá aðila sem hafa orsakað skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að 28. janúar 2019 hafi LS sent Fiskistofu beiðni um fyrrnefndan lista. Í svari stofnunarinnar, dags. 20. febrúar 2019, er vísað til þess að samkvæmt 4. mgr. 10. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997 taki Hafrannsóknastofnun ákvarðanir um slíkar lokanir og framsendi Fiskistofa því erindið til stofnunarinnar. Svar Hafrannsóknastofnunar við beiðni LS, einnig dags. 20. febrúar 2019, var að stofnuninni væri óheimilt að veita upplýsingarnar á grundvelli persónuverndarlaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. febrúar 2019, var kæran kynnt Hafrannsóknastofnun og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn stofnunarinnar, dags. 11. mars 2019, er annars vegar dregið í efa að heimilt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar á grundvelli persónuverndarsjónarmiða og hins vegar vísað til þess að stofnunin hafi ekki aðgang að umbeðnum upplýsingum. Umsögninni fylgdi tafla sem sýnir 16 atriði sem skráð eru í gagnagrunn stofnunarinnar um skyndilokanir. Skipaskrárnúmer frá þeim fiskibát sem mælt er úr hafi aldrei verið skráð og enginn lykill sé til staðar sem tengi skyndilokunartöfluna við frekari upplýsingar. Því sé ekki hægt að rekja skyndilokanir til einstakra skipaskrárnúmera út frá þeim upplýsingum sem Hafrannsóknastofnun búi yfir.<br /> <br /> Umsögn Hafrannsóknastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekar athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi skilaði ekki athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni Landssambands smábátaeigenda um lista yfir þá aðila sem orsakað hafa skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. <br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru þegar beiðni um aðgang berst, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í fyrstu svaraði Hafrannsóknastofnun upplýsingabeiðni LS á þann veg að óheimilt væri að veita upplýsingarnar á grundvelli persónuverndarlaga en í umsögn stofnunarinnar vegna kæru LS kemur fram að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi enda séu þær ekki hluti af gagnagrunni stofnunarinnar um skyndilokanir. Af skoðun þeirra atriða sem fram koma í töflunni sem fylgdi umsögn stofnunarinnar og unnin er upp úr gagnagrunni stofnunarinnar um skyndilokanir er ljóst að skipaskrárnúmer koma þar ekki fram. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Hafrannsóknarstofnunar að ekki sé hægt að rekja skyndilokanir til einstakra skipaskrárnúmera út frá þeim upplýsingum sem Hafrannsóknastofnun búi yfir. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru LS frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Landssambands smábátaeigenda, dags. 20. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

801/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var synjun Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að ákveðnum gögnum vegna eftirlitsnefndar sem komið hafði verið á fót vegna sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts. Synjun Íslandspósts byggðist á því að eftirlitsnefndin væri hvorki stjórnvald né hluti af starfsemi Íslandspósts og heyrði því ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin komst að því að eftirlitsnefndin væri hluti af Íslandspósti. Synjun félagsins var felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Einum lið kærunnar var þó vísað frá þar sem fram hafði komið að engin gögn þar að lútandi lægju fyrir.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 801/2019 í máli ÚNU 19020006.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2018, óskaði A, blaðamaður, eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts ohf.<br /> 2. Beiðni Íslandspósts til eftirlitsnefndarinnar um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt. <br /> 3. Svar eftirlitsnefndarinnar við beiðninni skv. 2. tölul. <br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var synjað með bréfi formanns eftirlitsnefndarinnar, dags. 31. janúar 2018. Var sú ákvörðun reist á því að þar sem eftirlitsnefndin væri ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna heyrði hún ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Eftirlitsnefndinni hefði verið komið á fót með sátt sem Íslandspóstur hefði gert við Samkeppniseftirlitið. Nefndin væri ekki hluti af fyrirtækinu Íslandspósti heldur væri tilnefning og skipun nefndarmanna aðeins hluti af skyldum Íslandspósts samkvæmt sáttinni. <br /> <br /> Kærandi kærði synjunina með erindi, dags. 13. febrúar 2019. Í kæru segir m.a. að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum þar sem beiðninni hafi verið synjað á þeim grundvelli að nefndin heyri ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Er farið fram á afhendingu gagnanna eða heimvísun málsins til Íslandspósts. Þá telur kærandi rök vera fyrir því að eftirlitsnefndin sé stjórnvald og falli sem slík undir upplýsingalög. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, var kæran kynnt Íslandspósti og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lyti að. Kæran var kynnt formanni eftirlitsnefndarinnar með bréfi, dags. 14. febrúar 2019. <br /> <br /> Í umsögn formanns eftirlitsnefndarinnar um kæruna, dags. 27. febrúar 2019, er ítrekað að eftirlitsnefndin sé ekki stjórnvald og því falli hún ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Vegna þessa hafi ekki verið tekin efnisleg afstaða til þess hvort eftirlitsnefndinni sé skylt að afhenda gögnin ef hún yrði talin falla undir upplýsingalög. Í fundargerðum nefndarinnar komi eftir atvikum fram umræður nefndarmanna um stöðu og rekstur Íslandspósts og önnur viðkvæm málefni sem rétt kunni að vera að leynt fari. Þeir hlutar fundargerðanna séu m.a. undanþegnir upplýsingaskyldu á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Auk þess kemur fram að ekki liggi fyrir endanlegt svar eftirlitsnefndarinnar við beiðni Íslandpósts um afstöðu eftirlitsnefndarinnar til sameiningar ePósts og Íslandspósts. Því sé ekki unnt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál það gagn. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts, beiðni Íslandspósts til nefndarinnar um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt og svar eftirlitsnefndarinnar við beiðninni. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að eftirlitsnefndin heyrði ekki undir upplýsingalög nr. 140/2012, enda væri hún hvorki stjórnvald né gæti hún talist hluti af starfsemi Íslandspósts. <br /> <br /> Eftirlitsnefnd með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts var sett á fót á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 frá 17. febrúar 2017. Í ákvörðuninni er ekki að finna ákvæði um framsal Samkeppniseftirlitsins á stjórnsýsluvaldi til nefndarinnar og eru því ekki forsendur til þess að líta á nefndina sem stjórnvald. Hins vegar þarf að taka afstöðu til þess hvort starfsemi eftirlitsnefndarinnar sé hluti af starfsemi Íslandspósts þannig að gögn sem verði til í starfsemi nefndarinnar falli undir lögin samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði segir að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þau taki þó ekki til lögaðila, sem sótt hafa um eða fengið opinbera skráningu hlutabréfa samkvæmt lögum um kauphallir og dótturfélaga þeirra. <br /> <br /> Í 3. tölul. I. kafla ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 kemur fram að Íslandspóstur hafi óskað eftir viðræðum um sátt við Samkeppniseftirlitið með það að markmiði að ljúka rannsókn og meðferð mála sem til meðferðar voru hjá Samkeppniseftirlitinu. Viðræðunum hafi lokið með sátt og grundvallist ákvörðunin á sáttinni. Þá eru tilgreind helstu ákvæði sáttarinnar sem varða skipulag samstæðunnar. Fram kemur m.a. að í henni sé kveðið á um stofnun sérstakrar eftirlitsnefndar sem fylgi sáttinni eftir, taki við kvörtunum og taki ákvarðanir í samræmi við fyrirmæli sáttarinnar. Sé nefndin hluti af skipulagi fyrirtækisins og skipuð af Íslandspósti. Þá er sett fram skýringarmynd um innra skipulag Íslandspósts þar sem eftirlitsnefndinni er skipaður staður til hliðar við stjórn Íslandspósts og lýtur hún því ekki boðvaldi stjórnar. Í 5. tölul. VII. kafla ákvörðunarinnar er fjallað nánar um eftirlitsnefndina en þar segir í þriðju málsgrein að þar sem um sé að ræða innra eftirlit hjá Íslandspósti sé eðlilegt að fyrirtækið eigi einn fulltrúa í nefndinni. <br /> <br /> Í ákvörðunarorði ákvörðunarinnar er efni sáttarinnar birt. Í 11. gr. sáttarinnar er fjallað sérstaklega um skipun eftirlitsnefndarinnar. Segir þar m.a. að Íslandspóstur skuli skipa eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttarinnar og skuli hún skipuð þremur mönnum en þar af skuli tveir vera óháðir Íslandspósti. Formaður nefndarinnar skuli vera óháður. Þá skuli fulltrúi Íslandspósts vera skipaður af stjórn félagsins og skuli hann að jafnaði vera framkvæmdastjóri hjá Íslandspósti eða í sambærilegri stöðu. Íslandspóstur tilnefni nefndarmenn en bera skuli tilnefningu tveggja óháðra nefndarmanna undir Samkeppniseftirlitið til samþykktar eða synjunar. Íslandspósti skuli vera heimilt, að fengnu samþykki stofnunarinnar, að afturkalla umboð hvers nefndarmanns enda séu málefnalegar ástæður fyrir því. <br /> <h3>2.</h3> Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 skal Íslandspóstur tryggja að starfrækt sé eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins. Er það markmið nefndarinnar að sinna innra eftirliti fyrirtækisins og tryggja að starfsemi þess sé í samræmi við ákvæði sáttarinnar. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017, kemur skýrlega fram að eftirlitsnefndin teljist vera hluti af skipulagi Íslandspósts og er hún hluti af fyrirtækinu samkvæmt skipuriti sem birt var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Er starfsemi nefndarinnar kostuð af Íslandspósti. Með vísan til þessa er óhjákvæmilegt annað en að líta svo á að eftirlitsnefndin sé hluti af lögaðilanum Íslandspósti. Af því leiðir að starfsemi nefndarinnar heyrir undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Er þá einnig til þess að líta að þrátt fyrir að nefndin lúti ekki boðvaldi stjórnar Íslandspósts hefur stjórnin úrræði á grundvelli ákvæða sáttarinnar til þess að bregðast við telji hún nefndina ekki sinna þeim skyldum sem á henni hvíla samkvæmt ákvæðum sáttarinnar, sbr. 11. gr. hennar, sem og þeim skyldum sem leiða af lögum, þ. á m. ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu er Íslandspósti því skylt að tryggja að tekin verði afstaða til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að fundargerðum eftirlitsnefndarinnar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts og beiðni Íslandspósts um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt. <br /> <br /> Fram kemur í umsögn eftirlitsnefndarinnar að svar nefndarinnar við beiðni Íslandspósts um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt sé ekki fyrirliggjandi. Verður því að vísa kærunni frá hvað varðar þann kærulið. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Íslandspósts ohf. um að synja beiðni A, blaðamanns, um annars vegar aðgang að fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts ohf. og hins vegar beiðni Íslandspósts ohf. um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt, er felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> Kæru A, vegna synjunar Íslandspóst ohf. á beiðni um aðgang að svari eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Íslandspóst ohf. og Samkeppniseftirlitsins við beiðni Íslandspósts ohf. um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

800/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um upplýsingar um álagningu stöðuleyfis- og fasteignagjalda á tiltekin stakstæð hús í sveitarfélaginu. Af gögnum málsins mátti sjá að fyrirspurn kæranda hafði verið svarað. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 800/2019 í máli ÚNU 19020005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. febrúar 2019, kærði A afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni hans um upplýsingar um það hvers vegna hvorki stöðuleyfis- né fasteignagjöld væru lögð á tiltekin stakstæð hús á lóð Lambhúskots í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Í kæru kemur fram að Grindavíkurbær hafi svarað fyrirspurnum kæranda en að svörin hafi verið ófullnægjandi. <br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir framangreindum upplýsingum 22. nóvember 2018. Vegna tafa á afgreiðslu beiðni kæranda leitaði hann til úrskurðarnefndar með erindi, dags. 21. desember 2018. Í umsögn Grindavíkurbæjar til nefndarinnar, dags. 14. janúar 2019, kom fram að fyrirspurn kæranda hafði verið svarað 10. desember 2018. Var mál kæranda í kjölfarið fellt niður hjá úrskurðarnefnd, á þeim grundvelli að umbeðnar upplýsingar hefðu verið afhentar kæranda. <br /> <br /> Í kæru er vísað til þess að svör Grindavíkurbæjar frá 14. janúar 2019 byggist á ósönnum fullyrðingum, fölsuðum tilvitnunum auk rökleysu og svörum sem séu fyrirspurn kæranda óviðkomandi. Kærandi ítrekar svo ósk sína um að Grindavíkurbær svari efnislega framangreindri fyrirspurn sinni frá 22. nóvember 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Kærða var veittur framlengdur frestur til 7. mars 2019 til þess að skila umsögn um kæruna. Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 4. mars 2019, kemur fram að öll gögn málsins sýni að fyrirspurn kæranda frá 22. nóvember 2018 hafi verið svarað á skýran hátt. Þá kemur fram að ákveðin atriði úr tölvupósti til kæranda, dags. 10. desember 2018, hafi verið leiðrétt með síðari tölvupósti, dags. 4. janúar 2019. Bent er á að ásakanir á hendur starfsfólki sveitarfélagsins heyri ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er hafnað að bæjarstjóri hafi falsað tilvitnun, enda hafi aðeins verið um að ræða orðalagsbreytingu á áður sendum tölvupósti.<br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi skilaði ekki athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni um upplýsingar varðandi stöðuleyfis- og fasteignagjöld, nánar tiltekið útskýringu á því hvers vegna slík gjöld hafi ekki verið lögð á stakstæð hús sem standa á lóð Lambhúsakots í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. <br /> <br /> Af gögnum málsins er ljóst að fyrirspurn kæranda var svarað af hálfu Grindavíkurbæjar 10. desember 2018. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í umsögn bæjarins frá 14. janúar 2019 sendi kærandi í framhaldi af því aðra fyrirspurn til bæjarins í tíu liðum, sem var svarað 4. janúar 2019.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Hvergi í gögnum málsins kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að upplýsingum eða gögnum. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort sveitarfélag standi með réttum hætti að álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Vísast í því sambandi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og eftir atvikum umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> Af þessu leiðir að ekki liggur fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 11. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

799/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um upplýsingar um tilfærslu listaverka í eigu bankans. Samkvæmt skýringum Seðlabankans lágu engin gögn fyrir í málinu og af þeirri ástæðu væri bankanum ómögulegt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 799/2019 í máli ÚNU 19020002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. febrúar 2019, kærði A synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um upplýsingar varðandi ákveðna tilfærslu listaverka í eigu bankans. <br /> <br /> Með beiðni, dags. 24. janúar 2019, óskaði kærandi eftir „aðgangi að og afriti af öllum gögnum og skjölum í vörslu Seðlabanka Íslands sem leiddu til þeirrar ákvörðunar að finna tilteknum listaverkum í eigu bankans annan stað, eftir því sem segir í fréttum í geymslu, þ. á m. málverkum eftir Gunnlaug Blöndal sem sýna naktar konur.“ Þá óskaði kærandi m.a. eftir gögnum og skjölum um hugsanlegar kvartanir, viðbrögð við þeim og ákvörðun eða niðurstöðu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 1. febrúar 2019, synjaði Seðlabankinn beiðni kæranda. Til stuðnings synjuninni var annars vegar vísað til þess að ákvörðunin hefði verið tekin með hliðsjón af jafnréttisáætlun bankans. Samkvæmt áætluninni skyldi bregðast við ábendingum starfsmanna og ekki væri gerð krafa um að ábendingarnar væru skriflegar eða samtöl vegna þeirra skráð. Hins vegar vísaði bankinn til þagnarskylduákvæðis 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sem meinaði bankanum að afhenda upplýsingar vegna málefna bankans og gerði honum ókleift að afhenda kæranda afrit af gögnum og skjölum sem vörðuðu ofangreinda ákvörðun bankans.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands vera almennt þagnarskylduákvæði, sem samkvæmt 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi dregur þá ályktun af orðalagi svarbréfs bankans varðandi þagnarskyldu, að gögn og skjöl sem málið varða séu fyrirliggjandi þrátt fyrir að í bréfinu komi einnig fram að fátt ef nokkuð hafi verið skráð um umrædda ákvörðun. Samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga beri bankanum skylda til þess að skrá málsatvik. Þá bendir kærandi á að ekki sé vísað til neins undanþáguákvæðis upplýsingalaga synjuninni til rökstuðnings og vekur hann athygli á því að skort hafi leiðbeiningar um kæruheimild í erindi bankans, sbr. 3. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og frestur veittur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem kæran lyti að. Frestur var veittur til 19. febrúar 2019 en var að beiðni Seðlabankans framlengdur til 1. mars. Í umsögn bankans, dags. 1. mars, var vísað til svars bankans við beiðni kæranda og ítrekað að óþarfi væri að fjalla efnislega um kæruna enda lægju hvorki fyrir formlegar kvartanir né formleg ákvörðun. Ákvörðunin um að fjarlægja tiltekin listaverk hefði verið tekin eftir óformlegar ábendingar starfsmanna og óformlegar umræður á vinnustaðnum. <br /> <br /> Þá var áréttað að þótt umrædd gögn lægju fyrir væru þau háð þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ákvæðið teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði, sem með gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 gæti, eitt og sér, komið í veg fyrir að almenningi yrði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Því til stuðnings var vísað til túlkunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ákvæðinu í úrskurðum í málum A-324/2009, A-423/3012 og úrskurða nr. 582/2015 og 774/2019 auk dóms Hæstaréttar nr. 329/2012, þar sem því var slegið föstu að 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans var einnig vikið að skráningarskyldu 27. gr. upplýsingalaga, sem vísað var til í kæru. Bankinn benti á að tilfærsla málverka gæti ekki talist ákvörðun um rétt eða skyldu manna en samkvæmt 27. gr. laganna bæri stjórnvöldum að skrá m.a. upplýsingar um málsatvik, ákvarðanir og helstu forsendur þeirra við meðferð mála þar sem taka ætti ákvörðun um rétt eða skyldu manna.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. mars, var því hafnað að það hefði verið skýrt af svarbréfi bankans frá 1. febrúar að umrædd gögn lægju ekki fyrir hjá bankanum. Hins vegar hefði ótvíræð fullyrðing þess efnis fyrst birst í umsögn bankans vegna kærunnar. Þá var umsögn bankans sögð byggjast á misskilningi á svarbréfi bankans en ekki sjálfstæðri rannsókn á mögulegri tilvist gagna sem vörðuðu málið. Kærandi dró niðurstöðu umsagnarinnar í efa, þ.e. að engum gögnum væri raunverulega til að dreifa í málinu. <br /> <br /> Í athugasemdum vék kærandi einnig að þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands og vísaði til þess að það þyrfti að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort um almenna eða sérstaka þagnarskyldu væri að ræða enda færi það eftir samhengi gagna og skjala í málinu. Að óséðu væri því ekki hægt að segja til um hvort umrædd gögn væru varin aðgangi vegna þagnarskyldu. Kærandi var ósammála því að tilfærsla listaverkanna gæti ekki talist snerta rétt eða skyldu manna, það ylti á aðstæðum og taldi hann útskýringar Seðlabankans á þeim ófullnægjandi.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. júní 2019, fór úrskurðarnefnd þess á leit við Seðlabanka Íslands að upplýst yrði um það hvort nokkur þeirra gagna sem kæran lyti að lægju fyrir hjá bankanum. Í svari bankans var vísað til þess að gögn eða skjöl sem kæran lyti að, t.d. kvartanir, viðbrögð eða ákvörðun í málinu, teldust almennt formleg í starfsemi bankans og yrðu skráð með ákveðnum hætti, lægju þau fyrir. Þá var áréttað að ekki væri til að dreifa eiginlegri kvörtun né skriflegri eða skráðri ákvörðun og að tilfærsla umræddra málverka hefði verið ein af mörgum ákvörðunum sem teknar eru dag hvern innan bankans innan gefins ramma í starfsemi hans, án þess að þær séu skráðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar er varða tilfærslu listaverka í eigu bankans. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru þegar beiðni um aðgang berst, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í skýringum Seðlabanka Íslands hefur komið fram að ákveðið hafi verið að fjarlægja tiltekin málverk eftir umræður og ábendingar starfsmanna, sem hafi hvorki verið skriflegar né skráðar sérstaklega. Af þeirri ástæðu hafnar bankinn því að nokkur gögn séu fyrirliggjandi um tilfærslu listaverkanna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og telur hann sér af þeirri ástæðu ómögulegt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær skýringar bankans. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki fyrir hendi og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 3. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

798/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um tilteknar upplýsingar um vöruflutninga um hafnir Íslands og um eftirlit stofnunarinnar með skráningu slíkra upplýsinga. Vegagerðin kvaðst hafa afhent kæranda allar fyrirliggjandi upplýsingar. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði því málinu frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 798/2019 í máli ÚNU 18110013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. nóvember 2018, kærði A afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni m.a. um tilteknar upplýsingar um lestað og losað magn gáma í höfnum Íslands.<br /> <br /> Í tölvupósti til Vegagerðarinnar, dags. 15. október 2018, lagði kærandi fram gagnabeiðni í fjórum liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um lestað og losað magn í höfnum Íslands frá 2005-2017. Kærandi óskaði í öðru lagi eftir upplýsingum um það eftirlit sem Vegagerðin hefði með höfnum, bæði um nákvæmni upplýsinga samkvæmt 9. gr. laga um hafnir, nr. 61/2003, og að upplýsingar væru veittar tímanlega. Í þriðja lagi krafðist kærandi þess að Vegagerðin aflaði og veitti upplýsingar um vörur til stóriðju og vörur frá stóriðju frá þeim höfnum sem þjónustuðu stóriðju, og greindi frá þeim á vef sínum og í ársskýrslum. Í fjórða og síðasta lagi krafðist kærandi þess að Vegagerðin aflaði og veitti upplýsingar frá höfnum þar sem gámar væru fluttir um, um magn gáma um hverja höfn, og greindi frá því hvort gámur hefði verið tómur eða fullur þegar viðkomandi hreyfing átti sér stað. <br /> <br /> Kæranda barst svar frá Vegagerðinni, dags. 29. október 2018, með upplýsingum um flutninga um hafnir, útskýringum og töflu með tölulegum upplýsingum. Í kæru til úrskurðarnefndar segir kærandi að svar Vegagerðarinnar og þær upplýsingar sem fylgdu svarinu hafi verið ófullnægjandi. Svar við fyrsta lið beiðni kæranda hafi ýmist innihaldið rangar upplýsingar eða þær vantað. Hvað fjórða lið beiðninnar varðaði tók kærandi fram að þær upplýsingar sem honum hefðu borist og féllu undir þann lið hefðu verið ófullnægjandi. Loks umorðaði kærandi annan lið beiðninnar lítillega.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, var kæran kynnt Vegagerðinni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 30. nóvember 2018, er vísað til þess að kæranda hafi þegar verið svarað og honum afhentar efnislega allar þær upplýsingar sem hann hafi óskað eftir. Vegagerðin leggi þann skilning í kæruna að hún snúi að tveimur þáttum, sem falli undir liði 2 og 4 í upplýsingabeiðni kæranda. Annars vegar snúi hún að upplýsingum um fyrirmæli Vegagerðarinnar til hafna um upplýsingagjöf og tímanleg skil þeirra til stofnunarinnar, og það eftirlit sem stofnunin hafi gagnvart höfnum um nákvæmni upplýsinga. Hins vegar snúi hún að því að Vegagerðin afli og veiti upplýsingar frá höfnum þar sem gámar séu fluttir um, um magn gáma um höfn, og að þar sé greint frá því hvort gámur hafi verið tómur eða fullur þegar viðkomandi hreyfing átti sér stað. <br /> <br /> Varðandi fyrra atriðið kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar að samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003, sé höfnum sem njóti ríkisstyrkja skylt að senda endurskoðaða ársreikninga árlega til Vegagerðarinnar sem og aðrar upplýsingar sem stofnunin kunni að óska eftir og snerti rekstur hafnarinnar. Vegagerðin óski árlega eftir upplýsingum frá öllum hafnarsjóðum og sendi út sérstakt eyðublað sem farið sé fram á að hafnarsjóðir skili útfylltu. Þá kemur fram að ekki sé gefinn ákveðinn frestur til svara, stofnunin yfirfari upplýsingarnar eftir því sem henni sé frekast unnt en bent er á að upplýsingarnar séu byggðar á bókhaldi hlutaðeigandi hafna sem Vegagerðin hafi ekki aðgang að. Þá vísar stofnunin til þess að hún hafi ekki sérstakar heimildir til að bregðast við berist upplýsingar ekki frá einstökum höfnum. <br /> <br /> Varðandi síðara atriðið kemur fram að stofnunin kalli eftir upplýsingum frá höfnum um magn gáma og upplýsingar um það hvort þeir hafi verið tómir eða ekki, og vísar stofnunin til eyðublaðs sem innheimt er í því samhengi. Misjafnt sé hvort hafnir skili þeim upplýsingum með fullnægjandi hætti en Vegagerðin gangi á eftir því að þeim sé skilað eins og kostur er. Vegagerðin vísar til þess að hún hafi þegar afhent kæranda allar upplýsingar, sem fyrirliggjandi séu um þessi atriði hjá stofnuninni. Það hvort upplýsingarnar séu fullnægjandi eða hvernig stofnunin bregðist við þegar hafnarsjóðir sendi stofnuninni ekki upplýsingar séu álitamál sem falli ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. nóvember 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. desember 2018, gerir hann þá kröfu að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Vegagerðin safni fullnægjandi upplýsingum um vöruflutninga um hafnir og fari yfir upplýsingarnar sem henni berist, til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu eins réttar og kostur er. Kærandi lýsir því að upplýsingar þær sem Vegagerðin hafi veitt séu ófullkomnar og sumar jafnvel rangar. Kærandi fjallar um ósamræmi í skráningu á lestuðu og losuðu magni í höfnum sem flokkað er eftir vörutegundum. Hann vísar til þess að umræddar upplýsingar séu grundvöllur hafna á innheimtu vörugjalda og séu því allar líkur á að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi og ekkert því til fyrirstöðu að Vegagerðin afli þeirra upplýsinga á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni um upplýsingar um vöruflutninga í gegnum hafnir á Íslandi. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda en stjórnvöldum er hins vegar ekki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur stofnunin þegar afhent kæranda þær upplýsingar og gögn sem fyrirliggjandi eru hjá stofnuninni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga og fallið geta undir gagnabeiðni hans. Úrskurðarnefnd hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Vegagerðarinnar. Samkvæmt því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Kærandi gerir þá kröfu að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Vegagerðin safni fullnægjandi upplýsingum um vöruflutninga um hafnir og fari yfir upplýsingarnar sem henni berist, til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu eins réttar og kostur er. Það fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að úrskurða um slíkt og verður því ekki tekin afstaða til þeirrar kröfu. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinni að öðru leyti lögbundnum skyldum sínum. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, í þessu tilfelli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, og eftir atvikum umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 7. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Friðgeir Björnsson

797/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. á beiðni um aðgang að lögfræðiáliti. Synjunin byggðist á því að um vinnugagn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að álitið gæti fallið undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sem heimilar takmörkun aðgangs að bréfaskriftum stjórnvalda við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt máli skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði ofangreindra undanþága frá upplýsingarétti almennings ekki uppfyllt og var Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita því gert að veita aðgang að lögfræðiálitinu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 797/2019 í máli ÚNU 18090014.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. september 2018, kærði A synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. á beiðni um aðgang að gögnum. Þann 10. september 2018 óskaði kærandi eftir því að fá sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita vegna gistileyfa. Erindinu var svarað samdægurs og var kæranda synjað um aðgang að skjalinu á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Í kæru kemur m.a. fram að kærandi óski eftir álitinu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita með bréfi, dags. 1. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita kemur fram að lögfræðiálitið hafi verið útbúið af lögmanni byggðasamlagsins. Álitið varði réttaráhrif breytingarreglugerða nr. 649/2019 og 686/2018 á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Kærandi hafi sótt um rekstrarleyfi fyrir gististað á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með síðari breytingum. Samkvæmt lögum sé Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita falið að veita umsögn um fyrirhugaða leyfisveitingu en leyfisveitandi er sýslumaður. Í umsögninni eigi m.a. að fjalla um hvort starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. <br /> <br /> Í umsögninni er synjun Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita rökstudd þannig að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og að takmarkanir 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um lögfræðiálitið. Aðallega er byggt á því að um sé að ræða vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Gagnið hafi verið útbúið af lögmanni Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita til eigin afnota og til undirbúnings vegna umsagna sem veittar eru á grundvelli laga nr. 85/2008. Skjalið hafi ekki verið sent öðrum. Í lögfræðiálitinu komi ekki fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls og ekki sé þar að finna lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á því sviði sem um ræðir. Auk þess er byggt á því að samkvæmt efni lögfræðiálitsins kunni það að falla undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda liggi fyrir að ef dómsmál yrði höfðað vegna synjunar á rekstrarleyfi kunni álitið að vera lagt til grundvallar afstöðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita. <br /> <br /> Umsögn Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu reynir á rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiáliti sem lögmaður vann fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. um réttaráhrif breytingarreglugerða nr. 649/2019 og 686/2018 á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Kærandi krefst aðgangs að lögfræðiálitinu á grundvelli ákvæðis 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. <br /> <br /> Synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita er í fyrsta lagi byggð á því að heimilt sé að undanþiggja lögfræðiálitið upplýsingarétti almennings með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það falli undir það að teljast vinnugagn, sbr. 8. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. málslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Af skilyrðinu um að gagn þurfi í reynd að vera undirbúningsgagn leiðir að lokaútgáfa skjals getur ekki talist vera vinnugagn í skilningi laganna. Þá kemur fram í athugasemdunum að gagn sé ekki vinnugagn ef það var útbúið af utanaðkomandi sérfræðingum. Álitsgerðin sem unnin var fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita geymir endanlega útgáfu á úttekt lögmanns sem starfaði fyrir byggðasamlagið sem utanaðkomandi sérfræðingur en ekki sem starfsmaður byggðasamlagsins. Þar af leiðandi er lögfræðiálitið ekki vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga sem heimilt er að undanþiggja frá upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Í öðru lagi telur Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita heimilt að undanþiggja lögfræðiálitið upplýsingarétti almennings með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgang almennings að bréfaskiptum við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt máli skuli höfðað. <br /> <br /> Í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 120/2012 stendur orðrétt: <br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið minnisblað frá 8. ágúst 2018 um réttaráhrif reglugerða nr. 649/2018 og 686/2018 um breytingar á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Efni þess lýtur að því hvort tilteknar reglugerðarbreytingar hafi þau réttaráhrif að heimilt sé að veita rekstrarleyfi í flokki II fyrir sumarhús í skipulögðum frístundabyggðum, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007. Lögfræðiálitið geymir ekki mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá er ekki um að ræða könnun á réttarstöðu stjórnvalds vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun. Eins og fram kemur í umsögn Umhverfis og tæknisviði Uppsveita er byggðasamlaginu falið að veita umsögn um fyrirhugaða leyfisveitingu þar sem m.a. er fjallað um hvort starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. Af efni álitsgerðarinnar má ráða að hennar hafi verið aflað í því skyni að kanna hvort tilteknar reglugerðarbreytingar hafi áhrif á meðferð slíkra stjórnsýslumála hjá byggðasamlaginu. Með vísan til framangreinds og í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að Umhverfis og tæknisviði Uppsveita hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að álitsgerðinni með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem aðrar undanþágur frá upplýsingarétti almennings standa afhendingu gagnsins ekki í vegi er byggðasamlaginu skylt að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Umhverfis og tæknisviði Uppsveita bs. ber að veita kæranda, A, aðgang að minnisblaði frá 8. ágúst 2018 um réttaráhrif reglugerða nr. 649/2018 og 686/2018 um breytingar á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

796/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um ýmis gögn er vörðuðu offitumeðferðir á Reykjalundi. Fram kom að SÍ hefði afhent kæranda ákveðin gögn í málinu en að engin önnur gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda væru í vörslum stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði málinu því frá.

<h1> Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 796/2019 í máli ÚNU 18090004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. september 2018, kærði A afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands („SÍ“) á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi með tölvupósti, dags. 12. ágúst 2018, óskað eftir aðgangi að upplýsingum í átta tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Óskað var eftir nýjasta þjónustusamningi milli SÍ og Reykjalundar/SÍBS.<br /> 2. Kæmi það ekki fram í samningnum var óskað eftir upplýsingum um hlutfall og krónutölu af heildarupphæð þjónustusamningsins sem færi til reksturs offituteymis Reykjalundar.<br /> 3. Kæmi það ekki fram í samningnum var óskað eftir upplýsingum um það á hvaða lagaheimild hefði verið byggt við gerð þjónustusamningsins.<br /> 4. Óskað var eftir gögnum sem lögð voru til grundvallar því að aðferðir, meðferð og eftirfylgni offituteymis Reykjalundar/SÍBS byggðu á gagnreyndum aðgerðum, svo sem skylt væri, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 112/2008.<br /> 5. Óskað var eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða sérfræðingar hefðu verið SÍ til ráðgjafar varðandi mat á því hvort aðferðir offituteymis Reykjalundar/SÍBS teldust gagnreyndar, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 112/2008. <br /> 6. Óskað var eftir skýrslum, úttektum, minnisblöðum eða öðrum gögnum sem sneru að árangursmati offitumeðferðar á Reykjalundi/SÍBS, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 112/2008.<br /> 7. Óskað var eftir upplýsingum um það hvort SÍ hefði nýtt heimild 4. mgr. 45. gr. laga nr. 112/2008, og ef svo væri hversu marga skjólstæðinga eða sjúklinga af offitusviði Reykjalundar/SÍBS hefði verið haft samband við til að sinna eftirlitshlutverki SÍ.<br /> 8. Óskað var eftir upplýsingum um það hver eða hverjir hefðu tekið ákvörðun upphaflega um að offitumeðferð á Reykjalundi skyldi vera undanfari eða skilyrði fyrir því að komast í skurðaðgerð (magahjáveitu eða magaermi) á Landspítala.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 14. ágúst 2018, kemur fram að kæranda sé veittur aðgangur að samningi á milli SÍ og Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS, dags. 25. október 2012. Varðandi gagnreyndar aðferðir er tekið fram að Reykjalundur hafi sinnt offitumeðferð í tæp 20 ár en SÍ hafi tekið við samningagerð við Reykjalund af heilbrigðisráðuneytinu árið 2009. Sú ákvörðun að viðurkenna meðferðina hafi því verið tekin af heilbrigðisyfirvöldum áður en lög um sjúkratryggingar tóku gildi. Í ákvörðuninni er því næst fjallað almennt um meðferðina á Reykjalundi og eftirlit SÍ með henni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji SÍ hafa nánast engu svarað sem lúti að beiðni hans. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga eða rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Engu hafi verið sinnt um að benda á leiðir til að kæra ákvörðunina, fá hana endurskoðaða eða annað sem skylt sé að lögum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. september 2018, var SÍ kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lyti að.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst umsögn SÍ með bréfi, dags. 21. september 2018. Þar kemur fram að kæranda hafi verið veittur aðgangur að samningi milli SÍ og Reykjalundar, endurhæfingarstöðvar SÍBS, dags. 25. október 2012, ásamt samkomulagi um breytingu á honum og samkomulögum um framlengingar hans. Önnur gögn varðandi fyrirspurn kæranda liggi ekki fyrir hjá SÍ og honum hafi verið bent á hvert hann geti snúið sér varðandi frekari upplýsingar.<br /> <br /> Umsögn SÍ var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. október 2018, kemur meðal annars fram að hin kærða ákvörðun hafi ekki uppfyllt kröfur laga um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og ekki hafi verið svarað nema að litlum hluta því sem um var beðið. Sama eigi við um síðari viðbrögð SÍ. Kærandi rekur því næst einstaka liði fyrirspurnar sinnar. Ekki hafi verið brugðist með fullnægjandi hætti við liðum 2, 4, 5, 6 og 8 og SÍ hafði brugðist skyldu sinni til að framsenda fyrirspurnir til réttra aðila innan stjórnsýslunnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um meðferð SÍ á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af hálfu SÍ hefur komið fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samning milli stofnunarinnar við Reykjalund, dags. 25. október 2012, ásamt samkomulögum um breytingu og framlengingar hans. Ekki séu önnur gögn í vörslum SÍ sem falli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að véfengja þá fullyrðingu SÍ að ekki séu önnur fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða beiðni kæranda en hann hefur fengið aðgang að. Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá SÍ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> Af hálfu kæranda hefur komið fram að SÍ hafi ekki framsent beiðni hans til viðeigandi aðila, svo sem skylt sé, en fyrir nefndinni hefur komið fram af hálfu SÍ að kæranda hafi verið leiðbeint um það hvar hann geti nálgast umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin tekur fram að stjórnvöldum ber almennt að framsenda erindi, sem ekki snerta starfssvið þeirra, á réttan stað svo fljótt sem unnt er á grundvelli leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Í stjórnsýslurétti er almennt gengið út frá því að það sé ekki sjálfgefið að ákvörðun teljist ógild, enda þótt málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar. Til þess að svo sé verður brotið að fela í sér annmarka á meðferð málsins og annmarkinn verður enn fremur að teljast verulegur. Eins og málið liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er það mat nefndarinnar að sá annmarki á hinni kærðu ákvörðun, að framsenda beiðni kæranda ekki til aðila sem kunna að geyma upplýsingar sem beiðnin lýtur að, teljist ekki nægilega verulegur til að hann leiði til ógildingar hennar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 3. september 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

795/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019

Kærð var synjun Landspítala-Háskólasjúkrahúss á beiðni um upplýsingar um framkvæmd magahjáveitu- og magaermisaðgerða á tilteknu tímabili. LSH kvað ekkert fyrirliggjandi gagn svara öllum þeim atriðum sem fyrirspurnin sneri að heldur þyrfti að sækja upplýsingarnar sérstaklega í sjúkraskrár sem væri óheimilt samkvæmt lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 795/2019 í máli ÚNU 18080003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. ágúst 2018, kærði A ákvörðun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH), dags. 17. júlí 2018, um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn lækna sem framkvæmdu magahjáveitu- og magaermisaðgerðir á árunum 2006 til 2016, sundurliðað eftir árum, ráðningarsamband þeirra við LSH auk fastra launakjara sundurliðaðra á sama hátt eftir árum.<br /> <br /> Ákvörðun LSH var tekin í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, þar sem beiðni kæranda var vísað til nýrrar meðferðar hjá spítalanum. Í síðari ákvörðun LSH kemur í fyrsta lagi fram að ekkert eitt skjal eða gagn hafi verið til hjá spítalanum sem veitt hafi getað svar við öllum þáttum fyrirspurnar kæranda við meðferð beiðni hans. Ekkert fyrirliggjandi gagn sé hjá spítalanum sem svari öllum þeim atriðum sem nú séu til umfjöllunar. Því næst er vikið að því hvort unnt sé að svara einstökum þáttum fyrirspurnarinnar, þ.e. nöfn þeirra lækna sem framkvæmdu umræddar aðgerðir, ráðningarsamband þeirra við LSH, starfssvið og föst launakjör.<br /> <br /> Varðandi starfssviðið tekur LSH fram að til að framkvæma aðgerðir af þessu tagi þurfi sérmenntun á sviði skurðlækninga, einkum á sviði kviðarhols og meltingarfæra. Aðgerðir af þessu tagi væru framkvæmdar á aðgerðarsviði, nánar tiltekið á kviðarhols- og þvagfæradeild og starfssvið læknanna væri kviðarholsskurðlækningar. Um nöfn viðkomandi lækna tekur LSH fram að upplýsingar séu fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga, sem vistaðar séu í sérstökum gagnaskrám á tölvutæku formi. Unnt hafi verið að veita tölfræðilegar upplýsingar úr þessum tölvukerfum, þó að LSH hafi þurft að vinna þær sérstaklega til að koma þeim á form sem afhenda mætti kæranda. Öðru máli gegni hins vegar um kröfu kæranda um að upplýst verði um það hvaða læknar framkvæmdu aðgerðirnar og hvert ráðningarsamband hafi verið við LSH. Um sjúkraskrár ríki sérstök trúnaðarskylda og aðgangur að þeim sé varinn með sérstökum lögum nr. 55/2009. Til að staðreyna hvaða læknar framkvæmdu hverja aðgerð fyrir sig þurfi að fara inn í sjúkraskrá hvers sjúklings og kanna skráningu á aðgerð viðkomandi. Sú vinna sé tímafrek og LSH sé auk þess með öllu óheimill aðgangur að sjúkraskrám einstakra sjúklinga í þessum tilgangi. Þá bendir LSH sérstaklega á að samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 nái upplýsingaréttur almennings almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggi hjá stjórnvöldum. Á LSH liggi fyrir gögn um ráðningarsamband og launakjör einstakra starfsmanna greind eftir nöfnum viðkomandi starfsmanns.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun er vikið að efni 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., upplýsingalaga og færð fyrir því rök að jafnvel þó ekki liggi fyrir gögn um nöfn lækna sem framkvæmdu tilteknar aðgerðir, ráðningarsamband þeirra við spítalann og launakjör, væru slík gögn undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt ákvæðinu. Kæranda var hins vegar bent á að takmarka mætti beiðni við skurðlækna á kviðarhols- og þvagfæradeild spítalans.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji augljóst að í upphafi málsins hafi verið ákveðið að synja honum um umbeðnar upplýsingar og svo reynt með öllum ráðum að verja þá ákvörðun. Slíkt sé í andstöðu við eðlilega afgreiðslu þar sem stjórnvaldi beri að taka afstöðu til fyrirliggjandi gagna, hagsmuna og laga. Kærandi mótmælir þeirri staðhæfingu LSH að leyfi vísindasiðanefndar þurfi til að fletta megi í sjúkraskrám til að finna nöfn lækna sem hafa framkvæmt skurðaðgerðir. Samantekt nafna úr sjúkraskrám geti ekki talist vera vísindarannsókn. Þá segir kærandi það ekki rétt að fara þurfi inn í hverja einustu sjúkraskrá til að finna nöfnin. Forritin Saga og Askja geri það að verkum að hægt sé fyrirhafnarlaust að finna lækna sem gert hafi ákveðnar aðgerðir á ákveðnum tímum.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé gerð sú krafa að allt sem fyrirspurn lúti að skuli rúmast í einu gagni. Gögnin séu til og liggi fyrir, ekki þurfi að útbúa ný gögn heldur aðeins safna saman upplýsingum sem þegar séu til í fyrirliggjandi gögnum. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi til minnisblaðs forsætisráðuneytisins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 5. febrúar 2014, þar sem fjallað sé um 7. gr. upplýsingalaga og túlkun ákvæðisins. Þá bendir kærandi á grein um árangur magahjáveituaðgerða í Læknablaðinu, þar sem fram komi að klínískum upplýsingum um sjúklinga hafi verið safnað í gagnagrunn offituaðgerða sem sé hluti af sjúkraskrárkerfi LSH. Þá hafi upplýsinga verið aflað úr sjúkraskrám allra sem gengust undir aðgerðina á tilteknu tímabili.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, var LSH kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn LSH, dags. 31. ágúst 2018, er í upphafi vísað til þeirra röksemda sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun. Hins vegar telur LSH nauðsynlegt að leiðrétta staðhæfingar kæranda í kæru. LSH hafnar kenningum kæranda um ástæður þess að spítalinn synjaði beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Hvað varðar tilvísanir kæranda til greinar lækna í Læknablaðinu bendir LSH á að í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 komi fram að allur aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt lögum um sjúkraskrár eða öðrum lögum. Um aðgang að sjúkraskrám til vísindarannsókna fari hins vegar eftir lögum nr. 44/2014, þar sem gerður sé greinarmunur á gagnarannsóknum og rannsóknum á mönnum. Þá sé gerður greinarmunur á vísindasiðanefnd og siðanefndum heilbrigðisrannsókna, en þær síðarnefndu starfi innan heilbrigðisstofnana. LSH telur að hugtakið rannsókn beri að túlka rúmt, þannig að það taki til hvers konar könnunar, skoðunar eða annarrar öflunar upplýsinga án tillits til þess í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Meginmáli skipti hvaðan upplýsinga sé aflað. Til að nálgast umbeðnar upplýsingar þurfi að safna þeim saman úr sjúkraskrám þeirra einstaklinga sem gengust undir aðgerðirnar og í ljósi ákvæða laga nr. 55/2009 verði það ekki gert nema til þess liggi sérstök heimild.<br /> <br /> LSH tekur fram að engu máli skipti þótt spítalinn hafi yfir að ráða sérútbúnum tölvukerfum, svo sem Sögu og Öskju, enda geri kærandi ekki greinarmun á getu LSH til að nálgast umbeðnar upplýsingar annars vegar og heimildum til að nálgast þær hins vegar. Þá sé réttur almennings til aðgangs að gagnaskrám utan við rétt almennings til upplýsinga samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. september 2018, var umsögn LSH kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum um kæruna í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. september 2018, kemur fram að kærandi fái ekki séð að umsögnin bæti nokkru við það sem áður hafi komið frá LSH. Kærandi mótmælir túlkun LSH á hugtakinu starfssamband í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vísi til réttar og skyldna starfsmanna sem seldir séu undir stjórnsýsluvald, sbr. athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 748/2018.<br /> <br /> Kærandi andmælir fullyrðingu LSH að leyfi vísindasiðanefndar þurfi til að fara megi í sjúkraskrár og finna nöfn lækna. Kærandi kveðst hafa sent nefndinni fyrirspurn sem hafi staðfest að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá bendir kærandi á að upplýsingar um aðgerðalækna hljóti að liggja fyrir í öðrum gögnum en sjúkraskrám, t.d. í launabókhaldi og víðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn lækna sem framkvæmdu magahjáveitu- og magaermisaðgerðir á árunum 2006 til 2016, sundurliðað eftir árum, ráðningarsamband þeirra við LSH auk fastra launakjara sundurliðaðra á sama hátt eftir árum. Hin kærða ákvörðun um synjun beiðni kæranda er byggð á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem safna þurfi þeim saman úr sjúkraskrám sjúklinga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess sé óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Þá kemur einnig fram að hafi sá, sem beiðni um upplýsingar er beint til, ekki fengið viðkomandi gagn afhent við meðferð máls en einvörðungu haft aðgang að upplýsingum úr því í gagnagrunni sem ekki tilheyrir honum sjálfum þá teljist gagn að jafnaði ekki fyrirliggjandi í þessu sambandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram að í gildistíð eldri upplýsingalaga var fjallað um afhendingu upplýsinga úr gagnagrunnum og skrám, m.a. í máli nr. A-447/2012. Í því máli var ekki talið skylt að afhenda gögn úr gagnagrunni, m.a. þar sem umbeðnar upplýsingar tilheyrðu ekki tilteknu máli í skilningi þágildandi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í eldri upplýsingalögum var ekki að finna þá reglu sem 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur að geyma. Svo stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda upplýsingar úr gagnagrunnum eða skrám þurfa þær upplýsingar nú aðeins að vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hvort sem þær tilheyra tilteknu máli eða ekki. Því er ekki unnt að fallast á það með LSH að það komi sjálfkrafa í veg fyrir upplýsingarétt kæranda að umbeðnar upplýsingar sé að finna í gagnagrunni, eins og fram kemur í umsögn spítalans.<br /> <br /> Eins og málið liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir ljóst, að þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir aðgangi að, er að finna í sjúkraskrám sem LSH varðveitir á grundvelli laga um sjúkraskrár nr. 55/2009, sbr. einnig ákvæði laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu LSH að upplýsingarnar sé ekki að finna í öðrum gögnum í vörslum spítalans. LSH telur sér hins vegar óskylt að safna saman upplýsingum um lækna sem framkvæmt hafa tilteknar aðgerðir úr sjúkraskrám á grundvelli ákvæða upplýsingalaga og raunar óheimilt samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2009 og laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014.<br /> <br /> Eins og beiðni kæranda er sett fram, og þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðnar upplýsingar eru varðveittar í vörslum LSH, lýtur beiðnin að því að upplýsingum verði safnað saman úr mörgum fyrirliggjandi gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að í upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum felist ekki réttur til að útbúin verði ný gögn eða upplýsingar teknar saman úr fyrirliggjandi gögnum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 698/2017 og 748/2018. Ekki skiptir máli í þessu sambandi þótt spítalinn geti búið til yfirlit um umbeðnar upplýsingar með sérstökum forritum en úrskurðarnefndin tekur fram að spítalanum kann að vera heimilt að afgreiða beiðni kæranda með því að búa slíkt yfirlit til, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá LSH í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Að fenginni þessari niðurstöðu telur nefndin óþarft að taka afstöðu til þess hvort ákvæði laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 eða annarra laga takmarki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 10. ágúst 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

794/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var töf mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni kæranda um rökstuðning og gögn vegna ráðningar í starf þjóðskjalavarðar. Kærandi var meðal umsækjenda um embættið og því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Þar sem um aðgang kæranda að upplýsingum um málið færi eftir stjórnsýslulögum, og félli þar af leiðandi utan gildissviðs upplýsingalaga, var kærunni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 794/2019 í máli ÚNU 19050020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. maí 2019, kærði A töf mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni kæranda um rökstuðning og gögn vegna ráðningar í starf þjóðskjalavarðar.<br /> <br /> Með erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 14. mars 2019, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir ráðningu í starf þjóðskjalavarðar. Jafnframt var óskað eftir afritum gagna hjá ráðuneytinu um ráðningarferlið auk annarra tiltekinna upplýsinga um ráðninguna. Kærandi ítrekaði erindið nokkrum sinnum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Fyrir liggur í máli þessu að kærandi var meðal umsækjenda um stöðu embættis þjóðskjalavarðar. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast því stjórnsýslumáli fer þar af leiðandi skv. 15.-19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af því leiðir enn fremur að þegar um gagnabeiðni fer samkvæmt stjórnsýslulögum verður óhæfilegur dráttur á afgreiðslu máls, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, ekki kærður til úrskurðarnefndar. Kæra þessi fellur því utan gildissviðs upplýsingalaga og er óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A vegna tafa mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni um gögn vegna umsóknar um starf þjóðskjalavarðar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

793/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var synjun Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið líftryggingarbætur eftir mann sem lést árið 1900. Kæran barst rúmlega fimm mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 793/2019 í máli ÚNU 19050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A synjun Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni hans um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir framangreindum gögnum með bréfi, dags. 16. október 2018. Áður hafði þjóðskjalavörður tjáð kæranda að gögnin lægju ekki fyrir hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Starfsmaður hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum hafði svo upplýst kæranda um að gögnin væru fyrirliggjandi hjá embættinu í geymslu í kjallara húss á Patreksfirði.<br /> <br /> Með svari Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 30. október 2018, var beiðni kæranda synjað. Í fyrsta lagi var vísað til 5. gr. reglugerðar um dánarskrár, gerðabækur og málaskrár nr. 136/1992, þar sem fram kemur að upplýsingar verði ekki veittar úr dánarskrá og eftirrit ekki látin af hendi af gögnum, sem sýslumaður hafi tekið við eða gert vegna dánarbús, nema sá sem leiti eftir slíku hafi lögvarinna hagsmuna að gæta að mati sýslumanns. Í öðru lagi var vísað til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um að lögin gildi ekki um skipti á dánarbúum. Einnig var tekið fram að óvíst væri hvort þau gögn sem kærandi bæði um væru í vörslum embættisins þar sem engin heildstæð skrá væri til yfir eldri gögn sem færð voru í skjalageymslur embættisins í tíð þáverandi embættis sýslumannsins á Patreksfirði.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem sýna fram á hver fékk greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Meira en 30 ár eru frá því að gögnin urðu til. Fer því um aðgang að þeim eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 46. gr. laganna er mælt fyrir um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í 2. mgr. segir að um meðferð slíkra kærumála gildi ákvæði V. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 30. október 2018 en kæra barst úrskurðarnefnd 16. maí 2019. Hún barst því rúmlega fimm mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Sýslumannsins á Vestfjörðum til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 46. gr. laga um opinber skjalasöfn, né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Í þessu sambandi athugast að almennur kærufrestur fyrir stjórnsýslukærur er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, en kæran barst rúmum þremur mánuðum eftir það tímamark. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti óskað eftir þessum upplýsingum aftur við Sýslumanninn á Vestfjörðum og kært þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan lögbundins 30 daga kærufrests. Verður samkvæmt þessu ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 10. maí 2019, á hendur Sýslumanninum á Vestfjörðum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp;Friðgeir Björnsson

792/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Blaðamaður kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu rannsókn bankans á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Úrskurðarnefndin fór yfir umbeðin gögn og taldi hafið yfir vafa að þau hefðu að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans og væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin staðfesti því synjun Seðlabanka Íslands.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 792/2019 í máli ÚNU 19030002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. mars 2019, kærði A, blaðamaður […], ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 11. febrúar 2019, var óskað eftir aðgangi að gögnum um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Nánar tiltekið var óskað eftir öllum fylgigögnum, tölvupóstum og öðrum skjölum sem fylgdu kæru Seðlabanka Íslands til embættis sérstaks saksóknara þann 10. apríl 2013, sem notuð voru til að undirbyggja og útskýra það mat bankans að embætti sérstaks saksóknara þyrfti að rannsaka viðskipti útgerðarinnar. Þá var einnig óskað eftir gögnum sem fylgdu kæru bankans til embættis sérstaks saksóknara þegar málið var endursent til ákæruvaldsins.<br /> <br /> Í ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2019, var vísað til þess að rík þagnarskylda hvíldi á starfsmönnum bankans samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. einnig 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992. Upplýsingarnar væru þess eðlis að þær vörðuðu málefni bankans og teldust því ekki opinberar upplýsingar. Var beiðni kæranda því hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að umbeðin gögn eigi brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða viðskipti stærsta útgerðarfélags Íslands, næst stærsta beina kvótahafa og stærsta óbeina kvótahafa í gegnum hlutdeildarfélög. Seðlabankanum beri skylda til að afhenda fjölmiðlum gögnin svo hægt sé að greina almenningi frá þeim viðskiptaháttum Samherja sem lágu að baki rannsókn á fyrirtækinu. Hagsmunir almennings af því að fá fram öll gögn málsins séu mikilvægari en túlkun Seðlabanka Íslands á þagnarskylduákvæði í lögum um bankann. Líta megi á opinberun gagnanna sem ígildi þess að sannleiksnefnd yrði skipuð þar sem markmiðið væri í báðum tilfellum að opinbera sannleikann um mikilvægt mál. Þá bendir kærandi á að seðlabankastjóri hafi sjálfur sagt að hann væri ekki mótfallinn því að umbeðin gögn verði gerð opinber.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. mars 2019, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans, dags. 3. apríl 2019, er í upphafi fjallað um þagnarskylduákvæði laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Samkvæmt 15. gr. fyrrnefndu laganna séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá hvíli rík þagnarskylda á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001.<br /> <br /> Seðlabankinn byggir á því að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016 varðandi 15. gr. gjaldeyrislaga og úrskurði nr. A-324/2009, A-423/2012, 582/2015 og 774/2019 varðandi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, sbr. einnig dóm Hæstaréttar Íslands í Hrd. 3. júní 2014 (329/2014). Umbeðnar upplýsingar teljist til upplýsinga um hagi viðskiptamanna bankans og falli því undir þagnarskylduna samkvæmt orðanna hljóðan. Þá bendir bankinn á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Þá segi einnig í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu felist takmörkun á upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hafnar alfarið röksemdum kæranda sem lúta að því að hagsmunir almennings og opinberun sannleikans í málinu leiði til þess að veita beri aðgang að umbeðnum gögnum. Brot gegn þagnarskylduákvæðum gjaldeyrislaga og laga um Seðlabanka Íslands geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi og því ljóst að stíga þurfi varlega til jarðar þegar óskað sé eftir aðgangi að upplýsingum sem teljast til trúnaðargagna. Þegar mat bankans sé á þá leið að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu sé honum hreinlega skylt að synja beiðni um aðgang að þeim. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. apríl 2019, var umsögn Seðlabanka Íslands kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabanka Íslands sem varða rannsókn bankans á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Ákvörðun bankans um synjun beiðni kæranda var byggð á þagnarskylduákvæðum laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Loks var í umsögn bankans vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá telst 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði um hagi einstakra viðskiptamanna þeirra sem annast framkvæmd laganna, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016, 665/2016 og 694/2017.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem bankinn afmarkaði beiðni kæranda við. Gögnin eiga það sameiginlegt að tilheyra málum í málaskrá Seðlabanka Íslands er varða rannsókn bankans á meintum brotum Samherja hf. og tengdra félaga á ákvæðum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og reglna settum með heimild í sömu lögum. Meðal gagnanna eru minnisblöð, rannsóknarskýrslur og lögfræðileg álit sem unnin voru af hálfu Seðlabankans en einnig gögn sem aflað var hjá lögaðilum með húsleitum á grundvelli laga nr. 87/1992, sbr. ákvæði laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þar með talin samskipti, samningar og önnur gögn úr rekstri þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn og telur hafið yfir allan vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sbr. einnig 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn urðu til eða þeirra var aflað af hálfu bankans er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu öll undirorpin þagnarskyldu og ekki komi því til greina að gera Seðlabankanum að veita kæranda aðgang að þeim að hluta. Samkvæmt framangreindu eru gögnin undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði laga um gjaldeyrismál og laga um Seðlabanka Íslands gera ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2019, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

791/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærleikssamtökin, f.h. A, kærðu afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi A. Kæranda höfðu verið afhent gögn um A en töldu að afhendingin hefði verið ófullnægjandi þar sem enn vantaði tiltekin gögn. Í umsögn Kópavogsbæjar vegna kærunnar kom fram að sveitarfélagið hefði þegar afhent öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir gagnabeiðni kæranda. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði því málinu frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 791/2019 í máli ÚNU 19020011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. febrúar 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, ófullnægjandi afhendingu Kópavogsbæjar á gögnum sem vörðuðu A.<br /> <br /> Með erindi til Kópavogsbæjar, dags. 12. september 2018, fóru Kærleikssamtökin þess á leit, f.h. A, að afhent yrðu afrit allra gagna um hann frá öllum deildum sveitarfélagsins, að undanskildum gögnum frá velferðarsviði Kópavogsbæjar sem höfðu verið afhent í júní 2018. Kom fram að það vantaði skráðar færslur um samskipti A við B deildarstjóra, C sem hefði umsjón með umsóknum um félagslegt húsnæði og mögulega fleiri starfsmenn, s.s. vegna umsóknar félagsráðgjafa A varðandi niðurgreiðslu á leigu í Víðinesi. Beðið væri um alla samskiptasögu allra starfsmanna Kópavogsbæjar við A fyrir utan áður afhent gögn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. nóvember 2018, var erindið ítrekað. Til viðbótar var óskað eftir afriti allra gagna um A hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar sem orðið hefðu til frá því gögn um hann voru afhent í júní 2018 og fram til 5. nóvember 2018.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. janúar 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, töf Kópavogsbæjar á afgreiðslu á gagnabeiðninni. Kæran var kynnt sveitarfélaginu með bréfi, dags. 26. janúar 2019, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar. Meðfylgjandi erindi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 28. janúar 2019, voru afrit þeirra gagna sem vörðuðu A og ekki var þegar búið að afhenda. Í kjölfar afhendingarinnar var málið fellt niður hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 1. febrúar 2019.<br /> <br /> Í kæru Kærleikssamtakanna kemur fram að viss gögn sem samtökin tiltóku í erindum sínum til Kópavogsbæjar frá 12. september 2018 og 5. nóvember 2018 hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem Kópavogsbær hafði afhent kæranda. Væri þess farið á leit að þau gögn yrðu afhent.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. febrúar 2019, var kæran kynnt Kópavogsbæ og frestur veittur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að nefndinni yrðu afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Kópavogsbæjar, dags. 5. mars 2019, kom fram að kæranda hefði áður verið afhent afrit allra gagna sem fyrir lægju hjá velferðarsviði bæjarins. Í tilefni kærunnar voru kæranda send afrit gagnanna að nýju. Með bréfi, dags. 13. mars 2019, var umsögn Kópavogsbæjar kynnt kæranda. Með tveimur erindum frá kæranda, dags. 21. mars 2019 og 5. apríl 2019, voru tilgreind ákveðin gögn sem óskað væri eftir en ekki hefði verið að finna í þeim gögnum sem þegar höfðu verið afhent. Kópavogsbær ítrekaði í bréfi, dags. 5. apríl 2019, að búið væri að afhenda öll gögn sem fyrir lægju og vörðuðu A.<br /> <br /> Með tölvupósti til Kópavogsbæjar, dags. 23. apríl 2019, óskaði úrskurðarnefndin skýringa á því hvort aðeins væri búið að afhenda fyrirliggjandi gögn um A hjá velferðarsviði bæjarins, eða hvort afhendingin hefði einnig tekið til annarra sviða. Í tölvupósti frá Kópavogsbæ, dags. 24. apríl 2019, kom fram að í kjölfar erindis úrskurðarnefndarinnar væri nú búið að afhenda öll gögn allra deilda Kópavogsbæjar sem fyrir lægju og vörðuðu A. Jafnframt var tiltekið að það væri að fullu viðurkennt af hálfu bæjarins að A ætti rétt á öllum upplýsingum og gögnum sem hann vörðuðu og fyndust hjá Kópavogsbæ.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Kæra þessa máls beinist að Kópavogsbæ. Samkvæmt gögnum málsins voru kæranda afhent öll fyrirliggjandi gögn sem vörðuðu A hjá velferðarsviði bæjarins. Kærandi taldi að ekki hefðu öll gögn sem óskað hefði verið eftir verið afhent. Í framhaldi af því var athugað hjá Kópavogsbæ hvort frekari gögn lægju fyrir hjá öðrum deildum bæjarins og þau svo afhent kæranda. Kom fram að öll fyrirliggjandi gögn hjá öllum deildum Kópavogsbæjar hefðu þá verið afhent.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Kópavogsbæjar að öll gögn sem liggja fyrir hjá bænum og varða A hafi verið afhent. Af því leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd bendir kæranda á að það fellur ekki undir verksvið nefndarinnar að meta hvort skráningu upplýsinga hjá Kópavogsbæ kunni að vera ábótavant.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Kærleikssamtakanna f.h. A, dags. 15. febrúar 2019, vegna afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni samtakanna um afrit af gögnum, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

790/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Blaðamaður kærði afgreiðslu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á beiðni kæranda um gögn vegna kaupa félagsins á lögfræðiþjónustu á nánar tilgreindu tímabili. Á þeim tíma sem kæran barst var félagið undanþegið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna auk auglýsingar forsætisráðherra, nr. 1107/2015, og var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 790/2019 í máli ÚNU 19010008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. janúar 2019, kærði A, blaðamaður, töf Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf., ESÍ, á afgreiðslu beiðni kæranda um gögn vegna kaupa félagsins á lögfræðiþjónustu á nánar tilgreindu tímabili. Beiðnin hafi verið lögð fram sex mánuðum fyrr, og ítrekuð eftir að undanþága félagsins frá gildi upplýsingalaga hafi fallið úr gildi 15. desember 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. janúar 2019, var kæran kynnt ESÍ og því beint til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og ekki síðar en 13. febrúar 2019. Með bréfi til kæranda, dags. 13. febrúar 2019, sem jafnframt barst úrskurðarnefndinni, er rakið að ESÍ hafi verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga með erindi forsætisráðherra, dags. 27. nóvember 2015, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt orðalagi erindisins skyldi undanþágan endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Með erindi, dags. 13. desember 2018, hafi Seðlabanki Íslands formlega óskað eftir áframhaldandi undanþágu til handa ESÍ. Beiðnin væri enn til meðferðar hjá forsætisráðuneytinu og þar til niðurstaða lægi fyrir um hana gilti fyrri undanþága félagsins enn. Í því ljósi lægi ekki fyrir skylda ESÍ til að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þegar kæra þessi barst úrskurðarnefndinni var ESÍ að öllu leyti í eigu Seðlabanka Íslands og féll samkvæmt því undir 2. mgr. 2. gr.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar birti ráðherra auglýsingu nr. 1107/2015, þar sem m.a. ESÍ var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Skyldi undanþága félagsins endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Í október 2017 var samþykkt á hluthafafundi að slíta ESÍ. Beiðni um áframhaldandi undanþágu barst frá Seðlabanka Íslands fyrir hönd ESÍ 13. desember 2018. Í mars 2019 var félagið afskráð úr hlutafélagaskrá. Í kjölfarið afturkallaði Seðlabankinn beiðni um áframhaldandi undanþágu til handa ESÍ.<br /> <br /> Í 3. gr. auglýsingar frá 16. maí 2019 um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga, nr. 448/2019, kemur fram að undanþága ESÍ frá gildissviði laganna skuli falla brott. Þegar kæra barst úrskurðarnefnd 11. janúar 2019 var beiðni um undanþágu til handa ESÍ enn til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu. Í samræmi við orðalag í auglýsingu nr. 1107/2015 um að undanþága ESÍ skuli endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018 er ekki hægt að líta svo á að undanþágan hafi fallið brott þann dag. Á það sér jafnframt stoð í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að ráðherra geti ákveðið að lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið laganna eða dregið slíka ákvörðun til baka. Samkvæmt orðanna hljóðan fellur undanþága lögaðila ekki brott nema með atbeina ráðherra. Því var undanþága ESÍ enn í gildi þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Töf ESÍ á afgreiðslu beiðni kæranda um gögn samkvæmt upplýsingalögum verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Er því ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

789/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var afgreiðsla Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að persónuupplýsingum um sig. Í umsögn Tryggingastofnunar kom fram að stofnunin hefði veitt kæranda aðgang að öllum þeim gögnum sem hefðu að geyma upplýsingar um kæranda. Úrskurðarnefnd hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Tryggingastofnunar að ekki hefðu verið frekari upplýsingar um kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Var málinu því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 789/2019 í máli ÚNU 18100006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. október 2018, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins („TR“) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 24. september 2018 hafi kærandi sent TR beiðni um aðgang að persónuupplýsingum um sig í gegnum „mínar síður“. TR hafi hafnað beiðninni á þeirri forsendu að stofnunin hafi engar persónuupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi hins vegar undir höndum gögn úr vörslum TR sem innihaldi persónuupplýsingar um sig.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. október 2018, var kæran kynnt TR og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn TR, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að kærandi þiggi ekki bætur eða greiðslur frá stofnuninni og hafi ekki sótt um slíkt vegna sín. Engin gögn hafi því borist frá kæranda varðandi hann sjálfan og stofnunin hafi ekki tekið umsóknir til afgreiðslu. Því hafi TR engar upplýsingar um kæranda í kerfum stofnunarinnar. Hins vegar sé vísað til kæranda í gögnum sem borist hafa vegna umsóknar barnsmóður hans um umönnunargreiðslur með syni þeirra. Kærandi hafi fengið aðgang að þeim gögnum með ákvörðun TR, dags. 20. september 2018. Einnig hafi TR bent kæranda á að upplýsingar stofnunarinnar um hann komi fram á „mínum síðum“ stofnunarinnar, þ.e. um búsetu, fjölskylduaðstæður og þau bréf er stofnunin hafi sent honum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var umsögn TR kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 3. desember 2018. Kærandi segir að TR hafi safnað viðkvæmum persónuupplýsingum um sig og þær birtist ekki á „mínum síðum“. Þess vegna óski kærandi eftir öllum upplýsingum um sig sem TR hafi undir höndum. TR hafi ekki reynt að takmarka umfang beiðninnar með neinum hætti eða reynt að finna flöt á því hvernig hægt sé að svara henni með einföldum hætti. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að persónuupplýsingum um hann í vörslum TR. Af hálfu TR hefur komið fram að stofnunin hafi veitt kæranda aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um kæranda með ákvörðun, dags. 20. september 2018. Einnig hafi TR bent kæranda á upplýsingar sem fram komi á svonefndum „mínum síðum“ sem kærandi hafi aðgang að hjá stofnuninni en að öðru leyti hafi TR engar upplýsingar um kæranda í kerfum stofnunarinnar.<br /> <br /> Réttur aðila til aðgangs að gögnum er varða hann sjálfan tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds á beiðni um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er í þessum tilvikum afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu TR að ekki hafi verið frekari upplýsingar um kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 14. október 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

788/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var afgreiðsla Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu son hans. Í umsögn TR kom fram að stofnunin hefði þegar veitt kæranda aðgang að gögnunum að undanskildum þeim hluta þeirra sem stofnunin taldi varða einkamálefni barnsmóður kæranda. Úrskurðarnefnd hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu að ekki höfðu verið frekari upplýsingar um son kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Úrskurðarnefndin vísaði því þeim hluta málsins frá. Einnig var deilt um hvort Tryggingastofnun skyldi veita kæranda upplýsingar varðandi son sinn jafnóðum og þær yrðu til eða þær bærust stofnuninni. Þar sem ekki væri um að ræða fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga var þeim hluta málsins einnig vísað frá úrskurðarnefnd.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 788/2019 í málum ÚNU 18100004 og 19030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. október 2018, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins („TR“) á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Forsaga málsins er sú að kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 11. janúar 2018, að allar upplýsingar um son kæranda yrðu gerðar aðgengilegar á svokölluðum „mínum síðum“ kæranda. Þá óskaði kærandi eftir því að fá allan póst er varðaði son hans, svo kærandi yrði upplýstur um öll samskipti varðandi hann. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 756/2018 var lagt fyrir TR að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, meðal annars þar sem stofnuninni hefði borið að meta hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. september 2018, tók TR nýja ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Þar segir að stofnunin hafi óskað eftir afstöðu barnsmóður kæranda til beiðninnar í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í svari hennar hafi komið fram að hún samþykkti einungis að veittur yrði aðgangur að læknisfræðilegum gögnum, umönnunarmötum og umönnunarkortum en ekki gögnum sem geti varðað hennar einkamálefni. Í ákvörðun TR kemur fram að stofnunin hafi áður birt kæranda á „mínum síðum“ umönnunarmöt og umönnunarkort. Stofnunin hafi því einnig ákveðið að veita kæranda aðgang að læknisfræðilegum gögnum sem hún hafi undir höndum varðandi son hans. TR hafi ekki önnur gögn sem varðað geti son kæranda undir höndum, heldur einungis gögn sem varði einkamálefni barnsmóður kæranda. Þá hafi komið fram af hálfu kæranda að hann væri ekki að biðja um aðgang að upplýsingum um barnsmóður sína. Eftir standi þá það álitamál og beiðni kæranda um að TR sendi honum allan póst vegna sonar hans jafnóðum. Til þess hafi stofnunin enga heimild þar sem sum þeirra gagna tilheyri einungis barnsmóður kæranda. Sem dæmi megi nefna greiðsluseðla frá TR til hennar. Stofnunin geti því ekki sent allan póst einnig til kæranda eða birt hann sjálfkrafa á „mínum síðum“ með vísan til 9. og 11. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Ákvörðun TR fylgdu leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og rétt til að bera synjun á óheftum aðgangi að gögnum undir velferðarráðuneytið. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi skilji ekki ákvörðun TR og viti ekki hvernig hann eigi að kæra hana. Hann hafi einnig óskað eftir því að fá upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þar sem TR hafi í sinni vörslu viðkvæmar persónuupplýsingar um sig sem séu rangar.<br /> <br /> Í síðari kæru kæranda, dags. 14. október 2018, segir að kærandi hafi sent TR beiðni í gegnum „mínar síður“ um aðgang að persónuupplýsingum um sig. TR hafi hafnað beiðninni á þeirri forsendu að stofnunin hefði engar persónuupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi hins vegar undir höndum gögn úr vörslum TR sem innihaldi persónuupplýsingar um sig.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. október 2018, var TR kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn TR, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að stofnunin telji sig hafa veitt kæranda aðgang að öllum gögnum sem hún hafi undir höndum og varða son hans, þ.e. umönnunarmöt, umönnunarkort og læknisfræðilegar upplýsingar. TR hafi ekki önnur gögn sem varði son kæranda, heldur einungis gögn er varði einkamálefni barnsmóður kæranda sem hún samþykki ekki að sendar verði kæranda og kærandi hafi upplýst að hann óski ekki eftir aðgangi að. Synjun TR á beiðni kæranda um að senda honum framvegis jafnóðum öll bréf eða vottorð til og frá stofnuninni varðandi son hans, þ.e. um óheftan aðgang að gögnum sem enn eiga eftir að berast stofnuninni, sé kæranleg til velferðarráðuneytis eins og fram hafi komið í hinni kærðu ákvörðun. Það sé ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um það hvort veita eigi kæranda aðgang að gögnum sem ekki hafi verið orðin til hjá TR þegar beiðni var lögð fram.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var umsögn TR kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi, dags. 6. desember 2018. Þar kemur meðal annars fram að kærandi óski eftir því að fá eðlilegan aðgang að upplýsingum um barn sitt hjá TR. Í tilefni af þeirri fullyrðingu TR, sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar, að barnsmóðir kæranda samþykki að veittur verði aðgangur að læknisfræðilegum gögnum, umönnunarmötum og umönnunarkortum tekur kærandi fram að þetta séu einmitt gögnin sem hann hafi óskað eftir. Hins vegar telur kærandi eðlilegt að hann sé upplýstur um réttindi sonar síns um leið og þau verði til. TR hafi upplýsingavef og auðvelt sé að setja upplýsingarnar þangað.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. mars 2019, framsendi félags- og barnamálaráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál erindi kæranda til ráðuneytisins með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. sama dag, kemur fram að framsendingin lúti að þeim hluta erindis kæranda sem varðar aðgang að tilteknum upplýsingum. Með vísan til framangreinds er ljóst að framsendingin varðar sama efni og kæra kæranda, dags. 5. október 2018.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu TR á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða son hans. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi verið afmörkuð við umönnunarmöt, umönnunarkort og tiltekin læknisfræðileg gögn. Kæranda var veittur aðgangur að þessum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en fram kemur að stofnunin hafi ekki undir höndum önnur gögn er varði son kæranda. Hvað varðar beiðni kæranda um að fá jafnóðum aðgang að gögnum, kemur fram í gögnum málsins að TR telji sér óheimilt að veita kæranda slíkan aðgang, þar sem þau kunni að hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni barnsmóður hans. <br /> <br /> Réttur aðila til aðgangs að gögnum er varða hann sjálfan tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds á beiðni um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er í þessum tilvikum afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn séu ekki til staðar og afhending þeirra komi af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu TR að ekki hafi verið frekari upplýsingar um son kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um að hann fái jafnóðum aðgang að gögnum um son hans er verði til eða berist TR í framtíðinni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að hér sé eðli málsins samkvæmt heldur ekki um að ræða gögn sem teljist fyrirliggjandi hjá TR í skilningi 1. mgr. 14. gr., sbr. 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður þessum hluta málsins því vísað jafnframt vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin tekur fram að telji kærandi að aðgangur hans að „mínum síðum“ sé ekki fullnægjandi og feli í sér brot gegn réttindum hans, getur hann leitað til annarra aðila með erindi þar að lútandi. Vísar nefndin einkum til félagsmálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis í þeim efnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 5. október 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

787/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var synjun umboðsmanns skuldara á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um skuldir fyrrverandi maka. Kæran barst rúmum þremur árum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefnd taldi skilyrði ákvæðis 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ekki vera uppfyllt þar sem hvorki teldist afsakanlegt að kæran hefði ekki borist fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 787/2019 í máli ÚNU 18080007. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2018, kærði A ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja beiðni hennar um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 16. febrúar 2015, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um skuldir fyrrverandi maka. Bréfinu var synjað þann 17. febrúar 2015. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál átti í bréfaskiptum við kæranda og umboðsmann skuldara til þess að átta sig nánar á málsatvikum. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í þessum bréfaskiptum með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Samkvæmt gögnum málsins synjaði umboðsmaður skuldara beiðni kæranda með bréfi dags. 17. febrúar 2015 en kæra er dagsett 25. ágúst 2018. Kæran barst því rúmum þremur árum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari umboðsmanns skuldara til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt umboðsmaður skuldara hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Í þessu sambandi athugast að almennur kærufrestur fyrir stjórnsýslukærur er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því hvorki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr, né að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar í skilningi 28. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er fært að leita aftur til umboðsmanns skuldara og leggja að nýju fram beiðni um umbeðin gögn.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 25. ágúst 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

786/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var synjun sveitarfélags á beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs. Kærandi hafði óskað eftir endurgreiðslu frá sveitarfélagsinu vegna meintrar ofgreiðslu opinberra gjalda og við afgreiðslu málsins hafði sveitarfélagið leitað álits lögfræðings. Úrskurðarnefnd taldi að sú ákvörðun sveitarfélagsins að hafna endurgreiðslukröfu kæranda teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því færi um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyrðu stjórnsýslumálinu eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Kæran féll þar af leiðandi utan gildissviðs upplýsingalaga og var henni vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 786/2019 í máli ÚNU 18070010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. júlí 2018, kærði A synjun [sveitarfélagsins B] um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs.<br /> <br /> Á fundi bæjarráðs [sveitarfélagsins], dags. 23. júlí 2018, var tekið fyrir bréf frá kæranda, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið endurgreiddi kæranda ákveðna upphæð, sem dregin hafði verið af launum kæranda á nokkurra ára tímabili. Bæjarráð hafnaði kröfunni og tilkynnti kæranda um það með tölvupósti samdægurs. Kærandi óskaði sama dag eftir öllum gögnum sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun bæjarráðs. Í tölvupósti frá [sveitarfélaginu], dags. 27. júlí 2018, kom fram að á fundi bæjarráðs hefði verið lagt fram bréf kæranda auk lögfræðiálits í tengslum við það. Lögfræðiálitið fæli í sér samskipti við lögfróða aðila, sem ekki væri skylt að afhenda. Var kæranda því synjað um aðgang að álitinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. júlí 2018, var kæran kynnt [sveitarfélaginu] og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn [sveitarfélagsins], dags. 14. ágúst 2018, kom fram að málið snerist um greiðslur fasteignagjalda og þjónustugjalda, t.d. leikskóla- og tónskólagjalda. Kærandi héldi því fram að um ofgreiðslu fasteignagjalda væri að ræða og því ætti hann verulega fjárhæð inni hjá bænum. Kröfu kæranda var hafnað af bæjarráði á þeim grundvelli að staða kæranda á viðskiptareikningi bæjarins vegna fasteignagjalda væri 0 krónur. Að auki hefði [sveitarfélagið] gefið eftir kröfur gagnvart kæranda vegna vaxta og innheimtukostnaðar. Kærandi væri í verulegum vanskilum með fasteignagjöld á nokkurra ára tímabili. <br /> <br /> Í bréfi kæranda sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs hafði komið fram að ef ekki yrði orðið við kröfu kæranda um endurgreiðslu innan tíu daga yrði leitað til lögfræðistofu til innheimtu kröfunnar með auknum kostnaði fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni leitaði [sveitarfélagið] álits hjá lögmanni sem veitt hefur bænum lögfræðilega ráðgjöf. Með vísan til 3. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga, teldi [sveitarfélagið] sér ekki skylt að afhenda kæranda tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við lögmanninn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, var umsögn [sveitarfélagsins] kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. ágúst 2018, kom fram að kærandi hefði reiknað út að [sveitarfélagið] hefði oftekið af launum sínum. Þeir útreikningar hefðu verið afhentir sveitarfélaginu og hefðu ekki verið dregnir í efa. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiáliti sem varð til hjá [sveitarfélagi B] vegna kröfu kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda. Synjun [sveitarfélagsins] var byggð á 3. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Ákvörðun [sveitarfélagsins] að hafna kröfu kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda telst vera stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeirri ástæðu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra stjórnsýslumálinu, þ.m.t. lögfræðiálitinu sem deilt er um í þessu máli, eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi því utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 28. júlí 2018, vegna synjunar [sveitarfélagsins B] um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 23. júlí 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

785/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Íslenskar heilsulindir ehf. vegna könnunar á fýsileika þess að gert yrði baðlón í Vestmannaeyjum. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar kom fram að enginn slíkur samningur lægi fyrir. Umsögninni fylgdi bókun frá bæjarráði Vestmannaeyjabæjar þar sem fram kom að gert hefði verið samkomulag um samstarf við Íslenskar heilsulindir. Úrskurðarnefnd taldi að þrátt fyrir að gagnabeiðni kæranda hefði verið orðuð þannig að óskað væri eftir „samningi“ hefði kærandi í reynd átt við það samkomulag sem nefnt var í bókun bæjarráðs. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 785/2019 í máli ÚNU 18070009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. júní 2018, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um aðgang að samningi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda ehf. vegna könnunar á fýsileika þess að gert yrði baðlón í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. maí 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að samningnum. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. júní 2018, kom fram að erindi kæranda ætti ekki við, þar sem Íslenskar heilsulindir ehf. væri einkafyrirtæki. Ef kærandi vildi frekari upplýsingar bæri honum að hafa samband við fyrirtækið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. júlí 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Vegna sumarleyfa hjá starfsfólki Vestmannaeyjabæjar var veittur viðbótarfrestur til 28. ágúst 2018.<br /> <br /> Í tölvupósti frá Vestmannaeyjabæ, dags. 23. ágúst 2018, kom fram að engin minnisblöð eða samningar lægju fyrir. Tölvupóstinum fylgdi bókun frá bæjarráði Vestmannaeyjabæjar. Þar kom fram að gert hefði verið samkomulag, dags. 24. maí 2018, um samstarf Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðaði gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Með tölvupósti Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dags. 8. maí 2019, fylgdi afrit af framangreindu samkomulagi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samkomulagi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda. Vestmannaeyjabær hefur bæði haldið því fram að gagnabeiðni kæranda eigi ekki við þar sem Íslenskar heilsulindir sé einkafyrirtæki, og að engin minnisblöð eða samningar liggi fyrir vegna samstarfs bæjarins við fyrirtækið.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur að þrátt fyrir að gagnabeiðni kæranda til Vestmannaeyjabæjar hafi verið orðuð þannig að óskað væri eftir „samningi“ bæjarins við Íslenskar heilsulindir hafi kærandi í reynd átt við það samkomulag, dags. 24. maí 2018, sem nefnt er í bókun bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, um samstarf bæjarins og Íslenskra heilsulinda um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðaði gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Vestmannaeyjabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 25. maí 2018, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

784/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Deilt var um þá ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja kæranda um aðgang að minnisblaði stýrihóps sem hafði farið fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Vestmannaeyjabær vísaði til þess að minnisblaðið væri ekki opinbert og heyrði ekki undir upplýsingalög. Í ljósi þess að Vestmannaeyjabær væri stjórnvald sem heyrði undir upplýsingalög taldi úrskurðarnefnd ekki vafa leika á því að umrætt minnisblað félli undir lögin og því þyrfti að afgreiða ósk um aðgang að því í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 784/2019 í máli ÚNU 18070008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. júlí 2018, kærði A synjun Vestmannaeyjabæjar um aðgang að minnisblaði stýrihóps, sem fór af hálfu sveitarfélagsins fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir minnisblaðinu 12. júní 2018. Með bréfi, dags. 14. júní 2018, var honum synjað um aðgang að minnisblaðinu, þar sem það væri ekki opinbert og heyrði ekki undir upplýsingalög.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. júlí 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Vegna sumarleyfa hjá starfsfólki Vestmannaeyjabæjar var viðbótarfrestur veittur til 28. ágúst 2018.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 23. ágúst 2018, bárust úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í málinu. Ekki barst umsögn frá Vestmannaeyjabæ.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði stýrihóps, sem fór af hálfu sveitarfélagsins fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Í minnisblaðinu er að finna lögfræðilega greiningu og ráðgjöf. Synjun Vestmannaeyjabæjar er byggð á því að minnisblaðið sé ekki opinbert og heyri ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Það er ljóst af gögnum málsins að minnisblaðið sem kærandi óskaði eftir er fyrirliggjandi hjá Vestmannaeyjabæ í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess að Vestmannaeyjabær er stjórnvald sem heyrir undir upplýsingalög telur úrskurðarnefnd ekki vafa leika á því að umrætt minnisblað falli undir upplýsingalögin og því þurfi að afgreiða ósk um aðgang að því í samræmi við ákvæði laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Stjórnvöld sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, sbr. 6.-10. gr. þeirra.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð sveitarfélagsins við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæðum upplýsingalaga. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir sveitarfélagið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 12. júní 2018, um aðgang að minnisblaði stýrihóps sem fór fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

783/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019

Kærð var synjun Sorpu bs. á beiðni Íslenskra aðalverktaka hf. um gögn í tengslum við tilboð Ístaks hf. í innkaupaferli á vegum Sorpu sem kærandi tók einnig þátt í. Sorpa byggði á því að umbeðin gögn væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti kæranda. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á að um vinnugögn væri að ræða né að þau fælu í sér mikilvægar upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál sem væru til þess fallnar að valda Ístaki tjóni. Var því lagt fyrir Sorpu að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 783/2019 í máli ÚNU 18070001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. maí 2018, óskuðu Íslenskir aðalverktakar hf. eftir gögnum í tengslum við tilboð Ístaks hf. í innkaupaferli Sorpu bs. vegna „Sorpa Waste treatment plant WP02 Civil works“. Meðal þess sem kærandi óskaði eftir var tilboð Ístaks hf. og mat Sorpu á tilboðum. Með bréfi, dags. 17. maí 2018, veitti Sorpa kæranda aðgang að tilteknum gögnum en synjaði honum um aðgang að öðrum með vísan til viðskiptahagsmuna Ístaks. Með erindi, dags. 28. maí 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum sem málið varðaði, en nánar tiltekið væri óskað eftir: 1) Tilboði Ístaks (án sundurliðunar tilboðsverðs) ásamt öllum fylgiskjölum, fylgibréfum og útskýringum; 2) Öllum minnisblöðum, skriflegum samskiptum og minnispunktum sem unnin hefðu verið um tilboðið og meðferð þess; 3) Samskiptum Sorpu og ráðgjafa félagsins við lægstbjóðanda eftir að tilboð hans barst og þar til ritað var undir samning við félagið áður en kærufrestur rann út. Tekið var fram að kærandi liti á bréf Sorpu, dags. 17. maí, sem synjun á afhendingu gagna undir lið 1 en að liðir 2-3 fælu í sér nýja upplýsingabeiðni. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. júní 2018, afhenti Sorpa kæranda umbeðin gögn að undanskildum tölvupóstum og minnispunktum sem urðu til vegna vinnu ráðgjafa við mat á tilboði Ístaks. Í bréfi Sorpu kemur fram að þau gögn séu fyrst og fremst vinnuskjöl í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samskiptin og minnispunktarnir hafi eingöngu verið rituð til eigin nota við undirbúning mats og í gögnunum komi ekki fram ákvarðanir eða niðurstöður sem ekki komi fram í öðrum gögnum sem veittur hafi verið aðgangur að. Upplýsingaréttur aðila nái því ekki til þeirra gagna, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Íslenskir aðalverktakar kærðu synjun Sorpu með erindi, dags. 4. júlí 2018. Í kæru kemur m.a. fram að þar sem kærandi hafi verið tilboðsgjafi í útboði Sorpu fari um rétt hans til aðgangs að gögnunum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi mótmælir því að gögnin séu vinnugögn enda hafi þau verið afhent öðrum. Ef um sé að ræða vinnugögn þá telji kærandi undanþágu 3. mgr. 8. gr. laganna eiga við. Í þeim gögnum sem kærandi hafi fengið afhent komi fram að Ístak hafi skilað með tilboði sínu viðauka þar sem fram hafi komið að tilboðið væri í samræmi við útboðsgögn og skilmála „except for the comments/exceptions as detailed on page 1 and 2 of this Appendix 12“. Þegar þetta sé skoðað nánar sjáist að tilboðið hafi vikið frá útboðsgögnum í nokkrum þáttum. Þau atriði séu bókuð í fundargerð skýringarfunda og virðist sem Ístak lýsi því yfir að félagið muni uppfylla skilyrðið um einangrun þrátt fyrir það sem segi í tilboði félagsins. Þetta telur kærandi sýna að þau gögn sem afhent hafi verið hafi ekki að geyma fullnægjandi upplýsingar um forsendur tilboðs Ístaks og mat á því. Einnig megi leiða líkur að því að minnispunktar sem varði mat ráðgjafa og samskipti tengd því hafi að geyma upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar um hvernig tilboð Ístaks hafi verið talið uppfylla skilyrði útboðsgagna. Þá er vísað til þess að Sorpa hafi ekki byggt á því að lagareglur standi í vegi afhendingu gagnanna, en 11. gr. upplýsingalaga veiti heimild til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt sé samkvæmt lögunum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 10. júlí 2018, var kæran kynnt Sorpu bs. og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Sorpu um kæruna, dags. 10. ágúst 2018, segir m.a. að óskað sé eftir því að tekin verði afstaða til þess hvort kæran hafi borist að liðnum kærufresti skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga en ákvörðun Sorpu, dags. 6. júní, um synjun á aðgangi hafi verið send lögmanni kæranda með tölvupósti sama dag. Af því leiði að 30 daga kærufrestur hafi verið liðinn við lok 6. júlí 2018. <br /> <br /> Sorpa bs. segir þau gögn sem ekki hafi verið afhent vera tölvupósta sem urðu til í samningskaupaferlinu og hafi að geyma samskipti ráðgjafa og starfsmanna Sorpu. Í sumum tilvikum sé um að ræða drög að fundargerð eða minnisblaði til umræðu. Sorpa telur ljóst að í þessum gögnum felist einungis upplýsingar um samskipti um atriði sem komu til athugunar við yfirferð draga að fundargerð og minnisblaði, sem og við undirbúning funda og undirbúning samskipta við bjóðendur í samningskaupaferlinu. <br /> <br /> Umsögn Sorpu bs. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 30. ágúst 2018, kemur m.a. fram að samskipti við utanaðkomandi ráðgjafa geti ekki verið vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018 og 709/2018. Þá ítrekar kærandi að Sorpa hafi ekki bent á að eitthvað sé því til fyrirstöðu að veita aðgang að gögnunum á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstum sem fóru á milli Sorpu bs. og utanaðkomandi ráðgjafa vegna innkaupaferlis Sorpu. Um eru að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 23. apríl 2018, efni: „ER: Drög að greinargerð“. <br /> 2. Tölvupóstur, dags. 24. apríl 2018, efni „GogJ-Staðan“.<br /> 3. Tölvupóstur, dags. 25. apríl 2018, efni: „GogJ“.<br /> 4. Tölvupóstssamskipti, dags. 25.-26. apríl 2018, efni „DRÖG Bréf til Ístaks“.<br /> 5. Tölvupóstssamskipti, dags. 26. apríl 2018, efni: „SV: Skýringarfundur m. Ístak – Upplegg“.<br /> 6. Tölvupóstur, dags. 20. apríl 2018, efni: „Fundargerð og minnisblað“ .<br /> 7. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að fundargerð, dags. 20. apríl 2018, efni: „fundargerð v. Ístaks – DRÖG“.<br /> 8. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 30. apríl 2018, efni: SV: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 9. Tölvupóstur, dags. 1. maí 2018, efni: „ER: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 10. Tölvupóstur, dags. 3. maí 2018, efni: „ER: Nöfn tengiliða“. <br /> Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnunum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga sömu sjónarmið við um innkaupaferli Sorpu bs. og útboð. Gögnin urðu til áður en gengið var til samninga vegna útboðsins. Kærandi var einn tilboðsgjafa og því verður réttur hans til aðgangs að gögnunum metinn samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Kæra á synjun Sorpu, dags. 6. júní 2018, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 4. júlí 2018, og barst hún því innan kærufrests. <br /> <br /> Sorpa byggir synjun sína á aðgangi að gögnunum á því að um séu að ræða vinnugögn sem undanskilin séu upplýsingarétti kæranda á grundvelli. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt ákvæðinu. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. Af þessu leiðir að tölvupóstsamskipti og skjöl sem berast á milli utanaðkomandi sérfræðings og stjórnvalds eða lögaðila, verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn, sbr. 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins. Þau undanþáguákvæði eiga ekki við í því máli sem hér er til úrlausnar. <br /> <br /> Þau gögn sem Sorps afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru tölvupóstssamskipti frá tímabilinu 23. apríl 2018 til 3. maí 2018 ásamt viðhengjum. Með tölvupósti, dags. 23. apríl 2018, fylgir viðhengi með drögum að greinargerð vegna samningskaupanna, dagsett sama dag, sem merkt eru fyrirtækinu Mannviti hf. Með tölvupósti, dags. 26. apríl 2018, fylgir tafla með upplýsingum um breytingartillögur frá skilmálum útboðs og tillögur að viðbrögðum. Með tölvupósti, dags. 30. apríl 2018, fylgja drög að fundargerð frá fundi, dags. 27. apríl 2018. Með tölvupósti, dags. 30. apríl 2018, fylgja drög að greinargerð vegna niðurstöðu samningskaupa, dags. 30. apríl 2018. <br /> <br /> Þau gögn sem Sorpa afhenti nefndinni eru öll því marki brennd að hafa verið send á milli Sorpu og utanaðkomandi aðila. Því eru um að ræða gögn sem afhent hafa verið öðrum í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og verða þau þegar af þeirri ástæðu ekki talin vera vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Gögnin verða því ekki undanskilin upplýsingarétti kæranda á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með tilliti til þess hvort rétt sé að afmá upplýsingar úr þeim með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í gögnunum er ekki að finna að finna mikilvægar upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál sem til þess eru fallnar að valda Ístaki tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir Ístaks af því að gögnin fari leynt. Er því ekki fallist á að Sorpu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að tölvupóstssamskiptunum eða viðhengjum með þeim. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sorpu bs. ber að veita Íslenskum aðalverktökum hf. aðgang að tölvupóstum sem sendir voru á tímabilinu 23. apríl 2018 til 3. maí 2018, vegna innkaupaferlis vegna „Sorpu Waste treatment plant WP02 Civil works“ og viðhengjum með þeim. Nánar tiltekið ber Sorpu bs. að veita aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 23. apríl 2018, efni: „ER: Drög að greinargerð“. <br /> 2. Tölvupóstur, dags. 24. apríl 2018, efni „GogJ-Staðan“.<br /> 3. Tölvupóstur, dags. 25. apríl 2018, efni: „GogJ“.<br /> 4. Tölvupóstssamskipti, dags. 25.-26. apríl 2018, efni „DRÖG Bréf til Ístaks“.<br /> 5. Tölvupóstssamskipti, dags. 26. apríl 2018, efni: „SV: Skýringarfundur m. Ístak – Upplegg“.<br /> 6. Tölvupóstur, dags. 20. apríl 2018, efni: „Fundargerð og minnisblað“ .<br /> 7. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að fundargerð, dags. 20. apríl 2018, efni: „fundargerð v. Ístaks – DRÖG“.<br /> 8. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 30. apríl 2018, efni: SV: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 9. Tölvupóstur, dags. 1. maí 2018, efni: „ER: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 10. Tölvupóstur, dags. 3. maí 2018, efni: „ER: Nöfn tengiliða“. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

782/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefði fengið úthlutað á ákveðnu tímabili. Úrskurðarnefnd vísaði til athugasemda við 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpinu sem varð að lögunum. Þar kæmi fram að undir gildissvið ákvæðisins féllu aðeins þeir aðilar sem falið væri að fara með stjórnsýslu og teldust til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið féllu því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 782/2019 í máli ÚNU 19040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 31. mars 2019, kærði A synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að upplýsingum, m.a. um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefði fengið úthlutað á ákveðnu tímabili.<br /> <br /> Með erindi til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða þrotabú tiltekinn lögmaður hefði verið skipaður skiptastjóri í af hálfu dómstólsins síðastliðin tíu ár, hvenær lögmaðurinn hefði verið skipaður og upplýsingum um dagsetningar skiptaloka. <br /> <br /> Með erindi, dags. 4. febrúar 2019, synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni kæranda. Til stuðnings synjuninni var vísað til reglna dómstólasýslunnar um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum, nr. 9/2018. Enn fremur var vísað til 9. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, um rétt til aðgangs að gögnum í gjaldþrotamálum. Í 1. mgr. greinarinnar kæmi fram að við héraðsdómstóla skyldu haldnar skrár um beiðnir og kröfur samkvæmt lögunum þar sem fram kæmu upplýsingar um afdrif þeirra, svo og um dómsmál sem væru rekin eftir ákvæðum laganna. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar skyldi héraðsdómari veita þeim, sem þess krefðist og hann teldi hafa lögmætra hagsmuna að gæta upplýsingar úr skrám skv. 1. mgr. sömu greinar. Þar sem dómstóllinn teldi kæranda ekki hafa lögvarða hagsmuni af þeim upplýsingum sem hann óskaði eftir var beiðni hans um aðgang að gögnum hafnað.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar vísar kærandi til tölvupósts síns til dómstólsins, dags. 4. febrúar 2019, þar sem fram kemur m.a. að kærandi óski ekki eftir gögnum í gjaldþrotamálum, eins og fullyrt sé í svari dómstólsins, heldur upplýsingum um þau viðskipti sem beint hafi verið til nánar tilgreinds lögmanns með því að fela honum umsjón þrotabúa. Úthlutun þrotabús sé stjórnsýsluaðgerð sem almenningur hafi fyllsta rétt til að fá vitneskju um.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefur fengið úthlutað á ákveðnu tímabili. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við greinina í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ráði því hvort tiltekinn aðili falli undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli því einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið falli því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla. Með hliðsjón af þessu lítur úrskurðarnefndin svo á að gagnabeiðni kæranda til Héraðsdóms Reykjavíkur falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 31. mars 2019, vegna synjunar Héraðsdóms Reykjavíkur á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

781/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Kærðar voru tafir Seðlabanka Íslands á meðferð beiðni Samherja hf. um aðgang að gögnum. Í umsögn Seðlabanka Íslands kom fram að umbeðnar upplýsingar vörðuðu stjórnsýslumál kæranda hjá Seðlabankanum. Með vísan til 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Úrskurðarnefnd taldi að þar sem umbeðin gögn tilheyrðu stjórnsýslumálum sem til meðferðar voru hjá Seðlabanka Íslands og kærandi hefði verið aðili þeirra mála í skilningi stjórnsýslulaga, færi um aðgang að upplýsingum sem tengdust þeim eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Kæran var því talin falla utan gildissviðs upplýsingalaga og henni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 781/2019 í máli ÚNU 18110016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. nóvember 2018, kærði A, f.h. Samherja hf., tafir Seðlabanka Íslands á meðferð beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Seðlabankinn hafi óskað eftir því með tveimur beiðnum, dags. 23. mars 2012, að Héraðsdómur Reykjavíkur veitti húsleitar- og haldlagningarheimildir á starfsstöðvum kæranda og fleiri lögaðila á Akureyri og í Reykjavík. Samkvæmt kröfum bankans hafi rannsókn hans einkum miðað að því að upplýsa hvort verð kæranda við útflutning til tengdra aðila væri í samræmi við það sem almennt tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Kærandi hafi fengið afhent gögn í apríl 2012 sem hafi sýnt að ómögulegt væri annað en að útreikningur Seðlabanka á karfaverði byggðist á stærðfræðilegri skekkju. Frá þeim tíma hafi kærandi ítrekað óskað eftir afhendingu útreikninganna sjálfra. Seðlabankinn hafi ýmist látið hjá líða að svara kæranda eða sent önnur gögn en útreikningana.<br /> <br /> Með bréfi kæranda til bankaráðs Seðlabanka Íslands, dags. 20. ágúst 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um fjölda, númer og gögn í tilteknum málum í málaskrá Seðlabankans. Kærandi tekur fram að miklu máli skipti hvernig staðið hafi verið að rannsókn á hendur honum og tengdra aðila af hálfu Seðlabankans. Þegar kæra barst úrskurðarnefndinni hafi þrír mánuðir liðið án þess að beiðnin hafi verið afgreidd.<br /> <br /> Loks óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 14. nóvember 2018, að fá afhent lögfræðiálit sem bankinn aflaði og sneri að máli kæranda. Þó ekki sé langt liðið frá beiðninni telur kærandi ekki líklegt að hún hljóti skjóta afgreiðslu í ljósi reynslunnar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og því beint til bankans að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðna kæranda eigi síðar en þann 11. desember 2018.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 11. desember 2018, segir að í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga komi fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Fyrir liggi að umbeðnar upplýsingar varði stjórnsýslumál kæranda hjá Seðlabankanum. Engu að síður geti bankinn upplýst að Seðlabankinn hafi svarað kæranda með tölvupósti, dags. 22. nóvember 2018. Þar komi fram að bankinn hafi þegar afhent lögmanni kæranda lögfræðiálit sem vísað var til í fréttatilkynningu bankans. Hvað varðar beiðni um útreikninga á karfaverði hafi Seðlabankinn vísað til svarbréfs bankans, dags. 26. október 2017, í tilefni af gagnabeiðni, dags. 10. ágúst 2017. Jafnframt hafi Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu í máli nr. E-1523/2014 að upplýsingar sem lúti að öðrum útflytjendum séu undanþegnar upplýsingarétti aðila samkvæmt stjórnsýslulögum. Loks hafi bankinn útskýrt tilurð mála í málaskrá sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. febrúar 2019, var umsögn Seðlabanka Íslands kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. febrúar 2019, kemur m.a. fram að umsögn Seðlabankans varðandi karfaútreikninga feli í sér útúrsnúninga og mótbárur bankans eigi ekki við. Beiðni kæranda snúi að útreikningum bankans þar sem stærðfræðileg villa komi fram en ekki hrágögnunum þar að baki. Þá hafi bankinn ekki útskýrt tilurð mála í málaskrá sinni með fullnægjandi hætti í ljósi fyrri svara hans. Loks er fallið frá þeim lið kærunnar sem varðar lögfræðiálit, þar sem kæranda hafi verið veittur aðgangur að því.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum mála og upplýsingum sem tengjast rannsóknum Seðlabanka Íslands á málefnum kæranda, einkum í tengslum við verð við útflutning kæranda til tengdra aðila. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir enn fremur að ákvarðanir um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga verða ekki kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur ber að beita sérstakri kæruheimild í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Í máli þessu liggur fyrir að umbeðin gögn tilheyra stjórnsýslumálum sem voru til meðferðar hjá Seðlabanka Íslands og var kærandi aðili málanna í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast málunum fer því samkvæmt 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Í kæru er einnig byggt á því að kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Samherja hf. á hendur Seðlabanka Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

780/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um nöfn umsækjenda í ýmsar stöður hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar lægju ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu. Þar sem ekki teldist um að ræða synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum var ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 780/2019 í máli ÚNU 18110015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. september 2018, kærði A svar Vestmannaeyjabæjar um að tiltekin gögn sem hann hafði farið fram á aðgang að lægju ekki fyrir.<br /> <br /> Með erindi til Vestmannaeyjabæjar, dags. 23. ágúst 2018, óskaði kærandi eftir nöfnum umsækjenda í ýmsar stöður hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Með bréfi, dags. 17. september 2018, var kæranda tilkynnt að sveitarfélagið hefði ekki fengið upplýsingar um umsækjendur enn sem komið væri.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að bæjarstjóri haldi á eina hlutabréfi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Auk þess sé stjórn félagsins pólitískt kjörin af bæjarstjórn. Það verði því að teljast ótrúverðugt og nánast ómögulegt að bæjarstjóri og bæjaryfirvöld viti ekki hvað sé að gerast í félaginu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 26. nóvember 2018, kom fram að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. væri opinbert hlutafélag með sjálfstæða stjórn og starfandi framkvæmdastjóra. Þrátt fyrir að bæjarstjóri væri handhafi eina hlutabréfsins í félaginu væri starfsemi þess á ábyrgð stjórnar og stjórnenda félagsins, líkt og hjá öðrum opinberum hlutafélögum. Almennt væri ákveðið sjálfstæði slíkra félaga veitt í formi stofnfundargerða og eigendastefna. Meðan félagið starfaði án framkvæmdastjóra hefði bæjarfélagið ákveðið að senda upplýsingar um starfsemi félagsins þegar óskað var eftir þeim, en eftir að framkvæmdastjóri var ráðinn hefði þeim sem spyrðust fyrir um starfsemi félagsins verið beint til félagsins sjálfs. Eðlilegt væri að sjálfstætt starfandi félög og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga svöruðu sjálfar til um upplýsingar sem vörðuðu starfsemi þeirra.<br /> <br /> Hvað varðaði beiðni kæranda um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu hefði Vestmannaeyjabær ekki óskað eftir þeim upplýsingum við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. og félagið hefði sömuleiðis ekki sent bæjarfélaginu upplýsingarnar. Umbeðnar upplýsingar væru því ekki til í skjalasafni Vestmannaeyjabæjar, og hefði kæranda verið bent á það í fyrri bréfaskiptum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 27. nóvember 2018, var kæranda kynnt umsögn Vestmannaeyjabæjar og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í umsögn kæranda, dags. 3. desember 2018, kom fram að bæjarfélaginu bæri að áframsenda viðkomandi erindi sín til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Fór kærandi fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál áframsendi upplýsingar í umsögn Vestmannaeyjabæjar til rétts stjórnvalds með það í huga hvort á kæranda væru brotin lög um opinber skjalasöfn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um ýmis störf hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Vestmannaeyjabær heldur því fram að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Vestmannaeyjabæjar að umbeðnar upplýsingar um nöfn umsækjenda í ýmis störf hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. séu ekki í fórum sveitarfélagsins. Af því leiðir enn fremur að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin beinir því til kæranda að sjálfsagt sé að hann leggi inn nýja beiðni um þær upplýsingar sem deilt er um í þessu máli til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Úrskurðarnefndin beinir því jafnframt til Vestmannaeyjabæjar að í samræmi við leiðbeiningarskyldu þá sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli sveitarfélagið framsenda erindi á réttan stað svo fljótt sem unnt sé, berist því skriflegt erindi sem ekki snertir starfssvið þess. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 24. september 2018, á hendur Vestmannaeyjabæ.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

779/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Kærð var synjun Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Kærandi taldi að þar sem stofnunin hefði greitt kostnað vegna þátttöku starfsmannsins í ráðstefnunni hefði almenningur hagsmuni af því að fá að sjá glærurnar. Í umsögn Vegagerðarinnar kom fram að stofnunin teldi glærurnar vera eign starfsmannsins en ekki Vegagerðarinnar, og féllu því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Taldi stofnunin engu skipta hvort starfsmaður hefði fengið heimild til að sinna endurmenntun í vinnutíma eða eftir atvikum fengið framlag vegna útlagðs kostnaðar. Úrskurðarnefndin taldi að þótt Vegagerðin teldist stjórnvald og heyrði undir gildissvið upplýsingalaga yrði að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalds væri í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem færi fram á vegum þess. Væri þá til þess að líta að starfsfólk kynni að geyma á starfsstað ýmis gögn sem ekki tengdust starfi þeirra. Voru upplýsingalög því ekki talin ná til þeirra glæra sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindið á ráðstefnunni enda hefði þátttaka hans á ráðstefnunni ekki verið á vegum Vegagerðarinnar. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 779/2019 í máli ÚNU 18050022.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. maí 2018, kærði A synjun Vegagerðarinnar, dags. 3. maí 2018, á beiðni um aðgang að glærum sem tilgreindur starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Synjun Vegagerðarinnar var byggð á því að glærurnar væru vinnugögn starfsmannsins. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að Vegagerðin hafi afhent kæranda ráðstefnugrein sem starfsmaðurinn ritaði í tengslum við ráðstefnuna en að honum hafi verið synjað um aðgang að glærum sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindi hans á ráðstefnunni. Þá segir að þar sem glærurnar hafi verið birtar opinberlega á ráðstefnunni geti þær ekki talist vinnugögn. Einnig er vísað til þess að í ársreikningum einkafyrirtækis starfsmannsins komi ekki fram bókfærður kostnaður vegna ráðstefnuþátttöku og af því verði ekki annað ráðið en að Vegagerðin hafi kostað starfsmanninn á ráðstefnuna. Þar sem þátttaka hans á ráðstefnunni hafi verið kostuð af almannafé hljóti þeir sem á því hafi áhuga að eiga rétt á því að sjá það sem á borð var borið fyrir ráðstefnuþátttakendur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. júní 2018, var kæran kynnt Vegagerðinni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 26. júní 2018, kemur m.a. fram að starfsmaðurinn hafi ekki komið fram á ráðstefnunni sem fulltrúi og starfsmaður Vegagerðarinnar. Vegagerðin líti svo á að þátttaka viðkomandi starfsmanns á ráðstefnunni hafi verið hluti af sí- og endurmenntun hans. Ekki hafi verið um að ræða erlent samstarf sem starfsmanninum hafi verið skylt að taka þátt í á vegum Vegagerðarinnar eða almennan hluta af daglegu starfi hans, heldur fagráðstefnu sem starfsmaður hafi sjálfur tekið ákvörðun um að sækja sem lið í endurmenntun sinni, með samþykki Vegagerðarinnar. Vegagerðin telur engu skipta hvort starfsmaður hafi fengið heimild til að sinna endurmenntun í vinnutíma eða eftir atvikum fengið framlag vegna útlagðs kostnaðar, s.s. vegna ferðakostnaðar, ráðstefnu- eða námskeiðsgjalda. Með vísan til þessa telur Vegagerðin að glærurnar séu eign starfsmannsins en ekki Vegagerðarinnar og falli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Í umsögninni kemur einnig fram að Vegagerðin hafi óskað eftir afstöðu starfsmannsins til afhendingar gagnanna. Starfsmaðurinn telji gögnin vera persónulega eign sína og heimili ekki afhendingu þeirra. Með umsögninni fylgdu umbeðnar glærur. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. júlí 2018, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust 9. júlí 2018. Þar segir m.a. að það að halda erindi á ráðstefnu geti tæplega talist vera sí- eða endurmenntun, heldur sé þar verið að miðla þekkingu til annarra og fyrirlesarinn því í raun fremur í hlutverki kennara en nemanda. Kærandi telji ástæðuna fyrir því að starfsmaðurinn vilji ekki veita sér aðgang að glærunum vera þá að þar séu notuð gögn sem í raun séu vinna kæranda. Kærandi hafi því mikla hagsmuni af því að geta kynnt sér glærurnar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 14. mars 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum Vegagerðarinnar vegna umbeðinna gagna í málinu, þar á meðal hvort gögnin væru vistuð í málaskrá stofnunarinnar eða hvort viðkomandi starfsmaður hefði einn haft umráð þeirra. Í svari Vegagerðarinnar, dags. 19. mars 2019, kom fram að glærurnar hefðu ekki verið vistaðar í málaskrá stofnunarinnar. Eftir að beiðni kæranda um afhendingu þeirra kom fram óskaði Vegagerðin eftir því við starfsmanninn að fá þær til skoðunar. Starfsmaðurinn sendi glærurnar með tölvupósti og óskaði eftir því að þær yrðu ekki afhentar kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að synjun Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um glærur sem starfsmaður stofnunarinnar sýndi í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Synjun Vegagerðarinnar er byggð á því að glærurnar séu eign starfsmannsins og falli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna er vísað til skýringa við ákvæði 1. gr. greinargerða með frumvarpi því sem varð að eldri upplýsingalögum, nr. 50/1996. Þar er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Fram kemur að af þessu leiði að gildissvið laganna sé afmarkað við starfsemi þeirra sem fari með stjórnsýslu og teljist til framkvæmdarvaldshafa samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Ekki skipti í grundvallaratriðum máli hvers eðlis sú starfsemi sé sem fram fari á vegum þessara aðila, heldur sé við afmörkun á gildissviði laganna fyrst og fremst litið til þess hvort viðkomandi aðili teljist samkvæmt formlegri stöðu sinni í stjórnkerfinu vera opinbert stjórnvald. <br /> <br /> Ekki er vafi á því að Vegagerðin telst vera stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Eins og ákvæðið er orðað verður þó að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalda sé í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem fer fram á vegum stjórnvaldsins. Er þá til þess að líta að starfsfólk kann að geyma á starfsstað ýmis gögn sem ekki tengjast starfi þeirra. Vegagerðin staðhæfir að erindi starfsmannsins á ráðstefnunni hafi ekki verið haldið á þeirra vegum heldur starfsmannsins sjálfs og þá sem hluti af sí- og endurmenntun hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Vegagerðarinnar. Í því samhengi skal bent á skýringar Vegagerðarinnar til úrskurðarnefndarinnar um að umbeðin gögn hafi ekki verið vistuð í málaskrá stofnunarinnar heldur hafi þær aðeins verið í fórum viðkomandi starfsmanns.<br /> <br /> Samkvæmt þessu verður að líta svo á að upplýsingalög taki ekki til þeirra glæra sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindið á ráðstefnunni enda hafi þátttaka hans á ráðstefnunni ekki verið á vegum Vegagerðarinnar. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 30. maí 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<!--[if gte mso 9]><xml> <o:OfficeDocumentSettings> <o:RelyOnVML/> <o:AllowPNG/> </o:OfficeDocumentSettings> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 9]><xml> <w:WordDocument> <w:View>Normal</w:View> <w:Zoom>0</w:Zoom> <w:TrackMoves/> <w:TrackFormatting/> <w:HyphenationZone>21</w:HyphenationZone> <w:PunctuationKerning/> <w:ValidateAgainstSchemas/> <w:SaveIfXMLInvalid>false</w:SaveIfXMLInvalid> <w:IgnoreMixedContent>false</w:IgnoreMixedContent> <w:AlwaysShowPlaceholderText>false</w:AlwaysShowPlaceholderText> <w:DoNotPromoteQF/> <w:LidThemeOther>IS</w:LidThemeOther> <w:LidThemeAsian>JA</w:LidThemeAsian> <w:LidThemeComplexScript>X-NONE</w:LidThemeComplexScript> <w:Compatibility> <w:BreakWrappedTables/> <w:SnapToGridInCell/> <w:WrapTextWithPunct/> <w:UseAsianBreakRules/> <w:DontGrowAutofit/> <w:SplitPgBreakAndParaMark/> <w:EnableOpenTypeKerning/> <w:DontFlipMirrorIndents/> <w:OverrideTableStyleHps/> </w:Compatibility> <m:mathPr> <m:mathFont m:val="Cambria Math"/> <m:brkBin m:val="before"/> <m:brkBinSub m:val="&#45;-"/> <m:smallFrac m:val="off"/> <m:dispDef/> <m:lMargin m:val="0"/> <m:rMargin m:val="0"/> <m:defJc m:val="centerGroup"/> <m:wrapIndent m:val="1440"/> <m:intLim m:val="subSup"/> <m:naryLim m:val="undOvr"/> </m:mathPr></w:WordDocument> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 9]><xml> <w:LatentStyles DefLockedState="false" DefUnhideWhenUsed="false" DefSemiHidden="false" DefQFormat="false" DefPriority="99" LatentStyleCount="375"> <w:LsdException Locked="false" Priority="0" QFormat="true" Name="Normal"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" QFormat="true" Name="heading 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 7"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 8"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 9"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 9"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 7"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 8"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 9"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footnote text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="header"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footer"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index heading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="35" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="caption"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="table of figures"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="envelope address"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="envelope return"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footnote reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="line number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="page number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="endnote reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="endnote text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="table of authorities"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="macro"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toa heading"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="10" QFormat="true" Name="Title"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Closing"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Signature"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="1" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Default Paragraph Font"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Message Header"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="11" QFormat="true" Name="Subtitle"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Salutation"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Date"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text First Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text First Indent 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Note Heading"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Block Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Hyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="FollowedHyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="22" QFormat="true" Name="Strong"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="20" QFormat="true" Name="Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Document Map"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Plain Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="E-mail Signature"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Top of Form"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Bottom of Form"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal (Web)"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Acronym"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Address"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Cite"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Code"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Definition"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Keyboard"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Preformatted"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Sample"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Typewriter"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Variable"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal Table"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation subject"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="No List"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Contemporary"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Elegant"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Professional"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Subtle 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Subtle 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Balloon Text"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" Name="Table Grid"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Theme"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" Name="Placeholder Text"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="1" QFormat="true" Name="No Spacing"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" Name="Revision"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="34" QFormat="true" Name="List Paragraph"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="29" QFormat="true" Name="Quote"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="30" QFormat="true" Name="Intense Quote"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="19" QFormat="true" Name="Subtle Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="21" QFormat="true" Name="Intense Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="31" QFormat="true" Name="Subtle Reference"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="32" QFormat="true" Name="Intense Reference"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="33" QFormat="true" Name="Book Title"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="37" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Bibliography"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="TOC Heading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="41" Name="Plain Table 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="42" Name="Plain Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="43" Name="Plain Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="44" Name="Plain Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="45" Name="Plain Table 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="40" Name="Grid Table Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Mention"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Smart Hyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Hashtag"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Unresolved Mention"/> </w:LatentStyles> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 10]> <style> /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Tafla - venjuleg"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin-top:0cm; mso-para-margin-right:0cm; mso-para-margin-bottom:10.0pt; mso-para-margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri",sans-serif; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-fareast-language:EN-US;} </style> <![endif]-->

778/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 778/2019 í máli ÚNU 18040009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um afhendingu gagna sem vörðuðu annars vegar kæranda og hins vegar B.<br /> <br /> Með tölvupósti til LÍN, dags. 3. október 2017, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem vörðuðu sig og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags. Með því væri m.a. átt við tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, allar skráningar, nýskráningar, afskráningar og breytingar í málaskrá LÍN, og öll önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni sína, þ.m.t. um fyrningu krafna á hendur sér. Kærandi setti einnig fram samhljóða beiðni um gögn sem vörðuðu B. Tekið var fram að nauðsynlegt væri að gögnin bærust sem fyrst til að kærandi gæti haldið uppi fullnægjandi vörnum í dómsmáli LÍN á hendur sér. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2017.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2018, leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar LÍN á afgreiðslu beiðni sinnar um afhendingu gagna. Kæran var kynnt LÍN með bréfi, dags. 20. febrúar 2018, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í svarbréfi LÍN, dags. 9. mars 2018, var farið yfir beiðni kæranda um gögn frá 3. október 2017. Fyrri liður erindisins hefði snúið að gögnum sem vörðuðu kæranda sjálfan. Á sama tíma og erindi kæranda hefði borist LÍN hafi verið til meðferðar mál milli stofnunarinnar og kæranda fyrir héraðsdómstólum vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Lögmenn beggja aðila hefðu annast gagnaöflun í málinu og framlagningu þeirra gagna fyrir dómi. Meðfylgjandi svarbréfi LÍN væru að nýju öll þau gögn sem lögð hafi verið fram fyrir dómi, en einnig öll afrit af bréfum til kæranda sem send hefðu verið með sjálfvirkum hætti úr innheimtukerfi stofnunarinnar vegna innheimtu námslána og yfirlita til ábyrgðarmanns frá árinu 2007. Þar með teldi LÍN sig hafa afhent kæranda öll gögn sem vörðuðu kæranda frá árinu 2007.<br /> <br /> LÍN nefndi í svarbréfi sínu að upp hefði komið misskilningur milli kæranda og LÍN varðandi beiðni um aðgang að gögnum, en gögn sem hafi verið til hjá stofnuninni varðandi umrætt mál og sneru að kæranda og hefðu ekki verið lögð fram af öðrum hvorum aðila við meðferð málsins hjá sýslumanni hefðu verið lögð fram við meðferð málsins fyrir héraðsdómstólum. LÍN taldi því lögmenn aðila hafa séð um samskipti vegna umræddrar beiðni kæranda um afhendingu gagna og afgreiðslu hennar.<br /> <br /> Hvað varðaði síðari lið erindis kæranda, sem sneri að afhendingu gagna sem vörðuðu B, væri ljóst að kærandi nyti ekki aðildar að málum sem vörðuðu B í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri hins vegar skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál. Í samræmi við 1. mgr. 15. gr. sömu laga skyldi sá sem færi fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga teldi LÍN ekki mögulegt að afmarka beiðni kæranda og yrði honum því veittur kostur á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Til að hægt væri að afgreiða beiðni yrði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að hægt væri að finna þau mál sem upplýsinga væri óskað um, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá.<br /> <br /> Í kjölfarið var mál kæranda hjá úrskurðarnefndinni fellt niður með bréfi, dags. 12. mars 2018, þar sem erindi kæranda hefði verið svarað af LÍN og því ekki tilefni fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu. Kæranda var leiðbeint um að teldi hann að sér hefði ranglega verið synjað um aðgang að gögnum þyrfti hann að kæra synjunina sérstaklega til nefndarinnar og yrði málið þá tekið fyrir sem nýtt kærumál.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2018, tók kærandi fram að þau gögn sem hann fór upphaflega fram á hefðu enn ekki verið afhent í heild sinni. Í því samhengi nefndi hann að gögn úr lánakerfi LÍN, e-LÍNu, og gögn úr eldra lánakerfi stofnunarinnar lægju ekki fyrir, og ekki heldur tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðað gætu kæranda. Kærandi hafnaði því að hann teldist ekki aðili að málum sem vörðuðu B. Hann hefði tekið á sig ábyrgð á tilteknum námslánum B á sínum tíma. Þar af leiðandi teldist hann hafa beina, verulega, sérstaka og lögvarða hagsmuni af úrlausn mála B og þar með af að fá aðgang að þeim upplýsingum sem vörðuðu mál B. Kærandi telur að í versta falli ætti hann rétt til aðgangs að gögnum sem vörðuðu mál B á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Kærandi hafnaði því að gagnabeiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hann vísaði sérstaklega til tölvupóstssamskipta LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðaði sig og B. Ekki yrði séð að leit að gögnum hvað þetta varðaði væri íþyngjandi fyrir stofnunina. Beiðnin væri enn fremur afmörkuð við málaskrárkerfi LÍN og þær upplýsingar sem þar væri að finna, annað hvort um sig eða B, en í afhentum gögnum væri ekki að sjá neitt úr slíku kerfi.<br /> <br /> Kærandi tók fram að upplýsingabeiðni sín væri ekki einskorðuð við gögn sem lytu að fyrningu krafna á hendur sér eða B, heldur einnig niðurfellingu mála hjá stofnuninni eða annað sem gæti haft áhrif á hagsmuni kæranda. Að lokum ítrekaði kærandi að afgreiðslu málsins yrði hraðað í ljósi yfirstandandi innheimtuaðgerða LÍN á hendur sér.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 24. apríl 2018, var kæran kynnt LÍN og frestur veittur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. LÍN var veittur viðbótarfrestur í málinu til og með 8. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, voru fyrri svör stofnunarinnar ítrekuð sem fram komu í erindi LÍN til kæranda frá 9. mars 2018. Hvað varðaði staðhæfingu kæranda að ekki hefðu öll gögn sem vörðuðu sig verið afhent var tekið fram að e-LÍN væri nýtt útlánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því kerfið var tekið í gagnið. Þá hefðu báðir aðilar notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Tölvupóstssamskiptum LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag taldi LÍN að skyldi ekki veita aðgang að með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fram kemur að bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Afrit af samskiptunum fylgdu erindi LÍN til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum um B ítrekaði LÍN fyrri sjónarmið sín um að kæranda hefði verið gefinn kostur á að afmarka gagnabeiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. LÍN bætti því svo við að ef kærandi afmarkaði beiðni sína nánar þyrfti stofnunin að meta hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda kynnt umsögn LÍN og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um gögn sem varða annars vegar hann sjálfan og hins vegar B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Fram hefur komið að kærandi gekkst á sínum tíma í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréf vegna námslána B hjá LÍN. Stofnunin höfðaði mál gegn kæranda vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda vegna fjárnáms fyrir kröfu LÍN á hendur kæranda, sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Í desember 2017 var kveðinn upp dómur í héraði þar sem ákvörðun sýslumanns var felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda aðfarargerðinni áfram.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrri hluta beiðni kæranda um gögn var óskað eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags sem beiðnin var sett fram. Voru þar m.a. nefnd tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, skráningarupplýsingar í málaskrá LÍN og önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni kæranda. Með svari LÍN fylgdu þau gögn sem lögð höfðu verið fram í dómsmáli LÍN gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur honum og nokkur bréf til kæranda úr innheimtukerfi stofnunarinnar. Var tekið fram í svarinu að með þessu teldi stofnunin sig hafa afhent öll gögn sem fyrir lægju hjá LÍN og vörðuðu kæranda allt aftur til ársins 2007. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kom fram að kæranda hefðu hvorki verið afhent gögn úr nýja lánakerfi LÍN, e-LÍNu, né úr eldra lánakerfi stofnunarinnar. Auk þess hefði hann ekki enn fengið aðgang að tölvupóstssamskiptum LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar, sem varðað gætu sig. Í umsögn LÍN kom fram að e-LÍN væri nýtt lánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því það var tekið í gagnið. Kom svo fram að báðir aðilar hefðu notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að afgreiðsla LÍN á beiðni kæranda um gögn varðandi hann sjálfan hafi verið fullnægjandi. Í svari stofnunarinnar til kæranda kom ekki fram hvort fyrir lægju tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar sem varðað gætu hagsmuni kæranda á því tímabili sem hann tiltók í beiðni sinni, og ef svo væri, hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Þess í stað fylgdu umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar tiltekin tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag, sem fram kom í umsögninni að skyldu undanþegin aðgangi kæranda á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki kom hins vegar fram hvort um væri að ræða öll tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélagið sem varðað gætu kæranda eða hvort aðeins væri um að ræða hluta af þeim. Í svari LÍN til kæranda var í engu minnst á tölvupóstssamskiptin. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að þeim á lægra stjórnsýslustigi telur úrskurðarnefndin sér ekki fært að leggja efnislegt mat á gögnin og mögulegan rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í svari LÍN komu hvorki fram upplýsingar um þau gögn sem gætu legið fyrir um kæranda í málaskrá stofnunarinnar né hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Hvað varðar önnur gögn í vörslum LÍN sem gætu varðað hagsmuni kæranda nefndi hann sérstaklega í kæru sinni að hann óskaði upplýsinga úr lánakerfum stofnunarinnar, bæði úr nýrri og eldri kerfum. Í umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar kom fram að eftir að nýtt lánakerfi hefði verið tekið í gagnið hefði kærandi ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni. Hins vegar var í engu vikið að því hvort finna mætti upplýsingar um kæranda í eldra lánakerfi LÍN, né hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að hægt væri að afhenda honum þær.<br /> <h2>3.</h2> Síðari hluti beiðni kæranda til LÍN varðaði aðgang að gögnum sem vörðuðu B. Orðalag beiðninnar var samhljóða þeim hluta hennar sem sneri að gögnum um kæranda sjálfan og LÍN taldi afmarkaðan með fullnægjandi hætti. LÍN taldi hins vegar ekki mögulegt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, að afmarka beiðni kæranda varðandi gögn B og veitti honum kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Kærandi var ósammála því að beiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð.<br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. sömu greinar segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við 15. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda um gögn sem varða B hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er í henni óskað allra gagna sem til eru hjá stofnuninni og varða B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Að auki er í framhaldinu útskýrt hvaða gögn komi til greina í því samhengi.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan kom fram í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, að taka yrði afstöðu til þess hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn um B með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, yrði beiðnin afmörkuð með fullnægjandi hætti. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefndin á að hér kann einnig að koma til skoðunar hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að einhverjum gagnanna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ef svo er myndi ekki reyna á takmarkanir á upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga heldur skv. 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda, bæði varðandi gögn um sjálfan sig og um B, hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir LÍN að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá afgreiðslu ber stofnuninni að fjalla um hvern og einn lið upplýsingabeiðninnar, taka afstöðu til þess hvaða gögn, ef nokkur, heyra undir viðkomandi lið og heimfæra álitaefnið undir viðeigandi ákvæði upplýsingalaga. Það sem athuga þarf sérstaklega er hvort tekin hafi verið afstaða til allra tölvupóstssamskipta við innheimtufélagið Gjaldskil ehf., og hugsanlega önnur innheimtufélög, eða einungis hluta þeirra, gagna um kæranda sem gætu legið fyrir í málaskrá stofnunarinnar og í eldra lánakerfi LÍN svo og gagna er varða B, sbr. umfjöllun um gögn þessi í tölul. 2 og 3 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggur að lokum áherslu á að meðferð málsins verði hraðað sem kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 3. október 2017, er vísað til Lánastofnunar íslenskra námsmanna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

777/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019

Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 777/2019 í máli ÚNU 18040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um afhendingu gagna sem vörðuðu annars vegar kæranda og hins vegar B.<br /> <br /> Með tölvupósti til LÍN, dags. 3. október 2017, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem vörðuðu sig og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags. Með því væri m.a. átt við tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, allar skráningar, nýskráningar, afskráningar og breytingar í málaskrá LÍN, og öll önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni sína, þ.m.t. um fyrningu krafna á hendur sér. Kærandi setti einnig fram samhljóða beiðni um gögn sem vörðuðu B. Tekið var fram að nauðsynlegt væri að gögnin bærust sem fyrst til að kærandi gæti haldið uppi fullnægjandi vörnum í dómsmáli LÍN á hendur sér. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2017.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. febrúar 2018, leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar LÍN á afgreiðslu beiðni sinnar um afhendingu gagna. Kæran var kynnt LÍN með bréfi, dags. 6. febrúar 2018, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í svarbréfi LÍN, dags. 9. mars 2018, var farið yfir beiðni kæranda um gögn frá 3. október 2017. Fyrri liður erindisins hefði snúið að gögnum sem vörðuðu kæranda sjálfan. Á sama tíma og erindi kæranda hefði borist LÍN hafi verið til meðferðar mál milli stofnunarinnar og kæranda fyrir héraðsdómstólum vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Lögmenn beggja aðila hefðu annast gagnaöflun í málinu og framlagningu þeirra gagna fyrir dómi. Meðfylgjandi svarbréfi LÍN væru að nýju öll þau gögn sem hafi verið lögð fram fyrir dómi, en einnig öll afrit af bréfum til kæranda sem send hefðu verið með sjálfvirkum hætti úr innheimtukerfi stofnunarinnar vegna innheimtu námslána og yfirlita til ábyrgðarmanns frá árinu 2007. Að auki fylgdi svarbréfinu nánar tilgreint erindi til kæranda auk yfirlits um framvindu skipta dánarbús. Þar með teldi LÍN sig hafa afhent kæranda öll gögn sem vörðuðu kæranda frá árinu 2007.<br /> <br /> LÍN nefndi í svarbréfi sínu að upp hefði komið misskilningur milli kæranda og LÍN varðandi beiðni um aðgang að gögnum, en gögn sem hafi verið til hjá stofnuninni varðandi umrætt mál sem sneru að kæranda og hefðu ekki verið lögð fram af öðrum hvorum aðila við meðferð málsins hjá sýslumanni hefðu verið lögð fram við meðferð málsins fyrir héraðsdómstólum. LÍN taldi því lögmenn aðila hafa séð um samskipti vegna umræddrar beiðni kæranda um afhendingu gagna og afgreiðslu hennar.<br /> <br /> Hvað varðaði síðari lið erindis kæranda, sem sneri að afhendingu gagna sem vörðuðu B, væri ljóst að kærandi nyti ekki aðildar að málum sem vörðuðu B í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri hins vegar skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál. Í samræmi við 1. mgr. 15. gr. sömu laga skyldi sá sem færi fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga teldi LÍN ekki mögulegt að afmarka beiðni kæranda og yrði honum því veittur kostur á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Til að hægt væri að afgreiða beiðni yrði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að hægt væri að finna þau mál sem upplýsinga væri óskað um, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá.<br /> <br /> Í kjölfarið var mál kæranda hjá úrskurðarnefndinni fellt niður með bréfi, dags. 12. mars 2018, þar sem erindi kæranda hefði verið svarað af LÍN og því ekki tilefni fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu. Kæranda var leiðbeint um að teldi hann að sér hefði ranglega verið synjað um aðgang að gögnum þyrfti hann að kæra synjunina sérstaklega til nefndarinnar og yrði málið þá tekið fyrir sem nýtt kærumál.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2018, tók kærandi fram að þau gögn sem hann hafi upphaflega farið fram á hefðu enn ekki verið afhent í heild sinni. Í því samhengi nefndi hann að gögn úr lánakerfi LÍN, e-LÍNu, og gögn úr eldra lánakerfi stofnunarinnar lægju ekki fyrir, og ekki heldur tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðað gætu kæranda. Kærandi hafnaði því að hann teldist ekki aðili að málum sem vörðuðu B. Hann hefði tekið á sig ábyrgð á tilteknum námslánum B á sínum tíma. Þar af leiðandi teldist hann hafa beina, verulega, sérstaka og lögvarða hagsmuni af úrlausn mála B og þar með af að fá aðgang að þeim upplýsingum sem vörðuðu mál B. Kærandi telur að í versta falli ætti hann rétt til aðgangs að gögnum sem vörðuðu mál B á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Kærandi hafnaði því að gagnabeiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hann vísaði sérstaklega til tölvupóstssamskipta LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðaði sig og B. Ekki yrði séð að leit að gögnum hvað þetta varðaði væri íþyngjandi fyrir stofnunina. Beiðnin væri enn fremur afmörkuð við málaskrárkerfi LÍN og þær upplýsingar sem þar væri að finna annað hvort um sig eða B, en í afhentum gögnum væri ekki að sjá neitt úr slíku kerfi.<br /> <br /> Kærandi tók fram að upplýsingabeiðni sín væri ekki einskorðuð við gögn sem lytu að fyrningu krafna á hendur sér eða B, heldur einnig niðurfellingu mála hjá stofnuninni eða annað sem gæti haft áhrif á hagsmuni kæranda. Að lokum ítrekaði kærandi að afgreiðslu málsins yrði hraðað í ljósi yfirstandandi innheimtuaðgerða LÍN á hendur sér.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt LÍN og frestur veittur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. LÍN var veittur viðbótarfrestur í málinu til og með 8. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, voru fyrri svör stofnunarinnar ítrekuð sem fram komu í erindi LÍN til kæranda frá 9. mars 2018. Hvað varðaði staðhæfingu kæranda að ekki hefðu öll gögn sem vörðuðu sig verið afhent var tekið fram að e-LÍN væri nýtt útlánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því kerfið var tekið í gagnið. Þá hefðu báðir aðilar notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Tölvupóstssamskiptum LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag taldi LÍN að skyldi ekki veita aðgang að með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fram kemur að bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Afrit af samskiptunum fylgdu erindi LÍN til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum um B ítrekaði LÍN fyrri sjónarmið sín um að kæranda hefði verið gefinn kostur á að afmarka gagnabeiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. LÍN bætti því svo við að ef kærandi afmarkaði beiðni sína nánar þyrfti stofnunin að meta hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda kynnt umsögn LÍN og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 28. maí 2018, áréttaði hann vegna röksemdar LÍN að takmarka skyldi aðgang að gögnum sem vörðuðu samskipti LÍN og nánar tilgreinds innheimtufélags á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, að hann óskaði fyrst og fremst eftir aðgangi að samskiptum sem áttu sér stað áður en dómsmál var höfðað eða kom til athugunar. Beiðni kæranda væri ekki takmörkuð við ákveðið ártal heldur öll þau samskipti sem hefðu að geyma upplýsingar sem gætu varðað hagsmuni kæranda. Í dæmaskyni nefndi hann tölvupóstssamskipti milli B og Gjaldskila ehf. frá árinu 2014, vegna vitneskju um að einn ábyrgðarmaður að námslánum B væri enn skráður á vanskilaskrá þrátt fyrir fyrningu kröfunnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um gögn sem varða annars vegar hann sjálfan og hins vegar B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Fram hefur komið að kærandi gekkst á sínum tíma í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréf vegna námslána B hjá LÍN. Stofnunin höfðaði mál gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda vegna fjárnáms fyrir kröfu LÍN á hendur kæranda, sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Í desember 2017 var kveðinn upp dómur í héraði þar sem ákvörðun sýslumanns var felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda aðfarargerðinni áfram.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrri hluta beiðni kæranda um gögn var óskað eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags sem beiðnin var sett fram. Voru þar m.a. nefnd tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, skráningarupplýsingar í málaskrá LÍN og önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni kæranda. Með svari LÍN fylgdu þau gögn sem lögð höfðu verið fram í dómsmáli LÍN gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur honum, nokkur bréf til kæranda úr innheimtukerfi stofnunarinnar og tvö erindi til viðbótar. Var tekið fram í svarinu að með þessu teldi stofnunin sig hafa afhent öll gögn sem fyrir lægju hjá LÍN og vörðuðu kæranda allt aftur til ársins 2007. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kom fram að kæranda hefðu hvorki verið afhent gögn úr nýja lánakerfi LÍN, e-LÍNu, né úr eldra lánakerfi stofnunarinnar. Auk þess hefði hann ekki enn fengið aðgang að tölvupóstssamskiptum LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar, sem varðað gætu sig. Í umsögn LÍN kom fram að e-LÍN væri nýtt lánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því það var tekið í gagnið. Kom svo fram að báðir aðilar hefðu notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að afgreiðsla LÍN á beiðni kæranda um gögn varðandi hann sjálfan hafi verið fullnægjandi. Í svari stofnunarinnar til kæranda kom ekki fram hvort fyrir lægju tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar sem varðað gætu hagsmuni kæranda á því tímabili sem hann tiltók í beiðni sinni, og ef svo væri, hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Þess í stað fylgdu umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar tiltekin tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag, sem fram kom í umsögninni að skyldu undanþegin aðgangi kæranda á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki kom hins vegar fram hvort um væri að ræða öll tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélagið sem varðað gætu kæranda eða hvort aðeins væri um að ræða hluta af þeim. Í svari LÍN til kæranda var í engu minnst á tölvupóstssamskiptin. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að þeim á lægra stjórnsýslustigi telur úrskurðarnefndin sér ekki fært að leggja efnislegt mat á gögnin og mögulegan rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í svari LÍN komu ekki fram upplýsingar um þau gögn sem gætu legið fyrir um kæranda í málaskrá stofnunarinnar og hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Hvað varðar önnur gögn í vörslum LÍN sem gætu varðað hagsmuni kæranda nefndi hann sérstaklega í kæru sinni að hann óskaði upplýsinga úr lánakerfum stofnunarinnar, bæði úr nýrri og eldri kerfum. Í umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar kom fram að eftir að nýtt lánakerfi hefði verið tekið í gagnið hefði kærandi ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni. Hins vegar var í engu vikið að því hvort finna mætti upplýsingar um kæranda í eldra lánakerfi LÍN, og hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að hægt væri að afhenda honum þær.<br /> <h2>3.</h2> Síðari hluti beiðni kæranda til LÍN varðaði aðgang að gögnum sem vörðuðu B. Orðalag beiðninnar var samhljóða þeim hluta hennar sem sneri að gögnum um kæranda sjálfan og LÍN taldi afmarkaðan með fullnægjandi hætti. LÍN taldi hins vegar ekki mögulegt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, að afmarka beiðni kæranda varðandi gögn B og veitti honum kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Kærandi var ósammála því að beiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð.<br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. sömu greinar segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við 15. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að til þess að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda um gögn sem varða B hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er í henni óskað allra gagna sem til eru hjá stofnuninni og varða B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Að auki er í framhaldinu útskýrt hvaða gögn komi til greina í því samhengi.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan kom fram í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, að taka yrði afstöðu til þess hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn um B með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, yrði beiðnin afmörkuð með fullnægjandi hætti. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefndin á að hér kunni einnig að koma til skoðunar hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að einhverjum gagnanna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ef svo væri myndi ekki reyna á takmarkanir á upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga heldur skv. 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda, bæði varðandi gögn um sjálfan sig og um B, hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir LÍN að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá afgreiðslu ber stofnuninni að fjalla um hvern og einn lið upplýsingabeiðninnar, taka afstöðu til þess hvaða gögn, ef nokkur, heyra undir viðkomandi lið og heimfæra álitaefnið undir viðeigandi ákvæði upplýsingalaga. Það sem athuga þarf sérstaklega er hvort tekin hafi verið afstaða til allra tölvupóstssamskipta við innheimtufélagið Gjaldskil ehf., og hugsanlega önnur innheimtufélög, eða einungis hluta þeirra, gagna um kæranda sem gætu legið fyrir í málaskrá stofnunarinnar og í eldra lánakerfi LÍN svo og gagna sem varða B, sbr. umfjöllun um gögn þessi í tölul. 2 og 3 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggur að lokum áherslu á að meðferð málsins verði hraðað sem kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 3. október 2017, er vísað til Lánastofnunar íslenskra námsmanna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

776/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019

Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar að synja kæranda um aðgang að gögnum vegna gistihúss sem rekið væri í næsta húsi við kæranda. Synjun Borgarbyggðar var m.a. byggð á 9. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi hélt því fram að um rétt sinn til aðgangs að gögnunum færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila máls. Úrskurðarnefndin fór yfir gagnabeiðni kæranda og komst að þeirri niðurstöðu að um rétt kæranda til aðgangs að þeim færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga. Slíkur ágreiningur yrði ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 12. mars 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 776/2019 í máli ÚNU 17120005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. desember 2017, kærði A synjun sveitarfélagsins Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Mál þetta tengist leyfisveitingum Borgarbyggðar fyrir breytingum á húsnæði að [Y-götu nr. X] í Borgarnesi, en kærandi hefur aðsetur að [Y-götu nr. Z]. Haustið 2016 bárust sveitarfélaginu tvö erindi frá kæranda. Annað erindið, dags. 5. október 2016, var sent skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem óskað var eftir afritum ýmissa gagna. Hitt erindið, dags. 9. október 2016, var sent sveitarstjóra Borgarbyggðar en þar var óskað upplýsinga um erindi kæranda til sveitarfélagsins á tilteknu tímabili. Svari sem kæranda barst frá sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 25. október 2016, fylgdu flest þau gögn sem kærandi hafði farið fram á en hluti þeirra var ekki afhentur því gögnin töldust ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var kæranda í því sambandi bent á kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. V. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. nóvember 2016, ítrekaði kærandi beiðni sína um framangreindar upplýsingar. Þar sem þær tengdust stjórnsýslumálum sem kærandi hefði stofnað til hjá sveitarfélaginu ætti hann rétt á þeim á grundvelli upplýsingaréttar aðila máls sem mælt er fyrir um í 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Upplýsingalög ættu ekki við í þessu máli. Kærandi ítrekaði svo beiðni um ýmis önnur gögn og upplýsingar sem hann hafði óskað eftir aðgangi að en hefðu enn ekki borist honum frá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Erindi kæranda var lagt fyrir fund byggðarráðs Borgarbyggðar 17. nóvember 2016 og sveitarstjóra falið að svara því. Í bréfi sveitarstjóra, dags. 13. desember 2016, var farið yfir erindið og hverju atriði þess svarað. Kom þar fram hvaða gögn hefðu þegar verið afhent og hvaða erindi væru í vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Einnig kom fram að tilgreind erindi til skipulags- og byggingarfulltrúa, sem nú hefði látið af störfum, hefðu ekki verið skráð hjá sveitarfélaginu og væri því ekki hægt að bregðast við þeim. Kæranda var bent á þann möguleika að endursenda erindin til sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í bréfinu var beiðni kæranda um afhendingu gagna og samskipta byggingarfulltrúa sveitarfélagsins við lögmannsstofuna Pacta lögmenn hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda um afrit af öllum tölvubréfum og bréflegum samskiptum frá 2013 til og með 2016 og þá sérstaklega frá 24. september 2015 til 1. nóvember 2016, á milli sveitarfélagsins og forráðamanna […], gistihússins sem rekið er í næsta húsi við kæranda að [Y-götu nr. X], var einnig hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 15. gr. laganna vegna umfangs erindisins. Leiðbeint var um að synjun um afhendingu gagna væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með bréfi til byggðarráðs Borgarbyggðar, dags. 11. janúar 2017, kvartaði kærandi yfir því að beiðni sín um aðgang að gögnum hefði verið afgreidd á grundvelli upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Fór hann fram á að fulltrúar byggðarráðs sæju til þess að sveitarfélaginu yrði gert að afgreiða þau gögn er um ræddi á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Á fundi byggðarráðs 26. janúar 2017 var afgreiðslu erindis kæranda frestað, en sveitarstjóra falið að undirbúa svar við því.<br /> <br /> Í bréfi til kæranda, dags. 2. febrúar 2017, kom fram að byggðarráð hygðist ekki taka afstöðu til túlkunar sveitarstjóra á því hvaða lög ættu við í málinu. Hins vegar teldi byggðarráð að hvort sem upplýsingalög eða stjórnsýslulög ættu við myndi það leiða til sömu niðurstöðu, þ.e. að synja kæranda um aðgang að gögnum með vísan til umfangs beiðninnar og einkahagsmuna annarra. Byggðarráð styddi því ákvörðun sveitarstjóra um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Bréfið var undirritað af formanni byggðarráðs. Með erindi til umboðsmanns Alþingis, dags. 19. febrúar 2017, kvartaði kærandi m.a. yfir því að Borgarbyggð hefði ekki afgreitt beiðni sína um gögn á réttum lagagrundvelli.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. apríl 2017, benti kærandi á að ekki væri að sjá af fundargerðum byggðarráðs að ráðið hefði samþykkt svör formanns þess eða falið honum að svara kæranda og setti hann fram þá kröfu að byggðarráð afgreiddi erindi hans. Ítrekaði kærandi erindi sitt bréflega í júní og júlí sama ár.<br /> <br /> Með bréfi til Borgarbyggðar, dags. 10. október 2017, bað kærandi í fyrsta lagi um aðgang að bréfi frá Pacta lögmönnum sem lagt hafði verið fram á fundi byggðarráðs 4. október 2017 í tengslum við stjórnsýslukæru vegna [Y-götu nr. X]. Í öðru lagi bað hann um afrit allra bréfa, tölvupósta og upplýsinga um öll skráð samskipti Borgarbyggðar við eigendur […] frá ársbyrjun 2013 til 10. október 2017, sem sneru að [Y-götu nr. X og Y] í Borgarnesi. Í þriðja lagi bað hann um öll skráð samskipti og afrit allra tölvupósta og skjala sem tengdust samskiptum Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 31. október 2017, þar sem upp voru talin gögn í átta tölusettum liðum. Fylgdi afrit gagnanna svarbréfinu til kæranda.<br /> <br /> Með bréfi sveitarstjóra til kæranda, dags. 4. desember 2017, var vísað til erindis kæranda frá 18. apríl 2017 þar sem dregið hafði verið í efa að byggðarráð hefði samþykkt svör formanns ráðsins sem fram komu í erindi til kæranda frá 2. febrúar 2017. Fram kom að byggðarráð hefði bókað sérstaklega um athugasemdir kæranda á fundi sínum 23. nóvember 2017, á þá leið að þau sjónarmið sem fram hefðu komið í erindi til kæranda frá 2. febrúar 2017 og undirritað var af formanni byggðarráðs, nytu stuðnings ráðsins. Kom og fram í bréfi sveitarstjóra 4. desember 2017 að bréf hans væri ritað í framhaldi af og til staðfestingar á nefndri afgreiðslu ráðsins. Væru fyrri svör til kæranda ítrekuð.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. desember 2017, kemur fram að kæran sé lögð fram í samræmi við ábendingu umboðsmanns Alþingis til að kanna hvort málið sé tækt til úrskurðar hjá nefndinni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. janúar 2018, var Borgarbyggð kynnt kæran og veittur frestur til 19. janúar 2018 til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni Borgarbyggðar var fresturinn framlengdur til og með 15. febrúar 2018.<br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 15. febrúar 2018, gagnrýndi sveitarfélagið kæruna í málinu, sem væri óskýr og ruglingsleg, auk þess sem í henni kæmi ekki fram hvaða gögn væri farið fram á. Af þeirri ástæðu væri sveitarfélaginu erfitt að taka til varna. Hvað varðaði bréf kæranda til Borgarbyggðar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað hefði verið eftir tilteknum gögnum var tekið fram að erindinu hefði ekki enn verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. Af þeirri ástæðu væri ótímabært af hálfu kæranda að fara fram á að úrskurðarnefnd úrskurðaði um afhendingu þeirra gagna.<br /> <br /> Því næst var í umsögninni tekið fram að kæranda hafi láðst að tiltaka í kæru sinni að í svari frá sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 13. desember 2016, við bréfi kæranda frá 6. nóvember 2016 hafi verið farið yfir öll eldri erindi kæranda og þeim svarað sem ekki hafði áður verið svarað. Sveitarfélagið teldi því að kærandi hefði þegar móttekið allar þær upplýsingar og gögn sem vörðuðu málið. Hvað varðaði þau gögn sem sveitarstjóri synjaði kæranda um aðgang að hafi honum verið leiðbeint um kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í stað þess að leita til nefndarinnar hafi kærandi hins vegar kvartað til byggðarráðs sveitarfélagsins og umboðsmanns Alþingis. Sveitarfélagið legði áherslu á það að afstaða þess til ágreiningsefnisins sem fram kom í bréfi til kæranda 13. desember 2016 hefði ekki breyst. Það væri því ekki rétt að í bréfi sveitarstjóra, dags. 4. desember 2017, hefði komið fram ný niðurstaða í málinu. Þegar kærandi hafi loksins lagt fram kæru til úrskurðarnefndar, dags. 28. desember 2017, hafi því verið liðið meira en ár frá því honum var kynnt ákvörðun sveitarfélagsins um að hafna kröfu hans um aðgang að gögnum. Kæran hafi þar af leiðandi ekki borist nefndinni innan lögboðins kærufrests, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sveitarfélagið vakti jafnframt athygli á því að kærandi hefði, samhliða þeirri kæru sem hér væri til umfjöllunar, sent samhljóða kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Teldi sveitarfélagið að lögum samkvæmt gæti kærandi ekki verið með sama úrlausnarefnið til úrlausnar fyrir tveimur kærunefndum í einu. Í ljósi framangreindra atriða teldi sveitarfélagið eðlilegt að kannað yrði hvort kærunni skyldi vísa frá, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Hvað varðaði efnislega umfjöllun um atriði kærunnar teldi sveitarfélagið að hún ætti að einskorðast við tvö atriði. Fyrra atriðið varðaði beiðni kæranda um ljósrit allra tölvusamskipta eigenda […] vegna [Y-götu nr. X] frá 2013 til og með 2016 og viðbótarbeiðni um afrit allra tölvubréfa og bréflegra samskipta forráðamanna […], eða fulltrúa þess, við stjórnsýslu Borgarbyggðar frá 24. september 2015 til 1. nóvember 2016. Kæranda var synjað um aðgang að gögnunum á grundvelli 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið teldi að samskipti eigenda gistihússins við stjórnsýslu sveitarfélagsins væru einkamál viðkomandi aðila. Breytingar innanhúss í fasteign vörðuðu nágranna engu og því hefðu nágrannar enga hagsmuni af því að fá gögn tengd breytingunum afhent.<br /> <br /> Sveitarfélagið taldi beiðni kæranda of umfangsmikla. Til að verða við beiðni kæranda þyrfti sveitarfélagið að kanna tölvupósthólf allra starfsmanna sinna. Við slíka yfirferð þyrfti að virða persónuvernd starfsmannanna, en óheimilt væri fyrir vinnuveitanda að skoða pósthólf starfsmanna án þeirra samþykkis. <br /> <br /> Síðara atriðið sem sveitarfélagið taldi að efnisleg umfjöllun um kæruna ætti að einskorðast við varðaði beiðni kæranda um aðgang að afritum allra gagna og samskipta byggingarfulltrúa sveitarfélagsins við lögmannsstofuna Pacta frá 1. september 2015 til 30. júní 2016 o.fl. Þeirri beiðni hefði einnig verið hafnað með vísan til 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið teldi samskipti viðkomandi lögmanns og byggingarfulltrúa bæjarins vera einkamál. Þar sem lögmannsstofan ynni ýmiss konar verk fyrir sveitarfélagið og krafa kæranda næði til allra samskipta viðkomandi aðila yrði ekki séð að öll þau gögn sem kærandi krefðist aðgangs að vörðuðu meinta hagsmuni hans. <br /> <br /> Einnig teldi sveitarfélagið að samskipti lögmannsins og byggingarfulltrúans væru að stórum hluta vinnugögn, sem fælu ekki í sér endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu málsins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga. Lögmaður veitti lögfræðilega ráðgjöf með sama hætti og bæjarlögmaður myndi gera í stærri sveitarfélögum, en ráðgjöf bæjarlögmanns í formi minnisblaða eða tölvupósta myndi teljast til vinnugagna.<br /> <br /> Loks nefndi sveitarfélagið að ákvæði dönsku stjórnsýslulaganna, sem stjórnsýslulög nr. 37/1993 hafi að stórum hluta verið byggð á, um bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða aðila hafi verið túlkað þannig af umboðsmanni danska þjóðþingsins að ákvæðið skyldi ná til bréfaskipta sem vörðuðu lögfræðileg álitaefni, óháð því hvort bein tengsl væru milli bréfaskiptanna og fyrirhugaðs dómsmáls. Teldi sveitarfélagið eðlilegt að efnislega samrýmanleg ákvæði stjórnsýslulaga hérlendis yrðu túlkuð með sama hætti og dönsku stjórnsýslulögin. Sömu sjónarmið hlytu jafnframt að gilda við túlkun á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. febrúar 2018, var kæranda kynnt umsögn Borgarbyggðar, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með tölvupóstum, dags. 17. september 2018, bárust úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í málinu.<br /> <br /> Með erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. september 2018, var úrskurðarnefnd um upplýsingamál tjáð að kveðinn hefði verið upp úrskurður nefndarinnar í máli fyrir þeirri nefnd. Kærandi í málinu væri hinn sami og í þessu máli og sama beiðni um aðgang að gögnum hefði verið til umfjöllunar. Var niðurstaða nefndarinnar að leggja fyrir Borgarbyggð að taka beiðni kæranda um gögn frá 10. október 2017 til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar, þar sem henni hefði ekki enn verið svarað. Að öðru leyti var málinu vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 27. september 2018, var úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýst um það að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefði Borgarbyggð haft samband við nefndina og tjáð henni að erindi kæranda frá 10. október 2017 hefði í reynd verið svarað og honum send tiltekin gögn. Að sögn úrskurðarnefndarinnar væri það þvert á fullyrðingar lögmanns sveitarfélagsins sem fram kæmu í greinargerð hans. Sveitarfélagið hefði í samræmi við þetta óskað eftir því að málið yrði endurskoðað.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. október 2018, var úrskurðarnefndinni sent erindi Borgarbyggðar til kæranda, dags. 31. október 2017, og afrit þeirra gagna sem fylgdu svarinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað að nýju upp úrskurð í máli kæranda 20. desember 2018, þar sem nefndin afturkallaði úrskurð sinn frá 21. september 2018 á grundvelli 1. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fyrri úrskurður byggði ranglega á því að erindi kæranda frá 10. október 2017 hefði ekki verið svarað. Úrskurðarnefndin taldi að svar sveitarfélagsins við erindinu, dags. 31. október 2017, teldist ekki vera fullnægjandi þar sem ekki fælist í svarinu afstaða til alls erindis kæranda. Í samræmi við það var niðurstaða nefndarinnar sú að leggja fyrir Borgarbyggð að taka til afgreiðslu án ástæðulauss dráttar þann hluta erindis kæranda frá 10. október 2017 um aðgang að gögnum sem fram kæmi í annarri efnisgrein erindisins. Að öðru leyti var málinu vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með bréfi sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 4. janúar 2019, var kæranda svarað í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hverjum lið erindis kæranda frá 10. október 2017 var svarað og honum látin í té afrit þeirra gagna sem fyrir lágu hjá sveitarfélaginu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða gistihús að [Y-götu nr. X] í Borgarnesi, en kærandi hefur aðsetur að [Y-götu nr. Z]. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að tilteknum gögnum á grundvelli 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi heldur því fram að um rétt sinn til aðgangs að gögnunum fari eftir stjórnsýslulögum, nánar tiltekið 15. gr. þeirra, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila máls.<br /> <br /> Mál þetta á sér nokkra forsögu. Kærandi hefur þrívegis lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitinga Borgarbyggðar fyrir breytingum á húsnæði að [Y-götu nr. X]. Nýjasti úrskurðurinn var kveðinn upp 21. september 2018 í kærumáli nr. 93/2017, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Borgarbyggð um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi til að útbúa þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð [Y-götu nr. X] og breyta annarri hæð.<br /> <h2>2.</h2> Kærandi gerði kröfu um afhendingu ýmissa gagna á grundvelli stjórnsýslulaga í bréfi sínu til Borgarbyggðar 6. nóvember 2016. Hluta þeirrar kröfu var synjað af sveitarstjóra með bréfi, dags. 13. desember 2016, með vísan til 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Því mótmælti kærandi með bréfi, dags. 11. janúar 2017, og var því svarað af formanni byggðaráðs með bréfi, dags. 2. febrúar 2017, þar sem tekið var undir sjónarmið sveitarstjóra. Verður litið svo á að í bréfi kæranda frá 11. janúar hafi falist endurupptökubeiðni samkvæmt yfirskrift þess og að henni hafi verið hafnað með bréfi formannsins frá 2. febrúar 2017. Hélt þá sá kærufrestur áfram að líða sem hófst þegar ákvörðun sveitarstjóra um að synja kæranda um aðgang að gögnum, dags. 13. desember 2016, var tilkynnt kæranda, sbr. 4. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þó að niðurstaðan yrði sú að um gagnabeiðni kæranda frá 6. nóvember 2016 færi eftir upplýsingalögum er ljóst að þegar kæra barst til úrskurðarnefndarinnar 27. desember 2017 var kærufrestur vegna efnislegrar afgreiðslu sveitarstjórans frá 13. desember 2016 liðinn, en samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er hann 30 dagar frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga er jafnframt óheimilt að sinna kæru sem berst meira en ári eftir að ákvörðun var tilkynnt aðila. Þar sem kæran barst nefndinni rúmu ári síðar verður afgreiðsla sveitarfélagsins á beiðni kæranda frá 6. nóvember 2016 ekki tekin til frekari skoðunar.<br /> <h2>3.</h2> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 10. október 2017 var svarað af sveitarstjóra Borgarbyggðar 31. október 2017. Í svarinu voru tilgreind í átta liðum sjö bréf og einn tölvupóstur og afrit þeirra látin kæranda í té. Í fyrsta töluliðnum var tilgreint bréf það sem kærandi fór fram á í fyrstu efnisgrein sinni. Þar sem kærandi hafði fengið bréfið afhent þegar kæra barst úrskurðarnefndinni verður sá liður beiðninnar ekki tekinn til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar. Í töluliðum 2-8 voru talin upp samskipti milli Borgarbyggðar og forráðamanna hins umdeilda gistihúss, sem farið var fram á af hálfu kæranda í annarri efnisgrein erindis hans. Hins vegar fylgdu svarinu engar frekari skýringar og var hvorki tiltekið hvort öll umbeðin gögn væru afhent né færður rökstuðningur fyrir því ef svo hefði ekki verið, sbr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Gat svar sveitarfélagsins til kæranda því ekki talist vera fullnægjandi, enda fólst ekki í því afstaða til alls erindis hans. Í því sambandi er rétt að benda á að kærandi bað ekki einungis um afrit allra bréfa og tölvupósta heldur líka um upplýsingar um öll skráð samskipti Borgarbyggðar við eigendur […] frá ársbyrjun 2013 til 10. október 2017. Að auki fór kærandi í þriðju efnisgrein erindis síns fram á gögn í tengslum við samskipti Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Sveitarfélagið tók heldur ekki afstöðu til þess liðar erindisins í svari sínu til kæranda.<br /> <br /> Þótt kæranda hafi verið svarað með bréfi, dags. 4. janúar 2019, hafði þeim hluta beiðninnar sem ekki hafði verið tekin afstaða til í bréfi Borgarbyggðar frá 31. október 2017 ekki enn verið svarað þegar kæra þessi barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þar sem ekki lá fyrir synjun um þann hluta erindisins á kærufresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga ekki við og verður málinu því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeirri ástæðu að kæran hafi verið of seint fram komin.<br /> <h2>4.</h2> Beiðni kæranda í erindi sínu frá 10. október 2017 hljóðaði m.a. á um afrit allra bréfa og tölvupósta, sem og upplýsingar um önnur samskipti sveitarfélagsins við eigendur gistihússins að [Y-götu nr. X]. Á þeim tíma var hann aðili að kærumáli nr. […] fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sem varðar sama mál og upplýsingabeiðni hans varðaði að hluta eða í heild. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. […], sem varðar aðgang kæranda að sömu gögnum og til umfjöllunar eru í þessu máli, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi teldist aðili málsins á sveitarstjórnarstigi í skilningi 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og ætti rétt til aðgangs að gögnum á þeim grundvelli. Um þetta segir orðrétt í úrskurðinum:<br /> <br /> „Ákvarðanir þær sem kærandi hefur kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eru til komnar vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á umsóknum um byggingarleyfi vegna húss á næstu lóð við kæranda. Þegar sótt er um byggingarleyfi til sveitarfélags er almennt sá einn aðili málsins sem sækir um leyfið. Hins vegar er ljóst að veiting byggingarleyfis getur snert lögvarða hagsmuni annarra aðila, einkum nágranna, og hefur kæranda verið játuð kæruaðild á þeim grundvelli að málum fyrir úrskurðarnefndinni vegna ákvarðana um slíkar leyfisveitingar, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í nefndri lagagrein er kæruréttur til úrskurðarnefndarinnar bundinn við lögvarða hagsmuni rétt eins og almennt er gerð krafa um í stjórnsýslurétti og vísað er til í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að stjórnsýslulögum. Verður með hliðsjón af framangreindu að telja kæranda einnig aðila máls á sveitarstjórnarstigi í skilningi 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og á hann þar með rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er varða þær þrjár afgreiðslur sem síðar var skotið til úrskurðarnefndarinnar.“<br /> <br /> Kærandi fór í erindi sínu frá 10. október 2017 einnig fram á upplýsingar um öll skráð samskipti og afrit allra tölvupósta sem tengdust samskiptum Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Það kærumál er til meðferðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en kærandi í því máli er hinn sami og í þessu máli. Kæran lýtur að ákvörðun Sýslumannsins á Vesturlandi um að synja kröfu kæranda um að fella úr gildi útgefið leyfi til […] til reksturs á gistiþjónustu í fjórum íbúðum við [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Þar sem kærandi nýtur aðildar að því kærumáli fer um rétt hans til aðgangs að gögnum í tengslum við það mál eftir 15. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Af öllu framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá Borgarbyggð fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga. Slíkur ágreiningur verður ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er því óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 27. desember 2017, vegna afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um afhendingu gagna.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

775/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019

Heilbrigðisstofnun Suðurlands krafðist frestunar réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 772/2019 á meðan mál yrði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir röksemdir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir kröfunni og komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði ákvæðisins væru ekki uppfyllt. Kröfunni var því hafnað.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 12. mars 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 775/2019 í máli ÚNU 19020003. <br /> <h2>Krafa um frestun réttaráhrifa og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. febrúar 2019, gerði A lögmaður þá kröfu, f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 772/2019 í máli nr. ÚNU 18040011, sem kveðinn var upp 31. janúar 2019, með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda hygðist HSU bera úrskurðinn undir dómstóla í samræmi við ákvæði 2. mgr. sömu greinar. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að HSU bæri að veita B lækni aðgang að tveimur tilkynningum sem bárust stofnuninni um meint ástand hans í útkalli.<br /> <br /> Í erindinu kemur fram að af hálfu stofnunarinnar sé vísað til þess að málið varði mikilvæga einkahagsmuni, annarra en B, sem kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti ef aðgangur verði veittur að umbeðnum gögnum í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu að verða skýrð af dómstólum. Stofnunin bendir á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 577/2015 máli sínu til stuðnings. Þá bendir stofnunin á að ekki fáist séð að mál sem þetta hafi áður komið til kasta dómstóla.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. febrúar 2019, var C lögmanni, f.h. B, gefinn kostur á að senda umsögn um kröfuna og koma að rökstuðningi. Í umsögninni, dags. 14. febrúar 2019, er vísað til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga og skýringa við ákvæðið í athugasemdum við frumvarpið sem varð að upplýsingalögum um að líta beri á ákvæðið sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. B fái ekki séð að þær kringumstæður séu fyrir hendi í þessu máli að skilyrði til frestunar réttaráhrifa séu uppfyllt.<br /> <br /> B minnir á að atvik málsins hafi átt sér stað fyrir fjórum árum. Meðferð málsins fyrir dómstólum muni taka a.m.k. 12-18 mánuði og tefja málið enn frekar. Úrskurð úrskurðarnefndar í máli nr. 577/2015 telur B ekki hafa fordæmisgildi í þessu máli þar sem kringumstæður séu allt aðrar.<br /> <br /> Þeirri fullyrðingu HSU að mikilvægir einkahagsmunir annarra en B kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti mótmælir hann sérstaklega. Öll meðferð HSU á máli B hafi verið með þeim hætti að honum sjálfum hafi aldrei verið sýnd nein tillitssemi og einkahagsmunir hans virtir að vettugi, sbr. niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í áliti hans í máli nr. 8715/2015. Meðal annars hafi það verið vinnubrögð HSU í máli B sem leiddu til þess að umboðsmaður Alþingis sá ástæðu til að funda með embætti landlæknis um þörf á verklagsreglum í sambærilegum málum. Atvik B varð þess einnig valdandi að hann sá sér ófært að halda áfram störfum hjá HSU; loforð um að hann fengi 100% stöðu hjá stofnuninni að nýju eftir að hafa tímabundið farið í 75% stöðu var ekki virt af yfirmönnum stofnunarinnar. B átti því ekki annarra kosta völ en að hætta störfum og fá fullt starf annars staðar. <br /> <br /> B heldur því fram að ef heilbrigðisstarfsmaður í útkalli telur að annar heilbrigðisstarfsmaður á staðnum sé í annarlegu ástandi beri honum að grípa strax inn í, bæði vegna öryggis sjúklingsins en einnig til að gefa viðkomandi starfsmanni kost á að láta reyna á hvort ástand hans sé í raun annarlegt. Með því að tilkynna um það eftir á, líkt og í þessu máli, sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður að bregðast starfsskyldum sínum.<br /> <br /> B gerir athugasemd við þá röksemd HSU að ef sá sem tilkynnir í máli af því tagi sem hér um ræðir njóti ekki nafnleyndar muni hann veigra sér við upplýsingagjöfinni. Í 1. mgr. 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 sé skýrt kveðið á um að heilbrigðisstarfsmanni sé óheimilt að starfa undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Í 2. mgr. 13. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 komi svo fram að ef grunur leiki á um að heilbrigðisstarfsmaður sé undir áhrifum áfengis eða vímuefna við störf sín sé landlækni heimilt að krefjast þess að hann gangist þegar í stað undir nauðsynlegar rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Samkvæmt þessum ákvæðum eigi heilbrigðisstarfsmaður að hafa þá skynsemi að tilkynna tafarlaust um meint ástand samstarfsmanns og að löggjafinn hafi litið svo á að þá tilkynningarskyldu þyrfti hvorki að orða sérstaklega né veita þeim sem tilkynnti nafnleynd.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2019, var HSU kynnt umsögn í málinu og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kröfu sinnar. Í athugasemdum HSU, dags. 6. mars 2019, er fordæmisgildi úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 577/2015 ítrekað því að þar hafi reynt á kringumstæður þar sem aðilar veittu upplýsingar í trausti þess að þeir nytu nafnleyndar. Féllst nefndin á að fresta réttaráhrifum úrskurðarins þar sem ætla mátti að loforð stjórnvalds um trúnað hefði haft áhrif á upplýsingagjöf viðkomandi aðila.<br /> <br /> Stofnunin hafnar þeim rökum B að öllum heilbrigðisstarfsmönnum beri skilyrðislaust og án tafar að gera athugasemdir á vettvangi við aðra heilbrigðisstarfsmenn hafi þeir grunsemdir um að háttsemi samstarfsmanna sinna sé brotleg gagnvart lögum. Þeim rökum B er einnig hafnað sem byggjast á því að þeir sem tilkynntu um meinta háttsemi hans hafi verið samstarfsmenn hans og telur að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar geti ekki byggst á slíkum ályktunum og forsendum.<br /> <br /> Að lokum ítrekar HSU sérstakt eðli þessa máls og að það varði mikilsverða almannahagsmuni. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfi að geta tilkynnt og rannsakað kvartanir og ábendingar í tengslum við meinta brotlega hegðun heilbrigðisstarfsmanna. Til að þeir geti sinnt því hlutverki sínu þurfi þeir að vera upplýstir um meint brot. Ef aðilar sem tilkynna stjórnendum um grunsamlega hegðun heilbrigðisstarfsmanns njóti ekki nafnleyndar geti það leitt til þess að þeir veigri sér við upplýsingagjöfinni. <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti hún, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa HSU um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 772/2019 barst innan þessa tímafrests.</p> <p>Í athugasemdum við 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi því sem varð að lögunum segir m.a.:</p> <p>„Í 1. mgr. 24. gr. er lagt til að lögbundin verði heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar þegar nefndin hefur úrskurðað að aðgang skuli veita að upplýsingum. Sá sem úrskurður beinist gegn getur þá gert kröfu þess efnis með það fyrir augum að bera ágreiningsefnið undir dómstóla. Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 575/2015, 577/2015, 628/2016 og 713/2017.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni. Telji stjórnvald rétt að skjóta úrskurði nefndarinnar fyrir dómstóla til þess að láta reyna á hefðbundna túlkun þess á lögum eða venjubundna stjórnsýsluframkvæmd er því unnt að gera það með því að láta reyna á úrskurð nefndarinnar, hvort sem réttaráhrifum hans hefur verið frestað eða ekki.</p> <p>Í úrskurði sínum nr. 772/2019 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væru skilyrði til að undanþiggja aðgangi kæranda tilkynningar sem bárust HSU í kjölfar útkalls um meint ástand hans. Nefndin taldi að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga yrði almennt ekki takmarkaður nema á grundvelli 2. eða 3. mgr. 14. gr. sömu laga eða á grundvelli sérstaks þagnarskylduákvæðis, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þeir hagsmunir sem HSU taldi að mæltu gegn afhendingu gagnanna voru að upplýsingar um yfirvofandi hættu þyrftu að geta borist til aðila sem væru til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu væri að ræða og bregðast við með réttum hætti, og að afhending upplýsinganna gæti haft neikvæð áhrif á stöðu viðkomandi einstaklinga í þeirra samfélagi. Úrskurðarnefndin taldi að ekki stæðu rök til að takmarka aðgang kæranda að gögnunum af þessum ástæðum, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki væri í gildi sérstakt lagaákvæði um nafnleynd þeirra sem legðu inn ábendingar um brot heilbrigðisstarfsmanns í starfi og stjórnvöld gætu ekki heitið trúnaði án lagaheimildar, var það ekki heldur talið hafa þýðingu að viðkomandi einstaklingum hefði verið heitið trúnaði.</p> <p>Rökstuðningur HSU fyrir kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðarins er sá að verði umbeðin gögn afhent kunni mikilvægir einkahagsmunir að vera skertir með óbætanlegum hætti. Stofnunin bendir á úrskurð úrskurðarnefndar nr. 577/2015 máli sínu til stuðnings. Þar var fallist á frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 566/2015, en í þeim úrskurði hafði niðurstaðan verið sú að veita bæri kæranda aðgang að skýrslu um innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Það sem réði úrslitum um að fallist var á frestun réttaráhrifa var m.a. að nefndin taldi ekki útilokað að fullu að undir rekstri dómsmáls yrði niðurstaðan sú að hægt væri að rekja tiltekin efnisatriði skýrslunnar til ákveðinna nafngreindra einstaklinga, gagnstætt niðurstöðu nefndarinnar. Gæti það leitt til þess að ef upplýsingar, sem einar og sér teldust ekki réttlæta undanþágu frá upplýsingarétti, væru tengdar ákveðnum nafngreindum einstaklingum myndu þær verða að viðkvæmum upplýsingum um einkahagsmuni þeirra sem réttlætanlegt gæti talist að undanþiggja aðgangi samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Í þessu máli telur nefndin að það sé hafið yfir vafa að þeir hagsmunir sem HSU telur að skuli koma í veg fyrir aðgang B að tilkynningum um meint ástand hans njóti ekki verndar ákvæða upplýsingalaga. Á það við, hvort sem upplýsingar þær sem fram koma í tilkynningunum séu tengdar tilteknum nafngreindum einstaklingum eða ekki. Úrskurðarnefndin telur niðurstöðu í úrskurði nefndarinnar nr. 577/2015 því ekki geta verið fordæmisgefandi fyrir þetta mál.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ekkert komið fram er breytir því sem fram kemur í tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi afhendingu tilkynninga sem bárust HSU í kjölfar útkalls um meint ástand B. Samkvæmt framangreindu er kröfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 772/2019 frá 31. janúar 2019 hafnað.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kröfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 772/2019 frá 31. janúar 2019 er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p>

774/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í umsögn Seðlabankans var rakið að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands teldist til sérstaks þagnarskylduákvæðis annars vegar um hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs. Óhugsandi væri að líta öðruvísi á en svo að umbeðnar upplýsingar vörðuðu meira eða minna fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að trúnaður skyldi ríkja um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að það léki ekki vafi á því að umbeðnar upplýsingar vörðuðu hagi þeirra aðila sem þar væru nefndir, sem viðskiptamanna bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þar sem gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum næði réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum var því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 774/2019 í máli ÚNU 18100005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. október 2018, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Með beiðni, dags. 19. september 2018, óskaði kærandi annars vegar eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar og lögaðilar nýttu sér fjárfestingarleiðina og hins vegar um það hversu háar fjárhæðir hver og einn flutti til landsins í gegnum leiðina.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 11. október 2018, var beiðni kæranda synjað með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Ótvírætt yrði að telja að umbeðnar upplýsingar vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans í skilningi ákvæðisins. Í kæru kemur fram að alls hafi farið fram 21 útboð samkvæmt fjárfestingarleiðinni frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Alls hafi um 1.100 milljónir evra komið til landsins á grundvelli útboðanna og 794 innlendir aðilar hafi tekið þátt í þeim. Peningar innlendra aðila hafi numið 35% heildarfjárhæðarinnar sem kom inn í landið með þessari leið, en hún hafi tryggt allt að 20% afslátt af eignum sem keyptar voru á Íslandi. Þessir aðilar hafi fengið 72 milljarða króna fyrir gjaldeyri sem þeir hafi skipt í íslenskar krónur og nemi afslátturinn um 17 milljörðum króna. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sé fjallað um fjárfestingarleiðina og því meðal annars velt upp hvort hún hafi leitt til þess að hluti af fjármagni frá aflandssvæðum, sem orðið hafi til með ólögmætum hætti, hafi skilað sér til Íslands með gengisafslætti. Þá beri að benda á þá alvarlegu staðreynd að ekki virðist hafa átt sér stað nein upprunavottun á því fé sem fært var til landsins. Rökstuddur grunur sé um að af hluta fjárins hafi ekki verið greiddir réttmætir skattar hérlendis. Sá grunur hafi leitt til þess að aðilar sem nýttu sér leiðina séu til rannsóknar vegna gruns um skattaundanskot.<br /> <br /> Kærandi telur að færa megi rök fyrir því að fjárfestingarleiðin brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í ljósi þess að um hafi verið að ræða stjórnvaldsaðgerð sem hafi einungis staðið til boða fólki sem átti fyrst 50 þúsund evrur í lausu fé, og síðar 25 þúsund evrur, og einungis Íslendingum sem áttu fé erlendis. Þeim hafi staðið til boða að fá virðisaukningu á fé sitt í krafti þess að eiga fé erlendis. Þegar allt framangreint sé dregið saman liggi fyrir að almannahagsmunir leiði til þess að upplýst verði hverjum hafi staðið til boða að færa fé til landsins með þessum hætti. Upplýsingar sem fjölmiðlar hafi getað miðlað úr brotakenndri og takmarkaðri upplýsingagjöf Seðlabanka sýni að rökstuddur grunur sé á að fé sem ekki hafi verið greiddir réttmætir skattar af hafi verið færðir aftur inn í landið; fé sem mögulega ætti að vera eign kröfuhafa ákveðinna aðila hafi verið færðir inn í íslenskt efnahagslíf og að þröngum hópi landsmanna hafi verið fært tækifæri til að hagnast gríðarlega úr hendi stofnunar sem tilheyrir sannarlega stjórnsýslu Íslands.<br /> <br /> Almannahagsmunirnir séu enn ríkari í ljósi þess að stjórnsýslan hafi ekki sýnt af sér mikinn vilja og nær enga getu til að sinna eftirliti sem hún ætti að sinna. Þess vegna sé afar mikilvægt að fjölmiðlar fái tækifæri til þess að vinna þá vinnu sem stjórnvöld hafa ekki unnið. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 12. október 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 2. nóvember 2018, er forsaga málsins rakin. Kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um fjölda þátttakenda í fjárfestingarleið bankans í apríl 2016 og veittar hafi verið upplýsingar um fjölda tilboða og þátttakenda, heildarfjárhæðir og uppskiptingu innlendra og erlendra þátttakenda en beiðninni hafi verið synjað að öðru leyti. Kærandi hafi óskað öðru sinni eftir umbeðnum gögnum og kært synjun bankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að lögboðinn kærufrestur hafði runnið út. Í ljósi þessarar sögu ítreki Seðlabankinn að umbeðnar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Í umsögninni er ákvæðið rakið og fjallað um eðli sérstakra þagnarskyldureglna. Ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands teljist til sérstaks þagnarskylduákvæðis annars vegar um hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í ákvæðinu felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurði nr. A-324/2009, A-423/2012 og 582/2015. Þá hafi Hæstiréttur Íslands komist að sömu niðurstöðu í dómi Hæstaréttar nr. 329/2014. Þá bendir Seðlabankinn á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en svo að umbeðnar upplýsingar varði meira eða minna fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að trúnaður skuli ríkja um.<br /> <br /> Seðlabankinn víkur sérstaklega að nokkrum atriðum sem kærandi tiltekur í kæru sinni. Bankinn hafnar þeirri fullyrðingu kæranda að ekki hafi átt sér stað upprunavottun á fé sem fært var til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina, vísar því á bug að aðgerðir bankans hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu og hafnar fullyrðingum kæranda þess efnis að upplýsingagjöf bankans hafi verið ábótavant. Bankinn hafi birt almennar upplýsingar um komandi gjaldeyrisútboð auk þess sem niðurstöður þeirra hafi verið kynntar sérstaklega á heimasíðu bankans. Þá hafi svar Seðlabankans til kæranda, dags. 13. janúar 2017, verið birt í heild sinni á heimasíðu bankans 16. janúar sama ár. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum um aðila sem nýttu sér svonefnda fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Ákvörðun bankans um synjun beiðni kæranda byggðist á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í ákvæðinu segir að bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fjölmörgum úrskurðum lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér ákvæði um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs. Að því er varðar síðarnefnda atriðið hefur úrskurðarnefndin miðað við að orðalagið „málefni bankans sjálfs“ verði ekki túlkað svo rúmt að hvers kyns upplýsingar um starfsemi Seðlabanka Íslands falli undir það lagaumhverfi eða reglur sem bankinn starfar eftir. Undir orðalagið geti hins vegar fallið upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varði starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki komi heldur til greina að túlka orðalagið „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans“ í 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands bókstaflega, enda kæmi það alfarið í veg fyrir að Seðlabanki Íslands gæti miðlað upplýsingum um málefni viðskiptamanna bankans, t.d. í skýrslum sínum og á vef bankans. Augljóst er að starfsemi Seðlabanka krefst þess að bankinn geti birt upplýsingar og veitt aðgang að gögnum sem varða hagi viðskiptamanna sinna í rúmum skilningi og fyrir liggur að bankinn birtir árlega ýmis gögn af því tagi. Hins vegar verður að telja eðlilegt að í báðum tilvikum, þ.e. bæði að því er varðar upplýsingar um sérstaka hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, sé litið svo á að upplýsingarnar skuli fari leynt samkvæmt lögum eða eðli máls og því eigi þagnarskylda ákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands við um þær. Í ljósi þess hve fortakslaus hin sérstaka þagnarskylda er, kemur hún í veg fyrir að slíkar upplýsingar um viðskiptamenn bankans séu gerðar aðgengilegar samkvæmt upplýsingalögum, óháð hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér þær.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðnar upplýsingar sem eru í formi lista yfir nöfn einstaklinga og lögaðila ásamt fjárhæðum sem hver aðili flutti til landsins eftir fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Að mati nefndarinnar leikur enginn vafi á því að upplýsingarnar varða hagi þeirra sem viðskiptamanna bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur því að umbeðnar upplýsingar í heild sinni falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þar sem gögnin eru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum nær réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 11. október 2018, að synja kæranda A um aðgang að upplýsingum um það hvaða einstaklingar og lögaðilar nýttu sér fjárfestingarleið bankans og hversu háar fjárhæðir hver og einn flutti til landsins eftir þeirri leið.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

773/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um annars vegar fundargerðir kjararáðs á tilteknu tímabili og hins vegar upplýsingar um ákveðnar launahækkanir í tengslum við ráðið. Fram kom af hálfu ráðuneytisins að gögnin væru ekki og hefðu ekki verið í vörslum ráðuneytisins. Ráðuneytið teldi því að ekki lægi fyrir synjun sem kæranleg væri til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi gögn málsins sýna að þegar beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum kjararáðs hefði verið sett fram hefði starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins unnið að frágangi skjalasafns kjararáðs í húsnæði á forræði Stjórnarráðsins. Nefndin teldi engum vafa undirorpið að gögnin hefðu þannig verið í vörslum ráðuneytisins á þessum tímapunkti og teldust þar af leiðandi fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Þar sem afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni kæranda hefði ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga teldi nefndin hina kærðu ákvörðun vera haldna efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar væru svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 773/2019 í máli ÚNU 18110009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með beiðni kæranda, dags. 9. október 2018, var í fyrsta lagi óskað eftir aðgangi að fundargerðum kjararáðs frá ársbyrjun 2013 til þess dags er það var lagt niður og í öðru lagi upplýsingum um það hverra laun hefðu verið hækkuð umfram það sem kæmi fram í almennum úrskurði frá árinu 2011. Eftir frekari samskipti kæranda við fjármála- og efnahagsráðuneytið kom fram af hálfu ráðuneytisins í svari þann 8. nóvember 2018 að gögnin væru ekki og hefðu ekki verið í vörslum ráðuneytisins. Ráðuneytið væri því ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til aðgangs að þeim. Unnið væri að frágangi skjalanna fyrir Þjóðskjalasafn og um aðgang að þeim færi eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.<br /> <br /> Kærandi segir í kæru sinni að honum hafi ekki verið leiðbeint um það hver hafi gögnin í sinni vörslu. Hugsanlega eigi fjármála- og efnahagsráðuneytið við að þau séu í vörslum kjararáðs en tilraunir til að beina beiðni til þess hafi ekki borið árangur. Kjararáð heyri undir ráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna í Stjórnarráðinu og sé beiðninni því beint þangað. Í tilefni af fullyrðingum ráðuneytisins um að unnið sé að frágangi skjalanna fyrir Þjóðskjalasafn segir kærandi að safnið hafi tímabundið hætt móttöku nýrra skjala. Ekki liggi fyrir hvenær því ástandi ljúki. Kærandi bendir á að samkvæmt 3. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu opinber skjalasöfn bær til að taka ákvörðun um aðgang að skjölum sem hafa verið afhent þeim. Í þessu tilfelli hafi skjöl hins vegar ekki verið afhent skjalasafni heldur sé unnið að undirbúningi afhendingar þeirra. Því beri fjármála- og efnahagsráðuneyti að taka ákvörðun um aðgang en ekki Þjóðskjalasafni. Að öðrum kosti gætu stjórnvöld komið sér undan því að afhenda gögn með því að ákveða að sífellt væri unnið að því að afhenda þau skjalasafni. Skjalasafnið gæti heldur ekki afgreitt beiðni um aðgang að gögnunum þar sem það hefði þau ekki í sinni vörslu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 27. nóvember 2018, kemur fram að ráðuneytið telji ekki liggja fyrir synjun sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Því sé heldur ekki unnt að verða við beiðni nefndarinnar um afrit af gögnunum.<br /> <br /> Til nánari skýringar upplýsir ráðuneytið að eftir niðurlagningu kjararáðs og eiginlegri starfsemi þess lauk hafi vinna við frágang skjala til Þjóðskjalasafnsins hafist á vegum starfsmanns ráðsins í samræmi við áskilnað laga um opinber skjalasöfn. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi upplýst kæranda um hvernig fari með aðgang að gögnum ráðsins hjá safninu þegar flutningur þeirra hefði átt sér stað, sbr. niðurlag í forsendum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 746/2018.<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins kemur fram að eftir að frágangi skjalanna var lokið í september 2018 hafi tilboði Þjóðskjalasafns um móttöku þeirra verið tekið af hálfu starfsmanns kjararáðs. Í nóvember, þegar starfsmaður kjararáðs hafi lokið störfum, hafi ráðuneytið tekið að sér að fylgja eftir afhendingu skjalasafns kjararáðs til Þjóðskjalasafns í samræmi við 12. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Safnið hafi hins vegar upplýst ráðuneytið í nóvember 2018 að það gæti ekki veitt skjalasafni kjararáðs móttöku vegna óvissu í húsnæðismálum og hefði ekki samþykkt nýjar afhendingar í um tíu til ellefu mánuði. Boði starfsmanns kjararáðs til Þjóðskjalasafns um afnot af húsnæði til tímabundinnar varðveislu gagna kjararáðs hafi ekki verið sinnt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggist fylgja málinu eftir með vísan til yfirstjórnarvalds ráðherra en hafi ekki tekið ákvörðun um að taka gögnin í sínar vörslur.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í umsögn kæranda kemur í upphafi fram að honum hafi ekki borist formleg ákvörðun um rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða Þjóðskjalasafni. Frá ráðuneytinu fáist það svar að gögnin séu ekki þar en þó sé unnið að afhendingu þeirra til Þjóðskjalasafns. Safnið segi hins vegar að gögnin séu hjá ráðuneytinu, þau séu aftarlega í röðinni þegar húsnæðisvandi safnsins leysist og ráðuneytinu beri að leysa úr málinu eftir upplýsingalögum. Kærandi telur hins vegar að honum hafi verið synjað um umbeðin gögn í reynd. Eftir standi að beiðninni sé enn ósvarað þótt um fimm mánuðir séu liðnir síðan hún hafi verið sett fram skriflega. Því verði að telja að beiðninni hafi verið synjað í reynd og því liggi fyrir kæranleg ákvörðun.<br /> <br /> Kærandi rekur ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem hann segir bera með sér að um upplýsingarétt almennings fari annars vegar samkvæmt upplýsingalögum og hins vegar lögum um upplýsingarétt um umhverfismál fyrstu 30 árin frá því að skjal verður til en eftir það eftir lögum um opinber skjalasöfn. Umbeðin gögn hafi ekki náð tíu ára aldri en hins vegar sé ágreiningur um hver hafi skjölin í sinni vörslu. Í e-lið 5. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 84/2017 segi enn að kjararáð heyri undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Það hljóti að þýða að þegar kjararáð var lagt niður hafi það flust til ráðuneytisins að ljúka frágangi gagnanna. Fyrir liggi að frá því að kjararáð var lagt niður með lögum nr. 60/2018 hafi starfsmaður ráðsins unnið að frágangi skjalasafnsins. Svar fjármála- og efnahagsráðuneytis beri með sér að á þeim tíma hafi viðkomandi enn verið starfsmaður ráðsins þó það hafi verið lagt niður. Ekki hafi verið hægt að senda erindi á ráðið sjálft en tilraunum til þess hafi lokið með sjálfvirkum endursendingum.<br /> <br /> Erfitt sé að fallast á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn séu ekki í vörslum þess. Þegar kjararáð var lagt niður hafi starfsmanni þess verið boðin staða innan ráðuneytisins. Af umsögn þess megi ráða að undanfarna fimm mánuði hafi hlutverk hans verið það eitt að ganga frá skjalasafni kjararáðs. Ef það sé satt verði að telja að skjalaskráningu ráðsins hafi verið ábótavant á meðan það var til. Hins vegar liggi fyrir að Þjóðskjalasafn hafi ekki fengið gögnin afhent og geti því ekki tekið ákvörðun um afhendingu þeirra. Eftir standi ráðuneytið og kjararáð. Kjararáð sé augljóslega ekki bært til að taka slíka ákvörðun þar sem það hafi verið lagt niður og ráðuneytið standi því eitt eftir. Starfsmaður ráðuneytisins, sem áður var starfsmaður kjararáðs, hafi gögnin í sinni vörslu og telur kærandi beiðninni því réttilega beint að því.<br /> <br /> Kærandi bendir á að í niðurlagi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins komi fram að það hyggist fylgja málinu eftir með vísan til yfirstjórnarvalds ráðherra en hafi ekki tekið ákvörðun um að taka gögnin í sínar vörslur. Sé þetta raunin verði þetta að teljast í andstöðu við markmið upplýsingalaga. Fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þessa aðferð opni það fyrir að stjórnvöld séu lögð niður og hægt að láta gögn þeirra sitja á hakanum til þess eins að komast hjá því að taka ákvörðun. Ef gögnin teljast ekki í vörslum ráðuneytisins veltir kærandi því upp hver sé þá með þau.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. janúar 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir frekari upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um starfssamband starfsmanns kjararáðs við ráðuneytið eftir að ráðið var lagt niður og staðsetningu umbeðinna gagna. Í svari ráðuneytisins, dags. 16. janúar 2019, kemur fram að almennt sé það svo þegar stofnun er lögð niður að einhverjum starfsmönnum hennar sé falinn frágangur vegna niðurlagningarinnar, gjarnan í tengslum við uppsagnarfrest þeirra. Starfssamband viðkomandi starfsmanns við ráðuneytið hafi hafist þann 1. september 2018 en hann hafi þó áfram unnið að frágangi á skrifstofu kjararáðs. <br /> <br /> Hvað staðsetningu umbeðinna gagna varði hafi þau verið í Skuggasundi 3 frá því um áramótin 2017-18, þegar kjararáð hafi fengið þar aðstöðu. Aðstaðan sé á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins og kjararáð og síðar ráðuneytið hafi staðið straum af leigukostnaði. Starfsmaðurinn hafi haft aðgang að gögnunum þar vegna frágangs og undirbúnings fyrir flutning þeirra til Þjóðskjalasafns Íslands frá því að lög um niðurlagningu ráðsins tóku gildi. Starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki haft aðgang að gögnunum í tengslum við verkefni þess. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort gögnin verði tekin í vörslur ráðuneytisins í krafti yfirstjórnunarvalds ráðherra, sbr. 12. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur loks fram að þann 15. janúar 2019 hafi gögnin verið flutt í geymslu í kjallara Arnarhváls, til að losa um aðstöðuna í Skuggasundi. Gögnin verði geymd þar til Þjóðskjalasafn geti veitt þeim viðtöku. Skjalaverðir ráðuneytisins hafi tekið við samskiptum við Þjóðskjalasafn vegna afhendingar gagnanna eftir að fyrrverandi starfsmaður kjararáðs hafi farið í leyfi.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem urðu til í starfsemi kjararáðs, sem hafði það verkefni að ákveða laun tiltekinna hópa fyrir hönd hins opinbera. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við beiðni kæranda var ekki tekin afstaða til réttar hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á þeirri forsendu að þau væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því telur ráðuneytið ekki liggja fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem sé kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna. Eins og mál þetta er vaxið liggur fyrst og fremst fyrir úrskurðarnefndinni að taka afstöðu til þess hvort umbeðin gögn teljist fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu í skilningi ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.“<br /> <br /> Í skýringum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga er hugtakið fyrirliggjandi útskýrt þannig að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Þá er það skilyrði að gagnið sé fyrirliggjandi hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Loks er tekið fram að það leiði af þeirri útvíkkun á rétti skv. 5. gr. sem felist í aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekin mál að almenningur geti átt rétt á aðgangi að slíkum gögnum jafnvel þótt þau hafi ekki verið felld undir tiltekið mál í málaskrá stjórnvalds.<br /> <br /> Þegar óskað er aðgangs að fyrirliggjandi gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir af ákvæðum IV. kafla laganna að þeim sem hefur beiðni til afgreiðslu ber að afmarka hana við gögn í vörslum sínum, sbr. 15.-16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>2.</h2> Kjararáð var lagt af með lögum nr. 60/2018 sem tóku gildi þann 23. júní 2018. Í 1. gr. laganna segir að eldri lög um kjararáð nr. 130/2016 með síðari breytingum falli úr gildi þann 1. júlí 2018. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2018 til bráðabirgða skyldi starfsmanni sem starfaði hjá kjararáði boðið að flytjast í starf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eftir 1. júlí 2018. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að fyrrverandi starfsmaður kjararáðs hafi unnið að frágangi skjala ráðsins frá þessum tímapunkti og að starfssamband starfsmannsins við ráðuneytið hafi hafist þann 1. september 2018. Gögnin hafi verið í húsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins að Skuggasundi 3 fram til 15. janúar 2019, þegar þau voru færð í geymslu ráðuneytisins.<br /> <br /> Gögn málsins sýna þannig ljóslega að þegar beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum kjararáðs var sett fram, þann 9. október 2018, vann starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að frágangi skjalasafns ráðsins í húsnæði á forræði Stjórnarráðsins. Við þessar aðstæður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engum vafa undirorpið að gögnin hafi verið í vörslum ráðuneytisins á þessum tímapunkti og þar af leiðandi fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi skiptir engu hvort gögnin hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða hvort aðrir starfsmenn þess hafi haft aðgang að þeim vegna verkefna ráðuneytisins. Ekki skiptir heldur máli þótt ráðuneytið hafi ekki tekið formlega ákvörðun um það hvort gögnin verði tekin í vörslur ráðuneytisins í krafti yfirstjórnarvalds ráðherra samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands. Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í stað þess að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið duga að vísa beiðninni frá á þeirri röngu forsendu að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3.</h2> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er það því mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að ráðuneytið taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 8. nóvember 2018, um að vísa frá beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

772/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019

Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á beiðni um aðgang að tveimur tilkynningum um meint ástand kæranda, sem er læknir, í útkalli. Í umsögn stofnunarinnar kom fram að bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ekki stæðu rök til að synja kæranda um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra tilteknu hagsmuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að tilkynningunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 772/2019 í máli ÚNU 18040011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. apríl 2018, kærði A synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, á beiðni um aðgang að tveimur tilkynningum um meint ástand kæranda í útkalli.<br /> <br /> Aðfaranótt 30. maí 2015 var kærandi, læknir sem var á bakvakt […], kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar á meðal sjúkraflutningamenn og lögregla. Fáeinum dögum síðar barst HSU tilkynning frá einum þeirra um að kærandi hefði verið í annarlegu ástandi í útkallinu. Í framhaldi af því kannaði HSU málið nánar og fékk þá svipaðar upplýsingar frá öðrum aðila sem jafnframt hafði verið viðstaddur um nóttina, þ.e. að kærandi hefði ekki virst allsgáður.<br /> <br /> Forstjóri HSU ráðfærði sig við embætti landlæknis og í kjölfarið var ákveðið að vísa máli kæranda til formlegrar meðferðar embættisins, sbr. 10. og 13. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Var það gert með bréfi, dags. 4. júní 2015. Kærandi var upplýstur um þetta með bréfi dagsettu þann sama dag og honum tjáð að tilefni framangreindra tilkynninga varðaði við 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.<br /> <br /> Með tölvupósti til HSU, dags. 12. júní 2015, gerði lögfræðingur Læknafélags Íslands, f.h. kæranda, athugasemdir við málsmeðferð stofnunarinnar í málinu. Kærandi kannaðist ekki við að hafa verið í annarlegu ástandi í útkallinu. Það sætti furðu að málið væri komið í þennan farveg án þess að kærandi væri upplýstur um málið og honum gefið tækifæri til að tjá sig um þær tilkynningar sem HSU höfðu borist áður en málið var sent landlækni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. júní 2015, upplýsti landlæknir kæranda að embættið myndi fylgja málinu eftir á grundvelli lögbundinnar eftirlitsskyldu sinnar skv. III. kafla laga um landlækni og lýðheilsu. Óskað var umsagnar kæranda vegna málsins. Sama dag barst kæranda bréf frá HSU þar sem vinnuframlag hans var afþakkað frá og með 16. júní 2015. Yrði hann settur í launað leyfi um óákveðinn tíma. Eftir fund með landlækni 18. júní 2015, þar sem kærandi lagði fram greinargerð sína, var honum tilkynnt samdægurs að landlæknir teldi ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. Í kjölfar formlegs erindis landlæknis til kæranda þess efnis, dags. 22. júní 2015, tilkynnti HSU honum að leyfi hans væri lokið og bað hann að snúa aftur til starfa.<br /> <br /> Í kjölfarið tóku við samskipti milli Læknafélags Íslands, f.h. kæranda, og HSU, þar sem málsmeðferð HSU í málinu var áfram gagnrýnd. Að auki var þess óskað að HSU upplýsti um nöfn þeirra sem tilkynnt höfðu um meint ástand kæranda. Það fór að lokum svo að kærandi kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvember 2015 vegna vinnubragða HSU í tengslum við tilkynningu forstjóra stofnunarinnar til landlæknis og ákvörðunar um að senda hann í launað leyfi frá störfum á meðan mál hans væri til athugunar hjá landlækni. Jafnframt sneri kvörtun hans að því að honum hefði verið synjað um aðgang að gögnum þar sem fram kæmi hverjir létu í té upplýsingar sem leiddu til tilkynningar HSU til landlæknis.<br /> <br /> Í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 8715/2015, dags. 26. júní 2017, var komist að þeirri niðurstöðu að HSU hefði borið, á grundvelli óskráðra grundvallarreglna um rannsókn máls, að upplýsa málið betur með því að gefa kæranda kost á að tjá sig um þær upplýsingar sem bárust um meint ástand hans í útkallinu í maí 2015 og önnur atriði sem fjallað var um í málinu áður en tilkynning var send landlækni. <br /> <br /> Varðandi aðgang kæranda að tilkynningum aðila sem tilkynntu um meint ástand hans hafði HSU litið svo á að ákvörðun um að tilkynna mál kæranda til landlæknis teldist ekki vera stjórnvaldsákvörðun. Aftur á móti teldi stofnunin að um aðgang kæranda að gögnum málsins færi eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, einkum 15.-17. gr. þeirra. Samkvæmt 17. gr. bæri að takmarka aðgang kæranda að gögnum málsins því hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim ættu að víkja fyrir mun ríkari almanna- og einkahagsmunum. Um takmörkun á rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum og upplýsingalögum giltu sömu sjónarmið. Umboðsmaður tók fram að ákvörðun HSU hefði ekki verið tekin á réttum lagagrundvelli, heldur giltu upplýsingalög nr. 140/2012 um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Þar sem kæruleiðir hefðu ekki verið tæmdar um gagnabeiðnina gæti umboðsmaður ekki tjáð sig um hana. Kærandi þyrfti að leggja aftur inn beiðni um gögnin á grundvelli upplýsingalaga, kæra synjun ef við ætti og bera svo málið aftur undir umboðsmann ef niðurstaða æðra stjórnvalds yrði honum í óhag. Þá fyrst gæti umboðsmaður tjáð sig efnislega um rétt kæranda til gagnanna.<br /> <br /> Kærandi sendi HSU í kjölfarið beiðni, dags. 23. nóvember 2017, á grundvelli upplýsingalaga um aðgang að tilkynningum þeirra aðila sem veitt höfðu upplýsingar um meint ástand kæranda, þ.m.t. að nöfnum þeirra. Kom þar einnig fram að kærandi teldi stofnunina með framgöngu sinni í málinu mögulega hafa valdið sér bótaskyldum álitshnekki og að hann áskildi sér rétt til að krefja HSU um greiðslu miskabóta vegna þess. Beiðninni var synjað með bréfi lögmanns HSU, dags. 21. mars 2018.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi byggi kröfu sína um aðgang að tilkynningunum á III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, enda lúti hinar umbeðnu upplýsingar að honum sjálfum, þ.e. meintu ástandi hans í útkalli. Kærandi telur engan fót fyrir tilkynningunum og bendir á að samstarfsmennirnir virðist hafa verið á staðnum án þess að gera nokkuð, líkt og þeim hefði borið ef ástand hans hefði verið með þeim hætti sem fram kom í tilkynningunum. Lögreglan var á staðnum og ók á eftir kæranda frá heimili sjúklings að starfsstöð HSU. Kærandi telur útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt.<br /> <br /> Kærandi telur sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Hann telur að viðkomandi aðilar hefðu betur rætt grunsemdir sínar strax, því það hefði gert honum kleift að sanna að ekkert væri að ástandi hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði kæranda og geti þær hugsanlega veitt kæranda rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.<br /> <br /> Hvergi í lögum sé þeim sem tilkynna um ástand heilbrigðisstarfsmanns tryggð nafnleynd, enda sé eðlilegt að þeir sem beri fram svo alvarlegar ásakanir þurfi að svara fyrir þær. Í kærunni segir að lokum að kærandi mótmæli því að hagsmunir þeirra sem tilkynntu sig vegi þyngra en hagsmunir hans sjálfs, þar sem ekki verði betur séð en að niðurstaða umboðsmanns Alþingis sé sú að kærandi eigi ótvíræðan rétt til aðgangs að upplýsingum um tilkynningarnar og nöfn þeirra sem stóðu að þeim.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. apríl 2018, var kæran kynnt HSU og frestur veittur til 8. maí 2018 til að senda umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni HSU var frestur framlengdur til og með 31. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn HSU, dags. 1. júní 2018, er í upphafi gerð grein fyrir helstu málavöxtum. Síðan er rakið að kærandi hafi krafist afhendingar umbeðinna gagna með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Honum hafi verið synjað um afhendingu með vísan til 3. mgr. 14. gr. sömu laga, þar sem stofnunin telji að hagsmunir sem mæli með því að gögnunum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá þau afhent.<br /> <br /> HSU telur að málið varði aðeins kröfu kæranda um að fá vitneskju um nöfn þeirra aðila sem tilkynntu kæranda til yfirstjórnar stofnunarinnar, þar sem hann hafi þegar verið upplýstur um efni tilkynninganna að öðru leyti. Stofnunin mótmælir þeirri túlkun kæranda á áliti umboðsmanns Alþingis að kærandi eigi ótvíræðan rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum, og tekur fram að umboðsmaður hafi ekki fjallað efnislega um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Umbeðin gögn geymi upplýsingar um kæranda en einnig um einkamálefni þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans, og að réttur kæranda til aðgangs ylti því á mati á gagnstæðum hagsmunum.<br /> <br /> Það er mat HSU að kærandi álíti hagsmuni sína annars vegar vera fjárhagslega, þar sem hann áskildi sér í gagnabeiðni til HSU að krefjast skaða- og miskabóta. Hins vegar álíti kærandi að upplýsingar þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans hafi mögulega falið í sér aðför að mannorði hans og aðgangur að nöfnum þeirra geti gert honum kleift að leggja fram kæru á hendur þeim vegna rangra sakargifta.<br /> <br /> Stofnunin telur langsótt að þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda hafi brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Skilyrði almennu reglunnar um skaðabótaábyrgð séu ekki uppfyllt; háttsemi viðkomandi aðila hafi ekki verið saknæm heldur hafi þeir þvert á móti brugðist rétt við. Þeir hafi haft grunsemdir um að kærandi væri undir áhrifum vímugjafa og miðluðu þeim í trúnaði til þar til bærra aðila. Óumdeilt sé að það brot sem kærandi var grunaður um sé alvarlegt, sbr. 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsfólk nr. 34/2012, en þar kemur fram að heilbrigðisstarfsmanni sé óheimilt að starfa undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Ef kærandi telji sig eiga rétt til skaða- eða miskabóta í kjölfar atburða í framhaldi af þeim tilkynningum sem um ræði í málinu eigi kröfur kæranda frekar að beinast að HSU.<br /> <br /> Varðandi þá málsástæðu kæranda að honum sé nauðsynlegt að fá aðgang að nöfnum þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans til að geta kært þá fyrir rangar sakargiftir telur stofnunin hana langsótta þar sem fyrirliggjandi upplýsingar og gögn í málinu sýni augljóslega að þeir hafi ekki haft ásetning til rangrar skýrslugjafar. Upplýsingagjöfin hafi þvert á móti verið varfærnisleg og gefin í trúnaði til réttra aðila. Í umsögninni er því velt upp hvort raunverulegir hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingarnar kunni að vera að svala forvitni sinni og eiga möguleika á að leita hefnda gagnvart viðkomandi aðilum með einhverjum hætti síðar meir. <br /> <br /> Stofnunin gerir einnig athugasemd við þau rök kæranda að rétt viðbrögð þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans hefðu verið að gera athugasemdir við kæranda sjálfan á vettvangi. Réttmætar ástæður geti verið fyrir því að láta slíkt eiga sig og gera þess í stað athugasemdir við yfirmenn viðkomandi læknis í trúnaði, t.d. ef viðkomandi læknir sé í stöðu til að hafa áhrif á starfsaðstæður og -frama viðkomandi aðila. Jafnframt gæti það gert starfssamband milli aðila erfitt til framtíðar, auk þess sem að í litlu samfélagi geti slíkar athugasemdir haft neikvæð áhrif á samskipti utan vinnustaðar.<br /> <br /> HSU telur að bæði almannahagsmunir og einkahagsmunir þeirra sem tilkynntu um meint ástand kæranda mæli gegn afhendingu umbeðinna gagna. Almannahagsmunirnir séu fólgnir í því að upplýsingar um yfirvofandi hættu þurfi að geta borist til aðila sem séu til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu sé að ræða og bregðast við með réttum hætti. Almannahættan felist í mögulegum afleiðingum þess að heilbrigðisstarfsmaður sé undir áhrifum áfengis eða vímuefna við störf sín. Að mati stofnunarinnar sé nauðsynlegt að aðilar sem hafi grunsemdir um slíka háttsemi heilbrigðisstarfsfólks geti upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi starfsmaður verði upplýstur um nöfn þeirra. Ef ekki sé hægt að tryggja nafnleynd sé hætt við að fólk veigri sér við því að veita upplýsingar sem kunni að vera nauðsynlegar til að afstýra hættu. Að auki hafi forsvarsmenn HSU upplýst þá sem tilkynntu um meint ástand kæranda að fullum trúnaði yrði haldið um nöfn þeirra. Því til stuðnings er í umsögninni vísað til úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2014/1740 þar sem strætisvagnabílstjóri var ekki talinn eiga rétt á að fá upplýsingar um nöfn farþega sem hafði tilkynnt um háttsemi bílstjórans.<br /> <br /> Hvað varðar hagsmuni þeirra sem tilkynntu um meint ástand kæranda segir í umsögninni að þeir hafi upplýst þar til bæra aðila um grunsemdir sínar í góðri trú, í þeim tilgangi að afstýra mögulegri almannahættu, og að þeim hafi verið heitið trúnaði. Verði kærandi upplýstur um nöfn þeirra kunni það að hafa neikvæð áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu og samskipti við aðra.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. júní 2018, var kæranda kynnt umsögn HSU og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. júlí 2018, er því mótmælt að hagsmunir þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans af því að njóta nafnleyndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá að vita hverjir þeir séu. Mikilvægt sé að sá sem telji heilbrigðisstarfsmann ófæran til starfa tilkynni það tafarlaust til að hægt sé að grípa inn í meðferð sjúklings og þannig forða því að hann verði fyrir skaða, og til að mögulegt sé að ganga úr skugga um það sem fyrst hvort heilbrigðisstarfsmaður sé ófær til starfa, t.d. með því að taka úr honum blóðprufu. Það skipti máli fyrir heilbrigðisstarfsmann sem kvartað er undan að geta hreinsað sig af kvörtun reynist hún röng. Kærandi tekur fram að hefðu þeir sem tilkynntu um meint ástand hans ekki treyst sér til að ræða grunsemdir sínar beint við kæranda hefðu þeir getað snúið sér til lögreglu, sem var á staðnum í útkallinu.<br /> <br /> Kærandi telur það ekki hlutverk HSU að meta það hvort þeir sem tilkynntu um meint ástand hans kunni með háttsemi sinni að hafa brotið á kæranda þannig að hann eigi rétt til skaða- eða miskabóta, heldur sé það hlutverk dómstóla að komast að niðurstöðu um slíkt álitamál. Eins og málið horfi við kæranda hafi viðkomandi aðilar staðið að tilkynningum sínum með óboðlegum hætti, þ.e. með því að kvarta eftir á og gera kæranda þannig ókleift að sýna fram á að ekkert væri athugavert við ástand sitt. Kæranda hafi ekki verið sýnd nein tillitssemi af hálfu HSU heldur hafi hann fyrirvaralaust verið settur í leyfi. Það sé vandséð af hverju þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda eigi að njóta meiri tillitssemi en hann sjálfur fékk að njóta af hálfu HSU.<br /> <br /> Kærandi bendir á að ef þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda hefðu kosið að tilkynna málið til embættis landlæknis hefði kærandi í andmælaferlinu fengið að vita hverjir þeir væru. Það sé algild vinnuregla þegar kvartað sé yfir vinnubrögðum heilbrigðisstarfsmanna. Kærandi sjái því ekki af hverju þessir tilteknu aðilar eigi að njóta sérstakrar nafnleyndar þegar almenna reglan í heilbrigðisþjónustu sé sú að sá sem kvartað sé yfir fái að vita hver standi að baki kvörtuninni. Kærandi vísar því á bug að almannahagsmunir eigi að koma í veg fyrir að hann fái nöfn þessara aðila upplýst. Forsvarsmenn HSU þurfi að bera ábyrgð á því að hafa lofað þeim nafnleynd. <br /> <br /> Úrskurð Persónuverndar sem HSU vísar til í umsögn sinni telur kærandi ekki vera fordæmisgefandi í þessu máli, þar sem tilkynningin sem þar var til umfjöllunar hafi verið annars eðlis en þær sem deilt er um í þessu máli. Kærandi telur sig hafa ríka hagsmuni af því að vita hverjir tilkynntu um meint ástand sitt, vegna mögulegrar ábyrgðar þeirra á röngum sakargiftum. Hann telur fráleita þá fullyrðingu HSU að með tilkynningunum hafi tilgangurinn verið sá að afstýra almannahættu, þar sem í þessu máli hafi engin almannahætta verið til staðar. Að lokum tekur kærandi fram að hann telji að álit umboðsmanns Alþingis megi skilja á þann veg að hann eigi lögvarinn rétt á að fá að vita hverjir báru hann sökum. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 2. janúar 2019, var óskað eftir afstöðu þeirra sem tilkynntu um ástand kæranda í útkallinu til afhendingar tilkynninganna. Í svörum beggja aðila er lagst gegn því að þær verði afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að HSU hefði á grundvelli rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, verið rétt að kalla eftir afstöðu umræddra einstaklinga áður en það afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er læknir, til aðgangs að tveimur tilkynningum sem bárust HSU í kjölfar útkalls um að ástand hans í útkallinu hefði verið óeðlilegt. Kærandi óskaði eftir aðgangi að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem þau innihéldu upplýsingar um hann sjálfan. HSU synjaði honum um aðgang að tilkynningunum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. sömu laga, því þær innihéldu jafnframt upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda og hagsmunir þeirra af því að upplýsingarnar færu leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim.<br /> <h2>2.</h2> Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli kæranda komst hann að þeirri niðurstöðu að þar sem ákvörðun HSU að tilkynna mál kæranda til landlæknis teldist ekki stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, giltu stjórnsýslulög ekki um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum í málinu heldur upplýsingalög. Var því beint til kæranda að leggja aftur inn beiðni um gögnin til HSU á grundvelli upplýsingalaga, sem hann og gerði líkt og áður er rakið.<br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var byggð á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en í ákvæðinu segir að veita skuli aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, óski hann eftir því. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir þær tilkynningar sem deilt er um í málinu. Ljóst er að í þeim er eingöngu fjallað um kæranda sjálfan og meint ástand hans í útkalli. Beiðni kæranda er því réttilega heimfærð til 14. gr. upplýsingalaga og ber af þeirri ástæðu að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á afhendingu bréfanna á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Áður en lengra er haldið er vert að nefna að upplýsingaréttur aðila skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður að jafnaði ekki takmarkaður með öðrum hætti en sem fram kemur í 2. og 3. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. er fjallað um takmarkanir vegna almannahagsmuna en í 3. mgr. um takmarkanir vegna einkahagsmuna. Með gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur einnig verið talið að lagaákvæði um sérstaka þagnarskyldu geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þannig gæti sérstakt lagaákvæði um nafnleynd þeirra sem legðu inn ábendingar um brot heilbrigðisstarfsmanna í starfi takmarkað rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Slík ákvæði um nafnleynd er að finna í íslenskum lögum, sbr. t.d. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 um nafnleynd tilkynnanda í barnaverndarmálum. Þar sem sambærilega reglu er ekki að finna varðandi þá tilkynningu sem mál þetta lýtur að verða takmarkanir á rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum tilkynningum aðeins byggðar á 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn sinni vísar HSU til almannahagsmuna sem mæli gegn afhendingu gagnanna, sem felist í því að upplýsingar um yfirvofandi hættu þurfi að geta borist til aðila sem séu til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu sé að ræða og bregðast við með réttum hætti. Stofnunin telur nauðsynlegt að þeir sem veiti slíkar upplýsingar njóti nafnleyndar, m.a. til að þeir veigri sér ekki við upplýsingagjöfinni. Í 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, er fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti aðila vegna almannahagsmuna, er annars vegar vísað til gagna skv. 6. gr. upplýsingalaga og hins vegar gagna sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt skuli fara skv. 10. gr. laganna. Ljóst er að þeir almannahagsmunir sem HSU vísar til falla undir hvorugt ákvæðið. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að aðgangur kæranda að tilkynningunum verður ekki takmarkaður á grundvelli almannahagsmuna.<br /> <br /> Af hálfu HSU hefur komið fram að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi upplýst þá sem tilkynntu um meint ástand kæranda um að fullum trúnaði yrði haldið um nöfn þeirra og að þeir hafi því verið í góðri trú um nafnleynd. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að sú meginregla gildir að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum. Við mat á því hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur getur hins vegar haft þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að tilkynningunum var synjað af HSU með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu þeir sömu og um ræðir í 9. gr. laganna. Í þeirri grein er m.a. vísað til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir þær tilkynningar sem deilt er um í málinu. Þar er ekki að finna neinar upplýsingar sem talist geta varðað einka- eða fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga. Af þeirri ástæðu standa ekki rök til að synja kæranda um aðgang að umbeðnum tilkynningum, og skal því veita honum aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <h2> Úrskurðarorð:</h2> Heilbrigðisstofnun Suðurlands er skylt að afhenda kæranda A tvær tilkynningar um meint ástand hans, sem dagsettar eru 1. og 5. júní 2015, og bárust stofnuninni í kjölfar útkalls.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br />

771/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Kærð var afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni kæranda um upplýsingar, m.a. í tengslum við samningsgerð við Íslenskar orkurannsóknir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Landsvirkjun er meðal þeirra lögaðila sem eru undanþegnir upplýsingalögum á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laganna og auglýsingu ráðherra nr. 600/2013. Var kæru því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 771/2018 í máli ÚNU 18100001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. september 2018, kærði A afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni kæranda um upplýsingar, m.a. í tengslum við samningsgerð stofnunarinnar við Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR.<br /> <br /> Með bréfi til Landsvirkjunar, dags. 31. júlí 2018, óskaði kærandi eftir afriti af samningi sem Landsvirkjun gerði við ÍSOR í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2012 um undanþágu ÍSOR frá tilteknu ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Kærandi óskaði jafnframt eftir rökstuðningi sem Landsvirkjun kynni að hafa sent Samkeppniseftirlitinu í aðdraganda þess máls, auk yfirlits yfir greiðslur Landsvirkjunar til ÍSOR samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Auk þessa óskaði kærandi eftir upplýsingum og afritum af samningum og greiðslum vegna jarðfræðikorta á Austursvæði og mögulega víðar, sem getið væri um í öðrum nánar tilgreindum samningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytis og ÍSOR frá apríl 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Í umsögn Landsvirkjunar til úrskurðarnefndar, dags. 8. október 2018, er vísað til 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur að ef starfsemi lögaðila sé í samkeppni á markaði geti ráðherra ákveðið að slíkur lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið upplýsingalaga. Fram kemur jafnframt að ráðherra skuli halda skrá yfir þá lögaðila sem hafi fengið slíka undanþágu. Í umsögninni er svo vísað til ákvörðunar forsætisráðuneytisins frá 28. júní 2016, þar sem stofnuninni var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Með vísan til þessa er Landsvirkjun undanþegin upplýsingalögum og því ekki skylt að fylgja ákvæðum laganna né að verða við fram kominni beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda við umsögn Landsvirkjunar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 16. október 2018. Þar tekur kærandi fram að hluti umbeðinna gagna í málinu hafi orðið til áður en undanþága forsætisráðuneytisins til handa Landsvirkjun kom til. Þar sem lög séu almennt ekki afturvirk, og með hliðsjón af þeirri ríku skyldu sem upplýsingalög nr. 140/2012 setji opinberum stofnunum og fyrirtækjum varðandi það að upplýsa almenning og hagsmunaaðila á samkeppnismarkaði um aðgerðir og fjárútlát opinberra aðila, þá verði ekki séð að undanþágan nái til þeirra samninga og þjónustukaupa sem urðu til milli Landsvirkjunar og ÍSOR á tímabilinu september 2012 og fram til 28. júní 2013. Því óskaði kærandi eftir því að Landsvirkjun yrði gert að afhenda sér þann rammasamning sem stofnunin gerði við ÍSOR í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2012 og þær greiðslur sem Landsvirkjun innti af hendi til ÍSOR frá gerð samningsins og fram til 28. júní 2013.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á við um Landsvirkjun.<br /> <br /> Í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt auglýsingu um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingu nr. 600/2013. Landsvirkjun er meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir, og taka því upplýsingalög ekki til stofnunarinnar. Undanþága 2. mgr. 3. gr. laganna er skýr og óskilyrt. Afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni um gögn samkvæmt upplýsingalögum verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni. Það hefur ekki áhrif á niðurstöðuna að kærandi hafi síðar afmarkað beiðni sína við gögn sem til urðu áður en Landsvirkjun var veitt undanþága frá upplýsingalögum, enda er það lögaðilinn sjálfur sem er undanþeginn lögunum samkvæmt ákvörðun ráðherra en ekki einstök gögn í hans vörslu. Að öðrum kosti væri viðbúið að ákvæðið í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga næði ekki tilgangi sínum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Landsvirkjun er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

770/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Erlendur blaðamaður óskaði afrits af trúnaðarbréfi núverandi sendiherra Íslands í Palestínu. Utanríkisráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verði ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni. Að mati nefndarinnar var ljóst að hagsmunir Íslands eða annarra ríkja gætu ekki skaðast af því að almenningur kynnti sér það sem fram kemur í hinu umbeðna bréfi og var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kæranda aðgang að því.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 770/2018 í máli ÚNU 18070002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júlí 2018, kærði A, blaðamaður i24 NEWS, ákvörðun utanríkisráðuneytis um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Með beiðni, dags. 18. maí 2018, fór kærandi fram á aðgang að afriti trúnaðarbréfs eða kynningar á núverandi sendiherra Íslands í Palestínu (e. copy of the letter of credentials or introduction presented by the non-resident ambassador of Iceland to Palestine). Beiðninni var synjað með bréfi utanríkisráðuneytis, dags. 4. júlí 2018, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru, dags. 5. júlí 2018, tók kærandi fram að hann teldi ráðuneytinu ekki rétt að beita 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga um umbeðin gögn. Trúnaðarbréf sé staðlaður þáttur í diplómatískum samskiptum, formsatriði sem innihaldi ekki viðkvæmar eða trúnaðarmerktar upplýsingar. Mörg utanríkisráðuneyti ríkja heimsins birti trúnaðarbréf að eigin frumkvæði og þessu til stuðnings fylgdi kærunni afrit af trúnaðarbréfi fulltrúa Evrópusambandsins á Vesturbakka Jórdan-árinnar og Gaza-ströndinni. Að mati kæranda hefur utanríkisráðuneytið ekki gert grein fyrir því hvað í bréfinu geti skaðað samskipti Íslands við Palestínu eða önnur ríki og ekki sé trúverðugt að birting bréfsins myndi hafa slík áhrif. Í þessu sambandi skipti miklu að upplýsingalög leyfi aðeins takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. tölul. 10. gr. ef hún sé nauðsynleg í þágu almannahagsmuna. Því dugi ekki að vísa til þess að aðgangur að bréfinu gæti hugsanlega skaðað almannahagsmuni heldur beri utanríkisráðuneytið sönnunarbyrðina fyrir því að takmörkunin sé raunverulega nauðsynleg.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að ákvæði 10. gr. veiti stjórnvöldum ekki óheftan rétt til að takmarka aðgang að skjölum, heldur aðeins upplýsingum í þeim sem gætu skaðað almannahagsmuni ef aðgangur að þeim yrði veittur. Ef utanríkisráðuneytið sé á þeirri skoðun að trúnaðarbréfið innihaldi slíkar upplýsingar ætti það að birta bréfið en strika þær út. Það sé ótrúverðugt að allar upplýsingar í bréfinu geti skaðað hagsmuni Íslands.<br /> <br /> Næst víkur kærandi að ákvæði 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang. Af ákvörðun utanríkisráðuneytis virðist engin afstaða hafa verið tekin til þess hvort veita eigi kæranda slíkan aðgang. Loks kemur fram að kærandi telji ráðuneytið hafa brotið gegn málshraðareglunni við meðferð beiðninnar með vísan til 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 10. júlí 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 3. ágúst 2018, eru málavextir raktir almennt. Þá kemur fram að trúnaðarbréf sendiherra innihaldi eitt æðsta og persónulegasta stig samskipta milli þjóðarleiðtoga. Þar fari þjóðarleiðtogi þess á leit, með vísan til vináttu og vinsamlegra samskipta landanna í milli, að þjóðarleiðtogi sendiríkisins fallist á fyrirsvarshlutverk tilnefnds sendiherra í sendiríkinu. Til þessa hafi ekki tíðkast að trúnaðarbréf íslenskra sendiherra séu birt opinberlega, þótt ráðuneytið og sendiráð hafi birt fréttatilkynningar um afhendingu þeirra.<br /> <br /> Þessu tengt bendir utanríkisráðuneytið á að með 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé, líkt og tiltekið sé í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð, verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Ljóst sé að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu. Reglan sé afar mikilvæg fyrir samskipti utanríkisþjónustunnar við önnur ríki, bæði á tvíhliða og marghliða grundvelli. Ótakmörkuð upplýsingagjöf um samskiptin sé til þess fallin að valda skaða í slíkum samskiptum, sem myndi hamla því að utanríkisþjónustan gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Hið lögbundna hlutverk sé fólgið í hagsmunagæslu fyrir Ísland og falli undir hugtakið „mikilvægir almannahagsmunir“ í skilningi 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Utanríkisráðuneyti dregur stórlega í efa fullyrðingu kæranda um að utanríkisráðuneyti margra landa deili trúnaðarbréfum með glöðu geði. Hún sé ekki studd neinum tilvísunum í lönd eða lagareglur og kærandi hafi ekki upplýst eftir hvaða leiðum honum áskotnaðist afrit þessa eina erlenda trúnaðarbréfs sem hann hefur lagt fram. Ráðuneytið minnir á mikilvægi þeirra hagsmuna að varðveita traust í samskiptum ríkja hvað meðferð gagna varðar óháð efni þeirra. Þessir hagsmunir séu mjög ríkir og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest, t.d. í úrskurði nr. A-326/2009, að það eitt að gera opinberar upplýsingar um hvað fram kemur í bréfaskiptum eða öðrum samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir nægi til að draga úr trausti í samskiptum, óháð því hversu viðkvæmar upplýsingarnar séu í reynd.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum um kæruna í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður erlends fjölmiðils, til aðgangs að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palestínu sem er í vörslum utanríkisráðuneytisins. Trúnaðarbréf (e. credentials, letters of credence) eru sendibréf frá þjóðhöfðinga sendiríkis til þjóðhöfðingja viðtökuríkisins þar sem upplýst er um tilnefningu sendiherra. Utanríkisráðuneytið hefur veitt úrskurðarnefndinni afrit af bréfinu í trúnaði á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun utanríkisráðuneytis um synjun beiðni kæranda byggir á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga eru þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda tvíþættir. Annars vegar er markmið þess að vernda stöðu íslenskra stjórnvalda við gerð samninga eða sambærilegra ráðstafana gagnvart erlendum aðilum. Hins vegar er tilgangur ákvæðisins sá að tryggja gagnkvæmt traust í samskiptum við ríki, fyrirsvarsmenn þeirra og fjölþjóðastofnanir, sem og traust í samskiptum innan fjölþjóðastofnana sem Ísland kann að eiga aðild að. Þegar litið er til efnis bréfsins sem um ræðir og röksemda ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni er ljóst að í málinu reynir á síðarnefnda markmiðið, þ.e. hvort aðgangur að skjalinu geti haggað þeim mikilvægu hagsmunum íslenskra stjórnvalda að traust ríki í samskiptum þeirra við erlend ríki.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur almennings leiði af sér hættu á tjóni. Í þessu sambandi athugast að hvorki í hinni kærðu ákvörðun né frekari rökstuðningi utanríkisráðuneytis eru leiddar líkur að því að tjón geti orðið af aðgangi kæranda að trúnaðarbréfinu. Þess í stað er lögð áhersla á það af hálfu ráðuneytisins að það eitt að gera opinberar upplýsingar um hvað fram kemur í bréfaskiptum eða öðrum samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir nægi til að draga úr trausti í samskiptum, óháð því hvort viðkvæmar upplýsingar komi í reynd fram í samskiptunum. Er þessi afstaða studd við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-326/2009. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál á svo víðtæk ályktun ekki stoð í efni 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna eða tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Þó að tiltekin samskipti ríkja kunni að vera í eðli sínu svo viðkvæm að aðgangur almennings að þeim sé til þess fallinn að draga úr trausti í samskiptum ríkjanna gildir það ekki um öll milliríkjasamskipti. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-326/2009 var þvert á móti lagt mat á það hvort aðgangur almennings að umbeðnum gögnum myndi í reynd valda tjóni í tengslum við afmörkuð mál, samningsgerð eða aðra viðburði eða ákvarðanir. <br /> <br /> Þegar efni umbeðins trúnaðarbréfs er virt með tilliti til framangreindra sjónarmiða er að mati nefndarinnar ljóst að hagsmunir Íslands eða annarra ríkja geta ekki skaðast af því að almenningur fái aðgang að því. Um er að ræða almenna tilkynningu forseta Íslands til þjóðhöfðinga viðtökuríkis um tilnefningu sendiherra og þrátt fyrir að orðalag sé hástemmt er eðli bréfsins með þeim hætti að ekki verður beinlínis talið að um persónuleg samskipti sé að ræða. Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að utanríkisráðuneytið hefur áður birt afrit trúnaðarbréfa, til að mynda á Facebook-síðu ráðuneytisins þann 5. desember 2012, þar sem birt er afrit trúnaðarbréfs, dags. 3. júní 2003, sem er að öllu leyti sambærilegs efnis og bréfið sem kærandi hefur beiðst aðgangs að. Myndinni fylgir eftirfarandi athugasemd ráðuneytisins: „Við vorum spurð að því fyrr í vikunni hvort það væri hægt að fá að sjá trúnaðarbréf. Svarið er, já.“<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að utanríkisráðuneyti hafi ekki sýnt fram á að almannahagsmunir réttlæti að aðgangur kæranda að umbeðnu bréfi sé takmarkaður á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður heldur ekki séð að önnur rök leiði til slíkrar takmörkunar. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og gera utanríkisráðuneytinu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Utanríkisráðuneytinu ber að veita kæranda, A, blaðamanni, aðgang að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palestínu, dags. 11. mars 2013.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

769/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Blaðamaður óskaði upplýsinga hjá Íbúðalánasjóði um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni. Af hálfu sjóðsins kom fram að hann teldi umbeðnar upplýsingar undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og því óheimilt að veita utanaðkomandi aðgang að þeim. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði til grundvallar að ákvæðið fæli í sér sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni lántakenda sjóðsins. Jafnvel þótt umbeðnar upplýsingar varði ekki viðskiptahagsmuni sem telja verði sanngjarnt og eðlilegt að fari leynt geri ákvæðið ekki ráð fyrir því að slíkt mat fari fram við ákvörðun um það hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að þeim. Nefndinni væri því nauðugur einn sá kostur að staðfesta hina kærðu ákvörðun.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 769/2018 í máli ÚNU 18060008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. júní 2018, kærði A, blaðamaður Stundarinnar, ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi gert tilraunir til að fá upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um það hvaða aðilar hafi tekið svokölluð leiguíbúðalán. Um ríkisstofnun sé að ræða sem veiti lánin í félagslegum eða samfélagslegum tilgangi, til að fjölga valmöguleikum á leigumarkaði. Horfa þurfi til þessa eðlis lánanna þegar tekin sé afstaða til þess hvort veita eigi upplýsingar um lántakendur. Ekki sé beðið um upplýsingar um einstaklinga. Almenningur eigi rétt á að vita hvaða lögaðilum Íbúðalánasjóður hafi lánað til að athuga hvort um misnotkun sé að ræða. Bent er á að nú þegar sé búið að greiða upp umtalsvert magn lánanna sem hafi því verið veitt til skamms tíma í raun en ekki langs tíma.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 5. júní 2018, er að finna svör við spurningum sem settar voru fram í beiðni kæranda. Hins vegar kemur fram að veittar séu almennar upplýsingar en ekki þær ítarlegu upplýsingar um nöfn lögaðila sem óskað hafi verið eftir. Það sé vegna þess að Íbúðalánasjóði sé hugsanlega ekki heimilt að veita ítarlegri upplýsingar um einstaka viðskiptamenn eða starfsmenn. Í báðum tilfellum sé hins vegar verið að skoða hvort hægt sé að veita þessar upplýsingar, enda telji sjóðurinn að það væri jákvætt skref að gera það.<br /> <br /> Kærandi bendir á að það séu í raun opinberar upplýsingar hverjir séu lántakendur, þar sem Íbúðalánasjóður taki veð á 1. veðrétti í eignunum sem keyptar eru. Þannig sé um að ræða opinberar, þinglýstar upplýsingar sem Íbúðalánasjóður geti hjálpað fjölmiðli að fjalla um með því að gefa upp nöfnin á lögaðilum sem um ræðir. Kærandi óski því ekki eftir upplýsingum sem séu háðar bankaleynd á borð við bankalán til fyrirtækja.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. júní 2018, var kæran kynnt Íbúðalánasjóði og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún beinist að.<br /> <br /> Í umsögn Íbúðalánasjóðs, dags. 27. júní 2018, segir að beiðni kæranda hafi verið synjað þar sem sjóðurinn teldi sér óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar með vísan til 8. gr. f. í lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Það hafi verið metið svo að beiðnin lyti að upplýsingum um viðskiptamálefni viðkomandi félaga og félagasamtaka og því sé sjóðnum beinlínis óheimilt að miðla þeim nema til kæmi lagaskylda til að veita þær. Um sé að ræða sérákvæði um þagnarskyldu sem nái til upplýsinga er varða viðskiptamálefni lántaka sjóðsins. Ákvæðið byggi á og sé samhljóða 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað lagt til grundvallar í úrskurðum sínum að það sé sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Vísar sjóðurinn til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 í þessu sambandi. Þá hafi einnig verið litið til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í dómi réttarins frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. Loks telur Íbúðalánasjóður að hafa beri í huga að 9. gr. upplýsingalaga takmarkar almennt upplýsingarétt almennings þegar um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðila. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum upplýsingum, þ.e. yfirliti um lögaðila sem gera verður ráð fyrir að teljist til lántaka leiguíbúðalána.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Íbúðalánasjóðs og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum um lögaðila sem tekið hafa svokölluð leiguíbúðalán hjá Íbúðalánasjóði. Ákvörðun sjóðsins um synjun beiðni kæranda byggði annars vegar á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þær.<br /> <br /> Í fyrrnefnda ákvæðinu segir að stjórnarmenn Íbúðalánasjóðs, forstjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu sjóðsins séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni lántakenda sjóðsins, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Ákvæðinu var bætt við lög um húsnæðismál með lögum nr. 84/2012 og er efnislega samhljóða 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu en ekki almennt, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> <br /> Að framansögðu verður lagt til grundvallar að 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 feli í sér sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni lántakenda sjóðsins. Upplýsingar um að tiltekinn lögaðili hafi tekið lán teljast tvímælalaust til viðskiptamálefna hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að jafnvel þótt umbeðnar upplýsingar varði í þessu tilviki ekki viðskiptahagsmuni sem telja verður sanngjarnt og eðlilegt að fari leynt, með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að fá upplýsingar um lánveitingar Íbúðalánasjóðs, þ.e. ráðstöfun opinberra hagsmuna, gerir 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að þeim. Nægjanlegt er að upplýsingar varði viðskiptahagsmuni lántakenda Íbúðalánasjóðs til að þær falli undir orðalag ákvæðisins. Þar sem réttur almennings til aðgangs að umbeðnum upplýsingum er skýrlega takmarkaður með sérstöku þagnarskylduákvæði er úrskurðarnefnd um upplýsingamál nauðugur einn sá kostur að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun beiðni kæranda, A blaðamanns, um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

768/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Kærð var ákvörðun embættis ríkisskattstjóra um synjun beiðni um aðgang að gögnum um samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög á tilteknu tímabili. Undir meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni kom fram af hálfu ríkisskattstjóra að engin gögn lægju fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem kærandi tilgreindi í fyrirspurn sinni. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 768/2018 í máli ÚNU 18060002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júní 2018, kærði A synjun Ríkisskattstjóra (RSK) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög hans á ákveðnu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi til ársreikningaskrár RSK, dags. 28. mars 2018, óskaði kærandi eftir afriti af skriflegum samskiptum og bréfaskriftum milli ársreikningaskrár RSK og Austurbrautar ehf., EA fjárfestingafélags ehf., Seðlabanka Íslands og annarra dótturfélaga Seðlabankans en þeirra sem að framan greinir, frá árinu 2014 fram til þessa árs. Tilefni beiðninnar var sagnfræðirannsókn kæranda á ýmsum málefnum sem vörðuðu Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Í svari RSK, dags. 7. maí 2018, var vísað til hlutverks ársreikningaskrár í 2. tölul. 2. mgr. 2. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Tekið var fram að samkvæmt 3. mgr. 109. gr. sömu laga skyldi ársreikningaskrá veita aðgang að þeim gögnum sem skilaskyld væru til skrárinnar. Sá aðgangur næði hins vegar ekki til annarra þeirra upplýsinga sem skráin kynni að hafa undir höndum og lytu ekki með beinum hætti að birtingu ársreiknings. Þrátt fyrir að í lögum um ársreikninga væri ekki að finna ákvæði um þagnarskyldu teldi RSK að hliðsjón þyrfti að hafa af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að því leyti sem ekki væru tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem gæta bæri trúnaðar um. Gögn sem RSK hefði undir höndum og gætu t.a.m. varðað lögbundið eftirlit ársreikningaskrár væru að mati RSK þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt væri að aðgangur að þeim væri takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, enda gætu þau varðað viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni félaganna. Með vísan til þessa var kæranda synjað um aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæranda sé ekki ljóst hvernig 9. gr. upplýsingalaga geti átt við um samskipti vegna eftirlits ársreikningaskrár við lögaðila. Kærandi telur að ársreikningaskrá RSK beri að athuga hvort í umbeðnum gögnum sé að finna raunverulega viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Ekki nægi að segja almennum orðum að gögnin gætu innihaldið viðkvæmar upplýsingar, þar sem slíkt standist ekki mælikvarða 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. júní 2018, var RSK veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem beðið væri um í málinu.<br /> <br /> Í umsögn RSK, dags. 25. júní 2018, eru þau sjónarmið áréttuð sem synjun á beiðni kæranda byggðist á, þ.e. að gögn sem RSK hafi undir höndum og geti t.a.m. varðað lögbundið eftirlit ársreikningaskrár séu að mati RSK þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt sé að aðgangur að þeim sé takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, enda geti þau varðað viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni félaganna. RSK telur embættinu jafnframt óheimilt að veita upplýsingar um það hvort tiltekinn aðili hafi sætt eftirliti á grundvelli laganna eða ekki.<br /> <br /> Hvað varðaði beiðni úrskurðarnefndar um afrit af umbeðnum gögnum í málinu tók RSK fram að í tilviki því sem um ræddi lægju engin gögn fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem kærandi vísaði til í fyrirspurn sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnar RSK. Frekari athugasemdir bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Ríkisskattstjóra varðandi samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög hans frá árinu 2014 fram til þessa árs. Synjun RSK var rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem umbeðin gögn gætu innihaldið viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem fjallað væri um í gögnunum. Hins vegar kom fram við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni að engin gögn lægju fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem nefnd voru í upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Ekki er ástæða til að draga í efa þá fullyrðingu RSK að í máli þessu liggi umbeðin gögn ekki fyrir. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 4. júní 2018, á hendur Ríkisskattstjóra.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

767/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Kærð var synjun Landspítala á beiðni um aðgang að samningi við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um rafhleðslustöðvar. Synjunin byggðist á því að um væri að ræða upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON sem skyldu fara leynt skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að 9. gr. upplýsingalaga verndi fyrst og fremst lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni en 4. tölul. 10. gr. verndi fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja í opinberri eigu að því leyti sem þau eru í samkeppnisrekstri. Nefndin taldi enn fremur að Landspítali og ON hefðu ekki rökstutt sérstaklega hvernig upplýsingar sem fram koma í samningnum geti orðið ON skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Ekki var því talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af leynd væru svo ríkir að þeir réttlættu undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum opinberra aðila.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 767/2018 í máli ÚNU 18060001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2018, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Landspítala á beiðni um aðgang að samningi spítalans við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um rafhleðslustöðvar.<br /> <br /> Með tölvupósti til Landspítala, dags. 3. maí 2018, óskaði Ísorka eftir upplýsingum um samning spítalans við ON um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans. Var meðal annars óskað eftir upplýsingum um fjárhæðir samningsins, lengd hans, hvort tilboða hefði verið leitað víðar o.fl. <br /> <br /> Í svari Landspítala, dags. 4. maí 2018, kom fram að í samningnum fælist að Landspítali legði til nokkur bílastæði fyrir hleðslustöðvar en engar greiðslur kæmu frá spítalanum til ON vegna stöðvanna. Eini kostnaður spítalans væri að koma rafmagnstaugum að bílastæðunum en ON greiddi fyrir rafmagnsnotkunina. Fram kom að samningurinn væri gerður til fimm ára. Ekki var talin þörf á að leita tilboða frá fleiri aðilum þar sem engar greiðslur gengju milli Landspítala og ON og umfang kostnaðar við lagningu rafmagns að bílastæðunum væri lítið.<br /> <br /> Í svari Ísorku, dags. 4. maí 2018, var óskað eftir upplýsingum um það hvort Landspítali hygðist bjóða Ísorku eða öðrum rekstraraðilum að setja upp hleðslustöðvar og leggja til bílastæðanna rafmagnstaugar. Landspítali kvaðst í svari sínu, dags. 4. maí 2018, mundu koma upp hleðslustöðvum í áföngum; þegar reynsla væri komin á þau stæði sem þegar hefði verið ákveðið að koma upp, yrði þörfin endurmetin.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 8. maí 2018, gagnrýndi kærandi samninginn við ON þar sem hann takmarkaði aðkomu annarra aðila og skekkti samkeppnisstöðu á markaði til lengri tíma. Opinber stofnun væri með honum að veita fyrirtæki, sem væri í opinberri eigu, forskot á markaði. Þrátt fyrir að samningurinn væri, að sögn Landspítala, í tilraunaskyni væri hann gerður til fimm ára, sem að mati kæranda teldist langur tími. Ísorka benti á að kostnaður við lagningu raftauga að bílastæðunum gæti hæglega hlaupið á milljónum. Að auki teldust rafhleðslustæði í miðborg Reykjavíkur við fjölmennasta vinnustað borgarinnar án endurgjalds eða annarra kvaða til verðmæta fyrir ON. Með hliðsjón af þessu óskaði Ísorka eftir afriti af samningnum.<br /> <br /> Landspítali benti á með tölvupósti, dags. 8. maí 2018, að samningurinn kynni að innihalda viðkvæmar samkeppnisréttarlegar upplýsingar um ON og yrði beiðni um aðgang að samningnum borin undir fyrirtækið áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Með tölvupósti, dags. 30. maí 2018, var beiðni kæranda synjað þar sem ON legðist gegn afhendingu samningsins. Jafnframt var vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðning synjuninni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi og ON séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Landspítali hafi gert samning við ON án þess að útboð færi fram og án þess að kanna kjör samkeppnisaðila á slíkum hleðslustöðvum. Landspítali sé opinber stofnun í eigu ríkisins og ON sé í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem sé í eigu Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar. Þannig sé um að ræða samning milli tveggja opinberra eininga sem sýsli með takmarkaða auðlind í opinberri eigu. Þar að auki sé með samningnum verið að ráðstafa opinberum hagsmunum. Mikilvægt sé að aðgangur að samningnum verði veittur til að veita viðeigandi aðhald og tryggja trúverðugleika þessara aðila.<br /> <br /> Jafnframt kemur fram í kærunni að þar sem samningurinn taki til vara og þjónustu sem Ísorka selji, og fyrirtækið sé í samkeppni við ON, megi leiða af því að upplýsingar í samningnum varði Ísorku verulega umfram aðra og megi því heimfæra rétt fyrirtækisins til aðgangs undir 14. gr. upplýsingalaga, sem fjallar um upplýsingarétt aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga. Þótt sá samningur sem þetta mál varðar lúti ekki að hefðbundnu útboði hnígi sömu rök til þess að Ísorka njóti réttar til aðgangs samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. júní 2018, var Landspítala kynnt kæran og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Landspítala, dags. 28. júní 2018, er málavöxtum lýst þannig að í maí 2017 hafi spítalinn og Ísorka verið í samskiptum vegna hugmynda spítalans um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Landspítala fannst þær fjárhæðir sem komu til skoðunar í því ferli vera helst til háar, þannig að horfið var frá frekari áformum um uppsetningu hleðslustöðva að sinni. Af þeirri ástæðu var ekki talin ástæða til að hafa samband við Ísorku á nýjan leik þegar ON bauðst til að setja upp hleðslustöðvar án kostnaðar fyrir Landspítala, sem tilraunaverkefni. Í ljósi þess að engar greiðslur skyldu inntar af hendi til ON var ekki talin þörf á að fara í útboðsferli og var þess í stað gengið til samninga við ON.<br /> <br /> Þegar kærandi óskaði eftir afriti af samningnum lagðist ON gegn því að það yrði gert, m.a. á þeim grundvelli að Ísorka og ON störfuðu bæði á raforkumarkaði og væru í virkri samkeppni hvort við annað. Í samningnum væri fjallað um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva þar sem getið væri um ýmsa þætti á borð við samskipta- og greiðslukerfi ON, ON-lykla og ON-app, kostnaðaráætlun, verð o.fl. Allt væru þetta atriði sem teldust varða mikilvæga fjárhagslega hagsmuni þeirra og því bæri að synja um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögninni er því hafnað að kjör samkeppnisaðila hafi ekki verið könnuð. Yfirlýsingar kæranda um brot á innkaupa- og samkeppnisreglum séu aðeins yfirvarp í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts aðgangs að upplýsingum um viðskiptaleg kjör samkeppnisaðila. Tekið er fram að samráð og samstilltar aðgerðir keppinauta á markaði séu óheimilar og að slíkt endurómi í 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Varðandi þær röksemdir kæranda að um aðgang hans að samningnum skuli fara eftir 14. gr. upplýsingalaga segir í umsögninni að aðgangur að tilboðsgögnum í útboðum sé takmarkaður við gögn sem orðið hafa til áður en samningur er gerður. Hefði formlegt útboðsferli farið fram og kærandi tekið þátt í því, kynni hann að eiga rétt til aðgangs að gögnum sem aðrir þátttakendur í útboði hefðu lagt fram í því ferli á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hafi ekki verið um útboðsferli að ræða í þessu máli og því geti ekki komið til álita að kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að lokum kemur fram í umsögninni að þegar horft sé til þess að beiðni um afrit af samningi komi frá samkeppnisaðila ON, sem hvorki hafi látið reyna á réttmæti viðskipta Landspítala og ON fyrir kærunefnd útboðsmála né hjá yfirvöldum samkeppnismála, sé það mat spítalans að hagsmunir Ísorku af að fá aðgang að samningnum eigi að víkja fyrir hagsmunum viðsemjanda spítalans af að halda viðskiptakjörum þeim sem hann bjóði viðskiptavinum sínum leyndum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Landspítala. Frekari athugasemdir bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Landspítala við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans. Synjun Landspítala á beiðni kæranda er byggð á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem samningurinn innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON og skuli því fara leynt.<br /> <h2>2.</h2> Í kæru Ísorku er meðal annars byggt á því að upplýsingar sem fram komi í samningi Landspítala og ON varði kæranda í raun beint, þar sem samningurinn taki til vara og þjónustu sem Ísorka, sem sé í beinni samkeppni við ON, selji líka. Af þeirri ástæðu séu skilyrði uppfyllt til að um beiðni Ísorku fari eftir 14. gr. upplýsingalaga, en í ákvæðinu er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Kærandi vísar til þess að úrskurðarnefnd hafi í úrskurðum sínum litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum. Þótt í máli þessu hafi ekki farið fram hefðbundið útboð hnígi að mati kæranda rök til þess að hann skuli njóta réttar til aðgangs að samningi Landspítala við ON samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd getur ekki fallist á að atvikum þessa máls megi jafna til útboðs. Í útboði felst yfirleitt að leitað er tilboða frá fleiri en einum aðila í það verk sem boðið er út, samkvæmt sömu upplýsingum og innan sama frests. Slíkt sé ekki uppi á teningnum í þessu máli. Jafnvel þótt fallist yrði á að atvikum málsins mætti jafna til útboðs kemur það fram í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Beiðni um aðgang að endanlegum samningi verður samkvæmt því ekki byggð á 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um beiðni Ísorku um aðgang að samningi Landspítala og ON eftir 5. gr. upplýsingalaga, sem lýtur að rétti almennings til aðgangs að gögnum.<br /> <h2>3.</h2> Landspítali hefur byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að samningi spítalans við ON á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem samningurinn innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON og skuli því fara leynt. Samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið tekur til hagsmuna hvers konar lögaðila sem komið hefur verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli og eru í eigu einkaaðila. Þannig tekur það t.d. til sameignarfélaga, samvinnufélaga og hlutafélaga. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 136/2013 er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er dótturfélag OR liggur fyrir að fyrirtækið er alfarið í opinberri eigu. Ljóst er m.a. af gögnum málsins að fyrirtækið er í samkeppni við aðra aðila, þar á meðal kæranda, um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Synjun Landspítala á aðgangi að samningi við ON hefði því með réttu átt að byggjast á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að spítalinn hafi synjað beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. laganna kemur það þó að mati úrskurðarnefndar ekki að sök þar sem þeir hagsmunir sem spítalinn vísar til, þ.e. mikilvægir fjárhagslegir hagsmunir ON, eru hinir sömu og 4. tölul. 10. gr. er ætlað að vernda. Í samræmi við framangreint verður leyst úr máli þessu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>4.</h2> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.“<br /> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Landspítala kemur fram að spítalinn meti það svo að í ljósi þess að beiðni um afrit af samningi komi frá samkeppnisaðila ON, sem hvorki hafi látið reyna á réttmæti viðskipta Landspítala og ON fyrir kærunefnd útboðsmála né hjá yfirvöldum samkeppnismála, eigi hagsmunir Ísorku af að fá aðgang að samningnum að víkja fyrir hagsmunum viðsemjanda spítalans af að halda viðskiptakjörum þeim sem hann bjóði viðskiptavinum sínum leyndum. Úrskurðarnefnd tekur fram að framangreind sjónarmið koma ekki til skoðunar við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að tilteknum gögnum skv. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Það gefur auk þess augaleið að kærandi þurfi ekki að hafa leitað til kærunefndar útboðsmála eða yfirvalda samkeppnismála, þar sem í þessu máli er aðeins óskað eftir upplýsingum á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Í slíkum tilvikum skiptir það heldur ekki máli hver kærandi er og hvernig hann hyggist nota gögnin.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur farið yfir samning Landspítala við Orku náttúrunnar ohf., dags. 27. apríl 2018. Samningurinn er á tveimur blaðsíðum og honum fylgja fjögur fylgiskjöl: yfirlitsmyndir af lóðum Landspítala með merkingu á staðsetningu hleðslustöðva, tæknilýsing fyrir viðkomandi tegund hleðslustöðvar, kostnaðaráætlun og tengimyndir. Ákvæði samningsins eru þrjú talsins: Í 1. og 2. gr. er fjallað um framlag og skyldur hvors samningsaðila um sig og í 3. gr. er fjallað um samningstímann.<br /> <br /> Hvorki Landspítali né ON hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem fram koma í samningnum geti orðið ON skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af samningnum verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi skal m.a. nefnt að í samningnum kemur fram að Landspítali skuli tryggja rör að hleðslustöðvum frá götukassa. Slík framkvæmd felur óhjákvæmilega í sér ráðstöfun opinberra fjármuna en markmið upplýsingalaga er m.a. að gefa almenningi tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar umfjöllunar er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu þessara gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Skal kæranda því veittur aðgangur að samningi Landspítala og ON.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Landspítala er skylt að veita Ísorku ehf. aðgang að samningi Landspítala við Orku náttúrunnar ohf., dags. 27. apríl 2018, um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp; &nbsp;Friðgeir Björnsson

766/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Blaðamaður óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um heildarkostnað stofnunarinnar af aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki. Synjun stofnunarinnar byggðist á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og þagnarskylduákvæði 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Úrskurðarnefndin tók fram að þessi ákvæði takmarki ekki ein og sér upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum en líta bæri til þeirra við skýringu ákvæða upplýsingalaga. Nefndin taldi enn fremur ljóst að upplýsingar um heildarkostnað vegna læknismeðferðar tiltekins einstaklings teljist til upplýsinga um viðkvæm einkamálefni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Sjónarmið sem mæltu með leynd vægju mun þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Þá var það mat nefndarinnar að möguleikar kæranda sem starfsmanns fjölmiðils til að miðla upplýsingum um opinber málefni væru ekki skertir um of með synjun beiðninnar, þar sem umbeðnar upplýsingar hefðu takmarkað upplýsingagildi með hliðsjón af umfangsmiklum upplýsingum sem birst hafa opinberlega um málið.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 766/2018 í máli ÚNU 18040007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2018, kærði A, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, synjun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á beiðni um upplýsingar um heildarkostnað stofnunarinnar af aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki.<br /> <br /> Með tölvupósti til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 15. janúar 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um heildarkostnað Sjúkratrygginga Íslands af aðgerðinni samkvæmt fjárhagslegu samkomulagi stofnunarinnar og Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi frá árinu 2011. Með svari, dags. 17. janúar 2018, var kæranda tjáð að SÍ gæti ekki tjáð sig um einstök mál vegna persónuverndar. Hins vegar var honum bent á skýrslu rannsóknarnefndar um málið, sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala, en í skýrslunni væri að finna umfjöllun um aðkomu SÍ að málinu.<br /> <br /> Kærandi svaraði Sjúkratryggingum Íslands með tölvupósti, dags. 30. janúar 2018. Þar kom fram að kærandi teldi svar stofnunarinnar ófullnægjandi þar sem ekki kæmi fram á hvaða lagagrundvelli það væri byggt. Vísaði kærandi í því sambandi til V. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um birtingu ákvörðunar, rökstuðning o.fl. Því næst tók kærandi fram að með vísan til markmiða upplýsingalaga nr. 140/2012 væri ljóst að málið varðaði almannahagsmuni; það samrýmdist markmiði laganna að upplýsa almenning um kostnað sem fallið hefði til vegna læknismeðferðarinnar og upplýsingar um slíkt brytu ekki gegn persónuvernd þess sem þegið hefði meðferðina. Um væri að ræða kostnaðarupplýsingar á grundvelli fjárhagslegs samkomulags SÍ og Karolinska háskólasjúkrahússins, sem vörðuðu meðferð opinberra fjármuna. Með afhendingu upplýsinganna ætti ekki að vera hægt að rekja þá læknismeðferð sem sjúklingurinn hefði hlotið, heldur aðeins að sjá heildarkostnaðinn sem fallið hefði til.<br /> <br /> Með svari SÍ, dags. 2. febrúar 2018, var fyrri afstaða stofnunarinnar ítrekuð. Tekið var fram að SÍ tæki þátt í kostnaði vegna læknismeðferðar sjúkratryggðra einstaklinga erlendis þegar ekki væri unnt að veita meðferð hér á landi. Upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga væru viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. lög um persónuvernd, og teldi SÍ sér því ekki heimilt að veita upplýsingar um meðferðir sem einstakir sjúklingar hlytu eða kostnað vegna þeirra. Því næst var tekið fram að SÍ hefði ekki tekið þátt í kostnaði vegna sjálfrar plastbarkaígræðslunnar, en hefði hins vegar samþykkt að taka þátt í kostnaði vegna annarrar meðferðar sjúklingsins. Stofnunin teldi sér hvorki heimilt að veita upplýsingar um hvað fólst í þeirri meðferð né hver kostnaður vegna hennar hefði verið. Að lokum var tiltekið að SÍ hefði ekki greitt fyrir eftirmeðferð sjúklingsins á Landspítalanum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt SÍ og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn SÍ, dags. 26. apríl 2018, er vísað til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 þar sem fram komi að upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga teljist viðkvæmar persónuupplýsingar og sérstök skilyrði gildi um vinnslu slíkra upplýsinga. Það geti verið mjög viðkvæmt mál fyrir veikan einstakling að almenningur fái upplýsingar um veikindi hans eða kostnað ríkisins vegna þeirra. Að því búnu er vísað til þagnarskylduákvæðis 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, en þar sé kveðið á um að starfsfólki SÍ sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanns eða eðli máls. Því næst er tekið fram að þótt í máli þessu sé aðeins óskað eftir kostnaðarupplýsingum tengist þær óhjákvæmilega þeirri meðferð sem umræddur einstaklingur fékk. Á reikningum sem borist hafi SÍ komi fram lýsingar á þeirri meðferð sem sjúklingur hafi fengið hverju sinni. Að öðru leyti eru í umsögninni ítrekuð sjónarmið sem sett voru fram í hinni kærðu ákvörðun. Úrskurðarnefndinni var jafnframt afhentur einn reikningur sem stofnunin kvað falla undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. maí 2018, var kæranda veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar SÍ. Athugasemdir bárust með bréfi, dags. 11. maí 2018. Þar er áréttað að ekki sé óskað eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað við tiltekna læknismeðferð heldur eingöngu um heildarkostnað SÍ vegna læknismeðferðarinnar. Af þeirri ástæðu hafni kærandi þeirri fullyrðingu að um sé að ræða viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar heldur einungis upplýsingar um meðferð opinbers fjár. Málið hafi mikið verið til umfjöllunar í innlendum og erlendum fjölmiðlum, m.a. vegna mistaka sem gerð hafi verið í málinu. Með því að upplýsa um heildarkostnað við læknismeðferð í málinu sé varpað ljósi á kostnað íslenska ríkisins vegna þeirra mistaka. Að lokum kemur fram í umsögninni að Viðskiptablaðið telji að SÍ sé í lófa lagið að búa þannig um hnútana að upplýsingar um heildarkostnað verði afhentar án þess að hægt verði að sjá fyrir hvað var greitt.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um heildarkostnað SÍ í tengslum við læknismeðferð nafngreinds einstaklings. Ákvörðun stofnunarinnar um synjun beiðni kæranda byggðist á því að kostnaðarupplýsingarnar tengist óhjákvæmilega þeirri læknismeðferð sem viðkomandi einstaklingur fékk; þær varði því heilsuhagi hans og teljist þannig viðkvæmar persónuupplýsingar, sem stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að. Synjunin er m.a. rökstudd með vísan til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Það athugast að hvorugur lagabálkurinn takmarkar upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 og 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, en eftir atvikum er litið til ákvæða þeirra við skýringu ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. <br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar að upplýsingar um heildarkostnað vegna læknismeðferðar tiltekins einstaklings teljist án nokkurs vafa til upplýsinga um heilsuhagi hans og teljist jafnframt að öðru leyti til upplýsinga um viðkvæm einkamálefni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur óviðkomandi að slíkum upplýsingum hefði í för með sér að unnt væri að afla upplýsinga um veikindi tiltekinna einstaklinga og umfang þeirra, jafnvel þótt eingöngu væri veittur aðgangur að upplýsingum um heildarkostnað, líkt og kærandi hefur beiðst aðgangs að í máli þessu. Það hefur hvorki þýðingu fyrir þessa niðurstöðu að kostnaður ríkisins vegna læknismeðferðar feli í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna né að málið hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda telur úrskurðarnefndin sjónarmið sem mæla með leynd vega mun þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að möguleikar kæranda sem starfsmanns fjölmiðils til að miðla upplýsingum um opinber málefni hafi ekki verið skertir um of með synjun beiðni hans. Er þar litið til þess að umbeðnar upplýsingar hafa takmarkað upplýsingagildi með hliðsjón af umfangsmiklum upplýsingum um málið sem birst hafa opinberlega.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri ákvörðun SÍ um synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni A, blaðamanns, um aðgang að upplýsingum um heildarkostnað stofnunarinnar í tengslum við aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br />

765/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Deilt var um ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands um að synja kæranda um hluta skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofa vann fyrir safnið. Ákvörðun safnsins byggði einkum á því að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þá hluta skýrslunnar sem kæranda var synjað um aðgang að og lagði fyrir Þjóðskjalasafn að veita honum aðgang að þeim með útstrikunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 765/2018 í máli ÚNU 18040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um afhendingu skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofan Líf og sál vann fyrir Þjóðskjalasafn Íslands árið 2014, án útstrikana.<br /> <br /> Með tölvupósti til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 15. febrúar 2018, óskaði kærandi eftir að fá afhenta framangreinda skýrslu á þeim grundvelli að kærandi væri aðili málsins. Vísaði kærandi í því sambandi til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en einnig 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 18. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2018, var kæranda tjáð að ákvörðun um afhendingu skýrslunnar hefði verið tekin á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ekki yrði hins vegar veittur aðgangur að afmörkuðum hlutum skýrslunnar með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin liti svo á að hagsmunir annarra af því að slíkur aðgangur yrði ekki veittur vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Beiðni um afhendingu var ítrekuð við Þjóðskjalasafn með bréfi, dags. 20. mars 2018. Kærandi gerði þar athugasemdir við útstrikanir sem voru í afhentu eintaki skýrslunnar og að ekki kæmi fram að þær hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Svar Þjóðskjalasafns barst með bréfi, dags. 3. apríl 2018. Þar var tekið fram að þar sem umbeðin skýrsla væri ekki gagn í máli sem lokið hefði verið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda í öndverðu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heyrði afgreiðsla málsins ekki undir 15. gr. þeirra laga. Að öðru leyti ítrekaði Þjóðskjalasafn þau sjónarmið sem fram komu í fyrra bréfi stofnunarinnar til kæranda og tók fram að sá hluti skýrslunnar sem ekki var afhentur innihéldi upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt Þjóðskjalasafni Íslands og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskjalasafns er atburðarás málsins innan stofnunarinnar rakin. Kærandi hóf þar störf árið 2012 og starfaði þar í tvö ár. Á meðan kærandi starfaði þar kvartaði hann undan einelti af hendi annars starfsmanns safnsins. Ákveðið var á grundvelli viðbragðsáætlunar stofnunarinnar við einelti og áreiti á vinnustað að fá fagaðila til að rannsaka hvort kvörtun kæranda ætti við rök að styðjast. Kærandi lét af störfum hjá stofnuninni á meðan rannsókninni stóð. Sálfræðistofan Líf og sál var fengin til að annast rannsóknina, sem gaf svo út skýrslu þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri um einelti að ræða. Hins vegar var talið að eitt tilvik í frásögn kæranda teldist neikvæð og/eða niðurlægjandi framkoma af hálfu meints geranda. <br /> <br /> Kæranda var boðið að koma í Þjóðskjalasafn til að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Þar kynnti stofnunin m.a. vinnubrögð við rannsóknina og skýrsluna sjálfa með almennum hætti. Kærandi var ósáttur við hina munnlegu kynningu og kvartaði við stéttarfélag sitt. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins kynnti sér málið og gerði ekki athugasemdir við kynningu safnsins.<br /> <br /> Í umsögninni er fjallað um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar þeim útstrikunum sem finna mátti í eintaki skýrslunnar sem kæranda var afhent. Tilgangur útstrikana í einu tilviki var að fjarlægja persónuauðkenni annarra starfsmanna en kæranda, en óþarft þótti að afhenda skýrsluna með þeim upplýsingum, þar sem um viðkvæm gögn væri að ræða í almennum skilningi. Nokkrar útstrikanir voru gerðar þar sem texti innihélt viðkvæmar persónulegar upplýsingar um aðra einstaklinga en kæranda. Textinn var hvorki talinn innihalda upplýsingar um meint einelti né um framgang kæranda í starfi, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 705/2017. Fáeinar útstrikanir vörðuðu tilmæli skýrsluhöfunda til stjórnenda varðandi starf þeirra til framtíðar og þótti rétt með vísan til framangreindra sjónarmiða að takmarka aðgang að slíkum upplýsingum. <br /> <br /> Loks var tekið fram að umbeðin skýrsla varðaði viðkvæm persónuleg málefni kæranda og annarra starfsmanna stofnunarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Stofnunin teldi að einkahagsmunir annarra af því að halda upplýsingum í útstrikuðum texta leyndum vægju þyngra en hagsmunir kæranda af afhendingu, enda varðaði textinn hvorki meint einelti né framgang kæranda í starfi. Til stuðnings niðurstöðu sinni vísaði Þjóðskjalasafn að lokum til fyrri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem reynt hefði á afhendingu skýrslna um rannsóknir sálfræðistofa á meintu einelti á vinnustöðum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Þjóðskjalasafns. Í bréfi frá kæranda, dags. 28. maí 2018, eru gerðar athugasemdir við nokkur atriði málavaxtalýsingar í umsögn Þjóðskjalasafns, þar á meðal að stofnunin hafi ekki ákveðið strax í upphafi að fylgja viðbragðsáætlun við einelti og áreiti á vinnustað heldur hafi kærandi þurft atbeina lögmanns sem Bandalag háskólamanna, BHM, útvegaði henni til að koma af stað rannsókn á kvörtun kæranda um einelti. Kærandi gerir einnig athugasemd við lýsingu Þjóðskjalasafns á kynningu niðurstaðna skýrslunnar o.fl.<br /> <br /> Kærandi segist ekki sammála þeirri túlkun Þjóðskjalasafns að 15. gr. stjórnsýslulaga eigi ekki við um afhendingu umbeðinna gagna. Þó að málinu hafi ekki lokið með stjórnvaldsákvörðun gagnvart kæranda, hafi verið um stjórnsýslumál að ræða sem komið var af stað og kærandi var aðili að. Hvað hinar útstrikuðu upplýsingar varðar telur kærandi stofnunina ekki hafa útskýrt á hvaða hátt þær geti talist viðkvæmar persónuupplýsingar eða upplýsingar sem af öðrum ástæðum væri rétt að undanþiggja aðgangi. Kæranda þykir sérstaklega ólíklegt að tilmæli skýrsluhöfunda til stjórnenda Þjóðskjalasafns geti talist persónuupplýsingar, og telur sig hafa hagsmuni af því að vita hvað komi þar fram. Kærandi nefnir fleiri atriði sem honum þykja óviðunandi, t.a.m. að strikað hafi verið yfir nöfn fundarmanna á fundi sem kærandi sat sjálfur.<br /> <br /> Með bréfum, dags. 23. október 2018, óskaði úrskurðarnefnd eftir afstöðu fimm einstaklinga sem getið er í skýrslunni til þess að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum er varði viðkomandi. Fjórir þeirra svöruðu erindi úrskurðarnefndarinnar. Af þeim veittu tveir samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingum í skýrslunni er lúti að framburði þeirra. Hinir tveir lögðust gegn því að aðgangur yrði veittur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að Þjóðskjalasafni hefði á grundvelli rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, verið rétt að kalla eftir afstöðu umræddra einstaklinga áður en það afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofan Líf og sál vann fyrir Þjóðskjalasafn Íslands árið 2014, án útstrikana. Synjun Þjóðskjalasafns um aðgang að skýrslunni án útstrikana er byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Kærandi byggði beiðni sína um aðgang að skýrslunni til Þjóðskjalasafns á 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem kærandi væri aðili þess máls sem skýrslan félli undir. Gagnabeiðni kæranda var hins vegar afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að umbeðin skýrsla væri ekki gagn í máli sem lokið hefði verið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, og þar með heyrði afgreiðsla málsins ekki undir 15. gr. þeirra laga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gilda lögin þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar metið er hvers konar ákvarðanir falli þar undir er m.a. horft til þess hvort ákvörðun sé beint út á við að borgurunum eða inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast yfirleitt ekki til stjórnvaldsákvarðana. Þær geta talist það í vissum tilvikum, t.a.m. þegar teknar eru ákvarðanir sem beint er að opinberum starfsmönnum og varða mjög mikilvæg réttindi og skyldur þeirra. Ákvörðun Þjóðskjalasafns að láta sálfræðistofuna Líf og sál rannsaka kvörtun kæranda um meint einelti á vinnustað, og gögn sem urðu til í tengslum við þá ákvörðun líkt og skýrslan sem gefin var út í kjölfarið, telst ekki vera stjórnvaldsákvörðun og þar með getur kærandi ekki óskað aðgangs að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga. Heyrir málið því undir upplýsingalög og úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>2.</h2> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um meint einelti í garð kæranda á vinnustað hans. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við ásökunum um að kærandi hefði verið lagður í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skýrslan geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skýrslunni eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að henni.<br /> <br /> <h2>3.</h2> Þjóðskjalasafn styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni án útstrikana við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin líti svo á að hagsmunir annarra af því að slíkur aðgangur verði ekki veittur vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“ <h2>4.</h2> <p>Skýrslan nefnist „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti – Þjóðskjalasafn“. Hún er dagsett 4. júlí 2014 og er alls 30 blaðsíður að lengd að meðtalinni forsíðu og tveimur fylgiskjölum. Á forsíðu er tekið fram að skýrslan sé trúnaðarmál og að í henni sé að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar.<br /> <br /> Í gögnum málsins liggur fyrir að kæranda hefur verið afhent skýrslan, en strikað hefur verið yfir tiltekin atriði. Þeir hlutar skýrslunnar sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að eru:</p> <p>1. Frásögn meints geranda, bls. 11-16, að hluta.<br /> 2. Samantekt frásagna samstarfsfólks, bls. 17-19, að hluta.<br /> 3. Svör B, bls. 19-20, að hluta.<br /> 4. Samantekt máls, bls. 20-21, að hluta.<br /> 5. Niðurstöður, bls. 22-26, að hluta.<br /> 6. Tillögur, bls. 28, að hluta. <br /> <br /> Í kaflanum „Frásögn meints geranda“ er farið yfir ýmis atvik tengd kæranda og samskiptum hans og meints geranda. Auk þess eru þar lýsingar á persónulegum upplifunum meints geranda. Í bréfi til úrskurðarnefndar lagðist hann gegn því að skýrslan yrði afhent kæranda án útstrikana. Var meðal annars vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, og þess að skýrt hefði komið fram í upphafi viðtals við Líf og sál að það sem fram færi í viðtalinu yrði ekki birt meintum þolanda né öðrum.<br /> <br /> Tekið skal fram að þótt viðmælendum skýrsluhöfunda hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði þó ekki eitt út af fyrir sig staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslu samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-28/1997, A-443/2012 og A-458/2012.<br /> <br /> Á nokkrum stöðum í frásögn meints geranda er að finna upplýsingar sem varða persónuleg málefni hans og verða að teljast viðkvæmar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir hans af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið ber að afmá setningu í línu 3-4 í fyrstu heilu efnisgreininni á bls. 12 (línu 4-5 á blaðsíðunni), og þriðju efnisgrein á bls. 16 í heild sinni (línur 18-23 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Á bls. 12-13 er umfjöllun um starfshóp þar sem strikað hefur verið yfir nöfn tveggja þeirra er sátu í starfshópnum. Jafnframt kemur þar fram að kærandi hafi verið hluti af starfshópnum. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að ekki standa rök til þess að takmarka aðgang kæranda að nöfnum starfsmannanna, og skal honum því veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Í fyrri efnisgrein af tveimur á bls. 14 (línum 6-19 á blaðsíðunni) er fjallað um tvo nánar tilgreinda starfsmenn stofnunarinnar. Fyrir liggur að starfsmennirnir hafa veitt samþykki sitt fyrir því að kærandi fái aðgang að upplýsingum í skýrslunni sem þá varða. Hafi einstaklingar sem gögn varða lýst því yfir að þeir geri ekki athugasemd við að gögnin séu afhent þriðja aðila geta stjórnvöld almennt ekki synjað um aðgang að gögnunum með vísan til hagsmuna þessara einstaklinga. Því ber Þjóðskjalasafni að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Síðari efnisgreinin á bls. 14, sem lýkur í efstu línu á bls. 15, felst að mestu leyti í frásögn meints geranda af samskiptum kæranda við aðra starfsmenn stofnunarinnar. Frásögnin felur í sér lýsingu á atvikum þar sem kærandi sjálfur var þátttakandi. Að mati úrskurðarnefndar er ekki ástæða til að takmarka aðgang kæranda að efnisgreininni. Hins vegar er í efnisgreininni fjallað stuttlega um tvo starfsmenn stofnunarinnar. Annar þeirra lagðist gegn því að kærandi fengi aðgang að upplýsingum er vörðuðu sig. Ekki barst svar frá hinum starfsmanninum við afstöðubréfi úrskurðarnefndar til hans og liggur því ekki fyrir samþykki hans fyrir að upplýsingar er hann varði verði veittar kæranda. Þar koma fram upplýsingar um persónuleg einkamálefni viðkomandi starfsmanna, og telur úrskurðarnefnd að hagsmunir þeirra af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum setningum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Því skal afmá annars vegar setningu í annarri línu efnisgreinarinnar (línu 21 á blaðsíðunni) og hins vegar setningu í áttundu línu efnisgreinarinnar (línu 27 á blaðsíðunni).<br /> <br /> Í fyrstu efnisgrein af þremur á bls. 15 og á einum stað í annarri efnisgrein á sömu blaðsíðu er aftur að finna umfjöllun um annan tveggja starfsmanna sem veitt hafa samþykki sitt fyrir því að kærandi fái aðgang að upplýsingum í skýrslunni hvað sig varði. Af þeirri ástæðu skal veita kæranda aðgang að þessum tveimur efnisgreinum í heild sinni. Í fyrstu efnisgrein á bls. 16 er aftur fjallað um sama starfsmann, nánar tiltekið í línum 9-13, og skal einnig veita kæranda aðgang að þeirri efnisgrein. <br /> <br /> </p> <h2>5.</h2> <p>Hvað varðar kafla skýrslunnar sem ber nafnið „Samantekt frásagna samstarfsfólks“ telur úrskurðarnefndin að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að þessum kafla skýrslunnar, en þar er almennt fjallað um það sem fram kom í viðtölum við ónafngreinda starfsmenn og einstök atvik ekki rakin. Þær upplýsingar sem fram koma í þessum köflum teljast að mati úrskurðarnefndar ekki varða einkahagsmuni þess sem þar er fjallað um með þeim hætti að þær skuli undanþegnar aðgangi kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Því skal kæranda veittur aðgangur að þessum kafla skýrslunnar án útstrikana. Sömu sjónarmið eiga við um kaflann sem ber heitið „Samantekt máls“, og skal því einnig veita kæranda aðgang að þeim kafla án útstrikana.<br /> <br /> Í kafla skýrslunnar með svörum B, hefur verið strikað yfir efnisgrein á bls. 20. Það er mat úrskurðarnefndar að hagsmunir þess starfsmanns sem þar um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að efnisgreininni vegi þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þeim hluta skýrslunnar sem ber heitið „Niðurstöður“ eru efnisatriði málsins dregin saman og heimfærð upp á skilgreiningu á einelti. Í kaflanum er jafnframt að finna skáletraðar lýsingar á mati skýrsluhöfunda á hverju atriði fyrir sig. Kærandi hefur fengið aðgang að kaflanum að undanskildum nokkrum setningum á bls. 25, þar sem finna má mat skýrsluhöfunda á framgöngu meints geranda. Eins og atvikum þessa máls er háttað er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda af því að fá aðgang að matinu vegi þyngra en hagsmunir meints geranda af því að leynd ríki um upplýsingarnar, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi skal haft í huga að kærandi bar fram kvörtun yfir því að hann hefði sætt einelti og hefur hann því hagsmuni af því að vita hvernig niðurstaða í kvörtunarmálinu var fengin. <br /> <br /> Upplýsingar í þeim kafla sem ber yfirskriftina „Tillögur“ og strikað hefur verið yfir teljast að mati úrskurðarnefndarinnar ekki varða svo viðkvæm einkamálefni þess sem þar er fjallað um að hagsmunir viðkomandi vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Verður því að heimila kæranda aðgang að þessum skýrsluhluta á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem fram kemur í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Þjóðskjalasafni Íslands er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslunnar „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti – Þjóðskjalasafn“, dags. 4. júlí 2014 sem honum var synjað um:<br /> 1. Kaflanum „Frásögn meints geranda“, bls. 12-16. Þó er stofnuninni skylt að afmá eftirfarandi efnisgreinar og setningar í kaflanum eins og hér segir:<br /> a. Afmá skal setningu í línu 3-4 í fyrstu heilu efnisgreininni á bls. 12.<br /> b. Afmá skal annars vegar setningu í annarri línu síðari efnisgreinar á bls. 14 (línu 21 á blaðsíðunni, hefst á orðinu „Við“ og endar á orðinu „ánægður“) og hins vegar setningu í áttundu línu hennar (línu 27 á blaðsíðunni, hefst á orðinu „Unga“ og endar á orðinu „garð“).<br /> c. Afmá skal þriðju efnisgrein á bls. 16 (línur 18-23 á blaðsíðunni).<br /> 2. Kaflanum „Samantekt frásagna samstarfsfólks“, bls. 17-19.<br /> 3. Kaflanum „Svör B“, bls. 19-20. Þó er stofnuninni skylt að afmá eftirfarandi efnisgrein eins og hér segir:<br /> a. Afmá skal fyrstu efnisgrein á bls. 20 (línur 1-3 á blaðsíðunni).<br /> 4. Kaflanum „Samantekt máls“, bls. 20-21.<br /> 5. Kaflanum „Niðurstöður“, bls. 22-26.<br /> 6. Kaflanum „Tillögur“, bls. 28.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp;Friðgeir Björnsson</p>

764/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018

Kærð var ákvörðun Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um synjun beiðni um aðgang að samningum um rannsóknir á jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við þær. Ákvörðun ÍSOR byggðist á 9. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að umbeðin gögn vörðuðu samkeppnisrekstur ÍSOR og að aðgangur að þeim gæti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Var ákvörðun ÍSOR því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 764/2018 í máli ÚNU 18020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2018, kærði Stapi ehf. synjun Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, á beiðni um aðgang að samningum um rannsóknir á tilgreindum jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við rannsóknirnar.<br /> <br /> Með bréfi til ÍSOR, dags. 5. janúar 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum tiltækum samningum sem ÍSOR hafði gert annars vegar við fyrirtækið Rarik ohf. og hins vegar fyrirtækið Norðurorku, með sérstöku tilliti til samninga um rannsóknir á jarðhitasvæðum við Hoffell í Nesjum við Hornafjörð og Ytri-Vík á Árskógsströnd. Jafnframt var óskað eftir afritum af öllum reikningum sem ÍSOR hafði sent áðurgreindum fyrirtækjum vegna vinnu á þessum svæðum frá árinu 2011 til dagsins í dag.<br /> <br /> Fram kom að kærandi setti beiðnina fram vegna undirbúnings formlegrar kæru til Samkeppniseftirlitsins, sem lyti að óeðlilegri stöðu ÍSOR í samkeppnislegu tilliti, þar sem stofnunin aflaði sér sjálfstæðra tekna í samkeppni við önnur atvinnufyrirtæki í landinu en væri aftur á móti undanþegin greiðslu tekjuskatts. Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar nefndi kærandi einnig að enginn tiltekinn rekstur ÍSOR væri aðskilinn frá öðrum samkeppnisrekstri eins og tíðkaðist hjá stofnunum sem að hluta til sinntu almenningsþjónustu en væru jafnframt í samkeppni við atvinnufyrirtæki.<br /> <br /> Með bréfi til kæranda frá ÍSOR, dags. 31. janúar 2018, var beiðni hans synjað með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem veitt er heimild til að takmarka aðgang almennings að gögnum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Einnig var í bréfinu vísað til 9. gr. upplýsingalaga um að óheimilt væri að veita almenningi aðgang að gögnum er vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Að mati ÍSOR gæti afhending umbeðinna gagna skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar, sem væri í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem ekki þyrftu að gefa upp slíkar viðskiptaupplýsingar. Umbeðin gögn vörðuðu einnig fjárhagsleg málefni fyrirtækjanna RARIK og Norðurorku sem óheimilt væri að veita aðgang að.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. mars 2018, var kæran kynnt ÍSOR og stofnuninni veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ÍSOR er dagsett 15. mars 2018. Í umsögninni er fyrst rakið að stofnunin hafi verið sett á laggirnar með lögum nr. 86/2003 um Íslenskar orkurannsóknir. Í 5. gr. þeirra laga hafi komið fram að stofnunin starfaði á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og skyldi afla sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði stofnunarinnar. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum kæmi fram að þar sem stofnunin starfaði á samkeppnismarkaði væri lagt til að hún fengi ekki beinar fjárveitingar af fjárlögum. Í umsögninni er síðan tiltekið að þetta fyrirkomulag hafi gengið eftir og að ÍSOR hafi aldrei fengið fjárveitingar af fjárlögum.<br /> <br /> Að því búnu er tiltekið í umsögninni að í kæru Stapa ehf. gæti þess misskilnings að ÍSOR sé einungis að hluta til í samkeppnisrekstri en sinni jafnframt annarri starfsemi. Hið rétta sé að öll starfsemi ÍSOR flokkist sem samkeppnisrekstur. Sem dæmi um það megi nefna rannsóknir á jarðhitasvæðum hér á landi þar sem margir aðilar, jafnt innlendir sem erlendir, keppi um verkefni.<br /> <br /> Því næst kemur fram að ÍSOR telji ótvírætt að stofnuninni sé á grundvelli ákvæða 9. og 10. gr. upplýsingalaga heimilt að synja Stapa ehf. um aðgang að umbeðnum gögnum. Þannig segi í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. laganna í frumvarpi því sem varð að lögunum að markmiðið með frumvarpinu sé m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur aðgangur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Hvað 9. gr. upplýsingalaga varðar er tekið fram í umsögn ÍSOR að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í mörgum úrskurðum sínum tekið fram að við úrlausn ágreinings um aðgang að gögnum opinberra aðila takist á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja eða stofnana af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum eða opinberum hagsmunum sé ráðstafað. Í þessu máli sé hins vegar engu slíku til að dreifa. ÍSOR fái engar opinberar fjárveitingar, heldur sé stofnunin sjálfbær, stundi einungis samkeppnisrekstur og keppi um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við Stapa ehf. og marga aðra aðila. Þar að auki varði umbeðin gögn ekki kaup ÍSOR á vörum eða þjónustu, heldur sölu á rannsóknum, ráðgjöf og þjónustu til orkufyrirtækja sem einnig starfi á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindum röksemdum krefst ÍSOR þess að synjun stofnunarinnar um aðgang Stapa ehf. að umbeðnum gögnum verði staðfest.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. mars 2018, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar. Athugasemdir bárust frá kæranda með bréfi, dags. 20. mars 2018. Þar kemur fram að kæranda þyki gæta ósamræmis milli þeirra röksemda sem fram komi í svarbréfi ÍSOR og ræðu forstjóra stofnunarinnar á nýliðnum ársfundi hennar. Að öðru leyti var í bréfinu að finna frekari rökstuðning fyrir kærunni með vísan til eldri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum um rannsóknir á tilgreindum jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við rannsóknirnar. Synjun ÍSOR er að meginstefnu byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en einnig á 9. gr. sömu laga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur farið yfir umbeðin gögn í málinu. Í fyrsta lagi eru samningar ÍSOR við Rarik ohf. í tengslum við jarðhitarannsóknir við Hoffell í Hornafirði, en þeir eru ellefu talsins. Þeir eru allir svipaðir að uppbyggingu og innihalda t.d. umfjöllun um markmið, verklýsingu, verkframvindu og verkskil auk sundurliðaðrar kostnaðaráætlunar um einstaka þætti verksins. Í öðru lagi eru reikningar, sem ÍSOR gaf út í tengslum við sama verkefni, en þeir eru 69 talsins. Þeir innihalda meðal annars lýsingu á þeirri þjónustu sem stofnunin veitti, magn, einingaverð og upphæð sem krafið var um. Í þriðja lagi eru samningar ÍSOR við Norðurorku í tengslum við jarðhitarannsóknir í Ytri-Vík á Árskógsströnd, en þeir eru þrír talsins. Uppbygging samninganna er áþekk samningum ÍSOR við Rarik ohf. og innihalda meðal annars umfjöllun um markmið, verklýsingu og kostnaðaráætlun. Í fjórða lagi eru svo reikningar sem ÍSOR gaf út í tengslum við það verkefni, en þeir eru 14 talsins. Uppbygging reikninganna er sambærileg þeim reikningum sem ÍSOR gaf út til Rarik ohf.<br /> <br /> <h2>2.</h2> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> ÍSOR starfar samkvæmt lögum um Íslenskar orkurannsóknir nr. 86/2003. Samkvæmt 1. gr. laganna er stofnunin sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Samkvæmt þessari grein laganna verður að líta svo á að framangreind stofnun sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr upplýsingalaga og lögin nái því til hennar. Hlutverk stofnunarinnar er samkvæmt 2. gr. að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður. Í 5. gr. laganna kemur svo fram að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Þessi lagagrein verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirtækinu, þótt í opinberri eigu sé, sé ætlað að standa sjálfstætt að fjáröflun til þess rekstrar sem það hefur með höndum lögum samkvæmt og þá án fjárframlaga úr ríkissjóði. Í rekstraryfirlitum í ársskýrslum fyrirtækisins síðustu sjö ára, sem úrskurðarnefndin hefur skoðað, eru rekstrartekjur ekki sérstaklega sundurgreindar og verður því ekki af þeim yfirlitum ráðið hvort eitthvert framlag úr ríkissjóði sé hluti þeirra en eðlilegt væri að geta slíks framlags sérstaklega í rekstraryfirlitunum væri því til að dreifa. Miðað við þessar rekstrartekjur verður heldur ekki séð að fyrirtækinu hafi verið nein þörf á ríkisframlagi til þess að halda starfsemi sinni gangandi. Því er haldið fram af hálfu ÍSOR að fyrirtækið fái engar opinberar fjárveitingar og sér úrskurðarnefndin, eins og málið liggur fyrir henni, ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa. Með þetta í huga telur úrskurðarnefndin að líta verði svo á að rekstur ÍSOR, eins og honum hefur verið lýst hér að framan, feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samke