Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar þangað á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Frá og með 1. september 2019 er Ásthildur Valtýsdóttir ritari nefndarinnar, netfang: [email protected].

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annari síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beyginga orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.

Áskriftir
NúmerÚrdrátturEfni
897/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Í málinu kærði blaðamaður synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn varðandi tiltekið fósturheimili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að óheimilt væri að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram færi atviksbundið mat á efni slíkra gagna. Fallist var á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að hluta gagna Barnaverndarstofu varðandi heimilið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu var þó gert að veita kæranda aðgang að hluta bréfs barnaverndarnefndar Kópavogs vegna fósturheimilisins og svarbréfi Barnaverndarstofu í heild sinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 897/2020 í máli ÚNU 20020013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. febrúar 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi fósturheimilið B.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 21. janúar 2020, var óskað eftir aðgangi að gögnum um fósturheimilið í fimm liðum:<br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistunin þar og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 31. janúar 2020, kemur fram að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 hafi tekið gildi þann 1. júní 2002 en áður hafi gilt lög um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992. Með breytingalögum nr. 22/1995 hafi Barnaverndarstofu verið komið á fót en áður en stofan tók til starfa hafi verið kveðið á um það í lögum að barnaverndarnefnd legði mat á hæfni fósturforeldra auk þess að undirbúa þá fyrir hlutverk sitt eftir bestu getu, sbr. 30. gr. laga nr. 58/1992. Í lögunum, breytingalögum nr. 22/1995, eða greinargerð með þeim sé ekki að finna upplýsingar um hvernig fari með leyfisveitingu eða gildi leyfa með tilliti til lagaskila, þ.e. hvort fósturforeldrar sem voru með leyfi frá barnaverndarnefndum færu í nýja úttekt hjá Barnaverndarstofu eða héldu fyrri leyfum. Með hliðsjón af framangreindu hafi Barnaverndarstofa ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir það tímamark séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000.<br /> <br /> Því næst eru rakin ákvæði laga og reglugerðar nr. 804/2004 um eftirlit barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu með fósturheimilum. Varðandi fyrirspurn kæranda um hvort athugasemdir hafi borist stofunni vegna fósturforeldra á B geti stofnunin ekki upplýst um slíkt. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Barnaverndarstofu barst þann 17. mars 2020. Þar kemur fram að við meðferð beiðni kæranda hafi þótt ljóst að með því að staðfesta tilvist athugasemda um tiltekin heimili væri stofan að veita upplýsingar sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að og kveðið sé á um í 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa hafi verið tekin ákvörðun um að synja þeim hluta beiðninnar sem lúti að því hvort athugasemdir hafi verið gerðar við starfsemina, hvers eðlis þær hafi verið og hvort leyfi til þess að vista börn hafi verið afturkallað. Því hafi beiðni kæranda verið synjað með bréfi, dags. 31. janúar 2020, en því fylgt eftir með því að hafa samband við kæranda símleiðis með útskýringum um efni bréfsins. Því hafi einnig verið komið á framfæri að forstjóri Barnaverndarstofu hafi lýst sig reiðubúna til að gefa kost á viðtali til að fara yfir almenn atriði.<br /> <br /> Í umsögninni er meðal annars vikið að því að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 geri ráð fyrir því að ef grunur vakni um vanrækslu af hálfu fósturforeldra eða annars konar vanhæfni þeirra til umönnunar barns hafi barnaverndarnefnd ávallt heimild til þess að rjúfa ráðstöfunina. Með því að veita upplýsingar um það hvort fósturrof af þessu tagi hafi átt sér stað, eða upplýsingar um hvort athugasemdir hafi borist sem lúta að hæfni fósturforeldra, kynni stofan að vera að veita upplýsingar sem teljist til einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verði í þessu samhengi að líta til sérstöðu málaflokksins að þessu leyti, enda sé ljóst að gögn í barnaverndarmálum sem varða vanrækslu, ofbeldi eða annars konar óviðunandi aðbúnað, hvort sem er á heimili kyn- eða fósturforeldra, myndu teljast til einkamálefna, enda sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem háðar séu sérreglum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Barnaverndarstofa rekur að við matið hafi verið litið til ákvörðunar Persónuverndar í frumkvæðismáli nr. 2018/839 frá 30. október 2018 er varðaði ákvörðun stofunnar um afhendingu á gögnum til fjölmiðla. Ákvörðunin fjalli á greinargóðan hátt um það til hvaða sjónarmiða skuli líta við mat á undanþágureglu 9. gr. upplýsingalaga. Þá er lögð áhersla á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Fram kemur að við yfirferð á gögnum sem fyrirliggjandi séu hjá Barnaverndarstofu og beiðni kæranda lúti að, telji stofnunin ljóst að þau innihaldi upplýsingar um einkamálefni samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. viðkvæmar persónuupplýsingar sem varði bæði fósturforeldra og barn. Þar að auki sé það mat stofunnar að með því að upplýsa kæranda um það hvort gerðar hafi verið athugasemdir við starfsemina, kynni Barnaverndarstofa einnig þar með að veita slíkar upplýsingar. Þá segir í umsögninni að við mat á því hvaða upplýsingar séu persónugreinanlegar beri Barnaverndarstofu að huga að öllum aðferðum sem ástæða sé til að ætla að unnt sé að beita til að bera kennsl á viðkomandi einstakling með beinum eða óbeinum hætti og að teknu tilliti til allra hlutlægra þátta, svo sem kostnaðar við það og þess tíma sem það tæki, að teknu tilliti til þeirrar tækni sem sé fyrir hendi þegar vinnsla fari fram. Við mat á því hvort afhenda bæri umræddar upplýsingar hafi Barnaverndarstofa ekki síst litið til þessa sjónarmiðs, enda sé ljóst að með einfaldri uppflettingu á netinu eða í opinberum gögnum sé mögulegt að bera kennsl á viðkomandi fósturforeldra, t.d. út frá heimilisfangi fósturheimilisins. <br /> <br /> Barnaverndarstofa leggur að lokum áherslu á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs. Eigi það jafnt við um börn, foreldra, fósturforeldra eða aðra þá einstaklinga sem koma að slíkum málum. Bendir stofan í því sambandi á skyldu þeirra sem vinna að barnavernd til þess að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018. Barnaverndarstofa telur því almennt ekki mögulegt að veita öðrum en aðilum máls aðgang að þeim gögnum sem um ræði og synjunin laut að enda séu þau samofin þeim upplýsingum sem falla undir trúnaðar- og þagnarskyldu barnaverndarlaga og stofan beri skyldu til að virða. Yrði erfitt fyrir Barnaverndarstofu að starfa í samræmi við þá skyldu ef aðrir en aðilar máls ættu rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. mars 2020, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. mars. 2020, kemur fram að hann hafi rætt við fimm einstaklinga sem hafi verið vistaðir sem börn í B og tekið viðtal við þrjá þeirra. Frásagnir þeirra allra eigi það sammerkt að þar sé lýst illri meðferð, ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu og í einhverjum tilvikum kynferðislegu. Afleiðingar dvalarinnar í B séu, samkvæmt lýsingum þeirra allra, langvarandi. Vísað er til þess að í 1. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um þau markmið laganna að fjölmiðlum og almenningi sé kleift að veita opinberum aðilum aðhald, að fjölmiðlar hafi möguleika á að miðla upplýsingum um opinber málefni og að auka traust almennings á stjórnsýslunni. Þetta skipti máli að því leyti að það hafi verið opinberra aðila að hafa eftirlit með vistun barna í B, annars vegar barnaverndarnefnda og einnig Barnaverndarstofu eftir að sú stofnun var sett á laggirnar árið 1995. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur einnig fram að kærandi telji einkahagsmuni þáverandi ábúenda í B hljóti að víkja fyrir veigameiri hagsmunum sem lúti að mögulegum brotum gegn börnum. Í því sambandi megi minna á mál eins og svokallað Breiðavíkurmál, málefni vistmanna á Kópavogshæli og öðrum vistheimilum á vegum ríkisins. Í þeim málum hafi íslenska ríkið viðurkennt að brotið hafi verið á börnum og öðrum sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér á meðan þau voru í umsjá og á ábyrgð opinberra aðila. Viðurkenning hins opinbera hafi falist bæði í afsökunarbeiðni og bótagreiðslum þar sem skaðabótaskylda hafi verið viðurkennd. <br /> <br /> Kærandi segist gera sér grein fyrir að í gögnunum geti verið viðkvæmar upplýsingar sem fara þurfi afar gætilega með. Það hljóti hins vegar að vera samfélaginu mikilvægt að upplýsa um ef brotið hafi verið á börnum sem hafi verið á ábyrgð hins opinbera og vistuð hjá einkaaðilum sem hið opinbera réð til vistunarinnar og hið opinbera átti að hafa eftirlit með.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum um starfsemi tiltekins fósturheimilis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Kærandi óskaði eftir gögnum sem hefðu að geyma eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistun fósturbarna á B og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að Barnaverndarstofa hafi ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995 en fyrir þann tíma hafi eftirlit með slíkum heimilum í meginatriðum verið í höndum barnaverndarnefnda. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir gildistöku laganna séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000. Hvað varði eftirlit með fósturheimilum hafi það verið í höndum barnaverndarnefnda. <br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort athugasemdir hafi borist Barnaverndarstofu vegna fósturforeldra á B og efni slíkra athugasemda, hafi þær borist, sé Barnaverndarstofu óheimilt að veita aðgang að þeim þar sem um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt er að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að líta svo á að Barnaverndarstofa telji óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum varðandi endurnýjun eða afturköllun leyfis til fósturheimilis á sama grundvelli. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með Barnaverndarstofu að stofnuninni sé óheimilt að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram fari atviksbundið mat á efni athugasemdanna. Er þá litið til þess að almenningur hefur hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram. Í gögnum sem geyma athugasemdir vegna starfsemi tiltekinna fósturheimila geta þó komið fram upplýsingar sem Barnaverndarstofu er óheimilt að veita almenningi aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn málsins með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Meðal gagnanna er fyrirspurn frá barnaverndarnefnd Kópavogs til Barnaverndarstofu, dags. 17. maí 2002, varðandi fósturheimilið að B og svarbréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér efni bréfaskiptanna en þau lúta að því hvort rétt sé að endurnýja fóstursamning við fósturheimilið. Þó sé Barnaverndastofu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem barnaverndaryfirvöld í Kópavogi segja að hafa borist sér í bréfinu frá 17. maí 2002, enda er þar um að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engan vafa leika á því að Barnaverndarstofu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun staðfest hvað varðar önnur gögn en bréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002 og bréf barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar úr bréfinu frá 17. maí 2002 eins og tilgreint er í úrskurðarorði.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Barnaverndarstofu er skylt að veita kæranda, A, aðgang að bréfi barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá er Barnaverndarstofu skylt að veita kæranda aðgang að bréfi Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. <br /> <br /> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 31. janúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lúta að starfsemi tiltekins fósturheimilis er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadótti</p> <br />

896/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Herólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020 en Herjólfur hafði vísað til þess í svari til kæranda að upplýsingarnar væri að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Úrskurðarnefndin taldi 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga ekki verða túlkaðan á þann veg að ákvæðið leggi skyldu á stjórnvöld til að afhenda gögn á því formi sem aðili óski eftir þegar þau séu þegar aðgengileg almenningi. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 896/2020 í máli ÚNU 20020010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 6. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. desember 2019, óskaði kærandi eftir fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020. Í svari félagsins, dags. 30. janúar 2020, kom fram fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020 megi finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. sé þar birt líkt og aðrar fjárhagsáætlanir félaga í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í kæru fer kærandi fram á að Herjólfur ohf. afhendi umbeðin gögn eða áframsendi erindið til Vestmannaeyjabæjar til afhendingar. <h2>Niðurstaða</h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015 frá 1. október 2015 og nr. 675/2017 frá 17. mars 2017. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með því að vísa á vef Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þau. Skoðun á vefsíðu Herjólfs ohf. leiðir í ljós að fjárhagsáætlunin er aðgengileg á forsíðu hennar undir tenglinum „Opið bókhald“ þar sem nálgast má fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins.<br /> <br /> Það athugast að í ákvæði 2. mgr. 19. gr. er gerð sú krafa að tilgreint sé nákvæmlega hvar upplýsingar séu aðgengilegar. Hefði því Herjólfi ohf. verið rétt að leiðbeina kæranda með nákvæmari hætti hvar á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar upplýsingar væri að finna. Er því beint til Herjólfs ohf. að gæta þess framvegis að tilgreina eins nákvæmlega og unnt er hvar og með hvaða hætti gögn hafa verið gerð aðgengileg almenningi. Þar sem umbeðin gögn eru þegar aðgengileg almenningi og Herjólfur ohf. hefur bent á hvar þau eru að finna liggur hins vegar ekki fyrir ákvörðun um synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Verður kæru því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 6. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

895/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti á vinnustað. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem tjáðu sig við gerð hennar af leynd. Hins vegar bæri að afmá úr skýrslunni frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 895/2020 í máli ÚNU 19120005. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 10. desember 2019, kærði Sara Pálsdóttir lögmaður, f.h. A, ákvörðun Árborgar um synjun beiðni um aðgang að afriti af vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi verið send þann 14. ágúst 2019. Eftir margar ítrekanir hafi svar borist þann 14. nóvember 2019 þar sem beiðninni hafi verið synjað og fullyrt að rökstuðningur yrði sendur bréfleiðis. Það bréf hafi hins vegar ekki borist. Kærandi byggir á því að hún eigi rétt á því að fá afrit skýrslunnar í heild sinni án þess að upplýsingar hafi verið afmáðar úr henni, bæði á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skýrslan innihaldi í reynd ekkert annað en upplýsingar um kæranda, bæði hennar eigin umkvartanir, andsvör þeirra sem kvartað var undan og mat sálfræðings.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Með bréfi, dags. 11. desember 2019, var Árborg kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn um hana. <br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins barst með bréfi, dags. 17. desember 2019. Þar kemur fram að kæranda hafi verið send formleg ákvörðun um synjun á afhendingu umbeðinna gagna án takmarkana með ábyrgðarpósti, dags. 12. desember 2019. Er vísað til þess erindis hvað varðar rökstuðning, málsatvik og forsendur sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í erindi sveitarfélagsins til kæranda segir að vinnusálfræðileg greinargerð, dags. 15. október 2018, hafi verið unnin að beiðni fræðslustjóra Árborgar vegna kvörtunar kæranda um einelti á vinnustað. Fundað hafi verið með aðilum í júní 2018 þar sem farið hafi verið yfir forsendur, ferli og framkvæmd gagnasöfnunar auk fyrirkomulags við kynningu niðurstaðna við lok úttektar. Jafnframt hafi verið áréttað að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Báðum málsaðilum hafi verið gefinn kostur á að tilnefna vitni. Vitnunum hafi verið kynntur tilgangur viðtalanna og þeim gerð grein fyrir að vitnisburðurinn yrði skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði kynnt þar sem þar kæmi fram. Greinargerð þessi hafi verið send Árborg til meðferðar og úttektaraðila gerð grein fyrir því að áætlað væri að efni skýrslunnar yrði kynnt aðilum og þeim gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri áður en sveitarfélagið tæki greinargerðina til endanlegrar úrlausnar. Aðilum hafi í kjölfarið verið kynnt efni greinargerðarinnar á fundi þar sem þeir hafi fengið að kynna sér efni hennar í heild sinni og gera athugasemdir við efni hennar. Hvorum aðila hafi síðar verið afhent eintak þar sem afmáð hafði verið bein frásögn annarra aðila en handhafa þess eintaks. Til þess að vernda hagsmuni vitna hafi sá hluti greinargerðarinnar sem sé þess eðlis að auðvelt væri að persónugreina framburð þeirra verið afmáður.<br /> <br /> Að mati sveitarfélagsins er ekki unnt að byggja kröfu kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni á 15. gr. stjórnsýslulaga. Um rétt kæranda fari því samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að kæranda hafi verið veittur aðgangur að greinargerðinni í heild og gefinn kostur á að koma fram athugasemdum við efni hennar. Afhending eintaks greinargerðarinnar í heild sinni kunni hins vegar að varða verulega hagsmuni vitna í málinu er lúti að því að halda nafnleynd, einkum í ljósi þess að um sé að ræða viðkvæmt mál á vinnustað þeirra og í ljósi smæðar vinnustaðarins og samfélagsins. Efni frásagna sé slíkt að engum vafa sé undirorpið hvaða einstaklingar beri vitni hverju sinni. Að mati sveitarfélagsins sé ekki unnt að virða rétt vitna og aðila með fullnægjandi hætti með því að láta kæranda í hendur afrit af beinum framburði þeirra. Í ljósi ríkari einkahagsmuna þeirra aðila sem upplýsingar varða, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, telur sveitarfélagið kæranda hafa verið veittur fullnægjandi aðgangur að efni skýrslunnar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. desember 2019, var kæranda kynnt umsögn Árborgar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 27. desember 2019. Þar mótmælir kærandi þeirri fullyrðingu sveitarfélagsins að veittur hafi verið aðgangur að skýrslunni í heild sinni. Hið rétta sé að kærandi hafi fengið að lesa hana í ráðhúsi Árborgar undir eftirliti og með ákveðnum tímaramma til þess. Ekki hafi verið gætt að jafnræði á milli kæranda og þess sem hún kvartaði undan, heldur hafi sá síðarnefndi fengið að hafa skýrsluna í heild sinni í heilan mánuð líkt og staðfest sé í sjálfri skýrslunni á bls. 2. Þá gerir kærandi athugasemdir við þá röksemd sveitarfélagsins að afhending greinargerðarinnar kunni að varða verulega hagsmuni vitna í málinu. Fyrst og fremst hafi verið afmáðar athugasemdir þess sem kvartað var undan. Engar röksemdir hafi verið færðar fram fyrir því. Þess utan geti röksemdir um nafnleynd vitna og óljósa hagsmuni þar að lútandi ekki leitt til þess að synja beri kæranda um afhendingu skýrslunnar í heild sinni. Vitni séu ekki nafngreind heldur notaðir bókstafir handahófskennt til að greina þau. Þá hafi vitnum sérstaklega verið kynnt að vitnisburður þeirra væri skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. Kærandi ítrekar að einu einkamálefnin sem skýrslan fjalli um séu einkamálefni kæranda, enda séu vitnin ekki að lýsa öðru en því sem þau hafi séð varðandi umkvörtunarefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. mars 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þau bárust með tölvupósti, dags. 31. mars 2020.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð í vörslum sveitarfélagsins Árborgar, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti. Kæranda var veittur aðgangur að skýrslunni í heild sinni með sýningu hennar í ráðhúsi Árborgar og að hluta með afhendingu afrits þar sem tiltekin atriði höfðu verið afmáð en kærandi telur sig eiga rétt á því að fá aðgang að afriti skýrslunnar í heild sinni.<br /> <br /> Í greinargerðinni kemur fram að sá sem annaðist gerð skýrslunnar sé sálfræðingur, en samkvæmt 21. tölul. 3. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, teljast sálfræðingar til heilbrigðisstarfsmanna, sbr. einnig 2. tölul. 2. gr. sömu laga. Fyrir liggur að umrædd skýrsla var ekki gerð í tengslum við heilbrigðisþjónustu við þá sem þar er fjallað um, sbr. 4. tölul. 2. gr. laga nr. 34/2012 og 1. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Af þeim sökum verður ekki séð að ákvæði 17. gr. laga nr. 34/2012, sem fjallar um trúnað og þagnarskyldu löggiltra heilbrigðisstarfsmanna, taki til skýrslunnar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Skýrslan fjallar um niðurstöður vinnusálfræðilegrar úttektar á kvörtunum kæranda um að samstarfsmaður hennar á vinnustað hafi lagt hana í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi, og með vísan til röksemda Árborgar í málinu, næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Af gögnum málsins má ráða að synjun sveitarfélagsins um afrit af skýrslunni byggist öðru fremur á því sjónarmiði að með því væri hætta á því að kærandi afhendi hana öðrum eða birti hana opinberlega í heild eða að hluta. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ýmis lagaákvæði tryggja aðila máls eða þeim sem gögn varða betri rétt til aðgangs að gögnum en almenningi. Taki beiðandi við slíkum gögnum og miðli þeim áfram til óviðkomandi getur það hins vegar varðað við lög, sbr. t.d. 5. mgr., sbr. 1. mgr., 45. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um þagnarskyldu aðila máls um viðkvæmar upplýsingar í gögnum máls sem hann hefur fengið aðgang að. Sjónarmið af þessu tagi geta hins vegar ekki komið í veg fyrir að beiðandi fái aðgang að gögnum á grundvelli laga, í þessu tilviki 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi óskaði aðgangs að. Skýrslan nefnist sem fyrr segir „Vinnusálfræðileg greinargerð – Úttekt á kvörtun um einelti“ og er dags. 15. október 2018. Skýrslan er 27 tölusettar blaðsíður að lengd. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að á kynningarfundi með málsaðilum, kæranda í þessu máli og þeim einstaklingi sem kærandi sagði hafa beitt sig einelti, hafi komið fram að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Þá hafi farið fram viðtöl við vitni í ráðhúsi sveitarfélagsins og símleiðis. Við upphaf viðtals hafi vitnum verið gerð grein fyrir því að vitnisburður þeirra væri skráður og vegna andmælaréttar gæti farið svo að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. <br /> <br /> Þótt einstökum viðmælendum, þ.e. kæranda og þeim sem kvörtun hennar beindist að, hafi verið heitið því að upplýsingar yrðu meðhöndlaðar „í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað“ getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Þótt einstaklingum hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. meðal annars úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 705/2017, 664/2016, 630/2016, A-458/2012, A-443/2012 og A-28/1997. Hvað varðar þá einstaklinga sem bera vitni um málsatvik er til þess að líta að enginn þeirra er nafngreindur í skýrslunni. Þá var vitnunum sérstaklega tilkynnt að málsaðilum kynni að verða veittur aðgangur að upplýsingum sem frá þeim kæmu.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar en hennar var aflað í tilefni af kvörtunum kæranda vegna meints eineltis í sinn garð á vinnustað. Kærandi hefur því hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig að skýrslunni var staðið og hvernig niðurstaða hennar var fengin. Aðgangur kæranda að skýrslunni verður því aðeins takmarkaður ef hagsmunir annarra sem tjáðu sig við gerð hennar, af því að frásagnir þeirra fari leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni skýrslunnar með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir viðmælenda í skýrslunni af því að frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni þeirra. Áður en kæranda er afhent afrit af greinargerðinni ber því að afmá upplýsingar úr henni sem varða einkamálefni annarra en kæranda. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni felld úr gildi og ber sveitarfélaginu að veita kæranda aðgang að henni með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Staðfest er ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að eftirtöldum hlutum vinnusálfræðilegrar greinargerðar: <br /> <br /> Á bls. 14: Annarri setningu undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“ frá orðinu ,,Og“ að orðinu ,,þessa“. <br /> <br /> Á bls. 16: Neðstu málsgreininni blaðsíðu 16.<br /> <br /> Allri bls. 17.<br /> <br /> Á bls. 18: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Umræða og álit sem tekur til stafliðar F“. <br /> <br /> Á bls. 21: Setningum tvö til og með fjögur í fyrstu málgreininni undir liðnum „Vitni G:“.<br /> <br /> Á bls. 22: Fjórðu setningunni í efstu málsgreininni. <br /> <br /> Á bls. 23: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“. <br /> <br /> Sveitarfélagið Árborg skal að öðru leyti veita kæranda, A, aðgang að vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

894/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

Í málinu óskaði blaðamaður eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvæði upp úrskurð varðandi rétt hans til aðgangs að fundargerðum Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi Ríkisútvarpsins vegna kærunnar kom fram að það væri afstaða félagsins að afhenda kæranda fundargerðirnar en áður bæri þó að afmá tilteknar upplýsingar úr þeim. Úrskurðarnefndin taldi fundargerðirnar vera að mestu leyti vinnugögn og því væri félaginu heimilt að undanþiggja upplýsingar úr þeim á þeim grundvelli, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Þó væri félaginu skylt að afmá tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 894/2020 í máli ÚNU 19110006. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 13. nóvember 2019, kærði A, blaðamaður, töf Ríkisútvarpsins ohf. á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Hinn 7. ágúst 2019 óskaði kærandi eftir afriti af fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. Beiðnin var sett fram í tvennu lagi, annars vegar vegna tímabilsins frá 1. janúar 2018 og til þess dags sem beiðnin var sett fram, og hins vegar vegna tímabilsins 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, en kærandi óskaði þess að fyrri hluti beiðninnar yrði afgreiddur fyrst. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 26. september, 1. október og 11. nóvember 2019 og kærði loks töf Ríkisútvarpsins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu ohf. með bréfi, dags. 14. nóvember 2019, þar sem úrskurðarnefndin beindi því til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar í síðasta lagi 22. nóvember 2019. Veittir voru frekari frestir að beiðni félagsins til 26. nóvember 2019. <br /> <br /> Hinn 13. desember 2019 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort Ríkisútvarpið ohf. hefði afgreitt beiðni kæranda. Hinn 16. desember 2019 barst það svar frá félaginu að stefnt væri að því að afgreiða beiðnina fyrir 21. desember en óvíst væri hvort unnt væri að afgreiða þann hluta beiðninnar sem lyti að fundargerðum eldri en 1. janúar 2018 fyrir þann tíma. <br /> <br /> Hinn 27. desember 2019 barst bréf frá Ríkisútvarpinu ohf. þar sem fram kom að bera þyrfti undir stjórn félagsins hvort rétt væri að afmá upplýsingar úr gögnunum er lytu að einkamálefnum starfsfólks og viðskiptahagsmunum félagsins. Væri því ekki unnt að afgreiða beiðnina fyrr en í fyrsta lagi í byrjun janúar 2020. <br /> <br /> Hinn 24. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál enn á ný eftir upplýsingum um hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Ríkisútvarpið ohf. svaraði því 29. janúar 2020 að gagnabeiðnin væri á dagskrá stjórnarfundar sem haldinn yrði 5. febrúar. Úrskurðarnefndin ítrekaði fyrirspurnina 6. febrúar 2020 en ekki bárust svör frá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. febrúar 2020, óskaði kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki fyrri hluta beiðni hans, sem sneri að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019, til meðferðar í samræmi við 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði þess að síðari hluti beiðninnar, sem sneri að fundargerðum frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, yrði áfram til meðferðar hjá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin fram á að Ríkisútvarpið ohf. léti nefndinni í té afrit af fundargerðum stjórnar frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Í kjölfarið yrði kveðinn upp úrskurður um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Enn fremur var Ríkisútvarpinu ohf. gefinn kostur á að koma að rökstuðningi fyrir því að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt, væri það afstaða stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin áréttaði mikilvægi þess að Ríkisútvarpið ohf. léti sig málið varða og greindi frá sjónarmiðum sínum í þeim efnum enda væri um að ræða gögn sem stöfuðu frá félaginu. Var félaginu veittur frestur til 24. febrúar. Hvað varðar hinn hluta beiðni kæranda, fundargerðir stjórnar frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, ítrekaði úrskurðarnefndin að Ríkisútvarpið ohf. tæki ákvörðun um afgreiðslu eins fljótt og við yrði komið.<br /> <br /> Hinn 25. febrúar 2020 afhenti Ríkisútvarpið ohf. úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar félagsins frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 ásamt rökstuðningi fyrir því að tilteknar upplýsingar í fundargerðunum ættu að fara leynt. Í rökstuðningnum kemur fram að félagið telji fundargerðirnar eða eftir atvikum hluta þeirra vera vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Þá innihaldi þær upplýsingar sem varði mikilvæga einka- og fjárhagshagsmuni einstaklinga eða fyrirtækja, sbr. 9. gr., upplýsingalaga og upplýsingar sem lúti að rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins og sem séu undanskildar á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess geymi þær upplýsingar um málefni starfsmanna, sbr. 7. gr. Af þeim sökum telji félagið sér einungis heimilt að veita kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í rökstuðningnum er því næst fjallað um starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt lögum nr. 23/2013 og starfsreglum stjórnar. Starfssvið stjórnarinnar lúti að margvíslegum þáttum og mörg málefni sem komi á hennar borð sem stjórnin þurfi að fjalla og taka ákvarðanir um. Þá er vísað til þess að aðilum er falli undir upplýsingalög hafi verið talið heimilt að synja um aðgang að gögnum sem til verði við undirbúning töku matskenndra ákvarðana og mótun tillagna um áætlanir eða aðgerðir sem og við undirbúning ákvarðana á borð við samninga við einkaaðila, enda kunni afstaða til fyrirliggjandi mála að breytast við ákvörðunarferlið. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum vera vinnugögn: <br /> <br /> 1. Upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Upplýsingar undir lið 2b á 178 fundi.<br /> 3. Upplýsingar undir lið 3 á 181. fundi.<br /> 4. Upplýsingar undir lið 4 á 183. fundi.<br /> 5. Upplýsingar undir lið 4 á 184. fundi.<br /> 6. Upplýsingar undir liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. Upplýsingar undir lið 3 á 186. fundi.<br /> 8. Upplýsingar undir lið 5 á 187. fundi.<br /> 9. Upplýsingar undir lið 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Um sé að ræða umfjöllun um ýmis málefni sem lýsi undirbúningi tiltekinna ákvarðana eða lykta máls hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. en ekki sé um að ræða upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu mála. <br /> <br /> Fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að heimilt sé að undanþiggja upplýsingarnar úr fundargerðunum á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn telur félagið heimilt að afmá þær með vísan til annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga, þ.e. á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., eða á grundvelli 9. gr. eða 10. gr. laganna. <br /> <br /> Vísað er til þess að upplýsingar sem fram komi undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi falli undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þau feli í sér persónulegar upplýsingar um hagi starfsmanna eða frammistöðu þeirra í starfi. Þá séu í fundargerðunum upplýsingar sem felldar verði undir 9. eða 10. gr. upplýsingalaga. Sé um að ræða upplýsingar sem varði einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila auk viðkvæmra upplýsinga sem kunni að skaða hagsmuni félagsins verði þær gerðar opinberar. Þá sé í einhverjum tilvikum fyrir að fara upplýsingum vegna mála eða samningaviðræðna sem enn sé ólokið, sbr. t.d. undir liðum 2b og 6 í fundargerð 185. fundar. Auk þess komi fram upplýsingar um skoðanaskipti milli stjórnarmanna sem telja megi sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga en dæmi séu um að úrskurðarnefndin hafi fallist á að slíkar upplýsingar séu afmáðar, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 846/2019. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum falla undir 9. og 10. gr. upplýsingalaga: <br /> <br /> 1. Lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Lið 2 á 177. fundi.<br /> 3. Lið 2b á 178. fundi. <br /> 4. Lið 3 á 181. fundi<br /> 5. Lið 4 á 183. fundi. <br /> 6. Lið 4 á 184. fundi.<br /> 7. Liði 2b, 3 og 6 á 185. fundi. <br /> 8. Lið 3 á 186. fundi.<br /> 9. Lið 5 á 187. fundi. <br /> 10. Lið 2c á 192. fundi. <br /> <br /> Í umsögninni segir að afstaða Ríkisútvarpsins ohf. sé sú að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 með þeim takmörkunum sem tilgreindar hafi verið í umsögninni og í þeim gögnum sem nefndinni hafi verið látin í té í tengslum við málið. Þá er beðist velvirðingar á þeim töfum sem hafi orðið við vinnslu málsins.<br /> <br /> Umsögn Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. mars 2020, er farið fram á að í þeim tilfellum sem fallist verði á að umfjöllun stjórnar um ákveðið mál eigi að fara leynt verði heiti dagskrárliða látið standa. <br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Beiðni kæranda, dags. 7. ágúst 2019, hafði ekki verið afgreidd þann 12. febrúar 2020 en þá óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefndin kvæði upp úrskurð um rétt hans til aðgangs að fundargerðunum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. afhenti úrskurðarnefndinni umsögn vegna kærunnar þar sem rökstutt er hvaða upplýsingar félagið telur rétt að afmá úr fundargerðunum áður en þær verða afhentar kæranda. Í umsögn félagsins kemur fram sú afstaða að rétt sé að veita kæranda aðgang að fundargerðunum að öðru leyti. Þar af leiðandi verður aðeins leyst úr því hvort félaginu sé heimilt eða skylt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til ákvæða 6.-10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Í fyrsta lagi telur Ríkisútvarpið ohf. rétt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum þar sem um sé að ræða vinnugögn. Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint svo í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 716/2018 og 538/2014. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. árin 2017 og 2018 en þær eru 19 talsins. Í fundargerðunum eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem félagið vill afmá úr fundargerðunum með vísan til þess að um vinnugögn sé að ræða, á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum um 3. mgr. 8. gr. segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tl. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tl. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tl. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem Ríkisútvarpið ohf. telur rétt að afmá úr fundargerðunum á grundvelli 5. tölul, 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess að upplýsingarnar sem þar komi fram teljist til vinnugagna. Um er að ræða upplýsingar sem koma fram undir lið 2c á 176. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi og lið 2c á 192. fundi. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram verði ekki felldar undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna. Telur úrskurðarnefndin í því sambandi rétt að benda á að þótt stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kunni eftir atvikum að vera skylt að skrá þær upplýsingar sem þetta mál lýtur að á grundvelli 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga þá tekur orðalag 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna, einungis til upplýsinga sem skylt er skrá vegna töku stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem hér um ræðir upplýsingarétti almennings á grundvelli undanþáguákvæðis 5 .tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>3.</h2> <p >Í öðru lagi telur Ríkisútvarpið ohf. óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi, á þeim grundvelli að um sé að ræða upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguákvæði 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að upplýsingarnar sem fram koma undir þessum liðum varði viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga. Er því félaginu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>4.</h2> <p >Í þriðja lagi telur Ríkisútvarpið ohf. að afmá eigi upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi, lið 2 á 177. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi, lið 2c á 192. fundi. Vísað er til 9. og 10. gr. upplýsingalaga því til stuðnings. Þar sem úrskurðarnefndin hefur fallist á að félaginu sé heimilt að undanþiggja upplýsingar sem fram koma undir framangreindum liðum fundargerðanna með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga verður ekki tekin afstaða til þess hvort félaginu sé einnig heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í ljósi atvika málsins mun úrskurðarnefndin hins vegar fjalla um hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma í framangreindum liðum fundargerðanna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin þá í huga að af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga leiðir að Ríkisútvarpinu ohf. er heimilt að veita aðgang að gögnum sem falla undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, svo og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að því marki sem aðrar lagareglur standa því ekki í vegi. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur upplýsingar um skoðanaskipti stjórnarmanna um málefni Ríkisútvarpsins ohf. ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga enda lúta þær hvorki að persónulegum einkahagsmunum stjórnarmannanna né að mikilvægum viðskiptahagsmunum þriðju aðila. Er því ekki fallist á að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum á þeim grundvelli nema hvað varðar lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi eins og nefndin hefur þegar komist að niðurstöðu um að sé ekki aðeins heimilt félaginu heldur skylt. <br /> <br /> </p> <h2>5.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni kæranda. Frá því kærandi lagði fram upprunalega beiðni sína um fundargerðir stjórnar félagsins og þangað til þær voru afhentar úrskurðarnefndinni liðu 203 dagar eða tæplega sjö mánuðir. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var nýrri málsgrein bætt við 17. gr. laganna. Í henni kemur fram að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 72/2019 segir eftirfarandi um málsmeðferðartíma gagnabeiðna á grundvelli upplýsingalaga: <br /> <br /> „Málshraði við afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum getur haft verulega þýðingu. Í mörgum tilvikum er beiðanda þörf á skjótri úrlausn málsins, til að mynda þegar fjölmiðlar óska aðgangs að upplýsingum um opinber málefni til að miðla þeim til almennings. Óhóflegar tafir á töku ákvörðunar, endurskoðun hennar eða afhendingu umbeðinna gagna fela í sér óréttlætanlegar takmarkanir á upplýsingarétti almennings.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga feli í sér reglu um hámarksafgreiðslutíma beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 17. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Taka ber fram að þrátt fyrir að lagður sé til 40 daga hámarksafgreiðslutími gagnabeiðna mun áfram gilda sú meginregla 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga að taka skal ákvörðun um afgreiðslu beiðni svo fljótt sem verða má. Þá ber áfram að skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, dragist það fram yfir sjö daga. Skilja verður fyrirmæli 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga á þann veg að unnt eigi að vera að afgreiða flestar beiðnir innan sjö daga. Sá hámarksafgreiðslutími sem hér er lagður til mun því aðeins eiga við í undantekningartilvikum og er minnt á að samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er heimilt að hafna beiðnum í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni. Ef fyrirsjáanlegt er að meðferð beiðni taki lengri tíma en 40 virka daga, og ástæður þess er einungis að rekja til umfangs umbeðinna gagna eða annarrar nauðsynlegrar vinnu, er líklegt að skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga til synjunar beiðninnar séu uppfyllt. Sú regla sem lögð er til í 13. gr. frumvarps þessa mun því fyrst og fremst eiga við þegar afgreiðsla beiðni tefst úr hófi og ástæður þess er að rekja til athafnaleysis eða annarra óréttlætanlegra tafa á málsmeðferð þess aðila sem hefur beiðni til meðferðar.“ <br /> <br /> Við þinglega meðferð var ákveðið að frestur skyldi vera 30 dagar í stað 40 eins og gert hafði verið ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram fyrir Alþingi. Að öðru leyti er ákvæðið óbreytt og athugasemdirnar eiga því eftir sem áður við.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert skýra þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu á beiðni kæranda og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til Ríkisútvarpsins ohf. að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Ríkisútvarpinu ohf. ber að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. <br /> <br /> Þó er félaginu heimilt að synja kæranda um aðgang að upplýsingum sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna: <br /> <br /> 1. 2c á 176. fundi.<br /> 2. 2b á 178. fundi.<br /> 3. 3 á 181. fundi.<br /> 4. 4 á 183. fundi.<br /> 5. 4 á 184. fundi.<br /> 6. 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. 3 á 186. fundi.<br /> 8. 5 á 187. fundi.<br /> 9. 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Þá er félaginu skylt að afmá upplýsingar sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna:<br /> <br /> 1. 2 á 177. fundi.<br /> 2. 2 á 181. fundi. Skylt er að afmá síðustu fjögur orð fyrstu setningar efnisgreinar undir lið 2.1. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

893/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar í tengslum við tjón sem varð á bifreið kæranda en kærandi taldi snjómoksturstæki á vegum Vegagerðarinnar hafa valdið tjóninu. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og taldi hagsmuni hans af því að geta kynnt sér gögnin ríkari en óljósa hagsmuni annarra sem gögnin gætu varðað.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 893/2020 í máli ÚNU 19120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. desember 2019, kærði A ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðningstækis Vegagerðarinnar. Beiðni hans um aðgang að gögnum um atvikið hafi verið synjað með vísan til þess að þau varði einkamálefni viðkomandi ökumanns og verktaka. Kærandi kveðst ósammála þessari niðurstöðu þar sem aksturinn hafi verið á vinnutæki í umboði stjórnvalds á fjölförnum þjóðvegi í almannaþágu. Verktakinn neiti aðild að málinu. Ef ekki verði veittur aðgangur að gögnum sé engin leið til að skera úr um hver olli tjóninu og verktakar á vegum Vegagerðarinnar geti starfað á þjóðvegum landsins í algjöru ábyrgðarleysi.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 19. desember 2019, kemur fram að Vegagerðin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi. Um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verði til við rafræna vöktun, sbr. 5. mgr. 14. gr. laga nr. 90/2018. Slíkar upplýsingar sæti einnig takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Tjónþoli eigi þann kost að leita til lögreglu sem fari með rannsókn málsins. Vegagerðin afhendi einungis upplýsingar úr ferilvöktunargögnum snjómoksturstækja að beiðni lögreglu, sbr. 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. desember 2019, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með bréfi, dags. 17. janúar 2020. Þar kemur fram að eftir að tjónstilkynning barst frá kæranda hafi starfsmaður stofnunarinnar haft samband við vaktstöð og óskað eftir upplýsingum úr ferilvöktunargögnum ökutækis sem sinni snjómokstri á því svæði sem tjónið varð. Verktakar í vetrarþjónustu svari fyrir tjón sem þeir valdi við störf sín og hafi kæranda því verið bent á að hafa samband við tryggingarfélag verktakans. Kærandi hafi óskað eftir upptöku úr vefmyndavél í Ártúnsbrekku með tölvupósti, dags. 18. desember 2019. Í ljósi fyrri samskipta við kæranda hafi beiðni hans verið skilin á þann hátt að óskað væri eftir gögnum úr rafrænum eftirlitskerfum Vegagerðarinnar sem gætu sýnt fram á hvort og þá hvaða snjómoksturstæki hefði verið við störf á umræddum stað og tíma. Þann 19. desember 2019 hafi kæranda verið svarað á þá leið að óheimilt væri að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að stofnunin reki vefmyndavélar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið á grundvelli 4. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2012 um stofnunina. Eitt af skilyrðum vöktunarinnar sé að uppfyllt séu ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljósmyndir séu birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar og uppfærðar á nokkurra mínútna fresti. Opinberlega birtar myndir séu aðgengilegar almenningi á meðan þær eru í birtingu til að upplýsa almenning um aðstæður á svæðinu í rauntíma og stuðla að auknu umferðaröryggi. Vistað myndefni sé hins vegar einungis afhent lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa að beiðni þeirra vegna rannsóknar á sakamáli, mannshvarfi eða samgönguslysi. Upprunaleg eintök allra ljósmynda séu vistuð í að lágmarki 30 daga og að hámarki 90 daga. Í snjómoksturstækjum sem sinni vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina sé rafrænn búnaður sem vinni upplýsingar um ökumann. Tilgangur vöktunarinnar sé að hægt sé að fylgjast með vinnu og afköstum þess sem stýrir snjómoksturstækinu og gefa fyrirmæli um hvernig skuli haga vinnunni.<br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar kemur fram að eftirlit stofnunarinnar á þjóðvegum með myndavélum og ferilvöktum á ökutækjum verktaka teljist rafræn vöktun í skilningi 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skuli vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun uppfylla ákvæði persónuverndarlaga. Í 5. mgr. sama ákvæðis sé Persónuvernd falið að setja reglur og gefa fyrirmæli um rafræna vöktun og vinnslu efnis sem verður til við hana. Samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 megi aðeins nota persónuupplýsingar sem verða til við rafræna vöktun í þágu tilgangs með söfnun þeirra og aðeins að því marki sem þess gerist þörf í þágu tilgangsins. Þær megi ekki vinna með eða afhenda öðrum nema með samþykki hins skráða eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Þó sé heimilt að afhenda lögreglu upplýsingar um slys eða meintan refsiverðan verknað.<br /> <br /> Vegagerðin tekur fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga takmarki þau ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Það felist í eðli hinna umbeðnu myndgagna að þeirra sé aflað á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í lögákveðnum tilgangi. Slíkt almennt rafrænt eftirlit á almannafæri hafi einungis verið talið heimilt tilteknum handhöfum ríkisvalds, Vegagerðinni og lögreglu. Að mati Vegagerðarinnar verði þeim myndum aðeins miðlað til almennings að því marki sem það samræmist lögmæltum tilgangi eftirlitsins, þ.e. að stuðla að auknu samgönguöryggi. Að því er varðar ferilvöktunargögn tiltekins snjómoksturstækis í eigu einkaaðila sé eftirlitið byggt á samningi. Í ferilvöktunargögnum komi fram upplýsingar um viðkomandi ökutæki, þ. á m. tiltölulega nákvæma akstursleið, hraða ökutækis og númer ökutækisins. Með vísan til þess að í persónuverndarlögum séu sérákvæði um rafræna vöktun og að settar hafi verið sérreglur um afhendingu gagna sem verða til við rafræna vöktun geti Vegagerðin ekki annað en ályktað að slík gögn séu í eðli sínu einkamálefni þeirra einstaklinga sem vöktunin beinist að og stofnuninni sé því óheimilt að afhenda þau gögn þriðja aðila nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar eða með samþykki hins skráða.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Vegagerðarinnar sem varða atvik sem kærandi telur hafa valdið sér tjóni. <br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar er byggt á því að umbeðin gögn teljist til einkamálefna einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ljóst megi vera að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum, enda lýtur hún að gögnum sem tengjast tjóni sem varð á bifreið kæranda. Verður því lagt til grundvallar að réttur kæranda til aðgangs að þeim byggist á III. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Sú ályktun Vegagerðarinnar að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga byggist fyrst og fremst á því að þau hafi orðið til við rafræna vöktun, sbr. 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglur sem Persónuvernd hefur sett á grundvelli sambærilegs ákvæðis eldri laga nr. 77/2000. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hvorki lög nr. 90/2018 né reglur sem settar eru á grundvelli þeirra takmarka upplýsingarétt sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018. Hvað sem því líður getur verið nauðsynlegt að líta til ákvæða laga nr. 90/2018 við túlkun á 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a.:<br /> <br /> „Algengt er á hinn bóginn að […] gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins.<br /> <br /> Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Í fyrsta lagi er um að ræða ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um kl. 11:48. Myndavélinni er beint upp Ártúnsbrekkuna og á myndinni sést umferð bifreiða og stórvirkrar vinnuvélar, sem ætla má að sé snjóruðningstæki þótt það sjáist ekki greinilega. Ekki er hægt að greina númer einstakra bifreiða eða aðrar upplýsingar sem gætu hugsanlega talist persónuupplýsingar, eftir atvikum í samhengi við aðrar upplýsingar. Þá er til þess að líta að myndin birtist opinberlega á vef Vegagerðarinnar og hefði hver sem er getað vistað hana á birtingartíma. Loks telur úrskurðarnefndin að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að nálgast upplýsingar sem geta varpað ljósi á atvik þar sem kærandi telur sig hafa orðið fyrir tjóni. Þeir hagsmunir ganga framar óljósum hagsmunum annarra sem kunna að birtast á ljósmyndinni, en úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður séð að unnt sé að bera kennsl á tiltekna einstaklinga út frá ljósmyndinni eða greina að öðru leyti af henni upplýsingar sem rekja má til ákveðinna einstaklinga. Verður því að fallast á það með kæranda að hann eigi rétt til aðgangs að ljósmyndinni á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða upplýsingar úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis í eigu verktaka sem sinnti akstri fyrir Vegagerðina umrætt sinn. Líkt og fyrr segir verður að játa kæranda víðtækan rétt til aðgangs að upplýsingum um atvik þar sem hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðnings á vegum opinberra aðila á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Sá réttur verður hins vegar almennt að víkja fyrir veigameiri hagsmunum annarra af því að upplýsingar um einkamálefni þeirra fari leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að á umbeðnum skýrslum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis er vissulega að finna afmarkaðar upplýsingar sem varða ökumann tækisins, þ.e. einkum staðsetningar hans, þ.e. ökuleið, og aksturshraða á tilteknum tímapunktum. Þessar upplýsingar varða einnig að ákveðnu leyti eiganda tækisins, verktaka sem sinnir akstrinum samkvæmt samningi við Vegagerðina. Skoðun á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar í ljós að ekki birtast aðrar upplýsingar um staðsetningu en akstur um og í kringum helstu stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður ekki séð að gögnin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, svo sem um heimilisfang ökumanns eða aðra einkahagsmuni hans. Þá verður ekki annað ráðið en að aksturshraði tækisins sé eðlilegur og innan löglegra marka. Þegar hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingunum eru vegnir á móti takmörkuðum hagsmunum annarra aðila af því að þær fari leynt er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Það athugast að við rannsókn málsins beitti Vegagerðin ekki heimild 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að skora á þá sem upplýsingar kunna að varða að upplýsa hvort að þeir telji að þær eigi að fara leynt. Æskilegt er að slík álitsumleitan fari fram áður en beiðni er synjað á grundvelli 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að samþykki viðkomandi fyrir afhendingu kann að leiða til þess að engin ástæða sé til að synja beiðninni. Heildarmat á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar til þeirrar niðurstöðu að einkahagsmunir annarra af því að umbeðin gögn fari leynt eru svo takmarkaðir að afstaða þeirra getur engu breytt um úrslit málsins eins og hér stendur á.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Vegagerðinni ber að veita kæranda, A, aðgang að ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um <br /> kl. 11:48 og skjáskotum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis sem ekið var upp Ártúnsbrekku þann 9. desember 2019 um kl. 11:45.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

892/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Vinnueftirlitið hafði synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til þagnarskylduákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi fyrrnefnda ákvæðið ekki kveða á um sérstaka þagnarskyldu heldur almenna og yrði því að meta rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 892/2020 í máli ÚNU 19110012.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. nóvember 2019, kærði A synjun Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi upplýsingum í þremur liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi tiltekinn vinnustað, í öðru lagi bréfi Vinnueftirlitsins vegna mönnunar og í þriðja lagi svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Þá var það afstaða stofnunarinnar að aukinn aðgangur samkvæmt, 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga ætti ekki við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 22. nóvember 2019, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 13. desember 2019, er byggt á því að við setningu laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, hafi orðið þau mistök að sérstakt þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1986, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, hafi verið fellt brott. Í umsögninni var vísað til þess að til stæði að bæta úr þessum mistökum með frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú væri til meðferðar á Alþingi (362. mál), sbr. a-lið 2. tölul. 7. gr. frumvarpsins. Ætlunin hafi aldrei verið að fella hið sérstaka þagnarskylduákvæði úr gildi heldur hafi ætlunin verið sú að bæta almennu þagnarskylduákvæði, sem vísar til X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, við lögin. Af því leiði að á starfsmönnum Vinnueftirlitsins hvíli enn skylda til að gæta þagnarskyldu um allt er viðkemur umkvörtun til stofnunarinnar, sbr. m.a. gagnályktun frá 3. mgr. 83. gr. laga <br /> nr. 46/1980. Af þeim sökum var það afstaða Vinnueftirlitsins að staðfesta bæri synjun stofnunarinnar um umbeðin gögn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 27. desember 2019, eru gerðar athugasemdir við þá afstöðu Vinnueftirlitsins að synjun um afhendingu umbeðinna gagna hafi byggst á hinu sérstaka þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. laga nr. 46/1980 sem fellt var úr gildi með lögum nr. 71/2019. Í því sambandi er bent á að gildandi réttur taki á hverjum tíma mið af birtum texta lagaákvæða. Synjun Vinnueftirlitsins með vísan til ákvæðis sem fellt hafi verið úr gildi brjóti gegn meginreglunni um lögbundna stjórnsýslu. Þá er það afstaða kæranda að umbeðin gögn geti ekki talist til einka- eða fjárhagsupplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga enda hafi beiðni kæranda ekki falið í sér kröfu til neinna persónuupplýsinga um þá aðila sem sent hafi inn kvartanir. Á það er bent að innihaldi umbeðin gögn slíkar upplýsingar beri stofnuninni að veita aðgang að öðrum hluta gagnanna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirlitinu. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að þar væri tilgreint nánar hvernig umbeðnar upplýsingar horfðu við því ákvæði. Þá var vísað til þess að upplýsingar um kvartanir til Vinnueftirlitsins féllu undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins er einnig byggt á því að eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 eigi við um starfsmenn stofnunarinnar. Um sé að ræða sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingalögum en aldrei hafi staðið til að fella ákvæðið brott úr lögunum. Þá megi sömu niðurstöðu leiða af gagnályktun frá 3. mgr. ákvæðisins þar sem m.a. er mælt fyrir um að heimilt sé í undantekningartilvikum að greina frá umkvörtunum til stofnunarinnar sem séu annars undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. eins og það ákvæði var orðað áður en það var fellt brott.<br /> <br /> Ákvæðið 2. mgr. 83. gr. var svohljóðandi fyrir gildistöku laga nr. 71/2019:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 sem færði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1983 í núverandi horf er ákvæði 2. mgr. svohljóðandi:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú er til meðferðar á Alþingi, sbr. þskj. 431 – 362. mál, kemur fram að sérstakt ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnueftirlitsins hafi verið bætt við lög nr. 46/1980 með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 hafi það verið fellt brott við gildistöku þeirra 1. júní 2019. Með 7. gr. frumvarpsins sé lagt til að mistökin verði lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins. Frumvarpið er hins vegar sem fyrr segir enn til meðferðar á Alþingi og er því ekki enn orðið að lögum. <br /> <br /> Hvað sem líður ástæðum þess að ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var fellt úr gildi með lögum nr. 71/2019 telur úrskurðarnefndin ljóst að ákvarðanir stjórnvalda verða ætíð að byggja á þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni. Þar sem hið sérstaka þagnarskylduákvæði hafði verið numið á brott þegar upplýsingabeiðni kæranda barst Vinnueftirlitinu og í ljósi þess að það hefur enn ekki verið fært á nýjan leik í lögin er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að synjun Vinnueftirlitsins verði ekki reist á ákvæðinu. Með vísan til þessa getur eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 ekki átt við í málinu. <br /> <br /> Eftir stendur núgildandi ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum þar sem vísað er til ákvæða X. kafla stjórnsýslulaga. Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í níu töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. <br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi. Af almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 verður enn fremur ráðið að markmiðið með setningu laganna hafi verið að stuðla að betra samræmi upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkana á þeim rétti annars vegar og almennra reglna um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu felur 2. mgr. 83. gr. ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint er hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum, heldur er ákvæðið almennt og leggur þær skyldur á Vinnueftirlitið að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort það eigi við. Gengur ákvæðið því ekki framar ákvæðum upplýsingalaga heldur ber að skýra það til samræmis við ákvæði 9. gr. eða eftir atvikum önnur ákvæði upplýsingalaga. Verður mál þetta því afgreitt á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ákvörðun Vinnueftirlitsins er einnig vísað til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að nánar sé fjallað um þýðingu ákvæðisins við töku ákvörðunarinnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi um það mat sem þarf að fara fram áður en tekin er ákvörðun um synjun beiðni á grundvelli ákvæðisins:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur er tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í ákvörðun Vinnueftirlitsins einungis vísað með almennum hætti til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og byggt á því að sérstakt þagnarskylduákvæði stæði afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Stofnunin hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun stofnunarinnar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli einkahagsmuna, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Vinnueftirlit ríkisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins, dags. 22. október 2019, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Vinnueftirlitið að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

891/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Deilt var um afgreiðslu Hveragerðisbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að hluta gagnanna á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga en til annarra gagna á grundvelli stjórnsýslulaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við tiltekinn starfsmann að undanskildum upplýsingum um stéttarfélagsaðild hans. Þá taldi nefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 891/2020 í máli ÚNU 19110009. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. nóvember 2019, kærði Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður, f.h. A, ákvörðun Hveragerðisbæjar um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. <br /> <br /> Með beiðni, dags. 15. júlí 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi gögnum hjá stjórnsýslu bæjarins frá 1. janúar 2016 til 1. janúar 2019:<br /> <br /> Frá bæjarstjóra, bæjarstjórn og bæjarráði óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum sem varða afgreiðslu mála dóttur kæranda, þar á meðal í trúnaðarmálabók bæjarfélagsins.<br /> <br /> Frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings óskaði kærandi eftir afriti af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónustan hefði stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir atvikaskýrslum ásamt gögnum sem sýna afgreiðslu mála vegna allra atvika sem áttu sér stað á tímabilinu og voru tilkynnt skóla- og velferðarsviði Árnesþings og bæjarstjóra, meðal annars skýrslum vegna frávika á þjónustu á tímabilinu. Þá var sérstaklega óskað eftir atvikaskýrslum um eftirfarandi atvik:<br /> <br /> 1. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 2. Afritum af gögnum vegna ferlis í upphafi skólaárs 2017 þegar ekki var tiltækur fylgdarmaður í ferðaþjónustubíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> 4. Afritum af atvikaskýrslu vegna atviks þegar dóttir kæranda var brottnumin af starfsmanni ferðaþjónustu fatlaðra í Hveragerði.<br /> 5. Afritum af afgreiðslu mála er varða samning við leigubíla á Selfossi, einstaklingsmiðaðar verklagsreglur og leiðbeiningar vegna samninganna haustið 2018.<br /> <br /> Í beiðni kæranda var vísað til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðnin var ítrekuð með tölvupóstsendingum, dags. 18. september 2019, 3. október 2019 og 9. október 2019. Með svari, dags. 9. október 2019, upplýsti bæjarstjóri Hveragerðisbæjar að vonir stæðu til að hægt væri að senda umbeðin gögn „fyrir helgi“. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. október 2019, var beiðni kæranda afgreidd. Veittur var aðgangur að ýmsum gögnum sem Hveragerðisbær taldi falla undir beiðnina. Hins vegar var tekið fram að ekki yrði veittur aðgangur að upplýsingum sem varði ráðningarmálefni starfsfólks sveitarfélagsins, svo sem vinnuskýrslur. Þá var upplýst að samningur sem vísað var til í síðasta lið beiðni kæranda hefði ekki verið gerður og sveitarfélagið teldi sér ekki heimilt að afhenda gögn sem vörðuðu þriðja aðila. <br /> <br /> Í kæru, dags. 15. nóvember 2019, kemur fram að kærandi krefjist þess aðallega að aðgangur að umbeðnum gögnum verði veittur í heild á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Til vara er þess krafist að rýmri aðgangur verði veittur en þegar hefur verið gert, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. nóvember 2019, var Hveragerðisbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22 nóvember 2019, bárust frekari athugasemdir og rökstuðningur kæranda vegna kærunnar. Kærandi telur rökstuðning Hveragerðisbæjar ófullnægjandi og nauðsynlegum tilvísunum til lagaákvæða áfátt. Vegna fyrstu tveggja þátta beiðninnar tekur kærandi fram að sérstaka athygli veki hversu fá gögn hafi verið afhent. Vegna þriðja þáttarins virðist augljóst að ekki hafi verið farið yfir beiðnina þar sem henni hafi einfaldlega ekki verið svarað. Um önnur umbeðin gögn segir kærandi að unnt sé að afhenda þau að hluta, til dæmis með því að afmá viðkvæmar upplýsingar um launakjör og aðrar persónuupplýsingar. Þá sé unnt að afhenda gögn sem varði ekki að öllu leyti starfsmannamálefni. Auk þess geti þriðji aðili ekki haft mikla hagsmuni af takmörkun á aðgangi að gögnum miðað við kæranda. Kærandi bendir sérstaklega á að engin gögn hafi verið afhent frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings. Rökstuðning skorti um þetta og veki spurningar um það hvort viðkomandi gögn séu einfaldlega ekki til. Loks bendir kærandi á að óskað hafi verið eftir afriti af matsskjali sem notað sé hjá félagsþjónustu vegna kæranda. Ekkert slíkt matskjal virðist vera notað eða vera til hjá bæjarfélaginu.<br /> <br /> Umsögn Hveragerðisbæjar barst með bréfi, dags. 6. janúar 2020. Þar kemur fram að vegna fyrstu tveggja liða gagnabeiðni kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem til séu hjá sveitarfélaginu. Hveragerðisbær telur afgreiðslu sína á öðrum liðnum fullnægjandi enda hafi foreldrar fengið þjónustumat frá Greiningarstöð ríkisins. Varðandi þriðja liðinn sé ekki til heildstæð skýrsla um öll atvik eða mál hjá sveitarfélaginu. Réttur almennings til aðgangs taki aðeins til gagna sem séu til hjá stjórnvaldi en ekki til þess að gögn séu búin til. <br /> <br /> Hvað fyrsta tölulið beiðninnar varðar tekur Hveragerðisbær sérstaklega fram að umbeðin gögn varði ráðningu tiltekins starfsmanns sem fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda. Umbeðin gögn falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og ekki verði séð að verk- og vinnuskýrslur sem óskað er aðgangs að falli undir þessar undanþágur. Hveragerðisbæ sé því óheimilt að veita aðgang að gögnunum. Um annan og fjórða töluliðinn tekur sveitarfélagið fram að veittur hafi verið aðgangur að öllum gögnum sem til séu. Hveragerðisbær telur að gögn samkvæmt þriðja tölulið beiðninnar falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við. Loks kemur fram að Hveragerðisbær hafi endurskoðað ákvörðun sína um synjun beiðni kæranda samkvæmt fimmta tölulið beiðninnar og telji rétt að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. janúar 2020, var umsögnin kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 16. janúar 2020. Þar kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki til skoðunar hvort rétt sé að Hveragerðisbær hafi afhent öll þau gögn sem beðið var um. Sérstaka athygli veki að engin gögn hafi verið afhent vegna tímabilsins 1. janúar 2016 til 1. október 2017 og aðeins þrjú skjöl sem ekki stafi frá trúnaðarmálabók sveitarfélagsins. Varðandi annan lið beiðninnar áréttar kærandi að ekki skipti máli hvort þjónustumat hafi borist frá öðrum aðilum þar sem beiðnin hafi verið lögð fram til að ganga úr skugga um að notast sé við rétt þjónustumat. Þá hafi engin afrit umsókna, afgreiðslu umsókna og atvikaskýrslna verið afhent. Um töluliði 1 og 3 vísar kærandi til fyrri sjónarmiða en um töluliði 2 og 4 beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnra að kanna hvort rétt sé að engin gögn séu til hjá sveitarfélaginu. Loks beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnar að kanna hvers vegna umbeðið afrit af einstaklingsbundnum verklagsreglum, leiðbeiningarskjal sem fylgir verklagsreglum og viðbragðsáætlun hafi ekki verið afhent. Kærandi telur að umbeðin gögn hafi verið send Hveragerðisbæ frá Öryrkjabandalagi Íslands í nóvember 2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi erindi til Hveragerðisbæjar, dags. 23. mars 2020, þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt gögnum málsins hefði kæranda verið synjað um aðgang að afritum af verk- og vinnuskýrslum vegna ráðningar fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda og gögnum um afgreiðslu erindis vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa bæjarins. Þessi gögn hafi hins vegar ekki verið afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál og var ósk um afrit á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga ítrekuð. <br /> <br /> Í svari Hveragerðisbæjar, dags. 6. apríl 2020, kom fram að kærandi hefði fengið allflest gögn um kvörtun vegna félagsfulltrúa bæjarins í hendur áður. Með svarinu fylgdu gögn um málið en af hálfu bæjarins var tekið fram að önnur gögn væru ekki til. Þá fylgdi ráðningarsamningur starfsmanns en tekið fram að önnur gögn vegna ráðningarsambands hans við sveitarfélagið væru ekki til vegna þess tímabils er um ræðir.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélags sem varða ólögráða dóttur kæranda. Af gögnum málsins er ljóst að kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ágreiningur er um rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Afritum af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónusta Hveragerðisbæjar hefur stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> 2. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að af upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 15. júlí 2019, verður ráðið að réttur til aðgangs að þeim gögnum sem hún tekur til geti byggst á ólíkum lagagrundvelli. Þannig kann réttur kæranda til aðgangs að byggjast á upplýsingalögum, stjórnsýslulögum og ákvæðum annarra laga eftir því um hvaða gögn ræðir. </p> <h2>2.</h2> <p>Af hálfu Hveragerðisbæjar hefur komið fram að sveitarfélagið telji afgreiðslu sína á beiðni kæranda um gögn sem tengjast þjónustumati varðandi dóttur kæranda fullnægjandi þar sem kærandi hafi fengið gögn afhent frá Greiningarstöð ríkisins.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum er ekki takmarkaður við að leita upplýsinga hjá einu stjórnvaldi í einu og getur beiðandi haft réttmætar ástæður fyrir því að bera saman upplýsingar í vörslum tveggja eða fleiri opinberra aðila.<br /> <br /> Hins vegar er til þess að líta að ákvarðanir um veitingu þjónustu á grundvelli laga nr. 40/1991, þar á meðal þjónustu á grundvelli 29. gr. laganna um akstursþjónustu, teljast til stjórnvaldsákvarðana, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeirri ástæðu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra stjórnsýslumáli ólögráða dóttur hans, þ.m.t. þjónustumati sem deilt er um í þessu máli, eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt framangreindu fellur kæran því utan gildissviðs upplýsingalaga að þessu leyti og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>3.</h2> <p>Varðandi beiðni kæranda um aðgang að afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl hefur komið fram af hálfu bæjarins að ekki liggi fyrir önnur gögn en ráðningarsamningur, dags. 26. maí 2016. Í umsögn sveitarfélagsins er vísað til þess að umbeðin gögn undir þessum lið falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna hjá aðilum sem lögin taka til ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:<br /> <br /> 1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,<br /> 2. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,<br /> 4. launakjör æðstu stjórnenda,<br /> 5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanna. Undanþágur frá hinni almennu reglu, um að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum er varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr., byggjast á þeirri forsendu að þrátt fyrir að upplýsingar um starfssamband geti talist til einkamálefna starfsmanns, fela ýmsir samningar stjórnsýslunnar við starfsmenn sína í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum ráðningarsamningi verði ekki reist á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því í fyrri úrskurðum sínum að þrátt fyrir framangreint geti ráðningarsamningar innihaldið upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði nr. 661/2016 og 666/2016. Í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og þar eru meðal annars taldar upp upplýsingar um stéttarfélagsaðild. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningi, dags. 26. maí 2016, á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Áður ber að afmá upplýsingar um einkamálefni starfsmannsins eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að taka afstöðu til þess hvort kærandi á rétt á aðgangi að samningnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>4.</h2> <p>Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa (félagsráðgjafa) Hveragerðisbæjar hefur sveitarfélagið vísað til þess að umbeðin gögn falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við.<br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Hveragerðisbær úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið hefur undir höndum og tengjast málinu en fram kom að kærandi hefði áður fengið „allflest“ þeirra í hendur áður. Skoðun úrskurðarnefndarinnar rennir stoðum undir þessa niðurstöðu, enda er í flestum tilvikum um að ræða erindi kæranda og annarra aðila, þ. á m. Öryrkjabandalags Íslands og réttindagæslumanns fyrir fatlað fólk, sbr. reglugerð <br /> nr. 973/2012, til Hveragerðisbæjar, ýmist bréflega eða með tölvupósti ásamt svörum sveitarfélagsins. Gögnin bera með sér að kærandi hafi annað hvort sent eða fengið afrit af þeim öllum, að frátöldum samskiptum þar sem tölvupóstsamskipti eru framsend öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu standa engin rök til að takmarka aðgang kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga eða annarra lagaákvæða og verður hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Hveragerðisbæ að veita kæranda aðgang að þeim.</p> <h2>5.</h2> <p>Af hálfu kæranda hefur komið fram að hann dragi í efa að ekki séu frekari gögn í vörslum Hveragerðisbæjar sem falli undir gagnabeiðni hans. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Hveragerðisbæjar um að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda og eru fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu hafi verið yfirfarin við meðferð beiðninnar. Hafi Hveragerðisbær ekki haldið skráningu um öll gögn í tengslum við þjónustu við kæranda og dóttur kæranda í samræmi við skráningarskyldu 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn er það ámælisvert. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því. Eru því ekki forsendur til að verða við beiðni kæranda um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kanni hvort Hveragerðisbær hafi frekari gögn í vörslum sínum um þau málefni sem beiðni hans lýtur að.<br /> <br /> Það athugast að samkvæmt gögnum málsins var upphafleg gagnabeiðni kæranda send til Hveragerðisbæjar þann 15. júlí 2019. Hún var hins vegar ekki afgreidd fyrr en með erindi sveitarfélagsins, dags. 16. október 2019, að undangengnum ítrekunum kæranda og án þess að fyrirmælum 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga væri fylgt. Samkvæmt ákvæðinu skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mál. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir athugasemd við málsmeðferð Hveragerðisbæjar að þessu leyti.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Hveragerðisbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins og ráðningarsamning sveitarfélagsins við B, dags. 26. maí 2016. Áður skal afmá úr samningnum upplýsingar um aðild að stéttarfélagi.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

890/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að samningsskilmálum samninga félagsins við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Ríkisútvarpið hélt því fram að samningarnir hefðu ekki að geyma staðlaða samningsskilmála en auk þess gætu samningarnir geymt upplýsingar sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Ríkisútvarpinu hafa borið að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á afritum af samningunum á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hafði ekki farið fram var beiðninni vísað aftur til afgreiðslu félagsins.

<h1>Úrskurður</h1> <p> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 890/2020 í máli ÚNU 20020012. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 6. september 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í júní 2019 óskaði kærandi eftir aðgangi að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og fjárhæðir sem RÚV greiddi þeim fyrir dagskrárefni árið 2018. Hinn 22. ágúst 2019 óskaði kærandi auk þess eftir aðgangi að skilmálum samninga sem RÚV hafi gert við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Í svari RÚV til kæranda, dags. 6. september 2019, kemur fram að RÚV telji óheimilt að veita upplýsingar um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda án samþykkis framleiðendanna þar sem þær kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Að auki séu upplýsingarnar ekki aðgengilegar í einu skjali, heldur þyrfti að útbúa slíkt yfirlit sérstaklega. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að sams konar listar, yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra, fyrir árin 2016 og 2017 hafi verið birtir á vef Alþingis. Þá óski kærandi eftir aðgangi að samningsskilmálum í þeim tilgangi að kanna hvort RÚV vilji njóta ávinnings af sölu af dagskrárefni til erlendra aðila og hvernig það sé orðað í samningagerð við sjálfstæða framleiðendur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt RÚV ohf. með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. RÚV óskaði eftir viðbótarfresti til þess að skila umsögn um kæruna til 30. september sem úrskurðarnefndin féllst á. Þann 3. október 2019 óskaði RÚV eftir eins dags viðbótarfresti á grundvelli þess að verið væri að taka saman gögnin til þess að senda með erindinu og sá sem hefði haft aðgang að þeim gögnum hefði verið í frí. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. október, lýsti RÚV því yfir að um misskilning hefði verið að ræða varðandi það að gögnin lægju fyrir, verið væri að taka saman umbeðinn lista hjá fjármáladeild en það fæli í sér talsverða vinnu. Tekið hefði nokkrar vikur að vinna upplýsingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þegar sambærilegar upplýsingar hefðu verið birtar á sínum tíma en málið væri forgangsmál hjá fjármáladeildinni. <br /> <br /> Hinn 15. október 2019 barst úrskurðarnefndinni umsögn RÚV vegna kærunnar og umbeðinn listi yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Í umsögn RÚV segir að listinn innihaldi upplýsingar sem geti m.a. átt undir 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fjölmörgu lögaðila og/eða einstaklinga sem í hlut eigi. Vísað er til þess að í athugasemdum við greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá segir að fjölmargir þeirra aðila sem í hlut eigi séu einstaklingar eða eftir atvikum félög utan um einstaklingsrekstur. Beiðnin lúti þannig m.a. að upplýsingum um tekjur sem samkvæmt því sem segi í lögskýringargögnum við upplýsingalög skuli jafnan ekki veita aðgang að. <br /> <br /> Hvað stærri lögaðila varði þá sé RÚV ekki í góðri stöðu til þess að leggja mat á hvort upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hvers og eins lögaðila sem í hlut eigi. RÚV telji sig þó vita að einstaka viðsemjendur telji það almennt ekki samrýmast fjárhags- og viðskiptahagsmunum sínum að upplýsingar um endurgjald vegna einstakra verka séu aðgengileg almenningi og þar með samkeppnisaðilum viðsemjenda. Verði það á hinn bóginn mat úrskurðarnefndar að hvorki viðskipta- né fjárhagshagsmunir viðsemjenda RÚV eða önnur lög standi birtingu upplýsinganna í vegi sé ekkert því til fyrirstöðu að þær verði birtar.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að varðandi birtingu upplýsinga á vef Alþingis sé þess að gæta að upplýsingarnar hafi verið veittar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eins og lögskylt hafi verið, í tilefni fyrirspurnar á Alþingi, sbr. ákvæði laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Ákvörðun um birtingu upplýsinganna á vef þingsins hafi því ekki verið á forræði RÚV. <br /> <br /> Þá kemur fram að „staðlaðir skilmálar“ RÚV við sjálfstæða framleiðendur séu í raun ekki til. Beðist er velvirðingar á því að hafa ekki tiltekið það í upphaflegu svari við erindi kæranda. Við er bætt að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning, þ. á m. samkeppnisaðila einstakra viðsemjenda, um skilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt (m.a. um gildandi samninga) og framvirkt. RÚV telji að miðlun slíkra upplýsinga geti orkað tvímælis gagnvart viðsemjendum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og geti raunar einnig vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga.<br /> <br /> Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. október 2019, segir að um sé að ræða upplýsingar sem eigi ríkara erindi við almenning en mögulegir hagsmunir þeirra sem séu á listanum. Kærandi telji takmarkanir 6.-9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu. Sambærilegar upplýsingar hafi verið birtar á vef Alþingis fyrir annað tímabil og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við það af hálfu RÚV. Það gefi til kynna að stofnunin hafi metið það svo, líkt og Alþingi, að ekki væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Við það megi bæta að þeim einstaklingum sem semji við RÚV sé fullkunnugt um að allt fjármagn sem RÚV sýsli með sé opinbert og að ráðstöfun hverrar einustu krónu séu opinberar upplýsingar.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur kæranda með gagnabeiðninni sé að komast að því hvort RÚV uppfylli þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og með hvaða hætti. Í svari ráðherra til Alþingis vegna fyrirspurnar þingmanns um sama efni komi eingöngu fram upplýsingar fyrir árin 2016 og 2017 en þar segi að upplýsingar yfir árið 2018 muni liggja fyrir við ársuppgjör félagsins, þ.e. í maí 2019. RÚV hafi svarað fyrirspurn kæranda í lok júní, meira en mánuði eftir að ársuppgjör félagsins fyrir árið 2018 hafi legið fyrir. Kærandi telur að sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur gefi til kynna að RÚV hafi beitt blekkingum í tengslum við þjónustusamninginn með því að notast við heimatilbúna skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi.“ Samkvæmt þjónustusamningnum hafi RÚV átt að greiða 10% af heildartekjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Það séu almannahagsmunir fólgnir í því að vita hvernig RÚV hafi túlkað þjónustusamning sinn við hið opinbera og vegi þeir margfalt þyngra en mögulegir viðskiptahagsmunir lögaðila sem í hluti eigi, hagsmunir sem ekki hafi skaðast við birtingu upplýsinganna fyrir tímabilið 2016-2017. <br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt að umfjöllunin sem RÚV sé að hindra með því að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum sé aðkallandi. Nú standi yfir samningaviðræður ráðuneytisins og RÚV um næsta þjónustusamning. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar almenningi til þess að setja í samhengi hvernig RÚV hafi túlkað síðasta þjónustusamning og hvort það standi til að nota áfram skilgreiningu félagsins á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi“. Einnig þurfi að skoða upplýsingarnar til þess að kanna hvort RÚV stundi svokallaða gerviverktöku, þar sem venjulegt launafólk taki á sig skyldur verktaka. Í tilfelli RÚV sé það ekki gert til þess að takmarka kostnað heldur til að uppfylla skilyrði þjónustusamnings við ráðuneytið.<br /> <br /> Þá segir enn fremur að upphafleg fyrirspurn til RÚV hafi verið send í júní 2019. Kærandi hafi verið beðinn um að bíða á meðan upplýsingarnar væru teknar saman en formleg synjun hafi ekki borist fyrr en í lok ágúst. Fyrir utan að óska eftir lista yfir sjálfstæða framleiðendur hafi kærandi einnig óskað eftir tekjum RÚV af sölu sýningaréttar á efni sem framleitt hafi verið af sjálfstæðum framleiðendum árið 2018. RÚV hafi hunsað þennan hluta fyrirspurnarinnar í svari sínu til blaðamanns og í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eigi einnig brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða nýjan tekjustofn RÚV sem lögum samkvæmt eigi einungis að vera fjármagnað með framlögum ríkisins og auglýsingasölu.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa fullyrðingar RÚV um að engir staðlaðir samningsskilmálar séu til. Það sé ekki í samræmi við það sem starfsmaður RÚV hafi sagt við kæranda. Ekki séu samdir nýir skilmálar við hvern einasta samning við sjálfstæðan framleiðanda. Í viðtali við kæranda hafi starfsmaður RÚV viðurkennt að skilmálarnir sem félagið geri við sjálfstæða framleiðendur hafi breyst á árunum milli 2015 og 2018. Kærandi vilji sjá hvernig samningarnir séu orðaðir til þess að unnt sé að upplýsa almenning um hvernig RÚV komi á fót nýjum tekjustofni með tekjum af sölu efnis sem framleitt sé af sjálfstæðum framleiðendum. Varðandi samkeppnissjónarmiðin sem RÚV vísi til í umsögn sinni segir kærandi að RÚV sé í fullkominni yfirburðarstöðu á markaði og eigi í raun enga samkeppnisaðila þegar komi að samningum við sjálfstæða framleiðendur. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. janúar 2020, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til RÚV þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort félagið notaðist við sömu skilmála í samningum við framleiðendur og hvort fyrirliggjandi væri samningur með slíkum skilmálum þar sem eftir atvikum væri unnt að afmá þá samningsskilmála sem ekki teldust staðlaðir í þessum skilningi, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fyrirspurnin var ítrekuð þann 31. janúar 2020. Svör bárust ekki frá RÚV. Með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál, eftir afritum af samningum Ríkisútvarpsins ohf. við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni árin 2015 og 2018, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. RÚV sendi nefndinni afrit af samningunum þann 6. mars 2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ákvað að skipta málinu í tvö kærumál þar sem fjallað yrði aðskilið um rétt kæranda til aðgangs að lista yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda, annars vegar og hins vegar um rétt kæranda til aðgangs að stöðluðum samningsskilmálum. Kveðið var á um rétt kæranda til upplýsinga um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda í úrskurði nefndarinnar <br /> nr. 873/2019. Í þessu máli mun nefndin taka afstöðu til afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda um aðgang að samningsskilmálum félagsins í samningum við framleiðendur árin 2015 og 2018. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að stöðluðum skilmálum í samningum RÚV við sjálfstæða framleiðendur um kaup á efni, árin 2015 og 2018.<br /> <br /> Í umsögn RÚV, dags. 15. október 2019, kom fram að „staðlaðir samningsskilmálar“ væru í raun ekki til. Þá teldi félagið að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning um skilmála viðsemjenda RÚV. Þar með væru samkeppnisaðilar viðsemjenda, aðrir framleiðendur, einnig upplýstir um samningsskilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt, þannig að upplýst yrði um ákvæði gildandi samninga, og framvirkt. RÚV teldi miðlun slíkra upplýsinga geta brotið gegn 9. gr. upplýsingalaga og geta vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í notkun kæranda á hugtakinu ,,staðlaðir samningsskilmálar“ að þar sé um að ræða ákvæði í samningi sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, enda sé samningurinn liður í starfsemi annars aðilans en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans. Þá taki hugtakið til samningsákvæða sem samin eru fyrir fram og komi ítrekað fyrir í samningum á tilteknu sviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samninga RÚV við framleiðendur árin 2015 og 2018 og telur ljóst að margir samninganna geymi sambærileg samningsákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila. Nefndin getur því ekki fallist á að samningar félagsins við sjálfstæða framleiðendur geymi enga staðlaða samningsskilmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur í þessu samhengi fram að þegar aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál <br /> nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar RÚV að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að samningum félagsins við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 þannig að kærandi gæti sjálfur kynnt sér þá samningsskilmála sem telja verður staðlaða á grundvelli ákvæða 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hefur ekki farið fram hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun RÚV úr gildi að því er varðar beiðni kæranda um aðgang að stöðluðum samningsskilmálum við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 og leggja fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Beiðni A um aðgang að skilmálum samninga sem Ríkisútvarpið ohf. gerði við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018 er vísað til félagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

889/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Deilt var um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingar um það hvaða fasteignareigendum heilbrigðiseftirlitið hefði sent bréf vegna frágangs fráveitna ekki verða felldar undir undantekningarákvæði upplýsingalaga og féllst á rétt kæranda til aðgangs að bréfum eftirlitsins án útstrikana. Kærandi hafði einnig óskað eftir svarbréfum fasteignareigenda við bréfum eftirlitsins og öllum samskiptum þess við umhverfissvið Mosfellsbæjar en heilbrigðiseftirlitið sagði þau gögn ekki vera fyrirliggjandi. Þar sem úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa var kærunni vísað frá hvað varðar afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins á þeim hluta beiðninnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 889/2020 í máli ÚNU 19080013 <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2019, kærði Sigurgeir Valsson lögmaður, f.h. Fylkis ehf., synjun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé eigandi fasteignar að Tjaldsnesi í Mosfellsdal. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi lagt dagsektir á kæranda vegna kröfu um endurnýjun á fráveitu. Ágreiningur hafi orðið um lögmæti kröfunnar og undir rekstri máls Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi heilbrigðiseftirlitið lagt fram dómskjal með bréfum frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda í Mosfellsdal þar sem krafist var úrbóta á rotþróm en upplýsingar um viðtakendur bréfanna höfðu verið afmáðar. Umrædd bréf fylgdu kærunni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með erindi til heilbrigðiseftirlitsins, dags. 29. júlí 2019, óskaði kærandi eftir afritum af bréfum heilbrigðiseftirlitsins þar sem sjá má viðtakendur bréfanna. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum svarbréfum fasteignaeigenda við bréfum heilbrigðiseftirlitsins, auk allra samskipta heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna framangreindra úrbótakrafna sem og samskipta heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2019. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að í beiðninni felist ósk um aðgang að gögnum um einkamálefni sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum og geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. <br /> <br /> Í kæru segir kærandi gögnin ekki vera þess eðlis að upplýsingar í þeim falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Meðal þeirra gagna sem heilbrigðiseftirlitið hafi óskað eftir með bréfum sínum til fasteignaeiganda séu teikningar af fráveitukerfum. Kærandi telji slík gögn vera opinber eftir að þeim hafi verið skilað til opinberra aðila. Teikningar af fráveitukerfum á starfssvæði heilbrigðiseftirlitsins séu almennt birtar opinberlega í þeim tilvikum sem teikningar séu fyrir hendi, þ. á m. á kortavefsjá Mosfellsbæjar. Þá geti upplýsingar sem varði mengun sem komi frá fráveitukerfum fasteignaeigenda og sé hugsanlega veitt út í nærliggjandi vatnsföll ekki verið einkamál viðkomandi fasteignaeiganda enda kunni mengun eins fasteignaeiganda að valda öðrum verulegu fjártjóni auk þess að valda skaða á lífríki í Mosfellsdal. Í kæru er einnig vísað til þess að heilbrigðiseftirlitinu sé skylt að afhenda hluta gagna eða afmá persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá geti heilbrigðiseftirlitið ekki synjað um aðgang að gögnum sem varði samskipti þess og Mosfellsbæjar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2019, var kæran kynnt Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins, dags. 23. september 2019, segir meðal annars að beiðninni hafi verið synjað í kjölfar mats á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar varði einkamálefni einstaklinga og heilbrigðiseftirlitið telji óheimilt að veita aðgang að þeim án vitundar eða samþykkis viðkomandi aðila. Í gögnunum komi fram upplýsingar er varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra, þær lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum persónulegum hagsmunum enda geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. Af þeirri ástæðu sé óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þeim bréfum sem lögð hafi verið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli í máli Y-3/2018 hafi persónuupplýsingar verið afmáðar. Um sé að ræða stöðluð bréf sem send hafi verið íbúum á svæðinu varðandi úrbætur á rotþróum á lóðum íbúa. Framlagning bréfanna fyrir dómi breyti í engu því ágreiningsefni sem kæran lúti að. Upplýsingarnar sem kærandi fari fram á séu ítarlegri en þær upplýsingar sem sé að finna í áðurnefndum bréfum en þær varði persónulega hagi íbúa, fasteignir þeirra og fjárhagslegar upplýsingar. Heilbrigðiseftirlitið hafi lagt dagsektir á kæranda og grundvelli þeirrar álagningar verði ekki hnekkt með afhendingu umbeðinna gagna, kærandi eigi þannig enga lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í umsögninni segir enn fremur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi þegar fjallað um kröfu kæranda um aðgang að gögnunum. Úrskurður hafi verið kveðinn upp í því máli þann 14. mars 2019. Heilbrigðiseftirlitið byggi á því að niðurstaða dómstólsins hafi res judicata áhrif í málinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Meðfylgjandi umsögninni voru afhent afrit af tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í ágreiningsmáli aðila, dags. 9. janúar 2019 og 14. mars 2019. Að lokum segir í umsögninni að hlutverk og staða heilbrigðiseftirlitsins sé skýr samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og sé málsaðilum ekki veittur réttur til að fá upplýsingar um alla aðila í sömu stöðu í viðkomandi sveitarfélagi og þá ekki heldur um stöðu mála gagnvart þeim.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. október 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. október 2019, segir í fyrsta lagi að þær upplýsingar sem óskað sé aðgangs að séu ekki einkamálefni einstaklinga. Kærandi telur upplýsingar í gögnunum vera mikilvægar almenningi og falla undir 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um mögulega mengunarvalda kunni að vera öðrum fasteignaeigendum á viðkomandi svæði bæði mikilvægar og nauðsynlegar til þess að þeir geti gætt hagsmuna sinna. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi í störfum sínum birt sambærilegar upplýsingar, t.d. í fundargerðum og á vefsíðu sinni. Það skjóti því skökku við að heilbrigðiseftirlitið telji nú umbeðnar upplýsingar vera einkamálefni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Auk þess segir kærandi að teikningar af fráveitukerfum séu birtar á kortavefsjá Mosfellsbæjar, að því marki sem þær séu til. Séu umbeðin gögn ekki til óski kærandi eftir staðfestingu þess efnis.<br /> <br /> Kærandi krefst aðgangs að bréfum heilbrigðiseftirlitsins sem lögð voru fram í fyrrnefndu dómsmáli án útstrikana. Til viðbótar óskar kærandi eftir aðgangi að svarbréfum og tilkynningum frá fasteignaeigendum vegna umræddra bréfa heilbrigðiseftirlitsins. Kærandi telur að tilgangur að baki framlagningu bréfa heilbrigðiseftirlitsins fyrir dómi sé málsmeðferðinni hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál óviðkomandi. Kærandi mótmælir þeirri fullyrðingu að búið sé að fjalla um kröfu hans til umbeðinna gagna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en það mál hafi varðað ágreining um lögmæti fullnustugerðar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að með lögfestingu upplýsingalaga hafi almenningi verið veittur réttur til þess að tryggja gegnsæi stjórnsýslu í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og möguleika almennings til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi með því að veita opinberum aðilum aðhald og til þess að efla traust almennings á stjórnsýslunni, sbr. 1. gr. laga nr. 140/2012. Réttur kæranda byggi á framangreindu og sé óháður ágreiningi aðila í óskyldu máli. Kærandi telji að tilgangur með setningu upplýsingalaga hafi einmitt verið að veita almenningi vettvang til þess að óska eftir upplýsingum svo þeir geti lagt mat á hvort þeir hafi verið beittir órétti og/eða mismunun af hálfu tiltekins stjórnvalds enda á stjórnvald að geta veitt upplýsingar sem það hefur óskað eftir. Með lögfestingu fyrri upplýsingalaga frá 1996 hafi verið lögfest sú almenna skylda stjórnvalds að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn svo þau séu aðgengileg. Sérstaklega sé tekið fram í lögskýringargögnum með núgildandi upplýsingalögum að þessi regla sé mikilvæg forsenda þess að upplýsingaréttur, bæði samkvæmt upplýsingalögum og einnig á grundvelli annarra reglna, sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Með erindi til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 18. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að fá afhent þau gögn sem kæran lýtur að. Beiðnin var ítrekuð með símtali þann 25. febrúar. Í tölvupósti frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 25. febrúar, kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi falið lögmannsstofu að ganga frá svari vegna málsins enda hafi stofan haft öll gögn málsins vegna tengds héraðsdómsmáls. Nefndinni barst tölvupóstur frá lögmanni heilbrigðiseftirlitsins, dags. 27. febrúar, þar sem fram kom að verið væri að taka gögnin saman. Þann 3. mars óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvenær gögnin yrðu afhent en svar barst ekki. Þann 9. mars ítrekaði nefndin beiðni um aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Svar barst frá lögmanni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 9. mars. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að kæranda hafi undir höndum afrit af bréfum þess til fasteignaeigenda en nöfn þeirra hafi verið afmáð. Þá hafi í dómsmáli kæranda gegn heilbrigðiseftirlitinu verið tekin afstaða til þess í tvígang hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum og hvort þær hefðu einhverja þýðingu fyrir ágreiningsmál aðila og álagningu dagsekta. Í báðum tilvikum hafi því verið hafnað að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum auk þess sem þær hafi ekki verið taldar hafa efnislega þýðingu fyrir málið. Úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Y-3/2018, kveðnir upp 14. mars 2019 og 9. janúar 2019, fylgdu bréfinu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. mars 2020, vakti úrskurðarnefndin athygli heilbrigðiseftirlitsins á því að umbeðin gögn í málinu hefðu ekki verið afhent nefndinni. Ítrekað var að kærandi hefði óskað eftir bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikana, öllum svarbréfum viðkomandi fasteignaeigenda, öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur og samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Ítrekuð var krafa um að heilbrigðiseftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni umbeðin gögn. Með erindi, dags. 23. mars 2020, ítrekaði úrskurðarnefndin enn kröfu um afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Þann 31. mars 2020 bárust úrskurðarnefndinni afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikunar. Hvað varðar svarbréf fasteignaeigenda segir heilbrigðiseftirlitið að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til sem geymi svör fasteignaeigenda við erindi heilbrigðiseftirlitsins. Um fáar fasteignir sé að ræða og þegar úrbótakröfur af þessu tagi séu gerðar þá sé alla jafna orðið við þeim án frekari umræðu eða samskipta. Í málaskrá liggi því ekki fyrir gögn um hverja og eina fasteign, að undanskilinni fasteign kæranda þar sem þau samskipti hafi verið lengri og umfangsmeiri og séu enn yfirstandandi. Þá sé umhverfissvið Mosfellsbæjar ekki málsaðili mála sem séu til meðferðar hjá heilbrigðiseftirlitinu, þar sem umhverfissviðið heyri undir yfirstjórn Mosfellsbæjar, svo og tvær fagnefndir sem séu samkvæmt núgildandi skipulagi skipulagsnefnd og umhverfisnefnd, en heilbrigðiseftirlitið heyri undir sameiginlega heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis samkvæmt 45. gr. laga nr. 7/1998. Engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu þannig til vegna málsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis sendi fasteignaeigendum í Mosfellsdal árið 2017 varðandi úrbætur á fráveitukerfum. Fyrir liggur að kærandi hefur bréfin undir höndum en nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfanna voru afmáð.<br /> <br /> Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna og að leyst hafi verið úr rétti kæranda til aðgangs að þeim fyrir héraðsdómi. Í því sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að sá sem óskar eftir gögnum hjá stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga getur gert það án þess að sýna fram á nokkra hagsmuni eða tengsl við umbeðin gögn. Þannig fjallar 5. gr. upplýsingalaga um rétt „almennings“ til gagna hjá stjórnvöldum. Þegar af þessari ástæðu stenst ekki sú afgreiðsla stjórnvalds að synja kæranda um aðgang að gögnum á þeirri forsendu einni að hann hafi ekki sýnt fram á nægilega ríka hagsmuni af því að fá að kynna sér þau. Þegar beiðni berst um afhendingu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þarf stjórnvald með öðrum orðum að taka málið til afgreiðslu á grundvelli þeirra laga óháð því hvort viðkomandi eigi nokkurra hagsmuna að gæta af því að fá að kynna sér gögnin eða ekki. <br /> <br /> Hvað varðar þau rök heilbrigðiseftirlitsins að fjallað hafi verið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í máli Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bendir nefndin á að í því máli var fjallað um rétt kæranda til að leiða fram vitni en ekki leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðirnir sem heilbrigðiseftirlitið lét úrskurðarnefndinni í té hafa því ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa heilbrigðiseftirlitsins jafnframt synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Var það rökstutt svo að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, upplýsingar um stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum. Þá geti upplýsingarnar jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í athugasendunum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé til dæmis almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér 21 bréf frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda á svæðinu. Viðtakendur eru einstaklingar, fyrirtæki og ríkisstofnun. Í bréfunum eru gerðar athugasemdir vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna og í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur fráveitu valdi mengun. Þá koma fram fyrirmæli heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda um úrbætur. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru upplýsingar um ástand fráveitukerfa fasteigna ekki einkamálefni eiganda fasteignar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um ófullnægjandi frágang fráveitna frá fasteignum varða ekki persónulega einkahagi fasteignaeigenda. Þá veita upplýsingar um viðtakendur bréfanna ekki innsýn inn í fjárhagsmálefni einstaklinga þeirra líkt og heilbrigðiseftirlitið heldur fram en í bréfunum má hvergi finna upplýsingar sem varða fjárhagsstöðu eða tekjur viðkomandi fasteignaeigenda. Þvert á móti hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um ástand fráveitukerfa og mengun sem frá þeim kann að berast. Þá bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að sérstaklega er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál í VII. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 31. gr. laganna á almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið þrátt fyrir ákvæði 6.-10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Í ljósi framangreinds verður heilbrigðiseftirlitinu gert að afhenda kæranda bréf heilbrigðiseftirlitsins án þess að upplýsingar um viðtakendur þeirra séu afmáðar.<br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins vegna beiðni kæranda um svarbréf fasteignaeigenda til heilbrigðiseftirlitsins og öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna málsins. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til. <br /> <br /> Í bréfum heilbrigðiseftirlitsins, sem send voru árið 2017, er tekið fram að tilkynning um að úrbætur hafi verið framkvæmdar skuli berast því eigi síðar en 10 dögum eftir að úrbótum er lokið og er tilgreint netfang sem senda megi tilkynningarnar á. Fram kemur að málið verði þá látið niður falla en að öðrum kosti verði þvingunarúrræðum beitt til að knýja á um úrbætur. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlitið hefur í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar fullyrt að enginn þeirra sem fékk bréf frá heilbrigðiseftirlitinu hafi tilkynnt eftirlitinu um úrbætur líkt og krafist var. Samkvæmt efni bréfanna gerði heilbrigðiseftirlitið skriflegar athugasemdir við alls 21 einstakling vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna. Í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur eða ráðstafanir við fráveitu valdi mengun. Heilbrigðiseftirlitið hefur hins vegar haldið því fram gagnvart úrskurðarnefndinni að enginn þessara einstaklinga hafi svarað bréfum þess á þeim rúmlega tveimur árum frá því þau voru send þar til að kærandi óskaði eftir upplýsingum um þau. <br /> <br /> Í ljósi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki frekari upplýsingar í höndunum um samskipti umræddra einstaklinga og heilbrigðiseftirlitsins hefur hún ekki forsendur til að vefengja staðhæfingu heilbrigðiseftirlitsins um að engin frekari samskipti við fasteignaeigendur hafi farið fram vegna málsins. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að stjórnvöldum er skylt að skrá og varðveita upplýsingar um meðferð mála, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þar sem leggja verður til grundvallar að engin gögn séu fyrirliggjandi hjá heilbrigðiseftirlitinu er varði svör fasteignaeiganda við bréfi þess er ekki um að ræða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja og síðasta lagi óskaði kærandi eftir samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu til vegna málsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar heilbrigðiseftirlitsins. Verður því að taka þær fullyrðingar trúanlegar að engin samskipti hafi farið fram á milli heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar vegna þeirrar athugunar eftirlitsins á frágangi frárennsliskerfa sem beiðni kæranda tekur til. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Af því leiðir að vísa verður þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir verulegar athugasemdir við samskipti og svör Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindum nefndarinnar um afhendingu gagna málsins. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er þeim sem kæra beinist að skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Þrátt fyrir þessa skýlausu skyldu afhenti Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis ekki þau gögn sem úrskurðarnefndin óskaði eftir 18. febrúar 2020 fyrr en 31. mars 2020, eða sex vikum eftir að upphaflega var óskað eftir þeim. Hafði úrskurðarnefndin þá fimm sinnum ítrekað erindi sitt til Heilbrigðiseftirlitsins. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur af þessu tilefni athygli á því að í ákvæðum V. kafli upplýsingalaga er gengið út frá því að nefndin leysi úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga svo fljótt sem verða má. Ljóst er að ákvæðum upplýsingalaga um hraða málsmeðferð verður ekki fylgt nema þeir aðilar sem falla undir úrskurðarvald nefndarinnar sinni lögbundnum skyldum sínum í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laganna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis ber að veita kæranda, Sigurgeiri Valssyni f.h. Fylkis ehf., afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda sem send voru vegna fráveitumála í Mosfellsbæ árið 2017 án þess að nöfn og heimilisföng viðtakenda séu afmáð.<br /> <br /> Þeim hlutum kærunnar sem snúa að svarbréfum fasteignaeigenda vegna bréfa Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og samskiptum eftirlitsins við umhverfissviðs Mosfellsbæjar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

888/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

Í málinu var fjallað um rétt Samtaka iðnaðarins til upplýsinga sem Reykjavíkurborg hafði afmáð úr fylgiskjali með þjónustusamningi sveitarfélagsins við Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2010. Reykjavíkurborg hafði afmáð upplýsingar um verkætti og annan kostnað vegna samningsins með vísan til 4. tölul. 10. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefndin taldi, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum OR og ON, að ekki væri réttlætanlegt að þeir gengju framar hagsmunum almennings af aðgangi að upplýsingunum. Var því fallist á að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 888/2020 í máli ÚNU 19110014. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 22. nóvember 2019, kærðu Samtök iðnaðarins afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni samtakanna um gögn.<br /> <br /> Með beiðni, dags. 10. september 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi viðhald, endurnýjun og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavík. Í beiðni kæranda kemur meðal annars fram að á höfuðborgarsvæðinu sé nánast öllum verkefnum sem snúi að viðhaldi og endurnýjun götulýsingar beint til Orku náttúrunnar án útboðs. Á næstu fimm til tíu árum sé áformað að skipta núverandi götulýsingu á öllu landinu út fyrir LED lampa ásamt því að endurnýja lagnir og varbúnað. Varlega sé hægt að áætla að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir verði á bilinu 7 til 10 milljarðar króna. Samtökin hafi upplýsingar um að Reykjavíkurborg ætli sér að ráðast í 440 milljóna króna framkvæmdir við svokallaða LED-væðingu götulýsingar á árinu 2019. Um sé að ræða næst stærsta kostnaðarliðinn í umhverfis- og aðgengismálum borgarinnar á eftir göngu- og hjólastígum. Ekki liggi fyrir að verkefnin hafi verið boðin út en ljóst sé að fjárhæðir séu yfir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Ljóst sé að önnur sveitarfélög hafi útvistað viðhaldi götulýsingar og lausleg könnun kæranda gefi til kynna að einkaaðilar séu nú þegar að sinna rekstri og viðhaldi götulýsingar á landsbyggðinni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi hins vegar falið Orku náttúrunnar að hafa umsjón með og bera ábyrgð á götulýsingu. Óljóst sé á hvaða grundvelli sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggi þau viðskipti við Orku náttúrunnar, og eftir atvikum Veitur, án þess að veita öðrum fyrirtækjum færi á að bjóða í verkefnin. Í ljósi þessa óski kærandi eftir upplýsingum um það á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg byggi núverandi viðskipti við Orku náttúrunnar um viðhald og rekstur götulýsingar. Kærandi óski einnig eftir aðgangi að samningum Reykjavíkurborgar þess efnis. <br /> <br /> Í svarbréfi Reykjavíkurborgar, dags. 23. október 2019, kemur fram að sveitarfélagið hafi aflað upplýsinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar sem og borgarlögmanni auk þess sem óskað hafi verið eftir afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur til afhendingar umbeðinna gagna. Var ákveðið að veita kæranda aðgang að þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar í Reykjavík, dags. 17. desember 2010. Hins vegar var synjað um aðgang að fylgiskjölum samningsins með vísan til 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga <br /> <br /> Í kæru er bent á að í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að markmið þess sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Af upplýsingabeiðni kæranda megi ljóst vera að tilgangur hennar sé að fá upplýsingar um samninga Reykjavíkur við dótturfélag sitt, þá meðal annars í tengslum við ráðstöfun á opinberu fjármagni og eftir atvikum útboðsskyldu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Fari því tilgangur upplýsingabeiðninnar saman við framangreint markmið upplýsingalaga. Þá hafi Reykjavíkurborg synjað beiðninni með vísan til 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, án frekari rökstuðnings. Kærandi telji að skilyrði ákvæðisins séu ekki fyrir hendi og því sé óheimilt að hafna aðgangi að umbeðnum gögnum. Það sé fullljóst af svari kærða, dags. 23. október 2019, að Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sé að mati Reykjavíkurborgar, eitt fært um að sinna viðhaldi götulýsingar hjá sveitarfélaginu og séu ástæður þess raktar í hinni kærðu ákvörðun. Komi þar m.a. fram að götuljósakerfið sé skilgreint sem hluti af rafveitunni og tilheyri því öryggisstjórnunarkerfi Orku náttúrunnar/Veitna. Beri ábyrgðarmenn rafmagns hjá Orku náttúrunnar/Veitum því ábyrgð á kerfinu. Svo unnt sé að bjóða út viðhald og rekstur, og þar með efna til samkeppni um umrædda þjónustu, þurfi að gera töluverðar breytingar á kerfinu. Því sé óljóst hvaða samkeppnishagsmunir séu fyrir hendi. <br /> <br /> Í kærunni segir einnig að ekki hafi verið rökstutt að hvaða marki upplýsingar í fylgiskjölunum tengjast samkeppnisrekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Um sé að ræða þjónustulýsingu, til fyllingar aðalefni samningsins. Þá sé til þess að líta að samningurinn sé frá árinu 2010 og því óljóst, með vísan til aldurs gagnanna, hvaða áhrif aðgangur að þeim muni hafa á meintan samkeppnisrekstur Orkuveitu Reykjavíkur. Þá liggi ekki fyrir að mat hafi farið fram á því hvort um verulega samkeppnishagsmuni sé að ræða sem gangi framar upplýsingarétti almennings. Með vísan til þessa telji kærandi hvorki skilyrði fyrir því að hafna aðgangi að fylgiskjölum með þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. desember 2010, né öðrum gögnum sem teljist hluti af þeim þjónustusamningi. Kærandi óski því aðgangs að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>&nbsp;</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 25. nóvember 2019, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 10. desember 2019, kemur fram að óskað hafi verið eftir afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur til kærunnar. Í svari Orkuveitu Reykjavíkur til Reykjavíkurborgar, dags. 9. desember 2019, segir að Orkuveita Reykjavíkur leggist ekki gegn því að fylgiskjal 1, sem fjalli um þá rekstrar- og viðhaldsþætti sem Orkuveita Reykjavíkur taki að sér að sinna fyrir framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar, verði afhent. Hins vegar sé í fylgiskjali 2 að finna það verð sem samið hafi verið um fyrir þjónustuna. Út frá þeim verðum sé hægt að reikna sig niður á einingaverð fyrir veitta þjónustu. Í ljósi þess að Orka náttúrunnar starfi á samkeppnismarkaði verði að mati Orkuveitu Reykjavíkur að flokka einingaverð sem viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Opinberun á þessum upplýsingum gæti raskað samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar á markaði enda geti samkeppnisaðilar félagsins notað upplýsingarnar sér til hagsbóta í tilboðsgjöf og þar með vegið gegn hagsmunum Orku náttúrunnar og valdið félaginu tjóni. Hagsmunir Orku náttúrunnar af leynd vegi því þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum. Með vísan til framangreinds leggist Orka náttúrunnar gegn því að fylgiskjal 2 verði afhent í heild sinni en samþykki að hluti þess verði afhentur. Ef dálkurinn „skýringar“ sé fjarlægður sé ekki mögulegt að reikna sig niður á einingaverð samningsins og þar sem eftirstandandi upplýsingar séu aðeins áætlun fyrir árið 2011 meti Orka náttúrunnar það ekki skaðlegt að afhenda þær upplýsingar. Í umsögninni segir að Reykjavíkurborg taki undir framkomin sjónarmið Orkuveitu Reykjavíkur. Kæranda verði því afhent fylgiskjöl samningsins en afmáðar verði upplýsingar úr dálkinum „skýringar“ í fylgiskjali 2. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. janúar 2020, segir kærandi meðal annars að Orka náttúrunnar hafi ekki starfað í samkeppni við aðra við viðhald götulýsingar. Jafnframt telji Reykjavíkurborg að lög um opinber innkaup taki ekki til samninga við Orku náttúrunnar hvað varði kaup á vöru og þjónustu. Af þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar leiði að birting á því sem fram komi í ofangreindum skýringardálki geti ekki raskað samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Ef afhending gagnanna varði samkeppnishagsmuni Orku náttúrunnar þurfi þeir að vera það verulegir að réttlætanlegt þyki að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Þá hafi ekki verið rökstutt hvernig birting á 10 ára gömlum einingaverðum muni raska samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að í kæru hafi verið óskað eftir öðrum gögnum sem teljist hluti af eða varði með beinum hætti þjónustusamning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Engin gögn hafi borist frá Reykjavíkurborg hvað það varði, en það séu m.a. samningar um verkþætti sem þjónustulýsing samningsins taki ekki til, sbr. 2. gr. samningsins, sem skilgreindir séu í 8. gr. samningsins sem sérstök verkefni. Fyrir liggi að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum árum staðið í viðhaldi, endurnýjun og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavíkurborg, en þjónustulýsingin taki ekki til uppsetningar á nýjum lömpum. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr fylgiskjali 2 með þjónustusamningi á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar sem undirritaður var þann 17. desember 2010. Um er að ræða nánari upplýsingar um verkþætti sem samið var um samkvæmt samningnum og upplýsingar um heildartölu breytilegs og fasts kostnaðar. <br /> <br /> Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum í fylgiskjalinu er byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gefi til kynna einingarverð þjónustu samkvæmt samningnum og þar sem Orka náttúrunnar starfi á samkeppnismarkaði sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. <br /> <br /> Þá segir enn fremur í athugasemdunum: <br /> <br /> „Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á ákvæðinu þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta vísast meðal annars til úrskurða nr. 846/2019, 813/2019 og 764/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, <br /> A-378/2011 og A-379/2011. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau atriði sem afmáð voru úr fylgiskjali 2 með samningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur en það ber heitið „Fylgiskjal nr. 2 verðskrá þjónustusamnings nr. ORÞ-2010-12-03 milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur: Áætlaður kostnaður í viðhaldi árið 2011, ásamt greiðsluáætlun“. Í skjalinu er að finna upplýsingar um verkþætti og áætlaðan kostnað. Reykjavíkurborg telur óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma í reit sem ber heitið „skýringar“. Þá telur sveitarfélagið óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um breytilegan og fastan kostnað. Í umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að upplýsingar í reitnum „skýringar“ gefi til kynna einingarverð einstakra verkþátta. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Orka náttúrunnar, eru orku- og veitufyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga og starfa á samkeppnismarkaði við aðra lögaðila. Þá verður að líta svo á að rekstur og viðhald götulýsingar, sem fyrirtækin annast á grundvelli samnings fyrir opinbera aðila, falli undir þann hluta starfsemi þeirra sem telst til samkeppnisrekstrar, enda þótt verkefnin hafi ekki verið boðin út á almennum markaði. Eru því uppfyllt fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sem áður var lýst. <br /> <br /> Við mat á því skilyrði hvort samkeppnishagsmunir séu nægjanlega verulegir til að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings, telur úrskurðarnefndin rétt að líta til þess að um er að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna, þ.e. kaup sveitarfélags á þjónustu félags í eigu opinberra aðila. Í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi er varð að upplýsingalögum er annað markmiða laganna ítrekað, þ.e. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Sjónarmiðið um hvort verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum hefur því vægi þegar metið er hvort 4. tölul. 10. gr. geti átt við. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 852/2019. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægri verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér slíkar upplýsingar. Loks ber að líta til þess að í þeim hluta umbeðinna gagna sem afmáður var er einungis að finna upplýsingar um verð sem eru um það bil tíu ára gömul. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar sem afmáðar voru um fastan kostnað og breytilegan kostnað verður ekki annað séð en að Reykjavíkurborg hafi veitt kæranda aðgang að upplýsingunum en þær koma fram á blaðsíðu 2 í fylgiskjalinu. Þá verður ekki séð að birting upplýsinganna geti skaðað samkeppnishagsmuni félaganna. <br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar, að ekki sé réttlætanlegt að þeir gangi framar hagsmunum almennings af aðgangi að umbeðnum upplýsingum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Með vísan til framangreinds ber Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að fylgiskjali 2 í heild sinni, án þess að dálkurinn „skýringar“ sé afmáður.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 15. janúar 2020, kemur fram að í kæru hafi verið óskað eftir öðrum gögnum sem teljist hluti af eða varða með beinum hætti þjónustusamning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Engin gögn hafi borist frá Reykjavíkurborg hvað það varði. Að mati úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki séð að kærandi hafi tilgreint með nægilega skýrum hætti að óskað væri eftir slíkum gögnum, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Er því um að ræða nýja beiðni sem kærandi verður að beina til Reykjavíkurborgar. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, Samtökum iðnaðarins, aðgang að fylgiskjali 2 með þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar í Reykjavík, dags. 17. desember 2010, í heild sinni án útstrikana.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

887/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

Kærð var afgreiðsla Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir mann sem lést árið 1900. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það að embættinu væri ómögulegt að afgreiða beiðnina vegna aðstæðna á skjalasafni embættisins. Var málinu vísað til Sýslumannsins á Vestfjörðum til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 887/2020 í máli ÚNU 19120020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. desember 2019, kærði A afgreiðslu Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi ítrekað beiðni sína um afhendingu umbeðinna gagna sumarið 2019. Með bréfi, dags. 25. júlí 2019, hafi embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum svarað og kveðið leit hafna í skjalageymslum embættisins. Kærandi hafi ítrekað beiðni sína þann 14. október 2019 og með bréfi, dags. 27. nóvember 2019 hafi embættið svarað á þá leið að umbeðin gögn hefðu ekki fundist. Jafnframt hafi embættið tekið fram að hluti af skjölum hafi ekki verið aðgengilegur vegna framkvæmda á geymslustað og hafi starfsmenn embættisins ekki haft tök á að leita að umbeðnum gögnum. Ekki liggi fyrir hvenær það verði mögulegt.<br /> <br /> Kærandi telur að embættinu sé ekki stætt á að bera fyrir sig ómöguleika á að veita aðgang að umbeðnum gögnum, m.a. í framhaldi af skýrri synjun með bréfi, dags. 30. október 2018. Jafnframt telur kærandi meðferð embættisins brjóta í bága við 13. gr. upplýsingalaga sem kveði á um ótvíræða skyldu stjórnvalds að gera upplýsingar aðgengilegar almenningi.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. janúar 2020, var Sýslumanninum á Vestfjörðum kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Umsögn embættisins barst með bréfi dags. 15. janúar 2020. Þar kemur fram að þegar núverandi embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum hafi verið stofnað árið 2015 hafi það leyst af hólmi fjögur sýslumannsembætti á Vestfjörðum, þar með talið embætti Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hafi tekið við skjalasöfnum hinna eldri embætta. Skjalasafnið innihaldi mikið af gögnum sem nái yfir marga áratugi. Engin heildstæð skrá sé til yfir safnið og sé því ekki hægt að fletta upp gögnum í safninu með einföldum eða fljótlegum hætti. Af hálfu sýslumannsins hafi töluverð vinna verið lögð í að leita að umbeðnum gögnum en þau hafi ekki komið í ljós og engar vísbendingar um dánarbú einstaklingsins sem beiðni kæranda laut að. Það sé því ekki vitað hvort umbeðin gögn séu í vörslum Sýslumannsins á Vestfjörðum eða hvort þau hafi einhvern tíma verið í vörslum Sýslumannsins á Patreksfirði.<br /> <br /> Af hálfu Sýslumannsins á Vestfjörðum kemur einnig fram að hluti af skjalasafni embættisins sé óaðgengilegur sem stendur. Ástæðan sé framkvæmdir í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum að Aðalstræti 92, Patreksfirði. Vegna skipulagsbreytinga á húsnæðinu hafi lögreglan yfirtekið geymsluna í kjallara hússins sem áður hafi hýst aðra af tveimur skjalageymslum sýslumanns. Öll skjöl sýslumanns hafi verið færð úr geymslunni og komið fyrir í öðru rými hjá lögreglunni þar sem þau séu ekki aðgengileg. Starfsmenn embættisins hafi því ekki haft tök á að leita að umbeðnum gögnum í þeim skjölum. Tekið er fram að framkvæmdirnar séu á vegum Ríkiseigna og hafi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum engin áhrif á framkvæmdahraða eða forgangsröðun verkefna í þeim framkvæmdum.<br /> <br /> Einnig er tekið fram að um tímabundinn ómöguleika sé að ræða sem sýslumaður hafi enga stjórn á. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en sýslumaður hafi fengið afhenta nýja geymslu þar sem unnt verði að raða skjalasafninu í hillur að nýju. Þá fyrst verði skilyrði til að halda leit áfram og verði kæranda tilkynnt um niðurstöðu leitar þegar hún liggi fyrir. Rétt sé einnig að taka fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Með vísan til þessa sé ljóst að skilyrði séu til að hafna umræddri beiðni kæranda um afhendingu gagna að svo stöddu á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Sýslumannsins á Vestfjörðum og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 29. janúar 2020. Þar fullyrðir kærandi meðal annars að umbeðin gögn séu í geymslum sýslumanns hjá embætti hans á Patreksfirði. Það hafi sagt honum tveir menn sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Þeir hafi jafnframt sagt kæranda að ýmis skjöl væru geymd í kössum og væru þeir merktir með ártölum. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu embættis Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem sýna fram á hver fékk greiddar líftryggingabætur eftir nafngreindan mann. <br /> <br /> Af hálfu Sýslumannsins á Vestfjörðum hefur komið fram að leit að umbeðnum gögnum hafi ekki borið árangur. Þó sé ekki hægt að leita í hluta skjalasafni embættisins vegna framkvæmda, en skjölum hafi meðal annars verið komið fyrir í rými hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þar sem þau séu ekki aðgengileg. Byggist synjun á beiðni kæranda „að svo stöddu“ á ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu má hafna beiðni í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að meira en 30 ár eru frá því að umbeðin gögn urðu til. Fer því um aðgang að þeim eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 46. gr. laganna er mælt fyrir um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í 2. mgr. segir að um meðferð slíkra kærumála gildi ákvæði V. kafla upplýsingalaga. Enn fremur segir í 6. mgr. 15. gr. laganna að aðgangur að skjölum, þegar þau verði 30 ára, fari eftir lögunum óháð því hvernig fyrirkomulag hafi verið á skilum skjala til opinbers skjalasafns. Verður því leyst úr málinu eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Í 14. gr. laga um opinber skjalasöfn er fjallað um það hverjir teljast afhendingarskyldir aðilar samkvæmt lögunum. Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum telst afhendingarskyldur aðili samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. ákvæðisins en samkvæmt 4. mgr. er þeim skylt að afhenda opinberu skjalasafni skjöl sín í samræmi við ákvæði laga þessara. Þeir sem heyra undir stjórnsýslu ríkisins geta eingöngu afhent Þjóðskjalasafni Íslands skjöl sín. Meginreglan um afhendingu afhendingarskyldra skjala er að þau skal afhenda opinberu skjalasafni þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Forstöðumaður afhendingarskylds aðila ber samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laganna ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu viðkomandi aðila, þar með talið að unnið sé í samræmi við fyrirmæli laga og reglna þar að lútandi. Í 3. mgr. 22. gr. er mælt fyrir um að afhendingarskyldum aðilum sé skylt að haga skjalastjórn og skjalavörslu með þeim hætti sem segir í reglum sem Þjóðskjalasafn Íslands setur á grundvelli 23. gr. laganna og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg í samræmi við þær. Sá sem ber ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu skuli grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að vernda skjöl afhendingarskylds aðila fyrir ólöglegri eyðileggingu, breytingu og óleyfilegum aðgangi samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki verður séð að sú skjalastjórn og skjalavarsla Sýslumannsins á Vestfjörðum, sem embættið hefur lýst í hinni kærðu ákvörðun og umsögn til úrskurðarnefndarinnar, samrýmist ákvæðum laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögunum og reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra, en það er hlutverk opinberra skjalasafna, í þessu tilviki Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. <br /> <br /> Það að ekki hafi verið séð til þess að öll skjöl Sýslumannsins á Vestfjörðum séu aðgengileg í samræmi við framangreind ákvæði laga, hefur leitt til þess að embættið kveður ekki mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekkert lagaákvæði færir stoð undir synjun beiðni um aðgang að skjali af þessari ástæðu, hvorki á grundvelli laga um opinber skjalasöfn né upplýsingalaga. Byggja fyrrnefndu lögin á þeirri meginreglu að afhendingarskyldir aðilar skuli afhenda opinberu skjalasafni skjöl sín við 30 ára aldur þeirra og verði meiri hluti þeirra aðgengilegur almenningi. Það kemur hins vegar ekki sjálfkrafa í veg fyrir upplýsingarétt almennings að skjölum hafi ekki verið skilað til opinbers skjalasafns, heldur er það á ábyrgð hins afhendingarskylda aðila að afgreiða beiðnir um aðgang að þeim, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 648/2016. Við meðferð beiðni kæranda bar embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum því að fylgja ákvæðum X. kafla laga um opinber skjalasöfn, en samkvæmt 2. mgr. 40. gr. fer um málsmeðferð eftir ákvæðum IV. kafla upplýsingalaga eftir því sem við getur átt. <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að embættinu bar að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál svara málsatvik ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggur fyrir að umrædd skjöl eru varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Skylda embættisins til að leita í skjalasafni sínu tekur einnig til skjala sem vistuð eru utan starfsstöðva þess, enda myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og látið hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 773/2019.<br /> <br /> Í stað þess að taka beiðni kæranda til meðferðar samkvæmt ákvæðum laga um opinber skjalasöfn og upplýsingalaga, með hliðsjón af rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins, lét embættið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að ómögulegt væri að leita að þeim. Er það því mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 27. nóvember 2019, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

886/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 886/2020 í máli ÚNU 20010001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. janúar 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um gögn en beiðni kæranda sneri að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Fjórum stefnum í makrílmálunum fyrri en þau mál taki til áranna 2011-2014. Tveimur málunum lauk með dómum Hæstaréttar þann 6. desember 2018, nr. 508/2017 (Huginn ehf.) og 509/2017 (Ísfélag Vestmannaeyja hf.) en málum Eskju og Vinnslustöðvar Vestmannaeyja lauk með dómsátt. <br /> 2. Stefnum í makrílmálunum hinum síðari, þ.e. þeirra sem taki til áranna 2015-2018. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. desember 2019, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefnenda í málunum fyrir því að stefnunar yrðu afhentar. Væri þannig óheimilt að afhenda þær samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkislögmaður benti jafnframt á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 14. gr. og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar 9/2018, verði öðrum en aðila máls ekki afhent frumrit skjals nema með samþykki þess sem það lagði fram. Þá verði einnig að horfa til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi. Að mati embættisins sé það óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi, ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin séu því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur ríkislögmann ekki hafa framkvæmt nauðsynlegt mat, sem fjallað er um í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, heldur hafi hann látið nægja að leita afstöðu lögmanna fyrirtækjanna um hvort þeir heimili að skjal skuli afhent. Jafnframt megi ætla að stór hluti umræddra skjala hafi þegar birst almenningi opinberlega. Alþekkt sé að dómarar landsins séu misduglegir að umrita málsatvikalýsingar og málsástæður stefnenda. Ætla megi að kaflar I. og II. í héraðsdómum þeim, sem síðar urðu að Hrd. nr. 508/2017 og nr. 509/2017, séu að einhverju leyti samhljóða stefnum í málunum. Umræddar upplýsingar hafi því þegar birst opinberlega og því rétt að afhenda þær upplýsingar úr stefnunum. Vísist um það m.a. til úrskurðar ÚNU í máli A-361/2011. <br /> <br /> Kærandi telur mögulegt að umrædd skjöl kunni að geyma fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari. Hins vegar sé ósennilegt að skjölin séu með þeim hætti að ekki sé unnt að afmá umræddar upplýsingar og veita því aðgang að hluta skjalanna. Meginregla einkamálaréttarfarsins, sem m.a. birtist í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, um að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði hljóti að hafa áhrif við túlkun á því hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt. Sé það raunin að umræddar stefnur hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem eigi í hlut sé sennilegt að þær upplýsingar muni verða opinberar við meðferð málanna fyrir dómstólum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ekki rétt að fallast á þau rök ríkislögmanns að óraunhæft sé að aðgangur að gögnum dómsmáls sé rýmri ef kröfu um afhendingu er beint að stjórnvaldi. Óumdeilt sé að ríkislögmaður sé stjórnvald og að beiðnin í málinu sé afmörkuð við fyrirliggjandi skjöl í afmörkuðu máli. Skilyrði 1. mgr. 2. gr. og 5. gr. upplýsingalaga séu því uppfyllt. Beiðni kæranda sé ekki beint að dómstólum heldur ríkislögmanni og eigi 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga því ekki við í málinu. Rétt sé að athuga að umrædd 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi komið inn í lögin með 2. gr. laga nr. 72/2019 sem tóku gildi 5. júlí 2019. Hefði það verið ætlun löggjafans, eða nefndarinnar sem samdi frumvarpið, að umrædd grein girti fyrir það að unnt væri að fá afrit af stefnum í vörslu ríkislögmanns, þá hefði verið hægðarleikur að kveða skýrt á um það í lögunum, það virðist hins vegar ekki hafa verið gert. <br /> <br /> Kærandi telur það skrýtna niðurstöðu ef almenningur eigi rétt á aðgangi að bréfum og erindum sem ríkislögmaður sendir eða tekur á móti, þá á grundvelli upplýsingalaga, en sá réttur falli niður um leið og málunum sé stefnt fyrir dóm. Þá telji kærandi rétt að hafa í huga eðli þess valds sem ríkislögmaður hafi samkvæmt lögum nr. 51/1985. Eðli málsins samkvæmt varði stór hluti mála sem á borð ríkislögmanns komi tilvik þar sem einstaklingar eða lögaðilar telji ríkið hafa brotið á sér. Verði komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingaréttur almennings nái ekki til stefna í dómsmálum á hendur ríkinu verði að telja þá niðurstöðu í andstöðu við markmið upplýsingalaga. Í það minnsta yrði erfiðara að sinna þeim markmiðum sem getið sé í 3.-5. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga Að endingu bendir kærandi á að í afgreiðslu ríkislögmanns hafi ekki verið leiðbeint um rétt til kæru líkt og skylt sé samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 2. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2020, segir að synjun embættisins byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar séu gögnin undanþegin upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga en eins og fram komi í tölvubréfi ríkislögmanns til kæranda hafi fyrirtækin ekki veitt heimild fyrir sitt leyti til afhendingar gagnanna. Í athugasemdum frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þegar samþykki liggi ekki fyrir og fyrirtækin lýsi almennt neikvæðri afstöðu til þessa erindis verði að líta svo á að gögnin falli undir nefnt ákvæði. Í ljósi afstöðu útgerðarfyrirtækjanna og við könnun á umbeðnum gögnum verði að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra þannig að þær falli undir ákvæði 9. gr. Í synjun á grundvelli 9. gr. og afstöðu útgerðarfyrirtækjanna hafi sjálfkrafa falist það mat að gögnin geymdu upplýsingar sem getið sé um í ákvæðinu. Gögnin verði að meta án tillits til þess hvernig löggjafinn hafi lýst markmiðum og tilgangi laga um fiskveiðistjórn með því að nytjastofnar sjávar teljist til sameignar þjóðarinnar. <br /> <br /> Hins vegar hafi synjunin byggt á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmáli sem rekið sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá gildi að mati embættisins ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem kveði sérstaklega á um að gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar séu undanskilin upplýsingarétti og falli ekki undir upplýsingalögin. Af þessum ákvæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur er grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt um afhendingu gagna úr dómsmálum enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga nr. 91/1991 mæli fyrir um eða hverjar upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati embættisins nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sé í málum ríkisins eða annarra. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 27. september 2019 í málinu nr. 828/2019 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögmanns sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Embættið byggi synjun sína þannig ekki á því að það teljist undanþegið upplýsingalögum, heldur því að upplýsingaréttur verði ekki rýmri með því að erindi verði beint að stjórnvaldi þegar um sé að ræða gögn sem lúti sérstökum reglum réttarfarslaga og reglna dómstólasýslunnar um afhendingu gagna í málum sem til dómsmeðferðar séu. Verði að líta svo á að slík gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti. Á hinn bóginn sé það dómstóla að meta hvaða upplýsingar komi fram úr málsskjölum þegar dómar séu birtir.<br /> <br /> Embættið telji einnig að ekki sé ástæða við þessar aðstæður að veita aðgang umfram lagaskyldu. Að lokum kveðst ríkislögmaður minnast þess í símtölum við kæranda að hann sé vel heima í ákvæðum upplýsingalaga um heimild til að skjóta málum til nefndarinnar. Því hafi ekki verið talin ástæða til að leiðbeina frekar um kæruheimild.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 23. janúar 2020, segir að í ljósi þess að synjun ríkislögmanns sé í fyrsta lagi byggð á 9. gr. upplýsinga og þess að embættið telji að stefnurnar hafi að geyma nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila ítreki kærandi þau sjónarmið sem komið hafi fram í kæru. Ætla megi að í tilfelli hluta málanna hafi helstu upplýsingar nú þegar komið fram í málsatvikalýsingu og málsrökum fyrirtækjanna í þegar birtum dómum. Þá liggi upplýsingar um úthlutaðar veiðiheimildir fyrir á vef Fiskistofu. Lítið mál sé fyrir hvern sem er að reikna út hvað hefði með réttu átt að falla í hlut hvers og eins, ársreikningar félaganna fyrir umrædd ár liggi fyrir og af þeim sökum sé það „engin tengiskrift að slumpa á“ tjón hverrar útgerðar fyrir sig. Þá liggi fyrir að stór hluti málanna varði viðurkenningu á bótaskyldu og í fæstum tilfellum liggi fyrir með nákvæmum hætti hvert áætlað tjón fyrir árin sé. Kærandi ítrekar þau sjónarmið að geymi skjölin viðkvæmar upplýsingar um umrædda aðila samkvæmt 9. gr. upplýsingalögum þá ætti að vera unnt að afmá þær upplýsingar en veita aðgang að skjölunum að öðru leyti. Ákvæði 9. gr. telji hann ekki unnt að skýra með þeim hætti að þriðji aðili, sem í hlut eigi, geti með því að veita ekki samþykki sitt komið í veg fyrir að skjalið í heild verði afhent. Synjunin geti aðeins náð til hinna viðkvæmu upplýsinga en ekki skjalsins í heild sinni. <br /> <br /> Í annan stað byggi synjunin á þeim grunni að um aðgang að gögnum í vörslu dómstóla fari eftir tilteknum ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og reglum dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Ríkislögmaður vísi einnig í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga þar sem segi að gögn í þeirra vörslum séu undanskilin upplýsingarétti. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. reglna dómstólasýslunnar um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómsstólum nr. 9/2018 fari um aðgang að gögnum í einkamáli samkvæmt 14. gr. laga um meðferð einkamála. Sú grein kveði á um að nauðsynlegt sé að hafa lögvarinna hagsmuna að gæta til að geta fengið afhent endurrit hjá dómstólum. Kæranda sé ekki kunnugt um aðra dóma en Hrd. nr. 493/2012 um efnið og viti ekki til þess hvort hagsmunir blaðamanns geti talist lögvarðir í þessum skilningi. Þó sé rétt að taka fram að beiðni, samhljóða þeirri sem kærandi sendi ríkislögmanni, hafi verið send dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur og bíði þess að tekin verði afstaða til hennar. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 828/2019 hafi því verið slegið föstu að upplýsingalög tækju til allrar starfsemi ríkislögmanns. Stærsti þátturinn í starfsemi ríkislögmanns sé móttaka kröfubréfa og vörn í dómsmálum fyrir hönd ríkisins. Verði 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga skýrð á þann veg að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum falli niður við það eitt að umrætt gagn sé einnig í vörslu dómstóls, líkt og skilja megi af athugasemdum ríkislögmanns, muni það skerða umræddan rétt gífurlega. <br /> <br /> Kærandi minnist á sérstaka stöðu ríkisins sem aðila að dómsmáli, það sé grundvallarregla í íslenskum rétti að allar aðgerðir stjórnvalda verði að eiga sér stoð í lögum. Þá sé það einnig ein af grunnhugmyndum réttarríkisins að lögin bindi alla, borgara jafnt sem ríkisvaldið. Þá hafi einnig verið talið í skrifum fræðimanna í stjórnsýslurétti að ákveðin hlutlægnisskylda hvíli á stjórnvöldum og ríkinu þegar það taki til varna í dómsmálum. Í umsögn ríkislögmanns segi að „gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti.“ Kærandi telji unnt að fallast á þau sjónarmið þegar málsaðilar séu einstaklingar eða lögaðilar. Hins vegar telji hann að önnur sjónarmið eigi við um ríkisvaldið og handhafa þess. Í þeim tilfellum verði að skoða umbeðin gögn í hverju tilfelli fyrir sig með hliðsjón af málsatvikum hverju sinni. Það leiði af eðli embættis ríkislögmanns að stór hluti skjala og gagna sem embættinu berist stafi af því að borgari telji að ríkið hafi brotið gegn sér með einhverjum hætti. Ríkislögmaður telji að sjónarmið kæranda myndu leiða til rýmri upplýsingaréttar að aðgangi að gögnum í dómsmáli með því að beina erindi að stjórnvaldi. Kærandi telji á móti að afstaða ríkislögmanns myndi fela í sér þrengri rétt til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum samkvæmt upplýsingalögum. Það mætti til að mynda velta upp þeirri spurningu hvort stjórnvöld gætu þá laumað gögnum inn í dómsmál til að komast hjá því að almenningur fái aðgang að þeim. Í samfélagi sem lúti sameiginlegum og almennum lögum, sem borgurum og ríki beri að fara eftir, verði að teljast mikilvægt að almenningur geti fylgst með því hvort ríkið standi sína plikt. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að verði fallist á túlkun ríkislögmanns muni almenningur almennt geta fengið aðgang að gögnum áður en máli er stefnt fyrir dóm. Eftir það virðist rétturinn rýrna verulega. Slíkt hljóti að fara gegn þeim sjónarmiðum sem reifuð hafi verið. Af þeim sökum telji kærandi að almenningur eigi almennt rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ríkislögmanns á grundvelli upplýsingalaga, óháð því hvort þeim hafi verið stefnt fyrir dóm eður ei, og að ákvæði laga um meðferð einkamála standi því ekki í vegi. Það verði að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort einhver undanþágureglna upplýsingalaga eigi við en slíkt ráðist af eðli upplýsinga sem birtist í stefnu. Af því sem rekið hafi verið að framan, sem og í kæru, telji kærandi ósennilegt að upplýsingar sem fram komi í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að synja verði um aðgang að þeim í heild sinni. Séu þar upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, sé farið fram á að þær verði afmáðar áður en að umrædd gögn verði afhent.<br /> <br /> Þann 30. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu stefnenda í málunum til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Send voru bréf til fyrirtækjanna Eskju hf., Gjögurs hf., Hugins ehf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslunnar hf., Skinneyjar Þinganess hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem þess var óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. <br /> <br /> Í svarbréfum Eskju hf., dags. 6. febrúar 2020, og Vinnslustöðvarinnar hf., einnig dags. 6. febrúar, er vísað til þess að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Stefnan hafi verið lögð fram í dómi en málið sé á upphafsstigi málsmeðferðar. Greinargerð íslenska ríkisins hafi ekki enn verið lögð fram. Í gögnunum sé að finna mikið magn nákvæmra rekstrar- og viðskiptaupplýsinga, þ.m.t. um framlegð vörusölu og verðmyndun, sem sé eðlilegt að fari leynt. Við mat á því verði að hafa í huga að samkeppnisaðilar fyrirtækisins, sem notið hafi góðs af rangri úthlutun aflahlutdeilda, myndu geta nýtt sér þær upplýsingar í sinni starfsemi. Dreifing upplýsinganna væri því beinlínis skaðleg fyrir viðskiptahagsmuni Eskju hf. Þá er jafnframt vísað til þess að ákvæði upplýsingalaga um aðgang að gögnum hafi ekki verið túlkuð þannig að þau nái til gagna dómsmáls sem rekið sé fyrir dómstólum, sérstaklega þegar um þess háttar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. Skjöl sem lögð séu fram í dómsmáli séu ekki opinber skjöl og samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála eigi aðrir en málsaðilar ekki kröfu á að fá eftirrit af málskjölum í dómsmálum nema þeir sýni fram á að þeir eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. Fallist úrskurðarnefndin ekki á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum er þess krafist til vara að kæranda verði einungis veittar upplýsingar um fjárhæðir dómkrafna í málinu.<br /> <br /> Í svarbréfi Skinneyjar Þinganess hf., 7. febrúar 2020, kemur fram að samkvæmt 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi úrskurðarnefndin ekki endurskoðunarvald yfir ákvörðunum dómstóla og einnig sé tekið fram að lögin nái ekki til gagna sem lögð hafi verið fram fyrir dómi. Skylda dómstóla til að hafhenda staðfest endurrit í máli sem rekið sé fyrir dómstólum einskorðist við þá sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála. Með gagnályktun þýði það að aðrir en þeir sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta eigi ekki rétt á að fá afhent afrit gagna frá dómstóli meðan mál sé þar rekið. Dómstólar hafi margsinnis hafnað því að afhenda gögn úr dómsmálum þegar ekki séu lagaskilyrði til þess, með vísan í 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála og í samræmi við reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, eftir að þær reglur voru settar. Þó kæran beinist ekki að ákvörðun dómstóls um synjun á afhendingu afrits af umræddri stefnu, heldur synjun ríkislögmanns, þá verði að telja að kærandi geti ekki öðlast ríkari rétt til afhendingar gagna úr dómsmáli en heimilað sé samkvæmt sérreglu laga um meðferð einkamála og reglum nr. 9/2018 með því að beina kröfunni til ríkislögmanns í stað dómstólsins. <br /> <br /> Málið sem rekið sé fyrir héraðsdómi sé venjulegt einkamál samkvæmt lögum um meðferð einkamála, þótt stefndi sé opinber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórnvaldi og sé ekki þáttur í meðferð stjórnsýslumáls heldur dómsmáls, þó það sé á könnu ríkislögmanns. Kærandi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sérstakra lögvarinna hagsmuna að gæta í dómsmálinu. Því beri að hafna kröfu hans um umbeðið afrit af stefnu í þessu einkamáli. Benda megi á að hefði málið verið um sambærilega synjun dómstóls á afhendingu stefnunnar þá hefði borið að vísa málinu frá nefndinni. Það sé ekki verið að hindra aðgengi kæranda að upplýsingum heldur einfaldlega verið að virða lög og reglur sem um þetta gildi. Kærandi geti síðar fengið þær upplýsingar sem hann sækist eftir þegar dómur hafi verið birtur opinberlega eftir dómsuppkvaðningu. <br /> <br /> Í annan stað komi í stefnunni fram margvíslegar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins, umfram þær sem lesa megi úr ársreikningum frá þeim árum sem fjallað sé um í málinu. Ljóst sé af málatilbúnaði ríkislögmanns að þær forsendur sem stefnan byggi á og þær niðurstöður sem á þeim byggi séu að einhverju leyti dregnar í efa og eigi eftir að takast á um þær fyrir dómi. Meðan málið sé til umfjöllunar hjá dómstóli þyki fyrirtækinu ekki rétt og þjóni það engum tilgangi að birta stefnuna. Efni hennar hafi heldur ekki verið kynnt fyrir hluthöfum félagsins, sem séu um það bil 140 talsins. Telji fyrirtækið því að hafna eigi kröfum kæranda um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í svarbréfum Gjögurs hf., dags. 13. febrúar 2020, Hugins ehf., dags. 12. febrúar 2020, Loðnuvinnslunnar hf., dags. 14. febrúar 2020, og Ísfélags Vestmannaeyja hf., dags. 12. febrúar 2020, kemur fram að um aðgang að gögnum dómsmála gildi sérlagaákvæði 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sbr. meðal annars 3. og 6. gr. reglnanna. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns eigi það sér jafnframt stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalögin. Ekki verði með neinu móti ráðið að kærandi teljist hafa lögvarða hagsmuni, í skilningi laga um meðferð einkamála þ. á m. eins og ákvæðið hafi verið skýrt í framkvæmd, en samkvæmt skilningi fyrirtækjanna hafi umrætt ákvæði verið túlkað þröngri skýringu. <br /> <br /> Ákvæði laga um meðferð einkamála, og reglur settar með stoð í þeim, væru jafnframt nafnið tómt ef unnt væri að sneiða fram hjá þeim með því að beina beiðni um aðgang að gögnum dómsmáls til stjórnvalds, sem hefði gögnin undir höndum, á grundvelli upplýsingalaga, í stað dómstóls eftir fyrirmælum laga um meðferð einkamála. Fengi slík niðurstaða jafnframt lítt samrýmst aðalreglu 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem beri með sér að um aðgang að gögnum dómsmála skuli gilda ákvæði laga um meðferð einkamála og reglur settar með stoð í þeim lögum. Því beri að synja um aðgang og beina málinu í þann farveg sem lög um meðferð einkamála ráðgeri. Verði engan veginn ráðið hvaða hagsmunir almennings eigi að leiða til annarrar niðurstöðu. <br /> <br /> Þá segir að stefnur fyrirtækjanna, ekki síst dómkröfur og útrekningsforsendur þeirra, innihaldi eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem teljist í eðli sínu varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, enda komi fram fjölmargar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar sem taki til starfsemi fyrirtækjanna. Ásamt því megi draga vissar ályktanir af þeim upplýsingum sem þar birtist, sem séu í eðli sínu viðkvæmar, meðal annars út frá samkeppnissjónarmiðum, sbr. einnig ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Megi við bæta að samkeppnisyfirvöld hafi talið rekstrarupplýsingar og upplýsingar af viðlíkum toga, jafnvel þótt gamlar séu, til viðkvæmra fjárhagsupplýsinga sem trúnaður ríki um og dragi ákvarðanir samkeppnisyfirvalda dám af þessu þar sem upplýsingar sem þessar séu jafnan ekki birtar almenningi. Samkvæmt framansögðu telji fyrirtækin að málinu sé vísað frá en beiðninni að öðrum kosti hafnað. Telji úrskurðarnefndin, þrátt fyrir framangreint, rétt að fallast á beiðnina sé þess óskað að nefndin fresti réttaráhrifum úrskurðarins í samræmi við það sem nánar greini í 24. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl. Í beiðni kæranda er annars vegar óskað eftir fjórum stefnum vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl á árunum 2011-2014. Hins vegar er óskað stefnum vegna úthlutunar á aflaheimildum makríl fyrir árin 2015-2018. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðninni að ríkislögmanni sem afmarkaði beiðnina við eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2011-2014 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. apríl 2015. <br /> 2. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2011-2014 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. maí 2016. <br /> 3. Stefnur Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 4. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 5. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflamarki í markíl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. <br /> <br /> Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang að stefnunum, annars vegar á þeim grundvelli að þær væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær væru hluti af málsskjölum í dómsmáli sem sé til meðferðar og hins vegar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður telur ákvæði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um aðgang að dómsskjölum, sbr. 13. og 14. gr. laganna og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008, gilda um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum. Vísað er til þess að sú túlkun eigi sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.–VII. kafla. Lögin gilda þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019: <br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. Ákvæðið veitir því rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamáli óháð því hvort aðili málsins falli undir gildissvið upplýsingalaga. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins á það aðeins við um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð dómsmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að í ákvæðum upplýsingalaga og við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. laganna hafi verið gengið út frá því að ákvæði laga nr. 91/1991 giltu um rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamálum sem dómstólar hefðu í vörslum sínum. Í þessum ákvæðum er hins vegar ekki fjallað um það hvernig haga eigi aðgangi almennings að gögnum sem lögð hafa verið fram sem málsskjöl í einkamálum þegar gögnin eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Þegar leyst er úr þessu atriði telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin kunni að hafa í vörslum sínum gögn sem kunna að vera til afnota í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ <br /> <br /> Að slepptu þessu ákvæði er ekki að finna nein ákvæði í upplýsingalögum sem fjalla um önnur málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn með sama hætti og gert er með gögn í vörslu dómstóla í 5. mgr. 2. gr. laganna. Verður því að leggja til grundvallar að almennar reglur upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði 6.-10. gr. taki til þeirra. <br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 736/2018. <br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að í þessum úrskurði verður engin afstaða tekin til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunum er þess krafist að íslenska ríkið greiði stefnendum skaðabætur á þeim grundvelli að þeim hafi verið úthlutað minni aflaheimildum til makrílveiða en rétt hefði verið lögum samkvæmt. <br /> <br /> Í stefnum útgerðarfyrirtækjanna frá árunum 2015 og 2016 er krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á aflaheimildum árin 2011-2014. Þeim málum var lokið með dómum Hæstaréttar Íslands frá 6. desember 2018 í málum nr. 508/2017 og 509/2017. Af málatilbúnaði útgerðarfyrirtækjanna í stefnum vegna úthlutunar vegna ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á aflaheimildum árin 2015-2018 verður bersýnilega ráðið að bótakrafa þeirra er sett fram í kjölfar fyrrnefndra dóma Hæstaréttar Íslands. Í dómunum var fallist á að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem stefnendur í málunum kynnu að hafa beðið 2011 til 2014 vegna þess að þeim var með ákvörðunum Fiskistofu úthlutað minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Af forsendum sömu dóma Hæstaréttar er enn fremur ljóst að ákvarðanir Fiskistofu voru byggðar á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði sett og að með þeim hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum. Taldi Hæstiréttur að ákvæði reglugerðanna sem Fiskistofa hefði miðað við um úthlutun aflaheimilda hefðu ekki staðist lög að þessu leyti og að stefnendum hefði því verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt þágildandi lögum. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir þeirra útgerðarfyrirtækja sem nú hafa stefnt íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað þeirra sé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnurnar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að hafa að geyma kröfur sem lúta meðal annars að ólögmætum ákvörðunum Fiskistofu og því að ráðherra hafi sett stjórnvaldsfyrirmæli um úthlutun aflaheimilda á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem ekki voru í samræmi við ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. <br /> <br /> Dómsmálin sem um ræðir varða því annars vegar kröfur um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins og hins vegar kröfur um fjárhagslegt uppgjör, vegna ólögmætrar háttsemi handhafa framkvæmdavalds við ráðstöfun opinberra hagsmuna og úthlutun aflaheimilda í skjóli stjórnsýsluvalds, og lúta jafnframt að hugsanlegum fjárútlátum íslenska ríkisins sem numið geta verulegum fjárhæðum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir af leynd um málatilbúnað þeirra í stefnu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Í stefnunum sem um ræðir koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða þær upplýsingar ekki í heild sinni felldar undir 9. gr. upplýsingalaga heldur aðeins þær upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækjanna. <br /> <br /> Í stefnu Vinnslustöðvarinnar, dags. 24. maí 2016, koma fram upplýsingar í tveimur síðustu setningum efnisgreinar 20 sem varða fjárhagsstöðu fyrirtækisins og sem teljast viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er því óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Þá er í kafla V. í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019, að finna nánari lýsingar á því fjártjóni sem fyrirtækin telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar aflaheimilda. Þar kemur fram að við útreikning á hagnaðarmissi fyrirtækjanna sé stuðst við jaðarframlegð makríls hjá fyrirtækjunum, byggt á upplýsingum og gögnum úr fjárhagsbókhaldi þeirra og upplýsingum Fiskistofu um veiddan heildarafla. Þá koma fram upplýsingar um á hvaða þáttum útreikningur á jaðarframlegð er byggður og eru þeir tilteknir í nokkrum stafliðum í efnisgrein 40. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram í stafliðum a-h séu mikilvægar virkar viðskiptaupplýsingar Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Í öðrum hlutum stefnanna koma hvergi fram upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum að undanskildum upplýsingum sem fram koma í tveimur síðustu setningum málsgreinar 20 í stefnu Vinnslustöðvarinnar, dags. 24. maí 2016, og stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A blaðamanni, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. apríl 2015. <br /> 2. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. maí 2016. Þó skal afmá síðustu tvær setningarnar í efnisgrein 20, bls. 5, í stefnu Vinnslustöðvarinnar hf. <br /> 3. Stefnum Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 4. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 5. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. Þó skal afmá upplýsingar sem koma fram í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnunum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

885/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 885/2020 í máli ÚNU 19120017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2019, kærði A, ritstjóri Kjarnans, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2015-2018 og upplýsingum um hver bótakrafa þeirra sé. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. desember 2019, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefnenda í málunum fyrir því að stefnurnar yrðu afhentar. Væri þannig óheimilt að afhenda þær samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkislögmaður benti jafnframt á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 14. gr. og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar 9/2018, verði öðrum en aðila máls ekki afhent frumrit skjals nema með samþykki þess sem það lagði fram. Þá verði einnig að horfa til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi. Að mati embættisins sé það óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi, ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin séu því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega sent fyrirspurn sína til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, þann 18. júní 2019, sem hafi áframsent hana til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðuneytið hafi dregið það að svara fyrirspurninni en með tölvupósti, dags. 26. júní 2019, hafi kæranda verið tilkynnt að erindið hefði verið framsent til ríkislögmanns. Kærandi hafi átt í samskiptum við ríkislögmann í júní og aftur í lok ágúst, þar sem hann hafi spurst fyrir um afdrif fyrirspurnarinnar. Þá hafi ríkislögmaður upplýst kæranda um að afhending gagnanna hefði verið borin undir lögmenn viðkomandi fyrirtækja. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnunum á 5. gr. upplýsingalaga. Í kæru segir að augljósir almannahagsmunir séu af því að fjölmiðlar og almenningur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni ríkinu til greiðslu bóta vegna úthlutunar á gæðum sem samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða séu sameign íslensku þjóðarinnar. Því geti vart staðist að takmarka upplýsingarétt vegna einkahagsmuna, líkt og 9. gr. upplýsingalaga heimili. Bæði sé sú „eign“ sem sé undir sameign þjóðarinnar auk þess sem sá stefndi sé íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Réttur þeirra sem stefna til að halda gögnum sem þeir telja einka- og fjárhagsmálefni sín geti ekki talist æðri rétti almennings til að vita hvað sé undir í málinu. Til viðbótar liggi fyrir mat formanns stjórnar Landssambands smábátaeigenda þess efnis að krafa umræddra fyrirtækja á ríkið sé um það bil 35 milljarðar króna. Í ljósi þess hversu há upphæð af almannafé sé undir geti ekki staðist að leyna eigendur þeirrar fjárhæðar, almenning í landinu, upplýsingum um málavexti.<br /> <br /> Kærandi víkur að því að í svari ríkislögmanns komi fram að óraunhæft sé að almenningur hafi rýmri aðgang að málsgögnum beini þeir beiðni að stjórnvaldi en ekki dómstólum. Kærandi telur ríkislögmann ganga út frá því að hann sé ekki stjórnvald og noti það til að rökstyðja synjun á aðgengi að gögnunum. Vert sé að benda á að upprunalegri fyrirspurn hafi sannarlega verið beint að stjórnvaldi, sem ákveðið hafi að vísa henni áfram til ríkislögmanns og komast þannig hjá því að taka afstöðu til málsins. Gera verði athugasemd við það verklag. Eðlilegt sé að ráðuneyti málaflokks svari sjálft fyrirspurn sem þessari og hið opinbera geti þar af leiðandi ekki leyft sér að skapa vafa um hvort stjórnvald sé til svara eða ekki.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 20. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2020, segir að synjun embættisins byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar séu gögnin undanþegin upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga en eins og fram komi í tölvubréfi ríkislögmanns til kæranda hafi fyrirtækin ekki veitt heimild fyrir sitt leyti til afhendingar gagnanna. Í athugasemdum frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þegar samþykki liggi ekki fyrir og fyrirtæki lýsi almennt neikvæðri afstöðu til þessa erindis verði að líta svo á að gögnin falli undir nefnt ákvæði. Í ljósi afstöðu útgerðarfyrirtækjanna og við könnun á umbeðnum gögnum verði að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra þannig að þær falli undir ákvæði 9. gr. Gögnin verði að meta án tillits til þess hvernig löggjafinn hafi lýst markmiðum og tilgangi laga um fiskveiðistjórn með því að nytjastofnar sjávar teljist til sameignar þjóðarinnar. <br /> <br /> Hins vegar hafi synjunin byggt á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmáli sem rekið sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá gildi að mati embættisins ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem kveði sérstaklega á um að gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar séu undanskilin upplýsingarétti og falli ekki undir upplýsingalögin. Af þessum ákvæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur er grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt um afhendingu gagna úr dómsmálum enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga nr. 91/1991 mæli fyrir um eða hverjar upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati embættisins nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sé í málum ríkisins eða annarra. <br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að misskilnings kunni að gæta í kæru um að embætti ríkislögmanns telji sig ekki stjórnvald í skilningi upplýsingalaga og noti það í svari sínu til að komast undan afhendingu gagna. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 27. september 2019 í málinu nr. 828/2019 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögmanns sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Embættið byggi synjun sína þannig ekki á því að það teljist undanþegið upplýsingalögum, heldur því að upplýsingaréttur verði ekki rýmri með því að erindi verði beint að stjórnvaldi þegar um sé að ræða gögn sem lúti sérstökum reglum réttarfarslaga og reglna dómstólasýslunnar um afhendingu gagna í málum sem til dómsmeðferðar séu. Verði að líta svo á að slík gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti. Á hinn bóginn sé það dómstóla að meta hvaða upplýsingar komi fram úr málsskjölum þegar dómar séu birtir.<br /> <br /> Embættið telji einnig að ekki sé ástæða við þessar aðstæður að veita aðgang umfram lagaskyldu og að upplýsingar um bótakröfur verði ekki veittar með vísan til sömu röksemda og að framan greini. Í kæru sé réttilega bent á að málið hafi tafist en að hluta til sé skýringin sú að ríkislögmaður hafi í fyrstu ekki fengið nægilega skýr svör af hálfu útgerðarfyrirtækjanna. Engu að síður sé beðist velvirðingar á töfunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> Þann 30. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu stefnenda í málunum til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Send voru bréf til fyrirtækjanna Eskju hf., Gjögurs hf., Hugins ehf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslunnar hf., Skinneyjar Þinganess hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem þess var óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. <br /> <br /> Í svarbréfum Eskju hf., dags. 6. febrúar 2020, og Vinnslustöðvarinnar hf., einnig dags. 6. febrúar 2020, er vísað til þess að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Stefnan hafi verið lögð fram í dómi en málið sé á upphafsstigi málsmeðferðar. Greinargerð íslenska ríkisins hafi ekki enn verið lögð fram. Í gögnunum sé að finna mikið magn nákvæmra rekstrar- og viðskiptaupplýsinga, þ.m.t. um framlegð vörusölu og verðmyndun, sem sé eðlilegt að fari leynt. Við mat á því verði að hafa í huga að samkeppnisaðilar fyrirtækisins, sem notið hafi góðs af rangri úthlutun aflahlutdeilda, myndu geta nýtt sér þær upplýsingar í sinni starfsemi. Dreifing upplýsinganna væri því beinlínis skaðleg fyrir viðskiptahagsmuni Eskju hf. Þá er jafnframt vísað til þess að ákvæði upplýsingalaga um aðgang að gögnum hafi ekki verið túlkuð þannig að þau nái til gagna dómsmáls sem rekið sé fyrir dómstólum, sérstaklega þegar um þess háttar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. Skjöl sem lögð séu fram í dómsmáli séu ekki opinber skjöl og samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála eigi aðrir en málsaðilar ekki kröfu á að fá eftirrit af málskjölum í dómsmálum nema þeir sýni fram á að þeir eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. Fallist úrskurðarnefndin ekki á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum er þess krafist til vara að kæranda verði einungis veittar upplýsingar um fjárhæðir dómkrafna í málinu.<br /> <br /> Í svarbréfi Skinneyjar Þinganess hf., dags. 7. febrúar 2020, kemur fram að samkvæmt 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi úrskurðarnefndin ekki endurskoðunarvald yfir ákvörðunum dómstóla og einnig sé tekið fram að lögin nái ekki til gagna sem lögð hafi verið fram fyrir dómi. Skylda dómstóla til að afhenda staðfest endurrit í máli sem rekið sé fyrir dómstólum einskorðist við þá sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála. Með gagnályktun þýði það að aðrir en þeir sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta eigi ekki rétt á að fá afhent afrit gagna frá dómstóli meðan mál sé þar rekið. Dómstólar hafi margsinnis hafnað því að afhenda gögn úr dómsmálum þegar ekki séu lagaskilyrði til þess, með vísan í 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála og í samræmi við reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, eftir að þær reglur voru settar. Þó kæran beinist ekki að ákvörðun dómstóls um synjun á afhendingu afrits af umræddri stefnu, heldur synjun ríkislögmanns, þá verði að telja að kærandi geti ekki öðlast ríkari rétt til afhendingar gagna úr dómsmáli en heimilað sé samkvæmt sérreglu laga um meðferð einkamála og reglum nr. 9/2018 með því að beina kröfunni til ríkislögmanns í stað dómstólsins. <br /> <br /> Málið sem rekið sé fyrir héraðsdómi sé venjulegt einkamál samkvæmt lögum um meðferð einkamála, þótt stefndi sé opinber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórnvaldi og sé ekki þáttur í meðferð stjórnsýslumáls heldur dómsmáls, þó það sé á könnu ríkislögmanns. Kærandi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sérstakra lögvarinna hagsmuna að gæta í dómsmálinu. Því beri að hafna kröfu hans um umbeðið afrit af stefnu í þessu einkamáli. Benda megi á að hefði málið verið um sambærilega synjun dómstóls á afhendingu stefnunnar þá hefði borið að vísa málinu frá nefndinni. Það sé ekki verið að hindra aðgengi kæranda að upplýsingum heldur einfaldlega verið að virða lög og reglur sem um þetta gildi. Kærandi geti síðar fengið þær upplýsingar sem hann sækist eftir þegar dómur hafi verið birtur opinberlega eftir dómsuppkvaðningu. <br /> <br /> Í annan stað komi í stefnunni fram margvíslegar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins, umfram þær sem lesa megi úr ársreikningum frá þeim árum sem fjallað sé um í málinu. Ljóst sé af málatilbúnaði ríkislögmanns að þær forsendur sem stefnan byggi á og þær niðurstöður sem á þeim byggi séu að einhverju leyti dregnar í efa og eigi eftir að takast á um þær fyrir dómi. Meðan málið sé til umfjöllunar hjá dómstóli þyki fyrirtækinu ekki rétt og þjóni það engum tilgangi að birta stefnuna. Efni hennar hafi heldur ekki verið kynnt fyrir hluthöfum félagsins, sem séu um það bil 140 talsins. Telji fyrirtækið því að hafna eigi kröfum kæranda um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í svarbréfum Gjögurs hf., dags. 13. febrúar 2020, Hugins ehf., dags. 12. febrúar 2020, Loðnuvinnslunnar hf., dags. 14. febrúar 2020, og Ísfélags Vestmannaeyja hf., dags. 12. febrúar 2020, kemur fram að um aðgang að gögnum dómsmála gildi sérlagaákvæði 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sbr. meðal annars 3. og 6. gr. reglnanna. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns eigi það sér jafnframt stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalögin. Ekki verði með neinu móti ráðið að kærandi teljist hafa lögvarða hagsmuni, í skilningi laga um meðferð einkamála þ. á m. eins og ákvæðið hafi verið skýrt í framkvæmd, en samkvæmt skilningi fyrirtækjanna hafi umrætt ákvæði verið túlkað þröngri skýringu. <br /> <br /> Ákvæði laga um meðferð einkamála, og reglur settar með stoð í þeim, væru jafnframt nafnið tómt ef unnt væri að sneiða fram hjá þeim með því að beina beiðni um aðgang að gögnum dómsmáls til stjórnvalds, sem hefði gögnin undir höndum, á grundvelli upplýsingalaga, í stað dómstóls eftir fyrirmælum laga um meðferð einkamála. Fengi slík niðurstaða jafnframt lítt samrýmst aðalreglu 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem beri með sér að um aðgang að gögnum dómsmála skuli gilda ákvæði laga um meðferð einkamála og reglur settar með stoð í þeim lögum. Því beri að synja um aðgang og beina málinu í þann farveg sem lög um meðferð einkamála ráðgeri. Verði engan veginn ráðið hvaða hagsmunir almennings eigi að leiða til annarrar niðurstöðu. <br /> <br /> Þá segir að stefnur fyrirtækjanna, ekki síst dómkröfur og útreikningsforsendur þeirra, innihaldi eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem teljist í eðli sínu varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, enda komi fram fjölmargar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar sem taki til starfsemi fyrirtækjanna. Ásamt því megi draga vissar ályktanir af þeim upplýsingum sem þar birtist, sem séu í eðli sínu viðkvæmar, meðal annars út frá samkeppnissjónarmiðum, sbr. einnig ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Megi við bæta að samkeppnisyfirvöld hafi talið rekstrarupplýsingar og upplýsingar af viðlíkum toga, jafnvel þótt gamlar séu, til viðkvæmra fjárhagsupplýsinga sem trúnaður ríki um og dragi ákvarðanir samkeppnisyfirvalda dám af þessu þar sem upplýsingar sem þessar séu jafnan ekki birtar almenningi. Samkvæmt framansögðu telji fyrirtækin rétt að málinu sé vísað frá en beiðninni að öðrum kosti hafnað. Telji úrskurðarnefndin, þrátt fyrir framangreint, rétt að fallast á beiðnina sé þess óskað að nefndin fresti réttaráhrifum úrskurðarins í samræmi við það sem nánar greini í 24. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl á árunum 2015-2018 og upplýsingum um hver bótakrafa þeirra sé. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðninni að ríkislögmanni sem afmarkaði beiðnina við eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Stefnur Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf., vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 2. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 3. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. <br /> <br /> Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang að stefnunum, annars vegar á þeim grundvelli að þær væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær væru hluti af málsskjölum í dómsmáli sem sé til meðferðar og hins vegar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður telur ákvæði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um aðgang að dómsskjölum, sbr. 13. og 14. gr. laganna og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008, gilda um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum. Vísað er til þess að sú túlkun eigi sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.–VII. kafla. Lögin gilda þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019: <br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. Ákvæðið veitir því rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamáli óháð því hvort aðili málsins falli undir gildissvið upplýsingalaga. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins á það aðeins við um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð dómsmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að í ákvæðum upplýsingalaga og við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. laganna hafi verið gengið út frá því að ákvæði laga nr. 91/1991 giltu um rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamálum hjá dómstólum og sem dómstólar hefðu í vörslum sínum. Í þessum ákvæðum er hins vegar ekki fjallað um það hvernig haga eigi aðgangi almennings að gögnum sem lögð hafa verið fram sem málsskjöl í einkamálum þegar gögnin eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Þegar leyst er úr þessu atriði telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin kunni að hafa í vörslum sínum gögn sem kunna að vera til afnota í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ <br /> <br /> Að slepptu þessu ákvæði er ekki að finna nein ákvæði í upplýsingalögum sem fjalla um önnur málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn upplýsingarétti með sama hætti og gert er með dómstóla í 5. mgr. 2. gr. laganna. Verður því að leggja til grundvallar að almennar reglur upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði 6.-10. gr. taki til þeirra. <br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 736/2018. <br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að í þessum úrskurði verður engin afstaða tekin til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunum er þess krafist að íslenska ríkið greiði stefnendum skaðabætur á þeim grundvelli að þeim hafi verið úthlutað minni aflaheimildum til makrílveiða en rétt hefði verið lögum samkvæmt. <br /> <br /> Af málatilbúnaði útgerðarfyrirtækjanna í þeim stefnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum verður bersýnilega ráðið að bótakrafa þeirra er sett fram í kjölfar dóma Hæstaréttar Íslands frá 6. desember 2018 í málum nr. 508/2017 og 509/2017. Í dómunum var fallist á að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem stefnendur í málunum kynnu að hafa beðið 2011 til 2014 vegna þess að þeim var með ákvörðunum Fiskistofu úthlutað minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Af forsendum sömu dóma Hæstaréttar er enn fremur ljóst að ákvarðanir Fiskistofu voru byggðar á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði sett og að með þeim hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum. Taldi Hæstiréttur að ákvæði reglugerðanna sem Fiskistofa hefði miðað við um úthlutun aflaheimilda hefðu ekki staðist lög að þessu leyti og að stefnendum hefði því verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt þágildandi lögum. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir þeirra útgerðarfyrirtækja sem nú hafa stefnt íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað þeirra sé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnurnar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að hafa að geyma bótakröfur sem lúta meðal annars að ólögmætum ákvörðunum Fiskistofu og því að ráðherra hafi sett stjórnvaldsfyrirmæli um úthlutun aflaheimilda á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem ekki voru í samræmi við ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. <br /> <br /> Dómsmálin sem um ræðir varða því kröfur um fjárhagslegt uppgjör vegna ólögmætrar háttsemi handhafa framkvæmdavalds við ráðstöfun opinberra hagsmuna og úthlutun aflaheimilda í skjóli stjórnsýsluvalds, og lúta jafnframt að hugsanlegum fjárútlátum íslenska ríkisins sem numið geta verulegum fjárhæðum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir af leynd um málatilbúnað þeirra í stefnu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Í stefnunum sem um ræðir koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða þær upplýsingar ekki í heild sinni felldar undir 9. gr. upplýsingalaga heldur aðeins þær upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækjanna. <br /> <br /> Í kafla V. í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019, er að finna nánari lýsingar á því fjártjóni sem fyrirtækin telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar aflaheimilda. Þar kemur fram að við útreikning á hagnaðarmissi fyrirtækjanna sé stuðst við jaðarframlegð makríls hjá fyrirtækjunum, byggt á upplýsingum og gögnum úr fjárhagsbókhaldi þeirra og upplýsingum Fiskistofu um veiddan heildarafla. Þá koma fram upplýsingar um á hvaða þáttum útreikningur á jaðarframlegð eru byggðir og eru þeir tilteknir í nokkrum stafliðum í efnisgrein 40. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram í stafliðum a-h séu mikilvægar virkar viðskiptaupplýsingar Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Í öðrum hlutum stefnanna koma hvergi fram upplýsingar um mikilvæga virka viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum að undanskildum upplýsingum sem fram koma í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, ritstjóra Kjarnans, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Stefnum Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 2. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 3. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. Þó skal afmá upplýsingar sem koma fram í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnunum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

884/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin féllst á rétt kæranda til aðgangs að samningi Borgarbyggðar við lögmannsstofu vegna málarekstrarins og minnisblaði sveitarfélagsins með upplýsingum um lögmannskostnað vegna tiltekinna ára. Nefndin vísaði beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum heildarkostnaði vegna dómsmála milli hans og sveitarfélagsins aftur til Borgarbyggðar.

<h2>Úrskurður</h2> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 884/2020 í máli ÚNU 19100013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24 október 2019, kærði A ákvörðun Borgarbyggðar um að synja honum um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 19. júlí 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um kostnað vegna málareksturs sveitarfélagsins fyrir dómstólum gegn kæranda vegna ágreinings um beitarafnotarétt í landi Króks. Sérstaklega var beðið um upplýsingar um kostnað við rekstur dómsmálanna E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, máls nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands og máls nr. 261/2019 fyrir Landsrétti. Fram kemur í beiðninni að óskað sé eftir upplýsingum um heildarkostnað málareksturs gegn kæranda sem eiganda jarðarinnar Króks frá því að mál nr. E-176/2012 við Héraðsdóm Vesturlands var dómtekið. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvaðan greiðslur vegna málsins hefðu komið og hver hlutur sauðfjárbænda í Þverárréttarupprekstri hefði verið í þeim. Enn fremur var beðið um upplýsingar um kostnað Borgarbyggðar vegna álitsgerðar LEX lögmannsstofu sem unnin hafi verið fyrir sveitarfélagið þar sem kannaðir hafi verið möguleikar á því að höfða mál gegn eiganda Króks um hugsanlegan hefðaðan beitarrétt á landinu. Auk þess var óskað eftir aðgangi að samningi við LEX lögmannsstofu um málarekstur á hendur eiganda Króks. Að lokum laut beiðnin að upplýsingum um um hvort fyrirspurn fulltrúa í sveitarstjórn um sundurliðaðan lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2016, 2017 og 2018 auk upplýsinga áætlaðan kostnað fyrir árið 2019, hefði verið svarað og hvar þau svör væru aðgengileg.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. september 2019, svaraði Borgarbyggð bréfi kæranda frá 19. júlí 2019. Þar eru honum veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna dómsmáls nr. E-176/2012 frá því málið var dómtekið í héraði. Fram kemur í svarinu að kostnaður við málið hafi verið greiddur úr sveitarsjóði. Kæranda voru auk þess veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna álitsgerðar sem unnin hafði verið í tengslum við könnun á möguleikum á málshöfðun um hugsanlegan hefðarrétt Borgarbyggðar á landi. Borgarbyggð synjaði kæranda aftur á móti um aðgang að samningi við LEX lögmannsstofu um málarekstur á hendur Króki með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá kemur fram í svari sveitarfélagsins að fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúans hafi verið svarað með minnisblaði en minnisblöð séu ekki birt á vef sveitarfélagsins.<br /> <br /> Kærandi svaraði sveitarfélaginu með bréfi, dags. 4. október 2019. Þar segir kærandi nokkuð skorta á að sveitarfélagið svari beiðni hans um upplýsingar um kostnað vegna málareksturs dómsmálanna þar sem aðeins hafi verið gefinn upp heildarkostnaður vegna þeirra en kærandi óski eftir sundurliðuðum kostnaði vegna málareksturs þeirra fjögurra dómsmála sem nefnd voru í beiðni kæranda. Varðandi afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að upplýsingum um lögfræðikostnað sveitarfélagsins á tilteknu tímabili segist kærandi ekki hafa óskað eftir því að fá upplýst hvernig fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúans hafi verið svarað heldur hverju svarað var.<br /> <br /> Sveitarfélagið svaraði bréfi kæranda frá 4. október 2019 með bréfi, dags. 21. október 2019. Þar kemur fram að sveitarfélagið hafi í samræmi við fyrri beiðni kæranda upplýst um heildarkostnað málareksturs gegn eigendum Króks frá því að mál nr. E-176/2012 var dómtekið. <br /> <br /> Vegna beiðni kæranda um sundurliðaðan kostnað vegna þess máls sem dómur hafi fallið í fyrir Hæstarétti árið 2014 og þess máls sem nú væri rekið fyrir dómstólum og hafi verið áfrýjað til Landsréttar þann 15. apríl, þá greindi sveitarfélagið kæranda frá því í bréfinu að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélaginu væri óskylt að útbúa ný gögn þar sem upplýsingarnar komi fram en það væri töluverð vinna. Sveitarfélagið vísaði í þessu sambandi til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-181/2004, 424/2012 og 748/2018. <br /> <br /> Hvað varði fyrirspurn kæranda um sundurliðaðan lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2016-2018, áætlaðan slíkan kostnað vegna ársins 2019 og tengd gögn sagði í bréfi sveitarfélagsins að þau gögn lægju ekki fyrir. Þá yrði minnisblað um slíkan kostnað ekki birt, þar sem um vinnugagn væri að ræða en slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu tiltekur sveitarfélagið þar næst heildarlögfræðikostnað þess fyrir árin 2016-2019. Þá er áréttað að synjað sé um aðgang að samningi við lögmannsstofuna LEX, með vísan til fyrri rökstuðnings og til 9. gr. upplýsingalaga. Að lokum er kæranda leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Í kærunni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 24. október sl., kemur meðal annars fram að bréfi kæranda, dags. 4. október 2019, hafi ekki verið svarað. Farið sé fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveði á um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um kostnað Borgarbyggðar vegna máls nr. E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, máls nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, áfallinn kostnað vegna máls nr. 261/2019 við Landsrétt og upplýsingum sem varði þessi dómsmál. Þá sé óskað eftir aðgangi að samningi við LEX lögmannsstofu um málshöfðun gegn kæranda sem lagður hafi verið fram á 356. fundi byggðaráðs Borgarbyggðar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. október 2019, var kæran kynnt Borgarbyggð og sveitarfélaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 20. nóvember 2019, kemur fram að kærandi hafi fyrst með bréfi, dags. 4. október 2019, óskað eftir að lögfræðikostnaður vegna málareksturs á hendur landeigendum Króks yrði sundurliðaður þannig að kostnaður við hvern tiltekinn þátt málsins yrði sérgreindur. Hvað varðar efni kærunnar segir sveitarfélagið í fyrsta lagi að kærandi hafi kært afgreiðslu sveitarfélagsins 20 dögum eftir að kærandi sendi sveitarfélaginu síðara erindi sitt. Sveitarfélagið hafi því ekki fengið nægjanlegt svigrúm til að svara erindi hans sem það hafi sannanlega gert vel innan 30 daga frestsins. Hafi kæranda því ekki verið heimilt að vísa máli sínu til nefndarinnar. Þar sem kæruskilyrði upplýsingalaga hafi ekki verið uppfyllt, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 13. gr. laga nr. 72/2019 eigi að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Þá kemur fram að kæranda hafi verið veittar upplýsingar um kostnað við gerð lögfræðiálits og hver væri heildarkostnaður Borgarbyggðar við málarekstur gegn eigendum Króks frá því að mál nr. E-176/2012 við Héraðsdóm Vesturlands var dómtekið. Kæranda hafi aftur á móti verið synjað um aðgang að samningi við lögmannstofuna LEX vegna málarekstursins með vísan til 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en í umbeðnum gögnum séu upplýsingar um viðskiptahagsmuni stofunnar sem sanngjarnt væri að færu leynt. <br /> <br /> Einnig hafi því verið hafnað að afhenda sundurliðuð gögn um lögfræðikostnað sveitarfélagsins tiltekin ár en um væri að ræða vinnugögn frá starfsmönnum sveitarfélagsins sem útbúin hafi verið fyrir kjörna fulltrúa, sbr. 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Gögnin væru til notkunar innanhúss og ekki birt á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Auk þess kemur fram að með bréfi þáverandi sveitarstjóra til kæranda, dags. 21. október 2019, hafi kæranda verið tilkynnt að upplýsingar um sundurliðaðan kostnað vegna reksturs mismunandi dómsmála lægju ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Það yrði talsverð vinna fyrir starfsmenn sveitarfélagsins að útbúa ný gögn þar sem hin umbeðna sundurliðun kæmi fram, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu hafi beiðni kæranda vegna lögfræðikostnaðar sveitarfélagsins vegna áranna 2016-2018 og vegna áætlunar fyrir árið 2019 verið synjað af sömu ástæðu, þ.e. að gögn með umbeðnum upplýsingum væru ekki til og að þau þyrfti því að taka saman sérstaklega en sveitarfélaginu væri það ekki skylt. Hins vegar hafi kærandi með bréfinu verið upplýstur um heildarkostnað sveitarfélagsins vegna aðkeyptrar lögfræðivinnu fyrir árin 2016-2018 og það sem liðið væri af árinu 2019.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að sveitarfélagið telji kæranda ekki eiga rétt til þess að starfsmenn stjórnsýslu þess þurfi að leggja í verulega vinnu við að taka upplýsingar saman sérstaklega vegna beiðni hans. Þá eigi kærandi ekki rétt á afritum verksamninga sem sveitarfélagið geri um lögfræðivinnu. Vísað sé bæði til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og til 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varði gagnið sem tekið hafi verið var saman fyrir sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar þá telji sveitarfélagið það vera vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. gagn sem starfsmenn sveitarfélagsins hafi tekið saman til eigin nota í því skyni að verða við beiðni kjörins sveitarstjórnarfulltrúa um upplýsingar, sbr. 8. gr. sömu laga. Enginn töluliða 3. mgr. 8. gr. eigi við um gagnið sem geri það að verkum að skylt sé að afhenda það. Ítrekuð er krafa um frávísun málsins.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athuga-semdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Borgarbyggðar. Þær bárust sama dag. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur fram að svarbréf Borgarbyggðar dags. 21. október 2019, hafi borist kæranda sama dag og hann kærði afgreiðslu sveitarfélagsins. Í athugasemdunum kemur einnig fram að kærandi telji svar sveitarfélagsins vera ónákvæmt og ófullnægjandi. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2019, hafi verið óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins vegna fjögurra tilgreindra dómsmála þannig að fyrir liggi heildarmynd af kostnaði vegna þessa málareksturs. Vegna þessa hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna þess málareksturs þann 4. október. Móttaka bréfsins hafi ekki verið staðfest og að liðnum 20 dögum frá póstlagningu bréfsins hafi kærandi kært afgreiðslu sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í bréfi Borgarbyggðar, dags. 21. október 2019, komi engar viðbótarupplýsingar fram um kostnað sveitarfélagsins af málarekstri gegn kæranda frá árinu 2015 til 2019. Þá kemur fram að kæranda þyki rök sveitarfélagsins um að töluverð vinna fylgi því að taka saman upplýsingarnar ekki vera frambærileg. Hvað varði upplýsingar um lögfræðikostnað sveitarfélagsins á árunum 2016-2019 segir kærandi að svör sveitarfélagsins við þeirri fyrirspurn séu viðunandi svo langt sem þau nái. Ítrekuð er krafa um sundurliðaðan kostnað vegna málaferla sveitarfélagsins við kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélags sem lúta að ágreiningsmálum þess við kæranda. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um sundurliðaðan kostnað í tengslum við rekstur tiltekinna dómsmála milli kæranda og Borgarbyggðar. Með bréfi, dags. 16. september 2019, veitti sveitarfélagið kæranda upplýsingar um heildarkostnað vegna dómsmáls er lauk með dómi Hæstaréttar. Í bréfi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 21. október 2019, kemur fram að sveitarfélagið telji kæranda fyrst hafa óskað eftir sundurliðun kostnaðar vegna tiltekinna dómsmála með bréfi 4. október 2019. Að því er þá beiðni varðar er það í fyrsta lagi afstaða sveitarfélagsins að kærandi hafi kært afgreiðslu þess áður en því hafði verið veitt tækifæri á að afgreiða beiðnina. Vísar sveitarfélagið í þessu sambandi til þess að kærandi kærði málið til úrskurðarnefndarinnar áður en hann hafði kynnt sér svarbréf sveitarfélagsins frá 21. október. Í öðru lagi er það afstaða sveitarfélagsins að það geti ekki orðið við beiðni um sundurliðun á kostnaði við málareksturinn þar sem slík sundurliðun liggi ekki fyrir og sveitarfélaginu sé ekki skylt að útbúa hana í tilefni af beiðni kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu eru kærandi og sveitarfélagið Borgarbyggð ekki að fullu sammála um hvað hafi falist í upphaflegri gagnabeiðni kæranda. Vill kærandi meina að með upphaflegu beiðninni hafi verið óskað eftir sundurliðuðum kostnaði við rekstur nokkurra tilgreindra mála og sú beiðni hafi verið áréttuð með seinna erindi kæranda til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið skildi upphaflega beiðni kæranda aftur á móti þannig að hún hefði aðeins lotið að sameiginlegum heildarkostnaði og ósk um sundurliðun hefði ekki borist sveitarfélaginu fyrr en með nýrri beiðni 4. október 2019. Það hvort um sé að ræða tvær beiðnir eða eina sem ítrekuð hafi verið gæti skipt máli varðandi tímafresti og kæruheimild.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með sveitarfélaginu að beiðni kæranda hefði mátt vera skýrari, enda má skilja orðið „heildarkostnað“ í upphaflegri beiðni kæranda bæði sem heildarkostnað við öll dómsmálin sem og heildarkostnað við hvert og eitt dómsmál. Hvað sem þessu líður liggur nú fyrir að kærandi óskar eftir upplýsingum um kostnað við hvert dómsmál fyrir sig. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur af þeim sökum rétt að taka fram að ef tilefni erindis sem stjórnvaldi berst er að einhverju leyti óljóst þá leiðir það af leiðbeiningarskyldu stjórnvalds, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að stjórnvaldi beri þá að fá upplýst um tilefnið frá aðila máls með þeim ráðum sem tiltæk eru. Í ljósi þessarar skyldu sveitarfélagsins, svo og þess að upplýst hefur verið við meðferð úrskurðarnefndarinnar á erindi kæranda að kærandi óskar eftir upplýsingum um kostnað við hvert dómsmál fyrir sig telur úrskurðarnefndin sig ekki hafa forsendur til að vísa beiðni kæranda frá á þeim grundvelli að hann hafi kært málið til úrskurðarnefndarinnar án þess að hafa kynnt sér svör sveitarfélagsins. Hefur nefndin þá jafnframt í huga að sú afstaða sveitarfélagsins að synja beri beiðninni, að því marki sem hún tekur til upplýsinga um kostnað við hvert og eitt dómsmál, liggur fyrir með skýrum og rökstuddum hætti. Með vísan til þess mun nefndin taka þennan þátt kærunnar til umfjöllunar. <br /> <br /> Eins og vikið var að hér að framan byggir Borgarbyggð synjun sína á upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna hvers og eins dómsmáls á því að slík sundurliðun hafi ekki verið tekin saman og því séu gögn þar að lútandi ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Samkvæmt þessu bar Borgarbyggð að taka afstöðu til þess, í tilefni af fyrstu beiðni kæranda, dags. 19. júlí 2019, hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum með kostnaðarupplýsingum vegna málareksturs þeirra mála sem kærandi tilgreindi. Í rökstuðningi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 16. september 2019, kemur ekki fram að lagt hafi verið mat á hvort fyrirliggjandi séu gögn um greiðslur vegna málareksturs einstaka dómsmála og í kjölfarið metið hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim, heldur verður ráðið af gögnum málsins að ákveðið hafi verið að afgreiða beiðni kæranda með því að taka saman upplýsingar úr þessum fyrirliggjandi gögnum um heildarkostnað. <br /> <br /> Þar sem ekki hefur farið fram mat á þeim gögnum sem beiðni kæranda lýtur að hefur hún ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Borgarbyggðar frá 16. september 2019 úr gildi að því er varðar aðgang að sundurliðuðum kostnaði vegna málareksturs tiltekinna dómsmála og vísa henni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi sveitarfélagsins við LEX- lögmannsstofu vegna málareksturs þess við kæranda. Borgarbyggð telur óheimilt að veita kæranda aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur kæranda hafa hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að samningnum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingamál, en með honum felur Borgarbyggð tilgreindri lögmannsstofu að taka að sér málarekstur við kæranda. Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer því eftir 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Verður því að leggja mat á hvort vegi þyngra, hagsmunir kæranda til aðgangs að upplýsingum um einingarverð lögmannsstofunnar sem Borgarbyggð samdi við um málareksturinn eða hagsmunir lögmannsstofunnar af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <br /> Þegar 14. gr. upplýsingalaga er túlkuð þarf að fara fram mat á því hvort upplýsingar í gögnum séu þess eðlis að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim samkvæmt 9. gr. laganna. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun upplýsingalaga á aðgangi að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila segir í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Ákvæðið hefur ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í þessu felst m.a. að kaupanda ber að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þrátt fyrir það skal kaupanda ekki vera skylt að afhenda gögn sem eru til þess fallin að raska samkeppni eða skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækis og farið hefur fram á að gætt sé trúnaðar um slík gögn í innkaupaferli. Er hér t.d. átt við upplýsingar um einingarverð eða sérstakar tæknilausnir sem bjóðandi leggur fram í innkaupaferli. Ekki er æskilegt að viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki verði gerðar aðgengilegar samkeppnisaðilum vegna þátttöku í opinberum innkaupum og er slík framkvæmd til þess fallin að raska samkeppni á markaðnum sem gengur gegn almennu markmiði laganna. Allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti ber þó að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um kaup stjórnvalda á vörum og þjónustu enda eigi almenningur ríkan rétt á því að kynna sér hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020, 876/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur í því sambandi tekið fram að ekki verði dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 852/2019. Við mat á því hvort almenningur eigi rétt til slíkra upplýsinga er litið til þess hvort þær varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni og hvort birting upplýsinganna sé til þess fallin að geta valdið fyrirtæki eða lögaðila tjóni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samningsins við LEX lögmannsstofu sem um ræðir í þessu máli. Í samningnum koma fram upplýsingar um verð á tímaeiningu en tekið er fram að það sé ákveðið í samræmi við gjaldskrá lögmannstofunnar en samningurinn var undirritaður árið 2015. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða upplýsingar um verð samkvæmt gjaldskrá ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga, enda má ætla að upplýsingar um gjaldskrá fyrirtækja séu kaupendum að jafnaði aðgengilegar ef eftir þeim er óskað. Því telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi þess við lögmannsstofu, hvorki á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga né á grundvelli 9. gr. laganna. <br /> <br /> Hvað varðar önnur ákvæði samningsins verður ekki séð að þar komi fram upplýsingar sem telja má að falli undir mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og sem valdið geta lögmannsstofunni tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Þá inniheldur samningurinn ekki upplýsingar um samskipti vegna könnunar á réttarstöðu eða undirbúnings dómsmáls, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, enda hélt sveitarfélagið því ekki fram að heimilt væri að undanþiggja samninginn upplýsingarétti á grundvelli þeirrar valkvæðu heimildar sem fram kemur í ákvæðinu. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt til aðgangs að samningnum. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði sem tekið var saman að beiðni sveitarstjórnarfulltrúa um lögfræðikostnað áranna 2017 og 2018. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn en um er að ræða yfirlit yfir lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2017 og 2018. Kemur þar fram dagsetning bókunar á kostnaði, nafn fyrirtækis sem greitt var til, fjárhæð vsk-upphæðar, fjárhæð án vsk., samtala og heiti þess verkefnis sem greitt var fyrir. <br /> <br /> Til þess að gagn teljist vinnugagn verður það að vera undirbúningsgagn í reynd. Upplýsingar um fjárhæðir greiðslna vegna kaupa á þjónustu varða ekki undirbúning máls heldur lúta þær að því hvernig opinberu fé var ráðstafað. Minnisblaðið er því ekki vinnugagn í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og verður það því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að sveitarfélaginu sé ekki óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga en um er að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár. Ber því Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna máls nr. E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, mál nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, auk upplýsinga um áfallinn kostnað vegna máls nr. 261/2019 við Landsrétt, er felld úr gildi og er beiðninni vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Borgarbyggð ber að veita kæranda aðgang að samningi sveitarfélagsins við LEX lögmannsstofu, dags. 30. september 2015, og minnisblaði vegna lögfræðikostnaðar árin 2017 og 2018. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

883/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi tiltekins skóla á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi rétt kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar vega þyngra en réttur þeirra sem tjáðu sig við gerð skýrslunnar af því að efni hennar færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni án útstrikana.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 883/2020 í máli ÚNU 19110007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. nóvember 2019, kærði A ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja beiðni hennar um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. október 2019, óskaði kærandi eftir því að fá senda í heild sinni „skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...]“, dags. 13. nóvember 2017, sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Kærandi kvaðst vera þátttakandi í skýrslunni og fyrrverandi stuðningsfulltrúi við skólann og vísaði til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði áður komist að því að annar þátttakandi skyldi fá aðgang að skýrslunni í heild sinni, sbr. úrskurð frá 27. september 2019 nr. 823/2019. Kærandi ítrekaði erindið til sveitarfélagsins þann 6. nóvember 2019. <br /> <br /> Sveitarfélagið synjaði beiðni kæranda hinn 7. nóvember 2019. Í svari sveitarfélagsins til kæranda segir að afhending skýrslunnar hafi verið á vafasömum grunni þrátt fyrir orð úrskurðarnefndarinnar þar sem höfundar skýrslunnar hafi merkt hana sem trúnaðarmál. Úrskurðarorðin taki eingöngu til kæranda í því máli sem úrskurðað var í en ekki annarra sem hafi tekið þátt í vinnunni með Lífi og sál. Því telji sveitarfélagið kæranda ekki eiga rétt á að fá skýrsluna. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að kærandi fái skýrsluna afhenta í heild sinni og tekið fram að kærandi hafi verið þátttakandi í rannsókninni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Sveitarfélaginu Árborg með bréfi, dags. 15. nóvember 2019, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 29. nóvember 2019, kemur fram að afhending skýrslunnar sé byggð á „vafasömum grunni þrátt fyrir orð úrskurðarnefndarinnar“. Í úrskurði nefndarinnar nr. 823/2019 hafi verið úrskurðað um aðgang annars aðila að skýrslunni. Í niðurstöðu þess úrskurðar hafi ekki verið tekin afgerandi afstaða til þess hvort að í skýrslunni sé að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og jafnframt hafi verið vísað til þess að kærandi í því máli hafi áður fengið að lesa skýrsluna með útstrikunum. Þá hafi verið úrskurðað að veita skyldi þeim aðila aðgang að skýrslunni en ekki að honum skyldi afhent skýrslan. Í ljósi framangreinds telji sveitarfélagið óljóst hvort úrskurðurinn hafi fordæmisgildi í því máli sem hér um ræði. Þá sé ekkert sem standi í vegi fyrir því af hálfu sveitarfélagsins að kærandi komi á skrifstofu í Ráðhúsi Árborgar og fái að lesa yfir skýrsluna.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. desember 2019, kemur fram að kærandi hafi verið þátttakandi í þeirri rannsókn sem skýrslan fjalli um. Kærandi tekur fram að hann hafi aldrei fengið að lesa skýrsluna, hvorki í heild né með útstrikunum, og finnist það vanvirðing við sig að vera boðið upp á að lesa skýrsluna undir eftirliti. Farið sé fram á að fá skýrsluna afhenta í heild sinni. Kærandi vilji geta lesið og ígrundað skýrsluna þegar sér henti og borið hana saman við umbótaáætlunina sem unnin hafi verið í kjölfarið. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu í vörslu Sveitarfélagsins Árborgar vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...] sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál árið 2017 en kærandi var þátttakandi í athuguninni. <br /> <br /> Í umsögn Árborgar kemur fram að kærandi geti fengið að lesa skýrsluna í húsakynnum sveitarfélagsins en kæranda verði ekki afhent afrit af skýrslunni. Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingmál fram að engin heimild er í upplýsingalögum nr. 140/2012 til þess að veita aðgang að gögnum með þeim hætti að aðeins megi kynna sér efni þeirra á starfsstöð þess sem hefur beiðnina til afgreiðslu, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-527/2014 og 654/2016. Upplýsingalög leggja þá skyldu á þá sem undir lögin falla að meta rétt til aðgangs að upplýsingum í gögnum samkvæmt lögunum. Meginreglan er sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Sveitarfélaginu er því ekki heimilt að bjóða kæranda að kynna sér upplýsingar í gögnum á starfsstöð þess ef þær verða felldar undir undanþáguákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 3. mgr. 14. gr. laganna. Geymi gögn slíkar upplýsingar er skylt að afmá þær úr gögnunum, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 120/2012 segir meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> „Regla sú sem fram kemur í 14. gr. frumvarpsins byggist á þeirri óskráðu meginreglu íslensks réttar að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum sem eru í vörslu stjórnvalda og varða þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Í 1. mgr. er upplýsingarétturinn skilgreindur á svipaðan hátt og upplýsingaréttur skv. 5. gr. en því bætt við að skjöl eða önnur gögn sem óskað er eftir aðgangi að skuli hafa að geyma upplýsingar um aðila sjálfan.“<br /> <br /> Þá segir einnig: <br /> <br /> „Rétt er að taka fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins er vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Er það í samræmi við hina óskráðu meginreglu íslensks réttar sem og þá framkvæmd sem hefur fest sig í sessi um beitingu 9. gr. gildandi upplýsingalaga. Hér getur því þurft, ólíkt því sem við á um beitingu II. kafla, að líta til ástæðna þess að aðili óskar upplýsinga.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur ákvæði 1. mgr. 14. gr. verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 630/2016, 750/2017, 756/2018 og 823/2019. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé fyrrverandi starfsmaður skólans og hafi verið þátttakandi í athugun þeirri sem fjallað er um í skýrslunni en því hefur sveitarfélagið ekki mótmælt. Skýrslan fjallar, eins og titill hennar ber með sér, um niðurstöður athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...]. Sem þáttakandi í athugunni og starfsmaður skólans hefur kærandi sérstaka og verulega hagsmuni umfram almenning af því að geta kynnt sér hvernig að athuguninni var staðið og forsendur að baki niðurstöðu hennar. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Til stuðnings ákvörðun sinni vísar Árborg meðal annars til þess að höfundar skýrslunnar hafi merkt hana sem trúnaðargagn. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að sú meginregla gildir að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum. Við mat á því hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur getur hins vegar haft þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði. <br /> <br /> Upplýsingaréttur aðila samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður að jafnaði ekki takmarkaður með öðrum hætti en sem fram kemur í 2. og 3. mgr. sömu greinar. Í 3. mgr. 14. gr. er fjallað um takmarkanir vegna einkahagsmuna samkvæmt ákvæðinu. Er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa hagsmuni en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu þeir sömu og um ræðir í 9. gr. laganna. Í þeirri grein er meðal annars vísað til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars eftirfarandi um framangreint hagsmunamat: <br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslunnar sem kærandi óskaði aðgangs að. Í henni er fjallað um starfsanda í skólanum og samskipti starfsfólks við stjórnendur skólans. Í skýrslunni koma ekki fram nöfn starfsmanna eða lýsingar á viðtölum við einstaka viðmælendur heldur er fjallað um svör þeirra með almennum hætti. Í henni er ekki að finna upplýsingar sem teljast viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 eða aðrar viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni sem vega þyngra en réttur kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni því felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að henni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Sveitarfélagið Árborg skal veita kæranda, A, aðgang að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...], dags. 13. nóvember 2017.</p> <p ><br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

882/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við embætti ríkislögmanns. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að tölvupóstsamskiptin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim færi fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls.

<h1><span style="color: #000000;">Úrskurður</span></h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 882/2020 í máli ÚNU 19110001 <br /> <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. nóvember 2019, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 30. september 2019, að fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti honum aðgang að gögnum sem skráð væru í málaskrá ráðuneytisins þar sem tilteknar greinargerðir ríkislögmanns í dómsmáli kæranda gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands voru einnig skráðar. Einnig var óskað eftir svörum ráðuneytisins við öðrum spurningum kæranda varðandi málsmeðferð ráðuneytisins í því máli. Ráðuneytið svaraði kæranda þann 9. október 2020 og afhenti honum lista yfir gögn skráð á tiltekið mál. Þar voru skráðar tvær færslur, annars vegar bréf kæranda, dags. 30. september 2019, og hins vegar bréf frá ríkislögmanni, dags. 18. mars 2019, en þann dag hafði dómur fallið í dómsmáli kæranda gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu áþekka fyrirspurn 30. september 2019 og að henni hafi verið svarað 9. október 2019. Samkvæmt svari þess ráðuneytis hafi það skráð í málaskrá sína tölvupóstssamskipti frá starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019, en þau samskipti hafi ekki verið skráð í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kærandi hafi sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu tölvupóst 15. október 2019, bent á að tölvupóstssamskiptanna hefði ekki verið getið í svari ráðuneytisins og óskað eftir aðgangi að samskiptunum. Ráðuneytið hafi svarað kæranda því, dags. 16. október 2019, að farist hefði fyrir að skrá samskiptin í málaskrá og væri það harmað. Hins vegar væri kæranda synjað um aðgang að samskiptunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi var þó upplýstur um að afstaða ráðuneytisins sem kæmi fram í tölvupóstinum hefði verið sú að ekki yrði gerð athugasemd við þá fyrirætlan Minjastofnunar. <br /> <br /> Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afli og kynni sér umbeðin tölvupóstsamskipti og umsögn Minjastofnunar Íslands og úrskurði hvort kærða beri að láta þessi gögn af hendi við kæranda. Kærandi bendir úrskurðarnefndinni sérstaklega á að kynna sér hverjir viðtakendur tölvupóstsamskiptanna hafi verið því það kunni að hafa þýðingu í málinu. Falli hlutar tölvupóstsamskiptanna eða umsagnarinnar undir undanþáguákvæði upplýsingalaga fer kærandi fram á að fá aðgang að þeim hlutum gagnanna sem ekki falli undir þau. <br /> <br /> Kærandi dregur það í efa að efni tölvupóstssamskiptanna sé undanþegið upplýsingalögum á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ráðuneytið hafi upplýst um að í tölvupóstsamskiptunum komi fram tiltekin fyrirætlan hjá sjálfstæðri ríkisstofnun, þ.e. Minjastofnun Íslands. Enn fremur hafi ráðuneytið upplýst að ekki séu gerðar athugasemdir við þá fyrirætlan. Því sé ekki lengur um það að ræða að ráðuneytið sé að afla álits eða ráðgjafar frá sérfróðum aðila heldur sé ráðuneytið sem stjórnvald að lýsa samþykki sínu í formi athugasemdaleysis á tiltekinni fyrirætlan. Tölvupóstsamskiptin hafi einnig verið við mennta- og menningarmálaráðuneytið og líklega einnig við Minjastofnun Íslands. Það bendi til þess að ekki sé einvörðungu um að ræða bréfaskipti um ráðgjöf sérfróðra aðila, heldur sé eitt stjórnvald að upplýsa önnur um fyrirætlanir sínar og leita eftir áliti eða samþykki á þeim. Vísað er til þess að í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 72/2019 komi fram að gera verði þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræði. <br /> <br /> Kærandi dregur í efa að aðgangur að upplýsingum í tölvupóstsamskiptunum eða umsögn Minjastofnunar geti mögulega skert réttarstöðu íslenska ríkisins eða stofnunarinnar. Í því samhengi tekur kærandi fram að málarekstur opinberra aðila fyrir dómstólum geti ekki byggst á því að fyrirætlunum stjórnvalda sé haldið leyndum. Hér komi til skoðunar sjónarmið um skyldur opinberra aðila í dómsmálum sem þau reki gagnvart borgurunum. Þar hafi ríkið fyrst og fremst þá skyldu að ná fram réttri niðurstöðu sem ekki verði séð að stefnt verði í hættu ef upplýst verði um fyrirætlanir þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. nóvember 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun ráðuneytisins. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2019, er vísað til rökstuðnings sem kemur fram í svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. október 2019, sem og í frekari bréfaskiptum, dags. 16. og 21. október 2019. Fram kemur að kæranda hafi verið synjað um aðgang að svari ráðuneytisins við tölvupósti til ríkislögmanns þann 3. apríl 2019 og hafi afrit póstsins verið sent sérfræðingi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Engin samskipti hafi verið milli ráðuneytisins og Minjastofnunar Íslands vegna málsins. Ráðuneytið hafi ekki fengið í hendur umsögn Minjastofnunar sem vísað sé til í kærunni, heldur hafi verið vísað til hennar og til símtals milli ráðuneytisins og ríkislögmanns í erindinu, dags. 3. apríl 2019. Efni símtalsins hafi ekki verið skráð en með því hafi ráðuneytið verið upplýst um afstöðu Minjastofnunar til áfrýjunar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. nóvember 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. nóvember 2019, kemur fram að ef umsögn Minjastofnunar hafi ekki borist ráðuneytinu líkt og það haldi fram þá dragi kærandi þann hluta beiðninnar til baka. Eftir standi krafa kæranda um aðgang að afritum tölvupóstssamskiptanna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstsamskiptum sem fóru fram milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og embættis ríkislögmanns annars vegar og hins vegar milli embættisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að tölvupóstssamskiptunum er reist á því að þau séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 140/2012 er tekið fram að baki undanþágunni búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Beri að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngt.<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. <br /> <br /> Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í tengslum við málshöfðun eða annan réttarágreining en ekki um gögn sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum, sbr. einnig úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 828/2019 og 870/2020. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni tölvupóstanna sem fela í sér samskipti tveggja ráðuneyta við ríkislögmann. Þrátt fyrir að samskiptin séu efnisrýr verður ekki fram hjá því litið að í þeim fer fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls. Þá tók fjármála- og efnahagsráðuneytið afstöðu til aukins aðgangs að gögnunum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga og upplýsti kæranda um efni svars ráðuneytisins við tölvupósti embættis ríkislögmanns. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samskiptunum á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður því ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. október 2019, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að tölvupóstssamskiptum sem annars vegar fóru fram milli ríkislögmanns og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hins vegar milli ríkislögmanns og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

881/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

Hafnað var kröfu um endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008, sem lauk með úrskurðum nr. 829/2019 og 380/2019, þar sem skilyrði stjórnsýsluréttar um endurupptöku máls voru ekki talin vera fyrir hendi.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 881/2020 í máli ÚNU 19100016. <br /> <h2>Krafa um endurupptöku og málavextir</h2> Með erindi, dags. 28. október 2019, óskaði A eftir endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008 sem lyktaði þann 27. september 2019 með úrskurðum nr. 829/2019 og 830/2019. Kærurnar beindust að Þekkingarsetri Vestmannaeyja ses. og komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að kærunum bæri að vísa frá á grundvelli þess að upplýsingalög nr. 140/2012 næðu ekki til Þekkingarsetursins þar sem það væri hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Auk þess var 3. gr. upplýsingalaga ekki talin eiga við í málinu enda sneru kærur ekki að töku stjórnvaldsákvarðana eða veitingu þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: <br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku byggist á því að Vestmannaeyjabær sé á meðal stofneigenda Þekkingarsetursins og fer kærandi fram á að „umbeðnar upplýsingar“ séu afhentar. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál var ljós sú staðreynd að Vestmannaeyjabær væri á meðal stofneigenda Þekkingarseturs Vestmanneyja ses. þegar úrskurðað var í umræddum málum. Þá liggur fyrir að Þekkingarsetrið fellur ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 eins og það er afmarkað í 2. gr. laganna. Að mati nefndarinnar byggjast úrskurðir nr. 829/2019 og 380/2019 því ekki á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. <br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 829/2019 og 830/2019 frá 27. september 2019.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 28. október 2019, um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 829/2019 og 830/2019 frá 27. september 2019 er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

880/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

Deilt var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um hvort tiltekið fyrirtæki hafi greitt stjórnvaldssektir. Fjársýsla ríkisins bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir og að stofnuninni væri hvorki skylt að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögn með upplýsingunum væru ekki fyrirliggjandi þar sem af svari stofnunarinnar mætti ráða að unnt væri að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að synja beiðninni á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem mat á efni umbeðinna gagna hafði ekki farið fram var kærunni vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 880/2020 í máli ÚNU 19100007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. október 2019, kærðu Neytendasamtökin afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni samtakanna um upplýsingar. Kærandi óskaði þann 7. júní 2019 eftir upplýsingum um það hvort og að hversu miklu leyti tilteknar sektir sem fyrirtækinu A hafi verið gert að greiða hefðu skilað sér til ríkissjóðs. Einnig var óskað upplýsinga um hvort gerð hefði verið tilraun til að innheimta allar þær stjórnvaldssektir sem Neytendastofa lagði á fyrirtækið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. júlí 2019, synjaði Fjársýslan beiðninni á þeim grundvelli að hún hefði ekki heimild til þess að veita upplýsingarnar. Þann 19. júlí óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni og var erindið ítrekað þann 7. ágúst 2019. Þann 28. ágúst 2019 barst svar frá Fjársýslunni þess efnis að á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd væri óheimilt að veita upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptavina ríkissjóðs og stofnana.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að á árunum 2016 og 2017 hafi sektir verið lagðar á smálánafyrirtæki sem nú séu í eigu A. Kærandi telji mikilvægt að fá úr því skorið hvort eða að hve miklu leyti fyrirtækin hafi greitt álagðar sektir svo hægt sé að meta hvort refsing í formi stjórnvaldssekta sé raunhæft úrræði þegar komi að ólögmætri starfsemi smálánafyrirtækja. Kærandi telji lög um persónuvernd ekki eiga við í málinu. Þá hafi Fjársýslan ekki farið eftir 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, varðandi rökstuðning þegar erindinu var hafnað, né hafi þau leiðbeint um rétt til kæru skv. 20. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi krefst þess að fá aðgang að gögnum sem sýni hvort A eða dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir í heild eða að hluta og aðgang að gögnum sem sýni hvort og að hve miklu leyti reynt hafi verið að innheimta sektirnar. Þá segir í kæru að ef ekki verði fallist á aðgang kæranda að framangreindum gögnum í heild sinni sé þess farið á leit að aðgangur verði veittur að svo stórum hluta sem lög leyfi. Kærandi segir ákvarðanir um stjórnvaldssektir vera opinberar upplýsingar þar sem fyrirtæki séu nafngreind og upphæð sekta sé tilgreind. Að mati kæranda sé það ekki haldbær rökstuðningur að upplýsingar um greiðslu sekta eigi ekki erindi við almenning né heldur að lög um persónuvernd gildi um upplýsingarnar. Fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi séu ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Stjórnvaldssektir séu því eina úrræði opinberra eftirlitsaðila fari fyrirtækin ekki að lögum. Að mati kæranda séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að upplýsingunum til þess að geta metið hvort beiting dagsekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Að mati kæranda eigi engar undantekningarreglur upplýsingalaga við um aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 7. október 2019, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Fjársýslunnar, dags. 15. nóvember 2019, kemur fram að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga. Í því skyni að afmarka beiðnina við gögn í vörslum Fjársýslunnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, hafi verið farið yfir málaskrá stofnunarinnar. Engin mál hafi fundist sem tengdust beiðni samtakanna. Þar sem ekki liggi fyrir gögn í vörslum Fjársýslunnar sem felld verði undir beiðnina verði að vísa henni frá en réttur almennings til aðgangs að upplýsingum nái einungis til fyrirliggjandi gagna, skv. 5. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem beiðnin taki til aðgerða á borð við að fletta upp stöðu einstakra lögaðila í gagnagrunnum Fjársýslunnar telji stofnunin sér það hvorki skylt, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna, sbr. einnig 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018. Upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga og lögaðila við ríkið eða stöðu mála sem séu í innheimtu teljist að mati Fjársýslunnar tvímælalaust til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni þeirra.<br /> <br /> Umsögn Fjársýslunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. nóvember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 3. desember 2019, er beiðnin ítrekuð. Fram kemur að kærandi geti ekki séð að slíkar upplýsingar varði einungis einkahagsmuni þess fyrirtækis sem um ræði. Kærandi hafni þeirri röksemd að 9. gr. upplýsingalaga hamli því að Fjársýsla ríkisins afhendi umbeðnar upplýsingar. Smálánafyrirtæki hafi verið dæmd fyrir að brjóta lög og gert sem refsingu að greiða stjórnvaldssektir. Því til staðfestingar sé bent á að þann 29. nóvember 2019 hafi dómur í máli nr. 227/2019 fallið í Landsrétti þess efnis að A og fyrirtæki undir hatti þess hafi brotið í bága við lög um neytendalán nr. 33/2013 og að álagðar stjórnvaldssektir stæðu. Í dómnum sé opinberað hverjar umræddar sektarupphæðir séu og því ekki um að ræða upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í lögskýringargögnum með 9. gr. komi fram að þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita séu upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Fyrir liggi dómsmál þar sem umræddum aðila sé gert að greiða ákveðna upphæð. Upplýsingar um skuldastöðu fyrirtækisins séu því nú þegar opinberar. Viðskiptahagsmunir standi því ekki í vegi fyrir því að kærandi fái upplýsingar um hvort fyrirtækið hafi greitt stjórnvaldssekt sem sé opinber og fyrirtækinu beri að greiða lögum samkvæmt. Þá telji kærandi það vera sanngjarnt og eðlilegt að veittar séu upplýsingar um það hvort að lögaðili hafi framfylgt dómsniðurstöðu. Ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018 eigi því ekki við í þessu tilviki. Hafi Fjársýslan ekki umbeðnar upplýsingar, þ.e. um innheimtu þessara sekta og útistandandi kröfur, hefði hún mátt benda kæranda á það strax í upphafi í stað þess að gefa ófullnægjandi svör og vísa til laga um persónuvernd sem eigi augljóslega ekki við í þessu samhengi. Hafi Fjársýslan hins vegar umbeðnar upplýsingar sé farið fram á að þær verði afhentar kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1. </h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, Neytendasamtakanna, til aðgangs að gögnum frá Fjársýslu ríkisins með upplýsingum um hvort fyrirtæki sem dæmt hafi verið til greiðslu sekta hafi greitt sektirnar og þá að hvaða leyti. Þá er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá sömu stofnun með upplýsingum um hvort gerð hafi verið tilraun til að innheimta allar þær stjórnvaldssektir sem Neytendastofa hafi lagt á fyrirtækið.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Samkvæmt gögnum málsins synjaði Fjársýslan beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. ágúst 2019, en kæra er dagsett 3. október 2019. Kæran barst því 36 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fjársýslunnar til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna. Með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er því afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr en að liðnum kærufresti og verður henni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum. <br /> <h2>2.</h2> Fjársýsla ríkisins afgreiddi beiðnina með vísan til þess að í málaskrá stofnunarinnar væru ekki fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir. Að því leyti sem beiðnin taki til aðgerða á borð við þá að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar þá telji stofnunin sér það hvorki skylt, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna, sbr. einnig 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018 en upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga og lögaðila við ríkið eða stöðu mála sem séu í innheimtu séu viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni þeirra.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ræður það af framangreindu svari Fjársýslu ríkisins að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir kunni að vera aðgengilegar hjá stofnuninni með því einfaldlega að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þegar af þessum sökum telur nefndin ekki koma til greina að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ljóst sé að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvöldum, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þess í stað verður tekin afstaða til þeirra röksemda sem stofnunin færir fram fyrir þeirri afstöðu að neita að fletta lögaðilanum upp í kerfi sínu á grundvelli þeirra takmarkana á upplýsingarétti sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess að álitaefnið snýr að því hvort kærandi eigi lögvarinn rétt á umræddum upplýsingum í kjölfar beiðni þar að lútandi kemur 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018, sem stofnunin vísaði jafnframt til í svari sínu, ekki til nánari skoðunar, enda fjallar reglugerðin um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda.<br /> <h2>3.</h2> Í 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í máli þessu reynir á 9. gr. upplýsingalaga sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Eins og sjá má af orðalagi ákvæðisins gera upplýsingalög greinarmun á því hvort takmarkanir á grundvelli ákvæðisins lúti að einkahagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna er til dæmis sérstaklega tekið fram að upplýsingar um það hvort mál sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum kunni að falla undir takmörkun ákvæðisins. Um einkamálefni lögaðila segir hins vegar:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gera hvorki orðalag 9. gr. upplýsingalaga, né lögskýringargögn, ráð fyrir því að þær upplýsingar einar og sér að mál fyrirtækis eða annars lögaðila hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum teljist upplýsingar sem falli undir ákvæðið. Það sem hér skiptir máli er hvort upplýsingarnar varði virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila. Séu slíkir hagsmunir til staðar þarf stjórnvald jafnframt að vega þá á móti hagsmunum almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir óska Neytendasamtökin eftir því að fá upplýsingar um það hvernig stjórnvöld hafi fylgt eftir álagningu stjórnvaldssektar, sem staðfest var með dómi Landsréttar í máli 227/2019. Í umræddum dómi kemur fram fjárhæð sektarinnar sem og þau atvik sem leiddu til hennar. Upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir varða aftur á móti aðeins það hvort stjórnvöld hafi innheimt umrædda sekt hjá fyrirtækinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að upplýsingar um þetta teljist almennt séð ekki þess eðlis að þær njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga. Enda teljast þær einar og sér ekki til upplýsinga um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál og veita ekki viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Þá hefur almenningur almennt ríkan hag af því að geta fylgst með því hvort stjórnvaldssektir sem staðfestar eru með dómi séu innheimtar í kjölfar lögbrota fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjársýslu ríkisins hafi verið óheimilt að synja beiðni Neytendasamtakanna á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin felur því stofnuninni að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar, rannsaka þau gögn sem falla kunni undir beiðnina í kerfi stofnunarinnar, og taka í kjölfar afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að upplýsingum í samræmi við þau meginsjónarmið sem rakin eru hér að framan.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kæru Neytendasamtakanna á ákvörðun Fjársýslu ríkisins, dags. 28. ágúst 2019, er vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

879/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja staðhæfingar Reykjavíkurborgar að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda hefðu verið afhent. Því lá ekki fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga og var kærunni vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 879/2020 í máli ÚNU 19110003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. október 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, afgreiðslutöf þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem starfrækt er af Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Með bréfi til þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 8. október 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um „fyrirskipan um heimild til að fjarlægja eigur“ kæranda úr neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Í bréfinu segir að kærandi telji líkur standa til þess að skrifleg heimild hafi legið fyrir í ljósi þess að kallað hafi verið eftir aðkomu lögreglu þegar eigur kæranda hafi verið fjarlægðar og honum vísað úr neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 4. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst afrit af bréfi Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 26. nóvember 2019, en meðfylgjandi bréfinu voru gögn úr málaskrá Reykjavíkurborgar sem varða efni kærunnar, þ.e. sex skjöl sem innihalda ýmist atvikaskráningu, dagál eða skráð símtöl vegna málsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir staðfestingu kæranda á því að honum hefðu verið afhent umbeðin gögn. Með bréfi, dags. 2. desember 2019, lýsti kærandi því að hann hefði ekki óskað eftir þeim gögnum sem bárust heldur hefði hann beðið um afrit af heimildinni sem hefði gert nafngreindum deildarstjóra kleift að fyrirskipa fyrirtæki að fjarlægja eigur kæranda og lögreglunni að vísa kæranda úr tilteknu húsnæði. Athugasemdir kæranda voru kynntar Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 9. desember 2019. Með bréfi, dags. 9. desember, svaraði Reykjavíkurborg því að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu verið afhent kæranda og að engin frekari gögn væru til um málið. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn varðandi tilteknar aðgerðir í neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Við meðferð málsins afhenti Reykjavíkurborg kæranda afrit af gögnum úr málaskrá í tengslum við erindi kæranda en kærandi taldi afhendinguna ófullnægjandi. Í bréfi Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. desember 2019, kom fram að engin frekari gögn varðandi erindi kæranda væru fyrirliggjandi hjá Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda hafi verið afhent kæranda. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er kæru kæranda vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Kærleikssamtakanna, f.h. A, dags. 24. október 2019, vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni þeirra um gögn er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

878/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hefði borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019 þar sem kvartað hefði verið undan stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem kynnu að geyma slíkar upplýsingar með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en fyrir lá að ríkislögreglustjóri hafði ekki sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin áður en beiðni kæranda barst, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 878/2020 í máli ÚNU 19090014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. september 2019, kærði A fréttamaður, ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Þann 9. september 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hefði borist dómsmálaráðuneytinu fyrr á árinu þar sem kvartað hefði verið undan einelti og gerræðislegum stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Spurt var í hvaða farveg kvörtunin hefði verið sett, til hvaða aðgerða hefði verið gripið, hvort lausn væri komin í málinu og ef svo væri, hvers efnis hún hefði verið. Þá var spurt hvort aðrir starfsmenn hefðu kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og ef svo væri hversu margir hefðu kvartað. Í svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 17. september 2019, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um starfsmannamál einstakra starfsmanna. Skýrt verklag liggi þó fyrir þegar kvörtun um einelti beinist að forstöðumanni stofnunarinnar og væru mál af því tagi sett í viðeigandi farveg í samræmi við verklagið. Var kæranda bent á vefslóð þar sem fram kæmi verklag þegar kvörtun um einelti beindist að forstöðumanni stofnunarinnar. <br /> <br /> Í kæru segist kærandi vera ósáttur með svör ráðuneytisins. Kærandi telji ríkislögreglustjóra vera það háttsettan embættismann að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum séu ríkari en hagsmunir hans af leynd upplýsinganna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. september 2019, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir afritum af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 8. nóvember 2019, kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda hafi verið litið svo á að beiðnin lyti að gögnum er varði málefni starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra, þ. á m. framgang þeirra í starfi og starfssamband að öðru leyti. Það sé mat ráðuneytisins að upplýsingar um afdrif og feril tiltekinnar kvörtunar starfsmanns falli undir lagaákvæðið, auk þess sem í gögnum tengdu málinu kunni að vera persónuupplýsingar sem ekki sé unnt að miðla til fjölmiðla. Þá sé nauðsynlegt að unnt sé að leysa úr kvörtunum sem þessum á faglegan og öruggan hátt, án þess að upplýsingar um viðkomandi starfsmenn eða einstök efnisatriði málsins komi fram og séu rekin í fjölmiðlum. Bent er á að staða þess sem í hlut eigi geti varla ráðið úrslitum í málinu. Þegar upp komi erfið starfsmannamál sé það yfirleitt svo að inn í þau blandist bæði stjórnendur og almennir starfsmenn. Framganga hátt settra stjórnenda beinist oftar en ekki að lægra settum undirmönnum þeirra sem stjórnendur telji eftir atvikum að hafi ekki rækt störf sín með réttum hætti. Ef opna ætti á umfjöllun fjölmiðla um allar ráðstafanir stjórnvalda í starfsmannamálum á þeim grunni að í hlut ættu stjórnendur, væri ljóst að undanþága 7. gr. upplýsingalaga væri haldlítil og þá um leið nær útilokað að leysa úr málum innan vinnustaða, án þess að gera það þá jafnóðum í fjölmiðlum.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. nóvember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 9. nóvember 2019, segir að ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um persónulega hagi starfsmanna heldur um viðbrögð ráðuneytisins við kvörtun um einelti. Þá sé verið að óska eftir almennum upplýsingum um fjölda eineltismála vegna starfshátta ríkislögreglustjóra sem sé einn æðsti embættismaður löggæslumála í landinu og hafi starfshættir hans verið töluvert í fjölmiðlum þegar umrædd fyrirspurn hafi verið lögð fram. Þá kemur fram að verði ekki fallist á að ráðuneytinu beri að svara fyrstu þremur liðum spurningarinnar sé óskað eftir því að fjórða liðnum verði svarað þar sem þar sé eingöngu verið að óska eftir tölfræðilegum gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort ríkislögreglustjóri hefði sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin frá því beiðni kæranda var sett fram. Samdægurs svaraði dómsmálaráðuneytið því neitandi. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hafi borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019 þar sem kvartað hafi verið undan einelti og gerræðislegum stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Nánar tiltekið var óskað eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: <br /> <br /> 1. Í hvaða farveg kvörtunin hefði verið sett.<br /> 2. Til hvaða aðgerða hefði verið gripið.<br /> 3. Hvort lausn væri komin í málinu og hver sú lausn hefði verið. <br /> 4. Hvort aðrir starfsmenn hefðu kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og hversu margir þeir væru. <br /> <br /> Þótt beiðni kæranda lúti að upplýsingum en ekki tilteknum gögnum þá lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi hafi með kæru sinni lagt það fyrir nefndina að skera úr um rétt hans til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna. <br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið vísar til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem kynnu að geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ <br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur þó fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafi sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi fram um regluna: <br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að við mat á því hvort um er að ræða æðstu stjórnendur hjá ríkinu megi almennt ganga út frá því að um sé að ræða forstöðumenn ríkisstofnana. Sé í því sambandi eðlilegt við nánari afmörkun að líta til fyrirmæla 2. tölul. og 5.–13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Utan þeirrar upptalningar falli þó almennir lögreglumenn og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 4. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er ráðherra æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði hans. Ríkislögreglustjóri er embættismaður, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Samkvæmt þessu telst ríkislögreglustjóri til æðstu stjórnenda í skilningi 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan á almenningur ekki rétt á gögnum í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Hins vegar er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög sem æðstu stjórnendur, þ. á m. ríkislögreglustjóri hefur sætt, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Ráðuneytið hefur upplýst um að ríkislögreglustóri hafi ekki sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin áður en beiðni kæranda barst. Þá hefur ráðuneytið vísað kæranda á vefslóð þar sem fram kemur hvaða verklagi skuli fylgja berist kvörtun vegna stjórnenda, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður staðfest ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra þar sem kvartað hafi verið yfir embættismanninum, til hvaða aðgerða hafi verið gripið í því kvörtunarmáli, hvort lausn sé komin í málinu og hver sú lausn hafi verið. Þá verður að staðfesta synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort aðrir starfsmenn hafi kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og hversu margir þeir séu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun beiðni kæranda, A, dags. 9. september 2019, um aðgang að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hafi borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

877/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að nöfnum umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks á nýjum Herjólfi með vísan til 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 877/2020 í máli ÚNU 19090010. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 25. janúar 2019, óskaði A eftir nöfnum umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks á nýjum Herjólfi. Þann 6. febrúar kærði kærandi afgreiðslutöf félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 19. ágúst 2019, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um tiltekin störf hjá Herjólfi ohf. en beiðni kæranda var synjað á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur í starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks hjá félaginu. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun Herjólfs ohf. á beiðni A um nöfn umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks hjá Herjólfi ohf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

876/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárræktenda fyrir árin 2015 og 2016 á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Matvælastofnun taldi óheimilt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda á sömu árum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til lögbýla og þar með fjárhagsmálefni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauðfjárræktar gæfu upplýsingarnar ekki slíka innsýn í fjármál þeirra sem að rekstrinum stæði að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var því Matvælastofnun gert að veita kæranda aðgang að yfirlitinu.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 876/2020 í máli ÚNU 19090002. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. ágúst 2019, kærði A, ákvörðun Matvælastofnunar um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016. <br /> <br /> Málavextir eru þeir að með beiðni, dags. 18. maí 2017, óskaði kærandi eftir gögnum frá Matvælastofnun. Afgreiðsla stofnunarinnar á beiðninni var í kjölfarið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með úrskurði nr. 747/2018 vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál þeim hluta beiðninnar, sem sneri að heildargreiðslum til sauðfjárræktenda samkvæmt búvörusamningum þar sem ærgildi væru 500 eða fleiri, aftur til Matvælastofnunar til efnislegrar meðferðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2019, afgreiddi Matvælastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárræktenda með 500 ærgildi eða fleiri. Í bréfinu kemur fram að í tengslum við aðgerðir stjórnvalda vegna vanda sauðfjárbænda hafi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óskað eftir því að stofnunin tæki saman yfirlit yfir stuðningsgreiðslur og hafi þeirri vinnu lokið í ágúst 2018. Í gagninu, sem sé Excel-skjal, sé að finna yfirlit yfir stuðningsgreiðslur, þ.e. ársáætlun um heildarframlög til framleiðenda árið 2017, til búa samkvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Fram kemur að úrskurðarnefndin hafi í úrskurðum sínum kveðið á um skyldu stjórnvalda til að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga. Þannig hátti þó til að í gagninu komi fram upplýsingar um búfjáreign framleiðenda, hvort greiðslumarkið sé virkt eður ei sem og hverjar heildargreiðslur séu, sundurliðaðar eftir beingreiðslum, gæðastýringu, beingreiðslum í ull, svæðisbundinn stuðning og hvert innlagt magn hafi verið af kindakjöti og ull. Þá sé að finna upplýsingar um nöfn, heimilisföng, kennitölur og aldur bænda. Þessar upplýsingar séu langtum víðtækari en upplýsingar um grundvöll greiðslna samkvæmt búvörusamningi. <br /> <br /> Fram kemur að bændum beri samkvæmt lögum að gefa upp búfjáreign sína og að stofnunin safni saman upplýsingum um innlegg kjöts og ullar. Viðurkennt hafi verið í eldri úrskurðum nefndarinnar að slíkar upplýsingar væru undanþegnar aðgangi almennings, sbr. úrskurði nr. A-222/2005 og A-94/2000. Þrátt fyrir að nefndin hafi þar fjallað um fiskafla eigi ekki önnur sjónarmið við um innlegg bænda í sláturhús, enda taki slíkar upplýsingar ekki til ráðstöfunar opinberra fjármuna eða gæða. Þá telur stofnunin að taka þurfi inn í matið að bændur þurfi að gefa þessar upplýsingar upp til skatts og færa þær þar til tekna. Almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að slíkum gögnum. <br /> <br /> Í bréfi Matvælastofnunar til kæranda segir einnig að upplýsingar um heildargreiðslur til búa þar sem ærgildi séu fleiri en 500, fyrir sauðfjárrækt árið 2015 eða 2016 séu ekki fyrirliggjandi. Hægt sé að taka upplýsingarnar saman en stofnuninni telji sér það ekki heimilt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Sé það mat stofnunarinnar að upplýsingar um tekjur séu einkahagsmunir þeirra aðila sem standi að þessum búum og að þeir hagsmunir vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings. <br /> <br /> Í kæru segir meðal annars að málið varði upplýsingar um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum til sauðfjárbænda samkvæmt búvörusamningi. Matvælastofnun beri ábyrgð á og fari með framkvæmd stuðningsgreiðslna í landbúnaði samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998. Ljóst sé að upplýsingarnar liggi fyrir á aðgengilegu formi. Kærandi segist hvorki fara fram á upplýsingar um afurðir né persónuupplýsingar sem finna megi í gagni stofnunarinnar heldur einvörðungu heildargreiðslur til hvers bús. Þá hafnar kærandi því að þeir úrskurðir sem stofnunin vísi til hafi fordæmisgildi í málinu. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um verslun með rétt á styrkveitingum frá ríkisvaldinu á borð við greiðslumark. Þá varði beiðnin ekki viðkvæma framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda sauðfjár, enda sé ekki um samkeppnissvið að ræða heldur varði málið heildargreiðslur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til framleiðenda. <br /> <br /> Kærandi bendir á að með því að afhenda upplýsingar um heildargreiðslur sé komið í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um magn innlagðs kjöts eða ullar, sem kynnu að falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Heildargreiðslurnar varði hins vegar beinar stuðningsgreiðslur úr ríkissjóði, fjárframlög af almannafé, sem séu augljóslega upplýsingar sem skylt sé að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Þá telji kærandi rétt að benda á að 9. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá því mikilvæga meginmarkmiði upplýsingalaga að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna. Verði að telja að upplýsingar um ráðstöfun fjár úr sameiginlegum sjóðum landsmanna séu meðal þess sem hvað mikilvægast sé að almenningur hafi aðgang að. Auk þess bendir kærandi á að fjölmargir úrskurðir nefndarinnar lúti að launakjörum og styrkveitingum þar sem meginreglan sé sú að veita skuli upplýsingar um hvernig fjármunum úr opinberum sjóðum sé ráðstafað. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 3. september 2019, var kæran kynnt Matvælastofnun og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun stofnunarinnar. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Matvælastofnunar, dags. 24. september 2019, kemur fram að gagn með samantekt yfir heildargreiðslur til allra búa (lögbýla), þ.e. búsnúmer, nafn bús og sveitarfélag, sem hafi stundað sauðfjárbúskap árin 2015 og 2016 og notið stuðningsgreiðslna frá íslenska ríkinu, byggi á staðlaðri vinnslu í forriti sem haldi utan um greiðslukerfi landbúnaðarins. Gagnið byggi á staðfestum greiðslum til sauðfjárbænda. Þær vinnslur sem stofnunin geti framkvæmt í forritinu séu allar staðlaðar. Ekki sé boðið upp á vinnslu sem feli í sér að flokka greiðslur eða sía þær eftir greiðslumarki (fjölda ærgilda) í sauðfjárrækt. Til þess að gera slíka vinnslu þyrfti að kaupa þjónustu utanaðkomandi aðila til að gera breytingar á forritinu en slíkt standi ekki til. Í bréfi stofnunarinnar frá 4. júlí 2019, hafi komið fram að unnt væri að taka saman upplýsingar um heildargreiðslur til allra búa með fleiri ærgildi en 500. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að ekki sé hægt að sundurliða gögn á þennan hátt. Af þeim sökum liggi einungis fyrir upplýsingar um staðfestar heildargreiðslur til allra sauðfjárbúa sem njóti stuðningsgreiðslna samkvæmt lögum nr. 99/1993 og reglugerðum sem settar séu með stoð í lögunum. Engu að síður geymi gögnin upplýsingarnar sem kærandi óski aðgangs að, þ.e. um heildargreiðslur til búa þar sem fleiri en 500 ærgildi séu skráð. Vísað er til þess að á stofnunni hvíli ekki lagaskylda til að útbúa önnur gögn en samantektina sem afhent var úrskurðarnefndinni, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í bréfi stofnunarinnar frá 4. júlí 2019 hafi verið greint frá því að stofnunin hefði tekið saman yfirlit fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið yfir stuðningsgreiðslur (ársáætlun um heildarframlög til framleiðenda). Stofnuninni þyki rétt að upplýsa kæranda um að sé að ræða áætlun en ekki staðfestar tölur um greiðslur til búa. Jafnframt hafi stofnunin greint kæranda frá því í bréfinu að í skjalinu væru upplýsingar sem sneru að öðrum þáttum en kærandi hafi óskað eftir, þ.e. upplýsingar um hvort greiðslumark væri virkt, sundurliðun á áætluðum greiðslum og hvert innlagt magn af kindakjöti og ull væri. Matvælastofnun væri óheimilt að veita aðgang að slíkum upplýsingum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Þá segir í umsögninni að meginhluti sauðfjárræktenda sé með rekstur í eigin nafni og þrátt fyrr að einungis nöfn lögbýla og búsnúmer komi fram í gögnunum sé ekki hægt að gera skil á milli viðkomandi einstaklinga og lögbýlis. Upplýsingar um stuðningsgreiðslur til lögbýla sé að öllu jöfnu hægt að tengja saman við nafngreinda aðila sem standi að búskapnum á viðkomandi lögbýli. Þrátt fyrir að stjórnvöldum hafi verið talið skylt að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga, þá telji Matvælastofnun stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda vera þess eðlis að einkahagsmunir einstakra sauðfjárbænda, sbr. 9. gr. laganna, vegi þyngra en hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingunum. Vísað er til þess að stuðningsgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda séu rekstrartekjur samkvæmt skattalögum og beri að færa þær inn sem slíkar við skattskil. Þá kemur fram að við ákvörðunina hafi stofnunin jafnframt horft til þess að greiðslur til sauðfjárbænda væru stór hluti tekna bænda af búskap, í mörgum tilfellum hátt í 50% af tekjum á hverja kind, sbr. meðaltalstölur frá ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Matvælastofnun hafi talið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga að ekki væri rétt að veita aðgang að gögnum þar sem fram komi upplýsingar um svo stóran tekjugrunn einstakra bænda/búa.<br /> <br /> Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. október 2019, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. október 2019, segir meðal annars að kærandi fallist á að afhending gagna án flokkunar eða aðgreiningar eftir fjölda ærgilda sé fullnægjandi afgreiðsla á beiðninni enda hafi kærandi fengið afhent gögn um ærgildi á býlum með yfir 500 ærgildi og geti þannig borið upplýsingar í gögnunum saman. Þá segir kærandi að vegna dráttar á afgreiðslu beiðninnar sé ekki rétt að binda beiðnina við tiltekið ár heldur eitt eða tvö síðustu árin frá því gögnin voru tiltæk. Ekki sé hægt að líta á styrkina sem einkahagsmuni heldur greiðslur af almannafé. Ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um framleiðni, fallþunga, árangur í ræktun, rúning eða annað sértækt í rekstri viðkomandi, heldur heildargreiðslur. Ekki sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Hvað varði tilvísun Matvælastofnunar til þess að styrkirnir séu stór hluti tekna sauðfjárframleiðenda vísar kærandi til þess að fjöldi annarra styrkveitinga af almannafé á sviði vísinda og menningar séu stór hluti tekna viðkomandi sem og aðrar tekjur til einstaklinga, m.a. launatekjur, sem skylt hafi verið að veita upplýsingar um samkvæmt fyrri úrskurðum nefndarinnar. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að yfirliti Matvælastofnunar með upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárbænda. Í athugasemdum kæranda við umsögn Matvælastofnunar, dags. 15. október 2019, kemur fram að þar sem meðferð beiðninnar hafi dregist sé óskað eftir upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárbænda síðustu eitt eða tvö árin frá því gögn með upplýsingunum voru tiltæk. Í hinni kærðu ákvörðun er fjallað um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum árin 2015 og 2016 í samræmi við beiðni kæranda. Óski kærandi eftir aðgang að sambærilegum upplýsingum fyrir önnur ár þarf hann að beina þeirri beiðni til Matvælastofnunar. Í þessu máli verður því aðeins fjallað um rétt kæranda til aðgangs að yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbúa fyrir árin 2015 og 2016 á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun Matvælastofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum <br /> er byggð á 9. gr. upplýsingalaga sem hljóðar svo: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur kemur fram að óheimilt sé veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun upplýsingalaga á aðgangi að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila segir í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér yfirlit yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. Þar koma fram upplýsingar um búsnúmer, nafn bús, sveitarfélag og greiðslur þessi ár. Um er að ræða stuðningsgreiðslur úr opinberum sjóðum til sauðfjárræktenda vegna reksturs þeirra sem almenningur hefur hagsmuni af að geta kynnt sér. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til lögbýla og þar með fjárhagsmálefni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauðfjárræktar verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra sem að rekstrinum standa að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Af upplýsingunum má ekki ráða hvort greiðslurnar séu einu tekjur þess sem að rekstrinum stendur eða hversu stór hluti tekna hvers einstaklings þær séu. Þá eru upplýsingarnar ekki til þess fallnar að valda viðkomandi lögbýlum tjóni verði þær gerðar opinberar. Er því ekki fallist á að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þessu verður Matvælastofnun gert að afhenda kæranda yfirlit yfir greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Matvælastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að skjali með yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p></p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

875/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

Deilt var um synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að yfirliti yfir stöðu fjárfestinga félagsins. Isavia ohf. hélt því fram að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að upplýsingar í þeim væru þess eðlis að takmarka ætti aðgang að þeim vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Isavia ohf. og annarra fyrirtækja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia ohf. ekki hafa tekið nægilega rökstudda afstöðu til gagnabeiðninnar til þess að nefndinni væri unnt að endurskoða ákvörðunina, var hún því felld úr gildi og lagt fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 875/2020 í máli ÚNU 19050012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun Isavia ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. maí 2019, óskaði kærandi eftir afritum af gögnum er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 þann 21. febrúar 2019. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir gögnum sem fjallað var um undir liðum 14.1 (staða allra fjárfestinga) og 14.2 (staða fjárfestinga yfir 500 mkr.). í fundargerðinni. Isavia ohf. synjaði beiðninni, þann 10. maí 2019, með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á það með Isavia að um sé að ræða vinnugögn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Isavia ohf. með bréfi, dags. 14. maí 2019, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 29. maí 2019, kemur fram að um sé að ræða tvö skjöl undirbúin af starfsmönnum kærða fyrir stjórnarfund Isavia þann 21. febrúar 2019, annars vegar um „stöðu fjárfestinga“ og hins vegar um „stöðu fjárfestinga að fjárhæð yfir 500 milljónir króna“. Varðandi fyrra skjalið segir í umsögninni að á fundi stjórnar hafi verið farið yfir frávik frá áætlunum allra fjárfestingarverkefna. Engar bókanir séu við liðinn í fundargerð því verkefnin séu enn í gangi og málin ekki verið leidd til lykta, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Engar ákvarðanir hafi verið teknar á grundvelli gagnanna og því sé aðeins um undirbúningsgögn að ræða fyrir þann sem fari yfir áætlanirnar. Líta beri til þess í hvaða skyni gagnið hafi verið útbúið og hvers efnis það sé, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 716/2018. <br /> <br /> Fram kemur að upplýsingarnar séu aðeins til glöggvunar fyrir stjórnarmenn og ræðumenn fundarins til að styðjast við og séu gögnin því útbúin fyrir stjórnina í eigin þágu. Þau séu ekki formleg skjöl notuð til annarrar birtingar eða í öðrum tilgangi. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 538/2014 þar sem nefndin byggði niðurstöðu sína um að gögn teldust vinnugögn á því að gögnin hefðu verið rituð af nefndarmanni/starfsmanni og að þau virtust samkvæmt efni sínu ætluð til eigin nota nefndar. Þá er vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. 219/2005 þar sem fram komi að með vinnuskjölum sé einkum átt við skjöl sem rituð séu til eigin nota, svo og skjöl sem fari milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Jafnframt beri að líta til þess hvort upplýsingarnar snerti atriði sem kunni að breytast eða hafi breyst við nánari skoðun eða umfjöllun. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að fjárfestingarverkefnin og heimild til samþykktar þeirra komi fram í fundargerðum. Upplýsingar í gögnunum komi því fram annars staðar. Upplýsingar um fjárhæðir sem fram komi í gögnunum séu áætlaðar og vegna eðlis síns geti þær breyst á stuttum tíma. Því sé ekki um endanlegar upplýsingar að ræða og ekki tilefni til birtingar þeirra. Þrátt fyrir að fundargerðir geti verið vinnugögn, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 716/2018 þá hafi fundargerðin verið afhent án þess að tekin hafi verið afstaða til þess hvort hver og einn liður hennar kynni að falla að skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga. Fundargerðin kunni því eftir atvikum að hafa verið birt á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þessu til stuðnings er bent á að ekki sé að finna bókun um málið, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar nr. 538/2014. Liðurinn í fundargerðinni þar sem fjallað sé um skjölin kunni að falla undir 8. gr. upplýsingalaga. Skjölin uppfylli því fyrsta skilyrði 8. gr. upplýsingalaga um að þau hafa verið rituð til undirbúnings.<br /> <br /> Varðandi skjalið „staða fjárfestingarverkefna að fjárhæð yfir 500 milljónir króna“ vísar Isavia ohf. til þess að öll verkefnin sem þar sé fjallað um séu í vinnslu. Í skjölunum komi fram áætlaðar tölur en ekki endanlegar. Þá sé jafnframt um að ræða fjárfestingarheiti og vísun í stjórnsamþykktir sem komi fram í öðrum fundargerðum.<br /> <br /> Í umsögninni segir að engar af undanþágum 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í gögnunum sé ekki að finna mikilvægar staðreyndir máls sem sé ekki að finna annars staðar en kunni að hafa haft áhrif á ákvarðanatöku, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 716/2018. Ekki hafi verið tekin ákvörðun á fundinum í tengslum við gögnin. Vinnuskjöl sem þessi beri ekki að skrá sérstaklega en um sé að ræða hjálpargagn til yfirferðar hjá stjórn. Isavia ohf. telji óumdeilanlegt að bæði skjölin uppfylli annað og þriðja skilyrði 8. gr. upplýsingalaga, þar sem þau séu rituð af starfsmanni og birt fyrir starfsmönnum sama félags. <br /> <br /> Verði ekki fallist á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga telur Isavia ohf. upplýsingarnar vera þess eðlis að takmarka eigi aðgang að þeim vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Isavia ohf. og annarra fyrirtækja. Þær séu sóttar úr bókhaldi félagsins og hægt sé að áætla margt út frá tölunum, m.a. hvað verktakar séu að fá greitt fyrir ákveðin verkefni sem séu í gangi eða fyrirhuguð verkefni. Þar með sé hægt að sjá innkomu fyrirtækja fyrir ákveðin verk. Um sé að ræða viðkvæmar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar, bæði um Isavia ohf. og viðkomandi fyrirtæki. <br /> <br /> Fram kemur að aðgangur að upplýsingunum geti valdið Isavia tjóni þar sem hægt sé að hagnýta þær í komandi útboðum. Þá sé um að ræða viðskiptalegar upplýsingar milli Isavia ohf. og viðskiptavina félagsins. Hægt sé að finna út kostnaðaráætlanir út frá upplýsingum í glærunum og geti því bjóðendur miðað við þær í innsendum tilboðum sínum án þess að upplýst afstaða hafi verið tekin hjá Isavia ohf. um hvort veita beri upplýsingar um kostnaðaráætlanir í útboðum. Þar með sé stuðlað að skorti á gegnsæi og brotið gegn jafnræði í útboðum. Upplýsingarnar varði því virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Isavia ohf. og annarra fyrirtækja og séu þær því undanþegnar upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn Isavia ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. maí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 11. júní 2019, segir að málið snúist um upplýsingar um opinbert hlutafélag og meðferð þess á fjármunum sínum. Af gefinni reynslu megi ætla að ef slík félög lendi í vandræðum sé ríkið tilbúið til að hlaupa undir bagga með þeim, bent er á Íslandspóst ohf. sem dæmi um slíkt tilvik. Kærandi telji því að almenningur eigi rétt á að vita hvernig félagið fari með fjármuni sína og til að fylgjast með framgangi mála eða að minnsta kosti að eiga möguleika á því að geta fylgst með framgangi mála. Séu einhverjar viðkvæmar upplýsingar um verktaka að finna í gögnunum fer kærandi fram á að gögnin verði afhent en nöfn umræddra verktaka afmáð. <br /> <br /> Í ljósi þess að Isavia ohf. vísaði, í niðurlagi umsagnar sinnar, til 9. gr. upplýsingalaga sendi úrskurðarnefndin, þann 29. janúar 2020, bréf til Isavia ohf. þar sem óskað var nánari skýringa varðandi þann hluta synjunarinnar. Spurt var hvaða upplýsingar í gögnunum gætu skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Isavia ohf. og með hvaða hætti. Þá var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti um hvaða fyrirtæki gætu orðið fyrir tjóni yrði aðgangur veittur að gögnunum og að hvaða leyti það gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja.<br /> <br /> Í svari Isavia ohf., dags. 10. febrúar 2020, við fyrirspurn nefndarinnar kemur fram að birting upplýsinganna snerti margvíslega hagsmuni félagsins. Gögnin gefi meðal annars villandi mynd af stöðu mála því tölurnar og heimildir geti breyst. Birting upplýsinganna geti því haft áhrif á samningaviðræður félagsins við þriðju aðila og innkaupaferli. Félagið falli undir veitureglugerð nr. 340/2017 og útboð félagsins því opinberar upplýsingar. Staða fjárfestinga séu almennt ekki hluti þeirra upplýsinga sem veittar séu í útboðsferlum hjá félaginu og þar með ekki hluti útboðsgagna sem almenningur eða tilboðsgjafar eigi almennt rétt á aðgangi að í málum tengdum útboðum. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 552/2014. Isavia ohf. telji þau sjónarmið sem liggi að baki veitingu þeirra upplýsinga ekki eiga við hér. Mikilvægt sé að meginreglum innkaupalaga sé fylgt, sem séu m.a. jafnræði og gagnsæi. Það gæti orðið félaginu til tjóns ef aðeins hluti viðskiptavina hefði upplýsingarnar undir höndum og því sé mikilvægt að ákvörðun um upplýsingagjöf sé tekin með upplýstum hætti í innkaupaferli.<br /> <br /> Þá segir að þar sem upplýsingarnar varði verk sem séu annars vegar í vinnslu og hins vegar óhafin kunni birting þeirra að valda félaginu tjóni. Verkin séu í vinnslu að því leyti að ekki sé búið að taka ákvörðun í þeim öllum; hver muni sinna þeim, tilboð ekki verið samþykkt, reikningar óútgefnir o.s.frv. Félagið verði fyrir tjóni ef aðgangur verði veittur að upplýsingum um fjárheimildir einstakra verkefna. Upplýsingarnar geti skaðað fjárhagshagsmuni félagsins að því leyti að viðskiptavinir geti hagað tilboðum, reikningum og vinnu sinni í samræmi við þær. Hagsmunir félagsins yrðu skertir þar sem innkaup yrðu byggð á öðrum sjónarmiðum en þeim sem til staðar eru í viðeigandi innkaupaferlum þar sem upplýsingarnar hafi ekki verið gerðar opinberar í upphafi. Því væri hægt að búast við viðbótarvinnu, viðbótarreikningum, hækkun reikninga og fleiru þar sem samningsstaðan væri orðin skökk, félaginu til tjóns. Birgjar hækki verð, verktakar auki vinnu út frá samþykktum fjárheimildum, með teljandi áhrifum á tekjumyndun félagsins. <br /> <br /> Í bréfi Isavia ohf. kemur jafnframt fram að í sumum tilfellum sé innkaupum ólokið og afhending upplýsinganna geti því haft verðmyndandi áhrif á framtíðar útboð. Unnt sé að lesa úr upplýsingunum þann kostnað sem félagið áætli fyrir hvert verk en það geti haft verðmyndandi áhrif á útboð. Upplýsingarnar sé hægt að nota til að stilla af tilboð og fái félagið því ekki jafn hagstæð tilboð í verkin. Þar með séu fjárhagshagsmunir félagsins skertir og félagið verði fyrir tjóni þannig að rekstrarstaða félagsins sé lakari en hún þurfi að vera. Þessu til stuðnings sé vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 616/2016 þar sem fallist hafi verið á synjun á aðgangi að upplýsingum sem gætu haft verðmyndandi áhrif þegar kæmi til útboðs vegna ákveðinnar framkvæmdar. Einnig úrskurðar nr. 638/2016 þar sem staðfest hafi verið synjun á veitingu upplýsinga um áætlaðan kostnað vegna mannvirkja. Þá kunni verkefni að verða óframkvæmanleg verði tilboð hærri en ella hefði fengist með virkri samkeppni.<br /> <br /> Upplýsingarnar séu jafnframt mat á framtíðarverkefnum félagsins og birting þeirra geti skaðað fjárhags- og aðra almenna hagsmuni tengda framtíðarverkefnum félagsins í innkaupamálum og þannig sömuleiðis haft áhrif á verð og jafnframt skapað væntingar. Þá séu allir umræddir hagsmunir virkir en þeir tengist að öllu leyti verkefnum sem sé ólokið. Ekki verði séð að almenningur hafi frekari hagsmuni en félagið af því að upplýsingarnar verði gerðar opinberar, að minnsta kosti ekki fyrr en öllum þeim verkefnunum hafi verið lokið að fullu. <br /> <br /> Þá segir að aðgangur almennings að upplýsingum um stöðu verkefna geti skaðað viðkomandi fyrirtæki sem sinni verkefninu á þann máta að hægt sé að sjá þarfir þess fyrirtækis fyrir aðföng á markaði, hvort sem það sé í formi mannaflaþarfar, fjármuna eða byggingarefna. Í útboðsskyldum verkefnum sé hægt að sjá hvað þurfi til að sinna verkefninu og geti samkeppnisaðilar og viðskiptavinir fyrirtækjanna nýtt sér þær upplýsingar sem sé að finna í gögnunum í samningaviðræðum við fyrirtækin.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds hafi félagið rökstutt af hverju birting upplýsinganna verði félaginu til tjóns þar sem þær geti gefið villandi mynd, hafi verðmyndandi áhrif í útboðum, hafi áhrif á aukaverk, viðbótargreiðslur, útgefna reikninga, geti skekkt þá upplýsingagjöf sem félagið hafi veitt og skapað óraunhæfar væntingar. Þá sé hægt að meta þarfir fyrirtækja í verkefnum og viðskiptavinir þeirra geti nýtt sér upplýsingar í samningaviðræðum við fyrirtækin.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að gögnum er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 21. febrúar 2019. Annars vegar er um að ræða gögn sem fjallað var um undir lið 14.1 (staða allra fjárfestinga) og hins vegar gögn sem fjallað var um undir lið 14.2 (staða fjárfestinga yfir 500 mkr.). Isavia ohf. synjaði beiðninni á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur jafnframt mikilvægt að líta til þess að Isavia ohf. er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, rekstur þess er að hluta til fjármagnaður af hinu opinbera, starfsemin er þjóðhagslega mikilvæg og því hefur almenningur hagsmuni af því að vita hvernig rekstri og fjárfestingum félagsins er háttað. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda þeim að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum, og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn en um er að ræða yfirlit yfir fjárfestingarverkefni Isavia ohf. og fjárhagsstöðu hvers verkefnis fyrir sig, þ.e. fjárhæðir sem upphaflega voru áætlaðar í hvert verkefni samkvæmt samþykki stjórnar, svo og rauntölur og áætluð frávik. Fram hefur komið að Isavia ohf. telji gögnin vera vinnugögn þar sem um sé að ræða áætlaðar fjárhæðir sem vegna eðlis síns geti breyst á stuttum tíma og þar sem aðeins sé um að ræða undirbúningsgagn fyrir þann sem fari yfir áætlanirnar. <br /> <br /> Þó að gögnin geti nýst við ákvarðanatöku í framtíðinni nægir það að mati nefndarinnar ekki til þess að gögn teljist vinnugögn. Til þess að gagn teljist vinnugagn verður það að vera undirbúningsgagn í reynd. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál bera gögnin ekki með sér að vera hluti af undirbúningi ákvörðunar eða annarra málalykta, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Ákvarðanir um fjárfestingarnar höfðu þegar verið teknar en upplýsingar um verkefnin sjálf og heimildir fyrir þeim er að finna í fundargerðum stjórnar Isavia ohf. Í gögnum þeim, sem hér er deilt um, koma fram upplýsingar um fjárhagsstöðu framkvæmda á þeim tíma sem skjalið var unnið og áætluð frávik frá samþykktum kostnaði. Í þeim er ekki að finna upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar Isavia ohf. á verkefnunum, athugasemdir stjórnar eða annað sem gæti talist fela í sér undirbúning ákvörðunar, samnings eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ef hugtakið ,,vinnugögn” samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga væri skýrt svo rúmt að það tæki til umræddra gagna næði það í raun yfir öll gögn hjá hinu opinbera þar sem finna mætti upplýsingar um stöðu mála og verkefna og nýst gætu stjórnvöldum með einhverjum hætti til ákvarðanatöku. Í ljósi markmiða upplýsingalaga um aðhald almennings og fjölmiðla með opinberum aðilum getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki fallist á svo rúma túlkun. Áréttar nefndin í því sambandi mikilvægi þess að almenningur geti fylgst með stöðu verkefna opinberra aðila, jafnvel þó að verkunum sé ekki að fullu lokið. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru umrædd yfirlit yfir fjárfestingarverkefni Isavia ohf. því ekki vinnugögn og verða þau því ekki undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Til skoðunar kemur hvort önnur ákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu gagnanna en Isavia ohf. vísar einnig til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðunar um að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Isavia ohf. telur að aðgangur almennings að upplýsingum í gögnunum geti skaðað félagið með því að gefa villandi mynd af fjárhagsmálefnum þess, haft verðmyndandi áhrif í útboðum sem og áhrif á aukaverk, viðbótargreiðslur og útgefna reikninga. Þá geti aðgangur að upplýsingunum skekkt þá upplýsingagjöf sem félagið hafi veitt og skapað óraunhæfar væntingar. Auk þess geti aðgangur að upplýsingunum einnig haft skaðleg áhrif á viðsemjendur Isavia ohf., en út frá þeim sé unnt að meta þarfir fyrirtækjanna og geti viðskiptavinir þeirra nýtt sér upplýsingarnar í samningaviðræðum við þau.<br /> <br /> Í þessu samhengi bendir úrskurðarnefnd á að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga tekur til hagsmuna hvers konar lögaðila sem komið hefur verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli og eru í eigu einkaaðila. Þannig tekur það t.d. til sameignarfélaga, samvinnufélaga og hlutafélaga. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Vísast um þetta meðal annars til úrskurðar nefndarinnar nr. 767/2018.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 862/2020, 845/2019, 823/2019, 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki sé útilokað að gögnin geti gefið vísbendingar um verkefni sem ekki hafa verið boðin út og að aðgangur almennings að þeim geti því haft verðmyndandi áhrif í útboði þannig að hagsmunir Isavia ohf. skaðist vegna þess, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn hefur almenningur ríka hagsmuni af því að vita hvernig Isavia ohf. stendur að fjárfestingarverkefnum félagsins og geta með því veitt félaginu aðhald í rekstri, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Þá áréttar nefndin að til þess að unnt sé að beita undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga verða upplýsingar að hafa raunverulega þýðingu fyrir viðskipta- eða fjárhagshagsmuni fyrirtækja eða lögaðila sem ekki eru í eigu opinberra aðila og vera til þess fallnar að valda þeim tjóni verði aðgangur veittur að þeim. <br /> <br /> Í rökstuðningi Isavia ohf. hefur ekki verið gerður greinarmunur á stöðu einstakra verkefna þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á afleiðingar þess að aðgangur verði veittur að gögnunum. Isavia ohf. hefur þannig ekki veitt nefndinni upplýsingar um hvort innkaupum vegna einstaka verkefnis sé lokið eða rökstutt það að öðru leyti hvaða verkefni séu þess eðlis að félagið eða viðsemjendur þess geti orðið fyrir tjóni verði aðgangur veittur að þeim upplýsingum sem fram koma í yfirlitinu. <br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hlutum umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.-10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Isavia ohf. hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að valda Isavia ohf. eða viðsemjendum félagsins tjóni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur tafist vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin biðst velvirðingar á þeirri töf og beinir því til Isavia ohf. að nýrri meðferð málsins, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða, verði hraðað eins og kostur er.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 10. maí 2019, um að synja kæranda, A, blaðamanni hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að yfirlitum yfir fjárfestingarverkefni, er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 þann 21. febrúar 2019, er felld úr gildi og lagt fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br />

874/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að annars vegar minnisblaði ríkisskattstjóra og hins vegar minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins sem send voru ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um væri að ræða upplýsingar um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin ráðuneytinu hafa verið heimilt að takmarka aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem fram kæmu í minnisblöðunum sem lytu að fyrirhuguðum ráðstöfunum vegna rannsókna á meintum brotum. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 874/2020 í máli ÚNU 19110018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. nóvember 2019, kærði A, fréttamaður, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum er varða samskipti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra við ráðuneytið vegna rannsóknar svokallaðs Samherjamáls. <br /> <br /> Málavextir eru þeir að hinn 26. nóvember 2019 ritaði kærandi ráðuneytinu bréf þar sem hann vísaði til þess að í fréttum um rannsókn Samherjamálsins hafi fjármálaráðherra sagt að embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra hefðu haft með sér samráð um hvernig embættin gætu sameinað krafta sína og að stutt yrði við þau úr þeim sjóðum sem úr væri að spila. Kærandi óskaði því næst eftir aðgangi að fyrirliggjandi samskiptum, beiðnum, minnisblöðum eða öðrum gögnum „um þetta atriði milli embættanna og ráðuneytisins“. Fram kemur að fréttastofa RÚV hafi þegar fengið frá dómsmálaráðuneytinu afrit af minnisblaði héraðssaksóknara sem sent hafi verið til ráðuneytisins af sams konar tilefni í síðustu viku. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið svaraði beiðni kæranda 28. nóvember 2019. Í svarinu segir að undir beiðnina falli tvö minnisblöð skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, dagsett 18. nóvember 2019. Gögnin hafi að geyma upplýsingar sem varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni lögaðila sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, upplýsingar um mögulega rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga auk upplýsinga um fyrirhugaðar ráðstafanir sem mögulega skili ekki tilætluðum árangri ef þær séu á vitorði almennings, sbr. 5. tölul. 10. gr. laganna. Fram kemur að ekki séu efni til að veita aukinn aðgang að gögnunum skv. 11. gr. upplýsingalaga. Að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir væri beiðninni því synjað. Ráðuneytið afhenti þó minnisblað ráðuneytisins sem lagt hafi verið fyrir ríkisstjórn 19. nóvember 2019.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til þess að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. desember 2019, segir að í minnisblöðunum sé vikið að gagnaöflun, upplýsingaöflun, úrræðum og vinnulagi í tengslum við ófyrirséð verkefni ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Það sé mat ráðuneytisins að skjölin hafi að geyma upplýsingar um mögulega rannsókn sakamáls og því sé ekki til staðar réttur til aðgangs að skjölunum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Ef upplýsingarnar teljist ekki tilheyra rannsókn sakamáls í skilningi laga um meðferð sakamála séu skjölin undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til þess að efni þeirra varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, þ.e.a.s. upplýsingar sem séu til þess fallnar að valda lögaðila eða lögaðilum sem þær varði tjóni, væru þær gerðar opinberar. Einnig ætti 5. tölul. 10. gr. laganna við í málinu, um að fyrirhugaðar ráðstafanir sem fjallað væri um í minnisblöðunum myndu mögulega ekki skila tilætluðum árangri, væru þær á vitorði almennings. Efni skjalanna sé til vitnis um hvort tveggja. Í skjölunum sé að finna tilvísanir til lögaðila, sem og upplýsingar um stöðu málsmeðferðar, fyrirhugað vinnulag og mögulegar hindranir í tengslum við aukin verkefni. <br /> <br /> Ráðuneytið bendir einnig á að kærandi hafi vísað í upplýsingabeiðni sinni til þess að tilteknar upplýsingar hefðu borist frá ráðuneyti dómsmála varðandi fjárhagslegan stuðning við héraðssaksóknara í tengslum við aukin verkefni hjá því embætti. Þær upplýsingar sé ekki að finna í umbeðnum minnisblöðum en þau hafi eingöngu að geyma upplýsingar sem gætu haft skaðleg áhrif á rannsóknarhagsmuni (almannahagsmuni) og viðskiptahagsmuni, verði aðgangur veittur að þeim. Þá kemur fram að til þess að stuðla að upplýstri umræðu og í samræmi við upplýsingastefnu ráðuneytisins hafi það látið kæranda í té upplýsingar í svarinu 28. nóvember 2019 sem tengdust mannaflaþörf og fjárveitingum til stofnananna. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þær bárust sama dag. Í athugasemdunum kemur meðal annars fram að um sé að ræða upplýsingar sem varði almenning miklu í ljósi umfjöllunar fjölmiðla undanfarnar vikur um meint lögbrot íslensks sjávarútvegsfyrirtækis á erlendri grundu sem hafi leitt til aðgerða yfirvalda á Íslandi og erlendis og vakið athygli víða um heim.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að tveimur minnisblöðum, minnisblaði ríkisskattstjóra og minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins, bæði dags. 18. nóvember 2019, sem send voru fjármála-og efnahagsráðuneytinu. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.- 10. gr. laganna. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið rökstyður ákvörðun sína um synjun beiðni kæranda í fyrsta lagi með vísan til þess að upplýsingarnar í minnisblöðunum séu undanþegnar upplýsingarétti almennings þar sem þær varði mögulega rannsókn sakamáls sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að rannsókn sakamála og saksókn séu undanskildar gildissviði upplýsingalaga og að um aðgang að slíkum gögnum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þá kemur jafnframt fram í athugasemdum við 6. gr. frumvarpsins að ákvæði 1. mgr. 4. gr. feli í sér að öll gögn mála á þessu sviði séu í heild sinni undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga felur í sér undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. Því verður að túlka ákvæði 1. mgr. 4. gr. svo, að með þeim sé aðeins átt við málsgögn sem tilheyra máli sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt og sem sæta meðferð eftir ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið minnisblöðin. Í þeim er fjallað um fyrirhugaða rannsókn á meintum refsiverðum brotum og lagðar fram tillögur að ráðstöfunum í tengslum við rannsóknina. Í þeim er hins vegar ekki að finna upplýsingar um rannsókn sakamáls í skilningi laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, svo sem um tilteknar rannsóknaraðgerðir. Vegna þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að umbeðin minnisblöð verði ekki felld undir undanþáguákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>2.</h2> Fjármála- og efnahagsráðuneytið rökstyður ákvörðun sína um synjun á aðgangi að minnisblöðunum í öðru lagi með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Samsvarandi ákvæði var í 6. gr. laga nr. 50/1996. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eiga verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerta þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr. <br /> <br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. greinarinnar segir eftirfarandi í athugasemdunum: <br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir um nánar um ákvæði 5. töluliðar:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins.“<br /> <br /> Sem fyrr segir er í minnisblöðunum að finna upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir í tengslum við skipulag á fyrirhugaðri rannsókn tiltekins sakamáls. Nefndin er ekki í vafa um að almannahagsmunir standi til þess að þær upplýsingar fari leynt enda eru líkur á því að árangur aðgerðanna skerðist verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Með vísan til framangreinds er fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að undanþiggja upplýsingar sem koma fram í efnisgrein 5 og tillögur sem nefndar eru í þremur töluliðum í lok minnisblaðs skattrannsóknarstjóra, dags. 18. nóvember 2019, auk upplýsinga sem koma fram í tveimur síðustu efnisgreinunum í minnisblaði ríkisskattstjóra, sama dags., með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi vísar ráðuneytið til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni þar sem í minnisblöðunum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í minnisblöðunum er vikið að því að starfsemi Samherja sé til rannsóknar vegna meintra refsiverðra brota félagsins en þær upplýsingar eru þegar á almannavitorði. Í þeim er hins vegar hvergi að finna upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál Samherja eða aðrar sambærilegar viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- eða fjárhagshagsmuni félagsins. Er því ekki fallist á að í minnisblöðunum komi fram upplýsingar um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Samherja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að þeim hlutum minnisblaðsins sem ekki geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda, A, dags. 26. nóvember 2019, um aðgang að efnisgrein 5 og tillögum sem nefndar eru í þremur töluliðum í lok minnisblaðs skattrannsóknarstjóra og að tveimur síðustu efnisgreinunum í minnisblaði ríkisskattstjóra, bæði dags. 18. nóvember 2019. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun að öðru leyti er felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br />

873/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Í málinu var leyst úr rétti kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá Ríkisútvarpinu ohf. um greiðslur félagsins til sjálfstæðra framleiðanda vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kæranda var reist á 9. gr. upplýsingalaga þar sem í gögnunum kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samningsgerðin væri hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað væri af opinberu fé. Ekki var talið að upplýsingarnar veittu slíka innsýn í fjárhagsmálefni einstaklinga að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingunum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var Ríkisútvarpinu ohf. því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.

<h1><span style="color: #000000;">Úrskurður</span></h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 873/2020 í máli ÚNU 19090009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. september 2019, kærði A, blaðamaður, synjun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í júní 2019 óskaði kærandi eftir aðgangi að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og fjárhæðir sem RÚV greiddi þeim fyrir dagskrárefni árið 2018. Hinn 22. ágúst 2019 óskaði kærandi auk þess eftir aðgangi að skilmálum samninga sem RÚV hafi gert við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Í svari RÚV til kæranda, dags. 6. september 2019, kemur fram að RÚV telji óheimilt að veita upplýsingar um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda án samþykkis framleiðendanna þar sem þær kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Að auki séu upplýsingarnar ekki aðgengilegar í einu skjali, heldur þyrfti að útbúa slíkt yfirlit sérstaklega. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að sams konar listar, yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra, fyrir árin 2016 og 2017 hafi verið birtir á vef Alþingis. Þá óski kærandi eftir aðgangi að samningsskilmálum í þeim tilgangi að kanna hvort RÚV vilji njóta ávinnings af sölu af dagskrárefni til erlendra aðila og hvernig það sé orðað í samningagerð við sjálfstæða framleiðendur.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt RÚV með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. RÚV óskaði eftir viðbótarfresti til þess að skila umsögn um kæruna til 30. september sem úrskurðarnefndin féllst á. Þann 3. október 2019 óskaði RÚV eftir eins dags viðbótarfresti á grundvelli þess að verið væri að taka saman gögnin til þess að senda með erindinu og sá sem hafi haft aðgang að þeim gögnum hafi verið í frí. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. október, lýsti RÚV því yfir að um misskilning hefði verið að ræða varðandi það að gögnin lægju fyrir, verið væri að taka saman umbeðinn lista hjá fjármáladeild en það fæli í sér talsverða vinnu. Tekið hafi nokkrar vikur að vinna upplýsingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þegar sambærilegar upplýsingar hefðu verið birtar á sínum tíma en málið væri forgangsmál hjá fjármáladeildinni. <br /> <br /> Hinn 15. október 2019 barst úrskurðarnefndinni umsögn RÚV vegna kærunnar og umbeðinn listi yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Í umsögn RÚV segir að listinn innihaldi upplýsingar sem geti m.a. átt undir 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fjölmörgu lögaðila og/eða einstaklinga sem í hlut eigi. Vísað er til þess að í athugasemdum við greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá segir að fjölmargir þeirra aðila sem í hlut eigi séu einstaklingar eða eftir atvikum félög utan um einstaklingsrekstur. Beiðnin lúti þannig m.a. að upplýsingum um tekjur sem samkvæmt því sem segi í lögskýringargögnum við upplýsingalög skuli jafnan ekki veita aðgang að. <br /> <br /> Hvað stærri lögaðila varði þá sé RÚV ekki í góðri stöðu til þess að leggja mat á hvort upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hvers og eins lögaðila sem í hlut eigi. RÚV telji sig þó vita að einstaka viðsemjendur telji það almennt ekki samrýmast fjárhags- og viðskiptahagsmunum sínum að upplýsingar um endurgjald vegna einstakra verka séu aðgengileg almenningi og þar með samkeppnisaðilum viðsemjenda. Verði það á hinn bóginn mat úrskurðarnefndar að hvorki viðskipta- né fjárhagshagsmunir viðsemjenda RÚV eða önnur lög standi birtingu upplýsinganna í vegi sé ekkert því til fyrirstöðu að þær verði birtar.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að varðandi birtingu upplýsinga á vef Alþingis sé þess að gæta að upplýsingarnar hafi verið veittar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eins og lögskylt hafi verið, í tilefni fyrirspurnar á Alþingi, sbr. ákvæði laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Ákvörðun um birtingu upplýsinganna á vef þingsins hafi því ekki verið á forræði RÚV. <br /> <br /> Þá kemur fram að „staðlaðir skilmálar“ RÚV við sjálfstæða framleiðendur séu í raun ekki til. Beðist er velvirðingar á því að hafa ekki tiltekið það í upphaflegu svari við erindi kæranda. Við er bætt að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning, þ. á m. samkeppnisaðila einstakra viðsemjenda, um skilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt (m.a. um gildandi samninga) og framvirkt. RÚV telji að miðlun slíkra upplýsinga geti orkað tvímælis gagnvart viðsemjendum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og geti raunar einnig vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga.<br /> <br /> Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. október 2019, segir að um sé að ræða upplýsingar sem eigi ríkara erindi við almenning en mögulegir hagsmunir þeirra sem séu á listanum. Kærandi telji takmarkanir 6.-9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu. Sambærilegar upplýsingar hafi verið birtar á vef Alþingis fyrir annað tímabil og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við það af hálfu RÚV. Það gefi til kynna að stofnunin hafi metið það svo, líkt og Alþingi, að ekki væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Við það megi bæta að þeim einstaklingum sem semji við RÚV sé fullkunnugt um að allt fjármagn sem RÚV sýsli með sé opinbert og að ráðstöfun hverrar einustu krónu séu opinberar upplýsingar.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur kæranda með gagnabeiðninni sé að komast að því hvort RÚV uppfylli þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og með hvaða hætti. Í svari ráðherra til Alþingis vegna fyrirspurnar þingmanns um sama efni komi eingöngu fram upplýsingar fyrir árin 2016 og 2017 en þar segi að upplýsingar yfir árið 2018 muni liggja fyrir við ársuppgjör félagsins, þ.e. í maí 2019. RÚV hafi svarað fyrirspurn kæranda í lok júní, meira en mánuði eftir að ársuppgjör félagsins fyrir árið 2018 hafi legið fyrir. Kærandi telur að sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur gefi til kynna að RÚV hafi beitt blekkingum í tengslum við þjónustusamninginn með því að notast við heimatilbúna skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi.“ Samkvæmt þjónustusamningnum hafi RÚV átt að greiða 10% af heildartekjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Það séu almannahagsmunir fólgnir í því að vita hvernig RÚV hafi túlkað þjónustusamning sinn við hið opinbera og vegi þeir margfalt þyngra en mögulegir viðskiptahagsmunir lögaðila sem í hluti eigi, hagsmunir sem ekki hafi skaðast við birtingu upplýsinganna fyrir tímabilið 2016-2017. <br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt að umfjöllunin sem RÚV sé að hindra með því að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum sé aðkallandi. Nú standi yfir samningaviðræður ráðuneytisins og RÚV um næsta þjónustusamning. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar almenningi til þess að setja í samhengi hvernig RÚV hafi túlkað síðasta þjónustusamning og hvort það standi til að nota áfram skilgreiningu félagsins á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi“. Einnig þurfi að skoða upplýsingarnar til þess að kanna hvort RÚV stundi svokallaða gerviverktöku, þar sem venjulegt launafólk taki á sig skyldur verktaka. Í tilfelli RÚV sé það ekki gert til þess að takmarka kostnað heldur til að uppfylla skilyrði þjónustusamnings við ráðuneytið.<br /> <br /> Þá segir enn fremur að upphafleg fyrirspurn til RÚV hafi verið send í júní 2019. Kærandi hafi verið beðinn um að bíða á meðan upplýsingarnar væru teknar saman en formleg synjun hafi ekki borist fyrr en í lok ágúst. Fyrir utan að óska eftir lista yfir sjálfstæða framleiðendur hafi kærandi einnig óskað eftir tekjum RÚV af sölu sýningaréttar á efni sem framleitt hafi verið af sjálfstæðum framleiðendum árið 2018. RÚV hafi hunsað þennan hluta fyrirspurnarinnar í svari sínu til blaðamanns og í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eigi einnig brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða nýjan tekjustofn RÚV sem lögum samkvæmt eigi einungis að vera fjármagnað með framlögum ríkisins og auglýsingasölu.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa fullyrðingar RÚV um að engir staðlaðir samningsskilmálar séu til. Það sé ekki í samræmi við það sem starfsmaður RÚV hafi sagt við kæranda. Ekki séu samdir nýir skilmálar við hvern einasta samning við sjálfstæðan framleiðanda. Í viðtali við kæranda hafi starfsmaður RÚV viðurkennt að skilmálarnir sem félagið geri við sjálfstæða framleiðendur hafi breyst á árunum milli 2015 og 2018. Kærandi vilji sjá hvernig samningarnir séu orðaðir til þess að unnt sé að upplýsa almenning um hvernig RÚV komi á fót nýjum tekjustofni með tekjum af sölu efnis sem framleitt sé af sjálfstæðum framleiðendum. Varðandi samkeppnissjónarmiðin sem RÚV vísi til í umsögn sinni segir kærandi að RÚV sé í fullkominni yfirburðarstöðu á markaði og eigi í raun enga samkeppnisaðila þegar komi að samningum við sjálfstæða framleiðendur. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. janúar 2019, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til RÚV þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort félagið notaðist við sömu skilmála í samningum við framleiðendur og hvort fyrirliggjandi væri samningur með slíkum skilmálum þar sem eftir atvikum væri unnt að afmá þá samningsskilmála sem ekki teldust staðlaðir í þessum skilningi, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fyrirspurnin var ítrekuð þann 31. janúar 2019. Þar sem svör hafa ekki borist frá RÚV ákvað úrskurðarnefndin að skipta málinu í tvö kærumál þar sem fjallað yrði aðskilið um rétt kæranda til aðgangs að lista yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda, annars vegar og hins vegar um rétt kæranda til aðgangs að stöðluðum samningsskilmálum. Í þessu máli mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að greiðslum til sjálfstæðra framleiðenda á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um að synja beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur félagsins til þeirra vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, gilda upplýsingalögin um starfsemi RÚV.&nbsp;<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman í eitt skjal og að taka þurfi þær saman sérstaklega til að verða við beiðni kæranda. Fyrir liggur að RÚV útbjó skjal með umbeðnum upplýsingum eftir að kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd fram að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. RÚV var því ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman umbeðinn lista. <br /> <br /> Í umsögn RÚV, dags. 15. október 2019, kemur fram að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar um einstaklinga og félög sem RÚV „telur sig“ vita að þau leggist gegn að verði afhent almenningi. Sé það hins vegar mat úrskurðarnefndar að ekkert standi í vegi fyrir birtingu upplýsinganna sé „að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að þær séu birtar“. Í tilefni af þessu tekur Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka sjálfstæða afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. Þar sem listi með umbeðnum upplýsingum var tekinn saman og RÚV hefur tekið afstöðu til þess hvort kærandi hafi átt rétt til aðgangs að upplýsingunum mun úrskurðarnefndin taka til umfjöllunar hvort RÚV hafi leyst réttilega úr beiðni kæranda á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> RÚV vísar til þess að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum þar sem þær varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins, bæði fyrirtækja og einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga hljóðar svo: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptarleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> RÚV er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins en um skyldur, hlutverk og markmið félagsins er fjallað í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013. Félagið er m.a. rekið með framlögum af fjárlögum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt 4. tölul. 3. mgr. laganna skal Ríkisútvarpið sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að framleiða sjálft og í samstarfi við aðra lista- og menningarefni, með sérstakri áherslu á leikið efni, auk þess að endurspegla samtímamenningu þjóðarinnar. Ríkisútvarpið skal vera virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, m.a. með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. <br /> <br /> Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laganna gerir ráðherra samning við Ríkisútvarpið til fjögurra ára í senn. Í samningnum skal nánar kveðið á um markmið, hlutverk, skyldur og umfang starfseminnar samkvæmt 1. og 3. gr. laganna. Í samningi mennta- og menningarmálaráðherra og RÚV um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu 2016-2019, dags. 5. apríl 2016, er sérstaklega kveðið á um kaup af sjálfstæðum framleiðendum. Segir þar að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Á samningstímabilinu skuli Ríkisútvarpið kaupa eða vera meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildarmyndum eða öðru dagskrársefni í miðlum Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið skuli verja til þess að lágmarki 8% af heildartekjum á árinu 2016, 9% árið 2017, 10% árið 2018 og 11% árið 2019. Komi til sérstök fjárframlög frá Alþingi, sbr. 4. tl. 1. mgr. 14. gr. laganna, skuli þau ekki teljast til heildartekna skv. greininni og koma til viðbótar við það framlag sem greinin nefni. Þá segir að verði um frekari slík fjárframlög að ræða skuli þeim varið til kaupa og meðframleiðslu á efni samkvæmt greininni, nema Alþingi ákveði annað. <br /> <br /> Af framangreindum ákvæðum er ljóst að samningar við sjálfstæða framleiðendur er hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað er af opinberu fé. Almenningur hefur af því hagsmuni að geta kynnt sér hvernig RÚV rækir lögbundið hlutverk sitt og hvernig félagið ráðstafar opinberum fjármunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðinn lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra. Í skjalinu koma fram nöfn framleiðenda, ýmist fyrirtækja eða einstaklinga, fjárhæðir greiðslna til þeirra, nöfn keypts dagskrárefnis og tegund þess. Að mati úrskurðarnefndarinnar er þar hvorki að finna upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, né einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Er hér litið til þess að ekki er um neinar þær upplýsingar að ræða sem nefndar eru í dæmaskyni í tilvitnuðum athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, né upplýsingar sambærilegar þeim viðkvæmu upplýsingum sem þar eru nefndar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þótt upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og lögaðila og þar með fjárhagsmálefna þeirra verður ekki talið að einstaka greiðsla til framleiðenda gefi slíka innsýn í fjármál viðkomandi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Með vísan til framangreinds verður hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir RÚV að veita kæranda aðgang að listanum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita kæranda, A, aðgang að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

872/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra um hvort tiltekið mál hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst, með vísan til athugasemda við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingar um hvort slíkt mál hafi verið til meðferðar yrðu felldar undir undanþáguákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á það með embætti ríkislögreglustjóra að kærandi ætti ekki rétt á upplýsingum um það hvort embættið hafi haft slíkt mál til meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 872/2020 í máli nr. ÚNU 19100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. október 2019, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu ríkislögreglustjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum. Málavextir eru þeir að þann 23. september 2019, ritaði kærandi embættinu bréf þar sem fram kom að honum hefði borist ábending um að lögreglustjóri hefði þurft að taka á máli um [...]. Samkvæmt ábendingunni hefði [...]. <br /> <br /> Í kjölfarið óskaði kærandi eftir svörum við því hvort slíkt mál hefði komið á borð ríkislögreglustjóra, ef svo væri hvort um fleiri en eitt tilvik væri að ræða, hvar og hvenær tilvikið hefði átt sér stað, hvort það lægi fyrir hversu umfangsmikil [...] hefði verið og þá [...], hvort farið hefði verið fram á að viðkomandi endurgreiddi söluhagnað og hvaða [...] hefði verið um að ræða. Degi síðar, 24. september 2019, var kæranda svarað þannig að embættið veitti ekki upplýsingar um málefni er varðaði einstaka starfsmenn embættisins. <br /> <br /> Samdægurs svaraði kærandi því að fyrirspurnin lyti að því hvort slíkt mál hefði komið upp en ekki hefði verið óskað eftir því að embættið tjáði sig um málefni einstakra starfsmanna. Þann 1. október 2019, svaraði embætti ríkislögreglustjóra því að beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum væri synjað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en upplýsingarnar lytu að starfssambandi í skilningi ákvæðisins. Þá væri það mat embættisins að ekki væri unnt að veita kæranda aukinn aðgang að upplýsingunum, sbr. 11. gr. laganna. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að óskað sé eftir gögnum með umbeðnum upplýsingum með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá sé óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. október 2019, var kæran kynnt ríkislögreglustjóra og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir afritum af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra, dags. 18. október 2019, kemur fram að kæranda hafi verið synjað um svör við erindinu með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en svör við erindi kæranda feli í sér upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá er vísað til svars embættisins frá 1. október hvað varði rökstuðning fyrir ákvörðun embættisins en um sé að ræða beiðni um upplýsingar er lúti í eðli sínu að starfssambandi. <br /> <h2> Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem geyma upplýsingar um hvort mál vegna [...] hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Embætti ríkislögreglustjóra reisti ákvörðun sína um synjun beiðni um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem beiðnin taki til upplýsinga sem varði starfssamband starfsmanna og embættisins. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að ekki sé óskað eftir upplýsingum um málefni tiltekins starfsmanns heldur aðeins eftir upplýsingum um hvort mál um [...] hafi komið upp. Í því sambandi athugast að upplýsingalög veita rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum, sbr. t.d. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Lögin leggja því skyldu á þá sem undir þau falla að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi fram um regluna: <br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Með vísan til athugasemda við 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að upplýsingar um hvort embættið hafi haft til meðferðar mál vegna [...] embættis ríkislögreglustjóra séu upplýsingar um starfssamband viðkomandi starfsmanns og embættisins í skilningi ákvæðisins. Í ljósi atvika málsins telur úrskurðarnefndin að staðfesting upplýsinga um hvort mál af þeim toga hafi yfir höfuð komið til meðferðar hjá embættinu fela í sér upplýsingar um starfsamband tiltekins starfsmanns. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um synjun beiðni kæranda, A, dags. 23. september 2019, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort til meðferðar hafi verið mál um <span> [...]</span>. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

871/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum rekstrareikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrareikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. Grindavíkurbær afhenti kæranda sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018 en svaraði kæranda því að þær upplýsingar sem hann óskaði eftir væru að öðru leyti ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga staðhæfingu Grindavíkurbæjar í efa. Þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi var málinu vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 871/2020 í máli ÚNU 19080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. ágúst 2019, kærði A afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni hans um aðgang að tilteknum rekstrarreikningum sveitarfélagsins. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2019, óskaði kærandi eftir 1) sundurliðuðum rekstrarreikningi sem tilgreindi tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018, 2) sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár, og 3) sundurliðuðum rekstrarreikningum tekna og gjalda allra þeirra rekstrareininga sem fjármagnaðar væru af þjónustugjöldum og taldir væru upp í ársreikningum Grindavíkurbæjar sömu ár.<br /> <br /> Kæranda var svarað með erindi, dags. 5. júlí 2019, og honum afhentar svonefndar sundurliðunarbækur áranna 2017 og 2018. Í þeim voru upplýsingar um tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits en ekki sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág. Grindavíkurbæ barst erindi frá kæranda, dags. 15. júlí 2019, þar sem ítrekuð var beiðni um sundurliðun rekstrarreiknings vegna geymslusvæðis í Moldarlág árin 2017 og 2018. Vísað var til tiltekinnar reglugerðar um að skylt væri að sundurliða tekjur og gjöld vegna rekstrareininga sem fjármagnaðar væru af þjónustugjöldum. Erindinu var svarað samdægurs og kæranda tjáð að tekjur af geymslusvæði í Moldarlág væru eignatekjur en ekki þjónustutekjur. Þá væri umrædd reglugerð sem kærandi hafði vísað til ekki í gildi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að kærandi fái aðgang að upplýsingum um tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa af einstökum verkefnum árin 2017 og 2018. Í lagaákvæði gjaldskrár fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld Grindavíkurbæjar sé ekki heimild fyrir sameiginlegum rekstrarreikningi skipulags- og byggingarfulltrúa og þaðan af síður að rekstrarreikningur byggingarfulltrúa innihaldi sameiginlegan rekstur annarra embætta. Í kærunni er svo ítrekuð krafa um aðgang að sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis í Moldarlág.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. ágúst 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og því beint til sveitar-félagsins að taka ákvörðun um að afgreiða beiðni kæranda um gögn eins fljótt og því yrði við komið. Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 20. ágúst 2019, kemur fram að erindi kæranda frá 3. júlí 2019 hafi verið svarað 5. júlí. Því eigi kæran ekki við nein rök að styðjast þar sem kæranda hafi ekki á nokkurn hátt verið synjað um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. ágúst 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ítrekun kæru barst úrskurðarnefndinni 29. ágúst 2019 og fylgiskjöl með kærunni bárust 9. september 2019.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. desember 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Grindavíkurbæ á því hvort þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir, þ.e. sundurliðuðum rekstrarreikningum vegna reksturs byggingarfulltrúa og geymslusvæðis í Moldarlág, hefðu verið meðal þeirra upplýsinga sem fram komu í sundurliðunarbókum áranna 2017 og 2018 sem afhentar voru kæranda. Óskaði nefndin jafnframt eftir afritum af sundurliðunarbókunum.<br /> <br /> Í svari Grindavíkurbæjar sem barst samdægurs kom fram að upplýsingar um tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits væri að finna í sundurliðunarbókum áranna 2017 og 2018. Hvað varðaði sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág lægi hún ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Svari Grindavíkurbæjar fylgdi afrit af sundurliðunarbókunum. Í nánari skýringum sveitarfélagsins, dags. 13. desember 2019, kemur fram að sundurliðun bókhalds hjá Grindavíkurbæ sé í samræmi við lagafyrirmæli þar að lútandi, þar sem hvorki sé gert ráð fyrir að skilja þurfi að skipulagsmál og byggingareftirlit, né að sundurliða þurfi þá liði frekar í rekstrarreikningi. Í þeim sundurliðunarbókum sem afhentar hafi verið kæranda og úrskurðarnefndinni séu upplýsingar um þá rekstrarreikninga sem liggi fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum rekstrarreikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. <br /> <br /> Fram hefur komið hjá Grindavíkurbæ að kæranda hafi verið afhentar sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018, sem séu gerðar í tengslum við ársuppgjör bæjarins. Þar sé að finna rekstrarreikning sem sýni tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits. Hins vegar liggi ekki fyrir rekstrarreikningur sem sýni tekjur og gjöld vegna byggingarfulltrúa bæjarins, eins og sér. Þá liggi ekki fyrir sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir liggi ekki fyrir hjá Grindavíkurbæ á því formi sem hann hefur óskað eftir.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Grindavíkurbæ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 1. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

870/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilis ritaði embætti ríkislögmanns í tengslum við dómsmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með embætti ríkislögmanns að umsögnin væri undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var því synjun embættisins staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 870/2020 í máli ÚNU 19070005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. júlí 2019, kærði Jón Sigurðsson lögmaður, f.h. A, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni hans um aðgang að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs ritaði embættinu og varðaði mál og kröfur A gegn íslenska ríkinu og Sólvangi vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hennar sem starfsmanni Sólvangs.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að umsögninni með tölvupósti, dags. 2. júlí 2019. Með tölvupósti, dags. 9. júlí sama ár, var kæranda synjað um afhendingu hennar. Synjunin byggðist á því að þáverandi forstjóri Sólvangs hefði lagst gegn afhendingu umsagnarinnar auk þess sem hún hefði beinlínis verið fengin til nota í dómsmáli. Með tölvupósti, dags. 10. júlí sama ár, var synjunin rökstudd með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en bæði ákvæði hefðu að geyma heimild til að synja um afhendingu bréfaskrifta sem notuð væru í dómsmáli.<br /> <br /> Kærandi byggir á því að embætti ríkislögmanns sé skylt skv. 5. og 14. gr. upplýsingalaga að verða við kröfu kæranda um afhendingu umsagnarinnar. Hann telur að ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga séu undantekningarákvæði sem beri að skýra þröngri lögskýringu. Þegar af þeirri ástæðu skuli synjun kærða felld úr gildi, og vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 797/2019.<br /> <br /> Kærandi bendir á að bæði framangreind lagaákvæði vísi til „bréfaskipta“. Umbeðin umsögn í málinu sé ekki í formi bréfs heldur minnisblaðs. Þegar af þeirri ástæðu sé hugtaksskilyrði ákvæðanna ekki uppfyllt að þessu leyti. Þá telur kærandi fráleitt að líta svo á að þáverandi forstjóri Sólvangs teljist „sérfróður aðili“ þannig að unnt sé að fella umsögnina undir undan-þáguákvæðin, þar sem hann hafi verið í fyrirsvari fyrir þá stofnun sem tók ákvarðanir um framtíð kæranda sem starfsmanns stofnunarinnar. Með tilvísun til sérfróðs aðila sé augljóslega átt við aðila sem veiti sérfræðiráðgjöf eða hafi sérfræðiþekkingu sem nái til málsins sem sé til umfjöllunar. Þá telur kærandi að skilyrði lagaákvæðanna um að bréfaskipti séu „til afnota í dómsmáli“ sé ekki uppfyllt þar sem umsögnin hafi ekki verið lögð fram í dómsmáli og að ekki standi til að hún verði lögð fram. Loks eigi það ekki við sem fram kemur í ákvæðunum um að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta „við athugun á því hvort [dómsmál] skuli höfðað“, enda hafi umsögnin ekki verið samin af slíku tilefni.<br /> <br /> Í kærunni er það gagnrýnt að svo virðist sem það hafi ráðið úrslitum fyrir synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að umsögninni að fyrrverandi forstjóri Sólvangs hafi lagst gegn afhendingu hennar. Það samræmist ekki lögum að slík stjórnvaldsákvörðun sé tekin af aðila sem standi utan stjórnsýslunnar og sé ekki stjórnvald. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. júlí 2019, var kæran kynnt embætti ríkislögmanns og honum veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna. Þá var óskað eftir því að nefndinni yrði afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Var frestur veittur til 2. ágúst sama ár, en framlengdur til 1. september að beiðni embættisins vegna sumarleyfa starfsfólks.<br /> <br /> Málavöxtum er lýst í umsögn embættis ríkislögmanns, dags. 30. ágúst 2019. Kærandi höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hjá hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Eftir þingfestingu málsins fór lögmaður ríkisins þess á leit við Sólvang að veita umsögn um kröfur og málatilbúnað í stefnunni. Slíkur háttur sé ávallt hafður á þegar ríkinu eða stofnunum þess er stefnt fyrir dóm, enda sé það ekki á færi embættis ríkislögmanns að leggja mat á það hvort atvikum sé réttilega lýst í stefnu eða hvort málatilbúnaður stefnanda eigi að öðru leyti við einhver rök að styðjast. Synjun embættisins á beiðni um að afhenda þá umsögn byggðist á því að umsögnin var gagngert unnin vegna dómsmáls sem kærandi hafði þá þegar höfðað gegn íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar.<br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns kemur fram að líklega hefði verið réttara að synja beiðni kæranda um aðgang að umsögninni á grundvelli III. kafla upplýsingalaga, sem lýtur að aðgangi aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. gilda undantekningar 6. gr. upplýsingalaga um slíkan aðgang, þar á meðal 3. tölul. 6. gr. um bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli.<br /> <br /> Að mati embættis ríkislögmanns er umsögn Sólvangs þess eðlis að undanþága 3. tölul. 6. gr. eigi við, enda liggi fyrir að hún hafi verið sérstaklega samin eftir að kærandi höfðaði dómsmál og gagngert rituð að beiðni lögmanns sem starfi við embætti ríkislögmanns. Líta verði svo á að ákvæðið eigi einnig við þegar embætti ríkislögmanns athugar hvort og þá einnig hvernig sé tekið til varna í dómsmáli, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-512/2013. Umsögn Sólvangs um málatilbúnað í stefnu sé nauðsynlegur undanfari þess að lögmanni ríkisins sé unnt að taka afstöðu til þess hvaða kröfum og málsástæðum verði teflt fram í dómsmálinu.<br /> <br /> Sú stranga túlkun sem kærandi leggi í orðin „sérfróðir aðilar“ í ákvæðinu fái ekki staðist, enda samræmist sú túlkun varla hinum skýra löggjafarvilja að ekki eigi að gera greinarmun á hinu opinbera og öðrum aðilum að dómsmáli. Embætti ríkislögmanns og þeir lögmenn sem það fái til að fara með einstök mál, hvort sem þeir starfa við embættið eða utan þess, séu tvímælalaust sérfróðir aðilar í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Vísað er til rits Páls Hreinssonar, Stjórnsýsluréttur – Málsmeðferð, þar sem fram komi að stjórnvöld njóti jafnræðis á við aðra aðila, sem hugsanlega séu að undirbúa málaferli gegn þeim, með því að þurfa ekki að birta bréfaskipti sín við sérfróða aðila sem séu þeim til ráðgjafar við málshöfðun eða rekstur dómsmáls. Ráðherra geti því t.d. leitað ráða hjá embætti ríkislögmanns við athugun á því hvort mál skuli höfðað, án þess að aðila málsins verði veittur aðgangur að bréfum embættisins.<br /> <br /> Ekki verði annað ráðið af lögskýringargögnum en að ákvæðinu sé ætlað að spanna bréfleg samskipti milli stjórnvalds og sérfræðings (þar á meðal lögmanns) þegar mál sé rekið fyrir dómi. Í þeim efnum geti varla skipt máli í hvaða röð bréfaskrif verði þeirra á milli eða hvort aðili dómsmáls krefur gagnaðilann, íslenska ríkið, viðkomandi stofnun eða embætti ríkislögmanns um þær upplýsingar sem undanþegnar eru skv. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn embættis ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. ágúst 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. september 2019, er ítrekað að umrædd umsögn sé ekki hluti af dómsmálinu sem sé rekið milli aðila. Öflun þess sé ekki hluti af dómskjölum málsins, enda hafi það ekki verið lagt fram í dómsmálinu. Öflun þess af hálfu embættis ríkislögmanns sé óformlegs eðlis og byggist ekki að því er virðist á sérstakri lagaheimild. Þá sé umsögnin ekki hluti af málflutningi í málinu. Kærandi hafnar því að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi við, þar sem forstjóri Sólvangs geti ekki talist vera sérfróður aðili í skilningi laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan og lögskýringargögnum eigi ákvæðið við um sérfróða aðila og ráðgjafa, utanaðkomandi, sem veiti stjórnvaldi sérfræðiráðgjöf, t.d. aðkeypta ráðgjöf endurskoðanda eða lögmanns um sértækt mat á ágreiningsefni dómsmáls. Forstjóri stofnunar, sem umsagnaraðili til embættis ríkislögmanns, geti aldrei talist slíkur aðili.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögn hjúkrunarheimilisins Sólvangs, sem rituð var af þáverandi forstjóra stofnunarinnar í tilefni af málshöfðun A gegn íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hennar sem starfsmanni hjúkrunarheimilisins. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnarinnar aflað af hálfu embættis ríkislögmanns í nóvember 2018, eftir að málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.<br /> <br /> Synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda byggir einkum á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum skv. 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-512/2013.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi: „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 828/2019. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns er sá háttur ávallt hafður á að óska eftir umsögn viðkomandi stjórnvalds um kröfur og málatilbúnað sem sett eru fram í stefnu, enda sé það ekki á færi ríkislögmanns, lögmanna sem starfa við embættið eða lögmanna utan embættisins, að leggja mat á það hvort atvikum sé réttilega lýst í stefnu eða hvort málatilbúnaður í stefnu að öðru leyti eigi við rök að styðjast. Styðst það jafnframt við það sem fram kemur í leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019 um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, sjá kafla 3.4 á bls. 7.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá umsögn sem aflað var frá Sólvangi. Nefndin hefur ekki ástæðu til að draga í efa að hennar hafi verið aflað í tilefni af málshöfðun A gegn ríkinu, sbr. umsögn embættis ríkislögmanns. Ekki er talið tilefni til að skýra orðalag 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga með svo þröngum hætti að umbeðið minnisblað falli ekki undir hugtakið bréfaskipti; að mati nefndarinnar er augljóst að beiðni embættis ríkislögmanns um umsögn vegna málshöfðunarinnar og umsögn Sólvangs sem barst í kjölfarið teljast til bréfaskipta. Hvað varðar þá röksemd kæranda að önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt, s.s. að umbeðin gögn geti ekki talist vera „til afnota í dómsmáli“ eða að þeirra hafi verið aflað „við athugun á því hvort [dómsmál] skuli höfðað“, vísast til athugasemda við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum um að ákvæðið beri að skýra með þeim hætti að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Þótt bréfaskipti við sérfróða aðila séu ekki lögð fram í dómsmáli þýðir það ekki að þau séu þannig ekki lengur undirorpin 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja kæranda um aðgang að umsögn Sólvangs vegna málshöfðunar A gegn ríkinu.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun embættis ríkislögmanns, dags. 9. júlí 2019, á beiðni Jóns Sigurðssonar lögmanns, f.h. A, um aðgang að umsögn Sólvangs vegna málshöfðunar A gegn íslenska ríkinu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>&nbsp;</p> <p> Sigríður Árnadóttir<span style="background-color: #000000;"></span></p>

869/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu en kæranda var synjað um aðgang að skýrslunni annars vegar með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, og hins vegar þess að í skýrslunni kæmu fram viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga til þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. Var því ekki fallist á að skýrslan væri undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Nefndin féllst hins vegar á að Vestmannaeyjabæ væri óheimilt að veita aðgang að hluta upplýsinganna vegna 9. gr. upplýsingalaga en sveitarfélaginu var gert að veita kæranda aðgang að skýrslunni að undanskildum tilteknum upplýsingum sem felldar yrðu undir undanþáguákvæðið, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.

<h1><span style="color: #000000;">Úrskurður</span></h1> <p><span style="color: #000000;">Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð&nbsp;nr. 869/2020 í máli ÚNU 19060004.</span></p> <h2><span style="color: #000000;">Kæra og málsatvik</span></h2> <p><span style="color: #000000;">Með erindi, dags. 4. júní 2019, kærði A synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Vestmannaeyjabæjar, dags. 16. apríl 2019, óskaði kærandi aðgangs að skýrslum yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja um barnaverndarmál til Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands árið 2018. Beiðninni synjaði Vestmannaeyjabær með bréfi, dags. 9. maí 2019, á þeim grundvelli að skýrslurnar innihéldu persónuupplýsingar sem flokkist undir trúnaðarmál og því væri ekki hægt að afhenda þær. Í kæru er farið fram á að persónulegar upplýsingar verði fjarlægðar úr skýrslunum og þær afhentar kæranda.<br /> <br /> </span></p> <h2><span style="color: #000000;">Málsmeðferð</span></h2> <p><span style="color: #000000;">Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 14. júní 2019, og bænum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 1. júlí 2019, kemur fram að skýrslurnar séu vinnugögn sem eingöngu hafi verið afhent eftirlitsaðilum, Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands, á grundvelli lagaskyldu. Slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti. Mistök hafi valdið því að kærandi hafi ekki verið upplýstur um þetta í upphafi.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin frekari skýringa varðandi þá lagaskyldu sem Vestmannaeyjabær vísaði til í umsögn sinni. Jafnframt var ítrekuð sú ósk að nefndinni yrðu afhent afrit af umbeðnum gögnum enda væri það nauðsynlegt svo nefndin gæti sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. júlí 2019, kom fram að skýrslurnar hefðu verið afhentar Barnaverndarstofu á grundvelli 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sveitarfélagið tók fram að þó ekki kæmu fram nöfn eða kennitölur einstaklinga væru málin fá og hægt að persónugreina aðila s.s. vegna aldurs, búsetu, þungunar, fötlunar, fósturvistunar, vistunar á Stuðlum (neyðarvistunar) o.s.frv. Samfélagið væri lítið og Vestmannaeyjabær vildi forðast að hægt væri að rekja mál til tiltekinna einstaklinga. <br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. júlí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> </span></p> <h2><span style="color: #000000;">Niðurstaða<br /> 1.</span></h2> <p><span style="color: #000000;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til þess að í skýrslunni kæmu fram persónuupplýsingar sem væru trúnaðarmál. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar er einnig bent á að gögnin séu vinnugögn sem hafi verið afhent Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands á grundvelli lagaskyldu. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið skýrsluna sem ber heitið „Samtölublað um mál sem barnaverndarnefnd og starfsmenn höfðu til umfjöllunar árið 2018“. Um er að ræða eyðublað frá Barnaverndarstofu sem fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja (barnaverndarnefnd) hefur fyllt út. Eyðublaðið er liður í eftirliti Barnaverndarstofu með barnaverndarnefndum, sbr. 1. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en samkvæmt ákvæðinu skulu barnaverndarnefndir fyrir 1. maí ár hvert senda Barnaverndarstofu skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Í henni skulu m.a. vera upplýsingar um fjölda mála sem nefndirnar hafa haft til meðferðar á tímabilinu, hvers eðlis þau eru og um lyktir þeirra. Í skýrslunni eru skráðar upplýsingar um tilkynningar sem bárust viðkomandi barnaverndarnefnd, tölulegar upplýsingar um kannanir hennar á aðstæðum barna og þungaðra kvenna og ráðstafanir og úrræði sem nefndin hefur beitt. Þá eru skráðar upplýsingar um leyfisveitingar nefndarinnar, bakgrunnsupplýsingar um foreldra og börn sem nefndin hefur haft aðkomu að, s.s. aldur, kyn, fötlun og þjóðerni. Að lokum koma þar fram upplýsingar um starfsemi viðkomandi barnaverndarnefndar á árinu, þ.e. stöðu mála við árslok, fjölda funda, fjölda starfsmanna og almennar athugasemdir varðandi starfsemi nefndarinnar og skýrsluna sjálfa.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir skýrslan ekki það skilyrði 1. máls. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vera undirbúningsgagn í reynd. Ekki er um að ræða upplýsingar sem varða undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls heldur geymir skýrslan tölulegar upplýsingar um þau mál sem barnaverndarnefnd Vestmannaeyjabæjar var með til meðferðar árið 2018. Þar af leiðandi er ekki unnt að líta á skýrsluna sem vinnugagn í skilningi upplýsingalaga og verður því ekki fallist á að Vestmannaeyjabæ sé heimilt að synja kæranda um aðgang að skýrslunni á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </span></p> <h2><span style="color: #000000;">2.</span></h2> <p><span style="color: #000000;">Vestmannaeyjabær byggir ákvörðun sína um að synja beiðni kæranda að skýrslunni einnig á því að í henni komi fram persónuupplýsingar sem séu trúnaðarmál. <br /> <br /> Þegar ákvörðun Vestmannaeyjabæjar var tekin, í maí 2019, hljóðaði þagnarskylduákvæði 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga svo: „Allir þeir sem vinna að barnavernd skulu gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af.“ Með 23. tölul. 5. gr. laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda) nr. 71/2019, sem tóku gildi 5. júlí 2019, var reglunni breytt og hljóðar hún nú svo: „Allir þeir sem vinna að barnavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.“ Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. nr. 71/2019 kemur meðal annars fram að markmið frumvarpsins sé ekki að auka við þagnarskyldu eða leggja á frekari þagnarskyldu. Með frumvarpinu sé fyrst og fremst stefnt að því að þagnarskyldureglur verði skýrari, samræmdari og einfaldari. <br /> <br /> Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í 9 töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi.<br /> <br /> Samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga nær þagnarskylda til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Fram kemur að undir ákvæðið falli ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríki um, en farið skuli að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess sé óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. tölul. 1. mgr. 42. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir orðrétt: <br /> <br /> „Ákvæði 8. tölul. 1. mgr. endurspegla 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þegar þagnarskylduákvæði um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ef telja verður að upplýsingar séu það viðkvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna kemur til greina að fella þær undir þagnarskyldu. Þannig er meginþorri upplýsinga sem snertir heilsuhagi nafngreindra einstaklinga háðar þagnarskyldu. Upplýsingar um grun eða vitneskju um sjúkdóma manna, svo og upplýsingar um önnur tengd einkamálefni sem finna má í læknisvottorðum og öðrum gögnum sem tilheyra sjúkraskrá almennt eru þannig almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama gildir almennt um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína. Þá eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, forsjá eða umgengni við börn almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama á við um mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga. Þá geta fjárhagsmálefni einstaklinga verið háð þagnarskyldu mæli lög ekki fyrir á annan veg. Þannig er t.d. óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum í skattamálum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í 1. málsl. 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 38/1993, kemur fram að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar séu á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar séu þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.<br /> <br /> Í athugasemdum við 2. mgr. 43. gr. segir eftirfarandi um ákvæðið: <br /> <br /> „Ákvæðum þagnarskyldureglna er ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um nafngreinda einstaklinga eða lögaðila sem hinar þagnarskyldu upplýsingar varða. Ef t.d. upplýsingar um einkamálefni einstaklinga eru í tölfræðilegu formi þar sem nafnleyndar er gætt og persónugreinanlegar upplýsingar að öðru leyti ekki veittar, auk þess sem úrtakið er nægilega stórt þannig að ekki er hægt að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir, er heimilt að birta slíkar upplýsingar almenningi. Regla af þessum toga er áréttuð í 4. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, en þar kemur fram að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu megi veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.“<br /> <br /> Eins og fram kemur í athugasemdum við 8. tölul. 1. mgr. 42. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, sem og mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga almennt háðar þagnarskyldu. Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellt upplýsingar um slík málefni undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. A-182/2004, 590/2015 og 849/2019. Aftur á móti er heimilt að veita tölulegar upplýsingar um slík mál enda sé ekki hægt að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við mat á því hvort unnt sé að persónugreina einstaklinga út frá tölulegum upplýsingum þarf að hafa í huga stærð þess hóps sem tölurnar endurspegla. Samkvæmt þjóðskrá var 4.301 skráður til heimilis í Vestmannaeyjum 1. janúar 2019, þar af 984 undir 18 ára aldri. <br /> <br /> Sem fyrr segir geymir skýrsla fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu einkum tölulegar upplýsingar, svo sem um fjölda mála, heildarfjölda tilkynninga, ástæður tilkynninga, heildarfjölda barna og þungraðra kvenna þar sem ákveðið var að hefja könnun á grundvelli 21. gr. barnverndarlaga vegna tilkynninga, heildarfjölda þeirra sem gripið var til úrræða gagnvart, bakgrunnsupplýsingar þeirra sem höfð voru afskipti af og upplýsingar um starfshætti barnaverndarnefndarinnar árið 2018. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða ekki dregnar ályktanir af þessum upplýsingum um hagi einstakra barna eða foreldra sem barnaverndarnefnd hafði afskipti af þannig að unnt sé að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir. Þetta sjónarmið á þó ekki við um tölulegar upplýsingar um heildarfjölda barna/fjölskyldna þar sem stuðningsúrræðum var beitt utan heimilis og upplýsingar um bakgrunn þeirra sem höfð voru afskipti af og athugasemdir barnaverndarnefndarinnar við skýrsluna. Telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar kunni með tilliti til upplýsinga um auðkenni á borð við aldur barna, staðsetningu þeirra og eftir atvikum annarra atriða að leiða til þess að viðkomandi aðilar barnaverndarmáls verði persónugreindir með beinum eða óbeinum hætti, sjá hér til hliðsjónar ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður Vestmannaeyjabæ gert að veita kæranda aðgang að skýrslu fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu fyrir árið 2018 en þó skal afmá upplýsingar sem fram koma undir tölul. 12 á bls. 6, tölul. 29-33 á bls. 14-15 og tölul. 41 á bls. 17.<br /> <br /> </span></p> <h2><span style="color: #000000;">Úrskurðarorð:</span></h2> <p> Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda kæranda, A, skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu um mál sem barnaverndarnefnd og starfsmenn höfðu til umfjöllunar árið 2018.</p> <p>Þó er sveitarfélaginu skylt að afmá eftirfarandi atriði úr skýrslunni:</p> <p>Afmá skal upplýsingar undir tölul. 12.</p> <p>Afmá skal upplýsingar undir tölul. 29-33.</p> <p>Afmá skal upplýsingar undir tölul. 41.</p> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <p><span style="color: #000000;">&nbsp;</span></p> <p><span style="color: #000000;">Sigríður Árnadóttir</span></p>

867/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. Ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að afmá þyrfti hluta upplýsinganna úr fundargerðunum með hliðsjón af 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð fundargerðanna gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins var því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 867/2020 í máli ÚNU 19120016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. desember 2019, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um fundargerðir stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. <br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kæranda var send fjármála- og efnahagsráðuneytinu með tölvupósti, dags. 26. september 2019. Í svari ráðuneytisins, dags. 1. október 2019, kom fram að með hliðsjón af umfangi vinnu við meðferð beiðninnar og vinnuálagi væri gert ráð fyrir því að svör myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. nóvember 2019. Í kæru segir að þann 15. nóvember 2019 hafi ráðuneytið tilkynnt kæranda að svar myndi liggja fyrir innan þriggja vikna. Að þremur vikum liðnum, þann 9. desember 2019, hafi kærandi ítrekað beiðnina. Ráðuneytið hafi svarað því þann 10. desember 2019 að ekki hafi tekist að afgreiða fyrirspurnina og að ráð væri gert fyrir að það yrði gert í síðasta lagi 20. desember 2019. <br /> <br /> Þann 10. desember 2019 kærði kærandi afgreiðslutöf ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 18. desember 2019 tók fjármála- og efnahagsráðuneytið ákvörðun þar sem kæranda var synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að of mikinn tíma tæki að afgreiða hana, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að undir upplýsingabeiðnina falli samtals 41 fundargerð, auk fylgiskjala. Allar fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Sumar hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga og/eða upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Upplýsingum af framangreindu tagi sé ýmist skylt að takmarka aðgang almennings að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, eða heimilt að takmarka aðgang almennings að, sbr. 10. gr. laganna. Fram kemur að eigi takmarkanir af framangreindum toga við um hluta skjals geti verið skylt að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það ákvæði kalli á að hvert skjal sé gaumgæft og vinna lögð í að afmá þær upplýsingar sem óheimilt sé að láta af hendi vegna einkahagsmuna eða sem rétt sé að halda eftir vegna almannahagsmuna. <br /> <br /> Í bréfinu segir að samkvæmt áætlun ráðuneytisins myndi það útheimta a.m.k. 25 klukkustunda vinnu að yfirfara og fella brott upplýsingar, og eftir atvikum krefjast samskipta við einkaaðila skv. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, ef skjölin yrðu afhent að hluta í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Slík afgreiðsla beiðninnar myndi koma niður á öðrum lögbundnum störfum ráðuneytisins. Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé gert ráð fyrir að upplýsingabeiðni kunni að vera hafnað ef „meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni“. Ráðuneytinu sé samkvæmt framansögðu ekki fært að verða við upplýsingabeiðninni og henni verði því synjað í heild sinni með vísan til nefnds ákvæðis. Jafnframt sé það bráðabirgðamat ráðuneytisins að upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti séu svo stór hluti af hverri fundargerð að áskilnaður 3. mgr. 5. gr. laganna, um aðgang að hluta skjals, eigi ekki við. Þá sé ekki tilhlýðilegt að veita ríkari aðgang, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna.<br /> <br /> Í kæru er vakin athygli á því að 41 virkur dagur sé frá 27. september til 15. nóvember og að skv. nýrri 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga myndist sjálfkrafa kæruréttur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafi beiðni um afhendingu gagna ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá því að hún barst. Þótt afgreiðsla ráðuneytisins liggi strangt til tekið fyrir telji kærandi ljóst að hugur ráðuneytisins standi til þess að reyna að komast hjá því að afhenda umbeðin gögn. Af þeim sökum sé ítrekað dregið að leggja af stað í þá vinnu að afmá upplýsingar sem ráðuneytið telji nauðsynlegt að afmá. Kærandi telji því fyrirséð að verði hin kærða ákvörðun felld úr gildi myndi það taka minnst 30 virka daga að fá afstöðu ráðuneytisins og þar með gögnin afhent. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem ráðuneytið tæki þá afstöðu en hið sama hafi verið gert í tilfelli gagna kjararáðs. Þá hafi ráðuneytið neitað að afhenda fundargerðir lengra aftur í tímann en til ársins 2015 þar sem of tímafrekt væri að afmá upplýsingar úr þeim. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að í sérstökum athugasemdum við 13. gr., í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum, segi að með greininni sé einungis ætlunin að bregðast við tilvikum þar sem beiðni sé ekki sinnt með neinu móti. Í máli því sem hér um ræði liggi fyrir takmörkuð viðbrögð af hálfu ráðuneytisins. Vissulega hafi borist svör og tímafrestir verið gefnir en ítrekað hafi ekki verið staðið við þá og sé viðbúið að slíkt muni halda áfram. Af þeim sökum telji kærandi rétt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið strax til efnismeðferðar og úrskurði um aðgang. Til vara gerir kærandi þá kröfu að ákvörðunin verði felld úr gildi og málinu vísað til ráðuneytisins á ný til löglegrar meðferðar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 20. desember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. janúar 2020, segir m.a. að ákvæði 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga eigi aðeins við ef stjórnvald hafi ekki sinnt upplýsingabeiðni með neinu móti. Í málinu liggi hins vegar fyrir að upplýsingabeiðni kæranda hafi verið afgreidd. Ljóst sé, með vísan til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 72/2019, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál beri að fella málið niður eða kveða upp úrskurð um frávísun málsins þar sem upplýsingabeiðni kæranda hafi verið afgreidd. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að lítið svigrúm sé hjá þeim starfsmönnum sem hafi með málefni Lindarhvols ehf. að gera til þess að taka jafn umfangsmikla beiðni og hér um ræði til meðferðar. Sú forskoðun á beiðninni sem fram hafi farið í aðdraganda svars ráðuneytisins hafi þegar komið niður á öðrum lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. Af þeim sökum hafi ráðuneytið hafnað beiðninni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Umfang upplýsingabeiðni kæranda sé slíkt að vinna við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum ráðuneytisins til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla beiðninnar útheimti í það minnsta 25 klukkustunda vinnu til viðbótar. Starfsskipulag og verkaskipting ráðuneytisins geri ráð fyrir því að hver starfsmaður sinni fullu starfi og hafi samanlagður fjöldi starfsmanna ekkert með starfssvið og verkefnaálag starfmanna að gera, líkt og gefið sé í skyn í kærunni. <br /> <br /> Fram kemur að upplýsingarnar í fundargerðunum, sem ekki sé heimilt eða unnt að láta af hendi skv. 9. og 10. gr. upplýsingalaga, skiptist í grófum dráttum í eftirfarandi flokka: <br /> <br /> 1. Gögn er varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Megi þar nefnda upplýsingar sem tengist fjárhagsstöðu og úrvinnslu skulda, meðferð fullnustueigna og öðrum réttarágreiningi o.fl. Um sé að ræða upplýsingar sem væru til þess fallnar að skaða hagsmuni þeirra aðila ef þær yrðu gerðar opinberar og að mati ráðuneytisins vegi þau sjónarmið þyngra en almennt upplýsingagildi gagnvart almenningi. <br /> 2. Gögn sem varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Megi þar nefna upplýsingar sem tengist réttarágreiningi, stöðu slitabúa og virðismati á eignum, sem myndu hafa verulega skaðleg áhrif á hagsmuni ríkissjóðs ef þær yrðu gerðar opinberar. <br /> <br /> Að lokum segir að í ljósi þess að kærandi byggi aðallega á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga en til vara á því að afgreiðsla ráðuneytisins verði felld úr gildi sé það mat ráðuneytisins að fella eigi málið niður hjá nefndinni eða vísa málinu frá. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 23. janúar 2020, ítrekar hann kröfu sína um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið til efnismeðferðar og úrskurði um aðgang. Hann telji kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um frávísun málsins ekki eiga við enda hafi kæra í málinu verið send nefndinni eftir að afstaða ráðuneytisins lá fyrir. Kærandi neiti því að trúa að 25 stunda vinna sé slík að ráðuneytinu yrði ógerlegt að sinna öðrum lögbundnum verkefnum. Það tæki einn starfsmann þrjá daga að afgreiða málið, tvo starfsmenn einn og hálfan dag o.s.frv. Vissulega myndi það tefja önnur verkefni sem því næmi en því fari fjarri að umfang beiðninnar sé slíkt að það myndi lama ráðuneytið.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Í kæru óskar kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um rétt hans til aðgangs að gögnunum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið á aðeins við ef beiðni hefur ekki verið afgreidd en fyrir liggur að beiðni kæranda var afgreidd og honum synjað um aðgang að gögnum. Verður því leyst úr málinu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki það langan tíma að það kæmi niður á öðrum lögbundnum störfum ráðuneytisins yrði hún tekin til meðferðar, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hluti upplýsinganna sem fram komi í fundargerðunum varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, einkamálefni einstaklinga og/eða upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sem ýmist óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða heimilt að takmarka aðgang að, sbr. 10. gr. laganna. Til þess að geta afhent fundargerðirnar þyrfti ráðuneytið fyrst að yfirfara þær og fella brott ofangreindar upplýsingar. Ráðuneytið áætlaði að vinna við það tæki um 25 klukkustundir. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. – 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir jafnframt að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd ítrekað kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þegar horft er til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið af hálfu ráðuneytisins í samskiptum við þess við úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur nefndin ekki fallist að yfirferð á fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018 taki svo mikinn tíma að undantekningarákvæðið eigi við. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í ljósi þess langa tíma sem leið frá því að upphafleg beiðni kæranda var send ráðuneytinu og þar til ráðuneytið synjaði beiðninni, leggur úrskurðarnefndin áherslu á að málsmeðferð verði hraðað eftir föngum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni, A, blaðamanns hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

866/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar og skoðunarskýrslum stofnunarinnar vegna eftirlitsferða við langreyðaveiðar. Synjunin byggðist á því að stór hluti þess sem fram kæmi í gögnunum fæli í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðja aðila, sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar hins vegar ekki verða felldar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga og var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 866/2020 í máli ÚNU 19050026. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. maí 2019, kærði A lögmaður ákvörðun Fiskistofu um synjun beiðni um annars vegar aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018 og hins vegar skoðunarskýrslum Fiskistofu vegna eftirlitsferða við langreyðarveiðar veiðitímabilið 2018.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 24. október 2018, að Fiskistofa veitti aðgang að gögnunum. Með bréfi, dags. 24. apríl 2019, synjaði Fiskistofa beiðni um tilkynningarnar að fullu en skoðunarskýrslur að hluta. Varðandi tilkynningar um veiðarnar tekur Fiskistofa fram að um sé að ræða 146 útfyllt eyðublöð sem hafi borist Fiskistofu frá Hval hf. Eyðublað vegna tilkynninganna sé aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Tilkynningunum sé skilað til eftirlitsstjórnvalds samkvæmt skilyrðum í leyfi viðkomandi aðila til veiði á langreyði árin 2014-2018, sbr. 2. gr. leyfisins. Að mati Fiskistofu geti upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ í tilkynningunum, falið í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Beiðninni hafi verið synjað á grundvelli ákvæðisins með hliðsjón af hagsmunum Hvals hf. Þá segir í svarbréfinu að almennt sé miðað við að ef þær upplýsingar sem halda beri eftir komi fram í meira en helmingi skjals þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu hafi Fiskistofa synjað beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018 með vísan til 9. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Varðandi gátlista vegna langreyðarveiða og leyfisbréf tekur Fiskistofa fram að gátlistarnir séu útfylltir af veiðieftirlitsmönnum Fiskistofu í eftirlitsferðum með skipum í eigu Hvals hf. Fiskistofa afhendi gagnið að hluta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem Fiskistofa telji óheimilt að afhenda úr gátlistunum komi fram í dálkinum „athugasemdir“ og varði dag- og tímasetningu veiða, veiðisvæðið, nr. langreyðar og aflífunarbúnað. Fiskistofa telji þó heimilt að veita aðgang að síðustu setningunni í dálkinum. Vísað er til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að rökstuðning skorti fyrir ákvörðun Fiskistofu. Hvergi komi fram í ákvörðuninni hvaða upplýsingar í gögnunum eigi að fara leynt vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna Hvals hf., af hverju um viðkvæmar upplýsingar sé að ræða né hvernig þær geti valdið Hval hf. tjóni. Þá telur kærandi ólíklegt að allt það sem fram komi undir kaflaheitinu „staðsetning þegar dýr næst“ njóti sérstakrar verndar. Kærandi segir erfitt að fallast á að þau atriði sem um ræði feli raunverulega í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Bent er á í þessu samhengi að Hvalur hf. hafi frá upphafi verið eina félagið sem stundi langreyðarveiðar við Íslandsstrendur og eigi samkeppnissjónarmið því ekki við hvað viðskiptahagsmuni varði. Auk þess verði að líta sérstaklega til hagsmuna almennings af því að fá að kynna sér upplýsingarnar. Vísað er til ákvæðis 1. mgr. 21. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 varðandi aflífun dýra og 2. gr. laganna um að þau nái einnig til dýrafóstra. Almenningur hafi á undanförnum mánuðum verið upplýstur með ljósmyndum um vafaatriði varðandi það að hvalir og hvalafóstur séu drepin í samræmi við framangreind ákvæði. Í ljósi vafaatriða um dýravelferð og áhuga almennings á málinu verði að telja að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar verði gerði opinberar vegi þyngra en hagsmunir Hvals hf. af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. maí 2019, var kæran kynnt Fiskistofu og henni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun stofnunarinnar. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 11. júní 2019, segir m.a. að beiðninni hafi verið synjað í kjölfar mats á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lagt hafi verið mat á hagsmuni þess fyrirtækis sem gögnin varði til afhendingar þeirra og hafi það haft vægi við mat Fiskistofu um afhendingu gagnanna. Fiskistofa telji að við matið sé einnig rétt að taka mið af því hvort upplýsingarnar stafi frá stjórnvaldi og hvort þær stafi frá aðila sem sæti opinberu eftirliti.<br /> <br /> Fram kemur að fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ falli undir 9. gr. upplýsingalaga en ekki að Fiskistofu hafi verið heimilt að synja um aðgang að gagninu í heild sinni samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þá beri stofnunin fyrir sig 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Ljóst sé að það krefjist töluverðar vinnu að afmá úr 146 tilkynningum upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“. Þá segir að Fiskistofa hafi afhent eyðublaðið „Tilkynning um veidda langreyði“ þar sem fram komi hvaða upplýsingar séu undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“. Hvað varði gátlistann þá hafi upplýsingarnar, sem finna megi í dálkinum „athugasemdir“, verið tilgreindar í ákvörðun Fiskistofu, þ.e. dag- og tímasetning veiða, veiðisvæðið, nr. langreyðar og aflífunarbúnaður. Við mat á því hvort upplýsingarnar falli undir 9. gr. upplýsingalaga hafi verið litið til þess að sá sem upplýsingarnar varða hafi ekki stöðu aðila í máli, gögnunum sé skilað til eftirlitsstjórnvalds samkvæmt skilyrðum í leyfi viðkomandi eða gögnin útbúin í tengslum við eftirlit með viðkomandi. Af þeirri ástæðu telji Fiskistofa að mat þess aðila sem gögnin varði um að afhending þeirra hafi áhrif á mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess, vegi þungt. Fiskistofa telji sér ekki stætt á að fara gegn því mati við afgreiðslu málsins nema augljóst sé að upplýsingarnar sem gögnin geymi geti ekki varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi. <br /> <br /> Meðfylgjandi umsögn Fiskistofu voru bréf Hvals ehf. til stofnunarinnar vegna upplýsingabeiðninnar, dags. 26. febrúar, 28. febrúar og 21. mars og 16. apríl 2019. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 26. febrúar 2019, segir að upplýsingar um fjölda veiddra dýra hafi verið tíundaðar í fjölmiðlum og jafnframt birst á heimasíðu Hvals hf. Hvalur hf. geri ekki athugasemdir við að Fiskistofa staðfesti þær upplýsingar og jafnframt að veiðarnar hafi farið fram í einu og öllu eftir þeim reglum sem um þær gildi, svo sem gátlistar Fiskistofu beri með sér. Fram kemur að ef veittur verði aðgangur að gátlistunum telji Hvalur hf. að undanskilja beri það sem fram komi undir yfirskriftinni „athugasemdir“. Félagið líti svo á að þær upplýsingar sem þar komi fram séu einkamálefni sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Auk þess séu villur í athugasemdunum á einstaka gátlista. Vísað er til þess að í reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar sé ekki tilgreint að skrá skuli slíkar upplýsingar. Þá er tekið fram að félagið hafi ekki áður séð gátlista Fiskistofu og hafi félagið ekki haft vitund um tilvist þeirra. Hvorki í reglugerð nr. 414/2009 né reglugerð nr. 469/2012 sé kveðið á um slíka upplýsingagjöf. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 28. febrúar 2019, segir m.a. að félagið samþykki ekki að tilkynningar þess til Fiskistofu verði afhentar en félagið líti svo á að gögnin séu undanþegin upplýsingaskyldu skv. 9. gr. laganna. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 21. mars 2019, segir m.a. að félagið ítreki að það samþykki ekki að gögn um veiðar þess verði afhentar. Upplýsingar sem komi fram í tilkynningum og gátlistum, t.d. undir yfirskriftinni „athugasemdir“, séu úr afladagbókum eða séu ígildi þeirra. Um afladagbækur gildi reglugerð nr. 746/2006 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Þar sé kveðið á um í 2. gr. að trúnaður skuli ríkja um það sem skráð sé í afladagbækur. Um efni afladagbóka gildi því sérstök regla um þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar er fram koma í afladagbókum. Því sé ljóst að efni þeirra sé talið viðkvæmt og því sé ekki rétt að afhenda slíkar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 16. apríl 2019, segir m.a. að synja beri um aðgang að gögnunum í heild sinni. Í öllu falli beri að undanskilja það sem fram komi undir yfirskriftinni „athugasemdir“. Um sé að ræða upplýsingar sem fram komi í afladagbókum eða ígildi þeirra og sem þagnarskylda ríki um samkvæmt reglugerð nr. 746/2006 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Þá séu upplýsingarnar þess eðlis að mikilvægara sé fyrir félagið að þær fari leynt heldur en veittur sé aðgangur að þeim enda varði þær ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna. Hvalur hf. hafi mikla hagsmuni af því að upplýsingarnar sem þar fram komi fari leynt. Upplýsingarnar varði atriði sem séu viðkvæm í augum marga og geti opinberun þeirra verið til þess fallin að hafa með óréttmætum hætti skaðleg áhrif á ímynd félagsins og viðskiptahagsmuni. Þá séu villur í einstaka gátlistum en afhending slíkra rangfærslna sé til þess fallin að skapa umræðu sem ekki eigi rétt á sér. Það geti haft slæm áhrif á rekstur Hvals hf. Í bréfinu segir einnig að undanskilja beri það sem fram komi undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Sömu rök og rakin hafi verið varðandi afladagbækur og ígildi þeirra eigi við um upplýsingarnar. Þá kemur fram að umbjóðendur kæranda hafi ítrekað sett fram upplýsingar er varði félagið og starfsmenn þess, með villandi hætti í heilsíðuauglýsingum í dagblöðum. Framsetning upplýsinganna virðist miða að því að draga sem neikvæðasta mynd af félaginu og starfsmönnum þess.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. júní 2019, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fiskistofu. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2019, er því m.a. mótmælt að mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Hvals ehf. komi í veg fyrir að gögnin verði afhent, sérstakleg með vísan til þess að Hvalur hf. hafi haft einokunarstöðu við langreyðarveiðar hérlendis allt frá setningu hvalveiðilaga nr. 26/1949. Þá verði engar langreyðarveiðar stundaðar hérlendis sumarið 2019 sem geri hagsmunina enn óljósari. Hvað varði tilvísun Hvals hf. til þess að á stöku stað megi finna villur í einstaka gátlista sé unnt að koma leiðréttingum á framfæri. Kærandi bendir einnig á að ekki sé auðséð að trúnaðarskylda ákvæðis reglugerðar nr. 746/2006 eigi við í málinu þar sem reglugerðin varði veiðar íslenskra fiskiskipa skv. 1. gr. en ekki hvalveiðar. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar að 146 tilkynningum Hvals ehf. til Fiskistofu um veiddar langreyðar og hins vegar upplýsingum sem afmáðar voru úr gátlistum vegna eftirlits stofnunarinnar með langreyðarveiðum. <br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. Við mat á efni gagnanna hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig haft hliðsjón af því að um er að ræða upplýsingar sem orðið hafa til vegna eftirlits stjórnvalds á leyfisskyldri starfsemi.<br /> <h2>2.</h2> Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að 146 tilkynningum um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018. Ákvörðunin var rökstudd þannig að upplýsingar undir titlinum „staðsetning þegar dýr næst“ væru viðkvæmar viðskiptaupplýsingar Hvals hf. sem stofnuninni væri óheimilt að veita aðgang að. Vísað er til þess að Hvalur hf. telji upplýsingarnar varða viðskiptahagsmuni félagsins og að þær lúti þagnarskyldu sem fram komi í afladagbókum eða ígildi þeirra og sem þagnarskylda ríki um samkvæmt reglugerð nr. 746/2016 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. <br /> <br /> Undir dálkinum „staðsetning þegar dýr næst“ í tilkynningunum koma fram upplýsingar um breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr er veitt, einkennisnúmer dýrs og hvers kyns það er. Þá kemur fram lengd dýrs í fetum og hvort merki sé um mjólk í júgrum í tilfelli veiddra kvendýra. Einnig koma fram upplýsingar um framleiðsluár skutulsprengja.<br /> <br /> Í reglugerð nr. 746/2016 um afladagbækur segir að allir skipstjórar íslenskra fiskiskipa sem stundi veiðar í atvinnuskyni skuli halda sérstakar afladagbækur. Skulu upplýsingar úr afladagbókum vera trúnaðarmál milli Hafrannsóknarstofnunarinnar, Fiskistofu og Landhelgisgæslu og skipstjóra, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar. Í 6. gr. reglugerðarinnar kemur fram hvaða upplýsingar skylt sé að skrá í afladagbækur. Skal þar m.a. skrá nafn skips, skipaskrárnúmer og kallmerki, staðarákvörðun (breidd og lengd), tíma þegar veiðarfæri er sett í sjó og afla eftir magni og tegundum. <br /> <br /> Ekki er skylt að skrá upplýsingar um einkennisnúmer dýrs, lengd þess og kyn í afladagbók. Kemur því ekki til skoðunar hvort framangreint reglugerðarákvæði eigi við um upplýsingarnar. Að mati nefndarinnar er vandséð hvernig viðskiptahagsmunir Hvals hf. geti skaðast verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingunum enda lúta þeir að ástandi veidds dýrs en ekki að rekstri félagsins eða viðskiptum þess að öðru leyti. Það sama á við upplýsingar um framleiðsluár skutulsprengja. Ekki verður séð að veiting upplýsinganna geti skaðað viðskiptahagsmuni Hvals hf. Þá telur úrskurðarnefndin ekki unnt að fella upplýsingar um staðsetningu þegar dýr næst, þ.e. breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr er veitt, undir þagnarskyldureglu 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016.<br /> <br /> Jafnvel þótt skylt sé að skrá sömu upplýsingar í afladagbækur og að þagnarskylda ríki um þær upplýsingar sem þar séu skráðar þá verður ekki hjá því litið að hér er um að ræða tilkynningar til Fiskistofu en ekki skráningu í afladagbók. Ekki er því hægt að líta svo á að ákvæði reglugerðarinnar gildi almennt um þær upplýsingar sem skylt er að skrá í afladagbók heldur aðeins um efni dagbókanna sjálfra. Að öðrum kosti ríkti þagnarskylda um nafn skips og skráningarnúmer þess, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Kemur því til mats hvort upplýsingarnar varði virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hvals hf. þannig að hætta sé á því að hagsmunirnir verði fyrir tjóni verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingunum. <br /> <br /> Við það mat verður að líta til þess að Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar við Íslandsstrendur. Er því ekki hætta á því að aðgangur almennings að upplýsingunum hafi áhrif á samkeppnisrekstur Hvals hf. Þá verður ekki séð að önnur rök standi til þess að viðskiptahagsmunir Hvals hf. skaðist af því að almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingum um hvar tiltekið dýr hafi verið veitt. Með vísan til þessa fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og þær verði af þeim sökum felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að tilkynningunum. <br /> <br /> Fiskistofa synjaði kæranda einnig um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru undir dálkinum „athugasemdir“ á gátlistum vegna langreyðarveiða sem byggður er á reglugerðum nr. 163/1973, 414/2009 og leyfisbréfi. Upplýsingarnar sem Fiskistofa afmáði varða nákvæma tíma- og dagsetningu veiða á dýri, einkennisnúmer dýrs, breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr var veitt og hvaða aflífunarbúnaður var notaður. Rökin að baki ákvörðun Fiskistofu voru þau sömu og varðandi aðgang að tilkynningum um veiddar langreyðar, að um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni Hvals sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og að upplýsingar væru þær sömu og þagnarskylda ríkti um samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016 um afladagbækur. <br /> <br /> Með vísan til fyrri umfjöllunar um þagnarskylduákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016, er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar verði ekki felldar undir ákvæðið. Þá hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um tíma- og dagsetningu veiða á dýri, einkennisnúmer dýrs og breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr var veitt, verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Það er einnig mat nefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að fjárhags- og viðskiptahagsmunir Hvals hf. geti skaðast verði almenningi veittur aðgangur að því hvaða veiðarfæri voru notuð. Er þá einnig litið til þess að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig hvalveiðar fara fram. Með vísan til framangreinds verður Fiskistofu gert að veita kæranda aðgang að gátlistunum án útstrikana. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fiskistofu er skylt að veita kæranda, A, lögmanni, aðgang að tilkynningum Hvals hf. til Fiskistofu um veidda langreyði árið 2018 og gátlistum vegna langreyðarveiða fyrir sama ár. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

865/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að farmskrá ferjunnar og upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu. Að því er varðaði farmskrána vísaði Herjólfur til þess að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins. Væri því óheimilt að veita aðgang að henni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig var vísað til samkeppnishagsmuna Herjólfs ohf. Að mati úrskurðarnefndarinnar fól farmskráin ekki í sér slíkar upplýsingar og var félaginu gert að afhenda skrána. Hvað varðar umsækjendur um störf er ekki skylt að veita aðgang að slíkum upplýsingum hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum. Úrskurðarnefndin staðfesti því þann hluta ákvörðunar Herjólfs ohf.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 865/2020 í máli ÚNU 19050019. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. maí 2019, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 29. apríl 2019 óskaði kærandi eftir annars vegar nöfnum umsækjenda í fastar stöður í vaktavinnu og sumarafleysingar hjá Herjólfi og hins vegar farmskrá Herjólfs „það sem af er árs 2019.“ Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 6. maí 2019, en þar segir að félagið muni ekki verða við beiðninni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ofh. með bréfi, dags. 30. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar sem og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 19. ágúst 2019, kemur fram að Herjólfur sé opinbert hlutafélag að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Vísað er til þess að í 7. gr. upplýsingalaga sé fjallað um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til. Þá er vísað til þess að í 1. mgr. 7. gr. segi að sá réttur taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Einnig að fram komi í 2. mgr. að varðandi opinbera starfsmenn sé skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Það ákvæði eigi hins vegar ekki við um Herjólf ohf. enda starfi þar ekki opinberir starfsmenn. Að lokum er vísað til 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segi að veita beri almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra, sbr. 1. tölulið ákvæðisins en í samræmi við það muni kærandi fá aðgang að yfirliti yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Umsögninni fylgdi nafnalisti starfsmanna Herjólfs, dags 25. júlí 2019.<br /> <br /> Varðandi farmskrá Herjólfs segir í umsögninni að fjölmiðlar séu reglulega upplýstir um farþegafjölda hvers mánaðar. Meðfylgjandi umsögninni voru afrit af fréttum um farþegafjölda Herjólfs sem birtust á vefmiðlinum „Eyjar.net“ dagana 12. júní, 2. júlí og 8. ágúst 2019. Varðandi nánari upplýsingar úr farmskránni vísaði Herjólfur til 9. gr. upplýsingalaga eða mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá kom fram að Herjólfur teldi sér hvorki skylt né heimilt að afhenda nánari upplýsingar, þ.e. viðskiptalegar upplýsingar sem varði einstaklinga og einkaaðila í rekstri.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. september 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. september, ítrekaði kærandi ósk sína um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 9. desember 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði látið í té afrit af farmskrá félagsins fyrir umbeðið tímabil, með vísan í 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í svari Herjólfs til úrskurðarnefndarinnar, 10. desember 2019, kemur fram að að öllu jöfnu birtist upplýsingar um farþegaflutninga hvers mánaðar í fjölmiðlum, aðrir farmflutningar hafi ekki birst enda ríki samkeppni á þeim markaði sem sé fákeppismarkaður og auðvelt sé fyrir flutningsaðila í Vestmannaeyjum að lesa í flutninga allra aðila sem flytji frakt með félaginu til og frá Vestmannaeyjum. Af þeim sökum telji félagið sér ekki skylt að birta eða veita þriðja aðila slíkar upplýsingar enda tilheyri þær ekki „upplýsingum í almannaþágu“. Meðfylgjandi var afrit af farmskrá Herjólfs sem afhent var úrskurðarnefndinni í trúnaði.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um fastar stöður í vaktavinnu og sumarafleysingar hjá Herjólfi ohf. og farmskrá félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 29. apríl 2019. <br /> <br /> Herjólfur er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur starfs hjá stjórnvöldum. Því er staðfest ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá félaginu. <br /> <h2>2.</h2> Synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um farmskrá félagsins er byggð á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. <br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af farmskrá Herjólfs fyrir tímabilið mars til nóvember 2019 en félagið tók til starfa í mars 2019. Í farmskránni eru sundurliðaðar upplýsingar um fjölda farþega, tegund farmiða (s.s. almennt fargjald, barnafargjald, fargjald eldri borgara o.s.frv.), upplýsingar um búsetu farþega (þ.e. fjöldi farþega með lögheimili í Vestmannaeyjum), ásamt upplýsingum um fjölda, og tegund þeirra farartækja sem flutt eru með ferjunni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur farmskráin ekki í sér upplýsingar um atvinnu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu félagsins eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Í farmskránni eru einungis tölur um fjölda farþega og farartækja. Þar er hvergi að finna viðkvæmar upplýsingar um viðskipti Herjólfs, s.s. sérstaka afslætti eða viðskiptasambönd. Þá eru þar engar viðkvæmar persónuupplýsingar um farþega. Við mat á því hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar í farmskránni lúti leynd, sbr. 9. gr. upplýsingalaga er einnig litið til þess að rekstur Herjólfs felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Félagið nýtur styrkja frá hinu opinbera í samræmi við 22. gr. vegalaga nr. 80/2007, samgönguáætlun og reglugerðir sem um félagið gilda, enda kemur Vestmannaeyjaferjan í stað vegasambands á milli lands og Eyja og gegnir hún þannig hlutverki almenningssamgangna að hluta til. Að þessu virtu verður aðgangur að farmskránni ekki takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Í umsögn Herjólfs er einnig vísað til samkeppnishagsmuna félagsins af því að farmskráin sé ekki gerð opinber, þ.e. að samkeppni sé um farmflutninga til og frá Vestmannaeyjum og að samkeppnisaðilar Herjólfs geti nýtt sér upplýsingarnar með einhverjum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 844/2019, 813/2019, 764/2018, 762/2018 og A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs var það ekki rökstutt sérstaklega með hvaða hætti birting upplýsinganna gæti gagnast samkeppnisaðilum eða skaðað samkeppnisstöðu Herjólfs. Tekið skal fram að hluti upplýsinganna, heildarfjöldi farþega og farartækja, er birtur mánaðarlega í fjölmiðlum. Jafnvel þótt fallist væri á að upplýsingar í farmskrá teldust varða samkeppnisrekstur félagsins, t.d. með tilliti til flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum, er að mati úrskurðarnefndarinnar vandséð að umræddar upplýsingar varði svo verulega hagsmuni félagsins að það réttlæti takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli almannahagsmuna, sbr. þriðja skilyrðið fyrir beitingu 4. tölul. 10. gr. upplýsinga sem fjallað var um hér að framan. Því verður Herjólfi ohf. gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Herjólfi ohf. er skylt að veita A aðgang að farmskrá Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 29. apríl 2019.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags 23. apríl 2019, um synjun beiðni A um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í störf hjá félaginu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

864/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru fyrir Isavia ohf. Synjunin var aðallega byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. að minnisblöðin fælu í sér lögfræðilega álitsgerð sem hefði verið tekin saman í tengslum við dómsmál. Að mati úrskurðarnefndarinnar báru minnisblöðin með sér að þeirra hefði verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Var synjunin því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 864/2020 í máli ÚNU 19050014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Isavia ohf. um synjun beiðni um gögn. Málavextir eru þeir að með erindi, dags. 20. apríl 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum sem nefnd væru undir lið 3.2. og 3.3. á stjórnarfundi nr. 138/2018, dags. 28. september 2018. Um væri að ræða gögnin „Samantekt um ríkisaðstoð og stöðvunarheimild – minnisblöð frá ytri lögfræðingum og greiðsluáætlun WOW Air“. Isavia ohf. synjaði beiðninni 7. maí 2019 með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samdægurs óskaði kærandi eftir upplýsingum um fyrir hvaða dómsmál minnisblaðið um ríkisaðstoð hefði verið tekið saman. Hinn 13. maí 2019 svaraði Isavia ohf. því að minnisblaðið hefði verið tekið saman í tilefni dómsmáls á milli félagsins og ALC vegna kyrrsetningar flugvélar. Tekið er fram að ákvæði 3. tölul. 6. gr. taki einnig til þeirrar stöðu þegar til athugunar er hvort höfða eigi mál. <br /> <br /> Í kæru segir kærandi það ekki stemma að skjalsins hafi verið aflað gagngert til afnota í dómsmáli sem höfðað hafi verið rúmlega hálfu ári eftir að skjalið var lagt fyrir stjórnarfund. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. maí 2019, var kæran kynnt Isavia ohf. og félaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun félagsins. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 31. maí 2019, kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að tveimur minnisblöðum, annars vegar minnisblaði um reglur um ríkisstyrki og hins vegar minnisblaði um 1. mgr. 36. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Minnisblöðin hafi verið lögð fram á stjórnarfundi félagsins. Við úrlausn málsins verði að líta til aðdraganda og áhrifa þess að minnisblöðin voru útbúin og jafnframt til þeirra áhrifa sem ákvarðanir á grundvelli minnisblaðsins höfðu. Þá verði að horfa til skýringa við ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt þeim sé nægjanlegt að aðeins sé möguleiki á að aðila verði stefnt. Tilgangur reglunnar sé að tryggja rétt þeirra sem falli undir upplýsingalög til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Túlka beri ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera og þeir aðilar sem falli undir upplýsingalög standi ekki, vegna upplýsingalaga, höllum fæti í dómsmálum. Reglan sem sé sambærileg við reglu stjórnsýslulaga sé sett til að stjórnvöld og aðrir sem falli undir upplýsingalög njóti jafnræðis á við aðra aðila, sem hugsanlega séu að undirbúa málaferli gegn þeim, með því að þurfa ekki að birta bréfaskipti sín við sérfróða aðila sem séu þeim til ráðgjafar við málshöfðun eða rekstur dómsmáls. Ljóst sé að samkvæmt ákvæðinu þurfi dómsmál ekki að hafa verið höfðað áður en að gagnanna hafi verið aflað og ekki sé tiltekinn ákveðinn hámarkstími sem þurfi að líða frá því að upplýsinganna hafi verið aflað þar til dómsmál sé höfðað. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að aðdragandi þess að minnisblöðin hafi verið útbúin sé sá að stjórn félagsins hafi staðið frammi fyrir ákvörðunum er tengdust rekstri félagsins og viðskiptavinum þess. Hafi verið viðbúið að sú ákvörðun, sem staðið hafi verið frammi fyrir, myndi enda hjá dómstólum, sem hún hafi gert. Vegna þessa hafi félagið óskað eftir sérfræðiáliti á því hvernig félagið gæti brugðist við og hvaða varnir það gæti haft uppi í deilum um heimild félagsins til að veita greiðslufrest og beita stöðvunarheimild. Ekki sé um meðferð almennra mála hjá félaginu að ræða heldur verði að telja að um afar einstakt mál hafi verið að ræða, þ.e. aðdraganda að falli WOW Air og kyrrsetninguna sem farið hafi fram í kjölfarið. Líkt og sjá megi af fundargerðum stjórnar hafi ýmsar vangaveltur verið í gangi á þessum tíma, óvíst hafi verið hvort og þá hvenær WOW Air færi í þrot eða hvernig haga bæri starfseminni fram að þeim tíma. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í minnisblaðinu um kyrrsetningarheimild loftferðalaga sé bæði að finna álit lögmanns um veikleika heimildarinnar auk rökstuðnings fyrir beitingu hennar. Þá sé ljóst að málaferli hafi hafist eftir að Isavia ohf. óskaði eftir minnisblöðunum og sé þar að finna hluta af málatilbúnaði félagsins. Mjög slæmt og óeðlilegt væri að vegna yfirstandandi dómsmáls þyrfti annar málsaðila að þola það að varnir hans yrðu gerðar opinberar.<br /> <br /> Að lokum kemur fram að í minnisblöðunum sé að finna upplýsingar sem takmarkanir gildi um vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna Isavia ohf. Ákvarðanir stjórnar Isavia ohf. hafi verið teknar með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi og verði félagið fyrir tjóni ef gögnin yrðu birt almenningi. Fyrirtæki í almennum rekstri verði að geta tekið ákvarðanir án þess að allar forsendur séu birtar. Viðskiptalegar ákvarðanir hafi verið teknar á grundvelli minnisblaðanna en þar sé að finna forsendur sem byggt hafi verið á við ákvörðun innheimtu og gjaldtöku.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. maí 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Isavia ohf. Athugasemdir kæranda bárust sama dag. Kærandi telur ekki rétt að skjölin hafi verið tekin saman gagngert í tengslum við dómsmál. Á fundi stjórnar nr. 135/2018 þann 23. ágúst 2018, komi fram í fundargerð að stjórnarmaður hafi spurst fyrir um hvernig félagið gæti tryggt greiðslur frá flugrekendum sem kæmust í vanskil við félagið. Upplýst var að ríkar heimildir væru til að tryggja greiðslu gjalda sem fallið hefðu til hjá flugrekandanum, t.d. með því að stöðva loftfar. Óskað hefði verið eftir skriflegri greinargerð um slíkar heimildir.<br /> <br /> Kærandi mótmælir þeirri fullyrðingu Isavia ohf. að viðbúið hafi verið að málið myndi enda fyrir dómstólum enda hafi ekkert legið fyrir um það í ágúst 2018 hvort WOW Air færi í þrot eður ei. Hið sama gildi um fullyrðingu félagsins um að því hafi verið fyllilega ljóst að þær ákvarðanir sem yrðu teknar á þessum tímapunkti myndu leiða til málshöfðunar. Skilyrðið um að skjalanna hafi verið aflað „gagngert í þessu skyni“ sé því einfaldlega ekki uppfyllt sama hvað hafi gerst síðast meir. Þá segir að þótt skjölin hafi síðar meir komið að notum við rekstur dómsmálsins þá geti það ekki þýtt að skjalið sé undanþegið afhendingarskyldu. Væri fallist á slíkt myndu stjórnvöld og opinber hlutafélög einfaldlega skutla óþægilegum skjölum inn í hin ýmsu dómsmál til að komast hjá því að afhenda þau. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. desember 2019, óskaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum um fyrir hvaða dómsmál Isavia ohf. aflaði álitsgerðar um reglur um ríkisaðstoð. Með bréfi, dags. 30. desember 2019, svaraði Isavia ohf. því að álitsgerðarinnar hefði verið aflað vegna þeirra mála sem rekin voru í Héraðsdómi Reykjaness, Landsrétti og Hæstarétti gegn ALC á árinu 2019 og jafnframt í máli gegn ríkinu og ALC sem þingfest yrði 9. janúar 2020 í Héraðsdómi Reykjavíkur.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að tveimur minnisblöðum sem geyma lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir Isavia ohf. Annars vegar er um að ræða minnisblað, dags. 26. september 2018, um það hvort greiðslufrestur á gjöldum flugrekanda geti talist ríkisstyrkur í skilningi 61. gr. EES-samningsins og hins vegar minnisblað um stöðvunarheimildir ákvæðis 1. mgr. 136. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 og hvort ákvæðinu verði beitt við greiðslustöðvun eða gjaldþrot flugrekanda. <br /> <br /> Ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðunum er aðallega reist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ákvæðinu er kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 4. gr. laga nr. 72/2019. Regluna var einnig að finna í eldri upplýsingalögum nr. 50/1996.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 140/2012 er tekið fram að að baki undanþágunni búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Beri að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 var orðalagi ákvæðisins breytt. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til breytingalaganna segir m.a. að í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera sé útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þyki rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítrekað er að áfram sé gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngt. <br /> <br /> Isavia ohf. gaf þær skýringar 30. desember 2019 að félagið hefði aflað álitsgerðanna vegna málareksturs vegna aðdraganda að falli og falls WOW Air, bæði vegna þeirra mála sem hafi verið rekin í Héraðsdómi Reykjaness, Landsrétti og Hæstarétti gegn ALC árið 2019 og jafnframt í máli gegn ríkinu og ALC sem þingfest yrði 9. janúar 2020 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir að álitsgerðirnar geymi fremur almenna umfjöllun um réttarreglur, annars vegar reglur á sviði Evrópuréttar um ríkisstyrki og hins vegar um tiltekið ákvæði loftferðalaga, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Isavia ohf. að félagið hafi aflað álitsgerðanna til að kanna réttarstöðu sína í tengslum við réttarágreining eða til undirbúnings dómsmáls. Ekki skiptir máli í því samhengi að dómsmál hafi ekki verið höfðað á þeim tíma þegar minnisblöðin voru útbúin. Að mati nefndarinnar bera minnisblöðin í það minnsta nægilega með sér að þeirra hafi verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Er þá einnig litið til þeirra aðstæðna sem í stefndi á þeim tíma þegar minnisblaðanna var aflað. Þá telur nefndin rétt að benda á að samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga fellur heimild stjórnvalds, til að takmarka aðgang almennings að gögnum sem aflað er í tilefni af meðferð dómsmáls, ekki niður þegar dómsmálinu lýkur heldur þegar átta ár eru liðin frá því að umrædd gögn urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðunum tveimur. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði um reglur um ríkisstyrki og minnisblaði um 1. mgr. 136. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, bæði dagsett 26. september 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

863/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni um gögn varðandi tiltekinn einstakling. Fram kom að gögnin hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn og væru því ekki fyrirliggjandi hjá þjónustumiðstöðinni. Málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 863/2020 í máli ÚNU 19040017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2019, kærðu Kærleikssamtökin f.h. A töf þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á afgreiðslu beiðni þeirra um gögn er vörðuðu A. Með kærunni fylgdi erindi samtakanna til þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 19. nóvember 2018, þar sem óskað var eftir gögnunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. apríl 2019, var kæran kynnt þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og því beint til þjónustumiðstöðvarinnar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið.<br /> <br /> Í erindi þjónustumiðstöðvarinnar til Kærleikssamtakanna, dags. 10. maí 2019, kom fram að öll gögn er vörðuðu A hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015. Engin gögn lægju því fyrir um hann í þjónustumiðstöðinni eða öðrum þjónustumiðstöðvum Reykja-víkurborgar. Í erindi Kærleikssamtakanna til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. maí 2019, kemur fram að þjónustufulltrúi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hafi tjáð fulltrúa samtakanna þegar hann mætti í afgreiðslu þjónustumiðstöðvarinnar í nóvember 2018 að fáein skjöl sem vörðuðu A lægju fyrir þar. Samtökin drægju því í efa skýringar þjónustumiðstöðvarinnar um að gögn um A hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði nánari skýringa frá þjónustumiðstöðinni með tölvupósti, dags. 6. desember 2019. Í svari þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 17. desember sama ár, kemur fram að svar miðstöðvarinnar í erindinu frá 10. maí standi. Þjónustufulltrúi hafi vissulega tjáð full¬trúa Kærleikssamtakanna að A ætti mál hjá miðstöðinni í málaskrá hennar. Hins vegar hefðu öll gögn sannarlega verið flutt á Borgarskjalasafn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Í málinu hefur þjónustumiðstöðin gefið þær skýringar, bæði til kæranda og úrskurðarnefndarinnar, að ekki liggi fyrir gögn um A hjá þjónustumiðstöðinni þar sem þau hafi verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu þjónustumiðstöðvarinnar í efa.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Kærleikssamtakanna, dags. 9. apríl 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

862/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

Kærð var synjun RARIK ohf. á beiðni um gögn er varða jarðhitaboranir í Hornafirði. Synjunin byggði á því að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem óheimilt væri að afhenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. RARIK ohf. var gert að afhenda samning við landeigendur um jarðhitaréttindi, þar sem samningurinn innihélt ákvæði um þinglýsingu, einnig skýrslu Íslenskra orkurannsókna, þar sem stofnunin samþykkti afhendingu skýrslunnar. Að öðru leyti var synjun RARIK ohf. staðfest á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 862/2020 í máli ÚNU 18070011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. júlí 2018, kærði A, f.h. Stapa ehf., ákvörðun RARIK ohf. um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi jarðhitaboranir á Hornafirði. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Stapi ehf. hafi með bréfi til RARIK ohf., dags. 21. mars 2018, óskað eftir upplýsingum um fjóra þætti. Í fyrsta lagi um kostnað vegna kaupa á jarðhitaréttindum, rannsókna, borana og prófana á borholum við Hoffell og Miðfell í Nesjum á Hornafirði frá árinu 2006 til og með árinu 2018. Í öðru lagi um kostnað vegna hönnunar veitunnar, umhverfismats og áætlaðan sundurliðaðan kostnað við dælustöðvar, stofnæð og dreifikerfi veitunnar. Í þriðja lagi var óskað eftir aðgangi að öllum skýrslum og mælingum sem unnar hefðu verið fyrir RARIK ohf. á árunum 2011-2018 og verksamningum sem RARIK ohf. hefði gert við ráðgjafa og verktaka vegna verkefnisins. Í fjórða lagi var óskað eftir upplýsingum um borkostnað og borholurannsóknir, auk upplýsinga um dýpi holanna. <br /> <br /> RARIK ohf. svaraði beiðninni með bréfi, dags. 6. júlí 2018. Þá voru flest umbeðin gögn afhent kæranda. Kæranda var þó synjað um aðgang að samningi um kaup á jarðhitaréttindum, verksamningum við ráðgjafa og verktaka vegna jarðhitaverkefna við Hoffell og skýrslu ÍSOR vegna borholanna. Varðandi samning um kaup á jarðhitaréttindum vísaði RARIK ohf. til þess að um væri að ræða einkaréttarlegan samning með upplýsingum um fjárhagsmálefni einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Varðandi verksamninga RARIK ohf. við ráðgjafa og verktaka var vísað til þess að um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni þeirra fyrirtækja sem samið var við og væri því ekki veittur aðgangur að þeim með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. ágúst 2018, var kæran kynnt RARIK ohf. og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn RARIK ohf., dags. 24. ágúst 2018, er ítrekað að upplýsingarnar varði einkahagsmuni og séu undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga. Annars vegar varði upplýsingarnar fjárhagsmálefni einstaklings, sem eðlilegt og rétt þyki að leynt fari, og hins vegar fjárhagsupplýsingar fyrirtækja, sem geti valdið viðkomandi fyrirtækjum tjóni, einkum með hliðsjón af samkeppnisstöðu þeirra. Það sé afstaða RARIK ohf. að afhending gagnanna geti haft afleiðingar fyrir samningsaðila fyrirtækisins sem það vilji ekki bera ábyrgð á. <br /> <br /> Samhliða umsögninni afhenti RARIK ohf. úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Um er að ræða einn samning og samningsviðauka milli RARIK ohf. og landeigenda við Hornafjörð, tíu verksamninga RARIK ohf. við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og níu verksamninga RARIK ohf. við Íslenskar orkurannsóknir (hér eftir ÍSOR), ásamt skýrslu sem ÍSOR vann fyrir RARIK ohf. <br /> <br /> Umsögn RARIK ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. ágúst 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdunum segist kærandi ekki gera kröfu um aðgang að viðkvæmum viðskiptalegum upplýsingum. Kærandi telur að því verði ekki af sanngirni haldið fram að ÍSOR njóti ekki ríkisstyrkja og ívilnana beint af fjárlögum. Það komi í raunar skýrt fram í ríkisreikningi um rekstur ÍSOR, sem fylgir athugasemdum kæranda, og í töflu og á línuriti sem kærandi tók saman um rekstur ÍSOR, sem einnig er meðfylgjandi. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 21. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu ÍSOR og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Var þess óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin yrði afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ÍSOR annars vegar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. hins vegar. <br /> <br /> Í svarbréfi Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., dags. 28. nóvember 2019, kemur fram að félagið hafi gert 10 verksamninga við RARIK ohf. vegna jarðhitaverkefna við Hoffell en um sé að ræða samninga gerða á tímabilinu frá 10. september 2014 til 27. apríl 2018. Félagið telji ljóst að í samningunum sé að finna upplýsingar er varði mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í samningunum sé að finna upplýsingar um einingaverð félagsins, verðmæti bora og annarra tækja í eigu þess og verktryggingar auk upplýsinga um verkáætlanir og aðferðir félagsins við borun. Félagið telji að það sé til þess fallið að valda félaginu tjóni verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingum í samningnum enda myndi það skaða samkeppnishæfi þess. Um sé að ræða mikilvægar upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál þess. Vísað er til þess að í fylgiskjölum við samninginn sé að finna ítarlegar verkáætlanir og aðferðir félagsins við framkvæmd þeirra verka sem samið var um. Upplýsingar um aðferðir félagsins séu ekki opinberar upplýsingar heldur viðskiptaleyndarmál í þess eigu. Samkeppnisaðili geti tekið upplýsingar um aðferðir félagsins, verkaáætlanir, kostnaðaráætlanir, einingaverð og ábyrgðir og nýtt þær upplýsingar í tilboðsgerð í verk í samkeppni við félagið. Í fylgiskjölunum sé einnig að finna kostnaðaráætlanir og upplýsingar um ábyrgðir vegna verkanna. Þessi ákvæði séu nátengd og veiti þau þeim sem lesi mikilvægar upplýsingar um útreikninga félagsins við gerð tilboða í verk. Kostnaðaráætlanir séu mjög ítarlegar og í þeim felist mjög viðkvæmar upplýsingar fyrir félagið. Þá kemur fram að í a.m.k. einum samningi sé aðferð félagsins við framkvæmd verks lýst. Það verk hafi ekki áður verið leyst af hendi með sama hætti og hafi félagið lagt mikla vinnu í undirbúning verkáætlunar vegna þess. Aðferðirnar og verkáætlunin séu því viðskiptaleyndarmál félagsins. Með vísan til framangreinds telji félagið óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í bréfi ÍSOR, dags. 2. desember 2019, segir m.a. að það séu almennt samkeppnishagsmunir stofnunarinnar jafnt sem annarra aðila í samkeppnisrekstri, hvort heldur þeir séu í eigu opinberra aðila eða einkaaðila, að þurfa ekki á grundvelli upplýsingalaga að sæta því að almenningi, og þar með samkeppnisaðilum þeirra, séu veittar upplýsingar um viðskiptasamninga. Slík upplýsingagjöf sé að jafnaði til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu. Óháð einstökum efnisatriðum samninga sem séu viðskiptalegs eðlis, sem iðulega hafi að geyma mikilsverðar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni, séu slíkir samningar jafnan verðmæti í sjálfu sér. Það kosti viðkomandi samningsaðila vinnu og útgjöld, jafnvel í formi aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, að undirbúa og gera einstaka samninga, allt frá frumdrögum þeirra til endanlegrar útgáfu, en hún verði ekki til fyrr en eftir að aðilar hafi tekist á um form og efnisskipan samninganna og náð að semja sig að niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir báða. ÍSOR og aðrar stofnanir eða fyrirtæki í samkeppnisrekstri eigi ekki að þurfa að sæta því að samkeppnisaðilar þeirra eigi kröfu til þess að fá afhentar umorðalaust upplýsingar og verðmæti sem liggi í slíkum hugverkum, sem samkeppnisaðilar geti svo nýtt í sinni samningagerð. ÍSOR telur að allir þeir samningar sem taldir séu upp í bréfi úrskurðarnefndarinnar, varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar. Samningarnir hafi hver um sig að geyma margvíslegar upplýsingar sem stofnunin telji geta skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu hennar ef látnar yrðu í té og sé sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt vegna starfsemi ÍSOR í samkeppni við aðra. Í því sambandi er sérstaklega nefnt að samningarnir hafi allir að geyma nákvæmar skilgreiningar á þeirri þjónustu sem veitt skuli og inntaki hennar, verkframkvæmd og framgangi verks og ítarlega sundurliðaðar upplýsingar um eininga- og heildarverð útseldrar þjónustu og samsetningu hennar í hverju tilviki. <br /> <br /> Hvað varðar skýrslu ÍSOR þá hafi hún að geyma niðurstöður rannsókna og mælinga í tengslum við tiltekna holu sem RARIK ohf. hafi látið bora. Skýrslan sé flokkuð sem „opin“ sem feli í sér að öllum sé heimill aðgangur að efni hennar svo lengi sem verkkaupi, í þessu tilviki RARIK ohf., samþykki. Hagmunir ÍSOR standi því þannig ekki í vegi að skýrslan verði afhent.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. desember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu RARIK ohf. til þess að skýrslan „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015, yrði gerð opinber. Með tölvupósti, dags. 7. janúar 2020, lýsti RARIK ohf. því yfir að fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við að kærandi fengi aðgang að skýrslunni. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum RARIK ohf. um jarðboranir í Hornafirði. RARIK ohf. er opinbert hlutafélag um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins sem stofnað var með lögum nr. 25/2006. Fellur starfsemi þess því undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. <br /> <br /> Í málinu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu „Samningur um jarðhitaréttindi við landeigendur í Hornafirði“, dags. 20. janúar 2013. <br /> <br /> RARIK ohf. synjaði kæranda um aðgang að skjalinu með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem upplýsingar í því varði fjárhagsmálefni einstaklinga sem eðlilegt og rétt þyki að leynt fari. <br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. <br /> <br /> Í 2. mgr. 11. gr. samningsins er kveðið á um að honum skuli þinglýsa sem kvöð um eignarrétt/nýtingarrétt á jarðhitaréttindum á eignarhluta seljanda. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. reglugerðar um þinglýsingar nr. 405/2008, sem sett er með stoð í 1. mgr. 53. gr. laga nr. 39/1978, skal almenningur hafa aðgang að þinglýsingabókum og afritum þinglýstra skjala tiltekinna eigna í þeim tilgangi að kynna sér efni þeirra, eftir nánari ákvörðun viðkomandi þinglýsingarstjóra. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar getur sérhver fengið, gegn greiðslu endurritskostnaðar, staðfest ljósrit (endurrit) af því sem greinir í þinglýsingabókum og ljósrit af þinglýstum skjölum. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að með samningsákvæðinu um þinglýsingu samningsins hafi samningsaðilar ákveðið að samningurinn skuli vera aðgengilegur almenningi. Með vísan til þessa verður RARIK ohf. gert að veita kæranda aðgang að samningnum. <br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um aðgang að tíu verksamningum RARIK ohf. við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. vegna borunar eftir heitu vatni á tilteknum jörðum í Hornafirði. Samningarnir eru frá árunum 2014-2018.<br /> <br /> Ákvörðun RARIK ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum var reist á því að samningarnir geymdu upplýsingar um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. sem óheimilt sé að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið verksamninga RARIK ohf. og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. og fylgiskjöl með þeim. Samningarnir innihalda upplýsingar um verklýsingar, greiðslur, verktíma, ákvæði um undirverktaka og tryggingar. Upplýsingar um verklýsingar varða framkvæmd verksins og er þar tiltekið hvaða tæki verði notuð. Í fylgigögnum koma fram nánari lýsingar á tæknilegum hliðum viðkomandi verkefna, frá verkkaupa, sem og tilboð og verk- og kostnaðaráætlanir frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur vafalaust að upplýsingar um verklýsingar, greiðslur og kostnaðaráætlanir sem fram koma í samningunum varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. en um er að ræða tiltölulega nýlega samninga. Fyrir liggur að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. leggst gegn því að aðgangur verði veittur að samningnum vegna viðskiptahagsmuna þess, sbr. bréf félagsins til nefndarinnar, dags. 28. nóvember 2019. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. af því að upplýsingar í samningunum fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér efni þeirra og að RARIK ohf. sé því óheimilt að veita almenningi aðgang að samningunum, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða upplýsingar um viðskipti lögaðila í opinberri eigu við einkaaðila um framkvæmd verks. Upplýsingarnar varða því ekki ráðstöfun opinbers fjár. Þá er það mat nefndarinnar að trúnaðarupplýsingar komi það víða fram í samningunum og fylgiskjölum þess að ekki sé unnt að veita aðgang að öðrum hlutum samninganna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun RARIK ohf. um að synja kæranda um aðgang að samningunum. <br /> <h2>3. </h2> Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015, sem ÍSOR vann fyrir RARIK ohf. Skýrslan geymir niðurstöður rannsókna og mælinga í tengslum við tiltekna holu sem RARIK ohf. lét bora. Með bréfi, dags. 2. desember 2019 lýsti ÍSOR því yfir að stofnunin flokkaði skýrsluna sem „opna“, sem fæli í sér að öllum væri heimill aðgangur að efni hennar svo lengi sem verkkaupi, í þessu tilviki RARIK ohf., samþykkti. Hagmunir ÍSOR stæðu því ekki í vegi fyrir því að skýrslan yrði gerð aðgengileg. Með bréfi, dags. 7. janúar 2020, samþykkti RARIK ohf. að aðgangur yrði veittur að skýrslunni. Með vísan til þessa verður RARIK ohf. gert að afhenda kæranda skýrsluna. <br /> <h2>4.</h2> Í fjórða lagi er deilt um aðgang að níu verksamningum ÍSOR og RARIK ohf. sem gerðir voru á árunum 2014 til og með 2018. RARIK ohf. synjaði kæranda um aðgang að samningunum með vísan til þess að í þeim væru viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar ÍSOR. Fyrir liggur að ÍSOR leggst gegn því að samningarnir verði gerðir aðgengilegir þar sem þeir geymi upplýsingar sem gætu skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar ef látnar yrðu í té og sé því sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt vegna starfsemi ÍSOR í samkeppni við aðra. Samningarnir geymi allir nákvæmar skilgreiningar á þeirri þjónustu sem veitt skuli og inntaki hennar, verkframkvæmd og framgangi verks og ítarlega sundurliðaðar upplýsingar um eininga- og heildarverð útseldrar þjónustu og samsetningu hennar í hverju tilviki. <br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 832/2019, 813/2019 og 764/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að rekstur ÍSOR fæli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur væri um að ræða samkeppnisrekstur sem stofnunin yrði að standa og falla með. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að þeir samningar sem kærandi óskaði aðgangs að feli í sér upplýsingar um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrðin um beitingu 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast.<br /> <br /> Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja samningana upplýsingarétti almennings verður að líta til þess að með þeim er ekki verið að ráðstafa opinberum fjármunum en bæði ÍSOR og RARIK ohf. eru í samkeppnisrekstri. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál myndi það ugglaust skerða samkeppnisstöðu ÍSOR gagnvart fyrirtækjum sem upplýsingaskylda samkvæmt upplýsingalögum hvílir ekki á, yrði því gert að opinbera viðskiptasamninga þeirra. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ÍSOR hafi verið heimilt að synja Stapa ehf. um aðgang að samningunum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. og ber því að staðfesta ákvörðun RARIK ohf. hvað þá varðar. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> RARIK ohf. er skylt að veita Stapa ehf. aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samningi um jarðhitaréttindi við landeigendur í Hornafirði, dags. 20. janúar 2013. <br /> 2. Skýrslu Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015. <br /> <br /> Að öðru leyti er ákvörðun RARIK ohf. staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

861/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

Deilt var um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess. Synjunin var byggð á því að skýrslan teldist hluti af rannsókn í sakamáli og þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. Í umsögn ráðuneytisins kom m.a. fram að umrædd rannsókn hefði farið fram í samræmi við lagareglur sem á þeim tíma giltu um meðferð sakamála. Þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar höfðu ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings. Úrskurðarnefndin taldi að m.a. með hliðsjón af því teldi nefndin ótvírætt að rannsóknin teldist rannsókn sakamáls. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 861/2019 í máli ÚNU 19080010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2019, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 21. maí 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að skýrslu frá árinu 2003 með heitið Skýrsla setts saksóknara til dómsmálaráðherra um opinbera rannsókn samkvæmt 4. mgr. 66. gr. laga 19/1991 á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. <br /> <br /> Í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. júlí 2019, var beiðni hans synjað á þeim grundvelli að skýrslan teldist vera hluti af rannsókn í sakamáli og væri þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þá væri ekki heimild í lögum um meðferð sakamála til að afhenda skýrsluna. Loks var kæranda leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kærunni er forsaga málsins rakin. Á grundvelli 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, hafi saksóknari verið settur til að annast opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til embættis ríkissaksóknara frá árinu 2003 hafi skýrslan verið send embættinu. Þar hafi komið fram að mat ráðuneytisins væri það að markmið rannsóknarinnar hefði náðst að fullu og ekki væri tilefni til frekari aðgerða af hálfu þess.<br /> <br /> Kærandi telur að umbeðin skýrsla geti ekki fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem málið sem var rannsakað og fjallað er um í skýrslunni sé ekki sakamál. Sakamál sé skilgreint bæði í lögum um meðferð sakamála og eldri lögum um meðferð opinberra mála sem mál sem handhafar ákæruvalds höfði til refsingar lögum samkvæmt. Rannsóknin sem hér um ræðir hafi verið gerð af settum saksóknara á grundvelli 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar segi að þegar sérstaklega standi á sé ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök sé fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæli með því. Sá sem eigi hagsmuna að gæta geti kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Ákveði ráðherra að rannsókn fari fram setur hann sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.<br /> <br /> Þótt saksóknari hafi farið með rannsóknina með heimild í lögum um meðferð opinberra mála sé ljóst að ekki sé um sakamál að ræða, þar sem verið sé að leita svara við spurningum sem liggi eftir úr gömlu og frægu sakamáli eftir á, eftir að sök er fyrnd, sé hún einhver. Ekki sé verið að leita að því hvar sökin liggi til að geta sótt til saka og eftir atvikum til að fullnusta refsingar fari fram.<br /> <br /> Þá telur kærandi að jafnvel þótt niðurstaðan væri sú að um rannsókn sakamáls væri að ræða geti skýrslan geti ekki fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem hún sé ekki rannsókn sem slík, heldur skýrsla um sjálfa rannsóknina. Kærandi veltir því jafnframt upp hvort með sakamáli sé átt við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, en því sakamáli sé lokið, eða hvort um hafi verið að ræða annað sakamál.<br /> <br /> Kærandi rekur loks að Magnús Leópoldsson hafi setið lengi í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og hafi falið lögmanni að óska eftir þeirri rannsókn sem er til umfjöllunar í hinni umbeðnu skýrslu. Eftir að ríkissaksóknari hafi hafnað beiðni lögmannsins um að rannsakað yrði af hverju Magnús sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafi Alþingi samþykkt breytingu á lögum um meðferð opinberra mála um að synjun ríkissaksóknara í tilvikum sem þessum mætti skjóta til dómsmálaráðherra. Eftir lagabreytinguna var það gert og í kjölfarið skipaði ráðherra saksóknara til að rannsaka málið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. ágúst 2019, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 6. september 2019, er rakið að rannsókn sú sem umbeðin skýrsla hafi varðað hafi byggst á heimild 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar kæmi fram að þegar sérstaklega stæði á væri ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla mætti að refsingu yrði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök væri fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæltu með því. Ákvörðun ríkissaksóknara að synja um rannsókn var kæranleg til dómsmálaráðherra. Í þessu máli hefði slík ákvörðun verið kærð til ráðherra, en hann hefði fallist á rannsóknarbeiðnina á þeim grundvelli að ríkir almanna- og einkahagsmunir mæltu með frekari rannsókn málsins. Mikilvægt væri að skera úr um, að því marki sem hægt væri, hvort opinberir starfsmenn hefðu viðhaft ámælisverð og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rannsókn málsins í ljósi ásakana þess efnis, enda væru slíkar ásakanir bersýnilega til þess fallnar að rýra traust almennings á lögreglu og réttarvörslukerfinu þótt sakir kynnu að vera fyrndar.<br /> <br /> Þrátt fyrir að í 4. mgr. 66. gr. kæmi fram að rannsókn gæti verið hafin án þess að líkur væru á sakfellingu, teldist sú rannsókn vera rannsókn í sakamáli. Rannsóknin var framkvæmd í samræmi við lagareglur sem giltu á þeim tíma um meðferð sakamála. Við rannsóknina starfaði ásamt settum saksóknara lögreglufulltrúi sem eingöngu vann við rannsókn málsins og beindist rannsóknin að meintri refsiverðri háttsemi. Þá höfðu þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds telji ráðuneytið umrædda skýrslu vera hluta af sakamáli, enda hafi hún verið unnin á grundvelli laga um meðferð opinberra mála. Skýrslan hafi að geyma upplýsingar sem varði lögreglurannsókn, rannsóknargögn, framburð vitna og upplýsingar um sakborninga. Að því sögðu sé skýrslan undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að gögnum í sakamálum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála, en ekki sé að finna heimild í þeim lögum til að afhenda kæranda skýrsluna.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu sem settur saksóknari vann fyrir dómsmálaráðherra árið 2003. Dómsmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að skýrslunni á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem hún heyrði undir rannsókn sakamáls í skilningi ákvæðisins.<br /> <br /> Rannsókn sú sem hin umbeðna skýrsla fjallar um hófst árið 2001 þegar dómsmálaráðherra setti Láru V. Júlíusdóttur, lögmann, sem saksóknara til að rannsaka tildrög þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. Rannsóknin átti sér stoð í 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem stóð orðrétt:<br /> <br /> „Þegar sérstaklega stendur á er ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök er fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með því. Sá sem á hagsmuna að gæta getur kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Nú ákveður ráðherra að rannsókn fari fram og setur hann þá sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.“<br /> <br /> Ákvörðun dómsmálaráðherra að setja saksóknara til að annast rannsókn í málinu var studd með þeim rökum að mikilvægt væri að skera úr um, að því marki sem hægt væri, hvort opinberir starfsmenn hefðu viðhaft ámælisverð og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rannsókn málsins í ljósi ásakana sem fram höfðu komið þess efnis.<br /> <br /> Fyrir liggur að umrædd rannsókn fór fram í samræmi við lagareglur sem giltu á þeim tíma um meðferð sakamála. Höfðu þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra atriða er það mat úrskurðarnefndarinnar að sú rannsókn sem til umfjöllunar er í skýrslunni sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu teljist ótvírætt vera rannsókn sakamáls. Nefndin telur ekki ráða úrslitum fyrir þá niðurstöðu að refsingu yrði ekki við komið í málinu, svo sem vegna þess að sök væri fyrnd.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Kærandi telur hina umbeðnu skýrslu í málinu ekki geta fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem hún sé ekki rannsókn sem slík heldur skýrsla um sjálfa rannsóknina. Úrskurðarnefnd telur að hin umbeðna skýrsla í málinu falli undir ákvæðið, enda er ljóst að skýrslan er eiginleg afurð rannsóknarinnar sem þar er fjallað um og skilað var til dómsmálaráðherra. <br /> <br /> Með vísan til þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur til aðgangs að þeim gögnum er kærandi hefur krafist aðgangs að verði ekki byggður á upplýsingalögum. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 13. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

860/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga á almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. koma fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags falla ekki undir þær og var synjun Herjólfs því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð<br /> nr. 860/2019 í máli ÚNU 19050028.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir Herjólfur ohf.) um synjun beiðni um aðgang að ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, 3. maí 2019, að veittur yrði aðgangur að gögnunum. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 16. maí 2019, var beiðninni hafnað. Kærandi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 22. maí 2019. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 30. maí 2019 og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun félagsins.<br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf. við kæruna, dags. 19. ágúst 2019, er vísað til þess að í ákvæði 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé sérstaklega fjallað um hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna opinberum hlutafélögum sé skylt að veita. Í umsögninni eru veittar upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins samkvæmt fastlaunasamningi og um menntun hans. Auk þess er vísað til þess að upplýsingar um launakostnað framkvæmdastjóra séu einnig birtar í ársreikningi félagsins hvert ár. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2019, og honum gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum. Með bréfi, dags. 9. september 2019, krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði um skyldu Herjólfs ohf. til að veita aðgang að gögnunum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi Herjólfs ohf. við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. <br /> <br /> Herjólfur ohf. er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Þessi sérregla felur í sér að almenningur á að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir ákvæði laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ráðningarsamningar og starfslýsingar starfsmanna aðila sem falla undir lögin, séu upplýsingar um starfssamband viðkomandi aðila í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt 5. mgr. 7. gr. laganna á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli. Sem fyrr segir á kærandi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum sem varða starfsamband Herjólfs ohf. við starfsmenn félagsins og á hann því ekki rétt til aðgangs að ráðningarsamningi félagsins við framkvæmdastjóra þess og starfslýsingu hans. Kærandi á þó rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem æðsta stjórnanda þess og menntun hans, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum málsins hafa þær upplýsingar verið veittar. Verður því ákvörðun Herjólfs ohf. staðfest. </p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um synjun beiðni kæranda, A, dags. 13. maí 2019, um aðgang að ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

859/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

Kærð var afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um upplýsingar um innkaup lögreglu á vörum vegna reksturs rannsóknarlögreglu á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að Fjársýslunni væri óheimilt að veita slíkar upplýsingar og kæranda var þess í stað bent á að beina beiðninni til lögreglunnar. Úrskurðarnefndin taldi málsmeðferð Fjársýslunnar ekki samræmast ákvæðum upplýsingalaga og lagt var fyrir Fjársýsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 859/2019 í máli ÚNU 19080007.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. ágúst 2019, kærði A ákvörðun Fjársýslu ríkisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Með bréfi, dags. 9. ágúst 2019, til Fjársýslu ríkisins, óskaði kærandi eftir upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Samdægurs svaraði stofnunin kæranda og sagði hann þurfa að beina beiðninni til lögreglunnar. Kærandi svaraði því sama dag að beiðninni væri beint að Fjársýslu ríkisins þar sem fylgiskjölin væru varðveitt hjá stofnuninni og þar væru reikningar greiddir. Lögreglan ætti ekki að svara fyrirspurn hans heldur sú ríkisstofnun sem bókfærði og skráði. Fjársýsla ríkisins svaraði því að stofnunin annaðist bókhaldsþjónustu fyrir hönd lögreglunnar samkvæmt þjónustusamningi en ábyrgð á útgjöldum og upplýsingagjöf þar um lægi hjá stofnunum sjálfum. Stofnunin hefði ekki heimild til að veita þriðja aðila upplýsingar. <br /> <br /> Í kæru segir að ákvörðun Fjársýslu ríkisins sé ekki byggð á lagarökum. Kærandi telur það rangt hjá stofnuninni að vísa erindinu til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi sent frá sér öll gjaldafylgiskjöl til Fjársýslu ríkisins vegna bókhalds fyrir rekstrarárið 2017. Þá segir að upplýsingarnar sem farið sé fram á séu almenns eðlis um kaup lögreglu á vörum og þjónustu með peningum skattgreiðenda. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 13. ágúst 2019, og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn stofnunarinnar um kæruna, dags. 28. ágúst 2019, kemur fram að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum heldur hafi honum verið bent á réttan móttakanda beiðninnar. Fram kemur að rétt sé að skilja ákvæði 1. mgr. 5. gr. svo að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni heldur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi verið rétt af hálfu stofnunarinnar að beina erindinu þangað. <br /> <br /> Þá segir að Fjársýsla ríkisins annist bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjónustusamningi. Þjónustan sé veitt samkvæmt 64. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, þar sem segi m.a. í 2. mgr. að Fjársýsla ríkisins skuli veita ríkisaðilum í A-hluta aðstoð og ráðgjöf um bókhald og reikningsskil. Í 3. mgr. komi fram að stofnunin annist féhirslu ríkisins, launaafgreiðslu, bókhald og greiðsluþjónustu fyrir ríkissjóð og ríkisaðila samkvæmt nánari ákvörðun hennar. Í 5. mgr. komi fram að stofnunin hafi yfirumsjón með rekstri sameiginlegra upplýsingakerfa sem tengist fjármálum hjá ríkisaðilum í A-hluta, svo sem innheimtu, bókhaldi og starfsmannahaldi. Af 64. gr. laga nr. 123/2015 leiði að stofnunin hafi ákveðið eftirlitshlutverk gagnvart ríkisaðilum í A-hluta auk skyldu til að annast m.a. bókhald fyrir ríkisaðila í A-hluta. Á þessum grunni hafi stofnunin annast bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjónustusamningi. <br /> <br /> Vísað er til þess að samkvæmt 64. gr. laga nr. 123/2015 hvíli lagaskylda á Fjársýslu ríkisins um að annast bókhald fyrir ríkisaðila í A-hluta og sé því ekki hægt að líta svo á að stofnunin sé það stjórnvald þar sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur verði að líta svo á að gögnin séu fyrirliggjandi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sé það stjórnvald sem taka verði ákvörðun um rétt til aðgangs að gögnum. Í bókhaldsgögnum geti legið ýmsar viðkvæmar upplýsingar og hafi stofnunin sem þjónustuaðili engar forsendur til að meta hvort undanþáguákvæði upplýsingalaga eigi við um ákveðin gögn. Það geti eingöngu sá aðili sem stofni til útgjaldanna í samræmi við heimildir Alþingis. Þetta gildi almennt um öll bókhaldsgögn sem Fjársýsla ríkisins fái fyrir hönd ríkisstofnana. <br /> <br /> Að lokum er bent á að bókhaldsþjónusta Fjársýslu ríkisins fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi hafist l. janúar 2018. Á því tímabili sem beiðni kæranda taki til hafi stofnunin sjálf séð um sitt bókhald og vistað fylgiskjöl hjá sér. Þótt búið sé að skanna inn reikninga með færslum þá þýði það ekki að öll fylgigögn með reikningum séu til á rafrænu formi og geti því verið að þau séu eingöngu í vörslu viðkomandi ríkisstofnunar. Búið sé að framsenda fyrirspurnina til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Umsögn Fjársýslu ríkisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. september 2019, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 9. september 2019, er bent á að í umsögn Fjársýslu ríkisins komi fram að stofnunin hafi tekið við þeim upplýsingum sem kærandi krefjist aðgangs að hinn 1. janúar 2018. Upplýsingarnar hafi verið sendar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í frumriti til stofnunarinnar. Fjársýsla ríkisins hafi tekið við öllum fylgiskjölum, yfirfarið frumrit og skráð í ríkisbókhald eins og lög geri ráð fyrir. Upplýsingarnar sem óskað sé eftir séu almenns eðlis um kaup á vöru og þjónustu fyrir rannsóknardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og séu ekki starfsmannatengdar upplýsingar eða upplýsingar sem trúnaður sé um. Aðeins sé verið að biðja um reikninga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að afritum af reikningum vegna innkaupa embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Kærandi beindi beiðninni að Fjársýslu ríkisins sem svaraði kæranda því að beina þyrfti kærunni að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin annist bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli lagaskyldu og samkvæmt þjónustusamningi. Gögnin séu því ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þá sé lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu réttur aðili til þess að leggja mat á það hvort í gögnunum komi fram upplýsingar sem undanskildar séu upplýsingarétti. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir hvort öll fylgigögn með reikningum séu í vörslum stofnunarinnar. <br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga fjallar um það hvert beiðni um upplýsingar skuli beint. Ákvæðið hljóðar svo: <br /> <br /> „Þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skal beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að það geymi reglu um það til hvaða aðila á að beina beiðni um aðgang að gögnum og þar með hver sé bær að lögum til að taka ákvörðun um það hvort aðgangur skuli leyfður. Þá segir að ákvörðun um aðgang að gögnum þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heyri undir þann sem tekið hafi ákvörðun í máli eða hafi mál til ákvörðunar. Þessi regla hafi þýðingu þegar skjal hafi verið sent til annarra, t.d. til umsagnar. Þó að skjal megi þannig finna í vörslum fleiri en eins sé einungis sá aðili, oftast stjórnvald, sem taka muni eða tekið hafi ákvörðun í málinu, bær til þess að taka ákvörðun um aðgang að gögnum þess. Að öðrum kosti skuli beiðni borin fram við þann aðila sem hefur gögnin í sínum vörslum nema annað leiði af lögum.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru reikningar vegna innkaupa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna starfsemi rannsóknarlögreglunnar á tilteknu tímabili. Ekki er um að ræða gögn sem tilheyra stjórnsýslumáli þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun heldur vegna almennrar starfsemi stjórnvalda. Þar af leiðandi gildir sú regla að sá aðili er bær til þess að taka afstöðu til beiðninnar sem hefur gögnin í vörslum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að þegar fleiri en eitt stjórnvald hefur tiltekin gögn undir höndum, sem ekki tengjast töku stjórnvaldsákvörðunar, geti borgarinn almennt valið til hvaða stjórnvalds hann leitar með gagnabeiðni. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 747/2018. <br /> <br /> Í umsögn Fjársýslu ríkisins kemur fram sú afstaða að stofnunin hafi ekki forsendur til að leggja mat á efni umbeðinna gagna og að aðeins lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sé í aðstöðu til að leggja mat á hvort rétt sé að heimila aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefnd um upplýsingar á að við mat á efni gagna kann stjórnvaldi að vera nauðsynlegt, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að afla umsagnar annars aðila, þ. á m. annars stjórnvalds. Telji Fjársýsla ríkisins sér ekki fært að taka ákvörðun um rétt kæranda til umbeðinna gagna, án þess að sjónarmið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu liggi fyrir, er henni því rétt að afla þeirra sjónarmiða áður en ákvörðun er tekin. Fjársýsla ríkisins getur hins vegar ekki komið sér hjá því að taka ákvörðun um afhendingu gagnanna á þeim grundvelli að aðrir aðilar séu hæfari til að leggja mat á efni þeirra.<br /> <br /> Í umsögn sinni bendir Fjársýsla ríkisins jafnframt á að vera kunni að hún búi ekki yfir öllum þeim gögnum sem kærandi óski eftir. Í tilefni af þessu áréttar nefndin að réttur til aðgangs að gögnum tekur aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. t.d. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir meðal annars að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Þau gögn sem Fjársýsla ríkisins hefur undir höndum og varða upplýsingabeiðni kæranda eru því fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þar af leiðandi bar stofnuninni að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að meta mismunandi hagsmuni sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, sbr. 6.-10. gr. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að málsmeðferð Fjársýslu ríkisins við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi ekki samræmst ákvæðum upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda því ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Beiðni A, dags. 9. ágúst 2019, um reikninga vegna innkaupa lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017, er vísað til Fjársýslu ríkisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br />

858/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

Kærð var afgreiðsla Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingartillögu. Stofnunin kvaðst þegar hafa afhent kæranda öll gögn málsins að undanskildum vinnugögnum, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vafalaust að um vinnugögn væri ræða og var ákvörðun Náttúrufræðistofnunar því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 858/2019 í máli ÚNU 19040010. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 12. apríl 2019, kærði Ívar Pálsson lögmaður, f.h. VesturVerks ehf., afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingu svæðis í kringum Drangajökul á Vestfjörðum en kærandi er framkvæmdaaðili að fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.<br /> <br /> Með bréfi til Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 14. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir gögnum sem vörðuðu tillögu stofnunarinnar frá 5. apríl 2018 um friðlýsingu svæðis í kringum Drangajökul. Þar kom fram að kærandi hefði unnið að rannsóknum, þróun og hönnun Hvalárvirkjunar allt frá árinu 2008 og hefði varið miklu fé til verkefnisins. Kærandi hefði því mikilla hagsmuna að gæta í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda er lytu að breytingum á skipulagi eða verndun svæða sem tengist eða hafi áhrif á Hvalárvirkjun. Þá kom fram að gagnabeiðnin tæki meðal annars en ekki eingöngu til: <br /> <br /> 1. Allra samskipta Náttúrufræðistofnunar sem tengist friðlýsingartillögunni, s.s. samskipta fulltrúa stofnunarinnar eða starfsmanna við aðila utan hennar, þ.m.t. við starfsmenn annarra stofnana eða stjórnarráðið, sveitarfélög eða embættismenn þeirra, frjáls félagasamtök, sérfræðinga, almenning eða aðra aðila. <br /> 2. Allra rannsókna og skýrslna sem stofnunin hefði haft til athugunar varðandi vinnu við friðlýsingartillöguna.<br /> 3. Allra innri skýrslna, draga og vinnugagna Náttúrufræðistofnunar sem tengist friðlýsingartillögunni. <br /> 4. Sérstaklega var óskað afrita af því sem opinberlega hefði verið nefnt nýjar rannsóknir á eða upplýsingar um náttúru í víðum skilningi suður af Drangajökli eða á Ófeigsfjarðarheiði og gögnum er tengist meðferð stofnunarinnar á þeim, þ.m.t. upplýsingum um hvernig þeirra kynni að vera aflað, hvernig þær hefðu komist til vitundar stofnunarinnar, sjálfstæða umfjöllun stofnunarinnar á þeim gögnum, s.s. rýni eða álit utanaðkomandi aðila.<br /> <br /> Beiðnin var sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í beiðninni er vakin athygli á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. sömu laga sé stjórnvaldi skylt að afhenda vinnugögn sem skylt sé að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. laganna. Var krafan ítrekuð með bréfi frá lögmanni kæranda, dags. 26. febrúar 2019.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. mars 2019, veitti Náttúrufræðistofnun kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna, þ.e. bréfi stofnunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 5. apríl 2018, fundargerðum fagráðs náttúruminjaskrár fram að afhendingu tillagnanna, auk þess sem stofnunin vísaði til upplýsinga á heimasíðu stofnunarinnar. Hins vegar taldi Náttúrufræðistofnun að önnur gögn viðkomandi beiðni kæranda vera vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfi til Náttúrufræðistofnunar, dags. 18. mars, ítrekaði kærandi kröfu um afhendingu allra gagna og var sérstaklega óskað eftir öllum gögnum sem farið hefðu út fyrir stofnunina eða stofnuninni hefðu borist vegna málsins, þ.m.t. frá umhverfisstofnun eða umhverfisráðuneyti enda gætu slík gögn ekki talist vinnugögn.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Náttúrufræðistofnun hafi afhent hluta umbeðinna gagna. Hins vegar hafi ekki verið afhent samskipti eða önnur gögn sem tekin hafi verið saman vegna skráningar náttúruminja og mats á verndargildi þeirra, ef frá séu talin tölvupóstsamskipti stofnunarinnar við starfsmann kæranda, dags. 10. október 2018, sem fylgdu kæru. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Náttúrufræðistofnun Íslands með bréfi, dags. 15. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, dags. 7. maí 2019, er tekið fram að Náttúrufræðistofnun telji sig ekki hafa synjað gagnabeiðni kæranda. Stofnunin ítrekar að vinna hennar í þessu sambandi lúti að, samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, gerð faglegra tillagna um vernd svæða á framkvæmdaáætlun um náttúruminjaskrár, B-hluta. Tillögur stofnunarinnar séu á engan hátt stjórnvaldsákvarðanir heldur hluti af lengra ferli, sbr. 36. gr. laga um náttúruvernd, þar sem að málinu komi m.a. Umhverfisstofnun, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ráðgjafanefnd um náttúruminjaskrá, hagsmunaaðilar og Alþingi. Jafnframt telji stofnunin að beiðni kæranda eigi eingöngu við gögn er varði málið fyrir 5. apríl 2018. Þrátt fyrir það hafi stofnunin þegar afhent gögn sem hafi orðið til eftir þann tíma.<br /> <br /> Náttúrufræðistofnun kveðst í umsögn sinni þegar hafa afhent kæranda tillögur stofnunarinnar og allar fundargerðir fagráðs náttúruminjaskrár, sbr. bréf Náttúrufræðistofnunar frá 14. mars. Í fundargerðunum séu upplýsingar um samskipti við ráðuneytið og stofnanir sem að málinu komi. Samskipti við aðra aðila sem kærandi vísar til, s.s. sveitarfélög eða sérfræðinga, fari fram þegar unnið sé frekar með tillögurnar samkvæmt. 36. gr. laga um náttúruvernd og séu þau samskipti ekki á forræði Náttúrufræðistofnunar. Einu samskiptin við frjáls félagasamtök hafi verið að Landvernd sendi stofnuninni, að eigin frumkvæði, sýn félagasamtakanna á það hvaða svæði þyrfti að vernda á Íslandi, kæranda sé velkomið að fá þær tillögur og voru þær því afhentar samhliða umsögninni. Önnur samskipti en þessi séu almenn vinnugögn sem notuð hafi verið innanhúss t.d. við vinnslu tillagna eða boðun funda og fundartíma. Náttúrufræðistofnun afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál umrædd vinnugögn, þ.e. tölvupósta á milli starfsmanna stofnunarinnar og fylgiskjöl með þeim.<br /> <br /> Umsögn Náttúrufræðistofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. maí 2019, kemur fram að honum hafi sannarlega verið afhent tiltekin gögn en áréttað er að kæran snúi að því að Náttúrufræðistofnun hafi hafnað því að afhenda „samskipti eða önnur gögn sem tekin hafa verið saman og varða skráningu náttúruminja og mat á verndargildi þeirra, sbr. 13. gr. laga nr. 60/2016.“&nbsp;</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samskiptum Náttúrufræðistofnunar eða öðrum gögnum sem stofnunin hefur tekið saman vegna skráningar náttúruminja í kringum Drangajökul og mat á verndargildi þeirra. <br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, dags. 7. maí 2019, kemur fram að samskipti við ráðuneyti og stofnanir sem að málinu komi sé að finna í þeim fundargerðum sem stofnunin hafi þegar afhent kæranda. Einu samskipti stofnunarinnar við frjáls félagasamtök hafi verið í formi tillögu sem Landvernd sendi stofnuninni, en sú tillaga var afhent kæranda samhliða umsögn stofnunarinnar. Þá er tekið fram að samskipti við aðra aðila, sem taldir séu upp í upphaflegri gagnabeiðni, muni fara fram þegar unnið sé frekar með tillögurnar og að gögn um þau séu þannig ekki fyrirliggjandi að svo stöddu. Öll önnur samskipti sem málið varða séu hins vegar „almenn vinnugögn innanhúss.“ Gögnin séu þannig undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og verði af þeim sökum ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni gagnanna sem kæranda var synjað um aðgang að. Um er að ræða fimmtán tölvupósta á milli starfsmanna Náttúrufræðistofnunar. Innihald þeirra er fyrst og fremst vangaveltur, skoðanaskipti og umræður um hugsanlega skráningu náttúruminja. Sumir tölvupóstanna hafa að geyma fylgiskjöl, þ.e. í fyrsta lagi samantekt á jarðfræðilegum upplýsingum og hugmyndum starfsmanns um tiltekin svæði, í öðru lagi skjal með yfirlitstöflu yfir skiptingu verkefna meðal starfsmanna, í þriðja lagi drög að tveimur skjölum um skráningu jarðminja á tilteknum svæðum, í fjórða lagi yfirlitstöflu yfir jarðminjar og fjögur kort sem sýna staðsetningu jarðminjanna. Bæði umræddir tölvupóstar og fylgiskjölin með þeim bera með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra friðlýsingartillagna, og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er vafalaust um vinnugögn að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnunum. Þá kom fram í umsögn Náttúrufræðistofnunar vegna kærunnar að upplýsingar um önnur samskipti og gögn sem málið varða hafi ýmist þegar verið afhent kæranda eða séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að draga þær fullyrðingar stofnunarinnar í efa. Er því þessum hluta beiðninnar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p></p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Náttúrufræðistofnunar, dags. 14. mars 2019, um synjun beiðni VesturVerks ehf. um aðgang að tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna Náttúrufræðistofnunar og meðfylgjandi skjölum sem tekin voru saman vegna skráningar náttúruminja í kringum Drangajökul og mats á verndargildi þeirra. Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br />

857/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um gögn varðandi bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri m.a. að greiðslum fyrirtækja fyrir aðstöðu við flugvöllinn og rekstrarkostnaði Isavia af bílastæðum árið 2017. Beiðninni var synjað á grundvelli viðskipta- og samkeppnishagsmuna, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, auk þess sem Isavia kvað hluta umbeðinna gagna ekki liggja fyrir hjá fyrirtækinu. Hins vegar lá fyrir hve mikið hópbifreiðafyrirtæki greiddu fyrir afnot af bílastæðum. Viðkomandi fyrirtæki lögðust ekki gegn afhendingu gagnanna og var Isavia gert að afhenda kæranda þau gögn. Úrskurðarnefndin vísaði hluta beiðninnar aftur til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en hluta kærunnar var vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 857/2019 í máli ÚNU 18060013.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. júní 2018, kærði A, blaðamaður, synjun Isavia ohf. á beiðni um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. apríl 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um bílastæði við Kefla­víkur­flugvöll. Upplýsingabeiðni kæranda var í sjö liðum. Í svari Isavia, dags. 24. apríl 2019, fékk kærandi svar við fyrstu þremur liðum beiðninnar. Í síðari fjórum liðum beiðninnar var óskað eftir upplýsingum um:<br /> <br /> 1. Hve mikið greitt var í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Óskaði kærandi eftir að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eins og kostur væri, til að mynda eftir lang­tíma- og skammtímastæðum, og eftir mánuðum og/eða ársfjórð­ungum.<br /> <br /> 2. Hve mikið hópferðabílar, leigubílar og bílaleigur hefðu greitt fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017.<br /> <br /> 3. Hver nýting bílastæða við Keflavíkurflugvöll hefði verið árið 2017, eftir mánuðum.<br /> <br /> 4. Hver rekstrarkostnaður bílastæða við Keflavíkurflugvöll hefði verið árið 2017. Óskaði kærandi eftir sundurliðun á slíkum kostnaði, lægi hann fyrir.<br /> <br /> Isavia synjaði kæranda um afhendingu gagna skv. a-lið beiðninnar á þeim grund­velli að ekki væri gefin upp frekari sundurliðun tekna félagsins en kæmi fram í árs­skýrslu Isavia. Beiðni um afhendingu gagna skv. b–d-liðum beiðninnar var synjað þar sem um viðskiptaupplýsingar væri að ræða. Ekki væru gefnar upp nánari við­skipta­upplýsingar en þær sem fram kæmu í ársskýrslu Isavia.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að Isavia sé ekki í samkeppnisrekstri þegar komi að rekstri millilandaflugvallar með öllu sem honum tengist, þ.m.t. bílastæðum við flugstöðina. Kærandi telur að um brot á upplýsingalögum sé að ræða, þar sem Isavia sé ekki undanþegið gildissviði upplýsingalaga og augljóst sé að umbeðnar upplýsingar séu til hjá félaginu. Sú stað­reynd að upplýsingarnar séu viðskiptalegs eðlis komi ekki í veg fyrir skyldu félagsins til að afhenda upplýsingarnar, sé óskað eftir þeim.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. júní 2018, var kæran kynnt Isavia og félaginu veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrðu send afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 5. júlí 2018, er í fyrsta lagi farið fram á að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd þar sem kæran hafi borist tæpum tveimur mánuðum eftir að kæranda var synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Verði úrskurðarnefnd ekki við þeirri kröfu er þess krafist að staðfest verði synjun Isavia á beiðni um aðgang að gögnum sem falla undir liði a–d í upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Isavia vísar til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings synjuninni, þar sem um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins að því marki sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstur bílastæða við Keflavíkur­flug­völl sé á samkeppnismarkaði. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir séu að mati Isavia mikil­vægar viðskiptaupplýsingar sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þær afhentar. Nánar tiltekið sé um að ræða upplýsingar um magn seldra stæða (nýtingu), sölutölur og fram­leiðslukostnað (rekstrarkostnað). Isavia telur að upplýsingarnar skuli undan­þegnar að­gangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en telur einnig að veiting þeirra kunni að fara í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.<br /> <br /> Vísað er til þess að Samkeppniseftirlitið hafi bent á að við mat á því hvort um mikilvægar viðskiptaupplýsingar sé að ræða skuli líta til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli því samkeppni. Mest sé hættan á röskun samkeppni á mörkuðum þar sem fákeppni ríki. Almennt séu upplýsingar um verð og magn viðkvæmustu upplýsingarnar en viðkvæmar upp­lýsingar geti einnig verið upplýsingar um viðskiptamannaskrár, framleiðslukostnað, fram­leiðslutölur, veltu, sölutölur, afkastagetu, vöruvöndun, markaðsáætlanir, áhættuliði, fjár­fest­ingar, tækniaðferðir svo og rannsókna- og þróunarstarf og afrakstur þess.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir í málinu séu nýjar upplýsingar, þ.e. upplýsingar um stöðuna í dag, sem séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bíla­stæðanna. Isavia sé í samkeppni við aðra sem reki bílastæðaþjónustu fyrir þá sem fara um Keflavíkurflugvöll. Félagið telur að það eigi ekki að þurfa að veita upplýsingar umfram það sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi að gera. Vísar Isavia til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017, þar sem fram kemur að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upp­lýsingar sem heimilt sé að synja almenningi um aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjuninni. Þar sem rekstur bílastæða fyrir farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði telur félagið að ákvæðið eigi við í þessu máli. Félagið vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 í því samhengi, og tekur fram að Isavia sé fyrirtæki í ríkiseigu og starfi í sam­keppnis­rekstri. Vísað er til athugasemda við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upp­lýsinga­lögum, um að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opin­berra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einka­aðila sem ekki eru skyldugir að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Isavia og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2018, ítrekaði úrskurðarnefnd beiðni sína um að henni yrðu afhent afrit af umbeðnum gögnum í málinu. Í svari Isavia, dags. 15. nóvember 2018, kemur fram að gögn sem falli undir a-, c- og d-liði beiðni kæranda til Isavia séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur liggi gögnin að hluta til í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Einu gögnin sem liggi fyrir í þessu máli sé hluti þeirra gagna sem heyri undir b-lið beiðni kæranda, þ.e. tölur um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Þau gögn séu vinnugögn skv. 8. gr. upplýsingalaga, sem hafi orðið til vegna meðferðar máls hjá Samkeppniseftirlitinu. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna teljist vinnugögn vera það áfram séu þau afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Mikilvægt sé að félög sem heyri undir upplýsingalög geti tekið saman trúnaðargögn að beiðni opinberra eftirlitsstjórnvalda án þess að eiga á hættu að þurfa að afhenda þau öðrum. Að öðrum kosti skapist hætta á að aðilar neyðist til að takmarka hvaða gögn fari til eftir­lits­stjórnvalda, með tilheyrandi slæmum áhrifum á úrlausn máls. Jafnframt sé ekki að sjá að mark­mið upplýsingalaga styðji afhend­ingu gagnanna, þ.e. gagnsæi í stjórnsýslu, aðhald að stjórn­völdum, möguleika til að miðla upplýs­ingum um opinber málefni og traust almennings á stjórn­sýslunni. Vandséð sé að úrskurðar­nefnd gæti staðreynt að sé um vinnugögn að ræða, sem undan­þegin séu upplýsingarétti, þótt hún fengi gögnin í hendur.<br /> <br /> Með erindum, dags. 28. júní og 27. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin nánari skýringa frá Isavia á því sem fram hefði komið í umsögn félagsins varðandi það að tiltekin gögn sem kærandi hefði óskað eftir væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá ítrekaði nefndin í fyrra erindinu ósk sína um afrit af umbeðnum gögnum. Með tölvupósti, dags. 16. júlí 2019, var úrskurðar­nefndinni veittur aðgangur að stafrænu gagnaherbergi á vegum Isavia til að skoða gögn með upp­lýs­ingum um hversu mikið hópferðarbílafyrirtæki greiddu í bílastæðagjöld við Kefla­víkur­flugvöll árið 2017, sundurliðað eftir mánuðum.<br /> <br /> Í skýringum frá Isavia, dags. 6. ágúst 2019, er ítrekað að þau gögn sem óskað sé eftir í liðum a, c og d í beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upp­lýs­inga­laga. Í því felist að ekki liggi fyrir gögn sem geymi beinlínis svör við spurningum kæranda, hvorki í heild né að hluta. Þá liggi heldur ekki fyrir gögn sem kærandi gæti unnið úr, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 804/2019.<br /> <br /> Til nánari skýringar hafi ekki verið reiknað út hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Aðeins hafi verið reiknað hvað hópferðabílar greiddu það ár, en ekki leigubílar eða bílaleigur. Þá hafi hvorki nýting né rekstrarkostnaður verið reiknaður. Upp­lýsingar um það þyrfti að kalla fram í bókhaldskerfi félagsins og reikna út sérstaklega, því ekki sé um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar. Líkt og sjá megi af eldri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál leggi upplýsingalög ekki skyldu á aðila að útbúa ný gögn, heldur nái upplýsingaréttur til gagna sem til séu og liggi fyrir á þeim tíma­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram. Þannig sé ekki skylt á grundvelli upp­lýsinga­laga að taka saman upplýsingar um t.d. heildarkostnað, sem ekki sé þegar að finna í fyrir­liggjandi gögnum. Það ráði ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til, t.d. með því að kalla fram slíkt yfirlit úr bókhaldskerfi.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari skýringum varðandi bókhaldskerfi Isavia, m.a. um það hvort fyrir lægju reikningar í bók­halds­kerfinu sem sýndu rekstrarkostnað við bílastæðin auk reikninga sem gefnir hefðu verið út til leigubílafyrirtækja og bílaleiga. Í svari Isavia, dags. 5. nóvember 2019, segir að greiðslur vegna notkunar á bílastæðunum séu tekjufærðar um leið og þær berist í rafrænu bókhaldi félagsins, og að fjöldi færslna sé mikill. Reikningur sé sendur mánaðarlega vegna notkunar leigubílstjóra og hópferðabíla á bílastæðunum en rekstraraðilar bílaleiga greiði gjald fyrir hvern bíl sam­kvæmt útleigusamningi. Þessar upplýsingar séu til staðar í bókhaldi félagsins. Hluti þeirra séu viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, svo sem í tilfelli bílaleiga og hópbíla, og annar hluti við­kvæmar persónuupplýsingar, svo sem í tilviki leigubílstjóra. Fram kemur að upplýsinga­beiðni kæranda hafi ekki snúið að reikningum félagsins heldur hversu mikið greitt hafi verið í bíla­stæðagjöld og fyrir aðstöðu á bílaplani og hver rekstrarkostnaður bílastæða hafi verið. Rekstrar­kostnaður bifreiðstæða sé nokkuð víðtækur og skiptist hann á milli sviða innan félagsins. Því sé nær ómögulegt að sjá raunkostnað nema farið sé í ítarlega kostnaðargreiningu á bif­reiða­stæðum. Það myndi taka óhóflegan tíma að sækja útgefna reikninga og þar sem ekki allar greiðslur byggi á útgefnum reikningum væri aðeins um hluta að ræða. Isavia hafi ekki undir höndum gögn sem geymi upplýsingar um heildartekjur. Upplýsingar um tekjur og kostnað væru dreifðar um bókhaldskerfið og þyrfti að taka saman og útbúa nýtt gagn til að fá upplýsingar um heildarupphæðir.<br /> <br /> Málið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 15. nóvember 2019. Í þeim gögnum sem Isavia hefur staðfest að liggi fyrir hjá félaginu, þ.e. greiðslur hópferðabíla fyrir afnot af bíla­stæðum á árinu 2017, eru upplýsingar sem varða tvö hópferðabílafyrirtæki. Var ákveðið á fundinum að óska eftir afstöðu þeirra til þess að aðgangur yrði veittur að umræddum gögnum. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, samþykkti Allrahanda GL ehf. að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Í bréfinu kemur fram að félagið hvetji til þess að tekjur Isavia af bílastæða­gjöldum sem og aðrar tekjur verði birtar sundurliðaðar fyrir a.m.k. seinustu fimm til tíu ár.<br /> <br /> Afstaða Kynnisferða ehf. til þess að aðgangur yrði veittur að upplýsingum um greiðslur félagsins vegna bílastæða barst með bréfi, dags 29. nóvember 2019. Þar segir að félagið leggi það í dóm úrskurðarnefndarinnar að taka ákvörðun um hvort veita beri aðgang að upplýs­ingunum. Kynnisferðir leggi þó ríka áherslu á að eingöngu verði veittar hóflegar upplýsingar og að þær séu eins almenns eðlis og hugsast getur. Hafa beri í huga að upplýsingarnar kunni að snerta mikilvæga viðskiptahagsmuni Kynnisferða auk þess sem þær kunni að teljast viðkvæmar vegna samkeppnisstöðu fyrirtækisins á markaði í skilningi upplýsingalaga og samkeppnisréttar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. nóvember 2019, bárust uppfærðar upplýsingar frá Isavia varðandi greiðslur leigubíla vegna afnota af bílastæðum. Kom þar fram að leigubílstjórar staðgreiddu fyrir afnot þeirra í afgreiðslu bílastæðaþjónustu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Úrskurðarnefndinni barst kæra í máli þessu 18. júní 2018. Í málinu liggur fyrir að Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með ákvörðun, dags. 24. apríl 2018. Sam­kvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Isavia leið­beindi kæranda hvorki um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né um kærufrest skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórn­sýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint, enda var heldur ekki liðinn hinn almenni þriggja mánaða kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga gildir sú regla um málsmeðferð fyrir úr­skurðarnefnd um upplýsingamál að þegar nefndinni berst kæra geti hún veitt þeim sem kæran beinist að stuttan frest til að láta í té rökstutt álit á málinu áður en því er ráðið til lykta. Þá er í 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. kveðið á um það að þeim sem kæra beinist að sé skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna samkvæmt I. kafla.<br /> <br /> Ákvæði 2. mgr. 20. gr. er samkvæmt framangreindu fortakslaust um að þeim sem falla undir lögin sé skylt að afhenda nefndinni afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Ágreiningslaust er að Isavia fellur undir gildissvið upplýsingalaga enda hefur úrskurðarnefndin áður fjallað um kærur á hendur félaginu, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015, 578/2015, 579/2015, 585/2015, 629/2016, 655/2016, 709/2017, 713/2017, 753/2018, 814/2019, 840/2019, 844/2019 og 845/2019.<br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að vekja athygli á því að verulegur dráttur varð á því að Isavia afhenti nefndinni gögn málsins. Þannig óskaði nefndin fyrst eftir að gögn málsins yrðu afhent henni með bréfi 19. júní 2018, en sú beiðni var síðan ítrekuð með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2018, og aftur með erindi, dags. 28. júní 2019. Úrskurðarnefndin minnir á að í ákvæðum upplýsingalaga er gert ráð fyrir að málsmeðferð fyrir nefndinni sé hraðað, sbr. nú 1. mgr. 23. gr. laganna, en nefndinni ber jafnframt slík skylda á grundvelli 9. gr. stjórnsýslulaga. Nefndinni er hins vegar ótækt að sinna þessu hlutverki sínu ef aðilar sem heyra undir lögin sinna ekki þeirri lagaskyldu sinni að afhenda nefndinni gögn. Í ljósi þessa verður að telja þann drátt sem orðið hefur á því að Isavia afhenti nefndinni gögn aðfinnsluverðan.<br /> <h2>2.</h2> Af hálfu Isavia hefur komið fram að einu gögnin sem teljist fyrir­liggjandi hjá félaginu og heyri undir gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um hve mikið hópferðabílar greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum árið 2017. Önnur gögn sem kærandi hafi óskað eftir liggi ekki fyrir í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið liggi ekki fyrir upplýsingar fyrir árið 2017 um hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll, upplýsingar um hve mikið leigubílar og bílaleigur greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við flug­völlinn, upplýsingar um hver nýting bílastæða hafi verið og hver rekstrarkostnaður bíla­stæðanna hafi verið. Gögnin séu að hluta til í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr., en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upp­lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um upplýsingar um hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017 hefur Isavia gefið þær skýringar að ekki hafi verið reiknað út hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Aðeins hafi verið reiknað hvað hópferðabílar greiddu það ár en ekki leigubílar eða bílaleigur. Þá hafi hvorki nýting né rekstrarkostnaður verið reiknaður. Upplýsingar um það þyrfti að kalla fram í bók­haldskerfi félagsins og reikna út sérstaklega, því ekki sé um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar. Bílastæðin séu aðal­lega notuð af einstaklingum, leigu­bílum, bílaleigubílum og hópferðabílum. Einstaklingar greiði með reiðufé eða kredit­kortum og greiðslurnar séu jafnóðum tekjufærðar í rafrænt bókhald félagsins.<br /> <br /> Vegna beiðni kæranda um upplýsingar um nýtingu bílastæða við Keflavíkurflugvöll árið 2017 hefur Isavia fullyrt að þær upplýsingar hafi ekki verið teknar saman. Þá hefur komið fram að greiðslur leigubíla fyrir afnot af bílastæðum sé þannig hagað að staðgreitt sé í afgreiðslu bíla­stæðaþjónustu og þar af leiðandi séu ekki gefnir út reikningar til þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að af­marka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úr­skurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Til­greining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upp­lýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi mál­efni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upp­lýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:<br /> <br /> ,,Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórn­völd án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórn­valdið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum til­greini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beið­anda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar upplýsingamála verður ekki annað séð af framangreindum athuga­semdum en að þeim breytingum sem gerðar voru í upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. nú­gildandi laga hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og bókhaldskerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upp­lýs­ingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það við­mið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrir­liggjandi eða ekki. Í ljósi þeirra viðmiða sem leidd verða af 15. gr. upplýsingalaga verður hins vegar að skilja skýringar Isavia um að upplýsingar um heildarfjárhæð greiddra bíla­stæða­gjalda teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að ekki sé hægt að kalla þessar upplýsingar fram með tiltölulega einföldum hætti úr bókhaldskerfi Isavia eða öðrum gagnagrunnum félagsins. Þessar upplýsingar séu því ekki aðgengilegar félaginu sjálfu án verulegrar fyrirhafnar.<br /> <br /> Að því er varðar beiðni kæranda um að fá upplýsingar um nýtingu bílastæða og hvað leigubílar hafi greitt fyrir afnot bílastæðanna leggur nefndin þann skilning í skýringar Isavia að félaginu væri nauðsynlegt að afla þessara upplýsinga með nánari útreikningum út frá þeim gögnum sem til eru svo hægt væri að afgreiða gagnabeiðni kæranda og veita honum umbeðnar upplýsingar. Ekki sé unnt að kalla fram slíkar sundurliðaðar upplýsingar án verulegrar fyrirhafnar, t.d. með því að kalla fram yfirlit úr bók­haldskerfi. Fellst úrskurðarnefndin á að umræddar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur þó fram að Isavia er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til skjal með yfirliti yfir þær upplýsingar sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 11. gr. upp­lýs­ingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnar­skyldu og persónuvernd. Þar sem gögn með umbeðnum upplýsingum eru ekki fyrirliggjandi er þeim hluta kærunnar sem varðar upplýsingar fyrir árið 2017 um hve mikið greitt var í bíla­stæðagjöld við Keflavíkurflugvöll, hver nýting bílastæða hafi verið og hvað leigubílar hafi greitt fyrir afnot bílastæða vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>3.</h2> Varðandi beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hve mikið bílaleigur hafi greitt fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017, og beiðni um upplýsingar um rekstrarkostnað bílastæða við flugvöllinn sama ár, hefur Isavia fullyrt að þær liggi ekki fyrir hjá félaginu. Af hálfu félagsins hefur verið útskýrt að í bókhaldi félagsins séu til reikningar sem gefnir voru út mánaðarlega til rekstraraðila bílaleiga vegna bílastæðanna árið 2017. Hvað varðar rekstrarkostnað vegna bílastæðanna skiptist hann milli sviða innan félagsins og því sé nær ómögulegt að sjá raunkostnað nema farið sé í ítarlega kostnaðargreiningu á bílastæðum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar leiðir það af eðli máls að reikningar sem innihalda hluta þeirra upplýsinga sem kærandi hefur óskað eftir teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þótt þeir séu í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknir saman. Samkvæmt orðalagi upplýsinga­beiðni kæranda var þess ekki óskað að gögnin yrðu afhent samantekin. Þá telur úrskurðar­nefndin ljóst að fyrir liggi reikningar af einhverju tagi sem teljist til rekstrar­kostnaðar vegna bíla­stæða við Keflavíkurflugvöll og kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur talið að þegar svo stendur á að beiðni kæranda nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugi jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli þess að gögnin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur beri, ef kæranda hugnast slíkt, að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti sjálfur tekið þær saman, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, og sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 833/2019, 804/2019 og 738/2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þótt Isavia hafi ekki í vörslum sínum yfirlit, þar sem framangreindar upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir eru teknar saman, hafi félaginu borið að afmarka beiðni kæranda við reikninga eða önnur gögn í bókhaldi félagsins og taka í kjölfarið afstöðu til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum. Vegna þessa annmarka á afgreiðslu Isavia verður ekki hjá því komist að vísa þessum hluta beiðninnar aftur til félagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>4.</h2> Þau gögn sem Isavia staðfesti að lægju fyrir hjá félaginu og synjaði kæranda um aðgang að varða upplýsingar um fjárhæðir greiðslna fyrir afnot hópferðabíla af bílastæðum á Kefla­víkur­flugvelli árið 2017. Þær teljast að mati Isavia vera vinnugögn skv. 8. gr. upplýsingalaga, sem hafi orðið til vegna meðferðar máls hjá Samkeppniseftirlitinu og skuli þar af leiðandi undan­þegin aðgangi kæranda.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. er að finna þrjú skilyrði sem gögn þurfa að uppfylla til að geta talist vinnugögn. Þau þurfa í fyrsta lagi að vera útbúin af stjórn­valdi eða öðrum aðila skv. I. kafla upplýsingalaga til eigin nota. Í öðru lagi þurfa þau að hafa verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í þriðja lagi mega gögn ekki hafa verið afhent öðrum nema þau séu afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athuga­semdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftir­farandi:<br /> <br /> „Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýs­ingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórn­völdum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Er þessi afmörkun á upplýsingaréttinum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga sem og ákvæði gildandi upplýsingalaga og reyndar einnig reglur um upplýsingarétt í dönsku og norsku upplýsingalögunum.“<br /> <br /> Af þessum ummælum er ljóst að þau gögn geta ein talist vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sem ætla má að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds eða annars aðila skv. I. kafla laganna áður en komist er að endanlegri niðurstöðu. Úrskurðarnefndin telur að með hliðsjón af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. og sjónarmiðum úr frumvarpi til upplýsingalaga, að upp­lýsingar um greiðslur rútufyrirtækja til Isavia vegna afnota af bílastæðum á Keflavíkur­flugvelli árið 2017 geti ekki talist til vinnugagna þar sem þær uppfylla ekki skilyrði hug­taksins að vera undirbúningsgagn. Verður því ekki fallist á að synja megi beiðni kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á þeim grundvelli að um vinnugögn sé að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti styður Isavia ákvörðun sína að synja beiðni kæranda um aðgang að tölum um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017 við 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um við­skipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í sam­keppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsinga­lögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim til­vikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upp­lýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í við­skiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til að­gangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starf­semi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir sam­keppnis­hags­munir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. sam­keppnislaga, nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga, þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er mis­munandi. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að tak­marka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem Isavia telur heimilt að undanskilja á grundvelli ákvæðis 4. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga varða upplýsingar um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bíla­stæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Vísað er til þess að um sé að ræða nýjar upplýsingar um magn seldra stæða, sölutölur og rekstrarkostnað. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðar­nefndarinnar nr. 709/2017 um að upplýsingar um veltu og sölu geti verið viðkvæmar upp­lýs­ingar um viðskipta- og fjárhagsmálefni fyrirtækja.<br /> <br /> Ekki liggur ljóst fyrir hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia eða hvort telja verði að þessi hluti starfsemi fyrirtækisins teljist til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar sem vitnað var til hér að framan. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framan­greind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt framangreindar upplýsingar teljist varða sam­keppnis­rekstur Isavia þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upp­lýsinga­laga. Er þá litið til þess að Isavia hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upp­lýsingarnar, m.a. til að geta veitt Isavia aðhald, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia sé ekki heimilt að undanþiggja upp­lýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leit einnig til þess hvort Isavia hefði verið óheimilt að veita kæranda aðgang að gögnunum vegna 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrir­tækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Allrahanda GL ehf. veitti með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, samþykki fyrir því að upplýsingar um greiðslur fyrirtækisins vegna afnota á bílastæðunum yrðu birtar. Verður því kæranda ekki synjað aðgangi að þeim upp­lýsingum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Kynnisferðir ehf. lögðu það í hendur úrskurðarnefndarinnar að leggja mat á hvort veita skyldi aðgang að gögnunum. Það er mat nefndarinnar að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum um hvað hópferðabílar greiddu fyrir afnot af bílastæðum árið 2017 varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna ekki með þeim hætti að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Er Isavia því skylt að veita kæranda aðgang að gögnunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Isavia ohf. skal afhenda kæranda, A, upplýsingar um hvað hópferða­bíla­fyrir­tækin Allrahanda GL ehf. og Kynnisferðir ehf. greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bíla­stæði við Keflavíkurflugvöll árið 2017.<br /> <br /> Beiðni A um upplýsingar um hve mikið bílaleigur greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017, og hver rekstrar­kostnaður bílastæða við flugvöllinn hafi verið sama ár, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar með­ferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti er kæru A, dags. 18. júní 2018, vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> <br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir

856/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. . mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem varði umsóknir í starf hjá þeim aðilum sem heyri undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. ekki átt við um starfsmenn Ríkisútvarpsins. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 856/2019 í máli ÚNU 19110017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. nóvember 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV ohf.) um synjun beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra hjá RÚV ohf. Þann 15. nóvember auglýsti stjórn RÚV ohf. lausa stöðu útvarpsstjóra. Upphaflegur umsóknarfrestur var til 2. desember 2019 en þann dag var fresturinn framlengdur til 9. desember.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 28. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir því að fá lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Beiðnin var sett fram með vísun til 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram kemur að skylt sé að veita tilteknar upplýsingar um opinbera starfsmenn, m.a. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Þá vakti kærandi athygli á því að í lögum um RÚV ohf. segði skýrt og skorinort að upplýsingalög giltu um félagið. Þetta tæki kærandi fram vegna þess að í frétt á vef RÚV ohf. frá 27. nóvember 2019 segði að listi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra yrði ekki birtur. Það stæðist ekki lög.<br /> <br /> Í svari RÚV ohf. við beiðni kæranda, dags. 28. nóvember 2019, kemur fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur. Upplýsingalög gildi um starfsemi RÚV ohf. en 2. mgr. 7. gr. laganna nái til allrar starfsemi stjórnvalda. Félagið sé hins vegar lögaðili í eigu íslenska ríkisins og því gildi 4. mgr. 7. gr. um starfsemi félagsins og þar segi eingöngu að veita beri upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfsvið, ásamt launakjörum æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Kæran var kynnt RÚV ohf. með bréfi, dags. 29. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í svarbréfi RÚV ohf., sama dag, kemur fram að afstaða félagsins liggi þegar fyrir. Þann 2. desember 2019 barst úrskurðarnefndinni bréf frá RÚV ohf. Þar er vísað til þess að fram komi í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga að skylt sé að veita nánar tilgreindar upplýsingar sem varða opinbera starfsmenn, þ. á m. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. sömu lagagreinar, sem varði starfsmenn lögaðila, sé á hinn bóginn ekki að finna viðlíka lagaáskilnað. Með samanburði á 2. og 4. mgr. 7. gr., og raunar gagnályktun, verði því dregin sú ályktun að RÚV sé ekki lögskylt að birta umbeðinn lista. Megi raunar draga í efa hvort RÚV sé það yfirhöfuð heimilt án skýrrar lagaheimildar eða áskilnaðar í auglýsingu um stöðuna, þ.m.t. vegna persónuverndarsjónarmiða.<br /> <br /> Umsögn RÚV ohf. var kynnt kæranda þann 2. desember 2019 og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. desember 2019, segir að kæran sé byggð á þeirri almennu reglu að það hljóti að vera í þágu 1. gr. upplýsingalaga um markmið laganna að eigendur Ríkisútvarpsins, almenningur, eigi rétt á því að vita hverjir sækja um að fá að stýra stofnuninni. Þetta sé þeim mun mikilvægara þar sem RÚV gegni samkvæmt lögum um stofnunina hlutverki í lýðræðislegri umræðu með því að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV sé því ekki venjuleg rekstrarstofnun heldur sé útvarpsstjóri í aðstöðu til að hafa áhrif á lýðræðislega umræðu í landinu. Meginspurningin sé sú hvernig almenningur eigi að geta borið traust til þess að ráðning á útvarpsstjóra hafi verið með eðlilegum hætti þegar ekki liggi fyrir úr hvaða umsækjendahópi hafi verið valið. Eðlilegt sé að álykta sem svo að þarna sé verið að skapa efa um trúverðugleika ráðningarferilsins. Kærandi bendir einnig á að í 18. gr. laga um Ríkisútvarpið sé sérstaklega tekið fram að upplýsingalög gildi um starfsemi stofnunarinnar. Með því sé undirstrikaður sá vilji löggjafans að stofnunin fari að þeim lögum. <br /> <br /> Þá bendir kærandi á skýra kvöð í upplýsingalögum sem varði umsækjendur um störf. Í 7. gr. segi að takmarkanir á upplýsingarétti eigi ekki við um fimm tiltekin atriði. Eitt þeirra sé nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Lagatúlkun Ríkisútvarpsins þar sem bornar séu saman 2. og 4. mgr. 7. gr. laganna standist með engu móti, enda sé vilji löggjafans skýr. Þá bendir kærandi á að lagatúlkun Ríkisútvarpsins hafi verið sú að birta beri nöfn umsækjenda, þar til 2. desember 2019. Í persónuverndaryfirlýsingu á vefsíðu RÚV komi fram að félaginu sé skylt á grundvelli upplýsingalaga að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda sem sæki um auglýst störf. Þessu hafi verið breytt 2. desember 2019. Nú segi í persónuverndaryfirlýsingunni að RÚV kunni að áskilja sér rétt í tengslum við ráðningar í ákveðnar stjórnunarstöður að birta lista yfir umsækjendur. Kærandi segir breytinguna hljóta að vekja mikla tortryggni og grun um annarlegan tilgang. Bent sé á að umsækjendur hljóti að hafa verið meðvitaðir um að nöfn þeirra yrðu birt. Jafnvel eftir breytinguna á persónuverndaryfirlýsingunni geti umsækjendur vænst þess að nöfn þeirra og starfssvið verði birt.<br /> <br /> Að lokum kemur fram að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar vari eindregið við því að hin breytta túlkun Ríkisútvarpsins á upplýsingalögum verði látin standa. Það yrði ekki eingöngu þvert gegn anda upplýsingalaga heldur beinlínis gegn skýrum ákvæðum þeirra.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. desember 2019, bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Segir þar meðal annars að í greinargerð sem fylgir frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið ohf., fjölmiðil í almannaþágu sé lögð rík áhersla á að RÚV ohf. lúti upplýsingalögum eins og um opinbera stofnun væri að ræða þrátt fyrir að félagið sé opinbert hlutafélag. Síðari breytingar á upplýsingalögum varðandi opinber hlutafélög almennt, án þess að sérstaklega sé tekið fram að afstaða löggjafans um sérstöðu RÚV ohf. hafi breyst, geti augljóslega ekki breytt sérstöðu félagsins. Tekið er fram að í tilvitnaðri greinargerð segi um 18. gr. laga nr. 23/2013, að upplýsingalög, nr. 50/1996, gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins líkt og kveðið hafi verið á um í 12. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007. Í athugasemdum við 12. gr. hafi þung áhersla verið lögð á að ákvæði upplýsingalaga giltu um Ríkisútvarpið. Í ljósi þess að Ríkisútvarpinu sé ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu sem sé í eðli sínu opinber þjónusta hafi verið talið rétt að upplýsingalög giltu um starfsemi þess þannig að almenningur gæti fengið aðgang að gögnum mála hjá því í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá ákvörðun RÚV ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda um stöðu útvarpsstjóra. Þar sem fyrir liggur sú ákvörðun stjórnar RÚV ohf. frá 28. nóvember 2019 að kærandi fái ekki aðgang að lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra óháð því hvort umsóknarfrestur sé liðinn mun nefndin fjalla um það á þeim grundvelli. <br /> <br /> Ekki er ágreiningur um það í málinu að starfsemi RÚV ohf. falli sem slík undir upplýsingalög nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Ljóst er að ákvæði upplýsingalaga gilda því almennt um starfsemi félagsins nema sérákvæði annarra laga kveði á um annað. Um rétt kæranda til aðgangs til upplýsinganna fer því almennt eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ágreiningur málsins lýtur hins vegar að því að hvaða leyti 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gildi um beiðni kæranda í máli þessu, um að birta skuli upplýsingar um tiltekin atriði sem varða opinbera starfsmenn, meðal annars nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar leyst er úr þessum ágreiningi verður að horfa til þess að í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Þessi sérregla felur í sér að almenningur á að jafnaði ekki rétt til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir ákvæði laganna. Er þessi regla orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Við setningu laganna voru hins vegar samhliða settar undantekningar frá þessari sérreglu um málefni starfsmanna í 1. mgr. 7. gr. sem fram koma í 2. – 4. mgr. 7. gr. Þannig er í 2. mgr. 7. gr. kveðið á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., „skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn“. Þær upplýsingar eru síðan taldar upp í fimm tölusettum liðum en meðal þeirra eru nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 þá taki hugtakið ,,opinberir starfsmenn“ samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefndin einsýnt að hlutafélag í eigu ríkisins eins og RÚV ohf. geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að RÚV ohf. sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna RÚV ohf. Af því leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu útvarpsstjóra RÚV ohf. getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er hins vegar að finna sérreglu um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmann lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. en sem fyrr segir heyrir RÚV ohf. undir síðastnefnda ákvæðið. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um er að ræða opinbera starfsmenn hjá stjórnvöldum eða starfsmenn lögaðila. Þar sem ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda þegar sótt er um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, verður að líta svo á að slík skylda sé ekki til staðar í tilviki RÚV ohf. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort það hefði þýðingu í málinu að í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, er kveðið á um að upplýsingalög gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 23/2013 segir að ákvæðið sé samhljóða 2. mgr. 12. gr. eldri laga um félagið og að í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið hafi verið lögð þung áhersla á að ákvæði upplýsingalaga giltu um félagið. Þar sem ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 gildi aðeins um stjórnvöld en ekki hlutafélög í eigu ríkis eða sveitarfélaga sé talið rétt að almenningur gæti fengið aðgang að gögnum mála hjá RÚV ohf. í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <br /> Þegar litið er til orðalags 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 sem og tilvitnaðra athugasemda við 18. gr. laga nr. 23/2013 verður ekki séð að Alþingi hafi tekið neina afstöðu til þess um hvort aðrar reglur ættu að gilda um aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf hjá RÚV ohf. að liðnum umsóknarfresti, en þær sem settar höfðu verið um lögaðila í opinberri eigu samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig 2. mgr. 2. gr. laganna, og tekið hefðu gildi 1. janúar 2013. <br /> <br /> Í þessu ljósi er ekki unnt að túlka ákvæði 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 á þann veg að það feli í sér sérákvæði um að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna hjá RÚV ohf. skuli lúta sömu reglum og gilda um aðgang að gögnum um málefni opinberra starfsmanna hjá stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga, en ekki sérreglum 7. gr. upplýsingalaga um lögaðila í opinberri eigu. Líta verður svo á að með ákvæði 2. mgr. 18. gr. sé einungis áréttað að upplýsingalög nr. 140/2012, gildi um starfsemi félagsins og að ákvæðið feli ekki í sér sérreglu um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um félagið. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds á kærandi ekki rétt til upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf útvarpsstjóra, sbr. 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því var RÚV ohf. heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjanda í stöðu útvarpsstjóra hjá félaginu og verður hin kærða ákvörðun staðfest. <br /> <br /> Fram kemur í umsögn RÚV ohf. að félaginu sé ef til vill ekki heimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar, meðal annars á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Í tilefni af þessu sjónarmiði tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í niðurstöðu nefndarinnar felst ekki sú afstaða að RÚV ohf. sé óheimilt að afhenda umbeðin gögn, heldur aðeins að félaginu sé það ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf., dags. 28. nóvember 2019, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá félaginu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br />

855/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var synjun Vesturbyggðar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.

<h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 855/2019 í máli ÚNU 19070001. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. júlí 2019, kærði A afgreiðslu Vesturbyggðar á beiðni hans um gögn. Kærandi sótti um starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins í mars 2019. Í apríl var honum tilkynnt að annar hefði fengið starfið. Í júní óskaði hann eftir öllum gögnum málsins á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, frá upphafi til loka ráðningarferlis. Væri þar m.a. átt við gögn sem urðu til í ráðningarferlinu vegna ákvæða 27. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og gögn frá Hagvangi sem urðu til og voru afhent Vesturbyggð meðan á ráðningarferlinu stóð.<br /> <br /> Kæranda voru afhent tiltekin gögn 19. júní 2019, en synjað um aðgang að öðrum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Var kæranda leiðbeint um að ákvörðunin væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru er óskað eftir því að úrskurðarnefndin skeri úr um hvaða gögn ráðningarferlisins heyri undir upplýsingalög og hver þeirra heyri undir stjórnsýslulög. Sér í lagi er óskað eftir því að nefndin úrskurði um hvort kærandi eigi rétt á að fá í hendur ráðningarsamning Vesturbyggðar við þann sem ráðinn var í starfið, og samning Hagvangs og Vesturbyggðar vegna þjónustu við ráðningarferlið og gögn sem sýni kostnað vegna hennar.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 31. júlí 2019, var kæran kynnt Vesturbyggð og sveitarfélaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Vesturbyggðar, dags. 14. ágúst 2019, eru málsatvik rakin auk lagaraka fyrir ákvörðun sveitarfélagsins. Við mat sveitarfélagsins á því hvaða gögn því væri skylt eða heimilt að afhenda hefði niðurstaðan verið sú að um væri að ræða annars vegar vinnugögn vegna ráðningarferlisins sem og gögn sem innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra umsækjenda. Önnur gögn sem innihéldu bæði upplýsingar um einkamálefni annarra umsækjenda sem og kæranda taldi sveitarfélagið sig ekki hafa heimild til að afhenda. Þá voru kæranda afhent öll þau gögn sem Vesturbyggð taldi að vörðuðu kæranda sjálfan sem aðila máls, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Með vísan til 16. gr. sömu laga var það mat sveitarfélagsins að önnur gögn sem urðu til við ráðningarferlið sem og samskipti við Hagvang og bæjarstjórn væru vinnuskjöl sem væru til eigin nota, enda ekki um að ræða skjöl sem innihéldu endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins. Umsögninni fylgdu afrit af öllum þeim gögnum sem urðu til við ráðningarferlið og liggja fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. ágúst 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugsemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar sveitarfélagsins. Þær bárust með bréfi, dags. 24. ágúst 2019. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum sem varða ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, en kærandi var meðal umsækjenda um starfið. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn málsins og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem Vesturbyggð afhenti nefndinni og telur ótvírætt að gögnin í heild sinni tilheyri því stjórnsýslumáli sem varðar ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitar-félagsins.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur ber að beita sérstakri kæruheimild í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kæru A, dags. 13. júlí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

854/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn varðandi korta- og gagnagrunna sem stofnunin ÍSOR hefði í sínum vörslum. Ráðuneytið taldi fyrirspurn kæranda ekki fela í sér beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að ráðuneytinu hafi borið að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Þar sem það hafði ekki verið gert var það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tekin rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög geri ráð fyrir. Var því lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 854/2019 í máli ÚNU 19040005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. apríl 2019, kærði A, f.h. Stapa ehf., afgreiðslutöf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fyrirspurnar hans til ráðuneytisins, dags. 20. mars 2019. Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 15. janúar 2019, að ráðuneytið svaraði spurningum í fjórum töluliðum varðandi samning ráðuneytisins við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Náttúrufræðistofnun Íslands. Ráðuneytið svaraði erindinu þann 27. febrúar 2019 en í svarinu komu fram upplýsingar um ákveðna korta- og gagnagrunna sem ÍSOR hefði í sínum fórum. <br /> <br /> Með erindi til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 20. mars 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það með hvaða hætti ÍSOR hefði komist yfir gagna- og kortagrunnana, sem væru samkvæmt lögum nr. 87/2003 skýlaus eign Orkustofnunar, en erindinu var ekki svarað. Hann ítrekaði erindið þann 28. mars 2019 og bætti þá við að hann vildi fá upplýsingar um það á grundvelli hvaða lagastoðar ÍSOR hefði komist yfir umrædda korta- og gagnagrunna. Erindi kæranda var ekki svarað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi, dags. 13. apríl 2019, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn með ástæðum afgreiðslutafarinnar. Tekið var fram að yrði erindinu synjað færi úrskurðarnefndin þess á leit henni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 15. apríl 2019, kemur fram að kærandi hafi þann 15. janúar 2019 óskað eftir upplýsingum og gögnum frá ráðuneytinu í tengslum við samning sem gerður var milli ráðuneytisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og ÍSOR um sérstakt átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja. Ráðuneytið hafi svarað fyrirspurn kæranda þann 27. febrúar 2019 og sent honum þau gögn sem hann hafi óskað eftir. Samdægurs hafi borist svarbréf frá kæranda þar sem hann setti fram athugasemdir og ábendingar. Dagana 1., 20. og 28. mars 2019 hafi ráðuneytinu borist bréf frá kæranda þar sem hann hafi sett fram fleiri athugasemdir.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að ráðuneytið hafi hvorki hafnað því formlega að svara erindi kæranda frá 20. mars 2019 né að veita honum liðsinni við að afla svara við fyrirspurnum sínum. Hins vegar liggi fyrir að ráðuneytið hafi ekki náð að svara erindum kæranda innan þeirra tímamarka sem kærandi hafi sett í erindum sínum til ráðuneytisins. Þá segir að í erindi kæranda frá 20. mars 2019 og ítrekun þess frá 28. mars 2019 sé ekki að finna beiðni um fyrirliggjandi gögn í tilteknu máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, heldur fyrirspurnir um tiltekið málefni, og kalli erindið því á rannsóknarvinnu af hálfu ráðuneytisins. Þá sé það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að ákvæði upplýsingalaga eigi ekki við í málinu þar sem ekki sé um að ræða beiðni um afhendingu gagna. Því séu ekki forsendur til staðar til að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál drátt á afgreiðslu málsins, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem kæruheimild til nefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga sé ekki fyrir hendi. Þá er tekið fram að ráðuneytið telji afgreiðslu málsins ekki hafa dregist óhóflega þar sem svar við umræddum erindum kalli á nokkra rannsóknarvinnu. Í ljósi þessa beri að vísa erindinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust samdægurs, hafnar hann því að ekki hafi verið um skýra beiðni um afhendingu gagna að ræða. Hann ítrekar fyrirspurn sína og áréttar að hann óski eftir gögnum, lögum, reglugerðum eða öðru haldbæru sem fært geti sönnur á að ÍSOR hafi komist með lögmætum hætti yfir umrædda korta- og gagnagrunna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslutöf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna erindis kæranda þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það með hvaða hætti og hvaða lagastoð hafi legið að baki því að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi komist yfir tiltekna korta- og gagnagrunna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að lög frá Alþingi verða almennt ekki talin til gagna sem teljast fyrirliggjandi hjá tilteknu stjórnvaldi í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, enda eru lög birt almenningi með formlegum hætti, sbr. lög nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Nefndin lítur hins vegar svo á að kærandi óski eftir öllum gögnum ráðuneytisins sem varða kunna samskipti þess við ÍSOR um það hvernig stofnunin hafi komist yfir tiltekna korta- og gagnagrunna. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 15. apríl 2019, kemur fram að samkvæmt mati ráðuneytisins sé fyrirspurn kæranda ekki beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, heldur sé um að ræða fyrirspurn um tiltekið málefni sem kalli á rannsóknarvinnu af hálfu ráðuneytisins. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að því verði ekki gert að búa til ný gögn á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar bar ráðuneytinu að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að það hafi verið gert. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Verður því ekki hjá því komist að leggja fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 20. mars 2019, um upplýsingar varðandi það með hvaða hætti og á grundvelli hvaða lagastoðar Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi komist yfir tiltekna gagna- og kortagrunna er vísað til umhverfis- og auðlindaráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Sigríður Árnadóttir<br />

853/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að CITES-leyfum vegna útflutnings á hvalaafurðum árið 2018. Ákvörðunin byggðist á 9. gr. upplýsingalaga en útflutningsfyrirtækið sem átti í hlut lagðist gegn afhendingu leyfanna. Úrskurðarnefndin taldi fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins ekki koma í veg fyrir að veittur yrði aðgangur að leyfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar. Var því Fiskistofu gert að afhenda kæranda leyfin en afmá úr þeim upplýsingar um kaupanda.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 853/2019 í máli ÚNU 19030011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. mars 2019, kærðu Hvalaskoðunarsamtök Íslands ákvörðun Fiskistofu, dags. 4. mars 2019, um synjun beiðni um aðgang að CITES-leyfum frá árinu 2018 vegna útflutnings Hvals hf. á afurðum langreyðar til Japans. Hin kærða ákvörðun var byggð á því að um væri að ræða upplýsingar sem stofnuninni væri óheimilt að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en Hvalur hf. andmælt því að gögnin yrðu gerð opinber. Í kæru segir m.a. að ákvörðun Fiskistofu veki athygli þar sem engum vandkvæðum sé bundið að fá aðgang að CITES-leyfi um innflutning hvalafurða frá Noregi til Íslands. Því vilji samtökin fá úr því skorið hvort Hvalur hf. geti komið í veg fyrir að hagsmunaaðilar eins og Hvalaskoðunarsamtök Íslands fái upplýsingar um það leyfi sem umdeildur útflutningur á hvalaafurðum byggir á. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fiskistofu með bréfi, dags. 22. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 29. mars 2019, segir að aðeins einn aðili flytji út langreyðarafurðir og það sé fyrirtækið Hvalur hf. Fiskistofa hafi óskað eftir sjónarmiði Hvals hf. um afhendingu upplýsinganna með bréfi, dags. 1. febrúar 2019. Hvalur hf. hafi svarað því 15. febrúar 2019 að félagið samþykki ekki að upplýsingarnar verði veittar þar sem þær varði mikilsverða fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Í erindi, dags. 21. mars 2019, hafi Fiskistofu borist frekari andmæli Hvals hf. gegn því að umbeðnar upplýsingar yrðu veittar. Í umsögninni segir enn fremur að í CITES-leyfum komi fram upplýsingar um kaupanda vöru og telji Fiskistofa þær vera mikilsverðar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar fyrir Hval hf. Einnig kunni að vera í húfi hagsmunir kaupanda vörunnar varðandi það hvernig farið er með upplýsingar í viðskiptum aðila. Fiskistofa hafi þó ekki kannað sjónarmið kaupanda. <br /> <br /> Meðfylgjandi umsögninni voru bréf Hvals hf., dags. 15. febrúar 2019 og 21. mars 2019. Þar kemur fram sú afstaða fyrirtækisins að það telji upplýsingarnar varða mikilvæga fárhags- og viðskiptahagsmuni þess sem leynt eigi að fara. <br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. apríl 2019, segist kærandi ekki geta fallist á það sjónarmið að um svo viðkvæmar viðskiptaupplýsingar Hvals hf. sé að ræða að þeim beri að halda leyndum. Í því sambandi er vísað til þess að slík leyfi hafi fengist afhent í Noregi. Á Íslandi hafi aðeins eitt fyrirtæki annast innflutning á hrefnuafurðum frá Noregi. Vakin er athygli á því að Fiskistofa hafi synjað um aðgang að upplýsingunum án þess að kanna afstöðu innflutningsfyrirtækis í Japan. Kærandi telur að langreyðarveiðar Hvals hf. og útflutningsleyfið að baki þeim geti ekki talist einkamál fyrirtækisins enda hafi Hvalur hf. og málsvarar fyrirtækisins ætíð kynnt og fjallað um veiðarnar sem hvalveiðar Íslendinga og hafi markmið fyrirtækisins verið kynnt innanlands sem og á alþjóðavettvangi sem stefna Íslands í hvalveiðimálum. Þá liggi fyrir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands, sem hagsmunasamtök hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi, hafi hagsmuna að gæta vegna nýtingar á lifandi hvölum, orðspori og ímynd Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst þann 7. maí 2019 bréf frá lögmannsstofu fyrir hönd Hvals hf. Í bréfinu segir m.a. að við mat á hagsmunum Hvals hf. af því að upplýsingunum verði haldið leyndum sé rétt að hafa í huga að það sé reynsla Hvals hf. að samstarf sé á milli innlendra og erlendra samtaka sem berjast gegn hvalveiðum. Því megi gera ráð fyrir að afhending upplýsinganna hafi áhrif á viðskiptasambönd félagsins erlendis. Bent er á að upplýsingar um nafn innflytjanda og heimilisfang hafi áður verið nýttar í þeim tilgangi að ónáða viðkomandi innflytjanda í því skyni að hann láti af innflutningnum. Augljóst sé að viðskiptasambönd Hvals hf. séu í húfi. Þá séu upplýsingar um magn afurða viðskiptaleyndarmál sem gætu komið Hval hf. verulega í koll fái keppninautar fyrirtækisins, t.d. í Japan, aðgang að þeim. Fáir stundi hvalveiðar í heiminum og geti upplýsingar fljótt borist til samkeppnisaðila. Eins séu upplýsingar um farmbréfsnúmer viðkvæmar. Með því númeri megi með leit á vefnum finna flutningsfarið, sem farmurinn fer með, skipafélagið og leið skipsins. Hvalur hf. hafi reynslu af því að samtök sem berjast gegn hvalveiðum hafi hótað skipafélagi öllu illu ef það flytti afurðir Hvals hf. Skipafélagið hafi gefist upp og afurðirnar endursendar til Íslands. Því hafi félagið augljósa viðskiptahagsmuni af því að upplýsingar um farmnúmer verði ekki gerðar aðgengilegar. Ljóst sé að hagsmunir Hvals hf. af því að synjað sé um aðgang að gögnunum séu meiri en hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar sem varði viðskipti milli einkaaðila. <br /> <br /> Enn fremur segir í bréfinu að í ljósi þess hve stór hluti upplýsinga í leyfunum eigi að fara leynt þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. umfjöllun í athugasemdum við 3. mgr. 5. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-354/2011 þar sem fjallað var um aðgang að upplýsingum um samninga sem einkaaðilar gerðu sín á milli og bárust til Fiskistofu vegna eftirlits og starfa stofnunarinnar. Í úrskurðinum hafi upplýsingar um kaupendur afla og þau skip sem landi aflanum verið felldar undir 5. gr. upplýsingalaga, sbr. nú 9. gr. laganna. Þá er því teflt fram að upplýsingarnar séu háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem kveðið sé á um í 188. gr. tollalaga nr. 88/2005. Ákvæðið eigi við þrátt fyrir að vísað sé til starfsmanna Tollstjóra enda hafi löggjafinn lagt mat á það að eðli upplýsinganna sem sýslað sé með hjá Tollstjóra séu þess eðlis að ekki sé ætlast til þess að almenningur hafi aðgang að þeim. Loks er tekið fram að Hvalur hf. þekki til þess að stjórnvöld í Noregi hafi ekki verið sammála um hvernig afgreiða eigi beiðnir um aðgang að CITES-leyfum. Þannig hafi norsk tollayfirvöld gert athugasemdir við að Umhverfisstofnun þar í landi hafi afhent slík leyfi og vísað til þagnarskylduákvæðis í norsku tollalögunum. <br /> <br /> Bréf Hvals hf. var kynnt kæranda þann 10. maí 2019 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí 2019, segir m.a. að fullyrðingar Hvals hf. um að innflutningsaðili í Japan hafi orðið fyrir ónæði erlendra samtaka eigi ekki við rök að styðjast. Þá hafi það ekki verið útskýrt hvað talsmenn Hvals hf. telji svo brýnt að fela. Ekki sé útskýrt af hverju ekki megi birta magn hvalaafurða sem flutt voru út árið 2018. Hvalur hf. hafi á hverju ári birt í fjölmiðlum upplýsingar um magn hvalaafurða. Þannig hafi það komið fram í fjölmiðlum árið 2018 að 1500 tonn af hvalkjöti hafi verið flutt til Japans. Auk þess hafi ummæli Hvals hf. um að samtök hafi hótað skipafélögum ekkert með Hvalaskoðunarsamtök Íslands að gera. Flutningar undanfarin ár hafi átt sér stað með nafngreindu flutningaskipi og engin leynd hafi hvílt yfir því hvað skipið heiti eða hvar það sé skráð. Skýringar Hvals hf. séu því fyrirsláttur. <br /> <br /> Þann 3. desember 2019 hafði úrskurðarnefndin samband við Fiskistofu, símleiðis, og óskaði eftir frekari skýringum varðandi upplýsingar um farmnúmer á CITES-leyfum Hvals hf. Í svari Fiskistofu kom fram farmnúmer geti veitt fremur nákvæmar upplýsingar um útflutningsleiðina, t.d. um það hvaða tiltekna skipafélag flytji vöruna eða um nákvæma staðsetningu farmsins. Í því tilviki sem hér um ræði gefi númerin hins vegar litlar upplýsingar enda standi Hvalur hf. sjálfur fyrir útflutningnum á kjötinu. Farmnúmerin á CITES-leyfum Hvals hf. séu eins einföld og raun beri vitni því þau vísi einfaldlega til númera á skipum félagsins nr. 1, 2, og 3 en vitað sé að þau flytji vörur fyrirtækisins til Japan. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að CITES-leyfum Hvals hf. vegna útflutnings fyrirtækisins á hvalafurðum en leyfin voru gefin út árið 2018. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í leyfunum fer eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á 9. gr. upplýsingalaga en ákvæðið hljóðar þannig: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir um ákvæðið: <br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptarleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram varðandi tilvísun Hvals hf. um að upplýsingarnar verði felldar undir sérstakt þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 að ákvæðið tekur samkvæmt orðalagi þess til starfsmanna tollstjóra. Ákvæðið verður ekki túlkað rýmra en leiðir af orðanna hljóðan og kemur það því ekki til álita við mat á gögnum málsins. <br /> <br /> CITES-leyfi eru gefin út af Fiskistofu vegna innflutnings, útflutnings, endurútflutnings og aðflutnings úr sjó á eintökum þeirra tegunda sem reglugerð nr. 993/2004 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, sbr. lög nr. 85/2000, nær til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ótvírætt að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig útgáfu slíkra leyfa sé háttað. Mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir þess sem upplýsingarnar varða, í þessu tilfelli Hvals hf., geta hins vegar staðið því í vegi að aðgangur verði veittur að leyfunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þarf því að leggja mat á hvort í leyfunum komi fram upplýsingar sem Fiskistofu er óheimilt að veita vegna hagsmuna Hvals hf. af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið CITES-leyfi Hvals hf. sem gefin voru út árið 2018. Í þeim koma m.a. fram upplýsingar um innflytjanda (kaupanda) og útflytjanda vörunnar, nöfn útgáfuaðila, lýsing á vörunni þ. á m. magni hennar í kílóum, útgáfustaður og útgáfutími auk upplýsinga um gildistíma leyfis. Úrskurðarnefndin fellst á það með Fiskistofu að upplýsingar um viðsemjanda Hvals hf. um kaup á útfluttri vöru teljist vera upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál fyrirtækisins sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 676/2017. Er þá m.a. litið til þess að upplýsingarnar varða ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur viðskiptasamband einkaaðila um kaup og sölu á vöru. Að mati nefndarinnar getur 9. gr. upplýsingalaga þó ekki staðið því í vegi að almenningi verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum sem fram koma í leyfisbréfunum. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um farmnúmer sendingar (e. Bill of Landing) og útflutningsmagn afurðar þykir úrskurðarnefndinni Hvalur hf. ekki hafa fært fyrir því sannfærandi rök að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækisins hljóti skaða af, verði almenningi veittur aðgangur að gögnunum. Þá verður ekki séð að það hafi áhrif á viðskiptahagsmuni Hvals hf. að veittar séu upplýsingar um útflutningsmagn. Þótt fallast megi á að rétt geti verið að takmarka aðgang að upplýsingum á grundvelli 9. gr. ef sýnt þykir að birting upplýsinga muni skapa hættu á því að upplýsingar verði nýttar í ólögmætum tilgangi, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þá hefur Hvalur hf. að mati úrskurðarnefndarinnar ekki leitt líkur að því að slík hætta sé til staðar. Í því sambandi verður að benda á að réttur almennings til aðgangs að gögnum verður ekki takmarkaður á þeim grundvelli að almenningur kunni að geta nýtt sér upplýsingar til mótmæla og hvetja til sniðgöngu á vörum með vísan til umhverfisverndarsjónarmiða. . Með vísan til framangreinds er það því niðurstaða nefndarinnar að Fiskistofu sé skylt að veita aðgang að leyfisbréfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Fiskistofu er skylt að afhenda kæranda, Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, CITES-leyfi útgefnum á árinu 2018 vegna útflutnings Hvals hf. á hvalafurðum, að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p>

852/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var synjun Flóahrepps á beiðni um aðgang að heildarupphæðum tilboða í efniskaup vegna Flóafjóss. Kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna tilboðsgjafanna en upplýsingarnar segðu til um einingarverð þeirra. Við meðferð málsins veitti einn tilboðsgjafi samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að upplýsingum hann og var Flóahreppi því gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðun Flóahrepps varðandi upplýsingar um heildarupphæð tilboða annarra tilboðsgjafa með vísan til þess að ekki væri um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda og að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra færu leynt vægju þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 852/2019 í máli ÚNU 19010002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. janúar 2019, kærði A ákvörðun sveitarstjórnar Flóahrepps um synjun beiðni um aðgang að upphæðum tilboða í öll efniskaup vegna Flóaljóss. Með erindi, dags. 29. nóvember 2018, óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar um efniskaup vegna ljósleiðara fyrir Flóaljós, hverjir hefðu gert tilboð í verkið og heildarupphæð hvers tilboðs fyrir sig. Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingunum með bréfi, dags. 10. desember 2018, á þeim grundvelli að upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi aðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Flóahreppi með bréfi, dags. 14. janúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Flóahrepps, dags. 28. janúar 2019, eru veittar upplýsingar um tilboðsgjafa og heildarfjárhæð tilboða flestra þeirra. Kæranda er aftur á móti synjað um aðgang að upplýsingum um heildarfjárhæð fjögurra tilboða. Ákvörðunin er rökstudd þannig að þessir aðilar hafi aðeins gert tilboð í 1-2 efnisliði og því sé um að ræða upplýsingar um einingarverð fyrirtækjanna. Myndi veiting upplýsinganna skaða samkeppnisstöðu þeirra á markaði og þar af leiðandi stríða gegn mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum þeirra. Því væru upplýsingarnar undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 9. og 23. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu fyrirtækjanna til þess að veittur yrði aðgangur að upplýsingum um fjárhæð tilboðanna. Með bréfi, dags. 14. október 2019, lýsti Ísloft ehf. því yfir að fyrirtækið samþykkti ekki að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Í bréfinu segir að fyrirtækið hafi aðeins gert tilboð í einn efnislið og því megi reikna út einingarverð þess. Fyrirtækið líti svo á að einingarverð séu trúnaðarmál milli sín og verkkaupa í verðkönnun af þessu tagi og geri það kröfu um að samkeppnisaðilum verði ekki veittur aðgangur að einingarverðum. Með bréfi, dags. 15. október 2019, veitti Ísrör ehf. samþykki sitt fyrir því að aðgangur yrði veittur að upplýsingum um heildarfjárhæð fyrirtækisins. Með bréfi, dags. 7. nóvember 2019, lýsti Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. því yfir að fyrirtækið veitti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið hafi gert tilboð í tvo aðskilda efnisliði í tveimur tölvupóstum. Fyrirtækið líti svo á að það hafi gert tvö sjálfstæð tilboð í tvo aðskilda efnisþætti. Fram kemur að fyrirtækið telji að það að opinbera tilboð aðila í einstaka þætti sé einstaklega óheppilegt og að það skaði samkeppni til lengri tíma litið. Það að opinbera tölur fyrirtækisins sé ekkert annað en opinbert skemmdarverk sem muni letja smærri aðila, sérstaklega innlenda framleiðendur í að taka þátt í verðkönnunum sem þessum. Það sé ekki í anda upplýsingalaga að upplýsa um einstaka þætti og bjóða þar með hættunni heim að tilboðsgjöfum verði mismunað. Það gangi jafnframt gegn samkeppnissjónarmiðum. Ekki sé réttmætt að opinbera fjárhæð tilboða fyrirtækisins sem hafi aðeins boðið í fáa efnisliði. Greining á fjárhæð tilboðsins segi til um einingarverð eins liðar sem öllum sé ljóst hver sé á meðan ekki sé hægt að framkvæma slíka greiningu á tilboðum þeirra sem bjóði í alla liði. Með því að krefja fyrirtækið um að upplýsa um tilboðsverð þá sé verið að mismuna tilboðsgjöfum í upplýsingagjöf, þ.e. tilboðsgjafar sitji ekki við sama borð við greiningu á verði. Svar barst ekki frá Durinn ehf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að heildarfjárhæðum tilboða fjögurra fyrirtækja sem bárust sveitarfélaginu Flóahreppi vegna verðkönnunar um efniskaup til verkefnisins Flóaljóss. Beiðni kæranda er sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en sú lagagrein fjallar um aðgang almennings að upplýsingum.<br /> <br /> Ákvörðun sveitarfélagsins um að synja beiðni kæranda er byggð á því að upplýsingarnar gefi til kynna einingarverð fyrirtækjanna á markaði og geti aðgangur að þeim skaðað samkeppnisstöðu þeirra. Þar af leiðandi sé sveitarfélaginu óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Fyrir liggur að Ísrör ehf. veitti samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að heildarfjárhæðum tilboðs fyrirtækisins. Verður því synjun á aðgangi að þeim upplýsingum ekki byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Ekki liggur fyrir samþykki frá öðrum fyrirtækjum um að heildarfjárhæð þeirra tilboða verði gerð opinber. Þarf því að skera úr um hvort óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir hafa átt sérstakra hagsmuna að gæta til aðgangs að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin því fallist á það að aðrir tilboðsgjafar eigi rétt til aðgangs að einingarverðum annarra tilboðsgjafa, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 836/2019 og 620/2016. Við túlkun þess að hvaða leyti ákvæði 9. gr. takmarki rétt almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem lúta að samningum opinberra aðila við einkafyrirtæki hefur úrskurðarnefndin einnig í ríkum mæli horft til þess hvort að í slíkum tilvikum sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal tilboðsgjafa og fer því eins og áður segir um rétt hans til aðgangs að upplýsingunum eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá liggur einnig fyrir að tilboðum þeirra tilboðsgjafa sem gagnabeiðnin nær til var ekki tekið og opinberum hagsmunum því ekki ráðstafað á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberir aðilar standa að verðkönnunum. Á hinn bóginn hafa tilboðsgjafar hagsmuni af því að samkeppnisaðilar fái ekki aðgang að upplýsingum um verðlagningu þeirra á vöru og þjónustu. Í ljósi þess að í máli þessu er ekki um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra tilboðsgjafa sem um ræðir í þessu máli af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra fari leynt vegi þyngra heldur en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar. Verður því að staðfesta ákvörðun Flóahrepps um synjun á beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Flóahreppi er skylt að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðs Ísrörs ehf. vegna verðkönnunar Flóahrepps í efniskaup vegna Flóaljóss. <br /> <br /> Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Sigríður Árnadóttir</p>

851/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

Kærð var afgreiðsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skorti á að stofnunin hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda. Hin kærða ákvörðun var því haldin verulegum efnislegum annmörkum. Var því lagt fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 851/2019 í máli ÚNU 19040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. apríl 2019, kærðu Hvalaskoðunarsamtök Íslands afgreiðslutöf Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna beiðni um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, frá 16. janúar 2019. <br /> <br /> Með bréfi til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, dags. 22. janúar 2019, óskaði kærandi eftir svörum við tíu tölusettum spurningum varðandi hvalveiðiskýrsluna. Kæranda bárust svör við spurningunum þann 25. janúar 2019. Kærandi gerði athugasemdir við svör Hagfræðistofnunar og sendi stofnuninni, þann 28. janúar, frekari spurningar. Í kæru kemur fram að þeim spurningum hafi Hagfræðistofnun ekki svarað en í kæru óskar kærandi sérstaklega eftir því að stofnunin birti viðmælendalista skýrsluhöfundar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands með bréfi, dags. 2. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, segir í fyrsta lagi að Hagfræðistofnun sé þjónustustofnun en ekki stjórnvald og falli þannig ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Í öðru lagi segir að spurningum kæranda hafi þegar verið svarað. Kærandi hafi ekki fengið þau svör sem hann vildi og hafi því sent „spurningar við svörum“, sem hafi sumar fremur verið fullyrðingar en spurningar. Í þriðja lagi, varðandi viðmælendalista skýrsluhöfundar, vísar Hagfræðistofnun á nánari umfjöllun um aðferðir við gerð skýrslunnar í greinargerð sem ber heitið „Viðbrögð við athugasemdum við skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“ sem er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Þar komi fram að rætt hafi verið við starfsmenn sjö hvalaskoðunarfyrirtækja, þar af sex í síma. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar er einnig að finna tilvitnaðar upplýsingar frá skýrsluhöfundi þar sem teknar eru saman upplýsingar um þau sex hvalaskoðunarfyrirtæki sem höfundur ræddi við í síma, auk upplýsinga um tímalengd og efni símtalanna. Þá er greint frá öðrum samskiptum skýrsluhöfundar við starfsmenn tveggja tiltekinna hvalaskoðunarfyrirtækja og samskiptum hans við aðra aðila, við gerð skýrslunnar. Greint er frá fundi hans við nafngreindan framkvæmdastjóra fyrirtækis í sjávarútvegi, þá segir að hann hafi „átt samtal við trillusjómann, reyndan leiðsögumann, auðlindahagfræðing, starfsmann seðlabankans [svo] o.fl.“<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2019, er farið fram á að spurningum kæranda varðandi forsendur skýrslunnar sé svarað. Kærandi ítrekar kröfu sína um að fá afhentan lista yfir alla þá sem við var rætt við gerð skýrslunnar. Þessu til viðbótar fer kærandi fram á að fá upplýsingar um hvert umræðuefnið var í hverju viðtali. Þá ítrekar kærandi spurningu sína um það hvort við gerð skýrslunnar hafi fyrst og fremst ráðið sjónarmið eigenda hvalveiðifyrirtækja. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir kærandi engum blöðum um það að fletta að starfsemi Hagfræðistofnunar falli undir upplýsingalög. Stofnunin hafi reynt að komast undan því að svara einföldum spurningum um skýrslugerðina, nú með því að senda frá sér einhverskonar tímayfirlit yfir símtöl sem eigi að hafa átt sér stað við sex hvalaskoðunarfyrirtæki. Í ljósi þessa tímayfirlits óski kærandi eftir yfirliti frá skýrsluhöfundi um lengd símtala sem og yfirliti yfir fundi hans með nafngreindum forstjóra hvalveiðifyrirtækis sem og umræðuefni símtala þeirra og funda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslutöf Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna erindis kæranda, dags. 28. janúar 2019, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum varðandi gerð skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, er lýst þeirri afstöðu að stofnunin sé ekki stjórnvald og upplýsingalög nái því ekki til stofnunarinnar. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. gr. til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með nánar tilgreindum takmörkunum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er starfrækt af Háskóla Ísland, sbr. reglur um Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nr. 551/2010. Úrskurðarnefndin hefur í fjölmörgum úrskurðum fjallað um afgreiðslur Háskóla Íslands á upplýsingabeiðnum almennings, þ.á m. stofnana sem starfrækar eru af Háskóla Íslands t.d. úrskurð nr. A-394/2011 vegna Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Eddu-öndvegisseturs. Háskóli Íslands er opinber stofnun, sbr. lög um opinbera háskóla nr. 85/2008, og fellur starfsemi Hagfræðistofnunar með vísan til framangreinds undir gildissvið upplýsingalaga. Hagfræðistofnun er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í erindi kæranda til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, dags. 28. janúar 2019, setur kærandi fram ýmsar spurningar til Hagfræðistofnunar, út frá fyrri svörum stofnunarinnar. Fallist er á það með stofnuninni að margar þeirra séu fyrirspurnir eða beiðnir um afstöðu stofnunarinnar í tilteknum málum en ekki beiðnir um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. <br /> <br /> Í erindi kæranda er þó einnig að finna fyrirspurnir sem bera það með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Á það við um beiðni um upplýsingar um við hvaða opinberu og óopinberu gögn hafi verið stuðst, varðandi mat á kostnaði við hvalveiðar, en stofnunin hafði áður svarað kæranda því að mest hefði verið stuðst við „opinber gögn“ við matið. Einnig á það við um spurningu um það frá hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki upplýsingar hafi komið þess efnis að slæmt veður sumarið 2018 hefði haft áhrif á hvalaskoðun, en stofnunin hafði áður svarað kæranda því að þær upplýsingar hefðu verið fengnar frá hvalaskoðunarfyrirtæki. Þá tekur kærandi það skýrt fram að hann óski eftir aðgangi að viðmælendalista skýrsluhöfundar Hagfræðistofnunar. Að öðru leyti verður ekki séð að kærandi óski, með erindi sínu til Hagfræðistofnunar, eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta gagns, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að meta ólíka hagsmuni sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 738/2018, 804/2019, 809/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, er yfirlit yfir nöfn þeirra fyrirtækja þar sem viðmælendur skýrsluhöfundar störfuðu. Yfirlitið ber með sér að vera ekki tæmandi en í því segir: „Símayfirlit mitt sýnir að ég hafði a.m.k. samband við…“. Þá endar upptalning í lok umsagnarinnar á því að vísa til þess að fleiri samtöl hafi í raun átt sér stað, sbr. ummæli um að skýrsluhöfundur hafi „átt samtal við trillusjómann, reyndan leiðsögumann, auðlindahagfræðing, starfsmann seðlabankans o.fl.“<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Hagfræðistofnun hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að gögnum með upplýsingum um alla viðmælendur skýrsluhöfundar en stofnunin hefur ekki borið því við að ekki liggi fyrir gögn með upplýsingum um viðmælendur vegna skýrslugerðarinnar. Sama á við um beiðni kæranda um aðgang að opinberum og óopinberum gögnum sem byggt hafi verið á við gerð kostnaðarmats og hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki hafi veitt skýrsluhöfundi tilteknar upplýsingar. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Það athugast að í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2019, við umsögn Hagfræðistofnunar vegna kærunnar, dags. 11. apríl 2019, fer kærandi fram á að fá upplýsingar um hvert umræðuefnið var í hverju viðtali. Þá óskar kærandi eftir yfirliti frá skýrsluhöfundi um lengd símtala sem og yfirliti yfir fundi hans með nafngreindum forstjóra hvalveiðifyrirtækis sem og umræðuefni símtala þeirra og funda. Er hér um að ræða nýjar gagnabeiðnir sem kærandi þarf að beina að stofnuninni. Afgreiðsla hennar á beiðnunum er svo eftir atvikum kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, dags. 28. janúar 2019, að því er varðar lista yfir alla viðmælendur skýrsluhöfundar (sbr. spurningu nr. 1), upplýsingar um opinber og óopinber gögn sem mat á kostnaði við hvalveiðar byggist á (sbr. spurningu nr. 2) og upplýsingar um hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki hafi veitt upplýsingar um áhrif veðurs á sókn í hvalaskoðun (sbr. spurningu nr. 10), við gerð skýrslu um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, er vísað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

850/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfn umsækjanda um störf hjá félaginu. Beiðni kæranda var synjað með þeim rökum að Herjólfur væri opinbert hlutafélag. Við meðferð málsins var kæranda afhentur listi yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins að því er varðar umsækjendur um störf enda er lögaðilum í eigu hins opinbera ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 850/2019 í máli ÚNU 19050009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. maí 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. („Herjólfs“) um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfnum umsækjanda um störfin. Beiðni kæranda var synjað með erindi, dags. 23. apríl 2019, með þeim rökum að Herjólfur sé opinbert hlutafélag.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi með bréfi, dags. 14. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 19. ágúst 2019, kemur fram að Herjólfur sé opinbert hlutafélag og falli skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undir gildissvið laganna. Vísað er til þess að í 7. gr. upplýsingalaga sé fjallað um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til. Þá er vísað til þess að í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segi að réttur til upplýsinga um málefni starfsmanna nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Þó komi fram í 2. mgr. að varðandi opinbera starfsmenn sé skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Það ákvæði eigi ekki við um Herjólf enda starfi þar ekki opinberir starfsmenn. Á þeim grundvelli hafni Herjólfur beiðni kæranda um upplýsingar um umsækjendur starfa. Að lokum segir að skv. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra sem starfi hjá aðilum eins og Herjólfs sem séu í meirihlutaeigu opinbers aðila, í samræmi við það muni Herjólfur veita kæranda aðgengi að yfirliti yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Meðfylgjandi umsögninni var slíkur listi.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. september 2019, ítrekar hann kröfu um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um synjun beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn umsækjenda um störf hjá Herjólfi en fyrir liggur að Herjólfur veitti kæranda upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra eftir að kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. <br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Eins og fram kemur í umsögn Herjólfs mun félagið veita kæranda þær upplýsingar og er því ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur í starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá félaginu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda A að því er varðar upplýsingar um umsækjendur um störf hjá félaginu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

849/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Deilt var um synjun Reykjavíkurborgar á beiðni félagasamtaka um aðgang að öllum gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Úrskurðarnefndin taldi samþykki viðkomandi einstaklings ekki liggja fyrir og fór því um rétt samtakanna eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin gögnin öll innihalda viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 849/2019 í máli ÚNU 19040008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. apríl 2019, kærði A, f.h. Kærleikssamtakanna, ákvörðun þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness sem starfrækt er af Reykjavíkurborg um synjun beiðni um aðgang að gögnum um B. Málavextir eru þeir að með erindi, dags. 14. desember 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum gögnum um B í umboði hans. Með bréfi, dags. 22. mars 2019, svaraði þjónustumiðstöðin því að gögnin væru tilbúin til afhendingar fyrir B. Kæranda var hins vegar synjað um aðgang að gögnunum með bréfi, dags. 27. mars 2019, með þeim rökum að þjónustumiðstöðin væri með skriflega beiðni frá B um að gögnin yrðu ekki afhent Kærleikssamtökunum og að afritunum yrði eytt. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að Kærleikssamtökin séu með samkomulag við B um að afla gagna um hann fyrir hans hönd. Séu samtökin með skriflegt umboð þess efnis. Þjónustumiðstöðin hafi ekki rétt til þess að skipta sér að samkomulagi kæranda og B. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, dags. 15. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 29. apríl 2019, segir að B hafi óskað eftir afritum af öllum gögnum um sig með bréfi, dags. 14. desember 2018 og stöðluðu eyðublaði 19. desember 2019. Hafi þjónustumiðstöðin í kjölfarið tekið saman öll gögn um B. Hafi Kærleikssamtökin verið látin vita að samantektinni væri lokið þann 13. mars 2019 og þau beðin um að koma gögnunum til B. Um miðjan mars hafi A komið í móttöku þjónustumiðstöðvarinnar með undirritað umboð til að fá gögnin afhent. Hafi starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar sagst þurfa að kanna réttmæti umboðsins. Þann 26. mars 2019 hafi vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar náð tali af B þar sem hann óskaði skriflega eftir því að afritum af gögnunum yrði fargað. Hann hafi því hvorki óskað eftir því að fá gögnin sjálfur né að þau yrðu afhent Kærleikssamtökunum. Því hafi gögnin ekki verið afhent samtökunum. Meðfylgjandi er bréf, dags. 26. mars 2019, þar sem B skrifar undir yfirlýsingu um að hann óski þess að gögnunum verði fargað. Þá fylgir yfirlit yfir afrit af gögnum frá þjónustumiðstöðinni er varða B. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí 2019, kemur m.a. fram að kærandi telji upplýsingar í umsögninni vera villandi. Bent er á að í yfirlýsingu B um að gögnum verði fargað komi ekki fram til hvaða gagna yfirlýsingin nái. Geti verið um að ræða önnur gögn en þau sem umboðið nái til. Þá sé ekki hægt að sjá hverjir votti undirskrift B. Auk þess telur kærandi að undirskrift B hafi verið fölsuð. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness um B. Kærandi segist hafa beiðst gagnanna í umboði B og liggur fyrir beiðni, dags. 14. desember 2018, um afrit af öllum gögnum varðandi B sem undirrituð er af honum. Er kærandi tilgreindur sem tengiliður. Í málinu liggur einnig fyrir yfirlýsing, dags. 26. mars 2019, undirrituð með nafni B, þess efnis að hann óski þess að þjónustumiðstöðin fargi afritum af umbeðnum gögnum Yfirlýsingin er vottuð með undirskrift tveggja einstaklinga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að líta svo á að kærandi hafi ekki fullgilt umboð til að afla gagnanna fyrir hönd B og fyrir liggur að hann hefur skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að hann óski eftir því að þjónustumiðstöðin fargi afritum af umbeðnum gögnum. Samkvæmt þessu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur er tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir verður við það miðað að kærandi hafi ekki samþykki þess sem upplýsingarnar varða til þess að veittur verði aðgangur að þeim. Verður því að taka afstöðu til þess hvort í þeim séu upplýsingar um einkahagsmuni sem óheimilt er að veita aðgang að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem afhent voru nefndinni. Í þeim koma fram upplýsingar sem ótvírætt teljast viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga nr. 90/2018 og sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Vegna eðlis gagnanna er heldur ekki unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður staðfest sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða B.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags 27. mars 2019, um að synja beiðni kæranda A, f.h. Kærleikssamtakanna, um aðgang að gögnum í vörslum þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness er varða B. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

848/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ofh. á beiðni um aðgang að samningi sem félagið gerði við einkaaðila um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Herjólf. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækisins sem samið var við. Úrskurðarnefndin fór yfir samninginn og taldi ákvæði upplýsingalaga ekki standa aðgengi í vegi. Var því lagt fyrir Herjólf að veita kæranda aðgang að samningnum.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 848/2019 í máli ÚNU 19030006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. febrúar 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir „Herjólfs“) um synjun beiðni kæranda um aðgang að samningi sem félagið gerði við Kosmos og Kaos ehf. þann 15. nóvember 2018 um gerð heimasíðu.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 8. janúar 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að fyrrnefndum samningi. Með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, var erindi kæranda svarað og honum synjað um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Kosmos og Kaos ehf. Í bréfinu upplýsir Herjólfur kæranda um að óskað hafi verið eftir tilboði fjögurra aðila í vefsíðugerð fyrir félagið og að þrír þeirra hafi kynnt tilboð fyrir Herjólfi. Val á tilboðsgjafa hafi ráðist af vefumhverfi annars vegar og áreiðanleika tilboðsgjafa hins vegar. Kosmos og Kaos ehf. hafi orðið fyrir valinu m.a. vegna þess að fyrirtækið átti lægsta tilboðið. Þá kom einnig fram að ástæða afgreiðsludráttar á beiðni kæranda sé sú að heimilisfang starfsaðstöðu og heimilisfang félagsins væri ekki hið sama en kærandi hafði sent bréf á heimilisfang félagsins.<br /> <br /> Í kæru fer kærandi fram á að Herjólfi verði gert skylt að afhenda umbeðinn samning auk þess sem hann óskar eftir að úrskurðarnefndin taki afstöðu til skýringa Herjólfs um ástæðu þess að seinkun varð á svari félagsins til kæranda. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. mars 2019, var kæran kynnt kærða og honum veittur kostur á að skila umsögn vegna hennar og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af samningnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 22. mars 2019, kemur fram að félagið telji sér ekki skylt að veita aðgang að samningnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en í samningnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjandans, Kosmos og Kaos ehf. Í umsögn Herjólfs kom ekki fram hvort leitað hefði verið eftir samþykki Kosmos og Kaos ehf. fyrir afhendingu gagnanna en Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af umræddum samningi. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. júlí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. ágúst 2019, kemur fram ítrekun á því að veittur verði aðgangur að umbeðnum samningi.<br /> <br /> Þann 19. ágúst 2018 barst úrskurðarnefndinni bréf frá lögmannsstofu f.h. Herjólfs. Þar kemur fram að Herjólfur telji sér ekki heimilt að afhenda umbeðinn samning með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að ekki sé um að ræða eiginlegan samning heldur tilboð eða kostnaðaráætlun en að samningssamband aðila byggi þó á skjalinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, upplýsti úrskurðarnefndin Kosmos og Kaos ehf. um efni kærunnar og óskaði eftir afstöðu fyrirtækisins til þess að veittur yrði aðgangur að samningnum. Engar athugasemdir bárust frá Kosmos og Kaos ehf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að samningi sem Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. gerði við fyrirtækið Kosmos og Kaos ehf. um gerð nýrrar vefsíðu. <br /> <br /> Synjun Herjólfs er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Þarf því að taka til athugunar hvort hagsmunir Kosmos og Kaos ehf. standi í vegi fyrir því að samningurinn verði gerður opinber. <br /> <br /> Í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af samningi Herjólfs og Kosmos og Kaos ehf. og metið efni hans. Í honum má finna tilboð í vefsíðugerð og kostnaðaráætlun vegna vinnunnar, þar er að finna stutta og almenna lýsingu á verkinu, upplýsingar um tímagjald og afsláttarkjör auk áætlaðs fjölda vinnustunda fyrir hvern verkþátt. <br /> <br /> Fyrir liggur að upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum eru upplýsingar um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki að sjálfkrafa sé rétt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda upplýsingunum leyndum. Til þess er að líta að upplýsingar um greiðslur vegna kaupa opinbers félags á þjónustu varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í samningi Herjólfs við Kosmos og Kaos ehf. um gerð nýrrar vefsíðu séu þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang kæranda að þeim enda eru þær ekki til þess fallnar að valda Kosmos og Kaos tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér rekstur félaga í meirihlutaeigu hins opinbera. Með vísan til framangreinds verður Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. gert að veita kæranda aðgang að samningnum líkt og frá greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Það athugast að í kæru óskar kærandi þess að úrskurðarnefndin leggi mat á rök Herjólfs fyrir því að dregist hafi að svara beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Nefndin telur ekki annað séð en að Herjólfur hafi afgreitt beiðnina eins fljótt og auðið var og upplýst kæranda um ástæðu tafarinnar. Nefndin beinir því hins vegar til félagsins að gæta framvegis að þeim tímafrestum sem málshraðaregla 17. gr. upplýsingalaga hefur að geyma en samkvæmt ákvæðinu skal skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. ber að veita kæranda, A, aðgang að samningi Kosmos og Kaos ehf. og Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 15. nóvember 2018, um gerð nýrrar vefsíðu fyrir Herjólf. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson

847/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni blaðamanns um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða. Beiðninni var synjað á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að samningsumleitanir aðila væru enn yfirstandandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að um vinnugögn væri að ræða enda hefðu gögnin þegar verið send utanaðkomandi aðila. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var heilbrigðisráðuneytinu gert að afhenda gögnin.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 847/2019 í máli ÚNU 19020012.&nbsp;<br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 18. febrúar 2019, kærði A, fréttamaður, ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða.<br /> <br /> Með tölvupósti til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir afritum af öllum tölvupóstsamskiptum á milli heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) varðandi yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrabifreiða og skýrslu sem Capacent útbjó vegna málsins. Kærandi byggði beiðni sína á 5. gr. og 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og óskaði eftir rökstuðningi, yrði beiðninni synjað.&nbsp;<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. febrúar 2019, synjaði heilbrigðisráðuneytið beiðni kæranda á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu kom fram að samningsumleitanir væru enn yfirstandandi og að umbeðin skýrsla Capacent hafi verið útbúin samkvæmt sameiginlegri beiðni aðila með það að markmiði að finna grundvöll fyrir lokauppgjör.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneytinu með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. mars 2019, kemur fram að beiðni kæranda hafi verið synjað „að svo stöddu“ á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Þá bendir ráðuneytið á að samningaviðræður við RKÍ hafi staðið lengi yfir, án niðurstöðu, en að viðfangsefni þeirra varði mikilvæga hagsmuni, bæði fjárhagslega hagsmuni ríkisins og almannahagsmuni, m.t.t. þess að um sé að ræða öryggi sjúkraflutninga í landinu. Málið sé á viðkvæmu stigi og opinber umfjöllun um það geti haft neikvæð áhrif á gang viðræðnanna. Því komi afhending gagnanna ekki til greina á meðan þær standi yfir.&nbsp;<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. mars 2019, kemur fram að ráðuneytið hafi undanfarna mánuði upplýst kæranda um gang viðræðnanna auk þess sem ítarlega hafi verið fjallað um málið í fjölmiðlum og fréttatilkynningum undanfarin ár. Máli sínu til stuðnings lét kærandi fylgja eldri tölvupósta frá ráðuneytinu þar sem honum voru veittar ýmsar upplýsingar um rekstur sjúkrabíla á Íslandi og upplýsingar úr ársreikningi sjúkrabílasjóðs. Auk þess heldur kærandi því fram að málsaðilar hafi ákveðið að ræða málið ekki frekar opinberlega eftir að farið var að spyrja ákveðinna spurninga og óska eftir frekari gögnum og skýrslunni sem unnin var af Capacent.<br /> <br /> Kærandi sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál annað erindi, dags. 20. mars 2019, þar sem hann gerir athugasemdir við umsögn ráðuneytisins. Þar bregst kærandi við þeim röksemdum ráðuneytisins að gögnin varði mikilvæga almannahagsmuni, vegna þess að upplýsingar í þeim varði öryggi sjúkraflutninga, en kærandi telur það einmitt sterk rök fyrir rétti almennings til að fá aðgang að gögnunum. Markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæja stjórnsýslu, meðal annars til að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings með stjórnvöldum. Þá vísar kærandi til þess að skýrsla Capacent sé í höndum bæði ráðuneytisins og Rauða krossins. Um sé að ræða fyrirliggjandi gagn í skilningi 5. greinar upplýsingalaga. Ekki verði séð að nokkrar af þeim takmörkunum sem getið sé í greinum 6 – 10 eigi við. Skýrslan sé fullunnin, í höndum beggja aðila og vandséð hvernig hægt sé að undanskilja hana upplýsingalögum sem vinnugagn. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að ráða megi af bréfi ráðuneytisins að það telji að verði skýrslan birt geti það haft neikvæð áhrif á samningaviðræður sem séu á viðkvæmu stigi. Tilgangur upplýsingalaga sé einmitt að koma í veg fyrir að sú leyndarhyggja sem bréf ráðuneytisins beri vott um ráði ríkjum í íslenskri stjórnsýslu. Kærandi ítrekar jafnframt ósk sína um að fá tafarlaust aðgang að skýrslu Capacent og umbeðin tölvupóstssamskipti.&nbsp;<br /> <br /> Þann 11. júlí 2019 birtist frétt á vef Stjórnarráðsins um að samningur ráðuneytisins við RKÍ um rekstur á sjúkrabifreiðum hefði verið framlengdur til ársloka 2022. Því hafi ráðuneytið ekki yfirtekið reksturinn líkt og til stóð. Með tölvupósti til ráðuneytisins, dags. 22. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um það hvort ráðuneytið hygðist afhenda kæranda umbeðin gögn í ljósi hins nýja samkomulags.&nbsp;<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn nefndarinnar, dags. 25. júlí 2019, kemur fram að enn séu miklir hagsmunir í húfi og gæti þeim verið stefnt í hættu með afhendingu gagna um ágreininginn sem ýtt hafi verið til hliðar með samkomulaginu 11. júlí. Vísar ráðuneytið þar hvoru tveggja til útboðs á sjúkrabílum og stefnumótunarvinnu sem framundan sé um fyrirkomulag sjúkraflutninga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, upplýsti úrskurðarnefndin Rauða krossinn á Íslandi um efni kærunnar og óskaði eftir afstöðu félagsins til þess að veittur yrði aðgangur að umræddum gögnum. Engar athugasemdir bárust frá Rauða krossinum.<br /> </span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <span>Í málinu er deilt um aðgang að skýrslu og tölvupóstsamskiptum sem varða samningaviðræður heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) um rekstur sjúkrabifreiða. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist í fyrsta lagi á því að um sé að ræða vinnugögn sem undanskilin séu upplýsingarétti kæranda á grundvelli 5. tölul. 6 gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og í öðru lagi á því að mikilvægir almanna- og fjárhagslegir hagsmunir komi í veg fyrir afhendingu þeirra.&nbsp;<br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.&nbsp;<br /> <br /> Þau gögn sem hér er deilt um eru tölvupóstsamskipti á milli heilbrigðisráðuneytisins, Rauða krossins á Íslandi og ráðgjafafyrirtækisins Capacent ehf., ásamt skýrslu sem Capacent útbjó vegna málsins fyrir heilbrigðisráðuneytið og Rauða krossinn á Íslandi. Gögnin eru þar af leiðandi öll því marki brennd að hafa verið send utanaðkomandi aðilum eða útbúin af utanaðkomandi aðilum og geta þau af þeirri ástæðu ekki talist vera vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga. Verður því synjun beiðni um aðgang að gögnunum ekki byggð á 5. tölul. 6. gr. laganna.&nbsp;<br /> </span> <h2>2.</h2> <span>Í öðru lagi vísar heilbrigðisráðuneytið til þess að umbeðin gögn varði viðkvæmar samningaviðræður og verði þau gerð opinber geti það stefnt mikilvægum fjárhagslegum hagsmunum í hættu. Ekki er vísað til tiltekins ákvæðis upplýsingalaga þessu til stuðnings. Við mat á efni skýrslunnar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið til ákvæða 10. gr. upplýsingalaga, einkum 3. töluliðs greinarinnar, þar sem heimilað er að takmarka aðgang að upplýsingum um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er um að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Að mati úrskurðarnefndar eru þeir efnahagslegu hagsmunir sem felast í samningaviðræðum ráðuneytisins við RKÍ ekki nægilega veigamiklir til þess að upplýsingarnar verði felldar undir ákvæði 3. tölul. 10. gr. enda er vandséð að afhending gagnanna valdi efnahagi ríkisins skaða.&nbsp;<br /> <br /> Ráðuneytið vísar einnig til þess að birting umbeðinna gagna geti skaðað almannahagsmuni, þar sem málið snúist um „örugga sjúkraflutninga með sjúkrabílum um land allt.“ Við mat á því hvort rétt sé að undanskilja gögnin upplýsingarétti almennings hefur úrskurðarnefndin litið til þess hvort upplýsingarnar varði þá hagsmuni sem nefndir eru í 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast og viðkomandi gögn geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Að mati nefndarinnar er vandséð að aðgangur að upplýsingum í gögnunum geti á einhvern hátt stofnað sjúkraflutningum eða öryggi ríkisins í hættu í skilningi 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða upplýsingarnar ekki felldar undir aðra töluliði 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á efni gagnanna leit úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig til 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.&nbsp;<br /> <br /> Í þessu tilviki er um að ræða gögn sem varða ráðstöfun opinbers fjár. Þá verður að líta til þess að þann 11. júlí 2019 birtist frétt á vef Stjórnarráðsins um að samningur ráðuneytisins við RKÍ um rekstur á sjúkrabifreiðum hefði verið framlengdur til ársloka 2022. Þannig standa samningaviðræður ráðuneytisins og RKÍ ekki lengur yfir, að því er virðist, og fjárhagslegir hagsmunir viðsemjanda af því að gögnunum sé haldið leyndum því takmarkaðir. Hvorki í skýrslu Capacent né í umbeðnum tölvupóstssamskiptum koma fram viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni Rauða krossins á Íslandi sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds verður heilbrigðisráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum líkt og greinir í úrskurðarorði.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Heilbrigðisráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi vegna viðræðna um rekstur sjúkraflutningabifreiða og skýrslu Capacent um sama efni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <div>&nbsp;</div>

846/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Deilt var um afgreiðslu Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Íslandspósts. Fundargerðirnar voru afhentar kæranda en hluti upplýsinganna sem þar komu fram höfðu verið afmáðar úr fundargerðunum með vísan til þess að um væru að ræða trúnaðarupplýsingar og þess að birting upplýsinganna myndi skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandspósts, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði mat á fundargerðirnar og taldi stærstan hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar höfðu verið ekki falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Íslandspósti var því gert að veita kæranda aðgang að þeim. Ákvörðun Íslandspósts um að synja kæranda um aðgang að átján atriðum var hins vegar staðfest.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 846/2019 í máli ÚNU 19010017.&nbsp;<br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 29. janúar 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Íslandspósts ohf. (ÍSP) um að synja honum um að aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Íslandspósts frá árinu 2013 til og með 2018.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi lagt fram beiðni um fundargerðir stjórnar Íslandspósts þann 4. desember 2018 og að félagið hafi afhent þær 25. janúar 2019. Félagið hafi þó afmáð upplýsingar í fundargerðunum með vísan til trúnaðar. Kærandi telur að samræmis hafi ekki verið gætt varðandi hvaða upplýsingar voru afmáðar.&nbsp;<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt Íslandspósti með bréfi, dags. 1. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að ÍSP afhenti úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Íslandspóstur óskaði þess að frestur til skila á umsögn yrði framlengdur til 20. febrúar og var fresturinn veittur.&nbsp;<br /> <br /> Í umsögn Íslandspósts, dags. 20. febrúar 2019, er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun félagsins enda sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu ÍSP. Einnig sé um að ræða mikilvægar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar sem félaginu sé hvorki heimilt né skylt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.&nbsp;<br /> <br /> Umsögn Íslandspósts var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna hennar. Í athugasemdum sínum, dags. 22. febrúar, dregur kærandi í efa að hluti hinna afmáðu upplýsinga falli undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hann ítrekar að ekki sé innbyrðis samræmi á milli þeirra atriða sem eru afmáð í fundargerðunum og nefnir sem dæmi að misjafnt sé hvort nöfn þeirra sem taka til máls á fundunum sé afmáð eða ekki. Kærandi gerir einnig athugasemd við það að ÍSP hafi óskað eftir framlengdum fresti til þess að skila umsögn vegna kærunnar í ljósi þess að umsögnin hafi verið hálf blaðsíða að lengd.<br /> </span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <span>Í málinu er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Íslandspósts, frá árinu 2013 til og með 2018, sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Íslandspóstur er opinbert hlutafélag og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Félagið starfar bæði á samkeppnismarkaði og á einkaréttarlegum grundvelli en það veitir alþjónustu samkvæmt lögum um póstþjónustu nr. 19/2002.&nbsp;<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.&nbsp;<br /> <br /> Íslandspóstur heldur því fram að þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum séu viðkvæmar og varði rekstrar- og samkeppnisstöðu Íslandspósts. Félaginu sé því ekki skylt að veita aðgang að upplýsingunum, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, en þar segir:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum:&nbsp;<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Eins og sjá má á framangreindu er 9. gr. upplýsingalaga ætlað að standa vörð um mikilvæga og viðkvæma viðskipta- og einkahagsmuni. Að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila er sérstök áhersla lögð á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna. Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar.&nbsp;<br /> <br /> Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af fundargerðum stjórnar Íslandspósts, bæði afrit þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar og afrit af fundargerðum í upprunalegri útgáfu. Nefndin hefur tekið til skoðunar þau atriði sem afmáð voru með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þar koma fram verði undanþegnar upplýsingarétti almennings.&nbsp;<br /> <br /> Við matið var horft til þess hvort og hversu mikið tjón gæti hlotist af opinberun upplýsinganna, þá var horft til eðlis upplýsinganna, aldurs þeirra og hvaða þýðingu þær hefðu fyrir ÍSP. Einnig hvort vægi þyngra, hagsmunir ÍSP af því að upplýsingunum yrði haldið leyndum eða hagsmunir almennings af því aðgangur yrði veittur að þeim en þar skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti upplýsingarnar lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. Þá var horft til þess hvort upplýsingarnar vörðuðu hagsmuni þriðju aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga Þar sem ÍSP er opinbert félag sem starfar að hluta á samkeppnismarkaði var einnig horft til þess hvort upplýsingarnar tengdust beint samkeppnisrekstri félagsins, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, og hvort samkeppnislegir hagsmunir ÍSP af því að upplýsingarnar færu leynt væru það verulegir að rétt væri að þeir gengu framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að verndarhagsmunir 2. málsl. 9. gr. eru fyrst og fremst fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni en 4. tölul. 10. gr. verndar fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja í opinberri eigu að því leyti sem þau eru í samkeppnisstöðu. Með hliðsjón af þessu var leyst úr því hvort mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir annarra fyrirtækja og lögaðila en Íslandspósts stæðu í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í fundargerðunum.&nbsp;<br /> </span> <h2>2.</h2> <p>Í mörgum af fundargerðum stjórnar Íslandspósts er fjallað um viðskipti eða samskipti Íslandspósts við þriðju aðila. Eins og áður segir þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr., t.d. er yfirleitt ekki nægjanlegt að nafn fyrirtækis sé nefnt heldur þarf meira til að koma. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál varða tíu atriði, sem afmáð voru í fundargerðunum, svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmunir þriðja aðila að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar að auki eru í einu tilviki afmáðar upplýsingar um skoðanaskipti á milli stjórnarmanna sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Aðrar afmáðar upplýsingar en þær sem fram koma á eftirfarandi lista telur úrskurðarnefndin að Íslandspósti hafi verið óheimilt að afmá á grundvelli 9. gr., ýmist vegna þess að upplýsingarnar eru alfarið almenns eðlis eða of gamlar til þess að afhending þeirra hafi raunveruleg áhrif á viðskiptahagsmuni þriðja aðila.&nbsp;<br /> <br /> Í töflu þessari má finna þau atriði sem úrskurðarnefnd telur heimilt að afmá úr fundargerðunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. númer þeirra fundargerða þar sem upplýsingarnar koma fram, undir hvaða tölulið í fundargerðinni upplýsingarnar eru, hvert efni þeirra er og athugasemdir þar sem við á.</p> <table style="width: 583px; height: 165px;"> <tbody> <tr> <td>Nr. fundar</td> <td>&nbsp;Tölul.&nbsp;</td> <td>&nbsp;Efni</td> <td>&nbsp;Athugasemd</td> </tr> <tr> <td>10/2013</td> <td>&nbsp;5.1</td> <td>Kaup Samskipta á Zenter&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>12/2013</td> <td>&nbsp;9.2</td> <td>Umboð vegna hluthafafunda</td> <td>9. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 2. efnisgrein<br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2016<br /> </td> <td>&nbsp;7.3</td> <td>Western Union<br /> </td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>6/2017</td> <td>&nbsp;7&nbsp; &nbsp;&nbsp;</td> <td>Western Union&nbsp;</td> <td><br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2013</td> <td>&nbsp;6&nbsp;</td> <td>Mappan&nbsp;</td> <td>9. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 3. efnisgrein<br /> </td> </tr> <tr> <td>5/2016</td> <td>&nbsp;4</td> <td>Útkeyrsludeild&nbsp;</td> <td>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>9/2017</td> <td>&nbsp;12.2&nbsp;</td> <td>Rekstur Samskipta</td> <td>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>9/2017&nbsp;</td> <td>&nbsp;11</td> <td>Umsögn ÍSP um drög að frumvarpi til póstlaga&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>10/2017</td> <td>&nbsp;6&nbsp;</td> <td>Rekstur Samskipta&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> </tbody> </table> <h2>3.</h2> <span>Við úrlausn málsins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig litið til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:&nbsp;<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar nr. 764/2018 frá 7. desember 2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011. Aðstaða stjórnvalds sem byggir á undanþágu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að þessu leyti ólík stöðu þeirra lögaðila sem njóta undanþágu frá upplýsingalögum á grundvelli 3. mgr. 2. gr. laganna vegna samkeppnisrekstrar. Þeir lögaðilar sem falla undir 3. mgr. 2. gr. þurfa ekki að sýna fram á tengsl umbeðinna gagna við samkeppnishagsmuni heldur eru þeir að öllu leyti færðir undan gildissviði upplýsingalaga. Undanþága 4. tölul. 10. gr., sem hér er byggt á, lýtur hins vegar aðeins að þeim gögnum í fórum stjórnvalds sem tengist þeim samkeppnisrekstri sem um ræðir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum með tilliti til þess hvort heimilt sé að undanþiggja þær með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í langflestum fundargerðanna er dagskrárliður undir heitinu „rekstraryfirlit“ þar sem stjórnin er upplýst um það hversu vel rekstraráætlanir undanfarandi mánaðar eða mánaða hafi staðist. Félagið afmáði þessar upplýsingar í öllum tilfellum áður en það veitti kæranda afrit af fundargerðunum. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessar upplýsingar geti ekki fallið undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Horfir nefndin í því sambandi einkum til aldurs upplýsinganna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um rekstur félagsins í útgefum ársreikningum.&nbsp;<br /> <br /> Ákveðins ósamræmis gætir í útstrikunum Íslandspósts, í nokkrum tilvikum höfðu fullkomlega sambærilegar upplýsingar í fundargerðunum ýmist verið birtar eða afmáðar, án þess að fram kæmi nokkur rökstuðningur fyrir misræminu. Þetta á til að mynda við um umfjöllun um rekstur dótturfélaga Íslandspósts en í fundargerð nr. 2/2013, undir tölulið 5, eru birtar upplýsingar um afkomu félaga í eigu Íslandspósts árið 2012. Víða annars staðar eru slíkar upplýsingar afmáðar, t.d. í fundargerðum nr. 1/2014 og 10/2014. Í slíkum tilvikum getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að heimilt sé að afmá upplýsingarnar úr fundargerðunum.<br /> <br /> Í nokkrum fundargerðum er að finna umfjöllun um mál sem voru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Í flestum tilvikum er um að ræða almenna umfjöllun um mál sem þegar er lokið en í einu tilviki er um nánari og viðkvæmari umfjöllun að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur slíka umfjöllun heyra undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að birting eftirfarandi upplýsinga geti skaðað samkeppnisstöðu Íslandspósts. Því sé heimilt að afmá þau úr fundargerðunum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> </span> <table style="width: 617px; height: 173px;"> <tbody> <tr> <td>Nr. fundar</td> <td>&nbsp;Tölul.</td> <td>&nbsp;Efni</td> <td>&nbsp;Athugasemd&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>1/2014</td> <td>12.1&nbsp;</td> <td>Samningur við iKort&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>6/2014</td> <td>4</td> <td>Mál til umfjöllunar hjá SEL</td> <td>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>4/2016</td> <td>3&nbsp;</td> <td>Markaðsmál&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>9/2016</td> <td>2&nbsp;</td> <td>Óðinn verkefni&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>7/2017</td> <td>4&nbsp;</td> <td>Afhending á höfuðborgarsvæði&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>8/2017</td> <td>8.1</td> <td>Samstarf um magnflutninga frá Kína&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>13/2017</td> <td>10.1</td> <td>Yfirtaka FedEx á TNT&nbsp;</td> <td>&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>13/2018</td> <td>6&nbsp;</td> <td>Fjárhagsáætlun 2019&nbsp;</td> <td>4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 3. efnisgrein.<br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2013</td> <td>6&nbsp;</td> <td>Mappan&nbsp;</td> <td>4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 4. efnisgrein.<br /> </td> </tr> <tr> <td>5/2016</td> <td>4&nbsp;</td> <td>Útkeyrsludeild&nbsp;</td> <td>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</td> </tr> </tbody> </table> <span><br /> </span> <h2>4.</h2> <span>Að lokum kom til skoðunar hvort upplýsingar í fundargerðum Íslandspósts vörðuðu málefni starfsmanna. Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er að finna afmörkun á þeim upplýsingum sem skylt er að veita um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga. Þar segir að aðilum sé aðeins skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra, sem og launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra.&nbsp;<br /> <br /> Í fundargerð nr. 9/2015, undir tölulið 11.2, var afmáð umfjöllun um þjófnað á starfsstöð Íslandspósts. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma þar fram upplýsingar sem varða málefni starfsmanna Íslandspósts og heimilt er að halda leyndum á grundvelli 7. gr. Það á þó eingöngu við um þær upplýsingar sem snúa að starfsmönnum og staðsetningu starfsstöðvarinnar en ekki annað sem fram kemur í umfjölluninni.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun Íslandspósts ohf., dags. 25. janúar 2019, á beiðni kæranda, A, að því er varðar eftirfarandi átján atriði:</p> <table style="width: 598px; height: 173px;"> <tbody> <tr> <td>&nbsp;</td> <td>&nbsp;Nr. fundar</td> <td>&nbsp;Tölul.</td> <td>&nbsp;Efni&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;1</td> <td>9/2013</td> <td>6&nbsp;</td> <td>Mappan (eingöngu 3. og 4. efnisgrein)</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;2</td> <td>10/2013</td> <td>5.1&nbsp;</td> <td>Kaup Samskipta á Zenter</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;3</td> <td>12/2013&nbsp;</td> <td>9.2&nbsp;</td> <td>Umboð vegna hluthafafunda í ePósti og Samskiptum (eingöngu 2. efnisgrein)<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;4</td> <td>1/2014</td> <td>12.1</td> <td>Samningur við iKort</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;5</td> <td>6/2014</td> <td>4&nbsp;</td> <td>Mál til umfjöllunar hjá SEL<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;6</td> <td>9/2015</td> <td>11.2&nbsp;</td> <td>Þjófnaður (eingöngu upplýsingar um starfsstöð og starfsmenn)<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;7</td> <td>4/2016&nbsp;</td> <td>3&nbsp;</td> <td>Markaðsmál</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;8</td> <td>5/2016</td> <td>4&nbsp;</td> <td>Útkeyrsludeild&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;9</td> <td>9/2016</td> <td>2</td> <td>Óðinn verkefni</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;10</td> <td>9/2016</td> <td>7.3&nbsp;</td> <td>Western Union&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;11</td> <td>6/2017</td> <td>7&nbsp;</td> <td>Western Union&nbsp;</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;12</td> <td>7/2017</td> <td>4&nbsp;</td> <td>Afhending á höfuðborgarsvæði<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;13</td> <td>&nbsp;8/2017</td> <td>8.1&nbsp;</td> <td>Samstarf um magnflutninga frá Kína<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;14</td> <td>9/2017</td> <td>12.2</td> <td>Rekstur Samskipta<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;15</td> <td>9/2017</td> <td>11&nbsp;</td> <td>Umsögn ÍSP um drög að frumvarpi til póstlaga<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;16</td> <td>10/2017</td> <td>6&nbsp;</td> <td>Rekstur Samskipta<br /> </td> </tr> <tr> <td>&nbsp;17</td> <td>13/2017</td> <td>10.1&nbsp;</td> <td>Yfirtaka FedEx á TNT</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;18</td> <td>13/2018</td> <td>6&nbsp;</td> <td>Fjárhagsáætlun 2019 (eingöngu 3. efnisgrein)</td> </tr> </tbody> </table> <p>&nbsp;</p> <p>Að öðru leyti er ákvörðun Íslandspósts ohf. felld úr gildi og lagt fyrir félagið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í fundargerðum stjórnar Íslandspósts frá árinu 2013 til og með 2018.&nbsp;<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;<br /> Friðgeir Björnsson</p>

845/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum og kostnaði af rekstri bílastæða, fjölda starfsmanna við bílastæðin, kostnaði við uppbyggingu bílastæða á tilteknu tímabili, hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna aðra starfsemi, hver hlunnindi starfsmanna Isavia væru varðandi bílastæði og hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita upplýsingar um tekjur vegna reksturs bílastæðanna. Beiðni um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu þeirra og hversu mikið fjármagn hafi komið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar, var vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Kæru var að öðru leyti vísað frá.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 845/2019 í máli ÚNU 18100007.&nbsp;<br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 19. október 2018, kærði Heiðar Ásberg Atlason lögmaður, f.h. Base Parking (Base Capital ehf.), synjun Isavia ohf. á beiðni Gísla Freys Valdórssonar um aðgang að tilteknum upplýsingum um rekstur Isavia.<br /> <br /> Með erindi til Isavia, dags. 10. september 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:<br /> <br /> 1. Hverjar tekjur félagsins væru af rekstri bílastæða.<br /> 2. Hver kostnaður félagsins væri við rekstur bílastæða.<br /> 3. Hversu margir starfsmenn störfuðu í beinum eða óbeinum störfum við bílastæðin.<br /> 4. Hversu miklu fjármagni hefði verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi.<br /> 5. Hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.<br /> 6. Hver væru hlunnindi starfsmanna Isavia varðandi bílastæði, þegar þeir væru ekki við vinnu.<br /> 7. Hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, flokkað eftir árum.<br /> <br /> Í svari Isavia, dags. 19. september 2018, fékk kærandi svör við spurningum undir liðum þrjú og sex. Varðandi fyrstu tvo liðina tók Isavia fram að ekki væru gefnar frekari upplýsingar úr bókhaldi félagsins en kæmu fram í ársskýrslu félagsins, enda væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem gætu verið til þess fallnar að raska samkeppni, yrði þeim miðlað. Upplýsingarnar væru því undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upp¬lýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Fjórðu spurningunni var svarað á þá leið að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu og félli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Svar við fimmtu spurningunni var á þá leið að engin gögn sem svöruðu spurningunni sérstaklega væru fyrirliggjandi hjá félaginu; tekjur af bílastæðum væru þó nýttar í starfsemina eins og aðrar óflugtengdar tekjur. Sjöundu spurningunni var svarað þannig að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu og félli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Isavia sæi um eftirlit og rukkun vegna stöðubrota á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll samkvæmt samningi við Bílastæðasjóð Sandgerðisbæjar. Andvirði greiddra sekta rynni til Isavia upp í kostnað við eftirlit og rukkun. Þessar tölur lægju fyrir í bókhaldinu en hefðu ekki verið teknar saman sérstaklega.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að upplýsingar um tekjur og kostnað Isavia ohf. vegna reksturs bílastæða verði felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Engin rök hafi komið fram af hálfu Isavia af hverju upplýsingarnar feli í sér mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Opinbert hlutafélag geti ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda tjóni heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Hvað varði spurningar 4, 5 og 7 þá er það dregið í efa að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi. Félagið hljóti að hafa tækt ítarlegt niðurbrot á kostnaðarliðum haldtækt úr sínu bókhaldi. Annað væri ótæk skýring og væri það í raun staðfesting á því að bókhaldslög kunni að vera brotin og mikil óreiða væri á fjárreiðum félagsins.&nbsp;<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt Isavia ohf. með bréfi, dags. 22. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 6. nóvember 2018, er þess krafist að málinu verði vísað frá nefndinni vegna aðildarskorts en kærandi sé ekki sá sami og sá sem beiddist gagnanna. Upplýsingabeiðnir hafi borist frá Gísla Frey Valdórssyni og hvergi komi fram að beiðnin sé tengd Base Parking eða Logos lögmannsstofu. Í samskiptum beiðanda og Isavia vegna beiðninnar hafi heldur ekki verið minnst á á Base Parking eða Logos. Ekki sé hægt að bera fyrir sig eftir á að upplýsingabeiðni hafi í reynd verið fyrir hönd annars aðila.&nbsp;<br /> <br /> Í umsögninni hafnar Isavia því að afgreiðsla félagsins á beiðni kæranda hafi ekki verið með fullnægjandi hætti. Öllum spurningum hans hafi verið svarað skriflega og rök færð fyrir niðurstöðunni. Vegna fyrstu tveggja spurninga kæranda, hverjar tekjur félagsins séu af rekstri bílastæða og hver sé kostnaður félagsins við rekstur þeirra, tekur Isavia ohf. fram að félagið sé í samkeppni við aðra aðila sem einnig reki bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Upplýsingarnar varði viðkvæma fjárhags- og viðaskiptahagsmuni Isavia sem félaginu sé óheimilt að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Rekstur Isavia á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði, miðlun upplýsinga um tekjur og kostnað geti því raskað samkeppni því að samkeppnisaðilar gætu nýtt slíkar upplýsingar til að hafa áhrif á verðákvarðanir, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Isavia hafnar því að hagsmunir kæranda af aðgengi að gögnunum séu svo ríkir að þeir víki til hliðar ríkum hagsmunum Isavia eða almennum samkeppnishagsmunum. Upplýsingarnar lýsi núverandi stöðu og séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna. Isavia vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 þar sem fram komi að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að synja almenningi aðgangi samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 en Isavia telur að ákvæðið eiga við í þessu tilfelli þar sem Isavia sé opinbert hlutafélag og starfi í samkeppnisrekstri. Í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga komi fram að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Ef fallist yrði á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum væri Isavia í þeirri stöðu að þurfa að afhenda viðkvæmar viðskipta- og samkeppnisupplýsingar sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi ekki að afhenda.&nbsp;<br /> <br /> Varðandi spurningar 4, 5 og 7 segir að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjist þess að þær séu sérstaklega teknar saman og það sé Isavia ekki skylt að gera, en vísað er í úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 748/2018. Í upplýsingabeiðnum hafi hvorki verið vísað í tiltekin gögn né ákveðin mál og ekki séu fyrirliggjandi hjá Isavia gögn sem innihaldi svör við þeim spurningum sem kærandi hafi lagt fram.&nbsp;<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. nóvember 2018, er því mótmælt að Base Parking eigi ekki aðild að málinu. Gísli Freyr hafi starfað fyrir Base Parking þegar hann beiddist upplýsinganna og það hafi mátt vera Isavia ljóst, enda hafi hann ítrekað og um langt skeið átt í miklum samskiptum við Isavia fyrir hönd Base Parking. Samskiptin hafi verið með tölvupóstum auk þess sem Gísli Freyr hafi komið fram fyrir hönd Base Parking á fundum með Isavia.&nbsp;<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af gögnum varðandi kostnað Isavia af rekstri bílastæða. Í svari Isavia, dags. 11. nóvember 2019, segir að fyrirliggjandi gögn samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga hafi verið afhent nefndinni þann 11. september 2019. Þau gögn er varði þennan lið gagnabeiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstrarkostnaður bílastæða sé nokkuð víðtækur og skiptist hann á milli sviða innan félagsins. Nær ómögulegt sé að sjá raunkostnað nema farið sé ítarlega í kostnaðargreiningu á bílastæðum. Þá er ítrekuð krafa um að kærunni verði vísað frá vegna aðildarskorts en hvorki Base Parking né Logos hafi verið aðilar að máli vegna upplýsingarbeiðninnar. Með tölvupósti, dags. 12. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort gagnabeiðandi hafi verið starfsmaður Base Parking þegar beiðnin var sett fram. Samdægurs var því svarað að Gísli Freyr hafi ekki verið fastráðinn starfsmaður Base Parking en að hann hafi starfað sem ráðgjafi fyrir Base Parking. Það dyljist engum hjá Isavia að Gísli hafi starfað mikið með Base Parking í deilum þeirra við Isavia og hafi hann setið marga fundi með félaginu vegna starfa hans fyrir Base Parking.</span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni Gísla Freys Valdórssonar um aðgang að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Isavia ohf. krefst þess að kæru verði vísað frá þar sem kærandi og gagnabeiðandi sé ekki sami aðilinn en hvergi hafi það komið fram í gagnabeiðninni að beiðnin væri sett fram fyrir hönd Base Parking eða lögmannsstofunnar Logos. Kærandi segir Isavia hafa mátt vera það ljóst að Gísli Freyr Valdórsson hafi beiðst gagnanna fyrir hönd félagsins enda hafi hann verið i miklum samskiptum við Isavia vegna starfa sinna hjá félaginu.&nbsp;<br /> <br /> Um sönnun aðildar að kærumálinu fer eftir almennum reglum um sönnun í stjórnsýslumálum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til skýringa Base Parking nægilega sýnt fram á að Gísli Freyr Valdórsson hafi beiðst gagnanna í umboði félagsins og gerir því ekki athugasemd við að kæra sé sett fram í nafni félagsins sjálfs. Þá er það alþekkt að lögmenn setji fram kærur fyrir hönd umbjóðenda sinna og kemur það skýrlega fram í kæru að Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður á Logos lögmannsstofu, kæri í umboði Base Parking. Með vísan til framangreinds er ekki fallist á kröfu Isavia um að kærunni verði vísað frá á þeim grundvelli að kærandi sé ekki réttur aðili kærumálsins. Úrskurðarnefndin tekur einnig fram að gagnabeiðni kæranda sé sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings en réttur til aðgangs samkvæmt ákvæðinu er ótengdur því hvort upplýsingar varði hagsmuni gagnabeiðanda.</p> <h2>2.</h2> <p>Kærandi setti fram beiðni um aðgang að gögnum í sjö liðum en Isavia hefur veitt honum aðgang að gögnum samkvæmt tveimur þeirra. Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því að taka afstöðu til afgreiðslu Isavia ohf. á fimm liðum gagnabeiðni kæranda, nánar tiltekið:&nbsp;<br /> <br /> 1. Hverjar tekjur félagsins séu af rekstri bílastæða.<br /> 2. Hver kostnaður félagsins sé við rekstur bílastæða.<br /> 3. Hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, frá því að Isavia barst gagnabeiðni kæranda, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi.<br /> 4. Hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.<br /> 5. Hve mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár frá því að Isavia barst gagnabeiðni kæranda, flokkað eftir árum.<br /> <br /> Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að gögnum um tekjur félagsins af rekstri bílastæða með vísan til 4. tölul. 10. gr. og upplýsingalaga. Vísað er til þess að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem gætu verið til þess fallnar að raska samkeppni yrði þeim miðlað. Rekstur Isavia á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði og geti miðlun upplýsinga um tekjur og kostnað því raskað samkeppni því að samkeppnisaðilar gætu nýtt slíkar upplýsingar til að hafa áhrif á verðákvarðanir, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Upplýsingarnar lýsi núverandi stöðu og séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna.<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Isavia ohf. ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er ólíkt. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sig ekki geta fullyrt hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia ohf. eða til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framangreind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt framangreindar upplýsingar teljist varða samkeppnisrekstur Isavia þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Isavia ohf. hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur Isavia ohf. á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Í því skjali sem úrskurðarnefndinni var látið í té er ekki að finna upplýsingar um fjöldra leigðra bílastæða eða rekstur þeirra heldur koma þar aðeins fram mánaðarlegar heildartekjur af rekstri bílastæðanna. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingarnar, m.a. til þess að geta veitt Isavia ohf. aðhald, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia ohf. sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður félaginu því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingum um tekjur félagsins af rekstri bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <h2>3.</h2> <p>Í málinu er einnig deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi og hversu mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, flokkað eftir árum. Isavia segir gögn með upplýsingunum ekki vera fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjist þess að þær séu sérstaklega teknar saman og það sé Isavia ekki skylt að gera.&nbsp;<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun.&nbsp;<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja fullyrðingu Isavia um að gögn séu ekki fyrirliggjandi um það hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar í aðra starfsemi félagsins og að félagið þurfi að taka þær upplýsingar saman fyrir kæranda til að svara beiðni hans. Úrskurðarnefndin fellst á það með Isavia að félaginu sé það ekki skylt, sbr. 3. málsl. 5. gr. upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðinn þrjú ár og hversu mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á sama tímabili, dregur úrskurðarnefnd um upplýsingamál það hins vegar í efa að engin gögn með upplýsingum sem falli undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi í bókhaldi Isavia. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu félagsins að samanteknar upplýsingar liggi ekki fyrir en aftur á móti má ljóst vera að einhverjir reikningar vegna kaupa á tækjum eða þjónustu vegna bílastæðanna hljóti að liggja fyrir hjá félaginu. Þá telur úrskurðarnefndin jafnframt ólíklegt að ekki liggi fyrir gögn um færslur vegna greiðslna Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar til Isavia.&nbsp;<br /> <br /> Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar séu að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 833/2019, 804/2019 og 738/2018. Isavia bar því að kanna hvort fyrirliggjandi væru reikningar eða önnur gögn í bókhaldi félagsins sem falla undir beiðni kæranda og taka í kjölfarið afstöðu til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Vegna þessa annmarka á afgreiðslu Isavia verður ekki hjá því komist að vísa beiðninni aftur til félagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Isavia ohf. er skylt að veita kæranda, Base Parking, aðgang að upplýsingum um tekjur vegna reksturs félagsins á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.&nbsp;<br /> <br /> Beiðni kæranda ,Base Parking, um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæðanna síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi og hversu mikið fjármagn Isavia ohf. hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.&nbsp;<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;<br /> Friðgeir Björnsson</p>

844/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum af gjaldskyldum bílastæðum fyrir tiltekið tímabil, hvernig tekjunum hefði verið varið, fjölda slíkra bílastæða, upplýsingum um ákvörðun um upphaf gjaldtöku og svo gjaldtöku við aðra flugvelli. Beiðninni var hafnað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita aðgang að skjölum þar sem fram komu upplýsingar um tekjur af bílastæðum fyrir tiltekið tímabil. Hins vegar var staðfest synjun um gögn varðandi ákvörðun um upphaf gjaldtöku. Kæru var að öðru leyti vísað frá.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 844/2019 í máli ÚNU 18090007.&nbsp;<br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 30. ágúst 2018, kærði Samgöngufélagið synjun Isavia ohf. á beiðni þess um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með erindi til Isavia ohf., dags. 21. apríl 2017, setti kærandi fram beiðni um eftirfarandi upplýsingar:<br /> <br /> 1. Hverjar hafi verið tekjur Isavia ohf. af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli síðustu þrjú almanaksár, þ.e. árin 2014 til 2016.<br /> 2. Hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið.<br /> 3. Hver fjöldi gjaldskyldra bílastæða sé nú, og breytingar á fjölda þeirra síðastliðin þrjú almanaksár, þ.e. árin 2014 til 2016.<br /> 4. Hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtökuna á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið.<br /> 5. Hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf.<br /> <br /> Isavia ohf. svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 21. febrúar 2018, þar sem beiðni kæranda var hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðun félagsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 22. febrúar 2018. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 753/2018 var lagt fyrir Isavia að taka beiðni Samgöngufélagsins, dags. 21. apríl 2017, til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.&nbsp;<br /> <br /> Í erindi Isavia ohf., dags. 9. ágúst 2018, er farið yfir hvern lið beiðni kæranda og honum svarað. Vegna fyrsta liðar beiðninnar er vísað til þess að frekari upplýsingar úr bókhaldi félagsins en þær sem fram komi í ársskýrslu félagsins séu ekki veittar. Um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þær veittar. Vegna annars liðar beiðninnar er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir hjá félaginu og falli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Kæranda eru veittar upplýsingar vegna þriðja liðar beiðninnar. Vegna fjórða liðar beiðni kæranda er tekið fram að ákvörðun um innheimtu gjalds fyrir bílastæði hafi verið tekin áður en upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi; að því marki sem gögn vegna fjórða liðar séu fyrirliggjandi hjá félaginu falli þau utan gildissviðs laganna, sbr. 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. Vegna fimmta liðar beiðni kæranda tekur Isavia ohf. fram að engin fyrirliggjandi gögn hjá félaginu fjalli um efnið, og falli því beiðnin utan gildissviðs upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar, dags. 30. ágúst 2018, er í fyrsta lagi ítrekuð sú ósk að Isavia ohf. láti í té upplýsingar um tekjur félagsins af gjaldskyldum bílastæðum við Keflavíkurflugvöll. Rekstur bílastæða geti varla talist hluti af kjarnastarfsemi Isavia ohf. Þá sé félagið í þeirri aðstöðu að geta einhliða ákveðið gjald fyrir notkun þeirra. Þeir sem vilji fara á eigin ökutæki til Keflavíkurflugvallar eigi tæpast annan kost en að greiða fyrir afnot bílastæðis samkvæmt gjaldskrá Isavia ohf. Sé miðað við fjárhæð gjalds af hverju stæði samkvæmt auglýstri gjaldskrá á vef félagsins séu vísbendingar um að gjaldtaka sé nokkuð umfram útlagðan kostnað við gerð og rekstur stæðanna, sé t.d. miðað við fjárhæð gjalds á ýmsum öðrum bílastæðum og bílageymslum hérlendis. Í ljósi þessarar aðstöðu megi rökstyðja að hagsmunir almennings af því að umbeðin gögn eða upplýsingar verði látnar í té séu ríkari en ella. Annað kunni að skapa efasemdir og jafnvel tortryggni. Kæranda sé ekki ljóst hvernig veiting upplýsinga um tekjur af bílastæðum geti raskað samkeppni Isavia ohf., hvort sem er við aðra flugvelli eða aðra sem veita bílastæðaþjónustu.<br /> <br /> Varðandi svar Isavia ohf. við öðrum lið beiðni kæranda dregur kærandi í efa að upplýsingar liggi ekki fyrir í gögnum eða bókhaldi félagsins um það hvernig tekjum af bílastæðagjöldum hefur verið ráðstafað. Verði ekki fallist á afhendingu slíkra upplýsinga óskar kærandi eftir því að gögn verði lögð fram um það hversu miklum hluta tekna félagsins af bílastæðagjöldum hafi verið ráðstafað upp í kostnað við uppbyggingu og rekstur þeirra síðustu þrjú ár. Kærandi gagnrýnir að Isavia ohf. láti ekki upplýsingar í té sem lúti að fjórða lið beiðni sinnar þótt þær hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga. Kærandi minnir á hve brýnt það sé að einhverjar skýringar eða rökstuðningur liggi fyrir þegar teknar eru ákvarðanir um gjaldtöku.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Með erindi, dags. 10. september 2018, var kæran kynnt Isavia ohf. og félaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 1. október 2018, er vísað til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjun félagsins á fyrsta lið beiðni kæranda, þ.e. um tekjur vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll, þar sem um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, að því marki sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstur bílastæða við Keflavíkurflugvöll sé rekstur á samkeppnismarkaði. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir séu að mati Isavia ohf. mikilvægar viðskiptaupplýsingar sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þeim miðlað. Nánar tiltekið sé um að ræða upplýsingar um magn seldra stæða (nýtingu), sölutölur og framleiðslukostnað (rekstrarkostnað). Isavia ohf. telur að upplýsingarnar skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, en telur einnig að veiting þeirra kynni að fara í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.<br /> <br /> Vísað er til þess að Samkeppniseftirlitið hafi bent á að við mat á því hvort um mikilvægar viðskiptaupplýsingar sé að ræða skuli líta til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli því samkeppni. Mest sé hættan á röskun samkeppni á mörkuðum þar sem fákeppni ríki. Almennt séu upplýsingar um verð og magn viðkvæmustu upplýsingarnar en viðkvæmar upplýsingar geti einnig verið upplýsingar um viðskiptamannaskrár, framleiðslukostnað, framleiðslutölur, veltu, sölutölur, afkastagetu, vöruvöndun, markaðsáætlanir, áhættuliði, fjárfestingar, tækniaðferðir svo og rannsókna- og þróunarstarf og afrakstur þess. Miðlun upplýsinga af þessu tagi geti varðað við 10. gr. samkeppnislaga.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir í málinu séu nýjar upplýsingar, þ.e. upplýsingar um stöðuna í dag, sem séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna. Isavia ohf. sé í samkeppni við aðra sem reki bílastæðaþjónustu fyrir þá sem fara um Keflavíkurflugvöll. Félagið telur að það eigi ekki að þurfa að veita upplýsingar umfram það sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi að gera. Vísar Isavia ohf. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017, þar sem fram kemur að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að synja almenningi um aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia ohf. vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjuninni. Þar sem rekstur bílastæða fyrir farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði telur félagið að ákvæðið eigi við í þessu máli. Félagið vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 í því samhengi, og tekur fram að Isavia ohf. sé fyrirtæki í ríkiseigu og starfi í samkeppnisrekstri. Vísað er til athugasemda við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, um að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Varðandi afgreiðslu Isavia ohf. um aðgang að upplýsingum sem falla undir annan lið beiðni kæranda, þ.e. um það hvernig tekjum vegna bílastæða hafi verið varið, tekur félagið fram að upplýsingalög leggi ekki þá kvöð á þá sem undir lögin falla að taka til ný gögn. Umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir samanteknar hjá félaginu og því falli beiðnin utan gildissviðs upp-lýsingalaga. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjast þess að þær séu teknar saman sérstaklega, sem sé ekki skylt, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 748/2018.<br /> <br /> Vegna synjunar félagsins um aðgang að upplýsingum sem heyra undir fjórða lið beiðni kæranda, þ.e. um það hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtökuna og í hvaða formi, eru þau sjónarmið sem fram komu í bréfi félagsins til kæranda ítrekuð.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. október 2018, var umsögn Isavia ohf. kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. október 2018, er áréttað að þótt Isavia ohf. telji sig eiga í samkeppni við einkaaðila um rekstur bílastæða fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði ekki séð að það eigi að leiða til þess að upplýsingar um tekjur af þjónustunni og ráðstöfun þeirra skuli ekki veittar. Félagið sé nánast í einokunarstöðu með bílastæðin næst flugstöðvarbyggingunni og virðist nýta sér það ótæpilega með verðlagningu á þjónustu sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 29. ágúst 2019, ítrekaði úrskurðarnefndin beiðni nefndarinnar um afhendingu þeirra gagna er kæra lýtur að. Með bréfi, dags. 10. september 2019, barst svar frá Isavia. Kemur þar fram að um afar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða en fyrirtækið sé í virkri samkeppni við a.m.k. fimm önnur fyrirtæki sem sinni bílastæðaþjónustu við Keflavíkurflugvöll. Upplýsingarnar hafi verið teknar samar og afhentar í trúnaði ráðgjafa sem aðstoðað hafi félagið við viðskiptaáætlun bílastæðaþjónustu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Í ljósi eðli þeirra og nákvæmni varpi þær ljósi á kjarnastarfsemi bílastæða KEF parking og byggi viðskiptaáætlun KEF parking á þeim. Kunni upplýsingarnar að valda félaginu tjóni komist samkeppnisaðilar yfir þær og hagnýti sér í starfsemi sinni. Umbeðin gögn bárust degi síðar.&nbsp;<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af fyrirliggjandi gögnum varðandi þá ákvörðun að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Leifsstöð svo nefndin gæti staðreynt hvort ákvörðunin hafi verið tekin fyrir gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 25. október 2019, barst nefndinni svar frá Isavia ohf. þar sem tekið er fram að engin gögn séu fyrirliggjandi um ákvörðunina. Í ritinu Sögu flugvalla og flugleiðsögu, bls. 331, komi hins vegar fram að gjaldtaka hafi verið hafin á öllum bílastæðum við flugstöðina árið 2005.</span> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <span>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ohf. veitti félagið kæranda aðgang að upplýsingum um fjölda gjaldskyldra bílastæða árið 2017, þ.e. þegar beiðni kæranda var sett fram, og breytingar á fjölda þeirra síðustu þrjú almanaksár á undan, þ.e. árin 2014-2016. Stendur því eftir að leysa úr ágreiningi um afgreiðslu Isavia ohf. á þeim fjórum spurningum kæranda sem standa eftir, þ.e.:&nbsp;<br /> <br /> 1. Hverjar hafi verið tekjur Isavia ohf. af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan flugstöðina árin 2014-2016.&nbsp;<br /> 2. Hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið.&nbsp;<br /> 3. Hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtöku á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið.<br /> 4. Hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf.<br /> </span> <h2>2.</h2> <span>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Isavia ohf. styður ákvörðun sína um að synja um aðgang að upplýsingum um tekjur af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan flugstöðina á tilteknu tímabili við 9. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.&nbsp;<br /> <br /> Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.&nbsp;<br /> <br /> Isavia ohf. ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er ólíkt. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem Isavia ohf. telur heimilt að undanskilja á grundvelli ákvæðis 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga varða tekjur af rekstri bílastæða við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sundurliðaðar eftir mánuðum. Vísað er til þess að um sé að ræða nýjar upplýsingar um magn seldra stæða, sölutölur og rekstrarkostnað. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 um að upplýsingar um veltu og sölu geti verið viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- og fjárhagsmálefni fyrirtækja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sig ekki geta fullyrt hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia ohf. eða til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framangreind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar að jafnvel þótt umræddar upplýsingarnar teljist varða samkeppnisrekstur Isavia ohf. þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Isavia ohf. hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur Isavia ohf. á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Í því skjali sem úrskurðarnefndinni var látið í té eru ekki að finna upplýsingar um fjölda leigðra bílastæða eða rekstur þeirra heldur koma þar aðeins fram mánaðarlegar heildartekjur af rekstri bílastæðanna. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingarnar, m.a. til þess að geta veitt Isavia ohf. aðhald sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia ohf. sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður því félaginu gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.&nbsp;<br /> </span> <h2>3.</h2> <span>Í málinu er einnig deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið og hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í um¬ráðum Isavia ohf. Isavia ohf. segir gögn með þessum upplýsingum ekki vera fyrirliggjandi og félaginu sé ekki skylt að útbúa gögn með upplýsingunum.&nbsp;<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, eins og lesa má af orðalagi ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendu til að draga í efa fullyrðingu Isavia ohf. um að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi að þessu leyti.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu þeirra sem falla undir lögin til þess að taka saman upplýsingar. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kæru vegna afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um upplýsingar um það hvernig tekjum af bílastæðum hafi verið varið og af hverju gjaldtaka sé ekki höfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf. frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </span> <h2>4.</h2> <span>Að lokum er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtöku á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið. Isavia ohf. vísar til þess að félaginu sé ekki skylt að afhenda þessar upplýsingar þar sem þær falli ekki undir upplýsingalög vegna ákvæðis 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu gilda upplýsingalög aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. laganna sem urðu til eftir gildistöku þeirra. Fram kemur að það eigi þó ekki við þegar viðkomandi hafi verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun.&nbsp;<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að leggja til grundvallar að ákvörðun um að hefja gjaldtöku við bílastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar sé ekki stjórnvaldsákvörðun. Þá getur nefndin ekki annað en fallist á fullyrðingu Isavia ohf. um að gögn með upplýsingum um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda hvað þau gögn varða, sbr. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga.&nbsp;<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <span>Isavia ohf. er skylt að veita kæranda, Samgöngufélaginu, aðgang að skjölum þar sem fram koma upplýsingar um tekjur félagsins af bílastæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir árin 2014-2016, sundurliðuðum eftir mánuðum.&nbsp;<br /> <br /> Staðfest er synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hver hafi tekið ákvörðun um að hefja gjaldtöku við bílastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar og á hvaða formi ákvörðunin hafi verið tekin.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;<br /> Friðgeir Björnsson</span>

843/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

Deilt var um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á beiðnum kæranda um gögn varðandi laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Af hálfu sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytis kom fram að umbeðin gögn lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti gögn sem innihéldu viðkomandi launaákvarðanir og launataxta en sagði engin frekari gögn liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar ráðuneytanna og var málinu því vísað frá.

<span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 843/2019 í máli ÚNU 18090003.&nbsp;<br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 5. september 2018, kærði A ákvörðun sveitastjórnar- og samgönguráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um synjun á beiðni um upplýsingar er varða greiðslu eftirlauna kæranda. Í kæru kemur fram að kærandi hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og að hann hefði leitað upplýsinga varðandi laun eftirmanns síns. Kærandi hafi óskað upplýsinga um mánaðarlaun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa frá 1. september 2007 til 1. júní 2013 og um laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa til 1. september 2016.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með bréfi, dags. 6. september 2018, og því veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 18. september 2018, kemur fram að kæranda hafi í maí 2017 verið afhent öll gögn sem ráðuneytið hafði undir höndum og tengdust erindi kæranda. Þá sé ekki að finna frekari gögn í skjalasafni ráðuneytisins varðandi erindi kæranda og því sé ekki um að ræða að synjað hafi verið um afhendingu gagna af hálfu ráðuneytisins.&nbsp;<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. október 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. október 2018, kemur fram að umsögn ráðuneytisins feli í sér ósannindi, lögum samkvæmt skuli geyma öll skjöl sem til falli hjá opinberum embættum og því séu umbeðin skjöl til hjá ráðuneytinu. Kærandi tekur fram að ekkert svar hafi gildi annað en aðgangur að umbeðnum launagreiðsluseðlum. Tregða aðila til að veita umbeðnar upplýsingar sé vísbending um að ólöglega hafi verið staðið að lækkun eftirlauna kæranda.<br /> <br /> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með bréfi, dags. 16. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í símtali á milli ráðuneytis og úrskurðarnefndar, dags. 30. október 2018, kom fram að forsendur kærunnar væru ekki nægilega ljósar að því er varðaði fjármála- og efnahagsráðuneytið og að ekki væri talin ástæða til þess að ráðuneytið brygðist við að svo stöddu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 30. október 2018, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum frá kæranda varðandi kæruefnið, þ.e. hvort fyrir lægju synjanir á upplýsingabeiðnum hans til ráðuneytanna. Í svari kæranda, dags. 30. október 2018, kemur fram að hann hafi ekki fengið „hreina neitun“ um afhendingu gagna, hins vegar hafi hann fengið afrit gagna sem væru óviðkomandi beiðni hans, en umbeðin gögn séu vissulega til hjá ráðuneytunum, þjóðskjalasafni eða ríkisskattstjóra. Kærandi ítrekaði beiðni sína með erindi til úrskurðarnefndar, dags. 8. febrúar 2019, þar sem hann áréttar að ekki liggi fyrir bein synjun á beiðni hans en að svar samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins hafi ekki bara verið ófullkomið heldur óviðeigandi og ekki í neinu samræmi við það sem spurt var um.&nbsp;<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. júní 2019, fór úrskurðarnefndin þess á leit við fjármála- og efnahagsráðuneytið að nefndin fengi upplýsingar um það hvort, og þá hvenær, kærandi óskaði eftir umræddum gögnum. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um það hvort ráðuneytið hafi svarað erindi kæranda og þá hvers efnis svarið hafi verið.&nbsp;<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. júní 2019, við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar er að finna samantekt yfir laun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa samkvæmt úrskurðum kjararáðs og ákvörðun fjármálaráðherra og upplýsingar um launaflokka viðkomandi forstöðumanna fyrir tímabilið júlí 2006 til janúar 2019. Fram kemur að þar sem úrskurður kjararáðs um laun viðkomandi forstöðumanns mæli fyrir um hærri heildarlaun en leiði af hinu nýja grunnmati þá haldi úrskurðurinn gildi sínu þar til launaákvörðun samkvæmt grunnmati starfs, að teknu tilliti til almennra hækkana, verði jöfn núverandi heildarlaunum. Tekið er fram að upplýsingarnar í samantektinni séu aðgengilegar á vefsíðum kjararáðs og Stjórnarráðs Íslands. Umsögninni fylgdu einnig gögn úr málaskrá ráðuneytisins varðandi kæruna, þ. á m. upprunaleg gagnabeiðni kæranda, dags. 25. apríl 2017, og ítrekun hennar, dags. 26. apríl 2017.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 8. júlí 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem borist hefðu frá ráðuneytinu væru ekki það sem óskað hefði verið eftir. Þá kemur fram að kærandi hafi ítrekað reynt að setja sig í samband við kjararáð vegna málsins en án árangurs.<br /> <br /> Með erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 24. október 2019, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um það hvort ráðuneytið hefði tekið afstöðu til réttar kæranda til upplýsinga um greidd heildarlaun, fremur en almenn launakjör forstöðumanna rannsóknarnefndar sjóslysa og síðar samgönguslysa. Í svörum ráðuneytisins, dags. 24. október 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem ráðuneytið veitti kæranda væru einu upplýsingarnar sem fyrirliggjandi væru hjá ráðuneytinu varðandi launakjör forstöðumannanna, engar upplýsingar væru til um greiðslur eða kjör umfram það sem fram kæmi í úrskurðum kjararáðs.&nbsp;<br /> </span> <h2>Niðurstaða</h2> <span>Í málinu er deilt um afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðnum kæranda um upplýsingar varðandi laun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og síðar rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Bæði ráðuneytin staðhæfa að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem fyrirliggjandi eru í ráðuneytunum og varða beiðni kæranda. Kærandi telur skýringar ráðuneytanna ófullnægjandi og segir umbeðnar upplýsingar hljóta að vera fyrirliggjandi hjá ráðuneytunum, Þjóðskjalasafni eða ríkisskattstjóra. Tekið skal fram að kæra sú sem hér er til meðferðar beinist eingöngu að afgreiðslu samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti á beiðni kæranda um aðgang að gögnum en ekki öðrum stofnunum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda og eru fyrirliggjandi hjá ráðuneytunum hafi verið afhent kæranda. Í þessu samhengi telur nefndin rétt að taka fram að ráðuneytunum var ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að afla þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir, s.s. launaseðla viðkomandi starfsmanna. Þó hefði ráðuneytunum verið rétt á grundvelli leiðbeiningarskyldu sinnar að veita kæranda leiðsögn um það til hvaða stjórnvalda kærandi gæti leitað með beiðni um aðgang að launaseðlum viðkomandi starfsmanna, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Mætti þar t.d. benda á Fjársýslu ríkisins sem annast launaafgreiðslu fyrir ríkissjóð, skv. 3. mgr. 64. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Færi svo að Fjársýsla ríkisins synjaði beiðni kæranda um aðgang að launaseðlunum væri sú ákvörðun kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Það athugast að í kæru setur kærandi fram ýmsar athugasemdir við meðferð kjararáðs á eftirlaunamálum hans. Af því tilefni áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að valdsvið nefndarinnar er bundið við það að skera úr um ágreining varðandi afgreiðslu beiðni á grundvelli upplýsingalaga. Það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum þegar kemur að ákvörðun og greiðslu eftirlauna. Vísar nefndin einkum til umboðsmanns Alþingis og eftir atvikum til dómstóla.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <span>Kæru A, dags. 5. september 2018, vegna afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á upplýsingabeiðni kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp;<br /> Friðgeir Björnsson</span>

842/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kærði fellur ekki undir upplýsingalög.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 842/2019 í máli 19100014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. október 2019, kærði A ákvörðun Tækniskólans ehf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða ráðningu í starf kennara í húsasmíði við skólann.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. júlí 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi ráðninguna en kærandi var á meðal umsækjenda. Kærandi átti í nokkrum tölvupóstsamskiptum við Tækniskólann þar sem hann ítrekaði beiðni sína. Í tölvupósti frá Tækniskólanum, dags. 7. október 2019, kemur fram að umsóknir um störf hjá Tækniskólanum og gögn sem þeim fylgi séu trúnaðarmál, skólinn sé ekki opinber framhaldsskóli og hafi ekki fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í merkingu 2. mgr. 1. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skólinn sé hlutafélag sem hafi hlotið viðurkenningu mennta- og menningarráðherra á grundvelli 12. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanum sé ekki heimilt, á grundvelli persónuverndarlaga nr. 90/2018, að afhenda þriðja aðila gögn um umsækjendur um störf við skólann né gögn um einstaka starfsmenn skólans. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt, á grundvelli upplýsingalaga, til aðgangs að gögnum málsins þar sem komi fram hver hafi verið ráðinn í starfið, rök fyrir ákvörðun um ráðningu, afrit af öllum gögnum umsóknarferlis auk upplýsinga um hvort og þá hverjir séu kennarar í húsasmíði við skólann án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi síðast verið endurnýjuð.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingum um starfsmannamál Tækniskólans ehf., nánar tiltekið hverjir hafi sótt um starf sem kennarar í húsasmíði og hvaða starfsmenn starfi við skólann sem húsasmiðir án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi verið endurnýjuð. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og gilda lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 um starfsemi hans. Sá hluti af starfsemi Tæknisskólans sem lýtur að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli laga nr. 92/2008 kann því eftir atvikum að falla undir upplýsingalög skv. 3. gr. laganna. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Um þetta má vísa til sjónarmiða sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 2830/1999, þar sem ráðning í starf deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands var ekki talin fela í sér meðferð á opinberu valdi. Önnur sjónarmið kunna að gilda um mál sem varða réttindi og skyldur nemenda skólans, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um framhaldsskóla. Loks er rétt að geta þess að um aðgang að gögnum í málum sem varða ráðningar í opinber störf fer almennt samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga þegar sá sem beiðist aðgangs er meðal umsækjenda um starfið, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 794/2019 frá 31. maí 2019. Með vísan til framangreinds fellur kæra utan gildissviðs upplýsingalaga og er óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 24. október 2019, vegna synjunar Tækniskólans ehf. á beiðni um gögn vegna ráðningar í starf kennara við skólann er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

841/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru vegna afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 841/2019 í máli ÚNU 19070006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. ágúst 2019, kærði A ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 17. júlí 2019, um synjun á beiðni, dags. 4. apríl 2019, um aðgang að tölvupósti sem kærandi telur að barnsmóðir kæranda hafi sent kjörræðismanni Íslands í erlendu landi. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ráðuneytið hafi póstinn ekki undir höndum en hann hafi eingöngu farið á milli aðstoðarbeiðanda og kjörræðismannsins. Ráðuneytið telji kjörræðismanninum óskylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstsamskiptunum með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um takmörkun á upplýsingarétti aðila máls. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að vísað sé til umbeðins tölvupósts í umsögn ræðismannsins vegna tiltekins máls. Kærandi telji gagnið vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. ágúst 2019, var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. ágúst 2019, er ítrekað að umbeðið skjal sé ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins. Þá lúti upplýsingabeiðni kæranda að máli sem hann hafi verið aðili að og því fari um aðgang hans að gögnum sem tilheyri stjórnsýslumálinu eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytið hafi einnig byggt synjun á aðilastöðu kæranda, sbr. 17. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Því er þess krafist að máli kæranda verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. ágúst 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda kemur fram að kærandi fari fram á aðgang að öllum gögnum sem séu í málaskrá utanríkisráðuneytisins. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupósti sem barnsmóðir kæranda sendi kjörræðismanni Íslands í erlendu landi þar sem óskað var eftir aðstoð ræðismannsins í tilteknu máli. Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur komið fram að umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi auk þess sem um sé að ræða stjórnsýslumál sem kærandi sé aðili að. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að gögnum sem tilheyra málinu fer þar af leiðandi eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Kæra þessi fellur því utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá nefndinni, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>&nbsp;</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 9. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

840/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Deilt var um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Synjun Vinnumálastofnunar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu tveggja fyrirtækja sem höfðu tilkynnt hópuppsögn til Vinnumálastofnunar. Annað þeirra veitti samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum og var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að tilkynningu þess fyrirtækis felld úr gildi. Nefndin staðfesti synjun stofnunarinnar varðandi það fyrirtæki sem ekki veitti samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna þar sem nefndin taldi tilkynninguna fela í sér viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess fyrirtækis sem óheimilt væri að veita aðgang að sbr. 9. gr. upplýsingalaga.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 840/2019 í máli ÚNU 19060002.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum með erindi, dags. 4. júní 2019 og var beiðninni synjað daginn eftir. Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 5. júní 2019, segir að Vinnumálastofnun birti fjölda hópuppsagna ásamt atvinnusvæði og þeirri atvinnugrein sem við á hverju sinni. Upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn séu í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis og kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Birting á nafni þess fyrirtækis sem hafi boðað til hópuppsagnar kunni einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess. <br /> <br /> Þá kemur fram að þegar stofnuninni berist tilkynning um fyrirhugaða hópuppsögn sé mál jafnan enn á viðræðustigi. Tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráðið fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telji að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og dragi hún þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna hópuppsagnir fari gegn 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru segir að það hljóti að teljast til almennra upplýsinga sem eigi erindi við almenning þegar fyrirtæki í rekstri segi upp stórum hluta starfsmanna sinna, svo stórum að um hópuppsögn sé að ræða. Að nefna nafn fyrirtækisins sem eigi í hlut, greini á engan hátt frá einka- eða fjárhagsmálefnum einstakra starfsmanna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vinnumálastofnun með bréfi, dags. 6. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar um kæruna, dags. 20. júní 2019, kemur m.a. fram að stofnunin birti í byrjun hvers mánaðar tölulegar upplýsingar um atvinnuástand og horfur á vinnumarkaði. Meðal þeirra upplýsinga sem stofnunin birti séu upplýsingar um fjölda hópuppsagna sbr. lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Stofnunin birti fjölda þeirra starfsmanna sem hópuppsagnir nái til, atvinnugrein og atvinnusvæði. Þann 4. júní 2019 hafi Vinnumálastofnun birt frétt á heimasíðu sinni um hópuppsagnir í maí 2019. Í fréttinni komi fram að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist Vinnumálastofnun í maí þar sem 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá segi að 34 hafi verið sagt upp í flutningum á Suðurnesjum og 19 í heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Fram kemur að Vinnumálastofnun sé með lögum nr. 63/2000 um hópuppsagnir falið að taka á móti tilkynningum um fyrirhugaðar uppsagnir á grundvelli laganna. Samkvæmt lögunum beri atvinnurekanda að tilkynna um fyrirhugaðar uppsagnir skriflega til Vinnumálastofnunar. Í tilkynningu skuli m.a. tilgreina fjölda þeirra starfsmanna sem til standi að segja upp, hvaða störfum þeir gegni og á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eigi að koma til framkvæmda. Fram kemur að Vinnumálastofnun birti ekki upplýsingar um þau fyrirtæki sem segi upp starfsfólki. Beiðnum frá fréttastofum eða öðrum um að fá nöfn þeirra fyrirtækja sem hafi sagt upp fólki sé því almennt hafnað.<br /> <br /> Vinnumálastofnun segir upplýsingar um það, hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn, vera í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis sem kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Þá kunni birting á nafni þess fyrirtækis sem hefur boðað til hópuppsagnar einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráði fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telur að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Í þessum aðstæðum geti það skaðað hagsmuni fyrirtækja að veittur sé aðgangur að upplýsingunum. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og draga þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót.<br /> <br /> Auk þess kemur fram í umsögninni að vitneskja um uppsagnir fyrirtækja feli óumflýjanlega í sér upplýsingar um uppsagnir starfsmanna þeirra. Þótt þeir starfsmenn sem sæti uppsögnum séu ekki nafngreindir sé í fámennu samfélagi auðvelt að álykta um hvaða einstaklingar eigi í hlut. Þá berist tilkynning um hópuppsagnir oft áður en starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum og jafnvel áður en þeim hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir. Fyrsti viðkomustaður þeirra forsvarsmanna fyrirtækja sem hugi að hópuppsögnum sé jafnan Vinnumálastofnun og berist stofnuninni reglulega tilkynningar án þess að lögbundið samráð hafi átt sér stað. Stofnunin þurfi ítrekað að benda fyrirtækjum á skyldur sínar samkvæmt lögum um hópuppsagnir eftir að tilkynning hafi borist stofnuninni. Stofnunin telur sér ekki stætt að stuðla að því að starfsmenn fái tilkynningar um uppsagnir sínar í fjölmiðlum. Einnig beri að líta til þess að upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða framkvæmd á opinberri þjónustu heldur hafi Vinnumálastofnun þær undir höndum á grundvelli tilkynningarskyldu fyrirtækja samkvæmt lögum um hópuppsagnir sem sé ætlað er að tryggja nauðsynlegt og formbundið samráð atvinnurekenda við fulltrúa starfsmanna sinna. Í ljósi alls framangreinds og tilgangs laga um hópuppsagnir sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna um hópuppsagnir feli í sér upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 4. júlí 2019, segir að kærandi telji svör Vinnumálastofnunar ekki standast skoðun. Á þeim tíma sem fyrirtæki tilkynni um hópuppsagnir hafi starfsfólkinu á viðkomandi stað verið tilkynnt um uppsagnirnar. Að það hafi áhrif á reksturinn að það spyrjist út að gripið hafi verið til hópuppsagna geti vel verið. Upplýsingar um hópuppsögn í fyrirtækjum á Íslandi eigi sannarlega erindi við almenning. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 3. september 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í maí 2019. Með tölvupósti, dags. 6. september 2019, veitti annað þeirra, Isavia ohf., samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Fram kemur að félagið telji ekkert því til fyrirstöðu að upplýsingarnar verði birtar en félagið hafi sjálft útbúið fréttatilkynningu þess efnis. Því hafi upplýsingarnar þegar verið gerðar opinberar. Hitt félagið veitti ekki samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar en í bréfi þess til úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. september 2019, kemur m.a. fram að hópuppsögnin hafi verið dregin til baka og mikill meirihluti starfsmannanna endurráðnir. Í ljósi þessa geti birting upplýsinganna haft í för með sér óþarfa neikvæða umræðu um starfsemi félagsins. Hætta sé á að viðskiptavinir félagsins leiti annað ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnumálastofnun um það hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Samkvæmt 7. gr. laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 er fyrirtækjum skylt að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um fyrirhugaðar hópuppsagnir og taldi stofnunin að beiðni kæranda tæki til tilkynninga tveggja fyrirtækja.<br /> <br /> Vinnumálastofnun synjaði um aðgang að framangreindum tilkynningum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu viðkomandi fyrirtækja til upplýsingabeiðninnar. Í svarbréfi annars fyrirtækjanna, þ.e. Isavia ohf., kom fram að fyrirtækið legðist ekki gegn því að kærandi fengi afrit af tilkynningu félagsins til Vinnumálastofnunar enda kæmu þar fram upplýsingar sem félagið hefði þegar sjálft opinberað með fréttatilkynningu. Í ljósi þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella ákvörðun Vinnumálastofnunar úr gildi og beina því til stofnunarinnar að afhenda kæranda umrædda tilkynningu. Úrskurðarnefndin bendir á að Vinnumálastofnun hefði sjálfri verið rétt að leita afstöðu umræddra fyrirtækja áður en hún synjaði um afhendingu gagnanna á grundvelli meintra hagsmuna þeirra.<br /> <br /> Líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan lagðist hitt félagið sem tilkynnt hafði Vinnumálastofnun um fyrirhugaða hópuppsögn í maí 2019 hins vegar gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tilkynningu félagsins. Fyrir liggur að umrædd hópuppsögn kom ekki til framkvæmda. Þótt kæran til úrskurðarnefndarinnar sé orðuð svo að kærandi óski eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019, telur úrskurðarnefndin – líkt og Vinnumálastofnun – rétt að skilja beiðnina sem svo að hún taki til allra tilkynninga um fyrirhugaðar hópuppsagnir, hvort sem þær hafi komið til framkvæmda eða ekki. Liggur því fyrir nefndinni að taka afstöðu til synjunar Vinnumálastofnunar á afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er rakið hér að framan ásamt skýringum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna. Í skýringunum er m.a. áréttað að óheimilt sé að veita upplýsingar um „viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“. Jafnframt er tekið fram að vega þurfi saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að „upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi“. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að sú tilkynning sem hér um ræðir um fyrirhugaða hópuppsögn feli í sér mikilvægar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umrædds fyrirtækis, enda þótt ekki hafi að lokum komið til hópuppsagnar. Þá horfir nefndin til þess að upplýsingarnar liggja ekki fyrir hjá Vinnumálastofnun í tilefni af ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur vegna lagaskyldu viðkomandi félags til þess að tilkynna um fyrirhugaða hópuppsögn á grundvelli laga nr. 63/2000. Af þessum ástæðum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að Vinnumálastofnun hafi verið rétt að synja beiðni kæranda um aðgang að umræddri tilkynningu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Felld er úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að tilkynningu Isavia ohf., dags. 23. maí 2019, til stofnunarinnar um fyrirhugaða hópuppsögn og lagt fyrir Vinnumálastofnun að afhenda kæranda gagnið.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br />

839/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Deilt var um ákvörðun Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda vegna tiltekinnar fasteignar. Sveitarfélagið hélt því fram að álagningarseðlar fasteignagjalda væru ekki vistaðir sjálfstætt heldur þyrfti að kalla þá fram með sérstakri aðgerð, þannig væru þeir ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var kæru því vísað frá.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 839/2019 í máli ÚNU 19050010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A ákvörðun Grindavíkurbæjar um synjun beiðni um sundurliðaða útreikninga álagningar fasteignagjalda ársins 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavík. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji misræmi á milli skráningar húsa á lóð [fasteignar] og því hafi kærandi óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um álagningu fasteignagjalda vegna [fasteignar] fyrir árið 2019. Kærandi vísar í skýrsluna „Húsakönnun í [hverfi]: Verndarsvæði í byggð“ sem unnin var fyrir Grindavíkurbæ árin 2017-2018. Þar séu upplýsingar um og ljósmyndir af tveimur geymsluhúsum á lóð [fasteignar], annað [x] m2 og hitt [x] m2. Kærandi kveður geymsluhúsin ekki hluta af fasteignamati eins og það er skráð í fasteignaskrá og að ósamræmi á milli skýrslunnar og fasteignaskrár sýni að húsin hafi verið án álagningar fasteignagjalda í áratug. Þar sem Grindavíkurbær hafi ekki veitt kæranda sundurliðaðar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda fyrir viðkomandi lóð sé ógerningur að sannreyna þetta. <br /> <br /> Meðfylgjandi kæru eru tölvupóstsamskipti á milli kæranda og Grindavíkurbæjar, dags. 11. apríl 2019, þar sem kærandi óskar fyrrnefndra upplýsinga. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í almennar reglur um fasteignaskatt, kæranda bent á að út frá þeim geti hann reiknað út fasteignagjagjöld en tekið fram að séu eignir ekki skráðar í Landskrá fasteigna eða hafi ekki fasteignamat sé óheimilt að leggja á þær fasteignaskatt. Þá er einnig vísað til fyrra máls kæranda fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og tekið fram að svör sveitarfélagsins muni vera þau sömu og í fyrra máli.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. maí 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 24. maí 2019, kemur fram að farið sé eftir reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2015 og að sveitarfélögum sé óheimilt annað en að fara eftir Landskrá fasteigna við innheimtu fasteignagjalda. Þá segir að í fylgigögnum með kæru komi fram upplýsingar um fasteignamat viðkomandi eignar, sem sé grunnur að álagningu fasteignagjalda 2019, einnig að álagningarreglur Grindavíkurbæjar séu aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og að út frá þessum upplýsingum geti hver sem er reiknað álögð fasteignagjöld viðkomandi eignar. <br /> <br /> Fram kemur að sveitarfélagið sjái ekki ástæðu til þess að leggja í aukavinnu vegna þessa, þ.e. útbúa ný skjöl eða gögn vegna málsins, enda sé það ekki skylt skv. upplýsingalögum nr. 140/2012. Kærandi hafi þær upplýsingar sem liggi til grundvallar álagningar fasteignagjalda og því sé ekki um að ræða synjun á upplýsingabeiðni af hálfu sveitarfélagsins. Enn fremur séu álagningarseðlar ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda og til þess að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendi tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar til þess sem setur vinnsluna af stað. Þá er vísað til þess að við endurskoðun á ársuppgjöri Grindavíkurbæjar fari endurskoðendur bæjarins yfir verklag og álagningu fasteignagjalda og ekkert í þeirri yfirferð gefi til kynna að alvarlegar ásakanir kæranda eigi við rök að styðjast. <br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. maí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. júní 2019, er vísað til svara Grindavíkurbæjar í fyrra máli, ÚNU 18050003. Þau svör hafi orðið til þess að „hægt var að upplýsa og sannreyna að a.m.k. 2 hús höfðu staðið í skjóli yfirhylminga stjórnsýslu Grindavíkurbæjar, án álagningu fasteigna í rúman áratug, með vitund og vitneskju slökkvistjóra og byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar.“ Þá er fjallað um breytingar sem orðið hafa á skráningu [… fasteignar] í fasteignaskrá og kröfur þær sem settar voru fram í kæru eru ítrekaðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda árið 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavíkurbæ. <br /> <br /> Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 24. maí 2019, er vísað til þess að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Af hálfu Grindavíkurbæjar hefur komið fram að það krefðist sérstakrar vinnu að útvega umbeðin gögn. Álagningarseðlar eigna séu ekki fyrirliggjandi því þeir séu ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda. Til að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi því að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendir, til þess sem þessa vinnslu setur af stað, tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Grindavíkurbæjar í efa. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að skjalið sem kærandi óskar eftir er ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu heldur þarf að útbúa það sérstaklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Hér ræður ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til með tiltölulega einfaldri aðgerð. Gagnagrunnur og álagningarkerfi fasteignagjalda tilheyrir Þjóðskrá þó að Grindavíkurbær, líkt og önnur sveitarfélög, hafi aðgang að honum. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að framkalla viðkomandi álagningarseðil, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn kæranda séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Grindavíkurbæ, dags. 10. maí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson

838/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Kæru vegna afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss á gagnabeiðni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Landspítali-Háskólasjúkrahús hélt því fram að kærandi hefði fengið afhent öll fyrirliggjandi gögn er varði gagnabeiðni kæranda og hafði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 838/2019 í máli ÚNU 19030004.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð </h2> Með erindi, dags. 7. mars 2019, kærði A afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss („Landspítalinn“) á afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 27. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir afritum að öllum gögnum sem varði kæranda frá og með árinu 2014. Jafnframt var óskað eftir yfirlýsingu frá Landspítalanum um að ekki séu til frekari gögn eða upplýsingar um kæranda. Þá var óskað eftir upplýsingum um tilvist gagna sem Landspítalinn teldi sig ekki hafa heimild til að veita kæranda aðgang að. <br /> <br /> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 18. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn Landspítalans, dags. 20. mars 2019, segir að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkraskrá sinni og þar með öllum upplýsingum um færslur í hana. Verið væri að taka saman önnur gögn og í kjölfarið yrði tekin afstaða til þess hvort þau yrðu afhent kæranda. Þann 12. apríl 2019 barst úrskurðarnefndinni annað bréf frá Landspítalanum. Þar segir að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum í vörslum Landspítalans er varði kæranda. <br /> <br /> Kærandi ritaði Landspítalanum og úrskurðarnefndinni tölvupóst þann 16. apríl 2019 þar sem hann hélt því fram að hann hefði ekki fengið afhent ýmis gögn. Í erindinu óskaði hann m.a. eftir afritum af bréfi frá lögfræðistofu og svari spítalans við því. Í bréfi Landspítalans til kæranda, dags. 18. júní 2019, segir að bréfið sé á meðal þeirra gagna sem kærandi hafi fengið send með ábyrgðarpósti. <br /> <br /> Með tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2019, ítrekaði kærandi þá kröfu að fá afhent öll gögn er lúti að honum. Fram kemur að forstjóri Landspítalans hafi þann 28. febrúar ritað kæranda tölvupóst þar sem fram komi að forstjórinn hafi falið framkvæmdastjóra lækninga það verkefni að svara erindi kæranda. Kærandi hafi ekki fengið afrit af gögnum þar að lútandi. Kærandi hafi heldur ekki fengið afrit af gögnum þar sem framkvæmdastjóri lækninga fól tilteknum starfsmanni að svara erindinu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 21. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um það hvort gögnin sem vísað er til í bréfi kæranda, dags. 4. október 2019, væru fyrirliggjandi hjá Landspítalanum og hvort þau hafi verið afhent kæranda. Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, svaraði Landspítalinn því að gögnin væru ekki fyrirliggjandi enda sé ekki talið nauðsynlegt að miðlun verkefna fari ávallt fram með formlegum hætti.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af hálfu spítalans hefur komið fram að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem hann varða, bæði gögn úr sjúkraskrá, sbr. lög nr. 55/2009 og önnur gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga það í efa að Landspítalinn hafi afhent kæranda öll fyrirliggjandi gögn sem hann varða.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 7. mars 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir&nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Friðgeir Björnsson<br />

837/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

Samtök iðnaðarins kærðu ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um synjun beiðni um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir samninginn og taldi ekki að ákvæði upplýsingalaga stæðu aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.

<h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 837 í máli ÚNU 19030003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2019, kærðu Samtök iðnaðarins ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að samningnum með bréfi, dags. 28. janúar 2019, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði jafnframt skýringa á því að ekki hefði verið framkvæmt útboð í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, var beiðninni synjað á grundvelli þess að í upplýsingakerfum stofnunarinnar væri að finna viðamikil gögn sem varði bæði verulega fjárhagslega hagsmuni viðskiptavina auk þess sem kerfin innihaldi mikið magn viðkvæmra persónuupplýsinga. Eðli máls samkvæmt þurfi að gæta ýtrasta öryggis við meðferð slíkra gagna. Þá segir að í samningi Tryggingastofnunnar við Veðurstofuna komi fram viðkvæmar upplýsingar er varða upplýsingaöryggi stofnunnar, sem séu eðli máls samkvæmt trúnaðarmál. Það sé því mat stofnunarinnar að ekki sé heimilt að afhenda afrit af samningnum. Vísað er til 17. gr. stjórnsýslulaga og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu upplýsir Tryggingastofnun einnig um gildistíma samningsins og samningsfjárhæðina.<br /> <br /> Í kæru segir m.a. að þau lagaákvæði sem Tryggingastofnun vísi í til stuðnings ákvörðun sinni feli í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga og beri að skýra þau þröngri lögskýringu. Af orðalagi 10. gr. laganna leiði að bæði þurfi að sýna fram á að gögnin hafi að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og hins vegar að aðgangur almennings að upplýsingunum muni fyrirsjáanlega skaða hagsmuni ríkisins. Hvorki liggi fyrir að hvaða leyti inntak samningsins muni raska upplýsingaöryggi né hvort þar sé í raun að finna upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ætla megi að ákvæðinu verði einungis beitt ef um verulega fjárhagslega hagsmuni sé að ræða fyrir ríkið. Engin tilraun hafi verið gerð til að sýna fram á að slíkir hagsmunir liggi fyrir og réttlæti synjun á afhendingu gagnanna. Samningurinn varði ráðstöfun opinbers fjármagns og séu því hagsmunir almennings af aðgangi að samningnum ríkir. Þá hafi Tryggingastofnu