Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Atvinnuvegaráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Nefndir
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna.
Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar.
Skipan úrskurðarnefndar
Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.
Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).
Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson.
Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.
Númer | Summary | Content |
---|---|---|
1251/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025 | Mál þetta varðaði beiðni til Skattsins um upplýsingar um hverju mótshaldarar Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum 2024 hefðu skilað í opinber gjöld. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum og að ekki væri hægt að kalla það fram með einföldum skipunum í gagnagrunnum embættisins. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Skattsins að gagn með umbeðnum upplýsingum sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þá væri ljóst að ekki væri unnt að kalla fram gagn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir með tiltölulega einföldum hætti, heldur þyrfti að ráðast í vinnu sem væri nokkuð mikil að umfangi. Var því lagt til grundvallar að gagn með umbeðnum upplýsingum lægi ekki fyrir hjá Skattinum. Ákvörðun Skattsins var því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 18. febrúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1251/2025 í máli ÚNU 24110006.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. nóvember 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Skattsins á beiðni hans um upplýsingar. Með erindi til Skattsins, dags. 30. ágúst 2024, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hverju mótshaldarar Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum 2024 hefðu skilað í opinber gjöld. Þá óskaði hann upplýsinga um hvað þau gjöld hétu sem innheimt væru og hvernig þau sköruðust.<br /> <br /> Í erindi Skattsins, dags. 24. október 2024, kom fram að á yfirstandandi rekstrarári bæri þeim sem stunduðu atvinnurekstur að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum. Misjafnt væri eftir tegund og umfangi starfsemi hverju ætti að skila og hversu oft. Að liðnu rekstrarári bæri að skila inn tilteknum gögnum vegna framtalsgerðar. Gerð væri grein fyrir atvinnurekstri annars vegar með skilum á sérstakri rekstrarskýrslu með persónuframtali og hins vegar á skattframtali lögaðila. Upplýsingar um hverju mótshaldarar Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum 2024 hefðu skilað í opinberum gjöldum væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Þá teldi Skatturinn að sér væri hvorki rétt né skylt að ráðast í samantekt á umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að það sé ekki trúverðugt að þriggja mánaða upplýsingar þurfi að taka saman sérstaklega. Til vara sé kæra kæranda sú að honum verði gert kleift að taka upplýsingarnar sjálfur saman.<br /> <br /> Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 27. nóvember 2024, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni 3. desember 2024. Í henni kom ekki annað fram en að ítrekaðar væru þær forsendur sem fram kæmu í hinni kærðu ákvörðun, en þar kæmi m.a. fram að þau gögn sem kæran lyti að væru ekki fyrirliggjandi. Umsögn Skattsins var samdægurs kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. janúar 2025, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum frá Skattinum meðal annars um hvort stofnunin byggi yfir þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Ef svo væri, óskaði nefndin upplýsinga um hvernig þær væru vistaðar hjá Skattinum og hversu mikla vinnu það myndi útheimta að taka þær saman samkvæmt beiðni kæranda.<br /> <br /> Viðbrögð Skattsins bárust nefndinni með erindi, dags. 29. janúar 2025. Í erindinu kemur fram að upplýsingar sem Skatturinn búi yfir um einstaka skattaðila hafi borist stofnuninni með ýmsum hætti, svo sem með almennri innköllun upplýsinga, fyrirspurnum og fjölþættri skýrslugerð skattaðila. Almennt taki skýrsluskil skattaðila og upplýsingar um þá ekki beinlínis mið af einstökum verkefnum, tilefnum eða viðburðum. Þegar gerð sé grein fyrir tekjum eða veltu eftir tímabilum eða heildstætt sé gerð grein fyrir tekjum og gjöldum á ársgrundvelli á skattframtali. Þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir upplýsingum sérstaklega af ákveðnu tilefni, þá hafi sérgreindar upplýsingar ekki verið vistaðar í gagnagrunnum tengdar einstökum viðburðum, þar sem gögn séu almennt vistuð á einstaka skattaðila. Afmarkaðar upplýsingar verði þannig ekki kallaðar fram undirbúningslaust með einföldum skipunum um einstaka viðburði og ótilgreindan hóp skattaðila í því sambandi eða mögulegar skattgreiðslur miðað við hagnað einhvers á ákveðnu tímabili innan ársins. Að því virtu sé ekki hægt að afla umbeðinna upplýsinga án verulegrar fyrirhafnar.<br /> <br /> Upplýsingar um einstaka viðburði séu ekki sérgreindar í gagnagrunnum Skattsins. Telji Skatturinn ástæðu til að fara í sértækar eftirlitsaðgerðir eða ígildi þeirra vegna einstakra viðburða kalli það á sérstaka gagnaöflun og undirbúning við afmörkun þeirra aðila, sem stóðu fyrir eða höfðu mögulega með einum eða öðrum hætti tekjur af sölu á vörum, þjónustu eða annarri starfsemi, sem rekja mætti til tiltekins viðburðar. Almennt séu skattskil rekstraraðila fremur miðuð við að leiða fram hagnað eða tap af rekstri á ársgrundvelli en að sýndur sé hagnaður af einstökum verkefnum innan ársins. Eftirliti með skattaðilum sé auk þess hagað með ýmsum hætti og byggi almennt á greiningum og áhættumati einstakra atvinnugreina, hvort heldur um ræðir t.d. frávik í veltu innan atvinnugreinar innan ársins eða á ákveðnum tímabilum ársins. Eftirlitið beinist þannig að könnun með hlutlægum hætti á skattskilum þeirra sem greiningar gefa vísbendingar um að séu skoðunarverð, allt eftir gefnum forsendum, og beinist þannig almennt ekki að einstökum viðburðum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til Skattsins um upplýsingar um hverju mótshaldarar Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum 2024 hafi skilað í opinber gjöld. Skatturinn kveður að ekki liggi fyrir gagn með þessum upplýsingum og að ekki sé hægt að kalla það fram með einföldum skipunum í gagnagrunnum embættisins.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tilgreinir kærandi að til vara verði honum gert kleift að taka umbeðnar upplýsingar saman sjálfur. Nefndin telur af þessu tilefni að Skattinum hafi verið rétt að túlka beiðni kæranda til stofnunarinnar á þann veg að óskað væri eftir gagni með umbeðnum upplýsingum, frekar en að óskað væri aðgangs að ótilgreindum fjölda gagna sem kynni að vera hægt að vinna upplýsingarnar úr. Eftirfarandi niðurstaða nefndarinnar tekur mið af þessu.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Skattsins að gagn með umbeðnum upplýsingum sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þá er ljóst að ekki væri unnt að kalla fram gagn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir með tiltölulega einföldum hætti, svo sem með nokkrum einföldum skipunum í gagnagrunni, heldur þyrfti að ráðast í vinnu sem væri nokkuð mikil að umfangi. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga verður lagt til grundvallar að gagn með umbeðnum upplýsingum liggi ekki fyrir hjá Skattinum.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þar sem gagn með umbeðnum upplýsingum liggur ekki fyrir hjá Skattinum er ljóst að ekki er um að ræða synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest hin kærða ákvörðun Skattsins.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Skattsins, dags. 24. október 2024, að synja beiðni kæranda, […], dags. 30. ágúst 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1250/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025 | Beiðni kæranda um aðgang að yfirliti úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem vörðuðu dóttur hans var synjað með vísan til þess að dóttir kæranda þyrfti sjálf að óska eftir aðgangi að yfirlitinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði ekki athugasemd við þá afstöðu Garðabæjar en taldi engu að síður að beiðnin hefði verið afgreidd á röngum lagagrundvelli, þar sem fyrir lægi að beiðni kæranda hefði verið sett fram á grundvelli upplýsingalaga. Því hefði Garðabæ verið rétt að afgreiða beiðnina á grundvelli þeirra laga. Var beiðni kæranda því vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 18. febrúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1250/2025 í máli ÚNU 24110001.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 2. nóvember 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1218/2024 frá 25. september 2024 var beiðni kæranda um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Garðabær afgreiddi beiðnina að nýju 1. nóvember 2024 og afhenti yfirlitin. Undanskilin voru yfirlit úr málaskrá yfir mál á kennitölu dóttur kæranda af þeirri ástæðu að hún hefði nú náð sjálfræðisaldri og yrði því sjálf að standa að beiðni um afhendingu þeirra.<br /> <br /> Í kæru bendir kærandi á að stofnað hafi verið til málsins löngu áður en dóttir kæranda hefði náð sjálfræðisaldri. Eina ástæðan fyrir því að gögnin hefðu ekki verið afhent væri seinagangur af hálfu sveitarfélagins.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 22. nóvember 2024. Í umsögninni kemur fram að ekki skipti máli að til málanna hafi stofnast áður en dóttir kæranda varð lögráða. Einstaklingur taki sjálfur við aðild og forræði máls þegar hann verði lögráða og öllum þeim réttindum og skyldum sem tengjast aðild hans að máli sem varðar hann persónulega í samræmi við lögræðislög, nr. 71/1997.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að PDF-skjali sem hefur að geyma yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða dóttur kæranda. Ákvörðunin er á því byggð að dóttir kæranda þurfi sjálf að óska eftir aðgangi að gagninu. Þegar beiðni kæranda um aðgang að PDF-skjalinu var fyrst lögð fram var dóttir kæranda undir 18 ára aldri. Með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1199/2024 og 1218/2024 var beiðninni í tvígang vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Óumdeilt er að þegar Garðabær tók hina kærðu ákvörðun í máli þessu hafði dóttir kæranda náð 18 ára aldri.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við þá afstöðu Garðabæjar að þar sem dóttir kæranda væri orðin lögráða væri ekki unnt að leggja til grundvallar að kærandi færi í málinu með lögformlegt fyrirsvar fyrir hana sem faðir hennar. Í því sambandi athugast að þótt Garðabær hafi áður afgreitt sömu beiðni kæranda var hin kærða ákvörðun frá 1. nóvember 2024 ný ákvörðun um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Með hliðsjón af rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar þess efnis að mál skuli nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því telur úrskurðarnefndin að Garðabæ hafi verið rétt að taka mið af breyttum málsatvikum eins og þau lágu fyrir þegar hin nýja ákvörðun var tekin.<br /> <br /> Á hinn bóginn er til þess að líta að beiðni kæranda um skjalið er grundvölluð á ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir að Garðabæ var skylt að taka beiðnina til meðferðar á grundvelli laganna. Í því felst að leggja mat á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu annaðhvort á grundvelli 5. eða 14. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. laganna, sbr. 2.–3. mgr. 14. gr. laganna og taka ákvörðun um hvort aðgangur skuli veittur í heild eða að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Ljóst er að þetta hefur Garðabær ekki gert heldur hafnaði sveitarfélagið beiðninni einungis á þeim grundvelli að dóttir kæranda hefði náð 18 ára aldri og þyrfti sjálf að standa að beiðni um gagnið.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ákvörðun Garðabæjar hafi því ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Þar sem lagagrundvöllur hinnar kærðu afgreiðslu er ófullnægjandi telur nefndin nauðsynlegt að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur fram í þessu sambandi að nokkur hluti þeirra upplýsinga sem finna má í skjalinu sem kærandi óskar eftir eru upplýsingar sem stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda, […], dags. 31. október 2023, er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1249/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025 | Kærandi felldi sig ekki við svör Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. við spurningum sem hann beindi til félagsins vegna ráðningar framkvæmdastjóra félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingaréttur almennings tæki til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Fyrirspurn kæranda teldist aðeins að hluta til vera beiðni um aðgang að gögnum. Að öðru leyti hefði hún að geyma ósk um útskýringar á ráðningarferlinu. Varðandi beiðni kæranda um lista yfir umsækjendur um starfið taldi úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. væri ekki skylt að afhenda kæranda þær upplýsingar. Afgreiðsla félagsins á beiðni kæranda var því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 18. febrúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1249/2025 í máli ÚNU 24100017.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. október 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […] þess efnis að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði ekki afgreitt upplýsingabeiðni hans. Með erindi, dags. 25. september 2024, sótti kærandi um starf framkvæmdastjóra félagsins. Í kjölfar þess að annar var ráðinn í starfið sendi kærandi félaginu beiðni um upplýsingar. Með erindi, dags. 3. október 2024, lagði kærandi fram svohljóðandi beiðni:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hvaða menntun og færni hafði nýráðinn framkvæmdastjóri fram yfir hina 38 umsækjendurna? […]</li> <li style="text-align: justify;">Hvernig komst stjórn Herjólfs að því hvort aðrir umsækjendur með menntun og reynslu einmitt til þess að starfa sem framkvæmdastjórar, hefðu EKKI einhvern kost sem stjórn Herjólfs fannst réttlæta ráðningu prests í flýti?</li> <li style="text-align: justify;">Ef skoðuð er reynsla og menntun núverandi framkvæmdarstjóra, þá er skrítið að hunsa viðtal við umsækjendur með svipaða menntun og reynslu er það ekki?</li> <li style="text-align: justify;">Undirritaður óskar eftir lista yfir þá sem sóttu um starfið með tilliti til menntunar og reynslu.</li> <li style="text-align: justify;">Ber stjórn Herjólfs ekki skylda til að ráða til starfsins aðila með reynslu og menntun sem hæfir starfinu best?</li> <li style="text-align: justify;">Ég er einn af 39 umsækjendum […]. Þá spyr ég hvað voru margir teknir í viðtal og hver var menntun þeirra og reynsla?</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Beiðnin var ítrekuð með erindum, dags. 7. og 10. október 2024.<br /> <br /> Kæran var kynnt Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. með erindi, dags. 15. október 2024. Í erindi nefndarinnar var skorað á félagið að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Með erindi, dags. 28. október 2024, var nefndin upplýst um að erindinu hefði verið svarað tveimur dögum fyrr með svohljóðandi hætti:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Nýráðinn framkvæmdarstjóri hefur menntun og færni sem nýtist vel í starfi framkvæmdastjóra Herjólfs og var að lokum valinn hæfastur umsækjenda í starf framkvæmdastjóra.</li> <li style="text-align: justify;">Metnar voru þær 39 umsóknir sem bárust, að loknu hæfnismati voru aðilar boðaðir í viðtöl sem endaði með ráðningu.</li> <li style="text-align: justify;">Einstaklingar með svipaða menntun og reynslu og núverandi framkvæmdastjóra voru boðaðir í viðtal.</li> <li style="text-align: justify;">Samkvæmt úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál er opinberum hlutafélögum ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf, sjá t.d. úrskurð 856/2019. Það er mat stjórnar Herjólfs ohf. að óskir umsækjenda um nafnleynd og persónuverndarsjónarmið vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings um hverjir voru meðal umsækjenda.</li> <li style="text-align: justify;">Stjórn réð í starfið þann einstakling sem metinn var hæfastur af þeim sem sóttu um.</li> <li style="text-align: justify;">5 einstaklingar voru teknir í viðtal.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefndin upplýsti kæranda með erindi, dags. 30. október 2024, að þar sem kæra í málinu hefði lotið að töfum á afgreiðslu beiðni sem nú hefði verið svarað teldi nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Ef kærandi liti svo á að afgreiðsla Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. hefði verið ófullnægjandi gæti hann beint nýrri kæru til nefndarinnar þess efnis.<br /> <br /> Nefndinni barst ný kæra frá kæranda samdægurs. Í henni er farið yfir að hvaða leyti svar félagsins sé ófullnægjandi. Varðandi svar nr. 1 vísar kærandi til þess að menntun þess sem ráðinn var sé ekki á sviði reksturs, viðskipta eða rekstrarhagfræði. Því sé ítrekuð sú spurning hvaða menntun og færni hann hafi fram yfir aðra umsækjendur. Varðandi svar nr. 2 veltir kærandi því upp að hverju félagið hafi verið að leita við ráðninguna. Varðandi svar nr. 3 veltir kærandi því m.a. upp hvers vegna nýráðinn framkvæmdastjóri […] hafi verið boðaður í viðtal fyrst menntun og reynsla fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins réði því hverjir fengu boð. Varðandi svar nr. 4 nefnir kærandi að í stað þess að nafngreina umsækjendur mætti upplýsa um menntun og reynslu þeirra 5 sem tekið var viðtal við.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin kynnti nýju kæruna fyrir Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og veitti félaginu frest til að koma á framfæri umsögn um kæruna ásamt frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun félagsins. Þá óskaði nefndin eftir að fá afhent í trúnaði þau gögn sem kæran lyti að.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. nóvember 2024, upplýsti Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. nefndina um að félagið hefði sent kæranda viðbrögð við kærunni. Í erindi til kæranda, dags. 26. nóvember 2024, kom fram að í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, væri að finna undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings þess efnis að almenningur ætti að jafnaði ekki rétt til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyrðu undir ákvæði laganna, þ.m.t. í málum um umsóknir um starf. Stjórn félagsins myndi ekki tjá sig frekar um ráðningu í starf framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> Með erindi til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 3. desember 2024, ítrekaði úrskurðarnefndin ósk um afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Svar félagsins barst samdægurs. Í því kom fram að kærandi væri ekki að biðja um nein gögn heldur óskaði hann eftir svörum við spurningum, sem búið væri að svara.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kærandi fellir sig ekki við svör Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. við spurningum sem hann beindi til félagsins vegna ráðningar framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins kveðst ekki munu tjá sig frekar um ráðninguna og vísar til 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þess efnis að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur mega ráða af kæru til nefndarinnar að kæruefnið lúti að afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á fyrstu fjórum liðum fyrirspurnar kæranda frá 3. október 2024.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti fyrirspurn sem ber með sér út frá efni hennar og málsatvikum að öðru leyti að vera beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum skuli veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, enda byggja kæruheimildir til nefndarinnar í upplýsingalögum á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Þá þarf og að liggja fyrir beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum til að kæru vegna óhóflegs dráttar á afgreiðslu máls samkvæmt 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga teljist réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. vísar til þess að 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga takmarki rétt til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir gildissvið laganna. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna mælir fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir um þann hluta ákvæðisins sem snýr að málum sem varða umsóknir um starf:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>[Í] fyrsta lagi [er] lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu […] að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur […]. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þar sem 7. gr. upplýsingalaga hefur að geyma takmörkun á upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu laganna í 5. gr. þeirra ber að mati nefndarinnar að beita þrengjandi lögskýringu við túlkun ákvæðisins. Í samræmi við það er ekki hægt að leggja til grundvallar að undir gögn mála, sem varða umsóknir um starf, falli hvers konar gögn sem teljast hluti af slíkum málum, heldur fyrst og fremst gögn sem tengjast með beinum hætti þeim verndarhagsmunum sem leiða má af framangreindum athugasemdum við 7. gr. á borð við þau sem þar eru nefnd í dæmaskyni og tengjast einstökum umsækjendum. Málsgögn sem eru almenns eðlis og ekki hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar um umsækjendur falla að mati nefndarinnar utan gildissviðs 7. gr. upplýsingalaga. Slík gögn eru til að mynda gögn sem varða ráðningarferlið sem slíkt, viðmiðanir sem notaðar eru til að leggja mat á hæfni umsækjenda, viðtalsspurningar og fundargerðir þar sem ráðningarferlið kom til umfjöllunar. Samræmist þessi túlkun einnig þeim hagsmunum sem almenningur hefur af að fá upplýsingar um hvernig staðið er að ráðningum hjá hinu opinbera, þ.m.t. lögaðilum sem alfarið eru í opinberri eigu, og hvort það sé forsvaranlega gert.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur lagt mat á fyrirspurn kæranda til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. frá 3. október 2024. Það er mat nefndarinnar að ekki sé hægt að líta svo á að fyrstu þrír liðir fyrirspurnarinnar feli í sér beiðni um gögn samkvæmt upplýsingalögum, heldur fremur að kærandi óski eftir tilteknum útskýringum á ráðningarferlinu og mati á hæfni umsækjenda. Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. var því rétt að líta svo á að kærandi óskaði ekki aðgangs að gögnum að þessu leyti.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að lista yfir umsækjendur um starfið var hafnað með vísan til þess að opinberum hlutafélögum væri ekki skylt að afhenda slíkan lista. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. heyrir undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna, en í ákvæðinu er mælt fyrir um að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Í 4. mgr. 7. gr. laganna er sérregla um upplýsingar um ákveðin atriði sem varða starfsmenn slíkra lögaðila sem skylt að veita aðgang að. Upplýsingar um nöfn umsækjenda um starf eru ekki þar á meðal, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Úrskurðarnefndin telur því að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. sé ekki skylt að afhenda kæranda upplýsingar um hverjir sóttu um starf framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> Framangreind niðurstaða úrskurðarnefndarinnar girðir ekki fyrir að kærandi beini erindi að nýju til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. með beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast ráðningu framkvæmdastjóra félagsins, sbr. eftir atvikum 2., 5. og 14. gr. upplýsingalaga. Berist félaginu slík beiðni um gögn er rétt að hafa í huga að 7. gr. upplýsingalaga veitir ekki heimild til að hafna því fortakslaust að afhenda hvers kyns gögn sem tengjast starfsmannamálum. Þá telur nefndin rétt að við afgreiðslu slíkrar beiðni sé tekið mið af þeim sjónarmiðum um 7. gr. laganna sem að framan eru rakin. Að framangreindu virtu verður afgreiðsla Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á erindi kæranda staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er afgreiðsla Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 26. október 2024, á erindi kæranda, […], dags. 3. október 2024, vegna ráðningar framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1248/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025 | Deilt var um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að upplýsingum um annars vegar hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 og hins vegar hvort og þá hversu mörg skrifleg leyfi Herjólfur hefði gefið út til undirmanna félagsins til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf á sama ári. Herjólfur fullyrti að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga fullyrðinguna í efa og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p style="text-align: justify;">Hinn 18. febrúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1248/2025 í máli ÚNU 24080023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. ágúst 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) að synja beiðnum hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með tveimur erindum, dags. 24. júní 2024, óskaði kærandi eftir upplýsingum um annars vegar hver hefði verið kostnaður Herjólfs vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn félagsins á árinu 2023 og hins vegar hvort og þá hversu mörg skrifleg leyfi Herjólfur hefði gefið út til undirmanna félagsins til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf á sama ári. Herjólfur synjaði beiðnunum með bréfi 7. ágúst 2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 20. september 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Auk framangreinds óskaði nefndin eftir skýringum hvort hjá Herjólfi lægju fyrir gögn sem innihéldu upplýsingar um kostnað vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn félagsins á árinu 2023, til dæmis reikningar, kvittanir eða einhvers konar skrifleg samskipti, og ef svo væri, hvernig vörslu gagnanna væri háttað hjá félaginu, svo sem hvort þau væru geymd í málaskrá eða bókhaldskerfi. Jafnframt óskaði nefndin eftir sambærilegum skýringum um upplýsingar um skrifleg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf, það er hvort gögn sem innihéldu slíkar upplýsingar lægju fyrir og ef svo væri hvernig vörslu þeirra væri háttað.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 2. október 2024. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem falli undir upplýsingalög, ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af fyrirspurn nefndarinnar, að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu þar sem þær séu einfaldlega ekki til.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust frá kæranda 21. október 2024.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að upplýsingum um annars vegar hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 og hins vegar hvort og þá hversu mörg skrifleg leyfi Herjólfur hefði gefið út til undirmanna félagsins til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf á sama ári. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Herjólfur hefur fullyrt að þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þessa fullyrðingu Herjólfs. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 7. ágúst 2024, í tilefni af beiðnum kæranda, […], dags. 24. júní 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1247/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í tengslum við innkaup Happdrættis Háskóla Íslands á happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á því að gögnin vörðuðu bæði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem og samkeppnishagsmuni Happdrættis Háskóla Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stærstur hluti upplýsinga í gögnunum teldist ekki varða svo mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt. Þá taldi úrskurðarnefndin að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands stæðu ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að gögnunum. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p style="text-align: justify;">Hinn 18. febrúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1247/2025 í máli ÚNU 24050003.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. apríl 2024, kærði […] synjun Happdrættis Háskóla Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi 19. mars 2024 til Happdrættis Háskóla Íslands óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum samningnum sem stofnunin hefði gert við tvö nánar tiltekin fyrirtæki varðandi kaup á happdrættisvélum auk samninga við félögin um tölvukerfi. Þá kom fram að kærandi gerði ekki athugasemdir við að strikað yrði yfir nöfn rekstraraðilanna eða kaupverð samkvæmt samningunum. Happdrætti Háskóla Íslands synjaði beiðni kæranda með bréfi 2. apríl 2024 með vísan til 2. málsl. 9. gr. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er rakið og rökstutt að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari eftir 5. gr. upplýsingalaga og hvorki 2. málsl. 9. gr. né 10. gr. laganna geti staðið í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Þá kemur fram að ekki sé gerð krafa um aðgang að upplýsingum um nöfn viðsemjanda Happdrættis Háskóla Íslands og því sé rétt að strika yfir þann hluta samninganna.<br /> <br /> Í samhengi við 9. gr. upplýsingalaga vísar kærandi meðal annars til þess að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að samningunum vegi þyngra en hagsmunir viðkomandi lögaðila. Samningarnir varði mjög umdeilda starfsemi sem að hluta lúti ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og séu ýmsar upplýsingar um rekstur Happdrætti Háskóla Íslands þegar aðgengilegar almenningi. Þrátt fyrir að samningarnir innihaldi upplýsingar um greiðslur þá feli það ekki sjálfkrafa í sér að halda skuli upplýsingunum leyndum, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá geti 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga ekki átt við með vísan til þess að Happdrætti Háskóla Íslands eigi í samkeppni við Íslandsspil sf. Munur sé á happdrættisvélum Happdrættis Háskóla Íslands og söfnunarkössum Íslandsspila auk þess sem starfsheimildir þessara aðila séu ólíkar. Með hliðsjón af forsendum nefndarinnar í úrskurði nr. 1162/2023 sé mjög ólíklegt að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands eða viðsemjenda stofnunarinnar skaðist verði almenningi veittur aðgangur að umbeðnum gögnum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Happdrætti Háskóla Íslands með erindi, dags. 8. maí 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Með tölvupósti 3. júní 2024 afhenti Happdrætti Háskóla Íslands nefndinni afrit af þeim gögnum sem stofnunin taldi að kæran lyti að en umsögn stofnunarinnar barst nefndinni 14. sama mánaðar. Með tölvupósti 26. júní 2024 lagði Happdrætti Háskóla Íslands fram eitt skjal til viðbótar sem stofnunin taldi að kæran lyti að. Þá hefur Happdrætti Háskóla Íslands afhent nefndinni afrit af athugasemdum hlutaðeigandi félaga, dags. 11. og 24. júní 2024.<br /> <br /> Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands kemur meðal annars fram að umbeðnir samningar falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Horfa þurfi til þess að umbeðnir samningar séu við birgja sem standi í virkri samkeppni við aðra aðila á alþjóðlegum markaði um sölu á afar þróuðum og sérhæfðum tæknibúnaði, þar sem bæði verð, greiðslukjör og framboð á búnaði og þjónustu skipti máli. Umræddir birgjar birti ekki opinberlega samninga um sölu á búnaði sínum enda innihaldi ákvæði í þeim viðskiptaupplýsingar sem geti nýst samkeppnisaðilum til að öðlast innsýn í rekstur félaganna og viðskiptahætti með tilheyrandi samkeppnisforskoti, svo sem um gerð búnaðarins, verð og afhendingar- og greiðslukjör. Að mati stofnunarinnar sé ekki sjálfgefið að sömu sjónarmið eigi við um umbeðna samninga og þá sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023.<br /> <br /> Happdrætti Háskóla Íslands hafi ítrekað orðið við beiðnum um upplýsingar í tilefni af fyrirspurnum frá Alþingi um tiltekin atriði, meðal annars um þær fjárhæðir sem varið sé til kaupa á happdrættisvélum. Sú upplýsingagjöf liggi því þegar fyrir og verði ekki séð að af henni leiði að til staðar séu brýnir hagsmunir almennings til að efnisatriði umræddra samninga verði einnig gerð opinber eða að þeir vegi þyngra en hagsmunir umræddra birgja af því að samkeppnishagsmunum þeirra verði ekki raskað með opinberri birtingu viðskiptaupplýsinga.<br /> <br /> Í kæru málsins komi fram að ekki sé gerð krafa um að veittur verði aðgangur að upplýsingum um nöfn viðsemjanda Happdrættis Háskóla Íslands og því sé rétt að strika yfir þann hluta samninganna. Af því tilefni sé bent á að beiðni kæranda afmarkist við tvö félög sem selji að ýmsu leyti ólíkar vörur. Því sé viðbúið að afhjúpað verði með lítilli fyrirhöfn hverjir séu viðsemjendur stofnunarinnar í hverju tilviki fyrir sig þótt strikað verði yfir hluta umbeðinna gagna.<br /> <br /> Í samhengi við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé á það bent að birting umbeðinna samninga kunni að hafa þau áhrif að samkeppnisaðili Happdrættis Háskóla Íslands fái ítarlegar upplýsingar um hver einustu kaup stofnunarinnar á happdrættisvélum. Samkeppnisaðilinn geti nýtt þær upplýsingar í samkeppni sinni, svo sem til að haga innkaupum sínum með öðrum hætti eða knýja á um breytt kjör hjá sínum birgjum, án þess að þurfa með sama hætti að gera samninga við sína birgja opinbera. Sé þannig óumdeilanlega komið í veg fyrir að yfirlýst meginsjónarmið að baki 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verði náð, það er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum hvorki betur né verr.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir afhenti Happdrætti Háskóla Íslands nefndinni afrit af athugasemdum tveggja félaga sem umbeðin gögn varða en bæði félögin lögðust gegn því að gögnin yrðu afhent til kæranda.<br /> <br /> Í athugasemdum annars félagsins, dags. 11. júní 2024, kemur meðal annars fram að afhending umbeðinna samninga muni skaða hagsmuni þess þar sem vitneskja þriðju aðila á verðupplýsingum, upplýsingum um samsetningu þjónustu sem og samningsskilmála sé til þess fallin að valda félaginu tjóni. Auk þess sé opinberun upplýsinga um sérstök afsláttarkjör í samningssambandi félagsins við Happdrætti Háskóla Íslands til þess fallin að grafa undan viðskiptasambandi félagsins við aðra viðskiptavini sína og hafa áhrif á framtíðarviðskipti. Þrátt fyrir að samningarnir sem um ræði séu frá árunum 2018-2019 séu upplýsingarnar sem þeir hafi að geyma enn viðeigandi í dag enda séu samningarnir enn í fullu gildi auk þess sem núverandi samningar félagsins séu byggðir upp á grundvelli sömu skilmála og kjara og umbeðnir samningar.<br /> <br /> Í athugasemdum hins félagsins, dags. 24. júní 2024, kemur fram að þeir almennu skilmálar sem komi fram í samningum félagsins séu aðgengilegir almenningi. Aðrar upplýsingar séu trúnaðarupplýsingar sem ekki séu aðgengilegar almenningi. Á fyrstu blaðsíðu samninganna komi fram upplýsingar um einingaverð, magn og samsetningu einstakra kaupa auk upplýsinga um sértilboðspakka sem boðnir séu einstökum viðskiptavinum. Þá komi fram upplýsingar um greiðslukjör til tiltekins viðskiptavinar og upplýsingar um samningssambandið. Á annarri blaðsíðu samninganna komi fram upplýsingar um aukaþjónustu, sérstaka skilmála og skilyrði sem gildi um viðskiptasambandið og sé um að ræða frávik frá almennum skilmálum félagsins. Um sé að ræða viðskiptaleyndarmál og myndi opinberun þeirra veita samkeppnisaðilum félagsins ósanngjarnt forskot með tilheyrandi tjóni. Sé sérstaklega á það bent að opinberun upplýsinga um sérstaka tilboðspakka félagsins myndi gera samkeppnisaðilum kleift að draga ályktanir um sölu- og verðlagningaraðferðir félagsins.<br /> <br /> Kæranda var kynnt umsögn Happdrættis Háskóla Íslands með tölvupósti 26. júní 2024 og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 9. júlí sama ár.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í tengslum við innkaup Happdrættis Háskóla Íslands á happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum. Happdrætti Háskóla Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem stofnunin telur að kæran lúti að. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samningur, undirritaður 9. og 13. júní 2018, og reikningur, dags. 13. júní 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, undirritaður 26. júní 2018, og reikningur dagsettur sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, undirritaður 21. desember 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, undirritaður 26. desember 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, undirritaður 27. ágúst 2019.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, dags. 15. febrúar 2017, nr. 17-02-15/A (óundirritaður).</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, dags. 15. febrúar 2017, nr. 17-02-15/A (undirritaður).</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, dags. 9. mars 2018, nr. 18-03-09/A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, dags. 21. mars 2024, nr. 24-03-21/A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur, dags. 21. mars 2024, nr. 24-03-21/B.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands falli undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að þeir samningar sem eru tilgreindir undir liðum 9 og 10 hér að framan voru gerðir 21. mars 2024 en beiðni kæranda til Happdrættis Háskóla Íslands er dagsett tveimur dögum fyrr. Umrædd gögn hafa að geyma upplýsingar sem falla undir beiðni kæranda og lágu þau fyrir þegar Happdrætti Háskóla Íslands tók afstöðu til og synjaði beiðninni með bréfi 2. apríl 2024. Samkvæmt þessu verður litið svo á að umrædd gögn falli undir kæruefni málsins og verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að upplýsingum um nöfn viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands. Tekur nefndin því í úrskurðinum ekki afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum eða öðrum atriðum í umbeðnum gögnum sem gætu gefið til kynna hver viðsemjandinn er.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Synjun Happdrættis Háskóla Íslands er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur í málinu að félögin sem gögnin varða leggjast gegn afhendingu þeirra. <br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023 og 1202/2024. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin gögn. Í þeim samningum sem eru tilgreindir undir liðum 6–10 í 1. kafla hér að framan er að finna nokkuð ítarlega almenna skilmála sem giltu um kaupin. Hlutaðeigandi félag hefur komið á framfæri þeim upplýsingum til nefndarinnar að umræddir skilmálar séu aðgengilegir almenningi. Verður því að telja að réttur kæranda til aðgangs að almennum skilmálum viðkomandi samninga verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti eiga gögnin það sammerkt að varða innkaup Happdrættis Háskóla Íslands á happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum. Í gögnunum koma meðal annars fram upplýsingar um hið selda, einingaverð einstakra vara, afsláttarkjör og greiðslufyrirkomulag. Þá er í samningunum að finna sértæka skilmála sem eru þó að mestu leyti almenns eðlis. Þar er meðal annars mælt fyrir um ábyrgðir á hinu selda, þjónustu í tengslum við vörurnar, skilmála varðandi afhendingu þeirra o.fl.<br /> <br /> Við mat á því hvort að aðgangur almennings að umbeðnum gögnum valdi tjóni verður svo sem fyrr segir meðal annars að líta til aldurs upplýsinganna sem þau hafa að geyma, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að mikilvægum virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Fyrir liggur að meirihluti umbeðinna gagna varða viðskipti sem fóru fram á árunum 2017–2019. Upplýsingar um viðskipti sem áttu sér stað fyrir svo löngum tíma eru alla jafna ekki til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum verði aðgangur veittur að þeim. Engu að síður þarf að meta hverju sinni hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að heimilt sé að undanþiggja þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samningurinn sem er tilgreindur undir lið 9 í kafla 1 hér að framan varðar innkaup Happdrættis Háskóla Íslands á tilteknum happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum. Í samningnum koma fram upplýsingar um happdrættisvélarnar, fylgihluti þeirra og lýsing á öðrum vörum sem voru seldar með vélunum. Af samningnum verður ráðið að vörurnar hafi myndað tvo tilboðspakka sem hafi með samningnum verið seldir í einu lagi á tilteknu einingaverði.<br /> <br /> Að mati nefndarinnar geta framangreindar upplýsingar varðað virka viðskiptahagsmuni hlutaðeigandi félags enda eru þær nýlegar og varða lýsingu á sérstakri samsetningu tiltekinna vara sem voru verðlagðar sem ein heild. Að þessu gættu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum kunni að valda hlutaðeigandi félagi tjóni. Er það því mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir viðkomandi félags vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum samningi með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í umbeðnum gögnum nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að þeim verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna auk þess sem meirihluti gagnanna varðar viðskipti sem fóru fram á árunum 2017–2019. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem hlutaðeigandi félög hafa af því að synjað sé um aðgang að gögnunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinber fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að frátöldum þeim upplýsingum sem nefndar eru hér að framan.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Happdrætti Háskóla Íslands hefur einnig byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gætu skaðað samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raskað þeim almannahagsmunum sem felast í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá segir enn fremur í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra með hliðsjón af því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má vísa til úrskurðar nefndarinnar nr. 1162/2023 og þeirra úrskurða sem þar er vísað til.<br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023 var deilt um aðgang að samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hafði gert við nokkra einkaaðila um rekstur á happdrættisvélum. Í úrskurðinum lagði nefndin til grundvallar að samkeppni væri á milli Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands þótt ekki yrði fullyrt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum hversu virk samkeppni sú væri. Verður hið sama lagt til grundvallar við úrlausn þessa máls enda verður ekki séð að breytingar hafi átt sér stað sem eru til þess fallnar að hafa áhrif í þessu samhengi. Þarf því að taka til skoðunar hvort umbeðin gögn tengist samkeppnisrekstri Happdrættis Háskóla Íslands og hvort samkeppnishagsmunir stofnunarinnar séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar rétti almennings til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, svo sem fyrr segir, yfirfarið þau gögn sem Happdrætti Háskóla Íslands afhenti nefndinni en þar er meðal annars að finna upplýsingar um einingaverð, afslætti og önnur viðskiptakjör í tengslum við innkaup stofnunarinnar á happdrættisvélum og tengdum vörum. Jafnvel þótt umbeðin gögn varði að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands er það mat úrskurðarnefndarinnar að gögnin feli ekki í sér upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda stofnuninni tjóni verði almenningi veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Í því sambandi verður að leggja áherslu á að hvorki samningarnir sjálfir, einstök ákvæði þeirra né fyrirliggjandi reikningar varða svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið þess að Happdrætti Háskóla Íslands hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að afhending gagnanna til almennings geti haft neikvæð áhrif á starfsemi stofnunarinnar og valdið henni tjóni. Auk þess hefur almenningur sem fyrr segir töluverða hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar sem lúta að ráðstöfun opinbers fjár. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Happdrætti Háskóla Íslands sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingalaga eiga við um umbeðin gögn verður Happdrætti Háskóla Íslands gert skylt að veita kæranda aðgang að gögnunum þó með hætti að tilteknar upplýsingar skuli afmáðar úr einu skjalinu í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Happdrætti Háskóla Íslands er skylt að veita kæranda, […], aðgang að eftirfarandi gögnum varðandi innkaup stofnunarinnar á happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samningi, undirrituðum 9. og 13. júní 2018, og reikningi, dags. 13. júní 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, undirrituðum 26. júní 2018, og reikningi, dags. sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, undirrituðum 21. desember 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, undirrituðum 26. desember 2018.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, undirrituðum 27. ágúst 2019.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, dags. 15. febrúar 2017, nr. 17-02-15/A (óundirritaður).</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, dags. 15. febrúar 2017, nr. 17-02-15/A (undirritaður).</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, dags. 9. mars 2018, nr. 18-03-09/A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, dags. 21. mars 2024, nr. 24-03-21/A, þó með þeim hætti að strikað skal yfir upplýsingar um fjölda, lýsingu og einingarverð varanna á fyrstu blaðsíðu samningsins, sbr. texti undir dálkunum „Qty.“, „Description“ og „Unit Price EUR“.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi, dags. 21. mars 2024, nr. 24-03-21/B.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1246/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Kærðar voru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tafir á afgreiðslu Garðabæjar á fyrirspurn kæranda. Úrskurðarnefndin fór yfir erindi kæranda til Garðabæjar og taldi erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur beiðni um skýringar á ákveðnum atriðum sem tilgreind væru í beiðninni og ósk um afstöðu til þeirra. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1246/2025 í máli ÚNU 24120010.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. desember 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tafir á afgreiðslu Garðabæjar á fyrirspurn hans. Fyrirspurninni sem um ræðir, dags. 11. nóvember 2024, var beint til bæjarstjóra Garðabæjar og er svohljóðandi:<br /> <br /> […]<br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurnina samdægurs og aftur dagana 23. og 30. nóvember 2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, enda byggja kæruheimildir til nefndarinnar í upplýsingalögum á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Þá þarf og að liggja fyrir beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum til að kæru, vegna óhóflegs dráttar á afgreiðslu máls samkvæmt 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, teljist réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til bæjarstjóra Garðabæjar og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur beiðni um skýringar á ákveðnum atriðum sem tilgreind eru í beiðninni og ósk um afstöðu bæjarstjóra til þeirra. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 21. desember 2024, vegna tafa á afgreiðslu Garðabæjar á fyrirspurn hans er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1245/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Málið varðaði beiðni um aðgang að öllum gögnum máls sem varðaði vinnu starfshóps sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði til að fara í greiningarvinnu í tengslum við ákveðna þætti fasteignalána til neytenda og neytendalána. Menningar- og viðskiptaráðuneyti afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum drögum að greinargerð starfshópsins og drögum að uppfærðu leiðbeiningarskjali Neytendastofu, þar sem þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til þess hluta beiðni kæranda sem laut að tilteknum fundargerðum starfshópsins og vísaði beiðninni til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1245/2025 í máli ÚNU 24080019.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 16. ágúst 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Hagsmunasamtökum heimilanna þess efnis að menningar- og viðskiptaráðuneyti hefði ekki afgreitt beiðni samtakanna um aðgang að gögnum innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 27. júní 2024, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum máls um vinnu starfshóps sem ráðherra hefði falið greiningarvinnu í tengslum við ákveðna þætti fasteignalána til neytenda og neytendalána, auk lista yfir öll málsgögn.<br /> <br /> Kæran var kynnt ráðuneytinu með erindi, dags. 23. ágúst 2024. Í erindi ráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 17. september 2024, kom fram að starfshópurinn hefði skilað ráðherra uppfærðu upplýsingaskjali um ólík lánsform sem stæðu neytendum til boða. Þá hefði starfshópurinn tekið saman greinargerð sem að mati ráðuneytisins teldist vera vinnugagn í skilningi upplýsingalaga. Engu að síður hefði verið ákveðið að greinargerðin yrði birt ásamt upplýsingaskjalinu á vef ráðuneytisins ásamt tilkynningu frá ráðuneytinu. Ráðgert væri að birtingin yrði fyrir vikulok. Beiðni kæranda yrði þá jafnframt svarað.<br /> <br /> Hinn 2. október 2024 var nefndin upplýst um að ráðuneytið hefði birt gögnin á vef sínum og jafnframt afgreitt beiðni samtakanna um aðgang að gögnunum. Í framhaldi af því bar úrskurðarnefndin undir kæranda hvort hann teldi afgreiðslu ráðuneytisins fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 15. október 2024, kom fram að beiðni kæranda hefði verið um öll gögn málsins, þ.m.t. lista yfir málsgögn, en ekki aðeins um gögnin sem voru birt á vef ráðuneytisins 2. október 2024. Til dæmis hefði ekki verið veittur aðgangur að fundargerðum starfshópsins, sem þó hefði hist 13 sinnum og að auki átt fundi með fulltrúum eftirlitssviða Seðlabanka Íslands og yfirlögfræðingi Neytendastofu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 21. október 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá afhent í trúnaði þau gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda, þ.m.t. lista yfir málsgögn, til að úrskurða um rétt til aðgangs að þeim. Þá óskaði nefndin eftir því að gögnunum fylgdi umsögn ráðuneytisins þar sem m.a. væri tekin afstaða til þess hvort og þá hvaða takmarkanir stæðu í vegi fyrir aðgangi kæranda að gögnunum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. nóvember 2024, voru úrskurðarnefndinni afhent öll gögn málsins sem lægju fyrir hjá ráðuneytinu. Þá kom fram í erindinu að ráðuneytið hygðist afhenda kæranda gögnin að undanskildum drögum að greinargerð starfshópsins og drögum að uppfærðu leiðbeiningarskjali Neytendastofu þar sem um vinnugögn væri að ræða. Var það gert sama dag.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar undir kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2024, hvort hann teldi afhendingu ráðuneytisins vera fullnægjandi. Í erindi kæranda, dags. 22. nóvember 2024, kom fram að kærandi gerði ekki athugasemd við þá afstöðu ráðuneytisins að framangreind drög teldust vera vinnugögn. Hins vegar vekti kærandi athygli á því að hvorki á lista yfir gögn málsins né á meðal gagna sem afhent voru kæranda væri að finna fundargerðir af 13 fundum starfshópsins eða fundum með fulltrúum eftirlitssviða Seðlabanka Íslands og yfirlögfræðingi Neytendastofu. Engar skýringar á því hefðu borist frá ráðuneytinu, þrátt fyrir að athugasemdir kæranda til úrskurðarnefndarinnar frá 15. október 2024 hefðu átt að gefa tilefni til þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum máls sem varðar vinnu starfshóps sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði til að fara í greiningarvinnu í tengslum við ákveðna þætti fasteignalána til neytenda og neytendalána, með það að markmiði að efla neytendavernd á sviði fjármálaþjónustu og auka fjármálalæsi.<br /> <br /> Kæra í málinu barst nefndinni á þeim grundvelli að beiðni kæranda til ráðuneytisins hefði ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu úrskurðar nefndin í slíkum tilvikum um rétt til aðgangs að gögnunum. Við meðferð málsins hjá nefndinni afgreiddi ráðuneytið hins vegar beiðni kæranda og afhenti honum gögn málsins ásamt lista yfir málsgögn, að undanskildum drögum að greinargerð starfshópsins og uppfærðu leiðbeiningarskjali Neytendastofu þar sem um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Kærandi gerir ekki athugasemd við þá afstöðu ráðuneytisins og telur úrskurðarnefndin því ekki ástæðu til að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum.<br /> <br /> Á hinn bóginn liggur fyrir að í athugasemdum kæranda til úrskurðarnefndarinnar við meðferð málsins, dags. 15. október 2024, tiltók kærandi að starfshópurinn hefði hist 13 sinnum og að auki fundað með Seðlabanka Íslands og Neytendastofu. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því 21. október 2024 að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda. Þrátt fyrir þetta kemur hvorki fram í erindi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar né í erindi til kæranda, bæði dags. 1. nóvember 2024, hvort fundargerðir af þessum fundum liggi fyrir í vörslu ráðuneytisins og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Þannig hefur beiðni kæranda ekki hlotið fullnægjandi efnislega meðferð hjá ráðuneytinu að þessu leyti. Til að tryggja að málið fái efnislega meðferð á tveimur stjórnsýslustigum þykir úrskurðarnefndinni því rétt að beiðni kæranda verði að þessu leyti vísað aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna til menningar- og viðskiptaráðuneytis, dags. 27. júní 2024, um aðgang að gögnum starfshóps um fasteignalán til neytenda og neytendalán er vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1244/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Í málinu var deilt um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytis sem ráðherra hefði stuðst við þegar hann staðhæfði að hálfsjálfvirk vopn yrðu bönnuð í Noregi frá árinu 2024. Ráðuneytið taldi að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að gögnunum því þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gögnin uppfylltu skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Þá taldi nefndin að engin þeirra tilvika sem nefnd væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ættu við um gögnin. Var ákvörðun dómsmálaráðuneytis því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1244/2025 í máli ÚNU 24060015.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 18. júní 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […]. Samkvæmt kærunni beindi hann erindi til dómsmálaráðuneytis 5. febrúar 2024. Í erindinu rakti kærandi að þegar dómsmálaráðherra hefði mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á vopnalögum á Alþingi 7. nóvember 2023 hefði ráðherra staðhæft að frá og með árinu 2024 yrðu hálfsjálfvirk vopn bönnuð í Noregi og enginn mætti eiga slík vopn þrátt fyrir að hafa keypt þau löglega fyrir þann tíma. Þar sem kærandi teldi að ráðherra hefði farið með rangt mál hefði hann óskað eftir því við ráðuneytið að fá aðgang að þeim gögnum sem stuðst hefði verið við þegar ráðherra setti fram þessa staðhæfingu. Þar sem ekki hefðu borist viðbrögð frá ráðuneytinu hefði hann ítrekaði erindi sitt tvisvar, 16. febrúar og 2. maí 2024. Ráðuneytið hefði hins vegar, þegar kæran var lögð fram, enn ekki afgreitt beiðni hans. Því færi kærandi fram á að úrskurðarnefndin tæki málið til skoðunar og úrskurðaði um rétt hans til afhendingar þeirra gagna sem óskað var eftir og leitaði skýringa á því hvers vegna honum hefði ekki verið svarað.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 27. júní 2024, þar sem skorað var á ráðuneytið að afgreiða beiðnina en ellegar skila umsögn um kæruna til úrskurðarnefndarinnar ásamt afriti af hinum umbeðnu gögnum. Úrskurðarnefndin ítrekaði erindið 23. júlí, 7. ágúst, 13. ágúst og 20. september 2024 án formlegra viðbragða ráðuneytisins.<br /> <br /> Ráðuneytið staðfesti móttöku erindis úrskurðarnefndarinnar 24. september 2024. Tveimur dögum síðar upplýsti ráðuneytið nefndina um að erindi kæranda hefði nú verið afgreitt.<br /> <br /> Í erindi ráðuneytisins til kæranda kom fram að ummæli ráðherra, sem hefðu verið ónákvæm, hefðu verið leiðrétt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að efni þeirra kæmi ekki fram í frumvarpinu, þ.e. því frumvarpi til breytinga á vopnalögum sem dómsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi þann 7. nóvember 2023.<br /> <br /> Kærandi upplýsti úrskurðarnefndina 2. október 2024 um að hann teldi afgreiðslu ráðuneytisins vera ófullnægjandi.<br /> <br /> Hinn 9. október 2024 kom fram, í samskiptum úrskurðarnefndarinnar og ráðuneytisins, að í ráðuneytinu lægju fyrir gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda, nánar tiltekið tölvupóstssamskipti. Ráðuneytið hygðist bera undir ráðgjafa um upplýsingarétt almennings hvort rétt væri að afhenda gögnin. Með erindi, dags. 21. október 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir að ráðuneytið afhenti nefndinni þau gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda og umsögn ráðuneytisins þar sem meðal annars væri tekin afstaða til þess hvort og þá hvaða takmarkanir stæðu í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að gögnunum.<br /> <br /> Viðbrögð ráðuneytisins bárust nefndinni tveimur dögum síðar, dags. 23. október 2024, ásamt afriti af hinum umbeðnu gögnum. Í erindi ráðuneytisins kom fram að um væri að ræða gagn sem tekið hefði verið saman af starfsmanni ríkislögreglustjóra vegna vinnu starfshóps um endurskoðun á vopnalögum og reglugerðum um vopn. Upplýsingarnar hefðu verið teknar saman vegna undirbúnings lagafrumvarps en ríkislögreglustjóri hefði átt fulltrúa í hópnum. Eins og fram kæmi í bréfi ráðuneytisins til kæranda hefði verið um að ræða ónákvæmt orðalag sem hefði verið leiðrétt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, meðal annars eftir athugasemd í umsögn kæranda til nefndarinnar. Við samningu frumvarpsins hefði ekki verið byggt á þessum upplýsingum og þær hefðu ekki komið fram í frumvarpinu eða greinargerð með frumvarpinu þegar það var lagt fyrir Alþingi.<br /> <br /> Með vísan til þess að upplýsingarnar hefðu verið teknar saman af starfsmanni stjórnvalds sem starfsmaðurinn starfaði fyrir vegna vinnu fyrrgreinds starfshóps teldi ráðuneytið að gagnið væri vinnugagn, sbr. 2. tölul. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og þar með undanþegið upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 23. október 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust samdægurs.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. nóvember 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir gögnum sem staðfestu að starfshópur um endurskoðun á vopnalögum og reglugerðum um vopn hefði verið settur á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Þá óskaði nefndin upplýsinga um hvort gögn þau sem deilt væri um aðgang að í málinu hefðu verið afhent öðrum. Ráðuneytið brást við daginn eftir og afhenti nefndinni afrit af skipunarbréfi í nefndina auk þess að upplýsa um að gögnin hefðu ekki verið afhent öðrum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytis sem ráðherra hefði stuðst við þegar hann staðhæfði að hálfsjálfvirk vopn yrðu bönnuð í Noregi frá árinu 2024. Ráðuneytið telur að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnunum því þau séu vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer samkvæmt meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þegar stjórnvöldum berast beiðnir um aðgang að opinberum gögnum leiðir af lögum að þeim er skylt að taka afstöðu til þeirra beiðna og afgreiða í samræmi við lög. Á því varð umtalsverður brestur í máli þessu. Dómsmálaráðuneytið lét hjá líða að svara erindum kæranda 5. febrúar, 16. febrúar og 2. maí 2024. Dómsmálaráðuneytið svaraði heldur ekki erindum úrskurðarnefndarinnar 27. júní, 23. júlí, 7. ágúst og 13. ágúst 2024 með formlegum hætti. Eftir erindi úrskurðarnefndarinnar 20. september 2024 lét ráðuneytið kæranda svör í té, sem þó fólu ekki í sér afgreiðslu á beiðni hans um aðgang að gögnum. Stjórnsýsla ráðuneytisins í málinu telst að þessu leyti háð annmarka, bæði hvað varðar málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og þau efnislegu svör sem kærandi fékk við erindi sínu í september 2024, sbr. 5. og 19. gr. sömu laga.<br /> <br /> Formleg afgreiðsla ráðuneytisins á ósk kæranda um aðgang að gögnum kom fyrst fram í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar dags. 23. október 2024 sem kynnt var kæranda málsins þann sama dag. Í úrskurði þessum er sú afgreiðsla tekin til úrlausnar.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er kveðið á um að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur eftirfarandi fram um 1. mgr. greinarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. […] Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim […].</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Í 2.–3. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur fram að fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. 8. gr. laganna teljist einnig til vinnugagna þau gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, og gögn sem send eru milli þeirra aðila og annarra aðila samkvæmt I. kafla laganna þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti. Um 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. segir í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, að reglan opni á samstarf milli stjórnvalda og samstarf lögbundinna stjórnvalda við þá hópa og nefndir sem ákvæði 2. tölul. taki til. Tilgangur ákvæðisins sé að mæta ríkri þörf stjórnvalda til samstarfs og samráðs. Mikilvægt sé vegna þarfa nútímasamfélags að tryggja að hægt sé að undirbúa mál og ákvarðanir í samstarfi stjórnvalda.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í nóvember 2022 var af dómsmálaráðherra skipaður starfshópur um endurskoðun á vopnalögum, nr. 16/1998, og reglugerðum um vopn. Í skipunarbréfi í starfshópinn kom fram að í dómsmálaráðuneytinu hefðu vopnalög og reglugerðir sem settar hefðu verið á grundvelli laganna verið til endurskoðunar. Hlutverk starfshópsins væri að taka þátt í þeirri endurskoðun. Í hópinn voru skipaðir fulltrúar dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkvæmt þessu var starfshópurinn settur á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem deilt er um aðgang að. Um er að ræða fjóra tölvupósta, dags. 27.–28. september og 28. nóvember 2023, milli fulltrúa dómsmálaráðuneytis í starfshópi um endurskoðun á vopnalögum og reglugerðum um vopn annars vegar og starfsmanns ríkislögreglustjóra sem ekki átti sæti í starfshópnum hins vegar. Tölvupóstarnir innihalda samskipti sem tengjast vinnu við endurskoðun á vopnalögum, meðal annars við þinglega meðferð frumvarps til laga um breytingu á þeim lögum, og varða það hvernig regluverki um vopn sé háttað í nágrannalöndum Íslands. Slík upplýsingaöflun er jafnan eðlilegur hluti af undirbúningi lagasetningar og getur haft þýðingu við mat á ólíkum leiðum sem færar eru í þeim efnum. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru tölvupóstarnir gögn sem útbúin voru til undirbúnings þeim málalyktum að endurskoða vopnalög og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Þá er ljóst að gögnin voru útbúin annars vegar af fulltrúa dómsmálaráðuneytis í starfshópnum og hins vegar af starfsmanni ríkislögreglustjóra, en embættið átti fulltrúa í starfshópnum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að leggja annað til grundvallar en að gögnin hafi ekki verið afhent öðrum í skilningi upplýsingalaga, enda falla þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að undir 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna og teljast þannig ekki hafa verið afhent öðrum þótt þau hafi gengið á milli tveggja stjórnvalda. Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að þau gögn sem deilt er um aðgang að uppfylli skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, sbr. 1.–2. mgr. 8. gr. laganna.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Þrátt fyrir að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að gögnin teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga getur engu að síður komið til afhendingar þeirra ef ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga á við um þau. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. laganna beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í gögnunum er ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls. Þá er í þeim heldur ekki að finna upplýsingar sem skylt er að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Loks er í gögnunum ekki að finna lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Varðandi það hvort í gögnunum komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram er rétt að líta til athugasemda við 3. mgr. 8. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda gögnin ekki upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Er þar meðal annars höfð hliðsjón af skýringum ráðuneytisins um að fullyrðing ráðherra hefði verið leiðrétt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að hana væri ekki að finna í frumvarpi til laga um breytingu á vopnalögum eða greinargerð með því. Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að dómsmálaráðuneyti sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að umræddum tölvupóstssamskiptum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Dómsmálaráðuneyti var heimilt að takmarka aðgang kæranda, […], að þeim gögnum sem beiðni hans, dags. 5. febrúar 2024, var afmörkuð við og innihalda tölvupóstssamskipti frá 27.–28. september 2023 og 28. nóvember 2023. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja kæranda um þau gögn, sem að formi til kom fyrst fram í umsögn þess til úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. október 2024, sem barst kæranda málsins þann sama dag, er því staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1243/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Mál þetta varðaði beiðni um aðgang að gögnum um fjölda vinnuvélaprófa í vinnuvélahermum Vinnueftirlitsins á nokkurra ára tímabili. Vinnueftirlitið kvað að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem beiðnin varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir lægi ekki fyrir í vörslu stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni væri óskylt að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda. Var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1243/2025 í máli ÚNU 24060013.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. júní 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Vinnuverndarnámskeiðum ehf. þess efnis að Vinnueftirlitið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að gögnum innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. apríl 2024, lagði kærandi fram svohljóðandi beiðni til Vinnueftirlitsins:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Vinnuverndarnámskeið ehf. óskar eftir eftirfarandi gögnum frá Vinnueftirlitinu.<br /> </p> <ol> <li>Hversu margir tímar (kennslutímar eða klukkustundir) hafa verið seldir í vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins? Óskað er eftir gögnum um árin 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023 og það sem af er árinu 2024.</li> <li>Hversu mörg vinnuvélapróf hafa verið haldin í vinnuvélahermum Vinnueftirlitsins árin 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023 og það sem af er árinu 2024. Óskað er eftir því að prófin verði greind niður á réttindaflokka A til P.</li> <li>Ef vinnuvélahermar Vinnueftirlitsins hafa verið seldir er óskað eftir afriti af kaupsamningum.</li> <li>Ef vinnuvélahermar Vinnueftirlitsins hafa verið gefnir er óskað eftir afriti af gjafagjörningunum.</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 27. júní 2024. Með erindi, dags. 3. júlí 2024, upplýsti Vinnueftirlitið úrskurðarnefndina um að erindinu hefði verið svarað 3. júní 2024. Í svari til kæranda var að finna yfirlit yfir kennslutíma sem hefðu verið seldir í hermana frá árinu 2019 fram til apríl 2024. Þá kom fram að ekki hefðu verið tekin saman gögn um fjölda verklegra prófa í hermunum. Vinnuvélahermarnir væru í eigu stofnunarinnar og hefðu hvorki verið seldir né gefnir þriðja aðila.<br /> <br /> Með erindi, dags. 6. ágúst 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðninni. Erindinu fylgdi afrit af afgreiðslu Vinnueftirlitsins. Tveimur dögum síðar upplýsti kærandi nefndina um að erindi Vinnueftirlitsins hefði aldrei borist. Hins vegar yrði ráðið af erindinu að spurningu 2 í erindi kæranda til Vinnueftirlitsins hefði ekki verið svarað. Verkleg próf væru alltaf skráð á einhverja vinnuvél í skráningarflokkum A til P. Það ætti því að vera til skráning um hve mörg próf hefðu farið fram í hermunum síðustu ár.<br /> <br /> Með erindi, dags. 30. ágúst 2024, vakti úrskurðarnefndin athygli Vinnueftirlitsins á fullyrðingu kæranda að erindi stofnunarinnar hefði ekki borist. Með erindi, dags. 5. september 2024, upplýsti Vinnueftirlitið að komið hefði í ljós kerfisvilla þegar tölvupóstar væru sendir úr málaskrá stofnunarinnar á Gmail-netföng, sem ylli því að þeir færu ekki út úr kerfinu. Búið væri að leysa úr vandanum og erindi Vinnueftirlitsins til kæranda frá 3. júní 2024 yrði endursent.<br /> <br /> Að því er varðaði fyrirspurn um gögn vegna verklegra prófa á vinnuvélaherma lægju ekki fyrir gögn hjá stofnuninni þar sem væri að finna yfirlit yfir þau tilvik þar sem verkleg próf hefðu verið tekin á vinnuvélaherma. Það þyrfti að fara inn í hvert mál vegna verklegra prófa í þessum tilteknum vélaflokkum og sjá hvort skráð hefði verið að próf hefði verið tekið í hermi. Með vísun til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þætti stofnuninni það ekki þjóna markmiðum laganna að útbúa slík gögn en um væri að ræða nokkur hundruð mál sem þyrfti handvirkt að fara inn í.<br /> <br /> Athugasemdum Vinnueftirlitsins var komið á framfæri við kæranda með erindi, dags. 10. september 2024, og honum gefinn kostur á að bregðast við þeim. Viðbrögð kæranda við athugasemdunum bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að gögnum um fjölda vinnuvélaprófa í vinnuvélahermum Vinnueftirlitsins á nokkurra ára tímabili. Vinnueftirlitið kveður að ekki liggi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem beiðnin varðar og að það myndi útheimta þó nokkra vinnu að útbúa gagnið.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir liggi ekki fyrir í vörslu stofnunarinnar. Þá telur nefndin að með hliðsjón af því hvernig beiðni kæranda var orðuð hafi hún ekki falið í sér ósk um aðgang að öllum þeim gögnum sem innihalda umbeðnar upplýsingar til að hann gæti sjálfur tekið saman yfirlit yfir þær. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í upplýsingar frá Vinnueftirlitinu að ekki sé hægt að kalla fram yfirlit yfir umbeðnar upplýsingar með einföldum aðgerðum í málaskrárkerfi stofnunarinnar, heldur þyrfti að fara inn í nokkur hundruð mál um verkleg próf í tilgreindum vélaflokkum til að sjá hvort próf hefði verið tekið í hermi. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að Vinnueftirlitinu sé ekki skylt að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Vinnueftirlitinu í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er afgreiðsla Vinnueftirlitsins, dags. 3. júní 2024, á beiðni kæranda, Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 29. apríl 2024, um aðgang að gögnum um fjölda vinnuvélaprófa í vinnuvélahermum stofnunarinnar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1242/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Deilt var um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa bæjarins. Sveitarfélagið hélt því fram að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihéldu m.a. upplýsingar um einingarverð sem ekki beri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða auk þess sem um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt sé að birta samkvæmt lögum um opinber innkaup. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ákvörðunin uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til rökstuðnings ákvörðunar samkvæmt upplýsingalögum og að mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hefði verið ófullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1242/2025 í máli ÚNU 24050026.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. maí 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja honum um aðgang að verðtilboðum sem bárust bænum vegna raforkukaupa. Kærandi óskaði eftir gögnunum með erindi, dags. 16. febrúar 2024, og var synjað um aðgang að þeim með erindi, dags. 10. apríl 2024, með þeim rökum að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar hafi ekki borist kæranda fyrr en 14. maí 2024.<br /> <br /> Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 29. maí 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Vestmannaeyjabær afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Hinn 21. júní 2024 barst úrskurðarnefndinni önnur kæra frá kæranda vegna sömu beiðni hans til Vestmannaeyjabæjar, dags. 16. febrúar 2024. Kærunni fylgdi erindi frá Vestmannaeyjabæ til kæranda, dags. 6. júní 2024, þar sem vísað var til erindis kæranda frá 16. febrúar 2024 og tiltekið að í verðtilboðinu væru einingarverð sem ekki bæri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindum, dags. 7. ágúst, 27. september og 21. október 2024, var erindi nefndarinnar frá 29. maí ítrekað. Hinn 31. október 2024 bárust viðbrögð frá Vestmannaeyjabæ. Í tveimur erindum sveitarfélagsins kom fram að tilboðsverðin teldust vera viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt væri að birta samkvæmt lögum um opinber innkaup.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem ekki beri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða auk þess sem um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt sé að birta samkvæmt lögum um opinber innkaup.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Við beitingu ákvæðisins er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða að hluta, sem borin hefur verið fram skriflega, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í rökstuðningnum er rétt að fram komi tilvísun til þess lagaákvæðis sem ákvörðun byggist á, meginsjónarmið sem réðu mestu um niðurstöðuna ef ákvörðun byggist á lagaákvæði sem eftirlætur stjórnvöldum mat, og eftir atvikum stutt lýsing á þeim gögnum eða upplýsingum sem aðgangur er takmarkaður að.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 10. apríl 2024, var aðeins vísað til þess að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að ákvörðunin uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til rökstuðnings ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Ákvörðun sveitarfélagsins, dags. 6. júní 2024, og skýringar til úrskurðarnefndarinnar frá 31. október 2024 innihalda vísanir til samkeppnissjónarmiða og laga um opinber innkaup. Úrskurðarnefndin telur að málsmeðferð Vestmannaeyjabæjar í heild sinni í málinu beri þess merki að sveitarfélagið hafi í reynd ekki framkvæmt það mat sem leiða má af 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að skuli fara fram við mat á því hvort óheimilt sé að afhenda gögn á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Þá gerir úrskurðarnefndin athugasemd við að þrátt fyrir þrjár ítrekanir nefndarinnar á upphaflegu erindi hennar til sveitarfélagsins hafi Vestmannaeyjabær ekki látið nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, svo sem skylt er að gera samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, heldur aðeins upplýsingar úr gögnunum um þau tilboð sem bárust sveitarfélaginu um raforkukaup.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmdist málsmeðferð Vestmannaeyjabæjar við töku hinnar kærðu ákvörðunar hvorki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga né rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá var ekki lagt fullnægjandi efnislegt mat á það hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að umbeðnum gögnum. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vestmannaeyjabæjar að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Í því felst að beiðni kæranda verði afmörkuð við gögn í vörslu sveitarfélagsins og mat lagt á rétt kæranda til aðgangs að þeim, í heild eða að hluta, á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni […], dags. 16. febrúar 2024, um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1241/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Málið varðaði beiðni til Skattsins um tölfræðiupplýsingar um árlegar heildartölur um innflutning annars vegar og framleiðslu frá innlendum framleiðendum hins vegar fyrir ýmsa flokka áfengra drykkja, fimm ár aftur í tímann. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt hjá Skattinum lægju fyrir allar nauðsynlegar upplýsingar til að kalla fram það gagn sem óskað var eftir væri ljóst að ekki væri unnt að gera það með tiltölulega einföldum hætti, svo sem með nokkrum einföldum skipunum í gagnagrunni, heldur þyrfti að ráðast í nokkuð umfangsmikla vinnu sem m.a. fæli í sér samkeyrslu gagnagrunna og handvirka úrvinnslu sérfræðinga á vegum Skattsins. Var því lagt til grundvallar að umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og afgreiðsla Skattsins á beiðni kæranda staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1241/2025 í máli ÚNU 24010018.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. janúar 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ófullnægjandi afgreiðslu Skattsins á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 10. janúar 2024, lagði kærandi fram eftirfarandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Á grundvelli upplýsingalaga er hér með óskað eftir árlegum innflutningstölum sem og framleiðslutölum frá innlendum framleiðendum í lítrum, verðmæti og áfengisprósentu af öllum tollflokkum sem ná yfir bjór, léttbjór, léttvín, styrkt vín, sterk vín, ávaxtabætt vín og aðra þá tollflokka sem kunna að koma til greina. Óskað er eftir heildartölum fyrir hvert ár 5 ár aftur í tímann.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Skatturinn svaraði kæranda samdægurs og leiðbeindi honum að beina fyrirspurninni til Hagstofu Íslands, þar sem tollurinn héldi ekki utan um þær upplýsingar sem óskað væri eftir. Kærandi svaraði Skattinum samdægurs og kvað að Hagstofan gæti ekki nálgast upplýsingarnar nema frá Skattinum. Gögn fyrir árið 2023 væru ekki tiltæk og ástæða væri til að ætla að eldri gögn væru röng. Augljóslega héldi tollurinn utan um gögnin, enda væri annars ekki hægt t.d. að enduráætla ef upp kæmist um ranga tollflokkun aftur í tímann.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi óski eftir ópersónugreinanlegum upplýsingum úr gagnagrunnum Skattsins um tollafgreiðslur í einstökum tollflokkum á árinu 2023, nánar tiltekið um alla flokka sem nái yfir áfengi. Skatturinn neiti að afhenda þessi frumgögn sem þó séu augljóslega til staðar hjá stofnuninni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 29. janúar 2024, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni 8. febrúar 2024. Í umsögninni kemur fram að samkvæmt tollalögum skuli innflytjandi láta tollyfirvöldum í té aðflutningsskýrslu og önnur tollskjöl vegna innfluttrar vöru áður en vara er afhent til notkunar innanlands eða sett í tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu. Aðflutningsskýrslur séu bókaðar í tollakerfi embættisins, niður á einstaka viðskiptamenn. Skýrslur síðustu fimm ára séu bæði rafrænar og á pappírsformi. Engin sjálfvirk samantekt eigi sér stað í tollakerfinu yfir þær vörur sem verið sé að flytja inn til landsins hverju sinni, enda sé það ekki hlutverk tollyfirvalda.<br /> <br /> Tollyfirvöld haldi ekki utan um heildarfjárhæð af árlegum innflutningstölum og framleiðslutölum í lítrum, verðmæti og áfengisprósentu af öllum tollflokkum sem ná yfir bjór, léttbjór, léttvín, sterk vín, ávaxtabætt vín og aðra þá tollflokka sem kunni að koma til greina. Heildartölur fyrir hvert ár síðustu fimm ár séu því ekki fyrirliggjandi gögn hjá Skattinum sem hægt sé að kalla fram með fáum og einföldum skipunum í gagnagrunnum stofnunarinnar. Til að ná fram slíkri samantekt þyrfti að smíða sérstakar fyrirspurnir sem keyrðar væru á gagnagrunna tollakerfanna. Þar sem gagnabeiðnin sé umfangsmikil þyrfti Skatturinn að leita aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga hjá hýsingaraðila tollakerfanna við keyrslu á slíkum fyrirspurnum, með tilheyrandi kostnaði. Því sé ekki hægt að afla umbeðinna gagna án verulegrar fyrirhafnar. Þá nái lögboðið hlutverk Skattsins hvorki til að taka saman þau gögn sem kæran lýtur að né að gera útreikninga á grundvelli þeirra upplýsinga sem vistaðar séu í gagnagrunnunum. Vinna við að kalla þau fram væri því verulega frábrugðin og eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalögin krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Skatturinn telji sér því ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Þar sem réttur almennings til aðgangs að upplýsingum gildi aðeins um fyrirliggjandi gögn telji Skatturinn að aðgangur að upplýsingum um árlegar heildarfjárhæðir síðustu fimm ára eigi aðeins við ef unnt sé að kalla fram með einföldum skipunum í gagnagrunni embættisins heildartölur, svo sem um tilteknar vörur úr safni aðflutningsskýrslna. Samkvæmt framangreindri umfjöllun sé um verulegt umstang að ræða og því verði að telja að þau gögn sem kæran lýtur að séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni.<br /> <br /> Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. febrúar 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir frá kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. nóvember 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari upplýsingum frá Skattinum um þá vinnu sem það myndi útheimta að kalla fram þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Svar frá Skattinum barst 3. desember 2024. Í svarinu kom fram að upplýsingar um umbeðnar innflutningstölur lægju ekki fyrir samandregnar í neinum gagnagrunni. Upplýsingar um umræddan innflutning lægju aðeins fyrir í einstökum aðflutningsskýrslum. Aðflutningsskýrslur bærust Skattinum í gegnum svonefnd EDI-skeyti og væru vistaðar í gagnagrunnum. EDI stæði fyrir <em>electronic data interchange</em>.<br /> <br /> Varðandi umbeðnar framleiðslutölur frá innlendum framleiðendum lægju ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um það hjá Skattinum til að svara fyrirspurninni án verulegra áætlana. Það gæti ekki talist hlutverk Skattsins að gera slíkar áætlanir. Í áfengisgjaldsskýrslum, sem bærust Skattinum á pappírsformi, væri að finna ákveðnar upplýsingar sem skráðar væru í tölvukerfi vegna álagningar gjaldsins. Verðmæti áfengis sem framleitt væri innanlands kæmi ekki fram í áfengisgjaldsskýrslu en þyrfti að vera leitt út úr framtölum eða virðisaukaskattsskýrslum, án umbeðinnar sundurliðunar. Áætla mætti að fjöldi áfengisskýrslna á pappírsformi sem vinna þyrfti upplýsingar úr væri á bilinu 2.000–4.000. Úrvinnslan gæti samkvæmt því tekið 70–120 klukkustundir.<br /> <br /> Í mars 2023 hefði lokið innleiðingu á samræmdu eyðublaði sem notað væri við tollafgreiðslu vegna útflutnings, umflutnings og innflutnings á vörum innan EES og fleiri ríkja. Það væri vistað í gagnagrunni Oracle. Eldri tollskýrslur væru vistaðar í gagnagrunni Adabas. Fyrstu samræmdu eyðublöðin hefðu byrjað að berast Skattinum á árinu 2021. Smíða þyrfti tvær ólíkar fyrirspurnir til að nálgast umbeðnar upplýsingar. Svo þyrfti að keyra saman þau ár sem bæði nýju og gömlu tollskýrslurnar væri að finna, þ.e. fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Það tæki hýsingaraðila Skattsins um 10–15 klukkustundir að keyra fyrirspurnirnar. Svo þyrfti Skatturinn að vinna úr niðurstöðunum, sem tæki 10–15 klukkustundir. Hvað varðar framleiðslutölur innlendra framleiðenda tæki það 70–120 klukkustundir, sbr. framangreinda umfjöllun.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til Skattsins um tölfræðiupplýsingar um árlegar heildartölur um innflutning annars vegar og framleiðslu frá innlendum framleiðendum hins vegar fyrir ýmsa flokka áfengra drykkja, fimm ár aftur í tímann. Skatturinn kveður að ekki liggi fyrir gagn með þessum upplýsingum og að ekki sé hægt að kalla það fram með einföldum skipunum í gagnagrunnum embættisins. Úrskurðarnefndin tekur fram að í kæru til nefndarinnar var kæruefnið afmarkað með aðeins öðrum hætti en í upphaflegri beiðni kæranda til Skattsins. Eftirfarandi niðurstaða tekur mið af því hvernig beiðni kæranda til Skattsins, dags. 10. janúar 2024, var orðuð.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Skattsins að gagn með umbeðnum upplýsingum sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þá kemur fram í skýringum Skattsins að innflutningstölur liggi ekki fyrir samandregnar í gagnagrunni heldur einungis í einstökum aðflutningsskýrslum, og að ekki liggi fyrir fullnægjandi upplýsingar um framleiðslutölur frá innlendum framleiðendum til að svara fyrirspurninni án verulegra áætlana. Jafnvel þótt hjá Skattinum lægju fyrir allar nauðsynlegar upplýsingar til að kalla fram það gagn sem óskað var eftir er ljóst að ekki væri unnt að gera það með tiltölulega einföldum hætti, svo sem með nokkrum einföldum skipunum í gagnagrunni, heldur þyrfti að ráðast í nokkuð umfangsmikla vinnu sem m.a. fæli í sér samkeyrslu gagnagrunna og handvirka úrvinnslu sérfræðinga á vegum Skattsins. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að Skattinum sé ekki skylt að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi hjá Skattinum í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest hin kærða afgreiðsla Skattsins.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er afgreiðsla Skattsins, dags. 10. janúar 2024, á beiðni kæranda, […], um aðgang að árlegum heildartölum um innflutning annars vegar og framleiðslu frá innlendum framleiðendum hins vegar fyrir ýmsa flokka áfengra drykkja, fimm ár aftur í tímann.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1240/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Kærandi taldi Sveitarfélagið Voga hafa afgreitt tvær gagnabeiðnir sínar með ófullnægjandi hætti. Fyrri beiðnin laut að gögnum varðandi leyfi til borunar eftir grunnvatni og hin síðari að gögnum um samskipti við fulltrúa fjármálastofnana um tiltekið svæði á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi um fyrri beiðnina að sveitarfélagið hefði ekki gert fullnægjandi tilraun til að afmarka beiðnina við öll þau gögn sem óskað var eftir. Um síðari beiðnina taldi úrskurðarnefndin að hún uppfyllti skýrleikakröfur samkvæmt upplýsingalögum og að sveitarfélaginu bæri að taka hana til meðferðar, eftir atvikum með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Var beiðnum kæranda því vísað til Sveitarfélagsins Voga til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1240/2025 í máli ÚNU 23120017.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 22. desember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá félaginu Reykjaprent ehf. Í kærunni segir að kærandi hafi beint fjórum gagnabeiðnum til Sveitarfélagsins Voga sem ekki hafi verið afgreiddar innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Kæran var kynnt Sveitarfélaginu Vogum með erindi, dags. 22. desember 2023. Með erindi, dags. 9. janúar 2024, var erindum kæranda svarað og úrskurðarnefndinni sent afrit af svari sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin bar undir kæranda í framhaldinu með erindi, dags. 11. janúar 2024, hvort honum hugnaðist að málið yrði fellt niður, þar sem erindum hans hefði nú verið svarað. Með erindi kæranda, dags. 24. janúar 2024, mótmælti hann því að málið yrði fellt niður af þeirri ástæðu að svör sveitarfélagsins hefðu verið ófullnægjandi.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin sendi sveitarfélaginu afrit af erindi kæranda og bauð sveitarfélaginu að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna erindisins. Viðbrögð sveitarfélagsins bárust 9. febrúar 2024. Þeim fylgdu frekari gögn sem sveitarfélagið teldi að heyrðu undir beiðni kæranda og hann ætti rétt til aðgangs að. Úrskurðarnefndin bar niðurfellingu málsins enn undir kæranda með erindi, dags. 12. febrúar 2024. Kærandi mótmælti því að málið skyldi fellt niður og sendi nefndinni viðbótarathugasemdir 19. febrúar 2024. Í þeim kom fram að kærandi teldi að tveimur af fjórum beiðnum hefði nú verið svarað með fullnægjandi hætti og því væri fallið frá þeim hluta kærunnar. Eftir stæðu tvær beiðnir sem kærandi teldi að sveitarfélagið hefði ekki enn svarað með fullnægjandi hætti:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Beiðni um hvers konar gögn varðandi mál um leyfi til handa Stofnfiski hf. til borunar eftir grunnvatni 2005–2014, og til félagsins Benchmark Genetics Iceland hf. eftir þann tíma, þar á meðal leyfisumsóknir, fylgigögn með þeim, minnisblöð, fundargerðir, viðtöl eða tölvupóstssamskipti við bæjarfulltrúa og aðra fulltrúa sveitarfélagsins auk sjálfra leyfisveitinganna með greinargerðum eða rökstuðningi.</li> <li style="text-align: justify;">Beiðni um öll gögn varðandi samskipti sveitarfélagsins við fulltrúa fjármálastofnana um Grænuborg eða Grænuborgarsvæði/Grænuborgarhverfi/ÍB-3-1 á aðalskipulagi.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefndin gaf sveitarfélaginu tækifæri til að bregðast við athugasemdum kæranda með erindi, dags. 23. febrúar 2024. Viðbrögð sveitarfélagsins bárust nefndinni fjórum dögum síðar, þar sem fram kom að sveitarfélagið teldi sig hafa svarað beiðni kæranda með fullnægjandi og tæmandi hætti. Úrskurðarnefndin gaf kæranda kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum með erindi, dags. 28. febrúar 2024. Þær bárust 6. mars 2024. Í athugasemdunum var vakin athygli á því að árið 2010 hefði Stofnfiskur hf. sótt um framkvæmdaleyfi til borunar eftir sjóvatni í landi eldisstöðvar sinnar við Vogavík, sem sveitarfélagið hefði samþykkt. Kæranda væri kunnugt um að leyfisveitingar sveitarfélagsins vegna þessa væru fleiri. Upplýsingagjöf sveitarfélagsins væri því ekki tæmandi.<br /> <br /> Sveitarfélagið afhenti kæranda gögn varðandi umsókn Stofnfisks hf. um framkvæmdarleyfi frá árinu 2010 með erindi, dags. 2. apríl 2024. Hinn 15. apríl 2024 bað kærandi um afrit af sjálfu framkvæmdarleyfinu, sem ekki hefði verið meðal afhentra gagna. Þá kvað kærandi að ekki hefði komið fram í svari sveitarfélagsins hvort fleiri framkvæmdarleyfi til handa Stofnfiski hf. vegna borunar hefðu verið gefin út. Kærandi teldi að fleiri slík leyfi hefðu verið gefin út.<br /> <br /> Varðandi síðari beiðni kæranda um aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við fulltrúa fjármálastofnana skyldi upplýsingabeiðnin nú orðuð þannig:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óskað er eftir afriti allra gagna um samskipti Sveitarfélagsins Voga og fulltrúa þess við viðskiptabanka sveitarfélagsins, Íslandsbanka og forvera þess banka, sem og við félagið VBS eignasafn hf., þrotabú þess og hvers konar fulltrúa allra þessara aðila, saman eða hvers í sínu lagi, um Grænuborg eða Grænuborgarsvæði/Grænuborgarhverfi/ÍB-3-1 á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Kærandi tók fram að VBS eignasafn hf. og þrotabú félagsins hefði áður verið eigandi Grænuborgarlands. Viðskiptabanki sveitarfélagsins hefði verið aðalkröfuhafi VBS eignasafns hf. og síðar þrotabús þess, þar á meðal aðalveðhafi í því byggingarsvæði í Sveitarfélaginu Vogum sem um ræddi. Hagsmunir viðskiptabankans af verðmæti/verðmætisaukningu félagsins og svo þrotabús þess væru mjög ríkir.<br /> <br /> Með erindi til kæranda, dags. 22. apríl 2024, kom fram af hálfu Sveitarfélagsins Voga að framkvæmdarleyfið fyndist ekki. Varðandi síðari beiðni kæranda væri það svo að án skírskotunar til tiltekinnar ákvörðunar, máls eða tímabils væri ekki hægt að verða við beiðni kæranda án verulegrar fyrirhafnar, og tilraunir sveitarfélagsins til að fá kæranda til að afmarka beiðnina nánar hefðu ekki borið árangur. Hugleiðingar kæranda um að eitthvað hefði mögulega haft einhver áhrif á verðmæti einhvers sem sennilega hefði verið í eigu einhvers, gætu að mati sveitarfélagsins ekki talist vera tilraun til að afmarka beiðnina. Í gögnum málsins væru þó engin samskipti eða gögn sem bentu til þess að samskipti hefðu átt sér stað milli fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa umrædds þrotabús eða viðskiptabanka sveitarfélagsins um skipulagsmál svæðisins.<br /> <br /> Í árslok 2017 hefði félagið J21 ehf. keypt Grænuborgarsvæðið og í framhaldinu hefði verið gert samkomulag milli félagsins og sveitarfélagsins um uppbyggingu og deiliskipulag svæðisins. Drög að því samkomulagi hefðu verið til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 20. desember 2017. Í gögnum málsins væri að finna upplýsingabeiðni frá kæranda frá því í janúar 2018, þar sem vísað væri til fyrrnefnds samkomulags og óskað eftir öllum gögnum málsins. Í gögnum málsins væru einnig fjölmargar fleiri upplýsingabeiðnir frá viðkomandi sem svarað hefði verið með viðeigandi hætti og honum send umbeðin gögn og eftir atvikum svör við spurningum sínum.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi sveitarfélagsins 13. maí 2024. Þar kom fram að í svari sveitarfélagsins um síðari beiðni kæranda væri ekki neitt tekið fram um samskipti við VBS eignasafn hf. og viðskiptabankann. Þegar rætt væri um viðskiptabankann væri að sjálfsögðu þar á meðal átt við allar einingar bankans, sjóði í rekstri hans, dótturfélög o.s.frv.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar viðbrögð kæranda undir sveitarfélagið með erindi, dags. 13. maí 2024. Sveitarfélagið svaraði erindinu 17. maí 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem mælt er fyrir um heimild til að vísa máli til nefndarinnar hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga. Við meðferð málsins hjá nefndinni afgreiddi Sveitarfélagið Vogar þær fjórar beiðnir sem kæran laut að. Kærandi álítur að afgreiðslu tveggja þeirra sé ábótavant.<br /> <br /> Fyrri beiðnin lýtur að gögnum varðandi mál um leyfi til handa Stofnfiski hf. til borunar eftir grunnvatni árin 2005–2014, og til félagsins Benchmark Genetics Iceland hf. eftir þann tíma og fram til þess dags sem beiðnin var lögð fram. Sveitarfélagið Vogar hefur afhent kæranda gögn varðandi umsókn Stofnfisks um framkvæmdarleyfi frá árinu 2010, en kveður að sjálft leyfið finnist ekki í vörslu sveitarfélagsins. Kærandi fullyrðir að honum sé kunnugt um að leyfisveitingar sveitarfélagsins vegna þessa séu fleiri. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki ráðið að Sveitarfélagið Vogar hafi gert tilraun til að hafa uppi á frekari gögnum sem heyrðu undir beiðni kæranda, en svo sem að framan greinir nær beiðnin yfir margra ára tímabil. Þykir úrskurðarnefndinni því rétt að vísa þessum hluta beiðni kæranda aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, þar sem kannað verði hvort í vörslu sveitarfélagsins liggi fyrir frekari gögn og ef svo er, að tekin sé afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Síðari beiðnin lýtur að öllum gögnum varðandi samskipti sveitarfélagsins við fulltrúa fjármálastofnana um Grænuborg eða Grænuborgarsvæði/Grænuborgarhverfi/ÍB-3-1 á aðalskipulagi. Sveitarfélagið telur að beiðnin sé ekki nægilega vel afmörkuð til að unnt sé að verða við henni án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við 15. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> <br /> Beiðni kæranda er um samskipti tilgreindra aðila um ákveðið svæði á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að telja að beiðnin sé nægjanlega vel afmörkuð til að hún uppfylli þær skýrleikakröfur sem leiða má af 15. gr. upplýsingalaga. Þá ber að horfa til þess að við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur kærandi skýrt nánar út ákveðin atriði beiðninnar. Telur nefndin samkvæmt þessu rétt að vísa beiðninni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Úrskurðarnefndin tekur fram að telji sveitarfélagið enn að ekki sé mögulegt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál ber því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum með því að afhenda honum lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Eftirfarandi beiðnum kæranda, Reykjaprents ehf., er vísað til Sveitarfélagsins Voga til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Beiðni, dags. 31. maí 2023, um gögn varðandi leyfi til borunar eftir grunnvatni.</li> <li style="text-align: justify;">Beiðni, dags. 29. júní 2023, um gögn varðandi samskipti um Grænuborg eða Grænuborgarsvæði/Grænuborgarhverfi/ÍB-3-1 á aðalskipulagi.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1239/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025 | Óskað var eftir lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða auk upplýsinga um hvaða fyrirtæki og stofnanir hefðu tilkynnt Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. Vinnueftirlitið kvað að hjá stofnuninni lægi ekki fyrir gagn sem innihéldi þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu stofnunarinnar í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt fært væri að kalla fram umbeðið gagn með tiltölulega einföldum aðgerðum þyrfti stofnunin engu að síður að fara yfir rúmlega 1.200 netföng og leggja mat á hvort þau teldust til einkamálefna viðkomandi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að stofnuninni væri það óskylt og staðfesti afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda. | <p style="text-align: justify;">Hinn 28. janúar 2025 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1239/2025 í máli ÚNU 23100019.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 24. október 2023, kærði félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. ákvörðun Vinnueftirlitsins að synja kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 15. ágúst 2023, lagði kærandi fram beiðni um að fá afhentan lista yfir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði sem hefðu verið tilkynntir til Vinnueftirlitsins árið 2022 og það sem af væri árinu 2023.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. september 2023, var kæranda afhentur listi yfir þá aðila sem hefðu verið tilkynntir sem öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir árin 2022 og 2023. Skjalið innihélt nöfn aðilanna en ekki upplýsingar um netföng þeirra eða fyrirtæki. Kærandi brást við erindinu samdægurs og lagði fram svohljóðandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Við óskum […] eftir lista með nöfnum og netföngum tilkynntra öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Við óskum einnig eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki og stofnanir eru að tilkynna Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði síðustu 2 ár.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Vinnueftirlitið brást við erindinu 16. október 2023. Þar kom fram að í upplýsingalögum væri ekki að finna stoð fyrir aðgangi almennings að lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Jafnframt ætti vinnsla slíkra gagna sér ekki stoð í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Var beiðni kæranda því synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi viti til þess að Vinnueftirlitið hafi notað netföng þessa fólks í markaðssetningu. Þegar sé búið að afhenda kæranda lista yfir nöfn fólksins. Beðið hefði verið um netföng til að geta sent viðkomandi upplýsingar um námskeið á vegum kæranda. Vinnueftirlitið væri með ráðandi stöðu á markaði námskeiða um vinnuverndarmál og hindraði aðgengi kæranda að upplýsingum sem stofnunin hefði notað í sínu markaðsstarfi.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 27. október 2023, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni 7. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að í skjóli stjórnsýslulegs eftirlits Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, séu til vissar upplýsingar innan stofnunarinnar um öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn hjá ýmsum fyrirtækjum. Tilgangurinn sé að ganga úr skugga um að fyrirtæki hafi uppfyllt lögmæltar skyldur sínar um skipun öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna, og til að geta nýtt upplýsingarnar við framkvæmd einstakra eftirlitsheimsókna. Vinnueftirlitið nýti upplýsingarnar ekki í markaðslegum tilgangi líkt og kærandi haldi fram.<br /> <br /> Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þ.e. Vinnueftirlitið hafi ekki undir höndum gagn sem innihaldi upplýsingarnar. Eigi það við bæði um lista með nöfnum og netföngum tilkynntra öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða sem og upplýsingar um hvaða fyrirtæki og stofnanir séu að tilkynna Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði síðustu tvö ár. Vinnueftirlitið þyrfti þar af leiðandi að útbúa slík gögn með því að vinna þau úr gagnagrunnum og eftir atvikum málaskrám. Á stofnuninni hvíli ekki sú skylda samkvæmt upplýsingalögum. Þá kynnu netföng þeirra einstaklinga sem í hlut ættu í einhverjum tilvikum að falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 10. nóvember 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 20. nóvember 2023.<br /> <br /> Með erindi, dags. 27. nóvember 2024, beindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrirspurn til Vinnueftirlitsins vegna málsins. Svar stofnunarinnar barst nefndinni 11. desember 2024. Í því kom fram að stofnuninni bærust tilkynningar um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði með þeim hætti að atvinnurekandi fyllti út eyðublað á vef stofnunarinnar, þar sem kæmi fram nafn öryggistrúnaðarmanns eða öryggisvarðar, netfang og vinnustaður. Eyðublaðið væri sent í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar og færi þaðan sjálfkrafa inn í GoPro, málaskrá stofnunarinnar, þar sem sérstakt mál stofnaðist. Ábyrgur starfsmaður tæki þá við málinu og skráði hjá viðkomandi fyrirtæki í Verjanda, sem væri vinnslukerfi stofnunarinnar.<br /> <br /> Frá árinu 2020 hefði verið óheimilt innan Vinnueftirlitsins að nýta þessar upplýsingar til annars en að hafa samband við öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í tilefni vettvangsathugana og stafrænna samskipta, enda stæðu heimildir stofnunarinnar til vinnslu þessara persónuupplýsinga ekki til annars. Áður hefðu upplýsingarnar verið notaðar til að senda markpósta til þessara aðila um námskeið stofnunarinnar og var hægt að gefa skipun innan Verjanda, sem gerð hefði verið óvirk og ekki stæði til að endurvekja. Það tæki mjög langan tíma að taka saman handvirkt öll nöfnin, hvort sem er í gegnum GoPro eða Verjanda, enda væru fyrirtækin fjölmörg.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til Vinnueftirlitsins um lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða auk upplýsinga um hvaða fyrirtæki og stofnanir hefðu tilkynnt Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði síðustu tvö ár áður en beiðnin var lögð fram. Vinnueftirlitið kveður að hjá stofnuninni liggi ekki fyrir gagn sem inniheldur þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir og að stofnuninni sé ekki skylt að útbúa slíkt gagn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða auk upplýsinga um hvaða fyrirtæki og stofnanir hefðu tilkynnt Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði síðustu tvö ár liggi ekki fyrir hjá stofnuninni, heldur þyrfti að útbúa það sérstaklega svo unnt væri að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Jafnvel þótt Vinnueftirlitinu væri fært að kalla fram slíkan lista með tiltölulega einföldum aðgerðum þyrfti stofnunin engu að síður að fara yfir rúmlega 1.200 netföng og leggja mat á hvort þau teldust til einkamálefna viðkomandi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 1096/2022 frá 5. október 2022. Úrskurðarnefndin telur að það sé verk sem Vinnueftirlitinu sé óskylt að inna af hendi, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Verður samkvæmt framangreindu lagt til grundvallar að umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi hjá Vinnueftirlitinu í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest hin kærða ákvörðun Vinnueftirlitsins.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er afgreiðsla Vinnueftirlitsins, dags. 16. október 2023, á beiðni kæranda, Vinnuverndarnámskeiða ehf., um aðgang að upplýsingum sem varða öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1238/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Óskað var eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar var að kæranda hefði þegar verið afhent öll gögn sem varðaði málið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hluti af beiðni kæranda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og vísaði honum til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en staðfesti afgreiðslu Borgarbyggðar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1238/2024 í máli ÚNU 24100016.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. október 2024, kærði Ikan ehf. afgreiðslu slökkviliðs Borgarbyggðar á beiðni félagsins um gögn. Með erindi til slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 15. september 2024, lagði kærandi fram svohljóðandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>[Ó]ska ég […] eftir því að slökkviliðsstjórinn afhendi þegar, afrit af verkferli Borgarbyggðar varðandi „aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey“ […]<br /> <br /> Eins er farið fram á að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð afhendi;</p> <ol> <li>Verkferil slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla.</li> <li>Verkferil lögreglu, þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli.</li> </ol> <p> <br /> […]<br /> <br /> Óskað er eftir að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sendi Ikan ehf. afrit af skrá yfir send og móttekin erindi embættisins, frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá var í erindinu óskað upplýsinga um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að umræddu húsnæði. Loks óskaði kærandi upplýsinga um á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.<br /> <br /> Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. september 2024, kom fram að fyrirkomulag um aðgengi að húsum í Brákarey í eigu Borgarbyggðar væri á vegum sveitarfélagsins. Verkfyrirkomulag um aðgengi að húsinu hefði verið borið undir slökkviliðsstjóra á sínum tíma og hann beðinn um að gefa álit sitt á því. Kæranda væri bent á að hafa samband við eiganda hússins um frekari spurningar sem vörðuðu aðgengismál.<br /> <br /> Óskaði lögregla eftir því við slökkviliðsstjóra að hann kæmi að veitingu heimildar um rof á innsigli væri það gert. Slökkviliðsstjóri færi yfir hvert mál fyrir sig og heimilaði eða hafnaði beiðni fyrir sitt leyti. Um verkferla lögreglu um rof á innsigli væri lögreglunnar að svara.<br /> <br /> Spurningum og alhæfingum um ábyrgð, lög og reglugerðir hefði verið svarað í fyrri samskiptum slökkviliðsstjóra við kæranda, og því væri ekki talin þörf á að svara því aftur.<br /> <br /> Kærandi hefði fengið afrit af öllum gögnum um málið í Brákarey sem við kæmi slökkviliðinu í Borgarbyggð, utan samskipta við lögfræðing Fornbílafjelags Borgarfjarðar, sem væru meðfylgjandi erindi slökkviliðsstjóra.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024. Í svarinu var beiðni kæranda ítrekuð auk þess sem kærandi óskaði eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjóri vísaði til í erindi sínu að hefðu verið send kæranda. Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, kom fram að búið væri að svara beiðnum kæranda á fullnægjandi hátt sem og að afhenda kæranda öll viðeigandi gögn.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt slökkviliði Borgarbyggðar með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og færi veitt á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að slökkvilið Borgarbyggðar afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Slökkviliðinu var samkvæmt beiðni þar um veittur viðbótarfrestur til að bregðast við kærunni til 28. nóvember 2024.<br /> <br /> Umsögn frá slökkviliði Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni 27. nóvember 2024. Í umsögninni kemur fram að kærandi hafi þegar fengið afhent öll gögn sem varða mál slökkviliðsins vegna lokunar og stöðvunar starfsemi í húsunum að Brákarbraut 25 og 27. Þá hafi öllum erindum kæranda verið svarað frá árinu 2021. Varðandi beiðni um aðgang að verkferli slökkviliðsstjóra vísist til laga um brunavarnir, nr. 75/2000, og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit, nr. 723/2017. Engar eiginlegar verklagsreglur sé að finna hjá Borgarbyggð heldur hafi verið munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs um að starfsmaður Borgarbyggðar myndi fá allar beiðnir þegar kæmi að því að hleypa leigjendum inn í því skyni að forða þaðan munum. Mat slökkviliðsstjóra væri að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Engar dagbókarfærslur væru til um málið.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. desember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 12. desember 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar er að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem varði mál slökkviliðsins um lokun og stöðvun starfsemi að Brákarbraut 25 og 27 í Borgarbyggð.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Rétturinn nær til allra gagna sem mál varða og dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar stjórnvaldi eða öðrum aðila samkvæmt I. kafla upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að gögnum, sem undirorpin eru upplýsingarétti samkvæmt lögunum, á stjórnvaldið eða aðilinn á grundvelli beiðninnar að afmarka hana við gögn í sínum vörslum og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að hverju gagni á grundvelli ákvæða laganna. Ef takmarkanir samkvæmt lögunum eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Um ósk kæranda um aðgang að verkferli Borgarbyggðar um aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey kveður slökkvilið Borgarbyggðar að um sé að ræða munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í þessa fullyrðingu að ekki liggi fyrir eiginlegt gagn hjá slökkviliðinu um umræddan verkferil. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa. Með vísan til þess að kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum og synjun beiðni um afhendingu gagna á því formi sem óskað er, liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar. Verður ákvörðun Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig eftir verkferli slökkviliðsstjóra um rof innsigla og verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli. Um fyrri verkferilinn vísaði slökkvilið Borgarbyggðar til laga um brunavarnir og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Slökkviliðið benti kæranda á að hafa samband við lögregluna varðandi síðari verkferilinn. Af svörum slökkviliðsins er óljóst hvort framangreindir verkferlar liggi fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin telur því rétt að þessum þætti beiðni kæranda verði vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá slökkviliði Borgarbyggðar, þar sem athugað verði hvort verkferlarnir liggi fyrir hjá slökkviliðinu og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Nefndin tekur fram að slökkviliðinu var ekki rétt að beina kæranda til lögreglunnar varðandi beiðni um þann verkferil, heldur bar slökkviliðinu að kanna hvort sá verkferill lægi fyrir hjá slökkviliðinu. Upplýsingalög innihalda ekki kröfu um að beina skuli gagnabeiðni að aðila sem hafi búið til gögn eða hafi að öðru leyti forræði á þeim, heldur er í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um að beina skuli gagnabeiðni til þess aðila sem hefur gögn í vörslu sinni.<br /> <br /> Varðandi beiðni kæranda um aðgang að skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024 tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að dagbókarfærslum og lista yfir málsgögn er samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga bundinn við tiltekin mál. Beiðni kæranda er ekki afmörkuð við tiltekið eða tiltekin mál heldur virðist þvert á móti vera um lista yfir erindi í öllum málum slökkviliðsins á framangreindu tímabili. Verður afgreiðsla Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Í erindi kæranda til slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024 tilgreinir hann að þar „sem slökkviliðsstjóri segir, að búið sé að svara öllu, ósk[i] Ikan ehf hér með eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjórinn vitnar til að búið sé að svara.“ Í þessu felst meðal annars að hann óskar aðgangs að svörum slökkviliðsins við fyrirspurnum hans um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsunum í Brákarey og á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist. Slökkvilið Borgarbyggðar telur að þessu hafi verið svarað og óþarfi sé að svara því aftur. Úrskurðarnefndin telur óljóst hvort hjá slökkviliðinu liggi fyrir afrit af svörum slökkviliðsins við framangreindum fyrirspurnum. Því er rétt að vísa þessum þætti beiðni kæranda aftur til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Borgarbyggð þar sem kannað verði hvort framangreind gögn liggi fyrir og ef svo er hvort ekki sé rétt að afhenda þau kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að upplýsingalög girða ekki fyrir að óskað sé aftur aðgangs að gögnum sem beiðanda hafa áður verið afhent, enda geta verið ýmsar réttmætar ástæður fyrir því að það sé gert.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðnum kæranda, Ikan ehf., frá 15. september og 8. október 2024 um aðgang að eftirfarandi gögnum er vísað til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">verkferli slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla,</li> <li style="text-align: justify;">verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli, og</li> <li style="text-align: justify;">svörum slökkviliðs Borgarbyggðar við fyrirspurnum kæranda um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsnæði í Brákarey og um það á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Að öðru leyti er afgreiðsla Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, á beiðni kæranda, Ikan ehf., staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1237/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. hefðu látið menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var á því byggð að gögnin vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem í hlut ættu, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem deilt var um aðgang að og taldi að afhending þeirra til kæranda væri ekki til þess fallin að valda lögaðilunum tjóni. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1237/2024 í máli ÚNU 24080017.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun menningar- og viðskiptaráðuneytis, dags. 20. ágúst 2024, að synja beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi sendi ráðuneytinu fyrirspurn 22. júlí 2024 um hvort ráðherra hefði fengið svör við spurningum sínum um félagið Icelandic Water Holdings hf. um hverjir hefðu staðið að baki kaupum á meirihluta hlutafjár í félaginu í september 2023. Í framhaldi af fyrirspurninni óskaði kærandi með erindi, dags. 26. júlí 2024, eftir lista yfir þau sem færu með eignarhald í Icelandic Water Holdings og hlut hvers um sig, auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi væri.<br /> <br /> Ráðuneytið brást við beiðni kæranda 20. ágúst 2024. Í svari ráðuneytisins var bent á að Icelandic Water Holdings hefði þegar verið í meirihlutaeigu erlendra aðila áður en umrædd viðskipti með hlutabréf þess hefðu átt sér stað í september 2023. Í þeim viðskiptum hefði eignarhaldsfélagið Iceland Star Property Ltd. (skráð í Liechtenstein) eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings með kaupum á nýju hlutafé. Félagið BlackRock Special Situations DAC (skráð á Írlandi) hefði á sama tíma komið með nýtt hlutafé inn í félagið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins kom enn fremur fram að afstöðu Icelandic Water Holdings til afhendingar gagna, sem látin hefðu verið ráðuneytinu í té við skoðun á framangreindum viðskiptum, hefði verið aflað. Icelandic Water Holdings teldi að önnur gögn en bréf frá félaginu til ráðuneytisins frá 18. september 2023 væru undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins. Var beiðni kæranda synjað að þessu leyti.<br /> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings til ráðuneytisins, dags. 18. september 2023, er vísað til þess að Iceland Star Property Ltd. sé félag skráð í Liechtenstein í eigu fjárfestingarsjóðsins Project Spring LLP, sem sé í dreifðu eignarhaldi þar sem enginn einn aðili eigi meira en 20% hlut. […], sænskur ríkisborgari, sem jafnframt sé stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, teljist raunverulegur eigandi félagsins samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi fengið gögn afhent en þurfi frekari upplýsingar. Kærandi vilji geta greint frá því hverjir séu raunverulegir eigendur að Icelandic Water Holdings og að hann telji að þau gögn sem ráðuneytið hafi takmarkað aðgang að gefi betri mynd af því.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt menningar- og viðskiptaráðuneyti með erindi, dags. 26. ágúst 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 10. september 2024. Í umsögn ráðuneytisins er rakið að viðskipti með bréf í Icelandic Water Holdings hf. hafi sætt skoðun á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að kanna hvort ástæða væri til inngrips á grundvelli 12. gr. laganna, en ákvæðið varðar þau tilvik þegar fjárfesting telst ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Að lokinni upplýsingaöflun hafi ráðuneytið ekki talið ástæðu til að grípa inn í viðskiptin á grundvelli laganna.<br /> <br /> Ráðuneytið hafi í ljósi undanfarandi samskipta við Ríkisútvarpið og fréttaflutnings þess af framangreindum viðskiptum metið upplýsingabeiðni kæranda þannig að óskað væri aðgangs að öllum gögnum sem ráðuneytið aflaði frá Icelandic Water Holdings um þá aðila sem eignuðust meirihluta hlutafjár í félaginu í viðskiptum þeim sem kunngjörð voru 6. september 2023. Ráðuneytið hafi afhent kæranda þau gögn sem bárust 18. september 2023, þar sem fram komu upplýsingar um fjárfestingarfélög með staðfestu í Liechtenstein og á Írlandi, sem eignuðust tæplega 77% hlutafjár í viðskiptunum.<br /> <br /> Við mat á hvort afhenda skyldi viðbótarupplýsingar sem bárust frá Icelandic Water Holdings 30. október 2023 hafi félagið látið ráðuneytinu í té þá afstöðu að hafna skyldi beiðninni, því upplýsingar um eignarhald félagsins og hverjir hefðu fjárfest í því vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrir þá tilteknu eigendur og félagið sjálft. Með veitingu upplýsinganna væri gengið nærri fjárhags- og viðskiptahagsmunum allra eigenda og þeir í einhverjum tilvikum sviptir þeirri bankaleynd sem þeim væri tryggð samkvæmt trúnaðar- og þagnarskyldu fjármálafyrirtækja. Ráðuneytinu hefðu verið veittar upplýsingar sem í einhverjum tilvikum væru undirorpnar almennum reglum um bankaleynd og sem trúnaðar- og þagnarskylda fjármálafyrirtækja tæki til. Birting þeirra kynni að valda töluverðu tjóni og vera þungbær haghöfum félagsins.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki sé um að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna eða samning lögaðila við opinberan aðila, heldur upplýsingar um eignarhald félags með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem fjárfest hafi í íslensku fyrirtæki. Þá falli upplýsingarnar utan þess sem skylt sé að birta samkvæmt þeim reglum sem löggjafinn hefur sett um birtingu upplýsinga um eignarhald á fyrirtækjum, sbr. meðal annars lög um skráningu raunverulegra eigenda, þó svo að ákvæði þeirra laga gefi ekki tilefni til slíkrar gagnályktunar að birting upplýsinga umfram það sé á grundvelli laganna einna óheimil. Ráðuneytið telji sig ekki hafa forsendur til að rengja mat fyrirtækisins sem hlut á að máli á því hvort birting gagnanna kynni að valda félaginu tjóni. Þar sem jafnframt sé ekki skylt að birta umræddar upplýsingar samkvæmt sérstökum reglum um birtingu sambærilegra upplýsinga telji ráðuneytið að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga kunni að teljast uppfyllt. Ráðuneytið telji jafnframt að hagsmunir Icelandic Water Holdings af að upplýsingarnar fari leynt geti gengið framar þeim almennu hagsmunum sem meginreglunni um upplýsingarétt almennings sé ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 11. september 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. létu menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Ráðuneytið hafnaði beiðni kæranda með vísan til 9. gr. laganna, þar sem upplýsingar í gögnunum vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Icelandic Water Holdings hf. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er að auki vísað til þess að hluti upplýsinganna sé háður bankaleynd.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni þau gögn sem það afmarkaði beiðni kæranda við og telur að óheimilt sé að veita aðgang að. Um er að ræða:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Erindi frá Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, þar sem lýst er afstöðu félagsins til beiðni kæranda, dags. 26. júlí 2024, um aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi sé.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlit, ódagsett, yfir eigendur Icelandic Water Holdings hf., eiganda félagsins Iceland Star Property Ltd. og eigendur félagsins Project Spring LP.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, er að mestu leyti að finna röksemdir félagsins fyrir því hvers vegna ekki ætti að veita kæranda aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi er. Erindið inniheldur að hluta til sömu röksemdir og færðar eru fram í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar. Að mati nefndarinnar eiga takmörkunarákvæði upplýsingalaga ekki við um neinar þær upplýsingar sem fram koma í erindinu. Telur úrskurðarnefndin því rétt að kæranda verði veittur aðgangur að erindinu.<br /> <br /> Yfirlitið, sem ráðuneytið hefur hafnað að afhenda kæranda, er ódagsett en Icelandic Water Holdings hf. afhenti ráðuneytinu það 30. október 2023. Úrskurðarnefndin gengur út frá því að yfirlitið endurspegli upplýsingar um eignarhald viðkomandi félaga þann dag og eftirfarandi umfjöllun tekur mið af því. Yfirlitið hefur að geyma myndræna framsetningu á eignarhaldi Icelandic Water Holdings hf., Iceland Star Property Ltd. og Project Spring LP. Eigendur félaganna eru allir lögaðilar og í yfirlitinu er að finna upplýsingar um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer og heimilisfesti. Þá er að finna upplýsingar um eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf., sem og upplýsingar um hvaða hlutverki hver eigandi Project Spring LP hefur að gegna gagnvart félaginu, þ.e. hvort um sé að ræða fjárfesti eða stjórnanda. Loks eru upplýsingar um nafn raunverulegs eiganda Icelandic Water Holdings hf., sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, þjóðerni hans og vegabréfsnúmer.<br /> <br /> Nokkur hluti framangreindra upplýsinga er þegar aðgengilegur opinberlega og standa því engar forsendur til að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Má þar nefna upplýsingar um Icelandic Water Holdings hf., svo sem kennitala, heimilisfesti og hver sé stjórnarformaður félagsins. Þá liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. hefur heimilisfesti í Liechtenstein, á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og ásamt BlackRock Special Situations DAC, sem hefur heimilisfesti á Írlandi, fer Iceland Star Property Ltd. samanlagt með tæplega 77% hlut í félaginu. Þá liggur fyrir að eigandi Iceland Star Property Ltd. er fjárfestingarsjóðurinn Project Spring LP, og að raunverulegur eigandi Icelandic Water Holdings hf. telst vera […], sænskur ríkisborgari.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Þær upplýsingar í yfirlitinu sem eftir standa og eru ekki opinberlega aðgengilegar eru:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um vegabréfsnúmer […].</li> <li style="text-align: justify;">Eftirfarandi upplýsingar um þá sem fara með eignarhald í Project Spring LP: <ol> <li>Rekstrarform.</li> <li>Skráningarnúmer.</li> <li>Heimilisfesti.</li> <li>Hlutverk gagnvart félaginu.</li> </ol> </li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP.</li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um nákvæmt eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC, hvors um sig.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ráðuneytið kveður í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar að veiting framangreindra upplýsinga myndi í einhverjum tilvikum svipta þá eigendur sem um ræðir bankaleynd. Ekki er nánar tilgreint í umsögninni hvaða upplýsingar kunni að vera háðar bankaleynd og þá hvernig. Engu að síður telur úrskurðarnefndin rétt að víkja að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu með svohljóðandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu voru lagðar fram af Icelandic Water Holdings hf. í tengslum við athugun ráðuneytis samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að meta hvort ástæða væri til að grípa inn í umrædd viðskipti á grundvelli 12. gr. laganna. Jafnvel þótt lögaðilar þeir sem upplýsingarnar varða væru viðskiptamenn fjármálafyrirtækis sem heyrir undir gildissvið laga um fjármálafyrirtæki, og upplýsingarnar teldust varða viðskiptamálefni þeirra, þá hefur hvorki ráðuneytið né Icelandic Water Holdings hf. fært fram nein gögn eða upplýsingar sem benda til þess að aðilar samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki hafi fengið vitneskju um þær við framkvæmd starfa síns. Telur úrskurðarnefndin því að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar séu undirorpnar bankaleynd sem standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið studdi ákvörðun sína að öðru leyti við að upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna viðkomandi lögaðila, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið tiltók ekki að upplýsingar um vegabréfsnúmer […] skyldu fara leynt. Úrskurðarnefndin telur með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og athugasemda við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, að þær upplýsingar varði einkamálefni hans sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest að því leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Við beitingu ákvæðisins er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar á yfirliti því sem deilt er um aðgang að og ekki eru opinberlega aðgengilegar. Svo sem að framan greinir er um að ræða upplýsingar um eigendur fjárfestingarsjóðsins Project Spring LP, sem allir eru lögaðilar, nánar tiltekið um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer, heimilisfesti og hlutverk gagnvart Project Spring LP. Þá eru upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP. Loks eru upplýsingar um nákvæm eignarhlutföll Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DCA í Icelandic Water Holdings hf. Það er mat nefndarinnar að þessar upplýsingar geti varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem um ræðir og að hagsmunirnir séu virkir, þar sem ekki liggur annað fyrir en að upplýsingar um eignarhaldið séu óbreyttar frá október 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að upplýsingar um nákvæmt eignarhald Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í því sambandi athugast að nú þegar liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og með BlackRock Special Situations DAC á félagið 77% hlutafjárins. Þá leggja lög um ársreikninga, nr. 3/2006, þá skyldu á ársreikningaskrá samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laganna að birta opinberlega ársreikning félaga á borð við Icelandic Water Holdings hf., sem skal innihalda skýrslu stjórnar þar sem tilgreindir eru tíu stærstu hluthafar félags eða allir ef hluthafar eru færri en tíu, ásamt upplýsingum um hundraðshluta hlutafjáreignar þeirra í lok árs. Þó að ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 sé ekki aðgengilegur á vef ársreikningaskrár sem stendur, liggur fyrir að gert er ráð fyrir að upplýsingar af þessu tagi séu opinberar. Úrskurðarnefndin telur því að upplýsingar um nákvæma hlutafjáreign Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. eigi ekki að fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar upplýsingar um fjárfestingarsjóðinn Project Spring LP og eigendur hans telur nefndin að fyrst og fremst sé um að ræða almennar upplýsingar um formlega skráningu félaganna og hvernig þau eru skipulögð. Þó að félögin kunni að hafa einhverja almenna viðskiptalega hagsmuni af því að halda því leyndu hvernig þau kjósa að haga og útfæra sínar fjárfestingar hefur ráðuneytið hvorki sýnt fram á hvernig afhending umræddra upplýsinga kynni að valda þessum félögum tjóni né að öðru leyti sýnt fram á að upplýsingarnar varði svo mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félaganna að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt.<br /> <br /> Eignarhald á Icelandic Water Holdings hf. sætti skoðun ráðuneytisins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991. Tilgangur skoðunarinnar var að meta hvort umrædd fjárfesting gæti ógnað öryggi landsins eða gengið gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær upplýsingar sem lágu til grundvallar niðurstöðu ráðuneytisins að ekki væri ástæða til að grípa inn í viðskiptin. Þá telur nefndin að mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi almennt. Þótt upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða varði samningagerð við hið opinbera eru þannig aðrir almannahagsmunir sem standa til þess að umræddar upplýsingar skuli ekki fara leynt. Röksemd ráðuneytisins í þá veru að umræddar upplýsingar séu ítarlegri en þær sem skylt sé að birta samkvæmt lögum breyta ekki þessari niðurstöðu og leiða ekki til þess í þessu máli að frekari takmarkanir eigi við um aðgang að gögnunum en leiða beinlínis af ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur ákvæði laga standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umræddum upplýsingum og verður ráðuneytinu því gert að veita aðgang að þeim líkt og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti skal veita kæranda, […], aðgang að erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, og ódagsettu yfirliti sem félagið lét ráðuneytinu í té 30. október 2023 og sýnir hvernig eignarhaldi á félaginu er háttað. Ráðuneytinu er þó skylt að afmá vegabréfsnúmer […] sem fram kemur í yfirlitinu.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;"> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1236/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum í vörslu Skattsins um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram kæmu í fylgiskjölum með ársreikningum tiltekinna fyrirtækja fyrir árið 2021. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að fylgiskjölin teldust ekki á meðal þeirra sem bæri að birta opinberlega samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Þá taldi nefndin að upplýsingar sem afmáðar hefðu verið úr fylgiskjölunum féllu undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1236/2024 í máli ÚNU 24050021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Þann 15. maí 2024 kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, að synja honum um að fá afhentar tilteknar upplýsingar úr ársreikningum hlutafélaganna HS Orka hf., Icelandair Group hf. og Samherji hf. vegna ársins 2021. Nánar tiltekið fól hin kærða ákvörðun í sér að kæranda voru afhentir ársreikningar félaganna þriggja ásamt gögnum sem fylgdu ársreikningunum en upplýsingar um hlutafjáreign, utan 10 stærstu hluthafanna, höfðu verið afmáðar.<br /> <br /> Umrædda beiðni lagði kærandi upphaflega fram með tölvupósti þann 14. september 2022. Beiðnin var sem fyrr segir afgreidd af hálfu ríkisskattstjóra þann 29. apríl 2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti ríkisskattstjóra um framangreinda kæru þann 16. maí 2024, og óskaði þess að henni yrði veitt umsögn um kæruefnið og afhent gögn málsins. Umsögn ásamt gögnum málsins bárust nefndinni þann 28. maí sama ár.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þarf afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Þess skal getið að í lögum um ársreikninga, nr. 3/200[6], hvílir ekki afdráttarlaus skylda á ríkisskattstjóra til að birta eða afhenda umbeðin gögn, að því marki sem þau varða hlutafjárupplýsingar einstaklinga.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ríkisskattstjóri vísaði í umsögn sinni einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023, en í þeim hafi úrskurðarnefndin staðfest fyrri niðurstöður sínar um að upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, nánar tiltekið um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum, féllu undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri vísar til þess að hann telji að þessi niðurstaða eigi við um meðferð og afgreiðslu á máli kæranda þótt lagagrundvöllur í henni hafi verið annar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með erindi nefndarinnar til hans, dags. 28. maí 2024. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram koma í fylgiskjölum með ársreikningum fyrirtækjanna HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf. fyrir árið 2021 og afhent voru til ársreikningaskrár á grundvelli laga um ársreikninga, nr. 3/2006.<br /> Synjun ríkisskattstjóra er byggð á því að um sé að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni sem leynt eigi að fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þar sem lög um ársreikninga, nr. 3/2006, mæla fyrir um að tiltekin gögn sem skilað er til ársreikningaskrár skuli birt á opinberu vefsvæði, sbr. 4. mgr. 109. gr. laganna, verður hér fyrst tekin afstaða til þess hvort umbeðnar upplýsingar falli undir slíka birtingu. Sú umfjöllun er nauðsynlegur hluti af úrlausn þess álitamáls hvort kærandi eigi rétt til hinna umbeðnu upplýsinga, á grundvelli upplýsingalaga, enda verður almennt ekki á því byggt að tilteknar upplýsingar séu viðkvæmar og skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga ef þær eru þegar aðgengilegar almenningi á öðrum lagagrundvelli.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, ber félögum sem falla undir 1. gr. laganna að senda ársreikningaskrá ársreikning sinn innan tiltekinna tímamarka. Er óumdeilt að þessi skylda átti við þau þrjú félög sem kærandi hefur óskað aðgangs að upplýsingum um.<br /> <br /> Í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga er tilgreint, eins og fyrr er komið fram, að ársreikningaskrá skuli birta gögn sem „skilaskyld eru samkvæmt þessari grein á opinberu vefsvæði.“ Þessi birtingarskylda tekur samkvæmt orðanna hljóðan aðeins til þeirra gagna sem eru skilaskyld á grundvelli 109. gr. sjálfrar.<br /> <br /> Lög um ársreikninga, nr. 144/1994, voru endurútgefin sem lög nr. 3/2006 um ársreikninga og tóku gildi í þeirri mynd þann 26. janúar 2006. Í 3. mgr. 65. gr. þeirra kom eftirfarandi fram varðandi skýrslu stjórnar með ársreikningi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýst um hundraðshluta hlutafjár þeirra hluthafa sem eiga a.m.k. 10% hlutafjár félagsins í lok ársins. Ef atkvæðagildi hluta er mismunandi miðað við fjárhæð þeirra skal gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 10% allra atkvæða í félaginu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Með 6. gr. laga nr. 14/2013, um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, var tilvitnaðri 3. mgr. 65. gr. breytt. Var þá m.a. bætt við þeirri reglu að í hlutafélögum og einkahlutafélögum þar sem hluthafar væru fleiri en tíu skyldi, til viðbótar við upplýsingar um stærstu hluthafa, jafnframt fylgja með skýrslu stjórnar skrá yfir alla hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra.<br /> <br /> Breyting var næst gerð á 3. mgr. 65. gr. um ársreikninga með 38. gr. laga nr. 73/2016. Í stað orðalags um að skrá yfir hlutahafa skyldi „fylgja með skýrslu stjórnar“ var nú kveðið á um að slík skrá skyldi „fylgja með skilum á ársreikningi“. Frekari breytingar hafa ekki verið gerðar á tilvitnuðu ákvæði, sem hljóðar nú svo í heild:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Við útreikning þennan telst samstæða einn aðili. Ef atkvæðahlutdeild er mismunandi miðað við fjárhæð hluta skal að lágmarki gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra tíu hluthafa sem fara með stærstu atkvæðahlutdeild í félaginu í lok ársins. Hafi orðið breytingar á atkvæðahlutdeild á reikningsárinu skal þeirra getið sérstaklega. Þá skal fylgja með skilum á ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Ársreikningaskrá skal gera félögum kleift, við rafræn skil á ársreikningum, að nota áður innsendar upplýsingar til ríkisskattstjóra um hluthafa í félaginu til að útbúa þann lista.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Af tilvitnuðu lagaákvæði leiðir að skilum á ársreikningi skal fylgja sérstök skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í viðkomandi félagi ásamt upplýsingum um hlutafjáreign og hlutafjárhlutfall hvers þeirra. Af orðalagi ákvæðins og lögskýringargögnum sem því tengjast virðist jafnframt mega draga þá ályktun að þessi skrá eigi að fylgja „skilum á ársreikningi“ þegar hann er afhentur til ársreikningaskrár. Sú ályktun verður hins vegar ekki dregin af orðalagi laga um ársreikninga, hvorki þeim skilgreiningum sem fram koma í 2. og 3. gr. laganna né orðalagi 65. gr. í heild, að sá heildarlisti yfir hluthafa sem á að fylgja ársreikningi skv. 3. mgr. 65. gr. sé beinn hluti ársreikningsins sjálfs.<br /> <br /> Þegar nánar er litið til orðalags 109. gr. laga um ársreikninga kemur skýrlega fram að sú lagaregla kveður á um skyldu til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár. Ákvæði 4. mgr. 109. gr. laganna mælir síðan einvörðungu fyrir um opinbera birtingu gagna sem skilaskyld eru á grundvelli 109. gr. sjálfrar. Samkvæmt framangreindu leiðir skyldan til að skila skrá yfir hluthafa af 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga en ekki af 109. gr. þeirra laga. Umræddar skrár, sem teljast fylgigögn með ársreikningi en ekki hluti ársreiknings, falla því ekki undir þau gögn sem ber að birta opinberlega á grundvelli 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga.<br /> <br /> Á þeim grundvelli verður ekki gerð athugasemd við þá afmörkun ríkisskattstjóra að við úrlausn fyrirliggjandi máls hafi embættinu verið rétt að líta til þess hvort þær upplýsingar sem fram komi í skránum teljist til upplýsinga um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkisskattstjóri varð við beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að því undanskildu að hann afmáði úr þeim gögnum sem hann afhenti upplýsingar um hlutafjáreign og hundraðshluta hlutafjár einstakra hluthafa í félögunum þremur. Þessar upplýsingar um 10 stærstu hluthafa hvers félags voru þó ekki afmáðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum geti þar með verið óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Vísast hér m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 1160/2023, sbr. einnig þá úrskurðarframkvæmd sem þar er vísað til. Úrskurðarnefndin hefur einnig túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að ákvæðið taki til upplýsinga um almenna hlutafjáreign, a.m.k. þar sem um er að ræða upplýsingar um sundurgreinda hlutafjáreign einkaaðila í tilteknum einkaréttarlegum félögum, enda liggi ekki fyrir önnur lagasjónarmið sem eigi að leiða til þess að upplýsingarnar skuli afhenda. Hvað varðar upplýsingar um almenna hlutafjáreign einstaklinga í tilteknum félögum hefur nefndin í þessu sambandi vísað til þess að slíkar upplýsingar njóti réttarverndar einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og til hliðsjónar niðurstöðu Evrópudómstólsins frá 22. nóvember 2022, í sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), sbr. jafnframt úrskurð nefndarinnar nr. 1160/2023.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki ráðið að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem ríkisskattstjóri afmáði úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent og telur, með vísan til framangreindra sjónarmiða, að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur athygli ríkisskattstjóra á að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ríkisskattstjóri hefur ekki fært fram rök fyrir því hvers vegna það tók rúmlega eitt ár og sjö mánuði að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Afgreiðslutími í málinu telst því ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, í tilefni af beiðni […], dags. 14. september 2022, um synjun á afhendingu tiltekinna upplýsinga um hlutafélögin HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1235/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að tölvupóstum í vörslu Reykjavíkurborgar varðandi orlofsgreiðslur til fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ákvörðun sveitarfélagsins byggðist á því að gögnin teldust vera vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að þau væru undirbúningsgögn sem rituð hefðu verið af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin nota, og hefðu ekki verið afhent öðrum. Þá taldi nefndin að ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ætti ekki við um innihald gagnanna. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1235/2024 í máli ÚNU 24080021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að nánar tilgreindum gögnum um orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Beiðnin var lögð fram 16. ágúst 2024 og henni synjað 23. ágúst 2024 með vísan til 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og þeim rökum að gögnin teldust vinnugögn í skilningi greinarinnar og því heimilt að synja um aðgang samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þann 16. ágúst 2024 óskaði kærandi eftir öllum gögnum og samskiptum í tengslum við launauppgjör og orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Með svari þann 23. ágúst 2024 var kæranda veittur aðgangur að tveimur þeirra gagna sem óskað var eftir, en synjað um aðgang að fimm öðrum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Einnig er í svarinu farið yfir undantekningar á því að vinnugögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sem borgin telur ekki eiga við, sem og 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang, sem borgin telur ekki heldur eiga við um umþrætt gögn. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 23. ágúst, og henni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Erindið var síðar ítrekað, þann 10. september 2024 þar sem engin svör höfðu borist. Í svari Reykjavíkurborgar þann 11. september 2024 var upplýst um að vegna yfirsjónar innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar hefði kæran ekki borist embætti borgarlögmanns fyrr en þann dag en það væri embættið sem myndi svara erindinu. Var af þeim sökum óskað framlengingar á svarfresti til 18. september 2024. Varð úrskurðarnefndin við þeirri ósk.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni 18. september 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að Reykjavíkurborg leggist gegn því að gögnin séu afhent. Reykjavíkurborg byggir afstöðu sína á 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þeim rökum að gögnin teljist vinnugögn í skilningi greinarinnar og að engin undantekninga 3. mgr. sömu greinar eigi við um þau. Því sé borginni heimilt að synja um aðgang skv. 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 4. október 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að tölvupóstum sem varða orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Fskj. 1. Tölvuskeyti deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu, dags. 24. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 2. Tölvuskeyti launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu til deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 3. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 4. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 5. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og skrifstofustjóra skrifstofu kjaramála, dags. 16., 19., 20. og 23. febrúar 2024.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngt. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið efni framangreindra gagna. Nefndin fellst á að þau hafi öll verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með greiðslum Reykjavíkurborgar 1. mars og 1. apríl 2024, vegna ótekins orlofs fráfarandi borgarstjóra. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður einnig ráðið af efni gagnanna að þau hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess. Þá verður ekki séð að þau hafi verið afhent öðrum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Reykjavíkurborg að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Um fimm skjöl er að ræða, sem Reykjavíkurborg hefur synjað að veita aðgang að. Segir í umsögn Reykjavíkurborgar að borgin telji að engin undantekninga 3. mgr. 8. gr. eigi við um nokkurt þeirra. Sem fyrr segir hefur nefndin yfirfarið efni gagnanna. Í þeim er eingöngu að finna samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar, ekki endanlegar ákvarðanir og ekki upplýsingar um málsatvik. Í hluta gagnanna er vísað til ráðningarbréfs borgarstjóra en í gögnunum er ekki að finna nýjar upplýsingar til viðbótar við það. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að gögnunum því staðfest.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2024, um að synja kæranda, […], um aðgang að fimm tilgreindum gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1234/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að dómsátt í vörslu Isavia ohf. um viðurkenningu á greiðslu skuldar. Ákvörðun Isavia að synja beiðninni byggðist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og að félaginu væri óheimilt að veita aðgang að gagninu því það varðaði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem í hlut ætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gagnið og taldi að vandséð væri hvernig afhending þess til kæranda kynni að valda lögaðilanum tjóni. Var því lagt fyrir Isavia að veita kæranda aðgang að dómsáttinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1234/2024 í máli ÚNU 24060006.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júní 2024, kærði Ferðaskrifstofa Icelandia ehf., þá undir heitinu Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf., ákvörðun Isavia ohf. að synja beiðni um aðgang að dómsátt milli Isavia og Hópbíla ehf.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé hópbifreiðafyrirtæki sem bjóði áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022 hafi kærandi fengið afhenta reikninga sem Isavia hafi gert Hópbílum vegna notkunar á tilteknum stæðum við flugstöðina. Þeir reikningar hafi sýnt að Hópbílar hafi greitt töluvert minna fyrir notkun á stæðunum en kveðið hafði verið á um í skilmálum sem átt hafi að gilda um þessa notkun. Kæranda hafi verið hafnað um sambærilegan afslátt af aðstöðugjöldum. Þess í stað hafi Isavia valið að krefja Hópbíla um mismun á greiddum gjöldum og lágmarksþóknun samkvæmt nefndum skilmálum og í framhaldi af því hafi Isavia og Hópbílar gert dómsátt.<br /> <br /> Í ljósi þessa hafi kærandi átt fund með forsvarsmönnum Isavia í október 2022 og óskað eftir afslætti af aðstöðugjöldum með hliðsjón af þeirri fjárhæð sem Hópbílar hefðu vangreitt Isavia. Isavia hafi ekki orðið við þeirri ósk en hafi síðar afhent kæranda reikning Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, þar sem Hópbílar væri krafið um mismun greiddra aðstöðugjalda og lágmarksþóknunar í skilmálum útboðsins fyrir tímabilið mars 2018 til febrúar 2019. Á öðrum fundi kæranda með forsvarsmönnum Isavia, dags. 14. febrúar 2024, hafi Isavia upplýst kæranda um að gerð hafi verið dómsátt við Hópbíla.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að dómsátt Isavia og Hópbíla var lögð fram 8. mars 2024 og henni synjað 13. maí 2024. Í ákvörðun Isavia er tilgreint að unnt sé að staðfesta að gerð hafi verið réttarsátt milli félaganna en hún feli ekki í sér niðurfellingu kröfu Isavia á hendur Hópbílum. Beiðni kæranda hafi verið borin undir Hópbíla, sem telji að Isavia sé óheimilt að afhenda dómsáttina því hún varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Sáttin sé merkt sem trúnaðarmál og innihaldi upplýsingar sem eru nýjar og varði viðskiptasamband sem enn sé í fullu gildi. Verði hún afhent muni það valda Hópbílum tjóni. Að teknu tilliti til afstöðu félagsins og í ljósi efnis sáttarinnar að öðru leyti sé það afstaða Isavia að óheimilt sé að afhenda kæranda afrit af dómsáttinni, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. júní 2024, og félaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 28. júní 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni eru færð rök fyrir því að þeir fjárhags- og viðskiptahagsmunir Hópbíla sem gögnin varða séu virkir þar sem efni dómsáttarinnar varði uppgjör á kröfum vegna samnings milli Isavia og Hópbíla sem sé í gildi fram til febrúar 2025. Þá telji Hópbílar að upplýsingar í sáttinni geti skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Isavia telji mikilvægt að gefa afstöðu Hópbíla mikið vægi við mat á því hvort upplýsingarnar séu mikilvægar í samkeppnisrekstri félagsins enda sé ekkert sem bendi til þess að mat félagsins sé rangt.<br /> <br /> Þá bendir Isavia á að nákvæmar upplýsingar um uppgjör og greiðslufyrirkomulag skulda fyrirtækja séu ekki upplýsingar sem almennt séu aðgengilegar. Eigi það jafnt við um skuldir fyrirtækja við einkaaðila og opinbera aðila.<br /> <br /> Isavia vísar til þess að í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi nefndin talið nauðsynlegt að vega hagsmuni lögaðila af því að halda upplýsingum sem hann varðar leyndum á móti hagsmunum almennings af að upplýsingar séu birtar. Isavia telji vandséð að slík túlkun fái stoð í skýrum texta bannákvæðis 9. gr. upplýsingalaga sem sé án undanþágu séu hagsmunir taldir virkir og mikilvægir. Engu að síður telji Isavia rétt að nefna að komið hafi verið til móts við hagsmuni kæranda af að fá dómsáttina afhenta með afhendingu reikninga, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1078/2022, afhendingu reiknings Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, og staðfestingu til kæranda þess efnis að í dómsáttinni felist ekki niðurfelling á skuld Hópbíla við Isavia. Loks sé rétt að nefna að í dómsáttinni er tiltekið að hún sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. júní 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi taldi ekki þörf á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að dómsátt milli Isavia ohf. og Hópbíla hf. Nánar tiltekið er um að ræða réttarsátt í héraðsdómsmálinu nr. E-1209/2023, dags. 8. maí 2023. Í sáttinni kemur fram að Hópbílar hf. viðurkenni að skulda Isavia ohf. tiltekna fjárhæð „sem leiðir af lágmarksgreiðslu rekstrarárið 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019 samkvæmt rekstrarsamningi aðila…“<br /> <br /> Um aðgang kæranda að þessu gagni fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka þröngt.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir efni þeirrar dómsáttar sem nefnd er að framan. Í úrskurði nefndarinnar nr. 1078/2022 frá 1. júní 2022 taldi nefndin að Isavia ohf. bæri, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, að afhenda reikninga vegna aðgangs að framangreindri aðstöðu fyrir áætlunarakstur. Verður af gögnum málsins sem hér er til úrlausnar, þ.m.t. skýringum Isavia ohf., ekki annað ráðið en að í dómsáttinni felist niðurstaða aðila um greiðslur sem komi til viðbótar við greiðslur samkvæmt reikningum sem fjallað var um í úrskurði nr. 1078/2022 fyrir sömu aðstöðu. Í dómsáttinni er í engu vikið að fjárhagslegri stöðu Hópbíla, þar á meðal hvorki að lánum, lánasamningum, eignum eða rekstri þess félags. Í þessu ljósi er vandséð að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda Hópbílum tjóni. Þar sem dómsáttin geymir efnislega ekki aðrar upplýsingar en samkomulag aðila um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar sem Hópbílar muni standa Isavia skil á verður heldur ekki séð hvernig afhending gagnsins gæti skaðað hagsmuni Isavia sjálfs eða aðra opinbera hagsmuni í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Undir meðferð málsins hefur Isavia vísað til þess að í dómsáttinni komi fram að hún sé trúnaðarmál. Úrskurðarnefndin tekur af því tilefni fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur óskað aðgangs að gagninu sem fyrir liggur hjá Isavia en það félag fellur undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. gr. laganna. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að gagninu eftir þeim lögum eins og að framan greinir. Fyrir úrlausn á kröfu kæranda, á grundvelli upplýsingalaga, er því þýðingarlaust að í gagninu sem deilt er um sé tekið fram að það sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Isavia ohf. er skylt að veita Ferðaskrifstofu Icelandia ehf. aðgang að dómsátt Isavia ohf. við Hópbíla hf., dags. 8. maí 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1233/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Sjúkratrygginga Íslands sem vörðuðu útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi ýmist samkvæmt 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin fór yfir þau gögn sem aðgangur hafði verið takmarkaður að og lagði fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að tilteknum gögnum, en staðfesti synjanir stofnunarinnar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1233/2024 í máli ÚNU 23060019.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Klíníkurinnar Ármúla ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig Sjúkratryggingar) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með auglýsingu 17. febrúar 2023 óskuðu Sjúkratryggingar eftir tilboðum vegna útboðs á liðskiptaaðgerðum á mjöðmum og hnjám og kom fram í auglýsingunni að stofnunin áætlaði að heildarfjöldi aðgerða gæti numið allt að 700 aðgerðum á árinu 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig drög að samningi vegna þjónustunnar með auglýsingunni.<br /> <br /> Sjúkratryggingar birtu opinberlega tilkynningu um opnun tilboða 6. mars 2023 en samkvæmt tilkynningunni bárust tilboð frá fjórum félögum, þar á meðal kæranda. Þá kom fram í tilkynningunni hvert væri framboðið verð allra félaganna annars vegar vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar vegna liðarskiptaaðgerðar á hné auk upplýsinga um fjárhæð kostnaðaráætlunar Sjúkratrygginga. Af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt bjóðendum um ákvörðun um val tilboða 9. mars 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig opinberlega tilkynningu um val tilboða 15. mars 2023 og kom þar fram að tilboðum Cosan slf. (hér eftir einnig Cosan) og kæranda hefði verið tekið og upplýst um fjölda aðgerða sem félögunum var falið að annast. Samningar milli Sjúkratrygginga og umræddra félaga voru báðir undirritaðir 30. mars 2023.<br /> <br /> Með erindi 19. apríl 2023 til Sjúkratrygginga krafðist kærandi afhendingar á (1) tilboðum annarra bjóðenda í útboðinu ásamt öllum fylgigögnum, (2) öllum samningum Sjúkratrygginga við Cosan í kjölfar útboðsins, (3) öllum samskiptum Sjúkratrygginga við bjóðendur vegna útboðsins frá birtingu fyrrgreindrar auglýsingar fram til undirritunar samninga, (4) öllum fundargerðum Sjúkratrygginga vegna útboðsins og (5) einkunnagjöf tilboða og rökstuðningi fyrir vali tilboða. Studdi kærandi rétt sinn til aðgangs að umræddum gögnum aðallega við 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Sjúkratryggingar óskuðu eftir afstöðu Cosan til beiðni kæranda en félagið lagðist gegn afhendingu gagna sem vörðuðu félagið með tölvupósti til Sjúkratrygginga 27. maí 2023. Í tölvupóstinum var rakið að umbeðnar upplýsingar væru viðkvæmar upplýsingar sem vörðuðu fjárhags- og viðskiptahagsmuni Cosan og að hafna skyldi beiðninni í ljósi yfirvofandi útboðs Sjúkratrygginga á liðskiptaaðgerðum á árinu 2024.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Cosan svöruðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda 12. júní 2023. Í svarinu var rakið hvaða gögn stofnunin teldi falla undir beiðni kæranda og honum veittur aðgangur að nokkrum gögnum, nánar tiltekið fylgiskjölum 5-12 með tilboði Cosan, samningi Sjúkratrygginga við Cosan og tilteknum tölvupóstssamskiptum þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í síðarnefndu skjölunum. Þá tóku Sjúkratryggingar fram að tiltekið skjal í tilboðsgögnum Cosan væri ekki í vörslum stofnunarinnar, að engar fundargerðir hefðu verið ritaðar og að ekki hefði verið þörf á að útbúa sérstakt tilboðsblað við mat tilboða. Að öðru leyti synjuðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda.<br /> <br /> Með tölvupósti 14. júní 2023 óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum um hvort Sjúkratryggingar hefðu leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda til beiðni kæranda. Með svari sama dag tóku Sjúkratryggingar fram að ekki hefði verið leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda af nánar tilteknum ástæðum. Ef sá hluti upplýsingarbeiðni sem varðaði gögn og upplýsingar frá öðrum bjóðendum yrði ítrekaður með ítarlegri rökstuðningi myndi stofnunin væntanlega leita afstöðu þeirra og taka afstöðu gagnvart slíkum kröfum strax í kjölfarið.<br /> <br /> Með öðrum tölvupósti 14. júní 2023 til Sjúkratrygginga óskaði kærandi eftir afriti af tilteknum tölvupóstum milli stofnunarinnar og Cosan auk fylgigagna þeirra. Þá tiltók kærandi að gögnin vörðuðu fjárhagslegt hæfi Cosan og féllu þar af leiðandi undir gagnabeiðni hans. Sjúkratryggingar svöruðu tölvupóstinum samdægurs, afhentu kæranda umbeðna tölvupósta en synjuðu um aðgang að gögnum um fjárhagslegt hæfi Cosan. <br /> <br /> Í kæru rekur kærandi og rökstyður að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og þar undir falli meðal annars tilboðsgögn annarra bjóðenda en Cosan, tölvupóstssamskipti og fleira. Kærandi bendir á að vafi leiki á því hvort tilboð Cosan hafi í reynd verið samanburðarhæft við tilboð hans að teknu tilliti til þess hvað hafi verið innifalið í tilboðunum tveimur. Telja verði að Cosan hafi verið gefinn verulegur afsláttur af hæfis-, gæða- og öryggiskröfum og að um ólögmæta sérmeðferð hafi verið að ræða. Jafnframt leiki vafi á því hvort Cosan hafi verið hæfur bjóðandi að lögum.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilboðsblaði Cosan bendir kærandi á að gagnaréttur í kjölfar útboðs taki til tilboðs annarra bjóðenda, þ.m.t. einingaverða, vegna þeirra ríku hagsmuna sem lúta að gagnsæi um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 584/2015 og 570/2015. Ekki sé hægt að ganga úr skugga um lögmæti vals tilboða án verðsamanburðar og sérstaklega ekki þegar verð hafi jafnmikið vægi og í umræddu útboði. Þá hafi sjónarmið um áform Cosan varðandi þátttöku í frekari útboðum ekkert vægi enda sé óvíst hvort að annað útboð fari fram og hvort að félagið muni taka þátt í slíku útboði. Aldrei sé hægt að afhenda gögn til bjóðenda í kjölfar útboðs verði fallist á röksemdir af þessu tagi.<br /> <br /> Í samhengi við skjöl um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor tekur kærandi fram að gerð hafi verið fortakslaus krafa í útboðsskilmálum um framvísun greinargerðar um gæði þjónustu, meðhöndlun fylgikvilla aðgerða, faglega þekkingu starfsmanna og fleira. Án þessara gagna sé ekki hægt að meta hvort val tilboða hafi verið málefnalegt en auk þess sé um að ræða upplýsingar um hvernig öryggi sjúklinga og gæði þjónustu, sem sé niðurgreidd með almannafé á grundvelli opinbers útboðs, sé tryggt. Full ástæða sé til gagnrýninnar skoðunar á því hvort að þessi skilyrði útboðsins hafi verið uppfyllt, sérstaklega í ljósi þess að mismunandi gæðakröfur hafi verið gerðar til Cosan en kæranda í endanlegum samningum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar eigi kærandi rétt til aðgangs að samningi Cosan við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Ekki sé hægt að fá heildarmynd af tilboði Cosan og samningum í kjölfar útboðsins án þessa skjals. Þá geti kærandi ekki borið saman tilboð án þess að fá upplýsingar um alla þá þjónustu sem hafi verið innifalin. Cosan geti ekki skotið sér undan upplýsingaskyldu með því að útvista þjónustu til þriðja aðila en slík upplýsingaskylda sé meginreglan í kjölfar útboðs þó samið sé að hluta um að þriðji aðili veiti þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 862/2020, 891/2020, 908/2020 og 1074/2022.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrá bæklunarlækna hafi Sjúkratryggingar synjað afhendingu skjalanna með vísan til þess að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 9. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018, sbr. einnig 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ferilskrárnar hafi grundvallarþýðingu við mat á hæfi Cosan, öryggi sjúklinga og gæði þjónustu og hafi verið gerð sérstök skilyrði í útboðinu varðandi reynslu lækna. Draga verði í efa að umbeðnar ferilskrár innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 3. tl. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga enda hafi þær samkvæmt skilmálum útboðsins átt að innihalda upplýsingar um reynslu og árangur af aðgerðum. Ef viðkvæmar persónuupplýsingar komi fram í ferilskránum sé eðlilegt að afmá þær sérstaklega en afhenda að öðru leyti ferilskrárnar til sönnunar á reynslu læknanna og árangri.<br /> <br /> Hvað varðar þær upplýsingar sem hafi verið strikað yfir í samningi Sjúkratrygginga við Cosan og fylgiskjali 2 með þeim samningi bendir kærandi á að umræddar yfirstrikanir geri kærandi ókleift að leggja mat á hvort að samningurinn við Cosan hafi samrýmst tilboði félagsins, útboðsskilmálum og jafnræðissjónarmiðum. Þá hafi fylgiskjal 2, sem lýsi meðferðarferli Cosan, grundvallarþýðingu fyrir samanburð tilboða. Jafnframt verði hvorki synjað um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað hafi verið yfir í tölvupóstssamskiptum Sjúkratrygginga við Cosan né gögnum sem lúta að fjárhagslegu hæfi félagsins en síðarnefndu gögnin séu grundvallargögn við mat á hæfi Cosan samkvæmt lögum.<br /> <br /> Að endingu hafi Sjúkratryggingar synjað kæranda um afhendingu tilboðsgagna annarra bjóðenda með vísan til þess að gagnabeiðni kæranda hafi ekki verið rökstudd nægjanlega með tilliti til 14. gr. upplýsingalaga. Þessu sé mótmælt enda hafi í beiðninni verið óskað eftir tilboðsgögnum annarra bjóðenda og vísað því til stuðnings til fjöldamargra úrskurða nefndarinnar. Sambærileg rök standi til þess að afhenda fylgigögn annarra bjóðenda og tilboð Cosan.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sjúkratryggingum með erindi, dags. 26. júní 2023, og stofnunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga barst úrskurðarnefndinni 10. ágúst 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem stofnunin taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga kemur fram að stofnunin telji óumdeilt að 14. gr. upplýsingalaga eigi við um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Við meðferð á beiðni kæranda hafi stofnunin á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga framkvæmt atviksbundið mat á hvort afhenda ætti einstök gögn eða afmá ætti upplýsingar í einstökum skjölum. Matið hafi tekið mið af hagsmunum kæranda og þess sem upplýsingar vörðuðu hverju sinni. Þá hafi stofnunin einnig litið til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ákvæðis 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.<br /> <br /> Í samhengi við hagsmunamat 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er rakið í umsögninni að af svörum frá Cosan hafi mátt draga þá ályktun að opinberun á fjárhags- og viðskiptaupplýsingum félagsins kynni að skaða möguleika þess til þátttöku í frekari útboðum. Hafi þannig mátt ætla að miðlun upplýsinganna til kæranda kynni að hafa áhrif á möguleika Cosan til tekjumyndunar í framtíðinni. Þá verði einnig til þess að líta að Cosan hafi beinlínis vísað til þess að kærandi sé samkeppnisaðili félagsins og geti undirbúningur á frekari þátttöku í útboðum og öflun tilboða falið í sér áætlanagerð um hvernig sé best að tryggja samkeppnishæfni félagsins gagnvart öðrum bjóðendum. Hafi stofnunin metið hagsmuni Cosan af eigin möguleikum til tekjumyndunar þyngra en hagsmuni kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá hafi möguleikinn á tjóni vegna afhendingar upplýsinga verið skýr að mati stofnunarinnar.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem komi fram í tilboðsblaði Cosan innihaldi fjárhæð tilboða, sem félagið bæði tilgreini sem trúnaðarmál í tilboðinu sjálfu og óski eftir trúnaði um í svari sínu til stofnunarinnar. Við mat á því hvort eðli upplýsinganna sé slíkt að þær falli undir ákvæði 3. mgr. 14. gr. verði að líta til þess að um sé að ræða fjárhags- og viðskiptaupplýsingar Cosan. Til hliðsjónar megi einnig líta til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 sem kveði á um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsinga, ekki síst þar sem lagaákvæðið sjálft vísi til einingaverða og fjárhagsmálefna sem viðkvæmra trúnaðarupplýsinga.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að skjölum um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor teljist umrædd gögn til atvinnu-, framleiðslu og viðskiptaleyndarmála eða viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- eða samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni Cosan. Óumdeilt sé að Cosan sé í samkeppnisrekstri við kæranda og hafi fyrirtækið lýst því yfir að það hafi til undirbúnings frekari þátttöku í útboðum eða tilboðsgerð. Þó ekki sé hægt að verðleggja með nákvæmum hætti það mögulega tjón sem yrði af afhendingu umræddra gagna megi ætla að afhending gagnanna geti verið líkleg til að skaða fjárhagslega hagsmuni Cosan til skemmri eða lengri tíma.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrám bæklunarskurðlækna sé um að ræða persónuupplýsingar starfsmanna Cosan sem falli undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar að auki þurfi skilyrði persónuverndarlaga nr. 90/2018 um vinnslu persónuupplýsinga að vera uppfyllt til að heimilt sé að framsenda slík gögn, nánar tiltekið 9. gr. um heimildir til vinnslu persónuupplýsinga, en stofnunin fái ekki séð að skilyrði þeirrar greinar séu uppfyllt.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar nái upplýsingaréttur kæranda ekki til samninga sem Cosan hafi gert við þriðja aðila enda sé um að ræða grandlausan þriðja aðila sem ekki sé í beinu samningssambandi við Sjúkratryggingar. Enginn þeirra úrskurða sem kærandi vísi til fjalli um tilvik þar sem úrskurðarnefndin hafi skyldað stjórnvald til að afhenda samning milli tveggja annarra aðila sem stjórnvaldið á sjálft ekki aðild að. Í samhengi við að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr afhentum samningi milli Cosan og Sjúkratrygginga og fyrirliggjandi tölvupóstssamskiptum sé á það bent að einu upplýsingarnar sem hafi verið afmáðar hafi varðað beina einkahagsmuni Cosan.<br /> <br /> Hvað varði tilboð annarra bjóðenda þá hafi upplýsingar um fjárhæðir tilboða verið senda bjóðendum 6. mars 2023 og upplýsingar um gerða samninga verið birtar á vef stofnunarinnar 30. sama mánaðar. Frekari upplýsingar, til dæmis um einingaverð eða fylgiskjöl tilboða, teljist til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra félaga og fái stofnunin ekki séð að hún hafi heimild til að afhenda skjölin á grundvelli upplýsingalaga. Þá varði fyrirliggjandi samskiptin við aðra bjóðendur en Cosan aðeins fyrirspurnir um framkvæmd útboðsins og beiðni um upplýsingar. Í ljósi 9. gr. upplýsingalaga og úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 656/2016 telji stofnunin rétt og sanngjarnt að þessi samskipti fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga var kynnt kæranda með tölvupósti 10. ágúst 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 18. sama mánaðar.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum leggur kærandi meðal annars áherslu á að eðlilegt sé og sanngjarnt að honum verði afhent tilboðseyðublað Cosan óyfirstrikað. Nauðsynlegt sé að upplýsa um hver hafi verið álagsprósenta félagsins vegna endurtekinna aðgerða og nauðsynlegt að kærandi geti staðreynt að upplýsingar um fjölda aðgerða og verð á aðgerð á tilboðseyðublaðinu samrýmist upplýsingum í tilkynningu Sjúkratrygginga um úrslit útboðsins. Þá snúi allar röksemdir Sjúkratrygginga fyrir því að gæta skuli trúnaðar almenns eðlis, að óvissum framtíðaratburðum og því að halda verði trúnaði um upplýsingar sem að stærstu leyti séu þegar opinberar. Auk þess vegi hagsmunir kæranda að aðgangi að þessu og öðrum gögnum þyngra en ætlaðir trúnaðarhagsmunir Cosan.<br /> <br /> Jafnframt mótmæli kærandi afstöðu Sjúkratrygginga um að ekki skuli afhenda samning Cosan við sjúkraþjálfunarstofu af þeirri ástæðu einni að hann sé milli einkaaðila. Þar sem samningurinn varði þátttöku annars aðila í útboði sem kærandi hafi tekið þátt í verði að líta svo á að hann falli undir upplýsingarrétt kæranda samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Þá sé alþekkt í framkvæmdar úrskurðarnefndarinnar að óskað sé eftir afhendingu gagna frá hinu opinbera vegna viðskipta þess við einkaaðila þó einkaaðilarnir sjálfir hafi ekki tekið þátt í útboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1117/2022 og 884/2020.<br /> <br /> Við meðferð málsins óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Stoðkerfa ehf. og Ledplastikcentrum til beiðni kæranda. Með erindi 29. maí 2024 til nefndarinnar kom fram að Stoðkerfi ehf. gerðu ekki athugasemdir við að kæranda yrði afhent afrit af tilboði og tilboðsgögnum þess en legðist gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tölvupóstssamskiptum félagsins við Sjúkratryggingar á tímabilinu frá 6. til 14. mars 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi í kjölfarið annað erindi til Stoðkerfa ehf. og afhenti félaginu þau tölvupóstssamskipti sem Sjúkratryggingar höfðu lagt fram við meðferð málsins hjá nefndinni og sem vörðuðu félagið. Með tölvupósti 19. júní 2024 til nefndarinnar komu Stoðkerfi ehf. á framfæri þeirri afstöðu sinni að ekki væru gerðar athugasemdir við að kæranda yrðu afhent fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti. Ekki bárust svör frá Ledplastikcentrum við erindum nefndarinnar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga, nánar tiltekið gögnum sem varða útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum sem var auglýst 17. febrúar 2023. Í kjölfar útboðsins gerðu Sjúkratryggingar samninga við Cosan og kæranda en með samningunum var félögunum falið að annast liðskiptaskiptaaðgerðir upp að nánar tilgreindu hámarki.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans. Þá hafa Stoðkerfi ehf. samþykkt að kæranda verði veittur aðgangur að þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu og sem varða félagið. Verður kæranda því veittur aðgangur að þeim gögnum sem varða Stoðkerfi ehf. í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem stofnunin telur að falli undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboð Cosan, ódagsett.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–4 og 12–15 með tilboði Cosan.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstar 9., 13. og 15. mars 2023 frá Cosan til Sjúkratrygginga.</li> <li style="text-align: justify;">Ársreikningur Cosan fyrir árið 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsing löggilts endurskoðanda Cosan um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur milli Sjúkratrygginga og Cosan, dags. 30. mars 2023, og fylgiskjal II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga og svar stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblað Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–5 með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Samanburður á tilboðum.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að fyrirliggjandi gögnum</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðilum sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020. Hið sama hefur verið talið eiga við um önnur gögn sem tengjast slíkum innkaupaferlum og sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekin bjóðanda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1083/2022. Um rétt þátttakenda í útboðum til aðgangs að slíkum gögnum fer því almennt eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Öðru máli gegnir hins vegar um þau gögn sem til verða eftir að val á tilteknum bjóðanda (samningsaðila) hefur farið fram. Þótt sá sem tekið hefur þátt í útboði eða sambærilegu innkaupaferli af hálfu hins opinbera kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingum sem til verða eftir að tilboði hefur verið tekið verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki skýrt svo rúmt að það taki með sama hætti til slíkra upplýsinga og þeirra sem til urðu á meðan val bjóðanda eða viðsemjanda fór fram. Þar af leiðandi fer, að öðru jöfnu, um rétt bjóðanda til aðgangs að slíkum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. II. kafla laganna.<br /> <br /> Kærandi var á meðal tilboðsgjafa í útboðinu en af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt um ákvörðun um val tilboða í útboðinu 9. mars 2023. Eftir að tilkynnt var um ákvörðunina áttu Cosan og Sjúkratryggingar í tölvupóstssamskiptum og skrifuðu í kjölfarið undir samning en á meðal samningsgagna var fylgiskjal II, sbr. gögn sem eru tiltekin undir liðum 10 og 13 í kafla 1 hér að framan. Önnur gögn sem deilt er um aðgang að í málinu urðu til áður en Sjúkratryggingar tilkynntu um framangreinda ákvörðun og tengjast þau öll innkaupaferlinu. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður lagt til grundvallar að um rétt kæranda til aðgangs að umræddum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans fari eftir 5. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun Sjúkratrygginga byggir á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða sjónarmið stofnunarinnar varðandi rétt kæranda til aðgangs að fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans að skoðast í ljósi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá liggur fyrir í málinu að Cosan leggst gegn því að kæranda verði afhent gögn sem varða félagið, sbr. tölvupóst félagsins til Sjúkratrygginga 27. maí 2023.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Þá kemur fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin, eins og fyrr segir, lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera.<br /> <br /> Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Líkt og er rakið í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði 5. gr. laganna, eftir því sem við, um aðgang aðila að gögnum. Í athugasemdum við 5. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. beri að leitast við að veita aðgang að þeim hluta skjals sem inniheldur upplýsingar sem takmarkanir samkvæmt 14. gr. taka ekki til. Í þeim efnum beri að beita sambærilegum viðmiðum og komi fram í 3. mgr. 5. gr. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum, í heild eða að hluta, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2. Tilboðsgögn Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal fyrirliggjandi gagna eru tilboð og tilboðsgögn Cosan í útboðinu en félagið lagði fram gögnin með þremur tölvupóstum til Sjúkratrygginga 6. mars 2023, […]. Stofnunin samþykkti að veita kæranda aðgang að hluta tilboðsgagnanna með bréfi 12. júní 2023, nánar tiltekið fylgiskjölum 5 til 11 með tilboðinu, en að öðru leyti var kæranda synjað um aðgang að þessum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands er fullyrt að stofnunin hafi ekki í vörslum sínum fylgiskjal 14 með tilboði kæranda […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér tilboðsgögn Cosan en þar á meðal er fylgiskjal 14. Skjalið virðist á hinn bóginn einungis vera hlekkur inn á heimasíðu (www.skde.no) en upp kemur villumelding þegar vefslóðin sem skjalið hefur að geyma er slegin inn. Að þessu gættu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendu til að draga í efa framangreinda fullyrðingu Sjúkratrygginga og verður ákvörðun stofnunarinnar því staðfest hvað varðar umrætt skjal.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.1. Tilboð og tilboðsblað Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal gagna sem Cosan lagði fram í útboðinu var tilboð félagsins og tilboðsblað þess, […].<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd gögn. Á tilboðsblaði Cosan er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerðir á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Þá er á tilboðsblaðinu einnig að finna upplýsingar um hvaða álag félagið bauð í tilviki enduraðgerða. Sömu upplýsingar koma að meginstefnu til fram í tilboði félagsins en þar koma auk þess fram upplýsingar um hvaða gögn væru því meðfylgjandi.<br /> <br /> Fyrir liggur að Sjúkratryggingar hafa þegar birt opinberlega upplýsingar um hvaða verð Cosan bauð í fyrrnefndar liðskiptaaðgerðir auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Þá hefur stofnunin upplýst kæranda um hvaða fylgigögn voru meðfylgjandi tilboði Cosan í útboðinu að undanskildum upplýsingum um hver væri viðsemjandi Cosan í samstarfssamningi um sjúkraþjálfun. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar aðgang að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum er þess að gæta að eina valforsenda útboðsins var verð tilboða og hefur kærandi töluverða hagsmuni af því að geta sannreynt að rétt hafi verið staðið að vali á tilboði Cosan.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.2.5 hér á eftir þykja hagsmunir Cosan, um að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um hver sé viðsemjandi félagsins vegna samstarfssamnings um sjúkraþjálfun, vega þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum. Að öðru leyti verður ekki fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig þau almennu sjónarmið um beitingu 3. málsl. greinarinnar sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan. Verður kæranda því veittur aðgangur að gögnunum í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.2. Ferilskrár bæklunarskurðlækna</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var mælt fyrir um að bjóðandi skyldi leggja fram greinargerð sem hefði meðal annars að geyma lista yfir lækna sem myndu framkvæma liðskiptaaðgerðir og upplýsingar um reynslu læknanna af slíkum aðgerðum á síðastliðnum tveimur árum ásamt árangri. Í samræmi við skilmálana lagði Cosan fram ferilskrár fjögurra nafngreindra bæklunarskurðlækna auk skýrslu um vinnu eins þeirra (e. activity report), sbr. skjöl sem eru tilgreind undir lið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Af gefnu tilefni þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að benda á að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrnefnd gögn en í þeim koma fram ýmsar upplýsingar um viðkomandi bæklunarskurðlækna, […].<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hefur verið lagt til grundvallar að það ráðist af atvikum máls hvort símanúmer eða netföng einstaklinga teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en eins og er nánar rakið í kafla 2.1 hér að framan er 3. mgr. 14. gr. að meginstefnu til ætlað að vernda sömu einkahagsmuni og 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 1096/2022 var þannig lagt til grundvallar að ef upplýsingar um símanúmer og netföng hefðu verið birtar með lögmætum hætti yrðu þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Hið sama ætti ef umrædd netföng og símanúmer væru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hefðu verið birt með lögmætum hætti.<br /> <br /> Í tölvupóstssamskiptum milli Sjúkratrygginga og Cosan sem hafa verið afhent kæranda koma fram upplýsingar um það sem virðist vera einkanetföng tveggja af bæklunarskurðlæknum Cosan, sbr. meðal annars tölvupóstur Cosan til Sjúkratrygginga frá 27. maí 2023, og verður réttur kæranda til aðgangs að þessum netföngum í ferilskránum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að hagsmunir umræddra einstaklinga af því að ekki sé heimilaður aðgangur að upplýsingum um einkasímanúmer og einkanetföng vegi þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti. Að öðru leyti telur nefndin vandséð að einkahagsmunum þeirra sem gögnin varða sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður kæranda veittur aðgangur að umræddum gögnum þó með þeim hætti að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og einkasímanúmer, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.3. Skjöl um gæði þjónustu og meðhöndlun fylgikvilla aðgerða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var tiltekið að bjóðendur skyldu leggja fram greinargerð með upplýsingum um gæði þjónustunnar, nánar tiltekið hvernig bjóðandi hygðist uppfylla gæði og öryggi í þjónustunni, hvernig fylgst yrði með gæðum með almennum og sértækum gæðavísum ásamt skráningu. Þá átti greinargerðin að geyma lýsingu á því hvernig yrði brugðist við hugsanlegum fylgikvillum aðgerðar. Cosan lagði fram upplýsingar um þessi atriði með tilboði sínu, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 4 og 5 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Í gögnunum er að finna upplýsingar um verklag og innra skipulag Cosan í tengslum við framkvæmd liðskiptaaðgerða auk upplýsinga um hvernig félagið hugðist bregða við hugsanlegum fylgikvillum eftir aðgerðir. Þessar upplýsingar varða lýsingu á sérhæfðum starfsaðferðum sem geta að mati úrskurðarnefndarinnar talist til virkra viðskiptahagsmuna félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda að gögnunum kunni að valda Cosan tjóni. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að umræddum gögnum samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.4. Klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga, […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þessi gögn. Í skjalinu sem varða klínískt gæðaskor er að finna svokallað „Harris hip score“ sem er matsblað þar sem hreyfigeta einstaklings er metin til stiga af lækni eða sjúkraþjálfara út frá nokkrum þáttum. Þá er í skjalinu einnig að finna matsblöð og spurningarlista sem sjúklingum virðist ætlað að fylla út. Í dagbók gerviliðasjúklinga er að finna upplýsingar um hvað sjúklingur þurfi að hafa í huga á aðgerðardegi og eftir aðgerð og útskrift og ber skjalið með sér að það sé afhent sjúklingum fyrir aðgerðir.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru þær upplýsingar sem koma fram í umræddum skjölum fyrst og fremst almenns eðlis auk þess sem sumar upplýsingarnar myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi má nefna að fyrrnefnt „Harris hip score“ er aðgengilegt á veraldarvefnum í mjög sambærileg mynd og það sem birtist í framangreindu skjali. Að þessu gættu og að virtu efni gagnanna að öðru leyti er vandséð að hagsmunum Cosan yrði hætta búin þótt kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.5. Samningur við þriðja aðila um sjúkraþjálfun</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var fyrrgreindur samstarfssamningur félagsins við tiltekna sjúkraþjálfunarstofu, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 9 í kafla 1 hér að framan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samningsins. Í samningnum er mælt fyrir um tiltekna þjónustu sem umrædd sjúkraþjálfunarstofa skuldbatt sig til þess að veita sjúklingum Cosan fyrir og eftir aðgerðir á vegum félagsins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lýtur umræddur samningur að því hvernig Cosan hugðist útfæra þjónustu sína á grundvelli samstarfs við þriðja aðila. Þá verður ekki ráðið að gert hafi verið að skilyrði samkvæmt útboðsskilmálum að bjóðendur hefðu í gildi samstarfssamning við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Í þessu samhengi skal á það bent að við meðferð útboðsins barst Sjúkratryggingum fyrirspurn nr. 6 þar sem sérstaklega var spurt um af hverju slíkt skilyrði væri ekki gert í útboðinu.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og að virtu efni samningsins er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að því. Er í því sambandi m.a. litið til þess að um er að ræða samning milli Cosan og þriðja aðila, sem ekki var skilyrtur þáttur í tilboði og samningi Cosan og Sjúkratrygginga. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að skjalinu samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.3. Tölvupóstssamskipti, ársreikningur og yfirlýsing</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að leysa úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilteknum tölvupóstssamskiptum milli Cosan og Sjúkratrygginga, ársreikningi Cosan og yfirlýsingu löggilts endurskoðanda félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 10-12 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Sjúkratryggingar afhentu kæranda hluta fyrrgreindra tölvupóstssamskipta með bréfi 12. júní 2023 þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í tölvupóstum 9., 13. og 15. mars 2023 frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga. Með bréfi 14. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar kæranda tvo aðra tölvupósta frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga sem báðir voru sendir 9. mars 2023 en synjuðu að afhenda fylgigögnin með þessum póstum. Fylgigögnin voru annars vegar ársreikningur Cosan fyrir árið 2021 og hins vegar yfirlýsing frá löggiltum endurskoðanda félagsins. Umrædd gögn voru send í kjölfar beiðni Sjúkratrygginga til Cosan þar sem óskað var eftir gögnum frá félaginu til að sýna fram á fjárhagslegt hæfi þess væri tryggt.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir fer um aðgang kæranda að þeim upplýsingum sem var strikað yfir í fyrrgreindum tölvupóstum eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þessara upplýsinga. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær upplýsingar sem strikað var yfir í tölvupóstunum og er að mati nefndarinnar ekkert sem þar kemur fram þess eðlis að telja verði að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem strikað hefur verið yfir í tölvupóstunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefndin einnig kynnt sér yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan og ársreikning félagsins fyrir reikningsárið 2021.<br /> <br /> Í yfirlýsingu löggilts endurskoðanda, dags. 8. mars 2023, […]. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í þessari yfirlýsingu þess eðlis að það varði mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins með þeim hætti að það skuli af þeim sökum fara leynt gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ársreikningi félagins fyrir árið 2021 koma fram upplýsingar […]. Ekki verður séð að ársreikningnum hafi verið skilað til ársreikningaskrár en ekki falla öll samlagsfélög undir gildissvið laga um ársreikninga, nr. 3/2006, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna. Með hliðsjón af þeim viðskiptaupplýsingum sem fram koma í ársreikningnum sem ekki verður séð að hafi komið fram annars staðar og tengjast aðeins með óbeinum hætti vali Sjúkratrygginga á viðsemjanda í umræddu tilboði telur úrskurðarnefndin rétt að leggja til grundvallar að rétt hafi verið, á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsinglaga með vísan til viðskiptahagsmuna Cosan, að hafna því að veita aðgang að þessu gagni.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.4. Samningur Sjúkratrygginga og Cosan og fylgiskjal II með þeim samningi</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingar gerðu samning við Cosan á grundvelli tilboðs félagsins en meðfylgjandi samningnum voru tvö fylgiskjöl. Með svari sínu til kæranda 12. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar honum samninginn þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í 8. gr. samningsins auk allra upplýsinga sem komu fram í fylgiskjali II með samningnum, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 13 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Svo sem fyrr greinir fer um rétt kæranda til aðgangs að samningnum og umræddu fylgiskjali eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þeirra upplýsinga sem hefur verið strikað yfir í 8. gr. samningsins og fylgiskjalinu. <br /> <br /> Í umræddri 8. gr. samningsins koma fram upplýsingar sem eiga það sammerkt að varða framboðið verð Cosan fyrir þjónustuna, þar með talið upplýsingar um hvað er innifalið í aðgerð og hvað er undanskilið í gjaldskrá. Þá er í greininni að finna gjaldskrá samningsins þar sem fram koma upplýsingar um verð fyrir hverja aðgerð og enduraðgerð auk upplýsinga um verð fyrir innritunarviðtal vegna aðgerða. Í fylgiskjal II með samningnum koma fram tilteknar upplýsingar um hvernig ferli aðgerða er háttað hjá Cosan bæði fyrir og eftir aðgerð.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að hluti þess texta sem hefur verið afmáður úr 8. gr. samningsins er sá sami og kemur fram í þeim samningsdrögum sem Sjúkratryggingar birtu opinberlega við auglýsingu útboðsins. Á þetta við um þann hluta greinarinnar sem tiltekur hvað er innifalið í aðgerð, hvað er undanskilið í gjaldskrá og að umsamdar aðgerðir komi fram í gjaldskrá greinarinnar. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar þau einingarverð sem eru tilgreind í 8. gr. samningsins telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna að aðgangi að þeim upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar hafa birt opinberlega upplýsingar um framboðið verð Cosan vegna annars vegar liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerðar á hné. Jafnframt leggur nefndin til grundvallar í máli þessu að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um þá álagsprósentu sem Cosan bauð í tilviki enduraðgerða, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan, en af henni verður ráðið hvert hafi verið framboðið verð félagsins í tilviki enduraðgerða.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Cosan hefur af að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í fylgiskjali II með fyrrnefndum samningi er það mat nefndarinnar að þær séu fyrst og fremst almenns eðlis. Að þessu gættu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í umræddu fylgiskjali verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.5. Tölvupóstar frá fulltrúa Ledplastikcentrum og tilboðsgögn félagsins</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum milli Ledplastikcentrum og Sjúkratrygginga og tilboðsgögnum félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 14-22 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið sendu Sjúkratryggingar tölvupóst til lögmanns kæranda 14. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram, í samhengi við beiðni kæranda um aðgang að tilboðsgögnum annarra bjóðenda en Cosan, að stofnunin myndi væntanlega leita eftir afstöðu annarra bjóðenda bærist henni ítrekun á þeim hluta beiðninnar og nánari rökstuðningur. Af hálfu nefndarinnar þykir rétt að benda á að í beiðni kæranda kom fram að óskað væri eftir aðgangi að tilboðsgögnum annarra bjóðenda og var beiðnin í samræmi við 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að sá sem fari fram á aðgang að gögnum þurfi að rökstyðja þá beiðni sérstaklega.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrgreind tölvupóstssamskipti. Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umræddum samskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að hagsmunir Ledplastikcentrum skaðist ef kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang kæranda að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum er þess að gæta að félagið hefur ekki látið í ljós andstöðu sína við að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum þess. Þá er í umsögn Sjúkratrygginga aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþeginn upplýsingarétti kæranda. Á hinn bóginn er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar mátu tilboð Ledplastikcentrum ógilt og komst því ekki á samningur milli stofnunarinnar og félagsins í kjölfar hins kærða útboðs. Þá verður ekki séð að tilboðsgögnin séu til þess fallin að varpa nánari ljósi á hvernig staðið var að framkvæmd útboðsins. Í ljósi þessa verður að telja að kærandi hafi takmarkaða hagsmuni af aðgangi að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd tilboðsgögn. Í tilboðsblaði félagsins er, líkt og í tilviki Cosan, að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerð á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Jafnframt er þar að finna almennar upplýsingar um félagið og bæklunarskurðlækna þess. Loks kemur þar fram upplýsingar um verð Ledplastikcentrum í tilviki enduraðgerða og að félagið myndi meðhöndla tiltekna fylgikvilla án endurgjalds. <br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa, eins og fyrr segir, birt opinberlega upplýsingar um tilboðsverð Ledplastikcentrum. Þá er að mati nefndarinnar vandséð að hagsmunum félagsins sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að almennum upplýsingum um félagið og starfsmenn þess auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, um að ekki verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í tilboðsblaðinu, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar var greinargerð um Ledplastikcentrum á meðal fylgigagna tilboðs þess. Í greinargerðinni er meðal annars að finna almenna umfjöllun um bæklunarskurðlækna félagsins, reynslu þeirra og fyrri störf. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að hvorki hagsmunum Ledplastikcentrum né viðkomandi lækna sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þessum upplýsingum, sbr. einnig umfjöllun í kafla 2.2.2 hér að framan. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan er í umræddri greinargerð og öðrum tilboðsgögnum að finna ýmsar upplýsingar um innri starfsemi og innra skipulag Ledplastikcentrum, tækjabúnað og aðstöðu félagsins, teikningar af húsnæði félagsins og fleira. Að virtu efni þessara gagna og í ljósi þess að kærandi hefur takmarkaða hagsmuni af aðgangi að þeim verður leggja til grundvallar að hagsmunir Ledplastikcentrum af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt framagreindu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum upplýsingum í tilboðsblaði og greinargerð Ledplastikcentrum, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði, en að öðru leyti er ákvörðun Sjúkratryggingar staðfest hvað varðar synjun um aðgang að þessum gögnum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.6. Skjal með samanburði tilboða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að endingu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjali sem hefur að geyma samanburð Sjúkratrygginga á tilboðum, […]. Rétt þykir að geta þess að hvorki er fjallað um skjalið í svari Sjúkratrygginga við gagnabeiðni kæranda né í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar. Eins og atvikum er hér háttað verður þó að telja að úrskurðarnefndin hafi nægjanlegar forsendur til að leysa úr um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu enda koma þar að mestu leyti fram sömu upplýsingar og Sjúkratryggingar hafa þegar synjað kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Í skjalinu, sem er í excel-formi, er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæðir allra bjóðenda, fjölda aðgerða og álag vegna endurtekinna aðgerða. Þá koma fram í skjalinu upplýsingar um svigrúm Sjúkratrygginga til enduraðgerða og upplýsingar um kostnaðaráætlun stofnunarinnar.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir hafa Sjúkratryggingar birt opinberlega upplýsingar um tilboðsfjárhæðir bjóðenda og kostnaðaráætlun stofnunarinnar og verður aðgangur kæranda að þeim upplýsingum ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Stoðkerfi ehf. samþykkt að veita kæranda aðgang að gögnum sem hafa að geyma sömu upplýsingar og koma fram í skjalinu og sem varða félagið. Jafnframt verður réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í skjalinu varðandi tilboð Cosan ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan. Á hinn bóginn og með vísan til umfjöllunar í kafla 2.5 hér að framan verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, að því að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um álag félagsins og kostnað við enduraðgerðir, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um skjalið verður kæranda veittur aðgangur að skjalinu með þeim hætti að strikað skal yfir tilteknar upplýsingar í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.7. Ákvæði 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra gagna og upplýsinga sem Sjúkratryggingar synjuðu kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Að því er varðar vísun Sjúkratrygginga til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að umrædd gögn heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni hlutaðeigandi aðila ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umrædds ákvæðis, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita kæranda, Klíníkinni Ármúla ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Cosan slf., dags. 5. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.c með tilboði Cosan slf.: Ferilskrá […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 12 með tilboði Cosan slf.: Klínískt gæðaskor</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 13 með tilboði Cosan slf.: Dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 9. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, tölvupósti 13. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, sendur klukkan 9:55, og tölvupósti 15. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan slf. um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Cosan slf., dags. 30. mars 2023, og fylgiskjali II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga Íslands og svarpósti stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum Íslands til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Ledplastikcentrum […].</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum […]</li> <li style="text-align: justify;">Tilboði og tilboðsgögnum Stoðkerfa ehf. […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands 6. mars 2023 til Stoðkerfis ehf. og tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. 8. sama mánaðar til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 6. mars 2023, tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 9. mars 2023, tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 13. mars 2023 og tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 14. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Skjali auðkennt með rafræna skráarheitinu „Samanburður tilboða liðskiptaaðgerðir“ […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá er Sjúkratryggingum Íslands skylt að veita kæranda aðgang að fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., ferilskrá […], fylgiskjali 2.b, ferilskrá […], og fylgiskjali 2.d, ferilskrá […] þó þannig að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands, dags. 12. og 14. júní 2023, staðfestar.</p> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1232/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um gögn sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings. Kærandi taldi að ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðnina við gagn sem varð til eftir að ákvörðunin var tekin. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við hvernig ráðuneytið hefði afmarkað beiðnina. Þá taldi nefndin ljóst að afgreiðsla ráðuneytisins hefði ekki falið í sér synjun beiðni kæranda. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1232/2024 í máli ÚNU 24100018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. október 2024, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, ófullnægjandi afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 24. september 2024, lagði kærandi fram eftirfarandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Fréttastofa óskar eftir að fá afhent öll gögn; samskipti, álitsgerðir og minnisblöð, sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta brottvísun […] fyrr í þessum mánuði.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Kæranda barst svar frá ráðuneytinu 8. október 2024. Í svarinu kom fram að ekki lægju fyrir álitsgerðir eða minnisblöð í málinu. Meðfylgjandi svarinu væru hins vegar skráð samskipti milli dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra, sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutnings 16. september 2024.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, vísaði kærandi til þess að í Heimildinni, sem kom út þann sama dag, væri fjallað um tölvupóst sem ríkislögreglustjóri hefði sent 16. september 2024. Sá tölvupóstur hefði ekki verið á meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent 8. október 2024. Kærandi óskaði eftir skýringum á því sem og aðgangi að tölvupóstinum. Svari ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, fylgdi afrit af tölvupóstinum. Í svarinu kom fram að tölvupósturinn hefði ekki legið fyrir við ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutningsins. Þar sem í beiðni kæranda hefði verið óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðuninni hefði ráðuneytið ekki afmarkað beiðni kæranda við tölvupóstinn, þar sem hann hafði ekki verið sendur þegar ákvörðunin var tekin.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kveður kærandi að ráðuneytið hafi mátt vita hvaða gögnum óskað væri eftir og að beiðni kæranda hafi verið túlkuð þröngt og að með afgreiðslu sinni hafi ráðuneytið ekki sinnt þeirri leiðbeiningarskyldu sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá telur kærandi að uppi sé álitamál um hvort ekki megi fella tölvupóst ríkislögreglustjóra undir fyrirspurn kæranda frá 24. september 2024 þar sem í honum séu upplýsingar um aðdraganda þess að brottflutningi var frestað, m.a. um símtöl þingmanns og ráðherra sem ekki höfðu áður komið fram.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 15. nóvember 2024. Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 18. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings […] og fjölskyldu hans.<br /> <br /> Ágreiningur í málinu lýtur að því hvort ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðni kæranda um gögn sem urðu til eftir að ákvörðun um frestunina hafði verið tekin. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda hafi verið skýr og að ráðuneytinu hafi verið rétt að ætla að óskað væri eftir gögnum sem fyrir lágu hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun um brottvísun var tekin. Því er ekki ástæða til að gera athugasemd við þá afmörkun gagna sem ráðuneytið lagði til grundvallar í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum og synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin telur ljóst að afgreiðsla dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðninnar. Þannig liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt framangreindu lagaákvæði. Verður kæru í málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 29. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1231/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu ríkissaksóknara á beiðni um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari hafnaði beiðninni og kvað að hjá embættinu lægi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu væri ekki skylt að útbúa slíkt gagn á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa að slíkt gagn eða gögn lægju ekki fyrir. Þá taldi nefndin að embættinu væri óskylt að útbúa slíkt gagn. Var ákvörðun ríkissaksóknara því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1231/2024 í máli ÚNU 24100007.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. október 2024, kærði […] synjun ríkissaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkissaksóknara, dags. 22. júlí 2024, vísaði kærandi til þess að samkvæmt tölfræði á vef lögreglunnar hefðu árlega að meðaltali borist 175 kærur vegna nauðgunar árin 2011 til 2021. Frá lögreglunni hefði kærandi fengið þær upplýsingar að um 100 þeirra hefðu verið sendar ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákæru. Kærandi óskaði eftir svörum við því hve margar kærur hefðu leitt til málshöfðunar, hve margar hefðu leitt til dómsuppkvaðningar, hve margar hefðu leitt til jákvæðrar niðurstöðu fyrir viðkomandi kæranda og hvort merki sæjust um breytingar allra síðustu ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari svaraði erindi kæranda 5. september 2024. Í svarinu kom fram að þar sem það væri mjög mikil vinna að taka saman þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir væri ekki hægt að svara fyrirspurn hans.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kom fram að kærandi ætlaði að nota þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í grein eða umfjöllun um þær. Upplýsingarnar ættu erindi við alla landsmenn sem og starfsmenn ríkissaksóknara. Þar sem dómsmál næðu oft yfir einhver ár áður en þeim lyki endanlega væri best að fá yfirlit yfir allmörg ár til þess að fá góða heildarmynd af málefninu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkissaksóknara með erindi, dags. 14. október 2024, og embættinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ríkissaksóknari afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara barst úrskurðarnefndinni 8. nóvember 2024. Í umsögninni kom fram að hjá ríkissaksóknara lægju ekki fyrir gagn eða gögn þar sem teknar væru saman upplýsingar um hve margar kærur í nauðgunarmálum, þ.e. vegna brota gegn ákvæðum 194. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, á árunum 2011–2021, hefðu leitt til útgáfu ákæru eða um hverjar dómsniðurstöður hefðu verið í þeim málum þar sem ákæra var gefin út.<br /> <br /> Ríkissaksóknari hefði aðgang að málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds og gæti tekið saman umbeðnar upplýsingar með skoðun á upplýsingum og gögnum sem vistuð væru í því kerfi. Þær upplýsingar væri hins vegar ekki hægt að kalla fram í kerfinu með einfaldri leit heldur krefðist það yfirferðar og vinnslu á gögnum í kerfinu, þar á meðal uppflettinga og greininga á skjölum þeirra mála sem beiðni kæranda lyti að, sem skiptu tugum hvert ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari liti svo á að upplýsingar og gögn vistuð í málaskrárkerfinu vegna rannsókna á brotum gegn 194. gr. almennra hegningarlaga vörðuðu rannsókn sakamáls eða saksókn í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvæði upplýsingalaga ættu því ekki við um slíkar upplýsingar og gögn. Samandregið teldi ríkissaksóknari hvorki að fyrir væri að fara rétti kæranda til afhendingar á umbeðnum upplýsingum né að embættinu skyldi gert að útbúa gagn með þeim.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til ríkissaksóknara um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari kveður að hjá embættinu liggi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu sé ekki skylt að útbúa slíkt gagn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu ríkissaksóknara að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir liggi ekki fyrir í vörslu embættisins. Þá telur nefndin að með hliðsjón af kæru til úrskurðarnefndarinnar, þar sem kærandi kvaðst vilja fá afhent yfirlit til að fá heildarmynd af málefninu, hafi beiðni kæranda til ríkissaksóknara ekki falið í sér ósk um aðgang að gögnum sem innihalda umbeðnar upplýsingar til að hann gæti sjálfur tekið saman svör við spurningum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er ekki hægt að kalla fram svör við spurningum kæranda með einföldum aðgerðum í málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds, heldur þyrfti að fara ítarlega yfir og greina fjölda mála yfir mörg ár. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að ríkissaksóknara sé ekki skylt að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðið gagn eða gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ríkissaksóknara í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest hin kærða ákvörðun ríkissaksóknara.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkissaksóknara, dags. 5. september 2024, að synja beiðni […], er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1230/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var upplýsinga frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal væri skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Úrskurðarnefndin fór yfir gögn málsins og taldi að samskipti kæranda við sýslumannsembættið væru hluti af máli sem varðaði þinglýsingu. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um þinglýsingu. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1230/2024 í máli ÚNU 24080011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf sem orðið hefði á afgreiðslu erindis hans til Sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærandi beindi erindi til embættisins 4. ágúst 2022 og ítrekaði það 21. júní árið eftir. Erindið hljóðaði svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ég óska eftir að fá skriflega og ítarlega útskýringu á því hvers vegna afsali (sic.) frá 1920 […] er skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign mína […]. Til hverra er þessi yfirlýsing o.s.frv. skv. lögum nr. 39/1978 og reglugerð 405/2008.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í kæru er rakið að í lok júlí 2022 hafi rúmlega 100 ára gömlu afriti úr afsals- og veðmálabók Sýslumannsins á Ísafirði verið þinglýst á fasteign kæranda sem eignarheimild manns sem þá hafi verið látinn í hartnær 70 ár. Kærandi hefði frétt af þessari ákvörðun embættisins fyrir tilviljun og í kjölfarið óskað upplýsinga um hana. Kærandi hefði enn ekki fengið fullnægjandi svör við erindi sínu frá 4. ágúst 2022.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sýslumanninum á Vestfjörðum með erindi, dags. 13. ágúst 2024. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var skorað á embættið að afgreiða erindi kæranda, en ellegar afhenda nefndinni þau gögn sem kæran lýtur að ásamt umsögn embættisins um málið.<br /> <br /> Viðbrögð Sýslumannsins á Vestfjörðum bárust úrskurðarnefndinni 22. ágúst 2024. Í erindi embættisins kemur fram að kærandi hafi átt í töluverðum samskiptum við embættið. Vilji kæranda standi til að það skjal sem óskað er upplýsinga um í málinu verði afmáð úr þinglýsingabók. Á tveimur fundum kæranda með embættinu hafi þeirri spurningu sem birtist í tölvupósti kæranda 4. ágúst 2022 verið svarað.<br /> <br /> Erindi Sýslumannsins á Vestfjörðum til úrskurðarnefndarinnar fylgdu ýmis gögn. Meðal þeirra eru í fyrsta lagi erindi embættisins til kæranda, dags. 29. júlí 2022, þar sem kröfu um afmáningu skjals úr þinglýsingabók er hafnað. Í öðru lagi eru samskipti frá lokum desember 2023 varðandi fyrirspurn kæranda frá 4. ágúst 2022, þar sem kæranda er bent á að embættið geti ekki úrskurðað um eignarhald á fasteignum og að hann geti höfðað eignardómsmál til að fá skorið úr því. Í þriðja lagi eru samskipti kæranda við embættið frá maí 2024, þar sem óskað er eftir upplýsingum úr dagbók þinglýsinga. Í fjórða lagi er beiðni kæranda um nýja ákvörðun embættisins um kröfu kæranda um afmáningu skjals úr þinglýsingabók.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í málinu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal sé skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Af hálfu sýslumannsembættisins hefur komið fram að vilji kæranda standi til að afsalið verði afmáð úr þinglýsingabók. Þau gögn sem liggja fyrir í málinu benda ekki til annars en að sú staðhæfing sé rétt.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið vísi til þeirra starfa sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, þar á meðal skiptastjóra, sem töldust til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Í réttarfarslöggjöfinni sé ráð fyrir því gert að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og sé því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögn málsins og er það mat nefndarinnar að samskipti kæranda við sýslumannsembættið séu hluti af máli sem varðar þinglýsingu. Með vísan til þess hvernig gildissvið upplýsingalaga er afmarkað samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin því að rétt sé að vísa kæru í máli þessu frá nefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 7. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1229/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu forsætisráðuneytis um ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var byggð á því að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, næði réttur almennings ekki til aðgangs að slíkum gögnum. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi að þau féllu undir framangreint ákvæði upplýsingalaga. Var ákvörðun forsætisráðuneytis því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1229/2024 í máli ÚNU 23100020.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 16. október 2023 lagði […] fréttamaður þrjár fyrirspurnir frá fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir forsætisráðuneyti. Þær voru svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <ol> <li>Hversu oft hafa ráðherrar leitað til forsætisráðherra frá árinu 2018 til að fá ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra? Ef einhver skipti, er óskað eftir að fá þær beiðnir afhentar og niðurstöðu ráðuneytisins.</li> <li>Hver var kostnaður við blaðamannafund leiðtoga ríkisstjórnarinnar á laugardag, sundurliðaður.</li> <li>Kom forsætisráðuneytið að kostnaði að ferð þingflokka ríkisstjórnarinnar til Þingvalla á föstudag? Ef já, hver var sá kostnaður, sundurliðaður?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Svar ráðuneytisins barst kæranda 26. október sama ár. Í svari við spurningu nr. 1. segir að á tímabilinu hafi verið leitað sjö sinnum til forsætisráðuneytisins af hálfu ráðherra, eða fyrir þeirra hönd, um ráðgjöf á túlkun siðareglna ráðherra. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafi að geyma ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna. Því sé ekki hægt að afhenda gögn tengd þessari ráðgjöf. Þá hafi á tímabilinu hafi borist ein umsókn um aukastarf ráðherra. Um sé að ræða beiðni þáverandi forsætisráðherra vegna samnings um útgáfu skáldsögu. Undanþága fyrir það aukastarf hafi verið veitt 12. ágúst 2022 og séu upplýsingar um það birtar á vef Stjórnarráðsins. Í svari við spurningu nr. 2 segir að bókfærður kostnaður forsætisráðuneytisins vegna blaðamannafundarins sé 84.000 kr. sem skiptist í kostnað við ljósmyndara (65.000 kr.) og blómaskreytingar (19.000 kr.). Og í svari við spurningu 3 segir að forsætisráðuneytið hafi greitt fyrir hádegisverð þingmanna stjórnmálaflokkanna á Þingvöllum, kr. 128.340.<br /> <br /> […] kærði afgreiðslu ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál degi síðar, eða 27. október 2023.<br /> <br /> Í tilefni af kærunni beindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál erindi til forsætisráðuneytis 31. október 2023 og veitti ráðuneytinu færi á að skila nefndinni umsögn um kæruna. Þá var með sama erindi óskað eftir að nefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Svar forsætisráðuneytisins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 14. nóvember 2023. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að það líti svo á að af þremur fyrirspurnum kæranda hafi tveimur þeirra (spurningum nr. 2 og 3) verið svarað að fullu, og því verði í umsögninni aðeins fjallað um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrstu spurningu kæranda (spurningu nr. 1). Afgreiðslu sína á þeim þætti málsins skýrir ráðuneytið síðan með eftirfarandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Það ákvæði sem synjun ráðuneytisins um aðgang að gögnum um ráðgjöf um siðareglur byggir á kom inn í upplýsingalög með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, með síðari breytingum. […] Í vinnu við gerð frumvarpsins var m.a. horft til tilmæla sem sett voru fram í úttektarskýrslu GRECO, samtaka ríka Evrópuráðsins gegn spillingu, á vörnum gegn spillingu á Íslandi og tók til æðstu handhafa framkvæmdarvalds frá mars 2018. Þar kemur fram það mat að mikilvægt sé fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds að hafa aðgang að ráðgjöf í trúnaði þegar kemur að túlkun siðareglna. […] Það sjónarmið sem liggur að baki ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um ráðgjöf í tengslum við siðareglur ráðherra er að hætta er á því að æðstu handhafar framkvæmdarvalds leiti ekki ráðgjafar ef þeir vita að upplýsingarnar gætu orði opinberar. […] Er áréttuð sú afstaða forsætisráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Hinn 19. nóvember 2023 gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að tjá sig um umsögn forsætisráðuneytis í málinu. Svör bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Eins og fyrr segir lýtur kæra málsins, dags. 27. október 2023, að afgreiðslu forsætisráðuneytis, dags. 26. sama mánaðar, á erindi sem kærandi hafði beint til ráðuneytisins og fól í sér ósk um svör við tilteknum fyrirspurnum annars vegar og ósk um afhendingu gagna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera beiðni um synjun um aðgang að gögnum á grundvelli laganna undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Það leiðir af afgreiðslu forsætisráðuneytisins, dags. 26. október 2023, að ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að beiðnum ráðherra til forsætisráðherra frá árinu 2018 um ráðgjöf um túlkun siðareglna og um aðgang að niðurstöðum forsætisráðuneytisins vegna þeirra. Að öðru leyti svaraði ráðuneytið fyrirspurnum kæranda í málinu. Í málinu kemur því einvörðungu til úrskurðar hvort kærandi eigi samkvæmt upplýsingalögum rétt á að fá afhentar beiðnir ráðherra um ráðgjöf um túlkun siðareglna og niðurstöður ráðuneytisins vegna þeirra beiðna frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023, en þá lagði kærandi beiðni sína fram.<br /> <br /> Forsætisráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sjö mála sem falla undir það tímabil sem beiðni kæranda um gögn lýtur að og falla efnislega undir beiðni hans. Gögn málanna fela annars vegar í sér fyrirspurnir til forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna fyrir ráðherra sem settar hafa verið á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni hins vegar. Öll gögn þeirra mála sem um ræðir og falla undir kæruefni málsins varða þannig könnun á stöðu ráðherra gagnvart siðareglum sem um þá gilda og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur „upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Tilvitnuð regla var lögfest með gildistöku laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, nánar tiltekið með 5. gr. breytingalaganna. Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur m.a. fram að með því sé lagt til að „búið verði þannig um hnútana að æðstu handhafar ríkisvalds geti leitað ráðlegginga um túlkun á siðareglum í trúnaði“. Í skýringunum við 5. gr. frumvarpsins er jafnframt tekið fram að horft hafi verið til þess að „líkur standa til að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur í stjórnsýslunni kunni að veigra sér við því að leita sér ráðgjafar um siðferðileg málefni ef til þess getur komið að upplýsingar um það birtist almenningi. Því [sé] lagt til að við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður um að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Í tilvitnuðu ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga felst samkvæmt framangreindu að gögn sem geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna til þeirra sem starfa í stjórnsýslunni falla utan við upplýsingarétt almennings. Með hliðsjón af markmiðum ákvæðisins verður orðalag þess ekki túlkað svo þröngt að undir undantekninguna falli einvörðungu gögn sem geyma beina ráðgjöf forsætisráðuneytisins heldur verður einnig að fella undir undantekninguna gögn þar sem ósk um ráðgjöfina kemur fram.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt orðalagi sínu er undanþágan í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þannig fram sett að ekki þarf að framkvæma mat um mikilvægi þeirra upplýsinga sem fram koma í þeirri ráðgjöf sem um ræðir hverju sinni. Stjórnvöld geta hins vegar, sé það ekki óheimilt vegna annarra lagareglna, svo sem um þagnarskyldu, valið að afhenda gögn sem geyma upplýsingar af þessu tagi umfram skyldu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í skýringum forsætisráðuneytisins í málinu hefur komið fram að það leggi áherslu á að fylgja reglu 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga í málinu, og afhenda ekki umbeðin gögn, þar sem um sé að ræða ráðgjöf um siðareglur sem beint er að æðstu handhöfum framkvæmdarvalds.<br /> <br /> Í áður tilvitnuðum skýringum við 5. gr. laga nr. 72/2019, en með því lagaákvæði var umræddur 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga lögfestur eins og fyrr greinir, er tekið fram að „takmörkunina [beri] að skýra þröngt eins og aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings“ og jafnframt að „[því] yrði henni ekki beitt í tilvikum þar sem ráðgjöf varðar minni háttar álitamál um túlkun siðareglna eða þegar verulegir almannahagsmunir [krefjist] þess að almenningur geti kynnt sér upplýsingar um ráðgjöf. [Þurfi] því hverju sinni að fara fram mat á því hvort ástæða sé til að beita undanþágu 5. gr. frumvarpsins, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.“<br /> <br /> Í þessum skýringum virðist ráðgert að stjórnvöld framkvæmi mat um það hvers eðlis ráðgjöf þeirra um siðareglur er, í þeim tilvikum sem óskað sé aðgangs að slíkum gögnum, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalögin sjálf gera, samkvæmt orðalagi sínu, ekki ráð fyrir neinu öðru mati stjórnvalda um afhendingu gagna sem falla undir 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna heldur en leiðir af 11. gr. upplýsingalaganna. Sem fyrr segir hefur forsætisráðuneytið tekið þá afstöðu að umbeðin gögn skuli ekki birt á grundvelli heimildar í því lagaákvæði.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu verður synjun forsætisráðuneytisins á að afhenda kæranda gögn sjö mála um ráðgjöf ráðuneytisins vegna siðareglna ráðherra frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023 staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun forsætisráðuneytis, dags. 26. október 2023, um að synja beiðni kæranda, […], dags. 16. október 2023, um afhendingu á gögnum um ráðgjöf vegna siðareglna ráðherra, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1228/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kærenda hefði verið afmörkuð og þröngt og að þar með hefði ekki verið tekin afstaða til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1228/2024 í máli ÚNU 23080018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 22. ágúst 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […]. Samkvæmt kærunni beindu […] gagnabeiðni til formanns […]ráðs […] 13. júlí 2023. Beiðni þeirra væri enn ósvarað.<br /> <br /> Beiðni kærenda til formanns ráðsins var svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Við óskum eftir öllum gögnum sem þú hefur verið með aðgang að um þau mál sem við leituðum til þín með sem formanns […]ráðs.<br /> <br /> […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 4. október 2023. Umsögn […]skrifstofu […] barst úrskurðarnefndinni 3. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi ekki undir höndum önnur gögn sem heyra undir beiðnina en þau sem kærendur sendu honum og fylgdu með kærunni til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Þá kemur fram að formaður ráðsins hafi vísað kærendum til formanns […]ráðs, sem m.a. hafi eftirlitshlutverk vegna starfsemi skrifstofu […]sviðs. Jafnframt hafi formaðurinn bent kærendum á að málið væri utan verksviðs […]ráðs. Þá hafi á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 farið fram kynning […]sviðs á verkferlum […]. Í þeirri kynningu hafi ekki verið fjallað um einstök mál.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að formaður […]ráðs hafi tjáð kærendum að bæði hann og formaður […]ráðs hafi gengið á eftir upplýsingum frá […] og spurst fyrir um framgang og rannsókn þess máls sem kærendur hefðu vakið athygli þeirra á. Formaður […]ráðs hafi hins vegar tjáð kærendum að hann hefði ekki sent neinar fyrirspurnir vegna málsins. Kærendur telji ljóst að allar munnlegar fyrirspurnir eða upplýsingar sem hann fær með öðrum hætti eigi að skrá samkvæmt upplýsinga- og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs. Af því tilefni ber að taka fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Af beiðni kærenda um gögn til formanns […]ráðs […] og kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum sem formaður umrædds ráðs hefur haft aðgang að […]. Í þessari afmörkun felst að undir beiðni kærenda falla annars vegar möguleg gögn sem tengjast erindi þeirra til formanns ráðsins og hann hefur sent, aflað eða fengið afhent innan […] í tengslum við mál kærenda beint og hins vegar sem hann hefur fengið afhent sem fulltrúi í […]ráði í tengslum við erindi kærenda til hans eða vegna vinnu sem fram hefur farið við þá verkferla sem kærendur vísa til. Í hinu síðastgreinda felst að undir beiðnina geta meðal annars fallið gögn sem lögð hafa verið fyrir […]ráð og nefndarmenn, þar á meðal formaður ráðsins, hafa haft aðgang að.<br /> <br /> Í upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs 31. október 2022 kom fram að kærendur teldu mikilvægt að ráðið kæmi að gerð nýrra verkferla sem […]svið ynni að. Í umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar kom fram að á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 hefði farið fram almenn kynning á verkferlum […]. Þá kemur fram í fundargerð ráðsins af fundi 9. febrúar 2023 á vef […] að verkferlarnir hafi verið til umræðu.<br /> <br /> Af umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að beiðni kærenda hafi aðeins verið afmörkuð við gögn sem formaður […]ráðs hefði undir höndum. Hins vegar er ljóst samkvæmt framangreindu að beiðni kærenda var víðtækari en svo þar sem hún náði einnig til gagna sem formaðurinn hefði haft aðgang að vegna þeirra mála sem kærendur leituðu til hans með, þ.m.t. um vinnu við verkferla, og lægju e.t.v. fyrir annars staðar hjá […] en beinlínis í vörslu formannsins. Úrskurðarnefndin telur því að afgreiðslu […] hafi verið ábótavant að þessu leyti þar sem beiðnin hafi verið afmörkuð of þröngt og þar með hafi ekki verið tekin afstaða til réttar kærenda til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina, svo sem gögnum sem lögð voru fyrir fundi […]ráðs þegar verkferlar […] voru til umfjöllunar. Þykir því rétt að vísa beiðni kærenda aftur til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, þar sem afmörkun beiðni kærenda taki mið af framangreindum sjónarmiðum og lagt verði mat á rétt kærenda til aðgangs að viðkomandi gögnum frá tímabilinu 31. október 2022, þegar kærendur höfðu fyrst samband við formann […]ráðs, til 13. júlí 2023 þegar gagnabeiðni þeirra var lögð fram, á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni kærenda, […], dags. 13. júlí 2023, er vísað til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1227/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu Landspítala um uppflettingar í sjúkraskrá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að synjun um aðgang að tilteknu excel-skjali hefði ekki átt að byggjast á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann eða að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lytu þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Var því beiðni kæranda vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Beiðni um aðgang að bréfi til Persónuverndar var að auki vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að bréfi til embættis landlæknis var hins vegar staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1227/2024 í máli ÚNU 23110012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með kæru 16. nóvember 2023 kærði […] ákvarðanir Landspítala um synjun um afhendingu gagna.<br /> <br /> Með bréfi 19. apríl 2023 til Landspítalans rakti kærandi meðal annars að […]læknar á vegum […], sem einnig störfuðu á spítalanum, virtust hafa nýtt sér aðgang að sjúkraskrám spítalans til að fletta upp sjúklingum […]. Læknarnir hefðu svo sent smáskilaboð (SMS) til sjúklinganna, sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við og í nafni Landspítalans, til að beina þeim í viðskipti við sjálfa sig í þeim tilgangi að hafa af því fjárhagslegan ávinning.<br /> <br /> Í bréfinu setti kærandi fram tilteknar spurningar, meðal annars um hversu mörg skilaboð hefðu verið send út í nafni Landspítalans til sjúklinga […] þar sem þeim hefði verið vísað á […]. Jafnframt í hve mörgum tilfellum sameiginlegir starfsmenn spítalans og […] hefðu skoðað sjúkraskrár sjúklinga sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við í þeim tilgangi að senda þeim skilaboð. Þá óskaði kærandi eftir afhendingu log-skrár úr Heilsuveru eða öðrum haldbærum gögnum varðandi þetta atriði.<br /> <br /> Landspítalinn svaraði bréfi kæranda 3. maí 2023 og tók meðal annars fram að spítalinn myndi taka ábendingar kæranda til frekari skoðunar í gegnum eftirlitsnefnd spítalans um rafræna sjúkraskrá og bregðast við með viðeigandi hætti kæmi í ljós að uppflettingar starfsmanna hefðu ekki samræmst lögum eða gildandi verklagsreglum.<br /> <br /> Með tölvupósti 17. október 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir efnislegum svörum við fyrrgreindum spurningum og bárust svör frá Landspítalanum með bréfi 25. sama mánaðar. Í svörum Landspítala kom meðal annars fram að málinu hefði umsvifalaust verið vísað til eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Jafnframt að engin smáskilaboð af því tagi sem erindi kæranda lyti að hefðu verið send út í nafni Landspítalans en ábendingu, um að skilaboðakerfi Heilsugáttar spítalans hefði verið notað í þeim tilgangi, hefði umsvifalaust verið komið í viðeigandi rannsóknarfarveg hjá spítalanum. Í niðurlagi svarsins kom fram að Landspítalinn teldi sér hvorki heimilt að veita nánari upplýsingar um ætluð brot starfsmanna spítalans né að afhenda umbeðnar log-skrár eða önnur umbeðin gögn enda innihéldu gögnin persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans.<br /> <br /> Með tölvupósti 6. nóvember 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir eintökum af öllum smáskilaboðum sem hefðu verið send úr skilaboðakerfi spítalans án persónuupplýsinga. Landspítalinn hafnaði beiðninni með tölvupósti 13. sama mánaðar með vísan til fyrra svars spítalans.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landspítalanum með erindi 19. nóvember 2023 og var spítalanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Landspítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni 6. desember 2023. Henni fylgdi eitt skjal sem spítalinn taldi að kæran lyti að, en þar var nánar tiltekið um að ræða excel skjal með samanteknum upplýsingum […].<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingamiðlun um málefni sjúklinga til þriðja aðila sé óheimil nema á grundvelli samþykkis sjúklinga eða lagaheimildar. Sé það í samræmi við þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna sem kveðið sé á um í lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 og lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Umbeðin gögn tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Slíkar upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög og sé því rétt að nefndin vísi kærunni frá, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1131/2023. Jafnframt sé áréttað að til þess að unnt sé að afhenda afrit af öllum smáskilaboðum, sem send hafi verið á tilteknu tímabili, þurfi að afmá allar persónugreinanlegar upplýsingar sem þar komi fram og myndi það fela í sér vinnu við að útbúa nýtt skjal í skilningi upplýsingalaga en í 1. mgr. 5. gr. laganna komi fram að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn til að veita aðgang að.<br /> <br /> Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda 7. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda var sjónarmiðum Landspítalans mótmælt og þess einnig óskað að úrskurðarnefndin beindi fyrirspurn til Landspítalans um hvort til staðar væru önnur gögn um uppflettingar hjá spítalanum og hver væri afstaða hans til afhendingar slíkra gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti athugasemdir kæranda fyrir Landspítalanum með tölvupósti 3. janúar 2024 og fór þess á leit að spítalinn tæki afstöðu til athugasemdanna og sérstaklega þess hluta þeirra sem varðaði önnur gögn sem kynnu að liggja fyrir hjá spítalanum og heyrðu undir beiðni kæranda. Landspítalinn kom á framfæri frekari athugasemdum 9. sama mánaðar og kom þar meðal annars fram að engin önnur gögn væru til staðar en þau sem Landspítalinn hefði afhent úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í tölvupósti kæranda til úrskurðarnefndarinnar 11. janúar 2024 tók hann fram að samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd hefðu umbeðnar upplýsingar, um fjölda uppflettinga í sjúkraskrá og smáskilaboða, komið fram í bréfi 2. september 2023 frá Landspítalanum til Persónuverndar. Óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi samdægurs fyrirspurn til Landspítalans og óskaði eftir upplýsingum um hvort umrætt gagn lægi fyrir hjá spítalanum og hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að afhenda kæranda gagnið. Landspítalinn svaraði fyrirspurninni 17. janúar 2024. Í svarinu kom meðal annars fram að Landspítalinn teldi ekkert því til fyrirstöðu að veita aðgang að svari spítalans til Persónuverndar. Á hinn bóginn teldi spítalinn rétt að takmarka aðgang að hluta gagnsins á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða upplýsingar sem lytu að agamálum innan spítalans og málefnum starfsmanna.<br /> <br /> Landspítalinn afhenti kæranda fyrrgreint bréf og fylgiskjöl þess með tölvupósti 19. janúar 2024 þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu þar verið afmáðar. Tveimur dögum síðar sendi kærandi tölvupóst til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess að trúnaði yrði aflétt af umræddu gagni enda hefðu allar upplýsingar sem gætu haft þýðingu fyrir hann verið afmáðar. Þá kom fram í tölvupóstinum að kærandi teldi að umbeðnar upplýsingar kæmu fram í áliti eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem nefndin hefði skilað til Landspítalans.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 11. janúar 2024 til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tók kærandi fram að Landspítalinn hefði að öllum líkindum einnig sent bréf til embætti landlæknis þar sem umkrafðar upplýsingar kæmu fram. Með tölvupósti 17. sama mánaðar óskaði úrskurðarnefndin eftir að Landspítalinn tæki afstöðu til þessa atriðis sem og spítalinn gerði með tölvupósti 9. febrúar 2024.<br /> <br /> Í tölvupóstinum hafnaði Landspítalinn beiðni um afhendingu gagna sem spítalinn hefði sent til embættis landlæknis og rakti að gögnin hefðu verið afhent á grundvelli lögbundins eftirlitshlutverks embættisins, sbr. 1. mgr. 7. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Gögnin teldust vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og hefðu verið afhent á grundvelli lagaskyldu samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007. Einnig tók Landspítalinn fram að umrædd gögn vörðuðu málefni starfsmanna Landspítalans sem almenningur hefði ekki rétt til aðgangs að samkvæmt 1. málsl. 1 mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti 15. febrúar 2024 afhenti Landspítalinn úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Framangreind afstaða Landspítala var kynnt kæranda með tölvupósti 12. febrúar 2024 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda kom fram að bréfið gæti ekki fallið undir 7. gr. upplýsingalaga enda varðaði það ekki starfssamband Landspítalans og læknanna heldur stjórnsýslumál embættis landlæknis. Af sömu ástæðum gæti bréfið ekki fallið undir 8. gr. upplýsingalaga enda væri það hvorki ætlað til eigin nota Landspítalans né til undirbúnings eigin ákvörðunar hans. Þá hefði bréfið ekki verið útbúið vegna annarra lykta máls í skilningi 8. gr. og jafnframt verið afhent embætti landlæknis sem þriðja aðila.<br /> <br /> Með erindi 28. febrúar 2024 til Landspítala óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvaða gögn hefðu verið afhent embætti landlæknis. Þá óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort að tiltekið skjal, þ.e. álitsgerð eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, væri til og ef svo væri óskaði nefndin eftir afriti af skjalinu. Landspítalinn svaraði erindinu 11. mars 2024 og tók fram að eina skjalið sem hefði verið afhent embætti landlæknis hefði verið niðurstaða eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Þá tók Landspítalinn fram að niðurstaðan hefði alfarið snúið að starfsmannamáli þar sem nefndin sinnti innri endurskoðun fyrir spítalann í samræmi við 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Loks áréttaði Landspítalinn afstöðu sína um að bréfið félli undir 7. og 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin kynnti kæranda svar Landspítalans og kom kærandi á framfæri athugasemdum með tölvupósti 12. mars 2024. Í athugasemdum kæranda var rakið og rökstutt að álitsgerð eftirlitsnefndarinnar gæti hvorki fallið undir 7. né 8. gr. upplýsingalaga. Í samhengi við 7. gr. tiltók kærandi meðal annars að eftirlitsnefndin kæmi ekki sjálf að áminningu eða uppsögn starfsmanns. Þá mætti ráða af umsögn Landspítalans að álitsgerðin hefði verið nýtt í öðrum tilgangi en bara til að ráða úr málefnum tengdum vinnuréttasambandi starfsmanns og Landspítala. Jafnframt hefði kærandi engan áhuga á upplýsingum um vinnuréttarsamband Landspítalans og starfsmanns og það mætti því afmá slíkar upplýsingar úr bréfinu, svo lengi sem umkrafðar upplýsingar kæmu þar fram. Að því gefnu að fallist væri á að skjalið varðaði starfsmannamál Landspítalans krefðist kærandi þess til vara að álitsgerðin yrði einungis afhent að því leyti sem hún varpaði ljósi á umfang brota málsins, þ.e. fjölda skoðana á sjúkraskrám utan meðferðarferðarsambands og fjölda smáskilaboða úr skilaboðakerfi Landspítala á því tímabili sem tilgreint væri í kröfugerð en afmáð yrði út öll umfjöllun um starfsmannamál úr bréfinu.<br /> <br /> Með erindi 21. október 2024 til Landspítalans óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af erindisbréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem og hugsanlegum öðrum gögnum sem kynnu að varpa nánara ljósi á störf nefndarinnar. Landspítalinn svaraði erindinu 1. nóvember 2024 og afhenti nefndinni meðal annars afrit af erindisbréfi nefndarinnar og verklagsreglum hennar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum um uppflettingar tiltekinna starfsmanna Landspítalans í sjúkraskrám sjúklinga og smáskilaboðum sem send voru til sjúklinga í kjölfar umræddra uppflettinga.<br /> <br /> Rannsókn málsins og samskipti úrskurðarnefndarinnar við Landspítalann hafa leitt í ljós að þrjú tilgreind gögn spítalans falla undir beiðni kæranda, sem honum hefur verið hafnað um aðgang að í heild eða að hluta. Í fyrsta lagi excel skjal með upplýsingum […]. Skjalið er ódagsett en var afhent úrskurðarnefndinni um leið og hún fékk í hendur upphaflega umsögn spítalans í kærumáli þessu þann 6. desember 2023. Í öðru lagi bréf Landspítalans til Persónuverndar, dags. 2. september 2023 vegna ábendinga um ætlaðan óheimilan aðgang að sjúkraskrám. Afrit bréfsins fylgdi tölvupósti Landspítalans til úrskurðarnefndarinnar þann 17. janúar 2024. Fyrir liggur að kæranda hefur verið synjað um hluta af þessu skjali. Í þriðja lagi bréf Landspítala til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá. Nánar tiltekið er það bréf sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, fyrir hönd nefndarinnar, en um er að ræða nefnd sem starfar innan Landspítala. Afrit af þessu bréfi fylgdi tölvupósti Landspítala til úrskurðarnefndarinnar þann 15. febrúar 2024. Öll umrædd gögn hafa að geyma upplýsingar sem falla undir beiðni kæranda. Af þeim má ráða að þau hafi verið orðin til áður en kærandi lagði fram beiðnir um aðgang að gögnum hjá Landspítala 17. október og 6. nóvember 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu lýtur ágreiningur málsins að því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að (1) excel skjali sem Landspítalinn afhenti nefndinni með umsögn sinni 6. desember 2023, (2) bréfi sem Landspítali sendi Persónuvernd, dags. 2. september 2023, án yfirstrikana og (3) bréfi sem Landspítali sendi embætti landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi reisir rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar segir að sé þess óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> […] Þá hafa gögnin hvorki að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga né verður af öðrum ástæðum talið að þær varði beina og fyrirliggjandi lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. laganna, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fyrst verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál með umsögn sinni, 6. desember 2023. Umrætt skjal, sem er á excel-formi, er þrískipt (skjalið skiptist í þrjá svonefnda flipa). […]<br /> <br /> Í umsögn Landspítalans kemur fram að upplýsingar sem skjalið hefur að geyma tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Að mati Landspítalans falli slíkar upplýsingar úr sjúkraskrá ekki undir upplýsingalög og telji spítalinn því rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Af þessu tilefni skal tekið fram að lög nr. 55/2009 um sjúkraskrár ber almennt að skoða sem sérlög gagnvart almennari ákvæðum upplýsingalaga að því leyti sem þar eru lögfest ákvæði um rétt tiltekinna aðila til aðgangs að sjúkraskrám. Á hinn bóginn verður almennt að leggja til grundvallar að um rétt annarra aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá fari samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og laga um opinber skjalasöfn, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 960/2020. Í samræmi við þetta verður að leggja til grundvallar að kæru málsins, hvað varðar aðgang að umræddu skjali, sé réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og þarf í þeim efnum ekki að taka afstöðu til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist til sjúkraskrárupplýsinga í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 55/2009.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum hefur spítalinn ekki aðeins byggt á því að um sé að ræða aðgang að sjúkraskrá sem ekki heyri undir úrskurðarnefndina, heldur einnig á því að um sé að ræða „persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans“, sbr. svör spítalans við erindi kæranda dags. 25. október 2023, og að þær falli undir ákvæði laga um þagnarskyldu, sbr. umsögn spítalans til úrskurðarnefndarinnar í málinu dags. 6. desember 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að í öðrum og þriðja flipa skjalsins („samantekt í pivot“ og „Export Worksheet“) eru tilgreind nöfn og kennitölur sjúklinga […] Upplýsingar í þessum tveimur flipum eru að umtalsverðu leyti upplýsingar sem almennt teljast háðar takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Undir slíkar upplýsingar falla m.a. upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1131/2023. Aðrar upplýsingar í excel skjalinu tengjast hins vegar ekki einstökum sjúklingum. […] Af því leiðir að synjun um aðgang að umræddu excel skjali varð hvorki með réttu byggð á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann sem falli undir lög nr. 55/2009 né því einvörðungu að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lúti þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Landspítalinn hefur samt sem áður einvörðungu byggt synjun sína um aðgang að umræddu skjali á slíkum röksemdum. Verður samkvæmt því að telja að synjun Landspítalans á aðgangi að excel skjalinu hafi ekki verið reist á réttum lagagrundvelli.<br /> <br /> Á grundvelli upplýsingalaga bar Landspítalanum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umbeðnu skjali með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að ekki verður fallist á með Landspítalanum að lokamálsliður 1. mgr. 5. gr. standi því í vegi að spítalinn afmái persónuupplýsingar í skjalinu enda segir í ákvæðinu að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Ákvæði 1. mgr. 5. gr. hefur þannig ekki áhrif á skyldu aðila sem fellur undir upplýsingalög til að veita aðgang að hluta gagns samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, svo sem með því að strika yfir þær upplýsingar í gagni sem falla undir takmörkunarákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða sé það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur nefndin rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að umræddu excel skjali og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að því til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kemur næst til skoðunar hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til Persónuverndar 2. september 2023. Svo sem fyrr greinir afhenti Landspítalinn kæranda bréfið með yfirstrikunum.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á aðgangi að hinum yfirstrikuðu upplýsingum byggist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en þar segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Landspítalinn hefur nánar tiltekið byggt á því að umrædd gögn geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans, sem ætla verður að tengist þeim tilteknu starfsmönnum sem fjallað er um í gögnunum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að gögn í málum sem varða beitingu stjórnsýsluviðurlaga að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu, varði starfssambandið að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1175/2024. Rétt þykir að nefna að hlutaðeigandi starfsmenn teljast ekki til æðstu stjórnenda og kemur 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga því ekki til skoðunar í málinu.<br /> <br /> Bréf Landspítala til Persónuverndar, dags. 2. september 2023, er ritað af hálfu Landspítalans vegna athugunar Persónuverndar á notkun upplýsinga úr sjúkraskrá á Landspítala. Um athugun Persónuverndar fer eftir lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig 4. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá. Bréf Landspítalans til Persónuverndar er þar með ritað vegna máls sem er til meðferðar hjá Persónuvernd að lögum en ekki sem þáttur í meðferð tiltekins máls sem lýtur að stöðu starfsmanns hjá spítalanum eða tengist starfssambandi spítalans og starfsmannsins. Af þeirri ástæðu verður ekki talið að umrætt bréf sé gagn í tilteknu máli sem varðar starfssamband spítalans og tiltekins eða tiltekinna starfsmanna, í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsinglaga þótt í því komi að hluta fram upplýsingar sem mögulega séu eða hafi einnig verið til skoðunar í slíku máli eða komi úr gögnum slíks máls.<br /> <br /> Af þessu leiðir að synjun um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað var yfir í bréfi Landspítala til Persónuverndar varð ekki með réttu byggð á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun spítalans á að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum var því ekki reist á réttum lagagrundvelli. Telur úrskurðarnefndin með vísan til þessa rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að þeim upplýsingum og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að þeim til nýrrar meðferðar þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>5.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Að lokum þarf í úrskurði þessum að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, en sem fyrr greinir stafaði umrætt bréf frá nefnd innan spítalans um eftirlit með rafrænni sjúkraskrá.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að þessu gagni byggðist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga líkt og við á um gagnið sem fjallað var um næst að framan. Nánar tiltekið hefur Landspítalinn vísað til þess að bréfið geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár skulu ábyrgðar- og umsjónaraðilar sjúkraskráa hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Í reglugerð 505/2015 segir einnig að af hálfu umsjónaraðila sjúkraskráa skuli hafa reglubundið eftirlit með því að aðgangur að sjúkraskrá sé lögum samkvæmt og þá skuli settar verklagsreglur í því skyni sem að lágmarki uppfylli fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa.<br /> <br /> Við meðferð þessa máls afhenti Landspítalinn úrskurðarnefndinni afrit af erindisbréfi og verklagsreglum eftirlitsnefndar spítalans um rafræna sjúkraskrá. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur meðal annars fram að hún sé skipuð af framkvæmdastjóra lækninga og starfi í umboði hans. Landspítali sé ábyrgðar- og umsjónaraðili þess sjúkraskrárkerfis sem starfsmenn stofnunarinnar færi sjúkraskrárupplýsingar og beri að hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum sjúkraskrárlaga sé framfylgt, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Framkvæmdastjóri lækninga feli nefndinni að rannsaka mál og komast í niðurstöðu í þeim. Telji nefndin að starfsmaður hafi gerst brotlegur gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga skuli hún vísa málinu til framkvæmdastjóra lækninga til endanlegrar ákvörðunar sem þá tryggir málsmeðferð í samræmi við ákvæði laga nr. 55/2009, stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og starfsreglur nefndarinnar. Í verklagsreglum eftirlitsnefndarinnar er meðal annars mælt fyrir um málsmeðferð komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga og framkvæmdastjóri lækninga staðfestir þá niðurstöðu. Í þeim tilvikum ber starfsmanni nefndarinnar meðal annars að senda erindi, þar sem tilkynnt er um niðurstöðu, til embættis landlæknis auk forstöðumanns framkvæmdastjóra og næsta yfirmanns starfsmanns til stjórnsýslulegrar úrvinnslu þar sem um alvarlegt brot gegn trúnaðarskyldu geti verið að ræða sem geti orðið tilefni til áminningar.<br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá sé hluti af fyrirkomulagi sem Landspítalinn hefur komið á fót til að tryggja virkt eftirlit í tengslum við aðgengi starfsmanna að sjúkraskrám. Þá verður jafnframt ráðið að rannsókn og niðurstaða eftirlitsnefndarinnar geti verið undanfari þess að starfsmaður sé áminntur eftir fyrirmælum 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.<br /> <br /> Það bréf sem hér um ræðir, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrár, sem var sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, […]. Til þess er hins vegar einnig að líta að efni bréfsins ber með sér að framkvæmdastjóri lækninga við Landspítalann hafði líka vísað málinu til rannsóknar og efnislegrar meðferðar hjá nefndinni. Skýringar Landspítala til úrskurðarnefndarinnar undir meðferð þessa máls ber síðan að skilja þannig að umrætt bréf, 31. ágúst 2023, hafi bæði falið í sér þær niðurstöður sem eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá við Landspítalann hafi látið stjórnendum við þá stofnun í té, […], og svör spítalans til landlæknis vegna athugunar hans. Þetta fær út af fyrir sig ágætlega samræmst því erindisbréfi og verklagsreglum Landspítalans sem vísað var til hér að ofan.<br /> <br /> Í umræddu bréfi er m.a. að finna almennar upplýsingar um hlutverk og verklag nefndarinnar auk þess sem þar er gerð ítarleg grein fyrir forsögu málsins og rannsókn, málsmeðferð og niðurstöðu nefndarinnar […]. Loks er í niðurlagi bréfsins að finna samandregin svör við tilteknum spurningum frá embætti landlæknis. Þótt bréfið sé sent Landlækni samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin einnig að nægjanlega sé leitt í ljós að bréfið telst einnig tilgreindur hluti máls sem varðar rannsókn Landspítalans sjálfs á ætluðum brotum […]. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður að leggja til grundvallar að um sé að ræða gagn í máli sem varða starfssamband umræddra starfsmanna við Landspítalann að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfest ákvörðun Landspítalans hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddu bréfi eftirlitsnefndarinnar til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að með framangreindu er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem fram koma í því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvarðanir Landspítalans, dags. 25. október 2023 og 13. nóvember 2023, um að synja beiðnum kæranda, […], um aðgang að gögnum eru felldar úr gildi og lagt fyrir spítalann að taka beiðnirnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, að því undanskildu að staðfest er ákvörðun Landspítalans að synja kæranda um aðgang að bréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1226/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabanka Íslands um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana. Seðlabankinn taldi m.a. að þær upplýsingar sem strikað hefði verið yfir væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Seðlabankans með þeirri breytingu að ekki skyldi strika yfir ákveðnar upplýsingar sem væru opinberlega aðgengilegar. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1226/2024 í máli ÚNU 23070005.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júlí 2023, kærði […] ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja honum um aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir samkomulaginu 30. júní 2023. Með erindi Seðlabankans, dags. 7. júlí 2023, var beiðni kæranda hafnað. Að mati Seðlabankans væru þær upplýsingar sem strikað var yfir háðar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, því þær vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá væru upplýsingarnar einnig háðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, því þær vörðuðu viðskipta- og fjárhagsmálefni viðskiptamanna Íslandsbanka. Loks var vísað til þess að óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ritar kærandi að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu sama eðlis og upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að birta í apríl 2022. Þá hafi Íslandsbanki gengist við því að stjórnendur og starfsmenn í bankanum hafi brotið lög í söluferlinu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Ríkir hagsmunir standi til þess að almenningur fái allar upplýsingar um þetta mál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 10. júlí 2023, og bankanum gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni 21. júlí 2023. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, og málefni bankans sem falli undir 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þá sé óhugsandi að líta öðruvísi svo á en að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila eða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá varði upplýsingarnar einnig viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Að mati Seðlabankans breytir það engu um birtingu samkomulags Seðlabankans og Íslandsbanka að upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið birtar í apríl 2022. Þá séu þær upplýsingar, sem strikað hafi verið yfir, nákvæmari varðandi útboðið og bæði annars eðlis og efnis. Að auki geti það, að Íslandsbanki hafi gengist við því að lög hafi verið brotin, ekki vikið til hliðar skýrum ákvæðum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 21. júlí 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Seðlabanka Íslands um heimfærslu yfirstrikaðra upplýsinga í samkomulaginu til þagnarskylduákvæða laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Þá óskaði nefndin eftir svari við því hvort bankinn liti svo á að þótt nöfn og heiti þeirra einstaklinga og lögaðila, sem yfirstrikaðar upplýsingar varða, kæmu ekki fram í samkomulaginu væri engu að síður unnt að bera kennsl á þá.<br /> <br /> Svar Seðlabankans barst nefndinni 26. september 2024. Í því kemur fram að það sé mat bankans að upplýsingar, þar sem fjallað er sérstaklega um starfsmenn Íslandsbanka, viðskipti þeirra, störf eða hagi að öðru leyti, sem og málefni annarra einstaklinga sem að útboðinu komu, séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, og viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá séu þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin tiltók í erindi sínu í heild sinni undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. greinarinnar, óháð því hvort þær falli einnig undir þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Loks sé það mat bankans að unnt sé að bera kennsl á þá einstaklinga og lögaðila, sem upplýsingarnar sem strikaðar voru út fjalla um, þótt nöfn og heiti þeirra komi ekki fram í samkomulaginu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að samkomulagi fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka hf. um að ljúka með sátt máli um meint lögbrot Íslandsbanka í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í þeirri útgáfu samkomulagsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands 26. júní 2023 var strikað yfir upplýsingar sem Seðlabankinn telur að séu háðar þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði þar sem upplýsingar þær, sem þagnarskyldan tekur til, eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurði nr. 966/2021, 1042/2021 og 1187/2024. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi innihaldið sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurð nr. 1180/2024. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Seðlabankinn strikaði yfir í samkomulaginu.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 10, 12, 15 og 17 séu upplýsingar um viðskipti og rekstur Íslandsbanka, sem eftirlitsskylds aðila Seðlabankans, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varða annars vegar skoðun Íslandsbanka á heimild bankans til að taka á sig uppgjörsáhættu í útboðinu og hins vegar það hvort Íslandsbanki hafi framkvæmt greiningu á hagsmunaárekstrum fyrir útboðið. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest.<br /> <br /> Það er einnig mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðu 20, um aðila sem flokkaður var sem fagfjárfestir þegar útboðið hófst, á blaðsíðum 21 og 28, um fjárhæð tilboðs frá starfsmanni Íslandsbanka, á blaðsíðu 22, um einkahlutafélag sem gerði tilboð í útboðinu, og upplýsingar á blaðsíðum 52–71, um viðskiptavini sem Íslandsbanki flokkaði sem fagfjárfesta án þess að þeir uppfylltu skilyrði laga þess efnis að mati Seðlabankans, varða viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest. Þótt ekki komi fram nöfn eða heiti þeirra viðskiptamanna sem fjallað er um telur úrskurðarnefndin að ef upplýsingar þær sem Seðlabankinn yfirstrikaði verði veittar sé ekki hægt að skjóta loku fyrir að unnt verði að bera kennsl á þá viðskiptamenn sem um ræðir, með þeim afleiðingum að brotið væri gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 21 og 26–28, um ákvæði í reglum Íslandsbanka um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra varðandi hámarksfjárhæð viðskipta starfsmanna bankans í einstökum viðskiptum innan viðskiptadags geta að mati úrskurðarnefndarinnar ekki talist þagnarskyldar með vísan til þess að reglurnar þar sem upplýsingarnar er að finna eru opinberlega aðgengilegar á vef Íslandsbanka. Verður Seðlabankanum því gert að veita kæranda aðgang að framangreindum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að þær upplýsingar sem strikað var yfir í samkomulagi því sem deilt er um aðgang að í málinu, að undanskildum framangreindum upplýsingum sem birtar hafa verið opinberlega, eru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum, sem gengur framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þagnarskyldan er fortakslaus og þótt hagsmunir almennings kunni að standa til þess að fá aðgang að upplýsingunum getur það ekki haft áhrif á framangreinda niðurstöðu. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin ekki þörf á að taka afstöðu til frekari röksemda kæranda í málinu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn skal veita kæranda aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt, dags. 9. júní 2023, í þeirri mynd sem birt var opinberlega á vef bankans 26. júní 2023, með þeirri breytingu að ekki skulu afmáðar upplýsingar um fjárhæð í:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">línum nr. 11 og 23 á bls. 21,</li> <li style="text-align: justify;">næstneðstu línu á bls. 26,</li> <li style="text-align: justify;">efstu línu á bls. 27, og</li> <li style="text-align: justify;">línu nr. 9 á bls. 28.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1225/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst kæra vegna ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi kæranda. Úrskurðarnefndin taldi mega ráða af samskiptum kæranda við stofnunina að ekki væri óskað aðgangs að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur skýringum um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1225/2024 í máli ÚNU 24080012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi hans. Kærandi átti dagana 3.–5. júlí 2024 í samskiptum við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um færsluskrá, eða log-skrá, fyrir tiltekið skjal sem þinglýst væri á eign kæranda. Kærandi vildi aðstoð við túlkun skrárinnar, einkum til að átta sig á hvaða notendur hefðu átt við skjalið og hvaða aðgerð hefði verið framkvæmd í hvert sinn. Stofnunin veitti honum ákveðin svör en benti kæranda á að Sýslumaðurinn […] ætti að kunna betri skil á upplýsingunum, enda væri það embættisins að svara fyrir það sem lyti að þinglýsingum þó svo að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annaðist rekstur þinglýsingakerfisins fyrir sýslumenn.<br /> <br /> Kærandi hafði aftur samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 22. júlí 2024 og beindi eftirfarandi fyrirspurn til stofnunarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þar sem það hefur ekki enn komið fram hvað var nákvæmlega verið að framkvæma þarna þá beini ég eftirfarandi spurningum til HMS sem umsjónaraðila/ábyrgðaraðila fyrir Fasteignaskránni:<br /> </p> <ol> <li>Er þessi færsla þinglýsing, en það kemur ekki fram, hvorki status=þ, kronur=?</li> <li>Hvaða málsaðilar eru viðkomandi þessari færslu?</li> <li>Er þetta fært inn sem eignarheimild og þá sem hvaða skjaltegund?</li> <li>Var ekki bara verið að skrá skjalið á þetta landnúmer?</li> <li>Er HMS það ljóst að hægt er að skrá inn í þinglýsingarhluta Fasteignaskrár […] marklausu skjali án aðkomu þinglýsingarstjóra ef sá gállinn er á þeim aðila sem hefur til þess heimild þ.e. að skrá inn í kerfið?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svaraði erindi kæranda 8. ágúst 2024. Í svarinu kom fram að þegar lægi fyrir útskýring á log-skránni. Kæranda var bent á að hafa samband við sýslumann varðandi þær spurningar sem hann beindi til stofnunarinnar, þar sem hann ætti að svara fyrir allt sem varðaði þinglýsingar.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er því lýst að kærandi hafi óskað eftir skýringum á umræddri log-skrá en hvorki Sýslumaðurinn […] né Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti fullnægjandi svör. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi yfirumsjón með fasteignaskrá og beri ábyrgð á kerfinu lögum samkvæmt.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun með erindi, dags. 13. ágúst 2024, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar barst úrskurðarnefndinni 26. ágúst 2024. Í henni kemur fram að fasteignaskrá hafi að geyma upplýsingar um þinglýst réttindi, svo sem um eigendur, veðbönd og kvaðir. Sýslumannsembætti skrái og þinglýsi skjölum rafrænt í þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Kærandi og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi verið í samskiptum um skeið í tengslum við ósk kæranda um að misræmi í skráningu á eignarhaldi jarðar kæranda yrði eytt. Í því sambandi hafi kærandi vísað til þess að í þinglýsingarhluta fasteignaskrár hafi afsali […] verið breytt í eignaryfirlýsingu. Stofnunin teldi ekki mögulegt að eyða misræminu þar sem sýslumaður teldi að skjöl vantaði sem staðfestu fullt eignarhald kæranda. Í framhaldinu hafi kæranda verið afhent log-skrá skjalsins og stofnunin útskýrt fyrir kæranda einstök efnisatriði skrárinnar eins nákvæmlega og kostur var. Að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi kærandi ekki beðið um gögn í skilningi upplýsingalaga og því sé rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 30. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka þau til starfsemi stjórnvalda. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er stjórnvald, sbr. 1. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019, og fellur þar með undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um þinglýsingu. Undir þá afmörkun falla mál sem varða ákvörðun um þinglýsingu og ágreining um þinglýsingar og farið er með af hálfu þinglýsingastjóra á grundvelli þinglýsingalaga, nr. 39/1978, með síðari breytingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer ekki með meðferð slíkra mála og þótt stofnunin hafi ríku hlutverki að gegna um rekstur á fasteignaskrá fer hún ekki með ákvörðunarvald um þinglýsingar heldur þinglýsingastjóri, sbr. til hliðsjónar 1. mgr. ákvæðis nr. I til bráðabirgða við lög nr. 39/1978. Samkvæmt þessu á undantekningarregla 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, hvað varðar þinglýsingar, almennt ekki við þegar óskað er aðgangs að gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem varða rekstur fasteignaskrár.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings á grundvelli upplýsingalaga tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum skal hann athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og önnur gögn málsins. Af þeim verður ráðið að kærandi óski ekki eftir aðgangi að gögnum í skilningi upplýsingalaga, heldur skýringum frá stofnuninni um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá tiltekins skjals í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Með vísan til framangreinds verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 8. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1224/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum frá Skattinum um hvort tiltekið félag hefði staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum byggðist á því að þær væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 20. gr. laganna teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði og að upplýsingarnar sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1224/2024 í máli ÚNU 24020023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. febrúar 2024, framsendi fjármála- og efnahagsráðuneyti kæru […] lögmanns, f.h. Endurvinnslunnar hf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. nóvember 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Skattinum um hvort Vök Waters ehf. hefði greitt þær skýrslur sem félagið sendi inn árið 2023 en ljóst þykir að kærandi var þar að vísa til skilagjaldsskýrslna samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989. Skatturinn og kærandi áttu í nokkrum samskiptum sama dag þar sem kærandi tiltók meðal annars að einu upplýsingarnar sem hann óskaði eftir væri hvort greiðslur hefðu borist.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 21. nóvember 2023, upplýsti starfsmaður Skattsins að hann væri bundinn þagnarskyldu samkvæmt 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Með tölvupósti til Skattsins, dags. 23. sama mánaðar, tiltók kærandi að hann ætti rétt á að fá afhent afrit af skilagjaldsskýrslum samkvæmt reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjavöruumbúðir, nr. 750/2017. Kærandi hefði því rétt samkvæmt lögum til að fá upplýsingar um fjárhæð skilagjalds og umsýsluþóknunar sundurliðaðar eftir gjaldanda. Á sama grunni og eðli málsins samkvæmt ætti kærandi einnig rétt til aðgangs að upplýsingum um hvort gjöldin hefðu verið greidd. Vísaði kærandi einnig til þess að um rétt hans til aðgangs að upplýsingum færi eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ætti ekki við í málinu.<br /> <br /> Skatturinn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2023. Í bréfinu var því hafnað að kærandi teldist aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og tekið fram að um rétt hans til aðgangs að upplýsingunum færi eftir upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þá kom meðal annars fram í bréfinu að skylda til að afhenda kæranda skilagjaldsskýrslur hvíldi á framleiðendum en ekki Skattinum. Loks hafnaði Skatturinn því að veita kæranda aðrar umbeðnar upplýsingar með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar féllu undir 20. gr. laga nr. 150/2019 sem væri sérstök þagnarskylduregla sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. febrúar 2024, kærði kærandi ákvörðun Skattsins til fjármála- og efnahagsráðuneytis á grundvelli 26. gr. stjórnsýslulaga og með vísan til þess að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, einkum úrskurði nr. 983/2021, hefði nefndin lagt til grundvallar að hún hefði ekki lögsögu í málum sem vörðuðu upplýsingar sem heyrðu undir þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019. Í kæru var þess krafist að ákvörðun Skattsins yrði felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar. Þá kom fram að ef Skatturinn hefði lagt skilagjald á Vök Waters ehf. eða samið um greiðslur skilagjaldsins við félagið væri þess krafist að kærandi fengi afrit af álagningunni eða samkomulaginu ásamt upplýsingum um greiðslur og/eða vanskil félagsins. <br /> <br /> Í kæru málsins rekur kærandi fyrirmæli laga nr. 52/1989 og reglugerðar nr. 750/2017, þar með talið hvert sé hlutverk kæranda samkvæmt lögunum og hvernig staðið sé að álagningu og innheimtu skilagjalda og umsýsluþóknunar. Hlutverk innheimtumanns ríkissjóðs sé samkvæmt lögum nr. 150/2019 að innheimta skilagjald af skilagjaldsskyldum aðilum og ráðstafa því til kæranda jafnskjótt og við verður komið, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 750/2017.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að honum sé nauðsynlegt starfsemi sinnar vegna að fá umbeðnar upplýsingar. Starfsemi kæranda byggi á lögum og hann hafi lögbundnar skyldur og megi því að einhverju leyti jafna starfsemi hans til opinbers aðila. Forsenda þess að rekstur kæranda standi undir sér og að hann geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum sé að skilagjöld séu innheimt og þeim ráðstafað til kæranda enda sé greiðsluskylda kæranda til almennings samkvæmt 3. gr. laga nr. 52/1989 óháð því hvort skilagjald hafi verið innheimt af viðkomandi umbúðum. Af þessu leiði að sú staða geti hæglega komið upp að kærandi greiði út hærri fjárhæðir til almennings en innheimtar séu af gjaldskyldum aðilum. Sú staða sé óásættanleg og geti haft bein áhrif á og aukið áhættu í rekstri kæranda. Þá beri kæranda sem hlutafélagi að tryggja að bókhald og ársreikningur félagsins sé í samræmi við lög.<br /> <br /> Nauðsynlegt sé fyrir kæranda að vita hvort að áætlað hafi verið fyrir vanskilum, hvort að aðili hafi greitt eða hvenær megi búast við því að greiðslur berist. Án þessara upplýsinga sé tekjustreymi kæranda rangt bókað og endurgreiðsla skilagjalda ekki í samræmi við tekjustreymi. Kærandi geti því ekki brugðist rétt við þeim aðstæðum sem skapast vegna vanskila og þurfi þess vegna að fá upplýsingar um hvað sé áætlað, hvort það sé greitt og hvenær tekjur muni koma sé samkomulag fyrir hendi um greiðslur. Sú staða sé hugsanleg, með hækkandi skilahlutfalli, að rekstur kæranda verði neikvæður ef útgreiðslur og skuldbindingar vegna óinnleystra umbúða verði hærri en tekjur hans. Kæranda sé því nauðsynlegt að fá áætlanir á gjaldskylda aðila og upplýsingar um vanskil þeirra til þess að fá rétta stöðu og yfirsýn yfir stöðu félagsins. Þá séu upplýsingarnar jafnframt nauðsynlegar til að stjórn og stjórnendur félagsins geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Kærandi byggir á að þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 eigi ekki við í málinu. Ákvæðið sé bundið þeim fyrirvara að það eigi aðeins við um upplýsingar sem eigi að fara leynt. Umbeðnar upplýsingar eigi ekki að fara leynt enda sé með þessu orðalagi vísað til verndarhagsmuna þagnarskylduákvæðisins. Umræddir verndarhagsmunir eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði séu sett til þess að upplýsingar komist ekki til vitundar óviðkomandi eða utanaðkomandi en í ákvörðun Skattsins sé þessum sjónarmiðum enginn gaumur gefinn. Með því að Skatturinn veiti kæranda umbeðnar upplýsingar sé ekki verið að veita „óviðkomandi“ eða „almenningi“ upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda heldur verið að veita kæranda nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti sinnt sínum lögbundnu hlutverkum. Þá sé ekki um að ræða upplýsingar sem varði einstaklinga, sem sé tryggð ríkari vernd að lögum, heldur upplýsingar um lögaðila.<br /> <br /> Í umfjöllun um þagnarskyldu um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja sé skilyrði að þessir hagsmunir séu mikilvægir svo þeir falli undir verndarhagsmuni þagnarskylduákvæða, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að breytingarlögum nr. 71/2019 við stjórnsýslulög. Jafnframt sé Skatturinn innheimtumaður skilagjalds og umsýsluþóknunar en kærandi fái gjaldið að fullu til sín og sjái um umsýslu skilagjaldsins samkvæmt 2. gr. laga nr. 52/1989 en stofnuninni beri að skila gjaldinu til kæranda jafnskjótt og það sé innheimt. Hér sé því um að ræða fyrirkomulag þar sem innheimtumaður ríkissjóðs hafi ákveðin verkefni sem snúi fyrst og fremst að innheimtu en kærandi hafi lögbundin hlutverk þegar komi að útgreiðslu. Saman myndi þetta fyrirkomulag heildstætt kerfi þar sem aðilar þurfi eðli málsins samkvæmt að hafa yfirsýn yfir hlutverk sín og verkefni hins og þurfi að miðla upplýsingum sín á milli svo kerfið virki sem ein heild.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar beri við túlkun 20. gr. laga nr. 150/2019 að beita samræmisskýringu við X. kafla stjórnsýslulaga og hafa þau sjónarmið sem ítarlega séu rakin í kaflanum og lögskýringargögnum til hliðsjónar. Slík skýring leiði til þess að fullljóst sé að umræddar upplýsingar séu ekki háðar þagnarskyldu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 28. febrúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri skilaði umsögn í málinu 14. mars 2024 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem hann taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra er rakið að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri sé einn af innheimtumönnum ríkissjóðs samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 en um innheimtumenn ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylduregla í 20. gr. laganna. Þær upplýsingar sem kærandi óski aðgangs að hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu þriðja aðila í tilteknum gjaldflokki, hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart þeim aðila og um árangur þeirra aðgerða. Þessar upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæðið og varði efnahag gjaldanda og tekjur hans. Þar sem lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda gilda um innheimtu skilagjalds gildi ótvíræð þagnarskylda um umræddar upplýsingar. Upplýsingalög heimili þar af leiðandi ekki afhendingu umbeðinna upplýsinga. Enn fremur sé um virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækis að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, enda sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða samkvæmt almennum sjónarmiðum að þær eigi ekki erindi við almenning.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með tölvupósti 15. mars 2024 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 16. apríl sama ár.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum krafðist kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki málið þegar fyrir og kæmist að niðurstöðu um hvort málinu væri réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar eða hvort endursenda ætti kæruna til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá krafðist kærandi þess að málið fengið flýtimeðferð hjá nefndinni kæmist hún að þeirri niðurstöðu að málið ætti undir hana.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda áréttar hann að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði með tilliti til umbeðinna upplýsinga. Tilvísun lagaákvæðisins til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda sé eini liður ákvæðisins sem geti talist fela í sér sérstaka þagnarskyldu en kærandi sé ekki að óska eftir slíkum upplýsingum. Þannig sé kærandi hvorki að óska eftir upplýsingum um tekjur né efnahag Vök Waters ehf. heldur aðeins upplýsingum um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur í rekstri kæranda og upplýsingar um samkomulag um uppgjör. Verndarhagsmunir ákvæðisins eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur kæranda.<br /> <br /> Við úrlausn málsins beri að líta til atvika þess, orðalags 20. gr. laga nr. 150/2019, tilgangs ákvæðisins og ekki síður þeirra hagsmuna sem ákvæðinu sé ætlað að vernda. Megineinkenni sérstakra þagnarskyldureglna sé að þær hafa verið lögfestar í þeim tilgangi að tryggja trúnað um nánar tilgreindar upplýsingar. Það hvort lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldu gagnvart upplýsingalögum velti því á túlkun ákvæðisins með hliðsjón af orðalagi þess og tilgangi. Slíkt mat sé atviksbundið og því ekki loku fyrir það skotið að upplýsingar sem almennt séu undirorpnar þagnarskyldu gagnvart almenningi séu það ekki gagnvart öðrum aðilum eins og kæranda sem hafi lögbundnar skyldur varðandi ráðstöfun skilagjalds til almennings hér á landi.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra sé í engu vikið að sjónarmiðum kæranda og lögbundnum hlutverkum hans um rekstur skilakerfis drykkjarvöruumbúða hér á landi. Atvik máls þessa hljóti að teljast nokkuð sérstök í ljósi lagaskyldu kæranda varðandi starfrækslu skilakerfis einnota umbúða sem og skýrra lagafyrirmæla um að greiða skuli innheimt skilagjöld jafnskjótt og við verður komið til kæranda. Atvik málsins beri því að meta heildstætt með hliðsjón af tilgangi þagnarskylduákvæða og atvikum öllum. Ef lagareglur um trúnað séu matskenndar falli það í hlut stjórnvalda að afmarka upplýsingarétt og/eða þagnarskyldu í einstökum tilvikum með hliðsjón af þeim. Slíkt mat sé háð endurskoðun æðra setts stjórnvalds eða eftir atvikum úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem beri að taka sjónarmið kæranda til efnislegrar umfjöllunar og meta málið heildstætt.<br /> <br /> Kærandi vísar jafnframt til 14. gr. upplýsingalaga og tiltekur að umbeðnar upplýsingar varði hann með beinum hætti enda snúi þær að tekjum hans og hafi hann því brýna og verulega hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. Loks bendir kærandi á að sérstök þagnarskylda takmarki ekki rétt aðila til aðgangs að gögnum um hann sjálfan samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hvort félagið Vök Waters ehf. hafi staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.<br /> <br /> Með vísan til hlutverks kæranda samkvæmt lögum nr. 52/1989, en hann fer með útgreiðslu skilagjalds á grunni laganna, þótt innheimta gjaldanna sé ekki á hans hendi, kann að hafa þýðingu fyrir skipulag á rekstri hans hvort og þá hvaða fjármuni hann muni fá á hverjum tíma til umsýslu á grundvelli laganna. Þegar litið er til þess að lög nr. 52/1989 gera þó ekki á neinn hátt ráð fyrir að kærandi eigi sjálfur aðild að málum sem varða álagningu gjalda á einstaka gjaldskylda aðila þá verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur óskað aðgangs að verði taldar liggja fyrir í gögnum stjórnsýslumáls, sbr. 1. og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem hann á aðild að. Um mögulegan rétt kæranda til aðgangs að gögnum fer því ekki eftir þeim lögum. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með vísan til sömu röksemda, um stöðu kæranda á grunni laga nr. 52/1989, verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur beðið um séu um hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eða að þær varði sérstaka lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sama hvort miðað er við þann dag sem kæran barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða þann dag sem ráðuneytið framsendi kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, skal vísa frá kæru ef hún berst að liðnum kærufresti nema afsakanlegt verði talið að kæra hafi ekki borist fyrr eða veigarmiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar.<br /> <br /> Í ákvörðun sinni leiðbeindi Skatturinn kæranda um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en ekki um kærufrest, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Þá er ljóst að kærandi beindi kærunni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins á þeim grundvelli að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum færi eftir ákvæðum stjórnsýslulaga en samkvæmt þeim lögum skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um stjórnvaldsákvörðun nema lög mæli á annan veg, sbr. 1. mgr. 27. gr. laganna. Í ljósi þessara atvika verður að telja afsakanlegt að kæran hafi ekki borist innan kærufrests og verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufrestur 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Synjun Skattsins á ósk kæranda um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi staðið hinu opinbera skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, byggist á því að þær séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 20. gr. laga nr. 150/2019. Tilvitnað þagnarskylduákvæði er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu að 20. gr. laga nr. 150/2019 teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 983/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt en skilagjald og umsýsluþóknun eru lögð á samkvæmt lögum nr. 52/1989 og er um skatta að ræða, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 432/2021. Þá kemur fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 að innheimtumenn ríkissjóðs séu ríkisskattstjóri í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn í öðrum umdæmum. Svo sem fyrr segir fer ríkisskattstjóri með yfirstjórn Skattsins en stofnuninni er falið að annast þau verkefni sem ríkisskattstjóra er falið að sinna lögum samkvæmt, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til framangreinds að upplýsingar um stöðu gjaldenda vegna innheimtu skilagjalds og umsýsluþóknunar sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 séu upplýsingar um tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi 20. gr. laganna. Sama myndi almennt eiga við um gögn sem tengjast slíkri innheimtu.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að leggja til grundvallar að upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað eftir varði tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 20. gr. laga nr. 150/2019. Taka má fram að þessi sérstaka þagnarskylda gengur framar reglum um upplýsingarétt eftir II. og III. kafla upplýsingalaga, sbr. fyrrnefnda dóma Hæstaréttar. Verður ákvörðun Skattsins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Skattsins, dags. 20. desember 2023, um að synja Endurvinnslunni hf. um aðgang að upplýsingum, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1223/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Vestmannaeyjabær óskaði eftir öllum upplýsingum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingalög tækju samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óskuðu eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Var kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1223/2024 í máli ÚNU 24100013.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. október 2024, kærði Vestmannaeyjabær ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis að synja beiðni sveitarfélagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 25. mars 2024, var komið á framfæri bókun af fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, þar sem meðal annars var lagt til að óskað yrði eftir öllum þeim upplýsingum sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun HS Veitna á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum síðastliðna mánuði. Þar sem ekki var brugðist við erindinu var það ítrekað 3. og 12. apríl 2024. Hinn 16. apríl 2024 var kæranda tjáð að erindið væri í vinnslu, og 21. maí 2024 var erindið afgreitt og kæranda afhent tvö bréf frá HS Veitum vegna málsins. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar.<br /> <br /> Kærandi fór með erindi, dags. 6. júní 2024, fram á að fjárhagsupplýsingarnar yrðu afhentar. Erindið var ítrekað 30. ágúst og 7. október 2024. Með erindi, dags. 10. október 2024, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að upplýsingarnar væru vinnugögn sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu á grundvelli eftirlitsskyldu þess með HS Veitum, auk þess sem óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt Vestmannaeyjabæjar til aðgangs að gögnum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Ráðuneytið synjaði beiðni sveitarfélagsins á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og leiðbeindi sveitarfélaginu um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Skylda til afhendingar gagna á grundvelli upplýsingalaga hvílir að þessu leyti á stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum öðrum aðilum sem felldir hafa verið undir gildissvið þeirra samkvæmt 2. og 3. gr. laganna. Upplýsingalög taka hins vegar, samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum, ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 473/2013 frá 31. janúar 2013.<br /> <br /> Af þessu leiðir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telst í því máli sem hér er til umfjöllunar ekki hafa tekið ákvörðun um synjun um aðgangi að gögnum sem Vestmannaeyjabær gat sem stjórnvald kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli upplýsingalaga. Verður kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1222/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð hefði verið árið 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum sem prófað hefði verið í. Mennta- og barnamálaráðuneyti svaraði því til að ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla. Ráðuneytið byggi ekki yfir gögnum sem sýndu niðurstöður um frammistöðu í PISA-könnuninni fyrir einstaka íslenska skóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess að ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1222/2024 í máli ÚNU 24080008.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2024, kærði […] mbl.is, f.h. […], blaðamanns, ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis að synja beiðni um aðgang að gögnum um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2024, óskaði blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is eftir aðgangi að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022. Óskað var eftir því að niðurstöður væru sundurgreindar eftir skólum og fögum sem prófað var í, þ.e. lesskilningi, stærðfræði, náttúruvísindum og skapandi hugsun. Í svari ráðuneytisins, dags. 11. júlí 2024, var vísað til þess að allar niðurstöður PISA væru aðgengilegar á nánar tilgreindum vef Stjórnarráðsins. Á síðunni væri skýrsla um helstu niðurstöður, sem sundurliðaðar væru eftir fögum, þ.e. lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Niðurstöður skapandi hugsunar yrðu vonandi gerðar opinberar síðar á árinu. Ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla þar sem prófið væri í eðli sínu hannað fyrir mjög stórt úrtak og niðurstöður því ekki mjög marktækar þegar horft væri á einstaka skóla.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt mennta- og barnamálaráðuneyti með erindi, dags. 23. júlí 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 7. ágúst 2024. Í umsögninni kemur fram að niðurstöðugögn úr PISA-könnuninni árið 2022 séu opin og öllum aðgengileg á vef OECD. Sá gagnagrunnur sem þar er aðgengilegur innihaldi niðurstöður, þar á meðal fyrir Ísland, sem séu hinar eiginlegu niðurstöður könnunarinnar. Í gagnagrunninum séu engar upplýsingar sem auðkenni íslenska skóla. Í samræmi við þetta búi ráðuneytið ekki yfir gögnum sem sýna niðurstöður um frammistöðu í PISA fyrir einstaka íslenska skóla. Gögnin séu því ekki fyrirliggjandi í skilningi 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 9. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 23. ágúst 2024. Í athugasemdunum er m.a. vísað til þess að úrskurðarnefndin hafi árið 2014 lagt fyrir Reykjavíkurborg að birta opinberlega PISA-einkunnir frá árinu 2012, sundurliðaðar eftir skólum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum. Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur vísað á nánar tilgreindan vef Stjórnarráðsins, þar sem finna megi skýrslu um niðurstöður könnunarinnar, sundurliðaðar eftir fögum. Ekki liggi fyrir gögn í ráðuneytinu sem hafi að geyma frekari sundurliðun niðurstaðnanna.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Mennta- og barnamálaráðuneyti kveður þau gögn sem óskað er eftir, þ.e. niðurstöður PISA-könnunarinnar sundurliðaðar eftir skólum og fögum, ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. A-539/2014, sem kærandi vísar til, var staðan önnur því hjá Reykjavíkurborg lágu fyrir gögn sem innihéldu sundurliðun niðurstaðna PISA-könnunarinnar frá árinu 2012 eftir grunnskólum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu mennta- og barnamálaráðuneytis að þau gögn sem óskað er eftir í máli þessu liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu sjálfu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis, dags. 11. júlí 2024, í tilefni af beiðni […], blaðamanns, dags. 9. júlí 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1221/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa að ekki lægju fyrir frekari gögn en að framan greinir. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var hin kærða afgreiðsla staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1221/2024 í máli ÚNU 23100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. október 2023, kærðu […] ákvörðun […] að synja þeim um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til formanns […]ráðs […], dags. 6. júlí 2023, óskuðu kærendur eftir aðgangi að öllum gögnum um þau mál sem formaðurinn hefði tekið að sér […] og snertu […]. Þar sem beiðni kærenda var ekki svarað vísuðu kærendur málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 22. ágúst 2023. Í kjölfar áskorunar frá nefndinni var beiðnin afgreidd. Í svari formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, kom fram að hann hefði einungis undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti hans við kærendur. Ef þess væri óskað að fá þau samskipti framsend gætu kærendur sent formanninum tölvupóst þar um.<br /> <br /> Í svari kærenda til formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, sem úrskurðarnefndin fékk afrit af, er rakið að í kjölfar þess að kærendur hafi leitað til formannsins […] hafi hann tekið að sér að skoða mál kærenda og ætlað að spyrjast fyrir um málið […]. Kærendur telja að ekki sé unnt að kynna sér mál án þess að til verði gögn, og sé það gert munnlega sé ljóst að skrá skuli það niður.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindum úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. og 23. október 2023. Þar var […] veittur frestur til að skila umsögn um kæruna og koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.. Þá var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu afhent þau gögn sem kæran laut að..<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 2. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi brugðist við erindum kærenda […] með því að spyrjast munnlega fyrir um málið og án þess að afla skriflegra upplýsinga […]. Formaðurinn hafi fengið þær upplýsingar að málið væri í farvegi og von væri á svörum til kærenda […]. Í […] hafi formaðurinn boðið kærendum að hitta sig til að fara yfir málið, en kærendur hafi ekki þegið það boð. Með vísan til framangreinds liggi aðeins fyrir gögn frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur, sem kærendur geti fengið aðgang að. Að mati […] hafi kærendum því ekki verið synjað um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að þeir telji aðfinnsluvert að ekkert hafi verið skráð um munnlegar fyrirspurnir formanns […]ráðs. Þá hafi kærendur hug á að fá samskipti við þá sjálfa afhent.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Af upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs […] um aðgang að gögnum, þann 6. júlí 2023, og svo kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar, leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum í vörslu formanns ráðsins sem varða mál sem kærendur beindu til formannsins […].<br /> <br /> Þar sem kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs skal tekið fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun og umsögn […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að fyrir liggi gögn sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Annarra upplýsinga um mál kærenda hafi formaðurinn aflað munnlega.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Réttur til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um mann sjálfan samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nær sömuleiðis til fyrirliggjandi gagna. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, auk synjunar beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Samkvæmt […] liggja ekki fyrir frekari gögn í vörslu formanns […]ráðs sem heyra undir beiðni kærenda en þau sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Samkvæmt því liggur ekki fyrir synjun […] á aðgangi að gögnum.<br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin að hin kærða ákvörðun hafi ekki falið í sér synjun á beiðni um aðgang að gögnum sem stafa frá kærendum sjálfum og samskiptum þeirra við formann […]ráðs, enda verður ráðið af ákvörðuninni að kærendur geti fengið þau gögn afhent hafi þeir hug á því.<br /> <br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að í máli þessu hafi kærendum ekki verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun […] frá 17. október 2023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun […], dags. 17. október 2023, í tilefni af beiðni kærenda, dags. 6. júlí 2023, um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1220/2024. Úrskurður frá 25. október 2024 | Isavia innanlandsflugvellir ehf. gerði kröfu um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 frá 10. október 2024, þar sem hagsmunir Colas Ísland ehf. og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti yrði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Úrskurðarnefndin taldi sérstakar ástæður standa til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurðinn undir dómstóla, m.a. með hliðsjón af því að ekki yrði séð að dómstólar hefðu tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst hefði verið úr með úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu á einingarverðum samninga einkaaðila við opinberan aðila í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir lægju fyrir. Var því fallist á kröfu Isavia að hluta til. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1220/2024 í máli ÚNU 24100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Krafa og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 17. október 2024 krafðist Isavia innanlandsflugvellir ehf. (hér eftir einnig Isavia) þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, meðan málið væri til meðferðar hjá dómstólum með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Til stuðnings kröfu sinni vísar Isavia til þess að hagsmunir Colas Ísland ehf. (hér eftir einnig Colas) og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti verði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Krafa um frestun sé aðallega rökstudd með tilliti til sérstakra ástæðna er varði afhendingu á gögnum samkvæmt 2., 3. og 5. tölulið 1. mgr. úrskurðarorðs en að öðru leyti sé vísað til þeirra sjónarmiða sem Colas og Isavia hafi komið á framfæri við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Eins og ítarlega hafi verið rakið við rekstur málsins hafi Colas mjög ríka hagsmuni af því að einingarverðum sé haldið leyndum og þá sérstaklega frá samkeppnisaðila. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar og augljóst að afhending þeirra til samkeppnisaðila muni veikja samkeppnisstöðu Colas við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þetta samrýmist einnig niðurstöðu nefndarinnar um upphaflega tilboðsskrá sem nefndin taldi varða virka mikilvæga hagsmuni Colas. Almenningur hafi þannig greiðan aðgang að upplýsingum um þá afurð sem keypt hafi verið og endurgjald fyrir kaupin. Hagsmunir almennings af nákvæmum upplýsingum um einingarverð séu afar takmarkaðir og vandséð að sérstakir hagsmunir kæranda, sem ekki eigi að taka tillit til, séu aðrir en að öðlast ósanngjarnt samkeppnisforskot við þátttöku í síðari innkaupaferlum.<br /> <br /> Auk framangreinds sé túlkun nefndarinnar á 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, ekki í samræmi við athugasemdir í greinargerð með frumvarpi til laganna enda hafi löggjafinn þar sérstaklega tiltekið að eðli einingarverða sé slíkt að birting þeirra eftir opinbert innkaupaferli sé til þess fallin að raska samkeppni og skaða viðskiptahagsmuni bjóðanda. Þannig sé kaupanda þegar af þeirri ástæðu óheimilt að afhenda slíkar upplýsingar, þó að ákvæðið hafi að öðru leyti ekki áhrif á skyldu til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Sömu sjónarmið eigi einnig við um 42. gr. veitureglugerðarinnar, nr. 340/2017. Sjónarmið um að trúnaður skuli ríkja um boðin einingarverð hafi ítrekað verið staðfest í ákvörðunum kærunefndar útboðsmála, sbr. ákvarðanir nefndarinnar í málum nr. 32/2019, 8/2021, 12/2023 og 47/2023. Ekki geti staðist að upplýsingaréttur almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga veiti ríkari upplýsingarétt en ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Þótt innkaupin sem hér um ræði falli utan gildissviðs laga um opinber innkaup og reglugerðar nr. 340/2017 sé einsýnt að sömu sjónarmið eigi við um boðin einingarverð enda sé eðli upplýsinganna hið sama. Nefndinni hafi því borið að taka tillit til þessarar meginreglu útboðsréttar um trúnað við bjóðendur, við mat á því hvort upplýsingar um einingarverð falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess verulega munar sem til staðar sé í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál annars vegar og ákvörðunum kærunefndar útboðsmála hins vegar, sé sérstaklega mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins sé frestað þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að kostnaðaráætlunum Isavia telur félagið að túlkun nefndarinnar um að einkahagsmunir Isavia njóti ekki verndar 9. gr. upplýsingalaga standist ekki skoðun. Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafi ítrekað verið lagt til grundvallar að einungis 4. tölul. 10. gr. laganna verndi viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra lögaðila sem séu í opinberri eigu. Ekki sé sérstaklega rökstutt í þessum úrskurðum hver sé ástæða þess að almennara ákvæði 9. gr. laganna gildi ekki einnig þar sem 4. tölul. 10. gr. sleppir. Orðalag 9. gr. sé skýrt og afdráttarlaust. Verndarandlag ákvæðisins nái til gagna sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. Isavia sé einkahlutafélag í atvinnurekstri og þar með fyrirtæki. Félagið sé hvorki stjórnvald né ríkisstofnun heldur félag með sjálfstæðan fjárhag sem rekið sé á grundvelli þjónustusamnings við ríkið. Félagið sé einnig lögaðili í samræmi við almenna notkun hugtaksins í íslenskum rétti sem og notkun hugtaksins í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Hugtakið einkaaðili sé einnig notað í upplýsingalögum, sbr. 3. gr. laganna, þar sem sérstaklega sé tekið fram að einkaaðilar geti verið í opinberri eigu. Erfitt sé að álykta annað en að slíkir einkaaðilar geti notið einkahagsmuna í samræmi við fyrirsögn 9. gr. upplýsingalaga. Túlkun úrskurðarnefndarinnar víki svo langt frá því sem leiði af almennri textaskýringu á ákvæðinu, með íþyngjandi hætti fyrir þá aðila sem ákvæðinu sé ætlað að vernda, að nauðsynlegt sé að dómstólar taki afstöðu til lögskýringarinnar áður en gögnin séu afhent. Þá telji Isavia að upplýsingarnar njóti verndar 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og bendir meðal annars á að kostnaðaráætlanirnar varði með óbeinum hætti fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinberar.<br /> <br /> Loks vísar Isavia til þess að nauðsynlegt sé að fá túlkun dómstóla á inntaki 9. gr. og 10. gr. upplýsingalaga með tilliti til þeirra aðstæðna sem séu fyrir hendi í málinu. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til þess hvort opinbert fyrirtæki njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga eða hvernig túlka skuli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga í tengslum við nákvæmar kostnaðaráætlanir opinberra kaupenda. Umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og hagsmunamat í tengslum við 9. gr. upplýsingalaga hvað varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila sé einnig mjög takmörkuð. Þessi skortur á dómaframkvæmd sé sérstök ástæða sem nefndinni beri að taka tillit til við ákvörðun um frestun réttaráhrifa.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 17. október 2024 var Colas og kæranda í máli ÚNU 23090019, þ.e. Malbikstöðinni ehf., gefinn kostur að á tjá sig um kröfuna og bárust athugasemdir frá báðum aðilum 22. október 2024.<br /> <br /> Kærandi mótmælir kröfu Isavia og telur að henni beri að hafna. Lögð sé áhersla á að Isavia sé í eigu opinbers hlutafélags sem sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Á opinberum fyrirtækjum hvíli skylda að tryggja að fjármunir ríkisins séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt og að aðgerðir þeirra séu ekki samkeppnishamlandi. Sjónarmiðum Isavia um að afhending á viðkomandi upplýsingum muni raska virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum Colas sé hafnað sem tilhæfulausum og ósönnuðum. Colas sé í verulega sterkri markaðsráðandi stöðu á mörkuðum tengdum framleiðslu og sölu á malbiki og hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þetta leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Isavia þurfi einfaldlega að gera sér grein fyrir því að almenningur hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig félagið ráðstafar opinberu fé í framkvæmdum á sínum vegum.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas er rakið að félagið taki undir kröfu og sjónarmið Isavia. Hvað varði einstök atriði og þær sérstöku ástæður sem geti átt við í málinu í skilningi 24. gr. upplýsingalaga telji Colas að eðli málsins og þýðing sé með þeim hætti að undirliggjandi séu verulegir hagsmunir fyrir félögin og því mikilvægt að úrskurðarnefndin gefi Isavia tækifæri til að færa fram frekari sönnur á þau atriði sem séu undir í málinu fyrir dómi áður en aðgangur sé veittur. Þá liggur ekki fyrir dómaframkvæmd hvað varði helstu álitaefni þessa máls, sbr. einkum 9. og 10. gr. upplýsingalaga, eins og Isavia nefni kröfu sinni til stuðnings.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að upphaflegri tilboðsskrá félagsins og tölvupóstssamskiptum, sem kæranda hafi verið veittur með úrskurði nefndarinnar, bendir Colas meðal annars á að óháð því hvort heimilt sé að beita því hagsmunamati sem úrskurðarnefndin byggi á, og Isavia gerir athugasemd við, telji Colas að það skorti á að heildstætt og efnislegt mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins og rökstuðningur varpi ekki ljósi á það mat sem nefndinni hafi borið að framkvæma. Í úrskurðinum, og aðferðafræði nefndarinnar, skorti á að gerður sé greinarmunur á almennum upplýsingum sem varða ráðstöfun opinbers fjár, sem almenningur eigi ríkan rétt til að fá aðgang að, og viðbótarupplýsingum sem önnur sjónarmið eigi við um og þurfi að meta sérstaklega. Það eitt að upplýsingar varði kaup hins opinbera geti ekki leitt sjálfkrafa til þess að hagsmunir almennings af því að fá slíkar upplýsingar vegi þyngra en hagsmunir félagsins, eins og ráða megi af rökstuðningi nefndarinnar.<br /> <br /> Colas hafi mjög ríka hagsmuni af því að einingaverðum sé haldið leyndum. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar. Þá hafi ekki verið tekið tillit til hvernig tölvupóstssamskiptin sem um ræði varpi ljósi á tiltekin mun á millisamtölum og heildarverði á milli upphaflegs og uppfærðs tilboðs. Því sé um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem varði framtíðarhagsmuni félagsins og geti skaðað hagsmuni þess verði þær afhentar. Slíkar upplýsingar veiti innsýn í rekstur og stefnu félagsins og geta skapað samkeppnisaðila forskot á markaði. Samkeppnisaðilar geti þannig óhindrað nýtt sér slíkar upplýsingar í samkeppni við félagið til framtíðar. Ljóst er að aðgangur að slíkum upplýsingum sé einkum til þess fallinn að samkeppnisaðilar geti nýtt sér þær í síðari innkaupaferlum frekar en að tryggja almenningi hagsmuni um gagnsæi við ráðstöfun opinbers fjár. Af því leiðir jafnframt að slíkar upplýsingar séu líklegar til að skaða hagsmuni félagsins og valda því tjóni verði þær afhentar.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að öðrum gögnum sé mikilvægt að látið verði reyna á ágreiningsatriði varðandi þau gögn fyrir dómstólum enda geti nefndin ekki útilokað að Isavia geti með frekari sönnunarfærslu fyrir dómi sýnt fram á hagsmuni félaganna af því að halda slíkum upplýsingum leyndum. Í því sambandi vísar Colas sérstaklega til upplýsinga sem úrskurðarnefndin telji að veita eigi aðgang að í samantektarskjali félagsins og nefnir dæmi úr úrskurðinum því til stuðnings. Umfjöllun nefndarinnar um þessi atriði eigi það sameiginlegt að ekkert mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins andspænis almannahagsmunum og enginn rökstuðningur fyrir utan almenn sjónarmið. Ef úrskurðarnefndin ætli að vega saman slíka andstæða hagsmuni þá sé mikilvægt að rökstuðningur nefndarinnar endurspegli hvaða þýðingu slíkar upplýsingar hafi í reynd í atvinnurekstri, hvernig þær upplýsingar verði til og séu notaðar við uppbyggingu í rekstri og hvaða afleiðingar það geti haft að veita aðgang að þeim á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Colas bendir á að upplýsingarnar byggi á áratuga reynslu og þekkingu sem byggist upp við rannsóknir og þróun sem og reynslu með tilheyrandi kostnaði. Þetta séu upplýsingar sem samkeppnisaðilar geti nýtt sér verði veittur aðgangur að þeim þótt almenningur kunni að líta svo á að þetta séu almennar upplýsingar. Samkeppnisaðilar geti því nýtt sér slíkar upplýsingar og innleitt með tilheyrandi röskun á samkeppni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, á meðan mál um gildi úrskurðarins verði borið undir dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er kveðið á um heimild úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðar að kröfu stjórnvalds eða annars aðila sem nefndin hefur lagt fyrir að veita aðgang að gögnum telji nefndin sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa Isavia barst innan þessa tímafrests.<br /> <br /> Í athugasemdum við 24. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að líta beri á ákvæðið sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Í fræðiskrifum um efnið kemur fram að til að komast að niðurstöðu um hvort réttlætanlegt sé að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar verði ávallt að leggja heildstætt mat á þau andstæðu sjónarmið sem vegast á í hverju máli. Við matið beri að líta til réttmætra hagsmuna allra aðila málsins. Þá beri að líta til þess hversu langt er um liðið frá því að hin kærða ákvörðun var tilkynnt aðilum. Loks beri að líta til þess hversu líklegt sé að ákvörðuninni verði breytt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 812/2019 og þeirra úrskurða sem þar er vísað til. Jafnframt geta haft þýðingu önnur sjónarmið á borð við það hvort nefndin hafi byggt niðurstöðu sína á atriðum sem eru háð vafa, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 577/2015. Nefndin telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni.<br /> <br /> Verður nú leyst úr því hvort fresta eigi réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar í heild eða að hluta með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 var Isavia gert skylt að afhenda kæranda tiltekin gögn sem vörðuðu Colas. Nánar tiltekið var þar um að ræða skjal auðkennt […], tilboðsskrá Colas, dags. 2. maí 2023, tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár, og verkáætlun Colas. Þá var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda samantektarskjal Colas, þó með þeim hætti að strikað skyldi yfir ýmsar upplýsingar í skjalinu. Þá var Isavia með úrskurðinum gert að afhenda gögn sem stöfuðu frá félaginu sjálfu, nánar tiltekið tvær kostnaðaráætlanir Isavia auk tiltekins hluta af minnispunktum starfsmanns félagsins.<br /> <br /> Líkt og rakið er í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 hefur kærandi að hluta til fengið aðgang að fyrrgreindri tilboðsskrá og tölvupóstssamskiptum. Isavia afhenti kæranda tilboðsskrána í kjölfar beiðni hans en þar höfðu allar upplýsingar verið afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðsins. Í afhentu skjali hafði þannig verið strikað yfir einingarverð vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæð einstakra verkþátta og verkhluta. Þá afhenti Isavia einnig kæranda fyrrgreind tölvupóstssamskipti en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar reyndi meðal annars á hvort að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar úr umræddum gögnum væru undanþegnar upplýsingarrétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurði nefndarinnar, þ.e. um afhendingu á einingarverðum tiltekinna samninga sem einkaaðilar hafa gert við opinberan aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir samkvæmt samningi liggja þegar fyrir og hafa verið afhentar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þegar slíkar aðstæður eru fyrir hendi reynir bæði almennt á það hvernig hagsmunamat og nánari lagatúlkun samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga skuli fara fram og svo atviksbundið mat á virkum viðskiptahagsmunum viðkomandi einkaaðila hverju sinni. <br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vafi um túlkun 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga við þessar aðstæður og hagsmunir Colas af því að ekki verði veittur aðgangur að gögnunum í andstöðu við ákvæðið eins og það kann síðar að vera skýrt af dómstólum leiði til þess að sérstakar ástæður standi til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurð nefndarinnar nr. 1219/2024 að þessu leyti undir dómstóla áður en úrskurðurinn verður fullnustaður. Telur nefndin því rétt að fresta réttaráhrifum úrskurðarins að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Hvað varðar samantektarskjal Colas var í úrskurði nefndarinnar lagt til grundvallar að Isavia væri óheimilt að afhenda tilteknar upplýsingar í skjalinu samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Skjalið er umfangsmikið og er það nokkuð sérstaks eðlis enda koma þar fram ýmsar upplýsingar sem varða mismunandi þætti í starfsemi Colas. Þótt nefndin hafi í úrskurði sínum mælt fyrir um að strikað skyldi yfir fjölmörg atriði í skjalinu þykir ekki hægt að útiloka að fullu að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að þar séu enn upplýsingar er kunni að njóta verndar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin því rétt eins og hér hagar til að gefa Isavia möguleika á sönnunarfærslu af því tagi og fellst á að réttaráhrifum úrskurðarins verði einnig frestað að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda skjal auðkennt […] með vísan til þess að Colas hefði samþykkt að kæranda yrði afhent skjalið. Þá taldi nefndin að 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu verkáætlunar Colas til kæranda og var meðal annars rakið í úrskurðinum að vandséð væri að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að skjalinu. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert fram komið er breytir því sem kemur fram í úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu þessara gagna. Verður því að hafna kröfu Isavia um að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað hvað þau varðar.<br /> <br /> Að framangreindu frágengnu þarf að taka til skoðunar hvort efni séu til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda tvær kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Í úrskurði í máli nr. 1219/2024 tók nefndin umrædd gögn til sjálfstæðrar skoðunar með tilliti til þess hvort veita bæri aðgang að þeim samkvæmt upplýsingalögum. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu umræddra kostnaðaráætlana til kæranda enda teldust hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu væri ætlað að vernda auk þess sem 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga stæðu ekki í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Hvað varðar aðgang að hluta af minnispunktum starfsmanns Isavia féllst úrskurðarnefndin á sjónarmið Isavia um að skjalið teldist vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga en lagði til grundvallar að Isavia skyldi afhenda kæranda tiltekinn hluta skjalsins með vísan til 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert nýtt hafa komið fram er sýni að fyrir hendi séu lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Verður kröfu Isavia því hafnað að þessu leyti.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Fallist er að hluta á kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf. um að fresta réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019 enda verði málið borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar með ósk um að það hljóti flýtimeðferð. Frestun réttaráhrifa samkvæmt þessu tekur einvörðungu til eftirfarandi hluta úrskurðar nr. 1219/2024:<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 2. og 3. tölul. 1. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á tilboðsskrá Colas Ísland ehf., dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu […] og afhendingu á tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 3. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem […].<br /> <br /> Að öðru leyti er kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 17. október 2024, hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1219/2024. Úrskurður frá 10. október 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia þar sem leitað var tilboða í malbikun á Akureyrarflugvelli og samningsgerð við félagið Colas Ísland ehf. Ákvörðun Isavia að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum var að meginstefnu byggð á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Colas Ísland. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og lagði fyrir Isavia að afhenda kæranda hluta þeirra, en að öðru leyti voru ákvarðanir félagsins staðfestar. | <p><span style="font-size: 13px;">Hinn 10. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019.</span></p> <p> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Malbikstöðvarinnar ehf., synjun Isavia innanlandsflugvalla ehf. (hér eftir einnig Isavia) á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi 28. júní 2023 til Isavia óskaði kærandi eftir svörum við tilteknum spurningum, sem allar vörðuðu framkvæmdir við malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli. Kærandi beindi öðru erindi til Isavia 18. ágúst 2023 og óskaði eftir öllum gögnum í tengslum við útboð á verkinu og/eða innkaupum vegna yfirstandandi framkvæmda. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað vegna framkvæmdanna við malbikun og hvaða aðili sæi um þær.<br /> <br /> Isavia svaraði erindum kæranda með bréfi 4. september 2023. Þar kom meðal annars fram að verðmæti verksins hefði verið undir viðmiðunarfjárhæðum reglugerðar nr. 340/2017, um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, og innkaupin framkvæmd með lokaðri verðfyrirspurn. Eitt tilboð hefði borist frá Colas Ísland ehf. (hér eftir Colas) en Isavia hefði metið tilboðið ógilt og hafnað því. Í framhaldinu hefði Isavia boðað Colas á samningafund og í kjölfar þess fundar hefði verið gerður verksamningur við félagið.<br /> <br /> Með framangreindu bréfi afhenti Isavia kæranda tiltekin gögn sem félagið taldi falla undir beiðni hans, nánar tiltekið verðfyrirspurnina og fylgigögn hennar, fyrirspurnir sem höfðu borist við meðferð innkaupanna og svör Isavia, samskipti í gegnum útboðsvef, undirritaðan verksamning og útgefna verktryggingu. Jafnframt afhenti Isavia kæranda afrit af kostnaðaráætlunum verksins þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar. Þá synjaði Isavia kæranda um aðgang að minnispunktum starfsmanns félagsins, sem ritaðir höfðu verið í tengslum við samningafund milli Isavia og Colas, með vísan til 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en upplýsti að á fundinum hefði ábyrgðarkrafa verið lækkuð frá skilmálum verðfyrirspurnarinnar niður í 2 ár og samningsfjárhæð lækkuð til samræmis. Loks tiltók Isavia að unnið væri að yfirferð gagna sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas og að beðið væri eftir afstöðu félagsins til afhendingar gagnanna.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Colas sendi Isavia annað bréf til kæranda 20. september 2023. Með bréfinu fylgdu tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas, þrjár ferilskrár starfsmanna félagsins og tölvupóstssamskipti en tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr hluta gagnanna. Isavia hafnaði að öðru leyti beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas. Í bréfinu sagði að synjun Isavia væri reist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er byggt á því og rökstutt að skilyrði 6., 8. og 9. gr. upplýsingalaga séu ekki uppfyllt í málinu. Kærandi krefst þess að synjun Isavia verði felld úr gildi.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 2. október 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 23. október 2023 og meðfylgjandi voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Þá afhenti Isavia nefndinni einnig afrit af athugasemdum Colas vegna málsins ásamt fylgigögnum.<br /> <br /> Í umsögn Isavia kemur fram að félagið telji sér óskylt að afhenda nákvæmar kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdir sínar, enda varði þær mikilvæga fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins og ríkisins, sbr. 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Opinber fyrirtæki hafi verulega hagsmuni af því að tryggja samkeppni við framkvæmd opinberra innkaupa óháð fyrirkomulagi innkaupanna. Leynd yfir áætluðum einingaverðum kaupanda sé mikilvægur hluti af því að tryggja slíka samkeppni, meðal annars með því að takmarka þá áhættu að bjóðendur hagi tilboðum sínum alfarið í takt við kostnaðaráætlanir kaupanda og auki líkur á að bjóðendur bjóði sem samkeppnishæfust verð.<br /> <br /> Með því að stuðla að virkri samkeppni geti opinberir kaupendur nýtt takmarkaða fjármuni á sem hagkvæmastan hátt. Hagkvæmni að þessu leyti geti haft veruleg efnahagsleg áhrif fyrir fyrirtækið og þar af leiðand ríkið. Einkahagsmunir Isavia og opinberir hagsmunir ríkisins fari að þessu leyti saman. Þessa hagsmuni þurfi að vega og meta á móti hagsmunum almennings eða eftir atvikum einstakra fyrirtækja af því að fá aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Lögmætir hagsmunir kæranda nái ekki til nákvæmrar áætlunar Isavia á einingarverðum. Hagsmunir kæranda af slíkri afhendingu upplýsinga snúi aðallega að því að bæta samkeppnisstöðu kæranda á kostnað annarra bjóðenda, eða að öðrum kosti knýja Isavia til að birta áætlanir sínar opinberlega með neikvæðum áhrifum á hagkvæmni innkaupa. Mikilvægt sé að opinberir kaupendur hafi svigrúm til að gera fjárhagslegar áætlanir fyrir tilteknar verkframkvæmdir, án þess að áætlunin hafi óæskileg áhrif á tilboð í verkin. Hagsmunir Isavia af því að leynd sé haldið yfir áætluðum einingarverðum sé því mun ríkari en hagsmunir kæranda og almennings af því að þau séu birt.<br /> <br /> Í umsögn Isavia er einnig rakið að félagið telji sér óheimilt að afhenda kæranda upplýsingar úr tilboði Colas sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, enda liggi ekki fyrir samþykki Colas fyrir afhendingu upplýsinganna, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Vísað er til meginreglna um mat á trúnaðarupplýsingum og trúnaðarskyldu opinberra kaupenda samkvæmt 42. gr. reglugerðar 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Þrátt fyrir að umrædd framkvæmd heyri ekki undir gildissvið þeirra telur félagið það hafa áhrif að í ákvæðunum sé sérstaklega tiltekið að kaupanda sé óheimilt að afhenda upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilteknum upplýsingum í tilboðsskrám Colas sé ljóst að upplýsingar um einingarverð og samtölur fyrir tiltekna verkhluta varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni Colas. Um sé að ræða mjög nýlegar verðupplýsingar úr opinberri samkeppni og sé afhending þeirra til þess fallin að veikja verulega samkeppnisstöðu fyrirtækisins við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þá megi horfa til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 sem mæli sérstaklega fyrir um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar um einingarverð.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar byggir Isavia á að tilteknar upplýsingar í tölvupóstssamskiptum milli Isavia og Colas falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Allar upplýsingar sem hafi verið afmáðar eigi það sammerkt að vera annaðhvort samtölur tiltekinna verkhluta eða gera aðilum kleift að reikna út slíkar samtölur, sem varði viðskiptalega hagmuni Colas en gefi einnig sterkar vísbendingar um einingarverð.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um afhendingu á minnispunktum starfsmanns vísar Isavia til þess að um vinnugagn sé að ræða sem sé undanþegið upplýsingarétti almennings með vísan til 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða ófullgert vinnugagn á vinnslustigi sem ritað hafi verið af starfsmanni Isavia og ekki verið afhent öðrum. Engar af undantekningum 3. mgr. 8. gr. eigi við um skjalið.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á aðgangi að tilteknum upplýsingum í ferilskrá eins starfsmanns Colas vísar Isavia til þess að upplýsingarnar falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Hinar yfirstrikuðu upplýsingar séu ítarlegar lýsingar á verkaðferðum Colas auk vandamála sem félagið hafi greint og leyst við framkvæmd tveggja verkefna, annars vegar malbikun á Reykjavíkurflugvelli 2021–2022 og hins vegar malbikun á Egilsstaðaflugvelli sumarið 2021. Þrátt fyrir að lýsingar á aðferðafræðinni séu að vissu leyti almenns eðlis, hafi Isavia engar forsendur til að draga í efa afstöðu Colas um að opinberun upplýsinganna myndi skaða hagsmuni félagsins.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á afhendingu annarra tilboðsgagna Colas er rakið í umsögn Isavia að Colas hafi verulega hagsmuni af því að samkeppnisaðili fyrirtækisins geti ekki hagnýtt sér gögn um aðferðafræði, ferla, áætlanir og fleiri upplýsingar um starfsemi Colas. Þá sé vandséð að kærandi hafi lögmæta hagsmuni af afhendingu gagnanna, hvorki sérstaka né almenna. Kærandi hafi ekki verið þátttakandi í innkaupaferlinu og að sú verðfyrirspurn sem gögnin tengjast hafi ekki verið grundvöllur endanlegs samnings við Colas. Isavia telur því að hagsmunir Colas af því að trúnaðar sé gætt um gögnin séu mun ríkari en hagsmunir kæranda af afhendingu þeirra og að synja skuli um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks telji Isavia að það sé félaginu nær ómögulegt að veita aðgang að afmörkuðum hlutum umræddra gagna, í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, enda varði gögnin nákvæmar upplýsingar um rekstur þriðja aðila.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas vegna málsins er samþykkt að tiltekið skjal, sem félagið lagði fram með tilboði sínu, verði afhent kæranda þó með þeim hætti að ákveðnar upplýsingar í skjalinu verði afmáðar. Colas tekur fram að þau gögn og upplýsingar sem synjað hafi verið um afhendingu á varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins sem undanþegin séu upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum er fjallað um hvert og eitt skjal sem varða félagið og rökstutt hvaða ástæður liggja að baki því að skjalið skuli undanþegið upplýsingarétti kæranda. Kemur meðal annars fram að í gögnunum sé að finna atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál sem byggi á margra mánaða og í einhverjum tilvikum margra ára vinnu og fjármagni sem kærandi geti nýtt sér óhindrað, fengi hann upplýsingarnar afhentar. Slík afhending muni raska rekstrar- og samkeppnisstöðu Colas og leggi félagið áherslu á að kærandi sé einn helsti samkeppnisaðili þess. Þá er í athugasemdunum lögð áhersla á að 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 standi í vegi fyrir að afhenda megi gögnin til kæranda.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 7. nóvember sama ár. Í athugasemdum kæranda er meðal annars rakið að fyrir liggi að í stað þess að halda opinbert útboð um verkið eða veita fyrirtækjum jöfn tækifæri til að bjóða í það hafi Isavia framkvæmt lokaða verðfyrirspurn og Colas hafi verið eini íslenski aðilinn sem hafi verið boðið að taka þátt í því.<br /> <br /> Hagsmunir Colas af leynd yfir umbeðnum upplýsingum eigi ekki að vega þyngra en þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felist í því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar. Leynd yfir upplýsingunum stuðli að því að samkeppnistakmörkunum sé viðhaldið. Fyrir liggi að Colas hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þessi staðreynd leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum, sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Þar sem aldrei hafi komið til þess að Isavia hafi boðið út viðkomandi þjónustu eða veitt kæranda eða öðrum malbikunarfyrirtækjum en Colas möguleika á því að koma að slíkum verkum, og ekki sé fyrirséð að svo verði gert í framtíðinni, verði ekki séð að afhending á gögnunum feli í sér samkeppnisröskun. Almenningur, þar á meðal kærandi, hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig Isavia ráðstafi opinberu fé í framkvæmdum sem þessum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia, nr. V23016, en með henni leitaði félagið eftir tilboðum í malbikun á Akureyrarflugvelli frá tilteknum aðilum, þar með talið Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilboð Colas metið ógilt en í kjölfarið fóru fram viðræður milli Colas og Isavia sem lyktaði með undirritun verksamnings, dags. 14. júní 2023. Framkvæmdir munu hafa hafist 19. júní 2023 og þeim lokið 7. september sama ár.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Isavia innanlandsflugvellir ehf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu Isavia ohf., sem er í eigu íslenska ríkisins.<br /> <br /> Isavia hefur afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans og hefur Colas samþykkt að kæranda verði afhent skjal auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“. Verður kæranda því veittur aðgangur að skjalinu.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Tilboðsskrár Colas, dags. 12. apríl 2023 og 2. maí sama ár.</li> <li>Samantektarskjal Colas: <ul> <li>Skipurit og lykilstarfsmenn.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Malbik, efni og hönnun.</li> <li>Malbik efni og hönnun.</li> <li>Aðfangakeðja og framleiðsla.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> </ul> </li> <li>Gögn úr gæðahandbók Colas.</li> <li>Gæðaeftirlitsáætlun Colas.</li> <li>Færuplan – flughlað Akureyri.</li> <li>Ferilskrá starfsmanns Colas.</li> <li>Verkáætlun Colas.</li> <li>Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> <li>Minnispunktar starfsmanns Isavia, dags. 29. ágúst 2023.</li> </ol> <p> <br /> Við mat á rétti kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum er þess að gæta að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal þátttakenda í verðfyrirspurninni. Um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum Colas sem og öðrum gögnum fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að gögnum sem varða Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1–8 í kafla 1 hér að framan. Líkt og er nánar rakið hér að neðan hefur kæranda ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta.<br /> <br /> Synjun Isavia hvað varðar þessi gögn byggist á 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga og leggst Colas gegn afhendingu meirihluta gagnanna á grundvelli sama lagaákvæðis. Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023 og 1202/2024. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur jafnframt lagt til grundvallar að sjónarmið um hagsmuni almennings eigi við með áþekkum hætti þegar fyrirtæki óskar eftir aðgangi að einingarverðum tilboða vegna tilboðsumleitana sem það hefur ekki tekið þátt í, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 688/2017. Þá hefur nefndin lagt til grundvallar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberir aðilar standa að verðkönnunum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 852/2019.<br /> <br /> Af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir síðan að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.1. Tölvupóstssamskipti og tilboðsskrár Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilboðsskrám Colas og tölvupóstssamskiptum milli félagsins og Isavia, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er um að ræða tvö tilboð, annars vegar tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar, dags. 12. apríl 2023, og hins vegar endurskoðað tilboð sem félagið mun hafa lagt fram í kjölfar viðræðna við Isavia, dags. 2. maí 2023. Í skjölunum sem Isavia afhenti kæranda voru allar upplýsingar sem komu fram á umræddum tilboðsblöðum og tilboðsskrám afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðanna. Í afhentum skjölum var þannig strikað yfir upplýsingar um einingarverð Colas vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæðir einstakra verkþátta og verkhluta. Auk þessa afhenti Isavia kæranda tölvupóstssamskipti milli félagsins og Colas, sem fram fóru tímabilinu 25. apríl 2023 til 14. júní 2023, en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið mat Isavia ógilt það tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar og komst því ekki á samningur milli félaganna á grundvelli tilboðsins. Þær verðupplýsingar sem voru afmáðar í skjalinu sem var afhent kæranda hafa því ekki að geyma upplýsingar sem geta varpað ljósi á ráðstöfun opinbers fjár. Að þessu gættu og að teknu tilliti til efnis skjalsins er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Colas af því að upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér þær. Samkvæmt þessu og að teknu tilliti til þeirra almennu sjónarmiða um beitingu 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sem rakin eru í kafla 2.1 hér að framan verður fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum og verður ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Sömu sjónarmið eiga ekki við um tilboðið sem Colas lagði fram í kjölfar viðræðna við Isavia en fyrir liggur að samningur komst á milli félaganna á grundvelli þess tilboðs. Upplýsingarnar sem hafa verið afmáðar úr því tilboði lúta þannig með beinum hætti að kaupum hins opinbera á verki og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Hið sama á við um upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum varðandi tilboðsfjárhæð fyrir framkvæmd verksins og fjárhæð tiltekins liðar í tilboðinu. Þá þykir mega ráða af tölvupóstssamskiptunum að starfsmaður Isavia hafi fært inn ranga samningsfjárhæð í drög að verksamningi milli Isavia og Colas en strikað var yfir þá fjárhæð í skjalinu sem var afhent kæranda. <br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum gögnum, sem eru frá fyrri hluta árs 2023, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Colas hefur af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki fallist á að Isavia hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. þau almennu sjónarmið um beitingu 2. málsl. greinarinnar sem rakin eru í kafla 2.1 að framan.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2. Samantektarskjal Colas</strong></h3> <h3><strong>2.1.2.1. Almennt</strong></h3> <p>Í grein 3.10 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að val tilboða myndi ráðast af gæðum tilboða (40%) og verði (60%). Í viðauka H, sem var á meðal þeirra gagna sem fylgdu verðfyrirspurn Isavia og sem félagið afhenti kæranda, kom fram nánari lýsing á þeim forsendum sem voru lagðar til grundvallar við mat á gæðum tilboðs. Í viðaukanum var fjallað um níu atriði sem yrðu metin til stiga og var þátttakendum ætlað að leggja fram nánari upplýsingar um hvert og eitt atriði.<br /> <br /> Í samræmi við fyrirmæli viðaukans lagði Colas fram skjal með tilboði sínu sem hafði að geyma upplýsingar um þau atriði sem yrðu metin til stiga samkvæmt fyrrgreindum viðauka, sbr. skjalið sem er tilgreint undir lið 4 í kafla 1 hér að framan. Skjalið, sem ber heitið „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, telur 21 blaðsíðu og skiptist í níu kafla en kaflaskiptingin tekur mið af uppsetningu viðaukans.<br /> <br /> Í svarbréfi sínu til kæranda, dags. 20. september 2023, synjaði Isavia honum um aðgang að skjalinu. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti Colas við meðferð þessa máls að afhenda mætti kæranda kafla 1–7 í skjalinu þó þannig að tilteknar upplýsingar yrðu afmáðar úr köflunum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Af þessu tilefni afhenti Colas nefndinni afrit af skjalinu þar sem félagið hafði strikað yfir þær upplýsingar sem það taldi falla undir umrætt ákvæði. Í ljósi samþykkis Colas verður einungis leyst úr því hvort synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem félagið telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.2. Kaflar 1 og 2</strong></h3> <p>Í fyrsta lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 1. kafla sem ber yfirskriftina „Skipurit og lykilstarfsmenn“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um (1) starfsreynslu og nöfn þrettán lykilstarfsmanna Colas, (2) upplýsingar um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri og (3) tilteknar upplýsingar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“. Þá eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 2. kafla, sem ber yfirskriftina „Ferli og aðferðir“, sem varða öryggismenningu Colas og hvernig öryggismálum er hagað áður en verk hefst og á meðan verki stendur.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 1. kafla séu fremur almenns eðlis auk þess sem ýmsar af upplýsingunum myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi skal á það bent að upplýsingar um afkastagetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins. Þá hefur kæranda þegar verið veittur aðgangur að ferilskrám þriggja starfsmanna Colas sem hafa að geyma ítarlegri upplýsingar um verk- og starfsreynslu þessara starfsmanna en koma fram í 1. kafla skjalsins. Jafnframt virðast upplýsingar sem eru afmáðar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“ einungis vera upplýsingar um íslenskt heiti á tegund þess tækis. Loks verður að telja að þær upplýsingar sem koma fram í 2. kafla séu fyrst og fremst almennar lýsingar á hvernig Colas hagar öryggismálum sínum auk almennra upplýsinga um hvernig félagið hugðist haga öryggismálum við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.3. Kaflar 3 og 4</strong></h3> <p>Í öðru lagi eru tilteknar upplýsingar afmáðar úr 3. og 4 kafla sem bera báðir yfirskriftina „Ferli og aðferðir“. Í 3. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar er varða (1) afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri auk upplýsinga um tiltekinn búnað stöðvarinnar, (2) hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins, (3) umfjöllun um hönnunarblöndu félagsins, (4) prófanir malbiksblöndu á rannsóknarstofu og (5) hvernig félagið hugðist standa að útlögn malbiks við framkvæmd verksins. Í 4. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar sem hafa að geyma lýsingar á tilteknum verkferlum Colas.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 hér að framan verður ekki fallist á að aðgangur kæranda að upplýsingum í 3. kafla um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri verði takmarkaður á grundvelli 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að telja að upplýsingar í 3. kafla um hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins og upplýsingar í 4. kafla með lýsingum á tilteknum verkferlum félagsins séu fyrst og fremst almenns eðlis. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 3. kafla feli í sér lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslum og verklagi sem Colas hugðist beita við framkvæmd verksins. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum kunni að geta valdið félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.4. Kaflar 5 og 6</strong></h3> <p>Í þriðja lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 5. og 6. kafla sem bera báðir yfirskriftina „Malbik, efni og hönnun“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar í 5. kafla sem varða (1) hráefni malbiksins sem Colas hugðist nota til verksins, (2) upplýsingar um hönnun þess, (3) aðgerðir sem félagið hugðist viðhafa til að tryggja samræmi við framleiðslu og til að bregðast við atriðum tengdum veðri. Í 6. kafla eru afmáðar upplýsingar um verklag í tengslum við sannprófun hönnunarblöndu auk upplýsinga um hvernig brugðist yrði við kæmu upp frávik frá hönnunarblöndu og kröfum verkkaupa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum um heiti 2. tölul. 5. kafla verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr köflum 5 og 6 varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta að í 5. og 6. kafla koma fram ítarlegar lýsingar á þeim hráefnum sem félagið hugðist nota í mismunandi tegundir malbiks, nákvæmar upplýsingar um hönnun þess og lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslu og verklagi Colas við malbikunarframkvæmdir. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að upplýsingunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.5. Kafli 7</strong></h3> <p>Í fjórða lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr kafla 7 sem ber yfirskriftina „Aðfangakeðja og framleiðsla“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um aðfangakeðju þeirra steinefna sem Colas hugðist útvega vegna verksins og nánar fjallað um eðli þeirra efna, hvaða birgjar myndu útvega þau auk upplýsinga um framleiðslu-, prófana- og skoðanaferli félagsins.<br /> <br /> Í þeim hluta kaflans sem lýtur að framleiðsluferli eru afmáðar tilteknar upplýsingar er varða fyrrgreinda malbikunarstöð félagsins, þar á meðal um hvaða stöð sé að ræða, um eignarhald, staðsetningu og framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar, að stöðin sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 verður ekki fallist á að takmarka eigi aðgang kæranda að upplýsingum um framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar. Þá liggja opinberlega fyrir upplýsingar um eignarhald stöðvarinnar, staðsetningu hennar, að hún sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. tölul. 7. kafla, sem ber yfirskriftina „Prófanir og skoðanir“, eru afmáðar upplýsingar um tiltekið kerfi sem Colas notast til að fylgjast með framleiðslunni, upplýsingar um vottun malbiksins og vottunaraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að upplýsingar um þessi atriði eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Colas fallist á að veita kæranda upplýsingar um gerð þess viðloðunarefnis sem félagið hugðist nota í framkvæmdinni og verður því ekki fallist á að upplýsingar um gerð efnisins, sem hafa verið afmáðar úr 7. kafla, verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks verður ekki fallist á að almennar upplýsingar um tiltekinn verkferil í niðurlagi kaflans verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli umrædds lagaákvæðis.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr kaflanum varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta í kaflanum koma fram ítarlegar lýsingar á hvernig Colas hugðist útvega þau steinefni sem félagið ráðgerði að nýta til verksins auk upplýsinga um eðli efnanna og birgja félagsins. Þá koma fram í kaflanum ítarlegar upplýsingar um tæknilega eiginleika þeirrar malbikunarstöðvar sem Colas hugðist nýta til verksins og ítarlegar lýsingar á prófunum og skoðunum félagsins. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.6. Kaflar 8 og 9</strong></h3> <p>Í fimmta lagi byggir Isavia á að synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í köflum 8 og 9 í heild sinni og leggst Colas jafnframt gegn afhendingu þessara upplýsinga. Í umræddum köflum, sem báðir bera yfirskriftina „Viðhald og ábyrgð“, er að finna greiningu Colas á lágmarkslíftíma malbiks félagsins, helstu aðgerðum og viðhaldi á ábyrgðartíma verksins auk sundurliðaðra upplýsinga um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þessir kaflar varði í heild sinni virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Hvað varðar upplýsingar um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins lítur nefndin til þess að skjalið hefur að geyma upplýsingar um einingarverð og heildarkostnað vegna tiltekinna aðgerða sem búið er að uppreikna miðað við tíu ára ábyrgðartíma. Ætla má að samkeppnisaðilar sem hefðu upplýsingarnar undir höndum fengju mikilvæga innsýn í hvernig Colas verðmetur kostnað við ábyrgðir og ættu auðveldara með að keppa við fyrirtækið á samkeppnismarkaði. Þá ber einnig til þess að líta að ekki komst á samningur um þá tíu ára ábyrgð sem kostnaðargreiningin tók til.<br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefndin að aðgangur kæranda og almennings að umræddum upplýsingum sé til þess fallinn að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að upplýsingum í köflum 8 og 9 í skjalinu, að hagsmunir Colas vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.3. Gögn úr gæðahandbók, gæðaeftirlitsáætlun og færuplan</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum úr gæðahandbók Colas, gæðaeftirlitsáætlun félagsins og svokölluðu færuplani, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 4–6 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Gögnin úr gæðahandbók Colas eru ýmsir verkferlar félagsins sem eru settir upp sem flæðirit. Af efni verkferlanna verður ráðið að þeir hafi að geyma upplýsingar um hvernig Colas hagar innra skipulagi sínu í tengslum við malbikunarframkvæmdir. Gæðaeftirlitsáætlun Colas telur sjö blaðsíður og er þar að finna upplýsingar um eftirlit með ýmsum þáttum í tengslum við malbikunarframkvæmdir, svo sem um eftirlitsaðferð, tíðni, ábyrgð og fleira. Þá er í skjalinu einnig að finna upplýsingar um framleiðslu, hráefni og prófanir.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar áttu bjóðendur, samkvæmt fyrrgreindum viðauka H, að leggja fram ítarlegar upplýsingar um færuplan (e. the asphalting process) og aðferð við útlagningu malbiks. Á meðal tilboðsgagna Colas var umbeðið færuplan sem sýnir hvernig félagið ætlaði að haga útlagningu malbiks við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni framangreindra gagna og telur nefndin að gögnin eigi það sammerkt að varða innra skipulag Colas og sértækar tæknilegar lausnir félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum gögnum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum gögnum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum gögnum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.4. Ferilskrá starfsmanns og verkáætlun</strong></h3> <p>Á meðal tilboðsgagna Colas voru ferilskrár þriggja starfsmanna félagsins. Isavia afhenti kæranda ferilskrárnar með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr ferilskrá eins starfsmannsins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 7 í kafla 1 hér að framan. Þá var kæranda synjað um aðgang að verkáætlun Colas vegna verksins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 8 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr umræddri ferilskrá. Þar koma fram ítarlegar og sértækar lýsingar á verklagi Colas við framkvæmd malbiksyfirlagna á Reykjavíkurflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Jafnframt koma fram í skjalinu upplýsingar um hvernig félagið brást við og leysti úr tilteknum vandamálum sem komu upp við framkvæmdirnar. Að virtu efni þessara upplýsinga er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum kunni að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Framlögð verkáætlun hefur að geyma upplýsingar um áætlaða tímalengd tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um áætlaðan heildarverktíma verksins. Að mati nefndarinnar er vandséð að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að verkáætlun félagsins. Að þessu gættu og að öðru leyti með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að verkáætluninni verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.5. Ákvæði 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005</strong></h3> <p>Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir afhendingu þeirra gagna sem eru tilgreind í liðum 1–2 og 7–8 í kafla 1 hér að framan. Þá telur úrskurðarnefndin að ákvæðið standi að sama skapi ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra upplýsinga sem koma fram í því skjali sem er tilgreint undir lið 3 í sama kafla.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Colas og Isavia til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. einnig 42. reglugerðar nr. 340/2017, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að framangreind gögn og upplýsingar heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni Colas ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umræddra ákvæða, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> <br /> Loks nefnir Colas að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1078/2022.<br /> <br /> Á hinn bóginn kunna sjónarmið um beitingu 10. gr. samkeppnislaga að hafa þýðingu við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raska eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við í málinu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum gögnum og upplýsingum sem varða Colas í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.2. Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023</strong></h3> <p>Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tvær kostnaðaráætlanir vegna framkvæmdarinnar en af heitum skjalanna verður ráðið að þær hafi verið gerðar annars vegar í júlí 2022 og hins vegar í apríl 2023. Í afhentum gögnum var strikað yfir einingarverð einstakra verkþátta og samtölur þeirra. Isavia byggir synjun sína á afhendingu þessara upplýsinga á 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir er samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Af fyrrgreindum kostnaðaráætlunum verður ekki annað ráðið en að þær feli í sér eigin greiningu Isavia á áætluðum kostnaði við framkvæmd verksins. Að þessu gættu stendur 9. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda enda teljast hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 1157/2023.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.<br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi um 3. tölul. ákvæðisins:<br /> </p> <blockquote> <p>Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er að sjálfsögðu til viðbótar hið almenna skilyrði að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur sé takmarkaður.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að upplýsingar um einingarverð og samtölur þeirra í kostnaðaráætlunum Isavia teljist ekki til upplýsinga um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og verður réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Á hinn bóginn er þess að gæta að Isavia leggur áherslu á það í umsögn sinni að leynd yfir þeim upplýsingum sem koma fram í kostnaðaráætlunum sé mikilvægur liður í að tryggja samkeppni og tryggja opinberum kaupendum sem hagstæðast verð. Þrátt fyrir að umræddar röksemdir Isavia séu settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 10. gr. verða þær að mati nefndarinnar að skoðast í ljósi 5. tölu. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Isavia tiltekur í umsögn sinni, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 993/2021 og 1047/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófunum er að fullu lokið. Fyrir liggur í málinu að umræddar kostnaðaráætlanir varða verkframkvæmd sem var lokið í september 2023. Þegar af þessum ástæðum verður að leggja til grundvallar að 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti ekki staðið í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreindar kostnaðaráætlanir er Isavia skylt að veita kæranda aðgang að þeim án takmarkana í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.3. Minnispunktar starfsmanns Isavia</strong></h3> <p>Isavia synjaði beiðni kæranda um afhendingu minnispunkta starfsmanns félagsins á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia munu minnispunktarnir hafa verið ritaðir í tengslum við fund Isavia og Colas sem fram fór 2. maí 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnu skjali. Af skjalinu verður ráðið að um sé að ræða ófullgerð drög að fundargerð og ber skjalið með sér að stafa frá Isavia. Þá ber skjalið með sér að hafa verið nýtt til undirbúnings við gerð endanlegs samnings við Colas. Þrátt fyrir að efni skjalsins beri með sér að staðið hafi til að afhenda það fundarmönnum í kjölfar fundarins er rakið í umsögn Isavia að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu félagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu er að mati nefndarinnar um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Isavia að skjalið uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugagn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að skjalinu. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skjalið og hefur það ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr. eða lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Að þessu gættu kemur eingöngu til álita hvort skjalið hafi að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Í grein 1.1 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að líftími verksins skyldi vera að lágmarki 10 ár og að ábyrgðartími skyldi vera 80% af líftímanum, sbr. einnig 12. gr. viðauka A sem hafði að geyma form að verksamningi. Þá kom fram í grein 1.1 að þátttakandi skyldi leggja fram 15% verktryggingu sem skyldi gilda út ábyrgðartímann, sbr. einnig 13. gr. fyrrgreinds viðauka. Af gögnum málsins verður ráðið að ábyrgðartíma verksins hafi verið breytt frá því sem kom fram í fyrrgreindum skilmálum en í 12. gr. verksamningsins milli Isavia og Colas kom fram að ábyrgðartími þess skyldi vera að lágmarki 24 mánuðir. Þá verður jafnframt ráðið að í endanlegum samningi hafi tilhögun verktryggingar verið breytt frá því sem kom fram í umræddum skilmálum, sbr. 13. gr. verksamningsins.<br /> <br /> Fyrrgreindir minnispunktar varpa ljósi á umræður sem fóru fram á fundi Isavia og Colas þar sem rætt var um að breyta ábyrgðartíma verksins. Þá verður einnig ráðið af minnispunktunum hver hafði frumkvæðið að breytingunni. Að mati nefndarinnar verður að telja að þessi breyting kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Isavia um að ganga til samninga við Colas.<br /> <br /> Isavia upplýsti kæranda, með bréfi 4. september 2023, að á fyrrgreindum fundi hefði verið samið um að ábyrgðarkrafa yrði lækkuð niður í tvö ár og að samningsfjárhæð yrði lækkuð því til samræmis en þetta má einnig ráða af öðrum gögnum sem Isavia afhenti kæranda. Að þessu virtu verður að telja að sá hluti minnispunktana sem varðar umrædd atriði hafi ekki að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður ekki séð að önnur gögn málsins, þar með talið þau sem Isavia afhenti kæranda, hafi að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að þessari breytingu og var ekki upplýst um þetta atriði í fyrrgreindu bréfi Isavia til kæranda.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim hluta minnispunktana sem hefur að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að fyrrgreindri breytingu á ábyrgðartíma verksins, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga,. Verður Isavia því gert að veita kæranda aðgang að þessum hluta skjalsins í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði en að öðru leyti er synjun Isavia staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er skylt að veita kæranda, Malbikstöðinni ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum sem varða verðfyrirspurn og samningsgerð um malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli:<br /> </p> <ol> <li>Skjali auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“.</li> <li>Tilboðsskrá Colas Ísland ehf, dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu „Bill of Quantity – Colas 12.04.2023 endurskoðað 02.05.2023“.</li> <li>Tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Verkáætlun Colas Ísland ehf.</li> <li>Kostnaðaráætlunum Isavia innanlandsflugvalla ehf. frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> </ol> <p> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er jafnframt skylt að veita kæranda aðgang að texta á milli orðanna „ÁÞR leggur til“ og „frábrugðið verðfyrirspurnargögnum“ í minnispunktum starfsmanns Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 29. ágúst 2023.<br /> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er loks skylt að veita kæranda aðgang að samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, þó þannig að ekki skal veita kæranda aðgang að blaðsíðum 14 og 19–21 í skjalinu. Þá skal jafnframt strikað yfir upplýsingar úr skjalinu á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á bls. 8 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „t.d. verkstæði.“ og „Öll aðstaða“.</li> <li>Texta milli orðanna „samkvæmt meðfylgjandi gæðaeftirlitsáætlun.“ og „Niðurstöður malbikssýna“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 9 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „meðfylgjandi færuplani.“ og „Malbiksmatari af“.</li> <li>Texta milli orðanna „verður notaður“ og „Malbikunarvélin sem“</li> <li>Texta milli orðanna „Vögele 1900-3“ og „Hæðarmælingar verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „til verkkaupa.“ og „Gæðaeftirlit verður“</li> <li>Texta milli orðanna „er í gangi“ og „Eftir útlögn“.</li> <li>Texta eftir orðunum „þykkt malbiks og þjöppun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 12 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta undir fyrirsögnunum „Steinefni í slitlagsmalbik – AC 16“, „Steinefni í burðarlagsmalbik – BRL 16“ og „Bindiefni:“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „Viðloðunarefni“ að undanskildu orðinu „EvoTherm WM-30“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 13 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta sem koma fram undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> <li>Texta milli orðanna „sinna framleiðslu.“ og „Strangt eftirlit“.</li> <li>Texta milli orðanna „með framleiðslunni,“ og „Gæðaeftirlit við útlögn“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „í reikninginn.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 15 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „samþykktri malbiksblöndu.“ og „Tekin verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „í útboðslýsingu“ og „Frágengið malbik“.</li> <li>Texta milli orðanna „þarf út.“ og „Niðurstöður prufuútlagnar“.</li> <li>Texta milli orðanna „fulltrúa verkkaupa.“ og „2. Frávik frá hönnunarblöndu“</li> <li>Texta á eftir orðunum „það uppgötvast.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 16 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „útvega steinefni“ og „stungubik af gerðinni“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í neðri malbikslög.“ og „Steinefni í slitlag.“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í slitlag.“ og „Stungubik pen 160/220.“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „Stungubik pen 160/220.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 17 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „gerðinni Evotherm“ og „7,2 Framleiðsluferli“.</li> <li>Texta milli orðanna „fyrir heitt malbik.“ og „Stöðin er“.</li> <li>Texta milli orðanna „frá Umhverfisstofnun“ og „7.3 Prófanir og skoðanir“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „verða lögð fram.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 18 í skjalinu skal strikað yfir texta fram að orðunum „Ferli til“.</li> </ol> <p> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Isavia innlandsflugvalla ehf., dags. 4. og 20. september 2023, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1218/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum í vörslum Garðabæjar sem innihéldu yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda var byggð á því að PDF-skjölin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem heimilt væri að takmarka aðgang að. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Beiðni kæranda var vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1218/2024 í máli ÚNU 24070005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2024, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Í ákvörðun Garðabæjar segir að PDF-skjölin hafi verið útbúin vegna kröfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að. Skjölin uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugögn, sem heimilt sé að synja um aðgang að á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 7. ágúst 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 21. ágúst 2024. Í umsögninni er vísað til þess að til að hlíta kröfu úrskurðarnefndarinnar í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að hafi val staðið á milli þess að sýna nefndinni tölvuskjá með uppflettingu í málaskrá Garðabæjar, eða að taka skjáskot af því sem birtist á skjánum og færa yfir á PDF-form. Að öðru leyti er vísað til þess rökstuðnings sem fram kom í hinni kærðu ákvörðun. Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 23. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 26. ágúst 2024.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að skjölin teljist vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Eins og lýst er í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1199/2024 nær réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er hins vegar sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að með hliðsjón af tilvitnuðum athugasemdum við 8. gr. geti þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu, þó svo að þau hafi verið útbúin af starfsmönnum Garðabæjar, ekki talist vera gögn til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá leiðir af þeirri reglu sem fram kemur í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum að lista yfir málsgögn í skilningi þess ákvæðis verður ekki hafnað með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem rituð eru af stjórnvaldi til eigin nota við undirbúning ákvörðunar í skilningi 6. og 8. gr. sömu laga. <br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndarinnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga til að teljast vinnugögn og að ákvörðun Garðabæjar hafi því ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Þar sem lagagrundvöllur hinnar kærðu afgreiðslu er ófullnægjandi telur nefndin nauðsynlegt að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að ljóst má telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Var ákvörðun Garðabæjar að þessu leyti ekki í samræmi við 2. mgr. sömu greinar.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni kæranda, […], dags. 31. október 2023, um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1217/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var á því byggð að gögnin vörðuðu málefni starfsmanna félagsins og væru því undanþegin aðgangi samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að ráðningarsamningar væru gögn í málum sem vörðuðu ráðningu einstakra starfsmanna í starf og því væri almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningum á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi hins vegar með vísan til þess að framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teldist til æðstu stjórnenda félagsins að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör hans sem fram kæmu í ráðningarsamningnum. Að öðru leyti var ákvörðun félagsins staðfest. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1217/2024 í máli ÚNU 24040002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og félaginu væri heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Í kæru er rakið að um sé að ræða tvo æðstu embættismenn félags sem sé alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar. Til samanburðar gefi sveitarfélagið upp laun og samninga sinna æðstu manna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi með erindi, dags. 24. apríl 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 6. maí 2024. Þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu bárust nefndinni 15. maí 2024. Í umsögninni kemur fram að úrskurðarnefndin hafi í eldri málum staðfest ákvarðanir félagsins að synja beiðnum um aðgang að ráðningarsamningum starfsmanna þess.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var kynnt kæranda með erindi, dags. 13. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust 23. maí 2024. Í þeim tiltekur kærandi að það eigi að vera hindrunarlaust að fá upplýsingar um laun æðstu stjórnenda félagsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun félagsins er byggð á því að gögnin falli undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði ekki afhent. Ákvæðið hljóðar svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna, t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að gögn í málum einstakra starfsmanna sem varða ráðningu þeirra í starf teljist einnig varða starfssambandið í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðningarsamningur viðkomandi starfsmanns er gagn í slíku máli og verður því að telja að aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ber lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá hefur úrskurðarnefndin áður komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri félagsins teljist til æðstu stjórnenda þess, sbr. úrskurð nr. 860/2019. Samkvæmt því er ljóst að almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.<br /> <br /> Við mat á því hvort útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist til æðstu stjórnenda félagsins er til þess að líta að hvorki er í upplýsingalögum, nr. 140/2012, né lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, fjallað um það hverjir teljist til æðstu stjórnenda lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með hliðsjón af orðalagi ákvæða upplýsingalaga og sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum um 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, verður að mati úrskurðarnefndarinnar að leggja til grundvallar að með orðasambandinu „æðstu stjórnendur“ sé almennt átt við þá einstaklinga sem eru í fyrirsvari fyrir einstakar ríkisstofnanir og sveitarfélög, með þeirri undantekningu að skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu og æðstu stjórnendur sveitarfélaga falli einnig undir ákvæðið.<br /> <br /> Við túlkun orðasambandsins „æðstu stjórnendur“ að þessu leyti verður enn fremur að hafa í huga þá almennu og skýru stefnumörkun sem byggt var á við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum næði ekki til gagna sem tengdust málefnum starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr. og 7. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að í tilviki opinberra hlutafélaga falli forstjórar og eftir atvikum framkvæmdastjórar undir orðasambandið „æðstu stjórnendur“ í skilningi upplýsingalaga, sbr. IX. kafla laga um hlutafélög. Í því sambandi kann þá einnig að vera rétt að horfa til þess hvernig stjórnskipulagi viðkomandi lögaðila er háttað.<br /> <br /> Á grundvelli 79. gr. a laga um hlutafélög hefur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sett sér starfskjarastefnu, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins 27. maí 2020 og birt er á vef félagsins. Í 2. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör stjórnarmanna og nefndarmanna, og í 3. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör framkvæmdastjóra. Þá er í 4. gr. tilgreint að gera skuli skriflega og ótímabundna ráðningarsamninga við „aðra æðstu stjórnendur“ félagsins. Samkvæmt 5. gr. stefnunnar skal útbúa skýrslu um framkvæmd gildandi starfskjarastefnu fyrir liðið fjárhagsár. Í henni skal koma fram yfirlit yfir allar greiðslur launa og hvers kyns hlunnindi til stjórnarmanna, nefndarmanna og „æðstu stjórnenda“ félagsins.<br /> <br /> Í skýrslu félagsins um framkvæmd starfskjarastefnu fyrir árið 2023 eru tilgreind starfskjör stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra þess. Í skýringum frá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefur komið fram að ekki hafi verið skilgreint hverjir, ef einhverjir, teljist til „annarra æðstu stjórnenda“ í skilningi 4. gr. starfskjarastefnu félagsins. Í ljósi þessa, sem og þeirra atriða sem rakin eru hér að framan, metur úrskurðarnefndin það svo að útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist ekki til æðstu stjórnenda félagsins með þeim hætti að félaginu sé skylt að veita aðgang að launakjörum hans samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæran lýtur að og telur að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um aðgang að þeim ráðningarsamningum sem óskað var eftir. Í 7.–9. gr. ráðningarsamnings framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem gerður var í desember 2020, eru hins vegar ákvæði um laun, önnur kjör og fríðindi. Með vísan til þess að framkvæmdastjórinn telst til æðstu stjórnenda félagsins verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum upplýsingum. Þótt úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að ráðningarsamningum þarf að horfa til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Verður því að ætla að ef ráðningarsamningur inniheldur þær upplýsingar sem getið er um í 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé lögaðila skylt að afhenda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingarnar. Því telur úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sé skylt að afhenda kæranda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra félagsins. Að öðru leyti verður ákvörðun félagsins að hafna beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. skal veita kæranda, […], aðgang að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem finna má í 7.–9. gr. ráðningarsamnings hans, dags. 18. desember 2020. Að öðru leyti er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 16. apríl 2024, staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vísað frá nefndinni, þar sem upplýsingalög gilda ekki um gögn í vörslu dómstóla um meðferð einstakra dómsmála. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1216/2024 í máli ÚNU 24060010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. júní 2024, kærði […] ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands að synja honum um aðgang að gögnum úr einkamáli sem varða opið sjópróf sem haldið var í dóminum vegna tjóns sem varð á lögnum milli lands og Vestmannaeyja í nóvember 2023. Erindinu fylgdi úrskurður frá dóminum, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnunum var synjað.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði aðgangs að gögnum um meðferð einstaks dómsmáls í skilningi framangreinds ákvæðis. Því er ljóst að ákvæði upplýsingalaga gilda ekki um gögnin og verður kæru í máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 18. júní 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1215/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 1201/2024, með vísan til þess að úrskurðurinn væri haldinn verulegum annmarka. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væri haldinn annmarka sem leitt gæti til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1215/2024 í máli ÚNU 24060009.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti 19. júní 2024. Með erindinu var framsend beiðni […], blaðamanns hjá Eyjunni, dags. sama dag, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024. Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji úrskurðinn haldinn verulegum annmarka sem felist í því að í úrskurðinum hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi á sínum tíma, þegar greinargerð setts ríkisendurskoðanda var enn óbirt, verið heimilt að synja honum um aðgang að skjalinu. Aðeins sé í úrskurðinum vísað til þess að þar sem skjalið sé nú orðið opinbert skuli ráðuneytið afhenda það.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, var það niðurstaða nefndarinnar að meðal annars sökum þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði verið birt á vef Alþingis væru þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi niður fallnir og að fjármála- og efnahagsráðuneyti væri skylt að afhenda hana kæranda.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt, og verður málið því ekki endurupptekið á þeim grundvelli. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í þeim tilvikum þegar aðstæður breytast frá því lægra sett stjórnvald tekur hina kærðu ákvörðun og þar til úrskurðað er í málinu á æðra stjórnsýslustigi er almenna reglan sú að hið æðra setta stjórnvald á að miða við þau atvik sem liggja fyrir þegar úrskurður er kveðinn upp, en ekki þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar í því máli sem óskað er að verði endurupptekið tók mið af þessari almennu reglu.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. júní 2024, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1214/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku sem litið var svo á að lyti að tveimur málum sem lauk með úrskurðum árin 2020 og 2022. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurðum nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1214/2024 í máli ÚNU 24060008.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. júní 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Í úrskurðinum var það niðurstaða nefndarinnar að hafna endurupptöku tveggja mála sem lyktaði með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022.<br /> <br /> Í erindi beiðanda er vísað til þess að í því skyni að gæta jafnræðis hafi úrskurðarnefndinni verið rétt að taka framangreind tvö mál upp, vegna þess að með úrskurði nr. 1164/2023 hafi nefndin gert stjórnvaldi að afhenda gögn af svipuðum meiði og nefndin taldi með úrskurðum í málum beiðanda að hann ætti ekki rétt á að fá afhent.<br /> <br /> Beiðandi vísar til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, standi ekki sjálfstætt eitt og sér, heldur sé það útfært eftir ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. […]<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur verið óskað eftir endurupptöku máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Að virtu erindi beiðanda og þeim röksemdum sem í því eru færðar fram lítur nefndin svo á að í reynd sé að nýju óskað endurupptöku þeirra tveggja mála sem lauk með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022, og tekur eftirfarandi niðurstaða mið af því.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Með 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga er vísað til upplýsinga um málsatvik sem til staðar voru þegar ákvörðun var tekin en stjórnvaldið hafði ekki undir höndum, eða stjórnvaldið hafði beinlínis rangar upplýsingar undir höndum, ef til vill án þess að gera sér grein fyrir því. Upplýsingar um að úrskurðarnefndin hafi, eftir að úrskurðir í málum kæranda voru kveðnir upp, afgreitt mál sem beiðandi telur sambærilegt sínum með öðrum hætti en mál beiðanda, falla ekki undir ákvæðið. Atvik máls hafa ekki breyst og reynir því ekki á hvort skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna séu uppfyllt í málum kæranda. Samkvæmt framangreindu eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Svo sem beiðandi bendir á eru starfsmenn Vinnueftirlitsins bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980. Hins vegar er í 2. málsl. sama ákvæðis aukið við inntak þagnarskyldunnar og tilgreint að hún nái til allra upplýsinga sem varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafns þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og er það sá málsliður sem litið hefur verið á að innihaldi sérstaka þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga. Í úrskurði þeim sem beiðandi vísar í til rökstuðnings beiðni sinni reynir á aðrar lagareglur um trúnað upplýsinga en gerði í kærumáli hans.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 9. júní 2024, um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1213/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Vestmannaferjan Herjólfur ohf. synjaði beiðni um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024, með vísan til þess að áætlunin væri vinnugagn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gagnið uppfyllti skilyrði þess að teljast vinnugagn. Þá væri í áætluninni ekki að finna neinar þær upplýsingar sem tilgreindar væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með vísan til þess var ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1213/2024 í máli ÚNU 24020010.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 13. febrúar 2024, kærði <span style="font-size:11.0pt;font-family:'Calibri',sans-serif; mso-ascii-theme-font:minor-latin;mso-fareast-font-family:Calibri;mso-fareast-theme-font: minor-latin;mso-hansi-theme-font:minor-latin;mso-bidi-font-family:'Times New Roman'; mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language:EN-US;mso-bidi-language:AR-SA;">[…]</span> synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 20. desember 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 27. janúar 2024 og vísaði til þess að um vinnugagn væri að ræða sem væri undanþegið upplýsingarétti.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi þann 20. mars 2024 og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 27. mars 2024. Í umsögninni er rakið að rekstraráætlun félagsins sé vinnugagn sem sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um sé að ræða excel-skjal þar sem finna megi áætlun félagsins um tekjur og útgjöld á tilteknu tímabili. Rekstraráætlunin sé lifandi skjal sem sé kallað fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá því ákvarðanir sem tengjast rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir það. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 8. sama mánaðar. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um synjun Herjólfs á beiðni kæranda um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að drög að rekstraráætlun Herjólfs fyrir árið 2024 voru lögð fyrir og samþykkt á fundi stjórnar félagsins 12. desember 2023. Kærandi sendi fyrrgreinda beiðni til Herjólfs 20. sama mánaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að Herjólfur hafi ekki afmarkað beiðni kæranda við framangreind drög heldur þá rekstraráætlun sem er unnið með í daglegum rekstri félagsins. Í ljósi beiðni kæranda er ekki tilefni til að gera athugasemdir við þá afmörkun. Að þessu gættu verður ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að því skjali sem var lagt fyrir og samþykkt á fyrrgreindum fundi Herjólfs 12. desember 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni skjáskot af excel-skjali sem hefur að geyma rekstraráætlun félagsins. Skjalið ber með sér að stafa frá félaginu sjálfu og kemur þar fram sundurliðað yfirlit yfir áætlaðar tekjur og útgjöld félagsins vegna rekstur þess á árinu 2024. Í umsögn Herjólfs er rakið að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum og það sé nýtt til undirbúnings við töku ákvarðana sem tengjast rekstri þess. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. <br /> <br /> Að framangreindu gættu er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál um vinnugagn að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá koma ekki fram í skjalinu endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Verður því að telja að Herjólfi sé heimilt að undanþiggja skjalið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Verður synjun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 27. janúar 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1212/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Utanríkisráðuneyti synjaði beiðni um aðgang að samskiptum í tengslum við þá ákvörðun ráðherra að senda farþegaflugvél til Ísrael til að ferja heim Íslendinga sem þar væru strandaglópar. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna varðaði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem annar hluti þeirra hefði að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem var byggður á 1. málsl. 9. gr. laganna og lagði fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti. Hins vegar féllst nefndin á að ef þau gögn sem synjað var um aðgang að með vísan til 2. tölul. 10. gr. laganna yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við þau ríki sem samskiptin vörðuðu og raska mikilvægum almannahagsmunum. Var sá hluti ákvörðunar ráðuneytisins því staðfestur. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1212/2024 í máli ÚNU 23110004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2023, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hinn 8. október 2023 birtist tilkynning á vef Stjórnarráðs Íslands með yfirskriftina „Íslendingar í Ísrael verða sóttir“. Þar komu fram upplýsingar um að utanríkisráðherra hefði ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni væri ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar væru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu sem hefði sett allar samgöngur úr skorðum. Ísland hygðist bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýttust fyrir íslenska ríkisborgara. Degi síðar birtist önnur tilkynning á sama vef þar sem meðal annars kom fram að Íslendingarnir kæmu heim frá Jórdaníu í stað Ísraels. Með tölvupósti til utanríkisráðuneytis, dags. 16. október 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll samskipti í tengslum við framangreinda ákvörðun utanríkisráðherra auk upplýsinga um allan kostnað.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi 2. nóvember 2023 en með því fylgdu skjöl, nr. 1 til 35, sem ráðuneytið taldi sér heimilt að afhenda kæranda. Í bréfinu var rakið að upplýsingar hefðu verið afmáðar úr skjölum nr. 20 og 32 með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, annars vegar vegabréfanúmer starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hins vegar upplýsingar um fjárhæðir í samningi utanríkisráðuneytisins við Icelandair. Þá kom fram að ráðuneytið teldi sér ekki unnt að afhenda frekari samskipti með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með tölvupósti 8. nóvember 2023 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá kæranda hvort að kæra hans varðaði öll þau gögn eða upplýsingar sem utanríkisráðuneytið hefði synjað um aðgang að. Samkvæmt svari kæranda, sem barst nefndinni degi síðar, var ekki gerður ágreiningur um þann hluta ákvörðunar utanríkisráðuneytisins sem laut að því að afmá fyrrgreindar upplýsingar úr skjölum nr. 20 og 32.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu 10. nóvember 2023 og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Loks var óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið hefði aflað afstöðu einstakra farþega og þeirra ríkja sem borgarþjónusta þess hefði verið í samskiptum við til afhendingar umbeðinna gagna.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 1. desember 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem ráðuneytið taldi að kæran lyti að, nr. 36 til 167.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að skjöl nr. 36–103 hafi að geyma ýmis tölvupóstssamskipti og viðhengi við samskiptin sem varði borgaraþjónustumál. Borgaraþjónusta sé einn mikilvægasti þáttur í starfsemi utanríkisþjónustunnar, það sé að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð á erlendri grundu, sbr. ákvæði laga um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971. Að mati utanríkisráðuneytisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum um einstaka borgaraþjónustumál þar sem bæði sanngjarnt og eðlilegt sé að slíkar upplýsingar fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt sé að almenningur geti treyst því að samskipti og upplýsingar um einstaka borgaraþjónustumál verði ekki gerð opinber. Að öðrum kosti kynnu íslenskir ríkisborgarar að veigra sér við að hafa samband við borgaraþjónustuna þegar neyð steðji að erlendis. Um sé að ræða gríðarlega vandmeðfarinn málaflokk og í mörgum tilvikum sé um að ræða samskipti við íslenska ríkisborgara í viðkvæmu ástandi. Upplýsingar um slík samskipti eigi ekki erindi við almenning eða fjölmiðla.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga feli í sér heimild til að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari með því að sá samþykki sem í hlut eigi. Á það sé bent að árlega leiti hundruð einstaklinga til borgaraþjónustu ráðuneytisins og raunar varði það mál sem hér sé til umfjöllun eitt og sér hundruði einstaklinga. Í borgaraþjónustumálum sé unnið eftir þeirri vinnureglu að ráðuneytið tjái sig ekki um einstök mál og veiti eðli málsins samkvæmt ekki aðgang að upplýsingum um þau mál. Að leita eftir samþykki allra þeirra sem upplýsingarnar varði sé ógerningur.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið styður synjun sína um aðgang að skjölum nr. 104–167 við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skjölunum sé að finna samskipti starfsmanna borgaraþjónustunnar við borgaraþjónustur erlendra ríkja í tengslum við ákvörðun um að bjóða ríkisborgurum nokkurra vinaþjóða laus sæti í vélinni sem ekki hafi nýst fyrir íslenska ríkisborgara. Almannahagsmunir krefjist þess að utanríkisþjónustan geti átt frjálsleg og greið samskipti við utanríkisþjónustur vinaþjóða vegna einstakra mála. Frjálsleg og greið samskipti við aðrar utanríkisþjónustur séu einkar mikilvæg fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, til dæmis vegna þess að Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð til ríkisborgara þeirra í borgaraþjónustumálum. Á grundvelli samkomulagsins geti íslenskir ríkisborgara leitað aðstoðar norrænna sendi- og ræðisskrifstofa á stöðum þar sem Ísland hafi hvorki sendiskrifstofu né ræðismann. Með þessu leitist utanríkisráðuneytið við að tryggja íslenskum ríkisborgurum aðgang að nauðsynlegri aðstoð bjáti eitthvað á og aðstoðar sé þörf. Um sé að ræða mikilvægt úrræði fyrir íslenska ríkisborgara í vanda, sér í lagi í ljósi þess hve lítil utanríkisþjónusta Íslands sé og viðvera í mörgum ríkjum heimsins takmörkuð.<br /> <br /> Afhending upplýsinga um samskipti af framangreindum toga geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja. Afhending samskipta um borgaraþjónustumál muni hamla því að utanríkisþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands. Þar að auki innihaldi umrædd gögn að jafnaði viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara viðkomandi ríkis sem að mati ráðuneytisins sé óheimilt að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Erlend ríki og ríkisborgarar viðkomandi ríkja verði að geta treyst því að íslensk stjórnvöld geri slík samskipti eða upplýsingar um þeirra einkamál ekki opinber.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með fyrirspurn 4. júlí 2024 til utanríkisráðuneytisins óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á efni skjals nr. 104. Utanríkisráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og útskýrði meðal annars að skjalið hefði að geyma samskipti á milli borgaraþjónustunnar og ræðismanns Íslands í Ísrael.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum utanríkisráðuneytisins. Eins og áður hefur verið rakið afhenti utanríkisráðuneytið kæranda gögn nr. 1–35 í kjölfar beiðni hans en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar úr tveimur skjölum. Samkvæmt upplýsingum frá kæranda er þessi þáttur ákvörðunar utanríkisráðuneytisins ekki hluti af kæruefni málsins og kemur því ekki til skoðunar í úrskurði þessum.<br /> <br /> Þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að, nr. 36–167, eiga það sammerkt að tengjast ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til að sækja íslenska ríkisborgara og aðra erlenda farþega sem var boðið far með vélinni. Umræddir einstaklingar voru upphaflegir staddir í Ísrael en síðar fluttir til Jórdaníu og sóttir þangað.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttamaður en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. t.d. úrskurð nr. 1202/2024.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins er synjun á afhendingu gagna nr. 104–167 reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar að auki byggir utanríkisráðuneytið á að gögnin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara tiltekinna ríkja sem óheimilt væri að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.<br /> <br /> Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 898/2020, 1037/2021, 1048/2021 og 1124/2023. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er fjallað um þá almannahagsmuni sem ráðuneytið telur liggja að baki því að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. Er þar meðal annars rakið að afhending upplýsinga af þeim toga sem umbeðin gögn hafa að geyma geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu inniheldur skjal nr. 104, sem er skjáskot af textaskilaboðum, samskipti á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og kjörræðismanns Íslands í Ísrael. Samkvæmt þessu verður að telja að umrædd samskipti feli ekki í sér samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður réttur kæranda til aðgangs að skjalinu því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins en tekið verður til skoðunar hvort að 1. málsl. 9. gr. standi í vegi fyrir afhendingu skjalsins í lið 3 hér á eftir.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan innihalda gögnin samskipti starfsmanna utanríkisráðuneytisins við fulltrúa ýmissa erlendra ríkja. Samskiptin lúta í öllum meginatriðum að skipulagningu þess að sækja ríkisborgara þessara ríkja og flytja þá heim með fyrrgreindri farþegaflugvél. Þá koma fram ýmsar upplýsingar um þessa erlendu ríkisborgara í gögnunum, svo sem nöfn, kennitölur, símanúmer, vegabréfanúmer og fleira.<br /> <br /> Að virtu efni gagnanna fellst úrskurðarnefndin á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við umrædd ríki og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að gögnunum. Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin enn fremur að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest hvað varðar gögn nr. 105 til 167.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum nr. 36 til 104. Utanríkisráðuneytið telur sér óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort gögn innihaldi upplýsingar sem varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Í rökstuðningi utanríkisráðuneytisins er aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umbeðin gögn skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum sé til þess fallin að raska þeim einkahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að utanríkisráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum í gögnunum sem ekki varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í þessu samhengi skal á það bent að skjöl nr. 36–38, 41–42 og 44 virðast að hluta til innihalda sömu samskipti og kæranda var veittur aðgangur að með afhendingu skjala nr. 12–17, 26 og 30–31.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð ráðuneytisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum nr. 36–104. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í gögnunum kunna að varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. máls. 9. gr. upplýsingalaga og þá hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædd gögn, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2023, er felld úr gildi hvað varðar synjun á aðgangi að gögnum nr. 36 til 104 og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda, […], til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti er ákvörðunin staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1211/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021, sem gerðar væru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skatturinn kvað ekki heimilt að afhenda gögnin með vísan til þess að upplýsingar í þeim væru háðar þagnarskyldu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 117. gr. laga um tekjuskatt væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi almennt framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið væri grundvallarregla á sviði skattaréttar um trúnað um tekjur og efnahag skattaðila, og umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Ákvæði 2. mgr. 98. gr. laganna væri undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni í 117. gr. laganna og fæli ekki í sér ríkari fyrirmæli um afhendingu skattskráa en berum orðum fælist í ákvæðinu. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1211/2024 í máli ÚNU 23060015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 12. maí 2023 fór […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, þess á leit við Skattinn að fá afhentar skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila árið 2022 vegna tekna ársins 2021. Til stuðnings beiðni sinni vísaði hann til þess að samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, væri heimilt að birta upplýsingar úr skattskrám opinberlega. Þá kom fram í beiðninni að ekki stæði til að birta skrárnar í heild sinni eða selja þær til hagnýtingar, heldur að birta upp úr þeim afmarkaðar upplýsingar í fréttum, fréttaskýringum og tengdu efni með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þann 26. maí 2023 hafnaði Skatturinn beiðninni og byggði þá ákvörðun á þagnarskyldu, sbr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2023 kærði […] framangreinda synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi, dags. samdægurs, upplýsti úrskurðarnefndin Skattinn um kæruna og gaf stofnuninni frest til 10. júlí 2023 til að skila umsögn um kærumálið og láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í svörum til úrskurðarnefndarinnar hefur Skatturinn áfram byggt á því að umbeðnar upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldu, sbr. 117. gr. laga um tekjuskatt, og að afrit skattskránna verði af þeirri ástæðu ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Í svari Skattsins til úrskurðarnefndarinnar 27. júní 2023 óskaði stofnunin þess, með vísan til þess hve umbeðnar skrár væru umfangsmiklar, að hún þyrfti aðeins að afhenda nefndinni til rannsóknar fyrstu blaðsíður umbeðinna skráa, í stað þess að afhenda þær í heild sinni. Því svari fylgdi afrit af upphafsblaðsíðum umbeðinna skráa. Hinn 10. nóvember 2023 benti úrskurðarnefndin Skattinum á að nefndinni hefðu aðeins verið afhentar nokkrar blaðsíður þeirra skattskráa sem kærumálið lyti að. Óskaði nefndin þess að fá skrárnar afhentar í heild sinni. Svar barst 15. nóvember 2023. Þar kemur fram að skráin sé afar umfangsmikil, um 4.000 blaðsíður í heild sinni, og því sé þess óskað að Skatturinn fái að útvega stærra úrtak af skattskránni til afhendingar svo hægt sé að upplýsa málið. Í svari til Skattsins, dags. 29. nóvember 2023, féllst úrskurðarnefndin á að nefndinni yrði afhent stærra úrtak af skattskrá einstaklinga og lögaðila, og jafnframt að nefndin yrði upplýst um það hvort umbeðin gögn í heild sinni, og kæra málsins lýtur að, væru „að öllu leyti sama eðlis og þau gögn sem nefndinni eru afhent í dæmaskyni“. Hinn 1. desember 2023 barst úrskurðarnefndinni nýtt úrtak úr hinum umbeðnu skattskrám. Nánar tiltekið afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga fyrir árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila fyrir sama ár. Í meðfylgjandi bréfi sagði jafnframt: „Skatturinn staðfestir að umrædd gögn séu sama eðlis og skattskráin í heild sinni.“<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um aðgang að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021. Nánar tiltekið er hér um að ræða skrár sem gerðar eru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, en það ákvæði hljóðar svo með síðari breytingum:<br /> </p> <blockquote> <p>Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., skal ríkisskattstjóri semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. Ríkisskattstjóri auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.</p> </blockquote> <p> <br /> Af þeim gögnum og skýringum sem ríkisstofnunin Skatturinn, sem lýtur yfirstjórn ríkisskattstjóra, hefur látið úrskurðarnefndinni í té í máli þessu verður séð að heildarskattskrá árið 2022 geymir yfirlit yfir einstaklinga og lögaðila vegna álagningar skatta, sundurgreint eftir sveitarfélögum. Skattskrá yfir einstaklinga skiptist í sjö dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Nafn gjaldanda, (2) fæðingardagur, (3) tekjuskattur, (4) útsvar, (5) fjármagnsskattur, (6) fjársýsluskattur og (7) tryggingagjald. Skattskrá yfir lögaðila skiptist í 10 dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Heiti gjaldanda, (2) kennitala, (3) tekjuskattur, (4) endurgreiðsla vegna þróunarkostnaðar, (5) útvarpsgjald, (6) tryggingagjald, (7) jöfnunargjald alþjónustu, (8) sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, (9) fjársýsluskattur og (10) sérstakur fjársýsluskattur.<br /> <br /> Hér að framan kom fram að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki afrit þeirra skattskráa í heild sem kæran lýtur að, heldur fékk nefndin afhentar 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila árið 2022. Nefndin hefur yfirfarið þessi gögn. Skatturinn hefur í skýringum sínum fullyrt að þessi sýnishorn sýni að fullu hvaða upplýsingar komi fram í skránum í heild. Niðurstaða nefndarinnar er að þau varpi að fullu ljósi á það hvernig skattskrárnar eru úr garði gerðar og hvaða upplýsingar koma fram í þeim. Til rannsóknar þess kærumáls sem hér er til meðferðar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og til að kveða upp úrskurð í málinu, er því ekki þörf á því fyrir nefndina að fá frekari aðgang að skránum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Til rökstuðnings fyrir synjun í málinu hefur Skatturinn bent á að það sé grunnregla samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Þá hefur í skýringum Skattsins til úrskurðarnefndarinnar verið vísað til þess að í ákvæðinu felist sérstök þagnarskylduregla, og að hún eigi við um þær skattskrár sem kærandi hefur óskað aðgangs að.<br /> <br /> Af þessu leiðir að til úrlausnar málsins þarf að taka afstöðu til þess hvort 117. gr. laga um tekjuskatt sé sértakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga og hvort skrárnar sem óskað er aðgangs að falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Ákvæðið í 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum, er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðinu í 1. mgr. 117. gr. var breytt með 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum. Í athugasemdum við greinina með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 19. gr. laga um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, 117. gr. tekjuskattslaga, nr. 90/2003, og 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, hafa að geyma sérstakar þagnarskyldureglur um viðskipti eða hagi einstakra manna og fyrirtækja í vörslum skatt- og tollyfirvalda. Framkvæmd þessara laga hvílir á því að enginn vafi ríki um að upplýsingar sem stjórnvöld afla í krafti afar ríkrar upplýsingaskyldu máls- og skattaðila um tekjur og efnahag þeirra séu ekki aðgengilegar almenningi. Því er lagt til að ákvæðin haldist óbreytt að því frátöldu að við bætist almenn tilvísun til X. kafla stjórnsýslulaga um almenna þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna.</p> </blockquote> <p> <br /> Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt felst í ákvæðinu þagnarskylda sem hvílir m.a. á starfsmönnum Skattsins og ríkisskattstjóra og er sérgreind með þeim hætti að hún tekur til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila.“ Reglan telst að því leyti vera sérstök þagnarskylduregla, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 561/2014.<br /> <br /> Skattskrárnar sem beðið hefur verið um geyma upplýsingar um skatta sem einstaklingar og lögaðilar hafa greitt á árinu 2021. Þær upplýsingar varpa ljósi á tekjur skattaðila á því skattári og geta því fallið, efni sínu samkvæmt, undir þá sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á Skattinum og ríkisskattstjóra og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, enda leiði ekki önnur sérákvæði laga til annarrar niðurstöðu.<br /> <br /> Sú aðstaða er uppi varðandi skattskrár að um birtingu þeirra er sérstaklega fjallað í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt en ákvæðið er tekið upp orðrétt hér að framan. Til viðbótar við framangreint ákvæði 117. gr. reynir því í máli þessu einnig á túlkun 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt skal skattskrá liggja frammi til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Í lokamálslið ákvæðisins segir að heimil sé opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram komi í skattskrám, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Þetta ákvæði felur að minnsta kosti að nokkru leyti í sér undantekningu frá sérstakri þagnarskyldu skattyfirvalda um tekjur og efnahag skattaðila samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Það álitamál leiðir af þessari undantekningu hversu víð hún er og að hversu miklu leyti hún víki þagnarskyldu 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt til hliðar. Það er með öðrum orðum álitamál hvort 2. mgr. 98. gr. laganna eigi aðeins við um þá meðferð skattskráa sem þar er beinlínis tilgreind og að öðru leyti taki hin sérgreinda þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laganna við, eða hvort hún leiði til þess að þagnarskyldan samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna taki einfaldlega ekki til skattskráa eftir að þær hafa legið frammi eða upplýsingar úr þeim birtar á grunni 2. mgr. 98. gr. laganna.<br /> <br /> Við túlkun 1. mgr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt verður að mati úrskurðarnefndarinnar að horfa til þess að litið hefur verið á ákvæðið í 1. mgr. 117. gr. laganna sem grundvallarreglu á sviði skattaréttar um trúnað sem hvíli á skattyfirvöldum um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Vísast hér m.a. til fyrrgreindra athugasemda með frumvarpi sem varð að lögum nr. 71/2019 og færðu 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 í núverandi horf. Slíkur skilningur á reglunni fær einnig samrýmst þeirri almennu þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum hins opinbera, sbr. 8. og 9. tölul. 42. gr. stjórnsýslulaga, lögfestum takmörkunum á upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og, hvað varðar einkahagsmuni einstaklinga, 71. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um friðhelgi einkalífs. Hvað varðar hagsmuni einstaklinga sérstaklega í þessu sambandi má einnig til hliðsjónar, þótt þar reyni á aðgang að öðrum tegundum skráa og upplýsinga en hér eru til úrlausnar, vísa til forsendna úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nefndarinnar nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023.<br /> <br /> Hér verður einnig að horfa til þess að þrátt fyrir að ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt eigi sér allnokkra forsögu í íslenskum rétti, sbr. t.d. 35. gr. laga nr. 74/1921 og lög nr. 7/1984, en það var með lögfestingu síðarnefndu laganna sem ákvæði um heimild til að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrám kom í lög, þá telst það ákvæði í þessu ljósi vera undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni sem lögfest er í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt. Ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laganna verður í því ljósi ekki túlkað rúmt gagnvart ákvæði 1. mgr. 117. gr. sömu laga.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að þótt skattskrá skuli lögð fram til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað eftir ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt felast ekki í því ríkari fyrirmæli um beina afhendingu á skattskrám en berum orðum felst í ákvæðinu.<br /> <br /> Hvað varðar niðurlagið í 2. mgr. 98. gr. laganna, þar sem segir að heimil sé „opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta“, þá er til þess að líta að 2. mgr. 98. gr. laganna lýtur að skyldum ríkisskattstjóra í tengslum við skattskrár. Af ákvæðinu verður ráðið að það er embætti ríkisskattstjóra sem fer með heimild til að birta opinberlega og gefa út skattskrár, í heild eða að hluta, eða eftir atvikum aðili sem hann veitir umboð til slíkrar birtingar og útgáfu. Í ákvæðinu felst ekki skylda skattyfirvalda til að afhenda skattskrár ákveðinna tekjuára í heild sinni, enda getur slík afhending, birting eða útgáfa sem henni tengist kallað á sérstaka skoðun og skilyrði þannig að hún standist lög að öðru leyti, svo sem á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, eða á grundvelli laga um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018. Með vísan til samspils 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt og 2. mgr. 98. gr. sömu laga telst heimildin í niðurlagi síðarnefnda ákvæðisins ekki fela annað í sér en fram kemur í ákvæðinu sjálfu, og jafnframt að þar sé um að ræða heimild sem sé á forræði ríkisskattstjóra. Hún víkur ekki til hliðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna nema þá mögulega um þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar opinberlega með vísan til heimildanna í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Eins og atvikum þessa máls er háttað þá á það ekki við um þær skattskrár sem um hefur verið beðið í þessu máli.<br /> <br /> Eins og leiðir af ákvörðun Skattsins í máli kæranda, dags. 26. maí 2023, þá var því hafnað af hálfu skattyfirvalda að afhending til hans á umbeðnum gögnum yrði byggð á niðurlagsákvæði 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar sem þetta ákvæði felur í sér heimild skattyfirvalda, en ekki skyldu til afhendingar, verður ekki af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál gerð athugasemd við að kæranda hafi verið synjað um afhendingu skattskráa vegna tekjuársins 2021.<br /> <br /> Með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt falla umbeðnar upplýsingar undir sérstaka þagnarskyldu þar sem um er að ræða skrár sem geyma upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila í skilningi lagaákvæðisins. Samkvæmt framangreindu verður ákvörðun Skattsins í máli þessu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 26. maí 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að skattskrám yfir álagða skatta og tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1210/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði í vörslum Fiskistofu sem sýndi brottkast á fiski. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðninni byggðist að hluta til á því að afhending myndskeiðsins væri óheimil vegna hagsmuna útgerða og skipverja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin taldi að þótt andlit skipverja hefðu í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg teldust þeir engu að síður vera persónugreinanlegir í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá taldi nefndin að það að Fiskistofa hefði ekki á þeim tíma haft lagaheimild til þess að gera þær upptökur af skipverjum sem finna mætti í myndskeiðinu hefði áhrif á mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá teldust upplýsingar um það hvort einstaklingur væri grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot almennt vera upplýsingar um einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða taldi úrskurðarnefndin að óheimilt væri að afhenda það myndskeið sem um var deilt í málinu, og staðfesti ákvörðun Fiskistofu. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1210/2024 í máli ÚNU 22110007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 8. nóvember 2022, kærði […], fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.<br /> <br /> Upphaflega fór kærandi þess á leit við Fiskistofu, með erindi dags. 26. ágúst 2021, að fá aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 20. desember 2021, en nefndin vísaði málinu frá með úrskurði nr. 1094/2022 frá 5. október 2022 þar sem kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var liðinn. Með erindi til Fiskistofu, dags. 24. október 2022, óskaði kærandi á ný eftir gögnunum. Nánar tiltekið var óskað eftir upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski síðustu tvö ár eða síðan stofnunin hefði byrjað að nota dróna markvisst við veiðieftirlit. Tiltekið mál væri ekki endilega útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlitið. Þá var óskað upplýsinga um hvenær eftirlitið hefði átt sér stað og hvers konar fiskiskip hefði verið um að ræða, þ.e. bátar eða togarar. Kærandi tók fram að ef ekki væri unnt að veita aðgang að upplýsingum vegna persónuverndar óskaði kærandi eftir gögnunum þannig að persónugreinanlegar upplýsingar væru afmáðar.<br /> <br /> Fiskistofa svaraði erindi kæranda hinn 25. október 2022. Í svari stofnunarinnar kom fram að Fiskistofa lyti svo á að ný beiðni kæranda lyti að sömu gögnum og óskað hafði verið eftir í ágúst 2021 og kæranda hafði verið synjað um aðgang að 12. október 2021. Afstaða stofnunarinnar væri óbreytt um að óheimilt væri að afhenda myndskeið sem félli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Báðar ákvarðanir Fiskistofu fjalla um beiðni kæranda um aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Í hinni síðari frá 25. október 2022 er vísað til hinnar fyrri frá 12. október 2021 þar sem kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðir skipanna séu allar lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.<br /> <br /> Í tilvitnaðri ákvörðun Fiskistofu, 12. október 2021, kemur einnig fram að Fiskistofa óskaði eftir afstöðu þeirra útgerða sem koma fyrir í myndskeiðinu. Þeir sem brugðust við erindi Fiskistofu leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 8. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Svar Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni samdægurs. Þar kemur fram að stofnunin vísi til umsagnar til nefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, sem aflað var við meðferð fyrra kærumálsins. Þá sé vísað til rökstuðnings sem fram komi í ákvörðun stofnunarinnar frá því í október 2021 og nánari skýringa sem aflað hafi verið frá Fiskistofu í fyrra máli. Stofnunin telji ekki þörf á að koma á framfæri frekari umsögn eða rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 4. janúar 2022, er vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í ákvörðun Fiskistofu um synjun frá því í október 2021. Þá vísar Fiskistofa til athugasemda í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 57/1996 og skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2019, <em>Eftirlit Fiskistofu</em>, því til stuðnings að ætla megi að ríkir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um fiskiauðlindina. Komi til þess að Fiskistofa beiti stjórnsýsluviðurlögum vegna brota á ákvæðum laga nr. 57/1996 sé stofnuninni til að mynda skylt að birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna brota á ákvæðum laganna, sbr. 21. gr. laganna. Við slíka birtingu skuli tilgreina heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni sviptingar og til hvaða tímabils svipting nái.<br /> <br /> Hins vegar sé það mat Fiskistofu að í þessu máli vegi hagsmunir útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að því, með vísan til sjónarmiða í ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang. Ekki liggi fyrir samþykki fyrir afhendingu gagnsins. Við mat á hagsmunum útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt hafi Fiskistofa litið til þess að upplýsinganna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðir sæta. Þá telur Fiskistofa ekki unnt að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda séu svo víða í gagninu.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim eru fyrri kröfur ítrekaðar.<br /> <br /> Við meðferð fyrra kærumálsins óskaði úrskurðarnefndin hinn 4. mars 2022 eftir frekari skýringum frá Fiskistofu um atriði í tengslum við lög nr. 57/1996, þ.m.t. um framkvæmd eftirlits Fiskistofu og viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna.<br /> <br /> Fiskistofa lét nefndinni í té frekari skýringar hinn 18. mars 2022. Þar kom fram að stjórnsýsluviðurlög sem Fiskistofa gæti beitt á grundvelli laganna væru áminning og svipting veiði- eða vigtunarleyfis. Stofnunin hefði ekki heimild til þess að beita stjórnvaldssektum. Í 2. mgr. 2. gr. laganna væri kveðið á um að skylt sé að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Brot gegn ákvæðinu varðaði sektum hvort sem það væri framið af ásetningi eða gáleysi, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot væri að ræða skyldu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum.<br /> <br /> Þannig væri ljóst að þau brot sem um ræddi í málinu gætu varðað sektum eða fangelsi, og væri þá farið með slík mál að hætti sakamála. Málsmeðferð Fiskistofu á stjórnsýslustigi væri óháð mögulegri málsmeðferð lögreglu eða ákæruvalds í sama máli. Skilyrði rannsóknar lögreglu eða ákæruvalds væri ekki að kæra hefði borist frá Fiskistofu, heldur gæti mál verið kært til lögreglunnar án aðkomu stofnunarinnar. Til að mynda væri algengt að Landhelgisgæslan kærði mál, en jafnframt væri ekkert því til fyrirstöðu að almenningur kærði meint brot gegn lögum nr. 57/1996 til lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði á nýjan leik eftir frekari skýringum frá Fiskistofu með erindi, dags. 17. nóvember 2022, meðal annars um afmörkun stofnunarinnar á gagnabeiðni kæranda og tilurð myndskeiðsins sem beiðnin var afmörkuð við. Í svari Fiskistofu, dags. 24. nóvember 2022, er rakið að kærandi hafi upphaflega óskað eftir myndum sem drónar hefðu tekið í tengslum við brottkastsmál. Fiskistofa hafi í kjölfarið boðið kæranda að afmarka beiðnina nánar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin hefði undir höndum drónaupptökur af fjölmörgum skipum. Eins og upphafleg beiðni hefði verið orðuð teldi Fiskistofa rétt að afmarka beiðnina við gagn þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum; tiltekið mál væri ekki útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna í eftirliti Fiskistofu. Stofnunin hafi beðið kæranda að staðfesta þann skilning, sem kærandi gerði í kjölfarið.<br /> <br /> Beiðni kæranda sem hafi borist í kjölfar frávísunarúrskurðar úrskurðarnefndarinnar hafi verið túlkuð þannig af Fiskistofu að um sömu beiðni væri að ræða, í ljósi fyrri samskipta við kæranda. Ástæða þess að beiðnin hafi verið afmörkuð með þessum hætti hafi verið sú að samkvæmt beiðninni hafi tiltekið mál ekki verið útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlit Fiskistofu. Stofnunin búi ekki yfir öðru sambærilegu gagni sem sýni brottkast nokkurra skipa á fiski í tengslum við eftirlit Fiskistofu með drónum þar sem nöfn skipa, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinileg, sem og andlit skipverja.<br /> <br /> Um tilurð myndskeiðsins kemur fram að það hafi verið unnið upp úr upptökum, sem liggi fyrir hjá Fiskistofu óklipptar, sem gerðar hafi verið við eftirlit með hverju og einu skipi. Myndskeiðið hafi verið útbúið vegna kynningar Fiskistofu fyrir matvælaráðherra í júní 2021 á þeirri nýjung að notast við dróna í eftirliti með fiskveiðum. Myndskeiðið hafi verið sýnt ráðherra á fundi, og hafi tiltekin atriði verið gerð ógreinileg áður en það var sýnt.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði Fiskistofu sem sýnir brottkast á fiski. Fiskistofa afgreiddi beiðni kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem mælir fyrir um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en byggði synjun sína á 9. gr. laganna.<br /> <br /> Tilvitnað ákvæði 9. gr. upplýsinglaga er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að ákvæðið sé nokkurs konar vísiregla. Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja upplýsingar aðgangi almennings á grundvelli ákvæðisins verði að taka mið af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Hafa megi í huga lagaákvæði sem sett hafi verið í því augnamiði að standa vörð um einkamálefni einstaklinga, svo sem ákvæði laga um persónuvernd um viðkvæmar persónuupplýsingar, en engum vafa sé undirorpið að allar upplýsingar af því tagi séu undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Um 2. málsl. ákvæðisins segir í athugasemdunum að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.<br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu er að hluta byggð á að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra útgerða sem gera út skipin sem koma fyrir í myndskeiðinu, sem allar séu lögaðilar. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara útgerða sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Ákvörðun Fiskistofu er einnig byggð á því að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra skipverja sem koma fyrir í myndskeiðinu. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni skipverjanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi lagaákvæðisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér myndskeiðið sem deilt er um aðgang að. Í því má sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð, en sú háttsemi getur talist vera brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996. Fyrir liggur að eitt af skipunum í myndskeiðinu var tímabundið svipt veiðileyfi, en málum gagnvart hinum fjórum lauk með því að útgerðum skipanna var sent svonefnt leiðbeiningabréf. Í samræmi við 21. gr. laga nr. 57/1996 var ákvörðun um sviptingu veiðileyfis birt opinberlega.<br /> <br /> Í myndskeiðinu sem um ræðir og Fiskistofa hefur synjað kæranda um aðgang að hafa verið gerðar ógreinilegar tilteknar upplýsingar, þ.e. heiti viðkomandi skipa og í nær öllum tilvikum jafnframt andlit þeirra skipverja sem sjást á myndskeiðinu. Úrskurðarnefndin telur óhjákvæmilegt annað en að fallast á mat Fiskistofu um að þrátt fyrir að þessar upplýsingar hafi verið gerðar ógreinilegar þá muni vera hægt að bera kennsl á viðkomandi skip út frá öðrum þáttum, svo sem stærð þeirra, búnaði á þeim, lit og lögun. Þrátt fyrir að heiti skipanna hafi verið afmáð sé þannig án vafa hægt að tengja upplýsingarnar í myndskeiðinu við viðkomandi útgerð. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að þótt andlit þeirra skipverja sem eru á skipunum hafi verið gerð ógreinileg í flestum tilvikum, en þeir sjást almennt greinilega að öðru leyti í myndskeiðinu, þá séu engu að síður yfirgnæfandi líkur á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tilgreinda einstaklinga með hliðsjón af því á hvaða skipum þeir eru. Upplýsingarnar í myndskeiðinu teljast þannig persónugreinanlegar með óbeinum hætti. Er því jafnframt óhjákvæmilegt annað en að fallast á það með Fiskistofu að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu sé hægt að bera kennsl á þá skipverja sem um ræðir.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Af hálfu kæranda hefur verið á það bent að hægt sé að fela honum að gæta þess að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr myndskeiðinu áður en að hann birti efni úr því opinberlega. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að hvorki Fiskistofu né úrskurðarnefndinni er heimilt þegar gögn eru afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að framselja slíkt hlutverk til fjölmiðils eða annarra einkaaðila.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Myndskeiðið sem um ræðir er samsett úr upptökum sem til urðu vegna eftirlits Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar og annarra laga sem um stofnunina gilda. Upptökurnar voru gerðar fyrir júní 2021, en þá var umrætt myndskeið útbúið í þeim tilgangi að sýna það ráðherra eins og fram kemur í svörum Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar 24. nóvember 2022.<br /> <br /> Eftir að þessar upptökur voru gerðar voru sett á Alþingi lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). Lögin tóku gildi 14. júlí 2022, en með 8. gr. laganna var þremur nýjum málsgreinum bætt við 2. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992. Þær málsgreinar, sem nú koma fram í 2., 3. og 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, hljóða svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína. Fiskistofa skal tilkynna með opinberum hætti um fyrirhugað eftirlit með fjarstýrðum loftförum.<br /> <br /> Persónuupplýsingum sem safnast við rafræna vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær en í síðasta lagi þegar heimild til að beita viðurlögum við háttsemi fellur niður. Verði eftirlitsmenn Fiskistofu áskynja um ætlað brot gegn lögum á sviði fiskveiðistjórnar í upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun er stofnuninni heimilt að varðveita upplýsingarnar þar til máli telst lokið. Hafi máli lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga telst því lokið þegar frestur til að höfða dómsmál er runninn út eða endanlegur dómur hefur fallið um það.<br /> <br /> Fiskistofu er ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í samhengi við tilvitnaða lagabreytingu má benda á að 28. mars 2023 kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli nr. 2021030579, þar sem fjallað var um drónaeftirlit af hálfu Fiskistofu. Í þeim úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði, áður en framanrakin lagabreyting var gerð, ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í því að taka myndbönd af tilteknum einstaklingi með dróna þar sem hann var við veiðar á skipi sínu. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt.<br /> <br /> Lagareglum um heimildir Fiskistofu að þessu leyti var breytt með tilgreindum lögum nr. 85/2022, eins og að framan greinir. Atvikin sem fjallað er um í úrskurði Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Eins og að framan greinir er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, í tilefni af beiðni kæranda um aðgang að gögnum, byggð á 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að óheimilt sé að afhenda myndskeiðið vegna hagsmuna útgerða þeirra skipa sem birtast í myndskeiðinu annars vegar og vegna hagsmuna skipverja á skipunum hins vegar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að við úrlausn málsins þurfi jafnframt að líta til þess að samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu eins og því lagaákvæði var breytt með 8. gr. laga nr. 85/2022, og rakið er hér að framan var mælt fyrir um að Fiskistofu sé „ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaganna, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að greina nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Af þessu leiðir að áður en vikið er að því hvort aðgangur að umbeðnu gagni verði takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þarf að taka afstöðu til þess hvort 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu sé almennt eða sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga, og hvort myndskeiðið sem um er deilt í málinu falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu er tilgreint að Fiskistofu sé ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti. Skilja verður samhengi og tilurð málsgreinarinnar með þeim hætti að vísað sé til upplýsinga sem til verða við vöktun og eftirlit sem framkvæmt er með þeim aðferðum sem getið er í 2 mgr. sama lagaákvæðis. Af því leiðir að upplýsingarnar sem ákvæðið vísar til séu sérgreindar en ekki tilgreindar með almennum hætti. Ákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu telst því sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort það tilgreinda myndskeið sem kærandi hefur óskað aðgangs að falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði þarf að leysa úr því annars vegar hvort um sé að ræða upplýsingar sem til urðu við rafræna vöktun Fiskistofu í skilningi lagaákvæðisins og hins vegar hvort það hafi þýðingu að upptökurnar urðu til áður en lagaákvæðið var sett.<br /> <br /> Hvað síðarnefnda atriðið varðar bendir úrskurðarnefndin á að lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar, tóku gildi 14. júlí 2022. Við 8. gr. þeirra laga, en með henni var hin umrædda þagnarskylduregla lögfest, er ekki tengd nein lagaskilaregla sem mælir fyrir um að undir þagnarskylduna falli aðeins upplýsingar sem til urðu eftir gildistöku hennar. Undir þagnarskylduna falla því upplýsingar „sem til verða við rafræna vöktun“ af hálfu Fiskistofu óháð því hvenær þær upplýsingar urðu til hjá stofnuninni.<br /> <br /> Fyrrnefnda atriðið, þ.e. um það hvort upplýsingar hafi orðið til við „rafræna vöktun“ verður ekki afmarkað jafn skýrlega á grundvelli texta laga um Fiskistofu. Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2022 er jöfnum höndum notað orðalagið „rafrænt eftirlit“ og „rafræn vöktun“, án þess að ljóst sé hvort gert hafi verið ráð fyrir merkingarmun á þessum orðasamböndum. Sama á við um nefndarálit sem til urðu við meðferð frumvarpsins á Alþingi.<br /> <br /> Til samanburðar skal bent á að í 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, er orðasambandið rafræn vöktun sérstaklega afmarkað þannig að það taki til vöktunar sem er viðvarandi eða endurtekin. Í úrskurði Persónuverndar 28. mars 2023, sem áður er vitnað til, var í því ljósi til að mynda ekki talið að sú framkvæmd Fiskistofu að taka myndband af aðila þess máls með dróna teldist rafræn vöktun í skilningi laga um persónuvernd, þótt stofnunin hefði gert athugasemdir við eftirlitið af öðrum ástæðum. Af þessu verður dregin sú ályktun að eftirlit sem Fiskistofa framkvæmir með fjarstýrðum loftförum (drónum) sem búin eru myndavélum til upptöku feli ekki nauðsynlega í sér rafræna vöktun í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Samanburður við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga leysir ekki úr því hvort leggja beri sömu merkingu í orðasambandið „rafræn vöktun“ í þagnarskylduákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, sbr. breytingalög nr. 85/2022, og leiðir af 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eða hvort gert hafi verið ráð fyrir því að undir þagnarskylduna skyldu falla upplýsingar sem til yrðu til við eftirlit og vöktun með rafrænum myndavélabúnaði hvort sem um væri að ræða viðvarandi eða endurtekna vöktun eða ekki. Hvorki samræmisskýring við önnur ákvæði laga um Fiskistofu né sjónarmið sem leidd verða af öðrum lögskýringargögnum leysa úr því.<br /> <br /> Þar sem vafi er um afmörkun á því hvort einstakar upptökur sem Fiskistofa hefur aflað sér með drónum falli undir rafræna vöktun í skilningi hinnar sérstöku þagnarskyldu í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu ber í ljósi meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum að leysa úr fyrirliggjandi kærumáli á grundvelli upplýsingalaga, líkt og Fiskistofa gerði í hinni kærðu ákvörðun, enda verða lagafyrirmæli um sérstaka þagnarskyldu ekki túlkuð rúmt gagnvart almennum ákvæðum upplýsinglaganna.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu þarf næst að taka afstöðu til þess hvort þær upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu sem um er deilt í máli þessu séu viðkvæmar í þeim skilningi að óheimilt sé að veita almennan aðgang að þeim í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra lögaðila sem um ræðir, þ.e. útgerða viðkomandi skipa, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Nánara mat um þetta er atviksbundið gagnvart þeim lögaðilum sem í hlut eiga hverju sinni. Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að ekki er nægjanlegt að upplýsingarnar teljist varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni heldur þarf að liggja fyrir að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um þá hagsmuni fari leynt með tilliti til heildaratvika máls og annarra hagsmuna sem málefnalegt telst að líta til við beitingu upplýsingalaganna.<br /> <br /> Meginregla upplýsingalaga er sú, sbr. 5. gr. laganna, að stjórnvöldum er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með tilteknum takmörkunum, sbr. 6.–10. gr. sömu laga. Takmarkanir á þessum rétti verða almennt túlkaðar þröngt. Þá búa tiltekin meginmarkmið að baki upplýsingalögum, sbr. 1. gr. laganna, en þeim er ætlað að stuðla að gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna í þeim tilgangi að styrkja m.a. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald að opinberum aðilum, möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni og traust á stjórnsýslunni. Þessi markmið mæla almennt með því að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Til að hægt sé að afhenda gögn með slíkum upplýsingum þurfa einkaaðilar eftir atvikum að sæta því að upplýsingar um hagsmuni þeirra séu gerðar opinberar að einhverju marki jafnvel þótt það valdi þeim óhagræði. Þá verður í sumum tilvikum að byggja á því, m.a. með tilliti til markmiða upplýsingalaga, að gögn með upplýsingum um háttsemi og hagsmuni einkaaðila sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum verði gerð aðgengileg almenningi á grundvelli upplýsingalaga jafnvel þótt viðkomandi upplýsingar varpi ekki sérstaklega ljósi á tilteknar ákvarðanir stjórnvalda eða annarra opinberra aðila, svo sem ef upplýsingarnar tengjast meðferð og ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál kynnu upplýsingar þær, sem fram koma í myndskeiðinu sem kærandi hefur óskað eftir, að valda útgerðum þeirra skipa sem í hlut eiga óhagræði ef þær yrðu gerðar aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, af þeirri ástæðu að þar sjást skipverjar kasta afla fyrir borð. Ekki verður útilokað að það óhagræði hefði áhrif á fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni, jafnvel þótt nokkuð sé um liðið frá því að upptökur í myndskeiðinu voru gerðar. Á hinn bóginn er jafnframt um að ræða upplýsingar um nýtingu þessara aðila á mikilvægri auðlind, sem til urðu í tengslum við eftirlit sem Fiskistofu var falið með lögum. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að aðgangi að umbeðnu gagni verði hafnað á grundvelli hagsmuna útgerða þeirra skipa sem fram koma í myndbandinu. Ekki verður í þessu ljósi séð, hvað útgerðirnar snertir, að gagnið geymi upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt með tilliti til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra einstaklinga sem um ræðir, þ.e. skipverjanna á skipunum í myndbrotinu, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðið gagn geymi upplýsingar um „einka- eða fjárhagsmálefni“ þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að almennt er ekki nægjanlegt til að ákvæðið eigi við að upplýsingar sem um ræðir varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga heldur þarf einnig að liggja fyrir að upplýsingarnar séu viðkvæmar með þeim hætti að það teljist sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt. Líkt og við á um lögaðila, sbr. umfjöllun hér að framan, reynir í þessu sambandi á mat og vægi mismunandi hagsmuna. Hvað einstaklinga varðar verður þó sérstaklega að líta til þess, umfram það sem á við um lögaðila, að einstaklingar njóta verndar friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá gilda jafnframt sérstakar lagareglur um vernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga en hún er lögfest hér á landi með 2. gr. tilvitnaðra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og birt sem fylgiskjal með þeim lögum. Þrátt fyrir að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. fyrrnefndu laganna, þá hafa sjónarmið um persónuvernd engu að síður þýðingu við það hagsmunamat sem fram þarf að fara við beitingu 9. gr. upplýsingalaga eins og fyrr greinir. Þessi sjónarmið leiða iðulega til þess að það er háð umtalsvert ríkari takmörkunum hvaða upplýsingar um einstaklinga verða afhentar á grundvelli upplýsingalaga heldur en verða afhentar um lögaðila.<br /> <br /> Líkt og fram er komið má í myndskeiðinu, sem Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að, sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð. Vegna þessarar háttsemi voru mál sem varða skipin og útgerðir þeirra tekin til frekari meðferðar af hálfu Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Meðferð þeirra mála, sem laut að rannsókn á lögbrotum, varðar háttsemi þessara skipverja með beinum hætti. Eins og fyrr segir er það jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu megi persónugreina skipverjana.<br /> <br /> Með tilteknum lagafyrirmælum, sbr. ekki síst 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar en einnig 9. gr. laga um Fiskistofu, hefur verið tekin sú afstaða að Fiskistofa skuli birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna einstakra skipa. Sú lagaskylda er í samræmi við þau almennu sjónarmið sem vikið var að hér að framan, og almennt verður litið til við beitingu 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Af lagaskyldunni í 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar einni og sér leiðir hins vegar ekki að allir einstaklingar sem falla undir eftirlit Fiskistofu þurfi að sæta því að upplýsingar sem varða þá persónulega og til verða í því eftirliti verði gerðar opinberar, enda sé þess ekki þörf til að fullnægja lagaskyldu 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar eða öðrum sambærilegum lagaskyldum eða heimildum stofnunarinnar til birtingar upplýsinga. Um afhendingu upplýsinga af þeim toga fer því eftir almennum sjónarmiðum um beitingu 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á hagsmunum þeirra skipverja sem fram koma í umbeðnu myndskeiði telur úrskurðarnefndin rétt að líta til áður tilvitnaðrar niðurstöðu Persónuverndar í úrskurði stofnunarinnar, dags. 28. mars 2023, í máli nr. 2021030579, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í drónaeftirliti stofnunarinnar með skipum þar sem hægt var að persónugreina skipverja. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða í málinu hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt. Lagareglum um heimildir Fiskistofu til þess að nota fjarstýrð loftför með myndavélum við eftirlit sitt var breytt með lögum nr. 85/2022, eins og áður er rakið. Atvik tilvitnaðs úrskurðar Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar. Verður af þessu ráðið að Fiskistofa hafi ekki haft heimildir í lögum til að gera þær upptökur af skipverjum sem er að finna í myndskeiðinu og kærandi krefst aðgangs að. Þessi aðstaða hefur að mati úrskurðarnefndarinnar áhrif á það heildarmat sem leggja ber til grundvallar um það hvort sanngjarnt sé, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu verði afhentar eða ekki.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur jafnframt rétt að benda á að upplýsingar um það hvort einstaklingur hafi verið grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot, að rannsókn máls hafi beinst að honum af því tilefni eða að hann hafi af hálfu stjórnvalda verið tengdur slíku máli, verða almennt taldar þess eðlis að þær geti varða einkalíf hans og teljist viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar sem fram koma í umræddu myndskeiði eru af þessum toga hvað varðar skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu. Ekki verður séð að birting upplýsinga um þá hafi sérstaka þýðingu um tiltekin lögbundin réttindi eða lagalega stöðu þeirra eða annarra, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu teljist upplýsingar sem varði einkamálefni þeirra skipverja sem þar koma fyrir sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>7.</strong></h2> <p>Að fenginni þeirri niðurstöðu að hagsmunir skipverjanna sem koma fyrir í myndskeiðinu standi afhendingu myndskeiðsins í vegi, þarf að taka afstöðu til þess hvort mögulegt sé að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir það myndskeið sem deilt er um aðgang að og telur að upplýsingar sem varða einkamálefni viðkomandi skipverja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt komi svo víða fyrir í myndskeiðinu að ekki sé unnt að leggja fyrir Fiskistofu að veita aðgang að hluta gagnsins. Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki heldur til álita að leggja fyrir Fiskistofu að afmá frekari upplýsingar úr myndskeiðinu en þegar hefur verið gert, þar sem stofnuninni er óskylt að gera það samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, að synja […] um aðgang samsettu myndskeiði með upptökum úr drónum vegna eftirlits stofnunarinnar með brottkasti sem sýnir fimm skip að veiðum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1209/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1209/2024 í máli ÚNU 24020019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá […] 20. febrúar 2024. Í erindinu kveður kærandi að ríkislögmaður hafi ekki orðið við beiðni um aðgang að umsögnum Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem ríkislögmaður aflaði við meðferð bótakröfu kæranda.<br /> <br /> Þann 7. desember 2022 sendi kærandi þessa máls erindi til ríkislögmanns þar sem lögð var fram krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna tilgreindra atvika. Ríkislögmaður aflaði af því tilefni umsagna frá dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og Landspítala. Ríkislögmaður hafnaði í kjölfarið viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi til kæranda dags. 11. desember 2023. Með erindi til ríkislögmanns, dags. 18. desember 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að hafna kröfu kæranda um bætur. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að framangreindum umsögnum. Í kjölfar samskipta ríkislögmanns og kæranda í desember 2023, janúar og febrúar 2024, áréttaði ríkislögmaður fyrri afstöðu til kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi þann 14. febrúar 2024. Í því bréfi var ekki tekin afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni með erindi, dags. 1. mars 2024. Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 6. mars 2024. Samhliða umsögninni sendi ríkislögmaður kæranda ákvörðun, dags. sama dag, um að hafna gagnabeiðni hans. Þá fylgdi umsögninni afrit af: 1) umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, 2) tölvupósti milli Landspítala og ríkislögmanns, dags. 17. apríl 2023, 3) umsögn Landspítala, dags. 24. apríl 2023, 4) tölvupóstum milli heilbrigðisráðuneytis og ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, og 5) umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er rakið að kærandi hafi sent embættinu erindi um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Ríkislögmaður hafi aflað umsagna Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis vegna erindisins og átt í tölvupóstssamskiptum við Landspítala og heilbrigðisráðuneyti. Afstaða stjórnvalda hafi verið að skilyrði bótaskyldu væru ekki fyrir hendi. Í ákvörðun um að hafna beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er vísað til þess að þau séu undanþegin upplýsingarétti, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. mgr. 14. gr. sömu laga. Þá sé ekki talið tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt er, sbr. 2. mgr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og afstöðu kæranda óskað til þess hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram í ljósi þess að gagnabeiðni hans hefði nú verið afgreidd. Kærandi brást við erindi úrskurðarnefndarinnar 18. mars og 9. apríl 2024. Af erindunum taldi nefndin ráðið að hann vildi að málinu yrði haldið áfram. Kærandi upplýsti nefndina 20. mars 2024 um að Landspítali hefði afhent kæranda umsögn sína í málinu. Eftir stæði því að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dóms- og heilbrigðisráðuneyta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði frá nánar tilgreindum stjórnvöldum vegna erindis kæranda til ríkislögmanns þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu.<br /> <br /> Kærandi hefur upplýst úrskurðarnefndina um að hann hafi fengið umsögn Landspítala afhenta. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023. Vegna síðargreindu umsagnarinnar liggja einnig fyrir þrír tölvupóstar, nánar tiltekið einn tölvupóstur frá starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins til ríkislögmanns dags. 1. nóvember 2023 og tveir tölvupóstar með svörum ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, þar sem fjallað er efnislega um kröfu kæranda um viðurkenningu bótaskyldu. Þar sem gögnin urðu til í tilefni af bótakröfu kæranda telur úrskurðarnefndin að þessi gögn falli undir kæruefni málsins og að um rétt kæranda til aðgangs að þeim fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem varðar aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Með ákvörðun ríkislögmanns 6. mars 2024 var því hafnað að afhenda kæranda þessi gögn, bæði umsagnirnar og nefnda tölvupósta.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns kemur fram að umsögninni fylgi gögn sem fyrir liggi í ráðuneytinu. Þessi gögn voru ekki á meðal þeirra sem ríkislögmaður afgreiddi með ákvörðun sinni til kæranda, dags. 6. mars 2024, og koma því ekki til umfjöllunar í þessum úrskurði. Vilji kærandi láta reyna á rétt sinn til aðgangs að þeim gögnum skal erindi um það beint til ríkislögmanns eða ráðuneytisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ákvörðun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra umsagna sem deilt er um aðgang að í málinu í tilefni af erindi kæranda til embættisins, dags. 7. desember 2022. Áðurnefndir tölvupóstar sem bárust milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytisins 1. og 2. nóvember 2023 urðu einnig til í tilefni af sama erindi kæranda. Með erindinu fór kærandi meðal annars fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Yfirskrift I. kafla erindisins er „krafa um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins gegn aðvörun um málshöfðun“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir og tölvupóstsamskipti hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ríkislögmanni hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um framangreindar umsagnir á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ríkislögmanns því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði. Sama á við um tölvupósta sem sendir voru milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. og 2. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns, dags. 6. mars 2024, að synja […] um aðgang að umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023, og tölvupóstssamskiptum frá 1. og 2. nóvember 2023 milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis vegna umsagnar ráðuneytisins.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1208/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni kæranda var byggð á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Fiskistofa hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að skilyrði þess að ákvæðinu yrði beitt væru uppfyllt í málinu. Var ákvörðun Fiskistofu því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1208/2024 í máli ÚNU 23090017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] synjun Fiskistofu á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. Greinargerð með kæru ásamt fylgiskjölum barst úrskurðarnefndinni 2. október 2023.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með bréfi 12. júní 2023 tilkynnti Fiskistofa kæranda að stofnunin hefði til meðferðar ætluð brot skipstjóra nánar tiltekins fiskiskips gegn reglugerð um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Með erindi til Fiskistofu 24. sama mánaðar óskaði kærandi meðal annars eftir aðgangi að gögnum allra samskonar mála frá upphafi strandveiða árið 2008, nánar tiltekið þeirra mála sem vörðuðu möguleg og/eða ætluð brot skipstjóra fiskiskipa gegn sams konar ákvæðum og kæmu fram í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og/eða 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Í þessu samhengi óskaði kærandi sérstaklega eftir gögnum í málum þar sem Fiskistofa hefði ákveðið, að lokinni yfirferð gagna, að hefja ekki málarekstur gegn skipstjóra.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 6. júlí 2023, óskaði Fiskistofa eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína frekar til þess að flýta afgreiðslu hennar. Fiskistofa ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 25. og 28. júlí 2023 og vakti athygli á að ef ekki yrði fallist á að afmarka beiðni gæti það leitt til þess að henni yrði hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 29. ágúst 2023, synjaði Fiskistofa beiðni kæranda með vísan til umrædds ákvæðis.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hvort stjórnsýslumál, þar sem Fiskistofa kanni mögulega beitingu refsi- og/eða stjórnsýsluviðurlaga gegn kæranda vegna ætlaðra brota gegn reglugerð nr. 298/2020, feli í sér frávik frá venjubundinni framkvæmd stofnunarinnar í sambærilegum málum. Vakin sé athygli á því að Fiskistofa hafi ekki vísað frá beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga heldur afgreitt hana efnislega og synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt enda bendi ekkert til þess að Fiskistofa hafi framkvæmt raunverulegt mat á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda lúti að og hið sama gildi um mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðnina. Liggi því ekkert fyrir um hvort vinnsla á beiðni kæranda muni leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum Fiskistofu til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá hafi Fiskistofa ekki leiðbeint kæranda um hvernig hann skyldi afmarka beiðni sína svo unnt væri að afgreiða hana og þar með vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 4. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 27. október 2023, kemur meðal annars fram að stofnunin hafi óskað þess að kærandi myndi afmarka beiðni sína nánar til þess að flýta afgreiðslu beiðninnar þar sem hún hafi verið of víðtæk, enda taki hún til allra mála sem hafi varðað tiltekin ákvæði eða sambærileg fyrri ákvæði á 15 ára tímabili án nokkurrar takmörkunar. Sjónarmiðum kæranda um að stofnunin hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni sé hafnað.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu er rakið að farið hafi fram skoðun á þeim málum sem hafi fallið undir beiðni kæranda. Notast hafi verið við tiltekinn málalykil í málakerfi stofnunarinnar og við þá leit hafi komið upp 1.300 mál frá árinu 2018. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi ekki verið gerð sérstök leit í eldra málakerfi en kæranda bent á að leita til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Til að varpa betra ljósi á umfang þeirra gagna sem beiðni kæranda lúti að hafi Fiskistofa tekið saman lista yfir mál frá árunum 2019–2023. Skoðunin hafi leitt í ljós að á tímabilinu hafi verið 475 mál sem falli undir beiðni kæranda en í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningarbréf, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Ógerlegt sé að verða við beiðni kæranda með hliðsjón af fjölda mála, þrátt fyrir að hún yrði afmörkuð við fimm ára tímabil í stað 15 ára. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum, auk þess sem leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt og því skuli staðfesta ákvörðun stofnunarinnar.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með frekari athugasemdum 3. desember 2023.<br /> <br /> Kærumálið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 13. júní 2024. Afgreiðslu málsins var frestað í þeim tilgangi að afla nánari skýringa hjá Fiskistofu á umfangi þeirra mála sem féllu undir beiðni kæranda. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar og Fiskistofu var fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar nánar afmörkuð við handahófskennt úrtak mála úr lista þeirra 475 mála frá árunum 2019 til 2023 sem féllu undir beiðni kæranda. Til viðbótar við upplýsingar sem fram komu í nefndum samskiptum fékk úrskurðarnefndin með tölvupósti 24. júní 2024 afhentar frá Fiskistofu tilteknar upplýsingar um umfang þeirra mála sem afmörkunin náði til.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu en stofnunin synjaði beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1138/2023, nr. 1127/2023 og 1142/2023.<br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Fiskistofa afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni lista yfir öll mál á árunum 2019–2023 sem stofnunin taldi falla undir beiðni kæranda en um er að ræða 475 mál. Í umsögninni kemur fram að í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningar, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum og þá þurfi einnig að leggja mat á hvert og eitt gagn með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Þá er rakið í umsögninni að vegna umfangs beiðni kæranda hafi ekki verið gerð leit í eldra málakerfi stofnunarinnar og kæranda bent á að hann gæti leitað til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir endanleg afmörkun á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda kann að lúta að enda liggur fyrir að athugun Fiskistofu beindist fyrst og fremst að gögnum í vörslum stofnunarinnar frá árunum 2019–2023. Þrátt fyrir að rannsókn stofnunarinnar og skýringar hennar taki þannig fyrst og fremst aðeins til fimm af þeim 15 árum sem gagnabeiðnin tekur til telst stofnunin engu að síður hafa sýnt fram á að á þessum fimm árum liggja fyrir að minnsta kosti 475 mál sem falla undir gagnabeiðni kæranda. Hvert þessara mála inniheldur að jafnaði allnokkuð magn af skjölum, þar á meðal brotaskýrslu, vigtarnótur, gögn úr afladagbókum, andmælabréf aðila máls og ákvörðun viðkomandi máls eða leiðbeiningabréf hafi verið um það að ræða, en sumum þeirra mála sem falla undir beiðni kæranda hefur verið lokið með slíku bréfi. Þá liggja í allnokkrum hluta málanna fyrir frekari gögn, svo sem um rannsókn atvika, gögn um lögskráningar og samskipti við önnur stjórnvöld.<br /> <br /> Fiskistofa hefur bent á að leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal í þeim málum sem um ræðir með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar, en í því felst m.a. að leggja þarf mat á hvort gögnin innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hluta eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnslan muni taka mikinn tíma.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þau skjöl sem falla undir gagnabeiðni kæranda séu mjög mikil að umfangi. Það er jafnframt mat nefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þessi gögn þurfi að yfirfara með tilliti til einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Þá telur nefndin, þrátt fyrir að Fiskistofa hafi ekki lagt með beinum hætti mat á umfang þeirrar vinnu sem úrvinnsla beiðninnar myndi taka, að hér hafi stofnunin sýnt með nægjanlega skýrum hætti fram á að meðferð og afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að af þeim sökum sé ekki fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður ákvörðun Fiskistofu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 29. ágúst 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1207/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kærenda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Hins vegar voru kærendur taldir eiga rétt til aðgangs að fylgigögnum sem fylgdu einni umsögninni. Að öðru leyti var ákvörðun ríkislögmanns staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1207/2024 í máli ÚNU 23060022.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kærenda sendi bréf til ríkislögmanns 22. febrúar 2023 og hafði þar uppi kröfu um skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Í bréfinu var gerð nánari grein fyrir kröfunni en grundvöllur hennar var í meginatriðum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði staðið ranglega að úthlutun söluverðs í kjölfar nauðungarsölu á fasteign kærenda. Í niðurlagi bréfsins kom fram að kærendur áskildu sér meðal annars allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti um kröfur kærenda. Umsögn barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 27. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 31. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kærendum 19. maí 2023 þar sem kröfum þeirra var hafnað.<br /> <br /> Með tölvupósti 26. maí 2023 fór lögmaður kærenda fram á að fá afrit af framangreindum umsögnum. Ríkislögmaður synjaði beiðninni með tölvupósti 1. júní sama ár með vísan til þess að umsagnirnar væru undanþegnar upplýsingarrétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti leiðbeiningar um kæruheimild.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru er á því byggt að ákvörðun ríkislögmanns sé ólögmæt og að umsagnirnar séu ekki undanþegnar upplýsingarrétti. Kærendur byggi kröfu sína um aðgang að umsögnunum meðal annars á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Fyrir liggi að ríkislögmaður hafi aflað umsagna sem lúti að málefnum kærenda. Efni umsagnanna varði mikilsverða, beina, sérstaka og lögvarða hagsmuni kærenda og því brýnt að þau fái aðgang að þeim. Þá verði ekki séð að takmarkanir samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga eigi við þar sem umbeðin gögn varði einungis mál kærenda og málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við úthlutun á söluverði fasteignar þeirra í kjölfar nauðungarsölu.<br /> <br /> Ríkislögmaður hafi aflað umsagnanna í tilefni af erindi kærenda til ríkislögmanns þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Ekki sé um að ræða dómsmál líkt og sé áskilið í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og eigi ákvæðið því ekki við auk þess sem önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt.<br /> <br /> Kærendur benda á að ríkislögmaður hafi ekki talið tilefni til að veita aukinn aðgang að umbeðnum gögnum eftir 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnunum varði einkahagsmuni kærenda og þagnarskylda eða önnur lagaákvæði standi því ekki í vegi að þau eigi rétt á umræddum gögnum. Þá verði ekki séð að ríkislögmaður hafi rökstutt ákvörðun sína um að hafna aðgangi á grundvelli 2. mgr. 11. gr. líkt og sé skylt samkvæmt frumvarpi til upplýsingalaga. Loks falli gögnin ekki undir þær takmarkanir sem komi fram í 6. og 10. gr. upplýsingalaga og geti því 2. mgr. 14. gr. ekki staðið í vegi fyrir afhendingu gagnanna til kærenda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 28. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem embættið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni kemur fram að umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kærenda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kærendum 5. júlí 2023 en með tölvupósti 10. sama mánaðar upplýsti lögmaður kærenda að ekki yrðu lagðar fram frekari athugasemdir í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kærenda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kærendum um aðgang að umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kærenda sem barst embættinu 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Ríkislögmaður afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af framangreindum umsögnum en meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu voru sjö fylgiskjöl. Verður því tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort að kærendur eigi rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 31. mars 2023.</li> <li>Umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. mars 2023, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum: <ul> <li>Mótmæli kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 4. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Athugasemdir Arion banka hf. vegna mótmæla kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 8. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Mótmæli kærenda við athugasemdir Arion banka hf., dags. 9. febrúar 2018.</li> <li>Upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, stimplað um greiðslu 12. desember 2018.</li> <li>Dómur Hæstaréttar Íslands 12. desember 2017 í máli nr. 707/2017.</li> <li>Úrskurður Landsréttar 3. október 2018 í máli nr. 505/2018.</li> <li>Ákvörðun Hæstaréttar Íslands 13. nóvember 2018 í máli nr. 2018-200.</li> </ul> </li> </ol> <p> <br /> Framangreind fylgiskjöl með umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varða öll nauðungarsölu á fasteign kærenda sem fram fór hjá embættinu og var tilefni þeirrar bótakröfu sem kærendur settu fram á hendur íslenska ríkinu með fyrrgreindu bréfi til ríkislögmanns 22. febrúar 2023. Gögn undir liðum 1–4 bera með sér að hafa verið á meðal málsgagna við meðferð málsins fyrir Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en gögnin, að undanskildu skjali undir lið 4, virðast einnig hafa verið á meðal fylgigagna með bréfi lögmanns kærenda til ríkislögmanns. Þá hafa gögn undir liðum 5–7 að geyma úrlausnir dómstóla í tveimur dómsmálum sem kærendur voru aðilar að og sem bæði vörðuðu umrædda nauðungarsölu. Loks er í framangreindum umsögnum að finna afstöðu dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda.<br /> <br /> Í framangreindum gögnum er að finna upplýsingar um kærendur sjálfa, ýmsar upplýsingar um fasteign sem var í þeirra eigu og upplýsingar sem stafa beinlínis frá þeim. Telur nefndin að um aðgang kærenda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan.<br /> <br /> Tekið skal fram að þrátt fyrir að hluti framangreindra gagna beri með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið hluti af málsgögnum við meðferð nauðungarsölumálsins hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verður ekki talið að 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, sem tiltekur að lögin gildi ekki um nauðungarsölu o.fl., geti staðið í vegi fyrir afhendingu þessara gagna frá ríkislögmanni til kærenda. Þá skal einnig tekið fram, með vísan til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að gögnum í vörslum ríkislögmanns, og þar sem hér reynir á aðgang að gögnum sem varða viðbrögð stjórnvalda við einkaréttarlegri kröfu um skaðabætur úr hendi ríkisins, verður leyst úr rétti kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá ríkislögmanni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annað hvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Eins og áður hefur verið rakið aflaði ríkislögmaður umsagna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kærenda 22. febrúar 2023. Með bréfinu fóru kærendur meðal annars fram á að íslenska ríkið greiddi þeim skaðabætur og var þess getið í bréfinu að kærendur áskildu sér allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram, eins og fyrr segir, afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærendur hafi eða muni höfða dómsmál á hendur viðkomandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðnar umsagnir falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að þeim fylgigögnum sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða gögn sem bera með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið á meðal málsgagna í nauðungarsölumálinu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Svo sem fyrr segir virðast þessi gögn, að undanskildu skjali sem hefur að geyma upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, hafa verið meðfylgjandi bréfi kærenda til ríkislögmanns frá 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem af lögum leiða. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið efni þessara gagna. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt fram í þeim sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Að þessu og öðru framangreindu gættu og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru í kafla 2 hér að framan, þá teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi voru meðfylgjandi umsögninni dómsúrlausnir Hæstaréttar Íslands og Landsréttar í málum sem kærendur voru aðilar að. Fyrir liggur að umræddar dómsúrlausnir eru þegar aðgengilegar almenningi á vefsíðum Landsréttar og Hæstaréttar Íslands, í sömu mynd og þær birtast í fyrirliggjandi gögnum. Verður aðgangur kærenda að gögnunum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi telur úrskurðarnefndin rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kærendum þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögmanni ber að afhenda kærendum, […], þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 27. mars 2023. Ákvörðun ríkislögmanns í máli kærenda, dags. 1. júní 2023, er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1206/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1206/2024 í máli ÚNU 23060013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kæranda sendi bréf til ríkislögmanns 1. desember 2022 og hafði þar uppi kröfu fyrir hönd kæranda um miskabætur að tiltekinni fjárhæð auk vaxta og lögmannskostnaðar. Í bréfinu var forsaga málsins rakin en í meginatriðum var málsatvikum lýst með þeim hætti að tveir lögreglumenn hefðu komið heim til kæranda 8. desember 2021 og óskað eftir upplýsingum um hvers vegna kærandi og heimilisfólk hans hefði ekki farið í skimun vegna Covid-19 við landamæri Íslands við komu þeirra til landsins kvöldið áður. Að fengnum upplýsingum um að heimilisfólkið hefði farið í skimun og greinst neikvætt hefðu lögreglumennirnir tiltekið að þeir ætluðu að staðreyna þessar upplýsingar sjálfir með skoðun í gagnagrunni sem þeir hefðu aðgang að en þar gætu þeir einnig fengið upplýsingar um bólusetningarstöðu hlutaðeigandi.<br /> <br /> Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri afstöðu kæranda að sennilegt væri að embætti landlæknis hefði með saknæmum og ólögmætum hætti miðlað eða á annan hátt veitt lögreglu aðgang að viðkvæmum sjúkraskráupplýsingum um kæranda í smitsjúkdómaskrá eða öðrum sjúkraskrám. Jafnframt að kærandi teldi að með þessu framferði hefði embætti landlæknis eða annars sóttvarnalæknir í umboði þess brotið gegn b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Í niðurlagi bréfsins áskildi kærandi sér meðal annars rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðisráðuneyti, landlækni og dómsmálaráðuneyti vegna bótakröfu kæranda. Umsagnir bárust frá embætti landlæknis 10. janúar 2023, sem sóttvarnalæknir undirritaði, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi 31. sama mánaðar, frá heilbrigðisráðuneyti 13. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 23. maí 2023. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda 30. maí 2023 þar sem bótakröfu hans var hafnað. Með tölvupósti sama dag til ríkislögmanns fór lögmaður kæranda fram á að fá afhentar framangreindar umsagnir og ítrekaði þá beiðni degi síðar.<br /> <br /> Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 1. júní 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti kæranda leiðbeiningar um kæruheimild. Samdægurs óskaði lögmaður kæranda eftir staðfestum afritum af undirritun tveggja tilgreindra lögreglumanna undir trúnaðaryfirlýsingu. Jafnframt að upplýst yrði hvenær kæranda hefði verið flett upp í smitsjúkdómaskrá. Ríkislögmaður framsendi síðastgreindu beiðnina til landlæknis sem veitti kæranda upplýsingar um uppflettingu í smitsjúkdómaskrá 6. júní 2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Málið sé óvenjulegt, varði mikilsverða einkahagsmuni kæranda um friðhelgi einkalífs en snúi einnig að mikilvægri stjórnskipulegri afmörkun þess hvar draga beri mörk einkalífs og opinbers valds. Handhafar opinbers valds hafi ekki farið að reglum um meðferð heilsufarsupplýsinga kæranda og í því ljósi beri að túlka allan vafa um undanþáguheimildir honum í vil. Að öðrum kosti væri úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leggja blessun sína yfir athafnir stjórnvalda eins og þær opinberist í gögnum málsins. Hér gildi því ákvæði 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang að gögnum, enda standi engar aðrar lagareglur því í vegi, og séu brýnir almannahagsmunir bundnir við að vinnubrögð sóttvarnalæknis og lögreglu verði dregin fram í dagsljósið en ekki hulin myrkri í skjóli undanþáguákvæða upplýsingalaga. Þá varði málið kæranda sjálfan og því eigi ekki við ákvæði laga um þagnarskyldu eða persónuvernd.<br /> <br /> Í kæru er ítarlega gerð grein fyrir ákvæðum sóttvarnalaga, nr. 19/1997, og þá einkum ákvæðum laganna sem lúta að smitsjúkdómaskrá og trúnaðar- og þagnarskyldu varðandi upplýsingar í þeirri skrá og öðrum sjúkraskrám. Rakið er að staðreyndir í máli kæranda bendi til að trúnaðar hafi ekki verið gætt af hálfu yfirvalda og viðkvæmum heilsufarsupplýsingum hafi verið miðlað frjálslega og utan marka laga enda heimili ákvæði sóttvarnalaga ekki eftirlitslausa miðlun upplýsinga um bólusetningarstöðu en slík miðlun virðist hafa átt sér stað í máli kæranda.<br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi augljósa lagalega hagsmuni af því að fá staðfest hverjir hafi haft aðgang að gagnagrunni með upplýsingum um hann. Gögn málsins beri vott um að lögregla hafi með framgöngu sinni farið út fyrir leyfileg valdmörk, stundað persónunjósnir og gerst sek um mismunun sem ekki hafi verið réttlætt, hvorki lagalega né málefnalega, enda ósannað að réttlætanlegt hafi verið að skipta borgurum landsins í tvo misréttháa hópa eftir bólusetningarstöðu. Til þess að unnt sé að verja réttarstöðu kæranda gagnvart ofurefli ríkisvalds sé nauðsynlegt að kærandi fái afhentar allar þær umsagnir sem ríkislögmaður hafi aflað í aðdraganda ákvörðunar embættisins 30. maí 2023.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 22. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023. Í umsögninni kemur fram að synjun embættisins sé reist á 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kæranda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda 5. júlí 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 20. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kæranda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögnum heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, landlæknis og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kæranda sem barst embættinu 1. desember 2022.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra fjögurra umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kæranda 1. desember 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að honum yrðu greiddar miskabætur að tiltekinni fjárhæð og var þess getið í bréfinu að kærandi áskildi sér rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða hlutaðeigandi stjórnvalda til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál á hendur hlutaðeigandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðin gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu gagnanna því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1205/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs meðal annars að gögnum um bótakröfu og bótagreiðslu sveitarfélags til einstaklings. Ákvörðun sveitarfélagsins að synja beiðninni byggðist fyrst og fremst á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu einkamálefni einstaklingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Var ákvörðun sveitarfélagsins því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1205/2024 í máli ÚNU 22100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 6. október 2022, kærði […] lögmaður, f.h. […], ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að gögnum um bótakröfu […] og bótagreiðslu sveitarfélagsins til […], og upplýsingum um eineltiskvörtun.<br /> <br /> Kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum 3. ágúst 2022. Eftir að hafa að ósk […] afmarkað beiðnina nánar hljóðaði hún á um eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> </p> <ol> <li>Bótakrafa […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] vegna málsins, og öll önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.</li> <li>Hver niðurstaða […] hafi verið vegna eineltiskvörtunarinnar og hvenær rannsókn á málinu hafi lokið. Þá var óskað aðgangs að öllum gögnum sem vörðuðu lokaafgreiðslu […] á málinu.</li> </ol> <p> <br /> Með ákvörðun […], dags. 9. september 2022, var kæranda synjað um aðgang að gögnum sem féllu undir fyrri lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið varð að hluta við beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt síðari liðnum, en synjaði kæranda um aðgang að öðru leyti með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að […] og […] hafi mátt vera ljóst að samkomulag um greiðslu bóta úr sveitarsjóði sveitarfélagsins væru upplýsingar sem vörðuðu almenning, enda um ráðstöfun almannafjár að ræða. Ríkir hagsmunir standi til þess að upplýst sé um samkomulagið, sbr. markmiðsákvæði upplýsingalaga í 1. gr. þeirra um að tryggja gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna. […]<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar í þeim gögnum sem synjað hefur verið um aðgang að séu ekki þess efnis að þær varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. […]<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar telur kærandi að út frá skýringum […] megi draga þá ályktun að kæranda hafi verið synjað um aðgang að mörg hundruð blaðsíðum af gögnum. Kærandi krefjist þess að gögnin verði afhent sér í heild.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 7. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 20. október 2022. Í henni kemur fram að í þeim gögnum sem heyri undir fyrri lið gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklings sem teljist auk þess viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum. Þá sé að auki að miklu leyti um vinnugögn að ræða í skilningi upplýsingalaga. Umsögninni fylgdu þau gögn sem […] telur að kæran lúti að.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. nóvember 2022, kemur fram að […] hafi enn ekki skýrt út hvaða gögn samkvæmt síðari lið gagnabeiðninnar hafi ekki verið afhent og hvernig takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau. Varðandi fyrri lið beiðninnar sé hún sett fram með þeim hætti að gögn sem undir liðinn heyra geti ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 18. október 2023, sendi kærandi úrskurðarnefndinni úrskurð innviðaráðuneytis sem kveðinn var upp tveimur dögum áður í kærumáli um aðgang að sömu gögnum og til meðferðar eru í þessu máli. Niðurstaða ráðuneytisins um fyrri lið gagnabeiðninnar var sú að ákvörðun […] lyti ekki eftirliti ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, heldur væri um að ræða starfsmannamál sveitarfélagsins. Þeim þætti kærunnar var því vísað frá.<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar var það niðurstaða ráðuneytisins að þegar erindi […], dags. 16. desember 2020, barst […] hefði hafist stjórnsýslumál sem lokið hefði með erindi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að því stjórnsýslumáli og því færi um rétt til aðgangs að gögnum málsins samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Þar sem […] hefði ekki afgreitt þann hluta beiðninnar með fullnægjandi hætti var ákvörðun sveitarfélagsins felld úr gildi að því leyti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þess einstaklings sem gögnin varða til afhendingar þeirra gagna sem deilt er um aðgang að. Með erindi, dags. 27. nóvember 2023, var lagst gegn afhendingunni.<br /> <br /> Með erindi til kæranda, dags. 27. maí 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á afmörkun fyrri liðar gagnabeiðni hans. Í svari kæranda, dags. 30. maí 2024, […].<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun […] að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða bótagreiðslu til […] og afgreiðslu sveitarfélagsins á eineltiskvörtun […].<br /> <br /> Eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kærandi sömu ákvörðun […] til innviðaráðuneytis. Í úrskurði ráðuneytisins var niðurstaðan sú að gögn sem heyrðu undir síðari lið gagnabeiðni kæranda og vörðuðu afgreiðslu […] á eineltiskvörtun […] tilheyrðu stjórnsýslumáli sem hófst með erindi hennar 16. desember 2020 og lauk þegar kæranda var tilkynnt um lok málsins 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að málinu og því byggðist réttur hans til aðgangs að gögnum þess á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Það liggur því fyrir að skorið hefur verið úr um að réttur kæranda til aðgangs að gögnum samkvæmt síðari lið gagnabeiðni byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur stjórnsýslulaga. Sá réttur sem stjórnsýslulög veita aðila máls til aðgangs að gögnum er ríkari en réttur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þá liggur fyrir að innviðaráðuneyti er að lögum hið rétta stjórnvald til að skera úr um ágreining sem lýtur að aðgangi kæranda að gögnum málsins, sbr. 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, um heimild aðila máls til að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Verður þeim hluta kærunnar sem lýtur að síðari lið gagnabeiðni kæranda því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrri liður gagnabeiðni kæranda hljóðaði á um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […], og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> […] afhenti úrskurðarnefndinni 844 blaðsíður af gögnum sem sveitarfélagið telur að heyri undir þennan lið gagnabeiðninnar. Eftir að hafa grisjað gögnin þannig að hvert gagn komi aðeins einu sinni fyrir standa eftir 340 blaðsíður. Sá hluti gagnanna, sem varðar bótakröfu […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] og önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins, er 124 blaðsíður. Eftirfarandi umfjöllun miðar að því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Meðal framangreindra gagna eru hvorki gögn sem eru um kæranda, né er í gögnunum að finna upplýsingar sem telja má að varði kæranda sérstaklega umfram aðra með þeim hætti að upplýsingaréttur hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Áréttað skal að þessi niðurstaða á við um þau gögn sem nefndin hefur afmarkað umfjöllun sína við, sbr. framangreint. Það er mat nefndarinnar að ekki verði séð að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að gögnunum séu að einhverju leyti ríkari eða annars eðlis en hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim. Fer því um upplýsingarétt kæranda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er fyrst og fremst byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki sjálfgefið að bótakrafa einstaklings sem beint er að stjórnvaldi og önnur gögn sem til verða við úrvinnslu þess máls sem kann að hefjast í kjölfarið séu gögn um einkamálefni viðkomandi einstaklings. Þegar krafa varðar bætur fyrir ætlað einelti má þó almennt ætla að gögn málsins varði einkamálefni þess sem leggur fram kröfuna. Slíkar upplýsingar kunna jafnframt að teljast viðkvæmar fyrir þann einstakling sem í hlut á.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir framangreind gögn með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hafið yfir vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eiga ekki erindi við almenning. Á það að mati nefndarinnar við um gögnin í heild, þ.e. bótakröfuna sem og gögn sem urðu til í tengslum við meðferð og úrvinnslu kröfunnar. Við mat á því hvort engu að síður væri hægt að veita aðgang að hluta gagnanna telur nefndin það ekki vera mögulegt þar sem til þess er að líta, sem áður segir, að málið í heild sinni er viðkvæmt og afhending upplýsinga sem einar og sér myndu ekki endilega teljast viðkvæmar gæti með óbeinum hætti varpað ljósi á aðrar upplýsingar í málinu sem teljast viðkvæmar og til þess fallnar að skaða einkahagsmuni viðkomandi einstaklings ef þær væru á vitorði almennings.<br /> <br /> Kærandi telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum þar sem í málinu hafi opinberum fjármunum verið ráðstafað til að greiða […] bætur. Líkt og áður hefur komið fram eru mál sem varða kröfur um bætur fyrir ætlað einelti almennt viðkvæm. Þá er vandséð að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af að fá aðgang að gögnum slíkra mála. Nefndin tekur fram að almennt er litið svo á að upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna eigi erindi við almenning í því skyni að styrkja aðhald að opinberum aðilum, sbr. til dæmis 1. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ræður það sjónarmið ekki fortakslaust úrslitum um hvort aðgangur að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna verði veittur, heldur þarf að meta það heildstætt með hliðsjón af málsatvikum, m.a. gagnvart þeim einkahagsmunum sem um er að ræða hverju sinni. Með vísan til þess hve hagsmunir almennings af að fá aðgang að gögnum þessa máls eru að mati nefndarinnar takmarkaðir getur nefndin ekki fallist á að framangreint sjónarmið breyti þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að veita aðgang að þeim gögnum sem um er deilt í málinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að tjáning einstaklings á opinberum vettvangi um einkamálefni sín geti leitt til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga hafi meira svigrúm til að afhenda gögn sem innihalda upplýsingar um þau einkamálefni sem þannig hafa þegar verið gerð opinber. Nefndin telur hins vegar í þessu máli að það að […] hafi tjáð sig á opinberum vettvangi […] eigi ekki að leiða til þess að réttur til aðgangs að umbeðnum gögnum sé ríkari en ella væri. […] Slík opinber tjáning felur ekki í sér samþykki […] fyrir afhendingu gagnanna og veitir sveitarfélaginu sömuleiðis ekki heimild til að afhenda þau.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu varði einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun […] því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun […], dags. 9. september 2022, að synja […] um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […] vegna málsins, og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> Kæru […], dags. 6. október 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1204/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði gefið út mörg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1204/2024 í máli ÚNU 23120012.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. desember 2023, kærði […] synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 28. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort Herjólfur hefði gefið út mörg skrifleg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. október 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni hans. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 5. desember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í kjarasamningi undirmanna á Herjólfi sé kveðið á um að þeir þurfi skriflegt leyfi til að stunda aðra launaða vinnu á meðan ráðningu stendur. Kærandi kveðst með beiðni sinni hafa leitast eftir því að fá uppgefna tölu um hversu margir undirmenn hafi fengið slík leyfi en ekki óskað eftir nöfnum þeirra. Kærandi tekur fram að ef það megi finna persónugreinanlegar upplýsingar í uppgefinni heildartölu megi afmá þær.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 3. janúar 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 15. janúar 2024. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni nefndarinnar um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gögnin liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort félagið hafi gefið út mörg skrifleg leyfi til starfsmanna þess til að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan ráðningu þeirra hafi staðið. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um fyrrgreindar leyfisveitingar séu ekki fyrirliggjandi, þar á meðal að ekki liggi fyrir í gögnum félagsins samanteknar upplýsingar um heildartölu þeirra starfsmanna þess sem fengið hafa leyfi til þess að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan á ráðningu þeirra hafi staðið.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023. Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að aðeins sé leitast eftir að fá uppgefna tölu um hversu margir starfsmenn hafi fengið umrædd leyfi. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir gögn með samanteknar upplýsingar um slíkar leyfisveitingar.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 5. desember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1203/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildartölu úr bókhaldi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um sálfræðikostnað sem félagið hefði greitt árið 2023. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1203/2024 í máli ÚNU 23120005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 1. desember 2023, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 2. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvað Herjólfur hefði greitt í sálfræðikostnað vegna þjónustu við starfsmenn félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. nóvember 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni sinni. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 9. nóvember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að óskað sé eftir ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs um sálfræðikostnað félagsins á árinu 2023 vegna starfsmanna þess.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. desember 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 22. desember 2023. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gagn með umbeðnum upplýsingum liggi ekki fyrir hjá félaginu.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 12. sama mánaðar. Í athugasemdum sínum áréttar kærandi að hann sé ekki að óska eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi félagsins.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Í kæru til nefndarinnar tiltók kærandi að hann krefðist upplýsinga um kostnað Herjólfs vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 en í beiðni hans var hins vegar aðeins miðað við fyrstu níu mánuði ársins. Úrskurður þessi varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við Herjólf og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023.<br /> <br /> Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að óskað sé eftir einni ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs og áréttaði kærandi í athugasemdum sínum 12. janúar 2024 að ekki væri óskað eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi Herjólfs. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um kostnað félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, dags. 9. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1202/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum varðandi innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór á Íslandi í maí 2023. Ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum var byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir ríkislögreglustjóra að taka að nýju til meðferðar og afgreiðslu þann hluta beiðninnar sem laut að upplýsingum um skotvopn og skotfæri. Þá taldi nefndin að kærandi ætti rétt til aðgangs að sölureikningum varðandi kaup á fatnaði, hjálmum og fylgibúnaði. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1202/2024 í máli ÚNU 23060009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, 15. júní 2023, kærði […], fréttastjóri hjá Morgunblaðinu, synjun embættis ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Hinn 2. júní 2023 birtist fréttartilkynning á heimasíðu lögreglunnar með yfirskriftina „Búnaður lögreglu á leiðtogafundi“. Þar komu fram upplýsingar um búnað sem ríkislögreglustjóri hafði keypt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi í maí 2023. Í tilkynningunni var meðal annars rakið að keypt hefðu verið skotvopn og skotfæri frá tilgreindum söluaðilum vegna fundarins fyrir um 185 millj. kr. og þar hefði helst verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur. Í tilkynningunni var jafnframt rakið að keyptir hefðu verið hjálmar og jakkaföt fyrir nánar tilgreindar fjárhæðir og að tvær aðrar tegundir vopna hefðu verið keyptar til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkislögreglustjóra, dags. 6. júní 2023, vísaði kærandi meðal annars til fyrrgreindrar tilkynningar og óskaði eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum. Ríkislögreglustjóri svaraði erindinu 15. sama mánaðar og veitti kæranda tilteknar upplýsingar um innkaupin. Ríkislögreglustjóri synjaði á hinn bóginn um aðgang að upplýsingum að öðru leyti með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er meðal annars rakið að röksemdir ríkislögreglustjóra fyrir synjun á aðgangi að upplýsingunum standist ekki skoðun. Varnarbúnaður lögreglu hafi oft verið umræðuefni fjölmiðla og hafi Ríkiskaup til að mynda nýverið veitt upplýsingar um fyrirhuguð kaup á tilteknum fjölda rafbyssa. Kærandi krefst þess að ríkislögreglustjóri svari eftirfarandi spurningum í tengslum við innkaup embættisins vegna fyrrnefnds leiðtogafundar:<br /> </p> <ol> <li>Hvað voru keyptir margir hjálmar?</li> <li>Hvað voru keypt mörg jakkaföt?</li> <li>Hvað voru keyptar margar skammbyssur?</li> <li>Hvað voru keyptar margar MP5-byssur?</li> <li>Hversu mikið magn skotfæra var keypt?</li> <li>Hvaða tvær aðrar tegundir vopna voru keyptar fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra?</li> </ol> <p> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 16. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 27. júní 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er rakið að embættið hafi synjað beiðni kæranda, hvað varðar upplýsingar um skotvopn og skotfæri, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna eftir t.d. hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem geti haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins verði þær afhentar almenningi. Umræddar upplýsingar geti verið til þess fallnar að gagnast þeim sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggi ríkisins, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-151/2002. Í úrskurðinum hafi nefndin fallist á þau rök að það geti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef meðal annars upplýsingar um vopnaburð og önnur valdbeitingartæki séu á allra vitorði.<br /> <br /> Færa megi rök fyrir því að þau sjónarmið sem fram komi í umræddum úrskurði eigi enn frekar við í dag með vísan til verulegra breyttra forsendna hvað varðar þjóðaröryggi. Liggi þannig fyrir að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu, líkt og fram komi í hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafi hernaðarógn og spenna ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Ríkislögreglustjóri hafi ekki áður birt upplýsingar um varnarbúnað, líkt og kærandi byggi á. Einu upplýsingar um fjölda og gerð vopna lögreglunnar á Íslandi hafi verið birtar af hálfu annarra stjórnvalda og án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um jakkaföt og hjálma vísar ríkislögreglustjóri til þess að embættinu sé óheimilt að afhenda upplýsingar um hversu mörg eintök hafi verið keypt af vörunum þar sem slíkar upplýsingar muni eðli málsins samkvæmt gefa upp einingarverð seljanda en slíkar upplýsingar séu bundnar trúnaði samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup. Embættinu sé jafnframt óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum samkvæmt fyrirmælum 9. gr. upplýsingalaga þar sem seljandi hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir að einingarverðin yrðu gefin upp.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann gerði með frekari athugasemdum 17. júlí 2023.<br /> <br /> Kærandi tekur meðal annars fram að það sé rangt að ríkislögreglustjóri hafi ekki áður veitt nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu opinberlega, þ.m.t. upplýsingar um fjölda og gerð skotvopna. Þessu til stuðnings vísar kærandi til nokkurra dæma þar sem upplýsingar um vopn, öryggis- og hlífðarbúnað lögreglu hafi verið birtar opinberlega, m.a. af hálfu ríkislögreglustjóra. Ekki skipti máli hvort upplýsingar um vopnabúnað lögreglu hafi verið veittar án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra heldur skipti meginmáli að upplýsingarnar hafi verið veittar af hálfu stjórnvalda enda ríkislögreglustjóri sem og önnur stjórnvöld bundin á sama hátt af ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar fyrsta og annan lið í beiðni sinni telur kærandi enn fremur að hagsmunir almennings um rétt til að fá upplýsingar um opinber innkaup vegi þyngra en ætlað trúnaðarsamband milli kaupanda og seljanda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum er varða innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór hér á landi í maí 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá svör við nánar tilgreindum spurningum sem hann beindi til ríkislögreglustjóra 6. júní 2023 en embættið neitaði að svara. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar um beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri tók ekki saman þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir en hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem hafa að geyma umbeðnar upplýsingar. Mun nefndin því taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum gögnum en um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttarstjóri fjölmiðils en úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. úrskurði nr. 1138/2023 og 1157/2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögreglustjóra er, hvað varðar þá sölureikninga sem eru tilgreindir í töluliðum 1–5 í kafla 1 að framan, byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Umrædd gögn eiga það sammerkt að geyma upplýsingar um innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, fylgibúnaði þeirra og skotfærum.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum um 1. tölul. 10. gr.:<br /> </p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […]<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er meðal annars rakið að nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna til dæmis eftir hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem gætu haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Geti umræddar upplýsingar verið til þess fallnar að gagnast þeim aðilum sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggis ríkisins og birting þeirra geti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í umsögninni að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu eins og megi ráða af nánar tiltekinni skýrslu ríkislögreglustjóra og að hernaðarógn og spenna hafi ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið birtist tilkynning á heimasíðu lögreglunnar 2. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram að innkaup ríkislögreglustjóra hefðu einkum varðað kaup á Glock-skammbyssum og tveimur nánar tilteknum gerðum af hálfsjálfvirkum einskotsbyssum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá sölureikninga sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim er meðal annars að finna upplýsingar um framangreind skotvopn, þar með talið um gerð og fjölda þeirra, gerð og magn skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa. Þá koma fram upplýsingar um gerð og fjölda tveggja skotvopna sem voru keypt fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra auk upplýsinga um skotfæri og fylgibúnað sem var keyptur með þeim vopnum.<br /> <br /> Að virtum þeim upplýsingum sem koma fram í umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að fallast verði á með ríkislögreglustjóra að gögnin hafi að geyma upplýsingar sem geta varðað öryggi ríkisins. Að mati nefndarinnar verður þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopnanna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska almannahagsmunum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda um fyrri birtingu á upplýsingum um varnarbúnað lögreglu hrófla ekki við framangreindu mati ríkislögreglustjóra nú. Þótt birting upplýsinga að eigin frumkvæði stjórnvalda geti eftir atvikum haft áhrif við mat á því hvort veita skuli aðgang að sambærilegum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga leiðir það ekki til þess að stjórnvöldum sé skylt að veita slíkan aðgang eftir ákvæðum laganna. Þá er ljóst að mat á því hvaða upplýsingar geta verið til þess fallnar að raska öryggi ríkisins getur verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni.<br /> <br /> Á hinn bóginn telur nefndin að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga taki ekki til allra þeirra upplýsinga sem koma fram í umræddum sölureikningum. Gögnin hafa þannig að geyma ýmsar aðrar upplýsingar sem telja verður vandséð að varði öryggishagsmuni ríkisins, svo sem almennar upplýsingar um greiðslufresti, dagsetningar, sendingarstað varanna, heimilisföng og fleira þess háttar. Þá koma fram í gögnunum upplýsingar um heildarfjárhæð hvers reiknings ásamt upplýsingum um einingaverð og heildarfjárhæðir vegna kaupa á einstökum vörum auk annarra upplýsingar sem þegar hafa verið gerðar opinberar, svo sem um söluaðila varanna og gerð þriggja skotvopna.<br /> <br /> Nefndin gerir þó þann fyrirvara að ríkislögreglustjóra kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi ef unnt væri að ráða af þeim aðrar upplýsingar um atriði sem varða öryggi ríkisins, svo sem um fjölda skotvopna og skotfæra. <br /> <br /> Eins og fyrr segir koma einnig fram upplýsingar í reikningunum um þær tvær tegundir skotvopna sem keyptar voru fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra en þessar upplýsingar eru á meðal þeirra sem kærandi óskaði sérstaklega eftir með beiðni sinni til embættisins. Þá koma einnig fram upplýsingar um hvaða skotfæri og fylgibúnaður var keyptur með umræddum skotvopnum. Hvorki í ákvörðun né umsögn ríkislögreglustjóra er rökstutt hvernig opinberun upplýsinga um gerð, skotfæri eða fylgibúnað þessara skotvopna kynni að raska öryggishagsmunum íslenska ríkisins eða hvernig skotvopnin skera sig frá þeim sem ríkislögreglustjóra taldi sér unnt að veita upplýsingar um með opinberum hætti.<br /> <br /> Auk framangreinds er í rökstuðningi ríkislögreglustjóra aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umræddir sölureikningar skulu undanþegnir upplýsingarrétti almennings á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum í gögnunum sé til þess fallin að raska öryggishagsmunum ríkisins, umfram það sem varðar upplýsingar um fjölda skotvopna, skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa.<br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að raska öryggi ríkisins. Þá verður ekki séð að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða ríkislögreglustjóra til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð embættisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að umræddum sölureikningum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædda sölureikninga, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að sölureikningum frá Northwear ehf. og TST Protection Ltd., sbr. töluliði 6–10 í kafla 1 hér að framan. Ríkislögreglustjóri telur sér meðal annars óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra leggjast fyrirtækin gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Í athugasemdunum segir svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða þrjá sölureikninga frá fyrirtækinu Northwear ehf. er varða kaup á fatnaði, þ.m.t. jakkafötum, og tvo sölureikninga frá fyrirtækinu TST Protection Ltd. er varða kaup á hjálmum og fylgibúnaði þeirra.<br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Northwear ehf. og TST Protection Ltd. hafa af því að synjað sé um aðgang að gögnunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að sölureikningunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar vísun ríkislögreglustjóra til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að sölureikningar Northwear ehf. og TST Protection Ltd. heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um framangreinda sölureikninga er ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að þeim í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun ríkislögreglustjóra, dags. 15. júní 2023, um synjun á beiðni kæranda, […], um aðgang að eftirtöldum sölureikningnum er felld úr gildi og lagt fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> </ol> <p> <br /> Ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1201/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneyti synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að greinargerðin væri undirorpin þagnarskyldu og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar væri ráðuneytinu óheimilt að afhenda hana kæranda. Eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál var greinargerðin birt af hálfu forsætisnefndar á vef Alþingis. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi væru niður fallnir og að ráðuneytinu bæri að afhenda hana kæranda. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1201/2024 í máli ÚNU 23050004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. maí 2023, kærði […], blaðamaður hjá Eyjunni, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gagninu 5. maí 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 9. maí sama ár, var rakið að settur ríkisendurskoðandi hefði skilað vinnu sinni til Ríkisendurskoðunar í lok maí 2018. Vinnuskjalið sýndi stöðu verkefnisins á þeim tíma og Ríkisendurskoðun hefði í kjölfarið lagt lokahönd á verkefnið, sbr. skýrslu sem skilað var til Alþingis og birt 2020. Með því að veita aðgang að vinnuskjalinu teldi Ríkisendurskoðun að sett væri varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins því skjalið hefði að geyma upplýsingar sem settar væru fram án þess að gætt væri að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá væri í 3. mgr. 15. gr. laganna að finna ákvæði um sérstaka þagnarskyldu. Að mati ráðuneytisins leiddi það til þess að það væri ekki á valdi ráðuneytisins að veita aðgang að vinnuskjalinu og var beiðninni hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að túlkun ráðuneytisins á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 standist ekki og að birting gagna sé ekki fortakslaust óheimil samkvæmt ákvæðinu. Sigurður Þórðarson telji að greinargerð hans sé ekki vinnuskjal heldur fullgild greinargerð frá ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi verið send Alþingi, fjármálaráðherra, stjórn Lindarhvols, Seðlabankanum og umboðsmanni Alþingis í júlí 2018.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 15. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 31. maí 2023. Í henni er fjallað um ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og tekið fram að ráðuneytinu sé að jafnaði ekki heimilt að veita aukinn aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið, enda ráði ráðuneytið ekki sjálft þeim hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 31. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 5. júní 2023. Með erindi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 3. október 2023, var vísað til þess að 15. september 2023 hefði birst á vef Alþingis tilkynning frá forsætisnefnd þingsins þess efnis að máli sem laut að beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerðinni væri lokið af hálfu nefndarinnar. Tilkynningunni hefði fylgt hlekkur á greinargerðina sem deilt er um aðgang að í málinu. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort afstaða ráðuneytisins, að óheimilt væri að afhenda greinargerðina, væri óbreytt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst 4. október 2023. Í svarinu er vísað til þess að í tilkynningu forsætisnefndar á vef Alþingis hafi komið fram að ástæða þess að málinu lauk hjá nefndinni væri sú að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði þegar verið birt opinberlega. Af því verði hins vegar ekki ráðið að Ríkisendurskoðun hafi samþykkt að greinargerðin yrði birt. Þar sem ráðuneytið telji sér óheimilt að veita aðgang að skjalinu án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé ekki augljóst að birting forsætisnefndar á skjalinu hafi áhrif á hvort skjalið teljist undirorpið sérstakri þagnarskyldu. Sömuleiðis sé ekki hægt að slá því föstu að vegna birtingar skjalsins hafi niðurstaða um kæruefnið enga þýðingu.<br /> <br /> Með erindi til Ríkisendurskoðunar, dags. 13. febrúar 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort samþykkis stofnunarinnar hefði verið aflað fyrir birtingu greinargerðarinnar á vef Alþingis eða hvort stofnuninni hefði að öðru leyti verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Þá var óskað eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort stofnunin liti svo á að greinargerðin skyldi í ljósi birtingarinnar falla undir upplýsingarétt almennings. Í svari Ríkisendurskoðunar, dags. 19. febrúar 2024, kom fram að samþykkis stofnunarinnar hefði ekki verið aflað en að stofnuninni hefði með skömmum fyrirvara verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Með birtingunni væri augljóslega ekki tekið tillit til þeirrar afstöðu Ríkisendurskoðunar að fara bæri með greinargerðina sem vinnuskjal, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Sú afstaða stofnunarinnar væri óbreytt. Óháð samþykki stofnunarinnar hefði almenningur nú óheftan aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Með erindi til forsætisnefndar Alþingis, dags. 25. mars 2024, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um hvort það að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega hefði ráðið því að nefndin birti greinargerðina á vef Alþingis. Þá var óskað upplýsinga um hvort nefndin hefði, þrátt fyrir að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega, lagt mat á það hvort aðgangur að greinargerðinni gæti engu að síður sætt takmörkunum á grundvelli laga. Svar forsætisnefndar barst 18. apríl 2024. Í svarinu kom fram að um ákvörðun forsætisnefndar væri vísað til tilkynningar nefndarinnar frá 15. september 2023 á vef Alþingis. Ekki stæðu skilyrði til að verða við erindi nefndarinnar að öðru leyti.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf., sem hinn setti ríkisendurskoðandi afhenti Alþingi með bréfi, dags. 27. júlí 2018.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneyti telur að greinargerðin sé undirorpin þagnarskyldu samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé óheimilt að afhenda hana.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, eru drög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi, sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í fimm málum. Í þeim var lagt til grundvallar að framangreint ákvæði hefði að geyma sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Taldi úrskurðarnefndin að greinargerðin teldist vera drög í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og að réttur til aðgangs að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Eftir að kæra í því máli sem hér er til úrlausnar barst úrskurðarnefndinni birti forsætisnefnd Alþingis tilkynningu á vef þingsins um niðurfellingu mála um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Í tilkynningunni, dags. 15. september 2023, kemur fram að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá júlí 2018 um Lindarhvol ehf. Í ljósi þess að greinargerðin hafi þegar verið birt opinberlega séu brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Málinu sé því lokið af hálfu nefndarinnar.<br /> <br /> Tilkynningunni á vef Alþingis fylgdi jafnframt afrit af greinargerðinni, þ.e. greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.<br /> <br /> Samkvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. breytingu sem á henni var gerð með stjórnarskipunarlögum árið 1995, skal endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga kýs Alþingi ríkisendurskoðanda sem hefur það hlutverk, sbr. 3. gr. laganna, að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja á þann hátt sem í lögunum greinir. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í störfum sínum, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Með lögum nr. 24/2016, um breytingu á þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, var ráðherra heimilað að setja á fót einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem skyldi annast umsýslu tilgreindra eigna, fullnustu þeirra og sölu (stöðugleikaeignir svonefndar). Gera skyldi samning milli félagsins og ráðherra um verkefni þess og starfshætti og var Ríkisendurskoðun falið að hafa eftirlit með þeim samningi. Á þessum grundvelli hefur ríkisendurskoðandi unnið tilteknar skýrslur um Lindarhvol ehf. og framkvæmd umrædds samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum, þar á meðal umrædda greinargerð setts ríkisendurskoðanda.<br /> <br /> Almennt er ráð fyrir því gert að þær skýrslur sem ríkisendurskoðandi vinnur skuli sendar Alþingi, sbr. 16. gr. laga nr. 46/2016. Svo var einnig gert í þessu tilviki, sem fyrr segir. Alþingi heyrir ekki undir eftirlit framkvæmdarvaldsins, eðli máls samkvæmt, og þar með ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. einnig lokamálslið 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 72/2019. Þar sem forsætisnefnd Alþingis hefur birt hina umbeðnu greinargerð opinberlega verður ekki séð að lengur séu fyrir hendi mögulegir almanna- eða einkahagsmunir sem réttlæti að aðgangur að greinargerðinni sé takmarkaður af hálfu stjórnvalda, hvorki á grundvelli laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga né upplýsingalaga. Greinargerðin er aðgengileg öllum almenningi á vef Alþingis með lítilli fyrirhöfn. Þá fluttu helstu fjölmiðlar, þar á meðal kærandi, fréttir af birtingunni í september 2023 og vísuðu á vef Alþingis þar sem nálgast mætti greinargerðina.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kunna að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi séu niður fallnir og að um aðgang kæranda að greinargerðinni fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar eiga ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ekki við um greinargerðina. Því er ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að veita […], blaðamanni hjá Eyjunni, aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1200/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði í tilefni af erindi til embættisins þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu. Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að gögnin teldust bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að umbeðnar umsagnir lytu að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun og að ríkislögmanni hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Ákvörðun ríkislögmanns var því staðfest. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1200/2024 í máli ÚNU 23010004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. janúar 2023, kærði […] synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að 31. október 2022 sendi kærandi bréf til ríkislögmanns og krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna miska sem hann og dóttir hans hefðu orðið fyrir vegna meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á kröfu hans um umgengni við dóttur sína samkvæmt samkomulagi. Ríkislögmaður sendi bréf til dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2022. Í bréfunum gerði ríkislögmaður grein fyrir framkominni kröfu kæranda og óskaði eftir umsögnum viðkomandi stjórnvalda um kröfuna og málatilbúnað kæranda og að aflað yrði þeirra gagna sem kynnu að varða málið og ekki fylgdu bréfi kæranda. Umsagnir bárust frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 2. desember 2022 og dómsmálaráðuneyti 13. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda með bréfi 21. desember 2022 þar sem kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu var hafnað.<br /> <br /> Með tveimur tölvupóstum 27. desember 2022 til ríkislögmanns krafðist kærandi „gagna vegna umrædds máls“ og „umsagna DMR og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ með vísan til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 5. janúar 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum tveimur með vísan til þess að réttur til aðgangs að gögnum tæki ekki til „bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Hvað varðaði beiðni kæranda að öðru leyti tók ríkislögmaður fram að þau gögn sem lægju fyrir væru gögn úr tilteknu stjórnsýslumáli sem leitt hefði verið til lykta með úrskurði dómsmálaráðuneytisins 8. desember 2022. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væri „mælt fyrir um að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun“ skyldi beina beiðni um aðgang að gögnum til þess sem tekið hefur eða muni taka ákvörðun í málinu. Í samræmi við þetta og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, yrði beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að þessu leyti, framsend dómsmálaráðuneytinu til afgreiðslu.<br /> <br /> Í framhaldinu af þessari synjun vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem fyrr greinir. Í kæru málsins kemur m.a. fram sú afstaða kæranda að undantekningin um bréfaskipti við sérfróða aðila samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem sérfróðir aðilar hafi ekki fjallað efnislega um málið. Brýnir almannahagsmunir með tilliti til upplýsingaréttar almennings og trausts á stjórnsýslunni varði þetta mál, annars vegar hvort sérfróðir aðilar hafi yfirleitt fjallað um málið og hins vegar sé með öllu óljóst hvað ríkislögmaður eigi við með réttarágreiningi og sé það ekki rökstutt í svari embættisins. Loks krefst kærandi lista frá ríkislögmanni yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni þann 12. janúar 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023. Í umsögninni kemur fram að embættið telji að beiðni kæranda hafi verið afgreidd lögum samkvæmt. Í samhengi við afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að umsögnum hafi þó láðst að greina frá afstöðu ríkislögmanns til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og leiðbeina honum um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laganna, og verði framvegis gætt að því.<br /> <br /> Í því skyni að bæta úr framangreindu er þess getið í umsögninni að það sé afstaða embættisins að ekki sé ástæða til að neyta heimildar 11. gr. upplýsingalaga til að veita aðgang að þeim gögnum sem falli undir ákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Loks er til þess vísað að í kærunni sé krafist gagnalista frá ríkislögmanni. Þótt þessi beiðni hafi ekki áður borist embættinu og því ekki hlotið afgreiðslu þess sé vakin athygli á að fyrirliggjandi gögn í málinu séu eftirtalin:<br /> </p> <ol> <li>Erindi kæranda til ríkislögmanns 31. október 2022 og 23 fylgiskjöl sem talin eru upp í niðurlagi erindisins.</li> <li>Umsagnarbeiðnir embættis ríkislögmanns 8. nóvember 2022 til ráðuneytis og sýslumanns.</li> <li>Tölvupóstsamskipti vegna frestbeiðna ráðuneytis og sýslumanns</li> <li>Umsögn sýslumanns til embættis ríkislögmanns 2. desember 2022</li> <li>Úrskurður sýslumanns 11. maí 2022</li> <li>Umsögn ráðuneytisins til embættis ríkislögmanns 13. desember 2022</li> <li>Úrskurður ráðuneytisins 8. desember 2022</li> <li>Bréf embættis ríkislögmanns til kæranda 21. desember 2022</li> <li>Tölvubréf 21. desember 2022 til 5. janúar 2023.</li> </ol> <p> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 24. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess og sjónarmiðum kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi krafist aðgangs að gögnum máls hjá ríkislögmanni sem varðar afgreiðslu og meðferð ríkislögmanns á kröfu kæranda sjálfs um viðurkenningu bótaskyldu.<br /> <br /> Gögn þess máls sem beiðni kæranda lýtur að eru í fyrsta lagi krafa kæranda um viðurkenningu bótaskyldu, dags. 31. október 2022, og 23 fylgigögn með kröfunni. Kærandi hefur þegar aðgang að þessum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem leiða af lögum. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Þegar litið er til beiðni kæranda um aðgang að gögnum og þegar kæra málsins til úrskurðarnefndarinnar er virt heildstætt verður kæruefni málsins þó afmarkað þannig að í því felist ekki krafa um afhendingu þessara tilteknu gagna frá ríkislögmanni. Fellur því álitaefni um rétt kæranda til aðgangs að þeim utan við viðfangsefni þessa úrskurðar.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrirliggjandi gögn eru í öðru lagi tvö bréf ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, bæði dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda, og svör stjórnvalda við þeim erindum, þ.e. umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, og umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022. Þessi fjögur gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns hvað þessi gögn varðar byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra tveggja umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá kæranda 31. október 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að viðurkenndur yrði réttur hans til miskabóta og var þess getið í bréfinu að mál yrði höfðað fyrir dómstólum ef ekki yrði tekin afstaða til kröfunnar innan tiltekins frests. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að framangreind gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í þriðja lagi eru fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni sýslumannsins 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til 2. desember til að skila umbeðinni umsögn og tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Þá eru í fjórða lagi fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og dómsmálaráðuneytis vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til að skila umbeðinni umsögn til 13. desember, tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist og enn tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 30. nóvember 2022 þar sem staðfest er að umsögn verði send í síðast lagi 13. desember. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni þessara tölvupóstssamskipta. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt í þeim fram sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Í því ljósi, og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru undir lið 2 hér að framan, teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þau falla heldur ekki undir aðrar undanþágur upplýsingaréttar sem ríkislögmaður hefur vísað til í málinu. Verður því lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kæranda þessi gögn.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Meðal gagna málsins eru í fimmta lagi fylgigögn sem bárust ríkislögmanni með áðurnefndum umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis. Með umsögn sýslumannsins, dags. 2. desember 2022, fylgdi afrit af úrskurði sýslumannsins í máli kæranda frá 11. maí 2022. Með umsögn dómsmálaráðuneytis fylgdu afrit af umræddri umsögn sýslumannsins 2. desember 2022 og jafnframt afrit af úrskurði dómsmálaráðuneytis í máli kæranda, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Hér að framan hefur þegar verið tekin afstaða um rétt kæranda til aðgangs að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022. Telst kærandi ekki eiga rétt á aðgangi að henni, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í afgreiðslu sinni á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísaði ríkislögmaður til þess með almennum hætti að önnur gögn en þær umsagnir sem honum höfðu borist frá dómsmálaráðuneyti og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í málinu teldust gögn úr stjórnsýslumáli sem verið hefði til meðferðar í dómsmálaráðuneyti, og hefði beiðni kæranda að því leyti verið framsend til þess ráðuneytis, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin skilur afstöðu ríkislögmanns svo að þessi afgreiðsla taki til hinna tveggja tilgreindu úrskurða sem voru fylgigögn umsagnanna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hafi gögnin í vörslu sinni.<br /> <br /> Hin tilvitnuðu fylgigögn eru annars vegar úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, í stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að og hins vegar úrskurður dómsmálaráðuneytis í tilefni af sama máli, dags. 8. desember 2022. Í því ljósi verður úrskurðarnefndin að fallast á að þessi gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem rekið var í dómsmálaráðuneyti og það ráðuneyti tók stjórnvaldsákvörðun í. Beiðni kæranda að þessu leyti féll ekki undir upplýsingalög og var réttilega framsend dómsmálaráðuneyti til afgreiðslu. Verður afgreiðsla ríkislögmanns á beiðni kæranda að þessu leyti staðfest.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Í sjötta lagi bárust úrskurðarnefndinni frá ríkislögmanni afrit af tölvupóstssamskiptum embættisins við kæranda frá 27. desember 2022 til 5. janúar 2023. Þessir tölvupóstar varða allir samskipti ríkislögmanns og kæranda vegna kröfu þess síðarnefnda um aðgang að gögnum. Þessi gögn geyma annars vegar beiðni kæranda um þann aðgang sem deilt er um í þessu máli, sbr. tölvupóst hans til ríkislögmanns 27. desember og hins vegar upplýsingar um afgreiðslu ríkislögmanns á gagnabeiðninni. Þessir tölvupóstar urðu með öðrum orðum til í tengslum við framlagningu þeirrar gagnabeiðni sem hér er til afgreiðslu annars vegar og eftir að hún var lögð fram hins vegar.<br /> <br /> Þessi gögn voru ekki fyrirliggjandi hjá ríkislögmanni þegar kærandi lagði þar fram beiðni sína um aðgang að gögnum sem tengdust afgreiðslu á kröfu hans um viðurkenningu bótaskyldu. Bendir úrskurðarnefndin af því tilefni á að réttur samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem kærandi byggir rétt sinn á, tryggir rétt til aðgangs að þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi þegar beiðni um aðgang að gögnum er lögð fram. Umræddir tölvupóstar falla því eðli málsins samkvæmt ekki undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 27. desember 2022, og teljast því ekki heldur til þeirra gagna sem kæra málsins lýtur að.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Í kæru málsins var þess að lokum krafist að ríkislögmaður legði fram lista yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna. Í umsögn ríkislögmanns, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti fyrir kæranda, er að finna lista yfir öll gögn sem eru skráð undir tiltekið málsnúmer í málaskrá ríkislögmanns. Gögnin eru jafnframt listuð upp í þessum úrskurði. Hins vegar kom þessi krafa ekki fram fyrr en í kæru málsins, og liggur því ekki fyrir formleg synjun á þessari beiðni sem nefndinni er fært að taka afstöðu til í úrskurði, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umrædds lista.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kærandi, […], á ekki rétt á aðgangi að bréfum ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda. Kærandi á hvorki rétt á aðgangi að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, né umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns að framsenda til dómsmálaráðuneytis beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, og dómsmálaráðuneytis, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Ríkislögmanni ber að afhenda kæranda, […], tölvupóst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 29. nóvember 2022, og tölvupóst með svari ríkislögmanns við honum sama dag. Ríkislögmanni ber einnig að afhenda tölvupóst frá dómsmálaráðuneyti til ríkislögmanns 29. nóvember 2022, tölvupóst með svari ríkislögmanns sama dag og tölvupóst með svari dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns 30. nóvember 2022.<br /> <br /> Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1199/2024. Úrskurður frá 7. júní 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðunin var byggð á því að skjölin uppfylltu ekki skilyrði þess að teljast gögn í skilningi upplýsingalaga, auk þess sem þau vörðuðu ekki tiltekið mál. Úrskurðarnefndin taldi að með því að færa skjáskot úr málaskrá sinni yfir á PDF-form hefði sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teldust fyrirliggjandi. Þá næði upplýsingaréttur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau væru ekki hluti af ákveðnu máli. Nefndin taldi þannig að sveitarfélagið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli og vísaði beiðninni til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 7. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1199/2024 í máli ÚNU 23110016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. nóvember 2023, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gögnunum 31. október 2023. Í svari Garðabæjar, dags. 8. nóvember 2023, kom fram að gögnin væru skjáskot úr málaskrá Garðabæjar sem færð hefðu verið á PDF-form svo hægt væri að afhenda þau úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, við meðferð máls sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Í þeim úrskurði nefndarinnar kæmi fram að réttur til aðgangs að gögnum næði almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Að mati Garðabæjar uppfylltu umbeðin gögn ekki skilgreiningu upplýsingalaga á hugtakinu gagn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, og vörðuðu auk þess ekki tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Beiðni kæranda var því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum geti upplýsingaréttur náð til gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrðið sé aðeins að viðkomandi takist að tilgreina gagnið með nægilega skýrum hætti og að undanþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist að hans mati vera fyrirliggjandi í skilningi laganna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 27. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 8. desember 2023. Í henni kemur fram að fallist úrskurðarnefndin á að kærandi eigi rétt til aðgangs að skjáskotunum sé kæranda veittur aðgangur „bakdyramegin“ að gagnagrunni Garðabæjar, sem fái ekki staðist samkvæmt úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023 þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Þá hafi Garðabær nokkrum sinnum afhent kæranda yfirlit og lista yfir málsgögn úr málaskrá bæjarins og verði því ekki annað séð en að skylda samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga hafi verið uppfyllt.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 18. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. Sá sem óskar aðgangs að lista yfir málsgögn þarf þó að geta tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða mál það eru sem hann vill kynna sér svo hægt sé að afmarka beiðni hans án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Samkvæmt þessu er ljóst að það að veita aðgang að lista yfir málsgögn í formi skjáskots úr málaskrá felur ekki í sér að með því sé veittur aðgangur að gagnagrunni eða skrá umfram þann rétt sem til staðar er á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur í máli þessu að þau PDF-skjöl sem kærandi hefur óskað aðgangs að voru búin til af Garðabæ í tengslum við meðferð máls ÚNU 22070009 hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Það er mat nefndarinnar að með því að Garðabær hafi fært skjáskot úr málaskrá sinni yfir á fimm PDF-skjöl hafi sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teljast fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Þá er það jafnframt mat nefndarinnar að með beiðni sinni um PDF-skjölin hafi kærandi tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða gögn hann óskaði eftir að fá afhent. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins hvort PDF-skjölin séu hluti af tilteknu máli í málaskrá Garðabæjar, en úrskurðarnefndin telur það gilda einu þar sem réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau hafi ekki verið færð undir ákveðið mál hjá þeim aðila sem gagnabeiðni er beint til.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að PDF-skjölunum hafi ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Nefndin telur að rétt afgreiðsla hefði verið að yfirfara skjölin efnislega með hliðsjón af takmörkunarákvæðum upplýsingalaga, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2.–3. mgr. 14. gr. sömu laga, og taka að því búnu ákvörðun um afhendingu skjalanna til kæranda að hluta eða í heild. Er það mat nefndarinnar að rétt sé að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á þeim grundvelli. Úrskurðarnefndin telur ljóst að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 31. október 2023, er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1198/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Útlendingastofnun um möguleg tengsl þeirra sem kæmu til Íslands á grundvelli fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin og gögnum sem sýndu að þeir sem kæmu til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylltu skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Stofnunin hafnaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru afhent gögn úr einstökum málum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stofnunin hefði ekki afgreitt beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög og vísaði beiðninni til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1198/2024 í máli ÚNU 24050009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. maí 2024, kærði […] ákvörðun Útlendingastofnunar að synja honum um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði 19. apríl 2024 eftir aðgangi að:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum sem sýna hugsanleg tengsl þeirra, sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar, við Hamas-samtökin.</li> <li>Öllum gögnum sem sýna að lagt hafi verið mat á að þeir sem koma til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið.</li> </ol> <p> <br /> Útlendingastofnun svaraði kæranda 30. apríl 2024. Í svarinu var umfjöllun um reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og skilyrði þess að dvalarleyfi væri veitt. Þá kom fram að ekki væru veittar upplýsingar um einstök mál eða gögn afhent vegna þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Útlendingastofnun með erindi, dags. 13. maí 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Meðfylgjandi erindi Útlendingastofnunar, dags. 28. maí 2024, var umsögn stofnunarinnar um kæru málsins. Í svörum Útlendingastofnunar kemur fram að gögn sem kæran lúti að verði ekki afhent þar sem umfang beiðni kæranda sé óljóst, þ.e. ekki liggi fyrir til hvaða tímabils beiðnin nái, auk þess sem sendingin verði líklega umfangsmikil. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að ekki séu veittar upplýsingar um einstök mál, þar sem í gögnum þeirra séu persónuupplýsingar um hvern og einn einstakling, bæði almennar og viðkvæmar. Ekki sé unnt að kalla fram upplýsingarnar í formi ópersónugreinanlegrar tölfræði. Því þurfi að fara í gegnum hvert mál, taka út þær upplýsingar sem óskað er eftir og útbúa ný skjöl til að afhenda þær.<br /> <br /> Umsögn Útlendingastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim kemur fram að kærandi telji fjarri lagi að fjöldi þeirra einstaklinga sem gagnabeiðni hans kunni að ná til sé svo mikill að það kosti mikla vinnu að gera umsóknir þeirra ópersónugreinanlegar, hvað þá að útbúa þurfi ný skjöl.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum Útlendingastofnunar. Stofnunin varð ekki við beiðninni en telur þó að hún hafi verið afgreidd með fullnægjandi hætti þar sem kæranda hafi verið veitt efnisleg svör við þeim atriðum sem gagnabeiðni hans náði til.<br /> <br /> Upplýsingaréttur kæranda byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Útlendingastofnun heyrir undir gildissvið laganna samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um gögn skal hann athuga hvort í vörslum hans liggi fyrir gögn sem heyra undir beiðnina. Ef talið er ómögulegt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál á samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að leiðbeina beiðanda og gefa honum færi á að afmarka beiðnina með skýrari hætti. Þegar aðila hefur tekist að afmarka beiðnina við gögn í sínum vörslum skal hann að því búnu leggja mat á það hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum í 6. til 10. gr. upplýsingalaga. Eigi takmarkanir aðeins við um hluta gagns skal aðilinn veita beiðanda aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Útlendingastofnunar á beiðni kæranda hafi ekki uppfyllt framangreindar kröfur sem leiða má af upplýsingalögum. Af gögnum málsins verður ekki séð að Útlendingastofnun hafi gert tilraun til að afmarka beiðni kæranda við tiltekin gögn eða mál í vörslum stofnunarinnar. Teldist beiðni kæranda vera of óljós var stofnuninni rétt að setja sig í samband við kæranda til að átta sig betur á umfangi beiðninnar.<br /> <br /> Þá tekur úrskurðarnefndin fram að um þagnarskyldu starfsmanna Útlendingastofnunar fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en þau ákvæði takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þá er í lögum ekki að finna ákvæði sem heimila Útlendingastofnun að takmarka aðgang að gögnum mála stofnunarinnar í heild sinni, heldur þarf að meta það hverju sinni hvort þau gögn sem óskað er eftir séu háð aðgangstakmörkunum í heild eða að hluta samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks skal tekið fram að þótt Útlendingastofnun sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að útbúa ný skjöl til afhendingar, líkt og fram kemur í umsögn stofnunarinnar, gera upplýsingalög ráð fyrir því sem fyrr segir að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. apríl 2024, er vísað til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1197/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærður var óhóflegur dráttur á afgreiðslu beiðni kæranda til Umhverfisstofnunar. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1197/2024 í máli ÚNU 24050005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. maí 2024, kærði […] óhóflegan drátt á afgreiðslu beiðni sinnar til Umhverfisstofnunar. Í erindi til stofnunarinnar sem fylgdi kærunni og er dagsett 3. apríl 2024 óskar kærandi skilgreiningar annars vegar á orðanotkuninni endurvinnsla og önnur endurvinnsla og hins vegar á förgun og urðun.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Umhverfisstofnunar. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur fyrirspurn um skilgreiningar á nánar tilgreindum hugtökum. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 3. maí 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1196/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1196/2024 í máli ÚNU 24050001.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 26. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Samkvæmt erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar eru atvik málsins þau að 14. mars 2024 sendi hann Vinnueftirlitinu fyrirspurn. Í fyrirspurninni kemur fram að kærandi hafi áður fengið afhenta tvo gátlista fyrir skoðun lyftara frá stofnuninni. Væri annar þessara gátlista dagsettur 16.06.2020 en merktur eldra efni. Hinn væri dagsettur 29.10.2010. Óskaði hann þess að fá að vita hvorn þessara lista stofnunin væri nú með í notkun. Þá spurði kærandi hvort sú áhersla stofnunarinnar á að svara öllum erindum innan viku hefði breyst frá því sem áður var. Kæra málsins lýtur að því að Vinnueftirlitið hafi ekki svarað þessu erindi kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 26. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1195/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku tveggja mála sem lokið hafði með úrskurðum árin 2020 og 2022 og vörðuðu ákvarðanir Vinnueftirlitsins að synja beiðnum kæranda um upplýsingar um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Beiðandi kvað að hagsmunir hans af að fá þessar upplýsingar vægju þyngra en mögulegir hagsmunir annarra af því að upplýsingarnar færu leynt. Úrskurðarnefndin hafnaði beiðni um endurupptöku þar sem skilyrði samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, væru ekki uppfyllt og að ekki væru annmarkar á úrskurðum nefndarinnar sem gætu leitt til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1195/2024 í máli ÚNU 24040012.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. apríl 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju tvö mál sem lauk með úrskurðum nefndarinnar nr. 910/2020 og 1108/2022. Í þeim hefði nefndin komist að því að beiðandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun um einelti af hálfu hans. Í erindi beiðanda vísar hann til úrskurðar nefndarinnar nr. 1164/2023 þar sem manni hafi verið veittur aðgangur að gögnum um símtal við lögreglu sem leiddi til afskipta lögreglunnar af honum. Beiðandi telji sambærileg sjónarmið og réðu úrslitum um aðgang kæranda að gögnunum í því máli eiga við í sínum málum. Því fari hann fram á að framangreind mál verði tekin upp að nýju hjá nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málum úrskurðarnefndar um upplýsingamál ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, var niðurstaðan að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Lagt var til grundvallar að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 910/2020 leysti úrskurðarnefndin að vísu úr málinu á grundvelli upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið hafði fyrir mistök verið fellt brott úr lögum nr. 46/1980 þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Hins vegar var horft til þess við hagsmunamat á grundvelli upplýsingalaga að þeir sem kynnu að hafa kvartað til Vinnueftirlitsins áður en þagnarskylduákvæðið var fellt brott hefðu mátt hafa réttmætar væntingar til þess að hin sérstaka þagnarskylda gilti um erindi þeirra.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p>Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málum beiðanda sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í úrskurði nr. 1164/2023 sem beiðandi nefnir til stuðnings beiðni um endurupptöku var lagt mat á rétt kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra vegnir og metnir andspænis hagsmunum þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af að þeim yrði haldið leyndum. Í málum beiðanda var það hin sérstaka þagnarskylda í lögum nr. 46/1980 sem girti fyrir aðgang að umbeðnum upplýsingum og lagasjónarmið sem tengdust beitingu hennar gagnvart upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […] um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1194/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneyti við erindi kæranda. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1194/2024 í máli ÚNU 24040011.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 15. apríl 2024 sendi […] erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann óskaði aðstoðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneytinu við erindi sem hann hafði sent 19. október 2023 og ítrekað tvisvar sinnum.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi […] fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að í maí 2022 benti kærandi ráðuneytinu á að á fjölskyldusviði hjá sýslumanni, þar sem sáttameðferðum væri sinnt, ynnu starfsmenn sem jafnframt sinntu slíkri þjónustu í einkafyrirtækjum í eigin eigu samhliða starfi hjá sýslumanni. Ráðuneytið svaraði kæranda í desember 2022 og kvaðst mundu taka erindið til skoðunar á grundvelli yfirstjórnar- og eftirlitsheimilda. Kærandi sendi þá nýtt erindi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. október 2023, þar sem hann upplýsti ráðuneytið um að í september 2021 hefði Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verið send kvörtun vegna sjálfstæðs atvinnureksturs sáttamanna sem einnig væru launþegar hjá sýslumanni. Kærandi spurði hvort það þætti eðlilegt í ráðuneytinu að sýslumaður upplýsti ráðuneytið ekki um kvörtunina. Þá spurði kærandi hvort ráðuneytið hefði, eftir að það tjáði kæranda í desember 2022 að málið yrði tekið til nánari skoðunar, verið upplýst um kvörtunina. Erindið frá 19. október ítrekaði kærandi 13. og 22. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu lýtur að því að dómsmálaráðuneyti hafi ekki svarað erindi kæranda frá 19. október 2023, sem varðar kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 2021 vegna sjálfstæðs atvinnureksturs starfsmanna sem sinna sáttameðferð hjá stofnuninni.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð ráðuneytisins við erindi kæranda sem varðar tiltekna kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 15. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1193/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1193/2024 í máli ÚNU 24040010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 8. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru. <br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 21. febrúar 2024, vakti hann athygli á því að það væri misræmi í því hvernig forvarnir væru skilgreindar af Vinnueftirlitinu, annars vegar í kennsluefni á námskeiðinu „Nám til viðurkenningar í vinnuvernd“ og hins vegar í bæklingi Vinnueftirlitsins frá 2018. Þá sýndist kæranda að skilgreiningarnar tvær útilokuðu hvor aðra. Loks óskaði kærandi upplýsinga um það hvaða eldri bæklingar Vinnueftirlitsins væru þess eðlis að hafa þyrfti á fyrirvara um útgáfuár við lestur þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur ábending og fyrirspurn um kennsluefni og bæklinga frá stofnuninni. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 8. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1192/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1192/2024 í máli ÚNU 24040007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Þann 10. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. febrúar 2024, lýsti félagið áhuga á að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Þá spurði kærandi hvort hermarnir hefðu verið mikið notaðir undanfarið. Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 11. apríl 2024. Umsögn stofnunarinnar barst úrskurðarnefndinni 18. apríl 2024. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að erindi kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga, þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar til nánar tilgreindra atriða. Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 24. apríl 2024. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð stofnunarinnar við ósk kæranda um að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 10. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1191/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla Reykjanesbæjar á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekna lóð í Keflavík og byggingar sem byggðar höfðu verið á lóðinni. Reykjanesbær kvað að öll gögn sem lægju fyrir hjá sveitarfélaginu og heyrt gætu undir gagnabeiðnina hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Voru þannig ekki fyrir hendi þær aðstæður sem kæruheimildir samkvæmt upplýsingalögum ná til, og var ákvörðun Reykjanesbæjar því staðfest. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1191/2024 í máli ÚNU 24010016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […] lögmanni, f.h. Hólmbergsbrautar 17a, húsfélags. Með erindi, dags. 8. nóvember 2023, var óskað eftir öllum teikningum af tveimur byggingum sem byggðar höfðu verið á lóðinni Selvík 3 í Keflavík. Þá var óskað eftir öllum úttektarskýrslum og öðrum gögnum sem vörðuðu lóðina og byggingarnar. Loks var óskað upplýsinga um hverjir hefðu verið skráðir byggingarstjórar vegna framkvæmda við byggingarnar. Í erindinu var vísað til þess að lóðinni Selvík 3 hafi verið skipt upp í tvær lóðir 2022, annars vegar í Selvík 3 og hins vegar Hólmbergsbraut 17.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjanesbær hafi 20. nóvember 2023 afhent gögn sem vörðuðu framkvæmdir á framangreindum lóðum frá 2017–2018 en sú afhending sé ófullnægjandi þar sem kærandi hafi meðal annars óskað eftir gögnum um tvö mannvirki sem voru byggð á lóðinni 2007–2008.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjanesbæ með erindi, dags. 19. janúar 2024. Í umsögn Reykjanesbæjar um kæruna, dags. 5. febrúar 2024, kom fram að með afhendingunni 20. nóvember 2023 hefðu kæranda verið afhent öll gögn sem sveitarfélagið teldi að heyrðu undir beiðnina. Engin gögn væri að finna sem kærandi hefði ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar erindi Reykjanesbæjar undir kæranda með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum um erindið. Í erindi kæranda, dags. 12. febrúar 2024, kemur fram að það geti ekki staðist að öll gögn hafi verið afhent. Grunnur að byggingu á lóðinni hafi verið byggður milli 2008 og 2010. Þá hafi lokaúttekt verið framkvæmd 1. nóvember 2010 og undirrituð af byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Það fái ekki staðist að heilt mannvirki hafi risið og hlotið lokaúttekt af hálfu sveitarfélagsins án þess að til séu gögn um það.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. febrúar 2024, gaf úrskurðarnefndin Reykjanesbæ kost á að bregðast við athugasemdum kæranda. Í svari Reykjanesbæjar, dags. 6. mars 2024, eru sjónarmið sveitarfélagsins ítrekuð um að öll gögn sem heyri undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir.<br /> <br /> Í nánari skýringum sveitarfélagsins sem bárust 17. apríl 2024 kom fram að kærandi hefði í þrígang óskað eftir gögnum um málið. Sveitarfélagið hefði í öll skiptin afhent honum þau gögn sem til væru í skjalakerfi Reykjanesbæjar.<br /> <br /> Í erindi úrskurðarnefndarinnar til Reykjanesbæjar 17. maí 2024 benti nefndin á að athugasemdum kæranda til nefndarinnar kæmi fram að kærandi teldi sig aðeins hafa fengið afhent gögn frá sveitarfélaginu vegna framkvæmda frá 2017 og 2018. Hins vegar væri í þeim gögnum sem sveitarfélagið hefði afhent úrskurðarnefndinni að finna töluvert af eldri gögnum. Í skýringum sveitarfélagsins sem bárust nefndinni 17. maí 2024 fylgdi skjáskot úr skjalakerfinu sem sýndi þau gögn sem afhent hefðu verið, ásamt því að sveitarfélagið fullyrti að gögnin sem nefndinni hefðu borist frá sveitarfélaginu hefðu öll þegar verið afhent kæranda. Úrskurðarnefndinni barst staðfesting frá kæranda 5. júní 2024 þess efnis að honum hefðu verið afhent öll þau gögn sem sveitarfélagið afhenti nefndinni við meðferð málsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar afhendingu gagna um lóðina Selvík 3 í Keflavík og byggingar sem byggðar voru á lóðinni. Kærandi telur að Reykjanesbær hafi ekki afhent öll þau gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Reykjanesbær fullyrðir að öll gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að valdsvið úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við það annars vegar að skera úr um ágreining þegar synjað er beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum eða beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna, og hins vegar að skera úr um rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum þegar beiðni um aðgang hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. laganna. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eru ekki fyrir hendi þær aðstæður sem framangreindar kæruheimildir ná til. Verður því að staðfesta ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023.<br /> <br /> Að lokum skal tekið fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1190/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísaði einkum til þess að upplýsingarnar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru undirorpnar þagnarskyldu og að í settum réttarreglum væri ekki að finna frávik frá þagnarskyldunni sem heimilaði að upplýsingarnar væru afhentar, þótt ákveðið hefði verið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skyldu birtar opinberlega. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1190/2024 í máli ÚNU 23010009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. janúar 2023, kærði A, aðstoðarfréttastjóri hjá mbl.is, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Skattsins, dags. 23. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, og hver væri upphæð til hvers fyrirtækis. Kærandi bað um að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eftir árum frá árinu 2010.<br /> <br /> Í svari Skattsins, dags. 14. desember 2022, kvaðst stofnunin ekki hafa heimild til að birta upplýsingar um stuðning við einstök fyrirtæki umfram það sem þegar væri birt á vef Skattsins og í miðlægri vefgátt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Árið 2020 hefði fjármála- og efnahagsráðuneyti sent Morgunblaðinu skjal sem náði yfir tímabilið 2010 til 2019, þar sem fram kom fjöldi fyrirtækja miðað við ákveðið fjárhæðabil. Meðfylgjandi svari Skattsins nú væri skjal þar sem fram kæmu sömu upplýsingar og þá, að viðbættum árunum 2020 og 2021.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Skatturinn birti þær upplýsingar sem óskað sé eftir, en aðeins um staka styrki umfram 500 þús. evrur á ári. Stofnuninni sé það skylt samkvæmt reglugerð um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 758/2011. Kærandi telji hins vegar að það komi ekki í veg fyrir að Skattinum sé óheimilt að veita upplýsingar um styrki undir 500 þús. evrum.<br /> <br /> Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafi aukist til muna frá árinu 2010. Skilgreining á því hvað geti flokkast sem rannsóknar- og þróunarkostnaður sé að hluta til byggð á huglægu mati. Kærandi hafi fengið óstaðfestar ábendingar um að fyrirtæki hafi nýtt sér þetta úrræði til að draga úr kostnaði við almennan rekstur og hafi þannig náð samkeppnisforskoti á aðra sem hafi talið að slíkur kostnaður flokkaðist ekki sem rannsóknar- og þróunarkostnaður. Ábendingarnar virðist ríma við það sem fram kemur í umsögn Skattsins við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 152/2009 (þingskjal 910 í 544. máli á 151. löggjafarþingi 2020–2021) um að flókið geti verið að skilja á milli venjubundins rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna, og að brögð hafi verið að því að við skattskil væri m.a. almennur rekstrarkostnaður færður undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna.<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar um fyrirtæki sem fái styrk undir 500 þús. evrum á ári eigi erindi við almenning og bendir til samanburðar á að birtar séu upplýsingar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, stuðning við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum, rekstrarstuðning við fjölmiðla og skattgreiðslur einstaklinga á ákveðnum tíma ársins.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 18. janúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 1. febrúar 2023. Í henni kemur fram að í 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sé þagnarskylduákvæði sem nái til upplýsinga um tekjur og efnahag skattaðila. Frá þagnarskyldunni sé vikið í 98. gr. sömu laga, þar sem segir að ríkisskattstjóri skuli leggja fram álagningarskrá yfir álagða skatta og gjöld skattaðila, og leggja fram skattskrá að kæruafgreiðslu lokinni. Skrárnar skuli lagðar fram til sýnis fyrir almenning annars vegar í 15 daga og hins vegar í tvær vikur. Í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma séu upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar. Ríkisskattstjóra sé hvorki skylt að veita aðgang að framangreindum upplýsingum utan þeirra tímamarka sem séu lögboðin, né sé skattaðilum gert að sæta birtingu upplýsinganna utan framlagningardaga.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011 feli í sér að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 117. gr. laga um tekjuskatt sé fyrirtækjum sem notið hafa styrks í formi skattfrádráttar sem nemur að minnsta kosti 500 þús. evrum skylt að þola birtingu styrkfjárhæðar, en öðrum ekki. Tekið sé fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi á öðru formi en að framan greinir.<br /> <br /> Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 10. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísar einkum til þess að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, en kveður einnig að ekki liggi fyrir gagn sem innihaldi upplýsingarnar sem óskað er eftir, heldur sé þær að finna í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma.<br /> <br /> Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu, sbr. úrskurði nr. 984/2021 og 935/2020, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Nefndin telur að þagnarskyldan sé sérgreind þannig að hún taki til upplýsinga „um tekjur og efnahag skattaðila.“ Réttaráhrif þessa eru þau að ef óskað er eftir upplýsingum sem varða tekjur og efnahag skattaðila hjá þeim sem tilgreindir eru í 117. gr. laga nr. 90/2003 má synja beiðninni án þess að mat fari fram um það hvort hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum vegi þyngra en hagsmunir af því að þær fari leynt. <br /> <br /> Frá ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 eru mikilvæg frávik, sbr. ekki síst 98. gr. laga nr. 90/2003, þar sem segir að álagningarskrá og skattskrá þar sem fram kemur álagður tekjuskattur, bæði einstaklinga og lögaðila, skuli lagðar fram og hafðar aðgengilegar með tilteknum og afmörkuðum hætti eftir því sem greinir í lagaákvæðinu.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kæra máls þessa lýtur að varða framkvæmd laga nr. 152/2009. Samkvæmt þeim lögum getur fyrirtæki árlega í skattframtali gert grein fyrir tilgreindum kostnaði sem tengist rannsóknar- og þróunarverkefnum sem áður hafa verið staðfest af Rannís. Ef skilyrði eru fyrir hendi, og einnig innan tiltekinna viðmiða, getur kostnaður við þessi verkefni leitt til sérstaks frádráttar frá álögðum tekjuskatti fyrirtækisins, sbr. 10. gr. laganna. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur eða sé lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps kann frádrátturinn jafnframt að verða greiddur út, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Álagning skatta, þ.m.t. um frádrátt frá tekjuskatti samkvæmt þessum lagaákvæðum, er á hendi ríkisskattstjóra. Upplýsingar um þá frádrætti frá tekjuskatti og um mögulega útgreiðslu sem ákveðnir eru á grundvelli laga nr. 152/2009 teljast því upplýsingar um „tekjur og efnahag skattaðila“ sem falla undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003. Um þær gildir því sérstök þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu, enda geri aðrar réttarreglur ekki undantekningu þar á að einhverju leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, skal meginmál EES-samningsins, auk tilgreindra gerða, hafa lagagildi hér á landi. Þáttur í meginmáli samningsins eru reglur hans um takmörk og skilyrði ríkisaðstoðar, sbr. 2. kafla samningsins. Í 63. gr., sem tilheyrir 2. kafla samningsins, er sérstaklega vísað til XV. viðauka samningsins þar sem fram koma sérstök ákvæði um ríkisaðstoð. Með ákvörðun nr. 152/2014, 27. júní 2014 um breytingu á umræddum XV. viðauka, felldi sameiginlega EES-nefndin inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014 um ríkisaðstoð. Af 9. gr. þeirrar reglugerðar leiðir að aðildarríki skal tryggja að upplýsingar sem fram koma í III. viðauka með reglugerðinni skulu birtar „um hverja úthlutun stakrar aðstoðar sem fer yfir 500 000 evrur.“<br /> <br /> Ákvæði laga nr. 152/2009 kveða samkvæmt efni sínu á um tiltekið form ríkisaðstoðar við nýsköpunarfyrirtæki í skilningi tilvitnaðra reglna um ríkisaðstoð. Á þeim grundvelli hefur ráðherra ákveðið með 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, eins og henni var breytt með 8. gr. reglugerðar nr. 833/2016, að eftirfarandi upplýsingar um aðstoð á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega: <br /> </p> <blockquote> <p>Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækis ef fjárhæð skattfrádráttarins er yfir 60.000.000 kr. á ári. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan sex mánaða frá þeim degi þegar álagning opinberra gjalda er ákvörðuð og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá sama degi.</p> </blockquote> <p> <br /> Með tilvitnaðri reglugerð nr. 758/2011, sem sett er á grundvelli 16. gr. laga nr. 152/2009, hefur samkvæmt þessu verið ákveðið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsvæði Skattsins. Þá eru upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar í skilningi laga nr. 152/2009 birtar í álagningar- og skattskrám á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, þann tíma sem þær skrár liggja frammi. Að öðru leyti er ekki í settum réttarreglum kveðið á um frávik frá þeirri þagnarskyldu sem leiðir af fyrirmælum 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 vegna þeirra upplýsinga sem kæra málsins lýtur að. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Skattsins í máli þessu.<br /> <br /> Vakin er athygli á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga, líkt og skylt er að gera þegar beiðni um aðgang að gögnum er synjað, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Var ákvörðun Skattsins að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 14. desember 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1189/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Félagsbústöðum hf. sem innihéldu upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess. Beiðninni var hafnað því gögnin innihéldu upplýsingar um einkamálefni leigjenda félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að með hliðsjón af efni gagnanna væri erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Félagsbústaða staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1189/2024 í máli ÚNU 23010003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. janúar 2023, kærði A synjun Félagsbústaða hf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. janúar 2023, óskaði kærandi eftir því að fá allar upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hefðu Félagsbústöðum vegna tiltekinnar íbúðar með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Starfsmaður Félagsbústaða svaraði kæranda 9. sama mánaðar og tók fram að félaginu væri óheimilt að afhenda gögn er vörðuðu einkahagsmuni leigjenda félagsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er rakið að beiðni kæranda sé til komin vegna ágreinings milli hans sem kaupanda nánar tilgreindrar íbúðar og seljanda hennar. Ágreiningurinn lúti að mögulegum leyndum galla sem rekja megi til nágranna kæranda en hann leigi íbúð af Félagsbústöðum. Kærandi hafi vitneskju um að kvartanir hafi ítrekað borist Félagsbústöðum vegna umrædds íbúa. Þar sem kærandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljandi hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína við sölu íbúðarinnar séu kvartanir til Félagsbústaða lykilatriði varðandi það hvort ónæði hafi verið verulegt eða óverulegt á þeim tíma sem seljandi fór með eignarhald íbúðarinnar.<br /> <br /> Í kæru er þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hagsmuni kæranda, sem séu miklir og fjárhagslegir, á móti hagsmunum leigjandans. Í þessu samhengi mætti til dæmis afmá allt í gögnunum sem snerti einkahagi viðkomandi en afhenda gögnin að öðru leyti þannig að þau hafi gildi fyrir kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Félagsbústöðum með erindi, dags. 9. janúar 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni er lögð áhersla á að leigjendur hjá félaginu séu þeir sem hafi fengið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði vegna félagslegrar stöðu sinnar. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað um húsnæði og þjónustu sem sveitarfélögum sé skylt að veita, sbr. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, 4. tölul. 13. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sbr. og reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016.<br /> <br /> Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sé starfsmönnum Félagsbústaða hf. skylt að varðveita málsgögn er varði persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Þá sé starfsmönnum sem kynnst hafa einkamálum skjólstæðinga í starfi sínu óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans, sbr. 60. gr. laganna. Ákvæðið feli þannig í sér sérstaka þagnarskyldu sem ástæða hafi þótt til að setja á vettvangi félagsþjónustu til að leggja áherslu á mikilvægi hennar, eins og fram komi í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1991. Þegar af þessum ástæðum sé Félagsbústöðum óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 562/2016 og 1108/2022. Þá sé áréttað að þeir sem kunni að senda erindi inn til félagsins geri það í trausti þess að um þær upplýsingar gildi trúnaður og mikilvægt sé að slíkum trúnaði sé haldið.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Undir meðferð málsins afhentu Félagsbústaðir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu þess nafngreinda einstaklings sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 9. janúar 2024. Í svari sem barst nefndinni 16. sama mánaðar lagðist einstaklingurinn gegn afhendingu gagnanna en tiltók að ef hægt væri að koma til móts við óskir kæranda á einhvern máta, án þess að persónuleg orð eða persónuupplýsingar fylgdu, væri hann tilbúinn að endurskoða afstöðu sína.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Félagsbústaða hf. sem innihaldi upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Félagsbústaðir hf. falla undir ákvæðið þar sem félagið er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Félagsbústaðir afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Af þessum samskiptum verður ráðið að þau varði atvik á tímabilinu frá apríl 2020 til desember 2021. Þá er í framlögðum gögnum einnig að finna tvær nafnlausar tilkynningar sem sendar voru í apríl 2013 og nóvember 2022, auk tveggja atvikaskýrslna sem voru ritaðar af starfsmönnum Félagsbústaða.<br /> <br /> Loks afhentu Félagsbústaðir nefndinni upplýsingar sem stafa frá kæranda sjálfum, þ.e. tölvupóst hans til félagsins frá 29. desember 2022 og beiðni hans um aðgang að gögnum frá 3. janúar 2023. Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að þessum gögnum auk þess sem ljóst er að hann hefur þessar upplýsingar þegar undir höndum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn Félagsbústaða hf. er rakið að umbeðin gögn séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 60. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og félaginu sé því óheimilt að afhenda kæranda gögnin.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Sérstök þagnarskylduákvæði teljast hins vegar þau ákvæði þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 60. gr. laga nr. 40/1991 segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Fulltrúar í félagsmálanefndum og starfsmenn skulu varðveita málsgögn, er varða persónulega hagi einstaklinga, með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Hafi þeir kynnst einkamálum skjólstæðinga í starfi er þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðið er samkvæmt orðalagi sínu bundið við fulltrúa og starfsmenn félagsmálanefnda.<br /> <br /> Félagsbústaðir hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem starfar á grunni 38. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Samkvæmt 3. gr. samþykkta Félagsbústaða hf., sem voru samþykktar 28. maí 2020, er tilgangur félagsins meðal annars að eiga og hafa umsjón með félagslegu leiguhúsnæði til lengri tíma. Þótt Félagsbústöðum hafi verið falið að annast útleigu félagslegra leiguíbúða og þar með rækja hluta af þeim verkefnum sem annars myndu hvíla á herðum sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 40/1991 er ekki unnt að líta svo á að starfsmenn félagsins teljist fulltrúar í félagsmálanefnd eða starfsmenn slíkrar nefndar í skilningi 60. gr. laganna þannig að sú þagnarskylda sem þar er mælt fyrir um taki beint til starfa þeirra á vegum félagsins. Um starfsemi félagsins geta hins vegar gilt aðrar þagnarskyldureglur, sbr. 101. og 57. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þau lagaákvæði falla í flokk almennra ákvæða laga um þagnarskyldu í skilningi 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umbeðin gögn hafa, eins og fyrr segir, að geyma tilkynningar og umkvartanir sem bárust Félagsbústöðum hf. vegna íbúðar í eigu félagsins og sem beint var til félagsins vegna stöðu þess sem eiganda og leigusala hennar. Að þessu og öðru framangreindu gættu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þessar upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 60. gr. laga nr. 40/1991 sem tekur, eins og fyrr segir, samkvæmt orðalagi sínu aðeins til fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmanna þeirra. Þegar af þessari ástæðu verður að telja að umrætt ákvæði takmarki ekki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá verður ekki ráðið að önnur sérstök þagnarskylduákvæði standi í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna og er ekki á því byggt af hálfu Félagsbústaða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á II. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 5. gr. kemur fram að þeim sem falla undir lögin sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun Félagsbústaða byggir á að umbeðin gögn innihaldi upplýsingar um einkamálefni einstaklinga samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í gögnunum koma fram ýmsar upplýsingar um leigutaka íbúðar Félagsbústaða hf. og jafnframt nokkuð ítarlegar upplýsingar um persónulega hagi þess einstaklings sem átti í mestum samskiptum við félagið vegna leigutakans. Í gögnunum koma m.a. fram persónulegar upplýsingar um fjölskyldur og heilsufar þeirra einstaklinga sem um ræðir. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggur í málinu að sá einstaklingur sem átti í hvað mestum samskiptum við Félagsbústaði hf. leggst gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því hvort Félagsbústöðum hf. sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis umbeðinna gagna verður ekki um villst, sem fyrr segir, að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Félagsbústaði hf. að veita aðgang að hluta þeirra. Að þessu og öðru framangreindu gættu er synjun Félagsbústaða hf. á beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Félagsbústaða hf., dags. 9. janúar 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1188/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. sem vörðuðu lóðirnar Klettagarða 7 og 9, með vísan til þess að þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á rökstuðning Faxaflóahafna og lagði fyrir félagið að afhenda kæranda þau gögn sem kæran laut að. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1188/2024 í máli ÚNU 22120008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2022, kærði A hrl., f.h. Sindraports hf., synjun Faxaflóahafna sf. á beiðni um gögn.<br /> <br /> Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. kom saman á fundi 11. nóvember 2022. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9 og kom fram í 8. lið fundargerðar fundarins að nafngreindur lögmaður hefði kynnt minnisblað þessu tengt. Á fundinum samþykkti stjórnin tillögu um að leigutaka að lóðinni Klettagörðum 9 yrði tilkynnt að lóðarleigusamningur um lóðina yrði ekki framlengdur eftir að hann rynni út í árslok 2023 og að afnotum hans af lóðinni lyki við sama tímamark. Jafnframt að úthlutun lóðarinnar að Klettagörðum 7 yrði afturkölluð miðað við að afnotum lóðarhafa lyki í árslok 2023 gegn endurgreiðslu lóðagjalds til samræmis við almenna úthlutunarskilmála Faxaflóahafna sf. Þá var hafnarstjóra meðal annars falið að tilkynna lóðarhafa um framangreindar ákvarðanir.<br /> <br /> Með tölvupósti 22. nóvember 2022 tilkynnti hafnarstjóri fyrirsvarsmanni kæranda um framangreinda samþykkt hafnarstjórnar. Með tölvupósti sama dag óskaði fyrirsvarsmaðurinn eftir að fá yfirlit yfir þau gögn sem hefðu legið fyrir stjórnarfundinum við töku ákvarðana og að gögnin yrðu send honum. Hafnarstjóri svaraði fyrirsvarsmanni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og rakti þar meðal annars að tilgreindar bókanir stjórnarfunda um Klettagarða 9 væri að finna á heimasíðu Faxaflóahafna sf. Að baki þeim bókunum væru vinnugögn sem hefðu verið útbúin hjá félaginu og yrðu þau ekki látin kæranda í té. Að auki hefði lögmaður félagsins mætt á fundi stjórnar og meðal annars látið uppi álit sitt á kröfu kæranda um áframhaldandi leiguafnot. Þá rakti hafnarstjórinn hvaða ástæður lægju að baki ákvörðunum Faxaflóahafna sf. varðandi lóðirnar og vísaði þar meðal annars til tiltekinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins og hvar mætti nálgast hana.<br /> <br /> Með tölvupósti 1. desember 2022 til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. óskaði lögmaður kæranda eftir að fá öll gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefði undir höndum og sem hefðu verið grundvöllur ákvörðunar sem var tekin á fyrrgreindum fundi félagsins, nánar tiltekið minnisblað lögmanns Faxaflóahafna sf., öll samskipti félagsins við lögmanninn, hvort sem þau væru í bréfaformi eða í tölvupósti, og önnur gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefðu undir höndum og vörðuðu málið. Þá kom fram að krafan væri sett fram með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lögmaður Faxaflóahafna sf. svaraði póstinum 7. desember 2022 og tók fram að hann myndi leggja mat á fyrirliggjandi gögn og beiðni kæranda og vera í sambandi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi sé rétthafi lóðanna Klettagarða 7 og 9 en Faxaflóahafnir sf. sé eigandi þeirra. Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald sem beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 13. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir sf., nr. 798/2009, segi að notendum hafna Faxaflóahafna sf. sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórnar samkvæmt reglugerðinni, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Siglingarstofnunar Íslands (nú Samgöngustofu) en ákvörðunum þess stjórnvalds megi skjóta til samgönguráðherra (nú innviðaráðherra). Um málsmeðferð fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Forsvarsmenn kæranda hafi ákveðið að kæra samþykkt Faxaflóahafna sf. til Samgöngustofu og sé því nauðsynlegt að hafa öll gögn undir höndum sem hafi legið fyrir á fundi hafnarstjórnarinnar 11. nóvember 2022.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnunum hafi verið sett fram með vísan til 14. gr. upplýsingalaga en þar sé kveðið á um að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Faxaflóahafnir sf. hafi synjað beiðni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og í síðari viðbrögðum felist ekkert annað en endurtekin synjun.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Faxaflóahöfnum sf. með erindi, dags. 14. desember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. barst úrskurðarnefndinni hinn 29. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem félagið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að lögmaður kæranda hafi sent formlegt erindi til félagsins 1. desember 2022 sem lögmaður Faxaflóahafna sf. hafi svarað 7. sama mánaðar. Frá því að erindið hafi borist og þar til kæra hafi verið lögð fram hafi aðeins liðið 13 dagar en í 17. gr. upplýsingalaga sé mælt fyrir um að heimilt sé að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Horfa verði til þess að með svari Faxaflóahafna sf. 7. desember 2022 hafi sérstaklega verið tekið fram að lagt yrði mat á gögnin og beiðni um aðgang að þeim og mátti ljóst vera að ekki hafði verið tekin endanleg afstaða til erindisins. Samskipti fyrirsvarsmanns kæranda og Faxaflóahafna sf. geti ekki verið ráðandi hvað tímafresti varði þegar horft sé til síðari samskipta. Þá hafi í erindi lögmanns kæranda 1. desember 2022 ekki verið vísað til áður framsettrar beiðni fyrirsvarsmanns kæranda og hafi beiðnin verið víðtækari en framsett ósk fyrirsvarsmannsins. Því verði að leggja til grundvallar að kærandi hafi ekki haft heimild til þess að kæra ætlaða synjun á að láta í té umbeðin gögn á þeim tíma sem það hafi verið gert. Frávísun kærunnar án kröfu hljóti því að koma til mats hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því mótmælt að félagið sé stjórnvald sem beri að fara eftir stjórnsýslulögum. Rekstur Faxaflóahafna sf. falli undir 3. tölul. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003 en þar komi fram að hafnir sem reknar séu samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Félagið teljist því ekki vera stjórnvald og ákvarðanir þess því ekki stjórnvaldsákvarðanir. Viðkomandi fagráðuneyti hafi til að mynda lagt þennan skilning til grundvallar við afgreiðslu erinda sem snerti Faxaflóahafnir sf.<br /> <br /> Á fundi 11. nóvember 2022 hafi verið vísað til ákveðinna gagna eða þau lögð fram, nánar tiltekið hafi verið um að ræða ódagsett minnisblað hafnastjóra um Klettagarða 7 og 9 en með því hafi fylgt eldra minnisblað sama aðila frá 24. maí 2022, bókanir stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11. desember 2016, 20. janúar 2017 og 24. maí 2022 er lutu að Klettagörðum 7 og 9 og ákveðinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins en hluti skýrslunnar hafi verið kynntur og skoðaður rafrænt á fundinum. Bókanir stjórnarfunda um lóðirnar og skýrsla Samkeppniseftirlitsins séu aðgengileg kæranda á heimasíðum Faxaflóahafna sf. og Samkeppniseftirlitsins, líkt og kærandi hafi verið upplýstur um.<br /> <br /> Bókun í fundargerð fundarins 11. nóvember 2022, um að nafngreindur lögmaður hafi kynnt minnisblað um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9, sé ekki rétt. Umrætt minnisblað hafi verið unnið af hafnarstjóra og kynnt af honum á fundinum. Tilgreindur lögmaður hafi á hinn bóginn tjáð sig um innihald þess og látið í ljós álit á lögfræðilegum álitaefnum sem tengdust innihaldinu. Möguleg ástæða fyrir hinni röngu bókun sé að sami lögmaður hafi unnið og kynnt minnisblað sem hafi verið til umfjöllunar undir öðrum fundarlið.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að heimilt hafi verið að synja um afhendingu minnisblaðanna þar sem um vinnugögn sé að ræða sem séu undanþegin upplýsingaskyldu samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. og 8. gr. laganna. Minnisblöðin hafi verið unnin af starfsmanni Faxaflóahafna sf. og þau hafi hvorki verið látin öðrum í té né hafi aðrir starfsmenn félagsins komið að gerð þeirra. Þá sé í minnisblöðunum ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur hafi þau verið útbúin til eigin nota við undirbúning ákvörðunar. Loks hafi minnisblöðin ekki varðað stjórnsýsluákvörðun eða meðferð stjórnvalds í skilningi stjórnsýslu- eða upplýsingalaga heldur lúti þau að einkaréttarlegum samningi milli aðila. Með hliðsjón af starfsemi Faxaflóahafna sf., lagalegri stöðu þess og 1. gr. upplýsingalaga, eigi þrengjandi skýring á 8. gr. upplýsingalaga ekki við.<br /> <br /> Hvað varðar kröfu kæranda um að fá afhent öll samskipti Faxaflóahafna sf. og lögmanns félagsins sé á það bent að fyrir liggi tölvupóstssamskipti frá október 2021 sem varði meðal annars kæranda og lóðina Klettagarða 9. Faxaflóahöfnum sf. hafi ekki gefist tóm til að taka afstöðu til þessarar kröfu kæranda áður en málið hafi verið kært og hafi umrædd samskipt ekki verið hluti af beiðni fyrirsvarsmanns kæranda. Verði fyrirliggjandi kæra tekin til efnismeðferðar „fallist kærði hins vegar á að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða beri að láta tölvupóstana í té, í heild sinni eða með útstrikun að hluta.“ Er síðan í umsögninni rakið að kærði fari fram á að allur texti sem falli undir tilgreinda tvo töluliði í tölvupósti lögmanns til Faxaflóahafna sf. og samsvarandi spurningar í tölvupósti hafnarstjóra Faxaflóahafa sf. verði yfirstrikaðar eða afmáðar komi til þess að það þurfi að afhenda þessi gögn. Í umsögninni er tekið fram að efnisumfjöllun undir viðkomandi liðum lúti ekki að kæranda né tengist hagsmunum hans í tengslum við þá ákvörðun sem um sé deilt milli aðila. Þá lúti umfjöllun undir tilgreindum lið að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum Faxaflóahafna sf. í framtíðinni og sé mikilvægt að allir mögulegir viðskiptavinir félagsins sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þar séu nefnd. Loks lúti umfjöllun í tilgreindum lið að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 3. janúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er nánar rökstutt að Faxaflóahafnir sf. séu stjórnvald sem falli undir gildissvið stjórnsýslu- og upplýsingalaga, meðal annars með vísan til fyrirmæla reglugerðar nr. 789/2009 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2006, og að kærandi eigi ótvíræðan rétt á aðgangi að gögnunum. Þá hafnar kærandi sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. um að fullnægjandi kæruheimild hafi ekki verið til staðar og bendir á að Faxaflóahafnir sf. hafi sniðgengið fyrirmæli 17. gr. upplýsingalaga við afgreiðslu beiðni hans.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beindi erindi til Faxaflóahafna sf. með tölvupósti 1. mars 2024 og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni Faxaflóahafna sf. eða öðrum sambærilegum sérfræðingi sem ekki væri starfsmaður félagsins. Faxaflóahafnir sf. svöruðu erindinu 4. sama mánaðar og upplýstu að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna og síðar fengið afhent afrit af þeim. Enginn annar utanaðkomandi hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna eða afrit af þeim.<br /> <br /> Í svarinu kom jafnframt fram að Faxaflóahafnir sf. væru lítið félag og ekki væri starfandi lögfræðingur hjá því. Félagið nýtti í stað þess krafta lögmanns í tengslum við afgreiðslu mála þar sem lögfræðilegt mat væri nauðsynlegt eða til bóta og það væri bagalegt að mati Faxaflóahafna sf. ef þessi staðreynd og túlkun upplýsingalaga hvað þetta varðaði mismunaði aðilum sem falli undir upplýsingalögin eftir umfangi starfsmannahalds þeirra. Umrædd minnisblöð og samskipti við lögmann lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að réttarágreiningur yrði um, sem hafi síðar raungerst. Ósk Faxaflóahafna sf. væri að undantekning frá upplýsingaskyldu yrði ekki túlkuð með þrengsta móti, hvort sem horft væri til 3. eða 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. er varða lóðirnar Klettagarða 7 og 9. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. á fundi sínum 11. nóvember 2022 að afturkalla úthlutun lóðarinnar Klettagarða 7 til kæranda og framlengja ekki lóðarleigusamning við hann vegna lóðarinnar að Klettagörðum 9.<br /> <br /> Faxaflóahafnir sf. afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 og tillaga, ódagsett.</li> <li>Minnisblað um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupóstur starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpóstur lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum sf. var minnisblað um Klettagarða 7 og 9 lagt fram á fyrrgreindum fundi 11. nóvember 2022. Meðfylgjandi skjalinu var eldra minnisblað um Klettagarða 9 sem mun hafa verið kynnt á fyrri fundi hafnarstjórnar. <br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allra starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Faxaflóahafnir sf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu tiltekinna sveitarfélaga, sbr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir nr. 798/2009 og grein 2.1 í sameignarfélagssamningi fyrir félagið, dags. 4. janúar 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Kærandi byggir á að Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald og að ákvarðanir félagsins í tengslum við lóðirnar Klettagarða 7 og 9 séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þessum sjónarmiðum er hafnað í umsögn Faxaflóahafna sf.<br /> <br /> Faxaflóahöfnum sf. var komið á fót samkvæmt heimild í 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Þar kemur fram að höfn megi reka sem hlutafélag, hvort sem það er í eigu opinberra aðila eða ekki, einkahlutafélag, sameignarfélag eða sem einkaaðila í sjálfstæðum rekstri. Þá segir í ákvæðinu að hafnir sem eru reknar samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Að gættum þessum fyrirmælum verður að telja að Faxaflóahafnir sf., sem er einkaréttarlegur lögaðili, teljist ekki vera stjórnvald í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Að þessu gættu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. kemur fram að þar sem ekki hafi legið fyrir endanleg afstaða til beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ætti að koma til skoðunar að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er meðal annars heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Eins og áður hefur verið rakið synjaði hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. beiðni fyrirsvarsmanns kæranda um aðgang að tilteknum gögnum með tölvupósti 30. nóvember 2022. Kæranda var heimilt að bera þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir fyrrgreindri 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og geta síðari samskipti lögmanns kæranda og lögmanns Faxaflóahafna sf. engu breytt varðandi þennan rétt kæranda, enda leiddu þau ekki til afhendingu gagnanna. Að því marki sem kæra lýtur að aðgangi að fleiri gögnum en voru tiltekin í beiðni fyrirsvarsmanns kæranda er þess að gæta að í umsögn Faxaflóahafna sf. er sett fram og rökstudd sú afstaða félagsins að synja skuli um aðgang að öllum gögnum sem kæra málsins varðar. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin ekki efni til að vísa málinu frá.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin gögn. Þar er fjallað um lóðirnar Klettagarða 7 og 9, sem kærandi fór með réttindi yfir, og er hann þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Faxaflóahafnir sf. styðja synjun á beiðni kæranda um aðgang að þeim minnisblöðum sem eru tilgreind í töluliðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan við að þau teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddum ákvæðum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, sem fyrr segir, kynnt sér umbeðin minnisblöð. Í minnisblaði um Klettagarða 9, sem ber með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og útbúið fyrir stjórnarfund 24. maí 2022, er meðal annars fjallað um stöðu lóðarinnar og vegnir saman nokkrir möguleikar um hvernig skuli haga málefnum lóðarinnar til framtíðar litið. Minnisblað um Klettagarða 7 og 9, sem var tekið til umræðu á fundi hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022 og ber einnig með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra félagsins, lýtur aðallega að síðarnefndu lóðinni og þá helst varðandi ákveðnar aðgerðir sem ráðast þurfi í við endanleg skil lóðarinnar. Þá er einnig stuttlega fjallað um stöðu lóðarinnar Klettagörðum 7.<br /> <br /> Að virtu efni framangreindra gagna þykir mega ráða að þau hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með fyrrgreindum ákvörðunum hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og ráða má af fyrrgreindum athugasemdum um 8. gr. upplýsingalaga missir gagn stöðu sína sem vinnugagn ef það er afhent einkaaðila með einhverjum hætti. Af þessu leiðir að gögn sem aðili sem fellur undir upplýsingalög afhendir utanaðkomandi sérfræðingi verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið beindi nefndin erindi til Faxaflóahafna sf. og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni félagsins. Í svari Faxaflóahafna sf. kom fram að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald viðkomandi minnisblaða og síðar fengið afhent afrit af þeim. Liggur þannig fyrir í málinu að minnisblöðin hafa verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og geta sjónarmið Faxaflóahafna sf., um þörf félagsins á að leita til utanaðkomandi sérfræðings í ljósi starfsmannahalds þess, ekki haft áhrif í þessu samhengi. Vísast nánar um þetta til ríkrar úrskurðarframkvæmdar nefndarinnar. Þá liggur fyrir að fyrrgreind undanþáguákvæði eiga ekki við um afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Þegar af framangreindum ástæðum verður ekki fallist á að minnisblöðin séu vinnugögn og stendur 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. laganna, því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin.<br /> <br /> Loks kom fram í fyrrgreindu svari Faxaflóahafna sf. að umrædd minnisblöð, sem og samskipti félagsins við lögmann þess, lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að ágreiningur yrði um, sem síðar hafi raungerst. Vísaði félagið meðal annars til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddu ákvæði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1141/2023. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar nærliggjandi er að ágreiningur fari í slíkan farveg.<br /> <br /> Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 inniheldur ekki upplýsingar um samskipti við sérfróða aðila sem til urðu í tilefni af fyrirliggjandi eða nærlægri málshöfðun eða öðrum réttarágreiningi með þeim afleiðingum að til álita komi að undanþiggja minnisblaðið upplýsingarétti kæranda eftir 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna. Í minnisblaði um Klettagarða 9 er vitnað til og rakið meginefni tölvupósts lögmanns Faxaflóahafna sf. til félagsins frá 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er í samandregnu máli lýst afstöðu lögmannsins til framhaldsleigu lóðarinnar og heimilda Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar hennar. Að gættu efni minnisblaðsins og að teknu tilliti til framangreindra sjónarmiða um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er það mat nefndarinnar að minnisblaðið hafi ekki að geyma upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguheimild ákvæðisins og verður réttur kæranda til aðgangs að minnisblaðinu því ekki takmarkaður á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu, og þar sem ekki verður séð að önnur ákvæði upplýsingalaga girði fyrir að kærandi fái aðgang að minnisblöðunum, er Faxaflóahöfnum sf. skylt að veita honum aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum starfsmanns Faxaflóahafna sf. við lögmann félagsins, sbr. gagn sem er tilgreint í tölulið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin samskipti en þau lúta að stöðu lóðarinnar Klettagarða 9. Í tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. er fjallað almennt um stöðu lóðarinnar og þremur spurningum beint til lögmannsins sem hann svarar síðan í framhaldinu.<br /> <br /> Áður hefur verið lagt til grundvallar að um aðgang kæranda í málinu fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og fer um takmarkanir á þeim rétti eftir 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því borið við að strika skuli yfir töluliði 2 og 3 í svarpósti lögmannsins og samsvarandi spurningar í tölvupósti starfsmannsins. Þá er í umsögninni meðal annars rakið að umfjöllun undir 2. tölulið lúti að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum félagsins í framtíðinni og að mikilvægt sé að allir mögulegir viðskiptavinir Faxaflóahafna sf. sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þarna séu til umfjöllunar. Þá kemur fram að umfjöllun í 3. tölulið lúti að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er til þess að líta að spurning starfsmanns Faxaflóahafna sf., sem lögmaður félagsins svaraði undir tölulið 2 í svarpósti sínum, laut að því hvernig standa ætti að hugsanlegri úthlutun lóðarinnar Klettagarða 9. Í svari lögmannsins var fjallað almennt um þau lagalegu sjónarmið sem gilda um úthlutun lóða og hvernig Faxaflóahafnir sf. hafa talið sér heimilt að úthluta lóðum á fyrri stigum. Þá var stuttlega vikið að möguleikum varðandi hugsanleg skilyrði sem setja mætti við úthlutun lóðarinnar. Að þessu gættu og að virtu efni þessara upplýsinga að öðru leyti er það mat nefndarinnar að þær verði ekki á grundvelli framangreindra sjónarmiða Faxaflóahafna sf. felldar undir þær takmarkanir sem eiga við um rétt kæranda að aðgangi að skjalinu, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar sjónarmið Faxaflóahafna sf. um mögulega hagsmuni þriðja aðila þá segir í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, endi vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.<br /> </p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umbeðnum tölvupóstssamskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að einkahagsmunir skaðist ef kæranda yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks hafa Faxaflóahafnir sf. vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í samhengi við aðgang kæranda að umbeðnum samskiptum, nánar tiltekið að aðgangi að þeim verði hafnað með vísan til þess að um sé að ræða bréfaskipti „við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samskiptin hafa, eins og fyrr segir, að geyma spurningar og svör varðandi heimildir Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar Klettagarða 9. Þá svarar lögmaður félagsins spurningu Faxaflóahafna sf. um hugsanlega framhaldsleigu lóðarinnar. Að virtu efni samskiptanna og að gættum fyrrgreindum sjónarmiðum um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsinga telur nefndin að 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr., standi því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Að öllu framangreindu gættu og að virtu efni samskiptanna að öðru leyti er það mat nefndarinnar að Faxaflóahöfnum sf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Faxaflóahöfnum sf. er skylt að veita kæranda, Sindraporti hf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblaði um Klettagarða 7 og 9 og tillögu, ódagsett.</li> <li>Minnisblaði um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpósti lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1187/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum og lista yfir málsgögn vegna máls hjá Seðlabanka Íslands sem varðaði miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila. Seðlabanki Íslands taldi gögnin vera undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi ætti rétt til aðgangs að hluta þeirra upplýsinga sem væri að finna í gögnunum, meðal annars vegna þess að upplýsingarnar væri að finna í gagnsæistilkynningu vegna málsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands. Var því lagt fyrir Seðlabanka Íslands að afhenda þær upplýsingar. Úrskurðarnefndin féllst á að aðrar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu. Þá var beiðnum kæranda að hluta til vísað til bankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti voru ákvarðanir bankans staðfestar. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1187/2024 í máli ÚNU 22090004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. september 2022, kærði A, f.h. B, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn og lista yfir málsgögn vegna máls sem varðar miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila.<br /> <br /> Í kæru er rakið að hinn 8. desember 2021 hafi Arion banki miðlað til lögmanns barnsmóður kæranda umfangsmiklum upplýsingum um heildarstöðu skulda og eigna kæranda hjá bankanum, kreditkortaupplýsingum og yfirliti yfir hreyfingar á bankareikningi kæranda þrjá mánuði aftur í tímann. Lögmaður barnsmóðurinnar hafi miðlað upplýsingunum til sýslumanns og byggt hafi verið á þeim þegar sýslumaður kyrrsetti fjármuni kæranda. Þá hafi lögmaðurinn lagt þær fram fyrir dómi við fyrirtöku á kröfu barnsmóðurinnar um opinber skipti.<br /> <br /> Þegar kærandi hafi orðið þess áskynja að lögmaðurinn hefði undir höndum bankaupplýsingar hans hafi hann leitað til Seðlabanka Íslands hinn 7. janúar 2022 um rannsókn á framferði Arion banka í málinu. Með erindi, dags. 3. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum þess máls hjá Seðlabankanum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt í nefndu máli þar sem Arion banki viðurkenndi að miðlun upplýsinganna hefði falið í sér brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, kom fram að brot Arion banka hefðu verið umfangsmikil og alvarleg, og að sekt bankans skyldi nema 5,5 millj. kr.<br /> <br /> Kærandi fór á ný fram á aðgang að gögnum málsins hjá Seðlabankanum hinn 14. júlí 2022. Beiðni kæranda var hafnað með ákvörðun Seðlabankans þann 5. ágúst 2022.<br /> <br /> Í nefndri ákvörðun Seðlabankans var rökstutt hvers vegna kærandi teldist ekki aðili þess stjórnsýslumáls sem lyktað hefði með sátt Seðlabankans við Arion banka hinn 1. júlí 2022, og gæti þar af leiðandi ekki byggt rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum stjórnsýslulaga að mati Seðlabankans. Að því er varðaði gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga væri til þess að líta, að mati Seðlabankans, að niðurstaða í málinu hefði verið birt opinberlega í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Aðrar upplýsingar og gögn sem óskað væri eftir vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skyldu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Hæstiréttur hefðu komist að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 fæli í sér sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti samkvæmt upplýsingalögum. Seðlabankinn lýsti jafnframt þeirri afstöðu að gögn sem kærandi sjálfur afhenti bankanum samhliða kvörtun um miðlun bankaupplýsinga til óviðkomandi aðila féllu undir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en að þau gögn hefði kærandi þegar undir höndum. Önnur gögn málsins féllu ekki undir þá grein.<br /> <br /> Í framhaldi af erindi Seðlabankans óskaði kærandi hinn 14. ágúst 2022 eftir lista yfir gögn málsins. Í svari bankans, dags. 22. ágúst 2022, kom fram að slíkur listi væri háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þá veittu upplýsingalög engan sjálfstæðan rétt til aðgangs að lista yfir gögn í málum þar sem synjað væri um aðgang að upplýsingum. Beiðninni væri því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir miska og tjóni vegna miðlunar Arion banka á bankaupplýsingum sínum. Bankinn hafi ekki reynt að biðja kæranda afsökunar, gera sátt við hann eða greiða honum bætur. Kærandi hafi hagsmuni af því að fá gögn málsins afhent frá Seðlabankanum, ekki aðeins þar sem þau varði brot gegn kæranda heldur einnig því að þau hafi þýðingu til að honum sé unnt að taka ákvörðun um málshöfðun gegn Arion banka. Þá undirbúi kærandi einnig kæru til Persónuverndar.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstakt þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi að standa í vegi fyrir aðgangi hans að gögnunum. Gögnin fjalli um miðlun sem varði ekki hagi annarra viðskiptamanna Arion banka en kæranda sjálfs. Þá varði miðlunin ekki rekstur eða viðskipti Arion banka, eða önnur atriði sem Seðlabankinn skuli láta fara leynt. Gögnin varði beinlínis meðferð á persónuupplýsingum hans. Þagnarskyldan nái ekki heldur til lista yfir gögn málsins. Loks gagnrýnir kærandi að Seðlabankinn hafi ekki aflað afstöðu Arion banka til þess hvort gögnin skyldu afhent, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Kærandi gagnrýnir að Seðlabankinn telji það vera nægilegt að kæranda sé unnt að nálgast gagnsæistilkynningu á vef bankans um sátt við Arion banka. Stjórnvöld eigi ekki að geta vikið sér undan upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum með því að birta fréttir eða tilkynningar á heimasíðu. Markmið gagnsæistilkynninga sé að styrkja aðhald með starfsháttum fjármálafyrirtækja, ekki að girða fyrir réttindi borgara til að njóta aðilastöðu að máli eða upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum. Gagnsæistilkynningar lúti ekki að verndarhagsmunum einstaklinga sem verði fyrir brotum eftirlitsskyldra aðila. Þá séu upplýsingar í tilkynningunni af skornum skammti; til að mynda komi fram að miðlun Arion banka hafi átt sér stað fyrir mistök. Vísbendingar séu hins vegar uppi um að upplýsingunum hafi verið miðlað af lögfræðideild bankans, sem geti skipt máli varðandi mat á saknæmi í hugsanlegu máli gegn bankanum.<br /> <br /> Rétt sé að benda á að kvartandi til stjórnvalds á ætluðum brotum lögaðila eða einstaklings geti haft stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2003 í máli nr. 83/2003. Það sé vandséð að Seðlabankinn geti hafnað kæranda um stöðu aðila máls.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi þá afstöðu Seðlabankans að önnur gögn en þau sem hafi fylgt kvörtun kæranda til bankans teljist ekki varða kæranda með þeim hætti að um aðgang hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi byggt á því að ákvæðið verði ekki túlkað svo þröngt að gögn þurfi beinlínis að fjalla um viðkomandi aðila heldur geti það átt við um gögn ef aðili hefur sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 5. september 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Frestur var veittur til 19. september en var að ósk Seðlabankans framlengdur til 29. september 2022.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum gögnum í málinu, að undanskildum lista yfir málsgögn. Í umsögninni kemur fram að sátt Seðlabankans við Arion banka hafi verið birt á vef Seðlabankans hinn 22. júlí 2022. Hún hafi verið birt nánast í heild sinni, en þó þannig að stöðluð umfjöllun um samþykkt samkomulags um sátt og afleiðingar þess að aðili fari ekki eftir henni hafi venju samkvæmt verið afmáð.<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingar þær sem kærandi hafi óskað eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs. Þær séu háðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sem einnig sé sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Komist úrskurðarnefndin að því að þær upplýsingar sem Seðlabankinn hefur synjað kæranda um aðgang að falli ekki undir framangreind þagnarskylduákvæði, byggir bankinn á því að gögnin varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varði önnur gögn en þau sem kærandi afhenti Seðlabankanum samhliða kvörtun til bankans í janúar 2022 innihaldi þau eingöngu umfjöllun um brot Arion banka gegn 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hvergi sé vikið að málefnum kæranda, samskiptum hans við þriðja aðila eða lögmann hennar, eða aðstæður kæranda að öðru leyti. Þannig gildi 14. gr. upplýsingalaga ekki um aðgang hans að þeim gögnum.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að hvorki málshöfðun fyrir héraðsdómi né tilkynning til Persónuverndar sé háð því að kærandi hafi umbeðin gögn undir höndum. Þannig geti aðili að dómsmáli eftir atvikum lagt fram kröfu um framlagningu tiltekinna gagna samkvæmt X. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá hafi Arion banki viðurkennt í sátt sinni við Seðlabankann að í miðlun upplýsinganna hafi falist öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá séu hvers kyns samskipti kæranda við barnsmóður sína og lögmann hennar óviðkomandi málsmeðferð Seðlabankans í umræddu stjórnsýslumáli gagnvart Arion banka.<br /> <br /> Loks telur Seðlabankinn að listi yfir gögn málsins séu upplýsingar sem háðar séu sérstakri þagnarskyldu líkt og eigi við um gögn málsins. Réttur kæranda til aðgangs að lista yfir gögn málsins byggist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé deilt um það í kærumálinu fyrir úrskurðarnefndinni að listi yfir gögn málsins geti eftir atvikum talist til fyrirliggjandi gagna í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar sé það svo að hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. október 2022, er sú afstaða Seðlabankans gagnrýnd að tilgangur þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands sé að standa vörð um hagsmuni viðskiptamanna bankans, hér Arion banka. Þetta mál varði ekki slíka hagsmuni heldur hagsmuni kæranda.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi í fyrsta lagi að í umsögn Seðlabankans sé synjun rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, því ekki hafi verið vísað til ákvæðisins í hinni kærðu ákvörðun frá 5. ágúst 2022. Þá sé í öðru lagi ljóst að bankinn hafi ekki metið hvert og eitt gagn sem deilt er um aðgang að með hliðsjón af framangreindu ákvæði upplýsingalaga. Í þriðja lagi sé vandséð hvernig birting upplýsinganna gæti valdið Arion banka tjóni, en slíkt sé skilyrði fyrir því að beiting 9. gr. upplýsingalaga komi til álita. Í fjórða lagi hafi Seðlabankinn ekki aflað afstöðu Arion banka til afhendingar gagnanna. Í fimmta lagi sé hvergi rökstutt hvernig ákvæði 9. gr. geti átt við um lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Varðandi tilvísun Seðlabankans til X. kafla laga um meðferð einkamála, þá víki þau ákvæði ekki til hliðar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum eða geri hagsmuni kæranda af aðgangi að umræddum gögnum minni en ella. Þá sé umfjöllun Seðlabankans um kvörtun til Persónuverndar haldlaus. Í fyrsta lagi sé Seðlabankinn ekki valdbær til að ákvarða um brot gegn persónuverndarlögum. Í öðru lagi geti kvörtun til Persónuverndar varðað aðra en aðeins Arion banka, t.d. þann sem tók við upplýsingunum og miðlaði þeim áfram þrátt fyrir að vera bundinn þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Seðlabankinn afhenti nefndinni lista yfir gögn málsins, sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í svari Seðlabankans, dags. 14. nóvember 2023, kom fram að enginn eiginlegur listi yfir gögn málsins væri til að því er varðaði samkomulag bankans og Arion banka um að ljúka málinu með sátt. Á hinn bóginn væri haldið utan um gögn í skjalakerfi bankans, sem nýttist jafnt við skjalavistun og málaskráningu. Seðlabankinn teldi að í afhendingu umbeðinna gagna til nefndarinnar væri fólgið visst yfirlit, þótt ekki væri um eiginlegan lista að ræða. Hinn 5. desember 2023 barst nefndinni skjáskot af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Aðild kæranda að stjórnsýslumálinu</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum í máli sem Seðlabankinn tók upp gagnvart Arion banka hf. þar sem síðarnefndi bankinn miðlaði bankaupplýsingum um kæranda. Það stjórnsýslumál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf samkvæmt þessu gagnvart Arion banka laut að réttarstöðu Arion banka en ekki að kæranda sjálfum í þeim skilningi að hann hefði verið aðili stjórnsýslumálsins. Um rétt hans til aðgangs að gögnum málsins fer því ekki eftir fyrirmælum 15. gr. stjórnsýslulaga, heldur verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>2. Lagaákvæði um þagnarskyldu</strong></h2> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á því að þau innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Í umsögn til nefndarinnar er enn fremur byggt á því að gögnin varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans og málefni bankans sjálfs með vísan til sama ákvæðis.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kemur fram að þeir sem annist framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Varði upplýsingar þau atriði sem sérstaklega eru tilgreind í lagaákvæðinu falla þær samkvæmt framangreindu almennt utan réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur að gagni verður hins vegar ekki takmarkaður í heild sinni með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, nema ljóst sé að gagnið innihaldi einungis upplýsingar sem falla undir ákvæðið.<br /> </p> <h2><strong>3. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem bankinn telur að heyri undir beiðni kæranda. Hluti gagnanna eru skjöl sem stafa frá kæranda eða umboðsmönnum hans, og hann hefur því þegar undir höndum. Nánar tiltekið eru það eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Kvörtun lögmanns kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 7. janúar 2022, auk fylgiskjala.</li> <li>Tölvupóstur frá lögmanni kæranda til bankans, dags. 25. febrúar 2022, sem kærandi og umboðsmaður hans fengu afrit af.</li> <li>Erindi frá umboðsmanni kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 26. júlí 2022.</li> </ol> <p> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæru til nefndarinnar að kæruefnið varði ekki framangreind gögn, heldur önnur gögn málsins. Er því aðeins tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að öðrum gögnum sem Seðlabankinn afmarkaði beiðni kæranda við, sem eru:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Arion banka, dags. sama dag.</li> <li>Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt.</li> <li>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022.</li> <li>Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022.</li> </ol> <p> </p> <h2><strong>4. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>4.1. Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022</strong></h3> <p>Í erindi Seðlabankans, dags. 16. mars 2022, er Arion banka tilkynnt að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi til skoðunar hvort Arion banki hafi brotið gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í fyrsta lagi eru í erindinu bæði upplýsingar um kæranda sjálfan og upplýsingar sem stafa beinlínis frá honum. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Telur nefndin að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefndin telur að hvorki 2. né 3. mgr. ákvæðisins standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í öðru lagi eru í erindinu upplýsingar sem finna má í svonefndri gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Að því leyti sem upplýsingarnar kynnu að falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 telur nefndin að með hinni opinberu birtingu upplýsinganna, eins og hér háttar til, eigi þagnarskyldan ekki lengur við um þær. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þá hafi upplýsingar, sem kynnu að hafa varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka, verið gerðar opinberar með lögmætum hætti sem leiðir til þess að 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, stendur ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> <br /> Í þriðja lagi eru í erindinu upplýsingar um málsnúmer, nöfn starfsmanna Seðlabankans og vinnunetfang, sem nefndin telur að verði ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt þessu á kærandi rétt á aðgangi að erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022, um meint brot þess síðarnefnda á þagnarskyldu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.2. Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt erindi frá Arion banka, dags. sama dag</strong></h3> <p>Í tölvupósti Arion banka, dags. 29. mars 2022, og erindi dags. sama dag, frá Arion banka til Seðlabankans sem fylgdi tölvupóstinum óskar bankinn eftir því við Seðlabankann að ljúka málinu með sátt.<br /> <br /> Í erindinu koma fram tilteknar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu þar sem þær varða viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Um er að ræða einn málslið í erindinu, nánar tiltekið málsliðinn á eftir þeim málslið sem endar á orðunum „eins og lýst var í erindi“. Verður ákvörðun Seðlabankans staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Í tölvupóstinum og umræddu erindi má finna nöfn tveggja starfsmanna Arion banka. Þá er netfang annars þeirra, beinan vinnusíma og farsímanúmer einnig að finna í tölvupóstinum. Upplýsingarnar verða að mati úrskurðarnefndarinnar hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Varðandi farsímanúmerið lítur nefndin til þess að það er aðgengilegt á vefsvæðinu Já.is, en þar eru aðeins birtar upplýsingar þeirra sem óskað hafa eftir og samþykkt að vera skráðir í símaskrá. Skal Seðlabankinn því veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Aðrar upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur gögnum sem hér er lýst koma einnig fram í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga eiga ekki við um upplýsingarnar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er Seðlabankanum skylt að veita kæranda aðgang að meginmáli bæði tölvupóstsins og erindisins, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.3. Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt</strong></h3> <p>Í tölvupósti Seðlabankans til Arion banka, dags. 22. júní 2022, kemur aðeins fram að meðfylgjandi tölvupóstinum séu bréf Seðlabankans og drög að sátt. Þessar upplýsingar verða ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í erindi Seðlabankans, dags. 21. júní 2022, sem fylgdi tölvupóstinum, eru nánast einungis upplýsingar sem finna má í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Úrskurðarnefndin telur að hvorki þagnarskylduákvæði laga né takmörkunarákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að erindinu og að hann eigi rétt til aðgangs að því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau drög að sátt sem einnig fylgdu tölvupóstinum teljast hins vegar í heild sinni varða málefni Seðlabankans í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun bankans staðfest að því leyti.<br /> </p> <h3><strong>4.4. Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka 28. júní til 1. júlí 2022, hefst á tölvupósti frá Arion banka 28. júní 2022 klukkan 14:36. Honum er svarað með tölvupósti Seðlabankans 30. júní klukkan 16:38.<br /> <br /> Í þessum tveimur tölvupóstum skiptast Arion banki og Seðlabankinn á sjónarmiðum og upplýsingum vegna þeirrar sáttar sem unnið var að vegna brota Arion banka á þagnarskyldu. Þessir tveir tölvupóstar innihalda í heild sinni upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila annars vegar og málefni Seðlabankans hins vegar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu þeirra því staðfest.<br /> <br /> Næst í þræðinum er tölvupóstur Arion banka til Seðlabankans 1. júlí 2022 klukkan 08:26, tölvupóstur með svari Seðlabankans sama dag klukkan 09.00 og loks tölvupóstur frá Arion banka sama dag klukkan 11:00.<br /> <br /> Í tölvupóstunum tveimur frá Arion banka kemur efnislega aðeins fram að bankinn hafi undirritað sátt gagnvart Seðlabankanum, auk upplýsinga um netföng starfsmanna, dagsetningar og aðrar sambærilegar upplýsingar. Nefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga nái ekki til nafna og netfanga þeirra starfsmanna Arion banka sem þar eru tilgreindir. Hið sama á við um málsnúmer í málaskrá Seðlabankans og nafn málsaðila, sem er lögaðili. Aðgangi að þessum upplýsingum verður hvorki hafnað með vísan til þagnarskyldu né samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi á því rétt á aðgangi að þessum tveimur tölvupóstum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tölvupósturinn með svari Seðlabankans merktur klukkan 09.00 geymir á hinn bóginn upplýsingar um undirbúning sáttarinnar sem unnið var að og teljast falla undir þagnarskylduna í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu hans því staðfest.<br /> </p> <h3><strong>4.5. Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt þar sem Arion banki viðurkenndi brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Seðlabankinn hefur, eins og fram er komið, synjað kæranda í þessu máli um aðgang að sáttinni.<br /> <br /> Þann 22. júlí 2022 birti Seðlabankinn á vef bankans svonefnda gagnsæistilkynningu um sáttina. Tilkynningin þann 22. júlí og sáttin frá 1. júlí 2022 geyma sömu upplýsingar, að undanskildum V. kafla samkomulagsins. Í þeim kafla er vísað til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki og reglna nr. 326/2019. Úrskurðarnefndin telur að þessar upplýsingar séu hvorki undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskyldu samkvæmt öðrum lögum. Um rétt til aðgangs að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum og er Seðlabankanum því skylt að afhenda þær kæranda.<br /> </p> <h2><strong>5. Listi yfir gögn málsins</strong></h2> <p>Í hinni kærðu ákvörðun Seðlabankans að synja kæranda um aðgang að lista yfir gögn málsins kemur fram að listinn sé háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til lista yfir málsgögn. Aðgangi að slíkum lista, eða að afmörkuðum upplýsingum á slíkum lista, verður því samkvæmt lögum ekki hafnað nema gildar takmarkanir á upplýsingarétti eigi við um þær. Sú aðgreining sem Seðlabankinn leggur til grundvallar í skýringum til nefndarinnar að skjáskot úr skjalavistunarkerfi bankans geti ekki talist listi yfir gögn málsins í skilningi 5. gr. upplýsingalaga er ekki í samræmi við lög. Ef á listanum koma fram upplýsingar sem leynt eiga að fara er bankanum fært að afmá þær áður en aðgangur er veittur.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðni kæranda um lista yfir gögn málsins á réttum lagagrundvelli. Af þeim sökum verður að vísa þeirri beiðni kæranda aftur til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h2><strong>6. Gögn sem Seðlabankinn hefur ekki tekið afstöðu til</strong></h2> <p>Í skýringum Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar sem fylgdu skjáskoti af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans hinn 5. desember 2023 kom fram að það væri afstaða bankans að erindi frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, væri ekki hluti af hinu eiginlega stjórnsýslumáli þar sem gagnið hefði orðið til eftir að samkomulag um sátt var undirritað hinn 1. júlí 2022. Því hafi það ekki verið afhent úrskurðarnefndinni. Á skjáskotinu má einnig sjá gögn sem ekki voru afhent úrskurðarnefndinni og samanstanda af drögum að sáttinni og samskiptum innan Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi Arion banka til Seðlabankans frá 12. júlí 2022 teljist ótvírætt vera hluti af málinu þótt það hafi orðið til eftir að ákvörðun í málinu lá fyrir, enda verður ekki annað séð en að það hafi efnisleg tengsl við stjórnsýslumálið, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6121/2010. Þá var gagnið orðið til hjá Seðlabankanum áður en kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hið sama á við um drög að sáttinni og samskipti innan Seðlabankans, sem án efa teljast hluti af málinu. Í ljósi þess að úrskurðarnefndinni voru ekki afhent þessi gögn við meðferð málsins og með hliðsjón af skýringum bankans að öðru leyti verður að draga þá ályktun að bankinn hafi ekki tekið efnislega afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þessum gögnum í ákvörðun bankans frá 5. ágúst 2022. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Seðlabankans að nýju til meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Seðlabanka Íslands er skylt að veita kæranda, A f.h. B, aðgang að eftirtöldum gögnum sem varða mál Seðlabankans vegna meints brots Arion banka hf. á þagnarskyldu:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, kl. 15.48.</li> <li>Erindi Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, að undanskilinni setningu sem hefst í línu nr. 7 í meginmáli erindisins, […].</li> <li>Tölvupósti Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 22. júní 2022, kl. 17.08.</li> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 21. júní 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 08.26.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 11.00.</li> <li>Samkomulagi um að ljúka máli með sátt, dags. 1. júlí 2022, í heild sinni.</li> </ol> <p> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. júlí 2022, er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því er varðar erindi frá Arion banka hf. til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, og gögn í möppunum „Drög að sátt“ og „Samskipti innan Seðlabanka“, sem sjá má á skjáskoti úr skjala- og málaskrárkerfi bankans, sem afhent var úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 5. desember 2023.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. ágúst 2022, um lista yfir gögn málsins er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti eru ákvarðanir Seðlabanka Íslands, dags. 5. og 22. ágúst 2022, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1186/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1186/2024 í máli ÚNU 24020004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 7. febrúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 5. febrúar 2024, kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindi hans. Umrætt erindi til Vestmannaeyjabæjar frá kæranda er dagsett 3. janúar 2024, en með því óskaði kærandi upplýsinga um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Vestmannaeyjabæ var kynnt kæran með erindi, dags. 20. mars 2024, og upplýsinga óskað um það hvort erindinu hefði verið svarað. Úrskurðarnefndinni barst svar daginn eftir þar sem fram kom að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi bæjarins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjum sé á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að beiðnin finnist ekki í skjalakerfi bæjarins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 5. febrúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1185/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu. Lögreglan í Vestmannaeyjum synjaði beiðninni með vísan til þess að gögnin vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að lögregluskýrslur vegna málsins teldust varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og vísaði kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1185/2024 í máli ÚNU 24010019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. janúar 2024, kærði A synjun Lögreglunnar á Vestmannaeyjum (hér eftir einnig Lögreglan) á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. janúar 2024 eftir aðgangi að lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu fyrr um veturinn. Í svari Lögreglunnar, dags. 9. janúar 2024, kom fram að gögnin yrðu ekki afhent því þau vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu þannig utan gildissviðs upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að í málinu hafi orðið milljarða króna tjón og að samfélagslegir hagsmunir standi til þess að gögnin verði afhent.<br /> <br /> Kæran var kynnt Lögreglunni í Vestmannaeyjum með erindi, dags. 29. janúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 13. febrúar 2024. Í henni kemur fram að Lögreglan hafi nú til rannsóknar mál sem varðar tjón á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, og umbeðin gögn séu hluti af því máli. Umsögninni fylgdi nokkurt magn gagna sem að mati Lögreglunnar sýndu glögglega að málið væri til rannsóknar.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. febrúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust 7. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að lögregluskýrslum á þeim grundvelli að þær varði rannsókn sakamáls og falli þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Lögreglan í Vestmannaeyjum kveður umbeðin gögn í málinu tilheyra sakamáli sem nú sé til rannsóknar. Málið varðar skemmdir sem urðu á neysluvatnslögn þegar togveiðiskip missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Úrskurðarnefndin telur að lögregluskýrslur vegna málsins teljist varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 18. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1184/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um töflu um fjölda foreldra sem andast. Kærandi taldi svör stofnunarinnar ófullnægjandi. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom í ljós að engin gögn lægju fyrir hjá stofnuninni sem heyrðu undir beiðni kæranda. Þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar var ákvörðun Hagstofu Íslands staðfest. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1184/2024 í máli ÚNU 23120003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 30. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu Hagstofu Íslands (hér eftir einnig Hagstofan) á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvers vegna taflan „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2020“ á vef stofnunarinnar hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021. Í svari Hagstofunnar, dags. 11. október 2023, kom fram að vonandi næðist að uppfæra töfluna fyrir árslok. Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína sama dag. Í svari Hagstofunnar, dags. 18. október 2023, kom fram að taflan yrði uppfærð á fimm ára fresti til að koma í veg fyrir rekjanleika í niðurstöðum, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.<br /> <br /> Kærandi brást við erindinu samdægurs og óskaði svara við eftirfarandi atriðum:<br /> </p> <ol> <li>Hvenær ákvörðun hefði verið tekin um að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega.</li> <li>Hvert hefði verið tilefni þess að ákvörðunin var tekin.</li> <li>Á hvaða vettvangi innan stofnunarinnar ákvörðunin hefði verið tekin.</li> <li>Hvort einhver ytri aðili hefði komið að ákvörðunartökunni.</li> </ol> <p> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 20. október 2023, kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin fyrr á árinu af þeirri ástæðu sem tilgreind væri í svari Hagstofunnar frá 18. október. Í öðru svari Hagstofunnar, dags. 21. nóvember 2023, kom fram að almennt væri svar við því af hverju eitthvað hefði ekki gerst hjá stofnuninni það að önnur verkefni hefðu haft forgang eða gagnalindir hefðu ekki gefið tilefni til uppfærslu. Umrædd tafla yrði sjálfsagt uppfærð, líkt og aðrar töflur sem til stæði að uppfæra, þegar tækifæri gæfist. Kærandi ítrekaði í framhaldinu erindi sitt. Í svari Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, kom fram að ekki væri hægt að svara fyrirspurn kæranda með meiri nákvæmni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að taflan sé ein af mjög fáum opinberum heimildum sem sýni afleiðingar þeirrar félagslegu aðskilnaðarstefnu sem kvenréttindakonur hjá hinu opinbera standi fyrir gegn B-foreldrum og B-fjölskyldum. Spurningum kæranda í erindi hans frá 18. október 2023 væri enn ósvarað og væri því óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hlutaðist til um að þeim yrði svarað.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 6. desember 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 7. desember 2023, var móttaka erindis úrskurðarnefndarinnar staðfest. Þar kom fram að stofnunin héldi úti 2.600 töflum á íslensku og öðru eins á ensku. Oft gerðu lög kröfu um að tilteknar upplýsingar væru uppfærðar og hefðu slík verkefni forgang í starfsemi stofnunarinnar. Umrædd tafla væri ekki birt á grundvelli lagaskyldu. Ekki yrði séð að verið væri að biðja Hagstofuna um gögn heldur upplýsingar um hvernig stofnunin tæki ákvarðanir í rekstri sínum. Það væru því engin gögn til að afhenda úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust nánari skýringar frá Hagstofunni hinn 22. desember 2023. Kom þar fram að umrædd tafla hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021 vegna forgangsröðunar verkefna. Ekki væri haldin skrá utan um það hvaða töflur væru uppfærðar hvenær, nema um evrópska tölfræði eða annað sem væri lögbundið. Það gæti liðið mislangur tími þar til hægt væri að uppfæra töflu, bæði vegna gagna og mönnunar verkefna. Þessi tafla væri uppfærð ef tækifæri gæfist. Samkeyra þyrfti nokkrar gagnalindir, sem gerði verkið snúnara því þá þyrftu allar gagnalindirnar að vera uppfærðar áður en vinna gæti hafist.<br /> <br /> Um tilefni þess að ákveðið hefði verið að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega kom fram að það væri einnig vegna forgangsröðunar í framleiðslu og að lögbundin verkefni hefðu forgang. Ekkert væri skráð um þessa ákvörðun hjá Hagstofunni en líklega hefði það verið á vettvangi millistjórnunar þar sem forgangsröðun verkefna færi að miklu leyti fram þar. Um væri að ræða rekstrarákvörðun líkt og þúsundir annarra slíkra ákvarðana sem þyrfti að taka svo að forgangsverkefni næðu fram að ganga. Varðandi mögulega aðkomu ytri aðila að ákvörðuninni væri svarið við því að sjálfsögðu neikvætt.<br /> <br /> Skýringar Hagstofu Íslands voru kynntar kæranda með erindi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurn kæranda til Hagstofu Íslands í tengslum við töflu um fjölda foreldra sem andast, sem birt er á vef stofnunarinnar. Kærandi telur að fyrirspurninni sé ósvarað. Hagstofan telur að fyrirspurninni hafi verið svarað eins nákvæmlega og mögulegt er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri svo á að með erindi Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, þar sem fram kom að ekki væri hægt að svara kæranda með meiri nákvæmni, hafi stofnunin vísað beiðni kæranda frá í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið laganna berst erindi, sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum, á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af lögunum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara fyrirspurnum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum fyrirspurnum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um ágreining vegna slíkra fyrirspurna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda og Hagstofunnar vegna málsins. Það er mat nefndarinnar að með erindum Hagstofunnar, dags. 18. og 20. október 2023, þar sem fram kom að fyrr á árinu 2023 hefði verið ákveðið að umrædd tafla yrði uppfærð á fimm ára fresti frekar en árlega til að hindra rekjanleika í niðurstöðum, hafi kærandi mátt ætla að til væru gögn hjá stofnuninni um þá ákvörðun. Af þeim sökum verður að líta svo á að fyrirspurn kæranda til Hagstofunnar í fjórum liðum, dags. 18. október 2023, hafi verið beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, og að stofnuninni hafi borið að taka hana til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Á hinn bóginn hefur komið í ljós við meðferð málsins að stofnunin kveður engin gögn liggja fyrir sem heyra undir beiðni kæranda. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar. Verður því að leggja til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Hagstofu Íslands því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Hagstofu Íslands, dags. 30. nóvember 2023, er staðfest.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1183/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Ríkislögreglustjóri synjaði beiðni kæranda um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli einstaklings og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Synjunin byggðist á því að upptakan innihéldi upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan færi leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upptökunni væru ríkir og féllst á að kærandi ætti rétt til aðgangs að hljóðupptökunni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1183/2024 í máli ÚNU 24010013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. janúar 2024, kærði A ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni hans um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. Í kæru er rakið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 1164/2023 gert ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að afriti af símtalinu. Ríkislögreglustjóri hafi hins vegar aðeins afhent kæranda endurrit af símtalinu og vilji ekki afhenda hljóðupptökuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 7. mars 2024. Umsögninni fylgdi erindi ríkislögreglustjóra til kæranda, dags. 27. febrúar 2024, þar sem beiðni hans var synjað með formlegum hætti.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 hafi verið ákveðið að afhenda kæranda aðeins endurrit af símtalinu en synja kæranda um aðgang að hljóðupptöku á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að upptakan innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Þá samþykki B ekki að upptakan verði afhent.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að afhending hljóðupptökunnar fæli í sér miðlun persónugreinanlegra upplýsinga, sem falli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og teljist til vinnslu persónuupplýsinga í skilningi laganna. Endurriti símtalsins hafi verið miðlað og ekki verði séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá hljóðupptökuna afhenta, meðal annars þar sem engar upplýsingar úr símtalinu hafi verið undanskildar í því endurriti sem afhent var kæranda.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 15. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Við afgreiðslu málsins vék nefndarmaðurinn Hafsteinn Þór Hauksson af fundi með vísan til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra 21. júlí 2022. Ríkislögreglustjóri ákvað í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 að afhenda kæranda endurrit af símtalinu en hafna afhendingu hljóðupptökunnar.<br /> <br /> Í framangreindum úrskurði lagði nefndin til grundvallar að í lögum væri ekki mælt fyrir um að trúnaður skyldi ríkja um samskipti tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Þá var það mat nefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að símtalinu færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang að gögnum sem geyma upplýsingar um aðila sjálfan, þar sem tilefni símtalsins var að óska aðstoðar lögreglu vegna kæranda. Nefndin telur þessi sjónarmið eiga við um aðgang kæranda að hljóðupptöku af símtalinu og að leysa skuli úr rétti hans til aðgangs að upptökunni samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. sömu greinar. Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Ákvæði þeirra laga geta því ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þá hljóðupptöku sem deilt er um rétt til aðgangs að í málinu, og fellst á að hún hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður að telja að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptökunni séu ríkir, enda hefur nefndin í fyrri úrskurði kveðið á um að kærandi eigi rétt á afriti upptökunnar.<br /> <br /> Nefndin fellst ekki á að það að kærandi hafi undir höndum endurrit af símtalinu leiði til þess að hann hafi ekki lögmæta hagsmuni af því að fá aðgang að hljóðupptökunni. Hljóðupptaka af símtali inniheldur ekki aðeins upplýsingar um hvað er sagt heldur fangar líka blæbrigði og andrúmsloft sem erfitt eða útilokað er að koma til skila í endurriti. Slíkt getur gert kæranda kleift að bæði skilja atburðarásina til hlítar og staðreyna að viðbrögð lögreglu í málinu hafi verið eðlileg. Hér ber einnig að horfa til þess að í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga kemur orðrétt fram að eftir því sem við verður komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír.“ Umbeðið gagn er fyrirliggjandi í formi hljóðupptöku.<br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptöku af símtalinu vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að upptakan fari leynt. Verður því fallist á að kærandi eigi rétt til aðgangs að hljóðupptöku af símtalinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögreglustjóri skal afhenda A hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. <br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1182/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærandi óskaði eftir gögnum um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannréttingar hans. Sjúkratryggingar Íslands fullyrtu að öll gögn málsins hjá stofnuninni hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang að gögnum í máli um ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar færi samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1182/2024 í máli ÚNU 23100014.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. júlí 2023, kærði A málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. apríl 2022, tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands kæranda að gildistími á samþykki stofnunarinnar á umsókn hans um þátttöku í kostnaði við tannréttingar væri framlengdur til 1. september sama ár en samþykkið myndi falla niður að þeim tíma liðnum.<br /> <br /> Stofnunin rökstuddi nánar ákvörðun sína með bréfi, dags. 30. júní 2022, en þar kom meðal annars fram að samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 451/2013 tæki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands aðeins til kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar. Sérstök fagnefnd hefði metið að nauðsynlegum tannréttingum kæranda væri lokið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2022, vísuðu Sjúkratryggingar Íslands frá umsókn kæranda um áframhaldandi greiðsluþátttöku með vísan til fyrrgreindra bréfa frá 28. apríl og 30. júní 2022. Fyrir liggur í málinu að kærandi kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands um áframhaldandi greiðsluþátttöku til úrskurðarnefndar velferðarmála sem úrskurðaði í málinu hinn 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 4. október 2022, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem lágu að baki framangreindum bréfum stofnunarinnar. Þá óskaði kærandi sérstaklega eftir öllum ákvörðunum, umsögnum, niðurstöðum og öðrum gögnum er studdu við mat fyrrnefndrar fagnefndar auk svara um á hvaða forsendum matið hefði byggt. Með kæru, dags. 12. júlí 2023, kærði kærandi afgreiðslutafir Sjúkratrygginga Íslands á framangreindri beiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands um kæruna hinn 14. júlí 2023. Stofnunin tilkynnti nefndinni 20. sama mánaðar að umbeðin gögn hefðu verið birt í réttindagátt kæranda á vefsíðunni sjukra.is og að honum hefði verið tilkynnt um það. Samdægurs hafði nefndin samband við kæranda og tilkynnti honum að á grundvelli upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands myndi nefndin fella málið niður á næsta fundi nefndarinnar sem var og gert hinn 26. júlí 2023.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 31. júlí 2023, til Sjúkratrygginga Íslands og með afriti á úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti kærandi að gögnin sem stofnunin hefði afhent væru ekki þau sem óskað hefði verið eftir. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Sjúkratrygginga Íslands sem úrskurðarnefndin fékk afrit af í tölvupósti auk þess sem kærandi sendi athugasemdir til nefndarinnar hinn 1. september 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti kæranda hinn 23. október 2023 að litið væri á erindi hans frá 31. júlí 2023 sem nýja kæru til nefndarinnar.<br /> <br /> Kærandi byggir kæru sína á því að hann hafi ekki fengið gögn afhent sem tengjast grundvelli og forsendum að baki ákvörðunum í máli hans. Þá hafi kæranda ekki fengið afhentar umsagnir eða gögn um niðurstöðu hinnar sérstöku fagnefndar, sem vísað var til í rökstuðningi Sjúkratrygginga Íslands frá 30. júní 2022.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með erindi, dags. 23. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar Íslands léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands barst úrskurðarnefndinni 6. nóvember 2023. Í umsögninni kom fram að þau gögn sem kæranda voru afhent 20. júlí 2023 væru öll gögn málsins hjá stofnuninni. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 19. sama mánaðar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna er varða ákvarðanir stofnunarinnar um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga kæranda á grundvelli IV. kafla reglugerðar, nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Umræddur kafli fjallar um aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.<br /> <br /> Ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um þátttöku í tannlæknakostnaði kæranda og svo ákvörðun stofnunarinnar um að hætta þeirri þátttöku eru því ákvarðanir sem falla undir gildissvið stjórnsýslulaga. Kærandi telst aðili að stjórnsýslumáli sem þessar ákvarðanir eru hluti af. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að tengjast ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta þátttöku í tannlæknakostnaði hans. Umbeðin gögn eru því hluti af stjórnsýslumáli sem kærandi er aðili að. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer þar með eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda þau lög ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og af því leiðir að kæruefni máls þessa fellur utan gildissviðs upplýsingalaga og ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Kærumálinu er því hér með vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga verður synjun eða takmörkun á aðgangi aðila stjórnsýslumáls að gögnum kærð til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Eins og tilgreint er í lýsingu á málsatvikum að framan var ákvörðun málsins kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Synjun Sjúkratrygginga Íslands um aðgang kæranda að gögnum málsins verður því borin undir sama stjórnvald.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 31. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1181/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir gögnum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva hjá Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið kvaðst ekki hafa heimild til að afhenda gögnin því Orka náttúrunnar legðist gegn afhendingu þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu stæði í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Niðurstaða nefndarinnar var að svo væri ekki. Lagt var fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1181/2024 í máli ÚNU 23100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. október 2023, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar í tengslum við verkefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva og afriti af samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar um reksturinn. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 12. september 2023, kom fram að það sem kærandi vísaði til í beiðni væri tilraunastarfsemi sem Orka náttúrunnar hefði átt frumkvæðið að og falist hefði í að Orka náttúrunnar setti upp nýja hleðslustöð og hraðhleðslustöð. Kærandi óskaði ítarlegri upplýsinga um verkefnið sama dag. Sveitarfélagið svaraði daginn eftir og kvað tilraunastarfið aðallega felast í því að Orka náttúrunnar kæmi sínum búnaði fyrir og sæi um rekstur hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2023, óskaði kærandi meðal annars eftir afriti af samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar vegna verkefnisins og samningi um verkefnið. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, kom fram að ákvörðun sveitarfélagsins að leyfa tilraunaverkefni Orku náttúrunnar teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því bæri að fara eftir stjórnsýslulögum við málsmeðferðina en ekki upplýsingalögum. Afstaða sveitarfélagsins var áréttuð við kæranda hinn 5. október 2023.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæran snúi að samningi Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og samskiptum sveitarfélagsins við félagið vegna verkefnisins. Kærandi og Orka náttúrunnar séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Vestmannaeyjabær og Orka náttúrunnar séu opinberir aðilar og samningur þeirra um rekstur á hleðslustöðvum varði ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 16. október 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 6. nóvember 2023. Í umsögninni er rakið að Orka náttúrunnar hafi óskað eftir því við Vestmannaeyjabæ að farið yrði í tilraunaverkefni, þar sem félagið kæmi fyrir hleðslustöðvum og sæi um rekstur þeirra. Sveitarfélagið leggist ekki gegn því að þau fyrirliggjandi gögn sem sveitarfélagið telur að heyri undir beiðni kæranda verði afhent, en þar sem Orka náttúrunnar leggist gegn afhendingunni telji sveitarfélagið sér óheimilt að afhenda þau. Umsögninni fylgdu tvö fylgiskjöl. Fyrra fylgiskjalið eru þau gögn sem sveitarfélagið telur að kæran lúti að. Þau samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðvanna. Vestmannaeyjabær kveður ekki frekari skrifleg samskipti liggja fyrir. Þá liggi ekki fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar, hvorki endanlegur samningur né drög að slíkum samningi. Síðara fylgiskjalið inniheldur samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar sem áttu sér stað eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Orku náttúrunnar til afhendingar þeirra gagna sem sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda við. Í svari Orku náttúrunnar, dags. 6. desember 2023, er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rekstur og þjónustu Orku náttúrunnar við hleðslustöðvar í Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið vísar til þess að ekki liggi fyrir samningur við Orku náttúrunnar um verkefnið. Önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda sé sveitarfélaginu óheimilt að afhenda með vísan til hagsmuna Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu Vestmannaeyjabæjar að ekki liggi fyrir eiginlegur samningur um verkefnið. Verður ákvörðun sveitarfélagsins að því leyti staðfest, þar sem ekki telst um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum sem sveitarfélagið Vestmanneyjabær hefur afmarkað beiðni kæranda við fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í svari Vestmanneyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, vísaði sveitarfélagið til þess að ósk kæranda lyti að gögnum úr stjórnsýslumáli og því bæri að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, við málsmeðferðina en ekki ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að í máli þessu gerist þess ekki þörf að nefndin leysi úr því hvort Vestmanneyjabær hafi tekið ákvörðun um rétt eða skyldu Orku náttúrunnar í skilningi stjórnsýslulaga og hvort gögn málsins tengist slíkri ákvörðun, enda myndi kærandi ekki teljast aðili að þeirri ákvörðun eða því máli sem hún tengdist. Um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fer því, hvað sem öðru líður, eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Gögnin sem um ræðir samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar frá tímabilinu júní til júlí 2023. Úrskurðarnefndinni voru einnig afhent samskipti milli sömu aðila sem til urðu eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni. Er í úrskurðinum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í ákvörðun Vestmannaeyjabæjar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar er ekki vísað til þess hvaða takmörkunarákvæði í upplýsingalögum geti átt við um gögnin, heldur látið við sitja að vísa til þess að kærandi og Orka náttúrunnar séu samkeppnisaðilar.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur – Eigna ohf., sem alfarið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er samkvæmt þessu í óbeinni en þó fullri eigu sveitarfélaga kemur ekki til álita hvort samkeppnislegir hagsmunir fyrirtækisins njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sem einkahagmunir. Þessi í stað kemur til skoðunar ákvæði 4. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu, þ.e. hvort Vestmannaeyjabæ hafi verið heimilt að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli slíkra hagsmuna Orku náttúrunnar.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Ákvæðið verndar viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að unnt sé að byggja takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar um rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu. Hvorki Vestmannaeyjabær né Orka náttúrunnar hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem þar koma fram geti orðið Orku náttúrunnar skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af inntaki samskiptanna verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá er til þess að líta að ekki verður annað séð en að umbeðin gögn lúti að samskiptum Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar um að síðarnefnda fyrirtækið taki að sér rekstur tiltekinna hraðhleðslustöðva fyrir bifreiðar í bæjarfélaginu. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig sveitarfélagið stendur að slíkum ákvörðunum og að um stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kærandi fái afhent þau gögn sem sveitarfélagið hefur afmarkað beiðni hans við. Þá telur nefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Verður því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang afriti af samskiptunum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Ísorku ehf., tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. í tengslum við rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu, dags. 28. júní til 6. júlí 2023. Ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. október 2023, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1180/2024. Úrskurður frá 21. mars 2024 | Óskað var eftir reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti, án þess að upplýsingar um lýsingu á vinnu félagsins væru afmáðar. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og ættu að fara leynt. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að takmarka mætti upplýsingarétt kæranda á þeim grundvelli. Þá taldi nefndin að aðrar takmarkanir ættu að langstærstum hluta ekki við um upplýsingarnar. Ráðuneytinu var því gert að afhenda reikningana. | <p>Hinn 21. mars 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1180/2024 í máli ÚNU 23030008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2023, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 15. febrúar 2023 eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem kæranda hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafnaði beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er gerð krafa um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Í kærunni er tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 14. mars 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 28. mars 2023. Í henni kemur fram að reikningar Íslaga til ráðuneytisins séu 33 talsins. Upplýsingar í þeim sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir voru mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 29. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 17. apríl 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis frá 21. febrúar 2023 að synja kæranda um aðgang að 33 reikningum vegna vinnu fyrirtækisins Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er einnig vísað til 9. gr. sömu laga og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Það séu þó aðeins upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins á borð við fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem kæranda var synjað um aðgang að. Í þeim er vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni eru það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða eru opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hefur að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telur úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002 kemur eftirfarandi fram:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku. Seðlabanki Íslands tók við stöðugleikaeignum fyrir hönd ríkissjóðs frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja í kjölfar setningar laga um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, og breytinga á ákvæði til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Lindarhvoll ehf. annaðist umsýslu stöðugleikaeigna að mestu leyti.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir sem kunna að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar.<br /> <br /> Í þremur reikningum er að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteignsem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá virðast upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Er ráðuneytinu því óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa ber ráðuneytinu að yfirstrika eftirfarandi upplýsingar í reikningum með númerin 0001172, 0001173 og 0001222, og afhenda þá kæranda svo breytta:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í reikningunum er að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljast ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna, þar sem þær eru ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða eru ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Kemur því hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur takmörkunarákvæði laganna í veg fyrir afhendingu reikninganna.</p> <p> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., alla reikninga vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023, þó þannig að yfirstrikaðar séu upplýsingar um heimilisfang á þremur reikninganna á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1179/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Farið var fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023, þar sem ekki hefðu enn borist gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Úrskurðarnefndin taldi að skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum sem leitt gætu til endurupptöku málsins á ólögfestum grundvelli. Var beiðninni því hafnað. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1179/2024 í máli ÚNU 24010007.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. janúar 2024, fór A, f.h. B, fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023. Í beiðninni kemur fram að ekki hafi enn borist nein gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023, laut efni kærunnar að því að B hefðu ekki verið afhent öll gögn máls hennar hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í skýringum barnaverndarþjónustunnar til úrskurðarnefndarinnar kom fram að unnið væri að því að taka saman gögnin fyrir B í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands. Í samræmi við þær skýringar taldi úrskurðarnefndin að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að synja B um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leiðbeindi B um það að þótt ekki væri tekin afstaða til þess í úrskurðinum væri það svo að ef kæra hennar lyti að gögnum í stjórnsýslumáli sem hún ætti aðild að giltu upplýsingalögin ekki um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Jafnframt tiltók nefndin að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls væri fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga væri heimilt að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar væri kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt gengju framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Af beiðni um endurupptöku verður ekki ráðið hvaða atriði skuli leiða til þess að málið sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 skuli tekið upp að nýju. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekar þær leiðbeiningar sem fram komu í fyrri úrskurði nefndarinnar um kæruleiðir í barnaverndarmálum. Í ljósi rökstuðnings kæranda fyrir beiðni sinni um endurupptöku telur nefndin jafnframt tilefni til þess að benda á að í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Sé ákvörðun í máli þannig kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála, verður dráttur á svörum í málinu jafnframt kærður þangað.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, f.h. B, um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1177/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um skýrslu Minjastofnunar Íslands og drög að kostnaðarmati. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1177/2024 í máli ÚNU 24010002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskar eftir skýrslu Minjastofnunar Íslands varðandi kröfur um mótvægisaðgerðir sem metnar eru út frá niðurstöðum fornleifarannsóknar í Miðgerði auk draga að kostnaðarmati. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá er heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ef beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um skýrslu Minjastofnunar o.fl. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða, þar sem sveitarfélagið hefur ekki móttekið beiðni kæranda og þannig ekki haft tækifæri til afgreiða hana, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 22. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1176/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um íbúafjölda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1176/2024 í máli ÚNU 23120009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 6. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um upplýsingar. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það hve margir hefðu búið í Vestmannaeyjum hinn 5. nóvember 2022 og hve margir byggju þar hinn 5. nóvember 2023. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 6. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1175/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Óskað var eftir upplýsingum hjá Reykjavíkurborg um það hvort skólastjóri tiltekins skóla hefði sætt viðurlögum vegna atviks sem varðaði son kæranda. Reykjavíkurborg hafnaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu starfsmannamál sem réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum næði ekki til. Úrskurðarnefndin taldi að gögn í málum um beitingu stjórnsýsluviðurlaga á borð við áminningu teldust varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvörðun Reykjavíkurborgar var því staðfest. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1175/2024 í máli ÚNU 23110017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 22. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar um hvort skólastjóri […]skóla hefði sætt viðurlögum.<br /> <br /> Með erindi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023, lýsti kærandi því að nokkrum mánuðum fyrr hefði hann farið ásamt syni sínum á fund skólastjóra […]skóla til að ræða vanlíðan sonarins í skólanum. Til að ná athygli sonar kæranda hefði skólastjórinn ítrekað tekið um höku hans og sagt honum að horfa í augun á sér. Óskaði kærandi eftir því við skóla- og frístundasvið að atvikið yrði rannsakað af óvilhöllum aðila sem skæri jafnframt úr um hvort skoða bæri atferli skólastjórans sem ofbeldi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds erindis óskaði kærandi hinn 14. september 2023 eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda. Með svari Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, var beiðni kæranda hafnað með vísan til 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2023, var upplýst að erindi úrskurðarnefndarinnar hefði misfarist þar sem það hefði ekki verið áframsent á viðeigandi aðila frá almennu netfangi Reykjavíkurborgar. Nefndin samþykkti beiðni um viðbótarfrest til að skila umsögn um kæruna til 17. janúar 2024.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. janúar 2024. Í henni kemur fram að Reykjavíkurborg túlki beiðni kæranda á þann veg að óskað sé upplýsinga um hvort skólastjórinn hafi sætt viðurlögum í starfi. Mat sveitarfélagsins sé að beiðni kæranda hafi verið afgreidd í samræmi við upplýsingalög.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 2. febrúar 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem hann hefur óskað eftir fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna. Sú takmörkun sem kemur til skoðunar í málinu birtist í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna, þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p> <br /> Í beiðni til Reykjavíkurborgar og kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að hann vilji vita hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda til Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruefnið að ekki sé átt við refsiábyrgð vegna brots í opinberu starfi, sbr. t.d. ákvæði XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, heldur stjórnsýsluviðurlög að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu. Úrskurðarnefndin telur að gögn í málum um beitingu slíkra viðurlaga teljist varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að upplýsingaréttur almennings nái af þeim sökum ekki til þeirra gagna. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.<br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 749/2018 að skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi ákvæðisins. Með vísan til þess er óþarft að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem skólastjóri […]skóla kynni að hafa sætt síðastliðin fjögur ár frá þeim degi sem beiðni kæranda var lögð fram.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 7. gr. sömu laga, sbr. jafnframt 2. mgr. 11. og 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Þá var í ákvörðuninni ekki heldur að finna leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, að synja A um upplýsingar um það hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1178/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um upplýsingar varðandi verktakavinnu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023 og beiðni um úrskurð um nánar tilgreind atriði. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að erindi kæranda hefði verið svarað daginn eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefndinni. Að mati nefndarinnar laut erindi kæranda til ráðuneytisins ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þess. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1178/2024 í máli ÚNU 24010006.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 11. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni er rakið að vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árið 2023 hafi íþróttafélagið ÍBV auglýst eftir verktökum til vinnu á þjóðhátíðinni. Að henni lokinni hafi kærandi óskað eftir upplýsingum hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hversu margar skráningar hefðu borist vegna verktakavinnunnar. Erindi hans hafi verið áframsent til ÍBV. Í framhaldi af því hafi kærandi sent dómsmálaráðuneyti erindi og spurt hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð og hvort ÍBV væri fjárgæslumaður hins opinbera sem sæi um að innheimta opinber gjöld. Ráðuneytið hafi ekki svarað erindi hans.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo væri, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst nefndinni hinn 13. febrúar 2024. Svarinu fylgdu afrit af erindum kæranda til ráðuneytisins vegna málsins, dags. 25. október og 5. desember 2023. Í fyrra erindi kæranda spyr hann ráðuneytið hvort það sé hlutverk ÍBV að skrá verktakafyrirtæki og jafnvel innheimta opinber gjöld af vinnu þeirra. Í síðara erindi kæranda óskar hann eftir úrskurði ráðuneytisins um það hvort ÍBV sé gæsluaðili fjár ríkisins í Vestmannaeyjum, innheimti gjöld og borgi reikninga. Þá óskar hann úrskurðar um hvort framganga Sýslumannsins í Vestmannaeyjum sé boðleg. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að erindum kæranda hefði verið svarað hinn 12. janúar 2024, þ.e. daginn eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 11. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1171/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir gögnum um rafræna hillumiða o.fl. hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að afhending gagnanna myndi skaða samkeppnishagsmuni ÁTVR og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Origo hf. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin vörðuðu ráðstöfun opinberra fjármuna og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim vægju þyngra en hagsmunir Origo af því að þau færu leynt. Þá taldi nefndin að þó svo að fallist yrði á að ÁTVR ætti í samkeppni vörðuðu gögnin ekki svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt þætti að þeir gengju framar upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir ÁTVR að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1171/2024 í máli ÚNU 22090005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. september 2022, kærðu Samtök verslunar og þjónustu synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir einnig ÁTVR) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi sendi erindi, dags. 2. ágúst 2022, til ÁTVR og rakti þar að tilkynning hefði birst á vef Origo hf. hinn 26. júlí sama ár þar sem fluttar hefðu verið fréttir af innleiðingu ÁTVR á SES Imagotag rafrænum hillumiðum í 16 stærstu verslanir stofnunarinnar ásamt handtölvulausn. Óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum ÁTVR um innkaup á umræddum hillumiðum ásamt handtölvulausn og öðrum vörum eða lausnum sem þeim tengdust með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. ÁTVR synjaði beiðninni 5. september 2022 með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ÁTVR með erindi, dags. 5. september 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 19. september 2022, kemur fram að stofnunin telji sér hafa verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna samkeppnishagsmuna ÁTVR sjálfs. ÁTVR vísar einnig til þess að þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að innihaldi mikilvægar upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni Origo og tengist starfsemi tveggja aðila sem báðir starfa á samkeppnismarkaði. Sé stofnuninni því óheimilt að veita aðgang að gögnum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ÁTVR að hagsmunir Origo af því að samkeppnisstaða þeirra njóti sanngjarnar verndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af því að fá aðgang að gögnunum. Sér í lagi í ljósi þess að þau gögn sem um ræðir séu aðeins rúmlega ársgömul og myndi afhending þeirra þar af leiðandi hafa áhrif á núverandi rekstur fyrirtækisins. Enn fremur megi leiða töluverðar líkur að því að afhending upplýsinganna geti haft verðmyndandi áhrif á samkeppnisaðila Origo. Í þeim samningi sem hér sé til skoðunar sé einnig kveðið á um trúnaðarskyldu milli samningsaðila um öll verð og upplýsingar sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 27. sama mánaðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Origo hf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 2. febrúar 2023. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 9. febrúar 2023, er lagst gegn afhendingu samningsins. Í svari Origo hf. er meðal annars rakið að félagið telji einsýnt að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt í máli þessu og þar af leiðandi skuli hafna aðgangi kæranda að samningnum. Samningur Origo hf. og ÁTVR varði rafræna hillumiða sem notaðir séu til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Fáir aðilar bjóði upp á sömu lausn hér á landi og sé félagið Edico ehf. langstærsti aðilinn á markaðnum. Origo hf. sé að stíga sín fyrstu skref á umræddum markaði og enn sem komið er með mjög takmarkaða markaðshlutdeild. Verði samningurinn afhentur muni þriðji aðili fá allar viðeigandi verðupplýsingar og upplýsingar um það hvernig Origo hf. bjóði viðskiptavinum sínum verð í mismunandi þætti þjónustunnar. Með slíkar upplýsingar í höndunum sé auðvelt fyrir samkeppnisaðila Origo hf. að undirbjóða félagið. Afhending á samningnum myndi því án efa skaða hagsmuni félagsins þar sem vitneskja þriðju aðila, þ.m.t. samkeppnisaðila, um verðupplýsingar og upplýsingar um samsetningu þjónustunnar myndi hafa neikvæð áhrif á stöðu félagsins og vera til þess fallið að valda því tjóni.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli ÁTVR og Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli óvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1099/2022. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi ÁTVR og Origo hf. komi fram að fara skuli með öll verð og upplýsingar sem trúnaðarmál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, vegna hagsmuna Origo hf. en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur að Origo hf. leggst gegn afhendingu samningsins, sbr. bréf félagsins frá 9. febrúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þann samning sem ÁTVR afhenti nefndinni en hann telur níu blaðsíður, ber yfirskriftina „Tilboð og samningur um pilot verkefni“ og er dagsettur 14. apríl 2021. Samningurinn geymir upplýsingar um endurgjald ÁTVR fyrir vörur og þjónustu úr hendi Origo.<br /> <br /> Eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningi, sem var gerður árið 2021, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Origo hf. hefur af því að synjað sé um aðgang að samningi félagsins við ÁTVR annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er einnig byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar nr. 1063/2022 og 1162/2023.<br /> <br /> ÁTVR hefur, eins og fyrr segir, vísað til þess að stofnunin eigi í samkeppni við aðila sem hafi leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað og netverslanir en hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum við Origo hf. á grundvelli samkeppnishagsmuna stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. ÁTVR hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningi. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni ÁTVR.<br /> <br /> Þótt fallist yrði á að ÁTVR eigi í samkeppni í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki samningurinn sjálfur né einstök ákvæði hans varði svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er það því afstaða nefndarinnar að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu samningsins með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um samninginn er ÁTVR skylt að veita kæranda aðgang að honum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er skylt að veita Samtökum verslunar og þjónustu aðgang að samningi stofnunarinnar við Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1174/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Kærandi taldi umboðsmann barna ekki hafa svarað erindum sínum efnislega með málefnalegum rökum og gerði þar að auki athugasemd við að erindunum væri svarað nafnlaust. Úrskurðarnefndin taldi að fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna teldust ekki varða fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun í málinu sem væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1174/2024 í máli ÚNU 24010015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu umboðsmanns barna á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi sendi umboðsmanni barna erindi hinn 21. nóvember 2023. Í erindinu tók kærandi dæmi af foreldrum, sem færu sameiginlega með forsjá barns, sem fjárfestu í hlutabréfum fyrir hönd barnsins. Árlega fengi barnið arðgreiðslu vegna hlutabréfaeignarinnar. Óskað var álits embættisins á því fyrirkomulagi að ofgreiddur fjármagnstekjuskattur af arðinum væri endurgreiddur inn á bankareikning foreldris en ekki barnsins sjálfs.<br /> <br /> Í öðru erindi, dags. 24. nóvember 2023, óskaði kærandi álits embættisins á þeim aðstæðum að foreldri, sem fengi endurgreiðslu inn á sinn bankareikning, vildi ekki láta fjármunina barninu í té. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir áliti embættisins á því hvort hitt foreldri barnsins þyrfti að kæra foreldrið til lögreglu fyrir fjárdrátt, og hvort umboðsmaður barna teldi að ráðast þyrfti í lagabreytingar vegna þessa.<br /> <br /> Umboðsmaður barna svaraði kæranda hinn 23. nóvember og 11. desember 2023. Í fyrra svarinu kom fram að það foreldri sem tæki við endurgreiðslu frá Skattinum bæri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að halda fjármunum barnsins aðgreindum frá eigin fjármunum. Í síðara svarinu kom fram að almennt væri þetta fyrirkomulag ekki brot gegn réttindum barnsins og að foreldrar sem færu sameiginlega með forsjá barns skyldu reyna til þrautar að ná sátt um þetta mál með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.<br /> <br /> Kærandi sendi embættinu tvö erindi hinn 19. desember 2023. Í fyrra erindinu voru ítrekaðar beiðnir um álit á því hvort kæra þyrfti foreldrið til lögreglu, og hvort embættið teldi þörf á lagabreytingum. Í síðara erindinu fann kærandi að því að umboðsmaður barna svaraði erindum hans nafnlaust. Óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær og af hvaða tilefni tekin hefði verið ákvörðun um það fyrirkomulag. Umboðsmaður barna svaraði erindunum daginn eftir og kvaðst ekki geta ráðlagt kæranda um kæru til lögreglu. Þá var þakkað fyrir að athygli embættisins væri vakin á málinu og að tekið yrði til skoðunar hvort embættið myndi setja fram ábendingu eða tillögu um úrbætur. Erindum sem beint væri til embættisins gegnum almennt netfang þess væri svarað úr því sama netfangi þar sem nafn starfsmanns kæmi ekki fram.<br /> <br /> Samkvæmt kæru til nefndarinnar vill kærandi vita hvaða starfsmaður umboðsmanns barna svaraði erindum hans. Þá óskar hann eftir því að erindunum verði svarað efnislega með málefnalegum rökum.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki þörf á að veita umboðsmanni barna frest til að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu áður en því yrði ráðið til lykta, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna þar sem óskað er álits embættisins á tilteknum atriðum. Þá vill kærandi vita hvaða starfsmaður embættisins svaraði erindum hans.<br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að fyrirspurnir kæranda í þeirri mynd sem þær voru settar fram teljist hvorki beiðnir um aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál né tilteknum fyrirliggjandi gögnum í vörslum umboðsmanns barna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því lítur nefndin svo á að í málinu hafi ekki verið tekin ákvörðun sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, enda nær kæruheimild samkvæmt ákvæðinu aðeins til þess þegar synjað er beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 16. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1172/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd hefði verið á fundi ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðuneyti hafnaði beiðninni því minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið hefði verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnarinnar. Úrskurðarnefndin taldi efni skjalsins styðja þá skýringu og var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1172/2024 í máli ÚNU 24010017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 18. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, vegna synjunar utanríkisráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 18. janúar 2024 eftir aðgangi að lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd var á fundi ríkisstjórnar Íslands fyrr þann dag. Kærandi óskaði einnig upplýsinga um hver hefði unnið álitið fyrir ráðuneytið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 18. janúar 2024, kom fram að umrædd greining kæmi fram í minnisblaði til ríkisstjórnar, sem var lagt fram af utanríkisráðherra. Minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Beiðninni var því hafnað. Kærandi brást við ákvörðun ráðuneytisins sama dag og tók fram að ekki væri óskað eftir minnisblaðinu heldur sjálfu skjalinu sem innihéldi greininguna. Enn fremur væri óskað upplýsinga um hver hefði unnið greininguna fyrir ráðuneytið og hvort hún hefði verið send á önnur ráðuneyti. Ráðuneytið svaraði kæranda síðar sama dag og kvað greininguna ekki vera sjálfstætt gagn heldur væri hún hluti af minnisblaðinu til ríkisstjórnar. Greiningin hefði verið unnin af ráðuneytinu sjálfu og ekki send til annarra ráðuneyta.<br /> <br /> Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 19. janúar 2024, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 24. janúar 2024. Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að minnisblaði utanríkisráðherra til ríkisstjórnar Íslands sem inniheldur lagalega greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Um rétt kæranda til aðgangs að gagninu fer samkvæmt upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Aðgangur samkvæmt ákvæðinu lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölul. 6. gr. laganna, en utanríkisráðuneyti synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir að undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri, hvort heldur sem það sé á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Í skýringum ráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund. Efni skjalsins styður þær skýringar ráðuneytisins. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 18. janúar 2024, að synja A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að minnisblaði utanríkisráðherra sem var á dagskrá fundar ríkisstjórnar Íslands hinn 18. janúar 2024.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1173/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir athugun dómsmálaráðuneytis á því hvers vegna þinglýstur lóðarleigusamningur fyndist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum. Í kæru kom fram að erindinu hefði ekki verið svarað. Ráðuneytið kvað erindi kæranda ekki hafa borist. Úrskurðarnefndin taldi í samræmi við það að ekki væri hægt að líta svo á að dráttur hefði orðið á afgreiðslu erindis hans, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1173/2024 í máli ÚNU 24010023.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 24. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 21. janúar sama ár, er því lýst að kærandi hafi beðið Sýslumanninn í Vestmannaeyjum um aðgang að nánar tilgreindum þinglýstum lóðarleigusamningi. Embættið hafi kveðið að samningurinn lægi ekki fyrir en bent kæranda á að beina erindi sínu til landeiganda, sem væri Vestmannaeyjabær. Af þessu tilefni hafi kærandi sett sig í samband við dómsmálaráðuneyti og beðið um athugun á því hvers vegna þinglýsingar finnist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og hvort það væru eðlileg vinnubrögð að beina skyldi beiðni um þinglýst gögn til Vestmannaeyjabæjar. Ráðuneytið hefði hins vegar ekki svarað erindi kæranda.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo er, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2024, kom fram að erindi þess efnis sem kærandi tilgreindi væri ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins og virtist því sem það hefði ekki borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefði gert kæranda viðvart um þetta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, leiðir að heimilt er að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni samkvæmt upplýsingalögum. Þá er samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndarinnar ef beiðni um aðgang að gögnum hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Af kæru er ljóst að kærandi telur óhæfilegan drátt hafa orðið á afgreiðslu erindis síns til dómsmálaráðuneytis. Ráðuneytið vísar til þess að erindið finnist ekki í málaskrá þess og að það virðist ekki hafa borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefur gert kæranda viðvart um þetta. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Í gögnum málsins liggur ekki fyrir hvenær erindi kæranda á að hafa verið sent ráðuneytinu, þannig að óljóst er hvort kæruheimild til nefndarinnar byggist á 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga eða 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Þar sem byggja verður á því að erindi kæranda hafi ekki borist ráðuneytinu er ekki hægt að líta svo á að óhæfilegur dráttur hafi orðið á afgreiðslu á erindis hans. Samkvæmt framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 21. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1169/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. í vörslum F fasteignafélags ehf. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að félögin tvö hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga meðan þau voru starfandi. Þá væri F fasteignafélag í slitameðferð og félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á því stæði. Úrskurðarnefndin taldi að það að F fasteignafélag væri í slitameðferð þýddi ekki að félagið væri þar með undanþegið gildissviði laganna. Þá teldust gögn Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu í vörslum F fasteignafélags vera undirorpin upplýsingarétti á grundvelli laganna. Beiðni kæranda var því vísað aftur til F fasteignafélags og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1169/2024 í máli ÚNU 23090011.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 30. ágúst 2023, kærði A synjun F fasteignafélags ehf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru er forsaga málsins rakin. Kærandi bað Seðlabanka Íslands upphaflega um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) og Hildu ehf. Félögin voru stofnuð utan um kröfur, veð og fullnustueignir sem komust í hendur Seðlabankans eftir fall viðskiptabankanna. Bankinn synjaði beiðnum kæranda um aðgang að gögnunum. Sú ákvörðun byggðist á því að það væri ekki Seðlabankans að taka afstöðu til gagnabeiðna sem vörðuðu félögin, því rekstur þeirra hefði verið aðskilinn rekstri Seðlabankans. Kærandi bar ákvörðunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 1079/2022 að bankinn skyldi taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kærandi kveður að gögnum ESÍ og Hildu hafi ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands, þótt slitum félaganna sé lokið. Eftirgrennslan Þjóðskjalasafns hafi leitt í ljós að gögn félaganna væru varðveitt hjá skilanefnd F fasteignafélags, en félagið sé dótturfélag Seðlabankans. Kærandi sendi því beiðni til skilanefndarinnar, dags. 3. apríl 2023, og óskaði eftir:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu sem væru í vörslum skilanefndarinnar.</li> <li>Málalykli/málalyklum til glöggvunar á því hvaða skjöl kynnu að gagnast kæranda. Ef málalykill/málalyklar væru ekki fyrir hendi væri óskað eftir afriti af skjalaskrá félaganna.</li> <li>Öllum gögnum sem vörðuðu fyrirtækið Ukrapteka Ltd., dótturfélög þess og félög sem tekið hefðu við eignum og réttindum og skyldum, og þar með tekið við gögnum sem þeim tengdust.</li> </ol> <p> <br /> Skilanefnd F fasteignafélags svaraði kæranda hinn 21. ágúst 2023. Þar kom fram að F fasteignafélag væri í slitameðferð samkvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu hefðu ekki fallið undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Þegar af þeirri ástæðu væri beiðni kæranda hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefndin hafi þegar tekið efnislega afstöðu til upplýsingaskyldu Seðlabanka Íslands með tilliti til ESÍ og Hildu, sbr. úrskurð nr. 1079/2022. F fasteignafélag sé dótturfélag Seðlabankans þar til slitum ljúki.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt F fasteignafélagi ehf. með erindi, dags. 29. september 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags barst úrskurðarnefndinni hinn 25. október 2023. Í umsögninni er rakið að árið 2019 hafi verið samþykkt að einkahlutafélaginu F fasteignafélagi yrði slitið á grundvelli 85. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Löggilding skilanefndar var staðfest af fyrirtækjaskrá í lok ágúst 2019 og skilanefndin hafi þá tekið við réttindum og skyldum félagsins. Skilanefndin birti auglýsingu um félagsslitin ásamt áskorun lánardrottna um að þeir lýstu kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar. Réttaráhrif slíkrar innköllunar séu hin sömu og við gjaldþrotaskipti á búi einkahlutafélags, sbr. 87. gr. laga nr. 138/1994. Verkefni skilanefndar og meðferð félagsslitanna séu lögákveðin og nefndarmenn ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir einn hluthöfum og lánardrottnum félagsins allt tjón sem þeir kunni að baka þeim með störfum sínum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Skilanefnd sé að jafnaði hvorki háð hluthafafundi né öðrum við framkvæmd starfa sinna. Með vísan til þess að F fasteignafélagi hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 verði að mati skilanefndar, með hliðsjón af lögbundinni meðferð slita félagsins og lögákveðnu verkefni nefndarinnar, ekki séð að skilanefnd félagsins, á meðan á slitameðferð standi, falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að starfsemi ESÍ og Hildu hafi alfarið verið einkaréttarlegs eðlis þrátt fyrir að vera í eigu ríkisins í gegnum Seðlabanka Íslands eða dótturfélög bankans. Félögunum hafi á grundvelli 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, verið veitt undanþága frá gildissviði laganna í nóvember árið 2015. Það sé skýrt, eðli máls samkvæmt, að undanþágan hafi náð til allra gagna sem urðu til á starfstíma félaganna þar til félögunum var slitið árið 2019, en þá hafi undanþágan fallið brott. Beiðni kæranda snúi að gögnum sem hafi orðið til á starfstíma félaganna, meðan þau voru undanþegin gildissviði laganna. Undanþágan eigi við um sjálf gögnin án tillits til þess hvar gögnin sé nú að finna, svo fremi sem gögnin hafi orðið til meðan undanþágan var í gildi. Önnur túlkun á ákvæði 3. mgr. 2. gr. myndi leiða til þess að um leið og gögn sem undanþegin væru gildissviði upplýsingalaga væru afhent öðrum myndu þau missa stöðu sína sem skjöl sem undanþegin væru upplýsingalögum. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins. Því séu þau gögn sem óskað hafi verið eftir undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Loks kemur fram að skilanefnd F fasteignafélags hafi ekki kannað hvort í vörslum hennar væru gögn sem heyrt gætu undir beiðni kæranda, eða tekið afstöðu til þess hvort hann eigi rétt til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 10. nóvember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá skilanefnd F fasteignafélags hinn 8. janúar 2024. Þar er útskýrt að áður en ESÍ og Hilda voru afskráð hafi allar eignir, verkefni og önnur réttindi og nánar tilgreindar skyldur félaganna verið framseldar til F fasteignafélags, sem hafi tekið yfir þau verkefni sem ekki var lokið á þeim tíma. Af þeirri ástæðu hafi gögnum félaganna ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands. Að lokinni slitameðferð og afskráningu F fasteignafélags muni skilanefndin afhenda Þjóðskjalasafni þau gögn sem eru í vörslum félagsins. Slitameðferð félagsins muni ljúka innan tíðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Skilanefnd F fasteignafélags ehf. hafnaði beiðni kæranda með vísan til þess að félögin hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er enn fremur vísað til þess að skilanefndin falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á slitameðferð félagsins stendur.<br /> <br /> Líkt og komið hefur fram er F fasteignafélag ehf. í slitameðferð á grundvelli laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Slitin fara fram með einkaskiptum og í samræmi við ákvæði XIII. kafla laganna um félagsslit hefur verið kosin skilanefnd, sem annast skiptin. Hlutverk skilanefndar er fyrst og fremst að koma eignum í verð, greiða skuldir félags og skipta afgangi á milli hluthafa. Þegar hlutafélagaskrá hefur löggilt skilanefnd tekur hún við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 86. gr. laga nr. 138/1994. Skilanefnd er ekki sjálfstæður lögaðili heldur eining sem kemur fram fyrir hönd félagsins meðan nefndin er að störfum. Af því leiðir að óhjákvæmilegt er að líta svo á að beiðni um aðgang að gögnum sem beint er að skilanefnd félags sé í reynd beint að félaginu sjálfu, enda hefur skilanefndin aðgang að gögnum í vörslum félagsins og er bær til þess að taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin um alla starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Lögin gilda ekki um starfsemi lögaðila sem ráðherra hefur ákveðið samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laganna að skuli ekki falla undir gildissvið laganna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna eru m.a. gjaldþrotaskipti og skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti undanskilin gildissviði laganna.<br /> <br /> Skipti í F fasteignafélagi eru ekki gjaldþrotaskipti þótt tiltekin ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., eigi að hluta við í störfum skilanefndar, sbr. t.d. 4. mgr. 87. gr. og 4. mgr. 88. gr. laga nr. 138/1994. Þá fara skipti í félaginu ekki fram með opinberum skiptum, en þeim er stýrt af skiptastjóra í samræmi við ákvæði laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl. F fasteignafélag ehf. er 100% í eigu Seðlabanka Íslands. Ráðherra hefur ekki ákveðið að félagið skuli vera undanþegið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að F fasteignafélag heyri undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og það að félaginu hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 breyti ekki þeirri niðurstöðu.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Skilanefnd F fasteignafélags styður ákvörðun sína við að beiðni kæranda nái til gagna ESÍ og Hildu sem hafi orðið til meðan félögin voru undanþegin gildissviði upplýsingalaga samkvæmt ákvörðun ráðherra, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Undanþágan nái til sjálfra gagnanna óháð því hvar þau séu geymd.<br /> <br /> Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga getur ráðherra ákveðið að lögaðili samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna sem er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði skuli ekki falla undir gildissvið upplýsingalaga. Í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu í úrskurðum nr. 771/2018 og 808/2019 að það sé lögaðilinn sjálfur sem undanþeginn sé gildissviði upplýsingalaga, ekki einstök gögn í hans vörslum. Þannig sé ekkert sem komi í veg fyrir að óskað sé eftir aðgangi að sömu gögnum hjá öðrum aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga. Þeim aðila sé þá skylt að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, eftir atvikum með hliðsjón af takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings nær samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Í samræmi við athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er ljóst að skilgreining á því hvað teljist fyrirliggjandi gagn hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er víðtæk og að almennt þarf mikið til að koma svo gögn teljist ekki varða starfsemi stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr. laganna.<br /> <br /> Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. og 16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins hafa allar eignir, verkefni, réttindi og nánar tilgreindar skyldur ESÍ og Hildu verið framseldar til F fasteignafélags. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn ESÍ og Hildu sem kunni að vera í vörslum F fasteignafélags teljist vera fyrirliggjandi gögn félagsins í skilningi upplýsingalaga, og að félaginu hafi borið að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar samkvæmt ákvæðum laganna. Það hefur ekki verið gert og er því óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til F fasteignafélags til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, dags. 3. apríl 2023, er vísað til F fasteignafélags ehf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1170/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir kæru Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Beiðninni var hafnað því kæran væri hluti af rannsókn sakamáls og þar með undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að eftirlitið hefði ekki það hlutverk með höndum að rannsaka mál til að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hefði verið viðhöfð. Þá væri ljóst að gagnið hefði orðið til eftir að eftirlitið ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því yrði réttur til aðgangs að gagninu ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1170/2024 í máli ÚNU 23110005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 20. nóvember 2023, kærði A synjun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Kærandi óskaði hinn 17. nóvember 2023 eftir aðgangi að kærunni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur synjaði honum um aðgang að kærunni hinn 20. nóvember sama ár, þar sem hún væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á þeim grundvelli að hún væri hluti af rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar byggir kærandi á því að ákvæðið eigi ekki við í málinu.<br /> <br /> Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur með erindi, dags. 23. nóvember 2023, og eftirlitinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt umbeðnu gagni bárust úrskurðarnefndinni hinn 1. desember 2023. Í henni kemur fram að leitað hafi verið ráðgjafar ráðgjafa um upplýsingarétt almennings um það hvaða gögn málsins bæri að afhenda. Ráðgjafinn hafi tjáð eftirlitinu að úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál væri misvísandi um túlkun á inntaki 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga en að hafa mætti hliðsjón af 6. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem mælti fyrir um sambærilega takmörkun á upplýsingarétti aðila að stjórnsýslumáli. Umboðsmaður Alþingis hafi meðal annars túlkað ákvæðið á þann veg að frá þeim tíma sem eftirlitsstjórnvald, sem að lögum hefði ekki það verkefni með höndum að rannsaka hvort framin hefði verið refsiverð háttsemi, hæfi athugun á málefnum eftirlitsskylds aðila og þar til það tæki ákvörðun um að rétt væri að vísa máli til lögreglu, gæti málið ekki fallið undir takmörkunarákvæðið, sbr. álit umboðsmanns í máli nr. 3309/2001.<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hafi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að veittur skyldi aðgangur að þeim hluta gagna málsins sem hafi orðið til fram að þeim tíma sem tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu. Heilbrigðiseftirlitið telji að kæran sé gagn sem hafi orðið til eftir að tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu, og að hún sé þannig undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindi nefndarinnar samdægurs og kvaðst ítreka fyrri kröfu um aðgang að kærunni. Hinn 14. desember 2023 bárust nefndinni frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur afrit af eftirlitsskýrslum í málinu auk bréflegra samskipta milli eftirlitsins og Vy-Þrifa.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Fyrir liggur að eftirlitið taldi fyrirtækið hafa brotið fjölmörg ákvæði laga um matvæli, nr. 93/1995, og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim. Um væri að ræða alvarleg brot sem gætu hafa ógnað öryggi neytenda og valdið þeim heilsutjóni ef matvælin hefðu ratað til neytenda með beinum eða óbeinum hætti. Ákvað eftirlitið með vísan til 4. mgr. 31. gr. laga nr. 93/1995 að kæra meint brot Vy-Þrifa á matvælalögum til lögreglu.<br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar og sér m.a. um að framfylgja lögum um matvæli og sinnir samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna opinberu eftirliti undir yfirstjórn Matvælastofnunar með framleiðslu og dreifingu matvæla. Heilbrigðisnefnd hefur heimildir til að beita þvingunarúrræðum samkvæmt 30. gr. til 30. gr. c laganna, og skal við meðferð slíkra mála fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga og öðrum reglum stjórnsýsluréttar, sbr. 30. gr. d laganna. Í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur fram að brot gegn ákvæðum laganna og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varði sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum. Í 4. mgr. sömu greinar segir að mál út af brotum samkvæmt greininni skuli sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.<br /> <br /> Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja kæranda um aðgang að kæru til lögreglu er byggð á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem mælt er fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þær reglur sem mæla fyrir um aðgang að rannsóknargögnum sakamáls tryggja almenningi ekki rétt til aðgangs að gögnunum. Þar sem 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þrengir gildissvið laganna og rétt almennings til aðgangs að gögnum mála sem þar er mælt fyrir um verður að leggja til grundvallar að ákvæðið skuli túlkað þröngri lögskýringu. Þannig teljist það að meginstefnu aðeins til rannsóknar sakamáls þegar mál er rannsakað með það að markmiði að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hafi verið viðhöfð og skapa viðhlítandi grundvöll undir ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Ljóst er samkvæmt ákvæðum laga um matvæli að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki það hlutverk með höndum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að sú kæra sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu beri ekki annað með sér en að hafa orðið til eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því verður að líta svo á að aðgangur að kærunni verði ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, og synjun um aðgang að henni þannig ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 20. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1168/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Kærendur óskuðu svara hjá matvælaráðuneyti um það til hvaða ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011, um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, sækti lagastoð sína. Ráðuneytið staðhæfði að ekki lægju fyrir nein gögn sem svöruðu spurningu kærenda. Þeim hefði hins vegar verið leiðbeint um það til hvaða ákvæða væri eðlilegt að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi samkvæmt þessu að kærendum hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum, og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1168/2023 í máli ÚNU 23110009.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 8. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Valþóri ehf. og Skúmi útgerð ehf. vegna afgreiðslu matvælaráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Í kæru er rakið að árið 2011 hafi verið sett reglugerð um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, nr. 477/2011. Í 5. gr. hennar hafi komið fram að reglugerðin væri sett samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997. Kærendur hafi frá árinu 2008 og þar til reglugerðin var sett gert út báta sem voru á lúðuveiðum með haukalóð. Setning reglugerðarinnar hafi haft veruleg áhrif á rekstur þeirra.</p> <p>Kærendur hefðu átt í samskiptum við matvælaráðuneytið í þeirri viðleitni að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í framangreindum lögum reglugerð nr. 477/2011 sækti lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni væri aðeins vísað til laganna með almennum hætti. Sendu kærendur ráðuneytinu fyrirspurn þess efnis hinn 5. apríl 2023. Þeirri fyrirspurn var svarað hinn 2. maí sama ár. Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og sendi ráðuneytið kærendum annað erindi hinn 22. júní 2023. Vísaði ráðuneytið þar til ákvæða í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem horfa mætti til við mat á því hvert reglugerðin sækti lagastoð sína, nánar tiltekið til 8. gr. laga nr. 116/2006 og 1. mgr. 9. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997.</p> <p>Í framhaldi af því áttu sér stað frekari samskipti milli kærenda og ráðuneytisins auk þess sem aðilar funduðu um málið. Daginn eftir fund aðila hinn 27. september 2023 sendi ráðuneytið kærendum tölvupóst þar sem fram kom að ráðuneytið gæti ekki gefið upplýsingar um það nú til hvaða ákvæða hefði verið horft þegar reglugerðin var sett árið 2011, sem haft gæti sama gildi og ef reglugerðin hefði vísað til tiltekinna ákvæða. Það hefði tíðkast á þeim tíma að vísa til laga í heild varðandi lagastoð reglugerða.</p> <p>Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og hinn 31. október 2023 óskuðu kærendur enn á ný eftir svörum við spurningu sinni. Ráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og vísaði til fyrri svara.</p> <p>Kæran var kynnt matvælaráðuneyti með erindi, dags. 18. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 27. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að málið snúist ekki um aðgang að upplýsingum, enda hafi ráðuneytið ekki ákveðið að halda neinum upplýsingum frá kærendum. Kærendur vilji að ráðuneytið búi til nýjar upplýsingar um það hvaða lagagreinar séu lagastoð fyrir reglugerð nr. 477/2011. Ráðuneytið hafi leiðbeint kærendum um það hvaða ákvæði hafi verið til staðar í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem eðlilegt væri að vísa til sem lagastoðar. Þá hefði ráðuneytið upplýst að það gæti ekki gefið skriflega staðfestingu á því sem hefði sama gildi og ef vísað hefði verið til greinanna í reglugerðinni sjálfri. Ráðuneytið hafi ekki ákveðið að synja kærendum um aðgang að gögnum í málinu, enda séu ekki til staðar nein gögn sem synjað hafi verið um afhendingu á.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kærendum með bréfi, dags. 29. nóvember 2023, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta lýtur að viðleitni kærenda til að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um fiskveiðar í landhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011 sæki lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni sé aðeins vísað til laganna með almennum hætti.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Matvælaráðuneyti hefur staðhæft að í ráðuneytinu liggi ekki fyrir nein gögn sem svari spurningu kærenda. Ráðuneytið hafi hins vegar leitast við að leiðbeina kærendum um það til hvaða ákvæða eðlilegt megi teljast að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar, þótt ekki sé hægt að slá því föstu með endanlegum hætti að það séu þau ákvæði sem horft hafi verið til þegar reglugerðin var sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur samkvæmt þessu að kærendum hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til nefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Telji kærendur að reglugerð nr. 477/2011 skorti lagastoð geta þeir að öðrum skilyrðum uppfylltum leitað til umboðsmanns Alþingis eða dómstóla. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Valþórs ehf. og Skúms útgerðar ehf., dags. 8. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1167/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Óskað var eftir upplýsingum hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Ráðuneytið kvað upplýsingarnar ekki liggja fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1167/2023 í máli ÚNU 23110002.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Hinn 1. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, blaðamanni hjá DV, vegna afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Kærandi óskaði með erindi, dags. 27. september 2023, eftir upplýsingum um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Þá var jafnframt óskað eftir sundurliðun sem sýndi hversu marga arfleifendur um ræddi, hversu miklar innistæður á bankareikningum eða beina peninga væri um að ræða, hversu margar fasteignir eða eignarhluta í fasteignum og annars konar verðmæti sem við gæti átt, svo sem listmuni, innbú, hlutabréf, ökutæki og svo framvegis. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig færi með erfðafjárskatt í slíkum tilvikum.</p> <p>Erindi kæranda var ítrekað nokkrum sinnum. Hinn 27. október 2023 barst kæranda svar frá ráðuneytinu þar sem fram kom að málið hefði verið kannað. Ekki væri haldið utan um umbeðnar upplýsingar kerfisbundið með þeirri sundurliðun sem óskað væri eftir. Því væru ekki tiltæk gögn til þess að svara fyrirspurninni.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að til vara sé farið fram á upplýsingar um fjölda arfleifenda á tilgreindu tímabili ásamt heildarfjárhæðum sem runnu í ríkissjóð og eftir atvikum upplýsingar um verðmæti sem ekki hafi verið komið í verð. Til þrautavara sé óskað eftir upplýsingum sem varði fjármuni sem renni í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga, t.d. um verkferla við viðtöku slíks erfðafjár, um verðmatsferlið eða annað sem varpað geti ljósi á afdrif fjórðu erfðarinnar.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytið, sem fari með yfirstjórn opinberra fjár- og efnahagsmála, hafi upplýsingar um tekjur og eignir hins opinbera, sem og um uppruna þeirra. Því liggi í hlutarins eðli að beiðni kæranda hefði verið hægt að svara, að minnsta kosti að hluta til. Þá sé minnt á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda sem og ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um að stjórnvald skuli gefa beiðanda færi á að afmarka beiðni sína nánar áður en henni er vísað frá. Kærandi vísar til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndarinnar þess efnis að gögn geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga þótt það þurfi að afmarka þau eða taka saman, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 1073/2022 og 918/2020, þar sem nefndin hafi rakið að upplýsingar sem vistaðar væru í gagnagrunnum gætu talist fyrirliggjandi ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 8. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þá tiltók nefndin að æskilegt væri að í umsögninni væri því svarað hvort í ráðuneytinu lægju fyrir upplýsingar eða gögn um eigur sem runnið hafa í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga síðastliðin fimm ár frá 27. september 2023, þótt ekki væri haldið utan um þau með kerfisbundnum hætti. Væru upplýsingarnar til óskaði nefndin eftir svörum við eftirfarandi atriðum:</p> <ol> <li>Með hvaða hætti þau væru vistuð í ráðuneytinu, þ.e. hvort þær væri að finna í málaskrá eða öðru kerfi eða gagnagrunni á vegum ráðuneytisins.</li> <li>Hvort þau væru sundurliðuð með þeim hætti sem fram kæmi í beiðni kæranda frá 27. september 2023.</li> <li>Hversu mikla vinnu það myndi útheimta að taka upplýsingarnar eða gögnin saman í samræmi við beiðni kæranda frá 27. september 2023. Æskilegt væri að ráðuneytið lýsti því með eins ítarlegum hætti og unnt væri, svo sem með lýsingu á fjölda aðgerða til að taka þau saman og hve langan tíma það tæki.</li> </ol> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis barst úrskurðarnefndinni sama dag. Þar kom fram að þessar upplýsingar lægju ekki fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við fyrirspurninni. Nefndin sendi ráðuneytinu annað bréf hinn 10. nóvember 2023 og óskaði upplýsinga um hvort ráðuneytið hygðist skila frekari umsögn til nefndarinnar en fram hefði komið í svari ráðuneytisins frá 8. nóvember 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2023, kom fram að ítrekað væri að þessar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.</p> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum í tengslum við 55. gr. erfðalaga, en í ákvæðinu kemur fram að eigi maður engan erfingja renni eigur hans í ríkissjóð. Þá hefur kærandi óskað eftir tiltekinni sundurliðun upplýsinga, svo sem um heildarverðmæti, fjölda arfleifenda og sundurliðun verðmæta eftir tegund þeirra.</p> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti kveður þær upplýsingar sem óskað er eftir ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin fór þess sérstaklega á leit við ráðuneytið að það veitti henni upplýsingar um það hvort upplýsingar um einhver þau atriði sem kærandi tiltók í beiðni sinni lægju fyrir hjá ráðuneytinu, til að gera nefndinni kleift að leggja mat á það hvort ráðuneytinu kynni að vera skylt að taka upplýsingarnar saman. Svör ráðuneytisins við þessu voru afdráttarlaus um það að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis því staðfest.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar fer kærandi fram á upplýsingar umfram það sem fram kom í upphaflegri beiðni til ráðuneytisins, sbr. vara- og þrautavarakröfur. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðurinn varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við ráðuneytið og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. október 2023, er staðfest.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1166/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Óskað var eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort tiltekinn skíðahjálmur væri viðurkenndur við löndun á sama hátt og byggingarvinnuhjálmur. Stofnunin svaraði ekki kæranda og var málinu því vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnueftirlitið taldi að beiðni kæranda rúmaðist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki væri óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin féllst á það að beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1166/2023 í máli ÚNU 23110008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 7. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Vinnuverndarnámskeiðum ehf. þar sem Vinnueftirlitið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. september 2023, var vísað til þess að á námskeiði um áhættumat hefði komið fram af hálfu eins fyrirtækis sem starfaði á sviði löndunar að skíðahjálmar væru betri en klassíski byggingarvinnuhjálmurinn. Óskaði kærandi eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort eftirlitið viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 10. nóvember 2023 og stofnuninni gefinn kostur á að bregðast við henni. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 22. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. nóvember 2023, furðar hann sig á því að stofnunin kjósi að svara erindi sínu ekki efnislega. Kærandi haldi úti öryggisnámskeiðum fyrir nokkur af stærstu útgerðarfélögum landsins og þau hafi óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til þess hvers konar hjálma megi nota við löndun. Vinnueftirlitið eigi að svara málefnalega spurningum um öryggismál sem brenni á fyrirtækjum landsins.</p> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu Vinnueftirlitsins á því að ekki lægju fyrir hjá stofnuninni gögn sem innihéldu upplýsingar um það hvort stofnunin viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun. Í svari Vinnueftirlitsins, dags. 4. desember 2023, kom fram að gögn sem innihéldu þær upplýsingar fyndust ekki í málaskrá stofnunarinnar.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í umsögn Vinnueftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum heldur sé óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin getur fallist á þá skýringu Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur sé óskað eftir upplýsingum um það hvort stofnunin viðurkenni tiltekinn hjálm sem vísað var til í erindi kæranda til notkunar við löndun. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 7. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1165/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi gerði kröfu um að fá afhent gögn máls hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í svari barnaverndarþjónustunnar kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt tilteknum verklagsreglum. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti barnaverndarþjónustan að unnið væri að því að taka gögnin saman fyrir kæranda. Nefndin taldi því að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1165/2023 í máli ÚNU 23110005.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 2. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A lögfræðingi, f.h. B, í tilefni af því að barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands afhenti kæranda ekki gögn.</p> <p>Með erindi, dags. 25. október 2023, var f.h. kæranda óskað eftir öllum gögnum máls hennar hjá barnaverndarþjónustunni. Erindið var ítrekað tveimur dögum síðar. Í svari barnaverndarþjónustunnar, dags. 27. október 2023, kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt verklagsreglum samstarfssveitarfélaga í barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, um afhendingu gagna um persónuupplýsingar. Erindi kæranda var ítrekað hinn 30. október 2023 með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Þar kom fram að ef gögnin yrðu ekki afhent í síðasta lagi daginn eftir yrði málinu vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála. Þá var óskað afhendingar á samningi um umgengni sem kæranda hefði verið sagt að gerður hefði verið við hana.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er þess krafist með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að kæranda verði afhent þau gögn sem óskað var eftir. Kærandi sé aðili að málinu og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands með erindi, dags. 10. nóvember 2023, og barnaverndarþjónustunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að barnaverndarþjónustan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 24. nóvember 2023. Þar kemur fram að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Unnið sé nú að því að taka saman gögnin, í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands, til að tryggja örugga úrvinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Óþarft er að rekja nánar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands hefur staðhæft að beiðni kæranda hafi ekki verið synjað og að unnið sé að því að taka saman gögnin. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í fyrirliggjandi kæru kemur fram að kærandi sé aðili að því máli/málum sem hún hafi óskað aðgangs að hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort kæran lúti að gögnum í stjórnsýslumáli sem kærandi hafi aðild að, en bendir af þessu tilefni á að samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um að synja aðila máls um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá bendir nefndin einnig á að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls er fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, líkt og kærandi hefur sjálfur bent á í samskiptum við barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt ganga framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A f.h. B, dags. 2. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1164/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að símtali við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, þar sem óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu vegna kæranda, sem væri mættur í jarðarför óvelkominn. Ríkislögreglustjóri taldi að réttur kæranda byggðist á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en að 3. mgr. sömu greinar kæmi í veg fyrir að honum yrði veittur aðgangur að símtalinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi hefði hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Féllst nefndin því á rétt kæranda til aðgangs að símtalinu. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1164/2023 í máli ÚNU 22110005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. nóvember 2022, kærði A synjun embættis ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn.</p> <p>Með símtali til Neyðarlínunnar hinn […] klukkan 16:36 var óskað eftir aðstoð lögreglu og mun fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa tekið við símtalinu stuttu seinna. Í svonefndri dagbók lengri frá lögreglustjóranum á […] vegna málsins er skráð að klukkan 16:40 umræddan dag hafi verið óskað eftir aðstoð vegna kæranda sem hafi verið mættur óvelkominn í jarðarför. Af dagbókinni verður ráðið að lögreglumenn hafi rætt við kæranda og aðra hlutaðeigandi aðila og úr hafi orðið að kærandi hafi ekki verið viðstaddur athöfnina sem um ræddi.</p> <p>Með tölvupósti til lögreglustjórans á […], dags. 21. júlí 2022, óskaði kærandi eftir afriti af samtali tilkynnanda við lögregluna og skýrslu lögreglumannanna sem hefðu komið á vettvang. Starfsmaður lögreglunnar svaraði póstinum 27. júlí sama ár og tók fram að ekki hefði verið gerð eiginleg skýrsla heldur einungis stutt bókun um verkefnið. Væru upptökur af samtölum til staðar væru þær ekki afhentar málsaðilum. Hinn 16. ágúst 2022 afhenti lögreglustjórinn kæranda útprentun af dagbókarfærslum lögreglu í málinu þar sem felldar höfðu verið á brott persónugreinanlegar upplýsingar um aðra einstaklinga en hann sjálfan. Beiðni um afhendingu samtals tilkynnanda við lögreglu var framsend ríkislögreglustjóra.</p> <p>Með tölvupósti til ríkislögreglustjóra, dags. 26. ágúst 2022, óskaði kærandi eftir að fá nákvæmt afrit eða upptöku af beiðni þess aðila sem óskað hefði eftir íhlutun lögreglunnar á […] gagnvart honum. Kærandi ítrekaði beiðni sína þó nokkrum sinnum en var loks synjað um aðgang að tilkynningunni hinn 3. nóvember 2022. Í svarinu kom fram að aflað hefði verið afstöðu tilkynnanda og að hann legðist gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji mikilvægt að hann fái afrit af símtalinu, annars vegar þar sem hann telji sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hafi afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti, og hins vegar til að leggja mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi tilkynnanda og komið nánast eins og skot eftir að innhringing hafi átt sér stað til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fyrir liggi hver sé tilkynnandi og því sé ekki um að ræða að koma þurfi í vegi fyrir að það upplýsist.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embætti ríkislögreglustjóra léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 15. nóvember 2022 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.</p> <p>Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að gagnabeiðni kæranda lúti að því að fá afhent afrit, hljóðrit og endurrit, símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri telji að um beiðni kæranda fari samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum, enda upplýsingar í tilkynningu sem varði hann sérstaklega. Á hinn bóginn standi einkahagsmunir tilkynnanda í vegi fyrir afhendingu gagnanna, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þeir séu mun ríkari en hagsmunir kæranda. Afstaða ríkislögreglustjóra sé sú að hagsmunir tilkynnanda og hinnar látnu vegi þyngra en þeir hagsmunir sem kærandi hafi af því að hlusta á og fá afrit af símtalinu.</p> <p>Umsögn embættis ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 22. nóvember sama ár. </p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðriti og endurriti símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Af gögnum málsins verður ráðið að tilkynnandi hafi hringt í neyðarnúmerið 112 þann […] klukkan 16:36 og að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi tekið við símtalinu stuttu seinna. Með símtalinu óskaði tilkynnandi eftir aðstoð lögreglu í tengslum kveðjuathöfn móður sinnar. Lögreglan mætti á vettvang og í kjölfar samskipta við hlutaðeigandi aðila varð úr að kærandi var ekki viðstaddur kveðjuathöfnina. Í samræmi við málatilbúnað kæranda beinist úrskurður þessi að símtali því sem fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra.</p> <p>Ríkislögreglustjóri byggði afgreiðslu málsins á 14. gr. upplýsingalaga. Þar sem símtalið sem óskað er afrits af fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem tók við símtalinu af vaktstöð samræmdrar neyðarsvörunar, eiga lög nr. 40/2008, um samræmda neyðarsvörun, og reglugerð nr. 570/1996, um framkvæmd samræmdrar neyðarsvörunar, ekki við um þau samskipti sem óskað er aðgangs að í málinu. Þá er hvorki í lögreglulögum, nr. 90/1996, né reglugerð um fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, nr. 335/2005, sem sett er með stoð í lögunum, að finna ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um efni samskipta tilkynnanda við fjarskiptamiðstöðina. Þá liggur fyrir að engir eftirmálar urðu af aðgerðum lögreglunnar og varða gögnin því ekki rannsókn sakamáls eða saksókn samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að þessu og öðru framangreindu gættu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér bæði endurrit og hljóðrit símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar er ljóst að símtalið varðar kæranda sjálfan enda er tilefni símtalsins að óska aðstoðar lögreglu vegna hans og er kærandi þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ríkislögreglustjóri styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Hefur ríkislögreglustjóri vísað til þess að símtölin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni tilkynnanda og hinnar látnu sem vegi þyngra en hagsmunir kæranda.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.</p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p>Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri leitaði eftir afstöðu tilkynnanda sem lagðist gegn því að umbeðin gögn yrðu afhent kæranda en líkt og kemur fram í fyrrgreindum athugasemdum er þetta þó ekki ein og sér nægjanleg ástæða til að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Aðgangur kæranda að símtalinu verður því aðeins takmarkaður ef einkahagsmunir annarra, af því að efni símtalsins fari leynt, vega þyngra en hagsmunir hans af því að geta kynnt sér efni þess.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar má fallast á með ríkislögreglustjóra að símtalið hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi ber þess að geta að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016, 703/2017 og 1071/2022. Á móti framangreindu er til þess að líta að símtalið tengist vilja kæranda til þátttöku í kveðjuathöfn vegna einstaklings sem hann tengdist fjölskylduböndum annars vegar og hins vegar að símtalið varð kveikjan að því að lögreglan hafði afskipti af kæranda. Telja verður að kærandi hafi hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Loks liggur fyrir að kærandi hefur frá upphafi vitað hver tilkynnandi var. Að framangreindu gættu og með hliðsjón af efni símtalsins er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda að aðgangi að símtali tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegi þyngra en þeir andstæðu einkahagsmunir sem eru undir í málinu. Verður því fallist á rétt kæranda til aðgangs að endurriti af umbeðnu símtali.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Embætti ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda, A, aðgang að afriti símtals til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem kæranda varðar og fram fór […].</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1163/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi óskaði eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundi sveitarstjórnar sveitarfélags. Sveitarfélagið kvað gögnin aðeins hafa verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Þau teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hefði kærandi rýmri rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 28. gr. sveitarstjórnarlaga en samkvæmt upplýsingalögum. Ákvörðun sveitarfélagsins yrði þannig ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1163/2023 í máli ÚNU 22110003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 4. nóvember 2022, kærði A synjun […]bæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október sama ár. Efni fundarins var bygging […]mannvirkis […] og fundinn sátu oddvitar meirihluta bæjarstjórnar, bæjarstjóri, byggingar- og mannvirkjafulltrúi, verkfræðingur […] og arkitekt […].</p> <p>Bæjarstjóri […]bæjar svaraði erindinu samdægurs og afhenti kæranda fundargerð af fundinum. Sú fundargerð var lögð fram á fundi bæjarráðs hinn 20. október 2022. Í umræðum á fundinum óskaði kærandi að nýju eftir þeim gögnum sem kynnt hefðu verið. Hinn 27. október 2022 óskaði kærandi enn eftir sömu gögnum en fékk það svar frá bæjarstjóra […]bæjar samdægurs að engin frekari gögn lægju fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sama dag óskaði kærandi eftir gögnunum frá […]. Í svari […], dags. sama dag, kom fram að öll dreifing gagna væri á ábyrgð bæjarstjóra. Svarinu fylgdu engin gögn.</p> <p>Á fundi bæjarráðs, dags. 3. nóvember 2022, lagði kærandi fram fyrirspurn og óskaði enn eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundinum hinn 6. október sama ár. Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu þá fram bókun þess efnis að tillögur hefðu verið kynntar á fundinum en engin gögn lögð fram.</p> <p>Kærandi telur að sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn […]bæjar eigi hann rétt til aðgangs að þessum gögnum með vísan til samþykkta um stjórn bæjarins auk sveitarstjórnarlaga.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt […]bæ með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn […]bæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 21. nóvember 2022. Í umsögninni kemur fram að á fundinum hinn 6. október 2022 hafi aðeins verið gerð grein fyrir þeim gögnum sem tilgreind væru í fundargerðinni en gögnin ekki afhent sveitarfélaginu þar sem þau væru enn í vinnslu hjá […]. Til stæði að […]bær fengi gögnin afhent þegar þau væru tilbúin. Gögnin teljist því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá leiki vafi á því hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðarvald varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, þar sem innviðaráðuneytinu sé ætlað að skera úr um rétt eða skyldu þeirra sem lúta eftirliti þess samkvæmt lögunum.</p> <p>Umsögn […]bæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október 2022 í tilefni af byggingu […]mannvirkis. […]bær kveður gögnin ekki hafa legið fyrir þegar kærandi óskaði eftir þeim, þar sem þau hefðu aðeins verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Kærandi telur að gögnin hljóti að hafa legið fyrir og vísar til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hjá […]bæ eigi hann rétt til aðgangs að gögnum hjá sveitarfélaginu samkvæmt samþykktum um stjórn […]bæjar og sveitarstjórnarlögum.</p> <p>Í 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er mælt fyrir um rétt til aðgangs að gögnum og þagnarskyldu:</p> <blockquote> <p>Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn.<br /> Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.<br /> Sveitarstjórn skal í samþykkt um stjórn sveitarfélags mæla nánar fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá afhent afrit gagna sem falla undir 1. mgr. og um fyrirkomulag og framkvæmd aðgangs að skrifstofu og stofnunum sveitarfélags skv. 2. mgr.<br /> Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.</p> </blockquote> <p>[…]bær hefur útfært rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum í 20. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins. Er þar meðal annars í 2. mgr. kveðið á um málsmeðferð þegar beiðni er lögð fram og í 3. mgr. segir að séu gögn undanþegin upplýsingarétti almennings sé óheimilt að taka af þeim afrit og fara með þau af skrifstofu, sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nema að höfðu samráði við bæjarstjóra eða viðkomandi yfirmann.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga hefur ráðherra eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt lögunum og öðrum löglegum fyrirmælum. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna er aðila máls heimilt að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna.</p> <p>Kærandi er sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn […]bæjar. Ákvæði 28. gr. sveitarstjórnarlaga veita honum rýmri rétt en hann hefur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga til aðgangs að gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja í stjórnsýslu […]bæjar og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ákvæðið beri að skoða í þessu samhengi sem sérákvæði gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun […]bæjar gagnvart kæranda verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur til þess ráðherra sem fer með málefni sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 111. gr. laganna. Verður því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 4. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1162/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefði gert um rekstur á happdrættisvélum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á 2. málsl. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að samningarnir teldust ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands og að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga stæði aðgangi kæranda þannig ekki í vegi. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt gögnin vörðuðu að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands fælu þau ekki í sér upplýsingar sem væru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni ef veittur yrði aðgangur að þeim. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert skylt að afhenda kæranda samningana. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1162/2023 í máli ÚNU 23020004.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. febrúar 2023, kærði A lögmaður, f.h. Catalina ehf., afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 27. febrúar og 29. september 2020 eftir upplýsingum frá Happdrætti Háskóla Íslands um þær forsendur sem bjuggu að baki ákvörðunum varðandi þóknunarhlutfall í þjónustusamningum happdrættisins við rekstraraðila um rekstur Gullnámuhappdrættisvéla á veitingastöðum og hverju það sætti að þóknunarhlutfallið væri ekki það sama gagnvart öllum rekstraraðilum sem sömdu við Happdrætti Háskóla Íslands um rekstur slíkra véla.</p> <p>Með bréfum, dags. 26. mars og 29. september 2020, veitti Happdrætti Háskóla Íslands kæranda upplýsingar um helstu samningsmarkmið þess og sjónarmið um þóknunarhlutföll við gerð samninga við rekstraraðila um rekstur happdrættisvéla en taldi sig ekki geta orðið frekar við beiðnum kæranda með vísan til þess að þær sneru að öðru leyti að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila.</p> <p>Með erindi til Happdrættis Háskóla Íslands, dags. 19. desember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:</p> <ol> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afrit af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Tekið var fram í beiðninni að kærandi gerði ekki athugasemdir við það að strikað yrði yfir nöfn rekstraraðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem erindinu hafði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 7. febrúar 2023.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Happdrætti Háskóla Íslands með erindi, dags. 8. febrúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 16. febrúar 2023, synjaði Happdrætti Háskóla Íslands beiðni hans og var erindið jafnframt gert að umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er m.a. tekið fram hvað varði fyrstu tvo liðina í beiðni kæranda að happdrættið hafi hvorki samið skilmála um hvar happdrættisvélum sé komið fyrir né skilmála um þóknanir rekstraraðila og geti því ekki orðið við beiðni um afrit af slíkum skilmálum. Þriðja lið beiðninnar svarar Happdrætti Háskóla Íslands á þá leið að fyrirliggjandi samningar hafi verið gerðir við samkeppnisaðila kæranda, þeir séu einkaréttarlegs eðlis og efni þeirra ekki opinbert. Þá lúti beiðni kæranda að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila, einkum þeim viðskiptakjörum sem Happdrættis Háskóla Íslands hafi tryggt sér í samningum við þessa seljendur. Afhending Happdrættis Háskóla Íslands á slíkum rekstrarsamningum sé skýrt brot á skyldum þess gagnvart þessum rekstraraðilum og myndi engu breyta þótt strikað yrði yfir heiti rekstraraðila í þeim samningum. Þá fæli slík afhending í sér að kæranda yrðu afhentar viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni aðila sem standi í beinni samkeppni við hann og komi afhendingin einnig niður á hagsmunum Happdrættis Háskóla Íslands af að tryggja einkaréttarlega hagsmuni sína til hagstæðra viðskiptakjara í frjálsum samningum við slíka aðila.</p> <p>Jafnframt sé Happdrætti Háskóla Íslands í beinni samkeppni við annan kaupanda sambærilegrar rekstrarþjónustu, Íslandsspil sf., sem reki áþekkar vélar. Sem kaupandi þjónustunnar standi Happdrætti Háskóla Íslands því með viðskiptum sínum við seljendur rekstrarþjónustu í beinni samkeppni við annan kaupanda slíkrar þjónustu. Happdrætti Háskóla Íslands sé því einnig heimilt á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að takmarka aðgengi almennings að umræddum gögnum. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 20. febrúar 2023, rakti úrskurðarnefndin að ekki væri ástæða fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu í ljósi þess að kæran hefði lotið að töfum á afgreiðslu og að beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Gaf úrskurðarnefndin kæranda þó kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum stæði vilji hans til þess að málið yrði tekið til úrskurðar sem og hann gerði með athugasemdum 15. mars 2023.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er rökstuðningi Happdrættis Háskóla Íslands mótmælt. Kærandi tekur fram að aðalatriðið sé að hann fái aðgang að öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hafi gert um rekstur happdrættisvéla en markmiðið sé að sjá hvort jafnræðis hafi verið gætt í samningunum. Aðilar sem séu með happdrættisvélar frá Happdrætti Háskóla Íslands fái greidda þóknun fyrir að reka vélarnar og þóknunin sé tiltekið prósentuhlutfall af brúttóveltu. Happdrætti Háskóla Íslands sé skylt að gæta jafnræðis og rekstraraðilar eigi því að fá sömu þóknun. Umbeðin gögn séu nauðsynleg svo unnt sé að leggja mat á hvort kæranda hafi verið mismunað og hversu mikil mismununin sé þá. Kærandi telji sig eiga skýran rétt til þess að fá aðgang að umræddum gögnum enda falli Happdrætti Háskóla Íslands undir upplýsingalög, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1043/2021.</p> <p>Athugasemdir kæranda voru kynntar Happdrætti Háskóla Íslands með bréfi, dags. 21. mars 2023. Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands bárust úrskurðarnefndinni hinn 3. apríl 2023. Í athugasemdunum bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að ef kærandi fái afrit af samningum við samkeppnisaðila sína þá fái hann augljóslega upplýsingar um öll þau viðskiptalegu atriði sem gildi í samningssambandi þessara rekstraraðila við Happdrætti Háskóla Íslands. Viðskiptakjör og önnur umsamin ákvæði í samningunum séu óumdeilanlega upplýsingar sem snúi beinlínis að samkeppni þessara aðila á þeim markaði sem þeir starfi á. Því myndi afhending allra þessara samninga hafa mjög mikil áhrif á samkeppni og væri kærandi með því settur í óeðlilega sterka samningsstöðu.</p> <p>Hvað varðar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að lykilatriði við mat á því hvort almannahagsmunir séu fyrir hendi sé hvort samkeppni hins opinbera aðila sé á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Óumdeilanlegt sé að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. eigi í samkeppni á samkeppnismarkaði. Svo bein sé þessi samkeppni að í sumum tilvikum hýsi rekstraraðila bæði vélar frá Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. Þá sé Íslandsspil sf. ekki skyldugt til að gefa upplýsingar um stöðu sína, svo sem að veita aðgang að samningum sínum við rekstraraðila félagsins. Hér sé því um að ræða þá aðstöðu sem 4. tölul. 10. gr. laganna sé sérstaklega ætlað að taka til en skylda til að opinbera efni rekstrarsamninga Happdrættis Háskóla Íslands myndi skaða samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raska þeim almannahagsmunum sem felist í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands voru kynntar kæranda með bréfi, dags. 11. apríl 2023, og bárust lokaathugasemdir kæranda nefndinni 21. sama mánaðar.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu hlutaðeigandi fyrirtækja til afhendingar fyrirliggjandi samninga, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindum 31. ágúst 2023. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum 8. og 27. september 2023, annað fyrirtækið lagðist gegn afhendingu samnings þess við Happdrætti Háskóla Íslands en hitt benti á að allur veitingarrekstur fyrirtækisins, þ.m.t. samningar við Happdrætti Háskóla Íslands, hefði verið seldur á árinu 2018. Ekki bárust önnur skrifleg viðbrögð við erindum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um rekstur happdrættisvéla Happdrættis Háskóla Íslands. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Upplýsingalög, nr. 140/2012, taka samkvæmt 2. gr. til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með nánar tilgreindum takmörkunum. Um Happdrætti Háskóla Íslands gilda samnefnd lög nr. 13/1973 og reglugerð nr. 500/2020. Í 1. gr. reglugerðarinnar segir að Happdrætti Háskóla Íslands sé sjálfstæð stofnun í eigu Háskóla Íslands, sem er opinber stofnun samkvæmt lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er vísað til þess að hvorki séu til skilmálar um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir né um þóknanir rekstraraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að rengja þessar upplýsingar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við framangreint eru ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem eru tilgreind í liðum 1 og 2 hér að framan. Verður því að vísa kærunni frá að því marki sem hún lýtur að aðgangi að þessum gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Eftir stendur þriðji liður kærunnar en þar óskar kærandi eftir afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að upplýsingum um nöfn viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands. Tekur nefndin því í úrskurðinum ekki afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum eða öðrum atriðum í samningunum sem gætu gefið til kynna hver viðsemjandinn er.</p> <p>Synjun Happdrættis Háskóla Íslands er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p>Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál samningana sem beiðni kæranda lýtur að. Um er að ræða 22 samninga sem eiga það sammerkt að varða rekstur á happdrættisvélum undir nöfnunum Gullnáman og/eða Gullregn. Á meðal samninganna eru tveir samningar sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert við sama einkaaðila og samningur við kæranda, sem hann hefur þegar undir höndum. Elsti samningurinn er dagsettur 29. nóvember 1996 og sá yngsti 2. september 2020.</p> <p>Í öllum samningunum er að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir það að hýsa og sjá um happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands en þessar greiðslur eru í sumum samningum nefndar umboðslaun. Ákvæði samninganna um þóknanir eiga það öll sameiginlegt að ekki er kveðið á um sérstaka upphæð heldur er stuðst við viðmið, það er ákveðið prósentuhlutfall sem er í langflestum tilvikum reiknað af brúttóveltu happdrættisvélanna sem rekstraraðilinn hýsir og hefur umsjón með. Önnur ákvæði samninganna eru að mestu leyti almenns eðlis en í samningunum er meðal annars mælt fyrir um skyldur rekstraraðila í tengslum við rekstur happdrættisvélanna, skiptingu einstakra kostnaðarliða á milli samningsaðila, hvernig skuli standa að greiðslu vinninga og tæmingu happdrættisvélanna o.fl.</p> <p>Fyrir liggur að upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum eru upplýsingar um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki að sjálfkrafa sé rétt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda skuli upplýsingunum leyndum. Til þess er að líta að upplýsingar um greiðslur vegna kaupa opinbers aðila á þjónustu varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Það er mat nefndarinnar, eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningum, að samningarnir teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi einkaaðila og að 9. gr. upplýsingalaga standi þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Er í því samhengi vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending samninganna kynni að valda einkaaðilunum tjóni. Þá hefur hvorki Happdrætti Háskóla Íslands né sá eini einkaaðili sem svaraði bréfi nefndarinnar lýst með hvaða hætti afhending samninganna muni skaða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Í þessu sambandi verður að benda á að almenn skírskotun til þess að í samningunum sé að finna viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni getur ein og sér ekki réttlætt að vikið sé frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga á grundvelli undantekningarreglu 9. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndinni þykir rétt að benda á að vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti haft áhrif samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að raska samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélaga. Það sjónarmið verður þó, eins og fyrr segir, að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Happdrætti Háskóla Íslands hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum samningum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur einnig byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gætu skaðað samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raskað þeim almannahagsmunum sem felast í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p>Þá segir enn fremur í athugasemdunum:</p> <blockquote> <p>Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.</p> </blockquote> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands byggir synjun sína á því að um sé að ræða samkeppnisrekstur og vísar því til stuðnings í álit samkeppnisráðs dags. 9. maí 2000. Kærandi hefur byggt á því að samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands sé rekstur happdrættisvélanna háður einkaleyfi og eðlisólíkur rekstri söfnunarkassa Íslandsspila sf. með þeim afleiðingum að engin eða mjög takmörkuð samkeppni sé milli Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 13/1973 er ráðherra heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar happdrættis með skilyrðum sem þar er nánar greint frá. Í 2. mgr. 1. gr. sömu laga kemur fram að ráðherra sé enn fremur heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar skyndihappdrættis með peningavinningum, svo og peningahappdrættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti. Í 3. mgr. 1. gr. kemur svo fram að ráðherra geti heimilað að við starfsemi samkvæmt 1. og 2. mgr. séu notaðar sérstakar happdrættisvélar þannig að þátttaka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða. Þá segir að ráðherra setji með reglugerð nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með þeim o.fl.</p> <p>Á grundvelli 3. mgr. 1. gr. hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð nr. 455/1993, um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands. Í 1. og 2. gr. reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. breytingarreglugerðar nr. 529/2001, er kveðið á um að Happdrætti Háskóla Íslands reki sérstakt peningahappdrætti undir heitunum Gullnáman og Gullregn og að rekstur happdrættisins skuli byggður á notkun sjálfvirkra happdrættisvéla. Eins og áður hefur verið rakið lúta fyrirliggjandi samningar að rekstri þessara happdrættisvéla.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1973 er bannað, á meðan Happdrætti Háskóla Íslands starfar, að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að versla með eða hafa á boðstólum miða erlendra happdrætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá. Þó getur ráðherra samkvæmt ákvæðinu veitt undanþágu að því er kemur til happdrættis, sem stofnað er til í góðgerðarskyni einungis, og þó með skýrum takmörkum, t.d. fyrir eitt sveitarfélag, og aldrei nema um ákveðinn tíma, lengst eitt ár.</p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 73/1994, um söfnunarkassa, kemur fram að ráðherra sé heimilt að veita Íslenskum söfnunarkössum (ÍSK), félagi í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar, Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann og Slysavarnarfélags Íslands, leyfi til að starfrækja söfnunarkassa með peningavinningum. Í 1. mgr. 2. gr. laganna segir meðal annars að með söfnunarkössum í skilningi laganna sé átt við handvirka og/eða vélræna söfnunarkassa sem ekki séu samtengdir og í séu settir peningaframlög er jafnframt veiti þeim sem þau leggja fram möguleika á peningavinningi, allt að ákveðinni fjárhæð. Í 4. gr. laganna kemur fram að ráðherra setji í reglugerð, að fengnum tillögum stjórnar Íslenskra söfnunarkassa, nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir söfnunarkassa o.fl. Þessi reglugerð hefur verið sett og er hún nr. 320/2008, um söfnunarkassa, en þar kemur meðal annars fram að félaginu Íslenskum söfnunarkössum sé heimilt að reka starfsemi sína undir heitinu Íslandsspil. Þá kemur fram í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar að söfnunarkassi Íslandsspila skuli vera sjálfstæð eining, hvorki sambyggð við aðrar spilavélar né samtengd öðrum spilavélum, og megi ekki mynda sameiginlegan vinningspott með öðrum vélum eða spilakerfum.</p> <p>Í 7. gr. reglugerðarinnar er auk þess mælt fyrir um hámarksfjárhæðir vinninga í söfnunarkössum Íslandsspila sf. sem geti að hámarki verið 300.000 krónur á vínveitingastöðum og spilasölum en 20.000 krónur á öðrum stöðum þar sem heimilt er að reka söfnunarkassanna. Ekki verður séð að vinningsfjárhæðir í happdrættisvélum Happdrættis Háskóla Íslands séu undirorpnar sambærilegum reglum um hámarksfjárhæðir vinninga en á heimasíðu Happdrættis Háskóla Íslands kemur fram að hámarksvinningur í þeim happdrættisvélum sem eru reknar undir nafninu Gullnáman geti orðið 17 milljónir króna.</p> <p>Í áliti samkeppnisráðs frá 9. maí 2000 var meðal annars lagt til grundvallar að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. störfuðu bæði á happdrættismarkaðnum. Þá verður ráðið af framangreindum ákvæðum laga nr. 13/1973 og 73/1994 og reglugerðum settum samkvæmt þeim lögum að bæði Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. sé heimilt að reka rafræna spilakassa sem greiða út peningavinninga þó ólíkar reglur gildi um fjárhæðir þeirra vinninga. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að draga í efa staðhæfingar Happdrætti Háskóla Íslands að á stöðum sumra rekstraraðila sé bæði að finna söfnunarkassa Íslandsspila sf. og happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands.</p> <p>Að virtum framangreindum atriðum þykir mega leggja til grundvallar að samkeppni sé á milli Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands þótt ekki verði fullyrt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum hversu virk sú samkeppni sé. Þarf því að taka til skoðunar hvort samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi rétti almennings til aðgangs að upplýsingum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, svo sem fyrr segir, yfirfarið þá samninga sem Happdrætti Háskóla Íslands afhenti nefndinni en þar er meðal annars að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir að sjá um og hýsa happdrættisvélarnar. Eins og lagaumgjörð Happdrættis Háskóla Íslands er háttað og með hliðsjón af því sem að framan er rakið er það mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt umbeðin gögn varði að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands þá feli þau ekki í sér upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni verði almenningi veittur aðgang að þeim.</p> <p>Í því sambandi verður að leggja áherslu á að hvorki samningarnir sjálfir né einstök ákvæði þeirra varða svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Happdrætti Háskóla Íslands hefur ekki lýst því fyrir nefndinni hvaða áhrif birting þessara upplýsinga kunni að hafa á samkeppnishagsmuni þess. Telur nefndin því ekki að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að þeir standi framar rétti almennings til aðgangs að samningunum. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreinda samninga er Happdrætti Háskóla Íslands því skylt að veita kæranda aðgang að öllum samningunum sem stofnunin hefur afhent nefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Happdrætti Háskóla Íslands ber að veita kæranda, Catalina ehf., aðgang að eftirtöldum samningum:</p> <ol> <li>Samningur við A ehf., ódags.</li> <li>Samningur við B ehf., dags. 4. apríl 2017.</li> <li>Samningur við C ehf., dags. 15. júní 2019.</li> <li>Samningur við D ehf., dags. 1. apríl 2010.</li> <li>Samningur við E ehf., dags. 1. október 2019.</li> <li>Samningur við F ehf., dags. 4. maí 2009.</li> <li>Samningur við G ehf., dags. 13. júní 2018.</li> <li>Samningur við H ehf., dags. 28. ágúst 2014.</li> <li>Samningur við I ehf., ódags.</li> <li>Samningur við J ehf., dags. 21. júní 2019.</li> <li>Samningur við K ehf., dags. 1. apríl 2011.</li> <li>Samningur við L ehf., dags. 30. desember 2022.</li> <li>Samningur við M ehf., dags. 20. mars 2006.</li> <li>Samningur við N ehf., dags. 1. september 2019.</li> <li>Samningur við O ehf., dags. 16. júní 2017.</li> <li>Samningur við P hf., dags. 29. nóvember 1996 og 13. júlí 2006.</li> <li>Samningur við R ehf., dags. 20. apríl 2015.</li> <li>Samningur við S ehf., dags. 2. september 2020.</li> <li>Samningur við T ehf., dags. 4. maí 2018.</li> <li>Samningur við U ehf., dags. 30. ágúst 2019.</li> </ol> <p>Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1161/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Málið varðaði beiðni til ríkislögreglustjóra um gögn sem vörðuðu brottvísun umbjóðanda beiðandans. Ríkislögreglustjóri taldi umboð beiðanda ekki vera gilt og leit því svo á að réttur hans færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Úrskurðarnefndin taldi að það umboð sem lægi fyrir í málinu skyldi teljast gilt og að ríkislögreglustjóra hefði borið að afgreiða beiðni beiðanda líkt og hún hefði komið frá umbjóðanda hans. Á hinn bóginn væri til þess að líta að ákvörðun um brottvísun teldist ákvörðun um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1161/2023 í máli ÚNU 22100019.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. október 2022, kærði A, f.h. B, afgreiðslu ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi til ríkislögreglustjóra, dags. 5. september 2022, óskaði A eftir þeim gögnum stoðdeildar um brottvísun B sem orðið hefðu til frá því A hefðu síðast verið afhent gögn úr málinu í febrúar 2021. Erindi A fylgdi afrit af umboði B til hans. Erindið var ítrekað 14. og 26. september.</p> <p>Í erindi ríkislögreglustjóra, dags. 30. september 2022, var óskað eftir endurnýjuðu umboði frá B í ljósi þess að það umboð sem lægi fyrir væri dagsett hinn 16. september 2020. Með erindi, dags. 3. október 2022, hafnaði A því að leggja fram nýtt umboð því hann teldi að ríkislögreglustjóra skorti heimild til að krefjast nýs umboðs. Ítrekaði A beiðni sína frá 5. september. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. 5. október 2022, kom fram að núverandi umboð væri ekki vefengt. Í ljósi þess að umboðið væri ótímasett væri vonandi unnt að verða við því að framvísa endurnýjuðu umboði. Þá var A spurður hvort eitthvað stæði því í vegi að endurnýjað umboð yrði veitt. Í svari A, dags. sama dag, kom fram að hann skildi ekki hvers vegna beiðni hans væri ekki afgreidd í ljósi þess að ríkislögreglustjóri vefengdi ekki umboðið. A ítrekaði erindi sitt frá 5. september að nýju hinn 11. október.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 21. október 2022. Var ríkislögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna ef ætlunin væri að synja beiðninni. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 1. nóvember 2022. Í henni kemur fram að A hafi verið upplýstur um það hinn 19. október 2022 að ástæða þess að ríkislögreglustjóri óskaði eftir endurnýjuðu umboði í málinu væri sú að B væri skráður horfinn og aðstæður hefðu þannig breyst frá því að fyrri beiðni A, sem afgreidd var í febrúar 2021, var lögð fram. Af þeim sökum væri það afstaða ríkislögreglustjóra að um rétt A til aðgangs að gögnum í málinu færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan.</p> <p>Ríkislögreglustjóri teldi að 9. gr. upplýsingalaga ætti við um þau gögn sem óskað væri eftir, þar sem gögnin innihéldu í heild sinni upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni B sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Viðkomandi einstaklingur hefði sótt um alþjóðlega vernd og gögnin vörðuðu málsmeðferð hans fyrir stjórnvöldum.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt A með bréfi, dags. 3. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum hans, dags. 23. nóvember 2022, kemur fram að hann telji kröfu um endurnýjað umboð vera ómálefnalega og að hún sé sett fram af annarlegum hvötum ríkislögreglustjóra, sem leiði til þess að B njóti ekki jafnræðis á við aðra borgara. Afstaða ríkislögreglustjóra hafi komið B verulega á óvart því hann kannist ekki við að vera á nokkurn hátt horfinn.</p> <p>Með erindi, dags. 1. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort B væri enn skráður horfinn og hvort ríkislögreglustjóri hefði einhverja leið til að hafa samband við hann. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að hinn 21. september 2023 hefði skráningu á þann veg að B væri horfinn verið breytt og upplýsingum um dvalarstað hans bætt við. Þá lægi fyrir símanúmer til að hafa samband við hann, sem skráð hefði verið 17. október 2023. Ríkislögreglustjóri hefði því ekki haft leið til að hafa samband við hann fyrr en þá.</p> <p>A var gefinn kostur á að bregðast við skýringum ríkislögreglustjóra. Athugasemdir hans bárust hinn 6. nóvember 2023. Þar kemur fram að Útlendingastofnun hafi haft upplýsingar um símanúmer B 9. september 2020. Útlendingastofnun sé það stjórnvald sem beint hafi máli B til ríkislögreglustjóra. Því hefði átt að liggja beinast við að afla upplýsinga frá þeirri stofnun, teldi ríkislögreglustjóri að B væri horfinn. Athugasemdum A fylgdi afrit af dagbókarfærslum Útlendingastofnunar um B, til staðfestingar á því að stofnunin hefði haft upplýsingar um símanúmer hans.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni A til ríkislögreglustjóra um gögn sem varða brottvísun umbjóðanda hans, B. Ríkislögreglustjóri telur að umboð A sé ekki gilt og hefur í því sambandi vísað til þess að þegar beiðni A hafi verið lögð fram hafi B verið skráður horfinn. Því telji ríkislögreglustjóri að réttur A til aðgangs að umbeðnum gögnum skuli byggjast á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Í samskiptum borgara við stjórnvöld eru almennt ekki gerðar sérstakar formkröfur til skriflegra umboða til að þau teljist vera gild. Almennt má þó ætla að þau skuli að minnsta kosti innihalda nafn umbjóðanda og lýsingu á umfangi umboðsins. Leiki vafi á um gildi umboðs eða umfang þess ætti stjórnvald sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga og beiðni er beint til að hafa samband við umbjóðandann til að ganga úr skugga um það, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það einkum við þegar þau gögn sem óskað er eftir kunna að varða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni umbjóðandans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umboðið sem fyrir liggur í málinu er dagsett hinn 16. september 2020. Umboðið er undirritað af B og vottað af tveimur vitundarvottum. Þar kemur fram að B veiti A fullt og ótakmarkað umboð til að afla allra gagna um sig sem hann eigi rétt á frá íslenskum stjórnvöldum, þ.m.t. frá lögreglu. Þá nái umboðið til þess að leggja fram kvartanir, kærur og/eða endurupptökubeiðnir til stjórnvalda vegna mála B.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að umboðið sé skýrt og lýsi umfangi þess með fullnægjandi hætti. Þá nái umboðið til þess að óska eftir þeim gögnum sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Ekkert liggur fyrir í málinu um að umboðið hafi verið afturkallað, lýst ógilt, takmarkað með einhverjum hætti frá því sem fram kemur í texta þess, eða fellt niður af einhverjum öðrum ástæðum. Úrskurðarnefndin telur ekki að það eigi að hafa áhrif á gildi umboðsins hvort B hafi verið skráður horfinn þegar beiðni í þessu máli var lögð fram. Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að það umboð sem liggur fyrir í málinu skuli teljast gilt og að afgreiða hafi átt beiðni A líkt og hún hefði borist frá B sjálfum.</p> <p>Þau gögn sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu varða ákvörðun um að brottvísa B. Slík ákvörðun er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Gögn í slíku máli teljast vera gögn stjórnsýslumáls. Um aðgang aðila máls að gögnum þess fer samkvæmt ákvæðum 15.–17. gr. stjórnsýslulaga. Réttur samkvæmt þeim ákvæðum er ríkari en sá réttur sem veittur er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þá nær úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki til þess að úrskurða um rétt til aðgangs að gögnum í stjórnsýslumáli, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sbr. og 3. mgr. 17. gr. laganna. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, f.h. B, dags. 19. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1160/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók að nýju upp mál nefndarinnar sem lyktaði með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að afhenda upplýsingar um hlutafjáreign úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Kærandi í framangreindum þremur málum vísaði til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks væru ekki viðkvæmar og að hann teldi túlkun nefndarinnar á 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, vera ranga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að í nóvember 2022 hefði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, sem veitti almenningi aðgang að ákveðnum upplýsingum um raunverulega eigendur, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Ákvæði réttindaskrárinnar ættu sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Við mat á því hvaða upplýsingar yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga teldi úrskurðarnefndin að hafa þyrfti hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, en við túlkun dómstólsins á 8. gr. sáttmálans væri nú höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins. Ganga yrði út frá því við túlkun 9. gr. upplýsingalaga að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Með hliðsjón til þessa taldi nefndin ekki forsendur til annars en að staðfesta þær efnislegu niðurstöður sem komist var að í úrskurðum nefndarinnar nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1160/2023 í máli ÚNU 22100006.</p> <h2><strong>Málsatvik</strong></h2> <p>Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 5. október 2022 ákvað nefndin að taka upp að nýju mál sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. </p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 935/2020 var deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ríkisskattstjóra var gert skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga en með vísan til á 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, skyldi þó afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu.</p> <p>Á sama grundvelli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014. Þá taldi úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kæmi í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar vörðuðu einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 1009/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins Langisjór ehf. Nánar tiltekið var um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. Með vísan til úrskurðar nr. 935/2020 staðfesti nefndin niðurstöðu ríkisskattstjóra. Þá vísaði nefndin öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Jafnframt vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1020/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga, þar á meðal um nafnverð hlutafjárins. Nefndin taldi ljóst að upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu einstaklinga sem afmáðar voru úr þeim upplýsingum, sem kærandi fékk afhentar, væru hluti af þeim fjárhæðum sem fram koma á hlutafjármiðum. Með hliðsjón af framangreindu taldi úrskurðarnefndin ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu staðfesti nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra að þessu leyti.</p> <p>Þá taldi úrskurðarnefndin að ríkisskattstjóra væri skylt að verða við beiðni um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir embættið að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. Þá felldi nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila úr gildi og vísaði til nýrrar meðferðar.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Sú ákvörðun nefndarinnar að taka upp að nýju málin sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 var með bréfum, dags. 6. október 2022, kynnt Skattinum og A. Skattinum og A var veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna málsins til 20. október 2022. Þá óskaði nefndin jafnframt eftir því að Skatturinn léti nefndinni í té eftirfarandi gögn, þar sem ekki væri séð að þau lægju fyrir í framangreindum málum:</p> <ol> <li>Þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu.</li> <li>Gögn félagsins K&B ehf., sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. </li> </ol> <p>Í umsögn Skattsins, dags. 27. október 2022, kemur fram að í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að Skattinum væri óheimilt að veita nánar tilteknar upplýsingar úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Skatturinn vísar til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga skuli veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, svo og tilteknum fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í lögunum sjálfum. Á meðal þeirra takmarkana sé bann 9. gr. laganna við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi.</p> <p>Þá áréttar Skatturinn að samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þurfi afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Skatturinn vísar til þess að á meðan ekki hvíli afdráttarlaus skylda á Skattinum að birta gögn samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, verði að telja óvarlegt að skylda Skattinn til að afhenda umbeðin gögn. Samhliða umsögn voru nefndinni afhent umbeðin gögn.</p> <p>Í umsögn A, dags. 28. október 2022, kemur fram að með úrskurði nr. 935/2020 hafi í meginatriðum verið staðfestur réttur fjölmiðla og almennings til að rýna stjórnsýslu í kringum skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja. Meginniðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið mikilvæg og góð, því hún hafi tryggt aukið gagnsæi um eignarhald íslenskra fyrirtækja og möguleika almennings til að fylgja því eftir að upplýsingagjöf um eignarhaldið sé reist á traustum gögnum og réttri skráningu. Þau frumgögn sem úrskurðurinn tryggir aðgang að séu þó oft á tíðum gagnslítil þegar búið sé að afmá úr þeim upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa. Án þeirra upplýsinga sé einfaldlega ekki hægt að staðfesta að skráning raunverulegra eigenda sé í samræmi við innsend gögn.</p> <p>Þá kemur fram að yfirlýst markmið laga um skráningu raunverulegra eigenda sé að tryggja að ávallt séu til staðar réttar og áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja, svo að unnt sé að greina og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því sé ljóst að miklir almannahagsmunir séu fyrir því að fullt gagnsæi ríki um bæði raunverulegt eignarhald skráningarskyldra aðila samkvæmt lögunum og um alla stjórnsýslu sem tengist skráningunni og eftirliti með henni.</p> <p>Jafnframt kemur fram í umsögninni að hagsmunir almennings af því að fá nákvæmar upplýsingar um hlutafjáreign raunverulegra eigenda, og geta þannig meðal annars kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt, hljóti að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum.</p> <p>A vísar til þess að þegar ársreikningalögum var breytt með lögum nr. 14/2013, og ákvæði um að birta skuli upplýsingar um hlutafjáreign allra hluthafa bætt inn í lögin, kom til að mynda fram í máli framsögumanns meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, þegar hann gerði grein fyrir breytingartillögu nefndarinnar þessa efnis, að þetta væri gert „til að stuðla að auknu gagnsæi.“ Því væri ljóst að löggjafinn liti alls ekki á upplýsingar um hlutafjáreign einstaklings í tilteknu félagi sem viðkvæmar upplýsingar. Þvert á móti hafi verið talið nauðsynlegt að þessar upplýsingar væru opinberar til að gagnsæi gæti ríkt um eignarhald íslenskra fyrirtækja.</p> <p>Vísar A til þess að það geti ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum fari leynt. Hvað þá að samkvæmt almennum sjónarmiðum séu upplýsingarnar „svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna,“ og vísar hann þar til athugasemda við frumvarpið sem varð að gildandi upplýsingalögum. Upplýsingarnar veiti ekki slíka innsýn í fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi þeim tjóni.</p> <p>A telur rétt að geta þess að sums staðar í þeim gögnum sem hér er fjallað um séu upplýsingar um fjárhæðir arðgreiðslna. Hann telur þær upplýsingar geti ekki heldur fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, enda ætti hver sem er með einföldum hætti að geta reiknað hversu mikinn arð tiltekinn hluthafi fékk greiddan á árinu út frá upplýsingum í ársreikningum. Í ársreikningi sjáist hversu mikinn arð félagið greiddi hluthöfum það árið. Með því að skoða hlutafjáreign tiltekins hluthafa ætti því með einföldum hlutfallsreikningi að fást sú fjárhæð sem hluthafinn fékk greidda í arð á árinu.</p> <p>Þá vísar hann til þess að hagsmunir almennings af gagnsæi um stjórnsýslu fyrirtækjaskrár séu þeim mun ríkari þar sem Ísland hafi sætt alþjóðlegum þrýstingi fyrir lélegar varnir gegn peningaþvætti. Árið 2019 gerði alþjóðlegur framkvæmdahópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) alvarlegar athugasemdir við innleiðingu tilmæla hópsins á Íslandi og setti Ísland tímabundið á lista yfir ríki sem teljast hafa ófullnægjandi varnir.</p> <p>A vísar til þess að fjallað er um aðkomu almennings og fjölmiðla að því að upplýsa um ólögmæta viðskiptahætti í inngangskafla tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018, um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB. Þar segi:</p> <blockquote> <p>Aðgangur almennings að upplýsingum um raunverulegt eignarhald gerir hinu borgaralega samfélagi kleift að grannskoða upplýsingarnar betur, þ.m.t. fréttamiðlum eða borgaralegum samtökum, og stuðlar að viðhaldi trausts á heilindum í viðskiptum og á fjármálakerfinu. Þetta getur verið framlag í baráttunni gegn misnotkun á fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og lagalegu fyrirkomulagi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, bæði með því að hjálpa til við rannsóknir og vegna orðsporsáhrifa, að því gefnu að hver sá sem á í viðskiptum viti deili á raunverulegum eigendum. Einnig auðveldar þetta fjármálastofnunum sem og yfirvöldum tímanlegt og skilvirkt aðgengi að upplýsingum, þ.m.t. yfirvöldum í þriðju löndum sem taka þátt í baráttunni gegn slíkum brotum. Aðgengið að slíkum upplýsingum mun einnig hjálpa til við rannsóknir á peningaþvætti, tengdum frumbrotum og fjármögnun hryðjuverka.</p> </blockquote> <p>Þá vísar A til þess að til að skráning raunverulegra eigenda nýtist sem skyldi verði almenningur að geta treyst því að skráningin sé rétt og að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við skráninguna og við eftirlit með henni. Þess vegna sé mikilvægt að gagnsæi ríki um stjórnsýsluna og að tryggt sé að fjölmiðlar og almenningur geti rýnt hana. Í því sambandi vísar hann til þess að yfirlýst markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings með opinberum aðilum. Til að þetta sé hægt sé lykilatriði að upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa séu aðgengilegar, enda hefur hlutafjáreign hvers einstaklings áhrif á hvort viðkomandi telst vera raunverulegur eigandi, sbr. skilgreiningu á raunverulegum eiganda í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.</p> <p>A vísar til þess að það sé sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar geti rýnt hagsmunatengsl þeirra sem fara með opinbert vald. Meðal þátttakenda í viðskiptalífinu geti verið háttsettir embættismenn, dómarar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn, sem og makar þeirra, foreldrar, börn og aðrir ættingjar. Aðgengi að upplýsingum um hlutafjáreign einstaklinga auðveldi fjölmiðlum einnig að upplýsa um tilvist, eðli og umfang slíkra hagsmunatengsla. Tengsla sem geti skipt almenning verulegu máli.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvað að endurupptaka mál sem lokið var með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021, í þeim tilgangi að kanna hvort úrskurðirnir væru haldnir efnisannmörkum og hvort fram hefðu komið gögn eða upplýsingar sem gætu haft áhrif á niðurstöður úrskurðanna. Við endurupptökuna er höfð hliðsjón af 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, auk ólögfestra réttarreglna stjórnsýsluréttar um endurupptöku og horft til þess að ákvörðun um að endurupptaka málin er ívilnandi fyrir kæranda. </p> <p>Í málunum þremur komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Endurupptaka málanna þriggja lýtur að þessum þætti málanna en ekki öðrum atriðum sem nefndin tók einnig afstöðu til í úrskurðum sínum. Nefndin þarf því við endurupptöku að leggja mat á það hvort að þær upplýsingar sem um ræðir hafi ranglega verið felldar undir undanþáguheimild 9. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Nefndin telur ekki forsendur til að rekja í löngu máli kæru, málsatvik, málsmeðferð og niðurstöður málanna þriggja umfram það sem fram kemur í málsatvikakafla hér að framan en vísar almennt til þeirra. Nefndin fjallar þó um tiltekin atriði hér að aftan til viðbótar við það sem fram kemur í úrskurðum.</p> <p>Nefndin hefur yfirfarið þau gögn sem hún óskaði eftir frá Skattinum þ.e. annars vegar þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu og hins vegar þau gögn félagsins K&B ehf. sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. Nefndin fær ekki betur séð en að gagnabeiðnir hafi verið afgreiddar í samræmi við niðurstöður úrskurðanna.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>A hefur vísað til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks teljist ekki viðkvæmar. Um þetta vitni skýr vilji löggjafans sem hafi á síðustu árum markað þá stefnu að sem mest gagnsæi eigi að vera um eignarhald í íslensku viðskiptalífi. A vísar til þess að upplýsingarnar sem hann hafi óskaði eftir séu líka aðgengilegar almenningi í öðrum opinberum gögnum. Hann telur niðurstöður nefndarinnar í málunum byggðar á rangri túlkun á 9. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram að í málunum var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og féllst nefndin ekki á það að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, nr. 82/2019, eða þagnarskylduákvæðis laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.</p> <p>Í niðurstöðukafla í máli úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 er fjallað með ítarlegum hætti um ákvæði laga nr. 82/2019 auk þess sem þar er umfjöllun um ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Fram kemur í úrskurðinum:</p> <blockquote> <p>Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.</p> <p>Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda.</p> </blockquote> <p>Í ljósi framangreinds, og þess að þau gögn og þær upplýsingar sem um ræddi yrðu ekki felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, var leyst úr rétti kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi horfði nefndin til reglu 1. mgr. 5. gr. um að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum og ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Áréttaði nefndin að ákvæðið fæli í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og bæri því að túlka það þröngri lögskýringu.</p> <p>Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram:</p> <blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum.</p> <p>Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðum í málum nr. 1009/2021 og 1020/2021 koma í öllum atriðum sem hér skipta máli fram sambærilegar forsendur.</p> <p>Af gögnum málsins verður ekki ráðið að upplýsingar um upphæðir hlutarfjármiða séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Nefndin telur rétt að árétta að lög um skráningu raunverulegra eigenda fela í sér innleiðingu á ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB. Þá fela lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, í sér innleiðingu á sömu tilskipun.</p> <p>Í tengslum við lög um skráningu raunverulegra eigenda telur nefndin rétt að taka fram að Evrópudómstólinn komst að því hinn 22. nóvember 2022, með sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (réttindaskráin). Ákvæði 7. gr. réttindaskrárinnar felur í sér reglur um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og ákvæði 8. gr. inniheldur reglur um vernd persónuupplýsinga. Á grundvelli tilskipunarinnar var aðildarríkjunum gert skylt að innleiða landslöggjöf þar sem þess væri krafist að aðilar, sem falla undir gildissviðið, geymdu upplýsingar um raunverulegan eiganda eða raunverulega eigendur og kæmu á fót miðlægri skrá þar sem þessar upplýsingar væru aðgengilegar öllum sem hefðu lögmæta hagsmuni af því að fá vitneskju um upplýsingarnar.</p> <p>Með tilskipun 2018/843 var tilskipun 2015/849 breytt þannig að reglur um aðgang voru útvíkkaðar sem gerði öllum almenningi kleift að nálgast upplýsingarnar. Dómstóllinn taldi að aðgangur að framangreindum upplýsingum fæli í sér alvarlegt inngrip í grundvallarréttindi til friðhelgi einkalífs og verndar persónuupplýsinga. Með því að heimila almenningi aðgang að skrám af þessu tagi væri brotið gegn 7. og 8. gr. réttindaskrárinnar. Í dómsorði kemur fram að ákvæði tilskipunarinnar sem skyldar aðildarríki til þess að gera upplýsingar um raunverulega eigendur aðgengilegar almenningi í öllum tilvikum sé ógilt.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur, við endurupptöku málanna, tekið til sérstakrar skoðunar hvort fyrri úrskurðir hafi ranglega fellt upplýsingar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þar er um að ræða upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, þ.e. um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum. Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga hefur verið túlkað svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum sé þar með óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Sem dæmi um þessa túlkun má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í A-94/2000 (upplýsingar um netaveiði einstaklinga í Hvítá/Ölfusá), A-45/2002 (upplýsingar um ráðstöfun greiðslumarks eftir sölu á ríkisjörð), A-222/2005 (upplýsingar um aðilaskipti að greiðslumarki milli einstakra lögbýla) og A-222/2005 (upplýsingar um hverjir hafa staðið að viðskiptum um aflamark í þorski).</p> <p>Hvað varðar þær upplýsingar sem hér um ræðir má hafa hliðsjón af umfjöllun Evrópudómstólsins í því máli sem áður var nefnt. Þar fjallaði dómstóllinn um opinbera skrá um raunverulega eigendur þar sem fram komu að lágmarki nafn, fæðingarár og -mánuður, búseturíki, ríkisfang og eðli og umfang eignarhluta raunverulegs eiganda. Í dómi Evrópudómstólsins segir að upplýsingarnar séu þess eðlis að unnt sé að kortleggja verðmæti eigna og eðli fjárfestinga tiltekins einstaklings (mgr. 41 í dóminum). Þá bendir dómstóllinn á að slíkar upplýsingar kunni að vera notaðar af ýmsum aðilum án tengsla við hinn eiginlega tilgang reglnanna sem dómurinn fjallaði um, sem var að sporna við peningaþvætti og hryðjuverkum (mgr. 42). Taldi dómstóllinn að birting upplýsinganna fæli í sér alvarlegt inngrip í þau réttindi sem mælt er fyrir um í 7. og 8. gr. réttindaskrár ESB (mgr. 44). Í kjölfarið fjallar dómstóllinn um hvort inngripið teljist réttlætanlegt með vísan til meðalhófsreglu og annarra viðeigandi skilyrða sem leidd verða af ákvæðum réttindaskrárinnar. Niðurstaða þess mats er að svo hafi ekki verið og réttindin hafi því verið brotin.</p> <p>Dómstóllinn telur að upplýsingar um eignarhlut einstaklinga í tilteknum félögum falli undir vernd einkalífs og persónuupplýsinga. Bendir dómstóllinn, samkvæmt framangreindu, á að slíkar upplýsingar eru það viðkvæmar að birting þeirra til almennings telst ekki aðeins inngrip í umrædd réttindi heldur alvarlegt inngrip. Þessi umfjöllun dómstólsins er almenns eðlis í þeim skilningi að dómstóllinn leggur mat á eðli upplýsinganna sem slíkra og notkunarmöguleika þeirra.</p> <p>Dómar Evrópudómstólsins hafa ekki réttaráhrif að íslenskum rétti. Þau ákvæði réttindaskrárinnar sem dómstóllinn beitir í framangreindu máli eiga sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þegar þagnarskylduákvæði eins og 9. gr. upplýsingalaga um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.</p> <p>Við túlkun á inntaki 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár er höfð hliðsjón af 8. gr. mannréttindasáttamála Evrópu og dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu hvað ákvæðið varðar. Mannréttindadómstólinn hefur í dómum sínum haft hliðsjón af ákvæðum réttindaskrárinnar að því marki sem ákvæði þar eru samrýmanleg ákvæðum mannréttindasáttmálans. Dómur Evrópudómstólsins í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers þar sem dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallar réttindum sem tryggð eru í 7. og 8. gr. sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi kynni því að hafa áhrif, a.m.k. með óbeinum hætti, á túlkun réttindaákvæða þeirra sem nefnd hafa verið. Ljóst er að í dómframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins við túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. dóm yfirdeildar dómstólsins í máli nr. 36345/16, L.B. gegn Ungverjalandi (53. mgr.).</p> <p>Við túlkun sína á ákvæði 9. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin rétt að taka mið af framangreindri dómaframkvæmd um túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans. Lítur nefndin þá meðal annars til þess að ákvæði 8. gr. mannréttindasáttmálans fela í sér alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins um lágmarksvernd mannréttinda. Þar sem ekki er að finna í gildandi lögum bein ákvæði um birtingu þeirra upplýsinga sem beiðnir kæranda lúta að verður að ganga út frá því við túlkun 9. gr. að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Við túlkun 9. gr. er jafnframt rétt að benda á að mat Evrópudómstólsins á eðli upplýsinga um hlutafjáreign, og vísað er til í dómi yfirdeildar mannréttindadómstólsins, er í samræmi við túlkun úrskurðarnefndarinnar í hinum þremur enduruppteknu úrskurðum, þótt lagagrundvöllurinn sé annar. Það er að segja, upplýsingarnar varða fjárhagsleg einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds og þess sem fram kemur í úrskurðum nefndarinnar í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 telur nefndin ekki forsendur til að endurskoða það sem fram kemur í úrskurðarorðum framangreindra úrskurða heldur staðfestir þær efnislegu niðurstöður að viðbættum þeim rökstuðningi sem fram kemur í niðurstöðum þessa úrskurðar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 eru staðfestir.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1159/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í tilteknu flugi flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Synjun Skattsins byggðist á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu, sbr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því væri Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin rakti að nefndin hefði slegið því föstu að ákvæðið væri sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Nefndin taldi að þau gögn sem óskað væri aðgangs að innihéldu slíkar upplýsingar. Því var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1157/2023 í máli ÚNU 23080012.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2023, kærði A, rannsóknarblaðamaður hjá Radio Free Europe/Radio Liberty í Serbíu, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.</p> <p>Í erindi kæranda, dags. 2. ágúst 2023, var rakið að hinn 27. júlí 2023 hefði flugvél á vegum flugfélagsins Ukraine Air Alliance, flug UKL5005, lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin hefði lagt af stað frá Kisínev í Moldóvu og haft viðkomu í Belgrad í Serbíu. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um tollskrárnúmer þess farms sem hefði verið fluttur með fluginu, auk ítarlegra upplýsinga um eðli farmsins.</p> <p>Skatturinn svaraði erindi kæranda samdægurs og synjaði honum um aðgang að upplýsingunum með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Upplýsingar þær sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið og því væri óheimilt að veita honum aðgang að þeim. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Í kæru kemur fram að þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir varði almannahagsmuni, ekki aðeins fyrir serbneska borgara heldur líka fyrir borgara í Evrópusambandinu í heild.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 23. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Skattsins og umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni hinn 6. september 2023. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda lúti að tollflokkun og nákvæmum upplýsingum um eðli farms flugvélarinnar. Slíkar upplýsingar skuli að mati Skattsins fara leynt með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga. Upplýsingar um hvort og þá hvaða vörur flutningsaðilar flytji til landsins séu augljóslega upplýsingar sem gefi innsýn í viðskipti fyrirtækja. Þá geti afhending slíkra upplýsinga auk þess gefið vísbendingar um ákveðna innflytjendur.</p> <p>Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. september 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Úrskurðarnefndin óskaði með erindi, dags. 26. október 2023, eftir nánari skýringum frá Skattinum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Skýringar Skattsins bárust nefndinni daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í flugi UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Réttur kæranda er byggður á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Synjun Skattsins byggist á því að upplýsingarnar séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því sé Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Þau gögn eru nánar tiltekið:</p> <ol> <li>Tölvupóstur frá APA ehf. (Airport Associates) til Skattsins um komu vélar Ukraine Air Alliance, flugs UKL5005, til landsins.</li> <li>Komutilkynning flugs UKL5005.</li> </ol> <p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188. gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrirtækja af því að viðkomandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin sem innihalda þær upplýsingar sem Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að. Nefndin telur ljóst að upplýsingarnar varði viðskipti einstakra manna og fyrirtækja sem falla undir þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga. Ekki er unnt að lýsa eðli eða inntaki gagnanna án þess að með því skapist hætta á að veittar séu upplýsingar sem nefndin telur að séu háðar sérstakri þagnarskyldu. Verður ákvörðun Skattsins samkvæmt framangreindu staðfest.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 2. ágúst 2023, að synja A um aðgang að upplýsingum um flug UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1158/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Kærðar voru til úrskurðarnefndarinnar tafir á afgreiðslu landlæknis á beiðni um gögn, en beiðninni hafði verið vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nefndarinnar nr. 1088/2022. Beiðnin hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Landlæknir tók fram að ekki stæði til að synja beiðni kæranda heldur væri beðið eftir samþykki fyrir því að fá að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins til að unnt væri að afgreiða beiðnina. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1158/2023 í máli ÚNU 23060006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2023, kærði A synjun embættis landlæknis á beiðni um gögn. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022 frá 12. júlí 2022 felldi nefndin úr gildi ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og lagði fyrir embættið að taka beiðni hans til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>Upphafleg beiðni kæranda til embættis landlæknis, dags 2. desember 2021, hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi að embættið hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að beiðnin hefði þannig ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um.</p> <p>Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi embættinu erindi, dags. 22. ágúst 2022, og ítrekaði að beiðnin yrði tekin til nýrrar og lögmætrar meðferðar enda væru sex vikur liðnar síðan úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun embættisins úr gildi. Með svari embættisins, dags. 1. september 2022, var kærandi upplýstur um að beiðnin væri enn í vinnslu og óskað frekari útskýringa frá kæranda varðandi liði 5 til 6 í beiðninni. Beiðnin væri afar yfirgripsmikil: sum gögn væru til hjá embættinu en önnur væru hjá öðrum aðilum sem embættið þyrfti að afla til að taka saman í svar við fyrirspurninni. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 27. september 2022, 13. október 2022, 4. og 29. nóvember 2022 og var á því tímabili upplýstur um að málið væri í vinnslu.</p> <p>Í svari embættisins, dags. 6. desember 2022, kom fram að fyrirspurn kæranda hefði verið tekin til meðferðar hjá embættinu og fékk kærandi afhentan hluta af gögnunum. Ljóst væri að mörgum atriðum í fyrirspurninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá kynni Lyfjastofnun að hafa undir höndum gögn varðandi aukaverkanir í tengslum við COVID-19-sjúkdóminn og inflúensu og því gæti verið skynsamlegt að leita þangað. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 15. desember 2022 og 17. maí 2023, og skoraði á embættið að svara fyrirspurn sinni að fullu í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Með svari, dags. 17. maí 2023, kvaðst embættið hafa svarað fyrirspurninni eftir bestu getu og samkvæmt þeim reglum sem giltu um afgreiðslu fyrirspurna.</p> <p>Kærandi taldi rétt í framhaldinu að kæra embætti landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins en ráðuneytið vísaði kærunni frá, með úrskurði nr. 009/2023 frá 19. apríl 2023, á grundvelli þess að vísa bæri málinu aftur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem um væri að ræða nýja málsmeðferð í máli sem tekið var fyrir hjá nefndinni í úrskurði nr. 1088/2022.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að embætti landlæknis afhendi honum öll gögn sem óskað var eftir í fyrirspurninni frá 2. desember 2021 í samræmi við fyrirliggjandi úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Úrskurðurinn væri afdráttarlaus og kærandi líti svo á að embættinu sé skylt að afhenda honum öll umbeðin gögn. Embættið hafi með einbeittum ásetningi reynt að tefja málið og einungis veitt kæranda veigaminnstu gögnin og mjög takmarkaðar upplýsingar sem nýttust kæranda ekki neitt.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 15. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn landlæknis, dags. 7. júlí 2023, kemur fram að umrædd kæra tengist fyrri úrlausn nefndarinnar þar sem lagt var fyrir embættið að afhenda kæranda umbeðin gögn. Í kjölfar þess úrskurðar hafi embættið afhent þau gögn sem því var mögulegt að afhenda. Embættið telji rétt að taka fram að upplýsingabeiðni kæranda sé mjög umfangsmikil og embættið búi ekki yfir verulegum hluta þeirra upplýsinga sem kærandi óski eftir. Þá gæti embættið heldur ekki útvegað upplýsingarnar. </p> <p>Í tengslum við fyrri úrskurð hafi embættið greint frá því að embættinu væri ómögulegt að útbúa og afhenda upplýsingar sem óskað væri eftir þar sem slíkt krefðist umfangsmikillar samkeyrslu á heilbrigðisskrám sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.</p> <p>Til að bregðast við kæru á meðferð upplýsingabeiðni kæranda hyggist embættið því kanna hjá Persónuvernd hvort viðkomandi samkeyrsla sé embættinu heimil á grundvelli fyrirmæla sem stofnunin hefur gefið embættinu en að öðrum kosti sækja um leyfi til samkeyrslu. Ljóst sé að sú vinna muni taka nokkurn tíma, vegna sumarleyfa starfsmanna beggja stofnanna en embættið muni beita sér fyrir því að málið vinnist svo hratt sem mögulegt er. Ekki verði ljóst nákvæmlega hvað af þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir verði hægt að afhenda honum fyrr en að loknum samkeyrslum, velti það á því hvaða upplýsingar séu tiltækar í heilbrigðisskrám embættisins og gæðum skráninga sem þar sé að finna. Embættið muni hins vegar vinna eins ítarlega svör við beiðni kæranda og mögulegt er.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júlí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 4. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort búið væri að afgreiða beiðni kæranda. Ef ekki óskaði nefndin upplýsinga um hvort embættið væri búið að kanna hvort framangreind samkeyrsla væri því heimil, líkt og fram hefði komið í umsögn embættisins frá því í júlí. Svar barst hinn 12. október 2023. Þar kemur fram að á dögunum hafi embættið fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur, á grundvelli upplýsinga sem borist hefðu frá Persónuvernd. Beiðni kæranda væri umfangsmikil og nýtt fyrirkomulag við samkeyrslu kallaði á að vandað yrði til verka svo gagnasafnið yrði ópersónugreinanlegt. Vonir stæðu til að sérfræðingar embættisins gætu hafist handa við samkeyrslur í næstu viku.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19-sjúkdómsins og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili en beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1088/2022 hinn 12. júlí 2022. Það var niðurstaða nefndarinnar að embætti landlæknis hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá ítrekaði úrskurðarnefndin að þótt umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerði ráð fyrir væri ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Embætti landlæknis tók beiðni kæranda til meðferðar og afhenti kæranda þau gögn sem embættið taldi mögulegt að afhenda en tók fram að mörgum atriðum í beiðninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hefðu að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Málinu var því vísað til úrskurðarnefndarinnar á ný.</p> <p>Embætti landlæknis hefur upplýst við meðferð málsins að það hafi fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur og að það verði gert í því skyni að afgreiða beiðni kæranda. Nefndin telur því ljóst að embættið hafi því upplýsingabeiðni kæranda enn til meðferðar. Í ljósi þess liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að henni beri að vísa kæru kæranda frá nefndinni að svo stöddu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá embætti landlæknis eða verði beiðninni synjað.</p> <p>Nefndin áréttar að í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að umfang gagnabeiðni kæranda skýri að hluta þann mikla drátt sem orðið hefur á afgreiðslu á beiðni kæranda. Nefndin beinir því til embættis landlæknis að gæta að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1157/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt til aðgangs að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í nóvember 2022. Af hálfu Ísafjarðarbæjar var aðallega vísað til þess að gögnin teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga og því væri heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en að hluti þeirra innihéldi upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið vísaði til þess að upplýsingarnar skyldu vera undanþegnar aðgangi kæranda samkvæmt bæði 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa rökstutt þá afstöðu með fullnægjandi hætti og vísaði þeim hluta kæruefnisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Ísafjarðarbæ, en staðfesti að öðru leyti ákvörðun sveitarfélagsins. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1159/2023 í máli ÚNU 22120001.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði A synjun Ísafjarðarbæjar á beiðni um gögn.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 3. nóvember 2022 lagði bæjarstjóri fram tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Í 3. lið fundargerð fundarins kemur fram að bæjarstjóri hafi borið upp sex breytingartillögur við framlögð drög að fjárhagsáætlun sem voru samþykktar einróma. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig einróma tillögu um að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu. Samkvæmt 4. lið fundargerðarinnar lagði bæjarstjóri einnig fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023–2033 til samþykktar í bæjarstjórn. Forseti bæjarstjórnar bar upp breytingartillögu um að vísa áætlunin til seinni umræðu í bæjarstjórn og var sú tillaga samþykkt einróma. Þau skjöl sem voru birt undir framangreindum fundarliðum á vefsíðu sveitarfélagsins voru umræddar breytingartillögur bæjarstjórar og tillögur um að leggja áætlanirnar fyrir bæjarstjórn.</p> <p>Sama dag og fundurinn fór fram óskaði kærandi eftir afriti af framangreindum áætlunum, afriti af gjaldskrám sem voru samþykktar á fundinum og upplýsingum um ákvörðun útsvars og fasteignagjalda. Ísafjarðarbær svaraði tölvupóstinum degi síðar og tók fram að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá tók sveitarfélagið fram að umbeðnar gjaldskrár hefðu verið birtar á vef bæjarins og leiðbeindi kæranda um hvar mætti nálgast þær. Loks veitti sveitarfélagið upplýsingar um hvert væri álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.</p> <p>Með tölvupósti 6. nóvember 2022 tók kærandi fram að hann liti á svörin varðandi fjárhags- og framkvæmdaáætlanir sem synjun og óskaði eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Ísafjarðarbær svaraði 7. sama mánaðar og tók fram að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga. Samdægurs og í framhaldi af beiðni kæranda um nánari útskýringar útskýrði Ísafjarðarbær að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., 1. mgr. 8. gr. og 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda hefði endanleg ákvörðun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar ekki verið tekin. Þá átti kærandi í frekari samskiptum við Ísafjarðarbæ dagana 10. og 11. nóvember 2022.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 lagði bæjarstjóri fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024–2026, sbr. lið 2 í fundargerð. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal birtra fylgiskjala var fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 (rekstrar- og efnahagsreikningur), greinargerð með fjárhagsáætlun 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á aðgengi að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2023 og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og farið sé fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál mæli fyrir um afhendingu umbeðinna gagna með skírskotun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi bendir á að samkvæmt 15. og 16. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skuli fundir sveitarstjórnar vera opnir og þá skuli auglýsa og kunngera íbúum sveitarfélagsins. Tillögur að fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar hafi verið lagðar fram á opnum fundi bæjarstjórnar og sé upptaka af fundinum aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Í sveitarstjórnarlögum sé sérstaklega kveðið á um að það skuli vera tvær umræður í sveitarstjórn um þessar áætlanir sem undirstriki mikilvægi þeirra fyrir almenningi. Þá sé um að ræða formlegar tillögur sem lagðar séu fram í bæjarstjórn til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi.</p> <p>Opinber umræða um tillögurnar verði verulega torveld þegar ekki sé upplýst hverjar tillögurnar séu. Um sé að ræða tillögur um hvernig tekjur og útgjöld skiptast milli einstakra liða og feli synjun Ísafjarðarbæjar í sér að hvorki sé vitað hvaða breytingar séu lagðar til í rekstri né hvaða framkvæmdir lagt sé til að ráðast í. Þessi leynd sé í algerri andstöðu við tilgang ákvæða um opna bæjarstjórnarfundi sem sé að veita almenningi aðgang að mikilvægum upplýsingum meðan mál séu til meðferðar.</p> <p>Svör Ísafjarðarbæjar um að tillögurnar séu vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti breyti því ekki að um sé að ræða tillögur til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi sem bæjarstjórn greiði að lokum atkvæði um. Telji bæjarstjórn að tillögurnar eigi ekki að vera opinberar geti hún ákveðið að ræða þær fyrir luktum dyrum samkvæmt 16. gr. sveitarstjórnarlaga og 12. gr. bæjarmálasamþykktar fyrir Ísafjarðabæ. Í rökstuðningi Ísafjarðarbæjar fyrir synjunin sé ekki vísað til eðlis málanna en hvorki sé um viðkvæm einkamál að ræða né viðskiptahagsmuni sveitarfélagsins. Verði því ekki séð að leyndin sem hvíli yfir þessum tveimur áætlunum sæki sér stoð í 12. gr. bæjarmálasamþykktarinnar.</p> <p>Kærandi telji algerlega óásættanlegt að bæjarstjóri geti lokað fyrir aðgang almennings og fjölmiðla og kæft opinbera umræðu um mikilvægustu tillögur sveitarstjórnar á hverju ári með því að skilgreina tillögurnar sem vinnugögn. Á það sé bent að bæði Reykjavíkurborg og Akureyrabær, svo nefnd séu tvö sveitarfélög, hafi birt umræddar áætlanir þegar við fyrri umræðu og geti hver sem er opnað þær og kynnt sér innihald þeirra.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ísafjarðarbæjar með erindi, dags. 1. desember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni 14. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem Ísafjarðarbær taldi að kæran lyti að. </p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022 hafi drög að fjárhagsáætlun ársins 2023 verið lögð fram til fyrri umræðu (mál nr. 2022050009) auk draga að framkvæmdaáætlun 2023–2033 (mál nr. 2022050016). Framlagðar tillögur varðandi fyrrnefnda málið hafi annars vegar verið tillaga forseta bæjarstjórnar um að vísa fjárhagsáætlun 2023 til síðari umræðu og hins vegar tillaga bæjarstjóra í sex liðum þar sem um hafi verið að ræða veigameiri tillögur til grundvallarbreytinga á stefnumótun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins árið 2023. Tillaga forseta bæjarstjórnar varðandi síðarnefnda málið hafi verið að vísa framkvæmdaáætluninni til síðari umræðu.</p> <p>Gögn sem hafi varðað eiginlegar tillögur til bæjarstjórnar hafi verið birt með fundargerð en aðgangi að öðrum skjölum hafi verið hafnað.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að eftirfarandi skjöl verði að teljast vinnugögn í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, svo og gögn sem falli undir 5. tl. 10. gr. laganna sem fjalli um takmarkanir vegna almannahagsmuna: „sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf“, „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf“, „sundurliðun á deildir 29.10.22“ og „Greinargerð 2023“.</p> <p>Um sé að ræða vinnugögn, það er drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár, og undirbúningsgögn í formi beiðna og tillagna frá sviðsstjórum, deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins um fjárheimildir ársins 2023. Fjárhæðir innan málaflokka og deilda séu ekki fullunnar og vitað sé fyrir framlagningu þeirra á fundi bæjarstjórnar að þær muni taka miklum breytingum, fjárhæðir stemmi ekki, texti í greinargerð sé gulaður og óyfirlesinn, ósamþykktur, óuppfærður og ófullunninn. Um sé að ræða gögn, tillögur og beiðnir til undirbúnings ákvörðunar og lykta máls sem varði fjárheimildir sveitarfélagsins á næstkomandi bókhaldsári.</p> <p>Umrædd gögn hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, fjármálastjóra, sviðsstjórum og forstöðumönnum, hver fyrir sitt starfssvið og sína deild. Þetta séu stefnumótandi tillögur og áætlanir um fjárheimildir næsta árs. Þá sé fyrirséð við framlagningu gagnanna við fyrri umræðu í bæjarstjórn að þau muni taka breytingum og hafi tekið breytingum við framlagningu. Fundur bæjarstjórnar hafi verið boðaður 29. október 2022 og gögnin send út þann dag. Þegar fundur bæjarstjórnar hafi verið haldinn 3. nóvember 2022 hafi gögnin þá þegar tekið miklum breytingum enda sé um stórt verkefni sveitarfélags að ræða sem breytist á degi hverjum á tímabilinu september til nóvember ár hvert.</p> <p>Ekki verði séð að 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði til þess að afhenda beri þessi vinnugögn enda ekki um endanlega ákvörðun að ræða varðandi afgreiðslu máls. Umrædd gögn hafi verið lögð fram til hliðsjónar við fyrri umræðu bæjarstjórnar en lokaumræða hafi farið fram 1. desember 2022 með lokagögnum, fjárheimildum sveitarfélagsins, sem ekki verði breytt nema með gerð viðauka samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Ekki verði séð að aðrir töluliðir 3. mgr. 8. gr. geri það að verkum að sveitarfélaginu beri skylda til að afhenda vinnugögnin.</p> <p>Ísafjarðarbær vísar einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 902/2020 en þar hafi úrskurðarnefnd staðfest synjun Herjólfs ohf. um beiðni um að aðgang að átta mánaða uppgjöri félagsins á þeim grundvelli að um vinnugögn hafi verið að ræða. Þau sjónarmið sem hafi verið rakin í úrskurðinum eigi við í þessu máli. Umrædd gögn séu vinnugögn stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, hrá gögn sem fyrirséð hafi verið að myndu taka breytingum og grunngögn til stefnumótandi áætlunar næsta fjárhagsárs. Þá hafi gögnin verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins og ekki afhent öðrum.</p> <p>Ísafjarðarbær telji jafnframt að umrædd undirbúningsgögn verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda yrðu fyrirhugaðar ráðstafanir þýðingarlausar og myndu ekki skila tilætluðum árangri yrðu þær á almannavitorði. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingarlögum nr. 140/2012 og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-134/2001. Í umsögninni gerir Ísafjarðarbær ítarlega grein fyrir efni úrskurðarins en þar staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um synjun á beiðni kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi. Þá rekur Ísafjarðarbær einnig fyrirmæli 2. og 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur fram að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við um fjárlagagerð annars vegar og fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga hins vegar. Í stað stofnana og fyrirtækja séu það deildarstjórar, sviðsstjórar og forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem skili tillögum til bæjarstjóra. Tillögur einstakra stofnana og fyrirtækja ríkisins kunni að geyma fyrirætlanir og ráðagerðir um þau atriði sem skuli koma fram í frumvarpi til fjárlaga eða tillögu að fjárhagsáætlun. Almenn vitneskja um slíkar ráðstafanir, áður en tekin hefur verið afstaða til þeirra af hálfu fjármálaráðherra/ríkisstjórnar eða bæjarstjórnar í þessu tilviki, geti augljóslega leitt til þess að þær næðu ekki tilætluðum árangri.</p> <p>Sömu sjónarmið eigi við varðandi gögn í máli nr. 2022050016, sem varði framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2033, það er að gögnin falli undir undanþáguákvæði 8. gr. og 5. tl. 10. gr. laganna. Umrædd gögn heiti „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ og „Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.“ Gögnin séu yfirstrikuð gul, einstakar framkvæmdir ekki verðlagðar með nægilega góðum hætti auk þess sem um sé að ræða nokkurs konar „óskalistaskjal“ allrar stjórnsýslunnar og allra fastanefnda, án tillits til forgangsröðunar og hvað sé fjárhagslega mögulegt fyrir sveitarfélagið. Þar að auki verði að taka tillit til þess að í umræddu skjali komi fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Verði skjölin birt opinberlega sé búið að fyrirgera fjárhagslegum réttindum sveitarfélagsins og hagsmunir þess að engu orðnir til að fara í verðfyrirspurn/útboð vegna einstakra verka, þar sem í umræddu gögnum komi fram áætlun sveitarfélagsins um verð og fjármögnunarnauðsyn einstakra verkefna. Verði gögnin birt muni sveitarfélagið fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja. Myndi birting þessara gagna þar af leiðandi brjóta gegn 9. gr. upplýsingalaga um takmarkanir vegna einkahagsmuna, um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila.</p> <p>Ísafjarðarbær bendir á að öll ofangreind gögn, uppfærð og rétt, hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar á 503. fundi þann 1. desember 2022 þar sem fjárhagsáætlun 2023–2026 hafi verið samþykkt, auk framkvæmdaáætlunar 2023–2033. Umrædd gögn hafi verið lokaútgáfa þeirra fjárheimilda sem bæjarstjórn samþykki til reksturs sveitarfélagsins. Auk þessa hafi verið birt skjal með fundargerð bæjarstjórnar vegna framkvæmdaáætlunar 2023–2033, þar sem búið hafi verið að „hópa saman“ framkvæmdir eftir yfirheiti þeirra (tegund framkvæmda) og þannig búið að koma í veg fyrir að áætlað verð einstakra verkþátta/framkvæmd sé gert aðgengilegt birgjum, framkvæmdaaðilum og viðsemjendum sveitarfélagsins. Með þeim hætti uppfylli sveitarfélagið upplýsingaskyldu sína gagnvart íbúum og öðrum áhugasömum aðilum um fjármál sveitarfélagsins án þess að fyrirgera hagsmunum sínum.</p> <p>Samandregið telji Ísafjarðarbær að umrædd gögn sem hafi verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn teljist sem vinnugögn stjórnsýslu sveitarfélagsins til bæjarfulltrúa til áframhaldandi vinnu og breytinga við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023, auk gagna sem leynt verði að fara vegna einka- og almannahagsmuna. Hið sama eigi við um framkvæmdáætlun, þar sem umrædd áætlun hafi tekið miklum breytingum eftir forgangsröðun bæjarfulltrúa og því sem talið var framkvæmanlegt hjá sveitarfélaginu, með tilliti til fjárhags og framboðs af verktökum.</p> <p>Rök kæranda um að gögnin séu nauðsynleg til lýðræðislegra samskipta geti ekki átt við enda séu umrædd gögn tillögur, drög, óstaðfestar fjárhæðir og ófullunnar afstemmingar í bókhaldi. Opinber umræða um ófullunnin gögn yrði því alltaf skökk, ómarkviss og full af rangfærslum. Sömu sjónarmið eigi við um greinargerð fjárhagsáætlunar. Hluti hennar sé „gulaður“ þar sem einstakir starfsmenn hafi ekki lesið yfir eða uppfært kafla sem snúi að þeirra sviði/málaflokki frá fyrra ári. Gögnin gefi því rangar og misvísandi upplýsingar til utanaðkomandi aðila, sem veiti engan stuðning til lýðræðislegra samskipta, og fyrirséð að þau myndu taka breytingum í meðförum bæjarstjórnar.</p> <p>Það að fundir bæjarstjórnar séu opnir og málið rætt fyrir opnum dyrum en ekki sem trúnaðarmál komi ekki í veg fyrir að gögn einstakra mála séu ekki til opinberrar birtingar. Hluti gagna vegna fyrrgreindra mála hafi verið birtur en umræður í heild sinni um þann farveg sem fjárhagsáætlun í heild sinni muni taka, það er stóra myndin, sé opin öllum sem á vilji hlýða. Umræður um einstakar fjárhæðir niður á bókhaldslykla og deildir, þegar gögnin séu á því formi sem fyrir liggi, sé engum til hagsbóta og verði að fara leynt.</p> <p>Að lokum verði að telja að ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingar gagnanna þar sem umrædd gögn séu úrelt og hafi verið birt eftir uppfærslu þeirra frá þeim fyrstu drögum sem hafi legið fyrir fundi bæjarstjórnar þann 3. nóvember 2022. Lokagögn, fullunnin, afstemmd og réttmæt hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022 og megi finna þessi gögn á vefsíðu sveitarfélagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu geri Ísafjarðarbær því kröfu um að málinu verði vísað frá nefndinni en til vara að synjun sveitarfélagsins á aðgangi að drögum að fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun verði staðfest.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 30. sama mánaðar.</p> <p>Kærandi gerir athugasemdir við að tillögur bæjarstjóra að fjárhags- og framkvæmdaáætlun séu kallaðar drög. Um sé að ræða formlegar og fullbúnar tillögur sem hafi verið lagðar fyrir bæjarstjórn líkt og fundargerð bæjarins beri með sér. Þá blandi Ísafjarðarbær saman undirbúningsgögnum embættismanna og tillögum bæjarstjóra til bæjarstjórnar. Synjunin nái til framlagðra tillagna bæjarstjóra og farið sé fram á að þær verði birtar. Hafi bæjarstjóri tekið að einhverju leyti vinnugögn embættismanna og lagt þær fram þá séu gögnin orðnar tillögur bæjarstjóra og því ekki lengur vinnugögn. Þá séu það einkennileg rök að framlagðar tillögur verði að fara leynt þar sem þær yrðu þýðingarlausar ef þær væru á almannavitorði. Kærandi spyrji sig hvernig það megi vera að opinberun þess hvaða framkvæmdir sveitarfélagið hyggist ráðast í á næstu árum leiði til þess að þær verði þýðingarlausar og hvernig þetta megi vera með hliðsjón af birtingu annarra sveitarfélaga á sínum áætlunum.</p> <p>Synjun á erindi kæranda leiði af sér að enginn viti hverjar hafi verið tillögur bæjarstjóra í þessum tveimur mikilvægu málum. Ekki sé heldur vitað hvaða breytingar hafi verið gerðar á framlagðri tillögu, hverjir lögðu til breytingarnar eða hvernig þeim reiddi af. Aðeins liggi fyrir upplýsingar um sex tillögur bæjarstjóra en ekkert sé vitað um afgreiðslu þeirra. Af fundargerð virðist mega ráða að framlagðar tillögur hafa tekið ýmsum breytingum sem ekki sé gerð grein fyrir og hafi áætlanirnar tvær verið bornar upp í einu lagi og afgreiddar í einni atkvæðagreiðslu en því sé ósvarað hver hafi breytt framlögðum áætlunum fyrir þessa einu atkvæðagreiðslu og hvenær, hvernig og hvers vegna það hafi verið gert.</p> <p>Hafa verði í huga að tilgangur þess að bæjarstjórnarfundir séu haldnir í heyranda hljóði og almenningur hafi aðgang að tillögum sem séu lagðar fyrir bæjarstjórnar og þar ræddar og afgreiddar, sé til þess að almenningur viti og geti eftir atvikum haft áhrif á framvindu mála. Kærandi vari sérstaklega við sjónarmiðum Ísafjarðarbæjar um að skilgreina eigi tillögurnar sem undirbúningsgögn. Þá sé það varasamasta sem komi fram í bréfi Ísafjarðarbæjar sú röksemd sveitarfélagsins að gögnin verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Ísafjarðarbæjar, það er tillögum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022. </p> <p>Ísafjarðarbær afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf.</li> <li>Sundurliðun á deildir 29.10.22.</li> <li>Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.</li> <li>Greinargerð 2023.</li> <li>Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22</li> <li>Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.</li> </ol> <p>Eins og áður hefur verið rakið var tillaga að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir 2024–2026 samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022, sbr. lið 2 í fundargerð. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal fylgiskjala með umræddum fundarlið voru fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 - rekstrar- og efnahagsreikningur, greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033. Þá er skjal sem ber heitið „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“ aðgengilegt á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er þess krafist að málinu verði vísað frá með vísan til þess ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingu gagnanna þar sem gögnin séu úrelt og lokagögn hafi verið birt með framangreindri fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þessi skylda er ekki bundin því skilyrði að sá sem óskar eftir aðgangi að gögnum hafi lögvarða hagsmuni af afhendingu þeirra. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir enn fremur að hugsanleg skylda til að veita almenningi aðgang að ófullunnum gögnum líður ekki undir lok þótt endanleg útgáfa slíkra gagna sé afhent eða gerð aðgengileg almenningi.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér og borið saman annars vegar þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu og hins vegar þau gögn sem eru aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Þótt gögnin séu að stórum hluta sama efnis er ljóst að ekkert þeirra gagna sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu er aðgengilegt almenningi í óbreyttri mynd á vef sveitarfélagsins. Þá er fyrrnefnt minnisblað, sbr. töluliður 5 hér að framan, ekki að finna á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt framansögðu telur úrskurðarnefndin engin efni til að vísa málinu frá.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu er af hálfu Ísafjarðarbæjar aðallega vísað til þess að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því sé heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings eftir 5. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Í 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir meðal annars að sveitarstjórn skuli á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Saman myndi þessar áætlanir fjögurra ára áætlun fyrir sveitarfélagið sem feli í sér heildaráætlun fyrir fjármál þess á tímabilinu, bæði A- og B-hluta samkvæmt 60. gr. laganna. Fjárhagsáætlun næsta árs skuli fela í sér bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir sveitarfélagsins á því ári sem hún taki til, sbr. nánari fyrirmæli í 63. gr. Í 2. mgr. 62. gr. kemur meðal annars fram að fjárhagsáætlanir skuli gefa glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skuli þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. leggur byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, fram tillögu um fjárhagsáætlun samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skuli fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skuli fara með minnst tveggja vikna millibili, sbr. einnig 2. mgr. 18. gr. laganna, og að lokinni umræðu skuli afgreiða þær, en ekki síðar en 15. desember. Þá kemur fram í 4. mgr. 62. gr. að tillögum samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skuli fylgja upplýsingar um þær forsendur sem byggt sé á. Tillögunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert sé ráð fyrir. Í athugasemdum með 62. gr. í frumvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlögum er rakið að í 4. mgr. ákvæðisins komi fram ákveðin krafa um forsendur sem skuli fylgja tillögum að fjárhagsáætlunum en ekki sé gerð krafa um að þessi fylgigögn tillögu verði afgreidd sem hluti af fjárhagsáætlunum sjálfum.</p> <p>Í 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga er mælt fyrir um að ráðherra skuli, að fengnum tillögum reikningsskila- og upplýsinganefndar, setja reglugerð meðal annars um vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Ráðherra hefur sett reglugerð í samræmi við framangreind fyrirmæli, sbr. reglugerð nr. 1212/2015, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikning sveitarfélaga. Í 3. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur fram að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga skuli vera í samræmi við form ársreiknings samkvæmt fylgiskjali II við reglugerðina. Sundurliða skuli helstu framkvæmdir og skuldbindingar sem gert sé ráð fyrir á tímabilinu. Þá kemur fram í 5. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar að samhliða gerð fjárhagsáætlunar til fjögurra ára skuli sveitarfélög sundurliða áætlaðan rekstur sinn að lágmarki í samræmi við fylgiskjal II – E (rekstraryfirlit málaflokka) og vegna fjárhagsáætlunar næsta árs í samræmi við fylgiskjal II – F (sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka). Loks er í fylgiskjali II við reglugerð nr. 1212/2015 nánar mælt fyrir um form fjárhagsáætlana sveitarfélaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu. Fyrsta skjalið ber heitið „Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða pdf.“ en þar er að finna sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka fyrir árið 2023 og virðist skjalið hafa verið unnið samkvæmt fyrirmynd fyrrnefnds fylgiskjals II-F með reglugerð nr. 1212/2015. Annað og þriðja skjalið bera heitin „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.“ og „Greinargerð 2023“. Skjölin eru drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og greinargerð með þeirri áætlun. Fjórða skjalið ber heitið „Sundurliðun á deildir 29.10.22“ og er þar að finna sundurliðað fjárhagsyfirlit á deildir fyrir árið 2023 ásamt sömu upplýsingum úr samþykktri áætlun 2022 og ársreikningum 2019–2021 og er yfirskrift skjalsins „Fjárhagsáætlun, sundurliðunarbók“. Endanleg útgáfa af fyrstu þremur skjölunum hér að framan voru á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerð bæjarstjórnarfundar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022. Síðastnefnda skjalið var ekki á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerðinni en endanleg útgáfa þess var birt á vef sveitarfélagsins undir heitinu „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“. </p> <p>Fimmta skjalið, sem ber heitið „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“, er minnisblað, dagsett 2. nóvember 2022, sem unnið var af sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs og fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar og stílað á bæjarstjórn. Er þar rakið að í lokadrögum að framkvæmdaáætlun sé gert ráð fyrir fjárfestingum að nánar tilgreindum fjárhæðum og að uppfærð drög hafi verið unnin af bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, sviðsstjórum og fjármálastjóra á vinnufundi 1. nóvember 2022. Þá er í minnisblaðinu að finna lista yfir verkefni, aðgreint eftir A- og B-hluta, ásamt áætluðum fjárhæðum vegna hvers verkefnis.<br /> Í sjötta skjalinu, sem ber heitið „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild.“, er meðal annars að finna yfirlit yfir tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033 ásamt stuttri lýsingu á hverju verkefni. Þá koma fram upplýsingar á hvaða árum verkefnin eru fyrirhuguð og áætluðum kostnaði, endurgreiðslu og fjárfestingu vegna hvers verkefnis. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022 og hún birt með fundargerð fundarins í nokkuð breyttri mynd. Þá var einnig gerð grein fyrir hluta áætlunarinnar í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 í kaflanum „Fjárfestingar 2023–2027“. Að mati nefndarinnar virðist mega miða við að framkvæmdaáætlunin hafi verið útbúin til að fullnægja þeirri skyldu sem um er mælt í 4. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga og 3. mgr. 17. gr. reglugerðar nr. 1212/2015, það er að tillögum að fjárhagsáætlunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda sem gert sé ráð fyrir.<br /> Að virtu efni framangreindra gagna og með hliðsjón af fyrrgreindum laga- og reglugerðarfyrirmælum þykir mega ráða að öll gögnin hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 um að samþykkja tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2024–2026. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki ástæða til að vefengja upplýsingar Ísafjarðarbæjar um að gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess og þau ekki afhent öðrum.<br /> Að mati nefndarinnar hefur ekki áhrif í framangreindu samhengi þótt gögnin hafi verið afhent kjörnum fulltrúum bæjarstjórnar enda felur slíkt ekki í sér afhendingu til annarra í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki ráðið að gögnin hafi verið afhent eða með öðrum hætti gerð aðgengileg þeim sem sóttu fundinn og verður hvorki ráðið af ákvæðum sveitarstjórnarlaga né samþykkt Ísafjarðarbæjar nr. 525/2021, um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar með áorðnum breytingum, að gögn sem eru lögð fram á opnum fundi bæjarstjórnar skuli afhent fundargestum eða gerð aðgengileg almenningi með öðrum hætti. Að þessu og öðru framangreindu virtu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leggja til grundvallar að umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Enda þótt fallist sé á með Ísafjarðarbæ að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem eru tilgreind í töluliðum 1–4 í kafla 1 hér að framan og verður ekki séð að í þeim komi fram upplýsingar sem falli undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður því fallist á að þessi gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga sem Ísafjarðarbæ var heimilt að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Er ákvörðun Ísafjarðarbæjar því staðfest hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Í minnisblaði með framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar og framkvæmdaáætluninni, sbr. gögn sem eru tilgreind í töluliðum 5–6 í kafla 1 hér að framan, koma á hinn bóginn fram upplýsingar sem er ekki að finna í öðrum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í framkvæmdaáætluninni er fjallað um rúmlega hundrað tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033. Skiptist skjalið, sem er á excel-formi, meðal annars í dálkana „Verkefni“, þar sem meðal annars kemur fram hvaða málaflokki verkefni tilheyrir, „Tillaga frá“, þar sem er tiltekið hvaða stjórnsýslueining sveitarfélagsins kom með tillögu að verkefninu og „Verkþættir“, þar sem finna má stutta lýsingu á hverju verkefni. Þá er í skjalinu að finna dálkana „Áætlaður kostnaður“, „Endurgreiðslur“ og „Fjárfesting“ vegna hvers árs á tímabilinu 2023–2033 en þar er fjallað um áætlaðan kostnað og hugsanlegar endurgreiðslu vegna hvers verkefnis og er mismunur þessara fjárhæða notaður til að finna út fjárhæð fjárfestingar. Heildarfjárhæð fjárfestinga vegna hvers verkefnis er síðan að finna í dálkinum „AW“. Þá er í skjalinu að finna upplýsinga um á hvaða ári eða árum lagt sé til að ráðast í verkefnin og hvernig fjárhæðir skiptast milli ára í þeim tilvikum þar sem ráðgert er að verkefni muni taka fleiri en eitt ár. Loks koma í skjalinu fram samanlagðar heildarfjárhæðir allra verkefnanna, aðgreint eftir A- og B-hluta.</p> <p>Í minnisblaðinu er fjallað um þau verkefni sem eru áformuð árinu 2023. Kemur þar í flestum tilvikum fram sama lýsing á þessum verkefnum og er að finna í áætluninni. Þá er í minnisblaðinu að finna upplýsingar um fjárhæð hvers verkefnis, í langflestum tilvikum að teknu tilliti til hugsanlegra endurgreiðslna, sbr. dálkurinn „Fjárfesting“ hér að framan. Fjárhæðir eru í öllum tilvikum nema einu þær sömu og koma fram í framkvæmdaáætluninni. Svo sem fyrr segir hefur framangreint minnisblað ekki verið gert aðgengilegt almenningi.</p> <p>Í þeirri framkvæmdaáætlun sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 hafa fjárhæðir framkvæmda innan einstakra málaflokka verið lagðar saman og birtar upplýsingar um heildarfjárhæðir innan hvers málaflokks á árunum 2023–2033. Nánari upplýsingar að þessu leyti koma fram í greinargerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023 en þar er að finna, ásamt þeim upplýsingum sem koma fram í framkvæmdaáætluninni, upplýsingar um áætlaðan kostnað og endurgreiðslur vegna hvers málaflokks á árinu 2023. Með hliðsjón af þessum gögnum virðast aðeins hafa átt sér stað breytingar á heildarfjárhæðum tveggja málaflokka, í báðum tilvikum vegna ársins 2023, frá þeirri framkvæmdaáætlun sem var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022.</p> <p>Auk framangreinds er að finna frekari upplýsingar um einstök verk í fyrirliggjandi gögnum. Í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar er þannig að finna lýsingar á verkefnum á árinu 2023 sem falla undir málaflokkinn „Hafnarsjóður“ í umbeðnum gögnum án þess þó að tilteknar fjárhæðir séu tilgreindar, sbr. kaflinn „Framkvæmdir við hafnir Ísafjarðarbæjar“. Þá kemur fram í kaflanum „Vatnsveita“ að á árinu 2023 sé ætlunin að endurnýja vatnslögn frá brúarstæði í Staðardal upp í vatnslindir í Sunddal og tiltekið hver sé áætlaður kostnaður við endurnýjun lagnarinnar. Loks er tiltekið í bókun bæjarfulltrúa Í-lista vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023, sem var á meðal birtra fylgigagna með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022, að samkvæmt framkvæmdaáætlun sé ráðgert að setja nánar tilgreinda fjárhæð í nýtt gervigras á aðalvöllinn á Torfnesi og annað árið 2024.</p> <p>Gögn málsins og málatilbúnaður Ísafjarðarbæjar bera með sér að ákvörðun bæjarstjórnar hafi lotið að samþykkt þeirra verkefna sem standa að baki þeim málaflokkum sem koma fram í birtri framkvæmdaáætlun 2023–2033 og að hluta til í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Þá liggur fyrir að í umbeðnum gögnum er að finna upplýsingar um hvaða tilteknu verkefni er fyrirhugað að ráðast í af hálfu Ísafjarðarbæjar á árunum 2023–2033 ásamt áætluðum kostnaði þeirra. Verður því að telja að þær upplýsingar sem birtast í umbeðnum gögnum séu ómissandi til skýringar á þeim forsendum sem lágu að baki framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og þeim hluta fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem laut að fyrirhuguðum verkefnum á tímabilinu 2023–2027.</p> <p>Enda þótt tilteknar upplýsingar í umbeðnum gögnum sé að finna í öðrum skjölum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að langstærsta hluta upplýsinganna sé ekki að finna annars staðar og í öllu falli ekki með þeim samantekna hætti sem á við um umbeðin gögn. Að þessu og öðru framangreindu gættu lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu á grundvelli 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsinga nema aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings eigi við.</p> <h3><strong>5.</strong></h3> <p>Samkvæmt framangreindu kemur til skoðunar hvort önnur ákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar en Ísafjarðarbær vísar einnig til 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda.</p> <p>Samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsinga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál innihalda umbeðin gögn engar upplýsingar sem verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá skal á það bent að hagsmunir Ísafjarðarbæjar, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess teljast ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 875/2020.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Skal veita aðgang að slíkum gögnum, eigi ekki aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum við, jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna.</p> <p>Í athugasemdum með 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem séu tilgreindir í ákvæðinu. Þá segir í athugasemdunum eftirfarandi um 5. tölul. 10. gr. laganna:</p> <blockquote> <p> Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p>Þá segir einnig í athugasemdunum að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.</p> <p>Við mat á því hvort minnisblaðið og framkvæmdaáætlunin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er til þess að líta að ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. Þá lýsa umbeðin gögn fyrirhuguðum verkefnum sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Jafnframt telur úrskurðarnefndin að líta verði til þeirra markmiða að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. gr. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er ritstjóri fjölmiðils og hefur nefndin lagt til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum, sbr. úrskurði nr. 1127/2023 og 1138/2023.</p> <h3><strong>6.</strong></h3> <p>Í samhengi við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er í umsögn Ísafjarðarbæjar vísað til þess að atvik þessa máls séu að öllu leyti sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001. Þar staðfesti nefndin ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi með vísan til efnislega samhljóða ákvæðis eldri upplýsingalaga, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996. Eftir það ætti aðgangur að slíkum gögnum alla jafna að vera heimill og vísaði nefndin í því samhengi til úrskurðar síns í máli nr. A-130/2001.</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2023–2026 á fundi sínum 1. desember 2022. Verður þegar af þessum ástæðum ekki fallist á með Ísafjarðarbæ að atvik þessa máls séu sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001, sbr. einnig 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er einnig rakið að opinber birting minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar myndi hafa í för með sér að sveitarfélagið myndi fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja enda komi þar fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Umræddar röksemdir Ísafjarðarbæjar eru settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða þær að skoðast í ljósi 5. tölul. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Ísafjarðarbær tiltekur í umsögn sinni.</p> <p>Við mat á því hvort heimilt sé að undanþiggja gögnin á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að mati nefndarinnar hægt að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem hafa verið lögð til grundvallar varðandi rétt almennings til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila áður en framkvæmdir eru boðnar út. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 993/2021 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá var í úrskurði nr. 1047/2021 lagt til grundvallar að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að afmá upplýsingar um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup með vísan til 5. tölul. 10. gr. laganna. Í báðum úrskurðum var rakið að slíkar upplýsingar gætu haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál má leggja til grundvallar að upplýsingar um áætlaðan kostnað tiltekinna verkefna, sem sveitarfélag tekur saman í tengslum við gerð fjárhagsáætlana, geti haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar. Á hinn bóginn verða upplýsingarnar þá að vera þess eðlis að væntanlegir viðsemjendur geti dregið af þeim ályktanir um áætlaðan kostnað sveitarfélags með sambærilegum hætti og á við þegar opinber aðili hefur tekið saman kostnaðaráætlun eða upplýsingar um heildarkostnað vegna tiltekins verkefnis sem til stendur að leita tilboða í.</p> <p>Að mati nefndarinnar eru einu upplýsingar, sem koma fram í umbeðnum gögnum og sem kunna að falla undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þær sem koma fram í dálkunum „Áætlaður kostnaður“ og „Fjárfestingar“ í framkvæmdaáætlun 2023–2033 auk samantektar á heildarfjárhæðum áætlaðra fjárfestinga vegna tiltekinna verkefna, sbr. dálkinn „AW“. Á hið sama við varðandi þær upplýsingar í fyrirliggjandi minnisblaði sem varða áætlaðar fjárhæðir einstakra verkefna. Verður að mati nefndarinnar þannig ekki séð hvernig upplýsingar um hvaða málaflokkum einstök verkefni tilheyra, frá hverjum tillögur stöfuðu, almennar lýsingar á verkefnum, áætlaðar endurgreiðslur og annað þess háttar geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig leitt til þess að verkefnin yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri yrðu upplýsingarnar á almannavitorði í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Nefndin gerir þó þann fyrirvara að Ísafjarðarbæ kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi yrði opinberun þeirra þess valdandi að unnt væri að ráða upplýsingar um áætlaðan kostnað einstakra verkefna eða fjárfestingar þeirra af framkvæmdaáætluninni eða öðrum birtum gögnum.</p> <p>Að mati nefndarinnar er lýsing fyrirhugaðra verkefna í mörgum tilvikum svo almenn að leggja má til grundvallar að opinberun upplýsinga um fjárhæðir þessara verkefna muni ekki hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Á þetta að lágmarki við um verkefni sem eru tilgreind í töluliðum 143, 170, 180, 184, 194, 197, 225, 226, 237, 253 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Þá er í tölulið 155 að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna gatnagerða- og leyfisgjalda og verður ekki séð hvernig slíkar upplýsingar geta haft verðmyndandi áhrif.</p> <p>Að framangreindu slepptu hefur úrskurðarnefndin takmarkaðar forsendur til að leggja mat á hvort opinberun upplýsinga um fjárhæðir fyrirhugaðra verkefna kunni að hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Í þessu samhengi skal á það bent að af lýsingu margra verkefna má ráða að þau samanstandi af fleiri en einum meginþætti án þess að fyrir liggi hvernig fjárhæðir skiptist á milli þeirra þátta. Í dæmaskyni má nefna að í umbeðnum gögnum er gerð grein fyrir verkefni sem lýtur að gatnagerð og tvær götur tilgreindar í því samhengi, sbr. tölulið 175 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Að mati nefndarinnar verður að telja vandséð að upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif í þessum tilvikum nema til stæði að leita eftir tilboðum í verkefnið í einu lagi.</p> <p>Í enn öðrum tilvikum er aðeins að finna almenna lýsingu á tilteknu verkefni án nánari útskýringar á hvaða þættir standa því að baki. Í dæmaskyni má nefna fyrirhugað verkefni sem lýtur að nýju gervigrasi á aðalvöll, sbr. tölulið 135 og samsvarandi verkefni í fyrirliggjandi minnisblaði. Það verkefni kann að samanstanda af þáttum sem verða boðnir út í sitthvoru lagi, svo sem því verki að fjarlægja eldra gervigras, kaupum á nýju gervigrasi og lagningu þess og hugsanlegum innri kostnaði sveitarfélagsins. Í tilvikum sem þessum er að mati nefndarinnar ekki unnt að leggja til grundvallar að opinberun upplýsinga um heildarfjárhæðir verkefna muni hafa í för með sér verðmyndandi áhrif enda gætu hugsanlegir þátttakendur í útboði fyrir verk um að fjarlægja eldra gervigras, sem dæmi, aðeins dregið mjög takmarkaðar ályktanir af upplýsingum um heildarfjárhæð verkefnisins.</p> <p>Loks skal á það bent að í framkvæmdaáætluninni er fjallað um fyrirhuguð verkefni allt til ársins 2033. Að mati nefndarinnar er ljóst að áætlaður kostnaður vegna einstakra verkefna getur breyst á milli ára, meðal annars vegna verðlagsþróunar, og er að mati nefndarinnar vandséð að hugsanlegir viðsemjendur sveitarfélagsins vegna verkefna sem eru áformuð eftir fáein ár muni geta byggt á áætlunum sem voru samþykktar í lok árs 2022. Á þetta sérstaklega við ef í áætlunum hefur ekki verið tekið tillit til hugsanlegra verðlagshækkana eða annarra atriða sem kynnu að hafa áhrif á áætlaðan kostnað til framtíðar litið. </p> <h3><strong>7.</strong></h3> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða Ísafjarðarbæjar til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð bæjarins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu. Liggur þannig fyrir að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að synja beiðni kæranda var einungis byggð á því að um vinnugögn væri að ræða. Þá er í umsögn Ísafjarðarbæjar aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþegin vegna hugsanlegra verðmyndandi áhrifa og þá í samhengi við 9. gr. upplýsingalaga. Loks liggja í málinu fyrir takmarkaðar upplýsinga um þau verkefni sem er fjallað um í umbeðnum gögnum umfram þær almennu lýsingar sem þar koma fram. Eins og greinir hér að framan hefur nefndin því takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að upplýsingar um áætlaðan kostnað og fjárfestingar vegna einstakra verkefna geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig fallið undir undantekningarreglu 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um túlkun 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Ísafjarðarbæjar á því að samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið. Sé búið að afla tilboða í tiltekin verkefni eða þegar búið að ganga frá samningum vegna þeirra er Ísafjarðarbæ ekki fært að takmarka aðgang að upplýsingum um áætlaða fjárhæð eða fjárfestingar þessara verkefna með vísan til umrædds töluliðar.</p> <p>Loks skal á það bent að í ákvörðun Ísafjarðarbæjar var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 5. tölul. 6. gr. Þá var rökstuðningur fyrir ákvörðuninni ekki veittur fyrr en kærandi leitaði eftir því og var honum ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingalaga. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Ísafjarðarbæjar að gæta framvegis að þessum atriðum.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar, dags. 4. nóvember 2022, um synjun á beiðni A um aðgang að skjölunum „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild“ og „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ er felld úr gildi og lagt fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar er staðfest að öðru leyti.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1156/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Sýn hf. óskaði eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022. Í úrskurðinum var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice ehf. hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Úrskurðarnefndin lagði þann skilning í endurupptökubeiðni að beiðandi teldi að nefndin hefði ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt mætti telja að rannsóknin hefði verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Nefndin taldi að úrskurður nefndarinnar hefði ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þá taldi nefndin röksemdir kæranda ekki leiða í ljós vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1156/2023 í máli ÚNU 22080006.</p> <h2><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 5. ágúst 2022, fór A lögmaður, f.h. Sýnar hf., fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi, ef ekki beinlínis röngum, upplýsingum um málsatvik sem hafi leitt til rangrar niðurstöðu að mati beiðanda. Beiðandi rifjar upp að með erindi til fjarskiptasjóðs í byrjun september 2021 hafi hann óskað eftir öllum upplýsingum og gögnum sem tengdust botnrannsóknum Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands. Hafi beiðandi lagt sérstaka áherslu á að fá aðgang að gögnum um rannsóknir Farice í íslenskri lögsögu, en samkvæmt heimildum beiðanda hafi rannsóknin m.a. náð yfir stórt svæði við suður- og suðvesturströnd Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að velja nákvæma leið sæstrengsins.</p> <p>Á meðan mál ÚNU 21100005 hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi Farice tekið ákvörðun um nákvæma leið sæstrengsins og hafið lagningu hans í lok maí 2022. Ekki verði séð af úrskurði úrskurðarnefndarinnar að henni hafi verið kunnugt um þetta. Beiðandi telji að það sjónarmið sem úrskurðurinn byggi á um að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að þau fari leynt, geti aðeins átt við um lítinn hluta rannsóknargagnanna, þ.e. þann hluta þeirra sem inniheldur upplýsingar um sjávarbotninn á því svæði þar sem sæstrengurinn liggur. Rannsóknargögn um svæðið að öðru leyti hafi enga þýðingu fyrir rekstraröryggi strengsins. Þá valdi aðgangur að þeim engri hættu á skemmdarverkum þannig að slíkt geti réttlætt leynd yfir gögnunum, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Beiðandi gagnrýnir það að hafa ekki fengið aðgang að umsögnum sem úrskurðarnefndin hafi aflað í júní 2022, þar á meðal skýringum Alþjóðlegrar nefndar um vernd sæstrengja (ICPC), nánari upplýsingum frá fjarskiptasjóði og Farice, og verið gefinn kostur á að tjá sig um þau gögn.</p> <p>Beiðandi vísar til sjónarmiðs Farice í úrskurði nefndarinnar þess efnis að þar sem kostnaður við botnrannsókn hafi farið fram úr kostnaðaráætlun, sem fram kom í viðauka með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018, hafi rannsókn fyrirtækisins við strendur Íslands farið fram án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Af þeim sökum séu gögn þeirrar rannsóknar eign Farice en ekki fjarskiptasjóðs. Beiðandi kveður að þetta sjónarmið hafi ekki komið fram í ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja honum um aðgang að gögnunum í október 2021. Þá virðist sjónarmiðið fyrst hafa komið fram í samskiptum við úrskurðarnefndina í júní 2022. Nefndin virðist hafa lagt það til grundvallar í úrskurði sínum, þrátt fyrir að staðhæfingunni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver hafi staðið straum af kostnaði við rannsóknina við Íslandsstrendur sumarið 2021. Beiðandi telji nær öruggt að rannsóknin í heild sinni, þar á meðal við strendur Íslands, hafi verið greidd úr ríkissjóði. Staðhæfingar um annað séu fyrirsláttur, sem settar séu fram til að torvelda aðgang að upplýsingum.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji sig hafa beint upphaflegri beiðni til Farice að auki, þótt henni hafi verið beint til fjarskiptasjóðs. Beiðandi hafi frá upphafi lagt áherslu á að fá aðgang að botnrannsóknargögnum, hvort sem þau væru í vörslum fjarskiptasjóðs eða Farice. Hann eigi ekki að bera hallann af því að hafa ekki beint beiðni sinni til Farice, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hafi Farice tekið fullan þátt í meðferð þessa máls, bæði hjá fjarskiptasjóði og úrskurðarnefndinni.</p> <p>Ef fyrirætlanir beiðanda um lagningu sæstrengs gangi eftir muni strengurinn ekki liggja um það svæði sem botnrannsókn í írskri lögsögu laut að. Af þeim sökum falli beiðandi frá kröfu þess efnis að fá aðgang að þeim gögnum. Þá sé ekki farið fram á aðgang að þeim gögnum botnrannsóknarinnar við Íslandsstrendur þar sem sæstrengur Farice liggi.</p> <p>Í ljósi þess að mikill hluti þeirra gagna sem Farice aflaði við botnrannsókn við strendur Íslands sumarið 2021 innihaldi ekki upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, óski beiðandi eftir því að ef málið verði tekið upp að nýju leggi úrskurðarnefndin mat á það hvort hann kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Kemur það til í ljósi þess að bæði EFTA-dómstóllinn og Eftirlitsstofnun EFTA líti svo á að til staðar sé markaður fyrir alþjóðlegar gagnatengingar milli Íslands og umheimsins, þar sem Farice hafi yfirburðastöðu, en að á þeim markaði sé Sýn hf. að minnsta kosti mögulegur samkeppnisaðili (e. potential competitor).</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2022, gaf úrskurðarnefndin fjarskiptasjóði kost á að bregðast við beiðninni um endurupptöku. Var frestur til þess veittur til 24. ágúst 2022. Fjarskiptasjóður brást við erindinu daginn eftir. Í erindinu kom fram að þau gögn sem beiðnin lyti að væru ekki í eigu sjóðsins heldur Farice. Það væri óeðlilegt og ósanngjarnt að fjarskiptasjóður svaraði fyrir hönd Farice þegar kæmi að þessum gögnum, gerði afstöðu félagsins að sinni eða ritskoðaði afstöðu félagsins gagnvart úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin féllst á beiðni sjóðsins um viðbótarfrest til 31. ágúst 2022.</p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust viðbrögð frá fjarskiptasjóði hinn 31. ágúst 2022. Viðbrögðunum fylgdu einnig athugasemdir frá Farice, sem sjóðurinn aflaði í tilefni af beiðninni um endurupptöku. Í erindi fjarskiptasjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi alltaf talið ljóst að gagnabeiðni beiðanda beindist að gögnum á vegum og í eigu sjóðsins. Ekkert við meðferð málsins hafi gefið til kynna að sjóðurinn hefði yfir að ráða öðrum gögnum en þeim sem styrkur úr sjóðnum tók til.</p> <p>Í erindinu kemur fram að fjarskiptasjóður hafi ekki sérstaka hagsmuni af því að afhenda ekki gögn úr umræddri botnrannsókn. Fyrir hafi legið allan tímann að fjarskiptasjóður ætti aðeins upphaflegu botnrannsóknina við Írlandsstrendur. Eignarhald á þeim gögnum hafi komið til áður en ljóst var hvort sæstrengurinn yrði yfir höfuð lagður og með hvaða hætti. Styrkur sjóðsins til að gera botnrannsókn við Írlandsstrendur hafi í fyrsta lagi verið veittur til að ganga úr skugga um hvort það væri hægt að leggja strenginn til þess landtökustaðar sem hafi orðið fyrir valinu. Í öðru lagi hafi þurft niðurstöðu rannsóknarinnar til að undirbyggja kostnaðaráætlun til grundvallar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um fjármögnun, smíði og lagningu á nýjum sæstreng á þeirri leið sem varð fyrir valinu. Samningur um styrk til Farice vegna botnrannsóknar við Írland hafi legið fyrir áður en ríkisstjórnin hafði tekið skuldbindandi ákvörðun í þeim efnum.</p> <p>Í athugasemdum Farice, dags. 31. ágúst 2022, kemur fram að þar sem fjarskiptasjóður sé einungis rétthafi að þeim botnrannsóknargögnum sem varði könnun við Írlandsstrendur sé sjóðurinn ekki bær til að taka ákvörðun um afhendingu gagna sem séu í eigu Farice og varði botnrannsóknir við Ísland. Þannig geti gagnabeiðni til fjarskiptasjóðs aðeins lotið að þeim gögnum sem varði botnrannsókn við Írlandsstrendur. Þau rannsóknargögn varði ekki önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á. Ástæða þess sé sú að botnrannsóknarvinnan fer fram á vegum þriðja aðila sem skilar nákvæmri skýrslu um það svæði þar sem endanleg leið strengsins liggur. Sjóðurinn fari því ekki með eignarhald á botnrannsóknargögnum um önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á.</p> <p>Farice vísar til þess að í umsögn sinni til fjarskiptasjóðs frá 21. september 2021 komi fram að þær botnrannsóknir sem félagið vann fyrir sjóðinn byggist á samningi aðilanna frá árinu 2019 og séu eign sjóðsins. Á grundvelli þess samnings hafi Farice gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands.</p> <p>Beiðandi hafi raunar sent erindi til Farice hinn 17. desember 2021 þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu félagsins til þess hvort það teldi sig eiganda afurða rannsóknarinnar eða hvort afurðin væri eign fjarskiptasjóðs. Teldi félagið sig eiganda gagnanna væri óskað eftir aðgangi að þeim.</p> <p>Í svari Farice frá 25. janúar 2022 hafi komið fram að afurðir botnrannsókna í írskri efnahagslögsögu væru eign fjarskiptasjóðs en afurðir rannsókna við Ísland eign Farice. Beiðni um aðgang að gögnunum hafi verið hafnað með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, og beiðanda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það sé því rangt að beiðandi hafi fyrst haft vitneskju um eignarhald gagnanna í júní 2022 heldur hafi hann verið upplýstur um það í janúar sama ár. Tilvísun beiðanda til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga varðandi skyldu stjórnvalds til að framsenda erindi sem ekki snertir starfssvið þess á réttan stað, hafi ekki þýðingu í málinu nú þar sem fyrir liggi að hann hafi óskað eftir gögnunum hjá Farice líka.</p> <p>Erindi fjarskiptasjóðs og Farice voru kynnt beiðanda með erindi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að bregðast við þeim. Viðbrögð beiðanda bárust nefndinni hinn 19. september 2022. Í erindinu kemur fram að beiðandi telji nú ágreiningslaust að Farice búi yfir ítarlegum gögnum um rannsóknir á hafsbotni við Íslandsstrendur, auk rannsókna á lendingarstöðum við Reykjanes, m.a. í Mölvík, Hraunsvík, Selvík og Þorlákshöfn.</p> <p>Fullyrðingar fjarskiptasjóðs um að aðeins hluti botnrannsóknargagnanna sé í eigu sjóðsins telur beiðandi vera ótrúverðugar. Í samningi sjóðsins og Farice frá því í desember 2018 komi fram að félaginu sé falið að annast opinbera þjónustu fyrir hönd sjóðsins. Í 12. gr. samningsins sé tekið fram að verkefnið nái til leiðarinnar milli Íslands og Írlands. Hvergi sé þess getið í samningnum að aðeins helmingur leiðarinnar skuli rannsakaður. Það sé ekki í samræmi við ummæli fjarskiptasjóðs um að verkefnið væri unnið í þágu markmiða fjarskiptaáætlunar stjórnvalda um að fjölga fjarskiptatengingum Íslands við umheiminn. Gögn sem lágu til grundvallar samningnum styðja heldur ekki fullyrðingar sjóðsins um að allan tímann hafi legið fyrir að fjarskiptasjóður ætti aðeins botnrannsóknina við Írlandsstrendur.</p> <p>Beiðandi telur að aldrei hafi annað staðið til en að botnrannsókn yrði gerð í þágu fjarskiptasjóðs og næði til alls verkefnisins, ekki aðeins rannsókna í írskri efnahagslögsögu. Í samskiptum beiðanda við fjarskiptasjóð í febrúar 2019 hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice.</p> <p>Það sé rétt sem komi fram í erindi Farice í máli þessu að beiðanda hafi verið kunnugt um það í janúar 2022 að Farice teldi sig eiganda botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur. Hins vegar hafi beiðandi litið á það sem órökstudda staðhæfingu sem erfitt væri að taka trúanlega. Beiðandi telur að sú breytta afstaða fjarskiptasjóðs um eignarhald á gögnunum eigi rætur að rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að fela Farice að annast lagningu og rekstur nýs sæstrengs frá 11. september 2020.</p> <p>Í fylgiskjali með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018 komi fram að áætlaður heildarkostnaður vegna botnrannsóknanna sé 1,9 millj. evrur. Sá skilningur fái stuðning í ársreikningi Farice fyrir árið 2021. Þar segir að tekjur félagsins af þjónustusamningnum hafi numið um 1,6 millj. evrum á árinu 2020 og rúmlega 220 þús. evrum á árinu 2021, samtals rúmlega 1,8 millj. evrum. Í reikningnum segi að heildarkostnaður við rannsóknina hafi verið 1,9 millj. evrur, og að hún hafi hafist árið 2019 og lokið árið 2021. Kostnaðurinn hafi verið bókfærður sem „rannsóknar- og þróunarkostnaður“ í rekstrarreikningi. Hafi kostnaður við botnrannsóknir farið fram úr áætlunum, líkt og Farice hefur haldið fram, verði því a.m.k. ekki fundin stoð í ársreikningi félagsins. Þá verði ekki ráðið að úrskurðarnefndin hafi haft undir höndum gögn sem styðji að kostnaður við rannsóknina hafi farið fram úr áætlunum. Að öllu framangreindu virtu sé ljóst að Farice sé ekki eigandi botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, var deilt um rétt til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Í úrskurði nefndarinnar var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin staðfesti þá ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn við strendur Írlands, með vísan til þess að þau innihéldu upplýsingar sem vörðuðu öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur að þeim væri takmarkaður, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 24. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. </li> </ol> </blockquote> <p>Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í beiðni um endurupptöku að beiðandi telji að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, því að meðan málið hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi nákvæm leið fjarskiptasæstrengsins verið ákveðin og þar af leiðandi innihaldi aðeins sá hluti botnrannsóknargagnanna þar sem strengurinn liggur upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en ekki gögnin í heild sinni líkt og lagt hafi verið til grundvallar í úrskurði nefndarinnar. Þá kemur fram í beiðninni að beiðandi falli frá kröfu um að fá aðgang að botnrannsóknargögnum úr írskri lögsögu, sem og þeim gögnum úr íslenskri lögsögu sem varða svæðið þar sem fjarskiptasæstrengurinn var lagður.</p> <p>Líkt og fram hefur komið var það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 1086/2022 að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Þannig var aðeins tekin efnisleg afstaða til réttar til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn í írskri efnahagslögsögu, sem nú liggur fyrir að beiðandi krefst ekki lengur aðgangs að.</p> <p>Af endurupptökubeiðni verður einnig ráðið að beiðandi telji að nefndin hafi ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt megi telja að rannsóknin hafi verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Sú staðhæfing að gögnin lægju ekki fyrir hjá sjóðnum hafi fyrst komið fram í samskiptum við nefndina í júní 2022 og henni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver fjármagnaði rannsóknina. Þá telji beiðandi sig hafa beint upphaflegri gagnabeiðni til Farice líka, þótt henni hafi formlega aðeins verið beint til fjarskiptasjóðs, og að hann eigi ekki að bera hallann af því að fjarskiptasjóður hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Í hinni kærðu ákvörðun fjarskiptasjóðs í máli ÚNU 21100005, dags. 6. október 2021, kom ekki fram hvaða botnrannsóknargögn lægju fyrir hjá sjóðnum. Í umsögn fjarskiptasjóðs til úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. desember 2021, kom hins vegar fram að málið varðaði gögn úr botnrannsókn við Írland og að þau væru í vörslum Farice. Það voru þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni samhliða umsögn sjóðsins. Þá kom fram í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, sem fjarskiptasjóður aflaði og kæranda var afhent í lok maí 2022, að gögnin vörðuðu botnrannsóknir við strendur Írlands og að kannað hefði verið 75 kílómetra svæði frá Galway og út fyrir Araneyjar. Í júní 2022 kom svo fram í samskiptum nefndarinnar við fjarskiptasjóð að botnrannsókn við strendur Íslands hefði verið gerð án aðkomu sjóðsins. Af þeim sökum væru þau gögn ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Að svo búnu taldi úrskurðarnefndin nægar forsendur fyrir því að slá föstu í úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. og 14. gr. upplýsingalaga nær til gagna sem liggja fyrir hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Það að tiltekinn aðili kunni að hafa búið til gagn eða fjármagnað gerð þess gerir ekki eitt og sér að verkum að það teljist vera fyrirliggjandi hjá honum, heldur skiptir máli hvort aðilinn hafi gagnið í vörslum sínum. Þegar sá sem kæra beinist að fullyrðir að þau gögn sem óskað hefur verið eftir séu ekki í vörslum sínum hefur úrskurðarnefndin almennt ekki forsendur til að draga slíka fullyrðingu í efa. Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar geta þau ekki talist fyrirliggjandi í þessum skilningi og ber að staðfesta ákvörðun þess aðila sem kæra beinist gegn að því marki sem hún lýtur að slíkum gögnum. Þá heyrir það ekki undir nefndina að hafa eftirlit með því hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert fram komið um að úrskurður nefndarinnar nr. 1086/2022 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefndinni eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Líkt og kom fram í úrskurðinum er Farice ehf. alfarið í eigu íslenska ríkisins og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Beiðanda er fært að óska að nýju eftir gögnum um botnrannsóknir á vegum félagsins við strendur Íslands. Verði honum synjað um aðgang að þeim gögnum er honum fært að bera þá ákvörðun undir úrskurðarnefndina, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sem sker úr um rétt hans til aðgangs að þeim.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Sýnar hf., um endurupptöku máls ÚNU 21100005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, er hafnað.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1155/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Kærandi óskaði eftir að fá afhent gögn frá Reykjavíkurborg sem vörpuðu ljósi á það fyrirkomulag sem væri viðhaft hjá borginni varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Reykjavíkurborg afhenti kæranda nokkurt magn af gögnum sem vörðuðu fræsun malbiksslitlaga. Af hálfu Reykjavíkurborgar var fullyrt að engin frekari gögn lægju fyrir sem fallið gætu undir beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1155/2023 í máli ÚNU 23080006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 10. ágúst 2023, kærði A lögmaður, f.h. Colas Ísland ehf., afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Málsatvik eru þau að Colas Ísland varð hlutskarpast í útboði Reykjavíkurborgar um fræsun á yfirborði malbikaðra gatna í Reykjavík vegna endurnýjunar malbiksslitlaga. Félagið gekk í kjölfarið til samninga við borgina um verkið.</p> <p>Á verkfundi með Reykjavíkurborg og eftirlitsaðila nokkru síðar kom fram að ráðstafa ætti hluta af fræsisvarfi til aðila sem sinna malbikun gatna (yfirlagna) hjá borginni. Colas Ísland ehf. mótmælti því fyrirkomulagi og benti á að það væri ekki í samræmi við það sem fram kæmi í útboðsgögnum um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Kærandi telur að framangreind ráðstöfun sé til þess fallin að hafa áhrif á félagið; þannig sé mál með vexti að Colas Ísland ehf. hafi tekið þátt í tveimur öðrum útboðum um malbiksyfirlagnir hjá Reykjavíkurborg. Í báðum útboðum hafi félagið átt næstlægsta tilboðið. Í gögnum þeirra útboða hafi ekki verið tilgreint að Reykjavíkurborg notaði fræsisvarf úr fræsiverkefnum borgarinnar í malbiksverkefni á hennar vegum. Félagið hafi ástæðu til að ætla að aðrir bjóðendur í þeim útboðum hafi vitað af þessu fyrirkomulagi og þar með getað boðið lægra verð, vitandi að hluti þess hráefnis sem þyrfti í verkið fengist frá Reykjavíkurborg.</p> <p>Af þessu tilefni óskaði kærandi hinn 30. maí 2023 eftir aðgangi að upplýsingum og gögnum hjá Reykjavíkurborg í þremur töluliðum í tengslum við málið. Þar á meðal var eftirfarandi fyrirspurn:</p> <blockquote> <p>Hvenær var það fyrirkomulag innleitt við vegagerð á vegum verkkaupa, Reykjavíkurborgar, að veita þeim verktökum sem sjá um malbikun (yfirlagningu) jafngildi þess fræsisvarfs sem þeir nýta af malbikskurli í nýtt malbik við yfirlagnir hjá borginni? Var slíkt fyrirkomulag viðhaft og þá að hvaða magni á árunum 2020–2022?</p> </blockquote> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2023, kom fram um þennan lið erindisins að ekki væri um að ræða beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum heldur spurningu sem ekki yrði krafist svara við á grundvelli upplýsingalaga. Mögulega mætti afmarka beiðnina betur þannig að tilgreint væri hvaða gögnum væri leitað eftir, lægju þau fyrir. Sjálfsagt væri að aðstoða kæranda við slíka afmörkun. Svarinu fylgdi nokkuð magn gagna um fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022, þar á meðal lokaskýrslur eftirlits, verkfundargerðir og lokaúttektargerðir.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 28. júní 2023, kom fram að það ættu að vera til gögn í tengslum við framangreinda fyrirspurn um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 6. júlí 2023, kom fram að gögn um það sem óskað væri eftir í þriðja lið væru ekki til. Í svari kæranda, dags. 12. júlí 2023, kemur fram að ólíklegt sé að fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs hafi komist á munnlega án þess að slíkt væri rætt á fundum og skrásett. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, kom aftur fram að gögnin væru ekki til.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 10. ágúst 2023, og borginni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2023. Í umsögninni kemur fram að ekkert fyrirkomulag eða vinnureglur séu til um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs sem kæran lýtur að. Gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki til.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. september 2023, er dregið í efa að ekki séu til gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Reykjavíkurborg hafi í kærumáli kæranda hjá kærunefnd útboðsmála tekið fram í athugasemdum til nefndarinnar að með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum hefði borgin lagt upp með í auknum mæli að endurnýta fræsisvarf í malbikunarframkvæmdum. Ummælin beri með sér að einhvers konar vinnureglur eða fyrirkomulag hljóti að vera til.</p> <p>Með erindi, dags. 3. október 2023, veitti úrskurðarnefndin Reykjavíkurborg færi á að bregðast við umsögn kæranda. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2023, kom fram að kærandi og borgin hefðu átt í samskiptum í septembermánuði vegna kærumála hjá kærunefnd útboðsmála og úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í þeim samskiptum hefði kærandi fallist á þær röksemdir Reykjavíkurborgar að engin gögn væru til um fyrirkomulag um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Þar hefði einnig komið fram af hálfu Reykjavíkurborgar að í útboðum vegna fræsinga og malbiksyfirlagna hefði alltaf verið unnið eftir þeim skilningi að borgin hefði rétt til að nýta það fræs sem til félli. Svo virtist sem notkun fræss og eftirspurn eftir því hefði nýlega aukist. Hjá borginni væri nú til skoðunar hvort tilefni væri til að skerpa á útboðsskilmálum enn frekar varðandi áskilnað borgarinnar gagnvart eignar- og ráðstöfunarheimildum yfir fræsisvarfi. Með því væri ekki ætlunin að víkja frá gildandi framkvæmd heldur árétta þann skilning sem borgin legði þegar til grundvallar og unnið væri eftir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkurt magn af gögnum sem varða fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022. Hins vegar er fullyrt af hálfu borgarinnar að engin gögn liggi fyrir sem heyri undir gagnabeiðni kæranda, svo sem vinnureglur eða önnur gögn sem útskýri fyrirkomulag borgarinnar varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1154/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Tækniskólans á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar um athugun á fylgni skólans við lög og reglugerðir. Úrskurðarnefndin rakti að gildissvið upplýsingalaga næði til einkaaðila, meðal annars þegar þeim væri falið að sinna þjónustu sem kveðið væri á um í lögum að stjórnvald skyldi sinna. Tækniskólinn væri að öllu leyti í eigu einkaaðila. Að mati nefndarinnar gætu starfsmannamál skólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum væri falið að veita samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1154/2023 í máli ÚNU 23070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 25. júlí 2023, kærði A synjun Tækniskólans á beiðni hans um gögn. Samkvæmt kæru rekur kærandi upphaf málsins til þess að kennari við Tækniskólann hafi unnið verkefni í meistaranámi í kynjafræði við Háskóla Íslands, þar sem fram kæmi að innan […] Tækniskólans væri karlremba og eitruð karlmennska ríkjandi. Kærandi […] hafi fengið þær skýringar frá höfundi verkefnisins að staðhæfingin væri raunar ekki byggð á rannsóknum eða gögnum.</p> <p>Í framhaldi af þessu telur kærandi að borið hafi á breyttu viðhorfi í sinn garð sem kennara. Þá hafi hann verið kallaður á fund með stjórnendum þó nokkrum sinnum þar sem hann hafi verið upplýstur um kvartanir frá nemendum vegna framkomu kæranda. Kærandi hafi hins vegar ekki fengið neinar haldbærar sannanir fyrir því að fótur væri fyrir þessum kvörtunum. Kærandi hafi verið ósáttur við viðbrögð skólastjórnenda, sem hann teldi ekki í samræmi við stefnur, markmið og gildi skólans. Því hafi hann óskað eftir að gerð yrði fagleg og hlutlaus rannsókn á fylgni skólans við lög og reglugerðir um vinnuvernd og nánar tilgreindar stefnur Tækniskólans. Í framhaldi af þeirri ósk hafi kærandi verið sendur í leyfi meðan málið væri til rannsóknar.</p> <p>Sálfræði- og ráðgjafastofunni Lífi og sál hafi verið falið að gera rannsóknina. Hinn 22. júní 2023 hafi stjórnarformaður Tækniskólans tjáð kæranda að niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir og að óskað væri eftir fundi með kæranda til að fara yfir þær. Daginn eftir hafi kærandi óskað eftir að fá skýrslu Lífs og sálar afhenta. Sú ósk hafi verið ítrekuð hinn 7. júlí 2023. Hinn 13. júlí 2023 hafi kærandi fengið þá skýringu að Tækniskólinn teldi sér óheimilt að afhenda skýrsluna í heild. Kærandi hafi fengið hluta hennar afhentan hinn 17. júlí 2023, þar sem upplýsingar um aðra en kæranda væru afmáðar.</p> <p>Í kæru kemur fram að leitað sé liðsinnis úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að meta hvaða gagna kærandi geti krafist að fá í hendur á þessu stigi málsins. Hann telji rétt að krefjast skýrslu Lífs og sálar án útstrikana, auk fleiri gagna.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Tækniskólanum með erindi, dags. 27. júlí 2023, og skólanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Tækniskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Tækniskólans og gögnin sem kæran lýtur að bárust úrskurðarnefndinni hinn 11. ágúst 2023. Í umsögninni eru gerðar athugasemdir við tiltekin atriði í lýsingu kæranda á málavöxtum. Þá er rakið að í skýrslu Lífs og sálar hafi niðurstaðan verið sú að stofan teldi hvorki að stjórnendur Tækniskólans hefðu lagt kæranda í einelti né vanrækt að sinna sínum skyldum varðandi sálfélagslega áhættuþætti á vinnustaðnum varðandi kæranda.</p> <p>Tækniskólinn telur í umsögninni að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar sem kæruefnið falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Því til stuðnings er vísað til þess að Tækniskólinn sé einkaaðili og falli aðeins undir gildissvið laganna að svo miklu leyti sem gögn sem óskað er eftir hafi orðið til vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum, eða tengist þeim með beinum hætti, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Umsögn Tækniskólans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 30. ágúst 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar í heild sinni. Skýrslan ber heitið „Skýrsla vegna beiðni um athugun á fylgni við lög og reglugerðir“. Í skýrslunni er rakið að Tækniskólanum hafi borist kvörtun frá kæranda, sem telji að stjórnendur auk stjórnarformanns skólans hafi brugðist skyldum sínum varðandi sálfélagslegt öryggi kæranda á vinnustað auk þess sem framkoma tiltekinna aðila gagnvart honum gæti flokkast sem einelti.</p> <p>Í kæru er listi yfir gögn sem kærandi telji rétt að krefja Tækniskólann um afhendingu á. Samkvæmt skilningi nefndarinnar á gögnum málsins lýtur hin kærða ákvörðun aðeins að skýrslu Lífs og sálar. Af þeim sökum er í úrskurði þessum aðeins tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að því gagni. Það fellur ekki innan verksviðs úrskurðarnefndarinnar að veita ráðgjöf eða aðstoð við undirbúning upplýsingabeiðni til aðila sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Vísast í því sambandi til ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sem starfar á grundvelli 13. gr. a upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p>Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og Samorku, samtaka raforku-, hita- og vatnsveita. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið) um kennslu á framhaldsskólastigi. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, gilda um starfsemi hans. Gögn í vörslum Tækniskólans sem lúta að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli þeirra laga kunna því eftir atvikum að falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Við túlkun 3. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að tryggja samræmi og jafnræði borgaranna þegar kemur að framkvæmd opinberrar þjónustu. Í ákvæðinu felst þannig að stjórnvöld geta ekki fært verkefni sem þeim eru falin með lögum og ella hefðu fallið undir upplýsingalög undan gildissviði laganna með því að semja við einkaaðila um rækslu þeirra.</p> <p>Að mati nefndarinnar eiga framangreind sjónarmið ekki við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Verður þá að líta til þess að gögnin eru til komin vegna kvörtunar kæranda, sem var starfsmaður skólans, yfir háttsemi stjórnenda Tækniskólans og varða því ekki framkvæmd opinberrar þjónustu gagnvart borgurunum. Með vísan til framangreinds fellur efni kæru í þessu máli utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 25. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1153/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar höfðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda afhend gögnin. Þar sem ljóst var að ekki lægi lengur fyrir ákvörðun að synja kæranda um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1153/2023 í máli ÚNU 23060001.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 1. júní 2023, kærði A synjun Akraneskaupstaðar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2023 eftir aðgangi að skipulagslýsingum sem lagðar hefðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar tveimur dögum áður, annars vegar varðandi breytingar á aðalskipulagi Akraness (Jaðarsbakkar) og hins vegar breytingar á deiliskipulagi (Jaðarsbakkar). Erindið var ítrekað í tvígang.</p> <p>Svar Akraneskaupstaðar barst hinn 31. maí 2023. Þar kom fram að litið væri svo á að málið væri enn í vinnslu hjá bæjaryfirvöldum. Því væri erindi kæranda synjað.</p> <p>Kæran var kynnt Akraneskaupstað með erindi, dags. 2. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Akraneskaupstaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í erindi Akraneskaupstaðar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. júní 2023, var upplýst um að skipulagslýsingin hefði verið afgreidd af bæjarstjórn á fundi hennar hinn 13. júní 2023 og gagnið birt sem fylgiskjal með fundargerðinni. Sama dag hefði kærandi verið upplýstur um þetta og honum beint á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar þar sem gagnið væri að finna.</p> <p>Með erindi, dags. 22. júní 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til þess hvort málinu skyldi haldið áfram hjá nefndinni eða hvort kærandi teldi afhendingu Akraneskaupstaðar vera fullnægjandi þannig að fella mætti niður málið. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst vilja að nefndin skæri úr um það hvort Akraneskaupstað hefði borið að afhenda sér umbeðin gögn þegar hann bað fyrst um þau, því kærandi hefði enga tryggingu fyrir því að þau gögn sem honum hefðu verið afhent 13. júní 2023 væru þau sömu og hann óskaði eftir í upphafi.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Akraneskaupstað kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna í ljósi afstöðu kæranda hinn 22. júní 2023. Umsögn sveitarfélagsins auk afrits af umbeðnum gögnum í málinu bárust nefndinni hinn 27. júní 2023. Í umsögninni er gerð krafa um frávísun málsins þar sem kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af kærunni í ljósi þess að umbeðin gögn hafi verið afhent. Þá sé gagnið sem birt var í kjölfar fundar bæjarstjórnar hinn 13. júní 2023 alveg sama gagn og afgreitt var frá skipulags- og umhverfisnefnd hinn 15. maí 2023. Það sjáist glögglega séu eiginleikar skjalsins, sem birt var 13. júní, skoðaðir en þar komi fram að skjalið hafi verið búið til 8. maí 2023 og því síðast breytt 11. maí sama ár.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um miðjan maímánuð. Synjunin var ekki studd með vísan til ákvæða upplýsingalaga en í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að litið hefði verið svo á að gögnin teldust vinnugögn. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var kæranda veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum með því að vísa honum á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar.</p> <p>Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Í þessu máli háttar svo til að kærandi hefur nú fengið aðgang að þeim gögnum sem honum hafði áður verið synjað um aðgang að. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að um sé að ræða sömu gögn og lágu fyrir hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda barst. Þá gerir nefndin heldur ekki athugasemd við að sveitarfélagið hafi vísað kæranda á vefslóð þar sem gögnin væri að finna í stað þess að afhenda honum afrit af þeim, enda er gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að slík afhending teljist fullnægjandi, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er ljóst að ekki liggur lengur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum og verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 1. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1152/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Tryggingastofnun afhendir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Synjun ráðuneytisins var á því byggð að gögnin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila og misstu þannig ekki stöðu sína sem vinnugögn þótt þau hefðu verið afhent út fyrir Tryggingastofnun. Úrskurðarnefndin taldi hluta gagnanna ekki uppfylla það skilyrði upplýsingalaga að hafa verið útbúin af Tryggingastofnun til eigin nota. Þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn og að þau misstu ekki stöðu sína sem slík þótt þau hefðu verið afhent ráðuneytinu, þar sem Tryggingastofnun væri skylt að lögum að afhenda þau. Beiðni kæranda var vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1152/2023 í máli ÚNU 22070010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A, f.h. Foreldrajafnréttis, synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á beiðni hans um gögn. Kærandi átti í samskiptum við ráðuneytið í maí og júní 2022 í tengslum við beiðni um upplýsingar sem vörðuðu upphæðir fjárveitinga til almannatrygginga, sundurliðaðar eftir bótaflokkum og fjölda rétthafa.</p> <p>Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. maí 2022, kom fram að ráðuneytið fylgdist með fjárhagshreyfingum bótaliða og fengi sendar mánaðarskýrslur frá Tryggingastofnun um fjölda og þróun. Þá sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu uppgjör fyrir bótaliði a.m.k. annan hvern mánuð og léti ráðuneytið vita ef stofnunin yrði vör við einhver frávik. Loks sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu ítarlegra uppgjör eftir hvern ársfjórðung með uppfærðri afkomuspá ársins. Ef einhverjar vangaveltur kæmu upp væri Tryggingastofnun beðin um frekari tölfræði og útreikninga. Auk framangreinds fengi ráðuneytið ítarlegri tölfræði árlega.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 31. maí 2022 eftir að fá afhent nýlegt eintak af hverri tegund af skýrslu sem vísað væri til í erindi ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins sama dag kom fram að ekki væri unnt að afhenda vinnugögn. Í erindi ráðuneytisins, dags. 10. júní 2022, kom fram að það hefði verið rangt að vísa til þessara gagna sem skýrslna, heldur væri um að ræða ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi sem Tryggingastofnun afhenti ráðuneytinu vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga samkvæmt 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, eða 9. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, til að undirbyggja ákvarðanir ráðuneytisins. Gögnin væru undanþegin aðgangi með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Hinn 16. júní 2022 óskaði kærandi eftir því að fá afhenta 1) eina mánaðarskýrslu frá árinu 2021, 2) eina ársfjórðungslega skýrslu frá árinu 2021, og 3) þá skýrslu sem teldist vera uppgjörs- eða lokaskýrsla ársins 2021. Með erindi ráðuneytisins, dags. 27. júní 2022, var fyrri afstaða ráðuneytisins frá 10. júní ítrekuð.</p> <p>Í kæru kemur fram að tilefni beiðninnar til ráðuneytisins hafi verið að kanna hvort og þá hvernig gætt væri að því að fjárveiting til almannatrygginga færi saman við raunverulegan fjölda og réttindi rétthafa. Kærandi gerir athugasemd við að ráðuneyti sem hafi tilteknar fjárveitingar á sínu forræði geti valið að fela þá ábyrgð undirstofnun sinni og skilgreint sjálft sig sem eftirlitsaðila. Kærandi mótmælir túlkun ráðuneytisins á 8. gr. upplýsingalaga, þar sem ákvæðið heimili aðeins takmörkun aðgangs að vinnugögnum í þeim tilvikum þegar gögn eru „einvörðungu“ afhent eftirlitsaðila á grundvelli eftirlitsskyldu, sbr. orðalag ákvæðisins. Hér sé ekki um slíkt að ræða heldur byggist afhendingin jafnframt á samstarfi ráðuneytisins við Tryggingastofnun, stefnumótun og sameiginlegri stjórnun málaflokksins.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti með erindi, dags. 13. júlí 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 31. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að þær „skýrslur“ sem kærandi hafi óskað eftir séu ekki til. Kæranda hafi verið beint á vefsíðu Tryggingastofnunar þar sem finna megi ítarlegar samandregnar upplýsingar um rekstur, fjöldatölur og þróun bótaflokka. Þau excel-skjöl og töflur sem vísað sé til í erindi ráðuneytisins til kæranda frá 10. júní 2022 séu afhentar ráðuneytinu reglulega á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins með Tryggingastofnun á grundvelli 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, og séu af þeim sökum vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi, dags. 8. mars 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Nánar tiltekið hvort gögnin væru útbúin af Tryggingastofnun til að nota í eigin þágu, sem svo eru send ráðuneytinu ef óskað er eftir þeim, eða hvort gögnin væru einungis búin til í því skyni að upplýsa ráðuneytið um stöðu mála, samkvæmt beiðni ráðuneytisins þar um.</p> <p>Svör félags- og vinnumarkaðsráðuneytis bárust hinn 14. mars 2023. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið fái gögn afhent frá Tryggingastofnun til að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Gögnin sem um ræði í máli þessu séu þrenns konar:</p> <ol> <li>Upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar. Ráðuneytið óski ársfjórðungslega eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar og skýringum á frávikum ef einhver eru vegna framkvæmdar fjárlaga og gerð ársfjórðungsskýrslu sem send er fjármála- og efnahagsráðuneyti. Yfirleitt berist upplýsingarnar í excel-skjali með lista yfir viðkomandi fjárlagaviðföng.</li> <li>Fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar. Yfirlitið útbúi Tryggingastofnun í eigin þágu til að fylgjast með þróun greiðslna, en ráðuneytið fái það til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins.</li> <li>Mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni Tryggingastofnunar, í excel-formi, með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að unnt sé að fylgjast með þróun og nýgengi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á hverju tímabili og breytingum frá mánuði til mánaðar. Skjalið sé ætlað starfsmönnum stofnunarinnar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu með þekkingu á efninu. Upp úr skjalinu séu unnar töflur og myndir um þróun, til notkunar í ráðuneytinu.</li> </ol> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að tilteknum skýrslum Tryggingastofnunar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Ráðuneytið kveður þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir ekki vera til, en vísar á hinn bóginn til þess að Tryggingastofnun afhendi ráðuneytinu ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Þau gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði því ekki afhent kæranda.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Hins vegar telur nefndin mega ráða af samskiptum kæranda við ráðuneytið sem liggja fyrir í gögnum málsins að efni kærunnar lúti í reynd að þeim excel-skjölum sem berast á milli Tryggingastofnunar og ráðuneytisins, þótt í kærunni sé vísað til skýrslna í því samhengi. Miðast niðurstaða úrskurðarnefndarinnar því við að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að þau gögn sem óskað er eftir séu vinnugögn. Þau hafi aðeins verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og missi því ekki stöðu sína sem vinnugögn af þeirri ástæðu. Um lagaskylduna vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. laganna en samkvæmt ákvæðinu eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. […] Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]</p> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt skýringum frá ráðuneytinu eru tvær af þremur tegundum þeirra gagna sem um er deilt í málinu búin til af Tryggingastofnun, ýmist fyrir ráðuneytið einungis eða fyrir starfsmenn stofnunarinnar og tengiliði í ráðuneytinu. Annars vegar er um að ræða upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá Tryggingastofnunar, sem stofnunin afhendir samkvæmt beiðni ráðuneytisins, og hins vegar mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni stofnunarinnar með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem ætlað er starfsmönnum Tryggingastofnunar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu. Þessi gögn uppfylla ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að hafa verið rituð eða útbúin af stjórnvaldi til eigin nota þar sem þau eru öðrum þræði búin til fyrir ráðuneytið. Þau geta því ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Fyrir liggur því að ráðuneytið gat ekki byggt synjun sína á því að þessi gögn teldust vinnugögn. Hins vegar liggur ekki fyrir að ráðuneytið hafi að öðru leyti lagt mat á efni gagnanna með tilliti til þess hvort önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi við um þau. Úrskurðarnefndinni er því ekki fært að taka nýja ákvörðun í málinu heldur skal beiðni kæranda að þessu leyti vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti kveður að fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar sé útbúið af stofnuninni í eigin þágu, en að ráðuneytið fái yfirlitið til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins. Því til stuðnings vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.</p> <p>Í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga kemur fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ýmsir eftirlitsaðilar hafi að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Reynt geti á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra.</p> <p>Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, hver á sínu sviði, og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 13. gr. og 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem ráðherra er æðsti handhafi framkvæmdarvalds er stjórnarframkvæmd á hans málefnasviði jafnframt undir yfirstjórn hans, séu ekki á því gerðar undantekningar með lögum. Félags- og vinnumarkaðsráðherra fer með yfirstjórn Tryggingastofnunar, sbr. 8. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Í IV. kafla laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, er með almennum hætti mælt fyrir um inntak stjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra gagnvart stjórnvöldum sem hafa á höndum framkvæmd stjórnarmálefna sem undir hann heyra.</p> <p>Það felur það m.a. í sér að hann getur gefið stofnuninni almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess, fjárreiður og meðferð eigna, enda mæli lög eða eðli máls því ekki í mót, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 115/2011. Þá skal ráðherra hafa eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum stjórnvalda sem heyra undir almennar stjórnunarheimildir hans, sbr. 1. mgr. 13. gr. sömu laga. Loks getur ráðherra krafið stjórnvald sem heyrir undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu, sbr. 1. mgr. 14. gr. sömu laga.</p> <p>Í IV. kafla laga um opinber fjármál er fjallað um framkvæmd fjárlaga. Í athugasemdum við kaflann í frumvarpinu sem varð að lögunum kemur fram að í honum séu ákvæði sem ætlað sé að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur á framkvæmd fjárlaga séu skýrðar. Í 3. mgr. 27. gr. laganna segir að hver ráðherra beri ábyrgð á og hafi virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, og að hver ráðherra beri ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar, sem sýnir útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar, sem afhent var nefndinni. Nefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi upplýsingalaga. Þá er ljóst að gagnið var afhent félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til að ráðuneytið gæti sinnt eftirliti með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við framangreinda umfjöllun að ráðuneytið teljist eftirlitsaðili í skilningi ákvæðis 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og að Tryggingastofnun hafi verið skylt að lögum að afhenda ráðuneytinu þau gögn sem um ræðir, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt þessu telur nefndin að gagnið hafi ekki misst stöðu sína sem vinnugagn með afhendingu þess til ráðuneytisins.</p> <p>Á hinn bóginn er ljóst að ráðuneytið tók ekki afstöðu til þess í ákvörðun sinni hvort gagnið innihéldi einhverjar þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að geti leitt til þess að afhenda þurfi gagn þrátt fyrir að það teljist vinnugagn í skilningi laganna. Verður beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu og lagt fyrir ráðuneytið að leggja mat á hvort 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gagnið.</p> <p>Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í ákvörðun ráðuneytisins var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti ríkari aðgang að umbeðnum gögnum en skylt er, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er það skylt þegar ákvörðun byggist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Þá var kæranda ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo sem skylt er að gera samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 16. júní 2022, er vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1151/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kæranda, sem er fréttamaður, var synjað um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nánar tilgreindu dómsmáli. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands byggðist á því að um viðkvæm gögn væri að ræða sem vörðuðu einstaklinga, auk þess sem gögnin væru liður í dómsmáli. Úrskurðarnefndin taldi engum vafa undirorpið að gögnin lytu að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá væri það verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir undantekningarákvæði laganna frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1151/2023 í máli ÚNU 23050006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. maí 2023, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt lögum nr. 36/1982 væri Sinfóníuhljómsveitin sjálfstæð stofnun sem heyri undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Ríkisútvarpsins væri umrætt réttarhald opið. Með svari, dags. 16. maí 2023, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að um væru að ræða gögn í dómsmáli sem undanþegin væru upplýsingarétti, sbr. m.a. 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 7. og 9. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sinfóníuhljómsveit Íslands með erindi, dags. 17. maí 2023, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 25. maí 2023, er vísað til þess að um viðkvæm gögn sé að ræða sem varði einstaklinga og séu liður í dómsmáli. Þau falli þannig utan upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum, nánar tiltekið 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. einnig 7. og 9. gr., svo og 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna enda mæli hagsmunir einstaklinga og Sinfóníuhljómsveitarinnar eindregið gegn afhendingu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilteknu dómsmáli. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. desember 2022. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um að synja beiðni kæranda byggir m.a. á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.-10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Sinfóníuhljómsveit Íslands væri því, án samþykkis þessara sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan.</p> <p style="text-align: justify;">Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Sinfóníuhljómsveit Íslands sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsinga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 6.-10. gr. upplýsingalaga. Þegar litið er til efnis þeirrar stefnu og greinargerðar sem kæra þessa máls beinist að verður ekki um villst að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir undantekningar frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá upplýsingar um persónuleg auðkenni úr umræddum gögnum. Með vísan til framangreinds er synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni kæranda því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 16. maí 2023, um að synja kæranda um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022 er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1150/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kærandi bað sveitarfélagið Garðabæ um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengdist eldri gagnabeiðnum hans og upplýsingar um það hvaða gögn voru afhent í hvert skipti. Afstaða sveitarfélagsins var sú að kærandi hefði þegar fengið slíkt yfirlit afhent, þótt afhendingin hefði ekki verið í formi skjáskota úr málaskrá sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi að kærandi hefði ekki afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn, og þannig ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um tilgreiningu gagna. Var ákvörðun Garðabæjar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1150/2023 í máli ÚNU 22070009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins. Af gögnum málsins má ráða að kærandi óskaði upphaflega eftir því með tölvupósti, dags. 2. maí 2022, að Garðabær sendi honum „yfirlit úr málaskrá bæjarfélagsins sem tengdust gagnabeiðni [hans] hingað til, ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e.a.s. lista af öllum skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni 4. maí 2022 þar sem bent var á að í bréfi Garðabæjar til kæranda, dags. 10. maí 2021, væri að finna yfirlit yfir gagnabeiðnir og afhendingu gagna. Með tölvupósti, dags. 5. maí 2022, afmarkaði kærandi beiðni sína á þann veg að hann óskaði eftir upplýsingum um „hvaða skjöl voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni með tölvupósti 14. júní 2022 og er þar vísað til bréfs, dags. 14. júní 2022, þar sem kæranda voru afhent yfirlit um beiðnir um aðgang að gögnum og afhendingu þeirra úr kerfum Garðabæjar í 55 aðgreindum málum. Jafnframt var í bréfinu að finna yfirlit yfir gögn í 16 aðgreindum málum sem kæranda hefðu þegar verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi sendi í kjölfarið tölvupóst til Garðabæjar, dags. 16. júní 2022, og óskaði eftir því að Garðabær „sendi honum skjáskot úr málaskrá bæjarfélagsins yfir öll skjöl í málaskrá er tengdust [honum] og fjölskyldu hans.“ Af efni tölvupóstsins verður ráðið að kærandi óski eftir umræddu gagni til þess að kanna hvaða gögn hann hefur áður fengið afhent og þá þannig að hann fái einnig upplýsingar um hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 7. júlí 2022, synjaði sveitarfélagið beiðni kæranda um aðgang að slíku yfirliti (einnig tilgreint sem skjáskot) úr málaskrá sveitarfélagsins þar sem um væri að ræða beiðni um aðgang að skjalasafni og ekki væri því um að ræða aðgang að fyrirliggjandi gagni í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni kemur fram að gagnabeiðnin lúti að yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengist eldri gagnabeiðnum kæranda ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e. lista af skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig. Í kærunni kemur fram að kærandi telji sveitarfélagið hvorki hafa yfirsýn yfir hvaða gögn hafi verið afhent honum, né hvaða gögn það hafi synjað kæranda um aðgang að. Kærandi vísar til þess að sveitarfélaginu beri því að afhenda öll gögn, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu Garðabæ með erindi, dags. 25. ágúst 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í kjölfarið hafði lögfræðingur sveitarfélagsins samband símleiðis við starfsmann nefndarinnar og lýsti því viðhorfi að málið væri sama efnis og eldri mál sem nefndin hefði fjallað um.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni ritaði nefndin sveitarfélaginu bréf, dags. 4. október 2022, þar sem fyrra erindi nefndarinnar var ítrekað. Í bréfinu kom fram að í eldri málum fyrir nefndinni, málunum ÚNU 22050019 og ÚNU 22060021, hefði nefndin haft til meðferðar kærur vegna tafa á afgreiðslu sveitarfélagsins en þau mál hefðu bæði verið felld niður hjá nefndinni eftir að sveitarfélagið afgreiddi málin efnislega. Þau vörðuðu því ekki synjun um afhendingu gagna eins og það mál sem hér væri til umfjöllunar og hefði úrskurðarnefnd um upplýsingamál því ekki fjallað efnislega um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá var í bréfinu vísað til þess að ljóst væri að beiðni kæranda heyrði undir gildissvið upplýsingalaga og var í því sambandi vísað til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 1075/2022 frá 31. mars 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 25. nóvember 2022, kemur fram að upplýsingabeiðnir kæranda lúti að máli dóttur hans sem var nemandi í Garðaskóla. Hún útskrifaðist úr skólanum vorið 2021 og því hafi engin gögn er varða hennar mál orðið til í málaskrá sveitarfélagsins eftir þann tíma. Ekki verði annað séð en að kærandi sé í fyrrnefndum eldri málunum og þessu að kæra til nefndarinnar að hann hafi ekki fengið yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem hafi verið afhent hverju sinni, þ.e. fyrir hverja eldri gagnabeiðni fyrir sig. Fram kemur að kærandi hafi með bréfi, dags, 14. júní 2022, fengið afhent ítarlegt yfirlit yfir gagnabeiðnir sínar hjá sveitarfélaginu ásamt lista yfir gögn sem afhent voru hverju sinni. Ekki fáist séð að kröfugerð kæranda og rökstuðningur snúist um synjun á afhendingu eða aðgangi að skjáskotum úr málaskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Með umsögn sveitarfélagsins var nefndinni afhent yfirlit úr málaskrá yfir mál og gögn sem innihalda og varða kæranda og dóttur hans. Um var að ræða fimm yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem skönnuð höfðu verið yfir á pdf-skjöl.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda og eiginkonu hans, dags. 30. nóvember 2022, er ítrekað það sem fram kom í kæru um skort á yfirsýn sveitarfélagsins. Vegna þessa hafi verið óskað eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll skjöl sem tengist kæranda og fjölskyldu hans. Þar sem sveitarfélagið hafi ekki náð að sýna fram á að það hafi yfirsýn yfir gagnaafhendingar þá telji þau að næsta skref sé að sveitarfélagið afhendi öll gögn líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins. Kærandi hefur lýst beiðni sinni þannig að honum sé nauðsyn á að fá slíkt yfirlit til að geta áttað sig á hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum og hvaða gögnum honum hafi verið synjað um aðgang að. Af samskiptum kæranda og sveitarfélagsins verður ráðið, sbr. tölvupóst hans, dags. 5. maí 2022, að beiðnin hafi tekið til þess að hann fengi yfirlit um hvaða skjöl honum voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er ljóst að skylt er, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan og gildir ákvæði 5. gr. laganna eftir því sem við á í þeim tilvikum, sbr. 1. mgr. og 5. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að skilgreining á hugtakinu gagn í skilningi 14. gr. lýtur sömu reglum og fram koma í 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða. Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna en með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af ákvæði 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess.</p> <p style="text-align: justify;">Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni. Í því sambandi verður að hafa í huga að þrátt fyrir þær breytingar sem voru gerðar á kröfum til tilgreiningar með setningu laganna, miðast reglur laganna um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum almennt áfram við það að sá réttur taki til gagna í tilteknum málum, sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur þannig almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Birtist sú afmörkun meðal annars í kröfu 1. mgr. 15. gr. laganna um tilgreiningu gagna.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur fengið afhent ýmis gögn frá sveitarfélaginu en óskar eftir yfirlitum úr málaskrá til þess að kanna hvaða gögn hann hefur fengið afhent, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, og þá einnig hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum. Í gögnum málsins kemur fram, m.a. í þeim yfirlitum úr málaskrám sem kæranda hafa þegar verið afhent, að þau mál sem hafa verið til meðferðar hjá sveitarfélaginu og kærandi hefur átt aðild að skipti tugum.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki verður hins vegar séð af samskiptum kæranda við sveitarfélagið að hann hafi afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn heldur lýtur hún efnislega að því að hann fái afhent heildaryfirlit yfir öll gögn í þeim málum sem hann hefur átt aðild að. Verður því ekki annað ráðið en að beiðni hans lúti þar með að því að hann fái aðgang að fjölda ótilgreindra gagna úr málaskrá sveitarfélagsins með það fyrir augum að staðreyna hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum hingað til. Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða nefndarinnar að beiðni kæranda til Garðabæjar hafi ekki uppfyllt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna. Verður synjun sveitarfélagsins frá 7. júlí 2022 því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 7. júlí 2022, er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1149/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar. Ákvörðunin byggðist aðallega á því að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyrðu gagnagrunni stofnunarinnar. Í skýringum Matvælastofnunar kom fram að hægt væri að draga út úr gagnagrunninum allar upplýsingar, þ.m.t. þær sem synjað var um, og flytja yfir í excel-skjal án mikillar fyrirhafnar. Úrskurðarnefndin taldi í ljósi þeirra skýringa og með hliðsjón af ákvæði 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að gögnin teldust í reynd vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Var því ákvörðun Matvælastofnunar felld úr gildi og beiðni kæranda vísað til stofunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1149/2023 í máli ÚNU 22050012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. maí 2022, kærði A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), synjun Matvælastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi beindi fyrirspurn til Matvælastofnunar hinn 7. apríl 2022 um þá aðferðafræði sem stofnunin notaði við framsetningu á upplýsingum um afföll fiska í sjókvíaeldi í mælaborðinu. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að „hrágögnum“ að baki mælaborðinu, þar sem tölurnar sem birtar væru þar virtust ekki ganga upp innbyrðis. Erindið var ítrekað daginn eftir og tekið fram að afhenda mætti gögnin á excel-formi eða sem Power BI-skjöl. Í hrágögnunum væri ýmislegt annað sem kærandi hefði hug á að skoða. Kærandi væri meðvitaður um að beintenging við gagnagrunna Matvælastofnunar væri ekki í boði.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar, dags. 13. apríl 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru í gagnagrunni á vegum stofnunarinnar og væru því ekki fyrirliggjandi á formi sem hægt væri að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Stofnunin vísaði til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þess efnis að ekki væri skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn samkvæmt lögunum.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af svari Matvælastofnunar áttu kærandi og stofnunin í nokkrum samskiptum, þar sem kæranda þótti svör stofnunarinnar um aðferðafræði að baki útreikningum á afföllum fiska í sjókvíaeldi vera ófullnægjandi. Með tölvupósti, dags. 11. maí 2022, spurði kærandi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veita skoðunaraðgang að grunngögnunum sem fyrirtækin skiluðu Matvælastofnun. Kærandi legði þann skilning í reglugerð um fiskeldi að þau gögn ættu að vera opinber. Svar við beiðninni barst hinn 16. maí sama ár, þar sem vísað var til fyrri synjunar frá 13. apríl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur ótvírætt að þau gögn sem honum hefur verið synjað um aðgang að teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Einu gildi hvort gögnin séu geymd rafrænt í gagnagrunni hjá stjórnvaldi. Öll gagnaafhending kalli á tiltekna vinnslu, hvort sem hún feli í sér samantekt gagna sem falla undir beiðni, ljósritun, útstrikun upplýsinga sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að o.s.frv. Það geti ekki staðið afhendingu gagna í vegi að keyra þurfi skipun í gagnagrunni til að taka út ákveðnar upplýsingar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi mikilvægt að horfa til þess að gögnin varði umhverfið og geti falið í sér mikilvægar vísbendingar um ástand þess og/eða áhrif mengandi atvinnustarfsemi á umhverfið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. maí 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í umsögninni er fjallað um tilurð mælaborðs fiskeldis á vef stofnunarinnar. Árið 2020 hafi ráðherra falið Matvælastofnun að setja mælaborðið á fót og byggja þannig upp alhliða upplýsingaveitu um fiskeldi á Íslandi. Þetta hafi verið í samræmi við stefnumörkun sem hafi orðið í tengslum við lög nr. 101/2019, sem breyttu lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Meginþorri fiskeldisfyrirtækja noti forritið Fishtalk frá fyrirtækinu AKVA Group. Til einföldunar og til að auka áreiðanleika gagna hafi Matvælastofnun og AKVA Group skrifað vefþjónustu sem færi stofnuninni upplýsingar mánaðarlega úr kerfum fiskeldisfyrirtækja stafrænt. Tvö minni fiskeldisfyrirtæki skili gögnum á excel-formi sem þurfi að færa inn í gagnagrunn af starfsmanni Matvælastofnunar. Gögnin séu vistuð í gagnagrunni stofnunarinnar, sem þurfi svo að sækja í grunninn til að birta í mælaborði fiskeldis á vef hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 56. gr. reglugerðar um fiskeldi, nr. 540/2020, skuli Matvælastofnun birta opinberlega samantekt upplýsinga úr framleiðsluskýrslum rekstrarleyfishafa ekki síðar en 20 dögum eftir að upplýsingar berist frá rekstrarleyfishöfum. Sú samantekt sem vísað sé til í ákvæðinu raungerist sem birting upplýsinga í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni vísar Matvælastofnun til þess að gögnin sem kærandi óski eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá stofnuninni. Upplýsingalög taki því ekki til gagnanna. Allir sem stundi fiskeldi á Íslandi, hvort sem er í sjókvíum eða á landi, veiti upplýsingar sem birtist svo í mælaborði fiskeldis. Þær upplýsingar sem gefnar séu upp um afföll í fiskeldi séu því ekki aðeins afföll í sjókvíaeldi heldur öllu fiskeldi.</p> <p style="text-align: justify;">Þá ítrekar Matvælastofnun að gögnin séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Það sé rétt að hægt sé að sækja upplýsingar úr gagnagrunninum. Hins vegar sé um að ræða heildarsafn upplýsinga. Sé ætlunin að draga úr safninu tilteknar upplýsingar sé um að ræða vinnslu gagna og þar af leiðandi nýtt skjal, sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar, og varði heldur ekki tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar framangreindu sleppi telur Matvælastofnun einnig að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fiskeldisfyrirtækjanna í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Gildi það annars vegar um upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar fyrir sig, og hins vegar upplýsingar um afföll mæld í fjölda fiska. Upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar séu birtar í mælaborðinu með þriggja mánaða seinkun, því framleiðsluverðmæti hverrar einstakrar einingar sé verðmætasti hluti hennar hverju sinni. Stór hluti þess lífmassa eldisfisks sem sé í framleiðslu sé í eigu lögaðila sem séu skráðir á almennan hlutabréfamarkað.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um afföll í fjölda fiska hafi að mati Matvælastofnunar ekkert upplýsingagildi, einar og sér. Afföll á tilteknu ferli eldisfisks geti verið mikil, talin í fjölda fiska, en hlutfallslega lítil í lífmassa. Þá sé eðli hvers búskapar fyrir sig að honum fylgi afföll, sem geti eftir atvikum verið eðlileg þótt fjöldi affallinna dýra sé mikill. Því birti Matvælastofnun þessar upplýsingar sem meðaltal affalla hvers eldissvæðis fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júní 2022, minnir kærandi á að réttur samkvæmt upplýsingalögum taki ekki aðeins til gagna sem varði tiltekið mál heldur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá telur kærandi að gögnin teljist fyrirliggjandi, enda séu þau vistuð í gagnagrunni sem Matvælastofnun hafi forræði á. Loks telur kærandi að fullyrðing stofnunarinnar um að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fiskeldisfyrirtækja sé ekki nægilega vel rökstudd og að hagsmunamat það sem krafist er af 9. gr. upplýsingalaga hafi ekki farið fram af hálfu stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 4. janúar 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum Matvælastofnunar á ákveðnum atriðum í tengslum við gagnagrunn stofnunarinnar. Í fyrsta lagi var óskað eftir því að stofnunin lýsti því hvernig vefþjónusta Matvælastofnunar og AKVA Group auk gagnagrunns stofnunarinnar liti út og hvernig ferlið gengi fyrir sig, þar á meðal hvernig upplýsingar væru sóttar úr gagnagrunninum.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 11. janúar 2023. Þar segir að AKVA Group bjóði upp á bókhaldskerfi fyrir fyrirtæki í fiskeldi sem nefnist Fishtalk. Í Fishtalk sé haldið utan um ýmsar upplýsingar um eldisfisk í sjókvíum, sem notendur skrái sjálfir. AKVA Group og Matvælastofnun hafi unnið saman að hönnun og þróun skilagátar fyrir eldisfyrirtækin til að gera þeim kleift að senda mánaðarlega framleiðslutölur, þ.e. skýrslur, beint úr Fishtalk. Þannig hafi AKVA Group útbúið viðbót við Fishtalk fyrir notendur sína og Matvælastofnun þróað vefþjónustu (e. web API) sem taki við gögnunum. Þegar notandi sendir framleiðslutölur úr Fishtalk gegnum vefþjónustu stofnunarinnar vistist upplýsingarnar beint í PostgreSQL-gagnagrunn stofnunarinnar, án þess að upplýsingunum sé breytt með neinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Með hugbúnaðinum Power BI, sem mælaborð fiskeldis byggist á, sé síðan hægt að kalla fram upplýsingarnar úr gagnagrunni Matvælastofnunar með gagnvirkum og lifandi hætti. Þannig megi setja inn ólíkar forsendur, svo sem um afföll, fóðrun, förgun, slátrun, mismunandi eldissvæði og framleiðendur. Power BI sækir svo í gagnagrunninn viðkomandi gögn og birtir. Allar upplýsingar sem hægt sé að nálgast í mælaborði fiskeldis séu fengnar með þessum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Í öðru lagi óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Matvælastofnun legði mat á það hversu mikla vinnu það myndi útheimta að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir, þ.e. gögn sem vörðuðu afföll eldisfiska í sjókvíum.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari stofnunarinnar kom fram að hægt væri að draga út úr heildarsafni upplýsinga í PostgreSQL-gagnagrunni stofnunarinnar upplýsingar sem fiskeldisfyrirtæki hefðu sent Matvælastofnun úr Fishtalk, þ.m.t. upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Notast væri við hugbúnaðinn Power BI til að draga þær upplýsingar fram. Notandi þyrfti að gefa ákveðnar forsendur til að afmarka upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Einfaldasta leiðin til að draga upplýsingar út úr gagnagrunninum væri að taka allar upplýsingar úr grunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Hugbúnaðurinn Power BI byði upp á að flytja gögn úr grunninum (e. export data), sem útheimti litla vinnu og tæki óverulegan tíma. Úr excel-skjalinu væri svo hægt að vinna upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Ef draga ætti fram upplýsingar og sundurliða flokka upplýsinga, svo sem varðandi afföll, einstök fyrirtæki, eldistegundir eða tímabil, þá jykist vinnan og tíminn sem það tæki í beinu hlutfalli við þann fjölda forsendna sem notaðar væru til að draga fram upplýsingar úr gagnagrunninum með Power BI.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar var kynnt kæranda með erindi hinn 13. janúar 2023. Kærandi gerði ekki efnislegar athugasemdir við svarið. Með erindi, dags. 3. apríl 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum á þeirri vinnu sem það myndi útheimta að kalla fram gögn með þeim upplýsingum sem kærandi hefði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 13. apríl 2023. Þar kom fram að það væri töluverð vinna að útbúa excel-skjal með einungis upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Ef sundurliða ætti afföll jykist vinna og tími sem það tæki í beinu hlutfalli við fjölda forsendna sem notaðar eru. Einföldustu vinnslurnar miðað við þær forsendur að kærandi vildi upplýsingar um afföll um öll fyrirtæki, eldistegundir, tímabil, kvíar og eldissvæði væri að haka við í hverri vinnslu: 1) fyrirtæki, 2) árin 2020–2022 saman, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem stofnunin teldi að þær upplýsingar sem fram koma í innsendum gögnum frá rekstrarleyfishöfum, m.a. um afföll, gætu varðað virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækjanna væri þriggja mánaða seinkun á birtingu þeirra á mælaborði stofnunarinnar. Af þeim sökum þyrfti að bæta við keyrslum fyrir árið 2023 og í stað þess að velja ár yrði að velja þá mánuði þar sem sjónarmið um virka fjárhagslega hagsmuni ættu ekki við. Þannig þyrfti í þeim vinnslum að haka við: 1) fyrirtæki, 2) árið 2023 og viðkomandi mánuði, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Fjöldi vinnsla samkvæmt framangreindu væri 790 vinnslur, sem hver um sig tæki þrjár til fimm mínútur.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði einnig eftir skýringum Matvælastofnunar á því hve mikla vinnu það útheimti að afmá þær upplýsingar úr excel-skjali með öllum upplýsingum gagnagrunnsins, sem stofnunin vísaði til í svari sínu frá 11. janúar 2023 að hægt væri að búa til án mikillar fyrirhafnar, sem stofnunin teldi að varðaði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Í svari Matvælastofnunar kom fram að taka þyrfti afstöðu til þess hvaða dálkar og línur vörðuðu virka fjárhagslega hagsmuni rekstrarleyfishafa og fjarlægja slíka dálka og línur. Slíkt tæki eðli málsins samkvæmt óverulegan tíma og flækjustigið væri lágt. Vert væri þó að geta þess að með því að afhenda þau gögn sem eru í excel-skjalinu væri verið að veita aðgengi að „hjarðbók“ rekstrarleyfishafa í fiskeldi. Þetta væru gögn sem rekstrarleyfishöfum bæri að afhenda Matvælastofnun og veittu innsýn inn í rekstur þeirra niður á einstök eldissvæði og einstakar kvíar innan þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Svör Matvælastofnunar voru kynnt kæranda með erindi, dags. 20. apríl 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna þeirra. Þær bárust hinn 3. maí 2023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi verður einnig að horfa sérstaklega til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga er fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Kemur þar fram að með upplýsingum um umhverfismál sé átt við hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um „ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta“, sbr. 1. tölul. 29. gr. Samkvæmt 2. tölul. 29. gr. nær hugtakið „upplýsingar um umhverfismál“ einnig til þátta á borð við „efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að gögnin sem beiðni kæranda í þessu máli lýtur að hafi að geyma upplýsingar um umhverfismál í skilningi 29. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn kærunnar verður því að líta til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Við túlkun ákvæða VII. kafla upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE. Tilskipun 2003/4/EB var tekin inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 frá 26. september 2003, um breytingu á XX. viðauka (umhverfismál) við EES-samninginn. Er það í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnhagssvæðið, þar sem kveðið er á um að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.</p> <p style="text-align: justify;">Í fyrsta lið aðfararorða tilskipunar 2003/4/EB kemur fram að víðtækari, almennur aðgangur að upplýsingum um umhverfismál og miðlun þeirra stuðli að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings þegar kemur að töku ákvarðana í umhverfismálum og stuðli e.t.v. líka að bættu umhverfi. Enn fremur segir í níunda lið sömu aðfararorða að einnig sé nauðsynlegt að opinber yfirvöld gangist fyrir því að upplýsingar um umhverfismál verði aðgengilegar almenningi og þeim verði miðlað sem víðast, einkum með því að nýta upplýsinga- og samskiptatækni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt fjórtánda lið aðfararorðanna skulu opinber yfirvöld gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar á því formi eða með því sniði sem umsækjandi fer fram á nema þær liggi þegar fyrir á öðru formi eða með öðru sniði eða eðlilegt teljist að hafa þær aðgengilegar á öðru formi eða með öðru sniði. Auk þess er gerð sú krafa að opinber yfirvöld kosti kapps um að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og þannig að nálgast megi upplýsingarnar á rafrænan hátt.</p> <p style="text-align: justify;">Loks segir í sextánda lið aðfararorðanna að rétturinn til upplýsinga merki að almenna reglan skuli vera sú að birta eigi upplýsingar og að opinberum yfirvöldum skuli eingöngu vera heimilt að synja beiðni um upplýsingar um umhverfismál í sértækum og skilmerkilega skilgreindum tilvikum. Ástæður synjunar skulu túlkaðar þröngt og vega skuli og meta þá hagsmuni almennings sem felist í birtingu upplýsinganna á móti þeim hagsmunum sem þjónað sé með synjuninni. Einnig skuli ástæðurnar fyrir synjuninni lagðar fyrir umsækjandann innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í tilskipuninni.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við framangreind markmið segir í 4. gr. tilskipunarinnar, sem fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt beiðni, að opinber yfirvöld skuli „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar að synja beiðni kæranda byggist á því að gögnin séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyri gagnagrunni stofnunarinnar og séu ekki á formi sem hægt sé að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur auk þess fram að þar sem gögnin sem óskað sé eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Þá telur Matvælastofnun að hluti þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ákveðinna fiskeldisfyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun telur að þar sem gögnin sem óskað er eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Í 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, kom fram að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði að kynna sér. Þá gæti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu gildandi upplýsingalaga, nr. 140/2012, var dregið umtalsvert úr kröfum til tilgreiningar í því skyni að auka upplýsingarétt almennings. Nú þarf ekki að tilgreina tiltekið mál heldur er mælt fyrir um það í 15. gr. upplýsingalaga að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Með öðrum orðum eru kröfur til tilgreiningar á máli eða gögnum efnislegar frekar en formlegar. Sömu niðurstöðu má leiða af orðalagi 5. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að réttur almennings taki ekki aðeins til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál heldur einnig til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskar í málinu eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Úrskurðarnefndin telur að kærandi hafi tilgreint þau gögn sem hann óskar eftir með nægjanlega skýrum hætti, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, svo Matvælastofnun geti verið unnt að afmarka beiðni hans við tiltekin fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun heldur því fram að þau gögn sem kærandi óskar eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Með því að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir sé stofnunin að búa til nýtt gagn sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar. Það sé Matvælastofnun óskylt að gera samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. sömu greinar, en í því ákvæði er mælt fyrir um að ef takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur samkvæmt upplýsingalögum nær ekki svo langt að veita aðgang að gagnagrunnum, sem slíkum, hvort sem er til að skoða gögn sem þar eru vistuð eða til að fá afhent afrit af viðkomandi gagnagrunni í heild sinni, t.d. á excel-formi. Leiðir það af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að rétturinn nái til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá segir í 1. mgr. 15. gr. laganna að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;"> Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir með erindum sínum 17. maí 2022, um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar, séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga verður að líta til þeirra reglna sem gilda um öflun upplýsinga af því tagi sem beiðni kæranda fjallar um. Um eftirlit með fiskeldisstöðum og skýrslugjöf til Matvælastofnunar er fjallað í 14. gr. laga nr. 71/2008, um fiskeldi, en þar segir í 1. mgr. 14. gr. að stofnunin skuli hafa eftirlit með fiskeldisstöðvum í samræmi við fyrirmæli laganna. Eftirlitið skuli ná til rekstrar- og fiskeldisþátta í starfsemi stöðvanna og þess að skilyrði í rekstrarleyfi séu haldin. Eftirlit með heilbrigði og velferð fiska og heilnæmi eldisafurða skuli einnig framkvæmt af Matvælastofnun í samræmi við lög þar að lútandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 14. gr. segir síðan að til að Matvælastofnun geti framkvæmt eftirlit samkvæmt 1. mgr. 14. gr. skuli rekstrarleyfishafi mánaðarlega gefa Matvælastofnun skýrslu um starfsemi sína. Þar skuli m.a. koma fram upplýsingar um framleiðslumagn stöðvar af slátruðum fiski, eldisrými, fóðurnotkun, birgðir af fiski mældar í lífmassa, uppruna fisks, sjúkdóma, sníkjudýr og önnur óhöpp í rekstri, svo og önnur þau atriði sem stofnuninni eru nauðsynleg til virks eftirlits samkvæmt lögum þessum. Þá skuli færð dagbók um starfsemina í fiskeldisstöðvum samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 14. gr. er Matvælastofnun heimilt að kalla eftir frekari gögnum þegar tilefni er til og framkvæma upplýsingaöflun með rafrænum hætti og skylda rekstrarleyfishafa til að skrá upplýsingarnar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til.</p> <p style="text-align: justify;">Um framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og upplýsingagjöf rekstrarleyfishafa fiskeldis er síðan fjallað í X. kafla reglugerðar nr. 540/2020, um fiskeldi, sem sett er á grundvelli laga nr. 71/2008, með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 14. gr., en þar er ráðherra veitt sérstök heimild til þess að mæla nánar fyrir um eftirlitshluverk Matvælastofnunar í reglugerð. Þannig er í 55. reglugerðarinnar kveðið á um skýrsluskil rekstrarleyfishafa en samkvæmt 3. mgr. 55. gr. skal rekstrarleyfishafi senda Matvælastofnun skýrslur samkvæmt II. viðauka fyrir 15. hvers mánaðar.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal þeirra upplýsinga sem rekstrarleyfishafa ber að standa Matvælastofnun skil á fyrir 15. hvers mánaðar á grundvelli fyrrnefnds II. viðauka er svo nefnd „Framleiðsluskýrsla fyrir sjókvíaeldi“. Er þar sérstaklega tilgreint að í skýrslunni sem rekstrarleyfishafa ber mánaðarlega að skila um starfsemi sína skuli m.a. koma fram upplýsingar um „birgðir tilgreindar fyrir hverja kví; tegund, fjöldi fiska, meðalþyngd fiska og lífmassi. Einnig heildarfjöldi, meðalþyngd og lífmassi fyrir hvert eldissvæði“. Þá segir þar jafnframt að í sömu skýrslu skuli koma fram upplýsingar um „Afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%)“.</p> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að fyrirtæki í fiskeldi sendi stofnuninni mánaðarlega framleiðslutölur beint úr bókhaldskerfinu Fishtalk gegnum skilagátt sem AKVA Group og stofnunin hönnuðu og þróuðu í sameiningu. Upplýsingar frá fyrirtækjunum vistist beint í gagnagrunn stofnunarinnar gegnum Fishtalk, að undanskildum tveimur fyrirtækjum sem skili skýrslum á excel-formi, sem Matvælastofnun þurfi að færa handvirkt inn í gagnagrunninn.</p> <p style="text-align: justify;">Stofnunin kveður að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá tæki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Hins vegar sé töluverð vinna að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem kærandi hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Hefur stofnunin áætlað að slík vinna myndi útheimta tímafjölda sem samsvarar um 5–8,3 vinnudögum.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir um „afföll eldisfiska í sjókvíum“ með erindi sínu til Matvælastofnunar 17. maí 2022 séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga er þó ekki unnt að horfa fram hjá því að ráðherra hefur með ákvæðum reglugerðar nr. 540/2020 mælt sérstaklega fyrir um að rekstrarleyfishafar skuli veita stofnunni mánaðarlegar upplýsingar um slík afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%).</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þessarar sértæku skyldu rekstrarleyfishafa til að skila sundugreindum upplýsingum til Matvælastofnunar um afföll með þessum hætti verður að ganga út frá því að upplýsingar þar um teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, nema fyrir liggi að rekstarleyfishafi hafi ekki sinnt þessari skyldu. Af gögnum málsins verður ekkert ráðið um að rekstrarleyfishafar hafi ekki skilað þeim gögnum til Matvælastofnunar sem beiðni kæranda lýtur að. Í því sambandi verður að hafa í huga að með ákvæðum 4. gr. tilskipunar nr. 2004/3/EB er lögð sú skylda á opinber yfirvöld að „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Í þessu sambandi verður einnig að horfa til þess að í skýringum Matvælastofnunar til úrskurðarnefndarinnar hefur komið fram að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá taki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Með vísan til þeirra ákvæða laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem gilda um skil á upplýsingum um afföll eldisfiska í sjókvíum og þeirra sjónarmiða sem leidd verða af tilskipun 2003/4/EB, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993, telur úrskurðarnefnd að kæranda verði að réttu lagi ekki synjað um aðgang á þeim forsendum að meiri vinna sé að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem hann hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði, heldur en að veita honum aðgang að meiri gögnum, sem innihalda jafnframt þær upplýsingar sem hann óskaði eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að telja að Matvælastofnun hafi að réttu lagi ekki getað synjað beiðni kæranda á þeim forsendum að gögnin sem hún laut að hafi ekki verið fyrirliggjandi, eins og stofnunin gerði í bréfi sínu 13. apríl 2022. Stofunin hefur því ekki tekið afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim skjölum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. upplýsingalaga, líkt og stofnuninni er skylt að gera samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 16. maí 2022, er felld úr gildi. Beiðni A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), dags. 11. maí 2022, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1148/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | A kærði synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum gilti ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og yrði því ágreiningur um aðgang að þeim borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Var málinu því vísað frá. | <br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1148/2023 í máli ÚNU 23060007.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júní 2023, kærði A synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 5. júní 2023, voru kæranda afhent tiltekin gögn en tekið fram að hugsanlega vantaði einn dagál um fund með skóla sem yrði sendur kæranda síðar. Í svari kæranda samdægurs kom fram að hann teldi fleiri gögn vanta og óskaði vinsamlegast eftir því að sér yrðu send öll gögn, ekki bara handvalin. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, voru kæranda afhent gögn til viðbótar en synjað um nánar tilgreind gögn með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að barnaverndarþjónustan hafi kosið að senda honum aðeins hluta af gögnum. Kærandi hafi rökstuddan grun um að barnavernd Garðabæjar hafi brotið gróflega á rétti sínum og almennum mannréttindum sem forsjáraðila barns. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 5. júní 2023. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Garðabæjar með erindi, dags. 15. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, er vísað til þess að hinn 5. júní 2023 hafi kæranda verið afhent gögn úr barnaverndarmálinu en hann látinn vita að ekki væru öll gögn komin í málið og að honum yrðu send viðbótargögn síðar. Hinn 28. júní 2023 hafi kæranda síðan verði afhent öll gögn sem væri að finna í barnaverndarmáli dóttur kæranda, að undanskildum nánar tilgreindum gögnum með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga. Ýmist sé þar um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar telur rétt að leynt skuli fara vegna einkahagsmuna annarra. Upplýsingar sem komi fram í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. Þess megi geta að stúlkan sé vistuð utan heimilis með samþykki sínu og móður, sbr. 4. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í málinu hafi ekki þurft að beita íþyngjandi úrræðum á grundvelli barnaverndarlaga. <br /> <br /> Umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. júlí 2023, mótmælir kærandi því að barnaverndarþjónusta Garðabæjar haldi frá honum upplýsingum um málið. Við blasi að vinnubrögð barnaverndar séu ekki í samræmi við lög. Kærandi telji að á sér hafi ítrekað verið brotið og telji fullvíst að barnavernd hafi brotið gegn stjórnsýslu-, barnaverndar- og persónuverndarlögum og brotið gegn andmælarétti kæranda. Það sé því nauðsynlegt að kærandi fái öll gögn sem málið varði þar sem forsjárlaus manneskja hafi misnotað stjórnvald gegn forsjáraðila með skipulögðum hætti og barnavernd sýni samstarfsvilja með því að afhenda öll gögn sem kærandi telji að haldið sé frá sér til þess að verja starfshætti barnaverndar í málinu. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál dóttur kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Garðabæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 5. og 28. júní 2023, að undanskildum tölvupóstsamskiptum milli félags¬ráðgjafa og rannsóknarlögreglumanns, dags. 22.-23. nóvember 2022, 28. nóvember og 7. desember 2022, tölvupósti til rannsóknarlögreglumanns, dags. 3. nóvember 2022, tveimur yfirlýsingum um afhendingu gagna í þágu rannsóknar lögreglu, dags. 26. október og 23. nóvember 2022 og óútfylltum drögum að meðferðaráætlun dags. 9. mars 2023, með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Þá voru einnig undanskildir tölvupóstar milli félagsráðgjafa og móður barnsins, dags. 25.-26. október 2022 og 25. nóvember 2022, auk dagála vegna símtala 25. október til 22. nóvember 2022, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda að því er varðar framangreind gögn byggðist á því að ýmist væri um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar teldi rétt að leynt skyldu fara vegna einkahagsmuna annarra. Þær upplýsingar sem fram komi í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Fjallað er sérstaklega um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarþjónusta skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarþjónusta geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Þjónustan geti einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum sem kæra hans lýtur að gildi ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. barnaverndarlaga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. <br /> <br /> Með vísan til þess að kveðið er sérstaklega á um rétt aðila barnaverndarmáls til aðgangs að gögnum í 45. gr. barnaverndarlaga og mælt er fyrir um sérstaka kæruleið til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna úrskurða barnaverndarþjónustu um slíkan rétt telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að svo stöddu.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A vegna synjunar Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða mál kæranda og dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1147/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að minnisblaði ráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að minnisblaðið til ríkisstjórnar Íslands hefði verið lagt fyrir ráðherrafund og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu minnisblaðisins var því staðfest. | <br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1147/2023 í máli ÚNU 23050011.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. maí 2023, kærði A, ritstjóri Austurfréttar, synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23 maí 2023, óskaði kærandi eftir afriti af minnisblaði um jarðgöng á Austfjörðum sem vísað væri til í frétt Morgunblaðsins hinn sama dag. Dómsmálaráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væru minnisblöð sem útbúin eru fyrir ríkisstjórnarfundi undanþegin upplýsingarétti. Þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang samkvæmt þeirri grein bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en aðgangur yrði ekki veittur í þessu tilfelli.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. maí 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi á synjun á umræddu minnisblaði. Það byggði meðal annars á skilningi kæranda á að þegar minnisblað færi frá einu stjórnvaldi, í þessu tilfelli Almannavörum, til annars, dómsmálaráðuneytisins, þá yrði það opinbert. Annar kostur væri að afhenda minnisblaðið þegar afmáðar hefðu verið einstakar upplýsingar sem varði persónur, fjármuni á samkeppnisgrundvelli eða beinlínis þjóðaröryggi. Í svari ráðuneytisins samdægurs, var áréttað að umrætt minnisblað teldist til gagna sem tekin væru saman fyrir fund ríkisstjórnar og væru því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sem færu frá einu stjórnvaldi til annars, hætti þau að njóta verndar sem vinnugögn en skilgreining á vinnugagni byggðist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og næði því ekki til minnisblaðs fyrir ríkisstjórn, sbr. 1. tölul. 6. gr. laganna. Að mati ráðuneytisins væri ekki hægt að beita undanþáguákvæði 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn þegar umrætt gagn væri minnisblað fyrir ríkisstjórn sem er sérstaklega talið upp í 1. tölul. 6. gr. í hliðstæðri upptalningu við vinnugögn í skilgreiningu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fari fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin leggi mat á það hvort minnisblaðið falli undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi hafi í samskiptum við ráðuneytið vísað til þess að hann teldi að um væri að ræða álit Almannavarna um samgöngumál á Austurlandi fyrir dómsmálaráðuneytið. <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með erindi, dags. 31. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júní 2023, er vísað til þess að synjunin sé byggð á ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en þau gögn sem þar er lýst séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Um sé að ræða minnisblað sem útbúið var sérstaklega fyrir ríkisstjórnarfund. Ekki sé skylt að taka afstöðu til aukins aðgangs að gagninu á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en það hafi engu að síður verið gert í synjun ráðuneytisins, dags. 23. maí 2023.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði dómsmálaráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi hinn 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkistjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.<br /> <br /> Framangreint minnisblað til ríkisstjórnar Íslands ber það skýrlega með sér að hafa verið lagt fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er dómsmálaráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gagninu óháð efni þess en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnu gagni í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. maí 2023, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði til ríkisstjórnar, dags. 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1146/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem vörðuðu ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Synjun Samgöngustofu byggðist á því gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012, og girti fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kærenda í málinu beindist að, heldur færi úrlausn þess eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum var það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hefði ekki leyst úr beiði kærenda á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kærenda því vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1146/2023 í máli ÚNU 22110025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði B lögmaður, f.h. C og D, synjun Samgöngustofu á beiðni um gögn. Hinn 4. mars 2022 var fyrir hönd kærenda óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Samgöngustofu vegna flugslyss á Þingvallavatni sem varð í febrúar það ár, en sonur kærenda lést í slysinu. Nánar tiltekið var óskað eftir:</p> <p>1. Upplýsingum um skráningu flugvélarinnar TF-ABB og virk réttindi flugmannsins, E, og félags hans, X ehf., einkum með hliðsjón af leyfum/skráningum sem skylt væri að leita til Samgöngustofu með vegna farþegaflugs gegn greiðslu.<br /> 2. Öllum gögnum mála sem vörðuðu E eða X og tekin hefðu verið til skoðunar af Samgöngustofu og eftir atvikum vísað til lögreglu. Meðal þeirra mála sem óskað væri gagna úr væri mál vegna gruns um að X og E hefðu staðið að flugferðum utan þess ramma sem heimilt væri samkvæmt fyrirliggjandi leyfum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 21. mars 2022, svaraði Samgöngustofa erindi kærenda og veitti upplýsingar samkvæmt 1. lið beiðninnar. Fram kom að flugvélin TF-ABB væri skráð í loftfaraskrá og að fyrir lægju skrásetningarvottorð, lofthæfivottorð og lofthæfistaðfestingarvottorð vegna hennar. Þá væri félagið X skráður eigandi vélarinnar. Félagið hefði ekki flugrekstrarleyfi eða flugrekandaskírteini sem útgefin væru af Samgöngustofu og því sætti það ekki eftirliti stofnunarinnar sem handhafi slíkra leyfa. E hefði haft gild réttindi til að stýra vélinni; hann hefði verið með gilt atvinnuflugmannsskírteini, einshreyfilsáritun og flugkennararéttindi.</p> <p>Samgöngustofa synjaði um aðgang að gögnum samkvæmt 2. lið beiðninnar með vísan til 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði í úrskurði nr. 737/2018 komist að niðurstöðu um að teldist sérstakt þagnarskylduákvæði. Þau gögn sem beiðnin lyti að væru til komin vegna eftirlits Samgöngustofu og teldust því trúnaðarmál samkvæmt ákvæðinu. Beiðninni væri því hafnað að þessu leyti.</p> <p>Fyrir hönd kærenda var að nýju óskað eftir gögnum hjá Samgöngustofu með erindi, dags. 18. október 2022. Í erindinu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að E og X stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins. Lögreglan hefði svo hætt rannsókn málsins og embætti ríkissaksóknara staðfest þá niðurstöðu í október 2021. Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu.<br /> <br /> Með vísan til þess væri óskað eftir upplýsingum um framangreint og gögnum sem vörðuðu ábendingar og athuganir Samgöngustofu á flugmanninum og félaginu. Hefði stofnunin gögn lögreglu undir höndum væri jafnframt óskað eftir þeim. Þá væri óskað svara við eftirfarandi spurningum:<br /> <br /> 1. Hvaðan Samgöngustofu hefði borist ábending um flugrekstur án tilskilinna leyfa.<br /> 2. Hvaða málsnúmer málið hefði hlotið hjá lögreglu.<br /> 3. Hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota gegn lögum og reglum sem giltu um flugrekstur. Ef svo væri, þá væri óskað eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi.<br /> <br /> Samgöngustofa svaraði erindinu hinn 1. nóvember 2022. Kom þar fram að stofnunin viðhefði almennt eftirlit með loftförum þótt þau væru ekki notuð í atvinnurekstri. Hefðbundnu eftirliti með umræddu loftfari hefði verið haldið áfram hjá stofnuninni eftir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins. Að því er varðaði beiðni um gögn sem fram kæmi í erindinu var vísað til fyrra erindis Samgöngustofu frá 21. mars 2022 og hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar með flugmanni/eiganda vélarinnar eða sem tengdust málum vegna eftirlits með ástandi vélarinnar sjálfrar. Þá væri áréttað að félagið X sætti ekki eftirliti af hálfu Samgöngustofu. E hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum og ábendingar um flugrekstur án leyfa hefðu m.a. borist nafnlaust.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur telji að ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 eigi ekki við um öll gögn sem verði til við eftirlit Samgöngustofu. Nærtækt sé að túlka ákvæðið á þann veg að þagnarskyldan nái fyrst og fremst til upplýsinga sem séu viðskiptalegs eðlis. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir í þessu máli varði ekki rekstur og viðskipti viðkomandi aðila. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 737/2018 hafi gögnin sem deilt var um í málinu innihaldið ýmsar upplýsingar um rekstur og viðskipti viðkomandi flugrekanda. Óumdeilt sé að E hafi ekki verið með flugrekstrarleyfi og því geti umbeðnar upplýsingar ekki varðað flugrekstur hans. Þá telji kærendur að upplýsingarnar eigi erindi við almenning því þær geti varðað flug- og almannaöryggi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Samgöngustofu með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 14. desember 2022. Í umsögninni eru sjónarmið úr ákvörðun stofnunarinnar ítrekuð. Höfnun á beiðni um afhendingu gagna sem stofnunin hefði í vörslum sínum og væru til komin í tengslum við eftirlit stofnunarinnar hafi verið byggð á því að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda þau samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Eftirlit í flugstarfsemi byggðist á trúnaði milli starfsleyfishafa og eftirlitsstjórnvalda, sem væri m.a. einn grundvöllur þess að mikilvægar upplýsingar varðandi flugöryggismál skiluðu sér til stjórnvaldsins. Tekið var fram að rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Suðurlandi hefðu fengið aðgang að öllum gögnum sem tengdust loftfarinu TF-ABB og eiganda þess og tengdust eftirliti stofnunarinnar í málinu.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu var kynnt kærendum með bréfi, dags. 14. desember 2022, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kærenda bárust ekki. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Nánar tiltekið lýtur ágreiningurinn að synjun Samgöngustofu frá 1. nóvember 2022 á beiðni kærenda, frá 18. október 2022, um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Synjun Samgöngustofu byggist á því að gögnin séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt sé fyrir um í 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, og girði fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Almenn ákvæði um þagnarskyldu eru þau sem geyma vísireglu og enga tilgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan tekur til. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <h3>2.</h3> Í 8. gr. laga nr. 119/2012 er fjallað um verkefni Samgöngustofu tengd loftferðum. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að með gögn og aðrar upplýsingar, sem stofnunin aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum, skuli fara sem trúnaðarmál. Hið sama gildi um gögn sem rekstrarleyfishafar afhenda stofnuninni og varða rekstrarleyfi þeirra. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 kemur fram að ákvæðið sæki uppruna sinn í 2. mgr. 7. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands, nr. 100/2006.<br /> <br /> Lög nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands voru felld brott með lögum nr. 119/2012. Í 7. gr. fyrrnefndu laganna var mælt fyrir um þagnarskyldu starfsmanna Flugmálastjórnar. Í 1. mgr. kom fram að starfsmenn mættu ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir kæmust að í starfi sínu og leynt ætti að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Í 2. mgr. sagði að með gögn og aðrar upplýsingar, sem Flugmálastjórn aflaði við eftirlit eða af öðrum ástæðum, skyldi fara sem trúnaðarmál. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 100/2006 kom fram að ákvæðið væri til viðbótar við almennt þagnarskylduákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-293/2009 lagði nefndin til grundvallar að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist vera þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti þeirra aðila sem Flugmálastjórn hefði eftirlit með. Hvað varðaði 2. mgr. ákvæðisins yrði að telja að það fæli í sér það almenna lýsingu á skyldum starfsmanna Flugmálastjórnar til að gæta trúnaðar og að það fæli ekki í sér ríkari þagnarskyldu en þegar myndi leiða af almennri þagnarskyldureglu í 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Með öðrum orðum, að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist sérstakt þagnarskylduákvæði en 2. mgr. sama ákvæðis teldist almennt þagnarskylduákvæði. Nefndin komst að sömu niðurstöðu um 1. mgr. ákvæðisins í úrskurði nr. A-502/2013.<br /> <h3>3.</h3> Í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 var áður að finna ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu þess efnis að þeim væri óheimilt að skýra m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Ákvæðið var, að breyttu breytanda, samhljóða fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006, enda var með frumvarpinu lögð til sameining nokkurra stofnana, þar á meðal Flugmálastjórnar, í eina stjórnsýslustofnun. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sló því föstu í tveimur úrskurðum, nr. 626/2016 og 737/2018, að ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Í hinum síðarnefnda úrskurði tók nefndin til viðbótar fram að ákvæði 2. mgr. 8. gr. sömu laga væri einnig sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði gögn sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi.<br /> <br /> Með 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993, var ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 breytt með þeim hætti að ákvæðið hefur ekki lengur að geyma sérgreind fyrirmæli um að starfsmönnum Samgöngustofu sé óheimilt að skýra „m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með“. Þess í stað er nú kveðið á um það í 1. mgr. 19. gr. að á starfsmönnum Samgöngustofu hvíli þagnarskylda samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Samkvæmt almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 var það eitt af meginmarkmiðum laganna að gera þagnarskyldureglur skýrari, einfaldari og samræmdari. Um ástæður þeirrar breytingar sem gerð var á þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu sagði síðan í athugasemdum frumvarpsins við ákvæði það sem nú er að finna í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 að eðlilegt þætti að Samgöngustofa legði mat á það hverju sinni á grundvelli upplýsingalaga hvort hagsmunir almennings af aðgangi að slíkum upplýsingum vægju þyngra en hagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða lögaðila af því að þær færu leynt í stað þess að unnt væri að synja beiðni fortakslaust um hvers konar upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Um síðastnefnda atriði var í frumvarpinu vísað sérstaklega til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 737/2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst að við túlkun 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 og þegar tekin er afstaða til þess hvort ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga sé ekki unnt að horfa fram hjá ofangreindum breytingum á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012. Að mati nefndarinnar verður við afmörkun á þeirri þagnarskyldu sem lýst er í 2. mgr. 8. gr. síðastefndu laganna að gæta samræmis við þá þagnarskyldu sem birtist í 1. mgr. 19. gr. sömu laga og lýst er í 42. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Af þeirri samræmistúlkun leiðir að ekki er unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kæranda í þessu máli beinist að. <br /> Í þessu sambandi verður að horfa til þess að í 2. mgr. 8. gr. eru ekki tilgreindar hvers konar upplýsingar þagnarskyldan taki til, umfram það að vísað er til gagna og upplýsinga sem Samgöngustofa aflar við ,,eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum“. Jafnframt verður að hafa í huga að orðalag ákvæðisins og athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 hníga ekki í þá átt að löggjafinn hafi með setningu ákvæðisins haft hug á að ganga lengra í að takmarka aðgang að upplýsingum en gert er t.d. með hinni almennu þagnarskyldu opinberra starfsmanna í 18. gr. laga nr. 70/1996. <br /> <br /> Síðast en ekki síst þá er beinlínis tekið fram í athugasemdum við ákvæðið sem varð að 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019 í frumvarpi til laganna að eðlilegt sé að Samgöngustofa meti beiðnir um upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila á grundvelli ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið og eins og atvikum málsins er háttað lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að úrlausn þess hvort veita eigi kærendum aðgang að þeim gögnum sem kæran lýtur að, sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans, fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum er það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hafi ekki leyst úr beiðni kærenda á réttum lagagrundvelli. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Samgöngustofu að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Er því lagt fyrir Samgöngustofu að taka málið fyrir á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi þarf stofnunin að taka afstöðu til þess hvort leyst verði úr beiðninni á grundvelli 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sjá meðal annars til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar frá 1. mars 2022 í máli nr. 1071/2022.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni kærenda um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu, dags. 18. október 2022, er vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1145/2023. Úrskurður frá 5. júní 2023 | Kærð var synjun Biskupsstofu á beiðni kæranda um aðgang að tiltalsbréfi biskups Íslands. Synjun Biskupsstofu var á því byggð að starfsemi þjóðkirkjunnar félli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin rakti þær breytingar sem gerðar hefðu verið á lögum um þjóðkirkjuna og komst að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan teldist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Var það því niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga og kærunni vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. júní 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1145/2023 í máli ÚNU 22050024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 30. maí 2022, kærði A, fréttamaður hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, synjun Biskupsstofu á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 27. maí 2022 eftir afriti af tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Í svari Biskupsstofu, dags. 28. maí 2022, kom fram að það væri mat Biskupsstofu að upplýsingalög ættu ekki lengur við um þjóðkirkjuna. Jafnvel þótt svo væri myndi Biskupsstofu ekki vera skylt að afhenda skjalið því það varðaði starfsmannamál. Beiðni kæranda var því synjað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga. Um sé að ræða mál sem gæti orðið fordæmisgefandi þar sem tiltal biskups snúi að tjáningu opinbers starfsmanns í gegnum eigin aðgang á samfélagsmiðli.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Biskupsstofu með erindi, dags. 30. maí 2022, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Biskupsstofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Biskupsstofu var frestur til að gefa umsögn framlengdur.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu barst úrskurðarnefndinni hinn 22. júní 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 21. febrúar 2023. Í umsögn Biskupsstofu kemur fram að atvik málsins séu þau að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafi veitt sr. B, presti í [C-prestakalli], tiltal á grundvelli tilsjónar-hlutverks biskups. Biskupsstofa geri kröfu um að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju árið 2019, setningu laga nr. 153/2019 og laga nr. 95/2020 svo og með setningu nýrra laga um þjóðkirkjuna, nr. 77/2021, telji biskup ljóst að þjónusta þjóðkirkjunnar sé ekki opinber starfsemi. Starfsfólk þjóðkirkjunnar teljist ekki lengur opinberir starfsmenn og starfsemin heyri ekki lengur undir gildissvið stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju, dags. 6. september 2019, hafi verið stefnt að auknu sjálf-stæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Í 7. gr. samningsins segi:</p> <p style="text-align: justify; margin-left: 40px;">Að fengnu samþykki ríkisstjórnar Íslands og kirkjuþings á samningi þessum, skal dómsmála-ráðherra leggja fram frumvarp til laga á Alþingi, er feli í sér breytingu á V. kafla laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, á 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og á lögum nr. 1/1997, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, til samræmis við samning þennan, til að tryggja að efnisatriði hans öðlist lagagildi. Jafnframt feli frumvarpið í sér tillögu um að ákvæði laga um laun sóknarpresta nr. 46/1907 og lög nr. 36/1931 um embættis-kostnað sóknapresta og aukaverk þeirra falli úr gildi ásamt lögum um Kristnisjóð nr. 35/1970 og II. kafla laga um sóknargjöld nr. 91/1987.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við efni framangreinds samnings hafi dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp til laga sem falið hafi í sér breytingu á V. kafla laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, á 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. Lög nr. 153/2019 hafi öðlast gildi 1. janúar 2020. Með lögunum hafi verið felld brott ákvæði úr lögum nr. 78/1997 sem fjölluðu um stöðu starfsfólks sem opinberir starfsmenn eða embættismenn. Í greinargerð með frumvarpinu segir að samkvæmt samningnum skuli kirkjan meðal annars annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 í stað þess að starfsmenn þjóðkirkjunnar þiggi laun úr ríkissjóði. Þetta leiði til þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu muni ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur verði þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Lög nr. 95/2020, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, og fleiri lögum og um brottfall laga um kirkjumálasjóð (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar), hafi verið samþykkt á Alþingi 2020 með breytingartillögu meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar sem fól í sér brottfall ákvæðis 4. mgr. 26. gr. laga 78/1997 sem kvað á um að um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skyldi fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, eftir því sem við gæti átt.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum nefndarinnar með breytingartillögunni sé áréttað að markmið viðbótarsamningsins sé að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum. Hvorki prestar né starfsfólk Biskupsstofu séu starfsmenn ríkisins og Ríkisendurskoðun endurskoði ekki lengur fjármál Biskupsstofu og bókhald og launaumsýsla þjóðkirkjunnar hafi verið færð úr kerfum Fjársýslu ríkisins. Það samrýmist því ekki markmiðum viðbótarsamningsins að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti reglum stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir setningu gildandi þjóðkirkjulaga, nr. 77/2021, hafi Alþingi samþykkt framangreind lög nr. 153/2019 og lög nr. 95/2020. Lög þessi hafi falið í sér breytingar á þágildandi þjóðkirkjulögum, nr. 78/1997, til samræmis við viðbótarsamning ríkis og kirkju. Í viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum hafi einnig komið fram að fulltrúar þjóðkirkjunnar og ríkisins myndu vinna saman að yfirferð yfir gildandi lög er varða þjóðkirkjuna með það að markmiði að einfalda regluverkið. Við þá vinnu yrði m.a. byggt á þeim tillögum sem þjóðkirkjan hafi þegar fjallað um og sent ríkinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í greinargerð með frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga komi m.a. fram að með frumvarpinu sé stefnt að því að einfalda regluverk þjóðkirkjunnar og auka mjög sjálfstæði hennar með því að fela kirkjuþingi ákvörðunarvald í mun meira mæli með setningu starfsreglna um helstu málefni hennar. Enn fremur segir í greinargerðinni að nú sé fram haldið sömu þróun og hrundið hafi verið af stað við gildistöku gildandi laga árið 1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið var eðlilegt að gera fyrir þann tíma. Í þeim anda sé lagt til í frumvarpinu að kirkjuþing setji starfsreglur um ýmis ákvæði sem nú sé kveðið á um í lögum nr. 78/1997.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segi í greinargerðinni að með þeim breytingum sem urðu á lögum nr. 78/1997, sbr. 19. gr. laga nr. 153/2019, hafi þeir, sem undir ákvæði laganna féllu, hætt að vera opinberir starfsmenn en orðið þess í stað starfsfólk þjóðkirkjunnar. Vegna þeirra breytinga verði ákvæði um réttindi og skyldur starfsfólks þjóðkirkjunnar tekin inn í nýja kjarasamninga um laun og önnur starfskjör þess.</p> <p style="text-align: justify;">Þessu til viðbótar bendi Biskupsstofa á að umboðsmaður Alþingis hafi talið í áliti sínu í máli 10990/2021, þar sem fjallað var um ákvörðun biskups Íslands, að það leiddi af breytingum þeim sem urðu á lögum nr. 78/1997 samkvæmt lögum nr. 153/2019, sem tóku gildi 2020, að ákvarðanir biskups um ráðningar á árinu 2020 heyrðu ekki undir starfssvið umboðsmanns.</p> <p style="text-align: justify;">Að þessu virtu telji Biskupsstofa að gildandi þjóðkirkjulög, nr. 77/2021, feli ekki í sér að þjóðkirkjunni sé fengið opinbert vald. Starfsemi þjóðkirkjunnar svo og ákvarðanir biskups falli því ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ljóst sé að starfsmenn þjóðkirkjunnar fari ekki með opinbert vald og séu því ekki handhafar framkvæmdavalds eins og talið var í tíð eldri laga og fram hefur komið í úrskurði úrskurðarnefndar. Þjóðkirkjan sé ekki í opinberri eigu, henni sé ekki falið með lögum að taka stjórnvaldsákvarðanir og þjónusta hennar sem trúfélag geti ekki talist opinbert hlutverk stjórnvalds. Þá teljist starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. biskupar og prestar, ekki opinberir starfsmenn eins og fram hefur komið.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa líti Biskupsstofa svo á ekki sé skylt að afhenda umrætt tiltalsbréf. Verði ekki fallist á framangreinda frávísunarkröfu Biskupsstofu sé gerð krafa um að kærunni verði vísað frá á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Biskupsstofa byggir á því að starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsinga-laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvalds-ákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins sé lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildis-sviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, var kveðið á um að íslenska þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni og samkvæmt 1. mgr. 2. gr. sömu laga naut hún sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Í 4. gr. laganna var kveðið á um að dómsmálaráðuneytið hefði með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðaði fjárlagagerð. Ráðuneytið hefði jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veitti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því bæri að veita henni lögum samkvæmt og hefði umsjón með því að hún og stofnanir hennar færu að lögum.</p> <p style="text-align: justify;">Lögum nr. 78/1997 var síðan breytt með samþykkt laga nr. 153/2019, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar). Tilefni þess frumvarps er varð að lögum nr. 153/2019 var viðbótarsamningur 6. september 2019 milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi milli sömu aðila um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 (kirkjujarðasamkomulagið) og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1997.</p> <p style="text-align: justify;">Í undirbúningsgögnum vegna setningar laga nr. 153/2019 er rakið að kirkjan skyldi m.a. annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 samkvæmt fyrrgreindum viðbótarsamningi í stað þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, 138 starfandi prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og 18 starfsmenn Biskupsstofu þægju laun úr ríkissjóði. Um það segir að þetta leiddi til þess að þessir starfsmenn þjóðkirkjunnar myndu ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur yrðu þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þá segir að yrði frumvarpið að lögum yrði kirkjuþingi falið að skilgreina réttarstöðu starfsfólks kirkjunnar og setja gjaldskrá fyrir þjónustu hennar, eins og viðbótarsamningurinn gerði ráð fyrir. Í athugasemdum við frumvarpið kemur enn fremur fram að því væri ætlað að færa ábyrgð og stjórn starfsmannamála til kirkjunnar, sbr. þskj. 625 – 449. mál, 150. löggjafarþingi 2019-2020, bls. 4 og 6.</p> <p style="text-align: justify;">Til hliðsjónar má einnig líta til þess að í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 77/2021, um þjóðkirkjuna, sem gildi tóku 1. júlí 2021, segir að með þeim breytingum sem hafi orðið á lögum nr. 78/1997 með lögum nr. 153/2019 hafi þeir sem undir lögin féllu hætt að vera opinberir starfsmenn en þess í stað orðið starfsfólk þjóðkirkjunnar. Þar segir einnig að með frumvarpinu sé fram haldið sömu þróun og hafi verið hrundið af stað við gildistöku laga nr. 78/1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið hafi verið eðlilegt að gera fyrir þann tíma, sbr. þskj. 966 – 587. mál, 151. löggjafarþingi 2020-2021, bls. 5-6. Í þessu sambandi athugast þó að starfsfólk kirkjunnar sem skipað var í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, við gildistöku 2. mgr. 19. gr. laga nr. 153/2019, heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, sbr. ákvæði til bráðabirgða við umrædd lög nr. 77/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þjóðkirkjan teljist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi þess að B var upphaflega skipaður sóknaprestur í [C-kirkju] frá 15. september 2016, verður enn fremur að telja ljóst að hann hafi ekki notið réttinda sem embættismaður á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins og ákvæðum laga nr. 70/1996 eftir að skipunartími hans rann út 15. september 2021, sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga. Ákvæði 3. gr. upplýsingalaga á því ekki við um atvik málsins. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Er kæru þessari því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 30. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1144/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023 | Kærð var afgreiðsla Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Fyrir lá að kærandi hefði skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram komu upplýsingar um það hverjir hefðu unnið verkefnið. Synjunin var á því byggð að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga væru ekki uppfyllt og af þeim sökum mætti háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð háskólans á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1144/2023 í máli ÚNU 22050026.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Háskólans á Bifröst á beiðni hans um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Í fundargerð framkvæmdastjórnar samtakanna SÁÁ frá 17. mars 2022, undir liðnum „Önnur mál“, kæmi fram að formaður hvetti stjórnarmenn til að lesa nýtt meistaraverkefni nemenda við háskólann sem bæri heitið „Mat á vanda SÁÁ“. Verkefnið hefði verið unnið í námskeiðinu „Samskipti og miðlun leiðtoga 2022“.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefði fengið verkefnið sent frá einum stjórnarmanna SÁÁ. Í formála þess kæmi fram að framkvæmdastjórn samtakanna hefði leitað til þeirra nemenda sem unnu verkefnið og beðið um hjálp til að taka á þeim stóru áskorunum sem samtökin stæðu frammi fyrir. Búið hefði verið að afmá forsíðu verkefnisins og hugsanlega fleiri efnisþætti skjalsins. Í verkefninu væri að mati kæranda að finna mikla meingjörð gagnvart honum […].</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði því eftir því við Háskólann á Bifröst með erindi, dags. 25. apríl 2022, að fá skýringar á tilurð verkefnisins og nöfnum höfunda og ábyrgðarfólks sem hefðu verið fjarlægð úr því skjali sem væri í dreifingu. Ljóst væri að skjalið hefði verið sent á stóran hóp fólks, m.a. þingmenn, fólk í opinberri stjórnsýslu, fjölmiðlafólk og lögreglu. Verkefnið væri meingjörð gagnvart kæranda og hann velti því upp hvort verkefnið samræmdist siðareglum skólans auk akademískri hugsun og vinnubrögðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskólanum á Bifröst með erindi, dags. 1. júní 2022, og skorað á háskólann að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Svar háskólans barst samdægurs. Í því kemur fram að ekki sé um meistaranámsritgerð að ræða heldur kúrsaritgerð. Verkefnið væri lokaverkefni í einum áfanga sem byggist á fræðilegri greiningu á ferlum og notkun aðferðafræði. Verkefnið hafi verið hið síðasta af þremur í áfanganum og fjallaði um hvernig upplýsingamiðlun leiðtoga færi fram og hvort leiðtoginn miðlaði í samræmi við stefnu, framtíðarsýn og gildi viðkomandi skipulagsheildar.</p> <p style="text-align: justify;">Í verkefninu mættu nemendur m.a. gefa sér forsendur sem vörðuðu málefni sem væri til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda snerist verkefnið um aðferðafræði en ekki staðreyndir. Það væri gert svo nemendur fengju raunhæf viðfangsefni sem ættu sér samsvörun í daglegri umræðu. Einkunn fyrir verkefnið ylti á því hvernig það væri leyst aðferðafræðilega. Við matið væri ekki litið sérstaklega til staðhæfinga nema í tengslum við notkun á aðferðafræði. Þá væru staðhæfingar á ábyrgð nemendanna.</p> <p style="text-align: justify;">Væri verkefninu dreift á öðrum forsendum en þeim upprunalegu væri það ef til vill gert í tilgangi sem samræmdist vilja nemendanna sem unnu verkefnið. Háskólinn hefði ekki komið að miðlun verkefnisins að neinu leyti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við ákvörðun háskólans hinn 2. júní 2022 og kom fram í viðbrögðum kæranda að hann sætti sig ekki við ákvörðunina. Úrskurðarnefndin kynnti þá afstöðu fyrir háskólanum með erindi, dags. 8. júní 2022, og gaf háskólanum færi á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst barst úrskurðarnefndinni hinn 13. júlí 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 26. október 2022. Í umsögn háskólans kemur fram að í lögum um háskóla, nr. 63/2006, sé að finna ákvæði um upplýsingaskyldu háskóla. Í 2. mgr. 12. gr. laganna sé talað um að háskóli skuli birta upplýsingar um innra gæðastarf innan skólans. Í 24. gr. sé tekið fram að birta skuli upplýsingar um einingabær námskeið og prófgráður sem skólinn veitir. Í 1. mgr. 25. gr. sé tekið fram að háskóla beri að varðveita upplýsingar um námsferil þeirra sem stunda eða hafa stundað nám. Þeim beri einnig að láta í té þær upplýsingar og gögn sem séu nauðsynleg vegna opinberrar tölfræðivinnu og hagskýrslugerðar. Þá beri háskólum að láta í té öll þau gögn sem ráðuneyti þarfnist vegna eftirlits með starfsemi og fjármálum skólans.</p> <p style="text-align: justify;">Þá beri að mati háskólans að hafa í huga lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Í lögunum komi fram að miðlun persónuupplýsinga sé háð mjög ströngum skilyrðum. Ekki sé að sjá að þau skilyrði séu uppfyllt í þessu máli. Það að nemandi hafi skrifað um tiltekinn aðila í verkefni sem sé ekki einu sinni lokaverkefni hafi ekki það vægi að það réttlæti að afnema nafnleynd nemandans.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu megi ljóst vera að Háskólinn á Bifröst hafi enga heimild til að veita upplýsingar um einstök verkefni sem nemandi skólans kunni að hafa unnið í námi við háskólann, ekki frekar en að háskólanum sé óheimilt að gefa utanaðkomandi aðilum upp upplýsingar um nemandann sjálfan, svo sem einkunnir og verkefnaskil nemandans, nema með leyfi viðkomandi nemenda.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. september 2022, kemur fram að í umsögn háskólans sé mótsögn því þar komi fram að verkefnið sé ekki lokaverkefni, þvert á það sem fram kom í ákvörðun háskólans frá 1. júní 2022. Að mati kæranda sé ljóst að höfundar verkefnisins hafi sent SÁÁ verkefnið til hagnýtingar og opinberrar birtingar. Með þeirri sendingu hljóti réttur kæranda að standa til þess að fá verkefnið afhent í heild sinni, með nöfnum höfunda og leiðbeinanda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði eftir afstöðu þeirra nemenda sem unnu verkefnið til afhendingar verkefnisins í heild sinni hinn 28. mars 2023. Þá var einnig óskað eftir afstöðu þess kennara sem tilgreindur væri á forsíðu verkefnisins. Sameiginlegt svar þriggja af þeim fjórum nemendum sem unnu verkefnið barst nefndinni hinn 5. apríl 2023. Svar kennarans barst hinn 11. apríl 2023. Í báðum erindum er lagst gegn afhendingu verkefnisins til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali í vörslum Háskólans á Bifröst. Skjalið er námsverkefni sem unnið var af hópi nemenda á námskeiði í skólanum. Fyrir liggur að kærandi hefur skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram koma upplýsingar um það hverjir hafi unnið verkefnið. Synjun háskólans er ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, heldur er vísað til þess að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Háskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun sem er komið á fót með skipulagsskrá og starfar samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999. Þá starfar skólinn samkvæmt lögum um háskóla, nr. 63/2006, með viðurkenningu frá ráðherra samkvæmt II. kafla laganna. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. skipulagsskrár háskólans eru ráðstöfunartekjur háskólans tekjur af skólagjöldum og námskeiðahaldi, framlög frá opinberum aðilum, hugsanlegur arður af stofnfé, vaxtatekjur, og annað fé sem Háskólanum á Bifröst kann að áskotnast. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skrárinnar skal stjórn háskólans skipuð fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af Borgarbyggð, Háskólaráði Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtökum Bifrastar, Sambandi íslenskra samvinnufélaga svf., og Samtökum atvinnulífsins.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar verður ekki séð að Háskólinn á Bifröst falli undir hugtakið stjórnvald í skilningi 2. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er ljóst að háskólinn starfar samkvæmt lögum um háskóla og fær frá ríkinu fjárframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, samkvæmt þjónustusamningi á grundvelli 21. gr. laga nr. 63/2006. Sá hluti af starfsemi skólans sem hann sinnir á grundvelli laga um háskóla fellur því undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 3. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur að það skjal sem óskað er eftir í málinu tengist þjónustuhlutverki Háskólans á Bifröst með þeim hætti að réttur til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nái til þess. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því á grundvelli ákvæða upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem leiða af lögunum.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum ákvæðum leiðir að þeim sem heyra undir gildissvið upplýsinglaga og hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda byggist á því að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 er sérstaklega tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun háskólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum laganna, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings beiðni kæranda, enda er það hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að í lögum um háskóla er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt til aðgangs að prófúrlausnum eða lokaverkefnum og kynnu að teljast þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis, en slík ákvæði geta samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gengið framar ákvæðum laganna. Þá kemur fram í siðareglum Háskólans á Bifröst í kafla þeirra sem ber heitið Rannsakendur og rannsóknir að kennarar, rannsakendur og eftir atvikum nemendur birti niðurstöður sínar á opinberum vettvangi. Loks hefur háskólinn sett sér stefnu um opinn aðgang að fræðaefni.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Háskólans á Bifröst við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, þar sem lagt verði mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna sem finna má í 6.–10. gr. laganna og þeim sjónarmiðum nefndarinnar sem birtast í úrskurði þessum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 25. apríl 2022, er vísað til Háskólans á Bifröst til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1143/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023 | Kærð var afgreiðsla Norðurmiðstöðvar á beiðni um gögn. Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1071/2022 voru kæranda afhent gögn en hann felldi sig ekki við efni gagnanna. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1143/2023 í máli ÚNU 22100014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 30. september 2022, kærði A afgreiðslu Norðurmiðstöðvar (áður Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis) á beiðni hans um gögn. Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsinga-mál hafi kveðið upp úrskurð kæranda í hag á sínum tíma, varðandi rétt hans til aðgangs að gögnum um sambýliskonu sína, sem er látin.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins hafi kæranda verið afhent gögn í samræmi við úrskurðarorð. Gögnin hafi hins vegar ekki innihaldið þær upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir, heldur aðeins rugl og útúrsnúninga. Því hafi kærandi að nýju leitað til Norðurmiðstöðvar og óskað eftir nöfnum þeirra aðila sem báru ábyrgð á því að sambýliskona hans hefði verið tekin nauðug frá kæranda, og hvaða heimild þeir aðilar hefðu haft til þess óhæfuverks.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði samband við Norðurmiðstöð með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og óskaði eftir nánari skýringum varðandi efni kærunnar og samskipti kæranda við miðstöðina. Svar Norðurmiðstöðvar barst hinn 9. nóvember 2022. Svarinu fylgdu tíu skjöl sem innihéldu samskipti miðstöðvarinnar við kæranda. Í svarinu kemur fram að í kjölfar þess að úrskurðarnefndin kvað upp úrskurð nr. 1071/2022, þess efnis að kæranda skyldu afhent tiltekin gögn frá miðstöðinni, hefði kærandi sett sig í samband hinn 17. mars 2022, og fengið gögnin afhent daginn eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. mars 2022 hafi kærandi endursent gögnin ásamt þremur ódagsettum bréfum til miðstöðvar-innar. Þar sem ekki væri að öllu leyti ljóst hvað kærandi færi fram á eða hverju hann teldi ósvarað af hálfu Norðurmiðstöðvar var ákveðið af hálfu miðstöðvarinnar að hafa samband við kæranda símleiðis. Félagsráðgjafi á vegum Reykjavíkurborgar hefði átt símtal við kæranda hinn 26. apríl 2022. Að símtalinu loknu teldi félagsráðgjafinn að málinu væri lokið af hálfu borgarinnar, varðandi þann þátt sem sneri að Reykjavíkurborg. Norðurmiðstöð fengi ekki séð að beðið hefði verið um nein ný gögn í vörslum miðstöðvarinnar frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 1071/2022. Beiðni kæranda í því máli var beint til Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og var um upplýsingar um sambýliskonu hans, m.a. um það hverjir bæru ábyrgð á því að sambýliskona kæranda var tekin nauðug frá honum. Synjun miðstöðvarinnar byggðist á því að gögnin vörðuðu einkamálefni sambýliskonunnar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem hluti gagnanna teldist vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Í umsögn miðstöðvarinnar í því máli var auk þess vísað til þess varðandi vitjanir frá heimahjúkrun að slíkar upplýsingar væru skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem miðstöðin hefði ekki aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kæranda skyldu afhent öll þau gögn sem miðstöðin hefði afmarkað beiðni hans við og synjað honum um aðgang að. Kæranda voru í framhaldinu afhent gögnin, en hann fellir sig ekki við efni gagnanna og vill ekki una því að gögnin innihaldi ekki upplýsingar um það hverjir báru ábyrgð á því að sambýliskona hans var tekin frá honum og hvaða heimild þeir höfðu til þess.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p style="text-align: justify;">Norðurmiðstöð hefur staðhæft að kærandi hafi ekki beðið um nein ný gögn hjá miðstöðinni frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp. Því til stuðnings hefur miðstöðin afhent nefndinni fyrirliggjandi samskipti við kæranda frá uppkvaðningu hans. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 30. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1142/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tilteknu tímabili. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda ekki geta talist svo umfangsmikla að hún teldist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir nefnd um eftirlit með lögreglu að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1142/2023 í máli ÚNU 23030004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 13. mars 2023, kærði A fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. mars 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta alla úrskurði sem nefnd um eftirlit með lögreglu hefði kveðið upp frá árinu 2022 og það sem af væri af árinu 2023. Umrædd beiðni væri rökstudd með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1070/2022.<br /> <br /> Í svari NEL, dags. 13. mars 2023, kom fram að til að unnt væri að afhenda þær 75 ákvarðanir nefndarinnar sem óskað væri eftir þyrfti að yfirfara þær í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1070/2022. Hjá nefndinni starfi einn starfsmaður í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Væri því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það væri því mat nefndarinnar að ekki væri fært að verða við henni og beiðninni synjað með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur með svar NEL og telji að nefndinni hefði verið í lófa lagið að birta jafnóðum þá úrskurði sem hún hefur kveðið upp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 13. mars 2023, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn NEL, dags. 4. apríl 2023, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. <br /> <br /> Því hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli. <br /> <br /> Til að unnt sé að afhenda þær ákvarðanir nefndarinnar sem óskað sé eftir þurfi að yfirfara þær í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið. Sem stendur starfi einn starfsmaður hjá nefndinni í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Sé því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það sé því mat nefndarinnar að ekki sé fært að verða við henni að svo stöddu með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin bendi hins vegar á að fyrir Alþingi liggi lagafrumvarp um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, sbr. þskj. 677 í 535. máli á 153. löggjafarþingi. Verði frumvarpið óbreytt að lögum muni nefndin verða efld til muna en samkvæmt frumvarpinu sé gert ráð fyrir að formaður nefndarinnar verði starfandi formaður og við bætist auka starfsmaður. <br /> <br /> Þá telur nefndin að einnig beri að líta til þeirra sjónarmiða sem fram komi í greinargerð með 9. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings m.a. vegna einkahagsmuna einstaklinga og felur í sér heimild til að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að þær fari leynt. Ljóst sé að í umbeðnum gögnum sé að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kann að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig séu þar upplýsingar sem kunni að falla undir skilgreiningu á viðkvæmum persónuupplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd. <br /> <br /> Að síðustu bendir NEL á að í ákvörðununum komi fram trúnaðarupplýsingar um lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 6. mgr. 35. gr. a laga nr. 90/1996. Með vísan til framangreinds árétti nefndin fyrri ákvörðun sína um synjun beiðni um afhendingu á ákvörðunum nefndarinnar. <br /> <br /> Umsögn NEL var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> NEL hefur haldið því fram að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd þar sem yfirfara þurfi þær 75 ákvarðanir nefndarinnar í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið auk þess sem einn starfsmaður starfi hjá nefndinni í fullu starfi. Þá sé það mat NEL að nánast ómögulegt sé að gera ákvarðanirnar þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem NEL sér fram á að beiðni kæranda komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi nefndarinnar. Loks fær nefndin ekki séð af þeim gögnum sem henni hafa verið afhent að ekki sé hægt að afmá upplýsingar úr þeim sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afhentar ákvarðanir NEL á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars. 2023 en um er að ræða 75 ákvarðanir sem telja samtals um 230 síður. Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að beiðni kæranda geti ekki talist svo umfangsmikil að hún teljist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé fallist á að heimilt sé að synja beiðni kæranda á þessum grundvelli kann umfang beiðninnar þó að verða til þess að vinnsla hennar taki nokkurn tíma umfram þá sjö daga sem almennt er miðað við, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt er hins vegar að kærandi sé upplýstur um gang mála og honum greint frá ástæðum þess ef verulegar tafir verða á afgreiðslu beiðninnar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu um að synja beiðni A, um aðgang að ákvörðunum nefndarinnar á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1141/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Kærð var synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að tveimur greinargerðum lögmanns. Synjun Múlaþings var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að sveitarfélaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var sveitarfélaginu því gert að afhenda kæranda aðgang að greinargerðunum. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1141/2023 í máli ÚNU 22110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi stjórnar Ríkarðshúss hinn 26. október 2022, svo sem fram kæmi í fundargerð á vefsíðu sveitarfélagsins. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir greinargerð um stöðu Ríkarðshús frá 31. mars 2022 og greinargerð lögmanns frá 15. október 2022. <br /> <br /> Með svari Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, var beiðni kæranda synjað. Eftir skoðun á gögnunum væri það mat sveitarfélagsins að undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við en umræddum gögnum hefði verið aflað til þess að skýra réttarstöðu Ríkarðshúss. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Múlaþingi með erindi, dags. 17. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Múlaþings, dags. 5. desember 2022, kemur fram að umræddar greinargerðir hafi verið skrifaðar af lögmanni hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og hafi verið aflað til þess að meta réttarstöðu Ríkarðshúss vegna afturköllunar gjafaloforðs B. Nauðsynlegt hafi þótt að afla lögfræðiálits vegna þessa gernings B til að vita hvaða valkostir væru í stöðunni til að meta réttarstöðu Ríkarðshúss m.a. vegna mögulegs réttarágreinings og þegar, og ef til dómsmáls kæmi. Í þessu samhengi vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 1087/2022, þar sem í niðurstöðu komi fram að undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Synjun sveitarfélagsins sé byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfskrifta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Því til stuðnings vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurða úrskurðarnefndarinnar og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3643/2002. Í svari sveitarfélagsins til kæranda hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að veita aukinn aðgang að umræddum gögnum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið telji ekki ástæðu til að veita aukinn aðgang og byggir á þeim sjónarmiðum sem undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga byggi á. Einnig þyki sveitarfélaginu málið vera viðkvæmt fyrir þá sem það varðar, þar á meðal loforðsgjafa, og því sé ekki ástæða til þess að veita aðgang að umræddum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Múlaþings var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að tveimur greinar-gerðum um stöðu Ríkarðshúss á Djúpavogi, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, sem ritaðar voru af lögmanni fyrir tilstilli sveitarfélagsins Múlaþings vegna afturköllunar gjafaloforðs til safnsins. Synjun sveitarfélagsins er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem var að upplýsingalögum, nr. 140/2012 kemur fram eftirfarandi:<br /> <br /> Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:<br /> <br /> Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberar aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir. <br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu ákvæðis sem er sambærilegt að þessu leyti í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg. <br /> <br /> Sem fyrr segir byggir synjun Múlaþings, á afhendingu tveggja greinargerða varðandi stöðu Ríkarðshúss í tengslum við afturköllun gjafaloforðs, á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróðan aðila og í öðru lagi þurfa bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið greinargerðir um stöðu Ríkarðshúss frá 31. mars 2022 og 15. október 2022. Í greinargerðunum er farið yfir stofnskrá safnsins og að stjórn Ríkarðshúss taki afstöðu til þess hvaða þýðingu afturköllun gjafaloforðs hafi í ljósi þess að ákvörðunin sé í andstöðu við stofnskrána og þær forsendur sem lágu þar að baki. Ekki liggja fyrir nein áform um höfðun dómsmáls eða kröfur um það. Þá liggur fyrir í fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 26. október 2022, að niðurstaða meirihluta stjórnar hafi verið að gera ekki athugasemdir við afturköllunina. Af efni greinargerðanna verður ekki ráðið að þær hafi að geyma mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna afturköllunar gjafaloforðsins heldur er um að ræða álitsgerð lögmanns þar sem settar eru fram tillögur til aðgerða og samantekt á upplýsingum um málið. Í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að heimilt hafi verið að undanþiggja greinargerðirnar aðgangi með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur frá upplýsingarétti almennings standa afhendingu gagnsins ekki í vegi er sveitarfélaginu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerðunum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, er felld úr gildi. Múlaþing er skylt að veita A aðgang að greinargerðum, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, um stöðu Ríkarðshúss.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1140/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum starfsmanna grunnskóla sem sendar voru stéttarfélögum starfsmannanna og vörðuðu m.a. samskipti þeirra við kæranda. Synjun Garðabæjar var byggð á því að gögnin innihéldu samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki væri heimilaður aðgangur að skjalinu vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var synjun Garðabæjar því staðfest. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1140/2023 í máli ÚNU 22050005.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 8. maí 2022, kærði A synjun Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 10. apríl 2022 eftir gögnum hjá sveitarfélaginu sem lytu að samskiptum B og C við Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands í tengslum við kæranda og dóttur hans. Garðabær hafnaði beiðninni hinn 2. maí 2022 með þeim rökum að réttur kæranda næði ekki til upplýsinga sem vörðuðu stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins eða mögulegra samskipta við þau félög, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 17. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Garðabær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Garðabær sendi nefndinni skýringar vegna kærunnar hinn 31. maí 2022 og umsögn vegna hennar hinn 22. júní sama ár.<br /> <br /> Í erindi Garðabæjar frá 31. maí kemur fram að vegna líðanar og aðstæðna starfsmanna hjá Garðaskóla hafi þáverandi skólastjóri skólans leitað til Skólastjórafélags Íslands (SÍ) og Félags grunnskólakennara (FG), sem séu aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands (KÍ), um leiðbeiningar vegna máls kæranda. Þáverandi skólastjóri, deildarstjóri sérkennslu/námsráðgjafi og umsjónarkennari dóttur kæranda hafi átt fund með formönnum SÍ og FG í mars 2020. Fyrir fundinn hafi formönnunum verið sendar frásagnir þessara þriggja starfsmanna af samskiptum við kæranda og konu hans, og af upplifun og líðan viðkomandi. Nöfn kæranda, konu hans og dóttur kæmu ekki fram í frásögninni.<br /> <br /> Garðabær kveður að stéttarfélög beri almennt þagnarskyldu um það mál sem félagsmenn þeirra leiti til félaganna með auk þess sem upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Sveitarfélagið telur sér óheimilt að afhenda gögnin með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 22. júní 2022, er gerð krafa um að málinu verði vísað frá. Í febrúar 2021 hafi kærandi beint kæru til úrskurðarnefndarinnar sem lyti að því að Garðabær hefði ekki afhent sér sömu samskipti og deilt er um í þessu máli. Úrskurðarnefndin hafi með úrskurði nr. 1067/2022 vísað málinu frá í byrjun mars 2022, á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir í málinu að kæranda hefði verið synjað um aðgang að gögnunum. Í apríl 2021 hafi kærandi hins vegar kært til úrskurðarnefndarinnar tafir Garðabæjar á afgreiðslu beiðni sinnar um þessi sömu gögn. Í kjölfar þess að Garðabær afgreiddi þá beiðni í maí 2021, með því að synja henni á sama grundvelli og gert væri í þessu máli, hefði úrskurðarnefndin fellt málið niður. Garðabær gerir þá kröfu að mál úrskurðarnefndarinnar sem lykt-aði með úrskurði nr. 1067/2022 verði endurupptekið og því vísað frá á þeim grundvelli að kærandi hafi ekki kært synjun Garðabæjar frá því í maí 2021 til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt sé fyrir um í upplýsingalögum.<br /> <br /> Til stuðnings synjun á beiðni kæranda vísar Garðabær til þeirra hlutverka stéttarfélaga að sinna hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur félagsmanna sinna og fara með kjaramál og fagleg málefni félagsmanna. Kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um samskipti kennara og fyrrverandi skólastjóra Garðaskóla við stéttarfélög sín. Frásagnir þeirra um erfiðar aðstæður og vanlíðan þessara starfsmanna falli tvímælalaust undir 9. gr. upplýsingalaga. Félagsmenn verði að geta leitað til stéttarfélags síns með viðkvæmar upplýsingar vegna erfiðra aðstæðna í starfi án þess að eiga á hættu að slíkar upplýsingar verði bornar á torg. Frásagnirnar séu beiðni um aðstoð stéttarfélaganna. Í þeim komi fram viðkvæmar persónulegar upplýsingar um vanlíðan þeirra bæði í starfi og einkalífi vegna erfiðra samskipta.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. mars 2023, kveður hann starfsmenn Garðabæjar hafa í málinu ítrekað gerst brotlegir við lög, þar á meðal persónuverndarlög. Kærandi telji mikilvægt að fá þau gögn sem um er deilt afhent og að fyrir liggi að Garðabær hafi afhent gögnin öðrum, þ.m.t. fyrrverandi forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, Menntamálastofnun og utanaðkomandi ráðgjafa.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2023, gaf úrskurðarnefndin þeim einstaklingum sem gögnin varða kost á að koma á framfæri afstöðu sinni til afhendingar gagnanna til kæranda. Svör bárust hinn 20. og 21. apríl 2023. Í þeim er lagst gegn því að gögnin verði afhent. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum þriggja starfsmanna Garðaskóla sem sendar voru formönnum Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara, sem eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands, og varða m.a. samskipti þeirra við kæranda.<br /> <br /> Garðabær telur að kærunni skuli vísað frá þar sem kærandi hafi áður óskað eftir sömu gögnum hjá sveitarfélaginu og verið synjað um aðgang að þeim, síðast með erindi hinn 10. maí 2021. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalög innihalda ekki takmörk á því hversu oft beiðandi megi óska eftir sömu gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið laganna. Sé beiðanda synjað um aðgang að gögnum og beiðandi nýtir ekki kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum er honum fært að óska eftir sömu gögnum að nýju. Það hefur kærandi í þessu máli gert og borið synjun Garðabæjar frá 2. maí 2022 undir úrskurðarnefndina innan kærufrests. Nefndin telur því ekki ástæðu til að vísa kærunni frá. Í tilefni af kröfu Garðabæjar um endurupptöku fyrra máls tekur úrskurðarnefndin jafnframt fram að sveitarfélagið er það stjórnvald sem tók stjórnvaldsákvörðun á lægra stjórnsýslustigi en ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeim sökum getur sveitarfélagið ekki gert kröfu um endurupptöku fyrra máls. Með vísan til framangreinds kemur úrskurður nefndarinnar nr. 1067/2022 ekki til frekari umfjöllunar.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Synjun Garðabæjar er á því byggð að umbeðin gögn innihaldi samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Upplýsingar um aðild að stéttarfélagi og samskipti við slík félög teljist viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Fyrir liggur að þau gögn sem deilt er um aðgang að innihalda frásögn þriggja starfsmanna Garðaskóla af samskiptum við kæranda og eiginkonu hans. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að kjarni ákvæðisins felist í því að vega og meta andstæða hagsmuni annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. tölul. 9. gr. upplýsingalaga segir:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. […] Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […] <br /> <br /> Í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kemur fram í a-lið 3. tölul. 3. gr. laganna að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Fyrirmynd ákvæðisins er 1. mgr. 8. gr. tilskipunar 95/46/EB, en það ákvæði á rætur að rekja til lagahefða ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins, einkum ríkja þar sem stéttarfélög eiga í harðri samkeppni og tengjast beint starfi stjórnmálaflokka og einstaklingum hefur af þeim sökum verið mismunað á grundvelli þess hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gögn sem innihalda samskipti einstaklings við stéttarfélag sitt geti í heild sinni talist varða einkamálefni hans með þeim hætti að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Á það einkum við ef ekki er hægt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, án þess að með því séu veittar upplýsingar um það hvaða stéttarfélagi viðkomandi einstaklingur tilheyrir. Í þessu máli hefur Garðabær hins vegar upplýst um það hvaða stéttarfélög fengu send þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Getur því það að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar ekki, eitt og sér, staðið í vegi fyrir því að kærandi fái aðgang að gögnunum. Þarf því að leggja mat á það hvort gögnin innihaldi upplýsingar sem samkvæmt almennum viðmiðum teljast svo viðkvæmar að hagsmunir viðkomandi einstaklings af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. og 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands, Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Síðarnefndu tvö félögin eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands. Stéttarfélög eru frjáls félagasamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Í 2. gr. laga Kennarasambands Íslands kemur fram að hlutverk félagsins sé m.a. að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna. Þá leggur félagið samkvæmt umfjöllun á vefsíðu þess áherslu á að stuðla að bættu vinnuumhverfi félagsmanna og efla öryggi í starfi og aðstoðar í því skyni félagsmenn við úrlausn vandamála sem tengjast vinnuumhverfinu. Nefnd um vinnuumhverfismál er starfandi á vegum félagsins og er mælt fyrir um hana í 32. gr. laga Kennarasambands Íslands. Hlutverk hennar er m.a. að skipuleggja ráðgjöf, fræðslu og upplýsingagjöf til félagsmanna um vinnuumhverfismál, sálfélagslega álagsþætti í vinnuumhverfinu og samskipti á vinnustað.<br /> <br /> Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki að finna ákvæði um þagnarskyldu sérstaks eðlis, sem geti átt við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu og gengið framar ákvæðum upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar má almennt ætla að þeir sem leiti til stéttarfélags síns um ráðgjöf og leiðbeiningar geri það í trausti þess að um samskiptin ríki trúnaður og að gögn sem lúti að þeim verði ekki afhent öðrum. Á það ekki síst við í þessu máli, þar sem Kennarasamband Íslands leggur samkvæmt framangreindu áherslu á að aðstoða félagsmenn við að greiða úr vandamálum sem tengjast vinnuumhverfi. Samskipti í tengslum við slíka aðstoð geta af augljósum ástæðum verið þess eðlis að ástæða sé til að fara gætilega með gögn sem verða til vegna þeirra.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Um er að ræða tíu blaðsíðna trúnaðarmerkt skjal sem ber heitið „Samantekt vegna samskipta starfsmanna Garðaskóla við foreldra barns í skólanum ágúst 2019 – mars 2020“. Nefndin hefur leitað afstöðu þeirra þriggja starfsmanna til afhendingar skjalsins til kæranda. Þótt ekki hafi það úrslitaáhrif á mat á því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjalinu er ljóst að allir þrír starfsmennirnir leggjast gegn afhendingunni.<br /> <br /> Í skjalinu koma fram lýsingar starfsmannanna á persónulegri upplifun þeirra úr starfi sínu sem verða að teljast viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni starfsmannanna eða eftir atvikum upplýsingar um málefni starfsmanna sem eru undanþegin upplýsingarétti kæranda, sbr. 1. tölul. 2. gr. 14. gr. upplýsingalaga. Eins og atvikum málsins er háttað er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá kemur aðgangur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, ekki til álita þar sem umræddar lýsingar starfsmanna koma svo víða fram og eru svo samofnar öðru efni skjalsins að ekki verður með góðu móti skilið þar á milli. Verður því ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að skjalinu staðfest.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Staðfest er ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 2. maí 2022, að synja A um aðgang að gögnum sem varða samskipti starfsmanna Garðaskóla við stéttarfélög.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
1139/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Synjunin var aðallega byggð á því að umbeðin gögn teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þau tölvupóstssamskipti sem um var deilt vera tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kynni að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá taldi úrskurðarnefndin heilsugæsluna ekki hafa rökstutt nægilega að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga ætti við i málinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir heilsugæsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1139/2023 í máli ÚNU 22050003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. maí 2022, kærði A afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1064/2022 hafði nefndin vísað beiðni kæranda frá því í maí 2021 aftur til heilsugæslunnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Beiðnin hljóðaði á um aðgang að öllum samningum heilsugæslunnar við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla aðra lögmenn, lögmanns- eða lögfræðistofur um lögfræðiþjónustu í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu árin 2015–2021. Úrskurðarnefndin taldi að heilsugæslan hefði afmarkað beiðni kæranda með of þröngum hætti og að beiðnin hefði þannig ekki fengið þá efnislegu meðferð hjá heilsugæslunni sem nefndinni væri fært að endurskoða.<br /> <br /> Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi heilsugæslunni erindi, dags. 25. febrúar 2022, og óskaði eftir að beiðni hans yrði tekin til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Erindið var ítrekað níu sinnum. Hinn 8. mars 2022 tjáði heilsugæslan kæranda að beiðnin yrði afgreidd í síðasta lagi 31. mars sama ár. Hinn 8. apríl sama ár var kæranda tjáð að beiðnin yrði í síðasta lagi afgreidd 30. apríl sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með erindi, dags. 2. maí 2022, og heilsugæslunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heilsugæslan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 19. maí 2022. Í henni kemur fram að í kjölfar móttöku úrskurðar nr. 1064/2022 hafi verið lagt upp með að finna alla þá tölvupósta sem hefðu farið á milli annars vegar þeirra starfsmanna heilsugæslunnar sem hefðu átt í samskiptum við lögmenn á tímabilinu 2015–2021 og hins vegar þeirra sex lögmanna sem þjónustað hefðu heilsugæsluna á tímabilinu. Þeir sem hefðu átt í mestum samskiptum við lögmenn ynnu á aðalskrifstofu heilsugæslunnar en þó væri ekki útilokað að aðrir starfsmenn hefðu líka átt í slíkum samskiptum. Þá lægi fyrir að hluti starfsmannanna væri hættur störfum. Að því búnu yrði leitað í þeim tölvupóstum sem fyndust eftir því hvort þeir innihéldu beiðni um að veita ráðgjöf eða þjónustu og staðfestingu lögmanns.<br /> <br /> Á þessum tímapunkti hafi heilsugæslan talið að hægt yrði að afmarka tölvupóstana með miðlægum hætti í tölvupóstkerfinu. Hins vegar hafi komið í ljós að miðlæg afmörkun yrði ekki möguleg heldur þyrfti hver og einn starfsmaður að fara í gegnum pósthólfið sitt til að finna samskipti við lögmenn í samræmi við beiðnina. Þá yllu tæknilegir örðugleikar því að aðgangur að tölvupósthólfi starfsmanna sem hefðu lokið störfum væri ekki fyrir hendi nema með utanaðkomandi aðkeyptri sérfræðiaðstoð.<br /> <br /> Hluti starfsmanna á aðalskrifstofu heilsugæslunnar hefði nú afmarkað alla þá tölvupósta sem gengið hefðu á milli þeirra og lögmanna á tímabilinu. Aðrir starfsmenn aðalskrifstofu og aðrir stjórnendur hjá heilsugæslunni hefðu ekki enn framkvæmt þessa vinnu. Fjöldi þeirra tölvupósta sem þegar væri búið að afmarka næmi 3.222 tölvupóstum. Á aðalskrifstofunni kynni fjöldi tölvupósta til viðbótar að nema 500–1.500. Þá sé ljóst að erfitt sé að leggja mat á hverjir þessara tölvupósta innihaldi samskipti sem leggja megi að jöfnu við samning; fjölbreytilegt orðalag sé notað auk þess sem samskipti starfsmanns og lögmanns í kjölfar munnlegra samskipta tilgreini ekki beiðni um verk eða samþykkt lögmanns heldur lúti aðeins að upplýsingum tengdu viðkomandi máli, sem falli þannig utan beiðni kæranda.<br /> <br /> Heilsugæslan telur að kærunni skuli vísað frá þar sem tölvupóstar starfsmanna til lögmanna sem innihaldi beiðni um þjónustu/ráðgjöf og staðfestingar lögmanna á að þjónusta/ráðgjöf verði veitt geti ekki talist vera fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga. Í því samhengi er vísað til 15. gr. upplýsingalaga og þeirra krafna til tilgreiningar á gögnum eða efni máls sem þar komi fram. Úrskurðarnefndin hafi slegið því föstu, t.d. í úrskurðum nr. 1073/2022 (Hlutabótaleið) og nr. 918/2020 (Ljósmæður á vakt) að ákvæði 15. gr. hafi ekki aðeins þýðingu við afmörkun á gagnabeiðni heldur einnig þegar afstaða sé tekin til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga eða ekki. Heilsugæslan telji að gögn séu ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu starfsmanna og kostnað stjórnvalds að afmarka beiðni við gögn, þó svo að beiðandi hafi afmarkað beiðnina með nægilega skýrum hætti samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessa ályktun telji heilsugæslan engu að síður að stjórnvöld eigi ekki að geta takmarkað upplýsingarétt með því að hafna gagnabeiðnum á þeim grundvelli að afhending sé of viðurhlutamikil vegna þess að stjórnvöld hafi vanrækt skráningarskyldu sína á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar óskað er eftir gögnum sem stjórnvöldum er ekki skylt að skrá í málaskrá sem málsgögn á grundvelli laga um opinber skjalasöfn. <br /> <br /> Ljóst sé af 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn að skylda stofnunar til að skrá mál og gögn þeirra mála afmarkist við þau mál sem komi til meðferðar og afgreiðslu hjá stofnuninni, og gögn þeirra mála. Skráningarskyldan afmarkist því við mál sem lúti að hlutverki stofnunar sem stjórnvaldi og af efnislegri starfsemi stofnunar sem í þessu tilviki sé heilbrigðisstofnun. Af framangreindu leiðir að heilsugæslunni beri ekki skylda til að skrásetja innkaup á lögfræðiþjónustu sem mál í málaskrá stofnunar eða gögn tengd slíkum innkaupum. Þá hafi 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga jafnframt enga þýðingu í tengslum við innkaup á þjónustu lögfræðinga og lögmanna.<br /> <br /> Þá verði að mati heilsugæslunnar að líta til þess að tölvupóstarnir sem beiðni kæranda lýtur að tilgreini efnislega afar takmarkaðan hluta þess samnings sem þannig kemst á. Almennt sé aðeins um að ræða að óskað sé skoðunar á tilteknu máli og í kjölfarið staðfesti lögmaður að málið verði skoðað. Póstarnir innihaldi ekki upplýsingar um inntak þess samnings sem þannig kemst á. Heilsugæslan veltir því upp hvort ekki þurfi að gera ákveðnar lágmarkskröfur um efnislegt innihald gagns svo að það geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Verði kæru ekki vísað frá nefndinni á framangreindum grundvelli sé það mat heilsugæslunnar að henni sé heimilt að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem afgreiðsla hennar muni taka mikinn tíma og útheimta mikla vinnu. Nú þegar hafi verið lögð mikil vinna í afgreiðslu beiðninnar. Áætlun vinnustundafjölda sem eftir er sé háð vandkvæðum þar sem heildarfjöldi tölvupósta sé ókunnur, efnisleg afmörkun pósta sem beiðnin lýtur að sé erfið, og líklegt sé að mikill hluti efnisins teljist undanskilinn aðgangi almennings samkvæmt 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar fylgdu ekki þeir tölvupóstar sem stofnunin kvaðst í umsögninni þegar hafa afmarkað beiðni kæranda við. Hins vegar var nefndinni boðið að koma á starfsstöð heilsugæslunnar til að fara yfir tölvupóstana.<br /> <br /> Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, ítrekar kærandi að starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli ekki skilyrði um sérstakt hæfi, sbr. II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Lögmenn stofunnar hafi sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta, þar sem þeir séu samningsaðili heilsugæslunnar og þannig andlag gagnabeiðni kæranda að hluta. Stofan hafi því stöðu aðila máls. Kærandi vísar til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Þeir samningar sem óskað hefur verið aðgangs að varði þjónustu sem líklega hefði með réttu átt að bjóða út eða leita verðtilboða hjá öðrum aðilum, en það hafi ekki verið gert. Hagsmunir ARTA lögmanna af því að samningarnir verði ekki opinberaðir séu verulegir.<br /> <br /> Kærandi telur að ekki eigi að vísa málinu frá. Gagnabeiðni kæranda sé skýr og það fyrirkomulag milli heilsugæslunnar og ADVEL og ARTA lögmanna að notast við munnlega samninga og tölvupóstssamskipti eigi ekki að leiða til skerðingar á upplýsingarétti almennings. Afmörkun beiðninnar við gögn í vörslum heilsugæslunnar sé ekki veruleg og hún sé eðlislík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjist almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu gagnabeiðna. Þá varði gögnin ráðstöfun hins opinbera á almannafé og því sé réttlætanlegt að leggja meiri skyldur á heilsugæsluna að afmarka beiðni kæranda við þau gögn sem óskað hafi verið eftir.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því sjónarmiði heilsugæslunnar að skerða megi rétt til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna á þeim grundvelli að samningar sem gerðir séu við einkaaðila séu svo rýrir að þeir skýri ekki þá þjónustu sem óskað er eftir eða hvaða endurgjald beri að greiða fyrir þjónustuna. Yrði slík túlkun lögð til grundvallar gætu stjórnvöld komið sér undan upplýsingaskyldu með því að gera innihaldsrýra samninga.<br /> <br /> Loks telur kærandi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi ekki við. Heilsugæslan tiltaki í umsögn sinni að aðeins sex lögmenn hafi þjónustað heilsugæsluna á þessu sex ára tímabili. Því ætti ekki að vera erfitt að afmarka beiðnina við samskipti við þessa lögmenn. Sú vinna sem heilsugæslan hafi þegar innt af hendi við afgreiðslu beiðni kæranda nái ekki því umfangi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við. Stofnunin sé stór og því ólíklegt að afgreiðsla beiðninnar leiði til skerðingar á möguleikum hennar til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1064/2022 hinn 24. febrúar 2022. Þar var niðurstaða nefndarinnar sú að heilsugæslan hefði afmarkað upphaflega beiðni kæranda með of þröngum hætti. Af gögnum málsins mætti ætla að fyrir lægju tölvupóstssamskipti á milli heilsugæslunnar og lögmannsstofa sem teldust vera samningar um veitingu lögfræðiþjónustu, þótt ekki væri um formlega og undirritaða samninga að ræða. Var beiðni kæranda því vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stofnunin afgreiddi ekki beiðni kæranda og hefur málinu því verið vísað til úrskurðarnefndarinnar að nýju.<br /> <br /> Aðgangur kæranda að gögnunum byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun heilsugæslunnar er á því byggð að þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að geti ekki talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fallist nefndin ekki á það telji heilsugæslan að synja verði afgreiðslu beiðninnar þar sem hún krefjist svo mikillar vinnu og tíma að ekki sé unnt að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Kærandi hefur í máli þessu, líkt og í máli því sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1064/2022, gert athugasemd við að ARTA lögmenn komi fram fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gagnvart úrskurðarnefndinni, þar sem starfsmenn lögmannsstofunnar uppfylli ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi vegna tengsla við umbeðin gögn í málinu. <br /> <br /> Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvæði laganna um sérstakt hæfi gilda auk þess um gerð samninga einkaréttar eðlis, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Vanhæfisástæður þær sem fjallað er um í 3. gr. laganna koma til skoðunar við athugun á því hvort starfsmaður eða nefndarmaður stjórnvalds eða stjórnsýslunefndar sé vanhæfur til meðferðar máls sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun. <br /> <br /> Kærandi á einn aðild að máli hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Sá sem kæra beinist að telst ekki eiga aðild að málinu, þótt honum sé gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Hið sama á við þriðja aðila sem gögn kunna að varða. Ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi taka í málinu til starfsmanna og nefndarmanna úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ákvæði kaflans eiga hvorki við um starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu né starfsmenn ARTA lögmanna, enda er þeim í málinu ekki falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða gera samninga einkaréttar eðlis. Því telur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi falið ARTA lögmönnum að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar við meðferð málsins hjá nefndinni.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins telur að vísa skuli kærunni frá því gögnin sem kæran lúti að teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings vísar stofnunin til 1. mgr. 15. gr. laganna um skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Heilsugæslan telur ákvæðið hafa þýðingu þegar tekin sé afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1073/2022 og nr. 918/2020. Þannig teljist gögn ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu og kostnað að afmarka þau, þótt beiðni teljist nægilega skýrt afmörkuð samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er „fyrirliggjandi gagn“ útskýrt þannig að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma, hjá þeim sem fær beiðni til afgreiðslu. Þá er tekið fram að það leiði af þeirri útvíkkun á rétti samkvæmt 5. gr. sem felist í aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekið mál að almenningur geti átt rétt á aðgangi að slíkum gögnum jafnvel þótt þau hafi ekki verið felld undir tiltekið mál í málaskrá stjórnvalds. Þó megi almennt ætla að gögn þurfi að tengjast starfsemi þess aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga svo að upplýsingaréttur nái til þeirra. <br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er fjallað um þær skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Nánar tiltekið skal tilgreina gögn eða efni málsins sem gögnin tilheyra með nægilega skýrum hætti svo unnt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Það hvort kröfum samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt er háð heildstæðu mati og fer m.a. eftir orðalagi gagnabeiðninnar og skipulagi skjalakerfa hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Ekki er hægt að vísa frá beiðni samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að kröfur samkvæmt 1. mgr. sömu greinar séu ekki uppfylltar af því miðlæg afmörkun beiðni sé ekki möguleg, svo sem í gegnum málaskrá, einkum ef aðili sem beiðni er beint að er meðvitaður um gögn í vörslum sínum sem ekki hafa verið skráð.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gagnabeiðni kæranda sé skýr og uppfylli þær kröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Raunar er ekki deilt um það í málinu heldur telur heilsugæslan að túlkun úrskurðarnefndarinnar á 1. mgr. 15. gr. leiði til þess að þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Í úrskurðum nr. 1073/2022 og nr. 918/2020 var uppi sú staða að óskað hafði verið eftir upplýsingum sem lágu fyrir í gagnagrunnum viðkomandi aðila og höfðu ekki verið teknar saman eða þær verið formgerðar. Úrskurðarnefndin rakti að ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hefði að mati nefndarinnar einum þræði verið ætlað að koma í veg fyrir að möguleikar til aðgangs að upplýsingum skertust með aukinni notkun gagnagrunna og umsýslukerfa. Því teldust upplýsingar sem þar væru vistaðar til fyrirliggjandi gagna ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti. Úrskurðarnefndin telur að ekki sé uppi sambærileg staða í þessu máli, enda er ekki hægt að líta á þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu sem upplýsingar sem liggja fyrir í gagnagrunni sem ekki hafa verið teknar saman eða þær verið formgerðar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu séu tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kann að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá er ljóst, sbr. til hliðsjónar athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 773/2019. Framangreind niðurstaða hefur þó ekki þá þýðingu að lagðar séu takmarkalausar skyldur á aðila sem beiðni er beint að til að afgreiða beiðnina, enda er í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um heimild til að hafna afgreiðslu beiðni vegna umfangs hennar, sbr. umfjöllun í kafla 4. <br /> <br /> Heilsugæslan veltir því upp hvort gagn sem inniheldur aðeins beiðni um lögfræðiþjónustu eða staðfestingu á að þjónusta hafi verið veitt, án frekari efnislegrar tilgreiningar á þeim samningi sem þannig kemst á, geti talist vera fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Upplýsingalög innihalda ekki kröfur um lágmarksinnihald gagns til að það teljist fyrirliggjandi í skilningi laganna. Talið er nægilegt að gagn sé í vörslum viðkomandi aðila og að almennt megi ætla að gagnið tengist starfsemi aðilans, til að það teljist fyrirliggjandi gagn sem upplýsingaréttur almennings nái til. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á það sjónarmið heilsugæslunnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu þurfi að innihalda efnislega tilgreiningu á þeim samningi sem kemst á hverju sinni til að þau teljist fyrirliggjandi.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæslan kveður umfang beiðni kæranda vera slíkt að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við og að afgreiðslu hennar skuli hafnað af þeim sökum. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Heilsugæslan telur réttlætanlegt að hafna afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. meðal annars með vísan til þess að óskylt sé að skrá þau gögn sem óskað hefur verið eftir á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þau tölvupóstssamskipti sem óskað er eftir séu tiltekin fyrirliggjandi gögn samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er ljóst að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um. <br /> <br /> Hins vegar getur það haft þýðingu fyrir beitingu ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hvort afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn hefur uppfyllt með fullnægjandi hætti þær skyldur um skjalavörslu sem mælt er fyrir um í lögunum þannig að málsgögn séu aðgengileg. Úrskurðarnefndin telur það ekki samræmast markmiðum upplýsingalaga að láta þann sem fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu er ábótavant, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1025/2021. Því verður að líta fram hjá þeim tíma sem það tekur að taka saman gögn, sem eru óskráð en ættu að hafa verið skráð samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn og reglum settum samkvæmt þeim, við mat á heildartíma við afgreiðslu beiðni. Hins vegar fellur það almennt utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti. Kemur það í hlut annarra aðila og vísast í því sambandi einkum til Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að búið sé að afmarka 3.222 tölvupósta sem geti fallið undir beiðni kæranda. Fjöldi þeirra tölvupósta sem eftir eigi að afmarka nemi um 500–1500. Þá þurfi að yfirfara tölvupóstana handvirkt sem afmörkunin skilar til að meta hvort þeir innihaldi samskipti sem líta megi svo á að teljist til samninga, og í framhaldinu meta það í hvaða mæli ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Meðferð beiðninnar hingað til hafi útheimt fjögurra daga vinnu eins starfsmanns upplýsingatæknideildar, auk tíma og vinnuframlags þeirra starfsmanna sem til þessa hafi afmarkað tölvupósta í eigin tölvupósthólfum.<br /> <br /> Að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem stofnunin sér fram á að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar komi til með að útheimta. Þá er í engu rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi heilsugæslunnar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það kunni að útheimta þó nokkra vinnu af hálfu heilsugæslunnar að ljúka vinnu við að afmarka fyrirliggjandi tölvupósta í vörslum stofnunarinnar, leggja mat á það hvaða póstar falli í reynd undir beiðnina og hvort til greina komi að afhenda þá kæranda. Nefndin telur hins vegar að þótt ekki sé unnt að útiloka að hafna megi afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kunni önnur sjónarmið að mæla gegn slíkri niðurstöðu, t.d. ef gögnin sem um er deilt varða ráðstöfun opinberra fjármuna að töluverðu umfangi. Hefur almenningur almennt ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn. Þá liggur fyrir að stofnunin hefur nú þegar afmarkað beiðni kæranda við um tvo þriðju hluta þeirra tölvupósta sem áætlað er að heyri undir beiðnina. Nefndin telur að afmörkun beiðni við þá tölvupósta sem eftir standa eigi ekki að vera mjög viðurhlutamikil í ljósi þess að aðeins sex lögmenn virðast hafa þjónustað stofnunina á því tímabili sem um er deilt.<br /> <br /> Allt að einu er ljóst að heilsugæslan hefur ekki rökstutt nægilega vel að umfang vinnu við afgreiðslu beiðninnar sé slíkt að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við. Þannig þarf heilsugæslan að leggja mat á þann heildartíma sem afgreiðsla beiðninnar krefðist og rökstyðja hvernig afgreiðslan myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stofnunarinnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Úrskurðarnefndin ítrekar að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. verður aðeins beitt í ítrustu undantekningartilvikum og almennt þarf mikið til að koma svo nefndin fallist á beitingu þess.</p> <h3 style="text-align: justify;">5.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Sú málsmeðferð feli í sér að heilsugæslan leggi að nýju mat á beiðni kæranda með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fjallað er um í úrskurði þessum, ljúki eftir atvikum vinnu við að afmarka beiðnina við tölvupóstssamskipti í vörslum stofnunarinnar, og taki svo að því loknu afstöðu til þess hvort heilsugæslan telji enn að hafna þurfi afgreiðslu beiðni kæranda samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðni A, dags. 25. febrúar 2022, er vísað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1138/2023. Úrskurður frá 5. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir dómsmálaráðuneytið. Ráðuneytið synjaði fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, en veitti þó upplýsingar um fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að hægt væri að útloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihéldu þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum væri ráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda áður en efnisleg ákvörðun væri tekin í málinu. Var beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1138/2023 í máli ÚNU 22090003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. ágúst 2022, kærði A synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 29. júní 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem B, tengiliður vistheimila, hefði aflað í starfi sínu. Kærandi ynni að rannsókn og umfjöllun um C, sem var kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík á árum áður. Í viðtali við B í mars 2014 hefði hún greint frá því að fleiri en tíu fyrrverandi nemendur í skólanum, sem jafnframt hefðu verið vistaðir á vistheimilum ríkisins, hefðu lýst því að C hefði brotið á þeim.<br /> <br /> Kærandi óskaði af þessu tilefni eftir upplýsingum um hvaða ár C hefði brotið á þessum nemendum, hvar hann hefði framið brotin og hvað hann hefði gert þeim. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort í gögnunum væri sagt frá því að C hefði átt þátt í að senda drengi á vistheimilið Breiðavík. Í bók […], kæmi fram að C hefði ítrekað hótað nemendum vist á Breiðavík. Kærandi hefði náð sambandi við tvo menn sem hefðu lent í kynferðisbrotum C. Þeir tengdust ekki Breiðavík á nokkurn hátt. Kærandi óttaðist að þeir væru mun fleiri.<br /> <br /> Með svari ráðuneytisins, dags. 14. júlí 2022, var kæranda gefinn kostur á að afmarka beiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi brást við erindinu daginn eftir. Í erindi hans kom fram að hann óskaði upplýsinga úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir ráðuneytið. Kærandi væri ekki að óska eftir persónuupplýsingum um aðra en C. Þá óskaði hann ekki eftir sjálfum gögnunum, heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Ætla mætti að kynferðisbrot C hefðu staðið yfir á árabilinu 1943–1976. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir upplýsingum um:<br /> <br /> 1. Hversu margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hefðu sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík.<br /> 2. Hvenær brotin hefðu átt sér stað. <br /> 3. Hvers eðlis þau hefðu verið og hve lengi brotin hefðu staðið yfir.<br /> 4. Hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda hinn 26. ágúst 2022. Í svarinu kom fram að ráðuneytið teldi kæranda hafa afmarkað beiðni sína með fullnægjandi hætti. Í málaskrá ráðuneytisins væru 1.200 mál sem heyrðu undir beiðnina. Þar sem gögnin væru ekki á véllæsilegu formi hefði þurft að yfirfara öll gögnin handvirkt. Að lokinni yfirferð á gögnunum væri það mat ráðuneytisins að því væri ekki heimilt að svara spurningum 1–3 án þess að með því væru veittar upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar teldi ráðuneytið sér heimilt að svara fjórðu spurningunni, en umbeðnar upplýsingar kæmu ekki fram í gögnum um vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að svar ráðuneytisins við fjórðu spurningu kæranda stangist á við frásögn eins viðmælanda kæranda, sem hafi haldið því fram að C hafi átt þátt í því að bekkjarfélagi hans var sendur á Breiðavík um miðjan sjöunda áratuginn.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 5. september 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Í umsögninni var vísað til ákvörðunar ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um forsendur ákvörðunarinnar. Þá kom fram að ástæða þess að ráðuneytið hefði afmarkað fjórðu spurningu kæranda við vistheimilið Breiðavík væri sú að af erindi kæranda, dags. 29. júní 2022, hefði mátt ráða að spurningin vísaði til þess heimilis.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 2. og 4. október 2022.<br /> <br /> Formaður úrskurðarnefndarinnar, auk ritara nefndarinnar, funduðu með fulltrúa dómsmálaráðuneytis hinn 2. mars 2023 í húsakynnum ráðuneytisins. Á fundinum voru sjónarmið ráðuneytisins rædd auk þess sem skoðuð voru þau gögn sem tengiliður vistheimila hafði aflað í sínum störfum. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að við afgreiðslu beiðni kæranda hefðu gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá hefðu gögn varðandi önnur vistheimili verið lauslega yfirfarin.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hve margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hafi sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík, hvenær brotin hafi átt sér stað, hvers eðlis þau hafi verið og hve lengi þau hafi staðið yfir. Í beiðni kæranda var jafnframt óskað upplýsinga um hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili. Kærandi kveðst ekki óska eftir sjálfum gögnunum heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Dómsmálaráðuneyti synjaði þessum fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið veitti þó upplýsingar varðandi fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upp-lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grundvallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upplýsingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í útreikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hliðsjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.<br /> <br /> Ljóst er að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir í samanteknu formi. Því telur nefndin með hliðsjón af framangreindu að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman úr þeim gögnum sem kunna að innihalda þær. Málinu lýkur hins vegar ekki þá og þegar hjá úrskurðarnefndinni heldur hefur nefndin þegar svo stendur á tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum sem þó liggja fyrir í vörslum kærða og hafa að geyma þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að hverju sinni. <br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda, dags. 23. ágúst 2022, var spurningu hans um það hvort fram kæmi í gögnum tengiliðs vistheimila að C hefði haft aðkomu að því að einstaklingar voru sendir á vistheimili svarað á þann veg að í gögnum um vistheimilið Breiðavík fyndust ekki upplýsingar þess efnis. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að spurningin hefði verið afmörkuð við Breiðavík þar sem af erindi kæranda frá 29. júní 2022 hefði mátt ráða að beiðnin lyti að því vistheimili. <br /> <br /> Ráðuneytið taldi sér hins vegar ekki fært að svara því hvort gögn, sem innihéldu upplýsingar um meint kynferðisbrot C, væru yfir höfuð til þar sem slík staðfesting kynni að valda því að veittar yrðu upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Við málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar var upplýst af hálfu ráðuneytisins að gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík hefðu verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þessar upplýsingar, en gögn annarra vistheimila aðeins lauslega yfirfarin.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum skiptir máli að honum sé ljóst hvaða gögnum beiðandi óskar eftir. Við það mat þarf að hafa hliðsjón af orðalagi gagnabeiðninnar sem og öðrum atriðum, t.d. samskiptum við beiðanda í aðdraganda beiðninnar sem geti varpað ljósi á inntak hennar. Ef sá sem beiðninni er beint til er í vafa um hvernig beri að túlka beiðnina getur verið tilefni til að hefja samtal við beiðandann í því skyni að eyða vafanum, sbr. til hliðsjónar 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það sérstaklega við ef sá sem beiðni er beint að hallast að því að beiðnin skuli túlkuð með þrengjandi hætti. Sé ekki haft samráð við beiðanda er mikilvægt að því sé, eins og kostur er, nákvæmlega lýst í ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar hvernig hún var afmörkuð.<br /> <br /> Í samskiptum kæranda við ráðuneytið í júní 2022 lýsti hann því að hann ynni að gerð heimildarþátta um C og meint brot hans á nemendum í Laugarnesskóla um árabil. Í erindi hans, dags. 29. júní 2022, setti kærandi fram gagnabeiðni sem ráðuneytið bauð honum svo í framhaldinu að afmarka nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Það gerði kærandi með erindi til ráðuneytisins, dags. 15. júlí 2022. Þar kom fram að kærandi bæði um aðgang að upplýsingum úr því máli sem innihéldi viðtöl B, tengiliðs vistheimila, sem hún hefði aflað fyrir ráðuneytið í starfi sínu. <br /> <br /> Þótt í erindi kæranda frá því í lok júní 2022 hafi vistheimilið Breiðavík verið nefnt sérstaklega er ljóst að í erindi kæranda frá 15. júlí 2022 er það ekki gert heldur vísað til vistheimila almennt. Þá er ljóst að rannsókn kæranda snýr ekki að starfsemi vistheimila heldur meintum brotum C gegn nemendum í Laugarnesskóla í Reykjavík. Könnun vistheimilanefndar náði til níu heimila, stofnana og sérskóla, að vistheimilinu Breiðavík meðtöldu. Þrátt fyrir að gefið sé til kynna í gögnum málsins að ráðuneytið hafi yfirfarið gögn tengiliðs vistheimila varðandi öll vistheimilin í tilefni af beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin, í ljósi þess sem fram hefur komið um að gögn annarra vistheimila en Breiðavíkur hafi aðeins verið yfirfarin lauslega, að fyrir hendi sé raunverulegur vafi um að yfirferð ráðuneytisins á gögnunum, í því skyni að meta hvort í þeim megi finna þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, hafi verið fullnægjandi að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörð-un tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar […] um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […]<br /> <br /> Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Af ákvörðun dómsmálaráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að afgreiðsla þess hafi byggst á því að upplýsingar um hvort nafngreindur einstaklingur hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því komi ekki til greina að afhenda almenningi slíkar upplýsingar. Má jafnframt ráða að þessi afstaða ráðuneytisins hafi valdið því að ráðuneytið taldi ekki nauðsynlegt að skoða hin umfangsmiklu gögn gaumgæfilega í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hins vegar ekki fullvíst að allar þær upplýsingar sem kunna að varða C og heyra undir beiðni kæranda hljóti að falla undir 9. gr. upplýsingalaga, án þess að lagt sé mat á þau gögn sem fyrir liggja. Horfir nefndin í því sambandi í fyrsta lagi til þess að tilteknar upplýsingar liggja nú þegar fyrir opinberlega um þær ásakanir sem bornar voru á hann, sbr. upplýsingar sem B, tengiliður vistheimila samkvæmt lögum nr. 47/2010, veitti fjölmiðlum árið 2014. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna var það meðal annars hlutverk tengiliðarins að koma „með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kynnu að eiga bótarétt samkvæmt lögunum“. Ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess við meðferð málsins hvort tengiliðurinn hafi birt upplýsingarnar með lögmætum hætti á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis, en slík birting kann að hafa áhrif á hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 704/2017.<br /> <br /> Þá horfir nefndin hér einnig til þess að kærandi óskar ekki eftir upplýsingum úr gögnum frá opinberum aðilum, þ.e. refsivörslukerfinu, um grun um refsiverða háttsemi, heldur frá einstaklingum sem greindu tengilið vistheimila frá lífsreynslu sinni í tengslum við veru sína á opinberum vistheimilum. Nefndin lítur jafnframt til þess að kærandi hefur óskað eftir gögnum í tengslum við umfjöllun sína um mikilvægt samfélagslegt málefni, sem lýtur meðal annars að því hvernig stjórnvöld brugðust við frásögnum um meint ofbeldi, en slík umfjöllun nýtur verndar ákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi í íslenskum rétti, sbr. lög nr. 62/1994. Við mat á því hvort hagsmunir af vernd einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga geti orðið þessum rétti yfirsterkari þannig að óheimilt sé að veita aðgang, án þess að tekin sé afstaða til upplýsinga í hverju og einu skjali, er ekki unnt að horfa fram hjá að langt er um liðið frá því að þeir atburðir sem um ræðir áttu sér stað auk þess sem C lést fyrir rúmum 40 árum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur loks að líta verði til þeirra markmiða upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er fjölmiðlamaður. Nefndin hefur lagt til grundvallar, sbr. úrskurð nr. 1127/2023, að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum. Því þurfi að gæta sérstakrar varfærni ef sá sem beiðni er beint að telur að hafna skuli afgreiðslu beiðninnar með vísan til þess að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá þurfa stjórnvöld almennt að bera hallann af því ef skráningu málsgagna er ábótavant þannig að þau séu ekki jafn aðgengileg og annars væri, sbr. lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að hægt sé að útiloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihalda þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum sé dómsmálaráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda, dags. 15. júlí 2022, áður en efnisleg ákvörðun er tekin í málinu. Í ljósi allra aðstæðna leggur úrskurðarnefndin áherslu á að meðferð beiðninnar verði hraðað eins og kostur er.<br /> <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 15. júlí 2022, er vísað til dómsmálaráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
1137/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023 | Kærð var afgreiðsla sveinsprófsnefndar í rafiðngreinum og Rafmenntar—fræðsluseturs rafiðnaðarins á beiðni um aðgang að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni kæranda og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Þar sem ákvörðun um einkunnagjöf til lokaprófs væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og kærandi væri aðili að því stjórnsýslumáli, væri ljóst að upplýsingalög giltu ekki um gögn málsins. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1137/2023 í máli ÚNU 22080001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 2. ágúst 2022, kærði A afgreiðslu sveinsprófsnefndar í rafiðngreinum (hér eftir einnig sveinsprófsnefnd) og Rafmenntar—fræðsluseturs rafiðnaðarins (hér eftir einnig Rafmennt) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Á prófsýningu hjá Rafmennt hinn 1. júlí 2022 fór kærandi fram á að fá afhent afrit af sveinsprófum sínum í rafvirkjun ásamt skjölum sem sveinsprófsnefnd hefði notað til að meta færni hans og gefa honum einkunn, þ.m.t. Excel-skjölum með einkunnarreikniformúlum. Nefndin synjaði kæranda munnlega um afhendingu gagnanna á prófsýningunni. Með tölvupósti daginn eftir ítrekaði kærandi gagnabeiðni sína skriflega og óskaði til viðbótar eftir afriti af einkunnaplaggi sveinsprófs síns. Því erindi hefði enn ekki verið svarað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að til viðbótar við þau gögn sem tilgreind voru í beiðninni hinn 2. júlí 2022 vilji kærandi að kveðið verði upp úr um rétt hans og annarra próftaka til aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim prófum sem hann þreytti, og að kveðið verði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveinsprófsnefnd eigi rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próftakar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveinsprófsnefnd og Rafmennt með erindi, dags. 5. ágúst 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveinsprófsnefndar og Rafmenntar barst úrskurðarnefndinni 23. september 2022. Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. október 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda, í samræmi við beiðni hans, afhent afrit af eigin sveinsprófum og einkunnaplagg sveinsprófs hans.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru í máli þessu er beint að sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum og Rafmennt—fræðslusetri rafiðnaðarins. Samkvæmt 4. mgr. 30. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, lýkur námi í löggiltum iðngreinum með sveinsprófi. Sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum—sterkstraumi er skipuð af ráðherra á grundvelli laganna og reglugerðar um sveinspróf, nr. 698/2009. Samkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar er það hlutverk sveinsprófsnefnda að sjá um framkvæmd sveinsprófa og mat á úrlausnum. Nánar er mælt fyrir um hlutverk sveinsprófsnefnda í 7. gr. sömu reglugerðar. Sveinspróf skiptast í tiltekna prófþætti og einkunn í sveinsprófi byggist á reiknuðu meðaltali prófþáttanna, sbr. 14. gr. sömu reglugerðar. Ráðherra er heimilt samkvæmt 19. gr. sömu reglugerðar að semja við umsýsluaðila um að annast framkvæmd sveinsprófanna. Rafmennt er slíkur umsýsluaðili að því er varðar rafiðngreinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur óskað aðgangs að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni hans og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Ljóst er að ákvörðun um einkunnagjöf, a.m.k. þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 1852/1996 og 5649/2009. Er kærandi aðili að því stjórnsýslumáli sem varðar ákvörðun sveinsprófsnefndar um einkunn hans á sveinsprófi.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn sem deilt er um í máli þessu séu hluti af stjórnsýslumáli kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kom fram að kærandi óskaði einnig aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim prófum sem hann þreytti, og að kveðið yrði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveinsprófsnefnd ættu rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próftakar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðarvald hennar er takmarkað við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Nefndin getur því ekki úrskurðað um hugsanlegar gagnabeiðnir próftaka í framtíðinni. Enn fremur bera gögn málsins ekki með sér að kærandi hafi óskað eftir aðgangi að þessum gögnum hjá sveinsprófsnefnd. Þá telur nefndin að safn réttra svara í þeim prófum sem kærandi hefur þegar þreytt séu einnig hluti af stjórnsýslumáli kæranda. Af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar einnig frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 2. ágúst 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1136/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihéldu lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem undirorpnar væru sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 151/2002, og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til gagnanna. | <p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1136/2023 í máli ÚNU 22050025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A afgreiðslu Bankasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi óskaði hinn 11. apríl 2022 eftir lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. fjárfestar aðrir en þeir u.þ.b. 24 þúsund hluthafar sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Óskað væri eftir því að fá nöfn einstaklinga og félaga ásamt upphæð sem keypt var fyrir, og einnig gengi kaupanna ef það var annað en það gengi sem almenningur keypti hlutabréf á. Í ljósi birtingar kaupendalista vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut í sama banka í mars 2022, yrði að telja að undantekning frá bankaleynd hafi verið viðurkennd og rétt að afhenda kaupendalista til þeirra sem þess óska eða að þessi listi yrði gerður opinber. Kærandi ítrekaði erindið með tölvupósti, dags. 13. apríl og 18. maí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Bankasýslu ríkisins með erindi, dags. 1. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Bankasýsla ríkisins léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Bankasýslu ríkisins, dags. 16. júní 2022, kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir séu fyrirliggjandi hjá Bankasýslunni, en stofnunin hafi tekið við þeim frá Íslandsbanka í tengslum við hlutafjárútboð í bankanum í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé niðurstaða Bankasýslunnar að stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir, enda sé um að ræða upplýsingar frá Íslandsbanka sem á hvíli þagnarskylda samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Sú þagnarskylda fylgi upplýsingunum yfir til viðtakenda þeirra, en Bankasýsla ríkisins hafi ekki unnið úr upplýsingunum með nokkrum hætti, þannig að úr verði ný skjöl eða gögn þar sem upplýsingar frá Íslandsbanka er að finna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Bankasýslu ríkisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, kemur fram að upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir að fá afhentar eða óskað eftir að verði birtar opinberlega, séu upplýsingar um viðskipti milli ríkissjóðs og íslenskra fagfjárfesta og erlendra aðila. Ekki hafi verið óskað eftir upplýsingum um kaupendalista almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Í júní 2021 hafi 35% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verið boðinn til sölu í útboði sem fram fór í tveimur hlutum, annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í útboði til erlendra aðila. Í mars 2022 hafi 22,5% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka síðar einnig verið boðinn til sölu í útboði. Ráðherra hafi birt yfirlit yfir kaupendur í því útboði. Hins vegar hafi ekki verið birt samsvarandi upplýsingar um kaupendur aðra en almenning, þ.e. íslenska fagfjárfesta og erlenda aðila, sem keyptu í frumútboðinu í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að ekkert gagnsæi hafi verið í útboðinu í júní 2021 en um sé að ræða ríkiseignina Íslandsbanka. Ekki sé hægt að rökstyðja að upplýsingar úr fyrra útboði falli undir bankaleynd frekar en sambærilegar upplýsingar um kaupendur í seinna útboðinu, með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nr. 155/2012, þar sem m.a. segi að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.</p> <p style="text-align: justify;">Hér þurfi að fara fram hagsmunamat á því hvort vegi þyngra í málum er varða sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, bankaleynd eða gagnsæi, en slíkt hagsmunamat sé ekki að finna í umsögn Bankasýslunnar. Það hafi verið niðurstaða ráðherra að viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta falli ekki undir bankaleynd með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það leiði af eðli þessa máls að matið sé að öllu sambærilegt í fyrra útboðinu í júní 2021. Ákvörðun ráðherra um birtingu upplýsinga úr seinna útboðinu sé fordæmisgefandi varðandi upplýsingabeiðni kæranda. Því beri Bankasýslu ríkisins að veita kæranda umbeðnar upplýsingar tafarlaust, þar sem þær falli ekki undir bankaleynd. Þá megi leiða líkum að því að það sé vilji löggjafans að upplýsingar um kaupendur í fyrra útboði verði birtar, í ljósi yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna um að traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. lista yfir fjárfesta aðra en þá u.þ.b. 24 þúsund hluthafa sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Sú afstaða Bankasýslu ríkisins að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnunum er byggð á því að umbeðnar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstaka þagnarskyldu 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingarlaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er þetta ákvæði skýrt á þann veg að þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga, sjá hér til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 1130/2023 og 1085/2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, er að finna þagnarskylduákvæði sem lúta að bankaleynd og hljóða svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 60. gr. sömu laga kemur fram að heimilt sé að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn sem um getur í 58. gr. að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut á. Í samþykki skuli koma fram til hvaða upplýsinga það tekur, til hvaða aðila sé heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum sé miðlað.</p> <p style="text-align: justify;">Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallar að 58. gr. laga nr. 161/2002 sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga sem gangi framar ákvæðum II. og III. kafla laganna um rétt til upplýsinga, sjá hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og frá 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig gengið út frá því í sinni framkvæmd að umrætt ákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017, 769/2018 og 966/2021. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum og er því ljóst að Bankasýsla ríkisins er bundin sérstakri þagnarskyldu um upplýsingar sem stofnunin hefur veitt viðtöku frá Íslandsbanka, svo fremi sem þær upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæðið. Geri upplýsingarnar það ekki fer um rétt til aðgangs að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, þ.m.t. takmörkunarákvæðum þeirra sem fram koma í 6. til 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni samhliða umsögn Bankasýslu ríkisins. Nefndin telur hafið yfir allan vafa að gögnin hafi að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka og eftir atvikum viðskiptamanna annarra umsjónaraðila og söluráðgjafa í útboðinu, sem séu undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Ákvæðið gerir ekki greinarmun á því um hvers konar fjárfesti sé að ræða heldur nær það til upplýsinga um viðskiptamálefni allra viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki gerir ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðið. Nægilegt er að upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis til að upplýsingaréttur verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 904/2020 og 966/2021. Þá geta almennar markmiðsyfirlýsingar um gagnsæi við meðferð og sölu ríkiseigna á borð við það sem finna má í 3. gr. laga nr. 155/2012 ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu, enda er beinlínis óheimilt að miðla til utanaðkomandi aðila upplýsingum sem falla undir hina sérstöku þagnarskyldu í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 60. gr. sömu laga, sjá hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 10. desember 2009 í máli nr. 357/2009. Þau sjónarmið sem rakin eru í athugasemdum við 3. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 155/2012 gefa ekki tilefni til annarrar ályktunar. Loks telur úrskurðarnefndin að Bankasýsla ríkisins sé ekki bundin af ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um að birta lista yfir kaupendur í öðru útboði á hlutum í Íslandsbanka.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að líta svo á að réttur kæranda til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til fyrirliggjandi gagna hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">A á ekki rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1135/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Endurvinnslan hf. synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Synjunin var á því byggð að það kynni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðsupplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kæranda því vísað til Endurvinnslunnar að nýju til meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1135/2023 í máli ÚNU 22110016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. nóvember 2022, kærði A, blaðamaður hjá Stundinni (nú Heimildin), synjun Endurvinnslunnar hf. á beiðni hans um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 7. nóvember 2022 eftir sundurliðuðum og nákvæmum tölum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Með svari Endurvinnslunnar, dags. 15. nóvember sama ár, voru kæranda sendar heildartölur í þúsundum króna. Ekki væri búið að ákveða hversu ítarlega sundurliðun á upplýsingum fyrirtækið myndi ráðast í. Þá væri sundurliðun eftir tegundum íláta ekki gefin upp til eigenda fyrirtækisins, en meðal þeirra væru stærstu framleiðendurnir.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Endurvinnslunni með erindi, dags. 22. nóvember 2022, og fyrirtækinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Endurvinnslan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 12. desember 2022. Í henni kemur fram að upplýsingar á borð við þær sem kærandi hafi óskað eftir séu almennt ekki birtar. Endurvinnslunni sé gert að endurvinna og koma í ferli þeim drykkjarumbúðum sem greidd sé af skila- og umsýsluþóknun. Tilgangur félagsins samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, sé að skapa skilyrði til hringrásarmyndunar með skilvirkri auðlindanýtingu. Til að meta hvort umbúðir sem berist Endurvinnslunni séu í skilakerfinu komist fyrirtækið yfir markaðsupplýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta samkeppnisstöðu sína.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem í stjórn fyrirtækisins sitji fulltrúar tveggja stærstu framleiðendanna hafi verið lögð áhersla á að engar upplýsingar um markaðinn séu birtar á stjórnarfundum, þar sem þessir fulltrúar gætu þá fengið upplýsingar um markaðinn sem aðrir hefðu ekki. Sé það áréttað í starfsreglum stjórnarinnar að óheimilt sé að leggja fram upplýsingar sem talist geti markaðsupplýsingar, svo að fyrirtækið og eigendur þess þurfi ekki að sitja undir ásökunum um markaðsmisnotkun.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan veltir því upp í umsögn sinni hvenær upplýsingar sem óskað sé eftir hjá fyrirtækinu séu orðnar upplýsingar sem varði við samkeppnislög. Það sé mat fyrirtækisins að fyrirspurnir á borð við hve mikið sé selt af vatni og í hvers konar umbúðum, og hve mikið seljist af tveggja lítra flöskum, séu ekki upplýsingar sem snúi að söfnun og endurvinnslu drykkjarumbúða.</p> <p style="text-align: justify;">Ef úrskurðarnefndin ætli að krefja Endurvinnsluna um að birta allt sem óskað sé eftir og þannig hverfa frá reglu fyrirtækisins um meðalhóf og framfylgni við samkeppnislöggjöf, þá óski fyrirtækið eftir því að nefndin gefi út leiðbeinandi reglur um það hvenær upplýsingar snúi ekki lengur að gögnum um söfnun og endurvinnslu umbúða heldur séu orðnar upplýsingar um samkeppnismarkaðinn.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá Endurvinnslunni hinn 30. desember 2022. Þeim fylgdu þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu. Í skýringunum kemur fram að ýmsar upplýsingar sem fyrirtækið búi yfir séu afar viðkvæmar og geti hjálpað fyrirtækjum í samkeppni. Megi þar nefna fjölda seldra eininga á ákveðnum markaðssvæðum, fjölda eininga af ákveðnum tegundum og ákveðinni umbúðagerð o.fl. Þannig búi fyrirtækið t.d. yfir upplýsingum um hve mikið hafi selst af vatni á Akureyri, í hvaða umbúðum og hver þróun sölunnar hafi verið síðastliðin þrjú ár. Sá sem fengi þær upplýsingar gæti ákveðið hvort hann hefði hug á að hefja sölu á því svæði.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan sé stofnuð með lögum til að safna og endurvinna drykkjarumbúðir. Réttur til aðgangs nái til upplýsinga um það hlutverk fyrirtækisins, ekki til viðkvæmra upplýsinga sem snúi að markaðsráðandi atriðum. Þegar óskað sé upplýsinga úr rekstri Endurvinnslunnar sé reynt að takmarka upplýsingagjöf við þær upplýsingar sem snúi að tilgangi fyrirtækisins. Þegar fyrirspurnir snúi að markaðsmálum líkt og í þessu máli, þ.e. upplýsingum um markaðshlutdeild hverrar efnistegundar, þróun síðustu ára og hvaða tegund seljist best, þá sé staðan önnur. Fyrirtækið spyrji sig hvar mörk slíkrar upplýsingagjafar skuli liggja og hvaða almannahagsmunir búi að baki slíkum fyrirspurnum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar og viðbótarskýringar voru kynntar kæranda með erindum, dags. 20. desember 2022 og 14. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan hf. er hlutafélag sem er að hluta í eigu hins opinbera en að öðru leyti í eigu einkaaðila. Félagið telst hvorki stjórnvald, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, né lögaðili í meirihlutaeigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Kemur þá til skoðunar hvort Endurvinnslan teljist til einkaaðila sem falið er opinbert verkefni, en slíkir aðilar geta fallið undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslunni hf. var komið á fót á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, og er falið tiltekið hlutverk sem nánar er fjallað um í lögunum. Í 1. mgr. 2. gr. kemur fram að ráðherra skuli beita sér fyrir stofnun hlutafélags sem taki að sér umsýslu skilagjalds samkvæmt lögunum svo og söfnun og endurvinnslu einnota umbúða er falla undir lögin. Til samvinnu um stofnun og starfsemi hlutafélagsins skuli ráðherra heimilt að kveðja til aðila sem áhuga hafa á málinu. Heimilt sé að semja við félagið um að það fái umsýsluþóknun skilagjaldsins til að standa undir rekstri sínum og auk þess skilagjald af þeim umbúðum sem eigi er skilað. Ríkissjóði sé heimilt að eiga aðild að félaginu og leggja fram allt að 12 millj. kr. Þá segir í 2. mgr. 2. gr. að félagið skuli hafa einkarétt til framangreindrar starfsemi hér á landi. Með hliðsjón af því að hlutverk félagsins er algjörlega lögbundið auk þess sem það fer með einkarétt á starfseminni verður að telja að það falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu taki aðeins til gagna sem fyrir liggja hjá einkaaðilum og til verða vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum (stjórnvaldsákvarðanir eða framkvæmd opinberrar þjónustu) eða tengjast þeim með beinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur óskað eftir upplýsingum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hafi verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Þegar litið er til ákvæða laga nr. 52/1989 verðar að leggja til grundvallar að þessar upplýsingar komist í vörslur Endurvinnslunnar vegna þess að félagið sinnir opinberum verkefnum í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem kærandi hefur óskað eftir í málinu falla því undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Endurvinnslan hf. heyri undir gildissvið upplýsingalaga og að beiðni kæranda lúti að gögnum sem liggja fyrir hjá félaginu og tengjast framkvæmd félagsins á þeim verkefnum sem því eru falin með lögum nr. 52/1989. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga fær til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber honum að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til þess hver sé réttur beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna sem eru tæmandi talin í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda hefur Endurvinnslan gefið til kynna að það kunni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðsupplýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta samkeppnisstöðu sína. Ætla má að Endurvinnslan vísi þar til ákvæða laganna um bann við samkeppnishömlum, þar á meðal um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. 10. og 11. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að Endurvinnslan hafi ekki rökstutt hvernig ákvæði samkeppnislaga geti takmarkað þann rétt sem almenningi er fenginn með ákvæðum upplýsingalaga. Þá fær nefndin ekki séð að samkeppnislög innihaldi sérstök þagnarskylduákvæði þess efnis að tilteknar upplýsingar skuli fara leynt. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefndin að ákvæði samkeppnislaga geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga, sbr. til að mynda úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings synjun á beiðni kæranda, enda er það hlutverk þeirra sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Endurvinnsluna að taka málið til nýrrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá félaginu sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess með hliðsjón af 6.–10. gr. upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Endurvinnslunnar hf., dags. 15. nóvember 2022, að synja beiðni A um aðgang að gögnum er felld úr gildi. Endurvinnslan skal taka beiðnina að nýju til meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1134/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Kærð var synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni um aðgang að tilteknum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í skýringum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að samningar með því efni sem kærandi óskaði eftir lægju ekki fyrir hjá stofnuninni. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1134/2023 í máli ÚNU 22070020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 22. júní 2022 eftir aðgangi að öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í svari Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, kom fram að Creditinfo hefði lagst gegn því að umræddar upplýsingar yrðu veittar og í ljósi þess væri beiðninni hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram til stuðnings gagnabeiðni kæranda að um sé að ræða tvær gerðir samninga: annars vegar um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi látið Creditinfo gera fyrir sig, og hins vegar þjónustusamninga um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda. Tilefni beiðninnar sé það að kærandi hafi gögn undir höndum sem bendi til þess að stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi gert breytingar á skýrslum frá Creditinfo áður en stofnuninni var gert að afhenda gögn í kjölfar gagnabeiðni. Þá hafi kærandi undir höndum gögn sem gefi til kynna að stjórnendur stofnunarinnar hafi fært hluta lögboðinnar starfsemi hennar inn í eitt eða fleiri rekstrarfélög fyrir árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Innheimtustofnun sveitarfélaga með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga barst úrskurðarnefndinni hinn 12. ágúst 2022. Í henni kemur fram að einu samningarnir sem séu og hafi verið í gildi milli stofnunarinnar og Creditinfo séu almennur samningur um skráningu og innsendingu á VOG o.fl., þjónustusamningur um innheimtukerfi Creditinfo, samningur um upplýsingamiðlun í greiðslumatskerfi Creditinfo og tveir samningar um kennitöluaðgang að ökutækjaskrá og eignaleit. Enginn þessara samninga taki á þeim málefnum sem kærandi fjalli um í kærunni. Þar af leiðandi liggi ekki fyrir hjá stofnuninni gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Umsögn stofnunarinnar fylgdi afrit af framangreindum samningum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda til Innheimtustofnunar sveitarfélaga var óskað eftir öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo frá árinu 2003. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar var hins vegar tiltekið að óskað væri aðgangs að samningum um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna og þjónustusamningum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda. Í samræmi við þessa afmörkun kæranda miðast umfjöllun nefndarinnar við hvort endurskoða beri ákvörðun Innheimtustofnunar um að afhenda ekki þá samninga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Innheimtustofnunar er vísað til þess að hjá stofnuninni liggi ekki fyrir samningar með því efni sem tilgreint er í kærunni. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá samninga sem stofnunin afhenti nefndinni. Telur nefndin ljóst að umræddir samningar séu ekki þess efnis sem kærandi hefur lagt til grundvallar í kæru sinni. Þá hefur nefndin ekki forsendur til þess að draga í efa þær skýringar stofnunarinnar að ekki liggi fyrir aðrir samningar hjá stofnuninni með því efni sem kærandi hefur tilgreint.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um hvort rétt hafi verið að synja beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum eða, eftir atvikum, beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi hjá Innheimtustofnun. Stofnuninni hefði því verið rétt að vísa beiðni kæranda frá. Í samræmi við framangreint eru því ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla efnislega um erindi kæranda til nefndarinnar og er því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A á afgreiðslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, á beiðni hans um aðgang að samningum um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun hafi látið Creditinfo gera fyrir sig, og þjónustusamningum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1133/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að fundargerðirnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Þá hafði nefndin ekki forsendur til þess að kveða á um skyldu bankans til að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Var ákvörðun bankans því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1133/2023 í máli ÚNU 22070017.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A, blaðamaður Vísis, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júlí 2022, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands frá 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Með svari Seðlabankans, dags. 15. júlí 2022, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar væru þess eðlis að þær vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og eftir atvikum málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að í fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands megi hugsanlega finna atriði, svo sem stjórnunarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Ekki sé farið fram á að fundargerðirnar verði birtar í heild sinni ef í þeim megi finna viðkvæmar upplýsingar um fólk eða fyrirtæki. Ef slíkar upplýsingar sé að finna í fundargerðunum geti Seðlabankinn gert það sama og önnur ríkisfyrirtæki hafi gert, þ.e. að afhenda afrit af fundargerðum stjórnar þar sem viðkvæmar upplýsingar hafa verið afmáðar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 21. júlí 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 9. ágúst, þar sem vísað er til þess að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá telji bankinn ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að samkvæmt orðalagi í kæru telji kærandi að í umbeðnum gögnum megi hugsanlega finna atriði, svo sem um stjórnarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Gögnin sem um ræði séu trúnaðargögn þar sem fjallað sé bæði um málefni viðskiptamanna og eftirlitsskyldra aðila, sem og bankans sjálfs, og sem undirorpin séu þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, líkt og fram hafi komið. Þá sé það svo að röksemdir og sjónarmið um almannahagsmuni geti ekki talist til efnisraka fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum, en meintir almannahagsmunir geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem mat Seðlabanka Íslands sé á þá leið að umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu sé bankanum beinlínis skylt að synja kæranda, og öðrum, um aðgang að þeim. Þá megi geta þess að bankaráð Seðlabanka Íslands, sem kosið er af Alþingi, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2019, hafi almennt aðeins eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda, þó þannig að eftirlitið taki ekki til málsmeðferðar eða ákvarðana í einstökum málum samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna. Almenn yfirstjórn Seðlabankans sé að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra og svo þriggja nefnda bankans. Loks ítrekar Seðlabanki Íslands að hafna beri kröfu kæranda um að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Hvorugt eigi við í fyrirliggjandi máli. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðin gögn væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið innihaldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021, 1042/2021 og 1129/2023. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá hefur úrskurðarnefndin miðað við að ekki verði sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verði að meta í hverju tilviki fyrir sig en nái þagnarskyldan ekki til ákveðinna tilvika verði að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við sbr. 6.-10. gr. laganna. Að því er varðar orðalag ákvæðisins um „málefni bankans sjálfs“ hefur úrskurðarnefndin miðað við að það verði ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfi eftir. Undir orðalagið kunni að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta einkum til úrskurðar nefndarinnar nr. A-406/2013 og 558/2014.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin en um er að ræða átta fundargerðir bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lætur nærri að fundargerðirnar í heild sinni séu háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 kveður á um, enda hafa þær að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans, fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undirbúning þeirra og margvíslegar aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans sjálfs.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess hversu víða í gögnunum þær upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upplýsingarétti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu Seðlabanka Íslands til þess að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Eins og atvikum í þessu máli er háttað verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2022, að synja A um aðgang að fundargerðum bankans á tímabilinu 1. janúar til 11. júlí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1132/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Kærð var synjun Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðum frá lögmannsstofu til forsætisnefndar Alþingis ásamt álitsgerð. Synjunin byggði á því að gagnanna hefði verið aflað í tengslum við réttarágreining sem þá hefði verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að Lindarhvoli hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli, þar sem ekki væri um að ræða atvik sem leggja mætti að jöfnu við málshöfðun til dómstóla eða sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi ákvæðisins. Var félaginu því gert að veita kæranda aðgang að minnisblöðunum tveimur ásamt álitsgerð. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1132/2023 í máli ÚNU 22060020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 6. maí 2022 eftir öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins við skrifstofu Alþingis, forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun á árinu 2022 sem vörðuðu greinargerð fyrrum setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols. Hinn 30. maí 2022 afhenti Lindarhvoll kæranda tölvupóst frá félaginu til forseta Alþingis, dags. 20. apríl 2022, og bréf frá félaginu til forsætisnefndar Alþingis, dags. 13. apríl 2022. Samskiptin varða aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda og í þeim leggst Lindarhvoll gegn því að forsætisnefnd verði við beiðni Viðskiptablaðsins um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við afhendingu Lindarhvols, þann 1. júní 2022, og óskaði eftir erindi forsætisnefndar Alþingis, dags. 5. apríl 2022, sem vísað var til í hinum afhentu gögnum, enda félli það undir upphaflega beiðni kæranda. Kærandi óskaði jafnframt eftir minnisblöðum MAGNA Lögmanna í tengslum við málið, dags. 16. apríl 2021 og 31. ágúst 2021, sem sömuleiðis var vísað til í hinum afhentu gögnum. Þá var óskað eftir afritum af öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytis við skrifstofu Alþingis, forseta Alþingis, Alþingi, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun frá árinu 2021 vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Lindarhvols, dags. 14. júní 2022, kemur í fyrsta lagi fram að láðst hafi að senda kæranda bréf forsætisnefndar Alþingis til Lindarhvols frá 5. apríl 2022, beðist var velvirðingar á því og það afhent. Í öðru lagi hafi verið afhent samskipti Lindarhvols við Alþingi frá árinu 2021, að fylgiskjölum undanskildum en afhendingu vinnuskjals þáverandi setts ríkisendurskoðanda var hafnað. Í þriðja lagi sé um að ræða minnisblað [sic] sem unnið hafi verið fyrir forsætisnefnd í tengslum við ágreining um afhendingu vinnuskjals Ríkisendurskoðunar. Lindarhvoll segir um að ræða skjal sem aflað hafi verið gagngert í tengslum við réttarágreining sem hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis og falli því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki sé forsvaranlegt að beita heimildum 11. gr. laganna vegna minnisblaðsins og því sé synjað um aðgang að því.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að minnisblöð lögmannsins hafi verið send frá Alþingi til Lindarhvols með erindi, dags. 5. apríl 2022. Þá sé kæranda kunnugt um að þriðja álitsgerðin hafi verið rituð um sama efni en í fundargerð 994. fundar forsætisnefndar Alþingis frá 16. og 17. ágúst 2021 sé vísað til minnisblaðs sama lögmanns, dags. 29. júní 2021. Kærandi telur sig eiga skýran og ótvíræðan rétt til aðgangs að minnisblöðunum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur umbeðin gögn ekki heyra undir undanþágu 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Hann kveður að umbeðinna gagna hafi verið aflað vegna beiðni blaðamanns um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Eftir því sem kærandi komist næst fjalli þær ekki um hugsanleg málaferli eða kærumál, eða greiningu á því hvort höfða eigi mál eða fara með málið í annars konar réttarágreining. Hér sé einfaldlega um að ræða lögfræðilega greiningu á því hvort afhenda eigi gagn til blaðamanns. Um sé að ræða hefðbundna málsmeðferð hjá hinu opinbera í samskiptum við blaðamann. Að lokum vekur kærandi athygli á því að um sé að ræða álitsgerðir sem sendar hafi verið þriðja aðila, m.a. Lindarhvoli, og því ekki um að ræða álitsgerðir sem nota hafi átt við mat á málshöfðun eða annars konar kærumeðferð enda ljóst að Lindarhvoll yrði ekki aðili að slíku máli.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 23. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lindarhvoll léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols barst úrskurðarnefndinni hinn 8. júlí 2022, ásamt minnisblaði lögmanns hjá MAGNA Lögmönnum, dags. 16. apríl 2021 og álitsgerð sem minnisblaðinu fylgir, auk minnisblaðs sama lögmanns, dags. 31. ágúst 2021. Lindarhvoll kvað engin frekari minnisblöð hafa borist, hvorki félaginu sjálfu né fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þannig sé þriðja minnisblaðið sem kærandi vísar til í kæru ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll vísar í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining séu undanþegin upplýsingarétti laganna. Þá komi fram í athugasemdum við 4. gr. frumvarps sem varð að breytingum á upplýsingalögum árið 2019 að undanþágunni verði beitt „um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila“. Líkt og fram komi í hinni kærðu ákvörðun sé um að ræða minnisblöð sem unnin hafi verið fyrir forsætisnefnd Alþingis í tengslum við ágreining um afhendingu vinnuskjals sem Alþingi hafði undir höndum. Minnisblaðanna hafi verið aflað gagngert í tengslum við réttarágreining sem var til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis. Lindarhvoll vísar auk þess í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis þar sem kemur fram að forsætisnefnd Alþingis skeri úr um ágreining um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum sínum, dags. 18. júlí 2022, áréttar kærandi rökstuðning sem fram kemur í kæru. Kærandi mótmælir því að umbeðin álitsgerð verði felld undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og bendir á að í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 72/2019 verði undanþáguákvæðinu aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur rangt að umrædd gögn hafi orðið til í tengslum við réttarágreining í skilningi ákvæðisins. Með 4. gr. laga nr. 72/2019 hafi gildissvið 3. tölul. 6. gr. verið útvíkkað þannig að það næði einnig gagna sem aflað væri í tengslum við „réttarágreining“ en áður hafi undanþáguákvæðið aðeins náð til samskipta sem aflað hafi verið í tengslum við dómsmál og höfðun þess. Í skýringum við ákvæðið komi fram að réttarágreiningur hins opinbera væri oft útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum. Því væri rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar gætu átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fengi aðgang að þeim. Kærandi segir að við túlkun undanþáguákvæðis 3. tölul. 6. gr. verði að líta til athugasemda við 6. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fjallað er um tilgang og markmið undanþáguákvæðisins. Þar komi skýrt fram að markmið undanþáguákvæðisins sé að tryggja jafnræði opinberra aðila í dómsmáli eða í tengslum við réttarágreining sem leystur er með öðrum hætti, til að mynda fyrir sjálfstæðum kærunefndum.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt athugasemdum kæranda liggur fyrir að forsætisnefnd Alþingis aflaði umbeðinnar álitsgerðar lögmannsstofunnar í tengslum við meðferð máls fyrir nefndinni sem laut að því hvort veita ætti aðgang að gagni í vörslum Alþingis. Þar af leiðandi sé um að ræða gagn sem aflað var sem þáttar af rannsókn forsætisnefndar við meðferð þess máls. Það sé því ljóst að álitsgerðarinnar hafi hvorki verið aflað í tengslum við hugsanlegt dómsmál kæranda og Alþingis né í tengslum við málskot kæranda vegna afgreiðslu forsætisnefndar. Í þessu máli séu þeir hagsmunir, að tryggja jafnræði opinberra aðila í tengslum við réttarágreining, ekki fyrir hendi. Ekki sé hægt að túlka 3. tölul. 6. gr. svo víðtækt að ákvæðið taki til álitsgerða sem opinber aðili, í þessu tilfelli forsætisnefnd Alþingis, afli í tengslum við meðferð máls sem varðar rétt til aðgangs að gögnum enda færi slík túlkun gegn markmiði undanþáguákvæðisins eins og því er lýst í greinargerð með lögum nr. 140/2012. Þá sé um að ræða undanþáguákvæði frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem túlka beri þröngri lögskýringu. Kærandi segir að ákveðins misskilnings virðist gæta í málinu, ef horft sé til fundargerða forsætisnefndar Alþingis komi skýrt fram að þessara minnisblaða sé aflað gagngert til ráðgjafar en ekki vegna ágreinings um afhendingu. Það komi skýrt fram í fundargerð 979. fundar forsætisnefndar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi undirstrikar að ekki sé hægt að undanskilja gögn upplýsingarétti á grundvelli ákvæðisins nema umrædd gögn fjalli beinlínis um hvort höfða eigi mál eða undirbúning kærumeðferðar, gögnin geti ekki verið liður í málsmeðferð almennt eins og um sé að ræða í þessu tilviki. Kærandi telur vísun Lindarhvols í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis enga þýðingu hafa í þessu samhengi. Ekki sé ágreiningur um hvaða aðili það er sem skeri úr um aðgang að gögnum. Það sem skipti höfuðmáli í þessu samhengi sé að umrædd álitsgerð hafi verið hluti af málsmeðferð, en innihaldi ekki greiningu á því hvort höfða eigi mál eða hvort fara eigi með mál í annars konar kærumeðferð.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum frá MAGNA Lögmönnum ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, en fyrra minnisblaðinu fylgir 37 blaðsíðna álitsgerð dagsett sama dag. Í kæru segir að til sé þriðja minnisblað frá sömu stofu sem dagsett sé 29. júní 2021. Lindarhvoll segir í umsögn sinni um kæruna að slíkt minnisblað sé hvorki fyrirliggjandi hjá félaginu né fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Lindarhvols og verður frávísun Lindarhvols á þeim hluta beiðninnar því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll ehf. fellur undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna, og nýtur ekki undanþágu frá gildissviði þeirra, sbr. 3. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Lindarhvols að því er varðar minnisblöðin tvö byggir á því að þeirra hafi verið aflað í tengslum við réttarágreining sem hafi þá verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, nánar tiltekið ágreinings um það hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, frá júlí 2018 sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með bréfum forseta Alþingis til Lindarhvols, dags. 28. apríl og 4. júní 2021, var Lindarhvoll upplýstur um að forsætisnefnd hefði borist beiðni um afhendingu greinargerðarinnar og að nefndin hygðist afhenda hana. Áður en til þess kæmi skoraði nefndin hins vegar á Lindarhvol, með vísan til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, að lýsa afstöðu sinni til afhendingarinnar, enda fjallaði hún um málefni félagsins. Lindarhvoll lagðist gegn því, í bréfum til forsætisnefndar, dags. 22. júní og 11. maí 2021, að greinargerðin yrði afhent. Með erindi, dags. 5. apríl 2022, var Lindarhvoli tilkynnt að forsætisnefnd hygðist afhenda blaðamanninum greinargerðina þann 25. apríl 2022 kl. 12:00 og að nefndin hefði við mat sitt á því hvort greinargerðin geymdi upplýsingar sem kæmu í veg fyrir afhendingu hennar notið aðstoðar frá MAGNA Lögmönnum. Þá fékk Lindarhvoll afrit af minnisblaði lögmannsins, dags. 31. ágúst 2021.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Hins vegar taka ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga ekki til Alþingis eða stofnana þess. Þannig verður synjun Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 9. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, ber forseti Alþingis ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Í 2. mgr. 93. gr. laganna segir eftirfarandi um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í reglum sem forsætisnefnd setur og birta skal í B-deild Stjórnartíðinda skal kveðið nánar á um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis og um afmörkun hennar gagnvart þeirri starfsemi sem annars fer fram af hálfu Alþingis sem samkomu þjóðkjörinna fulltrúa. Í reglum forsætisnefndar skal jafnframt kveðið á um móttöku og meðferð beiðna um upplýsingar. Má í slíkum reglum ákveða að beiðnum um upplýsingar skuli beint til skrifstofu Alþingis og að synjun um aðgang að gögnum verði skotið til forsætisnefndar eða þriggja manna nefndar utanþingsmanna sem forsætisnefnd skipar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd hefur sett reglur um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis, nr. 90/2020. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. reglnanna skal beiðnum um upplýsingar beint til skrifstofu Alþingis en „synjun um aðgang að gögnum má bera undir forsætisnefnd.“ Ekki er nánar fjallað um málsmeðferð nefndarinnar í reglunum.</p> <p style="text-align: justify;">Með lögum nr. 72/2019 var gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga útvíkkað til þess að ná ekki einungis til dómsmála heldur einnig réttarágreinings sem útkljáður er fyrir lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðilum. Af lögskýringargögnum er hins vegar skýrt að ætlunin var ekki sú að ákvæðið næði utan um álitsgerðir eða minnisblöð sem eru hluti af almennri málsmeðferð stjórnvalda, þó að vissulega geti komið upp ágreiningsefni af ýmsu tagi í málsmeðferð stjórnvalda almennt. Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu og hafa hliðsjón af markmiði undantekningarinnar sem er að tryggja jafnræði á milli aðila máls, komi til dómsmáls eða málsmeðferðar fyrir lögbundnum úrskurðaraðila. Til þess að beita megi undanþágunni þurfa aðstæður því að vera þannig að afhending gagnanna myndi raska jafnræði á milli hins opinbera aðila og gagnaðila þess eða að hið opinbera stæði höllum fæti í sínum málarekstri væri því gert að afhenda upplýsingarnar (sjá til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 317/2009 og 700/2017).</p> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir áliti lögmanns og studdist við ráðgjöf hans í sinni ákvarðanatöku við afgreiðslu máls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðanna tveggja ásamt álitsgerðinni sem fylgdi fyrra minnisblaðinu. Í fyrsta hluta fyrra minnisblaðsins, þar sem fjallað er um tilefni og afmörkun þess, kemur fram að lögmanninum hafi verið falið að „veita forsætisnefnd ráðgjöf í tengslum við meðferð og úrlausn kæru Viðskiptablaðsins til nefndarinnar.“ Minnisblaðið var því ritað í kjölfar þess að blaðamaðurinn bar synjun skrifstofu Alþingis um aðgang að greinargerð ríkisendurskoðanda undir forsætisnefnd Alþingis. Í minnisblaðinu er farið yfir atvik málsins og allar helstu réttarreglur og sjónarmið sem við eiga þegar lagt er mat á það hvort Alþingi sé skylt að veita aðgang að greinargerðinni.</p> <p style="text-align: justify;">Þó að sannarlega hafi verið uppi ágreiningur um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar og blaðamaðurinn sem óskað hafði eftir greinargerðinni hafi vísað málinu til forsætisnefndar, í kjölfar synjunar skrifstofu Alþingis, er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki um að ræða atvik sem leggja má til jafns við málshöfðun til dómstóla eða málskot til sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Forsætisnefnd Alþingis er ekki sjálfstæður úrskurðaraðili, enda fjallar hún um hvort Alþingi eigi sjálft að verða við beiðni um aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin bendir jafnframt á að Lindarhvoll var ekki aðili að þeim ágreiningi sem var á milli blaðamannsins og forsætisnefndar, heldur fékk félagið afrit af skýrslunni, til upplýsingar, sem þriðji aðili.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verða minnisblöðin ekki felld undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun Lindarhvols því felld úr gildi og félaginu gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að minnisblöðum frá MAGNA Lögmönnum ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, ásamt álitsgerð þeirri sem fylgdi fyrra minnisblaðinu. Staðfest er frávísun Lindarhvols á beiðni um minnisblað, dags. 29. júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1131/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi umbeðnar upplýsingar vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Þá hafði nefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að upplýsingarnar væru aðeins vistaðar í sjúkraskrá konunnar. Ákvörðun að synja um aðgang að slíkum upplýsingum væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæltu fyrir um sérstaka kæruleið í slíkum málum og teldust þannig sérlög gagnvart upplýsingalögum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1131/2023 í máli ÚNU 22070012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. júní 2022, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2022 eftir upplýsingum um það hvaða aðilar hefðu óskað eftir að Landspítali hefði afskipti af málum sambýliskonu kæranda og hvaða heimildir þeir aðilar hefðu haft til að svipta hana frelsi sínu, sem hefði á endanum kostað hana lífið.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landspítala, dags. 25. maí 2022, var vísað til þess að kærandi hefði í tvígang fyrr á árinu sent spítalanum erindi um sama efni. Þau erindi hefðu verið tekin fyrir hjá nefnd um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum. Í framhaldinu hefði erindum kæranda verið svarað, síðast hinn 29. apríl 2022 þar sem beiðni kæranda var hafnað. Af hálfu spítalans væri engu að bæta við það sem þar kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. júlí 2022, kvaðst kærandi hafa móttekið bréf frá Landspítala þar sem beiðni kæranda um upplýsingar úr sjúkraskrá sambýliskonu kæranda væri alfarið hafnað. Kærandi hefði í framhaldinu vísað málinu til landlæknis, sem hefði tekið það til meðferðar á grundvelli 15. gr. a laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009, og staðfest niðurstöðu nefndar um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum hinn 23. júní 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af þeim gögnum sem innihéldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá var Landspítala gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn í málinu eftir því sem spítalinn teldi tilefni til, áður en málið yrði leitt til lykta. Gögnin bárust nefndinni hinn 21. desember 2022. Þau gögn sem afhent voru nefndinni samanstanda af uppflettilista í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda, sem inniheldur nöfn þeirra sem komu að ákvörðunum sem vörðuðu meðferð konunnar. Þá staðfesti Landspítali að gögn þau sem innihéldu upplýsingarnar sem kærandi hefði óskað eftir væru einungis vistaðar í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda og ekki annars staðar hjá spítalanum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur verið synjað um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu hans sem Landspítali telur vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Erindi hans hafa verið tekin til umfjöllunar af hálfu nefndar um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum auk þess sem landlæknir hefur endurskoðað ákvörðun nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 3. gr. laga um sjúkraskrár er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar. Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.</p> <p style="text-align: justify;">Um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum er fjallað í IV. kafla laga um sjúkraskrár, sbr. til hliðsjónar 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að um aðgang sjúklings að sjúkraskrá fari eftir ákvæðum laga um sjúkraskrár. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár birtist sú meginregla að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í 14. gr. sömu laga er fjallað um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. laga um sjúkraskrár kemur fram að mæli ríkar ástæður með því sé umsjónaraðila sjúkraskrár heimilt að veita nánum aðstandanda látins einstaklings, svo sem maka, foreldri eða afkomanda, aðgang að sjúkraskrá hins látna og láta í té afrit hennar ef þess er óskað. Ef slíkri beiðni er synjað er heimilt að bera ákvörðunina undir embætti landlæknis í samræmi við ákvæði 15. gr. a laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir sjúkraskrárupplýsingar sem einungis eru geymdar í sjúkraskrá sambýliskonu hans. Þá er það einnig mat úrskurðarnefndarinnar, út frá þeim gögnum sem spítalinn afhenti nefndinni, að upplýsingarnar séu sjúkraskrárupplýsingar, sbr. einnig þær rúmu skilgreiningar sem lagðar eru til grundvallar á sjúkraskrá og sjúkraskrárupplýsingum í lögum um sjúkraskrár. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Landspítala að upplýsingarnar séu ekki geymdar annars staðar hjá spítalanum en í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Það er enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að lög um sjúkraskrár beri að skoða í þessu samhengi sem sérlög gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun Landspítala um að synja um aðgang að upplýsingum sem felldar verða undir sjúkraskrárupplýsingar og eru geymdar í sjúkraskrá er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæla fyrir um sérstaka kæruleið í þessum tilvikum, sbr. 15. gr. a laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 8. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1130/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Kærð var afgreiðsla Skattsins á beiðni um aðgang að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um tollflokkun. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins hjá nefndinni og afhenti hluta umbeðinna gagna, þar sem afmáðar höfðu verið upplýsingar með vísan til 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að ákvæðið teldist sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar teldust í heild sinni falla undir ákvæðið og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til þeirra. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1130/2023 í máli ÚNU 22040006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. apríl 2022, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, afgreiðslu Skattsins á beiðni hans um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 10. febrúar 2022 eftir aðgangi að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um tollflokkun. Beiðnin var afmörkuð frekar hinn 23. febrúar sama ár, þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að 114 bindandi álitum um tollflokkun vöru í landbúnaðarköflum tollskrár, sem gefin hefðu verið út á síðastliðnum þremur árum.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að það veki furðu að bindandi álit um tollflokkun séu ekki birt. Slík birting myndi gera fyrirtækjum og einstaklingum kleift að kynna sér tollframkvæmd og haga innflutningi sínum í samræmi við tollalög.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 13. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 25. apríl 2022. Í henni kom fram að tollyfirvöld féllust á að veita kæranda aðgang að hinum bindandi álitum að hluta. Eftirfarandi upplýsingar hefðu verið afmáðar úr hverju áliti:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Reitur 1: Umsækjandi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 2: Umboðsmaður eða fulltrúi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 3: Sendingarnúmer.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 6: Viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, að því marki sem Skatturinn teldi upplýsingarnar viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 7: Fylgigögn, að því marki sem Skatturinn teldi upplýsingar í þeim viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 10: Dagsetning og undirskrift umsækjanda.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings framangreindum takmörkunum var vísað til þagnarskylduákvæðis í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, auk 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þær upplýsingar sem hefðu verið fjarlægðar væru viðkvæmar að mati tollyfirvalda og vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem væru til umfjöllunar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. apríl 2022. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var óskað afstöðu kæranda til þess hvort hann teldi afhendingu hinna bindandi álita með framangreindum takmörkunum vera fullnægjandi eða hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram hjá nefndinni. Svar kæranda barst hinn 10. maí 2022. Þar kom fram að afhendingin væri ófullnægjandi. Kærandi teldi að ekki væri rétt að takmarka aðgang að öllum þeim upplýsingum sem afmáðar hefðu verið. Þá gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu ekki verið afhent fylgigögn hinna bindandi álita sem vísað væri til í umsögn Skattsins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur upplýsingar um hver hafi óskað eftir bindandi áliti tollyfirvalda hverju sinni geti ekki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga, því þær teljist ekki upplýsingar um viðskipti fyrirtækja. Þá séu álitin allt frá tveggja til fjögurra ára gömul, og viðskiptahagsmunir því tæplega til staðar lengur. Auk þess hafi ekki verið óskað eftir afstöðu þeirra aðila sem upplýsingarnar varða til afhendingarinnar. Loks bendir kærandi á að engin sérstök leynd eigi að ríkja yfir því hvaða aðilar flytji inn hvaða vörur. Að því er varðar fylgigögn geti upplýsingar um innihald einstakra landbúnaðarvara hvorki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga né 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin gaf Skattinum kost á að bregðast við athugasemdum kæranda með erindi, dags. 10. maí 2022. Viðbrögð Skattsins bárust nefndinni hinn 20. maí sama ár. Þar er áréttað að bindandi álit um tollflokkun séu aðeins bindandi gagnvart umsækjanda og tollyfirvöldum, ekki gagnvart þriðju aðilum. Algengt sé að óska eftir bindandi áliti þegar aðili hyggst flytja til landsins nýja vöru til að eyða óvissu um fjárhæð aðflutningsgjalda. Óheftur aðgangur að álitunum, þ.m.t. nöfnum umsækjenda, geti veitt óeðlilega innsýn inn í viðskiptafyrirætlanir þessara aðila.</p> <p style="text-align: justify;">Nafn umsækjanda sé ekki nauðsynlegt til að átta sig á efni og niðurstöðu bindandi álits. Nöfn séu ekki birt t.d. í úrskurðum tollyfirvalda eða yfirskattanefndar. Þá birti Evrópusambandið aðeins bindandi álit sem hafi verið hreinsuð af trúnaðarupplýsingum. Loks sé algengt að fylgigögn innihaldi upplýsingar um innihald, framleiðsluaðferðir og tækniskjöl sem ekki séu opinber gögn. Aðgangur að þeim gæfi óeðlilega innsýn inn í framleiðsluferil vöru og kynni að vera til þess fallið að valda viðkomandi framleiðendum tjóni. Í fylgigögnum og reit 6 sé einnig algengt að finna upplýsingar um verð og viðskiptakjör sem bjóðast umsækjanda. Það séu án efa viðkvæmar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, vegna tafa á afgreiðslu beiðni kæranda. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins og afhenti hluta umbeðinna gagna. Synjun Skattsins á þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr bindandi álitum um tollflokkun byggist að meginstefnu á þagnarskylduákvæði í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Athugun nefndarinnar beinist fyrsta kastið að því hvort ákvæði 188. gr. tollalaga sé þess eðlis að það geti girt fyrir aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og ef svo er, hvort þær upplýsingar sem afmáðar voru úr hinum bindandi álitum falli réttilega undir ákvæðið.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna tollyfirvalda voru fyrst leidd í lög með 25. gr. laga um tollskrá o.fl., nr. 62/1939. Ákvæðinu svipaði til gildandi ákvæðis að því leyti að mælt var fyrir um þagnarskyldu um „verslunarhagi“ einstakra manna og fyrirtækja. Í áliti milliþinganefndar í skatta- og tollamálum, sem myndaði frumvarp það sem varð að lögunum, kom fram um ákvæðið að þagnarskyldan næði til samrita af sölu- og vörureikningum auk upplýsinga sem tollyfirvöld öfluðu úr bókhaldi innflytjenda. Þá þyrftu tollyfirvöld að gæta þess að samritin yrðu ekki látin liggja á glámbekk, þar sem óviðkomandi gætu komist í þau.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188. gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið, fyrr og síðar, verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrirtækja af því að viðkomandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Skatturinn afmáði úr þeim bindandi álitum um tollflokkun sem afhent voru kæranda. Nánar tiltekið eru það upplýsingar um auðkenni umsækjanda, sendingarnúmer, viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, auk fylgigagna. Það er mat úrskurðarnefndarinnar með hliðsjón af því hvernig ákvæði 188. gr. tollalaga verði túlkað að þær upplýsingar sem voru afmáðar teljist í heild sinni varða viðskipti þeirra manna og fyrirtækja sem óskuðu eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru og falli þannig undir þagnarskylduákvæðið. Á það einnig við um upplýsingar um nöfn/heiti umsækjenda, enda myndi afhending þeirra leiða til þess að veittar væru upplýsingar um viðskipti umsækjendanna, sem falla undir ákvæði 188. gr. tollalaga. Því telur úrskurðarnefndin að upplýsingaréttur kæranda nái ekki til þeirra upplýsinga sem Skatturinn hefur afmáð úr þeim bindandi álitum sem kærandi óskaði aðgangs að.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði eiga ekki rétt til aðgangs að frekari upplýsingum úr þeim bindandi álitum um tollflokkun, sem óskað var eftir hinn 23. febrúar 2022, en Skatturinn hefur með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. apríl 2022, fallist á að samtökunum skuli veittur aðgangur að.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1129/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um stöðugleikasamninga. Synjun Seðlabankans var byggð á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin staðfesti synjunina og tók fram að valdheimildir nefndarinnar næðu ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýti þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1129/2023 í máli ÚNU 22060006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júní 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um fjárfestingarleið Seðlabankans og um afrit af stöðugleikasamningum sem gerðir voru árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er rakið að í apríl 2022 hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að birta lista yfir kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Ráðuneyti hans hafi metið það svo að upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta féllu ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefði ráðherra ákveðið að birta listann. Í framhaldi af því hafi kærandi reynt að nálgast upplýsingar um hina svokölluðu stöðugleikasamninga annars vegar og fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hins vegar, því rök ráðherra fyrir birtingu lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ættu líka við um þau gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafi leitað til forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis og óskað þess að þau nálguðust umbeðnar upplýsingar hjá Seðlabanka Íslands og legðu svo sjálfstætt mat á erindi þeirra við almenning. Forsætisráðuneytið hafi framsent erindið til Seðlabankans og sagt að það væri bankans að leggja mat á það hvort hagsmunir almennings af birtingu upplýsinganna vegi þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd, sbr. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, þar sem fram kæmi að þrátt fyrir þagnarskyldu í 1. mgr. sömu greinar væri Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega, enda vægju hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæltu með leynd. Í framhaldi af því hafi kærandi farið fram á að Seðlabankinn afhenti umrædd gögn að undangengnu því mati sem mælt væri fyrir um í 6. mgr. 41. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Með svari, dags. 24. maí 2022, hafi Seðlabankinn synjað um aðgang að stöðugleikasamningunum með vísan til þess að gögnin væru undirorpin þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Þá var kæranda synjað um aðgang að upplýsingum um þátttakendur í fjárfestingarleið Seðlabankans á árunum 2012–2015 með vísan til þess að gögnin væru undirorpin þagnarskyldu samkvæmt sama ákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 774/2019. Hvað varðaði hagsmunamat samkvæmt 6. mgr. 41. gr. laganna væri það að segja að eftir skoðun á umbeðnum gögnum væri það mat Seðlabankans að þau væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Að mati bankans væri nægjanlegt að upplýsingar féllu undir 1. mgr. til að upplýsingaréttur almennings yrði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að samkvæmt rökstuðningi Seðlabanka Íslands virðist bankinn telja að ákvæði 6. mgr. 41. gr. laganna sé marklaust, þ.e. að ef umbeðnar upplýsingar falli að þagnarskylduákvæði 1. mgr. sömu greinar, þá geti 6. mgr. aldrei komið til skoðunar og hafi þar af leiðandi ekkert gildi. Því væri nauðsynlegt að kalla eftir skýrum svörum frá bankanum hvort þetta væri réttur skilningur á svari hans; að lögmenn bankans telji að ef upplýsingabeiðni falli að 1. mgr. 41. gr. þá sé það nóg til að hagsmunir almennings af opinberun umbeðinna gagna séu ekki taldir nægjanlegir, og leyndarhagsmunir viðskiptamanna séu ríkari en þeir. Í kæru kemur fram að Seðlabankinn svari fyrirspurn kæranda einungis á forsendum 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, en ekki á grundvelli 6. mgr. sömu greinar. Bankinn hafi auk þess neitað að framkvæma greiningu á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki fyrir sig líkt og lögskýringargögn segi til um að bankinn eigi að gera. Því sé kæranda enginn annar kostur mögulegur en að kæra ákvörðun Seðlabanka Íslands og óska þess að nefndin láti bankann fara að lögum og afhenda umbeðin gögn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 8. júní 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 15. júlí 2022, þar sem fram kemur að með upplýsingabeiðni, dags. 5. maí 2022, hafi kærandi óskað eftir aðgangi að stöðugleikasamningunum sem gerðir voru við slitabú föllnu bankanna. Úrskurðarnefndin hafi áður tekið afstöðu til hluta umbeðinna gagna og staðfest að þau séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Hinn 17. maí 2022 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um nöfn þeirra sem fengu að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Raunar hafi kærandi áður óskað eftir þessum sömu upplýsingum með þremur upplýsingabeiðnum. Í kjölfar fyrstu beiðni kæranda hafi Seðlabankinn veitt almennar upplýsingar um fjölda tilboða og þátttakenda, heildarfjárhæðir og uppskiptingu innlendra og erlendra þátttakenda en beiðnum kæranda var að öðru leyti synjað með vísan til þagnarskyldu á grundvelli þágildandi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Síðastnefnda upplýsingabeiðnin hafi ratað til nefndarinnar sem staðfesti ákvörðun Seðlabankans með úrskurði nr. 774/2019 frá 31. janúar 2019. Í fyrirliggjandi máli sé því enn á ný deilt um aðgang kæranda að þessum sömu gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021, séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin hafi áður byggt á því að ákvæði í eldri lögum um gjaldeyrismál hafi falið í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 645/2016, og því ljóst að í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021 felist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, með sama hætti og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin hafi áður haft til meðferðar mál þar sem deilt er um sömu gögn og nú er deilt um. Niðurstöður málanna séu skýrar, þ.e. umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021. Sömu forsendur og röksemdir liggi að baki synjun Seðlabankans í þetta skiptið enda umbeðin gögn og aðstæður þær sömu.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varði röksemdir kæranda fyrir því að bankinn skuli beita 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 komi í fyrsta lagi skýrt fram í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 92/2019 að um heimild sé að ræða fyrir Seðlabankann en ekki skyldu. Í öðru lagi segi þar að fyrir birtingu skuli liggja fyrir greining á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki. Í þriðja lagi komi fram að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir, skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Í þessi felist það að í undantekningartilvikum geti Seðlabankinn á grundvelli 6. mgr. 41. gr. að eigin frumkvæði tekið ákvörðun um að birta upplýsingar, sem ella væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. sama ákvæðis, á vef eða í ritum og skýrslum bankans, en þó að því skilyrði uppfylltu að hann hafi framkvæmt greiningu á þeim hagsmunum sem vegast á. Í þessu sambandi vísist til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1042/2021, þar sem tekið hafi verið fram að samkvæmt 3. og 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé bankanum veitt heimild að lögum til birtingar upplýsinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þrátt fyrir þagnarskyldu 1. mgr. ákvæðisins, að eigin frumkvæði en ekki sé um að ræða skyldu til slíkrar birtingar.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af öllu framangreindu sé það mat Seðlabankans að sú túlkun sem kærandi hafi lagt áherslu á sé ekki í samræmi við ákvæðið sem um ræði. Hvergi sé lögð sú skylda á Seðlabankann að framkvæma sérstakt hagsmunamat í hvert einasta skipti sem upplýsingabeiðni berst bankanum. Þegar upplýsingabeiðnir berist bankanum séu umbeðin gögn skoðuð með tilliti til bæði eðlis þeirra og efnis, séu þau yfir höfuð til staðar í bankanum. Í slíkri greiningu felist eðli máls samkvæmt mat á annars vegar hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér umbeðin gögn og hins vegar hagsmunir viðskiptamanna bankans, eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða bankans sjálfs að þau fari leynt.</p> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn áréttar að nægjanlegt er að umbeðnar upplýsingar falli að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins. Hefur nefndin m.a. staðfest nákvæmlega þetta í áðurnefndum úrskurði sínum nr. 904/2020. Sú greining á hagsmunum sem kærandi hafi ítrekað kallað eftir hafi þannig sannarlega verið framkvæmd af Seðlabankanum, en þá með vísan til 1. mgr. 41. gr. Það sem meira er, þá hafi nefndin fjallað um þetta hagsmunamat og kveðið upp áðurnefnda úrskurði nr. 774/2019 og 904/2020 þar sem skilningur og afstaða bankans er staðfest. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. júlí 2022, kemur fram um 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að það að orðalag laga sé á þann hátt að talað sé um heimild veiti stofnun ekki geðþóttavald til að hafna lögmætri birtingu gagna einfaldlega vegna þess að hann langi ekki til þess að veita heimild og finnist hann ekki bera skylda til. Í öðru lagi segi Seðlabankinn að hvergi sé lögð sú skylda á bankann að framkvæma sérstakt hagsmunamat í hvert skipti sem upplýsingabeiðni berist bankanum. Þetta sé í fullkominni andstöðu við athugasemdir sem fylgdu með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 92/2019 og sé einhliða túlkun Seðlabanka Íslands á ákvæði laganna. Í þriðja lagi segi Seðlabankinn að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans í undantekningartilvikum á grundvelli 6. mgr. 41. gr., sem ella væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, en þó að því skilyrði uppfylltu að bankinn hafi framkvæmt greiningu á þeim hagsmunum sem vegast á. Þessi röksemdafærsla og lagatúlkun sé makalaus og í engu samræmi við það frumvarp sem varð að lögum nr. 92/2019, athugasemdir með frumvarpinu né skilning þess ráðuneytis sem lagði fram frumvarpið. Seðlabankinn virðist telja að 6. mgr. 41. gr. laganna feli einungis í sé einhvers konar einhliða heimild fyrir hann að nota gögn að eigin frumkvæði, velji hann það, í eigin útgáfu, en annars ekki. Það megi þó bara gera ef bankinn hafi nennt að vega hagsmuni sem gætu verið að vegast á, sem hann telur sig þó ekki þurfa að vega frekar en hann vill.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki sé annað að skilja á umsögn Seðlabanka Íslands en að hann ætli að láta sem umrætt ákvæði hafi aldrei verið bætt við lög um starfsemi hans, heldur að nálgast skyldur sínar um upplýsingagjöf einvörðungu út frá 1. mgr. 41. gr. laganna. Seðlabankinn telji sig geta einhliða ákveðið að ný málsgrein, sem bætt var við lögin, hafi ekkert eiginlegt gildi. Kærandi mótmæli þessu harðlega, enda sé fullkomlega ólýðræðislegt að stofnun taki sér slíkt lagatúlkunarvald, sem sé að öllu leyti í andstöðu við vilja þess ráðherra sem lagði lagabreytinguna til og þá túlkun sem sett er fram í lögskýringargögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér svonefnda fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um svokallaða stöðugleikasamninga. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið innihaldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram hefur komið hefur úrskurðarnefndin lagt mat á stærstan hluta þeirra gagna sem um er deilt í þessu máli í úrskurðum nefndarinnar nr. 774/2019 og 904/2020. Í úrskurði nr. 774/2019 var lagt til grundvallar að upplýsingar um þá sem nýttu sér hina svonefndu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Úrskurðarnefndin telur ótvírætt að þær upplýsingar séu jafnframt undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu sem felst í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nr. 904/2020 lagði nefndin til grundvallar að samningur Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. frá því í desember 2015 væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Deilt er um aðgang að þeim samningi í þessu máli en einnig tveimur samningum til viðbótar, þ.e. annars vegar samningi Kaupþings ehf. við Seðlabankann og hins vegar LBI hf. við bankann, í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir og afhendingu stöðugleikaframlags. Í samræmi við þá niðurstöðu í úrskurði nr. 904/2020 um að Glitnir og GLB Holding teldust vera viðskiptamenn Seðlabankans í þeim viðskiptum sem þar voru til umfjöllunar telur nefndin óhjákvæmilega að líta verði svo á að LBI og Kaupþing teljist með sama hætti vera viðskiptamenn Seðlabankans í þeim viðskiptum sem samningar í máli þessu varða. Þannig er ljóst að öll þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir í máli þessu eru undirorpin hinni sérstöku þagnarskyldu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu er ljóst að ákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gengur framar ákvæðum upplýsingalaga og fer mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum því ekki fram á grundvelli hinna síðarnefndu laga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvarðanir um synjun sem teknar eru á grundvelli upplýsingalaga. Ljóst er í þessu máli að ákvörðun byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur hinu sérstaka þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabanka Íslands. Af þeim sökum ná valdheimildir nefndarinnar ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýtir þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis. Mat á því kemur eftir atvikum í hlut annarra aðila, þar á meðal dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Að framangreindu virtu er úrskurðarnefndinni ekki annað fært en að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabanka Íslands.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 24. maí 2022, að synja A um aðgang að stöðugleikasamningum og upplýsingum um fjárfestingarleið bankans.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1128/2023. Úrskurður frá 27. febrúar 2023 | Landsnet hf. synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem innihéldu staðsetningar loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands. Synjunin var á því byggð að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, auk þess sem upplýsingarnar vörðuðu öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að sá hluti þeirrar skrár sem afhent var nefndinni sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra á öllu landinu teldist tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar væri Landsneti óskylt á grundvelli laganna að útbúa gagn sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra aðeins á miðhálendi Íslands, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 27. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1128/2023 í máli ÚNU 22010002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bretlandi, ákvörðun Landsnets hf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með staðsetningu loftlínumastra Landsnets á miðhálendi Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi hafi í júlí 2021 óskað eftir aðgangi að gögnum með legu loftlína og um tengivirki vegna kortlagningar óbyggðra víðerna á miðhálendi Íslands. Landsnet hafi afhent hluta umbeðinna gagna á tímabilinu júlí til desember 2021, þ.e. gögn um legu loftlínanna og um tengivirkin. Í lok nóvember hafi kærandi óskað eftir viðbótargögnum um loftlínur og staðsetningu loftlínumastra innan svæðisins, helst þannig að hæð þeirra kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Landsnet sendi kæranda tiltekin gögn og tiltók að hæðarupplýsingar lægju ekki fyrir. Með tölvupósti, dags. 3. desember 2021, hafi Landsnet tilkynnt kæranda að eftir samráð við almannavarnir og ríkislögreglustjóra hefði verið ákveðið að verða ekki við beiðni um aðgang að gögnum þar sem fram kæmu upplýsingar um staðsetningu loftlínumastra, því óheimilt væri að veita nákvæmar upplýsingar um grunninnviði, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landsneti hf. með erindi, dags. 3. janúar 2022, og Landsneti veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn Landsnets barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 25. janúar 2022. Í umsögninni segir m.a. að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Landsnet haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja félagsins í einni heildarskrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi. Í skránni sé sýnd staðsetning lína og mastra ásamt staðsetningu tengivirkja í plani (x,y), en engar hæðarupplýsingar sé að finna í skránni. Upplýsingar varðandi þær línur sem kærandi óski eftir séu í skránni ásamt upplýsingum um öll önnur flutningsmannvirki Landsnets. Til að verða við beiðninni þurfi að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr heildarskránni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Landsnets var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum hjá Landsneti á því hvaða vinnu það myndi útheimta af hálfu fyrirtækisins að kalla fram þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir úr þeirri heildarskrá sem inniheldur öll mannvirki Landsnets á landinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landsnets, dags. 26. október 2022, kom fram að til að finna staðsetningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá landupplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upplýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum kæranda við umsögn Landsnets, dags. 16. nóvember 2022, gerir kærandi athugasemd við þá afstöðu Landsnets að gögnin séu ekki fyrirliggjandi. Hefði því verið haldið fram í öndverðu hefði kærandi einfaldlega óskað eftir staðsetningargögnum fyrir landið allt. Kærandi eigi auðvelt með að vinna úr gögnunum sjálfur, enda sé forstjóri rannsóknarstofnunarinnar landfræðingur með yfirburðaþekkingu á úrvinnslu landupplýsingagagna. Fallist nefndin á að gögnin séu ekki fyrirliggjandi blasi við að kærandi muni þegar í stað óska eftir gögnum um staðsetningu mastra fyrir landið allt.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu loftlínumastra á miðhálendi Íslands. Í ákvörðun Landsnets hf. að synja beiðni kæranda er ekki vísað til grundvallar synjunarinnar, en í umsögn fyrirtækisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að gögnin séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga auk þess sem umbeðnar upplýsingar varði öryggi ríkisins og falli því undir undanþáguheimild 1. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;">Landsnet var stofnað á grundvelli laga nr. 75/2004 til að annast raforkuflutning og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að ganga út frá því að með lögunum séu Landsneti falin stjórnsýsluverkefni sem snúa að flutningskerfi raforku og félagið sé því stjórnvald í lagalegum skilningi hvað þau verkefni varðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014 og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 743/2018. Verður því lagt til grundvallar að Landsnet heyri undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Landsnets kemur fram að fyrirtækið haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja félagsins í einni skrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi, þ.m.t. staðsetningar loftlínumastra. Til þess að verða við beiðninni þurfi fyrirtækið því að vinna umbeðnar upplýsingar úr heildarskránni enda séu þær ekki tiltækar á öðru formi. Í viðbótarskýringum til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að til að finna staðsetningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá landupplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upplýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki hefur verið talið að réttur samkvæmt upplýsingalögum nái til aðgangs að gagnagrunnum eða skrám. Á hinn bóginn er ljóst að upplýsingarétturinn nær til efnis sem vistað er í slíkum gagnagrunnum eða skrám, enda uppfylli efnið skilyrði þess að teljast fyrirliggjandi gagn. Í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og geti tekið breytingum í samræmi við tækniþróun. Vafalaust verði þannig að telja að efni sem geymt sé á ýmsu tölvutæku formi teljist til gagna í skilningi laganna, a.m.k. að því leyti sem það komi í stað annarra hefðbundinna málsgagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir skrána sem Landsnet afhenti nefndinni og inniheldur staðsetningar allra mannvirkja fyrirtækisins. Nefndin telur að skráin teljist vera gagnagrunnur eða skrá, sbr. framangreinda umfjöllun. Skráin er þannig úr garði gerð að mannvirki Landsnets eru flokkuð eftir því um hvers konar mannvirki er að ræða. Hver tegund mannvirkja, svo sem háspennulínur, tengivirki eða möstur, myndar þekju (e. layer) sem hægt er að kalla fram og einangra frá öðrum þekjum í skránni með tilteknum skipunum og eftir atvikum vinna með nánar. Úrskurðarnefndin hefur staðreynt með notkun forritsins AutoCAD að það krefjist aðeins örfárra skipana að kalla hverja þekju fram og einangra hana.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og að til að teljast gagn þurfi það að geta komið í stað annarra hefðbundinna málsgagna, telur úrskurðarnefndin að sú þekja sem inniheldur staðsetningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu sé eitt tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga og að Landsneti sé kleift að kalla það fram með tiltölulega einföldum hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Landsnet hefur vísað til þess að gögnin sem kærandi hefur óskað eftir um staðsetningu loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Vísar Landsnet til þess að í því skyni að afmarka staðsetningar loftlínumastra innan ákveðins svæðis, hér miðhálendis Íslands, þurfi að keyra saman upplýsingar úr framangreindri heildarskrá yfir mannvirki fyrirtækisins saman við aðrar upplýsingar sem ekki er að finna í skránni.</p> <p style="text-align: justify;">Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grundvallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upplýsingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í útreikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hliðsjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Af skýringum Landsnets er ljóst að gagnið sem kærandi hefur óskað eftir og inniheldur upplýsingar um hvar loftlínumöstur eru staðsett innan miðhálendis Íslands, liggur ekki fyrir hjá fyrirtækinu heldur þarf að útbúa það sérstaklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að Landsneti sé óskylt að útbúa gagnið, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en að Landsneti sé þó heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því. Verður því að leggja til grundvallar að það gagn sem kærandi hefur óskað eftir teljist ekki vera fyrirliggjandi hjá Landsneti í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þannig er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að upplýsingar um staðsetningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu teljist vera tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga er ljóst að kæranda er unnt að óska eftir því gagni hjá Landsneti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. Verði þeirri beiðni synjað getur kærandi vísað afgreiðslunni til úrskurðarnefndarinnar á nýjan leik. Með vísan til þess að Landsnet hf. teljist vera stjórnvald er ljóst að kærandi getur óskað aðgangs að framangreindum gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga, en ákvæðið veitir stjórnvaldi heimild til að veita aðgang að gögnum sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt II. og III. kafla laganna að nánari skilyrðum uppfylltum. Ákvörðun á grundvelli ákvæðisins sætir hins vegar ekki endurskoðun úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bretlandi, dags. 3. janúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1127/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Blaðamaður kærði synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn sex meðferðarheimila. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þyrfti að yfirfara gögnin og afmá viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi umfangs beiðninnar og viðkvæms eðlis gagnanna ætti undantekning 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga við í málinu og staðfesti ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1127/2023 í máli ÚNU 22040002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. apríl 2022, kærði A, blaðamaður hjá Heimildinni (þá Stundinni), ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars sama ár, að synja honum um aðgang að gögnum um meðferðarheimili. Kærandi óskaði hinn 28. október 2021 eftir aðgangi að öllum gögnum um heimilin:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Árbót í Aðaldal, á árabilinu 1995 til 2010,</li> <li style="text-align: justify;">Berg í Aðaldal, á árabilinu 1999 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Torfastaði í Biskupstungum, á árabilinu 1995 til 2004,</li> <li style="text-align: justify;">Skjöldólfsstaði á Jökuldal, á árabilinu 2000 til 2002,</li> <li style="text-align: justify;">Hvítárbakka í Borgarfirði, á árabilinu 1998 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Háholt í Skagafirði, frá árinu 1999 til 28. október 2021,</li> <li style="text-align: justify;">Geldingalæk á Rangárvöllum, á árabilinu 1995 til 2008.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kærandi tók fram í erindinu að hann áttaði sig á því að beiðnin væri umfangsmikil og því væri það honum að meinalausu þótt gögnunum yrði ekki skilað öllum á sama tíma, heldur eftir því sem fram yndi að finna þau til. Óskað var eftir að gögn um Geldingalæk yrðu afhent fyrst.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ræddi símleiðis við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu (Barnaverndarstofa fram til 1. janúar 2022, hér eftir Barna- og fjölskyldustofa) hinn 12. nóvember 2021 um úrvinnslu beiðni kæranda og afhendingu gagna. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni kom fram í samtalinu að beiðnin væri umfangsmikil og að hún yrði bútuð niður eftir meðferðarheimilum. Stofnunin myndi búa til lista yfir heimilin og öll mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Kærandi gæti þá út frá listanum tilgreint þau mál sem hann óskaði sérstaklega eftir. Mál einstakra barna yrðu þó undanskilin. Stofnunin kveður kæranda hafa verið sáttan við nálgunina sem lögð hafi verið til.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa sendi kæranda tölvupóst hinn 16. nóvember 2021 til að staðfesta efni símtalsins. Fram kom að vinnsla beiðninnar væri hafin og að fyrst yrði tekinn saman listi yfir mál sem heyrðu undir Geldingalæk.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember sama ár bárust kæranda lista yfir öll meðferðarheimilin og mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Í bréfi sem fylgdi listunum var farið fram á að kærandi afmarkaði beiðni sína og tilgreindi þau mál sem hann óskaði eftir aðgangi að og í því sambandi vísað til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nánari afmörkun væri til þess fallin að flýta fyrir afgreiðslu beiðninnar og að koma í veg fyrir að stofnunin aflaði og tæki afstöðu til gagna sem kærandi vildi ekki fá. Þegar kærandi hefði afmarkað beiðni sína við þau mál sem hann óskaði aðgangs að myndi stofnunin hefjast handa við að finna gögn þeirra mála og upplýsa kæranda um hvenær ákvörðunar væri að vænta.</p> <p style="text-align: justify;">Daginn eftir svaraði kærandi bréfi Barna- og fjölskyldustofu og kvaðst vilja fá gögn allra þeirra mála sem heyrðu undir Geldingalæk, bæði málanna sem fram kæmu á listanum sem kæranda var afhentur sem og annarra hugsanlegra mála sem heyrðu undir meðferðarheimilið en væru ekki á listanum. Í framhaldinu myndi kærandi svo senda aðrar beiðnir sem vörðuðu gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu var haft samband við kæranda símleiðis hinn 30. nóvember 2022 til að ganga úr skugga um að hann óskaði eftir að fá öll gögn varðandi þau mál sem listuð voru upp nema þau sem vörðuðu mál einstakra barna. Stofnunin kveður kæranda hafa staðfest það.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 13. desember 2021 var kærandi upplýstur um að fleiri gögn um Geldingalæk hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar en finna mátti á listanum sem kæranda var afhentur, og því myndi afgreiðsla beiðninnar tefjast. Hinn 22. desember 2021 var kærandi svo upplýstur um að gögn um Geldingalæk yrðu ekki afhent fyrr en á nýju ári. Vegna umfangs beiðni kæranda hafi verið samið við aukastarfsmann til að yfirfara gögnin. Þar sem málaflokkurinn væri viðkvæmur yfirfæru tveir starfsmenn gögnin með hliðsjón af því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Yfirferð yfir gögn Geldingalæks væri hálfnuð.</p> <p style="text-align: justify;">Kæranda voru afhent gögn vegna Geldingalæks hinn 9. febrúar 2022. Hinn 15. mars sama ár var kærandi upplýstur um að í ljósi reynslunnar af því að hafa afhent gögn vegna Geldingalæks og þeirrar yfirsýnar sem Barna- og fjölskyldustofa hefði nú yfir umfang gagna um hin sex meðferðarheimilin hefði verið ákveðið að synja kæranda um aðgang að því sem eftir stæði af gögnunum. Verkefnið væri of tímafrekt og héldi starfsfólki frá skyldubundnum verkefnum sínum yfir lengri tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi mótmælti ákvörðuninni með tölvupósti tveimur dögum síðar. Þar sem kæranda hefðu þegar verið afhent gögn um tvö meðferðarheimili, þ.e. Geldingalæk og Varpholt/Laugaland, væri með þessari afgreiðslu brotið gegn jafnræðisreglu auk upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Þá benti kærandi á mikilvægi málsins fyrir lýðræðislega umræðu og aðhald fjölmiðla með opinberum aðilum. Kærandi ítrekaði því beiðni sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 21. mars 2022, kom fram að stofnunin teldi ekki annað fært en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Markmið synjunarinnar væri ekki að standa í vegi fyrir umfjöllun fjölmiðla um þessi mikilvægu mál; því hafi beiðnin verið tekin til meðferðar áður en í ljós kom hve umfangsmikil hún væri.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda um gögn annarra meðferðarheimila en Geldingalæks var synjað formlega með erindi, dags. 29. mars 2022. Ákvörðunin var studd við 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísað til þess að nú þegar hefðu farið 22 dagar í að yfirfara gögnin um Geldingalæk. Áætlað væri að þau gögn sem eftir stæðu teldu um 7.000 blaðsíður og að það tæki starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu um sex vikur til viðbótar að yfirfara gögnin.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að honum hafi verið synjað um afhendingu á gögnum sem hann hafi ekki enn fengið tækifæri til að tilgreina. Hann mótmælir lýsingu á innihaldi símtals við Barna- og fjölskyldustofu hinn 30. nóvember 2021, um að hann hafi staðfest að hann vildi fá afhent öll gögn þeirra meðferðarheimila sem eftir stæðu. Hið rétta sé að kærandi hafi sagst mundu að öllu jöfnu biðja um töluverðan hluta þeirra gagna sem lytu að heimilunum, en ekki fullyrt um að hann hygðist fara fram á að fá þau öll afhent. Kærandi hafi tiltekið að hann myndi senda frekari beiðnir síðar. Því til stuðnings nefnir kærandi tölvupóst sinn til stofnunarinnar frá 26. nóvember 2021, í kjölfar þess að hann óskaði eftir gögnum um Geldingalæk, þar sem hann hafi sagst mundu í framhaldi af þeirri beiðni senda aðrar beiðnir sem varði gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi kveðst hafa ákveðið að bíða með frekari afmörkun beiðni sinnar þar til Barna- og fjölskyldustofa hefði afhent gögn um Geldingalæk. Þegar þau hafi loks borist hinn 9. febrúar 2022 hafi ýmislegt orðið þess valdandi að kærandi óskaði ekki þá þegar eftir frekari gögnum um hin heimilin. Ljóst sé að stofnunin hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum án þess að vita hvaða gögnum yrði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi fær ekki séð að synjun stofunnar standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna, í ljósi þess að þegar hafi hluti þeirra verið afhentur. Kæranda hafi fengið afhent þau gögn sem snúa að meðferðarheimilinu Geldingalæk og áður fengið afhent viðlíka gögn er snúa að starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands, áður Varpholts. Í því tilviki var um að ræða gögn er heimilið snertu á tíu ára tímabili, árin 1997–2007, þó ekki öll. Því liggi fyrir fordæmi um afhendingu viðlíka gagna sem Barna- og fjölskyldustofa hefur nú neitað að afhenda.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati kæranda hafi stofan brotið bæði gegn upplýsinga- og stjórnsýslulögum með því að neita að afhenda gögn sem kærandi hafi ekki enn tilgreint nákvæmlega hver eru og með því brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, ásamt því að neita að afhenda gögn er augljóslega gætu skipt verulegu máli í þjóðfélagsumræðu, fyrir fólk sem vistað var nauðugt viljugt á umræddum heimilum og heft þannig aðhaldshlutverk fjölmiðla gagnvart hinu opinbera. Kærandi fari því fram á að Barna- og fjölskyldustofa verði gerð afturreka með ákvörðun sína og stofunni verði gert að veita kæranda tækifæri á að afmarka upplýsingabeiðni sína.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 6. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Barna- og fjölskyldustofu var viðbótarfrestur veittur til 29. apríl sama ár til að skila umsögn.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Barna- og fjölskyldustofu, dags. 27. apríl 2022, er fjallað um grundvöll synjunar Barna- og fjölskyldustofu á beiðni kæranda og málavöxtum lýst. Þar segir að við afgreiðslu beiðna um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga sé lögð áhersla á það sjónarmið að virða skuli rétt þeirra einstaklinga sem um er fjallað til einkalífs, og eigi það jafnt við um börn og fjölskyldur þeirra sem og aðra þá einstaklinga sem komi að slíkum málum. Í því sambandi sé vísað til þeirrar skyldu sem hvílir á starfsfólki barnaverndaryfirvalda að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018 þar sem kveðið hafi verið á um að litið skuli til þagnarskylduákvæðis laga um sjúkratryggingar við skýringu ákvæða upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að með tilliti til eðlis starfsemi meðferðarheimilanna, og þess málaflokks sem beiðnin lúti að, sé ljóst að stór hluti gagnanna sem stafi frá framangreindum heimilum innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra einstaklinga sem í hlut eiga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Það séu upplýsingar um einkamálefni fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilanna, rekstraraðila, sem og annarra aðila, svo sem starfsmanna og fjölskyldumeðlima barnanna. Til þess að unnt væri að verða við beiðninni væri ljóst að yfirfara þyrfti öll gögnin gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar um einkamálefni. Í því sambandi væri ekki nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstakling væri um að ræða, heldur einnig aðrar þær upplýsingar sem í samhengi við önnur atriði, til að mynda í opinberri umfjöllun, hefðu sömu áhrif og sviptu aðila þeirri friðhelgi sem lög gera ráð fyrir, sbr. umfjöllun úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 745/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Telur Barna- og fjölskyldustofa að í þessu samhengi þurfi jafnframt að hafa 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar þar sem ljóst sé að umrædd gögn lúti að fyrrum skjólstæðingum meðferðarheimilanna, rekstraraðilum, sem og öðrum aðilum sem með einum eða öðrum hætti hafi haft aðkomu að heimilunum, svo sem starfsmönnum og fjölskyldumeðlimum barnanna. Færi stofan þá leið að óska álits allra þessara aðila yrði það því afar umfangsmikið verk. Því megi bæta við að gagnabeiðnin lúti að gögnum sem hafi verið búin til fyrir allnokkrum árum þegar skráningu var ekki háttað á sama veg og nú í dag, sem geri yfirferðina flóknari. Nú í dag sé skráningu háttað þannig að gætt sé að því að blanda ekki saman upplýsingum um einkahagsmuni inn í almennar upplýsingar um starfsemi meðferðarheimilanna, svo sem ársskýrslur, heimsóknarskýrslur og samskipti milli aðila sem lúti að starfsemi heimilanna almennt.</p> <p style="text-align: justify;">Við ákvörðunartöku vegna afhendingar gagna varðandi þau meðferðarheimili sem út af standi hafi stofan einkum til hliðsjónar úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 745/2018 og 907/2020 þar sem synjun um aðgang að gögnum á grundvelli 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggi að Barna- og fjölskyldustofa hafi nú þegar afhent gögn vegna Geldingalækjar og hafi stofan því góða yfirsýn yfir það hversu umfangsmikil aðgangsbeiðni af þessu tagi sé. Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að í upphafi hafi verið tekin ákvörðun um að hefja vinnu við afhendingu gagnanna er lúti að meðferðarheimilunum þar sem fjölmiðlar hafi það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald, auk þess sem stofan líti svo á að mikilvægt sé að þessi málaflokkur fái umfjöllun í fjölmiðlum. Þá telji stofan jafnframt að almenningur hafi hagsmuni af því að nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram líkt og rakið sé í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. apríl 2020 í máli nr. 897/2020. Hafi því verið hafist handa við að taka saman gögn og tekin ákvörðun um að afhenda gögn vegna Geldingalækjar, en að sama skapi hafi þá orðið ljóst hversu umfangsmikið verkið væri.</p> <p style="text-align: justify;">Við afhendingu gagna er lúta að Geldingalæk hafi komið í ljós að gögnin töldu um það bil 750 blaðsíður, þar sem fjallað sé um einkamálefni víðsvegar í gögnunum. Afgreiðslufulltrúi áætli að viðkomandi hafi ráðstafað um það bil fimm dögum í að taka saman, prenta út og ljósrita gögn vegna Geldingalækjar. Þá hafi verið ráðinn verktaki til þess að fara yfir gögnin og meta þau út frá sjónarmiðum upplýsingalaga um afhendingu gagna, þ.m.t. að gefa sitt álit á því hvaða persónuupplýsingar skyldi afmá. Sá verktaki hafi skilað tímaskýrslu vegna verkefnisins sem hljóðaði upp á 71 klukkustund eða um það bil níu daga. Þá hafi lögfræðingar stofunnar fundað með verktakanum og yfirfarið gögnin áður en tekin var endanleg ákvörðun um hvaða gögn skyldi annars vegar afhenda og hins vegar synja um afhendingu. Áætla lögfræðingar stofunnar að þeir hafi eytt samtals um það bil átta dögum í yfirferðina.</p> <p style="text-align: justify;">Af öllu framangreindu virtu megi áætla að alls hafi verið um 22 dagar í það að fara yfir gögnin eða rúmlega fjórar vinnuvikur. Afgreiðslufulltrúi hafi nú prentað út gögn vegna þriggja meðferðarheimila af þeim sex sem eftir standi. Telji gögnin um 3.500 síður. Megi því áætla að heildarfjöldi blaðsíðna vegna heimilanna sex sé um 7.000 að lágmarki, en listar sem teknir hafa verið til vegna gagnabeiðninnar bendi til að þau gögn sem eigi eftir að taka saman vegna þriggja meðferðarheimilanna séu þó nokkuð umfangmeiri en vegna þeirra heimila sem þegar hafa verið tekin saman og afhent úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að tekið hafi verið af skarið um ýmis álitaefni sem varði afhendingu gagna þegar gögnin varðandi Geldingalæk voru afhent, sem myndi nýtast við yfirferð gagnanna vegna hinna meðferðarheimilanna. Því megi ætla að það færi hlutfallslega minni tími í yfirferðina hvað varði þau meðferðarheimili sem út af standa. En í ljósi þess að hér sé um að ræða umtalsvert fleiri blaðsíður en lúta að Geldingalæk megi engu að síður áætla að yfirferðin taki þó nokkuð lengri tíma en nú. Í ljósi þess að stofan vinni með viðkvæman málaflokk sé verklag stofunnar varðandi afhendingu gagna með þeim hætti að tveir lögfræðingar yfirfari gögn áður en þau eru afhent til þess að koma í veg fyrir mistök. Telur Barna- og fjölskyldustofa því að áætla megi að það tæki starfsmenn stofunnar samtals um sex vikur að yfirfara gögnin með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra persónuupplýsinga, að meðtalinni umsýslu, svo sem útprentun og ljósritun gagnanna.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati stofunnar sé því ljóst að umfang gagnanna og vinna vegna yfirferðar þeirra séu umtalsverð en ljóst sé að eðli gagnanna og sá málaflokkur sem þau tilheyra sé af þeim meiði að mikið af upplýsingum sem fram koma í gögnunum teljast til einkahagsmuna. Telur stofan því að vinna við að afgreiða þennan hluta beiðninnar feli í sér svo umtalsverðar skerðingar á möguleikum stofunnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt sé að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var það því niðurstaða stofunnar að beiðni um afhendingu gagna vegna meðferðarheimilanna Árbót í Aðaldal, Bergs í Aðaldal, Torfastaða í Biskupstungum, Skjöldólfsstaða á Jökuldal, Hvítárbakka í Borgarfirði og Háholts í Skagafirði var synjað. </p> <p style="text-align: justify;">Þá hafnar stofnunin þeirri málsástæðu kæranda að honum hafi ekki verið veittur kostur á að afmarka beiðni sína frekar. Í fyrsta lagi hafi kærandi í símtali við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu sagst vilja fá öll gögn varðandi hin sex meðferðarheimilin, að undanskildum málum einstakra barna. Í öðru lagi hafi stofnunin tilkynnt kæranda í tvígang með tölvupóstum, dags. 15. og 21. mars 2022, að ekki væri annað hægt en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Í svari kæranda hinn 17. mars sama ár hafi hann þó ekki gert neina tilraun til að afmarka beiðni sína nánar, heldur ítrekað beiðni um að fá gögnin afhent. Barna- og fjölskyldustofa telji því að stofnunin hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum kost á að afmarka beiðni sína nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl sama ár, eru fyrri málsástæður ítrekaðar. Þá telur kærandi að ekki sé hægt að líta svo á að með tölvupóstum stofnunarinnar til kæranda, dags. 15. og 21. mars 2022, hafi stofnunin gefið kæranda tækifæri til að afmarka beiðni sína nánar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sex meðferðarheimila með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fyrir liggur að kæranda voru afhent gögn eins meðferðarheimilis, Geldingalæks. Kærandi mótmælir því ekki að beiðni hans hafi verið umfangsmikil en telur hins vegar að Barna- og fjölskyldustofa hafi ekki gefið honum færi á að afmarka beiðni sína um gögn hinna sex meðferðarheimilanna áður en henni var synjað. Barna- og fjölskyldustofa telur að beiðni kæranda hafi verið nægilega afmörkuð til að stofnuninni væri unnt að synja henni og telur jafnframt að stofnunin hafi uppfyllt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um afmörkun á beiðni um aðgang að upplýsingum. Í 1. mgr. kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum beri að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum. Í 1. tölul. 4. mgr. kemur loks fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins hljóðaði upphafleg beiðni kæranda á þann veg að óskað væri eftir öllum þeim gögnum sem Barna- og fjölskyldustofa kynni að búa yfir vegna sjö meðferðarheimila. Kærandi og kærði sammæltust um það í símtali hinn 12. nóvember 2021 að mál einstakra barna yrðu undanskilin beiðninni. Þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers meðferðarheimilis hinn 25. nóvember sama ár tók stofnunin fram að þetta væri gert til að koma í veg fyrir of víðtæka afmörkun beiðninnar og til að flýta fyrir afgreiðslu hennar. Í svari kæranda daginn eftir bað hann um gögn heimilisins Geldingalæks og tók fram að hann myndi senda beiðnir um gögn annarra heimila síðar. Í andmælum kæranda við synjun stofnunarinnar á beiðni um gögn hinna heimilanna ítrekaði kæranda svo kröfu sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Barna- og fjölskyldustofu hafi mátt vera það ljóst þegar í upphafi að beiðnin væri slík að umfangi að til greina kæmi að hafna henni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Stofnuninni hefði því verið rétt, a.m.k. þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers meðferðarheimilis, að upplýsa kæranda um að ef hann afmarkaði ekki beiðni sína í því skyni að minnka umfang hennar kynni henni að verða hafnað. Þá telur úrskurðarnefndin að erindi Barna- og fjölskyldustofu til kæranda frá 15. og 21. mars 2022, þar sem fram kom að stofnunin teldi sér ekki annað fært en að hafna beiðninni, hafi ekki falið í sér fullnægjandi leiðbeiningar til kæranda um að afmarka beiðnina nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur hins vegar, að virtum gögnum málsins í heild sinni, að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum meðferðarheimilanna sjö að undanskildum málum einstakra barna, og að stofnunin hafi haft fullnægjandi forsendur til að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur að þessi niðurstaða eigi við óháð símtali sem kærandi átti við stofnunina hinn 30. nóvember 2021, en sökum þess að kæranda og kærða ber ekki saman um hvert efnisinnihald símtalsins hafi verið er ekki unnt að leggja það til grundvallar sem raunsanna lýsingu á málsatvikum.</p> <p style="text-align: justify;">Upphafleg beiðni kæranda og eftirfarandi afmörkun hennar, um að mál einstakra barna yrðu undanskilin, uppfylla að mati úrskurðarnefndarinnar þær skýrleikakröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að gerðar séu til beiðna um upplýsingar. Fullyrðing kæranda frá 26. nóvember 2021 um að hann myndi senda beiðnir um gögn annarra meðferðarheimila síðar breyta ekki þessari niðurstöðu, andspænis skýru orðalagi í upphaflegri gagnabeiðni hans, enda ítrekaði kærandi í andmælum sínum hinn 17. mars 2022 að hann gerði kröfu um að fá þau gögn afhent sem Barna- og fjölskyldustofa hygðist synja honum um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi framangreinds telur úrskurðarnefndin að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum þeirra meðferðarheimila sem hann tilgreindi í beiðni sinni, að undanskildum málum einstakra barna. Kemur þá næst til skoðunar hvort Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heimilt að hafna þeirri beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum, þ.e. þegar umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til nefndarinnar hefur verið lagt mat á þá vinnu og þann tíma sem afgreiðsla beiðni kæranda gerði kröfu um. Stofnunin telur stóran hluta gagnanna innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hlut eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Til að verða við beiðninni þyrfti að óska afstöðu fjölmargra einstaklinga til afhendingar gagnanna, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, og afmá upplýsingar sem gerðu einstaklingana persónugreinanlega lægi samþykki þeirra til afhendingar ekki fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa áætlar að hafa varið um 22 dögum í afgreiðslu beiðni kæranda um gögn meðferðarheimilisins Geldingalækjar. Þá hafa gögn þriggja meðferðarheimila til viðbótar verið prentuð út, en þau nema 3.500 blaðsíðum. Stofnunin áætlar að heildarfjöldi þeirra gagna sem eftir standa af beiðni kæranda nemi að minnsta kosti 7.000 blaðsíðum, og að afgreiðslan myndi taka um sex vikur til viðbótar við þá 22 daga sem þegar hafi verið varið í beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur fengið afhent gögn meðferðarheimilanna Árbótar í Aðaldal, Bergs í Aðaldal og Skjöldólfsstaða á Jökuldal. Það er mat nefndarinnar að gögnin innihaldi að stórum hluta upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin að mat Barna- og fjölskyldustofu á þeirri vinnu sem afgreiðsla beiðni kæranda myndi útheimta til viðbótar við þá vinnu sem þegar hafi verið unnin vera raunhæft og nægjanlega vel rökstutt. Úrskurðarnefndin telur því að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun stofnunarinnar staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Tekið skal fram að nefndin hefur með þessari niðurstöðu ekki tekið afstöðu til þess hvort Barna- og fjölskyldustofu kunni eftir atvikum að vera skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem um ræðir, ef kærandi kýs að afmarka beiðni sína við færri gögn og þá þannig að ekki reyni á þau sérstöku sjónarmið sem 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga byggir á. Úrskurðarnefndin áréttar að við meðferð gagnabeiðna þurfa aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að hafa í huga þau markmið upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Af þeim sökum verður að leggja til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstakra hagsmuna að gæta af aðgangi að gögnum, sem gerir að verkum að frekari varfærni þarf að gæta við beitingu hins sérstaka undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars 2022, að synja A um aðgang að gögnum meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1126/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Kærð var ákvörðun ríkislögreglustjóra um að synja kæranda um aðgang að gögnum. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál lést kærandi. Nefndin taldi að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum teldist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar gætu ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum var óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1126/2023 í máli ÚNU 22070024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. júlí 2022, kærði A lögmaður, f.h. B, synjun ríkislögreglustjóra[…] á beiðni um aðgang að gögnum […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkislögreglustjóra ásamt gögnunum bárust úrskurðarnefndinni hinn 26. ágúst 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 9. september 2022. Hinn […] lést kærandi. Úrskurðarnefndinni barst erindi frá lögmanni kæranda hinn 24. nóvember 2022 með ósk um að málið yrði tekið til úrskurðar á þeirri forsendu að erfingjar kæranda hefðu nú tekið við aðildinni. Erindinu fylgdi umboð frá erfingjum kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja kæranda um aðgang að gögnum[…]. Fyrir liggur hins vegar að kærandi lést meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Sá er talinn eiga aðild að stjórnsýslumáli sem á beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn máls. Ef aðili kærumáls deyr við meðferð málsins er ekki lengur um lögvarða hagsmuni hans að ræða af efnislegri úrlausn málsins. Við þær aðstæður kann dánarbú kæranda að taka við aðildinni. Það á hins vegar ekki við í þeim tilvikum þegar mál snýst um persónubundin réttindi sem erfast ekki.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem deilt er um í máli þessu teljist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar geti ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin vekur athygli á því að dánarbúi eða erfingjum kæranda er unnt að óska eftir gögnunum við ríkislögreglustjóra og eftir atvikum kæra synjun um aðgang að þeim til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. B, dags. 28. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1125/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að niðurstöðu úttektar mannauðsráðgjafa. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugagn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn vörðuðu málefni starfsmanna, sem undanþegin væru upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi úttektina ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var unnin af utanaðkomandi fyrirtæki. Þá taldi nefndin að takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga gæti ekki átt við um skjalið í heild. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1125/2023 í máli ÚNU 22060016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 10. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 24. apríl 2022 óskaði kærandi eftir niðurstöðu úttektar mannauðsstjóra hjá SAGA Competence á menningu á vinnustaðnum. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að niðurstöður úttektar mannauðsstjóra væru vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Einnig væri um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, en allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda hafi verið hafnað fyrst og fremst vegna þess að skjalið hafi að geyma mjög viðkvæmar persónuupplýsingar sem almenningur eigi ekki rétt á, þ.e. upplýsingar um starfssambandið sjálft. Upplýsingar sem þar komi fram séu t.d. nöfn starfsfólks, umræður um kjaramál, framgang og líðan í starfi og almennt um starfssambandið. Einnig sé um að ræða vinnuskjal sem aðeins sé ætlað framkvæmdastjóra og stjórn, enda skjalið útbúið til eigin nota við undirbúning ákvarðana og hafi ekki og verði ekki afhent út fyrir félagið. Þá innihaldi skjalið engar upplýsingar um endanlegar afgreiðslur mála.</p> <p style="text-align: justify;">Í byrjun febrúar 2022, að beiðni framkvæmdastjóra Herjólfs, hafi mannauðsráðgjafi hitt allt fastráðið starfsfólk félagsins í starfsmannaviðtölum. Markmiðið hafi verið að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti. Hún hafi skilað af sér helstu niðurstöðum starfsmannasamtalanna við starfsfólk félagsins til framkvæmdastjóra ásamt tillögum að lausnum. Í niðurstöðunum sé að finna beinar tilvitnanir í orð starfsfólks ásamt því að starfsfólk sé þar nafngreint. Fenginn hafi verið utanaðkomandi sérfræðingur til verksins þar sem slík þekking fyrirfinnist ekki innan félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að Herjólfur sé opinbert hlutafélag og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga sé meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að niðurstöðu úttektar mannauðsráðgjafa frá því í mars 2022 sem ber heitið „Greining á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi“. Synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. byggir á því að um vinnugagn sé að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn varði málefni starfsmanna, sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar samkvæmt 2. og 3. gr. hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:</p> <p style="text-align: justify;">Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að verða fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […] Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins.</p> <p style="text-align: justify;">Sú úttekt sem mál þetta varðar uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið rituð eða útbúin af starfsmönnum Herjólfs sjálfs og verður, þegar af þeirri ástæðu, ekki á það fallist að líta megi á hana sem vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. </p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar úttektar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um greiningu á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi og settar fram helstu niðurstöður og tillögur að lausnum. Markmið úttektarinnar var að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur hefur borið fyrir sig að úttektin teljist í heild sinni til upplýsinga um málefni starfsmanna í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi félagsins er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig þessi takmörkun getur átt við um skjalið. Í þessu samhengi er áréttað að um er að ræða undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings sem skýra beri þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að til mála sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., teljist t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Samkvæmt þessu má álykta að almenn málefni starfsmanna falli utan starfssambandsins, svo sem athuganir á starfsskilyrðum stofnunar og skýrslur um árangur eða stefnumótun.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það kann að vera að unnt sé að fella einhverjar þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hins vegar að ákvæðið geti ekki átt við um skjalið í heild. Í því sambandi skal nefnt að úrskurðarnefndin hefur farið yfir skjalið og telur hluta af því vera þess efnis að til greina komi að veita kæranda aðgang. Þá kunna tilteknar upplýsingar í úttektinni að vera þess efnis að þær falli undir einkamálefni þeirra sem í hlut eiga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Í slíkri meðferð felst þá að fara verður yfir úttektina með hliðsjón af því hvaða upplýsingar skuli undanþegnar aðgangi kæranda, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum veita kæranda aðgang að öðrum hlutum úttektarinnar, sbr. 3. mgr. 5. gr. þar sem fram kemur að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja A um aðgang umbeðnum gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1124/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1124/2023 í máli ÚNU 22060012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. júní 2022, kærði A, blaðamaður hjá mbl.is, synjun utanríkisráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. maí 2022, óskaði B, blaðamaður hjá mbl.is og Morgunblaðinu, eftir upplýsingum í tengslum við 16. gr. a og 16. gr. b reglugerðar um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, og hvort greinarnar hefðu verið notaðar til útgáfu vegabréfa á síðustu tveimur vikum. Nánar tiltekið var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á tímabilinu óskað eftir því að Útlendingastofnun gæfi út vegabréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna þótt viðkomandi uppfyllti ekki kröfu um að vera löglega búsettur á Íslandi, sbr. 16. gr. a reglugerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, í hve mörg skipti á síðastliðnum tveimur vikum, hvers vegna þau hafi verið gefin út og hversu lengi þau hafi verið látin gilda.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á síðastliðnum tveimur vikum falið sendiskrifstofu eða kjörræðismanni að gefa út neyðarvegabréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna, sbr. 16. gr. b reglugerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, hve mörg slík vegabréf hafi verið gefin út á tímabilinu, hver gildistími þeirra væri og ástæður þess að þau hafi verið gefin út.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort það væri rétt skilið að með útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar væri einstaklingum ekki veittur ríkisborgararéttur heldur aðeins íslenskt vegabréf.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft ákvæðin hefðu verið notuð síðan þau tóku gildi, og hve langur gildistími vegabréfanna hefði verið að meðaltali.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins áframsendi B beiðnina til ráðuneytisins til kæranda í máli þessu samdægurs. Kærandi ítrekaði erindi B til ráðuneytisins sama dag og óskaði eftir að erindið yrði kannað fyrir kvöldið. Með erindi til kæranda og B, dags. 20. maí 2022, svaraði ráðuneytið og taldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og synjaði beiðninni að hluta. Hvað varðaði þriðja lið fyrirspurnarinnar þá væri það rétt skilið að útgáfa vegabréfs á grundvelli 16. gr. reglugerðarinnar fæli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að hinn 23. apríl 2022 hafi kærandi óskað eftir nánari rökstuðningi frá ráðuneytinu og ítrekað svo beiðnina með símtali. Hinn 9. júní 2022 hafi umbeðinn rökstuðningur ekki enn borist og því óski kærandi eftir að fá úr málinu skorið á vettvangi úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 12. júní 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 4. júlí 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að ráðuneytið hafi svarað erindi kæranda hinn 20. maí 2022 og ekki séð sér fært að verða við beiðninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga og var beiðninni synjað. Einum lið beiðninnar hafi þó verið svarað á þá leið að útgáfa vegabréfa á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar um íslensk vegabréf feli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar. Jafnframt hafi kæranda verið bent á rétt til eftirfarandi rökstuðnings og leiðbeint með kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar. Beiðni um nánari rökstuðning hafi borist ráðuneytinu 23. maí 2022 þar sem óskað var eftir nánari útlistun á því hvernig 9. og 10. gr. upplýsingalaga ætti við um hvern lið beiðninnar. Ráðuneytið hafi ekki náð að senda kæranda umbeðinn rökstuðning áður en kæran barst úrskurðarnefndinni og því líti ráðuneytið svo á að umsögnin feli jafnframt í sér rökstuðning til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl 2022 hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breytingin, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðarákvæða, séu einkum höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niðurstaða ráðuneytanna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998, og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tímasetningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðuneytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra tölfræðiupplýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórnvöldum sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegnum íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífsverndarreglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lögheimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og aðsetur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær útgefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upplýsinga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að útiloka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hagsmunum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vegabréfaútgáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upplýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðuneytið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, samhengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. júlí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýringum um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða sem bætt var við reglugerð um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, vorið 2022. Utanríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikilvæga almannahagsmuni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almennings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar upplýsingar teljist ekki fyrirliggjandi mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndarandlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úrskurðarnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A, blaðamanni hjá mbl.is, um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1123/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1123/2023 í máli ÚNU 22050014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. maí 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), þá ákvörðun utanríkisráðuneytis að synja beiðni hans um upplýsingar um hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grunni reglugerðarbreytingar um íslensk vegabréf sem tók gildi í lok apríl 2022 og hvenær þau vegabréf voru gefin út.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, synjaði utanríkisráðuneytið beiðni kæranda á þeim grundvelli að ráðuneytið teldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fyrirspurn kæranda sé almenn og í henni sé ekki farið fram á upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni nokkurs einstaklings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Spurt hafi verið um tölfræði og tímasetningar. Fjarstæðukennt sé að halda því fram að hægt sé að synja fyrirspurninni á grundvelli 9. gr. laganna. Þá hafi kærandi ekki óskað eftir neinum þeim upplýsingum sem í 10. gr. upplýsingalaga getur, heldur um fjölda útgefinna vegabréfa og hvenær þau voru veitt. Enn fjarstæðukenndara sé að halda því fram að fyrirspurnin stangist á við 10. gr. laganna. Miðað við svör og viðmót ráðuneytisins telji kærandi ljóst að ráðuneytið ætli sér að drepa málinu á dreif og vonast til þess að úrvinnsla úrskurðarnefndarinnar taki það langan tíma að áhugi á málinu sem fréttaefni verði búinn að dvína þegar niðurstaða hennar liggi loks fyrir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 25. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 10. júní 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf, nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breytingin, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðarákvæða, séu einkum höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niðurstaða ráðuneytanna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998 og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tímasetningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðuneytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréf til útlendinga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra tölfræðiupplýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórnvöldum sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegnum íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífsverndarreglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lögheimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og aðsetur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær útgefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upplýsinga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að útiloka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hagsmunum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vegabréfaútgáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upplýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðuneytið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, samhengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. júní 2022, segir að það geti ekki talist fullgild rök að vísa til ímyndaðra „óheppilegra getgátna“ sem forsendu fyrir því að synja fjölmiðli í lýðræðisríki aðgengi að tölfræði um úthlutun vegabréfa. Ráðuneytið hafi ekkert fyrir sér í því hvernig farið verði með umræddar upplýsingar og hver umræða um þær geti verið. Í gildi séu lög um fjölmiðla, nr. 38/2011, og fjallar 26. gr. þeirra um lýðræðislegar grunnreglur. Sömu lög skylda fjölmiðla til að setja sér ritstjórnarstefnu sem birt sé á vef Fjölmiðlanefndar. Ávirðingar, sem byggi ekki á neinum lagalegum grunni, um að fjölmiðlar geti unnið þannig úr tölfræðilegu efni að það leiði til „óheppilegra getgátna“ séu ekki rökstuddar með neinum hætti í umsögn ráðuneytisins. Slík vinnubrögð gangi auk þess gegn ákvæðum laga um fjölmiðla. Um sé að ræða fyrirslátt og huglæga forsendu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ekki með nokkru vitrænu móti tekið gilda. Auk þess megi færa sterk rök fyrir því að synjun á afhendingu upplýsinga um þessi mál leiði frekar til „óheppilegra getgátna“ en það að afhenda ábyrgum fjölmiðlum upplýsingar um hvernig stjórnvald nýti heimild sína til útgáfu vegabréfa, og þeir fái fyrir vikið betri upplýsingagrunn til að byggja umfjöllun sína á. Því sé innra ósamræmi í þessari röksemdarfærslu ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríki sé meðal annars það að veita stjórnvöldum aðhald. Hér sé um að ræða reglugerðarsetningu sem feli í sér stórfellda breytingu á framkvæmd útgáfu vegabréfa, sem færi einum ráðherra nánast geðþóttavald við úthlutun þeirra. Ríkir hagsmunir séu fyrir því að fjölmiðlar og almenningur séu upplýstir um framkvæmdina enda hafi stjórnvöld ekki gefið neitt út um hvernig þessari fordæmalausu heimild sé beitt. Það sé fjarstæðukenndur fyrirsláttur og útúrsnúningur að mikilvægum almannahagsmunum sé fórnað og geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, ef önnur lönd frétti af því hvernig heimildinni beitt líkt og ráðuneytið haldi fram. Ef úthlutun vegabréfa á grundvelli nýsettrar reglugerðar ógni öryggi ríkisins eða samskiptum þess við önnur ríki þá sé það úthlutunin sjálf sem ógni því öryggi og samskiptum við önnur ríki, ekki möguleg umfjöllun fjölmiðla um hana. Ef fallist yrði á þá röksemdafærslu ráðuneytisins að möguleg neikvæð umfjöllun geti skapast, fái fjölmiðlar upplýsingar um það hvernig ráðherra beitir valdi sínu, myndu fjölmiðlar sennilega aldrei fá neinar slíkar upplýsingar framar.</p> <p style="text-align: justify;">Sú forsenda, að ráðuneytið telji að með birtingu umbeðinna gagna sé höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, eigi ekki við hvað varði gagnabeiðni kæranda. Óskað hafi verið eftir ópersónugreinanlegum upplýsingum. Ekki sé beðið um aðgengi að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga né um lögheimili nokkurs. Loks telur kærandi mikilvægt að úrskurðarnefndin meti málið heildstætt. Hér sé ráðuneyti að fá nær algjört vald til að úthluta íslenskum vegabréfum með reglugerðarsetningu. Engin umræða um þessa stefnubreytingu við úthlutun vegabréfa hafi farið fram á Alþingi og ekki verði séð á fundargerðum ríkisstjórnar að hún hafi verið til umræðu þar. Almenningur hafi engar upplýsingar um hvers vegna það þótti nauðsynlegt að setja reglugerðina. Allt um ákvörðun um setningu umræddrar reglugerðar bendi til þess að hún hafi verið tekin bak við luktar dyr og enga skýringar hafi verið gefnar á nauðsyn hennar. Hér reyni á aðhaldshlutverk fjölmiðla við að krefjast svara. Brýn nauðsyn sé fyrir því að ráðuneytið upplýsi almenning eins mikið og kostur er um beitingu heimildarinnar til að úthluta vegabréfum á grundvelli reglugerðarinnar. Birting á tölfræði um fjölda úthlutaðra vegabréfa sé lágmarkskrafa.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýringum um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grundvelli breytingar á reglugerð um vegabréf og hvenær útgáfan hafi átt sér stað. Utanríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikilvæga almannahagsmuni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almennings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar tölfræðiupplýsingar liggi ekki fyrir mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndarandlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úrskurðarnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1122/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsóknir um starf hjá þeim aðilum sem heyrðu undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknar frestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ekki átt við um starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem félagið væri ekki stjórnvald heldur lögaðili í meirihlutaeigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1122/2022 í máli ÚNU 22110024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja honum um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu forstjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf forstjórans og fjölda umsókna með erindi, dags. 29. nóvember 2022. Sama dag barst svar frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að upplýsingar um nöfn umsækjenda yrðu ekki birtar. Fjöldi umsókna yrði gefinn upp þegar nýr forstjóri yrði kynntur til leiks.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur var byggð á 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en ákvæði 2. mgr. þeirrar greinar um að skylt væri að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, ætti ekki við um Orkuveitu Reykjavíkur heldur aðeins um opinbera starfsmenn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Orkuveitu Reykjavíkur með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Orkuveita Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í umsögninni kemur fram að skyldan til að birta upplýsingar um umsækjendur taki til stjórnvalda þar sem opinberir starfsmenn starfa. Við mat á því hvort störf falli þar undir sé horft til laga um opinbera starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Orkuveita Reykjavíkur sé sameignarfyrirtæki sem starfi á grundvelli laga nr. 136/2013. Þótt félagið fari með margvísleg og fjölbreytt verkefni teljist það ekki stjórnvald og sé skyldan til að birta eða veita upplýsingar um umsækjendur um störf hjá félaginu því ekki til staðar samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. </p> <p style="text-align: justify;">Orkuveita Reykjavíkur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Ljóst er að ákvæði upplýsingalaga gilda því almennt um starfsemi félagsins nema sérákvæði annarra laga kveði á um annað. Um rétt kæranda til aðgangs til upplýsinganna fer því almennt eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Takmörkunin er útfærð nánar í 7. gr. þar sem fram kemur í 1. mgr. að rétturinn til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, voru hins vegar samhliða settar undantekningar frá þessari sérreglu um málefni starfsmanna í 1. mgr. 7. gr. sem fram koma í 2.–4. mgr. 7. gr. Þannig er í 2. mgr. kveðið á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um tiltekin atriði sem varða opinbera starfsmenn. Þær upplýsingar eru síðan taldar upp í fimm tölusettum liðum en meðal þeirra eru nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þá taki hugtakið <em>opinberir starfsmenn</em> samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefndin einsýnt að félag í meirihlutaeigu hins opinbera eins og Orkuveita Reykjavíkur geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að Orkuveita Reykjavíkur sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Af því leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu forstjóra félagsins getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er hins vegar að finna sérreglu um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmann lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. en sem fyrr segir heyrir Orkuveita Reykjavíkur undir síðastnefnda ákvæðið. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um er að ræða opinbera starfsmenn hjá stjórnvöldum eða starfsmenn lögaðila. Þar sem ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda þegar sótt er um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, verður að líta svo á að slík skylda sé ekki til staðar í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til framangreinds á kærandi ekki rétt til upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því var félaginu heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjanda um stöðu forstjóra hjá félaginu og verður hin kærða ákvörðun staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. nóvember 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu forstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1121/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var afgreiðsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni kæranda um áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á úrgangi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kvað gögnin ekki fyrirliggjandi en vísaði kæranda á vefsíðu sína þar sem upplýsingar um málið væru aðgengilegar. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að áætlunin lægi ekki fyrir hjá eftirlitinu. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1121/2022 í máli ÚNU 22110021.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 24. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stundinni, afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði með erindi, dags. 30. október 2022, eftir áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Vegna tafa á afgreiðslu beiðninnar vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Heilbrigðiseftirlit Suðurlands afgreiddi beiðni kæranda með erindi, dags. 9. nóvember 2022. Kom þar fram að áætlun frá Terra lægi ekki fyrir hjá heilbrigðiseftirlitinu að öðru leyti en því sem fram hefði komið í tölvupósti til kæranda hinn 17. október 2022. Í þeim tölvupóstssamskiptum hafði kærandi spurt um það hvort Terra myndi þurfa að flytja allan úrganginn á sinn kostnað eða væri nóg fyrir fyrirtækið að hreinsa úrganginn. Svar heilbrigðiseftirlitsins var á þá leið að allur óhæfur úrgangur yrði fjarlægður, en leitast yrði við að skilja mold og annan jarðveg eftir. Terra bæri allan kostnað af aðgerðum.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni. Kærandi vísaði málinu að nýju til úrskurðarnefndarinnar hinn 24. nóvember 2022, og vísaði til þess að hann teldi að heilbrigðiseftirlitið hefði áætlun Terra undir höndum. Því til stuðnings vísaði kærandi til tölvupósts sem heilbrigðiseftirlitið sendi til fulltrúa sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í lok september 2022. Í þeim pósti hefði komið fram að ákveðið hefði verið að Terra tæki saman áætlun um hreinsun á svæðinu, þar sem m.a. skyldi koma fram áætlað umfang verkefnisins, hvert áformað væri að flytja úrganginn og áætluð verklok.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands með erindi, dags. 25. nóvember 2022, og heilbrigðiseftirlitinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heilbrigðiseftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 28. nóvember 2022. Í henni kemur fram að áætlunin hafi legið fyrir 11. nóvember 2022. Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki í vörslum sínum sérstakt skjal með áætlun frá Terra, heldur birtist áætlunin í starfsleyfisskilyrðum vegna landmótunar á Spóastöðum, sem kynnt hefðu verið á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins hinn 11. nóvember 2022. Í skilyrðunum kæmi m.a. fram eftirfarandi:</p> <p style="text-align: justify;">Markmið starfseminnar er að hreinsa svæðið af óæskilegu efni sem hefur safnast upp [svo sem af] plasti sem að mestu eru plastpottar úr garðyrkju. Áætlað heildarmagn sem um ræðir og verður tekið til hreinsunar af svæðinu er um 100 tonn, þar af [nemur plast u.þ.b.] 10%. Verktaki notar búnað til að flokka þann úrgang frá og verður hann fluttur í Álfsnes til urðunar. Að því loknu[…] verði gengið frá svæðinu þannig að það sé tilbúið til ræktunar og falli að umhverfinu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu telur að hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands liggi fyrir áætlun Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Heilbrigðiseftirlitið vísar til þess að slík áætlun liggi ekki fyrir að öðru leyti en sem kemur fram í starfsleyfisskilyrðum vegna landmótunar á Spóastöðum sem kynnt voru á vef heilbrigðiseftirlitsins í nóvember 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að áætlun Terra liggi ekki fyrir. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið jafnframt vísað kæranda á vefsíðu sína þar sem upplýsingar um málið eru aðgengilegar, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 24. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1120/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Í málinu gerði kærandi athugasemdir við að tiltekin símtöl sem hann hefði óskað aðgangs að hjá Kópavogsbæ væru ekki til í formi upptöku. Þá var deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks laut kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu að þau símtöl sem kærandi óskaði aðgangs að hefðu ekki verið hljóðrituð. Þá taldi úrskurðarnefndin að Kópavogsbæ væri óskylt að búa til lista yfir símtöl við skipulagsdeild bæjarins, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Loks kæmi það í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinntu skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1120/2022 í máli ÚNU 22110020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans um gögn. Fram kemur í kærunni að kærandi hafi unnið að því að fá samþykkta breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við fasteign sína. Hinn 19. ágúst 2022 óskaði kærandi eftir aðgangi m.a. að eftirfarandi gögnum vegna málsins:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upptökum af öllum símtölum kæranda við starfsmenn skipulagsdeildar Kópavogsbæjar frá 21. október 2021 til 19. ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Upptökum af símtölum B, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi, við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19. ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Lista yfir fundi og símtöl, fundargerðum og minnispunktum vegna samskipta B við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19. ágúst 2022.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Kópavogsbæjar, dags. 1. september 2022, kom fram að símtöl væru að jafnaði ekki hljóðrituð nema hjá velferðarsviði bæjarins að hluta til. Þá héldu starfsmenn almennt ekki yfirlit yfir símtöl. Starfsmaður skipulagsdeildar kvæðist hafa átt símtöl við B og tölvupóstssamskipti en enginn fundur hefði átt sér stað. Kærandi svaraði erindinu samdægurs og ítrekaði beiðni um lista yfir símtöl B til skipulagsdeildar vegna máls kæranda, tímasetningu og -lengd auk viðmælanda.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 21. september 2022, kom fram að samkvæmt upplýsingum frá upplýsingatæknideild bæjarins væri nú búið að kalla fram hrágögn úr símtalalista hjá bænum, en það þurfi að forrita til að geta lesið eitthvað út úr upplýsingunum, þar sem um sé að ræða endalausa textastrengi úr símkerfinu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 28. október 2022 var kærandi upplýstur um það að ekki væri hægt að verða við beiðni kæranda um yfirlit yfir símtöl nema með nokkrum tilkostnaði. Upplýsingaskylda stjórnvalda næði til fyrirliggjandi gagna. Yfirlit um símtöl frá ákveðnu símanúmeri til starfsmanna skipulagsdeildar lægi ekki fyrir nema í formi sem ekki væri læsilegt nema leitað væri til forritara.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fullyrðing Kópavogsbæjar um að símtöl séu ekki hljóðrituð skjóti skökku við þar sem bæjarstjóri hafi lagt til við kæranda að samskipti færu fram í gegnum tölvupóst eða hljóðrituð símtöl. Þá sé kærandi ósammála Kópavogsbæ að beiðni hans um lista yfir símtöl feli í sér að búa þurfi til ný gögn, þar sem aðeins sé óskað eftir gögnum sem séu þegar til. Loks bendir kærandi úrskurðarnefndinni á að skjölun og vistun gagna hjá bænum sé ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Kópavogsbæ með erindi, dags. 24. nóvember 2022, og bænum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Kópavogsbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í henni kemur fram að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð. Þá hafi verið látið kanna hvort hægt væri að nálgast yfirlit yfir símtöl til og frá símanúmerum starfsmanna. Svo hafi ekki reynst vera og því hafi ekki verið annað hægt en að synja beiðni kæranda. Þá telur Kópavogsbær að eftirlit með skráningu og vistun gagna heyri ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu sama dag og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu gerir kærandi athugasemdir við að símtöl þau sem hann hefur óskað aðgangs að séu ekki til í formi upptöku. Þá er deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks lýtur kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Kópavogsbær hefur fullyrt að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð og því séu ekki til upptökur af símtölunum sem unnt sé að afhenda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Kópavogsbæjar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna og ber að vísa slíkri kæru frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi beiðni kæranda um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins hefur komið fram af hálfu Kópavogsbæjar að til að unnt sé að afhenda slíkan lista á því formi sem kærandi hefur óskað eftir þurfi að leggjast í vinnu til viðbótar við þá sem þegar hafi verið unnin, eftir atvikum með aðkomu forritara með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er samkvæmt þessu að sá listi sem óskað hefur verið eftir er ekki fyrirliggjandi heldur þarf að búa hann sérstaklega til svo hægt sé að verða við beiðni kæranda. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að vinnan sem það útheimtir sé að umfangi verulega umfram þá aðgerð að veita kæranda aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi upplýsingalaga og að Kópavogsbæ sé ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að búa listann til. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Kópavogsbæjar á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 23. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1119/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um starfsmannaveltu hjá félaginu. Félagið kvað slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu væru ekki fyrirliggjandi. Þá væri Herjólfi ekki skylt að taka saman þau gögn þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna, þar sem ljóst þætti að slík gögn heyrðu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1119/2022 í máli ÚNU 22070004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. júlí 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðnum hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu, dags. 7. mars og 7. júní 2022. Í svari félagsins, dags. 23. apríl 2022, kom fram að allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að starfsmannavelta hjá félaginu hafi verið mikil og hröð. Slík velta sé dýr fjárhagslega. Að vera sífellt að þjálfa upp fólk hljóti að varða öryggi farþega, farms og áhafnar. Kærandi óski ekki eftir nöfnum eða kennitölum heldur aðeins fjölda þeirra sem koma og fara.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. ágúst 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að gögn sem kæran lýtur að liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman. Þá er vísað til þess að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem upplýsingalög taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Herjólfur hafni öllum beiðnum um upplýsingar sem varði starfssamband félagsins við starfsmenn.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. september 2022, kemur fram að kærandi hafi aðeins óskað eftir upplýsingum um hraða starfsmannaveltu hjá félaginu. Það ætti ekki að vera leyndarmál hvaða starfsmenn hætti, m.a. með hliðsjón af því að nöfn starfsmanna hverju sinni séu opinberar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá félaginu. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1095/2022, 1090/2022 og 919/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram kemur í umsögn Herjólfs tók félagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaðan sú að slíkar upplýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu séu ekki fyrirliggjandi. Þá er Herjólfi ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfsmanna og um starfslok þeirra. Því er fallist á það með Herjólfi að félaginu sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 6. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1118/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með úrbótaáætlun vegna ýmissa þátta í rekstri Herjólfs. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja aðgangi kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að félaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu. Var ákvörðun félagsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1118/2022 í máli ÚNU 22060023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 25. apríl 2022 óskaði kærandi eftir tímasettri áætlun til úrbóta á athugasemdum vegna öryggismála um borð í Herjólfi. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að tímasett áætlun til úrbóta væri vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að krafa kæranda sé sú að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn. Við eftirlitsskoðun á skipinu hafi komið fram alvarlegar athugasemdir. Í skipi sem flytji tugþúsundir farþega hljóti að skipta máli hvort öryggisatriði séu í lagi. Orðhengilsháttur um vinnuskjal hljóti að vera léttvægur fundinn þar hjá, því sé þessi kæra fram sett.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. júlí 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Herjólfs, dags. 25. júlí 2022, segir að í svari félagsins til kæranda hafi komið fram að áætlunin væri vinnuskjal og aðeins notað sem slíkt. Gögnin sem um ræði sé excel-skjal, svokallaður verkefnalisti. Skjalið sé yfirlit yfir ýmis verkefni sem snúi að ýmsum þáttum í rekstri skipsins og útlisti hvaða verkefnum þurfi að sinna, hver ætli að gera það og hvenær því eigi að ljúka. Sambærileg yfirlit séu þekkt á ýmsum formum í rekstri skipsins og tilgangurinn að vinna út frá þeim við ákvarðanir sem tengist rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjal. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. </p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða verkefnalista og áætlun yfir úrbætur og ástand skipsins Herjólfs, aðgerðir til úrbóta, úrvinnsluaðila og áætlaðar lokadagsetningar úrbóta ásamt áætlun um uppsetningu og innleiðingu viðhaldskerfis og greiningar á verkefnum. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt skýringum Herjólfs er skjalið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri skipsins og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem skylt er að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri skipsins er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1117/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lögmannstofu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tilteknu tímabili. Kæranda höfðu verið afhentir reikningar þar sem afmáðar voru að hluta til m.a. upplýsingar um einingarverð og magn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki nægilega í ljós leitt að umræddar upplýsingar næðu til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær væru sérstaklega til þess fallnar að valda lögmannsstofunni tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir lögmannsstofunnar vægju ekki eins þungt og hagsmunir almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var því lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda þá reikninga sem afhentir voru án þess að afmáðar væru upplýsingar um tímagjald og -fjölda og upplýsingar um hvenær vinna lögmannsstofunnar var innt af hendi. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1117/2022 í máli ÚNU 22060001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 30. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af reikningum, þar á meðal sundurliðuðum tímaskýrslum, vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu september til desember 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið svaraði erindi kæranda hinn 22. apríl 2022 og tók fram að reikningarnir væru aðgengilegir almenningi á vefsíðunni opnirreikningar.is. Jafnframt fylgdu svarbréfi ráðuneytisins afrit af umræddum reikningum, að undanskildum upplýsingum sem ráðuneytið hafði afmáð með vísan til 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í svari ráðuneytisins er tekið fram að reikningarnir vörðuðu annars vegar lögfræðiráðgjöf Íslaga vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við svari ráðuneytisins samdægurs og kvað ráðuneytið enn eiga eftir að veita upplýsingar um tímagjald og tímafjölda lögfræðiráðgjafar Íslaga og hvenær vinnan hefði verið innt af hendi. Með erindi, dags. 6. maí 2022, hafnaði ráðuneytið að veita kæranda upplýsingar um tímagjald og tímafjölda lögfræðiráðgjafar Íslaga á þeim grundvelli að þær vörðuðu virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá kom fram að reikningarnir vörðuðu tímabilið maí til október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að í málinu þurfi að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum almennings að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Eðlilegt sé að þeir lögaðilar sem geri samninga við opinbera aðila geri sér grein fyrir hinum síðarnefndu hagsmunum almennings og að upplýsingar um samningsatriði kunni að vera gerðar opinberar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að Íslög hafi unnið gríðarlega mikið fyrir hið opinbera undanfarin ár og þóknanir ráðuneytisins til stofunnar nemi rúmlega 200 millj. kr. frá árinu 2016. Þá hafi öll vinna Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Í ljósi gríðarlegs umfangs á vinnu Íslaga og fjárhæðar ráðgjafaþóknunar ráðuneytisins fyrir hana hafi almenningur augljósa hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þ.e. einingarverð og fjölda eininga. Án slíkra upplýsinga geti almenningur ekki gert sér grein fyrir því hvernig opinberu fé sé ráðstafað.</p> <p style="text-align: justify;">Þá er í kæru áréttað markmið upplýsingalaga um að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum. Almenna reglan sé sú að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum nema til staðar séu réttlætanleg sjónarmið, sem jafnframt séu studd með lögum, til að undanskilja upplýsingar úr gögnum. Í þessu tilviki séu engin slík sjónarmið til staðar og fyrri úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál styðji það fullum fetum.</p> <p style="text-align: justify;">Að lokum fer kærandi fram á að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda upplýsingar um tímagjald, upplýsingar um tímafjölda og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga hafi verið innt af hendi.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 1. júní 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. júní 2022. Samhliða afhenti ráðuneytið úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í trúnaði. Í umsögninni segir að í máli þessu takist á tvö sjónarmið. Annars vegar hafi almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér ráðstöfun fjármuna af hálfu hins opinbera. Á þessum grundvelli hafi ráðuneytið látið kæranda í té allar þær upplýsingar um greiðslur til Íslaga sem það taldi heimilt samkvæmt upplýsingalögum að veita. Hins vegar geti einkaaðilar haft hagsmuni af því að ekki sé upplýst opinberlega með nákvæmum hætti um verðlagningu þeirra á þjónustu í þágu opinbers aðila. Ítarlegar upplýsingar um einingarverð geti eftir atvikum haft áhrif á samningsstöðu viðkomandi fyrirtækis, bæði gagnvart öðrum viðskiptavinum og framtíðar viðsemjendum. Svo hátti til í þessu máli að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda hafi verið synjað um, séu til þess fallnar að valda fyrirtækinu slíku tjóni ef aðgangur verði veittur að þeim.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að við mat á framangreindum hagsmunum hafi ráðuneytið horft til þess að þegar hefðu verið veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna viðskipta ráðuneytisins og Lindarhvols við Íslög og að grunnupplýsingar um reikningana, m.a. fjölda og tímabil, væru aðgengilegar á vefsíðunni opnirreikningar.is. Jafnframt hafi ráðuneytið horft til þess að um væri að ræða tiltölulega nýlegar upplýsingar. Að öllu þessu virtu telji ráðuneytið að viðskiptahagsmunir fyrirtækisins vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að nálgast þær upplýsingar sem eftir standi, þ.e. um nákvæmt einingarverð og tímafjölda. Kærandi hafi þegar verið upplýstur um að reikningarnir varði tímabilið maí til október 2021. Þá séu tímaskýrslur ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 16. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. júní 2022, segir að ljóst sé, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi margsinnis kveðið á um, að lögaðilar sem geri samninga við hið opinbera þurfi að gera sér grein fyrir því að upplýsingar um þau viðskipti kunni að vera gerð opinber. Þá séu þær fjárhæðir sem lögmannsstofan hafi móttekið svo umfangsmiklar að þær fari langt yfir þau viðmið sem notast sé við við opinber útboð. Í ljósi umfangsins sé augljóst að almenningur hafi mikla og ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þar á meðal einingarverð og vinnutímabil. Án þess að fá upplýsingar um einingarverð, fjölda eininga og hvenær vinnan hafi verið innt af hendi sé ógjörningur að átta sig á því með hvaða hætti sé verið að nýta almannafé í greiðslu til utanaðkomandi ráðgjafa.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, vakti kærandi athygli úrskurðarnefndarinnar á því að félagið Lindarhvoll ehf. hefði árið 2019 afhent kæranda verksamning milli félagsins og Íslaga þar sem tímagjald stofunnar og afsláttur kæmi fram. Í ljósi þessa væri óskiljanlegt hvernig hægt væri að færa rök fyrir því í þessu máli að sömu upplýsingum skyldi haldið leyndum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. til afhendingar gagna er beiðni kæranda lýtur að. Lögmannsstofan svaraði hinn 30. nóvember 2022. Í svarinu er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu september til desember 2021. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda honum tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þá reikninga sem innihalda upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Reikningarnir eru báðir gefnir út í lok nóvember 2021 og varða samkvæmt gögnum málsins vinnu lögmannsstofunnar á tímabilinu maí til október 2021. Í reikningunum sem afhentir voru kæranda voru afmáðar að hluta til upplýsingar um lýsingu á verkinu. Þá voru afmáðar upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað umrædd gögn með tilliti til þess að vega saman hagsmuni viðkomandi félags af því að leynd sé haldið um þessi gögn annars vegar og svo þá almannahagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi hins vegar. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í þessum tilvikum takast á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Með hliðsjón af tilgangi upplýsingalaga og meginreglu 5. gr. um upplýsingarétt almennings er tilhneigingin fremur sú að veita beri aðgang að upplýsingunum í slíkum tilvikum, þrátt fyrir hagsmuni hins einkaréttarlega fyrirtækis sem samkvæmt upplýsingalögunum, verða að vera mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. </p> <p style="text-align: justify;">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga. </p> <p style="text-align: justify;">Í umræddum reikningum koma fram upplýsingar sem hugsanlega geta varðað einhverja viðskiptahagsmuni þess félags sem hlut á að máli. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar, þótt eitthvert óhagræði kunni að geta fylgt því að kærandi fái aðgang að þeim. Þá ítrekar nefndin að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Íslög ehf. hafa af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í erindi Íslaga ehf., dags. 30. nóvember 2022, breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af því sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að þegar hafi verið veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna viðskipta við Íslög ehf. og grunnupplýsingar um reikningana séu aðgengilegar opinberlega tekur úrskurðarnefndin fram að það samrýmist ekki ákvæðum upplýsingalaga að takmarka aðgang að gögnum á þeim grundvelli að nægilega miklar upplýsingar hafi þegar verið veittar til að uppfylla upplýsingaskyldu á grundvelli laganna. Meginregla laganna er fortakslaus um að almenningur eigi rétt á öllum fyrirliggjandi gögnum hjá þeim sem heyra undir gildissvið laganna, nema takmarkanir samkvæmt 6.–10. gr. eigi við um gögnin, og að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verður því að fella úr gildi ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis og leggja fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., þá reikninga sem […] voru afhentir hinn 22. apríl 2022, án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og -fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1116/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Lyfjastofnunar á beiðni um aðgang að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna sem innihéldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis hefði valdið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggðist á því að slík samantekt væri ekki fyrirliggjandi og að stofnuninni væri óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að slík samantekt teldist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem ekki væri hægt að kalla upplýsingar þar að lútandi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1116/2022 í máli ÚNU 22030004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. mars 2022, kærði A synjun Lyfjastofnunar, dags. 15. febrúar 2022, á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um sundurliðun fjölda tilkynninga vegna aukaverkana af bólusetningum gegn Covid-19 eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Í upphaflegri beiðni kæranda til Lyfjastofnunar vakti hann athygli á því að í samantekt stofnunarinnar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna, sem reglulega væri birt á vef Lyfjastofnunar, væri ekki greint á milli þess hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu. Því óskaði kærandi eftir uppfærðri samantekt þar sem þessi sundurgreining kæmi fram. Lyfjastofnun svaraði kæranda hinn 9. febrúar 2022. Þar kom fram að sem stæði birti stofnunin vikulega frétt um sundurliðun á tilkynningum vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru ekki fyrirliggjandi og útheimtu vinnu starfsfólks.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu daginn eftir. Þar fór hann fram á að erindi sínu yrði svarað á grundvelli upplýsingalaga og ítrekaði beiðni sína um uppfærða samantekt Lyfjastofnunar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna þar sem búið væri að bæta við þeirri sundurgreiningu hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 15. febrúar 2022 barst kæranda svar frá Lyfjastofnun. Þar kom fram að samantekt á upplýsingum um sundurliðun aukaverkana eftir skammti bóluefnis væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Upplýsingar um aukaverkanir eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu væru skráðar í gagnagrunn hjá stofnuninni en ekki væri hægt að kalla fram heildstæða sundurliðun um aukaverkanir eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræddi, að svo stöddu. Stofnuninni væri ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiddi af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. málsl. 1. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu samdægurs og vísaði til þess að 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ætti ekki við um beiðni kæranda. Lyfjastofnun hefði viðurkennt að viðkomandi gögn væru til og fyrirliggjandi og ættu að vera auðfáanleg með einföldum gagnagrunnsskipunum. Í svari Lyfjastofnunar, dags. 16. febrúar 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væri ekki hægt að sækja í gagnagrunn Lyfjastofnunar að svo stöddu. Þegar beiðni kæranda hefði komið fram hefði strax verið kannað hvort unnt væri að kalla eftir upplýsingunum en í ljós hafi komið að ekki væri unnt að verða við þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að túlkun Lyfjastofnunar á 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé í takt við aðrar tilraunir ríkisstofnana til að komast hjá því að afhenda upplýsingar með þeim útúrsnúningi að það eitt að sækja fyrirliggjandi gögn í gagnagrunn feli í sér að búa til ný gögn og/eða ný skjöl.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lyfjastofnun með erindi, dags. 9. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lyfjastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 25. mars 2022. Í henni kemur fram að beiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur til safns af upplýsingum úr gagnagrunni. Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá Lyfjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun starfræki lyfjagátarkerfi og haldi úti skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar séu til stofnunarinnar, sbr. 61. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020. Stofnuninni berist aukaverkanatilkynningar meðal annars í gegnum vef stofnunarinnar þar sem einstaklingar, aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk fylli út upplýsingar um þann sem grunur leikur á um að hafi fengið aukaverkun í kjölfar lyfjanotkunar eða bólusetningar. Aukaverkanatilkynningarnar séu síðan færðar inn í gagnagrunn þar sem sérfræðingar Lyfjastofnunar leggi mat á tilkynningarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum hafi verið óskað eftir gögnum um aukaverkanir sundurliðað eftir skammti bóluefnis. Skráning Lyfjastofnunar á þessum upplýsingum, þ.e. aukaverkun með hliðsjón af skammti bóluefnis, gefi ekki rétta mynd. Það grundvallist m.a. á því að breyting hafi orðið á skilgreiningum skammta í desember 2021 sem leiddi til þess að örvunarskammtur í gagnagrunni Lyfjastofnunar geti bæði átt við annan skammt bóluefnis og þann þriðja. Skilgreiningin á skömmtum bóluefnis hafi verið önnur í upphafi faraldurs en hún er í dag og skráning Lyfjastofnunar hafi tekið mið af því. Skráning á aukaverkanatilkynningum hafi því tekið breytingum hvað þetta varðar en í ljósi þess að rúmlega 6.100 aukaverkanatilkynningar hafi borist vegna Covid-19-bóluefna hafi sérfræðingar Lyfjastofnunar ekki getað hafið þá vinnu að leiðrétta þessa skráningu afturvirkt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé einnig mismunandi þegar aukaverkanatilkynning berist hvar upplýsingar um skammt bóluefnis séu skráðar. Nú sé reitur á tilkynningareyðublaði þar sem einstaklingar séu beðnir um að fylla út skammt bóluefnis en sá reitur hafi ekki verið til staðar þegar fyrstu tilkynningarnar bárust. Þannig þyrfti einnig að fletta upp einstaka tilkynningum til þess að komast að því um hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Það sé því ekki hægt að kalla eftir samantekt á þessum upplýsingum úr gagnagrunninum. Nú séu upplýsingar um skammt bóluefnis færðar inn í réttan reit tilkynningarinnar en vinnan við að breyta þessu afturvirkt sé ekki hafin. </p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun muni leiðrétta skráningu á skömmtum bóluefnis í þeim aukaverkanatilkynningum sem hafi borist og uppfæra skráninguna með þeim hætti að unnt sé að kalla eftir samantekt á aukaverkanatilkynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræði. Sú vinna sé ekki hafin og grundvallist það á því að enn sé mikið álag á sérfræðingum Lyfjastofnunar við móttöku aukaverkanatilkynninga en fyrirséð er að vinna við að leiðrétta þessar upplýsingar í gagnagrunnum muni fara fram yfir nokkurra vikna tímabil.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu hafni Lyfjastofnun beiðninni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Þær upplýsingar sem óskað er eftir í gagnabeiðni kæranda sé ekki unnt að skilgreina sem fyrirliggjandi gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun vísi einnig til ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að ef meðferð beiðni tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu megi hafna beiðni. Þau gögn sem óskað er eftir séu ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu en þær upplýsingar sem óskað er eftir sé aðgangur að safni upplýsinga úr gagnagrunni. Útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. apríl 2022, kemur fram að hann telji ljóst að umbeðin gögn liggi fyrir þótt hluti þeirra sé ónákvæmur. Því sé rangt að halda því fram að gögnin liggi ekki fyrir eða að nákvæmari skráning þeirra og uppfærsla sé forsenda þess að þau verði skilgreind sem fyrirliggjandi og jafnframt hæpið að þessi uppfærsla jafngildi því að búa til ný gögn. Það sé því í raun ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í núverandi mynd þar sem fram komi heildarfjöldi aukaverkana af fyrstu sprautu og heildarfjöldi aukaverkana af annarri og þriðju sprautu samanlagt, fram að þeim tíma þar sem sundurgreining hafi farið rétt fram.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þá viðurkenni Lyfjastofnun greinilega að umbeðin gögn séu í raun fyrirliggjandi, en að þau séu ónákvæm að hluta. Það standi þó að mati kæranda ekki í vegi fyrir því að það sé hægt að afhenda þau. Varðandi 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé hún í algjörri mótsögn við það fyrirheit Lyfjastofnunar að einmitt framkvæma þessa vinnu síðar með því að fara yfir viðkomandi gögn og uppfæra þau. Augljóslega eigi tilvísað lagaákvæði einungis við í þeim tilfellum þar sem viðkomandi vinna þyki ekki réttlætanleg vegna þess að hún sé of mikil eða of tímafrek, og verði þar af leiðandi ekki framkvæmd. En þar sem þessi vinna muni fara fram, þá verði augljóslega hægt að afhenda kæranda umbeðin gögn þegar þeirri vinnu ljúki.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindum, dags. 19. og 21. október 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Lyfjastofnun m.a. um það hvort sú vinna Lyfjastofnunar væri hafin sem vísað væri til í umsögn við að leiðrétta skráningu á skömmtum bóluefnis í aukaverkanatilkynningum sem hefðu borist og uppfæra skráninguna með þeim hætti að hægt væri að kalla eftir samantekt á tilkynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Þá var óskað eftir nánari skýringum á eyðublaði fyrir tilkynningu um aukaverkun og þeim gagnagrunni sem tilkynningar væru vistaðar í.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Lyfjastofnunar barst hinn 3. nóvember 2022. Þar kemur fram að aukaverkanatilkynningar berist Lyfjastofnun yfirleitt í gegnum vefeyðublað stofnunarinnar og skráist sjálfkrafa í gagnagrunn hennar þegar þær berast. Reitur á vefeyðublaðinu þar sem hægt sé að tilgreina skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis hafi ekki verið til staðar frá upphafi bólusetninga. Misjafnt sé hvort slíkar upplýsingar komi fram í tilkynningunum, jafnvel eftir að reiturinn hafi komið til sögunnar. Ef þær komi fram geti þær verið á ólíkum stöðum á eyðublaðinu, t.d. undir lýsingu á aukaverkun. Ekki sé hægt að leita í gagnagrunni stofnunarinnar eftir upplýsingum sem komi fram í þeirri lýsingu.</p> <p style="text-align: justify;">Þá geti upplýsingar í reit um skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis verið misvísandi, þar sem hver tilkynning geti innihaldið upplýsingar um fleiri en einn skammt bóluefnis (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt), og jafnvel fleiri en eina tegund bóluefnis (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Lyfjastofnun geti dregið gögnin saman eftir Covid-19-bóluefni og tilkynntum skammti í þar til gerðum reit í gagnagrunninum. Upplýsingarnar gefi hins vegar ekki rétta mynd af aukaverkanatilkynningum fyrir hvern skammt og hverja tegund bóluefnis þar sem ítarlegri upplýsingar geti legið að baki hverri tilkynningu, sbr. framangreint. Gagnagrunnurinn styðji ekki við að draga fram slíkar upplýsingar. Þá sé ljóst að hluti tilkynninganna innihaldi ekki þennan reit.</p> <p style="text-align: justify;">Ef ráðast ætti í þá vinnu að útbúa samantektina þyrfti Lyfjastofnun að fara handvirkt í gegnum rúmlega sex þúsund tilkynningar til að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir í þessum reit, sbr. breytingar á skömmtum sem hafa orðið í gegnum heimsfaraldurinn. Þannig geti örvunarskammtur flokkast sem þriðji skammtur fyrir ákveðin bóluefni en annar skammtur fyrir önnur. Ekki sé hægt að leysa úr þessu nema að fara handvirkt í gegnum allar tilkynningar, vegna takmarkana á gagnagrunni stofnunarinnar. Að lokum þyrfti að yfirfara allar tilkynningar til að tryggja að persónugreinanlegar upplýsingar lægju ekki fyrir í gögnunum.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar leiðréttingu á gagnagrunni hafi Lyfjastofnun ekki komist í það verkefni nema að hluta. Ítrekað sé að í einni tilkynningu um aukaverkun geti verið upplýsingar um aukaverkun eftir fleiri en einn skammt og jafnvel eftir fleiri en eitt bóluefni. Þær upplýsingar sé ekki hægt að draga fram þótt reiturinn á eyðublaðinu yrði uppfærður. Flækjustig tilkynninganna gerir að verkum að þessi reitur bæti í raun engum upplýsingum við fyrir tilkynningarnar. Komið hafi í ljós við vinnuna að það að leiðrétta og uppfæra gögnin bæti engu við gæði tilkynninganna og gefi ekki rétta mynd þar sem tilkynning vegna annarrar eða þriðju sprautu geti einnig innihaldið einkenni vegna fyrstu eða annarrar sprautu og/eða annars bóluefnis.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun tekur einnig fram að ekki sé hægt að draga saman úr gagnagrunni stofnunarinnar upplýsingar um hvaða einkenni séu tilkynnt, þar sem gagnagrunnurinn sé ekki MedDRA-kóðaður. Þannig væri ekki hægt að veita upplýsingar um tilkynntar aukaverkanir eftir Covid-19-bóluefni, skammti bóluefnis og tilkynntum einkennum, þótt farið yrði handvirkt yfir tilkynningarnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur óskað eftir samantekt hjá Lyfjastofnun um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna, sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi valdið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggir á því að slík samantekt sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að henni sé óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá vísar Lyfjastofnun í umsögn til úrskurðarnefndarinnar einnig til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna, um að hafna megi beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 788/2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna, í því formi sem hún var á þegar beiðnin barst Lyfjastofnun.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í XIV. kafla lyfjalaga, nr. 100/2020, er fjallað um lyfjagát Lyfjastofnunar. Samkvæmt 61. gr. laganna skal Lyfjastofnun starfrækja lyfjagátarkerfi til að hafa eftirlit með öryggi lyfja og skal stofnunin halda skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar eru til hennar. Ákvæði kaflans fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/84/ESB frá 15. desember 2010 um breytingu, að því er varðar lyfjagát, á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Í 17. lið aðfararorða tilskipunarinnar kemur fram að tilgangur lyfjagátarkerfis sé að safna upplýsingum sem komi að gagni við eftirlit með lyfjum, þ.m.t. upplýsingum um aukaverkanir, sem grunur er um og sem vart verður í kjölfar þess að lyf er notað. Þá segir í 2. mgr. 101. gr. tilskipunarinnar að aðildarríki skuli nota lyfjagátarkerfið til að meta allar upplýsingar með vísindalegum aðferðum, skoða möguleika á að lágmarka og fyrirbyggja áhættu og grípa til stjórnsýsluaðgerða, að því er varðar markaðsleyfið, ef nauðsyn krefur. Loks segir í c- og d-liðum 1. mgr. 102. gr. tilskipunarinnar að aðildarríkin skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að afla nákvæmra og sannprófanlegra gagna fyrir vísindalegt mat á tilkynningum um aukaverkanir sem grunur er um, og sjá til þess að almenningi séu tímanlega veittar mikilvægar upplýsingar um áhyggjuefni, sem hafa komið í ljós við lyfjagát og tengjast notkun tiltekins lyfs, með því að birta upplýsingarnar á vefgátinni og með öðrum aðferðum við að gera upplýsingar aðgengilegar almenningi, eftir því sem nauðsyn krefur.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu um rétt til aðgangs að gögnum í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr., en þar er kveðið á um skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að það sé misjafnt hvort tilkynning um aukaverkun innihaldi upplýsingar um hvaða skammtur bóluefnis hefur valdið aukaverkun. Innihaldi slík tilkynning upplýsingarnar sé misjafnt hvar í tilkynningunni þær sé að finna. Þannig geti þær komið fram í reit á eyðublaðinu um lýsingu á aukaverkun, en ekki sé hægt að leita í gagnagrunni Lyfjastofnunar eftir texta í þeim reit, sem og í reit sem finna megi í hluta tilkynninganna þar sem tilgreint er hvaða skammtur bóluefnis hafi valdið aukaverkun. Sá reitur geti þó verið því marki brenndur að innihalda upplýsingar um fleiri en einn skammt (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt) og jafnvel fleira en eitt bóluefni (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Gagnagrunnurinn styðji í þeim tilvikum ekki við að draga þær upplýsingar út úr honum. Þannig er ljóst að til að unnt væri að búa til þá samantekt sem kærandi óskar eftir þyrfti að yfirfara þær rúmlega sex þúsund tilkynningar sem borist hafa Lyfjastofnun handvirkt til að tryggja að þær upplýsingar sem þar koma fram skiluðu sér með fullnægjandi hætti í samantektinni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra aðila sem heyra undir gildissvið laganna um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Í ljósi þeirra viðmiða sem leidd verða af 15. gr. upplýsingalaga verður hins vegar að túlka skýringar Lyfjastofnunar um að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi valdið aukaverkun teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að ekki sé hægt að kalla upplýsingar þar að lútandi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Þessar upplýsingar séu því ekki aðgengilegar Lyfjastofnun sjálfri án verulegrar fyrirhafnar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki til álita að leggja fyrir Lyfjastofnun að taka saman ónákvæmar upplýsingar og afhenda kæranda. Telur nefndin það ekki samræmast ákvæðum tilskipunar 2010/84/ESB, þar sem lögð er sérstök áhersla á nauðsyn þess að upplýsingar í lyfjagátarkerfi séu metnar með vísindalegum aðferðum og að þær séu nákvæmar og sannprófanlegar, í því skyni að tryggja heilbrigði sjúklinga og lýðheilsu. Í ljósi alls framangreinds verður að líta svo á að gögnin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Af því leiðir að ekki er þörf á því að fjalla um hvort Lyfjastofnun hafi mátt hafna beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að það fellur utan við valdsvið nefndarinnar að hafa eftirlit með eða leggja fyrir aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að upplýsingar sem skráðar eru í gagnagrunna eða umsýslukerfi hans séu aðgengilegar með tiltölulega einföldum hætti. Þá tekur nefndin fram að Lyfjastofnun er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til þá samantekt sem kærandi hefur óskað eftir, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Þar sem gögn með umbeðnum upplýsingum eru ekki fyrirliggjandi er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 9. mars 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1115/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem vörðuðu hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggðist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda skyldi takmarkaður að teldust vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að stærstur hluti gagnanna tilheyrði stjórnsýslumáli kæranda, en fyrir lá að honum hafði verið sagt upp störfum hjá háskólanum. Sá hluti kærunnar heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Nefndin féllst á að þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn og að háskólanum hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim. Var ákvörðun Háskóla Íslands því staðfest en kærunni að öðru leyti vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1115/2022 í máli ÚNU 22040007.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði 4. og 5. mars 2022 eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann sjálfan, þ.m.t. samskiptum háskólans við þriðju aðila […] síðastliðna mánuði vegna beiðna um upplýsingar […], og upplýsingum um þá aðila sem háskólinn hefði afhent trúnaðarupplýsingar um kæranda án samþykkis.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Háskóla Íslands, dags. 11. mars 2022, kom fram að engin samskipti við þriðju aðila […] lægju fyrir hjá háskólanum. Háskólinn hefði ekki óskað eftir neinum upplýsingum um kæranda frá þriðju aðilum og engum trúnaðarupplýsingum hefði verið miðlað. Svo sem kæranda væri ljóst hefði honum verið sagt upp störfum á reynslutíma […]. Slík ákvörðun væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um aðgang að gögnum í slíkum málum færi samkvæmt 15. gr. þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í tengslum við starf kæranda […] lægju vitanlega fyrir gögn hjá háskólanum vegna hennar, en það væru gögn sem kærandi ætti þegar að hafa undir höndum, svo sem starfsumsókn, ráðningarsamningur og uppsagnarbréf. Var kæranda leiðbeint um að ef hann óskaði eftir þeim gögnum væri sjálfsagt að taka þá beiðni til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ítrekaði beiðnir sínar frá 4. og 5. mars með erindi til háskólans, dags. 10. apríl 2022. Erindinu var svarað 12. apríl og vísað til framangreinds svars frá 11. mars 2022. Í kæru kemur fram að kæranda hafi ekki verið afhent nein gögn á grundvelli upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskóla Íslands með erindi, dags. 13. apríl 2022, og háskólanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin átti í tölvupóstssamskiptum við Háskóla Íslands dagana 2. til 13. maí 2022. Kom þar fram af hálfu háskólans að misskilningur hefði orðið við afgreiðslu beiðni kæranda því ekki hefði verið ljóst að kærandi óskaði í reynd eftir öllum gögnum um sig í vörslum háskólans, sbr. beiðni hans frá 4. mars. Unnið væri að því að taka þau gögn saman og afhenda kæranda. Hinn 13. maí 2022 bárust úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands barst svo úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í henni kemur fram að kærandi hafi verið ráðinn í starf […] en sagt upp störfum […] á reynslutíma ráðningarsamningsins. Í tengslum við starfslokin hafi átt sér stað ýmis samskipti milli kæranda og stjórnenda hjá Háskóla Íslands því það hafi þurft að ganga frá lausum endum.</p> <p style="text-align: justify;">Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi kynnt kæruna fyrir Háskóla Íslands hafi verið farið yfir öll gögn í vörslum háskólans sem gætu tengst málefnum kæranda og hann hefði ekki þegar aðgang að sjálfur. Voru kæranda í framhaldinu afhent gögn tengd trúnaðarlæknaþjónustu Auðnast, samskipti kæranda við aðila innan háskólans og gögn frá launadeildinni sem tengdust kæranda. Önnur gögn væru vinnugögn og yrðu ekki afhent kæranda með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, sem bárust sama dag, kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um að háskólinn hafi sett sig í samband við þriðju aðila og látið þeim í té trúnaðarupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi undir höndum skriflegar yfirlýsingar frá þeim sem haft hafi verið samband við, en engu að síður sé háskólinn ekki tilbúinn að afhenda kæranda upplýsingar þar um.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort Háskóli Íslands hefði tekið afstöðu til þess hvaða gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni hann teldi að tilheyrðu stjórnsýslumáli kæranda sem til umfjöllunar væri. Í svari háskólans, dags. 28. nóvember 2022, kom fram að litið væri svo á að öll þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni teldust hluti af stjórnsýslumálinu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem varða hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda er takmarkaður að teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef þess er óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Sá réttur takmarkast meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög, nr. 37/1993, gilda þegar teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Um rétt til aðgangs að gögnum í slíkum málum fer samkvæmt ákvæðum 15.–19. gr. stjórnsýslulaga, en í 1. mgr. 15. gr. kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Meðal gagna sem réttur aðila máls til aðgangs að tekur ekki til eru vinnuskjöl, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu er ljóst að aðgangur að gögnum um aðila sjálfan getur byggst hvort sem er á upplýsingalögum eða stjórnsýslulögum. Það hvor lögin eigi við ræðst af því hvort gögnin tilheyri stjórnsýslumáli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu. Fyrir liggur að kæranda var sagt upp störfum […]. Ákvörðun um að segja upp starfsmanni telst vera ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Um aðgang að gögnum í slíku máli fer því eftir ákvæðum þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Háskóla Íslands er vísað til 8. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun háskólans að synja kæranda um aðgang að gögnum, en í skýringum til nefndarinnar kemur fram að háskólinn líti svo á að gögnin tilheyri stjórnsýslumáli kæranda. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni og kæranda hefur verið synjað um aðgang að. Um er að ræða mestmegnis tölvupóstssamskipti en einnig nokkrar fundargerðir […]. Nefndin telur að stærstur hluti gagnanna beri ekki annað með sér en að tilheyra því stjórnsýslumáli sem lauk með uppsögn kæranda. Verður því aðgangur að þeim gögnum ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, heldur stjórnsýslulaga. Það á hins vegar ekki við um öll gögnin og telur úrskurðarnefndin að hluti þeirra tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Því liggur fyrir nefndinni að taka afstöðu til þess hvort Háskóla Íslands sé heimilt að takmarka aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Líkt og að framan greinir takmarkast réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt, og því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem nefndin telur að tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Um er að ræða samskipti starfsmanna Háskóla Íslands sem innihalda vangaveltur og mótun afstöðu þeirra til ákveðinna mála, þar á meðal samskipti um […] hvernig fara beri með höfundarétt gagna sem urðu til í starfi kæranda hjá Háskóla Íslands. Gögnin bera ekki annað með sér en að stafa einungis frá starfsmönnunum sjálfum og að hafa ekki verið afhent öðrum. Telur úrskurðarnefndin því að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, sbr. nánar í úrskurðarorði. Verður ákvörðun Háskóla Íslands þar að lútandi því staðfest. Rétt er að taka fram að nefndin lítur svo á að kærandi hafi þegar fengið aðgang að gögnum sem lögfræðingi BHM voru afhent, enda gætti hann hagsmuna kæranda í málinu gagnvart Háskóla Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal gagna sem einnig voru afhent nefndinni voru tölvupóstar sem urðu til eftir að kæran barst til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin tekur ekki afstöðu til þessara gagna. Þá eru nokkrir tölvupóstar sem varða afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að gögnum hjá Háskóla Íslands. Ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og því sjálfstætt stjórnsýslumál sem kærandi á aðild að. Um aðgang kæranda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upplýsingalögum var afgreidd fer því, rétt eins og varðandi stjórnsýslumálið um uppsögn kæranda, samkvæmt 15.–19. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Vegna þeirrar fullyrðingar kæranda að Háskóli Íslands hafi átt í samskiptum við þriðju aðila […] og afhent þeim trúnaðarupplýsingar, hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu háskólans að ekki liggi fyrir gögn þar um, að svo miklu leyti sem aðgangur að slíkum gögnum kynni að fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 4. mars 2022, að synja A um aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 12. apríl 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1114/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist annars vegar á því að hluti gagnanna heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga og hins vegar að meðferð beiðninnar um þau gögn sem eftir stæðu útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð á reikningum gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun Isavia var því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu en kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1114/2022 í máli ÚNU 22100015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 13. október 2022, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi beiðni um afrit af öllum greiðslum sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. hvert ár fyrir sig. Þar sem aðilinn hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Isavia svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 1. september 2021, þar sem beiðni kæranda var hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. laganna. Ákvörðun félagsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 13. september 2021. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1090/2022 var lagt fyrir Isavia að taka beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar úrskurðarins ítrekaði kærandi kröfu sína gagnvart Isavia ohf. Með tölvupósti, dags. 27. september 2022, óskaði Isavia eftir því við kæranda að tilgreint yrði með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir og að beiðnin yrði afmörkuð við skemmra tímabil. Með svari, dags. 28. september 2022, var upplýst af hálfu lögmanns kæranda að ekki væri talið tilefni til að tilgreina með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir. Beiðnin væri skýr og vandséð hvernig ætti að tilgreina umbeðin gögn með nákvæmari hætti, en á það bent að við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði komið fram af hálfu kæranda að afhending reikninga sem heyrðu undir beiðnina gætu verið fullnægjandi. Þá væri ekki heldur tilefni til að afmarka tímabilið nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 30. september 2022, synjaði Isavia beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 með vísan til 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Þá synjaði Isavia jafnframt beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 4. ágúst 2021 með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Félagið hefði metið umfang umbeðinna gagna en um væri að ræða rúmlega 500 aðgreinda reikninga og að mati Isavia væri um slíkt magn skjala að ræða, að meðferð beiðninnar tæki of mikinn tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt væri að verða við henni. </p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að ákvörðun Isavia um að synja um aðgang að umræddum gögnum sé röng og ekki í samræmi við lög. Telur kærandi að Isavia hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu gagnanna. Þá bendir kærandi jafnframt á að ekki verði séð að Isavia hafi brugðist með fullnægjandi hætti við fyrirmælum úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1090/2022, enda virðist t.d. ekkert mat hafa farið fram á þeim ólíku hagsmunum sem vega þurfi og meta við beitingu á undantekningarákvæðum upplýsingalaga. Þá virðist í engu hafa verið litið til réttar kæranda til aðgangs að hluta, líkt og úrskurðarnefndin hafi sérstaklega tekið fram í úrskurði sínum. Að mati kæranda sé ljóst að beiðni kæranda sé skýr og afmörkuð, beiðnin varði aðgang að fyrirliggjandi gögnum og varði tiltekin gögn og tiltekið mál, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti átt við og telur ljóst að fyrirliggjandi tilvik geti ekki talist til ýtrustu tilvika líkt og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þá sé umfang beiðninnar hvergi nærri slíkt að vinna Isavia við að taka gögnin saman myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Telur kærandi ljóst að ekkert raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni hafi farið fram, en ljóst sé af úrskurðarframkvæmd að ekki sé unnt að synja beiðni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. á þeirri almennu forsendu að það sé vandkvæðum bundið að finna gögnin til og vísa til tiltekins fjölda reikninga með almennum hætti, líkt og Isavia hafi gert.</p> <p style="text-align: justify;">Þá mótmælir kærandi þeim röksemdum Isavia að yfirferð gagnanna á grundvelli 2. málsl. 9. gr. laganna sé mjög tímafrek. Isavia hafi ekki rökstutt með neinum hætti að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns þeirra þriðju aðila sem gögnin varða. Þá bendir kærandi á að hagsmunirnir þurfi auk þess að vera virkir, sbr. 9. gr., en samkvæmt athugasemdum við 7. gr. breytingarlaga nr. 72/2019 eru hagsmunir til dæmis ekki virkir þegar fyrirtæki er gjaldþrota. Kærandi telji því ljóst að Miðnesheiði ehf. hafi ekki virka hagsmuni enda hafi félaginu verið slitið 2. október 2019 og geti Isavia því með engu móti synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að félagið hafi virka hagsmuni, auk þess sem umbeðnar upplýsingar séu allt að níu ára gamlar eða eldri. Séu því engir hagsmunir af leynd gagnanna lengur, hafi einhvern tíma yfir höfuð verið hagsmunir af leynd. Í þessu sambandi áréttar kærandi að í úrskurði nefndarinnar hafi verið sérstaklega á það bent að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir, væri kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum væri engan veginn sjálfgefið að gögnin teldust undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Veki því ákveðna furðu að svo virðist sem Isavia hafi í engu litið til þessa við mat sitt.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að lokum nauðsynlegt að leggja áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboði á árinu 2014 hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út sérleyfi fyrir rekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem einnig er alfarið í eigu íslenska ríkisins.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. október 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran laut að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Isavia, dags. 28. október 2022, kemur fram að ákvörðun félagsins um að synja kæranda um reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 byggist á því að samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gildi ákvæði laganna eingöngu um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila sem urðu til eftir gildistökulaganna þann 1. janúar 2013. Þar sem félagið hafi ekki fallið undir gildissvið laganna þegar reikningar á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 urðu til, sé ljóst að félaginu hafi ekki verið skylt að afhenda umrædda reikninga. Þessi afstaða félagsins hafi áður verið staðfest af úrskurðarnefnd um upplýsingamál í máli nr. 844/2019, þar sem fallist hafi verið á að gögn með upplýsingum um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku við bílastæði hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga og synjun staðfest, sbr. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi bendi Isavia á að hvorki sérleyfisútboð samkvæmt reglugerð nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins, né leiga á verslunarrými fyrir gildistöku reglugerðarinnar, séu stjórnvaldsákvarðanir.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni segir að Isavia hafi beðið kæranda um að afmarka beiðni sína nánar og takmarka hana við skemmra tímabil í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, þar sem upphafleg gagnabeiðni væri umfangsmikil og sneri að gögnum um greiðslur yfir ellefu ára tímabil. Í svari kæranda hafi komið fram að kærandi teldi ekki ástæðu til að takmarka beiðni sína við skemmra tímabil en tekið fram að afhending reikninga sem heyri undir beiðnina án sundurliðunar greiðslna gæti verið fullnægjandi. Isavia hafi því tekið beiðnina til meðferðar á þeim grundvelli og kannað hvaða gögn falli undir beiðni kæranda. Um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir eru á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021. Í ljósi umfangsins hafi einungis nokkrir reikningar verið kannaðir en í flestum tilvikum sé um að ræða reikninga sem séu ein blaðsíða að lengd. Megi því ætla að um sé að ræða rétt rúmlega 526 blaðsíður af gögnum. Í ljósi framangreinds umfangs hafi Isavia hafnað beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá séu gögnin sem um ræði vistuð í tveimur aðskildum bókhaldskerfum; gögn frá ársbyrjun 2017 séu vistuð í núverandi bókhaldskerfi en gögn fyrir þann tíma vistuð í eldra og óaðgengilegra bókhaldskerfi sem takmarkaður fjöldi starfsmanna hafi aðgang að. Félagið hafi gróflega áætlað að um 1–2 mínútur taki að sækja hvern reikning úr kerfinu og vista á skipulegan hátt sem PDF-skjöl. Vegi þar þyngra sá þann tíma sem taki að sækja gögn úr hinu eldra og óaðgengilegra kerfi.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar við þann tíma sem taki að sækja reikningana, hafi Isavia tekið mið af ummælum nefndarinnar í máli nr. 907/2020, um skyldu félagsins til að leggja mat á hvort upplýsingarnar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim tjóni sem upplýsingarnar varði. Upplýsingar um greiðslur snúi flestar að veltutengdum leigufjárhæðum, markaðsgjaldi og föstum leigugreiðslum. Upplýsingarnar varði viðskiptalega hagsmuni þeirra félaga sem reikningana greiða og geti varpað ljósi á boðna veltuprósentu sem jafnað verði til einingarverðs. Vísar Isavia til þess að á félaginu hvíli skylda til að virða trúnað við fyrirtæki, meðal annars um boðin einingarverð, sbr. 30. gr. sérleyfisreglugerðarinnar. Með vísan til þessarar trúnaðarskyldu og fyrri tilmæla nefndarinnar, hafi félagið talið að ef afhenda ætti reikningana væri óhjákvæmilegt að kanna efni hvers og eins reiknings og meta hvort heimilt sé að afhenda þá með tilliti til framangreindra hagsmuna. Telur félagið að áætla megi að um tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild félagsins færu í að safna saman reikningunum og þá megi gera ráð fyrir nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins að yfirfara reikningana. Að mati félagsins sé um að ræða of mikla vinnu til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Loks telji félagið óhjákvæmilegt að líta til þess að beiðni kæranda sé ekki sett fram í tómarúmi heldur sem hluti af fleiri upplýsingabeiðnum. Vísar Isavia til þess að þegar beiðni sé hafnað á grundvelli 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé heimilt að líta bæði til umfangs stakrar beiðni sem og fjölda þeirra frá einum og sama aðilanum. Isavia hafi borist á skömmum tíma árið 2021 fjórar aðgreindar beiðnir frá kæranda. Um sé að ræða beiðni frá 4. ágúst 2021 sem var til umfjöllunar í úrskurði 1083/2022, hina kærðu beiðni frá 25. ágúst 2021 sem einnig var til umfjöllunar í úrskurði nr. 1090/2022, beiðni frá 26. september 2021 þar sem engin gögn voru fyrirliggjandi til að afhenda og beiðni frá 7. október 2021 þar sem afhentir voru yfirstrikaðir samningar. Félagið telji að umfang framangreindra beiðna á skömmu tímabili styðji enn fremur við heimild félagsins til að hafna afhendingu á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Því telji Isavia að félaginu hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin hafi orðið til áður en félagið féll undir gildissvið upplýsingalaga. Þá telur félagið að því hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, þar sem umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia fylgdi hluti þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, voru úrskurðarnefndinni í dæmaskyni afhentir tólf reikningar af tímabilinu sem lýsandi dæmi um innihald reikninganna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, kemur fram að í umsögn Isavia sé fullyrt að um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir séu á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, sem í flestum tilvikum séu ein blaðsíða að lengd. Að mati kæranda fáist þetta ekki staðist. Umrætt tímabil spanni 104 mánuði og ef lagt sé til grundvallar að reikningarnir séu 526 talsins, líkt og Isavia haldi fram, hafi verið gefnir út um 5 reikningar á mánuði allt þetta tímabil vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í flugstöðinni. Jafnvel þótt lagt sé til grundvallar að um tvær verslanir sé að ræða, og þótt greint væri á milli útivistarfatnaðar og minjagripa í báðum verslunum, þá sé um gífurlegan fjölda reikninga að ræða. Kærandi telji ljóst að sá fjöldi reikninga sem Isavia beri fyrir sig sé óútskýrður og gangi ekki upp. Ekki sé því unnt að fallast á með Isavia að umfang umbeðinna gagna réttlæti höfnun hennar. Þá réttlæti hvorki umfang gagnanna né tíminn, sem fullyrt sé að tæki að safna þeim, að undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verði beitt. Í því sambandi bendir kærandi á að 526 til 1052 mínútur, ef gert sé ráð fyrir því að tímaáætlun Isavia eigi við rök að styðjast, geti ekki talist of mikill tími í skilningi undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi raunar ljóst að hér hljóti að vera um ofmat að ræða og undrast verulega þann mikla tíma sem kærandi geri ráð fyrir í verkið. Hefðbundin bókhaldskerfi bjóði upp á að reikningar séu kallaðir fram eftir t.d. kennitölum eða viðskiptamönnum. Að mati kæranda sé ótrúverðugt að sækja þurfi hvern og einn reikning og vista á skipulegan hátt sem pdf skjöl líkt og Isavia haldi fram. Sú áætlun Isavia um að tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild færu í að safna saman reikningum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að yfirfara reikningana, sé því að mati kæranda augljóslega ofmetin. Efni reikninganna sé væntanlega hið sama og því augljóslega ekki nauðsynlegt að framkvæma lögfræðilegt mat á hverjum einasta reikningi. Kærandi tekur fram að ekki sé unnt að láta kæranda, sem óski upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, bera halla af því ef Isavia búi ekki við hefðbundið bókhaldskerfi þar sem unnt er að kalla fram gögn með skipulegum og skjótum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Isavia synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin heyrðu ekki undir gildissvið upplýsingalaga með vísan til 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Beiðni um þau gögn sem eftir standa, þ.e. frá 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, var synjað á þeim grundvelli að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði laganna aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna. Það eigi þó ekki við þegar viðkomandi hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að tilgangur ákvæðisins sé að gefa þessum aðilum færi á að laga vinnulag að kröfum upplýsingalaga. Undantekning sé þó gerð varðandi gögn sem fyrir liggja hjá slíkum lögaðilum og til hafa orðið í tengslum við meðferð þeirra á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana, enda hafi þau gögn fallið undir gildissvið upplýsingalaga frá upphafi. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn sem deilt er um í málinu hafi ekki orðið til í tengslum við meðferð Isavia á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefndinni hvað varðar þann hluta gagnabeiðninnar sem snýr að gögnum sem urðu til fyrir 1. janúar 2013.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Synjun Isavia styðst að öðru leyti við það að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þeirri ákvörðun til stuðnings vísar félagið til þess að undir beiðni kæranda falli 526 reikningar sem hver og einn sé um ein blaðsíða. Þeir séu vistaðir í tveimur aðskildum bókhaldskerfum. Um eina til tvær mínútur taki að sækja og vista hvern reikning. Samtals taki það tvo til þrjá daga fyrir sérfræðing í bókhaldsdeildinni að safna saman reikningunum og nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að fara yfir þá, með hliðsjón af takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Isavia áætlaði að vinna við það tæki um tvo til þrjá daga að safna saman reikningunum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins við að yfirfara reikningana.<br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem Isavia sér fram á að beiðni kæranda, sem úrskurðarnefndin telur að sé skýrlega afmörkuð og uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem fram koma í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi þess. Virðist afstaða Isavia að hluta til mótast af því að gögnin séu vistuð í tveimur bókhaldskerfum, þar á meðal í eldra kerfi sem sé óaðgengilegra en hið nýja og aðgengilegt færri starfsmönnum. Úrskurðarnefndin tekur af því tilefni fram að þrátt fyrir að það falli utan valdsviðs nefndarinnar að fjalla um hvernig aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga haga skráningu og vistun gagna í umsýslukerfi sín þá samrýmist það ekki markmiðum upplýsingalaga að láta þann er fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu eða vistun er ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar vísanir Isavia til takmörkunarákvæðis 9. gr. upplýsingalaga ítrekar nefndin sjónarmið úr úrskurði sínum nr. 1090/2022 um að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda þurfa hagsmunir þeir sem vísað er til í ákvæðinu að vera virkir, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úrskurði nefndarinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021. Í ljósi þess að fyrir liggur að félaginu Miðnesheiði ehf. var slitið 2. október 2019 telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending upplýsinga um félagið geti skaðað hagsmuni þess sem lögaðila.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu getur nefndin ekki fallist á að yfirferð á reikningum á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021 taki svo mikinn tíma að undantekningarákvæðið eigi við. Þá telur úrskurðarnefndin að þær fjórar gagnabeiðnir frá kæranda sem Isavia bárust á síðari hluta ársins 2021 veiti félaginu eins og hér á stendur ekki meira svigrúm til að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá Isavia.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á afgreiðslu Isavia leggur úrskurðarnefndin áherslu á mikilvægi þess að málið hljóti skjóta afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 28. september 2022, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti sem hún tekur til gagna sem urðu til í starfsemi félagsins frá og með 1. janúar 2013. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1113/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Kærð var afgreiðsla Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Samkvæmt Ísafjarðarbæ lágu þau gögn sem kærandi óskaði eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá nefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1113/2022 í máli ÚNU 22090025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022 frá 1. júní 2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni eru gerðar athugasemdir við þrjú atriði í afgreiðslu Ísafjarðarbæjar. Í fyrsta lagi er fundið að því að engin gögn hafi fundist um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra í apríl 2015. Óskað sé eftir því að Ísafjarðarbær setji sig í samband við þáverandi bæjarstjóra og óski eftir skriflegu svari frá honum hvað varði efnistök, vilyrði og annað sem komið hafi fram á fundinum. Einnig sé óskað eftir því hverjir hafi sótt fundinn.</p> <p style="text-align: justify;">Önnur athugasemd lýtur að því sem þáverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar á að hafa sagt við B árið 2002 eða 2003 um að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir fimm fermetra smáhýsi fyrir fjórhjól. Ekki séu til skrifleg samskipti um þetta og í svari Ísafjarðarbæjar hafi komið fram að ekki þættu forsendur til að bera þetta sérstaklega undir fyrrverandi byggingarfulltrúa. Kærandi óski eftir því að Ísafjarðarbær afli formlegra upplýsinga og svari skriflega hver samskipti byggingarfulltrúans við B voru í raun og veru og hvort B fari rétt með.</p> <p style="text-align: justify;">Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að ekki hafi verið afhent samþykki meðeigenda sumarhúss C fyrir því að byggður yrði beitningaskúr við sumarhúsið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 30. september 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 14. október 2022. Í umsögninni kemur fram um fyrstu athugasemd kæranda að ekki hafi fundist gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra árið 2015. Engin skylda hvíli á bænum að hlutast til um að leita eftir skriflegu svari frá fyrrverandi bæjarstjóra um málið. Hið sama eigi við um aðra athugasemd kæranda. Varðandi þriðju athugasemdina hafi það verið mistök að bréfið hafi ekki skilað sér til kæranda. Honum hafi nú verið afhent bréfið.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 31. október 2022, eru fyrri kröfur ítrekaðar. Þá er óskað eftir afhendingu gagna sem vísað er til í fylgiskjölum sem fylgdu umsögn Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar. Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, afhenti Ísafjarðarbær kæranda þau gögn. Í einu þeirra skjala sem afhent voru kæranda þann dag var vísað til „meðfylgjandi ljósrits“, án þess að ljósritið væri afhent. Óskaði kærandi eftir afhendingu þess með erindi til bæjarins sama dag. Í svari Ísafjarðarbæjar, dags. 28. nóvember 2022, kom fram að umrætt ljósrit fyndist ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi gerir í máli þessu athugasemdir við hvernig Ísafjarðarbær hafi staðið að afgreiðslu beiðni hans um gögn, sem úrskurðarnefndin vísaði til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nr. 1077/2022. Við meðferð þessa máls afhenti Ísafjarðarbær kæranda eitt bréf sem kæran laut að og hafði fyrir mistök ekki borist kæranda. Þá voru kæranda við meðferð málsins afhent gögn sem vísað var til í fylgiskjölum með umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin fékk afrit af þeim gögnum. Loks kom fram að ljósrit sem vísað væri til í einu skjalinu fyndist ekki. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá. Það sem eftir stendur í kærunni lýtur í meginatriðum að því að Ísafjarðarbær eigi að afla tiltekinna gagna um atriði sem kærandi nefnir í kærunni.</p> <p style="text-align: justify;">Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga, nr. 140/2012, leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt Ísafjarðarbæ liggja þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa. Þá er ljóst að sveitarfélaginu ber ekki skylda á grundvelli upplýsingalaga til að afla gagna um það sem fram kemur í kærunni, og úrskurðarnefndin hefur heldur ekki valdheimildir til að leggja fyrir sveitarfélagið að afla þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Miðvíkur ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1112/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu málefni og starfslok kæranda hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélagið taldi að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent kæranda, að undanskildum tilteknum tölvupóstssamskiptum sem væru undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. laganna, né að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin. Var sveitarfélaginu því gert að veita kæranda aðgang að samskiptum við almannatengil og lögmann, en kærunni var að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1112/2022 í máli ÚNU 22050013.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast starfslokum kæranda hjá sveitarfélaginu.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir gögnum frá sveitarfélaginu sem varða kæranda sjálfan […]. Kærandi tók fram að beiðnin næði til ályktana, trúnaðarmálabóka, minnisblaða og annarra skriflegra upplýsinga, hvort sem þær stöfuðu frá bæjarstjórn, bæjarráði eða skrifstofu sveitarfélagsins. Kærandi sagði kröfuna m.a. byggja á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p style="text-align: justify;">Með svarbréfi sveitarfélagsins, dags. 10. nóvember 2021, var kæranda tjáð að sveitarfélagið gæti ekki orðið við beiðninni. Vísað var í erindi persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins, þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Sveitarfélagið tók fram að engin stjórnvaldsákvörðun hefði verið tekin af hálfu sveitarfélagsins […]. Sveitarfélagið sagðist staðfesta að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 12. apríl 2022 óskaði kærandi aftur eftir gögnum frá sveitarfélaginu, með sérstakri vísun í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi sagði að það yrði að teljast misskilningur af hálfu sveitarfélagsins að ekki væru nein fyrirliggjandi gögn um kæranda hjá sveitarfélaginu, þar sem kærandi hefði verið […] starfsmaður sveitarfélagsins […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Þá óskaði kærandi eftir gögnum sem vísað var til […], sem kærandi segir bera það augljóslega með sér að teknar hafi verið ákvarðanir sem lögum samkvæmt beri að skrásetja og því sé ljóst að gögn séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu um málið. Kærandi vísar til skyldu sveitarfélagsins um skráningu upplýsinga um málsatvik og meðferð mála, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, og til ákvæða sveitarstjórnarlaga, sbr. auglýsingu ráðherra um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Kærandi hafnar því að engin gögn séu fyrirliggjandi og krefst þess að fá öll gögn afhent, sérstaklega er óskað eftir öllum gögnum sem varða stjórnsýsluúttekt, sem gerð var fyrir sveitarfélagið […], þar á meðal fundargerðum frá fundum bæjarstjórnar og frá fundum kæranda með bæjarstjóra og eitt sinn með bæjarstjóra og fjármálastjóra þar sem kærandi óskaði sérstaklega eftir áheyrn og svörum vegna umræddrar stjórnsýsluúttektar. Þá bendir kærandi á leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga og segir að persónuverndarfulltrúa hefði mátt vera ljóst að kæranda hafi verið heimilt að fá gögn sem vörðuðu [kæranda sjálfan] á grundvelli upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu sé einnig farið fram á það að fá afhent samskipti sveitarfélagsins við persónuverndarfulltrúann, sem varða kæranda, að öllu leyti en ekki að hluta til líkt og áður.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari sveitarfélagsins, dags. 4. maí 2022, segir að gögn er varði kæranda sem sveitarfélagið varðveiti tengist ráðningu [kæranda], svo sem starfslýsing, ráðningarsamningur, starfsvottorð, námsgögn og einnig önnur gögn sem tengist starfslokum. Einnig sé um að ræða tölvupóstsamskipti á milli fjármálastjóra, […] og kæranda. Umrædd gögn ættu að vera í varðveislu kæranda nú þegar. Umfjöllun bæjarráðs er varði ráðningu og starfslok megi finna í tilteknum fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar. Þá afhenti sveitarfélagið kæranda framangreinda stjórnsýsluúttekt og einnig númer fundargerða þar sem úttektin fékk umfjöllun. Önnur gögn sem óskað hafi verið eftir í tengslum við úttektina varði samtöl milli starfsmanna sem eigi í miklu samstarfi og ræði sín á milli ýmis mál er varði starfsemina. Slík samtöl hafi verið tekin nokkrum sinnum, bæði milli bæjarstjóra og kæranda og einnig milli fleiri aðila. Um óformleg samtöl hafi verið að ræða sem hafi ekki verið skrásett með neinum hætti, því sé ekki um að ræða gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi ósk kæranda um afrit af samskiptum við lögfræðing og persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins segir sveitarfélagið slík gögn vera undanþegin upplýsingalögum samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga og verði þau því ekki afhent. Að lokum segir, varðandi samskipti staðgengils bæjarstjóra við bæjarráð og bæjarstjórn, að málið hafi ekki verið tekið fyrir á formlegum fundum bæjarráðs eða bæjarstjórnar og sé því ekki skrásett í málakerfi eða á sameiginlegu svæði sveitarfélagsins og því séu engin gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að […], líkt og rakið sé í annarri beiðninni sé augljóst að ákvarðanir hafi verið teknar innan stjórnsýslunnar og rök sveitarfélagsins um að engin gögn séu fyrir hendi séu að mati kæranda rökleysa og vísar kærandi sérstaklega í skráningarskyldu sveitarfélaga, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu […] með erindi, dags. 23. maí 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni hinn 3. júní 2022. Auk þess afhenti sveitarfélagið úrskurðarnefndinni í trúnaði gögn sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í umsögninni segir að ekki hafi verið um að ræða synjun um afhendingu gagna nema hvað varði gögn sem undanþegin séu upplýsingaskyldu samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi hafi fengið öll gögn og upplýsingar sem varði [kæranda sjálfan] og liggi fyrir hjá sveitarfélaginu að undanskildum samskiptum við sérfræðinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið kveður að ekki hafi verið stofnað stjórnsýslumál […] og því hafi engin stjórnvaldsákvörðun verið tekin af hálfu sveitarfélagsins. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið telur að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn er falli undir beiðni [kæranda] og fyrirliggjandi séu hjá sveitarfélaginu að undanskildum gögnum sem séu undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sé um að ræða tölvupóstsamskipti við lögmann, persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almannatengslum. […] Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að sveitarfélagið eða kærandi hafi þurft að leita atbeina dómstóla vegna ágreinings þeirra á milli sé það lagt til grundvallar af hálfu sveitarfélagsins að sú ráðgjöf sem fengin var hjá bæði persónuverndarfulltrúa og lögmanni sé trúnaðarmál vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem standi nægilega í tengslum við möguleika á höfðun slíks máls auk þess sem samskiptin tengist málefnum annarra starfsmanna að hluta, […].</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitafélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum um það sem þar kom fram. Engar frekari athugasemdir bárust úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem varða kæranda, sem starfaði hjá sveitarfélaginu, […]. Sveitarfélagið heldur því fram að öll umbeðin gögn hafi verið afhent kæranda fyrir utan tölvupóstssamskipti við lögmann, persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almannatengslum sem séu undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur kæranda til aðgangs að gögnum byggir á 14. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um skyldu til þess að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sé þess óskað, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 2. mgr. 14. gr. kemur þó fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. nær rétturinn til aðgangs að upplýsingum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. eru gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undanþegin, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í almennum hluta greinargerðar í frumvarpi því sem varð að breytingalögunum segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir eftirfarandi um ákvæðið:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Orðalag ákvæðisins og athugasemdir í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p style="text-align: justify;">Sem fyrr segir byggir synjun sveitarfélagsins að hluta á því að samskipti þess við lögmann, persónuverndarfulltrúa og sérfræðing í almannatengslum sem varða málefni kæranda séu undanþegin upplýsingarétti vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem hafi staðið nægilega í tengslum við möguleika á höfðun slíks máls, enda þótt ekki hafi komið til dómsmáls.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í tengslum við afgreiðslu gagnabeiðni.</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við almannatengil […].</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við lögmann […].</li> <li style="text-align: justify;">Nokkrar útgáfur af drögum […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins áttu sér stað í kjölfar beiðni um aðgang að gögnum sem barst frá lögmanni kæranda hinn 5. nóvember 2021. Um er að ræða tölvupóstssamskipti þar sem fjármálastjóri og persónuverndarfulltrúi ræða afgreiðslu beiðninnar. Skilja verður beiðnina á þann veg að hún varði aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, en ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og því sjálfstætt stjórnsýslumál sem kærandi á aðild að. Um aðgang kæranda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upplýsingalögum var afgreidd fer því samkvæmt 15.–19. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 3. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum en af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi samskipti sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann, […] verður ekki séð að samskiptin séu þess eðlis að þau falli undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. […] Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin og fær ekki séð að þau feli að neinu leyti í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þessu og efni gagnanna fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu afhentar kæranda. Þá hefur sveitarfélagið ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gögnin afhent kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögðu ekki séð að afhending gagnanna muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið vísar einnig til þess að umbeðin gögn tengist málefnum starfsmanna, […] en í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið útskýrir ekki sérstaklega hvernig gögnin varða málefni umrædds starfsmanns en niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að ekkert sem fram kemur í gögnunum geti talist varða málefni umrædds starfsmanns í skilningi 7. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er töluvert fjallað um málefni kæranda sjálfs. Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Sveitarfélaginu er því skylt að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið kveður engin önnur samskipti í tengslum við mál kæranda hafa verið skráð og því sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að þeim. Kærandi telur það rökleysu og vísar í skyldu sveitarfélagsins samkvæmt 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar sveitarfélagsins að önnur samskipti hafi ekki verið skráð.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Nefndin áréttar að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Það fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar og kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu […] er skylt að veita kæranda, A, aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann […]. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1111/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytis á beiðni um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Synjun ráðuneytisins byggðist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1111/2022 í máli ÚNU 22040015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. apríl 2022, kærði A synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 15. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samningum og viðbótarsamningum Íslands við bóluefnaframleiðendur; Pfizer, Moderna, Astra-Zeneca, J6J, CureVac og Sanofi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá óskaði kærandi jafnframt eftir öllum gögnum sem Lyfjastofnun Íslands notaði þegar ákveðið var að veita bóluefnunum markaðsleyfi á Íslandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari ráðuneytisins, dags. 17. mars 2022, kom fram að ráðuneytið hefði undirritað átta samninga sem gerðir væru á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við Svíþjóð og viðkomandi lyfjaframleiðanda um afhendingu bóluefnis, ábyrgð o.fl. og svo hins vegar samninga við Svíþjóð um greiðslur vegna kaupa á bóluefni. Þeir samningar sem um ræddi féllu undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga og virka fjárhagslega- og viðskiptahagsmuni samningsaðila ráðuneytisins. Fyrir hefði legið sú viljaafstaða lyfjaframleiðenda að efni samninganna færu leynt. Þá féllu samningarnir undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna, en meðal markmiða ákvæðisins væri að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við erlend ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Íslandi er aðili að svo sem EES.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefði aflað hefðu hvorki aðildarríki ESB né Noregur afhent sambærilega samninga sem ríkin hefðu gert við lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni. Það væri mat ráðuneytisins að það gæti spillt samskiptum við lyfjaframleiðendur og aðra viðsemjendur íslenska ríkisins, ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum samningum, einkum þar sem afhending á bóluefnum hefði ekki farið fram. Slíkt gæti haft verulega neikvæð áhrif á þá almannahagsmuni sem fælust í því að fá bóluefni við COVID-19 til Íslands sem fyrst og fyrir sem flesta. Með vísan til framangreinds væri beiðni um aðgang að framangreindum samningnum synjað með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði beiðni um gögn sem Lyfjastofnun notaði þegar ákveðið var að veita bóluefnunum markaðsleyfi á Íslandi teldi ráðuneytið rétt að Lyfjastofnun svaraði þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Með kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda við heilbrigðisráðuneytið en kærandi ítrekaði beiðni sína um afhendingu samninganna, dags. 17., 18. og 31. mars 2022, ásamt fyrirspurnum til ráðuneytisins. Með svari, dags. 13. apríl 2022, ítrekaði ráðuneytið fyrra svar og synjaði aðgangi að samningunum með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneytinu með erindi, dags. 2. maí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn heilbrigðisráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 20. maí 2022. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi undirritað fjölda samninga á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Við gerð umsagnar ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem send var með bréfi dags. 28. júní 2021, hafði ráðuneytið gert samninga um kaup á bóluefnum frá AstraZeneca, Pfizer BioNTech PA, Janssen Pharmacautica NV, Moderna Switzerland GmbH og CureVac AG. Frá því að bréfið var sent til nefndarinnar hafi bæst við samningar um kaup á bóluefnum frá Novavax, Valneva og Sanofi, auk þess sem viðbótarsamningar hafi verið gerðir m.a. um Moderna. Eru þá ótaldir samningar um breyttar dagsetningar á afhendingu bóluefna. Ákveðið hafi verið að gera samninga við marga mögulega framleiðendur til að hámarka möguleika á því að koma bóluefni á markað sem fyrst. Í öllum samningum ESB sé gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin geti fengið hlutdeild af umsömdum bóluefnaskömmtum gegn því að axla ábyrgð samkvæmt samningi. Þátttökuríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin séu því jafnsett um öll atriði samninganna, þ.m.t. ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart lyfjaframleiðendum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 þar sem nefndin tók til úrlausnar kæru á ákvörðun ráðuneytisins um að synja um aðgang að sömu samningum. Þar hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að líta bæri á samningana sem samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og mat nefndarinnar að einsýnt væri að birting þeirra í heild eða hluta af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríki milli samningsaðilanna. Nefndin hafi jafnframt litið til þess að íslenska ríkinu myndi líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19 og gæti afhending samninganna leitt til þess að samningsaðilar bæru fyrir sig vanefndir á samningnum og að afhending bóluefna á grundvelli þeirra raskaðist, auk þess sem samningsstaða íslenska ríkisins vegna kaupa á bóluefnum gæti breyst til hins verra vegna áherslu samningsaðila á trúnað. Með vísan til framangreinds, og þess sem nánar greinir í úrskurði nefndarinnar, leit nefndin svo á að ákvörðun ráðuneytisins um að synja um afhendingu á samningunum fengi stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 hafi verið staðfest synjun embættis landlæknis á aðgangi að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19, á sama grundvelli og í úrskurði nr. 1037/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ljóst sé að COVID-19 faraldurinn hafi verið í rénun undanfarið og engar opinberar sóttvarnaráðstafanir í gildi frá því í febrúar á þessu ári. Þeir samningar sem kærandi óski eftir aðgangi að séu hins vegar enn í gildi og þar með sú trúnaðarskylda sem hvíli á íslenska ríkinu á grundvelli þeirra. Þá sé ekki útséð hvenær bólusetningum gegn COVID-19 muni ljúka, en sóttvarnarlæknir hafi t.a.m. lagt til að 80 ára og eldri verði veittur fjórði skammtur af bóluefni gegn COVID-19. Eigi jafnframt eftir að rannsaka og komast að niðurstöðu um þörf annarra aldurshópa á frekari bólusetningu gegn sjúkdómnum. Bendir ráðuneytið einnig á að ný afbrigði af kórónuveirunni séu sífellt að myndast sem gætu leitt til frekari bólusetninga gegn veirunni. Liggi þannig ekki ljóst fyrir hvenær kaupum á bóluefnum lýkur, en lengsti núgildandi samningurinn geri ráð fyrir afhendingu á bóluefnum frá Pfizer fram í júní á næsta ári.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu verði ekki talið að þeir hagsmunir, sem ráðuneytið hafi áður byggt á til stuðnings synjun á aðgangi að samningunum og nefndin féllst á í fyrrgreindum úrskurði, séu fyrir borð bornir og að kærandi hafi rétt á aðgangi að samningunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ráðuneytisins að yrði kæranda veittur aðgangur að þeim samningum sem hann óski eftir myndi það skerða alvarlega það trúnaðartraust sem ríki milli aðila samninganna um kaup á bóluefnum. Birting samninganna myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og stefna frekari kaupum á bóluefnum á grundvelli þeirra í verulega hættu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. maí 2022, segir að upprunalega svar ráðuneytisins hafi verið að ekki væri búið að afhenda bóluefnin og þess vegna væri stórhættulegt að birta samningana, þrátt fyrir að búið hafi verið að afhenda bóluefnin. Þá sé ekkert sem bendi til þess að bóluefnin hafi gert gagn gegn þeim afbrigðum sem nú þegar hafi komið fram og því ekki líklegt að þau efni sem búið sé að semja um virki gegn nýjum afbrigðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða eftirfarandi samninga:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og AstraZeneca AB um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og CureVac AG um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Pfizer Inc. og BioNTech Manufacturing GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Janssen Pharmaceutica NV um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Moderna Switzerland GmbH.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Novavax Inc. og Novavax CZ um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals S.A. um úthlutun á bóluefnum.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals S.A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Valneva Austria GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Valneva Austria GmbH.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda byggist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Auk þess segir orðrétt:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins, sem og í úrskurði nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna í vörslum embættis landlæknis. Samningarnir sem kærandi krefst aðgangs að voru á meðal umbeðinna gagna í málunum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess að afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar þeim hafi nú bæst við samningar vegna kaupa á bóluefnum frá Novavax Inc. og Novavax CZ, Valneva Austria GmbH og Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals, auk viðbótarsamninga vegna kaupa á bóluefnum frá Moderna.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðnir samningar hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samninganna án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningunum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins, dags. 13. apríl 2022, um synjun beiðni kæranda um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1110/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn í tengslum við umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmda. Reykjavíkurborg kvað engin gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefði að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin væru til, þrátt fyrir að kærandi teldi slíkt vera hafið yfir vafa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1110/2022 í máli ÚNU 22100011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 11. október 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Með erindi til byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 1. september 2022, óskaði kærandi eftir fyrirliggjandi gögnum sem byggingarfulltrúi hafi litið til þegar sú ákvörðun var tekin að leggja það til við umsækjendur um byggingarleyfi að þeir breyttu framlagðri umsókn sinni um byggingarleyfi að […] vegna óleyfisframkvæmda. Í kjölfarið hafi umsóknin verið samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í mars 2022.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 19. september 2022, kom fram að slík gögn væru ekki til, enda væri það orðum aukið að umsækjendum hefði verið gert að breyta umsókn sinni. Afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað á fundi byggingarfulltrúa í byrjun febrúar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því nokkrum dögum áður. Í kjölfarið hafi umsækjendur tekið ákvörðun um að breyta umsókn sinni. Ekki væri óalgengt að umsóknir tækju breytingum meðan þær væru í vinnslu hjá byggingarfulltrúa. Svarinu fylgdu allar afgreiðslur vegna málsins auk umsagnar skipulagsfulltrúa.</p> <p>Í kæru kemur fram að kæranda þyki ótrúverðugt að ekki liggi fyrir samskipti umsækjenda við fulltrúa Reykjavíkurborgar í tengslum við breytingu á umsókninni, sem fólst í því að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform, sbr. 11. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 12. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 28. október 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau atriði sem fram komu í ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. september 2022. Umbeðin gögn séu ekki til og liggi ekki fyrir hjá borginni. Af þeim sökum sé heldur ekki unnt að afhenda úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, segir kærandi að í umsögninni sé því ósvarað hvernig borgaryfirvöld geti samþykkt breytingu á byggingarleyfisumsókn án samskipta við umsækjanda. Í fundargerðum byggingarfulltrúa séu margar beiðnir um breytingar á framlögðum byggingarleyfisumsóknum og afstaða fundarins til viðkomandi breytingar. Í þessu máli sé hins vegar ekki slíka breytingu að finna í fundargerðum byggingarfulltrúa.</p> <p>Kærandi telur það hafið yfir vafa að hjá Reykjavíkurborg liggi fyrir breyting umsækjenda á byggingarleyfisumsókn ásamt beiðni umsækjenda um samþykkt borgaryfirvalda á byggingaráformum, auk skriflegs samþykkis borgaryfirvalda á breyttri byggingarleyfisumsókn umsækjenda og samþykkt byggingaráforma.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Reykjavíkurborg kost á að koma á framfæri viðbótarskýringum í tilefni af athugasemdum kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2022. Í skýringum Reykjavíkurborgar, dags. 14. nóvember 2022, kemur fram að bókanir, sem kærandi vísar til að sé jafnan að finna í fundargerðum, komi fram þegar verið sé að sækja um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi. Þarna sé ekki um að ræða breytingar á umsókn áður en hún sé samþykkt, líkt og fjallað er um í þessu máli.</p> <p>Í umsögn skipulagsfulltrúa frá því í janúar 2022 hafi komið fram að ekki væri heimilt að vera með bílastæði á lóð. Í samræmi við umsögnina hafi umsækjandi gert breytingar á fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn og fallið frá þeim hluta umsóknarinnar sem snúi að bílastæðinu. Engin gögn séu til um samskipti umsækjanda við borgaryfirvöld vegna þessara breytinga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Kærandi í máli þessu telur það vafa undirorpið að ekki liggi fyrir hjá Reykjavíkurborg samskipti fulltrúa borgarinnar við umsækjanda um byggingarleyfi vegna breytingar á umsókn hans, sem fólust í að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform. Reykjavíkurborg heldur því fram að breytingin hafi verið gerð einhliða af hálfu umsækjandans og því liggi ekki fyrir nein samskipti sem lúti að henni.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur fullyrt að engin gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefur að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin séu til, þrátt fyrir að kærandi telji slíkt vera hafið yfir vafa.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 11. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1109/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Kæran barst rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1109/2022 í máli ÚNU 22060025.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 30. júní 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Í byrjun árs 2021 lagði kærandi bíl sínum í Bankastræti og fékk sekt fyrir stöðvunarbrot, þar sem hann teldist hafa lagt bílnum í göngugötu. Kærandi mótmælti þessu við borgina og kvað merkingar þess efnis hafa verið ófullnægjandi. Tveimur vikum síðar höfðu svo verið sett upp skilti í Bankastræti þess efnis að þar væri bannað að leggja. Einhverju síðar voru svo allar merkingar fjarlægðar.</p> <p>Í tilefni af þessu sendi kærandi gagnabeiðni til Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, og óskaði eftir gögnum sem lytu að uppsetningu merkinga í Bankastræti, þ.m.t. hvaða tilmæli starfsmenn hefðu fengið og frá hverjum varðandi uppsetningu merkinganna sem gæfu til kynna að hluti Bankastrætis væri göngugata, svo og tilmæli um breytingu merkinga. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2021, kom fram að ekki væru til gögn hjá borginni sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Daginn eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni fékk kærandi svar við annarri gagnabeiðni frá Reykjavíkurborg. Í þeim gögnum er vísað til annarra gagna í vörslum Reykjavíkurborgar sem kærandi telur að réttilega hafi átt að vera afhent honum í tilefni af beiðni hans hinn 1. mars 2021. Það sé því ekki rétt sem fram komi í svari Reykjavíkurborgar frá 24. mars 2021 að ekki væru til gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Með hliðsjón af gögnum málsins taldi úrskurðarnefndin ekki þörf á að kynna kæruna fyrir Reykjavíkurborg og óska eftir umsögn. Þá er óþarft að rekja það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir gögnum um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Í svari Reykjavíkurborgar frá því í mars 2021 kemur fram að engin gögn séu til sem heyri undir beiðni kæranda en í öðru svari frá því í byrjun júlí er gefið til kynna að raunar séu til gögn sem hafi átt að falla undir fyrri beiðnir kæranda.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Hún barst því rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Reykjavíkurborgar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til nefndarinnar, en ekki um kærufrest.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að kæru skuli þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var kynnt aðila. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Nefndin vekur athygli kæranda á því að honum er fært að óska að nýju eftir þeim gögnum hjá Reykjavíkurborg sem hann telur að hefði réttilega átt að afhenda honum í kjölfar gagnabeiðni hans frá því í byrjun mars 2021. Fari það svo að beiðni kæranda verði synjað getur kærandi vísað málinu til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 30. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1108/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum í vörslum stofnunarinnar. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að 2. til 4. málsliður 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem vörðuðu umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Þannig væri ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kynnu um slíka umkvörtun, féllu undir þagnarskylduákvæðið. Taldi úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar og staðfesti ákvörðun stofnunarinnar að þessu leyti en kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1108/2022 í máli ÚNU 22030008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. mars 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 6. janúar 2022 eftir afriti af öllum þeim gögnum sem kynnu að finnast í skjalasafni Vinnueftirlitsins og vörðuðu kæranda. Með því væri átt við hvers kyns gögn þar sem nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda kæmi fyrir. Óskað var eftir að persónugreinanlegar upplýsingar um aðra en kæranda sjálfan yrðu máðar út. Kæran var sett fram á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 18. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 30. mars 2022. Í henni kom fram að ekki hefði náðst að afgreiða erindið enn sem komið væri vegna mikilla anna hjá stofnuninni og veikinda hjá starfsfólki. Í umsögninni var svo rakið að í nóvember 2020 hefði kærandi óskað eftir upplýsingum um hvort kæra hefði borist Vinnueftirlitinu þess efnis að hann hefði lagt starfsmann […] í einelti […]. Vinnueftirlitið hefði synjað kæranda um aðgang að ætluðum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020.</p> <p>Í umsögninni kom enn fremur fram að Vinnueftirlitið starfaði samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og væri samkvæmt þeim falið eftirlit sem nánar væri lýst í 82. og 83. gr. laganna. Þá væri stofnuninni heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem yrðu hans áskynja. Í 2. mgr. 83. gr. laganna væri þagnarskylduákvæði þess efnis að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og að gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum</p> <p>Mikilvægt væri að starfsfólk á innlendum vinnumarkaði gæti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað þeirra án þess að eiga á hættu að Vinnueftirlitinu yrði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hefði verið til stofnunarinnar eða hver hefði kvartað. Það væri jafnframt mat Vinnueftirlitsins að slíkar upplýsingar væri óheimilt að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p>Vinnueftirlitið afgreiddi loks beiðni kæranda með erindi, dags. 26. apríl 2022. Erindinu fylgdu gögn úr skjalasafni stofnunarinnar sem vörðuðu kæranda sjálfan. Ekki var hins vegar veittur aðgangur að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna kæranda eða vinnugögnum.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. maí 2022, er gerð athugasemd við það hve langan tíma það hafi tekið stofnunina að afgreiða gagnabeiðnina. Þá virðist sem Vinnueftirlitið hafi handvalið þau gögn sem kæranda hafi verið afhent. Stofnunin hafi tekið fram í svari til kæranda að hvorki væri veittur aðgangur að upplýsingum um umkvartanir til stofnunarinnar né vinnugögn.</p> <p>Kærandi telur að það mál sem hann óskar upplýsinga um, þ.e. hvort Vinnueftirlitinu hafi borist kvörtun vegna meints eineltis af sinni hálfu, teljist ekki vera ábending um vanbúnað á vinnustað. Undir slíkt falli einhverjar þær aðstæður á vinnustað sem þyki óviðeigandi og varði alla starfsmenn vinnustaðarins. Kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis yfirmanns gagnvart tilteknum starfsmanni uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu fari kærandi fram á það við úrskurðarnefndina að hún geri Vinnueftirlitinu, með sérstökum úrskurði, skylt að afhenda kæranda öll þau gögn sem varði hann, þar sem fram komi nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda og sé að finna í vörslum stofnunarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur Vinnueftirlitið afhent kæranda þau gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða hann sjálfan, að undanskildum upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum. Ákvörðun stofnunarinnar er byggð á því að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem girði fyrir rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 9. gr. sömu laga. Þá byggist synjun um aðgang að vinnugögnum á 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p>Kæran í málinu er byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Hins vegar liggur fyrir að undir meðferð málsins afgreiddi Vinnueftirlitið beiðni kæranda, með því að synja henni að hluta til. Eftirfarandi umfjöllun miðar því að endurskoðun þeirrar ákvörðunar Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela 2. til 4. málsliður ákvæðisins í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem varða umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Enn fremur segir í ákvæðinu að slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Sérstakt þagnarskylduákvæði varð hluti af lögum nr. 46/1980 með breytingalögum nr. 75/2018 og hljóðaði þá svo:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.</p> </blockquote> <p>Með breytingalögum nr. 71/2019 var ákvæðið fellt brott og í stað þess kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlitsins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Með lögum um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020, var ákvæðið fært í núverandi mynd. Ákvæðið er að mestu leyti eins og það var í breytingalögum nr. 75/2018, að því undanskildu að það inniheldur nú vísun til X. kafla stjórnsýslulaga auk þess sem kveðið er á um að gögn sem innihaldi upplýsingar um umkvartanir til stofnunarinnar séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2020 kemur fram að sérstöku þagnarskylduákvæði hafi verið bætt við lögin með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 hafi það verið fellt brott. Með viðbótinni séu mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í athugasemdum við þagnarskylduákvæðið í frumvarpi því sem varð að breytingalögum nr. 75/2018 er beinlínis tekið fram að umkvörtun til Vinnueftirlitsins geti snúið að sálfélagslegum þáttum, svo sem einelti eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þannig er ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kunna um slíka umkvörtun, falla undir þagnarskylduákvæðið. Telur úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu sé óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar. Gildir í því samhengi einu hvort nafn kæranda, kennitala hans og/eða fyrrum starfsheiti komi fyrir í upplýsingunum, enda gildir þagnarskyldan um ,,allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar“. Verður ákvörðun stofnunarinnar því staðfest að þessu leyti.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 910/2020 var það einnig niðurstaða nefndarinnar að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda framangreindar upplýsingar. Sú niðurstaða byggðist hins vegar á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið í lögum nr. 46/1980 hafði fyrir mistök verið fellt úr gildi þegar beiðni kæranda í því máli barst stofnuninni, sbr. framangreint. Gildandi þagnarskylduákvæði hafði tekið gildi þegar beiðni í þessu máli barst Vinnueftirlitinu.</p> <p>Að því er varðar gögn sem urðu til hjá Vinnueftirlitinu í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda eru það gögn í stjórnsýslumáli hans sem falla því undir gildissvið stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 15.–19. gr. laganna, og heyra því ekki undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 4. gr. þeirra laga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 26. apríl 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis af hans hálfu, er staðfest. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1107/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni um aðgang að minnispunktum ráðuneytisins af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að ráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1107/2022 í máli ÚNU 22080008.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 8. ágúst 2022, kærði A, fréttamaður hjá Mannlífi, synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 27. júlí 2022 eftir aðgangi að minnisblöðum frá fundi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og saksóknara Namibíu sem haldinn var í ráðuneytinu. Þá óskaði kærandi einnig eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li>Hver var tilgangur fundarins?</li> <li>Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?</li> <li>Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?</li> <li>Hvernig stóð á að fundurinn var haldinn? Hver bað um fundinn?</li> <li>Hversu lengi stóð hann yfir?</li> </ol> <p>Ráðuneytið svaraði kæranda hinn 8. ágúst 2022. Þar kom fram að ráðuneytinu hefði borist ósk í gegnum forsætisráðuneyti með litlum fyrirvara, frá embættismönnum frá Namibíu, um að hitta dómsmálaráðherra. Ráðherra hefði ekki verið viðlátinn þennan dag og því hafi tveir skrifstofustjórar í ráðuneytinu, staðgengill skrifstofustjóra og aðstoðarmaður ráðherra mætt á fundinn, sem hafi staðið yfir í rúma klukkustund. Kæranda var í erindinu synjað um aðgang að upplýsingum um innihald fundarins og minnisblöðum af honum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem inniheldur heimild til að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Kærandi telur að mikilvægir almannahagsmunir standi ekki til þess að upplýsingarnar fari leynt. Samkvæmt namibískum fjölmiðlum hafi fundurinn snúið að Samherjamálinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 9. ágúst 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn dómsmálaráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 19. ágúst 2022. Í henni kemur fram að ráðuneytið hafi haft samráð við utanríkisráðuneyti vegna málsins og aflað upplýsinga um hvernig almennt sé háttað upplýsingagjöf um fundi með sendimönnum erlendra ríkja. Utanríkisráðuneyti leggist gegn því að upplýst sé um efni slíkra funda. Gögnin sem um ræði í þessu máli varði samskipti stjórnvalda við erlent ríki og umfjöllunarefnið sé í eðli sínu viðkvæmt, ekki síst út frá sjónarhóli hins erlenda stjórnvalds. Geti erlendir sendimenn ekki treyst því að trúnaður um samskiptin sé undantekningalaust virtur, stefni það nauðsynlegu trúnaðartrausti í hættu. Þar með geti stjórnvöld ekki átt í árangursríkum samskiptum við erlend ríki til að sinna lögmæltum hlutverkum sínum í þágu íslenska ríkisins, með þeim afleiðingum að brýnir almannahagsmunir séu fyrir borð bornir.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kæranda verið synjað um aðgang að minnispunktum dómsmálaráðuneytis af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. </p> <p>Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin fellst á það með dómsmálaráðuneyti að umfjöllunarefnið sé viðkvæmt. Þá telur nefndin ljóst að þeir erlendu sendimenn sem tjáðu sig á fundinum hafi gert það í trausti þess að um væri að ræða samtal sem trúnaðar yrði gætt um. Verður að telja að ef aðgangur yrði veittur að gögnunum væri það til þess fallið að skerða gagnkvæmt traust í samskiptum Íslands og Namibíu. Úrskurðarnefndin telur því að dómsmálaráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum, og verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p>Í ákvörðun dómsmálaráðuneytis kom hvorki fram afstaða ráðuneytisins til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga né var kæranda leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna. Var ákvörðun ráðuneytisins að þessu leyti ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru til slíkrar ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun dómsmálaráðuneytis, dags. 8. ágúst 2022, að synja A um aðgang að gögnum, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1106/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Barna- og fjölskyldustofa synjaði kæranda um aðgang að bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu með beiðni um lögreglurannsókn og bréfi frá lögreglustjóra sem vörðuðu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi gögnin ótvírætt tilheyra rannsókn sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1106/2022 í máli ÚNU 22060014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. júní 2022, kærði A synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. maí 2022 eftir öllum gögnum sem við kæmu máli hans. Barna- og fjölskyldustofa svaraði kæranda hinn 10. júní 2022. Svarinu fylgdu þau gögn sem hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar og vörðuðu kæranda, m.a. gögn tengd Barnahúsi.</p> <p>Kæranda var synjað um tiltekin gögn, þ.e. ódagsett bréf frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréf frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjunin byggðist á þeim grundvelli að þau tengdust sakamáli sem hefði verið í ferli hjá lögreglunni, en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Kæranda var bent á að leita til lögreglunnar varðandi aðgang að þeim. Þá var kæranda leiðbeint um að frekari gögn sem vörðuðu máls hans kynnu að vera til hjá viðkomandi barnaverndarnefnd og honum bent á að leita þangað.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá öll gögn sem við komi sínu máli frá barnaverndarnefnd, ekki aðeins Barnahúsi.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 15. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Barna- og fjölskyldustofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í henni kemur fram að stofnunin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að með vísan til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem þau tilheyrðu rannsókn sakamáls. Styddist það jafnframt við leiðbeiningar sem stofnunin hefði fengið frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ódagsettu bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréfi frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjun Barna- og fjölskyldustofu byggist á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarp það sem varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996, kemur fram að talið hafi verið eðlilegra að lög um meðferð opinberra mála hefðu að geyma sérreglur í þessu sambandi. Þá segir í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og telur ótvírætt að þau tilheyri rannsókn sakamáls. Er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda falla þau gögn sem um er deilt ekki undir gildissvið laganna. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á, svo sem fram kemur í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu til kæranda, að honum er fært að leita til viðeigandi barnaverndarnefndar varðandi aðgang að hugsanlegum frekari gögnum um sig. Þá er og unnt að beina beiðni um aðgang að gögnum sakamála sem er lokið til lögreglustjóra í því umdæmi þar sem rannsóknargögn eru geymd eða héraðssaksóknara, sbr. 4. gr. fyrirmæla ríkissaksóknara nr. 9/2017.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 13. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1105/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni. Innviðaráðuneytið afhenti stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var innviðaráðuneytinu því gert að afhenda skýrsluna án útstrikana. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1105/2022 í máli ÚNU 22050006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. maí 2022, kærði A ákvörðun innviðaráðuneytis um að synja honum um aðgang að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni.</p> <p>Með erindi til innviðaráðuneytis, dags. 19. apríl 2022, óskaði kærandi eftir skýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu sem skilað hefði verið til samgönguráðuneytisins árið 2018. Kærandi óskaði eftir eintaki þar sem engar upplýsingar hefðu verið felldar brott. Jafnframt óskaði kærandi eftir minnisblaði sem Samgöngustofa hefði sent ráðuneytinu í tilefni skýrslunnar, auk lista yfir öll gögn sem tengdust samskiptum stofnunarinnar við ráðuneytið í tilefni skýrslunnar, þar á meðal tölvupósta.</p> <p>Í svari ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kom fram að umræddur starfshópur hefði ekki lokið störfum heldur hefði áfangaskýrslu aðeins verið skilað. Áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra væri vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og því ekki skylt að veita aðgang að skýrslunni. Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins væri að ræða þætti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið afhenti kæranda áfangaskýrsluna með útstrikunum ásamt minnisblaði Samgöngustofu vegna áfangaskýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26. apríl 2018.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi mótmæli þeim rökum ráðuneytisins að áfangaskýrslan geti fallið undir vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að gögn sem annars teldust vinnugögn teljist það ekki lengur hafi þau verið afhent öðrum, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Fallist sé á að umræddur starfshópur falli undir 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Hins vegar sé ljóst að áfangaskýrsla starfshópsins hafi verið send til annars aðila en skipaði starfshópinn, þ.e. Samgöngustofu, og hafi enginn starfsmaður Samgöngustofu átt sæti í starfshópnum. Kærandi telji ljóst að Samgöngustofa hafi fengið áfangaskýrsluna senda úr ráðuneytinu þar sem stofnunin útbjó og sendi ráðuneytinu minnisblað um efni skýrslunnar. Því sé ekki um að ræða gagn sem falli undir undantekningarákvæði 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Meginregla 1. mgr. 8. gr. sé sú að gögn sem send eru milli stjórnvalda teljist ekki lengur vinnugögn. Kærandi telji því að ráðuneytinu sé skylt að veita fullan aðgang að skýrslunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt innviðaráðuneyti með erindi, dags. 9. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afrit af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júlí 2022, kemur fram að áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi ráðherra sé vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og því telji ráðuneytið ekki skylt að veita aðgang að henni. Umrætt skjal hafi verið unnið af starfshópnum sem settur var á fót á grundvelli ákvörðunar fyrrum ráðherra og var hlutverk hans fastmótað í skipunarbréfi, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá sé ekki um það að ræða að ákvæði 1.–4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um skjalið eða innihald þess. Skjalið hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun máls, það innihaldi ekki upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá vegna töku stjórnvaldsákvörðunar. Þá séu ekki í skjalinu upplýsingar um atvik tiltekins máls sem ekki koma annars staðar fram enda ekki um að ræða mál í þeim skilningi og þá sé ekki í skjalinu lýst vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á sviðinu. Þá hafi skjalið ekki verið afhent þriðja aðila.</p> <p>Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins sé að ræða hafi þótti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar enda heimili lögin að veita slíkan aðgang þó það sé ekki skylt, enda standi ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd því ekki í vegi, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ráðuneytið tekur fram að um hafi verið að ræða skjal sem ætlað hafi verið til notkunar og frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Fyrirhugað hafi verð að starfshópurinn skilaði endanlegri skýrslu í janúar síðastliðnum en í kjölfar kosninga og skipunar nýrrar ríkisstjórnar hafi ekki orðið af því. Skjalið hafi að geyma umfjöllun um störf og starfshætti Samgöngustofu sem nýtast muni við áframhaldandi vinnu við að bæta stjórnsýslu á málefnasviði ráðuneytisins. Sú vinna hafi þegar farið af stað. Jafnframt sé rétt að hafa í huga að þeir aðilar sem fjallað sé um í skýrslunni, hafi ekki fengið tækifæri til að andmæla því sem þar komi fram enda um áfangaskýrslu að ræða sem ætluð hafi verið til frekari úrvinnslu. Hafi þannig tilteknir hlutar skýrslunnar verið afmáðir með vísan til þess að skýrslan sé vinnuskjal, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þó stærstur hluti hennar hafi verið afhentur á grundvelli heimildar um aukinn aðgang. Hafi því aðgangi að tilteknum hlutum skýrslunnar verið synjað en stærstur hluti hennar afhentur.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 8. júlí 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017. Innviðaráðuneyti afhenti kæranda stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aukinn aðgang, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Þá var kæranda afhent í heild sinni minnisblað Samgöngustofu til ráðuneytisins með viðbrögðum við skýrslu starfshópsins.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Í 8. gr. er gert ráð fyrir að gögn geti í ákveðnum tilvikum áfram talist vinnugögn þótt þau séu afhent öðrum:</p> <ol> <li>Ef gögn eru einungis afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli aðila samkvæmt I. kafla laganna þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, sbr. 1. tölul. 2. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli annars vegar nefnda eða starfshópa sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, og hins vegar aðila samkvæmt I. kafla laganna, þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.</li> </ol> <p>Starfshópurinn sem um ræðir var settur á fót með ákvörðun þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í mars 2017. Starfshópnum var ætlað að vinna greiningu á verkefnum Samgöngustofu en í hann voru skipaðir þrír lögmenn. Með starfshópnum starfaði aðstoðarmaður ráðherra auk lögfræðings í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var ekki leitað eftir samstarfi við stofnunina um nánari skilgreiningu á verkefninu eða óskað eftir tilnefningu um þátttakanda í starfshópnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir áfangaskýrslu starfshópsins með hliðsjón af minnisblaði sem Samgöngustofa sendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með viðbrögðum við skýrslunni í lok apríl 2018. Af minnisblaðinu er ljóst að Samgöngustofa fékk skýrsluna afhenta í heild sinni. Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við starfsaðferðir starfshópsins og athugasemdum hópsins svarað eftir föngum. Úrskurðarnefndin telur að skýrslan uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Ljóst er að starfsmaður Samgöngustofu átti ekki sæti í starfshópnum, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að synjun ráðuneytisins um aðgang að skýrslunni geti ekki byggst á því að hún sé vinnugagn.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um þær upplýsingar sem afmáðar voru úr skýrslunni. Í því samhengi má nefna að þó nokkur hluti þeirra upplýsinga sem afmáður var er að finna í minnisblaði Samgöngustofu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem kærandi hefur þegar fengið afhent frá ráðuneytinu. Verður innviðaráðuneyti því gert að afhenda kæranda áfangaskýrslu starfshópsins í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Innviðaráðuneyti er skylt að afhenda kæranda, A, áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017, án útstrikana.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1104/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Deilt var um rétt kæranda, fréttamanns, til aðgangs að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli. Synjun Isavia ohf. byggðist m.a. á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að Isavia hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var synjun félagsins því staðfest. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1104/2022 í máli ÚNU 22030005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Isavia ohf. að synja honum um aðgang að gögnum í tengslum við toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli.</p> <p>Með erindi, dags. 12. janúar 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um stöðu fyrirætlana sem ræddar hefðu verið fyrir nokkrum árum um toll- og landamæraeftirlit í Keflavík á vegum bandarískra stjórnvalda, <em>U.S. Customs and Border Protection (CBP) Preclearance</em>, sem gæti hraðað og einfaldað úrvinnslu farþega þegar komið væri til Bandaríkjanna.</p> <p>Í svari Isavia til kæranda, dags. 21. janúar 2022, kom fram að þessi möguleiki hefði verið skoðaður en að kröfur, fyrirkomulag og ávinningur af Preclearance gæti ekki stutt við tengistöðina og vöxt hennar. Verkefnið væri því í bið því kostnaðurinn væri hamlandi og það drægi úr skilvirkni tengistöðvarinnar. Kærandi svaraði Isavia samdægurs með frekari spurningum um verkefnið og hvers vegna það hefði ekki gengið eftir.</p> <p>Hinn 7. febrúar 2022 óskaði kærandi svo eftir öllum gögnum sem tengdust skoðun á Preclearance, þ.m.t. gögnum sem vörpuðu ljósi á tilkomu málsins, framvindu þess og þá niðurstöðu að ráðast ekki í að koma slíku fyrirkomulagi á fót. Auk gagna sem stöfuðu frá Isavia var óskað eftir gögnum sem stöfuðu frá eða hefði verið beint til þriðja aðila.</p> <p>Í erindi Isavia, dags. 17. febrúar 2022, kom fram að um tíu skjöl hefðu fundist sem ætla mætti að féllu undir beiðni kæranda. Voru kæranda afhentar tvær fundargerðir stjórnar Isavia, frá því í október 2017 og 2018, auk erindis Isavia til innanríkisráðuneytis frá því í desember 2016 um stöðu mála vegna Preclearance-verkefnisins. Önnur gögn sem féllu undir beiðnina yrðu ekki afhent ýmist með vísan til 2. tölul. 10. gr. eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Krafa kæranda um rökstuðning fyrir því af hverju aukinn aðgangur yrði ekki veittur, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, ætti aðeins við um stjórnvöld og því ætti hún ekki við í málinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 15. mars 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 30. mars 2022. Í henni kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að níu skjölum:</p> <ol> <li>Ákvörðun byggð á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Erindi Isavia til U.S. Customs and Border Protection: Preclearance Process – Initial Submission, dags. 29. júlí 2016.</li> <li>Department of Homeland Security – Non-Disclosure Agreement, dags. 1. ágúst 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 29. júlí til 6. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> </ol> </li> <li>Ákvörðun byggð á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 8. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 12. september 2016.</li> </ol> </li> </ol> <p>Í umsögninni kom fram að samningurinn og samskiptin væru talin viðkvæm og snertu framkvæmd sem hefði gefið tilefni til að Bandaríkin hefðu óskað eftir að gerður yrði trúnaðarsamningur um þau, enda vörðuðu þau landamæraafgreiðslu og eftirlit. Isavia legði áherslu á mikilvægi þess að sá trúnaður yrði virtur þannig að það að opinbera gögnin hefði ekki neikvæð áhrif á að samningur næðist síðar um forskráningu þótt ekki hefði orðið af henni enn.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Varðandi röksemd Isavia að hluti gagnanna falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 898/2020, þar sem nefndin tók fram að ekki væri unnt að hafna aðgangi að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. án þess að atviksbundið mat á gögnunum færi fram.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði hinn 6. október 2022 eftir frekari rökstuðningi frá Isavia fyrir því að hvaða leyti mikilvægir almannahagsmunir stæðu til þess að gögnin skyldu fara leynt, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, og hvernig afhending gagnanna til kæranda gæti verið til þess fallin að skaða samskipti við Bandaríkin og þannig raska almannahagsmunum. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Isavia hlutaðist til um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingarinnar.</p> <p>Í svari Isavia, dags. 20. október 2022, kemur fram að samskipti um forafgreiðsluna varði m.a. framkvæmd landamæraeftirlits og flugverndar. Upplýsingar um það séu viðkvæmar í eðli sínu og ofuráhersla sé lögð á leynd upplýsinga, sér í lagi um málefni flugverndar. Starfsmenn Isavia sem tengist málinu, sem og aðrir sem hafi komið að málinu af hálfu flugrekenda og stofnana ríkisins, hafi farið í gegnum bakgrunnsskoðun eða fengið sérstaka öryggisvottun sem heimili þeim aðkomu að málinu. Að veita aðgang að gögnum sem tengist þessum málaflokkum gæti haft áhrif á möguleika þeirra sem málið varðar til alþjóðasamstarfs.</p> <p>Í svarinu kemur enn fremur fram að ef erlend ríki geti ekki treyst því að trúnaður í milliríkjasamskiptum sé undantekningalaust virtur geti traust tapast. Þar með gæti utanríkisþjónustan, vegna milligöngu fyrir félagið, ekki átt árangursrík samskipti og sinnt lögmæltu hagsmunagæsluhlutverki sínu í þágu íslenska ríkisins. Loks er ítrekað að ekki hafi enn komist á samkomulag um forafgreiðslu við bandarísk stjórnvöld. Málið gæti því verið tekið upp aftur og því sé mikilvægt að virða trúnað til að koma í veg fyrir að samtalið stöðvist. Isavia meti það svo að afhending upplýsinganna myndi skaða samskiptin og þar af leiðandi raska almannahagsmunum.</p> <p>Að því er varði beiðni úrskurðarnefndarinnar um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna sé ekki heimild í upplýsingalögum til að óska afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. laganna. Slík öflun afstöðu eigi aðeins við þegar upplýsingar kunni að varða einkahagsmuni, sbr. 2. mgr. 17. gr. sömu laga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá haustinu 2016 sem varða könnun á möguleika á því að komið yrði á fót bandarískri toll- og vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli, til að einfalda úrvinnslu farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt á vef Isavia hinn 4. nóvember 2016 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Keflavíkurflugvöllur væri á lista yfir flugvelli þar sem mögulegt væri að taka upp slíka starfsemi.</p> <p>Bandaríska toll- og landamæraverndin (e. U.S. Customs and Border Protection, CBP), sem er stofnun innan heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna (e. Department of Homeland Security), heldur úti áætlun um forafgreiðslu (e. Preclearance program) sem felst í að hafa starfsmenn CBP á völdum flugvöllum utan Bandaríkjanna í því skyni að vinna úr og yfirfara farþega sem ferðast til Bandaríkjanna, í stað þess að það sé gert við komu til Bandaríkjanna.</p> <p>Ákvörðun Isavia byggist ýmist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn sem kæranda var synjað um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða í fyrsta lagi erindi Isavia til CBP, dags. 29. júlí 2016, varðandi möguleika á forafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Í öðru lagi er staðlaður samningur um þagnarskyldu (e. Non-Disclosure Agreement) á vegum heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, útfylltur og undirritaður af þáverandi forstjóra Isavia hinn 1. ágúst 2016. Í þriðja lagi eru samskipti Isavia við fulltrúa á vegum CBP frá lokum júlí 2016 og fram í september sama ár, í tengslum við heimsókn til Íslands. Í fjórða lagi eru samskipti við íslensk stjórnvöld vegna málsins.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að verði gögnin afhent kæranda kunni að skapast hætta á því að traust bandarískra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum og Isavia glatist. Í því samhengi hefur það talsverða þýðingu að mati nefndarinnar að þótt nokkuð sé um liðið frá því gögnin urðu til og að verkefnið sé í biðstöðu, þá sé viðræðum um málið ekki lokið og þær kunni að verða teknar upp að nýju. Önnur sjónarmið kynnu eftir atvikum að koma til skoðunar ef ljóst væri að viðræðum væri lokið. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p> <p>Að því er varðar þau gögn sem Isavia synjaði kæranda um aðgang að á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða innihalda þau að hluta til sambærilegar eða sömu upplýsingar og fram koma í þeim gögnum sem synjað var um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum er óþarft að taka afstöðu til þess hvort gögnin uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um þau gögn sem undirorpin eru 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er því staðfest ákvörðun Isavia um þessi gögn að auki.</p> <p>Í tilefni af athugasemd Isavia um að upplýsingalög heimili ekki að leitað sé afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir úrskurðarnefndin á að nauðsynlegt kann að vera að afla upplýsinga frá erlendum stjórnvöldum eða öðrum aðilum til að unnt sé að leggja á það mat hvort þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda séu til staðar. Slík upplýsingaöflun er því liður í því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem taka ákvarðanir á grundvelli upplýsingalaga uppfylli rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, og þarfnast ekki sérstakrar lagaheimildar umfram þau ákvæði. Þrátt fyrir að Isavia hafi ekki aflað umræddra upplýsinga telur úrskurðarnefndin að eins og mál þetta er vaxið og með hliðsjón af því trúnaðarsamkomulagi sem liggur fyrir í málinu hafi það ekki áhrif á niðurstöðu nefndarinnar þótt afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna hafi ekki verið aflað.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 17. febrúar 2022, að synja A um aðgang að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1102/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda studdist við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin féllst á að gögnin teldust til minnisgreina af ráðherrafundum í skilningi ákvæðisins og staðfesti ákvörðun ráðuneytisins. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1102/2022 í máli ÚNU 22040011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun forsætisráðuneytis á beiðni hennar um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál.</p> <p>Með erindi, dags. 11. apríl 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál frá þeim fundum þar sem rætt hefði verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að fundargerðir og aðrar minnisgreinar á ráðherrafundum væru undanþegnar upplýsingarétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið upplýsti hins vegar um að rætt hefði verið um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka á fjórum fundum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, dags. 27. janúar 2021, 4. maí 2021, 4. febrúar 2022 og 1. apríl 2022, ásamt því að veita tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með erindi, dags. 22. apríl 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kemur fram að ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þrátt fyrir framangreint og að stjórnvöld séu ekki skyldug til að taka afstöðu til aukins aðgangs þegar um slík gögn er að ræða, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, hafi ráðuneytið ákveðið að veita kæranda tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. þar sem fram kemur að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt sé enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi.</p> <p>Kveðið sé á um skipan ráðherranefndar um efnahagsmál í 4. mgr. 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011 og samkvæmt ákvæðinu eigi forsætisráðherra og sá ráðherra sem fer með málefni hagstjórnar og fjármálastöðugleika fast sæti í nefndinni. Auk þeirra á menningar- og viðskiptaráðherra sæti í nefndinni samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar þar um 7. desember 2021. Þá sé kveðið á um það í 3. mgr. 10. gr. laganna að forsætisráðherra setji reglur um störf ráðherranefnda í samráði við ríkisstjórn. Í 3. mgr. 3. gr. núgildandi reglna nr. 166/2013 sé kveðið á um trúnaðar- og þagnarskyldu ráðherra og annarra sem sitja ráðherranefndarfundi um öll gögn nefndanna nema viðkomandi nefnd samþykki að aflétta trúnaði eða að lög kveði á um annað. Tilgangur ráðherranefnda sé að skapa vettvang fyrir ráðherra sem beri ábyrgð á skyldum málefnum til að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki. Nefndirnar séu mikilvægur vettvangur til þess að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn. Með fyrirkomulaginu sé tryggt að mál hljóti nauðsynlega þverfaglega umfjöllun á undirbúningsstigi og stuðlað að markvissari umræðum í ríkisstjórn um einstaka mál.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þar eru nefnd til pólitískrar stefnumótunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi ráðherra, fundargerðir og minnisgreinar af ráðherrafundum þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur á formlegum ríkisstjórnarfundi eða öðrum ráðherrafundum, þ.m.t. við óformlegar aðstæður. Hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest að ákvæðið taki til gagna ráðherranefnda með sama hætti og ríkisstjórnar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 811/2019 frá 3. júlí 2019 og nr. 564/2014 frá 17. desember 2014. Ákvæðið sé samhljóða 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eigi sömu sjónarmið við um skýringu þess ákvæðis en í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga komi m.a. fram að talið hafi verið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda sem fara með æðstu stjórn ríkisins og að þau taki sjálf ákvarðanir um birtingu gagna sem til umfjöllunar eru á fundum þeirra. Því sé áréttuð sú afstaða ráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. maí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda styðst við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.</p> </blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þótt ekki sé berum orðum tiltekið í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að fundargerðir ráðherrafunda séu undanþegnar upplýsingarétti almennings telur nefndin að það verði að líta svo á að slík gögn teljist til minnisgreina af slíkum fundum í skilningi ákvæðisins. Kemur þar og til að tilgangur undanþágureglunnar í 1. tölul. 6. gr. er að varðveita möguleika til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs, en svo sem fram kemur í umsögn forsætisráðuneytis er tilgangur ráðherranefnda beinlínis að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn og gera þeim ráðherrum sem eiga sæti í nefndinni kleift að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki til að stuðla að markvissari umræðum í ríkisstjórn. Hins vegar er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, og hefur kæranda með hliðsjón af því verið veittar tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að forsætisráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 11. apríl 2022, að synja beiðni A um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1100/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Synjun Landspítala var á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, enda teldist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Úrskurðarnefndin rakti að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust vera upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þótt gögnin innihéldu ekki nöfn starfsmanna taldi nefndin að kæranda yrði engu að síður fært að persónugreina starfsmennina með notkun viðbótarupplýsinga, og þannig öðlast upplýsingar um stéttarfélagsaðild þeirra. Var ákvörðun Landspítala því staðfest. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1100/2022 í máli ÚNU 22020003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. febrúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, synjun Landspítala á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 24. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítala á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að félagsmenn stéttarfélagsins væru starfsmenn hjá Landspítala og greidd væru félagsgjöld til stéttarfélagsins í hverjum mánuði. Félagsgjöldin reiknist út frá launum viðkomandi félagsmanns og væri félagið því með upplýsingar um heildarlaun og félagsaðild viðkomandi starfsmanna. Stéttarfélagið væri hins vegar ekki með upplýsingar um starfsheiti starfsmanna eða samsetningu fastra og reglulegra launa, hvorki hjá starfsmönnum sem tilheyri Sameyki né öðrum stéttarfélögum. Kærandi óskaði því eftir upplýsingum um starfsheiti og samsetningu fastra og reglulegra launa allra starfsmanna sem tilheyra annars vegar Sameyki og hins vegar stéttarfélaginu Eflingu, nánar tiltekið:</p> <p>Föst launakjör allra þeirra starfsmanna sem starfa hjá Landspítalanum, sundurgreind í:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Greiddan grunnlaunaflokk</li> <li>Greitt launaþrep</li> <li>Fasta yfirvinnutíma</li> <li>Önnur laun</li> <li>Önnur föst hlunnindi eða föst laun hverju nafni sem þau nefnast</li> <li>Heildarupphæð mánaðarlauna</li> <li>Starfshlutfall</li> <li>Starfsaldur hjá stofnuninni</li> </ol> <p>Í svari Landspítalans, dags. 1. desember 2021, kom fram að Landspítali féllist á að afhenda kæranda eftirfarandi upplýsingar um þá starfsmenn sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember samkvæmt kjarasamningi Sameykis:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Vinnustaður (svið/deild)</li> <li>Starfshlutfall í dagvinnu</li> <li>Greidd föst mánaðarlaun</li> <li>Aðrar fastar greiðslur – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna)</li> <li>Samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur</li> </ol> <p>Jafnframt kom fram að Landspítali hafnaði ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar þar sem stofnuninni væri einungis heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Stéttarfélagsaðild teldist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Því væri Landspítala óheimilt að svara fyrirspurn um starfsmenn í Eflingu þar sem fyrirspurnin væri afmörkuð við hóp starfsfólks sem ætti það eitt sameiginlegt að eiga aðild að tilteknu stéttarfélagi.</p> <p>Með erindi til Landspítala, dags. 7. desember 2021, áréttaði kærandi beiðni sína og vísaði þar um til 2.–4. málsl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari, dags. 9. desember 2021, vísaði spítalinn til fyrri rökstuðnings fyrir höfnun sinni í bréfi til kæranda, dags. 1. desember 2021, um að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga nr. 90/2018. Þegar spurt væri um nöfn, starfssvið og launakjör starfsmanna sem ættu það eitt sameiginlegt að tilheyra tilteknu stéttarfélagi væri ljóst að efnislegt svar fæli í sér veitingu viðkvæmra persónuupplýsinga sem spítalinn teldi sér óheimilt að láta af hendi í því formi sem óskað væri.</p> <p>Með tölvupósti til Landspítala, dags. 12. janúar 2022, tók kærandi fram að ekki væri um það deilt að upplýsingar um stéttarfélagsaðild væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Landspítali gæti hins vegar orðið við þessum upplýsingum án þess að greina frá nafni starfsmanns og væru upplýsingarnar þá ekki persónugreinanlegar. Markmið beiðninnar væri einkum að fá upplýsingar um laun félagsmanna en upplýsingar um stéttarfélagsaðild einstakra starfsmanna skiptu ekki máli.</p> <p>Í svari Landspítala, dags. 19. janúar 2022, sagði að samkvæmt þeirri breytingu sem fælist í tölvupósti kæranda frá 12. janúar 2022 væri fallið frá ósk um nöfn starfsmanna með vísan til persónuverndarsjónarmiða, en eftir sem áður væri afmörkun upplýsingabeiðninnar byggð á stéttarfélagsaðild. Með vísan til áður fram komins rökstuðnings væri beiðninni hafnað, enda yrði ekki séð að þannig breytt beiðni um upplýsingar um laun starfsmanna í tilteknu stéttarfélagi yrði byggð á tilvitnaðri 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt á upplýsingum um starfsheiti, laun og föst launakjör starfsmanna spítalans samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem spítalinn hafi ekki orðið við beiðni kæranda þrátt fyrir ítrekaðar óskir sé kærandi knúinn til að kæra afgreiðsluna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi krefjist þess að synjun Landspítalans um gagnaafhendingu verði hrundið og að umræddar upplýsingar verði veittar kæranda með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 560/2014.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 9. febrúar 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Landspítala, dags. 14. febrúar 2022, segir að spítalinn hafi látið kæranda í té þann hluta umbeðinna upplýsinga sem spítalinn taldi sér heimilt á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Spítalinn hafi sent kæranda skjal með upplýsingum um félagsmenn Sameykis sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember 2021 samkvæmt kjarasamningi Sameykis, þ.e. nafn, starfsheiti, vinnustaður (svið/deild), starfshlutfall í dagvinnu, greidd föst mánaðarlaun, aðrar fastar greiðslu – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna) og samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur.</p> <p>Landspítali hafi hins vegar hafnað ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar um laun þar sem stofnuninni væri aðeins heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi Landspítali hafnað ósk kæranda um sambærilegar upplýsingar um starfsmenn Eflingar. Rök spítalans séu þau að stéttarfélagsaðild teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Fyrirspurn kæranda hafi aðeins verið afmörkuð á grundvelli stéttarfélagsaðildar og því ljóst að í jákvæðu svari fælust upplýsingar um stéttarfélagsaðild allra viðkomandi starfsmanna.</p> <p>Ástæða þess að spítalinn hafi talið að sömu sjónarmið ættu ekki við um veitingu upplýsinga um starfsmenn í Sameyki væri að félagið hefði í sínum fórum upplýsingar um félagsmenn sína og vinnustaði þeirra eins og fram hefði komið í skýringum félagsins í bréfi til spítalans, dags. 24. nóvember 2021. Kærandi ítrekaði ósk sína með tölvupósti, dags. 12. janúar 2022, um laun starfsmanna spítalans í Eflingu en féll frá ósk um nöfn starfsmanna. Spítalinn hafi hafnað ósk þessari með tölvupósti, dags. 19. janúar 2022. Rök spítalans hafi verið þau að afmörkun upplýsingabeiðninnar væri eftir sem áður byggð á stéttarfélagsaðild.</p> <p>Með vísan til framanritaðs telji Landspítali að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna.</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda hinn 14. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Réttur kæranda byggist á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun Landspítala er á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda teljist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Ákvörðun Landspítala var ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, en í 9. gr. þeirra kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Svo sem fram kemur í skýringum Landspítala teljast upplýsingar um stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Raunar hefur kærandi fallist á að slíkar upplýsingar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar, en telur að Landspítala sé unnt að verða við beiðni hans um starfsheiti og föst launakjör starfsmanna Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi án þess að gefa upp nöfn viðkomandi starfsmanna, en þá séu gögnin ekki persónugreinanleg.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem hægt væri með fyrirhafnarlitlum hætti að rekja til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar.</p> <p>Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Samkvæmt því er ljóst að stéttarfélagsaðild getur talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna að því tilskildu að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga út frá upplýsingunum.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Kærandi, sem er stéttarfélag, hefur fengið afhentar frá Landspítala upplýsingar um eigin félagsmenn sem samanstanda af nöfnum starfsmanna, starfsheiti, vinnustað (sviði/deild), starfshlutfalli í dagvinnu, greiddum föstum mánaðarlaunum, öðrum föstum greiðslum (samtölu), og samtals greiddum föstum mánaðarlaunum og öðrum föstum greiðslum. Kærandi óskar eftir sambærilegum upplýsingum, að nöfnum starfsmanna undanskildum, um starfsmenn Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um nöfn opinberra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, og launakjör æðstu stjórnenda.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nái þannig til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Óheimilt sé að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, nema viðkomandi teljist til æðstu stjórnenda.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að, þ.e. upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi. Gögnin innihalda ekki nöfn starfsfólksins en innihalda upplýsingar um starfsheiti, svið, skipulagseiningu, starfshlutfall, greidd föst mánaðarlaun fyrir annars vegar fullt starf og hins vegar miðað við starfshlutfall, fasta yfirvinnu miðað við starfshlutfall, önnur laun og heildarlaun miðað við starfshlutfall.</p> <p>Telja verður að ef veittur yrði aðgangur að skjalinu myndu þær upplýsingar sem þar koma fram, einar og sér, ekki nægja til að bera kennsl á viðkomandi starfsfólk með beinum hætti. Á hinn bóginn er til þess að líta að kærandi hefur þegar undir höndum upplýsingar um eigin félagsmenn auk þess sem honum er fært að óska eftir upplýsingum hjá Landspítala um nöfn starfsmanna, starfssvið, föst launakjör og heildarlaun æðstu stjórnenda, sbr. 2.–4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, án þess að óska eftir upplýsingum um stéttarfélagsaðild þeirra.</p> <p>Með hliðsjón af því hvernig það skjal sem deilt er um í málinu er sett fram og hve margar breytur þar koma fram um hvern og einn starfsmann telur úrskurðarnefndin að ef kæranda yrði afhent skjalið til viðbótar við þær upplýsingar sem hann hefur nú þegar undir höndum auk þeirra sem hann á rétt til samkvæmt upplýsingalögum, væri honum fært að persónugreina það starfsfólk sem kemur fyrir í skjalinu með beinum eða óbeinum hætti, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. til hliðsjónar 26. lið formála reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, þar sem fram kemur að persónuupplýsingar sem hafi verið færðar undir gerviauðkenni, sem kann að vera hægt að rekja til einstaklings með notkun viðbótarupplýsinga, skuli teljast upplýsingar um persónugreinanlegan einstakling.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði Landspítala gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum kynni jafnframt að vera miðlað upplýsingum um stéttarfélagsaðild, sem varða einkahagsmuni viðkomandi starfsfólks í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Því er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telur úrskurðarnefndin því að Landspítala sé óheimilt að afhenda gögnin og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin innihalda einungis upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 19. janúar 2022, að synja Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu um aðgang að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsfólks Landspítala sem er félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1103/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Í málinu var kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kæmi fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sættu ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiddi að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum yrði ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Varð því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1103/2022 í máli ÚNU 22090023.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2022, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kostnað einstakra þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna kosninga síðastliðið vor. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 26. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1101/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Landspítali synjaði kæranda um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda, á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Úrskurðarnefndin rakti skilyrði upplýsingalaga fyrir því að gagn gæti talist vinnugagn og féllst á að skilyrðin væru uppfyllt. Á hinn bóginn taldi nefndin að rótargreiningin kynni að innihalda upplýsingar um atvik máls auk þess sem þar væri lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Nefndin taldi sig hins vegar ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skyldu afhentar kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1101/2022 í máli ÚNU 22030006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A þá ákvörðun Landspítala að synja beiðni um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna andláts eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Landspítala […].</p> <p>Með erindi til Landspítalans, dags. 1. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda. Í beiðninni er tekið fram að þau gögn sem kærandi hafi þegar fengið afhent frá spítalanum árið 2018 varði einungis hluta rótargreiningarinnar, nánar tiltekið um tillögur til úrbóta. Þar af leiðandi telji kærandi sig ekki hafa fengið rótargreininguna afhenta í heild sinni.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. mars 2022, synjaði spítalinn beiðni kæranda um afhendingu rótargreiningarinnar. Í svari spítalans er tekið fram að sú regla hafi myndast hjá spítalanum að afhenda eingöngu niðurstöður rótargreininga en ekki vinnugögn um þær. Þá segir að vinnugögn séu ekki afhendingarskyld, sbr. 5. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem rótargreiningarskjalið sé vinnugagn samkvæmt 8. gr. upplýsinglaga verði aðrir hlutar en niðurstöðukafli rótargreiningarinnar ekki afhentir kæranda. Hið sama eigi við um landlækni, sem fái afhentar niðurstöður rótargreininga og tillögur til úrbóta í krafti eftirlitshlutverks landlæknis með Landspítala, en ekki vinnugögn rótargreiningar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega óskað eftir aðgangi að rótargreiningunni með erindi, dags. 2. febrúar 2015. Landspítalinn hafi þá synjað beiðni kæranda með erindi dags. 16. mars 2015. Í þeirri synjun spítalans kemur fram að rótargreiningar flokkist sem vinnugögn og séu því undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að um rétt kæranda til upplýsinga fari líkt og um upplýsingarétt almennings. Þar sem í rótargreiningum komi fram viðkvæmar upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga sem geti verið persónugreinanlegar, þrátt fyrir að nafns eða kennitölu sé ekki getið, beri að hafna aðgangi að upplýsingum á þeim grundvelli einnig.</p> <p>Í kæru er einnig tekið fram að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkragögnum eiginmanns síns í árslok 2012. Í kjölfarið hafi kærandi ákveðið að kæra andlát eiginmanns síns til lögreglu og embættis landlæknis. Við meðferð málsins hjá lögreglu hafi skurðlæknir sem bar ábyrgð á meðferð eiginmanns kæranda komið til skýrslutöku og haft þar frammi staðhæfingar sem kærandi telur misvísandi. Í kæru segir að kærandi vilji fá aðgang að rótargreiningunni til að sannreyna staðhæfingar skurðlæknisins en einnig vegna mögulegra annarra misvísandi upplýsinga sem gætu leynst í rótargreiningunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 15. mars 2022, og spítalanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 1. apríl 2022, ítrekaði úrskurðarnefndin beiðni sína við Landspítala.</p> <p>Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni hinn 19. apríl 2022. Þar er tekið fram að gagnabeiðni kæranda lúti að gögnum sem spítalinn útbúi sem undirbúningsgögn um hvernig haga beri verkferlum og verklagi á spítalanum. Gögnin séu eingöngu ætluð til eigin nota og teljist til vinnugagna sem réttur almennings um afhendingu gagna taki ekki til. Þau séu því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Þá er einnig fjallað um öryggismenningu og tekið fram að spítalinn leggi áherslu á að efla hana í starfsemi sinni til að bæta gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem veitt er. Í því samhengi er bent á að rótargreiningar séu eitt öflugasta verkfærið til að stuðla að góðri öryggismenningu. Þær feli í sér markvissa og kerfisbundna rannsókn sem hafi það að markmiði að greina undirliggjandi ástæður atvika svo unnt sé að gera úrbætur í starfseminni. Að lokum er í umsögn spítalans vakin athygli á mögulegu fordæmisgildi málsins og tekið fram að ef spítalanum verði gert að afhenda þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að, muni stoðum vera kippt undan vinnslu rótargreininga innan heilbrigðisstofnana hér á landi. Það sé síst til þess fallið að bæta gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu. </p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. apríl 2022, er tveimur spurningum varpað fram, annars vegar hvort Landspítali geti einhliða ákveðið að rótargreiningar á óvæntum andlátum séu vinnugögn og hins vegar hvort úrskurðanefndin sé sammála skilgreiningu Landspítala um að rótargreiningar séu vinnugögn.</p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að spítalinn hafi aldrei upplýst kæranda um dánarmein eiginmanns kæranda. Að mati kæranda hafi bæði læknar og hjúkrunarlið spítalans vanrækt eiginmann kæranda kerfisbundið og brugðist honum í störfum sínum. Þá segir að kærandi hafi þegar fengið í hendur öll sjúkragögn eiginmannsins og því ætti innihald umbeðinna gagna ekki að koma á óvart lengur. Þar að auki ætli kærandi sér ekki að nota rótargreininguna eða upplýsingar sem fram komi í henni fyrir dómi, enda hafi kærandi þegar haft betur gegn íslenska ríkinu fyrir Hæstarétti í skaðabótamáli árið 2018.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er einnig bent á að embætti landlæknis veiti aðstandendum aðilastöðu í málum er varða rannsókn embættisins á óvæntum andlátum. Kærandi sjái ekkert í málflutningi Landspítala sem útskýri nauðsyn fyrir þeirri leynd er ríki yfir rótargreiningunni. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu sem Landspítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Landspítala […]. Ákvörðun sjúkrahússins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Samkvæmt umsögn Landspítalans í málinu byggist afgreiðsla spítalans á því að um rétt kæranda fari samkvæmt meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af skýringum kæranda í málinu má ætla að hann telji að um rétt sinn til aðgangs skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.</p> <p>Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að rótargreiningin snýr að óvæntu andláti eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu hans á Landspítala í október 2011. Telur úrskurðanefndin því að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningunni eftir ákvæðum III. kafla laganna.</p> <p>Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að reikna megi með því að tiltölulega sjaldgæft sé að hagsmunir hins opinbera af leynd rekist á við hagsmuni einstaklings eða lögaðila af því að fá vitneskju um upplýsingar er varða hann sjálfan. Á þetta geti engu að síður reynt í einstaka tilviki og sé þá talið rétt að undanþágur í 6. gr. upplýsingalaga gildi fullum fetum gagnvart upplýsingarétti aðila.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Einnig er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjalsins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkrahúsinu. Úrskurðarnefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p>Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda m.a. ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ekki er hægt að skjóta loku fyrir að í skjalinu komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki hafi birst annars staðar. Þá er á nokkrum stöðum í skjalinu að finna upplýsingar um verklag á spítalanum í tengslum við ýmsa þætti. Ljóst er að kærandi getur haft hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu til að staðreyna meint misræmi í gögnum málsins um hvernig heilbrigðisþjónustu við eiginmann kæranda hafi verið háttað á Landspítala. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skuli afhentar kæranda. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna og þeirra undantekninga sem fram koma í 3. mgr. 8. gr. um þær takmarkanir sem eru á afhendingu þeirra.</p> <p>Í ákvörðun Landspítala var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda ekki heldur leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Landspítala að gæta framvegis að þessu atriði.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Landspítala á því að samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 6. gr. tekur til þegar átta ár eru liðin frá því að gögn urðu til, svo fremi sem aðrar takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við. Frá því tímamarki er Landspítala því ekki fært að takmarka aðgang að rótargreiningunni á grundvelli þess að um vinnugögn sé að ræða í skilningi upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 1. mars 2022, er vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1099/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli dótturfélags Ríkisútvarpsins og Storytel um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Synjun Ríkisútvarpsins byggðist á því að samningurinn varðaði mikilvæga viðskiptahagsmuni Storytel auk þess sem almannahagsmunir krefðust þess að hann færi leynt þar sem Ríkisútvarpið væri að þessu leyti í samkeppni við aðra. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem varðar upplýsingar um aðila sjálfan. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir Storytel og samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins vægju ekki eins þungt og hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum. Var því lagt fyrir Ríkisútvarpið að afhenda kæranda samninginn. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1099/2022 í máli ÚNU 21120010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 17. desember 2021, kærði A lögmaður, f.h. B, afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um tvo samninga í tengslum við móður kæranda, C. Byggist kæran á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kæranda sendi gagnabeiðni til Ríkisútvarpsins hinn 20. maí 2021. Í erindinu kom fram að kærandi væri rétthafi höfundarréttar að verkum C. Hinn 19. mars 2021 hefði kærandi gert samning við fyrirtækið Storytel um dreifingu á hljóðritun Ríkisútvarpsins á verkinu […], í flutningi höfundar, í gegnum áskriftarstreymisveitu Storytel. Samkvæmt upplýsingum í samningnum hafi verkið verið hljóðritað á sínum tíma og gefið út af Ríkisútvarpinu sem hljóðbók (e. audiobook), og gert aðgengilegt almenningi samkvæmt samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og höfundar.</p> <p>Í samningi kæranda og Storytel er vísað til samnings sem fyrirtækið hafi gert við Ríkisútvarpið um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Framangreint samkomulag milli Ríkisútvarpsins og C veiti stofnuninni hins vegar ekki heimild til að dreifa hljóðritun á […] út fyrir stofnunina. Þar af leiðandi sé þörf á að Storytel afli heimildar frá rétthafa verksins til að streyma því á streymisveitu sinni, til viðbótar við samkomulag fyrirtækisins við Ríkisútvarpið. Það sé tilefni samningsgerðar kæranda og Storytel.</p> <p>Í erindi lögmanns kæranda til Ríkisútvarpsins frá 20. maí 2021 kom fram að misskilnings gætti í samningi kæranda við Storytel; Ríkisútvarpið hefði aldrei öðlast rétt yfir verkum C sem heimilaði stofnuninni að dreifa þeim á streymisveitum. Þá hefði stofnunin ekki gefið verkið út sem hljóðbók, líkt og tilgreint væri í samningnum. Ríkisútvarpið hefði aðeins tekið upp lestur höfundar á verkinu og hafði samningsbundna heimild til þess eins að útvarpa þeim lestri í línulegri dagskrá á tiltekinn hátt.</p> <p>Þóknunarákvæði í samningi kæranda og Storytel vekti sérstaka athygli, en þar kæmi fram að kærandi fengi greidda þóknun sem næmi […]% af heildarþóknun Ríkisútvarpsins frá Storytel, samkvæmt samningi þeirra á milli, og Ríkisútvarpið […]% þóknunarinnar. Ríkisútvarpið fengi sem sagt […]% þóknunarinnar fyrir það eitt að afhenda Storytel upptöku verksins, sem væri með ólíkindum í ljósi þess að Ríkisútvarpið hefði aldrei átt neinn rétt til verksins í áskriftarstreymi.</p> <p>Ríkisútvarpið ætti tiltekinn rétt til hljóðritunarinnar, en sá réttur væri takmarkaður við samkomulag stofnunarinnar við C, og ætti ekkert skylt við tekjur sem yrðu til af verkinu í gegnum áskriftarstreymi. Ríkisútvarpið væri ekki útgefandi verksins og hefði aldrei verið. Í samræmi við framangreint óskaði kærandi eftir annars vegar samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, og hins vegar samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og C.</p> <p>Beiðni kæranda var ítrekuð í lok ágúst 2021 og hinn 6. október 2021 barst svar frá Ríkisútvarpinu. Í svarinu kom fram að málið væri byggt á misskilningi; Ríkisútvarpið hefði ekki veitt Storytel rétt til nýtingar á verkum C, heldur væri slíkt háð sérstökum samningi milli rétthafa og Storytel. Vísað var í því sambandi til ákvæðis úr samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, þar sem fram kæmi að Storytel bæri ábyrgð á því að afla leyfis höfundar áður en verki væri dreift gegnum streymisveitu fyrirtækisins.</p> <p>Lögmaður kæranda svaraði erindinu samdægurs og beindi þeirri spurningu til Ríkisútvarpsins hvort það væri þá rangt að stofnunin fengi […]% af rétthafagreiðslum vegna verksins. Í svari Ríkisútvarpsins var því svarað til að samningur stofnunarinnar og Storytel væri í reynd afsprengi samninga sem Storytel kynni að gera við rétthafa. Skýrt væri kveðið á um það í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel að hinn síðarnefndi aðili þyrfti að semja við höfund/rétthafa um rétt til áskriftarstreymis. Hið sama ætti við um greiðslur fyrir upplestur. Greiðslur Storytel til Ríkisútvarpsins tækju einungis til umræddrar hljóðupptöku og umsýslu sem henni tengdist, enda væri um að ræða hljóðupptöku sem framleidd hefði verið og unnin af Ríkisútvarpinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ríkisútvarpið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins barst úrskurðarnefndinni hinn 7. janúar 2022. Í henni kemur fram að samkomulag milli Ríkisútvarpsins og C hafi, þrátt fyrir víðtæka leit, hvorki fundist í skjalasafni stofnunarinnar né á Þjóðskjalasafni Íslands. Af þeim sökum sé ekki unnt að verða við beiðni kæranda um aðgang að samkomulaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að Ríkisútvarpið hafi gert samning við Storytel sem veiti fyrirtækinu rétt til dreifingar á efni á streymisveitu Storytel, m.a. hljóðupptökum, sem Ríkisútvarpið hafi framleitt að því gættu að leyfi annarra rétthafa liggi fyrir, en um slíkt fari þá samkvæmt samningi viðkomandi rétthafa og Storytel.</p> <p>Eftir atvikum megi, að mati Ríkisútvarpsins, fallast á að kærandi geti byggt rétt til aðgangs að samningnum á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar telji stofnunin að bæði 2. og 3. mgr. sömu greinar standi beiðni kæranda í vegi. Samningurinn kunni augljóslega að varða einka-, fjárhags- og viðskiptamálefni Storytel, þar á meðal samningsforsendur og kjör, á þeim mörkuðum sem Storytel starfi á, og um leið rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Til þess sé einnig að líta að ekki sé verið að ráðstafa opinberum hagsmunum með beinum hætti, svo sem með ráðstöfun á almannafé, sem kynni að gefa ríkari ástæðu en ella til þess að efni samningsins yrði gert opinbert.</p> <p>Ríkisútvarpið vísar einnig til 2. mgr. 14. gr., sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, til stuðnings þeirri afstöðu að takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum. Í 4. tölul. 10. gr. komi fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti fyrirtækja eða stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Samningur Ríkisútvarpsins og Storytel lúti að hljóðupptökum og efni sem framleitt sé og unnið af Ríkisútvarpinu, sem stofnunin veiti svo Storytel rétt til dreifingar á, að fullnægðu samþykki rétthafa, gegn tiltekinni greiðslu. Starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður, þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semji við slíkar veitur. Samningurinn varði í eðli sínu starfsemi af einkaréttarlegum toga á samkeppnismarkaði, sem standi aðgangi í vegi.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 20. janúar 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Storytel Iceland ehf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 25. maí 2022. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 7. júlí 2022, er lagst gegn afhendingu samningsins.</p> <p>Í erindinu er vísað til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, varðandi það að undir greinina falli upplýsingar um viðskiptaleyndarmál. Hugtakið viðskiptaleyndarmál sé skilgreint í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Undir hugtakið hafi í framkvæmd verið felldar upplýsingar um verð. Í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel sé ítarlega kveðið á um það verð sem fyrirtækinu beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu sé veittur með dreifingarsamningnum, sem og það greiðslufyrirkomulag sem gildi milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum sem eigi við um réttarsamband aðilanna.</p> <p>Umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær geti haft áhrif á samkeppnisstöðu Storytel verði þær gerðar opinberar enda yrði þá samkeppnisaðilum gert kleift að nýta sér upplýsingarnar með tilheyrandi tjóni fyrir Storytel. Atriði samningsins uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem lög um viðskiptaleyndarmál geri til þess að upplýsingar og gögn teljist til viðskiptaleyndarmála. Upplýsingarnar séu ekki almennt þekktar, þær hafi viðskiptalegt gildi auk þess sem gerðar hafi verið eðlilegar ráðstafanir til að halda þeim leyndum, en skýrlega sé tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að dreifingarsamningi milli RÚV Sölu ehf., sem er dótturfélag Ríkisútvarpsins ohf., og Storytel Iceland ehf. Kærandi óskaði einnig eftir aðgangi að samningi sem Ríkisútvarpið gerði við móður kæranda, en í umsögn Ríkisútvarpsins kemur fram að sá samningur hafi ekki fundist hjá stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá nefndinni.</p> <p>Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningi RÚV Sölu og Storytel skuli fara samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Í samningi sem kærandi hefur gert við Storytel um dreifingu á verkinu […] kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við Ríkisútvarpið um dreifingu á hljóðbókum í eigu stofnunarinnar, en að þörf sé á að gera leyfissamning við höfund eða rétthafa höfundarréttar áður en af dreifingu verksins geti orðið. Í samningi kæranda við Storytel er á nokkrum stöðum vísað til samnings Ríkisútvarpsins og Storytel varðandi nánari útfærslu á réttindum kæranda. Til að mynda kemur fram í þeim kafla samnings kæranda sem ber heitið „Veiting réttinda“ (e. Grant of Rights) að um þann rétt sem kærandi veiti Storytel til að dreifa verkinu á efnisveitu fyrirtækisins sé nánar fjallað í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel. Þá kemur fram síðar í samningnum að kærandi fái tiltekið hlutfall af þeirri heildarþóknun sem Ríkisútvarpið eigi rétt til samkvæmt samningi stofnunarinnar við Storytel.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ljóst að samningur Ríkisútvarpsins og Storytel innihaldi upplýsingar sem varði kæranda sérstaklega og verulega umfram aðra í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að samningnum eftir ákvæðum III. kafla laganna, en sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings samkvæmt II. kafla sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama aðgang, enda byggist 14. gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem almenningur hefur ekki. Opinber birting upplýsinganna sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann eftir atvikum að brjóta gegn réttindum annarra, en til þess tekur úrskurðarnefndin ekki afstöðu í þessu máli.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda til aðgangs að samningnum. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu þeir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Ríkisútvarpið byggir synjun sína m.a. á vísun til þeirra hagsmuna sem verndaðir eru samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þeirri grein er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Í umsögn Ríkisútvarpsins er vísað til þess að samningurinn við Storytel innihaldi upplýsingar um samningsforsendur og -kjör á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfi á og að afhending geti skaðað rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Í afstöðubréfi Storytel til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að upplýsingar um verð séu viðskiptaupplýsingar sem teljist til viðskiptaleyndarmála. Í samningnum séu ítarlegar upplýsingar um það verð sem Storytel beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu er veittur með dreifingarsamningnum og gildandi greiðslufyrirkomulag milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum Storytel sem eiga um réttarsamband Ríkisútvarpsins og Storytel. Auk þess sé skýrlega tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Storytel Iceland ehf. við RÚV Sölu ehf. ásamt viðaukum (e. schedules) sem eru samningnum til fyllingar. Með samningnum er Storytel veittur réttur m.a. til að dreifa þeim rafbókum og hljóðskrám Ríkisútvarpsins sem stofnunin býður fram á samningstímanum. Samningurinn er í gildi og endurnýjast sjálfkrafa við lok samningstíma nema að nánari skilyrðum uppfylltum. Í viðauka 1 eru almennir skilmálar sem eiga við um samninginn, í viðauka 2 eru skilmálar sem varða útreikning á hlutfalli þóknunar og greiðslufyrirkomulag, í viðauka 3 eru upplýsingar um afhendingu verka og í viðauka 4 er listi yfir verk sem samningurinn tekur til.</p> <p>Almennt má búast við því að vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu þeirra. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings eða aðila sjálfs. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem gera samninga við aðila sem falla undir ákvæði upplýsingalaga verða hverju sinni að vera undir það búin að látið verði reyna á rétt til aðgangs að upplýsingum um samningsgerðina, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í samningi RÚV Sölu og Storytel koma fram upplýsingar sem geta varðað viðskiptahagsmuni Storytel. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um skiptingu tekna milli samningsaðila og greiðslufyrirkomulag. Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær afhentar kæranda. Kærandi hefur að mati nefndarinnar hagsmuni af því að geta kynnt sér það sem fram kemur í samningnum til að gæta sinna hagsmuna gagnvart Ríkisútvarpinu og eftir atvikum Storytel. Fyrir liggur að kærandi er rétthafi höfundarréttar að verkum móður sinnar og telur að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að ráðstafa verkum hennar með þeim hætti sem gert hefur verið.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að Storytel kaus sjálft að vísa til samnings síns við RÚV Sölu í samningi sínum við kæranda. Þá lítur nefndin sérstaklega til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. RÚV Sala er dótturfélag Ríkisútvarpsins, sem hefur þann tilgang samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, að styðja við starfsemi móðurfélagsins m.a. með því að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarpsins, og að selja birtingarrétt að efni Ríkisútvarpsins og að framleiða og selja vörur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins á efni sem fellur undir 3. gr. laganna. Er sá tilgangur staðfestur í 2. gr. samþykkta fyrir RÚV Sölu. Með samningnum er verið að ráðstafa efni í eigu Ríkisútvarpsins, sem með vísan til þess að stofnunin er í opinberri eigu, telst óhjákvæmilega fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Að því er varðar tilvísun Storytel til trúnaðar samningsaðila um efni samningsins tekur úrskurðarnefndin fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi Storytel og Ríkisútvarpsins komi fram að hann skuli vera trúnaðarmál.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefndin að ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að samningnum verði ekki byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja beiðni kæranda styðst einnig við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna, en í ákvæðinu kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur talið að til að heimilt sé að synja um aðgang á grundvelli ákvæðisins þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Ríkisútvarpið hefur vísað til þess að starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semja við streymisveitur. Stofnunin hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang að samningi við Storytel á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkisútvarpsins. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Ríkisútvarpið hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni Ríkisútvarpsins á þeim markaði sem um ræðir.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningi RÚV Sölu og Storytel. Verður því lagt fyrir Ríkisútvarpið að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita A lögmanni, f.h. B, aðgang að samningi Storytel Iceland ehf. og RÚV Sölu ehf. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1098/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærðar voru tafir Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af hálfu Tryggingastofnunar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist stofnuninni og hefði því litið á erindi úrskurðarnefndarinnar sem framsendingu á erindi kæranda sem stofnunin svaraði í kjölfarið. Var því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærunni vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1098/2022 í máli ÚNU 22050023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Tryggingastofnunar á beiðni hans um upplýsingar, dags. 22. apríl sama ár, um það hversu mikið peningaflæði væri á milli Tryggingastofnunar og Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Tryggingastofnun með erindi, dags. 12. júní 2022, og skýringa óskað. Í svari Tryggingastofnunar, dags. 22. júní, kom fram að ekki yrði séð að stofnuninni hefði borist erindi kæranda. Tryggingastofnun liti á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní sem framsendingu á erindi kæranda. Stofnunin svaraði erindi kæranda daginn eftir, þar sem óskað var eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína nánar í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 1. júlí 2022, var kæranda gefið færi á að tjá sig um svar Tryggingastofnunar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í málinu barst Tryggingastofnun ekki erindi kæranda frá 22. apríl 2022. Stofnunin leit hins vegar á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní 2022 sem framsendingu erindis kæranda og svaraði erindinu hinn 23. júní sama ár.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að beiðni um gögn hefur ekki borist kærða er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 25. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1097/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærð var afgreiðsla Borgarbyggðar á beiðni kæranda um afrit úr dagbók eða málaskrá slökkviliðsins á tilteknu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að ekki væri til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og að engin gögn um það mál sem kærandi vísaði til lægju fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þær staðhæfingar Borgarbyggðar í efa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1097/2022 í máli ÚNU 22050002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. maí 2022, kærði A, f.h. Ikan ehf., afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni hans um gögn. Með erindi kæranda til slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð, dags. 14. mars 2022, óskaði hann eftir afriti af dagbók/málaskrá slökkviliðsins frá 15. nóvember 2020 til 14. mars 2022. Í erindinu kom nánar tiltekið fram að óskað væri eftir skrá yfir öll innsend erindi til slökkviliðsins í Borgarbyggð og skrá yfir útsend erindi slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa á tímabilinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindinu óskaði kærandi líka eftir afriti af öllum bréfum frá slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð til sveitarfélagsins og embættismanna þess frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022 og afriti allra bréfa frá embættismönnum Borgarbyggðar til slökkviliðsstjóra í tengslum við ákvörðun um að loka og innsigla húsnæði kæranda að Brákarbraut. Þá væri óskað eftir tölvupóstum og fundargerðum vegna sama máls auk samskipta slökkviliðsstjóra við Mannvirkjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Borgarbyggðar til kæranda, dags. 20. apríl 2022, kom fram um fyrri kröfuna að engin slík skrá væri til hjá slökkviliðinu. Til stæði að taka upp tölvukerfi hjá slökkviliðinu til að slíka skrá mætti halda en það hefði ekki enn verið gert. Til viðbótar bætti Borgarbyggð við að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Um síðari kröfu kæranda væri það að segja að á því tímabili sem kærandi tilgreindi hefði slökkviliðið ekki átt í neinum bréfaskiptum við nokkurn aðila vegna lokana mannvirkja við Brákarbraut, að undanskilinni umsögn um kæru Ikan til félagsmálaráðuneytis, en afrit þeirrar umsagnar hefði verið afhent Ikan. Slökkviliðið hefði á umræddu tímabili ekki sent bréf eða móttekið bréf frá sveitarfélaginu eða embættismönnum þess vegna málsins á umræddu tímabili. Hið sama ætti við um samskipti slökkviliðs við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 2. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. maí 2022. Í henni kemur fram í upphafi að um sé að ræða 20. bréf kæranda til sveitarfélagsins vegna máls sem varðar lokun og innsiglun mannvirkja við Brákarbraut í Borgarnesi vegna ófullnægjandi brunavarna að mati eldvarnafulltrúa slökkviliðs sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Öllum bréfum vegna málsins hingað til hafi verið svarað efnislega og þau gögn afhent sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða vegna málsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að slökkvilið Borgarbyggðar hafi aldrei haft til umráða tölvukerfi þar sem haldin sé eiginleg málaskrá, þar sem uppsetning slíks kerfis hafi ekki verið talin svara kostnaði. Stefnt sé að því að fjárfesta í uppfærðu tölvukerfi fyrir slökkviliðið. Þá kemur fram að engin gögn séu til hjá slökkviliðinu um mannvirkin við Brákarbraut 25–27 á því tímabili sem krafa kæranda nái til. Þannig komi afhending gagna sem kæran lýtur að til úrskurðarnefndarinnar ekki til greina.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir sú afstaða Borgarbyggðar að ekki geti orðið af afhendingu gagna til kæranda þar sem annars vegar sé ekki til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og hins vegar liggi ekki fyrir hjá slökkviliðinu gögn um það mál sem kærandi vísar til á því tímabili sem hann hefur óskað eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þessar staðhæfingar Borgarbyggðar í efa.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Ikan ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1096/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Reykjavíkurborg afhenti kæranda gögn um samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu en afmáð öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer úr gögnunum. Að því er varðaði útstrikanir á nöfnum starfsmanna Reykjavíkurborgar féllst úrskurðarnefndin ekki á að slíkar upplýsingar teldust til einkamálefna einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðunin því felld úr gildi og Reykjavíkurborg gert að afhenda kæranda gögnin án útstrikana á nöfnum einstaklinga en skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer, enda lægi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1096/2022 í máli ÚNU 22030009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Fréttablaðinu, synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Kærandi óskaði eftir afriti af lögfræðiáliti sem Reykjavíkurborg hefði vísast látið gera vegna deiliskipulagstillögu sem fæli í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars 2022, kom fram að ekki hefði verið gert sérstakt lögfræðiálit en lögfræðingar hjá borginni hefðu átt í samskiptum við lóðarhafa til að leysa ágreining sem uppi var. Reykjavíkurborg afhenti kæranda afrit af þeim samskiptum hinn 14. mars 2022. Vegna persónuverndarréttar þeirra sem kæmu fyrir í gögnunum væri strikað yfir nöfn þeirra. Kærandi óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars 2022, kom fram að ef það væri engin málefnaleg ástæða til að birta nöfn einstaklinga, símanúmer og netföng, þá væri það ekki gert. Slíkt væri í samræmi við persónuverndarlög. Um væri að ræða hefðbundna afgreiðslu þegar gögn væru afhent í samræmi við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Grunnregla persónuverndarlaga væri að afhenda ekki eða miðla meira af persónuupplýsingum en nauðsynlegt væri.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 18. mars 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 4. apríl 2022. Þar kemur fram að öll gögn málsins hafi verið afhent kæranda að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Gögnin hafi hins vegar verið yfirfarin með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Meðal afmáðra upplýsinga hafi verið nöfn fyrr- og núverandi lóðarhafa auk nafna fyrr- og núverandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gætt hafi verið að því að afmá ekki svo mikið af upplýsingum að upplýsingagildi gagnanna glataðist.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingalög kveði á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Með gagnályktun frá 1. mgr. 11. gr. laganna verði að gera ráð fyrir því að miðlun persónuupplýsinga geti varðað einkahagsmuni og því verði slík miðlun að vera í samræmi við persónuverndarlög.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt persónuverndarlögum verði öll vinnsla persónuupplýsinga að byggja á skýrri heimild laganna, sbr. 9. gr. þeirra, og vera í samræmi við meginreglur þeirra. Reykjavíkurborg telji umrædda vinnslu, þ.e. afhendingu þeirra gagna sem hér um ræðir og innihalda persónuupplýsingar, heimila þar sem hún sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvíli á borginni, sbr. upplýsingalög og 3. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Ein af þeim meginreglum persónuverndarlaga sem fylgja þurfi sé að þær persónuupplýsingar sem miðlað er séu „nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar“, sbr. 8. gr. persónuverndarlaga. Með þetta að leiðarljósi hafi verið strikað yfir hluta persónuupplýsinga í umræddum gögnum þar sem það var mat borgarinnar að miðlun þeirra væri ekki nauðsynleg til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður þess stjórnsýslumáls sem gögnin tilheyra. Miðlun þessara upplýsinga, þ.e. að strika ekki yfir þær, hefði verið umfram það sem nauðsynlegt væri og þar með falið í sér brot á persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Fram komi í 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga að lögin takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það þýði hins vegar ekki að upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga sé með öllu undanskilin ákvæðum persónuverndarlaga. Slíkur skilningur myndi ýta undir að hægt væri að fara framhjá ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga sem óheimilt væri að miðla á grundvelli persónuverndarlaga. Þessi skilningur eigi sér einnig stoð í 11. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg sé bundin af öllum lögum og afgreiði upplýsingabeiðnir á grundvelli upplýsingalaga alltaf með tilliti til þess að ekki sé verið að miðla persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt, sanngjarnt og málefnalegt þykir, sbr. ákvæði persónuverndarlaga.</p> <p style="text-align: justify;">Reykjavíkurborg telji engin málefnaleg rök hafa komið fram um að þær upplýsingar sem afhentar hafi verið hafi ekki verið nægjanlegar til þess að glöggva sig á málinu. Ekki hafa verið færð rök fyrir þörf á því að miðla nöfnum fyrr- og núverandi lóðarhafa í þessu tilfelli. Af þeim sökum telji borgin að miðlun nafna til fjölmiðla sé hvorki nauðsynleg né viðeigandi í þessu máli.</p> <p style="text-align: justify;">Áþekkar málsástæður eigi við um ákvörðun Reykjavíkurbogar að hylja nöfn starfsmanna í afhentum gögnum. Tekin hafi verið ákvörðun um að hylja undirritanir einstakra starfsmanna en þó þannig að yfirstikunin hefði ekki áhrif á að ljóst væri hver bæri ábyrgð á útsendum bréfum. Bréf frá borginni séu undirrituð af nafngreindum starfsmönnum fyrir hönd tiltekinnar skrifstofu, sviðs eða embættis innan borgarinnar. Hver skrifstofa, svið eða embætti svari því fyrir það sem þar kann að koma fram. Það sé því ekki nauðsynleg forsenda þess að átta sig á því hvernig mál liggur að nafn viðkomandi starfsmanns sé birt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé ekki að ástæðulausu að talið hafi verið eðlilegt að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Heit umræða hafi farið fram um málið á netmiðlum. Í ljósi þess að nokkur aukning hafi orðið á því að opinberir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál telji borgin mikilvægt að gætt sé að persónuvernd starfsmanna og persónuupplýsingum þeirra ekki miðlað nema skýrt sé að það samræmist persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur í málinu fengið afhent samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Í gögnunum hefur verið strikað yfir nöfn og eftir atvikum netföng og símanúmer allra einstaklinga sem koma fyrir í gögnunum. Afgreiðsla Reykjavíkurborgar byggir á því að sé upplýsingunum miðlað sé það brot á persónuverndarlögum, þar sem miðlunin sé umfram það sem nauðsynlegt geti talist til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður málsins sem gögnin tilheyra.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglu um upplýsingarétt almennings er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum er því lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða upplýsingalaga, sem ber að skýra þröngri lögskýringu í ljósi meginreglunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 90/2018 kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Af þessu ákvæði […] leiðir að því er ekki ætlað að takmarka rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, enda eru réttindi einstaklinga til aðgangs að persónuupplýsingum hjá stjórnvöldum almennt meiri. Þá verður einnig að líta svo á að reglur upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda feli almennt í sér næga heimild til vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga skv. 9. og 11. gr. frumvarpsins.</p> <p>Í [reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga] er gert ráð fyrir því að í landslögum sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum í vörslu stjórnvalda. Yfirskrift 86. gr. reglugerðarinnar er vinnsla og aðgangur almennings að opinberum skjölum. Samkvæmt ákvæðinu er opinberu stjórnvaldi, opinberri stofnun eða einkaaðila heimilt að afhenda persónuupplýsingar úr opinberum skjölum, sem þau hafa í sinni vörslu vegna framkvæmdar verkefnis í þágu almannahagsmuna, í samræmi við lög aðildarríkis sem stjórnvaldið heyrir undir, til þess að samræma aðgang almennings að opinberum skjölum og réttinn til verndar persónuupplýsinga samkvæmt reglugerðinni.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 verður ályktað að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sérreglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upplýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upplýsingaréttinn. Ákvæði upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hafa enn fremur að geyma sjálfstæðar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga til að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á stjórnvöldum og við beitingu þess opinbera valds sem stjórnvöld fara með við slíkar aðstæður. Upplýsingalögin falla þar með undir heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt er fyrir um í 3. og 5. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018, sem og 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, auk samsvarandi ákvæða persónuverndarreglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 sem vísað er til í 2. gr. laganna (sjá hér til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis frá 2. júlí 2021 í máli nr. 10652/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að beiðni kæranda heyrir undir ákvæði upplýsingalaga og um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna. Í ljósi framangreindrar umfjöllunar um tengsl upplýsingalaga og laga nr. 90/2018 er ljóst að takmarkanir á upplýsingarétti kæranda verða einungis byggðar á ákvæðum upplýsingalaga, nánar tiltekið 6.–10. gr. laganna, enda er ekki fyrir að fara öðrum reglum sem takmarka þennan rétt.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir um 1. málsl. 9. gr. að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Til að mynda sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.</p> <p style="text-align: justify;">Þau gögn sem kæranda voru afhent varða samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Reykjavíkurborg hefur afmáð úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer.</p> <p style="text-align: justify;">Að því leyti sem Reykjavíkurborg hefur strikað út einstaklinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg þá getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að slíkar upplýsingar geti talist til einkamálefna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi verður að hafa í huga að það hefur grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að upplýst sé um nöfn einstaklinga sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni hvort sem þeir eru kjörnir fulltrúar eða starfsmenn stjórnvalds. Að öðrum kosti er hvorki almenningi né fjölmiðlum mögulegt ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að að tilefni hafi verið til að efast um hæfi sömu einstaklinga til að koma að málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar af þessum toga gegna einnig afar mikilvægu hlutverki til að fjölmiðlar og almenningur geti sinnt aðhaldshlutverki sínu gagnvart opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Sama máli gegnir um upplýsingar um nöfn lóðarhafa og einstaklinga sem koma fyrir í gögnum málsins. Aðgengi að sömu upplýsingum stuðlar enn fremur almennt að því að auka traust almennings á stjórnsýslunni, gagnstætt því sem væri ef leynd ríkti um nöfn þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Að því er snertir tilvísun Reykjavíkurborgar til þess að „opinberir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál“ þá getur það ekki orðið til þess að rétt sé að fella upplýsingar um nöfn þeirra undir 9. gr. upplýsingalaga enda er gagnrýnin umfjöllun fjölmiðla um störf stjórnvalda, þar á meðal um einstaka starfsmenn, þáttur í störfum þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar upplýsingar um símanúmer eða netföng einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins þá ræðst það hins vegar af atvikum máls hverju sinni hvort slíkar upplýsingar falli undir ákvæði 9. gr. upplýsinga. Ef upplýsingar um símanúmer og netföng hafa verið birtar með lögmætum hætti verða þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar gildir hið sama ef umrædd netföng og símanúmer eru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegnir ef um er að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hafa verið birt með ofangreindum hætti, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 704/2017. Telur úrskurðarnefndin eins og hér stendur á rétt að strika yfir upplýsingar í gögnum málsins um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2022, er felld úr gildi. Reykjavíkurborg er skylt að afhenda A afrit af þeim gögnum sem henni voru afhent 14. mars 2022, án útstrikana á nöfnum þeirra einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins. Reykjavíkurborg er þó skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1095/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Deilt var um afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Matvælastofnun vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hluta beiðninnar ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var kærunni vísað frá þar sem beiðni kæranda lyti ekki að afhendingu gagna. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1095/2022 í máli ÚNU 22010006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. janúar 2022, kærði A afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 30. desember 2021 eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í rúningsbann á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvert sé hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um flutning á sláturgripum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um starfsmenn Matvælastofnunar að því er varðar meinta heimild þeirra til að reka gripi inn og fara inn í útihús án leyfis bónda, og gera skýrslu.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort starfsmönnum Matvælastofnunar sé ekki skylt að segja sannleikann, og hver viðurlög séu ef þeir gera það ekki.</li> <li style="text-align: justify;">Hverjir svari andmælum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort héraðsdýralæknir ráði öllu á sínu svæði og ef ekki, hverjir þá.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort eðlilegt sé að tiltaka í skýrslu að ákveðin atriði hafi verið skoðuð, sem í reynd hafi ekki verið skoðuð, og hvort ekki skuli taka myndir af því sem hafi verið lagfært.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft sé farið til sumra búfjáreigenda.</li> <li style="text-align: justify;">Hvar það komi fram í lögum að landeigandi skuli hirða hræ eftir aðra.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort menn á vegum Matvælastofnunar geti skotið dýr án leyfis landeiganda á jörð hans.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort sauðfjárbændur þurfi að hafa tvöfalt rými, þ.e. hvort gera þurfi til að mynda ráð fyrir plássi fyrir 200 kindur ef bóndi er með 100 kindur á fóðrun.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort þeir sem séu með hross þurfi ekki að hafa skjól, eða hvort það sé nóg að hafa hól.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé í lagi að setja á markað gripi sem sýktir eru af campylobacter jejuni.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé ekki bannað að hafa aðeins stálmottur í fjárhúsum og ef svo er, af hverju það sé enn.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar til kæranda, dags. 11. janúar 2022, kom fram að fyrirspurnir kæranda uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga, enda lyti erindið ekki að afhendingu gagna. Af þeim sökum skyldi kæranda gefinn kostur á að afmarka erindi sitt nánar og tiltaka hvaða gagna væri óskað aðgangs að. Yrði það ekki gert myndi stofnunin ekki taka erindið til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 18. janúar 2022 framsendi kærandi þær spurningar sem hann hafði borið upp við stofnunina hinn 30. desember til forstjóra Matvælastofnunar. Kæranda var svarað daginn eftir. Kom þar fram að allar spurningar kæranda væru á borðum þeirra sérfræðinga sem hefðu með málaflokkinn að gera, sem myndu svara honum eins og mögulegt væri. Einhver þeirra atriða sem kærandi spyrði um mætti lesa um á vefsíðu Matvælastofnunar, svo sem um skoðunaratriði við eftirlit.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 2. febrúar 2022. Í umsögninni kemur fram að heiti upplýsingalaga sé óheppilegt og geti valdið misskilningi, því lögin fjalli ekkert um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum frá stjórnvöldum. Eðlilegra væri að lögin hétu lög um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, sem væri afmarkaðra hugtak og gæfi betur til kynna um hvað málið snerist.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðaði töluliði 1 og 2 í fyrirspurn kæranda væri engin samantekt eða skjal til hjá Matvælastofnun um það hve margir hefðu verið settir í rúningsbann eða bann við kaup á kálfum. Stofnuninni væri ekki skylt að búa til ný skjöl, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar, sbr. tölulið 3, gæti kærandi lesið í lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018, en ekki kallað eftir lögunum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Um töluliði 4 og 5 í fyrirspurn kæranda væri það að segja að um starfsemi kæranda giltu lög um matvæli, nr. 93/1995, og lög um dýravelferð, nr. 55/2013, auk fjölda reglugerða. Kæranda bæri að kynna sér þá löggjöf sem gilti um reksturinn. Matvælastofnun bæri vitanlega ákveðna leiðbeiningarskyldu í þessum efnum, en ekki væri þó hægt að svara þessum spurningum kæranda með því að veita honum aðgang að gögnum hjá stofnuninni. Því hafi beiðni kæranda verið synjað. Um þá töluliði sem eftir stæðu í fyrirspurn kæranda var vísað til þess að um væri að ræða spurningar sem hvorki beindust að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál hjá Matvælastofnun né tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Því væri stofnuninni óskylt að svara umræddum spurningum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Matvælastofnunar á erindi kæranda, sem samanstendur af fyrirspurnum m.a. um rúningsbann, bann við kaup á kálfum og framkvæmd eftirlits hjá Matvælastofnun. Stofnunin vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Í umsögn Matvælastofnunar er ýmist vísað til þess að stofnuninni sé óskylt að búa til ný gögn sem svari fyrirspurnum kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, eða að fyrirspurnir hans beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum hjá stofnuninni.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Um beiðni kæranda um upplýsingar um hve margir hafi verið settir í rúningsbann og bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar, sbr. töluliði 1 og 2 í beiðni, hefur stofnunin gefið þær skýringar í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að hvorki sé til samantekt né skjal um þetta efni sem hægt sé að veita aðgang að. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að þessum hluta beiðni kæranda var vísað frá þrátt fyrir að gögn málsins gefi til kynna að Matvælastofnun haldi utan um framangreindar upplýsingar, þótt þær liggi ekki fyrir í samanteknu formi. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt því að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun, hvað varðar tölulið 1 og 2 í beiðni, er að þessu leyti þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá stofnuninni sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Matvælastofnunar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist að öðru leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p style="text-align: justify;">Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin fellst á þær skýringar Matvælastofnunar að beiðni kæranda, samkvæmt töluliðum 3 til og með 16, beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að stofnuninni hafi verið heimilt að vísa beiðni kæranda frá að þessu leyti, enda verður ekki séð að fyrirspurnir kæranda, a.m.k. í þeirri mynd sem þær voru settar fram, lúti að afhendingu gagna í vörslum Matvælastofnunar. Þá er ljóst að stofnunin veitti kæranda leiðbeiningar og gaf honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, svo sem skylt er samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að öðru leyti en greinir í kafla 2 að framan.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 30. desember 2021, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hvað varðar töluliði 1 og 2 í beiðni. Kæru A er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1094/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni kæranda um aðgang að upptökum úr dróna sem sýndu brottkast á fiski. Kæran barst rúmum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1094/2022 í máli ÚNU 21120011.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. desember 2021, kærði A, fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði með erindi, dags. 26. ágúst 2021, eftir upptöku þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Fiskistofu kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðaraðilar skipanna séu allir lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.</p> <p style="text-align: justify;">Myndskeið sem tekin séu upp við eftirlit Fiskistofu hafi þann tilgang að tryggja réttaröryggi við töku stjórnvaldsákvarðana um beitingu viðurlaga. Söfnun og varðveisla myndskeiða um brottkast geti talist til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vinnsla Fiskistofu á slíkum upplýsingum, m.a. um refsiverða háttsemi, falli undir lögbundið eftirlitshlutverk stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 90/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Fiskistofa hafi óskað eftir afstöðu þeirra útgerðaraðila sem kæmu fyrir í myndskeiðinu. Þeir leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja. Þeir halda því fram að viðkomandi skip, útgerð og þar með skipverjar geti verið auðkenndir á grundvelli breytna sem samanlagðar gefi til kynna hvaða einstaklingar eigi í hlut. Stærð, lögun og litir skips séu til að mynda þættir sem geri skip auðkennanleg. Þá sýni myndskeiðið brottkast á fiski sem varðað getur viðurlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Við mat á hagsmunum þeirra aðila sem upplýsingarnar varða verði að líta til þess að myndskeiðanna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar sæta. Myndskeiðin sýni brottkast á fiski sem kunni að fela í sér refsiverða háttsemi. Hagsmunir útgerðaraðila og skipverja af leynd vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að gagnið verði afhent. Því sé Fiskistofu óheimilt að afhenda myndskeiðið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga hvað varði hlutaðeigandi útgerðaraðila en með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 12. gr. laga nr. 90/2018 hvað varði skipverjana.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni hinn 4. janúar 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 12. október 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember sama ár. Hún barst því um 40 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fiskistofu til kæranda var honum leiðbeint bæði um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og rakið er hér að framan tók úrskurðarnefnd um upplýsingalög mál þetta til efnislegrar meðferðar og óskaði m.a. umsagnar Fiskistofu. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal hins vegar vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Úrskurðarnefndinni er því ekki annað fært en að vísa máli þessu frá. Nefndin áréttar þó að kæranda er heimilt að leggja fram nýja beiðni til Fiskistofu. Ákveði kærandi að gera það leggur úrskurðarnefnd um upplýsingamál áherslu á að Fiskistofa afgreiði málið án tafar. Fari svo að beiðni kæranda verði synjað á nýjan leik og kærð til úrskurðarnefndarinnar mun afgreiðsla málsins fá flýtimeðferð hjá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1093/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Kærð var töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sættu ákvarðanir Alþingis ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því væri óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vakti athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar væri aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1093/2022 í máli ÚNU 22070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2022, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar, sem kynnt var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi hinn 13. júní 2022.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna skrifstofu Alþingis og veita kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli einungis þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljist til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum var bætt við ákvæði í 4. mgr. 2. gr. laganna, þar sem segir eftirfarandi:</p> <p>Lög þessi taka til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. [...] Ákvæði V.–VII. kafla taka ekki til Alþingis eða stofnana þess.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að tilgangur ákvæðisins hafi verið að víkka út upplýsingarétt almennings yfir þá starfsemi handhafa löggjafarvalds sem ætti hvað mest skylt við stjórnsýslu, til að mynda ráðstöfun fjárveitinga, innkaup og önnur fjármál, starfsmannahald, símenntun og þjónustu, upplýsinga- og tæknimál og önnur atriði sem falla undir hugtakið rekstur í víðum skilningi. Hins vegar væri gert ráð fyrir að Alþingi sjálft myndi með reglum sem forsætisnefnd setti á grundvelli laga um þingsköp Alþingis skilgreina hvaða gögn vörðuðu stjórnsýslu Alþingis og hvaða gögn vörðuðu starfsemi Alþingis sem fulltrúasamkomu. Reglur forsætisnefndar eru aðgengilegar á vef Alþingis.</p> <p>Í framangreindri 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram í niðurlagi að ákvæði V.–VII. kafla laganna taki ekki til Alþingis eða stofnana þess. Ákvæði um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar á meðal um kæruheimild til nefndarinnar, er að finna í V. kafla laganna. Það er því ljóst að ákvarðanir Alþingis sæta ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vekur þó athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kærandi hefur óskað eftir er aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1092/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Kærandi felldi sig ekki við það hvernig Garðabær hefði staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beindi kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál m.a. um það hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Kæran sneri að atriðum sem féllu utan valdsviðs nefndarinnar og var henni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1092/2022 í máli ÚNU 21120007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi til Garðabæjar, dags. 15. október 2021, óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrir alla skólagöngu dóttur kæranda í Garðaskóla frá tilteknum þroskaþjálfa sem vörðuðu kæranda, konu kæranda og dóttur þeirra. Sveitarfélagið afgreiddi beiðni kæranda hinn 28. október 2021 og afhenti honum umbeðin gögn.</p> <p>Með erindi til Garðabæjar, dags. sama dag, óskaði kærandi eftir upplýsingum í fjórum liðum:</p> <ol> <li>Dagsetningum funda sem dóttir kæranda átti með þroskaþjálfanum veturinn 2019.</li> <li>Staðfestingu sveitarfélagsins á því að ekki lægju fyrir skriflegar upplýsingar af þeim fundum.</li> <li>Upplýsingum um hvenær tiltekið skjal um dóttur kæranda hefði verið búið til (skjalið væri ekki dagsett).</li> <li>Ástæðu þess að skjal, dags. 31. október 2019, stofnað af B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent kæranda og ástæðu þess að ekki hafi verið minnst á skjalið í erindi sveitarfélagsins til kæranda frá því í apríl 2021. <ul> <li>Erindi sveitarfélagsins var svar til kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 992/2021, þar sem beiðni um tiltekin gögn í tengslum við deildarstjórann hafði verið vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</li> </ul> </li> </ol> <p>Kæranda var svarað hinn 5. nóvember 2021. Þar kom fram að dóttir kæranda hefði ekki átt eiginlega fundi með þroskaþjálfanum heldur hefði verið um að ræða kennslustundir í félagsfærni. Ekki væru ritaðar fundargerðir úr slíkum kennslustundum (2. töluliður). Kæranda voru afhentar dagsetningar félagsfærnitímanna (1. töluliður) og dagsetning skjals um dóttur kæranda (3. töluliður). Að því er varðaði 4. tölulið hafði sveitarfélagið ekki litið svo á að umrætt skjal væri hluti af þeirri beiðni sem úrskurðarnefndin hefði heimvísað og því hefði það ekki verið afhent.</p> <p>Kærandi svaraði erindi Garðabæjar tveimur dögum síðar. Þar kom fram að sveitarfélagið hefði sent kæranda dagsetningar funda (1. töluliður) þar sem dóttir kæranda hefði ekki verið í skólanum. Því væri óskað eftir raunverulegum dagsetningum þar sem þessir fundir hefðu átt sér stað. Varðandi 2. tölulið bað kærandi um staðfestingu sveitarfélagsins á því að öll gögn í tengslum við þroskaþjálfann hefðu verið afhent. Loks bætti kærandi við í tengslum við 4. tölulið að hann teldi það lögbrot ef sveitarfélagið héldi ítrekað eftir gögnum og léti ekki uppi ástæður þess þegar gögn væru ekki afhent.</p> <p>Garðabær svaraði kæranda hinn 19. nóvember 2021. Kom þar fram að um mistök væri að ræða, hefðu dagsetningar verið skráðar þar sem dóttir kæranda var ekki í skólanum. Þá kæmi fram í gögnum sem kærandi hefði fengið afhent að þroskaþjálfinn hefði átt samtöl við dóttur kæranda í tvígang og að ekki væri til skráning um dagsetningar annarra samtala, að undanskildum félagsfærnitímunum.</p> <p>Í kæru beinir kærandi þeirri spurningu til nefndarinnar, í tilefni af því að Garðabær hafi sent sér dagsetningar félagsfærnitíma sem dóttir kæranda á að hafa sótt þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í skólanum þann dag, hvort ekki sé um refsivert athæfi að ræða þegar röng gögn séu send og hver séu viðurlög við slíku. Viðvíkjandi fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroskaþjálfa en þau sem honum hefðu þegar verið afhent, beinir kærandi spurningu til nefndarinnar hvernig það megi vera að nefndin sannreyni ekki svör bæjarfélagsins, til að mynda með vettvangsrannsókn líkt og tíðkast hjá Persónuvernd. Dóttir kæranda hafi sagt kæranda að þroskaþjálfi hefði skráð niður athugasemdir í tímunum. Loks spyr kærandi nefndina hver séu viðurlög við því að Garðabær ákveði að afhenda ekki upplýsingar eða upplýsa kæranda ekki um að tiltekin gögn séu ekki afhent. Kærandi telur að sveitarfélagið taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og kallar eftir því að nefndi fylgi úrskurðum sínum eftir eða beiti Garðabæ viðurlögum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 15. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 3. janúar 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau sjónarmið sem fram koma í svörum sveitarfélagsins til kæranda. Þá er rakið að Garðaskóli notist við skólaskráningarkerfið Innu. Allir kennarar hafi aðgang að kerfinu og sé skylt að setja þar inn ýmsar upplýsingar. Nemendur og foreldrar hafi síðan aðgang að þessum upplýsingum. Kerfið sé notað til að halda utan um upplýsingar sem varða nám og ástundun nemandans á meðan hann stundar nám í skólanum og tryggja örugg samskipti milli skóla og heimilis. Í dagsins önn tíðkist ekki að rita niður og skrá í kerfi hver einustu samskipti milli nemenda og kennara, eða tímasetningu þeirra.</p> <p>Að því er varði skjal frá 31. október 2019 sem stafi frá B, deildarstjóra í Garðaskóla, þá liggi fyrir skýringar á því hvers vegna skjalið hafi ekki verið afhent í apríl 2021. Að því sögðu sé ekki loku fyrir það skotið að kærandi hafi fengið skjalið afhent frá Garðabæ á sínum tíma, en í fyrstu afgreiðslum gagnabeiðna kæranda hafi ekki verið haldið utan um lista yfir afhent gögn. Varðandi ásakanir um að sveitarfélaginu hafi ekki tekist að sanna að gögn séu til eða afhent er vísað til umsagnar í máli ÚNU 21070008, sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1057/2022 hinn 3. febrúar 2022. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kærandi fékk afhent hinn 28. október 2021. Ekki væri um frekari gögn að ræða í málinu.</p> <p>Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu liggur fyrir að kærandi fellir sig ekki við það hvernig Garðabær hefur staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beinir kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem lúta í megindráttum að því að svara því hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Þá óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fari í vettvangsrannsókn til að sannreyna svör Garðabæjar til kæranda og að nefndin fylgi úrskurðum sínum eftir gagnvart sveitarfélaginu eða beiti það viðurlögum, þar sem kæranda þyki ljóst að Garðabær taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og fari ekki eftir niðurstöðum hennar.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum Garðabæjar til kæranda og nefndarinnar, að því er varðar meintar rangar dagsetningar félagsfærnitíma, að hafi verið merkt við mætingu hjá dóttur kæranda en hún ekki verið viðstödd, sé um mistök að ræða. Þá hefur komið fram að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroskaþjálfa en þau sem kæranda hafa verið afhent, þrátt fyrir fullyrðingar dóttur kæranda að frekari gögn kunni að vera til. Loks hefur sveitarfélagið útskýrt að ástæða þess að bréf B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent sé sú að ekki hafi verið litið svo á að gagnið væri hluti af upphaflegri beiðni kæranda og það því ekki verið afhent.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir eða draga í efa þær skýringar sem sveitarfélagið hefur fært fram í málinu. Þá hefur nefndin ekki orðið þess áskynja að Garðabær fari ekki að niðurstöðum nefndarinnar í úrskurðum sem beinast að sveitarfélaginu. Vakin er athygli á því að valdheimildir úrskurðarnefndarinnar eins og þær eru afmarkaðar í upplýsingalögum eru takmarkaðar. Úrskurðarnefndin hefur ekki heimild til að beita aðila sem heyrir undir upplýsingalög viðurlögum. Hins vegar eru úrskurðir nefndarinnar aðfararhæfir, sbr. 3. mgr. 23. gr. upplýsingalaga, nema réttaráhrifum hafi verið frestað. Það þýðir að það kemur í hlut aðila sjálfs, ekki úrskurðarnefndarinnar, að framfylgja þeim rétti sem eftir atvikum er kveðið á um í úrskurðarorði.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort gögn sem afhent eru séu efnislega rétt eða með hvaða hætti aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni vísað frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1091/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið synjaði kærendum um aðgang að greinargerð fyrrverandi félagsmanna samtakanna Hugarafls um starfs- og stjórnunarhætti samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Synjunin byggðist á því að hagsmunir þeirra sem hefðu tjáð sig í greinargerðinni vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að henni, þar sem í greinargerðinni kæmu fram upplýsingar um einkamálefni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kærenda til aðgangs færi skv. 14. gr. upplýsingalaga. Taldi nefndin að kærendur hefðu hagsmuni af því að fá aðgang að greinargerðinni m.a. þar sem hún hefði orðið tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin. Var því lagt fyrir ráðuneytið að veita kærendum aðgang að greinargerðinni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr., en því gert skylt að afmá tilteknar upplýsingar um einkamálefni þeirra sem rituðu greinargerðina. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1091/2022 í máli ÚNU 21110014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. nóvember 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hugarafls—Notendastýrðrar starfsendurhæfingar (hér eftir Hugarafl) og B, þá ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins (þá félagsmálaráðuneytisins) að synja beiðni kærenda um aðgang að afriti af greinargerð, dags. 6. júlí 2021, sem afhent var ráðuneytinu og inniheldur frásagnir fyrrverandi félagsmanna Hugarafls vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns þeirra gagnvart félagsmönnum.</p> <p>Í kæru er útskýrt að Hugarafl séu félagasamtök fólks sem hafi upplifað persónulega krísu og vinni að bata sínum. Samtökin telji 270 félagsmenn og hafi vaxið mjög síðustu ár. Hinn 20. september 2021 hafi í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 verið fjallað um „eitraða framkomu“ stjórnenda samtakanna. Jafnframt hafi verið birt frétt á vefmiðlinum Vísi um sama efni. Í umfjölluninni hafi verið vísað til greinargerðar sem send hafi verið félagsmálaráðuneytinu. Innihald greinargerðarinnar sé mikill og ljótur persónulegur rógburður um stjórnendur samtakanna.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 6. október 2021, óskaði Hugarafl eftir að fá afhent afrit af umræddri greinargerð ásamt öllum þeim gögnum sem henni tengdust. Ráðuneytið svaraði bréfinu með tölvupósti, dags. 29. október 2021, þar sem beiðninni var synjað með vísan til einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kærenda sendi ítrekaða beiðni um aðgang að gögnunum til ráðuneytisins hinn 29. október 2021. Þar kom fram að umbjóðendur hans í málinu væru ekki aðeins samtökin Hugarafl heldur einnig B, einn stofnenda samtakanna. Áréttað var að beiðnin byggði annars vegar á 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hins vegar á 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, að því er varðaði rétt B til aðgangs.</p> <p>Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að starfsemi Hugarafls væri þess eðlis að tekið væri á móti og unnið með viðkvæmar persónuupplýsingar um félagsmenn samtakanna, svo sem heilsufarsupplýsingar og aðrar viðkvæmar upplýsingar um áföll, afbrot, neyslu og hvaðeina sem félagsmenn lenda í og upplifa. Kærendur byggju nú þegar yfir miklu magni af viðkvæmum persónuupplýsingum um þá fyrrverandi félagsmenn sem að erindinu stóðu og óskað væri aðgangs að. Hagsmunir þeirra aðila af því að þær upplýsingar færu leynt væru því hverfandi þar sem allar líkur væru á því að um væri að ræða upplýsingar sem nú þegar væru til staðar hjá kærendum. Eftir stæði að kærendur hefðu ríka hagsmuni af að fá upplýsingar um þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar hefðu verið í þeirra garð við stjórnvöld.</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins var beiðninni synjað með tölvubréfi hinn 2. nóvember 2021. Þar var tekið fram að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu þar sem umrædd greinargerð væri á meðal gagna málsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þar af leiðandi væri ekki unnt að veita aðgang að gögnunum á grundvelli þeirra laga. Þá væri ekki unnt að veita kæranda B aðgang að greinargerðinni á grundvelli laga nr. 90/2018 þar sem ráðuneytið liti svo á að hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu greinargerðina vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá greinargerðina eða hluta hennar afhenta. Var vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga því til stuðnings.</p> <p>Hinn 16. nóvember 2021 sendi lögmaður kærenda bréf til félagsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að ráðuneytið endurskoðaði ákvörðun sína. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ættu aðeins við um gagn að hluta til ætti að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Beiðninni var hafnað með bréfi, dags. 25. nóvember 2021. Í bréfinu kom fram að þótt hluti umbeðinna gagna hefði verið birtur í fjölmiðlum í tengslum við viðtal við fyrrum félagsmann Hugarafls fæli sú birting ekki í sér samþykki allra þeirra sem í hlut eiga. Hagsmunir þeirra af því að umbeðin gögn fari leynt vægju að mati ráðuneytisins þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá væri ekki unnt að veita aðgang að hluta, þar sem takmörkunarákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin í heild. Loks var áréttað að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu sem kærendur ættu aðild að og umrædd gögn væru hluti af.</p> <p>Í kæru er byggt á því að um rétt til aðgangs að greinargerðunum skuli fara skv. 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Að mati kæranda sé óljóst hvort stjórnsýslumál sé til meðferðar hjá félagsmálaráðuneytinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 29. nóvember 2021, var kæran kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til 13. desember til þess að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Þar er tekið fram að beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hafi annars vegar verið synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem það var mat ráðuneytisins að eðlilegt og sanngjarnt væri að umræddar upplýsingar færu leynt enda væru þær, að mati ráðuneytisins, svo viðkvæmar að þær ættu ekkert erindi við allan þorra manna. Þá hafi beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hins vegar verið synjað með vísan til 14. gr. upplýsingalaga. Að mati ráðuneytisins vegi hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu umrædda greinargerð þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá segir að litið hafi verið til þess að um væri að ræða fyrrum félagsmenn samtakanna en ekki núverandi félagsmenn. Jafnframt hafi verið litið til efnis greinargerðarinnar sem væri persónulegs eðlis og fæli í sér lýsingar fyrrnefndra einstaklinga og persónulegar upplifanir af tilteknum aðstæðum. Í því sambandi hafi ráðuneytið lagt áherslu á þann aðstöðumun sem væri annars vegar á milli einstaklinganna sem rituðu greinargerðina, sem væru fyrrum félagsmenn Hugarafls, og hins vegar B, sem væri í ráðandi stöðu í samtökunum. Auk þess er tekið fram að ráðuneytið telji það vera til þess fallið að valda umræddum einstaklingum skaða ef upplýsingar úr greinargerðinni verða á almannavitorði, einkum upplýsingar um heilsuhagi.</p> <p>Ráðuneytið hafi leitað afstöðu þeirra sem rituðu greinargerðina til þess hvort þeir teldu að gögnin skyldu fara leynt. Var sérstaklega óskað eftir afstöðu þeirra, að lokinni yfirferð ráðuneytisins á greinargerðinni þar sem afmáð voru nöfn og viðkvæmar upplýsingar, hvort til greina kæmi að veita aðgang að gögnunum að hluta. Hafi viðkomandi einstaklingar lagst gegn afhendingu gagnanna. Því væri ljóst að ekki lægi fyrir samþykki þeirra fyrir afhendingunni.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins er enn fremur fjallað um farveg málsins innan ráðuneytisins. Þar segir að við mat á hagsmunum kærenda að aðgangi að umræddum gögnum hafi verið litið til þess að á svipuðum tíma hafi ráðuneytinu borist fleiri ábendingar, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem vörðuðu starfsemi Hugarafls. Þá hafi forsvarsmenn Hugarafls átt í samskiptum við ráðuneytið og farið m.a. fram á að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Þá segir að ráðuneytið hafi ákveðið hinn 8. desember 2021 að óska eftir því við Vinnumálastofnun að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Um væri að ræða úttekt sem framkvæmd væri af Vinnumálastofnun með sjálfstæðum hætti en þau gögn sem höfðu borist ráðuneytinu um starfsemi Hugarafls, þ.m.t. umrædd greinagerð, hefðu ekki verið afhent Vinnumálastofnun. Í ljósi þess farvegs sem málið væri í yrði ekki litið svo á að hagsmunir félagasamtakanna Hugarafls af því að kynna sér efni greinargerðarinnar vægju þyngra en hagsmunir fyrrum félagsmanna samtakanna.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins fylgdi samantekt fyrrverandi félagsmanna Hugarafls. Samantektin var afhent úrskurðarnefndinni bæði í heild sinni, þ.e. án útstrikana, og með útstrikunum á nöfnum og viðkvæmum upplýsingum að mati ráðuneytisins.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 4. janúar 2022, kemur fram að kærendur vilji fá að kynna sér umrædda greinargerð í heild eða eftir atvikum að hluta til að átta sig á því hvað fyrrum félagsmenn Hugarafls séu raunverulega að gagnrýna. Kærendur gera jafnframt athugasemdir við það mat ráðuneytisins að upplýsingarnar sem um ræðir séu það viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Telja kærendur að mat ráðuneytisins gangi ekki upp þar sem m.a. hafi verið birtir hlutar greinargerðarinnar í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun á Stöð 2 og Vísi.</p> <p>Þá telja kærendur 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í tilviki kærenda og benda á að um sé að ræða undantekningu á meginreglu sem túlka beri þröngt. Tekið er fram að greinargerðin og umfjöllun í kringum hana hafi valdið kærendum miklum skaða. Auk þess hafi umfjöllunin skaðað starfsemi Hugarafls og núverandi félagsmenn Hugarafls. Kærendur segjast ekki sammála því mati ráðuneytisins á beiðni kærenda um afhendingu á gögnunum að hagsmunir fyrrum félagsmanna Hugarafls vegi þyngra en hagsmunir kærenda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Mál þetta varðar synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins á beiðni kærenda um aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, sem sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls rituðu vegna <a name="_Hlk114650943">starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum</a>. Kærendur telja að um rétt til aðgangs að greinargerðinni fari bæði samkvæmt 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Í 15.–19. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem mál varða. Réttur á grundvelli þessara ákvæða er ríkari en réttur samkvæmt upplýsingalögum, en grundvallast á því að til meðferðar sé stjórnsýslumál hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Svo sem fram hefur komið í skýringum ráðuneytisins til kærenda er bréf, dags. 6. júlí 2021, með samantekt frásagna sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls, ekki gagn í slíku máli hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til draga það í efa og verður réttur kærenda til aðgangs því ekki byggður á ákvæðum stjórnsýslulaga. Þá fer um rétt B að greinargerðinni samkvæmt upplýsingalögum en ekki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Í því sambandi verður að horfa til þess að ákvæði 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018 tekur einungis til réttar einstaklings til að óska eftir persónupplýsingum um sig sjálfan. Þar sem beiðnin er samkvæmt efni sínu ekki takmörkuð við upplýsingar um B sjálfan heldur tekur einnig til upplýsinga um aðra, gilda ákvæði upplýsingalaga um úrlausn hans.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að réttur kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum í málinu fari samkvæmt upplýsingalögum og ágreiningurinn heyri undir nefndina.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Greinargerðin fjallar um starfs- og stjórnunarhætti Hugarafls og framkomu, þar á meðal B, gagnvart félagsmönnum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt þeirra til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að greinargerðinni.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í framhaldi af því segir í athugasemdunum að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar greinargerðar sem kærendur hafa óskað aðgangs að. Greinargerðin er 17 blaðsíður að lengd og geymir frásagnir sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls í tengslum við starfsemi og stjórnunarhætti innan samtakanna. Í inngangi greinargerðarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að vekja athygli á ógnarstjórnun, einelti og eitraðrar framkomu innan veggja samtakanna, einkum og sér í lagi af hálfu formanns gagnvart félagsmönnum.</p> <p>Frásagnir félagsmannanna eiga það sammerkt að fjalla um starfsemi Hugarafls og upplifanir félagsmanna af starfseminni og framkomu stjórnenda samtakanna í sinn garð og annarra. Ljóst er að stjórnvöld hafa styrkt starfsemi samtakanna með fjárframlögum og þar á meðal hafa samtökin gert samninga bæði við Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, annars vegar um starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og hins vegar um opið úrræði Hugarafls. Fyrir liggur að greinargerðin varð tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin og hugsanlega til þess fallið að hafa áhrif á viðhorf þeirra sem kunna að nýta þjónustu samtakanna í framtíðinni.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að kærendur hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að þeim upplýsingum í greinargerðinni sem varða samtökin sem slík og upplifanir félagsmanna af samtökunum og tilgreindu forsvarsfólki þeirra, og að hagsmunir kærenda vegi þyngra að því leyti en hagsmunir þeirra sem rituðu frásagnirnar. Þá telur úrskurðarnefndin það hafa þýðingu að þeir fyrrverandi félagsmenn sem tjáðu sig í greinargerðinni hafi gert það að eigin frumkvæði og að þeir hafi ekki getað treyst því að greinargerðin færi að öllu leyti leynt gagnvart Hugarafli.</p> <p>Í greinargerðinni má þó jafnframt finna upplýsingar sem varða persónuleg mál viðkomandi félagsmanna sem teljast einkamálefni viðkomandi einstaklinga í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þar á meðal eru upplýsingar um fjölskyldu- og heilsuhagi. Telja verður einsýnt að hagsmunir kæranda af því að af því að fá aðgang að upplýsingum um slík persónuleg málefni hinna fyrrverandi félagsmanna, geti ekki vegið þyngra en hagsmunir þeirra af því að slíkar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Að því er varðar þá röksemd að það skapi kærendum á einhvern hátt meiri rétt til aðgangs að upplýsingum í greinargerðinni að kærendur búi nú þegar yfir miklu magni persónuupplýsinga um félagsmenn sína, þar á meðal þá sem rituðu greinargerðina, telur úrskurðarnefndin að slík rök hafi ekki þýðingu í málinu. Það kemur skýrt fram í 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna, að það sé beinlínis óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðin og teljast varða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem í hlut á. Ljóst er að slíkt samþykki liggur ekki fyrir í málinu. Sömu rök eiga við um áhrif þess að hlutar greinargerðarinnar hafi birst í umfjöllun um Hugarafl í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2; úrskurðarnefndin telur slíka birtingu ekki vera ígildi þess að upplýsingarnar hafi verið gerðar opinberar með þeim hætti sem kynni að rýmka svigrúm til að afhenda upplýsingar þrátt fyrir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Enn fremur felur slík birting ekki í sér að þeir sem rituðu greinargerðina hafi með því samþykkt að upplýsingarnar yrðu afhentar.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir ráðuneytið á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að greinargerðinni felld úr gildi og ber ráðuneytinu að veita kærendum aðgang að henni, með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hugarafls—Notendastýrðrar starfsendurhæfingar og B, aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar:</p> <ol> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð C á bls. 1, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 14–17 í greinargerð C á bls. 1, frá orðinu […].</li> <li>Línur 5–7 á bls. 2, frá orðunum […].</li> <li>Línur 18–20 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 22–35 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 38–40 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings sem hefst í orði 6 í neðstu línu á bls. 2.</li> <li>Nafn einstaklings í fyrstu línu á bls. 3.</li> <li>Línur 24–27 í greinargerð D á bls. 3, fram að setningu sem hefst í línu 27 á orðunum […].</li> <li>Línur 7–8 á bls. 5, frá orðinu […].</li> <li>Línur 4–5 í greinargerð E á bls. 6, frá orðinu […].</li> <li>Lína 3 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 8–9 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 15–17 á bls. 7.</li> <li>Nafn einstaklings í línu 21 á bls. 7.</li> <li>Fyrstu fimm línurnar í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Lína 12 í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–27 í greinargerð F á bls. 8, frá orðunum […].</li> <li>Línur 21–25 á bls. 9, frá orðunum […].</li> <li>Neðstu línuna á bls. 9, frá orðinu […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 10, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð G á bls. 11, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 4–7 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 17–24 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 28–33 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Setningu sem hefst í línu 8 á bls. 12, á eftir orðunum […].</li> <li>Fyrstu ellefu línurnar í greinargerð H á bls. 13.</li> <li>Línur 12–16 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Línur 18–32 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings í næstneðstu línu á bls. 13.</li> <li>Fyrstu 25 línurnar á bls. 14.</li> <li>Línur 9–13 á bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Eftirstöðvar bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu sex línurnar á bls. 16, til og með orðinu […].</li> <li>Línur 10–14 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Lína 19 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–21 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 29–31 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 32–33 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Nafn einstaklings sem nefndur er þrívegis í línum 40, 42 og 43 á bls. 16.</li> <li>Línur 5–9 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 22–23 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 25–27 á bls. 17, frá orðinu […].</li> </ol> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1090/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist á 9. gr. þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila. Þá hélt Isavia fram að gögnin lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga heldur væru þau á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hefðu ekki verið tekin saman. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það og taldi málsmeðferð Isavia ekki hafa verið fullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1090/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum úr ferli til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Leyst var úr hluta kæruefnisins með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1083/2022, sem kveðinn var upp hinn 21. júní 2022.</p> <p>Sá hluti kæruefnisins sem eftir stendur varðar beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, um aðgang að gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni. </p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. </p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Í umsögn Isavia, dags. 28. september 2021, byggir félagið á því að í umbeðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefnir eru út á grundvelli gildandi samningssambands Isavia og umræddra aðila. </p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opinbera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram. </p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Í athugasemdum kæranda við umsögn Isavia, dags. 20. október 2021, kemur fram að ljóst sé að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögnin varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar. </p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opinberra hagsmuna. </p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bókhaldsskyldum aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfulið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upplýsingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægir það eitt og skiptir þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi. </p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda skv. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Isavia synjaði beiðninni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila, sem auk þess legðust gegn því að upplýsingar um hagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. Í umsögn Isavia til úrskurðarnefndarinnar var því bætt við að leigugreiðslur væru veltutengdar og lesa mætti úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Í umsögninni er því borið við að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem þær séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Þá sé félaginu ekki skylt að halda til haga upplýsingum sem nái allt að tólf ár aftur í tímann.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.</p> <p>Í þessu máli óskaði kærandi eftir gögnum um greiðslur vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ákveðnu tímabili. Kærandi óskaði eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og verslunum. Af athugasemdum kæranda við umsögn Isavia að dæma virðist sem kærandi geri ekki endilega kröfu um að félagið vinni upplýsingar um sundurliðun greiðslna upp úr fyrirliggjandi gögnum heldur kunni afhending reikninga sem heyra undir beiðni hans að vera fullnægjandi.</p> <p>Í skýringum Isavia í málinu hefur komið fram að umbeðin gögn að þessu leyti séu raunar til hjá félaginu, en séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ekki verði séð að vinna við samantekt gagna sem heyra undir beiðni kæranda sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga þegar þeim berast beiðnir um gögn. Ekki er hægt að líta svo á að aðili sé með samantekt fyrirliggjandi gagna að þessu leyti að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þannig getur nefndin ekki fallist á að umbeðin gögn teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 857/2019 í máli sem beindist að Isavia þar sem leyst var úr sambærilegu álitaefni.</p> <p>Að því leyti sem beiðni kæranda lýtur að því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum og verslunum tekur úrskurðarnefndin þó fram að Isavia er óskylt að útbúa slíka sundurliðun að svo miklu leyti sem hana er ekki þegar að finna í sjálfum gögnunum; félaginu er það hins vegar heimilt, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur það sjónarmið Isavia að félaginu sé ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í þann tíma sem beiðni kæranda nær yfir ekki hafa þýðingu í málinu, enda nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum til þeirra gagna sem liggja fyrir þegar beiðni er lögð fram, og verður rétturinn ekki takmarkaður nema á grundvelli þeirra laga eða sérstakra ákvæða um þagnarskyldu.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi að einhverju leyti efnisleg afstaða Isavia til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð Isavia hafi ekki verið fullnægjandi að þessu leyti, með vísan til þeirrar afstöðu félagsins að umbeðin gögn í málinu teljist ekki fyrirliggjandi þrátt fyrir að þau séu það í reynd. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Isavia að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar sem felst í að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna að svo miklu leyti sem það hefur ekki þegar verið gert. Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úrskurði nefndarinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021.</p> <p>Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Isavia bregðist við án tafar og afgreiði upplýsingabeiðnina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 25. ágúst 2021, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1089/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að minnisblöðum sem tekin voru saman og rituð af hálfu Sjúkratrygginga Íslands og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar. Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Þá taldi nefndin ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum yrði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var Sjúkratryggingum Íslands því gert að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1089/2022 í máli ÚNU 22010003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A hrl., f.h. Heilsugæslunnar Höfða ehf., ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem vörðuðu framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi og SÍ hafi gert með sér samning á árinu 2016 um rekstur kæranda á heilsugæslu í Reykjavík. Kærandi sendi SÍ erindi hinn 14. apríl 2021 þar sem óskað var eftir fundi með starfsfólki stofnunarinnar til þess að ræða nánar tilgreind atriði í tengslum við þjónustusamning við kæranda og efndir hans auk annarra atriða. Erindið var ítrekað 28. apríl og 17. maí 2021. Stofnunin hafi ekki orðið við beiðni kæranda um fund en með erindi stofnunarinnar hinn 19. maí 2021 hafi hins vegar verið upplýst að stofnunin hafi haldið fund með heilbrigðisráðuneytinu þar sem farið hefði verið yfir minnisblað SÍ sem byggði á upplýsingum m.a. frá kæranda auk þess sem stofnunin hefði tekið saman viðbótarupplýsingar sem sendar hefðu verið ráðuneytinu. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir aðgangi að umræddu minnisblaði auk þeirra viðbótarupplýsinga sem tilgreindar voru í erindi stofnunarinnar. Með ákvörðun SÍ, dags. 6. desember 2021, var beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum hafnað með vísan til 5. og 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að þessum gögnum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Leggur kærandi áherslu á að meginregla laganna sé skýr um að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum auk þess sem umbeðin gögn varði brýna hagsmuni kæranda.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt SÍ með erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn SÍ, dags. 21. janúar 2022, kemur fram að málið varði tvö minnisblöð, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem stofnunin hafi sent heilbrigðisráðuneytinu og varði framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar. Í umsögninni kemur fram að minnisblöðin snerti framkvæmd núgildandi samnings og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður SÍ við kæranda og aðra einkaaðila sem veiti sömu þjónustu. Í ljósi þess telji stofnunin sér ekki stætt á að afhenda umrædd minnisblöð í heild eða hluta. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum en samningar renni út í lok febrúar 2022. SÍ geri samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu í umboði heilbrigðisráðherra og samkvæmt stefnumörkun hans á hverjum tíma. Slíkt kalli á náið samstarf þessara aðila. Í umsögninni segir enn fremur að það sé mat stofnunarinnar að hagsmunir ríkisins af að opinbera ekki umræddar upplýsingar áður en samningum verði náð séu ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim upplýsingum.</p> <p>Umsögn SÍ var kynnt kæranda hinn 26. janúar 2022 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. febrúar sama ár, eru áréttaðar þær kröfur og þau sjónarmið sem fram komu í kæru um rétt kæranda til aðgangs að gögnum. Leggur kærandi áherslu á að fram hafi komið í samskiptum kæranda og SÍ að umbeðin minnisblöð hafi verið rituð í tilefni af fyrirspurn kæranda til stofnunarinnar og send heilbrigðisráðuneytinu til upplýsingar. Megi ætla að í minnisblöðunum felist svör við fyrirspurnum kæranda en stofnunin hafi ekki enn svarað fyrirspurn kæranda.</p> <p>Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að SÍ beri að lögum að tryggja einkaaðilum og opinberum aðilum sömu samkeppnisstöðu og að jafnræðis sé gætt í samningum við þá aðila. Því sé rangt og órökstutt að ekki megi upplýsa um efni minnisblaðanna vegna ætlaðra hagsmuna íslenska ríkisins í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður við kæranda og aðra einkaaðila, sem sömu þjónustu veiti. Þvert á móti sé brýnt að leynd ríki ekki um efni samninga íslenska ríkisins við einstaka einkaaðila enda skuli samningar sem þeir vera gegnsæir og öllum ljósir.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti verið grundvöllur synjunar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Telur hann minnisblöðin ekki varða mikilvæga efnahagslega hagsmuni íslenska ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur kærandi túlkun SÍ á 5. tölul. 10. gr. laganna vera ranga enda verði ekki annað ráðið af umsögn SÍ en að stofnunin telji ákvæðið fela í sér að aðilar sem falla undir gildissvið laganna hafi frjálst mat um það hvort rétt sé að veita aðgang að gögnum. Yrði sú túlkun lögð til grundvallar væri í öllum tilvikum heimilt að neita afhendingu gagna með vísan til ætlaðra og ríkari hagsmuna ríkisins.</p> <p>Með erindi til SÍ, dags. 8. júní 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort þeim ráðstöfunum sem synjun stofnunarinnar réttlættist af væri lokið. Ef þeim væri ekki lokið var óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. júní s.á., var upplýst að aðilar hefðu komist að samkomulagi um að framlengja samninginn sem var í gildi til 31. júlí 2022. Þar sem samningaviðræður aðila myndu samkvæmt því halda áfram teldi stofnunin þau sjónarmið sem lögð hefðu verið til grundvallar synjun umbeðinna gagna enn eiga við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem tekin voru saman og rituð af hálfu SÍ og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum.</p> <h3>2.</h3> <p>Í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eigi verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerti þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr.</p> <p>Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:</p> <blockquote> <p>Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p> Þá segir enn fremur:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.</p> </blockquote> <p>Umrædd takmörkun er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Þá skal á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga veita aðgang að þeim gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Annars vegar er um að ræða minnisblað vegna einkarekinna heilsugæslustöðva, dags. 13. apríl 2021, og hins vegar minnisblað, dags., 7. júní, sem ber yfirskriftina „Nokkrir viðbótarpunktar í framhaldi af fundi með HRN 12. maí 2021“. Í minnisblaðinu frá 13. apríl 2021 eru raktar ýmsar athugasemdir sem settar hafa verið fram af hálfu forsvarsmanna einkarekinna heilsugæslustöðva án þess að tilgreint sé frá hvaða stöðvum einstakar athugasemdir stafa. Tilgangur minnisblaðsins virðist vera að upplýsa heilbrigðisráðuneytið um framkomnar athugasemdir og óska eftir fundi með ráðuneytinu um þær. Við athugasemdirnar eru ritaðar frekari skýringar og viðbrögð SÍ til ráðuneytisins. Síðara minnisblaðið frá 7. júní sama ár er tekið saman í kjölfar fundar SÍ og ráðuneytisins þar sem efni fyrra minnisblaðsins var rætt. Eru þar rakin frekari sjónarmið SÍ til málsins.</p> <p>Sem fyrr segir kemur fram í umsögn SÍ að opinberun umbeðinna gagna „gæti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum“ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar. Hvorki í ákvörðun sinni til kæranda né í umsögn stofnunarinnar í tilefni af kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna frekari rökstuðning eða skýringar á því hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Verður ekki séð að sú ráðstöfun, þ.e. þær samningaviðræður sem eru grundvöllur synjunar stofnunarinnar, verði þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri. Af þeirri ástæðu svo og með vísa til meginmarkmiðs upplýsingalaganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og við meðferð opinberra hagsmuna verður ekki á það fallist að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, á grundvelli 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun SÍ er einnig byggð á því að ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að umbeðnum minnisblöðum með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.</p> <p>Eins og fram kemur í athugasemdunum verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. SÍ hafa ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynnu að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin með hliðsjón af þessu og að mati hennar er vandséð að þær upplýsingar sem fram koma í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna séu uppfyllt.</p> <p>Í því ljósi og með vísan til þess að um er að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings sem beri að túlka þröngri lögskýringu, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum verði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga rétt á hinum umbeðnu minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021. Þegar af þeirri ástæðu er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort kærandi geti einnig byggt slíkan rétt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita Heilsugæslunni Höfða ehf. aðgang að minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1088/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um afgreiðslu landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Ákvörðunin var reist á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál báru gögn málsins það ekki með sér að kæranda hefði verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðun landlæknis var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1088/2022 í máli ÚNU 22010001.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 2. desember 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19 og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum og vörðuðu upplýsingar um:</p> <ol> <li>Spítalainnlagnir vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna inflúensu síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, tímaskiptum eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legdögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna aukaverkana af bólusetningum annarra en COVID-19 bólusetningum síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi innlagna og legudaga vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, þ.m.t. heildarfjöldi innlagna þar sem sjúklingar voru lagðir á gjörgæslu og/eða tengdir við öndunarvél.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi tilfella þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> </ol> <p>Í öllum tilvikum var óskað eftir upplýsingum sundurliðuðum út frá bólusetningum, þ.m.t. út frá lengd frá bólusetningu, svo og eftir því hvort viðkomandi hefðu afþakkað bólusetningu samkvæmt læknisráði eða ekki. Í liðum 5 og 6 var auk þess óskað eftir framangreindri sundurliðun að viðbættri sundurliðun eftir því hvort um væri að ræða undirliggjandi veikindi eða ekki og eftir fjölda sprauta bólusettra (ein, tvær eða þrjár sprautur). Loks var í liðum 3 og 6 jafnframt óskað sundurliðunar eftir því hvort innlagðir hefðu verið greindir með sjúkdóminn eða með jákvæða niðurstöðu á PCR prófi.</p> <p>Kærandi tók fram í beiðni sinni að hann felldi sig við að fá upplýsingarnar afhentar í áföngum enda væri beiðnin umfangsmikil.</p> <p>Í ákvörðun embættis landlæknis sem var send með tölvubréfi hinn 9. desember 2021 kom fram að beiðni kæranda væri synjað með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki væri skylt að útbúa ný gögn til að verða við upplýsingabeiðni. Þá var einnig vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um að heimilt væri að hafna beiðni þar sem meðferð hennar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Væri embætti landlæknis og sóttvarnalæknis ómögulegt að útbúa öll þau gögn sem óskað væri eftir þar sem upplýsingar sem nauðsynlegt væri að vinna væru ekki í fórum embættisins. Loks kom fram í ákvörðun embættisins að ljóst væri af umfanginu að til þess að vinna hluta þeirra upplýsinga sem óskað væri eftir þyrfti að samkeyra heilbrigðisskrár sem landlæknir héldi samkvæmt 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og til þess að framkvæma slíka samkeyrslu þyrfti sérstaklega að óska eftir leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Yrði því að telja að við þær aðstæður, að forsenda þess að afhenda upplýsingar væri svo umfangsmikil samkeyrsla persónugreinanlegra gagna sem raun væri, styrkti enn fremur þá afstöðu embættisins að ekki væri hægt að verða við beininni vegna umfangs hennar.</p> <p>Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar tekur kærandi fram að hann telji embætti landlæknis hafa mistúlkað ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda bjóði sú túlkun upp á að hafna beri hvers kyns samantekt upplýsinga. Kærandi mótmælir því að 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga geti átt við um beiðni sína enda sé ákvörðun embættisins þar um ekki rökstudd.</p> <p>Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við enda komi fram í 3. mgr. sama ákvæðis að áður en beiðni verði vísað frá beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Kæranda hafi hvorki verið leiðbeint né veitt færi á að afmarka beiðni sína frekar. Embættið hafi auk þess ekki greint kæranda frá því hvaða gögn væru til og hver ekki heldur einungis vísað almennt til þess að ekki væri unnt að útbúa öll umbeðin gögn þar sem þau væru ekki öll í fórum embættisins.</p> <p>Í kæru eru dregnar í efa skýringar embættisins á umfangi fyrirhafnar á samkeyrslu upplýsinga svo og að leyfi Persónuverndar þurfi að koma til. Í lögum um landlækni og lýðheilsu komi fram að upplýsingar í skrám landlæknis skuli vera ópersónugreinanlegar og að persónuauðkenni skuli vera dulkóðuð.</p> <p>Þá er vakin athygli á því að í 7. og 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu hafi landlæknir það hlutverk að tryggja gæði og eftirlit heilbrigðisþjónustunnar, m.a. með viðeigandi skráningum upplýsinga til árangursmælinga. Mikilvægt sé að allar íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir sem feli m.a. í sér frelsissviptingu og aðrar langvarandi takmarkanir og lokanir séu vel rökstuddar og byggi á traustum og vísindalegum rökum og gögnum sem eigi að vera aðgengileg eða auðsótt af almenningi. Telur kærandi það vera ámælisvert að embættið reyni að komast hjá því að afhenda slík gögn og enn alvarlegra ef heilbrigðisyfirvöld virðist ekki styðjast við gögn sem þegar ættu að liggja fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 3. janúar 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi landlæknis, dags. 18. janúar 2022, var óskað eftir frekari fresti til þess að skila umsögn um kæruna vegna mikilla anna hjá embættinu og var umbeðinn frestur veittur til 26. janúar s.á. Var kærandi upplýstur um það með erindi sama dag.</p> <p>Umsögn landlæknis barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 26. janúar 2022. Í umsögninni er áréttuð afstaða embættisins um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og athugasemdum kæranda um að embættið hafi rangtúlkað umrædda málsgrein hafnað. Þá sé ljóst að um tímafreka vinnslu upplýsinga væri að ræða, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Vinna við að útbúa þau gögn sem mögulega væri hægt að útbúa krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri réttlætanlegt að leggja í hana auk þess sem sú vinna myndi bitna á annarri vinnu sem lægi á herðum embættisins í miðjum heimsfaraldri.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að umbeðnar upplýsingar, að því marki sem þær séu í vörslum embættisins, byggi á gögnum í heilbrigðisskrám sem haldnar séu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Gögnin séu persónugreinanleg þó persónuauðkenni skuli dulkóðuð samkvæmt 3. mgr. sömu greinar. Því falli allar samkeyrslur gagna undir leyfisskyldu vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019.</p> <p>Embætti landlæknis ítrekar í umsögn sinni að ómögulegt sé að útbúa megnið af þeim tölfræðiyfirlitum sem um ræðir þar sem upplýsingar í fórum embættisins nái ekki til allra umbeðinna breyta. Þannig geti embættið t.d. ekki samkeyrt gögn um innlagnir og fjölda legudaga vegna COVID-19 við bólusetningarstöðu. Nærtækara væri að óska eftir slíkum upplýsingum frá Landspítala sem hafi auk þess birt á heimasíðu sinni umfangsmiklar upplýsingar um innlagnir vegna COVID-19, m.a. eftir atvikum um bólusetningarstöðu innlagðra.</p> <p>Beðist er velvirðingar á því að kæranda hafi ekki verið bent á þær upplýsingar sem eru fyrirliggjandi og hafa verið birtar opinberlega. Kemur fram að ýmsar tölulegar upplýsingar um COVID-19 sjúkdóminn, þ.m.t. um innlagnir og bólusetningar, séu aðgengilegar á vefsvæðinu covid.is. Þá séu ýmsar tölulegar upplýsingar um inflúensu að finna á vefsvæðinu landlaeknir.is.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að upplýsingar um innlagnir og annað tengt mögulegum aukaverkunum af bólusetningum séu ekki aðgengilegar embætti landlæknis. Tilkynningar um aukaverkanir berist Lyfjastofnun og ekki séu kóðar í sjúkraskrám eða gagnagrunnum embættisins sem hægt sé að samkeyra til að útbúa þau gögn sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Loks kemur fram í umsögn embættisins að ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir séu byggðar á öllum fyrirliggjandi gögnum og í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Þannig byggi tillögur m.a. á gögnum erlendis frá og frá Landspítala sem hafi rekið göngudeild sem beri ábyrgð á umönnun þeirra sem greinist með COVID-19 á Íslandi. Því séu allar ákvarðanir byggðar á bestu fyrirliggjandi upplýsingum, m.a. um virkni bóluefna, fjölda innlagna og reynslu annarra þjóða af aðgerðum. Þá sé byggt á þróun faraldursins bæði hérlendis og erlendis og spám um mögulega framvindu. Ekki vaki fyrir embættinu að hindra aðgang að upplýsingum heldur sé um að ræða upplýsingar sem ekki sé á færi embættisins að afhenda í því formi sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var send kæranda til kynningar, dags. 27. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með tölvubréfi hinn 11. febrúar 2022. Kærandi hafnar skýringum landlæknis á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi á því formi sem óskað hafi verið eftir. Bendir hann á að ekki sé hægt að synja beiðni um upplýsingar á tilteknu formi án þess að leiðbeina viðkomandi eða leggja til afgreiðslu á öðru formi. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort unnt hefði verið að afhenda hluta umbeðinna gagna heldur beiðni kæranda hafnað í heild sinni án frekari skýringa. Þá gerir kærandi athugasemdir við skýringar embættis landlæknis um að vinnsla beiðninnar sé of tímafrek. Eingöngu sé ætlast til að ákvæðinu sé beitt í undantekningartilvikum og þurfi þá að réttlæta beitingu þess með skýrum rökstuðningi og mati á umfangi þeirrar vinnu sem fara þurfi fram en það hafi ekki verið gert.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun landlæknis er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Þá er ákvörðunin reist á því til viðbótar að til þess að vinna hluta umbeðinna upplýsinga þurfi að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins en til þess þurfi leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. </p> <h3>2.</h3> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 531/2014, 636/2016, 809/2019 og 1073/2022.</p> <p>Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings. Um það segir í frumvarpinu:</p> <blockquote> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld, eða aðra sem beiðni um gögn beinist að, að finna þau gögn eða það mál sem efnislega fellur undir beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar, fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að, […]. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því er áfram gerð sú krafa að beiðni sé að lágmarki þannig fram sett að stjórnvaldi sé fært á þeim grundvelli að finna tiltekin mál eða málsgögn sem hægt er að afmarka upplýsingaréttinn við, með tiltölulega einföldum hætti. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p>Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki.</p> <h3>3.</h3> <p>Af svörum embættis landlæknis verður ekki annað ráðið en að a.m.k. hluti umbeðinna upplýsinga liggi fyrir í kerfum og skrám embættisins. Það kemur raunar fram berum orðum í umsögn landlæknis til nefndarinnar. Þá verður ekki annað ráðið en að unnt sé að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu í heild sinni ekki fyrirliggjandi.</p> <p>Í svörum embættisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að upplýsingarnar séu ekki tiltækar á því formi sem óskað var eftir eða flokkaðar með þeim hætti sem kærandi bað um. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvörðun embættis landlæknis um rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um meðferð embættisins á slíkri beiðni gilda því auk upplýsingalaga, ákvæði stjórnsýslulaga, þ.m.t. leiðbeiningarskylda, rannsóknarregla og meðalhófsregla, sbr. 7., 10. og 12. gr. þeirra. Þessar reglur eru áréttaðar og endurspeglast í ákvæðum upplýsingalaganna. Þannig kemur fram í 3. mgr. 5. gr. þeirra að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna ber að leiðbeina málsaðila og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar ef annars er ekki talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni til tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ber þá að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.</p> <p>Samkvæmt því sem áður er rakið svo og tilvitnaðra athugasemda úr frumvarpi því er varð að upplýsingalögum hér að framan er ljóst að það hvernig beiðni um aðgang að gögnum er fram sett getur eitt og sér ekki ráðið úrslitum um niðurstöðu máls. Málsmeðferðarreglur upplýsingalaga og stjórnsýslulaga taka enda mið af því að málsaðili sem óskar aðgangs að gögnum á grundvelli laganna veit almennt ekki hvort og þá hvaða upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá þeim aðila sem beiðnin beinist að eða í hvaða formi þær eru geymdar þegar beiðni er sett fram. Það kemur því í hlut þess aðila, sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga beinist að, að leggja mat á hana með hliðsjón af þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi og eftir atvikum leiðbeina málsaðila um það hvaða gögn kunni að falla undir beiðnina, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum á grundvelli lista yfir þau mál eða gögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að þótt umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerir ráð fyrir er ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Í ljósi þess að ekki verður séð að málsaðila hafi verið nægilega leiðbeint í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur tilvísun embættis landlæknis til ákvæða 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ekki til álita. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að nefndin hefur lagt á það áherslu að fram fari raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og að gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum. nr. 1025/2021, 663/2016 og 551/2014. Loks fær úrskurðarnefndin ekki séð að ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eða reglur settar á grundvelli þeirra geti sjálfstætt staðið því í vegi að embætti landlæknis taki til þess afstöðu með rökstuddri ákvörðun, eftir atvikum að undangengnum leiðbeiningum til kæranda, hvort mögulegt sé að afmarka beiðnina við tiltekin mál eða gögn sem eru fyrirliggjandi hjá embættinu og þá hvort veittur skuli aðgangur að þeim og í hvaða mæli. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun embættis landlæknis úr gildi og vísa málinu aftur til embættisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1087/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk ekki séð að hið umbeðna gagn fæli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá yrði ekki talið að um væri að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Var Borgarbyggð því gert að afhenda kæranda gagnið. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1087/2022 í máli ÚNU 21120003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A synjun Borgarbyggðar, dags. 1. desember sama ár, á beiðni hans um aðgang að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var á því byggð að skýrslan væri undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti.</p> <p>Í kæru kemur fram að framkvæmdir við grunnskólann í Borgarnesi hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun og að almenningur eigi rétt á að fá að vita um hvað málið snýst.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 8. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember 2021. Í henni kemur fram að skýrslunnar hafi verið aflað til undirbúnings réttarágreiningi/dómsmáli vegna hönnunargalla á byggingu grunnskólans í Borgarnesi. Var þess óskað af hálfu sveitarfélagsins að eftirlitsmaður með framkvæmdinni tæki saman skýrslu vegna hönnunarmistaka á verktíma, sem nýtt yrði við gerð kröfubréfs gagnvart þeim sem gerðu mistökin. Borgarbyggð telji að því sé heimilt að hafna aðgangi að skýrslunni því að öðrum kosti gæti það leitt til réttarspjalla gagnvart sveitarfélaginu ef gagnaðili þess fengi aðgang að skýrslunni á þessu stigi málsins. Í umsögn Borgarbyggðar er bent á að gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé víðtækara en að einungis komi til greina að takmarka rétt til aðgangs að upplýsingum um dómsmál, heldur komi annar réttarágreiningur einnig til greina.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust daginn eftir. Í þeim er lögð áhersla á það hve langt fram úr kostnaðaráætlun verkið hafi farið og að bæjarbúar Borgarbyggðar eigi rétt til aðgangs að skýrslunni þar sem framkvæmdir við grunnskólann feli í sér ráðstöfun á opinberu fé.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði viðbótarskýringa frá Borgarbyggð með erindi, dags. 13. mars 2022. Var m.a. óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvort fyrir lægi í hvers konar farveg málið yrði lagt gagnvart þeim sem að sögn sveitarfélagsins gerðu umrædd mistök. Í svari Borgarbyggðar, dags. 4. apríl 2022, kom fram að senn yrði sent kröfubréf til hönnuða vegna þessa réttarágreinings.</p> <p>Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 8. júní 2022, aflaði úrskurðarnefndin frekari viðbótarskýringa frá sveitarfélaginu. Í fyrirspurninni var í fyrsta lagi óskað eftir upplýsingum um aðkomu og hlutverk eftirlitsmanns sveitarfélagsins með framkvæmdinni, hvort viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður með framkvæmdinni frá því þær hófust svo og hvort fyrir lægi samningur eða annað samkomulag um það. Í öðru lagi var spurt hvort fyrir lægju gögn sem vörðuðu beiðni sveitarfélagsins um ritun minnisblaðs eftirlitsmannsins, svo sem samningur um það sérstaklega eða önnur samskipti er gætu varpað ljósi á hlutverk eftirlitsmannsins að þessu leyti. Ef svo væri, var óskað eftir afriti af þeim gögnum. Í þriðja lagi var óskað eftir útskýringum á því að hvaða leyti umbeðið minnisblað innihéldi annars vegar sérfræðiráðgjöf til sveitarfélagsins og hins vegar umfjöllun um atvik málsins. Í svari Borgarbyggðar, dags. 5. júlí 2022, kom fram að viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður framkvæmdarinnar og fylgdi svarinu afriti af samningi sveitarfélagsins við hann. Beiðni um ritun minnisblaðsins hefði verið lögð fram á fundi í maí 2021 þar sem óskað hefði verið eftir því að eftirlitsmaðurinn skilaði skýrslu til þess að undirbúa kröfugerð/viðræður við verktakann. Þá kom fram í svari Borgarbyggðar að sveitarfélagið teldi ekki mögulegt að greina nákvæmlega á milli þess hvað væri sérfræðiráðgjöf og hvað umfjöllun atvik máls í umbeðnu minnisblaði enda fléttuðust saman lýsing málsatvika og sérfræðileg ráðgjöf um málið í því.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Þá segir:</p> <blockquote> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p>Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p>Sem fyrr segir byggir synjun Borgarbyggðar á afhendingu minnisblaðs varðandi útboðsgögn og verkteikningar vegna framkvæmda við grunnskóla í Borgarnesi á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróða aðila og í öðru lagi þurfa þau bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p>Ekki er deilt um það í málinu að framkvæmd sú sem minnisblaðið fjallar um kann að leiða til dómsmáls eða annars réttarágreinings. Hins vegar kemur til skoðunar hvort umbeðið minnisblað fullnægi því skilyrði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að vera „bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við“ þann ágreining. Hvorki af texta ákvæðisins í upplýsingalögum né lögskýringargögnum að baki þeim er að finna lýsingu á því hvað felst í „bréfaskiptum við sérfróða aðila“. Í áður tilvitnuðum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 72/2019 eru þó tekin dæmi um samskipti við lögmenn í þessum efnum. Samkvæmt þessu er ekki hægt að útiloka að aðrir sérfræðingar en lögmenn geti fallið undir gildissvið 3. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd m.a. litið til þess hvort gögn geymi mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá hefur verið litið til þess hvort um sé að ræða könnun á réttarstöðu aðila vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins. Um er að ræða skýrslu á sex blaðsíðum frá verkfræðistofunni Víðsjá, unna af eftirlitsmanni með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Í skýrslunni er framvinda verksins rakin og tilgreind ýmis atriði sem út af brugðu að mati eftirlitsmannsins. Einkum er um að ræða lýsingu á atvikum og samskiptum verkkaupa og verktaka.</p> <p>Úrskurðarnefndin fær ekki séð að hið umbeðna gagn feli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Með hliðsjón af þessu og efni hins umbeðna gagns fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar á þessu stigi. Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt bókun á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar hinn 18. nóvember 2021 þar sem skýrslan var til umfjöllunar var sveitarstjóra falið að kynna hana þeim er komu að hönnun mannvirkisins. Nefndin fær þannig ekki annað séð en að gagnið hafi nú þegar verið afhent aðila utan sveitarfélagsins sem jafnframt kann að eiga andstæðra hagsmuna að gæta í mögulegu ágreiningsmáli. Þá hefur Borgarbyggð ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gagnið gert opinbert á þessu stigi.</p> <p>Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögð ekki séð að afhending umbeðinnar skýrslu muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umbeðnu minnisblað, dags. 15. ágúst 2021, með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Borgarbyggðar, dags. 1. desember 2021, er felld úr gildi. Borgarbyggð er skylt að veita A aðgang að minnisblaði, dags. 15. ágúst 2021, vegna framkvæmda við grunnskólann í Borgarnesi.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1086/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Fjarskiptasjóður synjaði Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, sem sjóðurinn gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs var byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með fjarskiptasjóði að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins gætu staðið til þess að leynd ríkti um gögnin, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því að ákvæðið þyrfti að skýra tiltölulega rúmt taldi nefndin að fjarskiptasjóði hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1086/2022 í máli ÚNU 21100005.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. október 2021, kærði A lögmaður, f.h. Sýnar hf., ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja félaginu um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands.</p> <p>Í kæru kemur fram að hinn 12. apríl 2012 hafi fjarskiptasjóður, f.h. íslenska ríkisins, gert þjónustusamning við Farice um þjónustu í almannaþágu um að tryggja fjarskiptasamband Íslands við umheiminn. Með uppfærslu samningsins í desember 2018 hafi Farice verið falinn undirbúningur og framkvæmd botnrannsóknar fyrir nýjan fjarskiptasæstreng milli Íslands og Evrópu (Írlands). Áætlaður kostnaður við rannsóknina væri 1,9 milljónir evra. Lagning nýs sæstrengs væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um að þrír virkir sæstrengir skyldu tengja landið við Evrópu frá mismunandi landtökustöðum, en þeir væru einungis tveir í dag.</p> <p>Í kæru er því lýst að Sýn hafi um langt skeið sýnt lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu mikinn áhuga og átt í talsverðum samskiptum við íslensk stjórnvöld um undirbúning lagningar sæstrengs. Það hafi því komið Sýn á óvart þegar fregnir bárust af samningi um botnrannsóknir milli fjarskiptasjóðs og Farice. Hafi því verið lýst í bréfi til stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 16. janúar 2019. Í bréfinu komi fram það sjónarmið Sýnar að um gróflega mismunun sé að ræða gagnvart samkeppnisaðilum á markaði, að hafa ekki haft samband við Sýn um tilboð í gerð botnrannsóknarinnar. Ljóst sé að Farice fái með þessu forskot umfram aðra á markaðnum.</p> <p>Í svari stjórnar sjóðsins við bréfinu, dags. 8. febrúar 2019, sé hins vegar skýrt tekið fram að botnrannsóknin sé sérstakt afmarkað verkefni sem verði gert upp sérstaklega gagnvart Farice. Svo segi orðrétt: „Afurð rannsóknarinnar verður eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice. Mikilvægt er að blanda ekki saman afmörkuðum hagsmunum tengdum botnrannsókninni og öðrum viðskiptahagsmunum félagsins. […] Þá skal áréttað að afurð botnrannsóknar þeirrar sem nú er hafin, verður eign fjarskiptasjóðs.“ Samkvæmt upplýsingum frá Farice hafi botnrannsóknum fyrir lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng lokið hinn 21. ágúst 2021.</p> <p>Með erindi til fjarskiptasjóðs, dags. 2. september 2021, hafi kærandi óskað eftir öllum gögnum sem tengdust botnrannsóknunum. Með svari fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, hafi beiðninni verið hafnað. Í svarinu hafi komið fram að Farice hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákveðið hafi verið á stjórnarfundi að verða ekki við beiðninni, hvorki í heild né að hluta, og væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ekki þætti ástæða til að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga, enda væri það mat sjóðsins að gögnin gætu ekki nýst utanaðkomandi og gætu beinlínis raskað framkvæmd verkefnisins meðan það væri á undirbúningsstigi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjarskiptasjóði með erindi, dags. 18. október 2021, og sjóðnum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að fjarskiptasjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Í henni er í upphafi fjallað um tilurð botnrannsóknar Farice, sem styrkt hafi verið af fjarskiptasjóði. Rannsóknin hafi verið gerð í tilefni af mögulegri lagningu nýs sæstrengs, en lagning nýs sæstrengs er ein af megináherslum fjarskiptaáætlunar, sbr. þingsályktun nr. 32/149 um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033. Lagning sæstrengs sé flókið verkefni af stærðargráðu sem erfitt sé að bera saman við lagningu annarra fjarskiptavirkja. Margir samverkandi þættir þurfi að ganga upp og framkvæmast í réttri röð svo að lagning sæstrengs gangi upp. Botnrannsóknin hafi verið ein af lykilforsendum þess að mögulegt hafi verið að skipuleggja verkefnið, afla tilskilinna fjölmargra leyfa, velja leið strengsins og jafnframt meta heildarkostnað verkefnisins. Rannsóknin var gerð af Farice og niðurstöður hennar varðveittar hjá félaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að leitað hafi verið eftir afstöðu Farice til afhendingar gagnanna. Í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, er því lýst að félagið hafi gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Að mati félagsins innihaldi gögnin upplýsingar um viðskiptahagsmuni Farice og viðskiptamanna Farice sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það mat Farice að takmarka skuli aðgang að gögnunum þar sem þau hafi að geyma upplýsingar sem almannahagsmunir krefjast að haldið skuli leyndum, enda líti Farice svo á að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi innviða í eigu íslenska ríkisins og efnahagslega mikilvæga hagsmuni þess sem geti skaðast ef gögnin verða gerð opinber, sbr. 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>IRIS-verkefnið sé að sögn Farice í miðju leyfisveitingarferli á Írlandi þar sem skipulögðu ferli sé fylgt varðandi upplýsingagjöf um verkefnið og hvernig gögn séu lögð fram til kynningar. Birting gagna er varði botnrannsóknina innan landhelgi Írlands utan leyfisferlisins geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir það ferli. Tafir í leyfisveitingarferli myndu að öllum líkindum leiða til talsverðs fjárhagstjóns fyrir Farice, þar sem félagið hafi gert samninga við aðila vegna lagningar sæstrengsins og gengist undir skuldbindingar um að halda tiltekna tímaramma í þeim efnum. Að mati Farice séu gögnin því sérstaklega viðkvæm á þessum tímapunkti.</p> <p>Markmiðið með lagningu nýs sæstrengs sé að auka fjarskiptaöryggi til og frá Íslandi. Þá hafi íslenska ríkið skilgreint sæstrengi sem mikilvæga innviði. Mikilvægi öryggis sæstrengja sé óumdeilt. Alvarleg öryggisatvik er varða sæstrengi gætu þannig haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki og almenning í landinu.</p> <p>Gögn sem varði botnrannsóknir við strendur Írlands vegna lagningar nýs sæstrengs hafi að geyma ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um öryggi strengsins og geti varpað ljósi á veikleika hans, ef einhverjir eru. Þau gögn sem beiðnin lúti að varði m.a. nákvæmar upplýsingar um staðsetningu strengsins. Á svæðinu sé strengurinn plægður og í raun grafinn niður í sjávarbotninn niður að 1500 metra dýpi. Þannig innihaldi gögnin m.a. upplýsingar um hvar hægt sé að plægja strenginn niður og hvar ekki, staðsetningu grjóts og/eða klappa, dýpislínur, staðsetningu aðskotahluta og nákvæmar upplýsingar um sjávarbotninn á leið strengsins. Þá séu einnig upplýsingar um skörun við aðra sæstrengi á hafsbotninum.</p> <p>Farice telji afar varhugavert frá öryggissjónarmiði að upplýsingar sem geti varpað ljósi á veikleika í plægingu og staðsetningu strengsins verði gerðar opinberar. Með því að veita aðgang að rannsóknargögnum vegna strengsins yrðu opinberaðar upplýsingar um allar þær staðsetningar sem metnar hafi verið áhættusamar eða geti gert strenginn viðkvæman með einhverjum hætti.</p> <p>Loks bendir Farice á að nákvæm rannsóknargögn botnrannsókna um fjarskiptasæstrengi séu aldrei birt opinberlega vegna öryggissjónarmiða. Einnig þurfi að hafa í huga hagsmuni sem tengist sérstaklega íslenska ríkinu og að átt sé við strenginn og hættu á skemmdarverkum eða hryðjuverkum.</p> <p>Að mati Farice hafi félagið, viðsemjendur þess og hið opinbera ríkari hagsmuni af því að gögnunum verði haldið leyndum, en hagsmunir beiðanda af því að fá gögnin afhent, þar sem gögnin komi ekki til með að nýtast beiðanda að ráði.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur í umsögn sinni að um sérstaklega viðkvæm gögn sé að ræða, sem varpi ljósi á helstu veikleika fyrirhugaðs sæstrengs og framkvæmdin sé nú á viðkvæmu stigi. Jafnframt sé sérstaklega fjallað um öryggi sæstrengja í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum frá 26. febrúar 2021, en í skýrslunni segi m.a. að ógerlegt sé að verja sæstrengina fyrir náttúruhamförum eða skemmdarverkum af ásetningi og að útilokað sé að vakta og tryggja heildaröryggi strengjanna.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur að eftir að strengurinn er lagður sé eðlilegt að almennar upplýsingar um legu sæstrengja séu birtar, sérstaklega gagnvart sjófarendum sem sigla yfir svæði þar sem sæstrengir liggja. Aftur á móti teljist nákvæmar upplýsingar um legu sæstrengja á sjávarbotni, sérstaka áhættuþætti og þess háttar eftir sem áður sérstaklega viðkvæmar og beri að tryggja að þær séu ekki aðgengilegar óviðkomandi. Nýr strengur sé þjóðaröryggismál og mikilvægt að tryggja framgang verkefnis um lagningu nýs sæstrengs, sem og öryggi fyrirhugaðs sæstrengs.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. janúar 2022, er gagnrýnt að beiðni Sýnar sé þrengd við aðgang að „botnrannsóknargögnum við Írland“. Rannsóknin hafi einnig átt að fara fram innan íslenskrar lögsögu, sbr. þjónustusamning fjarskiptasjóðs við Farice, enda sé það nauðsynleg forsenda lagningar sæstrengsins.</p> <p>Kærandi telur að vísun fjarskiptasjóðs til skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum styðji ekki við að synjað sé um aðgang að gögnunum á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skýrslunni komi ekki fram að sérstök ógn við þjóðaröryggi sé fólgin í upplýsingum um lagningu eða staðsetningu sæstrengja, heldur aðeins að ógnin felist í rofi á sambandi við umheiminn ef slíkir strengir bili eða skaðist.</p> <p>Þá vísar kærandi til fjarskiptalaga, þar sem m.a. komi fram að þar sem fjarskiptastrengir liggi í sjó skuli sjófarendur sýna aðgæslu og gæta varúðar, og að skip skuli bera til sýnis alþjóðamerki eða önnur merki sem gefi til kynna að unnið sé við lagningu eða viðgerð strengs þegar svo ber undir, svo aðrir sjófarendur geti sýnt aðgæslu. Loks nefnir kærandi að lagning sæstrengja sé háð samþykki Umhverfisstofnunar, sbr. lög nr. 151/2004, og að yfirgripsmiklar upplýsingar séu veittar í tengslum við leyfisumsókn, m.a. í kynningarskyni. Þá sé við lagningu fjarskiptasæstrengja haft samráð við fjölda hagsmunaaðila, ekki síst á vettvangi sjávarútvegs m.a. um legu strengjanna.</p> <p>Kærandi hafnar því að umbeðin gögn varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Lagning, eignarhald og rekstur fjarskiptasæstrengja sé ekki verkefni sem er falið ríkinu að lögum. Efnahagslegir hagsmunir samfélagsins séu fólgnir í órofnu fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn. Markmið fjarskiptalaga sé að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í fjarskiptaáætlun sem sett sé á grundvelli laganna segi að lögð skuli áhersla á víðtækt samstarf markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta, að styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands, og að tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn.</p> <p>Miðlun upplýsinga og gagna um botnrannsóknina til Sýnar sé því í samræmi við alla markmiðssetningu löggjafans á sviði fjarskipta. Með því að greiða fyrir lagningu Sýnar á fjarskiptasæstreng hljóti efnahagslega mikilvægir hagsmunir ríkisins að vera betur tryggðir en ella væri.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Verkefni sem fjarskiptasjóður fjármagni séu kostuð af almannafé og geti því aldrei talist varða einkahagsmuni Farice. Þá hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs, ekki Farice. Ummæli Farice að fyrirtækið gæti orðið fyrir fjártjóni ef gögn yrðu birt utan leyfisveitingarferlis sem fyrirtækið stæði í standist ekki, þar sem gögn er varða botnrannsóknir á Írlandi séu birtar á vef írskra stjórnvalda. Loks sé Farice að öllu leyti í eigu ríkisins og vandséð hvaða einkahagsmuni slíkt fyrirtæki hafi.</p> <p>Með erindum, dags. 3. júní 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Landhelgisgæslu Íslands í tengslum við lögbundið hlutverk þessara stofnana við samþykki fyrir lagningu og legu sæstrengja auk eftirlits með fiskiskipum og öðrum sjófarendum í nágrenni við fjarskiptasæstrengi. Svör bárust 10. og 13. júní 2022. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja (e. International Cable Protection Committee, ICPC) m.a. um það hvort upplýsingar úr botnrannsóknum, þ.m.t. um nákvæma leið sæstrengja, væru að jafnaði gerðar opinberar. Í svari nefndarinnar, dags. 14. júní 2022, kom fram að svo væri ekki. Hins vegar væri gagnlegt að vissar upplýsingar um staðsetningu strengjanna væru opinberar, svo sem hnitasetning fyrir fiskiskip, enda væri ein algengasta orsök skemmda á sæstrengjum af þeirra völdum.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari upplýsingum með erindum til fjarskiptasjóðs og Farice, dags. 3. júní 2022. Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar um það hvers vegna botnrannsóknin hefði aðeins verið afmörkuð við strendur Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Í svari Farice kom fram að framlag fjarskiptasjóðs til rannsóknarinnar hefði numið 1,9 milljónum evra. Ljóst hefði orðið í framhaldinu að kostnaður við botnrannsóknir á allri leiðinni yrði mun hærri en sem næmi framlagi fjarskiptasjóðs. Því var ákveðið að forgangsraða könnunarvinnunni með þeim hætti að byrjað yrði við strendur Írlands. Þá lá fyrir að leyfisveitingarferlið þar í landi tæki allt að 14 mánuði og því nauðsynlegt að ljúka könnuninni við Írland haustið 2020 ef leggja ætti sæstrenginn sumarið 2022. Ósamandregin gögn úr botnrannsókninni hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem lögð voru fram í leyfisveitingarferlinu.</p> <p>Varðandi leyfisveitingarferli á Íslandi tæki það styttri tíma en á Írlandi og því hefði verið talið nægilegt að rannsaka sjávarbotninn hér við land sumarið fyrir lagningu sæstrengsins. Það hafi verið gert sumarið 2021. Sú rannsókn hefði hins vegar alfarið farið fram á vegum Farice án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Því væru gögn þeirrar rannsóknar hvorki eign sjóðsins né fyrirliggjandi hjá honum.</p> <p>Þá kom fram í erindi Farice að mikilvægt væri að gera greinarmun á botnrannsóknum annars vegar og leiðarvali sæstrengsins hins vegar. Hluti af niðurstöðum botnrannsókna væru upplýsingar um endanlega leið strengsins í sjó. Leiðin væri að jafnaði birt opinberlega og skráð í sjókort til að koma í veg fyrir að strengir yrðu slitnir í ógáti. Hins vegar væri það aðeins hnitsetning strengjanna, en ekki upplýsingar sem vörpuðu ljósi á sjávarbotninn á hverjum stað fyrir sig sem gætu varpað ljósi á hugsanlega veikleika strengsins.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs er byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum fjarskiptasjóðs og Farice að rannsókn á sjávarbotni í tilefni af lagningu sæstrengs milli Íslands og Írlands hafi verið tvískipt: annars vegar í efnahagslögsögu Írlands árið 2020 og hins vegar við Ísland árið eftir. Síðari rannsóknin hafi verið gerð án aðkomu fjarskiptasjóðs. Í samræmi við það liggja aðeins fyrir hjá fjarskiptasjóði botnrannsóknargögn úr rannsókninni árið 2020. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á að Farice heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, og getur kærandi beint gagnabeiðni til félagsins um botnrannsóknargögn frá sumrinu 2021.</p> <p>Farice á og rekur tvo fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Kærandi hefur sýnt því áhuga að leggja slíkan sæstreng til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þótt það virðist óumdeilt í málinu er rétt að taka fram að þrátt fyrir áhuga kæranda og samskipti við stjórnvöld í tengslum við lagningu sæstrengs byggist réttur hans til gagna botnrannsóknarinnar á 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en ekki á 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum sem varða aðila sjálfan.</p> <p>Eitt af einkennum þeirrar reglu sem felst í 5. gr. upplýsingalaga er að allir njóta réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu og skiptir ekki máli í því sambandi hvort sá sem upplýsinga óskar er íslenskur ríkisborgari eða heimilisfastur hér á landi. Ekki skiptir heldur máli hvort um einstakling eða lögaðila er að ræða, eða hvaða starfi sá gegnir sem upplýsinga óskar. Sá sem byggir rétt á ákvæðinu þarf ekki að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar, eða að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni. Að því leyti er reglan ólík flestum öðrum reglum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum. Í samræmi við framangreint er gert ráð fyrir því að ef aðgangur að gögnum er heimill skv. 5. gr. megi viðkomandi hagnýta sér upplýsingarnar á hvern þann hátt sem hann kýs, þ.m.t með því að birta þær opinberlega, að virtum almennum reglum.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. ákvæðisins.</p> <p>Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.</p> <p>Þá segir um 1. tölul. ákvæðisins:</p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir.</p> </blockquote> <p>Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.</p> <p>Í málinu hefur verið lögð áhersla á að afhending gagnanna geti verið til þess fallin að hafa áhrif á rekstraröryggi sæstrengsins því þau innihaldi upplýsingar um gæði sjávarbotnsins á hverjum stað. Upplýsingarnar séu notaðar til að leggja mat á hvort og þá hve djúpt sé hægt að plægja strenginn niður á hverjum stað í því skyni að vernda hann; þær geti hins vegar að sama skapi varpað ljósi á þá staði þar sem strengurinn sé viðkvæmur fyrir, til að mynda á stöðum þar sem ekki er unnt að plægja strenginn niður í sjávarbotninn og strengurinn þannig ekki eins vel varinn. Slíkt geti ógnað öryggi íslenska ríkisins m.a. með tilliti til þess að skemmdarverk séu unnin á sæstrengnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með fjarskiptasjóði með vísan til framangreinds að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um framangreind gögn. Er það einnig í samræmi við þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin aflaði hjá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja um að yfirleitt séu ekki veittar upplýsingar um nákvæma leið sæstrengja. Með hliðsjón af því að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að skýra tiltölulega rúmt og að réttur kæranda til aðgangs að gögnunum byggi á 5. gr. laganna telur nefndin að fjarskiptasjóði hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort 9. gr. eða 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kæranda séu afhent umbeðin gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, að synja Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, er staðfest.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1085/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að gögnum vegna fundar Skattsins (þá Tollstjóra) með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Synjunin var byggð á þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fól 188. gr. tollalaga í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Taldi nefndin að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði tollalaga. Ákvörðun Skattsins var því staðfest. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1085/2022 í máli ÚNU 21090013.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði (hér eftir einnig SAM), synjun Skattsins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi til Skattsins, dags. 15. mars 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum vegna fundar Skattsins með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Hinn 23. mars 2021 var gagnabeiðni kæranda svarað og veittur aðgangur að glærukynningu Skattsins, „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“, dags. 4.–5. febrúar 2020, sem notuð var á fundum innflytjenda og tollmiðlara hjá Skattinum. Fundirnir voru tíu samtals og fóru fram á tímabilinu 4.–17. febrúar 2020. Fram kom að glærukynningin hafi verið notuð á öllum fundum til að afmarka umræðuefni fundarins. Sérstök glæra um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar vegna hvers og eins fyrirtækis var ekki afhent þar sem embættið hefði ekki heimild til að dreifa slíkum upplýsingum, með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005.</p> <p>Kærandi vildi ekki sætta sig við að sú glæra væri undanskilin aðgangi og ítrekaði upplýsingabeiðni sína með tölvupósti, dags. 23. apríl 2021, 6. maí og 16. júní 2021. Gagnabeiðni kæranda var svarað hinn 13. júlí 2021 og var kæranda afhent skýrslan „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ frá desember 2017. Í niðurstöðuköflum skýrslunnar höfðu tilteknar upplýsingar og nöfn tollmiðlara verið tekin út. Var jafnframt tekið fram í svari Skattsins að á fundi með tollmiðlurum hefðu tollmiðlarar eingöngu fengið upplýsingar um eigin árangur en ekki upplýsingar um frammistöðu annarra.</p> <p>Með erindi, dags. 19. júlí 2021, óskaði kærandi eftir nánari upplýsingum um hvers vegna tilteknar upplýsingar hefðu verið afmáðar. Þar sem gagnabeiðninni er laut að glærukynningunni hafði ekki verið svarað vísaði kærandi þeim hluta málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Málið var fellt niður hjá nefndinni í kjölfar þess að Skatturinn svaraði erindi kæranda hinn 27. ágúst 2021.</p> <p>Í svari Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, var gagnabeiðni kæranda hafnað. Þar kom fram að tollyfirvöld telji að líta beri á 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstaklinga og fyrirtækja og hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum sölu og vörureikninga. Þær upplýsingar sem um ræði séu að mati tollyfirvalda viðkvæmar og varði mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem um er fjallað, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt komi þar fram viðkvæmar upplýsingar um villutíðni sem einar og sér, án frekari upplýsinga, t.d. um alvarleika villna, geti gefið ranga mynd af frammistöðu viðkomandi aðila.</p> <p>Gögn þessi hafi verið tekin saman í þeim tilgangi að bæta áreiðanleika upplýsinga við tollskýrslugerð í samræmi við langtímamarkmið tollyfirvalda að minnka villutíðni. Tilgangur áreiðanleikakönnunarinnar hafi ekki verið að klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra. Það sé mat tollyfirvalda að birting umdeildra upplýsinga geti mögulega skaðað samstarf tollyfirvalda við tollmiðlara og þannig hægt á þeirri vinnu að minnka villutíðni og bæta áreiðanleika í tollskýrslugerð. Hver tollmiðlari hafi aðeins fengið aðgang að upplýsingum varðandi sinn eigin árangur; ekki hafi verið veittar upplýsingar um frammistöðu annarra. Að mati tollyfirvalda sé það óeðlilegt að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Það sé enn fremur mat tollyfirvalda að óeðlilegt sé að veita upplýsingar sem varði viðskipti og villutíðni einstakra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Ekkert sé því til fyrirstöðu að veita almennar upplýsingar um niðurstöður tollyfirvalda hvað varðar villutíðni í tollskýrslum, enda hafi það nú þegar verið gert, en óeðlilegt sé að veita upplýsingar varðandi viðskipti og árangur einstakra fyrirtækja sem skaðað geti stöðu þeirra á markaði.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 13. júlí 2021, hafi tollyfirvöld veitt kæranda aðgang að skjalinu „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ þar sem er að finna aðferðafræði og niðurstöður mælinga. Á blaðsíðu tíu í skjalinu sé að finna upplýsingar um hlutfall skýrslna gert af tollmiðlara með villu. Nöfn tollmiðlara hafi verið afmáð í því eintaki sem kærandi fékk afhent en eftir standi að hægt sé að nálgast ýmsar upplýsingar um verkefnið, t.d. hlutfall villutíðni og fjölda skýrslna sem lenti í úrtaki. Verði kæranda afhentar upplýsingar af glærum sem notaðar voru á fundum með tollmiðlurum, geti félagið borið saman upplýsingar á glærum og blaðsíðu tíu í skýrslu og m.a. reiknað út markaðshlutdeild tollmiðlara. Umræddar upplýsingar geti þar af leiðandi haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara.</p> <p>Að mati tollyfirvalda hafi verið gengið eins langt og heimilt sé í að uppfylla upplýsingaskyldu í máli þessu. Kærandi hafi nú þegar undir höndum allar upplýsingar um þá tölfræði sem farið var yfir með tollmiðlurum í tengslum við mælingar á villutíðni, þó án þess að hægt sé að tengja árangur og umfang viðskipta við einstök fyrirtæki. Slíkar upplýsingar varði mikilvæga viðskiptalega hagsmuni umræddra fyrirtækja að mati tollyfirvalda og sé beiðni um aðgengi að þeim því hafnað.</p> <p>Í kæru, dags. 26. september 2021, kemur fram að kærandi geti ekki fallist á röksemdir Skattsins og telji að félagið eigi rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi telur afstöðu Skattsins, um að takmarka aðgang að hluta gagnanna, ekki eiga sér fullnægjandi stoð í lögum og byggja á rangri lagatúlkun. Að mati kæranda hvíli afdráttarlaus skylda skv. 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að upplýsingunum, en um sé að ræða upplýsingar sem teknar voru saman fyrir alllöngu, og sýndu að tilteknir aðilar hafi ekki lagt fram tollskýrslur líkt og tollalög áskilja. Hvað varði skilning embættisins á öðrum ákvæðum en ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki hjá því komist að hafna þeim skilningi alfarið.</p> <p>Að mati kæranda standist það ekki nánari skoðun að halda því fram að þær niðurstöður sem fram komi í skýrslunni varði rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja, heldur snúist niðurstöðurnar einungis um hvort aðflutningsskýrslur hafi verið fylltar út í samræmi við tollalög. Með vísan til þessa beri almennt að hafna forsendum og niðurstöðu ákvörðunar skattsins um að synja um aðgang að glæru nr. 11 í glærukynningu og þeim hluta villutíðniskýrslu Skattsins sem hefur verið svertur og gerður óaðgengilegur.</p> <p>Kærandi telur ljóst að þær upplýsingar sem kunni að vera á glæru nr. 11, þ.e. upplýsingar um villutíðni, séu ekki þess eðlis að rétt sé að takmarka aðgang almennings að þeim, hvort sem er með vísan til 9. gr. upplýsingalaga eða fyrrgreindra ákvæða um þagnarskyldu. Þá verði ekki fallist á röksemdir Skattsins um að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingunum á grundvelli viðskiptahagsmuna fyrirtækjanna. Ljóst sé að fundur skattsins með tollmiðlurum varðandi könnun Skattsins á því hvort tollmiðlarar væru að flokka innfluttar vörur með réttum hætti, efni kynningarinnar og svar Skattsins bendi til þess að áreiðanleika tollskýrslna hafi verið ábótavant.</p> <p>Í málinu hafi grundvallarþýðingu að beiðni kæranda lúti ekki að einstökum viðskiptum umræddra aðila. Ekki sé óskað eftir afritum af reikningum, upplýsingum um magn innfluttra vara eða öðrum upplýsingum sem varða einstök viðskipti. Einungis sé óskað eftir upplýsingum um tölfræðivinnu Skattsins og hvaða aðilar hafi ekki fyllt út aðflutningsskýrslur í samræmi við tollalög. Almennt verði að telja að til staðar séu miklir samfélagslegir hagsmunir fyrir því að aðgangur sé veittur að gögnum er varða tolleftirlit og tollframkvæmd. Miklu skipti að tollskýrslur séu réttar og röng upplýsingagjöf við tollflokkun hafi mikinn þjóðfélagslegan kostnað í för með sér. Þannig sé um að ræða mikilvægar upplýsingar sem varði hagsmuni almennings, og sé raunar ekki útilokað að rétt sé að veita aukinn aðgang að þeim, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að mati kæranda sé ekki um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstakra félaga að ræða og það sé að mati kæranda ekki rétt að leynt verði farið með upplýsingarnar. Slík takmörkun verði heldur ekki réttlætt í von um að vernda samstarf tollmiðlara og tollyfirvalda, en kærandi telur ljóst að engin lagastoð sé fyrir takmörkun á upplýsingarétti almennings á þessum grundvelli.</p> <p>Þessu til viðbótar mótmælir kærandi því sérstaklega að ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga eða ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga eigi við um gagnabeiðnina. Hvað varði ákvæði tollalaga um vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum telur kærandi ljóst að ákvæðið taki til upplýsinga um einstök viðskipti en ekki upplýsinga um tölfræði um útfyllingu tollskýrslna. Upplýsingar um að félag tollflokki með röngum hætti geti vart talist til viðskiptahagsmuna í þessum skilningi. Í öllu falli geti vart talist eðlilegt að slíkum upplýsingum sé haldið frá almenningi til þess að vernda „viðskiptahagsmuni“ fyrirtækis. Hvað varðar ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga vísar kærandi til fyrri röksemda er lúta að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi að viðskiptahagsmunir séu tæpast virkir, enda sé liðinn langur tími frá glærukynningunni og telja verði að hlutaðeigandi tollmiðlarar hafi haft fullt færi á að bæta úr tollflokkun sinni í kjölfar fundarins með Skattinum. Skiptir máli í því sambandi að á fundinum boðaði Skatturinn aðgerðir til að auka áreiðanleika tollskýrslna og var gert ráð fyrir umræðum milli Skattsins og tollmiðlara þar að lútandi.</p> <p>Kærandi vísar til fullyrðinga Skattsins um að tilgangur með fundi með tollmiðlurum hafi ekki verið að „klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra“. Að mati kæranda hafi sjónarmið af þessu tagi enga þýðingu og áréttar að gagnabeiðni félagsins sé á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Félagið hafi ekki verið á fundunum og telji sig ekki vera samkeppnisaðila þeirra sem þangað voru boðaðir. Í því sambandi komi þessar röksemdir Skattsins spánskt fyrir sjónir og gefi til kynna að synjun gagnabeiðninnar byggist á fleiri sjónarmiðum en ákvæðum upplýsingalaga. Auk þessa sé því mótmælt að aðgangur að gögnum færi „vopnin í hendur samkeppnisaðila“ tollmiðlara. SAM séu samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og vilji með beiðni um aðgang að gögnum einungis kanna hvort rétt sé staðið að tolleftirliti og tollaframkvæmd. Umrædd villutíðniskýrsla varði það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar almennt en ekki hvort að aðflutningsskýrslur tiltekinna vara, svo sem mjólkurvara, séu rétt útfylltar. Að mati kæranda hafi þau sjónarmið sem reifuð eru af hálfu Skattsins enga þýðingu og verður þeim ekki fundin stoð í ákvæðum upplýsingalaga eða í greinargerð með þeim lögum.</p> <p>Þá sé því jafnframt mótmælt að sú staðreynd, að hver tollmiðlari hafi einungis fengið aðgang að upplýsingum um sinn eigin árangur, geri það að verkum að óeðlilegt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum sem um ræðir, eða að veiting slíkra upplýsinga hafi í för með sér að upplýsingaréttur kæranda gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Að mati kæranda sé engin stoð fyrir þessari afstöðu enda byggi félagið upplýsingarétt sinn á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sem gilda jafnt um alla, eðli málsins samkvæmt. Raunar sé ekki heldur útilokað að aðrir tollmiðlarar eigi sama upplýsingarétt á grundvelli laganna.</p> <p>Af röksemdum Skattsins megi ráða að tollyfirvöld virðist líta svo á að SAM sé samkeppnisaðili umræddra tollmiðlara, eða að félagið óski eftir gögnum sem einhvers konar aðili máls. Í því ljósi árétti kærandi að um sé að ræða gagnabeiðni á grundvelli upplýsingaréttar almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ljóst megi vera að samkeppni hafi þar enga þýðingu enda varði málið ekki virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, heldur það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar þegar þær eru lagðar fram hjá tollyfirvöldum.</p> <p>Kærandi telur sig jafnframt eiga rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem hafa verið afmáðar úr villutíðniskýrslunni sem félagið fékk afhenta frá Skattinum 13. júlí 2021. Byggir kærandi á sömu röksemdum og þegar hafi komið fram. Því sé jafnframt mótmælt að umræddar upplýsingar teljist til virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna tollmiðlaranna, eða að upplýsingarnar geti haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara, enda séu upplýsingarnar frá árinu 2017. Hafi nokkrir slíkir hagsmunir verið fyrir hendi, þá séu þeir liðnir undir lok.</p> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 27. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 11. október 2021, afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni umbeðin gögn en vísaði að öðru leyti til fyrra bréfs tollyfirvalda, dags. 27. ágúst 2021, þar sem beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum var hafnað. Þá áréttaði Skatturinn að rökstuðningur í því bréfi ætti jafnt við um faldar upplýsingar í glærukynningum sem og í skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október 2021, var kærandi upplýstur um svar embættisins og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi óskaði ekki eftir því að skila inn frekari athugasemdum í ljósi þess að Skatturinn skilaði ekki sérstakri umsögn.</p> <p>Með bréfum, dags. 8. júní 2022, var óskað eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem umbeðnar upplýsingar í málinu varða til afhendingar upplýsinganna. Sama dag sendi nefndin erindi til Skattsins með ósk um nánari upplýsingar. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum. Í báðum tilvikum var lagst gegn afhendingu gagnanna. Svar barst frá Skattinum hinn 16. júní 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar tilteknum hluta glærukynningarinnar „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ af fundi Skattsins með forsvarsmönnum tollmiðlara 4.–5. febrúar 2020 og hins vegar upplýsingum úr skýrslu Skattsins (þá Tollstjóra) frá í desember 2017 sem ber heitið „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“. Skatturinn telur að gögnin séu háð sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en einnig að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. Hefur þetta verið staðfest í eldri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar, m.a. nr. 922/2020, 623/2016 og 617/2016.</p> <p>Þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og afhent hafa verið úrskurðarnefndinni eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Upplýsingar úr skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum“, sem unnin var af Skattinum (þá Tollstjóra) árið 2017. <ul> <li>Listi yfir 17 tollmiðlara í töflu á bls. 10 hefur verið afmáður. Taflan inniheldur upplýsingar um villutíðni tollmiðlara, þ.e. hve hátt hlutfall tollskýrslna hvers miðlara inniheldur villu. Kærandi hefur undir höndum hinar tölulegu upplýsingar í töflunni en ekki listann yfir miðlarana.</li> <li>Athugasemdir um nánar tiltekna tollmiðlara á bls. 5 og 9 hafa verið afmáðar.</li> </ul> </li> <li>Glæra nr. 11 í glærukynningunni „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ sem notast var við á fundum með níu nánar tilgreindum leyfishöfum tollmiðlunar, sbr. 48. gr. tollalaga, dagana 4. og 5. febrúar 2020, var afmáð. <ul> <li>Á glærunni er að finna niðurstöðu áreiðanleikagreiningar Skattsins á villutíðni tollskýrslna sem berast frá viðkomandi tollmiðlara. Glæran sýnir einungis niðurstöðu Skattsins um þann miðlara sem var á fundinum, ekki niðurstöður um aðra tollmiðlara.</li> <li>Upplýsingarnar eru hinar sömu og koma fram samandregnar í töflu á bls. 10 í skýrslunni frá 2017.</li> </ul> </li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn með hliðsjón af því hvort unnt sé að fella þær upplýsingar sem þar koma fram undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar varði vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir en slíkar upplýsingar falla undir fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Því er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun Skattsins í málinu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, að synja A lögmanni, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, um aðgang að gögnum er staðfest.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1084/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022 | Kærðar voru tafir á afgreiðslu beiðna kæranda um viðbrögð Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og spurningum sem kærandi beindi til sveitarfélagsins í tengslum við þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af upplýsingalögum yrði ekki leidd skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda, með vísan til þess hvernig hlutverk nefndarinnar væri afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Var því kærunum vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1084/2022 í máli ÚNU 22040009 og 22040014.</p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindum, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, kærði A töf Garðabæjar á afgreiðslu erinda sinna til sveitarfélagsins.</p> <p>Með erindi til bæjarstjóra Garðabæjar, dags. 23. mars 2022, óskaði kærandi eftir:</p> <ol> <li>Viðbrögðum bæjarstjóra við úrskurðum Persónuverndar í tveimur málum. <ul> <li>Kærandi hafði kvartað til stofnunarinnar vegna háttsemi Garðabæjar og Garðaskóla. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að háttsemin hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf.</li> </ul> </li> <li>Upplýsingum um hvað sveitarfélagið hefði gert til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist í framtíðinni.</li> <li>Upplýsingum um áhrif ítrekaðra lögbrota starfsmanna sem B, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, væri ábyrgur fyrir á það svið sem B bæri ábyrgð á, ásamt upplýsingum um hvaða áhrif lögbrotin hefðu haft á störf og starfsframa B.</li> <li>Afriti af afsökunarbeiðnum sem Garðabær teldi sig hafa sent kæranda; kærandi kannaðist ekki við að hafa tekið á móti slíkum afsökunarbeiðnum.</li> </ol> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 20. apríl 2022.</p> <p>Hinn 20. apríl 2022 sendi kærandi erindi til Garðabæjar í tilefni af því að þriðji úrskurður Persónuverndar lægi nú fyrir, þar sem niðurstaðan væri sú að vinnsla ráðgjafarfyrirtækis, sem hefði verið Garðaskóla til aðstoðar í máli dóttur kæranda, hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf. Var óskað eftir viðbrögðum bæjarstjóra Garðabæjar ásamt upplýsingum um sömu atriði og fram koma í töluliðum 2 og 3 að framan.</p> <p>Þá óskaði kærandi í erindinu eftir upplýsingum um:</p> <ol> <li>Hvaða áhrif úrskurðurinn kæmi til með að hafa á samvinnu Garðabæjar við ráðgjafarfyrirtækið í framtíðinni.</li> <li>Hvernig það samræmdist stefnu Garðabæjar að bæjarstjóri teldi starfsmenn sem brytu lög hafa unnið að málinu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum.</li> <li>Hvaða áhrif það hefði þegar markmiði Garðabæjar um persónuvernd væri ekki fylgt eftir.</li> </ol> <p>Þar sem erindinu hefði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 27. apríl.</p> <p>Í erindi Garðabæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. apríl 2022, kom fram að engin gögn lægju fyrir hjá sveitarfélaginu sem svöruðu beiðni kæranda í 3. tölulið fyrri beiðni hans. Að því er varðaði afsökunarbeiðnir, sbr. 4. tölulið sömu beiðni, hefði kærandi fengið þær munnlega. Að öðru leyti vörðuðu spurningar kæranda í erindum hans ekki aðgang að gögnum heldur væru krafa um viðbrögð eða afstöðu bæjarstjóra til tiltekinna atriða. Síðara erindi kæranda var svarað hinn 2. maí 2022.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir viðbrögðum Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og beint spurningum til sveitarfélagsins í tengslum við þá.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í skýringum Garðabæjar hefur komið fram að varðandi tölulið 3 í fyrirspurn kæranda frá 23. mars, sem ítrekuð var 20. apríl, liggi ekki fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins. Að því er varði beiðni kæranda um aðgang að afsökunarbeiðnum frá sveitarfélaginu hafi þær verið bornar fram munnlega. Að öðru leyti hefur Garðabær staðfest að ekki liggi fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins sem varði fyrirspurnir kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga framangreindar staðhæfingar sveitarfélagsins í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindri umfjöllun um 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. gr. sömu laga, er ekki unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kærum A, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1083/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022 | Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði tiltekins félags vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Kærandi var meðal þeirra sem tók þátt í samkeppninni. Synjunin byggðist aðallega á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess félags sem upplýsingarnar vörðuðu, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingarnar ekki varða hagsmuni félagsins með þeim hætti að til greina kæmi að synja um aðgang að þeim. Þá áréttaði nefndin að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga gæti ekki heitið þeim trúnaði sem veitti honum upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Var Isavia því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1083/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum um útboð á aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <p>Forsaga málsins er rakin í kæru. Isavia hélt árið 2014 ferli (ýmist nefnt útboð, forval eða samkeppni) til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með ferlinu bauð Isavia út leigu (eða greiðslu fyrir sérleyfi) á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar. Kærandi tók þátt og átti hæsta tilboðið í rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi, en var hafnað. Isavia tók þess í stað tilboði Miðnesheiðar ehf.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, óskaði kærandi eftir ljósritum af gögnum er vörðuðu alla þá samninga, m.a. viðauka og/eða breytingar á samningum, sem Isavia hefur gert um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2014 til þess dags. Meðal annars var óskað eftir samningum sem gerðir höfðu verið við félögin Miðnesheiði ehf., Sjóklæðagerðina hf. og Rammagerðina ehf., þar sem gagnaðili Isavia hefur tekið breytingum síðan upphaflegur samningur var gerður í kjölfar útboðsins. Þá var einnig óskað eftir tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli Isavia, „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“, sem hófst árið 2014, ásamt öllum fylgigögnum með tilboðinu.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2021, upplýsti Isavia kæranda um að félagið hefði óskað eftir afstöðu þeirra aðila til beiðninnar sem umræddar upplýsingar vörðuðu. Hinn 13. ágúst 2021 sendi Isavia umbeðin gögn með tölvupósti. Í samræmi við athugasemdir Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. hefði Isavia ákveðið á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að fjarlægja viðskiptaáætlun úr þeim gögnum sem veittur væri aðgangur að, sem og persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna umræddra aðila.</p> <p>Meðal þess sem ekki var afhent var tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. og kærandi ítrekaði ósk sína um aðgang að því. Viku síðar, 20. ágúst 2021, sendi Isavia umbeðið skjal en strikað hafði verið yfir upplýsingar sem þar komu fram með vísan til þess að ákvörðunin byggði á afstöðu eiganda upplýsinganna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 20. ágúst 2021, var óskað eftir því við Isavia að félagið endurskoðaði ákvörðun sína um synjun um aðgang að upplýsingunum, m.a. með hliðsjón af aldri upplýsinganna, að upplýsingarnar kæmu óbeint fram í samningunum sem þegar höfðu verið afhentir og að félagið Miðnesheiði ehf. væri ekki lengur til og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Isavia var auk þess bent á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 í máli vegna kæru Kaffitárs. Í því máli hefði úrskurðarnefndin leyst úr mjög sambærilegu álitaefni. Engu að síður staðfesti Isavia synjun sína um aðgang kæranda með tölvupósti, dags. 27. ágúst 2021. Rökstuðningur félagsins var svohljóðandi:</p> <blockquote> <p>Í ákvörðun Isavia ohf. um yfirstrikanir í umbeðnum og afhentum gögnum felst það mat félagsins að yfirstrikaðar og fjarlægðar upplýsingar hafi að geyma mikilvæga og virka hagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá voru umræddar upplýsingar lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar en til slíkra upplýsinga teljast m.a. upplýsingar um rekstur, einingaverð, fjárhagsmálefni og viðskipti.</p> <p>Isavia ohf. óskaði eftir afstöðu umræddra þriðju aðila til afhendingar upplýsinganna sem lögðust báðir gegn því að upplýsingar yrðu afhentar þar sem um væri að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Isavia lagði mat hagsmunaaðilanna m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagins um að yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar í umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent.</p> </blockquote> <p>Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi aðra beiðni til Isavia um aðgang að gögnum úr ferlinu frá árinu 2014. Nánar tiltekið var óskað eftir ljósritum af gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Í kæru krefst kærandi aðgangs að eftirfarandi upplýsingum og gögnum um ferli Isavia ohf. sem hófst árið 2014 og nefndist „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“:</p> <ol> <li>Viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Öllum greiðslum sem Isavia ohf. hefur fengið frá Miðnesheiði ehf. (eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi) vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað er eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá er óskað eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefur rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár er óskað eftir því að fram komi hvað greitt hafi verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</li> </ol> <p>Kærandi vísar til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðnum um aðgang að gögnum í útboðsferli Isavia ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Úrskurðarnefndin hafi þegar tekið afstöðu til þessara álitaefna vegna innkaupaferlisins sem um ræðir. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að þátttakandi í umræddu forvali (útboði) njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 579/2015.</p> <p>Kærandi telur ljóst að hagsmunir umræddra þriðju aðila vegi ekki þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að gögnunum, en samkvæmt undanþáguákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Að því er varðar umfjöllun og sjónarmið um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni annarra þátttakenda í útboðinu hafi úrskurðarnefndin þegar leyst úr því álitaefni í máli nr. 579/2015 í máli Kaffitárs. Úrskurðurinn fjalli þar um sama útboðsferli og því eigi algerlega sömu sjónarmið við og í því máli. Af rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar í fyrrnefndum úrskurði sé ljóst að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að undanskilja upplýsingar í tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf. með þeim hætti sem gert var í skjalinu sem Isavia sendi hinn 20. ágúst 2021. Auk þess séu upplýsingarnar orðnar enn eldri nú og félaginu Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið árið 2019 og því ljóst að hagsmunir félagsins séu einfaldlega ekki til staðar. Þá hafi Isavia ekki rökstutt að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns fyrir þriðju aðila sem gögnin varða. Auk þess séu hagsmunirnir ekki virkir, sbr. orðalag 9. gr. upplýsingalaga, þar sem Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið í október árið 2019.</p> <p>Kærandi hafnar því sjónarmiði Isavia til stuðnings synjun að umbeðnar upplýsingar hafi verið lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar. Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sé lögbundinn og hann verði ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. laganna.</p> <p>Að lokum leggur kærandi ríka áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboðinu hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út leigu á (sérleyfi fyrir) rekstri í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Slík aðstaða sé gríðarlega verðmæt. Kærandi hafi verið meðal þeirra sem gerði tilboð en tilboði Miðnesheiðar ehf. var tekið í stað kæranda. Umbeðnar upplýsingar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í útboðinu og þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Líkt og Isavia hafi bent á sé verslunar- og veitingarými í flugstöðinni meðal eftirsóttustu gæða á Íslandi og Isavia úthlutar þessum gæðum fyrir hönd íslenska ríkisins.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 14. september 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 28. september 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun félagsins að synja kæranda að hluta til um aðgang að gögnum byggist á því mati félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Isavia hafi leitað eftir afstöðu umræddra þriðju aðila, Sjóklæðagerðarinnar ehf. og Rammagerðarinnar ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) til afhendingar upplýsinganna, sem hafi lagst gegn því með afgerandi hætti að umræddar upplýsingar yrðu afhentar kæranda enda um að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila. Hafi Isavia lagt mat þeirra sem hagsmunaaðila m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagsins að synja um afhendingu eða yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar úr umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent kæranda.</p> <p>Nánar tiltekið byggir Isavia ákvörðun sína um að yfirstrika og fjarlægja hluta upplýsinga úr gögnum sem afhent voru kæranda, sbr. kröfuliði 1 og 2 í kæru, á því að umræddar upplýsingar hafi m.a. að geyma viðskiptaáætlanir og viðkvæmar upplýsingar um tekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna fyrirhugaðs rekstrar verslunar í flugstöðinni. Hafi slíkar áætlanir áður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og verið undanskildar upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 709/2017.</p> <p>Þá hafi umræddar upplýsingar verið veittar Isavia sem trúnaðarupplýsingar í tengslum við útboð sem Isavia efndi til árið 2014 á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar í Keflavík. Með vísan til þess og til skýringar á því hvað geti talist trúnaðarupplýsingar telur Isavia að líta skuli til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við umrædda hagsmunaaðila og eigendur upplýsinganna sem um ræðir, Sjóklæðagerðina ehf. og Rammagerðina ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) byggi á því útboði. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 (veitureglugerð), sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sé beinlíns kveðið á um að kaupanda, í þessu tilviki Isavia, sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Þar komi einnig fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim. Ákvæðið hafi komið fyrst inn í löggjöf um opinber innkaup með lögum nr. 120/2016.</p> <p>Hvað varðar synjun Isavia á aðgangi að gögnum, sbr. kröfulið 3 í kæru, þá byggir félagið á því að í umbeðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefnir eru út á grundvelli gildandi samningssambands Isavia og umræddra aðila.</p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opinbera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram.</p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. október 2021, er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015, þar sem niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú að kærandi í málinu ætti rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram komu í fjárhagslegum hluta tillögu annarra þátttakenda í þeim flokki samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þar á meðal upplýsingum um rekstraráætlanir þátttakenda til framtíðar og tilboð þeirra um leigugreiðslur til Isavia. Hafi nefndin byggt á því að kærandi hefði ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem vörðuðu á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem varði þetta mál séu af sama toga og í framangreindu máli. Úrskurður nr. 709/2017 hafi ekki þýðingu fyrir þetta mál þar sem kærandi í því máli hafi byggt rétt til aðgangs á 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Kærandi minnir á að upplýsingarnar séu sjö ára gamlar. Þá sé Miðnesheiði ehf. ekki lengur til og hafi því ekki lengur hagsmuni af leynd. Gögnin, og þar með hagsmunirnir tengist tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli. Þeir hagsmunir framseljist ekki til annarra félaga.</p> <p>Að því er varði þriðju og síðustu kröfuna sé ljóst að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögnin varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar.</p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bókhaldsskyldum aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfulið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upplýsingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægi það eitt og skipti þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi.</p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Kærandi krefst í málinu í fyrsta lagi aðgangs að gögnum í tengslum við samkeppni sem Isavia ohf. efndi til árið 2014 til þess að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Óumdeilt er að kærandi hafi verið meðal þeirra sem skilaði inn tillögu um rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi og að Isavia hafi gengið til samninga við Miðnesheiði ehf. um reksturinn. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, en var synjað um aðgang að eru viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar í samkeppninni, auk tilboðsblaðs sama félags.</p> <p>Í öðru lagi óskaði kærandi eftir gögnum með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Í úrskurði þessum verður aðeins tekin afstaða til fyrrnefndu gagnabeiðninnar og mun úrskurðarnefndin fjalla um síðari beiðnina í sérstökum úrskurði.</p> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta tekur til var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali verslunarrýmis. Engu að síður leiða sömu rök til þess að kærandi, sem þátttakandi í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. Óumdeilt er að framangreind gögn voru útbúin áður en gerðir voru leigusamningar við tiltekin fyrirtæki á grundvelli samkeppninnar. Í ljósi þessa verður réttur kæranda til aðgangs að gögnunum reistur á 14. gr. upplýsingalaga, en sá réttur er rýmri en samkvæmt 5. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p>Synjun Isavia á beiðni kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar var byggð á 9. gr. upplýsingalaga, en þar að auki voru persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna afmáðar. Af hálfu Isavia kom fram að upplýsingar sem ekki væru afhentar vörðuðu mikilvæga og virka hagsmuni þriðju aðila, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Að auki hefðu þeir aðilar lagst gegn afhendingu upplýsinganna. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 14. gr. telur nefndin að synjun Isavia hafi átt að byggjast á 3. mgr. 14. gr. í stað 9. gr. laganna.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Isavia leitaði afstöðu Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. til afhendingar gagnanna. Miðnesheiði ehf. var slitið árið 2019 og tók Rammagerðin þá við öllum rekstri, eignum, skuldum, réttindum og skyldum Miðnesheiðar frá þeim tíma. Rammagerðin er í eigu félagsins Gerði ehf. (áður Rammagerðin Holding ehf.), en það félag var stofnað árið 2016 út úr Sjóklæðagerðinni hf., sem fram að því var móðurfélag Miðnesheiðar og Rammagerðarinnar. Sjóklæðagerðin og Rammagerðin leggjast líkt og að framan greinir gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn og upplýsingar sem kæranda var synjað um aðgang að. Viðskiptaáætlun Miðnesheiðar er sex blaðsíðna skjal. Í henni er að finna viðskiptaupplýsingar fyrir árin 2011–2013, þ.m.t. tekjur og rekstrarkostnað, af rekstri tveggja verslana félagsins í flugstöðinni. Þá er að finna sambærilega áætlun fyrir árið 2014 sem og rekstraráætlun fyrir verslun félagsins í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir árin 2015–2018. Upplýsingar á tilboðsblaði Miðnesheiðar sem voru afmáðar eru persónuupplýsingar tengiliðs félagsins, auk tiltekinna fjárhagsupplýsinga.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að framangreindar upplýsingar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Miðnesheiðar með þeim hætti að til greina komi að fella þau undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hvorki Isavia né þau félög sem aflað var afstöðu frá hafa rökstutt hvernig afhending upplýsinganna kynni að valda þeim tjóni sem upplýsingarnar varða, hversu mikið það kynni að verða og hversu líklegt það sé að tjón hlytist af. Við þetta mat hefur það einnig þýðingu að upplýsingarnar eru nokkurra ára gamlar og því vandséð hvernig þær kunna að varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Rammagerðarinnar, sem samkvæmt framangreindu tók við réttindum og skyldum Miðnesheiðar við slit hins síðarnefnda félags. Vísar nefndin í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og þeirra sjónarmiða sem þar er lýst um aldur upplýsinga í tengslum við mat á því hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður að telja að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem varða ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Vega þeir hagsmunir að mati úrskurðarnefndarinnar þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að þeim verði haldið leyndum.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir í þessu samhengi á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.</p> <p>Isavia afmáði nafn og netfang tengiliðar Miðnesheiðar við Isavia, bæði úr viðskiptaáætlun og af tilboðsblaði. Af því tilefni vill úrskurðarnefndin árétta að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Af ákvæðinu verður dregin sú ályktun að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sérreglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upplýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upplýsingaréttinn, heldur verða takmarkanir aðeins byggðar á ákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum sérstökum ákvæðum um þagnarskyldu. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt þessu að Isavia hafi ekki verið heimilt að afmá framangreindar upplýsingar um tengilið Miðnesheiðar, þar sem hvorki upplýsingar um nafn né netfang viðkomandi tengiliðs verða réttilega heimfærðar undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga í því samhengi sem þær birtast í umbeðnum gögnum.</p> <p>Af hálfu Isavia hefur verið vísað til þess að framangreindar upplýsingar hafi verið gefnar í trúnaði. Úrskurðarnefndin minnir á að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu.</p> <p>Isavia vísar í þessu samhengi til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, varðandi skilgreiningu á því hvaða upplýsingar kunni að teljast trúnaðarupplýsingar.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að atriði sem talin eru upp í lögunum og reglugerðinni kunni að falla undir upplýsingar sem óheimilt er að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að það sé ekki til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að lög nr. 120/2016 tóku gildi 29. október 2016 en af 2. mgr. 123. gr. laganna leiðir að þau gilda einungis um opinber innkaup sem áttu sér stað eftir gildistöku laganna.</p> <p>Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði.</p> <p>Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.</p> <p>Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Sú samkeppni sem Isavia efndi til árið 2014 fól í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, og því mikilvægt að um ferlið ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Isavia ohf. er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Drífu ehf., viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf. og tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1082/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Orkustofnun, en fyrir lá að hann var meðal umsækjenda um starf hjá stofnuninni. Þar sem ráðning í opinbert starf væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, var óhjákvæmilegt með vísan til 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1082/2022 í máli ÚNU 22040010.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni hans um upplýsingar og rökstuðning fyrir því að hafa ekki verið boðaður í viðtal, en kærandi var meðal umsækjenda um starf sviðsstjóra hjá Orkustofnun.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Orkustofnun og veita stofnuninni kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá Orkustofnun. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p> |
1081/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kæranda var synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs á þeim grundvelli að þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec og innihéldu persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hefðu verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Úrskurðarnefndin taldi að hvorugur pósturinn félli undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og lagði fyrir Úrvinnslusjóð að veita kæranda aðgang að þeim. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1081/2022 í máli ÚNU 22010007.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. janúar 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stundinni, synjun Úrvinnslusjóðs, dags. 23. desember 2021, á beiðni kæranda um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec.<br /> <br /> Í synjun Úrvinnslusjóðs kom fram að framkvæmdastjóra Swerec hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðni kæranda á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hann legðist gegn afhendingunni. Annar pósturinn, dags. 30. júní 2020, innihéldi upplýsingar um viðskiptahagsmuni Swerec. Hinn pósturinn, dags. 28. október sama ár, innihéldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans, sem hefði óskað eftir því í öndverðu að kæmust ekki á vitorð annarra en framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Úrvinnslusjóði með erindi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Úrvinnslusjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst úrskurðarnefndinni hinn 31. janúar 2022. Í umsögninni kemur fram að það séu ekki hagsmunir Úrvinnslusjóðs sem liggi til grundvallar synjun á beiðni kæranda, heldur sé með henni leitast við að sýna sendanda póstanna eðlilega tillitssemi. Framkvæmdastjóri Swerec hafi lagst gegn því að þeir yrðu afhentir. Eldri pósturinn innihaldi að mati framkvæmdastjórans upplýsingar af fjárhagslegum toga sem hann vilji ekki að verði gerðar opinberar. Upplýsingarnar varði viðskipti milli þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og Swerec, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Hinn pósturinn innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans sem óskað hafi verið eftir að fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Úrvinnslusjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 15. febrúar. Í athugasemdunum kemur fram að kærandi telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu heldur skuli horft til VII. kafla upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum um umhverfismál og sér í lagi 31. gr. laganna, þar sem fram kemur að þrátt fyrir ákvæði 6.–10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu eigi almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið. Það eigi við í þessu tilfelli þar sem gífurlegt magn af íslensku plasti, sem Swerec var treyst fyrir og sagðist hafa endurunnið, endaði í vöruhúsi í Svíþjóð. Almenningur eigi því rétt á því að vita hver vitneskja Úrvinnslusjóðs og Swerec var á þessum tíma þar sem almannafé var notað til að greiða fyrir endurvinnslu á plastinu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Synjun um aðgang að fyrri póstinum, dags. 30. júní 2020, er á því byggð að hann innihaldi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec. <br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í VII. kafla upplýsingalaga er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Þá er kveðið á um það í 30. gr. að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.–V. kafla. Það er því ljóst að ef upplýsingar varða umhverfismál fer um aðgang að þeim skv. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum af vef Úrvinnslusjóðs gerir sjóðurinn samninga við þjónustuaðila um úrvinnslu úrgangs. Þjónustuaðili semur við söfnunar- og móttökustöðvar, sér um flutning úrgangs frá þeim, flokkar, (for)vinnur og ráðstafar síðan unnum úrgangi á viðurkenndan hátt í viðurkennda farvegi. Ráðstöfunaraðili tekur svo við úrgangi til endanlegrar ráðstöfunar. Swerec er viðurkenndur ráðstöfunaraðili samkvæmt Úrvinnslusjóði. Sjóðurinn á ekki í samningssambandi við ráðstöfunaraðila, heldur semja þjónustuaðilar við ráðstöfunaraðila um ráðstöfun úrgangs. Úrvinnslusjóður greiðir svo þjónustuaðila bæði endurgjald og svonefnt flutningsjöfnunargjald fyrir það magn úrgangs sem sent er til ráðstöfunaraðila, þegar staðfesting frá ráðstöfunaraðilanum liggur fyrir.<br /> <br /> Tölvupóstur framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020, inniheldur upplýsingar um magn plasts sem þjónustuaðilar á Íslandi sendu til Swerec á tímabilinu 1. janúar 2017 til 30. júní 2020. Upplýsingarnar eru sundurliðaðar eftir árum. Í þeim kemur fram hvað tilgreindir lögaðilar sendu mörg tonn af plasti til Swerec ár hvert. Fyrir liggur að þessir lögaðilar hafa gert samning við Úrvinnslusjóð um úrvinnslu úrgangs.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um fjölda tonna sem þjónustuaðilar hafa sent Swerec til ráðstöfunar teljist upplýsingar um umhverfismál, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, og varði þannig ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul. sömu greinar. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða samkeppnishagsmuni viðkomandi lögaðila þannig að óheimilt sé að veita aðgang að þeim upplýsingum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin fær ekki séð að ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar ylli það tjóni fyrir viðkomandi lögaðila. Málefnið varðar augljóslega hagsmuni almennings og við það bætist að gögnin varða ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur ríka hagsmuni af að kynna sér, enda greiðir Úrvinnslusjóður viðkomandi lögaðilum fyrir þann úrgang sem sendur er til ráðstöfunaraðila. Verður Úrvinnslusjóði því gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstinum ásamt viðhengi.<br /> <h3>2.</h3> Synjun Úrvinnslusjóðs um aðgang að síðari tölvupóstinum, dags. 28. október 2020, byggist á því að hann innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hafi verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Í póstinum er fréttaumfjöllun Stundarinnar um málefni fyrirtækisins, sem rituð er af kæranda, gerð að umtalsefni. Telur úrskurðarnefndin af þeirri ástæðu að um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstinum og viðhengi fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan. Sá réttur er ríkari en sá sem leiðir af 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Þá geta aðilar ekki áskilið að með þau gögn er þeir afhenda stjórnvöldum skuli farið sem trúnaðarmál og þau undanþegin aðgangi almennings, nema að sömu skilyrðum fullnægðum. Úrskurðarnefndin telur það því þýðingarlaust í málinu að framkvæmdastjóri Swerec hafi óskað eftir því að tölvupóstur hans til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs skyldi vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér tölvupóstinn. Í honum gerir framkvæmdastjóri Swerec að umtalsefni fréttaumfjöllun Stundarinnar frá því í október 2020 um málefni Úrvinnslusjóðs og Swerec og gagnrýnir fullyrðingar sem þar komu fram ásamt því að leggja fram leiðréttingar. Það er mat nefndarinnar að pósturinn innihaldi að hluta upplýsingar um umhverfismál í skilningi 1. og 2. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, þar sem framkvæmdastjóri Swerec fjallar m.a. um aðferðir fyrirtækisins við að endurvinna plast, eldsvoða sem varð í Jurmala í Lettlandi árið 2017 auk geymslu á plasti í smábænum Påryd í Svíþjóð.<br /> <br /> Nefndin hefur yfirfarið póstinn með hliðsjón af því hvort í honum sé að finna upplýsingar sem kunni að falla undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga, svo sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna, að því er varðar einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að svo sé ekki og verður Úrvinnslusjóði því gert að afhenda kæranda þennan tölvupóst ásamt viðhengi.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Úrvinnslusjóði er skylt að veita A aðgang að tveimur tölvupóstum framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020 og 28. október 2020, ásamt viðhengjum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1080/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Í málinu lá fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hafði afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar lágu ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það teldi að féllu undir beiðnir kæranda. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1080/2022 í málum ÚNU 21120004 og 22020004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A afgreiðslutöf Sveitarfélagsins Ölfuss á tveimur beiðnum hans, dags. 1. nóvember sama ár, um öll gögn sem vörðuðu námu Íþróttafélags Reykjavíkur annars vegar í Hamragili og hins vegar í Sleggjubeinsdal. Voru beiðnirnar byggðar á 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi er stjórnarmaður í íþróttafélaginu.<br /> <br /> Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 9. desember 2021. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 23. desember sama ár. Erindið var ítrekað 5. janúar 2022 og óskað eftir upplýsingum um það hvort beiðnir kæranda hefðu nú verið afgreiddar. Í svari sveitarfélagsins, dags. 10. janúar 2022, kom fram að búið væri að afgreiða stóran hluta þeirra. Úrskurðarnefndin hafði af því tilefni samband við kæranda og óskaði eftir upplýsingum um það hvort kærandi teldi afhendingu sveitarfélagsins fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 19. janúar 2022, kom fram að svör sveitarfélagsins væru alls ekki í lagi að hans mati.<br /> <br /> Hinn 9. febrúar 2022 barst úrskurðarnefndinni önnur kæra frá kæranda vegna afgreiðslutafar sveitarfélagsins á beiðni kæranda, dags. 9. nóvember 2021, um öll gögn sem vörðuðu Kolviðarhól, lóðir 2 og 8, sem væri í landi Íþróttafélags Reykjavíkur í Hamragili. Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 11. febrúar 2022, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 18. febrúar sama ár.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst afrit af samskiptum kæranda við sveitarfélagið hinn 25. febrúar 2022. Fulltrúi sveitarfélagsins óskaði þar eftir upplýsingum um hvaða gögn kæranda fyndist hann vanta. Í svari kæranda kom fram að kærandi teldi að þau gögn sem sveitarfélagið hefði afhent væru alls ekki fullnægjandi og svöruðu ekki beiðnum hans. Þá var það gagnrýnt að sveitarfélagið hefði beint kæranda til Héraðsskjalasafns Árnesinga varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við fulltrúa sveitarfélagsins hinn 7. apríl 2022. Kom þá fram að sveitarfélagið hefði afhent kæranda öll þau gögn sem fyrir lægju og heyrðu undir gagnabeiðnir hans. Hluti gagnanna væri hins vegar farinn yfir á héraðsskjalasafn og af þeim sökum ekki unnt að afhenda þau kæranda. Honum hefði hins vegar verið leiðbeint um að leita þangað. Hinn 26. apríl 2022 bárust úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæranda höfðu verið afhent, auk afrits af samskiptum við kæranda þar að lútandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin gaf kæranda kost á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi skýringa sveitarfélagsins hinn 26. apríl 2022. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hefur afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar liggja ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það telur að falli undir beiðnir kæranda. Kærandi telur hins vegar að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir sínar né svör sem talist geti fullnægjandi. Þá er gagnrýnt að ekki hafi borist gögn frá Ölfusi heldur kæranda leiðbeint um að leita til héraðsskjalasafns varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Héraðsskjalasafn Árnesinga starfar á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Umdæmi safnsins er Árnessýsla og þar á meðal Sveitarfélagið Ölfus. Sveitarfélagið er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögunum, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 14. gr. þeirra. Fyrir liggur að hluti af þeim gögnum sem sveitarfélagið leit svo á að heyrði undir gagnabeiðnir kæranda hefur verið afhentur héraðsskjalasafninu í samræmi við skyldur sveitarfélagsins. Í 3. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar gögn sem upplýsingalög taka til hafa verið afhent opinberu skjalasafni sé hlutaðeigandi safn bært til að taka ákvörðun um aðgang að þeim og hvort veitt skuli ljósrit eða afrit af þeim á grundvelli upplýsingalaga eða laga nr. 77/2014 eftir aldri gagna. Með vísan til þess telur úrskurðarnefndin að það sé ekki hlutverk sveitarfélagsins að hlutast til um að kæranda verði afhent gögn sem það hefur afhent héraðsskjalasafni á grundvelli laga. Þá liggur fyrir að kæranda var leiðbeint um þetta auk þess sem fulltrúi sveitarfélagsins hafði samband við héraðsskjalavörð í því skyni að aðstoða kæranda við að afmarka beiðnir sínar.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Að því er varðar fullyrðingar kæranda að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir hans né svör sem talist geti fullnægjandi er rétt að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þar á meðal hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt eða hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, þ.e. í þessu tilfelli innviðaráðuneytisins, Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Sveitarfélagsins Ölfuss að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða þau mál sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Þegar svo háttar hins vegar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að Sveitarfélagið Ölfus hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem það telur að falli undir beiðnina og séu fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kærum A, dags. 8. desember 2021 og 9. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1079/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Seðlabanki Íslands synjaði kæranda um aðgang að tilteknum gögnum um Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Ákvörðun bankans var byggð á því að það væri ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu, því félögin hefðu verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefndin taldi að það hefði ekki þýðingu í málinu þar sem beiðnum kæranda hefði sannarlega verið beint að Seðlabankanum, sem hefði borið að taka beiðnir hans til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var beiðnum kæranda því vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1079/2022 í máli ÚNU 21090016.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 29. september 2021, kærði A synjun Seðlabanka Íslands á beiðnum hans, dags. 2. júní og 28. júlí sama ár, um aðgang að gögnum í tengslum við félögin Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf.<br /> <br /> Með erindi kæranda, dags. 2. júní 2021, var óskað eftir upplýsingum um allan lögfræðikostnað og kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf sem veitt hefði verið Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) frá árinu 2012 fram til þess tíma er félaginu var skipuð slitastjórn. Þá óskaði kærandi eftir sömu upplýsingum um Hildu ehf. og önnur dótturfélög ESÍ.<br /> <br /> Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2021, kom fram að ESÍ hefði verið stofnað sem sjálfstæður lögaðili í árslok 2009. Félaginu hefði ekki verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem teldist vera liður í opinberu hlutverki stjórnvalds, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur hefði starfsemi þess verið einkaréttarlegs eðlis. Vegna sérstæðs hlutverks ESÍ hefðu því félagi og Hildu ehf. verið veittar undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga með ákvörðun forsætisráðherra nr. 1107/2015 frá 27. nóvember 2015, sem gilt hefði þar til félögin voru afskráð árið 2019. Í október 2017 hefði verið samþykkt að slíta ESÍ og í framhaldinu hafi félaginu verið skipuð skilanefnd. Félaginu hefði svo verið slitið í lok febrúar 2019 og það afskráð 13. mars sama ár. Hið sama ætti við um Hildu, sem sett hefði verið í slitameðferð í maí 2017 og afskráð árið 2019. Með vísan til framangreinds svaraði Seðlabankinn ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi Seðlabankans hinn 28. júlí 2021. Í erindi kæranda kom fram að kærandi hefði við rannsóknir sínar komist að því að meðal félaga sem tengdust ESÍ og Hildu ehf. væru félögin Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited á Englandi. Félögunum hafi verið slitið þar í landi þar sem þau hefðu ekki skilað ársreikningum. Eftir slit félaganna væru eignir í þeirra eigu komnar í beina eigu Seðlabanka Íslands. Kærandi hefði heimildir fyrir því að umtalsverðar eignir hefðu verið í þessum félögum í Úkraínu, og óskaði eftir öllum fyrirliggjandi gögnum um þær eignir.<br /> <br /> Í svari Seðlabankans, dags. 7. september 2021, voru fyrri svör bankans ítrekuð. Hvað varðaði framangreind félög á Englandi kæmi fram í bresku fyrirtækjaskránni að Ukrapteka Limited hefði verið slitið af yfirvöldum þar í landi hinn 23. júlí 2019, og Torpedo Leisure Limited hinn 23. mars 2021. Með vísan til þess, og þeirrar afstöðu Seðlabankans að svara ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ, væru ekki forsendur fyrir því að Seðlabankinn svaraði beiðni kæranda að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi telji fullvíst að gögnin sem óskað er eftir í málinu séu í vörslum Seðlabanka Íslands eða lögmanns bankans, eftir að félögunum var slitið. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 30. september 2021, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 4. nóvember 2021. Í umsögninni er fjallað enn frekar um tilurð ESÍ; í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafi Seðlabanki Íslands orðið stór kröfuhafi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum vegna krafna sem tryggðar voru með veðum af ýmsum toga. Verkefni bankans í tengslum við það urðu mjög umfangsmikil og var því ákveðið að stofna sérstakt eignarhaldsfélag, ESÍ, utan um kröfur, veð og fullnustueignir Seðlabankans. Áréttað er að ESÍ og Hilda ehf. hafi, sem félög að fullu í eigu Seðlabankans, fallið undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, en verið veitt undanþága frá gildissviði laganna á grundvelli 3. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þá tekur Seðlabankinn fram að í skilningi upplýsingalaga hafi ESÍ og Hilda ehf. verið aðskilin frá Seðlabankanum; þau hafi verið undanþegin gildissviði laganna, þau hafi hagað skráningu mála og upplýsinga um málsatvik með sjálfstæðum hætti og algjörlega aðgreint frá málaskrá bankans. Áður en félögunum var slitið hafi það ekki verið Seðlabanka Íslands að svara gagnabeiðnum sem beint hafi verið til ESÍ og Hildu ehf. Þótt þeim hafi nú verið slitið og félögin afskráð færi það skylduna til að svara gagnabeiðnum um félögin ekki yfir til Seðlabankans.<br /> <br /> Loks kemur fram að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega, þ.e. kannað hvort Seðlabankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnunum og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. nóvember sama ár, er fjallað nánar um Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Starfsemi félaganna hafi verið falin í að halda utan um tilteknar eignir í Úkraínu. Seðlabanki Íslands hafi orðið einn hluthafa í félögunum löngu eftir hrun íslensku viðskiptabankanna og virðist að því búnu hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í þeim.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum frá Seðlabankanum með erindi, dags. 8. febrúar 2022. Var m.a. óskað eftir því hver hefðu orðið afdrif gagna ESÍ, Hildu ehf. og annars dótturfélags, SPB ehf., eftir að þau voru afskráð. Auk þess var óskað upplýsinga um aðkomu Seðlabankans eða ESÍ að eignarhaldi á félögunum Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2022, kom fram að tilgangur ESÍ hefði verið að gera upp kröfur og aðrar fullnustueignir í kjölfar bankahrunsins. Meðal þessara eigna hefðu verið félögin Ukrapteka og Torpedo Leisure. Samkvæmt upplýsingum úr bresku fyrirtækjaskránni hefði umræddum félögum verið slitið annars vegar í júlí 2019 og hins vegar í mars 2021.<br /> <br /> Við slit og afskráningu ESÍ, og félaga í eigu ESÍ, hefði Seðlabankinn ekki fengið afhent gögn félaganna. Þá hefði Seðlabankinn ekki vitneskju um stöðu einstakra afskráðra félaga eða hvort skiptastjórar eða skilanefndir hefðu afhent Þjóðskjalasafni viðeigandi skjöl í samræmi við lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum um það hjá Þjóðskjalasafni Íslands með erindi, dags. 4. apríl 2022, hvort ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hefðu afhent skjalasafninu gögn sín í samræmi við lög nr. 77/2014. Þjóðskjalasafnið staðfesti með pósti, dags. 8. apríl sama ár, að engar gögn hefðu borist frá þessum lögaðilum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum byggist á því að það sé ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu ehf., því félögin hafi verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Hvað varðar gögn um tvö félög á Englandi vísar Seðlabankinn til þess að þau hafi verið afskráð og þeirrar afstöðu bankans að svara ekki gagnabeiðnum vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að réttur almennings á grundvelli ákvæðisins taki jafnt til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og fyrirliggjandi gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrði sé að viðkomandi takist að tilgreina gagnið nægilega skýrlega og að undaþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þá er það og skilyrði að gögnin tengist starfsemi aðila, annaðhvort stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1.–2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem fellur undir gildissvið laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru þá. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að skilgreining á því hvað teljist „fyrirliggjandi gagn“ hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er nokkuð víðtæk. Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því skv. 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15.–16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Afstaða Seðlabankans í málinu byggist á því að bankinn beri ekki ábyrgð á því að svara fyrir gagnabeiðnir sem lúti að Eignasafni Seðlabanka Íslands, Hildu ehf. og SPB ehf., þar sem þau hafi verið sjálfstæðir lögaðilar. Því til stuðnings er m.a. nefnt að ESÍ og Hildu ehf. hafi verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, og að félögin hafi ekki notað málaskrá bankans.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, í ljósi framangreindrar umfjöllunar, að það gildi einu þótt ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hafi verið sjálfstæðir lögaðilar, starfsemi þeirra aðskilin starfsemi Seðlabankans, og ESÍ og Hilda ehf. undanþegin gildissviði upplýsingalaga um nokkurra ára skeið. Eftir stendur að beiðnum kæranda var sannarlega beint að Seðlabankanum, þó svo að þær varði upplýsingar um dótturfélög bankans. Seðlabankinn heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Komið hefur fram af hálfu Seðlabankans að gögn dótturfélaga hans hafi ekki verið afhent bankanum þegar þeim var slitið og þau afskráð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu bankans í efa. Engu að síður telur úrskurðarnefndin að bankanum hafi ekki verið heimilt að synja beiðnum kæranda á þeim grundvelli sem gert var, heldur hafi honum borið að taka beiðnir kæranda til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hefur og komið fram í skýringum bankans að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega af hálfu bankans, þ.e. kannað hvort bankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnum kæranda og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Beiðni kæranda hefur samkvæmt framangreindu ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Seðlabanka Íslands að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá bankanum sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðnum A, dags. 2. júní 2021 og 28. júlí 2021, er vísað til Seðlabanka Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p> |
1078/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Synjun Isavia studdist fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar vörðuðu. Úrskurðarnefndin taldi að Isavia hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir því hvernig afhending gagnanna kynni að vera til þess fallin að valda fyrirtækjunum tjóni. Var félaginu því gert að afhenda kæranda gögnin. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1078/2022 í máli ÚNU 21080017.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 26. ágúst 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Hinn 9. júlí 2021 óskaði kærandi eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Gögn og skjöl sem sýna fram á hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020, t.d. reikninga, greiðslukvittanir, bankayfirlit eða innheimtubréf.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í svari Isavia, dags. 29. júlí 2021, kom fram að þar sem beiðni kæranda beindist að hagsmunum þriðja aðila hefði verið óskað eftir afstöðu þeirra til afhendingar gagnanna. Báðir aðilar hefðu lagst gegn afhendingu þar sem gögnin innihéldu upplýsingar um viðskiptahagsmuni þeirra. Því væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í svari kæranda við synjun Isavia, dags. 4. ágúst 2021, gerði hann athugasemd við að Isavia hefði ekki framkvæmt sjálfstætt mat á því hvort afhenda bæri gögnin eða hvers vegna 9. gr. upplýsingalaga girti fyrir aðgang. Óheimilt væri að byggja synjunina einungis á afstöðu ætlaðra hagsmunaaðila. Vísaði kærandi jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 857/2019, þar sem Isavia hefði verið gert að afhenda fyllilega sambærileg gögn og í máli þessu.<br /> <br /> Isavia brást við erindi kæranda hinn 6. ágúst 2021. Kom þar fram að það væri afstaða Isavia að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins, sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin veittu upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra aðila sem þar væru til umfjöllunar, sem samkeppnisaðilar hefðu að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og sem gætu skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti.<br /> <br /> Isavia mótmælti því að um sambærilega beiðni væri að ræða og í úrskurði nr. 857/2019. Þau fyrirtæki sem upplýsingarnar vörðuðu í því máli hefðu ekki sett sig upp á móti því að upplýsingarnar yrðu veittar. Þá skipti það máli að mati Isavia að í því máli hefði blaðamaður óskað eftir upplýsingum en ekki samkeppnisaðili. <br /> <br /> Loks bar Isavia því einnig við að félagið gæti orðið brotlegt við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, með því að afhenda umbeðin gögn. Í beiðninni fælist víðtæk krafa um afhendingu gagna og upplýsinga sem verða til í rekstri samkeppnisaðila sem starfa á sama markaði. Yrði fallist á beiðnina fengi kærandi upplýsingar um rekstrarkostnað og gjöld samkeppnisaðila sem hann hefði við eðlilegar aðstæður á markaði ekki aðgang að. Þá benti Isavia á að Samkeppniseftirlitið hefði talið að vísbendingar gætu verið um að móttaka eða miðlun sambærilegra gagna gætu falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga eða að háttsemin gæti a.m.k. raskað samkeppni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er forsaga málsins rakin. Isavia sé opinbert hlutafélag sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félagið reki bæði Keflavíkurflugvöll sem og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ótvírætt sé að Isavia sé í einokunarstöðu í rekstri flugvalla sem þjóna millilandaflugi á Íslandi. Isavia hafi af þeirri ástæðu yfir að ráða ómissandi aðstöðu í formi bílastæða, sölubása og annars konar innviða sem nauðsynlegir eru fyrir þjónustu hópferðafyrirtækja sem keppa á markaði fyrir farþegaflutninga milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.<br /> <br /> Kærandi sé hópferðafyrirtæki sem rekur meðal annars Flugrútuna (Flybus), sem býður áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Kærandi hafi um nokkurt skeið deilt við Isavia um fyrirkomulag gjaldtöku fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Ágreiningurinn snúist í stuttu máli um það hvort Isavia hafi mismunað rekstraraðilum hópbifreiða sem starfrækja farþegaflutninga á milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hin ætlaða mismunun snúist meðal annars um fyrirkomulag gjaldtöku Isavia á bifreiðastæðum fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Kærandi telji sig hafa vísbendingar um að þau fyrirtæki sem upplýsingabeiðnin varðar hafi fyrir tilstuðlan Isavia ekki greitt gjöld að fullu fyrir notkun umræddra stæða.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar segir að það sé mat kæranda að þær upplýsingar sem óskað er eftir varði ekki svo mikilvæga og virka hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga að það réttlæti frávik frá meginreglu um upplýsingarétt almennings. Umbeðin gögn varði gjaldtöku á bílastæðum fyrirtækis sem sé að fullu í eigu íslenska ríkisins og þar að auki í einokunarstöðu. Hvorki verði séð að upplýsingar um slíka gjaldtöku geti talist varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni né heldur að þær veiti upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja.<br /> <br /> Almenningur hafi hagsmuni af því að starfsemi Isavia hafi hagkvæmni að leiðarljósi. Ef í ljós komi að einkaaðilar sem eiga í viðskiptum við Isavia hafi notið sérkjara sem voru ekki í boði fyrir aðra, svo sem kæranda, megi ætla að þar fari óvönduð meðhöndlun á almannafé sem jafnvel kunni að stangast á við lög.<br /> <br /> Einnig telur kærandi að líta verði til þess að krafa hans lúti að fortíðarupplýsingum, þ.e. upplýsingum vegna tímabils sem er liðið, og í öllu falli ljóst að ekki sé um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni að ræða, eins og áskilið er í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að úrskurður nr. 857/2019 sé frábrugðinn þessu máli. Í því máli hafi fyrirtækin sem upplýsingarnar vörðuðu lagt það í hendur úrskurðarnefndarinnar að leggja mat á hvort þær væru undirorpnar 9. gr. upplýsingalaga. Þá skipti það ekki máli að blaðamaður hafi óskað eftir gögnunum í því máli, þar sem beiðni kæranda í þessu máli sé líkt og í eldra málinu byggð á 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er athygli vakin á því að ýmsar viðskiptaupplýsingar um hópferðafyrirtæki sem aka til og frá Keflavíkurflugvelli séu þegar opinberar, t.d. upplýsingar um fjölda farþega í hópferðabílum eftir mánuðum árið 2016, upplýsingar um hvað Hópbílar sem og kærandi buðu í útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli í maí 2017, og gjaldskrá Isavia á svonefndum fjarstæðum.<br /> <br /> Þá hafnar kærandi því að 10. gr. samkeppnislaga eða 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi að koma í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnunum. Ljóst sé að rekstur Isavia á þeim bílastæðum sem um ræðir sé ekki samkeppnisrekstur, þó svo að samkeppni ríki um akstur farþega á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti lúti reksturinn einokunarstöðu Isavia. Hvað varði upplýsingar um lögaðila sem eigi í viðskiptum við opinbera aðila í slíkri einokunarstöðu verði þeir að þola að tilteknar fjárhagsupplýsingar sem varpa ljósi á viðskipti þeirra við hið opinbera verði gerðar opinberar. Að framangreindu virtu sé Isavia ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar aðgangi á grundvelli samkeppnissjónarmiða.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 26. ágúst 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Í umsögninni kemur fram að það sé ígrundað mat félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins sem falli undir undanþáguákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin veiti mikilvægar upplýsingar um rekstrar- og kostnaðarforsendur þeirra aðila sem upplýsingarnar varða, geti veitt upplýsingar um einingaverð og skipti miklu máli fyrir samkeppnisstöðu þessara aðila. Um sé að ræða upplýsingar sem samkeppnisaðilar hafi að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og geti skipt verulegu máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Þá hafi bæði félögin sem upplýsingarnar varða lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Fái kærandi aðgang að umræddum upplýsingum sé einsýnt að tjón hljótist af enda sé kærandi í þeirri stöðu að nýta sér umræddar upplýsingar í samkeppni á þeim markaði sem umrædd félög starfa. Máli sínu til stuðnings vísar Isavia til úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála nr. 920/2020 þar sem uppi voru svipaðar aðstæður og hér um ræðir. <br /> <br /> Þá er vísað til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Við mat á því hvort um mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar sé að ræða hafi Samkeppniseftirlitið litið til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli samkeppni sem Isavia telur að afhending umræddra gagna geti orðið til. Til nánari skýringar á því hvað geti talist viðkvæmar upplýsingar telji Isavia rétt að líta til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við aðila málsins byggir á útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli sem fram fór árið 2017. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, komi fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.<br /> <br /> Isavia mótmælir því að ekki geti verið um að ræða virka hagsmuni þar sem beiðni kæranda lýtur að upplýsingum vegna tímabils sem er þegar liðið. Um sé að ræða upplýsingar er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila og byggi á virku viðskiptasambandi þeirra við Isavia enda sé sú gjaldtaka sem óskað er upplýsinga um og reikningar henni tengdir gefnir út á grundvelli gildandi samningssambands aðila. <br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. september sama ár, kemur fram að 6.–10. gr. upplýsingalaga beri að skýra þröngt og að Isavia hafi ekki fært sannfærandi rök fyrir því að upplýsingunum skuli haldið leyndum á grundvelli þeirra ákvæða. Þá verði að horfa til þeirrar staðreyndar að umbeðnar upplýsingar séu til þess fallnar að varpa ljósi á ráðstöfun opinberra fjármuna og takmarkaðra gæða hjá fyrirtæki sem er í einokunarstöðu. Til hliðsjónar bendir kærandi á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað staðfest að rétturinn til upplýsinga um ráðstöfun opinberra hagsmuna sé ríkari en hagsmunir fyrirtækja af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Kærandi telur að úrskurður nr. 920/2020 styðji ekki við ákvörðun Isavia í þessu máli, heldur þvert á móti að Isavia skuli afhenda gögnin.<br /> <br /> Kærandi hafnar því sem fram kemur í umsögn Isavia um að afhending upplýsinganna geti falið í sér brot gegn 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða raskað samkeppni. Kærandi leggur áherslu á að 10. gr. samkeppnislaga takmarki ekki rétt almennings til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 857/2019. Kærandi hafnar því jafnframt að umbeðnar upplýsingar geti talist viðkvæmar út frá sjónarmiðum um samkeppni. Í því sambandi ítrekar kærandi að gögnin varði fortíðarupplýsingar en ekki framtíðaráætlanir auk þess sem mun ítarlegri upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna liggi nú þegar fyrir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd óskaði eftir því með erindi til Isavia, dags. 4. apríl 2022, að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þau bárust hinn 9. maí 2022. Isavia staðfesti með erindi til nefndarinnar, dags. 16. maí sama ár, að eftirfarandi reikningar til Hópbíla og Allrahanda GL hefðu ekki verið gefnir út og lægju því ekki fyrir í bókhalds- og skjalakerfum félagsins:<br /> <br /> 1. Reikningar til Hópbíla hf. fyrir:<br /> <br /> • Fasta húsaleigu og aðstöðugjald fyrir þrjú nærstæði fyrir mars–desember 2020.<br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.<br /> • Veltutengda húsaleigu og aðstöðugjald fyrir apríl–desember 2020.<br /> <br /> 2. Reikningar til Allrahanda GL ehf. fyrir: <br /> <br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæranda hefur í máli þessu verið synjað um aðgang að gögnum sem sýna fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020. Synjun Isavia styðst fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer skv. 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings skv. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða. Fyrir notkun á fjarstæðum greiða hópbílafyrirtæki gjald samkvæmt gjaldskrá. Gildandi gjaldskrá er frá 1. nóvember 2018 og er aðgengileg á vef Isavia. Bæði Hópbílar hf. og Allrahanda GL ehf. aka frá fjarstæðum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem Isavia afhenti nefndinni og kæranda var synjað um aðgang að. Gögnin samanstanda af reikningum sem Isavia gaf út annars vegar til Hópbíla hf. og hins vegar til Allrahanda GL ehf. á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020, fyrir notkun á nær- og fjarstæðum. Svo sem nánar greinir í umfjöllun um málsmeðferð að framan voru ekki gefnir út reikningar til félaganna tveggja á nánar tilgreindu tímabili árið 2020.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar, með vísan til framangreinds, að gögnin teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem fyrir koma í gögnunum og að 9. gr. upplýsingalaga standi því þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Það er vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda þeim lögaðilum sem koma fyrir í gögnunum tjóni. Þá hefur Isavia ekki rökstutt það með fullnægjandi hætti að afhendingin ylli tjóni og þá hve mikið það gæti orðið. Í því sambandi verður að telja að almenn tilvísun til þess að upplýsingarnar varði samkeppnisrekstur og að afhending þeirra geti valdið tjóni felli ekki í sér nægilegan rökstuðning að þessu leyti. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur jafnframt fram að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.<br /> <br /> Þá er til þess að líta, svo sem kærandi hefur bent á, að ýmsar upplýsingar í tengslum við þau gögn sem óskað hefur verið eftir eru þegar aðgengilegar opinberlega, svo sem upplýsingar um miðaverð viðkomandi hópbílafyrirtækja, ársreikningar þeirra, hve hátt hlutfall af andvirði seldra miða Hópbílar hf. greiðir til Isavia fyrir nærstæði, gildandi gjaldskrá fyrir fjarstæði, sem og nýlegar upplýsingar um markaðshlutdeild viðkomandi aðila á markaði fyrir áætlunarferðir á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þá varða upplýsingarnar jafnframt tímabil sem er liðið, þótt vissulega byggist greiðslur að hluta til á gildandi samningssambandi milli Isavia og umræddra aðila.<br /> <br /> Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Rekstur bílastæðaþjónustu við Keflavíkurflugvöll og Flugstöð Leifs Eiríkssonar felur í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, a.m.k. að því er varðar þau nærstæði sem standa fyrir utan flugstöðina. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að slíkri starfsemi og að um hana ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.<br /> <br /> Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Isavia til 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 42. gr. framangreindrar reglugerðar.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum í málinu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá standa önnur ákvæði laga því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Isavia ohf., dags. 29. júlí 2021, er felld úr gildi. Isavia er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., aðgang að gögnum sem sýna hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu í gjöld vegna afnota af nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1077/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum við Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær taldi beiðnina vera svo til samhljóða beiðni sem kærandi hefði áður sent bænum, sem hefði verið svarað með fullnægjandi hætti. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kæranda væri a.m.k. að hluta til beiðni um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Ekki lá fyrir að Ísafjarðarbær hefði afgreitt beiðnina með fullnægjandi hætti, svo sem með því að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til. Var því ekki hjá því komist að vísa beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1077/2022 í máli ÚNU 21080008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., ófullnægjandi afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi er eigandi hluta jarðarinnar Látra í Aðalvík, sem telst hluti af friðlandi á Hornströndum. Nokkur hús eru á svæðinu, þar á meðal nokkur smáhýsi í fjörukambinum. Kærandi óskaði hinn 22. febrúar 2019 eftir tilteknum gögnum í tengslum við svæðið. Erindi kæranda fylgdu átta viðaukar. Ísafjarðarbær svaraði því erindi hinn 28. maí 2019 og afhenti kæranda samhliða því tiltekin gögn.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2019 óskaði kærandi að nýju eftir gögnum í tengslum við svæðið. Erindið var að hluta til samhljóða erindi kæranda frá 22. febrúar sama ár en jafnframt var í erindinu óskað eftir gögnum sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Farið var fram á að eftirfarandi gögn yrðu afhent:<br /> <br /> 1. Smáhýsi B.<br /> <br /> a. Leyfi Umhverfisstofnunar til B frá árinu 2002 til að reisa smáhýsið, auk gagna sem leyfinu tengjast á borð við umsagnir Umhverfisstofnunar, Hornstrandanefndar o.fl.<br /> b. Hvort það hafi fengist staðfest að C, fyrrverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hafi tjáð B að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir smáhýsi á Látrum.<br /> c. Öll önnur gögn varðandi smáhýsi B en þau sem tilgreind voru í viðauka nr. 5 með erindi kæranda til Ísafjarðarbæjar frá 22. febrúar 2019.<br /> <br /> 2. Smáhýsi D.<br /> <br /> a. Öll gögn varðandi smáhýsi D sem hann reisti við Nessjó, að sögn kæranda í leyfisleysi, árið 2014. Bygging smáhýsisins hafi verið tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði árið 2014 og til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.<br /> <br /> 3. Smáhýsi (beitningaskúr) E.<br /> <br /> a. Umsókn E, dags. 26. júlí 2006, um að byggja geymsluhús við sumarhús sitt, ásamt teikningum.<br /> b. Umsögn Umhverfisstofnunar sem tekin hafi verið fyrir á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hinn 27. september 2006.<br /> c. Bréf Ísafjarðarbæjar til E, dags. 16. október 2006.<br /> d. Samþykki meðeigenda sumarhússins, dags. 30. október 2006.<br /> e. Samþykki Ísafjarðarbæjar fyrir framkvæmdinni (líklega frá janúar 2007).<br /> f. Önnur gögn sem varða málið.<br /> <br /> 4. Smáhýsi F.<br /> <br /> a. Gögn sem hafi orðið til frá því bréf var sent til F hinn 24. júní 2014 um að hann skyldi annaðhvort fjarlægja smáhýsi, sem hann reisti árið 2012, eða afla heimildar frá landeigendum fyrir skúrnum innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins.<br /> <br /> 5. Gögn sem vísað er til í bréfi Umhverfisstofnunar frá 13. júní 2007 um ósk G um að fá að byggja skýli á Látrum í Aðalvík.<br /> <br /> a. Teikningar af fyrirhuguðu skýli.<br /> b. Staðfesting frá félaginu Nesið á Látrum í Aðalvík, þar sem veitt er leyfi fyrir skýlinu á lóð 27 samkvæmt uppdrætti H.<br /> c. Umsögn Hornstrandanefndar um erindið.<br /> d. Leyfi allra landeigenda, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> e. Leyfi eða umsögn Fornleifaverndar ríkisins, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> <br /> 6. Gögn í tengslum við fund skipulags- og mannvirkjanefndar hinn 24. september 2014.<br /> <br /> a. Minnisblað frá bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar, sem skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir á fundinum, vegna erindis kæranda, dags. 26. ágúst sama ár, þar sem þess var farið á leit að Ísafjarðarbær léti fjarlægja tiltekið hús á Látrum.<br /> b. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá bæjarlögmanni vegna málsins.<br /> c. Umsögn Umhverfisstofnunar um erindi kæranda.<br /> d. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá Umhverfisstofnun vegna málsins.<br /> <br /> 7. Gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sem fram fór í apríl 2015.<br /> <br /> 8. Hvers vegna tölvupóstur frá I til J hafi fylgt svari frá Ísafjarðarbæ til kæranda hinn 28. maí 2019.<br /> <br /> Kærandi ítrekaði erindi sitt hinn 9. júlí 2019. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, dags. 14. ágúst 2019, var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi kæranda. Með erindi, dags. 4. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir stöðu málsins. Var honum tjáð samdægurs að svar við fyrirspurninni myndi berast fljótlega. Í lok maí 2020 barst kæranda svo erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa sem varðaði aðra fyrirspurn kæranda sem er ekki hluti af þessu máli. Frá því þá kveðst kærandi ekki hafa heyrt frá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 24. ágúst 2021, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, og ekki síðar en 7. september 2021. Úrskurðarnefndin ítrekaði erindi sitt tvívegis, dags. 14. september og 27. september 2021. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst svar frá sveitarfélaginu, dags. 29. september 2021, þess efnis að kæranda hefðu verið afhent öll þau gögn sem hann ætti rétt á. Hinn 6. október sama ár barst nefndinni annað erindi Ísafjarðarbæjar með afriti af gögnum sem kæranda hefðu verið afhent. Þau gögn tilheyrðu hins vegar annarri gagnabeiðni kæranda, sem ekki er til umfjöllunar í þessu máli. Í erindi Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. desember 2021, kom fram að gagnabeiðni kæranda væri í öllum meginatriðum endurtekning á beiðni hans frá því í febrúar 2019, sem hefði verið svarað í maí sama ár. Það væri því ekki svo að kæranda hefðu ekki borist nein svör við gagnabeiðnum sínum.<br /> <br /> Ísafjarðarbær setti sig í samband við kæranda með erindi, dags. 5. janúar 2022. Kom þar fram að málið byggðist á misskilningi; með bréfi kæranda hinn 22. febrúar 2019 hefði verið óskað eftir fjöldamörgum gögnum. Því bréfi hafi verið svarað hinn 28. maí 2019 og svarinu fylgt þau gögn sem óskað hafði verið eftir og rétt þótti að afhenda. Í beiðni kæranda, dags. 23. júní 2019, hafi í meginatriðum verið óskað eftir sömu gögnum og með erindinu í febrúar sama ár. Af hálfu Ísafjarðarbæjar væri því litið svo á að svarið frá 28. maí 2019 væri einnig svar við beiðni kæranda frá 23. júní sama ár.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við erindi Ísafjarðarbæjar með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. janúar 2022. Kom þar fram að í erindi kæranda frá 23. júní 2019 væri að hluta til óskað eftir gögnum sem ekki hefði verið óskað eftir í erindinu frá því í febrúar sama ár. Þannig hefði erindi sveitarfélagsins frá því í maí 2019 ekki verið svar við þeim hluta beiðninnar.<br /> <br /> Með erindum, dags. 11. og 12. maí 2022, var þess farið á leit við kæranda og Ísafjarðarbæ að úrskurðarnefndinni yrðu afhent þau gögn sem fylgdu svari sveitarfélagsins til kæranda hinn 28. maí 2019. Gögnin bárust frá kæranda hinn 13. maí 2022 og frá Ísafjarðarbæ hinn 17. maí sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum varðandi Látra í Aðalvík hjá Ísafjarðarbæ hinn 22. febrúar 2019. Í svarbréfi Ísafjarðarbæjar, dags. 28. maí 2019, kom fram að samhliða bréfinu yrðu afhent fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en að öðru leyti vísað til „takmarkana á upplýsingarétti er leiða af II. kafla sömu laga“. Ekki var að finna frekari umfjöllun um beiðni kæranda í svarinu, til að mynda hvort öll fyrirliggjandi gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent eða hvort fyrir lægju gögn hjá sveitarfélaginu sem ekki yrðu afhent og þá á hvaða grundvelli.<br /> <br /> Þau gögn sem fylgdu svarbréfi Ísafjarðarbæjar voru m.a. fundarbókanir af fundum skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarráðs frá 2014 til 2019 vegna meintra óleyfisframkvæmda á Látrum í Aðalvík, samskipti Ísafjarðarbæjar við eigendur Sjávarhússins, úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 116/2016, og bréf Umhverfisstofnunar til Ísafjarðarbæjar, dags. 13. júní 2007.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní 2019, var að hluta til ósk um sömu gögn og hann hafði óskað eftir í erindi sínu í febrúar en ekki fengið afhent í maí, sbr. framangreint, en að auki ósk um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Fullyrðing Ísafjarðarbæjar um að gagnabeiðni kæranda frá því í júní hafi að meginstefnu verið samhljóða beiðni kæranda frá því í febrúar og að sveitarfélagið hafi því verið búið að svara beiðninni með fullnægjandi hætti stenst því ekki skoðun að mati úrskurðarnefndarinnar. Því til viðbótar fær úrskurðarnefndin ekki séð að þau gögn sem afhent voru í maí séu gögn sem kærandi hafi óskað eftir í erindi sínu frá 23. júní.<br /> <br /> Að framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Við þá afgreiðslu ber sveitarfélaginu að afgreiða beiðni kæranda í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, sem felur eftir atvikum í sér að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Vakin er athygli á því að um aðgang kæranda að a.m.k. hluta gagnanna kann að fara samkvæmt III. kafla upplýsingalaga, sem fjallar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings skv. II. kafla sömu laga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á úrlausn málsins en leggur hins vegar áherslu á að meðferð málsins hjá Ísafjarðarbæ verði hraðað eins og kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 23. júní 2019, er vísað til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1076/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Hagstofa Íslands synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að líta bæri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1076/2022 í máli ÚNU 21100009.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 20. október 2021, kærði A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, synjun Hagstofu Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um foreldra sem hafa andast. Með erindi, dags. 19. október 2021, óskaði formaður Félags um foreldrajafnrétti eftir aðgangi að upplýsingum í tengslum við töfluna „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtalanna áranna 2009–2019“, sem finna mætti á vef Hagstofunnar. Nánar tiltekið var þess farið á leit að fá að sjá töfluna þannig að upplýsingarnar væru sundurgreindar eftir árum, þ.e. fyrir hvert ár á bilinu 2009 til 2019 auk ársins 2020. Beiðninni var synjað sama dag. Kom þar fram að Hagstofa Íslands gæfi ekki út tölurnar sundurgreindar eftir árum þar sem þá yrðu upplýsingarnar persónugreinanlegar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að krafist sé aðgangs að upplýsingum sem sýni fjöldatölur fyrir hvert ár framangreinds tímabils, fyrir allar flokkunarbreytur sem liggja töflunni til grundvallar. Ástæða þess að félagið óski eftir upplýsingunum sé sú að það vinni að rannsókn á fjárhags- og heilsufarslegum högum foreldra á Íslandi. Einn þáttur rannsóknarinnar sé að kanna dánarmein (tíðni og dreifingu) einstaklinga sem eigi börn. Meta þurfi dánartíðni og tíðni einstakra dánarmeina foreldra í samanburði við tíðni og dreifingu meðal samanburðarhóps af sama kyni og aldursbili. Vísbendingar séu um tengsl efnahagsástands við tíðni ákveðinna dánarmeina en árlegar tölur séu forsenda fyrir því að hægt sé að full kanna slík tengsl og hvort það að vera foreldri hafi áhrif umfram samanburðarhóp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 21. október 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. <br /> <br /> Umsögn Hagstofu Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 5. nóvember 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun Hagstofunnar lúti að því að vinna ekki sérvinnslu um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andist eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Í 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, komi fram að þagnarskylda ríki um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljist trúnaðargögn og skuli þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar.<br /> <br /> Þær hagtölur sem um ræðir hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Hagtölurnar séu birtar á vef Hagstofunnar í töflu sem sýnir samtölur tímabilsins 2009–2019 vegna sex flokka dánarmeina. Við framsetningu gagna hafi verið lögð til grundvallar sjónarmið sem snúa að trúnaðarskyldum Hagstofunnar við miðlun hagskýrslna, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 en þar stendur: „Við birtingu og miðlun hagskýrslna skal svo sem frekast er unnt komið í veg fyrir að rekja megi upplýsingar til tilgreindra einstaklinga eða lögaðila“. Vegna þess hve fá stök séu á bak við umrædda greiningu sé mikill greinanleiki í gögnum þó að persónuauðkenni séu fjarlægð og því mat Hagstofunnar að gögnum sé best miðlað með samanteknum upplýsingum fyrir lengra tímabil. Í því samhengi sé rétt að ítreka framangreinda lagaskyldu Hagstofunnar um að gæta að trúnaði við miðlun gagna sem enn fremur megi finna í öðrum samþykktum, lögum og reglum sem gilda um opinbera hagskýrslugerð. Þessi sömu sjónarmið eiga við um sérvinnslur og geti Hagstofan því ekki orðið við umræddri beiðni Félags um foreldrajafnrétti þar sem niðurstöður myndu fela í sér greinanleika umfram það sem ásættanlegt er.<br /> <br /> Umsögn Hagstofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. nóvember 2021, er því hafnað að afhending upplýsinganna myndi fela í sér meiri greinanleika en það sem ásættanlegt geti talist. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum, sbr. töflu sem birt er á vef Hagstofu Íslands sem ber heitið „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í almennum athugasemdum við frumvarpið sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.<br /> <br /> 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð hljóðar svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila, auk upplýsinga um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr laga nr. 163/2007. Úrskurðarnefndin hefur áður slegið því föstu að um sérstakt þagnarskylduákvæði sé að ræða í úrskurði sínum nr. 754/2018. Að auki kemur það berum orðum fram að slíkar upplýsingar lúti ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í skýringum Hagstofunnar hefur komið fram að þær hagtölur sem liggja að baki töflunni „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“ hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Úrskurðarnefndin telur að það sé hafið yfir vafa að um sé að ræða upplýsingar sem Hagstofan hefur safnað til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga, í skilningi 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Taka upplýsingalög því ekki til þessara gagna og réttur til aðgangs að þeim verður ekki byggður á upplýsingalögum. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, dags. 20. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1075/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Deilt var um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins. Beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá yfir öll gögn sveitarfélagsins vegna málsins á tilteknu tímabili var hafnað. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Borgarbyggð væri skylt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut. Þá var það mat nefndarinnar að gögn um tilboð í eignir við Brákarbraut teldust ekki veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum, en kærunni að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1075/2022 í máli ÚNU 21080001.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. ágúst 2021, kærði A, f.h. Ikan ehf., synjun Borgarbyggðar á beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða húsnæði í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Þann 14. apríl 2021 óskaði kærandi eftir gögnum varðandi þá ákvörðun að loka starfsemi og innsigla húsnæði við Brákarbraut 25–27 en hann óskaði einkum eftir gögnum sem sýndu samskipti sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna málsins og svo yfirliti yfir gögn úr málaskrá yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist og það sent frá sér frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, vegna málsins. Beiðnin var ítrekuð og nánar útlistuð með erindum, dags. 19. apríl, 29. apríl og 5. maí 2021. Þegar beiðnunum hafði ekki verið svarað þann 5. júlí 2021 kærði Ikan ehf. afgreiðslutafir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin kynnti Borgarbyggð kæruna en þann 15. júlí 2021 svaraði sveitarfélagið því að yfirlit, yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist, teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Önnur umbeðin gögn sem til væru hjá sveitarfélaginu hefðu þegar verið afhent kæranda með erindi slökkviliðsstjóra til kæranda, dags. 23. mars 2021, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs Borgarbyggðar. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem kæran laut að afgreiðslutöfum og beiðnin hafði verið afgreidd var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Kærandi kærði þessa afgreiðslu Borgarbyggðar en hann telur svar sveitarfélagsins bera með sér að ætlunin sé að auka á óreiðu varðandi hvað sé til af gögnum hjá sveitarfélaginu varðandi það mál sem gagnabeiðni beinist að. Borgarbyggð velji að vitna til gagna sem slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar eigi að hafa sent kæranda samkvæmt beiðni. Yfir þau gögn sé engin skrá til, eða yfirlit frá sendanda, um hvaða gögn hann hafi sent og hver ekki, þannig að ómögulegt sé að glöggva sig á því um hvaða gögn sé rætt. Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sé sjálfstætt stjórnvald og eigi að halda skrá yfir inn komin og send erindi frá embættinu, eigi að hafa sína eigin málaskrá, sem embættið hafi ekki.<br /> <br /> Eftir að hafa farið yfir gögnin sem Borgarbyggð afhenti segir kærandi að í ljós hafi komið fjöldi tölvupósta, á milli embættis slökkviliðsstjóra og stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem áður hafði verið sagt að væru ekki til eða til afhendingar. Borgarbyggð geti ekki leyft sér að svara með því að vitna til óskilgreindra gagna sem annað stjórnvald hafi afhent. Ekki verði annað séð en markmiðið sé einvörðungu að valda ruglingi og óreiðu. Kærandi kveðst hafa beðið um að fá afrit/útprentun úr málaskrá sveitarfélagsins, svo hann geti glöggvað sig á hvaða gögn séu til og hvaða gögn sé ekki verið að afhenda. Í svari Borgarbyggðar sé vitnað til 5. gr. upplýsingalaga neituninni til stuðnings, þrátt fyrir að í 5. gr. segi í 2. tölul. 2 mgr. að sá er biðji um gögn hjá stjórnvaldi eigi rétt á að fá afrit af dagbókarfærslum sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Kærandi gerir kröfu um að nefndin úrskurði um aðgang að þeim gögnum og geri stjórnvaldinu að afhenda þau, upplistuð.<br /> <br /> Varðandi synjun sveitarfélagsins á beiðni um gögn er lúta að tilboði í eignirnar fer kærandi fram á úrskurð nefndarinnar um hvort stjórnvaldinu sé heimilt að hafna beiðni um umrædd gögn. Varðandi afrit af tölvupóstum, eða af samskiptum við lögmann, eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem fram kom í svarinu að yrðu afhent segir kærandi að þau hafi í raun ekki verið afhent og fer hann fram á úrskurð nefndarinnar um aðgang að þeim gögnum.<br /> <br /> Kærandi segir fleiri dæmi í þeim gögnum sem honum hafi borist þar sem finna megi tölvupóst sem stjórnvaldið sendi en ekki svarið við viðkomandi tölvupósti. Til dæmis í skjali nr. 19 þar sem ekki komi fram dagsetning tölvupósts frá sveitarstýru til tiltekins starfsmanns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ekki svar starfsmanns HMS við beiðni sveitarstýru. Ekkert verði fullyrt um hvort viðkomandi hafi svarað en kærandi vilji láta reyna á það. Hann segir það eiga að koma fram í gögnum samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingarlaga, þegar þau verði afhent.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 3. ágúst 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Þar segir að kærandi geri kröfu um að sveitarfélagið taki saman skrá yfir þau gögn sem þegar hafi verið afhent í hægðarskyni fyrir kæranda. Vegna þessa sé bent á að sveitarfélagið telji sér ekki skylt að vinna sérstaka skrá yfir framangreint þar sem slíkt skjal teljist ekki til fyrirliggjandi gagns, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda eigi það að vera kæranda í lófa lagið að hafa sjálfur yfirsýn yfir þau gögn sem hann hafi þegar fengið send frá stofnunum sveitarfélagsins vegna málsins, þ.á m. gögn sem hann hafi fengið frá slökkviliðsstjóra þann 23. mars 2021. Sveitarfélagið telji sér þar með ekki skylt að útbúa nýtt skjal fyrir kæranda í framangreindum tilgangi, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Sveitarfélagið ítrekaði þau sjónarmið sem fram komu í erindinu frá 15. júlí 2021 en afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði útprentun úr málaskrá og afrit af kauptilboðum í umræddar fasteignir. Varðandi samskipti sveitarfélagsins við lögmann þann sem vísað var til í bréfi kæranda segir að þau séu engin umfram það sem þegar hafi verið afhent kæranda. Þá liggi fyrir að kærandi hafi nú fengið öll gögn frá sveitarfélaginu sem varði umrætt mál. Ástæða þess að gögn hafi borist honum frá sveitarstjóra sem slökkviliðsstjóri taldi ekki vera til sé sú að þar sem það hafi ekki þótt svara kostnaði hingað til hafi Slökkvilið Borgarbyggðar ekki haft formlegt málaskrárkerfi til afnota. Þetta hafi valdið því að utanumhald um gögn og samskipti slökkviliðsins hafi að einhverju leyti verið ábótavant. Þetta standi til bóta og fyrirhugað sé að slíkt kerfi verði innleitt á næsta ári.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar frekari athugasemdir bárust.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. apríl 2021, óskaði kærandi m.a. eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27 frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021. Í svari sveitarfélagsins sagði að slíkt yfirlit teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að. Sömuleiðis taldi kærandi óljóst hvaða gögn hann hefði þegar fengið afhent og fór fram á að sveitarfélagið sendi honum lista yfir þau. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili samkvæmt I. kafla hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda. <br /> <br /> Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna. Í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. er þó tekið fram að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn. Lögin leggja þannig ekki þá skyldu á stjórnvöld að útbúa sérstaklega lista yfir gögn sem hafa verið afhent. Samkvæmt þessu ber Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, en sveitarfélaginu verður ekki gert að taka saman sérstakan lista yfir þau gögn sem hafa verið afhent kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meðal þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir voru tilboð sem Borgarbyggð bárust í fasteignir sveitarfélagsins við Brákarbraut. Sveitarfélagið taldi sér óheimilt að verða við beiðninni og synjaði henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.<br /> <br /> Upplýsingar um kauptilboð geta talist varða fjármál einstaklinga. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögnin sem sveitarfélagið taldi heyra undir þennan hluta af beiðni kæranda. Annars vegar er um að ræða hefðbundið kauptilboð, dags. 18. febrúar 2021, og hins vegar tölvupóst dags. 22. apríl 2021, þar sem annar aðili lýsir áhuga á að kaupa eignir sveitarfélagsins við Brákarbraut, án þess að formlegt tilboð sé gert. Það er mat nefndarinnar að þessi gögn geti ekki talist veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og verður Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í ljósi þeirrar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til þess að fá umrædd gögn afhent á grundvelli hins almenna ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga telur nefndin ekki þörf á því að kanna hvort kærandi rétt til einhverra þeirra gagna sem heyra undir beiðnina á grundvelli 14. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Að lokum taldi kærandi að Borgarbyggð hefði ekki afhent önnur umbeðin gögn, svo sem samskipti við lögmann eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar. Þá taldi kærandi að í einhverjum tilvikum hefðu svör við tölvupóstum sem sveitarfélagið sendi út ekki verið látin fylgja með. Sveitarfélagið ítrekaði hins vegar í umsögn sinni til nefndarinnar að öll önnur gögn sem til væru hefðu þegar verið afhent kæranda ýmist af hálfu sveitarfélagsins eða slökkviliðsstjóra, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar Borgarbyggðar. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Í tilefni af athugasemdum kæranda um að skráningu slökkviliðsstjóra á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. <br /> <br /> Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Borgarbyggð er skylt að veita kæranda, A, f.h. Ikan ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Kauptilboði vegna Brákarbrautar 25, dags. 18. febrúar 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstsamskiptum vegna viljayfirlýsingar til kaupa á Brákarbraut 25, dags. 22. apríl 2021.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1074/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Sjúkratryggingar Íslands synjuðu beiðni kæranda um aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf. um afnot af fasteign við Þórunnartún í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins. Ákvörðun Sjúkratrygginga byggðist á því að óheimilt væri að veita aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að samningnum færi skv. 14. gr. upplýsingalaga þar sem kærandi væri eigandi fasteignarinnar. Hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum voru taldir vega þyngra en hagsmunir Íslandshótela af því að hann færi leynt, m.a. þar sem samningurinn hefði verið gerður án samþykkis kæranda. Þá féllst úrskurðarnefndin ekki á að almannahagsmunir stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samningnum. Var Sjúkratryggingum því gert að afhenda kæranda samninginn. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1074/2022 í máli ÚNU 21070010</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A lögmaður, f.h. Íþöku fasteigna ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) á beiðni hans um aðgang að samningi stofnunarinnar um afnot af fasteigninni Þórunnartúni 1 í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins.<br /> <br /> Kærandi óskaði með erindi til SÍ, dags. 20. maí 2021, eftir aðgangi að samningi sem SÍ virtust hafa gert við Fosshótel Reykjavík ehf. (hér eftir einnig FHR) og/eða að vera upplýstur um efni samningsins, sér í lagi um greiðslur SÍ fyrir afnotin af hótelinu.<br /> <br /> Í erindinu er forsaga málsins rakin. Íþaka fasteignir ehf. (hér eftir kærandi) sé eigandi að fasteigninni Þórunnartúni 1. Kærandi og FHR hafi gert með sér leigusamning í júlí 2013 um fasteignina undir hótelrekstur hins síðarnefnda aðila, sem þinglýst sé á eignina. Frá því í apríl 2020 hafi kærandi og FHR deilt um það hvort FHR sé skylt að greiða leigu meðan á Covid-19-faraldrinum stendur. FHR hafi ekki greitt leigu frá því í mars 2020, að frátöldum nokkrum mánuðum þar sem félagið hafi greitt ýmist 20% eða 50% leigu. <br /> <br /> Í lok mars 2021 hafi FHR fengið heimild til greiðsluskjóls. Skömmu síðar hafi verið fjallað um í fjölmiðlum að SÍ hefðu samið við FHR um leigu á hótelinu við Þórunnartún 1, án þess að kæranda væri að hans sögn tilkynnt um það eða óskað heimildar hans þar um. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. leigusamnings kæranda og FHR sé framleiga aðeins heimil með samþykki kæranda. Þá kemur enn fremur fram í sömu grein að samþykki skuli veitt svo fremi sem starfsemi framleigutaka samrýmist þeirri starfsemi sem tilgreind sé í 8. gr. leigusamningsins. Í 8. gr. segir að leigutaka sé aðeins heimilt að reka þá starfsemi í hinu leigða sem tilgreind sé í leigusamningnum en þar er ekki getið um sjúkrahótel eða sóttkvíarhótel. Í greininni kemur einnig fram að leigutaki skuli fá samþykki kæranda áður en hann breytir „í nokkru“ frá lýstri starfsemi í húsinu. Það hafi FHR ekki gert. <br /> <br /> Kærandi hafi verulega hagsmuni af því að fá afrit af framangreindum samningi því með honum sé verið að leigja ríkisstofnun afnot af fasteign í eigu kæranda en án samþykkis hans, til nota sem ekki eru í samræmi við leigusamning kæranda og FHR. Á sama tímabili sé FHR ekki að greiða fulla húsaleigu til kæranda og neiti að upplýsa hvaða tekjur það hafi af leigu á fasteign kæranda til SÍ. FHR sé í stórfelldum vanskilum með húsaleigu, engar tryggingar séu fyrir efndum leigusamningsins og hótelið sé nýtt til annars en um var samið. Allt séu þetta ástæður sem myndu veita kæranda heimild til að rifta leigusamningi aðila ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR. <br /> <br /> SÍ synjaði kæranda um aðgang að samningnum með erindi, dags. 22. júní 2021. Í erindinu er rakið að SÍ hafi samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisráðherra verið falið að tryggja rými fyrir einstaklinga sem þurfa að sinna fyrirskipuðum sóttvörnum eða fara í sóttkví vegna Covid-19. Í apríl 2021 hafi SÍ gert samning við Íslandshótel hf., móðurfélag FHR, um afnot af nokkrum hótelum, sem rekin séu undir vörumerkinu Fosshótel. Meðal þeirra hótela sem félagið bauð afnot af var Fosshótel Reykjavík. Enginn samningur hafi hins vegar verið gerður við FHR. Því gætu SÍ, þegar af þeirri ástæðu, ekki orðið við kröfu kæranda um afhendingu samningsins.<br /> <br /> Þá tóku SÍ fram að kærandi gæti ekki byggt aðgang að samningnum á 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan; SÍ könnuðust ekki við að gerður hefði verið samningur eða samkomulag við kæranda, hvorki um leigu á húsnæði né aðgang að hótelherbergjum að Þórunnartúni 1 eða annars staðar, eða að í gögnum SÍ væri að finna upplýsingar um kæranda sem kynni að veita honum rétt á grundvelli 14. gr. laganna.<br /> <br /> SÍ hafi óskað eftir afstöðu Íslandshótela hf. (hér eftir einnig ÍH) sem hafi lagst gegn afhendingu samningsins. Í viðbrögðum félagsins hafi m.a. komið fram að þeir samningar sem gerðir hefðu verið við SÍ um afnot af einstaka hótelum hafi verið gerðir við sérstakar aðstæður og á sérstökum tímum. Þá hafi ÍH bent á að félagið ætti í miklum viðskiptum við bæði erlendar og innlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki sem ekki njóti viðlíkra kjara og er að finna í samningum ÍH við SÍ. Það geti því haft skaðlegar afleiðingar fyrir bæði samkeppnisstöðu félagsins og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni verði þessar upplýsingar gerðar opinberar og m.a. skaðað þau viðskiptasambönd sem ÍH hafi við sína viðsemjendur. Að mati SÍ eru því hagsmunir félagsins af því að opinbera ekki umræddar upplýsingar meiri og ríkari en séð verður að séu hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Kærandi brást við synjuninni með erindi til SÍ, dags. 28. júní 2021. Í erindinu er vísað til þess að ÍH sé ekki leigutaki hótelsins að Þórunnartúni 1 og geti þar af leiðandi ekki ráðstafað því til SÍ. Sömuleiðis hafi FHR, sem sé í greiðsluskjóli, hvorki heimild til að framleigja hótelið né breyta notum þess í sóttkvíarhótel eða farsóttarhús. Kærandi telur ljóst að kærandi hafi orðið fyrir tjóni vegna óheimilla nota SÍ af fasteign kæranda sem nemi a.m.k. vangreiddri leigu FHR á því tímabili sem SÍ hefur haft afnot af fasteign kæranda.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þeirra röksemda SÍ fyrir synjun að horfa þurfi til þess hvort um virka hagsmuni sé að ræða eða ekki og að umræddur samningur hafi verið gerður við sérstakar aðstæður. Í því samhengi bendir kærandi á að það geti ekki varðað virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ÍH að halda samningum sem gerðir voru við sérstakar aðstæður leyndum. Því síður telur kærandi líklegt að innlendar og erlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki muni byggja kröfur um verð á slíkum samningum eða gera tilraun til þess. <br /> <br /> Þau rök haldi því engu vatni að ÍH hafi virka hagsmuni af því að halda upplýsingum í samningi leyndum sem gerður var við sérstakar aðstæður til þess að koma í veg fyrir að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki geti byggt á þeim verðum sem þar koma fram til framtíðar. Það sé enn fremur vandséð hvaða ríku viðskiptahagsmuni þar sé verið að vernda og hvernig það geti haft skaðlegar afleiðingar fyrir samkeppnisstöðu og aðra viðskiptahagsmuni ÍH eða FHR. Þá sé enn fremur vandséð hvernig þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir kæranda, eiganda fasteignarinnar, sem ekki hafi fengið greitt fyrir afnot hennar, að fullu, nú í rúmt ár og þar af hafi ekkert verið greitt á tímabilinu maí 2020 til mars 2021. <br /> <br /> Kærandi bendir á að samningur SÍ við ÍH varði leigu á hóteli undir sóttkvíarhótel. Vandséð sé að slíkar aðstæður komi upp aftur og ef það gerist verði að teljast ólíklegt að aðili í samkeppnisrekstri muni horfa til þess verðs sem fram kemur í umræddum samningi bjóði hann fram hótel undir sambærilega starfsemi. Bent er á að upplýsingarnar um efni samningsins varði einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem kærandi telur að hann og eftir atvikum almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt SÍ með erindi, dags. 19. júlí 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn SÍ barst úrskurðarnefndinni hinn 1. september 2021. Þar er rakið að aðgangur heilbrigðisyfirvalda í Covid-19-faraldrinum að hótelþjónustu til einstaklinga sem þurfa aðstöðu vegna einangrunar eða sóttkvíar hafi verið lykilatriði í því að halda smitum af veirunni niðri og hefta verulega útbreiðslu hennar innanlands. Úrræðin hafi létt verulega á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum en fullvíst megi telja að hefði þessara úrræða ekki notið við hefði það leitt af sér stóraukið álag á heilbrigðiskerfi landsins. Það skipti hið opinbera því töluverðu máli að hafa góðan og greiðan aðgang að rekstraraðilum hótela og gistihúsa og að gagnkvæmt traust og trúnaður ríki á milli aðila a.m.k. á meðan ekki hafi verið ráðið niðurlögum heimsfaraldursins. <br /> <br /> SÍ telji útilokað að aðild á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga geti stofnast á milli eiganda fasteignar, sem leigð hafi verið þriðja aðila í þeim tilgangi að stunda tímabundna útleigu hótelherbergja, og þeirra sem eiga viðskipti við þann þriðja aðila um leigu á herbergjum, einu eða fleirum, í skemmri eða lengri tíma. Í því sambandi skipti engu máli þó deila hafi risið milli húseiganda og viðkomandi þriðja aðila um greiðslur fyrir afnot af húsnæðinu. Á meðan húseigandi hafi ekki gripið til vanefndaúrræða, s.s. riftunar á leigusamningi, og þannig öðlast ráðstöfunarrétt yfir viðkomandi fasteign að nýju, verði ekki séð að hann hafi neina þá verulegu eða brýnu hagsmuni af að fá upplýsingar um hverjir taki herbergi á leigu eða á hvaða verði. <br /> <br /> Þau rök kæranda um að vegna greiðsluskjóls FHR hafi kæranda ekki verið unnt að koma fram vanefndaúrræðum telja SÍ með öllu haldlaus enda höfðu deilur milli kæranda og FHR, sem kynnu að hafa veitt kæranda rétt til vanefndaúrræða, staðið yfir í töluverðan tíma áður en samningur SÍ við Íslandshótel hf. var gerður.<br /> <br /> SÍ telur að stofnunin hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að bera saman hagsmuni viðsemjenda SÍ af að halda þeim upplýsingum leyndum er varða þau óvenjulegu kjör sem SÍ buðust í því verkefni að útvega öllum þeim sem á aðstöðu þurftu að halda og verða að teljast vel undir þeim kjörum sem öðrum viðsemjendum þeirra bjóðast, og hagsmuni kæranda af að fá þessar upplýsingar afhentar. Var það mat SÍ að við þessar aðstæður, þ.e. annars vegar hættan á því að viðskiptahagsmunir ÍH og FHR kynnu að bíða hnekki og að samkeppnisstaða þeirra gæti verulega skerst væru ríkari en óljósir og óútskýrðir hagsmunir kæranda, sem og annarra, af að fá aðgang að þessum upplýsingum. Þá hafi komið fram í samningi SÍ við ÍH að hann væri trúnaðarmál.<br /> <br /> Þá telja SÍ að þagnarskylduákvæði í X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, girði fyrir aðgang kæranda að gögnunum og vísa sérstaklega til 3. og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna, um þagnarskyldu varðandi efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila.<br /> <br /> Þeir samningar sem gerðir hafa verið við hótelrekendur um afnot af húsnæði í þeirra eigu hafi verið drifnir áfram af ríkri þörf fyrir að vernda heilbrigðiskerfi landsmanna vegna heimsfaraldurs sem gengið hefur yfir. Enginn vafi sé á því að hér sé um virka hagsmuni að ræða bæði að því er varðar hið opinbera og þá aðila sem hið opinbera hefur samið við. Það sé mat SÍ að það traust og sá trúnaður sem ríkt hefur á milli ríkisins og viðsemjenda þess hafi skipt sköpum um það á hvaða kjörum SÍ hefur tekist að semja um afnot af þeim hótelum sem nýtt hafa verið og eru ennþá nýtt undir farsóttar- og sóttkvíarhús. Það er jafnframt mat SÍ að verði þessar upplýsingar gerðar almenningi aðgengilegar, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríki milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til ráðstöfunar sem muni þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins, s.s. heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús. Telja SÍ því að skilyrði 1. og 2. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga séu uppfyllt og SÍ séu þannig bundnar þagnarskyldu um gögnin. <br /> <br /> Þá benda SÍ á að ákvörðun um hvort tilteknar upplýsingar skuli háðar trúnaðarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga er stjórnvaldsákvörðun og fer um slíkar ákvarðanir eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segi að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Mat á því hvort stjórnvald hefur réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar heyri því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda kveður 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga á um að lögsaga nefndarinnar sé bundin við synjun á aðgangi á grundvelli þeirra laga. Á meðan því mati stjórnvalds að upplýsingar séu bundnar trúnaði hafi ekki verið hnekkt af æðra stjórnvaldi verði að telja að hendur úrskurðarnefndarinnar séu bundnar.<br /> <br /> Umsögn SÍ var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. september 2021, tekur hann fram að SÍ hafi á engan hátt sýnt fram á að leynd eigi að hvíla yfir þeim samningi sem það kveðst hafa gert við ÍH. Óheimilt hafi verið að framleigja hótelið nema með samþykki kæranda sem og að breyta notum fasteignarinnar „að nokkru leyti“ nema með samþykki kæranda, sem var ekki veitt. Þá liggi fyrir að ÍH hafi engan rétt til að ráðstafa fasteign kæranda hvorki í skammtímaleigu herbergja né að nokkru öðru leyti. <br /> <br /> Sé það rétt að SÍ hafi leigt fasteignina af ÍH en ekki FHR þá telur kærandi að almennar reglur kröfuréttar um vanheimild kunni að eiga við. Þá er sjónarmiðum SÍ mótmælt að kærandi geti þrátt fyrir greiðsluskjól FHR komið að vanefndaúrræðum og/eða hann hafi haft tækifæri til þess fyrr sem hann hafi ekki nýtt. Athugasemdum kæranda fylgdu tvö skjöl, annars vegar greiðsluáskorun sem undanfara riftunar leigusamnings, og hins vegar greiðsluáskorun samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Þessi skjöl taki af allan vafa um það að fullnustuaðgerðir voru hafnar og ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR þá væri að öllum líkindum búið að rifta framangreindum leigusamningi. <br /> <br /> Umsögn SÍ beri ekki með sér aðra hagsmuni sem það telji sig vera að vernda en þau rök að erlendar ferðaskrifstofur muni reyna til framtíðar að byggja á verðum á útleigu á herbergjum í farsóttarhúsum sem samanburð um verð við kaup eða leigu á hótelherbergjum til framtíðar sem standist enga skoðun. Þá sé einsýnt að haldi faraldurinn áfram þannig að áhrif hafi á ferðaþjónustu á Íslandi muni fjöldi annarra hótela verða laus og því líklegt að SÍ ætti ekki í vandræðum að vera sér út um húsnæði. <br /> <br /> Þá vísar kærandi til þess að samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hafi samningur SÍ við ÍH runnið sitt skeið um miðjan september 2021. Að mati kæranda er vandséð hvaða virku hagsmuni SÍ, ÍH og/eða FHR hafa af því að samningnum sé haldið leyndum eftir þá dagsetningu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Sjúkratrygginga Íslands og Íslandshótela hf., dags. 12. apríl 2021, um sérstaka hótelþjónustu á Fosshóteli Reykjavík að Þórunnartúni 1 fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19. Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningnum skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma upplýsingar um hann sjálfan sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga á því að hann sé eigandi fasteignarinnar að Þórunnartúni 1, sem nýtt hafi verið undir sóttkvíarhótel. Samkvæmt leigusamningi við FHR, sem þinglýst er á eignina og liggur fyrir í málinu, er FHR sem leigutaka skylt að afla samþykkis kæranda bæði til að framleigja fasteignina, sbr. 2. mgr. 7. gr., sem og að „breyta í nokkru frá lýstri starfsemi í húsinu“, sbr. orðalag í 1. mgr. 8. gr. samningsins. Kærandi kveðst hvorki hafa samþykkt að eignin yrði framleigð né að starfseminni yrði breytt. Þá liggur fyrir að FHR er í vanskilum við kæranda vegna greiðslu húsaleigu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur nægilega í ljós leitt að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að samningnum. Nefndin telur það ekki skipta sköpum þótt samningur SÍ sé gerður við Íslandshótel hf. en ekki Fosshótel Reykjavík ehf., enda liggur fyrir á hvorn veginn sem er að með samningnum er verið að ráðstafa fasteign sem kærandi er sannanlega eigandi að, að því er virðist í ósamræmi við ákvæði leigusamnings kæranda og FHR. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í 7. gr. samningsins kemur fram að hann sé undirritaður af Íslandshótelum hf. fyrir hönd Fosshótels Reykjavík ehf. Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer því eftir ákvæðum III. kafla upplýsingalaga. Sá réttur er ríkari en réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar halda SÍ fram að þagnarskylduákvæði X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, komi í veg fyrir að unnt sé að veita kæranda aðgang að samningnum. Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu hefur úrskurðarnefndin talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga um þagnarskyldu fela hins vegar ekki í sér slík ákvæði. <br /> <br /> Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga fer samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Þannig endurspeglar til að mynda 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem heimilt er að takmarka aðgang að upplýsingum um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Sömuleiðis endurspeglar 9. tölul. 1. mgr. 10. gr. stjórnsýslulaga ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, um takmarkanir vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja. Með öðrum orðum, ef óskað er aðgangs að gögnum sem falla undir upplýsingalög, líkt og í þessu máli, fer það eftir túlkun á ákvæðum upplýsingalaga hvort aðgangur að gögnum er óheimill eða takmarkaður, en ekki ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.<br /> <br /> SÍ nefnir einnig í umsögn sinni að lögsaga úrskurðarnefndar um upplýsingamál nái ekki til mats á því hvort stjórnvald hafi réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar, þar sem slík ákvörðun stjórnvalds sé stjórnvaldsákvörðun og um slíkar ákvarðanir fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Þessi sjónarmið SÍ standast ekki skoðun. Ákvæði upplýsingalaga lúta að rétti almennings til að óska eftir og fá aðgang að gögnum sem fyrir liggja m.a. hjá stjórnvöldum. Reglur um þagnarskyldu lúta að heimildum stjórnvalda eða starfsmanna stjórnsýslunnar til að láta af hendi upplýsingar til utanaðkomandi, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni. Í þessu felst ákveðin skörun reglna upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkanir á þeim rétti annars vegar og þagnarskyldureglna hins vegar. Í upplýsingalögum er við þessu brugðist með því að þar er sérstaklega kveðið á um það í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. að ákvæði laga um almenna þagnarskyldu opinberra starfsmanna takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þess í stað eru í upplýsingalögum sjálfstæðar takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum sem almennt er ætlað að taka til sömu hagsmuna og almennum þagnarskyldureglum er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Ákvörðun stjórnvalds um að tiltekið gagn sé háð trúnaði, án þess að beiðni um aðgang að gagninu hafi komið fram, er ekki stjórnvaldsákvörðun enda er þá ekki til staðar stjórnsýslumál sem tiltekinn aðili á aðild að og varðar rétt eða skyldu hans. Liggi hins vegar fyrir beiðni um aðgang að gagninu, sem stjórnvald telur að skuli synja um aðgang að vegna þagnarskylduákvæða X. kafla stjórnsýslulaga, leiðir það til þeirrar niðurstöðu að málið eigi undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda fer um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt. Synjun á beiðni um aðgang að slíkum upplýsingum er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var að stærstum hluta byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem úrskurðarnefndin hefur slegið því föstu að um aðgang kæranda fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga verður leyst úr málinu á grundvelli 3. mgr. 14. gr., en ekki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega þá gagnstæðu hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Reglan byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.<br /> <br /> SÍ hafa vísað til þess að samningur stofnunarinnar við Íslandshótel hf. sé trúnaðarmál milli aðila samkvæmt ákvæði í samningnum þar um. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi SÍ og ÍH komi fram að hann skuli vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Synjun SÍ er annars byggð á því að ef kærandi fengi aðgang að samningnum ylli það tjóni fyrir ÍH þar sem ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg kjör og finnast fyrir í samningnum við SÍ, sem séu hagstæðari en gengur og gerist.<br /> <br /> Svo sem fram kemur í gögnum málsins var samningur SÍ við ÍH gerður við sérstakar aðstæður í skugga heimsfaraldurs kórónuveirunnar vegna brýnnar þarfar stjórnvalda að tryggja aðgang að sóttkvíarhótelum til að draga úr útbreiðslu Covid-19. Að mati úrskurðarnefndarinnar er einmitt mikilvægt að hafa í huga að samningurinn er afurð ástands í samfélaginu sem er svo til án fordæma, og hefði ekki verið gerður í eðlilegu árferði. Samningurinn ber þess augljóslega merki, enda kemur m.a. fram í honum að hann sé gerður í neyðarskyni að ósk heilbrigðisyfirvalda vegna aðsteðjandi ógnar vegna kórónuveirufaraldursins. Úrskurðarnefndin telur það því mjög langsótt að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg verð og fram kom í samningnum, yrði hann afhentur kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur í ljósi framangreinds að hagsmunir kæranda af því að fá samninginn afhentan vegi þyngra en hagsmunir ÍH af því að samningnum verði haldið leyndum. Verður í því samhengi að líta til þess að samningur SÍ og ÍH virðist hafa verið gerður án þess að afla samþykkis kæranda og að hann er ekki í samræmi við leigusamning kæranda við FHR. Þá er kæranda er ekki unnt að rifta leigusamningi við FHR þar sem félagið er í greiðsluskjóli.<br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að þótt það hafi ef til vill ekki jafn mikla þýðingu og ef um aðgang kæranda færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, þá er með samningi SÍ og ÍH verið að ráðstafa miklum opinberum fjármunum, sem kærandi getur eftir atvikum átt rétt á að kynna sér.<br /> <br /> Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin hins vegar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama aðgang, enda byggist 14. gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem almenningur hefur ekki. Opinber birting upplýsinga sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann að varða við lög, þótt aðgangur sé honum heimill á grundvelli upplýsingalaga, en um slíkt gilda almennar reglur.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að SÍ hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningnum á grundvelli einkahagsmuna ÍH, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var ekki byggð á 10. gr. upplýsingalaga, en í umsögn stofnunarinnar er gefið til kynna að það varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins að samningnum sé haldið leyndum með vísan til 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga. Ákvæðið endurspeglar 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ákveðin skörun er við 3. tölul. í 5. tölul. sömu greinar, sem varðar fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.<br /> <br /> Sambærileg ákvæði gilda þegar um aðgang fer samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, en í 2. tölul. 2. mgr. greinarinnar segir að ákvæði um aðgang aðila að gögnum gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr.<br /> <br /> Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, kemur fram um 3. tölul. að undir ákvæðið falli einvörðungu þær upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Um 5. tölul. segir að við mat á því hvort ákvæðið eigi við um upplýsingar sé gert ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> SÍ hafa metið það svo að verði almenningi veittur aðgangur að samningi stofnunarinnar við ÍH, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríkir milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til boða, sem mun þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á þessi sjónarmið og telur vandséð hvernig það að samningurinn yrði afhentur kæranda hefði þau áhrif að SÍ yrði ekki lengur unnt að afla sérhæfðrar hótelþjónustu fyrir þau sem þurfa að vera í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að 3. tölul. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að samningur SÍ við Íslandshótel hf. verði afhentur kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita A lögmanni, f.h. Íþöku fasteigna ehf., aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf., dags. 12. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1073/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Kærandi óskaði eftir gögnum um hlutabótaleið stjórnvalda hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin afhenti kæranda hluta af gögnunum en taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að verða við beiðni um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur og heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af svörum Vinnumálastofnunar yrði ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar lægju upplýsingarnar fyrir og að þær væri unnt að kalla fram með tiltölulega einföldum hætti. Ekki yrði séð að vinna við samantekt gagnanna væri frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefðust almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1073/2022 í máli ÚNU 21060002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 6. janúar 2021 kærði A, fréttamaður á RÚV, afgreiðslutafir Vinnumálastofnunar á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Vinnumálastofnunar, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. <br /> <br /> Þann 6. janúar 2021 hafði erindinu ekki verið svarað og kærði kærandi þá afgreiðslutafirnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi, dags. 7. janúar 2021, beindi úrskurðarnefndin því til Vinnumálastofnunar að taka beiðnina til afgreiðslu hið fyrsta, eða í síðasta lagi 21. janúar, og birta ákvörðun sína bæði fyrir kæranda og nefndinni. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 4. febrúar 2021.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2021, afgreiddi Vinnumálastofnun beiðni kæranda og veitti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hefðu lækkað starfshlutfall hjá starfsfólki sem hefði sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. Þá sagðist Vinnumálastofnun ekki halda utan um eða taka saman heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda væru atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Að lokum var beðist velvirðingar á þeim drætti sem varð á svörum stofnunarinnar. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Vinnumálastofnunar. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. maí 2021, lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Vinnumálastofnunar á beiðni hans um upplýsingar ekki fullnægjandi. Í því sambandi tók kærandi fram að hann teldi þær upplýsingar sem veittar voru ekki vera í samræmi við gagnabeiðni hans eins og hún var sett fram og óskaði kærandi því eftir að málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar yrði fram haldið.<br /> <br /> Þann 4. júní 2021 óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Vinnumálastofnun upplýsti nefndina um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kynnu að falla undir beiðni kæranda en hefðu ekki verið afhent. Úrskurðarnefndin tók fram að ef einhver slík gögn lægju fyrir og stofnunin teldi þau undirorpin þeim takmörkunum á aðgangsrétti almennings, sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, væri óskað eftir rökstuðningi stofnunarinnar þess efnis.<br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar, dags. 7. júní 2021, kemur fram að stofnunin hafi veitt kæranda upplýsingar um þau fyrirtæki sem lækkað hafi starfshlutfall hjá starfsfólki sínu sem sótt hafi um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli, í samræmi við 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Á grundvelli þessa ákvæðis hafi Vinnumálastofnun tekið saman lista yfir fyrirtæki sem nýtt hafi úrræðið. Þá er tekið fram að stofnunin haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Þá haldi stofnunin ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli og þar að auki geti fjöldi starfsmanna verið breytilegur. Þá telji Vinnumálastofnun sér ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Með vísan til framangreinds hafi stofnunin afhent kæranda allar þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun sé skylt að afhenda honum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júní 2021 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi þess sem þar kom fram. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. ágúst 2021, kemur fram að kærandi hafi ekki óskað eftir samtölum eða samantekt, heldur eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á tilteknar staðreyndir máls, þ.e. hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. Þá telji kærandi að sérstakt lagaákvæði um heimild til að birta lista opinberlega girði ekki fyrir mögulegan rýmri upplýsingarétt almennings og vísar í því sambandi til niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020. Að lokum telji kærandi að úrskurðarnefndin verði, áður en lengra sé haldið, að skora á Vinnumálastofnun að upplýsa um hvort gögn sem geti varpað ljósi á þessar staðreyndir séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni eða ekki, og að þau verði þá afhent nefndinni í trúnaði.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. desember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Úrskurðarnefndin benti á að hún hefði í úrskurðaframkvæmd sinni lagt til grundvallar að þegar beiðni næði samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum væri ekki sjálfgefið að unnt væri að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur bæri stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óskaði aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna svo hann gæti tekið afstöðu til þess hvort hann vildi fá þau afhent, í samræmi við 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020. Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um það hvort gögn sem geymdu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru fyrirliggjandi og, ef svo væri, með hvaða hætti þau væru geymd hjá stofnuninni. Sömuleiðis óskaði nefndin eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort eitthvað stæði í vegi fyrir því að kærandi fengi afhent slík gögn en nefndin óskaði eftir því að fá þessar upplýsingar sem fyrst eða í síðasta lagi 13. desember. Úrskurðarnefndin ítrekaði beiðni sína tvívegis, 14. og 30. desember 2021.<br /> <br /> Í svari Vinnumálastofnunar, dags. 4. janúar 2022, er beðist afsökunar á töfum sem orðið hafi á svörum. Vísað er í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tekið fram að Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Fjöldi starfsmanna einstaka fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli sé þar að auki breytilegur. <br /> <br /> Varðandi fyrirspurn nefndarinnar um það hvort gögn sem geymi þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu fyrirliggjandi og með hvaða hætti þau séu geymd hjá stofnuninni segir Vinnumálastofnun að atvinnuleysistryggingar á móti minnkuðu starfshlutfalli séu greiddar til einstaklinga. Stofnunin haldi utan um heildarfjölda einstaklinga sem starfi á minnkuðu starfshlutfalli á móti hlutabótum. Þau gögn séu hvorki flokkuð né afmörkuð við tiltekna atvinnurekendur. Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarupphæðir bóta sem greiddar hafi verið út til starfsmanna tiltekinna fyrirtækja. Þau gögn sem kærandi óski eftir liggi því ekki fyrir í þeirri mynd sem óskað er, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. <br /> <br /> Í svarinu segir jafnframt að söfnun þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir kalli á aðgang að gagnagrunni atvinnuleysistrygginga hjá stofnuninni og vinnslu með upplýsingar um einstaklinga og greiðslur til þeirra. Svo víðtæk afhending feli í sér vinnslu upplýsinga um þá einstaklinga sem hafi sótt um greiðslu atvinnuleysistrygginga á móti minnkuðu starfshlutfalli. Vinnumálastofnun telji óheimilt að veita slíkar upplýsingar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá telji stofnunin að ákvæði 11. gr. laganna um aukinn aðgang leiði ekki til þess að stofnuninni beri að veita umbeðnar upplýsingar. Gögnin snerti einkahagsmuni skjólstæðinga Vinnumálastofnunar, sem ekki hafi veitt samþykki sitt fyrir því að veittur verði aukinn aðgangur að umræddum upplýsingum, sem telja verði eðlilegt og sanngjarnt að farið sé leynt með, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna og athugasemdir með 11. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Vinnumálastofnun beri þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum á grundvelli stjórnsýslulaga. Þar að auki telji Vinnumálastofnun að sjónarmið byggð á 7. gr. stjórnsýslulaga, sem vísað sé til í erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, séu máli þessu óviðkomandi enda geti kvartandi í málinu ekki talist aðili að stjórnsýslumáli þeirra sem óskað sé eftir upplýsingum um.<br /> <br /> Svar Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi þess, áður en málið yrði tekið fyrir. Í athugasemdum kæranda segir að kjarni málsins sé sá að óskað sé eftir „gögnum sem varpi ljósi á“ tiltekin atriði. Ekki sé því óskað eftir tilteknu skjali. Af svörum Vinnumálstofnunar megi ráða að upplýsingar sem varpi ljósi á þau tilteknu atriði sem talin eru upp í fyrirspurninni séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni, þótt upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman sérstaklega. Vinnumálastofnun geti, ef því er að skipta, einfaldlega afhent upplýsingarnar eins og þær komi fyrir og lagt á kæranda þá vinnu að taka þær saman svo þær svari þeim spurningum sem hann hafi. Kærandi vísar þessu til stuðnings í erindi úrskurðarnefndarinnar til Vinnumálastofnunar, dags. 3. desember 2021, þar sem segir að þegar óskað sé upplýsinga sem nauðsynlegt sé að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum sé ekki sjálfgefið að stjórnvald geti synjað beiðni heldur beri að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Þá segir kærandi að eftir því sem upplýsingar séu æ oftar einungis geymdar í gagnagrunnum opinberra stofnana verði auðveldara að synja gagnabeiðni blaðamanns einfaldlega á þeim forsendum að upplýsingarnar séu ekki til samanteknar í hefðbundnu skjallegu formi. Slíkar synjanir séu til þess fallnar að skerða upplýsingarétt almennings, einfaldlega vegna þess að tækninni hafi farið fram. Samanber umfjöllun úrskurðarnefndarinnar undir 2. tölulið í niðurstöðukafla úrskurðar nr. 918/2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða ljósmæður voru á vakt á fæðingardeild Landspítalans á tilteknum tíma. Í úrskurðinum sé meðal annars fjallað um tækniþróun, varðveislu gagna í stafrænum gagnagrunnum og það viðmið að gögn teljist fyrirliggjandi geti stjórnvöld með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lúti að. Kærandi telur sömu sjónarmið eiga við í þessu máli og að útprentun úr gagnagrunni Vinnumálastofnunar falli því ekki undir undanþáguákvæði 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vísar kærandi einnig í úrskurð nefndarinnar nr. 880/2020, þar sem fjallað var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á tilteknum upplýsingum en úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Fjársýslunni að gögnin væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda kynnu þær „að vera aðgengilegar hjá stofnuninni með því einfaldlega að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar.“<br /> <br /> Að lokum áréttar kærandi að hann óski eftir upplýsingum um ráðstöfun tuga milljarða króna úr ríkissjóði og að upplýsingaréttur almennings sé því sérstaklega ríkur. Hér reyni á 3. tölul. markmiðsákvæðis 1. gr. upplýsingalaga, um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum.<br /> <br /> Með símtali, þann 26. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari útskýringum frá Vinnumálastofnun varðandi gagnagrunn stofnunarinnar, vistun þeirra frumgagna sem gætu heyrt undir gagnabeiðni kæranda og hvernig stofnunin kallaði fram þær upplýsingar sem birtar hefðu verið um fjölda fyrirtækja sem nýttu umrætt úrræði. Samkvæmt skýringum stofnunarinnar væru það aðilar í tæknideild stofnunarinnar sem framkvæmdu þá vinnslu að kalla fram nöfn fyrirtækja og heildarfjölda einstaklinga sem þiggja hlutabætur. Ef kalla ætti fram nánari upplýsingar, svo sem hversu margir starfsmenn væru hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og fjárhæðir sem greiddar hefðu verið vegna hvers fyrirtækis yrði það mun flóknari vinnsla sem ekki hefði verið ráðist í hjá stofnuninni fram að þessu. <br /> <br /> Þann 14. mars funduðu fulltrúar úrskurðarnefndarinnar með starfsmönnum Vinnumálastofnunar meðal annars til þess að afla frekari upplýsinga um það hvernig vistun gagnanna og vinnslu væri háttað. Á fundinum kom fram að þó nokkur fyrirtæki hefðu endurgreitt, að fullu eða hluta, bætur sem starfsmenn þeirra fengu. Þannig gætu upplýsingar um bótagreiðslur í gagnagrunni stofnunarinnar verið rangar eða villandi einar og sér. Hins vegar væri hægt að sækja upplýsingar um endurgreiðslurnar úr bókhaldskerfi stofnunarinnar og keyra saman eða stemma af þannig að niðurstaðan gæfi rétta mynd af bótagreiðslum. Aðspurður um tíma sem slík úttekt gæti tekið sagðist starfsmaður Vinnumálastofnunar áætla innan við dagsverk. Vinnumálastofnun ítrekaði að stofnunin gæti ekki veitt upplýsingar um fyrirtæki með færri en sex starfsmenn þar sem gæta þyrfti að trúnaði og vísaði um það til 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér svokallaða hlutabótaleið, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig.<br /> <br /> Vinnumálastofnun afhenti kæranda lista með upplýsingum um þau fyrirtæki sem nýttu úrræðið en tók fram að hún héldi ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur né héldi stofnunin utan um heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Vinnumálastofnun taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, 636/2016 og 809/2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svörum Vinnumálastofnunar verður þó ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar liggi í raun fyrir upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafi nýtt hlutabótaleiðina, hversu margir starfsmenn hjá hverju fyrirtæki fyrir sig hafi þegið hlutabætur og hversu háar fjárhæðir hafi verið greiddar vegna hvers fyrirtækis. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda enda byggði synjun Vinnumálastofnunar á beiðni kæranda á því að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Vinnumálastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem farið verði yfir gögnin, sem vissulega liggja fyrir hjá stofnuninni og innihalda upplýsingar sem óskað var eftir, með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að tilteknar upplýsingar í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti, líkt og vikið var að í svar stofnunarinnar við erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin þó á að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Vinnumálastofnun bregðist við án tafar og afgreiði upplýsingabeiðnina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Afgreiðsla Vinnumálastofnunar, dags. 2. mars 2021, á beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1072/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Kærðar voru tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1072/2022 í máli ÚNU 22020007.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 16. febrúar 2022, kærði A tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um rökstuðning og gögn máls í tengslum við ráðningu í starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Rangárþingi eystra og veita sveitarfélaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. VISS starfar m.a. á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, auk tengdra reglugerða. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 16. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1071/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem vörðuðu málefni látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar byggði á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin leysti úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, hún taldi hvorki að forsendur væru til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum vegna einkahagsmuna konunnar né að gögnin gætu talist vinnugögn í raun og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1071/2022 í máli ÚNU 21070012. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. júlí 2021, kærði A synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis (Reykjavíkurborgar) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kæru segir að B, sambýliskona kæranda, hafi verið sjúklingur og fengið heimahjúkrun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hafi að lokum verið lögð inn á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún dvaldi þegar hún lést. Kærandi segir að í janúar 2020 hafi starfsmaður frá heimahjúkrun komið á heimili þeirra og hafi látið B skrifa nafn sitt á bréf án þess að hún fengi að lesa efni bréfsins. Starfsmaðurinn hafi farið með bréfið í burtu án heimildar kæranda eða sambýliskonu hans. Viku síðar hafi þeim borist bréf frá Reykjavíkurborg þar sem B var þakkað fyrir umsókn sína um varanlega stofnun fyrir sig sjálfa.</p> <p>Kærandi segir þetta „skjalafals“ og að hún hafi aldrei sótt um vist á neinu hjúkrunarheimili. Kæranda gruni að hjúkrunarfræðingurinn hafi notað þetta falsaða bréf til þess að leggja B inn á Skjól í nóvember 2020. Kærandi kveðst hafa rætt við yfirmanneskju heimahjúkrunar sem hafi beðist afsökunar og sagt að ekki hefði verið rétt staðið að því að fá undirskrift B. Í kæru gerir kærandi alvarlegar athugasemdir við meðferð sambýliskonu sinnar og að hann hafi ekki fengið neinu ráðið um það að hún hafi verið lögð inn á hjúkrunarheimili. Hann telur aðgerðarleysi lækna þar hafa kostað hana lífið og gagnrýnir að hafa ekki fengið upplýsingar um meðferð hennar.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 23. júní 2021, við upplýsingabeiðni kæranda segir að umbeðin gögn verði ekki afhent enda sé samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem eigi í hlut.</p> <p>Kærandi kveðst eiga rétt á að vita allan sannleikann frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um það hverjir báru ábyrgð á afdrifum hennar. Það eigi ekki að hlífa fólki sem noti aðstöðu sína til að eyðileggja líf annarra eins og gert hafi verið við hann og sambýliskonu hans. Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna þessa þann 20. maí 2021.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 20. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2021. Þar segir að Reykjavíkurborg hafi borið að synja beiðni kæranda í heild sinni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þar að auki hefði hluti gagnanna verið vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin afhendingarskyldu. Hvað varðar vitjanir frá heimahjúkrun segir Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar séu skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hafi ekki aðgang að umræddum upplýsingum og séu þær því ekki fyrirliggjandi og þar með ekki afhendingarskyldar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vekur Reykjavíkurborg athygli á því að kærandi geti óskað eftir upplýsingum um sjálfan sig á grundvelli III. kafla upplýsingalaga og/eða á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. september 2021, segir að svar Reykjavíkurborgar sé útúrsnúningur og beiðni hans sé hafnað eins og áður. Þá sé sagt að um einkamál látins einstaklings sé að ræða þegar þeir tali um sambýliskonu hans til 24 ára. Að neita honum um svör um afdrif hennar sé ólöglegt. Í athugasemdum fer kærandi yfir veikindi og meðferð sambýliskonu sinnar, líkt og í kæru, en hann segist aldrei hafa fengið svör varðandi þá atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda andláts hennar. Það sem hún hafi lent í hafi verið mannrán, það hafi verið framinn glæpur og mannréttindabrot. Þeir sem brjóti mannréttindi á öðrum eigi ekki að fela sig á bak við persónuverndarlög. Kærandi vill að úrskurðarnefndin upplýsi hann um nöfn þeirra aðila sem brutu gegn honum og B. Kærandi sendi úrskurðarnefndinni annað erindi, dags. 18. október 2021, þar sem hann ítrekaði sjónarmið sín og kröfur í málinu.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem varða mál B, látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda byggði í fyrsta lagi á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Að lokum benti Reykjavíkurborg á að upplýsingar um vitjanir frá heimahjúkrun væru skráðar í sjúkraskrár í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hefði ekki aðgang að þeim upplýsingum og þær teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Við meðferð málsins afhenti Reykjavíkurborg úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Greinargerð – heimaþjónustumat, dags. 19. október 2017.</li> <li>Skýrslu viðbragðsteymis, 17. mars 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 13. maí 2020.</li> <li>Svar við umsókn um heimaþjónustu, dags. 13. júlí 2020.</li> <li>Tölvupóstsamskipti, dags. 30. nóvember 2020.</li> <li>Bréf, dags. 2. desember 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 3. desember 2020.</li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni gagnanna en þar er fyrst og fremst um að ræða upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar við kæranda og sambýliskonu hans og samskipti kæranda sjálfs við starfsmenn Reykjavíkurborgar vegna þessa. Í greinargerðinni (skjali nr. 1) er fjallað um heilsufar þeirra beggja og heilbrigðisþjónustu sem B var veitt á heimili þeirra. Í skýrslunni (skjali nr. 2) er fjallað um heimilisaðstæður þeirra, þjónustu viðbragðsteymis Reykjavíkurborgar og samskipti starfsmanna við kæranda. Í dagál frá 13. maí 2020 (skjali nr. 3) er fjallað um símtal við kæranda. Í svari við umsókn um heimaþjónustu (skjali nr. 4), er fjallað um þá heimaþjónustu sem samþykkt var að B yrði veitt. Í tölvupóstsamskiptum (skjali nr. 5) er fjallað um húsaleigusamning kæranda og B við Félagsbústaði. Bréf frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, dags. 2. desember 2020, (skjal nr. 6) varðar ýmis mál tengd fjárhagsstöðu en viðtakandi bréfsins er kærandi sjálfur. Í dagál frá 3. desember 2020 (skjali nr. 7) er fjallað um símtal við kæranda.</p> <p>Í 1. mgr. 14. gr. segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 895/2020, 898/2020, 903/2020, 910/2020 og 918/2020.</p> <p>Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdum:</p> <p>„Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“</p> <p>Gögnin sem úrskurðarnefndin fékk afhent frá Reykjavíkurborg varða kæranda sjálfan enda er þar beinlínis fjallað um samskipti hans við Reykjavíkurborg, um heilsu hans og heimilisaðstæður, fyrir utan skjal nr. 4 sem varðar heimaþjónustu við B. Þar sem kærandi var sambýlismaður hennar verður það skjal þó einnig talið varða hann með þeim hætti að hann verði talinn hafa sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingunum. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í heild samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá kemur til skoðunar hvort aðgangur hans að gögnunum verði að einhverju leyti takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. en Reykjavíkurborg vísaði til einkahagsmuna látinnar sambýliskonu kæranda í því sambandi. Úrskurðarnefndin tekur fram að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016 og 703/2017. Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum eru vissulega upplýsingar um heilsufar og félagslegar aðstæður B sem gætu talist til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni. Hins vegar felur 3. mgr. 14. gr. í sér að vega verður og meta þá hagsmuni sem togast á hverju sinni en ljóst er að í gögnunum sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent eru engar upplýsingar um málefni konunnar sem kærandi hefur ekki nú þegar enda fjallaði hann ítarlega um sömu atriði í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þannig eru ekki fyrir hendi þeir hagsmunir sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga er ætlað að vernda og eru því ekki forsendur til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum á þeim grundvelli.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur haldið því fram að hluti umbeðinna gagna sé undanþeginn upplýsingarétti kæranda þar sem þau séu vinnugögn, í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í fylgibréfi með gögnunum sem afhent voru úrskurðarnefndinni var tekið fram að gögn nr. 1-3 og 7 teldust vinnugögn.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gilda samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. upplýsingalaga og samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Þau skjöl sem Reykjavíkurborg taldi til vinnugagna eru í fyrsta lagi greinargerð vegna heimaþjónustumats, dags. 19. október 2017. Í öðru lagi er um að ræða skýrslu viðbragðsteymis, dags. 7. mars 2020, þar sem heimilisaðstæðum er lýst og samskiptum starfsmanna við kæranda vegna þjónustu þeirra við hann. Að lokum eru tveir „dagálar“, dags. 13. maí og 3. desember 2020, sem eru skráningar á símtölum, þar sem starfsmaður Reykjavíkurborgar hringir í kæranda og skráir efni símtalsins. Þessi gögn fela í raun í sér skráningu og lýsingu á atvikum og staðreyndum en ekki beinlínis undirbúning ákvörðunar. Í gögnunum er ekki fjallað um hugsanleg viðbrögð eða vangaveltur starfsmanna um það hvernig meðferð málsins verði háttað. Þannig geta skjölin ekki talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að afhenda kæranda umbeðin gögn. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum sem varða mál látinnar sambýliskonu hans, B, hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1070/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Nefnd um eftirlit með lögreglu synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að ákvörðun nefndarinnar í máli sem varðaði starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Úrskurðarnefndin taldi kvörtunina tengjast sakamálarannsókn sem enn væri í gangi og væri hún þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu væri gagn sem tengdist málefnum starfsmanna í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin að þær upplýsingar sem fram kæmu í ákvörðuninni yrðu ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Loks væri í ákvörðuninni ekki að finna upplýsingar um einkahagsmuni viðkomandi starfsmanna sem óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var nefnd um eftirlit með lögreglu því gert að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni í heild sinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1070/2022 í máli ÚNU 21070009.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL), dags. sama dag, á beiðni kæranda um aðgang að 1) ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu og 2) kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Synjunin var á því byggð að hvorki ákvarðanir NEL né kvartanir til nefndarinnar væru afhentar óviðkomandi þriðju aðilum. Nefndin væri bundin þagnarskyldu á grundvelli lögreglulaga.</p> <p>Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 14. júlí 2021, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn NEL, dags. 29. júlí 2021, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <p>Í samræmi við hlutverk nefndarinnar fái hún gögn sem oft varða sakamál sem ýmist er lokið eða eru enn til rannsóknar. Þá geti ákvarðanir nefndarinnar leitt til þess að starfsmannamál hefjist hjá lögreglu eða héraðssaksóknara eða eftir atvikum rannsókn sakamáls. Gögnin sem nefndin hefur undir höndum séu því í eðli sínu viðkvæm og því hafi nefndin þá reglu að afhenda aðilum máls aðeins þau gögn sem stafa frá nefndinni en ekki gögn sem stafa frá lögreglu. Er aðilum máls því bent á viðkomandi embætti um gögn sem stafa frá embættunum.</p> <p>Þá hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli.</p> <h3>Ákvörðun um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu.</h3> <p>Synjun NEL um aðgang að ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu styðst við 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 7. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 7. gr. komi fram að lögin taki ekki til gagna í málum sem m.a. varða framgang í starfi. Ljóst sé að ef gerðar eru aðfinnslur við störf tiltekinna starfsmanna geti slíkt haft áhrif á framgang í starfi. Því sé NEL heimilt að takmarka aðgang kæranda að ákvörðun nefndarinnar.<br /> Þar að auki telur nefndin rétt að takmarka aðgang almennings að gögnum er varða einkahagsmuni og málefni starfsmanna lögreglu í starfi sérstaklega í þeim tilvikum er háttsemi starfsmannanna sem um ræðir gæti falið í sér ámælisverða háttsemi sem fellur undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.</p> <p>Nefndin bendir á að meðferð málsins sé hvorki lokið af hálfu lögreglustjóra né af hálfu nefndarinnar. Hafi þriðji aðili fengið afrit af ákvörðun nefndarinnar afhent frá öðrum en nefndinni sjálfri breyti slíkt engu um þá afstöðu nefndarinnar að afhenda ekki gögn öðrum en eingöngu aðilum máls.</p> <p>Að síðustu bendir nefndin á að í ákvörðuninni komi fram trúnaðarupplýsingar um umrætt lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <h3>Kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu.</h3> <p>Að því er varðar kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist kvörtunin sakamálarannsókn sem enn sé í gangi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Í ljósi þess sé ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu gagnanna, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Fallist úrskurðarnefndin ekki á framangreinda afstöðu NEL, telji nefndin æskilegt að kanna afstöðu þess sem kvörtunin stafar frá til afhendingar gagnanna, þar sem ljóst sé að í gögnunum er að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kunni að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kæranda var kynnt umsögn NEL með erindi, dags. 8. ágúst 2021. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. ágúst sama ár, bendir kærandi á að nefnd um störf dómara birti úrskurði sína reglulega á vef Dómstólasýslunnar. Hið sama eigi að gilda um NEL. Varðandi fullyrðingu í umsögn NEL um að kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist sakamálarannsókn sem enn sé í gangi tekur kærandi fram að miðað við yfirlýsingu á vef Samherja tengist kvörtunin afmörkuðum anga af þeirri rannsókn sem leyst hafi verið úr fyrir dómstólum.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá embætti héraðssaksóknara varðandi kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Með erindi, dags. 24. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi ákvörðun NEL nr. 38/2021. Svör héraðssaksóknara bárust 19. janúar og svör lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust 24. janúar. Þau verða rakin í niðurstöðukafla þessa úrskurðar.</p> <p>Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 24. janúar 2022, eftir afstöðu kvartanda til NEL í Samherjamálinu til afhendingar gagnsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Afstaðan hans barst ekki.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu, dags. 1. febrúar 2021.</p> <p>Bæði ákvörðun nr. 38/2021 og kvörtun til NEL tengjast rannsóknum sakamála, annars vegar Ásmundarsalarmálinu og hins vegar Samherjamálinu. Í niðurlagi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2021, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar hefur nefndin litið svo á að undir ákvæðið falli skjöl og önnur gögn sem séu eða verði að öllum líkindum til skoðunar við rannsókn lögreglu eða annars handhafa ákæruvalds á ætluðum refsiverðum brotum. Þá hefur úrskurðarnefndin áskilið sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn sakamáls og þá skipti m.a. máli hvort ætla megi að gögnin verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði upplýsinga frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara um tengsl ákvörðunar nr. 38/2021 og kvörtunarinnar til NEL við rannsókn hvors sakamáls um sig. Bæði stjórnvöld fara með ákæruvald skv. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Í svari lögreglunnar kom fram að ákvörðun NEL nr. 38/2021 hefði hvorki verið hluti af gögnum málsins né sakarmati við rannsókn í Ásmundarsalarmálinu. Í svari héraðssaksóknara kom fram að NEL hefði sent embættinu afrit af kvörtuninni og að hún væri vistuð meðal rannsóknargagna málsins af því tilefni. Fylgiskjöl kvörtunarinnar væru gögn úr rannsókn málsins og tölvupóstssamskipti sem tilheyrðu málinu. Í kvörtuninni væru talin upp atriði sem vörðuðu málsmeðferð sakamálsins sem og upplýsingar úr gögnum rannsóknarinnar. Rannsókn málsins væri ekki lokið.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ákvörðun nr. 38/2021 varði ekki rannsókn eða saksókn sakamáls með þeim hætti að hún skuli undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Um aðgang að henni fer því samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Öðru máli gegnir hins vegar um kvörtun til NEL, dags. 1. febrúar 2021. Með hliðsjón af framangreindum skýringum héraðssaksóknara lítur úrskurðarnefndin svo á að hún varði rannsókn þess máls með þeim hætti að kvörtunin sé undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Er því óhjákvæmilegt að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni um ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 styðst að mestu við 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðun NEL „að öðru leyti“.</p> <p>Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <p>„Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.“</p> <p>Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <p>„Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“</p> <p>Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021. Meðal hlutverka NEL skv. 35. gr. a lögreglulaga er að taka til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Nefndin skal taka rökstudda afstöðu til hinnar ætluðu aðfinnsluverðu starfsaðferðar eða framkomu og senda viðeigandi embætti kvörtun til frekari meðferðar ef tilefni er til. Nefndin skal fylgjast með meðferð viðkomandi embættis á erindum sem stafa frá henni og embætti sem fá til meðferðar kvartanir sem heyra undir nefndina skulu tilkynna henni um niðurstöður þeirra. Fyrir liggur að NEL taldi tilefni til að senda þátt málsins sem varðaði háttsemi þeirra lögreglumanna sem til umfjöllunar eru í ákvörðun nefndarinnar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 3. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, svo sem einnig hefur verið greint frá í fjölmiðlum.</p> <p>Í almennum athugasemdum í frumvarpi til laga nr. 62/2016 um breytingar á lögreglulögum, nr. 90/1996, segir að kæra á hendur starfsmanni lögreglu og kvörtun borgara vegna samskipta við lögreglu geti leitt til málsmeðferðar samkvæmt starfsmannalögum. Það sé hins vegar hlutverk lögreglustjóra að fara með yfirstjórn starfsmannamála, hvers í sínu umdæmi. Hið sama eigi við um ríkislögreglustjóra. Það er í samræmi við það sem fram kemur í athugasemdum við 2. gr. frumvarpsins um að ekki sé gert ráð fyrir því að nefndin taki beinan þátt í meðferð máls sem hún beinir annað. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir að hlutaðeigandi embætti sem máli er beint til sé bundið af athugasemdum eða tillögum nefndarinnar.<br /> Að framangreindu virtu er ljóst að NEL tekur sjálf ekki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, ákvarðanir á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eða ákvarðanir um aðfinnslur. Ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 telst því ekki vera gagn í máli sem varðar starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðuninni „að öðru leyti“, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki með réttu byggt á því ákvæði til stuðnings synjun um aðgang kæranda að ákvörðuninni.</p> <h2>3.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni kæranda um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 er að öðru leyti byggð á því að ákvörðunin innihaldi trúnaðarupplýsingar um viðkomandi lögreglumál sem NEL sé bundin þagnarskyldu um skv. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Þá komi fram í ákvörðuninni upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir að því leyti að háttsemi þeirra í málinu kunni að hafa talist ámælisverð.</p> <p>Í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga segir að nefndin sé bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta. Í 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, segir eftirfarandi um þagnarskyldu ákærenda, þar á meðal lögreglustjóra:</p> <p>„Ákærendur eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða eðli máls.“</p> <p>Í athugasemdum við 4. mgr. 18. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er vísað til 22. gr. lögreglulaga, en hið síðarnefnda ákvæði var samhljóða 4. mgr. 18. gr. áður en því var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Eftir breytinguna er nú hvað varðar þagnarskyldu lögreglumanna í 22. gr. lögreglulaga vísað einungis til X. kafla stjórnsýslulaga. Í athugasemdum við 22. gr. lögreglulaga í frumvarpi því sem varð að lögunum segir um upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar að „mikilvægt [sé] að haldið sé leyndum upplýsingum um vissa þætti í starfsemi lögreglu og um skipulagningu og útfærslu einstakra lögregluaðgerða. Að öðrum kosti [sé] óvíst um árangur af þeim“.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, að því er varðar upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar. Á það við bæði um lögreglustjóra og nefnd um eftirlit með lögreglu, sbr. það sem segir í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga um að nefndin sé bundin þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021 með hliðsjón af því hvort hún innihaldi upplýsingar sem kunni að falla undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála. Ákvörðunin inniheldur að miklu leyti umfjöllun um verklag lögreglunnar í samskiptum við fjölmiðla og hvort miðlun upplýsinga í þessu tiltekna máli hafi verið í ósamræmi við það verklag, í ljósi þess að fjölmiðlum reyndist unnt að persónugreina einstakling sem tilgreindur var í dagbókarfærslu lögreglunnar sem afhent var fjölmiðlum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þær upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, enda ekki hægt að líta svo á að um sé að ræða upplýsingar um starfshætti lögreglu eða fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, sem mikilvægt er að sé haldið leyndum.</p> <p>Nefnd um eftirlit með lögreglu telur einnig að ákvörðunin innihaldi upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi þeirra „geti talist ámælisverð“, svo sem segir í ákvörðuninni. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar séu ekki þess efnis að þær falli undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, eigi við. Er þá m.a. til þess að líta að NEL slær því ekki föstu að háttsemin hafi verið ámælisverð. Þá telur úrskurðarnefndin að upplýsingar af þessu tagi séu þess eðlis að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær. Einnig verður að líta til 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga, sem NEL er óumdeilanlega bundin af, en þar segir að undir þagnarskyldu falli ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda. Loks má líta til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem segir að við mat á því hvort upplýsingar varði einkahagsmuni einstaklings þurfi að líta til þess hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Úrskurðarnefndin telur viðkomandi upplýsingar ekki svo viðkvæmar að það réttlæti að takmarkaður sé aðgangur að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé að finna í ákvörðun NEL nr. 38/2021 aðrar upplýsingar sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Verður því NEL gert að afhenda kæranda ákvörðunina.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu, dags. 14. júlí 2021, að synja A um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að veita A aðgang að ákvörðuninni.</p> <p>Að öðru leyti er kæru, dags. 14. júlí 2021, vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p> |
1069/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Kærandi hafði fengið afhent nokkuð af gögnum og Reykjavíkurborg fullyrti að engin frekari gögn væru fyrirliggjandi. Eins og atvikum málsins var háttað taldi úrskurðarnefndin ekki um að ræða synjun um aðgang að gögnum og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1069/2022 í máli ÚNU 21070004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði húsfélagið Vatnsholti 4 afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni félagsins um afrit af gögnum.</p> <p>Með erindi til Reykjavíkurborgar, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir gögnum varðandi úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Í fyrsta lagi var óskað eftir öllum gögnum varðandi meðferð og ákvarðanatöku við undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu. Sérstaklega var óskað eftir gögnum sem varða málsmeðferð vegna ákvarðanatökunnar, þ.m.t. fundargerða um fundi þar sem skipulagsbreytingarnar voru til meðferðar, gögn sem varða vilyrði um lóðarúthlutun til tiltekinna aðila, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins við vilyrðishafa/lóðarhafa, og gögn sem varða samskipti aðila sem hyggjast byggja á reitnum við skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í öðru lagi var óskað eftir öllum gögnum er varða málsmeðferð vegna ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins, þ.e. samskipti, bréf og dagbókarfærslur, auk lista yfir málsgögn. Í þriðja lagi var óskað eftir afhendingu gagna og samskipta borgarinnar við aðila er varða afgreiðslu á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020, þar sem samþykkt var umsögn skipulagsfulltrúa um að lengja svalir út á byggingareit K4, lengja hámark einstakra kvista og um fjölgun bílastæða.</p> <p>Þegar beiðnin hafði ekki verið afgreidd þann 14. apríl 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem óskar eftir upplýsingum heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs, hafi beiðnin ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afgreiddi Reykjavíkurborg loks beiðni kæranda og afhenti nokkuð af gögnum.</p> <p>Í erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2021, lýsti kærandi því að hann teldi afhendinguna ófullnægjandi, þrátt fyrir að hún væri viðamikil, þá væri ekki um að ræða öll þau gögn sem óskað hefði verið eftir, þ.e. það sem var tiltekið sérstaklega í gagnabeiðninni, nema e.t.v. að einhverju leyti gögn varðandi ákvarðanatöku við skipulagsbreytingar. Kærandi taldi önnur gögn vanta og að einungis hefðu verið afhent gögn sem áður hefðu verið gerð opinber. Ekki hafi verið afhentir póstar með svörum fulltrúa borgarinnar eða þeirra innbyrðis samskipti. Þessu hafi ekki fylgt skýringar. Því óskaði kærandi eftir að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 2. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Þann 16. júlí 2021 sendi Reykjavíkurborg kæranda og úrskurðarnefndinni frekari gögn. Í meðfylgjandi erindi sagði að öll fyrirliggjandi gögn sem talið væri að féllu undir beiðni kæranda hefðu nú verið afhent. Ef kærandi teldi enn að ekki væru fram komin gögn sem leitað hefði verið eftir og ættu að vera til væri sjálfsagt mál að hafa aftur samband við Reykjavíkurborg sem gæti aðstoðað við að afmarka beiðnina frekar.</p> <p>Úrskurðarnefndin átti í nokkrum samskiptum við kæranda og Reykjavíkurborg. Kærandi taldi vanta upp á afhendingu Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum frá Reykjavíkurborg varðandi afgreiðsluna.</p> <p>Með erindi, dags. 19. nóvember 2021, svaraði Reykjavíkurborg því að gagnabeiðni kæranda hefði verið mjög víðtæk og að hluta til óljóst hvaða gagna hefði verið óskað en Reykjavíkurborg hefði ítrekað boðist til samstarfs við að afmarka beiðnina frekar. Afgreiðsla málsins hefði tafist af óviðráðanlegum ástæðum og þegar fyrsta afhending gagna hefði farið fram þann 11. júní 2021 hefði vantað gögn sem síðan hefðu verið afhent þann 16. júlí. Þegar upplýsingar bárust um að kærandi teldi enn vanta upp á gögn, þ.e.a.s. gögn varðandi samskipti borgarfulltrúa eða skipulagsfulltrúa við lóðavilyrðishafa hafi verið farið í að athuga málið enn frekar. Með það í huga að verið væri að óska gagna frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem lögð hefði verið niður, hefði að þessu sinni verið haft beint samband við fyrrverandi deildarstjóra atvinnuþróunar á þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í því skyni að kanna hvort hann teldi einhver gögn vera til. Sá aðili, sem hefði verið í sumarleyfi þegar beiðnin var upphaflega afgreidd, hefði þá afhent frekari gögn sem mögulega hefðu ekki komið fram áður. Þessi viðbótargögn voru afhent úrskurðarnefndinni og kæranda samhliða svari Reykjavíkurborgar þann 19. nóvember 2021.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar segir jafnframt, að því er varðar gögn vegna samskipta borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa, að engin slík gögn séu til á skrá hjá Reykjavíkurborg. Engin formleg samskipti hafi átt sér stað milli einstakra borgarfulltrúa og aðila í samkeppninni en þau samskipti hefðu farið í gegn um skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Sé því haldið fram að slík samskipti hljóti að hafa átt sér stað þá hafi þau í öllu falli ekki verið hluti af meðferð málsins hjá borginni og hafi ekki skipt máli við þá meðferð. Samskipti varðandi skipulag hafi farið í gegnum verkefnastjóra skipulagsfulltrúa en aðilar hafi óskað eftir einum fundi með skipulagsfulltrúa til að ræða sín sjónarmið, þetta megi sjá í meðfylgjandi gögnum. Þar með telji Reykjavíkurborg að öll gögn sem falli undir gagnabeiðnina og séu fyrirliggjandi hafi verið afhent kæranda.</p> <p>Svar Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. nóvember 2021, og honum gefinn kostur á að bregðast við því sem þar kom fram.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2021, segir að afstaða hans sé sú að gagnlegt hafi verið að fá gögnin afhent en að þau virðist ekki vera í fullu samræmi við upplýsingabeiðnina. Elstu samskiptin sem afhent voru séu frá haustinu 2018 og samskiptin varði ekki deili- og aðalskipulagsbreytingar. Í upplýsingabeiðni kæranda hafi verið óskað eftir gögnum og samskiptum borgarinnar og lóðarvilyrðishafa er varða skipulagsbreytingar á Sjómannaskólareitnum og því óski hann eftir að farið verði yfir (og svo afhent) hvaða samskipti séu til frá tíma aðdraganda viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar við Byggingafélag námsmanna, sem var undirrituð 12. janúar 2017 og allt þar til auglýsing um samþykkt breytingarinnar á deiliskipulaginu var birt 27. apríl 2020. Þá telur kærandi óljóst hvort samskipti hafi átt sér stað milli lóðavilyrðishafa og borgarfulltrúa þótt þau séu ekki á skrá, en auðvelt sé að láta kanna það mál og komast til botns í því. Slík gögn séu vissulega samskipti við stjórnvöld og skipti því ekki máli hvort þau séu álitin „hluti af meðferð málsins“ hjá borginni.</p> <p>Með erindi, dags. 3. desember 2021, voru athugasemdir kæranda við afgreiðsluna kynntar fyrir Reykjavíkurborg og óskað var eftir svörum við því hvort þau gögn sem kærandi vísaði til væru fyrirliggjandi hjá Reykjavíkurborg.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 13. janúar 2022, segir að á síðustu vikum hafi starfsmaður Reykjavíkurborgar leitað frekari gagna varðandi samskipti borgarinnar við Byggingarfélag námsmanna vegna Sjómannaskólareits. Í því skyni hafi starfsmaðurinn verið í samskiptum við aðila sem enn starfi hjá borginni og komu að málinu fyrir hönd skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem nú hafi verið lögð niður. Þessi samskipti hafi tekið nokkurn tíma vegna Covid-19 og jólaleyfa en beðist var afsökunar á töfinni. Engin ný gögn hafi komið fram við þessa leit, allt sem hafi verið vistað hjá Reykjavíkurborg hafi þegar verið afhent. Þá kannist enginn af fyrrgreindum aðilum við að hafa undir höndum gögn er varða samskipti við Byggingarfélag námsmanna um Sjómannaskólareitinn. Varðandi samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa þá ítrekar Reykjavíkurborg fyrra svar, þ.e. að engin gögn liggi fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa. Öll samskipti við lóðavilyrðishafa hafi farið fram í gegnum skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Í leit að gögnum hafi starfsmaðurinn ákveðið að hafa samband við framkvæmdarstjóra Byggingarfélags námsmanna í því skyni að kanna hvort mögulegt væri að félagið hefði vistað einhver samskipti við borgina sem ekki hefðu verið vistuð hjá Reykjavíkurborg. Framkvæmdarstjórinn hafi sent allt sem hann hafi fundið og hafi það verið afhent samhliða svari Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndarinnar. Reykjavíkurborg kvaðst því hafa afhent allt það sem fyrirliggjandi sé í þessu máli.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, voru skýringar Reykjavíkurborgar kynntar fyrir kæranda og óskað eftir viðbrögðum hans við því sem þar kom fram.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 21. janúar 2022, segir að kærandi telji að stjórnvöldum, í þessu tilviki Reykjavíkurborg, sé rétt að láta kanna einnig tölvupósta milli starfsmanna sinna sem látið hafi af störfum og viðkomandi aðila (hér vilyrðishafa), þegar fyrir liggi að samskipti séu ekki vistuð nægilega vel, líkt og hér hafi komið í ljós með því að kalla hafi þurft eftir tölvupóstum frá vilyrðishafa. Beri Reykjavíkurborg við að þetta sé ekki mögulegt óski kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fjalli um að gagnavistun sé ábótavant í þessu tilfelli í úrskurði sínum og leggi til úrbætur á því. Þá segist kærandi hafa hnotið um orðalag Reykjavíkurborgar í svörum við ósk um samskipti borgarfulltrúa við lóðarvilyrðishafa. Þar sé ítrekað að „engin gögn liggja fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa“ en ekki liggi fyrir að nokkur borgarfulltrúi hafi verið spurður út í málið þrátt fyrir að það sé auðvelt í framkvæmd. Kærandi telur því rétt að fá staðfestingu Reykjavíkurborgar um það að einstaka borgarfulltrúar hafi verið beðnir um að upplýsa um öll samskipti við vilyrðishafa og afhenda öll skrifleg gögn um slík samskipti, eða framkvæmi það ef svo hafi ekki þegar verið gert.</p> <p>Að lokum voru þessar athugasemdir kæranda kynntar með erindi, dags. 24. janúar 2022, og Reykjavíkurborg veitt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, 1. febrúar 2022, segir að borgin hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og raunar gengið óvenju langt í að hafa upp á gögnum sem kærandi leiti eftir. Reykjavíkurborg segir að fullyrðing kæranda um að gagnavistun í málinu sé ábótavant standist ekki enda sýni tölvupóstar frá lóðavilyrðishafa þvert á móti að þau samskipti sem kærandi haldi fram að liggi fyrir séu hvorki fyrirliggjandi hjá lóðavilyrðishafa né hjá Reykjavíkurborg. Við þetta megi bæta að þó einstaka fundarboðun hafi ekki verið vistuð með gögnum málsins hjá borginni geti það ekki talist ófullnægjandi gagnavistun. Fundarboðun með tölvupósti hafi sem slík almennt ekki verið talin til gagna sem séu hluti af meðferð máls hjá stjórnvöldum, nema í þeim felist einhverjar upplýsingar sem máli skipti og ekki sé að finna í öðrum gögnum. Svo sé ekki í þessu tilviki. Öll fyrirliggjandi samskipti við aðila máls sem hafi verið hluti af afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg og skipt máli við þá meðferð hafi verið vistuð og hafi verið afhent.</p> <p>Varðandi kröfu kæranda um að gengið sé á borgarfulltrúa til þess að kanna hvort þeir hafi persónulega verið í samskiptum við lóðavilyrðishafa þá telji Reykjavíkurborg ekki stoð fyrir slíkri kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga sé afmarkað í 2. gr. laganna þar sem fram komi að lögin taki til „allrar starfsemi stjórnvalda“. Líkt og í tvígang hafi komið fram þá hafi öll samskipti við lóðavilyrðishafa sem tengist afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg farið fram í gegn um þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og hafi öll fyrirliggjandi gögn þar um verið afhent. Hvað varði einstaka borgarfulltrúa og hugsanleg gögn í þeirra vörslu sé rétt að fram komi að borgarstjórn sé fjölskipað stjórnvald. Öll mál sem borgarstjórn eða önnur fjölskipuð stjórnvöld borgarinnar taki ákvörðun í séu afgreidd á fundum. Fundirnir séu haldnir samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá og öll gögn sem máli skipti fyrir ákvörðun séu lögð fram með fundardagskrá. Í fundargerð sé svo skráð afgreiðsla mála ásamt bókunum einstakra fulltrúa eftir því sem við eigi og séu fundargerðir birtar á heimasíðu borgarinnar. Það sé því ekki í verkahring eða valdi Reykjavíkurborgar að afhenda meint samskipti kjörinna fulltrúa sem hafi aldrei verið hluti af meðferð málsins né skipt máli við þá meðferð. Slík samskipti, ef þau hafi átt sér stað, geti því ekki talist hluti af starfsemi stjórnvalda. Að lokum er ítrekað að Reykjavíkurborg hafi afhent öll fyrirliggjandi gögn í málinu og telji afgreiðslu upplýsingabeiðni kæranda lokið.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit, þ.e. öllum gögnum varðandi undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu, öllum gögnum er varða ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum og gögnum og samskiptum borgarinnar við aðila varðandi tiltekna umsögn skipulagsfulltrúa.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkuð af gögnum og fullyrt að engin frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi þrátt fyrir að leitað hafi verið að nánar tilgreindum gögnum í kjölfar ábendinga kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að upphafleg afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda hafi bæði tafist og ekki reynst fullnægjandi. Þá er m.a. horft til þess að upphafleg gagnabeiðni kæranda var töluvert víðtæk, Reykjavíkurborg bauð kæranda að afmarka beiðnina nánar við meðferð málsins og afhenti honum í kjölfarið frekari gögn.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Reykjavíkurborgar á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru húsfélagsins Vatnsholti 4, dags. 28. júní 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1068/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Synjunin byggði á því að bréfið væri vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Einnig að ráðuneytinu væri óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísaði ráðuneytið til þess að bréfið innihéldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram kæmu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Að mati úrskurðarnefndarinnar bar ráðuneytinu að veita kæranda aðgang að bréfinu fyrir utan upplýsingar í því sem vísuðu annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1068/2022 í máli ÚNU 21060011. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. júní 2021, kærði A, f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að svari Lindarhvols ehf. við erindi setts ríkisendurskoðanda. Kæran var byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem ráðuneytið hafði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols, dags. 17. janúar 2018, við bréfi setts ríkisendurskoðanda frá 4. janúar sama ár. Ráðuneytið synjaði beiðninni á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1004/2021 frá 28. apríl 2021 var synjun ráðuneytisins staðfest hvað varðaði bréf setts ríkisendurskoðanda. Ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Í kæru kemur fram að ráðuneytið hafi enn ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að bréfinu.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 21. júní 2021, og vakin athygli á því að skv. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim sem færi fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Í erindi nefndarinnar var ráðuneytinu veittur frestur til að koma að rökstuðningi, væri það afstaða ráðuneytisins að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 5. júlí 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji að óheimilt sé að afhenda hið umbeðna gagn. Þá telur ráðuneytið að fyrir liggi að hið umbeðna skjal sé vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem afhent var á grundvelli beinnar lagaskyldu stjórnvalda, í þessu tilviki til Ríkisendurskoðunar.</p> <p>Einnig bendir ráðuneytið á að ráðuneytinu sé óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og telur ráðuneytið að hið umbeðna gagn innihaldi slíkar upplýsingar.</p> <p>Þá er í umsögninni vikið að því að í umbeðnu skjali sé að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem nefndin telji að sé undirorpin sérstakri þagnarskyldu skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og gangi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1004/2021.</p> <p>Að mati ráðuneytisins verði að líta til mikilvægis þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt verði að líta til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varða var birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020, líkt og komið hefur fram í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. júlí 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2021, kemur fram að kærandi telji ljóst að svarbréf Lindarhvols geti ekki talist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda sé ekki um að ræða drög eða gagn sem telja má vera undirbúningsgagn í reynd, heldur bréf sem geymi upplýsingar um starfsemi Lindarhvols. Þegar af þeirri ástæðu geti ráðuneytið ekki undanþegið bréfið upplýsingarétti kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi af og frá að heimfæra lögbundinn trúnað eins skjals yfir á annað skjal sem falli ekki undir sömu lög á þeim grundvelli að efnislega kunni það skjal að innihalda að einhverju leyti sambærileg efnisatriði. Upplýsingar í bréfinu verði aðeins undanþegnar upplýsingarétti ef óheimilt er að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytinu hafi ekki tekist að færa fram viðhlítandi rök fyrir þeirri ákvörðun að synja beiðni um aðgang að umbeðnum gögnum. Í því samhengi bendir kærandi sérstaklega á 1. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfinu er í fyrsta lagi byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna, og hafi aðeins verið afhent á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhendingin hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Bréfið inniheldur svör félagsins við fyrirspurnum ríkisendurskoðanda um starfsemi félagsins. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að bréfið uppfylli ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að vinnugagn skuli hafa verið ritað eða útbúið af stjórnvaldi til eigin nota, enda er ljóst að bréfið var ritað í þeim eina tilgangi að svara erindi setts ríkisendurskoðanda. Nefndin telur að slíkt bréf geti ekki talist vinnugagn.</p> <p>Þá telur nefndin einnig að bréfið geti ekki talist vera undirbúningsgagn í reynd, sbr. athugasemdir við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þannig inniheldur bréfið mestmegnis svör til ríkisendurskoðanda sem samanstanda af staðreyndum sem lágu þegar fyrir við ritun þess. Í bréfinu eru ekki rakin sjónarmið eða afstaða Lindarhvols í málinu sem hefðu getað breyst með tilkomu nýrra upplýsinga og leitt þannig til þeirrar niðurstöðu að bréfið teldist undirbúningsgagn.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að fjalla um röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytis þess efnis að vinnugagn haldi stöðu sinni sem slíkt ef það er afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, enda er ljóst að grunnskilyrði vinnugagnahugtaksins þurfa að vera uppfyllt áður en slíkt kemur til skoðunar.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun ráðuneytisins á beiðni um aðgang að bréfinu er að öðru leyti byggð á því að ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísar ráðuneytið einnig til þess að bréfið innihaldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að bréfinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1004/2021 var það niðurstaða nefndarinnar að líta bæri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, sem sérstakt þagnarskylduákvæði sem takmarkaði upplýsingarétt almennings samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í ákvæðinu er kveðið á um að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, sem auðkennt var sem „vinnuskjal“ og „ekki til dreifingar“, væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt framangreindu ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.</p> <p>Ákvæðið felur ekki í sér fyrirmæli eða efnisgreiningu á því hvers konar gögn eða upplýsingar það eru sem ríkisendurskoðanda er heimilt að undanþiggja aðgangi. Því er óhætt að draga þá ályktun að ákvæðið undanþiggi upplýsingar aðgangi í víðtækari mæli en gert er í takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga og/eða taki til annarra upplýsinga en þar eru undanþegnar aðgangi, og gangi þannig framar ákvæðum upplýsingalaga. Í ljósi þess hve víðtækt ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 er verður að líta svo á að óheimilt sé að afhenda hverjar þær upplýsingar sem fram koma í gögnum sem ríkisendurskoðandi ákveður að undanþiggja aðgangi hverju sinni á grundvelli ákvæðisins.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér bréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Í bréfinu, sem er ellefu blaðsíður að lengd, er að finna svör félagsins við margvíslegum fyrirspurnum ríkisendurskoðanda varðandi starfsemi félagsins. Á sjö stöðum í bréfinu hafa verið límdar inn orðrétt fyrirspurnir úr bréfi setts ríkisendurskoðanda. Þá er á níu öðrum stöðum í bréfinu vísað svo til orðrétt til fullyrðinga sem fram koma í bréfi setts ríkisendurskoðanda. <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, með hliðsjón af framangreindri umfjöllun um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum í svarbréfinu sem vísa annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Þá er það mat nefndarinnar að í þeirri umfjöllun sem eftir stendur í bréfinu sé ekki að finna upplýsingar sem skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða annarra takmörkunarákvæða þeirra laga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að svari Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, við erindi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi atriði:</p> <ol> <li>Fyrirspurnir úr erindi setts ríkisendurskoðanda sem teknar eru upp í svarbréf Lindarhvols í textakössum á sjö stöðum, nánar tiltekið á bls. 4, 5, 6, 7 og 8, og tvívegis á bls. 9.</li> <li>Umfjöllun á bls. 1 sem hefst í línu nr. 3 á orðunum „Í bréfinu“ og lýkur í línu nr. 6 á orðinu „efnislega“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 2 sem hefst í línu nr. 4 á orðunum „Settur ríkisendurskoðandi“ og lýkur í línu nr. 6 á orðunum „nóvember 2017“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 10 á orðunum „Í bréfi“ og lýkur í línu nr. 12 á orðunum „sama tölvupósts“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 23 á orðunum „Því hafnar“ og lýkur í línu nr. 25 á orðinu „óeðlilegar“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 í línu 32 frá orðunum „þar sem“ og lýkur í línu nr. 33 á orðinu „svarað“.</li> <li>Lokaorðum í neðstu línu á bls. 3 frá orðinu „sem“ og lýkur með orðinu „ósvarað“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 4 í línu 6 að neðan frá orðunum „sem settur“ og lýkur í sömu línu á skammstöfuninni „ehf.“.</li> <li>Línur nr. 3 og 4 á bls. 5.</li> <li>Línur nr. 11 og 12 á bls. 6.</li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 6. </li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 7.</li> <li>Umfjöllun á bls. 8 sem hefst í línu nr. 2 fyrir neðan textakassa á orðunum „Það er því ekki“ og lýkur í línu nr. 3 á orðinu „svarað“.</li> <li>Þrjár neðstu línurnar á bls. 8.</li> <li>Tvær síðustu línurnar fyrir ofan neðri textakassa á bls. 9.</li> <li>Tvær efstu efnisgreinarnar á bls. 10 (línur nr. 1–8).</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 14 með orðinu „sem“ og lýkur í línu nr. 15 með orðunum „bréfi sínu“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 16 með orðinu „Engar“ og lýkur í línu nr. 17 með orðinu „félagsins“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 19 með orðinu „sérstaklega“ og endar í línu nr. 20 með orðinu „geyma“. <br /> <br /> </li> </ol> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1067/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni um tiltekin gögn sem kærandi taldi sig hafa staðreynt að lægju fyrir hjá sveitarfélaginu. Hins vegar lá ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum. Því vísaði nefndin málinu frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1067/2022 í máli ÚNU 21020014. <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni sinni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> Kærandi telur að eftir að sér bárust gögn frá öðrum aðilum, m.a. fagráði eineltismála, hafi komið á daginn að skólastjóri Garðaskóla og deildarstjóri skóladeildar Garðabæjar hafi átt í samskiptum og fundað með Kennarasambandi Íslands, Skólastjórafélagi Íslands og sáttamiðlara. Garðabær hafi ekki afhent gögn þar að lútandi, en kærandi telur að fundarboð, fundargerðir og samskipti þessara aðila hljóti að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu.</p> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 3. desember 2021. Athugasemdir Garðabæjar við kæruna bárust 10. desember 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Garðabæjar að afhenda ekki tiltekin gögn sem kærandi telur sig hafa staðreynt að liggi fyrir hjá sveitarfélaginu og hafi heyrt undir gagnabeiðni hans til sveitarfélagsins. Hins vegar liggur ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að viðkomandi gögnum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 5. febrúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1066/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu og voru þær afhentar kæranda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1066/2022 í máli ÚNU 21090010.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Kærandi óskaði eftir gögnunum hinn 14. maí 2021. Í svari til kæranda, dags. 19. maí sama ár, var kæranda beint á vefslóð á vef bæjarins þar sem siðareglurnar eru hýstar, án undirritunar. Í kæru óskar kærandi eftir því að sér verði afhentar siðareglur með undirritun kjörinna fulltrúa hjá bænum.<br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við Vestmannaeyjabæ vegna málsins á tímabilinu 6. til 21. janúar 2022. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 19. ágúst 2015. Voru þær afhentar kæranda með erindi, dags. 14. janúar 2022. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir hjá bænum frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Kæra í máli þessu barst að liðnum þeim 30 daga kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá barst hún einnig að liðnum þeim almenna þriggja mánaða kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í ljósi þess að kæranda var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, líkt og er skylt skv. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin að það sé afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir að sér verði afhentar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, undirritaðar af viðkomandi fulltrúum. Bærinn hefur beint kæranda á vefslóð þar sem siðareglurnar er að finna, án undirritunar. Þá hefur bærinn jafnframt sent honum siðareglurnar með staðfestingu innanríkisráðuneytisins. Í skýringum Vestmannaeyjabæjar kemur fram að frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda liggi ekki fyrir hjá bænum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þær skýringar í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. sömu laga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 13. september 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1065/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Í málinu var deilt um rétt blaðamanns til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítala vegna Covid-19 hefðu verið bólusettir. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að hópurinn væri fámennur og upplýsingarnar vörðuðu þannig trúnaðarskyldu og persónuvernd. Úrskurðarnefndin féllst á að í þessu tilviki kynnu upplýsingarnar í raun að varða einkahagsmuni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun spítalans því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1065/2022 í máli ÚNU 21080004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 6. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður hjá DV, afgreiðslu Landspítala (hér eftir einnig LSH) á beiðni hans, dags. 4. ágúst sama ár, um upplýsingar um fjölda inniliggjandi sjúklinga vegna Covid-19 þann daginn, hve mörg væru á gjörgæslu vegna Covid-19 og hvort þau væru bólusett eða ekki.</p> <p>Í svari LSH, sem barst samdægurs, segir að spítalinn veiti þessar upplýsingar daglega á vefmiðlum sínum og samfélagsmiðlum. LSH veiti ekki bólusetningarupplýsingar í augnablikinu vegna þess að hópurinn sé fámennur og það varði því við trúnaðarskyldu og persónuvernd. Hlutföllin séu þó svipuð og verið hafi. Með svarinu fylgdi tengill á vef spítalans þar sem m.a. kom fram að 16 sjúklingar væru inniliggjandi vegna Covid-19, þar af 15 á legudeildum og einn á gjörgæslu. Fjórir hefðu verið lagðir inn daginn áður og fjórir hefðu verið útskrifaðir síðastliðinn sólarhring.</p> <p>Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvort LSH hefði fengið álit Persónuverndar varðandi bólusetningarupplýsingarnar og ef svo væri óskaði hann eftir aðgangi að álitinu. Ef svo væri ekki óskaði kærandi eftir gögnum sem lægju að baki ákvörðuninni, t.d. lögfræðiáliti.</p> <p>Í svari LSH sagði að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks, nr. 34/2012, væri heilbrigðisstofnunum einfaldlega með öllu óheimilt að veita nokkrar persónugreinanlegar upplýsingar um skjólstæðinga sína. Þetta þurfi hins vegar að vega og meta reglulega í samhengi við almannaheill, opinberar rannsóknir og einstaka réttarúrskurði. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, lúti að sömu hlutum, ásamt ýmsum lögum og reglugerðum um friðhelgi einkalífsins. LSH telji óráðlegt í augnablikinu að veita þessar upplýsingar nema í stærra samhengi og þá gegnum yfirvöld – sóttvarnalækni, landlækni og heilbrigðisráðherra – eftir því sem óskað sé. Þegar hópurinn sé smár og einstaklingarnir fáir beri LSH að fara að lögum eins og öðrum vinnustöðum. Þessu hafi verið svarað á almennum nótum til þess að veita fjölmiðlum og almenningi góða þjónustu. Yfirlæknir hafi greint frá því daginn áður, þ.e. 3. ágúst 2021, að um helmingur sjúklinga væri bólusettur.</p> <p>Í kæru er þess krafist að LSH veiti umbeðnar upplýsingar og haldi áfram að veita slíkar upplýsingar, enda eigi þær fullt erindi við almenning og sé ekki um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. Undanfarin misseri hafi upplýsingagjöf stjórnvalda miðað að því að tryggja eins gott aðgengi að tölfræðilegum gögnum um faraldurinn og hægt sé. Á því hafi nú orðið stefnubreyting. Af svörum LSH við beiðni kæranda megi ætla að ekki hafi verið unnin nein lögfræðileg greining á lögmæti upplýsingagjafarinnar. Ekki sé að sjá neitt í tilvísuðum lögum sem takmarki eða hindri spítalann í að veita umræddar upplýsingar. Óumdeilt sé að upplýsingar um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga á LSH eigi erindi við almenning. Um fátt annað sé rætt þessa stundina en gildi, virkni og árangur bólusetningarátaks hins opinbera. Málið sé í senn stærsta átakamál almennings og íslenskra stjórnmála, og hangi framtíð ákvarðanatöku stjórnvalda um svonefndar innanlandstakmarkanir, sem og aðgerðir á landamærum, einmitt á því hvort bólusettir eigi í hættu á að lenda inni á sjúkrahúsi eða gjörgæslu vegna smits. Spurningin um hvort fólkið sem sé að veikjast af völdum faraldursins sé bólusett eða ekki sé því grundvallaratriði í upplýstri áframhaldandi umræðu um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda.</p> <p>Kærandi segir að án slíkra upplýsinga sé hætt við að geta almennings til þess að mynda sér sína eigin, sjálfstæðu og upplýstu skoðun á aðgerðum stjórnvalda, sem margar hverjar takmarki grundvallarmannréttindi fólks til þess að koma saman, fara út úr húsi o.fl., verði verulega takmörkuð.</p> <p>Þá mótmælir kærandi því að um persónugreinanleg gögn sé að ræða. Þegar ákvörðun LSH var tekin hafi samkvæmt upplýsingavef stjórnvalda 86,2% fólks 16 ára og eldri verið bólusett. Þá hafi tveir verið á gjörgæslu en einu upplýsingarnar sem fyrir hefðu legið um þessa tvo einstaklinga hefðu verið að þeir væru á aldrinum 40–70 ára. Samkvæmt Hagstofu Íslands séu Íslendingar á aldrinum 40–70 ára 133.232 talsins. Ef miðað sé við að áðurnefnt hlutfall bólusettra eigi líka við um þennan aldurshóp þá séu óbólusettir í hópi 40–70 ára 19.964 einstaklingar. Það hljóti að teljast fráleitt að ætla að upplýsingar sem geti átt við 20 þúsund einstaklinga séu sagðar persónugreinanlegar. Til samanburðar megi t.d. nefna að þegar dómstólar landsins veiti fjölmiðlum aðgang að afritum af ákærum í sakamálum þar sem þinghald sé lokað sé nafnið hreinsað en ekki sveitarfélagið þar sem ákærði sé skráður með lögheimili. Sakhæfir menn í Hafnarfirði séu rétt rúmlega 20 þúsund. Þá liggi fyrir að umræddar upplýsingar um stöðu Covid-19 sjúklinga á LSH hafi hingað til verið veittar fjölmiðlum athugasemdalaust.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt LSH með bréfi, dags. 10. ágúst 2021. Í erindinu var LSH veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.</p> <p>Í umsögn spítalans, dags. 20. ágúst 2021, er bent á að upplýsingar um fjölda Covid-19 sjúklinga á spítalanum breytist stöðugt og séu birtar á heimasíðu spítalans einu sinni á sólarhring. Sama gildi eftir atvikum um fjölda þeirra sem séu bólusettir. Tölur frá 4. ágúst 2021, þegar kæran var rituð, þyki því vart fréttaefni nú. Eftir sem áður sé brýnt að koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem LSH líti til þegar lagt sé mat á heimild eða skyldu til að veita upplýsingar af því tagi sem hér um ræði.<br /> Þá segir að upplýsingar um sjúkdóma sem sjúklingar greinist með séu heilsufarsupplýsingar. Sama gildi um upplýsingar um það hvort einstaklingur sé bólusettur eða ekki. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár, teljist sjúkraskrár innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar og séu þær því trúnaðarmál. Ábyrgðaraðila sjúkraskrár, í þessu tilviki LSH, sé óheimilt að upplýsa aðra um sjúkraskrárupplýsingar einstaklings án sérstakrar lagaheimildar, sbr. 9. og 12. gr. sjúkraskrárlaga.</p> <p>Birting upplýsinga um fjölda sjúklinga með tiltekinn sjúkdóm, t.d. Covid-19, teljist ekki brot á trúnaði enda mjög ólíklegt að slíkar upplýsingar geti orðið persónugreinanlegar. Um leið og birtar séu fleiri tölulegar upplýsingar, t.d. aldur, fjölda sjúklinga á hverri deild o.s.frv., aukist líkur á því að upplýsingarnar séu rekjanlegar til tiltekinna einstaklinga og verði þar með persónugreinanlegar. Sem dæmi megi í því sambandi benda á aðstöðuna eins og hún var um það leyti sem kæran frá blaðamanni DV kom fram. Þá hafi nokkrir verið inniliggjandi á spítalanum með Covid-19 og einn til tveir á gjörgæslu. Við því sé að búast að þó nokkur fjöldi einstaklinga úti í samfélaginu þekki til og viti af veru þeirra á gjörgæsludeildinni, t.d. ættingjar, vinir, vinnufélagar o.s.frv. Við slíkar aðstæður væru upplýsingar um stöðu bólusetninga þessara eins til tveggja sjúklinga persónugreinanlegar gagnvart þeim sem vita af veru þeirra á deildinni. LSH líti svo á að honum beri, þegar svo hátti til, að láta trúnað við sjúklinga hafa forgang umfram almennan upplýsingarétt, í samræmi við álitsgerð frá fulltrúa persónuverndarfulltrúa LSH, dags. 29. júlí 2021. Spítalinn vísar jafnframt í 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Með vísan til þessa sé það á ábyrgð LSH að leggja mat á það hvort umbeðnar upplýsingar séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Þegar málið varði fáa sjúklinga geti upplýsingar um fjölda bólusettra eða óbólusettra sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild verið persónugreinanlegar eins og áður greinir. Slík upplýsingagjöf sé óheimil að mati LSH. Frá því að kæran kom fram hafi inniliggjandi sjúklingum með Covid-19 fjölgað á LSH, einnig á gjörgæsludeild. Á meðan ekki sé talin hætta á að unnt sé að rekja sjúkraskrárupplýsingar til tiltekinna einstaklinga, þ.e. þær séu ekki persónugreinanlegar, þá láti spítalinn í té upplýsingar um fjölda Covid-sjúklinga og stöðu bólusetninga hjá þeim. Nú séu þessar upplýsingar birtar á heimasíðu spítalans og uppfærðar daglega. Hins vegar séu upplýsingar um bólusetningu færri en fimm sjúklinga í tilteknum hópi ekki gefnar upp.</p> <p>Umsögn LSH var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að það að gögnin sem óskað sé eftir þyki ekki fréttaefni lengur hafi ekkert að gera með það hvort rétt hafi verið að meina kæranda aðgang að gögnunum til að byrja með en um það fjalli málið sem fyrir úrskurðarnefndinni liggi. Eins haldi litlu vatni rök spítalans um að um persónugreinanlegar upplýsingar sé að ræða. Ef það sé í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar margir séu á gjörgæslu, hljóti að vera í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar fáir séu á gjörgæslu. Allt tal og tilvísanir í lög um sjúkraskrár eða persónuverndarlög séu jafnframt fyrirsláttur af hálfu LSH, þar sem LSH viðurkenni í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar að afhenda þessar sömu upplýsingar undir vissum kringumstæðum.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19 hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir við veirunni.</p> <p>Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> <p>Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <p>„Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> <p>Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Ótvírætt er að upplýsingar um 1) að einstaklingur sé með Covid-19, 2) að hann hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19, og 3) hvort hann sé bólusettur við veirunni eða ekki, teljast vera upplýsingar um heilsuhagi manna.</p> <p>Í því sambandi skal bent á að upplýsingar um heilsuhagi manna teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt lög nr. 90/2018 takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. þeirra laga, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að. Gögnin innihalda upplýsingar um það hvort inniliggjandi sjúklingar með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir eða ekki. Fram kemur í gagninu að þennan dag hafi tveir legið á gjörgæsludeild spítalans. Í skjalinu er hins vegar ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, heldur aðeins upplýsingar um fjölda sjúklinga og bólusetningarstöðu þeirra.</p> <p>Ákvörðun LSH um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar m.a. á því að afhending upplýsinga um bólusetningarstöðu viðkomandi sjúklings myndu gera hópi fólks úti í samfélaginu sem tengist viðkomandi einstaklingi og vita að hann liggur á gjörgæsludeild, svo sem ættingja, vina og vinnufélaga, kleift að komast að því hvort hann væri bólusettur eða ekki. Slíkar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því sé LSH óheimilt að afhenda þær.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.<br /> Eins og áður segir hafa þau gögn sem ágreiningur málsins lýtur að eingöngu að geyma upplýsingar um fjölda sjúklinga með Covid-19 á gjörgæslu hinn 4. ágúst 2021 og hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Telja verður að þær upplýsingar, einar og sér, nægi ekki til að unnt sé að bera kennsl á viðkomandi sjúklinga með beinum hætti. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefnd að eins og mál þetta er vaxið, þar á meðal með hliðsjón af skýringum LSH í málinu og fjölda sjúklinga, kunni þeir sem hafa vitneskju um Covid-smit viðkomandi einstaklinga og legu þeirra á gjörgæslu, að greina hvort þeir séu bólusettir, fái þeir upplýsingar þar um. Af þeim sökum er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það sjónarmið kæranda að það varði hagsmuni almennings að hafa aðgang að greinargóðum upplýsingum um Covid-19-faraldurinn, þar á meðal um bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að þiggja læknisþjónustu hjá LSH. Á hinn bóginn bendir nefndin á að komið er til móts við þá hagsmuni með annars konar upplýsingagjöf heilbrigðisyfirvalda, þar sem fyrir liggur að þessi tölfræði er reglulega tekin saman og látin almenningi í té, ýmist af hálfu LSH eða annarra heilbrigðisyfirvalda.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði LSH gert að veita upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sjúklinga sem lágu á gjörgæsludeild spítalans hinn 4. ágúst 2021 kynnu jafnframt að vera miðlað upplýsingum um einkahagsmuni þeirra sjúklinga sem í hlut eiga, og sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að LSH sé óheimilt að veita þær upplýsingar og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 4. ágúst 2021, að synja A um aðgang að gögnum um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> |
1064/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Deilt var um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um afrit af samningum sem stofnunin hafði gert við lögmannsstofur. Stofnunin afhenti kæranda einn verksamning en við meðferð málsins hjá nefndinni var að auki afhent afrit af gjaldskrá og viðskiptaskilmálum. Úrskurðarnefndin taldi mega ætla að ýmis samskipti lægju fyrir sem gætu falið í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga, og að ekki væri hægt að útiloka að slík gögn féllu undir upplýsingarétt almennings. Nefndin taldi stofnunina ekki hafa tekið rökstudda afstöðu til þessa og vísaði því málinu heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1064/2022 í máli ÚNU 21060007.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2021, kærði A ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem henni var synjað um aðgang að hluta þeirra gagna sem hún óskaði eftir.</p> <p>Með erindi, dags. 14. maí 2021, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samningum sem gerðir höfðu verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu, við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur sem heilsugæslan hafði gert árin 2015–2021. Kærandi ítrekaði beiðnina hinn 21. maí og krafðist þess að málið yrði afgreitt eða að greint yrði frá ástæðum tafa samdægurs, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í svari heilsugæslunnar, dags. 21. maí, segir að ekki hafi verið unnt að afgreiða beiðnina innan sjö daga vegna þess hve víðtæk hún væri og vegna anna starfsmanna. Hinn 31. maí afhenti heilsugæslan kæranda afrit af verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. afrit samnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Um kaup á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili vísaði heilsugæslan að öðru leyti á vefinn opnirreikningar.is þar sem birtar væru upplýsingar um innkaup opinberra stofnana, þ.m.t. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Í kæru segir að í samningi vegna starfa persónuverndarfulltrúa komi fram að gjaldskrá ADVEL sé viðauki við samninginn en hann hafi ekki borist kæranda. Enn fremur komi fram að gjaldskrá sé endurskoðuð reglulega en engin endurskoðuð gjaldskrá hafi borist kæranda. Kærandi segir þessi gögn hluta af samningnum og eigi að afhenda þau kæranda. Samkvæmt samningnum eigi föst þóknun að vera endurskoðuð á sex mánaða fresti. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar hafi ekki borist kæranda. Samkvæmt samningnum muni ADVEL jafnframt halda verkdagbók og verði föst þóknun endurskoðuð með tilliti til hennar. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar vegna verkdagbókar hafi ekki borist kæranda. Þessi gögn séu hluti af samningnum og eigi að afhenda kæranda.</p> <p>Þá segir kærandi að á opnirreikningar.is séu einungis birtir reikningar vegna þjónustu, þar sé enga samninga um þjónustu að finna. Þetta viti heilsugæslan og sé því verið að afvegaleiða kæranda. Á vefnum sé fjöldi reikninga vegna lögfræðiþjónustu frá ADVEL og ARTA á tímabilinu sem beðið hafi verið um. Kærandi hafi ekki fengið afrit af samningum sem gerðir hafi verið fyrir hönd heilsugæslunnar við þessa aðila. Ljóst sé að það eigi að afhenda kæranda afrit af þeim samningum. Kærandi segir ekki koma fram í svari heilsugæslunnar hverjir hafi sinnt lögfræðiþjónustu fyrir heilsugæsluna á tímabilinu en ljóst sé að a.m.k. hafi ADVEL og ARTA lögmenn gert það og eigi því að vera til samningar vegna þjónustunnar. Kærandi eigi einnig að fá afrit af samningum sem gerðir hafi verið við aðra aðila. Hafi einhverjir þessara samninga verið gerðir í tölvupósti eða munnlega eigi einnig að afhenda kæranda afrit af þeim.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með bréfi, dags. 18. júní 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn heilsugæslunnar, dags. 1. júlí 2021, sem rituð var af lögmannsstofunni ARTA lögmenn fyrir hönd stofnunarinnar, segir að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í samræmi við lagaákvæðið hafi verið afhent fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem áttu undir aðgangsbeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun. Til þess að svara kæranda er í fyrsta lagi tekið fram að þágildandi gjaldskrá ADVEL lögmanna hafi ekki verið vistuð með samningnum í skjalakerfi stofnunarinnar. Ástæðan kunni að vera að gjaldskráin hafi ekki fylgt samningnum við undirritun hans þar sem gjaldskrá lögmannsstofunnar hafi á hverjum tíma almennt verið aðgengileg stofnuninni. Í kjölfar fram kominnar kæru og athugasemda kæranda þessu að lútandi afhendi stofnunin afrit gjaldskrár ADVEL lögmanna sem í gildi var á þeim tíma sem verksamningur um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið undirritaður. Gjaldskráin fylgdi með umsögninni. Í öðru lagi tekur heilsugæslan fram að ákvæði verksamnings um störf persónuverndarfulltrúa um fasta þóknun hafi aldrei verið endurskoðuð og því séu engin gögn því tengd fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í þriðja lagi segir að innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gildi, m.a. ákvæði lögmannalaga, nr. 77/1998. Um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið gerður sérstakur samningur sem þegar hafi verið afhentur kæranda í samræmi við skyldur stofnunarinnar samkvæmt upplýsingalögum. Í fjórða lagi kemur fram að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi láðst að afhenda almennari gögn er varði samningssamband stofnunarinnar við viðkomandi lögmannsstofur þar sem við afmörkun fyrirliggjandi gagna hafi verið litið til upplýsingabeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun.</p> <p>Nánar tiltekið sé um að ræða eftirfarandi gögn: viðskiptaskilmála ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmála ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Voru þessi gögn afhent kæranda og úrskurðarnefndinni samhliða umsögn stofnunarinnar. Í fimmta lagi segir að stofnunin hafi hvorki keypt lögfræði- eða lögmannsþjónustu né þjónustu vegna starfa persónuverndarfulltrúa af öðrum aðilum en ADVEL og ARTA lögmönnum á því tímabili sem um ræðir. Þá telur stofnunin að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem eigi undir upplýsingabeiðni hennar.</p> <p>Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júlí 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 9. ágúst 2021, segir að umsögn ARTA lögmanna eigi ekki erindi í kærumálið þar sem hún stafi ekki frá til þess bærum aðila. Kærandi segir að ARTA lögmenn og starfsmenn félagsins skorti sérstakt hæfi til að geta komið að málsmeðferðinni og viðhlítandi umboð til að fara með hagsmuni sem heilsugæslunni beri samkvæmt lögum að annast. Kærandi vísar í II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um sérstakt hæfi starfsmanna sem koma að meðferð stjórnsýslumála. Í 1. mgr. 3. gr. laganna segir í 1. tölul. að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili að því og í 6. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að starfsmaður sé vanhæfur ef fyrir hendi eru þær aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.</p> <p>Kærandi segir að stjórnsýslumál það sem umsögn ARTA lögmanna lýtur að varði rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga til þess að fá afrit af einkaréttarlegum samningum milli ARTA lögmanna og heilsugæslunnar. Slíkir samningar kunni að fela í sér viðkvæmar upplýsingar m.a. um þætti sem ARTA lögmenn hugsanlega kæri sig ekki um að komi fyrir augu almennings. ARTA lögmenn hafi því beinna, verulegra, sérstaklegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins og sé félagið þar af leiðandi aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Hvort sem úrskurðarnefndin fallist á að ARTA lögmenn séu aðili málsins eða ekki, séu í öllu falli bersýnilega uppi þær aðstæður að draga megi óhlutdrægni starfsmanna félagsins í efa með réttu, sbr. 1. og 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli því ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi og séu þar með vanhæfir til að koma að meðferð málsins, þ. á m. að standa fyrir umsögn í málinu og veita nokkra ráðgjöf við meðferð þess. Það sem mestu máli skipti sé þó að stjórnvöldum sé óheimilt, a.m.k. án sérstakrar lagaheimildar, að framselja einkaaðilum vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Hugtakið stjórnvaldsákvörðun nái í þessu samhengi, þ.e. með tilliti til hæfisreglna og valdbærni, til allrar meðferðar stjórnsýslumáls. Þó stjórnvaldi kunni að vera heimilt að leita sér sérfræðiráðgjafar í tengslum við töku stjórnvaldsákvörðunar þarf ákvörðunin sjálf og óaðskiljanlegir þættir hennar að stafa frá stjórnvaldinu sjálfu. Röksemdir til stuðnings ákvörðun í umsögn séu dæmi um slíka óaðskiljanlega þætti stjórnvaldsákvörðunar og þurfi þannig að vera lagðar fram af til þess bærum aðila sem tekið hafi afstöðu til efnis þeirra raka sem teflt er fram. Slíkur aðili þurfi að uppfylla skilyrði um valdheimildir og almennt og sérstakt hæfi. Starfsmaður einkafyrirtækis sem sé aðili stjórnsýslumáls uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Kærandi tekur fram að engin lagaheimild sé til staðar sem heimili heilsugæslunni að framselja ARTA lögmönnum vald til töku stjórnvaldsákvörðunar um rétt kæranda í máli þessu og enginn samningur hafi verið lagður fram þar sem ARTA lögmönnum hafi verið framselt slíkt vald. Það virðist reyndar afstaða heilsugæslunnar að ekkert samningssamband sé á milli stofnunarinnar og ARTA lögmanna utan þjónustusamnings um þjónustu persónuverndarfulltrúa. Með ofangreint í huga verði að teljast bersýnilegt að umsögn ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, sem lögð hafi verið fram í nafni ARTA lögmanna og undirrituð eingöngu af starfsmanni félagsins, eigi ekkert erindi í þessu máli.</p> <p>Varðandi afhendingu samninganna segir kærandi að eingöngu hafi verið afhent afrit af einum samningi og vísað á vefinn opnirreikningar.is. Kærandi segir að í svari stofnunarinnar felist sú afstaða að eini samningurinn sem sé fyrirliggjandi hjá stofnuninni um innkaup á lögfræðiþjónustu sé „verksamningur“ við ADVEL lögmenn um störf persónuverndarfulltrúa. Á vefsíðunni opnirreikningar.is séu ekki samningar að baki þeim viðskiptum sem reikningarnir sem þar séu birtir lúti að. Þetta geti starfsmönnum heilsugæslunnar ekki hafa dulist. Með tilvísun heilsugæslunnar til vefsíðunnar sé vísvitandi verið að afvegaleiða kæranda í stað þess að afhenda samninga og samningsþætti að baki þeim verkum og þeirri þjónustu sem reikningarnir á vefsíðunni lúti að.</p> <p>Þrátt fyrir að kærandi telji að úrskurðarnefndinni beri að líta í öllu fram hjá umsögn ARTA lögmanna í málinu sem framlagi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu komi í umsögninni fram upplýsingar sem kærandi telji ástæðu til að draga ályktanir af. Kærandi telji þannig mega ráða af umsögninni að til sé fjöldi samninga milli annars vegar heilsugæslunnar og ADVEL og hins vegar á milli heilsugæslunnar og ARTA um kaup á lögfræðiþjónustu. Í ljósi þess að á heilsugæslunni hvíli lagaskylda til að gera slíka samninga með skriflegum hætti og varðveita telji kærandi bersýnilegt að hjá heilsugæslunni séu fyrirliggjandi samningar við framangreinda aðila um veitingu lögfræðiþjónustu.</p> <p>Kærandi vísar í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup þar sem fram kemur að samningar sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga geri við fyrirtæki og hafi að markmiði framkvæmd verks eða þjónustu skuli ávallt gerðir skriflega. Í 15. gr. laganna er svo tilgreint að við innkaup skuli stofnanir gæta jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis við innkaup og óheimilt sé að takmarka samkeppni með óeðlilegum hætti. Í 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum sem starfsemi þeirra varði. Af framangreindum réttarreglum leiði að þegar heilsugæslan kaupi af einkaaðila lögfræðiþjónustu beri stofnuninni að gera það á grundvelli skriflegs samnings. Til að gæta jafnræðis og takmarka ekki samkeppni með óeðlilegum hætti beri stofnuninni að auglýsa eftir þjónustunni og leita tilboða svo öðrum þjónustuveitendum sé kleift að gera tilboð í þjónustuna sem um ræðir. Upplýsingar um útgjöld stofnunarinnar til kaupa á lögfræðiþjónustu varði svo meðferð þeirra opinberu fjármuna sem henni séu faldir og séu því skráningarskyldar upplýsingar sem stofnuninni beri að varðveita.</p> <p>Í upplýsingabeiðni kæranda, dags. 14. maí 2021, hafi verið óskað eftirfarandi gagna: „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur, sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert árin 2015-2021“.</p> <p>Í umsögn ARTA lögmanna komi eftirfarandi fram: „Innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fara fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggja gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gilda, m.a. ákvæði lögmannalaga nr. 77/1998“. Af þessu megi ráða að afstaða ARTA lögmanna sé að félagið veiti stofnuninni reglulega þjónustu á grundvelli „verkbeiðna“ þar að lútandi í hverju og einstöku tilviki. Í beiðni kæranda hafi verið óskað eftir afriti af „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu“. Þegar loforð sem þurfi að samþykkja, þ.e. tilboð, hafi verið samþykkt, sé kominn á samningur. Hugtakið samningur í víðri merkingu geti því hvort heldur náð til þess þegar samningur er í formi eins skjals eða fleiri skjala eða samskipta. Beiðni kæranda eins og hún hafi verið fram sett nái því eftir atvikum til heildstæðra samninga, sbr. verksamning milli heilsugæslunnar og ADVEL um persónuverndarþjónustu, og samninga byggðra á fleiri en einu skjali eða samskiptum. Hafi innkaup stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili almennt farið fram á grundvelli verkbeiðna til ADVEL og ARTA nái upplýsingabeiðni kæranda í þeim tilvikum til þeirra verkbeiðna og allra tilheyrandi þátta viðkomandi samninga, þ.e. tilboða og samþykkta um þá þjónustu sem óskað hafi verið eftir og tilboða og samþykkta um endurgjald sem veita hafi átt fyrir viðkomandi þjónustu í hverju og einu tilviki.</p> <p>Með hliðsjón af ofangreindu telji kærandi bersýnilegt að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins beri lagaskyldu til að afhenda kæranda þá samninga og samningsþætti sem liggi til grundvallar innkaupum stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á árunum 2015-2021, hvort heldur sem um sé að ræða formlega samninga eða óformleg skrifleg samskipti sem telja megi ígildi samningsþátta, t.d. tölvupósta, eða skráð munnleg samskipti. Kærandi telji ótrúverðugt að stofnunin hafi keypt þjónustu af ADVEL og ARTA lögmönnum fyrir tugi miljóna, þ.m.t. ritun umsagnar ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, án þess að til staðar hafi verið viðhlítandi samningur eða eftir atvikum skráð samskipti sem falið hafi í sér ígildi samnings.<br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi verkbeiðnir stofnunarinnar í tengslum við lögfræðiþjónustu. Þ.e. hvort verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir beiðni kæranda væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni og hvort tekin hefði verið afstaða til þess hvort slík gögn yrðu afhent kæranda. Nefndin ítrekaði beiðnina með erindi, dags. 12. janúar 2022, þar sem farið var fram á nánari skýringar varðandi fullyrðingar um að innkaup heilsugæslunnar á lögfræði- og lögmannsþjónustu færu fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu, og að samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum heilsugæslunnar, viðskiptaskilmálar og ákvæði landslaga sem um þjónustu gilda. Úrskurðarnefndin spurði hvernig þetta „verkbeiðnakerfi“ gengi fyrir sig og hvort fyrrnefndar verkbeiðnir lægju fyrir hjá stofnuninni. Nefndin tók fram að kærandi hefði dregið í efa að það væru ekki til neinir eiginlegir samningar um kaup á lögfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Í svari Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. janúar 2022, er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum við fyrirspurn nefndarinnar. Þá segir heilsugæslan að með vísun til „verkbeiðna“ í umsögn heilsugæslunnar til nefndarinnar vegna málsins hafi einungis verið að vísað til þess með almennum hætti að aðkeypt vinna, þ.e. ráðgjöf og önnur þjónusta, væri atviksbundin og færi fram í samræmi við þarfir starfseminnar á hverjum tíma. Því sé ekki um að ræða föst samningskaup á tiltekinni þjónustu yfir tiltekið tímabil samkvæmt verkbeiðnum (þar sem verk er skilgreint, afmarkaður tímafjöldi, verð og aðrir sérskilmálar koma). Aðeins sé um að ræða aðkeypta vinnu í samræmi við atviksbundnar beiðnir þar um af hálfu starfsmanna/stjórnenda heilsugæslunnar til lögmanna/lögfræðinga með hliðsjón af þeim verkefnum sem upp komi í starfsemi stofnunarinnar á hverjum tíma.</p> <p>Heilsugæslan heldur því fram að beiðnir um ráðgjöf og þjónustu séu oft á tíðum munnlegar beiðnir um að taka tiltekið mál til skoðunar þar sem gögn máls og upplýsingar séu sendar viðkomandi lögmanni eða lögfræðingi af þeim starfsmanni heilsugæslunnar sem biðji um þjónustuna og hafi málið til meðferðar. Í tilfellum þar sem óskað sé eftir ráðgjöf eða þjónustu í tölvupóstum fylgi slíkum beiðnum alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað sé skoðunar á. Slík gögn séu eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúti enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað sé skoðunar á. Þá séu slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunni gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum. Það að fram komi að óskað sé skoðunar tiltekins máls geri viðkomandi gagn ekki að verkbeiðni eða sambærilegu gagni enda sé þar einungis um að ræða beiðni um skoðun máls og enga frekari tilgreiningu á verki, afmörkun tímafjölda, viðskiptaskilmála eða annað. Hjá stofnuninni séu því ekki fyrirliggjandi gögn sem innihaldi verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir gagnabeiðni kæranda.</p> <p>Til frekari skýringar um þau atriði sem liggi samningsambandinu til grundvallar vísar heilsugæslan til þess að kaup á ráðgjöf og þjónustu séu gerð á grundvelli almennra viðskiptaskilmála lögmannsstofa á hverjum tíma og gildandi verðskrár, auk umsamdra viðskiptakjara eftir atvikum, t.d. tiltekins afsláttar af verðskrá stofu. Þessu til viðbótar séu svo ákvæði landslaga og annarra reglna sem hafi áhrif á réttindi og skyldur aðila, þ.e. annars vegar kaupanda ráðgjafar eða annarrar þjónustu lögmanns og hins vegar viðkomandi lögmannsstofu eða lögmanns, þar megi m.a. vísa til ákvæða lögmannalaga nr. 77/1998.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum samningum sem stofnunin hafi gert um lögfræðiþjónustu. Stofnunin afhenti kæranda afrit af einum verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. samningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afhenti stofnunin kæranda einnig afrit af viðskiptaskilmálum ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmálum ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Þá sagði Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins engin frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda er lúta að hæfi lögmannsstofunnar sem ritaði umsögn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að það var heilsugæslan sjálf sem tók ákvörðun í málinu, afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda og tilkynnti kæranda um hana. Kærandi kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar en þegar nefndin óskaði eftir umsögn heilsugæslunnar um kæruna, til þess að varpa frekara ljósi á ákvörðunina, fól stofnunin lögmannsstofu að skrifa hana. Ekki verður litið svo á að ritun umsagnar um kæru eða önnur samskipti við úrskurðarnefndina við meðferð málsins feli í sér töku stjórnvaldsákvörðunar eða að viðkomandi lögmannsstofa sé aðili að máli þessu, líkt og kærandi heldur fram. Alvanalegt er að stjórnvöld feli sérfræðingum að sinna tilteknum afmörkuðum verkefnum, svo sem þeim samskiptum sem hér um ræðir.</p> <p>Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. júlí 2021, segir að innkaup á lögfræðiþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir. Úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum á þessu fyrirkomulagi en af svörum heilsugæslunnar má skilja að beiðnir stofnunarinnar um lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu séu oft munnlegar eða komi fram í tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna heilsugæslunnar við viðkomandi lögfræðings eða lögmannsstofu. Í svari heilsugæslunnar var tekið fram að slíkum tölvupóstum fylgdu „alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað er skoðunar á. Slík gögn eru eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúta enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað er skoðunar á. Þá eru slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunna gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum.“ Í sama erindi var þó tekið fram að hjá stofnuninni væru „ekki fyrirliggjandi gögn sem innihalda verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyra undir gagnabeiðni kæranda.“</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar var beiðni kæranda til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 14. maí 2021 skýr og laut ekki eingöngu að formlegum undirrituðum samningum heldur, eins og tekið er fram í kæru, einnig að samningum sem gerðir voru í gegnum tölvupóstsamskipti. Beiðni kæranda náði til tímabilsins 2015–2021 og samkvæmt reikningum sem birtir hafa verið á opnirreikningar.is hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greitt nokkra tugi milljóna fyrir þjónustu lögmannsstofanna ARTA lögmanna ehf. og ADVEL lögmanna slf. á þessu tímabili. Úrskurðarnefndin áréttar í þessu sambandi að almenningur getur haft töluverða hagsmuni af því að fá upplýsingar um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Raunar er það eitt af markmiðum upplýsinga, eins og fram kemur í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.</p> <p>Af gögnum málsins má ætla að fyrir liggi ýmis samskipti á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og lögmannsstofa sem feli í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga. Ekki er hægt að útiloka að slík gögn falli undir upplýsingarétt almennings, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eftir atvikum getur þurft að kanna hvort samskiptin innihaldi sömuleiðis upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti, eins og gefið er í skyn í svörum heilsugæslunnar til úrskurðarnefndarinnar. Af því tilefni bendir nefndin einnig á að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ber að veita aðgang að öðrum hlutum gagns þegar takmarkanir skv. 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gangs.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir mjög á að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda í máli þessu, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar þar sem farið verður yfir þau gögn sem kunna að liggja fyrir og innihalda þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni A, dags. 14. maí 2021, um aðgang að öllum samningum sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert um lögfræðiþjónustu er vísað til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1063/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Orkuveita Reykjavíkur synjaði beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu reikningsskil félagsins. Félagið vísaði til 9. gr. upplýsingalaga synjuninni til stuðnings og taldi að ef gögnin yrðu gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verðmæti skuldabréfa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leysti úr málinu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. en taldi upplýsingarnar ekki þess eðlis að félaginu væri heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti. Var félaginu gert að afhenda kæranda umbeðin gögn. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1063/2022 í máli ÚNU 21060001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. júní 2021, kærði A synjun Orkuveitu Reykjavíkur (hér eftir einnig OR) á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi sendi beiðni til OR hinn 25. maí 2021 þar sem óskað var eftir afritum af öllum skýrslum, greiningum og/eða minnisblöðum sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hafi unnið fyrir eða vegna OR frá maí 2020 til apríl 2021. Sérstaklega var óskað eftir afriti af greiningu Deloitte um svonefnd aðlöguð reikningsskil. </p> <p>Með ákvörðun, dags. 1. júní 2021, synjaði OR beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p>Í hinni kærðu ákvörðun kom fram að OR teldi sér skylt að tryggja að upplýsingagjöf gæfi rétta og skýra mynd af fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins þar sem það gæfi út skuldabréf sem skráð eru á markaði. Í skjalinu sem um ræði hafi aðferð verið beitt við aðlöguð reikningsskil sem væri frábrugðin þeirri sem almennt tíðkaðist hjá fyrirtækinu. Þar sem reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag OR var beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi telur að OR geti ekki talist lögaðili sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá hafnar kærandi því að útgáfa skuldabréfa geti leyst OR undan ákvæðum upplýsingalaga. Hann telur að fyrirtækinu sé í lófa lagið að fara að upplýsingalögum á sama tíma og það stendur við skuldbindingar sem það hefur tekið að sér með útgáfu skuldabréfa á markaði. Lykilatriði varðandi upplýsingagjöf til markaðarins sé gegnsæi og jafnræði en ekki leynd. OR gæti gefið út tilkynningu þar sem aðlöguðu reikningsskilin væru birt þannig að aðilar á markaði fengju upplýsingarnar á sama tíma og tekið fram að mat stjórnenda væri að reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag félagsins. Raunar megi velta því fyrir sér hvort OR beri ekki skylda til að gera reikningsskilin opinber vegna sjónarmiða um gagnsæi markaðar.</p> <p>Kærandi hafnar einnig þeim rökum að þar sem stjórnendur OR telji reikningsskilin ekki gefa rétta mynd af fjárhag fyrirtækisins sé rétt að halda þeim leyndum. Engum vafa sé undirorpið að skjalið sé fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og skoðanir stjórnenda OR geti á engan hátt talist lögmætur grundvöllur til að neita kæranda um aðgang að því. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt OR með erindi, dags. 7. júní 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að OR léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn OR barst úrskurðarnefndinni hinn 14. júlí 2021. Þar segir að gögnin innihaldi samantekt á áhrifum þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði sem metnir voru á endurmetnu verði eða gangvirði í samstæðureikningi OR fyrir árið 2019.<br /> OR tekur röksemdir kæranda til sérstakrar skoðunar í umsögn sinni. Í fyrsta lagi beri kærandi fyrir sig að greining Deloitte gefi ekki ranga mynd af fjárhag OR-samstæðunnar í ljósi stöðu og reynslu greiningaraðila. OR áréttar að ekki hafi verið um neinn galla að ræða í greiningu Deloitte, heldur hafi það fremur verið aðferðin sem var beitt sem hafi haft í för með sér að reikningsskil þessi gáfu ranga mynd. Óskað hafði verið eftir greiningu samkvæmt framangreindri aðferð svo bera mætti hana saman við uppgjör samkvæmt viðurkenndum reikningsskilastöðlum.</p> <p>Þá nefnir OR að ársreikningur samstæðunnar sé þegar aðgengilegur öllum á heimasíðu OR í samræmi við 62. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, sbr. nú 35. gr. laga um um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021. Á heimasíðunni megi finna reikningsskil þar sem beitt hafi verið aðferðum sem gefi rétta mynd af fjárhag OR.</p> <p>Ef upplýsingar þær sem beiðnin varði yrðu gerðar opinberar gætu þær villt um fyrir fjárfestum og þar með haft áhrif á verðmæti skuldabréfa sem útgefin eru af OR, enda séu þær ekki í samræmi við framangreindan ársreikning sem birtur var á heimasíðu OR og í kauphöll. Því hafi OR vísað til 9. gr. upplýsingalaga vegna eigin viðskiptahagsmuna sem og viðskiptahagsmuna markaðsaðila. Upplýsingar sem eru birtar þurfi jafnframt að vera réttar og í samræmi við áður útgefið efni, enda gæti birting slíkra upplýsinga haft í för með sér verðbreytingar sem byggjast á fölskum forsendum.</p> <p>OR telji því að hafna beri beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Varði það bæði viðskiptahagsmuni OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmuni þeirra er eiga og stunda viðskipti með skuldabréf sem útgefin eru af OR.</p> <p>Umsögn OR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. júlí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júlí 2021, bendir kærandi á að 9. gr. upplýsingalaga snúist samkvæmt fyrirsögn greinarinnar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. OR sé óumdeilanlega í beinni og fullri eigu sveitarfélaga og hafi því ekki sams konar einkahagsmuni og lögaðili eða fyrirtæki sem ekki er í eigu opinberra aðila. OR falli ótvírætt undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Kærandi telur að takmörkun á upplýsingarétti byggð á einkahagsmunum OR sé því markleysa.</p> <p>Þá vísar kærandi til þess að í umsögn OR sé synjunin sögð byggja á viðskiptahagsmunum OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmunum þeirra er eigi og stundi viðskipti með skuldabréf sem útgefin séu af félaginu. Hér sé um að ræða ótilgreindan hóp af aðilum sem ekkert liggi fyrir um hver afstaða væri til birtingar þeirra upplýsinga sem deilt er um í málinu. Líklega megi þó telja að fjárfestar vilji hafa sem gleggstar upplýsingar um hagsmuni sína og mat þeirra annars vegar og mat stjórnenda OR hins vegar á því hvað séu „villandi“ upplýsingar sé líklega ekki það sama. Kærandi telur að með þessari afstöðu virðist OR einnig vera að berjast fyrir ímynduðum rétti ótilgreinds hóps fjárfesta um að fá ekki aðgang að tilteknum upplýsingum.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Orkuveitu Reykjavíkur sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte vann fyrir OR.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er OR sameignarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar og liggur því fyrir að fyrirtækið er alfarið í eigu hins opinbera. Fyrirtækið fellur því undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, enda hefur það ekki verið sérstaklega fellt undan gildissviði laganna, sbr. 3. mgr. 2. gr.</p> <p>OR hefur byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni OR og skuli því fara leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að verndarhagsmunir 2. málsl. 9. gr. eru fyrst og fremst fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni og eru í eigu einkaaðila. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 767/2018. Í samræmi við framangreint verður leyst úr máli þessu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <p>„Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.“</p> <p>Í athugasemdum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.</p> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 862/2020, 845/2019, 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018.</p> <p>OR telur að þau reikningsskil sem fram koma í gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að gefi ekki rétta mynd af fjárhag fyrirtækjasamstæðunnar, því aðferð hafi verið beitt við reikningsskilin sem frábrugðin sé þeirri sem almennt tíðkist. Verði gögnin gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verð útgefinna skuldabréfa OR.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Annað skjalanna ber heitið „Aðlögun á reikningsskilum 2019“, dags. 21. janúar 2021. Hitt skjalið ber heitið „Aðlöguð reikningsskil samstæðu 2019“, dags. 25. janúar 2021, og felur í sér kynningu fyrir stjórn OR á innihaldi fyrra skjalsins. Fyrra skjalið er minnisblað sem unnið var af endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte að beiðni OR. Í skjalinu eru metin áhrif þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði í samstæðuársreikningi OR fyrir árið 2019, sem í honum voru metnir á endurmetnu verði eða gangvirði. Sem útgefanda skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði ber OR skylda til að semja reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), sbr. 90. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. IFRS-staðlarnir heimila ekki að sumir þeirra liða sem fjallað er um í minnisblaði Deloitte séu færðir til kostnaðarverðs.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það að OR sé í samkeppni við aðra aðila sem útgefandi skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði. Á meðal þeirra útgefenda eru einkaaðilar sem heyra ekki undir gildissvið upplýsingalaga og er því ekki skylt að veita aðgang á grundvelli þeirra að gögnum á borð við þau sem til umfjöllunar eru í þessu máli. Nefndin getur hins vegar ekki fallist á að minnisblað Deloitte og kynning á því til stjórnar OR séu gögn sem tengist samkeppnisrekstri samstæðunnar með þeim hætti að þau gætu haft áhrif á stöðu hennar í samkeppni við aðra. Minnt skal á að allir útgefendur verðbréfa á skipulegum markaði eru jafnsettir að því leyti að þeim ber að birta endurskoðaða ársreikninga sína; upplýsingar í gögnum þeim sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að eru fengnar úr ársreikningi OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem birtur er opinberlega, en þær síðan unnar með öðrum aðferðum en IFRS-staðlar heimila eða gera ráð fyrir. Ekki er um að ræða upplýsingar sem keppinautar OR gætu hagnýtt sér og valdið OR tjóni.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að OR hafi ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að hagsmunir samstæðunnar af því að halda gögnunum leyndum séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum almennings til aðgangs að þeim. Nefndin horfir í þessu sambandi í fyrsta lagi til þess að upplýsingarnar eru meira en tveggja ára gamlar. Þá eru þær samkvæmt því sem fram hefur komið ekki rangar og ekkert hefur komið fram sem gefur til kynna að greining Deloitte sé ófullnægjandi. Þá telur nefndin langt í frá augljóst að upplýsingarnar hefðu villandi áhrif á fjárfesta. Skjalið ber skilmerkilega með sér að vera minnisblað og aftast í því kemur fram að einungis sé um minnisblað að ræða og ekki verið farið ítarlega yfir alla þá þætti sem kunni að skipta máli varðandi efni þess. Minnisblaðið hafi verið unnið í samvinnu við stjórnendur félagsins og byggi að hluta til á óstaðfestum upplýsingum frá stjórnendum. Það feli ekki í sér neina staðfestingarvinnu á þeim upplýsingum. Aftur á móti er ársreikningur OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem finna má á vefsíðu OR, staðfestur bæði af stjórn OR og óháðum endurskoðendum og unninn í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðla.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að hagsmunir OR af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, einkum með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að aðgangur verði veittur, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að OR sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður OR því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Orkuveitu Reykjavíkur er skylt að veita A aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p > Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
1062/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Kærð var afgreiðsla Lindarhvols ehf. á beiðni um upplýsingar úr fundargerðum. Félagið hafði veitt kæranda aðgang að hluta fundargerðanna en strikað yfir hluta þess sem þar kom fram, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að tilteknum upplýsingum sem honum hafði verið synjað um og lagði fyrir Lindarhvol að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> <div>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1062/2022 í máli ÚNU 21050001.</div> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. apríl 2021, kærði A f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p>Með erindi, dags. 5. mars 2021, óskaði kærandi eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu eða nafn Klakka kom fyrir. Ekki var óskað eftir fundargerðum af fundum nr. 10 og 11, frá 18. og 20. október 2016, þar sem þær hefðu þegar verið afhentar kæranda á því formi að strikuð var út umfjöllun um önnur mál en málefni Klakka. Var þess óskað að þær fundargerðir sem eftir stæðu yrðu afhentar á sama formi.</p> <p>Lindarhvoll hafði áður afhent kæranda útdrætti úr sex fundargerðum, þ.e. af fundum nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016). Útdrættirnir samanstóðu af umfjöllun um Klakka úr viðeigandi fundargerðum, en strikaðar höfðu verið út upplýsingar um annan aðila á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem finna mátti í sömu umfjöllun.</p> <p>Þá fylgdu erindi kæranda til Lindarhvols fundargerðir af fundum nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem kærandi hafði fengið aðgang að hjá þriðja aðila. Þrátt fyrir það næði gagnabeiðni kæranda einnig til þessara fundargerða að svo miklu leyti sem þar væri fjallað um Klakka.</p> <p>Loks var þess krafist í erindinu að við afhendingu fundargerða af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, yrðu ekki strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Ástæða þess væri sú að kærandi hefði þegar fengið upplýsingar um að aðilinn væri Glitnir HoldCo ehf. í greinargerð Lindarhvols og íslenska ríkisins í skaðabótamáli sem kærandi hefði höfðað.</p> <p>Í svari Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, kemur fram að félagið líti svo á að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir í erindi kæranda hafi nú þegar verið veittar, með afhendingu útdrátta úr fundargerðum af fundum nr. 2 og 5–9 til kæranda. Útstrikanir í útdráttunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfestar í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 978/2021. Þá hafi Lindarhvoll upplýst um efni hluta af útstrikununum, umfram lagaskyldu.</p> <p>Svari Lindarhvols fylgdu fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem kærandi hafði áður fengið aðgang að í formi útdrátta. Um væri að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni haustið 2020 samkvæmt beiðni. Í fundargerðunum voru afmáðar upplýsingar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Afgreiðsla ráðuneytisins hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er ítrekað að óskað hafi verið eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka voru til umræðu, ekki aðeins þeim sem vörðuðu söluferlið á félaginu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol hafi leitt í ljós að fundir þar sem málefni Klakka voru rædd hafi verið sex talsins. Síðar hafi komið í ljós að þeir hafi verið a.m.k. tíu. Kærandi mótmælir því að leggja megi að jöfnu rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um söluferli Klakka og rétt fréttamannsins sem fékk fundargerðir Lindarhvols afhentar; kærandi eigi ríkari rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem þátttakandi í söluferlinu.</p> <p>Samkvæmt kærunni lýtur hún að þremur atriðum:</p> <ol> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, á því formi að ekki séu afmáðar upplýsingar sem varða frestun á söluferli Klakka, þar á meðal upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar sem varða Klakka.</li> <li>Að úrskurðarnefndin yfirfari allar fundargerðir Lindarhvols með hliðsjón af tilvísunum til Klakka, sér í lagi þær sem afhentar voru kæranda, og meti sjálfstætt hvaða upplýsingar sé rétt að afmá. Kærandi eigi rétt til aðgangs að öllu sem viðkemur söluferlinu á Klakka, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018, auk annarra gagna sem varði Klakka.</li> </ol> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 3. maí 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Lindarhvols, dags. 25. maí 2021, kemur fram að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn sem hann eigi rétt til aðgangs að og falli undir gagnabeiðni hans. Í fyrsta lagi hafi Lindarhvoll afhent öll gögn vegna söluferlis á nauðasamningskröfum Klakka í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018. Þá hafi kærandi fengið afhenta útdrætti úr sex fundargerðum, frá tímabilinu 4. maí til 5. október 2016, þar sem málefni Klakka hafi verið til almennrar umræðu. Þær upplýsingar hafi ekki varðað söluferlið sem slíkt, heldur málefni Klakka almennt. Með birtingu auglýsingar hinn 29. september 2016 hafi söluferlið fyrst hafist, en ekki með almennri umfjöllun stjórnar um málefni Klakka eða almennri umfjöllun um það hvenær hentugast gæti verið að setja nauðasamningskröfurnar í opið söluferli, sem á hverjum tíma gæti breyst. </p> <p>Með því að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum (öðrum en fundargerðum funda frá 18. og 20. október 2016, sem kærandi hefði þegar fengið afhentar) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu hafi Lindarhvoll litið svo á að gagnabeiðni kæranda væri fullnægt. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 hafi nefndin staðfest ákvörðun Lindarhvols að strika út umfjöllun í útdráttunum um annan aðila en Klakka á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Lindarhvoll telur að í samræmi við þann úrskurð nefndarinnar sé félaginu óheimilt að afhenda upplýsingarnar. Kæranda voru hins vegar afhentar fundargerðir af þessum fundum, með sama hætti og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni sömu fundargerðir, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</p> <p>Hvað varði aðgang að fundargerðum funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, telur Lindarhvoll slíka beiðni kæranda vera óþarfa, enda hafi kærandi fundargerðirnar undir höndum með nákvæmlega þeim hætti sem úrskurðarnefndin staðfesti í úrskurði sínum nr. 976/2021 og vísaði til í úrskurði nr. 978/2021. Tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 geti ekki gefið kæranda ríkari rétt að þessu leyti. Loks er bent á að kærandi hafi höfðað skaðabótamál á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 3. júní 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p>Gagnabeiðni kæranda í máli þessu hljóðar þannig að óskað sé aðgangs að öllum fundargerðum Lindarhvols, utan fundargerða funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016, þar sem málefni Klakka ehf. eru rædd eða nafn Klakka kemur fyrir. Óskað er eftir því að þær séu afhentar ekki í formi endurritaðra útdrátta heldur í formi fundargerðanna sjálfra, með útstrikunum annarra mála en málefna Klakka. Í ljósi þessarar afmörkunar á beiðni kæranda lýtur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál einvörðungu að útstrikunum á upplýsingum í fundargerðunum er varða málefni Klakka.</p> <p>Þau gögn og upplýsingar sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og tengjast gagnabeiðni hans eru eftirfarandi:</p> <div>1.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016). </div> <div> a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í sama formi og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <div>2.<span> </span>Útdrættir úr fundargerðum funda nr. 2 og 5–9. </div> <div> a.<span> </span>Afhentir af Lindarhvoli og innihalda upplýsingar um málefni Klakka almennt, ekki um söluferlið. Upplýsingarnar voru strikaðar út í fundargerðunum sjálfum, sem kæranda voru afhentar, sbr. lið 1.</div> <div>3.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016.</div> <div> a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018, á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem þær innihalda upplýsingar um söluferli Klakka. </div> <div>4.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 12 og 13 frá 4. og 9. nóvember 2016.</div> <div> a.<span> </span>Afhentar frá þriðja aðila. Um er að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <h2>2.</h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem afhentar voru nefndinni í heild sinni, með hliðsjón af tilvísunum til Klakka ehf. Í ljósi efnis gagnanna telur nefndin ekki tilefni til þess að gera athugasemdir við það mat Lindarhvols að upplýsingarnar varði málefni Klakka almennt en ekki hið opna söluferli félagsins sem slíkt. Um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga en ekki 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Nefndin bar fundargerðirnar saman við útdrætti fundargerðanna sem kærandi fékk afhenta, til að staðreyna hvort finna mætti frekari umfjöllun um Klakka í fundargerðunum en þá sem afhent var kæranda í formi útdrátta. Niðurstaðan er að í fundargerðunum séu ekki frekari vísanir til Klakka en þær sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að, að undanskilinni einni vísun til Klakka í fundargerð fundar nr. 6 frá 30. júní 2016, undir lið 3 sem ber heitið Framsal eigna á grundvelli stöðugleikasamninga. Þar er Klakki nefndur í samhengi við tvo aðra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að í umfjölluninni sé að finna ýmsar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila, sem eftir atvikum falla undir 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða 9. gr. upplýsingalaga, og Lindarhvoli sé þannig óheimilt að veita aðgang að umfjölluninni. Vísast um þetta jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þar sem komist var að sömu niðurstöðu.</p> <p>Kærandi fer fram á fá afhentar fundargerðir af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, í því formi að ekki séu strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Kærandi telur ekki forsendur fyrir því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum þar sem kærandi hafi þegar fengið þessar upplýsingar í skaðabótamáli gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 staðfesti nefndin þá ákvörðun Lindarhvols að strika þessar upplýsingar út á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Það er mat nefndarinnar að um aðgang kæranda að upplýsingum um viðkomandi lögaðila fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. upplýsingalaga, þar sem ljóst er að upplýsingarnar tengjast ekki söluferlinu á Klakka með þeim hætti að síðarnefnda lagagreinin eigi við.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að Lindarhvoll hafi lagt umræddar upplýsingar fram í dómsmáli og með því brugðist við áskorun kæranda þar að lútandi. Í ljósi þess að Lindarhvoll hefur þannig lagt fram upplýsingarnar af eigin rammleik án þess að bera fyrir sig ákvæði um þagnarskyldu á borð við 9. gr. upplýsingalaga, verður ekki séð að Lindarhvoll geti borið fyrir sig þá takmörkun á upplýsingarétti í máli þessu. Með vísan til þess fellst nefndin ekki á að Lindarhvoli sé heimilt að strika yfir umræddar upplýsingar, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Með vísan til framangreinds er það mat úrskurðarnefndarinnar að Lindarhvoli sé óheimilt að afhenda fundargerðir funda nr. 2 og 5–9 með öðrum hætti en gert var, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 976/2021, að undanskildum upplýsingum um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Hið sama á við um útdrætti úr viðkomandi fundargerðum, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 978/2021. Verður því ákvörðun Lindarhvols staðfest að þessu leyti.</p> <h2>3.</h2> <p>Kærandi óskar í annan stað eftir því að sér verði afhentar fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar um Klakka, enda eigi kærandi skýlausan aðgang að upplýsingunum á grundvelli úrskurðar nr. 727/2018.</p> <p>Svo sem að framan greinir liggur fyrir að kærandi hefur fundargerðir þessara tveggja funda undir höndum, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin hefur borið saman fundargerðirnar sem kærandi hefur undir höndum og þær sem fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021. Ljóst er að um sömu útgáfur fundargerðanna er að ræða.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðir þessara tveggja funda án útstrikana með hliðsjón af því hvort í þeim sé að finna umfjöllun um Klakka. Í fundargerð af fundi nr. 12 frá 4. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 5, sem ber heitið Söluferli eigna, í tengslum við tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Það er enda ljóst að aðgangsréttur á grundvelli 14. gr. laganna í tengslum við opinber söluferli nær aðeins til útboðsgagna, þar á meðal gagna frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark, líkt og hér á við, fer um upplýsingarétt samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umrædds félags og að Lindarhvoli hefði verið óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var afhending Lindarhvols á þessari fundargerð því í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 13 frá 9. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 6, sem ber heitið Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf. Þar er fjallað um fyrirhugaða birtingu tilkynningar á vef Lindarhvols um niðurstöðu söluferlisins. Úrskurðarnefndin telur að um aðgang kæranda að þessari umfjöllun fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila sjálfs, enda varðar hún með beinum hætti söluferlið sem kærandi var þátttakandi í. Þá telur úrskurðarnefndin að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. 14. gr. laganna eigi ekki við um upplýsingarnar. Er því Lindarhvoli skylt að afhenda kæranda þessa umfjöllun, svo sem greinir í úrskurðarorði. Ekki er að finna frekari umfjöllun um Klakka ehf. í framangreindum tveimur fundargerðum.</p> <h2>4.</h2> <p>Nafn Klakka ehf. kemur fyrir í þremur fundargerðum Lindarhvols til viðbótar. Um er að ræða fundi nr. 15 og 16 (1. og 14. desember 2016) og nr. 18 (1. febrúar 2017). Í málinu liggur ekki fyrir að Lindarhvoll hafi tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum fundargerðum. Hins vegar liggur fyrir að í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 fékk fréttamaður afhentar þessar fundargerðir, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þar á meðal varðandi Klakka. Þá er ljós sú afstaða Lindarhvols að um aðgang kæranda að gögnum í málinu, að undanskildum þeim sem þegar hafa verið afhent á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, skuli fara samkvæmt 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Í ljósi þess telur úrskurðarnefndin að fyrir liggi afstaða Lindarhvols til afhendingar þessara fundargerða sem nefndinni sé fært að endurskoða.</p> <p>Í fundargerðum funda nr. 15 og 16 er fjallað um Klakka undir liðnum Önnur mál. Tilefni umfjöllunarinnar á báðum stöðum er bréf frá kæranda frá 24. nóvember 2016 vegna Klakka. Úrskurðarnefndin telur augljóst að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga og að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. greinarinnar eigi ekki við. Lindarhvoli ber því að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum, svo sem greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 18 er fjallað um Klakka undir lið 8 sem ber heitið Önnur mál. Umfjöllunin varðar tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka. Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins og að Lindarhvoli sé óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <div> </div> <h2>Úrskurðarorð</h2> <div>Lindarhvoll ehf. skal veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</div> <ol> <li>Fundargerðir funda Lindarhvols nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, þannig að sýnilegar séu upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 13 frá 9. nóvember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 6 (Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf.).</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 15 frá 1. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 8 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 16 frá 14. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 4 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> </ol> <div>Ákvörðun Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, er að öðru leyti staðfest.</div> <div> </div> <div> </div> <div>Hafsteinn Þór Hauksson</div> <div>formaður</div> <div> </div> <div>Kjartan Bjarni Björgvinsson </div> <div> </div> <div>Sigríður Árnadóttir</div> <div> </div> <div> </div> |
1061/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 7. gr. upplýsingalaga ætti almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. kæmu fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags féllu ekki undir þær. Var synjun Herjólfs því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1061/2022 í máli ÚNU 21110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. nóvember 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum hinn 26. október 2021 en var synjað um aðgang að þeim með erindi, dags. 18. nóvember 2021. Í erindinu er vísað til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og tekið fram að upplýsingar um starfsfólk verði ekki afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Herjólfi ohf. og veita félaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi Herjólfs ohf. við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um samhljóða beiðni kæranda til Herjólfs ohf. í úrskurði nefndarinnar nr. 860/2019. Þá er og vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. 1055/2021, þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Herjólfi ohf. væri ekki skylt að veita aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur ohf. er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. sömu greinar er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög skv. 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 18. nóvember 2021, að synja A um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1060/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt var um aðgang kæranda að tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum. Málinu var vísað til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var byggt á því að tilkynningin væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilkynninguna ótvírætt vera hluta af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1060/2022 í máli ÚNU 21110003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Vatnajökulsþjóðgarðs á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p style="text-align: justify;">Hinn 8. september 2021 óskaði kærandi eftir afriti af tilkynningu stofnunarinnar til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum og vísaði í tilkynningu á vefsíðu stofnunarinnar, dags. 6. september 2021, undir fyrirsögninni „Akstursskemmdir í Vonarskarði“. Þegar kæranda hafði ekki borist efnislegt svar frá stofnuninni 3. nóvember 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p style="text-align: justify;">Í kæru vísar kærandi til VII. kafla upplýsingalaga og meginreglu 1. mgr. 4. gr., sbr. 3. gr. Árósasamningsins um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 16. september 2011, og til sömu meginreglu í 1. mgr. 3. gr. tilskipunar 2003/4/EB um aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, XX. viðauka, og er því skuldbindandi fyrir Ísland, sbr. lög nr. 2/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Vatnajökulsþjóðgarði með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Vatnajökulsþjóðgarður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. nóvember 2021. Þar segir að fyrir mistök hafi farist fyrir að svara beiðni kæranda efnislega innan tímamarka og beðist sé velvirðingar á því. Hins vegar telji stofnunin umrædd gögn þess eðlis að synja beri um afhendingu þeirra og byggi það álit á því að samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, hafi þjóðgarðsverðir eftirlit með því að ákvæði laganna, reglugerða og stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn séu virt. Þjóðgarðsverðir annist samskipti við lögreglu og önnur eftirlitsstjórnvöld vegna brota á fyrrnefndum lögum og reglum. Þegar þjóðgarðsvörður tilkynni um brot til lögreglu gildi um meðferð málsins almennar reglur laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og sé forræði málsins og rannsókn á hendi lögreglu, sbr. 2. þátt sakamálalaga. Vatnajökulsþjóðgarður líti svo á að þegar tilkynning hafi verið send lögreglu sé þætti stofnunarinnar í málinu lokið nema lögregla óski eftir frekari aðkomu eða gögnum eða upplýsingum. </p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að þjóðgarðsvörður hafi orðið þess áskynja að skemmdir hafi orðið vegna aksturs utan vega í Vonarskarði. Málið hafi verið tilkynnt og rannsókn málsins sé í höndum lögreglu en Vatnajökulsþjóðgarði ekki kunnugt um stöðu þess. Stofnunin hafi birt frétt um akstursskemmdirnar á vefsíðu sinni þar sem greint hafi verið frá atvikum í almennum orðum. Ítarlegri upplýsingar um vegsummerki komi fram í tilkynningu þjóðgarðsvarðar til lögreglu. Afhending þeirra upplýsinga geti varðað rannsóknarhagsmuni og telji þjóðgarðurinn að lögregla, sem beri ábyrgð á rannsókninni, eigi að taka ákvörðun um hvort þær verði afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs segir jafnframt, í tilefni af vísun kæranda til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga, að samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna gildi þau ekki um rannsókn sakamáls né saksókn. Þegar af þeirri ástæðu telji stofnunin að kærandi eigi ekki kröfu á afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem forræði sakamálsins og rannsóknarinnar sé í höndum lögreglu og afstaða lögreglu til afhendingar liggi ekki fyrir muni Vatnajökulsþjóðgarður því að óbreyttu ekki afhenda kæranda umrædd gögn. Umrædd tilkynning varði meint lögbrot óþekktra aðila sem valdið hafi skemmdum en að mati stofnunarinnar innihaldi tilkynningin og fylgigögn hennar ekki upplýsingar um umhverfismál sem falli undir skilgreiningu 29. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. nóvember 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p style="text-align: justify;"> Kærandi óskaði eftir afriti af tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglunnar á Suðurlandi um akstur utan vega í Vonarskarði, sem er óheimill samkvæmt 15. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007. Tilkynningin, eða skýrslan, greinir þannig frá meintu lögbroti og er hún ótvírætt hluti af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 3. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1059/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna breytinga á launum vegna COVID-19 faraldursins. Beiðni kæranda var hafnað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fram kom að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin væri ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og vörðuðu þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins var því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1059/2022 í máli ÚNU 21100002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. október 2021, kærði A, fréttamaður hjá Kjarnanum, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um aðgang að fyrirliggjandi samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir ÁTVR). Kærandi kvaðst hafa fengið veður af því að forstjórinn hefði falast eftir breytingum á launum sínum vegna COVID-19 faraldursins.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda var hafnað með erindi, dags. 29. september 2021, með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að synjunin standist ekki, sér í lagi þar sem í 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, komi fram að ákvarðanir skv. 1.–3. mgr. sömu greinar skuli birtar opinberlega.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti hinn 7. október 2021. Ráðuneytinu var gefinn kostur á að veita umsögn í málinu og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Þá var óskað eftir afriti af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn ráðuneytisins, dags. 18. október 2021, er vísað til rökstuðnings með synjun á beiðni kæranda frá 29. september. Að því er varði 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taki skylda til birtingar samkvæmt því ákvæði aðeins til þeirra tilvika þegar tekin er ákvörðun um að greiða einstökum forstöðumanni laun til viðbótar grunnlaunum. Líkt og synjun ráðuneytisins beri með sér hafi engin ákvörðun verið tekin að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun, en ef svo væri hefði sú ákvörðun verið birt á vef ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda hinn 18. október 2021 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samskiptum forstjóra ÁTVR og fjármála- og efnahagsráðuneytis. </p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1.mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband forstjóra ÁTVR „að öðru leyti“, enda er ljóst að gögnin varða ekki umsókn um starf eða framgang í starfi.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem fylgdu umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis og kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að gögnin beri ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og varði þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að bera brigður á þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur látið í té um að engin ákvörðun hafi verið tekin um að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun. Jafnvel þótt slík ákvörðun lægi fyrir fellur það utan valdsviðs nefndarinnar að kveða á um skyldu stjórnvalds til að birta slíka ákvörðun, sbr. 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kæruheimild til nefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 29. september 2021, að synja A um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1058/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu synjaði kæranda um aðgang að dagbókarfærslu sem varð til vegna tilkynningar kæranda til lögreglunnar um að barn hans væri týnt. Lögreglan vísaði til þess að þegar aðili kæmi á lögreglustöð og tilkynnti um týndan einstakling skyldi lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Úrskurðarnefndin taldi dagbókarfærsluna tilheyra rannsóknargögnum sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1058/2022 í máli ÚNU 21070014.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júlí 2021, kærði A synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir einnig LRH) á beiðni hans, dags. 20. júlí sama ár, um aðgang að upplýsingum og gögnum vegna tiltekins máls hjá lögreglunni, skriflegum erindum á hvaða formi sem þau væru og hvort sem um formleg eða óformleg erindi væri að ræða, fyrirspurnum, minnisblöðum og öllum öðrum gögnum í tengslum við málið. Beiðni kæranda var byggð á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Kæranda var tjáð að eina gagn málsins væri dagbókarfærsla. Hann fékk ekki aðgang að sjálfri dagbókarfærslunni en fékk hins vegar aðgang að samantekt úr færslunni.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt LRH með erindi, dags. 22. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að LRH léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn LRH barst úrskurðarnefndinni hinn 10. ágúst 2021. Í umsögninni kemur fram að tildrög málsins séu þau að kærandi hafi lagt fram tilkynningu um að barn hans væri týnt hinn 2. júlí 2021. Málið hafi verið bókað í dagbók lögreglu. Sú dagbókarfærsla sé eina gagn málsins og því sé ekki um önnur gögn að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn LRH er því lýst að þegar aðili komi á lögreglustöð og tilkynni um týndan einstakling skuli lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust nefndinni samdægurs. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. </p> <p style="text-align: justify;"> Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að í máli þessu tilheyra skilmerkilega rannsóknargögnum sakamáls, samkvæmt upplýsingum frá LRH. Aðgangur að þeim verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 21. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1057/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann taldi sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og gæti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga væri úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það væri ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1057/2022 í máli ÚNU 21070008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 7. júlí 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru segir að kærandi telji Garðabæ ekki geta fært sannanir fyrir því að öll gögn hafi verið afhent. Einnig telji hann furðulegt af sveitarfélaginu að kalla eftir því að þegnar þess tiltaki hvaða gögn starfsmenn sveitarfélagsins hafi útbúið eða stofnað til. Kærandi segir að frá því í október 2020 hafi sveitarfélagið skráð á lista hvaða gögn hafi verið afhent, þannig hafi það ekki yfirsýn yfir þau gögn sem hafi verið afhent fyrir þann tíma. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt erindi sveitarfélagsins geti komið fyrir að gögn séu ekki afhent ef starfsmenn bæjarfélagsins noti ekki rétt leitarskilyrði við leit af gögnum. Kærandi telur að það hljóti að vera á ábyrgð bæjarfélagsins að sjá til þess að ferlar við afhendingu gagna séu þannig úr garði gerðir að öll réttmæt gögn séu afhent, en kærandi telur ljóst af svari sveitarfélagsins að svo hafi ekki verið. Kærandi kveðst ítrekað hafa fengið sömu gögn í hendur og í sumum tilfellum hafi yfirstrikanir verið mismunandi. Þá telur hann réttast að bæjarfélagið leggi fram lista yfir þau skjöl sem þegar hafi verið afhent. Að öðrum kosti væri eðlilegast að það afhenti öll gögn líkt og um nýja gagnabeiðni væri að ræða. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 19. ágúst 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. </p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn Garðabæjar, dags. 2. september 2021, er vakin athygli á því að fjöldi gagnabeiðna hafi borist sveitarfélaginu frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni eða að fram komi í kjölfar beiðna „framhaldsbeiðnir“ um upplýsingar og því sé oft erfitt að átta sig á afmörkun þeirra. Í mörgum tilvikum sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi margoft vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið segir fullyrðingu kæranda um að sveitarfélagið geti ekki sannað að öll gögn hafi verið afhent með öllu órökstudda. Kærandi hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum. Í mörgum ef ekki flestum tilvikum sé um að ræða gögn sem kærandi hafi þegar sjálfur undir höndum en afgreiðsla gagnabeiðna kæranda hafi oft á tíðum reynst mjög tímafrek. </p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum um það sem þar kemur fram. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. september 2021, segir að hann hafi þurft að kalla eftir aðstoð frá m.a. mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti og Persónuvernd og að ítrekað hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við störf Garðabæjar í þessu máli. </p> <p style="text-align: justify;"> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann telur sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og geti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hafi verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;"> Upplýsingalög nr. 140/2012 leggja ekki þá skyldu á stjórnvöld að halda sérstaka skráningu yfir öll gögn sem afhent eru á grundvelli laganna. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir þó að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;"> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni því vísað frá.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 7. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1056/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt var um það hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju væri heimilt að takmarka upplýsingar til kæranda um það hverjir veittu honum þjónustu hverju sinni og krefjast þess að kærandi bæði þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin tók fram að kæruheimild til nefndarinnar væri bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það væri ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings væri í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skyldi hagað til framtíðar. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1056/2022 í máli ÚNU 21040012. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2021, kærði A réttindagæslumaður, f.h. B, ófullnægjandi afgreiðslu hjúkrunarheimilisins Dyngju á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Heilbrigðisstofnun Austurlands (hér eftir HSA) annast rekstur hjúkrunarheimilisins.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Dyngju, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir því að umbjóðandi sinn fengi aðgang að vaktaskýrslum til að sjá hverjir væru á vakt á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr. Í svari Dyngju, dags. 2. desember 2020, kom fram að B fengi upplýsingar um starfsmenn á vakt í upphafi hverrar vaktar. Það sé gert að fengnu áliti persónuverndarfulltrúa HSA. Í svari kæranda, dags. sama dag, var óskað eftir aðgangi að bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af samskiptum kæranda við Dyngju hafði kærandi samband við forstjóra HSA. Niðurstaða þess samtals var sú að fá úrskurð Persónuverndar með leiðbeiningum um hvernig unnt væri að haga upplýsingagjöf til B innan ramma persónuverndarlöggjafarinnar. Kvörtun kæranda var vísað frá Persónuvernd, þar sem stofnunin gæti aðeins tekið til meðferðar kvartanir sem stöfuðu frá þeim sem persónuupplýsingar vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er úrskurðarnefnd um upplýsingamál beðin um að taka afstöðu til þess hvort yfirmönnum Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til B um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að B biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar, í stað þess að B séu einfaldlega veittar upplýsingarnar einu sinni á sólarhring án þess að hún þurfi að biðja um þær sérstaklega. Þá er í kæru óskað eftir að fá aðgang að gögnum sem óskað var eftir við Dyngju með tölvupósti, dags. 2. desember 2020, þ.e. bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <h2 style="text-align: justify;"> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt HSA með erindi, dags. 26. apríl 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var skorað á HSA að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni um afhendingu þeirra gagna sem tilgreind eru í kærunni og óskað var eftir hinn 2. desember 2020. HSA brást við áskorun úrskurðarnefndarinnar og afhenti kæranda hinn 10. maí 2021 afrit af þeim gögnum sem óskað hafði verið eftir.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA, dags. 17. maí 2021, kemur fram að um tíma hafi sérsniðnar upplýsingar verið teknar upp úr vaktaplönum stofnunarinnar, þ.e. áætlanir um vaktir starfsmanna næstkomandi sólarhring, og afhentar B og eiginmanni hennar. Kvartanir hafi hins vegar borist í kjölfar þess að eiginmaður B gerði athugasemdir við starfsmenn eða aðstandendur þeirra, ef viðkomandi starfsmaður mætti ekki til vinnu. Því hafi verið látið af þessu fyrirkomulagi og B þess í stað greint frá því í upphafi hverrar vaktar hverjir væru mættir á vaktina. HSA hafnar því að fyrirkomulagið feli í sér takmörkun á upplýsingarétti B.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA kemur fram að í kæru til úrskurðarnefndarinnar sé í raun verið að óska eftir lagalegu áliti nefndarinnar á réttarstöðu umbjóðanda kæranda, með tilliti til persónuverndarlaga og út frá umdeildum forsendum sem fram koma í kæru. HSA telur að það sé ekki í verkahring úrskurðarnefndarinnar að leysa úr slíku álitaefni og því sé óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p style="text-align: justify;"> Þá telur HSA að það sé ekki ágreiningur um það að starfsfólk Dyngju eigi að afhenda umbjóðanda kæranda upplýsingar í upphafi hverrar vaktar um hverjir séu á vakt. B eigi ekki að þurfa að biðja um þessar upplýsingar þrisvar sinnum á sólarhring.</p> <p style="text-align: justify;"> Loks telur HSA að heimilt sé að synja um aðgang að þessum upplýsingum með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, gögnin séu vinnugögn í skilningi 8. gr. sömu laga, auk þess sem þau varði einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn HSA var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 26. maí 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er óskað eftir áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál á því hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til umbjóðanda kæranda um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að umbjóðandi kæranda biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum er réttur þessi útskýrður með nánari hætti. Kemur þar fram að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. </p> <p style="text-align: justify;"> Í kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvernig hún verði til framtíðar upplýst um það hverjir muni sinna þjónustu við hana í stað þess að hún þurfi að óska eftir slíkum upplýsingum þrisvar sinnum á sólarhring. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það er því ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings sé í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skuli hagað til framtíðar. Slíkt kemur eftir atvikum í hlut annarra stjórnvalda á borð við umboðsmann Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin veitir því hins vegar athygli að á meðal gagna málsins er skjal sem inniheldur vaktaáætlun mánuð fram í tímann. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að kæranda er heimilt að óska eftir fyrirliggjandi vaktaáætlunum og eftir atvikum kæra synjun á slíkri beiðni til nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á meðferð þessa máls.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. B, dags. 20. apríl 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;"> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður </p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1055/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar kemur að málefnum starfsmanna lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nær upplýsingaréttur almennings eingöngu þeirra upplýsinga sem tilgreindar eru í 4. mgr. 7. gr. sömu laga. Var synjun Herjólfs ohf. því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1055/2021 í máli ÚNU 21100006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. september 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Í svarbréfi félagsins, dags. 7. október, segir að allar upplýsingar um starfsfólk séu meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Félagið leggi áherslu á að tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Félagið verði því ekki við beiðnum um upplýsingar um starfsfólk.<br /> <br /> Í kæru segir kærandi að líta verða á yfirskipstjóra sem einn af æðstu embættismönnum Herjólfs ohf. og á þeim grundvelli skuli félagið úrskurðað til þess að afhenda ráðningarsamninginn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 26. nóvember, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 1. desember 2021, er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem reyndi m.a. á rétt til aðgangs að ráðningarsamningi framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í því máli staðfesti úrskurðarnefndin synjun félagsins.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem nefndin komst að því að ráðningarsamningur framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. væri undanþeginn upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 7. október 2021, á beiðni A um aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1054/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Kærð var synjun Barnaverndarstofu á beiðni A um gögn varðandi vistun hennar sjálfrar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Synjunin byggðist á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra einstaklinga sem einnig var fjallað um í gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli gagnanna væri slíkt að ekki væri hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Ákvörðun stofnunarinnar var því felld úr gildi og lagt fyrir hana að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar þar sem farið yrði efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1054/2021 í máli ÚNU 21050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. maí 2021, kærði A ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á beiðni um aðgang að gögnum varðandi vistun hennar á meðferðarheimilinu Laugalandi.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 6. apríl 2021, var óskað eftir öllum þeim gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir um mál kæranda á árabilinu 2000-2004. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna. Í bréfinu kom m.a. fram að í tilteknum gögnum hefðu viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu aðra verið afmáðar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða einkamálefni annarra. Í bréfinu var kærandi jafnframt upplýst um að Barnaverndarstofa teldi rétt að synja í heild aðgangi að tilteknum gögnum er vörðuðu kæranda og veru hennar á meðferðarheimilinu á árabilinu 2000-2004. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru handritaðar vaktaskýrslur rekstraraðila meðferðarheimilisins og handritaðar fundargerðir starfsmannafunda á árunum 2001-2003. Ákvörðunin var byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem skýrslurnar og fundargerðirnar hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra skjólstæðinga heimilisins á tímabilinu. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á afhendingu eftirfarandi gagna:<br /> <br /> 1. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 4. september 2001 – 11. maí 2002.<br /> 2. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 13. maí 2002 – 17. október 2002.<br /> 3. Handritaðra fundargerða starfsmannafunda, dags. 4. september 2001 – 2. maí 2002.<br /> 4. Handritaðra fundargerða starfsmanna, dags. 16. maí 2002 – 19. maí 2003. <br /> <br /> Kærandi gerir athugasemdir við þau rök Barnaverndarstofu fyrir synjun á aðgangi að umræddum gögnum að í þeim sé að finna upplýsingar um einkamálefni annarra þeirra sem vistaðir voru á Laugalandi á tímabilinu. Í því sambandi bendir kærandi á að á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hafi viðkvæmar persónuupplýsingar sem varða aðra en kæranda verið afmáðar úr þeim skjölum sem henni voru afhent. Kærandi sættist ekki á þá túlkun Barnaverndarstofu að ekki sé hægt að gera slíkt hið sama við þau gögn sem kæranda var synjað um afhendingu á. Þá telur kærandi röksemdir stofunnar um að hagsmunir annarra mæli með því að upplýsingum um kæranda sé haldið frá henni fráleitar og bendir á að um þessar mundir sé hafin rannsókn á því hvort kærandi og aðrar stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi verið beittar ofbeldi og harðræði. Slík rannsókn sé trauðla sett af stað af léttúð eða án þess að ástæða liggi fyrir því. Kærandi geti enda vitnað um það og hafi gert svo opinberlega í viðtali við Stundina, að hún hafi sannarlega verið beitt ofbeldi og harðræði á meðan vistun stóð á Laugalandi. Minnir kærandi á að sú vistun hafi verið á ábyrgð Barnaverndarstofu. Hagsmunir kæranda séu því gríðarlega miklir af því að fá í hendur gögn um eigið líf, sem hugsanlega varpi ljósi á það ofbeldi sem kærandi hafi orðið fyrir af hálfu fólks sem Barnaverndarstofa bar ábyrgð á. Telur kærandi að synjun Barnaverndarstofu standist ekki lög og fer fram á að stofunni verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. maí 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 3. júní 2021, kemur fram að umbeðin gögn innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar sem teljist til einkamálefnis þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins Laugalands, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Sé það jafnframt mat Barnaverndarstofu að hagsmunir annarra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum. Þá varði gögnin mestmegnis aðra skjólstæðinga meðferðarheimilisins en aðeins lítill hluti þeirra varði kæranda. Sé það jafnframt mat stofunnar að eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga sé slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Um sé að ræða handrituð gögn þar sem upplýsingum um skjólstæðinga meðferðarheimilisins séu í mörgum tilvikum settar fram án skýrrar aðgreiningar milli einstaklinga auk þess sem handritun þeirra geri það að verkum að upplýsingarnar séu oft á tíðum torlæsilegar og erfitt að greina merkingu þeirra. Það sé því afstaða Barnaverndarstofu að kærandi eigi ekki rétt á að fá aðgang að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem kærandi var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi, með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júní 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem hún var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi. Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni kæranda byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Auk þess sé eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent gögn málsins og hefur kynnt sér efni þeirra. Nefndin fellst á það með Barnaverndarstofu að í gögnunum er að finna margvíslegar upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda, í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. laganna, sem stofnuninni er óheimilt að afhenda kæranda. Að mati nefndarinnar hefur kærandi hins vegar sérstaklega ríka hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum að því leyti sem þau fjalla um hana sjálfa og aðstæður hennar á meðferðarheimilinu. Þannig gilda önnur sjónarmið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum heldur en rétt almennings til aðgangs að sömu gögnum. <br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar nr. 1039/2021 frá 18. október 2021 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Barnaverndarstofu á beiðni blaðamanns um dagbókarskráningar/vaktskráningar frá sama meðferðarheimili frá tímabilinu 1997-2007 með vísan til undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Í því máli var um að ræða 1.800 blaðsíður sem Barnaverndarstofa hefði þurft að fara yfir í því skyni að afmá upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í því máli sem nú er til meðferðar er um mun styttra tímabil að ræða eða rúmlega eitt og hálft ár í stað tíu ára og er blaðsíðufjöldinn sem er undir í þessu máli því töluvert minni eða 359 síður. Í því máli sem lauk með úrskurði nr. 1039/2021 hefði þar að auki lítið staðið eftir, hefðu allar upplýsingar um einkamálefni verið afmáðar, en í því máli sem nú er til meðferðar er eins og áður segir hluti af umbeðnum gögnum umfjöllun um málefni kæranda sjálfs.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli og framsetning umræddra gagna sé slíkt að það sé ekki hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Að mati nefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið efnisleg afstaða til beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög. Verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Barnaverndarstofu úr gildi og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar afgreiðslu þar sem farið verður efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 23. apríl 2021, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1053/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni A um gögn sem vörðuðu hann sjálfan og fjölskyldu hans. Sveitarfélagið afhenti honum gögnin að hluta en synjaði honum um aðgang að tölvupóstssamskiptum sem talin voru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og þannig undanþegin aðgangi kæranda. Úrskurðarnefndin féllst á það með sveitarfélaginu að meirihluti gagnanna teldist til vinnugagna. Hins vegar lagði nefndin fyrir Garðabæ að afhenda kæranda tvö skjöl sem uppfylltu ekki skilyrði til að teljast vinnugögn því þau höfðu verið afhent öðrum eða stöfuðu frá öðrum en starfsmönnum sveitarfélagsins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1053/2021 í málum ÚNU 21020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans, dags. 20. desember 2020, um „afrit af öllum gögnum frá byrjun árs 2017 til dagsins í dag frá [bæjarstjóra] sem varða sjálfan mig, konu mína og dætur skv. reglugerð GDPR.“ <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, segir að í kerfum sveitarfélagsins sem svari til beiðni kæranda sé að finna tölvupósta sem stafi frá bæjarstjóra, nánar tiltekið í Outlook póstkerfi og þegar við eigi, í tilfelli frekari vinnslu vegna tiltekinna mála, séu þeir vistaðir í ONE-skjalakerfi bæjarins. Farið hafi verið yfir þau gögn sem liggi fyrir í málinu og séu þau afhent kæranda í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga. nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meðfylgjandi var listi yfir 13 skjöl sem kæranda voru afhent.<br /> <br /> Í svarinu vakti sveitarfélagið athygli á því að samkvæmt 6. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga megi undanþiggja upplýsingar í málum sem séu til meðferðar hjá stjórnvöldum réttinum til aðgangs samkvæmt 1. mgr. 15. gr. GDPR að sama marki og gildi um undantekningar á upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Af því leiði að aðili geti ekki á grundvelli persónuverndarlaga krafist aðgangs að skjölum eða öðrum gögnum sem undanþegin séu aðgangi samkvæmt stjórnsýslu- eða upplýsingalögum. Við afgreiðslu beiðninnar verði því ekki afhentir tölvupóstar eða gögn sem teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að lokum vakti sveitarfélagið athygli á rétti skráðs einstaklings til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd væri vinnsla persónuupplýsinga um hann talin brjóta í bága við ákvæði persónuverndarlaga eða GDPR, sbr. 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að gögn vanti en þar sem hann hafi átt tvo fundi með bæjarstjóra og fengið frá honum símtöl telji hann ótrúverðugt að ekki séu til fundarboð né fundargerðir frá þeim fundum. Þá telji kærandi ótrúverðugt að fundur bæjarstjóra við fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi mál kæranda hafi ekki verið skráður, né samskipti varðandi þann fund. Þá telji kærandi það umhugsunarvert að sveitarfélagið sýni engan samstarfsvilja og svari ekki spurningum hans.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 21. mars 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 16. apríl 2021, segir að sveitarfélaginu hafi borist fjöldi gagnabeiðna frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni um upplýsingar eða framhaldsbeiðnir sem komi í kjölfar annarra beiðna og sé því oft erfitt að átta sig á afmörkun upplýsingabeiðnanna og í hvaða samhengi þær séu settar fram. Einnig sé oft óljóst á hvaða lagagrundvelli sé verið að óska eftir gögnum. Í mörgum beiðnanna sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir oft á tíðum óljósar beiðnir hafi Garðabær lagt sig fram við að afgreiða þær og í mörgum tilvikum afhent gögn umfram afhendingarskyldu. Kærandi og kona hans hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum og sé í mörgum tilvikum um að ræða gögn sem þau hafi þegar sjálf undir höndum.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að töluverðs ósamræmis gæti milli kæru, rökstuðnings kæranda og fylgiskjala. Hvað varði kröfur kæranda sem fram komi í kærunni, þ.e. beiðni um öll gögn er varði kæranda, konu og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra, segir að kæranda hafi verið afhent gögn frá bæjarstjóra í samræmi við beiðnina, að undanskildum gögnum sem teljist til vinnugagna. Gagnabeiðni kæranda hafi verið sett fram á grundvelli persónuverndar-löggjafarinnar, sbr. lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og hafi verið afgreidd á þeim lagagrundvelli, þá hafi sveitarfélagið veitt kæranda leiðbeiningar um rétt hans til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd á grundvelli 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga. Kvörtun vegna beiðninnar eigi því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. Með umsögninni til úrskurðarnefndarinnar fylgdi svarbréf sveitarfélagsins til kæranda ásamt lista yfir þau gögn sem kærandi fékk afhent.<br /> <br /> Varðandi rökstuðning í kæru, sem snýr að fundum kæranda með bæjarstjóra, er tekið fram að sveitarfélagið fari að lögboðnum skyldum sínum um fundarboð og ritun fundargerða. Hins vegar sé það svo að bæjarstjóri taki oft á tíðum á móti bæjarbúum og öðrum með hin ýmsu erindi og eigi með þeim óformlega fundi eða samtöl í síma. Í rökstuðningi kæranda sé ekki tilgreint hvenær hann hafi átt fund með bæjarstjóra. Í rafrænni dagbók bæjarstjóra finnist einn bókaður fundur með kæranda og einum öðrum, þann 10. mars 2020. Það sé ekki venja að rita fundargerðir slíkra funda eða samtala sem bæjarstjóri eigi við íbúa bæjarins eða aðra þá sem óski eftir óformlegu samtali við hann, nema slík samtöl hafi þýðingu fyrir úrlausn tiltekins máls sem sé til meðferðar hjá Garðabæ og sé ekki að finna í öðrum gögnum málsins. Hvað varði mál kæranda sem rekið sé í mennta- og menningarmálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélaginu þá sé haldið utan um það mál í skjalakerfi bæjarins. Boð um fund sveitarfélagsins með ráðuneytinu sé skráð í dagbók bæjarstjórans 17. nóvember 2020. Sá fundur hafi verið haldinn í ráðuneytinu og það hafi fallið í skaut ráðuneytisins að rita fundargerð. Sú fundargerð sé vistuð í viðeigandi máli í skjalakerfi Garðabæjar. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þá var kærandi beðinn um að staðfesta eða lýsa nánar afmörkun á kæruefninu, þ.e. að hvaða afgreiðslu sveitarfélagsins kæran beindist en nokkurt ósamræmi var á milli kæru, dagsetninga í kæru og svo fylgiskjala með kæru. Kærandi staðfesti þá að kæran beindist að afgreiðslu sveitarfélagsins, dags. 20. janúar 2021, við beiðni sinni, dags. 20. desember 2020, en gerði ekki frekari athugasemdir.<br /> <br /> Með erindum, dags. 6. og 12. október 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá afhent öll gögn málsins, þ.e. bæði þau sem kæranda voru afhent og þau sem honum var synjað um þann 20. janúar 2021. Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni gögnin þann 21. október en í meðfylgjandi erindi benti sveitarfélagið á að svar Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, hefði ekki verið á meðal fylgigagna með kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar, heldur hefði þar fylgt annað svarbréf Garðabæjar, dags. 27. janúar 2021, sem varði annað mál. Hljóti það að teljast til vanreifunar af hálfu kæranda gagnvart úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Umbeðin gögn hafi fundist við leit í Outlook og skjalakerfi Garðabæjar, um sé að ræða tölvupósta sem séu viðbrögð starfsmanna Garðabæjar við tölvupóstum sem stafi frá kæranda og konu hans. Tölvupóstarnir innihaldi oft á tíðum langa þræði flókinna samskipta. Til að einfalda hlutina hafi Garðabær því tekið saman þann hluta samskiptanna sem fari á milli starfsmanna bæjarins en þráðum sem séu tölvupóstar milli kæranda, konu hans og Garðabæjar sé sleppt þar sem kærandi sé að sjálfsögðu með þau samskipti í sínum fórum. <br /> <br /> Garðabær ítrekar umsögn sína frá 16. apríl s.l. Garðabær ítrekar sérstaklega hversu mikið ósamræmi og skortur sé á samhengi milli kröfu, rökstuðnings með kærunni og tengslum við fylgiskjöl sem kærandi lét fylgja með. Kærandi blandi saman upplýsingabeiðnum sínum til Garðabæjar þannig að úr verði slík óreiða að ekki verði séð að málið sé tækt til úrskurðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál og nefndinni beri því að vísa því frá. Upplýsingabeiðni kæranda frá 20. desember 2020 sé reist á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Garðbær hafi afgreitt beiðnina á grundvelli þeirra laga og því sé Persónuvernd rétta stjórnvaldið til að beina kæru til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um afrit af öllum gögnum um sig, konu sína og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra. Beiðnin var sett fram með vísun í „reglugerð GDPR“, þ.e. almennu persónuverndarreglugerð ESB sem var innleidd með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur undir ábendingar Garðabæjar um að framsetning á upplýsingabeiðnum kæranda mætti vera gleggri og skýrari. Nefndin bendir á að þegar beiðni um gögn er ekki nægilega vel afmörkuð veldur það töfum við afgreiðslu hennar bæði hjá því stjórnvaldi sem beiðninni er beint að og hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda og í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þar sem beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ætti kvörtun vegna afgreiðslunnar ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að kvörtun kæranda snýr ekki að því að vinnsla Garðabæjar með persónuupplýsingar hans brjóti í bága við ákvæði persónuverndarlaga, sbr. 2. mgr. 39. gr., heldur snýr kvörtun kæranda eingöngu að aðgangi kæranda að upplýsingum. Fyrir liggur að kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna og heyrir málið því undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun Garðabæjar byggðist á því að gögnin, sem vörðuðu kæranda sjálfan og fjölskyldu hans, teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar nær sú meginregla ekki til gagna sem talin eru upp í 6. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. Af 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði að meta þurfi heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þurfi síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent þau gögn frá sveitarfélaginu sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda. Fyrst og fremst er þar um að ræða tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Samskiptin eiga það sameiginlegt að fela ekki í sér endanlega afgreiðslu mála heldur frekar tillögur starfsmanna að viðbrögðum við erindum kæranda og annað sem felur í sér undirbúning mála innan sveitarfélagsins. Gögnin bera almennt með sér að hafa ekki verið send öðrum eða stafa frá öðrum en kæranda, eiginkonu hans og starfsmönnum sveitarfélagsins og falla því undir skilgreiningu upplýsingalaga á vinnugögnum. <br /> <br /> Meðal þeirra gagna sem nefndin fékk afhent voru hins vegar tvenn tölvupóstsamskipti sem greinilega höfðu verið send öðrum aðilum eða stöfuðu frá öðrum aðilum. Annars vegar tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar, dags. 5. nóvember 2020, með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“ sem var svo áframsendur til annarra starfsmanna Garðabæjar. Hins vegar tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með efnið „Fundargerð til athugasemda“ en tölvupósturinn frá ráðuneytinu var svo áframsendur á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu. Þessi samskipti geta ekki talist til vinnugagna þar sem þau eru ekki eingöngu á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Báðir tölvupóstþræðirnir sem um ræðir stafa upphaflega frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og í öðru tilvikinu fylgdu í kjölfarið samskipti við utanaðkomandi lögmann. Verður sveitarfélaginu gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstunum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fylgiskjölum þeirra, og samskiptum sveitarfélagsins við lögmanninn, hafi það ekki þegar verið gert. Að mati nefndarinnar falla öll önnur gögn sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda þó undir skilgreiningu vinnugagna samkvæmt upplýsingalögum og verður ákvörðun Garðabæjar um að synja kæranda um aðgang að þeim því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Garðabæ er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> </p> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 5. nóvember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“, ásamt fylgiskjali. Þó má afmá samskipti á milli starfsmanna Garðabæjar sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 7. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Fundargerð til athugasemda“ ásamt fylgiskjali. Einnig er skylt að afhenda tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember, á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <p> </p> <p>Ákvörðun Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1052/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum sem varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Fyrst og fremst taldi ráðuneytið mikilvæga almannahagsmuni krefjast þess að aðgangur að gögnunum yrði takmarkaður þar sem þau hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, eða upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. 10. gr. Þá taldi ráðuneytið hluta skjalanna undanþeginn upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 6. gr. enda hefðu þau verið tekin saman fyrir ráðherrafundi. Að lokum var kæranda synjað um aðgang að hluta skjalanna með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók undir mat ráðuneytisins á gögnunum og staðfesti synjunina. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1052/2021 í máli ÚNU 21010001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. janúar 2021, kærði A synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Þann 28. mars 2018 óskaði kærandi eftir aðgangi að a) öllum gögnum og fundargerðum frá utanríkisráðuneytinu varðandi ákvörðun utanríkisráðherra um refsiaðgerðir gegn Rússlandi, eftir 26. mars 2018, b) sönnun og/eða vottorðum frá breskum yfirvöldum um að „Novichok“ eiturgas hafi verið notað í eiturefnaárásinni í Sailsbury og c) sérstaklega var óskað eftir öllum þeim gögnum eða sönnunargögnum frá breskum yfirvöldum er urðu til þess að þessi ákvörðun var tekin með því að vera með öðrum þjóðum í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Kærandi ítrekaði beiðnina þann 18. júní 2019.<br /> <br /> Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, er beðist velvirðingar á þeim mikla svardrætti sem varð á málinu. Þá segir að við athugun á málaskrá ráðuneytisins hafi fundist um 30 skjöl sem ætla megi að fallið geti undir beiðnina. Eftir yfirferð skjalanna væri það mat ráðuneytisins að efni flestra þeirra væri þess eðlis að þau féllu ýmist undir ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 varðandi gögn sem lögð eru fyrir ríkisstjórn, 8. gr. laganna sem undanskilur vinnuskjöl upplýsingarétti almennings og ákvæði 1. eða 2. töluliðar 1. mgr. 10. gr. laganna sem heimilar takmörkun á upplýsingarétti varðandi gögn sem lúta að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Með svari ráðuneytisins fylgdi yfirlit yfir öll 30 skjölin ásamt skýringum, þ.e. á hvaða grunni synjun byggðist í hverju tilviki. Loks taldi ráðuneytið sér skylt að afhenda kæranda sjö skjöl.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir viðskiptaþvingununum og að refsiaðgerðirnar séu settar til að fylgja öðrum þjóðum að málum í fjandsamlegri stefnu bandarískra stjórnvalda og annarra gagnvart Rússlandi. Það hafi vantað allar sannanir fyrir öllum þessum ásökunum íslenskra stjórnvalda og annarra. Því óski kærandi eftir úrskurði til að fá gögnin sem ráðuneytið hafi synjað honum um afhent. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. janúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Beiðni úrskurðarnefndarinnar var ítrekuð 19. mars, 12. apríl, 5. maí, 4. október, 11. október og 13. október 2021.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 13. október, segir að ráðuneytið hafi veitt kæranda aðgang að nánar tilgreindum skjölum en aðgangi að nokkrum hluta gagnanna hafi þó verið synjað. Þá áréttar ráðuneytið þær málsástæður og lagarök sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun en til viðbótar kemur ráðuneytið því á framfæri að tvö skjöl stafi frá Alþjóða efnavopnastofnuninni (OPCW). Skjölin séu sérmerkt og innihaldi efsta stig trúnaðarflokkunar hjá stofnuninni (e. OPCW Highly Protected). Enn fremur sé sérstaklega tiltekinn á báðum skjölunum áskilnaður um handvirka afhendingu eingöngu og þá einungis til viðtakenda sem hafi til þess sérstaka heimild. Með hliðsjón af framangreindu sé það mat ráðuneytisins að um sé að ræða skjöl sem falli undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sbr. auglýsingu nr. 12/1997 í C-deild Stjórnartíðinda frá 5. maí 1997, og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, svo og fordæmis úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 619/2016 frá 4. maí 2016, sé það afstaða ráðuneytisins að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefndinni að því er varði þessi tvö skjöl. Auk framangreinds verði ekki séð að málstæðurnar sem teflt sé fram í kærunni séu þess eðlis að þær haggi afstöðu ráðuneytisins í málinu. Kröfum kæranda sé því öllum hafnað. Að lokum er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum ráðuneytisins.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar frekari athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Þann 22. nóvember 2021 kynnti nefndin sér þann hluta umbeðinna skjala sem ráðuneytið taldi sér óheimilt að senda frá sér með rafrænum hætti.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða þvingunaraðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Utanríkisráðuneytið tók saman yfirlit yfir þau 30 skjöl sem talin voru falla undir gagnabeiðni kæranda og taldi ráðuneytið unnt að afhenda kæranda sjö þeirra en önnur væru undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Á yfirliti ráðuneytisins má sjá að við alls 21 skjal er vísað til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. við skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30. Við fimm af þessum skjölum er jafnframt vísað til 1. tölul. sömu greinar, þ.e. skjöl númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27.<br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30 geyma sannarlega upplýsingar um samskipti við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir. Málið sem þar er til umfjöllunar er í eðli sínu viðkvæmt og því má ætla að nauðsynlegt sé að samskipti af þessu tagi fari leynt til þess að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust viðkomandi aðila. Hugsanlegt er að birting gagnanna hefði skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki eða stofnanir og myndi þannig stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Verður utanríkisráðuneytinu því talið heimilt að synja beiðni um aðgang að þeim á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess er ekki hægt að útiloka að birting skjala númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27 gæti haft afleiðingar sem varða öryggi ríkisins og þar með mikilvæga almannahagsmuni. Eins og segir í lögskýringargögnum verður að gæta varfærni og skýra ákvæði 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga tiltölulega rúmt. Úrskurðarnefndin tekur fram að þó einhver þessara gagna, s.s. fylgiskjöl með þeim tölvupóstum sem um ræðir, kunni þegar að hafa verið birt opinberlega á öðrum vettvangi, breyti það því ekki að gögnin komu í vörslur utanríkisráðuneytisins í tengslum við framangreind samskipti þess við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir sem háð voru trúnaði og verður ráðuneytinu því ekki gert að afhenda þau.<br /> <br /> Varðandi skjöl númer 5 og 27 vísaði ráðuneytið einnig til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin hefur skoðað gögnin en þau bera það greinilega með sér að hafa verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfundi og lögð fram og rædd á slíkum fundum. Verður ákvörðun ráðuneytisins að því er þetta varðar staðfest.<br /> <br /> Að lokum var kæranda synjað um aðgang að skjölum númer 12, 18 og 22 með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skjal númer 12 er merkt „Spurningar og svör – drög“ og inniheldur tillögur að svörum við spurningum í tengslum við refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Skjalið ber með sér að hafa verið útbúið af starfsmanni ráðuneytisins og notað við undirbúning máls. Skjal númer 18 inniheldur tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna utanríkisráðuneytisins en efni samskiptanna var fundur í breska sendiráðinu í Moskvu. Skjal númer 22 er minnisblað með frásögn sendiherra frá fundi framkvæmdaráðs Efnavopnastofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmast þessi skjöl vinnugagnahugtaki upplýsingalaga og var utanríkisráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bætti ráðuneytið því við að tvö af umbeðnum gögnum féllu undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni, samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Þar sem þegar hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðkomandi gögnum, á grundvelli upplýsingalaga, er ekki tekin sérstök afstaða til þessa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda sem tafðist verulega. Auk þess urðu miklar tafir á viðbrögðum ráðuneytisins við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Kæran var fyrst kynnt ráðuneytinu þann 7. janúar 2021 en umbeðin umsögn og málsgögn fékk úrskurðarnefndin ekki afhent fyrr en 13. október 2021. Eins og fram kemur í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum tekin svo fljótt sem verða má. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að neitt geti skýrt þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu málsins og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til utanríkisráðuneytisins að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1051/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og þyrfti sveitarfélagið að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði til þess að verða við upplýsingabeiðnunum. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1051/2021 í málum ÚNU 21060017, 21070016, 21080011, 21090009 og 21100008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindum, sem bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál á tímabilinu júní 2021 til október 2021, og dagsettar eru 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021 kærði A afgreiðslur Vestmannaeyjabæjar á beiðnum hans um upplýsingar sem varða fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Fyrir liggur að kærandi sendi sveitarfélaginu fyrirspurnir í hverjum mánuði um það hvað sveitarfélagið hefði greitt út í fjárhagsaðstoð mánuðinn á undan og til hve margra einstaklinga. Í hvert skipti svaraði sveitarfélagið honum því að fyrirspurnirnar féllu ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í kærum kæranda er þess krafist að félagsþjónusta Vestmannaeyja verði úrskurðuð til að afhenda umbeðnar upplýsingar. Það sé hafið yfir vafa að útgjöld Vestmannaeyjabæjar heyri undir upplýsingalög. Kærandi sé ekki að biðja um persónulegar upplýsingar heldur biðji hann um heildartölu vegna þessara útgjalda. Alls ekki sé óskað eftir upplýsingum um það hvernig sú upphæð deilist niður á einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 21. október 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 21. október 2021, segir að umbeðnar upplýsingar myndu kalla á sérstaka vinnu starfsmanna sveitarfélagsins í hverjum mánuði, sem sé almennt ekki unnin. Vestmannaeyjabær taki árlega saman skýrslu um fjölda einstaklinga sem þiggi fjárhagsaðstoð og heildarupphæð hennar. Fyrir geti komið að slík vinna sé unnin oftar en þá sé það að beiðni fagráðs sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokki. Að mati Vestmannaeyjabæjar samræmist það ekki hlutverki upplýsingalaga að opna fyrir verkbeiðnir almennings um tiltekna mánaðarlega vinnu sem almennt sé ekki unnin hjá sveitarfélaginu. Aftur á móti liggi þessar upplýsingar fyrir á ársgrundvelli og jafnvel oftar og séu þær vel sýnilegar almenningi og hægt að kalla eftir þeim. Þannig sé gegnsæ stjórnsýsla vel tryggð sem og opinberir hagsmunir.<br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 4. nóvember 2021, ítrekaði kærandi að útgjöld Vestmannaeyjabæjar féllu undir upplýsingalög. Beðið væri um heildartölu umræddra útgjalda og til hve margra, alls ekki um upphæð til hvers og eins. Persónuupplýsingar kæmu því ekki til álita.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði og til hversu margra einstaklinga.<br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Upplýsingar um útgjöld stjórnvalda, þ.á m. kostnað við fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, heyra vissulega undir gildissvið upplýsingalaga. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli upplýsingalaga en í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. segir orðrétt: „Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn […].“ <br /> <br /> Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að til þess að verða við beiðnum kæranda þyrfti að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði. Sveitarfélagið taki þessar upplýsingar ekki saman mánaðarlega heldur sé það að jafnaði gert árlega fyrir skýrslu sem sé svo birt opinberlega. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Þannig var ekki búið að taka saman upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir þegar beiðnir hans komu fram heldur hefði þurft að vinna þær sérstaklega upp úr bókhaldi sveitarfélagsins svo unnt hefði verið að afgreiða beiðnirnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum A, dags. 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1050/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir sex mánaða tímabil. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1050/2021 í máli ÚNU 21100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 15. september 2021 óskaði kærandi eftir sex mánaða uppgjöri félagsins. Í svari Herjólfs, dags. 29. september 2021, segir að félagið haldi aðalfund einu sinni á ári og eftir hann sé hægt að nálgast fjárhagsupplýsingar ársins á undan. Á milli aðalfunda sé stuðst við drög að uppgjörum sem séu aðeins notuð sem vinnuskjöl til að átta sig á stöðu félagsins. Ársreikningar séu aðgengilegir á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Í kæru segir að krafa kæranda sé að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda sex mánaða uppgjör félagsins. Milliuppgjör sé annað og meira en drög sem nota megi sem vinnuskjal. Þau segi til um stöðu félagsins á þeim tíma. Það geti ekki verið eigendum félagsins óviðkomandi. Þá er þess getið að heimasíða félagsins sé uppfærð seint og illa og glöggt komi fram í svarinu að milliuppgjör sé þar ekki að finna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi með bréfi, dags. 21. október, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 1. nóvember, segir að gögnin sem um ræði séu reikningsjöfnuður, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld tiltekins tímabils sem framkallað sé úr bókhaldskerfi félagsins. Sambærileg yfirlit séu kölluð fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá þeim ákvarðanir sem tengist rekstrinum. Ekki sé um að ræða eiginleg árshlutauppgjör heldur undirbúningsgögn. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjöl. Þau muni svo verða nýtt til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikning félagsins, sem verði birtur þegar hann liggi fyrir. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá bendir Herjólfur á að kærandi hafi áður kært sambærilega afgreiðslu félagsins í máli ÚNU 19110010. Í því máli staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun Herjólfs.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að uppgjöri Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða reikningsjöfnuð, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld, tímabilsins 1. janúar 2021 - 30. júní 2021. Skjalið sem úrskurðarnefndin fékk afhent ber yfirskriftina „Vinnusaldólisti“ er bersýnilega framkallað úr bókhaldskerfi félagsins. Það inniheldur ófullgerðar bókhaldsupplýsingar og ljóst er að þær munu verða nýttar til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikninga félagsins, sem verða birtir. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið. Samkvæmt skýringum Herjólfs var yfirlitið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri Herjólfs og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 29. september 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins frá 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1049/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 1019/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1049/2021 í máli ÚNU 21080012.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2021, fór B, f.h. A, fram á endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu afrits allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir máli nr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði verið rétt að líta svo á að ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um slíka skráningu fæli í sér ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Sem umsækjandi um að hljóta skráningu á listann væri kærandi því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og nyti því réttar til aðgangs að gögnum þess máls samkvæmt ákvæðum IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem hún féll utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í endurupptökubeiðni kæranda, dags. 17. ágúst 2021, kemur fram að fyrir nefndinni hafi ákvörðun um synjun kæranda að hljóta skráningu á umræddan lista ekki verið til efnislegrar umfjöllunar, heldur sú ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum. Skipulagsstofnun hafi af einhverjum ástæðum farið með málið í þann farveg að fjalla efnislega um umþrætta ákvörðun stofnunarinnar er varðaði synjun um veru á fyrrgreindum lista í stað þess að fjalla um ástæður þess að synjað hafði verið um aðgang að upplýsingum. Vandséð sé hvernig stofnunin geti misskilið starfssvið og vettvang nefndarinnar með framangreindum hætti. Skipulagsstofnun hafi því ekki fært fram viðhlítandi skýringar fyrir kærðri ákvörðun og ekki verði horft fram hjá því að málatilbúnaður stofnunarinnar sé órökstuddur. Að auki hafi stofnunin farið fram á að leynd myndi hvíla yfir tilteknum gögnum gagnvart kæranda sem afhent voru nefndinni. Verði það að teljast með nokkrum ólíkindum enda snúi umrætt mál í eðli sínu að einkahagsmunum kæranda og geti ekki með nokkru móti talist varða það ríka almannahagsmuni að beita skuli svo íþyngjandi úrræði gagnvart kæranda sem krefjist aðgangs að upplýsingum er varða kæranda eina. <br /> <br /> Í beiðni kemur einnig fram að kærandi sé að afla upplýsinga í því skyni að varpa ljósi á órökstudda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja um veru á listanum. Kærandi treysti á nefndina sem öryggisventil, í samræmi við grundvallarhugsun löggjafans sem liggi að baki tilvist nefndarinnar og snúi m.a. að meginhlutverki nefndar í umræddu tilliti. Kærandi segir úrskurð nefndarinnar vekja spurningar fremur en svör og telur að líta beri svo á að úrskurðarnefndinni hafi bersýnilega orðið á mistök við meðferð málsins. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og meðhöndli til samræmis við efni og ástæður máls. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1019/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem kæran félli utan gildissviðs upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta þeirri niðurstöðu að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum ráðist af stjórnsýslulögum, en ekki upplýsingalögum, en fyrir liggur að umbeðin gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að. Upplýsingalög gilda ekki um slíkan aðgang samkvæmt skýrum fyrirmælum 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021.<br /> <br /> Í tilefni af þeim sjónarmiðum sem fram koma í erindi kæranda telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að þegar aðili stjórnsýslumáls óskar eftir gögnum er tengjast málinu gilda ákvæði stjórnsýslulaga um aðgang að gögnunum, ekki ákvæði upplýsingalaga. Synjum á afhendingu gagnanna verður í slíkum tilfellum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, heldur eftir atvikum til þess stjórnvalds sem fer með æðstu stjórn viðkomandi málefnasviðs, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gildandi forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hverju sinni. <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni B f.h. A, dags. 17. ágúst 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021 er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1048/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | A fréttamaður, kærði synjun embættis landlæknis á beiðni hans um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19. Synjun landlæknis byggðist annars vegar á því að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á það með embætti landlæknis að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun embættis landlæknis því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1048/2021 í máli ÚNU 21080009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi vísað þessu atriði til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis með úrskurði nr. 1017/2021 frá 14. júní 2021. Í kjölfarið hafi embættið neitað kæranda um aðgang að samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 17. ágúst 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 6. september 2021. Þar kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni hinn umbeðna samning til upplýsinga. Sóttvarnalæknir hafi ekki fengið afrit af öðrum samningum sem varða kaup Íslands á bóluefnum vegna COVID-19. Samningurinn innihaldi upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni og falli því undir takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagsmunirnir séu enn fyrir hendi í ljósi þess að heimsfaraldur ríki enn og þörf á að bólusetja gegn sjúkdómnum sé enn til staðar. Nauðsynlegt verði að ganga til samninga við framleiðendur bóluefna um kaup á fleiri skömmtum. Í samningnum sé gert ráð fyrir að hann skuli fara leynt og mikilvægt að viðhalda trúnaðartrausti sem ríki á milli samningsaðilanna.<br /> <br /> Að mati embættis landlæknis á synjunin einnig stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standi til að fari leynt. Samskipti samningsaðila standi enn yfir og tryggja þurfi að þau geti farið fram frjálst og óhindrað. Loks er bent á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021, þar sem deilt var um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. M.a. hafi verið um að ræða hinn umbeðna samning.<br /> <br /> Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með erindi, dags. 7. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi, sem er í vörslum embættis landlæknis, og er milli íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Af hálfu embættisins hefur komið fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni afrit af samningnum til upplýsinga.<br /> <br /> Ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni kæranda byggist annars vegar á því að samningurinn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsinglaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins. Samningurinn sem kærandi krefst aðgangs að var á meðal umbeðinna gagna í málinu. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.<br /> <br /> Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðinn samningur hefur að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samningsins án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningnum.<br /> <br /> Kæranda var ekki leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndarinnar skv. 20. gr. laganna, svo sem skylt er samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Því er beint til embættis landlæknis að gæta að þessu framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis, dags. 13. ágúst 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1047/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar var vísað til þess hluti gagnanna varðaði almannahagsmuni, sbr. 10. gr. upplýsingalaga, þá væri um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem og fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks taldi sveitarfélagið öll umbeðin gögn vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að tilteknum hlutum þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1047/2021 í máli ÚNU 21060018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum árum stigið þó nokkur jákvæð skref í að efla gagnsæi og hafi m.a. sett sér metnaðarfulla upplýsingastefnu í þessum tilgangi. Þannig hafi borgin áður birt öll gögn sem lögð voru fram í borgarráði á vefsíðu sinni með fundargerðum ráðsins. Á síðastliðnum árum hafi borgin hins vegar sleppt því að birta sum af þeim gögnum sem lögð eru fram í ráðinu og tiltekið að með einhverjum dagskrárliðum ráðsins séu lögð fram trúnaðarmerkt fylgiskjöl. Þessum trúnaðarmerktu fylgiskjölum sé dreift til meðlima ráðsins sem reikna megi með að deili þeim með aðstoðarfólki sínu og öðrum sem þeir leita ráðgjafar hjá enda komi fram í þeim mikilvægar forsendur þeirra ákvarðana sem borgarráð tekur.<br /> <br /> Á fundi borgarráðs þann 20. maí 2021 hafi verið lögð fram slík trúnaðarmerkt fylgiskjöl undir<br /> dagskrárliðum 13-22 þar sem fjallað hafi verið um forsendur milljarða útgjalda Reykjavíkurborgar samkvæmt fréttum fjölmiðla. Kærandi hafi því óskað með tölvupósti þann 25. maí 2021 eftir upplýsingum um þessi fylgiskjöl sem og afritum af þeim. Kærandi ítrekaði erindið þann 4. júní 2021 og óskaði einnig eftir sambærilegum upplýsingum og afritum skjala sem lögð voru fram á fundi borgarráðs þann 3. júní 2021. <br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júní 2021, afgreiddi Reykjavíkurborg beiðnir kæranda. Borgin veitti kæranda aðgang að nokkrum skjölum að hluta en synjun beiðni um aðgang að því sem eftir stóð var studd við 5. tölul. 10. gr. og 5. tölul 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi borgarinnar, dags. 14. júní, var ákvörðunin rökstudd frekar og vísað til 2. og 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga varðandi minnisblað vegna viðræðna við Neyðarlínuna. Um greinargerð fjárstýringarhóps um skuldabréfaútboð Reykjavíkur var vísað til 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, auk reglna um innherjaupplýsingar, einkum 4. mgr. 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.<br /> <br /> Kærandi segir að umbeðin gögn hafi óumdeilanlega verið lögð fram á fundum borgarráðs og í samræmi við lýðræðishefðir séu slík gögn opinber gögn. Hafi þau verið bundin trúnaði sé ljóst að með framlagningu í borgarráði sé sá trúnaður ekki lengur fyrir hendi. Skjölin skýri frá mikilvægum forsendum ákvarðana sem borgarráð taki þar sem um verulega fjármuni almennings sé að ræða. Með því að neita að afhenda almenningi framlögð skjöl í borgarráði sé unnið gegn tilgangi upplýsingalaga og möguleikar almennings til aðhalds takmarkaðir. Slíkt sé enda ólýðræðislegt, almenningur geti þá hvorki veitt stjórnsýslunni aðhald né þeim kjörnu fulltrúum sem stjórnsýsla borgarinnar hafi gert að halda trúnað um það sem óneitanlega séu hagsmunir almennings. Það fordæmi sem sett sé með neitun á afhendingu þessara trúnaðarmerktu fylgiskjala sé afar slæmt. Vel kunni að vera að sveitarfélög þurfi í undantekningartilfellum að upplýsa kjörna fulltrúa um einhver atriði sem bundin séu trúnaði. Gögn um slíkt séu þá ekki lögð fram á vettvang hinna lýðræðislega kjörnu ráða. Kærandi kveðst þekkja vel a.m.k. eitt dæmi um það sem átt hafi sér stað á fundi borgarráðs 17. febrúar 2020 undir lið 29. Þar hafi fulltrúi í ráðinu beðið borgarlögmann um að lagt yrði fram tiltekið skjal. Borgarlögmaður hafi ritað borgarráði bréf þar sem því hafi verið hafnað á þeim forsendum að þetta væri vinnuskjal en borgarráðsfulltrúum leyft að kynna sér efni þess á skrifstofu borgarstjórnar. Borgarlögmaður hafi áréttað að minnisblaðið væri ekki til afritunar, birtingar, deilingar eða dreifingar. <br /> <br /> Kærandi telur tilvísanir borgarinnar til rafrænna öryggishagsmuna til réttlætingar synjuninni afar ótrúverðugar. Það sé nær útilokað að þeir sem ábyrgð bera á rafrænum öryggishagsmunum<br /> Reykjavíkurborgar hafi stefnt þeim hagsmunum í hættu með því að upplýsa kjörna fulltrúa og<br /> aðstoðarmenn þeirra um atriði sem leynt eiga að fara. Að mati kæranda er líklegra að Reykjavíkurborg noti þetta sem tylliástæðu til þess að halda gögnum leyndum sem snerti ríka<br /> fjárhagslega hagsmuni almennings. Kærandi fer því fram á að nefndin endurskoði þetta mat í ljósi þess hvaða rafrænu öryggishagsmuni sé verið að vernda og hvort þeir séu meiri en hagsmunir almennings af birtingu. Hafi nefndin ekki forsendur til þess að endurskoða mat Reykjavíkurborgar í þessu efni fer kærandi fram á að nefndin kalli sér til ráðgjafar og aðstoðar<br /> sérfróðan aðila eins og nefndinni er heimilt sbr. 2. mgr. 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. júní 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 20. júlí 2021. Þar kemur í upphafi fram að hin kærða ákvörðun hafi varðað synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum í heild sinni:<br /> <br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021.<br /> • Drögum að minnisblaði: „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“, dags. 7. apríl 2021.<br /> • Greinargerð fjárstýringarhóps, dags. 2. júní 2021.<br /> <br /> Þá sé um að ræða synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi minnisblöðum að hluta:<br /> <br /> • „Heimild til að fara í útboð og innleiðingu á nýju síma- og samskiptakerfi Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að framhalda allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði“, dags. 17. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaupaferli vegna innleiðingar á Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup og innleiðingu á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboð og innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi fyrir alla starfstaði Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu fræðslukerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 14. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 24. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup, innleiðingu og þróun á gagnavinnslustöð“, dags. 21. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja umbætur á veflægu viðburðadagatali Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús“, dags. 26. maí 2021.<br /> <br /> Af hálfu Reykjavíkurborgar kemur fram að umbeðin gögn varði m.a. fyrirhuguð innkaupaferli og afmáðar hafi verið upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnanna. Jafnframt hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um öryggismál og tillögu borgarstjóra um viðræður um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og fyrirhugað skuldabréfaútboð borgarinnar. Þá eru í umsögninni rakin ákvæði 5. tölul. 10. gr., 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga auk athugasemda við ákvæðin í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögunum.<br /> <br /> Reykjavíkurborg segir að þau gögn sem kærandi hafi fengið aðgang að að hluta varði tillögur þjónustu- og nýsköpunarsviðs undir liðum 13 og 15-19 á fundi borgarráðs 20. maí 2021 og 14-20 á fundi ráðsins 3. júní 2021. Einungis hafi verið afmáðar upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefna. Fyrirhugað sé að bjóða út verkefnin með innkaupaferlum á grundvelli laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Með því að upplýsa um áætlaðan kostnað verkefna fengju bjóðendur fyrir fram upplýsingar um kostnaðaráætlun borgarinnar. Við framkvæmd útboða og innkaupaferla sé venjan sú að kostnaðaráætlun sé haldið leyndri fyrir bjóðendum fram yfir opnun tilboða. Það sé gert til að tryggja samkeppni og jafnræði milli bjóðenda í samræmi við meginreglu opinberra innkaupa sem birtist í 15. gr. laga um opinber innkaup sem og að afla kaupanda hagstæðustu tilboðunum frá bjóðendum. Verði umbeðnar upplýsingar gerðar opinberar geti það leitt til þess að bjóðendur bjóði hærri verð sem hafi í för með sér meiri kostnað fyrir borgina. Af þessu sé ljóst að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að takmarka aðgang kæranda að umbeðnum gögnum þar sem þau geymi upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir sem myndu ekki skila tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögninni segir loks að öll þau gögn sem kæranda hafi verið synjað um, bæði að hluta og öllu leyti, teljist einnig til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin hafi verið trúnaðarmerkt á fundum borgarráðs og séu öll undirbúningsgögn. Þá sé ekki að sjá að eitthvert þeirra atriða sem nefnd eru í 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um gögnin.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. júlí 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 3. ágúst 2021. Þar ítrekar kærandi sjónarmið um að umbeðin gögn hafi öll verið lögð fram í borgarráði fyrir kjörna fulltrúa. Reykjavíkurborg hafi haft annan hátt á þegar upplýsa hafi þurft kjörna fulltrúa um atriði bundin trúnaði. Þá vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 734/2018 frá 6. apríl 2018 en í því máli hafi Reykjavíkurborg haldið því fram að minnisblað hafi ekki verið afhent öðrum og vísað sérstaklega til þess að það hafi ekki verið lagt fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Sú afstaða verði ekki skilin öðruvísi en að ef minnisblaðið hefði verið lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði þá hefði borginni borið að afhenda það, enda hafi hefðin verið sú að gögn sem lögð eru fram í ráðum á vegum borgarinnar séu opinber gögn.<br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur loks fram að borgarráð sé lýðræðislega kjörið ráð sem kjörnir fulltrúar skipi. Gögn sem lögð eru fram í ráðinu séu mikilvægar forsendur ákvarðana sem þar eru teknar. Til þess að kjósendur geti sinnt lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu sé afar nauðsynlegt að gagnsæi ríki um þessi störf eins og hefðin hafi verið fyrir utan síðustu ár. Almenningur verði að geta lagt mat á störf kjörinna fulltrúa miðað við þær forsendur sem þeir hafi. Sú leyndarhyggja sem felist í því að leggja fram leyniskjöl í borgarráði grafi undan möguleikum almennings á slíku aðhaldi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Reykjavíkurborgar, þ.e. minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar er vísað til þess varðandi hluta umbeðinna gagna að afmáðar hafi verið upplýsingar um kostnaðaráætlanir borgarinnar vegna fyrirhugaðra útboða þar sem um væri að ræða upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggist synjun á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum í heild sinni á því að um sé að ræða upplýsingar um ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Í þessu sambandi vísar borgin einnig til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en jafnframt til 9. gr. laganna, auk 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks byggir Reykjavíkurborg á því að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. <br /> <br /> 2.<br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um rétt almennings og þátttakenda í opinberum útboðum til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila í tengslum við útboðin. Þannig hefur jafnan verið komist að þeirri niðurstöðu að skylt sé að veita aðgang að slíkum gögnum eftir að tilboð hafa verið opnuð, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 646/2016, 647/2016 og 848/2019. Öðru máli gegnir um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem ekki hafa enn verið boðin út. Þannig var t.d. fallist á það með Landsneti hf. í úrskurði nr. 638/2016 að kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda sem ekki höfðu verið boðnar út teldust til gagna um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. þágildandi laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá var það niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 993/2021 að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá má geta þess að í úrskurði nr. A-522/2014 komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að kostnaðaráætlanir gætu að öðrum skilyrðum uppfylltum talist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og hér stendur á liggur fyrir að í þeim gögnum sem kærandi fékk afhent að hluta voru einungis afmáðar upplýsingar um kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup. Af hálfu Reyjavíkurborgar hefur komið fram að upplýsingarnar verði gerðar opinberar eftir að tilboð verða opnuð, svo sem venja er í opinberum útboðum. Við þessar aðstæður má fallast á það með Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif, verði þær gerðar opinberar og var borginni því heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim þegar beiðni hans kom fram á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 3.<br /> Hvað varðar þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að í heild sinni hefur Reykjavíkurborg eins og áður greinir vísað til þess að um vinnugögn sé að ræða. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á gögnunum hefur leitt í ljós að þau bera með sér að hafa verið unnin af starfsmönnum Reykjavíkurborgar til undirbúnings ákvarðana um tiltekin mál þar sem bakgrunni er lýst, helstu staðreyndum sem máli skipta og velt upp mögulegum valkostum. Gögnin uppfylla þannig fyrstu tvö skilyrði þess að teljast vinnugögn og ekki er ástæða til að vefengja fullyrðingar Reykjavíkurborgar um að þau hafi ekki verið afhent utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með borginni að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt ákvæði 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum, þ.e. þegar þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. laganna, upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“, sbr. 3. tölul. málsgreinarinnar, er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. er að finna í stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Í þessu sambandi horfir úrskurðarnefndin til þess að öll gögnin lýsa umfangsmiklum fyrirhuguðum verkefnum af hálfu Reykjavíkurborgar sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda minnisblöðin að miklu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á þessum ákvörðunum og því standa viss rök til að almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur aftur á móti komið fram að skjölin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Hér á eftir verður farið yfir hvert skjal með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> <br /> Minnisblaðið „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“ er dags. 13. maí 2021 og er tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar inniheldur minnisblaðið að nær öllu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar og ekki er að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er fallist á það með Reykjavíkurborg að minnisblaðið hafi að litlu leyti að geyma upplýsingar um öryggismál sem utanaðkomandi gæti nýtt sér til að valda borginni skaða. Þá er jafnframt að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnisins, sem ekki hefur enn verið boðið út, sbr. niðurstöðu að framan. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“ er dags. 13. maí 2021 og er þrjár blaðsíður. Um er að ræða áform um umfangsmiklar framkvæmdir sem kostaðar yrðu með opinberu fé og eru upplýsingarnar sem skjalið hefur að geyma að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar. Þær takmörkuðu upplýsingar sem varða öryggismál eru að mati nefndarinnar of almennar til að Reykjavíkurborg eða öðrum sé nokkur hætta búin þótt þær verði aðgengilegar almenningi. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess sem varðar heildarkostnað á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“ er dags. 12. maí 2021 og þrjár blaðsíður. Skjalið hefur að geyma upplýsingar sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar varðandi málið en þó er að finna takmarkaðar upplýsingar um öryggismál og heildarkostnað sem verður að játa borginni heimild til að afmá áður en skjalið er afhent kæranda. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Skjalið „Skuldabréfaútboð - Greinargerð“ er dags. 2. júní 2021 og er sjö blaðsíður. Í skjalinu er bakgrunni og valkostum vegna áætlaðs skuldabréfaútboðs lýst en það hefur nú farið fram. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru allar upplýsingar sem ómissandi eru til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar að finna annars staðar í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en allar helstu upplýsingar um útboðið hafa birst opinberlega af hálfu borgarinnar. Verður því fallist á það með Reykjavíkurborg að um vinnugagn sé að ræða og ákvörðun um synjun beiðni kæranda staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Loks eru á meðal umbeðinna gagna drög að minnisblaðinu „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“ Drögin eru dags. 7. apríl 2021 og eru sex blaðsíður. Í skjalinu er farið yfir sögu eignarhlutar Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og velt upp hugsanlegum valkostum. Endanleg niðurstaða málsins birtist í samningi um sölu á hlutafé Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf., sem var samþykktur á fundi borgarráðs þann 1. júlí 2021. Við þessar aðstæður er fallist á það með Reykjavíkurborg að heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda á grundvelli þess að um vinnugagn hafi verið að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og ákvörðun borgarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum: „Netlagnaskáparnir“ og endar á „búnaði“ á fyrri blaðsíðu skjalsins auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á síðari blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá upplýsingar um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum; „Þá eru“ og endar á „starfsfólks“ á fyrstu blaðsíðu, efnisgreinina sem hefst á: „Sama gildir“ og endar á „bregðast“ á annarri blaðsíðu auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1046/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin endurupptæki mál sem lyktaði með úrskurði nr. 779/2019. Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hafði afhent kæranda þau gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1046/2021 í máli ÚNU 21030005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. mars 2021, fór A, f.h. Stapa ehf., fram á endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefndin frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá stofnuninni. Er það krafa kæranda að úrskurðarnefndin úrskurði um skyldu Vegagerðarinnar til þess að afhenda honum umrædd gögn.<br /> <br /> Beiðni sinni til stuðnings vísar kærandi í álit umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, en þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki leyst úr máli kæranda í samræmi við lög. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til nefndarinnar að hún tæki málið til meðferðar að nýju, kæmi fram beiðni þess efnis frá kæranda, og leysti úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem lýst var í álitinu. Í beiðni kæranda, dags. 5. mars 2021, segir jafnframt að honum finnist úrskurðarnefndin ekki hafa staðið rétt að fyrri úrskurðum og ekki fært fyrir því nægilega sterk rök að synja honum um aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. mars 2021, upplýsti kærandi úrskurðarnefndina um að í kjölfar álits umboðsmanns hefði kærandi verið í samskiptum við Vegagerðina. Þann 5. mars 2021 sendi kærandi Vegagerðinni bréf þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um viðbrögð Vegagerðarinnar við áliti umboðsmanns og fór fram á að fá glærurnar afhentar. Þann 7. mars 2021 óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum og gögnum. Vegagerðin svaraði kæranda þann 15. mars 2021 og afhenti honum jafnframt glærurnar. Í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi að þrátt fyrir þetta telji hann óhjákvæmilegt að nefndin afgreiði beiðni um endurupptöku í samræmi við tilmæli umboðsmanns. Annað væri ekki ásættanlegt þar sem kærandi hafi í framhaldinu óskað eftir því að Vegagerðin afhenti honum fleiri glærur sem viðkomandi starfsmaður hefði sýnt á öðrum ráðstefnum sem stofnunin hefði kostað hann á. Tæki úrskurðarnefndin málið ekki til málefnalegrar afgreiðslu myndi hann kæra slíkan gjörning til umboðsmanns Alþingis og fylgja þeirri kæru til fullnustu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að fallast á endurupptökubeiðni kæranda.<br /> <br /> Í framangreindu áliti umboðsmanns Alþingis kom m.a. fram að úrskurðarnefndinni hefði borið að leggja mat á efnisleg tengsl innihalds glæranna við viðfangsefni starfsmannsins hjá Vegagerðinni og þar með hvort og hvernig hann greindi þar frá verkefnum stofnunarinnar og hvort slík upplýsingagjöf teldist þáttur í starfi hennar. Með erindi, dags. 29. apríl 2021, óskaði úrskurðarnefndin því eftir því að Vegagerðin upplýsti nefndina um hvort og þá hvaða efnislegu tengsl innihald glæranna hefði við störf og verkefni umrædds starfsmanns hjá Vegagerðinni.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 12. maí 2021, segir að stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um að afhenda glærurnar á þeim grundvelli að þær væru eign viðkomandi starfsmanns. Vegagerðin vísar til þess að í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns komi fram að ekki eigi að vista í skjalasafni ráðstefnugögn vegna ráðstefna sem ekki séu haldnar af viðkomandi stofnun eða varði ekki beint starfsemi hennar. Skylda til afhendingar viðkomandi gagna sé því ekki fyrir hendi. Tekið er fram að stofnunin leggist ekki gegn afhendingu ráðstefnuglæra almennt, heimili viðkomandi starfsmaður afhendinguna. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vegagerðarinnar, þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis, að fyrri afgreiðsla á málinu hafi verið lögum samkvæm. <br /> <br /> Þá fjallaði Vegagerðin um tengsl glæranna við störf starfsmannsins hjá stofnuninni og rakti umfjöllunarefni fyrirlestrarins í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þar sagði m.a. að það hefði þýðingu fyrir starf starfsmannsins hjá Vegagerðinni að hann tæki virkan þátt í ráðstefnum á sínu fagsviði í því skyni að afla sér nýrrar þekkingar og tengsla í fræðaheiminum. Þekking sem þannig væri aflað gæti haft þýðingu við úrlausn vandamála í verkefnum hans hjá Vegagerðinni. Í fyrirlestrinum hefði þó ekki verið vikið sérstaklega að tilgreindum verkefnum starfsmannsins hjá Vegagerðinni. Fyrirlesturinn hefði ekki haft beina tengingu við starfsemi Vegagerðarinnar heldur alfarið verið hugverk viðkomandi starfsmanns og meðfyrirlesara hans. Í umsögninni segir jafnframt að Vegagerðin hafi, að fengnu samþykki starfsmannsins, veitt kæranda aðgang að ráðstefnuglærunum. Því sé það afstaða Vegagerðarinnar að kærandi hafi enga hagsmuni af því að fá málið endurupptekið.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. maí 2021, lýsir kærandi því að talsvert af því efni sem sýnt hafi verið í ráðstefnuerindi starfsmanns Vegagerðarinnar og meðfyrirlesara hans sé ekki þeirra hugverk heldur kæranda, þrátt fyrir staðhæfingar í umsögn Vegagerðarinnar. Þá fjallar kærandi um verkefni sín og reynslu af grjótnámurannsóknum og segir að hann en ekki viðkomandi starfsmaður Vegagerðarinnar hafi borið hitann og þungann af grjótnámurannsóknum fyrir þróun íslenska Bermugarðsins sem fjallað var um í fyrirlestrinum.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptæki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019 og gerði Vegagerðinni skylt að afhenda þær glærur sem fjallað er um í umræddum úrskurði<br /> <br /> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Í umræddu áliti umboðsmanns Alþingis var komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki rannsakað málið nægilega vel og leitaði því nefndin að nýju til Vegagerðarinnar um frekari upplýsingar líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan.<br /> <br /> Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hefur nú afhent kæranda þær glærur sem fjallað var um í máli ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> Kærandi telur engu að síður tilefni til þess að úrskurðarnefndin úrskurði í málinu þar sem slíkur úrskurður kunni að hafa þýðingu fyrir afgreiðslu Vegagerðarinnar á frekari beiðnum um gögn sem hann hefur nú lagt fram eða hyggst leggja fram hjá stofnuninni.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þegar svo háttar til að stjórnvald afhendir umbeðin gögn til kæranda er ekki litið svo á að honum hafi verið synjað um gögnin og leiðir það til þess að kæru er vísað frá úrskurðarnefndinni. Gildir þetta hvort sem stjórnvald fellst á afhendingu fyrir eða eftir kæru til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðar aðrar beiðnir kæranda um gögn hjá Vegagerðinni, eða þær beiðnir sem hann kann að leggja fram í framtíðinni, er það að segja að honum er eftir atvikum heimilt að kæra synjanir á þeim til úrskurðarnefndar um upplýsingamál séu kæruskilyrði samkvæmt lögum að öðru leyti uppfyllt.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa erindi kæranda frá kærunefndinni.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 5. mars 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingmál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1045/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | A kærði afgreiðslu Alþingis á beiðni um að gögn um tiltekin fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa yrðu gerð aðgengileg á vefnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gilti um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Varð því að vísa kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1045/2021 í máli ÚNU 21110005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kæru fylgdi afrit af bréfi skrifstofustjóra Alþingis til kæranda, dags. 4. nóvember 2021, en þar kemur fram að beiðnin varði aðgang að gögnum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærandi hafi óskað aðgangs að öllum gögnum nefndarinnar með vísan til þess að þau væru ekki öll aðgengileg á þeirri gagnagátt sem nefndin hafi komið sér upp á vef Alþingis. Þá hafi kærandi óskað eftir því að upptaka af fundi kæranda og annarra með nefndinni yrði gerð opinber á vefsvæði nefndarinnar auk upptaka af öðrum fundum nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að öll gögn nefndarinnar séu birt á vef Alþingis utan tiltekinna gagna sem gerð er nánari grein fyrir. Ekki verði veittur aðgangur að gögnum sem vísað sé til í bréfum lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem þau séu merkt trúnaðarmál af hálfu lögreglu og hafi verið afhent nefndinni í trúnaði. Hvað varði upptökur eða uppritun á fundum nefndarinnar er vísað til þess að fundirnir hafi verið lokaðir og uppritun þeirra gerð í þeim tilgangi að þingmenn geti kynnt sér gögn málsins og tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna, sbr. 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar. Í þessu ljósi hyggist nefndin ekki veita aðgang að uppritunum eða upptökum frá fundum með gestum. Þá verði einnig að líta til þess að efni uppritananna geti skipt máli fyrir sakamál, sbr. til hliðsjónar 17. gr. stjórnsýslulaga. Loks var kæranda veittur aðgangur að tilteknum skjölum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ákvörðun Alþingis samrýmist augljóslega ekki sjónarmiðum um meðalhófsreglu þar sem um sé að ræða höfnun á að birta upptöku af fundi sem kærandi hafi setið með nefndinni og allir sem mættu til fundarins séu einhuga um að rétt sé að birta. Þar hafi komið fram nýjar upplýsingar sem ekki sé að finna í skriflegum kærum, m.a. vegna þess að brugðist hafi verið við svörum kjörstjórna við kærunum. Almenningur hljóti að eiga ríka hagsmuni af því að geta fylgst með störfum nefndarinnar sem hafi áður lýst því yfir að störf hennar skuli vera gegnsæ. Kærandi fái ekki séð að synjunin samræmist meginreglu um gegnsæja og málefnalega stjórnsýslu eða ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi segir hina kærðu afstöðu hafa veruleg áhrif á andmælarétt sinn. Hún sé sérstaklega alvarleg í ljósi þess að efni nefndarinnar varði ljóslega alla kjósendur á Íslandi. Gagnsæi í störfum nefndarinnar sé mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig til að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg sé fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt skrifstofu Alþingis með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn Alþingis, dags. 9. nóvember 2021, kemur í upphafi fram að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa sé sérstök nefnd skipuð þingmönnum sem starfi á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Um störf hennar gildi ákvæði þingskapa og starfsreglur fastanefnda Alþingis, eftir því sem við geti átt og lög heimili, sbr. ákvörðun nefndarinnar frá 6. október 2021, sem og verklagsreglur nefndarinnar sem hún hafi samþykkt þann 8. október 2021. Viðfangsefni nefndarinnar sé að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fram fari á þingsetningarfundi og sé því liður í störfum þingsins. Um aðgang að gögnum nefndarinnar fari eftir því sem nánar sé ákveðið í þingsköpum og verklagsreglum nefndarinnar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að Alþingi sé einn þriggja arma ríkisvaldsins í skilningi 2. mgr. stjórnarskrárinnar. Að því marki sem hlutverk eða störf Alþingis séu ekki útfærð í stjórnarskrá útfæri Alþingi sjálft störf sín með þingsköpum, sbr. 58. gr. stjórnarskrár. Með breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með lögum nr. 72/2019 hafi Alþingi markað sér þá stefnu að um stjórnsýslu Alþingis fari eftir upplýsingalögum. Í lögum um þingsköp Alþingis sé jafnframt kveðið á um að um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis fari samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 93. gr. laganna. Í 2. mgr. greinarinnar séu ákvæði um nánari útfærslu þeirrar reglu og sé m.a. vísað til reglna sem forsætisnefnd setji. Í 2. gr. upplýsingalaga komi fram að ákvæði V.-VII. kaflar laganna taki ekki til Alþingis. Með vísan til þessa þyki ljóst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki það hlutverk að lögum að taka til meðferðar kærur er lúta að synjun Alþingis um afhendingu gagna eða upplýsinga. Til þess beri einnig að líta að Alþingi skipuleggi störf sín sjálft og það sé ekki meðal hlutverka framkvæmdarvaldsins að hafa með beinum hætti eftirlit með störfum þess. Því sé í raun öfugt farið. <br /> <br /> Umsögn Alþingis var kynnt kæranda með erindi, dags. 10. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust þann 11. nóvember 2021, kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort rétt sé að mál þetta heyri ekki undir nefndina. Kærandi sé ósammála þeirri lagatúlkun sem fram komi í umsögn Alþingis og telji einstaklega mikilvægt í ljósi sérstöðu þessa máls að fá úr því skorið hver afstaða úrskurðarnefndarinnar sé til þess hvort kæruheimild sé til staðra. Þá telur kærandi sjónarmið í umsögn Alþingis að vissu leyti gagnstæð þeim sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Kærandi bendir jafnframt á að beiðnin hafi lotið að því að nefndin geri opinbera á vefsvæði sínu upptöku af fundi með nefndinni sem fram fór að morgni 25. október 2021. Þar hafi mætt fjórir kærendur kosninganna og óumdeilt sé að allir hafi óskað eftir því að upptaka af þessum tiltekna fundi yrði gerð opinber. Það sé því um að ræða gífurlega litla hagsmuni sem ljóst sé að ekki gildi nokkurs konar trúnaður um enda sé ætlunin að nota upptökuna til að sýna öllum þingmönnum hana. Þá hafi nefndarformaður undirbúningskjörbréfanefndar sagt í viðtali að starf nefndarinnar yrði gagnsætt og fundir skyldu vera opnir þegar þess gæfist kostur. Frá þeirri afstöðu hafi ekki verið horfið opinberlega að því er virðist.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Alþingis á beiðni kæranda um að gögn um tiltekinn fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa verði gerð aðgengileg á vefnum.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað út á þann hátt að lögin tækju einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess skv. lokamálslið 4. mgr. 2. gr. laganna. Í þessu felst að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gildir um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en rétt er að taka fram að slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar, sbr. til hliðsjónar úrskurð nr. 612/2016 frá 7. mars 2016. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 5. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason <br /> <br /> <br /> <br /> |
1044/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða launamál starfsmanna skólans. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu í málinu að Borgarholtsskóla væri skylt að veita kæranda upplýsingar um launakjör æðsta stjórnanda, skjal fjármálastjóra um heildarlaun starfsmanna skólans og gögn sem sýna sundurliðun launakostnaðar. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna var hins vegar staðfest enda féllst nefndin á að um væri að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1044/2021 í máli ÚNU 21020030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um launamál starfsmanna með erindi, dags. 5. október 2020, en kærandi var fulltrúi kennara í samstarfsnefnd um endurskoðun stofnanasamnings Borgarholtsskóla og Kennarasambands Íslands. Hann átti í nokkrum samskiptum við stjórnendur skólans þar sem hann ítrekaði beiðni sína en þann 17. nóvember 2020 sendi kærandi skólameistara Borgarholtsskóla uppfærða upplýsingabeiðni í fimm liðum þar sem óskað var eftir eftirfarandi:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um föst launakjör og fastar greiðslur allra sem þiggja laun samkvæmt samningum Kennarasambands Íslands og eiga undir stofnanasamning Borgarholtsskóla.<br /> 2. Upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda.<br /> 3. Gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. <br /> 4. Gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016.<br /> 5. Gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar.<br /> <br /> Þann 22. desember 2020 ítrekaði kærandi beiðnina og tók fram að tafla með föstum launakjörum, sbr. 1. lið, væri komin fram en að önnur gögn hefðu enn ekki verið afhent. Þá bætti kærandi við beiðni sína samkvæmt 5. lið og óskaði að auki gagna vegna viðbótarlauna sem komu til eftir að beiðnin var lögð fram. Sama dag svaraði Borgarholtsskóli því að öllum spurningum hefði verið svarað og að um laun embættismanna væri fjallað á vef Stjórnarráðsins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana en það væru allt opinberar tölur. Sanngirnisnefndin væri hópur starfsfólks sem fenginn hefði verið til ráðgjafar fyrir ákvarðanatöku skólameistara, væri ekki formlegri nefnd en það. Varðandi upplýsingar um rekstrarkostnað skólans var vísað í ársreikninga. Viðbótarlaun hefðu verið ákvörðuð af skólameistara vegna annarlegs ástands í samfélaginu sökum farsóttar sem torveldað hefði eðlileg störf kennara.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi einungis fengið gögn sem heyri undir fyrri helminginn af 1. lið í beiðni hans, þ.e. upplýsingar um „föst launakjör“ starfsmanna, en önnur umbeðin gögn hafi ekki verið gerð aðgengileg. Þá kemur fram að í aðdraganda jafnlaunavottunar Borgarholtsskóla í júní 2020 hafi verið haldnir kynningafundir og námskeið fyrir starfsmenn og þá hafi vaknað margar spurningar um laun sem ekki hafi náðst að spyrja eða fá svör við. Síðasta vetur hafi svo komið í ljós af samanburðagögnum frá Kennarasambandi Íslands að laun í Borgarholtsskóla væru að lækka, bæði grunn- og heildarlaun, miðað við aðra skóla, sem vakið hafi enn fleiri spurningar. Kærandi hafi verið kosinn sem fulltrúi Kennarafélags Borgarholtsskóla í samstarfsnefnd og skoðun á stofnanasamningi sem kallað hafi á enn fleiri gögn. Að lokum hafi skólameistari sett á fót „sanngirnisnefnd“ vegna Covid-19 sem hafi úthlutað skattfrjálsum heilsustyrk. Kennurum hefði verið mismunað við úthlutunina og styrkurinn numið allt frá 10.000 til 60.000 kr. án þess að nokkrar skýringar kæmu fram. Greiðslurnar hafi verið utan kjarasamnings en skólameistari neiti bæði aðgengi að gögnum um á hvaða forsendum ákvörðun hafi verið tekin og að gefa skýringu á mismunandi greiðslum. Því hafi kærandi óskað allra gagna málsins en kærandi vísar í 7. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna og 8. gr. þar sem fjallað er um vinnugögn sem beri að afhenda.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var send Borgarholtsskóla með bréfi, dags. 9. mars 2021, þar sem því var beint til kærða að afgreiða beiðni kæranda, sbr. 17. og 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 23. mars 2021 barst úrskurðarnefndinni afrit af erindi skólans til kæranda þar sem fjallað var um beiðnina og farið yfir það hvaða upplýsingar kæranda hefðu þegar verið veittar. Í fyrsta lagi hefðu nú upplýsingar um föst launakjör til allra starfsmanna verið veittar. Fastar greiðslur væru engar til starfsfólks sem þiggi laun samkvæmt kjarasamningi KÍ fyrir utan að stjórnendur fengju greiddan farsímakostnað. Í öðru lagi væri skólameistari einn æðsti stjórnandi og var vísað á vef Stjórnarráðsins um upplýsingar um starfskjör embættismanna. Skólameistari teldi óheimilt að veita upplýsingar um laun fjármálastjóra. Í þriðja lagi væru gögn sem lægju að baki yfirlýsingu um yfirvinnu vinnugögn og ekki skylt að útbúa ný skjöl vegna beiðni þar um. Í fjórða lagi varðandi laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað vegna áranna 2015 og 2016 var vísað á vef skólans þar sem ársreikningar væru birtir. Í fimmta lagi varðandi gögn um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar sagði að yfirstjórn hefði leitað til nokkurra kennara frá ólíkum deildum skólans um ráðgjöf. Ekki hefði verið um eiginlega nefnd að ræða heldur hefði nafnið sanngirnisnefnd verið vinnuheiti fyrir ferlið við að ákveða viðbótarlaun. Greitt hefði verið samkvæmt starfshlutfalli kennara á vorönn 2020 og upphæðin hefði verið ákvörðuð af skólameistara með hliðsjón af fjárheimildum skólans.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu skólans, þann 30. mars 2021. Þar segir að öllum beiðnum kæranda nema þeirri fyrstu sé enn ósvarað. Varðandi 2. liðinn telji kærandi að veita beri upplýsingar um greidd heildarlaun æðstu stjórnenda, sbr. ákvæði upplýsingalaga. Ekki sé fullnægjandi að skólinn vísi í launatöflu skólameistara hvað heildarlaun varði og ekki séu veittar upplýsingar um laun fjármálastjóra. Varðandi 3. liðinn er því mótmælt að um vinnugögn geti verið að ræða og vísað á umfjöllun um jafnlaunavottunarferlið á vef Stjórnarráðsins þar sem m.a. er rætt um gagnsæi og réttlæti. Varðandi 4. liðinn segir að í ársreikningum 2015 og 2016 komi ekki fram sundurliðun á kostnaði vegna launa, launatengdra gjalda og starfsmannakostnaðar, eins og fram komi 2017 og eftir það. Varðandi 5. liðinn segir að skólameistari vísi í nefnd kennara sem hafi lagt fram hugmyndir en kennarar í nefndinni segi allar ákvarðanir hafi verið skólameistara. Um sé að ræða opinbert fé sem sé greitt kennurum eftir ákvörðun skólameistara. Í ljós hafi komið að kennurum hafi verið mismunað með greiðslur og því sé óskað eftir öllum gögnum málsins með vísun í upplýsingalög.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda voru kynntar skólanum þann 23. apríl 2021 en úrskurðarnefndin óskaði þá jafnframt eftir umsögn frá skólanum um kæruna og afritum af umbeðnum gögnum. Í umsögn Borgarholtsskóla, dags. 7. maí 2021, kemur fram að skólinn telji sig hafa eftir fremsta megni orðið við beiðnum kæranda og jafnframt lagt sig fram um að brjóta ekki persónuverndarlög eða önnur lagaákvæði. Í umsögninni segir að skólinn telji sig ekki hafa heimild til að veita upplýsingar um heildarlaun starfsmanna skólans, sbr. 2. lið beiðni kæranda. Þá segir varðandi 3. liðinn að gögn sem liggi að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu séu vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. Borgarholtsskóli standi í þeirri trú að ekki beri að veita aðgang að almennum vinnuskjölum. Hvað varði þau gögn sem óskað sé eftir undir 4. lið beiðninnar segir að skólinn hafi lítið að gera með birtingarform ársreikninga og ekkert sé því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun. Varðandi 5. liðinn kemur fram að svokölluð sanngirnisnefnd hafi aldrei verið skipuð og hafi þar af leiðandi ekkert erindisbréf. Yfirstjórn skólans hafi ákveðið að einn fulltrúi í yfirstjórninni, þ.e. áfangastjóri, skyldi hóa saman fjórum kennurum úr ólíkum deildum til samráðs um hugmyndir. Málið hafi síðan verið rætt á fundi yfirstjórnar þar sem áfangastjóri hafi lagt fram minnisblað og skólameistari tekið ákvörðun út frá þeirri umræðu og upplýsingum um fyrirkomulag viðbótarlauna. Það fyrirkomulag hafi öllum verið gert ljóst á starfsmannafundi og ekkert undanskilið í þeim efnum. Greidd hafi verið viðbótarlaun að ákveðinni upphæð eftir starfshlutfalli starfandi kennara á viðkomandi önn og hafi það þótt sanngjarnt. <br /> <br /> Umsögn skólans var send kæranda með bréfi, dags. 10. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. maí 2021, er því mótmælt að skólameistara sé óheimilt að birta heildarlaun stjórnenda með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Varðandi 3. liðinn segir kærandi að gögnin geti ekki talist vinnugögn þar sem þau hafi verið búin til vegna jafnlaunavottunar skólans og niðurstöður kynntar á fjölmennum fundi starfsmanna. Þar sem búið sé að „afhenda“ gagnið öðrum eða kynna niðurstöðurnar á fundi þá teljist gagn ekki lengur vinnugagn. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skuli veita aðgang að skjali komi upplýsingar ekki fram annars staðar og almenningur eigi rétt á að kynna sér gögn þar sem fram komi lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Varðandi 4. liðinn bendir kærandi á að þó að skólameistari segist tilbúinn að birta umbeðna sundurliðun hafi hún enn ekki verið afhent. Þá komi heildarlaunakostnaður áranna 2015 og 2016 ekki fram á ársreikningi þeirra ára. Varðandi 5. liðinn hafi skólameistari rakið málið með sanngirnisnefnd og minnist á mörg gögn en neiti að afhenda gögnin. Yfirstjórn skólans hafi „ákveðið“ (væntanlega sé til fundargerð), áfangastjóri hafi lagt fram „minnisblað”, skólameistari hafi tekið „ákvörðun“ um fyrirkomulag viðbótarlauna. og greidd hafi verið viðbótarlaun að „ákveðinni upphæð“. Því óski kærandi eftir að fá í það minnsta eftirfarandi gögn: a) allar fundargerðir yfirstjórnar sem fjalli um málefni sanngirnisnefndar, b) minnisblað áfangastjóra, c) afrit af ákvörðun skólameistara, d) lista með upphæðum sem greiddar hafi verið og önnur gögn um sanngirnisnefndina, með vísun til 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða launamál starfsmanna Borgarholtsskóla. Kærandi setti beiðni sína, dags. 17. nóvember 2020, fram í fimm liðum og sneri sá fyrsti að föstum launum og föstum greiðslum til starfsmanna. Við meðferð málsins veitti skólinn kæranda upplýsingar þar að lútandi og kemur sá hluti kærunnar því ekki til frekari umfjöllunar. <br /> <br /> 2. <br /> Í beiðni kæranda var í öðru lagi óskað eftir gögnum með upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda, með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svörum Borgarholtsskóla sagði að skólameistari teldist einn til æðstu stjórnenda og að upplýsingar varðandi launakjör hans væru aðgengilegar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins eins og allra annarra embættismanna ríkisins en skólinn lét fylgja tengla á reglur um starfskjör forstöðumanna, grunnmat launa og röðun starfa í launaflokka. Í öðru svari skólans kom fram að skólinn teldi sér ekki heimilt að veita upplýsingar um heildarlaun einstakra starfsmanna skólans. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sömu laga tekur sá réttur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu eru undantekningar sem meðal annars koma fram í 2. mgr. 7. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. ákvæðisins er skylt að veita almenningi upplýsingar um föst launakjör starfsmanna. Þá er skylt að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda samkvæmt 4. tölul. <br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 er tekið fram að með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Hvað varðar upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda hjá stjórnvöldum segir hins vegar í athugasemdunum að veita skuli upplýsingar um greidd heildarlaun. Samkvæmt framangreindu á almenningur rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda heldur en annarra opinberra starfsmanna.<br /> <br /> Um afmörkun á því hvaða starfsmenn teljist til æðstu stjórnenda hjá ríkinu segir:<br /> <br /> „Við mat á því hvort um er að ræða æðstu stjórnendur hjá ríkinu má almennt ganga út frá því að um sé að ræða forstöðumenn ríkisstofnana. Er í því sambandi eðlilegt við nánari afmörkun að líta til fyrirmæla 2. tölul. og 5.–13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Utan þeirrar upptalningar falla þó almennir lögreglumenn og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni. Til æðstu stjórnenda ber hér einnig að telja skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, enda fara þeir alla jafna með stjórnunarheimildir gagnvart öðrum starfsmönnum í umboði ráðuneytisstjóra, sbr. 17. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.“<br /> <br /> Í 13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir, teljist starfsmenn ríkisins. Þá sker ráðherra úr því hvaða starfsmenn falla undir 13. tölul. 1. mgr. sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna og skal hann fyrir 1. febrúar ár hvert birta lista í Lögbirtingarblaði yfir þá starfsmenn. Samkvæmt lista yfir forstöðumenn, dags. 1. febrúar 2021, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti, er skólameistari Borgarholtsskóla forstöðumaður skólans. <br /> <br /> Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla segir að ráðherra skipi skólameistara í framhaldsskólum til fimm ára í senn. Þá veitir skólameistari framhaldsskóla forstöðu sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2008 er einnig ljóst að „forræði og ábyrgð skólameistara sem forstöðumanns ríkisstofnunar og almennt stjórnunarumboð hans er skýrt og telst áþekkt því sem almennt gerist um forstöðumenn ríkisstofnana.“<br /> <br /> Í ljósi þessa telst skólameistari Borgarholtsskóla einn til æðstu stjórnenda skólans og er skólanum skylt að veita upplýsingar um heildarlaun hans. Þannig nægir ekki að vísa á almennar upplýsingar um launakjör, svo sem launatöflur embættismanna. Verður afgreiðsla skólans að þessu leyti felld úr gildi og lagt fyrir skólann að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Þetta ber skólanum að gera jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli, sbr. 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, heldur ber að taka þær sérstaklega saman í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um upplýsingar um laun fjármálastjóra skólans er skylt að veita upplýsingar um föst launakjör hans eins og annarra opinberra starfsmanna, en ætla má að það hafi þegar verið gert, sbr. umfjöllun um 1. lið í beiðni kæranda.<br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. Borgarholtsskóli synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að þau gögn sem legið hefðu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra hefðu verið vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent afrit af minnisblaði fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau“ þar sem meðal annars er fjallað um yfirvinnu, sbr. beiðni kæranda. Í minnisblaðinu eru nokkrar staðreyndir um launamál starfsmanna skólans en engar tillögur, sjónarmið eða annað sem getur beinlínis talist hluti af undirbúningi ákvörðunar í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður skjalið því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um það og er Borgarholtsskóla því gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 4.<br /> Í beiðni kæranda var óskað eftir gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016. Í svari Borgarholtsskóla, dags. 23. mars 2021 var kæranda bent á ársreikninga á vef skólans en í skýringum Borgarholtsskóla til úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. maí 2021, kom m.a. fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun launa- og starfsmannakostnaðar fyrir árin 2015 og 2016. Þá fékk úrskurðarnefndin afhent afrit af umbeðnum gögnum og beinir nefndin því til skólans að afhenda kæranda gögnin sömuleiðis, hafi það ekki þegar verið gert.<br /> <br /> 5.<br /> Loks óskaði kærandi jafnframt eftir öllum gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar, sem bregðast átti við auknu álagi og kostnaði kennara vegna Covid-19. Af hálfu skólans hefur komið fram að eitt skjal heyri undir þessa beiðni en að öðru leyti hafi undirbúningur málsins verið óformlegur. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu byggist á því að það sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í skjalinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls.<br /> <br /> Borgarholtsskóli afhenti úrskurðarnefndinni skjalið sem áfangastjóri lagði fram en þar eru tillögur að greiðslum, forsendur og útreikningur vegna viðbótarlauna starfsmanna skólans. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber skjalið með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir skólann eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að staðfesta ákvörðun skólans að þessu leyti.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Borgarholtsskóla er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um launakjör æðsta stjórnanda.<br /> 2. Skjali fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau.“<br /> 3. Gögnum sem sýna sundurliðun launakostnaðar vegna áranna 2015 og 2016. <br /> <br /> Ákvörðun Borgarholtsskóla, dags. 22. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldson<br /> <br /> <br /> |
1043/2021. Úrskurður frá 19. október 2021. | Kærð var ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða spilakassarekstur. Ráðuneytið taldi óheimilt að afhenda innsend erindi Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands enda hefðu þau að geyma upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðilanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar vörðuðu gögnin ekki slíka hagsmuni. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 19. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1043/2021 í máli ÚNU 21040003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, kærði A, f.h. Samtaka áhugafólks um spilafíkn, afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi þann 18. febrúar 2021 óskað eftir afritum af öllum innsendum erindum til dómsmálaráðuneytisins frá Íslandsspilum sf. eða Happdrætti Háskóla Íslands sem snúa að úrbótum eða tillögum að spilakortum á árunum 2010-2020. Einnig hafi verið óskað eftir afritum af öðrum erindum frá þessum leyfishöfum sem snúa að rekstri spilakassa. <br /> <br /> Þann 1. mars 2021 hafi kærandi sent aðra beiðni og óskað eftir upplýsingum og gögnum er varði fyrirspurnir, beiðni eða mál sem borist hefðu ráðuneytum varðandi spilakassarekstur, þ.e. hvort rekstraraðilar hafi sent erindi eða ósk um undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvort þeir hefðu óskað eftir eða krafist fjárstyrks vegna lokunar spilakassa. Loks var óskað eftir erindum er lytu að spilakortum eða úrbótum sem sneru að takmörkunum á fjárhæðum eða tímamörkum.<br /> <br /> Kærunni fylgdi afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins til kæranda, dags. 22. mars 2021. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytinu hafi borist erindi á því tímabili sem fyrri beiðni kæranda lýtur að. Athugun ráðuneytisins á þeim erindum varði öll markaðsmál eða hugsanlegar lagabreytingar og tilraunir til úrbóta á rekstri fyrirtækjanna. Þeim sé beint til ráðuneytisins sem fagráðuneytis í happdrættismálum sem fari með stefnumótun í málaflokknum. Í gögnunum komi einkum fram upplýsingar um stöðu félaganna á happdrættismarkaði, markaðshlutdeild og samkeppni og varði þær mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þessara aðila. Ráðuneytið hafi óskað eftir afstöðu Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf. til beiðni kæranda. Í svörum beggja aðila sé lagst gegn því að ráðuneytið verði við beiðninni. Ráðuneytið telji að umbeðin gögn séu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt og heyri þar af leiðandi undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 12. apríl 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst þann 3. maí 2021. Þar kemur m.a. fram að mat ráðuneytisins sé að beiðnir kæranda séu fremur óskýrar en það skilji þær sem svo að verið sé að spyrja um innsend erindi er varði spilakassa og lúti annars vegar að spilakortum og hins vegar að öðrum innsendum erindum er snúi að úrbótum á rekstri spilakassa. Í tilefni af beiðnunum hafi ráðuneytið farið yfir þau mál Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands á árunum 2010-2020 sem mögulega geti varðað atriði sem fyrirspurnir kæranda lúta að. Í samræmi við 17. gr. upplýsingalaga hafi verið talið rétt að leita álits þessara lögaðila áður en ákvörðun var tekin. Báðir aðilar hafi lýst sig mótfallna afhendingu gagnanna með hliðsjón af mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum fyrirtækjanna. Í kjölfarið hafi ráðuneytið lagt mat á hvert og eitt þeirra gagna sem tekin voru saman með tilliti til þess hvort rétt væri að undanþiggja þau aðgangi almennings. Það hafi verið mat ráðuneytisins að þau hefðu í öllum tilvikum að geyma það mikilvægar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila, sem og samkeppnisstöðu þeirra, að þau heyrðu undir 2. málsl. 9. gr. laganna. Sú afstaða hafi ekki eingöngu byggst á afstöðu lögaðilanna.<br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið tekur fram í umsögn sinni að þegar betur sé að gáð lúti mörg þeirra gagna sem tekin hafi verið saman ekki að efni fyrirspurnarinnar. Þá geti ráðuneytið ekki fallist á það sjónarmið kæranda að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir eigi ekki við um starfsemi þá sem hér um ræðir á þeirri forsendu að með starfsemi sinni afli lögaðilarnir fjár til góðra málefna. Til að ná sem bestum ágóða af rekstri fyrirtækjanna hljóti almenn viðskiptaleg sjónarmið að eiga við eins og um annan rekstur, auk þess sem samkeppni ríki á þessum markaði. Loks tekur ráðuneytið fram að við nánari yfirferð umbeðinna gagna hafi ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að afhenda beri kæranda hluta nokkurra skjala.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 5. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Af hálfu kæranda kemur m.a. fram að hann telji að þau skjöl sem ráðuneytið hafi veitt aðgang að séu ófullnægjandi. Þá eigi rök ráðuneytisins ekki við þar sem um sé að ræða fjáröflun góðgerðasamtaka og opinberrar stofnunar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytisins sem varða samskipti þess við tvo lögaðila, Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf., um rekstur spilakassa. Beiðni kæranda var upphaflega synjað í heild sinni með vísan til þess að gögnin innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni ákvað ráðuneytið hins vegar að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum að hluta.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað þau gögn sem dómsmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Um er að ræða erindi sem Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. sendu dómsmálaráðuneytinu á tímabilinu 2010-2020 og varða úrbætur og rekstur spilakassa. Þá hefur ráðuneytið jafnframt tekið saman innsend erindi frá þessum aðilum sem varða önnur atriði en vegna afmörkunar kæranda á beiðnum sínum koma þau ekki til frekari skoðunar í máli þessu. Umbeðin gögn eiga það sameiginlegt að lúta að fjárhags- og viðskiptahagsmunum lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalag. Til að ákvarða rétt kæranda til aðgangs að þeim kemur hins vegar til álita hvort þeir hagsmunir séu nægjanlega mikilvægir til að sanngjarnt teljist og eðlilegt að sá réttur verði takmarkaður, líkt og ákvæðið áskilur.<br /> <br /> Í fyrsta lagi kemur til skoðunar minnisblað sem barst dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu frá Happdrætti Háskóla Íslands, dags. 2. nóvember 2010. Í minnisblaðinu er óskað afstöðu ráðuneytisins vegna svokallaðs greiðslumiðakerfis og breytinga á vottunarfyrirkomulagi og er svar ráðuneytisins dags. þann 8. nóvember 2010. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta minnisblaðið og svar ráðuneytisins ekki talist innihalda upplýsingar af því tagi sem fjallað er um í 9. gr. upplýsingalaga. Er þar litið til þess að þær takmörkuðu upplýsingar sem fram koma um starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands eru um tíu ára gamlar og að upplýsingar um samstarf þess við erlendan aðila birtast á vef þess. Ekki verður þannig séð að upplýsingarnar geti valdið nokkru tjóni, komist þær á almannavitorð, og engar vísbendingar um slíkt verða ráðnar af umsögn ráðuneytisins eða afstöðu Happdrættis Háskóla Íslands til beiðni kæranda. Þessi gögn verða því ekki talin varða nægjanlega mikilvæga hagsmuni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga til að réttur kæranda til aðgangs að þeim verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Í öðru lagi kemur til skoðunar bréf Happdrættis Háskóla Íslands til innanríkisráðuneytisins, dags. 20. mars 2012. Bréfið ber þess vitni að vera svar við bréfi ráðuneytisins, dags. 7. mars 2012. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að bréfinu að hluta en afmáðar hafa verið upplýsingar á þremur stöðum, þ.e. beinar tilvitnanir í bréf ráðuneytisins og viðbrögð Happdrættis Háskóla Íslands. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta slík viðbrögð og ábendingar fyrir um níu árum ekki talist til upplýsinga um mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Happdrættis Háskóla Íslands í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, ekki síst þegar litið er til þess um hversu almenn atriði er að ræða. Ekki verður séð að afhending upplýsinganna til kæranda sé til þess fallinn að valda nokkru fjártjóni og lúta þær því ekki að mikilvægum hagsmunum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þriðja lagi verður tekin afstaða til aðgangs kæranda að bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 12. júní 2012. Bréfið varðar heimild félagsins til samtengingar söfnunarkassa og tillögur að lagabreytingum í því skyni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur umleitan af þessu tagi ekki talist til upplýsinga um mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Íslandsspila sf. í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, einkum með hliðsjón af aldri upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að ekki er að finna vísbendingar um viðskiptaleyndarmál eða önnur viðkvæm atriði í bréfinu. Sú staðreynd að félagið hafi talið sig standa höllum fæti gagnvart öðrum aðilum vegna samtengingar spilakassa getur ekki raskað samkeppnisstöðu þess og í bréfinu eru engar aðrar upplýsingar sem samkeppnisaðilar félagsins eða aðrir geta hagnýtt sér á kostnað þess.<br /> <br /> Í fjórða lagi kemur til skoðunar bréf Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 14. mars 2013, þar sem óskað er eftir heimild til að hækka vinninga og hækka verð. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að bréfinu að hluta en afmáðar hafa verið upplýsingar um tekjur Íslandsspila sf., mat félagsins á ólíkum heimildum til starfsemi spilakassa og ósk félagsins eftir heimild til að dreifa leikjum sínum á vefnum. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er í öllum tilvikum um of almennar upplýsingar að ræða til að þær geti talist lúta að mikilvægum og virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum félagsins í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er þar einnig litið til aldurs upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að upplýsingar um tekjur Íslandsspila hafa birst opinberlega, t.d. í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna. Ekki verður séð að það geti valdið félaginu tjóni þótt kæranda verði veittur aðgangur að bréfinu í heild sinni.<br /> <br /> Í fimmta lagi kemur til skoðunar bréf Íslandsspila sf. til innanríkisráðherra, dags. 13. nóvember 2013, ásamt fylgiskjali. Bréfið varðar ósk félagsins um að staða þess á happdrættismarkaði verði tekin til endurskoðunar og því til stuðnings fylgir minnisblað frá JURIS lögmannsstofu, sem kæranda hefur verið veittur aðgangur að með útstrikunum. <br /> <br /> Með hliðsjón af þeim röksemdum sem raktar hafa verið um önnur gögn hér að framan er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki bréfið né fylgiskjalið innihaldi upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Sem fyrr er fallist á það með dómsmálaráðuneytinu að upplýsingarnar varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandsspila sf. að nokkru marki en að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ekki verið lagt rétt mat á mikilvægi þeirra hagsmuna eins og ákvæðið gerir ráð fyrir. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir dómsmálaráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Dómsmálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Minnisblaði frá Happdrætti Háskóla Íslands til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2010. <br /> 2. Bréfi Happdrættis Háskóla Íslands til innanríkisráðuneytisins, dags. 20. mars 2012.<br /> 3. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 12. júní 2012.<br /> 4. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 14. mars 2013.<br /> 5. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðherra, dags. 13. nóvember 2013, ásamt fylgiskjali.<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1042/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Deilt var um synjun Seðlabanka Íslands á beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um úthlutun LBI hf. á hlutabréfum í Landsbankanum hf. til starfsmanna árið 2013. Ákvörðun Seðlabankans byggði einkum á því að gögnin væru háð þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin staðfesti synjunina og tók fram að þagnarskylduákvæðið gerði ekki ráð fyrir því að hagsmunamat færi fram við ákvörðun á því hvort almenningur ætti rétt til aðgangs að gögnunum heldur nægði að gögnin vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans til að upplýsingaréttur almennings yrði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1042/2021 í máli ÚNU 21040018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. apríl 2021, kærði A, blaðamaður Viðskiptablaðsins, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 28. apríl 2021 hafi Seðlabankinn synjað beiðni um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri parti árs 2013 varðandi það hvort afhending á hlutum í bankanum til starfsmanna félli undir reglur um kaupauka.<br /> 2. Minnispunktum starfsmanna FME til afnota á fundum með fulltrúum Landsbankans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskiptum starfsmanna FME og fulltrúa sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> Kærandi óskar þess að nöfn einstaklinga verði afmáð úr skjölunum þar sem hann hafi eingöngu áhuga á rökstuðningi og samskiptum í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ákvörðun bankans hafi verið studd tvenns konar rökum, annars vegar að gögnin falli undir sérstaka þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og hins vegar að ákvæði 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um þau. Kærandi telur að bankanum sé lítið hald í síðarnefnda ákvæðinu, enda meira en átta ár liðin frá tilurð hluta þeirra og því ætti 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að eiga við. Þá telur kærandi rök hníga til að 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. eigi við um þau að hluta. Kærandi fellst á það með bankanum að gögnin geti vissulega fallið undir 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands en telur rök hníga á móti til þess að aðgangur verði veittur. Það eigi sérstaklega við um gögn undir 1. og 2. tölul. í kæru.<br /> <br /> Í kæru er forsaga málsins rakin. Undir lok árs 2009 hafi náðst samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafa fallna Landsbankans um fjárhagsuppgjör milli nýja Landsbankans og slitabúsins. Í því hafi meðal annars falist að bankinn afhenti starfsmönnum, sem voru fastráðnir í lok mars 2013 eða höfðu starfað hjá bankanum áður, 500 milljón hluti í bankanum. Tæplega tveir þriðju þess hafi verið keyptir til baka af bankanum samkvæmt ársskýrslu 2014 til að standa skil á skatt- og lífeyrissjóðsgreiðslum sem af gjörningnum hlutust, og hafi um 1.400 starfsmenn samanlagt átt 0,78% hlut í bankanum. Bankinn hafi síðan sjálfur átt 1,3% af eigin bréfum. Starfsmenn hafi ekki mátt selja bréfin fyrr en þrjú ár hefðu liðið frá afhendingu þeirra. Áður en bréfin hafi verið afhent hafi komið til umræðu hvort í þeim fælist kaupauki og afhendingin félli þar með undir reglur nr. 700/2011. Samskipti hafi átt sér stað milli aðila vegna þessa og óskar kærandi eftir afriti af þeim.<br /> <br /> Kærandi vill láta á það reyna hvort ástæða sé til að nota 3. eða 5. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands í málinu og nefnir fimm röksemdir máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál reglulega lagt mat á það hvort hagsmunir almennings af því að skjöl skuli birt skuli vega þyngra en hagsmunir sem mæli með leynd. Það mat sé ekki svarthvítt en meðal þess sem hafi verið litið til sé hvort um sé að ræða ráðstöfun opinberra eigna, „sem almenningur á almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að“ líkt og segi í athugasemdum við 5. mgr. 41. gr. laganna í frumvarpinu. Hér sé vissulega um ráðstöfun opinberrar eignar að ræða en 2% hlutur í bankanum hafi árið 2013, miðað við margfaldarann 0,8 á eigin fé bankans á þeim tíma, verið um fjögurra milljarða króna virði. <br /> <br /> Í annan stað þá eigi almenningur ríkan rétt á að kynna sér „stjórnsýsluframkvæmd á tilteknu sviði“. Þótt gjörningurinn hafi í raun verið ákveðinn 2009 þá hljóti rök að hníga til þess að almenningi verði gefinn kostur á að máta þetta við mál sem síðar hafi átt sér stað. Í kaupaukamálunum liggi fyrir dómur Landsréttar frá 4. desember 2020, í máli nr. 239/2019, Arctica Finance gegn FME og ríkinu, auk sáttar við Kviku og sektarákvörðunar til handa Fossa mörkuðum. Síðastnefnda málið sé til meðferðar fyrir dómi. Ákveðnir þættir rökstuðnings FME í þeim málum falli að atvikum í máli Landsbankans þótt önnur séu ólík. Kærandi telur að almenningur eigi að eiga kost á því að geta glöggvað sig á muninum. <br /> <br /> Í þriðja lagi hafi úrskurðarnefndin horft til þess hvort upplýsingar sem gögnin geyma hafi verið gerð opinber áður. Sé sú raunin þá hafi það verið mat nefndarinnar að ekki sé unnt að synja um afhendingu á þeim grunni. Nú liggi fyrir að sagðar hafi verið fréttir af málinu á þeim tíma sem það átti sér stað og bankinn hafi birt tilkynningu um að þetta hafi farið athugasemdalaust frá FME þótt sú tilkynning hafi verið fjarlægð. Því telur kærandi líklegt að þetta eigi við um einhvern hluta umræddra skjala. <br /> <br /> Í fjórða lagi sé langt liðið frá því að gögnin urðu til og erfitt að sjá að hagsmunir einhvers geti orðið fyrir barðinu á því ef gögnin yrðu afhent. Sé það svo að viðkvæmar persónu- eða viðskiptaupplýsingar komi þar fram eigi að vera vandalítið að afmá þær en veita aðgang að samskiptum, atvikum og rökstuðningi að öðru leyti. <br /> <br /> Í fimmta lagi vill kærandi kanna hvaða áhrif viðtal þáverandi forstjóra FME, núverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, við RÚV frá júlí 2013 hafi á málið. Þar komi meðal annars fram að úthlutun bréfanna hefði ekki formlega fallið undir kaupaukareglurnar vegna þess að gildissvið reglnanna taki til kaupaukakerfa hjá fjármálafyrirtækjum. Hér sé um það að ræða að gamli bankinn, sem ekki sé lifandi fjármálafyrirtæki, greiði samkvæmt samningi við íslenska ríkið frá því löngu fyrir gildistöku reglnanna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 28. apríl 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands barst með bréfi, dags. 27. maí 2021. Þar kemur fram að það sé mat bankans að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og einnig með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Umbeðnar upplýsingar varði hagi viðskiptamanna bankans og einnig viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Þá sé það jafnframt mat Seðlabankans að þær skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Vikið er að því að úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í forvera ákvæðisins, þ.e. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, hafi falist regla um sérstaka þagnarskyldu. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að lögum nr. 92/2019 segi að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gildi að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hafi tekið til. Þá byggir Seðlabanki Íslands á því að umbeðin gögn falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Seðlabankinn tekur röksemdir kæranda til sérstakrar skoðunar í umsögn sinni. Bankinn telur að 3. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi ekki við í málinu þar sem ákvæðinu sé frekar ætlað að ná yfir birtingu tölfræðilegra upplýsinga sem bankinn safni. Ákvæðinu sé hins vegar ekki ætlað að liðka fyrir birtingu upplýsinga um einstök mál sem háð séu þagnarskyldu. Í þessu sambandi er tekið fram að Seðlabankinn hafi synjað beiðni kæranda vegna efnis umbeðinna gagna en ekki þeirrar staðreyndar að þar komi fyrir nöfn starfsmanna bankans og annarra aðila. Það er jafnframt mat Seðlabankans að 6. mgr. 41. gr. laganna eigi heldur ekki við í málinu. Seðlabankinn hafi ekki ráðstafað þeirri eign sem um ræðir, hvorki beint né óbeint. Þá beri að líta til þess hvort um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila en það sé mat Seðlabankans að umbeðin gögn séu einmitt þess eðlis.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans er vikið að umfjöllun um umbeðin gögn í fjölmiðlum og tekið fram að slík umfjöllun geti ekki jafngilt birtingu gagna. Sjónarmið Fjármálaeftirlitsins hafi komið fram í viðtali við þáverandi forstjóra stofnunarinnar en umbeðin gögn ekki gerð opinber eða um þau fjallað sérstaklega. Viðtalið geti engin áhrif haft á beiðni kæranda. Loks tekur Seðlabanki Íslands fram að þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé ótímabundin. Horfa þurfi til bæði efnis og eðlis umbeðinna gagna en ekki aldurs. Þó telur bankinn rétt að nefna að þau teljist tæplega gömul enda rétt um átta ár frá þeim gjörningi sem þau fjalla um.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. júní 2021, var kæranda kynnt umsögn Seðlabanka Íslands og veittur kostur á að koma á frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands. Ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda byggðist einkum á 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 en jafnframt byggði bankinn á því að umbeðin gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskylda samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 774/2019, 792/2019, 904/2020, 954/2020 og 966/2021. Sbr. einnig úrskurði nr. 614/2016, 665/2016 og 682/2017 frá gildistíð eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af umbeðnum gögnum, en beiðni kæranda var afmörkuð við eftirfarandi gögn:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri hluta árs 2013.<br /> 2. Minnispunktar starfsmanna FME til eigin afnota á fundum þeirra með fulltrúum Landsbakans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskipti starfsmanna FME og fulltrúa þessara sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna. Um er að ræða samskipti sem varða úthlutun LBI hf. á hlutabréfum í Landsbankanum hf. til starfsmanna bankans sem átti sér stað um mitt ár 2013. Úthlutunin byggði á samkomulagi milli íslenska ríkisins og kröfuhafa LBI hf. sem gert var í lok árs 2009 og vörðuðu samskiptin m.a. það álitaefni hvort úthlutunin teldist falla undir gildissvið þágildandi laga og reglna um kaupaukakerfi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ljóst af framangreindu, sem og skoðun umbeðinna gagna, að þau varða hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur LBI hf. og Landsbankans hf. sem eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn komust í vörslur Fjármálaeftirlitsins er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gerir ekki ráð fyrir því að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 792/2019, 904/2020 og 966/2021. Sama á við að breyttu breytanda um röksemdir kæranda er lúta að því að umfjöllun í fjölmiðlum, aldur gagnanna og önnur atriði geri það að verkum að mati kæranda að rök standi ekki lengur til þess að þau fari leynt. Loks er rétt að taka fram í tilefni af kæru kæranda að úrskurðarnefnd um upplýsingamál brestur heimild að lögum til að gera Seðlabanka Íslands skylt að veita aðgang að upplýsingum eða gögnum samkvæmt 3. og 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Með þessum ákvæðum er bankanum veitt heimild að lögum til birtingar upplýsinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þrátt fyrir þagnarskyldu 1. mgr. ákvæðisins, að eigin frumkvæði en ekki er um að ræða skyldu til slíkrar birtingar.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að fjalla sérstaklega um það hvort umbeðin gögn falli undir takmörkun 9. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 28. apríl 2021, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri hluta árs 2013.<br /> 2. Minnispunktum starfsmanna FME til eigin afnota á fundum þeirra með fulltrúum Landsbankans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskiptum starfsmanna FME og fulltrúa þessara sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1041/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins byggði á því að umbeðin gögn væru háð sérstakri þagnarskyldu skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sbr. fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Kærandi taldi þagnarskylduákvæðið ekki eiga við í þessu tilviki enda hefði greinargerðin ekki verið send ráðuneytinu sem drög, á grundvelli lagaskyldu, heldur hefði verið um lokaskil hennar að ræða. Úrskurðarnefndin taldi ljóst af greinargerðinni að ekki væri um endanlega útgáfu að ræða. Greinargerðin væri þar með undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1041/2021 í máli ÚNU 21030021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. mars 2021, kærði A, lögmaður, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að beiðninni hafi verið hafnað með tölvupósti, dags. 12. mars 2021, á þeim grundvelli að óheimilt væri að veita aðgang að greinargerðinni með vísan til 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Kæranda hafi jafnframt verið bent á úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 967/2021 og 826/2019 en í þeim málum hafi verið staðfest synjun um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda þar sem hún hafi verið send á grundvelli lagaskyldu. Kærandi telur að misskilnings gæti hjá ráðuneytinu. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í þessum málum hafi byggt á því að greinargerð hafi verið afhent til umsagnar af hálfu ríkisendurskoðanda þann 10. ágúst 2018. Öll röksemdafærsla og niðurstaða úrskurðanna grundvallist á þeirri forsendu. Beiðni kæranda í því máli sem hér er til umfjöllunar lúti hins vegar að því að fá aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem send var til margra aðila þann 27. júlí 2018, nánar tiltekið forseta Alþingis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Lindarhvols ehf., Seðlabanka Íslands og umboðsmanns Alþingis. Ekki hafi verið um að ræða sendingu á grundvelli lagaskyldu heldur hafi það verið ætlun setts ríkisendurskoðanda að greinargerðin yrði í kjölfarið gerð aðgengileg almenningi. Sendingin hafi augljóslega ekki verið hluti af málsmeðferð samkvæmt 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda heldur hafi verið um lokaskil að ræða. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 25. mars 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst þann 15. apríl 2021. Þar kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd samnings ráðherra við Lindarhvol ehf. og annast endurskoðun á ársreikningum félagsins samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III við þágildandi lög um Seðlabanka Íslands. Ríkisendurskoðun sé sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfi á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrárinnar. Áréttað er að um störf setts ríkisendurskoðanda ad hoc hafi gilt ákvæði laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í lögunum séu ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. <br /> <br /> Hvað aðgang að gögnum frá Ríkisendurskoðun varði komi fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent enda hamli því ekki takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum. Í 2. málsl. sömu málsgreinar komi fram að drög að slíkum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar og umsagnar séu og verði ekki aðgengileg. Þá hafi ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að önnur gögn, þ.e. önnur gögn en drög að fyrrnefndum gögnum, sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur, verði heldur ekki aðgengileg. Um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun, þ.m.t. gögnum sem settur ríkisendurskoðandi hafi útbúið, fari samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 46/2016.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið víkur að því í umsögn sinni að samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 séu umsagnardrög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar undanþegin aðgangi. Drög að greinargerðum eða skýrslum komi því aldrei til afhendingar eða birtingar eftir að athugun hafi verið lokið með endanlegri skýrslu til Alþingis. Sama niðurstaða leiði af ummælum í greinargerð með frumvarpi til laganna. <br /> <br /> Þá vísar ráðuneytið einnig til þess að fram komi í 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem send hafa verið stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og á meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. Ákvæðið beri með sér að um sé að ræða önnur gögn en skýrslur og greinargerðir sem kynna á Alþingi eða drög að slíkum skýrslum og greinargerðum enda fjalli 1. og 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. um m.a. skýrslur og greinargerðir og drög að slíkum gögnum. Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 46/2016 komi fram að ákvæðið sé einkum sett til að tryggja vinnufrið og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað á rannsóknarstigi. Tekið sé fram að þegar athugun er lokið reyni á aðgangsrétt að þessum tilteknu gögnum, þ.e.a.s. öðrum gögnum en drögum að skýrslum og greinargerðum sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr., skv. 2. mgr. 15. gr. laganna. Umbeðin greinargerð sé því vinnugagn Ríkisendurskoðunar og samkvæmt ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 séu slík gögn alfarið undanþegin upplýsingarétti, sbr. og 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Til frekari rökstuðnings vísar ráðuneytið til úrskurða úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019, 967/2021 og 978/2021. Í öllum úrskurðunum sé skýrlega kveðið á um að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 taki til þeirra gagna sem þar falla undir en ekki þess aðila sem hefur þau í fórum sínum. Fullyrðing kæranda um lokaskil standist ekki skoðun og vísar ráðuneytið til gagna máls sem lyktaði með úrskurði nr. 826/2019. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 16. apríl 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 30. apríl 2021. Kærandi áréttar þá afstöðu að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 eigi ekki við í málinu. Óumdeilt sé að greinargerðin hafi verið send til fjölmargra aðila þann 27. júlí 2018 og ekki um að ræða útsendingu á grundvelli lagaskyldu líkt og gert hafi verið þann 10. ágúst 2018. Mikilvægt sé að halda því til haga að það sé talsverður munur á því hvort gögn séu send samkvæmt lagaskyldu eða án þess að slíkri skyldu sé til að dreifa. Gera verði þá kröfu til stjórnvalda að vanda til verka og ótækt að þau geti eftir á dregið til baka fyrri útsendingu gagna og sent þau aftur samkvæmt lagaskyldu og þannig gert skjöl undirorpin trúnaði. Þá telur kærandi að skjalið geti ekki notið trúnaðar á grundvelli 14. gr. laganna. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins geti það einungis átt við ef verið sé að senda drög til umsagnar til þess aðila sem sætir athugun eða eftirliti. Þeir aðilar sem fengið hafi afrit af umbeðnu gagni þann 27. júlí 2018 falli ekki þar undir.<br /> <br /> Kærandi segist ekki fá skilið röksemdafærslu ráðuneytisins varðandi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 auk 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sé ráðuneytið í raun að staðfesta röksemdafærslu kæranda. Gögn missi stöðu sína sem vinnugögn ef þau séu afhent öðrum og geti undir slíkum kringumstæðum ekki verið undanþegin upplýsingarétti. Loks er röksemdafærsla kæranda ítrekuð varðandi úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019 og 967/2021. Þrátt fyrir að vísað sé til umbeðins skjals sem vinnuskjals í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá vormánuðum 2020 breyti það ekki þeirri atburðarás sem átti sér stað. Gagnið hafi hvergi verið merkt sem vinnuskjal þann 27. júlí 2018. Þvert á móti hafi ætlunin verið að birta skjalið.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. en gagnið er í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Um er að ræða sama skjal og lá til grundvallar í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019, 827/2019, 967/2021 og 978/2021, en þar komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að skjalið væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðarreglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. <br /> <br /> Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg.<br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafi orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Röksemdir kæranda í máli þessu lúta að því að þann 27. júlí 2018 hafi settur ríkisendurskoðandi skilað niðurstöðum sínum um starfsemi Lindarhvols ehf. til fjölmargra aðila. Um lokaskil hafi verið að ræða sem settur ríkisendurskoðandi hafi ætlast til að birt yrðu opinberlega. Ekki hafi verið óskað eftir andmælum eða athugasemdum og skjalið hvergi merkt sem vinnuskjal. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað hið umbeðna gagn með hliðsjón af framangreindu. Skemmst er frá því að segja að skoðun úrskurðarnefndarinnar rennir ekki stoðum undir þennan skilning kæranda. Þvert á móti er skýrlega tilgreint í skjalinu, sem er dagsett sama dag og röksemdir kæranda byggja á, að um sé að ræða stöðu verkefnisins á tilteknum tímapunkti, verkefninu sé ólokið og að skortur á upplýsingum setji mark sitt á framsetningu niðurstaðna. Sú staðreynd að settur ríkisendurskoðandi óskaði ekki sérstaklega eftir andmælum eða athugasemdum í fylgibréfi með skjalinu getur ekki breytt þessari niðurstöðu, enda var um að ræða verklok af hans hálfu og ósk um lausn frá setningu sinni. Það kom í hlut nýs ríkisendurskoðanda að afla athugasemda frá aðilum við frekari meðferð málsins.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að kærandi hefur ekki hnekkt fyrri niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um hið umbeðna skjal að það hafi verið sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu í drögum þegar athugun málsins var ólokið. Það er því undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1040/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Blaðamaður kærði afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn sem varða meðferðarheimilið Laugaland. Kærandi fékk afhentan hluta umbeðinna gagna en var synjað um tvö skjöl á þeim grundvelli að þau vörðuðu einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og að þau væru vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skoðaði gögnin og taldi engum vafa undirorpið að gögnin lytu að einkamálefnum einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Nefndin taldi Barnaverndarstofu ekki unnt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda þar sem gögnin innihéldu nær eingöngu slíkar upplýsingar. Var ákvörðun Barnaverndarstofu því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18.október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1040/2021 í máli ÚNU 21030022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi meðferðarheimilið Laugaland, áður Varpholt.<br /> <br /> Með beiðni kæranda, dags. 1. febrúar 2021, var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir vegna meðferðarheimilisins á árabilinu 1997-2007. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 4. febrúar 2021, var kærandi upplýstur um að í ljósi umfangs beiðninnar kynni afgreiðsla hennar að taka nokkurn tíma. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 26. febrúar 2021, fékk kærandi afhent gögn um meðferðarheimilið á árabilinu 1997-2003. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. mars 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna, þ.e. gögn er vörðuðu meðferðarheimilið fyrir árin 2004-2007, auk ársreikninga fyrir árin 1997-2007. Í bréfinu kom m.a. fram að gögnin hefðu verið yfirfarin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Bréfinu fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent og yfirlit yfir gögn í 12 liðum sem kæranda var synjað um afhendingu á. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru skattframtöl, minnisblöð og bréf varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins. <br /> <br /> Ákvörðunin var reist á því að annars vegar væri um að ræða gögn sem í heild sinni yrðu felld undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga sem einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, og hins vegar að um væri að ræða skjöl sem felld yrðu undir ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga sem vinnugögn. Þá teldi Barnaverndarstofa ekki tilefni til að veita aukinn aðgang að umræddum gögnum með vísan til 11. gr. upplýsinglaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun um afhendingu eftirfarandi gagna:<br /> <br /> • Bréf frá B til þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007. <br /> • Minnisblað til félagsmálaráðherra frá forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007, vegna bréfs B varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Laugalandi. <br /> <br /> Kærandi mótmælir röksemdum Barnaverndarstofu og tekur fram að í gögnum sem stofan afhenti kæranda sé fjallað að nokkru leyti um umrætt minnisblað. Barnaverndarstofa hafi afhent kæranda tölvupóstsamskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu og þáverandi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra um umrætt bréf, dags. 24. ágúst 2007. Í því sambandi bendir kærandi á að þann 24. ágúst 2007 hafi DV fjallað um málefni Laugalands og byggt annað hvort á umræddu bréfi eða samtali við hann um þau málefni sem fjallað var um í bréfinu. Í þeirri umfjöllun sé bæði vikið að persónulegum málefnum þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins og málefnum meðferðarheimilisins Laugalands. Því geti kærandi ekki séð að röksemdir standi til þess að synja kæranda um afhendingu bréfs þessa og minnisblaðs þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, með þeim fyrirvara að persónuauðkenni verði afmáð úr þeim. Ljóst megi vera að í umræddum gögnum kunni að vera upplýsingar sem kærandi hafi ekki aðgang að en geti skipt verulegu máli þegar komi að umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins Laugalands. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann hafi á undanförnum vikum unnið og birt fréttir af meintu ofbeldi í garð kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu. Fréttirnar hafi vakið mikla athygli og fullyrða megi að umfjöllunin hafi orðið til þess að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að fram færi rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins. Leiða megi líkur að því að í umbeðnum gögnum komi fram mikilvægar upplýsingar um ofbeldið. Kærandi telur að hin kærða synjun Barnaverndarstofu standist ekki lög og fer fram á að stofunni verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. mars 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 13. apríl 2021, kemur fram að við yfirferð á umbeðnum gögnum sem kæra lýtur að, hafi Barnaverndarstofa talið ljóst að gögnin innihéldu viðkvæmar persónuupplýsingar sem teljist til einkamálefnis þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. fyrrverandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Varpholts, síðar Laugalands, sem og annarra aðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Er það jafnframt mat Barnaverndarstofu að vegna eðlis þeirra upplýsinga sem fram komi í gögnunum hafi ekki verið tilefni til að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr þeim. Í því sambandi er tekið fram að við matið hafi Barnaverndarstofa m.a. litið til þess að 24. ágúst 2007 hafi DV fjallað um málefni fyrrum rekstraraðila Varpholts, síðar Laugalands. Umfjöllun DV, sem innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar, hafi verið birt opinberlega og sé aðgengileg öllum sem eftir henni leita. Því telji Barnaverndarstofa ljóst að þrátt fyrir að persónugreinanlegar upplýsingar yrðu afmáðar úr gögnunum sé unnt að bera kennsl á þá einstaklinga sem fjallað er um í þeim, þ.e. fyrrum rekstraraðila áðurnefnds meðferðarheimilis, sem og aðra einstaklinga sem ekki tengjast rekstri heimilisins. Þá ítrekar Barnaverndarstofa að bréfið sem um ræðir hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar auk óáreiðanlegra upplýsinga í formi staðhæfinga og vangaveltna bréfritara. Þá byggi umfjöllun í minnisblaði þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu á bréfinu og feli í sér endurtekningu á þeim viðkvæmu persónuupplýsingum sem þar komi fram. Séu því sömu sjónarmið höfð uppi við mat á því hvort afhenda beri minnisblaðið. Loks segir að með vísan til ofangreinds sé það mat Barnaverndarstofu að umbeðin gögn falli í heild sinni undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Barnaverndarstofa telur að lokum vert að taka fram að stofan telji rétt að afhenda gögn sem kærandi tilgreini, þ.e. tölvupóstsamskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu og þáverandi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, þrátt fyrir að þar sé að nokkru leyti fjallað um innihald þeirra gagna sem kæranda hafi verið synjað um afhendingu á. Líkt og með öll gögn sem kæranda hafi verið afhent hafi Barnaverndarstofa farið gaumgæfilega yfir tölvupóstsamskiptin og sé það mat stofunnar að þar sé ekki að finna viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 14. apríl 2021, kemur fram að ekki sé fallist á þær röksemdir sem fram komi í umsögn Barnaverndarstofu og kærandi haldi fast við kröfu sína um að fá umbeðin gögn afhent. Kærandi telji sig hafa vitneskju um að í bréfinu komi fram vitnisburður um að þáverandi forstöðumaður meðferðarheimilisins að Laugalandi hafi lýst því að hann hafi beitt stúlkur sem vistaðar voru í hans umsjá líkamlegum tökum sem jafna megi við ofbeldi. Í samhengi við fyrri umfjöllun kæranda um málefni meðferðarheimilisins og vitnisburð kvenna sem þar voru vistaðar á opinberum vettvangi, sem nú séu orðnar níu talsins, um að þær hafi verið beittar ofbeldi af þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilisins, sé afar mikilvægt að kærandi fái bréfið í hendur og geti því sannreynt hvort rétt sé að þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu hafi verið upplýstur um mögulegt ofbeldi á meðferðarheimilinu. <br /> <br /> Þá krefst kærandi þess einnig að fá afhent minnisblað þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu til þáverandi félagsmálaráðherra með sömu rökum. Auk þess telur kærandi rétt að vekja athygli á að í gögnum sem kæranda voru afhent frá Barnaverndarstofu, og lúti að tölvupóstsamskiptum þáverandi forstjóra stofunnar við þáverandi aðstoðarmann ráðherra, komi m.a. fram hvatning forstjórans um að ráðherra tjái sig ekki um málið og að ráðuneytið afli ekki frekari upplýsinga um það. Velta megi vöngum um það hvort forstjórinn hafi með þessu farið út fyrir faglegt svið sitt og í því ljósi telur kærandi mikilvægt að sjá minnisblaðið. Þá er vísað til þess að Barnaverndarstofa hafi sjálf viðurkennt að eftirlit hennar með rekstri heimilisins hafi brugðist og beðið konurnar afsökunar. Ljóst sé því að efni þeirra gagna sem kærandi fari fram á að fá afhent eigi erindi við þorra almennings, í það minnsta að hluta.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að gögnum sem listuð voru í bréfi Barnaverndarstofu, dags. 5. mars 2021, undir töluliðum 10 og 11. Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni kæranda byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.-10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu væri því, án samþykkis þessara sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan. <br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Barnaverndarstofu sé skylt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda. Það athugast í þessu sambandi að auk upplýsinga sem gera gögnin beinlínis persónugreinanleg, svo sem nöfn einstaklinga, geta ýmsar aðrar upplýsingar, séu þær settar í samhengi, gert óviðkomandi með beinum hætti kleift að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Í þessu tilviki innihalda umbeðin gögn að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál nær eingöngu upplýsingar sem falla undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ef slíkar upplýsingar yrðu afmáðar er það mat úrskurðarnefndarinnar að kæranda yrði ekki hald í því sem eftir stæði. Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til leggja fyrir Barnaverndarstofu að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr umræddum gögnum. Með vísan til framangreinds er synjun Barnaverndarstofu á beiðni kæranda því staðfest. <br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða, af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 5. mars 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum er staðfest: <br /> <br /> • Bréf frá B til þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007. <br /> • Minnisblað til félagsmálaráðherra frá forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007, vegna bréfs B varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Laugalandi.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1039/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Blaðamaður kærði synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn sem varða meðferðarheimilið Laugaland. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þyrfti að yfirfara gögnin og afmá viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi umfangs beiðninnar og viðkvæms eðlis gagnanna ætti undantekning 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga við í málinu og staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1039/2021 í máli ÚNU 21030003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi meðferðarheimilið Laugaland. <br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir öllum þeim gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir varðandi meðferðarheimilið Varpholt, síðar Laugaland, árin 1997 til 2007. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 4. febrúar 2021, var kærandi upplýstur um að í ljósi umfangs beiðninnar kynni afgreiðsla hennar að taka nokkurn tíma.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna. Í bréfinu kom m.a. fram að gögnin hefðu verið yfirfarin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Bréfinu fylgdi annars vegar yfirlit yfir þau gögn sem kærandi fékk afhent, sbr. fylgiskjal 1 og hins vegar yfirlit yfir gögn í 27 liðum sem kæranda var synjað um afhendingu á, sbr. fylgiskjal 2. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru vaktskráningar/dagbókarskráningar á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007. Ákvörðunin var reist á því að umfang gagnanna væri töluvert auk þess sem eðli þeirra gæfi til kynna að mikið af upplýsingum sem fram kæmu í gögnunum teldust til einkahagsmuna viðkomandi. Þá bæri að geta þess að um væri að ræða handrituð gögn. Athugun Barnaverndarstofu hefði leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi umræddra vaktskráninga/dagbókarskráninga væri um 1800 blaðsíður. Með vísan til þessa væri það mat stofnunarinnar að það tæki einn lögfræðing um 30 daga að yfirfara gögnin, með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra persónuupplýsinga og því að umrædd gögn væru torlæsileg. Af þeim sökum teldi Barnaverndarstofa að vinna við að afgreiða beiðnina að þessu leyti fæli í sér svo umtalsverða skerðingu á möguleikum stofnunarinnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt væri að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi þyrfti að hafa í huga að þegar væri töluverður málahali hjá stofunni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á afhendingu gagna sem tiltekin eru í töluliðum 26-35 í fylgiskjali 2. Nánar tiltekið er um að ræða handritaðar vaktaskráningar/dagbókarfærslur á nánar tilgreindum tímabilum árin 1997 til 2007. Kærandi mótmælir röksemdum Barnaverndarstofu og tekur fram að kærandi hafi á undanförnum vikum unnið og birt fréttir af meintu ofbeldi sem konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, beri við að hafa verið beittar á árabilinu 1997 til 2007. Umræddar fréttir og viðtöl hafi vakið mikla athygli og fullyrða megi að umfjöllunin hafi orðið til þess að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að fram færi rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins. Leiða megi líkur að því að í umræddum dagbókarfærslum og fundargerðum komi fram mikilvægar upplýsingar um meint ofbeldi sem konur sem vistaðar voru á Laugalandi beri við að þær hafi orðið fyrir. <br /> <br /> Þá hafnar kærandi fullyrðingu Barnaverndarstofu um þann tíma sem það muni taka að fara yfir umrædd gögn. Óhugsandi sé að 30 daga taki að fara yfir 1.800 blaðsíður. Undirritaður geri sér grein fyrir að Barnaverndarstofa hafi ýmsum störfum að sinna en eitt hlutverk stofnunarinnar sé að sinna upplýsingagjöf. Færa megi rök fyrir því að vinna kæranda við að miðla fréttum af málefnum meðferðarheimilisins og að veita fyrrverandi skjólstæðingum Barnaverndarstofu rödd, sé bein afleiðing af aðgerðarleysi stofnunarinnar í málefnum meðferðarheimilisins hingað til. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 23. mars 2021, er fjallað um grundvöll synjunar Barnaverndarstofu á beiðni kæranda og málavöxtum lýst. Þar segir að við afgreiðslu beiðna um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga sé lögð áhersla á það sjónarmið að virða skuli rétt þeirra einstaklinga sem um er fjallað til einkalífs. Í því sambandi er vísað til þeirrar skyldu sem hvílir á starfsfólki barnaverndaryfirvalda að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnaverndarstofa hafi þó einnig haft til hliðsjónar það sjónarmið að almenningur hafi hagsmuni af því að nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fari fram. Þá er vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og áréttuð sú afstaða stofnunarinnar sem fram komi í bréfi hennar til kæranda, dags. 26. febrúar 2021, að umfang umræddra gagna hafi verið töluvert. Um sé að ræða handrituð gögn og hafi skoðun Barnaverndarstofu leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi þeirra væri um 1.800 blaðsíður. Þá sé eðli gagnanna slíkt að þau innihaldi mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem teljist til einkamálefna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. skjólstæðinga meðferðarheimilisins Varpholts, síðar Laugalands. Því telji stofan hugsanlegt að gögnin í heild sinni falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Að auki sé það mat stofunnar að það tæki einn lögfræðing Barnaverndarstofu 30 daga að yfirfara umrædd gögn, einkum með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra upplýsinga og því hve gögnin eru torlæsileg. Barnaverndarstofa telji að vinna við að afgreiða þennan hluta beiðninnar feli í sér svo umtalsverða skerðingu á möguleikum hennar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt sé að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi sé bent á að mikill málahali sé hjá stofnuninni, einkum í tengslum við meðferð kvörtunarmála sem lögfræðingar stofnunarinnar sinni. Þá er tekið fram að kvörtunum hafi verið beint til umboðsmanns Alþingis vegna þess hversu langan tíma hafi tekið að afgreiða slík mál sem einkum hafi verið rakið til fjölda slíkra mála hjá stofnuninni og þess að slík mál séu iðulega umfangsmikil og úrlausn þeirra flókin. <br /> <br /> Það sé því afstaða Barnaverndarstofu að kærandi eigi ekki rétt til að fá aðgang að vaktaskráningum/dagbókaskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007, með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Stofan hafi lagt raunverulegt mat á umfang þeirrar vinnu sem yfirferð gagnanna kalli á og telji að heimild standi til þess að synja beiðninni á þeim grunni.<br /> <br /> Í umsögninni er því vísað á bug sem fram kemur í kærunni þess efnis að stofan hafi sýnt af sér aðgerðarleysi við afgreiðslu beiðninnar og afhendingu umbeðinna gagna. Í því sambandi er tekið fram að stofan hafi í hvívetna lagt sig fram við að fara yfir öll fyrirliggjandi gögn og afhent alls 482 skjöl þar sem hvert og eitt skjal hafi verið metið m.t.t. upplýsingalaga. Loks segir að ef eftir því verði óskað muni Barnaverndarstofa fúslega afhenda úrskurðarnefndinni umrædd gögn sem óskað hafi verið aðgangs að, ellegar útbúa afrit af hluta þeirra til að nefndin geti áttað sig á umfangi og innihaldi þeirra. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. mars 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars. 2021, kemur fram að ekki sé fallist á þær röksemdir sem fram komi í umsögn Barnaverndarstofu. Í því sambandi er bent á að röksemdir stofunnar hafi tekið breytingum en í upphaflegri ákvörðun Barnaverndarstofu hafi komið fram að beiðni um umrædd gögn hafi verið synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í umsögn stofnunarinnar sé nú einnig vísað til 9. gr. upplýsingalaga. Þá mótmæli kærandi þeirri fullyrðingu að það muni taka lögfræðing stofnunarinnar svo langan tíma að afgreiða beiðnina. Þá er vísað til þess að gögnin lúti að rekstri meðferðarheimilis þar sem tugir kvenna hafi borið við að hafa sætt ofbeldi. Færa megi fyrir því rök að í umræddum gögnum sé að finna mikilsverðar upplýsingar þar um. Barnaverndarstofa hafi sjálf viðurkennt að eftirlit hennar með rekstri heimilisins hafi brugðist og hefur beðið konurnar afsökunar. Ljóst sé að þeirri stofnun sem gert hafi verið að rannsaka málið hafi ekki sett það í forgang og því sé bið eftir niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það auki enn frekar á mikilvægi þess að fjallað verði um málið. <br /> <br /> Með tölvubréfi til Barnaverndarstofu, dags. 14. júlí 2021, var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði sýnishorn af handahófi af þeim gögnum sem kæran laut að svo nefndinni yrði unnt að leggja mat á gögnin. Í kjölfarið boðsendi Barnaverndarstofa nefndinni 42 blaðsíður valdar af handahófi úr umræddum gögnum, bárust gögnin nefndinni 27. júlí 2021. Að lokinni yfirferð þessara gagna taldi úrskurðarnefndin tilefni til að óska eftir öllum gögnum sem kæran tók til og fór nefndin þess á leit með tölvubréfi til Barnaverndarstofu, dags. 3. september 2021. Vegna umfangs gagnanna og þess forms sem þau eru á, þ.e. handskrifaðar blaðsíður í dagbókum, bauð Barnaverndarstofa úrskurðarnefndinni að fá bækurnar að láni í stað þess að tekin yrðu ljósrit af hverri blaðsíðu. Úrskurðarnefndin féllst á það og fékk bækurnar afhentar þann 6. október 2021.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að vaktskráningum/dagbókarskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Barnaverndarstofa jafnframt vísað til þess að hugsanlegt sé að umrædd gögn falli í heild sinni undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Beiðni kæranda er reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir m.a. að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Umræddar dagbókarskráningar/vaktskráningar hafa að geyma dagsettar handskrifaðar færslur starfsmanna meðferðarheimilisins þar sem skráðar eru ýmsar upplýsingar úr daglegri starfsemi heimilisins. Í færslunum er fjallað um hagi nafngreindra skjólstæðinga meðferðarheimilisins, þ. á m. upplýsingar um heilsufar þeirra, hegðun og líðan og þá meðferð sem þeir nutu á meðan á vistinni stóð. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu væri því, án samþykkis þessa sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Barnaverndarstofu sé skylt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda. Það athugast í þessu sambandi að auk upplýsinga sem gera gögnin beinlínis persónugreinanleg, svo sem nöfn einstaklinga, geta ýmsar aðrar upplýsingar, séu þær settar í samhengi, gert óviðkomandi með óbeinum hætti kleift að tengja gögnin við einstaklinga.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Í þessu máli reynir hins vegar sem fyrr segir jafnframt á ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. þar sem segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Eins og áður segir telur Barnaverndarstofa skilyrði þessa undantekningarákvæðis uppfyllt. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skilyrðum ákvæðisins í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Fyrir liggur að í þeim gögnum sem kærandi fer fram á er að finna margvíslegar upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Til þess að unnt yrði að verða við beiðni kæranda yrði því að yfirfara öll gögnin gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar. Úrskurðarnefndin áréttar í því sambandi að ekki væri nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstaklinga er að ræða heldur þyrfti að leggja í umtalsverða vinnu til að afmarka nákvæmlega hvaða upplýsingar gætu varpað ljósi á það um hvaða einstaklinga ræðir og hverjar ekki. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin, sem eru handrituð, og er heildarblaðsíðufjöldi þeirra um 1.800 blaðsíður. Með vísan til þess hversu umfangsmikil beiðni kæranda er og þeirrar vinnu sem ráðast yrði í áður en slík gögn yrðu afhent almenningi, sem ræðst ekki síst af eðli málaflokksins, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fallast verði á það með Barnaverndarstofu að beiðni kæranda um afhendingu umræddra vaktskráninga/dagbókarskráninga á árunum 1997 til 2007 sé svo umfangsmikil að beita megi undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að ekki sé hægt að krefjast þess af Barnaverndarstofu að orðið verði við henni, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 745/2018 frá 27. júní 2018. Í þessu sambandi telur úrskurðarnefndin að jafnframt verði að horfa til þess að gögnin eru handskrifuð og miðað við þau sýnishorn sem Barnaverndarstofa afhenti nefndinni eru sumar færslurnar nokkuð torlæsilegar. Með vísan til framangreinds er synjun Barnaverndarstofu á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar. Þá hefur nefndin enga afstöðu tekið til þess hvort Barnaverndarstofu kunni eftir atvikum að vera skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem um ræðir, ef kærandi kýs að afmarka beiðni sína við færri gögn og þá þannig að ekki reyni á þau sérstöku sjónarmið sem greinir í undantekningarreglu 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 26. febrúar 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að vaktskráningum/dagbókarskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007 er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1038/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | A kærði afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að gögnum hjá sveitarfélaginu sem tengjast breytingu á deiliskipulagi. Beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd af sveitarfélaginu um tíu mánuðum eftir að hún var lögð fram. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir allan vafa að tafir á afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda teldust óréttlætanlegar og úrskurðaði því um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1038/2021 í máli ÚNU 21060015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. júní 2021, kærði A afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi gert athugasemdir við umhverfisskýrslu sveitarfélagsins vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Haukasvæðis. Kærandi [...] hafi því verulega hagsmuni af breytingunum. Þá hafi kærandi óskað eftir gögnum þann 26. október 2020 en við ritun kæru, um átta mánuðum síðar, hafi kærandi ekki fengið nein gögn þrátt fyrir margar ítrekanir. Þann 15. apríl 2021 hafi Hafnarfjarðarbær synjað kæranda um aðgang að gögnum en þrátt fyrir ítrekunarbeiðni þann 25. apríl 2021 hafi sveitarfélagið ekki útskýrt á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin byggist. Nokkrum dögum eftir ítrekunina hafi sveitarfélagið aftur tilkynnt um breytt deiliskipulag og gert aðgengilega svokallaða umhverfisskýrslu vegna Ásvalla. Hvorki þá né síðar hafi kærandi fengið gögn frá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Að mati kæranda sé sveitarfélagið ljóslega vísvitandi að halda hagaðilum frá gögnum málsins. Kærandi krefst þess að fá aðgang að öllum gögnum sem tengjast breytingu á deiliskipulagi á Haukasvæðinu, hvenær sem upplýsingarnar hafi legið fyrir. Undir kröfuna falli m.a. eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> <br /> 1. Yfirlit/skrá yfir öll gögn málsins.<br /> 2. Aðgangur að öllum athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi vegna Haukasvæðisins.<br /> 3. Samningur sveitarfélagsins við VSÓ og yfirlit um greiðslur.<br /> 4. Erindi Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins þar sem farið sé fram á gerð nýrrar umhverfisskýrslu.<br /> 5. Ódagsett skýrsla sem sveitarfélagið hafi sent Skipulagsstofnun, sbr. umfjöllun um þá skýrslu í tölvubréfi sveitarfélagsins til kæranda dags. 15.04.2021.<br /> 6. Svör Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins.<br /> 7. Allar umsagnir, athugasemdir, minnisblöð o.fl. sem liggi fyrir í málinu. Hér falli í dæmaskyni undir hvers konar gögn sem stafa frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Hér falli undir hvers konar formleg og óformleg gögn. Taka skuli saman upplýsingar ef um sé að ræða veittar munnlegar upplýsingar.<br /> 8. Öll drög og útgáfur af umhverfisskýrslu/greinargerð VSÓ. Drög skuli innihalda „comments“ og breytingartillögur. Hér sé átt við uppköst eða minnisblöð sama hvort VSÓ sendi sveitarfélaginu slíkt eða sveitarfélagið sendi slíkt til VSÓ.<br /> 9. Samskipti (munnleg og skrifleg) sveitarfélagsins við þriðja aðila, ásamt tengdum gögnum (t.d. viðhengi). Undir þetta falli hvers konar samskiptagögn, formleg eða óformleg, þ.á m. tölvupóstar, aðrir rafrænir samskiptamátar t.d. TEAMS, símtöl, fundargerðir o.s.frv., t.d. eftirfarandi: Samskipti við stjórnvöld, t.d. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, ráðuneyti o.s.frv. Samskiptagögn við formlegan eða óformlegan álitsgjafa, þ. á m. tölvupóstar, yfirlit yfir fundi með ráðgjöfum og e.a. fundargerðir og minnisblöð, formleg og óformleg samskipti við Hauka og/eða fyrirsvarsmenn Hauka, samskipti við fjölmiðla, öll samskipti sveitarfélagsins við VSÓ, yfirlit yfir fundi með VSÓ og e.a. fundargerðir/punktar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með erindi, dags. 22. júní 2021, og vakin athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 beri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Enn fremur skuli skýra þeim sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Því var beint til Hafnarfjarðarbæjar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda svo fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 6. júlí 2021.<br /> <br /> Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað þann 9. júlí 2021. Samdægurs bárust þau svör að erindið hefði verið áframsent til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns Hafnarfjarðar. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 9. ágúst 2021 og í svari bæjarlögmanns, dags. 10. ágúst 2021, kemur fram að Hafnarfjarðarbær hafi ekki synjað um afhendingu umbeðinna gagna. Hluti umbeðinna gagna hafi ekki legið fyrir þegar beiðni kæranda kom fram en ætlunin sé að afhenda öll gögn sem beiðni kæranda tekur til. Ekki séu því gerðar „efnislegar athugasemdir við erindi kæranda“. <br /> <br /> Af þessu tilefni áréttaði ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 11. ágúst 2021, að málið snerist um það hvort og þá hverju sveitarfélagið hefði svarað kæranda. Óskað var upplýsinga um það hvort kærandi hefði verið upplýstur um afstöðu sveitarfélagsins. Ekki barst svar við erindinu og frekari tilraunir til að ná sambandi við bæjarlögmann, m.a. símleiðis, báru ekki árangur.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Hafnarfjarðarbæ. Af gögnum málsins er ljóst að beiðni kæranda hefur ekki verið afgreidd, þ.e. um tíu mánuðum eftir að hún var lögð fram.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt samkvæmt 3. mgr. 17. gr. að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs.<br /> <br /> Ákvæði 3. mgr. 17. gr. var bætt við upplýsingalög með lögum nr. 72/2019 sem samþykkt voru á Alþingi þann 24. júní 2019. Í frumvarpi sem varð að síðarnefndu lögunum var gert ráð fyrir því að 40 virkir dagar þyrftu að líða til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál gæti tekið mál til meðferðar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga en þessi tími var styttur í meðförum þingsins í 30 virka daga. Í almennum athugasemdum frumvarps sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að málshraði við afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum geti haft verulega þýðingu. Óhóflegar tafir á töku ákvörðunar, endurskoðun hennar eða afhendingu umbeðinna gagna feli í sér óréttlætanlegar takmarkanir á upplýsingarétti almennings. Lagt sé til að sett verði regla um hámarksafgreiðslutíma beiðna um aðgang að gögnum sem sæki m.a. fyrirmynd í norsku upplýsingalögin. Í sérstökum skýringum við 13. gr. frumvarpsins, sem bætti 3. mgr. 17. gr. við upplýsingalög nr. 140/2012, segir m.a. að það feli í sér umtalsverða réttarbót að í tilvikum þar sem kærði hafi ekki sinnt beiðni fái beiðandi úrræði til að knýja fram efnislega niðurstöðu um upplýsingarétt sinn, jafnvel þótt sú niðurstaða verði ekki endurskoðuð með öðrum hætti en að bera hana undir almenna dómstóla. Þá kemur fram að hin nýja regla muni fyrst og fremst eiga við þegar afgreiðsla beiðni tefst úr hófi og ástæður þess sé að rekja til athafnaleysis eða annarra óréttlætanlegra tafa á málsmeðferð þess aðila sem hefur beiðni til meðferðar.<br /> <br /> Af gögnum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafið yfir allan vafa að tafir á afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda teljast óréttlætanlegar í framangreindum skilningi. Af hálfu bæjarins hefur komið fram að hluti umbeðinna gagna hafi ekki legið fyrir þegar beiðni kæranda kom fram en engar skýringar hafa verið veittar á þeirri háttsemi sveitarfélagsins að láta hjá líða að afgreiða beiðni kæranda varðandi þann hluta umbeðinna gagna sem sannarlega liggur fyrir í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin áréttar að þegar gögn eru ekki fyrirliggjandi getur réttur til aðgangs að þeim ekki byggst á upplýsingalögum, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna og ítrekaða úrskurðarframkvæmd nefndarinnar. Ef gögn sem beiðni tekur til liggja á annað borð fyrir eru hins vegar ekki að lögum forsendur til að láta hjá líða að afgreiða þann hluta beiðni af þeirri ástæðu að í beiðninni sé einnig óskað eftir aðgangi að gögnum sem ekki liggja fyrir. Af þeirri ástæðu verða þær óhóflegu tafir sem orðið hafa á því að Hafnarfjarðarbær afgreiddi beiðni kæranda ekki réttlætar með því einu að hluti gagnanna hafi ekki legið fyrir á þeim tímapunkti sem beiðnin barst. <br /> <br /> Í málinu er til þess að líta að af hálfu bæjarlögmanns Hafnarfjarðarbæjar hefur komið fram að ekki séu gerðar „efnislegar athugasemdir“ við beiðni kæranda og að ætlunin sé að afhenda öll gögn sem hún tekur til. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem bærinn hefur sjálfur veitt um efni umbeðinna gagna að þessu leyti og rétt kæranda til aðgangs að þeim er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslum sveitarfélagsins sem beiðnin tekur til. Enn fremur beinir úrskurðarnefndin því til Hafnarfjarðarbæjar að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Hafnarfjarðarbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum hjá sveitarfélaginu sem tengjast breytingu á deiliskipulagi á Haukasvæðinu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1037/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Synjun ráðuneytisins byggðist annars vegar á því að samningarnir hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að fari leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1037/2021 í máli ÚNU 21050002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. maí 2021, kærði A afgreiðslu heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig þurfa að fá upplýsingar um hvað standi í samningum íslenska ríkisins við framleiðendur bóluefna gegn COVID-19 vegna áætlana stjórnvalda um að bólusetja ungt og heilbrigt fólk vegna sjúkdóms sem því stafi lítil sem engin hætta af. Til dæmis megi spyrja hvort búið sé að skuldbinda ákveðinn fjölda Íslendinga til að taka þátt í bólusetningum en slíkt myndi fela í sér alvarleg mannréttindabrot. <br /> <br /> Með kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda við heilbrigðisráðuneytið en af þeim má ráða að ráðuneytið synjaði beiðninni með tölvupósti, dags. 4. mars 2021, með vísan til þess að samningarnir féllu undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er jafnframt vísað til þess að samningarnir séu undanþegnir upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Loks liggur fyrir að kærandi ítrekaði beiðni sína þann 19. apríl 2021 en ekki verður séð að ráðuneytið hafi svarað erindinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneyti með erindi, dags. 3. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn heilbrigðisráðuneytisins barst þann 28. júní 2021. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi undirritað tíu samninga á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Annars vegar sé um að ræða þríhliða samninga við sænska ríkið og viðkomandi lyfjaframleiðanda um afhendingu bóluefnis, ábyrgð o.fl. og hins vegar samninga við sænska ríkið um greiðslur vegna kaupa á bóluefni. Ákveðið hafi verið að gera samninga við marga mögulega framleiðendur til að hámarka möguleika á því að koma bóluefni á markað sem fyrst. Í öllum samningum ESB sé gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin geti fengið hlutdeild af umsömdum bóluefnaskömmtum gegn því að axla ábyrgð samkvæmt samningi. Þátttökuríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin séu því jafnsett um öll atriði samninganna, þ.m.t. ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart lyfjaframleiðendum.<br /> <br /> Í umsögninni er vikið að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Undir það falli viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu, svo og aðra viðkvæma viðskiptahagsmuni. Að mati heilbrigðisráðuneytisins innihalda umbeðnir samningar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem séu enn virkir þar sem faraldur ríki enn. Þetta hagsmunamat geti breyst að faraldri loknum og samningarnir gerðir opinberir. Nú geti afhending samninganna hins vegar skaðað hagsmuni íslenska ríkisins í baráttu við COVID-19, t.d. þar sem afhending bóluefnis sem samið hefur verið um fari ekki fram. Jafnframt megi leiða að því líkur að þörf verði fyrir áframhaldandi bólusetningar og nauðsynlegt að ganga til frekari samninga um kaup á bóluefnum. Afhending samninganna geti spillt fyrir slíkum samningaviðræðum og möguleikum ríkisins til áframhaldandi kaupa á bóluefnum.<br /> <br /> Heilbrigðisráðuneytið vísar til þess að ef veita skuli aðgang að upplýsingum sem falli undir 9. gr. laganna þurfi að afla skriflegs samþykkis þess sem í hlut á. Hins vegar liggi fyrir sú viljaafstaða lyfjaframleiðenda að efni samninganna fari leynt. Verði farið gegn vilja þeirra geti skapast sú hætta að bóluefnasamningar falli niður vegna trúnaðarbrests og samningaviðræðum næstu ára stefnt í hættu. Ráðuneytið hafi aflað þeirra upplýsinga að hvorki aðildarríki ESB né Noregur hafi afhent sambærilega samninga sem ríkin hafa gert við lyfjaframleiðendur.<br /> <br /> Varðandi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur m.a. fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins að afhending umbeðinna gagna væri til þess fallin að spilla samskiptum við lyfjaframleiðendur og aðra viðsemjendur íslenska ríkisins, einkum þar sem afhending á bóluefnum hafi ekki farið fram. Slíkt geti haft verulega neikvæð áhrif á þá almannahagsmuni sem felist í því að fá bóluefni við COVID-19 til Íslands sem fyrst og fyrir sem flesta. Vísað er til fyrri úrskurða úrskurðarnefndarinnar um skýringu ákvæðisins varðandi samninga við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir.<br /> <br /> Umsögn heilbrigðisráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 1. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2021, segir m.a. að kærandi geti ekki séð af upplýsingalögum að samningar séu undanskildir aðgangi. Ekki skipti máli hvort heilbrigðisráðuneytið telji málið viðkvæmt eða ekki. Upplýsingalög taki til allrar starfsemi stjórnvalda og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar, setningar stjórnvaldsfyrirmæla og annarrar starfsemi. Kærandi vísar til þess að lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hafi varað við notkun bóluefna frá Pfizer og Moderna vegna hættu á hjartavöðvabólgu í ungu fólki. Stjórnvöld haldi hins vegar áfram að gefa ungu fólki lyfin sem séu á neyðarleyfi. Yfirvöld setji boð upp sem nokkurs konar kvaðningu, höfði til samvisku fólks og geri það ábyrgt fyrir heilsu annarra.<br /> <br /> Kærandi telur að Lyfjastofnun reyni að fela upplýsingar um aukaverkanir bóluefnanna. Yfirvöld láti Íslendinga taka þátt í lyfjarannsókn án þess að fólk geri sér grein fyrir því, sérstaklega ungt fólk. Yfirmaður Lyfjastofnunar fái álagsgreiðslur fyrir þetta. Fram hafi komið að fjöldi kvenna hafi kvartað undan breytingum á tíðahring, konur hafi misst fóstur og eins hafi aldrei verið rannsakað hvað það þýði að blanda saman tveimur ólíkum bóluefnum. Þess vegna sé mjög mikilvægt að vita hvað ríkið sé búið að semja um varðandi þátttöku Íslendinga í þessari rannsókn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða eftirfarandi samninga:<br /> <br /> 1. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og AstraZeneca AB um kaup á bóluefni.<br /> 2. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og CureVac AG um kaup á bóluefni.<br /> 3. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Pfizer Inc. og BioNTech Manufacturing GmbH um kaup á bóluefni.<br /> 4. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Janssen Pharmaceutica NV um kaup á bóluefni.<br /> 5. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga skal mál borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Heilbrigðisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 4. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni þann 3. maí 2021. Hún barst því um það bil mánuði eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang var þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á er einnig til þess að líta að kærandi ítrekaði beiðni sína þann 19. apríl 2021 og óskaði „formlega“ eftir afriti af umbeðnum gögnum. Tekið var fram að ef beiðninni yrði hafnað myndi kærandi afla aðstoðar lögmanns til að fá gögnin afhent. Ekki fæst séð að heilbrigðisráðuneytið hafi svarað erindinu en eins og hér stendur á má jafna þeirri aðstöðu við að ráðuneytið hafi synjað beiðninni að nýju, sbr. einnig ákvæði 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessara atvika verður að telja afsakanlegt að kæran hafi ekki borist innan kærufrests og er hún því tekin til efnislegrar meðferðar, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda byggist annars vegar á því að þeir hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsinglaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Af gögnunum og skýringum heilbrigðisráðuneytisins leikur ekki vafi á því að líta ber á samningana sem samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá varða samningarnir að hluta samskipti við fjölþjóðastofnarnir, þ.e. stofnanir Evrópusambandsins vegna þátttöku íslenska ríkisins í samningi um Evrópska efnahagssvæðið, en fyrir liggur að íslenska ríkinu var gert kleift að taka þátt í kaupum á bóluefni gegn COVID-19 á grundvelli samstarfsins. Í málinu reynir því á það hvort þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í því að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að samningunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Í þessu sambandi lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál m.a. til þess að í samningunum er gert ráð fyrir því að þeir skuli fara leynt. <br /> <br /> Við þessar aðstæður telur úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Þrátt fyrir að samningarnir varði atriði sem geta ekki talist standa yfir í þeim skilningi sem áður er vikið að, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 701/2017 frá 11. september 2017, verður ekki fram hjá því litið að íslenska ríkinu mun líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19. Samkvæmt framangreindu gæti afhending samninganna af hálfu íslenskra stjórnvalda leitt til þess að samningsaðilar íslenska ríkisins beri fyrir sig vanefndir á samningunum og að afhending bóluefna samkvæmt samningunum raskist og enn fremur að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breytist til hins verra vegna þeirrar áherslu sem samningsaðilar íslenska ríkisins hafa lagt á trúnað. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samninginna án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni samninganna getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum. <br /> <br /> 3.<br /> Að fenginni þeirri niðurstöðu sem að framan greinir er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins, dags. 4. mars 2021, um synjun beiðni kæranda, A, um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1036/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | A kærði synjun Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum er vörðuðu störf starfsmanns sveitarfélagsins. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að erindi kæranda hefði ekki leitt til gagnagerðar eða söfnunar gagna af hálfu bæjarins. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja staðhæfingu sveitarfélagsins og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1036/2021 í máli ÚNU 21040002.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 8. apríl 2021, kærði A synjun Garðabæjar á beiðni um aðgang að upplýsingum er varða störf starfsmanns sveitarfélagsins í tengslum við málefni dóttur hans þegar hún var nemandi eins af skólum bæjarins.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi kvartað undan störfum tiltekins starfsmanns sveitarfélagsins með erindi dags. 20. október 2020. Í framhaldinu hafi kærandi óskað eftir upplýsingum frá bæjarstjóra Garðabæjar um hvernig tekið hefði verið á kvörtuninni þar sem kærandi taldi ósennilegt að ítarleg könnun á störfum viðkomandi starfsmanns hefði farið fram. <br /> <br /> Með bréfi Garðabæjar, dags. 27. janúar 2021, svaraði bæjarstjóri erindinu og ítrekaði að hann bæri fullt traust til viðkomandi starfsmanns, annarra starfsmanna bæjarins og utanaðkomandi aðila sem að málinu hefðu komið. Kvörtunum kæranda í garð starfsmanna bæjarins sem komið hefðu að úrvinnslu máls dóttur kæranda hefði áður verið svarað, m.a. með tölvupóstum dags. 12. nóvember 2020 og 3. desember 2020. Segir enn fremur að bæjarstjóri hafi fylgst með því að starfsmennirnir sinntu störfum sínum af fagmennsku, kostgæfni og heilindum. Ekkert í starfi viðkomandi starfsmanns eða annarra starfsmanna Garðabæjar hefði gefið nokkra ástæðu til áminninga eða beitingu viðurlaga. Þá vakti bæjarstjóri athygli kæranda á því að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna Garðabæjar samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 tæki ekki til gagna er vörðuðu framgang í starfi eða starfssamband þeirra að öðru leyti við bæjarfélagið. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kvartað sé undan sinnuleysi bæjarstjóra Garðabæjar er varðar kvörtun kæranda. Upphaflega hafi kærandi leitað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem vísað hafi til þess að ráðuneytið hafi ekki eftirlit með starfsmannamálum sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að hægt væri að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis teldi aðili sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu stjórnvalda eða sveitarfélaga. Þá væri jafnframt hægt að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kærandi telur að þau lög sem bæjarstjóri Garðabæjar vísi til eigi ekki við í málinu og það sé réttur hans að fá upplýsingar frá bæjarfélaginu um það hvernig brugðist hafi verið við kvörtuninni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 8. júní 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 29. júní 2021, kemur fram að bæjarstjóri Garðabæjar hafi svarað erindi kæranda vegna viðkomandi starfsmanns með bréfi, dags. 27. janúar 2021. Í bréfinu hafi verið vakin athygli á því að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna Garðabæjar samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 tæki ekki til gagna sem vörðuðu framgang í starfi eða starfssamband þeirra að öðru leyti við bæjarfélagið. Eins og fram kæmi í bréfinu nyti viðkomandi starfsmaður fyllsta trausts og benti ekkert annað til þess en að hann sinni starfi sínu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum. Því væri engum gögnum til að dreifa um starfsmannamál sem kæra sneri að. Meðfylgjandi umsögninni var bréf bæjarstjóra til kæranda dags. 27. janúar 2021. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júlí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu óskaði kærandi eftir gögnum sem orðið hefðu til í tilefni af kvörtun hans til bæjarstjóra Garðabæjar vegna framgöngu tiltekins starfsmanns sveitarfélagsins. Af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að umrætt erindi kæranda til bæjarins hafi ekki leitt til neinnar gagnagerðar eða söfnunar gagna af hálfu bæjarins og því sé engum gögnum til að dreifa sem falli undir kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem tengjast kvörtun kæranda vegna framgöngu viðkomandi starfsmanns Garðabæjar séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 8. apríl 2021, um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1035/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Ritstjóri fréttaskýringarþáttar á RÚV kærði afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn lækna sem afmáð voru úr töflureikningskjali. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem hætta gæti skapast á því að unnt væri að persónugreina sjúklinga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og lagði því fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1035/2021 í máli ÚNU 21030001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2021, kærði A, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV, afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 7. maí 2019, óskaði kærandi eftir öllum reikningum bæklunarlækna, hjartalækna, háls-, nef- og eyrnalækna og röntgenlækna (myndgreiningar), sem stofnuninni hafa borist á árunum 2016-2018. <br /> <br /> Kærandi fór fram á að umbeðnar upplýsingar yrðu afhentar með sem gleggstum hætti þannig að hægt væri að greina reikninga niður á einstaka lækna, en þó ekki á nafn hvers og eins læknis, heldur mætti til að mynda merkja þá með númerum, ásamt þeim verkum/aðgerðum sem rukkað væri fyrir, þ.e. hvað liggi að baki þeim einingum sem greitt er fyrir. <br /> <br /> Með svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 2. júlí 2019, voru umrædd gögn afhent þar sem nöfn lækna voru fjarlægð þannig að hver læknir fékk sérstakt númer og sérgrein læknisins var tengd við númerið. Læknanúmerin voru síðan tengd við upplýsingar um einstaka aðgerðir/meðferðir, hvaða ár þær fóru fram, kostnað (sjúklingshluta og greiðsluþátttöku SÍ) og notkun gjaldliða. <br /> <br /> Kærandi sendi Sjúkratryggingum Íslands nýja beiðni, dags. 14. ágúst 2020, þar sem óskað var eftir sömu gögnum fyrir árið 2019. Líkt og í fyrri beiðninni var þess óskað að gögnin væru ópersónugreinanleg, þ.e. ekki var óskað eftir nöfnum lækna heldur dulkóðuðum upplýsingum. Sjúkratryggingar Íslands afhentu kæranda umbeðin gögn þann 27. ágúst 2020. <br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 5. janúar 2021, óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum um yfirlit hjartalækna fyrir árið 2019 með afslætti ásamt gögnum um hlut sjúklinga og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Umræddar upplýsingar voru afhentar kæranda 13. janúar 2021. Þann 6. janúar 2021 óskaði kærandi eftir samningum stofnunarinnar við þau myndgreiningarfyrirtæki sem eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þau gögn voru afhent kæranda þann 15. janúar 2021.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 22. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá uppgefin nöfn tiltekinna lækna úr þeim gögnum sem afhent voru, sem áður var óskað eftir að væru ópersónugreinanleg. Síðar sama dag sendi kærandi uppfærða beiðni þar sem óskað var eftir að fá uppgefin nöfn allra þeirra lækna sem samantekt Sjúkratrygginga Íslands um greiðslur til hjartalækna, bæklunarlækna og háls-, nef- og eyrnalækna á árunum 2016-2019 nær yfir. Jafnframt óskaði kærandi eftir afriti af samskiptum Sjúkratrygginga Íslands við þá lækna sem stofnunin hefur gert endurkröfu á vegna ofinnheimtu á árunum 2010-2020.<br /> <br /> Með svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 24. febrúar 2021, var kæranda tjáð að stofnunin teldi ómögulegt að verða við gagnabeiðninni. Undir venjulegum kringumstæðum væri ekkert því til fyrirstöðu að nöfn umræddra lækna væru tilgreind en sökum þess hvernig samantekt stofnunarinnar sem kærandi hafði fengið afhent var skilgreind niður á stakar aðgerðir, gæti skapast sú hætta að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga út frá nafni læknis. Með vísan til þeirrar hættu og skyldu stofnunarinnar til að vernda friðhelgi sjúklinga var beiðninni synjað. Síðar sama dag tjáði kærandi stofnuninni að þessum hluta beiðninnar yrði skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til úrlausnar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji almenning hafa rétt á aðgangi að upplýsingum um nöfn læknanna á bakvið tölurnar, þar sem um sé að ræða greiðslur úr opinberum sjóðum. Sjúkratryggingar Íslands hafi hafnað beiðni um afhendingu þeirra og sé sú ákvörðun stofnunarinnar því kærð. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með bréfi, dags. 2. mars 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands, dags. 16. mars 2021, segir að forsendan fyrir því að stofnunin taldi sig geta orðið við upphaflegri beiðni kæranda og veitt svo nákvæma sundurliðun, án þess að stofna öryggi upplýsinga um einstaklingana í hættu, hafi falist í því að í beiðninni var sérstaklega óskað eftir að nöfn lækna væru ekki birt. Með því móti taldi stofnunin að búið væri að gera nægilegar ráðstafanir til að vernda upplýsingar um sjúklingana og friðhelgi þeirra. Öryggi upplýsinganna yrði stefnt í hættu ef afhenda ætti nöfn lækna og því hafi beiðninni verið synjað. Afhending umbeðinna upplýsinga myndi leiða til þess að upplýsingasafnið yrði það afmarkað að hætta myndi skapast á því, að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga sem nutu aðstoðar læknanna. Af þeim sökum hafi stofnunin hafnað framkominni beiðni kæranda. <br /> <br /> Að mati Sjúkratrygginga Íslands er möguleiki fyrir hendi á því að unnt sé að greina nöfn einstakra sjúklinga yrðu upplýsingar um nafn læknis sem veitti meðferðina bætt við upplýsingasafnið. Í því sambandi er vísað til umfjöllunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um 9. gr. upplýsingalaga í úrskurði nr. 933/2020 frá 20. október 2020. Ljóst sé að upplýsingar í fyrrnefndu skjali falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar, þar sem þær snúi að heilsufari og læknismeðferð einstaklinga. Það geti verið viðkvæmt mál fyrir einstakling að almenningur fái upplýsingar um meðferð hans og kostnað við hana og því hafi stofnunin talið að notendur heilbrigðisþjónustu ættu rétt á að upplýsingunum væri ekki miðlað til almennings. Ríkir hagsmunir búi því að baki að sjúkratryggðir og notendur heilbrigðisþjónustu geti verið vissir um að staðinn sé vörður um upplýsingar þeirra sem varðveittar séu hjá stofnuninni, sem oft eru afar viðkvæmar, og að þeir geti verið öruggir um að þeim sé ekki miðlað til almennings. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. mars 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. mars 2021, er bent á að í ljósi þess að um greiðslur úr opinberum sjóðum sé að ræða, þurfi ríkar ástæður að vera fyrir því að halda nöfnunum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, einkum með vísan til þess orðalags ákvæðisins að „sanngjarnt“ sé og „eðlilegt“ að upplýsingar fari leynt. Í því sambandi vísar kærandi til þeirra fjölmörgu úrskurða úrskurðarnefndarinnar er varða ráðstöfun opinbers fjár. Kærandi telji þetta skilyrði með engu móti geta verið uppfyllt um umbeðnar upplýsingar. Þá sé lögð áhersla á að án nafna læknanna sé ekki með góðu móti unnt að fá innsýn í greiðslur hins opinbera til þeirra og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald að þessu leyti, í samræmi við markmið upplýsingalaga. Það hafi verið mat Sjúkratrygginga Íslands að afgreiðsla upplýsinganna myndi ganga mun hraðar ef þeirra væri óskað á því formi sem upphaflega var gert. Eftir að gögnin voru afhent hafi komið í ljós að mikil þörf væri á því að geta tengt lækna við númer, svo hægt væri að kafa dýpra í þau út frá starfsvettvangi og umfangi starfseminnar. Þannig geti fjölmiðillinn sinnt sínu aðhaldshlutverki. <br /> <br /> Kærandi fellst ekki á að þau sjónarmið að með því að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum um nöfn lækna skapist hætta á því að unnt verði að persónugreina einstaka sjúklinga sem standi í vegi fyrir aðgangi að umbeðnum gögnum. Kærandi er ósammála því að yfirhöfuð sé hægt að tengja sjúklinga við einstaka lækna með aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Afstaða stofnunarinnar virðist eingöngu byggð á því að slíka tengingu megi gera ef til staðar eru ótilteknar viðbótarupplýsingar, að upplýsingasafnið væri orðið það afmarkað að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga. Þá segir einnig að gera verði þá kröfu að stofnunin sýni fram á það nákvæmlega hvaða hætta sé til staðar, þ.e. með hvaða hætti og undir hvaða kringumstæðum umbeðnar upplýsingar geti raunverulega varpað ljósi á einhverjar aðrar upplýsingar sem fjalli um nafngreinda sjúklinga. Það hafi stofnunin ekki gert heldur byggi synjunin á hugleiðingum um hugsanlega ótilgreinda hættu. Þá ítrekar kærandi að öll umfjöllun fjölmiðilsins taki mið af því að nafngreina ekki sjúklinga eða veita of miklar upplýsingar um einstaka persónur. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn þeirra lækna sem afmáð voru úr töflureikningskjali sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Ákvörðun Sjúkratrygginga um að synja beiðni kæranda, dags. 24. febrúar 2021 byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem hætta gæti skapast á því að unnt væri að persónugreina einstaka sjúklinga sem nutu aðstoðar læknanna.</p> <p>Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> <p>Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <p>„Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Um er að ræða töflureiknisskjal þar sem m.a. er að finna lista yfir aðgerðir og meðferðir sem einstaka læknar hafa framkvæmt flokkaðar eftir sérgrein þeirra auk upplýsinga um hvaða ár þær fóru fram og kostnað við framkvæmd þeirra, bæði hlut sjúklings og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Í þeim gögnum sem kæranda voru afhent höfðu nöfn einstakra lækna verið fjarlægð þannig að hver læknir fékk sérstakt númer. Þrátt fyrir að í skjalinu sé fjallað um einstaka læknismeðferðir sem umræddir læknar hafa innt af hendi er þar hvergi að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga í skjalinu eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að í gögnunum er hvorki að finna persónugreinanlegar upplýsingar um þá sjúklinga sem um ræðir hverju sinni né aðrar upplýsingar sem eru til þess fallnar að varpa ljósi á það.</p> <p>Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni kæranda byggir á því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til einstakra sjúklinga verði upplýsingar um nafn læknis sem veitti meðferðina bætt við upplýsingasafnið.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem allur almenningur gæti með fyrirhafnarlitlum hætti rakið til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt eru aðgengilegar.</p> <p>Eins og áður segir hafa umrædd gögn eingöngu að geyma yfirlit yfir einstaka aðgerðir eða læknismeðferðir sem umræddir læknar hafa innt af hendi og hvaða ár þær voru framkvæmdar auk upplýsinga um kostnað. Í ljósi þess hversu almennar upplýsingarnar eru verður að telja afar langsótt að utanaðkomandi aðili geti rakið upplýsingarnar til nafngreindra sjúklinga jafnvel þótt upplýst yrði um nöfn læknanna. Að mati nefndarinnar þyrfti viðkomandi að búa yfir umfangsmiklum og nákvæmum upplýsingum um hagi nafngreindra sjúklinga sem einstaka læknir hefur sinnt og þar með upplýsingum sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga til þess að slíkt væri mögulegt.</p> <p>Líkt og fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 20. október 2020 í máli nr. 933/2020 verður að réttu lagi ekki byggt á slíkum viðmiðum þegar tekin er afstaða til þess hvort ópersónutengdar upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin að slík túlkun myndi í reynd girða að verulegu leyti fyrir aðgang að upplýsingum sem almennt eru ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga og vinna gegn markmiðum laganna. Er því ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sjúkratryggingum Íslands ber að veita kæranda, A ritstjóra fréttaskýringarþáttarins Kveiks, aðgang að upplýsingum um nöfn allra þeirra lækna sem samantekt stofnunarinnar um greiðslur til hjartalækna, bæklunarlækna og háls-, nef- og eyrnalækna á tímabilinu 2016-2019 nær yfir. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1034/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Deilt var um afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni kæranda um aðgang að öllum fundagerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum taldi ómögulegt án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1034/2021 í máli ÚNU 21020031. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 23. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi til sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 4. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvernig samráð samkvæmt 7. gr. laga nr. 50/2014, um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, við Vestmannaeyjabæ fari fram. <br /> <br /> Í svari embættisins, dags. 8. febrúar 2021, kom fram að fyrirspurn kæranda væri svarað sem almennri fyrirspurn og ekki vísað til einstaks máls. Samkvæmt 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði skyldi sýslumaður hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við gæti átt. Gert væri ráð fyrir því að starf þetta mótaðist eftir þörfum í hverju umdæmi fyrir sig. Form samráðs færi því eftir eðli máls og umfangi þess, yfirleitt símleiðis, bréfleiðis eða á fundum. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir bréfum, fundargerðum og samantekt símtala vegna svars embættisins þann 8. febrúar 2021. <br /> <br /> Í svari sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 15. febrúar 2021, kom fram að beiðni kæranda tæki til allra fundargerða, bréfasamskipta og símtala sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. Þá var vísað til þess að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þær eða efni þess máls sem þær tilheyrðu með nægilega skýrum hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Jafnframt var vísað til þess að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri heimilt að vísa beiðni frá ef ekki væri talið mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Kæranda var veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, þar sem ómögulegt væri án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál, eins og hún var framsett. <br /> <br /> Með svari til embættisins, dags. 17. febrúar 2021, lýsti kærandi því yfir að ekki væri mögulegt að afmarka beiðnina nánar, til þess þyrfti kærandi dagsetningar fundargerða, bréf og símtala en eftir þeim upplýsingum væri nú óskað. Með svari sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 19. febrúar 2021, var kæranda leiðbeint á ný um að afmarka beiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru, dags. 23. febrúar 2021, kemur fram að kærandi óski þess að embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. Kærandi telji augljóst að embætti sýslumanns misnoti heimild upplýsingalaga varðandi fjölda gagna og fyrirhöfn. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. maí 2021, var embætti sýslumanns veitt færi á að koma á framfæri umsögn. Úrskurðarnefndin ítrekaði framangreint erindi, með bréfi, dags. 14. júní 2021. Þar sem engin viðbrögð bárust frá sýslumanni óskaði úrskurðarnefndin símleiðis eftir upplýsingum um hvort embættið hygðist bregðast við umsagnarbeiðninni. Í símtalinu kom fram að embættið teldi ekki þörf á að koma að frekari sjónarmiðum í tilefni af kærunni. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni kæranda um aðgangs að öllum fundargerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. <br /> <br /> Afgreiðsla sýslumannsins í Vestmannaeyjum er reist á því að sökum framsetningar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, sé ómögulegt án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að sýslumaður hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. <br /> <br /> Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að öllum fundargerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði á ótilgreindu tímabili. Við meðferð beiðninnar hjá embættinu var kæranda tvívegis í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar til að þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra fundargerða, bréfasamskipta og símtala sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á ótilgreindu tímabili ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að embættinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. febrúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1033/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að viðaukum við skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg. Synjun stofnunarinnar um hluta umbeðinna gagna var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar að þessu leyti. Þá lagði úrskurðarnefndin fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að taka beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslunnar til efnislegrar meðferðar. Kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1033/2021 í máli ÚNU 21010008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. janúar 2021, kærði A lögmaður, f.h. félagsins HD verk ehf., synjun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (hér eftir HMS) á beiðni um aðgang að viðaukum við skýrslu stofnunarinnar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg í Reykjavík hinn 25. júní 2020. Umbjóðandi kæranda var eigandi að öllum fasteignum í húsinu þegar það brann.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því að fá afhenta alla viðauka við skýrslu HMS með erindi, dags. 12. janúar 2021. Viðaukarnir eru:<br /> <br /> 1) Teikningar af teikningavef byggingarfulltrúans í Reykjavík.<br /> 2) Myndasafn HMS af vettvangi.<br /> 3) Myndasafn lögreglu.<br /> 4) Skýrsla um eldsupptök frá lögreglu.<br /> 5) Byggingarreglugerð 441/1998.<br /> 6) Gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.<br /> 7) Gögn frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík.<br /> <br /> Ósk kæranda um aðgang að gögnunum var ítrekuð með erindi sama dag. Þá óskaði kærandi jafnframt eftir upplýsingum um það hverjir hefðu ritað skýrslu HMS. Stofnunin svaraði því ekki en tók fram í tilefni af gagnabeiðni kæranda að stofnunin hefði ekki rétt á að afhenda gögn sem aðrir ættu.<br /> <br /> Í kæru kom fram að réttur kæranda til aðgangs væri byggður bæði á II. og III. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi teldi að þótt hluti af þeim viðaukum sem óskað væri eftir væri opinberlega aðgengilegur ætti hann samt rétt til aðgangs að þeim frá HMS. Kærandi teldi heldur ekki ljóst við hvaða teikningar í viðauka 1 HMS hefði miðað við gerð skýrslunnar. Loks væri ekki ljóst við hvaða útgáfu byggingarreglugerðar hefði verið stuðst, sbr. viðauka 5.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt HMS með erindi, dags. 13. janúar 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> HMS sendi kæranda erindi að nýju, dags. 25. janúar 2021. Kom þar fram að stofnunin myndi afhenda kæranda gögn sem féllu undir viðauka 1, 5 og 7. Gögn sem heyrðu undir aðra viðauka yrðu hins vegar ekki afhent.<br /> <br /> Með gögnum sem heyrðu undir viðauka 2, myndasafn HMS af vettvangi, væri átt við að starfsfólk HMS hefði skoðað aðstæður á vettvangi og í einhverjum tilvikum tekið myndir með símum sínum. Til skoðunar væri hvort framangreint myndasafn væri undanþegið á grundvelli 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Svipuð sjónarmið ættu við um hluta af þeim gögnum sem heyrðu undir viðauka 6, gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk HMS hefði haft tímabundinn aðgang að tilteknum gögnum frá slökkviliðinu með rafrænum hætti. Það hefði það hins vegar ekki lengur og teldust gögnin því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Til skoðunar væri hvort þau gögn slökkviliðsins sem eftir stæðu teldust undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Hvað varðaði gögn sem heyrðu undir viðauka 3 og 4, þ.e. myndasafn lögreglu og skýrslu um eldsupptök frá lögreglu, þá tilheyrðu þau rannsókn sakamáls og væru þannig undanþegin aðgangi almennings á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að nöfnum starfsfólks HMS sem kom að gerð skýrslunnar var hafnað, því ekkert fyrirliggjandi gagn hjá stofnuninni innihéldi umbeðnar upplýsingar. Ekki stæði skylda til að taka upplýsingarnar saman samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í umsögn HMS til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. janúar 2021, kemur fram að viðauki skýrslunnar sem kærandi óski eftir sé í reynd ekki viðauki heldur listi yfir gögn sem stofnunin hafi notast við þegar skýrslan var gerð. Betur hefði farið á því að tilgreina gögnin sem hluta af heimildaskrá.<br /> <br /> Hvað varðar gögn sem heyri undir viðauka 2, myndasafn HMS af vettvangi, sé ekkert fyrirliggjandi gagn í vörslum stofnunarinnar sem svari til þeirrar lýsingar. Því sé ekki unnt að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Sama eigi við um hluta þeirra gagna sem heyri undir 6. tölulið viðaukans, gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þar sem starfsfólk HMS hafi aðeins haft tímabundinn aðgang að þeim.<br /> <br /> HMS bar afhendingu annarra gagna sem heyra undir viðauka 6 undir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í svari slökkviliðsins kom fram að gögnin væru að stærstum hluta vinnugögn. Þau hefðu einungis verið afhent HMS á grundvelli lagaskyldu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Auk þess að vera vinnugögn hefðu gögnin að geyma upplýsingar sem heyrðu undir 9. gr. sömu laga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Um væri að ræða gögn sem vörpuðu ljósi á þátttöku starfsfólks í aðgerðum á vettvangi þar sem mannskaði varð og upplifun þeirra af þátttökunni. <br /> <br /> Gögn sem heyri undir viðauka 3 og 4 séu gögn sem tilheyri rannsókn sakamáls og séu því undanþegin aðgangi á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn HMS var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum viðaukum við skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg 1 sem varð hinn 25. júní 2020. Fyrir liggur að kærandi var eigandi að öllum fasteignum í húsinu þann dag sem það brann. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd afhenti HMS kæranda gögn í viðaukum sem heyra undir töluliði 1, 5 og 7 viðaukans. Eftir standa gögn sem heyra undir töluliði 2, 3, 4 og 6: <br /> <br /> 2) Myndasafn HMS af vettvangi.<br /> 3) Myndasafn lögreglu.<br /> 4) Skýrsla um eldsupptök frá lögreglu.<br /> 6) Gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.<br /> <br /> Kærandi hefur m.a. byggt á því að um rétt til aðgangs í málinu fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Í 1. mgr. segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að kærandi var eigandi að öllum fasteignum að Bræðraborgarstíg 1 þegar húsið brann. Því til stuðnings hefur kærandi lagt fram yfirlit yfir þinglýsta eigendur hinn 25. júní, daginn sem bruninn varð. Að auki hefur kærandi greint frá því að niðurstöður í skýrslu HMS um brunann séu grundvöllur að málsástæðum í bótamáli á hendur honum. Í ljósi framangreinds er það mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi hafi sérstaka hagsmuni, umfram aðra, af því að fá aðgang að gögnunum. Verður því leyst úr málinu á grundvelli 14. gr. laganna.<br /> <br /> 2.<br /> HMS synjaði beiðni kæranda um aðgang að viðauka 2, myndasafni HMS af vettvangi. Í erindi HMS til kæranda, dags. 25. janúar 2021, kom fram að starfsfólk stofnunarinnar hefði skoðað aðstæður á vettvangi og í einhverjum tilvikum tekið myndir á síma sína. Til skoðunar væri hvort myndasafnið væri undanþegið aðgangi kæranda á grundvelli 6.–10. gr. upplýsingalaga. Í umsögn HMS til úrskurðarnefndarinnar, dagsettri tveimur dögum síðar, segir að „ekkert fyrirliggjandi gagn í vörslum stofnunarinnar svari til þeirrar lýsingar“ sem sé að finna í viðauka 2, og því sé ekki unnt að veita kæranda aðgang.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd óskaði eftir nánari skýringum frá HMS um hvort gögnin væru til hjá stofnuninni og þá hvernig vörslum þeirra væri háttað. Í svari HMS, dags. 9. júní 2021, kom fram að ekki lægju fyrir myndir í málaskrá stofnunarinnar sem starfsfólk hefði tekið á vettvangi. Myndir sem notaðar hefðu verið í skýrsluna sjálfa hefðu komið frá lögreglu í tengslum við rannsókn hennar á málinu.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum HMS má ætla að stofnunin hafi hvorki haldið sérstaklega utan um það hvaða starfsfólk tók myndir á vettvangi né hlutast til um að staðið yrði að kerfisbundinni skráningu á myndunum. Ekki er hægt að líta svo á að upplýsingalög leggi þá skyldu á HMS að athuga síma starfsfólks til að komast að raun um hvort þar sé að finna myndir sem teknar voru á vettvangi brunans, enda er í reynd þá ekki um að ræða að gögnin séu í vörslum stofnunarinnar heldur starfsfólksins sjálfs. Þá fellur það ekki undir verksvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um það hvort starfsfólkinu hafi verið heimilt að taka myndir á síma sína og ef svo er hvort stofnunin hafi gætt þess með fullnægjandi hætti að halda þeim til haga, sbr. eftir atvikum 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga,<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu HMS að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 3.<br /> HMS synjaði kæranda um aðgang að viðaukum 3 og 4, þ.e. myndasafni lögreglu og skýrslu um eldsupptök frá lögreglu, þar sem gögnin vörðuðu yfirstandandi rannsókn sakamáls. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar við héraðssaksóknara, dags. 7. júní 2021, kom fram að bæði myndsafnið og skýrslan væru hluti af gögnum í saksókn í sakamáli í tengslum við brunann á Bræðraborgarstíg. Héraðsdómur í málinu hefði verið kveðinn upp 3. júní 2021 og ekki lægi fyrir hvort málinu yrði áfrýjað.<br /> <br /> Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Það er álit úrskurðarnefndarinnar að viðaukar 3 og 4 séu gögn í sakamáli og því sé ekki unnt að krefjast aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Synjun um aðgang að slíkum gögnum verður heldur ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því óhjákvæmilegt að vísa þessum hluta kærunnar frá nefndinni.<br /> <br /> 4.<br /> Kæranda var synjað um aðgang að viðauka 6, gögnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á þeim grundvelli að hluti gagnanna teldist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þar sem HMS hefði einungis haft tímabundinn aðgang að þeim rafrænt. Þau gögn viðaukans sem eftir stæðu væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 8. gr. sömu laga, og hefðu aðeins verið afhent á grundvelli lagaskyldu. Jafnframt innihéldu gögnin upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 9. gr. sömu laga. Litið væri til þess að gögnin vörpuðu ljósi á þátttöku og upplifun starfsmanna af aðgerðum á vettvangi þar sem mannskaði hefði orðið.<br /> <br /> Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. sömu laga. Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Samkvæmt 4. gr. laga um brunavarnir, nr. 75/2000, fer félags- og barnamálaráðherra með yfirstjórn mála samkvæmt lögunum. Samkvæmt sömu grein er HMS ráðherra til aðstoðar um málefni sem falla undir lögin. Skýrsla HMS um brunann á Bræðraborgarstíg er unnin á grundvelli 28. gr. laganna. Í 1. mgr. kemur fram að verði manntjón eða mikið eignatjón í eldsvoða skuli HMS, óháð lögreglurannsókn, rannsaka eldsvoðann, kröfur eldvarnaeftirlits og hvernig að slökkvistarfi hafi verið staðið. Í 3. mgr. sömu greinar segir að HMS geti krafið sveitarfélög nauðsynlegra upplýsinga um stöðu brunavarna og um búnað og starfsemi slökkviliða í sveitarfélaginu. Í 11. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019, er almenn heimild til handa HMS til að afla og vinna með upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna verkefna stofnunarinnar.<br /> <br /> HMS afhenti úrskurðarnefndinni þau gögn sem heyra undir 6. viðauka skýrslunnar, að undanskildum þeim gögnum sem stofnunin hafði tímabundinn aðgang að og lágu ekki fyrir hjá stofnuninni þegar nefndin óskaði eftir þeim. Það er mat nefndarinnar að gagnanna hafi verið aflað frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í krafti eftirlitshlutverks HMS með brunavörnum, sem m.a. birtist í framangreindri 28. gr. laga nr. 75/2000. Þótt í 3. mgr. 28. gr. komi fram að upplýsinga verði aflað frá sveitarfélögum en ekki viðkomandi slökkviliði telur úrskurðarnefndin allt að einu, sbr. einnig almenna heimild HMS til öflunar og vinnslu upplýsinga í 11. gr. laga nr. 137/2019, að það breyti því ekki að gagnanna hafi verið aflað í þeim tilgangi að HMS gæti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögunum.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis gagnanna er það mat úrskurðarnefndarinnar að HMS hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum sem heyra undir viðauka 6 í skýrslunni, á þeim grundvelli að um vinnugögn sé að ræða, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. og 5. tölul. 6. gr. sömu laga, sbr. og 8. gr. sömu laga. Hefur nefndin þá horft til þess að hvorki er í gögnunum að finna upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls né upplýsingar um atvik máls sem ekki verður aflað annars staðar frá. <br /> <br /> Að því er varðar gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem HMS hafði tímabundinn rafrænan aðgang að hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga í efa að stofnunin hafi ekki lengur þann aðgang. Af því leiðir að viðkomandi gögn teljast ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, og verður þeim hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 5.<br /> HMS synjaði kæranda um aðgang að nöfnum starfsfólks stofnunarinnar sem komið hefði að gerð skýrslunnar á þeim grundvelli að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi og að stofnuninni væri óskylt að taka slíkar upplýsingar saman. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í afgreiðslu stofnunarinnar á þessum lið upplýsingabeiðninnar að hún hafi ekki undir höndum sérstakt skjal þar sem fram komi með samandregnum hætti hvaða starfsfólk hafi komið að ritun skýrslunnar. Ef upplýsingarnar koma hins vegar fram með einhverjum öðrum hætti, t.d. í tölvupóstum eða á fleiri en einu gagni sem fyrir liggur, reynir á rétt kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja og þess sem ráðið verður af þeim um gögnum um málaskrá HMS verði að leggja til grundvallar að HMS geti fundið nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslunnar án verulegrar fyrirhafnar, t.d. með einfaldri efnis- eða orðaleit í málaskrá. Leggur nefndin það því fyrir stofnunina að taka þennan þátt kærunnar til meðferðar á nýjan leik. Ber stofnuninni þá að taka afstöðu til þess hvort og þá að hvaða leyti kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að synja beiðni A lögmanns, f.h. félagsins HD verk ehf., um aðgang að gögnum sem heyra undir viðauka 6 í skýrslu stofnunarinnar er staðfest.<br /> <br /> Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er falið að taka beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslu stofnunarinnar um eldsvoðann að Bræðraborgarstíg í Reykjavík hinn 25. júní 202 til efnislegrar meðferðar. <br /> <br /> Kæru A lögmanns, f.h. félagsins HD verk ehf., er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1032/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1032/2021 í máli ÚNU 21030020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til forsætisráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari forsætisráðuneytisins, dags. 10. mars 2021, afhenti ráðuneytið töflu yfir kostnað vegna viðburða á vegum ráðuneytisins, að frátöldum starfsmannaviðburðum, sem forsætisráðherra sótti á tímabilinu. Sjaldan væri gefin út sérstök dagskrá þegar um slíka viðburði væri að ræða. Hið sama gilti um matseðla og gestalista og væri það helst þegar um opinberar heimsóknir erlendra gesta væri að ræða. Vakin var athygli á því að dagskrá forsætisráðherra væri birt á vefsíðu ráðuneytisins þar sem nálgast mætti frekari upplýsingar um einstaka viðburði á tímabilinu. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opna reikninga um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengileg væru á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka reikninga eða viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þann viðburð. Jafnframt var vakin athygli á því að kostnaður við fullveldishátíðina 1. desember 2018 sem Alþingi samþykkti í tilefni þess að öld var liðin frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki, frjálst og fullvalda væri ekki inni í þeirri heildartölu sem fram kæmi í framangreindri töflu yfir kostnað. Kæranda var í því skyni vísað á vefsíðu þar sem finna mætti sérstaka skýrslu afmælisnefndar sem gefin var út í mars 2019, en þar væri gerð grein fyrir fjárhag og viðburðum sem voru á aldarafmælinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. mars 2021, var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið hafi í samræmi við leiðbeiningaskyldu sína vísað kæranda á vefsvæði þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, a.m.k. að hluta, sbr. 18. og 19. gr. laganna.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Viðburðir sem þessir séu ekki sérstaklega flokkaðir í skrám ráðuneytisins heldur séu þeir hluti af öðrum málum og því skráðir undir hlutaðeigandi mál án sérstakrar aðgreiningar þar um. Ekki hafi því verið unnt að verða við beiðni kæranda eins og hún hafi verið fram sett með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá ráðuneytisins. Til að taka afstöðu til beiðninnar þyrfti að fara yfir alla málaskrá ráðuneytisins á tímabilinu og önnur gögn og taka afstöðu til þess hvort þau tengist „viðburði“ og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins o.s.frv. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016. Ráðuneytið hafi vísað kæranda á vefsvæði þar sem umbeðin gögn séu aðgengileg að hluta og honum boðið að afmarka beiðni sína frekar. Það sé afstaða ráðuneytisins að beiðnin tilgreini ekki þau gögn eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægilega skýrum hætti til að unnt sé án verulegrar fyrirhafnar að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Auk þess sem hluti upplýsinganna sé ekki fyrirliggjandi í þeirri mynd sem óskað hafi verið eftir. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengileg á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins sé einkum um að ræða móttökur í tengslum við viðburði á vegum ráðuneytisins eða opinberar heimsóknir erlendra gesta en ekki sé venja að gefa út sérstaka dagskrá, gestalista eða matseðla vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu og slík gögn því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista, matseðla og dagskrár sem tengjast þessum tilteknu viðburðum séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu sem falli undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda var einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra væru aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Auk þess var kæranda bent á sérstaka síðu afmælisnefndar um fullveldi Íslands vegna kostnaðar við fullveldishátíð 1. desember 2018. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum forsætisráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. mars 2021, um synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1031/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1031/2021 í máli ÚNU 21030016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2021, kom fram að veislur og viðburðir á vegum ráðuneytisins væru afar fátíðir og þá helst móttökur í tengslum við alþjóðlega fundi eða ráðstefnur. Ekki væri haldin sérstök dagskrá eða gestalistar á slíkum viðburðum. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið „opnir reikningar“ um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengilegt væri á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu sé það afstaða ráðuneytisins að því sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman yfirlit um umbeðnar upplýsingar úr málaskrám sínum, tölvupósthólfum starfsmanna eða öðrum heimildum, þar sem þær séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða kæranda hafi verið bent á vefslóð þar sem þær sé að finna. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ráðuneytið telji beiðni kæranda, að því leyti sem hún varði „öll gögn“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili of víðtæka til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. Í svari ráðuneytisins hafi kæranda verið bent á þann möguleika að afmarka beiðni sína. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins sé einkum um að ræða móttökur í tengslum við alþjóðlega fundi eða ráðstefnur en ekki sé venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á netinu. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í svör ráðuneytisins að með því sé vísað til vefsvæðisins opnirreikningar.is.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu og má ráða af svörunum að átt sé við vefsvæðið opnirreikningar.is þótt rétt hefði verið af ráðuneytinu að vera skýrara í leiðbeiningum sínum að þessu leyti. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum dómsmálaráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að unnt væri að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins á vefsvæði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1030/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1030/2021 í máli ÚNU 21030015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. febrúar 2021, kom fram að sjaldgæft væri að ráðuneytið héldi veislur og viðburði en slíkt tengdist einna helst alþjóðlegu samstarfi eða ráðstefnum. Ekki væri venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna viðburða af þessu tagi og slík gögn því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opnirreikningar.is varðandi einstök útgjöld ráðuneytisins og bent á að dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vef Stjórnarráðsins. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna. Þá sé það mat ráðuneytisins að því sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman yfirlit yfir umbeðnar upplýsingar úr málaskrám sínum, tölvupósthólfum starfsmanna eða öðrum heimildum, þar sem þær séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða kæranda verið bent á vefslóð þar sem þær séu þegar aðgengilegar.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. hafi verið deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Sjaldgæft sé að ráðuneytið haldi veislur eða viðburðir en slíkt tengist þá einna helst alþjóðlegu samstarfi eða ráðstefnum. Ekki sé venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra sé aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af umsögn ráðuneytisins verður ráðið að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1029/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1029/2021 í máli ÚNU 21030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til félagsmálaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að meðal annars væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari félagsmálaráðuneytisins, dags. 15. febrúar 2021, kom fram að afar fátítt væri að boðað væri til viðburða eða veislna í ráðuneytinu og af ráðherra. Mjög sjaldgæft væri að dagskrá eða matseðlar væru gefnir út á slíkum viðburðum. Þá væri misjafnt hvernig haldið væri utan um gestalista og færi eftir eðli viðburðarins. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opnirreikningar.is þar sem unnt væri að skoða upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins. Þá var einnig bent á dagbók ráðherra sem aðgengileg væri á vef Stjórnarráðsins. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt félagsmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 29. mars 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu félagsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Afar fátítt sé að boðað sé til veislna eða viðburða í ráðuneytinu. Þá sé sjaldgæft að haldin sé sérstök dagskrá eða matseðlar vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Gögn um dagskrá, gestalista og matseðla séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista, matseðla og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra sé aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum félagsmálaráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af umsögn ráðuneytisins verður ráðið að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1028/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu KPMG ehf. til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi. Synjun sveitarfélagsins var byggð á því að skýrslan teldist vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skjalið ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn enda unnið af utanaðkomandi fyrirtæki og lagði fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1028/2021 í máli ÚNU 21030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með tölvupósti, dags. 9. mars 2021, kærði A, synjun Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með, tölvupósti, dags. 22. janúar 2021, óskaði kærandi eftir skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020 sem fjallað var um á fundi byggðarráðs sveitarfélagsins þann 7. janúar 2021. <br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins, dags. 9. mars 2021, var vísað til þess að á 550. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins sem fram fór 21. janúar 2021, hefði verið bókað að sveitarstjóri hefði lagt fram minnisblað um ástæður þess að fara bæri með skýrslu KPMG sem vinnuskjal og því trúnaðarmál. Einn meðlimur byggðarráðs lagði fram bókun þess efnis að hún teldi óásættanlegt að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hefðu borist og tillögur að úrbótum. Eðlilegast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum frá hverjar athugasemdirnar væru. Meirihlutinn ítrekaði að um vinnuskjal væri að ræða. Aflað hefði verið upplýsinga hjá KPMG um hvers vegna umrætt gagn innihéldi trúnaðarupplýsingar. Þau svör hefðu fengist að skjal af þessum toga gæti innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem féllu undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdum yrðu gerð skil í skýrslu endurskoðenda sem lögð yrði fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikningi. <br /> <br /> Í svarinu kom loks fram að litið væri á gagnið sem vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem verið væri að vinna að undirbúningi lokaskýrslu með ársreikningi sem birt yrði opinberlega að lokinni samþykkt hans. Af þeim sökum væri beiðni kæranda hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að talsverð óreiða hafi verið á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins sem lýsi sér m.a. í því að framkvæmdir hafi farið langt fram úr áætlunum. Ákvörðun um þær séu á ábyrgð stjórnenda sveitarfélagsins og því eðlilegt að upplýst sé hver beri ábyrgð á þeim. Þá dragi kærandi í efa að í skýrslunni sé að finna persónugreinanlegar upplýsingar. Því sé farið fram á að úrskurðarnefndin hlutist til um að kærandi fái umrædda skýrslu afhenta. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var Borgarbyggð kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 23. mars 2021, kemur fram að á 550. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins sem fram fór 21. janúar 2021, hafi sveitarstjóri lagt fram minnisblað um ástæður þess að fara bæri með skýrslu KPMG til stjórnenda sveitarfélagsins um innra eftirlit og fjárhagskerfi ársins 2020 sem vinnuskjal og því trúnaðarmál. Einn meðlimur byggðarráðs hafi lagt fram bókun þess efnis að hún teldi óásættanlegt að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hefði borist og tillögur að úrbótum. Eðlilegast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum hverjar athugasemdirnar væru. Meirihlutinn ítrekaði að um vinnuskjal væri að ræða. Þá er vísað til þess að aflað hafi verið upplýsinga hjá KPMG hvers vegna umrætt gagn innihaldi trúnaðarupplýsingar og að þau svör hafi fengist að skjal af þessum toga geti innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem falli undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdunum muni verða gerð skil í skýrslu endurskoðenda sem lögð verði fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikningi. <br /> <br /> Þá sagði í umsögninni að afstaða sveitarfélagsins væri því að umrætt skjal teldist vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í skjalinu væri að finna ábendingar af ýmsu tagi sem verið væri að kalla eftir skýringum á af hálfu endurskoðenda. Í endurskoðunarskýrslu verði alvarlegustu athugasemdunum gerð skil og verði sú skýrsla gerð opinber. <br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi dags. 24. mars 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars 2021, er dregið í efa að skýrsla KPMG hafi að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. Auk þess sem vísað er til þess að það ætti að vera einfalt mál að afmá persónugreinanlegar upplýsingar sé þeim til að dreifa. Athugasemdir endurskoðenda sveitarfélagsins um innra eftirlit og fjárhagskerfi geti ekki verið einkamálefni meirihluta byggðarráðs heldur mál allra íbúa sveitarfélagsins, ekki síst fyrir þær sakir að framkvæmdir og fjárhagslegt eftirlit með þeim sé farið úr böndunum hjá núverandi meirihluta. Bent er á að innra eftirlit og skipulag fjárhagskerfis bæjarfélagsins sé á ábyrgð yfirstjórnar sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og byggðarráðs og bæjarstjóra en ekki almennra starfsmanna. Með því að loka á að bæjarbúar fái upplýsingar úr skýrslum KPMG sé líklega verið að loka á gagnrýni endurskoðenda sveitarfélagsins á vinnu meirihluta byggðarráðs og bæjarstjóra. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi. Synjun sveitarfélagsins er byggð á því að skýrslan teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna samkvæmt I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raunhæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædda skýrslu KPMG. Í skýrslunni er að finna athugasemdir og ábendingar sem upp hafa komið við endurskoðun reikningskila sveitarfélagsins. Í henni er jafnframt að finna tillögur að úrbótum og viðbrögðum við þeim en í skýrslunni kemur m.a. fram að tilgangur hennar sé að meta þörf á frekari endurskoðunaraðgerðum við endurskoðun ársreikninga félagsins. Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir að skjalið beri að vissu leyti með sér að geta verið undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls hjá sveitarfélagsinu uppfylli það ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn. Stafar það fyrst og fremst af því að gagnið uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu en fyrir liggur að skýrslan var unnin af endurskoðunarsviði fyrirtækisins KPMG ehf. <br /> <br /> Í ákvörðun Borgarbyggðar var vísað til þess aflað hafi verið afstöðu KPMG ehf. til þess hvers vegna umrætt gagn ætti að lúta leynd en gagnið er merkt sem „trúnaðarmál“. Úrskurðarnefndin telur af þessu tilefni rétt að taka fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvaldi er því ekki fær sú leið að víkja frá ákvæðum þeirra með því að flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál eða vísa til þess að gagn sem stafar frá utanaðkomandi aðila sé merkt sem slíkt. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt KPMG ehf. hafi í fyrsta lagi merkt upplýsingarnar sem trúnaðarmál og í öðru lagi lýst þeirri almennu afstöðu að skýrslur um innri endurskoðun kunni að hafa að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara. Almenn sjónarmið af þessum toga hafa ekki þýðingu við mat á því hvort gagn teljist uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, heldur verður að skoða hvert gagn fyrir sig með tilliti til þess hvort upplýsingar í því falli undir einhver af þeim ákvæðum upplýsingalaga sem takmarka upplýsingarétt eða eftir atvikum sérlagaákvæði sem mæla fyrir um slíka takmörkun.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi engu að síður rétt í ljósi þess sem fram hefur komið af hálfu sveitarfélagsins að gögnin kunni að hafa að geyma trúnaðarupplýsingar að yfirfara gagnið með hliðsjón af því hvort takmarka ætti aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða laganna, einkum 7. gr. og 9. gr. upplýsingalaga. Eins og áður segir er í skýrslunni að finna almennar athugasemdir og ábendingar um atriði sem fram hafa komið við endurskoðun á reikningsskilum sveitarfélagsins. Þar er einnig að finna tillögur að lausnum og viðbrögðum við þeim. Í skýrslunni er ekki sérstaklega fjallað um aðkomu nafngreindra einstaklinga, starfsmanna eða stjórnenda. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru upplýsingarnar sem þar koma fram því ekki þess eðlis að efni skýrslunnar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Þvert á móti hefur skýrslan að geyma upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og þar með ráðstöfun opinbers fjár og hagsmuna sem telja verður að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á framangreinda afstöðu Borgarbyggðar um synjun á afhendingu skýrslunnar.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Borgarbyggð ber að veita kæranda aðgang að skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1027/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi sem hafði fengið afhent ýmis gögn taldi enn vanta tiltekið minnisblað. Framkvæmdasýsla ríkisins tók fram að umrætt minnisblað væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og leiðbeindi jafnframt kæranda um hvar það ætti að liggja fyrir. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1027/2021 í máli ÚNU 21020020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 11. febrúar 2021, kærði A, lögmaður, f.h. K16 ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að upphaflega beindi kærandi erindi til Ríkiskaupa, dags. 13. maí 2020, þar sem hann óskaði eftir afhendingu umræddra gagna. Með bréfi Ríkiskaupa, dags. 29. september 2020, var beiðni kæranda vísað frá með vísan til þess að stofnunin hefði ekki umbeðin gögn undir höndum. Kærandi kærði afgreiðslu Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 29. september 2020. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni áframsendi Ríkiskaup beiðni kæranda til Framkvæmdasýslu ríkisins sem hefði umrædd gögn í sínum fórum. Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, var úrskurðarnefndin upplýst um að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði afgreitt beiðni kæranda. Með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu kæranda á því að umbeðin gögn hefðu verið afhent en að óbreyttu yrði málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Svar kæranda barst með tölvupósti, dags. 11. febrúar 2021, þar sem fram kom að hann hefði fengið afhent brotakennd gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins og mörg hver óundirrituð. Af þeim sökum gæti kærandi ekki verið viss um að hafa fengið öll gögn afhent. Þá væri ljóst að vinnuskjöl um samanburð tilboða hefðu ekki borist. Með vísan til þessa fór kærandi fram á að úrskurðarnefndin úrskurðaði efnislega um málið þannig að öruggt væri að öll gögn hefðu borist. Eins og áður segir laut upphafleg kæra að afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni kæranda um gögn en við meðferð málsins voru kæranda afhent gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Í ljósi athugasemda kæranda við afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni hans var málið er laut að afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni kæranda fellt niður á fundi úrskurðarnefndarinnar og nýtt mál stofnað í málaskrá nefndarinnar vegna afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Framkvæmdasýslu ríkisins með tölvubréfi, dags. 23. febrúar 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í tölvubréfinu var sérstaklega tekið fram að í kærunni kæmi fram að kærandi teldi ekki víst að öll gögn hefðu verið afhent. Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 3. mars 2021, kom fram að búið væri að afhenda þau gögn sem óskað var eftir í október 2020. Vilji stæði til þess að afhenda þau gögn sem kærandi óskaði eftir og væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni en nauðsynlegt væri að kærandi afmarkaði beiðnina nánar. Í svari úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. mars 2021, var á ný vísað til þess sem fram kom í kærunni þess efnis að kærandi teldi sig ekki hafa fengið afhent öll skjöl sem tengdust málinu, þ. á m. vinnuskjöl um samanburð tilboða. Í því ljósi óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum stofnunarinnar um hvort öll gögn hefðu verið afhent.<br /> <br /> Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 4. mars 2021, kom fram að vinnuskjalið sem kærandi óskaði eftir hefði fundist hjá stofnuninni. Með tölvubréfi, dags. 9. mars 2021, barst úrskurðarnefndinni afrit af svari Framkvæmdasýslunnar til kæranda, dags. sama dag, þar sem tilkynnt var um afhendingu framangreinds vinnuskjals ásamt afriti af vinnuskjalinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. mars 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til þess hvort hann teldi afgreiðslu Framkvæmdasýslunnar fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 22. mars 2021, kom fram að kærandi teldi enn vanta minnisblað Vegagerðarinnar í málinu sem vísað var til í minnisblaði, dags. 20. febrúar 2019, sem var á meðal þeirra gagna sem kærandi hafði þegar fengið afhent. Að öðru leyti teldi kærandi öll gögn komin fram.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 25. júní 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort umrætt minnisblað sem vísað var til af hálfu kæranda væri fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Í svari Framkvæmdasýslunnar, dags. 25. júní 2021, kom fram að kæranda hefði verið tilkynnt, með tölvupósti, dags. 17. mars 2021, að umrætt minnisblað væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Umrætt minnisblað ætti hins vegar að liggja fyrir hjá Vegagerðinni og var kæranda leiðbeint um að leita til Vegagerðarinnar. Þá hafi Vegagerðinni verið ritað bréf vegna minnisblaðsins en engin svör hefðu enn borist við því. Í svarinu kom enn fremur fram að stofnunin liti svo á að öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir upplýsingabeiðni kæranda hefðu verið afhent. Auk þess sem reynt hefði verið að afla umrædds minnisblaðs og aðstoða við afhendingu þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa. Eins og að framan greinir hefur kærandi fengið afhent ýmis gögn. Í athugasemdum kæranda kemur hins vegar fram að hann telji enn vanta tiltekið minnisblað Vegagerðarinnar sem vísað er til í öðru minnisblaði, dags. 20. febrúar 2019, sem var á meðal þeirra gagna sem kærandi fékk afhent. Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins kemur fram að umrætt minnisblað Vegagerðarinnar sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir hefur Framkvæmdasýslan haldið því fram að öll umbeðin gögn hafi verið afhent kæranda og að umrætt minnisblað Vegagerðarinnar sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Í ljósi skýringa stofnunarinnar hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A lögmanns, f.h. K16 ehf., dags. 11. febrúar 2021, um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1026/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A blaðamaður, kærði synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1026/2021 í máli ÚNU 21030019. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar sundurliðaða og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 22. febrúar 2021, kom fram að veislur og viðburðir á vegum ráðuneytisins væru afar fátíðar. Ráðuneytið hefði haldið móttöku í tengslum við 30 ára afmæli ráðuneytisins í febrúar á síðasta ári. Í móttökunni voru starfsmenn ráðuneytisins, nokkrir fyrrverandi starfsmenn, fyrrverandi umhverfisráðherrar og forstöðumenn stofnana ráðuneytisins. Í móttökunni hefði verið boðið upp á léttar veitingar frá Veislumiðstöðinni, Borgartúni 6, léttvín, bjór og óáfengt. Aðrir viðburðir hjá ráðuneytinu væru helst móttökur í tengslum við málþing eða ráðstefnur. Ekki væri haldin sérstök dagskrá eða gestalistar á slíkum viðburðum. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið „opnir reikningar“ um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengilegt væri á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þann viðburð.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. mars 2021, var kæran kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengjast hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum samantekt eða upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili eins og áður sagði og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Í ljósi framangreinds hafi ráðuneytið leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína við einstaka viðburði og óskað eftir upplýsingum um þá til að unnt væri að verða við beiðni um frekari upplýsingar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við leiðbeiningum ráðuneytisins um að afmarka beiðnina nánar. Þá er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Engar frekari athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar sundurliðaða og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins væri einkum um að ræða móttökur í tengslum við málþing eða ráðstefnur en ekki væri venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn væru því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrár varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda var einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í svör ráðuneytisins að með því sé vísað til vefsvæðisins opnirreikningar.is.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu og má ráða af svörunum að átt sé við vefsvæðið opnirreikningar.is þótt rétt hefði verið af ráðuneytinu að vera skýrara í leiðbeiningum sínum að þessu leyti. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum ráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að unnt væri að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins á vefsvæði auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. mars 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1025/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Kærð var afgreiðsla embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að samningum sem embættið hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta á nánar tilgreindum tímabilum.. Embætti ríkislögmanns taldi beiðni kæranda útheimta svo umfangsmikla vinnu að heimilt væri að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi embættið ekki hafa rökstutt nægilega að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga ætti við í málinu. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1025/2021 í máli ÚNU 21020011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að samningum sem embættið hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta á nánar tilgreindum tímabilum.<br /> <br /> Beiðni kæranda var upphaflega borin upp þann 3. júlí 2020 og beindist þá að öllum slíkum samningum sem embættið gerði á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 15. júní 2020. Eftir að embætti ríkislögmanns synjaði beiðninni óskaði kærandi eftir sömu gögnum á styttra tímabili, þ.e. frá 16. desember 2019 til og með 15. júní 2020. Til vara óskaði kærandi eftir samningum sem dagsettir væru frá 16. mars 2020 til og með 15. júní 2020 og til þrautavara frá 1. maí 2020 til og með 15. júní 2020. <br /> <br /> Beiðninni var synjað með ákvörðun embættisins, dags. 7. júlí 2020, með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun embættisins úr gildi þann 17. desember 2020 með úrskurði nr. 952/2020 og vísaði málinu til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Með nýrri ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 11. janúar 2021, sem hér er deilt um, var kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningum á tímabilinu 16. mars 2020 til og með 15. júní 2020. Strikað var yfir persónugreinanlegar upplýsingar í samningunum. Í kjölfarið ritaði kærandi embætti ríkislögmanns tölvupóst, dags. 11. janúar 2021, þar sem óskað var eftir staðfestingu embættisins á því að með ákvörðun sinni hefði embættið synjað beiðni hans um afrit samninga annars vegar á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og hins vegar á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. <br /> <br /> Í svari ríkislögmanns, dags. 12. janúar 2021, kom m.a. fram að vinnsla beiðni kæranda hefði þegar útheimt töluverða vinnu. Upphaflega hefði verið lagt upp með að finna samninga sem gerðir voru á stysta tímabilinu samkvæmt beiðni hans, þ.e. frá 1. maí 2020 til 15. júní 2020, en ákveðið að taka fyrir lengra tímabil, þ.e. frá 16. mars 2020 og þar með sýna fleiri tegundir af samningum. Þá er tekið fram að þeir samningar sem afhentir voru gæfu mjög raunhæfa mynd af þeim samningum sem gerðir væru hjá embættinu. Með þessari afhendingu ætti kærandi að geta myndað sér skoðun á samningum vegna bótakrafna á hendur ríkinu á sama hátt og ef veitt væru gögn yfir lengra tímabil. Ef finna ætti til gögn yfir lengra tímabil myndi það útheimta gríðarlega vinnu en embættið hefði ekki mannafla í það. Loks var óskað eftir afstöðu kæranda til þess hvort hann héldi kröfu um afhendingu samninga á nánar tilgreindum lengri tímabilum til streitu.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 12. janúar 2021, tók kærandi fram að í svari ríkislögmanns hefði ekki komið fram hvernig brugðist hefði verið við beiðni kæranda um afrit af samningum á öðrum tímabilum. Þá kom fram að kærandi væri ekki sannfærður um að afrit af samningum á því tímabili sem hann fékk afhent gæfu rétta mynd af þeim samningum sem gerðir væru hjá embættinu. Það væri hins vegar ekki ætlun kæranda að valda embættinu óþarflega mikilli vinnu og því lagði hann til hvort heppilegra væri ef beiðni hans yrði afmörkuð við þá samninga á tímabilinu sem eftir stæði þar sem ekki væri um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara vegna líkamstjóns. <br /> <br /> Í svari ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2021, kom fram að afgreiðsla embættisins á beiðni kæranda vegna lengri tímabila myndi að lágmarki taka jafnlangan tíma og fyrri afgreiðsla, þ.e. 4,5 vinnudaga. Embættið mætti ekki verða við því að missa starfsmann frá öðrum verkefnum í svo langan tíma. Þá var þess farið á leit við kæranda að hann útskýrði nánar eftir hverju hann væri að leita en þá væri mögulega unnt að afgreiða beiðnina með öðrum hætti. Að öðrum kosti yrði að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 18. janúar 2021, kom fram að kærandi hefði þegar afmarkað beiðni sína nánar með því að óska eingöngu eftir þeim samningum þar sem ekki væri um að ræða líkamstjón vegna aðgerða lögreglu/saksóknara. Ekki væri unnt að útskýra nánar beiðnina. Þá ítrekaði hann fyrri beiðni sína um afrit af samningum sem gerðir voru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 en til vara samningum sem gerðir voru á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Í svarinu kom einnig fram að kærandi teldi yfirstrikanir ríkislögmanns á upplýsingum í þeim samningum sem afhentir voru óhóflegar. <br /> <br /> Í kæru er málavöxtum lýst allt frá því úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 952/2020 var kveðinn upp. Þá segir að farið sé fram á að úrskurðarnefndin úrskurði um aðgang kæranda að þeim hluta þeirra upplýsinga sem var yfirstrikaður í þeim gögnum sem embætti ríkislögmanns afhenti kæranda. Með tölvubréfi, dags. 8. febrúar 2021, upplýsti kærandi úrskurðarnefndina um að ríkislögmaður hefði endurskoðað fyrri afstöðu sína varðandi yfirstrikanir á upplýsingum í þeim gögnum sem þegar hefðu verið afhent. Af þeim sökum féll kærandi frá þeim þætti kærunnar er sneri að yfirstrikunum embættis ríkislögmanns.<br /> <br /> Í kæru segir að einnig sé farið fram á að úrskurðarnefndin felli úr gildi ákvörðun embættisins um að neita að afhenda afrit samninga frá 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020, þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. Loks er til vara, ef ekki verður fallist á framangreinda kröfu, farið fram á að ákvörðun ríkislögmanns um að neita að afhenda afrit samninga um sama efni frá 16. desember 2019 til 16. júní 2020 verði felld úr gildi. Í því sambandi er tekið fram að embætti ríkislögmanns hafi sjálfstæðar skyldur til að haga skjalastjórn sinni á þann hátt að mögulegt sé að fara að upplýsingalögum nr. 140/2012. Skjalastjórnun eins og embættið lýsi henni beri vott um að það vanræki skyldur sína að skrá ákvarðanir sínar á þann hátt að embættið geti sinnt skyldum sínum samkvæmt upplýsingalögum. Þá eru gerðar athugasemdir við þá afstöðu ríkislögmanns að embættið megi ekki við því að missa starfsmann frá öðrum verkefnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, var kæran kynnt embætti ríkislögmanns og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn embættisins, dags. 24. mars 2021, kemur fram að embætti ríkislögmanns hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína er snýr að þeim þætti kærunnar er lýtur að yfirstrikunum embættisins á upplýsingum. Þar sem kærandi hafi í kjölfarið fallið frá þeim þætti kærunnar standi eftir tveir liðir hennar, þar sem krafist er afhendingar á afritum af samningum, þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns, annars vegar sem gerðir voru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og hins vegar sem gerðir voru á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020.<br /> <br /> Embætti ríkislögmanns telur sér ekki fært að verða við beiðni kæranda að því er varðar tímabilin sem eftir standa, það er frá 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Frekari afmörkun<br /> kæranda, þar sem undanskildir eru samningar vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns, breyti ekki þeirri niðurstöðu. Því sé kröfu kæranda hafnað með vísan til 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi er bent á að í lögunum sé gert ráð fyrir að stjórnvald geti hafnað beiðni ef ljóst þyki að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Embættið bendir á að beiðni kæranda, jafnvel eftir frekari afmörkun, útheimti afar umfangsmikla vinnu fyrir embættið. Tekið er fram að starfsmaður embættisins hafi eytt rúmum fjórum vinnudögum í að taka saman samninga sem afhentir voru kæranda þann 11. janúar 2021.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að kærandi telji það ekki trúverðugt að svo mikill tími hafi farið í að taka saman umbeðin gögn þar sem ekki hafi verið afhent tímaskráning vegna þessarar vinnu. Þá hafi hann deilt þeim stundafjölda niður á samninga. Af því tilefni er tekið fram að starfsmenn embættisins haldi ekki formlega tímaskráningu fyrir þann tíma sem fari í hvert og eitt mál, enda þótt viðkomandi starfsmaður hafi skráð óformlega hjá sér þann tíma sem fór í að finna til umbeðin gögn. Afar rangt sé að deila þeim tíma niður á samninga og endurspeglist þar mikil vanþekking kæranda á því hvað felist í að afgreiða beiðni hans. Vinnan felist í því að finna til viðkomandi gögn og er fjöldi samninga, eða afrakstur þeirrar vinnu, engan veginn mælikvarði á þann tíma sem afgreiðsla beiðninnar taki.<br /> <br /> Þá hafnar embætti ríkislögmanns þeirri staðhæfingu að skjalastjórn embættisins sé ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Embættið noti málaskrárkerfið GoPro, rétt eins og ráðuneyti og flestar ríkisstofnanir. Í því kerfi séu mál flokkuð í fjóra meginflokka: dómsmál, bótamál, erindi og önnur mál. Hvert mál sé skráð eftir nafni og kennitölu og fái sitt númer. Hægt sé að leita í kerfinu með einföldum hætti eftir þessari flokkun. Kerfið bjóði aftur á móti ekki upp á leit eftir frekari undirflokkum, svo sem efni mála, það er hvort um sé að ræða mál vegna þvingunarráðstafana, læknamistaka, starfsmannamál o.s.frv. Þegar málum ljúki sé þeim lokað í GoPro, en hins vegar komi ekki fram við einfalda leit hverjar séu lyktir hvers máls, þ.e. hvort þeim ljúki með samkomulag, dómi o.s.frv. Slíkt komi hins vegar fram í gögnum hvers máls. Til þess að nálgast þessar upplýsingar þurfi hins vegar að opna hvert mál í málaskránni handvirkt. Þess beri þó að geta að frá og með síðustu áramótum hafi starfsmaður skráð handvirkt í excel frekari flokkun í því skyni að geta brugðist við og dregið úr vinnu við að afgreiða beiðnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir frá Alþingi svo fátt eitt sé nefnt. Verði hins vegar ekki annað séð en að slíkt sé umfram skyldu, enda noti embættið GoPro-málaskrárkerfið og uppfylli skráning í það kerfi þær skyldur sem á embættinu hvíla um skjalastjórnun. Tekið er fram að um mikinn fjölda mála sé að ræða og forsendur að baki slíkum samkomulögum afar misjafnar og torvelt að afgreiða slíka beiðni með einföldum hætti.<br /> <br /> Embætti ríkislögmanns bendir einnig á að í athugasemdum í greinargerð með upplýsingalögum segi jafnframt að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, til dæmis með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> Til þess að afgreiða beiðni kæranda í janúar síðastliðnum fletti starfsmaður embættisins upp á öllum greiðslubeiðnum embættisins á því tímabili sem um ræddi. Að því loknu þurfti að opna<br /> öll mál á tímabilinu og bera saman við greiðslubeiðnir. Þá hafi verð hægt að finna tilheyrandi samninga, prenta út og afmá persónuupplýsingar. Á árinu 2020 hafi nýskráð mál hjá embættinu verið 727. Þessum málum hafi 8-9 lögmenn (8,33) sinnt og starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi skrifstofumanns. Nú um áramót hafi verið bætt við einum skrifstofumanni. Ljóst sé að afgreiðsla á beiðni kæranda, það er þau tímabil sem eftir standa, sbr. upphaflega aðal- og varakröfu kæranda, muni taka umtalsverðan tíma. Fara þurfi í gegnum sama ferli og lýst hafi verið. Þar sem mál séu ekki skráð í GoPro-kerfinu eftir því um hvers konar bótakröfur og/eða dómsmál er að ræða myndi nánari aðgreining kæranda frekar auka fyrirhöfn og vinnu ef eitthvað er. Telur embættið sér því ekki fært að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. mars 2021, var umsögn embættis ríkislögmanns kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. mars 2021, er bent á að í umsögn embættis ríkislögmanns sé hvergi lagt mat á það hversu langan tíma það taki starfsmann að afgreiða beiðni kæranda sem nú er til umfjöllunar. Þá sé ekki heldur rökstutt hvernig afgreiðsla á beiðni kæranda komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi embættisins. Þá kemur fram að kærandi telji embættið í umsögn sinni þar sem fram komi að frá áramótum hafi embættið skráð mál handvirkt í excel viðurkenna í verki að skráning þess á ákvörðunum hafi verið haldið ágöllum. Tekið er fram að umræddir samningar feli í sér ákvarðanir stjórnvalds sem ekki séu aðgengilegar annars staðar og því mikilvæg skjöl. Í þeim komi fram ráðstöfun fjármuna sem ekki fari hefðbundna leið fjárlaga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samninga („samkomulög“) sem embætti ríkislögmanns hefur gert um greiðslu skaða- og/eða miskabóta úr ríkissjóði sem ekki varða bótagreiðslur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. Nánar tiltekið lýtur beiðni kæranda að öllum slíkum samningum sem embættið gerði á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020. Til vara óskaði kærandi eftir samningum um sama efni sem dagsettir væru frá 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Áður hafði ríkislögmaður afhent kæranda samninga sem dagsettir voru frá 16. mars 2020 til 19. júní 2020. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni, eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum, að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> 2.<br /> Í máli þessu er um það að ræða að kærandi óskar eftir því að fá afhent afrit af öllum samningum sem embætti ríkislögmanns hefur gert á tilteknu tímabili vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta sem ekki varða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. <br /> <br /> Embætti ríkislögmanns hefur í fyrsta lagi haldið því fram að sú vinna sem embættið þyrfti að inna af hendi í því skyni að verða við beiðni kæranda sé umtalsverð. Í því sambandi er bent á að það hafi tekið starfsmann embættisins rúmlega fjóra vinnudaga að afgreiða beiðni kæranda varðandi tímabilið 16. mars 2020 til 15. júní 2020 og ljóst sé að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar myndi útheimta sambærilega vinnu. <br /> <br /> Að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem embættið sér fram á að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar komi til með að útheimta. Þá er þar ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi þess. Af umsögn embættisins verður ráðið að ástæða þess hversu tímafrek afgreiðsla á beiðni kæranda sé stafi fyrst og fremst af því hvernig skráningu mála sé háttað hjá embættinu og flokkun þeirra í málaskrá og skortur á starfsfólki til að afgreiða upplýsingabeiðni. Samkvæmt því sem fram kemur í umsögninni eru mál flokkuð í fjóra meginflokka í málaskrá embættisins og virðist því ekki unnt að kalla fram með einfaldri orðaleit mál sem varða beiðni kæranda. Af þeim sökum útheimti beiðni kæranda svo umfangsmikla vinnu að heimilt sé að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki betur séð en að umræddri beiðni kæranda hafi fyrst og fremst verið hafnað á þeirri almennu forsendu að sá háttur sem hafður er á skráningu mála hjá embættinu bjóði ekki upp á að gögn séu tekin saman án umtalsverðrar fyrirhafnar. Þá hefur embættið jafnframt lýst þeirri afstöðu sinni að frekari afmörkun kæranda á beiðninni við samninga af tilteknum toga myndi ekki breyta niðurstöðunni. Tekið skal fram að ekki er útilokað að heimilt sé að synja beiðni um upplýsingar á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með vísan til sjónarmiða þess efnis að torvelt sé að kalla fram með einfaldri orðaleit þau mál eða gögn sem óskað er eftir. Á það ber hins vegar að líta að ákvæðið felur í sér þrönga undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að í beiðni kæranda er tilgreint skýrlega efni þeirra mála sem umbeðin gögn tilheyra auk þess sem hún er afmörkuð við tiltekin tímabil. Í því sambandi skal minnt á að í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 952/2020 þar sem fjallað var um beiðni kæranda um sömu upplýsingar sem að mestu leyti sneri að sama tímabili kom fram að ekki væri unnt að fallast á það með embætti ríkislögmanns að kærandi hefði ekki uppfyllt kröfu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá horfir úrskurðarnefndin til þess að gerð samninga í tengslum við uppgjör bótakrafna á hendur íslenska ríkinu er á meðal þeirra verkefna sem ríkislögmanni eru falin með lögum, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1985. Þannig snýr beiðni kæranda að málum sem falla undir málaflokk sem telja verður veigamikið viðfangsefni embættisins. Telja verður að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér slíkar upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst því ekki á að unnt sé að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga á þeirri almennu forsendu að það sé vandkvæðum bundið að kalla fram þau mál sem beiðnin lýtur að. Í því sambandi skal tekið fram að þrátt fyrir að það falli utan valdsviðs nefndarinnar að fjalla um hvernig stjórnvöld haga skráningu og vistun gagna í málaskrá þá samrýmist það ekki markmiðum upplýsingalaga að láta þann er fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu er abótavant. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það kunni vissulega að útheimta allnokkra vinnu af hálfu embættisins að skoða þau mál sem skráð eru í málaskrá embættisins á umræddu tímabili með það fyrir augum að finna út hverjum þeirra hafi lokið með gerð samnings um greiðslu skaða- eða miskabóta. Úrskurðarnefndin telur hins vegar að embættið hafi ekki rökstutt nægilega að umfangi þeirrar vinnu sé þannig háttað að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við í málinu.<br /> <br /> Það hvort embættinu beri skylda til þess að hreinsa þessa tilteknu samninga af persónugreinanlegum upplýsingum og afhenda kæranda hlýtur að ráðast af fjölda þeirra, þ.e. umfangi þeirrar vinnu sem embættið þyrfti að ráðast í við afhendingu þeirra. Fjöldi samninganna liggur hins vegar ekki fyrir eins og áður segir. Það er því niðurstaða nefndarinnar að embættinu beri að taka þennan þátt í beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þ.e. kalla fram mál í málaskrá embættisins þar sem um er að ræða samninga vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns og taka í kjölfarið afstöðu til þess hvort embættinu sé fært að fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar úr þeim og afhenda eða hvort fjöldi þeirra sé slíkur að beiðnin falli eftir sem áður undir undantekningarákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Er kærunni því vísað til nýrrar afgreiðslu embættis ríkislögmanns. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé fallist á að heimilt sé að synja beiðni kæranda á þessum grundvelli kann umfang beiðninnar þó að verða til þess að vinnsla hennar taki nokkurn tíma umfram þá sjö daga sem almennt er miðað við, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt er hins vegar að kærandi sé upplýstur um gang mála og honum greint frá ástæðum þess ef verulegar tafir verða á afgreiðslu beiðninnar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að afritum af öllum samningum sem embætti ríkislögmanns hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta og dagsettir eru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020, er felld úr gildi og lagt fyrir embætti ríkislögmanns að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1024/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á Sjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst 2018. Synjun sjúkrahússins var reist á því að um vinnugögn væri að ræða. Á það féllst úrskurðarnefndin ekki enda lá fyrir að rótargreiningin hafði verið kynnt utanaðkomandi sérfræðingi. Úrskurðarnefndin taldi því sjúkrahúsinu skylt að verða við beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1024/2021 í máli ÚNU 21020005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. febrúar 2021, kærði A, lögfræðingur Læknafélags Íslands, f.h. B, ákvörðun Sjúkrahússins á Akureyri um að synja beiðni hans um aðgang að rótargreiningu sem Sjúkrahúsið á Akureyri lét framkvæma vegna óvænts atviks á sjúkrahúsinu í ágúst 2018 sem kærandi tengdist.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvubréfi, dags. 9. júní 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem sjúkrahúsið lét framkvæma vegna óvænts atviks á sjúkrahúsinu í ágúst 2018 sem kærandi tengdist. Með tölvubréfi, dags. 10. júní 2020, synjaði sjúkrahúsið beiðninni með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða sem unnið væri úr með tilheyrandi umbótum. Þá sagði jafnframt að gögnin innihéldu trúnaðarupplýsingar og væru hvorki til dreifingar né birtingar. Með tölvubréfi lögfræðings kæranda, dags. 12. júní 2020, var beiðni um afhendingu gagnsins ítrekuð. Í bréfinu var bent á að læknir í stöðu kæranda ætti almennt rétt til aðgangs að rótargreiningunni. Þá væri vandséð hvaða trúnaðarupplýsingar gætu verið í rótargreiningunni sem gerðu það ómögulegt að afhenda kæranda afrit af henni. Í því sambandi var minnt á að kærandi hefði þegar fengið afrit af skýrslu embættis landlæknis um viðtöl við starfsmenn um þetta atvik. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. júní 2020, var fyrri synjun sjúkrahússins á beiðni kæranda ítrekuð. Í svari sjúkrahússins var áréttuð sú afstaða að um vinnugögn væri að ræða sem væru almennt undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins og 6. gr. laganna. Gögnin féllu undir skilgreiningu vinnugagna samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga og yrði ekki séð að undantekning 3. mgr. ákvæðisins ætti við. Þá var tekið fram að ekki væri ljóst hvort kærandi gæti byggt rétt á 14. gr. upplýsingalaga enda fjölluðu gögnin fyrst og fremst um ákveðið atvik og kærandi sjálfur ekki nefndur á nafn í þeim. Þá var tekið fram að ef byggt væri á upplýsingarétti almennings samkvæmt [5. gr. ] upplýsingalaga mætti að auki nefna að gögnin fjölluðu um málefni starfsmanna sjúkrahússins sem væru undanskilin upplýsingarétti almennings, sbr, 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. desember 2020, ritaði lögfræðingur kæranda sjúkrahúsinu á nýjan leik þar sem ítrekuð var fyrri beiðni um afhendingu umræddrar rótargreiningar. Í bréfinu er bent á að umrætt atvik sem fjallað er um í rótargreiningunni hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir kæranda þar sem samstarfsmaður hans hafi tilkynnt hann til embættis landlæknis sem svipti hann lækningaleyfi tímabundið og í kjölfarið lagði hann leyfið inn. Þá er því mótmælt að um vinnuskjal sé að ræða þegar það varði rótargreiningu sem tengist beint atviki sem hafði alvarleg og mikil áhrif á starf og starfsleyfi kæranda. Telja verði að 14. gr. upplýsingalaga veiti kæranda skýlausan rétt til aðgangs að umræddu gagni. Í svari sjúkrahússins, dags. 7. janúar 2021, kom fram að sjúkrahúsið væri ekki sammála túlkun kæranda á ákvæðum upplýsingalaga, undantekningin væri skýr og næði til viðkomandi vinnugagna. Sjúkrahúsið yrði því að vísa til fyrri synjunar þess, dags. 16. júní 2020, þess rökstuðnings sem þar kæmi fram. <br /> <br /> Í kæru er atvikum lýst sem urðu tilefni umræddrar rótargreiningar. Þar segir að kærandi hafi verið ábyrgur sérfræðingur á vakt 21. ágúst 2018. Að kvöldi þess dags hafi komið upp atvik sem m.a. leiddi til þess að samstarfsmaður kæranda tilkynnti framgöngu kæranda það kvöld til embættis landlæknis. Í kjölfarið var hann tímabundið sviptur starfsleyfi og honum gert að undirgangast sérhæft mat á starfshæfni. Niðurstaða þess mats hafi verið að viðbrögð kæranda hafi stefnt heilsu sjúklings í voða. Þar hafi hins vegar jafnframt komið fram að í þessu máli hafi önnur varnarkerfi jafnframt brugðist. <br /> <br /> Í kærunni kemur fram að kærandi hafi verulega hagsmuni af því að fá að vita niðurstöðu rótargreiningarinnar á þessu atviki sem hafi haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir kæranda. Til viðbótar komi að eftir að atvikið átti sér stað hafi framkvæmdarstjóri lækninga á sjúkrahúsinu skýrt kæranda frá því að rótargreining yrði gerð á atvikinu. Kærandi hafi skilið ummælin svo að rótargreiningin væri m.a. í þágu kæranda til að virka sem mótvægi við álit embættis landlæknis. Kærandi segir að honum og framkvæmdarstjóra lækninga hafi verið ljóst frá upphafi að álit embættisins yrði honum andsnúið. Kærandi telji að rótargreiningin snúi að starfi hans sjálfs og greiningu á því atviki sem varð til þess að hann var tilkynntur til embættis landlæknis. Hann telji að ákvæði III. kafla upplýsingalaga veiti honum aðgang að henni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. febrúar 2021 var kæran kynnt Sjúkrahúsinu á Akureyri og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Svar sjúkrahússins barst með tölvubréfi, dags. 11. febrúar 2021, þar sem bent er á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að umræddu gagni með ákvörðun sjúkrahússins, dags. 10. júní 2020 sem ítrekuð var 16. júní 2020. Þá er bent á að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé einungis veittur 30 daga frestur til að bera synjun um aðgang undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þessi skammi kærufrestur sé augljóslega löngu liðinn og því verði að hafna því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti tekið kæruna til umfjöllunar. Engu breyti þó kærandi hafi ítrekað ósk um afhendingu sama skjals í desember sama ár enda sé í svari sjúkrahússins, dags. 7. janúar 2021, einungis vísað til fyrri synjunar frá 16. júní 2020.<br /> <br /> Þá segir að í megindráttum hafi synjunin byggst á þeim rökum að kærandi sé ekki aðili máls auk þess sem um vinnuskjal sé að ræða. Þá sé skjalið alls ekki fullbúið og enn sé unnið að því. Þar fyrir utan sé óumdeilt að umrætt skjal hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar, sem sjúkrahúsið vilji varðveita með öllum ráðum. Alltaf fylgi því áhætta að senda slík skjöl og varðveisla á afriti þeirra yrði aldrei alveg örugg. Af þeim sökum væri þess óskað að úrskurðarnefndin tæki fyrst afstöðu til þess hvort kæran sé innan kærufrests, sem hún virðist augljóslega ekki vera. Fallist nefndin ekki á það sé óskað eftir viðbótarfresti til að skila rökstuðningi og senda afrit af umbeðnu skjali.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. febrúar 2021, ítrekaði úrskurðarnefndin fyrra erindi frá 3. febrúar sl., þar sem óskað var eftir umsögn sjúkrahússins auk afrits af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Sjúkrahúsinu var jafnframt veittur viðbótarfrestur til 23. febrúar 2021. Umsögn Sjúkrahússins á Akureyri barst með bréfi, dags. 23. febrúar 2021. Í umsögninni var fyrri afstaða sjúkrahússins ítrekuð þess efnis að vísa beri kærunni frá þar sem hún hafi borist utan þess 30 daga kærufrests sem kveðið er á um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi er tekið fram að engu breyti þar um þótt kærandi hafi ítrekað beiðni um umrædd gögn síðar. <br /> <br /> Það sé afstaða sjúkrahússins að álitamál sé uppi um hvort úrskurðarnefndin geti tekið kæruna til efnislegrar umfjöllunar og rannsóknar og krafist afhendingar gagna frá sjúkrahúsinu á grundvelli hennar. Rétt sé að skýra 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga með þeim hætti að hún geti einungis tekið til þeirra mála sem nefndin geti tekið til efnislegrar umfjöllunar. Í ljósi þess að nefndin hafi hafnað því að taka fyrst til umfjöllunar hvort kæra sé tæk til efnislegrar meðferðar sé sjúkrahúsið tilneytt til þess að verða við ítrekuðum tilmælum nefndarinnar og afhenda skjalið, í trúnaði. Allur réttur sé áskilinn vegna afhendingar skjalsins ef efni þess komist í hendur utanaðkomandi aðila vegna mistaka við varðveislu þess, eða ef trúnaður um það verði rofinn af einhverjum ástæðum, enda gæti slíkt haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar og valdið tjóni.<br /> <br /> Þá er bent á að umbeðið gagn sé vinnugagn og því undanskilið upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins og 8. gr. laganna. Tildrög þess að skjalið var tekið saman megi rekja til alvarlegs atviks á sjúkrahúsinu og markmið þess sé að leita svara við því hvað gerðist, hvernig það gerðist og af hverju, í þeim tilgangi að draga lærdóm af atvikinu og leita leiða til þess að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik eigi sér stað aftur. Markmið þess sé að leita leiða til úrbóta í verkferlum, samskiptum og kerfum sem sjúkrahúsið hefur unnið eftir. Skjalið hafi einvörðungu verið tekið saman fyrir sjúkrahúsið og hugsað sem undirbúningur fyrir ákvörðunartöku innan sjúkrahússins í því skyni að bregðast við atvikinu. Skjalið sé útbúið af starfsmönnum sjúkrahússins og eingöngu ætlað til notkunar innan þess. Þær undantekningar sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við. Í því sambandi er bent á að embætti landlæknis hafi verið sendar allar upplýsingar um atvikið og engar frekari upplýsingar að finna í skjalinu. <br /> <br /> Lýsing á atvikum í skjalinu sé unnin upp úr öðrum gögnum sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Þá byggi synjunin einnig á því að kærandi geti ekki talist aðili máls í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þó hann hafi komið að umræddu atviki þá sé hann ekki nafngreindur í skjalinu og skjalið hafi því ekki að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Skjalið lýsi atburðum sem þar sem margir komi við sögu og til þess að geta aðgreint háttsemi kæranda þurfi lesandi skjalsins að þekkja til atviksins. Ef talið verður að skjalið hafi að geyma upplýsingar um kæranda hljóti skjalið með sama hætti að geyma viðkvæmar upplýsingar um marga aðra aðila sem komu að atvikinu. Skjalið hafi að geyma upplýsingar um sjúkdómsástand og viðbrögð aðila í starfsemi sem sum verði að telja gagnrýniverði. Hagsmunir þeirra hljóti að vega þyngra en hagsmunir kæranda enda hafi hann ekki rökstutt hvaða hagsmuni hann hafi af því að fá skjalið afhent. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar sjúkrahússins. Í bréfi frá kæranda, dags. 12. mars 2021, eru ítrekuð sjónarmið kæranda þess efnis að hann telji sig hafa ríkra hagsmuna að gæta. Umrætt atvik sem rótargreiningin varðar hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir kæranda og því skipti það hann miklu að fá að kynna sér niðurstöðu greiningarinnar.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. júní 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum frá sjúkrahúsinu í því skyni að varpa skýrara ljósi á atvik málsins. Umbeðin gögn bárust með tölvubréfi, dags. 18. júní 2021. Þá bárust viðbótarathugasemdir sjúkrahússins með tölvubréfi lögmanns þess, dags. 22. júní 2021.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>1.<br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur lögmaður Sjúkrahússins á Akureyri ítrekað borið því við að kæran hafi borist utan kærufrests og því ekki tæk til efnismeðferðar enda hafi upphafleg beiðni kæranda um umræddar upplýsingar verið afgreidd með ákvörðun, dags. 10. júní 2020. <br /> <br /> Af því tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Í máli þessu er deilt um ákvörðun sjúkrahússins á Akureyri, dags. 7. janúar 2021, í tilefni af beiðni kæranda, dags. 23. desember 2020, en kæra barst 2. febrúar 2021 og því innan framagreinds kærufrests. Úrskurðarnefndin áréttar að í upplýsingalögum er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt einstaklinga til að óska á nýjan leik eftir gögnum sem áður hefur verið synjað um. Kæranda var því heimilt að leita til sjúkrahússins á ný með beiðni um gögn. Þessu til viðbótar er rétt að geta þess að í synjunum sjúkrahússins á beiðnum kæranda var honum ekki leiðbeint um kæruleið og kærufrest. Skortur á slíkum leiðbeiningum leiðir iðulega til þess að úrskurðarnefndin tekur til umfjöllunar kærur sem berast henni utan kærufrests.<br /> <br /> 2.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri í ágúst 2018. Ákvörðun sjúkrahússins er fyrst og fremst byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Í hinni kærðu ákvörðun er enn fremur tekið fram að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni var sjúkrahúsinu ritað erindi, dags. 16. júní 2021, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort öðrum en starfsmönnum sjúkrahússins hefði verið kynnt rótargreiningin. Í svari sjúkrahússins, dags. 18. júní 2021, kom fram að einungis starfsfólk sjúkrahússins og einn sérfræðingur hjá Landspítala, sem aðstoðaði við vinnslu hennar, hefði fengið rótargreininguna senda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjalsins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkrahúsinu. Úrskurðarnefndin telur að skjalið beri með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið uppfylli hvorki það skilyrði að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu né að hafa ekki verið afhent öðrum en í málinu liggur fyrir að utanaðkomandi sérfræðingur sem starfar hjá annarri heilbrigðisstofnun, Landspítala, hafi aðstoðað starfsmenn sjúkrahússins við vinnslu rótargreiningarinnar og fengið skjalið sent. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki fallist á að umrædd rótargreining teljist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p >3.<br /> Eftir stendur því að leggja mat á hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum í heild eða að hluta á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að í hinni kærðu ákvörðun sé vísað til þess að um rétt kæranda til aðgangs að gögnum fari eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður ráðið af umsögn sjúkrahússins að það dragi í efa að kærandi geti talist aðili máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að þar er fjallað nokkuð ítarlega um þátt kæranda í því atviki sem rótargreiningin snýr að. Þá liggur fyrir að kærandi hefur þurft að sæta viðurlögum af hálfu embættis landlæknis í tengslum við framgöngu hans umrætt sinn. Rótargreiningin var hins vegar ekki hluti af gögnum stjórnsýslumálsins hjá landlækni og því fer um aðgang að henni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þrátt fyrir að nafn kæranda komi þar hvergi fram telur úrskurðarnefndin að ekki leiki vafi á því að rótargreiningin geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að þeim eftir ákvæðum III. kafla laganna. <br /> <br /> 4.<br /> Sjúkrahúsið á Akureyri styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum einnig við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni rótargreiningarinnar en hennar var aflað í tengslum við atvik sem kærandi átti þátt í og mun meint framganga hans í tengslum við það hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsframa hans. Aðgangur kæranda að rótargreiningunni verður því aðeins takmarkaður ef hagsmunir annarra sem um er fjallað í henni eða tjáðu sig við gerð hennar, af því að frásagnir þeirra fari leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni rótargreiningarinnar með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Í henni er í fyrsta lagi að finna almenna lýsingu á málavöxtum, greiningu frávika auk tillagna að viðbrögðum vegna þeirra. Í rótargreiningunni er að finna nákvæma lýsingu á sjúkdómsástandi og meðhöndlun ónafngreinds sjúklings á sjúkrahúsinu. Í gögnum máls kemur fram að atvikalýsingin sé unnin upp úr öðrum gögnum málsins sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Með hliðsjón af því og í ljósi þess að um er að ræða lýsingu á atviki sem kærandi átti sjálfur þátt í er það mat úrskurðarnefndar að ekki sé ástæða til að takmarka aðgang kæranda að þeim. Við það mat horfir úrskurðarnefndin jafnframt til þess að í rótargreiningunni koma ekki fram nöfn einstakra starfsmanna eða sjúklinga. <br /> <br /> 5.<br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni naut Sjúkrahúsið á Akureyri liðsinnis lögmanns sem sinnt hefur öllum samskiptum við nefndina í tilefni af kærunni. Í málatilbúnaði lögmannsins f.h. sjúkrahússins var m.a. krafist frávísunar kærunnar og heimildir úrskurðarnefndarinnar til að annars vegar fjalla efnislega um kæruna og hins vegar krefjast afhendingar þeirra gagna sem kæran lýtur að dregnar í efa. Þá varð lögmaðurinn ekki við kröfu nefndarinnar um afhendingu umbeðinna gagna fyrr en eftir ítrekun þar um. Loks hefur lögmaðurinn borið því að við að andmælaréttar sjúkrahússins hafi ekki verið gætt við meðferð málsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að framsetning lögmannsins á málatilbúnaði sjúkrahússins og framganga hans að öðru leyti í samskiptum við nefndina sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður til aðkomu lægra settra stjórnvalda að kærumálum vegna ákvarðana þeirra. Um þetta hefur umboðsmaður Alþingis margsinnis fjallað m.a. í álitum frá 17. janúar 2020 í máli nr. 10008/2019 og 19. desember 2018 í máli nr. 9513/2017 og í skýrslu umboðsmanns til Alþingis fyrir árið 2012, bls. 17-19. Í þessu sambandi hefur umboðsmaður bent á að markmið stjórnvalda í kærumálum sé fyrst og fremst að leiða þau til lykta í samræmi við lög og réttar upplýsingar en ekki koma í veg fyrir að þau hljóti efnislega umfjöllun. <br /> <br /> Í því sambandi skal bent á að það er hlutverk úrskurðarnefndarinnar að ganga úr skugga um að eigin frumkvæði hvort kæruskilyrðum sé fullnægt og hvort að þau gögn sem óskað er eftir falli undir ákvæði upplýsingalaga. Þá athugast enn fremur að það stjórnvald sem ákvörðun tók um rétt til aðgangs að upplýsingum telst ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda nýtur kærandi einn slíkrar stöðu. Aðkoma stjórnvaldsins að kærumálinu er þannig fyrst og fremst bundin við að veita hlutlæga umsögn eða skýringar í þágu rannsóknar málsins til að efnisleg niðurstaða fáist og hægt sé að leiða málið til lykta á réttum grundvelli og er því ekki litið svo á að lægra setta stjórnvaldið njóti andmælaréttar í skilningi stjórnsýsluréttar. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sjúkrahúsinu á Akureyri er skylt að veita kæranda, B, aðgang að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á skurðlækningardeild ágúst 2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1023/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við skipulagsvinnu. Í málinu lá fyrir að Kópavogsbær hafði leiðbeint kæranda um það hvar gögnin væri að finna auk þess sem sveitarfélagið tók sömu gögn saman fyrir kæranda og afhenti honum. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum frá sveitarfélaginu í skilningi upplýsingalaga og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1023/2021 í máli ÚNU 21010009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. nóvember 2020, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu gagnabeiðni sinnar til Kópavogsbæjar frá júní sama ár. Í erindi kæranda, dags. 4. júní 2020, hafði hann óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem vörðuðu skipulagsvinnu á Hamraborgarsvæði og Traðarreit í Kópavogi, þ.m.t. bréfum, fundargerðum, samningum, og umfjöllunum nefnda og ráða sveitarfélagsins um framangreind svæði, frá árinu 2012 fram til þess dags.<br /> <br /> Kópavogsbær svaraði kæranda með erindi, dags. 11. nóvember 2020. Í erindinu var fjallað um skipulagsbreytingar sem gerðar hefðu verið á Hamraborgarsvæði og Traðarreit frá upphafi. Kom þar fram að fyrirhugað skipulag væri fyrsta heildarskipulag svæðisins. Kæranda var bent á tilteknar vefsíður, þ.m.t. vefgátt bæjarins, þar sem hægt væri að finna nánari upplýsingar um málið.<br /> <br /> Í kjölfar erindis úrskurðarnefndarinnar til Kópavogsbæjar, þar sem skorað var á sveitarfélagið að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda, áttu kærandi og Kópavogsbær frekari samskipti. Fram kom í erindi Kópavogsbæjar, dags. 10. desember 2020, að gögn um skipulag á umræddu svæði væri að finna á vefsíðu sem kæranda hefði verið bent á. Ef það væru ekki þau gögn sem hann leitaðist eftir þyrfti hann að skilgreina beiðni sína ítarlegar. Gögnin sem bent hefði verið á væru þau gögn sem til væru um skipulag á svæðinu frá upphafi.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 11. desember 2020, gagnrýndi hann vefinn sem Kópavogsbær hafði bent honum á; hann væri takmarkað tól sem réði ekki við að finna öll þau gögn sem beðið væri um þar sem hann væri vefgátt en ekki skjalakerfi. Kópavogsbær svaraði kæranda hinn 21. desember 2020. Svarinu fylgdu þau gögn sem sveitarfélagið taldi að heyrðu undir gagnabeiðni kæranda og vörðuðu aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á miðbæjarsvæði Kópavogsbæjar. Gögnin væru jafnframt aðgengileg gegnum vefgátt bæjarins sem kæranda hefði verið bent á. Loks voru kæranda afhentar allar þær afgreiðslur sem málið varða fram til 21. desember 2020.<br /> <br /> Í erindum til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. og 29. desember 2020, kom fram að kærandi teldi afhendingu Kópavogsbæjar vera ófullnægjandi. Engu væri svarað varðandi bréf, samninga, eða umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Aðeins ein fundargerð bæjarstjórnar sem varðaði framangreind skipulagssvæði hefði verið afhent, en á vefsíðu Kópavogsbæjar hefði kærandi hins vegar fundið 19 fundargerðir sem vörðuðu svæðin. Það sýndi að ekki hefði verið lögð nægjanleg vinna í að afgreiða beiðni kæranda. Þar að auki óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum sem hann virtist ekki hafa aðgang að gegnum vefsvæði bæjarins. Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 15. janúar 2021, kom fram að kærandi teldi ljóst að ekki fengjust frekari svör frá Kópavogsbæ og því þyrfti að úrskurða í málinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Kópavogsbæ með bréfi, dags. 15. janúar 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Kópavogsbæjar, dags. 27. janúar 2021, kom fram að kærandi hefði þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum sem vörðuðu skipulagsvinnu á viðkomandi skipulagssvæði. Kærandi hefði fengið ítarlegan upplýsingapóst um hvaða skipulagsbreytingar hefðu verið gerðar á svæðinu. Þá hefði kærandi fengið afrit af skipulagsgögnum sem til meðferðar væru hjá skipulagsyfirvöldum Kópavogsbæjar en þau gögn væru jafnframt aðgengileg á heimasíðu bæjarins vegna lögbundinnar kynningar á skipulagi.<br /> <br /> Þá kom fram að Kópavogsbær myndi veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem ekki hefðu þegar verið afhent, að því gefnu að þau væru ekki undanþegin aðgangi á grundvelli 6. til 10. gr. laga nr. 140/2012. Kærandi þyrfti einnig að afmarka beiðni sína með ítarlegri hætti. Honum hefði verið leiðbeint um það.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust 3. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um hvort afgreiðsla Kópavogsbæjar á gagnabeiðni kæranda hafi verið fullnægjandi. Fyrir liggur að Kópavogsbær hefur afhent kæranda þau gögn sem sveitarfélagið telur að falli undir gagnabeiðni hans. Komið hefur fram að um sé að ræða öll þau gögn sem til séu um skipulagsvinnu á umræddu svæði frá upphafi.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 140/2012 er gert ráð fyrir því að þegar umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar sé hægt að afgreiða gagnabeiðni með því að tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingar eru aðgengilegar. Í málinu liggur fyrir að Kópavogsbær hefur leiðbeint kæranda um það hvar þau gögn sem hann óskaði eftir sé að finna. Þá tók sveitarfélagið einnig sömu gögn saman fyrir kæranda og afhenti honum. Loks leiðbeindi sveitarfélagið kæranda um að ef hann teldi afhendinguna ófullnægjandi hefði hann kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 140/2012.<br /> <br /> Af hálfu kæranda hefur komið fram að hann hafi sjálfur fundið fleiri gögn á umræddu vefsvæði en honum hafi verið afhent og hann telur falla undir beiðni sína. Í ljósi þess að kæranda hefur verið leiðbeint um það hvar hann geti nálgast umrædd gögn telur nefndin ekki tilefni til þess að fjalla nánar um þennan þátt í erindi kæranda. Það er þannig mat úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum frá sveitarfélaginu í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarvald nefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna bundið við þau tilvik þegar synjað er um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Verður því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. janúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1022/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A fréttamaður, kærði synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Ráðuneytið tók fram að öll fyrirliggjandi gögn hefðu verið afhent að undanskildu minnisblaði, sem ekki hefði fallið undir gagnabeiðni kæranda auk þess sem það væri undanþegið upplýsingarétti almennings sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru forsendur til að rengja framangreinda staðhæfingu ráðuneytisins og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1022/2021 í máli ÚNU 21040004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, kærði A, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, óskaði kærandi eftir afriti af minnisblaði sóttvarnalæknis, auk þeirra minnisblaða í ráðuneytinu, greinargerða og eftir atvikum lögfræðilegu álita, sem heilbrigðisráðherra byggði ákvörðun sína um setningu reglugerðar um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli á (reglugerð nr. 355/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19.). Með tölvubréfi, dags. 7. apríl 2021, ítrekaði kærandi beiðni sína. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 7. apríl 2021, var kæranda afhentur hluti umbeðinna gagna en beiðninni að öðru leyti hafnað með vísan til þess að umrædd gögn hefðu verið lögð fram í ríkisstjórn og því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í kæru, dags. 8. apríl 2021, er framangreindri afstöðu ráðuneytisins mótmælt og tekið fram að það að gögn hafi verið lögð fram í ríkisstjórn geti ekki orðið til þess að undanþiggja þau upplýsingarétti eftir á enda væri þá ráðherra í lófa lagið að sniðganga lögin að vild með því einu að merkja þau gögn, sem þeir vilji síður að komi fyrir almenningssjónir sem aðgengileg fylgiskjöl á ríkisstjórnarfundi. Í kæru kemur einnig fram að eftir að ráðuneytið synjaði beiðni kæranda hafi ráðherra afhent velferðarnefnd Alþingis umrædd gögn „án trúnaðar“ og virðist hann því líta svo á að þau séu þar með opinber. Farið er fram á að kæran verði eftir sem áður afgreidd og úrskurðað um hana.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda tilkynnt um móttöku kærunnar af hálfu úrskurðarnefndarinnar. Í kjölfarið barst svar kæranda, dags. sama dag, þar sem fram kom að ráðuneytið hefði, með bréfi, dags. 9. apríl 2021, ákveðið að endurskoða afstöðu sína til beiðninnar og sent öllum fjölmiðlum gögn varðandi aðdraganda þess að umrædd reglugerð nr. 355/2021 var sett þann 1. apríl 2021, gögnin sem unnin voru eftir að lögmæti hennar var dregið í efa sem og gögn sem lúta að þeirri reglugerð sem við tók. Kærandi vísaði til þess að formaður velferðarnefndar Alþingis hefði kvartað undan því að hafa ekki fengið öll gögn málsins. Bent er á að hvorki úrskurðarnefndin né Morgunblaðið hafi fengið skrá yfir öll gögn málsins heldur eingöngu þau gögn sem ráðuneytið afhenti. Þar á meðal séu nokkrir tölvupóstar sem beri það með sér að hafa verið sérvaldir. Það bendi til þess að fleiri póstar liggi fyrir óbirtir. Í bréfinu kemur fram að kærandi telji meðferð ráðuneytisins á gagnabeiðninni bera með sér að ráðherra hafi með henni leitast við að hafa áhrif á umræðuna. Þá er tekið fram að upplýsingalög séu til einskis ef ráðherra megi velja hvaða gögn sé þóknanlegt að birta og hver ekki. Mikilvægt sé að úrskurðarnefndin fjalli um þá aðferð sem ráðherra reyndi að beita í þessu tilviki, þ.e.a.s. að vísa til þess að öll gögn til grundvallar reglugerðinni hafi verið lögð fyrir ríkisstjórnarfund og þau því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi er m.a. bent á að umrætt undanþáguákvæði 1. tölul. 6. gr. eigi ekki við um gögn sem tekin hafa verið saman fyrir aðra fundi en fundi ríkisstjórnar. Mikilvægt sé að úrskurðarnefndin úrskurði um þetta efni sem orðið geti til leiðbeiningar um verklagsreglur Stjórnarráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæran kynnt heilbrigðisráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 26. apríl 2021, kemur fram að ráðuneytið hafi, með bréfi, dags 7. apríl 2021, afhent hluta umbeðinna gagna en synjað að öðru leyti beiðni kæranda með vísan til þess að önnur gögn féllu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dags. 9. apríl 2021, hafi ráðuneytið upplýst kæranda um að það hefði endurskoðað almenna afstöðu sína til upplýsingabeiðni fjölmiðla um gögn tengd setningu reglugerðar nr. 355/2021 sem þá hafði verið felld úr gildi. Með tölvupóstinum hafi fylgt gögn sem vörðuðu setningu umræddrar reglugerðar til viðbótar fyrrnefndum tveimur minnisblöðum sóttvarnalæknis, dags. 13. mars og 22. mars 2021, sem áður höfðu verið afhent kæranda. Jafnframt voru afhent gögn sem vörðuðu setningu núgildandi reglugerðar nr. 375/2021. <br /> <br /> Í umsögninni eru talin upp þau gögn sem afhent voru kæranda og vörðuðu setningu reglugerðar nr. 355/2021. Um var að ræða tvö minnisblöð heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar Íslands sem bæði eru dagsett 23. mars 2021. Tvö minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra annars vegar dags. 13. mars 2021 og hins vegar dags. 22. mars 2021 sem bæði varða tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum, minnisblað um heimildir á landamærum frá Páli Þórhallssyni til forsætisráðherra, dags. 29. mars 2021, tölvupóstsamskipti tengd setningu reglugerðar nr. 375/2021 milli starfsmanna forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins og starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins og tölvupóstsamskipti milli forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins kom jafnframt fram að minnisblað, dags. 30. mars 2021, sem forsætisráðuneytið, ásamt heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, lögðu fyrir ríkisstjórn hafi ekki verið afhent með þeim gögnum sem send voru kæranda varðandi setningu reglugerðar nr. 375/2021 og ekki getið um það sérstaklega. Efni minnisblaðsins hafi ekki varðað beint setningu reglugerðarinnar heldur fjallað einkum um undirbúning að framkvæmd sóttvarnaráðstafana á landamærum við gildistöku hennar. Ráðuneytið tók í kjölfarið fram að umrætt minnisblað félli undir 1. tölul. 6. gr. þar sem það hefði verið tekið saman fyrir ríkisstjórn. Vilji kærandi óska eftir að fá umrætt minnisblað afhent telji ráðuneytið rétt að slíkri ósk verði beint að forsætisráðuneytinu. <br /> <br /> Loks er tekið fram að hinn 30. mars 2021 hafi forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra lagt fram minnisblað fyrir ríkisstjórn með yfirskriftinni „Staða og framkvæmd á landamærum“. Umrætt minnisblað hafi hins vegar ekki verið afhent þar sem það varðaði ekki beint setningu reglugerðarinnar heldur fjalli það einkum um undirbúning og framkvæmd sóttvarnaráðstafana á landamærum við gildistöku hennar. Þá var þeirri afstöðu lýst að umrætt minnisblað félli undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda tekið saman fyrir ríkisstjórn. Umrætt minnisblað var afhent úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Engar frekari athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu heilbrigðisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Eftir að kæra kæranda barst úrskurðarnefndinni endurskoðaði ráðuneytið fyrri afstöðu sína og afhenti kæranda umbeðin gögn. Ljóst er af athugasemdum kæranda að hann dregur í efa að öll fyrirliggjandi gögn sem falla undir beiðni hans hafi verið afhent. Þá er þess farið á leit við nefndina að hún fjalli almennt um meðferð heilbrigðisráðherra á beiðni kæranda þar sem slík umfjöllun geti orðið til leiðbeiningar fyrir stjórnvöld. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að öll fyrirliggjandi gögn er varða setningu umræddrar reglugerðar nr. 355/2021 hafi verið afhent. Þó er tekið fram að kæranda hafi ekki verið veittur aðgangur að minnisblaði forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra til ríkisstjórnar Íslands, dags. 30. mars 2021. Í því sambandi er bent á að umrætt gagn hafi ekki fallið undir gagnabeiðni kæranda auk þess sem það sé undanþegið upplýsingarétti almennings, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrætt minnisblað og telur unnt að fallast á með heilbrigðisráðuneytinu að það falli ekki undir upplýsingabeiðni kæranda. Í því sambandi skal tekið fram að minnisblaðið ber það með sér að hafa verið tekið saman eftir samningu reglugerðar nr. 355/2021 sem staðfest var sama dag og tók gildi degi síðar. Ekki verður því séð að tekin hafi verið ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að þessu minnisblaði sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir kemur fram í umsögn ráðuneytisins að öll fyrirliggjandi gögn sem varða setningu reglugerðar nr. 355/2021 hafi verið afhent. Í ljósi skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að engin frekari gögn séu fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Eins og úrskurðarnefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki, sjá t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 918/2020, og nr. 1002/2021. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. <br /> <br /> Í ljósi þess að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna er bundið við synjun á aðgangi að gögnum sætir ákvörðun stjórnvalds um að fallast á beiðni um aðgang að upplýsingum ekki kæru til úrskurðarnefndarinnar. Það fellur því utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla almennt um málsmeðferð heilbrigðisráðuneytisins í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að fallast á beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 9. apríl 2021. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi ekki fengið afhenta skrá yfir öll gögn málsins heldur eingöngu þau gögn sem ráðuneytið afhenti. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Ekki verður hins vegar ráðið af gögnum málsins að kærandi hafi óskað eftir lista yfir gögn málsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, að þessu leyti. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að skrá eða lista yfir málsgögn. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska eftir umræddum lista yfir málsgögn.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 9. apríl 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1021/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um synjun skattrannsóknarstjóra á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að öllum ársreikningum erlendra félaga sem embættið hefði undir höndum og tengdust S ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu að rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til hlutverks skattrannsóknarstjóra samkvæmt lögum. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1021/2021 í máli ÚNU 20120025. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi dags. 21. desember 2021 kærði A, fréttamaður á RÚV, synjun skattrannsóknarstjóra á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með bréfi, tölvupósti, dags. 16. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af öllum ársreikningum erlendra félaga sem skattrannsóknarstjóri hefði undir höndum og tengjast Samherja ehf. í gegnum eignarhald eða viðskipti beint eða óbeint. Í svari skattrannsóknarstjóra, dags. 23. nóvember 2020, kom fram að embættið teldi að beiðni kæranda félli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. þar kæmi fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamála eða saksókn. Um aðgang að slíkum gögnum færi samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þá var vísað til þess að skattrannsóknarstjóri hefði með höndum rannsóknir samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum um aðra skatta og gjöld sem lögð væru á af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á. Þá var í svarinu vísað til ýmissa heimilda skattrannsóknarstjóra við rannsókn mála á grundvelli sakamálalaga. Umrædd gögn sem beiðnin laut að væru hluti af rannsókn sakamáls og þeirra aflað í þágu rannsóknar. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé framangreind ákvörðun skattrannsóknarstjóra um að afhenda ekki afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi dags. 22. desember 2020, var skattrannsóknarstjóra kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn skattrannsóknarstjóra, dags. 8. janúar 2021, er málavöxtum lýst. Í umsögninni ítrekar skattrannsóknarstjóri þá afstöðu sem fram kom í svari embættisins til kæranda, dags. 23. nóvember 2020, að umbeðin gögn falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga þar sem þau séu hluti af rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Skattrannsóknarstjóri hafi með höndum rannsóknir samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á, sbr. 1. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. Í 7. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 komi fram að við rannsóknaraðgerðir skuli skattrannsóknarstjóri gæta ákvæða laga um meðferð sakamála eftir því sem við geti átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi. Það leiði af þessari tilvísun til ákvæða laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 að skattrannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins skuli vera á stigi lögreglurannsóknar, svo sem ítrekað hafi komið fram í úrskurðum yfirskattanefndar, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 92/2017. Markmið rannsókna skattrannsóknarstjóra sé að upplýsa mál til að leggja grunn að annars vegar endurákvörðun skatta og hins vegar refsimeðferð ef tilefni reynist til, sbr. ákvæði 12. gr. reglugerðar nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna. Tilefni skattrannsóknar sé jafnan grunur um að skattskil hafi verið rangfærð með saknæmum hætti þannig að refsingu geti varðað. Þá er í umsögninni bent á að við rannsókn mála séu m.a. teknar skýrslur af aðilum í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008. Heimilt sé að bera ágreining um lögmæti rannsóknarathafna skattrannsóknarstjóra undir héraðsdóm á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008, en í ákvæðinu segi að leggja megi fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu og ákæranda. Þá er vísað til þess að ýmis önnur ákvæði í lögum nr. 88/2008 eigi við um rannsókn skattrannsóknarstjóra, t.d. meðalhófsregla 3. mgr. 53. gr. laganna og önnur ákvæði laganna um afhendingu gagna til verjenda, sbr. 37. gr. laganna. Við rannsókn skattrannsóknarstjóra sé því gætt að ákvæðum sakamálalaga og eru rannsóknirnar ígildi lögreglurannsóknar.<br /> <br /> Í umsögninni er einnig tekið fram að mál sem sæti rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins sæti nánast öll refsimeðferð en í einstaka undantekningar tilvikum komi ekki til refsimeðferðar í samræmi við niðurstöðu rannsóknar. Ákvörðun um refsimeðferð sé tekin eftir að rannsókn máls er lokið hjá embættinu og tekin hefur verið saman lokaskýrsla um rannsóknina. Þá eru nefnd dæmi um hvernig refsimeðferð geti lokið, t.d. með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra, sektargerð hjá yfirskattanefnd eða refsimeðferð hjá dómstólum eftir sakamálarannsókn lögreglu, nú embætti héraðssaksóknara. Skattrannsóknarstjóri bendir einnig á að fésektir á grundvelli 109. og 110. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, hafi verið taldar til refsinga í skilningi refsiréttar.<br /> <br /> Skattrannsóknarstjóri telji samkvæmt þessu ljóst að skattrannsókn feli í sér rannsókn máls sem sakamáls og að beiðni um aðgang að gögnum í málum sem sæti rannsókn embættisins fari eftir ákvæðum laga nr. 88/2008. Þau gögn sem beiðni kæranda lúti að séu öll hluti af rannsókn sakamáls og þeirra hafi verið aflað í þágu rannsóknarinnar. <br /> <br /> Umsögn skattrannsóknarstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 13. febrúar 2021, kemur fram að kærandi telji túlkun skattrannsóknarstjóra á ákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga ranga enda fari embættið hvorki með lögregluvald né sinni það rannsóknum meiriháttar skattalagabrota sem sakamála. Í því sambandi er bent á að embættið sé bundið af stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Í 7. mgr. 103. gr. þar sem vísað er til sakamálalaga felist ekki að rannsókn skattrannsóknarstjóra sé í eðli sínu sakamálarannsókn heldur sé rannsókn embættisins þvert á móti stjórnsýslurannsókn. Rannsókn skattrannsóknarstjóra sem slík sé ekki rannsókna sakamáls heldur sé með þeirri tilhögun að embættinu beri að gæta að ákvæði sakamálalaga tryggð ákveðin formfesta sem tryggi hagsmuni þeirra sem sæti rannsókn. Þá vísar kærandi til þess að samkvæmt 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 fari héraðssaksóknari með rannsókn alvarlegra brota gegn skattalögum. Auk þessi kveði 2. mgr. 22. gr. laga nr. 88/2008 á um að hjá embætti héraðssaksóknara skuli vera sérstök deild skatta- og efnahagsbrota og skuli sá eða þeir saksóknarar sem þar starfi bera starfheiti sem kennt sé við málaflokkinn. Það sé því skýrt að sakamálarannsókn í meiriháttar málum, sem mál Samherja hljóti að teljast vera, sé ekki á hendi skattrannsóknarstjóra heldur héraðssaksóknara. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ársreikningum erlendra félaga sem tengjast Samherja ehf. og skattrannsóknarstjóri hefur undir höndum í tengslum við rannsókn á málefnum félagsins. Synjun skattrannsóknarstjóra er reist á því að umrædd gögn tengist rannsókn máls sem sakamáls og þau séu því undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. <br /> <br /> Með lögum nr. 29/2021, um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð) sem tóku gildi 1. maí 2021, var embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins og verkefni þess flutt til sérstakrar einingar hjá embætti ríkisskattstjóra. Þar sem umrædd gagnabeiðni barst skattrannsóknarstjóra fyrir gildistöku laganna mun úrskurðarnefndin fjalla um kæruna á grundvelli þeirra laga sem giltu um starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins áður en embættið var lagt niður og í gildi voru á þeim tíma er beiðni kæranda um upplýsingar var afgreidd.<br /> <br /> Samkvæmt þágildandi 1. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, fór skattrannsóknarstjóri ríkisins með höndum rannsóknir samkvæmt þeim lögum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á voru lögð af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á. Í 2. til 7. mgr. greinarinnar var að finna frekari reglur um hlutverk embættisins. Þá sagði í 7. mgr. 103. gr. að við rannsóknaraðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins skyldi gætt ákvæða laga um meðferð sakamála eftir því sem við gæti átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra á rannsóknarstigi. Þá var í 1. til 4. mgr. 110. gr. laganna kveðið á um málsmeðferð sem viðhafa bar vegna ætlaðra brota samkvæmt 109. gr. þar sem mælt var fyrir um refsingar og önnur viðurlög fyrir brot á ákvæðum laganna. Ljóst er að samkvæmt þágildandi lagaumhverfi um starfsemi skattrannsókna ríkisins var honum m.a. falið að rannsaka sakamál vegna gruns um skattsvik eða önnur refsiverð brot á skattalögum í því skyni að leggja grunn að áframhaldandi refsimeðferð reynist tilefni til eftir því sem fyrir er mælt í 1. til 4. mgr. 110. gr. laga nr. 90/2003. <br /> <br /> Í gögnum málsins kemur fram að umræddra gagna hafi verið aflað í þágu rannsóknar skattrannsóknarstjóra á málefnum Samherja hf. sem sakamáls. Úrskurðarnefndin telur í ljósi framangreinds og skýringa skattrannsóknarstjóra hafið yfir vafa að umbeðin gögn lúti að rannsóknum sakamála í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til hlutverks embættis skattrannsóknarstjóra samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Því verður réttur til aðgangs að þeim ekki reistur á ákvæðum upplýsingalaga og ber því að vísa kæru vegna synjunar skattrannsóknarstjóra ríkisins frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A fréttamanns, vegna synjunar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins á beiðni um aðgang að af öllum ársreikningum erlendra félaga sem skattrannsóknarstjóri hefði undir höndum og tengjast Samherja ehf., dags. 21. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1020/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir embættið að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. Þá felldi nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila úr gildi og vísaði til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1020/2021 í máli ÚNU 20120026.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Þann 21. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, á beiðni hans frá 12. nóvember 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Í beiðninni kom fram að óskað væri eftir öllum gögnum sem staðfesti raunverulegt eignarhald félaganna og borist hafi ríkisskattstjóra á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Ríkisskattstjóri afhenti kæranda umbeðin gögn með tölvubréfi, dags. 20. nóvember 2020. Þar kom fram að til þess að tryggja að þagnarskyldar upplýsingar yrðu afmáðar með fullnægjandi hætti hefðu gögnin verið prentuð út og þagnarskyldar upplýsingar verið afmáðar handvirkt. Því næst hefðu gögnin verið skönnuð yfir á pdf. form.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. nóvember 2020, fór kærandi í fyrsta lagi fram á að gögnin yrðu afhent á upprunalegu formi. Í öðru lagi kom fram að kærandi teldi sig eiga rétt á upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem strikaðar höfðu verið út í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 935/2020. Í svari ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, kom fram að ríkisskattstjóri hefði afgreitt beiðni kæranda með þeim takmörkunum sem kveðið var á um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020. Var það mat ríkisskattstjóra að nafnverð, er fram kom í fylgigögnum tilkynninga, yrðu afmáð í ljósi niðurstöðu úrskurðarins. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé annars vegar ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda ekki umbeðin gögn nema með tilteknum upplýsingum afmáðum. Í öðru lagi snýr kæran að þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn ekki á upprunalegu, rafrænu formi. <br /> <h2> Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 22. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 14. janúar 2021, eru málavextir raktir. Í umsögninnier vísað til þess að í kæru sé því haldið fram að sambærilegar upplýsingar og þær sem afmáðar voru séu opinberar upplýsingar og því skjóti skökku við að strika út upplýsingarnar. Í því sambandi bendir ríkisskattstjóri á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 þar sem fram komi að embættinu sé skylt að strika út fjárhæðir sem fram komi í hlutafjármiðum einstaklinga. Ein þessara fjárhæða sé nafnverð hlutafjárins og því sé útstrikun ríkisskattstjóra í fullu samræmi við þær skyldur sem lagðar hafi verið á ríkisskattstjóra með úrskurðinum. <br /> <br /> Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi er í umsögninni vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. <br /> <br /> Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað hafi verið eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem um sé að ræða sömu upplýsingar, þ.e. nafnverð hlutafjár, beri embættinu að fara að niðurstöðu úrskurðarins og afmá umræddar upplýsingar. <br /> <br /> Hlutaskrárnar hafi orðið að færa á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að gögnin hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þau haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent hafi verið hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð beri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar Ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 13. febrúar 2021, við umsögn ríkisskattstjóra er í fyrsta lagi vísað til rökstuðnings kæranda sem fylgdi beiðni hans um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020. Þar kom fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá var bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi ríkisskattstjóra vísar kærandi til umsagnar hans, dags. 13. febrúar 2021, í tilefni af kæru hans í máli nr. ÚNU20120008 þar sem reyndi á sambærileg atriði. Í þeirri umsögn er áréttuð sú afstaða að afgreiðsla ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um gögn samræmist ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, m.a. eins og henni hafi verið beitt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi telji aðferð ríkisskattstjóra við að afmá umræddar upplýsingar gamaldags og vísar til þess að embættinu hefði verið fært að óska eftir ráðgjöf t.d. frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, tölvusérfræðingum eða sérfræðingum um gagnaöryggi. Kærandi vísar einnig til þess að þegar viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar úr gögnum sé mikilvægt að eins lítið sé hróflað við þeim og mögulegt sé til að þau haldist sem næst upprunalegu formi. Þá telji kærandi nauðsynlegt að árétta að þótt umfang gagna sé takmarkað hafi úrskurður um efnið fordæmisgildi. Í því sambandi bendir kærandi á að hann hafi þegar farið fram á afhendingu og fengið frekari sambærileg gögn frá ríkisskattstjóra en ekki á upprunalegu formi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Synjun ríkisskattstjóra er reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 sé embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga, þ. á m. nafnverð hlutafjárins. <br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 977/2021 frá 22. febrúar 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. <br /> <br /> Ljóst er að upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu einstaklinga sem afmáðar voru úr þeim upplýsingum, sem kærandi fékk afhentar, eru hluti af þeim fjárhæðum sem fram koma á hlutafjármiðum. Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ótvírætt að um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarin í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkisskattstjóri hefur einnig strikað yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila. Af þessu tilefni tekur nefndin fram að við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, er tekur til lögaðila, gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Af gögnum málsins og umsögn ríkisskattstjóra verður ekki séð að lagt hafi verið mat á upplýsingar um einstaka lögaðila í samræmi við ákvæði 2. málsl. áður en strikað var yfir þær upplýsingar og beiðni kæranda þar með synjað. Af þeim sökum er óhjákvæmlegt að vísa þessum þætti málsins til nýrrar meðferðar hjá ríkisskattstjóra.<br /> <br /> 2.<br /> Í öðru lagi er deilt um hvort ríkisskattstjóra hafi við afhendingu umbeðinna gagna verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta þeirra á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Þessi niðurstaða er í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 994/2021 frá 30. mars 2021 þar sem reyndi á sambærileg málsatvik.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila er felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti er ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1019/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna í máli er varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Úrskurðarnefndin taldi kæranda sem umsækjanda um að hljóta skráningu á umræddan lista aðila stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli ákvæða IV. kafla stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1019/2021 í máli ÚNU 21020012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni hennar um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. apríl 2019, óskaði kærandi eftir skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana sem skipulagsráðgjafi. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, þar sem fram kom að umsókn kæranda uppfyllti ekki skilyrði 2. tölul. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfinu var kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari upplýsingum um sérhæfingu á sviði skipulagsmála. Að fengnum frekari upplýsingum yrði tekin afstaða til umsóknar kæranda um skráningu á listann. Af gögnum málsins er ljóst að töluverð samskipti fóru fram á milli kæranda og stofnunarinnar í tengslum við umsókn kæranda í kjölfarið. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. desember 2020, óskaði kærandi eftir afhendingu afrits allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Kærandi reisti beiðni sína á ákvæðum 16. – 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu kom fram að beiðnin tæki til allra tölvupósta innan embættisins og tölvupóstsamskipta embættisins við þriðja aðila á tímabilinu 2019 til 2020 er vörðuðu málefni undir fyrrgreindu málsnúmeri, þar með talið þegar í hlut ættu nánar tilgreindir sex starfsmenn stofnunarinnar. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að dregið sé í efa að öll gögn málsins hafi verið afhent. Tekið er fram að takmarkaður aðgangur kæranda að upplýsingum hjá stofnuninni geri það að verkum að ekki sé með góðu móti hægt að glöggva sig á því hvaða meðferð mál kæranda hafi fengið hjá stofnuninni í því skyni að varpa ljósi á hvað raunverulega býr að baki þeirri afstöðu stofnunarinnar að synja kæranda um skráningu á umræddan lista. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, var kæran kynnt Skipulagsstofnun og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 25. febrúar 2021, kom fram að stofnunin hefði tekið afstöðu til beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. janúar 2021. Í tölvupóstinum hefðu verið talin upp þau gögn sem skráð væru á mál nr. 201901056 í málaskrá stofnunarinnar og vörðuðu erindi kæranda sem lytu ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um afhendingu gagna. Síðan hefði verið tekið fram að þar sem öll erindi hefðu farið á milli Skipulagsstofnunar og kæranda hefði kærandi væntanlega öll gögn undir höndum og því óþarft að taka þau sérstaklega saman og senda kæranda. Samkvæmt þessu hefði ekki verið um eiginlega synjun á gagnabeiðni kæranda að ræða. Í þessu sambandi var minnt á 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga þess efnis að heimilt væri að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefndina. Þá sagði að í tölvupósti stofnunarinnar, dags. 18. janúar 2012, til kæranda hefði verið tekið fram að bréf og tölvupóstar, sem hefðu farið á milli stofnunarinnar og kæranda yrðu prentuð úr málaskrá og send kæranda kæmi fram ósk um slíkt frá kæranda. Slík ósk hefði ekki komið fram.<br /> <br /> Þá var ítrekað af hálfu stofnunarinnar að þau gögn sem skráð væru á umrætt mál nr. 201901056 og vörðuðu erindi kæranda væru þau gögn sem nefnd væru í tölvupósti stofnunarinnar frá 5. janúar 2021.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar Skipulagsstofnunar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 4. mars 2021. Í athugasemdum kæranda er dregið í efa að öll gögn málsins hafi verið afhent. Í því sambandi er bent á að í umsögn stofnunarinnar vegna kærunnar komi fram að í svari stofnunarinnar til kæranda séu talin upp öll gögn sem varði erindi kæranda og „lúta ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um afhendingu gagna“. Það sé mat kæranda að ummælin bendi til þess að tiltekin gögn og upplýsingar séu að mati stofnunarinnar ekki talin varða erindi kæranda og lúti ekki ákvæðum laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ritaði Skipulagsstofnun tölvupóst, dags. 27. apríl 2021, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort undir umrætt mál í málaskrá stofnunarinnar væru skráð önnur gögn sem ekki lytu ákvæðum upplýsingalaga og eftir atvikum hvaða laga. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort Skipulagsstofnun liti á ákvörðun um skráningu á lista Skipulagsstofnunar, samkvæmt 8. mgr. 7. gr. skipulagslaga sem stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í svari Skipulagsstofnunar, dags. 30. apríl 2021, kom fram að á hverju ári væri stofnað safnmál í málaskrá stofnunarinnar fyrir öll erindi sem bærust um skráningu á lista yfir skipulagsráðgjafa. Á umræddu málsnúmeri væri því fjöldi skjala sem ekki varðaði erindi kæranda en sérstök mappa væri útbúin utan um erindi hvers og eins umsækjanda. Í möppu kæranda, fyrir utan þau gögn sem nefndin hefði nú þegar fengið aðgang að og vikið væri að í tölvupósti stofnunarinnar til kæranda, væri að finna vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar síðari spurningu úrskurðarnefndarinnar kom fram að synjun erindis um skráningu á listann fæli í sér að viðkomandi einstaklingur gæti ekki verið í forsvari fyrir gerð skipulagsáætlana, heldur eingöngu sinnt afmörkuðum verkþáttum skipulagsgerðar eða unnið að skipulagsgerð á ábyrgð aðila sem uppfyllti hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr., sbr. 8. mgr. sömu greinar skipulagslaga. Að sama skapi þyrfti einstaklingur að uppfylla umrædd skilyrði til að geta sinnt starfi skipulagsfulltrúa sveitarfélaga.<br /> <br /> Í kjölfarið var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umræddum vinnugögnum sem vikið var að í svari stofnunarinnar, dags. 30. apríl 2021. Umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni með tölvubréfi, dags. 3. maí 2021. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varða umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana.<br /> <br /> Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að kærandi hafi þegar undir höndum þau gögn sem beiðnin lýtur að og því sé ekki um synjun á beiðni um upplýsingar að ræða sem kæranleg sé til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og að framan greinir lagði kærandi fram umsókn um að vera skráður á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Um slíkan lista er kveðið í skipulagslögum nr. 123/2010 en þar segir í 8. mgr. 7. gr. að auk skipulagsfulltrúa sé heimilt að fela öðrum þeim sem uppfylla sömu hæfisskilyrði og skipulagsfulltrúi gerð skipulagsáætlana séu þeir á lista Skipulagsstofnunar, sbr. 9. mgr. 45. gr. laganna. Í 2. málsl. 9. mgr. 45. gr. laganna segir að í skipulagsreglugerð skuli kveðið á um útgáfu og skráningar á lista Skipulagsstofnunar yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla skilyrði 5. mgr. 7. gr. til gerðar skipulagsáætlana. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að lögum nr. 59/2014, sem færðu ákvæði 9. mgr. 45. gr. í núgildandi horf segir m.a. eftirfarandi<br /> <br /> „Er gerð tillaga um að heimilt verði að fela öðrum þeim sem uppfylla sömu hæfisskilyrði og skipulagsfulltrúar gerð skipulagsáætlana séu þeir á lista sem Skipulagsstofnun gefur út og kveðið er á um í ákvæði 9. mgr. 45. gr. laganna. Í b-lið 18. gr. frumvarps þessa er lögð til sú breyting á 9. mgr. 45. gr. að þar verði að finna heimild fyrir ráðherra til kveða á um útgáfu og skráningu á lista Skipulagsstofnunar yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. til gerðar skipulagsáætlana í skipulagsreglugerð. Í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 var gerð krafa til þeirra sem falin er gerð skipulagsáætlana að uppfylla viss hæfisskilyrði, þau sömu og skipulagsfulltrúar þurfa að uppfylla. Sams konar ákvæði er að finna í núgildandi skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Talin er þörf á að tryggja lagastoð fyrir framangreindu ákvæði skipulagsreglugerðar. Nauðsynlegt er talið að í skipulagslögum sé að finna ákvæði um að sömu hæfisskilyrði gildi fyrir skipulagsfulltrúa og aðra þá sem koma að gerð skipulagsáætlana til að tryggja fagmennsku í gerð skipulagsáætlana. Benda má á að ítarlegri kröfur eru gerðar um hæfi mannvirkjahönnuða en skipulagsráðgjafa þótt mikilvægi menntunar og reynslu sé ekki minna fyrir gerð skipulagsáætlana.“<br /> <br /> Eins og að framan greinir var við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni óskað eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til þess hvort ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um skráningu á lista yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla skilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga til gerðar skipulagsáætlana teldist ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í svari stofnunarinnar kom fram að synjun erindis um skráningu á listann fæli í sér að viðkomandi einstaklingur gæti ekki verið í forsvari fyrir gerð skipulagsáætlana, heldur gæti viðkomandi eingöngu sinnt afmörkuðum verkþáttum skipulagsgerðar eða unnið að skipulagsgerð á ábyrgð aðila sem uppfylli hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr., sbr. 8. mgr., sömu greinar skipulagslaga.<br /> <br /> Í ljósi þess lagagrundvallar sem ákvörðun Skipulagsstofnunar um skráningu byggist á svo og þeirrar afstöðu sem stofnunin hefur lýst til réttaráhrifa slíkrar ákvörðunar verður að líta svo á að stofnuninni hafi verið rétt að líta svo á að ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um slíka skráningu fæli í sér ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Sem umsækjandi um að hljóta skráningu á umræddan lista er kærandi því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og nýtur því réttar til aðgangs að gögnum þess máls samkvæmt ákvæðum IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi því utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 1. febrúar 2021, vegna afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni hennar um afhendingu allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varða umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1018/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Kærðar voru tafir á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1018/2021 í máli ÚNU 21050012. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. maí 2021, kærði A, lögmaður, f.h. B, tafir á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. mars 2021, óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum og gögnum í tengslum við ráðningu Kópavogsbæjar í starf deildarstjóra launadeildar og mannauðsstjóra Kópavogsbæjar. Kærandi ítrekaði beiðnina 6., 16. og 20. apríl 2021. Kópavogsbær svaraði beiðninni 20. apríl 2021 og upplýsti að verið væri að taka saman umbeðin gögn og þess væri að vænta að þeirri vinnu myndi ljúka í lok vikunnar. Umbeðin gögn höfðu hins vegar ekki borist þegar málið var kært.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. maí 2021, var kæran kynnt Kópavogsbæ. Í svari sveitarfélagsins, dags. 26. maí 2021, var upplýst um að beiðni kæranda um gögn tengdist ráðningu í tvö störf hjá sveitarfélaginu en kærandi var á meðal umsækjenda um störfin. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu eru kærðar þær tafir sem orðið hafa á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða ráðningu í stöðu deildarstjóra launadeildar og mannauðsstjóra hjá Kópavogsbæ en kærandi var meðal umsækjenda um starfið. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslu¬laga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upp¬lýsinga¬réttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum sam-kvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum til¬vikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og á því hin sérstaka heimild 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þegar beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga ekki við. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðar¬nefnd um upp¬lýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, f.h. B, dags. 14. maí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1017/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda, A fréttamanns, um aðgang að samningum um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðum. Synjun landlæknis var reist á því að umrædd gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru forsendur til að rengja framangreinda staðhæfingu embættisins. Ákvörðun embættis landlæknis, um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi um Moderna bóluefnið var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar þar sem fyrir lá að sóttvarnarlæknir hafði fengið samninginn sendan. Kærunni var vísað frá að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1017/2021 í máli ÚNU 21030004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 4. mars 2021, kærði A fréttamaður á RÚV afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni hans um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi, dags. 30. desember 2020, óskaði kærandi eftir að fá afrit af samskipum embættis landlæknis, þ. á m. sóttvarnalæknis, annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar sem tengjast bólusetningum við COVID-19 frá 1. nóvember 2020. Í beiðninni kom fram að óskað væri eftir bréfum og tölvuskeytum, minnisblöðum, skýrslum og öðrum gögnum sem kynnu að hafa farið á milli og tengjast kaupum og afhendingu á bóluefni, þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um bóluefnakaup, skipulagi bólusetningar, áætlunum um hvenær markmið bólusetningar gæti náðst o.s.frv. Auk þessa var óskað eftir gögnum þar sem kynni að vera fjallað um munnleg samskipti stofnananna sama efnis, t.d. fundargerðum eða minnisblöðum um símtöl. Kærandi ítrekaði beiðnina í nokkur skipti. Svar embættis landlæknis barst með tölvubréfi, dags. 4. febrúar 2021, ásamt þeim gögnum sem óskað var eftir. Í svarinu kom fram að önnur gögn sem kærandi fór fram á væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að umbeðin gögn hafi verið afhent að mestu en kærð sé ákvörðun embættis landlæknis að afhenta ekki afrit af samningum við lyfjaframleiðendur og fundargerðum starfshóps um bóluefni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæran kynnt embætti landlæknis og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn embættis landlæknis, dags. 29. mars 2021, kom fram að við frekari skoðun kærunnar og erindis RÚV liggi fyrir að málið varði samninga við lyfjaframleiðendur vegna bóluefna við COVID-19 og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni við COVID-19. Þá sagði að umrædd gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá embætti landlæknis og því væri kæranda leiðbeint um að leita til heilbrigðisráðuneytisins varðandi beiðni um aðgang að framangreindum gögnum. Loks var beðist velvirðingar á því ef svar landlæknis til kæranda hefði ekki verið nægilega skýrt að þessu leyti. <br /> <br /> Í kjölfarið óskaði úrskurðarnefndin með tölvupósti, dags. 31. mars 2021, eftir afriti af svari embættisins við beiðni kæranda. Með tölvupósti, dags. 6. apríl 2021, barst úrskurðarnefndinni afrit af svarbréfi embættisins til kæranda þar sem gerð var grein fyrir því að umrædd gögn, þ.e. samningar við lyfjaframleiðendur vegna bóluefna við COVID-19 annars vegar og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Var kæranda jafnframt leiðbeint um að leita til heilbrigðisráðuneytisins með beiðni um aðgang að umræddum gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 6. apríl 2021, var óskað eftir afstöðu kæranda til svars landlæknis. Í svari kæranda, dags. 6. apríl 2021, er m.a. bent á að í þeim tölvupóstsamskiptum sem kærandi fékk afhent kæmi fram að sóttvarnalæknir hefði með tölvupósti, dags. 3. janúar 2021, til ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, óskað eftir afriti af samningi um Moderna bóluefnið. Ekki yrði séð af þeim tölvupóstsamskiptum sem kæranda voru afhent hvort samningurinn hefði verið sendur sóttvarnalækni. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds ritaði úrskurðarnefndin embætti landlæknis tölvubréf, dags. 20. maí 2021, þar sem þess var óskað að embættið gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því hvort samningurinn vegna Moderna bóluefnisins hefði verið sendur sóttvarnalækni í kjölfar beiðni hans þar að lútandi sem vitnað er til í umræddum tölvupóstsamskiptum. Í svari embættis landlæknis, dags. 26. maí 2021, kemur fram að sóttvarnalæknir hafi fengið samninginn sendan til kynningar frá heilbrigðisráðuneytinu. Samninginn sé hins vegar hvorki að finna í skjalasafni né málaskrá embættisins. Það sé því ekki á forræði sóttvarnalæknis að svara beiðni um aðgang að samningnum sem ráðuneytið ber ábyrgð á og hafi í sínum vörslum. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að samningum um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðum starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni. Synjun embættis landlæknis er reist á því að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. <br /> <br /> Í umsögn embættis landlæknis kemur fram að kæranda hafi verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem liggi fyrir hjá embættinu. Önnur gögn sem falli undir beiðnina, þ.e. samningar um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Eins og að framan greinir upplýsti embætti landlæknis úrskurðarnefndina við meðferð málsins um að sóttvarnalæknir hefði fengið samninginn vegna Moderna bóluefnisins sendan frá heilbrigðisráðuneytinu til kynningar. Samninginn væri hins vegar hvorki að finna í skjalasafni né málskrá embættisins. <br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að embætti landlæknis líti svo á að umræddur samningur hafi ekki talist fyrirliggjandi hjá embættinu þar sem hann hafi borist sóttvarnalækni til kynningar en ekki skráður í málaskrá embættisins. Umræddur samningur sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins og því ekki sóttvarnalæknis að svara beiðni um aðgang að samningnum. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Fyrir liggur að umræddur samningur barst sóttvarnalækni í tengslum við lögbundið hlutverk hans og verður af þeim sökum að líta svo á að hann hafi talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eftir að hann barst burtséð frá því hvort samningurinn var formlega skráður í málaskrá embættisins. <br /> <br /> Afstaða embættis landlæknis virðist öðrum þræði reist á því að umræddur samningur sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins en ekki sóttvarnalæknis og því ekki hans að taka afstöðu til beiðni um afhendingu samningsins. Af því tilefni skal tekið fram að í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga er fjallað um það hvert beiðni um upplýsingar skuli beint. Í 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni. Af framangreindu leiðir að þegar fleiri en eitt stjórnvald hefur tiltekin gögn undir höndum, sem ekki tengjast töku stjórnvaldsákvörðunar, líkt og háttar til í þessu tilviki, getur borgarinn almennt valið til hvaða stjórnvalds hann leitar með gagnabeiðni. Embætti landlæknis getur þannig ekki komið sér hjá því að taka ákvörðun um afhendingu gagna með vísan til þess að umrætt gagn sé í fórum annars stjórnvalds eða á forræði þess.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður hvorki ráðið af ákvörðun embættis landlæknis né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á efni samningsins í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og hvort rétt væri að takmarka aðgang að samningnum á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að embætti landlæknis hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda að þessu leyti, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir embætti landlæknis að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Hvað önnur gögn snertir sem kunna að falla undir beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin í ljósi skýringa embættis landlæknis að ekki séu forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu að undanskildum samningi um Moderna bóluefnið sem fjallað er um hér að framan.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 4. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda, A fréttamanns á RÚV um aðgang að samningi um Moderna bóluefnið er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1016/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn. Kærunefndin taldi ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga og að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laganna sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðunar úrskurðarnefndarinnar um upplýsingamál og því bæri að vísa kærunni frá. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að stjórnvaldi sé almennt ekki heimilt að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati nefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1016/2021 í máli ÚNU 21020021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 16. febrúar 2021, kærði A synjun kærunefndar útlendingamála á beiðni hennar um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 21. janúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá afrit af öllum úrskurðum kærunefndarinnar er vörðuðu flóttabörn hvort sem þau væru fylgdarlaus eða ekki þar sem úrskurðir kærunefndarinnar væru ekki birtir á vef nefndarinnar. Í beiðninni kom fram að kærandi hefði nýlega hafið vinnu við ritun meistararitgerðar í lögfræði á sviði flóttamannaréttar og tekið fram að ekki yrðu birtar persónugreinanlegar upplýsingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 22. janúar 2021, og tók fram að kærunefndin hefði tekið þá ákvörðun að synja slíkum beiðnum um aðgang að gögnum. Þá var í svarinu vísað til þess að úrskurðir nefndarinnar væru í langflestum tilvikum birtir á vefnum. <br /> <br /> Í kæru er vísað til þess að í flestum ef ekki öllum úrskurðum sem birtir eru á vefsvæði kærunefndarinnar séu persónuupplýsingar afmáðar, þannig að ekki sé unnt að ráða um hvern er fjallað, því ætti ekki að vera mikið mál fyrir kærunefndina að afmá slíkar upplýsingar sem er að finna í óbirtum úrskurðum. Þá er vísað til þess að í 7. mgr. 6. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 komi fram að allir úrskurði kærunefndar skuli birtir á þann hátt að ekki sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. Enn fremur veiti kærunefndin engan frekari rökstuðning fyrir synjuninni. Loks er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að kærandi fái aðgang að umræddum úrskurðum svo að sem réttust niðurstaða fáist í rannsókn kæranda. Í því sambandi er vísað til 33. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fjallað er um heimildir stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum sem eru undanþegin upplýsingarétti í rannsóknarskyni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, var kæran kynnt kærunefnd útlendingamála og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Umsögn kærunefndar barst með bréfi, dags. 9. mars 2021. Í umsögninni kemur fram að kærunefndin telji ljóst af erindi kæranda til nefndarinnar og kæru til úrskurðarnefndarinnar að um sé að ræða beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svari kærunefndarinnar til kæranda hafi henni verið leiðbeint um að úrskurðir kærunefndarinnar væru birtir á netinu. Þá er vísað til þess að kærandi hefði ekki lagt fram frekari beiðnir um gögn eða að öðru leyti gefið til kynna að tilvísun til úrskurða á netinu hefði verið ófullnægjandi. Loks segir að ágreiningur um hvort stofnun nýti sér heimild til að veita aðgang að gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga sæti ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál enda heyri ágreiningsefnið ekki undir valdsvið hennar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæranda sent afrit af umsögn kærunefndar útlendingamála og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála, dags. 21. janúar 2021, á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn.<br /> <br /> 2.<br /> Í umsögn kærunefndarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kærunefndin telji ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað sé um heimild stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum sem undanþegin eru upplýsingarétti skv. II. og III. kafla, vegna rannsókna eða sambærilegrar starfsemi enda megi ætla að hægt sé að verða við umsókn án þess að skerða þá almanna- og einkahagsmuni sem ákvæðum kaflanna er ætlað að vernda. Samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál og því beri að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sætir ákvörðun stjórnvalda samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þannig fellur það utan við valdssvið úrskurðarnefndarinnar að fjalla um ákvörðun kærunefndarinnar um aðgang að gögnum samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga. Hvað sem því líður fellur það ótvírætt undir úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu til þess hvort kærunefndin hafi lagt beiðni kæranda um aðgang að gögnum í réttan farveg og jafnframt hvort ákvörðun kærunefndarinnar hafi verið reist á réttum lagagrundvelli. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin á að ákvæði 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Slíkar undanþágur frá meginreglu ber að skýra þröngt enda meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. <br /> <br /> Í upphaflegri beiðni kæranda til kærunefndar útlendingamála kemur fram að óskað sé aðgangs að öllum úrskurðum kærunefndarinnar sem varði málefni flóttabarna og vísað til þess að ekki séu allir úrskurðir birtir á vef kærunefndarinnar. Í beiðninni er ekki sérstaklega vísað til lagaákvæða en tekið fram að öflun gagnanna tengist ritun meistararitgerðar kæranda. Synjun kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda var eingöngu reist á þeirri forsendu að almennt væri beiðnum af þessum toga synjað en úrskurðarnefndin leggur þann skilningi í framangreint að með því sé vísað til beiðna á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið afstaða til beiðni kæranda um umræddar upplýsingar á grundvelli annarra ákvæða í upplýsingalögum. <br /> <br /> Meginregluna um upplýsingarétt almennings er að finna í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í 33. gr. upplýsingalaga er hins vegar mælt fyrir um sérstaka heimild stjórnvalda til að verða við beiðnum um upplýsingar vegna rannsókna eða sambærilegrar starfsemi sem annars myndu lúta leynd samkvæmt ákvæðum II. og III. kafla laganna. Í ákvæðinu er jafnframt fjallað um nánari skilyrði fyrir veitingu leyfis samkvæmt ákvæðinu og þá málsmeðferð sem stjórnvaldi ber að viðhafa.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði kaflans fela í sér undantekningarákvæði frá bannreglum II. og III. kafla sem heimilt er að beita ef hægt er að veita aðgang að skjölum án þess að raska þeim hagsmunum sem ákvæðum fyrrnefndra kafla er ætlað að vernda. Í reynd má líta á þessa heimild sem ákveðna útfærslu reglunnar um aukinn aðgang að gögnum, en hún gengur þó lengra að því leyti að samkvæmt henni er hægt að veita aðgang að gögnum sem háð eru þagnarskyldu, en þá að því tilskildu að öryggi upplýsinganna sé tryggt. Það mundi stjórnvald eftir atvikum gera með því að setja skilyrði um notkun þeirra. Gera má ráð fyrir að heimildin nýtist fyrst og fremst við fræðirannsóknir.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fela ákvæði 33. gr. upplýsingalaga í reynd í sér nánari útfærslu reglunnar um aukinn aðgang að gögnum og kemur þannig til viðbótar almennum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt til aðgangs að gögnum. Úrskurðarnefndin telur ljóst að almennt komi ekki til þess að taka þurfi afstöðu til aðgangs samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga nema fyrir liggi að einhverjar þær takmarkanir sem mælt er fyrir um í II. og III. kafla upplýsingalaga eigi við. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að stjórnvaldi sé almennt ekki fær sú leið að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Á það við jafnvel þótt ráða megi af beiðninni að hún sé sett fram í tengslum við fyrirhuguð fræðaskrif eða í rannsóknarskyni, enda ræður almennt ekki úrslitum við afgreiðslu upplýsingabeiðna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, í hvaða tilgangi hún er sett fram. Þá getur sú almenna afstaða kærunefndar útlendingamála að verða aldrei við beiðnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga ekki orðið til þess að beiðnir um aðgang að gögnum í rannsóknarskyni sé í öllum tilvikum synjað og hljóti ekki þá meðferð sem upplýsingalög áskilja. Að öðrum kosti gæti það, svo sem í tilfelli kæranda, orðið til þess að þrengja upplýsingarétt kæranda ef viðkomandi styddi beiðni sína við 33. gr. upplýsingalaga. Slík niðurstaða yrði án vafa í andstöðu við markmið ákvæðisins.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærunefndinni hafi borið að taka rökstudda afstöðu til beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> 3.<br /> Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1012/2021 verður að telja líklegt að úrskurðir kærunefndarinnar hafi flestir að geyma margvíslegar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, t.d. um heilsufar, sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda úrskurði kærunefndarinnar eftir atvikum með því að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem falla undir 1. málsl. 9. gr. Bendir nefndin í þessu sambandi á að ef þær takmarkanir sem fram koma í 9. gr. laganna eiga aðeins við um hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar bar kærunefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun á grundvelli upplýsingalaga. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að vísa kæranda á vefslóð þar sem úrskurðir nefndarinnar eru birtir og vísa til framangreindra verklagsreglna.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kærunefnd útlendingamála að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun kærunefndar útlendingamála, dags. 16. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn er felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1015/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | A fréttamaður, kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengdust samskiptum ráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Að mati úrskurðarnefndarinnar uppfylltu gögnin ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum enda fengi nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga ættu við um gögnin. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1015/2021 í máli ÚNU 21010018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með tölvupósti, dags. 21. janúar 2021, kærði A, fréttamaður á RÚV, synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með, tölvupósti, dags. 8. desember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum sem vörpuðu ljósi á samskipti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ríkisskattstjóra í tengslum við aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja. Í erindinu kom fram að óskað væri eftir öllum gögnum sem orðið hefðu til frá og með 21. maí 2020. Þar með talin samskipti sem tengdust beint eða óbeint úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020, svo og hverjum þeim gögnum sem tengdust beint eða óbeint efni fyrirspurnar fréttastofu RÚV sem fjallað var um í úrskurðinum. Jafnframt var óskað eftir öllum gögnum sem kynnu að hafa orðið til í tengslum við áðurnefnd samskipti og tengdust aðgangi almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegra eigenda.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 22. desember 2020, kom fram að einu samskipti ráðuneytisins við ríkisskattstjóra sem lytu að því sem fyrirspurnin sneri að kæmu fram í tveimur tölvupóstum. Tölvupóstarnir væru dagsettir eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál lá fyrir og fjölluðu um að fulltrúar ráðuneytisins og ríkisskattstjóra hefðu hist á fundi til að ræða úrskurðinn og hugsanleg áhrif hans. Þeir fjölluðu efnislega um tilhögun fundarhalda. Ráðuneytið liti svo á að um væri að ræða gögn sem almennt féllu undir 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þ.e. væru vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti almennings. Auk þess væri ekki um að ræða gögn sem lytu að afgreiðslu tiltekins máls. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þess efnis að afhenda ekki afrit af samskiptum ráðuneytisins við embætti ríkisskattstjóra vegna úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020. Í kærunni er einnig bent á að ekki verði séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til aukins aðgangs, eins og kveðið sé á um í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ekki hafi heldur verið leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. janúar 2021, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 21. apríl 2021, er málavöxtum lýst. Í umsögninni kemur fram að ráðuneytið líti svo á að tölvupóstar þeir sem um ræði séu vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í umsögninni er ákvæði 8. gr. upplýsingalaga rakið og athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum þar sem fram komi að til þess að gagn geti talist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Ráðuneytið telji ljóst að skilyrði þess að gagn teljist vinnugang séu öll uppfyllt. Í því sambandi er tekið fram að tölvupóstsamskiptin séu undirbúningsgögn, þ.e. þeim sé ætlað að upplýsa um ákveðna stöðu sem er uppi og koma af stað skoðun á því hvort bregðast þurfi við þeirri stöðu. Þá hafi gögnin ekki að geyma ákvörðun í tilteknu máli. Hvað varðar skilyrði um að skjal sé útbúið eða ritað af starfsmanni stjórnvaldsins sjálfs og megi ekki hafa verið afhent öðrum þá sé um að ræða tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna ráðuneytisins og ríkisskattstjóra. Ráðuneytið telji að þrátt fyrir að hér sé um að ræða tölvupósta sem útbúnir séu af sitthvoru stjórnvaldinu og farið hafi á milli þeirra þá sé um að ræða gögn sem séu þess eðlis að eðlilegt sé að hafna aðgangi að þeim, sbr. umfjöllun um ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga í athugasemdum með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. <br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi dags. 28. apríl 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tengjast samskiptum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að um sé að ræða tvo tölvupósta sem falli undir gagnabeiðni kæranda. Synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er byggð á því að tölvupóstsamskiptin teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raunhæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni tölvupóstssamskipti ráðuneytisins við ríkisskattstjóra sem dagsett eru 6. til 10. nóvember 2020. Það er mat nefndarinnar að gögnin uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Stafar það fyrst og fremst af því að gögnin uppfylla ekki það skilyrði að hafa ekki verið afhent öðrum enda um að ræða samskipti tveggja stjórnvalda. Það er því niðurstaða nefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptunum, enda fær nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um gögnin.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1014/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi og mæliblaði vegna hæðakvóta tveggja lóða. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kærenda á grundvelli upplýsingalaga og beiðnin því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar meðferðar en kærunni vísað frá að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1014/2021 í máli ÚNU 21010010.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 12. janúar 2021, kærðu A og B afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni þeirra um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 25. nóvember 2020, óskuðu kærendur eftir útgefnu graftrar/byggingarleyfi vegna Hringtúns 17 og 19. Sveitarfélagið svaraði erindi kærenda með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem fram kom að þar sem kærendur teldust ekki aðilar að umræddu máli bæri þeim að óska eftir upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og þeim leiðbeint um að senda inn beiðni um upplýsingarnar með því að fylla út eyðublað á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Kærendur ítrekuðu framangreinda beiðni sína með tölvupósti, dags. 14. desember 2020, og vísuðu til þess að þeir teldu sig aðila málsins samkvæmt nágranna/eignarétti. Því óskuðu þau eftir aðgangi að byggingarleyfi og upplýsingum um útgáfudag þess auk upplýsinga um hvenær byggingarleyfið hafi verið sent til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá var einnig óskað eftir mæliblaði sem unnið væri eftir í Hóla- og Túnahverfi. Í svari sveitarfélagsins, dags. 11. janúar 2021, var kærendum synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Í svarinu kom fram að ekki væri unnt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram byggingarleyfi sé opinbert gagn sem nauðsynlegt sé fyrir kærendur að kynna sér áður en ákvörðun verður tekin um hvort lögð verði fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitingarinnar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Dalvíkurbyggð með bréfi, dags. 25. janúar 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 15. febrúar 2021. Í umsögninni kom fram að byggingarleyfi hefði enn ekki verið gefið út vegna umræddra lóða. Þegar af þeirri ástæðu teldi sveitarfélagið kæruna ekki tæka til efnismeðferðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hvað sem því liði teldi Dalvíkurbyggð rétt að fjalla um málið út frá þeim sjónarmiðum sem væru undirliggjandi. Þá var tekið fram að í svari sveitarfélagsins til kærenda hefði mátt koma fram með skýrari hætti að leyfið hefði ekki verið gefið út en það hefði væntanlega verið til þess fallið að skýra málið nánar. <br /> <br /> Í umsögninni eru raktir málavextir í tengslum við meðferð sveitarfélagsins á máli sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún á Dalvík. Þar er áréttað að upplýsingar þær sem beiðni kærenda lúti að séu því marki brenndar að vera ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Þannig hafi engum teikningum verið skilað inn, enda ekkert byggingarleyfi verið gefið út. Kærendur bendi á í kæru til úrskurðarnefndarinnar að framkvæmdir séu þegar hafnar á umræddum lóðum. Tekið er fram að það sé ekki rétt enda þær framkvæmdir einungis á grundvelli greinar 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í nefndri grein sé sveitarfélagi veitt heimild til þess að gefa framkvæmdaraðila leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdarsvæði án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út. Það leyfi hafi verið gefið út 16. nóvember 2020 en þar komi skýrt fram að eingöngu sé um að ræða „greftrarleyfi“ og að frekari framkvæmdir séu háðar útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í áðurnefndri grein 2.4.4 í byggingarreglugerð. Að öllu virtu byggi Dalvíkurbyggð á því að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Komi fram ósk frá kærendum um aðgang að þeim gögnum sem til eru vegna þeirra framkvæmda sem átt hafi sér stað á lóðunum við Hringtún 17 og 19 fái slík beiðni hefðbundinn framgang innan sveitarfélagsins.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var send kærendum, með bréfi, dags. 15. mars 2021, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kærenda, dags. 15. mars 2021, eru gerðar athugasemdir við að ekki hafi fyrr komið fram að byggingarleyfi hafi ekki enn verið gefið út. Sveitarfélagið hafi fyrst viðurkennt það í tengslum við kærur kærenda til annars vegar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og hins vegar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá eru gerðar athugasemdir við að kærendum hafi ekki verið leyft að kynna sér gögn sem lágu til grundvallar leyfi til könnunar á jarðvegi og mæliblað vegna hæðakvóta en því hafi verið hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Kærendur telja lög hafa verið brotin við meðferð málsins í tengslum við umræddar framkvæmdir á lóðunum og telja sveitarfélagið alls ekki hafa reynt að upplýsa um neitt eins og haldið sé fram í umsögn sveitarfélagsins. Jafnframt kemur fram að kærendur hafi kært útgáfu byggingarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi vegna Hringtúns 17 og 19 og mæliblaði vegna hæðakvóta sömu lóða. Dalvíkurbyggð heldur því fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu enda hafi ekkert byggingarleyfi verið gefið út.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir kemur fram í umsögn sveitarfélagsins að byggingarleyfi sé ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu enda hafi það enn ekki verið gefið út. Í ljósi skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrætt gagn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. <br /> <br /> <br /> <br /> 2.<br /> <br /> Í málinu er einnig deilt um rétt kærenda til aðgangs að mæliblaði fyrir hæðakvóta í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík. Hvorki verður ráðið af synjun sveitarfélagsins né umsögn þess til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tekin hafi verið afstaða til réttar kæranda til aðgangs að gagninu. <br /> <br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði nefndin, með tölvupósti, dags. 17. maí 2021, eftir upplýsingum frá lögmanni sveitarfélagsins um hvort tekin hefði verið afstaða til réttar kæranda til aðgangs að mæliblaðinu og sveitarfélaginu jafnframt veitt færi á að koma á framfæri frekari röksemdum teldi það tilefni til. Í svari frá lögmanni sveitarfélagsins, dags. sama dag, kom fram að hann vissi ekki betur en að gagnið hefði legið fyrir þegar beiðni kæranda barst. Hins vegar yrði ekki séð að það félli undir beiðni kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samskipti kærenda við sveitarfélagið. Í tölvupósti kærenda, dags. 14. desember 2020, þar sem kærendur ítreka upphaflega beiðni sína frá 25. nóvember 2020 um aðgang að upplýsingum, kemur m.a. fram að þeir óski eftir afriti af mæliblaði sem unnið sé eftir í Hóla- og Túnahverfi. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að beiðni kærenda hafi m.a. lotið að umræddu mæliblaði. <br /> <br /> 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum beri að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Eins og fyrr segir verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gangabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Dalvíkurbyggðar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda að þessu leyti, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Dalvíkurbyggðar, dags. 11. janúar 2021 um að synja kærendum, A og B, um aðgang að mæliblaði fyrir hæðakvóta í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík, er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar. Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1013/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | A blaðamaður, kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist fyrst og fremst á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir ríkislögmann að veita aðgang að stefnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1013/2021 í máli ÚNU 20120022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ríkislögmanns, dags. 8. desember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af stefnu í málum sem fyrirtækið Nitro Sport ehf. höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Í svari ríkislögmanns, dags. 15. desember 2020, kemur fram að ríkislögmaður hafi óskað eftir afstöðu stefnanda til afhendingar stefnunnar og að stefnandi sé mótfallinn því að afrit hennar verði afhent. Ríkislögmaður tekur fram að í stefnunni sé gerð krafa um ógildingu á úrskurði yfirskattanefndar um ákvörðun aðflutningsgjalda á ökutæki sem stefndandi hafi flutt inn. Úrskurðurinn hafi verið birtur á heimasíðu nefndarinnar en nafn félagsins verið afmáð.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem fram komi í stefnu í máli E-3021/2020 séu að miklu leyti þær sömu og þær upplýsingar sem fram komi í framangreindum úrskurði yfirskattanefndar. Um sé að ræða upplýsingar um innflutning stefnanda á ökutækjum sem séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins. Með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sé það afstaða embættis ríkislögmanns að óheimilt sé að veita aðgang að slíkum upplýsingum. Það er einnig afstaða embættisins að ekki sé unnt að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda komi þær upplýsingar sem njóta verndar 9. gr. upplýsingalaga svo víða fram í skjalinu. Þá kemur einnig fram að það sé afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um gögn sem lögð séu fram í dómi og séu í vörslu dómstóla, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 928/2020 sem varði aðgang að stefnum í málum þriggja félaga varði ekki sambærilegar aðstæður og í þessu máli. Úrskurðir yfirskattanefndar í þeim málum hafi verið birtir en nöfn félaganna afmáð. Hins vegar hafi nöfn félaganna verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar og upplýsingarnar því í reynd gerðar opinberar með lögmætum hætti. Að því leytinu sé mál þetta ólíkt. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi vísi til sömu raka og teflt var fram af hans hálfu í tengslum við fyrri kærur hans vegna afgreiðslu ríkislögmanns, þ.e. í málum nr. 886/2020 og 928/2020. Af því má ráða að kærandi telji afstöðu ríkislögmanns ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Ríkislögmaður hafi látið nægja að leita afstöðu eigenda félagsins en ekki metið hvort tilefni væri til að afhenda hluta af stefnunum. Kæranda þyki ríkislögmaður því ekki hafa afgreitt erindið með fullnægjandi hætti og telji rétt að ríkislögmanni verði gert að afgreiða erindið aftur og taka efnislega afstöðu til þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> 1.<br /> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 19. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 13. janúar 2021, segir að ákvörðun um að synja beiðni kæranda byggi fyrst og fremst á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða upplýsingar um viðskipta- og fjárhagsmuni sem falli þar undir. Þá liggi fyrir að forsvarsmenn stefnda leggist gegn afhendingu stefnunnar. Þá er vísað til þess að úrskurður yfirskattanefndar sem stefndi krefst ógildingar á hafi verið birtur á vef yfirskattanefndar en nöfn félagsins verið afmáð úr úrskurðinum. Þær upplýsingar sem fram komi í stefnu séu að miklu leyti þær sömu og þær upplýsingar sem fram komi í úrskurði yfirskattanefndar. Um sé að ræða upplýsingar um innflutning Nitro Sport ehf. á ökutækjum sem séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar og samkeppnisstöðu félagsins og njóti verndar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það afstaða ríkislögmanns að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 928/2020 sem varði aðgang að stefnum í málum þriggja félaga varði ekki sambærilegar aðstæður og í þessu máli. Úrskurðir yfirskattanefndar í þeim málum hafi verið birtir en nöfn félaganna afmáð. Hins vegar hafi nöfn félaganna verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar og upplýsingarnar því í reynd gerðar opinberar með lögmætum hætti. Þá hafi ríkislögmaður ekki talið unnt að veita aðgang að skjalinu að hluta enda komi upplýsingar sem njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga fram svo víða í skjalinu. Loks er fyrri afstaða ríkislögmanns áréttuð þess efnis að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem séu hluti af málskjölum í dómsmáli og vísað um það til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 20. janúar 2021, bendir kærandi á að úrskurður í máli stefnanda hafi verið birtur á vef yfirskattanefndar. Af heimasíðu félagsins megi ráða að stefndi flytji inn og selji m.a. mótorhjól, fjórhjól og tengdan varning. Ekki þurfi annað en að slá inn orðið fjórhjól á vefsíðu yfirskattanefndar til að sjá að fjöldi mála sem varði tollflokkun slíkra gripa hafi ratað til yfirskattanefndar. Í því sambandi telur kærandi upp málsnúmer 11 slíkra úrskurða sem birtir eru á vef nefndarinnar. Bent er á að í úrskurðum yfirskattanefndar sé heiti umræddra tegunda getið og því þurfi ekki langan samanburð á úrskurðunum og vef stefnda til að finna út hvaða úrskurður eigi við um stefnda. Kærandi áréttar einnig að 9. gr. upplýsingalaga sé undantekning sem túlka beri þröngt. Með vísan til markmiða upplýsingalaga, og laga um fjölmiðla nr. 38/2011, og hlutverks fjölmiðla samkvæmt þeim lögum, telji kærandi að við mat á því hvort afhenda beri umrædda stefnu beri að veita þeim sjónarmiðum aukið vægi við mat á því hvort upplýsingar í stefnunni falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá dregur kærandi í efa að afmá þurfi svo stóran hluta hennar að unnt sé að synjað aðgang að skjalinu í heild sinni.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að stefnu í máli sem félagið Nitro Sport ehf. höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. maí 2020.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem séu hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að slíkum gögnum fari samkvæmt 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki verði séð að synjun ríkislögmanns í máli þessu sé beinlínis reist á þessari afstöðu telur úrskurðarnefndin engu að síður rétt að vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 885/2020, 886/2020, 928/2020 og 1007/2021 um að ekki standi rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli. Í úrskurðunum er vakin athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli. Í dómi Hæstaréttar frá 15. apríl sl. í máli nr. 7/2021 er auk þess áréttað <br /> að upplýsingalög mæli um sjálfstæðan rétt almennings til aðgangs að gögnum sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum eða öðrum sem lögin taka til og varða tiltekið mál og að reglur réttarfars, í því tilviki um öflun skjala undir rekstri dómsmáls, girði ekki fyrir að aðili geti nýtt sér rétt til öflunar gagna eða upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er fyrst og fremst reist á því að stefnan innihaldi upplýsingar sem séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Stefnandi í málinu sé auk þess mótfallinn afhendingu stefnunnar. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Rétt er að taka fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál horft til þess að ekki sé almennt hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Ljóst er að úrskurður yfirskattanefndar sem krafist er ógildingar á í umræddri stefnu hefur verið birtur á vef yfirskattanefndar. Í úrskurðinum er öllum málsatvikum lýst, ákvörðunum ríkisskattstjóra, sem og kröfum stefnanda og málsástæðum. Nafn stefnanda er hins vegar afmáð í hinum birta úrskurði. Eins og vísað er til í umsögn ríkislögmanns hefur nafn stefnanda ekki verið birt á vettvangi dómstóla enda liggur enn ekki fyrir dómur í málinu. Þannig hafa ekki allar upplýsingar í stefnunni verið birtar opinberlega líkt og háttaði til í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 928/2020 og vísað er til í umsögn ríkislögmanns. Gilda því ekki sömu sjónarmið varðandi stefnuna sem um er deilt í þessu máli. Verður því að leggja mat á efni stefnunnar með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir einkaaðila sem stefnt hefur íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað hanssé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnan sem kærandi hefur óskað eftir hefur að geyma kröfur og málatilbúnað sem varða lögmæti ákvarðana skattyfirvalda. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnuna sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunni er krafist ógildingar á úrskurði yfirskattanefndar í máli nr. 187/2018 þar sem staðfestur var úrskurður tollstjóra frá 7. desember 2017 um að hafna kröfum stefnanda um leiðréttingu á álagningu aðflutningsgjalda vegna innflutnings á 20 ökutækjum stefnanda. Þá er jafnframt krafist endurgreiðslu á þeirri fjárhæð sem stefnandi greiddi í aðflutningsgjöld vegna innflutnings ökutækjanna. Dómsmálið sem um ræðir varðar þannig ágreining um lögmæti ákvarðana skattyfirvalda sem snúa að tollflokkun innflutnings ökutækja stefnanda. Í stefnunni koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Varðar málatilbúnaður stefnanda í grunninn það í hvaða vörulið tollskrár beri að flokka umrædd ökutæki sem álagning aðflutningsgjaldanna snýr að. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar sem varða fjárhagsstöðu fyrirtækisins. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er synjun embættisins fyrst og fremst rökstudd með vísan til þess að upplýsingar um innflutning stefnanda á ökutækjum séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar og samkeppnisstöðu félagsins. Að öðru leyti er ekki rökstutt hvernig þær upplýsingar sem fram koma í stefnunni séu þess eðlis að þær geti valdið stefnanda tjóni í skilningi 9. gr. Úrskurðarnefndin fellst ekki á að slíkar upplýsingar verði felldar undir 9. gr. upplýsingalaga einar og sér. Úrskurðarnefndin fær þannig ekki séð að í stefnunni sé að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda sem til þess eru fallnar að valda stefnanda tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu hjá ríkislögmanni.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, blaðamanni hjá Viðskiptablaðinu aðgang að stefnu í máli Nitro Sport ehf. gegn íslenska ríkinu í máli E-3021/2020.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1012/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni blaðamanns um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar á tilgreindu tímabili. Kærunefndin brást við beiðni kæranda með því að vísa á heimasíðu kærunefndarinnar þar sem eingungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir var birtur. Úrskurðarnefndin tók fram að við slíkar aðstæður bæri kærunefndinni að taka rökstudda afstöðu til þeirra gagna sem út af stæðu með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati úrskurðarnefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1012/2021 í máli ÚNU 21020026. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 22. febrúar 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að synja beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 18. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá afrit af öllum úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020. Í því sambandi vísaði kærandi til 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Kærunefnd útlendingamála svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 18. febrúar 2021, með því að vísa til þess að úrskurðir nefndarinnar væru birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærunefnd útlendingamála hafi aðeins birt einn úrskurð það sem af er árinu 2021. Þá er bent á að verulega hafi dregið úr tíðni birtra úrskurða eftir að vinnureglur kærunefndarinnar varðandi birtingu úrskurða tóku gildi 1. júní 2020. Þetta sé staðan þrátt fyrir að tölfræði sem birt er á vef nefndarinnar sýni að málum fari fjölgandi. Kærandi telji því yfirgnæfandi líkur á að vinnureglur kærunefndarinnar hafi leitt til þess að fjöldi úrskurða bíði birtingar eða verði hugsanlega ekki birtur. Kærandi tekur einnig fram að hann telji að vinnureglurnar dragi úr gegnsæi í stjórnsýslu og trausti almennings á henni vegna takmörkunar á upplýsingarétti og aðhaldi fjölmiðla og almennings.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, var kæran kynnt kærunefnd útlendingamála og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Umsögn kærunefndar barst með bréfi, dags. 9. mars 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og rakið að kæranda hafi með bréfi, dags. 18. febrúar 2021, verið leiðbeint um að úrskurðir kærunefndarinnar séu birtir á vef Stjórnarráðsins. Þá kemur fram að kæranda hafi verið vísað á verklagsreglur um birtingu úrskurða kærunefndarinnar á netinu. Afgreiðsla kærunefndarinnar á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðni hans í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Afgreiðslan hafi falið í sér ábendingu, í samræmi við 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. Þá er í umsögninni gerð grein fyrir tilurð og innihaldi verklagsreglna kærunefndarinnar um birtingu úrskurða á netinu. Þær hafi að geyma stöðluð fyrirmæli til starfsfólks um framkvæmd birtingar úrskurða kærunefndarinnar. Úrskurðir kærunefndarinnar innihaldi nánast alltaf upplýsingar um einkamálefni sem nefndin fái frá kærendum í trausti þess að þessar upplýsingar berist ekki annað. Þarna séu upplýsingar um fjölskylduhagi, andlegt og líkamlegt heilsufar, erfiða atburði sem kærandi kveðist hafa upplifað í heimaríki, málefni barna o.fl. sem teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 1. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Af þeim sökum þurfi að gæta sérstakrar varúðar við birtingu þessara upplýsinga til að tryggja að þær séu ekki persónugreinanlegar. Í upphafi máls umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá íslenskum stjórnvöldum sé þeim heitið trúnaði um það sem fram muni koma af þeirra hálfu. Umsækjendur hafi því réttmætar væntingar til þess að þessum upplýsingum verði ekki dreift. Þá er vísað til þess að löggjafinn hafi enn fremur gefið út þau fyrirmæli að nöfn, kennitölur, og önnur persónugreinanleg auðkenni skuli fjarlægð úr úrskurðum fyrir birtingu. Þá er því lýst að verklagsreglurnar hafi verið unnar í samráði við persónuvernd, lögmann sem sérhæfir sig í persónuvernd og formenn annarra nefnda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæranda sent afrit af umsögn kærunefndar útlendingamála og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, á beiðni kæranda um aðgang að öllum úrskurðum kærunefndar útlendingamála sem kveðnir voru upp frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 en í svari til kæranda var honum bent á vefsíðu nefndarinnar þar sem úrskurðir eru birtir auk þess sem vísað var til verklagsreglna nefndarinnar um birtingu úrskurða. Í umsögn kærunefndarinnar er því haldið fram að afgreiðsla nefndarinnar hafi ekki falið í sér synjun á beiðni kæranda í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndarinnar enda hafi svar nefndarinnar falið í sér ábendingu um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 3. mgr. 5. gr. segir hins vegar að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. Þegar hins vegar þannig háttar til að einungis hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að hafa verið birt með þessum hætti ber stjórnvaldinu að leggja mat á þau gögn sem út af standa með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir liggur fyrir að einungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir hafa verið birtir á vef kærunefndarinnar. Þá verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að þeim úrskurðum sem ekki eru birtir, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Fallast má á það með kærunefnd útlendingamála að úrskurðir kærunefndarinnar hafi að öllum líkindum margir að geyma margvíslegar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, t.d. um heilsufar, sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda úrskurði kærunefndarinnar eftir atvikum með því að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem falla undir 1. málsl. 9. gr. Bendir nefndin í þessu sambandi á að ef þær takmarkanir sem fram koma í 9. gr. laganna eiga aðeins við um hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Afstaða kærunefndarinnar til upplýsingabeiðninnar virðist jafnframt vera reist á ákvæðum verklagsreglna sem kærunefndin hefur sett sér varðandi birtingu úrskurða. Verklagsreglurnar fela í sér nánari útfærslu á 7. mgr. 6. laga nr. 80/2016, um útlendinga, þar sem fjallað er um skyldu kærunefndarinnar til að birta úrskurði sína opinberlega. Þannig fjalla ákvæði 7. mgr. 6. gr. lagannaog þær verklagsreglur sem kærunefndin hefur sett starfsemi sinni, um tilhögun birtingar kærunefndarinnar á úrskurðum sínum að eigin frumkvæði en ekki einstaklingsbundinn rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá nefndinni. Um slíkar beiðnir fer sem fyrr segir samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga nema annað leiði af ákvæðum sérlaga. Þrátt fyrir að í vinnureglunum kunni að endurspeglast tiltekið almennt mat á þeim andstæðu hagsmunum sem vegast á við mat á því hvort og þá í hvaða mæli birta beri úrskurði kærunefndarinnar getur slíkt ekki komið í stað þess atviksbundna mats sem upplýsingalög áskilja að fram fari í tilefni af upplýsingabeiðni. Rétt er að taka fram að það fellur utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjalla um hvernig kærunefndin framfylgir þeirri skyldu að birta úrskurði að eigin frumkvæði sem fram kemur í 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, og þar með hvort umræddar verklagsreglur samrýmist ákvæðum laga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar bar kærunefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun á grundvelli upplýsingalaga. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að vísa kæranda á vefslóð þar sem úrskurðir nefndarinnar eru birtir og vísa til framangreindra verklagsreglna.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kærunefndar útlendingamála að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda, um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p> |
1011/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki væri skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1011/2021 í máli ÚNU 21050007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 1. apríl 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Þann 26. apríl 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. <br /> <br /> Í kæru, dags. 28. apríl 2021, kemur fram að kærandi óski þess að Herjólfi iohf. verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. Með kærunni fylgdi svar forsætisráðuneytisins við erindi kæranda, dags. 29. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingalög gildi um Herjólf ohf. og að félagið sé ekki að finna á lista yfir lögaðila sem eru undanþegnir ákvæðum upplýsingalaga. Jafnframt er í kærunni gerð sú krafa að þau erindi sem úrskurðarnefndin hefur vísað frá á hendur Herjólfi ohf. verði tekin til úrskurðar á ný.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf þerna og háseta á Herjólfi. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ohf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Af þessu leiðir að þrátt fyrir að starfsemi Herjólfs ohf. falli vissulega undir gildissvið upplýsingalaga líkt og kærandi vísar til þá hefur löggjafinn ákveðið að undanskilja sérstaklega tilteknar upplýsingar upplýsingarétti almennings í tilviki slíkra lögaðila, þ. á m. upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá Herjólfi ohf.<br /> <br /> Í kærunni er þess jafnframt krafist að úrskurðarnefndin endurskoði fyrri úrskurði nefndarinnar þar sem kærum kæranda á hendur Herjólfi ohf. hefur verið vísað frá. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1000/2021 sem kveðinn var upp þann 28. apríl 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins. Úrskurðarnefndin lítur svo að beiðni kæranda hafi þegar verið afgreidd með fyrrgreindum úrskurði. Af þeim sökum er beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 26. apríl 2021, á beiðni A um nöfn umsækjenda um störf þerna og háseta á Herjólfi.<br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1010/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 979/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1010/2021 í máli ÚNU 21030017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um afhendingu gjaldskrár Herjólfs ohf. Í málinu lá fyrir að Herjólfur ohf. hefði svarað kæranda og vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg var til úrskurðarnefndarinnar var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 4. mars 2021, kemur fram að gjaldskrá fyrir gámaflutninga sé ekki opinber á vefsvæði félagsins. Það séu hagsmunir íbúa sveitarfélagsins að geta kynnt sér slíkar upplýsingar. Þá sé það ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu gegn þeim sem leita réttar síns til upplýsingaöflunar hjá opinberum aðilum. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og úrskurði kæranda í vil. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 979/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Ekki verður annað séð en að krafa kæranda um endurupptöku málsins sé á því byggð að niðurstaða þess hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 4. mars 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1009/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda tveggja lögaðila. Úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að afmá tilteknar upplýsingar varðandi annað félaganna. Nefndin vísaði öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Þá vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1009/2021 í máli ÚNU 20120029.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 29. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, á beiðni hans frá 23. nóvember 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda félaganna B ehf. og C ehf.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna B ehf. og C ehf. frá upphafi skráningar. Óskað var eftir öllum gögnum sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda félaganna og borist hefðu ríkisskattstjóra á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Jafnframt var óskað eftir gögnum sem ríkisskattstjóri kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði og upplýsinga sem félögin kynnu að hafa veitt. Þá óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem tengdust því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka, að því er virðist í október 2020. Óskað var eftir bréfaskiptum við skiptastjóra, forsvarsmenn félagsins og aðra. Einnig fylgigögnum á borð við beiðni um gjaldþrotaskipti og gjaldþrotaúrskurðinum sjálfum og frekari gögnum sem kynnu að eiga við.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri afhenti kæranda umbeðin gögn varðandi skráningu raunverulegs eignarhalds B ehf. með, tölvubréfi, dags. 2. desember 2020. Þar kom fram að til þess að tryggja að þagnarskyldar upplýsingar yrðu afmáðar með fullnægjandi hætti hefðu gögnin verið prentuð út og þagnarskyldar upplýsingar verið afmáðar handvirkt. Því næst hefðu gögnin verið skönnuð yfir á pdf. form. Í svari ríkisskattstjóra varðandi félagið C ehf. kom fram að sá einstaklingur sem væri skráður raunverulegur eigandi félagsins hefði verið skiptastjóri þess og farið á þeim tíma með forræði búsins. Ríkisskattstjóri hefði skráð hann sem raunverulegan eiganda á grundvelli hlutverks hans sem skiptastjóra. Samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingarblaði lauk skiptum á félaginu 24. september 2020 með því að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess. Engin ný tilkynning hefði borist ríkisskattstjóra um breytingu á skráningu raunverulegs eignarhalds. Fyrirtækjaskrá hefði óskað eftir því við félagið að það leiðrétti skráninguna. Hvað varðar umbeðin gögn er snúa að gjaldþrotaskráningu C ehf. kom fram í svari ríkisskattstjóra að þau féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Af þeim sökum var beiðni kæranda varðandi þau gögn synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda hluta gagna varðandi félagið B ehf. með því að afmá tilteknar fjárhæðir. Auk þess var kærð sú ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda þau gögn sem hafa að geyma útstrikanir ekki á upprunalegu, rafrænu formi. Þá laut kæran að synjun ríkisskattstjóra á að afhenda gögn sem vörpuðu ljósi á raunverulegt eignarhald C ehf., þar með talið beiðni ríkisskattstjóra um leiðréttingu á skráningu, sem minnst var á í svari ríkisskattstjóra til kæranda. Loks var kærð synjun ríkisskattstjóra á afhendingu gagna sem tengjast því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka. </p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar auk þeirra gagna sem kæran laut að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. janúar 2021, eru málavextir raktir og afstaða tekin til röksemda kæranda. Þar kemur m.a. fram varðandi raunverulegt eignarhald C ehf. að engin fylgigögn liggi fyrir að baki skráningu C ehf. Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi er í umsögninni vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. <br /> <br /> Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem um ræði séu hlutafjármiðar og vottorð úr fyrirtækjaskrá Möltu þar sem tilgreind eru númer vegabréfa og nafnvirði hlutafjár. Í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar segi að skylda til að afhenda gögn varðandi raunverulegt eignarhald eigi ekki við um afrit af vegabréfum eða fjárhæð hlutafjármiða.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri hafi orðið að færa gögnin á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að gögnin hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þau haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Varðandi þann þátt kærunnar er snýr að því að C ehf. hafi verið skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá er áréttað að umrædd gögn falli undir sérstaka þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Gögnin sem óskað er eftir falli undir sérstaka þagnarskyldu og séu gögn sem leynt skuli fara og varði m.a. efnahag gjaldenda. Fallist nefndin hins vegar ekki á að gögnin falli undir framangreind ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 er byggt á því að gögnin séu gögn sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari. Þá er upplýst að gjaldþrotaúrskurðurinn sé ekki varðveittur hjá embættinu og því ekki unnt að afhenda hann.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda, með bréfi, dags. 27. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. febrúar 2021, við umsögn ríkisskattstjóra er í fyrsta lagi vísað til rökstuðnings kæranda sem fylgdi beiðni hans um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020. Þar kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá gerir kærandi athugasemdir við að engin gögn liggi að baki skráningu félagsins C ehf. og telur að ætla megi að skráningin hafi verið byggð á einhverjum gögnum. Þá er ítrekuð ósk hans um aðgang að bréfi því sem ríkisskattstjóri sendi félaginu þar sem farið er fram á að skráning raunverulegs eignarhalds þess verði leiðrétt. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að hann telji sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki eiga við um starfsemi fyrirtækjaskrár. Kærandi bendir einnig á að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting umbeðinna upplýsinga myndi valda félaginu tjóni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði skipta máli að skráningin hafi verið afturkölluð beri að mati kæranda að líta til þess að líkur á því að afhending gagnanna valdi félaginu tjóni hljóti að teljast takmarkaðar enda félagið eignarhaldsfélag sem virðist ekki hafa neina starfsemi. Eini tilgangurinn virðist vera að vera milliliður í ógagnsæju eignarhaldi á jörðinni […]. Í því sambandi er bent á að almennt gildi sú regla að upplýsingar um eignarhald jarða og annarra fasteigna séu opinberar. Hér sé um það að ræða að eigandi jarðar hefur komið eignarhaldi fyrir í gegnum röð félaga og endi slóð eignarhaldsins í Lúxemborg. Synjun ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum sem gjaldþrotaskráning C ehf. hafi verið byggð á sé að mati kæranda til þess fallin að auka leynd um eðli eignarhalds jarðarinnar […]. Því getur að mati kæranda ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að þau gögn sem óskað var eftir fari leynt.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins B ehf. Nánar tiltekið er um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra er reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 sé embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. <br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum og upplýsingum um vegabréfsnúmer með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 977/2021 frá 22. febrúar 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ótvírætt að um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds C ehf. Hvað varðar gögn er snúa að skráningu raunverulegra eigenda kemur fram í umsögn ríkisskattstjóra að engum fylgigögnum sé til að dreifa sem varpi ljósi á raunverulegt eignarhald þess. Skráður raunverulegur eigandi sé fyrrum skiptastjóri félagsins. Eftir að allar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess hafi engin leiðrétting borist ríkisskattstjóra á raunverulegu eignarhaldi þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ekki séu forsendur til að rengja þær staðhæfingar ríkisskattstjóra að engin fyrirliggjandi gögn hafi legið fyrir varðandi raunverulegt eignarhald félagsins þegar beiðni kæranda var lögð fram. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir gögn að þessu leyti liggur fyrir að ríkisskattstjóri átti í bréfaskiptum við fyrirsvarsmann C ehf. þar sem farið var fram á að félagið skilaði inn upplýsingum um raunverulega eigendur félagsins. Um er að ræða tölvupóst, dags. 25. nóvember 2020, þar sem farið er fram á að félagið leiðrétti skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. Með bréfi, dags. 21. janúar 2021, var beiðnin ítrekuð og því beint til félagsins að leiðrétta umrædda skráningu. <br /> <br /> Ljóst er að umrædd gögn urðu til eftir að beiðni kæranda um upplýsingar var lögð fram og ekki fyllilega ljóst hvort ríkisskattstjóri hafi litið svo á að þau féllu undir upplýsingabeiðni kæranda. Þannig verður ekki séð að ríkisskattstjóri hafi lagt mat á gögnin og tekið afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að umræddum gögnum. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. <br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi er deilt um ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja afhendingu gagna sem tengjast því að félagið C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá árið 2019 og því að sú skráning var síðar dregin til baka. Um er að ræða kröfulýsingu ríkisskattstjóra, dags 13. janúar 2020, vegna opinberra gjalda í þrotabú félagsins, þar sem er að finna yfirlit yfir þing- og sveitarsjóðsgjöld, og tilkynningu ríkisskattstjóra, dags. 27. apríl 2020, um afturköllun kröfulýsingar og samskipti ríkisskattstjóra og fyrirsvarsmann félagsins í tengslum við kröfulýsingu ríkisskattstjóra.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, leiði til þess að ekki sé heimilt að afhenda gögnin.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt upplýsingum sem aflað var hjá ríkisskattstjóra stafa umrædd gögn frá lögfræðiinnheimtu ríkisskattstjóra en tengjast ekki fyrirtækjaskrá og hafa ekki verið send þangað. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin ekki hægt að leggja annað til grundvallar en að um sé að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. <br /> <br /> Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um kröfulýsingu ríkisskattstjóra í þrotabú vegna innheimtu opinberra gjalda sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni að þessu leyti frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 4.<br /> Loks er deilt um hvort ríkisskattstjóra hafi við afhendingu umbeðinna gagna varðandi raunverulegt eignarhald B ehf. verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta þeirra á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt að grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Þessi niðurstaða er í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 994/2021 frá 30. mars 2021 þar sem reyndi á sambærileg málsatvik.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. <br /> <br /> Kæru kæranda varðandi aðgang að gögnum í tengslum við skráningu C ehf. sem gjaldþrota er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1008/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Kæran laut að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda. Af kæru kæranda sem var afar óljós, mátti hvorki ráða að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún laut né hvenær hún var lögð fram. Með hliðsjón af fjölda beiðna kæranda til sveitarfélagsins og þess að kærandi brást ekki við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beindist í þessu máli, taldi úrskurðarnefndin sér ekki fært að úrskurða hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar hafi verið að ræða. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1008/2021 í máli ÚNU 20110030.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit við nefndina að félagsþjónustan í Vestmannaeyjum yrði úrskurðuð til að veita umbeðnar upplýsingar. Engin frekari gögn eða upplýsingar fylgdu kærunni. Í því skyni að öðlast gleggri mynd af efni kærunnar ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem þess var farið á leit við kæranda að hann skýrði frekar að hverju hún lyti, þ.e. hvort og þá að hvaða ákvörðun sveitarfélagsins hún sneri. Þá var þess óskað að kærandi sendi nefndinni afrit af upplýsingabeiðni sinni til sveitarfélagsins og eftir atvikum svar þess ef það lægi fyrir.<br /> <br /> Þann 12. apríl 2021 barst úrskurðarnefndinni svar kæranda. Í svarinu kom fram að kærandi sendi úrskurðarnefndinni undantekningarlaust afrit af erindum til viðkomandi stjórnvalds. Það væri hlutverk úrskurðarnefndarinnar að úrskurða í samræmi við lög. Engar frekari upplýsingar eða gögn fylgdu svarbréfi kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. maí 2021, til Vestmannaeyjabæjar var óskað upplýsinga um hvort sveitarfélaginu hefði borist erindi varðandi félagsþjónustuna í nóvember 2020 og eftir atvikum hvort því hefði verið svarað. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. sama dag, kom fram að sveitarfélaginu bærust að meðaltali 30 bréf á mánuði frá kæranda. Einhver erindanna vörðuðu félagsþjónustu sveitarfélagsins og því væri nauðsynlegt að vita að hvaða erindi kæran beindist í því skyni að ganga úr skugga um hvort og þá með hvaða hætti honum kynni að hafa verið svarað.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af kæru verður ráðið að hún beinist að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Til þess að úrskurðarnefndinni sé fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni sé að ræða þurfa ákveðnar lágmarksupplýsingar að liggja fyrir. Þannig er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar annars vegar um hvenær beiðni kæranda var lögð fram og hins vegar hvort hugsanlega hafi verið brugðist við henni af hálfu sveitarfélagsins. Það leiðir af ákvæðum stjórnsýslulaga að úrskurðarnefndinni er almennt ekki fært að vísa kæru rakleiðis frá á þeim grundvelli að efni hennar sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst. Við þær aðstæður ber nefndinni með vísan til leiðbeiningarreglu 7. gr. og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til að veita kæranda færi á að bæta úr annmarkanum. Sinni kærandi ekki tilmælum kærustjórnvalds um að bæta úr eða leggja fram nauðsynlegar upplýsingar þrátt fyrir slíkar leiðbeiningar kann nefndinni hins vegar að vera nauðugur sá kostur að vísa málinu frá. <br /> <br /> Eins og fyrr segir er kæra kæranda afar óljós og verður hvorki af henni ráðið að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún lýtur né hvenær hún var lögð fram. Við meðferð málsins leitaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum hjá kæranda þar sem þess var m.a. óskað að hann legði fram afrit af umræddri beiðni til sveitarfélagsins. Kærandi hefur hins vegar ekki orðið við þeirri beiðni. <br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar kom fram að ekki væri unnt að ganga úr skugga um hvort erindi kæranda hefði verið svarað án þess að vita hvenær það hefði verið lagt fram. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins um fjölda erinda sem berast frá kæranda í hverjum mánuði. Í ljósi framangreinds liggur ekki fyrir hvenær beiðni kæranda var lögð fram. Af þeim sökum er ekki ljóst hvort henni hafi verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki ráðið af gögnum málsins að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beinist í þessu máli. Þar sem kærandi hefur ekki upplýst úrskurðarnefndina um þetta atriði, þrátt fyrir beiðni þar um, er henni ekki fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar sé að ræða. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er að sjálfsögðu fært að leita til nefndarinnar á ný með kæru, ásamt nauðsynlegum gögnum, vegna afgreiðslutafa Vestmannaeyja á beiðni kæranda sé þeim til að dreifa. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru kæranda, dags. 25. nóvember 2020, sem lýtur að afgreiðslutöfum Vestmannaeyjabæjar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p> |
1007/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A, fréttamaður kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnfendin taldi að þar sem stefnan var ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti yrði synjun um aðgang að henni ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin þær upplýsingar sem fram komu í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008, ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkislögmann að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu, en þó skyldi afmá ákveðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1007/2021 í máli ÚNU 20120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu í máli E-5061/2020, íslenska ríkið gegn B. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðni um afhendingu stefnunnar upphaflega til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, með bréfi, dags. 16. nóvember 2020. Ráðuneytið fól embætti ríkislögmanns að svara erindinu. Með bréfi, dags. 16. desember 2020, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda m.a. á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefndu í málinu fyrir því að stefnan yrði afhent. Ríkislögmaður teldi ljóst að málið varðaði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það væri einnig afstaða embættisins að ekki væri hægt að veita aðgang að hluta skjalsins þar sem viðkvæmar upplýsingar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga kæmu fram svo víða í skjalinu. Jafnframt er vísað til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður lýsti jafnframt þeirri afstöðu sinni að upplýsingalög giltu ekki um gögn sem lögð væru fram í dómi og væru í vörslu dómstóla, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingaga. Um afhendingu upplýsinganna færi eftir 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og reglum dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Þá var vísað til þess að héraðsdómari hefði þegar synjað beiðni um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur við svar ríkislögmanns við beiðninni og óski eftir að kæra niðurstöðu embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 21. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 13. janúar 2021, kemur fram að mál þetta komi til vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 frá 27. maí 2020. Þar taldi kærunefndin að mennta- og menningarmálaráðherra hefði brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Fyrir liggi að sambærilegri beiðni hafi verið synjað af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómarinn hafði áður borið beiðnina undir lögmann stefndu sem lagðist gegn afhendingu. Synjun embættis ríkislögmanns sé í fyrsta lagi byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Embættið telji ljóst að málið varði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá liggi fyrir að stefnda leggist gegn afhendingu stefnunnar en embættið bar framkomna beiðni undir lögmann stefndu á nýjan leik. Málið varði umsókn um opinbert embætti. Í umsóknarferlinu var fjallað með ítarlegum hætti um starfsferil stefndu, menntun o.fl. Enda þótt úrskurður kærunefndar hafi verið birtur sé á það að líta að nöfn hafi þar verið afmáð. Sé því ekki hægt að líta svo á að upplýsingar um stefndu hafi verið gerðar opinberar. Í ljósi eðlis upplýsinganna sé það afstaða ríkislögmanns að óheimilt sé að veita aðgang að stefnunni. Þá vísar embættið einnig til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf. Ljóst sé að þær upplýsingar sem fram komi í stefnu séu langt umfram slíkar upplýsingar.<br /> <br /> Þá segir að ríkislögmaður hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt væri að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það er hins vegar afstaða ríkislögmanns að upplýsingar sem njóti verndar samkvæmt 7. og 9. gr. upplýsingalaga komi fram svo víða í skjalinu að ekki sé unnt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Loks er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Ríkislögmaður telur að ákvæði réttarfarslaga gildi um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Af ákvæði 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála leiði m.a. að óheimilt sé að afhenda öðrum en þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta eftirrit málsskjala á meðan mál er rekið fyrir dómi. Embættið telur einsýnt að sá sem ekki eigi rétt á að dómstólar veiti honum aðgang að málsgagni í máli sem rekið er fyrir dómi geti ekki öðlast rétt til aðgangs að málsgagninu eftir krókaleiðum. Að öðru leyti er vísað til fyrri afstöðu embættisins í umsögnum þess í eldri málum sem lokið hefur með úrskurðum í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnu íslenska ríkisins á hendur stefndu, B, í máli E-5061/2020. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að slíkum gögnum fari samkvæmt 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki verði séð að synjun ríkislögmanns í máli þessu sé beinlínis reist á þessari afstöðu telur úrskurðarnefndin engu að síður rétt að vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020 um að ekki standi rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli. Í úrskurðunum er vakin athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa er leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er fyrst og fremst reist á 9. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að stefnda í málinu sé auk þess mótfallin afhendingu stefnunnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir þeirra sem um er fjallað í stefnunni af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnuna sem beiðni kæranda lýtur að. Í stefnunni er þess krafist að úrskurður kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 verði felldur úr gildi. Með úrskurðinum komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að mennta- og menningarmálaráherra hefði við skipun í embætti ráðuneytisstjóra brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 en stefnda var á meðal umsækjenda um embættið. Nánar tiltekið var það niðurstaða kærunefndarinnar að stefnda, sem kærði skipunina til kærunefndarinnar, hefði leitt nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við skipunina þannig að beita bæri 4. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 við úrlausn málsins. Samkvæmt því kom það í hlut ráðherra að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Að mati kærunefndarinnar tókst sú sönnun ekki af hálfu ráðherra.<br /> <br /> Úrskurðurinn var birtur opinberlega á vef Stjórnarráðsins í samræmi við 8. mgr. 5. gr. þágildandi laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í úrskurðinum er öllum málsatvikum lýst og málsástæður og röksemdir stefndu raktar. Nöfn einstaklinga eru afmáð í hinum birta úrskurði en í ljósi ítarlegrar lýsingar í úrskurðinum á starfsferli kæranda og þess umsækjanda sem skipaður var í embættið er auðvelt að bera kennsl á hver kærandi og sá sem skipaður var eru. Að öðru leyti þá var kveðið á um það í lokamálslið 4. mgr. 7. gr. þágildandi laga nr. 10/2008 að fara skyldi með gögn sem vörðuðu laun, önnur starfskjör eða réttindi einstaklinga fyrir nefndinni sem trúnaðarmál. Rétt er að taka fram að eftir að ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í málinu þann 5. mars 2021, sbr. mál nr. E-5061/2020. Í dóminum er málsatvikum lýst sem og dómkröfum íslenska ríkisins sem snúa m.a. að ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þannig hafa nöfn stefndu sem og þess einstaklings sem skipaður var í embætti ráðuneytisstjóra og fjallað var um í úrskurði kærunefndarinnar og stefnu íslenska ríkisins nú verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum íslenska ríkisins um ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndarinnar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefnu í dómsmáli sem varðar lögmæti úrskurðar kærunefndar jafnréttismála þar sem fjallað er um ákvörðun ráðherra um skipun í opinbert embætti og þar með ráðstöfun mikilvægra opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að almennt sé ekki hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008 þegar ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar með slíkum hætti verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í stefnunni er hins vegar einnig að finna upplýsingar sem ekki eru reifaðar í úrskurði kærunefndarinnar og bera það með sér að vera unnar upp úr gögnum og upplýsingum sem aflað var í tengslum við skipunarferlið og lágu til grundvallar ákvörðun ráðherra um skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Eins og áður segir byggir ríkislögmaður synjun sína m.a. á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Úrskurðarnefndin tekur fram að stefnan er ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embættið og verður synjun um aðgang að henni því ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Hvað sem því líður verður við mat á því hvort rétt sé að halda upplýsingum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingum sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við það mat telur úrskurðarnefndin að horfa verði til þess að með áðurnefndu ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hefur Alþingi ákveðið að upplýsingar og gögn sem lúta að umsóknum um starf skuli undanþegnar upplýsingarétti almennings. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að umsækjendur um opinber störf og embætti eigi almennt að geta vænst þess að upplýsingar sem til verða við undirbúning ákvarðana um veitingu starfa og embætta verði ekki gerðar opinberar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á að sanngjarnt sé og eðlilegt að afmá upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 55 og 56 á blaðsíðu 14 í stefnunni og upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni en þar er að finna beinar tilvitnanir í umsögn hæfnisnefndar þar sem frammistöðu umsækjenda í viðtölum var lýst. Með sömu rökum telur úrskurðarnefndin rétt að afmá úr stefnunni nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið. Þó ber ekki að afmá upptalningu á umsækjendum sem fram kemur í málsgrein 6 í stefnunni á blaðsíðu 3 en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um umsækjendur um opinbert starf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, fréttamanni RÚV aðgang að stefnu í máli íslenska ríkisins gegn B í máli E-5061/2020. Þó er skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 54 og 55 á blaðsíðu 14 í stefnunni.<br /> 2. Upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni.<br /> 3. Nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1006/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A, fréttamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012, á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því að það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að skv. lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildistöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga tæki ekki til umbeðins gagns og staðfesti synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1006/2021 í máli ÚNU 21020006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. febrúar 2021, kærði A á fréttastofu RÚV synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012.</p> <p >Með erindi, dags. 4. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2021, með vísan til þess að samkvæmt lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildisstöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Þar sem fundargerð ríkisráðs hafi verið rituð 31. desember 2012 og gagnið þar með orðið til á þeim degi falli umbeðið gagn ekki undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga og fari því um aðgang að því á grundvelli 1. tölul. 6. gr. sömu laga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins um þetta tiltekna mál. Með bréfi, dags. 29. janúar 2021, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda með vísan til þess að yfirlit yfir gögn máls væru jafnframt undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji synjun ráðuneytisins stangast á við 12. gr. upplýsingalaga um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í synjun ráðuneytisins sé vísað til þess að ákvæðið hafi ekki tekið gildi fyrr en 1. janúar 2013. Kærandi bendi á að hvergi komi fram að ákvæðið gildi einungis um gögn sem orðið hafi til eftir gildistöku laganna. Þá gerir kærandi athugasemdir við að ráðuneytið hafi synjað beiðni hans um aðgang að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins varðandi umrætt mál. Kærandi fái þannig engar sönnur fyrir því að fundargerðin hafi raunverulega verið skráð í málaskrá ráðuneytisins 31. desember 2012.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með bréfi, dags. 15. febrúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2021, kemur fram að samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafi verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna komi fram að veita skuli aðgang að gögnum sem m.a. falli undir framangreinda undanþáguheimild þegar átta ár eru liðin frá því þau urðu til. Samkvæmt gildistökuákvæði upplýsingalaga, sbr. 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. laganna, eigi ákvæðið hins vegar aðeins við um þau gögn sem verði til eftir gildistöku laganna. Um eldri gögn gildi því almenna reglan um að aðgangstakmarkanir falli niður að 30 árum liðnum, sbr. 2. mgr. 12. gr., sbr. einnig 4. mgr. 4. gr. laganna. Umrædd fundargerð hafi verið rituð á fundi ríkisráðs hinn 31. desember 2012 og sé jafnframt dagsett þann dag. Þá liggi fyrir að upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013. Loks kemur fram að eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi forsætisráðuneytið veitt kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn málsins úr málaskrá ráðuneytisins á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn forsætisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012. Forsætisráðuneytið byggir á því að ekki sé skylt að verða við beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana þar sem ákvæðið taki ekki til gagna sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga 1. janúar 2013. Þá lýtur kæran að synjun ráðuneytisins á beiðni hans um afhendingu yfirlits yfir gögn málsins í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið veittur aðgangur að umbeðnu yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Í 6. gr. upplýsingalaga er fjallað um gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti. Í 1. tölul. ákvæðisins segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga segir að ef aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.-3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Í ákvæðinu er þannig sérstaklega kveðið á um að tilteknar takmarkanir á aðgangsrétti almennings samkvæmt upplýsingalögum skuli tímabundnar, m.a. takmarkanir á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um gildistöku upplýsingalaga segir hins vegar að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna eigi aðeins við um þau gögn sem orðið hafa til eftir gildistöku upplýsingalaga þ.e. 1. janúar 2013. Af ákvæðinu leiðir að um brottfall takmarkana á aðgangsrétti að gögnum sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga fer samkvæmt 2. mgr. 12. gr. upplýsinglaga en þar segir að um brottfall annarra takmarkana fari eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn eftir að liðin eru 30 ár frá því gögnin urðu til, sbr. 4. mgr. 4. gr. Að þeim tíma liðnum fer þannig um upplýsingarétt almennings hjá opinberu skjalasafni samkvæmt V. kafla laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædda fundargerð sem dagsett er með skýrum hætti 31. desember 2012. Með hliðsjón af því og umsögn ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að umrætt gagn hafi orðið til þann dag og þar með degi áður en upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi þann 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga taki ekki til umbeðins gagns. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 20. janúar 2021, um að synja kæranda um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1005/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 973/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1005/2021 í máli ÚNU 21040005.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 20110015 sem lauk þann 5. febrúar 2021 með úrskurði nr. 973/2021. Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Í úrskurðinum var á því byggt að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að þau yrðu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 9. apríl 2021, er athygli úrskurðarnefndarinnar vakin á því að í úrskurði nefndarinnar nr. 973/2021 komi ranglega fram að athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar hafi ekki borist á meðan málið var til meðferðar hjá nefndinni. Þvert á móti hafi kærandi sent athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, í tilefni af umsögn prófnefndar. Kærandi telur ljóst að mistök hafi átt sér stað við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni sem hafi leitt til þess að andmælaréttur kæranda hafi verið að engu hafður. Af þeim sökum telur kærandi úrskurðinn ógildanlegan og fer þess á leit við úrskurðarnefndina að hún taki málið til meðferðar að nýju með hliðsjón af framangreindum athugasemdum kæranda. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 973/2021 að staðfesta ákvörðun prófnefndar um að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að úrskurðurinn sé ógildanlegur þar sem andmælaréttur kæranda hafi ekki verið virtur en í úrskurðinum komi ranglega fram að athugasemdir kæranda hafi ekki borist vegna umsagnar prófnefndarinnar. Hið rétta sé að kærandi hafi sent úrskurðarnefndinni athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að nefndinni bárust athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, svo sem fram kemur í erindi kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við meðferð málsins. Mistök ollu því hins vegar að þess var ekki getið í úrskurðinum.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að prófverkefnum, að undanskildum eldri verkefnum sem ekki væri fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hafði í umsögn sinni fallist á að veita bæri aðgang að. Niðurstaðan byggði á því að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus yrðu þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að andmælaréttur hafi ekki verið virtur gagnvart kæranda við meðferð málsins. Eins og fram hefur komið bárust úrskurðarnefndinni umræddar athugasemdir kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við úrlausn málsins. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að þessi mistök leiði ekki til þess að andmælaregla 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotin enda var höfð hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem kærandi annars vegar færði fram í kæru og hins vegar í athugasemdum við umsögn prófnefndar sem bárust úrskurðarnefndinni á meðan á meðferð málsins stóð. Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða framangreind mistök því ekki til þess að úrskurður nr. 973/2021 sé byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í ljósi atvika málsins taldi úrskurðarnefndin engu að síður rétt að fara á ný yfir þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, í því skyni að taka afstöðu til þess hvort þar kæmu fram sjónarmið sem leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi. Var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að svo væri ekki. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 973/2021 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021.<br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Beiðni A dags. 9. apríl 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1004/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi sem settur ríkisendurskoðandi sendi ráðuneytinu í tengslum við athugun á starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi óumdeilt að bréfið hefði verið sent í tengslum við athugun ríkisendurskoðanda á starfsemi félagsins og það merkt sem trúnaðarmál. Bréfið væri því undirorpið sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest að þessu leyti. Hins vegar féllst úrskurðarnefndin ekki á að svarbréf Lindarhvols ehf. til ríkisendurskoðanda félli undir ákvæðið og var lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi svarbréfið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1004/2021 í máli ÚNU 20120021.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. desember 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfi setts ríkisendurskoðanda og öðrum erindum og bréfum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. Nánar tiltekið laut beiðnin að bréfi frá settum ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf., dags. 4. janúar 2018, sem jafnframt var sent ráðuneytinu. Jafnframt var óskað eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols ehf. við bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem og öðrum erindum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. <br /> <br /> Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, þar sem fram kom að ráðuneytið hefði kannað hvaða gögn væru fyrirliggjandi sem féllu undir beiðni kæranda og þau væru annars vegar bréf setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, undir yfirskriftinni „Vinnuskjal ekki til dreifingar“ og hins vegar svarbréf stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018. Í svari ráðuneytisins kom fram að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væru drög að skýrslum og gögnum sem væru hluti af máli sem ríkisendurskoðandi hygðist kynna Alþingi, sem send hefðu verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Í sömu málsgrein segði að ríkisendurskoðandi gæti ákveðið að gögn sem hefðu verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stæði yrðu ekki aðgengileg. Erindi setts ríkisendurskoðanda félli undir framangreind ákvæði og því væri ráðuneytinu ekki heimilt að veita aðgang að því. Að sama skapi væru efnisatriði erindisins tekin upp í svari Lindarhvols og því teldi ráðuneytið ekki heimilt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Í kæru er vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem vísað er til þess að þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins en þar segir að um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun sem orðið hafa til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsaðila fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Að mati kæranda taki þessi lögskýringargögn af allan vafa um þann skilning löggjafans að þær takmarkanir sem tilgreindar séu í 3. mgr. 15. gr. laganna falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og eftir það byggist upplýsingarétturinn á ákvæðum upplýsingalaga. Með vísan til þessa telji kærandi að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í kæru kemur fram sú afstaða að umbeðin gögn geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda um að ræða gagn sem sent hafi verið öðrum aðila. Þá sé óumdeilt að ráðuneytið hafi fengið umrædd gögn send án þess að vera eftirlitsaðili Lindarhvols ehf. Af því leiði að ráðuneytið geti ekki byggt synjun sína á þeirri röksemd.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu, með bréfi, dags. 21. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 4. janúar 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji ótvírætt að um undirbúningsgögn sé að ræða, þ.e. annars vegar gögn sem hafi verið send stjórnvöldum meðan á athugun Ríkisendurskoðunar á tilteknu máli stóð, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, og hins vegar gögn sem rituð hafi verið til undirbúnings máls af hálfu Lindarhvols ehf. í þágu setts ríkisendurskoðanda, og afhent á grundvelli lagaskyldu. Sú lagaskylda komi fram í III. kafla laga nr. 46/2016 hvað ríkisendurskoðanda varðar og hvað ráðuneytið varðar í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. breytingarlög nr. 24/2016. Þá er í umsögninni vísað til þess að í svari ráðuneytisins til kæranda hafi ráðuneytið bent á að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 taki til gagna sem ríkisendurskoðandi hafi ákvarðað sérstaklega að „verði ekki aðgengileg“ líkt og segi í ákvæðinu, sem og gagna sem hafi að geyma sömu upplýsingar. Þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að samkvæmt ákvæðinu komi fram svo víða í svari Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur eða ástæða til að veita aðgang að svarinu að hluta. Þá segir í umsögninni að við túlkun á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 verði að líta til sjónarmiða að baki lögunum um mikilvægi þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varði hafi verið birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vikið að því að í kæru sé vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem fram komi að eftir að athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Í umsögninni kemur fram að ummælin í athugasemdunum samræmist ekki fortakslausu orðalagi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Ráðuneytið vísar til þess að með 1. og 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. sé kveðið á um að almennt séu engin gögn aðgengileg fyrr en eftir að Alþingi hefur fengið gögnin afhent og að drög sem send hafi verið til kynningar og umsagnar séu alfarið undanþegin aðgangi almennings. Þessu til viðbótar sé heimild fyrir ríkisendurskoðanda til að ákvarða að tiltekin gögn sem send hafa verið stjórnvöldum við meðferð máls verði ekki aðgengileg. Það sé mat ráðuneytisins að sú túlkun sem fram komi í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr. um að ákvörðun ríkisendurskoðanda um að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum verði ekki aðgengileg falli úr gildi að lokinni athugun rúmist ekki innan texta ákvæðisins. Nær sé að telja að tilvísun til þess að þegar athugun sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. 15. gr. eigi við um gögn samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. þ.e. skýrslur, greinargerðir og önnur gögn, t.d. minnisblöð eða ábendingar sem ríkisendurskoðandi hyggist kynna Alþingi.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. janúar 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. janúar 2021, er áréttuð sú afstaða kæranda að þær takmarkanir sem tilgreindar eru í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og að þeim tíma liðnum fari um upplýsingarétt samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Komi úrskurðarnefndin hins vegar til með að fallast á sjónarmið ráðuneytisins um að heimilt sé að undanskilja bréfin frá upplýsingaskyldu gagnvart almenningi með sérstakri auðkenningu telji kærandi að slík auðkenning þurfi að vera skýr og hafinn yfir allan vafa. Þá er vísað til þess að hvergi komi fram að svarbréf Lindarhvols, dags. 4. janúar 2018, hafi verið sérstaklega merkt sem vinnuskjal. Af þeim sökum eigi kærandi rétt til aðgangs að bréfinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar bréfi setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, og hins vegar svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018.<br /> <h3>2.</h3> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um að afhenda bréf setts ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf. er einkum reist á því að umrætt gagn falli undir 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Kemur því til athugunar úrskurðarnefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun er fjallað í 15. gr. laganna. Í 2. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef óskað er aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. er að finna takmarkanir á framangreindum upplýsingarétti almennings. Þar segir í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hafi útbúið og séu hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu eru tvær undantekningar sem annars vegar er að finna í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem segir að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Hins vegar segir í 3. málsl. að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, segir m.a. eftirfarandi um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr.:<br /> <br /> „Loks er í þriðja lagi lagt til að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að önnur gögn, sem til hafa orðið við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur, verði ekki aðgengileg. Hér getur verið um að ræða ýmis gögn, m.a. vinnugögn sem send hafa verið aðila um fyrirhugaða athugun á starfsemi hans og bréfaskipti þar að lútandi, óháð því hvort um er að ræða skýrslu til Alþingis eða undirbúning hennar. Í framkvæmd er rétt að gera ráð fyrir því að ríkisendurskoðandi auðkenni sérstaklega þau gögn sem eru undanþegin samkvæmt greininni þannig að þau haldi stöðu sinni við afhendingu þeirra til annarra aðila. Mikilvægt er að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verða t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Þegar athugun ríkisendurskoðanda er lokið reynir á aðgangsréttinn skv. 2. mgr.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2020 var komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. Í því máli reyndi á rétt kæranda til aðgangs að drögum að greinargerð sem hafði verið afhent stjórnvöldum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi samkvæmt þeirri undanþágu frá aðgangsrétti almennings sem kveðið er á um í 2. málsl. ákvæðisins. Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Eins og fjallað var um í framangreindum úrskurði verður dregin sú ályktun af 3. mgr. ákvæðisins að hún taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna. Á það eðli málsins samkvæmt jafnframt við um þau gögn sem ríkisendurskoðandi hefur ákveðið að undanskilja aðgangsrétti, skv. 3. málsl. 3. mgr. ákvæðisins. Þannig er því stjórnvaldi sem veitir gögnum viðtöku frá ríkisendurskoðanda sem auðkennd hafa verið með þeim hætti sem lýst er í ákvæðinu óheimilt að verða við beiðni um aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að líta beri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 sem sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Óumdeilt er að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, var sent ráðuneytinu í tengslum við athugun setts ríkisendurskoðanda á starfsemi Lindarhvols ehf. sem til stóð að kynna Alþingi. Með bréfinu fór settur ríkisendurskoðandi þess á leit við ráðuneytið að það hlutaðist til um að Lindarhvoll ehf. svaraði efnislega fyrirspurnum setts ríkisendurskoðanda. Skjalið er merkt af settum ríkisendurskoðanda sem „vinnuskjal ekki til dreifingar“. Samkvæmt framangreindu er bréfið undirorpið sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í kæru er því haldið fram að umrædd undanþága frá upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli niður þegar ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni og fari þá um upplýsingarétt eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. mgr. 15. gr. laganna og þess sem fram kemur í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að árétta að með 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. er kveðið á um þá meginreglu að skýrslur, greingargerðir og önnur gögn ríkisendurskoðanda verði fyrst aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Eftir það verður að líta svo á að um aðgang að upplýsingum samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. fari eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laganna. Á það við hvort sem slíkri beiðni er beint að ríkisendurskoðanda eða öðru stjórnvaldi sem kann að hafa gögnin í sínum fórum. Í 2. og 3. málsl. 3. mgr. er hins vegar sérstaklega mælt fyrir um að þau gögn sem þar eru tilgreind séu undanþegin framangreindum aðgangsrétti. Úrskurðarnefndin telur að orðalag ákvæðisins verði ekki skilið með öðrum hætti en að þær sérstöku takmarkanir sem þar er kveðið á um haldist þrátt fyrir að þau gögn sem mælt er fyrir um í 1. málsl. hafi verið afhent Alþingi. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að með 2. mgr. 15. gr. laganna er fjallað um aðgang að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun en ekki öðrum stjórnvöldum sem hafa í sínum fórum gögn sem stafa frá ríkisendurskoðanda líkt og hér háttar til. Eins og fjallað er um í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 46/2016 kom ákvæðið inn sem nýmæli en fram að því hafði verið litið svo á að starfsemi Ríkisendurskoðunar væri undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Með ákvæðinu er þannig tekið af skarið um að ákvæði upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun. Sá aðgangsréttur kann hins vegar að sæta þeim sérstöku takmörkunum sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 15. gr. laganna.<br /> <h3>3.</h3> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um að afhenda svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018, er einnig reist á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í því sambandi er vísað til þess að þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að afhenda komi fram svo víða í svarbréfi Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur til að veita aðgang að því að hluta. <br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan tekur undanþága frá aðgangsrétti samkvæmt 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 til gagna sem send hafa verið stjórnvöldum í tengslum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur og ríkisendurskoðandi hefur sérstaklega ákveðið að undanskilja aðgangsrétti. Þegar af þeirri ástæðu getur svarbréf sem stafar frá Lindarhvoli ehf. og sent var settum ríkisendurskoðanda ekki fallið undir framangreint ákvæði enda stafar gagnið hvorki frá ríkisendurskoðanda né liggur fyrir ákvörðun hans um að það skuli undanþegið aðgangsrétti. Verður synjun ráðuneytisins því ekki reist á 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.<br /> <br /> Fer því um rétt kæranda til aðgangs að umræddu skjali eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, og bar ráðuneytinu við meðferð beiðni kæranda að taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að skjalinu með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að gagnið væri undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í ljósi framangreinds verður hvorki ráðið af ákvörðun ráðuneytisins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, er staðfest.<br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1003/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að verklagsreglum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á með ríkisskattstjóra að í þeim öllum væri greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Ríkisskattstjóra var gert að afhenda verklagsreglurnar að undanskildum hluta þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1003/2021 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir verklagsreglum og leiðbeiningum ríkisskattstjóra í heimilisfestismálum. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 27. nóvember 2020, með vísan til þess að vegna eftirlitshagsmuna yrðu verkferlar fyrir vinnslu einstakra málaflokka ekki afhentir. Kærandi ítrekaði beiðni sína sama dag og vísaði til 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2542/1998. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á ný með tölvubréfi, dags. 8. desember 2020, þar sem fyrri synjun embættisins var ítrekuð og tekið fram að vegna sameiningar embætta ríkisskattstjóra og sjálfstæðra skattstjóra árið 2010 ætti tilvitnað álit umboðsmanns ekki við í þessu tilviki.<br /> <br /> Í kæru greinir að kærandi hafi óskað eftir umræddum verkferlum og leiðbeiningum sem ríkisskattstjóri notist við í tengslum við uppkvaðningu úrskurða um skattalega heimilisfesti einstaklinga. Í kæru kemur fram að hann undirbúi kæru til yfirskattanefndar vegna slíks úrskurðar ríkisskattstjóra. Hann telji synjun ríkisskattstjóra brjóta gegn réttmætisreglunni og það sé ekki ásættanlegt að verklagsreglur embættisins þoli ekki dagsins ljós. Hann telji hugsanlegt að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð ríkisskattstjóra á máli hans varðandi skattalega heimilisfesti og því vilji hann afrit af umræddum verkferlum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 19. desember 2020, og ríkisskattstjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkisskattstjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 8. janúar 2021. Í umsögninni kemur fram að ríkisskattstjóri telji upplýsingabeiðnina ná til þriggja gagna, þ.e. verkferils, verklagsreglu og vinnulýsingar vegna eftirlitsmála sem snerti skattalega heimilisfesti aðila. Gögnin séu vistuð á innri vef ríkisskattstjóra þar sem þau séu aðgengileg starfsmönnum embættisins til hliðsjónar og eftirbreytni við afgreiðslu mála. Þá segir að tilgangur með samantekt þessara gagna sé sá að fyrir hendi séu almennar málsmeðferðarreglur til stuðnings við skoðun á skattalegri heimilisfesti sem þætti í eftirlitsaðgerðum ríkisskattstjóra. Verklagsreglurnar séu settar í því skyni að tryggja vandaða stjórnsýslu við úrlausn verkefna. Þannig sé um að ræða upplýsingar sem ríkisskattstjóri hafi útbúið í eigin þágu og til eigin nota við meðferð máls, líkt og áskilið sé um vinnugögn stjórnvalda, sbr. athugasemdir við 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögninni er nánar greint frá inntaki gagnanna en þar segir að efni þeirra sé í raun tvíþætt. Annars vegar sé þar að finna leiðbeiningar varðandi þá málsmeðferð sem viðhafa beri við skatteftirlit. Hins vegar sé þar að finna upplýsingar um hvernig efnislega skuli staðið að eftirlitsmálum sem snerti skattalegt heimilisfesti. <br /> <br /> Í umsögninni er þeirri afstöðu lýst að opinberun upplýsinganna myndi raska almannahagsmunum með þeim hætti að skattaðilum yrði unnt að sníða hegðun sína, gjörðir og svör til ríkisskattstjóra að fyrirhuguðum eftirlitsaðgerðum. Ríkisskattstjóri telji að þau atriði sem fram koma í umræddum gögnum falli undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef að þær yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almanna vitorði. Loks kemur fram í umsögninni að framangreint ætti einungis við um hluta þeirra gagna sem um er deilt. <br /> <br /> Við meðferð málsins afhenti ríkisskattstjóri kæranda verkferil, verklagsreglu og vinnulýsingu þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var send kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2021. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 13. janúar 2021. Í umsögninni áréttar kærandi mikilvægi þess að honum verði afhentar upplýsingar um þá verkferla og leiðbeiningar sem notaðar voru af hálfu ríkisskattstjóra til að komast að þeirri niðurstöðu að kærandi hefði heimilisfesti hér á landi. Þá er kærandi ósammála þeirri afstöðu ríkisskattstjóra að afhending umræddra gagna muni leiða til aukinna undanskota og veltir því upp hvort ríkisskattstjóri vilji ekki að skattaðilar geti farið eftir reglum sem í gildi eru. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um upplýsingar sem afmáðar voru úr verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að undir rekstri málsins hjá úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra var í fyrsta lagi rökstudd með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Athugasemdir ríkisskattstjóra verða skildar á þann veg að embættið líti svo á að skatteftirlit samkvæmt umræddum verklagsreglum yrði verulega torveldað yrðu þær aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. greinarinnar segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi til núgildandi upplýsingalaga:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Sem fyrr segir er í umræddum gögnum að finna almenna lýsingu á því verklagi sem starfsmönnum ríkisskattstjóra ber að viðhafa við framkvæmd skatteftirlits, skv. 102. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, í þeim tilvikum þegar upp kemur vafi um hvort einstaklingur eigi að vera skráður heimilisfastur á Íslandi. Í gögnunum er t.d. að finna upptalningu á upplýsingum sem talið er nauðsynlegt að afla við meðferð einstakra mála og hvar sé unnt að afla þeirra. Úrskurðarnefndin fær þannig ekki betur séð en að í verklagsreglunum felist nánari útfærsla og túlkun ríkisskattstjóra á viðeigandi ákvæðum skattalaga sem fylgja ber við meðferð eftirlitsmála af framangreindum toga í því skyni að rannsaka og upplýsa mál með fullnægjandi hætti og tryggja samræmi við úrlausn mála. Í því sambandi skal bent á að með 94. gr. laga nr. 90/2003 er ríkisskattstjóra fengin víðtæk heimild til upplýsingaöflunar ýmist hjá aðila máls sjálfum eða þriðja aðila. Þrátt fyrir að í gögnunum sé að finna lýsingu á þeim viðbrögðum sem gripið er til þegar eftirlitsmál hefst verður ekki séð að í þeim öllum sé greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Þvert á móti hafa þær að miklu leyti að geyma upplýsingar um verklag og grundvöll einstakra mála sem kann að ljúka með töku stjórnvaldsákvarðana sem telja verður mikilvægt að almenningur og ekki síst þeir sem aðild eiga að málum hjá ríkisskattstjóra geti kynnt sér eins og háttar til í tilviki kæranda. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að almennt beri að túlka takmarkanir á upplýsingarétti þröngt verður ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að unnt sé að synja beiðni kæranda með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að öllu leyti. Hins vegar fellst úrskurðarnefndin á að hinn yfirstrikaði texti í fylgiskjali 1 sem og yfirstrikaður texti í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3 sé þess efnis að rétt sé að fallast á niðurstöðu ríkisskattstjóra um að undanskilja hann aðgangi kæranda. <br /> <br /> 2.<br /> Í synjun ríkisskattstjóra er einnig vísað til þess að umrædd gögn teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegin aðgangi kæranda. <br /> <br /> Í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að í skilyrðinu um að gagn sé undirbúningsgagn í reynd felst að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls, enda er takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Ákvæðið getur hins vegar ekki takmarkað rétt almennings til aðgangs að skjölum sem eru útbúin almennt til notkunar við meðferð ótiltekinna mála af ákveðnum toga, enda er ekki um sömu hagsmuni að tefla í þeim tilvikum. Þetta sést til að mynda á því að sérstaklega er mælt fyrir um skyldu til að veita aðgang að vinnugögnum sem hafa að geyma lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, með hliðsjón af meginreglu laganna um rétt til aðgangs, er ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar teljist vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Staðfest er synjun ríkisskattstjóra á að veita aðgang að hinum yfirstrikaða texta í fylgiskjali 1, Verkferill, sem og yfirstrikuðum texta í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3, Vinnulýsing.<br /> <br /> Ríkisskattstjóra er að öðru leyti skylt að veita kæranda aðgang að verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu ríkisskattstjóra án útstrikana. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1002/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu Hafnarfjarðar á beiðni kæranda um gögn i tengslum við byggingu fasteignar. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins að kæranda hefðu verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá sveitarfélaginu varðandi umrædda fasteign. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1002/2021 í máli ÚNU 20120016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 13. desember 2020, kærði A afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum í tengslum við byggingu Eskivalla 11.<br /> <br /> Kærandi sendi Hafnafjarðarbæ erindi, dags. 14. október 2020, þar sem hann óskaði eftir afhendingu samskiptagagna, skjala, tölvupósta, tilkynninga og bréfa er vörðuðu byggingu Eskivalla 11. Með bréfi, dags. 16. október 2020, voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í bréfinu var kæranda leiðbeint um að ef hann teldi afhent gögn ekki fullnægjandi gæti hann bókað fund með starfsmönnum sveitarfélagsins, byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í því skyni að fara yfir málavexti og/eða gögnin. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að í þeim gögnum sem hann fékk afhent með bréfi, dags. 16. október 2020, sé ekki að finna þær upplýsingar sem leitað var eftir samkvæmt fyrirspurnum hans. Kærandi telji mikla leynd hvíla yfir málinu. Í kærunni er einnig að finna lista yfir 10 nánar tilgreind gögn sem kærandi telji að séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og óskað var eftir en ekki voru afhent. Um er að ræða eftirfarandi gögn eða upplýsingar:<br /> <br /> 1) Skýrsla frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf sem uppfærð var í júlí og getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 2) Minnisblað frá fundi sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs Hafnarfjarðar með forsvarsmönnum byggingaraðila fjölbýlishússins við Eskivelli 11 sem haldinn var í ágúst 2020.<br /> 3) Flóttaleiðir: Minnisblað sem getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 4) Greinargerð á sundurliðuðum útreikningum á bílastæðabókhaldi hönnuðar.<br /> 5) Skýringarblað verkfræðings sem getið er á teikningu frá 30. september 2020.<br /> 6) Gögn um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra Eskivalla 11.<br /> 7) Skýrsla um öryggi eldvarna og fylgiskjali frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá júní 2020.<br /> 8) Skýrsla og fylgiskjal frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um öryggisúttekt um jákvæða „afstöðu slökkviliðs vegna öryggisúttektar“ um að Eskivellir 11 stæðust öryggiskröfur.<br /> 9) Staðfesting frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum 11. Óskað var eftir heildarskjali í stað skjáskots sem kærandi hafði fengið afhent.<br /> 10) Tölvupóstsamskipti byggingarfulltrúans í Hafnarfirði við byggingaraðila Eskivalla 11 sem fram fóru á meðan á byggingartímanum stóð.<br /> <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með bréfi, dags. 21. desember 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 12. janúar 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og greint frá því að kæranda hafi verið afhent gögn í samræmi við beiðni hans með bréfi, dags. 16. október 2020. Þar segir jafnframt að kæranda hafi ekki verið synjað sérstaklega um nein gögn. Þvert á móti hafi honum verið boðið að funda með starfsmönnum sveitarfélagsins í því skyni að fara yfir málið með frekari hætti teldi hann gögnin ekki nægjanlega upplýsandi. Engin viðbrögð hafi borist frá kæranda. Þá er vísað til þess að í kæru setji kærandi fram með sundurliðuðum hætti þau gögn sem hann telji sig ekki hafa fengið afhent og telji fyrirliggjandi í málinu. Í umsögninni er að finna umfjöllun um hvern og einn lið í kærunni og tiltekið að kærandi hafi ýmist fengið gögnin afhent eftir að kæra til úrskurðarnefndarinnar var lögð fram eða þau séu ekki fyrirliggjandi. Nánar tiltekið kemur fram að gögn sem tilgreind eru í liðum 1, 2, 4, 6 og 9 í beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að skýrsla sem óskað er eftir undir lið 1 í kærunni frá VSI Öryggishönnun uppfærð í júlí 2020 og getið sé í byggingarlýsingu og teikningum sé ekki til og því ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Fram komi á teikningu sem vísað er til að verkinu fylgi ekki skýrsla heldur sé einungis um að ræða texta sem sé á teikningu. Hvað varðar þá fundargerð sem óskað er eftir undir lið 2 í kærunni segir í umsögn sveitarfélagsins að slík fundargerð hafi ekki verið tekin saman. Ekki sé venja að taka saman fundargerðir eða minnisblöð vegna funda sem þessa. Í umsögninni kemur fram varðandi lið 4 í kærunni að ekki liggi frekari gögn fyrir varðandi bílastæðabókhald en það sem tilgreint sé á tilvitnaðri teikningu. Í lið 6 í kærunni kemur fram að kærandi hafi óskað eftir gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að byggingarfulltrúaembætti hafi ekki yfir að ráða gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra og sé því ekki unnt að veita umbeðin gögn. Byggingarstjórar hafi samþykkt gæðakerfi en skoðunarstofa fari yfir gæðakerfið og votti að það sé fullnægjandi, það sé svo skráð hjá Mannvirkjastofnun. Loks er undir lið 9 í kærunni óskað eftir staðfestingu frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum. Í kæru eru gerðar athugasemdir við að sveitarfélagið hafi einungis afhent skjáskot af texta sem sagður sé stafa frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en ekki skjalið í heild sinni. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að samantekt slökkviliðsins vegna yfirferðar á teikningum berist ávallt með þeim hætti sem liggi fyrir hjá kæranda. Frekari gögn liggi ekki fyrir að þessu leyti.<br /> <br /> Þau gögn sem tilgreind eru undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 hafi aftur á móti verið afhent kæranda eftir að kæra var lög fram til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var send kæranda, með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að hann telji í ljósi þess hversu erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá sveitarfélaginu að óhjákvæmilega leiki vafi á því hvort öll gögn hafi verið afhent. Til þess að varpa ljósi á málið svo það megi teljast fullrannsakað væri rétt að nefndin krefði sveitarfélagið um tæmandi lista yfir öll gögn sem málinu tengjast. Í því fælist að lagðar yrðu fram upplýsingar um öll mál sem tengjast umræddri húsbyggingu. Þá yrðu lagðar fram útskriftir úr málaskrá sem sýndu yfirlit yfir öll gögn sem tilheyra hverju máli. Jafnframt yrði upplýst hvort Hafnarfjarðarbær sinnti þeirri skyldu að færa samskipti undir viðkomandi mál. Í þessu sambandi vísaði kærandi til 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, laga um opinber skjalasöfn og reglur Þjóðskjalasafns Íslands um vistun skjala.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að ýmsum gögnum sem tengjast byggingu Eskivalla 11. Hafnarfjarðarbær heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og önnur gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið afhentur hluti þeirra gagna sem kæran snýr að, nánar tiltekið þau gögn sem talin eru upp og lýst undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 í kæru og tilgreind eru hér að framan. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Hvað varðar önnur gögn sem kærandi vísar til í kærunni, þ.e. undir liðum 1, 2, 4, 6 og 9 kemur fram í umsögn sveitarfélagsins, eins og rakið er hér að framan, varðandi hvert og eitt gagn að þau séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Í ljósi skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er þess farið á leit við úrskurðarnefndina að hún grípi til tiltekinna úrræða í því skyni að upplýsa málið og jafnframt leiða í ljós hvernig almennt er staðið að skráningu mála og gagna hjá sveitarfélaginu. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ekki er hægt að óska eftir því að nefndin ráðist í almenna úttekt á því hvernig stjórnvöld haga starfsemi sinni, t.d. hvernig þau standa að skráningu og vistun gagna. Slíkt almennt eftirlit kemur í hlut annarra eftirlitsaðila, t.d. umboðsmanns Alþingis og Þjóðskjalasafns Íslands. Úrskurðarnefndin getur hins vegar við meðferð einstakra mála gripið til þeirra úrræða sem hún telur nauðsynleg í því skyni að upplýsa mál nægilega vel í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga, t.d. ef hún telur skýringar stjórnvalds ekki fullnægjandi. Úrskurðarnefndin telur hins vegar atvik þessa máls ekki gefa tilefni til slíkra ráðstafana.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. desember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1001/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni A um upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi því heimilt að synja beiðni kæranda um umbeðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1001/2021 í máli ÚNU 20120015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 12. desember 2020, kærði A afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun svaraði erindinu með tölvupósti, dags. 11. desember 2020, þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf sviðsstjóra miðlunarsviðs. Með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tæki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kvartað sé yfir því að ekki sé unnt að fá svör frá Menntamálastofnun varðandi ráðningu starfsmanns. Upphaflega hafi kærandi leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafi vísað til þess að ráðuneytið fari ekki með starfsmannamál Menntamálastofnunar heldur beri forstjóri stofnunarinnar ábyrgð á þeim. Af þeim sökum fór kærandi fram á umræddar upplýsingar hjá Menntamálastofnun. Í kæru kemur fram að kærandi hafi áður leitað til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Í bréfi umboðsmanns hafi komið fram að ef kærandi teldi að Menntamálastofnun hefði synjað beiðni hans um upplýsingar gæti hann freistað þess að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi, dags. 19. desember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Umsögn Menntamálastofnunar barst með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2021. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda um upplýsingar varðandi forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns hafi verið svarað með tölvupósti dags. 11. desember 2020 þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hafi verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf. Það sé afstaða Menntamálastofnunar að þar með sé búið að veita þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir af hálfu kæranda. Þá segir í umsögninni að starf miðlunarstjóra miðlunarsviðs stofnunarinnar hafi verið auglýst laust til umsóknar í samræmi við 7. gr. laga nr. 70/1996 og reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar á lausum störfum. Umræddur starfsmaður hafi verið metinn hæfastur umsækjenda úr hópi 15 umsækjenda. Í umsögninni er einnig vísað til þess sem fram kom í svari Menntamálastofnunar um að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Meðfylgjandi umsögninni voru hlekkir annars vegar á frétt á vefsíðu Menntamálastofnunar þar sem tilkynnt var um ráðningu í starfið og hins vegar á auglýsingu um umrætt starf sem birt var m.a. á vef Fréttablaðsins. <br /> <br /> Umsögn Menntamálastofnunar var send kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 19. apríl 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að með umsögninni sé einungis vísað til auglýsingar um starfið þar sem fram komi verkefni og ábyrgð ásamt menntunar- og hæfniskröfum er varða starfið og fréttatilkynningar um þann sem ráðinn var. Beiðnin kæranda hafi hins vegar byggst á því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar viðkomandi einstaklings en ekki verði séð að þeirri spurningu hafi verið svarað. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Hér undir falla þannig allar upplýsingar og gögn sem verða til í ráðningarferlinu m.a. um hvernig samanburði á umsóknum og mati á umsækjendum var háttað. Beiðni kæranda til Menntamálastofnunar snýr að því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns til viðbótar við þær upplýsingar sem hann hefur þegar fengið, þ.e. um auglýsingu starfsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður beiðnin ekki skilin öðruvísi en að hún lúti að upplýsingum um ákvörðun Menntamálastofnun um ráðningu starfsmanns og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Menntamálastofnun var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Menntamálastofnunar, dags. 11. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða forsendum nafngreindur starfsmaður Menntamálastofnunar var ráðinn.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1000/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða í málum sem varða Herjólf ohf. var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1000/2021 í máli ÚNU 20120009.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, fór A fram á endurupptöku allra mála er varða Herjólf ohf. og nefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Meðfylgjandi erindinu var viðtal við formann bæjarráðs Vestmannaeyja sem birtist á vefmiðlinum eyjar.is sem kærandi telur upplýsa svo ekki verði um villst hver beri ábyrgð og áhættu af rekstri Herjólfs ohf. <br /> <br /> Í tilefni af erindinu var kæranda ritað bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem fram kom að ekki yrði fyllilega ráðið af erindinu að hvaða máli eða málum beiðni hans um endurupptöku sneri og eftir atvikum hvernig þær upplýsingar sem fram komu í umræddu viðtali sem fylgdi erindinu leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að úrskurðarnefndin gæti fengið gleggri mynd af því að hvaða málum beiðnin sneri og tekið afstöðu til þess hvort skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi var þess óskað að kærandi veitti nefndinni frekari upplýsingar um þau mál, með tilvísun til málsnúmera, sem hann óskaði að yrðu endurupptekin. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 8. apríl 2021, kom fram að það kæmi glöggt fram í umræddu viðtali að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum borgi brúsann af Herjólfi ohf. Þeim sem greiði komi málið einfaldlega við. Af erindinu verður ráðið að kærandi telji úrskurðarnefndina almennt taka afstöðu með Herjólfi ohf. í þeim málum sem henni berast en gegn almenningi sem sæki sinn rétt.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að hann óski endurupptöku þeirra mála sem úrskurðarnefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Eins og fram hefur komið fór úrskurðarnefndin þess á leit við kæranda að hann skýrði nánar að hvaða málum beiðni hans um endurupptöku sneri. Í svari kæranda til úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna slíka afmörkun. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í erindi kæranda að hann telji að þær upplýsingar sem fram komi í umræddu viðtali við formann bæjarráðs leiði almennt til þess að úrskurðarnefndinni beri að endurupptaka öll mál þar sem kæru kæranda hefur verið vísað frá eða ákvörðun Herjólfs ohf. staðfest. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. <br /> <br /> Kærandi hefur á liðnum árum beint fjölmörgum kærum til úrskurðarnefndarinnar vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðnum hans um upplýsingar eða gögn. Þannig kvað úrskurðarnefndin upp úrskurði í níu slíkum málum á einu ári fram að því að kærandi lagði fram beiðni um endurupptöku, dags. 7. desember 2020. Í beiðni kæranda er hvorki að finna nánari upplýsingar um þau mál sem hann óskar að verði endurupptekin né er þar að finna skýringar á því hvernig þær upplýsingar sem fram koma í umræddu viðtali leiði til þess að skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi. Slík afmörkun getur m.a. haft þýðingu vegna þess skilyrðis sem fram kemur í 2. mgr. 24. gr. um að mál verði ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá því að aðila var tilkynnt um málið nema veigamiklar ástæður mæli með því. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í beiðni kæranda að hann telji umrætt viðtali varpa nýju ljósi á tengsl Vestamannaeyja og Herjólfs ohf. sem leiði til þess að fyrri úrlausnir úrskurðarnefndarinnar hafi almennt byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Af því tilefni skal tekið fram að úrskurðarnefndinni er kunnugt um tengsl Herjólfs ohf. og Vestmannaeyja en félagið er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, þar sem fram kemur að lögin taki til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða umræddar upplýsingar í framangreindu viðtali ekki til þess að þeir úrskurðir sem úrskurðarnefndin hefur kveðið upp í málum er snúa að afgreiðslu Herjólfs ohf. séu byggðir á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku þeirra samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum sem snúa að Herjólfi ohf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 7. desember 2020, um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
999/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | Deilt var um synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni stofnunarinnar. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 999/2021 í máli ÚNU 20120024. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 18. desember 2020, kærði A afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2020, fór kærandi fram á margvísleg gögn er vörðuðu vöktun gæsastofna hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í júní sama ár voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í kjölfarið óskaði starfsmaður Verkís ehf., með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, eftir aðgangi að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun og vísað hafði verið til í tölvupóstsamskiptum sem voru á meðal þeirra gagna sem kæranda hafði verið veittur aðgangur að. <br /> <br /> Náttúrufræðistofnun Íslands svaraði kæranda með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, þar sem fram kom að beiðni kæranda yrði skoðuð en sá fyrirvari hafður á að greinargerðin kynni að vera enn í vinnslu og því innanhússvinnugagn sem ekki væri skylt að afhenda, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 30. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að greinargerðin teldist ófullgert vinnuskjal sem ekki hefði verið sent út úr húsi. Náttúrufræðistofnun líti á greinargerðina sem vinnuskjal sem ekki sé til afhendingar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands að hafna beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem skrifuð var af starfsmanni stofnunarinnar og fjallar um gang mála i tengslum við tillögur Umhverfisstofnunar um fjármögnun sérstakra áhersluverkefna í þágu veiðistjórnunar. Kærandi telji að stofnuninni sé skylt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greinargerðinni.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 21. desember 2020, var Náttúrufræðistofnun Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 25. janúar 2021, eru málavextir raktir. Þá er þeirri afstöðu stofnunarinnar lýst að umrædd greinargerð starfsmanns stofnunarinnar uppfylli skilyrði um vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því eigi kærandi ekki rétt á aðgangi, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Í umsögninni er vísað til þess að greinargerðin hafi verið tekin saman af starfsmanni stofnunarinnar til eigin nota í lok janúar 2019 og hafði ekki komið fyrir augu annarra en viðkomandi starfsmanns þegar beiðni kæranda um aðgang að gögnum barst stofnuninni 14. apríl 2020. Eins og fram komi í svari stofnunarinnar, dags. 30. júní 2020, hafi greinargerðin heldur aldrei verið afhent öðrum utan stofnunarinnar. Það sé álit Náttúrufræðistofnunar Íslands að í greinargerðinni komi ekki fram upplýsingar, hvað þá mikilvægar staðreyndir, um atvik sem ekki hafi þegar komið fram í þeim umfangsmiklu gögnum sem kæranda hafi verið afhent. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 25. janúar 2021, var kæranda kynnt umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2021, er aðdragandi þess að hann fór fram á afhendingu ýmissa gagna hjá stofnuninni rakinn og málsatvikum þess máls, sem umrædd gögn tengjast, lýst. Þá segir að kærandi telji að umrædd greinargerð geti varpað ljósi á meðferð málsins og ástæður þess að dráttur hafi orðið á afgreiðslu þess og af hverju tillögur samráðsnefndar og Umhverfisstofnunar hafi verið haldnar formgalla sem leitt hafi til þess að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi hafnað þeim. Þá telur kærandi líkur á því að umrædd greinargerð hafi að geyma upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. Sé það mat Náttúrufræðistofnunar Íslands að umrædd greinargerð teljist vinnugagn á grundvelli 8. gr. upplýsingalaga þá sé ljóst að mati kæranda að 3 tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun. Ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að greinargerð sem aldrei hafi verið send frá stofnuninni. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædda greinargerð. Umrætt gagn ber það skýrlega með sér að vera drög að greinargerð sem fyrirhugað var að senda samráðsnefnd um sjálfbæra veiðistjórnun. Greinargerðin mun hins vegar aldrei hafa verið send út fyrir stofnunina. Í gögnum málsins kemur ennfremur fram að sá starfsmaður sem tók greinargerðina saman hafi tekið ákvörðun um að senda greinargerðina ekki í þessari mynd. Er það því niðurstaða nefndarinnar að stofnuninni hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar að í greinargerðinni sé ekki að finna upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands um að synja kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun, dags. 30. júní 2020, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
998/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni A um upplýsingar um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar hefðu verið ráðnir hjá embættinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi lögreglustjóra því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar að undanskildum upplýsingum um starfstitla. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 998/2021 í máli ÚNU 20110026.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 27. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að upplýsingum um hverjir þeirra væru fastráðnir, starfstitil þeirra, upphafsdag ráðningar og eftir atvikum lokadag ráðningar og jafnframt hvort ráðningin byggði á flutningi milli embætta, auglýsingu eða hvort hún hefði farið fram án undangenginnar auglýsingar. Ef ráðning byggðist á flutningi á milli embætta fór kærandi fram á upplýsingar um frá hvaða embætti viðkomandi starfsmaður var fluttur og staðfestingu á því að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn löglega hjá því tiltekna embætti. Ef ráðning byggðist á opinberri auglýsingu óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær staðan var auglýst. Ef ráðning fór fram án undangenginnar auglýsingar, óskaði kærandi eftir upplýsingum um ástæður þess.<br /> <br /> Í svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, var vísað til þess að í 7. gr. upplýsingalaga segi að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Þá fengi lögreglustjóri ekki séð að fyrirspurn kæranda félli undir 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var kæranda því synjað um umbeðnar upplýsingar. Í svarinu var einnig tekið fram að við ráðningar hjá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu væri farið eftir ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í því sambandi var vísað til 2. mgr. 7. gr. þar sem kveðið er á um heimild til að flytja starfsmann á milli stjórnvalda án undangenginnar auglýsingar. Þá var vísað til reglna nr. 464/1996, um auglýsingu lausra starfa, þar sem fram komi í hvaða tilvikum ekki væri skylt að auglýsa störf.<br /> <br /> Kærandi svaraði lögreglustjóra með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem hann óskaði þess að leyst yrði úr beiðni hans á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í erindinu kom fram að beiðni hans hefði aldrei grundvallast á 7. gr. upplýsingalaga og því fæli svar lögreglustjóra í sér útúrsnúninga. Kærandi tók einnig fram að lögreglustjóri hefði áður veitt kæranda sambærilegar upplýsingar án vandkvæða. Í svari lögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að lögreglustjóri teldi erindinu svarað og tekið fram að því yrði ekki svarað aftur. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ákvörðun lögreglustjóra ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga enda sé þar ekki tekin afstaða til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar þær sem kærandi fari fram á varði það hvort stöðuveitingar hins opinbera séu löglegar og því varði upplýsingarnar ekki einkamál opinberra starfsmanna.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og lögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn lögreglustjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 18. desember 2020. Í umsögninni kemur fram að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna nema að takmörkuðu leyti. Þá er vísað til þess að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nái upplýsingaréttur almennings ekki til umsókna um störf hjá ríki og sveitarfélögum. Ekki verði séð að skylda eða heimild sé til afhendingar frekari gagna, á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði milli aðila. Umsögn lögreglustjórans var send kæranda með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 25. janúar 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að hann telji ekkert koma fram í umsögn lögreglustjóra sem breyti þeirri afstöðu hans að hann eigi rétt til umbeðinna gagna á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum kemur fram að tilgangur þess að hann óskar eftir umræddum gögnum sé sá að kanna lögmæti ráðninga þeirra fimmtán saksóknarafulltrúa sem sviðstjóri ákærusviðs embættisins hafi ráðið. Í því sambandi eru rakin fyrri samskipti kæranda og lögreglustjóra vegna sambærilegra beiðna um upplýsingar í tengslum við ráðningar í störf. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um margvíslegar upplýsingar í tengslum við ráðningu 14 nafngreindra einstaklinga á ákærusviði embættisins. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Sama á við um upplýsingar sem tengjast tímabundnum ráðningum opinberra starfsmanna án undangenginnar auglýsingar. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu upplýst að þær ráðningar sem fyrirspurn kæranda lýtur að hafi ýmist byggt á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 eða án auglýsingar á grundvelli sérstakrar heimildar þar að lútandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu lögreglustjóra. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem að mestu leyti snerta með beinum hætti ákvörðun lögreglustjóra um ráðningu starfsmanna og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að 14 einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um tímalengd ráðningar og á hvaða lagagrundvelli umrædd ráðning var reist. </p> <h2>2.</h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Á meðal þess sem beiðni kæranda lýtur að eru upplýsingar um starfstitla þeirra starfsmanna sem nafngreindir eru í beiðninni. Eins og áður segir var beiðni kæranda um upplýsingar synjað með vísan til þess að þær vörðuðu upplýsingar um málefni starfsmanna sem ekki sé skylt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna sé eftir því leitað. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Verður synjun lögreglustjóra því felld úr gildi að þessu leyti og lagt fyrir embættið að veita kæranda upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra.<br /> <br /> 3.<br /> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að lögreglustjóri hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Af svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til kæranda, dags. 19. nóvember 2020, verður ekki ráðið að lagt hafi verið mat á hvort veita beri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaganna. Í umsögn lögreglustjóra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. desember 2020, kemur hins vegar fram að ekki verði séð að heimild standi til þess að afhenda frekari gögn á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði á milli aðila. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að lögreglustjóri hefur tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi lögreglustjóra hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rökstyðja framvegis afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra.<br /> <br /> Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita kæranda, upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
997/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar varðandi gámaflutninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi Herjólf ohf. ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 997/2021 í máli ÚNU 20080021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um gámaflutninga með Herjólfi ohf. tímabilið 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir umræddum upplýsingum með bréfi, dags. 14. ágúst 2020. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 19. ágúst 2020, kemur fram að með vísan til viðskiptahagsmuna muni félagið ekki upplýsa um einstök efnisatriði er varði viðskipti félagsins við þriðja aðila, hvorki verð, magn né annað er varði viðskiptasamband milli aðila. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um þau verð sem tiltekin fyrirtæki greiði fyrir gámaflutninga með Herjólfi ohf. Þá er vísað til þess að farmskrá félagsins sé opinbert gagn. Í kæru er þess farið á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin úrskurði um skyldu Herjólfs ohf. til að afhenda upplýsingar um fjölda fluttra gáma auk upplýsinga um hvernig flutningum var skipt niður á fyrrnefnda flutningsaðila.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gámaflutninga á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Upplýsingalög taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Synjun Herjólfs ohf. er reist á því að viðskiptahagsmunir standi því í vegi að heimilt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar. Ákvörðunin er að öðru leyti ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga og verður ekki séð að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Eins og fyrr segir verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gangabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Herjólfs ohf. né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
996/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | A, blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um upplýsingar um bætur vegna ólögmætra ráðninga. Ráðuneytið reisti synjunina aðallega á því að um væri að ræða upplýsingar sem væru undanþegnar upplýsingarétti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þær vörðuðu „umsókn um starf“. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin hefðu að geyma slíkar upplýsingar. Þá taldi úrskurðarnefndin gögnin ekki heldur hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar sem leynt skuli fara skv. 9. gr. upplýsingalaga. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 996/2021 í máli ÚNU 20120003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. desember 2020, kærði A blaðamaður synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 30. nóvember 2020, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. október 2020, óskaði kærandi eftir sundurliðuðum upplýsingum um hversu mikið íslenska ríkið hefur greitt í bætur vegna ólögmætra ráðninga í störf á undanförnum áratug. Með tölvupósti, dags. 17. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað og honum veittar umbeðnar upplýsingar. Nánar tiltekið voru honum veittar upplýsingar um fjölda mála og fjárhæðir bótagreiðslna í hverju máli. Í kjölfarið óskaði kærandi með erindi, dags. sama dag., eftir upplýsingum um hvaða mál þetta væru nákvæmlega sem um ræddi. Með tölvubréfi, dags. 30. nóvember 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og væru því ekki undirorpnar upplýsingarétti almennings. Þá væru ekki forsendur til að veita ríkari aðgang að slíkum gögnum en lög áskildu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. Auk þess þætti ráðuneytinu óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hefðu að geyma upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ekki sé hægt að fallast á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga enda sé um að ræða opinbera stjórnsýslu og fjármuni almennings. Ekki sé verið að fara fram á upplýsingar um gögn sem umsækjendur leggja fram heldur aðeins hverjir eigi í hlut, þ.e. mál hverra gegn ríkinu sé að ræða og í tengslum við hvaða stöður. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 3. desember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 17. desember 2020, kemur fram að synjun ráðuneytisins hafi verið byggð á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi við meðferð málsins verið litið til þeirra sjónarmiða sem rakin séu annars vegar í 9. gr. upplýsingalaga er varðar takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna og hins vegar 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Að mati ráðuneytisins sé óumdeilt að umræddar upplýsingar séu gögn sem varði umsóknir um starf hjá opinberum aðilum. Þá segir í umsögninni að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi verið litið til skýringa í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum. Þar sé rakið að með 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi verið lagt upp með að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. þágildandi upplýsingalaga um að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Þá er þeirri afstöðu lýst að beiðni kæranda rúmist ekki innan undanþágu 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, heldur varði hún upplýsingar um persónuleg málefni sem undanþegin eru upplýsingarétti skv. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og varða einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust, með tölvupósti, dags. 8. febrúar 2021, þar sem þeirri afstöðu ráðuneytisins er mótmælt að bótagreiðslur ríkisins eigi að fara leynt samkvæmt upplýsingalögum. Í því sambandi er bent á að krafa almennings um gagnsæi í opinberum rekstri hljóti að vera þeim mun ríkari þegar um sé að ræða fjárútgjöld af skattfé sem tengjast órétti sem hið opinbera hafi beitt einstaklinga. Loks áréttar kærandi að tilgangur þess að óska eftir umræddum upplýsingum sé að varpa skýrara ljósi á hvers eðlis umrædd mál séu sem tengjast bótagreiðslum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að sundurliðuðum upplýsingum þau mál þar sem íslenska ríkið hefur greitt bætur vegna ólögmætra ráðninga, skipana eða setninga í opinber störf og embætti á síðastliðnum áratug. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er aðallega reist á því að umræddar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem þær varði umsókn um starf.<br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er eftir aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings sem lýtur að gögnum sem varða opinbera starfsmenn. Segir í ákvæðinu að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði „umsókn um starf.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði „umsókn um starf“ verður að líta til þess að 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra hana þröngt. Þá verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með 7. gr. en þar segir: <br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn. Um er að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti ýmist fyrir dómi eða á öðrum vettvangi. Af yfirlitinu verður þannig ráðið að hluti málanna hafi hafist með því að málsaðili hafi beint kröfu að íslenska ríkinu og því lokið með samkomulagi um bótagreiðslur en öðrum hafi lokið með dómi.<br /> <br /> Af framangreindum athugasemdum verður dregin sú ályktun að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum sem tengjast undirbúningi ákvörðunar um veitingu starfs eða embættis. Í því sambandi er þannig átt við þau gögn sem ótvírætt liggja til grundvallar og tengjast beint slíkri ákvörðun svo sem nánar greinir í athugasemdunum við ákvæðið. Að mati úrskurðarnefndarinnar falla upplýsingar um bótakröfur sem beint er að íslenska ríkinu í tengslum við lögmæti slíkra ákvarðana, og eftir atvikum uppgjör þeirra, ekki undir 1. mgr. 7. gr. Sama á við um upplýsingar um þá einstaklinga sem að þeim standa og getið er í yfirlitinu. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er beinlínis tekið fram að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur umrætt yfirlit þannig hvorki að geyma upplýsingar um þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðunum um ráðningu eða skipun né upplýsingar sem varpa að öðru leyti ljósi á hvernig staðið var að undirbúningi þessara ákvarðana. Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem eins og áður sagði felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður því að álykta sem svo að upplýsingarnar sem fram koma í skjalinu varði ekki „umsókn um starf“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. </p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig vísað til þess að við meðferð málsins hafi verið litið til 9. gr. upplýsingalaga er varði takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Eðli málsins samkvæmt teljast upplýsingar um uppgjör bótagreiðslna til umsækjenda um opinber störf eða embætti til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umrædds skjals. Sem fyrr segir er um að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga og eftir atvikum fjárhæð bóta sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur ýmist verið dæmt bótaskylt eða það fallist á bótaskyldu utan réttar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og þar með fjárhagsmálefni þeirra verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra eða einkahagi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Í því sambandi er horft til þess að í skjalinu er ekki að finna upplýsingar um tekjur eða efnahag einstaklinga að öðru leyti sem kunna að liggja til grundvallar útreikningi bótanna. Loks hefur þýðingu að hluti upplýsinganna tengist niðurstöðum dómstóla sem þegar eru aðgengilegar á vefsvæði dómstóla. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi einstaklinga af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni þess er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi einstaklinga af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða nefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A blaðamanni aðgang að yfirliti yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti undanfarin áratug.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
995/2021. Úrskurðrur frá 30. mars 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um starf á skrifstofu félagsins. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki sé skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 995/2021 í máli ÚNU 21030018. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 6. mars 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu félagsins. Þann 10. mars 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. Það sé mat stjórnar Herjólfs ohf. að óskir umsækjenda um nafnleynd og persónuverndarsjónarmið vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings um hverjir voru meðal umsækjenda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um starf á skrifstofu Herjólfs ohf. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ehf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er synjun Herjólfs ohf. á beiðni A um nöfn umsækjenda um stöðu á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <p style="text-align: justify;"><br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
994/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, fréttamaður, kærði synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu tiltekinna gagna varðandi skráningu raunverulegra eigenda á véllæsilegu formi. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda umbeðin gögn á rafrænu formi. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 994/2021 í máli ÚNU 20120008.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 8. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, á beiðni hans frá 30. október 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. október 2020 í máli nr. 935/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum varðandi skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum nánar tilgreindum upplýsingum.<br /> <br /> Í kjölfar þessa sendi ríkisskattstjóri kæranda umrædd gögn með bréfpósti. Í kjölfarið fór kærandi með tölvubréfi, dags. 30. október 2020, fram á að fá gögnin jafnframt afhent með rafrænum hætti. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, með vísan til þess að ekki væri unnt að verða við beiðninni vegna fjarvinnu starfsfólks. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, og tók fram að það gæti ekki talist eðlilegt að synja um afhendingu gagnanna með rafrænum hætti. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að gögnin hefðu verið afhent ríkisskattstjóra rafrænt og því væru þau til á rafrænu formi en samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri að veita aðgang að gögnum á því sniði sem þau eru varðveitt á. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 5. nóvember 2020, þar sem fram kom að unnt væri að afhenda þau gögn rafrænt sem kærandi hefði þegar fengið afrit af, þ.e. skönnuð afrit af þeim. Gögnin yrði að færa á pappírsform sem þátt í því ferli að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ekki væri heimilt að veita aðgang að. Með tölvubréfi, dags. 6. nóvember 2020, ítrekaði kærandi beiðni sína á nýjan leik og ítrekaði mikilvægi þess að gögnin yrðu afhent rafrænt. Slíkt væri mikilvægt því blaðamenn þyrftu að geta leitað í gögnunum og unnið með þau á upprunalegu formi. Kærandi vísaði á ný til 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið svaraði ríkisskattstjóri kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 11. nóvember 2020, þar sem fram kom að ríkisskattstjóra bæri að tryggja að sá hluti gagnanna sem bundinn væri þagnarskyldu væri afmáður með þeim hætti að ekki væri mögulegt að greina inntak þeirra. Ábyrgðin á þeirri ráðstöfun hvíldi á ríkisskattstjóra sem mæti hvað teldist fullnægjandi aðferð í því skyni að afmá þær trúnaðarupplýsingar sem embættinu bæri að gæta. Við þróun á því verklagi hefði m.a. verið horft til verklagsreglna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti sér í kjölfar úrskurðar persónuverndar frá árinu 2015. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að ríkisskattstjóri hafi að endingu fallist á að afhenda hluta gagnanna á véllæsilegu rafrænu sniði en afgangurinn hafi verið afhentur á þann hátt að útprentuð eintök hafi verið skönnuð inn í tölvu og send kæranda í kjölfarið. Þar með voru þau ekki véllæsileg og ekki hægt að leita í þeim. Kærandi telur afgreiðslu ríkisskattstjóra að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga.</p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 10. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 8. janúar 2021, er rakið að kæranda hafi 9. nóvember 2020 verið send öll umbeðin gögn í tölvupósti og þau gögn sem ekki hafi verið hægt að afhenda á rafrænu véllæsilegu formi þar sem þau hafi innihaldið trúnaðarupplýsingar hafi verið skönnuð inn og send kæranda. Þá er vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það væru upplýsingar um fjárhæðir hlutafjármiða og ljósrit af vegabréfum. Hlutafjármiðana hafi orðið að færa á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að hlutafjármiðarnir hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þeir haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ríkisskattstjóra, dags. 13. febrúar 2021, er áréttuð sú afstaða að afgreiðsla ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um gögn samræmist ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, m.a. eins og henni hefur verið beitt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi telji aðferð ríkisskattstjóra við að afmá umræddar upplýsingar gamaldags og vísar til þess að embættinu hefði verið fært að óska eftir ráðgjöf t.d. frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, tölvusérfræðingum eða sérfræðingum um gagnaöryggi. Kærandi vísar einnig til þess að þegar viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar úr gögnum sé mikilvægt að eins lítið sé hróflað við þeim og mögulegt sé til að þau haldist sem næst upprunalegu formi. Þá telji kærandi nauðsynlegt að árétta að þótt umfang gagna sé takmarkað hafi úrskurður um efnið fordæmisgildi. Í því sambandi bendir kærandi á að hann hafi þegar farið fram á afhendingu og fengið frekari sambærileg gögn frá ríkisskattstjóra en ekki á upprunalegu formi.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 afhenti ríkisskattstjóri kæranda umbeðin gögn í samræmi við efni úrskurðarins og er því ekki deilt um skyldu embættisins til að afhenda gögn. Mál þetta lýtur hins vegar að því hvort embættinu hafi við afhendingu þeirra verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta gagnanna á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
993/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, fréttamaður, kærði ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis að synja honum um aðgang að samantektum um byggingu nýs Landspítala og öðrum skyldum gögnum, aðallega því um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 8. gr. ekki uppfyllt, því gögnin höfðu verið unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Önnur ákvæði upplýsingalaga voru ekki talin standa því í vegi að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 993/2021 í máli ÚNU 20100015. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 13. október 2020, fór A, fréttamaður, þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði um rétt hans til aðgangs að tilteknum gögnum sem hann óskaði eftir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og tengjast byggingu nýs Landspítala, þar sem ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 28. maí 2020, óskaði kærandi eftir af¬riti af greiningarskýrslu ráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir FSR) um mál¬efni nýs Landspítala auk allra eldri útgáfa hennar. Þá óskaði kærandi með tölvupósti, dags. 2. júlí 2020, eftir öðrum gögn¬um sem lægju fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnis¬blöðum, tölvupóstum, samantektarskjölum eða öðrum gögnum sem hefðu að geyma slík¬ar upplýsingar. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, kom fram að gert væri ráð fyrir að samantektin sem kærandi óskaði eftir yrði tilbúin á næstu vikum og að kærandi yrði látinn vita þegar hún lægi fyrir.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir greiningarskýrslu um málefni nýs Landspítala sumarið 2019. Var þá jafnframt óskað eftir upplýsingum m.a. um auðkenni viðeigandi máls í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir öll gögn málsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni með tölvupósti, dags. 30. ágúst 2019. Kom þar fram að skýrslan væri í vinnslu af sérfræðingi innan ráðuneytisins með aðstoð sérfræðinga FSR og upplýsingum frá fjölmörgum aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Ekki færi á milli mála að skýrslan teldist vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. og 8. gr. sömu laga, þótt tvenn stjórnvöld hefðu komið að ritun hennar. Stefnt væri að því að fullvinna skýrsluna á næstu vikum og yrði þá unnt að veita aðgang að henni. Eins og skjalið stæði kæmu ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls í því, sem gæti gert að verkum að skylt væri að afhenda skjalið þótt um vinnugagn væri að ræða, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Kæranda voru hins vegar afhentar upplýsingar um auðkenni málsins í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Í kjölfar samskipta kæranda við ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a laga nr. 140/2012, og fundar ráðgjafans með fulltrúum ráðuneytisins og FSR, sendi ráðuneytið kæranda nánari útskýringar á afstöðu sinni, dags. 12. september 2019. Kom þar fram að málið hefði frá upphafi verið unnið í ráðuneytinu, með aðstoð og samvinnu við sérfræðinga FSR og upplýsingum frá aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Hlutverk sérfræðinga FSR hefði verið að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnunarinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hefði ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar. Aðkoma FSR hefði því falist í störfum sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 tæki til. Samstarf ráðuneytisins við FSR leiddi af fastmótuðu hlutverki sem stofnunin gegndi í tengslum við opinberar framkvæmdir, sbr. VI. kafla laga um opinberar framkvæmdir, nr. 84/2001. <br /> <br /> Í erindinu kom og fram að ráðuneytið teldi ekki tilefni til að veita ríkari aðgang að skýrslunni en skylt væri, sbr. 11. gr. laga nr. 140/2012. Til þess væri að líta að almannahagsmunir stæðu til þess að opinber umræða um mikilvæg opinber málefni byggði ekki á ófullkomnum upplýsingum eða vinnuskjölum sem kynnu að gefa villandi mynd af því sem ætlunin væri að varpa ljósi á. Sjónarmið um mikilvæga almannahagsmuni, sbr. 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, stæðu gegn því að veittur yrði aðgangur að samantektinni meðan hún væri enn í vinnslu.<br /> <br /> Með svari kæranda, dags. 12. september 2019, var því mótmælt að skýrslan gæti talist vinnu-gagn. Þá óskaði kærandi í sama erindi eftir öllum gögnum sem tilgreind væru á lista yfir gögn málsins sem afhentur var kæranda 31. ágúst 2019 auk nýrra gagna sem kynnu að hafa orðið til eftir að listinn var útbúinn.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, voru kæranda afhent tiltekin gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins. Tiltekin skjöl voru ekki afhent, með vísan til þess að þau tengdust undir¬búningi að útboði meðferðarkjarna nýs Landspítala. Upplýsingar í gögnunum vörðuðu efna¬hagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og gæti það haft áhrif á niðurstöðu útboðsins ef aðgangur yrði veittur, sbr. 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Þá kom fram að ekki væri unnt að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda eins og hún var sett fram í tölvupóstum hans frá 28. maí og 2. júlí 2020 og sé því ekki um að ræða að synjað hafi verið um afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi sambærilegri beiðni kæranda sum¬arið 2019 verið synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Þótt gögnin hefðu farið á milli ráðuneytisins og FSR teldust þau áfram vinnugögn þar sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ætti við. Þá væri ekki tilefni til að veita aukinn aðgang að gögnunum í sam¬ræmi við 11. gr. laga nr. 140/2012 með vísan til 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur skilyrði fyrir að gögn teljist vinnugögn sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ekki vera uppfyllt, þ.e. að 1) stjórnvaldið sjálft hafi ritað eða útbúið þau til eigin nota, 2) við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls, og að 3) þau hafi ekki verið afhent öðrum. Í fyrsta lagi hafi umbeðin gögn ekki verið rituð af fjármála- og efnahagsráðuneytinu heldur FSR, að beiðni ráðuneytisins. Ljóst sé að FSR sé ekki hluti af ráðuneytinu. Í öðru lagi fær kærandi ekki séð að gögnin hafi verið unnin til að undirbúa ákvarðanatöku eða aðrar lyktir máls, þar sem skýrslan hafi að sögn ráðuneytisins verið unnin til að skerpa sýn þess og varpa ljósi á stöðu fast¬eignamála Landspítalans og fyrirhugaðar breytingar samhliða uppbyggingu á sjúkrahóteli, með¬ferðarkjarna, rannsóknarhúsi og bílastæðahúsi.<br /> <br /> Í þriðja lagi telur kærandi ljóst að gögnin hafi verið afhent öðrum og geti af þeirri ástæðu ekki talist vinnugögn. Ekki sé hægt að halda því fram að 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 eigi við í þessu tilviki og að FSR hafi við gerð skjalsins verið í hlutverki einhvers konar ritara fyrir ráðuneytið, sem leiða eigi til þess að skjalið missi ekki stöðu sína sem vinnugagn. FSR sé sjálf¬¬stæð stofnun með lögbundið hlutverk, sbr. 19. og 20. gr. laga um skipan opinberra fram¬kvæmda, nr. 84/2001.<br /> <br /> Kærandi telur loks afar langsótt að fella þær upplýsingar sem óskað er eftir undir undan¬þágu-ákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, enda sé rammi þess ákvæðis þröngur og taki aðeins til upplýsinga sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ekki sé að sjá að afhending og birting upplýsinganna í máli þessu geti ógnað fjármálastöðugleika eða skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins að nokkru leyti eða valdið neinum sambærilegum skaða.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til þess sem fram kom í svari ráðuneytisins 30. ágúst 2019 um að eins og skýrslan stæði nú kæmu þar ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls. Að mati kæranda getur það vart staðist skoðun að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að gögnin séu ekki afhent en um leið innihaldi þau engar upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 14. október 2020, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 30. október 2020, er rakið að þegar kæranda var svarað sumarið 2019 hafi hann verið upplýstur um að ekki lægi fyrir samantekt eða skýrsla sem hefði fengið tilhlýðilega rýni innan ráðuneytisins heldur aðeins vinnugagn, sem á þeim tíma sem beiðni kæranda barst hafi verið mjög skammt á veg komið. Vegna starfsmannabreytinga og annarra verkefna hafi ekki enn reynst unnt að koma drögunum í það horf að unnt sé að gefa þau út af hálfu ráðuneytisins.<br /> <br /> Ráðuneytið telji ljóst að beiðni kæranda frá 28. maí 2020 hafi verið synjað, sbr. skýringar sem sendar voru kæranda 12. september 2019. Ekki sé þörf á að bæta við þær skýringar þótt kærandi hafi að nýju óskað eftir skýrslunni 28. maí 2020. Það hafi verið mistök af hálfu ráðuneytisins að fylgja því ekki eftir gagnvart kæranda að afstaða ráðuneytisins til þeirrar beiðni væri hin sama og áður. Að því er varði beiðni kæranda frá 2. júlí 2020 um önnur gögn sem liggi fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnisblöð, tölvupóstar, samantektarskjöl eða önnur gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar, sé ljóst að sú beiðni taki til sömu gagna og kæranda voru afhent 25. október 2019. Voru kæranda þá afhent þau gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins, að undanskildum nokkrum skjölum. Ekki liggi fyrir önnur gögn sem falli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdu tvær útgáfur af skýrslunni auk þeirra skjala annarra sem kæranda var synjað um aðgang að.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ráðuneytisins, dags. 14. desember 2020, kemur fram að hann sé ekki í aðstöðu til að sannreyna hvernig samvinnu ráðuneytisins og FSR hafi verið háttað við gerð skýrslunnar sem óskað er eftir. Hins vegar telji kærandi ljóst að FSR geti ekki talist hafa sinnt ritarastörfum eða sambærilegum störfum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012, fyrir ráðuneytið. Kærandi bendir jafnframt á að í frumvarpi til laga um breytingu á upp¬lýsingalögum, sem lagt hafi verið fram á síðasta löggjafarþingi en hafi ekki náð fram að ganga, hafi verið lagt til að gögn FSR yrðu áfram skilgreind sem vinnugögn þótt þau færu á milli stofnana. Ekki sé hægt að skilja frumvarpið öðruvísi en svo að með því séu rök kær¬anda í máli þessu viðurkennd, enda væri annars tilgangslaust að leggja breytinguna til.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala og öðrum nánar tilgreindum skjölum í tengslum við málið. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á því að samantektin teljist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga, en einnig að hún innihaldi upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem réttlæti takmörkun á aðgangi. Hvað varðar hin skjölin byggist synjun ráðuneytisins á 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfs¬mönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. <br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skv. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skil¬yrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raun¬hæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins varð til sem sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum um skipan opin-berra framkvæmda, nr. 84/2001. Í 19. gr. laganna kemur m.a. fram að stofnunin veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingartæknileg málefni og undirbúning fram-kvæmda. Hún heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Skv. 20. gr. sömu laga skal FSR beita sér fyrir því að hagkvæmni sé gætt í skipan opinberra framkvæmda, m.a. með því að veita ráðgjöf og vinna að samræmingu við undirbúning og áætlunargerð við opinberar verkframkvæmdir. Samkvæmt 22. gr. sömu laga selur FSR ráðu¬neytum og ríkisstofnunum þjónustu sína samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið afmarkaði gagnabeiðni kæranda að því er varðar saman-tekt/skýrsludrög um húsnæðismál Landspítala við tvö skjöl, annað frá 20. maí 2019 og hitt frá 1. september sama ár. Fyrra skjalið ber heitið Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðuskýrsla í maí 2019 og telur 112 blaðsíður. Fram kemur í inngangi að skýrslan sé unnin af sérfræðingum hjá FSR og fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir ráðuneytið. Upphaflegt mark¬mið hafi verið að fá góða heildarsýn yfir kostnað vegna nýrra bygginga og hvaða annar kostnaður fylgdi þeim, þ.m.t. vegna margvíslegs búnaðar, flutninga o.fl.<br /> <br /> Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur komið fram að hlutverk FSR við gerð samantektarinnar hafi falist í að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnun-arinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hafi ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að skjalið uppfylli þau skilyrði að vera undirbúningsgagn og að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu, þ.e. fjármála- og efnahagsráðuneytinu, til eigin nota. Hins vegar er það mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af framangreindum upplýsingum frá ráðuneytinu um hlutverk FSR við gerð samantektarinnar/skýrsludraganna auk hlutverks stofnunarinnar sam¬kvæmt lögum nr. 84/2001, að þáttur FSR í gerð skjalsins geti ekki talist til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Þrátt fyrir að FSR hafi ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar og gögn sem lögð voru til telur nefndin ekki unnt að líta öðruvísi á en að framlag stofnunarinnar til samantektarinnar hafi farið út fyrir það sem talið verður til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að vinnugagnaskilyrði laga nr. 140/2012 um að gagn megi ekki hafa verið afhent öðrum, sé ekki uppfyllt í þessu tilviki, og ráðuneytinu hafi þar af leiðandi ekki verið heimilt að byggja synjun sína um aðgang að skjalinu á því að um vinnugagn sé að ræða.<br /> <br /> Síðari útgáfa samantektarinnar/skýrsludraganna frá 1. september 2019 skiptist í samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og hins vegar leigulíkan fyrir spítalann. Hún telur 69 blaðsíður og inniheldur að meginstefnu til sambærilegar upplýsingar og fram koma í fyrri útgáfu hennar. Fram kemur í inngangi að upplýsingaöflun hafi þannig verið háttað að leitað hafi verið fanga hjá starfsfólki FSR, í gagnasafni FSR, hjá ráðuneytinu og í fyrri skýrslum, greinargerðum og lagafrumvörpum um Landspítalaverkefnið. Auk þess hafi verið haldnir fjölmargir fundir með Landspítala og Nýjum Landspítala ohf. (NLSH).<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu var skjalið ekki afhent FSR. Með hliðsjón af því telur nefndin að skilyrði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 séu uppfyllt og að skjalið teljist vinnugagn í skilningi laganna. Á það er hins vegar að líta að í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. sömu laga kemur fram að þrátt fyrir að réttur almennings taki ekki til vinnugagna beri að afhenda slík gögn ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Í skjalinu er að finna ýmsar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að komi ekki annars staðar fram, eða a.m.k. séu upplýsingarnar geymdar með þeim hætti að almenningur og fjölmiðlar eigi óhægt um vik að nálgast þær. Fram kemur enda í inngangi skjals¬ins að upplýsinga hafi m.a. verið aflað frá starfsfólki FSR og á fundum með fulltrúum Land¬spítala og Nýs Landspítala ohf. Það er því mat úrskurðarnefndarinnar að synjun ráðu¬neytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu verði ekki byggð á 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig byggð á því að ekki unnt að veita kæranda aðgang að samantektum um húsnæðismál Landspítala með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær tvær samantektir sem kæranda var synjað um aðgang að. Báðar útgáfur eru byggðar upp með svipuðum hætti: 1) stefnumörkun ráðuneytisins varðandi eignaumsýslu, 2) tímalína verkefnisins, söguleg þróun frá aldamótum o.fl., 3) samantekt um húsnæði LSH, 4) áætlaður stofnkostnaður, 5) staða hönnunar, 6) mat á virði eldri fasteigna, 7) möguleg hagræðing í rekstri, 8) mögulegt leiguverð, 9) BIM, BREEAM, áhættugreiningar o.fl.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á það með fjármála- og efnahags¬ráðu¬neytinu að aðgangur kæranda að samantektum/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala verði takmarkaður í heild með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Ráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynni að skaða fjárhag eða efna¬hag ríkisins. Úrskurðarnefndin telur þó að á nokkrum stöðum í samantektunum sé að finna sundurliðaðar kostnaðaráætlanir, þar sem fjallað sé um framkvæmdir þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að rök standi ekki til að synja kæranda um aðgang að samantektunum. Nefndin telur mikilvægt að líta til þess að bygging nýs Landspítala er mjög stór framkvæmd með tilheyrandi ráðstöfun opinberra fjármuna. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs að upplýsingum skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <h3>3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að eftirfarandi skjölum sem tilheyra máli um byggingu Landspítala í málaskrá ráðuneytisins:<br /> <br /> 1) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 2) Rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóv¬ember 2012.<br /> 3) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 4) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Synjunin var byggð á 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í 5. tölul. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í athugasemdum við 5. tölul. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitar¬félaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skatta¬málum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir einnig að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif. Hins vegar innihalda gögnin að hluta til upplýsingar sem eru sama marki brenndar og þær sem nefndar voru í niðurstöðukafla 2, þ.e. tengjast framkvæmdum þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Á það við um rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóvember 2012, í heild sinni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1) Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðu¬skýrsla í maí 2019, að undanskildum bls. 49, 53, 64–67 og 71–74.<br /> 2) Samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og leigu¬líkan fyrir spítalann, dags. 1. september 2019, að undanskildum bls. 32, 35–37 og 39–41.<br /> 3) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 4) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 5) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem tengjast byggingu nýs Landspítala er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
992/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum er vörðuðu hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að ákveðnum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki þau skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og lagði fyrir Garðabæ að veita kæranda aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin taldi að tilteknir hlutar beiðni kæranda hefðu ekki hlotið þá meðferð sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Loks var hluta beiðni kæranda vísað frá nefndinni, þar sem viðkomandi gögn lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. | <h1 style="text-align: justify;">Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 992/2021 í máli ÚNU 20090026. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. september 2020, kærði A afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 22. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum gögnum frá B sem vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur, bæði handskrifuð og úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu og Garðaskóla).<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 21. september 2020, kom fram að gögn sem kærandi hefði óskað eftir væru tilbúin til afhendingar. Í erindi kæranda til Garðabæjar sama dag kom fram að ýmis gögn vantaði, svo sem fundargerðir, punkta sem B hefði tekið niður á foreldrafundi, samskipti við fyrirtækið KVAN, samskipti við C, fundi sem B hefði átt við stúlkurnar o.fl.<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 29. september 2020, kom fram að sjálfsagt væri að skoða það teldi kærandi að tilteknar fundargerðir vantaði. Hvað varðaði samskipti B við fyrirtækið KVAN og C yrðu þau ekki afhent þar sem um vinnugögn væri að ræða. Samtöl B við önnur börn en dóttur kæranda yrðu sömuleiðis ekki afhent þar sem sveitarfélaginu væri það ekki heimilt.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að einungis hluti gagna er varði B hafi verið afhent. Áður hafi kærandi beðið um gögn frá öðrum starfsmönnum og í þeim gögnum hafi verið gögn frá B sem nú hafi ekki verið afhent. Þá hafi Garðabær haldið fram að fundargerðir hafi verið útbúnar af B en þau gögn hafi ekki verið afhent nú.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 28. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 14. október 2020, kemur fram að kærandi og eiginkona hans hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um afhendingu gagna til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hafi ávallt leitast við að afhenda meira en minna af gögnum. Engum gögnum hafi verið haldið eftir sem þau eigi rétt á að fá afhend. Raunar hafi þeim einnig verið afhent vinnugögn, umfram skyldu. Hins vegar hafi beiðnir kæranda verið margar og sumar þeirra umfangsmiklar. Þá hafi endurtekið verið óskað eftir gögnum sem kæranda hafi þegar verið afhent og gögnum sem kærandi telur að til séu en séu í reynd ekki til. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðari gagnabeiðna takmarkast við gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent, en hafi ekki fengið afhent áður. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er að finna nánari skýringar á þeim gögnum sem kærandi telur að vanti:<br /> 1) Fundargerðir sem varði samtöl B við dóttur kæranda í október og nóvember 2019 auk fundargerða af fundum hennar með öðrum börnum. <br /> 2) Samskipti B við Domus Mentis, en hún hafi verið viðstödd samtöl sem Domus Mentis átti við dóttur kæranda og því telji kærandi sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum. <br /> 3) Samskipti B við núverandi aðstoðarskólastjóra Garðaskóla, en báðir aðilar hafi verið í eineltisteymi sem hafi komið að máli dóttur kæranda. Einnig vanti samskipti B við D, sem tók viðtöl við börnin. <br /> 4) Handskrifuð gögn af tilteknum foreldrafundi.<br /> <br /> Með erindum, dags. 29. janúar, 1. febrúar og 5. mars 2021, afhenti Garðabær úrskurðarnefndinni hluta af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá B sem varða kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Kæranda voru afhent þau gögn sem sveitarfélagið taldi heyra undir gagnabeiðni hans og hann ætti rétt á. Honum var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur hans, þar sem sveitarfélagið taldi sér ekki heimilt að afhenda þær. Kæranda var einnig synjað um aðgang að samskiptum B annars vegar við fyrirtækið KVAN og hins vegar við C, þar sem um vinnugögn væri að ræða.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að samskiptum B við fyrirtækið KVAN, þar sem um vinnugögn væri að ræða. Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum um hann sjálfan, eiginkonu og dóttur. Fer því um upplýsingarétt hans samkvæmt III. kafla upp-lýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 14. gr. segir að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar kemur fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. Í 1. mgr. 8. gr. kemur fram að til vinnugagna teljist þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni tölvupóstssamskipti B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019. Það er mat nefndarinnar að gögnin uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Stafar það fyrst og fremst af því að gögnin uppfylla ekki það skilyrði að hafa ekki verið afhent öðrum. Ljóst er að samskiptin hafa verið afhent fyrirtækinu KVAN. Það er því niðurstaða nefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptunum, enda fær nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um skjalið.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur kæranda. Garðabær afmarkaði þann hluta beiðninnar við minnispunkta af fundum við tvö börn sem tengjast dóttur kæranda, dags. 22. október til 2. desember 2019, og afhenti úrskurðarnefndinni. Synjun Garðabæjar á afhendingu gagnanna var á því byggð að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að afhenda þau, en ákvörðunin var ekki rökstudd frekar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þessi hluti beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka þennan hluta beiðni kæranda til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að tekin sé afstaða til þess og það rökstutt á hvaða lagagrundvelli ekki sé unnt að afhenda kæranda gögnin.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að ekki hafi verið afhentar fundargerðir B af fundum með dóttur hans frá því í október og nóvember 2019, samskipti B við Domus Mentis, samskipti B við D og samskipti B við C. Af gögnum málsins fæst ekki séð að Garðabær hafi tekið afstöðu til þessara atriða við afgreiðslu gagnabeiðni kæranda. Er því ekki um að ræða ákvörðun sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða og verður því að vísa þessum hlutum beiðni kær-anda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ. Við afgreiðslu beiðninnar skuli tekin afstaða til þess hvort gögnin liggi fyrir í skilningi upplýsingalaga og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim, eftir atvikum á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> 5.<br /> Hvað varðar handskrifuð gögn af foreldrafundi sem kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent var það niðurstaða í máli ÚNU 20090015, sem kærandi var einnig aðili að og lyktaði með úrskurði nr. 970/2021, að slík gögn af viðkomandi fundi lægju ekki fyrir í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Studdist sú niðurstaða við upplýsingar frá Garðabæ. Ekkert hefur komið fram við meðferð þessa máls sem gefur til kynna að úrskurðarnefndin hafi byggt á röngum upplýsingum um málsatvik í framangreindum úrskurði. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu Garðabæ ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019, sem varða dóttur hans.<br /> <br /> Beiðni kæranda um eftirfarandi gögn sem varða hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur, er vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ: <br /> 1) Fundargerðir af fundum B við dóttur kæranda frá því í október og nóvember 2019.<br /> 2) Fundargerðir af fundum B með öðrum börnum, dags. 22. október til 2. desember 2019.<br /> 3) Samskipti B við Domus Mentis.<br /> 4) Samskipti B við D.<br /> 5) Samskipti B við C.<br /> <br /> Kæru A, dags. 26. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
991/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021 | A, fréttamaður, kærði synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Synjun Biskupsstofu var reist á því að þjóðkirkjan félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði m.a. til nýlegra lagabreytinga. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að þær breytingar sem gerðar hefðu verið nýlega á ákvæðum laga nr. 78/1997 leiddu til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafa framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 991/2021 í máli ÚNU 20110023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31.<br /> <br /> Með tölvupósti til Biskupsstofu, dags. 22. október 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði keypt Kirkjuhúsið við Laugaveg 31 og hvert kaupverðið hefði verið. <br /> <br /> Í svari Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, kom fram að kirkjuráð hefði skrifað undir kaupsamning sem áskildi að trúnaður ætti að ríkja um efni samningsins. Af þeim sökum væri ekki unnt að gefa upplýsingar um söluna. Kaupandi ákvæði hvort hann þinglýsti samningnum en Biskupsstofa hefði virt þann trúnað sem óskað hefði verið eftir og samþykkt hefði verið í samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Biskupsstofu, með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu, dags. 3. desember 2020, eru atvik málsins rakin. Þá er þeirri afstöðu lýst að vísa beri kærunni frá þar sem þjóðkirkjan, þ.m.t. sjóðir hennar, sé sjálfstætt trúfélag og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Þjóðkirkjan sé ekki stjórnvald, hún sé ekki í eigu stjórnvalda né henni falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna lögbundinni þjónustu stjórnvalds.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að í upphafsákvæðum laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sé sjálfstæði hennar undirstrikað og komi fram í 1. mgr. 2. gr. að þjóðkirkjan njóti sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, sem kveði á um að ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja þjóðkirkjuna, sé það svo að ríki og þjóðkirkjan séu ekki eitt eins og skýrt komi fram í lögunum en í þeim sé þjóðkirkjan skilgreind sem trúfélag en ekki sem stofnun sem eðlilegt hefði annars talist fyrir þann tíma. Þjóðkirkjan skuli samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar njóta stuðnings ríkisvaldsins en það breyti því ekki að hún fari hvorki með ríkisvald né sé í eigu ríkisins. Þjóðkirkjan hafi ekki vald til þess að setja þegnum landsins reglur til að koma á skipulagi né heimild til að beita menn þvingunum til að þeim reglum sé fylgt. Staða þjóðkirkjunnar gagnvart upplýsingalögum sé því ekki önnur en annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem einnig njóti lögbundinna sóknargjalda frá félagsmönnum sínum. <br /> <br /> Þá er í umsögninni bent á að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á lögum nr. 78/1997 frá gildistöku þeirra þann 1. janúar 1998 og annarri löggjöf sem hana varði. Breytingarnar hafi miðað að því að einfalda löggjöfina og staðfesta enn frekar sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Formbundinn grundvöllur þjóðkirkjunnar sé, auk framangreindra laga, hið svonefnda kirkjujarðasamkomulag þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1998. Þann 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur kirkjunnar og ríkisins um breytingar á samningnum. Forsendur viðbótarsamningsins sé hin sjálfstæða staða þjóðkirkjunnar sem að framan greini og tilgangur hans einkum aðlögun kirkjujarðasamkomulagsins að þeirri stöðu. Samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkisins og kirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. <br /> <br /> Þannig byggi rekstur þjóðkirkjunnar í dag annars vegar á þeim einkaréttarlegu samningum um framsal fasteigna sem áður tilheyrðu kirkjunni og endurgjaldi fyrir þær og hins vegar á sóknargjöldum sem séu félagsgjöld sem ríkið innheimti af félagsmönnum og úthluti til þess trúfélags eða lífsskoðunarfélags sem viðkomandi sé skráður í. Þá er vísað til þess að stjórnsýslulög nr. 37/1993 gildi ekki lengur um málsmeðferð innan þjóðkirkjunnar eins og áður hafi verið, sbr. lög nr. 95/2020 og starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. prestar, teljist ekki lengur vera opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 153/2019. Í umsögninni segir jafnframt að upplýsingar þær sem beðið sé um í þessu máli varði hvorki meðferð á opinberu valdi né meðferð á opinberum fjármunum og hafi kaupandi eignarinnar því getað vænst þess að seljandi gæti staðið við umsaminn trúnað sem áskilnaður hafi verið gerður um í kaupsamningi um eignina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Biskupsstofa byggir á því að þjóðkirkjan falli utan við gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lög þessi til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. um þetta orðalag:<br /> <br /> „Með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins er lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildissviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiðir af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið er formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falla þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Af 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, leiðir að þjóðkirkjan telst sjálfstætt trúfélag, sem nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Það leiðir engu að síður af tengslum ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar, sbr. ekki síst 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, að stofnanir og embætti þjóðkirkjunnar teljast til handhafa framkvæmdarvalds a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald. Með vísan til þessa taka ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til starfsemi þjóðkirkjunnar, a.m.k. að því leyti sem henni er falið opinbert vald. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um og staðfest þennan skilning á gildissviði upplýsingalaga gagnvart Biskupsstofu og biskupi Íslands, sjá t.d. úrskurð nefndarinnar frá 19. desember 2008, í máli nr. 291/2009. Þessu til viðbótar er bent á að umboðsmaður Alþingis hefur gengið út frá því að starfssvið umboðsmanns taki til þjóðkirkjunnar að því marki sem henni er falin stjórnsýsla, t.d. ákvörðun biskups Íslands um skipun í embætti prests fyrir gildisstöku laga nr. 153/2019 þar sem gerð var sú breyting að starfsfólk þjóðkirkjunnar teldist ekki lengur embættismenn eða opinberir starfsmenn í skilningi laga nr. 70/1996. Hins vegar falli ákvarðanir og athafnir kirkjunnar sem snerta kenningar hennar og trúariðkun utan starfssviðs umboðsmanns, sjá t.d. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5757/2009 frá 31. mars 2011.<br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu er m.a. vísað til þess að hinn 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur um endurskoðun á samkomulagi milli ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá árinu 4. september 1998. Í umsögninni kemur fram sú afstaða að samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkis og þjóðkirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. Með viðbótarsamningnum hafi verið stefnt að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Úrskurðarnefndin áréttar að efni slíks samkomulags þokar ekki ákvæðum settra laga. Þannig verður starfsemi þjóðkirkjunnar ekki undanþegin ákvæðum upplýsingalaga nema með settum lögum. Ljóst er að á grunni samkomulagsins og viljayfirlýsingar sem undirrituð var samhliða honum sé stefnt að ákveðnum lagabreytingum m.a. í þeim tilgangi að einfalda lagaumhverfi þjóðkirkjunnar m.a. um fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju. Eins og fram kemur í umsögn Biskupsstofu hafa þegar verið gerðar ýmsar breytingar á ákvæðum laga nr. 78/1997 í því skyni, annars vegar með lögum nr. 95/2020 þar sem ákvarðanir kirkjuráðs, sem fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar, sbr. 24. gr. laganna, voru undanþegnar gildissviði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og með lögum nr. 153/2019 þar sem m.a. var gerð sú breyting að starfsmenn þjóðkirkjunnar teljast ekki lengur opinberir starfsmenn. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að þessar breytingar leiði til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafi framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að gildissvið upplýsingalaga ræðst ekki af eðli þeirrar starfsemi sem fram fer af hálfu stjórnvalds ólíkt því sem t.d. á við um gildissvið stjórnsýslulaga en gildissvið þeirra laga er afmarkað við það þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 6. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögunum. Í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur enn fremur fram að biskup fylgi eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hafi ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögunum. Í lögunum er ekki sérstaklega mælt fyrir um tilvist eða starfsemi Biskupsstofu. Slík fyrirmæli var hins vegar að finna í eldri lögum, sbr. 37. gr. laga nr. 62/1990, um skipan prestakalla o.fl., en þar kom fram að embættisskrifstofa biskups, Biskupsstofa, skyldi vera í Reykjavík og annast vörslu og reikningshald sjóða og annarra eigna þjóðkirkjunnar. Byggja verður á því að stofnunin hafi, að því leyti sem hér skiptir máli, enn sambærilega stöðu innan stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, en skv. upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar er hún embættisskrifstofa biskups, auk þess að sinna skrifstofustörfum fyrir Kirkjuráð og kirkjuþing.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h3>2.</h3> Í ákvörðun Biskupsstofu er vísað til þess að trúnaður eigi að ríkja um efni kaupsamnings um sölu Biskupsstofu á fasteigninni við Laugaveg 31. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Biskupsstofa hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun hennar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna eða annarra ákvæða í upplýsingalögum. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar eru svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
990/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, blaðamaður kærði synjun Ferðamálastofu á beiðni um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega. Synjun Ferðamálastofu var reist á því að umbeðin gögn væru eign Isavia ohf. og merkt sem trúnaðargögn. Úrskurðarnefndin tók fram að af upplýsingalögum leiddi að réttur til aðgangs að upplýsingum væri lögbundinn og yrði ekki takmarkaður nema á grundvelli laganna. Ekki væri heimilt að víkja frá ákvæðum laganna með því að heita trúnaði um gögn eða með vísan til þess að þau teldust eign annars aðila. Úrskurðarnefndin taldi Ferðamálastofu ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir stjórnvaldið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 990/2021 í máli ÚNU 20120028. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með kæru, dags. 28. desember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ferðamálastofu um að synja beiðni hans um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins síðustu sjö daga. Í erindinu er vísað til þess að hann hefði fyrr þennan dag óskað eftir umræddum upplýsingum í síma en fengið neitun. Með erindinu fór hann fram á að beiðni hans yrði afgreidd formlega.</p> <p>Ferðamálastofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. desember 2020, á þeim grundvelli að tölur um fjölda komu- og brottfararfarþega sem stofnunin fengi frá Isavia ohf. væru þeirra eign og því mætti stofnunin ekki láta þær af hendi. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. desember 2020, var kæran kynnt Ferðamálastofu og henni veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn Ferðamálastofu, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega fái Ferðamálastofa frá Isavia og þær séu merktar sem trúnaðarmál. Af þeirri ástæðu geti Ferðamálastofa ekki veitt slíkar upplýsingar og beri stofnuninni að halda trúnað sé eftir því leitað. Það sé því Isavia sem sé réttur aðili til að snúa sér til með beiðni um upplýsingar. Eftir að Ferðamálastofa hafnaði beiðni kæranda hefði hann átt að beina kröfu sinni að eiganda gagnanna um aðgang að ofangreindum upplýsingum. Ferðamálastofa sjái í raun ekki ástæðu þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki veittar en þar sem það sé ákvörðun eiganda gagnanna, Isavia, að upplýsa ekki um þær þá geti Ferðamálastofa ekkert aðhafst frekar. Það sé mat Ferðamálastofu að almennar upplýsingar varðandi ferðamenn og ferðaþjónustuna sem atvinnugrein séu opinberar upplýsingar og eigi að vera öllum aðgengilegar ekki bara stjórnvöldum. Upplýsingar sem þessar geti nýst öðrum, t.d. ferðaþjónustunni við nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Loks er vísað til þess að eitt af lögbundnum hlutverkum Ferðamálastofu sé að afla, miðla og vinna úr upplýsingum, þar á meðal tölfræðilegum gögnum um ferðamál og ferðaþjónustu. Í því sambandi er vísað á vefsíðu stofnunarinnar þar sem finna megi ítarlegar tölfræðiupplýsingar um ferðaþjónustuna. <br /> <br /> Með bréfi, 20. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Ferðamálastofu og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, 21. janúar 2021, þar sem m.a. kemur fram að kærandi telji svör Ferðamálastofu stappa nærri tæknilegri hindrun þess að upplýsingarnar verði látnar af hendi. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020.<br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Ferðamálastofu er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. og séu merktar sem trúnaðarmál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvaldi er því ekki fær sú leið að víkja frá ákvæðum þeirra með því að heita trúnaði eða flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál eða með vísan til þess að þau séu eign annars aðila. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt Isavia hafi við afhendingu umræddra upplýsinga merkt þær sem trúnaðarmál eða að öðru leyti gert áskilnað um trúnað. Hið sama gildir um þá afstöðu Ferðamálastofu að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. Þegar stofnuninni berast upplýsingar eða gögn frá utanaðkomandi aðila ber henni að skrá þau og vista í skjalasafni hennar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014. Við það verða gögnin hluti af málaskrá Ferðamálastofu og teljast af þeim sökum fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki séð að Ferðamálastofa hafi tekið rökstudda afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Ferðamálastofu né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðnar upplýsingar gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga, að öðru leyti en því að Ferðamálastofa lýsti í umsögn þeirri afstöðu sinni að hún sæi því ekkert til fyrirstöðu að umræddar upplýsingar yrðu afhentar. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ferðamálastofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Ferðamálastofu, dags. 28. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda þeirra sem komu til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir Ferðamálastofu að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
989/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að athugasemdum sem borist höfðu Reykjavíkurborg við tillögur aðalskipulags. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að umbeðin gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu og því ekki fyrirliggjandi fyrr en að liðnum umsagnarfresti og þau hefðu hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi. Úrskurðarnefndin taldi Reykjavíkurborg ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 989/2021 í máli ÚNU 20110027. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 30. nóvember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um afhendingu á öllum umsögnum sem borist hafa við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhentar allar umsagnir sem hefðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. sama dag, var beiðni kæranda synjað. Í svari sveitarfélagsins sagði að gögnin væru ekki opinber að svo stöddu. Þau yrðu gerð opinber um leið og þau hefðu verið lögð fram á fundi. Kærandi ítrekaði beiðni sína, með bréfi dags. sama dag, og óskaði eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli synjunin væri reist. Í því sambandi vísaði hann til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Reykjavíkurborg svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, þar sem fram kom að umsagnarferli væri enn í gangi og hefði í einhverjum tilvikum verið veittir frestir fram í desember. Það hefði ekki tíðkast að afhenda gögnin á meðan umsagnarferli og úrvinnsla væri í gangi. Kærandi svaraði með tölvupósti, dags. 26. nóvember 2020, þar sem fram kom að hann teldi synjunina ekki reista á haldbærum rökum. Í því sambandi áréttaði hann 5. gr. upplýsingalaga og ítrekaði beiðnina á ný. Með tölvupósti Reykjavíkurborgar, dags. 30. nóvember 2021, var kæranda svarað á ný þar sem fram kom að sú vinnuregla hefði verið hjá sveitarfélögum að á meðan tímafrestir væru ekki runnir út og þar til gögn væru birt kjörnum fulltrúum teldust þau til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. Stefnt væri að því að umrætt mál yrði tekið fyrir um miðjan desember og þá væri ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í samræmi við gildandi lög og reglur. Talið væri eðlilegt að kjörnir fulltrúar fengju aðgang að gögnum áður en þau væru send til fjölmiðla og teldust gögnin formlega hafa borist sveitarfélaginu þegar þau hefðu verið afhent kjörnum fulltrúum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 17. desember 2020, kemur fram að rökstuðningur fyrir synjun á afhendingu gagnanna hafi verið fólginn í því að umsagnarfrestur vegna umræddra breytinga á aðalskipulagi hafi ekki verið liðinn. Í því sambandi er áréttað að kæranda hafi einvörðungu verið synjað um afhendingu gagnanna í þann tíma þar til kjörnir fulltrúar hefðu fengið færi á að kynna sér gögn málsins. Í umsögninni er verklag borgarinnar við móttöku skriflegra athugasemda vegna skipulagsbreytinga í borginni rakið. Þar segir að þegar umsagnarfrestur er liðinn séu umsagnir teknar saman og að svo búnu geri verkefnastjórnin gögnin tilbúin til afhendingar til kjörinna fulltrúa. Málið sé svo tekið fyrir á næsta fundi samgöngu- og skipulagsráðs, sem í þessu tilviki hafi verið 16. desember 2020. Þá sé það afstaða Reykjavíkurborgar að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að liðnum umsagnarfresti og kjörnir fulltrúar hafi fengið tækifæri til að kynna sér þau. Að þeim tíma liðnum sé hafist handa við að taka á móti umsögnum og skjala þær í samræmi við lög nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn. Í umsögninni er áréttað að kæranda hafi verið leiðbeint um möguleikann á að óska eftir aðgangi að gögnunum eftir að þau hefðu verið tekin fyrir á umræddum fundi skipulags- og samgönguráðs. Í umsögninni er vísað til 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem segir að sérhver sveitarstjórnarmaður eigi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggi fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varði málefni sem komið geta til umfjöllunar sveitarstjórnar. Þá segir í umsögninni að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að hafa frumkvæði og taka endanlegar ákvarðanir í sveitarstjórn út frá mati á heildarhagsmunum og forgangsröðun möguleika og gilda. Þá eru rakin ákvæði sveitarstjórnarlaga um skyldur sveitarstjórnarmanna og ákvæði 15. gr. um boðun og auglýsingu funda þar sem segir að fundarboð og gögn skuli berast ekki seinna en tveimur sólarhringum fyrir fund. Því hafi ekki tíðkast að afhenda umbeðin gögn fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau. Loks fer sveitarfélagið fram á að úrskurðarnefndin hafni öllum kröfum kæranda í málinu og staðfesti hina kærðu ákvörðun, enda hafi ekkert komið fram í málinu sem geti leitt til ógildingar hennar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Reykjavíkurborgar og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. sama dag, þar sem hann ítrekaði þá afstöðu sína að umrædd gögn ættu að teljast afhent sveitarfélaginu og vera þar með opinber um leið og þau bærust á það netfang sem sveitarfélagið óskaði eftir gögnum á. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum umsögnum sem höfðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til þess að gögnin teldust ekki opinber á þeim tíma sem óskað var eftir þeim. Reykjavíkurborg hefur bæði í upphaflegri synjun og umsögn til úrskurðarnefndarinnar lýst þeirri afstöðu sinni að ekki sé heimilt að afhenda gögnin áður en umsagnarfrestur er liðinn. Af umsögninni verður enn fremur ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu í skilningi laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn, fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau en fyrst þá séu þau „skjöluð“ í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að umbeðin gögn hafi ekki talist fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda var lögð fram. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Um gerð aðalskipulags og breytingar á því er fjallað í VII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010. Þar er kveðið á um þá málsmeðferð sem sveitarfélögum ber að viðhafa við gerð eða breytingu á aðalskipulagi. Í 31. gr. laganna er t.d. að finna ákvæði um skyldu sveitarfélaga til að auglýsa skipulagstillögu og athugasemdafresti. Úrskurðarnefndin telur þannig ljóst að þegar slíkar athugasemdir berast sveitarfélagi í tengslum við auglýst drög að skipulagsbreytingum beri því að skrá þær og vista í skjalasafni þess í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014, sbr. t.d. ákvæði 2. mgr. 23. gr. laganna þar sem segir að afhendingarskyldum aðila, skv. 14. gr. sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefndin engum vafa undirorpið að athugasemdir við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar teljist fyrirliggjandi þegar þær hafa borist sveitarfélaginu burtséð frá því hvort þær hafi hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi eða þeir haft tækifæri til að kynna sér þau. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að gögnin hafi ekki talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var synjun Reykjavíkurborgar reist á því að umrædd gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að umsagnarfresti liðnum. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 24. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, blaðamanns, um aðgang að athugasemdum sem bárust Reykjavíkurborg í tengslum við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 til 2040 er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> |
988/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A beindi kæru til úrskurðarnefndarinnar sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem þær væri að finna. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 988/2021 í máli ÚNU 20100023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 21. október 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um að það teldist synjun á að afhenda upplýsingar þegar Vestmannaeyjabær afgreiddi slíkar beiðnir með því að vísa til þess að upplýsingar væri að finna á vefslóð. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Þá væri ráðhús Vestmannaeyja í ólöglegu húsnæði sem ekki væri aðgengilegt fötluðu fólki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin er upplýst um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið um langa hríð að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla með almennum hætti um afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðnum um aðgang að gögnum eða eftir atvikum hvernig aðgengismálum er háttað af hálfu sveitarfélagsins. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur þó rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 21. október 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
987/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar við einkaaðila sem gerður var í kjölfar auglýsingar og útboðs Ríkiskaupa. Þar sem kærandi var þátttakandi í útboðinu var leyst úr kærunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir þess einkaaðila sem Vegagerðin gekk til samninga við í kjölfar útboðsins af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var synjun Vegagerðarinnar því felld úr gildi það lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 987/2021 í máli ÚNU 20090021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 17. september 2020, kærði A, lögmaður, f.h. K16 ehf., ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum er tengjast leigusamningi stofnunarinnar við einkaaðila. Áður hafði kærandi vísað ágreiningi um aðgang að gögnum sem tengjast samningsgerðinni í vörslum Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 929/2020 frá 25. september 2020 var því máli vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í húsaleigusamningi, sem lagður hafi verið inn til þinglýsingar þann 4. júní 2020, hafi verið vísað til fylgiskjala merkt I-IX. Þau hafi hins vegar ekki fylgt með í þinglýsingu. Kærandi hafi því óskað eftir gögnunum og með tölvupósti Vegagerðarinnar, dags. 15. september 2020, hafi gögn merkt I, II, IV og VII verið afhent en synjað um aðgang að öðrum fylgiskjölum:<br /> <br /> III. Skilalýsing, dags. 26. febrúar 2020.<br /> V. Viðhaldsáætlun hússins.<br /> VIII. Hönnunarforsendur frá leigutaka.<br /> IX. Samkomulag um fullnaðaruppgjör á viðbótarkostnaði, dags. 2. febrúar 2020.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. september 2020, var kæranda tilkynnt um að úrskurðarnefndin myndi taka kæruna til meðferðar sem nýtt kærumál og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari röksemdum vegna málsins. Þær bárust samdægurs með tölvupósti. <br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur fram að kærandi hafi gert tilboð samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa nr. 20796 um leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Tilboð Regins hafi orðið fyrir valinu og kærandi óskað eftir gögnum vegna þess með tölvupósti, dags. 13. maí 2020. Kærandi kveðst hafa boðið lægsta leiguverðið og hafi því umtalsverða hagsmuni af því að gera sér grein fyrir því hvers vegna tilboði Regins hafi verið tekið og hvernig endanlegir samningar félagsins voru við Vegagerðina.<br /> <br /> Í kæru segir að í tilefni af síðari gagnabeiðni kæranda til Vegagerðarinnar hafi stofnunin veitt leigusalanum kost á að veita umsögn um afhendingu gagnanna. Umsögnin hafi verið neikvæð og í hinni kærðu ákvörðun hafi verið vísað til þess að félagið teldi að hluti umbeðinna gagna fæli í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Kærandi bendir hins vegar á að um hafi verið að ræða útboð á vegum ríkisins þar sem allir gátu gert tilboð. Jafnræðis verði að gæta með aðilum og kærandi eigi rétt á að fá umbeðnar upplýsingar til að sjá hvort farið hafi verið út fyrir lýsingu í útboði í lokasamningi um leiguna. Það geti ekki talist viðkvæmar viðskiptaupplýsingar að ríkisstofnun taki húsnæði á leigu. Kærandi telur ástæður synjunarinnar vera fyrirslátt. Auk þess megi með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðkvæmar viðskiptaupplýsingar ef þeim er til að dreifa.<br /> <br /> Kærandi vekur athygli á því að af hálfu Ríkiskaupa hafi komið fram að þinglýstur leigusamningur eigi að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hins vegar hafi komið í ljós að mikilvæg atriði sé að finna í fylgiskjölum með honum sem ekki hafi fylgt við þinglýsingu. Kærandi vísar kæru sinni til stuðnings til úrskurða úrskurðarnefndarinnar nr. 647/2016, 646/2016, A-414/2012 og 570/2015, sem og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 472/2015.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. september 2020, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var óskað eftir því að Vegagerðin léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með tölvupósti, dags. 8. október 2020. Þar kemur fram að þann 13. mars 2020 hafi stofnunin og RA 5 ehf. undirritað húsaleigusamning um fasteignina að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Samningurinn hafi ekki verið gerður á grundvelli útboðs samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016, heldur í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa. Húsaleigusamningurinn hafi verið móttekinn til þinglýsingar þann 4. júní 2020 ásamt fylgiskjali VII, yfirlýsingu um umráðarétt lóðarinnar við Suðurhraun 33 á 3.279 fermetra hlut af lóðinni við Suðurhraun 3. <br /> <br /> Kærandi hafi óskað eftir fylgiskjölum samningsins með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2020. Í kjölfarið hafi Vegagerðin skorað á RA 5 ehf. að upplýsa um það innan sjö daga hvort félagið teldi að umbeðnar upplýsingar ættu að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þann 31. ágúst 2020. Þann 7. september 2020 hafi borist svar þar sem RA 5 ehf. hafi lagst gegn afhendingunni þar sem gögnin fælu m.a. í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Ekki yrði séð að hagsmunir kæranda stæðu til þess að fá afhent frekari gögn en þegar hefðu verið afhent eða gerð opinber. Þann 14. september 2020 hafi Vegagerðin innt félagið eftir skýringum á því hvort það legðist gegn afhendingu allra fylgiskjalanna en samdægurs hafi lögmaður félagsins upplýst að það legðist ekki gegn því að afhent yrðu fylgiskjöl nr. I, II, IV, VI og VII. Þá er jafnframt meðal gagna málsins erindi LEX lögmannsstofu, f.h. RA 5 ehf., til Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2020, með rökstuðningi félagsins vegna kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Vegagerðin byggir á því að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi stofnuninni verið óheimilt að afhenda kæranda öll umbeðin gögn þar sem fyrir liggi að þau snerti fjárhags- og viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. Afhending þeirra geti einnig skaðað samkeppnishæfni félagsins en bent er á að meginstarfsemi félagsins felist í útleigu atvinnuhúsnæðis. Samkvæmt athugasemdum við fyrrgreint ákvæði í frumvarpi því sem varð að lögum komi fram að leggja verði mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess sem upplýsingarnar varða. Við þetta mat verði almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna séu aðgengilegir almenningi. Fram komi að ekki megi ganga gegn réttmætum hagsmunum fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. <br /> <br /> Við þetta mat beri að mati Vegagerðarinnar að líta til þess að fyrir liggi að RA 5 ehf., sem upplýsingarnar varða einnig, hafi lagst gegn afhendingu gagnanna með vísan til fyrrgreindra sjónarmiða sem Vegagerðin telji sér ekki fært að véfengja. Þá hafi kærandi nú þegar undir höndum húsaleigusamning þann sem um ræði í málinu og helstu fylgiskjöl hans sem að mati Vegagerðarinnar eigi að vera fullnægjandi fyrir kæranda til þess að átta sig á efni samningsins. Vegagerðin fái ekki séð hvaða hagsmuni kærandi kunni að hafa af því að fá afhent önnur fylgiskjöl húsaleigusamningsins en hann hafi hvorki gert nægilega grein fyrir því hvaða þýðingu umbeðin gögn hafi fyrir kæranda né sýnt fram á nauðsyn þess að fá þau afhent, eða að hvaða leyti þau gögn sem hafi verið afhent séu ófullnægjandi. <br /> <br /> Varðandi umfjöllun kæranda í kæru, um að hann telji sig ekki geta borið saman tilboð sitt miðað við húsnæðið sem kærandi hugðist leigja og tilboð RA 5 ehf., er bent á að aðalteikningar, sem sýni nákvæmlega hverjar breytingar á byggingunni verði, hafi verið lagðar inn til byggingarfulltrúans í Garðabæ og séu þar aðgengilegar á kortavef sveitarfélagsins. Grófrými sem telji um 50% af hinu leigða húsnæði standi nær óbreytt frá því sem áður var. Steypt miðbygging sem áður hafi verið á tveimur hæðum verði aðlöguð samkvæmt húslýsingu og byggð verði ofan á hana ein hæð að hluta til. Kærandi eigi því að hafa öll gögn til þess að geta metið hvort þarfakröfur hafi verið uppfylltar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 8. október 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., sem gerður var í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa nr. 20796. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni þeirra gagna sem eftir standa byggir á því að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, þar sem afhending þeirra geti skaðað viðskipta-, fjárhags- og samkeppnisstöðu félagsins sem hafi þá aðalstarfsemi að leigja út atvinnuhúsnæði. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að kærandi var meðal þeirra aðila sem óskuðu eftir því að gera leigusamning við Vegagerðina samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa. Verður því að líta svo á að upplýsingar í umbeðnum gögnum varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 836/2019 frá 28. október 2019.<br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Sama gildir að breyttu breytanda um aðra samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Upplýsingaréttur almennings er ríkur þegar kemur að fjárútlátum hins opinbera og af því leiðir að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í útboðum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum sem varða útboð eða gerð samninga sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé atviksbundið hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Að svo búnu verður að leggja mat á hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að gögnin lúti leynd, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað gögnin sem Vegagerðin synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Við matið verður að líta til þess að þau fjalla um samningssamband opinberrar stofnunar við einkaaðila sem felur í sér að stofnunin tekur á leigu húsnæði gegn leigugreiðslum. Úrskurðarnefndin tekur fram að almennar upplýsingar um viðskiptasamband opinbers aðila og einkaaðila geta ekki falið í sér upplýsingar um einkamálefni hins síðarnefnda. Hefur kærandi, sem og allur almenningur, almennt af því ríka hagsmuni að fá upplýsingar um endurgjald sem opinberar stofnanir áskilja sér gegn ráðstöfun opinberra hagsmuna, þ. á m. um ástand hins leigða, viðhald sem innt skal af hendi og önnur sambærileg atriði. Þá hefur kærandi af því verulega hagsmuni umfram aðra að geta sannreynt að tekið hafi verið hagstæðara tilboði í kjölfar opinberrar auglýsingar en því sem hann lagði sjálfur fram. Það getur kærandi ekki gert án þess að eiga möguleika á að kynna sér frávik frá kröfum sem upphaflega voru gerðar, viðbætur og greiðslur vegna þeirra. <br /> <br /> Ljóst má því vera að mikið þarf til að koma svo að upplýsingar í umbeðnum gögnum verði taldar þess eðlis að hagsmunir RA 5 ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Í því sambandi athugast að hvorki Vegagerðin né RA 5 ehf. hafa gert nákvæmlega grein fyrir því hvort og þá hvernig aðgangur kæranda geti valdið félaginu tjóni eða hversu mikið tjónið geti orðið. Ákvörðun Vegagerðarinnar virðist fyrst og fremst reist á því að RA 5 ehf. hafi lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Getur sú afstaða ekki ein og sér komið í veg fyrir að stofnunin framkvæmi sjálf hagsmunamat af því tagi sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Fylgiskjal III með samningi Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., dags. 26. febrúar 2020, er 19 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar. Skilalýsing með leigusamningi vegna Suðurhrauns 3, 210 Garðabæ.“ Skjalið er merkt báðum samningsaðilum og nær til viðbóta eða frávika frá húslýsingu Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í október 2018. Skjalið hefur að geyma tiltölulega almenna lýsingu á ástandi og gæðum hins leigða og fyrirhuguðum frágangi innan- og utanhúss með breytingum sem ýmist eru sagðar að ósk Vegagerðarinnar eða vegna annarra ástæðna. Einnig er að finna í skjalinu yfirlit um magntölur samkvæmt húslýsingu sem bornar eru saman við teikningu, rými sem felld verði út eða bætt við, búnað sem Vegagerðin skuli útvega og önnur frávik. Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna nokkrar þær upplýsingar í skjalinu sem veitt geta innsýn í viðskiptaleyndarmál, fjárhagsstöðu eða önnur atriði sem geta valdið RA 5 ehf. tjóni, yrðu upplýsingarnar á almannavitorði. Hagsmunir kæranda af aðgangi að skjalinu vega því augljóslega mun þyngra en þeir takmörkuðu hagsmunir annarra af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali III.<br /> <br /> Fylgiskjal V með leigusamningnum er tvær blaðsíður og felur í sér viðhaldsáætlun hússins að Suðurhrauni 3. Skjalið hefur að geyma yfirlit um þætti er krefjast viðhalds, hver beri ábyrgð á því, hversu reglulega það skuli eiga sér stað og hver standi straum af kostnaði. Með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum getur skjalið ekki falið í sér upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og því ljóst að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því vega mun þyngra en hagsmunir félagsins af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali V.<br /> <br /> Fylgiskjal VIII við leigusamninginn er 16 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Hönnunarforsendur leigutaka, umfram skilgreiningar í húslýsingu og skilalýsingu.“ Í skjalinu eru settar fram nánari kröfur Vegagerðarinnar sem RA 5 ehf. skuli uppfylla. Úrskurðarnefndin tekur fram að um er að ræða skjal sem alfarið er unnið af Vegagerðinni þar sem gerðar eru kröfur til einkaaðila. Engar upplýsingar er hins vegar að finna í skjalinu um það hvort eða hvernig hafi verið orðið við þessum kröfum. Því er með engu móti hægt að álykta að skjalið hafi að geyma upplýsingar sem varði viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni RA 5 ehf. eða valdið því annars konar tjóni með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali VIII.<br /> <br /> Fylgiskjal IX við leigusamninginn er ein blaðsíða og felur í sér samkomulag um fullnaðaruppgjör Vegagerðarinnar gagnvart RA 5 ehf. á viðbótarkostnaði vegna breytinga og viðbóta sem gerðar hafi verið á samningstíma frá húslýsingu og húsrýmisáætlun vegna Suðurhrauns 3. Samkomulagið felur í sér breytingu á leiguverði. Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem áður hafa verið rakin um upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna er með engu móti hægt að líta svo á að hagsmunir RA 5 ehf. af því að skjalið fari leynt geti vegið þyngra en hagsmunir kæranda, og raunar alls almennings, af því aðgangur verði veittur. Ekki er að finna upplýsingar í skjalinu sem valdið geta félaginu tjóni, yrðu þær á almannavitorði. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali IX.</p> <p >Af framangreindu er ljóst að verulega skorti á að Vegagerðin legði fullnægjandi grunn að ákvörðun sinni um að synja kæranda um afhendingu umbeðinna gagna. Þannig verður ekki séð að Vegagerðin hafi lagt mat á þá hagsmuni svo sem áskilið er í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, eins og rakið er hér að framan. Þrátt fyrir að ákvörðun Vegagerðarinnar sé haldin slíkum annmörkum telur úrskurðarnefndin, eftir að hafa kynnt sér umrædd gögn, engu að síður fært að endurskoða sjálfstætt umrædda ákvörðun og fella hana úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að afhenda umrædd gögn, í stað þess að vísa málinu til nýrrar meðferðar. Í því sambandi er horft til þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um rétt kæranda til umbeðinna gagna.<br /> <br /> Loks telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að upplýsingalög gera ekki ráð fyrir að sá sem fer fram á upplýsingar þurfi að rökstyðja sérstaklega beiðni sína. Þá getur skortur á slíkum rökstuðningi ekki leitt til þess að kæranda verði synjað um aðgang að gögnum á þeim grunni einum.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vegagerðinni er skylt að veita kæranda, K16 ehf., aðgang að fylgiskjölum við húsaleigusamning fyrir stofnunina við Suðurhraun 3, 210 Garðabæ, dags. í mars 2020, nr. III, V, VIII og IX.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
986/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu lögreglustjóra að kæranda hefði verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndarin að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 986/2021 í máli ÚNU 20100005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 2. október 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið sem hann ók árið 2017.<br /> <br /> Kærandi sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu erindi, dags. 20. ágúst 2019, þar sem fram kom að honum hefði borist til eyrna að lögð hefði verið fram kvörtun vegna aksturslags hans í gegnum samfélagsmiðilinn facebook. Með erindinu óskaði kærandi eftir öllum gögnum málsins, þ.e. kvörtuninni sem barst gegnum facebook, skjáskoti sem tekið var úr ferilvöktun lögreglu, öllum þeim tölvubréfum sem urðu til vegna málsins og bréfi sem sýni lokaafgreiðslu málsins. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 22 október 2019. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að enn hafi engin svör borist og kærandi telji afgreiðslu lögreglustjóra brjóta gegn 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með því að upplýsa ekki innan ákveðins frests um hvort orðið yrði við beiðninni. Þar sem erindinu hafi ekki verið svarað þá sé það mat kæranda að orðið hafi óhæfilegur dráttur á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að þeim gögnum sem hann óskaði eftir hjá lögreglunni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 6. október 2020, sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og veitti embættinu frest til 14. október 2020 til að afgreiða beiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekaði framangreint erindi þrívegis með erindum, dags. 12. nóvember 2020, 10. desember 2020 og 21. janúar 2021.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. janúar 2021, barst svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kom að erindi kæranda hefði verið afgreitt með bréfi, dags. 22. janúar 2021, sem var meðfylgjandi bréfi lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Með framangreindu bréfi, dags. 22. janúar 2021, var kæranda veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum í málinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. mars 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu kæranda á því að honum hefðu verið afhent þau gögn sem beiðni hans laut að og honum tilkynnt um að fyrirhugað væri að fella mál hans niður að fenginni staðfestingu hans. Í svari kæranda, dags 7. mars 2021, kom fram að kærandi gæti staðfest að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir hefði borist honum en ekki öll gögn málsins líkt og fram hefði komið í bréfi lögreglustjóra. Af þeim sökum fór kærandi fram á að mál hans yrði tekið til úrskurðar um hvort lögreglustjóra væri skylt að afhenda öll gögn sem óskað var eftir.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar afstöðu kæranda ritaði úrskurðarnefndin lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf, dags 15. mars 2021, þar sem þess var óskað að nefndin yrði upplýst um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda um upplýsingar hefðu verið afhent. Svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu barst með bréfi, dags. 16. mars 2021, þar sem fram kom að embættið hefði afhent kæranda þau gögn sem lægju fyrir. Málið varðandi meintan hraðakstur hafi verið afgreitt af yfirmanni kæranda sem tók ákvörðun um að aðhafast ekkert vegna tilkynningarinnar. Tilkynningin hefði ekki verið skráð í skjalastjórnunarkerfi eða önnur kerfi sem hefðbundið starfsmannamál. Það hafi ekki verið fyrr en kærandi sjálfur sendi inn erindi til Persónuverndar að málið hefði verið skráð og afgreitt á þeim grundvelli. Ekki væri um að ræða að embættið hafnaði að afhenda frekari gögn í málinu eins og kærandi héldi fram. Gögn þau sem kærandi óskaði eftir að fá afhent væru ekki til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aðgang að öllum gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið árið 2017. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og þau gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í viðbótarumsögn lögreglustjóra, dags. 16. mars 2021, segir að öll gögn sem tengjast málinu hafi verið afhent kæranda og þau gögn sem hann óski eftir séu ekki til hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Loks er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga. Þannig liðu alls fimm mánuðir frá því að beiðni barst embættinu og þar til henni var svarað án þess að kæranda hefði verið skýrt frá ástæðum tafa eða hvenær ákvörðunar væri að vænta eins og áskilið er í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að afgreiða framvegis beiðnir um upplýsingar í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
985/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Kærð var synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá. Kæran barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 985/2021 í máli ÚNU 21030010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2021, kærði A synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir framangreindum gögnum með bréfi, dags. 10. janúar 2021. Með svari Hafrannsóknarstofnunar, dags. 14. janúar 2021, var beiðni kæranda synjað. Í svarinu var vísað til þess að Hafrannsóknarstofnun liti svo á að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda umrædd gögn þar sem um væri að ræða veiði fyrir einstakar jarðir. Í því sambandi var vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. apríl 2000 í máli nr. 94/2000. Öðru máli gegndi þegar um væri að ræða veiði á svæðum eða í vatnsföllum/stöðuvötnum þar sem um væri að ræða veiði fyrir landi fleiri en einnar jarðar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Hafrannsóknarstofnun synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 14. janúar 2021 en kæra barst úrskurðarnefndinni 11. mars 2021. Hún barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Hafrannsóknarstofnunar til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Hafrannsóknarstofnun hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti snúið sér aftur til stjórnvaldsins með sjónarmið sín og óskað eftir umræddum upplýsingum aftur og eftir atvikum leitaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan lögbundins 30 daga kærufrests verði beiðni hans synjað á ný. Verður samkvæmt þessu ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 6. mars 2021, á hendur Hafrannsóknarstofnun er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
984/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni A, fréttamanns, um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingar féllst á með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefndin taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 984/2021 í máli ÚNU20110019.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Afhenda mætti gögnin á sama formi og þær upplýsingar sem þegar hafi verið birtar vegna stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Ríkisskattstjóri svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 20. október 2020. Í svarinu kom fram að þann 5. október 2020 hefðu 1758 rekstraraðilar nýtt sér heimild til að fresta greiðslu á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna og/eða tryggingargjalds. Fjöldi í hverjum mánuði, fjárhæðir og hlutfall þeirra af heildarfjárhæð, annars vegar vegna staðgreiðslu og hins vegar tryggingagjalds, kæmi fram í töflum sem fylgdu svari ríkisskattstjóra. Í svarinu kom einnig fram að skattyfirvöldum væri óheimilt að veita upplýsingar um nýtingu einstakra rekstraraðila á þessum úrræðum, enda hefði lögbundinni þagnarskyldu ekki verið vikið til hliðar með sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Enn fremur lægi ekki fyrir greining á því hvaða rekstraraðilar ættu í hlut. Með tölvupósti, dags. 21. október 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja beiðni hans. Svar ríkisskattstjóra barst með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem fram kom að í 15. gr. laga nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, væri beinlínis kveðið á um að birta skyldi opinberlega upplýsingar um hverjir hefðu fengið slíkar greiðslur og fjárhæð þeirra. Ekkert slíkt ákvæði væri að finna í lögum nr. 25/2020 þar sem frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds væri heimiluð.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji einsýnt að umbeðnar upplýsingar eigi fullt erindi við almenning og þó ekki sé sérstaklega kveðið á um að þær beri að birta feli það ekki í sér að þær eigi að fara leynt. Þar megi m.a. benda á nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 þar sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda tilteknar upplýsingar, þótt ekki væri sérstaklega kveðið á um afhendingarskyldu í lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst sé að sömu sjónarmið hljóti að eiga við í þessu máli. Þá er bent á að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings við opinbera aðila. Stjórnvöld hafi á þessu ári veitt gríðarlegum fjárhæðum úr sjóðum almennings til að styðja við fyrirtæki landsins í heimsfaraldri. Sú aðgerð sem óskað er upplýsinga um sé fyllilega sambærileg þótt fé sé hér ráðstafað með öðrum hætti en beinum fjárframlögum, enda hefur frestun skattgreiðslna áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings séu því þeir sömu. Aðgangur að upplýsingum eins og þeim sem hér sé óskað eftir sé því beinlínis nauðsynlegur til að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu og upplýst almenning um hvernig stjórnvöld hafi farið með opinbert fé í faraldrinum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, voru m.a. gerðar breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þessar breytingar lúti að því að launagreiðendum, sem eigi við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, verði heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum á staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds, sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Nýr gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað væri, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum, yrði 15. janúar 2021. Framkvæmd ríkisskattstjóra á staðgreiðslulögum og lögum um tryggingagjald byggi að öllu leyti á sýslan með upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga í rekstri og lögaðila en jafnframt launamanna. Staðgreiðsla opinberra gjalda sé bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars launamanna á tekjuári og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram, sbr. 1. gr. staðgreiðslulaga. Um þagnarskyldu ríkisskattstjóra við skattframkvæmd fari samkvæmt 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en í 1. mgr. 117. gr. segi að á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komist að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan haldist þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að það heyri til algjörra undantekninga að vikið sé frá þeirri fortakslausu vörn sem skattaðilar eigi undir framangreindum ákvæðum og geta þurfi þess í löggjöf með svo skilmerkilegum hætti að ekki leiki vafi á um slíka ráðstöfun. Til að mynda taki 2. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt á sérstökum heimildum Hagstofu og Seðlabanka, og annars staðar í lögum sé þess getið sérstaklega beri ríkisskattstjóra skylda til að miðla til annarra stjórnvalda upplýsingum um tekjur og efnahag skattaðila. Einu gildi í hvaða skyni beiðandi hyggist nýta þær upplýsingar sem hann leiti til ríkisskattstjóra um. Ekki séu fordæmi fyrir því að hagsmunir almennings af upplýsingunum séu taldir vega þyngra en sú skilyrðislausa vörn sem skattaðilar eiga samkvæmt þagnarskylduákvæðum laga um tekjuskatt og eftir atvikum lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nema að svo takmörkuðu leyti sem sérstakar lögbundnar undantekningarheimildir kveði á um. Megi þar nefna 98. gr. laga um tekjuskatt um tímabundna og afmarkaða birtingu álagningar- og skattskráa, og enn fremur 15. gr. laga nr. 50/2020 þar sem löggjafinn hafi séð sérstakt tilefni til að kveða á um birtingu tiltekinna og skýrt afmarkaðra upplýsinga um nýtingu skattaðila á úrræði því sem varði greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2020 sé að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri lögbundnu birtingu, hvernig henni skyldi háttað og tekið fram að birtingarákvæðið víki til hliðar þagnarskyldu samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt. Engum slíkum undantekningarreglum sé fyrir að fara í lögum nr. 25/2020 og gildi því meginregla 117. gr. laga um tekjuskatt um þagnarskyldu ríkisskattstjóra og ekki forsendur til afhendingar hinna umbeðnu upplýsinga. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 14. desember 2020, kemur fram að þær upplýsingar sem óskað sé eftir hafi orðið til vegna breytinga á ákvæðum laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þar sé ekki að finna sérstök þagnarskylduákvæði. Því sé eðlilegt að leyst verði úr rétti til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði að sérstakt þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, ætti hér við, eins og ríkisskattstjóri haldi fram, væri rétt að árétta að það ákvæði sé ekki fortakslaust, eins og úrskurðarnefndin hafi endurtekið skorið úr um, nú síðast með úrskurði nr. 935/2020. <br /> <br /> Þá eru ákvæði upplýsingalaga rakin. Þar er m.a. vísað til 9. gr. upplýsingalaga og tekið fram að við afgreiðslu málsins þurfi úrskurðarnefndin að líta til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Aðstæður í þessu máli séu mjög sérstakar, enda hafi ríkissjóður síðustu mánuði tekið á sig gífurlegar byrðar til að bjarga fyrirtækjum landsins frá gjaldþroti. Frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds væri liður í því og væri augljóslega til þess fallin að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings af því að fá að vita hverjir nýti sér slík sérúrræði, sem ekki yrðu samþykkt í venjulegu árferði, hljóti því að teljast miklir og vegi mun þyngra en hagsmunir fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum. Þá segir að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting þessara upplýsinga myndi valda fyrirtækjunum tjóni. Þar beri að hafa í huga að þegar hafi verið birtur langur listi á vef ríkisskattstjóra um hvaða fyrirtæki hafi fengið stuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti, ásamt fjárhæðum, og Vinnumálastofnun hafi birt lista um hvaða fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar.<br /> <br /> Hún hljóðar svo: <br /> „Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila. Nefndin telur engan vafa leika á að yfirlit yfir þá aðila sem nýtt hafa úrræði samkvæmt annars vegar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og hins vegar lögum um tryggingagjald sem að framan er lýst falli undir umrætt lagaákvæði. Þau úrræði sem hér um ræðir fela í sér annars vegar heimild til frestunar á greiðslum staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingargjalds. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, fréttamanns, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar Ríkisskattstjóra á beiðni hans um yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
983/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á tiltekið fyrirtæki. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 983/2021 í máli ÚNU20110006. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti til 1. september 2020 vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á fyrirtækið A ehf. <br /> <br /> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda ýmsar upplýsingar og gögn varðandi greiðslu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á fyrirtækið. Á meðal þess sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda kæranda var hreyfingayfirlit yfir álagningu dagsekta, innborgana og uppsafnaða stöðu skuldar, dags. 14. febrúar 2020. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki væri fallist á að þagnarskylduregla 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, ætti við um hreyfingayfirlitið þar sem beiðni samtakanna var lögð fram áður en lög nr. 150/2019 öðluðust gildi hinn 31. desember 2019. Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar afhenti ríkisskattstjóri kæranda gögn, m.a. hreyfingayfirlit fram til 14. febrúar 2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 30. september 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að uppfærðu hreyfingayfirliti með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags 1. september 2020. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. október 2020, með vísan til þess að starfsmönnum ríkisskattstjóra bæri í samræmi við 20. gr. laga nr. 150/2019, að halda umbeðnum upplýsingum leyndum að viðlagðri refsiábyrgð. Þar sem gögnin féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 tækju upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. <br /> <br /> Í kæru er lögð áhersla á 5. gr. upplýsingalaga er lýtur að því að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir á hendur fyrirtækinu séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðun Neytendastofu um álagningu stjórnvaldssekta sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta þar tilgreind. Að mati kæranda sé ekki haldbær rökstuðningur að vísa til þess að uppfært hreyfingayfirlit hafi að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara. Þá segir í kæru að smálánastarfsemi sé ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Að mati kæranda séu því ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að ofangreindum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Í kæru er einnig greint frá því að hreyfingayfirlitið, dags. 14. febrúar 2020, sem kærandi fékk afhent í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar, beri ekki með sér að umrætt fyrirtæki hafi greitt umræddar stjórnvaldssektir. Nauðsynlegt sé að fá afhent uppfært hreyfingayfirlit í því skyni að staðreyna hvort svo sé. Þá segir í kæru að kærandi telji takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna skv. 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Það mat sé í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra máli þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar féllu ekki undir umrætt undanþáguákvæði 2. málsl. 9. gr. Kærandi líti svo á að umrædd beiðni varði gögn er falli í ljósi framangreinds ekki undir sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki síst sökum þess að hlutaðeigandi félag óskar sérstaklega eftir að því sé komið á framfæri að stjórnvaldssektir hafi verið upp greiddar.<br /> <br /> Loks er í kæru bent á að jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að uppfært hreyfingayfirlit, dags. 1. september 2020, fæli í sér upplýsingar sem leynt skuli fara á grundvelli þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019 væri eflaust hægt að afmá þann hluta gagnanna og veita samtökunum aðgang að upplýsingum sem staðreyni framangreindar fullyrðingar fyrirtækisins. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 23. nóvember 2020, er forsaga málsins rakin og vísað til þess að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 hafi kæranda verið send þau gögn sem skylt var að afhenda samkvæmt úrskurðinum, m.a. hreyfingayfirlit, með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags. 14. febrúar 2020. Í umsögninni er vísað til þess að í kæru sem mál þetta lýtur að sé í megindráttum vísað til þess að hreyfingayfirlit það sem þegar er búið að afhenda beri ekki með sér að stjórnvaldssektin hafi verið greidd. Búið sé að meta það svo af úrskurðarnefnd um upplýsingamál að upplýsingar sem þar komi fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og því beri að afhenda kæranda uppfært hreyfingayfirlit sem sé af sama meiði og fyrri beiðni laut að.<br /> <br /> Í umsögninni er áréttuð sú afstaða ríkisskattstjóra að seinni beiðni kæranda sem kæra þessi lýtur að sé ekki hluti fyrra máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 926/2020. Þá segir að lög nr. 150/2019 sem tóku gildi 30. desember 2019 gildi um innheimtu á sköttum, gjöldum og sektum ásamt vöxum, álagi og kostnaði sem lögð eru á af stjórnvöldum og sem innheimtumönnum ríkissjóðs er falið að innheimta, sbr. 1. gr. laganna. Gildissvið laganna nái þannig til innheimtu á stjórnvaldssektum, m.a. til stjórnvaldssekta Neytendastofu og dagsekta Neytendastofu. Eins og fram komi í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál fallist nefndin ekki á að leysa bæri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laganna þar sem þau höfðu ekki tekið gildi þegar fyrra erindi kæranda barst ríkisskattstjóra í lok árs 2019. Þegar seinna erindi kærandabarst ríkisskattstjóra höfðu lög nr. 150/2019 tekið gildi og því beri að leysa úr ágreiningi vegna hinnar nýju beiðni á grundvelli þeirra. Í 1. og 2. málsl. 20. gr. laganna kemur fram að á innheimtumanni ríkissjóðs hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og að honum sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þá er tekið fram að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 sé sérstök þagnarskylduregla sem mæli fyrir um að innheimtumanni sé óheimilt að viðlagðri refsiábyrgð að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara meðal annars um tekjur og efnahag gjaldenda og gengur hún framar ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkisskattstjóri telji að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 komi í veg fyrir að heimilt sé að afhenda almenningi hreyfingayfirlit yfir skuldir og skuldastöðu gjaldenda úr tekjubókhaldskerfi ríkisins. Það sé jafnframt mat embættisins að undir hugtökin tekjur og efnahag í skilningi 20. gr. laganna falli skuldastaða við ríkissjóð og innheimtusaga og vandséð sé að upplýsingar um hvernig greiðslum og innheimtu einstakra gjaldflokka sé háttað, eigi erindi við almenning. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, er vísað til þess að á meðan fyrra mál kæranda var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lauk með úrskurði nefndarinnar í máli nr. 926/2020, hafi kæranda borist upplýsingar frá umræddu fyrirtæki þess efnis að það hefði greitt höfuðstól álagðrar stjórnvaldssektar að fullu. Ljóst væri að hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda, bar það ekki með sér að sektin væri greidd. Þá segir að jafnvel þótt fallist sé á að líta beri á beiðni kæranda sem nýja beiðni sé ekki unnt að skýra ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 með jafn víðtækum hætti og ríkisskattstjóri haldi fram í umsögn sinni. Að mati kæranda beri að líta til orðalags ákvæðisins sem kveði á um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Líkt og fjallað sé um í kæru samtakanna lúti beiðnin að gögnum sem eðlilegt sé að almenningur hafi aðgang að auk þess sem umbeðin gögn staðfesti upplýsingar sem hlutaðeigandi fyrirtæki hafi samþykkt að veita, þ.e. að höfuðstóll hinna álögðu stjórnvaldssekta væri þegar greiddur. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hreyfingayfirliti yfir skuldastöðu og skuldir í fórum ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A ehf.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019. Ljóst er að beiðni kæranda um uppfært hreyfingayfirlit barst ríkisskattstjóra eftir gildisstöku laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt. Þá annast innheimtumenn innheimtu sekta sem lagðar eru á af stjórnvöldum og þeim er falið að innheimta. Ljóst er að hreyfingayfirlit það sem kærandi óskar eftir aðgangi að hefur að geyma upplýsingar um innheimtu ríkisskattstjóra sem innheimtumanns í framangreindum skilningi í tilefni af viðurlagaákvörðun Neytendastofu.</p> <p >Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Á það við þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. 926/2020 að veita bæri aðgang að sambærilegu gagni á grundvelli upplýsingalaga enda höfðu ákvæði 150/2019 ekki tekið gildi á þeim tímapunkti. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Neytendasamtakanna, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um hreyfingayfirlit yfir skuldastöðu A ehf. við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
982/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni A um upplýsingar í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er vörðuðu aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 982/2020 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, kærði A afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi hans óskaði hann m.a. eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið eða lögreglustjóri hefðu haft frumkvæði að flutningi starfsmannsins. Þá var óskað eftir upplýsingum um lagagrundvöll ákvörðunarinnar og tímalengd hennar. Jafnframt var óskað upplýsinga um hver gegndi stöðu þess starfsmanns sem veitt var leyfi.<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, var vísað til þess að heimild til tímabundins flutnings opinberra starfsmanna á milli stjórnvalda megi finna í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undanþegin upplýsingarétti almennings. Um þetta sé nánar fjallað í 7. gr. sömu laga þar sem segi m.a. í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kærandi svaraði ráðuneytinu með erindi, dags. 26. nóvember 2020, þar sem hann fór fram á það við ráðuneytið að það afgreiddi beiðni hans í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Kærandi ítrekaði beiðni sína nokkrum sinnum. Ráðuneytið svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020. Í svarinu kemur fram að í fyrra svari hafi ráðuneytinu láðst að leiðbeina um kæruheimild vegna synjunar um aðgang að gögnum og var kæranda leiðbeint um heimild til að kæra synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þá hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort veita ætti aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Loks er vísað til þess að 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, kveði með skýrum hætti á um heimild til tímabundins eða varnalegs flutnings opinbers starfsmanns milli stjórnvalda. Upplýsingar sem verði til í tengslum við umræddan flutning starfsmanns falli að mati ráðuneytisins undir 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og séu þannig undanþegnar upplýsingarétti almennings. Að því sögðu fengi ráðuneytið ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkari mæli ætti við. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig yrði farið með stöðu þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á meðan hann starfar þar. Ráðuneytið svaraði erindi kæranda með tölvubréfi, dags. sama dag., þar sem fram kom að staðan væri mönnuð með tilfærslum innan ráðuneytisins. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort það væri fastráðinn starfsmaður eða starfsmaður í afleysingum. Ráðuneytið svaraði kæranda samdægurs þar sem vísað var til fyrri svara þess vegna málsins. Kærandi óskaði sama dag eftir nafni og starfsheiti viðkomandi starfsmanns, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. sama dag, var kærandi upplýstur um nafn þess starfsmanns sem tekið hefði við málaflokkum hjá ráðuneytinu sem voru á hendi þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans. Sama dag óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða starfsmaður væri þá í gömlu stöðu þess starfsmanns. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, kom fram að ráðuneytið liti svo á að búið væri að svara erindi kæranda. Kærandi ítrekaði beiðni sína í kjölfarið. Með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, var beiðni kæranda svarað þar sem fram kom að ráðuneytið ítrekaði fyrri afstöðu sína um að búið væri að svara beiðni hans með fullnægjandi hætti. Þá var kæranda vísað á vefsíðu ráðuneytisins þar sem finna mætti almennar upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins og starfsfólk þess. Til viðbótar var vísað til 7. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 8. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins ásamt gögnum málsins bárust með tölvubréfi, dags. 23. desember 2020. Í umsögninni kom fram að ráðuneytið hefði ekki frekari upplýsingar eða rökstuðning sem það vildi koma á framfæri við úrskurðarnefndina. Umsögn ráðuneytisins var send kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2020. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um upplýsingar í tengslum við aðdraganda og undirbúning þess að starfsmanni ráðuneytisins var veitt tímabundið leyfi frá ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Nánar tiltekið laut beiðni hans að upplýsingum um samskipti sem kynnu að hafa átt sér stað á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við flutning starfsmannsins auk upplýsinga um hver hefði átt frumkvæðið að ráðstöfuninni, tímalengd og lagagrundvöll hennar. Þá laut kæran jafnframt að því að dómsmálaráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni hans um upplýsingar um hvaða starfsmanni var falið að sinna verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum þess starfsmanns sem veitt var leyfi. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Undir slíkt geta fallið ýmsar ráðstafanir sem gripið er til varðandi innra skipulag ráðuneytisins í kjölfar þess að starfsmaður er fluttur til í starfi, t.d. varðandi hvaða starfsmanni eða starfmönnum eigi að fela þau verkefni sem áður voru á hendi þess starfsmanns.<br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur dómsmálaráðuneytið upplýst að ákvörðun um að flytja umræddan starfsmann á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi byggst á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu ráðuneytisins. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem allar snerta ákvörðun ráðuneytisins um flutning starfsmanns þess á milli stjórnvalda og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um hvaða tilteknu starfsmönnum var falið að sinna þeim verkefnum og málaflokkum sem umræddur starfsmaður sinnti áður. <br /> <br /> <h3>2.</h3> Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Eins og áður segir er ljóst af svörum ráðuneytisins til kæranda að það taldi ekki skylt að upplýsa hvaða tiltekna starfsmanni var falið að taka við verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum starfsmannsins sem veitt var leyfi. Eins og áður segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að slíkar upplýsingar falli undir undanþágu 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti starfsmanna sé eftir því leitað. Í svörum ráðuneytisins til kæranda er honum leiðbeint um hvar væri unnt að finna upplýsingar um starfsmenn ráðuneytisins á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var dómsmálaráðuneytinu heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð dómsmálaráðuneytisins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <h3>3.</h3> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að ráðuneytið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2020, vegna beiðni kæranda kemur fram að ráðuneytið fái ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkara mæli eigi við án þess að rökstyðja þá afstöðu nánar. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að ráðuneytið tók afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi ráðuneytisins hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til ráðuneytisins að rökstyðja nánar afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um aðdraganda og undirbúning þess að tilteknum starfsmanni ráðuneytisins var veitt leyfi frá störfum til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Kæru A, dags. 7. desember 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
981/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærð var afgreiðsla Kennarasambands Íslands og skólastjórafélag Íslands á beiðni um gögn. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 981/2021 í máli 21010023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2021 kærði A ákvörðun Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum um hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismál dóttur hans. <br /> <br /> Með tveimur erindum til Kennarasambands Íslands, dags. 25. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum varðandi hann sjálfan og eiginkonu sína. Nánar tiltekið óskaði hann eftir upplýsingum um samskipti tiltekinna aðila við Kennarasambands Íslands, Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara í tengslum við eineltismál dóttur hans. Beiðnirnar voru settar fram með vísan til laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands svaraði kæranda með tveimur bréfum, dags. 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Stéttarfélög sinni almennt hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur starfsmanna sem eru félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum. Þá beri stéttarfélög almennt þagnarskyldu gagnvart félagsmönnum að því er varði þau mál sem félagsmenn leiti til stéttarfélags síns með. Af þeim sökum sé ekki hægt að upplýsa kæranda um hverjir séu félagsmenn Kennarasambands Íslands, hvort einstaklingar sem mögulega kunna að vera félagsmenn hafi leitað til Kennarasambands Íslands eða aðildarfélaga þess t.d. í tengslum við mál sín og þá hvort nafn kæranda, eiginkonu eða fjölskyldumeðlims hafi borið á góma í slíku máli hafi þeir gert það. Í svörunum kemur einnig fram að engar upplýsingar hafi fundist sem heimilt sé að veita aðgang að. Loks er kæranda leiðbeint um heimild til að senda kvörtun til Persónuverndar vegna svara eða vinnubragða Kennarasambands Íslands og aðildarfélaga þess í tengslum við persónuvernd.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, til aðgangs að upplýsingum um kæranda og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans í fórum Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stéttarfélög eru frjáls félagsamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna, m.a. gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra. Þau eru því hvorki stjórnvöld né lögaðilar í 51% eigu ríkisins eða meira, sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá hefur þessum aðilum ekki verið falið hlutverk sem fellur undir 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds fellur kæran utan gildissviðs upplýsingalaga og er henni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A dags. 29. janúar 2021, vegna synjunar Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands á beiðni um upplýsingar varðandi hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
980/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á. Synjun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna væru vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá væri hluti þeirra gögn sem felld yrðu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og staðfesti synjun ráðuneytisins að undanskildu einu gagni sem sent hafði verið þar sem fyrir lá að það var unnið af öðru stjórnvaldi og teldist ekki vinnugagn. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 980/2021 í máli ÚNU 20090012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. september 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á.<br /> <br /> Með tölvupósti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 22. júlí 2020, óskaði kærandi, eftir aðgangi að gögnum sem lágu að baki ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót sem tilkynnt var á vef ráðuneytisins 25. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, kom fram að með tilkynningu ráðherra 25. febrúar 2020 hefði komið fram að áformað væri að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og færa verkefni hennar í annað rekstrarform. Í þeirri tilkynningu hefði ekki falist endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar heldur hefði þar verið um að ræða tilkynningu um að áformað væri að hefja vinnu við að leggja niður stofnunina. Eðli máls samkvæmt myndi endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar verða tekin af Alþingi þar sem stofnunin starfaði samkvæmt lögum nr. 75/2007. Að mati ráðuneytisins teldust umrædd gögn sem óskað væri eftir, þ.e. greiningar sem unnar voru í aðdraganda tilkynningar ráðherra í febrúar, enn til vinnugagna og féllu því undir undanþáguákvæði 6. gr. upplýsingalaga enda væru gögnin sem um ræðir enn í notkun við undirbúning áformaðs frumvarps. Því gæti ráðuneytið ekki veitt aðgang að umræddum gögnum að sinni. Þegar endanleg útfærsla málsins lægi fyrir væri fyrirhugað að gögn yrðu birt opinberlega.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 9. september 2020 og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 24. september 2020, kemur fram að ráðuneytið telji umbeðin gögn falla undir 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. að um sé að ræða gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti. Nánar tiltekið sé um að ræða vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna en í athugasemdum við 8. gr. segi að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Skilyrði þessi séu uppfyllt hvað varði öll þau gögn sem ráðuneytið lagði til grundvallar áformunum. Þá hafi ráðuneytið einnig stuðst við ýmis opinber gögn og skýrslur. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ljóst sé að á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga geti stjórnvaldi verið skylt að afhenda vinnugögn ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, þar komi fram upplýsingar sem skylt sé að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi fram annars staðar eða þar komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert af þessu eigi við um þau gögn sem útbúin hafi verið í ráðuneytinu og gegni hlutverki vinnugagna í máli þessu. Inntak gagnanna sé ekki slíkt að í þeim komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins né heldur sé þar að finna upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar. Ljóst sé að stjórnvöld þurfi að taka ýmsar ákvarðanir, undirbúa og móta aðgerðir eða afstöðu til markmiða sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Um þetta sé rætt í athugasemdum við 8. gr. laganna og jafnframt segi þar að gögn sem verði til í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt og eðlilegt sé að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim. Þá sé það jafnframt niðurstaða ráðuneytisins að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í skilningi upplýsingalaga. Ráðherra hafi kynnt áform sem í eðli sínu séu pólitísk áform um að leggja skuli Nýsköpunarmiðstöð niður og hafi tilkynnt um að hafin verði frekari vinna við að meta og raungera þau áform. Í þeim tilgangi hafi ráðherra skipað stýrihóp og fjóra vinnuhópa sem unnið hafi áfram með málið. Ráðuneytið telji því að ekki hafi legið fyrir skylda til að afhenda umrædd vinnugögn og í ljósi eðlis gagnanna hafi ráðuneytið enn fremur tekið þá afstöðu að veita ekki aðgang að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.<br /> <br /> Með tölvupósti ráðuneytisins, dags. 9. september 2020, fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þar segir að ráðuneytinu sé ljóst að minnisblöð til ríkisstjórnar falli almennt ekki undir það sem réttur almennings nái til en þau gögn séu engu að síður send með til að nefndin fái sem gleggsta mynd af málinu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 5. október 2020, eru gerðar athugasemdir við þá túlkun ráðuneytisins að samþykki Alþingis þurfi til áður en hægt sé að óska aðgangs að upplýsingum um störf framkvæmdarvaldsins. Í því sambandi er bent á að upplýsingalög gildi ekki um löggjafann með beinum hætti. Þá er bent á að tilkynning ráðherra um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar hafi þegar verið birt. Í kjölfarið hafi Nýsköpunarmiðstöð dregið saman starfsemi sína. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum varðandi greiningarvinnu þá sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín á um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tilkynnt var 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. „Frumúttekt á NMÍ“, vinnuhópur um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu, maí 2019.<br /> 2. Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, unnið fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, desember 2019.<br /> 3. Greining á hlutverki og verkefnum, kynning fyrir ráðherra, desember 2019.<br /> 4. Hagaðilagreining – drög, janúar 2020.<br /> 5. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 6. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 7. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <h3>2.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands undir yfirskriftinni „Frumúttekt á NMÍ“ sem unnin var af vinnuhópi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem samanstóð af starfsfólki ráðuneytisins í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu í maí 2019. Í úttektinni er að finna greiningu á rekstri Nýsköpunarmiðstöðvar og mat lagt á árangur í rekstri stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin fær ekki annað séð en að úttektin hafi að geyma hugleiðingar og vangaveltur um mögulegar leiðir og úrbætur í rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber umrætt skjal með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir ráðuneytið eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gagninu. <br /> <h3>3.</h3> Í öðru lagi var kæranda synjað um aðgang að glærukynningu sem ber heitið „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvaðan umrætt gagn stafaði. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2021, kom fram að glærukynningin hefði verið unnin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þegar af þeirri ástæðu fellst úrskurðarnefndin ekki á að skjalið teljist vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda ljóst að ekki er um að ræða gagn sem ráðuneytið hefur ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að glærukynningunni. Verður því atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu gert að afhenda kæranda gagnið. <br /> <h3>4.</h3> <p>Í þriðja lagi var kæranda synjað um glærukynningu fyrir ráðherra sem ber heitið „Nýsköpunarmiðstöð Íslands – greining á hlutverki og verkefnum“. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var kynningin unnin af starfsfólki ráðuneytisins. Kynningin, sem unnin var fyrir ráðherra, hefur að geyma greiningu á verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar auk þess sem þar er að finna vangaveltur og tillögur um hugsanlegar breytingar á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera gögnin þannig með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið. Verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.<br /> <br /> 5. <br /> Í fjórða lagi var kæranda synjað um drög að Hagaðilagreiningu sem unnin var í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gagnið er ódagsett og merkt skýrlega sem drög. Úrskurðarnefndin telur að gagnið beri með sér að hafa verið tekið saman í tengslum við greiningarvinnu sem áformað hafi verið að leggjast í og þar með mótun hugsanlegra lykta eða ákvörðunar máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.</p> <h3>6. </h3> <p>Loks var kæranda einnig synjað um minnisblöð sem lögð voru fyrir á ríkisstjórnarfundum. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 2. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 3. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Framangreind minnisblöð til ríkisstjórnar Íslands bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að glærukynningu með yfirskriftinni „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið í desember 2019.<br /> <br /> Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
979/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | A kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 979/2021 í máli ÚNU 21010020. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi sem barst úrskurðarnefndinni 27. janúar 2021, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. janúar 2021, á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf., dags. 11. janúar 2021. Í svari Herjólfs ohf. er vísað til þess að verðskrá Herjólfs ohf. sé opinber á heimasíðu félagsins og kæranda vísað á hlekk á heimasíðunni. Í kæru kemur fram að þess sé óskað að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda gjaldskrá fyrir vöruflutninga. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um afhendingu gjaldskrár félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna á vefsvæði félagsins. Af kæru kæranda verður einnig ráðið að hann óski eftir frekari upplýsingum en þær sem fram koma í verðskrá félagsins sem vísað er til í svari Herjólfs ohf. Í ljósi framangreinds og með vísan til þess hvernig beiðni kæranda var sett fram sem og fyrri samskipta Herjólfs ohf. og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar sem féllu undir upphaflega beiðni hans er að finna. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A frá 27. janúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
978/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að fjórum fundargerðum félagsins þar sem málefni Klakka ehf. höfðu verið til umfjöllunar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að Lindarhvoll ehf. hefði tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að fundargerðunum í heild sinni. Var þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefndinni. Kæran laut einnig að synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda kæranda greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Úrskurðarnefnin áréttaði fyrri niðurstöðu sína þess efnis að greinargerðin væri undirorðin sérstakri þagnarskyldu. Var synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda greinargerðina því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 978/2021 í máli ÚNU 20080017.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 25. ágúst 2020 kærði A afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni, dags. 29. júní 2020, um aðgang að fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar auk greinargerðar setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 29. júní 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. sem hefðu að geyma umfjallanir um málefni Klakka ehf. og ekki hefðu þegar verið afhentar kæranda. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 9. júlí 2020, þar sem fram kom að þegar hefðu verið afhent öll gögn varðandi söluferli Lindarhvols ehf. á nauðasamningskröfum Klakka ehf. sem hefðu fallið undir gagnabeiðni kæranda. Með bréfi, dags. 17. júlí 2020, ítrekaði kærandi fyrri beiðni um afhendingu á fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu, öðrum en þeim sem þegar hefðu verið afhentar. Áður hafði kærandi fengið afhentar fundargerðir stjórnar félagsins frá 18. og 20. október 2016. Beiðni kæranda var móttekin af hálfu Lindarhvols ehf., með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2020. Því bréfi var ekki svarað og laut kæran því upphaflega að þeim drætti sem orðið hafði á afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda. Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefndin eftir umsögn Lindarhvols ehf., með bréfi, dags. 26. ágúst sl. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020, kom fram að Lindarhvoll ehf. hefði enn ekki synjað beiðni kæranda um þau gögn er kæran sneri að. Vegna anna hjá félaginu hefði beiðnin ekki verið afgreidd fyrr enn með bréfi, dags. 15. september 2020, sem fylgdi umsögninni til úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Í bréfi Lindarhvols ehf. til kæranda, dags. 15. september 2020, var áréttað að kæranda hefðu þegar verið afhent öll fyrirliggjandi gögn varðandi söluferli félagsins á nauðasamningskröfum Klakka ehf., sem fallið hefðu undir gagnabeiðnir kæranda. Þá var fyrri afstaða félagsins til beiðni kæranda um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda ítrekuð þar sem greinargerðin félli undir sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Loks var kæranda veittur aðgangur að útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. frá stofnun félagsins þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umræðu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í tilefni af umsögn Lindarhvols ehf. Með bréfi, dags. 30. september 2020, bárust athugasemdir kæranda þar sem fram kom að óskað væri eftir umræddum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni, en ekki takmörkuðum útdráttum úr þeim sem ekki veittu fullnægjandi mynd af því sem fram fór á umræddum stjórnarfundum. Í því sambandi var vísað til þess að umrædd beiðni væri í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda allar fundargerðir þar sem fjallað var um sölu á eignarhlutunum í Klakka ehf. og tengdum kröfum. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan laut upphafleg kæra að því að Lindarhvoll ehf. hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svaraði Lindarhvoll ehf. beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, þar sem kæranda var veittur aðgangur að útdrætti úr sex fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var almennt um málefni Klakka ehf. Þá var beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. synjað. Með bréfi, dags. 30. september 2020, sem rakið er hér að framan kom fram sú afstaða kæranda að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi og þess krafist að félagið veitti kæranda aðgang að umræddum fundargerðum í heild sinni. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. október 2020, var Lindarhvoli ehf. veittur kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi til nefndarinnar í ljósi athugasemda kæranda frá 30. september 2020. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 23. október 2020, kom fram að þar sem félagið hefði afhent kæranda gögn í samræmi við beiðni hans bæri að fella niður kæruna hjá nefndinni. Í umsögninni er áréttað að öll gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 hafi verið afhent. Hins vegar hafi Lindarhvoll ehf. með bréfi, dags. 15. september 2020, afhent útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu í samræmi við beiðni kæranda. Í bréfinu hafi verið ítrekað að ekki væri um að ræða gögn vegna hins opna söluferlis enda hafi þau þegar verið afhent. Félagið hafi litið svo á að með framangreindum útdráttum hafi það orðið við beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum í fundargerðum (öðrum en frá 18. og 20. október 2015) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu. Þess hafi verið skýrlega getið í svarbréfi félagsins að ef kærandi óski eftir aðgangi að fundargerðunum að öðru leyti þá geti kærandi komið að beiðni þar að lútandi til félagsins. Engin slík beiðni hefði borist Lindarhvoli ehf. <br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að fyrrnefndir útdrættir úr fundargerðum þar sem fjallað var almennt um nauðungasamningskröfur í Klakka ehf. hafi verið mjög lítið brot af efni fundargerðanna. Tekið er fram að þar sem upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hafi slíkt verið auðgreint með hornklofum og þess getið að að því marki sem upplýsingar væru afmáðar væri unnt að bera svar félagsins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá segir að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé Lindarhvoli ehf. ekki heimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eins og við eigi í því tilviki sem um ræði og hafi því upplýsingarnar verið afmáðar.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. er m.a. vísað til þess að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi verið staðfest að fyrrnefnd drög að greinargerð ríkisendurskoðunar væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar Lindarhvols ehf. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, er því m.a. mótmælt að Lindarhvoll ehf. hafi afhent kæranda öll umbeðin gögn. Í því sambandi er bent á að kæranda sé kunnugt um að lágmarki eina fundargerð, mögulega tvær, þar sem fjallað sé um sölu á eignarhlutnum og ekki hafa verið afhentar, 4. nóvember 2016 og 9. nóvember 2016. Þá telur kærandi skýrt af síðari erindum til Lindarhvols ehf. að ekki hafi verið óskað eftir útdráttum úr fundargerðum félagsins heldur að afhentar yrðu allar fundargerðir þar sem fjallað væri um sölu á eignarhlutnum. Ekki sé hægt að staðreyna hvenær viðkomandi fundir voru haldnir, hvaða stjórnarmenn sátu fundina, eða lögmæti og framkvæmd fundar að öðru leyti, ef einungis er veittur útdráttur með þeim hætti sem gert var í svari Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í ljósi þess hvernig upplýsingabeiðni kæranda til Lindarhvols ehf. var afmörkuð leggur úrskurðarnefndin til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til aðgangs að þeim hluta umræddra fundargerða þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar án takmarkana. Nánar tiltekið lýtur kæran að umræddum hlutum eftirfarandi funda stjórnar Lindarhvols ehf.:<br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Félagið hefur í tengslum við fyrri mál sem verið hafa til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf., þ. á m. þeim sem kærandi óskar eftir, og verður farið yfir þær og rétt kæranda til aðgangs að þeim hér á eftir. </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og áður segir vísar Lindarhvoll ehf. til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“<br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni útdráttanna úr fundargerðum Lindarhvols ehf. sem kærandi fékk afhent með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Í þeim er að finna umfjöllun um áform um að auglýsa og setja hlut Klakka ehf. í sölumeðferð og ákvörðun þess efnis sem tekin var í framhaldinu. Þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum lúta að málefnum og áformum tengdum öðrum lögaðila sem voru til umfjöllunar samhliða umfjöllun um málefni Klakka ehf. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að telja að þær upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga hafi ótvírætt að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Lindarhvols ehf. um að veita aðgang að útdráttum úr umræddum fundargerðum með útstrikunum.</p> <h3>3.</h3> <p>Í kærunni og athugasemdum kæranda er þeirri afstöðu lýst að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi lotið að því að fá afhentar í heild sinni fundargerðir stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað er um málefni Klakka ehf. en ekki eingöngu þá hluta þeirra þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 29. júní 2020, kemur fram að farið sé fram á aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var um málefni Klakka ehf. Þá segir að nánar tiltekið sé óskað eftir afhendingu á þeim fjórum fundargerðum sem vísað er til í skýrslu Ríkisendurskoðunar og voru ekki afhentar í kjölfar fyrri úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Ljóst er af umsögnum Lindarhvols ehf. að félagið lítur svo á að það hafi tekið afstöðu til beiðni kæranda eins og hún var afmörkuð í upphafi. Lindarhvoll ehf. hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum fundargerðum í heild sinni. Í svari Lindarhvols ehf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda og umsögn til úrskurðarnefndarinnar, 23. október 2020, segir að ef kærandi óskaði eftir fundargerðunum að öðru leyti gæti hann komið beiðni þar að lútandi til félagsins. Slík beiðni hafi hins vegar ekki borist. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umræddra fundargerða í heild sinni. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum fundargerðum í heild sinni. Kæranda er í þessu sambandi bent á að úrskurðarnefndin hefur nú með úrskurði sínum nr. 976/2021 tekið afstöðu til afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á sambærilegri beiðni varðandi sömu fundargerðir Lindarhvols ehf.</p> <h3>4.</h3> <p>Í málinu er einnig deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun Lindarhvols ehf. um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í nokkrum úrskurðum, nú síðast í málum nr. 827/2019 og 967/2021 tekið afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings en í þeim málum var fjallað um rétt kæranda til aðgangs að umræddri greinargerð hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hefðu verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengi¬legar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafi orðið til í samskiptum ríkisendur¬skoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send Lindarhvoli ehf. á grundvelli lagaskyldu. Sama á við um afhendingu greinargerðarinnar til Lindarhvols ehf. Þá liggur fyrir að þegar hún var send Lindarhvoli ehf. var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega.</p> <h3>5.</h3> <p>Meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur dregist nokkuð. Af því tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að þær tafir skýrast að nokkru af því að upphafleg kæra til úrskurðarnefndarinnar beindist að þeim töfum sem orðið höfðu á meðferð Lindarhvols ehf. á gagnabeiðni kæranda. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni var beiðni kæranda svarað af hálfu Lindarhvols ehf. Í kjölfarið lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi. Var kæran því lögð á ný í hefðbundinn farveg kærumála án þess að fyrra málið væri fellt niður og nýtt stofnað sem væri í samræmi við hefðbundið verklag nefndarinnar.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Lindarhvols ehf. að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umfjöllunar með útstrikunum úr eftirfarandi fundargerðum:<br /> <br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun Lindarhvols að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Þeim þætti kærunnar sem varðar afhendingu fundargerða stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
977/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 977/2021 í máli ÚNU 21010014.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór A, fréttamaður, fram á endurupptöku máls ÚNU 20070012 sem lauk þann 20. október 2020 með úrskurði nr. 935/2020. Með úrskurðinum komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að leysa bæri úr beiðni kæranda um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekinna félaga á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst þannig ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Úrskurðarnefndin taldi að ríkisskattstjóra bæri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum að undanskildum tilteknum upplýsingum m.a. um upphæðir á hlutafjármiðum. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var á því að byggð að um væri að ræða upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Í erindinu er þeirri afstöðu lýst að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um að afmá skuli upphæðir á hlutafjármiðum sé efnislega röng. Hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum og geta þannig kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt hljóti því að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda séu þeir hagsmunir engir, því sambærilegar upplýsingar séu hvort eð er gerðar opinberar í ársreikningum. <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 935/2020 að ríkisskattstjóra bæri að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi ekki að geyma upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu upplýsingarnar þegar aðgengilegar í ársreikningum félaga sem birtir eru á vefsvæði ársreikningaskrár. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í tilviki lögaðila væri að mati úrskurðarnefndarinnar um að ræða upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra í skilningi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins einkum reist á því að umræddar upplýsingar séu þegar aðgengilegar í ársreikningaskrá. Með 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, þar sem kveðið er á um að birta skuli ársreikninga á opinberu vefsvæði hafi löggjafinn tekið afstöðu til þess að umræddar upplýsingar teljist ekki viðkvæmar. Að mati úrskurðarnefndarinnar breytir það ekki niðurstöðu nefndarinnar að upplýsingar sem gerðar hafa verið aðgengilegar með þeim hætti sem kveðið er á um í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga kunni að hafa verið unnar að hluta eða öllu leyti upp úr hlutafjármiðum sem skilað er inn í tengslum við álagningu. Í því sambandi tekur nefndin fram að framangreint ákvæði um birtingu ársreikninga felur ekki í sér að veita beri aðgang að þeim gögnum sem upplýsingar sem fram koma í þeim skuli birt samhliða. Þá er til þess að líta að samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga er hlutafélögum og einkahlutfélögum eingöngu skylt að upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 935/2020 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 19. janúar 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
976/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að 40 fundargerðum Lindarhvols ehf. án útstrikana. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um var fjallað að heimilt væri að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin hluta upplýsinganna bera með sér að þær félli undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvörðun ráðuneytisins var því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 976/2021 í máli ÚNU 20100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. október 2020, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. september 2020, á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Með nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum á nýjan leik með vísan til þess að í umbeðnum gögnum kæmu fram upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu, þ.e. féllu undir sérstakar þagnarskyldureglur og væru ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 14. júlí 2020 í máli nr. 916/2021 var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Í úrskurðinum var ekki fallist á að þagnarskylduákvæði gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands stæðu afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Af þeim sökum var því beint til ráðuneytisins að taka beiðni kæranda til meðferðar á nýjan leik og leggja mat á hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hverjar ekki.<br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins, dags. 18. september 2020, segir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 916/2021 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við að afmá upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir að upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hafi verið afmáðar með útstrikunum. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu þeirra aðila sem um ræði, ef aðgangur yrði veittur að þeim.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist á að rétt sé að afmá hluta af þeim upplýsingum sem fram komi í fundargerðunum en að hann telji hugsanlegt að of mikið hafi verið afmáð. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 9. október 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 26. október 2020, kemur m.a. fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 916/2020 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við mat á þeim upplýsingum fundargerðanna sem féllu undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og þá afmá þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt fyrrnefndum lagaákvæðum. Þá segir að í 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sé kveðið á um að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greini. Að gefnu tilefni sé á það bent að svokallaðir stöðugleikasamningar hafi verið gerðir af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem féllu undir fyrrgreint lagaákvæði um þagnarskyldu. Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir framangreinda þagnarskyldureglu er jafnframt vísað til þess að í þeim gögnum sem óskað er aðgangs að sé að finna upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði fjárhags- og einkamálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja, sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu lögaðila sem þar um ræðir ef aðgangur yrði veittur að þeim. <br /> <br /> Fundargerðir Lindarhvols ehf. hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings, en m.a. sé um að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat ráðuneytisins sé að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því sé ráðuneytinu ekki heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat ráðuneytisins hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þá er í umsögninni jafnframt vísað til þess að að einhverju leyti sé að finna í fundargerðunum upplýsingar sem falli undir 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Loks bendir ráðuneytið á að Lindarhvoll ehf. hafi tilgreint, í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess lindarhvolleignir.is, þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- og /eða viðskiptahagsmuni einstaklinga og/eða lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar komi að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi aðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Á starfstíma sínum hafi félagið kappkostað að birta opinberlega upplýsingar um starfsemi sína og ráðstöfun á opinberum hagsmunum eins og heimilt er lögum samkvæmt auk þess sem félagið hafi skilað ráðherra reglubundnum skýrslum um starfsemi sína og ráðstöfun og ráðuneytið hafi auk þess birt margvíslegar upplýsingar í tengslum við starfsemi þess. Þá hafi ríkisendurskoðun lokið eftirliti með starfsemi Lindarhvols ehf. með skýrslu sem afhent var Alþingi og birt opinberlega í maí 2020.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dag, kemur fram að kærandi trúi að í fundargerðunum sé eitt og annað sem beri að afmá en fallist ekki á að það sé jafn mikið og gert var af hálfu ráðuneytisins. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018 sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands.<br /> Eins og lýst er hér að framan er afgreiðsla ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, á beiðni kæranda byggð á því að þær upplýsingar sem afmáðar voru í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu þar upplýsingar um stöðugleikasamninga sem gerðir hafi verið af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem falli undir 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki<br /> <h3>2.</h3> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <h3>3.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. bæði afrit þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar og afrit af fundargerðum í upprunalegri útgáfu. Nefndin hefur tekið til skoðunar þau atriði sem afmáð voru með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þar koma fram verði undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru allar settar fram skipulega og með sambærilegum hætti þar sem skýrlega er greint á milli ólíkra umfjöllunarefna. Í mörgum fundargerðanna er að finna sérstaka dagskrárliði þar sem fjallað er um málefni einstaklinga og lögaðila, m.a. undir liðnum „söluferli eigna“ og „lána- og eignamál“. Úrskurðarnefndin hefur sem fyrr segir kynnt sér efni fundargerðanna og telur ljóst að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi ráðuneytið lagt gaumgæfilegt mat á efni þeirra með tilliti til þess hvort heimilt væri að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem afmáðar voru lúta að langmestu leyti að upplýsingum um málefni einstakra fyrirtækja, lána- og skuldamálum þeirra, auk þess sem þar er að finna umfjallanir um sambærileg málefni einstaklinga. Þá er í fundargerðunum að finna upplýsingar um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaeigna hjá félaginu. Eins og áður segir þarf að meta í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar voru úr fundargerðunum bera með sér að þær falli undir framangreint þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þar sem í þeim sé fjallað um hagi viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
975/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 975/2021 í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi, A hefur kært afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að bærinn hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt það hvort meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Vestmannaeyjabær hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Vestmannaeyjabæ ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ sem aflað var símleiðis berast bænum tugir beiðna frá kæranda í hverjum mánuði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna sem sveitarfélögum eru falin með lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að sveitarfélög beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem þeim berast innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að Vestmannaeyjabær ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Ágreiningur aðila snýr því fremur að því hvort sveitarfélaginu kunni að vera skylt að aðstoða kæranda við að nálgast gögnin á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, en beinlínis að rétti hans til aðgangs að þeim samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til sveitarfélagsins. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda, A, í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
974/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærandi kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til félagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 974/2021 í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019 21020017, 21020023 og 21020024.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi hefur kært afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að félagið hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um það hvort meðferð Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Herjólfur ohf. hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Herjólfi ohf. ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. sem aflað var símleiðis berst félaginu mikill fjöldi beiðna frá kæranda í hverjum mánuði, að jafnaði annan hvern dag. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna félagsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að Herjólfur ohf. beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem félaginu berst innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að félagið ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef félagsins. <br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til Herjólfs ohf. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019, 21020017, 21020023 og 21020024 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 973/2021 í máli ÚNU 20110015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. nóvember 2020, kærði A þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja henni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir á námskeiðum árin 2014 til 2020. <br /> <br /> Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 26. október 2020, og var beiðnin ítrekuð með bréfi, dags. 29. október 2020. Formaður prófnefndar tók afstöðu til beiðninnar með bréfi, dags. 29. október 2020, þar sem fram kom að veittur yrði aðgangur að skriflegum verkefnum en synjað um aðgang að munnlegum prófum. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 30. október 2020, óskaði kærandi eftir rökstuðningi vegna þeirrar ákvörðunar prófnefndar að synja um aðgang að munnlegum prófum. Frekari rökstuðningur barst kæranda 2. nóvember 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags.12. nóvember 2020, var prófnefndinni kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn prófnefndar barst með bréfi, dags. 27. nóvember 2020. Í umsögninni er fyrirkomulagi munnlegra prófa lýst og tekið fram að þau próf sem lögð séu fyrir próftaka munnlega séu notuð aftur og aftur og að litið hafi verið svo á að ef verkefnin væru afhent yrði gagnslaust að leggja þau fyrir aftur í bráð. Tekið er fram að ekki séu öll verkefnin undantekningarlaust lögð fyrir í hverju og einu prófi. Í sakamálaréttarfari hafi að jafnaði nær öll verkefnin verið lögð fyrir hverju sinni í stórum dráttum og sama eigi við um próf í skiptastjórn. Verkefni í einkamálaréttarfari hafi verið allmörg og hafi kennarar valið úr þeim flokki verkefna nokkur til prófs hverju sinni, en gert nokkrar breytingar á verkefnunum og því breytt nálgun verkefna frá ári til árs þrátt fyrir að sú atvikalýsing sem verkefni byggi á hafi í stórum dráttum verið svipuð. Haustið 2020 hafi verið farin sú leið að semja algerlega ný verkefni sem gert sé ráð fyrir að notuð verði að nýju. Í ljósi þessa þyki ekki nauðsynlegt að synja um aðgang að eldri verkefnum í einkamálaréttarfari og þyki rétt að veita aðgang að verkefnum sem lögð hafa verið fyrir fram að hausti 2020. Gert sé ráð fyrir að verkefnin sem lögð voru fyrir haustið 2020 verði notuð á ný.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að meiri hluti þeirra verkefna sem notast sé við í prófi í skiptastjórn hafi verið notuð í öllum prófum. Þó hafi í áranna rás orðið sú breyting að þrjú verkefni sem lögð voru fyrir í fjórum prófum áranna 2014 og 2015 hafi ekki verið notuð síðan, en frá og með prófum 2016 hafi önnur þrjú komið í þeirra stað. Eitt þeirra teljist að mati prófnefndar svipa svo mikið til nýrra verkefnis að afhending þess myndi draga verulega úr þýðingu þess að leggja nýrra verkefnið fyrir. Hins vegar sé rétt að afhenda hin verkefnin tvö sem ekki hafi verið notuð undanfarin ár. <br /> <br /> Umsögn prófnefndar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. desember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir í námskeiði til undirbúnings prófs til að öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki sé skýrlega vísað til lagagreina má ráða af umsögn prófnefndar til úrskurðarnefndarinnar að synjun nefndarinnar byggi á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Takmörkunin er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 729-731/2018 og 710/2017 og úrskurði nefndarinnar í málum A-160/2003 og A-73/1999 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurðum nefndarinnar nr. 729-731/2018, 710/2017 og A-73/1999 taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um aðgang að spurningum prófa sem lögð höfðu verið fyrir á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki lægi fyrir að sömu próf yrðu lögð fyrir aftur. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-160/2003 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sömu spurningar hafi um nokkra hríð verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafi prófið og að ætlunin væri að leggja þær fyrir aftur. Eina undantekningin væri sú að tvær spurningar, sem vegi samtals 4% af prófinu í heild, væru til í tveimur útgáfum og væri hvor útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni.<br /> <br /> Í umsögn prófnefndar kemur fram að veita beri aðgang að þeim munnlegu prófum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og því ekki hætta á að með afhendingu þeirra yrðu síðari próf þýðingarlaus í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar sé ekki unnt að veita aðgang að öðrum munnlegum prófum þar sem sama prófið sé lagt fyrir reglulega og í sumum tilvikum sé ávallt notast við sama prófið. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér afstöðu prófnefndar og telur í ljósi hennar ekki forsendur til að leggja annað til grundvallar en að stefnt sé að því að leggja umrædd próf í sakamálaréttarfari, skiptastjórn og einkamálaréttarfari fyrir á nýjan leik í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir að ekki sé víst að öll prófin verði notuð í öllum prófum sem lögð verða fyrir telur úrskurðarnefndin ljóst að þau séu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta sé á að þau verði þýðingarlaus verði þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds er það mat nefndarinnar að prófnefndinni sé heimilt að takmarka aðgang að prófunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun prófnefndar að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020 að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 972/2021 í máli ÚNU 20110004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu ÁTVR á beiðni félagsins um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til ÁTVR, dags. 2. september 2020, fór kærandi fram á upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfum, dags. 21. september 2020 og 6. október 2020. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 7. október 2020, þar sem fram kom að gögn með upplýsingum um fjölda selda lítra einstakra vörutegunda á afmörkuðum tímabilum lægju ekki fyrir hjá ÁTVR. Var beiðninni því hafnað. Í bréfinu sagði einnig að ÁTVR hygðist eftirleiðis taka saman upplýsingar um framangreint og setja fram í framlegðarskrá og vísað var til fréttar á birgjavef ÁTVR, dags. 5. október 2020, þar sem áformin voru kynnt. Þá var kæranda leiðbeint um að á birgjavef ÁTVR mætti nálgast mánaðarlegar sölutölur frá janúar 2019 sem gerðu kleift að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Loks er að finna leiðbeiningar í þremur töluliðum þar sem því er lýst hvernig unnt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar m.a. í excel.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ÁTVR með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 16. nóvember 2020, er gerð krafa um að kærunni verði vísað frá m.a. á þeim grundvelli að kæran sé svo óljós að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá og var í því sambandi vísað til ákvæða í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er þess krafist að kröfum kæranda verði hafnað aðallega á þeim grundvelli að ekki sé um nein slík gögn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 að ræða sem farið er fram á í kærunni. Í umsögninni er vísað til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að ÁTVR sé ekki skylt að útbúa ný gögn. Þá er vísað til þess að ÁTVR hafi upplýst kæranda um hvernig hann geti notað þau gögn sem hann hafi aðgang að til þess að vinna upp úr þeim það sem hann kýs að kalla fram. Loks segir í umsögninni að tilgangur upplýsingalaganna sé fyrst og fremst sá að skylda opinberar stofnanir og fyrirtæki til þess að afhenda fyrirliggjandi gögn til almennings, eigi undantekningarákvæði laganna ekki við. Hafi þar verið um talsverða rýmkun að ræða frá fyrri rétti. Lögunum hafi hins vegar alls ekki verið ætlað að veita almenningi heimild til þess að láta aðila á borð við ÁTVR vinna fyrir sig við frekari úrvinnslu þeirra gagna sem aðilar hafi annað hvort þegar aðgang að eða kunni að eiga rétt til afhendingar á.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 30. nóvember 2020, kemur fram að hann telji einsýnt að umbeðin gögn séu til staðar, m.a. þegar horft sé til framkvæmdar stofnunarinnar, fyrirmæla í 16. og 24. gr. reglugerðar nr. 1106/2015, upplýsingagjafar á birgjavef og leiðbeiningum til hans, dags. 7. október 2020. Þannig birti ÁTVR mánaðarlegar upplýsingar á birgjavef um framlegð vöru, sem m.a. ræður umfangi dreifingar, eins og fram komi í kæru. Þar hafi einnig verið bent á að magnupplýsingar um heildarsölu vöru þurfi að liggja fyrir við útreikning á framlegð hennar. Janframt sé ljóst af þeim leiðbeiningum sem ÁTVR sendi kæranda að umrædd gögn liggi fyrir enda segi þar að kleift sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er ágreiningur um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR kemur fram að stofnunin geri aðallega kröfu um að kærunni verði vísað frá en til vara að kröfunni verði hafnað. Krafa ÁTVR um frávísun er á því byggð að kæran sé svo óljós og vanreifuð að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá. Í því sambandi er vísað til 80. og 100. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Úrskurðarnefndin telur af þessu tilefni rétt að árétta að ákvæði laga um meðferð einkamála gilda ekki um málsmeðferð stjórnvalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er stjórnsýslunefnd og fer um málsmeðferð fyrir nefndinni eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins, þ.m.t. ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í því felst að úrskurðarnefndinni ber skylda til að tryggja að eigin frumkvæði að málsatvik séu nægilega upplýst áður en úrskurður er felldur í máli, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Þannig er nefndinni ekki fær sú leið að vísa kæru frá á þeim grundvelli að kæra sé ekki sett fram með nægilega skýrum hætti. Telji úrskurðarnefndin að kæru sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst ber henni í samræmi við 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga að ganga úr skugga um hvert sé efni kærunnar, eftir atvikum með því að veita aðila máls færi á að bæta úr annmarkanum. <br /> <br /> Í annan stað vísar ÁTVR til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur sér ekki skylt að útbúa sérstaklega gögn í því skyni að verða við gagnabeiðni kæranda. ÁTVR veitti kæranda þó leiðbeiningar um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem óskað var eftir í excel frá janúar 2019 á vefsíðu stofnunarinnar.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat ÁTVR annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda aðgang að upplýsingum sem hann gæti sjálfur unnið upp úr eða það sjálft tekið saman umbeðnar upplýsingar. ÁTVR kaus að leiðbeina kæranda um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem hann óskaði eftir aðgangi að sem samkvæmt svari stofnunarinnar við gagnabeiðni kæranda voru aðgengilegar frá janúar 2019 á svokölluðum birgjavef ÁTVR. Ljóst er að kærandi hefur gert athugasemdir við þessa afgreiðslu ÁTVR. Hins vegar hefur ekkert komið fram í málatilbúnaði kæranda sem gefur til kynna að honum sé ekki unnt að afla umræddra gagna með þeim hætti sem honum var leiðbeint um af hálfu ÁTVR. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A um aðgang að upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 971/2021 í máli ÚNU 20100025. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. október 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 12. október 2020, á beiðni hans, dags. 21. ágúst 2020, um aðgang að tilteknum upplýsingum varðandi framleiðendur og innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Beiðni kæranda var í sjö liðum en ráðuneytið veitti kæranda aðgang að gögnum undir fimm liðum af sjö. Eftir stendur beiðni kæranda um upplýsingar undir 2. og 4. lið varðandi:<br /> <br /> • Þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins.<br /> • Fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að gögnunum varðandi 2. lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem upplýsingarnar hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðendanna. Þá vísaði ráðuneytið til þess að það hefði óskað eftir afstöðu umræddra framleiðenda til upplýsingabeiðninnar sem hefðu lýst sig mótfallna afhendingu þar sem um mikilvæga viðskiptahagsmuni væri að ræða. Varðandi 4. lið beiðninnar kom fram að ráðuneytið hefði hvorki undir höndum upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem 2. og 4. liður beiðninnar snýr að. Í kærunni segir að umbeðnar upplýsingar geti ekki talist viðkvæmar enda beri öllum þessum framleiðendum að skila ársreikningum sem hafi að geyma mun viðkvæmari upplýsingar en þær sem óskað er eftir undir 2. lið beiðninnar. Hvað fjórða lið beiðninnar varðar dregur kærandi í efa að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu og bendir á að ráðuneytið fari með úthlutun tollkvóta og haldi uppi tollvernd fyrir innlenda svínakjötsframleiðendur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. október 2020, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, kemur fram að ráðuneytið hafi í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda sent tölvubréf, dags. 8. september 2020, til þriggja stærstu svínakjötsframleiðendanna, þar sem upplýst hafi verið um upplýsingabeiðni kæranda og þeim kynnt efni hennar og þess óskað að umræddir aðilar veittu álit sitt á því að þessar tilteknu upplýsingar um framleiðslutölur þeirra yrðu veittar, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í umsögninni að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að veita bæri kæranda allar umbeðnar upplýsingar sem væru fyrirliggjandi í ráðuneytinu að frátöldum upplýsingum sem óskað var eftir varðandi þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins. Í því sambandi vísaði ráðuneytið til þess að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í ljósi þess að þeir aðilar sem upplýsingarnar vörðuðu samþykktu ekki afhendingu upplýsinganna og í ljósi þess að þær varði að mati ráðuneytisins mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, sé það niðurstaða þess að undanþága 9. gr. upplýsingalaga eigi við um afhendingu gagnanna og því sé ekki fallist á að veita aðgang að þeim. Hvað varði beiðni kæranda undir fjórða lið ítrekar ráðuneytið í umsögn sinni að það hafi hvorki upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutning hvers og eins. Ráðuneytið úthluti tollkvótum vegna svínakjöts og séu niðurstöður úthlutunar auglýstar og opinberaðar hverju sinni. Hins vegar liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu heildartölur yfir magn innflutnings sundurliðaðar eftir innflytjendum þar sem innflutningur eigi sér einnig stað utan tollkvóta. Í umsögninni er tekið fram að í svari ráðuneytisins til kærandi hafi verið vísað til vefsíðu Hagstofu Íslands þar sem finna megi tölur um heildarinnflutning svínakjöts.<br /> <br /> Í umsögninni er því einnig lýst að ráðuneytið safni upplýsingum um framleiðslu framleiðenda í samræmi við ákvæði 1. mgr. 77. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 15. gr. reglugerðar um merkingar búfjár nr. 916/2012. Upplýsingar um framleiðslu framleiðenda sem komi frá sláturhúsum séu meðal annars nýttar til útreikninga á stuðningsgreiðslum en tekið er fram að ekki séu reiknaðar stuðningsgreiðslur sem ætlaðar séu til svínakjötsframleiðslu samkvæmt ákvæðunum. Gagnaöflun ráðuneytisins um framleiðslu svínakjöts sé einkum ætlað að veita upplýsingar um hagtölur um svínarækt, heildarframleiðslu innan árs, heildarsölu og birgðastöðu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, þar sem ítrekaðar voru fyrri kröfur og athugasemdir. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins annars vegar um þrjá stærstu framleiðenda svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins og hins vegar upplýsingar um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <h3>1.</h3> Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts og magn hvers og eins byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni: <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“</p> Úrskurðarnefndin hefur skoðað þau gögn sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Eins og rakið er í umsögn ráðuneytisins var upplýsinganna aflað á grundvelli 1. mgr. 77. gr. búvörulaga þar sem mælt er fyrir um hlutverk ráðuneytisins að safna upplýsingum og birta ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Í 2. mgr. er fjallað um skyldu þeirra sem hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta ráðherra í té allar upplýsingar sem að gagni geta komið og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda. Fyrir liggur að upplýsinganna var aflað í tengslum við lögbundna upplýsingaöflun ráðuneytisins um svínarækt í landinu en ekki í tengslum við ákvörðun um stuðningsgreiðslur á grundvelli búvörulaga til handa einstaka framleiðanda. Hvað sem því líður hefur nefndinni ekki verið sýnt fram á, hvorki í umsögnum ráðuneytisins né þeirra fyrirtækja sem um ræðir, að upplýsingar um hverjir séu stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og heildarmagn framleiðslu þeirra séu þess eðlis að þær geti skaðað samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að gögnum hjá ráðuneytinu er lúta að þremur stærstu framleiðendum og magn framleiðslu hvers og eins þeirra.<br /> <h3>2.</h3> Eins og fyrr segir var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda hvað varðar fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins byggð á því að þær upplýsingar lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hvað þennan þátt varðar.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að upplýsingum um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins þeirra. Þá er þeim þætti kærunnar er snýr að beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn hvers og eins vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> |
970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 970/2021 í máli ÚNU 20090015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðnum hans um tilgreindar upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, óskaði kærandi eftir fundi til að ræða gögn er vörðuðu eineltismál og tengdust 1) gögnum í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla og hvar gögnin væru geymd/í hvers konar kerfi, 2) aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þar á meðal eftir að máli lyki, og 3) öryggisráðstöfunum varðandi geymslu gagna. <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 2. júní 2020, kom fram að gögn er vörðuðu nemendur í Garðaskóla væru geymd í upplýsinga- og kennslukerfinu Innu og pappírsgögn væru geymd í nemendamöppum. Samskipti við foreldra sem tengdust málum og féllu undir varðveisluskyldu laga um opinber skjalasöfn væru vistuð í One, sem er skjalakerfi Garðabæjar. Við alla meðferð gagna hjá Garðabæ og undirstofnunum væri farið eftir kröfum laga, þar á meðal lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. <br /> <br /> Fundarbeiðni kæranda vegna meðferðar skjala, öryggisráðstafana og aðgangs að kerfum var hafnað með vísan til þess að öryggisráðstafanir og aðgangur að gögnum væru ekki persónuupp¬lýsingar og ekki væri heimild í persónuverndarlögum til að veita slíkar upplýsingar. Þá félli beiðnin heldur ekki undir upplýsingalög þar sem ekki væri um að ræða gögn í máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. júní 2020, tjáði eiginkona kæranda sveitarfélaginu að tiltekin gögn sem þau hefðu upplýsingar um að væru til hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem voru afhent. Þar á meðal væri bréf til fagráðs hjá Menntamálastofnun og handskrifaðir punktar af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Aðeins voru afhent gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla fram til 8. júní 2020, þegar kærandi setti fram gagnabeiðni sína þar að lútandi. Eiginkona kæranda óskaði því eftir að þeim yrðu afhent gögn sem vörðuðu skólastjórann fram til 30. júní 2020, þegar hann að sögn sveitarfélagsins lét af störfum. <br /> <br /> Í erindi Garðabæjar, dags. 6. júlí 2020, kom fram að handskrifaðir punktar af foreldrafundi í janúar 2020 teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. lag¬anna. Yrðu þeir af þeirri ástæðu ekki afhentir kæranda. Í erindi Garðabæjar, dags. 7. júlí 2020, kom svo fram að ekki lægju fyrir frekari gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla frá tíma¬bilinu 8. til 30. júní 2020, og hefðu því öll gögn þar að lútandi verið afhent.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 17. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, kemur fram varðandi erindi kæranda þar sem óskað er upplýsinga um geymslu gagna í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla o.fl., að sveitarfélagið telji að erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti 2. júní 2020.<br /> <br /> Hvað varði fullyrðingu eiginkonu kæranda um að ekki hafi verið afhent bréf til fagráðs hjá Mennta¬mála¬stofnun hafi komið í ljós að bréfið auk fylgigagna hafi í reynd verið meðal þeirra gagna sem voru afhent kæranda. Handskrifuð gögn vegna tiltekins foreldrafundar teljist vinnugögn í skiln¬ingi upplýsingalaga og hafi því ekki verið afhent. Hins vegar hafi kæranda verið afhent fundargerð af viðkomandi foreldrafundi.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er fundið að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki viljað funda með kæranda til að ræða mál er varða varðveislu gagna, öryggisráðstafanir við varðveislu viðkvæmra gagna o.fl. Þá telur kærandi vanta rökstuðning fyrir því að viðkomandi upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög, líkt og kom fram af hálfu Garðabæjar.<br /> <br /> Kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent tiltekið sendibréf sem vísað var til í pósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Þá dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyri undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Loks gerir kærandi athugasemd við að handskrifaðir punktar af foreldrafundi hafi ekki verið afhentir með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða, sem undanþegin væru upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. janúar 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum um fáein atriði. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um starfslok skólastjóra Garðaskóla. Í svari Garðabæjar, dags. 14. janúar 2021, kom fram að ráðningarsambandi við skólastjórann hafi lokið 31. júlí 2020 en síðasti vinnudagur hans hafi verið 30. júní 2020. Í öðru lagi var óskað eftir staðfestingu á því að gögn er fóru milli Garðabæjar og fagráðs hjá Menntamálastofnun hefðu verið afhent kæranda. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að ekki hefði verið haldið utan um samskipti og gagnasendingar Garðabæjar og Garðaskóla til fagráðsins í sérstaklega aðgreindu máli þar að lútandi. Hins vegar væri ljóst að kæranda hefðu verið afhent öll gögn fagráðsins frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.<br /> <br /> Í þriðja lagi var óskað eftir afriti af handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020, sem kæranda var synjað um aðgang að á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að væru slíkir punktar til væri þá að finna í möppu dóttur kæranda eða möppu kæranda og eiginkonu hans í skjalaskápum í Garðaskóla. Núverandi skólastjóri hefði hins vegar farið í gegnum þær möppur og ekki fundið neina punkta af foreldrafundinum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Kæran lýtur í fyrsta lagi að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki fundað með kæranda til að ræða mál er varða aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þ.m.t. eftir að máli lýkur, og öryggisráðstaf-anir varðandi geymslu gagna. Skv. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í erindi kæranda til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, var óskað eftir fundi til að ræða tiltekin atriði. Að mati úrskurðarnefndar verður ekki litið svo á að í erindinu hafi falist beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort sveitarfélaginu hafi borið að funda með kæranda til að ræða þau mál sem tiltekin eru í erindinu. Hins vegar er bent á að ekki er loku fyrir það skotið að hjá Garðabæ liggi fyrir gögn er varði aðgengi að gögnum/kerfum hjá sveitarfélaginu og öryggisráðstafanir varðandi geymslu gagna, sem almenningur og þ.m.t. kærandi eigi þá rétt til aðgangs að í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur í öðru lagi að honum hafi ekki verið afhent sendibréf sem vísað er til í tilteknum tölvupósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, virðist sem misskilnings hafi gætt milli kæranda og Garðabæjar. Þannig hafi starfsmaður hjá Garðabæ talið að kærandi ætti við tölvupóst frá 25. nóvember 2019, þegar kærandi hafi í reynd átt við tölvupóst milli sömu aðila frá 11. mars 2020. Með sendibréfi því sem vísað hafi verið til í tölvupósti frá 11. mars 2020 hafi verið átt við gögn sem send voru frá Garðabæ til fagráðs hjá Menntamála¬stofnun, en þau gögn hafi þegar verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að viðkomandi gögn hafi verið afhent kæranda.<br /> <br /> Í þriðja lagi dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyrðu undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Beiðni kæranda var þannig orðuð að hann óskaði eftir afritum af öllum gögnum fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla sem varða sjálfan mig, konu mína og dóttur mína úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu, og Garðaskóla). Sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda samkvæmt orðanna hljóðan við fyrirliggjandi gögn um kæranda, eiginkonu hans og dóttur í kerfum Garðabæjar fram til 30. júní 2020, þegar skóla¬stjóri Garðaskóla lauk störfum. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hafa öll fyrir-liggjandi gögn hjá sveitarfélaginu sem heyra undir gagnabeiðni kæranda verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Kæranda var í fjórða lagi synjað um aðgang að handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Synjunin var byggð á því að punktarnir væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegnir aðgangi kæranda. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá kærða liggja í reynd ekki fyrir punktar af foreldrafundinum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og er því ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu liggur fyrir að kæranda hafa ýmist verið afhent öll þau gögn sem heyra undir gagnabeiðni hans og liggja fyrir hjá Garðabæ eða að viðkomandi gögn liggja ekki fyrir í skiln¬ingi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki liggi fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. september 2020, vegna afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um þar til greind gögn, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 969/2021 í máli ÚNU 20110024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður á RÚV, ákvörðun Borgarskjalasafns um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts. <br /> <br /> Kærandi óskaði með tölvupósti eftir aðgangi að skjölum um Arnarholt frá árunum 1983 og 1984 sem varðveitt eru í málasafni Borgarspítalans hjá Borgarskjalasafni, þ. á m. 17 blaðsíðna vitnaleiðslum yfir starfsfólki vistheimilisins Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 18. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað. Í svarinu var kæranda annars vegar tilkynnt um að veittur yrði aðgangur að hluta þeirra gagna sem óskað var eftir þar sem búið var að afmá allar viðkvæmar persónuupplýsingar. Hins vegar var kæranda synjað um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum úr málasafni Borgarspítalans með vísan til þess að innihald gagnanna varðaði viðkvæmt starfsmannamál sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Í kæru er því lýst að fréttastofa RÚV hafi að undanförnu fjallað ítarlega um málefni Arnarholts á Kjalarnesi á árum áður. Vísað er til þess að svo virðist sem heimilisfólk þar hafi sætt ómannúðlegri meðferð á heimilinu árum eða áratugum saman. Fréttastofa hafi aflað fjölmargra gagna og meðal annars fengið afhentar vitnaleiðslur yfir starfsfólki heimilisins. Tekið skuli fram að gögnin sem fréttastofa hafi undir höndum stafi ekki frá opinberum aðilum. Í þeim gögnum hafi verið mikið af persónugreinanlegum upplýsingum sem fréttastofa hafi afmáð í umfjöllun sinni. Eftir fyrstu umfjöllun fréttastofu um málið hafi komið í ljós að töluvert magn gagna sem varða Arnarholt væru til hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem hafi veitt fréttastofu aðgang að ýmsum gögnum. Í fréttum RÚV hafi hins vegar aðallega verið fjallað um ómannúðlega meðferð á heimilinu til ársins 1971, þegar geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nú hafi hins vegar komið í ljós að allt til ársins 1983, og jafnvel lengur, hafi logað ófriðarbál á heimilinu. Árið 1983 hafi starfsfólk skrifað undirskriftarlista, þar sem þess var krafist að ónefndum starfsmanni á heimilinu yrði vikið frá störfum. Í fórum Borgarskjalasafns séu 17 blaðsíður sem hafi að geyma það sem fram fór í þessum viðtölum við starfsmenn. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að fréttastofa telji mikilvægt að henni verði veittur aðgangur að umræddum gögnum þar sem líklega sé hægt að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Hafi svo verið eigi þær upplýsingar erindi við almenning. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Borgarskjalasafni Reykjavíkur með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum skjölum sé takmarkaður af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 en þar segi að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum, er þá varða, sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni. Þá er tekið fram að yfirlýstur tilgangur gagnaleitar kæranda sé að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Að mati Borgarskjalasafns varði umbeðnar vitnaleiðslur viðkvæmt starfsmannamál sem teljist trúnaðarmál og óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Slíkt samþykki liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda sem bárust nefndinni með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2020, er lögð áhersla á mikilvægi þess að upplýst verði um það hvort starfsemi heimilisins hafi batnað í kjölfar þess að geðdeild Borgarspítalans tók við stjórn þess eða hvort aðbúnaður heimilismanna hafi enn verið slæmur á þeim tíma sem umbeðin gögn fjalla um. Vitnaleiðslurnar séu helsta og í raun eina gagnið sem varpað geti ljósi á þetta efni, sem almenningur hafi lögmæta hagsmuni af því að verði upplýst og fjallað um opinberlega. Í umsögninni kemur einnig fram að því sé ekki mótmælt að í vitnaleiðslunum kunni að vera að finna upplýsingar sem teljist til einkamálefna einstaklinga í skilningi 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, þ.e. einkum þeirra starfsmanna sem báru vitni um aðbúnað á heimilinu. Þá er einnig bent á að samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 77/2014 sé heimilt að veita takmarkaðan aðgang að umbeðnum gögnum og afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Slík niðurstaða væri mun betur til þess fallin að styðja við hlutverk kæranda samkvæmt fjölmiðla- og upplýsingalögun en hin kærða ákvörðun um að synja um aðgang að umbeðnum gögnum að öllu leyti.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í því sambandi er vísað til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómaframkvæmd sinni staðfest að takmarkaður upplýsingaréttur geti falist í síðarnefnda ákvæðinu, þ.e. að ákvæðið geti tryggt rétt til aðgangs að upplýsingum jafnvel þótt hann sé ekki tryggður með lögum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði þessi séu að tilgangur beiðninnar sé að beiðandi geti nýtt sér frelsi til að taka við og dreifa upplýsingum til annarra, að umbeðnar upplýsingar varði almannahagsmuni, að hlutverk beiðanda sé að taka við upplýsingum og dreifa þeim til almennings og loks að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi. Að mati kæranda eigi öll skilyrðin við um beiðni hans til Borgarskjalasafns og leiði til þess að ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 geti ekki staðið í vegi fyrir rétti hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Borgarskjalasafns.<br /> <br /> Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því ákvæði V. kafla laganna, en í 1. mgr. 25. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að skjölum þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í lögunum. Er þá miðað við síðustu innfærslu eða síðasta bréf afgreidds máls. Heimilt er að miða við tilurð skjals ef meðferð máls hefur dregist á langinn hjá stjórnvaldi eða ríkar ástæður mæla með því. Ljóst er að þau gögn sem beiðni kæranda snýr að urðu til fyrir það tímamark.<br /> <br /> Í 2. mgr. 25. gr. segir að ef takmarkanir samkvæmt lögunum eigi aðeins við um hluta skjals skuli veita aðgang að öðru efni skjalsins ef unnt er að skilja upplýsingar, sem falla undir undantekningar, frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að.<br /> <br /> Í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu reynir því á hvort hagsmunir þeirra einstaklinga sem um er fjallað eða getið er í umræddum gögnum í vörslu Borgarskjalasafns vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 77/2014 kemur fram að ákvæðið sé sambærilegt við ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig meðferð þeirra sem vistaðir eru á opinberum stofnunum er háttað og þann aðbúnað og þjónustu sem þeim er veittur. Í gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um slíka starfsemi, t.d. í tilefni úttektar eða athugunar á starfseminni eða einstaka þáttum hennar, geta þó komið fram upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. <br /> <br /> Sem fyrr segir var synjun Borgarskjalasafns byggð á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem óheimilt væri að veita aðgang að nema samþykki þess sem í hlut ætti lægi fyrir. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í því sambandi skal tekið fram að í lögum nr. 77/2014 er ekki að finna sérstakt ákvæði sem takmarkar rétt almennings til aðgangs að málefnum starfsmanna eins og er að finna í 7. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið fær sú leið að synja beiðni kæranda á þeim grundvelli að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða án þess að leggja sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. <br /> <br /> Þá verður ekki heldur séð af gögnum málsins að leitað hafi verið samþykkis þess aðila sem um er fjallað í gögnunum áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Ákvæði laga nr. 77/2014 gera ráð fyrir að áður en ákvörðun er tekin um aðgang að gögnum sem varðað geta einkahagsmuni geti stjórnvald skorað á þann sem upplýsingarnar varðar að veita samþykki sitt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til þess að samþykki umrædds aðila lægi ekki fyrir án þess að óska sérstaklega eftir samþykki hans. Að svo búnu bar Borgarskjalasafni að taka rökstudda afstöðu til beiðninnar með hliðsjón af annars vegar afstöðu þess aðila sem í hlut á, að því gefnu að hann veitti ekki samþykki sitt, og hins vegar þeim sjónarmiðum sem leiða af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni gagnanna sem beiðni kæranda lýtur að. Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir að megintilgangur þess að ráðist var í viðtöl við þáverandi starfsfólk vistheimilisins hafi verið að leiða í ljós atriði tengd framgöngu tiltekins starfsmanns Arnarholts þá hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar sem varpa ljósi á starfsemi vistheimilisins á þeim tíma. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að ekki verði litið fram hjá því samhengi að áður höfðu fjölmiðlar greint frá upplýsingum um alvarlega misbresti í starfsemi þess. Í því ljósi er það mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur kunni að hafi hagsmuni af því að kynna sér efni gagnanna. Eins og rakið er hér að framan verður hins vegar ekki séð að fullnægjandi mat hafi farið fram á því hvort og þá hvaða upplýsingar í gögnunum falli undir takmarkanir 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 eftir atvikum með hliðsjón af afstöðu þess aðila sem fjallað er um í gögnunum. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður séð að í gögnunum sé að finna upplýsingar um viðkvæm einkamálefni þess starfsmanns sem einkum er fjallað um í viðtölunum, annarra starfsmanna eða sjúklinga sem leynt skuli fara. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að Borgarskjalasafn skori á þann sem upplýsingarnar varða að upplýsa hvort hann telji að þær eigi að fara leynt og taki að svo búnu rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin tekur fram í ljósi þeirra hagsmuna sem eru undir í málinu að rétt sé að Borgarskjalasafn taki við meðferð málsins afstöðu til þess hvort rétt sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2020, um að synja kæranda um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum við starfsfólk Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984, er felld úr gildi og lagt fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
968/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | A kærði afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir hans gekkst undir. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn hluta af barnaverndarmáli í skilningi 45. gr. barnaverndarlaga og tók fram að sérstökum aðila, úrskurðarnefnd velferðarmála væri falið að fjalla um ágreining í tengslum við slík mál, þ. á m. vegna aðgangs að gögnum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 968/2021 í máli ÚNU 20090022.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 17. september 2021, kærði A afgreiðslu barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Upphaflega óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum í barnaverndarmáli er vörðuðu börn hans. Með ákvörðun, dags. 11. júní 2020, synjaði barnavernd Kópavogs að afhenda kæranda forsjárhæfnismat sem barnsmóðir hans gekkst undir í barnaverndarmáli er varðar börn hans. Í ákvörðuninni kemur fram að ákveðið hafi verið að synja um aðgang að gagninu þar sem ekki hafi verið skýrt hvort kærandi ætti að fá aðgang að umræddu mati með tilliti til þeirra upplýsinga sem það hefði að geyma. Í ákvörðun barnaverndar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar velferðarmála.</p> <p>Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 16. júní 2020 vegna ákvörðunar barnaverndar um að synja um aðgang að umræddu gagni. Í úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 sem kveðinn var upp í máli kæranda kom fram að ekki yrði séð að barnaverndarnefnd hefði kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda um gögn eins og áskilið sé í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Af þeim sökum hefði ákvörðun barnaverndar Kópavogs verið felld úr gildi og málinu vísað til barnaverndar til löglegrar málsmeðferðar og ákvörðunar að nýju.</p> <p>Með bréfi, dags. 14. september 2020, var kæranda synjað um aðgang að umbeðnum gögnum á ný. Í ákvörðuninni kemur fram að samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sé heimilt að takmarka upplýsingarétt aðila þegar hagsmunir annarra af því að gögn séu ekki afhent eru ríkari en hagsmunir þess sem fer fram á afhendingu þeirra. Þá er vísað til þeirra takmarkana á afhendingu upplýsinga sem leiða af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í bréfinu að fara þurfi fram mat á hvort vegi þyngra hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar er lúta að forsjárhæfni barnsmóður hans eða hennar af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Að mati barnaverndar Kópavogs vegi hagsmunir barnsmóður kæranda þyngra við matið. Loks er kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt barnavernd Kópavogs með bréfi, dags. 28. september, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn barnaverndar Kópavogs, dags. 7. október 2020, er vísað til þess að þar sem barnsmóðir kæranda hafi samþykkt vistun barnanna hjá kæranda til 12 mánaða hafi ekki komið til þess að forsjárhæfnismatið yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Kæranda var því synjað um afhendingu þess með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga þar sem segir að afhenda beri aðilum öll þau gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess enda tryggi þeir trúnað. Í kjölfarið hafi kærandi kært synjunina til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi vísað málinu til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd Kópavogs væri eina valdbæra stjórnvaldið sem gæti takmarkað aðgang aðila að gögnum máls, sbr. 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga, þar sem segi að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent. Þá segir í umsögninni að þær aðstæður sem tilteknar séu í ákvæðinu eigi ekki við í þessu máli. Við endurupptöku málsins hjá barnavernd hafi kæranda verið synjað aftur um aðgang á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga þar sem segi að þegar sérstaklega standi á sé stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum. Þá sé samskonar ákvæði að finna í 17. gr. stjórnsýslulaga. Hér hafi því þurft að taka afstöðu til þess hvort kærandi hafi þá ríku hagsmuni af því að fá umrætt forsjárhæfnismat afhent en barnsmóðir hans af því að viðkvæmar persónulegar upplýsingar svo sem niðurstöður sálfræðilegra prófana verði ekki afhentar kæranda. Niðurstaða barnaverndar hafi verið að svo væri ekki með vísan til þess að ekki kom til þess að ákvörðun væri byggð á niðurstöðu forsjárhæfnismatsins og að um svo viðkvæmar upplýsingar væri að ræða um einkamálefni og heilsufar konunnar að óheimilt væri að afhenda þær öðrum. Þá verði líka að líta til þess að forsjárhæfnismatið hafi að geyma upplýsingar um annað barn barnsmóðurinnar sem ekki lúti forsjá kæranda.</p> <p>Umsögn barnaverndar Kópavogs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni kæranda um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Í synjun barnaverndar Kópavogs og umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur fram sú afstaða að þær aðstæður sem tilteknar séu í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga eigi ekki við í málinu þar sem ekki hafi komið til þess að forsjárhæfnismatið sem barnsmóðir kæranda gekkst undir yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Af þeim sökum hafi synjun barnaverndar Kópavogs byggst á 14. gr. upplýsingalaga og 17. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í málinu liggur fyrir að umrætt forsjárhæfnismat var framkvæmt í tilefni af barnaverndarmáli varðandi börn kæranda. Með „barnaverndarmáli“ í skilningi barnaverndarlaga er átt við stjórnsýslumál sem miðar að því marki að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta hvort þörf sé á að beita þeim sérstöku úrræðum sem kveðið er á um í barnaverndarlögum. Barnaverndarmál hefst með formlegri ákvörðun barnaverndarnefndar um könnun máls og lýkur ýmist þegar barnaverndarnefnd telur ekki þörf á frekari afskiptum eða þegar barn er orðið 18 ára. Úrskurðarnefndin telur að gögn málsins bendi til þess að það mál sem hófst með afskiptum barnaverndar Kópavogs af heimili barnsmóður kæranda og varð tilefni þess að aflað var umrædds forsjárhæfnismats hafi falið í sér barnaverndarmál í framangreindum skilningi og sé þar með stjórnsýslumál. Í því sambandi skal einnig bent á að í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 í máli kæranda nr. 304/2020 var upphafleg ákvörðun barnaverndar Kópavogs felld úr gildi og málinu vísað til baka til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd hefði ekki kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda í samræmi við 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarnefnd skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.</p> <p>Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að lög standi ekki til þess að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Kæru vegna synjunar barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p> formaður</p> <p>Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
967/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 967/2021 í máli ÚNU 20110018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. nóvember 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 2. október 2020, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. og til vara að afhentur yrði sá hluti greinargerðarinnar sem snýr að Klakka ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðninni með tölvubréfi, dags. 16. október 2020. Í svarinu kom fram að umbeðið skjal félli undir ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Ákvæðið fæli í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings í tengslum við ófullgerð skýrsludrög og ráðuneytinu því óheimilt að verða við beiðninni. Í því sambandi vísaði ráðuneytið einnig í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2019.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi m.a. til þess að lokaeintak skýrslu setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols hafi þegar verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þeim sökum séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem lágu til grundvallar synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda og fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 827/2019. Í kæru er bent á að sjónarmiðin að baki 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga séu ítarlega rakin í frumvarpi því er varð að lögunum. Samandregið sé tilgangur ákvæðisins fyrst og fremst sá að veita ríkisendurskoðanda vinnufrið á meðan athuganir hans sandi yfir, enda sé annað ákvæði í lögunum sem sérstaklega varði þagnarskyldu. Þegar athugun ríkisinendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsréttinn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði afhent afrit af hinni umbeðnu greinargerð. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. nóvember, er vísað til forsendna í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 þar sem tekin var afstaða til þess hvort heimilt væri að afhenda umrædd skýrsludrög. Í umsögninni kom fram að synjun ráðuneytisins í máli þessu frá 16. október 2020 byggði á sama þagnarskylduákvæði og fjallað var um í framangreindum úrskurði og því vísaði ráðuneytið til forsendna úrskurðarins.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, kemur fram að kærandi hafni þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi þegar verið tekin afstaða til hvort heimilt sé að afhenda umrætt skjal. Í því sambandi bendir kærandi á að niðurstaða fyrri úrskurðar nefndarinnar hafi byggst á því að ekki væri búið að afhenda lokaeintak greinargerðarinnar til Alþingis. Í úrskurðinum sé tekið fram að „þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi eigi framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkiseigna ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.“ Það liggi fyrir að búið sé að afhenda greinargerðina til Alþingis. Þannig séu þeir verndarhagsmunir sem byggt sé á í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar ekki lengur til staðar og forsendur breyttar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Félagið lauk starfsemi í febrúar 2018 en það var stofnað þann 15. apríl 2016, með þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands og annan skyldan rekstur. Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 tók nefndin afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hafi verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. Í kæru er einkum byggt á því að þar sem greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem umræddu ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að gæta.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Eins og fram kom í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 27. nóvember 2019 í máli nr. 827/2019 var greinargerðin sem hér um ræðir send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu. Þá liggur fyrir að þegar hún var send ráðuneytinu var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þessari niðurstöðu leiðir að framangreint á jafnframt við um þann hluta greinargerðarinnar er snýr að Klakka ehf., sbr. varakröfu kæranda.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> |
966/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | A kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. sem tengdust fjárfestingarferli Frjálsa Lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir vafa að umbeðnar upplýsingar hefðu ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 966/2020 í máli ÚNU 20080001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. ágúst 2020, A synjun Seðlabanka Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum en þann 10. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. <br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var afgreidd af hálfu Seðlabanka Íslands með ákvörðun, dags. 3. júlí 2020, þar sem honum var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna. Í ákvörðun sinni fjallar Seðlabankinn um takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt 8. gr. og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Einnig um sérstök þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Bankinn taldi hluta umbeðinna gagna falla undir undanþágureglur upplýsingalaga og sérstakar þagnarskyldureglur laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og var kæranda synjað um aðgang að þeim. Þá var hluti af gögnunum afhentur kæranda með útstrikunum, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Einkum var um að ræða bréf og tölvupóstssamskipti á milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka en einnig önnur gögn, t.d. minnisblöð starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og gögn frá Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðnum.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ekki lagaskilyrði fyrir hendi sem réttlæti synjun á afhendingu umræddra gagna. Hann byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í kæru kemur fram að hann óski m.a. eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Bréfi Arion banka hf., dags. 25. maí 2018.<br /> 2. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf. dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 4. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 5. Bréfi Arion banka hf., dags. 22. mars 2019.<br /> 6. Bréfi Arion banka hf., dags. 9. ágúst 2019.<br /> 7. Bréfi Arion banka hf. dags. 10. október 2019.<br /> 8. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. á tímabilinu frá 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 9. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. þann 12. nóvember 2019.<br /> 10. Minnisblaði frá innri endurskoðanda Arion banka hf., dags. 18. september 2017, um United Silicon verkefnið.<br /> 11. Tveimur bréfum frá stjórn Arion banka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. des 2017 og 14. febrúar 2018.<br /> <br /> Þá segir að kærandi sé sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum og að í umræddri sátt viðurkenni Arion banki að hafa brotið gegn 2. mgr. 8. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, með því að hafa láðst að skrá hagsmunaárekstra með skipulögðum og formlegum hætti við veitingu fjárfestingarráðgjafar í tengslum við kísilver United Silicon, sem fjármagnað hafi verið að mestu leyti af Arion banka auk lífeyrissjóða sem bankinn reki samkvæmt samningum við stjórnir sjóðanna. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi fjárfest í United Silicon á grundvelli ráðgjafar Arion banka og tapað allri fjárfestingu sinni í félaginu. <br /> <br /> Í kæru er fjallað um efni sáttarinnar og málsatvikum lýst ítarlega. Þá kemur fram að það séu hagsmunir almennra sjóðfélaga að fá úr því skorið hvort framganga Arion banka hafi verið slík að mögulega hafi bankinn bakað sér bótaskyldu gagnvart Frjálsa lífeyrissjóðnum vegna þess fjártjóns sem sjóðurinn hafi orðið fyrir vegna fjárfestingarinnar í United Silicon. Þar sem stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins sé handvalin af Arion banka sé ekki á færi annarra en almennra sjóðfélaga í lífeyrissjóðnum að afla gagna og kanna hvort sjóðfélagar eigi bótakröfu á hendur bankanum vegna þessa fjártjóns.<br /> <br /> Varðandi vísun Seðlabankans í sérstaka þagnarskyldureglu 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands segir kærandi að starfsmenn bankans séu bundnir þagnarskyldu um það sem varði „viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila.“ Í 6. mgr. 41. gr. laganna sé hins vegar að finna undanþáguákvæði frá 1. mgr. 41. gr. þar sem segi orðrétt: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd. Þegar viðskiptamaður bankans eða eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr.“ Kærandi telur velflest, ef ekki öll þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að varða með beinum hætti starfsemi United Silicon svo sem varðandi áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynningu fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á United Silicon auk minnisblaðs frá innri endurskoðanda Arion um United Silicon verkefnið. United Silicon hafi verið úrskurðað gjaldþrota þann 22. janúar 2018 og þá hafi Kísill Ísland hf., móðurfélag United Silicon, verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. september 2019. Nátengt félag, Kísill III slhf. hafi einnig verið úrskurðað gjaldþrota þann 12. september 2019.<br /> <br /> Kærandi segir umbeðin gögn varða rekstur United Silicon og skyldra aðila en innihaldi engar upplýsingar um „rekstur eða viðskipti“ Arion banka í skilningi 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gögnin lúti enda ekki að rekstri eða viðskiptum Arion banka heldur hafi þau að geyma mat og ráðgjöf bankans á United Silicon sem fjárfestingarkosti til þriðja aðila. Hagsmunir kæranda, sem sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins, af afhendingu umræddra gagna um United Silicon eigi bersýnilega að vega mun þyngra í því að fá aðgang að umbeðnum gögnum enda hafi almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðsins hagsmuni af því að fá að vita hvernig ákvarðanir urðu til sem leiddu til þess að um 0,5% af hreinni eign sjóðsins töpuðust vegna ráðgjafar Arion banka. Engin rök mæli með því að Arion banki skuli njóta leyndar um gögnin til þess að sjóðfélagar fái ekki komist að innihaldi þeirra. Þá séu engir lögvarðir hagsmunir til staðar fyrir United Silicon og tengd félög þar sem félögin séu öll löngu gjaldþrota. Almennur sjóðfélagi, eins og kærandi, sem í gegnum lífeyrissjóði hafi fjármagnað United Silicon-verkefnið að tilstuðlan Arion banka sem ákveðið hafi á grundvelli umkrafinna gagna að fjárfesta lífeyri landsmanna í þessu áhættusama verkefni, eigi því lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum sem varði United Silicon og eigi 6. mgr. 41. gr. seðlabankalaga því við.<br /> <br /> Seðlabankinn byggi jafnframt synjun sína á afhendingu umbeðinna gagna á sérstöku þagnarskylduákvæði í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kærandi bendi hins vegar á að 58. gr. sé ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækis líkt og dómstólar hafi slegið föstu í dómaframkvæmd sinni, sbr. til dæmis Hrd. 758/2009. Í umræddum dómi segi í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur hafi verið í Hæstarétti með vísan til forsendna, að í ljósi þess að viðskiptavinur fjármálafyrirtækis sem gögnin varði sé gjaldþrota, fáist ekki séð hvaða hagsmuni hann hafi af því að umbeðnum gögnum sé haldið leyndum á grundvelli 58. gr. Í dómi Hæstaréttar segi m.a:<br /> „Ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki varðandi þagnarskyldu starfsmanna þeirra og annarra sem vinna verk í þeirra þágu er ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við þau.“ Á þessum lagagrunni hafi sóknaraðila málsins verið heimilaður aðgangur að umbeðnum gögnum. Málsatvik í því máli sem hér um ræðir séu keimlík þeim sem uppi hafi verið í ofangreindum dómi Hæstaréttar. Ljóst sé að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sé ekki ætluð til að vernda hagsmuni Arion banka heldur vernda virka viðskiptahagsmuni viðskiptavina bankans enda gæti opinberun á gögnum sem snerti fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni þeirra valdið þeim tjóni. Bæði United Silicon og móðurfélag þess, Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðuð gjaldþrota og ljóst sé að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda hlutaðeigandi viðskiptalegu tjóni. Því sé ljóst að synjun Seðlabanka Íslands á umbeðnum gögnum vegna ætlaðra hagsmuna United Silicon og móðurfélags þess eigi ekki við nein rök að styðjast.<br /> <br /> Að lokum byggi Seðlabankinn synjun sína á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í frumvarpi því er varð að breytingarlögum nr. 72/2019 hafi orðalagi ákvæðisins verið breytt á þann veg að takmörkun á aðgangi almennings að gögnum einskorðist við fyrirtæki eða lögaðila sem séu enn í rekstri og hafi ekki lýst yfir gjaldþroti. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sé undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum í vörslu stjórnvalda. Samkvæmt almennum lögskýringarfræðum beri því að beita þröngri lögskýringu við túlkun á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Umbeðin gögn sem varði rekstur United Silicon, s.s. áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynning á United Silicon og minnisblað innri endurskoðanda Arion banka um United Silicon falli utan 2. málsl. 9. gr. og séu ekki undanþegin upplýsingarétti almennings enda varði gögnin hagsmuni United Silicon sem hafi engra virkra hagsmuna að gæta þar sem félagið hafi hætt rekstri.<br /> <br /> Að lokum ítrekar kærandi að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Af þeim sökum beri að túlka ákvæðin með þröngum hætti og allur vafi túlkaður almenningi í hag. Beri því að túlka þröngt orðin „rekstur og viðskipti“ í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, þar sé átt við þær upplýsingar sem varði rekstur og viðskipti bankans sem kunni að hafa áhrif á samkeppnisstöðu bankans. Augljóst sé að afhending umbeðinna gagna skipti engu máli um rekstrarlega hagsmuni Arion banka. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 sé ljóst að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki verndi ekki hagsmuni fyrirtækja sem séu gjaldþrota og hafi enga hagsmuni af því að gögnum sé haldið leyndum. Sé 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands túlkuð til samræmis við 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 9. gr. upplýsingalaga sé ljóst að virkir hagsmunir séu forsenda þess að sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eigi við. Að mati kæranda sé synjun Seðlabanka Íslands að umbeðnum gögnum því andstæð lögum.<br /> <br /> Þá tekur kærandi fram að í ákvörðun Seðlabankans sé ekki rökstutt með neinum hætti hvaða hagsmunir það séu varðandi „rekstur og viðskipti“ Arion banka sem Seðlabankinn telji að falli undir þagnarskylduákvæðin. Í ákvörðuninni segi að bankinn hafi farið yfir efni viðkomandi bréfa og sé það mat bankans að bréfin hafi að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur Arion banka sem bundnar séu trúnaði, án þess að skýra það nánar, með vísun í 1. mgr. 41.gr. laganna. Með slíkri afgreiðslu sé fráleitt ljóst hvort að bankinn hafi yfirleitt kannað efni bréfanna en gera verði þá kröfu til Seðlabankans að hann færi fullnægjandi rök fyrir því, varðandi hvert tiltekið skjal, hvað það sé nákvæmlega í skjali sem hann telji að skuli sæta leynd og rýma út hagsmunum almennings af því að fá umbeðin gögn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 6. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans, dags. 28. ágúst 2020, segir að bankinn telji sig hafa afhent kæranda öll gögn, að hluta til eða öllu leyti, sem heimilt sé samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga, sérstaklega 8. og 9. gr. laganna. Bankinn fari því fram á að úrskurðarnefndin hafni kröfum kæranda og staðfesti ákvörðun bankans. Þessu til stuðnings er vísað til röksemda sem fram koma í bréfi bankans til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Ennfremur, og til að svara sjónarmiðum sem kærandi reki í kæru sinni, taki bankinn fram að það sé ekki rétt að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, séu undantekningar frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Líkt og fram komi í ákvörðun Seðlabankans þá teljist ákvæðin sérstök þagnarskylduákvæði sem geti ein og sér, þrátt fyrir upplýsingalög, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslu stjórnvalda. Byggi það á gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Bent er á að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi falið í sér sérstakar þagnarskyldureglur. Vísist m.a. til dóms Hæstaréttar frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og hins vegar til dóms Hæstaréttar frá 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015. Megi því ljóst vera að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 teljist einnig fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar í máli nr. 904/2020. Þá hafi Hæstiréttur einnig komist að þeirri niðurstöðu að 58. gr. laga nr. 161/2002 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. áðurnefndan dóm í máli nr. 263/2015. <br /> <br /> Við afgreiðslu sína á gagnabeiðni kæranda hafi Seðlabankinn farið yfir hvert og eitt gagn í umræddu máli og lagt mat á efni þeirra m.t.t. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Það sé mat Seðlabankans að þau gögn eða hlutar gagna sem bankinn synjaði kæranda um aðgang að innihaldi upplýsingar sem varði rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila, upplýsingar um viðskiptavini fjármálafyrirtækis og/eða upplýsingar um málefni bankans sem leynt skuli fara samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Hafi gagn að geyma upplýsingar sem bundnar séu trúnaði þá eðli máls samkvæmt takmarki það möguleika Seðlabankans á að lýsa efni gagnsins. Í ákvörðun Seðlabankans hafi gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að verið lýst eins vel og mögulegt hafi verið að teknu tilliti til þess að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem bundnar væru trúnaði. Meðfylgjandi umsögninni sé listi yfir öll gögn málsins sem sýni með skýrum hætti að tekin hafi verið afstaða til hvers og eins gagns í umræddu máli m.t.t. fyrrnefndra lagakrafna. Listinn var afhentur úrskurðarnefndinni í trúnaði ásamt umræddum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans segir jafnframt að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé kveðið skýrt á um þagnarskyldu bankaráðsmanna, varaseðlabankastjóra, nefndarmanna og annarra starfsmanna Seðlabankans. Brot á þagnarskyldu geti varðað refsingu, sbr. 45. gr. laganna og 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Upplýsingar sem falli undir ákvæðið sé aðeins heimilt að afhenda ef dómari úrskurði að skylt sé að afhenda þær fyrir dómi eða til lögreglu eða lög kveði skýrt á um afhendingu upplýsinganna. Gjaldþrot aðila, sem upplýsingarnar varði, hvort sem sé um efirlitsskyldan aðila eða viðskiptamenn hans, aflétti ekki þessari þagnarskyldu. Það sama eigi við um þá þagnarskyldu sem kveðið sé á um í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Gjaldþrot viðskiptamanna aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á Seðlabankanum, sem veitt hafi viðtöku gögnum sem bundin séu trúnaði samkvæmt ákvæðinu. Telji aðili sig hafa lögvarða hafsmuni af því að fá gögn afhent frá Seðlabankanum sem bundin séu trúnaði samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 eða 58. gr. laga nr, 161/2002 verði sá hinn sami að snúa sér til dómstóla og byggja kröfu sína á þeim úrræðum sem lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála mæli fyrir um.<br /> <br /> Þetta endurspeglist með skýrum hætti í 2. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Málsliðurinn, sem taki til viðskiptamanna bankans og eftirlitsskyldra aðila sem séu gjaldþrota, mæli fyrir um að heimilt sé við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildi annars um samkvæmt 1. mgr. Í úrskurði úrskurðarnefndar í máli nr. 524/2014 hafi sambærilegur málsliður þágildandi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi til umfjöllunar. Þar hafi úrskurðarnefndin sagt að skýra þyrfti áskilnaðinn um rekstur einkamála svo að átt væri við gagnaöflum sem fram fari fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða nefndarinnar hafi verið að beiðni um afhendingu gagna, sem beint sé til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, yrði ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. <br /> <br /> Seðlabankinn segir þetta líka endurspeglist í þeim dómi Hæstaréttar sem kærandi vísi til en þar úrskurði dómari um aðgang að gögnum. Seðlabankinn hafi ekki sömu heimildir og dómstólar. Við mat á því hvort gagn sé bundið trúnaði eður ei sé Seðlabankanum ekki heimilt lögum samkvæmt að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem legið hafi til grundvallar í fyrrnefndu dómsmáli.<br /> <br /> Varðandi tilvísun kæranda til 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þá sé um heimildarákvæði að ræða sem feli ekki í sér aukinn rétt fyrir almenning til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabankans umfram það sem upplýsingalög mæli fyrir um, að teknu tilliti til hinna sérstöku þagnarskylduákvæða. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, komi fram að þessu ákvæði sé ætlað að opna á upplýsingagjöf Seðlabankans þegar um sé að ræða upplýsingar sem varði ráðstöfun opinberra hagsmuna sem almenningur eigi ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið sé að, lýsingu á vinnureglum bankans eða stjórnsýsluframkvæmd á tilteknu sviði. Þá sé gert ráð fyrir að birting upplýsinga samkvæmt málsliðnum eigi sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir á vef bankans skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Ákvæðið aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum bankans samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laganna og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, varðandi þau gögn sem liggi til grundvallar þeim upplýsingum sem Seðlabankanum sé heimilt að birta opinberlega á grundvelli málsliðarins.<br /> <br /> Kærandi haldi því fram að þau gögn sem Seðlabankinn synjaði honum um aðgang að varði ekki viðskipti og rekstur Arion banka heldur fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni United Silicon sem, líkt og móðurfélag þess Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðað gjaldþrota og því ljóst að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda félaginu viðskiptalegu tjóni. Til svars við framangreindu bendir Seðlabankinn á að í umræddu máli hafi Fjármálaeftirlit bankans verið með til skoðunar hvort Arion banki hf. hefði farið að tilteknum lagareglum sem gildi um starfsemi bankans sem Seðlabankanum sé falið að hafa eftirlit með. <br /> <br /> Gagna hafi verið aflað hjá Arion banka sem ætlað hafi verið að varpa ljósi á framangreint. Gögn málsins séu því augljóslega gögn sem varði viðskipti og rekstur Arion banka. Slík gögn séu þó ekki sjálfkrafa bundin þagnarskyldu. Hafi þau að geyma upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eftirlitsskylds aðila, þ.m.t. samskipti hans við viðskiptavini sína, eða upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, þá séu það upplýsingar sem Seðlabankinn telji að falli undir hinar sérstöku þagnarskyldureglur í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Yfirferð Seðlabankans á gögnum málsins hafi tekið mið af framangreindu. <br /> <br /> Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. september 2020, segir að hann telji sig eiga rétt á umbeðnum gögnum, sem varði rekstur United Silicon og skyldra aðila og innihaldi upplýsingar um mat og ráðgjöf Arion banka á United Silicon sem fjárfestingarkosti, á grundvelli 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 enda sé kveðið á um það í ákvæðinu að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. sé Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega, enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd. Kærandi hafni þeim rökum að ákvæðið lúti að einhliða rétti Seðlabankans til að ákveða hvort að slíkar upplýsingar skuli veittar. Í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2019 segi í athugasemdum um 6. mgr. 41. gr. að nauðsynlegt sé að greining liggi fyrir á hagsmunum þeim sem vegist á í hverju tilviki. Seðlabanka beri að framkvæma þá greiningu en ekki verði séð að það hafi verið gert. Við þær aðstæður sé það á færi úrskurðarnefndarinnar að meta hvort að hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar séu fyrir hendi.<br /> <br /> Kærandi ítrekar að hagsmunir hans og almennra sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem telji ríflega 60.000 manns, eigi að vega þyngra en þeir hagsmunir sem mæli með leynd fyrir óvirka hagsmuni gjaldþrota félaga sem búið sé að afskrá. Kærandi bendi á að skylduaðild að lífeyrissjóði sé lögbundin. Eigi því í samræmi við 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að veita aðgang að umbeðnum gögnum enda sé það auðvelt án þess að upplýsa um þá hagsmuni Arion banka sem eigi að njóta verndar samkvæmt lögunum. Kærandi hafni rökum Seðlabanka Íslands um að umbeðin gögn varði viðskipti og rekstur Arion banka í skilningi téðra ákvæða. Kærandi bendi á að eðli málsins samkvæmt eigi að skýra þagnarskylduákvæðin þröngt og láta kæranda njóta vafans, ef um hann sé að ræða að mati úrskurðarnefndarinnar. Vandasamt sé að sjá að gögn um fjárhagsstöðu United Silicon geti haft þýðingu fyrir Arion banka í rekstrarlegu tilliti. Ef umbeðin gögn hafi einhverjar upplýsingar að geyma sem varða rekstur Arion banka sem njóta verndar í þessu sambandi, þá eigi Seðlabanki Íslands auðvelt með að afmá slíkar upplýsingar um Arion banka og að veita aðgang að þeim hluta gagnanna sem snúi að United Silicon, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi telji ekki tækt að byggja synjun umbeðinna gagna á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki enda sé samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar margstaðfest að gjaldþrota félög njóti ekki verndar samkvæmt ákvæðinu, sbr. Hrd. 758/2009, enda hafi gjaldþrota félag enga sjáanlega hagsmuni af því að upplýsingar tengdar rekstri þess, meðan það var starfandi, sé haldið leyndum fyrir þeim sem hafa lögvarða hagsmuni af því að fá slíkar upplýsingar. <br /> <br /> Þá vilji kærandi ítreka að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sem Seðlabanki byggði m.a. synjun sína á, eigi ekki við í þessu tilfelli að mati kæranda. Í ákvæðinu sé skýrlega kveðið á um að takmarkanir samkvæmt ákvæðinu lúti að verndun mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Umbeðin gögn varði hins vegar ekki hagsmuni Arion banka heldur United Silicon auk skyldra aðila sem ekki séu lengur starfandi félög. <br /> <br /> Afstaða Seðlabankans eins og hún birtist í málatilbúnaði bankans hafi þann blæ á sér að bankinn sé ekki að taka afstöðu til erindis kæranda sem hlutlaust stjórnvald þar sem vegnir eru saman hagsmunir og réttur almennings til upplýsinga gagnvart þeim sem verndin á að taka til heldur samsami Seðlabankinn sig hagsmunum Arion banka hf. og freisti þess með öllum ráðum að varna því að umbeðnar upplýsingar komi fyrir sjónir sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðins. Afstaða Seðlabankans sé því ómálefnaleg og beri að hafna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabanka Íslands sem varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingu Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Ákvörðun Seðlabankans um að synja beiðni kæranda, að hluta, er byggð á því að upplýsingar sem fram komi í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstakar þagnarskyldureglur 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, auk þess sem vísað er til undanþáguákvæða 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskylda samkvæmt 41. gr. sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 774/2019, 792/2019 og 904/2020. Sbr. einnig úrskurði nr. 614/2016, 665/2016 og 682/2017 frá gildistíð eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af umbeðnum gögnum með skýringum eða vísun í ástæðu synjunar í hverju tilviki fyrir sig. Gögnin eru eftirfarandi og var kæranda ýmist synjað um aðgang þeim að hluta til eða í heild:<br /> <br /> 1. Fyrirspurnarbréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. apríl 2018.<br /> 2. Svarbréf Arion banka, dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Fylgigögn með bréfi Arion banka. dags. 25. maí 2018 (13 skjöl).<br /> 4. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. desember 2018, frumniðurstöður.<br /> 5. Svarbréf Arion banka, dags. 16. janúar 2019, fyrri andmæli.<br /> 6. Fylgigögn með bréfi Arion banka, dags. 16. janúar 2019 (15 skjöl).<br /> 7. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 22. febrúar 2019, uppfærðar frumniðurstöður.<br /> 8. Svarbréf Arion banka, dags. 22. mars 2019, seinni andmæli.<br /> 9. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. mars 2019, þar sem farið er yfir sjónarmið Arion banka.<br /> 10. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 27. apríl 2019, þar sem reifuð er tillaga að framhaldi á meðferð málsins.<br /> 11. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 28. júní 2019, uppfærðar frumniðurstöður <br /> 12. Svarbréf Arion banka, dags. 9. ágúst 2019.<br /> 13. Aukabréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. september 2019.<br /> 14. Svarbréf Arion banka, dags. 10. október 2019.<br /> 15. Tölvupóstsamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 16. Drög að samkomulagi um sátt, dags. 25. október 2019.<br /> 17. Útreikningur sektarfjárhæðar, excel-skjal, dags. 11. nóvember 2019.<br /> 18. Tölvupóstssamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 12. nóvember 2019.<br /> 19. Fundargerðir stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins frá janúar 2016 til júní 2017.<br /> 20. Skýrslur/kynningar eignarstýringar Arion banka til stjórnar lífeyrissjóðsins um stöðu fjárfestinga, ásamt fylgiskjölum tengdum United Silicon.<br /> 21. Bréf Fjármálaeftirlitsins til Frjálsa lífeyrissjóðsins, dags. 23. mars 2018, niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins (lokaskýrsla).<br /> 22. Minnisblað innri endurskoðanda Arion banka varðandi United Silicon, dags. 18. september 2017.<br /> 23. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. desember 2017.<br /> 24. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. febrúar 2018.<br /> 25. Bréf Fjármálaeftirlitsins til stjórnar Arion banka, dags. 15. janúar 2018, varðandi tilkynningu frá innri endurskoðanda skv. 16. gr. fftl.<br /> 26. Minnisblað Fjármálaeftirlitsins, dags. 10. apríl 2018, varðandi aðgerðir Arion banka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í tengslum við lífeyrissjóði í rekstri bankans.<br /> 27. Tölvupóstar frá regluverði Arion bakna til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21 febrúar 2018, varðandi skoðun á aðgerðum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur hafið yfir allan vafa að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hafi ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, þ.e. Arion bakna og Frjálsa lífeyrissjóðsins, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. félagið United Silicon. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn urðu til eða hvernig þeirra var aflað af hálfu Fjármálaeftirlitsins er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning og varði hagsmuni kæranda sem sjóðsfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki gera ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 31. maí 2019 nr. 792/2019 og 8. júní 2020 nr. 904/2020. <br /> <br /> Varðandi röksemdir kæranda þess efnis að gjaldþrota félög njóti ekki verndar 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, enda hafi félagið ekki lengur hagsmuni af bankaleyndinni, tekur úrskurðarnefndin fram að við túlkun þagnarskylduákvæðisins er ekki svigrúm fyrir slíkt hagsmunamat: Þannig breytir gjaldþrot félags ekki því að þagnarskylda ríkir um upplýsingarnar. Eins og kærandi bendir á getur hins vegar verið skylt samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingarnar „samkvæmt lögum.“ Úrskurðarnefndin hefur litið svo á að þessi áskilnaður, sem einnig var að finna í þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, eigi við um gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga verður þannig ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar frá 1. apríl 2014 nr. A-524/2014.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A um aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf., er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> |
965/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hefði afhent kæranda umbeðin gögn. Þá tók nefndin fram að það félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins að birta ekki niðurstöður könnunarinnar opinberlega að eigin frumkvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 965/2021 í máli ÚNU 20090004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. september 2020, kærði Stúdentaráð Háskóla Íslands, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni Stúdentaráðs um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét framkvæma í samvinnu við Maskínu í lok maí 2020.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 12. júní 2020, upplýsti ráðuneytið kæranda um að niðurstöður könnunarinnar lægju fyrir og óskaði kærandi samdægurs eftir því að fá að kynna sér þær. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, sendi ráðuneytið kæranda skýrslu um könnunina og áttu fulltrúar kæranda fund með starfsmanni ráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar 19. júní 2020. Í kæru kemur fram að starfsmaður ráðuneytisins hafi á fundinum tjáð fulltrúum kæranda að um trúnaðargögn væri að ræða þar sem ekki væri búið að kynna niðurstöðurnar opinberlega. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 7. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu um hvenær ráðuneytið áformaði að birta opinberlega niðurstöður könnunarinnar. Samkvæmt kærunni og gögnum málsins var beiðni þess efnis ítrekuð á fundi stúdentaráðs með fulltrúum ráðuneytisins sem fram fór 9. júlí 2020 og með tölvupósti, dags. 21. júlí 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. september 2020, var kæran kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. september 2020, er tekið fram að samkvæmt tölvupósti kæranda, dags. 21. júní 2020, til ráðuneytisins lúti beiðni kæranda að því að fá umræddar niðurstöður birtar. Í umsögninni kemur einnig fram að með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, hafi ráðuneytið sent kæranda umbeðin gögn og þau því öllum aðgengileg þótt þau hafi ekki verið birt opinberlega á vefsíðu ráðuneytisins. Af þeim sökum telji ráðuneytið ljóst að beiðni kæranda sé ekki gagnabeiðni í skilningi upplýsingalaga heldur ósk um að ráðuneytið birti opinberlega umbeðin gögn. Að mati ráðuneytisins verði ekki séð að leyst verði úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga þar sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af umsögn ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda sem bárust með bréfi, dags. 17. september 2020, kemur fram að samskipti kæranda við ráðuneytið hafi ætíð borið þess merki að umrædd gögn teldust trúnaðargögn sem kæranda væri óheimilt að miðla áfram. Þá kemur fram í athugasemdunum að afgreiðsla ráðuneytisins sé ófullnægjandi þar sem skýrslan sem afhent var gefi ekki rétta mynd af stöðu stúdenta á vinnumarkaði. <br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar sem ráðuneytið fól Maskínu að framkvæma. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn með tölvupósti, 16. júní 2020. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruna að hún lúti að því að kærandi hafi með einhverjum hætti verið beðinn um að gæta trúnaðar um niðurstöður könnunarinnar og telji af þeim sökum afgreiðslu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Þá beinist kæran jafnframt að því að ráðuneytið hafi ekki birt niðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. Af ákvæðum upplýsingalaga verður hins vegar ekki leidd skylda stjórnvalds til að verða við beiðni um að birta upplýsingar opinberlega umfram það sem leiðir af 13. gr. laganna þar sem fjallað er um birtingu upplýsinga að eigin frumkvæði. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir jafnframt að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það fellur þannig utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki könnun að eigin frumkvæði á vefsvæði sínu. Eins og fram hefur komið var kæranda afhent skýrsla um niðurstöður könnunarinnar með tölvupósti, dags. 16. júní 2020. Í athugasemdum kæranda eru gerðar athugasemdir við efni gagnanna og þeirri afstöðu lýst að þau gefi ekki fullnægjandi mynd af stöðu atvinnumála stúdenta. Í ljósi þess sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins og með hliðsjón af því hvernig gagnabeiðni kæranda var sett fram telur úrskurðarnefndin ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hafi afhent kæranda umbeðin gögn. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að í upplýsingalögum er ekki að finna heimild til að binda gögn trúnaði sem afhent eru á grundvelli þeirra nema annað leiði af ákvæðum sérlaga, t.d. sérstök ákvæði um þagnarskyldu. Stjórnvaldi er því almennt ekki heimilt að binda afhendingu gagna því skilyrði að viðtakandi gæti trúnaðar um efni þeirra og eru slík fyrirmæli almennt þýðingarlaus. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að umbeðin gögn hafi verið afhent auk þess sem fram kemur í tölvupósti, sem fylgdi umsögn ráðuneytisins, frá starfsmanni ráðuneytisins sem afgreiddi gagnabeiðnina að kæranda hafi verið frjálst að birta niðurstöður könnunarinnar. Úrskurðarnefndin telur því ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að umbeðin gögn hafi verið afhent í samræmi við ákvæði upplýsingalaga eins og rakið er hér að framan. Þá er ekkert í þeim fyrirliggjandi gögnum sem bendir til þess að gerður hafi verið áskilnaður um trúnað við afhending gagnanna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Stúdentaráðs Háskóla Íslands, dags. 3. september 2020, vegna afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 959/2020 í máli ÚNU 20080018.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2020, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með tölvubréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega. Í beiðninni kom fram að ef ráðuneytið teldi gögnin undanþegin upplýsingarétti myndi kæranda nægja að fá þau afhent með útstrikunum persónuupplýsinga og persónugreinanlegra upplýsinga. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 26. ágúst 2020 synjaði dómsmálaráðuneytið beiðni kæranda með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá var ekki fallist á að heimilt væri að veita aðgang að umbeðnum gögnum með útstrikunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2020, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. <br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins sem barst með bréfi, dags. 1. september 2020, kemur m.a. fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segi að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Það sé afstaða dómsmálaráðuneytisins, m.a. með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 755/2018 að skýrslur hæfnisnefnda af þeim toga sem beiðni kæranda lýtur að teljist undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þá taldi ráðuneytið engar undantekningar vera þar á og synjaði því jafnframt að afhenda skýrslurnar eftir að búið væri að afmá persónuupplýsingar og persónugreinanlegar upplýsingar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 10. september 2020 var kæranda veitt færi á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust með tölvupósti, dags. 11. september 2020. Þar kemur fram að hann geti fallist á þá afstöðu ráðuneytisins að ekki sé tilefni til að veita fullan aðgang að umbeðnum gögnum en telji enn að hann eigi rétt á takmörkuðum aðgangi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu reynir á rétt almennings til aðgangs að álitsgerð hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir, að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi því er varð að gildandi upplýsingalögum segir m.a. um 1. mgr. 7. gr.:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu [...] að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur [...].“<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. laganna eru gerðar nokkrar undantekningar á framangreindri takmörkun á upplýsingarétti og m.a. kveðið á um að veita skuli upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn.<br /> <br /> Engum vafa er undirorpið að umræddar álitsgerðir sem unnar voru af hæfnisnefndum sem ráðherra skipaði í tengslum við undirbúning umræddra skipana og fengið var það hlutverk að meta hæfni umsækjenda falla undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda fela álitsgerðirnar í sér umsögn um umsækjendur. Teljast þær því undanþegnar upplýsingarétti almennings. Verður synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 958/2020 í máli ÚNU 20060015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. júní 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. júní 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum sem skráð væru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þá var sérstaklega óskað eftir lista yfir þau gögn sem skráð væru undir framangreindu málsnúmeri. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 10. júní 2020.<br /> <br /> Með bréfi ráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var beiðni kæranda um aðgang að lista yfir gögn sem skráð væru undir málsnúmerinu FJR19040044 einnig synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að sá réttarágreiningur sem umbeðin gögn varði sé ekki lengur til staðar. Í ljósi þess að búið sé að leysa úr þeim ágreiningi sem var til staðar með undirritun samkomulags liggi ekki lengur fyrir nokkur réttarágreiningur og því ekki hægt að byggja synjun um afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er bent á að ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga geti ekki tekið til lista yfir gögn sem ráðuneytið hafi skráð um málið enda sé slíkur listi ekki „bréfaskipti við sérfróða aðila“ eins og lagagreinin tiltekur. Loks bendir kærandi á að um sé að ræða gögn sem varði 20 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði sem ekki hafi verið sérstaklega heimiluð í fjárlögum. Í ljósi sjónarmiða um gagnsæi við fjárútlát úr ríkissjóði beri að veita aðgang að öllum gögnum málsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. júlí 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn barst með bréfi, dags. 7. júlí 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að synjun ráðuneytisins sé byggð á 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði séu bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað, undanþegin upplýsingarétti. Þá hafi verið litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga annars vegar og hins vegar í 9. gr. laganna. Jafnframt hafi verið litið til þess sjónarmiðs sem rakið er í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins sé það óumdeilt að umrætt mál varði réttarágreining í skilningi 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga á milli Þingvallanefndar og tiltekins aðila. Þar sem um bótakröfu gagnvart ríkinu hafi verið að ræða hafi ríkislögmaður verið í fyrirsvari gagnvart gagnaðila, sbr. 1. málsl. 2. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985 en samkvæmt því ákvæði fari ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði.<br /> <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem skráð eru undir tiltekið málsnúmer í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins og tengjast uppgjöri bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2018 frá 9. apríl 2019 þar sem Þingvallanefnd var við ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum talin hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nánar tiltekið er um að ræða bréfasamskipti og tölvupósta sem sendir voru á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ríkislögmanns í tengslum við uppgjör bótakröfunnar og meðfylgjandi gögn, úrskurð kærunefndar jafnréttismála og yfirlit yfir gögn tiltekins máls í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um gögnin byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Þá segir í athugasemdum við 4. gr. laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012 sem færði 3. tölul. 6. gr. laganna í núverandi horf: <br /> <br /> „Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvöld ekki á kröfuna. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður þannig ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um afhendingu á á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða nokkurt magn samskipta, tölvupósta og annarra skjala sem sent var á milli ríkislögmanns og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Þingvallanefndar. Á meðal gagnanna sem send voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál er úrskurður kærunefndar jafnréttismála, sem þegar hefur verið birtur opinberlega. Önnur gögn bera það öll með sér að tengjast uppgjöri bótakröfu í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála sem sett var fram af hálfu lögmanns aðila þess máls. Samkvæmt gögnum málsins var ríkislögmanni falið að annast uppgjör bótakröfunnar fyrir hönd Þingvallanefndar en í því fólst að kanna hvort grundvöllur væri fyrir sátt utan réttar með því að leitast eftir samkomulagi við aðila máls eftir atvikum áður en tekin yrði afstaða til þess hvort farið yrði fram á frestun réttaráhrifa úrskurðar kærunefndar með vísan til 31. gr. laga nr. 10/2008 og mál höfðað í kjölfarið. Samkvæmt gögnum málsins aflaði ríkislögmaður umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tengslum við framangreinda vinnu og lúta umrædd samskipti að því. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Úrskurðarnefndin telur því samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja kæranda aðgangi að umbeðnum umræddum gögnum. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um synjun ráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að lista yfir gögn sem vistuð er í málaskrá undir málsnúmerinu FJR19040004. <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum sem skráð eru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og lista yfir þau gögn sem skráð eru undir framangreindu málsnúmeri er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 957/2020 í máli ÚNU 20100004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með símtali til Þjóðskrár Íslands þann 10. september 2020 óskaði A, f.h. trúfélags, eftir lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í trúfélagið og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Tilgangurinn væri að minnast hinna látnu í messu. <br /> <br /> Samdægurs sendi Þjóðskrá kæranda tölvupóst þar sem honum var leiðbeint um hvernig hægt væri að sækja um vinnslu lista yfir þá einstaklinga sem skráðir væru í söfnuðinn. Þá var tekið fram að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 816/2019 væri Þjóðskrá ekki skylt að afhenda lista yfir látna trúfélagsmeðlimi á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og yrði slíkt ekki gert. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um hvert hann gæti leitað til þess að fá ákvörðunina endurskoðaða. Í svari Þjóðskrár var bent á kæruleið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með vísan í 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði kærandi afgreiðslu Þjóðskrár Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. október 2020, segir að ráðuneytið líti svo á að erindi kæranda til Þjóðskrár feli í sér beiðni um afhendingu gagna og feli synjun Þjóðskrár ekki í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga sem kæranleg sé til ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar 26. gr. laganna. Um afhendingu gagnanna fari eftir upplýsingalögum og er kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið framsendi ráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi óski eftir lista yfir látna safnaðarmeðlimi trúfélagsins til þess að gerlegt sé að minnast þeirra á allraheilagramessu. Þjóðskrá hafi hins vegar synjað honum um slíkan lista og eingöngu sé hægt að fá lista yfir lifandi meðlimi safnaðarins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 6. október 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 27. október 2020, segir að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að skrá hvert gjöld til skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga skuli renna, sbr. 16. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019, sbr. einnig lög um sóknargjöld nr. 91/1987 og lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. <br /> <br /> Beiðni kæranda snúist um gögn sem séu ekki fyrirliggjandi hjá Þjóðskrá Ísland. Svo hægt væri að verða við beiðninni þyrfti að framkvæma sérvinnslu úr skrám Þjóðskrár. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Það að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunnum og vinna tiltekin gögn úr þeim geti ekki talist til fyrirliggjandi gagna. Ferill Þjóðskrár vegna skráningar andláts einstaklings sé á þann veg að dánarvottorð læknis sé afhent sýslumannsembætti í því umdæmi þar sem hinn látni hafi átt lögheimili. Starfsmaður sýslumanns skrái í kerfi jóðskrár, sem hann hafi aðgang að, kennitölu og dánardag hins látna og sendi frumritið með bréfpósti. Þegar frumrit dánarvottorðs berist ljúki starfsmaður Þjóðskrár við skráninguna. Í dánarvottorði þurfi að fylla út eftirfarandi upplýsingar: Nafn hins látna, kennitölu, lögheimili við andlát, kyn, ríkisfang, atvinnu og hjúskaparstöðu. Dánarvottorð sé svo undirritað af lækni. Þegar starfsmaður Þjóðskrár sé búinn að fara yfir skráninguna og staðfesti skráningu fari einstaklingurinn af þjóðskrá og á skrá sem kölluð sé horfinnaskrá. Að lokum sé frumrit dánarvottorðs sent til Landlæknisembættisins. <br /> <br /> Í beiðni kæranda sé óskað eftir lista látinna einstaklinga sem látist hafi á tilteknu tímabili og hafi verið skráðir í söfnuðinn þegar þeir létust. Þjóðskrá sé skylt að skrá og halda upplýsingar um trúfélagsaðild einstaklinga en þegar einstaklingur láti lífið fari persónuupplýsingar um hann hins vegar úr þjóðskrá í aðra skrá, horfinnaskrá. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að framkvæma vinnslu út úr kerfi þjóðskrár þar sem upplýsingarnar séu kallaðar fram og unnar. Að lokum er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp 10. september 2019 nr. 816/2019.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um lista yfir þá einstaklinga sem skráðir voru í trúfélagið við andlát undanfarin tvö ár. Þjóðskrá Íslands heldur því fram að listinn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr., laganna, heldur þurfi að vinna hann sérstaklega úr gagnagrunni stofnunarinnar.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 27. október 2020, segir að upplýsingar um látna einstaklinga sé ekki að finna í þjóðskrá heldur í horfinnaskrá en að í dánarvottorði og horfinnaskrá séu ekki skráðar upplýsingar um trúfélagsaðild. Þannig þyrfti sérstaka vinnslu til þess að taka saman umbeðinn lista. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu Þjóðskrár Íslands til þess að taka saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A f.h. trúfélagsins, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 955/2020 í máli ÚNU 20080023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs er vísað til þess að í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020, þar sem endanleg afgreiðsla á töku tilboðs hafi verið afgreidd, komi m.a. fram að Ríkiskaup hafi annast útboðsferlið. Tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Í kæru er vísað til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 920/2020, sé það haft eftir Herjólfi að það sé sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Kærandi vilji að kveðið verði á um það í úrskurði að Herjólfur standi við þau orð sín. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020. Þá er kærandi upplýstur um að tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Með vísan til framangreinds og fyrri samskipta Herjólfs og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar er að finna. Þá er kæranda bent á að af upplýsingalögum verður ekki leidd skylda þeirra sem undir lögin falla til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 25. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 956/2020 í máli ÚNU 20090009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Í svari Garðabæjar, dags. 10. júlí 2020, segir að skráning á starfsmannaveltu hjá stofnunum Garðabæjar fari ekki fram með formlegum eða reglubundnum hætti. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni. Þá verði ekki séð að beiðnin varði tiltekið mál eða tilgreini með nægjanlega skýrum hætti af hvað tilefni hún sé lögð fram. Einnig er tekið fram að það krefjist töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. september 2020, skýrði kærandi tilefni upplýsingabeiðninnar. Málið varðaði störf tiltekins starfsmanns vegna eineltismáls í grunnskólanum en kærandi hefði komið munnlegri kvörtun vegna umrædds starfsmanns á framfæri við bæjarstjóra. Þá væri skrifleg kvörtun í undirbúningi ásamt könnun á réttarstöðu fjölskyldu kæranda gagnvart skólanum og skólayfirvöldum í Garðabæ. Umbeðin gögn væru kæranda mikilvæg varðandi vinnslu málsins. Í svari Garðabæjar, dags. 7. september 2020, er ítrekað að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að það krefðist bæði töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum. Garðabæ sé ekki skylt að útbúa umbeðin gögn, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og beiðninni sé því hafnað. Þá er vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru eru hagsmunir kæranda af afhendingu upplýsinganna rökstuddir. Mikilvægt sé að fá umræddar upplýsingar til að varpa ljósi á málavexti máls sem varði kæranda persónulega. Þá telji kærandi að upplýsingar um starfsmannaveltu ættu að vera aðgengilegar enda mikilvægt mælitæki til að mæla ánægju starfsmanna með yfirmenn sína.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 9. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, segir að rétturinn til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nái til fyrirliggjandi gagna, þ.e. gagna sem liggi fyrir hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu, þegar beiðnin sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Gögn eða upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 liggi ekki fyrir hjá Garðabæ og séu í reynd ekki til, því hafi ekki verið unnt að fallast á beiðni kæranda. <br /> <br /> Til viðbótar við framangreint telji Garðabær rétt að taka það fram að litið sé svo á að sértæk gögn er varði einstakar breytingar á starfsmannahaldi sveitarfélagsins á framangreindum sviðum og kunni að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu, séu undanskilin á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna nái réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varði m.a. framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í greinargerð með frumvarpi að upplýsingalögum segi um 1. mgr. 7. gr. að til mála er varði starfssambandið teljist m.a. mál er lúti að starfslokum. Garðabær telji þannig ljóst að sértækar upplýsingar um starfsmannaveltu varði starfssambandið og framgang tiltekinna einstaklinga í starfi og séu slík gögn því undanskilin upplýsingarétti. Enn fremur séu í 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna skýrt afmarkaðar undanþágur frá meginreglu 1. mgr. og gefi orðalag ákvæðanna til kynna að um tæmandi talningu sé að ræða. Þar sem umbeðnar upplýsingar falli ekki undir neinn undanþáguliða 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telji Garðabær ljóst að slík gögn séu einnig undanskilin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna. Að lokum er áréttað að umræddar upplýsingar liggi ekki fyrir og séu í reynd ekki til hjá Garðabæ, og falli þannig ekki undir 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. september 2020, segir að það komi á óvart að sveitarfélagið haldi því fram að umrædd gögn liggi ekki fyrir þegar slík gögn hafi ítrekað verið birt opinberlega. Vísað er í upplýsingar um starfsmannaveltu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ sem birtar voru í úttekt á starfsemi skólans sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2013. Þá er vísað í upplýsingar um starfsfólk í starfsáætlun Garðaskóla 2014-2015 og lokaskýrslu vegna þróunarverkefnis Álftanes- og Flataskóla um foreldrafræðslu og lestrarnám frá 2017 þar sem fram kemur að töluverð starfsmannavelta sé á milli ára. Þar sem þessi gögn séu opinber telji kærandi að 5. og 7. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Þá birti fjölmargar stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög slík gögn opinberlega. Kærandi vísar t.d. í upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítala og ÁTVR. Í stefnu fjármála- og stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar sé starfsmannavelta skilgreind sem árangursmælikvarði. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. <br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020.<br /> <br /> Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, tók sveitarfélagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaða sveitarfélagsins sú að slíkar upplýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Garðabæjar að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar séu ekki fyrirliggjandi og að sveitarfélaginu sé ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda. <br /> <br /> Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfsmanna og um starfslok þeirra. Því er fallist á það með Garðabæ að sveitarfélaginu sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. september 2020, á afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar, dags. 8. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 954/2020 í máli ÚNU 20080016.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. ágúst 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum í greinargerð lögmanns bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> Kærandi óskaði meðal annars eftir aðgangi að greinagerðunum með tölvupósti, dags. 13. júlí 2020. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020. Í svarbréfinu segir að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Hið sama gildi efnislega varðandi gjaldeyrismál, sbr. 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Að mati Seðlabanka Íslands ríki þagnarskylda um hluta umbeðinna gagna en ekki gögnin í heild sinni. Hvað varði beiðni um afhendingu umbeðinna greinargerða hafi bankinn yfirfarið gögnin og strikað yfir þær upplýsingar sem þagnarskylda ríki um á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru er farið fram á aðgang að greinargerðunum án útstrikana. Fram kemur að strikað hafi verið yfir upplýsingar um efnisatriði rannsóknar Seðlabanka Íslands á hendur Samherja. Lögfræðingar Seðlabanka Íslands haldi því fram í svarbréfi við beiðninni að útstrikanirnar séu nauðsynlegar þar sem þagnarskylda ríki um þessi atriði á grundvelli laga um gjaldeyrismál og á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnunum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Augljóst sé að það séu almannahagsmunir að fjölmiðlar og almenningur allur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðila til greiðslu bóta. Seðlabanki Íslands sé samkvæmt lögum um hann stofnun í eigu ríkisins. Ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans. Stefndi sé því íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Þar sem um bótamál sé að ræða, þar sem fyrirtæki krefur íslenska skattgreiðendur um 316 milljónir króna úr sameiginlegum sjóðum, og forstjóri þess fyrirtækis krefji íslenska skattgreiðendur um 6,5 milljónir króna til viðbótar, þá geti vart staðist að takmarka upplýsingarétt vegna einkahagsmuna, líkt og 9. gr. upplýsingalaga heimili. Réttur þeirra sem stefna til að halda upplýsingum leyndum sem þeir telja einka- og fjárhagsmálefni sín geti ekki talist æðri rétti almennings til að vita hvað sé undir í málinu. Þegar þeir ákveði að stefna vegna meints óréttlætis sem viðkomandi telur sig hafa verið beittan þá geti það mál ekki hvílt á leynd um efnisatriði þess, sérstaklega þegar farið er fram á að almenningur greiði háar skaða- og miskabætur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 25. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 14. september 2020, segir m.a. að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga <br /> nr. 92/2019. Upplýsingar þær sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Þá sé það jafnframt mat bankans að umbeðnar upplýsingar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar einnig til þess að samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992 séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Vísað er til þess að í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 sé kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði megi hins vegar ætla að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 140/2012 sé fjallað um sérstök þagnarskylduákvæði og muninn á þeim og almennum þagnarskylduákvæðum. Þar komi m.a. fram að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða þegar þagnarskylda eigi að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Í sérstökum þagnarskylduákvæðum séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um þannig sérgreindar andstætt því sem gildi um almenn þagnarskylduákvæði. Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 segi að þagnarskylda skuli ríkja um annars vegar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og hins vegar málefni bankans sjálfs, en með þessum hætti séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um samkvæmt lögunum sérgreindar. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í forvera 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, hafi falist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. nánar úrskurði í málum nr. A-324/2009 frá 22. desember 2009, nr. A-423/2012 frá 18. júní 2012 og einnig máli nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 Þá hafi það jafnframt verið staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 frá 3. júní 2014 að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hafi falist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að í athugasemdum með 40. gr. í frumvarpi, sem varð að lögum nr. 92/2019, en ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Seðlabanka Íslands hafi síðar verið fært í 41. gr., segi að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gildi að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 tryggði áður að leynd ríkti um. Samkvæmt öllu ofangreindu sé annars vegar ljóst að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og hins vegar að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. laga nr. 140/2012. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ef úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Íslands hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, bendi bankinn á að samkvæmt 9. gr. laga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Þá segi einnig í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu felist takmörkun á upplýsingarétti almennings, sbr. nánar orðalag í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en svo, að þær upplýsingar sem um ræði varði meira eða minna einka- og fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila, sem sanngjarnt og eðlilegt sé að trúnaður skuli ríkja um.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar til ummæla sem koma fram í kæru um að almannahagsmunir standi til þess að fjölmiðlar og almenningur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðilum til bóta. Um það sé að segja að kærandi hafi þegar fengið aðgang að upplýsingum um málshöfðun Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum þótt vissulega hafi verið strikað yfir ákveðnar upplýsingar með vísan til þagnarskyldu, sbr. ofangreint. Það sé því ekki svo að kærandi hafi engar upplýsingar fengið um málið. Þá séu þinghöld í einkamálum háð í heyranda hljóði samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál og því aðgengileg almenningi. Að lokum sé rétt að nefna að niðurstöður dómstóla séu vitanlega birtar opinberlega og aðgengilegar öllum. Seðlabanki Íslands hafni því hins vegar alfarið að það sé hagur almennings að fjölmiðlamenn, og kærandi þar með talinn, fái aðgang að málatilbúnaði einstaklinga eða lögaðila gegn íslenska ríkinu eða stofnunum þess. Röksemdir og sjónarmið kæranda hvað þetta varði geti aldrei talist efnisrök fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Í ófáum tilvikum þar sem íslenska ríkinu, eða stofnunum þess, sé stefnt til greiðslu hárra skaðabóta sé um að tefla viðkvæm einkamálefni viðkomandi einstaklinga. Meintir almannahagsmunir, með vísan til þess að krafist sé hárra greiðslna úr sameiginlegum sjóðum, eins og það sé orðað í kæru, geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu. Upplýsingar um það hvernig einkaaðilar leggi upp málsókn eða vörn séu að mati bankans þess eðlis og efnis að um þær ríki trúnaður. Vegna þessa bendi Seðlabanki Íslands á að bankanum beri að fara að lögum. Brot gegn 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992 geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi. Með þetta í huga sé ljóst að bankinn þurfi að stíga afar varlega til jarðar þegar óskað sé eftir aðgangi að upplýsingum sem teljist til trúnaðargagna. Þar sem mat bankans sé á þá leið að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu sé honum skylt að synja kæranda (og öðrum) um aðgang að þeim.<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í umsögninni að það væri ekki í anda 5. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 14. gr. laga nr. 91/1991 og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018 um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum, þótt umrædd ákvæði eigi vissulega ekki við um Seðlabanka Íslands, að aðgangur að gögnum eins og þeim sem deilt sé um í fyrirliggjandi máli, með einkamálefnum einstaklinga og lögaðila, sé óheftur eingöngu vegna þess að annar málsaðila sé opinber aðili og falli þar með undir gildissvið laga nr. 140/2012. Krafa kæranda gangi í raun út á það grundvallaratriði.<br /> <br /> Í lokin telur Seðlabanki Íslands rétt að leiðrétta fullyrðingar kæranda í kærunni um að stefndi í fyrirliggjandi dómsmálum sé íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 92/2019 sé Seðlabanki Íslands sjálfstæð stofnun. Þar með sé ljóst að hvorki íslenska ríkið né almenningur sé stefndi í fyrirliggjandi málum.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með bréfi, dags. 18. september 2020, sagði kærandi ekki tilefni vera til athugasemda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í greinargerð Seðlabanka Íslands í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn bankanum, án útstrikana. Í málinu krefjast stefnandi Samherji hf. og stefnandi forstjór fyrirtækisins, skaða- og miskabóta sem byggir á því að stefndi, Seðlabanki Íslands, hafi með rannsókn og stjórnvaldsákvörðunum í máli stefnanda valdið honum fjárhagslegu tjóni og miska.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands afhenti kæranda hluta greinargerðanna en afmáði hluta af texta þeirra. Ákvörðun bankans um að afmá hluta upplýsinganna er einkum byggð á því að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim þar sem þær verði felldar undir sérstök þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar varði málefni bankans sjálfs í skilningi ákvæðisins en auk þess sé það mat bankans að upplýsingarnar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Þá byggir ákvörðunin á því að upplýsingarnar falli undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hefði falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir:<br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020 og beinist endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að því hvort ákvörðun stofnunarinnar hafi verið lögum samkvæmt þegar hún var tekin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum stefnda Seðlabanka Íslands í dómsmálum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn Seðlabanka Íslands. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum bankans varði allar viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, enda lúta þær að viðskiptaháttum stefnenda og grun Seðlabanka Íslands um meint lögbrot þeirra. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var því Seðlabanka Íslands skylt að afmá upplýsingarnar úr greinargerðunum á grundvelli 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það breytir ekki framangreindri niðurstöðu þótt fyrir liggi að einhverjar af upplýsingunum hafi, eftir að ákvörðun Seðlabanka Íslands var tekin, verið gerðar opinberar með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. október 2020 í máli nr. E-3903/2019 og máli nr. E-3902/2019. <br /> <br /> Þótt fallist sé á það með kæranda að hann gegni sem fjölmiðill mikilvægu hlutverki til að veita stjórnvöldum aðhald, og þurfi þar af leiðandi að eiga ríka möguleika til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. upplýsingalaga, er ekki unnt að líta framhjá því að umbeðnar upplýsingar eru undirorpnar sérstökum þagnarskylduákvæðum sem takmarka upplýsingarétt almennings umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda um aðgang að þeim.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 11. ágúst 2020, um synjun beiðni A um aðgang að upplýsingum í greinargerð bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 953/2020 í máli ÚNU 20080015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni.<br /> <br /> Í beiðni kæranda, dags. 9. júlí 2020, kemur fram að kæranda hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki sem telji sig hafa skráð sig á undirskriftalistann en við nánari athugun hafi nafn þess ekki verið á listanum. Mikilvægt sé að forsvarsmenn undirskriftalista geti fylgst með því hverjir hafi skráð sig á hann á meðan söfnuninni stendur. Fyrri svör um að það sé ekki hægt telji kærandi ófullnægjandi. Kærandi telji sig aðila máls og óski þar með eftir aðgangi að listanum eins og hann standi hverju sinni skv. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júlí 2020, er beiðnin afgreidd á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati ráðuneytisins teljast gögnin vinnslugögn þann tíma sem listinn er opinn til undirskriftar og teljist þar af leiðandi ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga fyrr en að undirskriftartíma loknum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni með skýrum tilvísunum í lagastoð. Í erindinu kemur m.a. fram að fólk sem hafi talið sig vera skráð á umræddan undirskriftalista hafi óskað eftir því við kæranda, sem ábyrgðamann listans, að kærandi staðfesti við það hvort nafn þess væri á listanum eða ekki. Við þessu hafi kærandi ekki getað orðið en þar með geti kærandi ekki risið undir þeirri ábyrgð sem ábyrgðamaður. Þá nefnir kærandi að vilji hafi staðið til að gera breytingar á listanum til að auðvelda aðgengi fólks að honum, t.d. með því að bæta við enskri útgáfu að textanum, en ekki allir kjósendur þessa lands eigi íslensku sem fyrsta tungumál. Fyrir einhverjar sakir hafi Þjóðskrá ekki orðið við þessari beiðni. Einnig hafi staðið vilji til að kanna hvort hægt væri að lengja eða stytta tímabilið sem listinn er aðgengilegur en ekki hafi fengist heimild til þess. Þá sé það óskiljanlegt með öllu hvers vegna listinn sé ekki í heild sinni á síðunni í stað þess að sýna einungis síðustu 10 nöfnin sem hafi skráð sig hverju sinni. Ef listinn væri allur aðgengilegur gæti fólk flett sér sjálft upp. Þessar hindranir Þjóðskrár komi í veg fyrir að listinn verði aðgengilegur eins mörgum kjósendum og framast er unnt og séu því í eðli sínu að vinna gegn því að fólk geti látið lýðræðislegan vilja sinn í ljós í gegnum þessa leið sem opinber yfirvöld bjóði upp á.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, er í upphafi fjallað um stöðu ábyrgðarmanna undirskriftalista á vefnum Ísland.is. Varðandi rétt kæranda til aðgangs að listanum kemur fram að eins og tæknilegri útfærslu hátti sé ekki mögulegt að hafa listann aðgengilegan í heild sinni á heimasíðu Ísland.is. Það sé hins vegar góð ábending og verði hún tekin til skoðunar við frekari þróun á þessum lausnum. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sé skylt, ef þess er óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Í báðum tilvikum sé því gerð sú krafa að umrædd gögn séu fyrirliggjandi, þ.e. óháð stöðu aðila. Tæknileg útfærsla undirskriftalista sem stofnaðir eru á Ísland.is bjóði ekki upp á að listinn sé birtur eða afhentur fyrr en að undirskriftartíma loknum. Á meðan listinn sé opinn fyrir almenning til undirskriftar verði til vinnsluskrá í gagnagrunni. Listinn verði ráðuneytinu ekki tiltækur fyrr en að undirskriftartíma loknum og í kjölfarið sé stofnanda listans veittur aðgangur að honum. Beiðni kæranda sé því hafnað.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til beiðni sinnar og óskar eftir frekari rökstuðningi. Vakin er athygli á því að Þjóðskrá virðist hafa tekið einhliða ákvörðun um að fella út lögheimili sem birtust á vefsíðu stofnunarinnar með undirskriftum kjósenda. Sýni þetta að stofnunin leyfi sér breytingar á því hvernig listinn birtist án samráðs við kæranda sem ábyrgðarmann. Þá hafi borist fjölmargar kvartanir frá einstaklingum sem hafi skráð sig á listann en séu svo ekki skráðir þegar þeir skrái sig aftur inn með rafrænum skilríkjum til að ganga úr skugga um það.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi og afriti af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Rökstuðningur ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 7. september 2020. Þar kemur m.a. fram að undirskriftalistinn sé opinn fyrir undirskriftir til 19. október 2020. Gögn í undirskriftalistum sem enn séu í vinnslu séu einungis vistuð í öruggum kerfislegum gagnagrunni og ekki aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins, þ.m.t. starfsfólki verkefnastofu um stafrænt Ísland, nema fram fari sérstök úrvinnsla sem feli í sér sértæka vinnu af hálfu starfsfólks stafræns Íslands og tæknilegs birgja sem hýsi lausnina samkvæmt rekstrarsamningi við stafrænt Ísland, þ.e. Advania í þessu tilviki. Þegar söfnun undirskrifta ljúki fái ábyrgðarmaður aðgang að undirskriftalistanum í heild sinni.<br /> <br /> Stjórnvöld hafi til skoðunar hvort unnt sé, við frekari þróun á undirskriftalistum sem þessum, að búa svo um hnútana að þeir verði aðgengilegir á meðan tími til undirritunar er ekki liðinn. Samkvæmt framansögðu sé ljóst að sökum þess að keyra þyrfti umbeðnar upplýsingar sérstaklega úr gagnagrunnum og vinna úr þeim teljist þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan í fyrri úrskurði vegna sambærilegra mála, sbr. sér í lagi úrskurð nr. A-816/2019 frá 10. september 2019, telur ráðuneytið að valdsvið nefndarinnar nái ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu stafræns Íslands til þess að taka saman umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. september 2020, var kæranda kynntur rökstuðningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hans. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ úr vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hin kærða ákvörðun er byggð á því að umbeðin gögn hafi ekki verið aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins þegar beiðnin var sett fram og því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Af hálfu kæranda er farið fram á að fjármála- og efnahagsráðuneytið veiti aðgang að undirskriftalistanum „eins og hann stendur hverju sinni“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að úrskurðarvald nefndarinnar samkvæmt upplýsingalögum er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 788/2019 frá 31. maí 2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að undirskriftalistanum í því formi sem listinn var á þegar beiðni kæranda barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu.<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að á meðan rafrænir undirskriftalistar séu opnir til undirskrifta á vefnum Ísland.is verði til vinnsluskrá í gagnagrunni sem varðveitt sé hjá utanaðkomandi einkaaðila á grundvelli rekstrarsamnings við stafrænt Ísland. Ekki sé hægt að nálgast listana án þess að fram fari sérstök úrvinnsla af hálfu einkaaðilans og starfsfólks ráðuneytisins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki annað ráðið en að umbeðin gögn hafi ekki verið í vörslum ráðuneytisins þegar beiðni kæranda barst, heldur í vörslum Advania Ísland ehf. á grundvelli sérstaks samnings. Verður því að líta svo á að gögnin hafi ekki verið fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þegar beiðni kæranda barst. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort ráðuneytinu hafi verið mögulegt að kalla eftir gögnunum frá einkaaðilanum, enda var ráðuneytinu það óskylt á grundvelli upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga skal beiðni um aðgang að gögnum beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni í öðrum tilvikum en þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun. Upplýsingalög taka skv. 3. gr. til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Er því ekki loku fyrir það skotið að kæranda hefði verið mögulegt að beina beiðni sinni til Advania Ísland ehf.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A á ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
964/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni kæranda um að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin fékk hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að að lagt hafi verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir vseitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 964/2020 í máli ÚNU 20100010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 7. október 2020, kærði A ákvörðun Garðabæjar, dags. sama dag, um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur, fram til þess dags er beiðnin var lögð fram.<br /> <br /> Með bréfi Garðabæjar, dags. 7. október 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu var vísað til þess að með bréfi, dags. 20. janúar 2020, í tilefni af fyrri beiðni kæranda, hefði kærandi fengið staðfestingu frá sveitarfélaginu þess efnis að honum hefðu verið afhent öll gögn frá umræddum starfsmanni fram að þeim degi, þ.e. 20. janúar 2020. Í bréfinu kom fram að ekki væri talin ástæða til að afhenda kæranda þau gögn að nýju sem þegar hefðu verið afhent honum. Í því sambandi var vísað til b-liðar 5. tölul. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 sem innleidd hefði verið í heild sinni með lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og álit Persónuverndar þar sem fram komi að ef beiðnir frá einstaklingum eru augljóslega tilefnislausar eða óhóflegar, einkum vegna endurtekningar geti ábyrgðaraðili neitað að verða við beiðninni. Þá kom fram að eftir stæðu nokkrir tölvupóstar á milli starfsmannsins og starfsmanna Garðabæjar. Umræddir tölvupóstar teldust vinnuskjöl, sbr. 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því undanþegin afhendingarskyldu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. október 2020, var kæran kynnt Garðabæ og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 23. október 2020, er rakið að kærandi hafi að undanförnu lagt fram fjölda beiðna um upplýsingar. Ekki liggi alltaf fyrir á hvaða lagagrundvelli þær beiðnir séu reistar, þ.e. hvort þær séu reistar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, stjórnsýslulaga eða persónuverndarlaga. Ekkert sé þó við það að athuga enda sé rétt til afhendingar að finna í öllum þessum lagabálkum. Þá er tekið fram að Garðabær leitist við að afhenda frekar meira en minna af gögnum, án þess þó að afhenda gögn sem óheimilt er að afhenda kæranda og eiginkonu hans. Garðabær hafi þannig afhent kæranda öll gögn sem heimilt hafi verið að afhenda jafnvel þótt þau teldust til vinnugagna. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðustu gagnabeiðna takmarkast við þau gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent og hafi ekki fengið afhent áður. Þá hafi vinnugögn sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá, upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum og stjórnsýsluframkvæmd, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga, ekki verið afhent.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. október 2020, var kæranda sent afrit af umsögn Garðabæjar og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 31. október 2020. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við röksemdir sveitarfélagsins vegna synjunarinnar og ítrekað að kærandi hafi aldrei farið fram á að sveitarfélagið afhenti gögn umfram skyldu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum gögnum frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar er varða kæranda, eiginkonu hans og dætur fram til þess dags er beiðnin var lögð fram. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til annars vegar ákvæða laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og hins vegar þess að um vinnuskjöl væri að ræða í skilningi 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og fram kemur í synjun sveitarfélagsins og gögnum málsins hefur kærandi þegar fengið afhent öll gögn sem stafa frá umræddum starfsmanni fram til 20. janúar 2020 og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur. <br /> <br /> Sveitarfélagið byggir synjun á þeim gögnum sem eftir standa á því að ekki sé heimilt að afhenda þau þar sem um tölvupóstsamskipti sé að ræða á milli umrædds starfsmanns og starfsmanna Garðabæjar sem teljist vinnuskjöl sem ekki sé skylt að afhenda. Í því sambandi er í umsögn sveitarfélagsins vísað til ákvæða 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að kærandi hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um aðgang að gögnum en ekki liggi alltaf ljóst fyrir á hvaða lagagrundvelli þær séu reistar. Ekkert sé við það að athuga enda rétt til aðgangs að gögnum að finna í öllum þessum lögum. Af því tilefni áréttar úrskurðarnefndin að það er hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli. Það er þannig stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess hvort afgreiða beri beiðni um gögn á grundvelli ákvæða upplýsingalaga eða stjórnsýslulaga. Í því sambandi skal bent á að gildissvið þessara laga er afmarkað með ólíkum hætti og ákvæði þeirra um upplýsingarétt að sama skapi ekki þau sömu. Þá er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundið við synjun á beiðni samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það hefur því grundvallar þýðingu að stjórnvaldið taki með skýrum hætti afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli upplýsingabeiðni er afgreidd. Vegna tilvísunar sveitarfélagsins til ákvæða persónuverndarlaga bendir úrskurðarnefndin jafnframt á að í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun Garðabæjar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum persónuverndarlaga, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. gildir ákvæðið þó ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt hvort umbeðin gögn uppfylla það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það leiðir af framangreindu að það er stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli beri að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum. Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í synjun Garðabæjar á beiðni kæranda og umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að þau gögn sem beiðni kæranda laut að og hefðu ekki þegar verið afhent teldust vinnugögn sem ekki væri skylt að afhenda. Í því sambandi er með almennum hætti vísað til ákvæða upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga án þess að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess í fyrsta lagi hvort um aðgang að þeim fari samkvæmt upplýsingalögum eða öðrum lögum og í öðru lagi hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim með vísan til þess að þau teljist vinnuskjöl eða eftir atvikum hvort rétt sé að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Garðabæjar, dags. 7. október 2020, um að synja beiðni kærandaA um aðgang að gögnum um hann, eiginkonu hans og börn er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
963/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdarstjóra félagsins og upplýsingar um samanburð á launum framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjóra annarra tilgreindra fyrirtækja. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra. Synjun félagsins var því felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf að veita umbeðnar upplýsingar. Að öðru leyti var kæru kæranda vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 963/2020 í máli ÚNU 20090017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. september 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins. Þá óskaði kærandi einnig eftir upplýsingum um hvort launin væru samkeppnishæf miðað við laun framkvæmdastjóra flutningafélaganna Eimskips hf. og Samskips hf.<br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að félagið muni ekki verða við beiðninni, með vísan til persónuverndarlaga nr. 90/2018 og upplýsingalaga nr. 140/2012, en kæranda sé vísað á upplýsingar í ársreikningi félagsins sem finna megi á heimasíðu þess og heimasíðu sveitarfélagsins. Þar komi fram allar upplýsingar sem félagið geti birt opinberlega um launakostnað stjórnenda félagsins. Í öðru svari Herjólfs ohf. til kæranda vegna sambærilegrar fyrirspurnar kæranda, dags. 4. september 2020, segir að ítrekað hafi verið óskað eftir upplýsingum um laun framkvæmdastjóra Herjólfs og því hafi ávallt verið synjað. Hvað varði fyrirspurn um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra fyrirtækja sé ekki hægt að gera þá kröfu til félagsins að svara slíkri upplýsingabeiðni.<br /> <br /> Í kæru, dags. 11. september 2020, og öðrum erindum kæranda til úrskurðarnefndarinnar vegna sama máls segir að framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sé í vinnu hjá opinberu hlutafélagi sem gegni lykilhlutverki í samfélaginu. Laun æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. hljóti að vera opinber eins og laun annarra æðstu embættismanna hins opinbera. Félagið sé í 100% eigu Vestmannaeyjabæjar. Þá vísar kærandi í starfskjarastefnu Herjólfs ohf. og segir það verða að teljast ótvíræðir hagsmunir og réttur almennings að hafa vitneskju um hvort staðið sé við þá stefnu sem kjörnir fulltrúar marki í umboði almennings. Slíkt varði við trúverðugleika í samskiptum kjósenda og kjörinna fulltrúa. Jafnframt þurfi að útskýra hvað samkeppnishæf kjör þýði í starfskjarastefnunni. Það varði trúnað kjörinna fulltrúa og kjósenda að samþykktum þeirra sé framfylgt, því beri nauðsyn til að fá upplýst um hvort svo sé.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins og hvernig þau samræmist starfskjarastefnu félagsins, einkum í samanburði við laun framkvæmdastjóra annarra félaga. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna en í 2.-4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar segir að veita beri almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. Verður synjun félagsins því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar óskir kæranda um samanburð launa framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við launakjör framkvæmdastjóra annarra félaga verður réttur til slíkra upplýsinga ekki leiddur af 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari félagsins við upplýsingabeiðni kæranda kemur fram að ekki sé hægt að verða við beiðninni, um sé að ræða fyrirtæki sem séu óskyld Herjólfi ohf. og ekki sé hægt að gera þá kröfu til Herjólfs ohf. að svara slíkri upplýsingabeiðni. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að upplýsingar um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra félaga eða samanburður á launakjörum óskyldra aðila séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Með hliðsjón af framangreindu verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Herjólfi ohf. er skylt að veita kæranda, A, upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> Kæru, dags. 11. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
962/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði frá kæru kæranda sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 962/2020 í máli ÚNU 20080010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. júlí 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í tilefni af erindi A ritaði úrskurðarnefndin Vestmannaeyjabæ tölvubréf, dags. 3. september 2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort íbúum sveitarfélagsins væri unnt að nálgast tölvur á bókasafni eða annars staðar hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins, dags. 3. september 2020, kom fram að íbúar gætu nálgast tölvu á bókasafni Vestmannaeyja og einnig prentað þar út gegn gjaldi en hver blaðsíða kosti 30 kr.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni er kunnugt um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið í gengum tíðina að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Af þessum samskiptum verður einnig ráðið að hann telji aðgengi að tölvum á bókasafni sveitarfélagsins ábótavant. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara eða eftir atvikum hvernig aðgengi er háttað að þeirri þjónustu sem veitt er á bókasafni Vestmannaeyja. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 3. september 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
961/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu handrita á Íslandi. Úrskurðarnefndin taldi ljóst, m.a. af fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald hennar, að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu greinargerðarinnar var því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 961/2020 í máli ÚNU 20100020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. október 2020, kærði A, fréttamaður, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðni hans, dags. 1. október 2020, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með svari ráðuneytisins, dags. 15. október 2020. Í svarinu er rakið að starfshópi um varðveislu fleiri handrita á Íslandi hafi verið falið að gera tillögur til ríkisstjórnar um efnið. Greinargerðin sem kærandi óskaði aðgangs að innihéldi m.a. tillögur um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Ekki lægi enn fyrir til hvaða aðgerða yrði gripið á grundvelli tillagna hópsins. Greinargerðin hefði hins vegar verið lögð fram á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020 til kynningar.<br /> <br /> Synjun ráðuneytisins var annars vegar studd við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar sem innihald greinargerðarinnar hefði ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum væri það mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar.<br /> <br /> Hins vegar var synjun ráðuneytisins studd við 1. og 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem greinargerðin hefði verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfund til undirbúnings ákvörðunar. Hún félli þannig undir 1. tölul. 6. gr. þar sem fram kemur að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tekin hafa verið saman fyrir fundi ráðherra. Þá félli hún einnig undir 5. tölul. sömu greinar, um takmörkun á aðgangi þegar um vinnugögn er að ræða.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneyti með bréfi, dags. 19. október 2020, og ráðu¬neytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2020, voru ítrekuð þau sjónarmið sem fram komu í svari ráðuneytisins til kæranda. Það væri mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar. Efni greinargerðarinnar gæti til að mynda verið ranglega þýtt yfir á dönsku og borist þannig til danskra stjórnvalda án atbeina mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og þannig skaðað samningaviðræður. Þá varðaði málið menningararf þjóðarinnar og væri því um að ræða mikilvæga almannahagsmuni. Ríkisstjórnin þyrfti að hafa færi á að undirbúa ákvörðun í málinu, og ákvörðun hennar yrði lögð til grundvallar hugsanlegum samningaviðræðum við dönsk stjórnvöld. Greinargerðin yrði gerð aðgengileg en ekki fyrr en dönsk stjórnvöld hefðu haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdi afrit af þeim gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að. Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 2. desember 2020, eftir afriti af skipunarbréfum meðlima starfshópsins.<br /> <br /> Umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í erindi kæranda, dags. 18. nóvember 2020, er gerð athugasemd við það sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að innihald greinargerðarinnar hafi ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum. Að mati kæranda liggi nokkuð skýrt fyrir að viðræður Íslendinga og Dana eigi að snúast um að Danir afhendi þau fornrit sem enn eru varðveitt í Kaupmannahöfn. Það geti varla skaðað samningaviðræður þegar vilji ráðherra liggi ljós fyrir.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að greinargerð starfshóps sem skipaður var til að gera tillögur til ríkisstjórnar um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Fyrir liggur að greinargerð starfshópsins var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð annars vegar á 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og hins vegar á 2. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á þeim upplýsingarétti almennings sem mælt er fyrir um í 5. gr. sömu laga. Í greininni felst að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórn¬valda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá greinargerð sem kæranda var synjað um aðgang að og hefur fyrirsögnina „Tillögur starfshóps til ríkisstjórnar um hvernig staðið verði að viðræðum við Dani um möguleika á því að fleiri handrit verði varðveitt á Íslandi“. Fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald bera með sér að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og styðst það jafnframt við skýringar mennta- og menningarmálaráðuneytis og þess sem fram kemur í skipunarbréfum meðlima starfshópsins. Þá liggur fyrir að greinargerðin var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Það er því mat úrskurðarnefndar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang hefði ráðuneytinu verið heimilt að veita kæranda aðgang að greinargerð starfshópsins. Í samræmi við 2. mgr. sömu greinar var því þó ekki skylt að taka afstöðu til þess sérstaklega í rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar hvort veita skyldi slíkan aðgang, þar sem slík skylda er aðeins fyrir hendi sé synjun reist á ákvæðum 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. upplýsingalaga. Þá hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að greinargerð starfshópsins verði gerð aðgengileg almenningi þegar dönsk stjórnvöld hafa haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að leysa úr því hvort mennta- og menningarmála-ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, eða 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. október 2020, að synja beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
960/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020 | Kærð var synjun Hjúkrunarheimilisins Skjóls á beiðni kæranda, blaðamanns, á beiðni hans um aðgang að atvikaskrá heimilisins og upplýsingum um tiltekna starfsmenn. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að atvikaskráin hefði að geyma upplýsingar sem teldust sjúkrarskrárupplýsingar. Um aðgang sjúklings og aðstandenda til sjúkraskrár færi samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Um aðgang annarra að slíkum upplýsingum færi hins vegar samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki yrði séð að lagt hefði verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Hjúkrunarheimilið að taka málið til nýrrar meðferðar. Þá taldi úrskurðarnefndin lagaskilyrði bresta til þess að fjalla um beiðni kæranda um upplýsingar um tiltekna starfsmenn, m.a. um launakjör þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 960/2020 í máli ÚNU 20090030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði A blaðamaður, ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 3. september 2020, var óskað eftir því að hjúkrunarheimilið Skjól veitti aðgang að gögnum í fjórum tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Nafnhreinsaðri atvikaskrá Skjóls.<br /> 2. Gögnum um launakjör æðstu stjórnenda Skjóls, þ.m.t. Sigurðar Rúnar Sigurjónssonar, forstjóra, Kristínar Högnadóttur, Stellu K. Víðisdóttur, Sigurbjörns Björnssonar og Guðnýjar H. Guðmundsdóttur.<br /> 3. Gögnum um föst launakjör deildarstjóra Skjóls, þ.m.t. Unnar Berglindar Friðriksdóttur, Önnu Bjargar Arnljótsdóttur og Katarzyna Anna Kaczmar.<br /> 4. Gögnum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram um fyrsta lið beiðninnar að samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki sértæk þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 komi fram að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan haldist þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 sé hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Almennt orðuð og rúm skilgreining á hugtakinu sjúkraskrá leiði til þess að skýra verði hugtakið rúmt. <br /> <br /> Að teknu tilliti til þessa sé litið svo á að þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að teljist til sjúkraskrárgagna enda sé atvikaskráning hluti af sjúkraskráningu heilbrigðisstofnana. Um rétt til aðgangs að þeim fari því samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Í 12. gr. lagannakomi fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema samkvæmt ákvæðum laganna eða annarra laga. Ekki hafi verið sýnt fram á að lög heimili aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Jafnvel þótt nöfn væru afmáð úr skýrslum telur Skjól að um sjúkraskrárgögn sé að ræða í framangreindum skilningi. Við það megi bæta að gögn geti verið persónugreinanleg jafnvel þótt nöfn hafi verið afmáð úr þeim en einstaklingur teljist persónugreinanlegur ef unnt sé að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenni hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Í atvikaskrá megi finna fjölmarga þætti, þ. á m. viðkvæmar upplýsingar, sem einkenni hlutaðeigandi og sé miðlun slíkra upplýsinga óheimil nema eitt af ákvæðum 9. og 11. gr. persónuverndarlaga séu uppfyllt. Ekki hafi verið sýnt fram á slíka heimild í því tilviki sem hér um ræðir. Í þessu samhengi megi einnig benda á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til laganna segi að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem rétt sé að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. laganna.<br /> <br /> Um 2. tölulið beiðni kæranda segir í hinni kærðu ákvörðun að ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi almennt verið túlkað á þann veg að það nái einungis til æðstu stjórnenda, þ.e. forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra ráðuneyta o.frv. Ekki verði því séð að hægt væri að reyna að byggja á því ákvæði varðandi launakjör annarra starfsmanna en forstjóra Skjóls, Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar. Verði því beiðni um upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna Skjóls svarað sem hluta af 3. tölulið beiðni kæranda.<br /> <br /> Varðandi beiðni um afhendingu upplýsinga um launakjör forstjóra er því hafnað af hálfu Skjóls að félaginu sé skylt að afhenda slík gögn á grundvelli upplýsingalaga. Skjól sé sjálfseignarstofnun og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. gr. laganna, enda sé Skjól ekki stjórnvald og ekki að neinu leyti í eigu ríkisins. Upplýsingalögin geti hins vegar gilt um starfsemi Skjóls á grundvelli 3. gr. laganna. Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé tilgreind sú meginregla persónuverndar að almennt séu samningar milli vinnuveitanda og starfsmanns hans undanþegnir upplýsingarétti almennings. Sú regla sé enn fremur áréttuð í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli laganna. Þá komi fram í 9. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í frumvarpi sem varð að lögunum komi m.a. fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þessi ákvæði séu í samræmi við meginreglur persónuverndar og almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt sé fyrir um í 9. gr. laga nr. 90/2018. Meginreglan sé þannig sú að gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Samkvæmt 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé þó skylt að veita nánar tilgreindar upplýsingar um málefni opinberra starfsmanna sem starfa hjá stjórnvöldum og lögaðilum sem falla undir 2. gr. laganna. Upplýsingaskylda um launakjör starfsmanna, skv. 2. og 4. mgr. 7. gr., takmarkist þannig við starfsmenn stjórnvalda og opinberra aðila sem falla undir lögin skv. 2. gr. Sú upplýsingaskylda nái því ekki til einkaaðila sem falla undir lögin á grundvelli 3. gr. laganna, líkt og Skjól. Skjóli sé þar af leiðandi almennt ekki heimilt að afhenda þriðja aðila upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda sinna. Hins vegar bendir Skjól á að í ársreikningum þess komi fram upplýsingar um heildarlaun forstjóra og stjórnarmanna. Þessar upplýsingar séu opinberar upplýsingar og kæranda bent á hvar þær megi finna.<br /> <br /> Varðandi föst launakjör annarra starfsmanna, þ.e. 3. tölulið beiðni kæranda, er beiðninni hafnað með vísan til þess að undantekningar 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nái ekki til starfsmanna Skjóls. Hið sama á að mati heimilisins við um 4. tölulið beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda. Hins vegar sé talsvert af þeim gögnum þegar opinber og er kæranda bent á kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunar- og dvalarrými frá september 2016. Menntun æðstu stjórnenda á Skjóli sé í samræmi við þær kröfur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á það með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá falli undir sjúkraskrá. Það geti ekki staðist enda séu ítarlegar upplýsingar unnar upp úr þeim gögnum af embætti Landlæknis til opinberrar birtingar á hverju ári, sem og í hluta- og aðalúttektum embættisins á heilbrigðisstofnunum. Atvikaskráin, nafnhreinsuð, sé mikilvægur hlekkur í umfjöllun kæranda um bágar aðstæður á hjúkrunarheimilinu. Um 2.-3. tölulið beiðninnar fellst kærandi ekki á þá skýringu að sjálfseignarstofnunin Skjól falli ekki undir stjórnsýslulög, enda sé stofnunin rekin fyrir opinbert fé, undir opinberri kröfugerð, undir opinberu eftirliti og í opinberum erindagjörðum. Auk þess séu stofnaðilar hennar að hluta opinberir aðilar, svo sem Þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg. Kærandi fellst hins vegar á rök heimilisins varðandi fjórða tölulið beiðninnar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. september 2020, var hjúkrunarheimilinu Skjóli kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana, jafnframt því sem óskað var eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn stofnunarinnar barst með bréfi, dags. 23. október 2020. Þar kemur fram að Skjól byggi á því að vísa beri beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá heimilisins frá þar sem umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Atvikaskráningin sé hluti af sjúkraskrárupplýsingum einstaklinga og í sjúkraskrárkerfinu Sögu sé ákveðin atvikaskráningareining. Hægt sé að taka út eigin skýrslur um tiltekið atvik og einnig sé hægt að senda atvikaskráningar beint í miðlægan grunn embættis Landlæknis. Að taka saman slíkar atvikaskráningar sé þó alltaf sérvinnsla sem Skjóli sé ekki skylt að leggja í, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggir hjúkrunarheimilið á því að vísa beri beiðninni frá þar sem um sé að ræða sjúkraskrárgögn, líkt og í hinni kærðu ákvörðun. Samkvæmt 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 beri heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu að halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki sé átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Atvik þessi séu tilkynningaskyld til embættis landlæknis samkvæmt 10. gr. laganna. Í tilkynningu til landlæknis komi fram ítarlegar upplýsingar um sjúklinginn og hið óvænta atvik. Í tilkynningu eigi jafnframt að fylgja afrit af allri sjúkraskráningu um atvikið. Atvikaskráning feli því í sér ítarlega sjúkraskráningu um meðferð sjúklings og atvik sem henni tengjast. Megi því ætla að atvikaskráning gæti verið persónugreinanleg, jafnvel þótt nöfn sjúklinga séu afmáð úr henni. Með vísan til skilgreiningar laga á hugtakinu sjúkraskrárupplýsingar verði ekki annað séð en að atvikaskráning falli þar undir.<br /> <br /> Skjól hafnar röksemdum kæranda sem lúta að því að ítarlegar upplýsingar séu unnar upp úr atvikaskráningu. Embætti Landlæknis hafi eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og sé embættinu því heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga. Það sé því skýr lagaheimild fyrir afhendingu á þeim sjúkraskrárupplýsingum sem atvikaskráning felur í sér til embættisins en sama gildi ekki um afhendingu slíkra gagna til fjölmiðla eða almennings samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Hjúkrunarheimilið Skjól byggir jafnframt á því að vísa eigi beiðni kæranda að þessu leyti frá þar sem hún sé ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, og þar sem of tímafrekt og viðamikið verkefni fælist í því að afgreiða hana, sbr. 1. tölul. 4. mgr. ákvæðisins. Væntanlega yrði að yfirfara öll sjúkragögn stofnunarinnar sem tók til starfa árið 1987.<br /> <br /> Um 2. og 3. tölul. beiðni kæranda eru í umsögn Skjóls að mestu endurteknar þær röksemdir sem er að finna í hinni kærðu ákvörðun. Þá er bent á að það sé vel þekkt lögskýringarregla að undantekningar skuli skýrðar þröngt. Þar sem 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu á þeirri meginreglu persónuréttar að launaupplýsingar einstaklinga séu trúnaðarmál verði að skýra hugtakið „opinbera starfsmenn“ í 2. mgr. 7. gr. þröngt. Starfsmenn Skjóls séu ekki opinberir starfsmenn. Loks beri að hafa til hliðsjónar að nýleg persónuverndarlöggjöf geri miklar kröfur til skýrleika lagaheimilda til vinnslu persónuupplýsinga. Kærði byggi á að 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé ekki fullnægjandi lagaheimild til öflunar og dreifingar persónuupplýsinga um starfsmenn Skjóls.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. október 2020, var kæranda kynnt umsögn hjúkrunarheimilisins Skjóls og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður á fjölmiðli, til aðgangs að gögnum í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls. Annars vegar er um að ræða svokallaða atvikaskrá heimilisins en hins vegar gögn sem hafa að geyma upplýsingar um tiltekna starfsmenn þess.<br /> <br /> Um atvikaskrá heilbrigðisstofnana er fjallað í 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Þar kemur fram að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Óvæntu atvikin skulu tilkynnt Landlækni án tafar auk þess sem upplýsa skal sjúkling um þau og nánustu aðstandendur þegar það á við. Ljóst er að hjúkrunarheimilið Skjól telst heilbrigðisstofnun í skilningi laga, sbr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, og er því skylt að færa atvikaskrá samkvæmt lögum nr. 41/2007. Jafnframt er ljóst að upplýsingalög taka samkvæmt 3. gr. laganna til þess hluta heimilisins sem felst í veitingu heilbrigðisþjónustu á grundvelli laga nr. 40/2007 og telst færsla atvikaskrár ótvírætt liður í því hlutverki heimilisins.<br /> <br /> Samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarka sérstök þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 kemur fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að synjun á aðgangi að slíkum gögnum verði ekki borin undir úrskurðarnefndina þegar um sé að ræða aðstandanda látins sjúklings, sbr. einnig úrskurð nr. 932/2020 frá 20. október 2020 sem fjallaði um rétt sjúklings til aðgangs að gögnum úr eigin sjúkraskrá.<br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Með hliðsjón af þessari víðu skilgreiningu á hugtakinu sjúkraskrá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engum vafa undirorpið að atvikaskrá heilbrigðisstofnunar hafi eingöngu eða nær eingöngu að geyma upplýsingar sem teljist til sjúkraskrárupplýsinga. Er þar með ljóst að um rétt sjúklings og aðstandenda til aðgangs að henni fer samkvæmt sérákvæðum laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Verður ákvörðun um synjun slíkrar beiðni um aðgang að upplýsingum því ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur er mælt fyrir um sérstaka kæruheimild í 15. gr. a laganna til embættis Landlæknis, sbr. einnig 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hið sama gildir þó ekki um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda til aðgangs að sjúkraskrá hans, enda er engum sérákvæðum um þann rétt fyrir að fara í lögum nr. 55/2009. Með hliðsjón af 12. gr. laganna er slíkur aðgangur að meginstefnu óheimill, nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingalög í sér slíka lagaheimild í 1. mgr. 5. gr. laganna, að teknu tilliti til takmörkunarákvæða 6.-10. gr. laganna, en auk þess má benda á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. t.d. 3. mgr. 26. gr. þeirra laga. Er þannig ljóst að um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda hans til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá hans fer samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn og er kæru í málinu réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Fallast má á með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá hljóti að mestu að geyma upplýsingar sem háðar eru takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. Í tilefni af röksemdum sem fram koma af hálfu hjúkrunarheimilisins Skjóls er þó ástæða til að árétta að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 takmarka ekki ein og sér þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda einhverjar upplýsingar úr skránni, eftir atvikum með því að afmá nöfn og fleiri upplýsingar. Úrskurðarnefndin telur eins og lagaskilum er hér háttað að ekki sé annað tækt en að gera þá kröfu til stjórnvalda að taka upplýsingabeiðnir annarra en sjúklinga og aðstandenda þeirra til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls bar því að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að sú staðreynd að um sé að ræða sjúkraskrárupplýsingar komi ein og sér í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. <br /> <br /> Ekki er unnt að fallast á það með hjúkrunarheimilinu að atvikaskráin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda hefur komið fram að Skjóli sé hæglega unnt að nálgast upplýsingar úr henni, þar með talið með því að sækja upplýsingar um einstök atvik. Við slíkar aðstæður getur ekki talist vera um sérvinnslu að ræða eða að meðferð beiðni krefjist þess að ný gögn séu útbúin. Þá er beiðni kæranda augljóslega afmörkuð með nægilega skýrum hætti til að unnt sé án verulegrar fyrirhafnar að afmarka hana við tiltekin gögn í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er ljóst af umsögn heimilisins um kæruna að enginn vafi sé um það hvaða gögn kærandi óskar aðgangs að eða hvar megi nálgast þau. Loks hefur heimilið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Af hálfu heimilisins hefur það eitt komið fram að skráin nái aftur til ársins 1987 en ekki er ljóst hve umfangsmikil skráin er eða hversu mikinn tíma taki að yfirfara upplýsingar úr henni með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga felur í sér þrönga undantekningarreglu frá lögbundnum upplýsingarétti almennings og krefst beiting hennar að sýnt sé fram á að meðferð beiðni myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðila til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella ákvörðun heimilisins úr gildi og vísa beiðninni aftur til þess til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> 3.<br /> Ágreiningsefni málsins lýtur að öðru leyti að rétti kæranda til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um launakjör tiltekinna starfsmanna hjúkrunarheimilisins Skjóls auk gagna um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Í þessu sambandi er áréttað að upplýsingalög taka skv. 3. gr. einungis til heimilisins að því leyti sem því hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Launakjör og launagreiðslur heimilisins til starfsmanna sinna teljast ekki til slíkrar starfsemi og verður réttur til aðgangs að upplýsingum um þessi efni því ekki byggður á upplýsingalögum. Hið sama gildir um upplýsingar um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Bresta því skilyrði fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að taka málið til meðferðar að þessu leyti, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kæru hvað það varðar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni A um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins er felld úr gildi og lagt fyrir heimilið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> |
939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 939/2020 í máli ÚNU 20030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. mars 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi samningu tiltekins frumvarps.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 10. febrúar 2020, óskaði kærandi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sérstaklega varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, voru fyrirliggjandi gögn flokkuð með eftirfarandi hætti: <br /> <br /> A)<br /> 1. Drög að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynning sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöð um afmökun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboð á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðir af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskipti við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskipti við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> B)<br /> 1. Minnisblað um drög að lagafrumvarpi frá Davíð Þór Björgvinssyni.<br /> 2. Drög að frumvarpi með innfærðum ábendingum frá Jóhannesi Karli Sveinssyni.<br /> <br /> C)<br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. [M]innisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjór[n]arfundi:<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.“<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að gögnum sem felld voru undir B) lið. Ráðuneytið taldi hins vegar gögn sem talin væru upp undir A) og C) lið væru undanþegin upplýsingarétti almennings. Gögn undir A) lið væru vinnugögn sem felld yrðu undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá væru samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem flokkuð hefðu verið undir A) lið, undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Loks væru ýmsar upplýsingar í minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Varðandi gögn undir C) lið taldi ráðuneytið þau vera undanþegin upplýsingarétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki voru taldar forsendur til þess að veita aukinn aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 11. mars 2020, óskaði kærandi eftir frekari gögnum. Í kæru kemur fram að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hinn 10. maí 2016 hafi verið frábrugðið ákvæðinu eins og það birtist þegar frumvarpinu hafi verið útbýtt á Alþingi 20. maí 2016. Óskað væri eftir gögnum er vörðuðu þessar breytingar. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. mars 2020, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda enda væru gögnin sem um ræddi vinnugögn og þar af leiðandi undanþegin upplýsingarétti. Að öðru leyti var vísað til svarbréfs ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósammála niðurstöðu ráðuneytisins. Óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum er varði c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarps til laga nr. 37/2016. Engin gögn um slíkt hafi borist. Af lista ráðuneytisins yfir málsgögn sé erfitt að sjá hvaðan breytingin hafi komið, en líklegt sé að finna megi upplýsingar um hana í gögnum sem felld hafi verið undir A) lið. <br /> <br /> Kærandi telur ráðuneytinu óheimilt að takmarka aðgang að gögnum er varði framangreinda breytingu. Um sé að ræða nýja og víðtæka heimild Seðlabanakans til að líta í gegnum fjármálagerninga og beita refsikenndum viðurlögum. Heimildinni virðist hafa verið bætt við skyndilega, án þess að nein sérstök gögn liggi fyrir um tilefni eða ástæður að baki. <br /> <br /> Í kæru er bent á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. beri að afhenda vinnugögn m.a. ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, og ef þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Gögn varðandi framangreinda breytingu á frumvarpsdrögum falli undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða skyndilega og mikilvæga breytingu sem ekki sé unnt að finna upplýsingar um annars staðar. Auk þess ættu gögnin að hafa að geyma hina endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Því hafi ráðuneytinu verið rétt og skylt að veita aðgang að þeim. Rétt hefði verið að veita aðgang að drögum að frumvarpi til laga, með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á c-lið 1. mgr. 27. gr. frá 10. maí til 20. maí 2016, ásamt dagbókarfærslum. <br /> <br /> Enn fremur krefst kærandi aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum, enda sé um að ræða gögn sem afhent hafi verið öðrum og teljist ekki lengur til vinnugagna, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að þeim geti ekki verið takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. nema að því marki sem þau varði seðlabankastjóra sjálfan, en hann átti sæti í nefndinni. Ekki sé heimilt að takmarka aðgang að öllum samskiptum á milli nefnda og stjórnvalda á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður stjórnvaldsins starfi í nefndinni. Verði gögnin beinlínis að varða þann þátt sem lúti að störfum Seðlabanka Íslands fyrir stýrinefndina, en veita beri aðgang að öðrum samskiptum og minnisblöðum á milli ráðuneytisins og Seðlabankans. <br /> <br /> Þá segir að ekki hafi verið veittur aðgangur að dagbókarfærslum sem lúti að gögnum máls, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að lokum gerir kærandi athugasemd við málshraða fjármála- og efnahagsráðuneytisins og að ekki hafi verið leiðbeint um kæruheimild.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 25. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. apríl 2020, er farið yfir samskipti ráðuneytisins og kæranda vegna upplýsingabeiðninnar. Í kærunni komi ekki fram að ráðuneytið hafi staðfest móttöku beiðninnar þann 14. febrúar 2020. Þar hafi jafnframt verið tekið fram að í tölvupósti ráðuneytisins til kæranda, dags. 14. febrúar 2020, staðfesti ráðuneytið móttöku á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Ákvörðun ráðuneytisins hafi legið fyrir 25. febrúar og hafi hún verið send kæranda ásamt afriti af þeim gögnum sem afhent voru, bæði með póstlögðu bréfi og tölvupósti. Í bréfinu hafi athygli kæranda verið vakin á því að ákvörðunin væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan 30 daga frá því að tilkynnt var um ákvörðunina. Það sé því rangt sem fram komi í kærunni um að láðst hafi að leiðbeina kæranda um kæruheimild, þótt sú leiðbeining hafi ekki verið ítrekuð í seinna svari til kæranda. <br /> <br /> Ráðuneytið bendir á að af kæru megi ráða að kærandi telji málshraða ráðuneytisins óhóflegan. Ráðuneytið vilji af þessu tilefni taka fram að það staðfesti móttöku erindis kæranda með tölvupósti síðdegis sama dag og það barst. Í erindinu hafi jafnframt verið tekið fram að ráðuneytið myndi leitast við að svara erindinu innan lögboðins frests. Á þessum tíma hefðu þær aðstæður skapast að ríkislögreglustjóri hefði fimm dögum áður lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 faraldursins og daginn áður, 10. mars, hefði ríkisstjórnin kynnt opinberlega aðgerðaáætlun til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins. Þessar aðstæður hafi kallað á breytta forgangsröðun verkefna í ráðuneytinu og því röskun á afgreiðslu einstakra mála viðbúin. Þótt fallist sé á að ráðuneytinu hafi láðst að upplýsa kæranda sérstaklega um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar mætti vænta sé því hafnað að um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðna kæranda hafi verið að ræða í ljósi aðstæðna.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 10. febrúar 2020 hafi verið sett fram þannig að hún hafi bæði verið almenn og sértæk. Kærandi hafi óskað eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Einnig hafi kærandi sérstaklega óskað eftir gögnum varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. Þau gögn sem sérstaklega var óskað eftir hafi að mati ráðuneytisins verið hluti af þeim gögnum sem almennt var óskað eftir og hafi ráðuneytið því lagt sama mat á gögnin, óháð því hvort þau vörðuðu c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sérstaklega. Eftir skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum hafi afstaða ráðuneytisins verið sú sem fram komi í ákvörðuninni, dags. 25. febrúar 2020. Þau gögn sem séu fyrirliggjandi í ráðuneytinu séu ýmist gögn sem unnin hafi verið eða aflað hafi verið á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta og teljist vinnugögn eða gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál eða ríkisstjórn Íslands. Gögnin séu því undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Sum vinnugögn stýrinefndarinnar séu jafnframt undanþegin upplýsingarétti af öðrum ástæðum eins og fram hafi komið í ákvörðun ráðuneytisins frá 25. febrúar 2020. Það eigi við um gögn vegna samskipta við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í gögnunum komi fram upplýsingar sem varði fjárhagslega hagsmuni einkaaðila, sem séu undanþegnar upplýsingarétti sbr. 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir jafnframt að þegar beiðni kæranda um frekari gögn hafi borist þann 11. mars 2020 hafi ráðuneytið tekið aftur til skoðunar gögnin sem beinlínis varði c-lið 1. mgr. 27. gr. umrædds lagafrumvarps. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi leitt til sömu niðurstöðu og áður, þ.e. að gögnin væru talin undanþegin upplýsingarétti. Um sé að ræða vinnugögn stýrinefndarinnar og minnisblað til ríkisstjórnarinnar. Í svari ráðuneytisins frá 24. mars 2020 hafi raunar mátt taka fram með skýrari hætti að gögnin séu bæði undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Hvað varðar fullyrðingu kæranda um að engar upplýsingar sé að finna í gögnum málsins um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins bendir ráðuneytið á að um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sé fjallað á nokkrum stöðum í frumvarpinu. Þá er kæranda bent á hvar umfjöllunina sé að finna. Að mati ráðuneytisins sé það því ekki rétt að í vinnugögnum komi fram upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ráðuneytið mótmælir því að gögnin geymi endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Bent er á að endanleg ákvörðun um framlagningu lagafrumvarpsins á Alþingi sé í höndum ríkisstjórnar, þingflokka stjórnarflokkanna og forseta Íslands og endanleg ákvörðun um afgreiðslu þess sem laga sé verkefni Alþingis.<br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum á þeim forsendum að um sé að ræða gögn sem hafi verið afhent öðrum og teljist því ekki til vinnugagna tekur ráðuneytið fram að samhæfing áætlunar um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta. Þeir sérfræðingar sem unnið hafi að málinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Seðlabankanum hafi sinnt verkefnum í umboði ráðherra, ráðuneytisstjóra eða seðlabankastjóra, sem allir hafi átt sæti í stýrinefndinni. Mótun allra þátta í áætlunum stjórnvalda um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi nefndarinnar sem fundaði eftir því sem tilefni var til og fór yfir ýmis gögn sem vörðuðu losunarferlið. Mótun lagafrumvarpsins sem varð að lögum nr. 37/2016 hafi þar verið engin undantekning eins og sjáist af fundargerðum stýrinefndarinnar. Allar stærri ákvarðanir um framgang áætlunarinnar hafi jafnframt verið teknar fyrir á sameiginlegum fundum stýrinefndarinnar og ráðherranefndar um efnahagsmál. <br /> <br /> Stýrinefndin hafi verið sett á fót með formlegri ákvörðun og haft fastmótað hlutverk í skilningi 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segi meðal annars um 8. gr. frumvarpsins að ákvæðinu sé ætlað að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum, ekki síst innan Stjórnarráðs Íslands, þar sem unnið sé að úrlausn mála í samvinnu milli ráðuneyta og stofnana. Með 3. tölul. ákvæðisins sé því opnað á samstarf milli stjórnvalda og samstarf lögbundinna stjórnvalda við nefndir eða starfshópa sem stjórnvöld hafi sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Ákvæðið verði því ekki skýrt með jafn þröngum hætti og kærandi kjósi að gera. Það að umræddir sérfræðingar hafi í einhverjum tilvikum sent á milli sín gögn í tölvupósti við vinnslu málsins geti því ekki talist afhending á gögnum til annarra í skilningi 2. tölul. 2. máls. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. sömu greinar. Jafnframt hafnar ráðuneytið fullyrðingum kæranda um að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi ólíklega verið bætt við drögin fyrir tilstilli stýrinefndarinnar, með vísan til framangreinds.<br /> <br /> Að lokum segir í umsögn ráðuneytisins að tekið hafi verið til skoðunar hvort forsendur væru til að veita aukinn aðgang að gögnum skv. 11. gr. upplýsingalaga. Í báðum tilvikum hafi það verið mat ráðuneytisins að ekki væru forsendur til þess. Skýrist það einkum af því að í gögnunum séu ýmsar upplýsingar sem taldar hafi verið markaðslega viðkvæmar á þeim tíma sem unnið hafi verið að undirbúningi lagafrumvarpsins en einnig af því að enn hafi ekki allir aflandskrónueigendur losað sínar eignir. Varðandi beiðni um aðgang að dagbókarfærslum fylgdi umsögninni útprentun af yfirlitum um þau mál í málaskrá ráðuneytisins sem um ræðir.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 21. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 21. apríl 2020, segir að í vinnugögnum um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins komi vissulega fram upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir fullyrðingar ráðuneytisins. Eins og fram komi í skýringu við c-lið 27. gr. frumvarpsins sé lagt til að Seðlabankanum verði heimilt að synja um staðfestingu ef tilgangur ráðstöfunar sem liggi að baki arðgreiðslu virðist vera sá að sniðganga takmarkanir á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Hins vegar sé þar ekki að finna frekari upplýsingar um nauðsyn á lögfestingu ákvæðisins eða hvaða ástæður hafi legið að baki því að lagaheimildin var lögfest. Markmiðið með innleiðingu framangreinds ákvæðis hljóti að vera að veita Seðlabankanum rýmri heimildir til þess að sinna því hlutverki sínu að hafa eftirlit með lögum um gjaldeyrismál, rannsaka brot gegn ákvæðum þeirra og eftir atvikum leggja á einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektir vegna brota á ákvörðunum þeirra. Ákvæðið veiti Seðlabankanum nýja heimild til þess að líta á heildarsamhengi viðskipta til þess að komast að niðurstöðu um efni þeirra.<br /> <br /> Innleiðing ákvæðisins veki upp þá spurningu hvort Seðlabankinn hafi talið heimildina ekki vera fyrir hendi áður en hún var lögfest með lögum nr. 37/2016. Engar upplýsingar sé að finna um það í skýringum við framangreint ákvæði frumvarpsins. Seðlabankinn hafi rannsakað meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál í fjölda viðskipta og beitt viðurlögum í sumum þeirra. Fyrir lögfestingu ákvæðis c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi Seðlabankanum því verið óheimilt að beita viðurlögum samkvæmt gjaldeyrislögum nema viðskiptin féllu undir verknaðarlýsingu einhvers af þágildandi ákvæðum gjaldeyrislaga. Ljóst sé að upplýsingar um það hvort Seðlabankinn hafi talið sig skorta rýmri heimild til að sinna eftirlitshlutverki sínu skipti miklu fyrir alla aðila sem sætt hafi rannsókn Seðlabankans vegna meintra brota gegn gjaldeyrislögum, fyrir setningu laga nr. 37/2016. Því telji undirritaður að hann eigi rétt á aðgangi að öllum gögnum er varði tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins enda falli þau undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sé ekki fallist á framangreint óski kærandi eftir ríkari aðgangi að upplýsingunum á grundvelli heimildar í 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016. Kæranda var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna en synjað um meirihluta gagnanna. <br /> <br /> Ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> Þá taldi ráðuneytið samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í minniblöðum væru ýmsar upplýsingar um afmörkun aflandskrónumengisins sem undanþegnar væru upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um „drög að frumvarpi til laga.“ Í gögnum málsins liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020, sem send voru Davíð Þór Björgvinssyni en honum var falið að leggja mat á efni tiltekinna ákvæða draganna. Fallast má á það að drög að frumvarpi séu eðli málsins samkvæmt undirbúningsgögn sem felld verða undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á hafa drögin aftur á móti verið send sjálfstæðum verktaka til yfirlestrar. Af því leiðir að gagnið telst ekki lengur vera vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og verður það þegar af þeirri ástæðu ekki fellt undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að gögnunum. Verður því fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert að afhenda kæranda drögin. <br /> <h2>3. </h2> Í öðru lagi er kæranda synjað um aðgang að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum. Sem fyrr segir teljast gögn ekki lengur til vinnugagna þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem aðilar skv. I. kafla hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, hins vegar til vinnugagna enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. og samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. gildir það sama um gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra aðila skv. I. kafla þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti. Í málinu liggur fyrir að seðlabankastjóri átti sæti í stýrihópnum sem og ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins en tölvupóstssamskiptin eru á milli starfsmanna þess ráðuneytis og Seðlabankans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að tölvupóstarnir sem synjað var um aðgang að hafi verið sendir á milli starfsmanna þessara stofnana í umboði yfirmanna þeirra sem áttu sæti í starfshópnum, enda ber efni þeirra með sér að þau hafi verið vegna starfa stýrihópsins. Þá fellst úrskurðarnefndin á að um sé að ræða gögn sem felld verði undir 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem vinnugögn. Þar af leiðandi var ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <h2>4. </h2> Í þriðja og fjórða lagi er kæranda synjað um tölvupóstssamskipti starfsmanna stýrihópsins við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og um glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og áður segir teljast gögn ekki lengur vinnugögn þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða gögn sem urðu til í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þegar af þeirri ástæðu teljast gögnin ekki vera vinnugögn. <br /> <br /> Ráðneytið byggði synjun sína einnig á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Gögnin geyma að mestu leyti tillögur, skoðanaskipti, framsetningu á valkostum og mat á þeim. Það er því mat nefndarinnar að gögnin séu í eðli sínu undirbúningsgögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að almannahagsmunir standi til þess að unnt sé að eiga frjáls skoðanaskipti um mótun tillagna við alþjóðastofnanir án þess að þau samskipti verði gerð opinber. Hefur úrskurðarnefndin þá jafnframt litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja gögnin upplýsingarétti með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>5. </h2> Í fimmta lagi var kæranda synjað um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins, ódagsett. Í þeim gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni er að finna drög að slíku minnisblaði sem fylgiskjal með tölvupóstum sem meðlimir í stýrinefndinni senda sín á milli en auk þess var það sent Davíð Þór Björgvinssyni með tölvupósti, dags. 12. apríl 2016. Minnisblaðið er skýrlega merkt þannig að um sé að ræða drög auk þess sem það er merkt „trúnaðarmál“. Eins og áður hefur komið fram getur minnisblaðið ekki verið vinnugagn þar sem það var sent utaðaðkomandi aðila, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfór gagnið með hliðsjón af því hvort takmarka ætti aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða laganna, einkum 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða upplýsingar sem bera með sér að hafa verið teknar saman til þess að meta stærð þess mengis sem fellt yrði undir gildissvið frumvarps til laga um stöðugleikareikninga. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenn umfjöllun í minnisblaðinu sé ekki þess eðlis að efni hennar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Það er hins vegar mat nefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram á töflum undir umföllunum um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga, með vísan til 9. gr. og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>6. </h2> Í sjötta lagi er kæranda synjað um skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Ljóst er að ekki er um að ræða undirbúningsgögn heldur geyma bréfin ákvörðun um skipun tiltekins aðila. Því verða skipunarbréfin ekki felld undir 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að gögnin verði ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga. Verður því ráðuneytinu gert að afhenda kæranda skipunarbréfin. <br /> <h2>7. </h2> Í sjöunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Fundarboðin eru ekki á meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hins vegar er einsýnt að fundarboð verða ekki talin vera efni sínu samkvæmt til undirbúnings ákvörðunar heldur er um að ræða ákvörðun um að halda skuli fund. Þar af leiðandi verða þau ekki undanþegin aðgangi á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Var synjun ráðuneytisins því ekki byggð á réttum lagagrundvelli. Þar sem fundarboðin eru ekki á meðal gagna málsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að leggja mat á hvort í þeim komi fram upplýsingar sem undanþegnar verða upplýsingarétti á grundvelli annarra ákvæða laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu. <br /> <h2>8. </h2> Í áttunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 894/2020 og 716/2018. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerðanna en þar eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem ráðuneytinu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma í fundargerðunum með vísan til 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðirnar með hliðsjón af framangreindu. Er það mat nefndarinnar að í þeim sé ekki að finna upplýsingar sem felldar verða undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Var því ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum í heild sinni með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>9.</h2> Í níunda og tíunda lagi synjaði ráðuneytið kæranda um aðgang að samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson, dags. 12. apríl 2016, 19. apríl 2016, 22. apríl 2016, 25. apríl 2016, 6. maí 2016, 9. maí 2016, 17. maí 2016 og 18. maí 2016 ásamt fylgigögnum, og við Jóhannes Karl Sveinsson, dags. 6. maí 2016 og 9. maí 2016, vegna álitsbeiðna og ráðgjafar þeirra við samningu frumvarpsins. <br /> <br /> Um er að ræða samskipti við utanaðkomandi verktaka og eins og áður hefur komið fram verða slík gögn ekki felld undir 8. gr. upplýsingalaga og þar af leiðandi ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa, yrðu undanþegin upplýsingarétti og var ákvæðið í 4. tölul. 6. gr. Ákvæðið var aftur á móti fellt brott við meðferð frumvarpsins á Alþingi. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem lagði til að ákvæðið yrði fellt brott segir eftirfarandi: <br /> <br /> Í 4. tölul. greinarinnar er lagt til að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa verði undanþegin upplýsingarétti. Fyrir nefndinni komu fram ábendingar um að sömu hagsmunir og ákvæðið verndar virðast nægjanlega verndaðir með 1. tölul. 6. gr. og 10. gr. frumvarpsins. Þar er um að ræða gögn sem tekin hafa verið saman fyrir ríkisstjórnar- og ráðherrafundi og gögn sem heimilt er að undanþiggja aðgangi almennings og varða mikilvæga almannahagsmuni. Meiri hlutinn tekur undir þau sjónarmið sem komu fram um að það væri vandséð hvers vegna eigi að hafa sérstakt undantekningarákvæði um ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga en ekki önnur gögn vegna undirbúnings lagafrumvarpa, svo sem gögn er tengjast undirbúningi fjárlaga og send eru á milli stjórnvalda. Meiri hlutinn leggur því til að 4. tölul. 6. gr. falli brott […]. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma hvorki fram í tölvupóstssamskiptunum né í fylgigögnum með þeim viðkvæmar upplýsingar sem felldar verða undir önnur undanþáguákvæði laganna. Sjá þó umfjöllun um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins í kafla 5 þessa úrskurðar. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að samskiptunum og fylgigögnum með þeim, að undanskildum þeim upplýsingum sem nefndin telur rétt að undanþiggja í fyrrnefndu minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. <br /> <h2>10. </h2> Kæranda var einnig synjað um eftirfarandi gögn á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjórnarfundi<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Minnisblöð til ráðherranefndar um efnahagsmál, dags. 18.október 2013 og 12. maí 2016, og minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, dags. 19. maí 2016, ásamt fylgigögnum bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherranefnd. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er fjármála- og efnahagsráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstssamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og forsætisráðuneytisins, dags. 17. maí 2016, auk frumvarpsdraganna, með athugasemdum frá starfsmanni forsætisráðuneytisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli á því að í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., enda fullnægðu þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Nauðsynlegt þykir að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin að baki 4. tölul. eru að mestu þau sömu og búa að baki 2. og 3. tölul., enda er hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda sem um ræðir mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið var fellt á brott í meðförum þingsins. Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tölvupóstssamskiptin ásamt frumvarpsdrögunum verði ekki felld undir undanþágu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. Af gögnum málsins og skýringum ráðuneytisins verður ekki ráðið að téð gögn hafi verið tekin sérstaklega saman fyrir þá fundi sem ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur til. Þar sem önnur ákvæði upplýsingalaga standa afhendingu gagnanna ekki í vegi verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert skylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við forsætisráðuneytið, dags. 17. maí 2016. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020. <br /> 2. Minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar sem koma fram í minnisblaðinu í töflum undir umfjöllun um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga.<br /> 3. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 4. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 5. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 6. Tölvupóstssamskiptum við starfsmann forsætisráðuneytis, dags. 17. maí 2016, ásamt fylgigagni. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að fundarboði á fundi stýrinefndar um losun fjármagnshafta er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 951/2020 í máli ÚNU 20060004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. júní 2020, kærði Helga M. Óttarsdóttir lögmaður, f.h. Símans hf., ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, þar sem beiðni kæranda um aðgang gögnum var synjað.<br /> <br /> Með erindi til utanríkisráðuneytisins, dags. 29. apríl 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum varðandi mál 84368 sem er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). Vísað er til þess að frá því ákvörðun ESA hafi verið tekin í desember 2019 hafi stofnunin verið í samskiptum við íslensk stjórnvöld og m.a. hafi stofnuninni borist bréf íslenskra stjórnvalda, dags. 5. mars. 2020. Því óski kærandi eftir afriti af öllum samskiptum stjórnvalda við ESA vegna málsins frá því umrædd ákvörðun ESA var tekin, þ.m.t. bréfs frá 5. mars 2020. Utanríkisráðuneytið framsendi erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þann 20. maí 2020, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins til kæranda, dags. 22. maí 2020, kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi milligöngu um samskipti stjórnvalda og ESA í málum sem varði ætlaða ríkisaðstoð og hafi jafnframt samræmingar- og leiðbeiningarhlutverk gagnvart öðrum stjórnvöldum í málaflokknum. Þá segir að þau samskipti sem um ræði falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Meðal markmiða ákvæðisins sé að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við fjölþjóðlegar stofnanir. <br /> <br /> Ráðuneytið telur að það gæti spillt samskiptum við ESA í ríkisaðstoðarmálum, ef aðgangur verður veittur að umbeðnum upplýsingum, einkum á meðan ESA hefur ekki lokið umfjöllun sinni. Í því sambandi sé jafnframt horft til ákvæða í reglum ESA um aðgang að gögnum, sbr. einkum 2. mgr. 4. gr. Þess utan sé í gögnunum að finna upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur, sem óheimilt sé að veita aðgang að skv. 9. gr. upplýsingarlaga. Með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé beiðninni því hafnað, að frátöldu minnisblaði til Símans, dags. 27. febrúar 2020, sem kæranda hafi verið látið í té sama dag. ESA hafi verið sent afrit af því með tölvupósti þann 11. mars 2020. Veita verði aðgang að gögnum sem þegar hafi verið afhent og sé minnisblaðið því meðfylgjandi. Ekki séu forsendur til að veita víðtækari aðgang en skylt sé, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að ákvörðun ráðuneytisins um synjun aðgangs að gögnum verði felld úr gildi og kæranda verði veittur aðgangur að öllum samskiptum hérlendra stjórnvalda við ESA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 í máli 84368. Til vara er þess krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem varði ekki mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur. Í kæru er forsaga málsins rakin en með erindi, dags. 26. október 2016, sendi kærandi kvörtun til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar sem hann taldi Gagnaveitu Reykjavíkur hafa notið úr hendi móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir töluverð samskipti, bréfaskipti og fundi kæranda og ESA, auk samskipta ESA og íslenskra stjórnvalda, hafi ESA tekið ákvörðun þann 5. desember 2019 um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). <br /> <br /> Í rökstuðningi kæranda kemur fram að kærandi sé starfandi á fjarskiptamarkaði, m.a. á mörkuðum fyrir netþjónustu. Þannig selji kærandi viðskiptavinum sínum fjölþættan internetaðgang og lausnir, auk þess að bjóða aðra fjarskiptaþjónustu o.fl. Kærandi sé starfandi á smásölumarkaði sem og heildsölumarkaði í samkeppni við Gagnaveitu Reykjavíkur. Í ljósi þess hversu miklu það varði kæranda að aðilar á markaði njóti ekki sérstakrar fyrirgreiðslu opinberra aðila og að samkeppnisskilyrði séu sambærileg, hafi kærandi sent erindi til ESA vegna meintra ríkisstyrkja til Gagnaveitu Reykjavíkur. Kærandi telji mikilvægt að hann fái aðgang að upplýsingum málsins á grundvelli meginreglna upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin enda séu skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. <br /> <br /> Kærandi segir að ESA hafi þegar fengið umtalsvert magn upplýsinga og gagna í málinu, m.a. frá kæranda. Fyrir liggi frumniðurstaða stofnunarinnar um að Gagnaveita Reykjavíkur hafi þegið ríkisstyrk. Í ákvörðun ESA komi fram nokkuð nákvæmar upplýsingar hvað það varði. Í framhaldi af ákvörðun ESA hafi stofnunin hins vegar verið í samskiptum við hérlend stjórnvöld, en beiðni kæranda um aðgang að gögnum beinist einkum að gögnum frá því tímabili. Ekki verði séð að undir neinum kringumstæðum krefjist almannahagsmunir þess að kæranda verði synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Meginþættirnir í málinu liggi fyrir, þ.e. í hverju hinir ólögmætu ríkissyrkir felist, en ekkert bendi til þess að almannahagsmunir krefjist þess að nánari skýringum eða upplýsingum sé haldið leyndum. Þvert á móti séu skýrir hagsmunir kæranda af því að fá umbeðinn aðgang með það fyrir augum að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði.<br /> <br /> Kærandi bendir á að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi sú staða verið uppi að upplýsingum í ríkisstyrkjamáli sem var til meðferðar hjá ESA hafi verið synjað á grundvelli sambærilegs ákvæðis í eldri upplýsingalögum en sérstaklega hafi verið tilgreint að það væri „a.m.k. að svo stöddu“, sbr. úrskurð nr. A-376/2011, sjá einnig úrskurð <br /> nr. A-246/2007. Meginmunurinn sé sá að í því máli hafi ESA ekki komist að þeirri frumniðurstöðu að hefja skyldi rannsókn á nánar tilgreindum ólögmætum ríkisstyrkjum, ólíkt því sem eigi við í þessu máli, þar sem meginefni málsins sé þegar opinbert með frummati ESA og opnun formlegrar rannsóknar ríkisstyrkjamáls. Meintir hagsmunir af því að skaða samningshagsmuni séu ekki til staðar, hvað þá að traust í samskiptum við alþjóðastofnun sé sett í hættu. Tilvísun í hinni kærðu ákvörðun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi í þessu sambandi enga þýðingu, enda ekki hluti af hérlendum upplýsingalögum sem kveði á um skýran rétt einstaklinga og lögaðila til aðgangs að upplýsingum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 11. júní 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, segir að umbeðin gögn varði athugun á meintri ríkisaðstoð og séu því af því tagi sem mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggi ekki fyrir. Lagt sé til grundvallar af hálfu ráðuneytisins að aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum. Jafnframt sé horft til þess að aðgangur að upplýsingum um fyrirtæki sem komið hafi verið á framfæri við ESA gæti valdið því fyrirtæki eða þeim fyrirtækjum sem um ræði skaða að ófyrirsynju.<br /> <br /> Mikilvægt sé í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála og að teknu tilliti til efnda- og hollustuskyldu samkvæmt 3. gr. EES samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, að unnt sé að veita ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar séu til að meta hvort ráðstöfunin feli í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og ef svo sé hvort hún samrýmist framkvæmd EES-samningsins. Málsmeðferðarreglur ESA geri ekki ráð fyrir því að upplýsinga sé aflað beint frá viðkomandi fyrirtækjum og þurfi stjórnvöld því að afla þeirra frá meintum móttakendum ríkisaðstoðar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi það hlutverk að koma tilkynningum og upplýsingum stjórnvalda, sem varði ríkisaðstoð, á framfæri við ESA. Ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga byggi á því að nauðsynlegt sé að tryggja gagnkvæmt traust og góð samskipti við fjölþjóðastofnanir. Slík nauðsyn sé til staðar í þessu máli og þessum málaflokki. Það sé grundvallaratriði að gagnkvæmt traust ríki í samvinnu stjórnvalda við stofnunina í málaflokknum, að samskipti við hana séu hreinskilin og með þeim sé öllum upplýsingum komið á framfæri sem varpað geti ljósi á eðli þeirra ráðstafana sem til skoðunar séu. Því trausti og þeirri hreinskilni sem þurfi að vera fyrir hendi væri stefnt í voða ef réttur til aðgangs að upplýsingum næði til samskiptanna. Þau séu því þess eðlis að veigamiklir almannahagsmunir réttlæti að ekki sé veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins, sem sé samhæfingaraðili og tengiliður stjórnvalda við ESA þegar komi að eftirliti með ríkisaðstoð, séu upplýsingar sem óskað sé eftir í máli þessu auk þess með þeim hætti að sjónarmið 9. gr. upplýsingalaga standi gegn því að veittur sé aðgangur að þeim, a.m.k. að hluta til.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er einnig bent á að í kæru sé því haldið fram að „tilvísun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi enga þýðingu“ í tengslum við málið. Sá skilningur stangist á við sjónarmið sem úrskurðarnefndin hafi notast við, t.a.m. í máli nr. 898/2020 frá 2. júní 2020 þar sem horft hafi verið til reglna sem gildi hjá Norrænu ráðherranefndinni um aðgengi að gögnum og í málum nr. 240/2007 og 246/2007 frá 7. febrúar og 14. mars 2007, nr. 376/2011 frá 16. september 2011 og nr. 444/2012 frá 4. október 2012, þar sem litið hafi verið til reglna ESA um aðgang að gögnum. Núverandi reglur ESA um aðgang að skjölum hafi verið settar með ákvörðun 300/12/COL. Þýðing reglna ESA sé augljós þegar metið sé hvort skilyrði viðkomandi undanþágu um mikilvæga almannahagsmuni eigi við. Þannig væri það ekki til þess fallið að varðveita traust milli stofnunar og ríkis, ef synjað væri um aðgang að skjölum sem stofnunin myndi sjálf veita aðgang að.<br /> <br /> Ráðuneytið segir algengt að fyrirtæki óski eftir aðgangi að upplýsingum sem ESA hafi verið látið í té um samkeppnisaðila þeirra, í tengslum við meðferð ríkisaðstoðarmála. Við meðferð slíkra beiðna horfi ráðuneytið til þess hvernig málsmeðferð stofnunarinnar sé háttað m.t.t. gagnsæis og tækifæra þeirra sem telji sig eiga hagsmuna að gæta til að koma á framfæri ábendingum. Aðgangur að samskiptum stjórnvalda við ESA sé ekki meðal þeirra úrræða sem fyrirtækjum sé tryggður telji þau að samkeppnisaðilar njóti ólögmætrar ríkisaðstoðar en réttur fyrirtækja til þess að kynna sér atvik, málsástæður og lagarök í málum sem þessum sé tryggður með öðrum hætti. <br /> <br /> Þá segir einnig að málsmeðferð ESA sem kærandi hafi komið af stað einkennist af gagnsæi gagnvart þeim sem telji sig eiga hagsmuna að gæta. Ákvörðun ESA um að hefja formlega rannsókn í því máli sem um ræðir hafi verið birt á vef ESA fljótlega eftir að hún hafi legið fyrir, verið birt í Stjórnartíðindum ESB og EES-viðbæti þann 6. febrúar 2020 og veittur frestur til að koma athugasemdum á framfæri við ESA. Möguleikar kæranda til að gæta þeirra hagsmuna sem hann vísi til, í kæru til nefndarinnar, hafi því ekki verið fyrir borð bornir að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda með synjun um aðgang að upplýsingum. Þau álitamál, lagarök og málsatvik sem séu til skoðunar í tengslum við mat ESA á mögulegri ríkisaðstoð séu nú þegar aðgengileg öllum með birtingu ákvörðunar um opnun formlegrar rannsóknar. Í þeirri ákvörðun komi fram allar grundvallarupplýsingar sem málið varði. Því sé vandséð hvernig frekari aðgangur kæranda að upplýsingum um starfsemi samkeppnisaðila hans myndi „tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði“ svo vitnað sé í kæruna, jafnvel þótt takmörkunum 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga væri ekki fyrir að fara.<br /> <br /> Eftir standi þeir almannahagsmunir sem felist í því að aðilar að ríkisaðstoðarmálum, ESA annars vegar og stjórnvöld hins vegar, geti átt hreinskilin samskipti í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála í samræmi við hollustuskyldu stjórnvalda og að gagnkvæmt traust ríki, m.a. hvað varði öflun og birtingu upplýsinga. Í málum sem þessum sé upplýsinga aflað af hálfu stjórnvalda frá fyrirtækjum gagngert og í þeim eina tilgangi að gefa ESA færi á að leggja mat á ráðstafanir m.t.t. ríkisaðstoðarreglna EES-samningsins. Það myndi skerða möguleika stjórnvalda til þess að afla og koma á framfæri við ESA upplýsingum við rekstur ríkisaðstoðarmála ef hætt væri við því að samkeppnisaðilar þeirra fyrirtækja sem athuganir ESA lúti að hefðu aðgang að samskiptunum.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, segir að ráðuneytið vísi til þess að samskipti þau sem beðið sé um aðgang að séu „af því tagi að mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Þá sé að auki lagt til grundvallar að „aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum.“<br /> <br /> Kærandi segir ljóst, með hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, að skýra beri undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings þröngt. Þá verði beiðni um upplýsingar ekki synjað með stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur að upplýsingunum leiði af sér hættu á tjóni á þeim hagsmunum sem njóti verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Þegar liggi fyrir ákvörðun ESA frá 5. desember 2019 (nr. 86/19/COL) um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur. Hafi sú ákvörðun verið birt og hafi frumniðurstaða stofnunarinnar verið sú að Gagnaveita Reykjavíkur hafi notið ólögmætra ríkisstyrkja. Ljóst sé að með birtingu ákvörðunarinnar hafi mikið magn upplýsinga er varði umrætt mál verið gert aðgengilegt.<br /> <br /> Þá segir kærandi að þar sem upplýsingar er varði meginþætti málsins hafi þegar verið birtar, þ.e. upplýsingar um það í hverju hinir ólögmætu ríkisstyrkir felist, verði ekki séð með hvaða hætti almannahagsmunir krefjist þess að umbeðnum upplýsingum verði haldið leyndum. Þrátt fyrir að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir telji kærandi þannig að þau sjónarmið sem ráðuneytið byggi á í umsögn sinni eigi ekki við vegna þess hve mikið magn upplýsinga hafi þegar verið gert aðgengilegt með frumákvörðun ESA í málinu. Af þeim sökum sé erfitt að sjá að hvaða leyti mikilvægt sé að umræddum gögnum sé haldið leyndum.<br /> <br /> Þá verði að auki, í samræmi við framangreint, á engan hátt séð hvernig það gæti skaðað samskipti við ESA að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Traust ESA á íslenskum stjórnvöldum myndi þannig tæplega glatast verði kæranda veittur aðgangur að upplýsingunum á grundvelli hérlendra upplýsingalaga eða stofnunin setja sig upp á móti því að aðgangur yrði veittur að þeim, sérstaklega í ljósi þess að ESA hafi sjálf með ákvörðun sinni veitt aðgang að miklu magni upplýsinga er varði umrætt mál. Því sé vandséð að hagsmunir almennings krefjist þess á nokkurn hátt að nánari skýringum, samskiptum eða upplýsingum verði haldið leyndum. <br /> <br /> Varðandi vísun ráðuneytisins til þess að þýðing reglna ESA um aðgang að gögnum sé augljós við mat á því hvort skilyrði undanþágu 2. tölul. 10. gr. séu uppfyllt segir kærandi að reglurnar taki aðeins til ESA en ekki hérlendra stjórnvalda og fari aðgangur almennings að upplýsingum frá stjórnvöldum hér á landi því eftir upplýsingalögum en ekki umræddum reglum. Þau sjónarmið séu raunar sérstaklega áréttuð í nokkrum af þeim úrskurðum sem ráðuneytið vísi sjálft til, til að mynda í úrskurði nr. 240/2007. Kærandi segir ljóst að reglurnar girði á engan hátt fyrir rétt almennings til upplýsinga frá hérlendum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir að verði hluti upplýsinganna talinn falla undir 9. gr. upplýsingalaga sé þess þá krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem ekki varði slíka hagsmuni. <br /> <br /> Kæranda virðist sem ráðuneytið líti svo á að samskipti stjórnvalda og ESA séu í öllum tilvikum undanskilin upplýsingarétti án tillits til þess hvaða hagsmunir búi þar að baki og án þess að mat fari fram á því hvort þær upplýsingar sem beðið sé um aðgang að séu þess eðlis að takmarka þurfi aðgang að þeim. Slík sjónarmið fari í bága við meginreglur upplýsingalaga um að almenningur eigi almennt rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum nema einhver þeirra undanþága sem tilteknar séu í lögunum eigi við, en það þurfi að meta í hverju einstöku máli.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnunar EFTA, frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna tiltekins ríkisaðstoðarmáls sem er til athugunar hjá ESA.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins er reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist, sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997 og <br /> A-240/2007. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða bréf og tölvupóstsamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ESA, frá tímabilinu 5. desember 2019 til 11. mars 2020, sem varða athugun ESA á ríkisaðstoðarmáli en gögnin endurspegla hefðbundna aðkomu íslenska ríkisins að slíkum málum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Við mat á því hvort umrædd gögn verði felld undir undanþágu 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga horfir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA þegar ráðuneytið afgreiddi beiðnina. Þá lítur úrskurðarnefndin einnig til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og athuganir ESA á slíkum málum eru í eðli sínu viðkvæm og geta varðað mjög veigamikla hagsmuni, bæði almannahagsmuni og hagsmuni einkaaðila. Jafnframt hefur eðli gagnanna sjálfra jafnframt þýðingu en fyrst og fremst er um að ræða tölvupóstsamskipti sem bera ýmis einkenni vinnugagna. <br /> <br /> Enn fremur telur úrskurðarnefndin þagnarskyldureglur ESA hafa þýðingu við túlkun og beitingu ákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingamála að því leyti sem þær lýsa afstöðu stofnunarinnar til afhendingar gagna. Í reglum stofnunarinnar, sem settar voru með ákvörðun 300/12/COL, er almennt gengið út frá því að almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum stofnunarinnar en í 4. gr. ákvörðunarinnar er fjallað um undantekningar frá þeirri meginreglu. Til dæmis ber ESA að synja beiðnum um aðgang að gögnum í málum þegar rannsókn þeirra er yfirstandandi (2. mgr. b 4. gr.) og ef afhending gagna myndi valda tjóni á viðskiptahagsmunum lögaðila (4. mgr. 4. gr.). Þá hefur ESA birt bréf sitt til íslenska ríkisins vegna málsins, dags. 5. desember 2019, á vef stofnunarinnar en þar er um að ræða sérstaka útgáfu bréfsins þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar (non-confidential version) og má því ætla að ESA líti svo á að upprunaleg útgáfa bréfsins innihaldi upplýsingar sem séu háðar trúnaði. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur almenningur ríka hagsmuni af því að athugun á ríkisaðstoðarmálum og nauðsynleg samskipti íslenskra stjórnvalda við ESA vegna þeirra geti farið fram í trúnaði og er því fallist á að það með ráðuneytinu að heimilt sé að undanþiggja þau með vísan til 10. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og ESA, dags. 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna athugunar stofnunarinnar í máli 84368. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, á beiðni Símans hf. um aðgang að öllum samskiptum íslenskra stjórnvalda við eftirlitsstofnun EFTA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 vegna máls 84368 sem er til meðferðar hjá stofnuninni. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 950/2020 í máli ÚNU 20110001.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A töf yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gerðabók yfirkjörstjórnar við síðustu forsetakosningar, sem fram fóru 27. júní 2020. Óskað er eftir bókunum sem varða undirbúning kosninganna, sem og bókunum á kjördag og einnig bókunum eftir að kjörfundi lauk, á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar en yfirkjörstjórn hafði ekki svarað beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum tekur valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál til þeirra handhafa opinbers valds sem heyra undir framkvæmdarvaldið skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar en ekki til löggjafarvalds eða dómsvalds.<br /> <br /> Yfirkjörstjórn við forsetakosningar er kosin af Alþingi, sbr. 2. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, sbr. 13. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Því er ekki um að ræða stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað á þann hátt að lögin taki einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess. Óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki felst í þessu að afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því verður að vísa kærunni frá. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. nóvember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 949/2020 í máli ÚNU 20100026. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007 og nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002 sem kveðnir voru upp þann 20. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kærum kæranda frá á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, sem kveðinn var upp þann 30. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kæru kæranda frá á þeim grundvelli að ágreiningur um aðgang að þeim gögnum sem synjað var um aðgang að, heyrði ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. nóvember 2020, fór kærandi, A, fram á endurupptöku málanna þriggja. Í erindi kæranda kemur fram að í úrskurði nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, komi fram að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar staðfesti að utanríkisráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi logið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita þeim stjórnvöldum sem beiðnum kæranda var beint að, kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um hvort skilyrði séu til þess að taka aftur upp mál nr. ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, mál ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og mál ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Krafa kæranda um endurupptöku málanna virðist vera á því byggð að niðurstaða þeirra hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málunum sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar í þeim. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 20070007 sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Kæranda er bent á að honum er unnt að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1997.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 3. nóvember 2020, um endurupptöku máls ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020, og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 948/2020 í máli ÚNU 20100001. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 1. október 2020, óskaði A eftir endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni. Í beiðni kæranda um endurupptöku málsins kemur fram að hann hafi kvartað yfir úrskurðinum til umboðsmanns Alþingis en vegna anna hjá embættinu hafi dregist að hann skilaði áliti sínu í tilefni af kvörtuninni. Þótt kærandi sé nokkuð viss um að umboðsmaður muni vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til nýrrar meðferðar, þá sé honum farin að lengjast biðin. Því sendi hann til úrskurðarnefndarinnar afrit af bréfi sem umboðsmaður sendi forstjóra Vegagerðarinnar ásamt svarinu sem forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar sendi til umboðsmanns, en kæranda finnst svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns ríma illa við úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljósi svars Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, og þess misræmis sem sé milli þess og úrskurðarorða í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé óskað eftir því að úrskurðarnefndin taki málið til nýrrar umfjöllunar og meðferðar.<br /> <br /> Í tilefni af kvörtun kæranda ritaði umboðsmaður Alþingis úrskurðarnefndinni bréf, dags. 9. nóvember 2019, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort nefndin hefði tekið afstöðu til endurupptökubeiðni kæranda og ef svo væri hvort niðurstaða lægi fyrir eða hvenær hennar væri að vænta. Var úrskurðarnefndin jafnframt upplýst um að Vegagerðin hefði sett verklagsreglur um skil á ráðstefnugögnum sem varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin heldur og erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. <br /> <br /> Með tölvupósti til Vegagerðarinnar, dags. 13. nóvember 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort afstaða Vegagerðarinnar væri óbreytt um að starfsmaðurinn hefði ekki komið fram á ráðstefnunni sem starfsmaður Vegagerðarinnar heldur hefði hann flutt erindi sitt á ráðstefnunni á eigin vegum. Samdægurs svaraði Vegagerðin því að stofnunin liti svo á að starfsmanninum hefði ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur. Það hefði því verið hans ákvörðun hvort hann afhenti þriðja aðila kynningarglærur sem hann útbjó og sýndi á ráðstefnunni og voru að hans sögn ekki ætlaðar til dreifingar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að svör Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis vegna máls er varðar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 séu ekki í samræmi niðurstöðu nefndarinnar um að vísa kærunni frá. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í 2. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.“<br /> <br /> Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál var sem fyrr segir kveðinn upp þann 5. apríl 2019. Þegar kærandi óskaði eftir endurupptöku málsins þann 1. október 2020, hafði því liðið meira en ár frá því úrskurðurinn var upp kveðinn. Verður því að taka til skoðunar hvort veigamiklar ástæður mæli með því að málið verðið tekið upp aftur. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að glærur sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu tilheyrðu ekki starfsemi Vegagerðarinnar og var því kærunni vísað frá nefndinni. Niðurstaðan var byggð á þeim forsendum að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni enda hefðu þau ekki orðið til í tengslum við starfsemi stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Niðurstaðan var fyrst og fremst byggð á þeirri afstöðu Vegagerðarinnar sem fram kom í umsögn stofnunarinnar, dags. 26. júní 2018, að erindi starfsmannsins á ráðstefnunni hefði ekki verið haldið á vegum Vegagerðarinnar heldur hefði starfsmaðurinn haldið erindið að eigin frumkvæði og á eigin vegum. Umbeðin gögn stöfuðu því frá starfsmanninum sjálfum og tilheyrðu honum persónulega. Einnig var litið til þess að gögnin voru ekki vistuð í málskrá Vegagerðarinnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur undir höndum svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, vegna fyrirspurnar umboðsmanns í tengslum við athugun hans á heimildum starfsmanna til að nota heiti og merki stofnunar við flutning erinda á ráðstefnum. Í svari Vegagerðarinnar segir m.a. að engin gögn liggi fyrir um að starfsmanninum hafi verið heimilað að kynna sig með tilteknum hætti, f.h. Vegagerðarinnar, eða til þess að merkja glærur með nafni og merki stofnunarinnar. Ekki hafi verið gefin fyrirmæli til starfsmanna um það að hvaða marki þeim sé heimilt að nýta sér merki og nafn Vegagerðarinnar á glærur eða annað efni sem þeir útbúa þegar þeir halda fyrirlestra á ráðstefnum sem þeir sækja á kostnað Vegagerðarinnar. Ekki sé hægt að fullyrða að starfsmaðurinn hafi mátt ætla annað en að heimilt væri að nota myndefni með merki stofnunarinnar á ráðstefnunni. Vegna fyrirspurnar umboðsmanns um hvort Vegagerðin telji það samrýmast eftirliti hennar með og ábyrgð á því hvernig starfsmenn stofnunarinnar setja fram efni undir merkjum stofnunarinnar að hún geri ekki kröfu til þess að fá afhent eintak af slíku efni til varðveislu í skjalasafni stofnunarinnar, s.s. varðandi möguleika stofnunarinnar á að bregðast við ef álitaefni kunna að rísa síðar um framsetningu og efni þess sem starfsmaður hefur sett fram með þessum hætti, segist Vegagerðin fallast á það að kveða þurfi á um það með ótvíræðum hætti að gögn sem starfsmenn setja fram undir merkjum Vegagerðarinnar skuli í öllum tilvikum vistuð í skjalasafni stofnunarinnar og verði settar verklagsreglur þar um. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af verklagsreglum sem settar voru varðandi ráðstefnugögn í handbók um skjalavistunarkerfi Vegagerðarinnar frá maí 2020. Þar segir að vista beri ráðstefnugögn er varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin stendur fyrir og vegna erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. Sem dæmi um skjöl sem ekki þurfi að vista í málaskrá eru m.a. tekin ráðstefnugögn sem ekki tengjast starfsemi Vegagerðarinnar með beinum hætti, nánar tiltekið gögn frá ráðstefnum sem starfsfólk Vegagerðarinnar hefur sótt sér til fræðslu en hefur ekki flutt erindi á eða staðið fyrir, fyrir hönd Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Þann 13. nóvember 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort staðhæfing stofnunarinnar, um að starfsmaðurinn hafi flutt erindið þar sem glærurnar voru sýndar á eigin vegum á ráðstefnunni, væri óbreytt og sagði stofnunin svo vera. Starfsmanninum hafi ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Verður því að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalda sé í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem fer fram á vegum stjórnvaldsins. Flytji starfsmenn Vegagerðarinnar erindi á vegum stofnunarinnar og fyrir hönd hennar verður því að telja þau gögn sem starfsmaður útbýr í þeim tilgangi tilheyra starfsemi hennar og falla þau því undir upplýsingalög. Annað gildir um gögn sem starfsmaður útbýr í tengslum við erindi sem hann heldur á eigin vegum, óháð því hvort starfsmaðurinn hafi merkt gögnin stjórnvaldinu þar sem hann starfar. Ekki er unnt að líta svo á að gögn stafi frá stjórnvaldi þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður merki gögnin stjórnvaldinu heldur þurfa gögnin að hafa orðið til í tengslum við starfsemi stjórnvalds, svo sem þegar starfsmaður heldur erindi á vegum stjórnvaldsins og fyrir hönd þess. Vegagerðin staðhæfir að starfsmaðurinn hafi ekki sýnt glærurnar á vegum stofnunarinnar heldur á eigin vegum og í tengslum við sí- og endurmenntun hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að með þessari niðurstöðu sé ekki tekin afstaða til heimildar starfsmanna til að nota nafn og myndmerki vinnuveitanda við flutning fyrirlestra á eigin vegum enda fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert komið fram í málinu sem breytir þeim forsendum sem niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 779/2019 byggist á. Fær því nefndin ekki séð að veigamikil rök standi til þess að taka mál kæranda upp aftur. Samkvæmt þessu er beiðni kæranda um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, hafnað. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 1. október 2020, um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 947/2020 í máli ÚNU 20080014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 12. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að öllum fundargerðum félagsins frá því fundir hófust, með vísan til 5. gr. eigendastefnu félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 12. ágúst 2020, kemur fram að allar fundargerðir séu birtar á vefsíðu sveitarfélagsins sem fari með eigendahlut í félaginu og bent er á slóðina þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum Herjólfs ohf. en í svari félagsins til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast má fundargerðirnar. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var Herjólfi ohf. heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 17. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að fundargerðum félagsins er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 946/2020 í máli ÚNU 20080012. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda kom fram að félagið hefði aðeins upplýsingar um farþegatölur tengdar rekstri ferjunnar á siglingu milli Vestmannaeyja og lands. Ef óskað væri eftir upplýsingum um þjóðvegi landsins bæri að vísa erindinu til Vegagerðarinnar sem færi með veghald þjóðvega. Í kæru segir að félaginu beri að veita upplýsingarnar ellegar framsenda erindið á réttan aðila. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur ohf. svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðnar upplýsingar séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að Herjólfur ohf. leiðbeindi kæranda um það hvert beina ætti beiðninni. Úrskurðarnefndin telur að félagið hafi með því uppfyllt leiðbeiningarskyldu sína en ekki verði lögð sambærileg skylda á félagið og stjórnvöld til að framsenda erindi á rétta aðila, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulagalaga nr. 37/1993, enda taka stjórnsýslulög ekki til félagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 14. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1, dags. 11. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
945/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu hans erlendis. Í svörum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að engin slík ábending væri fyrirliggjandi í málinu enda hefði stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 945/2020 í máli ÚNU 20080003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Þann 7. mars 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði tilkynnt um búsetu hans erlendis til Tryggingastofnunar. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. mars 2019, segir að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista þar sem hann hafi skráð sig inn á „mínar síður“ Tryggingastofnunar erlendis frá. Stofnuninni hefði ekki borist ábending um búsetu kæranda heldur hafi málið komið upp við „innanhússvinnslu“.<br /> <br /> Í kæru segir að skýringar Tryggingastofnunar séu lygi vegna þess að stofnunin hafi áður sagt að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista og að hann hafi verið erlendis síðustu 8-9 ár. Ábendingin hafi líklega borist Tryggingastofnun frá systur kæranda í desember 2016.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Tryggingastofnun ríkisins með bréfi, dags. 3. september 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn stofnunarinnar, dags. 1. október 2020, segir að ekki hafi borist nein tilkynning vegna búsetu kæranda til stofnunarinnar heldur hafi verið um innanhússvinnslu hjá eftirliti Tryggingastofnunar að ræða sem hafi uppgötvað misræmi í búsetu hjá kæranda. <br /> <br /> Tryggingastofnun sé falið að annast greiðslur almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 100/2007 svo og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Stofnunin hafi auk þess eftirlitsskyldu með því að réttar bætur séu greiddar, sbr. 45. gr. sömu laga. Til þess að stofnuninni sé mögulegt að gegna hlutverki sínu sé stofnuninni nauðsynlegt að hafa aðgang að tilteknum upplýsingum. Umsækjanda og bótaþega sé einnig skylt að veita Tryggingastofnun allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta auk þess sem stofnunin hafi víðtækar heimildir til að afla upplýsinga frá öðrum aðilum sbr. 43. gr. almannatryggingalaganna. Þá segi í 2. mgr. 45. gr. sömu laga að heimilt sé að endurskoða bótarétt hvenær sem er og samræma bætur þeim breytingum sem orðið hafi á aðstæðum greiðsluþega. Þrátt fyrir þær víðtæku heimildir sem stofnunin hafi í krafti upplýsinga- og eftirlitsheimilda sinna þá sé meðalhófs gætt við alla öflun upplýsinga og ekki óskað eftir meiri upplýsingum en nauðsynlegar séu.<br /> <br /> Í almannatryggingalögum sé einnig gerð krafa um að Tryggingastofnun sinni virku eftirliti með greiðslum og greiði eingöngu bætur til þeirra sem uppfylli skilyrði laganna um rétt til greiðslu bóta hverju sinni. Stofnunin greiði gríðarlega fjármuni af almannafé í formi bóta og annarra greiðslna, sem nemi tæplega 20% af fjárlögum hvers árs. Það sé því réttmæt krafa löggjafans að markvissu eftirliti sé beitt. Benda megi á að eftirlitskafli almannatryggingalaganna hafi verið styrktur enn frekar með lögum nr. 8/2014, en þar sé m.a. fjallað um heimild og skyldu stofnunarinnar til öflunar upplýsinga vegna eftirlits.<br /> <br /> Varðandi þær upplýsingar sem kærandi óski eftir sé einfaldlega ekki hægt að afhenda gögn í formi tilkynningar sem stofnunin hafi ekki fengið. Það hafi einungis verið virkt eftirlit stofnunarinnar sem hafi leitt í ljós að búseta kæranda væri ekki rétt skráð en ekki tilkynning frá fjölskyldumeðlimi, líkt og kærandi haldi fram, sem leitt hafi til þessarar niðurstöðu í málum kæranda. Að því sögðu vilji stofnunin óska eftir því að málinu verði vísað frá nefndinni þar ómöguleiki valdi því að ekki sé hægt að verða við beiðni kæranda um gögn hjá stofnuninni þar sem þau séu ekki og hafi aldrei verið til.<br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 2. október 2020, segir að í upphafi málsins, þann 4. janúar 2017, hafi Tryggingastofnun sent kæranda tölvupóst þar sem tilkynnt hafi verið að við venjulegt eftirlit hafi komið í ljós að kærandi væri erlendis og hefði verið það síðustu 8-9 ár. Sú setning staðfesti grun kæranda um að stofnunin hafi fengið þessa vitneskju frá systur kæranda, líklega fyrir jólin 2016, þar sem tilkynnt hafi verið að kærandi byggi erlendis og hversu lengi hann hefði gert það. Tryggingastofnun hafi alltaf mótmælt þessu enda fari stofnunin gegn dómi frá Hæstarétti Íslands um að ólöglegt sé að nota tilkynningarhnapp stofnunarinnar. Tryggingastofnun hafi í staðinn viðurkennt að hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa skoðað IP-tölu kæranda. Persónuvernd hafi úrskurðað að það sé ólöglegt með úrskurði nr. 1718/2018.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu kæranda erlendis.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fyrir liggur að kæra þessi barst um það bil einu og hálfu ári eftir að kæranda var tilkynnt um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Tryggingastofnun hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist eftir að kærufrestur rann út.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í svari Tryggingastofnunar við beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að engin ábending sé fyrirliggjandi í málinu enda hafi stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti stofnunarinnar, sem nánar er lýst í umsögninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja fullyrðingar Tryggingastofnunar um að ekki liggi fyrir ábending um búsetu kæranda. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 944/2020 í máli ÚNU 20090002. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020. Í synjun Herjólfs ohf. segir að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir með einföldum hætti og að vinna verði greiningu á bókhaldslyklum félagsins ef draga eigi saman upplýsingarnar. Félagið muni ekki leggjast í þá vinnu núna en vísi til ársreikninga og/eða árshlutauppgjöra sem birt verði á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar 2020 – 30. júní 2020. Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á því að vinna þurfi greiningu á gögnunum til að draga saman umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta verði svo á að með því vísi félagið til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs ohf. að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að félaginu sé ekki skylt að taka gögnin saman. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 943/2020 í máli ÚNU 20080013. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 4. ágúst 2020, kemur fram að finna megi alla úrskurði á vef dómsins, bent er á vefslóðina þar sem dóminn er að finna og málsnúmer tiltekið. Í kæru er þess krafist að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að áframsenda erindið. Stjórnsýslulög og almennur réttur hljóti að gera ráð fyrir því að ef fyrirtækinu telji sér ekki skylt að afhenda umbeðin gögn beri því að áframsenda erindið til þar til bærs stjórnvalds. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Herjólfur svaraði beiðni kæranda og benti á hvar dóminn er að finna á vefsíðu Félagsdóms. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. <br /> 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020, 914/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef Félagsdóms þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast dóminn. <br /> <br /> Herjólfi ohf. var jafnframt ekki skylt að framsenda Félagsdómi beiðnina í stað þess að taka hana til afgreiðslu en upplýsingalög taka ekki til gagna í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 942/2020 í máli ÚNU 20080011. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. en óumdeilt er að félagði fellur undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. <br /> 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í <br /> 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., sé gagn í máli sem varðar umsókn hans um starf í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi því ekki rétt á aðgangi að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. og verður því ákvörðun félagsins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni A um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 941/2020 í máli ÚNU 20070004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum, dags. 27. maí 2020. Með beiðninni óskaði hann eftir aðgangi að öllum gögnum í máli sínu hjá sveitarfélaginu en um er að ræða barnaverndarmál vegna sonar kæranda. Í kæru kvaðst kærandi hafa fengið samantekt af sínum málum en ekki afrit af upprunalegum gögnum. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 2. júní 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Mosfellsbæ með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 15. júlí 2020, segir að kærandi hafi fengið öll gögn frá upphafi máls til málaloka, ásamt yfirliti, send heim til sín þann 2. júní 2020. Þar hafi verið öll gögn sem lutu að barnaverndarmáli kæranda og framvindu þess máls en gögnin hafi verið afhent á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Þá er tekið fram að Barnaverndarstofa hafi framsent tölvupósta til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar áður en málið hafi verið opnað formlega hjá Mosfellsbæ sem barnaverndarmál. Um sé að ræða tölvupóstsamskipti á milli Barnaverndarstofu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og annarra aðila sem komið hafi að heimferð kæranda og sonar hans til Íslands. Þeir póstar séu almennir vinnupóstar og samskipti milli þeirra stofnana sem komið hafi að heimferðinni en lúti ekki að málsmeðferð hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Barnaverndarstofa hafi haft samband við sveitarfélagið og óskað eftir því að barnaverndaryfirvöld í Mosfellsbæ tækju að sér málið. Með því að áframsenda þessa pósta barnaverndaryfirvöldum í Mosfellsbæ virðist Barnaverndarstofa hafa viljað skýra tilkynningu sína um málið að einhverju leyti. Þessir póstar hafi ekki verið meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent. Ekki hafi þótt við hæfi eða þörf á að afhenda þá, þar sem um væri að ræða samskipti annarra aðila, áður en málið hafi verið tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Enn fremur sé kærandi sjálfur að einhverju leyti þátttakandi í samtölum í þessum tölvupóstum.<br /> <br /> Í umsögn Mosfellsbæjar segir jafnframt að haldinn hafi verið einn vinnufundur á Barnaverndarstofu vegna málsins, þar sem leitað hafi verið leiðbeininga vegna barnaverndarmálsins. Mosfellsbær hafi ekki afhent kæranda upplýsingar frá þeim fundi þar sem um hafi verið að ræða fund milli starfsmanna um leiðbeiningar og lög. Annars hafi kærandi fengið öll þau gögn sem að málinu lúti og framvindu þess. Sé það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að afhenda eigi gögn sem ekki hafi verið afhent muni það gert án tafar og sé þá beðist velvirðingar á að það hafi ekki verið gert. Gögnin hafi verið afhent kæranda í góðri trú um að rétt væri að málinu staðið og í þeirri trú að þau vörpuðu fullnægjandi ljósi á málsmeðferð að öllu leyti.<br /> <br /> Umsögn Mosfellsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hafi ekki afhent honum öll gögn málsins og brjóti það m.a. gegn 15. gr. stjórnsýslulaga. Þeim gögnum sem kærandi hafi fengið frá utanríkisráðuneyti, Barnaverndarstofu og fjölskyldusviði Mosfellsbæjar beri ekki saman. Þessir aðilar geti ekki bara ákveðið hvaða gögn kærandi fái og hvaða gögn hann fái ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál sonar kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Mosfellsbæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 2. júní 2020, að undanskildum tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem sveitarfélagið fékk afhent frá Barnaverndarstofu, og fundargerð frá fundi Mosfellsbæjar og Barnaverndarstofu, dags. 21. janúar 2020. <br /> <br /> Synjun Mosfellsbæjar á beiðni kæranda að því er varðar tölvupóstsamskiptin byggðist á því að um væri að ræða almenna vinnupósta og samskipti á milli stofnana. Vísað var til þess að gögnin lytu ekki að meðferð málsins hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar heldur hefðu þau borist frá Barnaverndarstofu, án beiðni frá Mosfellsbæ, áður en málið var tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, til þess að upplýsa sveitarfélagið um aðdraganda málsins. Hvað varðar fundargerðina vísaði Mosfellsbær til þess að um hefði verið að ræða vinnufund starfsmanna um leiðbeiningar og lög og fengi kærandi því ekki aðgang að henni. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn máls og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Sem fyrr segir var kæranda synjað um aðgang að fundargerð, dags. 21. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „MINNISBLAÐ: TRÚNAÐARMÁL. VINNUFUNDUR Fundur á BVS um mál.“ Á fundinum voru málefni kæranda og sonar hans rædd og möguleikar á aðstoð við þá. Þá var kæranda einnig synjað um aðgang að tölvupóstsamskiptum sem snúa að heimferðaraðstoð við kæranda og son hans, dags. 6.-23. janúar 2020. Samskiptin eru fyrst og fremst á milli Barnaverndarstofu og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en þar er einnig að finna samskipti við Mosfellsbæ, félagsmálaráðuneytið, ræðismann Íslands á erlendri grund og kæranda sjálfan. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A vegna synjunar Mosfellsbæjar á beiðni um aðgang að tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem varða mál kæranda og sonar hans og fundargerð fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 21. janúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 940/2020 í máli ÚNU 20060003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júní 2020, kærði A afgreiðslutöf Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum varðandi Hjúkrunarheimilið Skjól. Nánar tiltekið laut beiðnin að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi umræddan vinnustað, bréfi vinnueftirlitsins vegna mönnunar og svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, beindi kærandi stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar Vinnueftirlits ríkisins. Með úrskurði, dags. 22. apríl 2020, í máli nr. 892/2020 vísaði úrskurðarnefndin málinu aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar þar sem skort hefði á, að mati nefndarinnar, að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Eftir að úrskurðurinn var upp kveðinn hafði kærandi samband við Vinnueftirlitið með tölvupósti, dags. 6. maí 2020, og spurðist fyrir um stöðu málsins. Var fyrirspurninni svarað samdægurs þar sem fram kom að svars væri að vænta eins fljótt og kostur væri. Þegar beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd þann 10. júní 2020 krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skæri úr um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að greina frá sjónarmiðum sínum í málinu. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 1. júlí 2020, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið til efnislegrar meðferðar að nýju í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar og svarað beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. júní 2020. Í bréfinu hafi honum verið tjáð að engin gögn hefðu fundist er vörðuðu umræddan vinnustað á árunum 2015 til 2019. Af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðninni á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Í bréfinu var kæranda veitt færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir. Engin svör munu hins vegar hafa borist. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. júlí 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2020, eru gerðar athugasemdir við þá fullyrðingu Vinnueftirlitsins að engum gögnum sé til að dreifa um starfsemi Hjúkrunarheimilisins Skjóls. Í því sambandi er bent á að Vinnueftirlitinu séu með lögum fengin margvísleg verkefni sem feli m.a. í sér almennt eftirlit með vinnustöðum og móttaka tilkynninga um vinnuslys og kvartana. Hafi engin samskipti átt sér stað af hálfu stofnunarinnar við umræddan vinnustað bendi það til þess að stofnunin hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum. Þá tekur kærandi fram að honum sé kunnugt um að vinnuslys hafi átt sér stað á vinnustaðnum sem tilkynnt hafi verið til stofnunarinnar. Loks eru gerðar athugasemdir við að Vinnueftirlitið hafi veitt kæranda færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir enda væri slíkt augljóslega tilgangslaust ef engum gögnum væri til að dreifa.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirliti ríkisins sem varða Hjúkrunarheimilið Skjól. <br /> <br /> Í bréfi til kæranda dags. 15. júní 2020 og í umsögn Vinnueftirlits ríkisins í tilefni af kærunni hefur því verið lýst að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem varði umræddan vinnustað á árunum 2015-2019. Ljóst er að kærandi dregur í efa réttmæti fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi. Þá hefur nefndin ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Vinnueftirlitsins hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 10. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> |
938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 938/2020 í máli ÚNU 20030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2020, kærði A afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á beiðni hans. <br /> <br /> Þann 14. janúar 2020 óskaði kærandi í fyrsta lagi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi fullyrðingar starfsmanns KMÍ um ágreining á meðal aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020. Í öðru lagi óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins og greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019. Beiðnin náði meðal annars til tölvupóstsamskipta, formlegra erinda, minnisblaða og fundargerða.<br /> <br /> Í svari KMÍ til kæranda, dags. 18. febrúar 2020, kemur fram að beiðnin sé afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fyrirliggjandi gögn geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði kæranda sjálfan. Þá telji KMÍ að þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið er um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um afgreiðslu erindisins. Varðandi fyrri hluta beiðni kæranda, þ.e. fullyrðingar starfsmanns í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að einhver misskilningur virðist vera fyrir hendi um til hvers starfsmaður KMÍ vísi í tilvitnuðum texta. Í tölvupóstinum sé einfaldlega verið að vitna til fyrri samskipta stofnunarinnar við kæranda þar sem ítrekað hafi komið fram að ágreiningur hafi verið milli aðilanna sem standi að Ljósmáli ehf., m.a. um framkvæmd samkomulags sem gert hafi verið um lok myndarinnar Ljósmáls. Einu fyrirliggjandi gögnin í málaskrá KMÍ um ofangreint séu tölvupóstsamskipti sem kærandi hafi sjálfur verið aðili að. Þótt KMÍ reikni með því að kærandi hafi aðgang að tölvupóstsamskiptunum hafi helstu samskipti stofnunarinnar varðandi ofangreint verið tekin saman og fylgi sem viðhengi með svarinu. <br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda sem snýr að greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna kvikmyndarinnar Ljósmáls afhenti KMÍ kæranda eftirfarandi gögn: 1) Afrit tölvupósta um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, 2) samning á milli Vitafélags Íslands og kæranda um verklok heimildarmyndarinnar Ljósmáls, 3) samkomulag á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls auk umboðs kæranda til undirritunar fyrir hans hönd og 4) afrit af greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls ehf. Í svari KMÍ kom jafnframt fram að önnur gögn en þessi væri ekki að finna í málaskrá stofnunarinnar.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi móttekið afrit tölvupósta og annarra gagna frá KMÍ en hann telji sér hafa verið ranglega synjað um aðgang að gögnum sem varði ríka hagsmuni sína. Varðandi fyrri hluta beiðninnar telji kærandi að afrit samskipta Sigurbjargar Árnadóttur (forsvarsmanns Ljósmáls ehf.) við KMÍ vanti í gögnin. Í tölvupósti frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, sé óskað eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda og Sigurbjörgu Árnadóttur, og vænta megi að slíkt hafi borist frá henni. Í tölvupósti um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, sem afhent voru kæranda í kjölfar beiðninnar, vanti tiltekinn tölvupóst frá starfsmanni KMÍ sem þó hafi ekki verið óskað eftir. Engar líkur séu á að Sigurbjörg Árnadóttir hafi ekki átt í samskiptum við KMÍ vegna þeirra atvika sem beiðni kæranda snúi að og framvinda þeirra hefði ekki getað átt sér stað nema með aðkomu hennar.<br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda segir hann að gögn sem fylgi svari KMÍ varpi ekki ljósi á hvers vegna greiðsla Fjársýslu ríkisins var framkvæmd þann 10. desember 2019, eftir að KMÍ hafði óskað eftir því að greiðslunni yrði frestað að beiðni kæranda. Aðeins hafi verið afhent gögn vegna upphaflegrar greiðslubeiðni dags. 6. desember 2019. Engir tölvupóstar, minnisblöð, fundargerðir eða önnur sambærileg gögn hafi verið afhent varðandi ákvörðun Fjársýslu ríkisins um að framfylgja greiðslubeiðni KMÍ þann 10. desember 2019. Kærandi telji því víst að upplýsingum um þetta hafi ranglega verið haldið frá sér. Þá liggi afrit samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls, dags. 24. apríl, ekki fyrir nema að hluta. Kærandi hafi ekki fengið samkomulagið í heild sinni. Einnig sé þar vísað í samning, dags. 12. apríl 2019, en ekkert samkomulag liggi fyrir með þeirri dagsetningu. <br /> <br /> Í kærunni er að lokum ítrekað að kærandi krefjist afrita allra tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, afrits af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls, í heild sinni, og öll gögn er varði greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls sem framkvæmd var 10. desember 2019, svo sem tölvupósta frá KMÍ og öll gögn sem varpað geti ljósi á eða upplýst um ákvörðunartökuna og rökstuðning KMÍ fyrir greiðslunni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt KMÍ með bréfi, dags. 5. mars 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn KMÍ, dags. 20. mars 2020, segir að KMÍ hafi afgreitt upplýsingabeiðni kæranda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og honum hafi verið veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum sem geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði hann sjálfan. KMÍ hafni þeirri staðhæfingu kæranda að stofnunin hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að gögnum er varði ríka hagsmuni hans. Tölvupóstarnir og skjölin sem KMÍ hafi veitt aðgang að hafi verið tæmandi. <br /> <br /> Að mati KMÍ vanti nokkuð upp á, bæði í upplýsingabeiðni kæranda og kærunni að það sé með skýrum og afmörkuðum hætti vísað til hvaða gagna óskað sé eftir aðgangi að, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. KMÍ muni þó eftir fremsta megni svara kærunni að því marki sem hún snúi að beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ telji engar þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið sé um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eiga við um afgreiðslu kærunnar. <br /> <br /> Í fyrsta lagi óski kærandi eftir öllum tölvupóstum frá Sigurbjörgu Árnadóttur sem málið varði. Þeir hafi ekki verið afhentir kæranda þann 18. febrúar 2020 þar sem aðgangur að gögnum hafi verið veittur á grundvelli sjónarmiðs um rétt aðila til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum er varði hann sjálfan. Samskipti KMÍ við aðra aðila hafi því verið undanskilin enda hafi þau ekki verið talin varða kæranda með beinum hætti. <br /> <br /> KMÍ telji þó rétt að veita kæranda aðgang að samskiptum stofnunarinnar við Sigurbjörgu. Afrit af fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum er málið varði voru látin fylgja umsögn KMÍ og þannig afhent kæranda samhliða umsögninni þann 20. mars 2020. Tekið er fram að tölvupóstarnir séu frá því tímabili sem kæran taki til eða frá hausti 2019 til dagsetningar gagnabeiðni kæranda, 14. janúar 2020. Í umsögn KMÍ er vísað í kæru þar sem kærandi kveður vanta tiltekin tölvupóstsamskipti Sigurbjargar við KMÍ. Kærandi vísi sérstaklega í tölvupóst frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda sjálfum og Sigurbjörgu Árnadóttur, og kærandi gerir ráð fyrir að fyrir liggi svör frá Sigurbjörgu vegna þessa. KMÍ segir hins vegar að þessi tilteknu samskipti séu ekki til, óskað hafi verið eftir greinargerðum frá kæranda og Ljósmáli ehf. Í kjölfarið hafi ætlunin verið að funda með báðum aðilum og freista þess að fá sjónarmið þeirra og afstöðu sem nýta mætti til þess að leysa úr ágreiningi. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum og hvorugur aðili hafi skilað greinargerð til KMÍ.<br /> <br /> Í öðru lagi sé í kæru óskað eftir afriti samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls ehf. í heild sinni. Í fyrra svari KMÍ hafi vantað hluta umbeðins samnings, ástæða þess sé að skönnun skjalsins hafi misfarist. Samkomulagið sé því afhent í heild sinni samhliða umsögninni.<br /> <br /> Í þriðja lagi óski kærandi eftir öllum gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins. KMÍ segir að greiðslubeiðnin hafi verið send þann 10. desember 2019 en hafi síðar verið afturkölluð. Um þetta vísist til tölvupósta í fyrra svari KMÍ við erindi kæranda. Í tölvupóstsamskiptunum komi fram að Fjársýsla ríkisins hyggist ógilda greiðslubeiðnina og endursenda hana svo til KMÍ, þ.e. að KMÍ fái skjalið óafgreitt til baka þar sem því verði eytt. Þegar KMÍ hafi ákveðið að nægar upplýsingar lægju fyrir til að samþykkja greiðsluna hafi verið haft samband við Fjársýslu ríkisins símleiðis og spurst fyrir um endursendinguna, þar sem skjalið/greiðslubeiðnin hafi ekki borist til baka. KMÍ hafi ekki viljað senda aðra greiðslubeiðni ef hin væri enn til afgreiðslu hjá Fjársýslu ríkisins vegna hættu á tvígreiðslu. Fjársýslan hafi talið greiðslubeiðnina fullgilda og greitt umrædda framvindugreiðslu styrksins samkvæmt úthlutunarsamningi í samræmi við hana. Þess vegna sé í raun ein greiðslubeiðni til vegna þessarar útborgunar. Öll gögn vegna þessa liggi fyrir í svari KMÍ við beiðni kæranda og sé engu við það að bæta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi staðhæfingar starfsmanns stofnunarinnar um ágreining aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, og upplýsingar varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> KMÍ afhenti kæranda hluta umbeðinna gagna þann 18. febrúar 2020 en í kæru kemur fram að tiltekin gögn vanti, þ.e. tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, einhverjar blaðsíður vanti í afrit af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk, og gögn er varði beiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins um greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> Fyrirliggjandi tölvupóstsamskipti á milli KMÍ og Sigurbjargar Árnadóttur og þær blaðsíður sem vantaði í samninginn voru afhentar kæranda við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svo ekki verður litið svo á að kæranda hafi verið synjað um þau gögn. Hvað varðar greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019 kemur fram í umsögn KMÍ að það skýrist af því að beiðnin hafi farið fram símleiðis og greiðslan hafi verið framkvæmd á grundvelli eldri greiðslubeiðni, dags. 6. desember 2019. Þannig séu engin gögn fyrirliggjandi hjá stofnuninni sem hægt sé að afhenda kæranda varðandi framkvæmd greiðslunnar. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa KMÍ hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda en þegar hafa verið afhent, annars vegar í svari KMÍ við gagnabeiðni kæranda þann 18. febrúar 2020 og hins vegar samhliða umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar vegna kæru þessarar, dags. 20. mars 2020.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 937/2020 í máli ÚNU 20100009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 í máli nr. ÚNU 20030013, sem kveðinn var upp þann 25. september 2020, staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hluta til ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var byggð á því að um væri að ræða gögn um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 6. október 2020, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að öll þau gögn sem synjað hafi verið um aðgang að, og sem úrskurðarnefndin hafi staðfest að undanþegin væru upplýsingarétti, hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og reikningsyfirliti bankareiknings. Kærandi hafi þó reikningsyfirlit, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Ástæðan fyrir því að krafist hafi verið afrits af gögnunum hafi verið að kærandi vildi kanna hvort þeim hefði verið breytt í meðförum skráðs stjórnarformanns Ljósmáls ehf. og send þannig til nefndar um endurgreiðslu. <br /> <br /> Í beiðni kæranda kemur einnig fram að Ljósmál ehf. hafi ekki rökstutt hvaða tjón kynni að verða af því að kærandi fengi aðgang að öllum gögnum málsins. Í afriti af ársreikningum megi m.a. sjá að kærandi sé skráður með 51% hlutdeild í félaginu. Ekki sé rétt að kærandi hafi ekki greitt hlutafé. Þá eru raktir málavextir sem tengjast ágreiningi kæranda og Ljósmáls ehf. sem óþarft þykir að rekja hér en lúta í stuttu máli að því að ekki hafi verið rétt staðið að fjármálum félagsins. <br /> <br /> Kærandi segir að málið hafi náð tilteknu flækjustigi þegar það hafi borist til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og að umtalsvert af gögnum, málavöxtum sem nái aftur til 2017, þyrfti að liggja fyrir til að greina málið að fullu. Þau gögn liggi fyrir sé þeirra óskað. <br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku málsins var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 7. október 2020, og nefndinni veittur kostur á koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 14. október 2020, svaraði nefndin því að hún teldi ekki þörf á því að tjá sig um beiðnina. <br /> <br /> Beiðni kæranda var einnig kynnt Ljósmáli ehf. með bréfi, dags. 7. október 2020, og félaginu veittur kostur á að koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 19. október 2020, svaraði félagið því að ekki bærust frekari svör en vísað var til fyrri athugasemda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðunina með úrskurði nr. 927/2020. <br /> <br /> Um er að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinar 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum liðum 3 og 6. Þá hafi kærandi reikningsyfirlit banka, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Kærandi vilji hins vegar kanna hvort Ljósmál ehf. hafi sent þessi gögn til nefndar um endurgreiðslu óbreytt en það tengist ásökunum kæranda á hendur Ljósmáli ehf. í tengslum við fjármál félagsins. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri að niðurstöðu að nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð væri óheimilt að veita kæranda aðgang að framangreindum gögnum þar sem þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við mat á efni gagnanna var litið til þess að Ljósmál ehf. væri umsóknaraðilinn. Því væri um að ræða gögn í máli Ljósmáls ehf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál gat réttur kæranda til aðgangs að gögnum um málefni Ljósmáls ehf., sem voru í vörslum nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, ekki ráðist af því hvort hann hefði verið hluthafi í félaginu eða ekki. Mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum fór því fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings enda hefði kærandi ekki sýnt fram á sérstaka hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér umrædd gögn, sbr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að um sé að ræða gögn sem unnin hafi verið af kæranda. Þar af leiðandi geti hagsmunir Ljósmáls ehf. ekki staðið því í vegi að kærandi fái aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur sú fullyrðing að kærandi hafi unnið þau gögn sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð ekki breytt því að gögnin sem deilt er um í máli þessu stafa frá Ljósmáli ehf. og varða hagsmuni þess félags. Kærandi hefur ekki sýnt fram á að gögnin geymi upplýsingar um hann sjálfan og er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að svo sé ekki. Þá hefur það heldur ekki sérstaka þýðingu að kærandi telji fjármálastórn Ljósmáls ehf. vera ábótavant og þar af leiðandi vilji hann kynna sér gögnin sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 927/2020 því ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar væru verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 6. október 2020, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Í janúar 2020 óskaði A eftir því við utanríkisráðuneytið að honum yrðu afhent afrit af gögnum í málum sem varða borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við hann og son hans. Með erindi, dags. 13. mars 2020, var kærandi upplýstur um að unnið væri að því að taka saman gögn málsins. Þann 28. maí 2020 gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu enn ekki borist gögnin. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, segir að afgreiðsla málsins hafi dregist verulega þar sem starfsemi ráðuneytisins hafi breyst þegar Covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Starfsmenn hafi sinnt öðrum verkefnum á neyðarvöktum alla daga frá því neyðarstigi hafi verið lýst yfir á Íslandi þann 6. mars 2020 en á þeim tíma hafi ráðuneytinu borist ríflega 400 erindi á dag. <br /> <br /> Þann 23. júní 2020 kærði kærandi töf utanríkisráðuneytisins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en kæran var kynnt ráðuneytinu þann 25. júní 2020. Ráðuneytið upplýsti um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins vegna sumarleyfa starfsfólks en þann 24. júlí 2020 barst úrskurðarnefndinni staðfesting á því að gagnabeiðni kæranda hefði verið afgreidd. Samkvæmt skýringum ráðuneytisins voru kæranda afhent öll gögn í borgaraþjónustumáli hans, samtals 285 skannaðar blaðsíður, auk vinnuskjals sem sýndi tímalínu atvika í málinu. Tekið var fram að engin gögn hefðu verið þess eðlis, að mati ráðuneytisins, að ekki hefði verið talið rétt að afhenda þau málsaðila. Í kjölfarið felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál niður kærumálið.<br /> <br /> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. ágúst 2020, kærði kærandi afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi ekki afhent kæranda öll málsgögn heldur synjað honum um aðgang að gögnum sem varða samskipti íslenska sendiráðsins í Kína og kambódískra yfirvalda. Í kæru segir að íslenska sendiráðið hafi sent tvo tölvupósta til kambódískra yfirvalda, dags. 9. og 10. desember 2019, vegna sonar kæranda. Kærandi telji önnur gögn vegna þessa, en þau sem hafi verið afhent, vera fyrirliggjandi. Í þeim gögnum sem hann hafi fengið afhent hafi ekki verið að finna svör frá Kambódíu við þessum erindum sendiráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. ágúst 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 11. ágúst 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda öll gögn málanna UTN20010176 og PEK19020004 sem varði borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við kæranda og barn hans. Með umsögninni fylgdu gögn málsins og tímalína sem sýnir málsatvik. Fram kemur að kærandi hafi sótt gögnin til ráðuneytisins þann 27. júlí 2020. Þá er tekið fram að málsnúmer UTN20010472 sem vísað sé til í tímalínu, hafi verið stofnað til utanumhalds kröfu kæranda um gagnaafhendingu, en ekki verið notað heldur hafi verið gengið frá afhendingu gagnanna á upprunalegu málsnúmeri, UTN20010176. Varðandi kvörtun kæranda yfir afhendingu gagna séu „note verbale“ og tölvupóstar frá sendiráðinu í Peking til kambódískra yfirvalda hluti þeirra gagna sem kæranda hafi verið afhent þann 27. júlí. Engin svör hafi hins vegar borist frá kambódískum stjórnvöldum við þeim erindum. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum, dags. sama dag, mótmælir kærandi því að hafa fengið öll gögn málsins. Þá segir hann að gögn sem sýni fram á ákveðin atriði séu ekki á meðal þeirra gagna sem hann hafi fengið afhent. Í því samhengi nefnir kærandi m.a. hvaðan upplýsingar um að sonur kæranda hafi verið sóttur til stjúpmóður sinnar og færður til íslensks ræðismanns hafi komið, hvaðan fullyrðing Barnaverndarstofu um að sonur kæranda hafi verið vanræktur komi. Einnig hvaðan þær upplýsingar komi að kærandi geti ekki farið til Taílands vegna vandamála þar. Svona megi endalaust telja upp að gögn sannarlega vanti. Að lokum krefst kærandi þess að fá öll gögn málsins en hann telji utanríkisráðuneytið hylma yfir margítrekuð lögbrot gegn kæranda og syni hans í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um öll gögn varðandi borgaraþjónustumál sitt en af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu og að ekki hafi verið talin ástæða til þess að synja kæranda um nein gögn.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afrit af þeim gögnum sem kæranda voru afhent ásamt tímalínu sem skýrir atvik málsins. Í ljósi þeirra gagna og skýringa utanríkisráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 935/2020 í máli ÚNU 20070012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júlí 2020, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun ríkisskattstjóra á beiðni um afhendingu gagna. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 21. maí 2020 óskaði kærandi eftir afriti af gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrirtækjaskrár sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda þessara félaga. Þar með talið gögnum sem staðfestu raunverulegt eignarhald félaganna og hefðu borist fyrirtækjaskrá á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Jafnframt óskaði kærandi eftir gögnum sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði til að staðfesta raunverulegt eignarhald félaganna. Enn fremur óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum sem félögin hefðu veitt á rafrænu formi í tengslum við skráningu raunverulegra eigenda, svo og möguleg tölvupóstsamskipti eða bréfaskipti við félögin, forsvarsmenn þeirra eða raunverulega eigendur, eða við aðra sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa haft samskipti við vegna skráningarinnar. Óskaði kærandi eftir gögnum um raunverulegt eignarhald frá upphafi skráningar raunverulegra eigenda en ekki aðeins gögnum sem tengdust núgildandi skráningu.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var gagnabeiðni kæranda synjað. Þar kemur fram að ríkisskattstjóri hafi kynnt sér sjónarmið ráðgjafa um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum. Það sé þó mat ríkisskattstjóra, grundvallað á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019, að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Í fyrrgreindu ákvæði sé um að ræða tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Um sé að ræða ákvæði yngri sérlaga sem gangi framar ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og eigi upplýsingalögin því ekki við um aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegs eiganda umfram þær sem þegar séu birtar almenningi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að veittur verði aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verði talið að umrædd gögn geymi fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari geri kærandi þær kröfur til vara að sér verði veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna þannig að afmáður verði sá hluti sem heimilt teljist að takmarka aðgang að, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi sé fjölmiðill og starfi á grundvelli laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og sérlaga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Við úrlausn á upplýsingabeiðni kæranda þurfi því að gæta að markmiðum upplýsingalaga og hlutverki fjölmiðla í því samhengi. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga sé stjórnvaldi skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. laganna. Meginreglan sé því sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Þá beri stjórnvöldum samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. <br /> <br /> Í kæru segir að synjun embættis ríkisskattstjóra byggi á því að ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019 tiltaki með tæmandi hætti þær upplýsingar sem almenningur skuli hafa aðgang að og þ.a.l. sé embættinu óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð- og ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Þá er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 þar sem segi að almennt verði ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimili aðgang að tilteknum upplýsingum þannig að þær upplýsingar sem ekki séu sérstaklega tilgreindar skuli teljast undanþegnar upplýsingarétti eins og embætti ríkisskattstjóra virðist gera. Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sé tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hafi hins vegar verið talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líði öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan taki til séu sérgreindar, fari það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segi í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. t.a.m. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar hafi verið að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Kærandi byggir á því að ákvæði laga nr. 82/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint sé hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum. Raunar sé hvergi vikið að þagnarskyldu í ákvæðum laganna, hvorki almennri þagnarskyldu né sérstakri. Upplýsingalög gildi því fullum fetum um upplýsingabeiðni kæranda. Með vísan til framangreinds telji kærandi að embætti ríkisskattstjóra hafi verið óheimilt að synja um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 16. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 11. ágúst 2020, um kæruna er áréttað að þrátt fyrir að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. laganna, þá geymi lögin ekki svigrúm fyrir stjórnvöld til að veita fjölmiðlum annan eða meiri aðgang að gögnum en almenningi. Úrlausn upplýsingabeiðni kæranda muni því veita fordæmi fyrir meðferð annarra slíkra beiðna frá almenningi, óháð því hverjir beiðendur verði.<br /> <br /> Þá fjallar ríkisskattstjóri um lagagrundvöll synjunarinnar, þ.e. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. Afstaða ríkisskattstjóra sé að í ákvæðinu sé að finna tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögunum. Um þá málsástæðu sé í rökstuðningi kæranda einungis vísað til þeirrar athugasemdar í niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 (í máli ÚNU 19040004) að almennt verði ,,ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum“. Af því tilefni bendi ríkisskattstjóri á að í tilvitnuðu máli nefndarinnar hafi verið deilt um hvort gagnályktað yrði frá eftirfarandi þágildandi lagaákvæði um vörumerkjaskrá, á þann hátt að upplýsingar sem ekki féllu undir ákvæðið væru undanþegnar upplýsingarétti: „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“<br /> <br /> Ríkisskattstjóri segir nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið færi samkvæmt upplýsingalögum. Enda yrði ekki séð af þágildandi vörumerkjalögum að löggjafinn hafi ætlað að tryggja að slíkar upplýsingar yrðu undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þessu sé ólíkt farið þegar komi að því ákvæði sem synjun ríkisskattstjóra sé byggð á. Svo sem heiti 7. gr. laga nr. 82/2019 beri með sér og áréttað sé í greinargerð með því frumvarpi er varð að lögunum, þá sé í greininni að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur. <br /> <br /> Í 1. mgr. greinarinnar séu taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur en í 2.-4. mgr. sé nánar afmarkaður aðgangur hvers af þessum aðilum fyrir sig. Þannig skuli aðilar sem vísað er til í stafliðum a-e hafa óheftan aðgang að „öllum skráðum upplýsingum og gögnum“, aðilar samkvæmt d-lið skuli hins vegar hafa aðgang að „nauðsynlegum upplýsingum og gögnum“ og aðilar skv. e-lið, þ.e. almenningur, skuli hafa aðgang að „upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds“. Ljóst sé að þessi stafliðaskipting og mismunandi lýsing á aðgangi myndi engum tilgangi þjóna ef upptalning á því sem almenningur hafi aðgang að væri einungis sett fram í dæmaskyni og almenningur hefði að meginstefnu aðgang að öllum gögnum um raunverulega eigendur, svo sem kærandi virðist byggja á. <br /> <br /> Bendir ríkisskattstjóri á að sú víðtæka upplýsingasöfnun sem tekin hafi verið upp með lögunum sé í skýrum og afmörkuðum tilgangi, þ.e. að afla réttra og áreiðanlegra upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila í atvinnurekstri svo að unnt sé að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 1. gr. laganna. Í því skyni sé ríkisskattstjóra falið afar víðtækt vald til að kalla eftir hvaða upplýsingum og gögnum sem verða vilji til að tryggja rétta skráningu, sbr. 6. mgr. 4. gr. laganna. Jafnvel sé kveðið á um að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum nema í undantekningartilvikum. <br /> <br /> Að mati ríkisskattstjóra verði ákvæði laga nr. 82/2019 um aðgang almennings því ekki skilin á annan veg en að með þeim sé leitast við að tryggja samræmi, gagnsæi og jafnræði hvað varði þær tegundir af upplýsingum sem veittar verði um hina raunverulegu eigendur í stað þess að aðgengi að öllum þeim fjölda upplýsinga verði háður tilvikabundnu mati hverju sinni þegar aðgangsbeiðni sé sett fram. Þetta eigi sér meðal annars stað í aðfararorðum 34 að tilskipun (ESB) 2015/849 en tiltekið sé í frumvarpi til laga nr. 82/2019 að með því sé lagt til að þau ákvæði tilskipunarinnar sem breyti ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 verði tekin efnislega upp í íslenska löggjöf. <br /> <br /> Að lokum fjallar ríkisskattstjóri um það sem fram kemur í kæru varðandi ákvæði 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Þá segir að hann telji tilefni þessarar umfjöllunar kæranda ekki ljóst þar sem í synjun ríkisskattstjóra sé hvergi vikið að þagnarskylduákvæðum laga. Þannig sé t.d. enginn ágreiningur um að ekki sé sérstaklega vikið að þagnarskyldu í lögum nr. 82/2019, að frátöldum fyrrnefndum ákvæðum 6. mgr. 4. gr. laganna sem víki slíkum skyldum til hliðar fyrir upplýsingaöflun ríkisskattstjóra. Hins vegar sé í þessu sambandi rétt að minna á að á ríkisskattstjóra og starfsfólki hans hvíli samt sem áður lögboðin þagnarskylda, sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og nú X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með áorðnum breytingum og varði brot refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Að öðru leyti en rakið hafi verið að framan sé af hálfu ríkisskattstjóra vísað til umþrættrar synjunar hans og þeim röksemdum sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingmál óskaði þann 28. september 2020 eftir upplýsingum um hvernig gögn með hlutafjármiðum kæmust í vörslu fyrirtækjaskrár. Fyrirtækjaskrá svaraði fyrirspurninni á þá leið að skráningin væri á ábyrgð félaga og bærust gögnin frá þeim. Þrátt fyrir að hlutafjármiðar ættu uppruna sinn í skattskilum félaganna þá hefði fyrirtækjaskrá ekki aðgang að þeim gögnum sem bærust eða yrðu til vegna innheimtustarfa ríkisskattstjóra.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar.<br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra byggist á því að í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, sé að finna tæmandi talningu á því hvaða upplýsingar um raunverulegt eignarhald skuli vera aðgengilegar almenningi. Þá vísar ríkisskattstjóri í 34. lið aðfararorða tilskipunar (ESB) 2015/849, en 30. og 31. gr. hennar voru innleiddar með lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Í umrædum lið er fjallað um jafnvægi á milli hagsmuna almennings, af því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og réttinda hinna skráðu, m.a. með tilliti til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. <br /> <br /> Í ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 segir: <br /> <br /> „Almenningur […] skal hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 82/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 7. gr. er að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur en með ákvæðinu eru innleidd ákvæði 5. mgr. og 6. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og þeim var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Auk innleiðingarinnar er í ákvæðinu kveðið á um aðgang skattyfirvalda að upplýsingum um raunverulega eigendur.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í 1. mgr. eru taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafa aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur, en þeir aðilar eru skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, eftirlitsaðilar og önnur stjórnvöld sem gegna réttarvörslu samkvæmt lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tilkynningarskyldir aðilar í skilningi framangreindra laga þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og almenningur. Um er að ræða innleiðingu á a–c-lið 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun 2018/843/EB. Einnig er lagt til skattyfirvöld hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna.“<br /> <br /> Í athugasemdum um 4. mgr. 7. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með 4. mgr. er innleitt ákvæði c-liðar 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en í ákvæðinu er kveðið á um að almenningur skuli hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og stærð og tegund eignarhalds.“<br /> <br /> Ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 hljóðar svo: <br /> <br /> „Member States shall ensure that the information on the beneficial ownership is accessible in all cases to:<br /> <br /> (a) competent authorities and FIUs, without any restriction;<br /> (b) obliged entities, within the framework of customer due diligence in accordance with Chapter II;<br /> (c) any member of the general public.<br /> <br /> The persons referred to in point (c) shall be permitted to access at least the name, the month and year of birth and the country of residence and nationality of the beneficial owner as well as the nature and extent of the beneficial interest held.<br /> <br /> Member States may, under conditions to be determined in national law, provide for access to additional information enabling the identification of the beneficial owner. That additional information shall include at least the date of birth or contact details in accordance with data protection rules.“<br /> <br /> Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.<br /> <br /> Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <h2>2.</h2> Í umsögn sinni vísaði ríkisskattstjóri að lokum í þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en þar segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Af orðalagi ákvæðisins leiðir að það nær ekki til upplýsinga um raunverulegt eignarhald félaga. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eru öll gögnin sem ríkisskattstjóri hefur afhent úrskurðarnefndinni gögn sem fyrirtækjaskrá hafa verið afhent frá einstaklingum og lögaðilum á grundvelli laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst er því að ekki er um að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist á grundvelli laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. Telur úrskurðarnefndin því ljóst að umrædd gögn og upplýsingar sem þau hafa að geyma verða ekki felld undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>3.</h2> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir um 1. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt um 2. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. <br /> <br /> Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ríkisskattstjóra er skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Þó skal afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. <br /> <br /> Þá skal afmá upplýsingar um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afrit af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu. <br /> <br /> Að auki er ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
934/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Barnaverndarstofu á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Barnaverndarstofu, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent gögn sem til væru hjá stofnuninni varðandi hann og son hans. Erindi kæranda var svarað þann 30. júní 2020 og honum afhent afrit af tölvupóstsamskiptum stofnunarinnar við utanríkisráðuneytið, dags. 6.-10. janúar 2020, vegna máls kæranda og sonar hans, ásamt fundargerð vegna fundar Barnaverndarstofu og utanríkisráðuneytisins, dags. 7. janúar 2020, vegna málsins.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji, miðað við orðalag í svarbréfi Barnaverndarstofu, að það séu einhver fleiri gögn sem hann hafi ekki enn fengið aðgang að. Því krefjist hann þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi hvort að hann hafi örugglega fengið öll gögnin.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Barnaverndarstofu með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 31. júlí 2020, segir að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem varði mál hans og sonar hans, þ.e. tölvupóstsamskipti og fundargerð. Þannig sé ekki um að ræða synjun um aðgang að neinum gögnum. Hins vegar hafi í bréfi stofnunarinnar til kæranda verið upplýst um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um sé að ræða staðlaðan texta sem hefði í þessu tilfelli verið óþarfur og stofnunin muni endurskoða verklag sitt að þessu leyti. Þá voru gögn málsins afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni kæranda um gögn sem varða hann sjálfan og son hans. Í svari Barnaverndarstofu við beiðni kæranda var kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en í umsögn stofnunarinnar vegna kærunnar kemur fram að þar hafi verið um mistök að ræða enda hafi í reynd ekki verið um að ræða synjun á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í ljósi gagna málsins og skýringa Barnaverndarstofu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hjá Barnaverndarstofu hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
933/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Deilt var um synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um hvenær þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tilteknu tímabili. Synjun Sjúkratrygginga byggði á því að óheimilt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að umbeðin gögn fælu í sér upplýsingar um einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga enda væri ekki um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar. Var Sjúkratryggingum því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 933/2020 í máli ÚNU 20060009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. júní 2020, kærði A synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 12. maí 2020, að fá aðgang að gögnum sem sýna legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem lega hófst á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 15. maí 2020, koma fram upplýsingar um fjölda notenda og legutíma á tímabilinu en jafnframt að ekki sé rétt að gefa upp nákvæmari sundurliðun. Álit stofnunarinnar sé að upplýsingar um legu þjónustunotenda hjúkrunarheimilis falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar. Nánari sundurliðun fæli það í sér að hugsanlega væri hægt að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda. <br /> <br /> Kærandi afmarkaði beiðnina nánar með tölvupósti, dags. 15. maí 2020, og óskaði eftir upplýsingum um það hvaða dag þeir 46 einstaklingar, sem voru nýskráðir á tímabilinu, voru skráðir inn. Jafnframt var óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 18. maí 2020, kemur meðal annars fram að þar sem ekki sé um marga þjónustunotendur að ræða sé það mat stofnunarinnar að upplýsingarnar geti verið rekjanlegar til ákveðinna notenda, jafnvel þótt búið sé að taka út nafn og kennitölu. Með vísan til ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem og ákvæða persónuverndarlaga nr. 90/2018, sé ekki hægt að verða við beiðni um nákvæmar dagsetningar á upphafi legutíma einstakra þjónustunotenda hjúkrunarheimilisins Skjóls.<br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að kærandi byggi á því að synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda brjóti gegn meðalhófsreglu, réttmætisreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og þar með upplýsingarétti almennings á grundvelli upplýsingalaga. Með 9. gr. upplýsingalaga hafi löggjafinn eftirlátið stjórnvöldum mat til að taka þá ákvörðun sem best henti í hverju máli með tilliti til allra aðstæðna. Matið sé ekki frjálst heldur þurfi að byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Kærandi geti fallist á að upplýsingar um legu á hjúkrunarheimilum, sem rekjanlegar eru til tiltekinna þjónustunotenda, geti talist einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Upplýsingarnar sem beiðni kæranda lúti að séu án nokkurra tengsla við persónu viðkomandi einstaklinga. Þær séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega um notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi, án persónugreinanlegra gagna. Megi þar nefna fæðingarskrá, þungunarrofsskrá, dánarmeinaskrá, krabbameinsskrá, ófrjósemisskrá og samskiptaskrá heilsugæslustöðva sem birt sé á opnum vef embættis landlæknis og fæðingarskráning - skýrsla, sem birt sé á opnum vef Landspítala, vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins og opnar upplýsingar á vef Hagstofu Íslands. Í sumum skrám sé um að ræða upplýsingar sem séu mun viðkvæmari en þær sem kærandi beiðist aðgangs að í máli þessu. Verði veittur aðgangur að þessum 46 dagsetningum sé ógjörningur að tengja þær upplýsingar við tiltekna einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var Sjúkratryggingum Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands, dags. 7. júlí 2020, segir að hægt sé að nálgast umbeðnar upplýsingar í upplýsingatæknikerfum stofnunarinnar þar sem hjúkrunarheimili sendi til hennar upplýsingar um þjónustunotendur sína. Upplýsingarnar séu grundvöllur greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir hjúkrunarrými, samkvæmt samningum sem Sjúkratryggingar Íslands geri við hjúkrunarheimili skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, og/eða á grundvelli gjaldskrár sem Sjúkratryggingar Íslands gefi út. Þá séu umræddar upplýsingar varðveittar hjá stofnuninni í tengslum við greiðslur á grundvelli 1. mgr. 21. og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.<br /> <br /> Í umsögninni er lýst því hagsmunamati sem fram hafi farið við töku ákvörðunar um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Tekið hafi verið tillit til atriða sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi sett fram í úrskurðum sínum, sérstaklega úrskurða nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020. Mat Sjúkratrygginga Íslands hafi verið að hægt væri að rekja umræddar dagsetningar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um væri að ræða fáa notendur. Oftast hafi aðeins verið um eina innlögn að ræða á degi hverjum. Því sé hægt að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hafi ákveðnar upplýsingar eða forsendur. Sem dæmi megi nefna að ef viðtakandi upplýsinganna ætlaði að finna út hvenær ákveðinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, og væri með ákveðnar dagsetningar sem kæmu til greina, þá gæti hann staðreynt það með því að fá lista yfir innlagnardagsetningar allra þjónustunotenda.<br /> <br /> Sjúkratryggingar Íslands víkja næst að athugasemdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga. Ljóst sé að upplýsingar um innlagnir þjónustunotanda á hjúkrunarheimili falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar, þar sem þær snúi að heilsufari viðkomandi, þ.e. upphafi innlagna vegna veikinda. Þar af leiðandi telji Sjúkratryggingar Íslands að þjónustunotendur hjúkrunarheimila eigi rétt á að upplýsingum um hvenær þeir voru lagðir inn verði ekki miðlað til almennings. Þá hafi komið fram í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018 að eftir atvikum skuli líta til ákvæðis 15. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 við skýringu ákvæða upplýsingalaga, jafnvel þó að um almenna þagnarskyldu sé að ræða. Hagsmunamat Sjúkratrygginga Íslands hafi leitt í ljós að sjónarmið sem mæla með leynd viðkvæmra persónuupplýsinga um þjónustunotendur hjúkrunarheimilisins Skjóls vegi mun þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um innlagnir þeirra. Hjá stofnuninni sé að finna gífurlegt magn upplýsinga um sjúkratryggða og notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Oftar en ekki séu upplýsingarnar ekki sendar til stofnunarinnar að frumkvæði þjónustunotenda heldur að frumkvæði veitenda heilbrigðisþjónustu eins og raunin sé í þessu tilviki. Það séu ríkir hagsmunir sjúkratryggðra og notenda heilbrigðisþjónustu að þeir geti verið vissir um að upplýsingum þeirra sé ekki miðlað til almennings. <br /> <br /> Í umsögninni er fjallað um skilyrði vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og því haldið fram að beiðni kæranda hafi fallið undir lögin samkvæmt gagnályktun frá 2. mgr. 5. gr. þeirra. Stofnuninni hafi ekki verið heimilt að miðla umbeðnum upplýsingum á grundvelli laganna. Loks gera Sjúkratryggingar Íslands athugasemdir við rökstuðning kæranda sem lýtur að því að umbeðnar upplýsingar séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega. Að mati stofnunarinnar sé ekki um að ræða sambærilegar upplýsingar, þar sem ekki sé um að ræða jafn stóran markhóp í máli þessu og í tilvikunum sem kærandi vísi til. Þá telur stofnunin að hún eigi ekki að fylgja fordæmi annarra stofnana sem veiti aðgengi að viðkvæmum einkamálefnum einstaklinga sem eigi að falla undir undanþágu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 17. ágúst 2020. Þar segir m.a. að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðninnar byggi á þeim grunni að fræðilega séð sé ekki ómögulegt að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga að því gefnu að kærandi búi yfir tiltekinni vitneskju. Hér sé stofnunin farin að stunda lögfræðilega loftfimleika. <br /> <br /> Kærandi fellst á að upplýsingar um heilsufar einstaklinga falli undir einkamálefni sem sanngjarnt sé að fari leynt. Það sem hér reyni á sé hins vegar hvort slíkir hagsmunir séu til staðar eða ekki. Við matið þurfi að afmarka kröfur sem gera þurfi til líkinda á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tiltekna einstaklinga. Hér megi líta til úrskurða sem Sjúkratryggingar Íslands vísi til. Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020 hafi verið fjallað um upplýsingar sem bersýnilega hafi verið hægt að tengja við tiltekna einstaklinga. Engin dæmi sé hins vegar að finna í úrskurðarframkvæmd þar sem synjað sé um aðgang að gögnum með jafn langsóttum og fjarlægum rökum og synjun Sjúkratrygginga Íslands sé byggð á.<br /> <br /> Ef fallist verði á að synja megi um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslu stjórnvalds á grundvelli fjarlægs fræðilegs möguleika á rakningu til tiltekins einstaklings, sem byggi jafnframt á því að tiltekin skýrt afmörkuð vitneskja sé til staðar, sé upplýsingaréttur almennings nánast að engu hafður. Rekjanleiki til viðkomandi einstaklinga verði að blasa við með nokkuð skýrum hætti og byggja á almennari þekkingu en Sjúkratryggingar Íslands geri ráð fyrir í langsóttu dæmi. Kærandi geti fallist á að ekki þurfi að vera um tengingu að ræða sem megi telja augljósa öllum en gera þurfi þó þá kröfu að sennilegt megi teljast að rekja megi upplýsingarnar til tiltekinna einstaklinga. Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki á neinn hátt sýnt fram á að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir þeirri niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að beiðni hans falli undir lög nr. 90/2018. Beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli upplýsingalaga. Telji stofnunin að synja beri beiðninni á grundvelli þeirra laga leiði það ekki til nýrrar beiðni á grundvelli persónuverndarlaga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga Íslands. Með beiðni kæranda, dags. 12. maí 2020, var upphaflega óskað eftir aðgangi að upplýsingum um legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli á tilteknu tímabili en beiðnin var síðar afmörkuð með þeim hætti að kærandi óskaði aðgangs að gögnum sem sýni hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á sama tímabili. Ákvörðun Sjúkratrygginga um að synja beiðni kæranda, dags. 18. maí 2020, byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt síðarnefndu lögin takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Um er að ræða töflureiknisskjal á tveimur blaðsíðum með tveimur dálkum. Annar dálkurinn ber yfirskriftina „Heiti stofnunar“ og eru færslurnar eðli málsins samkvæmt allar skráðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Í dálkinum „Dags. innlagnar“ eru dagsetningar og í sumum tilvikum nánari tímasetningar, sem ætla verður að einstaklingar hafi verið lagðir inn á heilbrigðisstofnunina á tímabilinu sem beiðni kæranda lýtur að. Hvergi er hins vegar að finna nokkrar upplýsingar sem benda til þess um hvaða einstaklinga ræðir hverju sinni og því er ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga í skjalinu eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar á því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um sé að ræða fáa einstaklinga. Hægt sé að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hefur ákveðnar viðbótarupplýsingar eða forsendur. <br /> <br /> Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem allur almenningur gæti með fyrhafnarlitlum hætti rakið til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar. <br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið verður hins vegar að líta til þess að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda eða öðrum utanaðkomandi aðilum væru nauðsynlegar til að rekja umbeðnar upplýsingar til nafngreindra einstaklinga, myndu í raun fela í sér að sömu aðilar hefðu þegar vitneskju um hvaða einstaklinga væri um að ræða og þar með upplýsingar um hagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þannig þyrfti utanaðkomandi aðili í reynd þegar að búa yfir vitneskju um að tiltekinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, á tilteknum degi eða a.m.k. á tiltölulega stuttu tímabili, til að upplýsingar í hinu umbeðna gagni teldust lúta að einkahagsmunum þjónustunotandans í skilningi ákvæðisins. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki hægt að notast við slík viðmið þegar tekin er afstaða til þess hvort ópersónutengdar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin að slík túlkun 9. gr. myndi í reynd girða að verulegu leyti fyrir aðgang að upplýsingum sem almennt eru ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga. Er því ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
932/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá, þ.e. lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. Kærunni var vísað frá þar sem upplýsingar um aðgang að sjúkraskrá eru ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 932/2020 í máli ÚNU 20060001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2020, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar úr sjúkraskrá.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. september 2019, til Landspítalans óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvort upplýsingar úr sjúkraskrá kæranda hefðu verið sóttar á tímabilinu maí til júlí 2018, hver hefði nálgast þær upplýsingar og hvar það hefði verið gert. Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um hvort Landspítalinn hefði vitneskju um allan aðgang sem hægt væri að hafa að gögnum í sjúkraskrá, enda hefði kærandi rökstuddan grun um að einhver hefði sótt upplýsingar um sig úr sjúkraskrá. Í framhaldi af þessu fyllti kærandi út rafrænt eyðublað á vef Landspítala með beiðni um afrit af uppflettilista Landspítalans á tilteknu tímabili. Kærandi ítrekaði beiðni sína þann 10. október 2019 en 23. október 2019 fékk kærandi tilkynningu um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á www.island.is. <br /> <br /> Þann 8. desember 2019 sendi kærandi víðtækari beiðni og óskaði eftir öllum upplýsingum um sig úr sjúkraskrá. Þar kemur fram að kærandi hafi þegar fengið skrá yfir uppflettingar í kerfinu frá 2018 en vilji fá öll önnur gögn sem til séu um sig, ótengt tímabili. Þá biður kærandi um útskýringar á ýmsum tæknilegum þáttum skráningarinnar, m.a. hvernig það skráist þegar upplýsingum sé breytt eða eytt. Þann 18. mars 2020 hringdi kærandi í Landspítala og samdægurs barst henni tilkynning um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á vefsvæði www.island.is. <br /> <br /> Kærandi var í áframhaldandi samskiptum við Landspítalann, bæði símleiðis og með tölvupósti. Kærandi ítrekaði beiðni sína 13. og 20. maí 2020 og kvaðst enn bíða eftir skýringum og upplýsingum, m.a. uppflettilista fyrir árið 2007. Með erindi, dags. 25. maí 2020, var kæranda tilkynnt að starfsmaður miðstöðvar um sjúkraskrárritun hefði reynt að gera uppflettilista frá árinu 2000 til þess dags en aðeins hefði verið hægt að kalla fram upplýsingar frá 2011 og ekki væri vitað hvers vegna. <br /> <br /> Í kæru segir að ekki hafi verið með góðu móti hægt að lesa í umbeðinn uppflettilista. Þá hafi kæranda ekki borist svör við spurningum sínum né öll þau gögn sem hún hafi beðið um eða formleg skýring á töfum á afgreiðslu spítalans. Samanburður á „logfærslum“ í uppflettilista sem kæranda hafi borist úr risvef og sjúkraskrárkerfi Landspítalans sýni að gögn vanti og að beiðni kæranda hafi ekki verið virt eða réttur hennar til friðhelgi einkalífs.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Landspítalans, dags. 16. júní 2020, segir að kærandi hafi verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins enda hafi það reynst flókið úrlausnar. Í lok febrúar hafi hefðbundin starfsemi spítalans farið nokkuð úr skorðum vegna Covid faraldursins sem hafi frestað úrvinnslu málsins enn frekar. Í maí hafi verið ráðgert að starfsmaður hefði samband við kæranda símleiðis og upplýsti hana um stöðu málsins en það hafi því miður farist fyrir. Kæranda hafi loks verið svarað með bréfi, dags. 16. júní 2020. <br /> <br /> Í bréfi Landspítalans er spurningum kæranda varðandi skráningu í sjúkraskrá svarað. Þá kemur fram að núverandi eftirlitsgátt, sem miðstöð sjúkraskrárritunar notist við, nái aðeins aftur til ársins 2011. Þar sem um mikið magn gagna sé að ræða hafi verið ákveðið að færa þau ekki öll yfir í eftirlitsgáttina. Mögulegt sé að sækja eldri gögn með sérstökum fyrirspurnum í gagnagrunn og sé sú aðgerð framkvæmd af tölvunar- eða kerfisfræðingi í hvert skipti. Sú vinna sé tímafrek og því ekki unnin nema sérstök ástæða sé til. Í bréfi spítalans er öðrum tæknilegri spurningum kæranda einnig svarað.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. júní 2020, veitti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi bréfs Landspítalans. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 13. júlí 2020, er vísað í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár þar sem fram kemur að sjúklingur hafi rétt á aðgangi að sjúkraskrá í heild og að fá afhent afrit af henni. Í 4. mgr. segi að sjúklingur hafi rétt á að fá upplýsingar frá umsjónaraðila sjúkraskrár um það hverjir hafi aflað upplýsinga úr sjúkraskrá hans og í hvaða tilgangi.<br /> <br /> Kærandi kveðst enn ekki hafa fengið heildaruppflettilista frá Landspítalanum en einnig vanti nokkuð af upplýsingum, m.a. um innlögn vegna hálskirtlatöku og upplýsingar um meðferð, læknabréf, nótur og samskipti. Varðandi svar frá Landspítalanum kveðst kærandi ekki hafa verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins og skorar hún á Landspítalann að sýna fram á það. Aftur á móti hafi kærandi leitað eftir upplýsingum um það hvar málið væri statt og hafi henni þá verið tjáð að spurningin hafi verið send áfram innan spítalans. Ekki hafi verið tafir á afhendingu uppflettilista en hann hafi þó aðeins náð aftur til ársins 2011. Spurning kæranda um hvort það gæti verið stillingaratriði hvað birtist í uppflettilista, án þess að um sé að ræða breytingu, sé vegna misræmis sem sé í uppflettilistum sem hún hafi fengið. Að lokum segir að kærandi vilji gjarnan fá skýringar á því af hverju það vanti nöfn á einn listann.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. <br /> <br /> Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga fer um aðgang sjúklings að sjúkraskrá eftir ákvæðum laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um þá sem hafa aðgang að og opna sjúkraskýrslur sjúklinga eða „uppflettingar“ teljist til sjúkraskrár. Að mati nefndarinnar laut beiðni kæranda í málinu því að upplýsingum um sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Eftir að hafa kynnt sér sjónarmið kæranda og gögn málsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðnin lúti alfarið að upplýsingum sem finna má í sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Í 15. gr. a. laga um sjúkraskrár er að finna kæruheimild til embættis landlæknis, þar segir: <br /> <br /> „Heimilt er að bera synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá í heild eða að hluta eða synjun um að fá afhent afrit af henni undir embætti landlæknis. Sama gildir um synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um að veita nánum aðstandanda aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings eða synjun um að fá afhent afrit af henni. Um málsmeðferð fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir embættisins um aðgang að sjúkraskrá eru endanlegar á stjórnsýslustigi og verður ekki skotið til ráðherra.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur til meðferðar synjanir á beiðnum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Synjun beiðni um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrá verður því ekki borin undir nefndina, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 607/2016 og A-155/2002. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hvað varðar beiðnir kæranda um útskýringar Landspítalans varðandi skráningu í sjúkraskrá er tekið fram að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar takmarkast við synjun beiðni um aðgang að gögnum eða synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna almennum fyrirspurnum sem þeim berast.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 5. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
931/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Í málinu synjaði Póst- og fjarskiptastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar væru staðsettir í Reykjavík. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísað til þess að samkvæmt ákvæði 5. mgr. 62. gr. a væri heimilt að veita almenningi takmarkaðan aðgang að gagnagrunninum. Nefndin féllst á það að heimilt væri að undanþiggja upplýsingar um heimilisfang byggingar þar sem farnetssendar væru staðsettir með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri heimilt að upplýsa um staðsetningu þeirra án þess að svo nákvæm staðfesting væri gefin upp. Væri því staðfest synjun stofnunarinnar á aðgangi að Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjum þar sem heimilisföng væru tiltekin. Þá taldi nefndin sig ekki hafa forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu stofnunarinnar að útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær væru vistaðar í gagnagrunni um almenn fjarskiptanet. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 931/2020 í máli ÚNU 20020025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. febrúar 2020, kærði A ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni hennar um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar séu staðsettir í Reykjavík. <br /> <br /> Með erindi, dags. 4. nóvember 2018, beindi kærandi beiðni til Póst- og fjarskiptastofnunar um kort af símamöstrum á höfuðborgarsvæðinu. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 13. nóvember 2018. Í bréfinu segir að fjarskiptasendastaðir á höfuðborgarsvæðinu séu fjölmargir og ekki nema hluti þeirra sé í möstrum. Helstu möstur sem hýsi fjarskiptasendastaði séu á Vatnsendahæð, Úlfarsfelli og í Víðinesi. Aðrir sendastaðir séu víða á svæðinu, oftast á húsþökum hærri bygginga eða utan á veggjum þeirra. Af öryggisástæðum hafi Póst- og fjarskiptastofnun ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu þessara sendastaða. <br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2018, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi. Samdægurs svaraði Póst- og fjarskiptastofnun því að í reglum um virkni almennra fjarskiptaneta, nr. 1222/2007 væri kveðið á um þær ráðstafanir sem stofnunin telji nauðsynlegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja samfelldan rekstur almennra fjarskiptaneta. Fjarskiptafyrirtækin hafi ráðstafanir til að tryggja virkni og öryggi fjarskiptaneta í samræmi við þær kröfur sem settar séu fram m.a. með þessum reglum. Ein af þeim ráðstöfunum sé að ekki sé með auðveldum hætti mögulegt að sjá staðsetningu fjarskiptavirkja með einföldum hætti enda hafi dæmin sýnt að hætta sé t.d. á því að framin séu skemmdarverk á fjarskiptasendastöðum.<br /> <br /> Þann 1. desember 2019, ítrekaði kærandi beiðni um aðgang að upplýsingum um staðsetningu fjarskiptavirkja í Reykjavíkurborg og var óskað eftir formlegri ákvörðun þar um. Í beiðninni segir að um sé að ræða lýðheilsumál. Kæranda var svarað með bréfi, dags. 3. desember 2019. Þar er meðal annars vísað til þess að samkvæmt 62. gr. a. laga um fjarskipti nr. 81/2003 haldi Póst- og fjarskiptastofnun rafrænan grunn um þráðlausan sendibúnað. Í ákvæðinu komi fram að vilji löggjafans sé að almenningi sé ekki heimill aðgangur að gagnagrunninum. Þó sé heimilt að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings. Mikilvægir viðskipta- og öryggishagsmunir komi m.a. til skoðunar þegar tekin sé ákvörðun um slíkt. <br /> <br /> Í bréfi kæranda til Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 5. desember 2019, segir m.a. að hvergi komi fram í 62. gr. a. laga um fjarskipti nr. 81/2003 að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendastaða. Ekki sé nægilegt að vitna í vilja löggjafans í þeim efnum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun svaraði kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Segir þar að í 62. gr. a fjarskiptalaga komi fram að heimilt sé að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að rafræna gagnagrunninum. Þetta þýði að aðgengi að gagnagrunninum sé lokað, nema annað sé ákveðið. Það sé rétt að í ákvæðinu komi ekki beint fram að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendistaða. Hins vegar sé stofnuninni skylt, sé tekin ákvörðun um að opna fyrir aðgang að gagnagrunninum, að taka tillit til mikilvægra viðskipta- og öryggishagsmuna. Slíkt mat geti leitt til þess að aðgengið verði það takmarkað að það nái ekki til einstakra atriða eins og t.d. sendistaða. Fram kemur að stofnunin skilji erindi kæranda þannig að óskað sé eftir upplýsingar um sendistaði farsímasenda í Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær ákvörðunar væri að vænta. Af gögnum málsins verður ekki séð að erindinu hafi verið svarað en afgreiðsla Póst- og fjarskiptastofnunar var sem fyrr segir kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 28. febrúar 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Póst- og fjarskiptastofnun með bréfi, dags. 13. mars 2020 og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar segir að stofnunin leggi þann skilningi í beiðnina að beðið sé um aðgang að upplýsingum um staðsetningu á farnetssendum í Reykjavík úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Ekki sé hægt að veita kæranda svo víðtækan aðgang að gagnagrunninum. Þá séu umbeðin gögn ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu. Þá sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að takmarka samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verði ekki fallist á synjun stofnunarinnar að fullu sé þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál samþykki einungis takmarkaðan aðgang kæranda að umbeðnum upplýsingum úr GAF samkvæmt tilteknum forsendum sem stofnunin gerir tillögu um.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að kærandi hafi ekki rökstutt hagsmuni sína af því að fá aðgang að upplýsingunum. Þrátt fyrir að ekki þurfi að sýna fram á lögvarða hagsmuni fyrir aðgangi að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga sé það álit stofnunarinnar að mat á hagsmunum aðgangsbeiðanda geti haft áhrif á inntak og umfang gagnaafhendingar. Eðlilegt sé að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi mat á hagsmuni kæranda m.t.t. aðgangsbeiðni hans, einkum þar sem slíkir hagsmunir vegist á við aðra mjög ríka hagsmuni. Í því tilviki sem hér um ræði óski kærandi eftir aðgangi að staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Póst- og fjarskiptastofnun telur slíkan aðgang alltof víðfeðman og ekki í samræmi við lög. Takmarka þurfi mögulegan aðgang að upplýsingum um staðsetningu farnetssenda, t.d. við tiltekinn radíus út frá vali á ákveðnu heimilisfangi.<br /> <br /> Einnig kemur fram að GAF sé starfræktur á grundvelli 62. gr. a. í lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Tilgangur gagnagrunnsvinnslunnar sé margþættur en um sé að ræða rannsóknar- og greiningartæki stjórnvalda á fjarskiptainnviðum landsins. Í GAF sé safnað upplýsingum um allar tegundir fjarskiptainnviða á Íslandi. Hér sé ekki einungis um að ræða staðsetningu og tegund umræddra innviða, heldur einnig ýmiss konar tæknilegar upplýsingar sem tengist viðkomandi innviðum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a. sé Póst- og fjarskiptastofnun hýsingar-, vinnslu- og vörsluaðili GAF. Póst- og fjarskiptastofnun sé hið bæra stjórnvald til að safna upplýsingum í gagnagrunninn, vinna með þær og eftir atvikum að veita aðgang að þeim.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að aðgangsbeiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur fremur til safns af upplýsingum í gagnagrunni. Form upplýsinganna sé yfirleitt stafrænar skrár en í tilviki farnetssenda sé um að ræða Excel-skjöl frá farnetsfyrirtækjum og upplýsingarnar séu samstæðar og samræmdar. Excel-skjölin taki til farnetssenda viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á landinu öllu. Í þeim séu ýmsar tæknilegar upplýsingar sem ekki sé aðgengilegt fyrir hinn almenna borgara að lesa úr og greina. Þessar upplýsingar hafi verið settar inn í það landupplýsingakerfi sem GAF byggi á. Því sé hægt að búa til mynd af staðsetningu sendanna. Það sé einnig hægt að vinna Excel-skjal um staðsetningu sendanna á myndinni, að slepptum þeim upplýsingum sem varða tæknileg atriði sendanna. Það þurfi því að vinna með upplýsingarnar svo þær séu birtingarhæfar. Stofnuninni reiknist til að það hafi tekið sérfræðing stofnunarinnar um 4-5 klukkutíma að samræma og „hreinsa“ upplýsingarnar í Excel-skjali ásamt því að búa til mynd af sendunum. Þessar upplýsingar séu þó að sjálfsögðu til á myndrænu formi fyrir landið allt í gagnagrunninum. Slíkri upplýsingaafhendingu yrði á hinn bóginn jafnað til fulls aðgangs að GAF en slíkur aðgangur sé ekki í samræmi við lög. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að í GAF sé safnað margvíslegum upplýsingum um fjarskiptainnviði landsins, hvort sem þeir séu í eigu fyrirtækja í opinberri eigu eða einkaaðila. Óháð eignarhaldi og hvort fjarskiptanetin séu sérstaklega skilgreind sem neyðarfjarskiptakerfi megi slá því föstu að töluverður hluti þessara fjarskiptaneta sé þjóðfélagslega mikilvægur og tilheyri grunninnviðum. Það sé álit stofnunarinnar, sem m.a. byggi á sjónarmiðum sem fram komi í frumvarpi til breytinga á fjarskiptalögum nr. 34/2011, að upplýsingar um farnetskerfið í heild sinni, þ.m.t. sérstaklega upplýsingar um staðsetningu farnetssenda, séu viðkvæmar upplýsingar sem almennt eigi að ríkja leynd yfir. Ástæður fyrir því hvers vegna upplýsingarnar séu viðkvæmar séu raktar í nefndu lagafrumvarpi.<br /> <br /> Hvað varði öryggishagsmunina sérstaklega segir stofnunin að upplýsingar um staðsetningu sendabúnaðar fjarnetssenda verði viðkvæmari ef hann sé nettengdur og einnig eftir því sem búnaðurinn sé greindari (e. intelligent), eins og búast megi við að sendabúnaður í 5G muni almennt verða í framtíðinni. Því standi slíkum sendabúnaði ekki eingöngu ógn af raunlægri skemmdarverkastarfsemi (e. physical destruction), eins og dæmi séu um, heldur megi búast við því að slíkur búnaður geti orðið fyrir netárás. Upplýsingar um nákvæma staðsetningu slíks búnaðar gæti gert slíka netárás hnitmiðaðri og áhrifameiri. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar sé um að ræða upplýsingar sem varði þjóðaröryggi.<br /> <br /> Tekið er fram að í skýringum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 125/2019, um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta, hafi verið hnykkt á viðkvæmu eðli þessara upplýsinga. Af þeim megi ráð að ætlun lagabreytinganna, hvað varði 62. gr. a. fjarskiptalaga hafi verið að rýmka tilvísun til þeirra hagsmuna sem réttlætt gætu frekari takmarkanir á aðgangi að upplýsingum í GAF, einkum m.t.t. annarra mikilvægra grunninnviða, s.s. rafmagns og heits vatns. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun telur það ótvírætt að nákvæmar og heildstæðar upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík beri að telja til viðkvæmra upplýsinga sem rétt og eðlilegt sé að trúnaður ríki um. Þau sjónarmið sem liggi til grundvallar vilja löggjafans um að aðgangur ytri aðila að upplýsingum úr GAF eigi að vera takmarkaður byggi á sömu sjónarmiðum sem búi að baki takmörkunum á upplýsingarétti almennings. Hér sé annars vegar um að ræða upplýsingar sem geti fallið undir takmörkun á upplýsingarétti vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og hins vegar upplýsinga sem heimilt sé að takmarka aðgang að vegna almannahagsmuna, sbr. 1. og 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ákvæði fjarskiptalaga um GAF sé gert ráð fyrir að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum í grunninum. Í frumvarpi til laga um breytingu á fjarskiptalögum, sbr. lög nr. 34/2011, sem upphaflega hafi komið GAF á laggirnar segi að í takmörkuðum aðgangi almennings felist að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Um sé að ræða heimild fyrir stofnunina til að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum úr GAF, sem að öllu jöfnu skuli njóta trúnaðar, en ekki rétt einstaklinga til slíks aðgangs. Krafa kæranda um aðgang að öllum sendastöðum farnetssenda í Reykjavík fái ekki samrýmst sjónarmiðum löggjafans um afmörkun á takmörkuðum aðgangi að upplýsingum úr GAF. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki tekið ákvörðun um að veita slíkan aðgang og sé á þessu stigi ekki tilbúin til þess, einkum af tæknilegum og kostnaðartengdum ástæðum. Ráðgert sé að kanna þann möguleika að útbúa örugg notendaskil sem hugsanlega muni veita takmarkaðan aðgang að tilteknum upplýsingum fyrir almenning. Slík útfærsla yrði alltaf háð mati á því hvort gögn þau sem um sé að ræða séu viðkvæm út frá sjónarmiðum þjóðaröryggis og sjónarmiðum um viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem láti gögnin í té, t.d. fjarskiptafélaganna.<br /> <br /> Enn fremur hafi í þágildandi lögum og eftir þær breytingar sem gerðar hafi verið á fjarskiptalögum með lögum nr. 125/2019, verið gert ráð fyrir að aðgangur almennings, þ.m.t. annarra hagsmunaaðila á borð við önnur fjarskiptafyrirtæki, myndi byggja á almennri reglusetningu. Sú reglusetning hafi ekki farið fram. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að ef það verði niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum fari Póst- og fjarskiptastofnun fram á að nefndin mæli fyrir um takmarkaðan aðgang að þeim. Kæranda gefist tækifæri á því að velja eina til tvær staðsetningar í borginni (t.d. heimili og vinnustað kæranda) sem Póst- og fjarskiptastofnun búi til upplýsingar um, þ.e. um staðsetningu farnetssenda í 500 metra radíus frá umræddum völdum staðsetningum.<br /> <br /> Umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. mars 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 8. apríl 2020, segir m.a. að kærandi hafi ekki þekkingu til að leggja mat á fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Ef svo er sé óskað eftir því að stofnunin taki upplýsingarnar saman, enda hljóti það að vera skylda stofnunarinnar að hafa slíkar upplýsingar á reiðum höndum en upplýsingarnar geti verið mikilvægar fyrir framtíðina og lífsskilyrði á Íslandi. <br /> <br /> Kærandi tekur undir fullyrðingu stofnunarinnar um að umbeðnar upplýsingar geti verið viðkvæmar, vegna mögulegra skemmdaverka eða innrásar í búnaðinn, á svipaðan hátt og allur búnaður hins opinbera sé viðkvæmur fyrir skemmdum eða innrás/innbroti, sem og vinnutölvur, húsnæði, bankainnstæður o.s.frv. Innrásir séu alltaf yfirvofandi. Hér verði þó að fara fram hagsmunamat og ákvarða hvenær það að halda upplýsingum leyndum helgi meðalið, þ.e.a.s komi raunverulega í veg fyrir slíkar innrásir, brjóti ekki á stjórnarskrárvörðum réttindum almennings til friðhelgi heimilis, heilsu eða eignarétti. Þarna þurfi að fara fram ríkt hagsmunamat og að mati kæranda vegi hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum þyngra. <br /> <br /> Þann 28. september 2020 fundaði formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál með fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Á fundinum var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu sem kæmi fram í umsögn stofnunarinnar um að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi. Fram kom að upplýsingarnar væru fyrirliggjandi í formi heils gagnagrunns og í Excel-töflum. Upplýsingarnar væru vistaðar í landfræðilegu upplýsingakerfi sem þekju fyrir landið allt. Val væri um það að afhenda grunninn í heild sinni eða vinna umbeðnar upplýsingar úr honum. Þá var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu stofnunarinnar að öryggishagsmunir stæðu afhendingu í vegi. Fram kom að stofnunin teldi það of umfangsmikið að veita aðgang að upplýsingum um allt höfuðborgarsvæðið. Til skoðunar væri að veita upplýsingar um staðsetningu senda með fráviki, þannig að það yrði ekki hægt að sjá nákvæma staðsetningu sendis eða heimilisfang. Ekki yrði veittur aðgangur að húsnúmeri eða upplýsingum um byggingu. Með því að veita ekki upplýsingar um nákvæma staðsetningu væri verið að gæta öryggis farnetssendanna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun afmarkaði beiðnina þannig að óskað væri eftir upplýsingum úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Skilja verður málatilbúnað stofnunarinnar svo að ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda sé í fyrsta lagi byggð á því að óheimilt sé samkvæmt lögum að veita upplýsingar um staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Í öðru lagi séu gögn með umbeðnum upplýsingum ekki fyrirliggjandi heldur þurfi stofnunin að útbúa gögnin sérstaklega. Þegar úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum um það að hvaða leyti útbúa þyrfti umbeðin gögn var því svarað að upplýsingarnar um staðsetningu farnetssenda á landinu öllu væru fyrirliggjandi í gagnagrunninum en að vinna þyrfti sérstaklega upplýsingar um farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Af hálfu stofnunarinnar hefur einnig komið fram að upplýsingar um staðsetningu farnetssenda séu aðgengilegar í Excel-skjölum sem útbúin eru af fjarskiptafyrirtækjum sem send séu til stofnunarinnar. Í skjali sem fylgdi umsögn stofnunarinnar er sýnt í dæmaskyni um þær upplýsingar sem finna má í Excel-skjali fjarskiptafyrirtækis og er þar er tiltekið heimilisfang mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Þrátt fyrir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um staðsetningu farnetssenda á myndrænu formi er ljóst að Excel-skjölin geyma upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. Þar af leiðandi verður að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum um staðsetningu farnetssenda sem fram koma í umræddum Excel-skjölum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun byggir ákvörðun sína um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu á því að annars vegar sé um að ræða upplýsingar sem felldar verði undir 1. og 3. töluliða 10. gr. upplýsingalaga og hins vegar 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003 skal Póst- og fjarskiptastofnun halda stafrænan gagnagrunn um almenn fjarskiptanet. Í gagnagrunninn skal skrá upplýsingar um staðsetningu og tæknilega eiginleika almennra fjarskiptaneta, bæði um virka og óvirka kerfishluta. Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að veita stofnuninni allar nauðsynlegar upplýsingar til skráningar í gagnagrunninn á því formi sem stofnunin ákveður, sbr. 2. mgr. 62. gr. a. <br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 62. gr. a er heimilt að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að gagnagrunninum. Þó skal takmarka aðgengi að upplýsingum ef það er nauðsynlegt í ljósi öryggis neta og áreiðanleika þeirra, þjóðaröryggis, lýðheilsu eða öryggis almennings, trúnaðarkvaða, réttmætra samkeppnishagsmuna og rekstrar- og viðskiptaleyndarmála. Ráðherra skal heimilt að setja reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 5. mgr. 62. gr. a segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. mgr. er lagt til að almenningi verði veittur takmarkaður aðgangur að upplýsingum í gagnagrunninum án þess að endurgjald komi fyrir. Með fyrirspurn í gagnagrunninn skal vera mögulegt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Tilgangurinn með því er að gefa hinum almenna borgara kost á að verða sér út um upplýsingar um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í nánasta umhverfi sínu, með tilliti til sjónarmiða um gagnsæi í skipulagsmálum.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í takmörkuðum aðgangi almennings felst að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Getur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið hvaða takmörkunum slíkur aðgangur almennings skuli vera háður, til að mynda með hliðsjón af öryggisástæðum eða vegna upplýsinga er varða mikilvæga viðskiptahagsmuni tíðnirétthafa og eigenda þráðlauss sendibúnaðar. Vitað er að upplýsingar sem þessar má tengja saman við staðsetningarþjónustu og virðisaukandi þjónustu sem byggist á því að veita notanda farsíma ákveðnar upplýsingar á grundvelli upplýsinga um staðsetningu hans. Hagnýting upplýsinga um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í slíkum viðskiptalegum tilgangi þykir eiga að vera á forræði eigenda búnaðarins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun setji nánari reglur um skráningu, birtingu og aðgang að upplýsingum í gagnagrunni um þráðlausan sendibúnað.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindu að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun veiti almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum sem vistaðar eru í gagnagrunni stofnunarinnar, þ. á m. aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Jafnframt liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir því aðgangur að upplýsingum úr gagnagrunninum skuli vera óheftur heldur skuli leggja mat á hvaða að hvaða upplýsingum veita beri aðgang, m.a. með vísan til öryggishagsmuna. Þá liggur fyrir að ekki hefur verið sett reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt mat á beiðni kæranda til aðgangs að upplýsingunum og telur öryggishagsmuni standa því í vegi að kærandi fái upplýsingar um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík, þar með um heimilisföng mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Hefur stofnunin í því sambandi bent á að upplýsingar um nákvæma staðsetningu farnetssenda geti auðveldað skemmdarverk á sendum og netárásir á þá. Hins vegar telur stofnunin að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um staðsetningu senda á tilteknu svæði án þess að nákvæm staðsetning þeirra sé gefin upp. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Póst- og fjarskiptastofnun að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um nákvæma staðsetningu farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er því mat nefndarinnar að stofnuninni sé heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að nákvæmum upplýsingum um það hvar allir farnetssendar í Reykjavík eru staðsettir, hvort sem upplýsingarnar koma fram í Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjunum eða í gagnagrunninum, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að auki ekki forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að útbúa þurfi sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær eru vistaðar í gagnagrunninum. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður því staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík.<br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lýst því yfir að stofnunin sé reiðubúin til að veita kæranda upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra, að teknu tilliti til mikilvægra öryggishagsmuna. Er sú afstaða í samræmi við áður tilvitnuð sjónarmið í athugasemdum við 5. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003. Óski kærandi eftir slíkum upplýsingum þarf hún að beina nýrri beiðni til stofnunarinnar þar um. <br /> <br /> Vegna kröfu Póst- og fjarskiptastofnunar til kæranda um rökstuðning fyrir þeim hagsmunum sem liggja að baki beiðninni vill úrskurðarnefnd um upplýsingamál árétta að sá sem beiðist gagna á grundvelli 1. mgr. 5. gr. þarf ekki að sýna fram á hagsmuni þess að fá umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni A um upplýsingar um heimilisföng mannvirkja í Reykjavík þar sem farnetssendar eru staðsettir. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
930/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Í málinu kærði fréttastofa synjun Verðlagsstofu skiptaverðs á beiðni um aðgang að Excel-skjali og minnisblaði sem varða athugun stofnunarinnar vegna Samherja hf. Stofnunin vísaði til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þær skýringar, með vísan til þess að liðin væru átta ár frá því að gögnin urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Synjun Verðlagsstofu skiptaverðs byggðist einnig á því að í gögnunum kynnu að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir stofnunina að veita aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 930/2020 í máli ÚNU 20080006.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. ágúst 2020 óskaði fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis eftir aðgangi að fundargerðum, gögnum eða minnisblöðum sem snúa að athugun Verðlagsstofu skiptaverðs vegna Samherja hf. og sneri að misræmi í karfaverði á árunum 2010 til 2011.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 13. ágúst 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu kom fram að engum fundargerðum eða minnisblöðum væri til að dreifa sem sneru að karfarannsókn Samherja sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerði á árunum 2010 til 2011. Að mati stofnunarinnar lyti beiðnin aðallega að Excel-skjali sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar og innihéldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í bréfinu kom fram það mat stofnunarinnar að gagnið teldist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem það innihéldi upplýsingar um aðra útflytjendur karfa en Samherja á sama tímabili. Þá var tekið fram að gagnið teldist enn vinnugagn þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna þar sem Verðlagsstofa annist upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina, sbr. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. ágúst 2020, var kæran kynnt Verðlagsstofu skiptaverðs og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs barst með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, ásamt Excel-skjalinu. Í bréfinu er rakið tilefni þess að skjalið var tekið saman. Fram kemur að skjalið innihaldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Hlutverk Verðlagsstofu samkvæmt lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sé að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að því að uppgjörið sé rétt og eðlilegt. Í apríl árið 2011 hafi uppgötvast ákveðið misræmi í karfaverði við reglubundna athugun Verðlagsstofu. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að vinna frekar með karfaverð í samstarfi við úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og hafi nefndin óskað eftir gögnum um útflutning á karfa til frekari skoðunar. Í kjölfarið hafi Excel-skjalið verið útbúið og afhent nefndinni.<br /> <br /> Í bréfinu kemur fram sú afstaða Verðlagsstofu skiptaverðs að skjalið teljist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að skjalið teljist enn til vinnugagns þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna þar sem Verðlagsstofu skiptaverðs sé samkvæmt 4. mgr. 8. gr. laga nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, falið að annast upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina. Skjalið teljist því enn vinnugagn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að þar sem meira en átta ár séu liðin síðan skjalið varð til hafi komið til álita hvort unnt væri að afhenda skjalið með vísan til 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana á upplýsingarétti þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Verðlagsstofa hafi hins vegar ekki treyst sér til að meta með fullnægjandi hætti hvort þær upplýsingar sem fram komi í skjalinu séu enn í dag að 10 árum liðnum viðkvæmar viðskiptaupplýsingar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Enn fremur kemur fram að Verðlagsstofa hafi ákveðið að afla ekki afstöðu allra þeirra lögaðila sem komi fyrir í Excel-skjalinu, sbr., 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem það krefðist of mikillar vinnu. Þá hafi stofnunin lagt mat á þann möguleika að strika yfir þær upplýsingar sem teldust viðkvæmar í skilningi upplýsingalaga og afhenda skjalið að hluta. Það myndi hins vegar að mati stofnunarinnar leiða til þess að samhengi myndi skorta í skjalið og afhending þess þar með gagnslaus.<br /> <br /> Í bréfinu er einnig vísað til þess að við afgreiðslu gagnabeiðninnar hafi komið í ljós annað gagn í aflögðum gagnagrunni Verðlagsstofu skiptaverðs með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Skjalið beri yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að stofnunin hafi sent þeim aðilum sem komu fyrir í skjalinu beiðni um afstöðu þeirra til efnis þess. Annar aðilinn hafi sjálfur birt skjalið sama dag á heimasíðu sinni með yfirstrikunum. Seinni aðilinn hafi lýst þeirri afstöðu sinni að hann teldi ekkert því til fyrirstöðu að afhenda skjalið. Stofnunin treystir sér hins vegar ekki til leggja mat á hvort hagsmunir almennings vegi þyngra en hagsmunir þeirra lögaðila sem fram koma í skjalinu og telji þar af leiðandi að lögaðilarnir í skjalinu eigi að njóta vafans. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Verðlagsstofu skiptaverðs. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda, fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, um aðgang að Excel-skjali sem tekið var saman af hálfu Verðlagsstofu skiptaverðs. Í Excel-skjalinu eru teknar saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Verðlagsstofa skiptaverðs annað skjal verða fellt undir beiðnina en það ber yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Í ljósi orðalags gagnabeiðninnar og þar sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið skýra afstöðu til afhendingar þess skjals verður í málinu einnig leyst úr ágreiningi um rétt kæranda til þess. <br /> <br /> Synjun Verðlagsstofu byggir á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga auk þess sem skjölin hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem koma við sögu í skjalinu. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í 12. gr. upplýsingalaga er fjallað um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í 1. tölul. 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að eigi aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.–3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Ljóst er að Excel-skjalið var tekið saman árið 2011 og því er meira en átta ár liðin frá því umrætt gagn varð til. Hið sama gildir um minnisblaðið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Verður synjun um aðgang að skjölunum því ekki reist á því að um vinnugögn sé að ræða.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölunum byggir einnig á að í þeim kunni að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs kemur fram sú afstaða að stofnunin treysti sér ekki til að leggja mat á hvort skjölin skuli undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um viðkvæmar upplýsingar séu að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þó liggur fyrir að Verðlagsstofa skiptaverðs synjaði engu að síður kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli takmörkunarákvæða upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram í þessu samhengi að upplýsingalög leggja þá skyldu á þá sem undir lögin falla að meta rétt til aðgangs að upplýsingum í gögnum samkvæmt lögunum. Meginreglan er sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Verðlagsstofa skiptaverðs getur ekki vikið sér undan skyldu sinni til mats á efni umbeðinna gagna, sbr. m.a. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Hvað sem framangreindum annmarka á málsmeðferð Verðlagsstofu skiptaverðs líður hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða Excel-skjal sem hefur að geyma tölulegar upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 til 2011. Í skjalinu er nánar tiltekið að finna yfirlit yfir magn, verð og meðalverð karfa sem fluttur var út á umræddu árabili. Þá koma m.a. fram upplýsingar um heiti hafnar, númer útflytjenda, umboðsmenn, sölustaði og gámanúmer. Í öðru lagi er um að ræða minnisblað sem ber heitið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í minnisblaðinu að fengnar hafi verið tölur frá Fiskistofu fyrir bæði árin þar sem fram komi hverjir séu útflytjendur, veiðiskip, dagsetningar, sölutegund, umboðsmenn, magn, verðmæti og fleira. Unnar hafi verið töflur upp úr því þar sem hægt sé að sjá meðalverð á karfa miðað við framleiðslutegund og umboðsmenn. Einnig sé sett upp í töflu magn og verð kr./kg í beinni sölu og á markaði innanlands fyrir árin 2008 og 2009 og þau meðalverð sem Verðlagsstofa skiptaverðs hafi gefið út yfir tímabilið. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að horfa til þess að í báðum tilvikum er um gömul skjöl að ræða sem tekin voru saman fyrir um áratug. Í gögnunum er þannig ekki að finna upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem getið er í skjölunum sem til þess eru fallnar að valda umræddum lögaðilum tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir þeirra lögaðila sem um ræðir af leynd um þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar sem fram koma í gögnunum séu aðgengilegar almenningi. Í því sambandi skal jafnframt tekið fram að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs afla ítarlegra gagna um fiskverð. Skal hún með skipulegum hætti vinna úr upplýsingunum sundurliðuð yfirlit um fiskverð miðað við einstök landsvæði, tiltekna viðskiptahætti og stærðar- og gæðaflokka. <br /> <br /> Við mat á því hvort upplýsingar þær sem um ræðir í þessu máli falli undir 9. gr. upplýsingalaga verður jafnframt að leggja áherslu á að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs reglulega birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best. Þá skal stofan afla gagna um afurðaverð og horfur um þróun þess. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga sömu sjónarmið við um minnisblaðið sem vísað er til í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs til nefndarinnar og hefur að geyma greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Verðlagsstofu skiptaverðs er skylt að veita kæranda aðgang að Excel-skjali þar sem teknar eru saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011 og minnisblaðinu „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.“<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir </p> <p> </p> <p> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <br /> |
929/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Kærð var afgreiðsla Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að tilboðsgögnum. Kærandi hafði lagt inn tilboð í leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina en annað tilboð hafði verið samþykkt. Upphafleg synjun Ríkiskaupa á beiðni kæranda byggðist á því að gögnin vörðuðu viðskiptahagsmuni annars fyrirtækis, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að viðkomandi fyrirtæki legðist gegn afhendingu gagnanna. Við meðferð málsins kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi beiðni kæranda ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 929/2020 í máli ÚNU 20050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. maí 2020, kærði Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður, f.h. K16 ehf., synjun Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að gögnum. Með erindi til Ríkiskaupa, dags. 13. maí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að tilboði Regins og öllum öðrum gögnum sem lágu til grundvallar því að tilboð Regins á leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina, sbr. auglýsingu nr. 200796, var samþykkt en kærandi var á meðal tilboðsgjafa. Með erindi, dags. 19. maí 2020, synjuðu Ríkiskaup beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda fælu gögnin í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og gæti afhending þeirra skaðað samkeppnishæfi Regins. Fram kemur að Ríkiskaup hafi leitað eftir afstöðu Regins til afhendingar gagnanna sem hafi lagst gegn henni og því hafi beiðni kæranda verið synjað.<br /> <br /> Í kæru segir að synjunin sé röng þar sem kærandi eigi rétt á að fá tilboð Regins. Kærandi byggir rétt sinn á 5. gr. upplýsingalaga en einnig 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fram kemur að kærandi hafi einnig gert tilboð í leigu fyrir Vegagerðina samkvæmt sömu auglýsingu. Kærandi telji ásæður synjunarinnar fyrirslátt þar sem ekki geti verið að finna viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um Reginn í tilboðinu. Þá mætti með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðskiptaupplýsingar sé þeim til að dreifa í gögnunum. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að Ríkiskaup hafi með tölvupósti, dags. 27. maí 2020, svarað beiðni kæranda um endurskoðun ákvörðunar stofnunarinnar. Í póstinum komi fram að mistök hafi orðið í þinglýsingu og því hafi ekki verið búið að þinglýsa leigusamningnum en búið væri að bæta úr því. Að mati Ríkiskaupa ætti hinn þingslýsti samningur að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hvað varði tilboð félagsins og önnur tilfallandi gögn og upplýsingar í tengslum við það sé vísað til fyrri röksemda Ríkiskaupa fyrir synjun á afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi aðilar máls ekki sett sig upp á móti því að tilboðsblað sé afhent og fylgi það því með.<br /> <br /> Kærandi segir Ríkiskaup hafa bent á að allar upplýsingar sem kærandi þurfi komi fram í þinglýstum leigusamningi. Í tvígang hafi Ríkiskaup tekið fram að leigusamningi hafi verið þinglýst en það sé ekki rétt. Þá hafi umrædd auglýsing Ríkiskaupa um leiguhúsnæði verið mjög yfirgripsmikil og henni fylgt þarfagreining fyrir Vegagerðina. Ekkert hús hefði getað uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafi verið nema ráðist væri í verulegar breytingar á húsnæði. Hvernig Reginn hygðist uppfylla þessar kröfur hafi ekki komið fram í tilboði sem kæranda hafi verið sent né í þinglýstum leigusamningi. Það sé því alls ófullnægjandi að vísa til þinglýsts leigusamnings og tilboðsblaðs sem sent hafi verið kæranda enda komi þar aðeins fram hver leiga á fermetra sé. Kærandi geti því aðeins að því leyti borið saman tilboð sitt og tilboð Regins sem hafi verið tekið af hálfu Ríkiskaupa.<br /> <br /> Til þess að kærandi geti raunverulega borið saman tilboð sitt, miðað við húsnæði sem kærandi hygðist leigja, og tilboð Regins, miðað við það húsnæði sem Reginn hafi yfir að ráða, þurfi kærandi að fá öll gögn sem lágu til grundvallar þegar Ríkiskaup tóku tilboði Regins í leiguna. Af gögnunum megi þá jafnframt ráða hvort Reginn hafi uppfyllt strangar þarfakröfur Ríkiskaupa, sem kærandi telur sig hafa uppfyllt. Réttur kæranda til að fá aðgang að umræddum gögnum sé og meiri en rétturinn til að hafa leynd um umsvif ríkisins vegna auglýsingar og útboðs á leigu fyrir Vegagerðina. Kærandi þurfi að fá umrædd gögn til að meta réttarstöðu sína í málinu. Þá vísar hann til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016, 646/2016, 570/2015 og A-414/2012 sem fordæma fyrir því að afhenda beri þau gögn sem lágu til grundvallar er tilboði Regins var tekið en ekki tilboði kæranda. Einnig er vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 472/2015. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Ríkiskaupum með bréfi, dags. 2. júní 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Ríkiskaupa, dags. 18. júní 2020, segir að þegar beiðni kæranda hafi borist hafi verið gert ráð fyrir að tilboðsgögn væru til staðar hjá Ríkiskaupum og að leitað hefði verið álits Regins á beiðninni. Vegna afstöðu Regins hafi beiðni um aðgang að tilboðinu verið synjað. Aðkoma Ríkiskaupa að leiguverkefnum hafi verið að sjá um auglýsingu á leiguhúsnæði, svara fyrirspurnum og taka við tilboðum. Tilboðin hafi síðan verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins sem sjái um að yfirfara þau og bera saman fyrir leigutaka. Þetta hafi komið í ljós eftir að kæran barst. Skýringin sé sú að erfitt sé að taka afrit af slíkum tilboðum þar sem þeim fylgi oft stórar teikningar. Vinnureglan hafi því verið sú að afhenda Framkvæmdasýslunni tilboðin enda séu þessar stofnanir staðsettar í sama húsi og tímafrekt og kostnaðarsamt að Ríkiskaup láti gera afrit af öllum tilboðum þegar hér sé um tvær stofnanir að ræða sem vinni verkefnið saman í sama húsnæði. Höfnun á afhendingu tilboðsgagna hafi því verið á misskilningi byggð. Tilboðsgögnin séu ekki til staðar hjá Ríkiskaupum en þau séu hjá Fjársýslu ríkisins. Beðist er velvirðingar á því að kærandi hafi fengið misvísandi upplýsingar varðandi þetta.<br /> <br /> Umsögn Ríkiskaupa var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 19. júní 2020, segir að Ríkiskaup hafi séð um að auglýsa eftir tilboðum í leiguhúsnæði fyrir hönd ríkisins og þeirra stofnana sem í hlut eigi. Í auglýsingunni segi að „Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs“ óski eftir að taka á leigu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þetta hafi Ríkiskaup fengið öll tilboðsgögn afhent. Það leysi Ríkiskaup ekki undan þeirri ábyrgð, á að afhenda kæranda tilboðsgögn, að Ríkiskaup hafi afhent tilboðsgögnin annarri stofnun ríkisins. Ríkiskaupum sé í lófa lagið að fá gögnin aftur hafi þau verið afhent öðrum aðilum. Minna megi á skyldu ríkisstofnana vegna skjalavistunar. Vinnuregla sú sem Ríkiskaup vísi til megi ekki bitna á kæranda þessa máls en efast megi um lögmæti slíkrar vinnureglu út frá reglum stjórnsýsluréttar. Vinnuregla sem þessi stuðli ekki að skilvirkni, gegnsæi og miðlun upplýsinga. Borgurum sé gert afar erfitt um vik að sækja rétt sinn. Innri verkaskipting milli stjórnvalda eigi ekki með þessum hætti að bitna á borgurunum. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann hafi sent bréf til Ríkiskaupa, dags. 9. apríl 2019, þar sem þess hafi verið krafist að farið væri að lögum við útboðið og þá sérstaklega lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 4. júlí 2019 hafi verið kærð til kærunefndar útboðsmála sú ákvörðun að ganga til samninga við Reginn. Ríkiskaup hafi komið á framfæri sjónarmiðum vegna þeirrar kæru, dags. 6. ágúst 2019. Kveðinn hafi verið upp úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2019 í máli kæranda gegn Ríkiskaupum, Vegagerðinni og Framkvæmdasýslu ríkisins. <br /> <br /> Af þessu sé ljóst að Ríkiskaup séu lögformlegur aðili að máli þessu og geti ekki borið fyrir sig að hafa afhent gögnin annarri ríkisstofnun. Þá hafi Ríkiskaup ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga um að gögnin hefðu verið afhent annarri ríkisstofnun. Ríkiskaup eigi að bera hallann af skorti á leiðbeiningarskyldu sinni og eigi sjálf að útvega þau gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi látið henni í té og afhenda kæranda þau. Ljóst sé að Ríkiskaup eigi fullan rétt á að fá öll gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi afhent Framkvæmdasýslunni. <br /> <br /> Kærandi hafi ekki getað, á grundvelli auglýsingar ríkiskaupa nr. 20796, né af kæru sinni til kærunefndar útboðsmála og umsagnar Ríkiskaupa um þá kæru, talið að gögnin væru annars staðar en hjá Ríkiskaupum. Það sé óviðunandi ef það sé viðurkennt að ríkisstofnun geti afhent gögn máls annarri ríkisstofnun og þannig komist hjá skyldu sinni til að afhenda gögn máls. Þetta valdi glundroða í meðferð stjórnsýslumála og geri borgurum almennt afar erfitt um vik að sækja rétt sinn gagnvart ríkinu. Minnt sé á að málsaðild í dómsmálum gagnvart ríkinu sé almennt að ríkið sé aðili en ekki verið að elta ólar við hvaða tiltekna ríkisstofnun sé um að ræða hverju sinni.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum frá Regin hf. sem bárust Ríkiskaupum í tilefni af auglýsingu nr. 20796 þar sem auglýst var eftir leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup synjuðu beiðni kæranda upphaflega með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að gögn er heyra undir starfsemi stjórnvalds og því er skylt að hafa í vörslum sínum kunni að teljast fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, enda þótt þau hafi ekki verið skráð réttilega eða geymd innan veggja stjórnvaldsins sjálfs. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. apríl 2020 í máli nr. 887/2020 og úrskurðar frá 20. maí 2020 í máli nr. 900/2020. Horfir nefndin í því sambandi til þess að í slíkum tilvikum kunni stjórnvaldinu engu að síður að vera hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar borgaranna til aðgangs að þeim í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Ekki verður séð að sú „vinnuregla“ að varðveita ekki og taka ekki afrit af gögnum sem stofnuninni berast geti samræmst skyldum afhendingarskylds aðila, sbr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laga nr. 77/2014 er aðilum skylt að skrá mál á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Úrskurðarnefndin ítrekar þó í þessu sambandi að varðveisla gagna, í samræmi við fyrirmæli laga um opinber skjalasöfn sem og 26. og 27. gr. upplýsingalaga, er ein af forsendum þess að upplýsingaréttur almennings sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Í ljósi upphaflegrar synjunar Ríkiskaupa á beiðni kæranda, dags. 19. maí 2020, sem byggðist á því að umbeðin gögn fælu í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og að afhending þeirra gæti skaðað samkeppnishæfi þriðja aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, áréttar úrskurðarnefndin að stjórnvöldum ber að leggja sjálfstætt mat á gögn sem óskað er aðgangs að. Það samræmist ekki kröfum sem gerðar eru til málsmeðferðar og afgreiðslu mála samkvæmt upplýsingalögum að stjórnvald synji beiðni um aðgang að gögnum eingöngu á þeim grundvelli að þriðji aðili leggist gegn afhendingu gagnanna, án þess að stjórnvald leggi sjálfstætt efnislegt mat á efni gagnanna, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að stofnunin kanni hvort unnt sé að nálgast umbeðin gögn, sem henni er eftir atvikum skylt að halda utan um, og taki rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. Sé Ríkiskaupum ekki kleift að nálgast gögnin leiðir það til frávísunar á beiðni kæranda en ekki til synjunar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 19. maí 2020, um synjun beiðni K16 ehf. um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
928/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Kærð var synjun ríkislögmanns á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að stefnum þriggja félaga gegn íslenska ríkinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist auk þess á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkislögmann ekki hafa lagt fullnægjandi mat á efni stefnanna í því sambandi. Var því ákvörðun ríkislögmanns felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 928/2020 í máli ÚNU 20050011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. maí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ríkislögmanns, dags. 15. apríl 2020, óskaði kærandi eftir afritum af þremur stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Í svari ríkislögmanns, dags. 14. maí 2020, segir að málin séu öll til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og að óvíst sé hvenær þau verði flutt fyrir dóminum. Fram kemur að ríkislögmaður hafi óskað eftir afstöðu stefnenda til afhendingar gagnanna og að þeir séu mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Ríkislögmaður telji þar af leiðandi óheimilt að afhenda kæranda umbeðin gögn enda standi fyrirmæli 9. gr. upplýsingalaga því í vegi. Með stefnunum hafi viðkomandi lögaðilar lagt grunn að dómsmálum. Stefnurnar sem og önnur gögn sem lögð hafi verið til dómsins lúti reglum réttarfarslaga og ríkislögmaður líti svo á að slík gögn séu almennt undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ríkislögmaður tekur fram að um rétt til aðgangs að gögnum í einkamáli sé fjallað í 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 14. gr. sé að finna heimild til að afhenda þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta staðfest endurrit af málsskjölum, sbr. og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Samkvæmt 6. gr. reglnanna taki dómari máls, sem sé ólokið, afstöðu til slíkrar beiðni en dómstjóri ef máli sé endanlega lokið fyrir héraðsdómi. Heimilt sé að krefjast úrskurðar dómara um synjun um aðgang að gögnum eða afhendingu endurrits. Slíkur úrskurður sé kæranlegur til Landsréttar samkvæmt d lið 1. mgr. 143. laga um meðferð einkamála. Afstaða ríkislögmanns sé sú að fyrirmæli réttarfarslaga gangi framar upplýsingalögum þegar um sé að ræða afhendingu á gögnum sem lögð séu fram í dómsmáli. Af þeim sökum sé erindi kæranda um að fá afrit stefnanna hafnað. Þá sé það afstaða ríkislögmanns að niðurstöður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum 885/2020 og 886/2020 (makrílmálum) hafi ekki gildi ef reyndi á í dómsmáli en eins og á hafi staðið hafi ekki verið forsendur til að skjóta þeim úrskurði til dómstóla.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji afstöðu ríkislögmanns ekki í samræmi við úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 885/2020 og 886/2020 og að ríkislögmaður hafi látið nægja að leita afstöðu eigenda félaganna en ekki metið hvort tilefni væri til að afhenda hluta af stefnunum. Kæranda þyki ríkislögmaður því ekki hafa afgreitt erindið með fullnægjandi hætti og telji rétt að ríkislögmanni verði gert að afgreiða erindið aftur og taka efnislega afstöðu til þess.<br /> <h2>Málsmeðferð<br /> 1.</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 15. maí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 29. maí 2020, segir að ákvörðun um að synja beiðni kæranda byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar þeim að stefnurnar, sem allar hafi verið lagðar fram við þingfestingu málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. október 2019, séu undanþegnar upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns frá 14. maí 2020 hafi hann óskað eftir afstöðu stefnenda til beiðni kæranda og séu þeir mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Í athugasemdum til frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þar sem ótvíræð synjun stefnenda liggi fyrir geti ríkislögmaður ekki afhent kæranda afritin.<br /> <br /> Hins vegar byggi ákvörðun ríkislögmanns á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmálum sem rekin séu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að mati embættisins gildi ákvæði 13. og 14. gr. um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalög. Af þessum ástæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur almennings sé grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt settar við afhendingu gagna úr dómsmáli enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga um meðferð einkamála mæli fyrir um eða hvaða upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati ríkislögmanns nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sem sé í málum ríkisins eða annarra.<br /> <br /> Hvað varði ábendingu kæranda um að afstaða ríkislögmanns samræmist ekki niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 tekur ríkislögmaður fram að hann telji það ekki í valdi úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ákveða afhendingu dómskjala. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segi að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í lögskýringum með ákvæðinu segi: „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Ríkislögmaður segir lagaákvæðið skýrt; upplýsingalög gildi ekki um gögn sem lögð séu fram í dómi og séu í vörslu dómstóla. Öndverð niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 fái því hvorki samræmst ótvíræðum lagafyrirmælum né vilja löggjafans. Ríkislögmaður telji því að úrskurðarnefndinni beri að vísa kærunni frá en ella synja framkominni kröfu, enda ekki í valdi hennar að fjalla um eða taka ákvörðun sem löggjafinn ætli dómstólum að taka, sbr. 14. og 15. gr. laga um meðferð einkamála og reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sem settar séu á grundvelli síðarnefnda lagaákvæðisins.<br /> <br /> Í umsögninni segir að upplýsingaréttur almennings og þar með talið kæranda verði ekki rýmri við það að ríkislögmaður, fyrir hönd íslenska ríkisins, sinni áskorun stefnanda um að mæta við þingfestingu máls í héraðsdómi og fái þar afhenta stefnu og þau gögn sem hún byggi á. Ríkislögmaður geti ekki fallist á öndverða túlkun úrskurðarnefndar um upplýsingamál og telji hana beinlínis ranga og án lagastoðar. Í þeim efnum vilji ríkislögmaður sérstaklega halda til haga að þau mál sem kæra lúti að séu dómsmál en ekki stjórnsýslumál. Mál sé þingfest þegar stefna sé lögð fram fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 94. gr. laga um meðferð einkamála. Frá og með því tímamarki sé það einungis í valdi dómara og eftir atvikum dómstjóra að ákveða hvort kæranda verði afhent afrit af þeim stefnum sem krafa hans lúti að, sbr. II. kafla laga um meðferð einkamála. Því beri kæranda að beina kröfu um aðgang að málsgögnum til þess dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafi málin til úrlausnar. Ríkislögmaður ítrekar að lokum að vísa beri kærunni frá en ella synja kröfu kæranda um umbeðin gögn.<br /> <h2>2.</h2> Með umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar fylgdi afrit af erindi frá lögmanni Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. til ríkislögmanns, dags. 4. maí 2020, þar sem afstöðu fyrirtækjanna til afhendingar stefnanna er lýst. <br /> <br /> Í erindi lögmannsins segir að fyrirtækin séu mótfallin því að afrit verði afhent kæranda. Kærandi hafi ekki fært fyrir því rök að hann eigi rétt til stefnanna á þeim grundvelli sem kveðið sé á um í 14. gr. laga um meðferð einkamála. Ákvæðið feli í sér sérlög sem gangi framar upplýsingalögum og fásinna væri ef hægt væri að sniðganga þá vernd um einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila sem þeim séu falin þegar þeir leiti réttar fyrir dómstólum með því að skikka embætti ríkislögmanns eða annað stjórnvald til að afhenda almenningi dómsskjöl úr einkamálum á grundvelli upplýsingalaga. Einstaklingar og lögaðilar megi ganga út frá því að það gildi ekki ríkari aðgangur almennings að málsskjölum sem þeir leggi fram fyrir dómstólum landsins en samkvæmt réttarfarslögum, jafnvel þó skjölin rati óhjákvæmilega í hendur embættis ríkislögmanns eða annarra stjórnvalda. <br /> <br /> Þá segir að embætti ríkislögmanns sé óheimilt að afhenda stefnurnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga enda fjalli þær um bæði einka- og fjárhagsmálefni fyrirtækjanna. Almenning varði ekkert um það hvernig fyrirtækin fjármagni starfsemi sína eða um önnur einkafjárhagsmálefni þeirra og því eigi 9. gr. laganna við fullum fetum. Í stefnunum séu aukinheldur nafngreindir einstaklingar sem almenning varði ekkert um hverjir séu eða hvernig þeir komi að málinu. <br /> <br /> Fyrirtækin vekja athygli á því að þegar yfirskattanefnd birti úrskurði sína í málum þeirra þá hafi öll nöfn verið afmáð. Ekki dugi að afhenda stefnurnar þannig að hluti þeirra sé afmáður enda hætt við að auðvelt sé fyrir þá sem fái stefnurnar í hendurnar að lesa milli línanna þar sem þeim sé kunnugt um nöfn málsaðila. <br /> <br /> Fyrirtækin óski þess að embætti ríkislögmanns láti reyna á það til hins ítrasta og eftir atvikum fyrir dómi ef úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á beiðni um afhendingu stefnanna að einhverju leyti. Þá óski þau þess, verði því við komið, að fyrirtækin fái tækifæri til að gæta hagsmuna sinna fyrir dómi áður en afhending stefnanna eigi sér stað. Það gæti gerst þannig að ríkislögmaður neitaði afhendingu stefnanna að gengnum úrskurði úrskurðarnefndarinnar en fyrirtækin gætu gætt hagsmuna sinna á grundvelli 20. gr. laga um meðferð einkamála ef kærandi færi í aðfararmál fyrir héraðsdómi til að fullnusta úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <h2>3.</h2> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 9. júní 2020, segir kærandi í fyrsta lagi að það kunni að vera að stefnurnar þrjár hafi að geyma fjárhags- og einkamálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari skv. 9. gr. upplýsingalaga, líkt og ríkislögmaður byggi á. Kærandi dragi hins vegar í efa að þær upplýsingar séu svo umfangsmiklar að ekki sé unnt að afmá þær og afhenda afganginn af skjölunum. Í öðru lagi byggi synjunin á því að um afhendingu skjalanna fari eftir lögum um meðferð einkamála en ekki upplýsingalögum. Kærandi telji að allir sem að málinu komi viti af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 885/2020 og nr. 886/2020 þar sem komist hafi verið að öndverðri niðurstöðu. Kærandi bendir á nýlegt álit umboðsmanns Alþingis, frá desember 2019, í máli nr. 9758/2018 en í málinu hafi yfirfasteignamatsnefnd og síðar umboðsmaður Alþingis gert athugasemdir við málsmeðferð Þjóðskrár Íslands í tengslum við beiðni þeirra um endurákvörðun fasteignamats. Þar segi meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Það er meginregla stjórnsýsluréttar að lægra settu stjórnvaldi beri að hlíta niðurstöðu æðra stjórnvalds sem endurskoðað hefur ákvörðun hins lægra setta, á grundvelli kæru frá aðila sem á lögvarinna hagsmuna að gæta, í samræmi við eftirlits- og stjórnunarheimildir sínar, þ.m.t. á grundvelli stjórnsýslukæru. Þrátt fyrir að lægra sett stjórnvald kunni að vera ósammála niðurstöðu eða forsendum æðra setts stjórnvalds verður það almennt að hlíta niðurstöðunni og setja málið í þann lagalega farveg sem æðra sett stjórnvald hefur byggt niðurstöðu sína á. Þegar lægra sett stjórnvald er ekki sammála úrskurði æðra setts stjórnvalds standa því ekki lög til þess að lægra setta stjórnvaldið geti litið framhjá úrskurðinum og sett málið í annan lagalegan farveg.“ <br /> <br /> Kærandi segir ríkislögmann vita þetta og að einfalt hefði verið fyrir embættið að óska eftir frestun réttaráhrifa fyrri úrskurðanna tveggja og láta á þá reyna fyrir dómstólum, það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Þá bendir kærandi á það að í framkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið litið svo á að hafi upplýsingar áður birst opinberlega standi því lítið í vegi að þær séu afhentar. Af úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 megi ráða að málin þrjú hafi verið höfðuð til ógildingar á tilteknum úrskurðum yfirskattanefndar. Það sé misjafnt hvað yfirskattanefnd kjósi að birta og hvað ekki. Í þessu tilfelli sé það hins vegar svo að tveir af þremur úrskurðum nefndarinnar, nánar til tekið nr. 279/2015 og 280/2015, hafi verið birtir opinberlega á vefsvæði nefndarinnar. Úrskurðirnir hafi bæði að geyma helstu málsatvik og upphæðir í málinu. Hafi stefnurnar að geyma einhverjar upplýsingar sem vanalega myndu falla undir 9. gr. upplýsingalaga þá fái kærandi ekki betur séð en að „þeim ketti hafi verið sleppt úr sekknum“. <br /> <br /> Að lokum minnir kærandi á sérstaka stöðu íslenska ríkisins sem aðila að dómsmáli. Fræðimenn á sviði stjórnsýsluréttar telji að í ljósi stöðu sinnar og meginreglna stjórnsýsluréttarins geti ríkið ekki hagað sér með sama hætti og einstaklingar eða lögaðilar fyrir dómi. Þegar ríkislögmaður taki til varna sé það sökum þess að borgari telji að ríkið hafi gert á sinn hlut eða farið á svig við sínar eigin reglur. Það verði að teljast að borgarar hafi ríka hagsmuni af því að geta fylgst með framgangi slíkra dómsmála enda ekki loku fyrir það skotið að einhver annar geti verið í sömu aðstöðu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að stefnum í málum sem félögin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Stefnurnar þrjár voru lagðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda um aðgang að stefnunum er í fyrsta lagi byggð á því að þær séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem um sé að ræða málsskjöl í dómsmáli. Að mati ríkislögmanns fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 13. og 14. gr. laganna, og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Er sú túlkun sögð eiga sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019:<br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. <br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 14. gr. segir orðrétt: <br /> <br /> „Meðan mál er rekið fyrir æðra dómi eða héraðsdómi er dómara eða eftir atvikum dómsformanni skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók, svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því þess er óskað.“<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi 14. gr. laga um meðferð einkamála veitir ákvæðið rétt til aðgangs að staðfestum eftirritum af málsskjölum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi í einkamáli. Er það óháð því hvort um sé að ræða gögn sem eru eða hafa jafnframt verið í vörslum stjórnvalda og falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 4. gr. upplýsingalaga eða tilheyra starfsemi sem felld verður undir gildissvið laganna, sbr. 2. og 3. gr. þeirra. Þá lýtur ákvæði 14. gr. að skyldu dómara eða eftir atvikum dómsformanns að afgreiða slíka beiðni, en réttur til aðgangs samkvæmt ákvæðinu er takmarkaður við þá aðila sem hafa ,,lögvarinna hagsmuna að gæta.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi verið gengið út frá því að ákvæðið gilti um gagnabeiðnir sem beint væri að dómstólum og sem varða málsskjöl í einkamálum. Eins og ákvæði 5. mgr. 2. gr. er orðað nær það aðeins til gagna í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar sem ekki lúta að meðferð einstakra dómsmála, sem og endurrita úr dóma-, gerða- og þingbókum. Ákvæðið nær því samkvæmt orðalagi sínu ekki til gagna sem lögð hafa verið fram í einkamálum en eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Ákvæði 14. gr. laga um meðferð einkamála fjallar einnig aðeins um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómstóla, sbr. einnig 2. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Er sá aðgangur sem fyrr segir takmarkaður við þá sem eiga „lögvarinna hagsmuna“ að gæta. Við afmörkun á gildissviði 14. gr. laga um meðferð einkamála verður þá jafnframt að horfa til þess að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka lögin einungis til „dómsmála sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir fyrirmælum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvæmt.“<br /> <br /> Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin engan vafa leika á því að ákvæði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, getur ekki tekið til beiðna um aðgang að gögnum í vörslum stjórnvalda, enda þótt þau gögn kunni að vera notuð í dómsmálum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 51/1985, um ríkislögmann, er embætti ríkislögmanns sjálfstæð stofnun sem heyrir undir stjórnarráðið. Ljóst er því að embættið fellur undir hugtakið ,,stjórnvald“ í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og upplýsingalögin gilda því um starfsemi embættisins. <br /> <br /> Þegar leyst er úr því hvaða reglur gilda um rétt almennings til aðgangs að skjölum í vörslum stjórnvalda sem lögð hafa verið fram fyrir dómi, á grundvelli upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í fyrrnefndu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. <br /> <br /> Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin hafi í vörslum sínum gögn sem kunna að vera lögð fram í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ Af orðalagi ákvæðisins verður enn fremur ráðið að það geti átt við gögn hvort sem þeirra var aflað fyrir eða eftir að dómsmál var höfðað. Í lögskýringargögnum kemur þó fram að umfang þeirrar undantekningarheimildar ákvæðisins sé takmarkað við gögn sem lúta að ráðgjöf sérfróðra aðila til stjórnvalda.<br /> <br /> Að slepptu ákvæði 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga er ekki að finna nein ákvæði í lögunum sem fjalla um málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð með nokkru móti af ákvæðum laganna að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn upplýsingarétti með sama hætti og dómstólar samkvæmt 5. mgr. 2. gr. laganna. Þar af leiðandi verður að leggja til grundvallar að ákvæði upplýsingalaga gildi um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði laganna eiga við.<br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 736/2018, 885/2020 og 886/2020. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin tekur fram að það heyrir ekki undir nefndina að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga um meðferð einkamála. <br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi byggð á þeim grundvelli að þær innihaldi upplýsingar sem eru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Stefnendur í málunum séu auk þess mótfallnir afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í stefnum Brimgarða ehf. og 14. júní ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu félaganna, og úrskurðir yfirskattanefndar nr. 278/2015 og 279/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt og til þrautavara að viðurkennt verði með dómi að stefnendum hafi verið heimilt að gjald- og skuldfæra verðbætur og afföll vegna skuldabréfanna, sem félögin gáfu út á árinu 2005, frá tekjuskatti í skattframtölum áranna 2008-2012. <br /> <br /> Í stefnu Langasjávar ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu dótturfélaga Langasjávar ehf., og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt vegna leiðréttingar á samsköttun með dótturfélögum stefnanda þannig að tekið verði tillit til frádráttarliða í skattframtölum félaganna, affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., á árunum 2008-2012 vegna skuldabréfaútgáfu þeirra á árinu 2005. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að félaginu hafi verði heimilt að leiðrétta tekjuskattsstofn sinn í skattframtölum áranna 2008-2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna.<br /> <br /> Í stefnum einkahlutafélaganna þriggja er fjallað ítarlega um umdeilda skuldabréfaútgáfu Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., sem eru dótturfélög Langasjávar ehf., frá árinu 2005, en með úrskurði frá 20. desember 2013 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld á fyrirtækin fyrir gjaldárin 2008-2012, enda taldi embættið að umrædd skuldabréfaútgáfa hefði falið í sér óvenjuleg viðskipti sem stofnað hefði verið til með skattasniðgöngu að augnamiði. Niðurstaða ríkisskattstjóra var staðfest í þremur úrskurðum yfirskattanefndar, nr. 278/2015, 279/2015 og 280/2015, dags. 21. október 2015. Tveir úrskurðanna, nr. 279/2015 og 280/2015, voru birtir opinberlega á vef nefndarinnar en einn þeirra, nr. 278/2015, var ekki birtur. Í úrskurðunum er öllum málsatvikum lýst, ákvörðunum ríkisskattstjóra, sem og kröfum félaganna og málsástæðum þeirra. Nöfn félaganna og einstaklinga eru hins vegar afmáð í hinum birtu úrskurðum. <br /> <br /> Um sömu mál er fjallað í úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 sem varða kröfur félaganna um vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð málanna. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. apríl 2020, sem Landsréttur staðfesti, er málsatvikum lýst sem og dómkröfum félaganna sem snúa m.a. að ógildingu fyrrnefndra úrskurða yfirskattanefndar. Þannig hafa nöfn félaganna þriggja þegar verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum þeirra um ógildingu tiltekinna úrskurða yfirskattanefndar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefna í dómsmálum sem varða lögmæti ákvarðana skattyfirvalda. Þrátt fyrir að nöfn stefnenda hafi ekki verið birt opinberlega í úrskurðum yfirskattanefndar nr. 279/2015 og 280/2015 hafa þau ásamt kröfugerð þeirra í fyrirhuguðu dómsmáli verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að ekki sé almennt hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunum og sem þegar hafa verið birtar opinberlega í samræmi við fyrirmæli laga séu til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum félaganna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að slíkar upplýsingar verði ekki felldar undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er einn úrskurður yfirskattanefndar óbirtur, þ.e. úrskurður nr. 278/2015 í máli 14. júní ehf. Með vísan til þessa gilda önnur sjónarmið um þær upplýsingar sem fram koma í stefnu 14. júní ehf. að því marki sem þær hafa ekki verið birtar með úrskurði Landsréttar í máli félagsins frá 28. maí 2020 í máli nr. 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar. Það er mat nefndarinnar að aðkoma tilgreinds hluthafa í Brimgörðum ehf., en nafn hans er birt í stefnunum þremur, sé slík að hún varði einkahagsmuni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en nafnið hefur ekki verið birt opinberlega í tengslum við málið. Verður því að telja að ríkislögmanni sé rétt að afmá nafnið úr stefnu Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. <br /> <br /> Um stefnurnar að öðru leyti er það að segja að í þeim koma fram margvíslegar upplýsingar um fjárhagsmálefni umræddra félaga. Mikill hluti þessara upplýsinga hefur þegar verið birtur í samræmi við ákvæði laga eins og rakið er hér að framan. Þetta gildir þó ekki um allar upplýsingarnar, enda hefur úrskurður yfirskattanefndar í máli 14. júní ehf. ekki verið birtur opinberlega. Við ákvörðun um afhendingu stefnanna til kæranda þarf því að meta hvort 9. gr. upplýsingalaga geti tekið til einhverra þeirra upplýsinga sem ekki hafa verið birtar. Slíkt mat hefur ekki farið fram af hálfu ríkislögmanns.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir ríkislögmann að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni kæranda um aðgang að stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu og lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019 er vísað til ríkislögmanns til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
927/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fylgdu umsókn um endurgreiðslu vegna framleiðslu tiltekinnar kvikmyndar. Nefndin taldi umbeðin gögn varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðandans og því undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með nefndinni að hluti gagnanna væri undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en taldi þó að kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 927/2020 í máli ÚNU 20030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. mars 2020, kærði A afgreiðslu nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á beiðni hans um öll fyrirliggjandi gögn varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar.<br /> <br /> Þann 17. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerðar er varða félagið Ljósmál ehf. Í svari nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, dags. 12. mars 2020, segir að nefndin sé stjórnvald sem taki ákvörðun um rétt umsækjenda til greiðslna úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 43/1999. Aðili stjórnsýslumáls vegna slíkrar endurgreiðslu sé í þessu tilviki Ljósmál ehf., en ekki einstakir aðstandendur þeirrar kvikmyndar sem framleidd var af hálfu fyrirtækisins. Við skoðun nefndarinnar á skráningu í fyrirtækjaskrá sé kærandi hvorki skráður sem stjórnarformaður, stjórnarmaður né framkvæmdastjóri Ljósmáls ehf. Því líti nefndin svo á að kærandi geti ekki verið aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna endurgreiðslubeiðni Ljósmáls ehf. til nefndarinnar. Beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að því hvort þau gögn sem beðið sé um aðgang að falli undir þau gögn sem beri að veita almenningi aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í svarinu segir einnig að af lestri gagna málsins í heild sinni hafi nefndarmönnum verið ljóst að ágreiningur væri um yfirráð yfir félaginu Ljósmáli ehf. Því næst er í bréfinu farið yfir málsatvik varðandi umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og umfjöllun nefndarinnar um hana, þ.e. þær upplýsingar sem nefndin taldi sér heimilt að veita á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin upplýsti kæranda jafnframt um að nefndin hefði ekki afgreitt umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslu með endanlegum hætti. Nauðsynlegt væri að minna á að til þess að uppfylla skilyrði um endurgreiðslu skv. lögum nr. 43/1999 þurfi umsækjandi um endurgreiðslu að leggja fram ítarleg gögn um fjárhagsmálefni sín. Eins og áður segi sé umsækjandi Ljósmál ehf. og beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að fjárhagsmálefnum þess félags, sem sé sá aðili sem stjórnvaldsákvörðun nefndarinnar muni beinast að. Nefndin meti það svo að slík gögn; bókhaldsgögn, kostnaðaruppgjör og önnur fjárhagsleg gögn fyrirtækja eða einstaklinga, séu alla jafna þess eðlis að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og séu slíkar upplýsingar undanskildar upplýsingarétti almennings með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings bendi nefndin á að hún miði afstöðu sína við það að ekki hafi verið tekin endanleg stjórnvaldsákvörðun um rétt félagsins til endurgreiðslu. Það sé einnig rétt að nefna að nefndin hafi ekki óskað eftir afstöðu Ljósmáls ehf. til beiðni um aðgang að gögnum þar sem afstaða hennar byggist á almennum sjónarmiðum áður en stjórnvaldsákvörðun er tekin. Nefndinni sé ekki heldur kunnugt um að kærandi hafi beðið skráða forsvarsvarsmenn fyrirtækisins um slík gögn eða eftir atvikum óskað eftir viðbrögðum þeirra við slíkri beiðni. Nefndin líti því svo á að hún hafi með þessum pósti veitt tilteknar upplýsingar, sem almenningur eigi rétt á, um afgreiðslu máls er varðar einkahlutafélagið Ljósmál á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. stöðu afgreiðslu málsins hjá nefndinni, en synji kæranda um aðgang að öllum gögnum sem nefndinni hafi borist vegna þess, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í viðbótarrökstuðningi við kæru sem barst úrskurðarnefndinni þann 31. mars 2020 er því hafnað að upplýsingarnar varði ekki kæranda sjálfan, sbr. 14. gr. upplýsingalaga. Af hálfu kæranda er einnig haldið fram að skráning fyrirtækjaskrár geti ekki talist úrskurður um rétt borgaranna um upplýsingar um sig sjálfa eða mál sem varði brýna hagsmuni þeirra. Þá sé ekki rétt að kærandi hafi ekki stjórnsýslulegan rétt á aðgangi að öllum upplýsingum málsins og vísað er til samnings, dags. 1. maí 2019, sem liggi umræddu verkefni til grundvallar hvað varði 8. gr reglugerð 229/2003 með síðari breytingum. Þar segi m.a. að styrkir „eru aðeins veittir sjálfstæðum framleiðendum sem hafa reynslu og/eða staðgóða þekkingu á kvikmyndagerð. Sjálfstæður framleiðandi sé fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi.” Í ofangreindum framleiðslusamningi, dags. 1. maí 2019, komi m.a. fram að kærandi sé framleiðandi verksins. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að nokkur fagaðili í stöðu framleiðanda taki að sér verkefni án þess að hafa fulla yfirsýn yfir alla verkþætti sem tilheyri verksviði framleiðanda, þ.m.t. allar upplýsingar um fjárreiður og fjárstreymi verksins og að það skili sér til verkefnisins eins og gert sé ráð fyrir í lögum um kvikmyndasjóð og að frágangur samræmist faglegum metnaði. <br /> Þá segir að fordæmi fyrir því að neita fagaliða verksins um allar upplýsingar kunni að vera afar umdeilt í þessu fagi. Í svari nefndarinnar komi einnig fram það sjónarmið að engar upplýsingar sem fram geti komið af hálfu eina fagframleiðandans, það er undirritaðs, geti verið málinu til úrlausnar. Rétt hefði verið að leita upplýsinga um vafamál verkefnisins í þessu tilliti hjá þeim sem málið varðar, sbr. rannsóknar- og upplýsingaskyldu, og hefði að verið í anda meðalhófs. Ekki verði því séð að afstaða nefndarinnar samræmist góðum stjórnsýsluháttum. <br /> <br /> Kærandi segir ekki vera ágreining um yfirráð né eignarhald á félaginu, aðeins sé um vanefndir að ræða af hálfu forsvarskonu félagsins, auk þess að aðgengi kæranda að reikningum félagins, fjárstreymi og prókúru sé vegna faglegra sjónarmiða um frágang og uppgjör verksins, en að síðustu vegna ætlaðra vanefnda. Þá bendir kærandi á að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda tölvupóst sem varði hagsmuni þriðja aðila, Ljósmáls ehf., merktan stjórnarmanni félagsins og sé því ekki samræmi á milli þess og túlkunar nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á 5. gr. upplýsingalaga og markmiði laganna. Þá hafi fjársýsla ríkisins upplýst um hvernig greiðslubeiðni er varði greiðslu fjársýslunnar, dags. 10. desember 2019, til félagsins var háttað en Kvikmyndamiðstöð Íslands hafi ekki gert það. Beiðni kæranda hafi því verið svarað að hluta en rekstrar- og efnahagsreikninga vanti, sem m.a. sýni fram á inneignarstöðu virðisaukaskatts og hvernig og hvar reikningar séu skráðir. Að lokum ítrekar kærandi kröfu sína um aðgang að öllum gögnum félagsins Ljósmáls ehf. sem fyrir liggi hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar með talin afrit samskipta, tölvupósta og fundargerða, með vísan til 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar sem segi að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða og minnisblaða. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 31. mars 2020, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn nefndarinnar, dags. 22. júní 2020, segir að til þess að uppfylla skilyrði laga nr. 43/1999 um endurgreiðslu fái nefndin aðgang að margvíslegum fjárhagsupplýsingum, þ.á.m. yfirliti yfir framleiðslukostnað verkefna, hreyfingalista bókhalds, eftir atvikum ársreikningum og öðrum gögnum sem tengjast fjárhagsuppgjöri vegna þess verkefnis sem krafist er endurgreiðslu vegna. Með vísan til bréfs nefndarinnar til kæranda dags. 12. mars sl., sem sé hluti af gögnum málsins, telji nefndin að aðgangur að gögnum um fjárhagsmálefni þess einkahlutafélags sem sótti um endurgreiðslu vegna verkefnisins Ljósmáls sé undanþeginn rétti almennings til upplýsinga skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Nefndin leggi áherslu á það að hún sé ekki úrskurðaraðili um aðgang kæranda að þessum gögnum sem mögulegur hlutaeigandi einkahlutafélagsins, en samkvæmt opinberum skráningum í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefði kærandi ekki formlega stöðu gagnvart því félagi sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður. Einnig beri að geta þess að samkomulag hafi verið gert 14. apríl 2020 milli Ljósmáls ehf. og kæranda vegna þeirra greiðslna sem útistandandi voru til hans vegna framleiðslu verkefnisins. Nefndin hafi talið að þar með hefði ágreiningi milli þessara aðila verið lokið og að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi aðgang að gögnum Ljósmáls ehf. sem og beiðni til nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um aðgang að gögnum yrðu þar með afturkallaðar. Í ljósi þess að svo sé ekki ítreki nefnd um endurgreiðslur fyrri afstöðu sína um synjun um aðgang að gögnum um þau fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem gerð sé grein fyrir í meðfylgjandi skjali og vísi um það til 9. gr. upplýsingalaga, enda sé sanngjarnt og eðlilegt að aðgengi almennings sé takmarkað að upplýsingum um fjárhagsmálefni fyrirtækisins. Í kæru, dags. 30. mars sl., sé verið að flækja nefnd um endurgreiðslur inn í mögulegan ágreining milli kæranda og annarra aðila og telji nefndin ekki ástæðu til að svara því sem þar komi fram og varði ekki mögulegan rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Umsögn nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi áréttaði að um væri að ræða gögn sem tilheyri tilteknu verkefni, ekki endilega heilu fyrirtæki sem slíku, en kærandi sé lögbundinn og samningsbundinn framleiðandi þess verkefnis. Samningar því til staðfestingar liggi fyrir hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð.<br /> <br /> Með erindi til Ljósmáls ehf., dags. 6. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að félagið lýsti afstöðu sinni til afhendingar gagnanna, einkum hvort og þá hvernig afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni félagsins. Í svari félagsins, dags. 18. ágúst 2020, kemur fram að kærandi hafi verið í samstarfi við Ljósmál ehf. og félagasamtökin Vitafélagið – íslensk strandmenning um gerð heimildarmyndar. Kærandi hafi verið skráður hluthafi í Ljósmáli ehf. en hafi ekki greitt hlutafé, hann sé ekki skráður stjórnarmaður félagsins. Samstarfinu hafi lokið með samkomulagi á milli aðila, dags. 14. apríl 2020, um að Ljósmál ehf. greiddi kæranda þá reikninga sem óuppgerðir væru við hann vegna leikstjórnar. Þá hafi kærandi undirritað yfirlýsingu samdægurs um að hann myndi ekki gera frekari kröfur á hendur framangreindum félögum vegna málsins. Að uppgjöri loknu hafi verið ljóst samkvæmt framangreindu samkomulagið að Vitafélagið – íslensks strandmenning væri eigandi heimildarmyndarinnar og gæti nýtt hana. <br /> <br /> Í svari Ljósmáls ehf. segir jafnframt að þau gögn sem kærandi óski eftir geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhagslega hagsmuni Ljósmáls ehf. og atriði er varði styrkveitingar og fjárhagsleg málefni sem varði framleiðslu heimildarmyndarinnar. Kærandi hafi þegar undirritað samkomulag um verklok og fengið alla sína reikninga greidda. Hann hafi því, að mati félagsins, enga hagsmuni af því að fá afhent gögn er varði sérstaklega endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar og fjárhagslega hagsmuni einkahlutafélags. Tekið er fram að stór hluti umræddra skjala sé fjárhagsleg gögn einkaréttarlegs eðlis, frá félaginu komin til stuðnings máli því sem hafi verið til vinnslu hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar á meðal tölvupóstsamskipti og hreyfingalisti. Í hreyfingalistanum komi t.d. fram nöfn fjölmargra aðila sem félagið hafi greitt fyrir vinnu og aðkomu að kvikmyndagerðinni. Ekki verði talin ástæða til þess að afhenda kæranda þau gögn, né heldur önnur gögn sem um ræði.<br /> <br /> Samvinnu aðila vegna kvikmyndarinnar hafi lokið vegna ósættis á milli aðila sem varði m.a. fjárhagsleg málefni einstaklinga sem komið hafi að framleiðslunni. Tilgangur kæranda með beiðninni sé óljós en skýr tilgangur og rökstuðningur þurfi að fylgja slíkri beiðni er varði fjárhagslegar upplýsingar einkahlutafélags, sbr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ljósmál ehf. telji þannig ekkert í umræddum gögnum réttlæta það að kæranda séu afhent umbeðin gögn, heldur þvert á móti. Telja verði hagsmuni félagsins vega þyngra í mati samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem það séu fjárhagslegar upplýsingar um félagið sjálft sem liggi fyrir í umbeðnum gögnum. Samkomulag við kæranda um málalok og greiðslur hafi þegar verið efnt og hann hafi því enga lögvarða hagsmuni af því að fá umræddar upplýsingar afhentar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum upplýsingum um félagið Ljósmál ehf. sem fyrirliggjandi eru hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð vegna umsóknar félagsins um endurgreiðslur úr kvikmyndasjóði en nefndin starfar á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga, nr. 43/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 58/2016. <br /> <br /> Kærandi kveðst vera framleiðandi þess verkefnis sem umsókn um endurgreiðslur lýtur að. Þar af leiðandi varði upplýsingarnar hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð afgreiddi beiðnina aftur á móti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem umsækjandi sé félagið Ljósmál ehf. og sé kæranda ekki skráður stjórnarmaður, stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri félagsins. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. 14. gr. <br /> <br /> Í umsókn um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020, er kærandi titlaður leikstjóri kvikmyndar en framleiðslufyrirtækið er Ljósmál ehf. Sigurbjörg Árnadóttir, stjórnarformaður, er skráð sem ábyrgðaraðili framleiðslufyrirtækisins. Samkvæmt þessu er umsækjandi um endurgreiðsluna félagið Ljósmál ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur því svo á að félagið Ljósmál ehf. sé sá aðili sem umsóknargögn til nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar fjalla um í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnunum fer því eftir 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Umsóknargögnin sem um ræðir eru í fyrsta lagi umsóknareyðublað um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 og fylgiskjöl með þeirri umsókn. Fylgiskjölin eru yfirlit um framleiðslukostnað árin 2014-2019, hreyfingarlisti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 og ársreikningur Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019. <br /> <br /> Hvað varðar ársreikning Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019, þá er um að ræða gagn sem skilað hefur verið til ársreikningaskrár og sem er aðgengilegt þar, sbr. 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Á kærandi því rétt til aðgangs að ársreikningnum. Í ljósi þess að um rétt kæranda að öðrum gögnum málsins, þ.e. umsóknareyðublaði, yfirliti yfir framleiðslukostnað og hreyfingarlista yfir fjárhagsreikninga, fer eftir 5. gr. upplýsingalaga verður að taka afstöðu til þess hvort mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Ljósmáls ehf. standi því í vegi að upplýsingar í gögnunum séu gerðar aðgengilegar almenningi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í útfylltu umsóknareyðublaði um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 koma m.a. fram upplýsingar um heiti kvikmyndar, framleiðslufyrirtæki, áætluð lok framleiðslu, áætlaður heildarframleiðslukostnaður, upplýsingar um aðra opinbera styrktaraðila framleiðslunnar og upphæð veittra styrkja. Við mat á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum úr umsóknareyðublaðinu verður að líta til þess að með umsókninni er sótt um greiðslur úr opinberum sjóðum og hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að úthlutun slíkra greiðslna. Sem fyrr segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið upplýsingar í umsóknareyðublaðinu. Það er mat nefndarinnar að í því komi hvergi fram upplýsingar sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar upplýsingar um veitta styrki sérstaklega og áætlaða endurgreiðslu miðað við áætlaðan framleiðslukostnað bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál í því samhengi á að í úrskurðarframkvæmd hefur nefndin lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020, 876/2020 og 884/2020. Með vísan til þessa verður nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að umsóknareyðublaðinu. <br /> <br /> Í yfirliti um framleiðslukostnað fyrir árin 2014-2019 og hreyfingaryfirliti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 er aftur á móti að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var því nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar rétt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum. <br /> <h2>2.</h2> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020, en með tölvupóstssamskiptunum fylgdi reikningur frá RÚV vegna verkefnisins, dags. 31. desember 2019. Þá er um að ræða afrit af umboði kæranda til lögmanns síns, dags. 14. janúar 2020, þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019, reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019 og samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020. Um er að ræða gögn sem ýmist stafa frá kæranda eða lögmanni hans eða sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og standa því engin rök til þess að synja kæranda um aðgang að gögnunum, enda verður ekki séð að þau falli undir nein undanþáguákvæði upplýsingalaga. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að þessum gögnum. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti milli stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars. 2020, þar sem farið er yfir skuldir Ljósmáls ehf. og skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, Í fyrrnefnda skjalinu er m.a. fjallað um skuldir Ljósmáls ehf. gagnvart kæranda og í síðarnefnda skjalinu virðist sem svo að fjallað sé um þau verk sem ætlast var til þess að kærandi ynni eða sæi um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur kæranda eiga hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér upplýsingarnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast meðal annars af 3. mgr. 14. gr. þar sem segir:<br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Hvað varðar tölvupóstssamskipti stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér hvernig Ljósmál ehf. kynnti skuldastöðu félagsins gagnvart kæranda fyrir starfsmanni Kvikmyndamiðstöðvarinnar vegi þyngra en hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að upplýsingarnar fari leynt. Hvað varðar upplýsingar sem ekki varða kæranda með beinum hætti er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingum í tölvupóstssamskiptunum sem varða kæranda sjálfan en afmá aðrar upplýsingar, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. <br /> <br /> Hvað varðar skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, verður ekki séð að hagsmunir Ljósmáls ehf. standi til þess að efni skjalsins fari leynt. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að skjalinu. <br /> <h2>4.</h2> Í fjórða lagi er um að ræða skjölin „minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og skjal sem virðist vera brot úr handriti. Um er að ræða gögn sem stafa frá Ljósmáli ehf. og sem úrskurðarnefndin telur rétt að fella undir 9. gr. upplýsingalaga með vísan til efnis gagnanna. Verður því að staðfesta ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölum. <br /> <h2>5.</h2> Í fimmta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjölunum „uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019, „reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019 og reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett. Að mati úrskurðarnefndarinnar er að ræða skjöl með fjárhagsupplýsingum Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.<br /> <h2>6.</h2> Að lokum liggja fyrir í málinu fimm fundargerðir nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar þar sem fjallað er um málefni Ljósmáls ehf. Um er að ræða bókanir nefndarinnar varðandi skort á gögnum, þ. á m. varðandi samkomulag milli framleiðenda og leikstjóra um greiðslur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í fundargerðunum sem varða hagsmuni sem felldir verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Standa því ekki efni til þess að synja kæranda um aðgang að bókunum úr fundargerðunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Felld er úr gildi ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, dags. 12. mars 2012, um að synja kæranda, A, um aðgang að eftirfarandi gögnum og það lagt fyrir nefndina að veita kæranda aðgang að þeim: <br /> <br /> 1. „Umsókn um endurgreiðslu – útborgun“ dags. 10. febrúar 2020. <br /> 2. Ársreikningur Ljósmáls ehf. árið 2019. <br /> 3. Tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020.<br /> 4. Reikningur frá Ríkisútvarpinu fyrir „myndefni vegna Ljósmáls“, dags. 31. desember 2019.<br /> 5. Afrit af umboði lögmanns kæranda, dags. 14. janúar 2020.<br /> 6. Þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019. <br /> 7. Reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019.<br /> 8. Samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020.<br /> 9. Fyrstu fjórar efnisgreinarnar og efnisgreinar 6 og 8 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 10. Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017.<br /> 11. Brot úr fimm fundargerðum nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem innihalda umfjöllum nefndarinnar um mál Ljósmáls ehf.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinum 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
926/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Deilt var um synjun ríkiskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hefði greitt sektir sem Neytendastofa lagði á það. Ríkisskattstjóri byggði synjunina á því að gögnin væru undiropin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda, laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en úrskurðarnefndin féllst ekki á það að þagnarskylduákvæðin giltu um umbeðnar upplýsingar. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði einnig á því að gögnin hefðu að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihélt lítill fjöldi gagnanna slíkar upplýsingar og var fallist á það að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum. Kærandi ætti aftur á móti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 926/2020 í máli ÚNU 20010022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. janúar 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um upplýsingar um það hvort fyrirtækið A og dótturfyrirtæki þess hefðu greitt tilteknar stjórnvaldssektir og dagsektir sem Neytendastofa lagði á fyrirtækin. <br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, við beiðni Neytendasamtakanna segir að embættið skilji erindi samtakanna sem svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu A, hreyfingayfirlitum og mögulegum innheimtuaðgerðum sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Beiðni samtakanna sé hafnað á þeim grundvelli að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Að auki vísar ríkisskattstjóri í þagnarskyldureglur 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Þar sé mælt fyrir um að starfsmönnum ríkisskattstjóra sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila og um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja.<br /> <br /> Í kæru segir að starfsemi smálánafyrirtækja hafi verið undir smásjánni undanfarin ár en fyrir liggi að lánveitingar hafi brotið í bága við íslenska löggjöf. Neytendastofa hafi ítrekað úrskurðað að starfshættir smálánafyrirtækja, sem starfrækt voru undir hatti A, brjóti gegn lögum nr. 33/2013, um neytendalán. Þar sem A hélt uppteknum hætti og fór ekki eftir ákvörðun Neytendastofu var fyrirtækinu gert að greiða stjórnvaldssektir sem og dagsektir. A hafi áfrýjað ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti ákvörðun Neytendastofu. A hafi þá höfðað mál fyrir dómstólum en Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur hafi staðfest ákvörðun Neytendastofu þess efnis að réttmætt væri að beita A sektum vegna lögbrota fyrirtækisins. Eftirfarandi sektir hafi verið lagðar á A á árunum 2016-2017:<br /> <br /> 1. Stjórnvaldssekt frá 20. maí 2016 sem lögð var á tvö fyrirtæki er þá voru í eigu A en sektin var í báðum tilfellum 750.000 kr.<br /> 2. Stjórnvaldssekt frá 14. nóv. 2016 á fyrirtækið A að fjárhæð 2.400.000 kr.<br /> 3. Stjórnvaldssekt frá 12. júli 2017 á fyrirtækið A að fjárhæð 10.000.000 kr., auk 500.000 kr. í dagsektir þar til fyrirtækið hefur breytt starfsháttum sínum í samræmi við reglur laga um neytandalán.<br /> <br /> Neytendasamtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort A og dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir og dagsektir svo hægt sé að meta hvort refsing í formi sekta sé raunhæft úrræði þegar kemur að ólögmætri starfsemi smálánafyrirtækja. Ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðunum Neytendastofu sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta tilgreind. Það sé því að mati samtakanna ekki haldbær rökstuðningar að upplýsingar um greiðslu sekta séu svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna eins og segi í svari ríkisskattstjóra. <br /> <br /> Fram kemur í kæru að fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi séu ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Sektir séu því eina úrræði opinberra eftirlitsaðila fari fyrirtæki ekki að lögum. Að mati Neytendasamtakanna séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Um sé að ræða fyrirtæki sem gerst hafi brotlegt við lög, valdið neytendum fjárhagsskaða og ekki farið eftir ákvörðunum eftirlitsstjórnvalds. Hafi fyrirtækið komist hjá því að greiða umræddar stjórnvaldssektir sé mjög mikilvægt að þær upplýsingar verði gerðar opinberar. Einungis þannig sé hægt að meta hvort sekt vegna brota á lögum um neytendalán tryggi nægilega neytendavernd.<br /> <br /> Í kæru segir einnig að það sé eðlileg krafa almennings að fá vitneskju um það hvort stjórnvöld sinni hlutverki sínu og innheimti sektir sem lagðar hafa verið á fyrirtæki sem gerast brotleg við lög eða láti slíkt hjá líða. Slíkar upplýsingar séu hluti af eðlilegu aðhaldi almennings, fjölmiðla og að ekki sé talað um félagasamtaka sem gæti hagsmuna neytenda, gagnvart opinberum stofnunum. Að mati samtakanna eigi takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Umbeðnar upplýsingar séu ekki þess eðlis að takmarka eigi aðgang að þeim eins og um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga virka efnahags- og viðskiptahagsmuni þar sem umrætt fyrirtæki virðist ekki hafa verið í virkri smálánastarfsemi á Íslandi síðan árið 2017. Þá telja samtökin sérstakar þagnarskyldureglur samkvæmt lögum um tekju- og virðisaukaskatt ekki eiga við um umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Að lokum fara Neytendasamtökin fram á að þeim verði veittar upplýsingar er sýna hvort <br /> A eða dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir í heild eða að hluta auk upplýsinga um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á, hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið og hvort þær hafi verið greiddar í heild eða að hluta. Einnig að upplýst verði hversu há útistandandi krafa ríkisins sé gagnvart A, sé hún til staðar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 31. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram að upplýsingarnar sem óskað sé aðgangs að varði mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra. Telja verði að þetta séu upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, eins og hún verði skýrð með hliðsjón af sérstökum þagnarskyldureglum 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Beiðni um aðgang að gögnum hafi borist áður en lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019, tóku gildi og hafi beiðninni því verið svarað á grundvelli þeirra laga sem giltu þegar erindið barst. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að kröfur sem fram komi í kæru séu ekki orðaðar með sambærilegum hætti og þær kröfur sem fram hafi komið í beiðni kæranda, dags. 26. nóvember 2019. Umsögn ríkisskattstjóra taki mið af upphaflegum kröfum kæranda. Í kröfum sem settar séu fram í kæru sé t.d. óskað eftir að veittar verði upplýsingar um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á og hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið en slík krafa hafi ekki verið sett fram í upphaflegri beiðni. <br /> <br /> Einnig kemur fram að þó svo að fyrirtækið sé nafngreint í ákvörðun Neytendastofu og upphæð sekta tilgreind þýði það ekki að sama gildi um birtingu upplýsinga um hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart einstaka gjaldendum eða árangur þeirra, enda séu innheimtumenn ríkissjóðs bundnir ríkri þagnarskyldu að viðlagðri refsiábyrgð og engin heimild sé í lögum til að afhenda almenningi þessar upplýsingar. Almenningur eigi lögum samkvæmt ekki rétt á að fá upplýsingar um innheimtuaðgerðir, innheimtuárangur eða skuldastöðu hjá einstaka gjaldendum. Í þessu sambandi sé bent á að þrátt fyrir skyldu ríkisskattstjóra til að leggja fram og hafa til sýnis álagningar- og skattskrá á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, þar sem tilgreindir séu þeir skattar sem á hvern gjaldanda hafi verið lagðir, þá sé ekki sambærileg skylda til að upplýsa um skuldastöðu gjaldenda og falli þær upplýsingar undir þagnarskyldu 117. gr. laga nr. 90/2003. Í ákvæði 98. gr. laga nr. 90/2003, felist undantekning frá þeirri grunnreglu 117. gr. laga nr. 90/2003, að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Engin sambærileg skylda hvíli á ríkisskattstjóra eða öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs til að birta niðurstöðu um innheimtu skatta, gjalda eða sekta hjá einstaka gjaldendum. Þá sé engin sambærileg undantekningarregla sem aflétti þeirri ríku þagnarskyldu sem hvíli á innheimtumönnum ríkissjóðs, sbr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, 117. gr. laga nr. 90/2003 eða 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988. Af framangreindu megi ráða að gerður sé munur á álagningu skatts eða eftir atvikum stjórnvaldssektar og innheimtu þegar komi að upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri telur að fullyrðing kæranda, um að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem A virðist ekki hafa verið í virkri starfsemi á Íslandi síðan árið 2017, hafi ekki þýðingu þar sem hagsmunirnir séu virkir enda sé lögaðilinn enn til með þeim réttindum og skyldum sem því fylgi. Þá sé það ekki eðlileg krafa að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um greiðslu skatta, gjalda eða sekta einstakra gjaldenda eða aðgang að upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem beint hafi verið að einstaka gjaldendum enda engin slík heimild í lögum og upplýsingarnar varði tekjur og efnahag gjaldenda. Hagsmunir gjaldenda af því að trúnaður ríki um þessar upplýsingar séu ríkari en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum. Lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að innheimtumenn sinni hlutverki sínu og innheimtumönnum sé þannig veitt aðhald. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fari t.d. með eftirlitshlutverk gagnvart ríkisskattstjóra í innheimtumálum sem æðra stjórnvald á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna. Þá hafi Ríkisendurskoðun eftirlit með innheimtu, sbr. i-lið 1. mgr. 4. gr. og 6. gr. a laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri vekur athygli á því að erindi kæranda barst innheimtumanni áður en lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda tóku gildi þann 30. desember 2019. Lögin<br /> gildi um mál sem kærð séu til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna og gildi lögin því um erindi þetta sem kært var til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020. Um starfsemi innheimtumanna ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylda í 20. gr. laganna en þar sé mælt fyrir um að innheimtumanni ríkissjóðs sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Gögnin sem óskað sé eftir falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019. Þau hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en telja verði að þetta séu upplýsingar sem leynt eigi að fara og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarki almenn ákvæði um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu fáist sú niðurstaða að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki rétt almennings til aðgangs að gögnum umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Í því felist að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. ef upplýsingar sem fram komi í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Þar sem umbeðin gögn falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 taki upplýsingalög ekki til þeirra.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að upplýsingar um innheimtu sekta séu ekki þess eðlis að eðlilegt sé að þær fari leynt í þessu tilfelli, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Eins og fram hafi komið hafi viðkomandi fyrirtæki verið nafngreint þegar Neytendastofa lagði á það sektir og því ekki hægt að halda því fram að upplýsingar tengdar því falli undir 9. gr. laganna.<br /> <br /> Kærandi telur að það þurfi ekki að vera sérstök lagaheimild til að afhenda megi umbeðnar upplýsingar, þá eigi hvorki sérstakar þagnarskyldureglur í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, né 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 159/2019, ekki að standa í vegi fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Upplýsingarnar tengist ekki tekjum og efnahag A að mati kæranda og ættu því ekki að vera undanþegnar vegna sérstakra þagnarskylduákvæða fyrrnefndra laga. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og traust almennings á stjórnsýslunni. Þegar markmið laganna sé haft í huga skjóti skökku við að eins opið hugtak og „tekjur og efnahagur“ geti hamlað upplýsingagjöf varðandi greiðslu sekta A Í svari ríkisskattstjóra komi fram að lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að þeir sinni hlutverki sínu og því sé innheimtumönnum í raun veitt aðhald. Þrátt fyrir að í lögum sé eftirlit hjá stjórnvaldi með innheimtumönnum þá eigi það ekki að standa í vegi fyrir aðhaldi almennings að opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Ólögmæt starfsemi smálánafyrirtækja sé mikið mein fyrir þjóðfélagið og liður í því að uppræta slíka starfsemi sé að meta hvort þau úrræði sem beitt sé gagnvart þessum fyrirtækjum þjóni tilgangi sínum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu A til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Félaginu var þá veittur frestur til þess að lýsa því í bréfi til nefndarinnar hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess. Í svari A, dags. 24. júní 2020, segir að félagið samþykki að upplýst sé um að það hafi greitt sektina að fullu og að engar dagsektir hafi fallið á starfsemina en hafnar því að veittar séu aðrar upplýsingar um málefni sín. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A. Í beiðni kæranda var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum: <br /> <br /> 1. Hvort stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á A hafi skilað sér í ríkiskassann í heild eða að hluta. <br /> 2. Hvort tilraun hafi verið gerð til að innheimta allar stjórnvaldsektir sem Neytendastofa hafi lagt á A.<br /> 3. Hversu mikið hafi verið innheimt af stjórnvaldssektum sem lagðar hafa verið á A.<br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra til kæranda kemur fram að erindið sé skilið svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu, hreyfingayfirlitum og mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir ekki athugasemd við þá afmörkun beiðninnar. <br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir í fyrsta lagi á því að lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019, eftir að beiðnin barst ríkisskattstjóra. Þessu til stuðnings er vísað til 2. mgr. 21. gr. laganna. Ákvæðið eigi við þar sem erindið hafi verið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020, eftir gildistöku laga nr. 150/2019. <br /> <br /> Í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laga þessara skal beita lögunum um þau mál upp frá því.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir: <br /> <br /> „Í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna skuli beita lögunum um þau mál. Lögin taka því ekki til þeirra mála sem berast innheimtumanni ríkissjóðs fyrir gildistöku laganna, þótt þeim málum ljúki eftir gildistöku þeirra. Sé mál endurupptekið skv. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds skv. 5. gr. frumvarps þessa eftir gildistöku laganna skal þó meðferð þeirra mála fara upp frá því eftir ákvæðum laganna. Ákvæði þetta er samið að fyrirmynd lagaskilareglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 49. gr. þeirra.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að túlka verði ákvæðið með þeim hætti að átt sé við ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 150/2019 og sem kæranlegar eru til fjármála- og efnahagsráðuneytis, sbr. 5. gr. laganna. Ákvæðið nái því ekki til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli annarra laga, svo sem upplýsingalaga nr. 140/2020. Úrskurðarnefndin fellst þar af leiðandi ekki á að leysa beri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laga nr. 150/2019. <br /> <h2>2.</h2> Ríkisskattstjóri byggir einnig á því að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.<br /> <br /> Í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, segir:<br /> <br /> „Á skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er þagnarskyldan sérgreind með þeim hætti að hún nái til viðskipta einstakra manna og fyrirtækja. Ákvæðið verður ekki túlkað með víðtækari hætti en orðalag þess segir til um. Þar af leiðandi nær það ekki til upplýsinga um innheimtuaðgerðir innheimtumanns ríkissjóðs. <br /> <br /> Þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins nær það því aðeins til upplýsinga sem starfsmenn ríkisskattstjóra fá vitneskju um í starfi sínu um skattaðila en ekki til upplýsinga sem starfsmenn embættisins fengu vitneskju um sem innheimtumenn ríkissjóðs á grundvelli þágildandi 1. mgr. 111. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt ekki túlkað með þeim hætti að ríkisskattstjóri, sem innheimtumaður ríkissjóðs, beri sérstaka þagnarskyldu sem nær til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt framangreindu er ekki fallist á að umbeðnar upplýsingar verði felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.<br /> <h2>3.</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra byggir einnig á því að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í málinu er deilt um aðgang að um upplýsingum um skuldastöðu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á einkahlutafélagið A, hreyfingayfirliti sem sýnir m.a. álagningu dagsekta sem lagðar hafa verið á félagið og upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hefur verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að almenningur á vissulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig innheimtu stjórnvaldssekta er háttað og hvernig opinberir aðilar starfrækja lögbundið hlutverk sitt. Slíkar upplýsingar geta hins vegar varðað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga enda geti veiting upplýsinganna valdið lögaðilanum tjóni. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða skjal sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu en skjalið telur tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar geymir skjalið ekki upplýsingar er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema að litlu leyti. Er þá horft til þess að upplýsingarnar lúta að því hvort félagið hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir sem þegar hafa verið gerðar opinberar. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um skuldastöðu félags vegna slíkrar sektar vegi þyngra en hagsmunir félagsins af því að upplýsingarnar fari leynt. Það er þó mat úrskurðarnefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“ með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða 39 blaðsíðna hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir álagningu dagsekta, innborganir og uppsafnaða stöðu skuldar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem þar koma fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og eigi almenningur því rétt til aðgangs að hreyfingayfirlitinu. <br /> <br /> Í þriðja lagi er um að ræða skjöl með upplýsingum um innheimtuaðgerðir ríkisskattstjóra vegna skuldarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ríkisskattstjóra ekki óheimilt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greiðsluáskorunum dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019 og endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að önnur skjöl um mögulegar innheimtuaðgerðir geymi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, svo lengi sem félagið hefur ekki verið afskráð eða því verið slitið. Þar af leiðandi er það mat nefndarinnar að ríkisskattstjóra sé óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim skjölum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að upplýsingum um skuldastöðu A við ríkissjóð vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hafi lagt á félagið, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. Hins vegar er ríkisskattstjóra óheimilt að veita Neytendastofu aðgang að öðrum gögnum sem embættið afhenti úrskurðarnefndinni og varða fjárhagsmálefni félagsins. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að skjali, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu. Þó ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“. <br /> <br /> Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að hreyfingayfirliti, dags. 14. febrúar 2020, vegna viðurlaga Neytendastofu á A.<br /> <br /> Þá ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að greiðsluáskorunum, dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019, ásamt endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, er að öðru leyti staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
925/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að hljóðupptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem varðaði mál kæranda. Fram kom að símtalið var ekki tekið upp, þannig lá ekki fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 925/2020 í máli ÚNU 20070015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. júlí 2020, kærði A synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Þjóðskrár, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi samskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna útgáfu neyðarvegabréfs fyrir son kæranda. Með erindi, dags. 17. júlí, upplýsti Þjóðskrá kæranda um að búið væri að taka saman umbeðin gögn og þau væru tilbúin til afhendingar. Samdægurs gerði kærandi athugasemd við afgreiðsluna og krafðist þess að fá aðgang að samskiptum Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, frá 23. desember 2019, einkum hljóðupptöku af símtali þeirra á milli. Í svari Þjóðskrár, dags. 21. júlí 2020, kemur fram að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. sé ekki hægt að afhenda upptöku af því. Þjóðská hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl. Hins vegar séu samskipti Þjóðskrár við íslenska ræðismanninn í Tælandi vegna neyðarvegabréfsútgáfunnar í gögnunum sem Þjóðskrá hafi þegar afhent kæranda. Farið er yfir málsatvik og þau gögn í málinu sem snúa að útgáfu vegabréfsins en ítrekað er að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn heldur en þau sem kærandi hafi þegar fengið afhent. Í kæru segir að kærandi trúi ekki að það sé ekki til hljóðupptaka af símtalinu og er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afli umræddrar upptöku.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 17. ágúst 2020, er málsatvikum lýst og fram kemur að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem varða samskipti stofnunarinnar við ræðismanninn í Tælandi en að engin hljóðupptaka sé til af umræddu símtali frá 23. desember 2019. Þá segir að Þjóðskrá Íslands sé sérstök stofnun sem heyri undir ráðherra, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 taki lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í 2. mgr. 4. gr. sömu laga komi fram að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 5. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 1. mgr. 14. gr. sé kveðið á um að skylt sé að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segi um 14. gr. að í öðrum tilvikum en þeim sem falli undir stjórnsýslulögin kunni einstaklingar og lögaðilar að eiga réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að fá upplýsingar, sem varði þá sérstaklega, t.d. um mál þar sem engin stjórnvaldsákvörðun hafi verið eða verði nokkru sinni tekin. Jafnframt sé tekið fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Þá kemur fram að kærandi sé faðir og forsjáraðili handhafa neyðarvegabréfsins. Í ljósi þeirra tengsla hafi kærandi verið talinn eiga rétt á þeim gögnum máls er varði útgáfu vegabréfsins og séu í vörslu Þjóðskrár. Stofnunin hafi orðið við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna og þau hafi verið sótt af kæranda þann 17. júlí 2020. Af kæru megi ráða að kærandi sé ósáttur við að ekki sé að finna hljóðupptöku samtals milli starfsmanns Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 23. desember 2019. Í tölvupóstsamskiptum, dags. 21. júlí 2020, hafi Þjóðskrá upplýst kæranda um að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. ekki hægt að afhenda upptöku af því. Jafnframt hafi kærandi verið upplýstur um að stofnunin hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl.<br /> <br /> Þá segir að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkist afhending upplýsinga um aðila sjálfan af gögnum sem séu fyrirliggjandi. Í athugasemdum um 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 sé að finna nánari útskýringar á hugtakinu fyrirliggjandi gögn. Þar segi m.a. að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það sé til þegar beiðni um það komi fram. Með vísan til ofangreinds sé umrædd hljóðupptaka ekki fyrirliggjandi þar sem stofnunin hljóðriti engin símtöl. Því sé ekki hægt að verða við beiðni kæranda hvað hljóðupptökuna varði.<br /> <br /> Í umsögninni kemur jafnframt fram að stofnuninni hafi fyrst borist formleg beiðni um afgreiðslu á neyðarvegabréfi fyrir son kæranda í janúar 2020. Þann 23. desember 2019 hafi aðeins verið um að ræða fyrirspurn um almennt verklag þegar óska þurfi eftir neyðarvegabréfi fyrir börn. Fyrirspurn borgaraþjónustunnar hafi því komið inn á borð Þjóðskrár ótengd tilteknu máli eða tilteknum nafngreindum aðilum. Stofnunin telji ekki þörf á að skrá sérstaklega niður slíkar fyrirspurnir annarra stjórnvalda, sbr. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Þá hafi samskiptin ekki verið þess eðlis að tilefni hafi verið að stofna mál hjá stofnuninni eða að aðhafast á annan hátt, t.a.m. útbúa minnisblað, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Kærandi haldi því fram að afhent gögn hafi ekki innihaldið samskipti við íslenska ræðismanninn í Taílandi en Þjóðskrá Íslands mótmæli þeirri staðhæfingu kæranda. Í umræddum gögnum sé hægt að rekja samskipti Þjóðskrár, kæranda, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og ræðismanns frá þeim tímapunkti sem kærandi sendi Þjóðskrá fyrst formlega beiðni um útgáfu neyðarvegabréfs. <br /> <br /> Að mati Þjóðskrár hafði stofnunin þegar orðið við beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslu stofnunarinnar varðandi útgáfu neyðarvegabréfs sonar hans. Hljóðupptaka sem kærandi krafðist væri ekki til og því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Öll samskipti við ræðismanninn í Taílandi hefðu þegar verið afhent og væru í vörslum kæranda. Þjóðskrá vísaði til gagna málsins sem fylgdu með umsögninni. <br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi mótmælti bréfi Þjóðskrár og taldi að upplýsingar um kennitölu og nöfn kæranda og sonar hans hefðu komið fram í viðtali á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og Þjóðskrár þann 23. desember 2019. Þjóðskrá hefði sagt að stofnunin hefði haft heimild til þess að synja syni kæranda um neyðarvegabréf. Þjóðskrá neiti að hljóðupptaka sé til af samtalinu en kærandi telji það rangt. Þjóðskrá neiti að hafa brotið lög og gert sig skaðabótaskylda gagnvart kæranda. Að lokum krefst kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi frekar hvernig hljóðupptökum sé háttað og afhendi kæranda viðkomandi hljóðupptöku í samræmi við lög.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða útgáfu á neyðarvegabréfi fyrir son hans, einkum upptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá 23. desember 2019. <br /> <br /> Samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn máls og er ekki að finna í öðrum gögnum þess. Sama á við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum málsins. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. skulu stjórnvöld að öðru leyti gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Úrskurðarnefndin áréttar að stjórnvöldum er ekki skylt að skrá og varðveita upplýsingar um öll símtöl sem þeim berast heldur fer það eftir atvikum, s.s. hvort efni símtalsins varði tiltekið stjórnsýslumál og hvort þar komi fram upplýsingar sem hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins eða teljist að öðru leyti mikilvægar. Sömuleiðis er engin almenn regla um að símtöl skuli hljóðrituð hjá hinu opinbera. <br /> <br /> Í svari Þjóðskrár við erindi kæranda, dags. 21. júlí 2020, og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. ágúst 2020, kemur fram að símtalið hafi ekki verið hljóðritað og að Þjóðskrá taki ekki upp innkomin símtöl. Þá taldi Þjóðskrá ekki þörf á að skrá málið sérstaklega á þeim tímapunkti sem símtalið átti sér stað enda var fyrirspurn borgaraþjónustunnar almenns eðlis og ekki tengd við ákveðið mál sem var til meðferðar hjá stofnuninni. Að lokum hefur komið fram að önnur gögn sem varða kæruefnið, þ.e. tölvupóstsamskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismann Íslands í Taílandi hafi þegar verið afhent kæranda.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Þjóðskrár Íslands hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðin hljóðupptaka sé ekki til. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 22. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
924/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 924/2020 í máli ÚNU 20070005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Kjarnanum, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
923/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 923/2020 í máli ÚNU 20070003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, fréttamans hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
922/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli sem varðaði hana sjálfa. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Auk þess væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi gögnin vafalaust falla undir sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga og staðfesti því synjun ráðuneytisins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 922/2020 í máli ÚNU 20040015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. apríl 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 22. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um sjálfa sig, meðal annars tölvupóstum og öðru sem unnið hefði verið með. Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda þann 27. apríl 2020 og afhenti henni gögn sem skráð höfðu verið í gagnasafn ráðuneytisins og vörðuðu hana sjálfa. Í svarinu var tekið fram að í gögnunum væri að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihéldi viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, og að þau gögn væru ýmist merkt sem trúnaðarstig A, B eða C. Ráðuneytið teldi ekki unnt að afhenda kæranda upplýsingar á trúnaðarstigi B og C og var henni því synjað um þann hluta gagnanna.<br /> <br /> Í kæru segir að í þeim gögnum sem ráðuneytið hafi afhent kæranda vanti verklagsreglur um meðhöndlun frávika á þjónustu. Þær upplýsingar falli ekki undir trúnaðarstig B og C, samkvæmt svari tiltekins starfsmanns Tollstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hafi trúnaðarstigi verið breytt frá því að gögn bárust sé sú ákvörðun ekki afturvirk og séu umræddar verklagsreglur því enn á trúnaðarstigi A og aðgangur að gögnunum sé öllum heimill og þau megi birta. Hvað varði verklagsreglur um tollaeftirlitsaðgerð, sem falli undir trúnaðarstig B og séu aðgengilegar starfsfólki Tollsins, yfir 200 manns, óski kærandi eftir að fá afhent afrit sem barst ráðuneytinu og varði hana sjálfa. Kærandi segir það hafa komið fram að vegna atviks, sem hún hafi orðið fyrir árið 2014, hafi verið bætt inn í verklagsreglur tollsins meðalhófsreglunni sem lögfest sé með stjórnsýslulögum. Þær upplýsingar sem fram geti komið í fyrrnefndum verklagsreglum muni ekki ógna þjóðaröryggi eða koma upp um leynilegt tollaeftirlit og því vegi hagsmunir kæranda þyngra.<br /> <br /> Kærandi óskar eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið geri grein fyrir því hvort óskað hafi verið eftir áliti Tollstjóra varðandi afhendingu gagna eða annarra samskipta. Kærandi kveðst hafa leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá upphafi máls án úrlausnar vegna tafa og hunsunar stjórnsýslunnar og þekkingarleysis á aðstæðum hennar. Þegar kærandi hafi reynt að fá það staðfest að hún hafi áður leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi ekki fundist upplýsingar um hana eða að veittar hafi verið rangar upplýsingar. Það hafi verið kallað „misskilningur.“ Kærandi tekur fram að þegar einstaklingur leiti til æðra stjórnvalds sé þörf fyrir sanngirni og réttláta málsmeðferð. Þó að ágallar hafi verið í upphafi máls, ekki sé viðhöfð formleg skráning í málaskrá eða eitthvað skráð sem sé óheppilegt, þá hverfi ekki staðreyndir og því síður þörfin fyrir réttlæti. Því óski kærandi eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið skoði betur hvort ekki sé hægt að finna gögn sem staðfesti frá hvaða tíma kærandi hafi leitað þangað eða að kærandi fái staðfest að slík gögn hafi verið til. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármala- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 29. apríl 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. maí 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda upplýsingar um hana sjálfa sem skráðar voru hjá ráðuneytinu en í gögnunum hafi meðal annars verið að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihélt viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, gögn sem ýmist hafi verið merkt trúnaðarstigi A, B eða C. Gögn á trúnaðarstigi B og C hafi ekki verið afhend kæranda. Í gögnunum sjálfum komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi A sé öllum heimill og jafnframt megi birta slík gögn á ytri vef Tollstjóra. Þá komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi B takmarkist við starfsfólk Tollstjóra og aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi C takmarkist við skilgreinda starfsemi Tollstjóra. Í umsögninni segir jafnframt að efnisatriði gagnanna séu þríþætt, í fyrsta lagi sé um að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merkt sem trúnaðarstig B, í öðru lagi verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merkt sem trúnaðarstig B, og í þriðja lagi vinnulýsingu varðandi leit í flutningsbúnaði, merkt sem trúnaðarstig C. Að höfðu samráði ráðuneytisins og tollyfirvalda sé það mat beggja aðila að óeðlilegt sé að verklagsreglur og vinnulýsingar tollgæslunnar séu á vitorði almennings.<br /> <br /> Í umsögninni segir að um umrædd gögn ríki sérstök þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Umrætt ákvæði tollalaga er svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls“<br /> <br /> Þá fjallar ráðuneytið um 2. málsl. 3, mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verði að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segi í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Ráðuneytið telji að líta beri á tilvitnað ákvæði í 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varði upplýsingar um starfshætti Tollstjóra, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og aðrar upplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt starfsreglum Tollstjóra eða eðli máls. Að öðru leyti vísi ráðuneytið til fyrri úrskurða nefndarinnar þessu tengdu og þá sérstaklega úrskurðar nr. 623/2016 frá 7. júní 2016. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir einnig að þau gögn sem kærandi óski eftir séu undanþegin aðgangi almennings, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 1. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […] Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“<br /> <br /> Ráðuneytið telji að fella megi skipulag tollgæslunnar undir framangreinda upptalningu, sem ekki sé tæmandi, enda verði að teljast mikilvægt að upplýsingar um verklag og vinnulýsingu varðandi tollgæslu sé ekki á almanna vitorði. Þá telji ráðuneytið enn fremur að takmarka eigi aðgang kæranda að umræddum gögnum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 5. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum ú vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.“<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. maí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí og 2. júní 2020, segir að málið snúist ekki um þjóðaröryggi. Kærandi spyr hvort ekkert hafi komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem geti betur skýrt að kærandi hafi komið þangað áður en málið hafi verið tekið til skoðunar og vísar þar í það sem kallað hafi verið „misskilningurinn.“ Þá segir kærandi að trúnaðarstig geti ekki verið afturvirkt og vísar þar í kæru, dags. 28. apríl 2020.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra málum sem voru til meðferðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en málin varða kæranda sjálfan og samskipti við tollyfirvöld. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ráðuneytið taldi einnig að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Gögnin sem kæranda var synjað um voru fylgiskjöl með tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins og tollyfirvalda.<br /> <br /> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum nr. 682/2017 og 910/2020. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort þau gögn sem kæranda var synjað um að aðgang að verði felld undir ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og hvort ákvæðið feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu hvað varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn en um er að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 26. janúar 2016, verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 19. mars 2015, og vinnulýsingu um leit í flutningsbúnaði, merkta trúnaðarstigi C, útgefna 18. september 2015. Ljóst er að gögnin varða starfshætti tollyfirvalda þar sem þau innihalda nákvæmar lýsingar á verklagi tollyfirvalda. Úrskurðarnefndin telur því engan vafa á því að gögnin séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Verður því synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. apríl 2020, á beiðni A að því er varðar Verklagsreglur og vinnulýsingar Tollstjóra sem eru merkt trúnaðarstigi B og C.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
921/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Deilt var um afgreiðslu Landsnets á beiðni um aðgang að gögnum varðandi undirbúning og samráðsferli fyrirhugaðrar lagningar jarðstrengs. Landsnet vísaði kæranda á þau gögn sem þegar höfðu verið gerð aðgengileg en synjaði honum um tvö minnisblöð sem það taldi til vinnugagna, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst á það með Landsneti að umbeðin gögn væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 921/2020 í máli ÚNU 20040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með bréfi, dags. 31. mars 2020, kærði A synjun Landsnets hf. á beiðni um aðgang að tilteknum gögnum sem varða verkefnið „Blanda – Akureyri“ og varða tæknilega og kostnaðarlega þætti jarðstrengs. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 24. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim gögnum sem vísað var til í svari Landsnets hf. á heimasíðu fyrirtækisins við spurningunni „Er hægt að setja Blöndulínu 3 alla í jörð?“ undir liðnum „Spurt og svarað“ sem tengjast samráðsferli og undirbúningi fyrirtækisins vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. <br /> <br /> Í svarbréfi Landsnets hf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda, dags. 25. mars 2020, kom fram að ekki væri vísað til gagna í umræddum svörum á heimasíðu Landsnets hf. að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets hf. sem og annarra. Greiningar Landsnets hf. teldust vinnugögn og þær væru því undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu var kærandi hins vegar upplýstur um að umrædd svör hefðu verið unnin upp úr nánar tilgreindum upplýsingum og gögnum, auk þess sem leiðbeint hefði verið um vefsíður þar sem þær væri að finna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. apríl 2020, var kæran kynnt Landsneti hf. og fyrirtækinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að, með tölvubréfi, dags. 21. apríl 2020.<br /> <br /> Umsögn Landsnets hf. og umbeðin gögn bárust með bréfum, dags. 20. apríl 2020 og 5. maí 2020. Í umsögninni kemur fram að umræddur texti á heimasíðu fyrirtækisins sem gagnabeiðnin laut að hafi verið unnin upp úr upplýsingum úr gögnum sem aðgengileg séu almenningi á ýmsum vefsíðum. Kæranda hefði verið bent á hvar finna mætti þau gögn sem lágu til grundvallar umræddum upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Í því sambandi hefði verið bent á skýrslu Landsnets hf. um jarðstrengslagnir og skýrslu sem bæri heitið „Jarðstrengir í flutningskerfi raforku“ sem unnin hefði verið árið 2019 fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem væru hvor tveggja opinber gögn og aðgengileg öllum. Hins vegar hefði ekki verið fallist á að veita aðgang að greiningum Landsnets hf. þar sem um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi var bent á að um væri að ræða greiningar starfsmanna Landsnets hf. sem unnar hefðu verið í tengslum við þá málsmeðferð og samráð sem fyrirtækið áformaði á grundvelli laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. Þá kom fram að upplýsingar úr slíkum greiningum gætu verið grundvöllur upplýsingagjafar í umhverfismati framkvæmdar og í gegnum það ferli gæti almenningur fengið aðgang að upplýsingum sem í þeim fælust.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. apríl 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Landsnets hf. Í bréfi frá kæranda, dags. 23. apríl 2020, er þeirri afstöðu lýst að svör Landsnets við beiðni kæranda um gögn hafi verið ófullnægjandi varðandi fyrirspurn hans er laut að mati á kostnaði við jafnstraumsjarðstrengi. Þá eru gerðar athugasemdir við að ekki hafi verið vísað til þess hvar þær sérfræðiskýrslur væri að finna sem vísað var til vegna liðar 3 og 4 í fyrirspurn kæranda. Í umsögninni er því mótmælt að umrædd greining og minnisblað teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í tengslum við verkefnið „Blanda – Akureyri“. Nánar tiltekið lýtur beiðnin að þeim gögnum eða upplýsingum sem liggja til grundvallar upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins undir liðnum „Spurt og svarað“. Samkvæmt umsögn og svari til kæranda Landsnets hf. var kæranda bent á að í umræddum svörum væri ekki vísað til gagna að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets sem teldust vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti almennings. Hvað önnur gögn snertir var kæranda bent á að umrædd svör væru unnin upp úr nánar tilgreindum gögnum auk þess sem vísað var til þeirra vefsíðna þar sem þau væri að finna. Úrskurðarnefndin telur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Landsnets.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur metið efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og telur þau að mestu geyma upplýsingar sem lúta að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 30. gr. laganna en þar segir að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.-V. kafla, sbr. þó 31. gr. laganna. Við úrlausn málsins er enn fremur lagt til grundvallar að þótt Landsnet hf. sé rekið í mynd hlutafélags teljist það með vísan til lögbundinna verkefna félagsins engu að síður til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sjá hér meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014. <br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til tveggja greininga eða minnisblaða sem unnin voru af starfsmönnum Landsnets hf. Annars vegar er um að ræða minnisblað, dags. 14. janúar 2020, undir yfirskriftinni „Uppbygging á nýju meginflutningskerfi á 132 kV með tilliti til strenglagna“. Hins vegar minnisblað, dags. 31. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „Blöndulína 3 sem jafnstraumstenging?“. Synjun Landsnets er í báðum tilvikum byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og tengjast m.a. fyrirhuguðu mati á umhverfisáhrifum framkvæmda við Blöndulínu 3 og telur ljóst að þau hafi að geyma upplýsingar sem lúti að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædd minnisblöð sem kæran beinist að. Annars vegar er um að ræða samantekt starfsmanns Landsnets sem hefur að geyma hugleiðingar og umfjöllun um mismunandi kosti hvað varðar flutning raforku. Hins vegar er um að ræða minnisblað sem hefur að geyma ítarlegri greiningu en ber þess einnig merki að fela í sér greiningu á ólíkum kostum í tengslum við flutning raforku. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda gögnin fyrst og fremst hugleiðingar og tillögur að hugsanlegum leiðum við uppbyggingu raforkuflutningskerfis. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera umrædd skjöl með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugögn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun Landsnets hf. á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnunum. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landsnets, dags. 25. mars 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru af starfsmönnum fyrirtækisins er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
920/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Staðfest var synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að einingarverðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku en aðrar upplýsingar í tilboðunum höfðu verið birtar opinberlega. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 920/2020 í máli ÚNU 20020009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. febrúar 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 12. desember 2019, óskaði kærandi eftir tilboðum sem bárust í raforku til ferjunnar. Í svari Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, segir að Ríkiskaup hafi haft umsjón með framkvæmd tilboðsins en það hafi verið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Tvö tilboð hafi borist, annað frá HS Orku og hitt frá Orkusölunni, en félagið muni ekki afhenda tilboðin. Á stjórnarfundi hafi verið tekin ákvörðun um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, HS Orku. Í svarinu er einnig vísað í umfjöllun um málið í fundargerð félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 25. júní 2020, segir að innkaupaferlið hafi farið fram í gegnum Ríkiskaup og það hafi verið opið og gegnsætt bjóðendum á innri vef stofnunarinnar. Tveir aðilar hafi gert tilboð og að ferlinu loknu hafi skýrsla Ríkiskaupa verið lögð fyrir stjórn Herjólfs ohf. Þá kemur fram að báðir aðilar hafi fengið opnunarskýrslu og verið boðið að gera athugasemdir, engar athugasemdir hafi borist og stjórn félagsins því ákveðið að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Um sé að ræða kaup á „ótryggri orku“ sem feli í sér minna afhendingaröryggi og þar með lægra verð en á þessum markaði ríki samkeppni. Það sé mat félagsins að trúnaðarskylda ríki gagnvart þeim verðum sem fram komi í tilboðum fyrirtækjanna.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá tilboðin afhent. Í svari Herjólfs til úrskurðarnefndarinnar, dags. sama dag, segir að það sé mat félagsins að upplýsingar um verð séu undaþegnar lögum um upplýsingaskyldu þar sem samkeppni ríki á raforkumarkaði. Það sé hins vegar sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið og ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Þá afhenti Herjólfur ohf. úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af samskiptum félagsins við Ríkiskaup, m.a. tölvupóstsamskipti þar sem tilboðin eru kynnt fyrir Herjólfi ohf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðum sem bárust í raforku fyrir Herjólf ohf. en Ríkiskaup sáu um framkvæmd innkaupanna. Synjun félagsins byggir á því að trúnaður ríki um tilboðin enda sé um samkeppnismarkað að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir hafa átt sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum. Hefur nefndin því fallist á það að aðrir tilboðsgjafar eigi rétt til aðgangs að einingarverðum annarra tilboðsgjafa, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 836/2019 og 620/2016. Við túlkun þess að hvaða leyti ákvæði 9. gr. takmarki rétt almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem lúta að samningum opinberra aðila við einkafyrirtæki hefur úrskurðarnefndin einnig í ríkum mæli horft til þess hvort að í slíkum tilvikum sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal tilboðsgjafa og fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn en Herjólfur ohf. afhenti nefndinni tölvupóstsamskipti félagsins við Ríkiskaup, ásamt fylgiskjölum, sem varða tilboð HS Orku og Orkusölunnar eins og þau voru kynnt fyrir Herjólfi ohf. Gögnin sem Herjólfur ohf. afhenti nefndinni innihalda einingarverð, þ.e. þau verð sem fyrirtækin bjóða í raforku per kílóvattstund, og svo heildartilboðsfjárhæð hvors fyrirtækis. Þess ber að geta að tilboðin hafa verið opnuð, nöfn bjóðenda og upplýsingar um heildartilboðsfjárhæðir eru því aðgengilegar á vef Ríkiskaupa. <br /> <br /> Af gögnum málsins er ljóst að Herjólfur ohf. hefur veitt kæranda tilteknar upplýsingar um tilboðsferlið og verður því litið svo á að synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda snúi eingöngu að einingarverðunum. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að þær upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér efni þeirra. Við matið er m.a. horft til þess að um er að ræða upplýsingar um viðskipti lögaðila í opinberri eigu, en ekki stjórnvalds, við einkaaðila. Þá er litið til þess að kærandi var ekki þátttakandi í útboðinu og að upplýsingarnar eru nýlegar en tilkynnt var um töku tilboðs þann 21. janúar 2020. Að lokum hafa nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir þegar verið birtar opinberlega. Verður því synjun Herjólfs ohf. staðfest, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, á beiðni A um aðgang að tilboðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
919/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá tilteknu tímabili, sundurliðuðum eftir málum, aftur til Akureyrarbæjar til nýrrar meðferðar en sveitarfélagið sagði umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til þess að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kynnu að innihalda umbeðnar upplýsingar og hefði beiðnin því ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög geri kröfu um. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 919/2020 í máli ÚNU 20040018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. maí 2020, kærði A afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni hans um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Akureyrarbæjar, dags. 20. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 21. febrúar 2020, þar sem kærandi fékk upplýsingar um að samkomulag varðandi greiðslu miskabóta vegna tiltekinnar stöðuveitingar sveitarfélagsins hefði verið birt á vef Akureyrarbæjar með fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Þá fékk hann afhentan dóm Landsréttar í máli Akureyrarbæjar gegn G.V. Gröfum ehf. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði beiðnina þann 8. apríl sl. og óskaði þá sérstaklega eftir kostnaði við dómsátt Eyþings við fyrrverandi framkvæmdastjóra en Akureyrarbær er aðili að Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, og bar því hluta af kostnaði við sáttina. Erindinu var svarað þann 30. apríl 2020 en í svarinu segir að umbeðnar upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við málaferli og dómsáttir sveitarfélagsins séu ekki tiltækar. Varðandi dómsátt við fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings séu upplýsingar um kostnað vegna málsins aðgengilegar í fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Meðfylgjandi svarbréfinu var skjal þar sem fram kemur hvernig kostnaði vegna dómsáttarinnar var skipt á milli aðildarsveitarfélaga Eyþings, þar á meðal hver kostnaður Akureyrarbæjar var, og var sáttin einnig send kæranda. <br /> <br /> Í svari Akureyrarbæjar til kæranda er beiðni hans að öðru leyti hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu segir um rétt almennings til aðgangs að gögnum að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. Í 3. mgr. 5. gr. segi að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda, dagbókarfærslna sem lúti að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Sveitarfélagið hafi ekki tekið saman á tiltæku skjali upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta og sé beiðni kæranda því hafnað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Akureyrarbæ með bréfi, dags. 5. maí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 8. júní 2020, segir að beiðni kæranda sé um mjög víðtækar upplýsingar sem ekki liggi fyrir í einu fyrirliggjandi skjali eða skjölum. Vísað er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sveitarfélagið segir að í þessu felist að allir njóti réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum, ekki skipti máli hver viðkomandi sé eða hver tilgangur viðkomandi sé með því að óska aðgangs að gögnum að því undanskildu að beiðni megi í undantekningartilvikum hafna ef sterkar vísbendingar séu um að beiðnin sé sett fram í ólögmætum tilgangi, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna Upplýsingarétturinn nái samkvæmt gildandi lögum til gagna sem liggi fyrir hjá stjórnvöldum. Með gögnum sé átt við hefðbundin skrifleg skjöl, svo sem umsóknir, bréf, minnisblöð, þar á meðal minnisblöð sem rituð séu um málsatvik, fundargerðir, erindi frá öðrum stjórnvöldum o.fl. en einnig annars konar gögn, svo sem myndir, teikningar, filmur, hljóðupptökur, myndupptökur o.s.frv. Gagn teljist vera fyrirliggjandi sé það til þegar beiðni um það komi fram. Skilyrði sé að gagnið sé fyrirliggjandi hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu. Réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að verða við beiðnum um að senda til tiltekins aðila öll gögn sem framvegis verði til í tengslum við meðferð tiltekins máls. Þeim sé heldur ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-129/2001, A-181/2004, A-230/2006 og A-459/2012. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að stjórnvaldi sé ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn nema aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varði sérstakt mál sem stjórnvald hafi tekið til meðferðar og að skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti. Í þessu felist að ekki sé hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í þessu máli hagi svo til að umrædd gögn liggi ekki fyrir hjá Akureyrarbæ í þeirri mynd að hægt sé að afhenda þau.<br /> <br /> Umsögn Akureyrarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, segir að það sé að hluta til rétt að honum hafi verið veittur aðgangur að gögnum varðandi þrjú mál. Hins vegar komi þar ekki fram hve mikill lögfræðikostnaður hafi hlotist af þessum málum, auk þess komi ekki fram í svörum sveitarfélagsins hvort um fleiri mál sé að ræða á tímabilinu. Vísað er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem segir:<br /> <br /> „Beiðni má vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum ber að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.“<br /> <br /> Þá vísar kærandi í athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga:<br /> <br /> „Í 3. mgr. ákvæðisins er tekið fram að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess komi beri þó að veita viðeigandi leiðbeiningar. Gert er ráð fyrir að eftir atvikum beri stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að fallið geti undir beiðni hans í þeim tilgangi að hann geti afmarkað beiðni nánar. Með þessu móti getur málsaðili afmarkað beiðni sína með einföldum hætti við það tiltekna mál sem hann óskar aðgangs að. Er þessari reglu í raun ætlað að árétta þá leiðbeiningarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.“<br /> <br /> Kærandi segist ekki hafa vitneskju um öll þau mál sem um ræði og því hafi hann ekki haft færi á að afmarka beiðnina nánar. Akureyrarbæ hefði verið í lófa lagið að „afhenda aðila lista yfir mál sem ætla megi að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum“ eins og segi í 3. mgr. 15. gr. en sveitarfélagið hafi kosið að gera það ekki og hafi þar með brugðist leiðbeiningarskyldu þeirri sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi vísar í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga og að með lögunum séu settar almennar reglur sem hafi það að markmiði að tryggja opna og gegnsæja stjórnsýslu. Slíkt sé til þess fallið að auka aðhald með starfsemi stjórnvalda, auka réttaröryggi borgaranna og bæta möguleika þeirra til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Það sé megintilgangur frumvarpsins að tryggja framgang þessa markmiðs.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að um bættan upplýsingarétt almennings og bætta stjórnsýslu segi m.a. í greinargerðinni:<br /> <br /> „Frumvarpið byggist á þeirri forsendu að stjórnvöld leitist við að tryggja að þau hafi aðgengilegar í málaskrám sínum þær upplýsingar sem athafnir þeirra og ákvarðanir byggjast á. Að öðrum kosti er réttur almennings til aðgangs að gögnum engan veginn tryggður með viðeigandi hætti. Slíkt er einnig mikilvægt í öðru tilliti. Þannig er skráning upplýsinga og gagna mikilvæg forsenda þess að eftirlit með stjórnsýslunni sé virkt.“<br /> <br /> Ef Akureyrarbær hafi staðið undir þeim væntingum sem þarna koma fram, þ.e. að athafnir hans og ákvarðanir séu aðgengilegar í málaskrám, hljóti afhending umbeðinna upplýsinga að vera möguleg án mikillar fyrirhafnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur ekki skylt að útbúa sérstaka samantekt til þess að verða við beiðni kæranda. Sveitarfélagið veitti kæranda þó tilteknar upplýsingar um þrjú mál, þar á meðal um hluta sveitarfélagsins af kostnaði við tiltekna dómsátt.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar Akureyrarbæ að taka afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kunna að innihalda kostnaðarupplýsingar vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins á því tímabili sem kærandi tiltekur og í kjölfarið leggja mat á það hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið gefið færi á að afmarka beiðni sína frekar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, en ekki hefur komið fram hve mikill fjöldi mála fellur undir gagnabeiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekar að þrátt fyrir að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í einu tiltæku skjali er ekki sjálfgefið að unnt sé að hafna beiðninni. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um en vegna þessa verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun sveitarfélagsins úr gildi og vísa beiðninni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Akureyrarbæjar, dags. 30. apríl 2020, um að synja beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020 sundurliðuðum eftir málum er felld úr gildi og er beiðninni vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
918/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um hvaða ljósmæður hefðu verið á vakt á fæðingardeild tiltekna nótt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst ekki á að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Þá var ekki fallist á að upplýsingarnar yrðu felldar undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Að lokum taldi nefndin kæranda eiga ríkari rétt til aðgangs að upplýsingunum en viðkomandi starfsmenn af því að þær færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því Landspítalanum gert að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 918/2020 í máli ÚNU 20040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 31. mars 2020, kærði Hildur Helga Kristinsdóttir lögmaður, f.h. A, afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar um nöfn ljósmæðra sem voru á vakt á tilteknum tíma.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítalanum, þar á meðal hver hefði verið vaktstjóri á fæðingardeild aðfaranótt [dags.]. Í erindi spítalans, dags. 16. desember 2019, er því svarað hver hafi verið vaktstjóri. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvaða fjórar ljósmæður til viðbótar hefðu verið á vakt á fæðingardeild spítalans sömu nótt. Landspítalinn svaraði því með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, að ekki yrði séð að Landspítalanum bæri að afhenda upplýsingarnar eða að heimild væri til staðar til að afhenda þær. <br /> <br /> Í svarbréfi kæranda til Landspítalans, dags. 26. febrúar 2020, segir að fyrir liggi að „aukaaðstoð“ hafi verið kölluð inn í fæðingu kæranda umrædda nótt. Hafi kærandi staðið í þeirri trú að ljósmóðirin hafi verið vaktstjóri. Kærandi hafi hins vegar haft samband símleiðis við vaktstjórann sem hafi ekki getað staðfest að hún hefði aðstoðað við fæðingu kæranda og ekki sagst muna sérstaklega eftir fæðingunni. Miðað við þetta komi í raun fjórar ljósmæður til greina, sem mögulega gætu verið umrædd „aukaaðstoð“ í fæðingu kæranda. Sökum vanrækslu spítalans á því að skrá nafn þeirrar ljósmóður sem hafi komið til aðstoðar í fæðingu kæranda standi hún frammi fyrir því að kalla allar ljósmæður til skýrslutöku sem hafi verið á vakt þessa nótt. Það sé sannanlega skráð í fæðingarskýrsluna að einhver hafi komið inn og aðstoðað. Kæranda sé nauðsynlegt að fá upplýsingar um nöfn ljósmæðranna frá Landspítalanum til þess að geta nýtt sér heimild 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála og leita sönnunar fyrir dómi um atvik sem varða lögvarða hagsmuni hennar og vitnisburður geti ráðið niðurstöðu um hvort látið verði af málshöfðun. Aðeins sé óskað eftir nöfnum þeirra ljósmæðra sem hafi verið á vakt en ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Þá telji kærandi að hún eigi ótvíræðan rétt til að fá upplýsingarnar í samræmi við lög um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í svari spítalans, dags. 3. mars 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum nái upplýsingaréttur almennings og aðila til „fyrirliggjandi“ gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem kærandi óski eftir. Hugsanlega sé hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans en það telji spítalinn sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá sé til þess að líta að ekki sé víst að listi sem yrði til með slíkri aðferð yrði efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. <br /> <br /> Í svari Landspítalans til kæranda segir einnig að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna, samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. laganna, og ekki til gagna um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, samkvæmt 9. gr. laganna. Í ljósi þessara ákvæða telji Landspítali enn fremur ljóst að ekki hvíli lagaskylda á spítalanum til að safna saman og veita utanaðkomandi aðgang að umbeðnum upplýsingum um starfsemi sína. Tekið er fram að vilji spítalans standi ekki til þess að standa í vegi fyrir því með nokkru móti að kærandi leiti réttar síns. Upplýsingagjöf spítalans fari hins vegar fram á grundvelli laga og af virðingu við friðhelgi einkalífs starfsmanna.<br /> <br /> Í kæru er því mótmælt að spítalinn eigi umbeðnar upplýsingar ekki til. Tekið er fram að ekki sé verið að óska eftir því að spítalinn útbúi ný gögn eða sérstakan lista. Kærandi byggi beiðni sína á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda sé honum nauðsynlegt að vita hvaða ljósmóðir aðstoðaði í fæðingu kæranda og veitti kæranda heilbrigðisþjónustu á sínum tíma. Upplýsingarnar varði því kæranda sjálfan. Spítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu kæranda hvaða ljósmóðir hafi komið til aðstoðar og því neyðist kærandi til að óska eftir upplýsingum um aðrar ljósmæður sem komi til greina.<br /> <br /> Þá segir kærandi svar Landspítalans vera óljóst. Svarið beri ekki með sér hvar umræddar upplýsingar sé að finna og á hvaða formi. Eingöngu sé vísað til þess að ekki sé fyrir hendi fyrirliggjandi listi og að möguleiki sé að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans án frekari útskýringa. Þá skjóti það skökku við að spítalinn hafi getað veitt upplýsingar um hver hafi verið vaktstjóri á umræddum tíma en að ekki séu til staðar upplýsingar um þá starfsmenn sem einnig hafi verið á vakt á sama tíma. Þó svo að ekki sé til fyrirliggjandi listi telji kærandi að umbeðnar upplýsingar hljóti að liggja fyrir í einhverri mynd og það sé réttur kæranda að fá aðgang að þeim, í það minnsta að hluta. Að mati kæranda beri spítalanum að líta til ástæðna þess að kærandi óski eftir umbeðnum upplýsingum, líkt og fjallað sé um í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, og meta rétt kæranda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þurfi saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar. <br /> <br /> Í kæru segir að af svari spítalans að dæma hafi þær upplýsingar sem kunni að liggja fyrir í upplýsingakerfum spítalans ekki verið kannaðar og þar af leiðandi hafi spítalinn ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum eða ekki. Þá verði að líta til þess að ekki sé verið að óska eftir umfangsmiklum upplýsingum sem spanni langt tímabil eða nái til margra deilda innan spítalans. Um sé að ræða afar afmarkaða beiðni sem taki til nafna fjögurra ljósmæðra sem hafi verið á næturvakt fæðingardeildar tiltekinn dag. Ólíklegt sé að umræddar upplýsingar sé að finna á mismunandi stöðum í mismunandi tölvukerfum hjá spítalanum sem krefjist þess að útbúinn verði nýr listi til þess að hægt sé að veita aðgang að þeim. Kærandi byggi á því að spítalinn hafi ekki gætt að rannsóknarskyldu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hafi hann ekki fengið réttláta efnislega meðferð af hálfu Landspítalans.<br /> <br /> Hvað varði vísun spítalans til 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., og 9. gr. upplýsingalaga telur kærandi að afhending umbeðinna upplýsinga brjóti ekki gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna og upplýsingar um nöfn tiltekinna starfsmanna teljist ekki til þeirra gagna sem undanskilin séu samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að allar upplýsingar sem lúti að starfsmönnum séu ekki sjálfkrafa undanskildar upplýsingarétti almennings, heldur komi skýrt fram í athugasemdum við fyrrnefnt ákvæði að í málum sem varði starfssambandið að öðru leyti sé átt við gögn í málum þar sem teknar séu ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Kærandi áréttar að samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. og 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. Þá sé tekið fram í 5. mgr. <br /> 7. gr. að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyri tilteknu máli. Þá telji kærandi liggja í augum uppi að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við, enda sé ekki um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Að lokum segir að upplýsingarnar hljóti að vera fyrirliggjandi í upplýsingakerfum spítalans og spítalinn hefði getað veitt kæranda upplýsingar um allar ljósmæður sem störfuðu hjá spítalanum í [dags.] ef það væri ómögulegt fyrir hann að finna út úr því hvaða ljósmæður voru á vakt á þessum tiltekna tíma.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 3. apríl, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, segir að allt bendi til þess að vaktstjóri hafi verið kallaður til í fæðingunni og kæranda hafi verið greint frá nafni viðkomandi. Fjallað er um skýringar starfsmanna sem viðstaddir voru fæðinguna og tekið fram að spítalinn telji ekki forsendur til að veita upplýsingar um hinar fjórar ljósmæður sem hafi verið á vakt. Ekki sé um vanskráningu að ræða líkt og kærandi haldi fram, allar upplýsingar sem máli skipti liggi fyrir. Ekki sé skráð í sjúkraskrá hver komi til aðstoðar í fæðingu nema sá sem kallaður sé til aðstoðar taki beinan þátt í að taka á móti barni eða geri eitthvað á fæðingarstofunni sem krefjist skráningar. Þá er þess getið að skráningu hafi verið sérstaklega vel háttað í kringum þessa fæðingu, hún sé nákvæm og vandað til verka. Enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um hafi komið að meðferð kæranda, sbr. skráningu Landspítala. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan. Upplýsingar um vaktaskema starfsmanna falli að mati spítalans undir upplýsingar um málefni starfsmanna sem varði starfssamband við vinnuveitanda. Sé því um að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn spítalans segir einnig að upplýsingaréttur almennings og aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, nái aðeins til „fyrirliggjandi“ gagna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir. Hugsanlega væri hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans, en það telji hann sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga samkvæmt framangreindu. Vísist í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá séu ítrekuð þau sjónarmið sem þegar hafi komið fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir hafi ekki þýðingu þar sem fyrir liggi, byggt á skráningu og samtölum við þá aðila sem voru viðstaddir, að umræddu handbragði hafi ekki verið beitt í fæðingunni.<br /> <br /> Umsögn spítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2020, er áréttað að ástæða þess að óskað var eftir umbeðnum upplýsingum sé að ekki hafi verið hægt að staðfesta að sú ljósmóðir sem var vakstjóri umrædda nótt hafi komið til aðstoðar kæranda. Vegna þeirrar óvissu taldi kærandi nauðsynlegt að fá vitneskju um nöfn hinna fjögurra ljósmæðranna sem voru á vakt þar sem möguleiki væri fyrir hendi að einhver þeirra hefði komið að því atviki sem átti sér stað í fæðingu kæranda. Þá segir að í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, komi fram nýjar upplýsingar varðandi vaktstjórann og aðkomu hans að fæðingunni. Geti spítalinn lagt fram haldbær gögn sem staðfesti að vaktstjórinn hafi verið sú ljósmóðir sem aðstoðað í fæðingu kæranda muni kærandi draga kæruna til baka, enda ekki þörf á frekari upplýsingum.<br /> <br /> Í ljósi þessa voru athugasemdirnar sendar Landspítalanum og honum veittur kostur á að bregðast við. Í svari spítalans við athugasemdum kæranda, 8. maí 2020, segir að ekki sé unnt að verða við beiðni kæranda um staðfestingu á því að vaktstjóri hafi verið sá starfsmaður sem komið hafi til aðstoðar í fæðingunni enda séu slík gögn ekki til. Þá er áréttað að í umsögn spítalans komi fram að allt bendi til þess að vaktstjórinn hafi komið að fæðingunni og sinnt tilteknum verkefnum en ekki sé hægt að útiloka að önnur ljósmóðir hafi verið að verki. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort vaktaskema starfsmanna á því tímabili sem beiðni kæranda nái til sé fyrirliggjandi hjá Landspítalanum. Því var svarað samdægurs að hægt væri að taka saman upplýsingarnar úr Vinnustund. Í kjölfarið óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort unnt væri að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti og hversu langan tíma slík vinnsla myndi taka. Landspítalinn svaraði því sama dag að hægt væri að kalla upplýsingar um innstimplanir starfsmanna fram í Vinnustund. Þá þurfi að fara yfir þær, hvort um raunverulega stimplun sé að ræða eða leiðrétta stimplun. Ef um leiðrétta stimplun sé að ræða verði að skoða málið nánar, skoða skýringar o.s.frv. Þetta ætti ekki að vera sérstaklega tímafrekt þegar um fámennar vaktir sé að ræða. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum fjögurra starfsmanna Landspítalans sem voru á vakt á tilteknum tíma þegar kærandi lá þar inni. Í umsögn Landspítalans, dags. 24. apríl 2020, kemur fram að samkvæmt skráningu í sjúkraskrá hafi enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um komið að meðferð kæranda. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi heldur því aftur á móti fram að Landspítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu hvaða ljósmóðir hafi komið kæranda til aðstoðar í fæðingunni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 891/2020, 893/2020, 895/2020, 898/2020, 903/2020 og 910/2020.<br /> <br /> Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga, þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.“<br /> <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Landspítalans hvað varðar starfsmenn er komu að fæðingu kæranda hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi. Eins og atvikum málsins er háttað verður hins vegar að líta svo á að kærandi eigi af því einstaka og verulega hagsmuni umfram almenning að fá upplýsingar um hvaða ljósmæður voru á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Landspítalinn heldur því fram að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt tiltekna nótt séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og að spítalanum sé ekki skylt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans. Þá sé óvíst að listi sem yrði til með slíkri aðferð væri efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. Í svarbréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. júní 2020, sagði Landspítalinn unnt að taka saman upplýsingarnar úr forritinu Vinnustund en fara þyrfti yfir hvort um raunverulega eða leiðrétta stimplun væri að ræða. Slík vinnsla ætti ekki að vera tímafrek. <br /> <br /> Í þessu samhengi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til laganna er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 908/2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að af-marka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úr-skurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: <br /> <br /> „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:<br /> <br /> ,,Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beið¬anda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svari Landspítalans verður þó ekki annað ráðið en að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið skráðar á vakt á fæðingardeild umrædda nótt séu skráðar í forritið Vinnustund, óháð því hvort þær upplýsingar séu rétt skráðar eða ekki. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það með Landspítalanum að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <h2>3.</h2> Landspítalinn heldur því einnig fram að upplýsingarnar séu undanþegnar upplýsingarétti kæranda þar sem þær varði málefni starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, og einkamálefni þeirra, sbr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að ákvæði 1. mgr. 14. gr. gildi ekki um gögn sem talin eru upp í 6. gr. laganna. Þar af leiðandi eru gögn sem felld verða undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar afmarkað hvaða upplýsingar teljist til málefna starfsmanna samkvæmt undanþáguákvæðinu. Þar segir að réttur til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband umræddra starfsmanna og Landspítalans „að öðru leyti“.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir að í 4. tölul. 4. gr eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, hafi verið kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum tæki ekki til gagna í málum um veitingu starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Frekar væri ekki fjallað um málefni opinberra starfsmanna eða veitingu aðgangs að upplýsingum um starfssamband þeirra við vinnuveitendur. Slíkar upplýsingar, þar á meðal um launakjör, um áminningar eða önnur viðurlög í starfi, hafi því lotið almennum ákvæðum laga um upplýsingarétt. <br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði starfssamband opinbers starfsmanns og stjórnvalds verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt. Við skýringu á því hvaða upplýsingar falli undir „starfssambandið að öðru leyti“ verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. en þar segir:<br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“<br /> <br /> Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. athugasemdir við ákvæði 7. gr. í fyrrnefndu frumvarpi til upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður að álykta sem svo að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt á því tímabili sem kærandi óskar eftir varði ekki „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir ljósmæðra á fæðingardeild af því að leynd sé yfir því hvort þær hafi verið á vakt umrædda nótt eða ekki, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Landspítalanum ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvaða ljósmæður á fæðingardeild voru skráðar í Vinnustund aðfararnótt [dags.].<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
917/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Fjársýslu ríkisins að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir að einhver bókhaldsgögn sem felld yrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í vörslum stofnunarinnar hefði stofnunin ekki upplýsingar um hvaða gögn tilheyrðu rannsóknarlögreglu á tímabilinu. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 917/2020 í máli ÚNU 20020023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Aðdragandi málsins er sá að kærandi óskaði þann 9. ágúst 2019 eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 var beiðni kæranda vísað aftur til meðferðar hjá Fjársýslu ríkisins.<br /> <br /> Í kæru segir að þrátt fyrir ítrekun og kröfu um svar og aðgang að gögnum hafi ekkert svar borist frá Fjársýslu ríkisins. Því sé afgreiðsla stofnunarinnar kærð á ný. Þess sé krafist að málið sé endurupptekið og veittur verði aðgangur að gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Þann 10. mars 2020 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af bréfi Fjársýslu ríkisins til kæranda. Í því segir meðal annars að þann 16. janúar 2020 hafi stofnuninni borist ítrekun frá kæranda þar sem sérstaklega hafi verið tekið fram að óskað væri eftir gögnum um rannsóknardeild, sem væri sameiginleg með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Óskað hafi verið eftir gögnunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2017. <br /> <br /> Þá kemur fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 hafi verið farið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni. Þrátt fyrir að lögregluembættin hafi ekki verið í þjónustu stofnunarinnar á því tímabili sem spurt var um þá hafi stofnunin aðgang að bókhaldskerfi stofnananna á tímabilinu og afritum af þeim reikningum sem séu til á rafrænu formi. Í bókhaldinu sé rannsóknardeild lögreglunnar ekki afmörkuð sérstaklega þannig að Fjársýslan geti án aðstoðar embættanna tekið út þau gögn sem óskað sé eftir. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvaða reikningar tilheyri hvaða verkefni umfram það hvernig bókhaldinu sé skipt upp í viðföng og sé rannsóknardeildin ekki sérstaklega skilgreind sem viðfang í bókhaldi. Stofnunin hafi því óskað eftir upplýsingum frá embættunum um hvað tilheyri rannsóknardeildinni þannig að hægt sé að svara fyrirspurninni efnislega. Stofnunin geti ekki tekið ákvörðun um rétt til umbeðinna gagna án þess að sjónarmið embættanna liggi fyrir og hafi stofnunin óskað eftir þeim. Þau þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun sé tekin um veitingu umbeðinna upplýsinga. Vegna anna hjá lögreglunni hafi ekki tekist að afgreiða beiðnina en þegar upplýsingar frá embættunum liggi fyrir muni beiðnin vera afgreidd. <br /> <br /> Fjársýslan afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 7. maí 2020. Þar eru kæranda afhentir listar með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyra rannsóknardeildum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóra hins vegar, frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017. Fram kemur að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldi ríkisaðila og færslum í ljósi lögbundins hlutverks stofnunarinnar. Hins vegar hafi þessi lögregluembætti ekki verið í þjónustu Fjársýslunnar á því tímabili sem spurt sé um. Farið hafi verið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni og við þá yfirferð hafi komið í ljós að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað í bókhaldi embættanna falli undir fyrirspurnina. Þær upplýsingar sem óskað var eftir hafi því ekki verið fyrirliggjandi. Fjársýslan hafi þó óskað eftir aðstoð viðkomandi embætta þannig að hægt væri að svara fyrirspurninni efnislega og óskað jafnframt eftir yfirferð embættanna á rétti til viðkomandi gagna. Úrvinnsla upplýsinganna hafi tekið nokkurn tíma hjá embættunum en nú liggi upplýsingarnar fyrir. <br /> <br /> Fram kemur að embættin hafi farið yfir upplýsingarnar með tilliti til réttar almennings til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og falli upplýsingar um bankareikninga þar undir, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 661/2016 og 666/2016. Sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um veitanda keyptrar þjónustu séu afmáðar fyrir afhendingu gagna til kæranda. Með sömu rökum sé sanngjarnt að upplýsingar um nöfn og símanúmer starfsmanna rannsóknardeilda séu afmáð þar sem þau komi fram í færslum í bókhaldi vegna kaupa á vörum og þjónustu. Þá kemur fram að skráningarnúmer bifreiða sem notaðar hafi verið á tímabilinu, en séu nú í eigu annarra, hafi verið afmáðar. Um sé að ræða bæði einkaaðila og lögaðila sem ekki hafi nein tengsl við embættin. Því hafi öll skráningarnúmer bifreiða verið afmáð úr gögnunum. Vísað er til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þessu til stuðnings.<br /> <br /> Þá kemur fram að umbeðin gögn geymi upplýsingar um mál sem hafi verið til rannsóknar á tilgreindu tímabili og gætu mögulega enn verið til rannsóknar. Einnig hafi umbeðin gögn að geyma vísbendingar um hvernig lögregla beitir þeim rannsóknarúrræðum sem í framkvæmd þyki eðlilegt að fari leynt og séu samkvæmt upplýsingalögum undanþegin þeim, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna. Að auki sé vísað til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim færslum sem kærandi hafi verið upplýstur um og innihaldi upplýsingar um bankareikninga, skráningarnúmer bifreiða, nöfn starfsmanna og kennitölur, símanúmer, málsnúmer mála, staðarheiti og staðsetningar utan höfuðborgarsvæðis og heiti deilda, hafi þær upplýsingar verið afmáðar. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að upplýsingarnar séu fengnar frá embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra og að Fjársýslan hafi ekki lagt frekara mat á þær. Ef kærandi hafi spurningar varðandi upplýsingarnar sé bent á að beina þeim til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða embættis ríkislögreglustjóra. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til afgreiðslu Fjársýslu ríkisins. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. sama dag, segir meðal annars að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um kaup rannsóknardeilda lögreglu á vöru og þjónustu frá aðilum og að hann telji sig eiga rétt á því að vita hvaða einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við greiðslu peninga úr ríkissjóði fyrir þessa þjónustu. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi afhent kæranda uppfylli ekki ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994. Ekki megi rekja viðskipti og notkun fjármuna út frá gögnunum í samræmi við 6. gr. laganna. Þá sýni gögnin ekki nafn, kennitölu eða virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu til stofnunar ríkisins í samræmi við 8. gr. laganna. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi sent kæranda séu einn óskiljanlegur grautur án dagsetninga og númera. Þess sé krafist að fá upplýsingarnar eins og lög um bókhald mæli fyrir um og önnur lög. Enn fremur eigi að merkja skýrslur og skjöl ríkisstofnana sem leynt eigi að fara sem trúnaðarmál eða varðveita utan laga nr. 145/1994, um bókhald. Að lokum er ítrekuð krafa um aðgang að upplýsingum sem séu á ábyrgð Fjársýslunnar sem hafi bæði yfirfarið og skráð bókhaldsgögnin samkvæmt lögum um bókhald áður en þau voru send Ríkisendurskoðun. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um hvort gögnin sem kærandi hefði fengið afhent væru þau sömu og send voru úrskurðarnefndinni, þ.e. yfirlit yfir færslur frá janúar til apríl 2017 frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og yfirlit fyrir sama tímabil frá ríkislögreglustjóra. Þá sendi úrskurðarnefndin Fjársýslunni afrit af athugasemdum kæranda, dags. 12. maí 2020. <br /> <br /> Svar Fjársýslu ríkisins barst með bréfi, dags. 30. júní 2020. Í bréfinu ítrekar stofnunin að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnunninni. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum eða hvort í bókhaldinu sé að finna gögn sem falli undir undanþágur frá upplýsingalögum. Á því tímabili sem beiðnin nái til hafi stofnanirnar sjálfar séð um bókhaldið, geymt frumrit reikninga og hafi ekki skannað þá inn í bókhaldskerfi. Stofnunin vilji að sjálfsögðu uppfylla sínar skyldur en þessar upplýsingar séu klárlega ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og stofnuninni því ekki fært að veita þær. Það hafi þó verið niðurstaða Fjársýslunnar að fá aðstoð embættanna við að svara beiðni kæranda. Fylgiskjölin sem fylgdu svarinu hafi borist stofnuninni frá viðkomandi embættum og séu þau alfarið á ábyrgð þeirra. Ef þau gögn séu ekki fullnægjandi sé eðlilegt að kærandi snúi sér til þessara embætta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar frá stofnuninni um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Í svarbréfi Fjársýslunnar við beiðni kæranda, dags. 7. maí 2020, kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóri hins vegar hafi unnið lista með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyri rannsóknardeildum embættanna frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017 og voru listarnir afhentir kæranda.<br /> <br /> Kærandi telur afgreiðslu Fjársýslunnar ófullnægjandi, meðal annars þar sem gögnin sem honum voru afhent sýni ekki nafn, kennitölu og virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Fjársýsla ríkisins ber því við að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum og því sé henni ekki fært að afgreiða beiðni kæranda. Fjársýslan hafi hins vegar óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri tækju saman umbeðnar upplýsingar og í kjölfarið sent kæranda þau yfirlit sem embættin hefðu sent stofnuninni. Í svari Fjársýslunnar til kæranda kemur enn fremur fram að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr gögnunum. Í listunum sem Fjársýslan afhenti kæranda og úrskurðarnefndinni verður þó ekki séð að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi afmáð upplýsingar úr þeim heldur verður frekar ráðið að ákveðið hafi verið að tiltaka ekki upplýsingarnar í þeim listum sem unnir voru úr bókhaldskerfum. Í yfirlitunum koma fram upphæðir færslna og er í sumum tilfellum tekið fram hvað var keypt en í öðrum ekki. Þá fylgja ekki upplýsingar um dagsetningar kaupa auk þess sem ekki er alltaf tiltekið frá hverjum var keypt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja staðhæfingar Fjársýslu ríkisins um að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að vegna þessa sé henni ekki fært, án atbeina lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra, að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á þeim bókhaldsgögnum sem yfirlitin voru unnin úr. Þrátt fyrir að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldskerfum embættanna, og þeim bókhaldsgögnum sem eru til á rafrænu formi, liggja ekki fyrir þær upplýsingar sem gera stofnuninni kleift að afgreiða beiðni kæranda, þ.e. upplýsingar um hvort fyrirliggjandi bókhaldsgögn tilheyri rannsóknardeildum þessara embætta. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæranda er enn fremur bent á þann kost að óska eftir upplýsingunum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra sem unnu þau yfirlit sem Fjársýslan afhenti kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
916/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og 51. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, ættu við um gögnin. Úrskurðarnefndin taldi hluta fundargerðanna innihalda upplýsingar sem með engu móti yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar hafði ráðuneytið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að verða felldar undir 9. gr. upplýsingalag og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þar sem ráðuneytið hafði ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti var henni vísað aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 916/2020 í máli ÚNU 20020022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. febrúar 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Í nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, sem hér er deilt um, er fjallað um stofnun og hlutverk félagsins Lindarhvols ehf. og tengsl félagsins við Seðlabanka Íslands. Með breytingu á bráðabirgðaákvæði III í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi ráðherra verið veitt heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs, sem hefði þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu annarra stöðugleikaeigna en eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Á þeim grundvelli hafi einkahlutafélagið Lindarhvoll ehf. verið stofnað 15. apríl 2016. Tekið er fram að stöðugleikasamningarnir hafi verið gerðir milli Seðlabanka Íslands og slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Þannig hafi hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Lindarhvoll ehf. verið aðilar að þeim. Samningarnir hafi verið gerðir á grundvelli beiðni slitabúanna um undanþágu Seðlabankans frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 en Seðlabankinn hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Þá vísar ráðuneytið í þagnarskylduákvæði 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Einnig er vísað til þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins segir að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar sem eigi uppruna sinn hjá Seðlabanka Íslands og fjármálafyrirtækjum sem fallið hafi undir framangreind ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu, þ.e. falli undir sérstakar þagnarskyldureglur og séu ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Ráðuneytið vísar í þessu sambandi til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Af þessari sömu reglu hafi á hinn bóginn verið gagnályktað á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. að ef upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim á grunni upplýsingalaga, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 329/2014. Niðurstaða ráðuneytisins sé því að synja beri beiðni kæranda á þeim grundvelli að upplýsingar sem fram komi í umbeðnum gögnum falli undir sérstakar þagnarskyldureglur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á niðurstöðuna. Á henni séu formannmarkar sem eigi að leiða til þess að málið verði aftur sent til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Í fyrsta lagi bendir kærandi á að Lindarhvoll ehf. hafi reglulega birt fréttir og tilkynningar um starfsemi sína á heimasíðu sinni. Óumdeilt sé að þær upplýsingar hafi þegar verið birtar opinberlega og því ekki ástæða til að synja um afhendingu fundarliða er þá varði. Kærandi vísar í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011. <br /> <br /> Í öðru lagi vísar kærandi til aðdraganda þess að lög nr. 24/2016 voru sett, þar sem breytingar voru gerðar á bráðabirgðaákvæði III við lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Tilgangur þess að ákvæðinu hafi verið komið inn í lögin árið 2011 hafi verið að það yrði engum vafa undirorpið að Seðlabankinn gæti átt viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki svo lengi sem það væri nauðsynlegt til að losa um fjármagnshöft. Kærandi vekur athygli á því að Seðlabankinn hefur áður nýtt m.a. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu ehf. til svipaðra verkefna en að þau félög hafi hins vegar fengið undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III komi fram að „[v]ið umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta skv. 2. málsl. 1. mgr. skal félagið [innskot: þ.e. Lindarhvoll] leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni.“ Málsliðir fimm og sex kveði á um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og starfsmanna. Kærandi telur athyglisvert að orðin „gagnsæi“ og „þagnarskylda“ komi fyrir samtímis í sömu lagagreininni. Ekki sé útskýrt frekar hvað við sé átt með gagnsæi í greinargerð með frumvarpinu en í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þingsins sé áréttað að þarna sé átt við þau sjónarmið sem finna megi í 45. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Í sérstakri athugasemd við 45. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 123/2015 segi að „[m]eð ákvæðinu er lagt til að ákveðin grunngildi verði lögfest um kaup, sölu og leigu eigna þegar ríkið á í hlut þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð og að ávallt verði gætt jafnræðis, gagnsæis og hlutlægni gagnvart viðsemjendum ríkisins auk þess sem ríkið gæti ávallt að hagkvæmni við slíkar ráðstafanir og samkeppnissjónarmiða þar sem við getur átt.“ Kærandi telur óumdeilt að fundargerðirnar hafi líklega að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einhverra fyrirtækja sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Einnig telur hann óumdeilt að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum sem áður hafi verið gerðar opinberar. <br /> <br /> Því til viðbótar telur kærandi að umsýslan sjálf, aðdragandi hverrar sölu fyrir sig, málsmeðferð og sjónarmið sem færð voru til bókar, eigi að einhverju leyti að vera opinber. Vísist um það til áðurnefnds 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, þeirrar staðreyndar að Lindarhvoll ehf. hafi ekki verið undanskilinn gildissviði upplýsingalaga með auglýsingu og fjölda úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er varða ráðstöfun á eignum hins opinbera. Hefði það verið ætlun löggjafans og stjórnvalda að fundargerðirnar ættu að fara leynt hefði verið lítill vandi að kveða skýrt á um það í lögum. Það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2020, óskaði kærandi eftir því að bæta frekari rökstuðningi við kæru sína en þar er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018 þar sem segir: <br /> <br /> „Með ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 var lagt til að bankinn stofnaði félag til að annast umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta sem ekki voru laust fé eða eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum. Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 í þessu skyni. Samkvæmt ákvæðinu eru stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu félagsins bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um almennt þagnarskylduákvæði að ræða, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa.“<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 26. febrúar 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Viðbótarrökstuðningur kæranda, dags. 2. mars 2020, var einnig kynntur ráðuneytinu.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, er farið yfir starfsemi Lindarhvols ehf. en þar kemur m.a. fram að í ársbyrjun 2018 hafi félagið að mestu lokið verkefnum sínum. Þau gögn sem urðu til í starfsemi félagsins hefðu verið afhent ráðuneytinu þegar það félagið lauk starfsemi sinni, þ.m.t. fundargerðir stjórnar. Þá ítrekar ráðuneytið að þau gögn sem kærandi krefjist aðgangs að falli að stærstum hluta undir sérstakar þagnarskyldureglur. Þrátt fyrir að lagaákvæði um almenna þagnarskyldu hafi ekki bein áhrif á beitingu upplýsingalaga þá hafi verið gagnályktað frá 2. málsl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þannig að ef upplýsingar sem fram koma í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Á þessari túlkun upplýsingalaga hafi verið byggt frá því að lögin voru fyrst sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölda úrskurða byggt á þessari túlkun sem auk þess hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014. Afstaða ráðuneytisins byggi á 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Ráðuneytið ítrekar að umbeðin gögn séu þess eðlis að þau varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila sem og framkvæmd laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og séu því háð þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Viðtakendur þessara gagna séu bundnir af öllum sömu þagnarskyldureglum og Seðlabanki Íslands. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál t.d. í málum nr. 614/2016, A-324/2009 og A-432/2012 og sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014, hafi því verið slegið föstu að þagnarskylduregla þágildandi 1. mgr. 35. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands feli í sér sérstaka þagnarskyldu sem sé sérgreind þannig að hún nái annars vegar til upplýsinga sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Núgildandi ákvæði sé að mestu samhljóða þagnarskylduákvæði þágildandi laga nr. 36/2001. Í greinargerð með frumvarpi til núgildandi laga hafi komið fram í athugasemdum við þá grein sem varð að 41. gr. laganna að lögð væri áhersla á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gilti að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hefði tryggt að leynd ríkti um. Í 4. mgr. 41 gr. komi fram að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. sé Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lögin taki til þegar upplýsingaskiptin séu í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Þá segi að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um geti í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greini. Upplýsingarnar sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans og jafnframt málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga.<br /> <br /> Hvað varði tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 telur ráðuneytið að síðasti hluti þeirrar tilvitnunar eigi einmitt hér við, þ.e. eftirfarandi setningar: „Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa." Í afgreiðslu ráðuneytisins sé ekki vísað til þeirrar þagnarskyldu sem greini í ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sem talið sé almennt þagnarskylduákvæði í skilningi 2. máls. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur byggist afgreiðsla ráðuneytisins á því að þær upplýsingar sem sé að finna í umbeðnum gögnum falli undir sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda eigi að ríkja um samkvæmt sérstökum þagnarskylduákvæðum laga um Seðlabanka Íslands, laga um gjaldeyrismál og laga um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir sérstök þagnaskylduákvæði laga er jafnframt vísað til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Um sé m.a. að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat Lindarhvols ehf., sem ráðuneytið taki undir, hafi verið að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því hafi félaginu ekki verið heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat Lindarhvols ehf. hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Á grundvelli þess mats hafi Lindarhvoll ehf. tilgreint í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess og í skýrslum til ráðherra þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar kemur að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé ætlað að tryggja. Þannig hafi þær upplýsingar sem ekki heyri undir sérstakar þagnarskyldureglur eða 9. gr. upplýsingalaga þegar verið birtar opinberlega, af hálfu Lindarhvols ehf. eða ráðuneytisins, og vísar ráðuneytið því í þessu sambandi til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að Ríkisendurskoðun muni ljúka sérstakri úttekt sinni á starfsemi Lindarhvols ehf. og afhenda Alþingi skýrslu sína þar um, sem verði jafnframt gerð aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dags., segir kærandi furðu vekja hvernig ráðuneytið telji það standast að þær þagnarskyldureglur, sem það tiltaki, girði fyrir afhendingu gagna nú en hafi ekki gert það þá. Að öðru leyti vísaði kærandi til fyrri rökstuðnings.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru skipulega fram settar og í þeim er skýrlega greint á milli ólíkra umfjöllunarefna.<br /> <br /> Eins og lýst er hér að framan er synjun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, fyrst og fremst byggð á því að upplýsingar sem fram komi í fundargerðunum séu háðar þagnarskyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, segir auk þess að upplýsingar í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá vísar ráðuneytið til þess að þær upplýsingar sem ekki heyri undir þessar takmarkanir hafi þegar verið birtar opinberlega, með vísan í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins byggir í fyrsta lagi á því að upplýsingar í fundargerðunum séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli þagnarskyldureglna 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Hvorki verður af ákvæðinu sjálfu né af skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins ráðið hvort og með hvaða hætti Lindarhvoll ehf. annaðist framkvæmd laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Þegar kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að upplýsingum voru í gildi lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Í 35. gr. laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, náði þagnarskyldan til þeirra aðila sem tilgreindir voru þar, þ.e. bankaráðsmanna, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmanna í peningastefnunefnd og annarra starfsmanna Seðlabanka Íslands. Þar sem aðrir aðilar eru ekki tilgreindir í ákvæðinu er ljóst að ákvæðið gildir ekki um starfsfólk fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Í 4. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sömu laga sagði enn fremur:<br /> <br /> „Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk á vegum félagsins skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki séð að ofangreint bráðabirgðaákvæði hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu starfsmanna Lindarhvols ehf. sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður þá að líta til þess að í bráðabirgðaákvæðinu er einungis lýst með almennum hætti til hvaða upplýsinga þagnarskyldan tekur. <br /> <br /> Loks er af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins einnig vísað til 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, en í ákvæðinu segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir: <br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skuli félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að hvorki verður séð af gögnum málsins né skýringum ráðuneytisins að ráðuneytið hafi við afgreiðslu á beiðni kæranda greint á milli upplýsinga sem varða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 58. gr. og upplýsinga sem gera það ekki. <br /> <br /> Eins og rakið hefur verið hér að framan hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið gengið út frá því í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar að framangreind þagnarskylduákvæði hafi að geyma sérgreindar þagnarskyldureglur sem girði almennt fyrir að unnt sé að verða við erindi kæranda um afhendingu fundargerða Lindarhvols ehf. á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt því sem að framan greinir telur úrskurðarnefndin að sú lagatúlkun ráðuneytisins fái ekki staðist.<br /> <h2>3.</h2> Eins og áður segir vísar ráðuneytið jafnframt til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við mat á því hvort rétt sé að takmarka aðgang almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda með vísan til 9. gr. upplýsingalaga kann að vera nauðsynlegt að afla afstöðu þeirra einstaklinga og félaga sem fjallað er í umbeðnum gögnum. Vísast um þetta til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga sem og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra 40 fundargerða sem beiðni kæranda lýtur að. Við blasir að nokkur hluti fundargerðanna fjallar um málefni Lindarhvols sjálfs og inniheldur upplýsingar sem með engu móti geta talist falla undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fundargerðunum er hins vegar einnig að finna upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki sem hugsanlegt er að falli undir takmarkanir 9. gr. laganna, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af afgreiðslu fjármálaráðuneytisins verður hins vegar ekki séð að nokkurt mat hafi farið fram á því hvaða upplýsingar í fundargerðunum kunni að falla undir ákvæðin og hverjar ekki. Eins og rakið var hér að framan með vísan til lögskýringargagna er hins vegar nauðsynlegt að slíkt mat fari fram.<br /> <br /> Sú afstaða fjármálaráðuneytisins liggur þó fyrir að á heimasíðu Lindarhvolls ehf. sé að finna allar þær upplýsingar sem ráðuneytið telji heimilt að birta. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ráðuneytið hefur hvorki útskýrt fyrir kæranda né úrskurðarnefndinni hvar nákvæmlega þær upplýsingar úr fundargerðunum sem afhenda má er að finna á heimasíðu Lindarhvols ehf. Jafnframt bendir úrskurðarnefndin á að kærandi kann að hafa af því hagsmuni að sjá hvernig fjallað er um málefni í fundargerðunum sjálfum, sbr. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, enda hafa fundargerðirnar ekki verið birtar á heimasíðunni. <br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti. Er því óhjákvæmilegt að vísa beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
915/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Deilt var um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni félags um aðgang að gögnum sem varða veiðiráðgjöf vegna beitukóngs árið 2019. Hafrannsóknarstofnun sagði umbeðnar upplýsingar vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng sem gefin var út árið 2019 og vísaði til þess hvar í skýrslunni upplýsingarnar væri að finna. Engin önnur gögn væru til um ráðgjöfina en fundargerðir, glærusýningar og forritunarkóði sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að gögnin væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með Hafrannsóknarstofnun að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 915/2020 í máli ÚNU 20010018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður, f.h. Royal Iceland ehf., ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum sem varða ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. desember 2019, fór kærandi þess á leit við Hafrannsóknastofnun að veittar yrðu upplýsingar og gögn sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Óskað var eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samantektum úr afladagbókum fyrir veiðar á beitukóngi.<br /> 2. Samanteknum gögnum um greiningu á afla á sóknareiningu fyrir beitukóng. <br /> 3. Greiningu á veiðidögum og afla eftir mánuðum, svæðum o.s.frv. <br /> 4. Þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar um þróun veiðiálags (e. catch effort) og veiðimagns. <br /> 5. Fyrirliggjandi stofnstærðarmælingum eða mati á stofnstærð eftir svæðum, annars vegar á norðanverðum Breiðafirði og hins vegar sunnanverðum Breiðafirði. <br /> 6. Fyrri rannsóknum og mælingum sem varpað gætu ljósi á stofnstærð og veiðiþol stofnsins sem lagt var til grundvallar ákvörðun um takmörkun á veiðum. <br /> 7. Öllum gögnum, forsendum og rökum sem lágu til grundvallar og rökstyðja ákvörðun stofnunarinnar um að taka upp nýja aflareglu grundvallaða á ICES reglu um „data limited stock“ og greiningu stofnunarinnar á kostum og göllum þess að taka upp nýja aflareglu. <br /> <br /> Hafrannsóknastofnun afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2020. Í bréfinu segir meðal annars að stofnunin hafi þann 13. júní 2019 birt ráðgjöf og tækniskýrslu fyrir beitukóng sem nálgast megi á heimasíðu stofnunarinnar. Í viðkomandi skjölum séu samantektir og greiningar sem hafi legið til grundvallar ráðgjöf stofnunarinnar og svari í raun liðum 1-7 í beiðni kæranda. Ef óskað sé eftir frekari gagnagreiningum geti stofnunin orðið við því en þá muni verða um útselda tímavinnu að ræða sem greiða þurfi fyrir. Til að hægt sé að meta umfang vinnunnar þurfi mun nánari útlistun á því hvaða upplausna sé krafist í greiningum. <br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði og vinni beitukóng og hafi því kærandi því verulega hagsmuni af því að staðið sé rétt að ráðgjöf um heildarafla. Kærandi hafi óskað eftir því að honum yrðu veittar allar upplýsingar um grundvöll ráðgjafar stofnunarinnar þannig að hann gæti sjálfur lagt mat á aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar og komið á framfæri athugasemdum eða gagnrýni ef hann telji ástæðu til þess. Kærandi segist hafna því að þau gögn sem hann óski eftir kalli á sérstaka vinnu við gagnagreiningu, enda verði að ætla að slík greining eða samantektir hafi átt sér stað á grundvelli gagnanna, a.m.k. sé óhugsandi annað en að fyrir liggi samantektir á gögnum sem stofnunin byggi útreikninga sína á. Kærandi eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæðum laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Kærandi telur að túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015 og leggi þau lög auknar skyldur á hendur stofnuninni til að deila með hagsmunaaðilum þeim gögnum sem stofnunin aflar, og byggir ráðgjöf sína á, á hverjum tíma. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafrannsóknastofnun með bréfi, dags. 30. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Hafrannsóknastofnunar, dags. 14. febrúar 2020, segir að stofnunin telji samantektirnar sem óskað sé eftir vera vinnugögn samkvæmt skilgreiningu upplýsingalaga. Þá eigi ákvæði í lögum um Hafrannsóknastofnun um aðgang að gögnum ekki við um vinnugögn og samantektir sem hugsanlega séu lögð fram á lokuðum fundum innan stofnunarinnar heldur um töluleg gögn og mælingar sem nýst geti til gagnagreiningar vísindamanna og almennings. Meðfylgjandi umsögninni var sérstök greinargerð Hafrannsóknastofnunar þar sem ferill ráðgjafar nytjastofna er skýrður og farið er yfir forsendur ráðgjafar vegna beitukóngs. Jafnframt eru þar rakin samskipti stofnunarinnar við kæranda.<br /> <br /> Umsögn Hafrannsóknastofnunar var kynnt kæranda þann 20. febrúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda. <br /> <br /> Með erindi, dags. 2. apríl 2020, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni sína til Hafrannsóknastofnunar um aðgang að gögnum málsins. Þau bárust þann 17. apríl 2020. Í bréfi er fylgdi gögnunum kemur fram að um sé að ræða vinnugögn og fundargerðir sem fjallað hafi verið um á tveimur fundum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja (IAG). Þá kemur fram það mat stofnunarinnar að verði henni gert að veita hagsmunaaðilum aðgang að vinnugögnum muni það grafa alvarlega undan vísindalegum grunni ráðgjafar stofnunarinnar. Stofnunin muni halda áfram á þeirri braut að birta ítarlegar tækniskýrslur þar sem forsendur ráðgjafar séu útskýrðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á þeim gögnum sem bárust með bréfi Hafrannsóknastofnunar þann 17. apríl 2020. Í svari Hafrannsóknastofnunar, dags. 22. júní 2020, kemur fram að ráðgjöf stofnunarinnar byggist á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Stofnunin hafi á undanförnum árum stóraukið útgáfu á efni sem tengist ráðgjöfinni með tækniskýrslum og hnitmiðuðum ráðgjafarskjölum. Stofnunin telji því að hún hafi útskýrt nægjanlega, í útgefnum skýrslum sem og á fundum með kæranda og í fyrri svörum til kæranda af hverju hún breytti grunni ráðgjafar. Þá segir að ráðgjöfin sé ekki stjórnvaldsákvörðun heldur ráðgjöf til ráðherra, það sé svo ráðherra að ákveða hvort ráðgjöfinni sé fylgt, kærandi sé því ekki beinn aðili að málinu. Andi laga um stofnunina, sem kveði á um aðgengi að gögnum, eigi ekki við um fundargerðir og slíkt heldur mæligögn til að auðvelda öðru vísindafólki að stunda rannsóknir. Því telji stofnunin tilvísunina ekki eiga við. <br /> <br /> Með erindi til Hafrannsóknastofnunar, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum á því hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna í skýrslum þeim sem vísað var til í umsögn stofnunarinnar og birtar eru á vef hennar. Þá óskaði nefndin upplýsinga um það hvort fyrirliggjandi væru önnur gögn í málaskrá stofnunarinnar með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Hafrannsóknastofnun svaraði samdægurs. Þar er leiðbeint um á hvaða blaðsíðu umbeðnar upplýsingar séu að finna í tækniskýrslunni frá 13. júní 2019. Þá er tekið fram að ekki sé haldið utan um ráðgjafarferli stofnunarinnar í málaskrá hennar. Þar séu vistuð innsend erindi frá stjórnvöldum og utanaðkomandi aðilum. Haldnar séu fundargerðir um fundi þar sem ráðgjöf sé rædd og hafi þær verið sendar til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Svar Hafrannsóknastofnunar, frá 23. júní 2020, var sent kæranda með bréfi sama dag og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði tegundina beitukóng í Breiðafirði. Hafrannsóknarstofnun hafi ekkert samráð haft við kæranda um mjög afdrifaríkar ákvarðanir um breytingar í veiðiráðgjöf. Mikil samskipti hafi verið á milli þáverandi útgerðaraðila og þáverandi forstöðumanns þeirrar deildar Hafrannsóknarstofnunar sem beitukóngur féll undir, um stofnstærðarmælingu árið 2012 sem framkvæmd hafi verið í samvinnu milli þessara aðila. Niðurstaða mælingarinnar hafi verið sú að veiði á árunum 1996-2012 hafi ekki haft áhrif á stærð stofnsins. Veiðin á þessu tíma hafi verið mun meiri en frá árunum 2012. Kærandi telur Hafrannsóknastofnun hafa ákveðið að koma sér undan rannsóknarskyldu á beitukóngi með því að taka ákvarðanir árin 2017 og 2019 um breytta ráðgjöf sem minnki hámark veiða um 64%. Óskað sé eftir upplýsingum um raunverulegar ástæður fyrir þessum tveimur ákvörðunum sem teknar hafi verið á fundum TAC nefndar og/eða fundum hryggleysingjahóps annars vegar árið 2017 og hins vegar árið 2019. Í tækniskýrslum um beitukóng komi ekki fram rök fyrir ákvörðun stofnunarinnar árin 2017 og 2019 um að skera niður hámarksráðgjöf í beitukóngi. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur enn fremur fram að það sé krafa kæranda að fá fundargerðir TAC nefndar eða nefndar hryggleysingjahóps stofnunarinnar eða annarra hópa þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að skera niður hámarksráðgjöf. Óskað er eftir fundargerðum vegna ákvörðunar vegna áranna 2017 og 2019. <br /> <br /> Með erindi, dags. 25. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringu á skjali sem kæranda var synjað um aðgang að og geymir forritunarkóða. Samdægurs svaraði Hafrannsóknastofnun því að forritið væri notað í fyrsta lagi til að sækja gögn í gagnagrunna Fiskistofu, þ.e. aflagrunn og afladagbókargrunn. Gögnin væru annars vegar landaður afli af beitukóngi (Hafnarvog) og hins vegar færslur í afladagbókum sem skipstjóri skrái lögum samkvæmt. Annar hluti forritsins reikni meðalafla í hverja gildru. Þriðji og síðasti hluti forritsins teikni síðan stöpla og línurit af niðurstöðunum. <br /> <br /> Þann 1. júlí 2020 funduðu formaður og ritari úrskurðarnefndarinnar með starfsmanni Hafrannsóknastofnunar. Á fundinum kom fram að aðeins ákveðinn hópur starfsmanna hefði aðgang að gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að. Ekkert væri í þessum gögnum sem væri út af fyrir sig skaðlegt. Aftur á móti væri almennt ekki veittur aðgangur að vinnugögnum enda nauðsynlegt að geta lagt fram vinnugögn á lokuðum fundum án þess að hagsmunaaðilar fengju aðgang að þeim. Oft væri það svo að gögnin endurspegluðu ekki endanlega niðurstöðu. Ekkert í vinnugögnunum lýsti forsendum sem ekki væri hægt að kynna sér í endanlegum skýrslum. Jafnframt staðfesti starfsmaður Hafrannsóknastofnunar að allir meðlimir ráðgjafarteymis væru starfsmenn stofnunarinnar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi meðal annars til þess að hann eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæða laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015. <br /> <br /> Hvað varðar þá málsástæðu kæranda er kveðið á um það hlutverk Hafrannsóknastofnunar í 16. tölul. 5. gr. 112/2015 að miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um sjálfbærar nytjar á íslensku hafsvæði, í ám og vötnum, greina frá niðurstöðum rannsóknastarfseminnar og veita aðgang að gögnum stofnunarinnar eftir því sem tök eru á. Af ákvæðinu verður ekki ráðið að með því séu lagðar auknar skyldur á Hafrannsóknastofnun um að veita aðgang að upplýsingum í vörslum stofnunarinnar umfram það sem kveðið er á um í upplýsingalögum nr. 140/2012. Í máli þessu verður því leyst einvörðungu úr því hvort afgreiðsla Hafrannsóknastofnunar hafi verið í samræmi við upplýsingalög. <br /> <h2>2.</h2> Hafrannsóknastofnun segir upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng, dags. 13. júní 2019, sem sé aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Stofnunin hefur tilgreint hvar í skýrslunni umbeðnar upplýsingar sé að finna. Auk þess staðhæfir stofnunin að önnur gögn varðandi ráðgjöf séu ekki vistuð í málaskrá stofnunarinnar og séu því engin frekari gögn er málið varða fyrirliggjandi hjá stofnuninni önnur en þau gögn sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. <br /> <br /> Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þannig að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin sem Hafrannsóknastofnun synjaði kæranda um aðgang að voru í fyrsta lagi tvær fundargerðir ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, í öðru lagi tvær glærusýningar varðandi ráðgjöfina og þriðja lagi forritunarkóði fyrir tölfræðiforrit. Þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum bera með sér að þær hafi verið teknar saman við undirbúning ráðgjafar vegna veiða á beitukóngi. Endanleg ráðgjöf vegna veiða á beitukóngi, tækniskýrsla og forsendur hennar, voru svo birtar opinberlega á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. <br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 538/2014, 716/2018, 894/2020. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja. Í fundargerð, dags. 29. maí 2019, eru stuttar vangaveltur um fræðilegar og tæknilegar reikniforsendur beitukóngsafla og magn veiða undanfarinna ára. Í fundargerð, dags. 4. júní 2019, eru settar fram upplýsingar um ástand beitukóngsstofnsins og hugleiðingar um hugsanlega niðurstöðu ráðgjafar stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna, enda koma þar ekki fram þær upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur glærusýningarnar vera sama efnis og fundargerðirnar. Er því Hafrannsóknastofnun heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti kæranda með sömu rökum og færð hafa verið fram varðandi fundargerðirnar. <br /> <br /> Varðandi skjal með forritunarkóða hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til annars en að ætla að hann hafi verið notaður við útreikninga á þann hátt sem Hafrannsóknastofnun lýsti. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið sé vinnugagn sem Hafrannsóknarstofnun er heimilt að synja um aðgang að, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, enda er um að ræða undirbúningsgagn auk þess sem í því koma ekki fram upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá metur Hafrannsóknastofnun það svo að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafrannsóknastofnun hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur fundargerðum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, tveimur glærusýningum varðandi ráðgjöfina og forritunarkóða fyrir tölfræðiforrit með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3.</h2> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Hafrannsóknastofnunar að engin önnur gögn með umbeðnum upplýsingum séu fyrirliggjandi en tækniskýrslan sem stofnunin hefur vísað til auk þeirra gagna sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að og þegar hefur verið fjallað um. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eða gögnin eru þegar aðgengileg almenningi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því kærunni vísað frá að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur fram að einnig sé óskað eftir fundargerðum vegna ákvörðunar árið 2017 en í upphaflegri beiðni kæranda var óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Um er að ræða nýja beiðni sem Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekið afstöðu til. Úrskurðarnefndin mun því ekki fjalla um þá beiðni, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Hafrannsóknastofnunar, dags. 13. janúar 2020, um að synja beiðni Royal Iceland ehf., um aðgang að fundargerðum, glærukynningum og forritunarkóða vegna ráðgjafar um veiðar á beitukóngi vegna ráðgjafar 2019. <br /> <br /> Kæru, dags. 29. janúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> |
914/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita almenningi upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna lögaðila sem falla undir lögin. Hins vegar bæri ekki að veita upplýsingar um menntun starfsmanna og var því staðfest synjun Herjólfs ohf. á beiðni um þær upplýsingar. Þá hafði Herjólfur ohf. birt nöfn og starfssvið starfsmanna á vefsíðu félagsins og voru þær upplýsingar því þegar aðgengilegar almenningi. Var kærunni þar af leiðandi vísað frá að því leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 914/2020 í máli ÚNU 200400010.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 10. febrúar 2020, óskaði A eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Óskað var eftir því að upplýsingarnar bærust á pappír. Með erindi, dags. 25. febrúar 2020, kærði hann á töf á afgreiðslu erindisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Herjólfur ohf. svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2020. Í svari félagsins segir að hjá því starfi um 70 starfsmenn á ársgrundvelli og sé um að ræða bæði fasta starfsmenn og afleysingastarfsmenn. Unnið sé að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn félagsins og verði þær birtar á vefsíðu þess um leið og þeirri vinnu væri lokið. Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. febrúar 2020, er gerð sú krafa að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn á pappír. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari upplýsingum frá Herjólfi ohf. um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Sérstaklega var óskað eftir upplýsingum um hvort breytingar hefðu orðið á lista yfir starfsfólk félagsins og starfssvið þess, sem birtur var á vef félagsins, frá 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júní 2020, kemur fram að á vefsíðu félagsins, www.herjolfur.is, undir flokknum „um okkur“, séu tiltekin nöfn allra starfsmanna félagsins auk starfs- og/eða stöðuheita þeirra. Ekki hafi þótt ástæða til að færa inn afleysingafólk eða starfsfólk sem sé í tímabundnum störfum, svo sem sumarstarfsmenn, enda um skammtímaráðningar að ræða. Það sé jafnframt mat félagsins að ástæðulaust sé að veita, birta eða upplýsa um frekari hagi eða stöðu starfsmanna. Starfsmenn og þá sérstaklega áhafnameðlimir þurfi að hafa réttindi því annars sé ekki hægt að lögskrá þá um borð. Einnig kemur fram að listinn sé uppfærður reglulega og engar breytingar hafi verið gerðar á starfsmannamálum frá því kærandi hafi óskað eftir upplýsingunum. Samdægurs óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort afleysingafólk hefði starfað fyrir félagið þann. 1. febrúar 2020. Herjólfur ohf. svaraði því sama dag að allir þeir starfsmenn sem hefðu verið starfandi 1. febrúar hefðu verið skráðir á vefsíðu félagsins og ætti það bæði við um fastráðna starfsmenn og afleysingafólk sem þá hefði verið að störfum. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir að veita beri almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varði starfsmenn lögaðila sem falli undir lögin:<br /> <br /> 1. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í 5. mgr. 7. gr. segir að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun en samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er félaginu aðeins skylt að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið starfsmanna félaga í meirihlutaeigu hins opinbera. Er því staðfest sú ákvörðun Herjólfs ohf. um að veita kæranda ekki aðgang að upplýsingum um menntun starfsfólks félagsins. <br /> <h2>2.</h2> Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 24. febrúar 2020, segist félagið vera að vinna að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn og að þær verði í kjölfarið birtar á vefsíðu félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að samkvæmt 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli. <br /> <br /> Fyrir liggur að í kjölfar beiðni kæranda hóf Herjólfur ohf. vinnu við að taka saman upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Ekki verður hins vegar séð af gögnum málsins að kærandi hafi verið upplýstur um hvenær upplýsingarnar urðu aðgengilegar á vefnum. <br /> <br /> Herjólfur ohf. vísar til þess í svari félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. júní 2020, að upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra séu birtar á vefsíðu þess og tilgreinir hvar þær sé að finna. Félagið staðhæfir að sá listi sem aðgengilegur var á vefsíðu félagsins þann 25. júní 2020 endurspegli nöfn og starfssvið starfsmanna sem störfuðu hjá félaginu 1. febrúar 2020 en kærandi óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu miðaðar við þá dagsetningu. Herjólfur ohf. kveður engar breytingar hafa verið gerðar á starfsmannamálum síðan þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu félagsins. <br /> <br /> Í kæru krefst kærandi þess að fá umbeðnar upplýsingar afhentar á pappír. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017 og 896/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef félagsins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um nöfn og stöðu starfsmanna Herjólfs ohf. miðað við 1. febrúar 2020. Verður því þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 26. júní 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um menntun starfsmanna félagsins. <br /> <br /> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
913/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að upplýsingum um bíltæknirannsóknir sem lögreglan hefði látið framkvæma á tímabilinu 2004-2014. Lögreglan bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með slíkum upplýsingum, nema þá í málsgögnum sakamála. Kærunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til þess að gögn sem varða rannsókn sakamála eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 913/2020 í máli ÚNU 20040005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. apríl 2020, kærði A afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 21. júní 2018 óskaði kærandi eftir upplýsingum um bíltæknirannsóknir lögreglunnar. Fram kemur í beiðninni að nánar tiltekið væri sérstaklega óskað eftir upplýsingum um það hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur, sbr. ákvæði 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (eða 70 gr. brottfallinna laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991) til bíltæknirannsókna á ökutækjum. Jafnframt óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til á grundvelli sömu ákvæða. Þá óskaði hann eftir upplýsingum um fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu 2004-2014, að báðum árum meðtöldum. Tekið var fram að ekki væri þörf á nákvæmum fjölda mála, heldur myndi ágiskun vera fullnægjandi að svo stöddu.<br /> <br /> Í svari Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. mars 2020, segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nái til gagna sem séu fyrirliggjandi og varði tiltekið mál. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi þau hins vegar ekki um rannsóknir sakamála eða saksókn. Bíltæknirannsóknir á Íslandi séu framkvæmdar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ef kærandi óski frekari upplýsinga sé eðlilegt að hann beini fyrirspurnum sínum þangað. <br /> <br /> Í erindi kæranda til lögreglunnar, dags. 12. mars 2020, kveðst hann hafa fengið upplýsingar frá Lögreglunni á Suðurlandi við sömu fyrirspurn. Hann vilji engu að síður fá svar við fyrirspurn sinni um fjölda mála sem B og/eða aðrir sérfræðingar hafi unnið varðandi bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á þessu tiltekna tímabili, 2004-2014. Þá kveðst kærandi ekki vera að spyrja um einstök mál eins og lögreglan vísi í með synjun um upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ástæðan fyrir kærunni sé að kærandi hafi í undirbúningi kæru vegna hegningarlagabrots og að svar við fyrirspurninni myndi að öllum líkindum styrkja kæruna. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi óskað eftir tölfræðiupplýsingum um framkvæmdar bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2014 að bárum árum meðtöldum. Óskað hafi verið eftir því að aðgreindur væri fjöldi mála sem B bifvélavirkjameistari hefði unnið að og fjöldi mála sem aðrir hefðu unnið að. Þá telur kærandi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu enda sé hvorki verið að óska eftir upplýsingum úr tilteknu sakamáli né saksókn og ekki verði með nokkru móti hægt að tengja umbeðnar upplýsingar við nein tiltekin sakamál né saksóknir. Eingöngu sé spurt um tölfræði á tilteknu tímabili. Þá tekur kærandi fram að bíltæknirannsóknir eigi við í fleiri tilfellum en þeim sem endi í sakamáli eða saksókn. Að lokum gerir kærandi mjög alvarlegar athugasemdir við að það hafi tekið lögregluna 21 mánuð að svara upphaflegu erindi hans, sérstaklega í ljósi þess að honum hafi verið synjað um aðgang að upplýsingunum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 14. apríl 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. júní 2020, segir að lögreglan hafi skoðað hvort upplýsingar um bíltæknirannsóknir væru til hjá embættinu og leiðbeint kæranda um að leita til Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem bíltæknirannsóknir fyrir öll lögregluembættin séu framkvæmdar þar. Þá segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gert samantekt á bíltæknirannsóknum og séu umbeðnar upplýsingar því ekki tiltækar hjá embættinu. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eigi almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum sé hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Vísað er til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem tekið sé fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Upplýsingar um hvort og þá hvaða aðili hafi framkvæmt bíltæknirannsókn í sakamáli sé að finna í gögnum sakamálsins og séu hluti af málsgögnum sem undanþegin séu meginreglunni um réttindi almennings til aðgangs að upplýsingum þar sem gildissvið upplýsingalaga nái ekki til rannsóknar sakamáls eða saksóknar þess, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þannig hafi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki gögn til að afhenda, hvorki kæranda né úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Að lokum er beðist velvirðingar á töfum sem orðið hafi við afgreiðslu erindisins sem helgist af önnum hjá embættinu.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, mótmælir hann því að beiðninni sé synjað á þeirri forsendu að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman. Á þeim forsendum væri í raun hægt að synja um aðgang að nánast öllum upplýsingum öðrum en beinum samskiptum. Kærandi gerir athugasemd við málshraða og afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kveðst hafa sent sömu fyrirspurn á öll önnur lögregluembætti á landinu á sama tíma og hafi fengið svör frá þeim öllum innan mánaðar. Það sé því með ólíkindum að nú tveimur árum eftir upprunalega fyrirspurn kæranda sé Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki búin að svara þessari einföldu fyrirspurn. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar framkvæmdu á vegum embættisins á árunum 2004-2014 á grundvelli 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og 70 gr. eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. <br /> <br /> Kærandi óskaði nánar tiltekið eftir upplýsingum um eftirfarandi: <br /> <br /> 1. Hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur í bíltæknirannsóknum. <br /> 2. Hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til. <br /> 3. Fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu.<br /> <br /> Ákvörðun lögreglunnar um að synja beiðni kæranda byggist á því að upplýsingar um bíltæknirannsóknir á vegum embættisins séu ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að útbúa sérstaka samantekt til þess að svara fyrirspurn kæranda, sem lögreglunni sé ekki skylt að gera, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá séu umbeðnar upplýsingar eingöngu fyrirliggjandi sem hluti af málsgögnum í sakamálum en slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrirspurn kæranda til lögreglunnar óskar hann eftir svari við því hvort tiltekinn bifvélavirkjameistari hafi sinnt bíltæknirannsóknum fyrir lögregluna og hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til þess að sinna slíkum rannsóknum. <br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Upplýsingalög leggja aftur á móti þá skyldu á þá sem falla undir lögin að kanna hvort fyrirliggjandi séu gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta. <br /> <br /> Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið þær skýringar að upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar hafi sinnt á vegum embættisins sé eingöngu að finna í málsgögnum vegna rannsókna á sakamálum en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til annars en að taka trúanlegar fullyrðingar lögreglunnar um að umbeðnar upplýsingar sé aðeins að finna í málsgögnum sakamála. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um aðgang að slíkum gögnum verður ekki hjá því komist að vísa kæru vegna afgreiðslu lögreglunnar á beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort tiltekin starfsmaður hafi sinnt bíltæknirannsókn fyrir lögregluna og hvort aðrir hafi sinnt slíkum rannsóknum. <br /> <h2>3.</h2> Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um fjölda mála sem sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna við bíltæknirannsóknir á tilgreindu tímabili. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir slíka samantekt ekki vera fyrirliggjandi og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. Þar sem úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að gögn sem liggja til grundvallar þeirri samantekt sem kærandi óskar eftir séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ekki skylt að afhenda kæranda gögnin svo hann gæti sjálfur tekið saman þær upplýsingar sem óskað var eftir. <br /> <br /> Með hliðsjón af því að ekki hafa verið teknar saman upplýsingar um fjölda mála þar sem sérfræðingar hafa verið fengnir til að sinna bíltæknirannsóknum á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og því að upplýsingalög leggja ekki skyldu á Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum með umbeðnum upplýsingum, svo hann geti sjálfur tekið saman fjölda mála, verður einnig að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. apríl 2020, vegna afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
912/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að upplýsingum varðandi kostnað við utanlandsferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar árið 2002. Vegagerðin kvað engin gögn með slíkum upplýsingum vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 912/2020 í máli ÚNU 20020024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni hans um aðgang að upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til upplýsingalaga nr. 140/2012 og óskar eftir liðsinni úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að afla upplýsinga um ferð tveggja starfsmanna ríkisins til Færeyja þann 10. desember 2002 og um hver hafi borið kostnaðinn af þeirri ferð, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Vegagerðin, Spölur, eða þessir aðilar að jöfnu. Kærandi efast um að það sé eðlileg ráðstöfun á almannfé, að starfsmenn ríkisins fari í leiguflugi til að vera viðstaddir hátíðarhöld vegna vígslu jarðganga í Færeyjum og eiginlega enn fráleitara ef þeir þiggi far með öðrum í slíkar ferðir. Kærandi telji fráleitt að Vegagerðin og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið geti skotið sér undan að veita umbeðnar upplýsingar á þeirri forsendu að þessir aðilar varðveiti ekki opinber bókhaldsgögn og geti þar með ekki uppfyllt þær kröfur sem upplýsingalög geri til stjórnsýslunnar.<br /> <br /> Með erindi til Vegagerðarinnar, dags. 18. desember 2019, óskaði kærandi svara við eftirfarandi spurningum varðandi ferð starfsmanna opinberra stofnana eða fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins til Færeyja 10. desember 2002: <br /> <br /> 1. Hver var heildarkostnaður við ferðina? <br /> 2. Hver var kostnaður vegna einstakra þátttakenda í ferðinni? <br /> 3. Á hvers vegum voru einstakir starfsmenn í þessari ferð? <br /> 4. Hver eða hverjir greiddu kostnaðinn? <br /> 5. Hver leigði flugvélina, til hve langs tíma, hver var kostnaðurinn og hver greiddi?<br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína með tölvupósti, dags. 24. febrúar 2020, en í svari Vegagerðarinnar, dags. 27. febrúar 2020, kemur fram að þrátt fyrir leit í skjalasafni stofnunarinnar hafi engin gögn fundist varðandi fyrirspurn kæranda. Þá er bent á að Vegagerðin geymi ekki bókhaldsgögn lengur en lög krefjist og líklega hafi því ekki orðið til önnur gögn á sínum tíma en þau sem snúi að bókhaldinu. Kærandi spurði sama dag hvort þeir sem hefðu farið í ferðina hefðu ekki verið spurðir um hver bæri kostnað af henni, úr því að bókhaldsgögnum hefði verið eytt. Í svari Vegagerðarinnar, dags. sama dag, kemur fram að réttur til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum snúi að því að veita aðgang að gögnum sem kunni að vera til hjá stofnuninni um tiltekið málefni. Eins og fram komi í fyrra svari hafi slík gögn ekki fundist hjá Vegagerðinni um það málefni sem fyrirspurn kæranda beinist að og því sé ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í kæru er tekið fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hugsanlegt vanhæfi tveggja nafngreindra starfsmanna við afgreiðslu Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á tilteknum kvörtunum kæranda. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vegagerðinni með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 11. mars 2020, segir að engin gögn hafi fundist hjá Vegagerðinni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Því sé ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða heldur séu umbeðin gögn ekki til staðar. Vegagerðin hafi upplýst kæranda um það að stofnunin geymi bókhaldsgögn ekki lengur en krafist sé samkvæmt lögum þar um en samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sé ekki skylt að geyma slík gögn lengur en í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. <br /> <br /> Vegagerðin bendir á að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkist við það að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi, sbr. 20. gr. laganna. Þegar umbeðin gögn séu ekki til staðar og afhending þeirra komi af þeim sökum ekki til greina, líkt og hér um ræði, teljist það ekki synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu telji Vegagerðin að vísa beri kærunni frá, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 572/2015 frá 2. mars 2015.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að nokkur atriði í umsögn Vegagerðarinnar þurfi athugunar við því þar stangist á nokkur mikilvæg lagaatriði auk þess sem það virðist einbeittur ásetningur Vegagerðarinnar að koma sér undan því að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varðað gætu ámælisverða hegðun starfsmanna stofnunarinnar og meðferð þeirra á almannafé. <br /> <br /> Í fyrsta lagi bendir kærandi á 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Það sé skilningur kæranda að óska megi eftir gögnum og upplýsingum frá opinberum stofnum og fyrirtækjum allt að 30 ár aftur í tímann, en að þeim tíma liðnum þurfi almenningur að leita til Þjóðskjalasafnsins, sem opinberir aðilar eigi að koma gögnum til, til frekari varðveislu. Það að eyða bókhaldsgögnum, og öðrum gögnum, fari því beinlínis gegn þessu ákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi segir kærandi að í umsögn Vegagerðarinnar sé vísað til 1 mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, og á þeim grunni telji Vegagerðin sér ekki skylt að varðveita bókhald lengur en í sjö ár. Þessi túlkun Vegagerðarinnar stangist augljóslega á við ofangreint ákvæði upplýsingalaga og því haldi þau rök sem Vegagerðin haldi fram illa hvað þetta atriði varði.<br /> <br /> Í þriðja lagi vísar kærandi til 1. gr. laga um bókhald nr. 145/1994 þar sem tiltekið sé hverjir falli undir lögin. Það sé ansi langsótt og þröng túlkun ef Vegagerðin ætli að halda því fram að hún sé bara einföld stofnun „sem stundi atvinnurekstur eða hafi á hendi fjáröflun eða fjárvörslu“ og ætli á þeirri forsendu að víkja sér undan að því veita upplýsingar um fjárreiður sínar lengra aftur en sjö ár. Sé þeirri túlkun Vegagerðarinnar á lögum beitt, verði þeim sem ætli t.d. að rita sögu opinberrar stjórnsýslu sniðinn ansi þröngur stakkur. Slík túlkun myndi hindra það að hægt sé að horfa aftur í tímann og meta ýmis mál að nýju, t.d. hvað varði kostnaðaráætlanir og reynslu verka sambærileg við þau sem ráðast eigi í árum eða áratugum síðar.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa túlkun Vegagerðarinnar á 1. mgr. 20. gr. bókhaldslaga og að Vegagerðin geti skotið sér undan upplýsingalögum með því að „láta gögn hverfa að eigin geðþótta, eða með vafasamri lagatúlkun“. Þá vísar kærandi til bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, vegna sama máls en þar vísi ráðuneytið til þess að hugsanlega kunni einhver gögn er málið varði að vera að finna hjá Fjársýslu ríkisins. Því telji kærandi Vegagerðina ekki hafa leitað gagnanna með fullnægjandi hætti og vilji láta á það reyna hvort rétt sé að opinberar stofnanir á borð við Vegagerðina og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vísi almenningi á milli stofnana, að því er virðist í þeim tilgangi einum að komast hjá því að veita umbeðnar upplýsingar og afhenda þau gögn sem um sé beðið. Kærandi tekur fram að hann hafi þegar sent Fjársýslu ríkisins beiðni um upplýsingar eftir ábendingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.<br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir en upplýsti nefndina um það að málið hefði verið sent til umboðsmanns Alþingis.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir. Með hliðsjón af þessu verður því aðeins fjallað um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda. <br /> <br /> Vegagerðin hefur lýst því yfir að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn sinni, dags. 11. mars 2020, vísar Vegagerðin jafnframt til 1. mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, en samkvæmt ákvæðinu er aðilum skylt að varðveita bókhaldsgögn í sjö ár. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru frá árinu 2002 og því tæplega átján ára gömul. Í athugasemdum sínum, 11. mars 2020, mótmælir kærandi því að stofnunin geti komist hjá skyldum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. mgr. 4. gr. þar sem segir að lögin gildi um gögn í 30 ár frá því þau urðu til, með því að eyða gögnum. <br /> <br /> Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að lög um bókhald, nr. 145/1994, eru sérlög sem gilda eingöngu um bókhaldsgögn. Upplýsingalögin fela aftur á móti í sér almennar reglur um rétt til aðgangs að gögnum sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það heyrir því ekki undir nefndina að gera athugasemdir við hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Vegagerðarinnar hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá Vegagerðinni, óháð því hvort stofnuninni kunni að hafa verið skylt að halda gögnum og upplýsingum til haga, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
911/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman í tengslum við gerð lagafrumvarps. Fiskistofa hafði afhent kæranda töflureikningsskjölin að hluta en synjað um tilteknar upplýsingar í þeim. Synjunin var í fyrsta lagi byggð á því að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og í öðru lagi að gögnin vörðuðu virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðila sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru vinnugögn þar sem þau gátu ekki talist undirbúningsgögn auk þess sem þau höfðu verið afhent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá taldi nefndin að hagsmunir útgerðarfyrirtækja af leynd, um hvernig reikniforsendur í skjölunum kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, gætu ekki vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um undirbúning lagasetningar um ráðstöfun opinberra hagsmuna væru aðgengilegar almenningi. Jafnframt yrði ekki séð að í gögnunum fælust í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækja en þær sem þegar væru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt. Var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 911/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður, f.h. Félags makrílveiðimanna, ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum, samskiptum við starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Alþingis sem og einstaka þingmenn og ráðherra og upplýsingum sem Fiskistofa hefði látið af hendi vegna undirbúnings og meðferðar frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (stjórn veiða á makríl), sbr. 776. mál á 149. löggjafarþingi. Fram kom að upplýsingabeiðnin tæki bæði til upplýsinga og gagna sem Fiskistofa hefði veitt í tengslum við breytingartillögur atvinnuveganefndar við meðferð frumvarpsins og allt til þess tíma þegar Fiskistofa hefði úthlutað varanlegri aflahlutdeild í makríl. <br /> <br /> Með bréfi Fiskistofu, dags. 10. janúar 2020, fékk kærandi sent afrit af tölvupóstum og útprentun af þremur töflureiknisskjölum þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar, nöfn skipa og veiðireynslu þeirra. Með bréfi, dags. 13. janúar 2020, óskaði kærandi eftir því að fá gögnin án takmarkana. Kærandi tekur fram að skjölin hafi verið send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að beiðni ráðuneytisins. Fiskistofa hafi ekki upplýst um að upplýsingar hafi verið afmáðar úr skjölunum né rökstutt þá ákvörðun. Kærandi geti ekki séð á hvaða grundvelli Fiskistofa geti haldið leyndum upplýsingum um veiðireynslu eða ætlaða úthlutun til báta sem stofnunin hafi sent ráðherra. Fram kemur í bréfinu að gengið sé út frá því að mistök hafi átt sér stað hjá Fiskistofu enda séu upplýsingarnar þegar opinberar á vefsíðu Fiskistofu. Ef ekki verði orðið við beiðni kæranda sé farið fram á frekari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, synjaði Fiskistofa beiðni um að afhenda umbeðin gögn án útstrikana. Í bréfi Fiskistofu kemur fram að um sé að ræða tvö töflureiknisskjöl þar sem borin sé saman veiðireynsla tiltekinna aðila miðað við mismunandi reikniforsendur. Fiskistofa byggi ákvörðun um að synja um aðgang að skjölunum í fyrsta lagi á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum Fiskistofu til eigin nota, að því frátöldu að þau hafi verið afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í aðdraganda framangreindrar lagasetningar á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, þ.e. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Undantekningar í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ákveðið hafi verið að veita kæranda aðgang að tveimur vinnugögnum að hluta, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, þ.e. þeim hlutum gagnanna sem hafi að geyma reikniforsendurnar en ekki þeim sem hafi að geyma nöfn viðkomandi aðila. Sú ákvörðun sæki jafnframt stoð í 9. gr. upplýsingalaga þar sem stofnunin telji sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli skjölin ekki endilega endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að því sé hafnað að Fiskistofa hafi veitt ráðuneytinu upplýsingar um það hvernig aflaheimildir myndu skiptast milli útgerða út frá gefnum forsendum ráðuneytisins hverju sinni, á grundvelli eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu. Fari því fjarri að tilefni beiðni ráðuneytisins um útreikninga á mögulegum niðurstöðum úthlutunar á aflaheimildum á makríl hafi tengst eftirliti með starfsemi. Í öðru lagi sé því hafnað að upplýsingar eða samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila sé eða geti verið upplýsingar sem felldar verði undir 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um „hugsanlega úthlutun“ séu ekki upplýsingar eða gögn sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ekki sé einu sinni um að ræða upplýsingar um aflaheimildir viðkomandi útgerðar eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess heldur séu þetta upplýsingar um ímyndaða hlutdeild. Upplýsingarnar séu ekki einu sinni komnar frá viðkomandi fyrirtæki né varði þær það. Um sé að ræða upplýsingar um hvernig tilteknar forsendur, sem ráðherra hafi hugleitt að leggja til grundvallar við úthlutun á aflaheimildum í makríl, komi út fyrir einstök fyrirtæki, ef sú leið væri farin. Það eina sem sé óþægilegt við þessar upplýsingar sé sú staðreynd að áður en ráðuneytið hafi útbúið frumvarp til laga um skiptingu hlutdeildar hafi það óskað eftir því að fá fyrirfram upplýsingar um niðurstöður skiptingar á aflamarki. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að upplýsingarnar séu unnar upp úr upplýsingum um veiðar á makríl en þær upplýsingar séu opinberar og birtar af Fiskistofu á vefsíðu stofnunarinnar. Þá séu úthlutanir á aflaheimildum einnig opinberar og birtar á vef Fiskistofu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. janúar 2020, var kæran kynnt Fiskistofu og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Fiskistofu barst með bréfi, dags. 14. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu eru málavextir raktir og ítrekað að um sé að ræða vinnugögn sem afhent hafi verið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, samkvæmt 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Áréttað er að ráðuneytið hafi með þessu verið að fylgja eftir lögmætum skyldum sínum til að hafa almennt eftirlit með Fiskistofu, m.a. svo haldið væri utan um veiðireynslu, kvótabundnar tegundir o.fl. með traustum hætti.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að upplýsingarnar varði viðkomandi fyrirtæki en þær séu byggðar á aflamarki skipa sem útgerðir hafi veitt og skráð í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Þá sé það mat Fiskistofu að upplýsingarnar séu þessi eðlis að þær gefi villandi mynd af stöðu þeirra útgerða sem hlut eiga að máli og geti þannig skaðað hagsmuni þeirra. Auk þess hafi stofnunin ekki aflað samþykkis þeirra sem í hlut eiga samkvæmt 9. gr. laganna. Stofnunin telur sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli töflureiknisskjölin ekki endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fiskistofu. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. febrúar 2020, kemur meðal annars fram að Fiskistofa hafi ekki útskýrt hvernig það geti tengst eftirliti með því að Fiskistofa standi rétt að utanumhaldi á veiðireynslu, kvótabundnum tegundum o.fl. með traustum hætti, að ráðuneytið óski eftir því að Fiskistofa framkvæmi útreikninga á ætlaðri úthlutun á aflahlutdeild. Þá hljóti hverjum manni að vera það ljóst að hugsanleg úthlutun út frá öðrum forsendum en endanlega voru ákveðnar feli ekki í sér ákvörðun um úthlutun heldur hafi ráðherra með því viljað vita fyrir fram hver niðurstaðan yrði af einstaka hugmyndum hans að úthlutun áður en hann tæki ákvörðun á hlutlægum grundvelli um aðferðina við úthlutun aflaheimilda. Aðferðin virðist benda til þess að niðurstaða um úthlutun fyrir einstaka báta hafi haft áhrif á val ráðherra á endanlegri aðferð við úthlutun. Erfitt sé að sjá hvaða hagsmunir það séu sem tengist viðkomandi útgerðum, nema ef vera skylda að verja þær vonbrigðum ef endanleg niðurstaða hafi verið þeim óhagstæðari en „hugsanleg úthlutun“. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman af Fiskistofu. Synjun Fiskistofu er í fyrsta lagi byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti frá Fiskistofu til ráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019 þar sem reiknuð er áætluð hlutdeild, hluti af upphafsúthlutun og hluti af endanlegri úthlutun miðað við hlutdeild árið 2011. Í öðru lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 17. janúar 2019. Þar er sett fram samantekt með áætluðum hlutdeildum ef ákveðið yrði að hlutdeildarsetja miðað við síðustu áramót. Tekið er fram að þetta séu vinnugögn og því aðeins áætlun. Hlutdeildarsetning myndi krefjast meiri vinnu til að tryggja að rétt væri úthlutað. Í þriðja lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 9. apríl 2019. Þar segir að tekin hafi verið út árin 2008-2018 án veiðireynsluflutnings, auk áætlaðrar hlutdeildar miðað við 10 bestu árin (2008-2018), bæði án og með flutningi veiðireynslu. Í fjórða lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 10. apríl 2019. Í tölvupóstinum kemur fram að afritaðar hafi verið nýjar tölur af vef Fiskistofu inn í skjalið en í því eru settar fram áætlaðar hlutdeildir miðað við tvenns konar forsendur. Úr þeim skjölum sem Fiskistofa afhenti kæranda hafa verið afmáðar upplýsingar um heiti útgerðarfyrirtækja.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því að Fiskistofa tæki saman umræddar upplýsingar við undirbúning frumvarps til laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga um stjórn fiskveiða. Þá verður ráðið að tilgangur samantektarinnar hafi verið sá að kanna hvernig úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa kæmi út miðað við mismunandi forsendur. Töflureiknisskjölin endurspegla því ekki endanlega niðurstöðu um úthlutun aflaheimilda heldur er um að ræða skjöl sem notuð voru til undirbúnings ákvörðunar um úthlutun. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfylla skjölin þó ekki skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda er ekki um að ræða gögn sem Fiskistofa hefur ritað eða útbúið til eigin nota heldur voru þau útbúin til nota í ráðuneytinu. <br /> <br /> Annað skilyrði þess að gögn geti talist vinnugögn er að þau hafi ekki verið send öðrum, nema þau hafi eingöngu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í umsögn Fiskstofu, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að gögnin hafi í reynd verið afhent ráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með starfsemi Fiskistofu, sbr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. lög nr. 115/2011, og af þeim sökum teljist gögnin áfram vinnugögn þrátt fyrir að hafa verið miðlað til ráðuneytisins. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn sem afhent eru ráðuneyti geti talist til gagna sem hafa verið ,,afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. verður að horfa til þeirra sjónarmiða sem lágu að baki setningar ákvæðsins og lýst er í athugasemdum við það í frumvarpi því er varð að núgildandi upplýsingalögum. Þar segir meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> ,,Ljóst er af framangreindu að til að gagn geti talist vinnugagn skv. 1. mgr. 8. gr. þarf nokkuð þröngum skilyrðum að vera fullnægt. Í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins, sem og 2. mgr. hennar, er hins vegar að finna ákvæði sem víkka í afmörkuðum tilvikum gildissvið undantekningarinnar. Í fyrsta lagi er í niðurlagi 1. mgr. kveðið á um að hafi skjal, sem fullnægir að öðru leyti skilyrðum ákvæðisins, einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu þá missir það af þeirri ástæðu ekki stöðu sína sem vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. Ýmsir eftirlitsaðilar hafa að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Hér getur reynt á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra. Í stjórnsýsluframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið byggt á sambærilegri reglu.“<br /> <br /> Þá verður að líta til þess að í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, var lagt til að kveðið yrði á um það í 4. tölul. 8. gr. að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess, teldust til vinnugagna. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. tölul. 6. gr. er lagt til að heimilt verði að undanþiggja upplýsingarétti almennings gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðila til undirbúnings lagafrumvarpa sem leggja á fyrir Alþingi. Þessi töluliður er nýmæli. Umdeilanlegt kann að vera hvort nauðsynlegt er að lögfesta slíka takmörkun á upplýsingarétti almennings. Sterk rök hníga að því að einmitt upplýsingar sem fram koma í gögnum af þessu tagi eigi ríkt erindi við almenning. Almenningi sé með opnu ferli við undirbúning löggjafar gefinn betri kostur en ella á því að taka á upplýstan hátt þátt í lýðræðislegri umræðu. Við undirbúning þessa frumvarps var þessu sjónarmiði gefið mikið vægi. Engu síður varð niðurstaðan sú að leggja til lögfestingu þessarar reglu. Þeir almannahagsmunir sem mæla með því að slík regla sé lögfest, þannig að stjórnvöld eigi þess kost að halda slíkum álitsgerðum fyrst og fremst til innanhússnota og til að undirbyggja stefnumörkun, vega einfaldlega þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum skjölum jafnskjótt og þau verða til. Í 1. tölul. 4. gr. gildandi laga er regla sem miðar að stórum hluta að því að vernda sömu hagsmuni og hér eru tilgreindir án þess að það leiði með beinum hætti af ákvæðinu sjálfu. Sú undantekningarregla hefur í framkvæmd ekki síst verið notuð til að undanþiggja gögn sem lúta að undirbúningi löggjafar frá almennum aðgangi a.m.k. á meðan þau eru enn á vinnslustigi. Rétt er einnig að hafa í huga að lögfesting reglunnar sem gerð er tillaga um í 4. tölul. 6. gr. kemur á engan hátt í veg fyrir að Stjórnarráðið leitist við að upplýsa almenning betur en nú er gert um þá stefnumörkun sem á hverjum tíma fer fram þegar unnið er að undirbúningi lagafrumvarpa. Almennt verður að telja mikilvægt að unnið sé að því með markvissum hætti að vanda til undirbúnings að lagasetningu hér á landi. Þá ber enn fremur að hafa í huga að ekkert stendur því í vegi að stjórnvöld sem vinna að undirbúningi lagafrumvarpa geri gögn sem aflað er frá sérfróðum aðilum opinber umfram beina lagaskyldu samkvæmt heimild í 11. gr. frumvarpsins. Fjöldi dæma er um slíka málsmeðferð stjórnvalda á síðari árum og virðist sífellt verða algengari. Er það einnig í samræmi við áralanga hefð í nágrannalöndum Íslands. Á hinn bóginn er einnig ljóst að mikilvægir almannahagsmunir geta búið að baki því að ráðherra geti í trúnaði aflað álits sérfróðra aðila á tilteknum möguleikum til útfærslu lagafrumvarps. Þá ber einnig að hafa í huga að skv. 2. tölul. 2. mgr. 12. gr. frumvarps þessa mundi þessi takmörkun falla brott strax og frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi, eigi önnur undantekningarákvæði í frumvarpinu ekki við. Vert er að árétta að þessi undanþága á einungis við um álit sem óskað er sérstaklega en ekki álit sem berast sem liður í almennu umsagnarferli um frumvörp.“<br /> <br /> Við þinglega meðferð málsins var ákvæðið fellt á brott. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan telur úrskurðarnefndin því ekki unnt að fallast á þá afstöðu Fiskistofu að gögnin sem afhent voru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi verið afhent ,,eftirlitsaðila“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Fiskistofu er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umrædd skjöl. Sem fyrr segir er um að ræða töflureiknisskjöl þar sem borin er saman veiðireynsla tiltekinna skipa miðað við mismunandi reikniforsendur. Eins og fram kemur í gögnum málsins voru töflurnar teknar saman í því skyni að kanna hvernig mismunandi reikniforsendur kæmu út fyrir einstaka skip og liggja upplýsingar um veiðireynslu þeirra, á nánar tilgreindum tímabilum, til grundvallar útreikningum við undirbúning lagasetningar þar sem fjallað er um hvernig úthluta skuli þeim mikilvægu opinberu hagsmunum sem felast í aflaheimildum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 885/2020 og 886/2020 frá 1. apríl 2020. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir, af leynd um hvernig umræddar reikniforsendur kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar, sem fram koma í gögnunum og varða undirbúning lagasetningar sem snýr að ráðstöfun opinberra hagsmuna, séu aðgengilegar almenningi. Jafnframt skal tekið fram að ekki verður séð að í umræddum gögnum felist í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli en þær sem þegar eru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um undirbúning umræddrar lagasetningar vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að þær fari leynt. Verður því Fiskistofu gert skylt að veita kæranda aðgang að töflureiknisskjölunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fiskistofu er skylt að veita kæranda, Félagi makrílveiðimanna, aðgang að fjórum töflureiknisskjölum sem fylgdu tölvupóstum Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019, 17. janúar 2019, 9. apríl 2019 og 10. apríl 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
910/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vinnueftirlitið taldi óheimilt að veita honum upplýsingar um hvort fyrirliggjandi væru gögn með upplýsingunum, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kemur fram að sérstakt þagnarskylduákvæði í lögum nr. 46/1980 hafi verið fellt niður fyrir mistök með lögum nr. 71/2019. Með lögum nr. 40/2020 hafi sérstakt þagnarskylduákvæði verið leitt í lög á ný. Þegar kærandi hafi óskað upplýsingunum hafi verið kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga og hafi beiðni kæranda verið réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. Yrði því að fara fram hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hagsmuni einstaklinga af því að upplýsingar um erindi sem þeir kynnu að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu færu leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá umbeðnar upplýsingar. Var því ákvörðun Vinnueftirlitsins staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 910/2020 í máli ÚNU 20010009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. janúar 2020, kærði A ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort kvörtun vegna starfa kæranda hefði borist til Vinnueftirlitsins en greint hafði verið frá því í fjölmiðlum að hann hefði verið kærður fyrir meint einelti gagnvart starfsmanni Borgarbyggðar til eftirlitsins. Kærandi tók fram að ekkert erindi hefði borist Borgarbyggð þar sem leitað væri útskýringa á máli sem þessu né hefði niðurstaða úr slíkri umfjöllun verið kynnt. Því óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar um hvort mál þessa efnis hefði borist til Vinnueftirlitsins og ef svo væri hvenær það hefði borist og hvar það væri statt í vinnsluferli. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurnina með tölvupósti til Vinnueftirlitsins þann 6. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi hringt í stofnunina þrívegis og mætt í afgreiðslu til þess að ítreka erindið án árangurs. Hann segir erindi sitt einfaldlega snúast um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá stofnunarinnar og staðfest hvort fyrrgreint erindi (kvörtun) hafi borist eða ekki. Verði erindi hans ekki svarað muni hann snúa sér til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem frestur til að svara erindinu sé liðinn.<br /> <br /> Vinnueftirlitið svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 9. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi átt fund með stofnuninni. Eins og fram hafi komið á fundinum taki stofnunin við kvörtunum um vanbúnað í vinnuumhverfi og venjan sé að staðfesta móttöku slíkra erinda við þann sem kvartar. Í kjölfarið meti stofnunin hvort og hvernig vinnuaðstæður sem gerðar séu athugasemdir við verði skoðaðar. Þá kemur fram að Vinnueftirlitið hafi kallað eftir skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði (m.a. viðbragðsáætlun) frá sveitarfélaginu Borgarbyggð með tölvupósti, dags. 14. febrúar 2019, á grundvelli reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vinnueftirlitinu hafi borist svar frá sveitarfélaginu þann 25. febrúar 2019 og ekki hafi verið gerðar frekari athugasemdir við þau gögn. <br /> <br /> Í kjölfar bréfs Vinnueftirlitsins ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um málið enda hvíli rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Það ætti einnig við um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. sama dag, ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar og lýsti enn þeirri afstöðu sinni að stofnuninni bæri lögum samkvæmt að afhenda umbeðnar upplýsingar. Í tölvupóstinum vísar kærandi til 82. gr. laga nr. 46/1980 þar sem fram kemur að Vinnueftirlitið skuli afhenda viðeigandi stjórnvaldi upplýsingar um brot. Þá óskar kærandi eftir nákvæmri tilvísun í hvaða greinar laga nr. 46/1980 og 37/1993 sé vísað þegar Vinnueftirlitið hafni því að veita upplýsingar um hvort fyrrgreint mál hafi borist eða ekki. Þá segir að kærandi muni nýta kæruheimild í lögum nr. 46/1980 og vísa ákvörðun Vinnueftirlitsins til ráðuneytisins til endurskoðunar. <br /> <br /> Með tölvupósti Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, er fyrri afstaða stofnunarinnar ítrekuð. Þá segir að ákvæði 82. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eigi aðeins við um upplýsingar sem önnur stjórnvöld biðji um og takmarkist upplýsingagjöfin við lögbundið eftirlit upplýsingabeiðanda. Vinnueftirlitið fari með lögbundið eftirlit með aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum og því sé stofnuninni ekki heimilt að veita öðrum stjórnvöldum umbeðnar upplýsingar á grundvelli 82. gr. laganna. Vinnueftirlitið veki athygli á því að það taki ekki afstöðu í einstaka málum er varði félagslegan aðbúnað á vinnustað, heldur leggi áherslur á heilsusamlegt vinnuumhverfi, ábyrgð og skyldur atvinnurekandans. Frekari upplýsingar megi finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi hafi lesið frétt um málið í dagblaði en enginn hafi kannast við málið innan stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem kvörtun hafi ekki borist sveitarfélaginu. Kærandi geri sér grein fyrir að þagnarskylda sé nauðsynleg við meðferð viðkvæmra mála en hann geti ekki sætt sig við að þagnarskylda stofnunarinnar komi í veg fyrir að kærandi, sem aðili máls, fái umbeðnar upplýsingar svo hann geti hreinsað mannorð sitt gagnvart þeim aðdróttunum sem settar hafi verið fram í fréttinni. Fréttin snerti kæranda persónulega og með henni sé vegið á opinberan hátt að mannorði kæranda. Í fyrsta lagi sé því haldið fram á opinberum vettvangi að kærandi hafi lagt ákveðinn starfsmann Borgarbyggðar í einelti sem sé alvarleg ásökun. Í öðru lagi hafi tortryggni verið sáð gagnvart kæranda innan hóps kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og starfsmanna í stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem vangaveltur hafi byggst upp um hvort hann hefði stungið erindi vegna þessa máls undir stól, þar sem erindi vegna málsins hafi aldrei borist til stjórnsýslu sveitarfélagsins. Því telji kærandi sig eiga rétt á að fá upplýsingar um hvort kvörtun hafi borist til Vinnueftirlitsins og hvernig unnið hafi verið úr umræddu erindi hafi það borist stofnuninni. Miklu varði að ekki sé hægt að koma aðdróttunum eins og hér um ræði á framfæri í fjölmiðlum án þess að sá sem málið varði og ásakanir beinist gegn hafi tök á að verja hendur sínar og mannorð. Því óski kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skeri úr um hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins frá 16. desember 2019 sé réttmæt eða að séð verði til þess að stofnunin veiti kæranda svör við þeim einföldu spurningum sem hann hafi óskað eftir að fá svör við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlits ríkisins barst með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í umsögninni kemur fram stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um umbeðin gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í umsögninni að ákvæði 3. mgr. 14. gr. laganna heimili það að takmarkaður sé aðgangur aðila að gögnum um hann sjálfan enda hafi gögnin jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra og þeir hagsmunir sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Við mat á hagsmunum samkvæmt ákvæðinu hafi stofnunin litið til hlutverks stofnunarinnar og þá einkum mikilvægis þess að starfsmenn geti leitað til hennar með umkvartanir sínar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað sínum án þess að eiga á hættu að stofnunin þurfi að upplýsa um hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða efni þeirra.<br /> <br /> Í umsögninni er jafnframt gerð grein fyrir lögbundnu hlutverki Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í því sambandi er tekið fram að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að taka ákvarðanir í málum einstakra starfsmanna heldur sé metið hvort ástæða sé til að fara í eftirlitsheimsókn á vinnustaðinn eða bregðast við á annan hátt án þess að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um kvörtunina. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins beinist að atvinnurekandanum sjálfum og það sé lagaleg skylda atvinnurekandans að grípa til úrbóta í tilvikum þegar vanbúnaður sé á vinnustaðnum. Að öðrum kosti hafi Vinnueftirlitið heimildir til að beita atvinnurekandann þvingunaraðgerðum til þess að hann fari að fyrirmælum stofnunarinnar. Í samskiptum stofnunarinnar og atvinnurekandans í slíkum málum séu starfsmennirnir ekki með beinum hætti aðilar máls. Þegar starfsmenn stofnunarinnar telji aðbúnað vinnuveitanda fullnægja skilyrðum laganna og reglna settum með stoð í þeim sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin aðhafist nokkuð frekar nema nýjar upplýsingar komi fram sem leitt geti til þess að málið sé tekið upp að nýju. Verði því ekki ráðið af ákvæðum laganna að stofnunin hafi heimildir til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra samstarfsmenn. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að Vinnueftirlitinu sé engu að síður heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem verði hans áskynja. Þegar slíkar ábendingar berist meti stofnunin hvort ástæða sé til að kanna málið á grundvelli almennra eftirlitsheimilda sinna. Leiði rannsókn í kjölfar umkvörtunar til þess að vanbúnaður sé á vinnustað beini Vinnueftirlitið fyrirmælum sínum að viðkomandi atvinnurekanda að bæta þar úr. Ekki sé tekin efnisákvörðun er lúti beint að starfsmanni. <br /> <br /> Vinnueftirlitið rekur enn fremur í umsögninni að það sé mat stofnunarinnar að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað, hvort sem hann sé félagslegur eða annars konar, og þá eftir atvikum hver kvartandi hafi verið, séu þess eðlis að þær eigi undir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ætla verði að hagsmunir ætlaðs kvartanda vegi ætíð þyngra en hagsmunir þess sem fari fram á aðgang að gögnum enda þótt sá síðarnefndi telji að um hann sé fjallað í ætlaðri umkvörtun. Þetta eigi sérstaklega við þar sem ætlaðir kvartendur til Vinnueftirlitsins verði að geta staðið í þeirri góðu trú og treyst því að hvorki almenningur, atvinnurekandi né hugsanlega annar sá sem kvartað sé yfir innan vinnustaðarins geti átt aðgengi að þeim gögnum sem stofnuninni séu látin í té í tengslum við umkvartanir á vinnustöðum. Verði í því efni að líta til þess að stofnunin muni hvorki gera efni umkvartana til stofnunarinnar opinberar vegna þagnarskyldu né fjalla um þær efnislega þar sem stofnunin hafi ekki heimildir að lögum til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra starfsmenn. Í umsögninni er áréttuð sú afstaða stofnunarinnar að henni sé hvorki heimilt að upplýsa hvort kvörtun hafi borist né um efni hennar, hafi hún borist. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þágildandi 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafi verið kveðið um á starfsmönnum stofnunarinnar væri óheimilt að láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð væri gerð vegna umkvörtunar. Ákvæðið hafi verið fellt brott fyrir mistök með lögum nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, en í stað þess væri kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Lagt hafi verið fram frumvarp til að leiðrétta þessi mistök en stofnunin líti svo á að starfsmönnum Vinnueftirlitsins sé óheimilt að upplýsa um kvartanir sem stofnuninni berist á grundvelli X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Að lokum segir í umsögn Vinnueftirlitsins að mikilvægt sé að starfsmenn geti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað án þess að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hafi verið til stofnunarinnar eða hver hafi kvartað. Geti það dregið verulega úr líkum á því að starfsmenn treysti sér að leita til stofnunarinnar með umkvartanir sínar og þar með haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir vinnuverndarstarf í landinu. <br /> <br /> Vinnueftirlitið telur hvorki heimilt að upplýsa í málinu hvort kvörtun hafi borist stofnuninni né efni slíkrar kvörtunar, hafi hún borist, með vísan til 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Vísað er í því sambandi til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014 og nr. 636/2016. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi frá kæranda, dags. 14. febrúar 2020, segir meðal annars að 1. málsl. 9. gr. eigi ekki við um kæranda þar sem ákvæðið eigi við um upplýsingarétt almennings. Kærandi sé aðili málsins. Þá er því mótmælt að farið hafi verið fram á aðgang að gögnum málsins. Einungis hafi verið fram á aðgang að upplýsingum um hvort kæra hafi borist stofnuninni og ef svo er, hvar hún væri stödd í úrvinnslu Vinnueftirlitsins. Kærandi hafi aldrei farið fram á að sjá efnislega það sem fram komi í kærunni eða önnur gögn málsins. <br /> <br /> Þá mótmælir kærandi því að aðgangur verði takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í fyrsta lagi sé málið ekki lengur einkamálefni þess sem kvartaði eftir að hann hafi sent upplýsingar um það til fjölmiðils. Málið hafi verið gert opinbert að frumkvæði kæranda. Í öðru lagi hafi kærandi ekki óskað eftir upplýsingum um einkamálefni viðkomandi aðila og í þriðja lagi hafi ekki verið óskað eftir gögnum málsins heldur einungis upplýsingum um hvort kvörtun hafi borist og ef svo væri, hvar það væri statt. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir einnig að með hliðsjón af því hvernig málið hafi þróast þá krefjist kærandi þess að Vinnueftirlitinu verði gert að svara spurningum hans auk þess að afhenda honum öll gögn sem málinu tilheyra og hafi borist stofnuninni. Það hafi verið vegið að æru kæranda á opinberum vettvangi og verði að gefa þeim sem opinber ásökun um einelti beinist að tækifæri til að bregðast við á málefnalegum forsendum. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun yfir meintu einelti af hans hálfu og ef svo er, hvar málið sé statt. Kærandi hefur vísað til þess að aðeins hafi verið óskað eftir framangreindum upplýsingum en ekki aðgangi að gögnum máls. <br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka afstöðu til þess hvort málið heyri með réttu undir nefndina. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera ,,synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar. Verður þá að hafa í huga að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar ber þeim almennt á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Á hinn bóginn verður ekki leidd af upplýsingalögum sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þótt ekki sé útilokað að stjórnvöldum sé skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Við túlkun á 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður ekki hjá því litið að hugtakið ,,synjun“ verður ekki slitið úr samhengi við ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um hvernig beiðni um aðgang að gögnum verður fram sett. Með setningu upplýsingalaga nr. 140/2012 var slakað verulega á kröfum til framsetningar beiðna um aðgang að gögnum frá því sem áður var, auk þess sem ríkari áhersla var lögð á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda við afgreiðslu beiðna samkvæmt lögunum. Við túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður enn fremur að horfa til þess að kæruheimildin, sem ákvæðið felur í sér, er úrræði sem aðilum stendur til boða við að fá ákvarðanir stjórnvalda endurskoðaðar og sem er almennt grundvallað á sjónarmiðum um aukið réttaröryggi og réttarvernd borgaranna og því hagræði sem af slíkri málsmeðferð leiðir. <br /> <br /> Að auki bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að beinlínis er gert ráð fyrir því í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að stjórnvöldum kunni að vera óheimilt að greina frá því hvort mál sé eða hafi verið til meðferðar. Í athugasemdunum segir orðrétt: <br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál því lagt til grundvallar að skýra beri ákvæði 1. mgr. 20. gr. upplýsinglaga, og þá einkum hugtakið ,,synjun“, það rúmt að það nái því markmiði sem liggur til grundvallar úrræðinu. Þannig hefur úrskurðarnefndin gengið út frá því í framkvæmd sinni að fyrir liggi „synjun“ í skilningi ákvæðisins ef stjórnvald hefur neitað að afhenda upplýsingar sem liggja fyrir í gögnum stjórnvalds með vísan til ákvæða upplýsingalaga, ef unnt er að ráða af beiðni um upplýsingar til hvaða máls eða gagna hún tekur, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Sama gildir ef stjórnvald hefur neitað að staðfesta hvort mál hafi verið til meðferðar eða hvort gögn séu fyrirliggjandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að þessi framkvæmd sé einnig í samræmi við það almenna sjónarmið í stjórnsýslurétti að ekki verði að jafnaði gerðar strangar kröfur til forms eða framsetningar þeirra erinda sem borgararnir beina til stjórnvalda. Það verður því ekki gerð sú krafa að beinlínis sé í erindi óskað eftir aðgangi að tilteknu gagni samkvæmt upplýsingalögum heldur ræðst það af efni erindisins hvort fara ber með það sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga eða ekki. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta gögn sem fylgja erindi og frekari samskipti stjórnvalds og málsaðila einnig verið til marks um í hvaða farveg rétt sé að beina málinu.</p> <p> </p> <p>Eins og ráðið verður af gögnum málsins og rakið er hér að framan óskaði kærandi eftir því við Vinnueftirlitið með erindi, dags. 14. nóvember 2019, að stofnunin veitti upplýsingar um hvort kvörtun vegna starfa hans hefði borist til Vinnueftirlitsins og vísaði um það til upplýsinga sem fram hefðu komið í fjölmiðlum. Kærandi sendi síðan aðra beiðni um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. Fram kemur að erindi kæranda snúist einfaldlega um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá Vinnueftirlitsins og staðfest hvort erindi hafi borist stofnuninni eða ekki. </p> <p> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um hvort mál væri til meðferðar enda hvíldi rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Þessa afgreiðslu kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Með vísan til þessara atvika málsins og þeirra sjónarmiða um túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sem lýst hér að framan verður því leyst úr því hvort kærandi eigi rétt til upplýsinga um hvort tiltekið mál sé eða hafi verið til meðferðar hjá Vinnueftirliti ríkisins á grundvelli upplýsingalaga. </p> <h2>2.</h2> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem með tilliti til ákvæðis 3. mgr. 4. gr. geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 var þagnarskylduákvæðið svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 hljóðaði ákvæðið svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var aftur breytt með 2. tölul. 7. gr. um vernd uppljóstrara nr. 40/2020 en ákvæðið tók gildi 19. maí 2020. Ákvæðið hljóðar nú svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 47/1980 í frumvarpi til laga nr. 40/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Loks er lagt til að þrír málsliðir bætist við 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 sem er ætlað að mæla fyrir um sérstaka þagnarskyldu til að tryggja þeim sem kvarta til Vinnueftirlits ríkisins trúnað. Sérstöku þagnarskylduákvæði var bætt við lögin með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 var það fellt brott. Með viðbótinni eru mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem kemur í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.“<br /> <br /> Þegar kærandi óskaði eftir umbeðnum upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins þann 14. nóvember 2019 hljóðaði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 svo að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. lög nr. 71/2019 og var beiðni kæranda réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. <br /> <br /> Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í 9 töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi.<br /> <br /> Samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga nær þagnarskylda til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Fram kemur að undir ákvæðið falli ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríki um, en farið skuli að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess sé óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. tölul. 1. mgr. 42. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 8. tölul. 1. mgr. endurspegla 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þegar þagnarskylduákvæði um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ef telja verður að upplýsingar séu það viðkvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna kemur til greina að fella þær undir þagnarskyldu. Þannig er meginþorri upplýsinga sem snertir heilsuhagi nafngreindra einstaklinga háðar þagnarskyldu. Upplýsingar um grun eða vitneskju um sjúkdóma manna, svo og upplýsingar um önnur tengd einkamálefni sem finna má í læknisvottorðum og öðrum gögnum sem tilheyra sjúkraskrá almennt eru þannig almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama gildir almennt um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína. Þá eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, forsjá eða umgengni við börn almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama á við um mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga. Þá geta fjárhagsmálefni einstaklinga verið háð þagnarskyldu mæli lög ekki fyrir á annan veg. Þannig er t.d. óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum í skattamálum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga.“<br /> <h2>3.</h2> Vinnueftirlitið telur óheimilt að veita kæranda upplýsingar um hvort fyrirliggjandi séu gögn með kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vísað er til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 því til stuðnings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að hafi kvörtun borist Vinnueftirlitinu yfir meintu einelti kæranda gagnvart samstarfsmanni á vinnustað þá geymi slíkt gagn upplýsingar um kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu liggur það því fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka afstöðu til þess hvort Vinnueftirlitinu sé heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið var sérstakt þagnarskylduákvæði um starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins fellt á brott við setningu laga nr. 71/2019. Samkvæmt þagnarskylduákvæðinu, eins og það hljóðaði fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 og eins og það hljóðar nú, eru starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að skýra beri þagnarskylduna þannig að Vinnueftirliti ríkisins sé ekki aðeins óheimilt að veita aðgang að gögnum sem geymi umkvartanir til stofnunarinnar heldur einnig óheimilt að upplýsa hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða ekki.<br /> <br /> Þegar beiðni kæranda barst Vinnueftirliti ríkisins var sem fyrr segir kveðið á um almenna þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður þó óhjákvæmlega að líta til þess við hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að þeir sem kunna að hafa kvartað til stofnunarinnar fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 máttu eiga réttmætar væntingar til þess að sérstök þagnarskylda þágildandi ákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilti um erindi þeirra. Úrskurðarnefndin hefur í þessu sambandi hliðsjón af úrskurðarframkvæmd sinni, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 652/2016. Með hliðsjón af því hvernig atvikum málsins er háttað er það enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir einstaklinga yfir því að upplýsingar um erindi sem þeir kunna að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um það hvort kvörtun vegna meintrar háttsemi hans á vinnustað hafi borist stofnuninni. Er það því niðurstaða nefndarinnar að staðfesta beri ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort slíkt kvörtun hafi borist. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun vegna meints eineltis kæranda gagnvart starfsmanni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
909/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um gögn varðandi leiguíbúð á vegum félagsins. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 909/2020 í máli ÚNU 20050002.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. apríl 2020, framsendi Persónuvernd, að beiðni A, kæru hans, dags. 20. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um aðgang að gögnum. Kærð var synjun Félagsstofnunar stúdenta á beiðni kæranda að öllum samskiptum kæranda eða eiginkonu hans við stofnunina vegna rakavandamála í leiguíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta, öllum dómsskjölum tiltekins dómsmáls milli stofnunarinnar og byggingaraðila fasteignarinnar og niðurstöðum mælinga á fasteigninni. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja það frekar sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Kæru í máli þessu er beint að Félagsstofnun stúdenta vegna afgreiðslu stofnunarinnar á beiðni um aðgang að gögnum er varða leiguíbúð Félagsstofnunar stúdenta. <br /> <br /> Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi til þágildandi upplýsingalaga, nr. 50/1996, segir eftirfarandi um afmörkun þess hvað teljist vera starfsemi stjórnvalds: <br /> <br /> „Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands, nr. 33/1968, skal við Háskóla Íslands starfa Félagsstofnun stúdenta. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um að félagsform Félagsstofnunar stúdenta skuli vera sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Um hlutverk stofnunarinnar segir í 2. gr. laganna að hún skuli annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra samkvæmt því, sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Samkvæmt 1. málsl. 3. gr. skal stofnunin skipuð fimm mönnum, einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðuneyti, einum kosnum af háskólaráði og þrem kosnum af stúdentaráði til tveggja ára í senn.<br /> <br /> Í 4. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um rekstur stofnunarinnar. Segir þar eftirfarandi: <br /> <br /> „Stjórn stofnunarinnar aflar fjár til framkvæmda þeirra, er undir stofnunina heyra, í samvinnu við rektor og háskólaráð. Auk tekna af fyrirtækjum þeim, er Félagsstofnun stúdenta ræður yfir eftir lögum þessum og reglugerð, skal fjár til byggingarframkvæmda, rekstrar fyrirtækja og eflingar þeirra aflað sem hér segir:<br /> <br /> 1. Árleg skrásetningargjöld stúdenta við Háskóla Íslands skulu renna að hluta til stofnunarinnar, eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð fyrir Háskóla Íslands.<br /> 2. Með framlagi úr ríkissjóði, eftir því sem Alþingi ákveður hverju sinni.<br /> 3. Gjöfum, sem Félagsstofnun stúdenta kunna að berast.<br /> 4. Öðrum úrræðum, er stjórn stofnunarinnar telur tiltækileg.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindum ákvæðum laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands nr. 33/1968, að stofnunin sé hvorki stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga né lögaðili í meirihluta eigu hins opinbera sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá varðar beiðnin ekki starfsemi sem felld verður undir upplýsingalög samkvæmt 3. gr. laganna en rekstur stofnunarinnar á leiguíbúðum er hvorki verkefni sem stjórnvaldi er falið með lögum né telst reksturinn að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðni kæranda um aðgang að gögnum verður að vísa kæru hans vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðninni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
908/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um tiltekin gögn varðandi framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Sveitarfélagið kvað hluta umbeðinna gagna ekki fyrirliggjandi og staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann hluta afgreiðslunnar. Hins vegar taldi sveitarfélagið óheimilt að afhenda samninga sveitarfélagsins við verktaka, með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem heimilt væri að undanþiggja tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna, með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar höfðu þeir hlutar beiðninnar ekki hlotið þá efnislegu umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim því vísað aftur til Kópavogsbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 908/2020 í máli ÚNU 20010004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. janúar 2020, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Með gagnabeiðni kæranda, dags. 26. september 2019, var óskað eftir svörum við tilteknum spurningum og gögnum í sjö tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna sparkvallar við Austurkór?<br /> 2. Hver var endanlegur kostnaður við verkið þegar allt er talið;<br /> a) hönnun,<br /> b) þóknun verktaka,<br /> c) eigin vinna starfsmanna Kópavogsbæjar,<br /> d) sérstaklega sé aðskilið frá sparkvellinum sjálfum og gerð grein fyrir kostnaði við veg frá Austurkór að sparkvelli, þar með talið malbikun hans.<br /> 3. Óskað er eftir afriti af þeim samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna verksins.<br /> 4. Óskað er eftir afritum fundargerða formlegra nefnda og ráða bæjarins þar sem um sparkvöll við Austurkór er fjallað á tímabilinu janúar 2016 til dagsins í dag. Átt er við:<br /> a) Bæjarstjórn<br /> b) Bæjarráð<br /> c) Skipulagsráð<br /> d) Bygginga- og skipulagsnefnd.<br /> Einnig fundargerðir starfshópa, vinnuhópa og óformlegra nefnda, svo sem vinnufunda embættis garðyrkjustjóra og embættis skipulagsstjóra, annarra vinnuhópa sem um verkefnið hafa fjallað á vettvangi bæjarins, afrit tölvupóstsamskipta garðyrkjustjóra bæjarins og skipulagsstjóra sem og byggingarfulltrúa. Einnig samskipti starfsmanna sem undir þá heyra þar sem þeir fjalla um umræddan sparkvöll.<br /> 5. Þá er beðið um afrit umsókna sem um verkið hafa verið gerðar til opinberra aðila, þar með talið sveitarfélagsins og þeirra leyfa sem stofnanir bæjarins hafa gefið út í tengslum við framkvæmdirnar, þ.e. við sparkvöll við Austurkór og aðkomuleiðir að honum.<br /> 6. Þá er óskað eftir afritum af samskiptum Kópavogsbæjar við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna sparkvallarins, bæði tölvupósta og formleg bréf.<br /> 7. Hvort verkefnið sparkvöllur við Austurkór hafi notið styrkja frá utanaðkomandi aðilum og ef svo er frá hverjum.<br /> <br /> Kópavogsbær svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Þar kemur meðal annars fram að ákvörðun um að gera skyldi boltavöll við Austurkór hafi verið tekin af hálfu skipulagsyfirvalda í Kópavogi með samþykki á deiliskipulagi fyrir svæðið árið 2007 og breytingu á deiliskipulagi 2011 þar sem heimilað hafi verið að færa völlinn fjær lóðunum við Austurkór 88-92. Í tilefni af fyrstu tveimur töluliðum beiðninnar er tekið fram að áætlaður kostnaður við sparkvöllinn hafi verið 18,45 m. kr. í mars 2017 en áfallinn kostnaður vegna sparkvallar og vegar sé nú 26,3 m. kr. Ekki sé til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði eftir þeim atriðum sem kærandi nefndi í erindi sínu. Ekki séu til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli sé ekki til sérstaklega aðgreindur.<br /> <br /> Varðandi þriðja töluliðinn kemur fram að við verkefni sem þetta sé unnið samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Ríkiskaup hafi boðið út þjónustuna og gerður sé samningur við fjölda verktaka um einingarverð. Ekki sé hægt að afhenda afrit rammasamninga þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafa í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að fundargerðum þar sem fjallað var um sparkvöllinn frá janúar 2016. Kópavogsbær kveður hins vegar ekki liggja fyrir fundargerðir vinnuhópa um málið. Tölvupóstsamskipti starfsmanna um sparkvöllinn teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Ekki sé ástæða til að veita aðgang að þeim gögnum umfram það sem skylt sé, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kópavogsbær veitti kæranda aðgang að framkvæmdaleyfi og samskiptum við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samkvæmt 5. og 6. tölulið beiðninnar og í tilefni af þeim 7. var upplýst að verkefnið hefði ekki hlotið styrki frá utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi geri athugasemdir við afgreiðslu Kópavogsbæjar á töluliðum 2, 3 og 4. Hvað lið 2 varðar kemur fram að ekki hafi verið veitt svar við spurningum um þóknun verktaka, eigin vinnu starfsmanna bæjarins og sundurliðaðan kostnað við vegargerð. Kærandi hafnar því að gögn um þessa þætti séu ekki til og aðgreinanleg í bókhaldi bæjarins því þá væri um brot á bókhaldslögum að ræða. Þá sé augljóst að t.d. vinna við malbikun sé ekki unnin í tímavinnu heldur á grundvelli einhvers konar verðkönnunar og því ættu þær upplýsingar að liggja fyrir sem og aðrar. <br /> <br /> Um lið 3 segir kærandi að það geti ekki staðist að Kópavogsbær geti komið sér undan því að afhenda samninga eða önnur gögn er tengist vinnu við opinbera framkvæmd. Ef málið sé að verktakar hafi unnið verkið í tímavinnu sé rétt að það sé upplýst skýrt og skilmerkilega. Þá sé spurningunni einnig ætlað að kalla fram hvaða verktakar unnu verkið. Hvað 4. liðinn varðar kemur fram að kærandi telji ljóst að um alla þætti þess máls hafi verið samið í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Því sé augljóst að ef Kópavogsbær komist upp með það vinnulag að túlka slíka samninga sem vinnugögn sé verið að fara á svig við upplýsingalög og gera þau ómarktæk.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 10. janúar 2020, var Kópavogsbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Fresturinn var framlengdur tvívegis og barst umsögnin þann 17. febrúar 2020.<br /> <br /> Í umsögn bæjarins er málið afmarkað með þeim hætti að kærandi telji sig ekki hafa fengið svör við spurningum b, c og d í öðrum tölulið erindis hans til bæjarins, dags. 26. september 2019. Með spurningu 2 b) hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um endanlegan kostnað vegna þóknunar verktaka vegna gerðar sparkvallarins. Líkt og fram hafi komið í hinni kærðu ákvörðun hafi ekki verið til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði til verktaka. Við nánari skoðun hafi hins vegar þótt ástæða til að fara yfir alla reikninga sem bókaðir voru á verkefnið í bókhaldskerfinu og útbúa nýtt skjal þar sem teknar voru saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn. <br /> <br /> Hvað spurningu 2 c) varðar hafi kærandi verið upplýstur um að gögn um eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar væru ekki skráð hjá bænum, enda væri ekki unnið eða greitt fyrir vinnu á grundvelli tímaskráningar. Þá hafi upplýsingar um kostnað við stíginn að vellinum ekki verið sundurliðaðar frá kostnaði við völlinn sjálfan, sbr. spurningu 2 d).<br /> <br /> Um spurningu 3 kemur fram að verkþættirnir hafi verið unnir á grundvelli rammasamnings um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Með rammasamningsútboði sé verið að samræma kosti stærri útboða við kaup á þjónustu til minni verkefna og um leið fækka fjölda útboða sem geti verið tímafrek og kostnaðarsöm. Rammasamningar feli í sér skilmála sem gerðir séu við aðila samningsins á gildistíma hans. Rammasamningur sé því ekki samningur um ákveðna verkframkvæmd heldur samningur um ákveðin einingarverð fyrir verkþætti eða verkflokka sem framkvæmdir verði á gildistíma samningsins. Rammasamningi verði ekki komið á nema að undangengnu innkaupaferli sem lög um opinber innkaup kveði á um. Það sé því með öðrum orðum verið að óska eftir tilboðum um einingarverð í ákveðinn fjölda verkþátta, svo sem tækjanotkun, trjáklippingar, uppgröft, hellulögn o.s.frv., sem séu svo smá að ekki tæki að bjóða þau út í opinberu útboðsferli. Í núgildandi rammasamningi hafi 25 verktakar boðið fram þjónustu sína í níu verkflokka sem samanstandi af 41 verkþætti. Kópavogsbær hafi ekki talið stætt á að afhenda rammasamninginn þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafi í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila.<br /> <br /> Af hálfu Kópavogsbæjar kemur loks fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafi unnið málið og hvort þeir hafi unnið í tímavinnu. Upplýst hafi verið hvaða verktakar unnu málið og fjárhæðir gefnar upp fyrir þeirra verkþátt.<br /> <br /> Með umsögn Kópavogsbæjar fylgdu ýmis gögn. Með erindi, dags. 21. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin þess á leit að bærinn veitti frekari skýringar á fylgiskjölunum, þar sem tekið væri fram hver þeirra hefðu þegar verið afhent kæranda og hver þeirra sveitarfélagið teldi rétt að undanþiggja upplýsingarétti almennings. Kópavogsbær svaraði fyrirspurninni á þá leið að þrjú fylgiskjöl sem fylgdu greinargerðinni hefðu ekki verið afhent kæranda en að ekki væri ástæða til að undanþiggja þau upplýsingarétti hans.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda ásamt fylgiskjölum með erindi, dags. 25. febrúar 2020 og veittur kostur til að koma að frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með erindi, dags. 5. apríl 2020, vakti úrskurðarnefnd um upplýsingamál athygli Kópavogsbæjar á því að umsögn bæjarins hefðu einungis fylgt gögn sem þegar hefðu verið afhent kæranda eða sveitarfélagið teldi rétt að afhenda kæranda. Af þessu tilefni áréttaði úrskurðarnefndin að henni væri þörf á afriti af öllum þeim gögnum sem kæra kæranda lyti að til að taka afstöðu til upplýsingaréttar hans. Því væri ítrekuð ósk um afrit af öllum þeim gögnum sem væru í vörslum Kópavogsbæjar og kærandi hefði óskað eftir með beiðni sinni. <br /> <br /> Eftir frekari samskipti upplýsti Kópavogsbær að kærandi hefði fengið umbeðin gögn afhent að frátöldum rammasamningi auk þess sem ekki hefði verið farið yfir öll tölvupóstsamskipti starfsmanna til að athuga hvort þar væru hugsanlega upplýsingar um sparkvöllinn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 8. apríl 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af rammasamningi en með svari bæjarins, dags. 28. apríl 2020, var upplýst að hinn svokallaði rammasamningur samanstæði af tilboðsgögnum frá fjölda verktaka sem hefði lagt fram tilboð vegna verksins „Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið – Rammasamningsútboð“, annars vegar frá 2016 og hins vegar frá 2019. Svarinu fylgdi afrit af gögnum vegna útboðsins árið 2016 en gögn vegna útboðsins sem fram fór árið 2019 bárust þann 3. júní 2020. Í báðum tilvikum áréttaði Kópavogsbær að um væri að ræða gögn sem lögð hefðu verið fram í opinberu innkaupaferli þar sem finna mætti einingarverð frá fjölda fyrirtækja í sama geira. Opinberun gagnanna gæti haft miklar afleiðingar, m.a. fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og hagkvæmni í innkaupum sveitarfélagsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Mál þetta lýtur að beiðni kæranda um aðgang að gögnum er tengjast gerð sparkvallar sem gerður var af Kópavogsbæ. Upphafleg beiðni kæranda til Kópavogsbæjar var í sjö töluliðum. Í kæru er gerð athugasemd við afgreiðslu sveitarfélagsins á töluliðum 2, 3 og 4 í beiðninni. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sætti sig við afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðninni að öðru leyti. <br /> <br /> Í 2. tölul. beiðninnar óskaði kærandi eftir upplýsingum um endanlegan kostnað við verkið auk nánari sundurliðunar um endanlegan kostnað vegna hönnunar, þóknunar verktaka, eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar og aðskilinn kostnað vegna sparkvallarins annars vegar og lagningar vegar frá Austurkór að sparkvellinum hins vegar, þar með talið malbikun hans. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kvað Kópavogsbær slíka sundurliðun ekki liggja fyrir, ekki væru til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli væri ekki til sérstaklega aðgreindur. Í umsögn Kópavogsbæjar vegna kærunnar er hins vegar tekið fram að farið hafi verið yfir alla reikninga sem bókaðir hafi verið á verkefnið í bókhaldskerfinu og í kjölfarið búið til skjal þar sem teknar hafi verið saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn þar sem meðal annars er tiltekinn kostnaður vegna hönnunar. <br /> <br /> Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 ber að afmarka beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þá nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þótt þeim kunni að vera það heimilt. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat Kópavogsbær annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda reikninga vegna framkvæmdar verksins svo hann gæti sjálfur tekið saman þá sundurliðun sem óskað var eftir eða tekið saman umbeðna sundurliðun. Kópavogsbær kaus að taka saman sundurliðaðan kostnað vegna hönnunar og greiðslu til verktaka og hefur kærandi ekki gert athugasemd við þá afgreiðslu. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að rengja þær skýringar Kópavogsbæjar að vinna starfsmanna Kópavogsbæjar vegna framkvæmdarinnar sé ekki skráð sérstaklega. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 2. tölul. í beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á 2. tölul. beiðninnar. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi gerir einnig athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 3. tölul. beiðninnar þar sem óskað var eftir afriti af þeim samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verksins. Kópavogsbær sagði verkið hafa verið unnið á grundvelli rammasamninga en óheimilt væri að veita aðgang að þeim með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga þar sem þeir hefðu að geyma upplýsingar um einingarverð. <br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Kópavogsbær úrskurðarnefndinni tilboð verktaka í verkframkvæmdir fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins sem lögð voru fram í útboðum árin 2016 og 2019. Í tilboðum eru tilteknir þeir verkþættir sem boðið var í auk fylgiskjala sem eru mismunandi eftir verktökum. Í flestum tilvikum er þó um að ræða yfirlýsingu um persónulegt hæfi, einingarverð sem boðin eru, tilkynningar um skuldleysi við innheimtumann ríkissjóðs, staðfestingar á greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða og skyld gögn.<br /> <br /> Með beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verks sem sneri að byggingu sparkvallar. Ekki var hins vegar óskað eftir tilboðum, samningum og fylgiskjölum allra verktaka sem unnið hefðu fyrir umhverfissvið bæjarins á grundvelli útboðanna árin 2016 og 2019. <br /> <br /> Samkvæmt þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér að framan um túlkun 15. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 bar Kópavogsbæ að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem varða þá tilteknu aðila sem unnu að framkvæmd sparkvallarins á grundvelli upplýsingalaga og meta eftir atvikum hvort kærandi ætti rétt á þeim að hluta á grundvelli 1. mgr., sbr. 3. mgr., 5. gr. upplýsingalaga. Þess í stað lét sveitarfélagið duga að synja beiðninni alfarið að þessu leyti á þeim grundvelli að í rammasamningsgögnunum væri að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hefðu í slík verk og aðgangur gæti haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu þeirra allra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í því samhengi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. <br /> <br /> Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægra verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt þegar þeir afgreiða beiðni um aðgang að gögnum að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Ef sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar er í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum er hvergi að finna upplýsingar um samskipti Kópavogsbæjar við verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. Líta verður svo á að samningar bæjarins við verktaka vegna tiltekinna framkvæmda felist ekki aðeins í samþykkt tilboða vegna útboðs heldur einnig þegar samið er um framkvæmd tiltekinna verka, þ.e. þegar verktökum er falið að framkvæma tiltekið verk, og eins þegar samið er um umfang þess og tímafjölda o.s.frv. Af gögnum málsins má hvorki ráða hvernig einstaka verktakar voru fengnir til að taka að sér verk vegna sparkvallarins né á hvaða forsendum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að sveitarfélagið afmarki til hvaða gagna rammasamningsútboðsins beiðni kæranda tók og í kjölfarið hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum eða þá hluta þeirra, eftir atvikum með því að afla afstöðu viðkomandi verktaka til aðgangs kæranda. Þá ber Kópavogsbæ að kanna hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem samið er við tiltekna verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. <br /> <h2>3.</h2> Að lokum gerði kærandi athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans samkvæmt 4. tölul. hennar. Þar óskaði kærandi eftir ýmsum gögnum þar á meðal eftir samskiptum starfsmanna bæjarins. Kópavogsbær synjaði beiðninni á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og ekki væri ástæða til að veita kæranda aukinn aðgang að þeim, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Í tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 6. apríl 2020, segir að tölvupóstsamskipti garðyrkjustjóra, skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa og starfsmanna þar sem fjallað sé um völlinn séu ekki færð inn í málaskrá bæjarins nema þar sé að finna upplýsingar sem skylt sé að skrá samkvæmt upplýsingalögum. Ekki hafi verið ráðist í vinnu við að fara í gegnum samskipti allra starfsmanna til að finna einhverjar upplýsingar um umræddan völl, sem ekki sé skylt að varðveita né afhenda. Slík vinna sé umfangsmikil og íþyngjandi, sérstaklega þar sem telja verði að slík gögn séu ekki afhendingarskyld. <br /> <br /> Í kæru segir að ljóst sé að samið hafi verið um alla þætti málsins í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Kópavogsbær geti ekki túlkað slíka samninga sem vinnugögn.Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 26. gr. upplýsingalaga segir að um skráningu mála, skjalaskrár og aðra vistun gagna og upplýsinga fari að ákvæðum laga um opinber skjalasöfn. Samkvæmt reglum um skráningu og málsgagna afhendingarskyldra aðila nr. 85/2018 sem settar eru með stoð í 23. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, skulu afhendingarskyldir aðilar skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt í eina eða fleiri skrár og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 2. gr. reglnanna. Með málsgögnum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, sbr. 2. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Því ber ekki aðeins að halda til haga samskiptum sem verða til vegna meðferðar mála þar sem teknar eru stjórnvaldsákvarðanir heldur ber stjórnvöldum að skrá í málaskrá tölvupóstsamskipti sem tengjast þeim verkefnum sem sinnt er af stjórnvaldinu.<br /> <br /> Engin tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna voru meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefndinni, enda hefur sveitarfélagið veitt þær skýringar að slík samskipti hafi ekki verið skráð í málaskrá. Úrskurðarnefndin hefur því ekki forsendur til að leggja mat á hvort efni tölvupóstsamskiptanna falli undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila, eftir atvikum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands, að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Engu að síður hefur Kópavogsbær gefið til kynna að samskipti vegna framkvæmdanna kunni að vera í tölvupósthólfum starfsmanna. Hins vegar verður ekki séð að Kópavogsbær hafi í reynd lagt efnislegt mat á hvort skylt hafi verið að skrá tölvupóstssamskiptin og það sem þar kemur fram eins og lög um opinber skjalasöfn og upplýsingalög gera ráð fyrir. Beiðni kæranda um aðgang að samskiptunum hefur því ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hún verður felld úr gildi og lagt er fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna framkvæmda við sparkvöll að Austurkór er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Beiðnum kæranda annars vegar um aðgang að afritum af samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna gerð sparkvallar við Austurkór og hins vegar um aðgang að tölvupóstsamskiptum vegna verksins er vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
907/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni blaðamanns um aðgang að öllum reikningum varðandi framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. Ákvörðunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma og krefjast svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga enda þyrfti að yfirfara reikningana og afmá úr þeim viðkvæmar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að stjórnvöldum beri að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á grundvelli undanþáguákvæðisins. Þá hefði blaðamanninum ekki verið gefinn kostur á að afmarka beiðni sína áður en ákvörðun var tekin um að synja honum um aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðunina í ljósi þess að um var að ræða rúmlega 5.000 skjöl og að afgreiðsla beiðninnar krefðist þess að Reykjavíkurborg legði mat á hvort óheimilt væri að veita aðgang að upplýsingum úr þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 907/2020 í máli ÚNU 20010005. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 9. janúar 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um aðgang að öllum reikningum er varða framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að reikningunum þann 12. desember 2019. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda þann 19. desember 2019. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið hafi kannað hversu marga reikninga sé um að ræða en alls séu þeir um 1.100 talsins auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Áætlað sé að um sé að ræða 6.000 blaðsíður. Áður en hægt sé að afhenda slík skjöl þurfi að fara yfir þau og strika út persónuupplýsingar auk þess sem strika þurfi yfir einingarverð á þeim reikningum sem varði útboðsverk. Miðað við reynslu af yfirferð sambærilegra gagna sé um að ræða svo umfangsmikið verk að ekki sé fært að verða við því. Beiðninni sé því hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafni því að reikningar séu of margir. Stærð verkefna og fjöldi reikninga eigi ekki að skipta máli þegar kemur að afhendingu gagnanna. Það sé faglegt mat kæranda að það sé mikilvægt að almenningur fái innsýn í framkvæmd stórra verkefna þar sem verið sé að nota opinbert fé. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p ><br /> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 10. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið synjað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Um sé að ræða reikninga vegna undirbúnings, hönnunar og verklegrar framkvæmdar við Klettaskóla, sem sé að stórum hluta útboðsverk. Nauðsynlegt sé í tilviki slíkra gagna að fara yfir þau og strika einingarverð út, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Tímafrekast sé að strika yfir einingarverð enda um mikið magn slíkra skjala að ræða. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi fengið efnislega sambærilega beiðni um afrit af reikningum vegna vita og útsýnispalls við Sæbraut en þar hafi umfang gagna verið minna. Þau gögn hafi verið afhent eftir að strikað hafi verið yfir persónuupplýsingar og einingarverð á reikningum vegna útboðsverka. Yfirferð gagnanna og yfirstrikun hafi verið tímamæld og hafi hún tekið að meðaltali 1,3 mínútur á hverja blaðsíðu. Hér sé um sambærileg gögn að ræða og því sé áætlað að yfirferð og útstrikun þeirra tæki um 7.800 mínútur eða um 130 klukkustundir og sé þá ekki talinn tíminn sem færi í aðra umsýslu vegna beiðninnar svo sem að finna gögnin til, ljósrita, skanna, vista í skjalsafni o.s.frv. Fram kemur að upplýsingabeiðnir til sviðsins séu yfirfarnar af lögfræðingi. Það að lögfræðingur sé frá sínum hefðbundnu störfum vegna beiðnar af þessu tagi í um 4 vikur hafi augljóslega mikil áhrif á starfsemi skrifstofunnar og sviðsins. Því megi vera ljóst að beiðnin sé svo umfangsmikil og krefjist svo mikillar vinnu að ekki verði hjá því komist að hafna henni með vísan til undanþáguákvæðisins. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda þann 28. janúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2020, segir í fyrsta lagi að rúmlega tvö hundruð manns starfi á umhverfis- og skipulagssviði. Hver sem er geti tússað yfir einingarverð og persónuupplýsingar. Í öðru lagi hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnunum þann 19. desember. Ef starfsmaður hefði farið strax í það að strika yfir einingarverð og persónuupplýsingarnar þá væri viðkomandi búinn að því í dag. Í þriðja lagi segir kærandi að ef ekki væri um að ræða fyrirslátt til að koma í veg fyrir að almenningur fái yfirsýn yfir framkvæmdirnar þá hefði borgin, í öllum þeim óformlegu samskiptum sem starfsmenn hennar hefðu átt við blaðamenn, getað komist að samkomulagi við kæranda um að biðja um afmarkaðan hluta. Borgin hafi, líkt og í öllum málum sem tengist opinberum framkvæmdum, verið ósamvinnuþýð við að upplýsa um í hvað peningarnir hafi farið. Það sé einungis þess vegna sem þörf sé á því að krefjast aðgangs að reikningunum. Að lokum segir kærandi að ef það verði niðurstaða nefndarinnar að Reykjavíkurborg þurfi ekki að afhenda reikninga í þessum tilfellum þá hafi kærandi og almenningur enga leið til að fá yfirsýn yfir opinberar framkvæmdir þegar reikningarnir séu orðnir mjög margir.<br /> Niðurstaða<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla um tæpt áratugaskeið, eða frá árinu 2011. Leyst verður úr rétti kæranda til aðgangs að reikningunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6-10. gr. laganna. <br /> <br /> Reykjavíkurborg synjaði kæranda um aðgang að reikningunum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Um sé að ræða um það bil 1.100 reikninga auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Nauðsynlegt sé að fara yfir gögnin og strika út einingarverð, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur eftirfarandi fram:<br /> <br /> „Ákvæðið hefur ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í þessu felst m.a. að kaupanda ber að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þrátt fyrir það skal kaupanda ekki vera skylt að afhenda gögn sem eru til þess fallin að raska samkeppni eða skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækis og farið hefur fram á að gætt sé trúnaðar um slík gögn í innkaupaferli. Er hér t.d. átt við upplýsingar um einingarverð eða sérstakar tæknilausnir sem bjóðandi leggur fram í innkaupaferli. Ekki er æskilegt að viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki verði gerðar aðgengilegar samkeppnisaðilum vegna þátttöku í opinberum innkaupum og er slík framkvæmd til þess fallin að raska samkeppni á markaðnum sem gengur gegn almennu markmiði laganna. Allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti ber þó að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmörkun upplýsingaréttar vegna mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi um takmörkun laganna á aðgangi að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um kaup stjórnvalda á vörum og þjónustu enda eigi almenningur ríkan rétt á því að kynna sér hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020 og 876/2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægri verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt við afgreiðslu gagnabeiðni að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Upplýsingar um einingarverð í viðskiptum sem áttu sér stað fyrir tæpum áratug eru því alla jafna ekki til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum verði aðgangur veittur að þeim. Engu að síður þarf að meta hverju sinni hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að heimilt sé að undanþiggja þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Sé sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni þar sem óskað var eftir öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011. Eins og áður er fram komið synjaði Reykjavíkurborg beiðni kæranda grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið 4. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Segir jafnframt að þess sé krafist fyrir beitingu ákvæðisins að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk reikningana ásamt fylgiskjölum afhenta á minnislykli og er um að ræða rúmlega 5.000 skjöl. Reykjavíkurborg hefur lagt mat á hversu mikinn tíma það taki að afgreiða beiðnina og rökstutt að afgreiðsla hennar myndi leiða til skerðingar á starfsemi umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins. Í því samhengi ítrekar úrskurðarnefndin að við mat á því hversu mikinn tíma það myndi taka að afgreiða beiðni kæranda verður að líta til þess að Reykjavíkurborg er skylt á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, að leggja mat á hvort upplýsingar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim sem upplýsingarnar varða tjóni. Því verður að gera ráð fyrir að meðferð beiðninnar taki lengri tíma en sveitarfélagið áætlaði. Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á það með Reykjavíkurborg að meðferð gagnabeiðninnar taki svo mikinn tíma og krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé af þeim sökum fært að verða við henni. Því verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að sveitarfélagið hafi ekki gefið kæranda færi á að afmarka upplýsingabeiðnina nánar áður en ákvörðun var tekin um að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að um er að ræða beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um opinberar framkvæmdir sem almenningur hefur hagsmuni af því að kynna sér. Við meðferð upplýsingabeiðna þurfa stjórnvöld að hafa í huga þau markmið upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Því ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á þeim grundvelli að meðferð þeirra taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við þeim. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beinir því til Reykjavíkurborgar að gæta þess í framtíðinni að bjóða gagnabeiðendum að afmarka beiðni sína áður en ákveðið er að synja um aðgang að gögnum á grundvelli undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Um leið áréttar úrskurðarnefndin að kærandi á þess kost að leita að nýju til borgarinnar með afmarkaðri upplýsingabeiðni og ef svo ber undir kæra afgreiðslu hennar til nefndarinnar. </p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni A um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011 er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
906/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða notkun Íslenska orkurannsókna (ÍSOR) á gagnagrunnum frá Orkustofnun. Ráðuneytið hafði upplýst kæranda um að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hefðu ekki fundist frekari gögn um málið en þegar hefðu verið afhent kæranda, enda væri um að ræða atburði sem áttu sér stað áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja fullyrðingar ráðuneytisins um að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi og var því kærunni vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 906/2020 í máli ÚNU 20030001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2020, kærði A, f.h. Stapa ehf., synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins var að þann 15. janúar 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um samning ráðuneytisins við Náttúrufræðistofnun Íslands og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR). Ráðuneytið svaraði þann 27. febrúar 2019 og afhenti kæranda gögn varðandi málið. Í svarinu kom fram að ÍSOR hefði í fórum sínum ákveðna korta- og gagnagrunna. Með erindi, dags. 20. mars 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig eða með hvaða lagastoð þeir korta- og gagnagrunnar hefðu endað hjá ÍSOR en erindinu var ekki svarað. Þann 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð <br /> nr. 854/2019, þar sem beiðni kæranda var vísað til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 10. febrúar 2020, kemur fram að lög um Íslenskar orkurannsóknir, nr. 86, og lög um Orkustofnun, nr. 87, séu frá árinu 2003. Fjallað hafi verið um bæði frumvörpin samhliða á Alþingi enda hafi með frumvörpunum Orkustofnun verið skipt upp með því að aðskilja rannsóknarsvið hennar frá stofnuninni og mælt fyrir um að sérstök stofnun væri með þau verkefni. Í bráðabirgðaákvæði laga um Orkustofnun komi fram að iðnaðarráðuneytið skuli ákvarða hvaða eignir og skuldir skuli fylgja hvorri stofnun. Jafnframt sé í bráðabirgðaákvæðinu mælt fyrir um að gagnasöfn og rannsóknarniðurstöður sem kostaðar hafi verið með opinberu fé skuli áfram tilheyra Orkustofnun. <br /> <br /> Þá segir að bæði Orkustofnun og ÍSOR hafi heyrt undir iðnaðarráðuneytið, nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, allt til síðari hluta árs 2012 þegar stofnunin hafi verið flutt til þáverandi umhverfisráðuneytis, nú umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þau atvik sem legið hafi að baki skiptingu eigna og skulda þessara tveggja stofnana, ásamt meðferð rannsóknarniðurstaða og gagnasafna, sbr. ákvæði I. til bráðabirgða í lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003, hafi átt sér stað rúmlega níu árum áður en umhverfis- og auðlindaráðuneytið tók við málefnum ÍSOR. Framangreint ákvæði til bráðabirgða mæli fyrir um að skipting eigna og skulda skuli eiga sér stað fyrir atbeina þáverandi iðnaðarráðherra í samráði við Orkustofnun. Þar sé einnig mælt fyrir um ákveðna meðferð rannsóknaniðurstaða og gagnasafna sem fjármögnuð hafi verið með opinberu fé. Gera megi ráð fyrir að skilgreining á því hvaða rannsóknarniðurstöður og gagnasöfn hafi verið fjármögnuð með opinberu fé, og hver ekki, hafi farið fram á svipuðum tíma og skipting á eignum, skuldum og öðrum verkefnum milli þessara stofnana.<br /> <br /> Þrátt fyrir ítarlega leit hafi ekki fundist nein gögn í málaskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem varpað geti frekara ljósi á framangreind málefni og þá gagnabeiðni sem kærandi hafi beint að ráðuneytinu í tengslum við korta- og gagnagrunna ÍSOR og snúi m.a. að framangreindu ákvæði til bráðabirgða. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa veitt honum efnisleg svör.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi, dags. 2. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 16. mars 2020, er forsaga málsins rakin. Ráðuneytið endurtekur efni bréfsins frá 10. febrúar 2020 og ítrekar að það hafi afhent kæranda öll gögn sem fyrir hendi eru í málaskrá ráðuneytisins og snúi að upphaflegum fyrirspurnum kæranda og framhaldsfyrirspurnum, er snúi sérstaklega að gögnum varðandi það með hvaða hætti og á grundvelli hvaða lagastoðar ÍSOR hafi komist yfir tiltekna gagna- og kortagrunna. Þar sem ráðuneytið hafi þegar afhent kæranda öll gögn í málaskrá þess vegna málsins og kæranda hafi verið tilkynnt um það með formlegum hætti fari ráðuneytið fram á að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda segir að Orkustofnun hafi afhent þá samninga sem að baki gagnagrunnunum liggi. Af þeim gögnum sem kærandi hafi fengið sjái hann ekki að lögð hafi verið fram gögn sem sýni fram á lagastoðir varðandi notkun ÍSOR á gagnagrunnum Orkustofnunar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða notkun ÍSOR á gagnagrunnum frá Orkustofnun.<br /> <br /> Í bréfi, dags. 10. febrúar 2020, og í umsögn ráðuneytisins í tilefni af kærunni upplýsti ráðuneytið kæranda um atriði sem varða umrædda gagnagrunna og aðdraganda þess að þeir lentu í fórum ÍSOR. Ráðuneytið hefur jafnframt lýst því yfir að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hafi ekki fundist frekari gögn er varði málið enda sé um að ræða atburði sem áttu sér stað níu árum áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, f.h. Stapa ehf., dags. 2. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
905/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Í málinu hafði mennta- og menningarmálaráðuneytið synjað beiðni kæranda um aðgang að drögum að bréfi sem stílað var á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að um væri að ræða vinnugagn en bréfið hefði aldrei verið sent frá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu ráðuneytisins í efa en bréfið var óundirritað. Var því ákvörðunin staðfest. Þá taldi nefndin ráðuneytið hafa tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að drögunum í ríkari mæli en skylt er í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 905/2020 í máli ÚNU 20020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir afritum af öllum samskiptum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. Þann 5. desember 2019 óskaði ráðuneytið eftir því að kærandi afmarkaði beiðnina nánar. Það gerði kærandi samdægurs og afmarkaði hann gagnabeiðnina þannig að óskað væri eftir afritum af öllum samskiptum sem ráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 25. nóvember 2019. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum, dags. 13., 15. og 17. desember 2019. Þann 18. desember 2019 svaraði ráðuneytið því að verið væri að taka saman umbeðin gögn. Kærandi ítrekaði aftur beiðnina með tölvupóstum, dags. 27. desember 2019 og 17. janúar 2020. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2020. Fram kemur að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum umbeðnum gögnum að undanskildu bréfi, dags. 12. júní 2019. Um sé að ræða drög að bréfi og sé um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi sendi ráðuneytinu tölvupóst þann 28. janúar 2020 þar sem hann segir ráðuneytið ekki hafa staðið að ákvörðun sinni varðandi synjun á aðgangi að bréfinu í samræmi við upplýsingalög þar sem ekki hafi verið tekin afstaða til aukins aðgangs að bréfinu, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir því að aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur, sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2020. Þar kemur fram að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um sé að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Í kæru segist kærandi fara fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um rétt hans til aðgangs að bréfinu eða vísi beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Kærandi heldur því fram að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að bréfinu í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá segir kærandi afar líklegt að engar lagareglur standi því í vegi að aðgangur verði veittur að skjalinu þótt ráðuneytinu kunni að vera það óskylt. Þrátt fyrir það sé ekkert í málinu sem staðfesti að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukin aðgang að skjalinu og breyti þar engu skýringar kærða á því af hverju ekki sé veittur aðgangur að skjalinu. Í skýringum ráðuneytisins sé ekki gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem sú afstaða að veita ekki aukinn aðgang að skjalinu sé byggð á, enda komi sú afstaða ekki beinlínis fram. Ekkert bendi til þess að ráðuneytið hafi í raun tekið rökstudda afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að skjalinu þrátt fyrir að því sé það ekki skylt. Út frá fordæmisgildi sé afar mikilvægt að nefndin úrskurði að stjórnvaldi sé skylt að taka raunverulega afstöðu til þess að veita aukinn aðgang að gögnum í þeim tilfellum sem það sé heimilt, líkt og lög kveði á um að eigi að gera.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. desember 2019, var mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, kemur fram ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, þar sem ráðuneytið telur að um sé að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfi til kæranda, dags. 3. febrúar 2020, hafi verið tekin fram ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að skjalinu en um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Upp úr drögunum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið Ríkisendurskoðun, dags. 22. október 2019, og sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Umsögninni fylgdi bréf, dags. 12. júní 2019. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að svör ráðuneytisins beri það með sér að það hafi á engan hátt velt upp spurningunni um það hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Í svörum ráðuneytisins séu aðeins tilteknar þær ástæður sem leiði til þess að því sé ekki skylt að veita aðgang að skjalinu. Þrátt fyrir að kærandi hafi sérstaklega óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur hafi engin slík ástæða verið gefin. Það sé fortakslaus afstaða ráðuneytisins að ekki komi til greina að veita aukinn aðgang að umræddu skjali þar sem því sé það ekki skylt. Með því hafi ráðuneytið vanrækt skyldu sína til þess að taka raunverulega, rökstudda afstöðu til þess að veita kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Kærandi vísar til þess að í greinargerð frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 komi skýrt fram að ætlast sé til að stjórnvaldið spyrji sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta. Einnig sé beinlínis ætlast til að stjórnvaldið láti aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan sé.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, sem stílað er á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfinu er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að drög að bréfum stjórnvalda sem ekki hafa verið send viðtakanda falli undir skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá skýringu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að óundirritað bréf ráðuneytisins, dags. 12. júní 2019, sem skráð var í málaskrá þess, sé í raun drög að bréfi sem ekki hafi verið sent út fyrir ráðuneytið. Er það því niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi telur afgreiðslu ráðuneytisins ekki vera í samræmi við lög enda hafi ráðuneytið ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, segir að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um séu að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Þrátt fyrir að í ákvæði 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um skyldu stjórnvalda til að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er þegar beiðni er afgreidd liggur fyrir að sú afstaða var tekin í bréfi ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, eftir að kærandi hafði óskað þess, og útskýrt fyrir kæranda hver afstaða þess væri. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að drögum að bréfi ráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar, dags. 12. júní 2019, er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
904/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að samningurinn væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Var því staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 904/2020 í máli ÚNU 20020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. febrúar 2020, kærði Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 11. desember 2019, var óskað eftir aðgangi að samningi sem gerður var á grundvelli beiðni slitabús Glitnis hf. um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992. Upphaflega leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem beiðninni hefði ekki verið svarað, en málið var fellt niður eftir að ákvörðun var tekin með bréfi, dags. 12. febrúar 2020. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 13. febrúar 2020, kemur fram að við fyrstu afgreiðslu beiðninnar hafi verið gengið út frá því að samningurinn væri ekki fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem ráðuneytið væri ekki aðili að samningnum. Frekari athugun í málaskrá hafi hins vegar leitt í ljós að afrit af samningnum hafi verið sent ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við samráð Seðlabanka Íslands við ráðuneytið um veitingu undanþágu til Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál en Seðlabanki Íslands hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Ráðuneytinu sé kunnugt um að Seðlabanki Íslands hafi hafnað beiðni kæranda um aðgang að samningnum með vísan til þagnarskylduákvæða í lögum um bankann.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun segir jafnframt að samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 séu þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Ákvæði 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands er rakið og tekið fram að í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 sé kveðið á um að ef ráðherra séu afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram að Seðlabanki Íslands hafi verið aðili að þeim samningi sem um ræðir en á grundvelli 3. mgr. 13. gr. b laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 hafi afrit samningsins verið sent ráðuneytinu. Samkvæmt því ákvæði hafi Seðlabankanum verið heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. sömu greinar en áður skyldi bankinn hafa samráð við ráðherra og skyldu reglurnar staðfestar af ráðherra. Umbeðnar upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði sem nefnd voru að framan, sem ráðuneytið sé bundið af.<br /> <br /> Í kæru kveðst kærandi ósammála því að fjármála- og efnahagsráðuneytið sé ekki aðili að samningi sem Seðlabanki Íslands geri fyrir hönd ráðuneytisins. Lögfræðileg umfjöllun ráðuneytisins um beiðnina sé öll byggð á þeirri forsendu, sem leiði til þess að beiðninni hafi verið hafnað. Vísað er til gagna sem fylgt hafi fyrri kæru kæranda og bréfs Ríkisendurskoðunar, dags. 30. janúar 2020, þar sem fram komi að Seðlabanki Íslands hafi annast samningagerðina fyrir hönd ríkisins. <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. febrúar 2020, var fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst þann 4. mars 2020. Þar kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum samningi hafi verið hafnað með vísan til þess að samningurinn félli undir sérstakar þagnarskyldureglur að lögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að samningurinn falli undir 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 91/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Af hálfu ráðuneytisins kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við þennan grundvöll svarsins í kæru heldur á því byggt að ráðuneytið fari með rangt mál varðandi aðild þess að samningnum. Þessum málatilbúnaði kæranda sé hafnað. Samningurinn sé á milli Seðlabanka Íslands, slitabús Glitnis hf. og GLB Holding ehf., hann hafi verið undirritaður þann 10. desember 2015 og gerður í tengslum við beiðni slitabúsins um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Samningurinn hafi verið sendur ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að með setningu laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt og breytingum á ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 og bráðabirgðaákvæði III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, hafi verið gert ráð fyrir þeim möguleika að slitabú fallinna fjármálafyrirtækja gætu innt af hendi stöðugleikaframlag í stað greiðslu stöðugleikaskatts. Í ákvæði til bráðabirgða III hafi sagt að Seðlabanka Íslands væri heimilt að annast viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki, enda væri um að ræða viðskipti sem Seðlabankinn mæti nauðsynleg til þess að hægt væri að losa um takmarkanir sem settar hefðu verið á fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti. Þá hafi komið fram í ákvæðinu að Seðlabankanum væri heimilt, í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, að taka á móti hvers kyns fjárhagslegum verðmætum, þ.m.t. kröfuréttindum, fjármálagerningum og eignarhlutum í félögum og öðrum réttindum yfir þeim í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta. Með lögum nr. 24/2016, sem samþykkt hafi verið þann 17. mars 2016, hafi verið gerðar breytingar á síðari hluta ákvæðis III til bráðabirgða sem kváðu á um það að þau verðmæti sem Seðlabankinn tæki á móti á grundvelli 2. málsl. 1. mgr. ákvæðisins skyldu renna í ríkissjóð. Samningur sá sem Seðlabanki Íslands hafi gert við slitabú Glitnis hf. og GLB Holding ehf. á grundvelli framangreindra lagaákvæða hafi hins vegar ekki verið gerður opinber af hálfu samningsaðila. Þá kemur fram að upplýsingarnar og gögnin sem óskað sé eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar séu því háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Ráðuneytið sé bundið af öllum sömu þagnarskylduákvæðum og Seðlabanki Íslands. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að fyrir liggi að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins og veiti upplýsingar um hagi viðskiptamanns hans. Því sé ekki ástæða til þess að taka afstöðu til þess hvort undanþáguákvæði upplýsingalaga taki til samningsins. Hins vegar sé bent á að tekið sé fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Varði það ekki eingöngu Seðlabanka Íslands og ríkið miklu að umbeðnar upplýsingar séu undirorpnar leynd heldur ekki síður gagnaðila bankans að samningnum. Einnig er bent á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en með hliðsjón af eðli upplýsinganna sé ljóst að ákvæðið standi til þess að takmarka aðgang almennings að honum og öðrum sambærilegum stöðugleikasamningum. Að lokum telur ráðuneytið ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem trúnaður ríki ekki um, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess hversu víða í samningnum sé að finna upplýsingar sem séu undanþegnar upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 9. mars 2020. Í upphafi er ferill samskipta kæranda við ráðuneytið rakinn stuttlega. Því næst kemur fram að kærandi telji rétt að upplýsa úrskurðarnefnd um upplýsingamál um það að í fyrirtöku máls Glitnis hf. gegn Orkuveitu Reykjavíkur hinn 2. mars 2020 hafi lögmaður Glitnis lagt fram dómskjal sem hann hafi látið bóka að fjallaði um staðfestingu fjármálaráðuneytisins á því að afleiðusamningar hefðu ekki verið framseldir. Í ljós hafi komið að skjalið væri tölvupóstur kæranda til starfsmanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Það að lögmaður Glitnis hafi þessi gögn undir höndum og leggi þau fram í dómsmáli staðfesti áður óþekkt tengsl talsmanns ráðuneytisins og lögmanns Glitnis varðandi dómsmálið.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er vikið að hagsmunum hans af því að fá aðgang að samningnum. Kærandi telur samninginn staðfesta að Glitnir hf. hafi framselt afleiðusamninga sem félagið byggi dómsmálið á gegn kæranda til íslenska ríkisins. Kærandi telur reyndar að sönnun þess liggi nú þegar fyrir en vill fá samninginn afhentan til að taka af öll tvímæli enda muni það leiða til sýknu kæranda í málinu. Glitnir hf. hafi einhverra hluta vegna leynt þessu framsali fyrir bæði kæranda og dómara málsins. Hagsmunir Glitnis hf. af samningnum felist í því að félagið fái tugi milljarða króna greiðslur í þóknun fyrir umsjón með framkvæmd stöðugleikagreiðslnanna til ríkissjóðs. Innborgun á þann kostnað hafi numið 5 milljörðum króna í desember 2015. Óstaðfestar fréttir hermi að samningar Glitnis hf. við Seðlabanka Íslands á þeim tíma feli einnig í sér hagsmunatengingu félagsins við árangur málarekstrar í þágu ríkisins. Hagsmunir ríkisins hafi verið þeir að með þeim samningi hafi náðst fullt samkomulag um framkvæmd greiðslu stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins.<br /> <br /> Kærandi segir að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi frá upphafi verið gerð grein fyrir því að kærandi hafi þær upplýsingar frá Ríkisendurskoðun að umbeðinn samningur fjalli um þá afleiðusamninga sem Glitnir hf. og kærandi gerðu á sínum tíma. Þegar af þeirri ástæðu sé ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ekki sé vikið að undantekningarákvæði 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga heldur fullyrt án nokkurra útskýringa að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins. Þá byggir kærandi á því að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á grundvelli hlutverks bankans við framkvæmd laga nr. 60/2015, hvort sem sá texti komi fram í yfirskrift samningsins eða ekki.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að íslenska ríkið sé ekki aðili að samningnum. Samningurinn fjalli um framkvæmd uppgjörs á stöðugleikaskuldbindingum Glitnis hf. til ríkisins samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt. Málefnasvið þeirra laga falli undir verkefni ráðuneytisins. Kærandi lítur svo á að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á framangreindum grundvelli, líkt og komi fram í pósti Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020. <br /> <br /> Kærandi andmælir því að umbeðinn samningur sé undirorpinn þagnarskylduákvæðum, einkum 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Þessi málsástæða sé nýtilkomin hjá ráðuneytinu og hafi komið til eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni á sömu forsendu. Í fyrsta lagi fjalli samningurinn efnislega um framkvæmd lögbundinnar skattgreiðslu/stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins. Aðdragandi, efni og framkvæmd greiðslunnar hafi komið til ítarlegrar umfjöllunar á opinberum vettvangi á sínum tíma. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2015 sé því lýst að samningurinn hafi verið gerður í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Sú staðreynd að félagið hafi farið í gegnum nauðasamningsmeðferð feli í sér að öll gögn þess hafi verið til umfjöllunar allra hinna fjölmörgu aðila samningsins, þar á meðal kæranda. Umbeðinn samningur hafi verið gerður í tengslum við og í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Bæði í ársreikningi Glitnis hf. og í fréttum hafi fjárhæðir stöðugleikaframlags Glitnis hf. tilgreindar og ræddar, bæði í heild og sundurliðuðu formi eftir eignaheildum. Þar hafi eignarheildin afleiðusamningar verið sérstaklega tilgreind en krafa Glitnis á hendur kæranda falli í þann flokk. <br /> <br /> Í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020, sé efni samningsins varðandi afleiðusamninga lýst, þeir hafi verið metnir og færðir upp til eignar í efnahagsreikningi ríkissjóðs 2016. Þannig komi greiðsla Glitnis hf. samkvæmt samningnum fram í ríkisreikningi en almenningur hafi fullan aðgang að honum. Fjármálaráðuneytið hafi á sínum tíma haldið upplýsingafundi fyrir almenning um málefni Glitnis hf. varðandi samninginn og fjárhagslega þætti hans, sbr. fréttir á vef ráðuneytisins dags. 8. júní 2015 og 20. október 2015. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2018, sem liggi fyrir hjá embætti ríkisskattstjóra, sé fjallað um samninginn og áætlaða fjárhæð tengda þeirri umfjöllun. Eftir framsal eignanna til ríkissjóðs hafi fjármálaráðuneytið birt tilkynningar um stöðu og verðmæti þessara eigna, t.d. fjársópseigna, í fréttatilkynningum sínum, t.d. dags. 26. ágúst 2016 og 8. febrúar 2018. <br /> <br /> Í umfjöllun ráðuneytisins um efnisþætti greiðslnanna í liðlega fjögur ár hafi aldrei verið vikið að því að leynd hvíldi yfir samningnum. Þvert á móti hafi umfjöllun ráðuneytisins svipt allri leynd af efnisþáttum samningsins en upplýst hafi verið um alla fjárhaglega þætti greiðslnanna. Ráðuneytið hafi ekki útskýrt þá stefnubreytingu sem felist í því að halda því nú fram að einhverjir þættir í stöðugleikaframlagi Glitnis hf. til ríkissjóðs varði einhverja mikilvæga þætti sem falli undir trúnaðarákvæði laga sem ekki sé heimilt að upplýsa um. <br /> <br /> Þegar farið sé yfir allar þær upplýsingar um fjárhagslega þætti stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins og framkvæmd þess sem birtar hafi verið og um fjallað á opinberum vettvangi sé engar upplýsingar að finna í samningnum sem leynd hafi ekki þegar verið svipt af. Því séu engin efni til þess að fallast á að um sé að ræða viðkvæman gagnkvæman samning sem snerti ríka efnahagslega hagsmuni ríkisins sem rétt sé að takmarka aðgang að eða að rétt sé að fella samninginn og efni hans undir trúnaðarákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eða önnur tilvitnuð lagaákvæði í bréfi ráðuneytisins, dags. 4. mars 2020. Ljóst sé að allri leynd hafi verið svipt af öllum fjárhagslegum upplýsingum í samningnum sem og upplýsingum um framkvæmd hans. <br /> <br /> Kærandi mótmælir því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 sé upplýsandi eða fordæmisgefandi um álitaefni þessa máls. Hér fjalli umbeðin gögn um greiðslu skatta til ríkisins, skatta sem greiddir hafi verið í formi samninga sem kærandi sé aðili að. Gögnin fjalli um aðilaskipti að þeim samningum, tímasetningu þeirra aðilaskipta og hver eigi rétt til greiðslna samkvæmt þeim. Kæranda sé ekki kunnugt um úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem gætu verið fordæmisgefandi fyrir synjun beiðni hans. Úrskurðurinn sem komist næst því sé nr. 614/2016 en umbeðinn samningur í því máli hafi fjallað um innbyrðis viðskipti Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína með gjaldeyri. Efnisþættir hans fjalli væntanlega allir um viðskipti þessara tveggja banka. Í þessu máli sé umfjöllun um samninga kæranda í umbeðnum gögnum skýrt aðgreind eins og fram komi í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands, dags. 10. desember 2015. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum er einkum byggð á því að samningurinn sé undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2020 þar sem efni hans falli undir sérstakar þagnarskyldureglur laga sem ráðuneytið sé bundið af, þ.e. 15. gr. gjaldeyrislaga, nr. 87/1992, 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. <br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir: <br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greinir.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið samning Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. sem undirritaður var 10. desember 2015. Í samningnum er fjallað um aðdragandann að gerð hans. Segir þar að slitastjórn Glitnis hafi sótt um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál. Glitnir hafi lagt til að félagið reiddi fram stöðugleikaframlag til Seðlabanka Íslands í samræmi við lög nr. 59/2015, um fjármálafyrirtæki og umsókn þrotabúsins um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál. Í samningnum eru settir fram skilmálar fyrir framsali þeirra eigna sem stöðugleikaframlag þrotabúsins tekur til og skyldur samningsaðila í tengslum við stöðugleikaframlagið. <br /> <br /> Umbeðinn samningur var gerður með heimild í ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, þar sem kveðið var á um heimild Seðlabankans til að taka við eignum og öðrum fjárhagslegum réttindum í viðskiptum sínum við einstaklinga og fyrirtæki í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta, sbr. lög nr. 59/2015, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í ákvæðinu stóð enn fremur að þau verðmæti sem Seðlabankinn veitti viðtöku á þessum grundvelli skyldu renna í ríkissjóð og skyldu þau vera hjá bankanum í varðveislu. Meðferð og ráðstöfun verðmætanna skyldi hagað í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um stöðugleikaskatt. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að líta verði svo á að Glitnir hf. og GLB Holding ehf. hafi verið viðskiptamenn bankans í þeim viðskiptum sem umbeðinn samningur varðar. Það er því mat nefndarinnar að umbeðinn samningur varði hagi viðskiptamanna bankans og falli þar af leiðandi undir undanþáguákvæði, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin ljóst að samningurinn hafi verið sendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Í 4. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga kemur fram að Seðlabankanum sé heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga en í tilteknum tilvikum, þegar undanþágur varði einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geti haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, þurfi þó að bera undanþágurnar undir ráðherra og að undanþágureglurnar skuli staðfestar af ráðherra. Í öllu falli veldur framsending samningsins til ráðuneytisins ekki því að þagnarskylda samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands falli niður. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að hagsmunum hans af aðgangi að samningnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að slíkt hagsmunamat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðið, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Verður því staðfest hin kærða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2020, um að synja beiðni kæranda, Jónasar A. Aðalsteinssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, um aðgang að samningi Seðlabanka Íslands, Glitnis hf. og GLB Holding ehf., dags. 10. desember 2015, er staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
903/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um atvik sem kom upp í búsetukjarna Reykjavíkurborgar og sem varðaði kæranda sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skjal með færslum vettvangsgeðteymis vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á að Reykjavíkurborg væri heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að færslunum með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst aftur á móti ekki á að færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs væru vinnugögn. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að færslunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu að undanskildum upplýsingum um lýsingu starfsmanns á upplifun sinni, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 903/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. desember 2019, kærði A, f.h. B, ákvörðun Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða atvik sem kom upp í búsetukjarna að C sem rekinn er af Reykjavíkurborg.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af öllum gögnum sem vörðuðu atvik sem mun hafa átt sér stað milli starfsmanns velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og kæranda í búsetukjarna við C. <br /> <br /> Með bréfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. desember 2019, voru kæranda afhentar dagbókarfærslur íbúðarkjarnans. Í bréfinu kom fram að beiðnin hefði verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að svo miklu leyti sem sá aðgangur færi ekki í bága við 2. og 3. mgr. 14. gr. og 9. gr. sömu laga. Þá væri ekki veittur aðgangur að gögnum sem teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er áhersla lögð á mikilvægi þess að umræddar upplýsingar verði afhentar enda telji kærandi hugsanlegt að þau varpi ljósi á þau atvik sem um ræðir og þau samskipti sem áttu sér stað á milli kæranda og starfsmanna búsetukjarnans í kjölfar þeirra.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 23. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Reykjav |