Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. 

Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar

Skipan úrskurðarnefndar

Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).

Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson. 

Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.


NúmerSummaryContent
1148/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023.

A kærði synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum gilti ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og yrði því ágreiningur um aðgang að þeim borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Var málinu því vísað frá.

<br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1148/2023 í máli ÚNU 23060007.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júní 2023, kærði A synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 5. júní 2023, voru kæranda afhent tiltekin gögn en tekið fram að hugsanlega vantaði einn dagál um fund með skóla sem yrði sendur kæranda síðar. Í svari kæranda samdægurs kom fram að hann teldi fleiri gögn vanta og óskaði vinsamlegast eftir því að sér yrðu send öll gögn, ekki bara handvalin. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, voru kæranda afhent gögn til viðbótar en synjað um nánar tilgreind gögn með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að barnaverndarþjónustan hafi kosið að senda honum aðeins hluta af gögnum. Kærandi hafi rökstuddan grun um að barnavernd Garðabæjar hafi brotið gróflega á rétti sínum og almennum mannréttindum sem forsjáraðila barns. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 5. júní 2023. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Garðabæjar með erindi, dags. 15. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, er vísað til þess að hinn 5. júní 2023 hafi kæranda verið afhent gögn úr barnaverndarmálinu en hann látinn vita að ekki væru öll gögn komin í málið og að honum yrðu send viðbótargögn síðar. Hinn 28. júní 2023 hafi kæranda síðan verði afhent öll gögn sem væri að finna í barnaverndarmáli dóttur kæranda, að undanskildum nánar tilgreindum gögnum með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga. Ýmist sé þar um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar telur rétt að leynt skuli fara vegna einkahagsmuna annarra. Upplýsingar sem komi fram í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. Þess megi geta að stúlkan sé vistuð utan heimilis með samþykki sínu og móður, sbr. 4. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í málinu hafi ekki þurft að beita íþyngjandi úrræðum á grundvelli barnaverndarlaga. <br /> <br /> Umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. júlí 2023, mótmælir kærandi því að barnaverndarþjónusta Garðabæjar haldi frá honum upplýsingum um málið. Við blasi að vinnubrögð barnaverndar séu ekki í samræmi við lög. Kærandi telji að á sér hafi ítrekað verið brotið og telji fullvíst að barnavernd hafi brotið gegn stjórnsýslu-, barnaverndar- og persónuverndarlögum og brotið gegn andmælarétti kæranda. Það sé því nauðsynlegt að kærandi fái öll gögn sem málið varði þar sem forsjárlaus manneskja hafi misnotað stjórnvald gegn forsjáraðila með skipulögðum hætti og barnavernd sýni samstarfsvilja með því að afhenda öll gögn sem kærandi telji að haldið sé frá sér til þess að verja starfshætti barnaverndar í málinu. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál dóttur kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Garðabæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 5. og 28. júní 2023, að undanskildum tölvupóstsamskiptum milli félags¬ráðgjafa og rannsóknarlögreglumanns, dags. 22.-23. nóvember 2022, 28. nóvember og 7. desember 2022, tölvupósti til rannsóknarlögreglumanns, dags. 3. nóvember 2022, tveimur yfirlýsingum um afhendingu gagna í þágu rannsóknar lögreglu, dags. 26. október og 23. nóvember 2022 og óútfylltum drögum að meðferðaráætlun dags. 9. mars 2023, með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Þá voru einnig undanskildir tölvupóstar milli félagsráðgjafa og móður barnsins, dags. 25.-26. október 2022 og 25. nóvember 2022, auk dagála vegna símtala 25. október til 22. nóvember 2022, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda að því er varðar framangreind gögn byggðist á því að ýmist væri um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar teldi rétt að leynt skyldu fara vegna einkahagsmuna annarra. Þær upplýsingar sem fram komi í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Fjallað er sérstaklega um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarþjónusta skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarþjónusta geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Þjónustan geti einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum sem kæra hans lýtur að gildi ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. barnaverndarlaga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. <br /> <br /> Með vísan til þess að kveðið er sérstaklega á um rétt aðila barnaverndarmáls til aðgangs að gögnum í 45. gr. barnaverndarlaga og mælt er fyrir um sérstaka kæruleið til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna úrskurða barnaverndarþjónustu um slíkan rétt telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að svo stöddu.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A vegna synjunar Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða mál kæranda og dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br />

1147/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023.

Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að minnisblaði ráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að minnisblaðið til ríkisstjórnar Íslands hefði verið lagt fyrir ráðherrafund og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu minnisblaðisins var því staðfest.

<br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1147/2023 í máli ÚNU 23050011.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. maí 2023, kærði A, ritstjóri Austurfréttar, synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23 maí 2023, óskaði kærandi eftir afriti af minnisblaði um jarðgöng á Austfjörðum sem vísað væri til í frétt Morgunblaðsins hinn sama dag. Dómsmálaráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væru minnisblöð sem útbúin eru fyrir ríkisstjórnarfundi undanþegin upplýsingarétti. Þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang samkvæmt þeirri grein bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en aðgangur yrði ekki veittur í þessu tilfelli.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. maí 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi á synjun á umræddu minnisblaði. Það byggði meðal annars á skilningi kæranda á að þegar minnisblað færi frá einu stjórnvaldi, í þessu tilfelli Almannavörum, til annars, dómsmálaráðuneytisins, þá yrði það opinbert. Annar kostur væri að afhenda minnisblaðið þegar afmáðar hefðu verið einstakar upplýsingar sem varði persónur, fjármuni á samkeppnisgrundvelli eða beinlínis þjóðaröryggi. Í svari ráðuneytisins samdægurs, var áréttað að umrætt minnisblað teldist til gagna sem tekin væru saman fyrir fund ríkisstjórnar og væru því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sem færu frá einu stjórnvaldi til annars, hætti þau að njóta verndar sem vinnugögn en skilgreining á vinnugagni byggðist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og næði því ekki til minnisblaðs fyrir ríkisstjórn, sbr. 1. tölul. 6. gr. laganna. Að mati ráðuneytisins væri ekki hægt að beita undanþáguákvæði 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn þegar umrætt gagn væri minnisblað fyrir ríkisstjórn sem er sérstaklega talið upp í 1. tölul. 6. gr. í hliðstæðri upptalningu við vinnugögn í skilgreiningu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fari fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin leggi mat á það hvort minnisblaðið falli undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi hafi í samskiptum við ráðuneytið vísað til þess að hann teldi að um væri að ræða álit Almannavarna um samgöngumál á Austurlandi fyrir dómsmálaráðuneytið. <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með erindi, dags. 31. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júní 2023, er vísað til þess að synjunin sé byggð á ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en þau gögn sem þar er lýst séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Um sé að ræða minnisblað sem útbúið var sérstaklega fyrir ríkisstjórnarfund. Ekki sé skylt að taka afstöðu til aukins aðgangs að gagninu á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en það hafi engu að síður verið gert í synjun ráðuneytisins, dags. 23. maí 2023.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði dómsmálaráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi hinn 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkistjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.<br /> <br /> Framangreint minnisblað til ríkisstjórnar Íslands ber það skýrlega með sér að hafa verið lagt fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er dómsmálaráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gagninu óháð efni þess en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnu gagni í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. maí 2023, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði til ríkisstjórnar, dags. 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir

1146/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023.

Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem vörðuðu ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Synjun Samgöngustofu byggðist á því gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012, og girti fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kærenda í málinu beindist að, heldur færi úrlausn þess eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum var það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hefði ekki leyst úr beiði kærenda á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kærenda því vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1146/2023 í máli ÚNU 22110025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði B lögmaður, f.h. C og D, synjun Samgöngustofu á beiðni um gögn. Hinn 4. mars 2022 var fyrir hönd kærenda óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Samgöngustofu vegna flugslyss á Þingvallavatni sem varð í febrúar það ár, en sonur kærenda lést í slysinu. Nánar tiltekið var óskað eftir:</p> <p>1. Upplýsingum um skráningu flugvélarinnar TF-ABB og virk réttindi flugmannsins, E, og félags hans, X ehf., einkum með hliðsjón af leyfum/skráningum sem skylt væri að leita til Samgöngustofu með vegna farþegaflugs gegn greiðslu.<br /> 2. Öllum gögnum mála sem vörðuðu E eða X og tekin hefðu verið til skoðunar af Samgöngustofu og eftir atvikum vísað til lögreglu. Meðal þeirra mála sem óskað væri gagna úr væri mál vegna gruns um að X og E hefðu staðið að flugferðum utan þess ramma sem heimilt væri samkvæmt fyrirliggjandi leyfum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 21. mars 2022, svaraði Samgöngustofa erindi kærenda og veitti upplýsingar samkvæmt 1. lið beiðninnar. Fram kom að flugvélin TF-ABB væri skráð í loftfaraskrá og að fyrir lægju skrásetningarvottorð, lofthæfivottorð og lofthæfistaðfestingarvottorð vegna hennar. Þá væri félagið X skráður eigandi vélarinnar. Félagið hefði ekki flugrekstrarleyfi eða flugrekandaskírteini sem útgefin væru af Samgöngustofu og því sætti það ekki eftirliti stofnunarinnar sem handhafi slíkra leyfa. E hefði haft gild réttindi til að stýra vélinni; hann hefði verið með gilt atvinnuflugmannsskírteini, einshreyfilsáritun og flugkennararéttindi.</p> <p>Samgöngustofa synjaði um aðgang að gögnum samkvæmt 2. lið beiðninnar með vísan til 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði í úrskurði nr. 737/2018 komist að niðurstöðu um að teldist sérstakt þagnarskylduákvæði. Þau gögn sem beiðnin lyti að væru til komin vegna eftirlits Samgöngustofu og teldust því trúnaðarmál samkvæmt ákvæðinu. Beiðninni væri því hafnað að þessu leyti.</p> <p>Fyrir hönd kærenda var að nýju óskað eftir gögnum hjá Samgöngustofu með erindi, dags. 18. október 2022. Í erindinu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að E og X stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins. Lögreglan hefði svo hætt rannsókn málsins og embætti ríkissaksóknara staðfest þá niðurstöðu í október 2021. Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu.<br /> <br /> Með vísan til þess væri óskað eftir upplýsingum um framangreint og gögnum sem vörðuðu ábendingar og athuganir Samgöngustofu á flugmanninum og félaginu. Hefði stofnunin gögn lögreglu undir höndum væri jafnframt óskað eftir þeim. Þá væri óskað svara við eftirfarandi spurningum:<br /> <br /> 1. Hvaðan Samgöngustofu hefði borist ábending um flugrekstur án tilskilinna leyfa.<br /> 2. Hvaða málsnúmer málið hefði hlotið hjá lögreglu.<br /> 3. Hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota gegn lögum og reglum sem giltu um flugrekstur. Ef svo væri, þá væri óskað eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi.<br /> <br /> Samgöngustofa svaraði erindinu hinn 1. nóvember 2022. Kom þar fram að stofnunin viðhefði almennt eftirlit með loftförum þótt þau væru ekki notuð í atvinnurekstri. Hefðbundnu eftirliti með umræddu loftfari hefði verið haldið áfram hjá stofnuninni eftir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins. Að því er varðaði beiðni um gögn sem fram kæmi í erindinu var vísað til fyrra erindis Samgöngustofu frá 21. mars 2022 og hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar með flugmanni/eiganda vélarinnar eða sem tengdust málum vegna eftirlits með ástandi vélarinnar sjálfrar. Þá væri áréttað að félagið X sætti ekki eftirliti af hálfu Samgöngustofu. E hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum og ábendingar um flugrekstur án leyfa hefðu m.a. borist nafnlaust.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur telji að ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 eigi ekki við um öll gögn sem verði til við eftirlit Samgöngustofu. Nærtækt sé að túlka ákvæðið á þann veg að þagnarskyldan nái fyrst og fremst til upplýsinga sem séu viðskiptalegs eðlis. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir í þessu máli varði ekki rekstur og viðskipti viðkomandi aðila. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 737/2018 hafi gögnin sem deilt var um í málinu innihaldið ýmsar upplýsingar um rekstur og viðskipti viðkomandi flugrekanda. Óumdeilt sé að E hafi ekki verið með flugrekstrarleyfi og því geti umbeðnar upplýsingar ekki varðað flugrekstur hans. Þá telji kærendur að upplýsingarnar eigi erindi við almenning því þær geti varðað flug- og almannaöryggi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Samgöngustofu með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 14. desember 2022. Í umsögninni eru sjónarmið úr ákvörðun stofnunarinnar ítrekuð. Höfnun á beiðni um afhendingu gagna sem stofnunin hefði í vörslum sínum og væru til komin í tengslum við eftirlit stofnunarinnar hafi verið byggð á því að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda þau samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Eftirlit í flugstarfsemi byggðist á trúnaði milli starfsleyfishafa og eftirlitsstjórnvalda, sem væri m.a. einn grundvöllur þess að mikilvægar upplýsingar varðandi flugöryggismál skiluðu sér til stjórnvaldsins. Tekið var fram að rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Suðurlandi hefðu fengið aðgang að öllum gögnum sem tengdust loftfarinu TF-ABB og eiganda þess og tengdust eftirliti stofnunarinnar í málinu.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu var kynnt kærendum með bréfi, dags. 14. desember 2022, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kærenda bárust ekki. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Nánar tiltekið lýtur ágreiningurinn að synjun Samgöngustofu frá 1. nóvember 2022 á beiðni kærenda, frá 18. október 2022, um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Synjun Samgöngustofu byggist á því að gögnin séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt sé fyrir um í 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, og girði fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Almenn ákvæði um þagnarskyldu eru þau sem geyma vísireglu og enga tilgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan tekur til. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <h3>2.</h3> Í 8. gr. laga nr. 119/2012 er fjallað um verkefni Samgöngustofu tengd loftferðum. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að með gögn og aðrar upplýsingar, sem stofnunin aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum, skuli fara sem trúnaðarmál. Hið sama gildi um gögn sem rekstrarleyfishafar afhenda stofnuninni og varða rekstrarleyfi þeirra. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 kemur fram að ákvæðið sæki uppruna sinn í 2. mgr. 7. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands, nr. 100/2006.<br /> <br /> Lög nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands voru felld brott með lögum nr. 119/2012. Í 7. gr. fyrrnefndu laganna var mælt fyrir um þagnarskyldu starfsmanna Flugmálastjórnar. Í 1. mgr. kom fram að starfsmenn mættu ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir kæmust að í starfi sínu og leynt ætti að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Í 2. mgr. sagði að með gögn og aðrar upplýsingar, sem Flugmálastjórn aflaði við eftirlit eða af öðrum ástæðum, skyldi fara sem trúnaðarmál. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 100/2006 kom fram að ákvæðið væri til viðbótar við almennt þagnarskylduákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-293/2009 lagði nefndin til grundvallar að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist vera þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti þeirra aðila sem Flugmálastjórn hefði eftirlit með. Hvað varðaði 2. mgr. ákvæðisins yrði að telja að það fæli í sér það almenna lýsingu á skyldum starfsmanna Flugmálastjórnar til að gæta trúnaðar og að það fæli ekki í sér ríkari þagnarskyldu en þegar myndi leiða af almennri þagnarskyldureglu í 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Með öðrum orðum, að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist sérstakt þagnarskylduákvæði en 2. mgr. sama ákvæðis teldist almennt þagnarskylduákvæði. Nefndin komst að sömu niðurstöðu um 1. mgr. ákvæðisins í úrskurði nr. A-502/2013.<br /> <h3>3.</h3> Í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 var áður að finna ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu þess efnis að þeim væri óheimilt að skýra m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Ákvæðið var, að breyttu breytanda, samhljóða fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006, enda var með frumvarpinu lögð til sameining nokkurra stofnana, þar á meðal Flugmálastjórnar, í eina stjórnsýslustofnun. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sló því föstu í tveimur úrskurðum, nr. 626/2016 og 737/2018, að ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Í hinum síðarnefnda úrskurði tók nefndin til viðbótar fram að ákvæði 2. mgr. 8. gr. sömu laga væri einnig sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði gögn sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi.<br /> <br /> Með 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993, var ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 breytt með þeim hætti að ákvæðið hefur ekki lengur að geyma sérgreind fyrirmæli um að starfsmönnum Samgöngustofu sé óheimilt að skýra „m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með“. Þess í stað er nú kveðið á um það í 1. mgr. 19. gr. að á starfsmönnum Samgöngustofu hvíli þagnarskylda samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Samkvæmt almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 var það eitt af meginmarkmiðum laganna að gera þagnarskyldureglur skýrari, einfaldari og samræmdari. Um ástæður þeirrar breytingar sem gerð var á þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu sagði síðan í athugasemdum frumvarpsins við ákvæði það sem nú er að finna í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 að eðlilegt þætti að Samgöngustofa legði mat á það hverju sinni á grundvelli upplýsingalaga hvort hagsmunir almennings af aðgangi að slíkum upplýsingum vægju þyngra en hagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða lögaðila af því að þær færu leynt í stað þess að unnt væri að synja beiðni fortakslaust um hvers konar upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Um síðastnefnda atriði var í frumvarpinu vísað sérstaklega til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 737/2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst að við túlkun 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 og þegar tekin er afstaða til þess hvort ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga sé ekki unnt að horfa fram hjá ofangreindum breytingum á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012. Að mati nefndarinnar verður við afmörkun á þeirri þagnarskyldu sem lýst er í 2. mgr. 8. gr. síðastefndu laganna að gæta samræmis við þá þagnarskyldu sem birtist í 1. mgr. 19. gr. sömu laga og lýst er í 42. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Af þeirri samræmistúlkun leiðir að ekki er unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kæranda í þessu máli beinist að. <br /> Í þessu sambandi verður að horfa til þess að í 2. mgr. 8. gr. eru ekki tilgreindar hvers konar upplýsingar þagnarskyldan taki til, umfram það að vísað er til gagna og upplýsinga sem Samgöngustofa aflar við ,,eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum“. Jafnframt verður að hafa í huga að orðalag ákvæðisins og athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 hníga ekki í þá átt að löggjafinn hafi með setningu ákvæðisins haft hug á að ganga lengra í að takmarka aðgang að upplýsingum en gert er t.d. með hinni almennu þagnarskyldu opinberra starfsmanna í 18. gr. laga nr. 70/1996. <br /> <br /> Síðast en ekki síst þá er beinlínis tekið fram í athugasemdum við ákvæðið sem varð að 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019 í frumvarpi til laganna að eðlilegt sé að Samgöngustofa meti beiðnir um upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila á grundvelli ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið og eins og atvikum málsins er háttað lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að úrlausn þess hvort veita eigi kærendum aðgang að þeim gögnum sem kæran lýtur að, sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans, fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum er það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hafi ekki leyst úr beiðni kærenda á réttum lagagrundvelli. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Samgöngustofu að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Er því lagt fyrir Samgöngustofu að taka málið fyrir á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi þarf stofnunin að taka afstöðu til þess hvort leyst verði úr beiðninni á grundvelli 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sjá meðal annars til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar frá 1. mars 2022 í máli nr. 1071/2022.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni kærenda um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu, dags. 18. október 2022, er vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir

1145/2023. Úrskurður frá 5. júní 2023

Kærð var synjun Biskupsstofu á beiðni kæranda um aðgang að tiltalsbréfi biskups Íslands. Synjun Biskupsstofu var á því byggð að starfsemi þjóðkirkjunnar félli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin rakti þær breytingar sem gerðar hefðu verið á lögum um þjóðkirkjuna og komst að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan teldist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Var það því niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga og kærunni vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. júní 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1145/2023 í máli ÚNU 22050024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 30. maí 2022, kærði A, fréttamaður hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, synjun Biskupsstofu á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 27. maí 2022 eftir afriti af tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Í svari Biskupsstofu, dags. 28. maí 2022, kom fram að það væri mat Biskupsstofu að upplýsingalög ættu ekki lengur við um þjóðkirkjuna. Jafnvel þótt svo væri myndi Biskupsstofu ekki vera skylt að afhenda skjalið því það varðaði starfsmannamál. Beiðni kæranda var því synjað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga. Um sé að ræða mál sem gæti orðið fordæmisgefandi þar sem tiltal biskups snúi að tjáningu opinbers starfsmanns í gegnum eigin aðgang á samfélagsmiðli.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Biskupsstofu með erindi, dags. 30. maí 2022, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Biskupsstofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Biskupsstofu var frestur til að gefa umsögn framlengdur.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu barst úrskurðarnefndinni hinn 22. júní 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 21. febrúar 2023. Í umsögn Biskupsstofu kemur fram að atvik málsins séu þau að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafi veitt sr. B, presti í [C-prestakalli], tiltal á grundvelli tilsjónar-hlutverks biskups. Biskupsstofa geri kröfu um að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju árið 2019, setningu laga nr. 153/2019 og laga nr. 95/2020 svo og með setningu nýrra laga um þjóðkirkjuna, nr. 77/2021, telji biskup ljóst að þjónusta þjóðkirkjunnar sé ekki opinber starfsemi. Starfsfólk þjóðkirkjunnar teljist ekki lengur opinberir starfsmenn og starfsemin heyri ekki lengur undir gildissvið stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju, dags. 6. september 2019, hafi verið stefnt að auknu sjálf-stæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Í 7. gr. samningsins segi:</p> <p style="text-align: justify; margin-left: 40px;">Að fengnu samþykki ríkisstjórnar Íslands og kirkjuþings á samningi þessum, skal dómsmála-ráðherra leggja fram frumvarp til laga á Alþingi, er feli í sér breytingu á V. kafla laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, á 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og á lögum nr. 1/1997, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, til samræmis við samning þennan, til að tryggja að&nbsp; efnisatriði hans öðlist lagagildi. Jafnframt feli frumvarpið í sér tillögu um að ákvæði laga um laun sóknarpresta nr. 46/1907 og lög nr. 36/1931 um embættis-kostnað sóknapresta og aukaverk þeirra falli úr gildi ásamt lögum um Kristnisjóð nr. 35/1970 og II. kafla laga um sóknargjöld nr. 91/1987.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við efni framangreinds samnings hafi dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp til laga sem falið hafi í sér breytingu á V. kafla laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, á 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. Lög nr. 153/2019 hafi öðlast gildi 1. janúar 2020. Með lögunum hafi verið felld brott ákvæði úr lögum nr. 78/1997 sem fjölluðu um stöðu starfsfólks sem opinberir starfsmenn eða embættismenn. Í greinargerð með frumvarpinu segir að samkvæmt samningnum skuli kirkjan meðal annars annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 í stað þess að starfsmenn þjóðkirkjunnar þiggi laun úr ríkissjóði. Þetta leiði til þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu muni ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur verði þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Lög nr. 95/2020, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, og fleiri lögum og um brottfall laga um kirkjumálasjóð (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar), hafi verið samþykkt á Alþingi 2020 með breytingartillögu meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar sem fól í sér brottfall ákvæðis 4. mgr. 26. gr. laga 78/1997 sem kvað á um að um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skyldi fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, eftir því sem við gæti átt.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum nefndarinnar með breytingartillögunni sé áréttað að markmið viðbótarsamningsins sé að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum. Hvorki prestar né starfsfólk Biskupsstofu séu starfsmenn ríkisins og Ríkisendurskoðun endurskoði ekki lengur fjármál Biskupsstofu og bókhald og launaumsýsla þjóðkirkjunnar hafi verið færð úr kerfum Fjársýslu ríkisins. Það samrýmist því ekki markmiðum viðbótarsamningsins að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti reglum stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir setningu gildandi þjóðkirkjulaga, nr. 77/2021, hafi Alþingi samþykkt framangreind lög nr. 153/2019 og lög nr. 95/2020. Lög þessi hafi falið í sér breytingar á þágildandi þjóðkirkjulögum, nr. 78/1997, til samræmis við viðbótarsamning ríkis og kirkju. Í viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum hafi einnig komið fram að fulltrúar þjóðkirkjunnar og ríkisins myndu vinna saman að yfirferð yfir gildandi lög er varða þjóðkirkjuna með það að markmiði að einfalda regluverkið. Við þá vinnu yrði m.a. byggt á þeim tillögum sem þjóðkirkjan hafi þegar fjallað um og sent ríkinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í greinargerð með frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga komi m.a. fram að með frumvarpinu sé stefnt að því að einfalda regluverk þjóðkirkjunnar og auka mjög sjálfstæði hennar með því að fela kirkjuþingi ákvörðunarvald í mun meira mæli með setningu starfsreglna um helstu málefni hennar. Enn fremur segir í greinargerðinni að nú sé fram haldið sömu þróun og hrundið hafi verið af stað við gildistöku gildandi laga árið 1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið var eðlilegt að gera fyrir þann tíma. Í þeim anda sé lagt til í frumvarpinu að kirkjuþing setji starfsreglur um ýmis ákvæði sem nú sé kveðið á um í lögum nr. 78/1997.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segi í greinargerðinni að með þeim breytingum sem urðu á lögum nr. 78/1997, sbr. 19. gr. laga nr. 153/2019, hafi þeir, sem undir ákvæði laganna féllu, hætt að vera opinberir starfsmenn en orðið þess í stað starfsfólk þjóðkirkjunnar. Vegna þeirra breytinga verði ákvæði um réttindi og skyldur starfsfólks þjóðkirkjunnar tekin inn í nýja kjarasamninga um laun og önnur starfskjör þess.</p> <p style="text-align: justify;">Þessu til viðbótar bendi Biskupsstofa á að umboðsmaður Alþingis hafi talið í áliti sínu í máli 10990/2021, þar sem fjallað var um ákvörðun biskups Íslands, að það leiddi af breytingum þeim sem urðu á lögum nr. 78/1997 samkvæmt lögum nr. 153/2019, sem tóku gildi 2020, að ákvarðanir biskups um ráðningar á árinu 2020 heyrðu ekki undir starfssvið umboðsmanns.</p> <p style="text-align: justify;">Að þessu virtu telji Biskupsstofa að gildandi þjóðkirkjulög, nr. 77/2021, feli ekki í sér að þjóðkirkjunni sé fengið opinbert vald. Starfsemi þjóðkirkjunnar svo og ákvarðanir biskups falli því ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ljóst sé að starfsmenn þjóðkirkjunnar fari ekki með opinbert vald og séu því ekki handhafar framkvæmdavalds eins og talið var í tíð eldri laga og fram hefur komið í úrskurði úrskurðarnefndar. Þjóðkirkjan sé ekki í opinberri eigu, henni sé ekki falið með lögum að taka stjórnvaldsákvarðanir og þjónusta hennar sem trúfélag geti ekki talist opinbert hlutverk stjórnvalds. Þá teljist starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. biskupar og prestar, ekki opinberir starfsmenn eins og fram hefur komið.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa líti Biskupsstofa svo á ekki sé skylt að afhenda umrætt tiltalsbréf. Verði ekki fallist á framangreinda frávísunarkröfu Biskupsstofu sé gerð krafa um að kærunni verði vísað frá á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Biskupsstofa byggir á því að starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsinga-laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvalds-ákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins sé lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildis-sviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, var kveðið á um að íslenska þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni og samkvæmt 1. mgr. 2. gr. sömu laga naut hún sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Í 4. gr. laganna var kveðið á um að dómsmálaráðuneytið hefði með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðaði fjárlagagerð. Ráðuneytið hefði jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veitti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því bæri að veita henni lögum samkvæmt og hefði umsjón með því að hún og stofnanir hennar færu að lögum.</p> <p style="text-align: justify;">Lögum nr. 78/1997 var síðan breytt með samþykkt laga nr. 153/2019, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar). Tilefni þess frumvarps er varð að lögum nr. 153/2019 var viðbótarsamningur 6. september 2019 milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi milli sömu aðila um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 (kirkjujarðasamkomulagið) og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1997.</p> <p style="text-align: justify;">Í undirbúningsgögnum vegna setningar laga nr. 153/2019 er rakið að kirkjan skyldi m.a. annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 samkvæmt fyrrgreindum viðbótarsamningi í stað þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, 138 starfandi prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og 18 starfsmenn Biskupsstofu þægju laun úr ríkissjóði. Um það segir að þetta leiddi til þess að þessir starfsmenn þjóðkirkjunnar myndu ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur yrðu þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þá segir að yrði frumvarpið að lögum yrði kirkjuþingi falið að skilgreina réttarstöðu starfsfólks kirkjunnar og setja gjaldskrá fyrir þjónustu hennar, eins og viðbótarsamningurinn gerði ráð fyrir. Í athugasemdum við frumvarpið kemur enn fremur fram að því væri ætlað að færa ábyrgð og stjórn starfsmannamála til kirkjunnar, sbr. þskj. 625 – 449. mál, 150. löggjafarþingi 2019-2020, bls. 4 og 6.</p> <p style="text-align: justify;">Til hliðsjónar má einnig líta til þess að í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 77/2021, um þjóðkirkjuna, sem gildi tóku 1. júlí 2021, segir að með þeim breytingum sem hafi orðið á lögum nr. 78/1997 með lögum nr. 153/2019 hafi þeir sem undir lögin féllu hætt að vera opinberir starfsmenn en þess í stað orðið starfsfólk þjóðkirkjunnar. Þar segir einnig að með frumvarpinu sé fram haldið sömu þróun og hafi verið hrundið af stað við gildistöku laga nr. 78/1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið hafi verið eðlilegt að gera fyrir þann tíma, sbr. þskj. 966 – 587. mál, 151. löggjafarþingi 2020-2021, bls. 5-6. Í þessu sambandi athugast þó að starfsfólk kirkjunnar sem skipað var í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, við gildistöku 2. mgr. 19. gr. laga nr. 153/2019, heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, sbr. ákvæði til bráðabirgða við umrædd lög nr. 77/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þjóðkirkjan teljist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi þess að B var upphaflega skipaður sóknaprestur í [C-kirkju] frá 15. september 2016, verður enn fremur að telja ljóst að hann hafi ekki notið réttinda sem embættismaður á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins og ákvæðum laga nr. 70/1996 eftir að skipunartími hans rann út 15. september 2021, sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga. Ákvæði 3. gr. upplýsingalaga á því ekki við um atvik málsins. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Er kæru þessari því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 30. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1144/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023

Kærð var afgreiðsla Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Fyrir lá að kærandi hefði skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram komu upplýsingar um það hverjir hefðu unnið verkefnið. Synjunin var á því byggð að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga væru ekki uppfyllt og af þeim sökum mætti háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð háskólans á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1144/2023 í máli ÚNU 22050026.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Háskólans á Bifröst á beiðni hans um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Í fundargerð framkvæmdastjórnar samtakanna SÁÁ frá 17. mars 2022, undir liðnum „Önnur mál“, kæmi fram að formaður hvetti stjórnarmenn til að lesa nýtt meistaraverkefni nemenda við háskólann sem bæri heitið „Mat á vanda SÁÁ“. Verkefnið hefði verið unnið í námskeiðinu „Samskipti og miðlun leiðtoga 2022“.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefði fengið verkefnið sent frá einum stjórnarmanna SÁÁ. Í formála þess kæmi fram að framkvæmdastjórn samtakanna hefði leitað til þeirra nemenda sem unnu verkefnið og beðið um hjálp til að taka á þeim stóru áskorunum sem samtökin stæðu frammi fyrir. Búið hefði verið að afmá forsíðu verkefnisins og hugsanlega fleiri efnisþætti skjalsins. Í verkefninu væri að mati kæranda að finna mikla meingjörð gagnvart honum […].</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði því eftir því við Háskólann á Bifröst með erindi, dags. 25. apríl 2022, að fá skýringar á tilurð verkefnisins og nöfnum höfunda og ábyrgðarfólks sem hefðu verið fjarlægð úr því skjali sem væri í dreifingu. Ljóst væri að skjalið hefði verið sent á stóran hóp fólks, m.a. þingmenn, fólk í opinberri stjórnsýslu, fjölmiðlafólk og lögreglu. Verkefnið væri meingjörð gagnvart kæranda og hann velti því upp hvort verkefnið samræmdist siðareglum skólans auk akademískri hugsun og vinnubrögðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskólanum á Bifröst með erindi, dags. 1. júní 2022, og skorað á háskólann að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Svar háskólans barst samdægurs. Í því kemur fram að ekki sé um meistaranámsritgerð að ræða heldur kúrsaritgerð. Verkefnið væri lokaverkefni í einum áfanga sem byggist á fræðilegri greiningu á ferlum og notkun aðferðafræði. Verkefnið hafi verið hið síðasta af þremur í áfanganum og fjallaði um hvernig upplýsingamiðlun leiðtoga færi fram og hvort leiðtoginn miðlaði í samræmi við stefnu, framtíðarsýn og gildi viðkomandi skipulagsheildar.</p> <p style="text-align: justify;">Í verkefninu mættu nemendur m.a. gefa sér forsendur sem vörðuðu málefni sem væri til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda snerist verkefnið um aðferðafræði en ekki staðreyndir. Það væri gert svo nemendur fengju raunhæf viðfangsefni sem ættu sér samsvörun í daglegri umræðu. Einkunn fyrir verkefnið ylti á því hvernig það væri leyst aðferðafræðilega. Við matið væri ekki litið sérstaklega til staðhæfinga nema í tengslum við notkun á aðferðafræði. Þá væru staðhæfingar á ábyrgð nemendanna.</p> <p style="text-align: justify;">Væri verkefninu dreift á öðrum forsendum en þeim upprunalegu væri það ef til vill gert í tilgangi sem samræmdist vilja nemendanna sem unnu verkefnið. Háskólinn hefði ekki komið að miðlun verkefnisins að neinu leyti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við ákvörðun háskólans hinn 2. júní 2022 og kom fram í viðbrögðum kæranda að hann sætti sig ekki við ákvörðunina. Úrskurðarnefndin kynnti þá afstöðu fyrir háskólanum með erindi, dags. 8. júní 2022, og gaf háskólanum færi á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst barst úrskurðarnefndinni hinn 13. júlí 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 26. október 2022. Í umsögn háskólans kemur fram að í lögum um háskóla, nr. 63/2006, sé að finna ákvæði um upplýsingaskyldu háskóla. Í 2. mgr. 12. gr. laganna sé talað um að háskóli skuli birta upplýsingar um innra gæðastarf innan skólans. Í 24. gr. sé tekið fram að birta skuli upplýsingar um einingabær námskeið og prófgráður sem skólinn veitir. Í 1. mgr. 25. gr. sé tekið fram að háskóla beri að varðveita upplýsingar um námsferil þeirra sem stunda eða hafa stundað nám. Þeim beri einnig að láta í té þær upplýsingar og gögn sem séu nauðsynleg vegna opinberrar tölfræðivinnu og hagskýrslugerðar. Þá beri háskólum að láta í té öll þau gögn sem ráðuneyti þarfnist vegna eftirlits með starfsemi og fjármálum skólans.</p> <p style="text-align: justify;">Þá beri að mati háskólans að hafa í huga lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Í lögunum komi fram að miðlun persónuupplýsinga sé háð mjög ströngum skilyrðum. Ekki sé að sjá að þau skilyrði séu uppfyllt í þessu máli. Það að nemandi hafi skrifað um tiltekinn aðila í verkefni sem sé ekki einu sinni lokaverkefni hafi ekki það vægi að það réttlæti að afnema nafnleynd nemandans.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu megi ljóst vera að Háskólinn á Bifröst hafi enga heimild til að veita upplýsingar um einstök verkefni sem nemandi skólans kunni að hafa unnið í námi við háskólann, ekki frekar en að háskólanum sé óheimilt að gefa utanaðkomandi aðilum upp upplýsingar um nemandann sjálfan, svo sem einkunnir og verkefnaskil nemandans, nema með leyfi viðkomandi nemenda.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. september 2022, kemur fram að í umsögn háskólans sé mótsögn því þar komi fram að verkefnið sé ekki lokaverkefni, þvert á það sem fram kom í ákvörðun háskólans frá 1. júní 2022. Að mati kæranda sé ljóst að höfundar verkefnisins hafi sent SÁÁ verkefnið til hagnýtingar og opinberrar birtingar. Með þeirri sendingu hljóti réttur kæranda að standa til þess að fá verkefnið afhent í heild sinni, með nöfnum höfunda og leiðbeinanda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði eftir afstöðu þeirra nemenda sem unnu verkefnið til afhendingar verkefnisins í heild sinni hinn 28. mars 2023. Þá var einnig óskað eftir afstöðu þess kennara sem tilgreindur væri á forsíðu verkefnisins. Sameiginlegt svar þriggja af þeim fjórum nemendum sem unnu verkefnið barst nefndinni hinn 5. apríl 2023. Svar kennarans barst hinn 11. apríl 2023. Í báðum erindum er lagst gegn afhendingu verkefnisins til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali í vörslum Háskólans á Bifröst. Skjalið er námsverkefni sem unnið var af hópi nemenda á námskeiði í skólanum. Fyrir liggur að kærandi hefur skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram koma upplýsingar um það hverjir hafi unnið verkefnið. Synjun háskólans er ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, heldur er vísað til þess að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Háskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun sem er komið á fót með skipulagsskrá og starfar samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999. Þá starfar skólinn samkvæmt lögum um háskóla, nr. 63/2006, með viðurkenningu frá ráðherra samkvæmt II. kafla laganna. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. skipulagsskrár háskólans eru ráðstöfunartekjur háskólans tekjur af skólagjöldum og námskeiðahaldi, framlög frá opinberum aðilum, hugsanlegur arður af stofnfé, vaxtatekjur, og annað fé sem Háskólanum á Bifröst kann að áskotnast. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skrárinnar skal stjórn háskólans skipuð fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af Borgarbyggð, Háskólaráði Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtökum Bifrastar, Sambandi íslenskra samvinnufélaga svf., og Samtökum atvinnulífsins.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar verður ekki séð að Háskólinn á Bifröst falli undir hugtakið stjórnvald í skilningi 2. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er ljóst að háskólinn starfar samkvæmt lögum um háskóla og fær frá ríkinu fjárframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, samkvæmt þjónustusamningi á grundvelli 21. gr. laga nr. 63/2006. Sá hluti af starfsemi skólans sem hann sinnir á grundvelli laga um háskóla fellur því undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 3. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur að það skjal sem óskað er eftir í málinu tengist þjónustuhlutverki Háskólans á Bifröst með þeim hætti að réttur til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nái til þess. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því á grundvelli ákvæða upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem leiða af lögunum.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum ákvæðum leiðir að þeim sem heyra undir gildissvið upplýsinglaga og hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda byggist á því að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 er sérstaklega tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun háskólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum laganna, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings beiðni kæranda, enda er það hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að í lögum um háskóla er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt til aðgangs að prófúrlausnum eða lokaverkefnum og kynnu að teljast þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis, en slík ákvæði geta samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gengið framar ákvæðum laganna. Þá kemur fram í siðareglum Háskólans á Bifröst í kafla þeirra sem ber heitið Rannsakendur og rannsóknir að kennarar, rannsakendur og eftir atvikum nemendur birti niðurstöður sínar á opinberum vettvangi. Loks hefur háskólinn sett sér stefnu um opinn aðgang að fræðaefni.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Háskólans á Bifröst við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, þar sem lagt verði mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna sem finna má í 6.–10. gr. laganna og þeim sjónarmiðum nefndarinnar sem birtast í úrskurði þessum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 25. apríl 2022, er vísað til Háskólans á Bifröst til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p>

1143/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023

Kærð var afgreiðsla Norðurmiðstöðvar á beiðni um gögn. Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1071/2022 voru kæranda afhent gögn en hann felldi sig ekki við efni gagnanna. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni því vísað frá nefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1143/2023 í máli ÚNU 22100014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 30. september 2022, kærði A afgreiðslu Norðurmiðstöðvar (áður Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis) á beiðni hans um gögn. Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsinga-mál hafi kveðið upp úrskurð kæranda í hag á sínum tíma, varðandi rétt hans til aðgangs að gögnum um sambýliskonu sína, sem er látin.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins hafi kæranda verið afhent gögn í samræmi við úrskurðarorð. Gögnin hafi hins vegar ekki innihaldið þær upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir, heldur aðeins rugl og útúrsnúninga. Því hafi kærandi að nýju leitað til Norðurmiðstöðvar og óskað eftir nöfnum þeirra aðila sem báru ábyrgð á því að sambýliskona hans hefði verið tekin nauðug frá kæranda, og hvaða heimild þeir aðilar hefðu haft til þess óhæfuverks.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði samband við Norðurmiðstöð með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og óskaði eftir nánari skýringum varðandi efni kærunnar og samskipti kæranda við miðstöðina. Svar Norðurmiðstöðvar barst hinn 9. nóvember 2022. Svarinu fylgdu tíu skjöl sem innihéldu samskipti miðstöðvarinnar við kæranda. Í svarinu kemur fram að í kjölfar þess að úrskurðarnefndin kvað upp úrskurð nr. 1071/2022, þess efnis að kæranda skyldu afhent tiltekin gögn frá miðstöðinni, hefði kærandi sett sig í samband hinn 17. mars 2022, og fengið gögnin afhent daginn eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. mars 2022 hafi kærandi endursent gögnin ásamt þremur ódagsettum bréfum til miðstöðvar-innar. Þar sem ekki væri að öllu leyti ljóst hvað kærandi færi fram á eða hverju hann teldi ósvarað af hálfu Norðurmiðstöðvar var ákveðið af hálfu miðstöðvarinnar að hafa samband við kæranda símleiðis. Félagsráðgjafi á vegum Reykjavíkurborgar hefði átt símtal við kæranda hinn 26. apríl 2022. Að símtalinu loknu teldi félagsráðgjafinn að málinu væri lokið af hálfu borgarinnar, varðandi þann þátt sem sneri að Reykjavíkurborg. Norðurmiðstöð fengi ekki séð að beðið hefði verið um nein ný gögn í vörslum miðstöðvarinnar frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 1071/2022. Beiðni kæranda í því máli var beint til Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og var um upplýsingar um sambýliskonu hans, m.a. um það hverjir bæru ábyrgð á því að sambýliskona kæranda var tekin nauðug frá honum. Synjun miðstöðvarinnar byggðist á því að gögnin vörðuðu einkamálefni sambýliskonunnar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem hluti gagnanna teldist vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Í umsögn miðstöðvarinnar í því máli var auk þess vísað til þess varðandi vitjanir frá heimahjúkrun að slíkar upplýsingar væru skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem miðstöðin hefði ekki aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kæranda skyldu afhent öll þau gögn sem miðstöðin hefði afmarkað beiðni hans við og synjað honum um aðgang að. Kæranda voru í framhaldinu afhent gögnin, en hann fellir sig ekki við efni gagnanna og vill ekki una því að gögnin innihaldi ekki upplýsingar um það hverjir báru ábyrgð á því að sambýliskona hans var tekin frá honum og hvaða heimild þeir höfðu til þess.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p style="text-align: justify;">Norðurmiðstöð hefur staðhæft að kærandi hafi ekki beðið um nein ný gögn hjá miðstöðinni frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp. Því til stuðnings hefur miðstöðin afhent nefndinni fyrirliggjandi samskipti við kæranda frá uppkvaðningu hans. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 30. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1142/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023

Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tilteknu tímabili. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda ekki geta talist svo umfangsmikla að hún teldist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir nefnd um eftirlit með lögreglu að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1142/2023 í máli ÚNU 23030004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 13. mars 2023, kærði A fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. mars 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta alla úrskurði sem nefnd um eftirlit með lögreglu hefði kveðið upp frá árinu 2022 og það sem af væri af árinu 2023. Umrædd beiðni væri rökstudd með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1070/2022.<br /> <br /> Í svari NEL, dags. 13. mars 2023, kom fram að til að unnt væri að afhenda þær 75 ákvarðanir nefndarinnar sem óskað væri eftir þyrfti að yfirfara þær í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1070/2022. Hjá nefndinni starfi einn starfsmaður í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Væri því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það væri því mat nefndarinnar að ekki væri fært að verða við henni og beiðninni synjað með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur með svar NEL og telji að nefndinni hefði verið í lófa lagið að birta jafnóðum þá úrskurði sem hún hefur kveðið upp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 13. mars 2023, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn NEL, dags. 4. apríl 2023, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. <br /> <br /> Því hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli. <br /> <br /> Til að unnt sé að afhenda þær ákvarðanir nefndarinnar sem óskað sé eftir þurfi að yfirfara þær í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið. Sem stendur starfi einn starfsmaður hjá nefndinni í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Sé því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það sé því mat nefndarinnar að ekki sé fært að verða við henni að svo stöddu með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin bendi hins vegar á að fyrir Alþingi liggi lagafrumvarp um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, sbr. þskj. 677 í 535. máli á 153. löggjafarþingi. Verði frumvarpið óbreytt að lögum muni nefndin verða efld til muna en samkvæmt frumvarpinu sé gert ráð fyrir að formaður nefndarinnar verði starfandi formaður og við bætist auka starfsmaður. <br /> <br /> Þá telur nefndin að einnig beri að líta til þeirra sjónarmiða sem fram komi í greinargerð með 9. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings m.a. vegna einkahagsmuna einstaklinga og felur í sér heimild til að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að þær fari leynt. Ljóst sé að í umbeðnum gögnum sé að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kann að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig séu þar upplýsingar sem kunni að falla undir skilgreiningu á viðkvæmum persónuupplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd. <br /> <br /> Að síðustu bendir NEL á að í ákvörðununum komi fram trúnaðarupplýsingar um lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 6. mgr. 35. gr. a laga nr. 90/1996. Með vísan til framangreinds árétti nefndin fyrri ákvörðun sína um synjun beiðni um afhendingu á ákvörðunum nefndarinnar. <br /> <br /> Umsögn NEL var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> NEL hefur haldið því fram að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd þar sem yfirfara þurfi þær 75 ákvarðanir nefndarinnar í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið auk þess sem einn starfsmaður starfi hjá nefndinni í fullu starfi. Þá sé það mat NEL að nánast ómögulegt sé að gera ákvarðanirnar þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem NEL sér fram á að beiðni kæranda komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi nefndarinnar. Loks fær nefndin ekki séð af þeim gögnum sem henni hafa verið afhent að ekki sé hægt að afmá upplýsingar úr þeim sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afhentar ákvarðanir NEL á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars. 2023 en um er að ræða 75 ákvarðanir sem telja samtals um 230 síður. Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að beiðni kæranda geti ekki talist svo umfangsmikil að hún teljist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé fallist á að heimilt sé að synja beiðni kæranda á þessum grundvelli kann umfang beiðninnar þó að verða til þess að vinnsla hennar taki nokkurn tíma umfram þá sjö daga sem almennt er miðað við, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt er hins vegar að kærandi sé upplýstur um gang mála og honum greint frá ástæðum þess ef verulegar tafir verða á afgreiðslu beiðninnar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu um að synja beiðni A, um aðgang að ákvörðunum nefndarinnar á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1141/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023

Kærð var synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að tveimur greinargerðum lögmanns. Synjun Múlaþings var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að sveitarfélaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var sveitarfélaginu því gert að afhenda kæranda aðgang að greinargerðunum.

<p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1141/2023 í máli ÚNU 22110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi stjórnar Ríkarðshúss hinn 26. október 2022, svo sem fram kæmi í fundargerð á vefsíðu sveitarfélagsins. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir greinargerð um stöðu Ríkarðshús frá 31. mars 2022 og greinargerð lögmanns frá 15. október 2022. <br /> <br /> Með svari Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, var beiðni kæranda synjað. Eftir skoðun á gögnunum væri það mat sveitarfélagsins að undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við en umræddum gögnum hefði verið aflað til þess að skýra réttarstöðu Ríkarðshúss. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Múlaþingi með erindi, dags. 17. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Múlaþings, dags. 5. desember 2022, kemur fram að umræddar greinargerðir hafi verið skrifaðar af lögmanni hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og hafi verið aflað til þess að meta réttarstöðu Ríkarðshúss vegna afturköllunar gjafaloforðs B. Nauðsynlegt hafi þótt að afla lögfræðiálits vegna þessa gernings B til að vita hvaða valkostir væru í stöðunni til að meta réttarstöðu Ríkarðshúss m.a. vegna mögulegs réttarágreinings og þegar, og ef til dómsmáls kæmi. Í þessu samhengi vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 1087/2022, þar sem í niðurstöðu komi fram að undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Synjun sveitarfélagsins sé byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfskrifta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Því til stuðnings vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurða úrskurðarnefndarinnar og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3643/2002. Í svari sveitarfélagsins til kæranda hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að veita aukinn aðgang að umræddum gögnum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið telji ekki ástæðu til að veita aukinn aðgang og byggir á þeim sjónarmiðum sem undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga byggi á. Einnig þyki sveitarfélaginu málið vera viðkvæmt fyrir þá sem það varðar, þar á meðal loforðsgjafa, og því sé ekki ástæða til þess að veita aðgang að umræddum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Múlaþings var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að tveimur greinar-gerðum um stöðu Ríkarðshúss á Djúpavogi, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, sem ritaðar voru af lögmanni fyrir tilstilli sveitarfélagsins Múlaþings vegna afturköllunar gjafaloforðs til safnsins. Synjun sveitarfélagsins er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem var að upplýsingalögum, nr. 140/2012 kemur fram eftirfarandi:<br /> <br /> Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:<br /> <br /> Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberar aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir. <br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu ákvæðis sem er sambærilegt að þessu leyti í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg. <br /> <br /> Sem fyrr segir byggir synjun Múlaþings, á afhendingu tveggja greinargerða varðandi stöðu Ríkarðshúss í tengslum við afturköllun gjafaloforðs, á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróðan aðila og í öðru lagi þurfa bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið greinargerðir um stöðu Ríkarðshúss frá 31. mars 2022 og 15. október 2022. Í greinargerðunum er farið yfir stofnskrá safnsins og að stjórn Ríkarðshúss taki afstöðu til þess hvaða þýðingu afturköllun gjafaloforðs hafi í ljósi þess að ákvörðunin sé í andstöðu við stofnskrána og þær forsendur sem lágu þar að baki. Ekki liggja fyrir nein áform um höfðun dómsmáls eða kröfur um það. Þá liggur fyrir í fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 26. október 2022, að niðurstaða meirihluta stjórnar hafi verið að gera ekki athugasemdir við afturköllunina. Af efni greinargerðanna verður ekki ráðið að þær hafi að geyma mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna afturköllunar gjafaloforðsins heldur er um að ræða álitsgerð lögmanns þar sem settar eru fram tillögur til aðgerða og samantekt á upplýsingum um málið. Í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að heimilt hafi verið að undanþiggja greinargerðirnar aðgangi með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur frá upplýsingarétti almennings standa afhendingu gagnsins ekki í vegi er sveitarfélaginu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerðunum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, er felld úr gildi. Múlaþing er skylt að veita A aðgang að greinargerðum, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, um stöðu Ríkarðshúss.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1140/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum starfsmanna grunnskóla sem sendar voru stéttarfélögum starfsmannanna og vörðuðu m.a. samskipti þeirra við kæranda. Synjun Garðabæjar var byggð á því að gögnin innihéldu samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki væri heimilaður aðgangur að skjalinu vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var synjun Garðabæjar því staðfest.

<p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1140/2023 í máli ÚNU 22050005.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 8. maí 2022, kærði A synjun Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 10. apríl 2022 eftir gögnum hjá sveitarfélaginu sem lytu að samskiptum B og C við Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands í tengslum við kæranda og dóttur hans. Garðabær hafnaði beiðninni hinn 2. maí 2022 með þeim rökum að réttur kæranda næði ekki til upplýsinga sem vörðuðu stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins eða mögulegra samskipta við þau félög, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 17. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Garðabær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Garðabær sendi nefndinni skýringar vegna kærunnar hinn 31. maí 2022 og umsögn vegna hennar hinn 22. júní sama ár.<br /> <br /> Í erindi Garðabæjar frá 31. maí kemur fram að vegna líðanar og aðstæðna starfsmanna hjá Garðaskóla hafi þáverandi skólastjóri skólans leitað til Skólastjórafélags Íslands (SÍ) og Félags grunnskólakennara (FG), sem séu aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands (KÍ), um leiðbeiningar vegna máls kæranda. Þáverandi skólastjóri, deildarstjóri sérkennslu/námsráðgjafi og umsjónarkennari dóttur kæranda hafi átt fund með formönnum SÍ og FG í mars 2020. Fyrir fundinn hafi formönnunum verið sendar frásagnir þessara þriggja starfsmanna af samskiptum við kæranda og konu hans, og af upplifun og líðan viðkomandi. Nöfn kæranda, konu hans og dóttur kæmu ekki fram í frásögninni.<br /> <br /> Garðabær kveður að stéttarfélög beri almennt þagnarskyldu um það mál sem félagsmenn þeirra leiti til félaganna með auk þess sem upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Sveitarfélagið telur sér óheimilt að afhenda gögnin með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 22. júní 2022, er gerð krafa um að málinu verði vísað frá. Í febrúar 2021 hafi kærandi beint kæru til úrskurðarnefndarinnar sem lyti að því að Garðabær hefði ekki afhent sér sömu samskipti og deilt er um í þessu máli. Úrskurðarnefndin hafi með úrskurði nr. 1067/2022 vísað málinu frá í byrjun mars 2022, á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir í málinu að kæranda hefði verið synjað um aðgang að gögnunum. Í apríl 2021 hafi kærandi hins vegar kært til úrskurðarnefndarinnar tafir Garðabæjar á afgreiðslu beiðni sinnar um þessi sömu gögn. Í kjölfar þess að Garðabær afgreiddi þá beiðni í maí 2021, með því að synja henni á sama grundvelli og gert væri í þessu máli, hefði úrskurðarnefndin fellt málið niður. Garðabær gerir þá kröfu að mál úrskurðarnefndarinnar sem lykt-aði með úrskurði nr. 1067/2022 verði endurupptekið og því vísað frá á þeim grundvelli að kærandi hafi ekki kært synjun Garðabæjar frá því í maí 2021 til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt sé fyrir um í upplýsingalögum.<br /> <br /> Til stuðnings synjun á beiðni kæranda vísar Garðabær til þeirra hlutverka stéttarfélaga að sinna hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur félagsmanna sinna og fara með kjaramál og fagleg málefni félagsmanna. Kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um samskipti kennara og fyrrverandi skólastjóra Garðaskóla við stéttarfélög sín. Frásagnir þeirra um erfiðar aðstæður og vanlíðan þessara starfsmanna falli tvímælalaust undir 9. gr. upplýsingalaga. Félagsmenn verði að geta leitað til stéttarfélags síns með viðkvæmar upplýsingar vegna erfiðra aðstæðna í starfi án þess að eiga á hættu að slíkar upplýsingar verði bornar á torg. Frásagnirnar séu beiðni um aðstoð stéttarfélaganna. Í þeim komi fram viðkvæmar persónulegar upplýsingar um vanlíðan þeirra bæði í starfi og einkalífi vegna erfiðra samskipta.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. mars 2023, kveður hann starfsmenn Garðabæjar hafa í málinu ítrekað gerst brotlegir við lög, þar á meðal persónuverndarlög. Kærandi telji mikilvægt að fá þau gögn sem um er deilt afhent og að fyrir liggi að Garðabær hafi afhent gögnin öðrum, þ.m.t. fyrrverandi forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, Menntamálastofnun og utanaðkomandi ráðgjafa.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2023, gaf úrskurðarnefndin þeim einstaklingum sem gögnin varða kost á að koma á framfæri afstöðu sinni til afhendingar gagnanna til kæranda. Svör bárust hinn 20. og 21. apríl 2023. Í þeim er lagst gegn því að gögnin verði afhent. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum þriggja starfsmanna Garðaskóla sem sendar voru formönnum Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara, sem eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands, og varða m.a. samskipti þeirra við kæranda.<br /> <br /> Garðabær telur að kærunni skuli vísað frá þar sem kærandi hafi áður óskað eftir sömu gögnum hjá sveitarfélaginu og verið synjað um aðgang að þeim, síðast með erindi hinn 10. maí 2021. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalög innihalda ekki takmörk á því hversu oft beiðandi megi óska eftir sömu gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið laganna. Sé beiðanda synjað um aðgang að gögnum og beiðandi nýtir ekki kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum er honum fært að óska eftir sömu gögnum að nýju. Það hefur kærandi í þessu máli gert og borið synjun Garðabæjar frá 2. maí 2022 undir úrskurðarnefndina innan kærufrests. Nefndin telur því ekki ástæðu til að vísa kærunni frá. Í tilefni af kröfu Garðabæjar um endurupptöku fyrra máls tekur úrskurðarnefndin jafnframt fram að sveitarfélagið er það stjórnvald sem tók stjórnvaldsákvörðun á lægra stjórnsýslustigi en ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeim sökum getur sveitarfélagið ekki gert kröfu um endurupptöku fyrra máls. Með vísan til framangreinds kemur úrskurður nefndarinnar nr. 1067/2022 ekki til frekari umfjöllunar.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Synjun Garðabæjar er á því byggð að umbeðin gögn innihaldi samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Upplýsingar um aðild að stéttarfélagi og samskipti við slík félög teljist viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Fyrir liggur að þau gögn sem deilt er um aðgang að innihalda frásögn þriggja starfsmanna Garðaskóla af samskiptum við kæranda og eiginkonu hans. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að kjarni ákvæðisins felist í því að vega og meta andstæða hagsmuni annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. tölul. 9. gr. upplýsingalaga segir:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. […] Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […] <br /> <br /> Í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kemur fram í a-lið 3. tölul. 3. gr. laganna að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Fyrirmynd ákvæðisins er 1. mgr. 8. gr. tilskipunar 95/46/EB, en það ákvæði á rætur að rekja til lagahefða ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins, einkum ríkja þar sem stéttarfélög eiga í harðri samkeppni og tengjast beint starfi stjórnmálaflokka og einstaklingum hefur af þeim sökum verið mismunað á grundvelli þess hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gögn sem innihalda samskipti einstaklings við stéttarfélag sitt geti í heild sinni talist varða einkamálefni hans með þeim hætti að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Á það einkum við ef ekki er hægt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, án þess að með því séu veittar upplýsingar um það hvaða stéttarfélagi viðkomandi einstaklingur tilheyrir. Í þessu máli hefur Garðabær hins vegar upplýst um það hvaða stéttarfélög fengu send þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Getur því það að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar ekki, eitt og sér, staðið í vegi fyrir því að kærandi fái aðgang að gögnunum. Þarf því að leggja mat á það hvort gögnin innihaldi upplýsingar sem samkvæmt almennum viðmiðum teljast svo viðkvæmar að hagsmunir viðkomandi einstaklings af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. og 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands, Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Síðarnefndu tvö félögin eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands. Stéttarfélög eru frjáls félagasamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Í 2. gr. laga Kennarasambands Íslands kemur fram að hlutverk félagsins sé m.a. að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna. Þá leggur félagið samkvæmt umfjöllun á vefsíðu þess áherslu á að stuðla að bættu vinnuumhverfi félagsmanna og efla öryggi í starfi og aðstoðar í því skyni félagsmenn við úrlausn vandamála sem tengjast vinnuumhverfinu. Nefnd um vinnuumhverfismál er starfandi á vegum félagsins og er mælt fyrir um hana í 32. gr. laga Kennarasambands Íslands. Hlutverk hennar er m.a. að skipuleggja ráðgjöf, fræðslu og upplýsingagjöf til félagsmanna um vinnuumhverfismál, sálfélagslega álagsþætti í vinnuumhverfinu og samskipti á vinnustað.<br /> <br /> Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki að finna ákvæði um þagnarskyldu sérstaks eðlis, sem geti átt við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu og gengið framar ákvæðum upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar má almennt ætla að þeir sem leiti til stéttarfélags síns um ráðgjöf og leiðbeiningar geri það í trausti þess að um samskiptin ríki trúnaður og að gögn sem lúti að þeim verði ekki afhent öðrum. Á það ekki síst við í þessu máli, þar sem Kennarasamband Íslands leggur samkvæmt framangreindu áherslu á að aðstoða félagsmenn við að greiða úr vandamálum sem tengjast vinnuumhverfi. Samskipti í tengslum við slíka aðstoð geta af augljósum ástæðum verið þess eðlis að ástæða sé til að fara gætilega með gögn sem verða til vegna þeirra.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Um er að ræða tíu blaðsíðna trúnaðarmerkt skjal sem ber heitið „Samantekt vegna samskipta starfsmanna Garðaskóla við foreldra barns í skólanum ágúst 2019 – mars 2020“. Nefndin hefur leitað afstöðu þeirra þriggja starfsmanna til afhendingar skjalsins til kæranda. Þótt ekki hafi það úrslitaáhrif á mat á því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjalinu er ljóst að allir þrír starfsmennirnir leggjast gegn afhendingunni.<br /> <br /> Í skjalinu koma fram lýsingar starfsmannanna á persónulegri upplifun þeirra úr starfi sínu sem verða að teljast viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni starfsmannanna eða eftir atvikum upplýsingar um málefni starfsmanna sem eru undanþegin upplýsingarétti kæranda, sbr. 1. tölul. 2. gr. 14. gr. upplýsingalaga. Eins og atvikum málsins er háttað er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá kemur aðgangur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, ekki til álita þar sem umræddar lýsingar starfsmanna koma svo víða fram og eru svo samofnar öðru efni skjalsins að ekki verður með góðu móti skilið þar á milli. Verður því ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að skjalinu staðfest.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Staðfest er ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 2. maí 2022, að synja A um aðgang að gögnum sem varða samskipti starfsmanna Garðaskóla við stéttarfélög.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p>

1139/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Synjunin var aðallega byggð á því að umbeðin gögn teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þau tölvupóstssamskipti sem um var deilt vera tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kynni að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá taldi úrskurðarnefndin heilsugæsluna ekki hafa rökstutt nægilega að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga ætti við i málinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir heilsugæsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1139/2023 í máli ÚNU 22050003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. maí 2022, kærði A afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1064/2022 hafði nefndin vísað beiðni kæranda frá því í maí 2021 aftur til heilsugæslunnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Beiðnin hljóðaði á um aðgang að öllum samningum heilsugæslunnar við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla aðra lögmenn, lögmanns- eða lögfræðistofur um lögfræðiþjónustu í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu árin 2015–2021. Úrskurðarnefndin taldi að heilsugæslan hefði afmarkað beiðni kæranda með of þröngum hætti og að beiðnin hefði þannig ekki fengið þá efnislegu meðferð hjá heilsugæslunni sem nefndinni væri fært að endurskoða.<br /> <br /> Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi heilsugæslunni erindi, dags. 25. febrúar 2022, og óskaði eftir að beiðni hans yrði tekin til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Erindið var ítrekað níu sinnum. Hinn 8. mars 2022 tjáði heilsugæslan kæranda að beiðnin yrði afgreidd í síðasta lagi 31. mars sama ár. Hinn 8. apríl sama ár var kæranda tjáð að beiðnin yrði í síðasta lagi afgreidd 30. apríl sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með erindi, dags. 2. maí 2022, og heilsugæslunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heilsugæslan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 19. maí 2022. Í henni kemur fram að í kjölfar móttöku úrskurðar nr. 1064/2022 hafi verið lagt upp með að finna alla þá tölvupósta sem hefðu farið á milli annars vegar þeirra starfsmanna heilsugæslunnar sem hefðu átt í samskiptum við lögmenn á tímabilinu 2015–2021 og hins vegar þeirra sex lögmanna sem þjónustað hefðu heilsugæsluna á tímabilinu. Þeir sem hefðu átt í mestum samskiptum við lögmenn ynnu á aðalskrifstofu heilsugæslunnar en þó væri ekki útilokað að aðrir starfsmenn hefðu líka átt í slíkum samskiptum. Þá lægi fyrir að hluti starfsmannanna væri hættur störfum. Að því búnu yrði leitað í þeim tölvupóstum sem fyndust eftir því hvort þeir innihéldu beiðni um að veita ráðgjöf eða þjónustu og staðfestingu lögmanns.<br /> <br /> Á þessum tímapunkti hafi heilsugæslan talið að hægt yrði að afmarka tölvupóstana með miðlægum hætti í tölvupóstkerfinu. Hins vegar hafi komið í ljós að miðlæg afmörkun yrði ekki möguleg heldur þyrfti hver og einn starfsmaður að fara í gegnum pósthólfið sitt til að finna samskipti við lögmenn í samræmi við beiðnina. Þá yllu tæknilegir örðugleikar því að aðgangur að tölvupósthólfi starfsmanna sem hefðu lokið störfum væri ekki fyrir hendi nema með utanaðkomandi aðkeyptri sérfræðiaðstoð.<br /> <br /> Hluti starfsmanna á aðalskrifstofu heilsugæslunnar hefði nú afmarkað alla þá tölvupósta sem gengið hefðu á milli þeirra og lögmanna á tímabilinu. Aðrir starfsmenn aðalskrifstofu og aðrir stjórnendur hjá heilsugæslunni hefðu ekki enn framkvæmt þessa vinnu. Fjöldi þeirra tölvupósta sem þegar væri búið að afmarka næmi 3.222 tölvupóstum. Á aðalskrifstofunni kynni fjöldi tölvupósta til viðbótar að nema 500–1.500. Þá sé ljóst að erfitt sé að leggja mat á hverjir þessara tölvupósta innihaldi samskipti sem leggja megi að jöfnu við samning; fjölbreytilegt orðalag sé notað auk þess sem samskipti starfsmanns og lögmanns í kjölfar munnlegra samskipta tilgreini ekki beiðni um verk eða samþykkt lögmanns heldur lúti aðeins að upplýsingum tengdu viðkomandi máli, sem falli þannig utan beiðni kæranda.<br /> <br /> Heilsugæslan telur að kærunni skuli vísað frá þar sem tölvupóstar starfsmanna til lögmanna sem innihaldi beiðni um þjónustu/ráðgjöf og staðfestingar lögmanna á að þjónusta/ráðgjöf verði veitt geti ekki talist vera fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga. Í því samhengi er vísað til 15. gr. upplýsingalaga og þeirra krafna til tilgreiningar á gögnum eða efni máls sem þar komi fram. Úrskurðarnefndin hafi slegið því föstu, t.d. í úrskurðum nr. 1073/2022 (Hlutabótaleið) og nr. 918/2020 (Ljósmæður á vakt) að ákvæði 15. gr. hafi ekki aðeins þýðingu við afmörkun á gagnabeiðni heldur einnig þegar afstaða sé tekin til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga eða ekki. Heilsugæslan telji að gögn séu ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu starfsmanna og kostnað stjórnvalds að afmarka beiðni við gögn, þó svo að beiðandi hafi afmarkað beiðnina með nægilega skýrum hætti samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessa ályktun telji heilsugæslan engu að síður að stjórnvöld eigi ekki að geta takmarkað upplýsingarétt með því að hafna gagnabeiðnum á þeim grundvelli að afhending sé of viðurhlutamikil vegna þess að stjórnvöld hafi vanrækt skráningarskyldu sína á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar óskað er eftir gögnum sem stjórnvöldum er ekki skylt að skrá í málaskrá sem málsgögn á grundvelli laga um opinber skjalasöfn. <br /> <br /> Ljóst sé af 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn að skylda stofnunar til að skrá mál og gögn þeirra mála afmarkist við þau mál sem komi til meðferðar og afgreiðslu hjá stofnuninni, og gögn þeirra mála. Skráningarskyldan afmarkist því við mál sem lúti að hlutverki stofnunar sem stjórnvaldi og af efnislegri starfsemi stofnunar sem í þessu tilviki sé heilbrigðisstofnun. Af framangreindu leiðir að heilsugæslunni beri ekki skylda til að skrásetja innkaup á lögfræðiþjónustu sem mál í málaskrá stofnunar eða gögn tengd slíkum innkaupum. Þá hafi 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga jafnframt enga þýðingu í tengslum við innkaup á þjónustu lögfræðinga og lögmanna.<br /> <br /> Þá verði að mati heilsugæslunnar að líta til þess að tölvupóstarnir sem beiðni kæranda lýtur að tilgreini efnislega afar takmarkaðan hluta þess samnings sem þannig kemst á. Almennt sé aðeins um að ræða að óskað sé skoðunar á tilteknu máli og í kjölfarið staðfesti lögmaður að málið verði skoðað. Póstarnir innihaldi ekki upplýsingar um inntak þess samnings sem þannig kemst á. Heilsugæslan veltir því upp hvort ekki þurfi að gera ákveðnar lágmarkskröfur um efnislegt innihald gagns svo að það geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Verði kæru ekki vísað frá nefndinni á framangreindum grundvelli sé það mat heilsugæslunnar að henni sé heimilt að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem afgreiðsla hennar muni taka mikinn tíma og útheimta mikla vinnu. Nú þegar hafi verið lögð mikil vinna í afgreiðslu beiðninnar. Áætlun vinnustundafjölda sem eftir er sé háð vandkvæðum þar sem heildarfjöldi tölvupósta sé ókunnur, efnisleg afmörkun pósta sem beiðnin lýtur að sé erfið, og líklegt sé að mikill hluti efnisins teljist undanskilinn aðgangi almennings samkvæmt 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar fylgdu ekki þeir tölvupóstar sem stofnunin kvaðst í umsögninni þegar hafa afmarkað beiðni kæranda við. Hins vegar var nefndinni boðið að koma á starfsstöð heilsugæslunnar til að fara yfir tölvupóstana.<br /> <br /> Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, ítrekar kærandi að starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli ekki skilyrði um sérstakt hæfi, sbr. II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Lögmenn stofunnar hafi sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta, þar sem þeir séu samningsaðili heilsugæslunnar og þannig andlag gagnabeiðni kæranda að hluta. Stofan hafi því stöðu aðila máls. Kærandi vísar til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Þeir samningar sem óskað hefur verið aðgangs að varði þjónustu sem líklega hefði með réttu átt að bjóða út eða leita verðtilboða hjá öðrum aðilum, en það hafi ekki verið gert. Hagsmunir ARTA lögmanna af því að samningarnir verði ekki opinberaðir séu verulegir.<br /> <br /> Kærandi telur að ekki eigi að vísa málinu frá. Gagnabeiðni kæranda sé skýr og það fyrirkomulag milli heilsugæslunnar og ADVEL og ARTA lögmanna að notast við munnlega samninga og tölvupóstssamskipti eigi ekki að leiða til skerðingar á upplýsingarétti almennings. Afmörkun beiðninnar við gögn í vörslum heilsugæslunnar sé ekki veruleg og hún sé eðlislík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjist almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu gagnabeiðna. Þá varði gögnin ráðstöfun hins opinbera á almannafé og því sé réttlætanlegt að leggja meiri skyldur á heilsugæsluna að afmarka beiðni kæranda við þau gögn sem óskað hafi verið eftir.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því sjónarmiði heilsugæslunnar að skerða megi rétt til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna á þeim grundvelli að samningar sem gerðir séu við einkaaðila séu svo rýrir að þeir skýri ekki þá þjónustu sem óskað er eftir eða hvaða endurgjald beri að greiða fyrir þjónustuna. Yrði slík túlkun lögð til grundvallar gætu stjórnvöld komið sér undan upplýsingaskyldu með því að gera innihaldsrýra samninga.<br /> <br /> Loks telur kærandi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi ekki við. Heilsugæslan tiltaki í umsögn sinni að aðeins sex lögmenn hafi þjónustað heilsugæsluna á þessu sex ára tímabili. Því ætti ekki að vera erfitt að afmarka beiðnina við samskipti við þessa lögmenn. Sú vinna sem heilsugæslan hafi þegar innt af hendi við afgreiðslu beiðni kæranda nái ekki því umfangi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við. Stofnunin sé stór og því ólíklegt að afgreiðsla beiðninnar leiði til skerðingar á möguleikum hennar til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1064/2022 hinn 24. febrúar 2022. Þar var niðurstaða nefndarinnar sú að heilsugæslan hefði afmarkað upphaflega beiðni kæranda með of þröngum hætti. Af gögnum málsins mætti ætla að fyrir lægju tölvupóstssamskipti á milli heilsugæslunnar og lögmannsstofa sem teldust vera samningar um veitingu lögfræðiþjónustu, þótt ekki væri um formlega og undirritaða samninga að ræða. Var beiðni kæranda því vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stofnunin afgreiddi ekki beiðni kæranda og hefur málinu því verið vísað til úrskurðarnefndarinnar að nýju.<br /> <br /> Aðgangur kæranda að gögnunum byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun heilsugæslunnar er á því byggð að þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að geti ekki talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fallist nefndin ekki á það telji heilsugæslan að synja verði afgreiðslu beiðninnar þar sem hún krefjist svo mikillar vinnu og tíma að ekki sé unnt að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Kærandi hefur í máli þessu, líkt og í máli því sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1064/2022, gert athugasemd við að ARTA lögmenn komi fram fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gagnvart úrskurðarnefndinni, þar sem starfsmenn lögmannsstofunnar uppfylli ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi vegna tengsla við umbeðin gögn í málinu. <br /> <br /> Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvæði laganna um sérstakt hæfi gilda auk þess um gerð samninga einkaréttar eðlis, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Vanhæfisástæður þær sem fjallað er um í 3. gr. laganna koma til skoðunar við athugun á því hvort starfsmaður eða nefndarmaður stjórnvalds eða stjórnsýslunefndar sé vanhæfur til meðferðar máls sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun. <br /> <br /> Kærandi á einn aðild að máli hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Sá sem kæra beinist að telst ekki eiga aðild að málinu, þótt honum sé gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Hið sama á við þriðja aðila sem gögn kunna að varða. Ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi taka í málinu til starfsmanna og nefndarmanna úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ákvæði kaflans eiga hvorki við um starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu né starfsmenn ARTA lögmanna, enda er þeim í málinu ekki falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða gera samninga einkaréttar eðlis. Því telur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi falið ARTA lögmönnum að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar við meðferð málsins hjá nefndinni.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins telur að vísa skuli kærunni frá því gögnin sem kæran lúti að teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings vísar stofnunin til 1. mgr. 15. gr. laganna um skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Heilsugæslan telur ákvæðið hafa þýðingu þegar tekin sé afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1073/2022 og nr. 918/2020. Þannig teljist gögn ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu og kostnað að afmarka þau, þótt beiðni teljist nægilega skýrt afmörkuð samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er „fyrirliggjandi gagn“ útskýrt þannig að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma, hjá þeim sem fær beiðni til afgreiðslu. Þá er tekið fram að það leiði af þeirri útvíkkun á rétti samkvæmt 5. gr. sem felist í aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekið mál að almenningur geti átt rétt á aðgangi að slíkum gögnum jafnvel þótt þau hafi ekki verið felld undir tiltekið mál í málaskrá stjórnvalds. Þó megi almennt ætla að gögn þurfi að tengjast starfsemi þess aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga svo að upplýsingaréttur nái til þeirra. <br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er fjallað um þær skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Nánar tiltekið skal tilgreina gögn eða efni málsins sem gögnin tilheyra með nægilega skýrum hætti svo unnt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Það hvort kröfum samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt er háð heildstæðu mati og fer m.a. eftir orðalagi gagnabeiðninnar og skipulagi skjalakerfa hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Ekki er hægt að vísa frá beiðni samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að kröfur samkvæmt 1. mgr. sömu greinar séu ekki uppfylltar af því miðlæg afmörkun beiðni sé ekki möguleg, svo sem í gegnum málaskrá, einkum ef aðili sem beiðni er beint að er meðvitaður um gögn í vörslum sínum sem ekki hafa verið skráð.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gagnabeiðni kæranda sé skýr og uppfylli þær kröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Raunar er ekki deilt um það í málinu heldur telur heilsugæslan að túlkun úrskurðarnefndarinnar á 1. mgr. 15. gr. leiði til þess að þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Í úrskurðum nr. 1073/2022 og nr. 918/2020 var uppi sú staða að óskað hafði verið eftir upplýsingum sem lágu fyrir í gagnagrunnum viðkomandi aðila og höfðu ekki verið teknar saman eða þær verið formgerðar. Úrskurðarnefndin rakti að ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hefði að mati nefndarinnar einum þræði verið ætlað að koma í veg fyrir að möguleikar til aðgangs að upplýsingum skertust með aukinni notkun gagnagrunna og umsýslukerfa. Því teldust upplýsingar sem þar væru vistaðar til fyrirliggjandi gagna ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti. Úrskurðarnefndin telur að ekki sé uppi sambærileg staða í þessu máli, enda er ekki hægt að líta á þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu sem upplýsingar sem liggja fyrir í gagnagrunni sem ekki hafa verið teknar saman eða þær verið formgerðar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu séu tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kann að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá er ljóst, sbr. til hliðsjónar athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 773/2019. Framangreind niðurstaða hefur þó ekki þá þýðingu að lagðar séu takmarkalausar skyldur á aðila sem beiðni er beint að til að afgreiða beiðnina, enda er í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um heimild til að hafna afgreiðslu beiðni vegna umfangs hennar, sbr. umfjöllun í kafla 4. <br /> <br /> Heilsugæslan veltir því upp hvort gagn sem inniheldur aðeins beiðni um lögfræðiþjónustu eða staðfestingu á að þjónusta hafi verið veitt, án frekari efnislegrar tilgreiningar á þeim samningi sem þannig kemst á, geti talist vera fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Upplýsingalög innihalda ekki kröfur um lágmarksinnihald gagns til að það teljist fyrirliggjandi í skilningi laganna. Talið er nægilegt að gagn sé í vörslum viðkomandi aðila og að almennt megi ætla að gagnið tengist starfsemi aðilans, til að það teljist fyrirliggjandi gagn sem upplýsingaréttur almennings nái til. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á það sjónarmið heilsugæslunnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu þurfi að innihalda efnislega tilgreiningu á þeim samningi sem kemst á hverju sinni til að þau teljist fyrirliggjandi.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæslan kveður umfang beiðni kæranda vera slíkt að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við og að afgreiðslu hennar skuli hafnað af þeim sökum. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Heilsugæslan telur réttlætanlegt að hafna afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. meðal annars með vísan til þess að óskylt sé að skrá þau gögn sem óskað hefur verið eftir á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þau tölvupóstssamskipti sem óskað er eftir séu tiltekin fyrirliggjandi gögn samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er ljóst að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um. <br /> <br /> Hins vegar getur það haft þýðingu fyrir beitingu ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hvort afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn hefur uppfyllt með fullnægjandi hætti þær skyldur um skjalavörslu sem mælt er fyrir um í lögunum þannig að málsgögn séu aðgengileg. Úrskurðarnefndin telur það ekki samræmast markmiðum upplýsingalaga að láta þann sem fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu er ábótavant, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1025/2021. Því verður að líta fram hjá þeim tíma sem það tekur að taka saman gögn, sem eru óskráð en ættu að hafa verið skráð samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn og reglum settum samkvæmt þeim, við mat á heildartíma við afgreiðslu beiðni. Hins vegar fellur það almennt utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti. Kemur það í hlut annarra aðila og vísast í því sambandi einkum til Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að búið sé að afmarka 3.222 tölvupósta sem geti fallið undir beiðni kæranda. Fjöldi þeirra tölvupósta sem eftir eigi að afmarka nemi um 500–1500. Þá þurfi að yfirfara tölvupóstana handvirkt sem afmörkunin skilar til að meta hvort þeir innihaldi samskipti sem líta megi svo á að teljist til samninga, og í framhaldinu meta það í hvaða mæli ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Meðferð beiðninnar hingað til hafi útheimt fjögurra daga vinnu eins starfsmanns upplýsingatæknideildar, auk tíma og vinnuframlags þeirra starfsmanna sem til þessa hafi afmarkað tölvupósta í eigin tölvupósthólfum.<br /> <br /> Að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem stofnunin sér fram á að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar komi til með að útheimta. Þá er í engu rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi heilsugæslunnar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það kunni að útheimta þó nokkra vinnu af hálfu heilsugæslunnar að ljúka vinnu við að afmarka fyrirliggjandi tölvupósta í vörslum stofnunarinnar, leggja mat á það hvaða póstar falli í reynd undir beiðnina og hvort til greina komi að afhenda þá kæranda. Nefndin telur hins vegar að þótt ekki sé unnt að útiloka að hafna megi afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kunni önnur sjónarmið að mæla gegn slíkri niðurstöðu, t.d. ef gögnin sem um er deilt varða ráðstöfun opinberra fjármuna að töluverðu umfangi. Hefur almenningur almennt ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn. Þá liggur fyrir að stofnunin hefur nú þegar afmarkað beiðni kæranda við um tvo þriðju hluta þeirra tölvupósta sem áætlað er að heyri undir beiðnina. Nefndin telur að afmörkun beiðni við þá tölvupósta sem eftir standa eigi ekki að vera mjög viðurhlutamikil í ljósi þess að aðeins sex lögmenn virðast hafa þjónustað stofnunina á því tímabili sem um er deilt.<br /> <br /> Allt að einu er ljóst að heilsugæslan hefur ekki rökstutt nægilega vel að umfang vinnu við afgreiðslu beiðninnar sé slíkt að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við. Þannig þarf heilsugæslan að leggja mat á þann heildartíma sem afgreiðsla beiðninnar krefðist og rökstyðja hvernig afgreiðslan myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stofnunarinnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Úrskurðarnefndin ítrekar að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. verður aðeins beitt í ítrustu undantekningartilvikum og almennt þarf mikið til að koma svo nefndin fallist á beitingu þess.</p> <h3 style="text-align: justify;">5.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Sú málsmeðferð feli í sér að heilsugæslan leggi að nýju mat á beiðni kæranda með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fjallað er um í úrskurði þessum, ljúki eftir atvikum vinnu við að afmarka beiðnina við tölvupóstssamskipti í vörslum stofnunarinnar, og taki svo að því loknu afstöðu til þess hvort heilsugæslan telji enn að hafna þurfi afgreiðslu beiðni kæranda samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðni A, dags. 25. febrúar 2022, er vísað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1138/2023. Úrskurður frá 5. apríl 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir dómsmálaráðuneytið. Ráðuneytið synjaði fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, en veitti þó upplýsingar um fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að hægt væri að útloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihéldu þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum væri ráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda áður en efnisleg ákvörðun væri tekin í málinu. Var beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1138/2023 í máli ÚNU 22090003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. ágúst 2022, kærði A synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 29. júní 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem B, tengiliður vistheimila, hefði aflað í starfi sínu. Kærandi ynni að rannsókn og umfjöllun um C, sem var kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík á árum áður. Í viðtali við B í mars 2014 hefði hún greint frá því að fleiri en tíu fyrrverandi nemendur í skólanum, sem jafnframt hefðu verið vistaðir á vistheimilum ríkisins, hefðu lýst því að C hefði brotið á þeim.<br /> <br /> Kærandi óskaði af þessu tilefni eftir upplýsingum um hvaða ár C hefði brotið á þessum nemendum, hvar hann hefði framið brotin og hvað hann hefði gert þeim. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort í gögnunum væri sagt frá því að C hefði átt þátt í að senda drengi á vistheimilið Breiðavík. Í bók […], kæmi fram að C hefði ítrekað hótað nemendum vist á Breiðavík. Kærandi hefði náð sambandi við tvo menn sem hefðu lent í kynferðisbrotum C. Þeir tengdust ekki Breiðavík á nokkurn hátt. Kærandi óttaðist að þeir væru mun fleiri.<br /> <br /> Með svari ráðuneytisins, dags. 14. júlí 2022, var kæranda gefinn kostur á að afmarka beiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi brást við erindinu daginn eftir. Í erindi hans kom fram að hann óskaði upplýsinga úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir ráðuneytið. Kærandi væri ekki að óska eftir persónuupplýsingum um aðra en C. Þá óskaði hann ekki eftir sjálfum gögnunum, heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Ætla mætti að kynferðisbrot C hefðu staðið yfir á árabilinu 1943–1976. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir upplýsingum um:<br /> <br /> 1. Hversu margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hefðu sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík.<br /> 2. Hvenær brotin hefðu átt sér stað. <br /> 3. Hvers eðlis þau hefðu verið og hve lengi brotin hefðu staðið yfir.<br /> 4. Hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda hinn 26. ágúst 2022. Í svarinu kom fram að ráðuneytið teldi kæranda hafa afmarkað beiðni sína með fullnægjandi hætti. Í málaskrá ráðuneytisins væru 1.200 mál sem heyrðu undir beiðnina. Þar sem gögnin væru ekki á véllæsilegu formi hefði þurft að yfirfara öll gögnin handvirkt. Að lokinni yfirferð á gögnunum væri það mat ráðuneytisins að því væri ekki heimilt að svara spurningum 1–3 án þess að með því væru veittar upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar teldi ráðuneytið sér heimilt að svara fjórðu spurningunni, en umbeðnar upplýsingar kæmu ekki fram í gögnum um vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að svar ráðuneytisins við fjórðu spurningu kæranda stangist á við frásögn eins viðmælanda kæranda, sem hafi haldið því fram að C hafi átt þátt í því að bekkjarfélagi hans var sendur á Breiðavík um miðjan sjöunda áratuginn.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 5. september 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Í umsögninni var vísað til ákvörðunar ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um forsendur ákvörðunarinnar. Þá kom fram að ástæða þess að ráðuneytið hefði afmarkað fjórðu spurningu kæranda við vistheimilið Breiðavík væri sú að af erindi kæranda, dags. 29. júní 2022, hefði mátt ráða að spurningin vísaði til þess heimilis.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 2. og 4. október 2022.<br /> <br /> Formaður úrskurðarnefndarinnar, auk ritara nefndarinnar, funduðu með fulltrúa dómsmálaráðuneytis hinn 2. mars 2023 í húsakynnum ráðuneytisins. Á fundinum voru sjónarmið ráðuneytisins rædd auk þess sem skoðuð voru þau gögn sem tengiliður vistheimila hafði aflað í sínum störfum. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að við afgreiðslu beiðni kæranda hefðu gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá hefðu gögn varðandi önnur vistheimili verið lauslega yfirfarin.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hve margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hafi sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík, hvenær brotin hafi átt sér stað, hvers eðlis þau hafi verið og hve lengi þau hafi staðið yfir. Í beiðni kæranda var jafnframt óskað upplýsinga um hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili. Kærandi kveðst ekki óska eftir sjálfum gögnunum heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Dómsmálaráðuneyti synjaði þessum fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið veitti þó upplýsingar varðandi fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upp-lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grundvallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upplýsingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í útreikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hliðsjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.<br /> <br /> Ljóst er að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir í samanteknu formi. Því telur nefndin með hliðsjón af framangreindu að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman úr þeim gögnum sem kunna að innihalda þær. Málinu lýkur hins vegar ekki þá og þegar hjá úrskurðarnefndinni heldur hefur nefndin þegar svo stendur á tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum sem þó liggja fyrir í vörslum kærða og hafa að geyma þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að hverju sinni. <br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda, dags. 23. ágúst 2022, var spurningu hans um það hvort fram kæmi í gögnum tengiliðs vistheimila að C hefði haft aðkomu að því að einstaklingar voru sendir á vistheimili svarað á þann veg að í gögnum um vistheimilið Breiðavík fyndust ekki upplýsingar þess efnis. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að spurningin hefði verið afmörkuð við Breiðavík þar sem af erindi kæranda frá 29. júní 2022 hefði mátt ráða að beiðnin lyti að því vistheimili. <br /> <br /> Ráðuneytið taldi sér hins vegar ekki fært að svara því hvort gögn, sem innihéldu upplýsingar um meint kynferðisbrot C, væru yfir höfuð til þar sem slík staðfesting kynni að valda því að veittar yrðu upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Við málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar var upplýst af hálfu ráðuneytisins að gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík hefðu verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þessar upplýsingar, en gögn annarra vistheimila aðeins lauslega yfirfarin.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum skiptir máli að honum sé ljóst hvaða gögnum beiðandi óskar eftir. Við það mat þarf að hafa hliðsjón af orðalagi gagnabeiðninnar sem og öðrum atriðum, t.d. samskiptum við beiðanda í aðdraganda beiðninnar sem geti varpað ljósi á inntak hennar. Ef sá sem beiðninni er beint til er í vafa um hvernig beri að túlka beiðnina getur verið tilefni til að hefja samtal við beiðandann í því skyni að eyða vafanum, sbr. til hliðsjónar 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það sérstaklega við ef sá sem beiðni er beint að hallast að því að beiðnin skuli túlkuð með þrengjandi hætti. Sé ekki haft samráð við beiðanda er mikilvægt að því sé, eins og kostur er, nákvæmlega lýst í ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar hvernig hún var afmörkuð.<br /> <br /> Í samskiptum kæranda við ráðuneytið í júní 2022 lýsti hann því að hann ynni að gerð heimildarþátta um C og meint brot hans á nemendum í Laugarnesskóla um árabil. Í erindi hans, dags. 29. júní 2022, setti kærandi fram gagnabeiðni sem ráðuneytið bauð honum svo í framhaldinu að afmarka nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Það gerði kærandi með erindi til ráðuneytisins, dags. 15. júlí 2022. Þar kom fram að kærandi bæði um aðgang að upplýsingum úr því máli sem innihéldi viðtöl B, tengiliðs vistheimila, sem hún hefði aflað fyrir ráðuneytið í starfi sínu. <br /> <br /> Þótt í erindi kæranda frá því í lok júní 2022 hafi vistheimilið Breiðavík verið nefnt sérstaklega er ljóst að í erindi kæranda frá 15. júlí 2022 er það ekki gert heldur vísað til vistheimila almennt. Þá er ljóst að rannsókn kæranda snýr ekki að starfsemi vistheimila heldur meintum brotum C gegn nemendum í Laugarnesskóla í Reykjavík. Könnun vistheimilanefndar náði til níu heimila, stofnana og sérskóla, að vistheimilinu Breiðavík meðtöldu. Þrátt fyrir að gefið sé til kynna í gögnum málsins að ráðuneytið hafi yfirfarið gögn tengiliðs vistheimila varðandi öll vistheimilin í tilefni af beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin, í ljósi þess sem fram hefur komið um að gögn annarra vistheimila en Breiðavíkur hafi aðeins verið yfirfarin lauslega, að fyrir hendi sé raunverulegur vafi um að yfirferð ráðuneytisins á gögnunum, í því skyni að meta hvort í þeim megi finna þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, hafi verið fullnægjandi að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörð-un tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar […] um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […]<br /> <br /> Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Af ákvörðun dómsmálaráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að afgreiðsla þess hafi byggst á því að upplýsingar um hvort nafngreindur einstaklingur hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því komi ekki til greina að afhenda almenningi slíkar upplýsingar. Má jafnframt ráða að þessi afstaða ráðuneytisins hafi valdið því að ráðuneytið taldi ekki nauðsynlegt að skoða hin umfangsmiklu gögn gaumgæfilega í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hins vegar ekki fullvíst að allar þær upplýsingar sem kunna að varða C og heyra undir beiðni kæranda hljóti að falla undir 9. gr. upplýsingalaga, án þess að lagt sé mat á þau gögn sem fyrir liggja. Horfir nefndin í því sambandi í fyrsta lagi til þess að tilteknar upplýsingar liggja nú þegar fyrir opinberlega um þær ásakanir sem bornar voru á hann, sbr. upplýsingar sem B, tengiliður vistheimila samkvæmt lögum nr. 47/2010, veitti fjölmiðlum árið 2014. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna var það meðal annars hlutverk tengiliðarins að koma „með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kynnu að eiga bótarétt samkvæmt lögunum“. Ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess við meðferð málsins hvort tengiliðurinn hafi birt upplýsingarnar með lögmætum hætti á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis, en slík birting kann að hafa áhrif á hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 704/2017.<br /> <br /> Þá horfir nefndin hér einnig til þess að kærandi óskar ekki eftir upplýsingum úr gögnum frá opinberum aðilum, þ.e. refsivörslukerfinu, um grun um refsiverða háttsemi, heldur frá einstaklingum sem greindu tengilið vistheimila frá lífsreynslu sinni í tengslum við veru sína á opinberum vistheimilum. Nefndin lítur jafnframt til þess að kærandi hefur óskað eftir gögnum í tengslum við umfjöllun sína um mikilvægt samfélagslegt málefni, sem lýtur meðal annars að því hvernig stjórnvöld brugðust við frásögnum um meint ofbeldi, en slík umfjöllun nýtur verndar ákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi í íslenskum rétti, sbr. lög nr. 62/1994. Við mat á því hvort hagsmunir af vernd einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga geti orðið þessum rétti yfirsterkari þannig að óheimilt sé að veita aðgang, án þess að tekin sé afstaða til upplýsinga í hverju og einu skjali, er ekki unnt að horfa fram hjá að langt er um liðið frá því að þeir atburðir sem um ræðir áttu sér stað auk þess sem C lést fyrir rúmum 40 árum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur loks að líta verði til þeirra markmiða upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er fjölmiðlamaður. Nefndin hefur lagt til grundvallar, sbr. úrskurð nr. 1127/2023, að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum. Því þurfi að gæta sérstakrar varfærni ef sá sem beiðni er beint að telur að hafna skuli afgreiðslu beiðninnar með vísan til þess að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá þurfa stjórnvöld almennt að bera hallann af því ef skráningu málsgagna er ábótavant þannig að þau séu ekki jafn aðgengileg og annars væri, sbr. lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að hægt sé að útiloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihalda þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum sé dómsmálaráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda, dags. 15. júlí 2022, áður en efnisleg ákvörðun er tekin í málinu. Í ljósi allra aðstæðna leggur úrskurðarnefndin áherslu á að meðferð beiðninnar verði hraðað eins og kostur er.<br /> <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 15. júlí 2022, er vísað til dómsmálaráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p>

1137/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023

Kærð var afgreiðsla sveinsprófsnefndar í rafiðngreinum og Rafmenntar—fræðsluseturs rafiðnaðarins á beiðni um aðgang að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni kæranda og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Þar sem ákvörðun um einkunnagjöf til lokaprófs væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og kærandi væri aðili að því stjórnsýslumáli, væri ljóst að upplýsingalög giltu ekki um gögn málsins. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1137/2023 í máli ÚNU 22080001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 2. ágúst 2022, kærði A afgreiðslu sveinsprófsnefndar í raf­iðngreinum (hér eftir einnig sveinsprófsnefnd) og Rafmenntar—fræðslu­seturs rafiðnaðarins (hér eftir einnig Rafmennt) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Á prófsýningu hjá Rafmennt hinn 1. júlí 2022 fór kærandi fram á að fá afhent afrit af sveinsprófum sínum í rafvirkjun ásamt skjölum sem sveinsprófsnefnd hefði notað til að meta færni hans og gefa honum einkunn, þ.m.t. Excel-skjölum með einkunnarreikniformúlum. Nefndin synjaði kær­anda munnlega um afhendingu gagnanna á prófsýning­unni. Með tölvupósti daginn eftir ítrekaði kær­andi gagnabeiðni sína skriflega og óskaði til við­bótar eftir afriti af einkunnaplaggi sveinsprófs síns. Því erindi hefði enn ekki verið svarað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að til viðbótar við þau gögn sem tilgreind voru í beiðninni hinn 2. júlí 2022 vilji kærandi að kveðið verði upp úr um rétt hans og annarra próftaka til aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim próf­­um sem hann þreytti, og að kveðið verði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveins­prófs­nefnd eigi rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próf­­takar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveinsprófsnefnd og Rafmennt með erindi, dags. 5. ágúst 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi um­sögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveinsprófsnefndar og Rafmenntar barst úrskurðarnefndinni 23. september 2022. Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24.&nbsp;sep­tem­ber 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. október 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda, í samræmi við beiðni hans, afhent afrit af eigin sveinsprófum og einkunnaplagg sveinsprófs hans.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru í máli þessu er beint að sveinsprófsnefnd í rafiðn­grein­um og Rafmennt—fræðslusetri raf­iðn­að­ar­ins. Samkvæmt 4. mgr. 30. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, lýkur námi í löggiltum iðngrein­um með sveinsprófi. Sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum—sterkstraumi er skipuð af ráðherra á grund­velli laganna og reglugerðar um sveinspróf, nr. 698/2009. Samkvæmt 5. gr. reglu­gerð­ar­­innar er það hlut­verk sveinsprófsnefnda að sjá um framkvæmd sveinsprófa og mat á úrlausnum. Nánar er mælt fyrir um hlutverk sveinsprófsnefnda í 7. gr. sömu reglugerðar. Sveinspróf skiptast í tiltekna prófþætti og einkunn í sveinsprófi byggist á reiknuðu meðaltali prófþáttanna, sbr. 14. gr. sömu reglugerðar. Ráðherra er heimilt samkvæmt 19. gr. sömu reglugerðar að semja við umsýsluaðila um að annast framkvæmd sveinsprófanna. Rafmennt er slíkur umsýsluaðili að því er varðar rafiðngreinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur óskað aðgangs að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni hans og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Ljóst er að ákvörðun um einkunnagjöf, a.m.k. þegar um er að ræða ein­kunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórn­sýslu­­­laga, nr. 37/1993, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 1852/1996 og 5649/2009. Er kærandi aðili að því stjórnsýslumáli sem varðar ákvörðun sveinsprófsnefndar um ein­kunn hans á sveinsprófi.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd­in telur að þau gögn sem deilt er um í máli þessu séu hluti af stjórnsýslumáli kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórn­sýslu­lögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upp­lýs­inga­laga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjá­kvæmi­legt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kom fram að kærandi óskaði einnig aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim próf­um sem hann þreytti, og að kveðið yrði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveinsprófsnefnd ættu rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próf­takar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðarvald hennar er takmarkað við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Nefndin getur því ekki úrskurðað um hugsanlegar gagnabeiðnir próftaka í framtíðinni. Enn fremur bera gögn málsins ekki með sér að kærandi hafi óskað eftir aðgangi að þess­um gögnum hjá sveinsprófsnefnd. Þá telur nefnd­in að safn réttra svara í þeim prófum sem kærandi hefur þegar þreytt séu einnig hluti af stjórn­sýslu­máli kæranda. Af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar einnig frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 2. ágúst 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1136/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihéldu lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem undirorpnar væru sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 151/2002, og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til gagnanna.

<p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1136/2023 í máli ÚNU 22050025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A afgreiðslu Bankasýslu ríkis­ins á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi óskaði hinn 11. apríl 2022 eftir lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. fjárfestar aðrir en þeir u.þ.b. 24 þúsund hluthafar sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Óskað væri eftir því að fá nöfn einstaklinga og félaga ásamt upphæð sem keypt var fyrir, og einnig gengi kaupanna ef það var annað en það gengi sem almenningur keypti hlutabréf á. Í ljósi birtingar kaupendalista vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut í sama banka í mars 2022, yrði að telja að undantekning frá bankaleynd hafi verið viðurkennd og rétt að afhenda kaupendalista til þeirra sem þess óska eða að þessi listi yrði gerður opinber. Kærandi ítrekaði erindið með tölvupósti, dags. 13.&nbsp;apríl og 18. maí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Bankasýslu ríkisins með erindi, dags. 1. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Bankasýsla ríkisins léti úrskurðar­nefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Bankasýslu ríkisins, dags. 16. júní 2022, kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir séu fyrirliggjandi hjá Bankasýslunni, en stofnunin hafi tekið við þeim frá Íslandsbanka í tengslum við hlutafjárútboð í bankanum í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé niðurstaða Bankasýslunnar að stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir, enda sé um að ræða upplýsingar frá Íslandsbanka sem á hvíli þagnarskylda samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Sú þagnarskylda fylgi upplýsingunum yfir til viðtakenda þeirra, en Bankasýsla ríkisins hafi ekki unnið úr upplýsingunum með nokkrum hætti, þannig að úr verði ný skjöl eða gögn þar sem upplýsingar frá Íslandsbanka er að finna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Bankasýslu ríkisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, kemur fram að upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir að fá afhentar eða óskað eftir að verði birtar opinberlega, séu upplýsingar um viðskipti milli ríkissjóðs og íslenskra fagfjárfesta og erlendra aðila. Ekki hafi verið óskað eftir upplýsingum um kaupendalista almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Í júní 2021 hafi 35% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verið boðinn til sölu í útboði sem fram fór í tveimur hlutum, annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í útboði til erlendra aðila. Í mars 2022 hafi 22,5% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka síðar einnig verið boðinn til sölu í útboði. Ráðherra hafi birt yfirlit yfir kaupendur í því útboði. Hins vegar hafi ekki verið birt samsvarandi upplýsingar um kaupendur aðra en almenning, þ.e. íslenska fagfjárfesta og erlenda aðila, sem keyptu í frumútboðinu í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að ekkert gagnsæi hafi verið í útboðinu í júní 2021 en um sé að ræða ríkiseignina Íslandsbanka. Ekki sé hægt að rökstyðja að upplýsingar úr fyrra útboði falli undir bankaleynd frekar en sambærilegar upplýsingar um kaupendur í seinna útboðinu, með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nr. 155/2012, þar sem m.a. segi að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.</p> <p style="text-align: justify;">Hér þurfi að fara fram hagsmunamat á því hvort vegi þyngra í málum er varða sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, bankaleynd eða gagnsæi, en slíkt hagsmunamat sé ekki að finna í umsögn Banka­sýslunnar. Það hafi verið niðurstaða ráðherra að viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta falli ekki undir bankaleynd með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það leiði af eðli þessa máls að matið sé að öllu sambærilegt í fyrra útboðinu í júní 2021. Ákvörðun ráðherra um birtingu upplýsinga úr seinna útboðinu sé fordæmisgefandi varðandi upplýsingabeiðni kæranda. Því beri Bankasýslu ríkisins að veita kæranda umbeðnar upplýsingar tafarlaust, þar sem þær falli ekki undir bankaleynd. Þá megi leiða líkum að því að það sé vilji löggjafans að upplýsingar um kaupendur í fyrra útboði verði birtar, í ljósi yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna um að traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. lista yfir fjárfesta aðra en þá u.þ.b. 24 þúsund hluthafa sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Sú afstaða Bankasýslu ríkisins að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnunum er byggð á því að umbeðnar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstaka þagnarskyldu 58. gr. laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingarlaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er þetta ákvæði skýrt á þann veg að þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upp­lýsinga­laga. Af þeim sökum verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upp­lýs­inga­laga, sjá hér til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 1130/2023 og 1085/2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, er að finna þagnarskylduákvæði sem lúta að bankaleynd og hljóða svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverj­ir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni við­skiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnar­skyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 60. gr. sömu laga kemur fram að heimilt sé að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn sem um getur í 58. gr. að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut á. Í samþykki skuli koma fram til hvaða upplýsinga það tekur, til hvaða aðila sé heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum sé miðlað.</p> <p style="text-align: justify;">Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallar að 58. gr. laga nr. 161/2002 sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga sem gangi framar ákvæðum II. og III. kafla laganna um rétt til upplýsinga, sjá hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og frá 17.&nbsp;desember 2015 í máli nr. 263/2015. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig gengið út frá því í sinni framkvæmd að umrætt ákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist vera sérstakt þagnar­skyldu­ákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna fjár­mála­fyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017, 769/2018 og 966/2021. Sam­kvæmt 2. mgr. ákvæð­is­ins er skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum og er því ljóst að Banka­sýsla ríkisins er bundin sérstakri þagnarskyldu um upplýsingar sem stofnunin hefur veitt viðtöku frá Íslands­banka, svo fremi sem þær upplýsingar falli undir þagnar­skylduákvæðið. Geri upplýsingarnar það ekki fer um rétt til aðgangs að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, þ.m.t. takmörkunar­ákvæð­um þeirra sem fram koma í 6. til 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni samhliða um­sögn Bankasýslu ríkisins. Nefndin telur hafið yfir allan vafa að gögnin hafi að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka og eftir atvikum viðskiptamanna annarra umsjón­ar­­aðila og söluráðgjafa í útboðinu, sem séu undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu í 58.&nbsp;gr. laga um fjár­málafyrirtæki. Ákvæðið gerir ekki greinarmun á því um hvers konar fjárfesti sé að ræða heldur nær það til upplýsinga um viðskiptamálefni allra viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úr­skurð­arnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki gerir ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögn­um sem falla að öðru leyti undir ákvæðið. Nægilegt er að upplýsingar varði viðskipta- eða einka­mál­efni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis til að upplýsingaréttur verði takmarkaður á grundvelli ákvæð­­anna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 904/2020 og 966/2021. Þá geta almennar markmiðsyfirlýsingar um gagnsæi við meðferð og sölu ríkis­eigna á borð við það sem finna má í 3. gr. laga nr. 155/2012 ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu, enda er bein­línis óheimilt að miðla til utanaðkomandi aðila upplýsingum sem falla undir hina sérstöku þagnar­skyldu í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 60. gr. sömu laga, sjá hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 10. desember 2009 í máli nr. 357/2009. Þau sjónarmið sem rakin eru í athugasemdum við 3. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 155/2012 gefa ekki tilefni til annarrar ályktunar. Loks telur úr­skurðarnefndin að Bankasýsla ríkisins sé ekki bundin af ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um að birta lista yfir kaup­endur í öðru útboði á hlutum í Íslandsbanka.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að líta svo á að réttur kæranda til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til fyrirliggjandi gagna hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaup­endur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upp­hæð en 1.001.088 kr.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">A á ekki rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upp­hæð en 1.001.088 kr.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1135/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023

Endurvinnslan hf. synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Synjunin var á því byggð að það kynni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðsupplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kæranda því vísað til Endurvinnslunnar að nýju til meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1135/2023 í máli ÚNU 22110016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. nóvember 2022, kærði A, blaðamaður hjá Stundinni (nú Heimildin), synjun Endurvinnslunnar hf. á beiðni hans um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 7. nóvember 2022 eftir sundurliðuðum og nákvæmum tölum um það hve mörg­um plastflöskum, ál­dós­um, stál­dósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tíma­bili. Með svari Endur­vinnslunnar, dags. 15. nóvember sama ár, voru kæranda sendar heildartölur í þús­­undum króna. Ekki væri búið að ákveða hversu ítarlega sundurliðun á upplýsingum fyrirtækið myndi ráðast í. Þá væri sundurliðun eftir tegundum íláta ekki gefin upp til eigenda fyrirtækisins, en meðal þeirra væru stærstu framleiðendurnir.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Endurvinnslunni með erindi, dags. 22. nóvember 2022, og fyrirtækinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Endurvinnslan léti úrskurðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 12. desember 2022. Í henni kemur fram að upp­lýsingar á borð við þær sem kærandi hafi óskað eftir séu almennt ekki birtar. Endurvinnslunni sé gert að endurvinna og koma í ferli þeim drykkjarumbúðum sem greidd sé af skila- og umsýsluþóknun. Til­­gangur félagsins samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota um­búða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, sé að skapa skilyrði til hringrásarmyndunar með skilvirkri auð­linda­­nýtingu. Til að meta hvort umbúðir sem berist Endurvinnslunni séu í skilakerfinu komist fyrir­tækið yfir markaðsupplýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta samkeppnisstöðu sína.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem í stjórn fyrirtækisins sitji fulltrúar tveggja stærstu framleiðendanna hafi verið lögð áhersla á að engar upplýsingar um markaðinn séu birtar á stjórnarfundum, þar sem þessir fulltrúar gætu þá fengið upp­lýsingar um markaðinn sem aðrir hefðu ekki. Sé það áréttað í starfsreglum stjórnarinnar að óheim­ilt sé að leggja fram upplýsingar sem talist geti markaðsupplýsingar, svo að fyrirtækið og eigendur þess þurfi ekki að sitja undir ásökunum um markaðsmisnotkun.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan veltir því upp í umsögn sinni hvenær upplýsingar sem óskað sé eftir hjá fyrirtækinu séu orðnar upplýsingar sem varði við samkeppnislög. Það sé mat fyrirtækisins að fyrirspurnir á borð við hve mikið sé selt af vatni og í hvers konar umbúðum, og hve mikið seljist af tveggja lítra flöskum, séu ekki upplýsingar sem snúi að söfnun og endurvinnslu drykkjarumbúða.</p> <p style="text-align: justify;">Ef úrskurðarnefndin ætli að krefja Endurvinnsluna um að birta allt sem óskað sé eftir og þannig hverfa frá reglu fyrirtækisins um meðalhóf og framfylgni við samkeppnislöggjöf, þá óski fyrirtækið eftir því að nefndin gefi út leiðbeinandi reglur um það hvenær upplýsingar snúi ekki lengur að gögnum um söfnun og endurvinnslu umbúða heldur séu orðnar upplýsingar um samkeppnismarkaðinn.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá Endurvinnslunni hinn 30. desember 2022. Þeim fylgdu þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu. Í skýringunum kemur fram að ýmsar upp­lýsingar sem fyrirtækið búi yfir séu afar viðkvæmar og geti hjálpað fyrir­tækjum í samkeppni. Megi þar nefna fjölda seldra eininga á ákveðnum markaðssvæðum, fjölda eininga af ákveðnum tegundum og ákveðinni umbúðagerð o.fl. Þannig búi fyrirtækið t.d. yfir upplýsingum um hve mikið hafi selst af vatni á Akureyri, í hvaða umbúðum og hver þróun sölunnar hafi verið síðast­liðin þrjú ár. Sá sem fengi þær upplýsingar gæti ákveðið hvort hann hefði hug á að hefja sölu á því svæði.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan sé stofnuð með lögum til að safna og endurvinna drykkjarumbúðir. Réttur til aðgangs nái til upplýsinga um það hlutverk fyrirtækisins, ekki til viðkvæmra upplýsinga sem snúi að markaðs­ráðandi atriðum. Þegar óskað sé upplýsinga úr rekstri Endurvinnslunnar sé reynt að takmarka upp­lýsingagjöf við þær upplýsingar sem snúi að tilgangi fyrirtækisins. Þegar fyrirspurnir snúi að markaðs­málum líkt og í þessu máli, þ.e. upplýsingum um markaðshlutdeild hverrar efnistegundar, þróun síð­ustu ára og hvaða tegund seljist best, þá sé staðan önnur. Fyrirtækið spyrji sig hvar mörk slíkrar upp­lýsingagjafar skuli liggja og hvaða almannahagsmunir búi að baki slíkum fyrirspurnum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar og viðbótarskýringar voru kynntar kæranda með erindum, dags. 20. de­sem­­ber 2022 og 14. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athuga­semd­um. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan hf. er hlutafélag sem er að hluta í eigu hins opinbera en að öðru leyti í eigu einka­aðila. Félagið telst hvorki stjórnvald, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, né lögaðili í meirihluta­eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Kemur þá til skoðunar hvort Endurvinnslan teljist til einka­aðila sem falið er opinbert verkefni, en slíkir aðilar geta fallið undir gildissvið upplýsingalaga á grund­velli 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslunni hf. var komið á fót á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völd­um einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, og er falið tiltekið hlutverk sem nánar er fjallað um í lögunum. Í 1. mgr. 2. gr. kemur fram að ráðherra skuli beita sér fyrir stofnun hlutafélags sem taki að sér umsýslu skilagjalds samkvæmt lögunum svo og söfnun og endurvinnslu einnota um­búða er falla undir lögin. Til samvinnu um stofnun og starfsemi hlutafélagsins skuli ráðherra heimilt að kveðja til aðila sem áhuga hafa á málinu. Heimilt sé að semja við félagið um að það fái um­sýslu­þókn­un skila­gjaldsins til að standa undir rekstri sínum og auk þess skilagjald af þeim umbúðum sem eigi er skilað. Ríkis­sjóði sé heimilt að eiga aðild að félaginu og leggja fram allt að 12 millj. kr. Þá segir í 2. mgr. 2. gr. að félagið skuli hafa einkarétt til framangreindrar starfsemi hér á landi. Með hliðsjón af því að hlutverk félags­ins er algjörlega lögbundið auk þess sem það fer með einkarétt á starfseminni verð­ur að telja að það falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu taki aðeins til gagna sem fyrir liggja hjá einka­aðilum og til verða vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum (stjórnvaldsákvarðanir eða fram­kvæmd opinberrar þjónustu) eða tengjast þeim með beinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur ósk­að eftir upplýsingum um það hve mörg­um plastflöskum, ál­dós­um, stál­­dósum og glerflöskum fram­leið­endur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hafi verið skil­að inn til Endurvinnslunnar á sama tíma­bili. Þegar litið er til ákvæða laga nr. 52/1989 verðar að leggja til grundvallar að þessar upplýsingar komist í vörslur Endur­vinnsl­unn­ar vegna þess að félagið sinnir opinberum verkefnum &nbsp;í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem kærandi hefur óskað eftir í málinu falla því undir gildis­­svið upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Endurvinnslan hf. heyri undir gildis­svið upplýsingalaga og að beiðni kæranda lúti að gögnum sem liggja fyrir hjá félaginu og tengjast fram­kvæmd félagsins á þeim verkefnum sem því eru falin með lögum nr. 52/1989. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga fær til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber honum að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til þess hver sé réttur beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hags­munum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna sem eru tæmandi talin í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda hefur Endurvinnslan gefið til kynna að það kunni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðs­upp­lýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta sam­keppnisstöðu sína. Ætla má að Endurvinnslan vísi þar til ákvæða laganna um bann við sam­keppnis­hömlum, þar á meðal um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. 10. og 11. gr. samkeppnis­laga, nr. 44/2005.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að Endurvinnslan hafi ekki rökstutt hvernig ákvæði samkeppnislaga geti tak­markað þann rétt sem almenningi er fenginn með ákvæðum upplýsingalaga. Þá fær nefndin ekki séð að samkeppnislög innihaldi sérstök þagnarskylduákvæði þess efnis að tilteknar upplýsingar skuli fara leynt. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefndin að ákvæði samkeppnislaga geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga, sbr. til að mynda úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings synjun á beiðni kæranda, enda er það hlutverk þeirra sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Endurvinnsluna að taka málið til nýrrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá félaginu sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess með hliðsjón af 6.–10. gr. upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Endurvinnslunnar hf., dags. 15. nóvember 2022, að synja beiðni A um aðgang að gögnum er felld úr gildi. Endurvinnslan skal taka beiðnina að nýju til með­ferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1134/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023

Kærð var synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni um aðgang að tilteknum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í skýringum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að samningar með því efni sem kærandi óskaði eftir lægju ekki fyrir hjá stofnuninni. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1134/2023 í máli ÚNU 22070020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 22. júní 2022 eftir aðgangi að öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í svari Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, kom fram að Creditinfo hefði lagst gegn því að umræddar upplýsingar yrðu veittar og í ljósi þess væri beiðninni hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram til stuðnings gagnabeiðni kæranda að um sé að ræða tvær gerðir samninga: annars vegar um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi látið Credit­info gera fyrir sig, og hins vegar þjónustusamninga um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitar­fél­aga til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda. Tilefni beiðninnar sé það að kær­andi hafi gögn undir höndum sem bendi til þess að stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi gert breytingar á skýrslum frá Creditinfo áður en stofnuninni var gert að afhenda gögn í kjölfar gagna­beiðni. Þá hafi kærandi undir höndum gögn sem gefi til kynna að stjórnendur stofnunarinnar hafi fært hluta lögboðinnar starfsemi hennar inn í eitt eða fleiri rekstrarfélög fyrir árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Innheimtustofnun sveitarfélaga með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úr­­skurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga barst úrskurðarnefndinni hinn 12. ágúst 2022. Í henni kemur fram að einu samningarnir sem séu og hafi verið í gildi milli stofnunarinnar og Creditinfo séu almenn­ur samningur um skráningu og innsendingu á VOG o.fl., þjónustusamningur um innheimtu­kerfi Creditinfo, samningur um upplýsingamiðlun í greiðslumatskerfi Creditinfo og tveir samningar um kennitöluaðgang að ökutækjaskrá og eignaleit. Enginn þessara samninga taki á þeim málefnum sem kærandi fjalli um í kærunni. Þar af leiðandi liggi ekki fyrir hjá stofnuninni gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Umsögn stofnunarinnar fylgdi afrit af framangreindum samningum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda til Innheimtustofnunar sveitarfélaga var óskað eftir öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo frá árinu 2003. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar var hins vegar tiltekið að óskað væri aðgangs að samningum um framkvæmd nokk­urra úrtaksrannsókna og þjónustu­samn­ingum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitar­fél­aga til Creditinfo vegna van­skila með­lags­greiðenda í framfærsluvanda. Í samræmi við þessa afmörkun kæranda miðast um­fjöll­un nefndarinnar við hvort endurskoða beri ákvörðun Innheimtustofnunar um að afhenda ekki þá samn­inga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orða­­­­lag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gild­­­­andi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tíma­­­­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Innheimtustofnunar er vísað til þess að hjá stofnuninni liggi ekki fyrir samningar með því efni sem tilgreint er í kærunni. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá samninga sem stofnunin afhenti nefnd­inni. Telur nefndin ljóst að umræddir samningar séu ekki þess efnis sem kærandi hefur lagt til grund­vallar í kæru sinni. Þá hefur nefndin ekki forsendur til þess að draga í efa þær skýringar stofn­un­ar­innar að ekki liggi fyrir aðrir samningar hjá stofnuninni með því efni sem kærandi hefur til­greint.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upp­lýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um hvort rétt hafi verið að synja beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lög­unum eða, eftir atvikum, beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrir­liggj­andi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi hjá Innheimtustofnun. Stofnuninni hefði því verið rétt að vísa beiðni kæranda frá. Í samræmi við framan­greint eru því ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla efnislega um erindi kæranda til nefndarinnar og er því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A á afgreiðslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, á beiðni hans um aðgang að samningum um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun hafi látið Credit­info gera fyrir sig, og þjónustusamningum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun til Credit­info vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda er vísað frá úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1133/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að fundargerðirnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Þá hafði nefndin ekki forsendur til þess að kveða á um skyldu bankans til að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Var ákvörðun bankans því staðfest.

<p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1133/2023 í máli ÚNU 22070017.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A, blaðamaður Vísis, synjun Seðla­banka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júlí 2022, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands frá 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Með svari Seðlabankans, dags. 15. júlí 2022, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar væru þess eðlis að þær vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og eftir atvikum málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1.&nbsp;mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að í fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands megi hugsanlega finna atriði, svo sem stjórnunarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Ekki sé farið fram á að fundargerðirnar verði birtar í heild sinni ef í þeim megi finna viðkvæmar upplýsingar um fólk eða fyrirtæki. Ef slíkar upplýsingar sé að finna í fundargerðunum geti Seðlabankinn gert það sama og önnur ríkisfyrirtæki hafi gert, þ.e. að afhenda afrit af fundargerðum stjórnar þar sem viðkvæmar upplýsingar hafa verið afmáðar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 21. júlí 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 9. ágúst, þar sem vísað er til þess að í 1.&nbsp;mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá telji bankinn ljóst að umbeðnar upp­lýsingar séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu samkvæmt 1.&nbsp;mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að samkvæmt orðalagi í kæru telji kærandi að í umbeðnum gögnum megi hugsanlega finna atriði, svo sem um stjórnarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Gögnin sem um ræði séu trúnaðargögn þar sem fjallað sé bæði um málefni viðskiptamanna og eftirlitsskyldra aðila, sem og bankans sjálfs, og sem undirorpin séu þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, líkt og fram hafi komið. Þá sé það svo að röksemdir og sjónarmið um almannahagsmuni geti ekki talist til efnisraka fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum, en meintir almannahagsmunir geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem mat Seðlabanka Íslands sé á þá leið að umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu sé bankanum beinlínis skylt að synja kæranda, og öðrum, um aðgang að þeim. Þá megi geta þess að bankaráð Seðlabanka Íslands, sem kosið er af Alþingi, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2019, hafi almennt aðeins eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda, þó þannig að eftirlitið taki ekki til málsmeðferðar eða ákvarðana í einstökum málum samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna. Almenn yfirstjórn Seðlabankans sé að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra og svo þriggja nefnda bankans. Loks ítrekar Seðlabanki Íslands að hafna beri kröfu kæranda um að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi, sbr. 1.&nbsp;mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Hvorugt eigi við í fyrirliggjandi máli.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. &nbsp;</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðin gögn væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnar­skyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi við­­komandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athuga­semdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnu­nefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Ís­lands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, við­skipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lög­um eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verk­taka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið innihaldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, við­skipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021, 1042/2021 og 1129/2023. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1.&nbsp;mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnar­skyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá hefur úrskurðarnefndin miðað við að ekki verði sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verði að meta í hverju tilviki fyrir sig en nái þagnar­skyldan ekki til ákveðinna tilvika verði að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við sbr. 6.-10. gr. laganna. Að því er varðar orðalag ákvæðisins um „málefni bankans sjálfs“ hefur úrskurð­arnefndin miðað við að það verði ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfi eftir. Undir orðalagið kunni að falla upplýs­ingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta einkum til úrskurðar nefndarinnar nr. A-406/2013 og 558/2014.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin en um er að ræða átta fundargerðir bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lætur nærri að fundargerðirnar í heild sinni séu háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 kveður á um, enda hafa þær að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans, fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undir­búning þeirra og margvíslegar aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari með hliðsjón af hags­munum Seðlabankans sjálfs.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess hversu víða í gögnunum þær upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upp­lýs­inga­rétti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu Seðla­banka Íslands til þess að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Eins og atvikum í þessu máli er háttað verður því ekki hjá því komist að stað­festa hina kærðu ákvörðun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2022, að synja A um aðgang að fundargerðum bankans á tímabilinu 1. janúar til 11. júlí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1132/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023

Kærð var synjun Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðum frá lögmannsstofu til forsætisnefndar Alþingis ásamt álitsgerð. Synjunin byggði á því að gagnanna hefði verið aflað í tengslum við réttarágreining sem þá hefði verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að Lindarhvoli hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli, þar sem ekki væri um að ræða atvik sem leggja mætti að jöfnu við málshöfðun til dómstóla eða sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi ákvæðisins. Var félaginu því gert að veita kæranda aðgang að minnisblöðunum tveimur ásamt álitsgerð.

<p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1132/2023 í máli ÚNU 22060020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 6. maí 2022 eftir öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahags­ráðu­neytisins við skrifstofu Alþingis, forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun á árinu 2022 sem vörðuðu greinargerð fyrrum setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols. Hinn 30. maí 2022 afhenti Lindarhvoll kæranda tölvupóst frá félaginu til forseta Alþingis, dags. 20. apríl 2022, og bréf frá félaginu til forsætisnefndar Alþingis, dags. 13. apríl 2022. Samskiptin varða aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda og í þeim leggst Lindarhvoll gegn því að forsætisnefnd verði við beiðni Viðskiptablaðsins um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við afhendingu Lindarhvols, þann 1. júní 2022, og óskaði eftir erindi forsætisnefndar Alþingis, dags. 5. apríl 2022, sem vísað var til í hinum afhentu gögnum, enda félli það undir upphaflega beiðni kæranda. Kærandi óskaði jafnframt eftir minnisblöðum MAGNA Lögmanna í tengslum við málið, dags. 16. apríl 2021 og 31. ágúst 2021, sem sömuleiðis var vísað til í hinum afhentu gögnum. Þá var óskað eftir afritum af öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytis við skrif­stofu Alþingis, forseta Alþingis, Alþingi, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun frá árinu 2021 vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Lindarhvols, dags. 14. júní 2022, kemur í fyrsta lagi fram að láðst hafi að senda kæranda bréf for­sætisnefndar Alþingis til Lindarhvols frá 5. apríl 2022, beðist var velvirðingar á því og það afhent. Í öðru lagi hafi verið afhent samskipti Lindarhvols við Alþingi frá árinu 2021, að fylgiskjölum undanskildum en af­hendingu vinnuskjals þáverandi setts ríkisendurskoðanda var hafnað. Í þriðja lagi sé um að ræða minnisblað [sic] sem unnið hafi verið fyrir forsætisnefnd í tengslum við ágreining um af­hendingu vinnuskjals Ríkisendurskoðunar. Lindarhvoll segir um að ræða skjal sem aflað hafi verið gagn­gert í tengslum við réttarágreining sem hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis og falli því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki sé forsvaranlegt að beita heimildum 11.&nbsp;gr. laganna vegna minnis­blaðsins og því sé synjað um aðgang að því.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að minnisblöð lögmannsins hafi verið send frá Alþingi til Lindarhvols með erindi, dags. 5. apríl 2022. Þá sé kæranda kunnugt um að þriðja álitsgerðin hafi verið rituð um sama efni en í fund­ar­gerð 994. fundar forsætisnefndar Alþingis frá 16. og 17. ágúst 2021 sé vísað til minnisblaðs sama lög­­manns, dags. 29. júní 2021. Kærandi telur sig eiga skýran og ótvíræðan rétt til aðgangs að minnis­blöð­unum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur umbeðin gögn ekki heyra undir undanþágu 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Hann kveður að umbeðinna gagna hafi verið aflað vegna beiðni blaðamanns um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Eftir því sem kærandi komist næst fjalli þær ekki um hugsanleg málaferli eða kærumál, eða greiningu á því hvort höfða eigi mál eða fara með málið í annars konar réttarágreining. Hér sé einfaldlega um að ræða lögfræðilega greiningu á því hvort afhenda eigi gagn til blaðamanns. Um sé að ræða hefðbundna málsmeðferð hjá hinu opinbera í samskiptum við blaðamann. Að lokum vekur kærandi athygli á því að um sé að ræða álitsgerðir sem sendar hafi verið þriðja aðila, m.a. Lindarhvoli, og því ekki um að ræða álitsgerðir sem nota hafi átt við mat á málshöfðun eða annars konar kærumeðferð enda ljóst að Lindarhvoll yrði ekki aðili að slíku máli.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 23. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lindarhvoll léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols barst úrskurðarnefndinni hinn 8. júlí 2022, ásamt minnisblaði lögmanns hjá MAGNA Lögmönnum, dags. 16. apríl 2021 og álitsgerð sem minnisblaðinu fylgir, auk minnisblaðs sama lögmanns, dags. 31. ágúst 2021. Lindarhvoll kvað engin frekari minnisblöð hafa borist, hvorki félaginu sjálfu né fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þannig sé þriðja minnisblaðið sem kærandi vísar til í kæru ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll vísar í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining séu undanþegin upplýsingarétti laganna. Þá komi fram í athugasemdum við 4. gr. frumvarps sem varð að breytingum á upplýsingalögum árið 2019 að undanþágunni verði beitt „um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila“. Líkt og fram komi í hinni kærðu ákvörðun sé um að ræða minn­is­blöð sem unnin hafi verið fyrir forsætisnefnd Alþingis í tengslum við ágreining um afhendingu vinnu­skjals sem Alþingi hafði undir höndum. Minnisblaðanna hafi verið aflað gagngert í tengslum við réttar­ágreining sem var til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis. Lindarhvoll vísar auk þess í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis þar sem kemur fram að forsætisnefnd Al­þingis skeri úr um ágreining um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum sínum, dags. 18. júlí 2022, áréttar kærandi rök­stuðning sem fram kemur í kæru. Kærandi mótmælir því að umbeðin álitsgerð verði felld undir undan­þáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og bendir á að í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 72/2019 verði undanþáguákvæðinu aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur rangt að umrædd gögn hafi orðið til í tengslum við réttarágreining í skilningi ákvæðisins. Með 4. gr. laga nr. 72/2019 hafi gildissvið 3. tölul. 6. gr. verið útvíkkað þannig að það næði einnig gagna sem aflað væri í tengslum við „réttarágreining“ en áður hafi undanþáguákvæðið aðeins náð til sam­skipta sem aflað hafi verið í tengslum við dómsmál og höfðun þess. Í skýringum við ákvæðið komi fram að réttarágreiningur hins opinbera væri oft útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum. Því væri rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upp­lýs­ingalaga þannig að opinberir aðilar gætu átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka máls­meðferð án þess að gagnaðili fengi aðgang að þeim. Kærandi segir að við túlkun undan­þágu­ákvæðis 3. tölul. 6. gr. verði að líta til athugasemda við 6. gr. í greinargerð sem fylgdi frum­varpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fjallað er um tilgang og markmið undan­þágu­ákvæðis­ins. Þar komi skýrt fram að markmið undanþáguákvæðisins sé að tryggja jafnræði opin­berra aðila í dómsmáli eða í tengslum við réttarágreining sem leystur er með öðrum hætti, til að mynda fyrir sjálfstæðum kæru­nefnd­um.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt athugasemdum kæranda liggur fyrir að forsætisnefnd Alþingis aflaði umbeðinnar álits­gerðar lögmannsstofunnar í tengslum við meðferð máls fyrir nefndinni sem laut að því hvort veita ætti aðgang að gagni í vörslum Alþingis. Þar af leiðandi sé um að ræða gagn sem aflað var sem þáttar af rann­sókn forsætisnefndar við meðferð þess máls. Það sé því ljóst að álitsgerðarinnar hafi hvorki verið aflað í tengslum við hugsanlegt dómsmál kæranda og Alþingis né í tengslum við málskot kæranda vegna afgreiðslu forsætisnefndar. Í þessu máli séu þeir hagsmunir, að tryggja jafnræði opinberra aðila í tengslum við réttarágreining, ekki fyrir hendi. Ekki sé hægt að túlka 3. tölul. 6. gr. svo víðtækt að ákvæðið taki til álitsgerða sem opinber aðili, í þessu tilfelli forsætisnefnd Alþingis, afli í tengslum við meðferð máls sem varðar rétt til aðgangs að gögnum enda færi slík túlkun gegn markmiði undan­þágu­ákvæðis­ins eins og því er lýst í greinargerð með lögum nr. 140/2012. Þá sé um að ræða undan­þágu­ákvæði frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem túlka beri þröngri lögskýringu. Kærandi segir að ákveðins misskilnings virðist gæta í málinu, ef horft sé til fundargerða forsætisnefndar Al­þingis komi skýrt fram að þessara minnisblaða sé aflað gagngert til ráðgjafar en ekki vegna ágreinings um af­hendingu. Það komi skýrt fram í fundargerð 979. fundar forsætisnefndar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi undirstrikar að ekki sé hægt að undanskilja gögn upplýsingarétti á grundvelli ákvæðisins nema um­rædd gögn fjalli beinlínis um hvort höfða eigi mál eða undirbúning kærumeðferðar, gögnin geti ekki verið liður í málsmeðferð almennt eins og um sé að ræða í þessu tilviki. Kærandi telur vísun Lind­arhvols í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis enga þýðingu hafa í þessu samhengi. Ekki sé ágreiningur um hvaða aðili það er sem skeri úr um aðgang að gögnum. Það sem skipti höfuðmáli í þessu samhengi sé að umrædd álitsgerð hafi verið hluti af málsmeðferð, en inni­haldi ekki greiningu á því hvort höfða eigi mál eða hvort fara eigi með mál í annars konar kæru­meðferð.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum frá MAGNA Lög­mönn­um&nbsp;ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, en fyrra minnisblaðinu fylgir 37 blað­­síðna álitsgerð dagsett sama dag. Í kæru segir að til sé þriðja minnisblað frá sömu stofu sem dagsett sé 29.&nbsp;júní 2021. Lindarhvoll segir í umsögn sinni um kæruna að slíkt minnisblað sé hvorki fyrir­liggj­andi hjá félaginu né fjármála- og efna­­hags­ráðu­neyt­inu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Lind­ar­­hvols og verður frávísun Lindarhvols á þeim hluta beiðn­innar því stað­fest.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll ehf. fellur undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna, og nýtur ekki undanþágu frá gildissviði þeirra, sbr. 3. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Lindarhvols að því er varðar minnisblöðin tvö byggir á því að þeirra hafi verið aflað í tengslum við réttarágreining sem hafi þá verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, nánar tiltekið ágreinings um það hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, frá júlí 2018 sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með bréfum forseta Alþingis til Lindarhvols, dags. 28.&nbsp;apríl og 4. júní 2021, var Lindarhvoll upplýstur um að forsætisnefnd hefði borist beiðni um af­hend­ingu greinar­gerðarinnar og að nefndin hygðist afhenda hana. Áður en til þess kæmi skoraði nefnd­in hins vegar á Lindarhvol, með vísan til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, að lýsa afstöðu sinni til afhend­ing­ar­­innar, enda fjallaði hún um málefni félagsins. Lindarhvoll lagðist gegn því, í bréfum til for­sætis­nefndar, dags. 22. júní og 11. maí 2021, að greinargerðin yrði afhent. Með erindi, dags. 5. apríl 2022, var Lindar­hvoli tilkynnt að forsætisnefnd hygðist afhenda blaðamanninum greinargerðina þann 25.&nbsp;apríl 2022 kl. 12:00 og að nefndin hefði við mat sitt á því hvort greinargerðin geymdi upplýsingar sem kæmu í veg fyrir afhendingu hennar notið aðstoðar frá MAGNA Lögmönnum. Þá fékk Lindarhvoll afrit af minnis­blaði lögmannsins, dags. 31. ágúst 2021.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dóms­máli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álits­gerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrr­nefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en máls­höfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álits­gerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lög­menn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og tak­mörkunar­heim­ildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samnings­bundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að um­beðnum upp­lýs­ingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opin­bera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Hins vegar taka ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga ekki til Alþingis eða stofnana þess. Þannig verður synjun Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 9. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, ber forseti Alþingis ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Í 2. mgr. 93. gr. laganna segir eftirfarandi um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í reglum sem forsætisnefnd setur og birta skal í B-deild Stjórnartíðinda skal kveðið nánar á um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis og um afmörkun hennar gagnvart þeirri starf­semi sem annars fer fram af hálfu Alþingis sem samkomu þjóðkjörinna fulltrúa. Í reglum forsætisnefndar skal jafnframt kveðið á um móttöku og meðferð beiðna um upp­lýs­ingar. Má í slíkum reglum ákveða að beiðnum um upplýsingar skuli beint til skrifstofu Al­þingis og að synjun um aðgang að gögnum verði skotið til forsætisnefndar eða þriggja manna nefndar utanþingsmanna sem forsætisnefnd skipar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd hefur sett reglur um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis, nr. 90/2020. Sam­kvæmt 2. mgr. 5. gr. reglnanna skal beiðnum um upplýsingar beint til skrifstofu Alþingis en „synjun um aðgang að gögnum má bera undir forsætisnefnd.“ Ekki er nánar fjallað um málsmeðferð nefndar­innar í reglunum.</p> <p style="text-align: justify;">Með lögum nr. 72/2019 var gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga útvíkkað til þess að ná ekki einungis til dómsmála heldur einnig réttarágreinings sem útkljáður er fyrir lög- eða samningsbundnum úr­skurð­ar­aðilum. Af lögskýringargögnum er hins vegar skýrt að ætlunin var ekki sú að ákvæðið næði utan um álits­gerðir eða minnisblöð sem eru hluti af almennri málsmeðferð stjórnvalda, þó að vissulega geti komið upp ágreiningsefni af ýmsu tagi í málsmeðferð stjórnvalda almennt. Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upp­lýs­ingarétt al­mennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu og hafa hliðsjón af mark­miði undan­tekn­ing­ar­innar sem er að tryggja jafnræði á milli aðila máls, komi til dómsmáls eða máls­með­ferð­ar fyrir lögbundnum úrskurðaraðila. Til þess að beita megi undanþágunni þurfa aðstæður því að vera þannig að afhending gagnanna myndi raska jafnræði á milli hins opinbera aðila og gagnaðila þess eða að hið opin­bera stæði höllum fæti í sínum málarekstri væri því gert að afhenda upplýsingarnar (sjá til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 317/2009 og 700/2017).</p> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir áliti lögmanns og studdist við ráðgjöf hans í sinni ákvarðanatöku við afgreiðslu máls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðanna tveggja ásamt álitsgerðinni sem fylgdi fyrra minnisblaðinu. Í fyrsta hluta fyrra minnisblaðsins, þar sem fjallað er um tilefni og afmörkun þess, kemur fram að lögmanninum hafi verið falið að „veita forsætisnefnd ráð­gjöf í tengslum við með­ferð og úrlausn kæru Viðskiptablaðsins til nefndarinnar.“ Minnisblaðið var því ritað í kjölfar þess að blaðamaðurinn bar synjun skrifstofu Alþingis um aðgang að greinargerð ríkis­endurskoðanda undir for­sætisnefnd Alþingis. Í minnisblaðinu er farið yfir atvik málsins og allar helstu réttarreglur og sjón­ar­mið sem við eiga þegar lagt er mat á það hvort Alþingi sé skylt að veita aðgang að greinar­gerðinni.</p> <p style="text-align: justify;">Þó að sannarlega hafi verið uppi ágreiningur um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar og blaðamaðurinn sem óskað hafði eftir greinargerðinni hafi vísað málinu til forsætisnefndar, í kjölfar synjunar skrifstofu Al­þingis, er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki um að ræða atvik sem leggja má til jafns við málshöfðun til dómstóla eða málskot til sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi 3. tölul. 6. gr. upp­lýs­inga­laga. Forsætisnefnd Alþingis er ekki sjálf­stæður úrskurðaraðili, enda fjallar hún um hvort Alþingi eigi sjálft að verða við beiðni um aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin bendir jafnframt á að Lind­ar­hvoll var ekki aðili að þeim ágreiningi sem var á milli blaða­­mannsins og forsætisnefndar, heldur fékk félagið afrit af skýrslunni, til upplýsingar, sem þriðji aðili.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verða minnisblöðin ekki felld undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upp­lýs­inga­laga og verður ákvörðun Lindarhvols því felld úr gildi og félaginu gert að veita kæranda að­gang að um­beðnum gögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að minnisblöðum frá MAGNA Lögmönnum ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, ásamt álitsgerð þeirri sem fylgdi fyrra minnis­blaðinu. Staðfest er frávísun Lindarhvols á beiðni um minnisblað, dags. 29. júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1131/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023

Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi umbeðnar upplýsingar vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkra­skrár, nr. 55/2009. Þá hafði nefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að upplýsingarnar væru aðeins vistaðar í sjúkraskrá konunnar. Ákvörðun að synja um aðgang að slíkum upplýsingum væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæltu fyrir um sérstaka kæruleið í slíkum málum og teldust þannig sérlög gagnvart upplýsingalögum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1131/2023 í máli ÚNU 22070012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. júní 2022, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2022 eftir upplýsingum um það hvaða aðilar hefðu óskað eftir að Landspítali hefði afskipti af málum sambýliskonu kæranda og hvaða heimildir þeir aðilar hefðu haft til að svipta hana frelsi sínu, sem hefði á endanum kostað hana lífið.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landspítala, dags. 25. maí 2022, var vísað til þess að kærandi hefði í tvígang fyrr á árinu sent spítalanum erindi um sama efni. Þau erindi hefðu verið tekin fyrir hjá nefnd um aðgang að sjúkraskrár­upplýsingum. Í framhaldinu hefði erindum kæranda verið svarað, síðast hinn 29. apríl 2022 þar sem beiðni kæranda var hafnað. Af hálfu spítalans væri engu að bæta við það sem þar kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. júlí 2022, kvaðst kærandi hafa móttekið bréf frá Landspítala þar sem beiðni kæranda um upplýsingar úr sjúkraskrá sambýliskonu kæranda væri alfarið hafnað. Kærandi hefði í framhaldinu vísað málinu til landlæknis, sem hefði tekið það til með­ferðar á grundvelli 15. gr. a laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009, og staðfest niðurstöðu nefndar um að­gang að sjúkraskrárupplýsingum hinn 23. júní 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af þeim gögnum sem inni­héldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá var Landspítala gefinn kostur á að koma á fram­færi umsögn í málinu eftir því sem spítalinn teldi tilefni til, áður en málið yrði leitt til lykta. Gögnin bárust nefndinni hinn 21. desember 2022. Þau gögn sem afhent voru nefndinni samanstanda af uppfletti­lista í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda, sem inniheldur nöfn þeirra sem komu að ákvörðunum sem vörðuðu meðferð konunnar. Þá staðfesti Landspítali að gögn þau sem innihéldu upplýsingarnar sem kærandi hefði óskað eftir væru einungis vistaðar í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda og ekki annars staðar hjá spítalanum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur verið synjað um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu hans sem Landspítali telur vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Erindi hans hafa verið tekin til umfjöllunar af hálfu nefndar um aðgang að sjúkra­skrár­upp­lýs­ingum auk þess sem landlæknir hefur endurskoðað ákvörðun nefnd­ar­innar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 3. gr. laga um sjúkraskrár er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem lýsing eða túlk­un í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upp­­lýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðis­stofn­­­un og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar. Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skil­greint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.</p> <p style="text-align: justify;">Um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum er fjallað í IV. kafla laga um sjúkraskrár, sbr. til hliðsjónar 4.&nbsp;mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að um aðgang sjúklings að sjúkraskrá fari eftir ákvæðum laga um sjúkraskrár. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár birtist sú meginregla að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í 14.&nbsp;gr. sömu laga er fjallað um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. laga um sjúkraskrár kemur fram að mæli ríkar ástæður með því sé umsjónaraðila sjúkraskrár heimilt að veita nánum aðstandanda látins einstaklings, svo sem maka, foreldri eða afkomanda, aðgang að sjúkraskrá hins látna og láta í té afrit hennar ef þess er óskað. Ef slíkri beiðni er synjað er heimilt að bera ákvörðunina undir embætti landlæknis í samræmi við ákvæði 15. gr. a laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir sjúkra­skrár­­upplýsingar sem einungis eru geymdar í sjúkraskrá sambýliskonu hans. Þá er það einnig mat úr­skurð­arnefndarinnar, út frá þeim gögnum sem spítalinn afhenti nefndinni, að upplýsingarnar séu sjúkra­­skrárupplýsingar, sbr. einnig þær rúmu skilgreiningar sem lagðar eru til grundvallar á sjúkraskrá og sjúkraskrár­upplýsingum í lögum um sjúkraskrár. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá stað­hæfingu Landspítala að upplýsingarnar séu ekki geymdar annars staðar hjá spítalanum en í sjúkra­skrá sambýliskonu kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Það er enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að lög um sjúkraskrár beri að skoða í þessu samhengi sem sérlög gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun Landspítala um að synja um aðgang að upplýsingum sem felldar verða undir sjúkra­skrár­upp­lýsingar og eru geymdar í sjúkraskrá er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæla fyrir um sérstaka kæruleið í þessum tilvikum, sbr. 15.&nbsp;gr. a laganna. Verð­ur því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýs­inga­mál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 8. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1130/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023

Kærð var afgreiðsla Skattsins á beiðni um aðgang að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um toll­flokkun. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins hjá nefndinni og afhenti hluta umbeðinna gagna, þar sem afmáðar höfðu verið upplýsingar með vísan til 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að ákvæðið teldist sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar teldust í heild sinni falla undir ákvæðið og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til þeirra.

<p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1130/2023 í máli ÚNU 22040006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. apríl 2022, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólk­uriðnaði, afgreiðslu Skattsins á beiðni hans um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsinga­laga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 10. febrúar 2022 eftir aðgangi að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um toll­flokkun. Beiðnin var afmörkuð frekar hinn 23. febrúar sama ár, þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að 114 bindandi álitum um tollflokkun vöru í landbúnaðarköflum tollskrár, sem gefin hefðu verið út á síðastliðnum þremur árum.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að það veki furðu að bindandi álit um tollflokkun séu ekki birt. Slík birting myndi gera fyrirtækjum og einstaklingum kleift að kynna sér tollframkvæmd og haga innflutningi sínum í samræmi við tollalög.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 13. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 25. apríl 2022. Í henni kom fram að tollyfirvöld féll­ust á að veita kæranda aðgang að hinum bindandi álitum að hluta. Eftirfarandi upplýsingar hefðu verið afmáðar úr hverju áliti:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Reitur 1: Umsækjandi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 2: Umboðsmaður eða fulltrúi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 3: Sendingarnúmer.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 6: Viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, að því marki sem Skatturinn teldi upp­lýs­ingarnar viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 7: Fylgigögn, að því marki sem Skatturinn teldi upplýsingar í þeim viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 10: Dagsetning og undirskrift umsækjanda.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings framangreindum takmörkunum var vísað til þagnarskylduákvæðis í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, auk 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þær upplýsingar sem hefðu verið fjarlægðar væru viðkvæmar að mati tollyfirvalda og vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem væru til umfjöllunar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. apríl 2022. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var óskað afstöðu kæranda til þess hvort hann teldi afhendingu hinna bindandi álita með framan­greind­um takmörkunum vera fullnægjandi eða hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram hjá nefnd­inni. Svar kæranda barst hinn 10. maí 2022. Þar kom fram að afhendingin væri ófullnægjandi. Kærandi teldi að ekki væri rétt að takmarka aðgang að öllum þeim upplýsingum sem afmáðar hefðu verið. Þá gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu ekki verið afhent fylgigögn hinna bindandi álita sem vísað væri til í umsögn Skattsins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur upplýsingar um hver hafi óskað eftir bindandi áliti tollyfirvalda hverju sinni geti ekki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga, því þær teljist ekki upplýsingar um viðskipti fyrirtækja. Þá séu álitin allt frá tveggja til fjögurra ára gömul, og viðskiptahagsmunir því tæplega til staðar lengur. Auk þess hafi ekki verið óskað eftir afstöðu þeirra aðila sem upplýsingarnar varða til afhendingarinnar. Loks bendir kærandi á að engin sérstök leynd eigi að ríkja yfir því hvaða aðilar flytji inn hvaða vörur. Að því er varðar fylgigögn geti upplýsingar um innihald einstakra landbúnaðarvara hvorki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga né 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin gaf Skattinum kost á að bregðast við athugasemdum kæranda með erindi, dags. 10.&nbsp;maí 2022. Viðbrögð Skattsins bárust nefndinni hinn 20. maí sama ár. Þar er áréttað að bindandi álit um tollflokkun séu aðeins bindandi gagnvart umsækjanda og tollyfirvöldum, ekki gagnvart þriðju aðilum. Algengt sé að óska eftir bindandi áliti þegar aðili hyggst flytja til landsins nýja vöru til að eyða óvissu um fjárhæð aðflutningsgjalda. Óheftur aðgangur að álitunum, þ.m.t. nöfnum umsækjenda, geti veitt óeðlilega innsýn inn í viðskiptafyrirætlanir þessara aðila.</p> <p style="text-align: justify;">Nafn umsækjanda sé ekki nauðsynlegt til að átta sig á efni og niðurstöðu bindandi álits. Nöfn séu ekki birt t.d. í úrskurðum tollyfirvalda eða yfir­skattanefndar. Þá birti Evrópusambandið aðeins bindandi álit sem hafi verið hreinsuð af trúnaðar­upplýsingum. Loks sé algengt að fylgigögn innihaldi upplýsing­ar um innihald, framleiðsluaðferðir og tækniskjöl sem ekki séu opinber gögn. Aðgangur að þeim gæfi óeðlilega innsýn inn í framleiðsluferil vöru og kynni að vera til þess fallið að valda viðkomandi fram­leiðendum tjóni. Í fylgigögnum og reit 6 sé einnig algengt að finna upplýsingar um verð og viðskipta­kjör sem bjóðast umsækjanda. Það séu án efa viðkvæmar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, vegna tafa á afgreiðslu beiðni kæranda. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins og af­henti hluta umbeðinna gagna. Synjun Skattsins á þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr bindandi álitum um tollflokkun byggist að meginstefnu á þagnarskylduákvæði í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslu­laga, nr. 37/1993. Athugun nefndarinnar beinist fyrsta kastið að því hvort ákvæði 188. gr. tollalaga sé þess eðlis að það geti girt fyrir aðgang að gögnum samkvæmt upplýsinga­lög­um og ef svo er, hvort þær upplýsingar sem afmáðar voru úr hinum bindandi álitum falli réttilega undir ákvæðið.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnar­skyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi við­komandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athuga­semdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda&nbsp;séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.&nbsp;Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna tollyfirvalda voru fyrst leidd í lög með 25. gr. laga um tollskrá o.fl., nr. 62/1939. Ákvæðinu svipaði til gildandi ákvæðis að því leyti að mælt var fyrir um þagnarskyldu um „verslunarhagi“ einstakra manna og fyrirtækja. Í áliti milliþinganefndar í skatta- og tollamálum, sem myndaði frumvarp það sem varð að lögunum, kom fram um ákvæðið að þagnarskyldan næði til samrita af sölu- og vöru­reikningum auk upplýsinga sem tollyfirvöld öfluðu úr bókhaldi innflytjenda. Þá þyrftu tollyfirvöld að gæta þess að samritin yrðu ekki látin liggja á glámbekk, þar sem óviðkomandi gætu komist í þau.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188.&nbsp;gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti ein­stakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið, fyrr og síðar, verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrir­tækja af því að við­­komandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Skatturinn afmáði úr þeim bindandi álitum um toll­­flokkun sem afhent voru kæranda. Nánar tiltekið eru það upplýsingar um auðkenni umsækjanda, send­ingarnúmer, viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, auk fylgigagna. Það er mat úrskurðar­nefnd­arinnar með hliðsjón af því hvernig ákvæði 188. gr. tollalaga verði túlkað að þær upplýsingar sem voru afmáðar teljist í heild sinni varða viðskipti þeirra manna og fyrirtækja sem óskuðu eftir bind­andi áliti um tollflokkun vöru og falli þannig undir þagnarskylduákvæðið. Á það einnig við um upplýsingar um nöfn/heiti umsækjenda, enda myndi af­hending þeirra leiða til þess að veittar væru upp­lýs­ingar um viðskipti umsækjendanna, sem falla undir ákvæði 188. gr. tollalaga. Því telur úrskurðar­nefnd­in að upplýsingaréttur kæranda nái ekki til þeirra upplýsinga sem Skatturinn hefur afmáð úr þeim bind­andi álitum sem kærandi óskaði aðgangs að.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samtök afurða­stöðva í mjólkuriðnaði eiga ekki rétt til aðgangs að frekari upplýsingum úr þeim bind­andi álitum um tollflokkun, sem óskað var eftir hinn 23. febrúar 2022, en Skatturinn hefur með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. apríl 2022, fallist á að samtökunum skuli veittur að­gangur að.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1129/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um stöðugleikasamninga. Synjun Seðlabankans var byggð á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin staðfesti synjunina og tók fram að valdheimildir nefndarinnar næðu ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýti þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis.

<p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1129/2023 í máli ÚNU 22060006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júní 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), ákvörð­un Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um fjárfestingarleið Seðla­­bankans og um afrit af stöðugleikasamningum sem gerðir voru árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er rakið að í apríl 2022 hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að birta lista yfir kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Ráðuneyti hans hafi metið það svo að upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta féllu ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefði ráðherra ákveðið að birta listann. Í framhaldi af því hafi kær­andi reynt að nálgast upplýsingar um hina svokölluðu stöðugleikasamninga annars vegar og fjár­fest­ingarleið Seðlabanka Íslands hins vegar, því rök ráðherra fyrir birtingu lista yfir kaupendur í Ís­­lands­banka ættu líka við um þau gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafi leitað til forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis og óskað þess að þau nálg­uðust umbeðnar upplýsingar hjá Seðlabanka Íslands og legðu svo sjálfstætt mat á erindi þeirra við al­menning. Forsætisráðuneytið hafi framsent erindið til Seðlabankans og sagt að það væri bankans að leggja mat á það hvort hagsmunir almennings af birtingu upplýsinganna vegi þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd, sbr. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, þar sem fram kæmi að þrátt fyrir þagnarskyldu í 1. mgr. sömu greinar væri Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opin­berlega, enda vægju hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæltu með leynd. Í framhaldi af því hafi kærandi farið fram á að Seðlabankinn afhenti umrædd gögn að undan­gengnu því mati sem mælt væri fyrir um í 6. mgr. 41. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Með svari, dags. 24. maí 2022, hafi Seðlabankinn synjað um aðgang að stöðugleikasamningunum með vís­an til þess að gögnin væru undirorpin þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einn­­ig úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Þá var kæranda synjað um aðgang að upplýsingum um þátt­­takendur í fjárfestingarleið Seðlabankans á árunum 2012–2015 með vísan til þess að gögnin væru undir­­­orpin þagnarskyldu samkvæmt sama ákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 774/2019. Hvað varð­aði hagsmunamat samkvæmt 6. mgr. 41. gr. laganna væri það að segja að eftir skoðun á umbeðn­um gögn­­um væri það mat Seðlabankans að þau væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 1.&nbsp;mgr. 41.&nbsp;gr. laga nr. 92/2019. Að mati bankans væri nægjanlegt að upplýsingar féllu undir 1. mgr. til að upp­lýsingaréttur almennings yrði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að samkvæmt rökstuðningi Seðlabanka Íslands virðist bankinn telja að ákvæði 6. mgr. 41. gr. laganna sé marklaust, þ.e. að ef umbeðnar upplýsingar falli að þagn­arskyldu­ákvæði 1. mgr. sömu greinar, þá geti 6. mgr. aldrei komið til skoð­unar og hafi þar af leiðandi ekkert gildi. Því væri nauð­syn­legt að kalla eftir skýrum svörum frá bank­anum hvort þetta væri réttur skilningur á svari hans; að lög­­menn bankans telji að ef upp­lýs­inga­beiðni falli að 1. mgr. 41. gr. þá sé það nóg til að hagsmunir al­menn­ings af opinberun umbeð­inna gagna séu ekki taldir nægjanlegir, og leyndar­hagsmunir við­skipta­manna séu ríkari en þeir. Í kæru kemur fram að Seðlabankinn svari fyrirspurn kæranda einungis á for­sendum 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, en ekki á grundvelli 6. mgr. sömu greinar. Bankinn hafi auk þess neitað að framkvæma greiningu á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki fyrir sig líkt og lögskýringargögn segi til um að bankinn eigi að gera. Því sé kæranda enginn annar kostur mögulegur en að kæra ákvörðun Seðlabanka Íslands og óska þess að nefndin láti bankann fara að lögum og af­henda umbeðin gögn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 8. júní 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 15. júlí 2022, þar sem fram kemur að með upplýsingabeiðni, dags. 5. maí 2022, hafi kærandi óskað eftir aðgangi að stöðugleikasamningunum sem gerðir voru við slitabú föllnu bankanna. Úrskurðarnefndin hafi áður tekið afstöðu til hluta umbeðinna gagna og staðfest að þau séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Hinn 17. maí 2022 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um nöfn þeirra sem fengu að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Raunar hafi kærandi áður óskað eftir þessum sömu upplýsingum með þremur upplýs­ingabeiðnum. Í kjöl­far fyrstu beiðni kæranda hafi Seðlabankinn veitt almennar upplýsingar um fjölda tilboða og þátt­tak­enda, heildar­fjárhæðir og uppskiptingu innlendra og erlendra þátttakenda en beiðnum kæranda var að öðru leyti synjað með vísan til þagnarskyldu á grundvelli þágildandi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðla­banka Íslands, nr. 36/2001. Síðastnefnda upplýsingabeiðnin hafi ratað til nefndarinnar sem stað­festi ákvörðun Seðlabankans með úrskurði nr. 774/2019 frá 31. janúar 2019. Í fyrirliggjandi máli sé því enn á ný deilt um aðgang kæranda að þessum sömu gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnar­skylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grund­velli 5. gr. upplýsingalaga. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um hagi viðskipta­manna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því sam­kvæmt orðanna hljóðan undir þagn­arskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021, séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagn­ar­skyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin hafi áður byggt á því að ákvæði í eldri lögum um gjaldeyrismál hafi falið í sér reglu um sér­staka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 645/2016, og því ljóst að í 1.&nbsp;mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021 felist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýs­inga­rétti almenn­ings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, með sama hætti og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin hafi áður haft til meðferðar mál þar sem deilt er um sömu gögn og nú er deilt um. Niður­stöð­ur málanna séu skýrar, þ.e. umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021. Sömu forsendur og röksemdir liggi að baki synjun Seðlabankans í þetta skiptið enda umbeðin gögn og aðstæður þær sömu.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varði röksemdir kæranda fyrir því að bankinn skuli beita 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 komi í fyrsta lagi skýrt fram í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 92/2019 að um heimild sé að ræða fyrir Seðlabankann en ekki skyldu. Í öðru lagi segi þar að fyrir birtingu skuli liggja fyrir grein­ing á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki. Í þriðja lagi komi fram að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir, skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Í þessi felist það að í undantekningartilvikum geti Seðlabankinn á grundvelli 6. mgr. 41. gr. að eigin frumkvæði tekið ákvörðun um að birta upplýsingar, sem ella væru undirorpnar þagnar­skyldu á grundvelli 1. mgr. sama ákvæðis, á vef eða í ritum og skýrslum bankans, en þó að því skilyrði uppfylltu að hann hafi framkvæmt greiningu á þeim hagsmunum sem vegast á. Í þessu sambandi vísist til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1042/2021, þar sem tekið hafi verið fram að samkvæmt 3. og 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé bankanum veitt heimild að lögum til birtingar upplýsinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þrátt fyrir þagnarskyldu 1. mgr. ákvæðisins, að eigin frumkvæði en ekki sé um að ræða skyldu til slíkrar birtingar.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af öllu framangreindu sé það mat Seðlabankans að sú túlkun sem kærandi hafi lagt áherslu á sé ekki í samræmi við ákvæðið sem um ræði. Hvergi sé lögð sú skylda á Seðlabankann að fram­kvæma sérstakt hagsmunamat í hvert einasta skipti sem upplýsingabeiðni berst bankanum. Þegar upp­lýsingabeiðnir berist bankanum séu umbeðin gögn skoðuð með tilliti til bæði eðlis þeirra og efnis, séu þau yfir höfuð til staðar í bankanum. Í slíkri greiningu felist eðli máls samkvæmt mat á annars vegar hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér umbeðin gögn og hins vegar hagsmunir við­skipta­manna bankans, eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða bankans sjálfs að þau fari leynt.</p> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn áréttar að nægjanlegt er að umbeðnar upplýsingar falli að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftir­lits­skyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grund­velli ákvæð­isins. Hefur nefndin m.a. staðfest nákvæmlega þetta í áðurnefndum úrskurði sínum nr. 904/2020. Sú greining á hagsmunum sem kærandi hafi ítrekað kallað eftir hafi þannig sannarlega verið fram­kvæmd af Seðlabankanum, en þá með vísan til 1. mgr. 41. gr. Það sem meira er, þá hafi nefnd­in fjallað um þetta hagsmunamat og kveðið upp áðurnefnda úrskurði nr. 774/2019 og 904/2020 þar sem skiln­ingur og afstaða bankans er staðfest.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. júlí 2022, kemur fram um 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að það að orðalag laga sé á þann hátt að talað sé um heimild veiti stofnun ekki geðþóttavald til að hafna lögmætri birtingu gagna einfaldlega vegna þess að hann langi ekki til þess að veita heimild og finnist hann ekki bera skylda til. Í öðru lagi segi Seðlabankinn að hvergi sé lögð sú skylda á bankann að framkvæma sérstakt hagsmunamat í hvert skipti sem upp­lýs­inga­­beiðni berist bankanum. Þetta sé í fullkominni andstöðu við athugasemdir sem fylgdu með frum­varp­­inu sem varð að lögum nr. 92/2019 og sé einhliða túlkun Seðlabanka Íslands á ákvæði lag­anna. Í þriðja lagi segi Seðlabankinn að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans í undan­­tekn­ingar­tilvikum á grundvelli 6. mgr. 41. gr., sem ella væru undirorpnar þagnarskyldu á grund­velli 1. mgr. ákvæð­isins, en þó að því skilyrði uppfylltu að bankinn hafi framkvæmt greiningu á þeim hags­munum sem vegast á. Þessi röksemdafærsla og lagatúlkun sé makalaus og í engu samræmi við það frum­varp sem varð að lögum nr. 92/2019, athugasemdir með frumvarpinu né skilning þess ráðu­neytis sem lagði fram frumvarpið. Seðlabankinn virðist telja að 6.&nbsp;mgr. 41. gr. laganna feli einungis í sé ein­hvers konar ein­hliða heimild fyrir hann að nota gögn að eigin frumkvæði, velji hann það, í eigin út­gáfu, en annars ekki. Það megi þó bara gera ef bankinn hafi nennt að vega hagsmuni sem gætu verið að veg­ast á, sem hann telur sig þó ekki þurfa að vega frekar en hann vill.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki sé annað að skilja á umsögn Seðlabanka Íslands en að hann ætli að láta sem umrætt ákvæði hafi aldrei verið bætt við lög um starfsemi hans, heldur að nálgast skyldur sínar um upplýsingagjöf ein­vörðungu út frá 1. mgr. 41. gr. laganna. Seðlabankinn telji sig geta einhliða ákveðið að ný málsgrein, sem bætt var við lögin, hafi ekkert eiginlegt gildi. Kærandi mótmæli þessu harðlega, enda sé fullkom­lega ólýðræðislegt að stofnun taki sér slíkt lagatúlkunarvald, sem sé að öllu leyti í andstöðu við vilja þess ráðherra sem lagði lagabreytinguna til og þá túlkun sem sett er fram í lögskýringargögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér svonefnda fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um svokallaða stöðugleika­samn­­inga. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðnar upp­lýs­ingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnar­skyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi við­­komandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athuga­semdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnu­nefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Ís­lands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, við­skipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lög­um eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verk­taka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið inni­haldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, við­skipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úr­­skurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæsta­rétt­ar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þá­­gildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram hefur komið hefur úrskurðarnefndin lagt mat á stærstan hluta þeirra gagna sem um er deilt í þessu máli í úrskurðum nefndarinnar nr. 774/2019 og 904/2020. Í úrskurði nr. 774/2019 var lagt til grundvallar að upplýsingar um þá sem nýttu sér hina svonefndu fjárfestingarleið Seðlabanka Ís­lands væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Úrskurð­ar­nefndin telur ótvírætt að þær upplýsingar séu jafnframt undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu sem felst í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nr. 904/2020 lagði nefndin til grundvallar að samningur Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. frá því í desember 2015 væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1.&nbsp;mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Deilt er um aðgang að þeim samningi í þessu máli en einnig tveimur samn­ingum til viðbótar, þ.e. annars vegar samningi Kaupþings ehf. við Seðlabankann og hins vegar LBI hf. við bankann, í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir og afhendingu stöðugleikaframlags. Í sam­ræmi við þá niðurstöðu í úrskurði nr. 904/2020 um að Glitnir og GLB Holding teldust vera viðskipta­menn Seðlabankans í þeim viðskiptum sem þar voru til umfjöllunar telur nefndin óhjákvæmilega að líta verði svo á að LBI og Kaupþing teljist með sama hætti vera viðskiptamenn Seðlabankans í þeim við­skiptum sem samningar í máli þessu varða. Þannig er ljóst að öll þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir í máli þessu eru undirorpin hinni sérstöku þagnarskyldu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að séu undir­orpin sérstakri þagnarskyldu er ljóst að ákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gengur framar ákvæðum upp­lýsingalaga og fer mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum því ekki fram á grundvelli hinna síðar­nefndu laga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál ákvarðanir um synjun sem teknar eru á grundvelli upplýsingalaga. Ljóst er í þessu máli að ákvörðun byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur hinu sérstaka þagnarskylduákvæði í lög­­um um Seðla­banka Íslands. Af þeim sökum ná valdheimildir nefndarinnar ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýtir þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1.&nbsp;mgr. sama ákvæðis. Mat á því kemur eftir atvikum í hlut annarra aðila, þar á meðal dómstóla og um­­­boðsmanns Alþingis. Að framangreindu virtu er úrskurðar­nefnd­inni ekki annað fært en að stað­festa hina kærðu ákvörðun Seðlabanka Íslands.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 24. maí 2022, að synja A um aðgang að stöðugleikasamningum og upplýsingum um fjárfestingarleið bankans.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1128/2023. Úrskurður frá 27. febrúar 2023

Landsnet hf. synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem innihéldu staðsetningar loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands. Synjunin var á því byggð að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, auk þess sem upplýsingarnar vörðuðu öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að sá hluti þeirrar skrár sem afhent var nefndinni sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra á öllu landinu teldist tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar væri Landsneti óskylt á grundvelli laganna að útbúa gagn sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra aðeins á miðhálendi Íslands, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

<p style="text-align: justify;">Hinn 27. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1128/2023 í máli ÚNU 22010002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bretlandi, ákvörðun Landsnets hf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með staðsetningu loftlínumastra Landsnets á miðhálendi Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi hafi í júlí 2021 óskað eftir aðgangi að gögnum með legu loftlína og um tengi­virki vegna kortlagningar óbyggðra víðerna á miðhálendi Ís­lands. Landsnet hafi afhent hluta um­beð­inna gagna á tímabilinu júlí til desember 2021, þ.e. gögn um legu loftlínanna og um tengivirkin. Í lok nóvember hafi kærandi óskað eftir viðbótargögnum um loft­línur og staðsetningu loftlínumastra innan svæðisins, helst þannig að hæð þeirra kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Lands­net sendi kæranda tiltekin gögn og tiltók að hæðarupplýsingar lægju ekki fyrir. Með tölvupósti, dags. 3.&nbsp;des­ember 2021, hafi Landsnet tilkynnt kæranda að eftir samráð við almannavarnir og ríkis­lög­reglu­­stjóra hefði verið ákveðið að verða ekki við beiðni um aðgang að gögnum þar sem fram kæmu upp­­lýs­­ingar um staðsetningu loftlínu­mastra, því óheimilt væri að veita nákvæmar upplýsingar um grunn­­­inn­viði, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landsneti hf. með erindi, dags. 3. janúar 2022, og Landsneti veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Umsögn Landsnets barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 25.&nbsp;janúar 2022. Í umsögninni segir m.a. að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1.&nbsp;mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Landsnet haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja fél­ags­ins í einni heild­arskrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi. Í skránni sé sýnd staðsetning lína og mastra ásamt stað­setn­­ingu tengivirkja í plani (x,y), en engar hæðarupplýsingar sé að finna í skránni. Upp­lýs­ing­ar varðandi þær línur sem kærandi óski eftir séu í skránni ásamt upplýsingum um öll önnur flutn­ings­­mannvirki Lands­­nets. Til að verða við beiðninni þurfi að vinna umbeðnar upp­lýs­ing­­ar upp úr heild­arskránni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Landsnets var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði úrskurðar­nefnd­­in eftir nánari skýringum hjá Landsneti á því hvaða vinnu það myndi útheimta af hálfu fyrir­tækis­ins að kalla fram þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir úr þeirri heildarskrá sem inniheldur öll mann­virki Landsnets á landinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landsnets, dags. 26. október 2022, kom fram að til að finna staðsetningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá landupplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upplýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum kæranda við umsögn Landsnets, dags. 16. nóvember 2022, gerir kærandi athugasemd við þá afstöðu Lands­nets að gögnin séu ekki fyrirliggjandi. Hefði því verið haldið fram í öndverðu hefði kærandi ein­­faldlega óskað eftir staðsetningargögnum fyrir landið allt. Kærandi eigi auðvelt með að vinna úr gögnunum sjálfur, enda sé forstjóri rann­sóknarstofnunarinnar landfræðingur með yfir­burða­þekkingu á úrvinnslu land­upp­lýsingagagna. Fall­ist nefndin á að gögnin séu ekki fyrirliggjandi blasi við að kærandi muni þegar í stað óska eftir gögn­­um um staðsetningu mastra fyrir landið allt.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu loftlínu­mastra á miðhálendi Íslands. Í ákvörðun Landsnets hf. að synja beiðni kæranda er ekki vísað til grund­vallar synjunarinnar, en í umsögn fyrirtækisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að gögn­in séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga auk þess sem umbeðnar upp­lýs­ing­ar varði öryggi ríkisins og falli því undir undanþáguheimild 1. tölul. 10. gr. laganna um tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti vegna almannahagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;">Landsnet var stofnað á grundvelli laga nr. 75/2004 til að annast raforkuflutning og kerfisstjórnun sam­kvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verð­ur að ganga út frá því að með lögunum séu Landsneti falin stjórnsýsluverkefni sem snúa að flutn­ings­kerfi raforku og félagið sé því stjórnvald í lagalegum skilningi hvað þau verkefni varðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014 og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 743/2018. Verður því lagt til grundvallar að Landsnet heyri undir gildissvið upp­lýs­ingalaga samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Landsnets kemur fram að fyrirtækið haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja félagsins í einni skrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi, þ.m.t. staðsetningar loftlínumastra. Til þess að verða við beiðninni þurfi fyrirtækið því að vinna umbeðnar upplýsingar úr heildarskránni enda séu þær ekki tiltækar á öðru formi. Í viðbótarskýringum til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að til að finna stað­setningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá land­upplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upp­lýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upp­lýs­inga­­laga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til að­gangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tíma­punkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki hefur verið talið að réttur samkvæmt upplýsingalögum nái til aðgangs að gagnagrunn­um eða skrám. Á hinn bóginn er ljóst að upplýs­inga­rétturinn nær til efnis sem vistað er í slíkum gagnagrunnum eða skrám, enda uppfylli efnið skil­yrði þess að teljast fyrirliggjandi gagn. Í frumvarpi því sem varð að gildandi upp­lýs­ingalögum kemur fram að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og geti tekið breytingum í sam­ræmi við tækni­þróun. Vafalaust verði þannig að telja að efni sem geymt sé á ýmsu tölvutæku formi telj­ist til gagna í skiln­ingi lag­anna, a.m.k. að því leyti sem það komi í stað annarra hefðbundinna máls­gagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir skrána sem Landsnet afhenti nefndinni og inniheldur stað­setningar allra mannvirkja fyrirtækisins. Nefndin telur að skráin teljist vera gagnagrunnur eða skrá, sbr. fram­an­greinda umfjöllun. Skráin er þannig úr garði gerð að mannvirki Landsnets eru flokkuð eftir því um hvers konar mann­virki er að ræða. Hver tegund mannvirkja, svo sem háspennulínur, tengivirki eða möstur, myndar þekju (e. layer) sem hægt er að kalla fram og einangra frá öðrum þekjum í skránni með tilteknum skipunum og eftir atvikum vinna með nánar. Úrskurðarnefndin hefur staðreynt með notkun forritsins AutoCAD að það krefjist aðeins örfárra skipana að kalla hverja þekju fram og ein­angra hana.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og að til að teljast gagn þurfi það að geta komið í stað annarra hefðbundinna málsgagna, telur úrskurðarnefndin að sú þekja sem inniheldur stað­setningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu sé eitt tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upp­lýs­inga­­laga og að Landsneti sé kleift að kalla það fram með tiltölulega einföldum hætti, sbr. 1. mgr. 15.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Landsnet hefur vísað til þess að gögnin sem kærandi hefur óskað eftir um staðsetningu loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands teljist ekki fyrirliggjandi í skiln­ingi upplýsingalaga. Vísar Landsnet til þess að í því skyni að afmarka staðsetningar loftlínumastra innan ákveðins svæðis, hér miðhálendis Íslands, þurfi að keyra saman upplýsingar úr framangreindri heildarskrá yfir mannvirki fyrirtækisins saman við aðrar upplýsingar sem ekki er að finna í skránni.</p> <p style="text-align: justify;">Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grund­vallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upp­lýs­ingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í út­reikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hlið­sjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Af skýringum Landsnets er ljóst að gagnið sem kærandi hefur óskað eftir og inniheldur upplýsingar um hvar loft­­línumöstur eru staðsett innan miðhálendis Íslands, liggur ekki fyrir hjá fyrir­tækinu heldur þarf að útbúa það sér­­staklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Úr­skurð­­arnefndin telur samkvæmt framan­greindu að Landsneti sé óskylt að útbúa gagnið, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upp­lýs­inga­­laga, en að Lands­­neti sé þó heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upp­lýs­inga­laga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því. Verður því að leggja til grundvallar að það gagn sem kærandi hefur óskað eftir teljist ekki vera fyrirliggjandi hjá Landsneti í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þann­ig er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að upplýsingar um staðsetningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu teljist vera tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga er ljóst að kæranda er unnt að óska eftir því gagni hjá Landsneti á grundvelli 5. gr. upplýsingalag­a, með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. Verði þeirri beiðni synjað getur kærandi vísað afgreiðslunni til úrskurðar­nefnd­ar­innar á nýjan leik. Með vísan til þess að Landsnet hf. teljist vera stjórnvald er ljóst að kærandi getur ósk­að aðgangs að fram­an­greindum gögnum á grundvelli 33.&nbsp;gr. upplýsingalaga, en ákvæðið veitir stjórn­valdi heimild til að veita aðgang að gögnum sem undan­þegin eru upplýsingarétti samkvæmt II. og III. kafla laganna að nánari skilyrðum uppfylltum. Ákvörðun á grund­­velli ákvæðisins sætir hins vegar ekki endur­skoðun úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 2. mgr. 20.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bret­landi, dags. 3. janúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1127/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023

Blaðamaður kærði synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn sex meðferðarheimila. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þyrfti að yfirfara gögnin og afmá viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi umfangs beiðninnar og viðkvæms eðlis gagnanna ætti undantekning 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga við í málinu og staðfesti ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1127/2023 í máli ÚNU 22040002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. apríl 2022, kærði A, blaðamaður hjá Heimildinni (þá Stundinni), ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars sama ár, að synja honum um aðgang að gögnum um meðferðar­heim­ili. Kærandi óskaði hinn 28. október 2021 eftir aðgangi að öllum gögnum um heimilin:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Árbót í Aðaldal, á árabilinu 1995 til 2010,</li> <li style="text-align: justify;">Berg í Aðaldal, á árabilinu 1999 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Torfastaði í Biskupstungum, á árabilinu 1995 til 2004,</li> <li style="text-align: justify;">Skjöldólfsstaði á Jökuldal, á árabilinu 2000 til 2002,</li> <li style="text-align: justify;">Hvítárbakka í Borgarfirði, á árabilinu 1998 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Háholt í Skagafirði, frá árinu 1999 til 28. október 2021,</li> <li style="text-align: justify;">Geldingalæk á Rangárvöllum, á árabilinu 1995 til 2008.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kærandi tók fram í erindinu að hann áttaði sig á því að beiðnin væri umfangsmikil og því væri það honum að meinalausu þótt gögnunum yrði ekki skilað öllum á sama tíma, heldur eftir því sem fram yndi að finna þau til. Óskað var eftir að gögn um Geldingalæk yrðu afhent fyrst.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ræddi símleiðis við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu (Barnaverndarstofa fram til 1. janúar 2022, hér eftir Barna- og fjölskyldustofa) hinn 12.&nbsp;nó­vem­ber 2021 um úrvinnslu beiðni kæranda og afhendingu gagna. Sam­kvæmt upplýsingum frá stofn­un­inni kom fram í samtalinu að beiðnin væri umfangsmikil og að hún yrði bútuð niður eftir með­ferð­ar­heimilum. Stofnunin myndi búa til lista yfir heimilin og öll mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Kærandi gæti þá út frá listanum tilgreint þau mál sem hann óskaði sér­staklega eftir. Mál einstakra barna yrðu þó undanskilin. Stofnunin kveður kæranda hafa verið sáttan við nálgunina sem lögð hafi verið til.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa sendi kæranda tölvupóst hinn 16. nó­vem­ber 2021 til að staðfesta efni símtals­ins. Fram kom að vinnsla beiðninnar væri hafin og að fyrst yrði tekinn saman listi yfir mál sem heyrðu undir Geldingalæk.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember sama ár bárust kæranda lista yfir öll meðferðarheimilin og mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Í bréfi sem fylgdi listunum var farið fram á að kærandi afmarkaði beiðni sína og tilgreindi þau mál sem hann óskaði eftir aðgangi að og í því sambandi vísað til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nánari afmörk­un væri til þess fallin að flýta fyrir afgreiðslu beiðninnar og að koma í veg fyrir að stofnunin aflaði og tæki afstöðu til gagna sem kærandi vildi ekki fá. Þegar kærandi hefði afmarkað beiðni sína við þau mál sem hann óskaði aðgangs að myndi stofnunin hefjast handa við að finna gögn þeirra mála og upplýsa kæranda um hvenær ákvörðunar væri að vænta.</p> <p style="text-align: justify;">Daginn eftir svaraði kærandi bréfi Barna- og fjölskyldustofu og kvaðst vilja fá gögn allra þeirra mála sem heyrðu undir Geldingalæk, bæði málanna sem fram kæmu á listanum sem kæranda var afhentur sem og annarra hugsanlegra mála sem heyrðu undir meðferðarheimilið en væru ekki á listanum. Í fram­­haldinu myndi kærandi svo senda aðrar beiðnir sem vörðuðu gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu var haft samband við kæranda símleiðis hinn 30. nóvember 2022 til að ganga úr skugga um að hann óskaði eftir að fá öll gögn varðandi þau mál sem listuð voru upp nema þau sem vörðuðu mál einstakra barna. Stofnunin kveður kæranda hafa stað­fest það.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 13. desember 2021 var kærandi upplýstur um að fleiri gögn um Geldingalæk hefðu fundist í skjala­safni stofnunarinnar en finna mátti á listanum sem kæranda var afhentur, og því myndi afgreiðsla beiðn­innar tefjast. Hinn 22. desember 2021 var kærandi svo upplýstur um að gögn um Geldingalæk yrðu ekki afhent fyrr en á nýju ári. Vegna umfangs beiðni kæranda hafi verið samið við aukastarfsmann til að yfirfara gögnin. Þar sem málaflokkurinn væri viðkvæmur yfirfæru tveir starfsmenn gögnin með hlið­sjón af því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Yfirferð yfir gögn Geldingalæks væri hálfnuð.</p> <p style="text-align: justify;">Kæranda voru afhent gögn vegna Geldingalæks hinn 9. febrúar 2022. Hinn 15. mars sama ár var kærandi upplýstur um að í ljósi reynslunnar af því að hafa afhent gögn vegna Geldingalæks og þeirrar yfirsýnar sem Barna- og fjölskyldustofa hefði nú yfir umfang gagna um hin sex meðferðarheimilin hefði verið ákveðið að synja kæranda um aðgang að því sem eftir stæði af gögnunum. Verkefnið væri of tímafrekt og héldi starfsfólki frá skyldubundnum verkefnum sínum yfir lengri tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi mótmælti ákvörðuninni með tölvupósti tveimur dögum síðar. Þar sem kæranda hefðu þegar verið afhent gögn um tvö meðferðarheimili, þ.e. Geldingalæk og Varpholt/Laugaland, væri með þess­ari afgreiðslu brotið gegn jafnræðisreglu auk upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Þá benti kærandi á mikil­vægi málsins fyrir lýðræðislega umræðu og aðhald fjölmiðla með opinberum aðilum. Kærandi ítrekaði því beiðni sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 21. mars 2022, kom fram að stofnunin teldi ekki annað fært en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Markmið synjunarinnar væri ekki að standa í vegi fyrir umfjöllun fjölmiðla um þessi mikilvægu mál; því hafi beiðnin verið tekin til meðferðar áður en í ljós kom hve umfangsmikil hún væri.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda um gögn annarra meðferðarheimila en Geldingalæks var synjað formlega með erindi, dags. 29. mars 2022. Ákvörðunin var studd við 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísað til þess að nú þegar hefðu farið 22 dagar í að yfirfara gögnin um Geldingalæk. Áætlað væri að þau gögn sem eftir stæðu teldu um 7.000 blaðsíður og að það tæki starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu um sex vikur til viðbótar að yfirfara gögnin.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að honum hafi verið synjað um afhendingu á gögnum sem hann hafi ekki enn fengið tæki­færi til að tilgreina. Hann mótmælir lýsingu á innihaldi símtals við Barna- og fjölskyldustofu hinn 30. nó­vember 2021, um að hann hafi staðfest að hann vildi fá afhent öll gögn þeirra meðferðar­heim­ila sem eftir stæðu. Hið rétta sé að kærandi hafi sagst mundu að öllu jöfnu biðja um töluverðan hluta þeirra gagna sem lytu að heimilunum, en ekki fullyrt um að hann hygðist fara fram á að fá þau öll af­hent. Kærandi hafi tiltekið að hann myndi senda frekari beiðnir síðar. Því til stuðnings nefnir kærandi tölvupóst sinn til stofnunarinnar frá 26. nóvember 2021, í kjöl­far þess að hann óskaði eftir gögnum um Geldingalæk, þar sem hann hafi sagst mundu í framhaldi af þeirri beiðni senda aðrar beiðnir sem varði gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi kveðst hafa ákveðið að bíða með frekari afmörkun beiðni sinnar þar til Barna- og fjölskyldu­stofa hefði afhent gögn um Geldingalæk. Þegar þau hafi loks borist hinn 9. febrúar 2022 hafi ýmis­legt orðið þess valdandi að kærandi óskaði ekki þá þegar eftir frekari gögnum um hin heimilin. Ljóst sé að stofnunin hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum án þess að vita hvaða gögnum yrði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi fær ekki séð að synjun stofunnar standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 1.&nbsp;mgr. 11. gr. laganna, í ljósi þess að þegar hafi hluti þeirra verið afhentur. Kæranda hafi fengið afhent þau gögn sem snúa að með­ferðarheimilinu Geldingalæk og áður fengið afhent viðlíka gögn er snúa að starfsemi með­­ferðar­heim­ilis­ins Laugalands, áður Varpholts. Í því tilviki var um að ræða gögn er heimilið snertu á tíu ára tíma­bili, árin 1997–2007, þó ekki öll. Því liggi fyrir fordæmi um afhendingu viðlíka gagna sem Barna- og fjölskyldustofa hefur nú neitað að afhenda.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati kæranda hafi stofan brotið bæði gegn upplýsinga- og stjórnsýslulögum með því að neita að afhenda gögn sem kærandi hafi ekki enn tilgreint nákvæmlega hver eru og með því brotið jafnræðis­reglu stjórnsýslulaga, ásamt því að neita að afhenda gögn er augljóslega gætu skipt verulegu máli í þjóð­­félagsumræðu, fyrir fólk sem vistað var nauðugt viljugt á umræddum heimilum og heft þannig að­haldshlutverk fjölmiðla gagnvart hinu opinbera. Kærandi fari því fram á að Barna- og fjölskyldustofa verði gerð afturreka með ákvörðun sína og stofunni verði gert að veita kæranda tækifæri á að afmarka upp­lýsingabeiðni sína.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 6. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Barna- og fjölskyldu­stofu var viðbótarfrestur veittur til 29. apríl sama ár til að skila umsögn.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Barna- og fjölskyldustofu, dags. 27. apríl 2022, er fjallað um grundvöll synjunar Barna- og fjölskyldustofu á beiðni kæranda og málavöxtum lýst. Þar segir að við afgreiðslu beiðna um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga sé lögð áhersla á það sjónarmið að virða skuli rétt þeirra einstaklinga sem um er fjallað til einkalífs, og eigi það jafnt við um börn og fjölskyldur þeirra sem og aðra þá einstaklinga sem komi að slíkum málum. Í því sambandi sé vísað til þeirrar skyldu sem hvílir á starfsfólki barna­vernd­aryfirvalda að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskyldu­ákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018 þar sem kveðið hafi verið á um að litið skuli til þagnarskylduákvæðis laga um sjúkratryggingar við skýringu ákvæða upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að með tilliti til eðlis starfsemi meðferðarheimilanna, og þess málaflokks sem beiðnin lúti að, sé ljóst að stór hluti gagnanna sem stafi frá framangreindum heimilum innihaldi við­kvæmar persónuupplýsingar þeirra einstaklinga sem í hlut eiga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Það séu upplýsingar um einkamálefni fyrrum skjólstæðinga með­ferð­arheimilanna, rekstraraðila, sem og annarra aðila, svo sem starfsmanna og fjölskyldumeðlima barn­anna. Til þess að unnt væri að verða við beiðninni væri ljóst að yfirfara þyrfti öll gögnin gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar um einkamálefni. Í því sambandi væri ekki nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstakling væri um að ræða, heldur einnig aðrar þær upplýsingar sem í samhengi við önnur atriði, til að mynda í opinberri umfjöllun, hefðu sömu áhrif og sviptu aðila þeirri friðhelgi sem lög gera ráð fyrir, sbr. umfjöllun úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 745/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Telur Barna- og fjölskyldustofa að í þessu samhengi þurfi jafnframt að hafa 2. mgr. 17. gr. upp­lýs­inga­laga til hliðsjónar þar sem ljóst sé að umrædd gögn lúti að fyrrum skjólstæðingum með­ferðarheim­il­anna, rekstraraðilum, sem og öðrum aðilum sem með einum eða öðrum hætti hafi haft aðkomu að heim­ilunum, svo sem starfs­mönnum og fjölskyldumeðlimum barnanna. Færi stofan þá leið að óska álits allra þessara aðila yrði það því afar umfangsmikið verk. Því megi bæta við að gagnabeiðnin lúti að gögnum sem hafi verið búin til fyrir allnokkrum árum þegar skráningu var ekki háttað á sama veg og nú í dag, sem geri yfirferðina flókn­ari. Nú í dag sé skráningu háttað þannig að gætt sé að því að blanda ekki saman upplýsingum um einka­hagsmuni inn í almennar upplýsingar um starfsemi með­ferðar­heim­il­anna, svo sem ársskýrslur, heim­sóknarskýrslur og samskipti milli aðila sem lúti að starfsemi heim­il­anna almennt.</p> <p style="text-align: justify;">Við ákvörðunartöku vegna afhendingar gagna varðandi þau meðferðarheimili sem út af standi hafi stofan einkum til hliðsjónar úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 745/2018 og 907/2020 þar sem synjun um aðgang að gögnum á grundvelli 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggi að Barna- og fjölskyldustofa hafi nú þegar afhent gögn vegna Geldingalækjar og hafi stofan því góða yfirsýn yfir það hversu umfangsmikil aðgangsbeiðni af þessu tagi sé. Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að í upphafi hafi verið tekin ákvörðun um að hefja vinnu við afhendingu gagnanna er lúti að meðferðarheimilunum þar sem fjölmiðlar hafi það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald, auk þess sem stofan líti svo á að mikilvægt sé að þessi málaflokkur fái umfjöllun í fjölmiðlum. Þá telji stofan jafn­framt að almenningur hafi hagsmuni af því að nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í land­inu fer fram líkt og rakið sé í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. apríl 2020 í máli nr. 897/2020. Hafi því verið hafist handa við að taka saman gögn og tekin ákvörðun um að afhenda gögn vegna Geldingalækjar, en að sama skapi hafi þá orðið ljóst hversu umfangsmikið verkið væri.</p> <p style="text-align: justify;">Við afhendingu gagna er lúta að Geldingalæk hafi komið í ljós að gögnin töldu um það bil 750 blað­síður, þar sem fjallað sé um einkamálefni víðsvegar í gögnunum. Afgreiðslufulltrúi áætli að viðkomandi hafi ráð­stafað um það bil fimm dögum í að taka saman, prenta út og ljósrita gögn vegna Geldinga­lækjar. Þá hafi verið ráðinn verktaki til þess að fara yfir gögnin og meta þau út frá sjónarmiðum upp­lýs­ingalaga um af­hendingu gagna, þ.m.t. að gefa sitt álit á því hvaða persónuupplýsingar skyldi afmá. Sá verktaki hafi skilað tímaskýrslu vegna verkefnisins sem hljóðaði upp á 71 klukkustund eða um það bil níu daga. Þá hafi lög­fræðingar stofunnar fundað með verktakanum og yfirfarið gögnin áður en tekin var endan­leg ákvörð­un um hvaða gögn skyldi annars vegar afhenda og hins vegar synja um af­hend­ingu. Áætla lög­fræð­ingar stofunnar að þeir hafi eytt samtals um það bil átta dögum í yfirferðina.</p> <p style="text-align: justify;">Af öllu framan­greindu virtu megi áætla að alls hafi verið um 22 dagar í það að fara yfir gögnin eða rúmlega fjórar vinnuvikur. Af­greiðslufulltrúi hafi nú prentað út gögn vegna þriggja meðferðarheimila af þeim sex sem eftir standi. Telji gögnin um 3.500 síður. Megi því áætla að heildarfjöldi blaðsíðna vegna heimilanna sex sé um 7.000 að lágmarki, en listar sem teknir hafa verið til vegna gagnabeiðninnar bendi til að þau gögn sem eigi eftir að taka saman vegna þriggja meðferðarheimilanna séu þó nokkuð umfangmeiri en vegna þeirra heimila sem þegar hafa verið tekin saman og afhent úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að tekið hafi verið af skarið um ýmis álitaefni sem varði afhend­ingu gagna þegar gögnin varðandi Geldingalæk voru afhent, sem myndi nýtast við yfirferð gagnanna vegna hinna meðferðarheimilanna. Því megi ætla að það færi hlutfallslega minni tími í yfirferðina hvað varði þau meðferðarheimili sem út af standa. En í ljósi þess að hér sé um að ræða umtalsvert fleiri blaðsíður en lúta að Geldingalæk megi engu að síður áætla að yfirferðin taki þó nokkuð lengri tíma en nú. Í ljósi þess að stofan vinni með viðkvæman málaflokk sé verklag stofunnar varðandi afhendingu gagna með þeim hætti að tveir lögfræðingar yfirfari gögn áður en þau eru afhent til þess að koma í veg fyrir mistök. Telur Barna- og fjölskyldustofa því að áætla megi að það tæki starfsmenn stofunnar sam­tals um sex vikur að yfirfara gögnin með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra persónuupplýsinga, að með­talinni um­sýslu, svo sem útprentun og ljósritun gagnanna.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati stofunnar sé því ljóst að umfang gagnanna og vinna vegna yfirferðar þeirra séu umtalsverð en ljóst sé að eðli gagnanna og sá málaflokkur sem þau tilheyra sé af þeim meiði að mikið af upp­lýs­ing­um sem fram koma í gögnunum teljast til einka­hagsmuna. Telur stofan því að vinna við að afgreiða þennan hluta beiðninnar feli í sér svo umtalsverðar skerðingar á möguleikum stofunnar til að sinna öðrum hlut­verkum sínum að heimilt sé að beita undan­þáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsinga­laga. Var það því niðurstaða stofunnar að beiðni um afhendingu gagna vegna meðferðarheimilanna Árbót í Aðal­dal, Bergs í Aðaldal, Torfastaða í Biskups­tungum, Skjöldólfsstaða á Jökuldal, Hvítárbakka í Borg­ar­firði og Háholts í Skagafirði var synjað.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Þá hafnar stofnunin þeirri málsástæðu kæranda að honum hafi ekki verið veittur kostur á að afmarka beiðni sína frekar. Í fyrsta lagi hafi kærandi í símtali við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu sagst vilja fá öll gögn varðandi hin sex meðferðarheimilin, að undanskildum málum einstakra barna. Í öðru lagi hafi stofnunin tilkynnt kæranda í tvígang með tölvupóstum, dags. 15. og 21. mars 2022, að ekki væri annað hægt en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Í svari kæranda hinn 17. mars sama ár hafi hann þó ekki gert neina tilraun til að afmarka beiðni sína nánar, heldur ítrekað beiðni um að fá gögn­in afhent. Barna- og fjölskyldustofa telji því að stofnunin hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 3.&nbsp;mgr. 15. gr. upplýsingalaga með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum kost á að afmarka beiðni sína nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl sama ár, eru fyrri málsástæður ítrekaðar. Þá telur kærandi að ekki sé hægt að líta svo á að með tölvupóstum stofn­unarinnar til kæranda, dags. 15. og 21. mars 2022, hafi stofnunin gefið kæranda tækifæri til að afmarka beiðni sína nánar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda um aðgang að gögn­um sex meðferðarheimila með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fyrir ligg­ur að kæranda voru afhent gögn eins meðferðarheimilis, Geldingalæks. Kærandi mótmælir því ekki að beiðni hans hafi verið umfangsmikil en telur hins vegar að Barna- og fjöl­skyldustofa hafi ekki gefið hon­um færi á að afmarka beiðni sína um gögn hinna sex meðferðar­heim­ilanna áður en henni var synj­að. Barna- og fjölskyldustofa telur að beiðni kæranda hafi verið nægi­lega afmörkuð til að stofnun­inni væri unnt að synja henni og telur jafnframt að stofnunin hafi upp­fyllt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um afmörkun á beiðni um aðgang að upplýsingum. Í 1. mgr. kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum beri að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum. Í 1. tölul. 4. mgr. kemur loks fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins hljóðaði upphafleg beiðni kæranda á þann veg að óskað væri eftir öllum þeim gögnum sem Barna- og fjölskyldustofa kynni að búa yfir vegna sjö meðferðarheimila. Kærandi og kærði sammæltust um það í símtali hinn 12. nóvember 2021 að mál einstakra barna yrðu undanskilin beiðn­inni. Þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers með­ferðar­heim­ilis hinn 25. nó­v­ember sama ár tók stofnunin fram að þetta væri gert til að koma í veg fyrir of víð­tæka af­mörkun beiðninnar og til að flýta fyrir afgreiðslu hennar. Í svari kæranda daginn eftir bað hann um gögn heimilisins Geld­ingalæks og tók fram að hann myndi senda beiðnir um gögn ann­arra heim­ila síðar. Í andmælum kær­anda við synjun stofnunarinnar á beiðni um gögn hinna heimilanna ítrek­­aði kæranda svo kröfu sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Barna- og fjölskyldustofu hafi mátt vera það ljóst þegar í upphafi að beiðnin væri slík að umfangi að til greina kæmi að hafna henni á grund­velli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Stofnuninni hefði því verið rétt, a.m.k. þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers meðferðarheimilis, að upplýsa kæranda um að ef hann afmarkaði ekki beiðni sína í því skyni að minnka umfang hennar kynni henni að verða hafnað. Þá telur úrskurðarnefndin að erindi Barna- og fjölskyldustofu til kæranda frá 15. og 21. mars 2022, þar sem fram kom að stofnunin teldi sér ekki annað fært en að hafna beiðninni, hafi ekki falið í sér fullnægjandi leiðbeiningar til kæranda um að afmarka beiðnina nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur hins vegar, að virtum gögnum málsins í heild sinni, að Barna- og fjölskyldu­stofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum meðferðarheimilanna sjö að undan­skildum málum einstakra barna, og að stofnunin hafi haft fullnægjandi forsendur til að synja beiðn­inni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur að þessi niðurstaða eigi við óháð símtali sem kærandi átti við stofnunina hinn 30. nóvember 2021, en sökum þess að kæranda og kærða ber ekki saman um hvert efnisinnihald símtalsins hafi verið er ekki unnt að leggja það til grundvallar sem raun­sanna lýsingu á málsatvikum.</p> <p style="text-align: justify;">Upphafleg beiðni kæranda og eftirfarandi afmörkun hennar, um að mál ein­stakra barna yrðu undan­skil­in, uppfylla að mati úrskurðarnefndarinnar þær skýrleikakröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upp­lýs­inga­laga að gerðar séu til beiðna um upplýsingar. Fullyrðing kæranda frá 26. nóvember 2021 um að hann myndi senda beiðnir um gögn annarra meðferðarheimila síðar breyta ekki þessari niðurstöðu, and­spænis skýru orðalagi í upphaflegri gagnabeiðni hans, enda ítrekaði kærandi í andmælum sínum hinn 17. mars 2022 að hann gerði kröfu um að fá þau gögn afhent sem Barna- og fjölskyldustofa hygð­ist synja honum um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi framangreinds telur úrskurðarnefndin að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum þeirra meðferðarheimila sem hann tilgreindi í beiðni sinni, að undan­skild­um málum einstakra barna. Kemur þá næst til skoðunar hvort Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heim­ilt að hafna þeirri beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum, þ.e. þegar umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til nefnd­arinnar hefur verið lagt mat á þá vinnu og þann tíma sem afgreiðsla beiðni kæranda gerði kröfu um. Stofnunin telur stóran hluta gagnanna innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hlut eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Til að verða við beiðninni þyrfti að óska afstöðu fjölmargra einstaklinga til afhendingar gagnanna, sbr. 2.&nbsp;mgr. 17.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga, og afmá upplýsingar sem gerðu einstaklingana persónugreinanlega lægi sam­þykki þeirra til afhendingar ekki fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa áætlar að hafa varið um 22 dögum í afgreiðslu beiðni kæranda um gögn með­­ferðarheimilisins Geldingalækjar. Þá hafa gögn þriggja meðferðarheimila til viðbótar verið prent­uð út, en þau nema 3.500 blaðsíðum. Stofnunin áætlar að heildarfjöldi þeirra gagna sem eftir standa af beiðni kæranda nemi að minnsta kosti 7.000 blaðsíðum, og að afgreiðslan myndi taka um sex vikur til viðbótar við þá 22 daga sem þegar hafi verið varið í beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur fengið afhent gögn meðferðarheimilanna Árbótar í Aðaldal, Bergs í Aðaldal og Skjöldólfsstaða á Jökuldal. Það er mat nefndarinnar að gögnin innihaldi að stórum hluta upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin að mat Barna- og fjölskyldustofu á þeirri vinnu sem afgreiðsla beiðni kæranda myndi útheimta til viðbótar við þá vinnu sem þegar hafi verið unnin vera raunhæft og nægjanlega vel rökstutt. Úrskurðarnefndin telur því að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun stofnunarinnar staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Tekið skal fram að nefndin hefur með þessari niðurstöðu ekki tekið afstöðu til þess hvort Barna- og fjölskyldustofu kunni eftir atvikum að vera skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem um ræðir, ef kærandi kýs að afmarka beiðni sína við færri gögn og þá þannig að ekki reyni á þau sérstöku sjónarmið sem 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga byggir á. Úrskurðarnefndin áréttar að við meðferð gagna­beiðna þurfa aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að hafa í huga þau markmið upplýsinga­laga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Af þeim sökum verður að leggja til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstakra hagsmuna að gæta af aðgangi að gögnum, sem gerir að verkum að frekari varfærni þarf að gæta við beitingu hins sérstaka undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars 2022, að synja A um aðgang að gögnum meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1126/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023

Kærð var ákvörðun ríkislögreglustjóra um að synja kæranda um aðgang að gögnum. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál lést kærandi. Nefndin taldi að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum teldist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar gætu ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum var óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1126/2023 í máli ÚNU 22070024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. júlí 2022, kærði A lögmaður, f.h. B, synjun ríkislögreglustjóra[…] á beiðni um aðgang að gögnum […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkislögreglustjóra ásamt gögnunum bárust úrskurðarnefndinni hinn 26. ágúst 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. ágúst 2022, og honum veittur kost­ur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 9. september 2022. Hinn […] lést kærandi. Úrskurðarnefndinni barst erindi frá lögmanni kæranda hinn 24. nóvember 2022 með ósk um að málið yrði tekið til úrskurðar á þeirri forsendu að erfingjar kæranda hefðu nú tekið við aðildinni. Erindinu fylgdi umboð frá erfingjum kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja kæranda um aðgang að gögnum[…]. Fyrir liggur hins vegar að kærandi lést meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðar­nefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Sá er talinn eiga aðild að stjórnsýslumáli sem á beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn máls. Ef aðili kærumáls deyr við meðferð málsins er ekki lengur um lögvarða hagsmuni hans að ræða af efnislegri úrlausn málsins. Við þær aðstæður kann dánarbú kæranda að taka við aðildinni. Það á hins vegar ekki við í þeim tilvikum þegar mál snýst um persónubundin réttindi sem erfast ekki.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem deilt er um í máli þessu teljist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar geti ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðar­nefnd um upplýsingamál. Nefndin vekur athygli á því að dánarbúi eða erfingjum kæranda er unnt að óska eftir gögnunum við ríkislögreglustjóra og eftir atvikum kæra synjun um aðgang að þeim til úr­skurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22.&nbsp;gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. B, dags. 28. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1125/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023

Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að niðurstöðu úttektar mannauðsráðgjafa. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugagn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn vörðuðu málefni starfsmanna, sem undanþegin væru upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi úttektina ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var unnin af utanaðkomandi fyrirtæki. Þá taldi nefndin að takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga gæti ekki átt við um skjalið í heild. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1125/2023 í máli ÚNU 22060016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 10. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 24. apríl 2022 óskaði kærandi eftir niðurstöðu úttektar mann­­auðsstjóra hjá SAGA Competence á menningu á vinnustaðnum. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að niðurstöður úttektar mannauðsstjóra væru vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5. tölul. 6. gr. upp­lýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Einnig væri um að ræða viðkvæmar persónu­upp­lýs­ing­ar, en allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varð­veitt­ar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda hafi verið hafnað fyrst og fremst vegna þess að skjalið hafi að geyma mjög viðkvæmar persónu­upplýsingar sem almenningur eigi ekki rétt á, þ.e. upplýsingar um starfssambandið sjálft. Upp­lýs­ingar sem þar komi fram séu t.d. nöfn starfsfólks, umræður um kjaramál, framgang og líðan í starfi og almennt um starfssambandið. Einnig sé um að ræða vinnuskjal sem aðeins sé ætlað fram­kvæmda­stjóra og stjórn, enda skjalið útbúið til eigin nota við undirbúning ákvarðana og hafi ekki og verði ekki afhent út fyrir félagið. Þá innihaldi skjalið engar upplýsingar um endanlegar afgreiðslur mála.</p> <p style="text-align: justify;">Í byrjun febrúar 2022, að beiðni framkvæmdastjóra Herjólfs, hafi mann­auðsráðgjafi hitt allt fastráðið starfsfólk félagsins í starfs­mannaviðtölum. Mark­miðið hafi verið að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti. Hún hafi skilað af sér helstu niðurstöðum starfs­manna­sam­tal­anna við starfsfólk félagsins til framkvæmdastjóra ásamt tillögum að lausnum. Í niðurstöðunum sé að finna beinar tilvitnanir í orð starfsfólks ásamt því að starfsfólk sé þar nafngreint. Fenginn hafi verið utan­aðkomandi sérfræðingur til verksins þar sem slík þekking fyrirfinnist ekki innan félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að Herjólfur sé opinbert hlutafélag og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upp­lýs­inga­­laga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfs­manna. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga sé meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að niðurstöðu úttektar mann­auðsráðgjafa frá því í mars 2022 sem ber heitið „Greining á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi“. Synjun Vest­mannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. byggir á því að um vinnugagn sé að ræða í skilningi 8.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn varði málefni starfs­manna, sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar samkvæmt 2. og 3. gr. hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:</p> <p style="text-align: justify;">Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skil­yrð­um að verða fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið af­hent öðrum. […] Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utan­að­komandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skiln­ingi 8. gr. frumvarpsins.</p> <p style="text-align: justify;">Sú úttekt sem mál þetta varðar uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið rituð eða útbúin af starfs­mönnum Herjólfs sjálfs og verður, þegar af þeirri ástæðu, ekki á það fallist að líta megi á hana sem vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1.&nbsp;mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfs­sambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar úttektar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um greiningu á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi og settar fram helstu niðurstöður og tillögur að lausnum. Markmið úttektarinnar var að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur hefur borið fyrir sig að úttektin teljist í heild sinni til upplýsinga um málefni starfsmanna í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi félagsins er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig þessi takmörkun getur átt við um skjalið. Í þessu samhengi er áréttað að um er að ræða undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings sem skýra beri þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að til mála sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., teljist t.d. mál þar sem starfs­maður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Samkvæmt þessu má álykta að almenn málefni starfsmanna falli utan starfssambandsins, svo sem athuganir á starfsskilyrðum stofn­unar og skýrslur um árangur eða stefnumótun.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það kann að vera að unnt sé að fella einhverjar þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hins vegar að ákvæðið geti ekki átt við um skjalið í heild. Í því sambandi skal nefnt að úrskurðar­nefnd­in hefur farið yfir skjalið og telur hluta af því vera þess efnis að til greina komi að veita kæranda aðgang. Þá kunna tilteknar upplýsingar í úttektinni að vera þess efnis að þær falli undir einkamálefni þeirra sem í hlut eiga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Í slíkri meðferð felst þá að fara verður yfir úttektina með hliðsjón af því hvaða upp­lýs­ingar skuli undanþegnar aðgangi kæranda, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum veita kæranda að­gang að öðrum hlutum úttektarinnar, sbr. 3. mgr. 5. gr. þar sem fram kemur að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja A um aðgang umbeðnum gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1124/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins.

<p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1124/2023 í máli ÚNU 22060012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. júní 2022, kærði A, blaðamaður hjá mbl.is, synjun utan­ríkis­ráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. maí 2022, óskaði B, blaðamaður hjá mbl.is og Morgun­blaðinu, eftir upplýsingum í tengslum við 16. gr. a og 16. gr. b reglu­gerðar um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, og hvort greinarnar hefðu verið notaðar til útgáfu vega­bréfa á síðustu tveimur vikum. Nánar tiltekið var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á tímabilinu óskað eftir því að Útlendingastofnun gæfi út vega­bréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna þótt viðkomandi uppfyllti ekki kröfu um að vera lög­lega búsettur á Íslandi, sbr. 16. gr. a reglugerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, í hve mörg skipti á síðastliðnum tveimur vikum, hvers vegna þau hafi verið gefin út og hversu lengi þau hafi verið látin gilda.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á síðastliðnum tveimur vikum falið sendiskrifstofu eða kjör­ræðis­­manni að gefa út neyðarvegabréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna, sbr. 16. gr. b reglu­­gerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, hve mörg slík vegabréf hafi verið gefin út á tímabilinu, hver gildistími þeirra væri og ástæður þess að þau hafi verið gefin út.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort það væri rétt skilið að með útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar væri ein­­staklingum ekki veittur ríkisborgararéttur heldur aðeins íslenskt vegabréf.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft ákvæðin hefðu verið notuð síðan þau tóku gildi, og hve langur gildistími vegabréf­anna hefði verið að meðaltali.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins áframsendi B beiðnina til ráðuneytisins til kæranda í máli þessu samdægurs. Kærandi ítrekaði erindi B til ráðuneytisins sama dag og óskaði eftir að erindið yrði kannað fyrir kvöldið. Með erindi til kæranda og B, dags. 20. maí 2022, svaraði ráðuneytið og taldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og synjaði beiðninni að hluta. Hvað varðaði þriðja lið fyrir­spurn­arinnar þá væri það rétt skilið að útgáfa vegabréfs á grundvelli 16. gr. reglugerðarinnar fæli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að hinn 23. apríl 2022 hafi kærandi óskað eftir nánari rökstuðningi frá ráðuneytinu og ítrekað svo beiðnina með símtali. Hinn 9. júní 2022 hafi umbeðinn rökstuðningur ekki enn borist og því óski kærandi eftir að fá úr málinu skorið á vettvangi úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 12. júní 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 4. júlí 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að ráðuneytið hafi svarað erindi kæranda hinn 20. maí 2022 og ekki séð sér fært að verða við beiðninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga og var beiðninni synjað. Einum lið beiðninnar hafi þó verið svarað á þá leið að útgáfa vegabréfa á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar um íslensk vegabréf feli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar. Jafnframt hafi kæranda verið bent á rétt til eftirfarandi rökstuðnings og leiðbeint með kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar. Beiðni um nánari rökstuðning hafi borist ráðuneytinu 23. maí 2022 þar sem óskað var eftir nánari útlistun á því hvernig 9. og 10. gr. upplýsingalaga ætti við um hvern lið beiðninnar. Ráðuneytið hafi ekki náð að senda kæranda umbeðinn rökstuðning áður en kæran barst úrskurðarnefndinni og því líti ráðuneytið svo á að umsögnin feli jafnframt í sér rökstuðning til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl 2022 hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breytingin, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sér­stakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðarákvæða, séu einkum höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niðurstaða ráðuneytanna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998, og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tímasetningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðuneytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréfa til út­lendinga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra tölfræðiupplýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upp­lýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórn­völdum sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegnum íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífs­verndarreglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lögheimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og aðsetur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær útgefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upplýsinga­laga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upplýsinga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að útiloka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hagsmunum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vegabréfaútgáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upplýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðu­neytið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, samhengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. júlí 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. &nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýring­um um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða sem bætt var við reglugerð um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, vorið 2022. Utan­ríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skiln­ingi upplýsinga­laga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið út­gefið vegabréf á grund­velli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikil­væga almanna­hags­muni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almenn­ings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upp­­lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til að­gangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tíma­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3.&nbsp;málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3.&nbsp;mgr. 15.&nbsp;gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úr­skurðar­nefnd­­ar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýs­ingalaga eigi við um gögnin. Í sam­ræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar upp­lýsingar teljist ekki fyrirliggjandi mun nefnd­in taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að­gangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagn­vart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndar­andlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upp­lýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frum­varpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almanna­hags­munir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagn­kvæmt traust í skipt­um við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðli­leg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða al­þjóða­stofn­ana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórn­völd geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefnd­ar­innar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almanna­hagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónar­miðum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hags­munamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úr­skurð­arnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikil­vægum almanna­hags­munum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í at­huga­semdum við 2. tölul. 10.&nbsp;gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úr­skurð­ar­nefnd­in að ráðuneytinu sé heim­ilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A, blaða­manni hjá mbl.is, um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1123/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins.

<p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1123/2023 í máli ÚNU 22050014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. maí 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), þá ákvörðun utanríkis­ráðuneytis að synja beiðni hans um upplýsingar um hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grunni reglugerðarbreytingar um íslensk vegabréf sem tók gildi í lok apríl 2022 og hvenær þau vegabréf voru gefin út.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, synjaði utanríkisráðuneytið beiðni kæranda á þeim grundvelli að ráðu­neytið teldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fyrirspurn kæranda sé almenn og í henni sé ekki farið fram á upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni nokkurs einstaklings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Spurt hafi verið um tölfræði og tímasetningar. Fjarstæðukennt sé að halda því fram að hægt sé að synja fyrirspurninni á grundvelli 9. gr. laganna. Þá hafi kærandi ekki óskað eftir neinum þeim upplýsingum sem í 10. gr. upplýsingalaga getur, heldur um fjölda útgefinna vegabréfa og hvenær þau voru veitt. Enn fjarstæðukenndara sé að halda því fram að fyrirspurnin stangist á við 10. gr. laganna. Miðað við svör og viðmót ráðuneytisins telji kærandi ljóst að ráðuneytið ætli sér að drepa málinu á dreif og vonast til þess að úrvinnsla úrskurðarnefndarinnar taki það langan tíma að áhugi á málinu sem fréttaefni verði búinn að dvína þegar niðurstaða hennar liggi loks fyrir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 25. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 10. júní 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf, nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breyt­ing­in, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjör­ræðis­mönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sér­stakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðar­ákvæða, séu eink­um höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niður­staða ráðu­neyt­anna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998 og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tíma­setningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðu­neytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréf til út­lend­inga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mann­úðar­sjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra töl­fræði­upp­lýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upp­lýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra ein­staklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórn­völdum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórn­völd­um sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegn­um íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífs­verndar­reglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lög­heimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og að­setur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær út­gefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upp­lýs­inga­laga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögn­um þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkis­ins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hags­muni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upp­lýs­inga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að úti­loka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hags­munum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vega­bréfa­út­gáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika ís­lenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upp­lýs­ing­ar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upp­lýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðu­neyt­ið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, sam­hengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni ein­stak­linga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breyt­ur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. júní 2022, segir að það geti ekki talist fullgild rök að vísa til ímyndaðra „óheppilegra getgátna“ sem forsendu fyrir því að synja fjöl­miðli í lýðræðisríki aðgengi að tölfræði um úthlutun vegabréfa. Ráðuneytið hafi ekkert fyrir sér í því hvernig farið verði með umræddar upplýsingar og hver umræða um þær geti verið. Í gildi séu lög um fjölmiðla, nr. 38/2011, og fjallar 26. gr. þeirra um lýðræðislegar grunnreglur. Sömu lög skylda fjöl­­miðla til að setja sér ritstjórnarstefnu sem birt sé á vef Fjölmiðlanefndar. Ávirðingar, sem byggi ekki á neinum lagalegum grunni, um að fjölmiðlar geti unnið þannig úr tölfræðilegu efni að það leiði til „óheppilegra getgátna“ séu ekki rökstuddar með neinum hætti í umsögn ráðuneytisins. Slík vinnu­brögð gangi auk þess gegn ákvæðum laga um fjölmiðla. Um sé að ræða fyrirslátt og huglæga forsendu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ekki með nokkru vitrænu móti tekið gilda. Auk þess megi færa sterk rök fyrir því að synjun á afhendingu upplýsinga um þessi mál leiði frekar til „óheppilegra get­gátna“ en það að afhenda ábyrgum fjölmiðlum upplýsingar um hvernig stjórnvald nýti heimild sína til útgáfu vegabréfa, og þeir fái fyrir vikið betri upplýsingagrunn til að byggja umfjöllun sína á. Því sé innra ósamræmi í þessari röksemdarfærslu ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríki sé meðal annars það að veita stjórnvöldum aðhald. Hér sé um að ræða reglugerðarsetningu sem feli í sér stórfellda breytingu á framkvæmd útgáfu vegabréfa, sem færi einum ráðherra nánast geðþóttavald við úthlutun þeirra. Ríkir hagsmunir séu fyrir því að fjölmiðlar og almenningur séu upplýstir um framkvæmdina enda hafi stjórnvöld ekki gefið neitt út um hvernig þessari fordæmalausu heimild sé beitt. Það sé fjarstæðukenndur fyrirsláttur og útúrsnúningur að mikilvægum almannahagsmunum sé fórnað og geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, ef önnur lönd frétti af því hvernig heimildinni beitt líkt og ráðuneytið haldi fram. Ef úthlutun vegabréfa á grundvelli nýsettrar reglugerðar ógni öryggi ríkisins eða samskiptum þess við önnur ríki þá sé það úthlutunin sjálf sem ógni því öryggi og samskiptum við önnur ríki, ekki möguleg umfjöllun fjölmiðla um hana. Ef fallist yrði á þá röksemdafærslu ráðuneytisins að möguleg neikvæð umfjöllun geti skapast, fái fjölmiðlar upplýsingar um það hvernig ráðherra beitir valdi sínu, myndu fjölmiðlar sennilega aldrei fá neinar slíkar upplýsingar framar.</p> <p style="text-align: justify;">Sú forsenda, að ráðuneytið telji að með birtingu umbeðinna gagna sé höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, eigi ekki við hvað varði gagnabeiðni kæranda. Óskað hafi verið eftir ópersónugreinanlegum upplýsingum. Ekki sé beðið um aðgengi að gögnum um einka- eða fjárhags­málefni einstaklinga né um lögheimili nokkurs. Loks telur kærandi mikilvægt að úrskurðarnefndin meti málið heildstætt. Hér sé ráðuneyti að fá nær algjört vald til að úthluta íslenskum vegabréfum með reglugerðarsetningu. Engin umræða um þessa stefnubreytingu við úthlutun vegabréfa hafi farið fram á Alþingi og ekki verði séð á fundargerðum ríkisstjórnar að hún hafi verið til umræðu þar. Almenningur hafi engar upplýsingar um hvers vegna það þótti nauðsynlegt að setja reglugerðina. Allt um ákvörðun um setningu umræddrar reglugerðar bendi til þess að hún hafi verið tekin bak við luktar dyr og enga skýringar hafi verið gefnar á nauðsyn hennar. Hér reyni á aðhaldshlutverk fjölmiðla við að krefjast svara. Brýn nauðsyn sé fyrir því að ráðuneytið upplýsi almenning eins mikið og kostur er um beitingu heimildarinnar til að úthluta vegabréfum á grundvelli reglugerðarinnar. Birting á tölfræði um fjölda úthlutaðra vegabréfa sé lág­markskrafa.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýring­um um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grundvelli breytingar á reglugerð um vegabréf og hvenær útgáfan hafi átt sér stað. Utan­ríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skiln­ingi upplýsingalaga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið út­gefið vegabréf á grundvelli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikil­væga almannahagsmuni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almenn­ings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upp­­lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til að­gangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tíma­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3.&nbsp;málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3.&nbsp;mgr. 15.&nbsp;gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úr­skurðar­nefnd­­ar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýs­ingalaga eigi við um gögnin. Í sam­ræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar tölfræðiupplýsingar liggi ekki fyrir mun nefnd­in taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagn­vart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndar­andlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upp­lýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frum­varpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almanna­hags­munir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagn­kvæmt traust í skipt­um við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðli­leg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða al­þjóða­stofn­ana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórn­völd geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefnd­ar­innar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almanna­hagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmið­um.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úrskurðarnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikil­vægum almanna­­hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10.&nbsp;gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úr­­skurð­arnefndin að ráðuneytinu sé heim­ilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1122/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Kærð var synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsóknir um starf hjá þeim aðilum sem heyrðu undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknar frestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ekki átt við um starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem félagið væri ekki stjórnvald heldur lögaðili í meirihlutaeigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1122/2022 í máli ÚNU 22110024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja honum um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu for­stjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf forstjórans og fjölda umsókna með erindi, dags. 29. nóvember 2022. Sama dag barst svar frá Orkuveitu Reykja­víkur þess efnis að upplýsingar um nöfn umsækjenda yrðu ekki birtar. Fjöldi umsókna yrði gefinn upp þegar nýr forstjóri yrði kynntur til leiks.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur var byggð á 7. gr. upplýs­ingalaga, nr. 140/2012, en ákvæði 2. mgr. þeirrar greinar um að skylt væri að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, ætti ekki við um Orkuveitu Reykjavíkur heldur aðeins um opinbera starfs­menn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Orkuveitu Reykjavíkur með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Orkuveita Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í umsögninni kemur fram að skyldan til að birta upplýsingar um umsækjendur taki til stjórnvalda þar sem opinberir starfs­menn starfa.&nbsp; Við mat á því hvort störf falli þar undir sé horft til laga um opinbera starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Orkuveita Reykjavíkur sé sameignarfyrirtæki sem starfi á grundvelli laga nr. 136/2013. Þótt félagið fari með margvísleg og fjölbreytt verkefni teljist það ekki stjórnvald og sé skyld­an til að birta eða veita upplýsingar um umsækjendur um störf hjá félaginu því ekki til staðar sam­kvæmt 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. &nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Orkuveita Reykjavíkur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Ljóst er að ákvæði upplýsingalaga gilda því almennt um starfsemi félagsins nema sérákvæði annarra laga kveði á um annað. Um rétt kæranda til aðgangs til upplýsinganna fer því almennt eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Takmörkunin er útfærð nánar í 7. gr. þar sem fram kemur í 1. mgr. að rétturinn til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá megin­reglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, voru hins vegar samhliða settar undantekningar frá þessari sérreglu um málefni starfsmanna í 1. mgr. 7. gr. sem fram koma í 2.–4. mgr. 7. gr. Þannig er í 2. mgr. kveðið á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1.&nbsp;mgr., skylt að veita upplýsingar um tiltekin atriði sem varða opinbera starfsmenn. Þær upplýsingar eru síðan taldar upp í fimm tölusettum liðum en meðal þeirra eru nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þá taki hugtakið <em>opinberir starfsmenn</em> samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefndin einsýnt að félag í meirihlutaeigu hins opinbera eins og Orkuveita Reykjavíkur geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að Orkuveita Reykjavíkur sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna Orku­veitu Reykjavíkur. Af því leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu forstjóra félagsins getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er hins vegar að finna sérreglu um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmann lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. en sem fyrr segir heyrir Orkuveita Reykjavíkur undir síðastnefnda ákvæðið. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um er að ræða opinbera starfsmenn hjá stjórnvöldum eða starfsmenn lögaðila. Þar sem ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda þegar sótt er um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, verður að líta svo á að slík skylda sé ekki til staðar í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til framangreinds á kærandi ekki rétt til upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því var félaginu &nbsp;heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjanda um stöðu forstjóra hjá félaginu og verður hin kærða ákvörðun staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. nóvember 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu forstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1121/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Kærð var afgreiðsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni kæranda um áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á úrgangi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kvað gögnin ekki fyrirliggjandi en vísaði kæranda á vefsíðu sína þar sem upplýsingar um málið væru aðgengilegar. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að áætlunin lægi ekki fyrir hjá eftirlitinu. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1121/2022 í máli ÚNU 22110021.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 24. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stund­­inni, afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni hans um gögn. Kær­andi óskaði með erindi, dags. 30. október 2022, eftir áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Vegna tafa á afgreiðslu beiðninnar vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upp­lýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Heilbrigðiseftirlit Suðurlands afgreiddi beiðni kæranda með erindi, dags. 9. nóvember 2022. Kom þar fram að áætlun frá Terra lægi ekki fyrir hjá heilbrigðiseftirlitinu að öðru leyti en því sem fram hefði kom­ið í tölvu­pósti til kæranda hinn 17. október 2022. Í þeim tölvupóstssamskiptum hafði kærandi spurt um það hvort Terra myndi þurfa að flytja allan úrganginn á sinn kostnað eða væri nóg fyrir fyrir­tækið að hreinsa úrganginn. Svar heilbrigðiseftirlitsins var á þá leið að allur óhæfur úrgangur yrði fjar­lægður, en leitast yrði við að skilja mold og annan jarðveg eftir. Terra bæri allan kostnað af aðgerð­um.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni. Kær­andi vísaði málinu að nýju til úrskurðarnefndarinnar hinn 24. nóvember 2022, og vísaði til þess að hann teldi að heilbrigðiseftirlitið hefði áætlun Terra undir höndum. Því til stuðnings vísaði kærandi til tölvu­pósts sem heilbrigðiseftirlitið sendi til fulltrúa sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í lok september 2022. Í þeim pósti hefði komið fram að ákveðið hefði verið að Terra tæki saman áætlun um hreinsun á svæðinu, þar sem m.a. skyldi koma fram áætlað umfang verkefnisins, hvert áformað væri að flytja úrganginn og áætl­uð verklok.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands með erindi, dags. 25. nóvember 2022, og heil­brigðis­eftir­litinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heil­­brigðiseftirlitið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 28. nóvember 2022. Í henni kem­ur fram að áætlunin hafi legið fyrir 11. nóvember 2022. Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki í vörslum sínum sér­stakt skjal með áætlun frá Terra, heldur birtist áætlunin í starfsleyfisskilyrðum vegna land­mót­unar á Spóastöðum, sem kynnt hefðu verið á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins hinn 11. nóvember 2022. Í skilyrðunum kæmi m.a. fram eftirfarandi:</p> <p style="text-align: justify;">Markmið starfseminnar er að hreinsa svæðið af óæskilegu efni sem hefur safnast upp [svo sem af] plasti sem að mestu eru plastpottar úr garðyrkju. Áætlað heildarmagn sem um ræðir og verð­ur tekið til hreinsunar af svæðinu er um 100 tonn, þar af [nemur plast u.þ.b.] 10%. Verk­taki notar bún­að til að flokka þann úrgang frá og verður hann fluttur í Álfsnes til urð­unar. Að því lokn­u[…] verði gengið frá svæðinu þannig að það sé tilbúið til ræktunar og falli að umhverf­inu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu telur að hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands liggi fyrir áætlun Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Heilbrigðiseftirlitið vísar til þess að slík áætlun liggi ekki fyrir að öðru leyti en sem kemur fram í starfsleyfisskilyrðum vegna landmótunar á Spóastöðum sem kynnt voru á vef heilbrigðis­eftirlitsins í nóvember 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orða­­lag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gild­­andi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tíma­­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suður­lands að áætlun Terra liggi ekki fyrir. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið jafnframt vísað kæranda á vef­síðu sína þar sem upplýsingar um málið eru aðgengilegar, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Af ákvæðum upp­lýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrir­liggj­andi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 24. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1120/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Í málinu gerði kærandi athugasemdir við að tiltekin símtöl sem hann hefði óskað aðgangs að hjá Kópavogsbæ væru ekki til í formi upptöku. Þá var deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks laut kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu að þau símtöl sem kærandi óskaði aðgangs að hefðu ekki verið hljóðrituð. Þá taldi úrskurðarnefndin að Kópavogsbæ væri óskylt að búa til lista yfir símtöl við skipulagsdeild bæjarins, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Loks kæmi það í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinntu skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1120/2022 í máli ÚNU 22110020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans um gögn. Fram kemur í kærunni að kærandi hafi unnið að því að fá samþykkta breytingu á deiliskipu­lagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við fasteign sína. Hinn 19. ágúst 2022 óskaði kærandi eftir að­gangi m.a. að eftirfarandi gögnum vegna málsins:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upptökum af öllum símtölum kæranda við starfsmenn skipulagsdeildar Kópavogsbæjar frá 21.&nbsp;ok­tó­ber 2021 til 19. ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Upptökum af símtölum B, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi, við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19.&nbsp;ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Lista yfir fundi og símtöl, fundargerðum og minnispunktum vegna samskipta B við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19. ágúst 2022.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Kópavogsbæjar, dags. 1. september 2022, kom fram að símtöl væru að jafnaði ekki hljóðrituð nema hjá velferðarsviði bæjarins að hluta til. Þá héldu starfsmenn almennt ekki yfirlit yfir símtöl. Starfs­maður skipulagsdeildar kvæðist hafa átt símtöl við B og tölvupóstssamskipti en enginn fundur hefði átt sér stað. Kærandi svaraði erindinu samdægurs og ítrekaði beiðni um lista yfir símtöl B til skipulagsdeildar vegna máls kæranda, tímasetningu og -lengd auk viðmælanda.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 21. september 2022, kom fram að samkvæmt upplýsingum frá upplýsingatæknideild bæjarins væri nú búið að kalla fram hrágögn úr símtalalista hjá bænum, en það þurfi að forrita til að geta lesið eitthvað út úr upplýsingunum, þar sem um sé að ræða endalausa textastrengi úr símkerfinu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 28. október 2022 var kærandi upplýstur um það að ekki væri hægt að verða við beiðni kæranda um yfirlit yfir símtöl nema með nokkrum tilkostnaði. Upplýsingaskylda stjórnvalda næði til fyrirliggj­andi gagna. Yfirlit um símtöl frá ákveðnu símanúmeri til starfsmanna skipulagsdeildar lægi ekki fyrir nema í formi sem ekki væri læsilegt nema leitað væri til forritara.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fullyrðing Kópavogsbæjar um að símtöl séu ekki hljóðrituð skjóti skökku við þar sem bæjarstjóri hafi lagt til við kæranda að samskipti færu fram í gegnum tölvupóst eða hljóðrituð símtöl. Þá sé kærandi ósammála Kópavogsbæ að beiðni hans um lista yfir símtöl feli í sér að búa þurfi til ný gögn, þar sem aðeins sé óskað eftir gögnum sem séu þegar til. Loks bendir kærandi úrskurðar­nefndinni á að skjölun og vistun gagna hjá bænum sé ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Kópavogsbæ með erindi, dags. 24. nóvember 2022, og bænum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Kópavogsbær léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í henni kemur fram að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð. Þá hafi verið látið kanna hvort hægt væri að nálgast yfirlit yfir símtöl til og frá símanúmerum starfsmanna. Svo hafi ekki reynst vera og því hafi ekki verið annað hægt en að synja beiðni kæranda. Þá telur Kópavogsbær að eftirlit með skráningu og vistun gagna heyri ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu sama dag og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu gerir kærandi athugasemdir við að símtöl þau sem hann hefur óskað aðgangs að séu ekki til í formi upptöku. Þá er deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli til­tekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks lýtur kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orða­lag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gild­andi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tíma­punkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Kópavogsbær hefur fullyrt að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð og því séu ekki til upptökur af símtölunum sem unnt sé að afhenda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Kópavogsbæjar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úr­skurð­arnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna og ber að vísa slíkri kæru frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi beiðni kæranda um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins hefur komið fram af hálfu Kópavogsbæjar að til að unnt sé að afhenda slíkan lista á því formi sem kær­andi hefur óskað eftir þurfi að leggjast í vinnu til viðbótar við þá sem þegar hafi verið unnin, eftir atvik­um með aðkomu forritara með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er samkvæmt þessu að sá listi sem ósk­að hefur verið eftir er ekki fyrirliggjandi heldur þarf að búa hann sérstaklega til svo hægt sé að verða við beiðni kæranda. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að vinnan sem það útheimtir sé að um­fangi verulega umfram þá aðgerð að veita kæranda aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi upp­lýs­inga­laga og að Kópavogsbæ sé ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að búa listann til. Úr­skurð­ar­nefnd­in tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upp­lýs­inga­­laga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónu­vernd.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Kópavogsbæjar á gögnum hafi verið ábótavant bend­ir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögn­um máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upp­lýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fund­ar­gerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opin­berra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 23. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1119/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um starfsmannaveltu hjá félaginu. Félagið kvað slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu væru ekki fyrirliggjandi. Þá væri Herjólfi ekki skylt að taka saman þau gögn þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna, þar sem ljóst þætti að slík gögn heyrðu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1119/2022 í máli ÚNU 22070004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. júlí 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðn­um hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu, dags. 7. mars og 7. júní 2022. Í svari félags­ins, dags. 23. apríl 2022, kom fram að allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varð­veittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að starfsmannavelta hjá félaginu hafi verið mikil og hröð. Slík velta sé dýr fjár­hags­lega. Að vera sífellt að þjálfa upp fólk hljóti að varða öryggi farþega, farms og áhafnar. Kærandi óski ekki eftir nöfnum eða kennitölum heldur aðeins fjölda þeirra sem koma og fara.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. ágúst 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að gögn sem kæran lýtur að liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman. Þá er vísað til þess að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem upp­lýs­ingalög taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfs­sambandið að öðru leyti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Herjólfur hafni öllum beiðnum um upplýsingar sem varði starfssamband félagsins við starfsmenn.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. september 2022, kemur fram að kærandi hafi aðeins óskað eftir upplýsingum um hraða starfsmannaveltu hjá félaginu. Það ætti ekki að vera leyndarmál hvaða starfsmenn hætti, m.a. með hliðsjón af því að nöfn starfsmanna hverju sinni séu opinberar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá félaginu. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrir­liggj­andi, auk þess sem þær séu undanþegnar upp­lýs­inga­rétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upp­­lýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að rétt­ur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upp­­lýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3.&nbsp;málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upp­lýs­­ingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sín­um, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörð­­un. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upp­­lýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undan­­tekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úr­skurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1095/2022, 1090/2022 og 919/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram kemur í umsögn Herjólfs tók félagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaðan sú að slíkar upp­lýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu séu ekki fyrir­liggjandi. Þá er Herjólfi ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögn­um ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upp­lýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til að­gangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, fram­gang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úr­skurð­ar­nefnd­ar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfs­manna og um starfs­lok þeirra. Því er fallist á það með Herjólfi að félaginu sé ekki unnt að veita kær­anda aðgang að gögn­um sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úr­skurð­ar­nefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um að­gang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 6. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1118/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með úrbótaáætlun vegna ýmissa þátta í rekstri Herjólfs. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja aðgangi kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að félaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu. Var ákvörðun félagsins því staðfest.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1118/2022 í máli ÚNU 22060023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 25. apríl 2022 óskaði kærandi eftir tímasettri áætlun til úrbóta á athugasemdum vegna öryggismála um borð í Herjólfi. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að tímasett áætlun til úrbóta væri vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5.&nbsp;tölul. 6. gr. upplýsinga­laga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að krafa kæranda sé sú að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn. Við eftirlitsskoðun á skipinu hafi komið fram alvarlegar athugasemdir. Í skipi sem flytji tugþúsundir far­þega hljóti að skipta máli hvort öryggisatriði séu í lagi. Orðhengilsháttur um vinnuskjal hljóti að vera léttvægur fundinn þar hjá, því sé þessi kæra fram sett.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. júlí 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Herjólfs, dags. 25. júlí 2022, segir að í svari félagsins til kæranda hafi komið fram að áætlunin væri vinnuskjal og aðeins notað sem slíkt. Gögnin sem um ræði sé excel-skjal, svokallaður verkefnalisti. Skjalið sé yfirlit yfir ýmis verkefni sem snúi að ýmsum þáttum í rekstri skipsins og útlisti hvaða verk­efnum þurfi að sinna, hver ætli að gera það og hvenær því eigi að ljúka. Sambærileg yfirlit séu þekkt á ýmsum formum í rekstri skipsins og tilgangurinn að vinna út frá þeim við ákvarðanir sem tengist rekstr­inum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjal. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. &nbsp;</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnu­gögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörð­unar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli laga­skyldu. &nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöld­um sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endur­spegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verk­tökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða verkefnalista og áætlun yfir úrbætur og ástand skipsins Herjólfs, aðgerðir til úrbóta, úrvinnsluaðila og áætlaðar lokadagsetningar úrbóta ásamt áætlun um uppsetningu og innleiðingu viðhaldskerfis og greiningar á verkefnum. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt skýringum Herjólfs er skjalið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri skipsins og hefur úrskurðar­nefndin ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem skylt er að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri skipsins er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1117/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lögmannstofu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tilteknu tímabili. Kæranda höfðu verið afhentir reikningar þar sem afmáðar voru að hluta til m.a. upplýsingar um einingarverð og magn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki nægilega í ljós leitt að umræddar upplýsingar næðu til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær væru sérstaklega til þess fallnar að valda lögmannsstofunni tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir lögmannsstofunnar vægju ekki eins þungt og hagsmunir almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var því lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda þá reikninga sem afhentir voru án þess að afmáðar væru upplýsingar um tímagjald og -fjölda og upplýsingar um hvenær vinna lögmannsstofunnar var innt af hendi.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1117/2022 í máli ÚNU 22060001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahags­ráðuneytis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 30. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af reikningum, þar á meðal sundurliðuðum tímaskýrslum, vegna ráðgjafarvinnu lögmanns­stof­unnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahags­ráðu­neyt­ið á tímabilinu september til desember 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið svaraði erindi kæranda hinn 22. apríl 2022 og tók fram að reikningarnir væru að­gengi­legir almenningi á vefsíðunni opnirreikningar.is. Jafnframt fylgdu svarbréfi ráðuneytisins afrit af um­ræddum reikningum, að undanskildum upplýsingum sem ráðuneytið hafði afmáð með vísan til 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í svari ráðuneytisins er tekið fram að reikningarnir vörðuðu annars vegar lögfræðiráðgjöf Íslaga vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrir­tækis­ins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðug­leikaeigna o.fl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við svari ráðuneytisins samdægurs og kvað ráðuneytið enn eiga eftir að veita upplýsingar um tímagjald og tímafjölda lögfræðiráðgjafar Íslaga og hvenær vinnan hefði verið innt af hendi. Með erindi, dags. 6. maí 2022, hafnaði ráðuneytið að veita kæranda upplýsingar um tímagjald og tíma­fjölda lög­fræðiráðgjafar Íslaga á þeim grundvelli að þær vörðuðu virka mikilvæga fjárhags- og viðskipta­hags­muni sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá kom fram að reikn­ing­arnir vörðuðu tímabilið maí til október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að í málinu þurfi að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum almennings að upplýsingar um ráðstöf­un opinberra hags­muna séu aðgengilegar almenningi. Eðlilegt sé að þeir lögaðilar sem geri samninga við opinbera aðila geri sér grein fyrir hinum síðarnefndu hagsmunum almennings og að upplýsingar um samningsatriði kunni að vera gerðar opinberar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að Íslög hafi unnið gríðarlega mikið fyrir hið opinbera undanfarin ár og þóknanir ráðu­neytisins til stofunnar nemi rúmlega 200 millj. kr. frá árinu 2016. Þá hafi öll vinna Íslaga ehf. fyrir ráðu­neytið verið án útboðs. Í ljósi gríðar­legs umfangs á vinnu Íslaga og fjárhæðar ráð­gjafa­þókn­un­ar ráðuneytisins fyrir hana hafi almenn­ingur augljósa hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þ.e. einingarverð og fjölda eininga. Án slíkra upplýsinga geti almenn­ingur ekki gert sér grein fyrir því hvernig opinberu fé sé ráðstafað.</p> <p style="text-align: justify;">Þá er í kæru áréttað markmið upplýsingalaga um að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opin­berra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum. Almenna reglan sé sú að stjórn­völdum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum nema til staðar séu rétt­læt­an­leg sjónarmið, sem jafnframt séu studd með lögum, til að undanskilja upplýsingar úr gögnum. Í þessu tilviki séu engin slík sjónarmið til staðar og fyrri úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál styðji það fullum fetum.</p> <p style="text-align: justify;">Að lokum fer kærandi fram á að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda upplýsingar um tímagjald, upplýsingar um tímafjölda og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga hafi verið innt af hendi.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 1. júní 2022, og ráðuneytinu veitt­ur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úr­skurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. júní 2022. Samhliða afhenti ráðuneytið úr­skurð­arnefndinni umbeðin gögn í trúnaði. Í umsögninni segir að í máli þessu takist á tvö sjónarmið. Annars vegar hafi almenningur hags­muni af því að geta kynnt sér ráðstöfun fjármuna af hálfu hins opinbera. Á þessum grundvelli hafi ráðu­neytið látið kæranda í té allar þær upplýsingar um greiðslur til Íslaga sem það taldi heimilt samkvæmt upplýsingalögum að veita. Hins vegar geti einkaaðilar haft hags­­muni af því að ekki sé upplýst opinberlega með nákvæmum hætti um verðlagningu þeirra á þjón­ustu í þágu opinbers aðila. Ítarlegar upplýsingar um einingarverð geti eftir atvikum haft áhrif á samn­ings­­stöðu viðkomandi fyrirtækis, bæði gagnvart öðrum viðskiptavinum og framtíðar viðsemjendum. Svo hátti til í þessu máli að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda hafi verið synjað um, séu til þess fallnar að valda fyrirtækinu slíku tjóni ef aðgangur verði veittur að þeim.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að við mat á framangreindum hagsmunum hafi ráðuneytið horft til þess að þegar hefðu verið veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna viðskipta ráðuneytisins og Lindarhvols við Íslög og að grunnupplýsingar um reikningana, m.a. fjölda og tímabil, væru aðgengilegar á vefsíðunni opnir­reikn­ingar.is. Jafnframt hafi ráðuneytið horft til þess að um væri að ræða tiltölulega nýlegar upplýsingar. Að öllu þessu virtu telji ráðuneytið að viðskiptahagsmunir fyrirtækisins vegi þyngra en hagsmunir kær­anda af því að nálgast þær upplýsingar sem eftir standi, þ.e. um nákvæmt einingarverð og tímafjölda. Kær­andi hafi þegar verið upplýstur um að reikningarnir varði tímabilið maí til október 2021. Þá séu tíma­skýrslur ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 16. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 21.&nbsp;júní 2022, segir að ljóst sé, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi margsinnis kveðið á um, að lögaðilar sem geri samninga við hið opinbera þurfi að gera sér grein fyrir því að upplýsingar um þau viðskipti kunni að vera gerð opinber. Þá séu þær fjárhæðir sem lögmannsstofan hafi móttekið svo umfangsmiklar að þær fari langt yfir þau viðmið sem notast sé við við opin­ber útboð. Í ljósi umfangsins sé augljóst að almenn­ing­ur hafi mikla og ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þar á meðal einingarverð og vinnutímabil. Án þess að fá upplýsingar um einingarverð, fjölda eininga og hvenær vinn­an hafi verið innt af hendi sé ógjörningur að átta sig á því með hvaða hætti sé verið að nýta almanna­fé í greiðslu til utanaðkomandi ráðgjafa.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, vakti kærandi athygli úrskurðarnefndarinnar á því að félagið Lindarhvoll ehf. hefði árið 2019 afhent kæranda verksamning milli félagsins og Íslaga þar sem tíma­gjald stofunnar og afsláttur kæmi fram. Í ljósi þessa væri óskiljanlegt hvernig hægt væri að færa rök fyrir því í þessu máli að sömu upplýsingum skyldi haldið leyndum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu lög­manns­­stofunnar Íslaga ehf. til afhendingar gagna er beiðni kæranda lýtur að. Lögmannsstofan svaraði hinn 30. nóvember 2022. Í svarinu er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lög­manns­stofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu september til desember 2021. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en sam­kvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrir­liggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en sam­kvæmt ákvæð­inu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða við­skipta­hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftir­farandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orð­um ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verð­ur að taka mið af því hvort upp­lýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo við­kvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskipta­hags­­­muni fyrir­tækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um at­vinnu-, framleiðslu- og við­skiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða sam­­­keppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsing­um sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opin­­­berra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opin­bera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort við­komandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda honum tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við fram­kvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upp­lýs­ing­anna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upp­lýs­ingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opin­bers fjár.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þá reikninga sem innihalda upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Reikningarnir eru báðir gefnir út í lok nóvember 2021 og varða samkvæmt gögnum málsins vinnu lögmannsstofunnar á tímabilinu maí til október 2021. Í reikning­un­um sem afhentir voru kæranda voru afmáðar að hluta til upplýsingar um lýsingu á verkinu. Þá voru afmáðar upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað umrædd gögn með tilliti til þess að vega saman hags­muni viðkomandi félags af því að leynd sé haldið um þessi gögn annars vegar og svo þá almanna­hagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi hins vegar. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opin­bera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í þessum tilvikum takast á hagsmunir viðkomandi fyrir­tækja af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Með hlið­sjón af tilgangi upplýsingalaga og meginreglu 5. gr. um upplýsingarétt almennings er tilhneigingin fremur sú að veita beri aðgang að upplýsingunum í slíkum tilvikum, þrátt fyrir hagsmuni hins einka­réttar­lega fyrirtækis sem samkvæmt upplýsingalögunum, verða að vera mikilvægir fjárhags- eða við­skipta­­hagsmunir.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almenn­um fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upp­lýs­inga­laga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upp­lýsingum um viðkomandi samninga.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Í umræddum reikningum koma fram upplýsingar sem hugsanlega geta varðað einhverja viðskipta­hags­muni þess félags sem hlut á að máli. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið nægi­lega í ljós leitt að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar, þótt eitthvert óhagræði kunni að geta fylgt því að kærandi fái aðgang að þeim. Þá ítrekar nefndin að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Íslög ehf. hafa af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um að­gang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í erindi Íslaga ehf., dags. 30. nóvember 2022, breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af því sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að þegar hafi verið veittar upplýsingar um heild­arkostnað vegna viðskipta við Íslög ehf. og grunnupplýsingar um reikningana séu aðgengilegar opin­ber­lega tekur úrskurðarnefndin fram að það samrýmist ekki ákvæðum upplýsingalaga að takmarka að­gang að gögnum á þeim grundvelli að nægilega miklar upplýsingar hafi þegar verið veittar til að upp­­fylla upplýsingaskyldu á grund­velli laganna. Meginregla laganna er fortakslaus um að almenningur eigi rétt á öllum fyrirliggjandi gögnum hjá þeim sem heyra undir gildissvið laganna, nema takmarkanir sam­kvæmt 6.–10. gr. eigi við um gögnin, og að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verður því að fella úr gildi ákvörðun fjármála- og efnahags­ráðu­neytis og leggja fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum upp­lýs­ing­um.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., þá reikninga sem […] voru afhentir hinn 22. apríl 2022, án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og -fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1116/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Kærð var synjun Lyfjastofnunar á beiðni um aðgang að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna sem innihéldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis hefði valdið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggðist á því að slík samantekt væri ekki fyrirliggjandi og að stofnuninni væri óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að slík samantekt teldist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem ekki væri hægt að kalla upplýsingar þar að lútandi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1116/2022 í máli ÚNU 22030004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. mars 2022, kærði A synjun Lyfjastofnunar, dags. 15. febrúar 2022, á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um sundurliðun fjölda tilkynninga vegna aukaverk­ana af bólu­setn­ing­um gegn Covid-19 eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Í upphaflegri beiðni kæranda til Lyfjastofnunar vakti hann athygli á því að í samantekt stofnunarinnar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna, sem reglulega væri birt á vef Lyfjastofnunar, væri ekki greint á milli þess hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu. Því óskaði kærandi eftir uppfærðri samantekt þar sem þessi sundurgreining kæmi fram. Lyfjastofnun svaraði kæranda hinn 9. febrúar 2022. Þar kom fram að sem stæði birti stofnunin vikulega frétt um sundurliðun á tilkynningum vegna gruns um alvarlegar auka­verk­anir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru ekki fyrirliggjandi og útheimtu vinnu starfsfólks.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu daginn eftir. Þar fór hann fram á að erindi sínu yrði svarað á grundvelli upp­lýs­inga­laga og ítrekaði beiðni sína um uppfærða samantekt Lyfjastofnunar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna þar sem búið væri að bæta við þeirri sundurgreiningu hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 15. febrúar 2022 barst kæranda svar frá Lyfjastofnun. Þar kom fram að samantekt á upplýsingum um sund­urliðun aukaverkana eftir skammti bóluefnis væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Upplýs­ingar um auka­verkanir eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu væru skráðar í gagnagrunn hjá stofn­uninni en ekki væri hægt að kalla fram heildstæða sundurliðun um aukaverkanir eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræddi, að svo stöddu. Stofnuninni væri ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiddi af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. málsl. 1. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu samdægurs og vísaði til þess að 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ætti ekki við um beiðni kæranda. Lyfjastofnun hefði viðurkennt að viðkomandi gögn væru til og fyrirliggj­andi og ættu að vera auðfáanleg með einföldum gagnagrunnsskipunum. Í svari Lyfjastofnunar, dags. 16. febrúar 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væri ekki hægt að sækja í gagna­grunn Lyfjastofnunar að svo stöddu. Þegar beiðni kæranda hefði komið fram hefði strax verið kannað hvort unnt væri að kalla eftir upp­lýsingunum en í ljós hafi komið að ekki væri unnt að verða við þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að túlkun Lyfjastofnunar á 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé í takt við aðrar til­raunir ríkisstofnana til að komast hjá því að afhenda upplýsingar með þeim útúrsnúningi að það eitt að sækja fyrirliggjandi gögn í gagnagrunn feli í sér að búa til ný gögn og/eða ný skjöl.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lyfjastofnun með erindi, dags. 9. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lyfjastofnun léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 25. mars 2022. Í henni kemur fram að beiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur til safns af upplýsingum úr gagnagrunni. Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá Lyfjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun starfræki lyfjagátarkerfi og haldi úti skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar séu til stofn­un­arinnar, sbr. 61. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020. Stofnuninni berist aukaverkanatilkynningar meðal annars í gegn­um vef stofnunarinnar þar sem ein­stak­lingar, aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk fylli út upp­lýs­ingar um þann sem grunur leikur á um að hafi fengið aukaverkun í kjölfar lyfjanotkunar eða bólu­setn­ingar.&nbsp;Aukaverkanatilkynningarnar séu síðan færðar inn í gagnagrunn þar sem sérfræðingar Lyfja­stofn­unar leggi mat á tilkynningarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum hafi verið óskað eftir gögnum um aukaverkanir sund­ur­lið­að eftir skammti bóluefnis. Skráning Lyfjastofnunar á þessum upplýsingum, þ.e. aukaverkun með hlið­sjón af skammti bóluefnis, gefi ekki rétta mynd. Það grundvallist m.a. á því að breyting hafi orðið á skil­grein­ing­um skammta í desember 2021 sem leiddi til þess að örvunarskammtur í gagnagrunni Lyfja­stofnunar geti bæði átt við annan skammt bóluefnis og þann þriðja. Skilgreiningin á skömmtum bólu­efnis hafi verið önn­ur í upphafi faraldurs en hún er í dag og skráning Lyfjastofnunar hafi tekið mið af því. Skráning á auka­verk­anatilkynningum hafi því tekið breytingum hvað þetta varðar en í ljósi þess að rúmlega 6.100 auka­verkanatilkynningar hafi borist vegna Covid-19-bóluefna hafi sérfræðingar Lyfja­stofnunar ekki get­að hafið þá vinnu að leiðrétta þessa skráningu afturvirkt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé einnig mismunandi þegar aukaverkanatilkynning berist hvar upplýsingar um skammt bóluefnis séu skráðar. Nú sé reitur á tilkynningareyðublaði þar sem einstaklingar séu beðnir um að fylla út skammt bóluefnis en sá reitur hafi ekki verið til staðar þegar fyrstu tilkynningarnar bárust. Þannig þyrfti einnig að fletta upp einstaka tilkynningum til þess að komast að því um&nbsp; hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Það sé því ekki hægt að kalla eftir samantekt á þessum upplýsingum úr gagnagrunninum. Nú séu upp­lýsingar um skammt bóluefnis færðar inn í réttan reit tilkynningarinnar en vinnan við að breyta þessu afturvirkt sé ekki hafin.&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun muni leiðrétta skráningu á skömmtum bóluefnis í þeim aukaverkanatilkynningum sem hafi borist og uppfæra skráninguna með þeim hætti að unnt sé að kalla eftir samantekt á auka­verk­ana­til­­kynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræði. Sú vinna sé ekki hafin og grundvallist það á því að enn sé mikið álag á sérfræðingum Lyfjastofnunar við móttöku aukaverkanatilkynninga en fyrirséð er að vinna við að leiðrétta þessar upplýsingar í gagnagrunnum muni fara fram yfir nokkurra vikna tíma­­bil.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu hafni Lyfjastofnun beiðninni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Þær upplýsingar sem óskað er eftir í gagnabeiðni kæranda sé ekki unnt að skilgreina sem fyrirliggjandi gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun vísi einnig til ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að ef meðferð beiðni tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu megi hafna beiðni. Þau gögn sem óskað er eftir séu ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu en þær upplýsingar sem óskað er eftir sé aðgangur að safni upplýsinga úr gagnagrunni. Útbúa þyrfti sérstaklega gögn með um­beðnum upplýsingum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. apríl 2022, kemur fram að hann telji ljóst að umbeðin gögn liggi fyrir þótt hluti þeirra sé ónákvæmur. Því sé rangt að halda því fram að gögnin liggi ekki fyrir eða að nákvæmari skráning þeirra og uppfærsla sé forsenda þess að þau verði skilgreind sem fyrirliggjandi og jafnframt hæpið að þessi uppfærsla jafngildi því að búa til ný gögn. Það sé því í raun ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í núverandi mynd þar sem fram komi heildarfjöldi aukaverkana af fyrstu sprautu og heildarfjöldi aukaverkana af annarri og þriðju sprautu samanlagt, fram að þeim tíma þar sem sundurgreining hafi farið rétt fram.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þá viðurkenni Lyfjastofnun greinilega að umbeðin gögn séu í raun fyrirliggjandi, en að þau séu ónákvæm að hluta. Það standi þó að mati kæranda ekki í vegi fyrir því að það sé hægt að afhenda þau. Varðandi 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé hún í algjörri mótsögn við það fyrirheit Lyfjastofnunar að einmitt framkvæma þessa vinnu síðar með því að fara yfir viðkomandi gögn og uppfæra þau. Augljóslega eigi tilvísað lagaákvæði einungis við í þeim tilfellum þar sem viðkomandi vinna þyki ekki réttlætanleg vegna þess að hún sé of mikil eða of tímafrek, og verði þar af leiðandi ekki framkvæmd. En þar sem þessi vinna muni fara fram, þá verði augljóslega hægt að afhenda kæranda umbeðin gögn þegar þeirri vinnu ljúki.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindum, dags. 19. og 21. október 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Lyfja­stofn­un m.a. um það hvort sú vinna Lyfjastofnunar væri hafin sem vísað væri til í umsögn við að leið­­rétta skráningu á skömmtum bóluefnis í aukaverkanatilkynningum sem hefðu borist og uppfæra skrán­­inguna með þeim hætti að hægt væri að kalla eftir samantekt á tilkynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Þá var óskað eftir nánari skýringum á eyðublaði fyrir tilkynningu um auka­­verkun og þeim gagnagrunni sem tilkynningar væru vistaðar í.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Lyfjastofnunar barst hinn 3. nóvember 2022. Þar kemur fram að aukaverkanatilkynningar berist Lyfjastofnun yfirleitt í gegnum vefeyðublað stofnunarinnar og skráist sjálfkrafa í gagnagrunn hennar þegar þær berast. Reitur á vefeyðublaðinu þar sem hægt sé að tilgreina skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis hafi ekki verið til staðar frá upphafi bólusetninga. Misjafnt sé hvort slíkar upplýsingar komi fram í tilkynningunum, jafnvel eftir að reiturinn hafi komið til sögunnar. Ef þær komi fram geti þær verið á ólíkum stöðum á eyðublaðinu, t.d. undir lýsingu á aukaverkun. Ekki sé hægt að leita í gagna­grunni stofnunarinnar eftir upplýsingum sem komi fram í þeirri lýsingu.</p> <p style="text-align: justify;">Þá geti upplýsingar í reit um skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis verið misvísandi, þar sem hver tilkynning geti innihaldið upplýsingar um fleiri en einn skammt bólu­efnis (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt), og jafnvel fleiri en eina tegund bóluefnis (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Lyfjastofnun geti dregið gögnin saman eftir Covid-19-bóluefni og til­kynnt­um skammti í þar til gerðum reit í gagnagrunninum. Upplýsingarnar gefi hins vegar ekki rétta mynd af auka­­verkanatilkynningum fyrir hvern skammt og hverja tegund bóluefnis þar sem ítarlegri upplýsingar geti legið að baki hverri tilkynningu, sbr. framangreint. Gagnagrunnurinn styðji ekki við að draga fram slíkar upplýsingar. Þá sé ljóst að hluti tilkynninganna innihaldi ekki þennan reit.</p> <p style="text-align: justify;">Ef ráðast ætti í þá vinnu að útbúa samantektina þyrfti Lyfjastofnun að fara handvirkt í gegnum rúmlega sex þúsund tilkynningar til að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir í þessum reit, sbr. breytingar á skömmt­um sem hafa orðið í gegnum heimsfaraldurinn. Þannig geti örvunarskammtur flokkast sem þriðji skammtur fyrir ákveðin bóluefni en annar skammtur fyrir önnur. Ekki sé hægt að leysa úr þessu nema að fara handvirkt í gegnum allar tilkynningar, vegna takmarkana á gagnagrunni stofnunarinnar. Að lokum þyrfti að yfirfara allar tilkynningar til að tryggja að persónugreinanlegar upplýsingar lægju ekki fyrir í gögnunum.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar leiðréttingu á gagnagrunni hafi Lyfjastofnun ekki komist í það verkefni nema að hluta. Ítrekað sé að í einni tilkynningu um aukaverkun geti verið upplýsingar um aukaverkun eftir fleiri en einn skammt og jafnvel eftir fleiri en eitt bóluefni. Þær upplýsingar sé ekki hægt að draga fram þótt reit­urinn á eyðublaðinu yrði uppfærður. Flækjustig tilkynninganna gerir að verkum að þessi reitur bæti í raun engum upplýsingum við fyrir tilkynningarnar. Komið hafi í ljós við vinnuna að það að leið­rétta og uppfæra gögnin bæti engu við gæði tilkynninganna og gefi ekki rétta mynd þar sem tilkynn­ing vegna annarrar eða þriðju sprautu geti einnig innihaldið einkenni vegna fyrstu eða annarrar sprautu og/eða annars bóluefnis.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun tekur einnig fram að ekki sé hægt að draga saman úr gagnagrunni stofnunarinnar upp­lýs­ingar um hvaða einkenni séu tilkynnt, þar sem gagnagrunnurinn sé ekki MedDRA-kóðaður. Þannig væri ekki hægt að veita upplýsingar um tilkynntar aukaverkanir eftir Covid-19-bóluefni, skammti bólu­efnis og tilkynntum einkennum, þótt farið yrði handvirkt yfir tilkynningarnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur óskað eftir samantekt hjá Lyfjastofnun um aukaverkanir vegna Covid-19-bólu­efna, sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi vald­ið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggir á því að slík samantekt sé ekki fyrirliggjandi hjá stofn­­uninni og að henni sé óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá vísar Lyfjastofnun í umsögn til úrskurðarnefndarinnar einnig til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. lag­anna, um að hafna megi beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórn­völdum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úr­skurðar­nefnd­arinnar nr. 788/2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna, í því formi sem hún var á þegar beiðnin barst Lyfjastofnun.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í XIV. kafla lyfjalaga, nr. 100/2020, er fjallað um lyfjagát Lyfjastofnunar. Samkvæmt 61. gr. laganna skal Lyfjastofnun starfrækja lyfjagátarkerfi til að hafa eftirlit með öryggi lyfja og skal stofnunin halda skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar eru til hennar. Ákvæði kaflans fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/84/ESB frá 15. desember 2010 um breytingu, að því er varðar lyfja­gát, á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Í 17. lið aðfarar­orða til­skipunarinnar kemur fram að tilgangur lyfjagátarkerfis sé að safna upplýsingum sem komi að gagni við eftirlit með lyfjum, þ.m.t. upplýsingum um aukaverkanir, sem grunur er um og sem vart verð­ur í kjöl­far þess að lyf er notað. Þá segir í 2. mgr. 101. gr. tilskipunarinnar að aðildarríki skuli nota lyfja­gát­ar­kerfið til að meta allar upplýsingar með vísindalegum aðferðum, skoða möguleika á að lág­marka og fyrir­­byggja áhættu og grípa til stjórnsýsluaðgerða, að því er varðar markaðsleyfið, ef nauðsyn krefur. Loks segir í c- og d-liðum 1. mgr. 102. gr. tilskipunarinnar að aðildarríkin skuli gera allar nauðsynlegar ráð­stafanir til að afla nákvæmra og sannprófanlegra gagna fyrir vísindalegt mat á tilkynningum um auka­verkanir sem grunur er um, og sjá til þess að almenningi séu tímanlega veittar mikilvægar upp­lýsingar um áhyggjuefni, sem hafa komið í ljós við lyfjagát og tengjast notkun tiltekins lyfs, með því að birta upplýsingarnar á vefgátinni og með öðrum aðferðum við að gera upplýsingar aðgengilegar almenn­ingi, eftir því sem nauðsyn krefur.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu um rétt til aðgangs að gögnum í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrir­liggj­andi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim tak­mörk­­unum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrir­liggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5.&nbsp;gr., en þar er kveðið á um skyldu að veita aðgang að öðrum hlut­um gagns ef takmarkanir 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 1.&nbsp;mgr. 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upp­lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórn­völd­­um nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að það sé misjafnt hvort tilkynning um aukaverkun innihaldi upplýsingar um hvaða skammtur bóluefnis hefur valdið aukaverkun. Innihaldi slík tilkynning upplýsingarnar sé misjafnt hvar í tilkynningunni þær sé að finna. Þannig geti þær komið fram í reit á eyðublaðinu um lýsingu á aukaverkun, en ekki sé hægt að leita í gagnagrunni Lyfjastofnunar eftir texta í þeim reit, sem og í reit sem finna megi í hluta tilkynninganna þar sem tilgreint er hvaða skammtur bóluefnis hafi valdið aukaverkun. Sá reitur geti þó verið því marki brenndur að innihalda upplýsingar um fleiri en einn skammt (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt) og jafnvel fleira en eitt bóluefni (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Gagnagrunnurinn styðji í þeim tilvikum ekki við að draga þær upp­lýsingar út úr honum. Þannig er ljóst að til að unnt væri að búa til þá samantekt sem kærandi óskar eftir þyrfti að yfirfara þær rúmlega sex þúsund tilkynningar sem borist hafa Lyfjastofnun handvirkt til að tryggja að þær upplýsingar sem þar koma fram skiluðu sér með fullnægjandi hætti í samantektinni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að af­marka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Til­greining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægi­leg­ar upp­lýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir við­kom­andi mál­efni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upp­lýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að til­greina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að til­greina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að megin­stefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem til­greint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnis­leg­ar fremur en að þeim sem óskar að­gangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostn­að af stjórn­­­sýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórn­völd án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórn­valdið geti með tiltölulega einföldum hætti fund­­ið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að af­greiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega ná­­­kvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum til­­greini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að til­greina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fell­­ur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beið­anda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir að­­­gangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athuga­semdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í aukn­um mæli varðveitt í gagnagrunnum og um­sýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athuga­semdum í frumvarpinu að þessar breyt­ingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að mögu­leikar almennings til aðgangs að upp­lýs­ingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það við­mið að stjórn­­völd geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða máls­gögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra aðila sem heyra undir gildissvið laganna um hvort gögn og upplýsingar séu fyrir­liggjandi eða ekki. Í ljósi þeirra viðmiða sem leidd verða af 15. gr. upplýsingalaga verður hins vegar að túlka skýringar Lyfja­stofnunar um að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bólu­efna sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi vald­ið aukaverkun teljist ekki fyrir­liggj­andi í skilningi 1.&nbsp;mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að ekki sé hægt að kalla upplýsingar þar að lút­andi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Þessar upplýsingar séu því ekki aðgengilegar Lyfjastofnun sjálfri án verulegrar fyrirhafnar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur að mati úrskurðar­nefndarinnar ekki til álita að leggja fyrir Lyfjastofnun að taka saman óná­kvæm­ar upplýsingar og afhenda kæranda. Telur nefndin það ekki samræmast ákvæðum tilskipunar 2010/84/ESB, þar sem lögð er sérstök áhersla á nauð­syn þess að upplýsingar í lyfjagátarkerfi séu metnar með vísindalegum aðferðum og að þær séu ná­kvæmar og sannprófanlegar, í því skyni að tryggja heil­brigði sjúklinga og lýðheilsu. Í ljósi alls framan­greinds verður að líta svo á að gögn­in teljist ekki fyrir­liggjandi í skilningi upplýsingalaga. Af því leiðir að ekki er þörf á því að fjalla um hvort Lyfja­stofnun hafi mátt hafna beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að það fellur utan við valdsvið nefndarinnar að hafa eftirlit með eða leggja fyrir aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að upplýsingar sem skráðar eru í gagna­grunna eða umsýslukerfi hans séu aðgengilegar með tiltölulega einföldum hætti. Þá tekur nefndin fram að Lyfjastofnun er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til þá samantekt sem kær­andi hefur óskað eftir, sbr. 1. mgr. 11. gr. upp­lýs­ingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnar­skyldu og persónuvernd. Þar sem gögn með umbeðnum upp­lýsingum eru ekki fyrirliggjandi er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úr­skurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 9. mars 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1115/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem vörðuðu hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggðist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda skyldi takmarkaður að teldust vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að stærstur hluti gagnanna tilheyrði stjórnsýslumáli kæranda, en fyrir lá að honum hafði verið sagt upp störfum hjá háskólanum. Sá hluti kærunnar heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Nefndin féllst á að þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn og að háskólanum hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim. Var ákvörðun Háskóla Íslands því staðfest en kærunni að öðru leyti vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1115/2022 í máli ÚNU 22040007.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði 4. og 5. mars 2022 eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann sjálfan, þ.m.t. samskiptum háskólans við þriðju aðila […] síðastliðna mánuði vegna beiðna um upp­lýsingar […], og upplýsingum um þá aðila sem háskólinn hefði afhent trúnaðarupplýsingar um kæranda án samþykkis.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Háskóla Íslands, dags. 11. mars 2022, kom fram að engin samskipti við þriðju aðila […] lægju fyrir hjá háskólanum. Háskólinn hefði ekki óskað eftir neinum upplýsingum um kæranda frá þriðju aðilum og engum trúnaðarupplýsingum hefði verið miðlað. Svo sem kæranda væri ljóst hefði honum verið sagt upp störfum á reynslutíma […]. Slík ákvörðun væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi stjórn­sýslu­laga, nr. 37/1993. Um aðgang að gögnum í slíkum málum færi samkvæmt 15. gr. þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í tengslum við starf kæranda […] lægju vitanlega fyrir gögn hjá háskólanum vegna hennar, en það væru gögn sem kærandi ætti þegar að hafa undir höndum, svo sem starfsumsókn, ráðn­­ingarsamningur og uppsagnarbréf. Var kæranda leiðbeint um að ef hann óskaði eftir þeim gögnum væri sjálfsagt að taka þá beiðni til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ítrekaði beiðnir sínar frá 4. og 5. mars með erindi til háskólans, dags. 10. apríl 2022. Erindinu var svarað 12. apríl og vísað til framangreinds svars frá 11. mars 2022. Í kæru kemur fram að kæranda hafi ekki verið afhent nein gögn á grundvelli upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskóla Íslands með erindi, dags. 13. apríl 2022, og háskólanum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin átti í tölvupóstssamskiptum við Háskóla Íslands dagana 2. til 13. maí 2022. Kom þar fram af hálfu háskólans að misskilningur hefði orðið við afgreiðslu beiðni kæranda því ekki hefði verið ljóst að kærandi óskaði í reynd eftir öllum gögnum um sig í vörslum háskólans, sbr. beiðni hans frá 4. mars. Unnið væri að því að taka þau gögn saman og afhenda kæranda. Hinn 13. maí 2022 bárust úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands barst svo úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í henni kemur fram að kærandi hafi verið ráðinn í starf […] en sagt upp störfum […] á reynslutíma ráðningarsamningsins. Í tengslum við starfslokin hafi átt sér stað ýmis samskipti milli kæranda og stjórnenda hjá Háskóla Íslands því það hafi þurft að ganga frá lausum endum.</p> <p style="text-align: justify;">Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi kynnt kæruna fyrir Háskóla Íslands hafi verið farið yfir öll gögn í vörslum háskólans sem gætu tengst málefnum kæranda og hann hefði ekki þegar aðgang að sjálfur. Voru kæranda í framhaldinu afhent gögn tengd trúnaðarlæknaþjónustu Auðnast, samskipti kæranda við aðila innan háskólans og gögn frá launadeildinni sem tengdust kæranda. Önnur gögn væru vinnugögn og yrðu ekki afhent kæranda með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, sem bárust sama dag, kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um að háskólinn hafi sett sig í samband við þriðju aðila og látið þeim í té trúnaðarupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi undir höndum skriflegar yfirlýsingar frá þeim sem haft hafi verið samband við, en engu að síður sé háskólinn ekki tilbúinn að afhenda kæranda upp­lýs­ing­ar þar um.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort Háskóli Íslands hefði tekið afstöðu til þess hvaða gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni hann teldi að til­heyrðu stjórnsýslumáli kæranda sem til umfjöllunar væri. Í svari háskólans, dags. 28. nóvem­ber 2022, kom fram að litið væri svo á að öll þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni teldust hluti af stjórnsýslumálinu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem varða hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda er takmarkaður að teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef þess er óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Sá réttur takmarkast meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. lag­­anna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnugögn, sbr. 5.&nbsp;tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórn­sýslulögum. Stjórnsýslulög, nr. 37/1993, gilda þegar teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1.&nbsp;gr. þeirra laga. Um rétt til aðgangs að gögnum í slíkum málum fer samkvæmt ákvæðum 15.–19. gr. stjórnsýslulaga, en í 1. mgr. 15. gr. kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Meðal gagna sem réttur aðila máls til aðgangs að tekur ekki til eru vinnu­skjöl, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu er ljóst að aðgangur að gögnum um aðila sjálfan getur byggst hvort sem er á upp­lýs­inga­­lögum eða stjórnsýslulögum. Það hvor lögin eigi við ræðst af því hvort gögnin tilheyri stjórn­sýslumáli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu. Fyrir liggur að kæranda var sagt upp störfum […]. Ákvörðun um að segja upp starfs­­manni telst vera ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Um aðgang að gögn­um í slíku máli fer því eftir ákvæðum þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Háskóla Íslands er vísað til 8. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun háskólans að synja kæranda um aðgang að gögnum, en í skýringum til nefndarinnar kemur fram að háskólinn líti svo á að gögnin tilheyri stjórnsýslumáli kæranda. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni og kæranda hefur verið synjað um aðgang að. Um er að ræða mestmegnis tölvupóstssam­skipti en einnig nokkrar fundargerðir […]. Nefndin telur að stærstur hluti gagnanna beri ekki annað með sér en að tilheyra því stjórnsýslumáli sem lauk með uppsögn kæranda. Verður því aðgangur að þeim gögnum ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, heldur stjórnsýslulaga. Það á hins vegar ekki við um öll gögnin og telur úrskurðar­nefndin að hluti þeirra tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Því liggur fyrir nefnd­inni að taka afstöðu til þess hvort Háskóla Íslands sé heimilt að takmarka aðgang að þeim á grundvelli upp­lýsinga­laga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Líkt og að framan greinir takmarkast réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýs­ingalaga meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. lag­­anna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnu­gögn, sbr. 5.&nbsp;tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórn­völd­um sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endur­spegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt, og því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verk­tökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem nefndin telur að tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Um er að ræða samskipti starfsmanna Háskóla Íslands sem innihalda vangaveltur og mótun afstöðu þeirra til ákveðinna mála, þar á meðal samskipti um […] hvernig fara beri með höfundarétt gagna sem urðu til í starfi kæranda hjá Háskóla Íslands. Gögnin bera ekki annað með sér en að stafa einungis frá starfsmönnunum sjálfum og að hafa ekki verið afhent öðrum. Telur úrskurðarnefndin því að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, sbr. nánar í úrskurðarorði. Verður ákvörðun Háskóla Íslands þar að lútandi því staðfest. Rétt er að taka fram að nefndin lítur svo á að kærandi hafi þegar fengið aðgang að gögnum sem lögfræðingi BHM voru afhent, enda gætti hann hagsmuna kæranda í málinu gagnvart Háskóla Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal gagna sem einnig voru afhent nefndinni voru tölvu­póst­ar sem urðu til eftir að kæran barst til úr­skurð­ar­nefndarinnar. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess­ara gagna. Þá eru nokkrir tölvupóstar sem varða af­greiðslu á beiðni kæranda um aðgang að gögn­um hjá Háskóla Íslands. Ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu sam­kvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslu­laga og því sjálfstætt stjórn­sýslumál sem kærandi á aðild að. Um að­gang kær­anda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upp­lýs­inga­lög­um var af­greidd fer því, rétt eins og varðandi stjórn­sýslu­málið um uppsögn kæranda, sam­kvæmt 15.–19. gr. stjórn­­sýslu­laga.</p> <p style="text-align: justify;">Vegna þeirrar fullyrðingar kæranda að Háskóli Íslands hafi átt í samskiptum við þriðju aðila […] og afhent þeim trúnaðarupplýsingar, hefur úrskurðarnefndin ekki for­send­­ur til að rengja þá staðhæfingu háskólans að ekki liggi fyrir gögn þar um, að svo miklu leyti sem aðgangur að slíkum gögnum kynni að fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 4. mars 2022, að synja A um að­gang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 12. apríl 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1114/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist annars vegar á því að hluti gagnanna heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga og hins vegar að meðferð beiðninnar um þau gögn sem eftir stæðu útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð á reikningum gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun Isavia var því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu en kærunni var að öðru leyti vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1114/2022 í máli ÚNU 22100015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 13. október 2022, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi beiðni um afrit af öllum greiðslum sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. hvert ár fyrir sig. Þar sem aðilinn hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Isavia svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 1. september 2021, þar sem beiðni kæranda var hafn­að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi í skiln­ingi 1. mgr. 5. gr. laganna. Ákvörðun félagsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 13. september 2021. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1090/2022 var lagt fyrir Isavia að taka beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, til nýrrar meðferðar og af­greiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar úrskurðarins ítrekaði kærandi kröfu sína gagnvart Isavia ohf. Með tölvupósti, dags. 27.&nbsp;september 2022, óskaði Isavia eftir því við kæranda að tilgreint yrði með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir og að beiðnin yrði afmörkuð við skemmra tímabil. Með svari, dags. 28. september 2022, var upplýst af hálfu lögmanns kæranda að ekki væri talið tilefni til að tilgreina með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir. Beiðnin væri skýr og vandséð hvernig ætti að tilgreina umbeðin gögn með nákvæmari hætti, en á það bent að við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði komið fram af hálfu kæranda að afhending reikninga sem heyrðu undir beiðnina gætu verið fullnægjandi. Þá væri ekki heldur tilefni til að afmarka tímabilið nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 30. september 2022, synjaði Isavia beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 með vísan til 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Þá synjaði Isavia jafnframt beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 4. ágúst 2021 með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Félagið hefði metið umfang umbeðinna gagna en um væri að ræða rúmlega 500 aðgreinda reikninga og að mati Isavia væri um slíkt magn skjala að ræða, að meðferð beiðninnar tæki of mikinn tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt væri að verða við henni. &nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að ákvörðun Isavia um að synja um aðgang að umræddum gögnum sé röng og ekki í samræmi við lög. Telur kærandi að Isavia hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu gagnanna. Þá bendir kærandi jafnframt á að ekki verði séð að Isavia hafi brugðist með fullnægjandi hætti við fyrirmælum úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1090/2022, enda virðist t.d. ekkert mat hafa farið fram á þeim ólíku hagsmunum sem vega þurfi og meta við beitingu á undantekningarákvæðum upplýsingalaga. Þá virðist í engu hafa verið litið til réttar kæranda til aðgangs að hluta, líkt og úrskurðarnefndin hafi sérstaklega tekið fram í úrskurði sínum. Að mati kæranda sé ljóst að beiðni kæranda sé skýr og afmörkuð, beiðnin varði aðgang að fyrirliggjandi gögnum og varði tiltekin gögn og tiltekið mál, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti átt við og telur ljóst að fyrirliggjandi tilvik geti ekki talist til ýtrustu tilvika líkt og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þá sé umfang beiðninnar hvergi nærri slíkt að vinna Isavia við að taka gögnin saman myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Telur kærandi ljóst að ekkert raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni hafi farið fram, en ljóst sé af úrskurðarframkvæmd að ekki sé unnt að synja beiðni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. á þeirri almennu forsendu að það sé vandkvæðum bundið að finna gögnin til og vísa til tiltekins fjölda reikninga með almennum hætti, líkt og Isavia hafi gert.</p> <p style="text-align: justify;">Þá mótmælir kærandi þeim röksemdum Isavia að yfirferð gagnanna á grundvelli 2. málsl. 9. gr. laganna sé mjög tímafrek. Isavia hafi ekki rökstutt með neinum hætti að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns þeirra þriðju aðila sem gögnin varða. Þá bendir kærandi á að hagsmunir­nir þurfi auk þess að vera virkir, sbr. 9. gr., en samkvæmt athugasemdum við 7. gr. breytingarlaga nr. 72/2019 eru hags­munir til dæmis ekki virkir þegar fyrirtæki er gjaldþrota. Kærandi telji því ljóst að Miðnesheiði ehf. hafi ekki virka hagsmuni enda hafi félaginu verið slitið 2. október 2019 og geti Isavia því með engu móti synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að félagið hafi virka hagsmuni, auk þess sem umbeðnar upplýsingar séu allt að níu ára gamlar eða eldri. Séu því engir hagsmunir af leynd gagnanna lengur, hafi einhvern tíma yfir höfuð verið hagsmunir af leynd. Í þessu sambandi áréttar kærandi að í úrskurði nefndarinnar hafi verið sérstaklega á það bent að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir, væri kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum væri engan veginn sjálfgefið að gögnin teldust undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Veki því ákveðna furðu að svo virðist sem Isavia hafi í engu litið til þessa við mat sitt.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að lokum nauðsynlegt að leggja áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboði á árinu 2014 hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út sérleyfi fyrir rekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem einnig er alfarið í eigu íslenska ríkisins.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. október 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upp­lýsinga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran laut að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Isavia, dags. 28. október 2022, kemur fram að ákvörðun félagsins um að synja kæranda um reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 byggist á því að samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gildi ákvæði laganna eingöngu um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila sem urðu til eftir gildistökulaganna þann 1. janúar 2013. Þar sem félagið hafi ekki fallið undir gildissvið laganna þegar reikningar á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 urðu til, sé ljóst að félaginu hafi ekki verið skylt að afhenda umrædda reikninga. Þessi afstaða félagsins hafi áður verið staðfest af úrskurðarnefnd um upplýsingamál í máli nr. 844/2019, þar sem fallist hafi verið á að gögn með upplýsingum um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku við bílastæði hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga og synjun staðfest, sbr. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi bendi Isavia á að hvorki sérleyfisútboð sam­kvæmt reglugerð nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunar­fjár­hæðum Evrópska efnahagssvæðisins, né leiga á verslunarrými fyrir gildis­töku reglugerðarinnar, séu stjórn­valdsákvarðanir.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni segir að Isavia hafi beðið kæranda um að afmarka beiðni sína nánar og takmarka hana við skemmra tímabil í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, þar sem upphafleg gagnabeiðni væri um­fangs­mikil og sneri að gögnum um greiðslur yfir ellefu ára tímabil. Í svari kæranda hafi komið fram að kærandi teldi ekki ástæðu til að takmarka beiðni sína við skemmra tímabil en tekið fram að afhending reikninga sem heyri undir beiðnina án sundurliðunar greiðslna gæti verið fullnægjandi. Isavia hafi því tekið beiðnina til meðferðar á þeim grundvelli og kannað hvaða gögn falli undir beiðni kæranda. Um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir eru á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021. Í ljósi umfangs­ins hafi einungis nokkrir reikningar verið kannaðir en í flestum tilvikum sé um að ræða reikninga sem séu ein blaðsíða að lengd. Megi því ætla að um sé að ræða rétt rúmlega 526 blaðsíður af gögnum. Í ljósi framangreinds umfangs hafi Isavia hafnað beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá séu gögnin sem um ræði vistuð í tveimur aðskildum bókhaldskerfum; gögn frá ársbyrjun 2017 séu vistuð í núverandi bókhaldskerfi en gögn fyrir þann tíma vistuð í eldra og óaðgengilegra bókhaldskerfi sem takmarkaður fjöldi starfsmanna hafi aðgang að. Félagið hafi gróflega áætlað að um 1–2 mínútur taki að sækja hvern reikning úr kerfinu og vista á skipulegan hátt sem PDF-skjöl. Vegi þar þyngra sá þann tíma sem taki að sækja gögn úr hinu eldra og óaðgengilegra kerfi.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar við þann tíma sem taki að sækja reikningana, hafi Isavia tekið mið af ummælum nefnd­arinnar í máli nr. 907/2020, um skyldu félagsins til að leggja mat á hvort upplýsingarnar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim tjóni sem upplýsingarnar varði. Upplýsingar um greiðslur snúi flestar að veltutengdum leigufjárhæðum, markaðsgjaldi og föstum leigugreiðslum. Upplýsingarnar varði viðskiptalega hagsmuni þeirra félaga sem reikningana greiða og geti varpað ljósi á boðna veltuprósentu sem jafnað verði til einingarverðs. Vísar Isavia til þess að á félaginu hvíli skylda til að virða trúnað við fyrirtæki, meðal annars um boðin einingarverð, sbr. 30. gr. sérleyfisreglugerð­arinnar. Með vísan til þessarar trúnaðarskyldu og fyrri tilmæla nefndarinnar, hafi félagið talið að ef afhenda ætti reikningana væri óhjákvæmilegt að kanna efni hvers og eins reiknings og meta hvort heimilt sé að afhenda þá með tilliti til framangreindra hagsmuna. Telur félagið að áætla megi að um tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild félagsins færu í að safna saman reikningunum og þá megi gera ráð fyrir nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins að yfirfara reikningana. Að mati félagsins sé um að ræða of mikla vinnu til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Loks telji félagið óhjákvæmilegt að líta til þess að beiðni kæranda sé ekki sett fram í tómarúmi heldur sem hluti af fleiri upplýsingabeiðnum. Vísar Isavia til þess að þegar beiðni sé hafnað á grundvelli 4.&nbsp;mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé heimilt að líta bæði til umfangs stakrar beiðni sem og fjölda þeirra frá einum og sama aðilanum. Isavia hafi borist á skömmum tíma árið 2021 fjórar aðgreindar beiðnir frá kæranda. Um sé að ræða beiðni frá 4. ágúst 2021 sem var til umfjöllunar í úrskurði 1083/2022, hina kærðu beiðni frá 25. ágúst 2021 sem einnig var til umfjöllunar í úrskurði nr. 1090/2022, beiðni frá 26. september 2021 þar sem engin gögn voru fyrirliggjandi til að afhenda og beiðni frá 7. október 2021 þar sem afhentir voru yfirstrikaðir samningar. Félagið telji að umfang framangreindra beiðna á skömmu tímabili styðji enn fremur við heimild félagsins til að hafna afhendingu á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Því telji Isavia að félaginu hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin hafi orðið til áður en félagið féll undir gildissvið upplýsingalaga. Þá telur félagið að því hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, þar sem umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia fylgdi hluti þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, voru úrskurðarnefndinni í dæmaskyni afhentir tólf reikningar af tímabilinu sem lýsandi dæmi um innihald reikninganna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, kemur fram að í umsögn Isavia sé fullyrt að um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir séu á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, sem í flestum tilvikum séu ein blaðsíða að lengd. Að mati kæranda fáist þetta ekki staðist. Umrætt tímabil spanni 104 mánuði og ef lagt sé til grundvallar að reikningarnir séu 526 talsins, líkt og Isavia haldi fram, hafi verið gefnir út um 5 reikningar á mánuði allt þetta tímabil vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í flugstöðinni. Jafnvel þótt lagt sé til grundvallar að um tvær verslanir sé að ræða, og þótt greint væri á milli útivistarfatnaðar og minjagripa í báðum verslunum, þá sé um gífurlegan fjölda reikninga að ræða. Kærandi telji ljóst að sá fjöldi reikninga sem Isavia beri fyrir sig sé óútskýrður og gangi ekki upp. Ekki sé því unnt að fallast á með Isavia að umfang umbeðinna gagna réttlæti höfnun hennar. Þá réttlæti hvorki umfang gagnanna né tíminn, sem fullyrt sé að tæki að safna þeim, að undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verði beitt. Í því sambandi bendir kærandi á að 526 til 1052 mínútur, ef gert sé ráð fyrir því að tímaáætlun Isavia eigi við rök að styðjast, geti ekki talist of mikill tími í skilningi undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi raunar ljóst að hér hljóti að vera um ofmat að ræða og undrast verulega þann mikla tíma sem kærandi geri ráð fyrir í verkið. Hefðbundin bókhaldskerfi bjóði upp á að reikningar séu kallaðir fram eftir t.d. kennitölum eða viðskiptamönnum. Að mati kæranda sé ótrúverðugt að sækja þurfi hvern og einn reikning og vista á skipulegan hátt sem pdf skjöl líkt og Isavia haldi fram. Sú áætlun Isavia um að tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild færu í að safna saman reikningum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að yfirfara reikningana, sé því að mati kæranda augljóslega ofmetin. Efni reikninganna sé væntanlega hið sama og því augljóslega ekki nauðsynlegt að framkvæma lögfræðilegt mat á hverjum einasta reikningi. Kærandi tekur fram að ekki sé unnt að láta kæranda, sem óski upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, bera halla af því ef Isavia búi ekki við hefðbundið bókhaldskerfi þar sem unnt er að kalla fram gögn með skipulegum og skjótum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Isavia synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin heyrðu ekki undir gildissvið upplýsingalaga með vísan til 3. mgr. 36. gr. upp­­lýsingalaga. Beiðni um þau gögn sem eftir standa, þ.e. frá 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, var synjað á þeim grundvelli að meðferð upplýsinga­beiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði laganna aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna. Það eigi þó ekki við þegar viðkomandi hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. Í athugasemdum við ákvæðið í frum­varpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að tilgangur ákvæðisins sé að gefa þessum aðilum færi á að laga vinnulag að kröfum upplýsingalaga. Undantekning sé þó gerð varðandi gögn sem fyrir liggja hjá slíkum lögaðilum og til hafa orðið í tengslum við meðferð þeirra á valdi til töku stjórn­valds­ákvarðana, enda hafi þau gögn fallið undir gildissvið upplýsingalaga frá upphafi. Úrskurðar­nefndin telur að þau gögn sem deilt er um í málinu hafi ekki orðið til í tengslum við meðferð Isavia á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefndinni hvað varðar þann hluta gagnabeiðninnar sem snýr að gögnum sem urðu til fyrir 1. janúar 2013.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Synjun Isavia styðst að öðru leyti við það að meðferð upplýsinga­beiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þeirri ákvörðun til stuðnings vísar félagið til þess að undir beiðni kæranda falli 526 reikningar sem hver og einn sé um ein blaðsíða. Þeir séu vistaðir í tveimur aðskildum bókhaldskerfum. Um eina til tvær mínútur taki að sækja og vista hvern reikning. Samtals taki það tvo til þrjá daga fyrir sérfræðing í bókhalds­deildinni að safna saman reikningunum og nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að fara yfir þá, með hliðsjón af takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Isavia áætlaði að vinna við það tæki um tvo til þrjá daga að safna saman reikningunum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins við að yfirfara reikningana.<br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðar­nefnd­arinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varð­andi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niður­stöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þús­und. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upp­lýs­ingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsinga­laga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerð­ingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem Isavia sér fram á að beiðni kæranda, sem úrskurðarnefndin telur að sé skýrlega afmörkuð og uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem fram koma í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi þess. Virðist af­staða Isavia að hluta til mótast af því að gögnin séu vistuð í tveimur bókhaldskerfum, þar á meðal í eldra kerfi sem sé óaðgengilegra en hið nýja og aðgengilegt færri starfsmönnum. Úrskurðar­nefnd­in tekur af því tilefni fram að þrátt fyrir að það falli utan valdsviðs nefndarinnar að fjalla um hvernig aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga haga skráningu og vistun gagna í umsýslukerfi sín þá samrýmist það ekki markmiðum upplýsingalaga að láta þann er fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu eða vistun er ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar vísanir Isavia til takmörkunarákvæðis 9. gr. upplýsingalaga ítrekar nefndin sjónarmið úr úrskurði sínum nr. 1090/2022 um að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grund­velli 9. gr. upp­lýs­ingalaga, enda þurfa hagsmunir þeir sem vísað er til í ákvæðinu að vera virkir, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úr­skurði nefnd­ar­innar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021. Í ljósi þess að fyrir liggur að félaginu Miðnesheiði ehf. var slitið 2. október 2019 telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending upplýsinga um félagið geti skaðað hagsmuni þess sem lögaðila.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu getur nefndin ekki fallist á að yfirferð á reikningum á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021 taki svo mikinn tíma að undantekningarákvæðið eigi við. Þá telur úrskurð­ar­nefndin að þær fjórar gagnabeiðnir frá kæranda sem Isavia bárust á síðari hluta ársins 2021 veiti fél­ag­inu eins og hér á stendur ekki meira svigrúm til að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4.&nbsp;mgr. 15.&nbsp;gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá Isavia.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á afgreiðslu Isavia leggur úrskurðarnefndin áherslu á mikilvægi þess að málið hljóti skjóta afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 28. september 2022, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti sem hún tekur til gagna sem urðu til í starfsemi félagsins frá og með 1. janúar 2013. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1113/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022

Kærð var afgreiðsla Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Samkvæmt Ísafjarðarbæ lágu þau gögn sem kærandi óskaði eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá nefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1113/2022 í máli ÚNU 22090025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., afgreiðslu Ísa­fjarð­ar­­bæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022 frá 1.&nbsp;júní 2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og af­greiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni eru gerðar athugasemdir við þrjú atriði í afgreiðslu Ísafjarðarbæjar. Í fyrsta lagi er fundið að því að engin gögn hafi fundist um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra í apríl 2015. Óskað sé eftir því að Ísafjarðarbær setji sig í samband við þáverandi bæjarstjóra og óski eftir skrif­legu svari frá honum hvað varði efnistök, vilyrði og annað sem komið hafi fram á fundinum. Einn­ig sé óskað eftir því hverjir hafi sótt fundinn.</p> <p style="text-align: justify;">Önnur athugasemd lýtur að því sem þáverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar á að hafa sagt við B árið 2002 eða 2003 um að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir fimm fermetra smáhýsi fyrir fjór­hjól. Ekki séu til skrifleg samskipti um þetta og í svari Ísafjarðarbæjar hafi komið fram að ekki þættu forsendur til að bera þetta sérstaklega undir fyrrverandi byggingarfulltrúa. Kærandi óski eftir því að Ísafjarðarbær afli formlegra upplýsinga og svari skriflega hver samskipti byggingarfulltrúans við B voru í raun og veru og hvort B fari rétt með.</p> <p style="text-align: justify;">Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að ekki hafi verið afhent samþykki meðeigenda sumarhúss C fyrir því að byggður yrði beitningaskúr við sumarhúsið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 30. september 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 14. október 2022. Í umsögninni kemur fram um fyrstu athugasemd kæranda að ekki hafi fundist gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra árið 2015. Engin skylda hvíli á bænum að hlutast til um að leita eftir skriflegu svari frá fyrrverandi bæjarstjóra um málið. Hið sama eigi við um aðra athugasemd kæranda. Varðandi þriðju athugasemdina hafi það verið mistök að bréfið hafi ekki skilað sér til kæranda. Honum hafi nú verið afhent bréfið.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 31. október 2022, eru fyrri kröfur ítrekaðar. Þá er óskað eftir afhendingu gagna sem vísað er til í fylgiskjölum sem fylgdu umsögn Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar. Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, afhenti Ísa­fjarð­arbær kæranda þau gögn. Í einu þeirra skjala sem afhent voru kæranda þann dag var vísað til „með­fylgjandi ljósrits“, án þess að ljósritið væri afhent. Óskaði kærandi eftir afhendingu þess með erindi til bæjarins sama dag. Í svari Ísafjarðarbæjar, dags. 28. nóvember 2022, kom fram að umrætt ljós­rit fyndist ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi gerir í máli þessu athugasemdir við hvernig Ísafjarðarbær hafi staðið að afgreiðslu beiðni hans um gögn, sem úrskurðarnefndin vísaði til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úr­skurði nr. 1077/2022. Við meðferð þessa máls afhenti Ísafjarðarbær kæranda eitt bréf sem kæran laut að og hafði fyrir mistök ekki borist kæranda. Þá voru kæranda við meðferð málsins afhent gögn sem vísað var til í fylgiskjölum með umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin fékk afrit af þeim gögnum. Loks kom fram að ljósrit sem vísað væri til í einu skjalinu fyndist ekki. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá. Það sem eftir stendur í kærunni lýtur í meginatriðum að því að Ísafjarðarbær eigi að afla tiltekinna gagna um atriði sem kærandi nefnir í kærunni.</p> <p style="text-align: justify;">Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga, nr. 140/2012, leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er m.a. tekið fram að orðin „fyrir­liggj­andi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt Ísafjarðarbæ liggja þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurð­arnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa. Þá er ljóst að sveitarfélaginu ber ekki skylda á grund­velli upplýsingalaga til að afla gagna um það sem fram kemur í kærunni, og úrskurðarnefndin hefur heldur ekki valdheimildir til að leggja fyrir sveitarfélagið að afla þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum sam­kvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Miðvíkur ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1112/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022

Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu málefni og starfslok kæranda hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélagið taldi að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent kæranda, að undanskildum tilteknum tölvupóstssamskiptum sem væru undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. laganna, né að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin. Var sveitarfélaginu því gert að veita kæranda aðgang að samskiptum við almannatengil og lögmann, en kærunni var að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1112/2022 í máli ÚNU 22050013.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast starfslokum kæranda hjá sveitarfélaginu.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir gögnum frá sveitarfélaginu sem varða kær­anda sjálfan […]. Kærandi tók fram að beiðnin næði til ályktana, trúnaðarmálabóka, minnisblaða og ann­arra skriflegra upplýsinga, hvort sem þær stöfuðu frá bæjarstjórn, bæjarráði eða skrifstofu sveit­ar­fél­agsins. Kærandi sagði kröfuna m.a. byggja á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p style="text-align: justify;">Með svarbréfi sveitarfélagsins, dags. 10. nóvember 2021, var kæranda tjáð að sveitarfélagið gæti ekki orð­ið við beiðninni. Vísað var í erindi persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins, þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónu­upp­lýsinga, stjórn­sýslu­lögum og upplýsingalögum. Sveitar­fél­ag­ið tók fram að engin stjórnvaldsákvörðun hefði verið tekin af hálfu sveitarfélagsins […]. Sveitarfélagið sagðist staðfesta að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 12. apríl 2022 óskaði kærandi aftur eftir gögnum frá sveitarfélaginu, með sérstakri vísun í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi sagði að það yrði að teljast misskilningur af hálfu sveitarfélagsins að ekki væru nein fyrirliggjandi gögn um kæranda hjá sveitarfélaginu, þar sem kærandi hefði verið […] starfs­maður sveitarfélagsins […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Þá óskaði kærandi eftir gögnum sem vísað var til […], sem kærandi segir bera það augljóslega með sér að teknar hafi verið ákvarðanir sem lögum samkvæmt beri að skrásetja og því sé ljóst að gögn séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu um málið. Kærandi vísar til skyldu sveitarfélagsins um skráningu upplýsinga um máls­atvik og meðferð mála, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, og til ákvæða sveitar­stjórn­ar­laga, sbr. auglýsingu ráðherra um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitar­stjórna. Kær­andi hafnar því að engin gögn séu fyrirliggjandi og krefst þess að fá öll gögn afhent, sérstaklega er óskað eftir öllum gögnum sem varða stjórnsýsluúttekt, sem gerð var fyrir sveitar­félagið […], þar á meðal fundargerðum frá fundum bæjarstjórnar og frá fundum kæranda með bæjarstjóra og eitt sinn með bæjarstjóra og fjármálastjóra þar sem kærandi óskaði sérstaklega eftir áheyrn og svörum vegna umræddrar stjórnsýsluúttektar. Þá bendir kærandi á leið­beiningarskyldu stjórn­sýslulaga og segir að persónuverndarfulltrúa hefði mátt vera ljóst að kæranda hafi verið heimilt að fá gögn sem vörðuðu [kæranda sjálfan] á grundvelli upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu sé einnig farið fram á það að fá afhent samskipti sveitarfélagsins við persónuverndarfulltrúann, sem varða kæranda, að öllu leyti en ekki að hluta til líkt og áður.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari sveitarfélagsins, dags. 4. maí 2022, segir að gögn er varði kæranda sem sveitarfélagið varðveiti tengist ráðningu [kæranda], svo sem starfslýsing, ráðningarsamningur, starfsvottorð, námsgögn og einnig önnur gögn sem tengist starfslokum. Einnig sé um að ræða tölvupóstsamskipti á milli fjármálastjóra, […] og kæranda. Umrædd gögn ættu að vera í varðveislu kæranda nú þegar. Umfjöllun bæjarráðs er varði ráðningu og starfslok megi finna í tilteknum fundargerðum bæjar­ráðs og bæjarstjórnar. Þá afhenti sveitarfélagið kæranda framangreinda stjórnsýsluúttekt og einnig númer fundargerða þar sem úttektin fékk umfjöllun. Önnur gögn sem óskað hafi verið eftir í tengslum við út­tektina varði samtöl milli starfsmanna sem eigi í miklu samstarfi og ræði sín á milli ýmis mál er varði starfsemina. Slík samtöl hafi verið tekin nokkrum sinnum, bæði milli bæjarstjóra og kæranda og einnig milli fleiri aðila. Um óformleg samtöl hafi verið að ræða sem hafi ekki verið skrásett með neinum hætti, því sé ekki um að ræða gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi ósk kær­anda um afrit af samskiptum við lögfræðing og persónuverndarfulltrúa sveitar­félags­ins segir sveitar­félagið slík gögn vera undanþegin upplýsingalögum samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga og verði þau því ekki afhent. Að lokum segir, varðandi samskipti staðgengils bæjarstjóra við bæjarráð og bæjarstjórn, að málið hafi ekki verið tekið fyrir á formlegum fundum bæjarráðs eða bæjarstjórnar og sé því ekki skrá­sett í málakerfi eða á sameiginlegu svæði sveitarfélagsins og því séu engin gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að […], líkt og rakið sé í annarri beiðninni sé augljóst að ákvarðanir hafi verið teknar innan stjórnsýslunnar og rök sveit­ar­félagsins um að engin gögn séu fyrir hendi séu að mati kær­anda rökleysa og vísar kærandi sér­staklega í skráningarskyldu sveitarfélaga, sbr. 2. mgr. 27. gr. upp­lýs­ingalaga. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu […] með erindi, dags. 23. maí 2022, og því veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni hinn 3. júní 2022. Auk þess afhenti sveitarfélagið úrskurðarnefndinni í trúnaði gögn sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í umsögninni segir að ekki hafi verið um að ræða synjun um afhendingu gagna nema hvað varði gögn sem undanþegin séu upplýsingaskyldu samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi hafi fengið öll gögn og upplýsingar sem varði [kæranda sjálfan] og liggi fyrir hjá sveitarfélaginu að undanskildum samskiptum við sérfræðinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveit­arfélagið kveður að ekki hafi verið stofnað stjórnsýslumál […] og því hafi engin stjórnvaldsákvörðun verið tekin af hálfu sveitarfélagsins. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið telur að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn er falli undir beiðni [kæranda] og fyrir­liggj­andi séu hjá sveitarfélaginu að undanskildum gögnum sem séu undanþegin afhendingarskyldu sam­kvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sé um að ræða tölvupóstsamskipti við lögmann, per­sónu­­verndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almannatengslum. […] Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að sveit­arfélagið eða kærandi hafi þurft að leita atbeina dómstóla vegna ágreinings þeirra á milli sé það lagt til grundvallar af hálfu sveitarfélagsins að sú ráðgjöf sem fengin var hjá bæði persónu­vernd­ar­full­trúa og lögmanni sé trúnaðarmál vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem standi nægilega í tengsl­um við mögu­leika á höfðun slíks máls auk þess sem samskiptin tengist málefnum annarra starfs­manna að hluta, […].</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitafélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á fram­færi athugasemdum um það sem þar kom fram. Engar frekari athugasemdir bárust úr­­skurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem varða kæranda, sem starfaði hjá sveitarfélaginu, […]. Sveitarfélagið heldur því fram að öll umbeðin gögn hafi verið afhent kæranda fyrir utan tölvu­póstssamskipti við lögmann, persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almanna­­tengslum sem séu undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsinga­laga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur kæranda til aðgangs að gögnum byggir á 14. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um skyldu til þess að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sé þess óskað, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 2. mgr. 14. gr. kemur þó fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. nær rétturinn til aðgangs að upplýsingum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. eru gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undan­þegin, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr.&nbsp; í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álits­gerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í almennum hluta greinargerðar í frumvarpi því sem varð að breytingalögunum segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en máls­höfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álits­­gerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir eftirfarandi um ákvæðið:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lög­­menn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunar­heim­­ildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samnings­bundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upp­lýs­­ingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Orðalag ákvæðisins og athugasemdir í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfa­skiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórn­­sýslulögum og athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, ber að skýra ákvæð­ið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dóms­máls kemur.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörð­un um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórn­valds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p style="text-align: justify;">Sem fyrr segir byggir synjun sveitarfélagsins að hluta á því að samskipti þess við lögmann, persónu­vernd­arfulltrúa og sérfræðing í almannatengslum sem varða málefni kæranda séu undanþegin upp­lýs­inga­rétti vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem hafi staðið nægilega í tengslum við möguleika á höfð­un slíks máls, enda þótt ekki hafi komið til dómsmáls.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í tengslum við afgreiðslu gagnabeiðni.</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við almannatengil […].</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við lögmann […].</li> <li style="text-align: justify;">Nokkrar útgáfur af drögum […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins áttu sér stað í kjölfar beiðni um aðgang að gögnum sem barst frá lögmanni kæranda hinn 5. nóvember 2021. Um er að ræða tölvu­pósts­samskipti þar sem fjármálastjóri og persónuverndarfulltrúi ræða afgreiðslu beiðninnar. Skilja verður beiðnina á þann veg að hún varði aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, en ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslu­laga og því sjálfstætt stjórnsýslumál sem kærandi á aðild að. Um aðgang kæranda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upplýsingalögum var afgreidd fer því samkvæmt 15.–19. gr. stjórn­sýslu­laga, sbr. 3. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2.&nbsp;mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórn­sýslulögum en af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðar­nefnd­inni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi samskipti sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann, […] verður ekki séð að samskiptin séu þess eðlis að þau falli undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. […] Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin og fær ekki séð að þau feli að neinu leyti í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þessu og efni gagnanna fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu afhentar kæranda. Þá hefur sveitarfélagið ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gögnin afhent kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upp­lýs­ingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögðu ekki séð að afhending gagnanna muni leiða til skerð­ing­ar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um að­gang að framangreindum gögnum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið vísar einnig til þess að umbeðin gögn tengist málefnum starfsmanna, […] en í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfs­manna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til að­gangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitar­félagið útskýrir ekki sérstaklega hvernig gögnin varða málefni umrædds starfsmanns en niður­staða úrskurðarnefndarinnar er sú að ekkert sem fram kemur í gögnunum geti talist varða málefni um­rædds starfsmanns í skilningi 7. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er töluvert fjallað um málefni kær­anda sjálfs. Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Sveitarfélaginu er því skylt að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið kveður engin önnur samskipti í tengslum við mál kæranda hafa verið skráð og því sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að þeim. Kærandi telur það rökleysu og vísar í skyldu sveitarfélags­ins sam­kvæmt 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar sveitarfélagsins að önnur samskipti hafi ekki verið skráð.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögn­um þess. Nefndin áréttar að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarð­anir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnis­blaða.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Það fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar og kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu […] er skylt að veita kæranda, A, aðgang að sam­skipt­um sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann […]. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1111/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022

Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytis á beiðni um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Synjun ráðuneytisins byggðist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1111/2022 í máli ÚNU 22040015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. apríl 2022, kærði A synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 15. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samn­ingum og viðbótarsamningum Íslands við bóluefnaframleiðendur; Pfizer, Moderna, Astra-Zeneca, J6J, CureVac og Sanofi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá óskaði kærandi jafn­framt eftir öllum gögnum sem Lyfjastofnun Íslands notaði þegar ákveðið var að veita bóluefn­un­um markaðsleyfi á Íslandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari ráðuneytisins, dags. 17. mars 2022, kom fram að ráðuneytið hefði undirritað átta samninga sem gerðir væru á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við Svíþjóð og viðkom­andi lyfjaframleiðanda um afhendingu bóluefnis, ábyrgð o.fl. og svo hins vegar samninga við Svíþjóð um greiðslur vegna kaupa á bóluefni. Þeir samningar sem um ræddi féllu undir takmarkanir á upp­lýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga og virka fjárhagslega- og viðskiptahagsmuni samningsaðila ráðuneytisins. Fyrir hefði legið sú viljaafstaða lyfja­framleiðenda að efni samninganna færu leynt. Þá féllu samningarnir undir tak­mark­anir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna, en meðal mark­miða ákvæð­is­ins væri að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórn­valda við erlend ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Íslandi er aðili að svo sem EES.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefði aflað hefðu hvorki aðildarríki ESB né Noregur afhent sambærilega samninga sem ríkin hefðu gert við lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni. Það væri mat ráðuneytisins að það gæti spillt samskiptum við lyfjaframleiðendur og aðra viðsemjendur íslenska ríkisins, ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum samningum, einkum þar sem afhending á bólu­­efnum hefði ekki farið fram. Slíkt gæti haft verulega neikvæð áhrif á þá almannahagsmuni sem fælust í því að fá bóluefni við COVID-19 til Íslands sem fyrst og fyrir sem flesta. Með vísan til framan­greinds væri beiðni um aðgang að framangreindum samningnum synjað með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði beiðni um gögn sem Lyfjastofnun notaði þegar ákveðið var að veita bóluefnunum markaðsleyfi á Íslandi teldi ráðuneytið rétt að Lyfjastofnun svaraði þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Með kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda við heilbrigðisráðuneytið en kærandi ítrekaði beiðni sína um afhendingu samninganna, dags. 17., 18. og 31. mars 2022, ásamt fyrirspurnum til ráðuneytisins. Með svari, dags. 13. apríl 2022, ítrekaði ráðuneytið fyrra svar og synjaði aðgangi að samningunum með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneytinu með erindi, dags. 2. maí 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn heilbrigðisráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 20. maí 2022. Þar kemur fram að ráðu­neytið hafi undirritað fjölda samninga á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópu­sam­bandsins við lyfjaframleiðendur. Við gerð umsagnar ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upp­lýs­inga­­mál, sem send var með bréfi dags. 28. júní 2021, hafði ráðuneytið gert samninga um kaup á bólu­efnum frá AstraZeneca, Pfizer BioNTech PA, Janssen Pharmacautica NV, Moderna Switzerland GmbH og CureVac AG. Frá því að bréfið var sent til nefndarinnar hafi bæst við samningar um kaup á bóluefnum frá Novavax, Valneva og Sanofi, auk þess sem viðbótarsamningar hafi verið gerðir m.a. um Moderna. Eru þá ótaldir samningar um breyttar dagsetningar á afhendingu bóluefna. Ákveðið hafi verið að gera samninga við marga mögulega framleiðendur til að hámarka möguleika á því að koma bólu­efni á markað sem fyrst. Í öllum samningum ESB sé gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin geti fengið hlut­deild af umsömdum bóluefnaskömmtum gegn því að axla ábyrgð samkvæmt samningi. Þátt­töku­ríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin séu því jafnsett um öll atriði samninganna, þ.m.t. ákvæði um trún­aðar- og þagnarskyldu gagnvart lyfjaframleiðendum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 þar sem nefndin tók til úrlausnar kæru á ákvörðun ráðuneytisins um að synja um aðgang að sömu samningum. Þar hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að líta bæri á samningana sem samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og mat nefndarinnar að einsýnt væri að birting þeirra í heild eða hluta af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríki milli samningsaðilanna. Nefndin hafi jafnframt litið til þess að íslenska ríkinu myndi líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19 og gæti afhending samn­inganna leitt til þess að samningsaðilar bæru fyrir sig vanefndir á samningnum og að afhending bóluefna á grundvelli þeirra raskaðist, auk þess sem samningsstaða íslenska ríkisins vegna kaupa á bólu­efnum gæti breyst til hins verra vegna áherslu samningsaðila á trúnað. Með vísan til framangreinds, og þess sem nánar greinir í úrskurði nefndarinnar, leit nefndin svo á að ákvörðun ráðuneytisins um að synja um afhendingu á samningunum fengi stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndar­innar nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 hafi verið staðfest synjun embættis landlæknis á aðgangi að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19, á sama grund­velli og í úrskurði nr. 1037/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ljóst sé að COVID-19 faraldurinn hafi verið í rénun undanfarið og engar opinberar sóttvarna­ráðstafanir í gildi frá því í febrúar á þessu ári. Þeir samningar sem kærandi óski eftir aðgangi að séu hins vegar enn í gildi og þar með sú trúnaðarskylda sem hvíli á íslenska ríkinu á grundvelli þeirra. Þá sé ekki útséð hvenær bólusetningum gegn COVID-19 muni ljúka, en sóttvarnarlæknir hafi t.a.m. lagt til að 80 ára og eldri verði veittur fjórði skammtur af bóluefni gegn COVID-19. Eigi jafnframt eftir að rannsaka og komast að niðurstöðu um þörf annarra aldurshópa á frekari bólusetningu gegn sjúk­dómnum. Bendir ráðuneytið einnig á að ný afbrigði af kórónuveirunni séu sífellt að myndast sem gætu leitt til frekari bólusetninga gegn veirunni. Liggi þannig ekki ljóst fyrir hvenær kaupum á bóluefnum lýkur, en lengsti núgildandi samningurinn geri ráð fyrir afhendingu á bóluefnum frá Pfizer fram í júní á næsta ári.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu verði ekki talið að þeir hagsmunir, sem ráðuneytið hafi áður byggt á til stuðnings synjun á aðgangi að samningunum og nefndin féllst á í fyrrgreindum úrskurði, séu fyrir borð bornir og að kærandi hafi rétt á aðgangi að samningunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ráðuneytisins að yrði kæranda veittur aðgangur að þeim samningum sem hann óski eftir myndi það skerða alvarlega það trúnaðartraust sem ríki milli aðila samninganna um kaup á bóluefnum. Birting samninganna myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og stefna frekari kaupum á bólu­efnum á grundvelli þeirra í verulega hættu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. maí 2022, segir að upp­runalega svar ráðuneytisins hafi verið að ekki væri búið að afhenda bóluefnin og þess vegna væri stór­hættulegt að birta samningana, þrátt fyrir að búið hafi verið að afhenda bóluefnin. Þá sé ekkert sem bendi til þess að bóluefnin hafi gert gagn gegn þeim afbrigðum sem nú þegar hafi komið fram og því ekki líklegt að þau efni sem búið sé að semja um virki gegn nýjum afbrigðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða eftirfarandi samninga:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og AstraZeneca AB um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og CureVac AG um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Pfizer Inc. og BioNTech Manufacturing GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Janssen Pharmaceutica NV um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bólu­efni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Moderna Switzer­land GmbH.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Novavax Inc. og Novavax CZ um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Bio­logic­als S.A. um úthlutun á bóluefnum.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals S.A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Valneva Austria GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Valneva Austria GmbH.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda byggist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitn­eskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Auk þess segir orðrétt:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þess­um sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að var­færni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu.&nbsp;Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upp­lýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upp­lýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafn­framt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raun­verulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórn­völdum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikil­vægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjöl­þjóða­stofn­anir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýð­­ingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins, sem og í &nbsp;úrskurði nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna í vörslum embættis landlæknis. Samningarnir sem kærandi krefst aðgangs að voru á meðal umbeðinna gagna í málunum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niður­stöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkis­ins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess að afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar þeim hafi nú bæst við samningar vegna kaupa á bóluefnum frá Novavax Inc. og Novavax CZ, Valneva Austria GmbH og Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals, auk viðbótar­samn­inga vegna kaupa á bóluefnum frá Moderna.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðnir samn­ingar hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikil­vægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opin­bers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samninganna án samþykkis samn­ingsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugs­an­legri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upp­lýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningunum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins, dags. 13. apríl 2022, um synjun beiðni kæranda um að­gang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1110/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn í tengslum við umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmda. Reykjavíkurborg kvað engin gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefði að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin væru til, þrátt fyrir að kærandi teldi slíkt vera hafið yfir vafa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1110/2022 í máli ÚNU 22100011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 11. október 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Með erindi til byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 1. september 2022, óskaði kærandi eftir fyrirliggjandi gögnum sem byggingarfulltrúi hafi litið til þegar sú ákvörðun var tekin að leggja það til við umsækjendur um byggingarleyfi að þeir breyttu framlagðri umsókn sinni um bygg­ingarleyfi að […] vegna óleyfisframkvæmda. Í kjölfarið hafi umsóknin verið samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í mars 2022.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 19. september 2022, kom fram að slík gögn væru ekki til, enda væri það orðum aukið að umsækjendum hefði verið gert að breyta umsókn sinni. Afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað á fundi byggingarfulltrúa í byrjun febrúar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því nokkrum dögum áður. Í kjölfarið hafi umsækjendur tekið ákvörðun um að breyta umsókn sinni. Ekki væri óalgengt að umsóknir tækju breytingum meðan þær væru í vinnslu hjá byggingar­fulltrúa. Svarinu fylgdu allar afgreiðslur vegna málsins auk umsagnar skipulagsfulltrúa.</p> <p>Í kæru kemur fram að kæranda þyki ótrúverðugt að ekki liggi fyrir samskipti umsækjenda við full­trúa Reykjavíkurborgar í tengslum við breytingu á umsókninni, sem fólst í því að áður gerðri óleyfisfram­kvæmd var breytt í byggingaráform, sbr. 11. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 12. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 28. október 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau atriði sem fram komu í ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. september 2022. Umbeðin gögn séu ekki til og liggi ekki fyrir hjá borginni. Af þeim sökum sé heldur ekki unnt að afhenda úrskurðarnefnd­inni afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, segir kærandi að í umsögninni sé því ósvarað hvernig borgaryfirvöld geti samþykkt breytingu á byggingarleyfisumsókn án samskipta við umsækjanda. Í fundargerðum byggingarfulltrúa séu margar beiðnir um breytingar á framlögðum byggingarleyfisumsóknum og afstaða fundarins til viðkomandi breytingar. Í þessu máli sé hins vegar ekki slíka breytingu að finna í fundargerðum byggingarfulltrúa.</p> <p>Kærandi telur það hafið yfir vafa að hjá Reykjavíkurborg liggi fyrir breyting umsækjenda á byggingar­leyfisumsókn ásamt beiðni umsækjenda um samþykkt borgaryfirvalda á byggingaráformum, auk skriflegs samþykkis borgaryfirvalda á breyttri byggingarleyfisumsókn umsækjenda og samþykkt bygg­ingaráforma.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Reykjavíkurborg kost á að koma á framfæri viðbótarskýringum í tilefni af athuga­­semdum kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2022. Í skýringum Reykjavíkurborgar, dags. 14. nóvember 2022, kemur fram að bókanir, sem kærandi vísar til að sé jafnan að finna í fundargerðum, komi fram þegar verið sé að sækja um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi. Þarna sé ekki um að ræða breytingar á umsókn áður en hún sé samþykkt, líkt og fjallað er um í þessu máli.</p> <p>Í umsögn skipulagsfulltrúa frá því í janúar 2022 hafi komið fram að ekki væri heimilt að vera með bílastæði á lóð. Í samræmi við umsögnina hafi umsækjandi gert breytingar á fyrirliggjandi byggingar­leyfis­umsókn og fallið frá þeim hluta umsóknarinnar sem snúi að bílastæðinu. Engin gögn séu til um samskipti umsækjanda við borgaryfirvöld vegna þessara breytinga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Kærandi í máli þessu telur það vafa undirorpið að ekki liggi fyrir hjá Reykjavíkurborg samskipti fulltrúa borgarinnar við umsækjanda um byggingarleyfi vegna breytingar á umsókn hans, sem fólust í að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform. Reykjavíkurborg heldur því fram að breytingin hafi verið gerð einhliða af hálfu umsækjandans og því liggi ekki fyrir nein samskipti sem lúti að henni.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur fullyrt að engin gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefur að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin séu til, þrátt fyrir að kærandi telji slíkt vera hafið yfir vafa.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvern­ig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi eink­um ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 11. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1109/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Kæran barst rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1109/2022 í máli ÚNU 22060025.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 30. júní 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Í byrjun árs 2021 lagði kærandi bíl sínum í Bankastræti og fékk sekt fyrir stöðvunar­brot, þar sem hann teldist hafa lagt bílnum í göngugötu. Kærandi mótmælti þessu við borgina og kvað merkingar þess efnis hafa verið ófullnægjandi. Tveimur vikum síðar höfðu svo verið sett upp skilti í Bankastræti þess efnis að þar væri bannað að leggja. Einhverju síðar voru svo allar merkingar fjarlægð­ar.</p> <p>Í tilefni af þessu sendi kærandi gagnabeiðni til Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, og óskaði eftir gögnum sem lytu að uppsetningu merkinga í Bankastræti, þ.m.t. hvaða tilmæli starfsmenn hefðu fengið og frá hverjum varðandi uppsetningu merkinganna sem gæfu til kynna að hluti Bankastrætis væri göngugata, svo og tilmæli um breytingu merkinga. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2021, kom fram að ekki væru til gögn hjá borginni sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Daginn eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni fékk kærandi svar við annarri gagnabeiðni frá Reykja­víkur­­borg. Í þeim gögnum er vísað til annarra gagna í vörslum Reykjavíkurborgar sem kærandi telur að réttilega hafi átt að vera afhent honum í tilefni af beiðni hans hinn 1. mars 2021. Það sé því ekki rétt sem fram komi í svari Reykjavíkurborgar frá 24. mars 2021 að ekki væru til gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Með hliðsjón af gögnum málsins taldi úrskurðarnefndin ekki þörf á að kynna kæruna fyrir Reykjavík­urborg og óska eftir umsögn. Þá er óþarft að rekja það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum máls­ins.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir gögnum um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Í svari Reykja­víkurborgar frá því í mars 2021 kemur fram að engin gögn séu til sem heyri undir beiðni kæranda en í öðru svari frá því í byrjun júlí er gefið til kynna að raunar séu til gögn sem hafi átt að falla undir fyrri beiðnir kæranda.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Hún barst því rúm­lega 14 mánuðum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Reykja­vík­urborgar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til nefndarinnar, en ekki um kærufrest.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að kæru skuli þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var kynnt aðila. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Nefndin vekur athygli kæranda á því að honum er fært að óska að nýju eftir þeim gögnum hjá Reykjavíkurborg sem hann telur að hefði réttilega átt að afhenda honum í kjölfar gagnabeiðni hans frá því í byrjun mars 2021. Fari það svo að beiðni kæranda verði synjað getur kærandi vísað málinu til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 30. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1108/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022

Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum í vörslum stofnunarinnar. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að 2. til 4. málsliður 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem vörðuðu umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Þannig væri ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kynnu um slíka umkvörtun, féllu undir þagnarskylduákvæðið. Taldi úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar og staðfesti ákvörðun stofnunarinnar að þessu leyti en kærunni var að öðru leyti vísað frá.

<p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1108/2022 í máli ÚNU 22030008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. mars 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Vinnueftirlits­ins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 6. janúar 2022 eftir afriti af öllum þeim gögnum sem kynnu að finnast í skjalasafni Vinnueftirlitsins og vörðuðu kæranda. Með því væri átt við hvers kyns gögn þar sem nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kær­anda kæmi fyrir. Óskað var eftir að persónugreinanlegar upplýsingar um aðra en kæranda sjálfan yrðu máðar út. Kæran var sett fram á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsinga­laga, nr. 140/2012.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 18. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 30. mars 2022. Í henni kom fram að ekki hefði náðst að afgreiða erindið enn sem komið væri vegna mikilla anna hjá stofnuninni og veikinda hjá starfsfólki. Í umsögninni var svo rakið að í nóvember 2020 hefði kærandi óskað eftir upplýsingum um hvort kæra hefði borist Vinnueftirlitinu þess efnis að hann hefði lagt starfsmann […] í ein­elti […]. Vinnueftirlitið hefði synjað kæranda um aðgang að ætluðum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020.</p> <p>Í umsögninni kom enn fremur fram að Vinnueftirlitið starfaði samkvæmt lögum um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og væri samkvæmt þeim falið eftirlit sem nánar væri lýst í 82. og 83. gr. laganna. Þá væri stofnuninni heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnu­stað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem yrðu hans áskynja. Í 2. mgr. 83. gr. laganna væri þagnarskylduákvæði þess efnis að starfs­menn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og að gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar væru undan­þegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum</p> <p>Mikilvægt væri að starfsfólk á innlendum vinnumarkaði gæti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað þeirra án þess að eiga á hættu að Vinnueftirlitinu yrði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hefði verið til stofnunarinnar eða hver hefði kvartað. Það væri jafnframt mat Vinnueftirlitsins að slíkar upplýsingar væri óheimilt að afhenda á grundvelli 9. gr. upp­lýsingalaga, sbr. eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p>Vinnueftirlitið afgreiddi loks beiðni kæranda með erindi, dags. 26. apríl 2022. Erindinu fylgdu gögn úr skjalasafni stofnunarinnar sem vörðuðu kæranda sjálfan. Ekki var hins vegar veittur aðgangur að upp­lýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna kæranda eða vinnugögnum.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. maí 2022, er gerð athugasemd við það hve langan tíma það hafi tekið stofnunina að afgreiða gagnabeiðnina. Þá virðist sem Vinnueftirlitið hafi handvalið þau gögn sem kæranda hafi verið afhent. Stofnunin hafi tekið fram í svari til kæranda að hvorki væri veittur aðgangur að upplýsingum um umkvartanir til stofnunarinnar né vinnugögn.</p> <p>Kærandi telur að það mál sem hann óskar upplýsinga um, þ.e. hvort Vinnueftirlitinu hafi borist kvörtun vegna meints eineltis af sinni hálfu, teljist ekki vera ábending um vanbúnað á vinnustað. Undir slíkt falli einhverjar þær aðstæður á vinnustað sem þyki óviðeigandi og varði alla starfsmenn vinnu­staðarins. Kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis yfirmanns gagnvart tilteknum starfsmanni uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu fari kærandi fram á það við úrskurðarnefndina að hún geri Vinnu­eftir­litinu, með sérstökum úrskurði, skylt að afhenda kæranda öll þau gögn sem varði hann, þar sem fram komi nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda og sé að finna í vörslum stofnunarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur Vinnueftirlitið afhent kæranda þau gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða hann sjálfan, að undanskildum upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum. Ákvörðun stofnunarinnar er byggð á því að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem girði fyrir rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 9. gr. sömu laga. Þá byggist synjun um aðgang að vinnugögnum á 2. mgr. 14. gr. upp­lýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p>Kæran í málinu er byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að hafi beiðni um að­gang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Hins veg­ar liggur fyrir að undir meðferð málsins afgreiddi Vinnueftirlitið beiðni kæranda, með því að synja henni að hluta til. Eftirfarandi umfjöllun miðar því að endurskoðun þeirrar ákvörðunar Vinnu­eftir­lits­ins.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til að­gangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður talið að sérstök þagn­arskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórn­valda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upp­lýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Starfs­menn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagn­arskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undan­þegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela 2. til 4. málsliður ákvæðisins í sér sérstaka þagnar­skyldu­reglu um upplýsingar sem varða umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Enn fremur segir í ákvæðinu að slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Sérstakt þagnarskylduákvæði varð hluti af lögum nr. 46/1980 með breytingalögum nr. 75/2018 og hljóðaði þá svo:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofn­unarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnar­skylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.</p> </blockquote> <p>Með breytingalögum nr. 71/2019 var ákvæðið fellt brott og í stað þess kveðið á um að starfsmenn Vinnu­­eftirlitsins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Með lög­um um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020, var ákvæðið fært í núverandi mynd. Ákvæðið er að mestu leyti eins og það var í breytingalögum nr. 75/2018, að því undanskildu að það inniheldur nú vísun til X. kafla stjórnsýslulaga auk þess sem kveðið er á um að gögn sem innihaldi upplýsingar um umkvart­anir til stofnunarinnar séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulög­um.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2020 kemur fram að sérstöku þagnarskylduákvæði hafi verið bætt við lögin með lögum nr.&nbsp;75/2018&nbsp;en vegna mistaka við setningu laga nr.&nbsp;71/2019&nbsp;hafi það verið fellt brott. Með viðbótinni séu mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í athugasemdum við þagnarskylduákvæðið í frumvarpi því sem varð að breytingalögum nr. 75/2018 er beinlínis tekið fram að umkvörtun til Vinnueftir­litsins geti snúið að sálfélagslegum þáttum, svo sem einelti eða kyn­ferðis­legri áreitni á vinnustað. Þannig er ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kunna um slíka um­kvörtun, falla undir þagnarskylduákvæðið. Telur úrskurð­ar­nefndin því að Vinnu­eftir­lit­inu sé óheim­ilt að veita kæranda slíkar upplýsingar. Gildir í því samhengi einu hvort nafn kæranda, kenni­tala hans og/eða fyrrum starfsheiti komi fyrir í upplýsingunum, enda gildir þagnarskyldan um ,,allar upp­lýsingar er varða um­kvartanir til stofnunarinnar“. Verður ákvörðun stofn­unarinnar því stað­fest að þessu leyti.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 910/2020 var það einnig niðurstaða nefndarinnar að Vinnu­eftir­litinu væri óheimilt að veita kæranda framangreindar upplýsingar. Sú niðurstaða byggðist hins vegar á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið í lögum nr. 46/1980 hafði fyrir mis­­­tök verið fellt úr gildi þegar beiðni kæranda í því máli barst stofnuninni, sbr. framangreint. Gildandi þagnarskylduákvæði hafði tekið gildi þegar beiðni í þessu máli barst Vinnu­eftir­lit­inu.</p> <p>Að því er varðar gögn sem urðu til hjá Vinnueftirlitinu í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda eru það gögn í stjórnsýslumáli hans sem falla því undir gildissvið stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 15.–19. gr. laganna, og heyra því ekki undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 4. gr. þeirra laga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 26. apríl 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis af hans hálfu, er staðfest. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1107/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Kærð var synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni um aðgang að minnispunktum ráðuneytisins af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að ráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1107/2022 í máli ÚNU 22080008.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 8. ágúst 2022, kærði A, fréttamaður hjá Mannlífi, synjun dóms­málaráðuneytis á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 27. júlí 2022 eftir aðgangi að minnisblöðum frá fundi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og saksóknara Namibíu sem haldinn var í ráðuneytinu. Þá óskaði kærandi einnig eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li>Hver var tilgangur fundarins?</li> <li>Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?</li> <li>Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?</li> <li>Hvernig stóð á að fundurinn var haldinn? Hver bað um fundinn?</li> <li>Hversu lengi stóð hann yfir?</li> </ol> <p>Ráðuneytið svaraði kæranda hinn 8. ágúst 2022. Þar kom fram að ráðuneytinu hefði borist ósk í gegnum forsætisráðuneyti með litlum fyrirvara, frá embættismönnum frá Namibíu, um að hitta dóms­málaráðherra. Ráðherra hefði ekki verið viðlátinn þennan dag og því hafi tveir skrifstofustjórar í ráðu­neytinu, staðgengill skrifstofustjóra og aðstoðarmaður ráðherra mætt á fundinn, sem hafi staðið yfir í rúma klukkustund. Kæranda var í erindinu synjað um aðgang að upplýsingum um innihald fundarins og minnisblöðum af honum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem inniheldur heimild til að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almanna­hags­munir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Kærandi telur að mikilvægir almannahagsmunir standi ekki til þess að upplýsingarnar fari leynt. Sam­kvæmt namibískum fjölmiðlum hafi fundurinn snúið að Samherjamálinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 9. ágúst 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn dómsmálaráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 19. ágúst 2022. Í henni kemur fram að ráðu­neytið hafi haft samráð við utanríkisráðuneyti vegna málsins og aflað upplýsinga um hvernig almennt sé háttað upplýsingagjöf um fundi með sendimönnum erlendra ríkja. Utanríkisráðuneyti legg­ist gegn því að upplýst sé um efni slíkra funda. Gögnin sem um ræði í þessu máli varði samskipti stjórn­valda við erlent ríki og umfjöllunarefnið sé í eðli sínu viðkvæmt, ekki síst út frá sjónarhóli hins erlenda stjórnvalds. Geti erlendir sendimenn ekki treyst því að trúnaður um samskiptin sé undantekn­inga­laust virtur, stefni það nauðsynlegu trúnaðartrausti í hættu. Þar með geti stjórnvöld ekki átt í árang­urs­ríkum samskiptum við erlend ríki til að sinna lögmæltum hlutverkum sínum í þágu íslenska ríkisins, með þeim afleiðingum að brýnir almannahagsmunir séu fyrir borð bornir.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kæranda verið synjað um aðgang að minnispunktum dómsmálaráðuneytis af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þess­ara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum mál­efnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almanna­vit­orði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;</p> <p>Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trún­aðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niður­staða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að á grund­velli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin fellst á það með dómsmálaráðuneyti að umfjöllunarefnið sé viðkvæmt. Þá telur nefndin ljóst að þeir erlendu sendimenn sem tjáðu sig á fundinum hafi gert það í trausti þess að um væri að ræða samtal sem trúnaðar yrði gætt um. Verður að telja að ef aðgangur yrði veittur að gögnunum væri það til þess fallið að skerða gagnkvæmt traust í samskiptum Íslands og Namibíu. Úrskurðarnefndin telur því að dómsmálaráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum, og verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p>Í ákvörðun dómsmálaráðuneytis kom hvorki fram afstaða ráðuneytisins til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga né var kæranda leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upp­lýs­ingamál samkvæmt 20. gr. laganna. Var ákvörðun ráðuneytisins að þessu leyti ekki í samræmi við kröf­ur sem gerðar eru til slíkrar ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun dómsmálaráðuneytis, dags. 8. ágúst 2022, að synja A um aðgang að gögnum, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1106/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Barna- og fjölskyldustofa synjaði kæranda um aðgang að bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu með beiðni um lögreglurannsókn og bréfi frá lögreglustjóra sem vörðuðu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi gögnin ótvírætt tilheyra rannsókn sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1106/2022 í máli ÚNU 22060014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. júní 2022, kærði A synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. maí 2022 eftir öllum gögnum sem við kæmu máli hans. Barna- og fjölskyldustofa svaraði kæranda hinn 10. júní 2022. Svarinu fylgdu þau gögn sem hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar og vörðuðu kæranda, m.a. gögn tengd Barnahúsi.</p> <p>Kæranda var synjað um tiltekin gögn, þ.e. ódagsett bréf frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréf frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjunin byggðist á þeim grund­velli að þau tengdust sakamáli sem hefði verið í ferli hjá lög­reglunni, en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upp­lýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um rannsókn saka­máls eða saksókn. Kæranda var bent á að leita til lögreglunnar varðandi aðgang að þeim. Þá var kæranda leiðbeint um að frekari gögn sem vörðuðu máls hans kynnu að vera til hjá viðkomandi barna­verndarnefnd og honum bent á að leita þangað.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá öll gögn sem við komi sínu máli frá barnaverndar­nefnd, ekki aðeins Barnahúsi.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 15. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Barna- og fjölskyldustofa léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í henni kemur fram að stofnunin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að með vísan til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem þau tilheyrðu rannsókn sakamáls. Styddist það jafn­framt við leiðbeiningar sem stofnunin hefði fengið frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ódagsettu bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréfi frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjun Barna- og fjölskyldustofu byggist á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarp það sem varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996, kemur fram að talið hafi verið eðlilegra að lög um meðferð opinberra mála hefðu að geyma sérreglur í þessu sam­bandi. Þá segir í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og telur ótvírætt að þau tilheyri rannsókn sakamáls. Er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurð­arnefnd um upplýsingamál, enda falla þau gögn sem um er deilt ekki undir gildissvið laganna. Úrskurð­ar­nefndin bendir kæranda á, svo sem fram kemur í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu til kæranda, að honum er fært að leita til viðeigandi barnaverndarnefndar varðandi aðgang að hugsan­legum frekari gögnum um sig. Þá er og unnt að beina beiðni um aðgang að gögnum sakamála sem er lokið til lög­reglu­stjóra í því umdæmi þar sem rannsóknargögn eru geymd eða héraðssaksóknara, sbr. 4. gr. fyrir­mæla ríkissaksóknara nr. 9/2017.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 13. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1105/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni. Innviðaráðuneytið afhenti stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var innviðaráðuneytinu því gert að afhenda skýrsluna án útstrikana.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1105/2022 í máli ÚNU 22050006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. maí 2022, kærði A ákvörðun innviðaráðuneytis um að synja honum um aðgang að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngu­stofu frá október 2017 í heild sinni.</p> <p>Með erindi til innviðaráðuneytis, dags. 19. apríl 2022, óskaði kærandi eftir skýrslu starfshóps um starf­semi og starfshætti Samgöngustofu sem skilað hefði verið til samgönguráðuneytisins árið 2018. Kær­andi óskaði eftir eintaki þar sem engar upplýsingar hefðu verið felldar brott. Jafnframt óskaði kær­andi eftir minnisblaði sem Samgöngustofa hefði sent ráðuneytinu í tilefni skýrslunnar, auk lista yfir öll gögn sem tengdust samskiptum stofnunarinnar við ráðuneytið í tilefni skýrslunnar, þar á meðal tölvupósta.</p> <p>Í svari ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kom fram að umræddur starfshópur hefði ekki lokið störfum heldur hefði áfangaskýrslu aðeins verið skilað. Áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi samgöngu- og sveit­ar­stjórnarráðherra væri vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og því ekki skylt að veita aðgang að skýrslunni. Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins væri að ræða þætti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar á grundvelli 2. mgr. 11.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga. Ráðuneytið afhenti kæranda áfangaskýrsluna með útstrikunum ásamt minnisblaði Sam­göngustofu vegna áfangaskýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26. apríl 2018.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi mótmæli þeim rökum ráðuneytisins að áfangaskýrslan geti fallið undir vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að gögn sem annars teldust vinnugögn teljist það ekki lengur hafi þau verið afhent öðrum, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsinga­laga. Fallist sé á að umræddur starfshópur falli undir 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Hins vegar sé ljóst að áfanga­skýrsla starfshópsins hafi verið send til annars aðila en skipaði starfshópinn, þ.e. Samgöngu­stofu, og hafi enginn starfsmaður Samgöngustofu átt sæti í starfshópnum. Kærandi telji ljóst að Samgöngu­stofa hafi fengið áfanga­skýrsluna senda úr ráðuneytinu þar sem stofnunin útbjó og sendi ráðuneytinu minnisblað um efni skýrslunnar. Því sé ekki um að ræða gagn sem falli undir undantekningarákvæði 3. tölul. 2.&nbsp;mgr. 8. gr. laganna. Meginregla 1. mgr. 8. gr. sé sú að gögn sem send eru milli stjórnvalda teljist ekki lengur vinnugögn. Kærandi telji því að ráðuneytinu sé skylt að veita fullan aðgang að skýrslunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt innviðaráðuneyti með erindi, dags. 9. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar og afrit af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júlí 2022, kemur fram að áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi ráðherra sé vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og því telji ráðuneytið ekki skylt að veita aðgang að henni. Umrætt skjal hafi verið unnið af starfshópnum sem settur var á fót á grundvelli ákvörðunar fyrrum ráðherra og var hlutverk hans fastmótað í skipunarbréfi, sbr. 2.&nbsp;tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá sé ekki um það að ræða að ákvæði 1.–4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um skjalið eða innihald þess. Skjalið hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun máls, það innihaldi ekki upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá vegna töku stjórnvaldsákvörðunar. Þá séu ekki í skjalinu upplýsingar um atvik tiltekins máls sem ekki koma annars staðar fram enda ekki um að ræða mál í þeim skilningi og þá sé ekki í skjalinu lýst vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á sviðinu. Þá hafi skjalið ekki verið afhent þriðja aðila.</p> <p>Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins sé að ræða hafi þótti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar enda heimili lögin að veita slíkan aðgang þó það sé ekki skylt, enda standi ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd því ekki í vegi, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ráðuneytið tekur fram að um hafi verið að ræða skjal sem ætlað hafi verið til notkunar og frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Fyrir­hugað hafi verð að starfshópurinn skilaði endanlegri skýrslu í janúar síðastliðnum en í kjölfar kosninga og skipunar nýrrar ríkisstjórnar hafi ekki orðið af því. Skjalið hafi að geyma umfjöllun um störf og starfs­hætti Samgöngustofu sem nýtast muni við áfram­haldandi vinnu við að bæta stjórnsýslu á mál­efna­sviði ráðuneytisins. Sú vinna hafi þegar farið af stað. Jafnframt sé rétt að hafa í huga að þeir aðilar sem fjallað sé um í skýrslunni, hafi ekki fengið tækifæri til að andmæla því sem þar komi fram enda um áfangaskýrslu að ræða sem ætluð hafi verið til frekari úrvinnslu. Hafi þannig tilteknir hlutar skýrslunnar verið af­máðir með vísan til þess að skýrslan sé vinnuskjal, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þó stærstur hluti hennar hafi verið afhentur á grundvelli heimildar um aukinn aðgang. Hafi því aðgangi að til­teknum hlutum skýrslunnar verið synjað en stærstur hluti hennar afhentur.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 8. júlí 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017. Innviðaráðuneyti afhenti kæranda stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aukinn aðgang, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Þá var kæranda afhent í heild sinni minnisblað Samgöngustofu til ráðuneytisins með viðbrögðum við skýrslu starfshópsins.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnu­gagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða ann­arra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Í 8. gr. er gert ráð fyrir að gögn geti í ákveðnum tilvikum áfram talist vinnugögn þótt þau séu afhent öðrum:</p> <ol> <li>Ef gögn eru einungis afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli aðila samkvæmt I. kafla laganna þegar einn sinnir ritarastörfum eða sam­bæri­legum störfum fyrir annan, sbr. 1. tölul. 2. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli annars vegar nefnda eða starfshópa sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, og hins vegar aðila samkvæmt I. kafla laganna, þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.</li> </ol> <p>Starfshópurinn sem um ræðir var settur á fót með ákvörðun þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra í mars 2017. Starfshópnum var ætlað að vinna greiningu á verkefnum Samgöngustofu en í hann voru skipaðir þrír lögmenn. Með starfs­hópnum starfaði aðstoðarmaður ráðherra auk lögfræðings í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var ekki leitað eftir samstarfi við stofnunina um nánari skilgreiningu á verkefninu eða óskað eftir tilnefningu um þátttakanda í starfshópnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir áfangaskýrslu starfshópsins með hliðsjón af minnis­blaði sem Samgöngustofa sendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með viðbrögðum við skýrsl­unni í lok apríl 2018. Af minnisblaðinu er ljóst að Samgöngustofa fékk skýrsluna afhenta í heild sinni. Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við starfsaðferðir starfshópsins og athugasemdum hópsins svarað eftir föngum. Úrskurðarnefndin telur að skýrslan uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Ljóst er að starfsmaður Samgöngustofu átti ekki sæti í starfshópnum, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að synjun ráðuneytisins um aðgang að skýrslunni geti ekki byggst á því að hún sé vinnugagn.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um þær upplýs­ingar sem afmáðar voru úr skýrslunni. Í því samhengi má nefna að þó nokkur hluti þeirra upplýsinga sem afmáður var er að finna í minnisblaði Samgöngustofu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem kærandi hefur þegar fengið afhent frá ráðuneytinu. Verður innviðaráðuneyti því gert að afhenda kæranda áfangaskýrslu starfshópsins í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Innviðaráðuneyti er skylt að afhenda kæranda, A, áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017, án útstrikana.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1104/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022

Deilt var um rétt kæranda, fréttamanns, til aðgangs að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli. Synjun Isavia ohf. byggðist m.a. á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að Isavia hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var synjun félagsins því staðfest.

<p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1104/2022 í máli ÚNU 22030005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Isavia ohf. að synja honum um aðgang að gögnum í tengslum við toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli.</p> <p>Með erindi, dags. 12. janúar 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um stöðu fyrirætlana sem ræddar hefðu verið fyrir nokkrum árum um toll- og landamæraeftirlit í Keflavík á vegum bandarískra stjórnvalda, <em>U.S. Customs and Border Protection (CBP) Preclearance</em>, sem gæti hraðað og einfaldað úrvinnslu farþega þegar komið væri til Banda­ríkjanna.</p> <p>Í svari Isavia til kæranda, dags. 21. janúar 2022, kom fram að þessi möguleiki hefði verið skoðaður en að kröfur, fyrirkomulag og ávinningur af Preclearance gæti ekki stutt við tengistöðina og vöxt hennar. Verkefnið væri því í bið því kostnaðurinn væri hamlandi og það drægi úr skilvirkni tengistöðvarinnar. Kærandi svaraði Isavia samdægurs með frekari spurningum um verkefnið og hvers vegna það hefði ekki gengið eftir.</p> <p>Hinn 7. febrúar 2022 óskaði kærandi svo eftir öllum gögnum sem tengdust skoðun á Preclearance, þ.m.t. gögnum sem vörpuðu ljósi á tilkomu málsins, framvindu þess og þá niðurstöðu að ráðast ekki í að koma slíku fyrirkomulagi á fót. Auk gagna sem stöfuðu frá Isavia var óskað eftir gögnum sem stöfuðu frá eða hefði verið beint til þriðja aðila.</p> <p>Í erindi Isavia, dags. 17. febrúar 2022, kom fram að um tíu skjöl hefðu fundist sem ætla mætti að féllu undir beiðni kæranda. Voru kæranda afhentar tvær fundargerðir stjórnar Isavia, frá því í október 2017 og 2018, auk erindis Isavia til innanríkisráðuneytis frá því í desember 2016 um stöðu mála vegna Pre­clearance-verkefnisins. Önnur gögn sem féllu undir beiðnina yrðu ekki afhent ýmist með vísan til 2.&nbsp;tölul. 10. gr. eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Krafa kæranda um rökstuðning fyrir því af hverju aukinn aðgangur yrði ekki veittur, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, ætti aðeins við um stjórnvöld og því ætti hún ekki við í málinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 15. mars 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 30. mars 2022. Í henni kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að níu skjölum:</p> <ol> <li>Ákvörðun byggð á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Erindi Isavia til U.S. Customs and Border Protection: Preclearance Process – Initial Sub­mis­sion, dags. 29. júlí 2016.</li> <li>Department of Homeland Security – Non-Disclosure Agreement, dags. 1. ágúst 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 29. júlí til 6. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> </ol> </li> <li>Ákvörðun byggð á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 8. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 12. september 2016.</li> </ol> </li> </ol> <p>Í umsögninni kom fram að samningurinn og samskiptin væru talin viðkvæm og snertu framkvæmd sem hefði gefið tilefni til að Bandaríkin hefðu óskað eftir að gerður yrði trúnaðarsamningur um þau, enda vörðuðu þau landamæra­afgreiðslu og eftirlit. Isavia legði áherslu á mikilvægi þess að sá trúnaður yrði virtur þannig að það að opinbera gögnin hefði ekki neikvæð áhrif á að samningur næðist síðar um forskrán­ingu þótt ekki hefði orðið af henni enn.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Varðandi röksemd Isavia að hluti gagnanna falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsinga­mál nr. 898/2020, þar sem nefndin tók fram að ekki væri unnt að hafna aðgangi að gögnum á grund­velli 2. tölul. 10. gr. án þess að atviksbundið mat á gögnunum færi fram.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði hinn 6. október 2022 eftir frekari rökstuðningi frá Isavia fyrir því að hvaða leyti mikilvægir al­mannahagsmunir stæðu til þess að gögnin skyldu fara leynt, sbr. 2. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga, og hvernig afhending gagnanna til kæranda gæti verið til þess fallin að skaða samskipti við Bandaríkin og þannig raska almannahagsmunum. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Isavia hlut­aðist til um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingarinnar.</p> <p>Í svari Isavia, dags. 20. október 2022, kemur fram að samskipti um forafgreiðsluna varði m.a. fram­kvæmd landamæraeftirlits og flugverndar. Upplýsingar um það séu viðkvæmar í eðli sínu og ofur­áhersla sé lögð á leynd upplýsinga, sér í lagi um málefni flugverndar. Starfsmenn Isavia sem tengist mál­inu, sem og aðrir sem hafi komið að málinu af hálfu flugrekenda og stofnana ríkisins, hafi farið í gegn­um bakgrunnsskoðun eða fengið sérstaka öryggisvottun sem heimili þeim aðkomu að málinu. Að veita aðgang að gögnum sem tengist þessum málaflokkum gæti haft áhrif á möguleika þeirra sem málið varðar til alþjóðasamstarfs.</p> <p>Í svarinu kemur enn fremur fram að ef erlend ríki geti ekki treyst því að trúnaður í milliríkjasamskipt­um sé undantekningalaust virtur geti traust tapast. Þar með gæti utanríkisþjónustan, vegna milligöngu fyrir félagið, ekki átt árangursrík samskipti og sinnt lögmæltu hagsmunagæsluhlutverki sínu í þágu íslenska ríkisins. Loks er ítrekað að ekki hafi enn komist á samkomulag um forafgreiðslu við bandarísk stjórnvöld. Málið gæti því verið tekið upp aftur og því sé mikilvægt að virða trúnað til að koma í veg fyrir að sam­talið stöðvist. Isavia meti það svo að afhending upplýsinganna myndi skaða samskiptin og þar af leiðandi raska almannahagsmunum.</p> <p>Að því er varði beiðni úrskurðarnefndarinnar um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhend­ingar gagnanna sé ekki heimild í upplýsingalögum til að óska afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. laganna. Slík öflun afstöðu eigi aðeins við þegar upplýsingar kunni að varða einka­hagsmuni, sbr. 2. mgr. 17. gr. sömu laga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá haustinu 2016 sem varða könnun á mögu­leika á því að komið yrði á fót bandarískri toll- og vegabréfaskoðun á Kefla­víkurflugvelli, til að einfalda úrvinnslu farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt á vef Isavia hinn 4. nóvember 2016 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Keflavíkurflugvöllur væri á lista yfir flugvelli þar sem mögulegt væri að taka upp slíka starfsemi.</p> <p>Bandaríska toll- og landamæraverndin (e. U.S. Customs and Border Protection, CBP), sem er stofnun innan heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna (e. Department of Homeland Security), heldur úti áætlun um forafgreiðslu (e. Preclearance program) sem felst í að hafa starfsmenn CBP á völdum flug­völlum utan Banda­ríkjanna í því skyni að vinna úr og yfirfara farþega sem ferðast til Bandaríkjanna, í stað þess að það sé gert við komu til Bandaríkjanna.</p> <p>Ákvörðun Isavia byggist ýmist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýs­ingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. &nbsp;Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn sem kæranda var synjað um aðgang að á grund­­velli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða í fyrsta lagi erindi Isavia til CBP, dags. 29. júlí 2016, varðandi möguleika á forafgreiðslu á Kefla­vík­ur­flugvelli. Í öðru lagi er staðlaður samningur um þagnarskyldu (e. Non-Disclosure Agreement) á veg­um heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, útfylltur og undirritaður af þáverandi forstjóra Isavia hinn 1. ágúst 2016. Í þriðja lagi eru samskipti Isavia við fulltrúa á vegum CBP frá lokum júlí 2016 og fram í september sama ár, í tengslum við heim­sókn til Íslands. Í fjórða lagi eru samskipti við íslensk stjórn­völd vegna málsins.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að verði gögnin afhent kæranda kunni að skapast hætta á því að traust bandarískra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum og Isavia glatist. Í því samhengi hefur það tals­verða þýðingu að mati nefndarinnar að þótt nokkuð sé um liðið frá því gögnin urðu til og að verk­efnið sé í biðstöðu, þá sé viðræðum um málið ekki lokið og þær kunni að verða teknar upp að nýju. Önnur sjónarmið kynnu eftir atvikum að koma til skoðunar ef ljóst væri að viðræðum væri lokið. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10.&nbsp;gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi verið heim­ilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p> <p>Að því er varðar þau gögn sem Isavia synjaði kæranda um aðgang að á grundvelli þess að um vinnu­gögn væri að ræða innihalda þau að hluta til sambærilegar eða sömu upplýsingar og fram koma í þeim gögnum sem synjað var um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum er óþarft að taka afstöðu til þess hvort gögnin uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnu­gögn. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um þau gögn sem undirorpin eru 2. tölul. 10. gr. upp­lýsingalaga er því staðfest ákvörðun Isavia um þessi gögn að auki.</p> <p>Í tilefni af athugasemd Isavia um að upplýsingalög heimili ekki að leitað sé afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir úrskurðarnefndin á að nauðsynlegt kann að vera að afla upplýsinga frá erlendum stjórnvöldum eða öðrum aðilum til að unnt sé að leggja á það mat hvort þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda séu til staðar. Slík upplýsingaöflun er því liður í því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem taka ákvarðanir á grundvelli upplýsingalaga uppfylli rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, og þarfnast ekki sérstakrar lagaheimildar umfram þau ákvæði. Þrátt fyrir að Isavia hafi ekki aflað umræddra upplýsinga telur úrskurðarnefndin að eins og mál þetta er vaxið og með hlið­sjón af því trúnaðar­samkomulagi sem liggur fyrir í málinu hafi það ekki áhrif á niðurstöðu nefnd­ar­innar þótt afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna hafi ekki verið aflað.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 17. febrúar 2022, að synja A um aðgang að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Kefla­víkur­flugvelli, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1101/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Landspítali synjaði kæranda um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda, á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Úrskurðarnefndin rakti skilyrði upplýsingalaga fyrir því að gagn gæti talist vinnugagn og féllst á að skilyrðin væru uppfyllt. Á hinn bóginn taldi nefndin að rótargreiningin kynni að innihalda upplýsingar um atvik máls auk þess sem þar væri lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Nefndin taldi sig hins vegar ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skyldu afhentar kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1101/2022 í máli ÚNU 22030006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A þá ákvörðun Landspítala að synja beiðni um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét fram­kvæma vegna andláts eiginmanns kæranda sem lést í kjöl­far legu á Landspítala […].</p> <p>Með erindi til Landspítalans, dags. 1. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda. Í beiðninni er tekið fram að þau gögn sem kærandi hafi þegar fengið afhent frá spítalanum árið 2018 varði einungis hluta rótar­grein­ingarinnar, nánar tiltekið um tillögur til úrbóta. Þar af leiðandi telji kærandi sig ekki hafa fengið rótar­greininguna afhenta í heild sinni.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. mars 2022, synjaði spítalinn beiðni kæranda um afhendingu rótar­grein­ing­ar­innar. Í svari spítalans er tekið fram að sú regla hafi myndast hjá spítalanum að afhenda eingöngu niður­stöður rótargreininga en ekki vinnugögn um þær. Þá segir að vinnugögn séu ekki af­hend­ing­ar­skyld, sbr. 5. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem rótargreiningarskjalið sé vinnugagn samkvæmt 8. gr. upp­lýsinglaga verði aðrir hlutar en niðurstöðukafli rótargreiningarinnar ekki afhentir kæranda. Hið sama eigi við um landlækni, sem fái afhentar niðurstöður rótargreininga og tillögur til úrbóta í krafti eftirlitshlutverks landlæknis með Landspítala, en ekki vinnugögn rótargreiningar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega óskað eftir aðgangi að rótargreiningunni með erindi, dags. 2. febrúar 2015. Landspítalinn hafi þá synjað beiðni kæranda með erindi dags. 16. mars 2015. Í þeirri synjun spítalans kemur fram að rótargreiningar flokkist sem vinnugögn og séu því undanþegnar upp­lýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að um rétt kæranda til upplýsinga fari líkt og um upplýsingarétt almennings. Þar sem í rótargreiningum komi fram viðkvæmar upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga sem geti verið persónugreinanlegar, þrátt fyrir að nafns eða kennitölu sé ekki getið, beri að hafna aðgangi að upplýsingum á þeim grundvelli einnig.</p> <p>Í kæru er einnig tekið fram að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkragögnum eiginmanns síns í árs­lok 2012. Í kjölfarið hafi kærandi ákveðið að kæra andlát eiginmanns síns til lögreglu og embættis landlæknis. Við meðferð málsins hjá lögreglu hafi skurðlæknir sem bar ábyrgð á meðferð eiginmanns kæranda komið til skýrslutöku og haft þar frammi staðhæfingar sem kærandi telur misvísandi. Í kæru segir að kærandi vilji fá aðgang að rótargreiningunni til að sannreyna staðhæfingar skurð­læknisins en einnig vegna mögulegra annarra misvísandi upplýsinga sem gætu leynst í rótar­grein­ing­unni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 15. mars 2022, og spítalanum veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 1. apríl 2022, ítrekaði úrskurðar­nefndin beiðni sína við Landspítala.</p> <p>Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni hinn 19. apríl 2022. Þar er tekið fram að gagnabeiðni kær­anda lúti að gögnum sem spítalinn útbúi sem undirbúningsgögn um hvernig haga beri verkferlum og verklagi á spítalanum. Gögnin séu eingöngu ætluð til eigin nota og teljist til vinnugagna sem réttur almenn­ings um afhendingu gagna taki ekki til. Þau séu því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6.&nbsp;gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Þá er einnig fjallað um öryggismenningu og tekið fram að spítalinn leggi áherslu á að efla hana í starfsemi sinni til að bæta gæði og öryggi þeirrar þjón­ustu sem veitt er. Í því samhengi er bent á að rótargreiningar séu eitt öflugasta verkfærið til að stuðla að góðri öryggismenningu. Þær feli í sér markvissa og kerfisbundna rannsókn sem hafi það að mark­miði að greina undirliggjandi ástæður atvika svo unnt sé að gera úrbætur í starfseminni. Að lokum er í umsögn spítalans vakin athygli á mögulegu fordæmisgildi málsins og tekið fram að ef spítalanum verði gert að afhenda þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að, muni stoðum vera kippt undan vinnslu rótar­greininga innan heilbrigðisstofnana hér á landi. Það sé síst til þess fallið að bæta gæði og öryggi í heil­brigðisþjónustu.&nbsp;</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. apríl 2022, er tveimur spurn­ingum varpað fram, annars vegar hvort Landspítali geti einhliða ákveðið að rótargreiningar á óvænt­um andlátum séu vinnugögn og hins vegar hvort úrskurðanefndin sé sammála skil­greiningu Landspítala um að rótargreiningar séu vinnugögn.</p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að spítalinn hafi aldrei upplýst kæranda um dánarmein eigin­manns kæranda. Að mati kæranda hafi bæði læknar og hjúkrunarlið spítalans vanrækt eiginmann kæranda kerfisbundið og brugðist honum í störfum sínum. Þá segir að kærandi hafi þegar fengið í hendur öll sjúkragögn eiginmannsins og því ætti innihald umbeðinna gagna ekki að koma á óvart lengur. Þar að auki ætli kærandi sér ekki að nota rótargreininguna eða upp­lýsingar sem fram komi í henni fyrir dómi, enda hafi kærandi þegar haft betur gegn íslenska ríkinu fyrir Hæstarétti í skaða­bóta­máli árið 2018.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er einnig bent á að embætti landlæknis veiti aðstandendum aðilastöðu í mál­um er varða rannsókn embættisins á óvæntum andlátum. Kærandi sjái ekkert í málflutningi Land­spítala sem útskýri nauðsyn fyrir þeirri leynd er ríki yfir rótargreiningunni. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurð­ar­nefnd­in hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu sem Landspítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Land­spítala […]. Ákvörðun sjúkra­­hússins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upp­­lýsingalaga, og af þeim sökum undan­þegin upplýsingarétti. Samkvæmt umsögn Landspítalans í mál­­inu byggist afgreiðsla spítalans á því að um rétt kæranda fari samkvæmt meginreglu 5. gr. upp­lýs­inga­­laga um upplýsingarétt almennings. Af skýringum kæranda í málinu má ætla að hann telji að um rétt sinn til aðgangs skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt aðila til aðgangs að upp­lýs­ing­um um hann sjálfan.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæð­­ið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lög­aðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra til­vika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni um­fram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athuga­semd­um við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.</p> <p>Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að rótargreiningin snýr að óvæntu andláti eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu hans á Landspítala í október 2011. Telur úrskurðanefndin því að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögn­unum. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningunni eftir ákvæðum III. kafla laganna.</p> <p>Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að reikna megi með því að tiltölulega sjaldgæft sé að hagsmunir hins opinbera af leynd rekist á við hagsmuni ein­stak­lings eða lögaðila af því að fá vitneskju um upplýsingar er varða hann sjálfan. Á þetta geti engu að síður reynt í einstaka tilviki og sé þá talið rétt að undanþágur í 6. gr. upplýsingalaga gildi fullum fetum gagn­vart upplýsingarétti aðila.</p> <p>Í 5. tölul. 6.&nbsp;gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Hug­takið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt máls­greininni eru vinnu­gögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæð­is­ins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætl­anir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórn­völd standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heim­­ilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Einnig er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnu­­gagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undir­búnings­gagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsinga­laga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framan­greindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjals­­ins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkra­hús­inu. Úrskurðarnefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p>Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda m.a. ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ekki er hægt að skjóta loku fyrir að í skjalinu komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki hafi birst annars staðar. Þá er á nokkrum stöðum í skjalinu að finna upplýsingar um verklag á spítalanum í tengslum við ýmsa þætti. Ljóst er að kærandi getur haft hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu til að staðreyna meint misræmi í gögnum málsins um hvernig heilbrigðisþjónustu við eiginmann kæranda hafi verið háttað á Landspítala. Úrskurð­­arnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kæru­­stigi hvaða upplýsingar í skjalinu skuli afhentar kæranda. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar með­ferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna og þeirra undantekninga sem fram koma í 3. mgr. 8. gr. um þær takmarkanir sem eru á afhendingu þeirra.</p> <p>Í ákvörðun Landspítala var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda ekki heldur leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Landspítala að gæta fram­vegis að þessu atriði.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Landspítala á því að samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýs­ingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 6. gr. tekur til þegar átta ár eru liðin frá því að gögn urðu til, svo fremi sem aðrar takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við. Frá því tímamarki er Landspítala því ekki fært að takmarka aðgang að rótargreiningunni á grund­velli þess að um vinnugögn sé að ræða í skilningi upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 1. mars 2022, er vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1100/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Synjun Landspítala var á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, enda teldist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Úrskurðarnefndin rakti að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust vera upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þótt gögnin innihéldu ekki nöfn starfsmanna taldi nefndin að kæranda yrði engu að síður fært að persónugreina starfsmennina með notkun viðbótarupplýsinga, og þannig öðlast upplýsingar um stéttarfélagsaðild þeirra. Var ákvörðun Landspítala því staðfest.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1100/2022 í máli ÚNU 22020003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. febrúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Sameykis stéttarfélags í almanna­þjónustu, synjun Landspítala á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 24. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítala á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að félagsmenn stétt­ar­félagsins væru starfsmenn hjá Landspítala og greidd væru félagsgjöld til stéttarfélagsins í hverjum mán­uði. Félagsgjöldin reiknist út frá launum viðkomandi félagsmanns og væri félagið því með upp­lýs­ingar um heildarlaun og félagsaðild viðkomandi starfsmanna. Stéttarfélagið væri hins vegar ekki með upp­lýsingar um starfsheiti starfsmanna eða samsetningu fastra og reglulegra launa, hvorki hjá starfs­mönn­um sem tilheyri Sameyki né öðrum stéttarfélögum. Kærandi óskaði því eftir upplýsingum um starfs­heiti og samsetningu fastra og reglulegra launa allra starfsmanna sem tilheyra annars vegar Sam­eyki og hins vegar stéttarfélaginu Eflingu, nánar tiltekið:</p> <p>Föst launakjör allra þeirra starfsmanna sem starfa hjá Landspítalanum, sundurgreind í:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Greiddan grunnlaunaflokk</li> <li>Greitt launaþrep</li> <li>Fasta yfirvinnutíma</li> <li>Önnur laun</li> <li>Önnur föst hlunnindi eða föst laun hverju nafni sem þau nefnast</li> <li>Heildarupphæð mánaðarlauna</li> <li>Starfshlutfall</li> <li>Starfsaldur hjá stofnuninni</li> </ol> <p>Í svari Landspítalans, dags. 1. desember 2021, kom fram að Landspítali féllist á að afhenda kæranda eftir­farandi upplýsingar um þá starfsmenn sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember sam­kvæmt kjarasamningi Sameykis:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Vinnustaður (svið/deild)</li> <li>Starfshlutfall í dagvinnu</li> <li>Greidd föst mánaðarlaun</li> <li>Aðrar fastar greiðslur – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna)</li> <li>Samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur</li> </ol> <p>Jafnframt kom fram að Landspítali hafnaði ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar þar sem stofn­uninni væri einungis heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upp­lýs­inga­laga. Stéttarfélagsaðild teldist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Því væri Landspítala óheimilt að svara fyrirspurn um starfs­menn í Eflingu þar sem fyrirspurnin væri afmörkuð við hóp starfsfólks sem ætti það eitt sam­eigin­legt að eiga aðild að tilteknu stéttarfélagi.</p> <p>Með erindi til Landspítala, dags. 7. desember 2021, áréttaði kærandi beiðni sína og vísaði þar um til 2.–4. málsl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari, dags. 9. desember 2021, vísaði spítalinn til fyrri rök­stuðn­ings fyrir höfnun sinni í bréfi til kæranda, dags. 1. desember 2021, um að upplýsingar um stéttar­fél­ags­aðild teldust til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga nr. 90/2018. Þegar spurt væri um nöfn, starfssvið og launakjör starfsmanna sem ættu það eitt sameiginlegt að tilheyra tilteknu stéttar­félagi væri ljóst að efnislegt svar fæli í sér veitingu viðkvæmra persónuupplýsinga sem spítalinn teldi sér óheimilt að láta af hendi í því formi sem óskað væri.</p> <p>Með tölvupósti til Landspítala, dags. 12. janúar 2022, tók kærandi fram að ekki væri um það deilt að upp­lýsingar um stéttarfélagsaðild væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Landspítali gæti hins vegar orðið við þessum upplýsingum án þess að greina frá nafni starfsmanns og væru upplýsingarnar þá ekki persónu­greinanlegar. Markmið beiðninnar væri einkum að fá upplýsingar um laun félagsmanna en upp­lýsingar um stéttarfélagsaðild einstakra starfsmanna skiptu ekki máli.</p> <p>Í svari Landspítala, dags. 19. janúar 2022, sagði að samkvæmt þeirri breytingu sem fælist í tölvupósti kæranda frá 12. janúar 2022 væri fallið frá ósk um nöfn starfsmanna með vísan til persónuverndar­sjónar­miða, en eftir sem áður væri afmörkun upplýsingabeiðninnar byggð á stéttarfélagsaðild. Með vísan til áður fram komins rökstuðnings væri beiðninni hafnað, enda yrði ekki séð að þannig breytt beiðni um upplýsingar um laun starfsmanna í tilteknu stéttarfélagi yrði byggð á tilvitnaðri 2. mgr. 7.&nbsp;gr. upp­lýsingalaga.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt á upplýsingum um starfsheiti, laun og föst launakjör starfs­manna spítalans samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem spítalinn hafi ekki orðið við beiðni kæranda þrátt fyrir ítrekaðar óskir sé kærandi knúinn til að kæra afgreiðsluna til úrskurðar­nefnd­ar um upplýsingamál. Kærandi krefjist þess að synjun Landspítalans um gagnaafhendingu verði hrundið og að umræddar upplýsingar verði veittar kæranda með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 560/2014.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 9. febrúar 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Landspítala, dags. 14. febrúar 2022, segir að spítalinn hafi látið kæranda í té þann hluta um­beð­inna upplýsinga sem spítalinn taldi sér heimilt á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. upp­lýsingalaga. Spítalinn hafi sent kæranda skjal með upplýsingum um félagsmenn Sameykis sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember 2021 samkvæmt kjarasamningi Sameykis, þ.e. nafn, starfsheiti, vinnustaður (svið/deild), starfshlutfall í dagvinnu, greidd föst mánaðarlaun, aðrar fastar greiðslu – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna) og samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur.</p> <p>Landspítali hafi hins vegar hafnað ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar um laun þar sem stofnuninni væri aðeins heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi Landspítali hafnað ósk kæranda um sambærilegar upplýsingar um starfsmenn Eflingar. Rök spítalans séu þau að stéttarfélagsaðild teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Fyrirspurn kæranda hafi aðeins verið afmörkuð á grundvelli stéttarfélagsaðildar og því ljóst að í jákvæðu svari fælust upplýsingar um stéttarfélagsaðild allra viðkomandi starfsmanna.</p> <p>Ástæða þess að spítalinn hafi talið að sömu sjónarmið ættu ekki við um veitingu upplýsinga um starfsmenn í Sameyki væri að félagið hefði í sínum fórum upplýsingar um félagsmenn sína og vinnu­staði þeirra eins og fram hefði komið í skýringum félagsins í bréfi til spítalans, dags. 24. nóvember 2021. Kærandi ítrekaði ósk sína með tölvupósti, dags. 12. janúar 2022, um laun starfsmanna spítalans í Eflingu en féll frá ósk um nöfn starfsmanna. Spítalinn hafi hafnað ósk þessari með tölvupósti, dags. 19. janúar 2022. Rök spítalans hafi verið þau að afmörkun upplýsingabeiðninnar væri eftir sem áður byggð á stéttarfélagsaðild.</p> <p>Með vísan til framanritaðs telji Landspítali að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna.</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda hinn 14. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Réttur kæranda byggist á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun Land­spítala er á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda teljist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupp­lýs­inga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónu­upp­lýsinga, nr. 90/2018.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Ákvörðun Landspítala var ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, en í 9. gr. þeirra kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að erfitt sé að tilgreina ná­kvæm­lega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einka­mál­efni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um per­sónu­vernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Svo sem fram kemur í skýringum Landspítala teljast upplýsingar um stéttarfélagsaðild til viðkvæmra per­sónuupplýs­inga. Raunar hefur kærandi fallist á að slíkar upplýsingar teljist viðkvæmar persónu­upp­lýs­ingar, en telur að Landspítala sé unnt að verða við beiðni hans um starfsheiti og föst launa­kjör starfs­manna Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi án þess að gefa upp nöfn viðkom­andi starfs­manna, en þá séu gögnin ekki persónugreinanleg.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upp­lýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upp­lýsingar sem hægt væri með fyrirhafnarlitlum hætti að rekja til nafngreindra einstaklinga, eftir at­vik­um út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar.</p> <p>Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um þagnar­skyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræði­upp­lýs­ingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu per­sónu­greinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Samkvæmt því er ljóst að stéttarfélagsaðild getur talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna að því tilskildu að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga út frá upplýsingunum.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Kærandi, sem er stéttarfélag, hefur fengið afhentar frá Landspítala upplýsingar um eigin félagsmenn sem samanstanda af nöfnum starfsmanna, starfsheiti, vinnustað (sviði/deild), starfshlutfalli í dagvinnu, greiddum föstum mánaðarlaunum, öðrum föstum greiðslum (samtölu), og samtals greiddum föstum mán­aðarlaunum og öðrum föstum greiðslum. Kærandi óskar eftir sambærilegum upplýsingum, að nöfn­um starfsmanna undanskildum, um starfsmenn Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.&nbsp;mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti sam­kvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um nöfn opin­berra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, og launakjör æðstu stjórnenda.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram með&nbsp;föstum launakjörum&nbsp;sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nái þannig til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Óheimilt sé að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, nema viðkomandi teljist til æðstu stjórnenda.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að, þ.e. upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi. Gögnin innihalda ekki nöfn starfsfólksins en innihalda upplýsingar um starfsheiti, svið, skipulagseiningu, starfshlutfall, greidd föst mánaðarlaun fyrir annars vegar fullt starf og hins vegar miðað við starfshlutfall, fasta yfirvinnu miðað við starfs­hlutfall, önnur laun og heildarlaun miðað við starfshlutfall.</p> <p>Telja verður að ef veittur yrði aðgangur að skjalinu myndu þær upplýsingar sem þar koma fram, einar og sér, ekki nægja til að bera kennsl á viðkomandi starfsfólk með beinum hætti. Á hinn bóginn er til þess að líta að kærandi hefur þegar undir höndum upplýsingar um eigin félagsmenn auk þess sem honum er fært að óska eftir upplýsingum hjá Landspítala um nöfn starfsmanna, starfssvið, föst launa­kjör og heildar­laun æðstu stjórnenda, sbr. 2.–4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, án þess að óska eftir upp­lýsingum um stéttarfélagsaðild þeirra.</p> <p>Með hliðsjón af því hvernig það skjal sem deilt er um í málinu er sett fram og hve margar breytur þar koma fram um hvern og einn starfsmann telur úrskurðarnefndin að ef kæranda yrði afhent skjalið til við­bótar við þær upplýsingar sem hann hefur nú þegar undir höndum auk þeirra sem hann á rétt til samkvæmt upplýsingalögum, væri honum fært að persónugreina það starfsfólk sem kemur fyrir í skjalinu með beinum eða óbeinum hætti, sbr. 2.&nbsp;tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. til hliðsjónar 26. lið formála reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upp­lýsinga, þar sem fram kemur að persónuupplýsingar sem hafi verið færðar undir gerviauðkenni, sem kann að vera hægt að rekja til ein­staklings með notkun viðbótarupplýsinga, skuli teljast upp­lýs­ing­ar um persónugreinanlegan ein­stakling.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði Landspítala gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum kynni jafnframt að vera miðlað upplýsingum um stétt­ar­félagsaðild, sem varða einkahagsmuni viðkomandi starfsfólks í skilningi 9. gr. upp­lýs­inga­laga. Því er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sann­gjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telur úrskurðarnefndin því að Land­spítala sé óheimilt að afhenda gögn­in og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upp­lýsingalaga, þar sem gögnin innihalda einungis upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 19. janúar 2022, að synja Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu um aðgang að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsfólks Landspítala sem er félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1102/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda studdist við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin féllst á að gögnin teldust til minnisgreina af ráðherrafundum í skilningi ákvæðisins og staðfesti ákvörðun ráðuneytisins.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1102/2022 í máli ÚNU 22040011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun forsætis­ráðuneytis á beiðni hennar um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál.</p> <p>Með erindi, dags. 11. apríl 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerðum ráðherranefndar um efna­hagsmál frá þeim fundum þar sem rætt hefði verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hluta­bréf­um ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að fundargerðir og aðrar minnisgreinar á ráðherrafundum væru undanþegnar upp­lýs­inga­rétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið upplýsti hins vegar um að rætt hefði verið um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka á fjórum fundum ráðherra­nefnd­ar um efna­­hagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, dags. 27. janúar 2021, 4.&nbsp;maí 2021, 4. febrúar 2022 og 1. apríl 2022, ásamt því að veita tilteknar upplýsingar úr fundargerð­unum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með erindi, dags. 22. apríl 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kemur fram að ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti almennings á grund­velli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þrátt fyrir framangreint og að stjórnvöld séu ekki skyld­ug til að taka afstöðu til aukins aðgangs þegar um slík gögn er að ræða, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, hafi ráðuneytið ákveðið að veita kæranda tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. þar sem fram kemur að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt sé enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi.</p> <p>Kveðið sé á um skipan ráðherranefndar um efnahagsmál í 4. mgr. 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011 og samkvæmt ákvæðinu eigi forsætisráðherra og sá ráðherra sem fer með málefni hag­stjórn­­ar og fjármálastöðugleika fast sæti í nefndinni. Auk þeirra á menningar- og viðskiptaráðherra sæti í nefndinni samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar þar um 7. desember 2021. Þá sé kveðið á um það í 3.&nbsp;mgr. 10. gr. laganna að forsætisráðherra setji reglur um störf ráðherranefnda í samráði við ríkisstjórn. Í 3. mgr. 3. gr. núgildandi reglna nr. 166/2013 sé kveðið á um trúnaðar- og þagnarskyldu ráðherra og ann­­arra sem sitja ráðherranefndarfundi um öll gögn nefndanna nema viðkomandi nefnd samþykki að af­létta trúnaði eða að lög kveði á um annað. Tilgangur ráðherranefnda sé að skapa vettvang fyrir ráð­herra sem beri ábyrgð á skyldum málefnum til að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki. Nefndirnar séu mikilvægur vettvangur til þess að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkis­stjórn. Með fyrirkomulaginu sé tryggt að mál hljóti nauðsynlega þverfaglega umfjöllun á undir­búnings­stigi og stuðlað að markvissari umræðum í ríkisstjórn um einstaka mál.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þar eru nefnd til pólitískrar stefnumótunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi ráð­herra, fundargerðir og minnisgreinar af ráðherrafundum þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur á formlegum ríkisstjórnarfundi eða öðrum ráðherrafundum, þ.m.t. við óformlegar að­stæður. Hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest að ákvæðið taki til gagna ráðherranefnda með sama hætti og ríkisstjórnar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 811/2019 frá 3. júlí 2019 og nr. 564/2014 frá 17. desember 2014. Ákvæðið sé samhljóða 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eigi sömu sjónarmið við um skýringu þess ákvæðis en í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 16. gr. stjórn­sýslulaga komi m.a. fram að talið hafi verið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda sem fara með æðstu stjórn ríkisins og að þau taki sjálf ákvarðanir um birtingu gagna sem til umfjöllunar eru á fund­um þeirra. Því sé áréttuð sú afstaða ráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsinga­rétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. maí 2022, og veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hluta­bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kær­anda styðst við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6.&nbsp;gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórn­valda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikil­vægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnu­mót­un­ar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einn­ig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varð­veita hagsmuni ríkisins og almennings.</p> </blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þótt ekki sé berum orðum tiltekið í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að fundargerðir ráðherrafunda séu undanþegnar upplýsingarétti almennings telur nefndin að það verði að líta svo á að slík gögn teljist til minnisgreina af slíkum fundum í skilningi ákvæðisins. Kemur þar og til að tilgangur undan­þágu­regl­unnar í 1. tölul. 6. gr. er að varðveita möguleika til pólitískrar stefnumörkunar og sam­ráðs, en svo sem fram kemur í umsögn forsætisráðuneytis er tilgangur ráðherranefnda beinlínis að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn og gera þeim ráðherrum sem eiga sæti í nefndinni kleift að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki til að stuðla að markvissari umræðum í ríkisstjórn. Hins vegar er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, og hefur kæranda með hliðsjón af því verið veittar til­teknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að forsætisráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjár­málakerfisins á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 11. apríl 2022, að synja beiðni A um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármála­kerfis­ins.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1103/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Í málinu var kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kæmi fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sættu ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiddi að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum yrði ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Varð því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1103/2022 í máli ÚNU 22090023.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2022, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kostnað einstakra þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokks­ins í Vestmannaeyjum vegna kosninga síðastliðið vor. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 26. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1099/2022. Úrskurður frá 19. október 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli dótturfélags Ríkisútvarpsins og Storytel um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Synjun Ríkisútvarpsins byggðist á því að samningurinn varðaði mikilvæga viðskiptahagsmuni Storytel auk þess sem almannahagsmunir krefðust þess að hann færi leynt þar sem Ríkisútvarpið væri að þessu leyti í samkeppni við aðra. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem varðar upplýsingar um aðila sjálfan. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir Storytel og samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins vægju ekki eins þungt og hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum. Var því lagt fyrir Ríkisútvarpið að afhenda kæranda samninginn.

<p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1099/2022 í máli ÚNU 21120010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 17. desember 2021, kærði A lögmaður, f.h. B, afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um tvo samninga í tengslum við móður kæranda, C. Byggist kæran á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kæranda sendi gagnabeiðni til Ríkisútvarpsins hinn 20. maí 2021. Í erindinu kom fram að kær­andi væri rétt­hafi höfundarréttar að verkum C. Hinn 19. mars 2021 hefði kær­andi gert samning við fyrirtækið Storytel um dreifingu á hljóðritun Ríkisútvarpsins á verkinu […], í flutningi höfundar, í gegnum áskrift­arstreymisveitu Storytel. Samkvæmt upplýsingum í samn­ingnum hafi verkið verið hljóðritað á sínum tíma og gefið út af Ríkisútvarpinu sem hljóðbók (e. audio­book), og gert aðgengilegt almenningi samkvæmt samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og höfund­ar.</p> <p>Í samningi kæranda og Storytel er vísað til samnings sem fyrirtækið hafi gert við Ríkisútvarpið um heim­ild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Framangreint samkomulag milli Ríkis­­útvarps­ins og C veiti stofnuninni hins vegar ekki heimild til að dreifa hljóðritun á […] út fyrir stofnunina. Þar af leiðandi sé þörf á að Storytel afli heimildar frá rétthafa verks­­ins til að streyma því á streymisveitu sinni, til viðbótar við samkomulag fyrirtækisins við Ríkis­út­varpið. Það sé tilefni samningsgerðar kæranda og Storytel.</p> <p>Í erindi lögmanns kæranda til Ríkisútvarpsins frá 20. maí 2021 kom fram að misskilnings gætti í samn­ingi kæranda við Storytel; Ríkisútvarpið hefði aldrei öðlast rétt yfir verkum C sem heim­ilaði stofnuninni að dreifa þeim á streymisveitum. Þá hefði stofnunin ekki gefið verkið út sem hljóð­bók, líkt og tilgreint væri í samningnum. Ríkisútvarpið hefði aðeins tekið upp lestur höfundar á verk­inu og hafði samningsbundna heimild til þess eins að útvarpa þeim lestri í línulegri dagskrá á til­tekinn hátt.</p> <p>Þóknunarákvæði í samningi kæranda og Storytel vekti sérstaka athygli, en þar kæmi fram að kærandi fengi greidda þóknun sem næmi […]% af heildarþóknun Ríkisútvarpsins frá Storytel, samkvæmt samn­ingi þeirra á milli, og Ríkisútvarpið […]% þóknunarinnar. Ríkisútvarpið fengi sem sagt […]% þóknun­ar­innar fyrir það eitt að afhenda Storytel upptöku verksins, sem væri með ólíkindum í ljósi þess að Ríkis­útvarpið hefði aldrei átt neinn rétt til verksins í áskriftarstreymi.</p> <p>Ríkisútvarpið ætti tiltekinn rétt til hljóðritunarinnar, en sá réttur væri takmarkaður við samkomulag stofn­unar­innar við C, og ætti ekkert skylt við tekjur sem yrðu til af verkinu í gegnum áskrift­ar­streymi. Ríkisútvarpið væri ekki útgefandi verksins og hefði aldrei verið. Í samræmi við framangreint óskaði kærandi eftir annars vegar samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, og hins vegar samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og C.</p> <p>Beiðni kæranda var ítrekuð í lok ágúst 2021 og hinn 6. október 2021 barst svar frá Ríkisútvarpinu. Í svarinu kom fram að málið væri byggt á misskilningi; Ríkisútvarpið hefði ekki veitt Storytel rétt til nýt­­ing­­ar á verkum C, heldur væri slíkt háð sérstökum samningi milli rétthafa og Storytel. Vísað var í því sambandi til ákvæðis úr samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, þar sem fram kæmi að Story­tel bæri ábyrgð á því að afla leyfis höfundar áður en verki væri dreift gegnum streymis­veitu fyrir­tækis­ins.</p> <p>Lögmaður kæranda svaraði erindinu samdægurs og beindi þeirri spurningu til Ríkisútvarpsins hvort það væri þá rangt að stofnunin fengi […]% af rétthafagreiðslum vegna verksins. Í svari Ríkisútvarpsins var því svarað til að samningur stofnunarinnar og Storytel væri í reynd afsprengi samninga sem Story­tel kynni að gera við rétthafa. Skýrt væri kveðið á um það í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel að hinn síðar­nefndi aðili þyrfti að semja við höfund/rétthafa um rétt til áskriftarstreymis. Hið sama ætti við um greiðslur fyrir upplestur. Greiðslur Storytel til Ríkisútvarpsins tækju einungis til umræddrar hljóð­upp­töku og umsýslu sem henni tengdist, enda væri um að ræða hljóðupptöku sem framleidd hefði verið og unnin af Ríkisútvarpinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ríkisútvarpið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins barst úrskurðarnefndinni hinn 7. janúar 2022. Í henni kemur fram að sam­komu­lag milli Ríkisútvarpsins og C hafi, þrátt fyrir víðtæka leit, hvorki fundist í skjala­safni stofnunarinnar né á Þjóðskjalasafni Íslands. Af þeim sökum sé ekki unnt að verða við beiðni kæranda um aðgang að samkomulaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að Ríkisútvarpið hafi gert samning við Storytel sem veiti fyrirtækinu rétt til dreifingar á efni á streymisveitu Storytel, m.a. hljóðupptökum, sem Ríkisútvarpið hafi framleitt að því gættu að leyfi annarra rétthafa liggi fyrir, en um slíkt fari þá samkvæmt samningi viðkomandi rétthafa og Storytel.</p> <p>Eftir atvikum megi, að mati Ríkisútvarpsins, fallast á að kærandi geti byggt rétt til aðgangs að samning­­num á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar telji stofnunin að bæði 2. og 3. mgr. sömu grein­ar standi beiðni kæranda í vegi. Samningurinn kunni augljóslega að varða einka-, fjár­­hags- og við­skipta­málefni Storytel, þar á meðal samningsforsendur og kjör, á þeim mörkuðum sem Story­tel starfi á, og um leið rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsinga­laga. Til þess sé einnig að líta að ekki sé verið að ráðstafa opinberum hagsmunum með beinum hætti, svo sem með ráð­stöfun á almannafé, sem kynni að gefa ríkari ástæðu en ella til þess að efni samningsins yrði gert opin­bert.</p> <p>Ríkisútvarpið vísar einnig til 2. mgr. 14. gr., sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, til stuðnings þeirri afstöðu að takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum. Í 4. tölul. 10. gr. komi fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti fyrirtækja eða stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Samningur Ríkisútvarpsins og Storytel lúti að hljóðupptökum og efni sem framleitt sé og unnið af Ríkisútvarpinu, sem stofnunin veiti svo Storytel rétt til dreifingar á, að fullnægðu samþykki rétthafa, gegn tiltekinni greiðslu. Starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður, þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semji við slíkar veitur. Samningurinn varði í eðli sínu starfsemi af einkaréttarlegum toga á samkeppnismarkaði, sem standi aðgangi í vegi.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 20. janúar 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Storytel Iceland ehf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 25. maí 2022. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 7. júlí 2022, er lagst gegn afhendingu samningsins.</p> <p>Í erindinu er vísað til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, varð­andi það að undir greinina falli upplýsingar um viðskiptaleyndarmál. Hugtakið viðskiptaleyndar­mál sé skilgreint í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Undir hugtakið hafi í framkvæmd verið felldar upplýsingar um verð. Í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel sé ítarlega kveðið á um það verð sem fyrirtækinu beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu sé veittur með dreif­ingar­samningnum, sem og það greiðslufyrirkomulag sem gildi milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum sem eigi við um réttarsamband aðilanna.</p> <p>Umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær geti haft áhrif á samkeppnisstöðu Storytel verði þær gerð­ar opinberar enda yrði þá samkeppnisaðilum gert kleift að nýta sér upplýsingarnar með tilheyrandi tjóni fyrir Storytel. Atriði samningsins uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem lög um viðskiptaleyndarmál geri til þess að upplýsingar og gögn teljist til viðskiptaleyndarmála. Upplýsingarnar séu ekki almennt þekkt­ar, þær hafi viðskiptalegt gildi auk þess sem gerðar hafi verið eðlilegar ráðstafanir til að halda þeim leyndum, en skýrlega sé tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að dreifingarsamningi milli RÚV Sölu ehf., sem er dótturfélag Ríkisútvarpsins ohf., og Storytel Ice­land&nbsp;ehf. Kærandi óskaði einnig eftir aðgangi að samn­ingi sem Ríkisútvarpið gerði við móður kæranda, en í umsögn Ríkisútvarpsins kemur fram að sá samn­ingur hafi ekki fundist hjá stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá nefndinni.</p> <p>Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningi RÚV Sölu og Storytel skuli fara samkvæmt 1.&nbsp;mgr. 14.&nbsp;gr. upp­lýs­ingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Í samningi sem kærandi hefur gert við Storytel um dreifingu á verkinu […] kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við Ríkisútvarpið um dreifingu á hljóðbókum í eigu stofnunarinnar, en að þörf sé á að gera leyfissamning við höfund eða rétthafa höfundarréttar áður en af dreifingu verksins geti orðið. Í samningi kæranda við Storytel er á nokkrum stöðum vísað til samnings Ríkisútvarpsins og Storytel varðandi nánari útfærslu á réttindum kæranda. Til að mynda kemur fram í þeim kafla samnings kæranda sem ber heitið „Veiting réttinda“ (e. Grant of Rights) að um þann rétt sem kærandi veiti Storytel til að dreifa verkinu á efnisveitu fyrirtækisins sé nánar fjallað í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel. Þá kemur fram síðar í samningnum að kærandi fái tiltekið hlutfall af þeirri heildarþóknun sem Ríkis­útvarpið eigi rétt til samkvæmt samningi stofnunarinnar við Storytel.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ljóst að samningur Ríkisútvarpsins og Storytel innihaldi upplýsingar sem varði kæranda sérstaklega og veru­lega umfram aðra í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að samn­ingnum eftir ákvæðum III. kafla laganna, en sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings samkvæmt II. kafla sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upp­lýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama að­gang, enda byggist 14.&nbsp;gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem al­menningur hefur ekki. Opin­ber birting upplýsinganna sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann eftir atvikum að brjóta gegn réttindum annarra, en til þess tekur úrskurðarnefndin ekki afstöðu í þessu máli.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda til aðgangs að samningnum. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hags­munirnir séu að meginstefnu þeir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleið­inga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hags­munamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Ríkisútvarpið byggir synjun sína m.a. á vísun til þeirra hagsmuna sem verndaðir eru samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þeirri grein er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lög­aðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort við­komandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða ann­arra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við fram­kvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upp­lýs­ingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt veru­legu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráð­stöfun opin­bers fjár og eigna.</p> <p>Í umsögn Ríkisútvarpsins er vísað til þess að samningurinn við Storytel innihaldi upplýsingar um samningsforsendur og -kjör á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfi á og að afhending geti skaðað rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Í afstöðubréfi Storytel til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að upplýsingar um verð séu viðskiptaupplýsingar sem teljist til viðskiptaleyndarmála. Í samn­ing­num séu ítarlegar upplýsingar um það verð sem Storytel beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu er veittur með dreifingarsamningnum og gildandi greiðslufyrirkomulag milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum Storytel sem eiga um réttarsamband Ríkis­útvarpsins og Storytel. Auk þess sé skýrlega tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Storytel Iceland ehf. við RÚV Sölu ehf. ásamt viðaukum (e. schedules) sem eru samningnum til fyllingar. Með samningnum er Storytel veittur réttur m.a. til að dreifa þeim rafbókum og hljóðskrám Ríkisútvarpsins sem stofnunin býður fram á samn­ings­tímanum. Samningurinn er í gildi og endurnýjast sjálfkrafa við lok samningstíma nema að nánari skilyrðum uppfylltum. Í viðauka 1 eru almennir skilmálar sem eiga við um samninginn, í viðauka 2 eru skilmálar sem varða útreikning á hlutfalli þóknunar og greiðslufyrirkomulag, í viðauka 3 eru upp­lýs­ingar um afhendingu verka og í viðauka 4 er listi yfir verk sem samningurinn tekur til.</p> <p>Almennt má búast við því að vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti haft nei­kvæð áhrif á samkeppnisstöðu þeirra. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrir­mælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings eða aðila sjálfs. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem gera samninga við aðila sem falla undir ákvæði upp­lýs­ingalaga verða hverju sinni að vera undir það búin að látið verði reyna á rétt til aðgangs að upp­lýs­ing­um um samn­ings­gerðina, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim ein­hverju óhag­ræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðar­fram­kvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í samningi RÚV Sölu og Storytel koma fram upplýsingar sem geta varðað viðskiptahagsmuni Storytel. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um skiptingu tekna milli samningsaðila og greiðslufyrirkomulag. Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær afhentar kæranda. Kærandi hefur að mati nefndarinnar hagsmuni af því að geta kynnt sér það sem fram kemur í samningnum til að gæta sinna hagsmuna gagnvart Ríkisútvarpinu og eftir atvikum Storytel. Fyrir liggur að kærandi er rétthafi höfundarréttar að verkum móður sinnar og telur að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að ráðstafa verkum hennar með þeim hætti sem gert hefur verið.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að Storytel kaus sjálft að vísa til samnings síns við RÚV Sölu í samningi sínum við kæranda. Þá lítur nefndin sérstaklega til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráð­stöfun opinberra hagsmuna. RÚV Sala er dótturfélag Ríkisútvarpsins, sem hefur þann tilgang sam­kvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, að styðja við starf­semi móðurfélagsins m.a. með því að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarpsins, og að selja birtingarrétt að efni Ríkisútvarpsins og að framleiða og selja vör­ur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins á efni sem fellur undir 3. gr. lag­anna. Er sá tilgangur stað­festur í 2. gr. samþykkta fyrir RÚV Sölu. Með samningnum er verið að ráðstafa efni í eigu Ríkis­út­varps­ins, sem með vísan til þess að stofnunin er í opin­berri eigu, telst óhjákvæmilega fela í sér ráðstöfun opin­berra hags­muna.</p> <p>Að því er varðar tilvísun Storytel til trúnaðar samningsaðila um efni samningsins tekur úrskurðar­nefnd­­in fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Aðili sem heyrir undir gildissvið upp­lýs­ingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upp­lýs­ing­arnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úr­lausn þessa máls þótt í samningi Storytel og Ríkisútvarpsins komi fram að hann skuli vera trúnaðar­mál.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefndin að ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að samningnum verði ekki byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja beiðni kæranda styðst einnig við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna, en í ákvæðinu kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofn­ana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur talið að til að heimilt sé að synja um aðgang á grundvelli ákvæðisins þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni bein­ist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það veru­leg­ir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upp­lýs­ing­um á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Ríkisútvarpið hefur vísað til þess að starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semja við streymisveitur. Stofnunin hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang að samningi við Storytel á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkis­útvarpsins. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Ríkisútvarpið hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samnings­ins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni Ríkisútvarpsins á þeim markaði sem um ræðir.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningi RÚV Sölu og Storytel. Verður því lagt fyrir Ríkisútvarpið að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita A lögmanni, f.h. B, aðgang að samningi Storytel Iceland ehf. og RÚV Sölu ehf. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1098/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærðar voru tafir Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af hálfu Tryggingastofnunar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist stofnuninni og hefði því litið á erindi úrskurðarnefndarinnar sem framsendingu á erindi kæranda sem stofnunin svaraði í kjölfarið. Var því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærunni vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1098/2022 í máli ÚNU 22050023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Tryggingastofnunar á beiðni hans um upplýsingar, dags. 22. apríl sama ár, um það hversu mikið peningaflæði væri á milli Trygginga­stofnunar og Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Tryggingastofnun með erindi, dags. 12. júní 2022, og skýringa óskað. Í svari Trygg­ingastofnunar, dags. 22. júní, kom fram að ekki yrði séð að stofnuninni hefði borist erindi kær­anda. Tryggingastofnun liti á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní sem framsendingu á erindi kær­anda. Stofnunin svaraði erindi kæranda daginn eftir, þar sem óskað var eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína nánar í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 1. júlí 2022, var kæranda gefið færi á að tjá sig um svar Trygginga­stofnunar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í málinu barst Tryggingastofnun ekki erindi kæranda frá 22. apríl 2022. Stofnunin leit hins vegar á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní 2022 sem fram­sendingu erindis kæranda og svaraði erindinu hinn 23. júní sama ár.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að beiðni um gögn hefur ekki borist kærða er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 25. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1097/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærð var afgreiðsla Borgarbyggðar á beiðni kæranda um afrit úr dagbók eða málaskrá slökkviliðsins á tilteknu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að ekki væri til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og að engin gögn um það mál sem kærandi vísaði til lægju fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þær staðhæfingar Borgarbyggðar í efa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1097/2022 í máli ÚNU 22050002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. maí 2022, kærði A, f.h. Ikan ehf., afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni hans um gögn. Með erindi kæranda til slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð, dags. 14. mars 2022, óskaði hann eftir afriti af dagbók/málaskrá slökkviliðsins frá 15. nóvember 2020 til 14. mars 2022. Í erindinu kom nánar tiltekið fram að óskað væri eftir skrá yfir öll innsend erindi til slökkviliðsins í Borgarbyggð og skrá yfir útsend erindi slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa á tímabilinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindinu óskaði kærandi líka eftir afriti af öllum bréfum frá slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð til sveitar­félagsins og embættismanna þess frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022 og afriti allra bréfa frá embættis­mönnum Borgarbyggðar til slökkviliðsstjóra í tengslum við ákvörðun um að loka og innsigla húsnæði kær­anda að Brákarbraut. Þá væri óskað eftir tölvupóstum og fundargerðum vegna sama máls auk samskipta slökkviliðsstjóra við Mannvirkjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Borgarbyggðar til kæranda, dags. 20. apríl 2022, kom fram um fyrri kröfuna að engin slík skrá væri til hjá slökkviliðinu. Til stæði að taka upp tölvukerfi hjá slökkviliðinu til að slíka skrá mætti halda en það hefði ekki enn verið gert. Til viðbótar bætti Borgarbyggð við að beiðni kæranda væri ekki nægjan­lega vel afmörkuð, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Um síðari kröfu kæranda væri það að segja að á því tímabili sem kærandi tilgreindi hefði slökkviliðið ekki átt í neinum bréfaskiptum við nokkurn aðila vegna lokana mannvirkja við Brákarbraut, að undan­skilinni umsögn um kæru Ikan til félagsmálaráðuneytis, en afrit þeirrar umsagnar hefði verið afhent Ikan. Slökkviliðið hefði á umræddu tímabili ekki sent bréf eða móttekið bréf frá sveitarfélaginu eða embætt­ismönnum þess vegna málsins á umræddu tímabili. Hið sama ætti við um samskipti slökkviliðs við Hús­næðis- og mannvirkjastofnun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 2. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. maí 2022. Í henni kemur fram í upphafi að um sé að ræða 20. bréf kæranda til sveitarfélagsins vegna máls sem varðar lokun og innsiglun mann­virkja við Brákarbraut í Borgarnesi vegna ófullnægjandi brunavarna að mati eldvarnafulltrúa slökkviliðs sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Öllum bréfum vegna málsins hingað til hafi verið svarað efnislega og þau gögn afhent sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða vegna málsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að slökkvi­lið Borg­arbyggðar hafi aldrei haft til umráða tölvukerfi þar sem haldin sé eiginleg málaskrá, þar sem upp­setn­ing slíks kerfis hafi ekki verið talin svara kostnaði. Stefnt sé að því að fjárfesta í uppfærðu tölvu­kerfi fyrir slökkviliðið. Þá kemur fram að engin gögn séu til hjá slökkviliðinu um mannvirkin við Brákarbraut 25–27 á því tímabili sem krafa kæranda nái til. Þannig komi afhending gagna sem kæran lýtur að til úr­skurð­arnefndarinnar ekki til greina.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir sú afstaða Borgarbyggðar að ekki geti orðið af afhendingu gagna til kæranda þar sem annars vegar sé ekki til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og hins vegar liggi ekki fyrir hjá slökkviliðinu gögn um það mál sem kærandi vísar til á því tímabili sem hann hefur óskað eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þessar staðhæfingar Borgar­byggðar í efa.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýs­inga­mál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Ikan ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1096/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Reykjavíkurborg afhenti kæranda gögn um samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu en afmáð öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer úr gögnunum. Að því er varðaði útstrikanir á nöfnum starfsmanna Reykjavíkurborgar féllst úrskurðarnefndin ekki á að slíkar upplýsingar teldust til einkamálefna einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðunin því felld úr gildi og Reykjavíkurborg gert að afhenda kæranda gögnin án útstrikana á nöfnum einstaklinga en skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer, enda lægi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1096/2022 í máli ÚNU 22030009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Fréttablaðinu, synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Kærandi óskaði eftir afriti af lögfræðiáliti sem Reykjavíkurborg hefði vísast látið gera vegna deiliskipulagstillögu sem fæli í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars 2022, kom fram að ekki hefði verið gert sérstakt lögfræðiálit en lögfræðingar hjá borginni hefðu átt í samskiptum við lóðarhafa til að leysa ágreining sem uppi var. Reykjavíkurborg afhenti kæranda afrit af þeim samskiptum hinn 14. mars 2022. Vegna persónuvernd­arréttar þeirra sem kæmu fyrir í gögnunum væri strikað yfir nöfn þeirra. Kærandi óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars 2022, kom fram að ef það væri engin málefnaleg ástæða til að birta nöfn einstaklinga, símanúmer og netföng, þá væri það ekki gert. Slíkt væri í samræmi við persónuverndarlög. Um væri að ræða hefðbundna afgreiðslu þegar gögn væru afhent í samræmi við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Grunnregla persónuverndarlaga væri að afhenda ekki eða miðla meira af persónuupplýsingum en nauðsynlegt væri.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 18. mars 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 4. apríl 2022. Þar kemur fram að öll gögn málsins hafi verið afhent kæranda að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Gögnin hafi hins vegar verið yfir­farin með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Meðal afmáðra upplýsinga hafi verið nöfn fyrr- og núverandi lóðarhafa auk nafna fyrr- og núverandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gætt hafi verið að því að afmá ekki svo mikið af upplýsingum að upplýsingagildi gagnanna glataðist.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingalög kveði á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein­staklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 9. gr. upp­­­lýsingalaga. Með gagnályktun frá 1. mgr. 11. gr. laganna verði að gera ráð fyrir því að miðlun per­sónuupplýsinga geti varðað einkahagsmuni og því verði slík miðlun að vera í samræmi við per­sónu­verndarlög.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt persónuverndarlögum verði öll vinnsla persónuupplýsinga að byggja á skýrri heimild laganna, sbr. 9. gr. þeirra, og vera í samræmi við meginreglur þeirra. Reykjavíkurborg telji umrædda vinnslu, þ.e. afhendingu þeirra gagna sem hér um ræðir og innihalda persónuupplýsingar, heimila þar sem hún sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvíli á borginni, sbr. upplýsingalög og 3. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Ein af þeim meginreglum persónuverndarlaga sem fylgja þurfi sé að þær per­sónuupplýsingar sem miðlað er séu „nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar“, sbr. 8. gr. persónuverndarlaga. Með þetta að leiðarljósi hafi verið strikað yfir hluta persónuupplýsinga í umræddum gögnum þar sem það var mat borgarinnar að miðlun þeirra væri ekki nauðsynleg til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður þess stjórnsýslumáls sem gögnin til­heyra. Miðlun þessara upplýsinga, þ.e. að strika ekki yfir þær, hefði verið umfram það sem nauð­syn­legt væri og þar með falið í sér brot á persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Fram komi í 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga að lögin takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum sam­kvæmt upplýsingalögum. Það þýði hins vegar ekki að upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga sé með öllu undanskilin ákvæðum persónuverndarlaga. Slíkur skilningur myndi ýta undir að hægt væri að fara framhjá ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska aðgangs að gögnum á grundvelli upp­lýs­inga­laga sem óheimilt væri að miðla á grundvelli persónuverndarlaga. Þessi skilningur eigi sér einnig stoð í 11. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg sé bundin af öllum lögum og afgreiði upplýsingabeiðnir á grundvelli upplýsingalaga alltaf með tilliti til þess að ekki sé verið að miðla persónuupplýsingum um­fram það sem nauðsynlegt, sanngjarnt og málefnalegt þykir, sbr. ákvæði persónuverndarlaga.</p> <p style="text-align: justify;">Reykjavíkurborg telji engin málefnaleg rök hafa komið fram um að þær upplýsingar sem afhentar hafi verið hafi ekki verið nægjanlegar til þess að glöggva sig á málinu. Ekki hafa verið færð rök fyrir þörf á því að miðla nöfnum fyrr- og núverandi lóðarhafa í þessu tilfelli. Af þeim sökum telji borgin að miðlun nafna til fjölmiðla sé hvorki nauðsynleg né viðeigandi í þessu máli.</p> <p style="text-align: justify;">Áþekkar málsástæður eigi við um ákvörðun Reykjavíkurbogar að hylja nöfn starfsmanna í afhentum gögnum. Tekin hafi verið ákvörðun um að hylja undirritanir einstakra starfsmanna en þó þannig að yfirstikunin hefði ekki áhrif á að ljóst væri hver bæri ábyrgð á útsendum bréfum. Bréf frá borginni séu undirrituð af nafngreindum starfsmönnum fyrir hönd tiltekinnar skrifstofu, sviðs eða embættis innan borgarinnar. Hver skrifstofa, svið eða embætti svari því fyrir það sem þar kann að koma fram. Það sé því ekki nauðsynleg forsenda þess að átta sig á því hvernig mál liggur að nafn viðkomandi starfsmanns sé birt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé ekki að ástæðulausu að talið hafi verið eðlilegt að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Heit um­ræða hafi farið fram um málið á netmiðlum. Í ljósi þess að nokkur aukning hafi orðið á því að opin­berir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál telji borgin mikilvægt að gætt sé að persónuvernd starfsmanna og persónuupplýsingum þeirra ekki miðlað nema skýrt sé að það samræmist persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur í málinu fengið afhent samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Í gögnunum hefur verið strikað yfir nöfn og eftir atvikum netföng og símanúmer allra einstaklinga sem koma fyrir í gögnunum. Afgreiðsla Reykjavíkurborgar byggir á því að sé upplýsingunum miðlað sé það brot á persónuverndar­lögum, þar sem miðlunin sé umfram það sem nauðsynlegt geti talist til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður málsins sem gögnin til­heyra.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglu um upplýsingarétt almennings er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrir­liggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10.&nbsp;gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tiltekn­um fyrirliggjandi gögnum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum er því lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða upplýsingalaga, sem ber að skýra þröngri lög­skýringu í ljósi meginreglunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 90/2018 kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Af þessu ákvæði […] leiðir að því er ekki ætlað að takmarka rétt einstaklinga til aðgangs að gögn­um samkvæmt upplýsingalögum, enda eru réttindi einstaklinga til aðgangs að per­sónu­upp­lýs­ingum hjá stjórnvöldum almennt meiri. Þá verður einnig að líta svo á að reglur upp­lýs­ingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda feli almennt í sér næga heimild til vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga skv. 9. og 11. gr. frumvarpsins.</p> <p>Í [reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd ein­stak­linga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga] er gert ráð fyrir því að í landslögum sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að upp­lýs­ing­um í vörslu stjórnvalda. Yfirskrift 86. gr. reglugerðarinnar er vinnsla og aðgangur al­menn­ings að opinberum skjölum. Samkvæmt ákvæðinu er opinberu stjórnvaldi, opinberri stofn­un eða einkaaðila heimilt að afhenda persónuupplýsingar úr opinberum skjölum, sem þau hafa í sinni vörslu vegna framkvæmdar verkefnis í þágu almannahagsmuna, í samræmi við lög aðildarríkis sem stjórnvaldið heyrir undir, til þess að samræma aðgang almennings að opinberum skjölum og réttinn til verndar persónuupplýsinga samkvæmt reglugerðinni.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 verður ályktað að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sér­reglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upp­lýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upp­lýs­inga­réttinn. Ákvæði upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hafa enn fremur að geyma sjálfstæðar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga til að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á stjórnvöldum og við beitingu þess opinbera valds sem stjórnvöld fara með við slíkar aðstæður. Upplýsingalögin falla þar með undir heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt er fyrir um í 3. og 5. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018, sem og 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, auk samsvarandi ákvæða persónuverndarreglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 sem vísað er til í 2. gr. laganna (sjá hér til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis frá 2. júlí 2021 í máli nr. 10652/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að beiðni kæranda heyrir undir ákvæði upplýsingalaga og um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna. Í ljósi framangreindrar umfjöllunar um tengsl upplýsingalaga og laga nr. 90/2018 er ljóst að takmarkanir á upplýsingarétti kæranda verða einungis byggðar á ákvæðum upplýsingalaga, nánar tiltekið 6.–10. gr. laganna, enda er ekki fyrir að fara öðrum reglum sem takmarka þennan rétt.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjár­hags­mál­efni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörð­un tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undan­þiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upp­lýs­ing­ar­nar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir um 1. málsl. 9. gr. að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Til að mynda sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.</p> <p style="text-align: justify;">Þau gögn sem kæranda voru afhent varða samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Reykjavíkurborg hefur afmáð úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer.</p> <p style="text-align: justify;">Að því leyti sem Reykjavíkurborg hefur strikað út einstaklinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg þá getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að slíkar upplýsingar geti talist til einkamálefna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi verður að hafa í huga að það hefur grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að upplýst sé um nöfn einstaklinga sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni hvort sem þeir eru kjörnir fulltrúar eða starfsmenn stjórnvalds. Að öðrum kosti er hvorki almenningi né fjölmiðlum mögulegt ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að að tilefni hafi verið til að efast um hæfi sömu einstaklinga til að koma að málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar af þessum toga gegna einnig afar mikilvægu hlutverki til að fjölmiðlar og almenningur geti sinnt aðhaldshlutverki sínu gagnvart opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Sama máli gegnir um upplýsingar um nöfn lóðarhafa og einstaklinga sem koma fyrir í gögnum málsins. Aðgengi að sömu upplýsingum stuðlar enn fremur almennt að því að auka traust almennings á stjórnsýslunni, gagnstætt því sem væri ef leynd ríkti um nöfn þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Að því er snertir tilvísun Reykjavíkurborgar til þess að „opin­berir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál“ þá getur það ekki orðið til þess að rétt sé að fella upplýsingar um nöfn þeirra undir 9. gr. upplýsingalaga enda er gagnrýnin umfjöllun fjölmiðla um störf stjórnvalda, þar á meðal um einstaka starfsmenn, þáttur í störfum þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar upplýsingar um símanúmer eða netföng einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins þá ræðst það hins vegar af atvikum máls hverju sinni hvort slíkar upplýsingar falli undir ákvæði 9. gr. upplýsinga. Ef upplýsingar um símanúmer og netföng hafa verið birtar með lögmætum hætti verða þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar gildir hið sama ef umrædd netföng og símanúmer eru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegnir ef um er að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hafa verið birt með ofangreindum hætti, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 704/2017. Telur úrskurðarnefndin eins og hér stendur á rétt að strika yfir upplýsingar í gögnum málsins um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2022, er felld úr gildi. Reykjavíkurborg er skylt að afhenda A afrit af þeim gögnum sem henni voru afhent 14. mars 2022, án útstrikana á nöfnum þeirra einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins. Reykjavíkurborg er þó skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1095/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Deilt var um afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Matvælastofnun vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hluta beiðninnar ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var kærunni vísað frá þar sem beiðni kæranda lyti ekki að afhendingu gagna.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1095/2022 í máli ÚNU 22010006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. janúar 2022, kærði A afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 30. desember 2021 eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í rúningsbann á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvert sé hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um flutning á sláturgripum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um starfsmenn Matvælastofnunar að því er varðar meinta heimild þeirra til að reka gripi inn og fara inn í útihús án leyfis bónda, og gera skýrslu.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort starfsmönnum Matvælastofnunar sé ekki skylt að segja sannleikann, og hver viðurlög séu ef þeir gera það ekki.</li> <li style="text-align: justify;">Hverjir svari andmælum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort héraðsdýralæknir ráði öllu á sínu svæði og ef ekki, hverjir þá.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort eðlilegt sé að tiltaka í skýrslu að ákveðin atriði hafi verið skoðuð, sem í reynd hafi ekki verið skoðuð, og hvort ekki skuli taka myndir af því sem hafi verið lagfært.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft sé farið til sumra búfjáreigenda.</li> <li style="text-align: justify;">Hvar það komi fram í lögum að landeigandi skuli hirða hræ eftir aðra.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort menn á vegum Matvælastofnunar geti skotið dýr án leyfis landeiganda á jörð hans.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort sauðfjárbændur þurfi að hafa tvöfalt rými, þ.e. hvort gera þurfi til að mynda ráð fyrir plássi fyrir 200 kindur ef bóndi er með 100 kindur á fóðrun.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort þeir sem séu með hross þurfi ekki að hafa skjól, eða hvort það sé nóg að hafa hól.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé í lagi að setja á markað gripi sem sýktir eru af campylobacter jejuni.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé ekki bannað að hafa aðeins stálmottur í fjárhúsum og ef svo er, af hverju það sé enn.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar til kæranda, dags. 11. janúar 2022, kom fram að fyrirspurnir kæranda upp­fylltu ekki skilyrði upplýsingalaga, enda lyti erindið ekki að afhendingu gagna. Af þeim sökum skyldi kæranda gefinn kostur á að afmarka erindi sitt nánar og tiltaka hvaða gagna væri óskað aðgangs að. Yrði það ekki gert myndi stofnunin ekki taka erindið til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 18. janúar 2022 framsendi kærandi þær spurningar sem hann hafði borið upp við stofnunina hinn 30. des­­ember til forstjóra Matvælastofnunar. Kæranda var svarað daginn eftir. Kom þar fram að allar spurningar kæranda væru á borðum þeirra sérfræðinga sem hefðu með málaflokkinn að gera, sem myndu svara honum eins og mögulegt væri. Einhver þeirra atriða sem kærandi spyrði um mætti lesa um á vefsíðu Matvælastofnun­ar, svo sem um skoðunaratriði við eftirlit.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 2. febrúar 2022. Í umsögninni kemur fram að heiti upplýsingalaga sé óheppilegt og geti valdið misskilningi, því lögin fjalli ekkert um rétt almenn­ings til aðgangs að upplýsingum frá stjórnvöldum. Eðlilegra væri að lögin hétu lög um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, sem væri afmarkaðra hugtak og gæfi betur til kynna um hvað málið snerist.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðaði töluliði 1 og 2 í fyrirspurn kæranda væri engin samantekt eða skjal til hjá Matvæla­stofnun um það hve margir hefðu verið settir í rúningsbann eða bann við kaup á kálfum. Stofnuninni væri ekki skylt að búa til ný skjöl, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um hlutverk og ábyrgð for­stjóra Matvælastofnunar, sbr. tölulið 3, gæti kærandi lesið í lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018, en ekki kallað eftir lögunum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Um töluliði 4 og 5 í fyrirspurn kæranda væri það að segja að um starfsemi kæranda giltu lög um matvæli, nr. 93/1995, og lög um dýravelferð, nr. 55/2013, auk fjölda reglugerða. Kæranda bæri að kynna sér þá löggjöf sem gilti um reksturinn. Matvælastofnun bæri vitanlega ákveðna leiðbeiningar­skyldu í þessum efnum, en ekki væri þó hægt að svara þessum spurningum kæranda með því að veita honum aðgang að gögnum hjá stofnuninni. Því hafi beiðni kæranda verið synjað. Um þá töluliði sem eftir stæðu í fyrirspurn kæranda var vísað til þess að um væri að ræða spurningar sem hvorki beindust að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál hjá Matvælastofnun né tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Því væri stofnuninni óskylt að svara umræddum spurningum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðar­nefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Matvælastofnunar á erindi kæranda, sem samanstendur af fyrirspurnum m.a. um rúningsbann, bann við kaup á kálfum og framkvæmd eftirlits hjá Matvæla­stofnun. Stofnunin vís­aði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skil­yrði upplýsingalaga. Í umsögn Matvælastofnunar er ýmist vísað til þess að stofn­un­inni sé óskylt að búa til ný gögn sem svari fyrirspurnum kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, eða að fyrir­spurn­ir hans beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum hjá stofn­un­inni.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Um beiðni kæranda um upplýsingar um hve margir hafi verið settir í rúnings­bann og bann við kaup á kálf­um á vegum Matvælastofnunar, sbr. töluliði 1 og 2 í beiðni, hefur stofn­un­in gefið þær skýringar í um­sögn til úrskurðarnefnd­ar­innar að hvorki sé til samantekt né skjal um þetta efni sem hægt sé að veita aðgang að. Úrskurð­ar­nefnd­in tekur af þessu tilefni fram að þegar svo hátt­ar til að beiðni um að­­gang að upplýsingum og gögn­um nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauð­synlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögn­um er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórn­valdi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðn­ar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3.&nbsp;mgr. 15. gr. upplýsinga­laga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörg­um fyrirliggjandi gögn­um ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir að­gangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. upp­lýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að þessum hluta beiðni kæranda var vísað frá þrátt fyrir að gögn málsins gefi til kynna að Mat­vælastofnun haldi utan um framangreindar upplýsingar, þótt þær liggi ekki fyrir í saman­teknu formi. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt því að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórn­sýslu­stigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun, hvað varðar tölulið 1 og 2 í beiðni, er að þessu leyti þannig haldin efnislegum ann­mörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá stofnuninni sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kær­anda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá að­gang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Matvælastofnunar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist að öðru leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál hjá stofnun­inni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögn­um. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upp­lýs­ingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grund­velli laganna í heild eða að hluta.</p> <p style="text-align: justify;">Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almenn­­um fyrir­spurn­um sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðil­um kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýs­ing­unum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leið­beiningar­reglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauð­synlega aðstoð og leið­beiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verka­hring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefnd­arinnar er afmark­að í 20. gr. upp­lýs­inga­laga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin fellst á þær skýringar Matvælastofnunar að beiðni kæranda, samkvæmt töluliðum 3 til og með 16, beinist ekki að fyrir­liggjandi gögnum sem varði tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að stofnuninni hafi verið heimilt að vísa beiðni kæranda frá að þessu leyti, enda verður ekki séð að fyrirspurnir kæranda, a.m.k. í þeirri mynd sem þær voru settar fram, lúti að afhendingu gagna í vörslum Matvælastofnunar. Þá er ljóst að stofnunin veitti kær­anda leiðbeiningar og gaf honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, svo sem skylt er samkvæmt 3. mgr. 15.&nbsp;gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðar­nefnd­in að ekki sé unnt að líta svo á að kær­anda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upp­lýsingalaga. Því er óhjá­kvæmi­legt að vísa kærunni frá úrskurð­ar­nefnd um upplýsingamál að öðru leyti en greinir í kafla 2 að framan.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 30. desember 2021, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferð­ar og afgreiðslu hvað varðar töluliði 1 og 2 í beiðni. Kæru A er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsinga­mál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1094/2022. Úrskurður frá 5. október 2022

Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni kæranda um aðgang að upptökum úr dróna sem sýndu brottkast á fiski. Kæran barst rúmum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.

<p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1094/2022 í máli ÚNU 21120011.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. desember 2021, kærði A, fréttamaður hjá Frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upp­tökum úr dróna af brottkasti á fiski.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði með erindi, dags. 26. ágúst 2021, eftir upptöku þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Fiskistofu kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðaraðilar skipanna séu allir lögaðilar. Mynd­skeið­ið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeið­inu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.</p> <p style="text-align: justify;">Myndskeið sem tekin séu upp við eftirlit Fiskistofu hafi þann tilgang að tryggja réttaröryggi við töku stjórnvaldsákvarðana um beitingu viðurlaga. Söfnun og varðveisla myndskeiða um brottkast geti talist til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vinnsla Fiskistofu á slíkum upplýsingum, m.a. um refsiverða háttsemi, falli undir lögbundið eftirlitshlutverk stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 90/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Fiskistofa hafi óskað eftir afstöðu þeirra útgerðaraðila sem kæmu fyrir í myndskeiðinu. Þeir leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja. Þeir halda því fram að viðkomandi skip, útgerð og þar með skipverjar geti verið auðkenndir á grundvelli breytna sem samanlagðar gefi til kynna hvaða einstaklingar eigi í hlut. Stærð, lögun og litir skips séu til að mynda þættir sem geri skip auðkennanleg. Þá sýni myndskeiðið brottkast á fiski sem varðað getur viðurlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Við mat á hagsmunum þeirra aðila sem upplýsingarnar varða verði að líta til þess að myndskeiðanna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar sæta. Myndskeiðin sýni brottkast á fiski sem kunni að fela í sér refsiverða háttsemi. Hagsmunir útgerðaraðila og skipverja af leynd vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að gagnið verði afhent. Því sé Fiskistofu óheimilt að afhenda myndskeiðið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga hvað varði hlutaðeigandi útgerðaraðila en með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 12. gr. laga nr. 90/2018 hvað varði skipverjana.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Fiskistofu barst úrskurðar­nefndinni hinn 4. janúar 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 12. október 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember sama ár. Hún barst því um 40 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fiskistofu til kæranda var honum leiðbeint bæði um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upp­lýs­inga­laga og kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og rakið er hér að framan tók úrskurðarnefnd um upplýsingalög mál þetta til efnislegrar meðferðar og óskaði m.a. umsagnar Fiskistofu. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal hins vegar vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Að mati úrskurðar­nefnd­arinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Úrskurðarnefndinni er því ekki annað fært en að vísa máli þessu frá. Nefndin áréttar þó að kæranda er heimilt að leggja fram nýja beiðni til Fiskistofu. Ákveði kærandi að gera það leggur úrskurðarnefnd um upplýsingamál áherslu á að Fiskistofa afgreiði málið án tafar. Fari svo að beiðni kæranda verði synjað á nýjan leik og kærð til úrskurðarnefndarinnar mun afgreiðsla málsins fá flýtimeðferð hjá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1093/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Kærð var töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sættu ákvarðanir Alþingis ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því væri óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vakti athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar væri aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1093/2022 í máli ÚNU 22070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2022, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um fram­kvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar, sem kynnt var á fundi stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á Alþingi hinn 13. júní 2022.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna skrifstofu Alþingis og veita kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli einungis þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljist til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum var bætt við ákvæði í 4. mgr. 2. gr. laganna, þar sem segir eftirfarandi:</p> <p>Lög þessi taka til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. [...] Ákvæði V.–VII. kafla taka ekki til Alþingis eða stofnana þess.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að tilgangur ákvæðis­ins hafi verið að víkka út upplýsingarétt almennings yfir þá starfsemi handhafa löggjafarvalds sem ætti hvað mest skylt við stjórnsýslu, til að mynda ráðstöfun fjárveitinga, innkaup og önnur fjármál, starfs­mannahald, símenntun og þjónustu, upplýsinga- og tæknimál og önnur atriði sem falla undir hug­takið rekstur í víðum skilningi. Hins vegar væri gert ráð fyrir að Alþingi sjálft myndi með reglum sem forsætisnefnd setti á grundvelli laga um þingsköp Alþingis skilgreina hvaða gögn vörðuðu stjórn­sýslu Alþingis og hvaða gögn vörðuðu starfsemi Alþingis sem fulltrúasamkomu. Reglur forsætis­nefnd­ar eru aðgengilegar á vef Alþingis.</p> <p>Í framangreindri 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram í niðurlagi að ákvæði V.–VII. kafla laganna taki ekki til Alþingis eða stofnana þess. Ákvæði um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar á meðal um kæruheimild til nefndarinnar, er að finna í V. kafla laganna. Það er því ljóst að ákvarðanir Alþingis sæta ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vekur þó athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkis­endur­skoðunar sem kærandi hefur óskað eftir er aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1092/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Kærandi felldi sig ekki við það hvernig Garðabær hefði staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beindi kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál m.a. um það hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Kæran sneri að atriðum sem féllu utan valdsviðs nefndarinnar og var henni því vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1092/2022 í máli ÚNU 21120007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi til Garðabæjar, dags. 15. október 2021, óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrir alla skóla­göngu dóttur kæranda í Garðaskóla frá tilteknum þroskaþjálfa sem vörðuðu kæranda, konu kæranda og dóttur þeirra. Sveitarfélagið afgreiddi beiðni kæranda hinn 28. október 2021 og afhenti honum umbeðin gögn.</p> <p>Með erindi til Garðabæjar, dags. sama dag, óskaði kærandi eftir upplýsingum í fjórum liðum:</p> <ol> <li>Dagsetningum funda sem dóttir kæranda átti með þroskaþjálfanum veturinn 2019.</li> <li>Staðfestingu sveitarfélagsins á því að ekki lægju fyrir skriflegar upplýsingar af þeim fundum.</li> <li>Upplýsingum um hvenær tiltekið skjal um dóttur kæranda hefði verið búið til (skjalið væri ekki dagsett).</li> <li>Ástæðu þess að skjal, dags. 31. október 2019, stofnað af B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent kæranda og ástæðu þess að ekki hafi verið minnst á skjalið í erindi sveitarfélagsins til kæranda frá því í apríl 2021. <ul> <li>Erindi sveitarfélagsins var svar til kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upp­lýsingamál nr. 992/2021, þar sem beiðni um tiltekin gögn í tengslum við deildar­stjórann hafði verið vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</li> </ul> </li> </ol> <p>Kæranda var svarað hinn 5. nóvember 2021. Þar kom fram að dóttir kæranda hefði ekki átt eiginlega fundi með þroskaþjálfanum heldur hefði verið um að ræða kennslustundir í félagsfærni. Ekki væru ritað­ar fundargerðir úr slíkum kennslustundum (2. töluliður). Kæranda voru afhentar dagsetningar félags­­færni­tímanna (1. töluliður) og dagsetning skjals um dóttur kæranda (3. töluliður). Að því er varð­aði 4. tölulið hafði sveitarfélagið ekki litið svo á að umrætt skjal væri hluti af þeirri beiðni sem úrskurð­ar­nefndin hefði heimvísað og því hefði það ekki verið afhent.</p> <p>Kærandi svaraði erindi Garðabæjar tveimur dögum síðar. Þar kom fram að sveitarfélagið hefði sent kæranda dagsetningar funda (1. töluliður) þar sem dóttir kæranda hefði ekki verið í skólanum. Því væri óskað eftir raunverulegum dagsetningum þar sem þessir fundir hefðu átt sér stað. Varðandi 2. tölulið bað kærandi um staðfestingu sveitarfélagsins á því að öll gögn í tengslum við þroskaþjálfann hefðu verið afhent. Loks bætti kærandi við í tengslum við 4. tölulið að hann teldi það lögbrot ef sveitarfélagið héldi ítrekað eftir gögnum og léti ekki uppi ástæður þess þegar gögn væru ekki afhent.</p> <p>Garðabær svaraði kæranda hinn 19. nóvember 2021. Kom þar fram að um mistök væri að ræða, hefðu dagsetningar verið skráðar þar sem dóttir kæranda var ekki í skólanum. Þá kæmi fram í gögnum sem kærandi hefði fengið afhent að þroskaþjálfinn hefði átt samtöl við dóttur kæranda í tvígang og að ekki væri til skráning um dagsetningar annarra samtala, að undanskildum félagsfærnitímunum.</p> <p>Í kæru beinir kærandi þeirri spurningu til nefndarinnar, í tilefni af því að Garðabær hafi sent sér dag­setningar félagsfærnitíma sem dóttir kæranda á að hafa sótt þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í skólanum þann dag, hvort ekki sé um refsivert athæfi að ræða þegar röng gögn séu send og hver séu viður­lög við slíku. Viðvíkjandi fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroska­þjálfa en þau sem honum hefðu þegar verið afhent, beinir kærandi spurningu til nefndarinnar hvernig það megi vera að nefndin sannreyni ekki svör bæjarfélagsins, til að mynda með vettvangs­rannsókn líkt og tíðkast hjá Persónu­vernd. Dóttir kæranda hafi sagt kæranda að þroskaþjálfi hefði skráð niður athugasemdir í tímunum. Loks spyr kærandi nefndina hver séu viðurlög við því að Garðabær ákveði að afhenda ekki upp­lýsingar eða upplýsa kæranda ekki um að tiltekin gögn séu ekki afhent. Kærandi telur að sveitar­félagið taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og kallar eftir því að nefndi fylgi úrskurðum sínum eftir eða beiti Garðabæ viðurlögum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 15. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upp­lýs­inga­mál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 3. janúar 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau sjónar­mið sem fram koma í svörum sveitarfélagsins til kæranda. Þá er rakið að Garðaskóli notist við skóla­skráningarkerfið Innu. Allir kennarar hafi aðgang að kerfinu og sé skylt að setja þar inn ýmsar upplýsingar. Nemendur og foreldrar hafi síðan aðgang að þessum upplýsingum. Kerfið sé notað til að halda utan um upplýsingar sem varða nám og ástundun nemandans á meðan hann stundar nám í skól­anum og tryggja örugg samskipti milli skóla og heimilis. Í dagsins önn tíðkist ekki að rita niður og skrá í kerfi hver einustu samskipti milli nemenda og kennara, eða tímasetningu þeirra.</p> <p>Að því er varði skjal frá 31. október 2019 sem stafi frá B, deildarstjóra í Garðaskóla, þá liggi fyrir skýringar á því hvers vegna skjalið hafi ekki verið afhent í apríl 2021. Að því sögðu sé ekki loku fyrir það skotið að kærandi hafi fengið skjalið afhent frá Garðabæ á sínum tíma, en í fyrstu afgreiðslum gagnabeiðna kæranda hafi ekki verið haldið utan um lista yfir afhent gögn. Varðandi ásakanir um að sveitarfélaginu hafi ekki tekist að sanna að gögn séu til eða afhent er vísað til umsagnar í máli ÚNU 21070008, sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýs­inga­mál nr. 1057/2022 hinn 3. febrúar 2022. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kærandi fékk afhent hinn 28. október 2021. Ekki væri um frekari gögn að ræða í málinu.</p> <p>Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu liggur fyrir að kærandi fellir sig ekki við það hvernig Garðabær hefur staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beinir kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem lúta í megindráttum að því að svara því hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Þá óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fari í vettvangsrannsókn til að sannreyna svör Garðabæjar til kæranda og að nefndin fylgi úrskurðum sínum eftir gagnvart sveitarfélaginu eða beiti það viðurlögum, þar sem kæranda þyki ljóst að Garðabær taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvar­lega og fari ekki eftir niðurstöðum hennar.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum Garðabæjar til kæranda og nefndarinnar, að því er varðar meintar rangar dagsetningar félagsfærnitíma, að hafi verið merkt við mætingu hjá dóttur kæranda en hún ekki verið viðstödd, sé um mistök að ræða. Þá hefur komið fram að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroska­þjálfa en þau sem kæranda hafa verið afhent, þrátt fyrir fullyrðingar dóttur kæranda að frekari gögn kunni að vera til. Loks hefur sveitarfélagið útskýrt að ástæða þess að bréf B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent sé sú að ekki hafi verið litið svo á að gagnið væri hluti af upphaflegri beiðni kæranda og það því ekki verið afhent.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upp­lýsingamál telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir eða draga í efa þær skýr­ing­ar sem sveitarfélagið hefur fært fram í málinu. Þá hefur nefndin ekki orðið þess áskynja að Garða­bær fari ekki að niður­stöðum nefndarinnar í úrskurðum sem beinast að sveitarfélaginu. Vakin er athygli á því að valdheimildir úrskurðarnefndarinnar eins og þær eru afmarkaðar í upplýsingalögum eru tak­mark­­aðar. Úr­skurð­ar­nefndin hefur ekki heimild til að beita aðila sem heyrir undir upp­lýsingalög viður­lögum. Hins vegar eru úrskurðir nefndarinnar aðfararhæfir, sbr. 3. mgr. 23. gr. upp­lýs­inga­laga, nema réttaráhrifum hafi verið frestað. Það þýðir að það kemur í hlut aðila sjálfs, ekki úrskurðar­nefnd­arinnar, að framfylgja þeim rétti sem eftir atvikum er kveðið á um í úrskurðarorði.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál af­mark­­­að við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lög­­unum. Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort gögn sem afhent eru séu efnislega rétt eða með hvaða hætti aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni vísað frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1091/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið synjaði kærendum um aðgang að greinargerð fyrrverandi félagsmanna samtakanna Hugarafls um starfs- og stjórnunarhætti samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Synjunin byggðist á því að hagsmunir þeirra sem hefðu tjáð sig í greinargerðinni vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að henni, þar sem í greinargerðinni kæmu fram upplýsingar um einkamálefni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kærenda til aðgangs færi skv. 14. gr. upplýsingalaga. Taldi nefndin að kærendur hefðu hagsmuni af því að fá aðgang að greinargerðinni m.a. þar sem hún hefði orðið tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin. Var því lagt fyrir ráðuneytið að veita kærendum aðgang að greinargerðinni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr., en því gert skylt að afmá tilteknar upplýsingar um einkamálefni þeirra sem rituðu greinargerðina.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1091/2022 í máli ÚNU 21110014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. nóvember 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hugarafls—Notenda­stýrðrar starfsendurhæfingar (hér eftir Hugarafl) og B, þá ákvörðun félags- og vinnu­mark­aðs­ráðuneytis­ins (þá félagsmálaráðuneytisins) að synja beiðni kærenda um aðgang að afriti af greinar­gerð, dags. 6.&nbsp;júlí 2021, sem afhent var ráðuneytinu og inniheldur frásagnir fyrrverandi félags­manna Hugarafls vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns þeirra gagnvart félags­mönnum.</p> <p>Í kæru er útskýrt að Hugarafl séu félagasamtök fólks sem hafi upplifað persónulega krísu og vinni að bata sínum. Samtökin telji 270 félagsmenn og hafi vaxið mjög síðustu ár. Hinn 20. september 2021 hafi í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 verið fjallað um „eitraða framkomu“ stjórnenda samtakanna. Jafnframt hafi verið birt frétt á vefmiðlinum Vísi um sama efni. Í umfjölluninni hafi verið vísað til greinargerðar sem send hafi verið félagsmála­ráðuneytinu. Innihald greinargerðarinnar sé mikill og ljótur persónulegur rógburður um stjórnendur samtakanna.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 6. október 2021, óskaði Hugarafl eftir að fá afhent afrit af umræddri greinargerð ásamt öllum þeim gögnum sem henni tengdust. Ráðuneytið svaraði bréfinu með tölvupósti, dags. 29. október 2021, þar sem beiðninni var synjað með vísan til einkahagsmuna, sbr. 9.&nbsp;gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kærenda sendi ítrekaða beiðni um aðgang að gögnunum til ráðuneytisins hinn 29. október 2021. Þar kom fram að umbjóðendur hans í málinu væru ekki aðeins samtökin Hugarafl heldur einnig B, einn stofnenda samtakanna. Áréttað var að beiðnin byggði annars vegar á 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hins vegar á 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga, nr. 90/2018, að því er varðaði rétt B til aðgangs.</p> <p>Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að starfsemi Hugarafls væri þess eðlis að tekið væri á móti og unnið með viðkvæmar persónuupplýsingar um félagsmenn samtakanna, svo sem heilsufars­upp­lýs­ingar og aðrar viðkvæmar upplýsingar um áföll, afbrot, neyslu og hvaðeina sem félagsmenn lenda í og upp­lifa. Kærendur byggju nú þegar yfir miklu magni af viðkvæmum persónuupplýsingum um þá fyrr­verandi félagsmenn sem að erindinu stóðu og óskað væri aðgangs að. Hagsmunir þeirra aðila af því að þær upplýsingar færu leynt væru því hverfandi þar sem allar líkur væru á því að um væri að ræða upplýsingar sem nú þegar væru til staðar hjá kærendum. Eftir stæði að kærendur hefðu ríka hagsmuni af að fá upplýsingar um þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar hefðu verið í þeirra garð við stjórn­völd.</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins var beiðninni synjað með tölvubréfi hinn 2. nóvember 2021. Þar var tekið fram að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu þar sem umrædd grein­ar­gerð væri á meðal gagna málsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þar af leiðandi væri ekki unnt að veita aðgang að gögnunum á grundvelli þeirra laga. Þá væri ekki unnt að veita kæranda B aðgang að greinargerðinni á grundvelli laga nr. 90/2018 þar sem ráðuneytið liti svo á að hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu greinargerðina vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá greinar­gerð­ina eða hluta hennar afhenta. Var vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga því til stuðnings.</p> <p>Hinn 16. nóvember 2021 sendi lögmaður kærenda bréf til félagsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að ráðu­neyt­ið endurskoðaði ákvörðun sína. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ættu aðeins við um gagn að hluta til ætti að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3.&nbsp;mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Beiðninni var hafnað með bréfi, dags. 25. nóvember 2021. Í bréfinu kom fram að þótt hluti umbeðinna gagna hefði verið birtur í fjölmiðlum í tengslum við viðtal við fyrrum félagsmann Hugarafls fæli sú birting ekki í sér samþykki allra þeirra sem í hlut eiga. Hagsmunir þeirra af því að umbeðin gögn fari leynt vægju að mati ráðuneytisins þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá væri ekki unnt að veita aðgang að hluta, þar sem takmörkunar­ákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin í heild. Loks var árétt­að að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu sem kærendur ættu&nbsp; aðild að og umrædd gögn væru hluti af.</p> <p>Í kæru er byggt á því að um rétt til aðgangs að greinargerðunum skuli fara skv. 1. mgr. 15. gr. stjórn­sýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Að mati kæranda sé óljóst hvort stjórnsýslumál sé til meðferðar hjá félagsmálaráðuneytinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 29. nóvember 2021, var kæran kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og ráðu­neyt­inu veittur frestur til 13. desember til þess að koma á fram­færi umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Þar er tekið fram að beiðn­um kærenda um aðgang að gögnum hafi annars vegar verið synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem það var mat ráðuneytisins að eðlilegt og sanngjarnt væri að umræddar upplýsingar færu leynt enda væru þær, að mati ráðuneytisins, svo viðkvæmar að þær ættu ekkert erindi við allan þorra manna. Þá hafi beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hins vegar verið synjað með vísan til 14. gr. upp­lýs­inga­laga. Að mati ráðuneytisins vegi hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu umrædda greinargerð þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upp­lýsingalaga. Þá segir að litið hafi verið til þess að um væri að ræða fyrrum félagsmenn samtakanna en ekki núverandi félagsmenn. Jafnframt hafi verið litið til efnis greinargerðarinnar sem væri persónu­legs eðlis og fæli í sér lýsingar fyrrnefndra einstaklinga og persónulegar upplifanir af tilteknum að­stæð­um. Í því sambandi hafi ráðuneytið lagt áherslu á þann aðstöðumun sem væri annars vegar á milli ein­staklinganna sem rituðu greinargerðina, sem væru fyrrum félagsmenn Hugarafls, og hins vegar B, sem væri í ráðandi stöðu í samtökunum. Auk þess er tekið fram að ráðuneytið telji það vera til þess fallið að valda umræddum einstaklingum skaða ef upplýsingar úr greinargerðinni verða á almannavitorði, einkum upplýsingar um heilsuhagi.</p> <p>Ráðuneytið hafi leitað afstöðu þeirra sem rituðu greinargerðina til þess hvort þeir teldu að gögnin skyldu fara leynt. Var sérstaklega óskað eftir afstöðu þeirra, að lokinni yfirferð ráðuneytisins á greinar­gerðinni þar sem afmáð voru nöfn og viðkvæmar upplýsingar, hvort til greina kæmi að veita aðgang að gögnunum að hluta. Hafi viðkomandi einstaklingar lagst gegn afhendingu gagnanna. Því væri ljóst að ekki lægi fyrir samþykki þeirra fyrir afhendingunni.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins er enn fremur fjallað um farveg málsins innan ráðuneytisins. Þar segir að við mat á hagsmunum kærenda að aðgangi að umræddum gögnum hafi verið litið til þess að á svipuðum tíma hafi ráðuneytinu borist fleiri ábendingar, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem vörðuðu starfsemi Hugarafls. Þá hafi forsvarsmenn Hugarafls átt í samskiptum við ráðuneytið og farið m.a. fram á að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Þá segir að ráðuneytið hafi ákveðið hinn 8. desember 2021 að óska eftir því við Vinnumálastofnun að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Um væri að ræða úttekt sem framkvæmd væri af Vinnumálastofnun með sjálfstæðum hætti en þau gögn sem höfðu borist ráðuneytinu um starfsemi Hugarafls, þ.m.t. umrædd greinagerð, hefðu ekki verið afhent Vinnumálastofnun. Í ljósi þess farvegs sem málið væri í yrði ekki litið svo á að hagsmunir félaga­samtakanna Hugarafls af því að kynna sér efni greinargerðarinnar vægju þyngra en hagsmunir fyrrum félagsmanna samtakanna.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins fylgdi samantekt fyrrverandi félagsmanna Hugarafls. Samantektin var afhent úrskurðarnefndinni bæði í heild sinni, þ.e. án útstrikana, og með útstrikunum á nöfnum og viðkvæm­um upplýsingum að mati ráðuneytisins.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á fram­færi frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 4. janúar 2022, kemur fram að kærendur vilji fá að kynna sér um­rædda greinargerð í heild eða eftir atvikum að hluta til að átta sig á því hvað fyrrum félagsmenn Hugar­afls séu raunverulega að gagnrýna. Kærendur gera jafnframt athugasemdir við það mat ráðuneytisins að upplýsingarnar sem um ræðir séu það viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Telja kærendur að mat ráðuneytisins gangi ekki upp þar sem m.a. hafi verið birtir hlutar greinar­gerðar­innar í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun á Stöð 2 og Vísi.</p> <p>Þá telja kærendur 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í tilviki kærenda og benda á að um sé að ræða undantekningu á meginreglu sem túlka beri þröngt. Tekið er fram að greinargerðin og umfjöllun í kringum hana hafi valdið kærendum miklum skaða. Auk þess hafi umfjöllunin skaðað starfsemi Hugar­afls og núverandi félagsmenn Hugarafls. Kærendur segjast ekki sammála því mati ráðuneytisins á beiðni kærenda um afhendingu á gögnunum að hagsmunir fyrrum félagsmanna Hugarafls vegi þyngra en hagsmunir kærenda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Mál þetta varðar synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins á beiðni kærenda um aðgang að greinar­gerð, dags. 6. júlí 2021, sem sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls rituðu vegna <a name="_Hlk114650943">starfs- og stjórn­­unar­hátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum</a>. Kærendur telja að um rétt til að­gangs að greinargerðinni fari bæði samkvæmt 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018, um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Í 15.–19. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem mál varða. Réttur á grundvelli þessara ákvæða er ríkari en réttur samkvæmt upplýsinga­lögum, en grundvallast á því að til meðferðar sé stjórnsýslumál hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Svo sem fram hefur komið í skýringum ráðuneytisins til kærenda er bréf, dags. 6. júlí 2021, með samantekt frásagna sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls, ekki gagn í slíku máli hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til draga það í efa og verður réttur kærenda til aðgangs því ekki byggður á ákvæðum stjórnsýslulaga. Þá fer um rétt B að greinargerðinni samkvæmt upplýsingalögum en ekki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018.&nbsp; Í því sambandi verður að horfa til þess að ákvæði 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018 tekur einungis til réttar einstaklings til að óska eftir persónupplýsingum um sig sjálfan. Þar sem beiðnin er samkvæmt efni sínu ekki takmörkuð við upplýsingar um B sjálfan heldur tekur einnig til upplýsinga um aðra, gilda ákvæði upplýsingalaga um úrlausn hans.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að réttur kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum í málinu fari samkvæmt upplýsingalögum og ágreiningurinn heyri undir nefndina.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum að­gang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu grein­ar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýs­ing­unum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upp­lýs­ingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Greinargerðin fjallar um starfs- og stjórnunarhætti Hugarafls og framkomu, þar á meðal B, gagnvart félagsmönnum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt þeirra til að­gangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að greinargerðinni.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögn­um.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í framhaldi af því segir í athugasemdunum að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á að­stæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir vernd­ar­hagsmunirnir eru.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar greinargerðar sem kærendur hafa óskað aðgangs að. Grein­argerðin er 17 blaðsíður að lengd og geymir frásagnir sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls í tengslum við starfsemi og stjórnunarhætti innan samtakanna. Í inngangi greinargerðarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að vekja athygli á ógnarstjórnun, ein­elti og eitraðrar framkomu innan veggja samtakanna, einkum og sér í lagi af hálfu formanns gagn­vart félagsmönnum.</p> <p>Frásagnir félagsmannanna eiga það sammerkt að fjalla um starfsemi Hugarafls og upplifanir félags­manna af starfseminni og framkomu stjórnenda samtakanna í sinn garð og annarra. Ljóst er að stjórn­völd hafa styrkt starfsemi samtakanna með fjárframlögum og þar á meðal hafa sam­tökin gert samninga bæði við Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, annars vegar um starfsendur­hæf­ingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og hins vegar um opið úrræði Hugar­afls. Fyrir liggur að grein­ar­­­gerðin varð tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin og hugsan­lega til þess fallið að hafa áhrif á viðhorf þeirra sem kunna að nýta þjónustu samtakanna í framtíðinni.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að kærendur hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að þeim upp­lýs­ingum í greinargerðinni sem varða samtökin sem slík og upplifanir félagsmanna af samtökunum og tilgreindu forsvarsfólki þeirra, og að hagsmunir kærenda vegi þyngra að því leyti en hagsmunir þeirra sem rituðu frásagnirnar. Þá telur úrskurðarnefndin það hafa þýðingu að þeir fyrrverandi félags­menn sem tjáðu sig í greinargerðinni hafi gert það að eigin frumkvæði og að þeir hafi ekki getað treyst því að greinargerðin færi að öllu leyti leynt gagnvart Hugarafli.</p> <p>Í greinargerðinni má þó jafnframt finna upplýsingar sem varða persónuleg mál viðkomandi félags­manna sem teljast einkamálefni viðkomandi einstaklinga í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þar á meðal eru upplýsingar um fjölskyldu- og heilsuhagi. Telja verður einsýnt að hagsmunir kær­anda af því að af því að fá aðgang að upplýsingum um slík persónuleg málefni hinna fyrrverandi félags­­manna, geti ekki vegið þyngra en hagsmunir þeirra af því að slíkar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Að því er varðar þá röksemd að það skapi kærendum á einhvern hátt meiri rétt til aðgangs að upp­lýs­ing­um í greinargerðinni að kærendur búi nú þegar yfir miklu magni persónuupplýsinga um félagsmenn sína, þar á meðal þá sem rituðu greinargerðina, telur úrskurðarnefndin að slík rök hafi ekki þýðingu í mál­inu. Það kemur skýrt fram í 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna, að það sé beinlínis óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðin og teljast varða einkamálefni ein­stak­linga sem sann­gjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem í hlut á. Ljóst er að slíkt sam­þykki liggur ekki fyrir í málinu. Sömu rök eiga við um áhrif þess að hlutar greinargerðarinnar hafi birst í umfjöllun um Hugarafl í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2; úrskurðarnefndin telur slíka birt­ingu ekki vera ígildi þess að upplýsingarnar hafi verið gerðar opinberar með þeim hætti sem kynni að rýmka svigrúm til að afhenda upplýsingar þrátt fyrir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Enn fremur felur slík birting ekki í sér að þeir sem rituðu greinargerðina hafi með því samþykkt að upp­lýsingarnar yrðu afhentar.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir ráðuneytið á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9.&nbsp;gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með full­nægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álits­umleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opin­berar.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að greinargerðinni felld úr gildi og ber ráðuneytinu að veita kærendum aðgang að henni, með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hugarafls—Notenda­stýrðrar starfsendurhæfingar og B, aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, vegna starfs- og stjórn­­unar­hátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar:</p> <ol> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð C á bls. 1, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 14–17 í greinargerð C á bls. 1, frá orðinu […].</li> <li>Línur 5–7 á bls. 2, frá orðunum […].</li> <li>Línur 18–20 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 22–35 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 38–40 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings sem hefst í orði 6 í neðstu línu á bls. 2.</li> <li>Nafn einstaklings í fyrstu línu á bls. 3.</li> <li>Línur 24–27 í greinargerð D á bls. 3, fram að setningu sem hefst í línu 27 á orðunum […].</li> <li>Línur 7–8 á bls. 5, frá orðinu […].</li> <li>Línur 4–5 í greinargerð E á bls. 6, frá orðinu […].</li> <li>Lína 3 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 8–9 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 15–17 á bls. 7.</li> <li>Nafn einstaklings í línu 21 á bls. 7.</li> <li>Fyrstu fimm línurnar í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Lína 12 í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–27 í greinargerð F á bls. 8, frá orðunum […].</li> <li>Línur 21–25 á bls. 9, frá orðunum […].</li> <li>Neðstu línuna á bls. 9, frá orðinu […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 10, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð G á bls. 11, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 4–7 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 17–24 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 28–33 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Setningu sem hefst í línu 8 á bls. 12, á eftir orðunum […].</li> <li>Fyrstu ellefu línurnar í greinargerð H á bls. 13.</li> <li>Línur 12–16 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Línur 18–32 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings í næstneðstu línu á bls. 13.</li> <li>Fyrstu 25 línurnar á bls. 14.</li> <li>Línur 9–13 á bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Eftirstöðvar bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu sex línurnar á bls. 16, til og með orðinu […].</li> <li>Línur 10–14 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Lína 19 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–21 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 29–31 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 32–33 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Nafn einstaklings sem nefndur er þrívegis í línum 40, 42 og 43 á bls. 16.</li> <li>Línur 5–9 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 22–23 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 25–27 á bls. 17, frá orðinu […].</li> </ol> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1090/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist á 9. gr. þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila. Þá hélt Isavia fram að gögnin lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga heldur væru þau á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hefðu ekki verið tekin saman. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það og taldi málsmeðferð Isavia ekki hafa verið fullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.

<p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1090/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum úr ferli til þess að afla tilboða í rekstur verslana með toll­frjálsar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríks­sonar. Leyst var úr hluta kæruefnisins með úr­skurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1083/2022, sem kveðinn var upp hinn 21. júní 2022.</p> <p>Sá hluti kæruefnisins sem eftir stendur varðar beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, um aðgang að gögn­um sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur feng­ið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sér­leyfa um verslun með útivistarfatnað og minja­gripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flug­stöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varð­aði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.&nbsp;</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félag­ið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo lang­an tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnis­aðila.&nbsp;</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Í umsögn Isavia, dags. 28. september 2021, byggir félagið á því að í um­beðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlut­fall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefn­ir eru út á grundvelli gildandi samn­­ings­sambands Isavia og umræddra aðila.&nbsp;</p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrir­­­liggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöð­­um í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opin­­bera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram.&nbsp;</p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upp­lýs­inga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Í athugasemdum kæranda við umsögn Isavia, dags. 20. október 2021, kemur fram að ljóst sé að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upp­lýs­inga­laga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opin­berra hags­­muna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrir­liggj­andi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögn­in varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar.&nbsp;</p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opin­berra hagsmuna.&nbsp;</p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bók­halds­­skyld­um aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikn­ings­árs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfu­lið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upp­lýs­ingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægir það eitt og skiptir þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi.&nbsp;</p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. sam­keppnis­laga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda skv. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almenn­um upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með úti­vist­ar­fatnað og minja­gripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sund­ur­liðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Isavia synjaði beiðninni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila, sem auk þess legðust gegn því að upplýsingar um hags­­muni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. Í umsögn Isavia til úrskurðarnefndarinnar var því bætt við að leigu­greiðslur væru veltutengdar og lesa mætti úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Í um­sögninni er því borið við að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5.&nbsp;gr. upplýs­inga­laga þar sem þær séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Þá sé félaginu ekki skylt að halda til haga upplýsingum sem nái allt að tólf ár aftur í tímann.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orða­lag ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upp­­­lýsinga­lögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upp­­­lýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3.&nbsp;málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1.&nbsp;mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem um­­­beðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðar­nefnd­­ar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.</p> <p>Í þessu máli óskaði kærandi eftir gögnum um greiðslur vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ákveðnu tímabili. Kærandi óskaði eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og verslunum. Af athugasemdum kæranda við umsögn Isavia að dæma virðist sem kær­andi geri ekki endilega kröfu um að félagið vinni upplýsingar um sundurliðun greiðslna upp úr fyrir­liggjandi gögnum heldur kunni afhending reikninga sem heyra undir beiðni hans að vera fullnægj­andi.</p> <p>Í skýringum Isavia í málinu hefur komið fram að umbeðin gögn að þessu leyti séu raunar til hjá félaginu, en séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Það er mat úr­skurðarnefndarinnar að ekki verði séð að vinna við samantekt gagna sem heyra undir beiðni kæranda sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af aðilum sem heyra undir gildis­svið upplýsingalaga þegar þeim berast beiðnir um gögn. Ekki er hægt að líta svo á að aðili sé með samantekt fyrirliggjandi gagna að þessu leyti að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upp­lýsinga­laga. Þannig getur nefndin ekki fallist á að umbeðin gögn teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsinga­laga, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 857/2019 í máli sem beindist að Isavia þar sem leyst var úr sam­bærilegu álitaefni.</p> <p>Að því leyti sem beiðni kæranda lýtur að því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum og verslunum tekur úrskurðarnefndin þó fram að Isavia er óskylt að útbúa slíka sundurliðun að svo miklu leyti sem hana er ekki þegar að finna í sjálfum gögnunum; félaginu er það hins vegar heimilt, sbr. 1.&nbsp;mgr. 11. gr. upp­lýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur það sjónarmið Isavia að félaginu sé ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í þann tíma sem beiðni kæranda nær yfir ekki hafa þýðingu í málinu, enda nær réttur til aðgangs að gögnum sam­kvæmt upplýsingalögum til þeirra gagna sem liggja fyrir þegar beiðni er lögð fram, og verður rétturinn ekki takmarkaður nema á grundvelli þeirra laga eða sérstakra ákvæða um þagnarskyldu.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórn­­valdi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki um­­fjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi að einhverju leyti efnisleg afstaða Isavia til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð Isavia hafi ekki verið fullnægjandi að þessu leyti, með vísan til þeirrar afstöðu félagsins að umbeðin gögn í málinu teljist ekki fyrirliggjandi þrátt fyrir að þau séu það í reynd. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Isavia að taka beiðni kæranda til nýrrar með­ferðar sem felst í að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rök­studdri ákvörð­un. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3.&nbsp;mgr. 5. gr. upp­­lýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beit­ingu á undan­­tekningarákvæðum laganna að svo miklu leyti sem það hefur ekki þegar verið gert. Í þessu sam­bandi bendir úrskurðarnefndin á að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grund­velli 9. gr. upp­lýs­ingalaga, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úr­skurði nefnd­arinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021.</p> <p>Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Isavia bregðist við án tafar og afgreiði upp­lýs­inga­beiðn­ina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 25. ágúst 2021, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1089/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að minnisblöðum sem tekin voru saman og rituð af hálfu Sjúkratrygginga Íslands og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar. Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Þá taldi nefndin ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum yrði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var Sjúkratryggingum Íslands því gert að afhenda kæranda gögnin.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1089/2022 í máli ÚNU 22010003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A hrl., f.h. Heilsugæslunnar Höfða ehf., ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem vörðuðu framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi og SÍ hafi gert með sér samning á árinu 2016 um rekstur kæranda á heilsugæslu í Reykjavík. Kærandi sendi SÍ erindi hinn 14. apríl 2021 þar sem óskað var eftir fundi með starfsfólki stofnunarinnar til þess að ræða nánar tilgreind atriði í tengslum við þjónustusamning við kæranda og efndir hans auk annarra atriða. Erindið var ítrekað 28. apríl og 17. maí 2021. Stofnunin hafi ekki orðið við beiðni kæranda um fund en með erindi stofnunarinnar hinn 19. maí 2021 hafi hins vegar verið upplýst að stofnunin hafi haldið fund með heilbrigðisráðuneytinu þar sem farið hefði verið yfir minnisblað SÍ sem byggði á upplýsingum m.a. frá kæranda auk þess sem stofnunin hefði tekið saman viðbótarupplýsingar sem sendar hefðu verið ráðuneytinu. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir aðgangi að umræddu minnisblaði auk þeirra viðbótarupplýsinga sem tilgreindar voru í erindi stofnunarinnar. Með ákvörðun SÍ, dags. 6. desember 2021, var beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum hafnað með vísan til 5. og 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að þessum gögnum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Leggur kærandi áherslu á að meginregla laganna sé skýr um að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum auk þess sem umbeðin gögn varði brýna hagsmuni kæranda.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt SÍ með erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn SÍ, dags. 21. janúar 2022, kemur fram að málið varði tvö minnisblöð, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem stofnunin hafi sent heilbrigðisráðuneytinu og varði framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar. Í umsögninni kemur fram að minnisblöðin snerti framkvæmd núgildandi samnings og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður SÍ við kæranda og aðra einkaaðila sem veiti sömu þjónustu. Í ljósi þess telji stofnunin sér ekki stætt á að afhenda umrædd minnisblöð í heild eða hluta. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum en samningar renni út í lok febrúar 2022. SÍ geri samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu í umboði heilbrigðisráðherra og samkvæmt stefnumörkun hans á hverjum tíma. Slíkt kalli á náið samstarf þessara aðila. Í umsögninni segir enn fremur að það sé mat stofnunarinnar að hagsmunir ríkisins af að opinbera ekki umræddar upplýsingar áður en samningum verði náð séu ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim upplýsingum.</p> <p>Umsögn SÍ var kynnt kæranda hinn 26. janúar 2022 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. febrúar sama ár, eru áréttaðar þær kröfur og þau sjónarmið sem fram komu í kæru um rétt kæranda til aðgangs að gögnum. Leggur kærandi áherslu á að fram hafi komið í samskiptum kæranda og SÍ að umbeðin minnisblöð hafi verið rituð í tilefni af fyrirspurn kæranda til stofnunarinnar og send heilbrigðisráðuneytinu til upplýsingar. Megi ætla að í minnisblöðunum felist svör við fyrirspurnum kæranda en stofnunin hafi ekki enn svarað fyrirspurn kæranda.</p> <p>Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að SÍ beri að lögum að tryggja einkaaðilum og opinberum aðilum sömu samkeppnisstöðu og að jafnræðis sé gætt í samningum við þá aðila. Því sé rangt og órökstutt að ekki megi upplýsa um efni minnisblaðanna vegna ætlaðra hagsmuna íslenska ríkisins í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður við kæranda og aðra einkaaðila, sem sömu þjónustu veiti. Þvert á móti sé brýnt að leynd ríki ekki um efni samninga íslenska ríkisins við einstaka einkaaðila enda skuli samningar sem þeir vera gegnsæir og öllum ljósir.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti verið grundvöllur synjunar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Telur hann minnisblöðin ekki varða mikilvæga efnahagslega hagsmuni íslenska ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur kærandi túlkun SÍ á 5. tölul. 10. gr. laganna vera ranga enda verði ekki annað ráðið af umsögn SÍ en að stofnunin telji ákvæðið fela í sér að aðilar sem falla undir gildissvið laganna hafi frjálst mat um það hvort rétt sé að veita aðgang að gögnum. Yrði sú túlkun lögð til grundvallar væri í öllum tilvikum heimilt að neita afhendingu gagna með vísan til ætlaðra og ríkari hagsmuna ríkisins.</p> <p>Með erindi til SÍ, dags. 8. júní 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort þeim ráðstöfunum sem synjun stofnunarinnar réttlættist af væri lokið. Ef þeim væri ekki lokið var óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. júní s.á., var upplýst að aðilar hefðu komist að samkomulagi um að framlengja samninginn sem var í gildi til 31. júlí 2022. Þar sem samningaviðræður aðila myndu samkvæmt því halda áfram teldi stofnunin þau sjónarmið sem lögð hefðu verið til grundvallar synjun umbeðinna gagna enn eiga við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem tekin voru saman og rituð af hálfu SÍ og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum.</p> <h3>2.</h3> <p>Í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eigi verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerti þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr.</p> <p>Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:</p> <blockquote> <p>Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p> Þá segir enn fremur:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.</p> </blockquote> <p>Umrædd takmörkun er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Þá skal á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga veita aðgang að þeim gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Annars vegar er um að ræða minnisblað vegna einkarekinna heilsugæslustöðva, dags. 13. apríl 2021, og hins vegar minnisblað, dags., 7. júní, sem ber yfirskriftina „Nokkrir viðbótarpunktar í framhaldi af fundi með HRN 12. maí 2021“. Í minnisblaðinu frá 13. apríl 2021 eru raktar ýmsar athugasemdir sem settar hafa verið fram af hálfu forsvarsmanna einkarekinna heilsugæslustöðva án þess að tilgreint sé frá hvaða stöðvum einstakar athugasemdir stafa. Tilgangur minnisblaðsins virðist vera að upplýsa heilbrigðisráðuneytið um framkomnar athugasemdir og óska eftir fundi með ráðuneytinu um þær. Við athugasemdirnar eru ritaðar frekari skýringar og viðbrögð SÍ til ráðuneytisins. Síðara minnisblaðið frá 7. júní sama ár er tekið saman í kjölfar fundar SÍ og ráðuneytisins þar sem efni fyrra minnisblaðsins var rætt. Eru þar rakin frekari sjónarmið SÍ til málsins.</p> <p>Sem fyrr segir kemur fram í umsögn SÍ að opinberun umbeðinna gagna „gæti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum“ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar. Hvorki í ákvörðun sinni til kæranda né í umsögn stofnunarinnar í tilefni af kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna frekari rökstuðning eða skýringar á því hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Verður ekki séð að sú ráðstöfun, þ.e. þær samningaviðræður sem eru grundvöllur synjunar stofnunarinnar, verði þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri. Af þeirri ástæðu svo og með vísa til meginmarkmiðs upplýsingalaganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og við meðferð opinberra hagsmuna verður ekki á það fallist að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, á grundvelli 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun SÍ er einnig byggð á því að ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að umbeðnum minnisblöðum með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.</p> <p>Eins og fram kemur í athugasemdunum verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. SÍ hafa ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynnu að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin með hliðsjón af þessu og að mati hennar er vandséð að þær upplýsingar sem fram koma í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna séu uppfyllt.</p> <p>Í því ljósi og með vísan til þess að um er að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings sem beri að túlka þröngri lögskýringu, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum verði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga rétt á hinum umbeðnu minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021. Þegar af þeirri ástæðu er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort kærandi geti einnig byggt slíkan rétt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita Heilsugæslunni Höfða ehf. aðgang að minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1088/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um afgreiðslu landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Ákvörðunin var reist á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál báru gögn málsins það ekki með sér að kæranda hefði verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðun landlæknis var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1088/2022 í máli ÚNU 22010001.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 2. desember 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19 og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum og vörðuðu upplýsingar um:</p> <ol> <li>Spítalainnlagnir vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna inflúensu síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, tímaskiptum eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legdögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna aukaverkana af bólusetningum annarra en COVID-19 bólusetningum síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi innlagna og legudaga vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, þ.m.t. heildarfjöldi innlagna þar sem sjúklingar voru lagðir á gjörgæslu og/eða tengdir við öndunarvél.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi tilfella þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> </ol> <p>Í öllum tilvikum var óskað eftir upplýsingum sundurliðuðum út frá bólusetningum, þ.m.t. út frá lengd frá bólusetningu, svo og eftir því hvort viðkomandi hefðu afþakkað bólusetningu samkvæmt læknisráði eða ekki. Í liðum 5 og 6 var auk þess óskað eftir framangreindri sundurliðun að viðbættri sundurliðun eftir því hvort um væri að ræða undirliggjandi veikindi eða ekki og eftir fjölda sprauta bólusettra (ein, tvær eða þrjár sprautur). Loks var í liðum 3 og 6 jafnframt óskað sundurliðunar eftir því hvort innlagðir hefðu verið greindir með sjúkdóminn eða með jákvæða niðurstöðu á PCR prófi.</p> <p>Kærandi tók fram í beiðni sinni að hann felldi sig við að fá upplýsingarnar afhentar í áföngum enda væri beiðnin umfangsmikil.</p> <p>Í ákvörðun embættis landlæknis sem var send með tölvubréfi hinn 9. desember 2021 kom fram að beiðni kæranda væri synjað með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki væri skylt að útbúa ný gögn til að verða við upplýsingabeiðni. Þá var einnig vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um að heimilt væri að hafna beiðni þar sem meðferð hennar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Væri embætti landlæknis og sóttvarnalæknis ómögulegt að útbúa öll þau gögn sem óskað væri eftir þar sem upplýsingar sem nauðsynlegt væri að vinna væru ekki í fórum embættisins. Loks kom fram í ákvörðun embættisins að ljóst væri af umfanginu að til þess að vinna hluta þeirra upplýsinga sem óskað væri eftir þyrfti að samkeyra heilbrigðisskrár sem landlæknir héldi samkvæmt 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og til þess að framkvæma slíka samkeyrslu þyrfti sérstaklega að óska eftir leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Yrði því að telja að við þær aðstæður, að forsenda þess að afhenda upplýsingar væri svo umfangsmikil samkeyrsla persónugreinanlegra gagna sem raun væri, styrkti enn fremur þá afstöðu embættisins að ekki væri hægt að verða við beininni vegna umfangs hennar.</p> <p>Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar tekur kærandi fram að hann telji embætti landlæknis hafa mistúlkað ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda bjóði sú túlkun upp á að hafna beri hvers kyns samantekt upplýsinga. Kærandi mótmælir því að 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga geti átt við um beiðni sína enda sé ákvörðun embættisins þar um ekki rökstudd.</p> <p>Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við enda komi fram í 3. mgr. sama ákvæðis að áður en beiðni verði vísað frá beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Kæranda hafi hvorki verið leiðbeint né veitt færi á að afmarka beiðni sína frekar. Embættið hafi auk þess ekki greint kæranda frá því hvaða gögn væru til og hver ekki heldur einungis vísað almennt til þess að ekki væri unnt að útbúa öll umbeðin gögn þar sem þau væru ekki öll í fórum embættisins.</p> <p>Í kæru eru dregnar í efa skýringar embættisins á umfangi fyrirhafnar á samkeyrslu upplýsinga svo og að leyfi Persónuverndar þurfi að koma til. Í lögum um landlækni og lýðheilsu komi fram að upplýsingar í skrám landlæknis skuli vera ópersónugreinanlegar og að persónuauðkenni skuli vera dulkóðuð.</p> <p>Þá er vakin athygli á því að í 7. og 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu hafi landlæknir það hlutverk að tryggja gæði og eftirlit heilbrigðisþjónustunnar, m.a. með viðeigandi skráningum upplýsinga til árangursmælinga. Mikilvægt sé að allar íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir sem feli m.a. í sér frelsissviptingu og aðrar langvarandi takmarkanir og lokanir séu vel rökstuddar og byggi á traustum og vísindalegum rökum og gögnum sem eigi að vera aðgengileg eða auðsótt af almenningi. Telur kærandi það vera ámælisvert að embættið reyni að komast hjá því að afhenda slík gögn og enn alvarlegra ef heilbrigðisyfirvöld virðist ekki styðjast við gögn sem þegar ættu að liggja fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 3. janúar 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi landlæknis, dags. 18. janúar 2022, var óskað eftir frekari fresti til þess að skila umsögn um kæruna vegna mikilla anna hjá embættinu og var umbeðinn frestur veittur til 26. janúar s.á. Var kærandi upplýstur um það með erindi sama dag.</p> <p>Umsögn landlæknis barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 26. janúar 2022. Í umsögninni er áréttuð afstaða embættisins um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og athugasemdum kæranda um að embættið hafi rangtúlkað umrædda málsgrein hafnað. Þá sé ljóst að um tímafreka vinnslu upplýsinga væri að ræða, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Vinna við að útbúa þau gögn sem mögulega væri hægt að útbúa krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri réttlætanlegt að leggja í hana auk þess sem sú vinna myndi bitna á annarri vinnu sem lægi á herðum embættisins í miðjum heimsfaraldri.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að umbeðnar upplýsingar, að því marki sem þær séu í vörslum embættisins, byggi á gögnum í heilbrigðisskrám sem haldnar séu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Gögnin séu persónugreinanleg þó persónuauðkenni skuli dulkóðuð samkvæmt 3. mgr. sömu greinar. Því falli allar samkeyrslur gagna undir leyfisskyldu vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019.</p> <p>Embætti landlæknis ítrekar í umsögn sinni að ómögulegt sé að útbúa megnið af þeim tölfræðiyfirlitum sem um ræðir þar sem upplýsingar í fórum embættisins nái ekki til allra umbeðinna breyta. Þannig geti embættið t.d. ekki samkeyrt gögn um innlagnir og fjölda legudaga vegna COVID-19 við bólusetningarstöðu. Nærtækara væri að óska eftir slíkum upplýsingum frá Landspítala sem hafi auk þess birt á heimasíðu sinni umfangsmiklar upplýsingar um innlagnir vegna COVID-19, m.a. eftir atvikum um bólusetningarstöðu innlagðra.</p> <p>Beðist er velvirðingar á því að kæranda hafi ekki verið bent á þær upplýsingar sem eru fyrirliggjandi og hafa verið birtar opinberlega. Kemur fram að ýmsar tölulegar upplýsingar um COVID-19 sjúkdóminn, þ.m.t. um innlagnir og bólusetningar, séu aðgengilegar á vefsvæðinu covid.is. Þá séu ýmsar tölulegar upplýsingar um inflúensu að finna á vefsvæðinu landlaeknir.is.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að upplýsingar um innlagnir og annað tengt mögulegum aukaverkunum af bólusetningum séu ekki aðgengilegar embætti landlæknis. Tilkynningar um aukaverkanir berist Lyfjastofnun og ekki séu kóðar í sjúkraskrám eða gagnagrunnum embættisins sem hægt sé að samkeyra til að útbúa þau gögn sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Loks kemur fram í umsögn embættisins að ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir séu byggðar á öllum fyrirliggjandi gögnum og í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Þannig byggi tillögur m.a. á gögnum erlendis frá og frá Landspítala sem hafi rekið göngudeild sem beri ábyrgð á umönnun þeirra sem greinist með COVID-19 á Íslandi. Því séu allar ákvarðanir byggðar á bestu fyrirliggjandi upplýsingum, m.a. um virkni bóluefna, fjölda innlagna og reynslu annarra þjóða af aðgerðum. Þá sé byggt á þróun faraldursins bæði hérlendis og erlendis og spám um mögulega framvindu. Ekki vaki fyrir embættinu að hindra aðgang að upplýsingum heldur sé um að ræða upplýsingar sem ekki sé á færi embættisins að afhenda í því formi sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var send kæranda til kynningar, dags. 27. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með tölvubréfi hinn 11. febrúar 2022. Kærandi hafnar skýringum landlæknis á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi á því formi sem óskað hafi verið eftir. Bendir hann á að ekki sé hægt að synja beiðni um upplýsingar á tilteknu formi án þess að leiðbeina viðkomandi eða leggja til afgreiðslu á öðru formi. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort unnt hefði verið að afhenda hluta umbeðinna gagna heldur beiðni kæranda hafnað í heild sinni án frekari skýringa. Þá gerir kærandi athugasemdir við skýringar embættis landlæknis um að vinnsla beiðninnar sé of tímafrek. Eingöngu sé ætlast til að ákvæðinu sé beitt í undantekningartilvikum og þurfi þá að réttlæta beitingu þess með skýrum rökstuðningi og mati á umfangi þeirrar vinnu sem fara þurfi fram en það hafi ekki verið gert.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun landlæknis er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Þá er ákvörðunin reist á því til viðbótar að til þess að vinna hluta umbeðinna upplýsinga þurfi að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins en til þess þurfi leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. &nbsp;</p> <h3>2.</h3> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 531/2014, 636/2016, 809/2019 og 1073/2022.</p> <p>Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings. Um það segir í frumvarpinu:</p> <blockquote> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld, eða aðra sem beiðni um gögn beinist að, að finna þau gögn eða það mál sem efnislega fellur undir beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar, fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að, […]. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því er áfram gerð sú krafa að beiðni sé að lágmarki þannig fram sett að stjórnvaldi sé fært á þeim grundvelli að finna tiltekin mál eða málsgögn sem hægt er að afmarka upplýsingaréttinn við, með tiltölulega einföldum hætti. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p>Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki.</p> <h3>3.</h3> <p>Af svörum embættis landlæknis verður ekki annað ráðið en að a.m.k. hluti umbeðinna upplýsinga liggi fyrir í kerfum og skrám embættisins. Það kemur raunar fram berum orðum í umsögn landlæknis til nefndarinnar. Þá verður ekki annað ráðið en að unnt sé að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu í heild sinni ekki fyrirliggjandi.</p> <p>Í svörum embættisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að upplýsingarnar séu ekki tiltækar á því formi sem óskað var eftir eða flokkaðar með þeim hætti sem kærandi bað um. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvörðun embættis landlæknis um rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um meðferð embættisins á slíkri beiðni gilda því auk upplýsingalaga, ákvæði stjórnsýslulaga, þ.m.t. leiðbeiningarskylda, rannsóknarregla og meðalhófsregla, sbr. 7., 10. og 12. gr. þeirra. Þessar reglur eru áréttaðar og endurspeglast í ákvæðum upplýsingalaganna. Þannig kemur fram í 3. mgr. 5. gr. þeirra að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna ber að leiðbeina málsaðila og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar ef annars er ekki talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni til tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ber þá að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.</p> <p>Samkvæmt því sem áður er rakið svo og tilvitnaðra athugasemda úr frumvarpi því er varð að upplýsingalögum hér að framan er ljóst að það hvernig beiðni um aðgang að gögnum er fram sett getur eitt og sér ekki ráðið úrslitum um niðurstöðu máls. Málsmeðferðarreglur upplýsingalaga og stjórnsýslulaga taka enda mið af því að málsaðili sem óskar aðgangs að gögnum á grundvelli laganna veit almennt ekki hvort og þá hvaða upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá þeim aðila sem beiðnin beinist að eða í hvaða formi þær eru geymdar þegar beiðni er sett fram. Það kemur því í hlut þess aðila, sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga beinist að, að leggja mat á hana með hliðsjón af þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi og eftir atvikum leiðbeina málsaðila um það hvaða gögn kunni að falla undir beiðnina, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum á grundvelli lista yfir þau mál eða gögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að þótt umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerir ráð fyrir er ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Í ljósi þess að ekki verður séð að málsaðila hafi verið nægilega leiðbeint í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur tilvísun embættis landlæknis til ákvæða 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ekki til álita. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að nefndin hefur lagt á það áherslu að fram fari raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og að gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum. nr. 1025/2021, 663/2016 og 551/2014. Loks fær úrskurðarnefndin ekki séð að ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eða reglur settar á grundvelli þeirra geti sjálfstætt staðið því í vegi að embætti landlæknis taki til þess afstöðu með rökstuddri ákvörðun, eftir atvikum að undangengnum leiðbeiningum til kæranda, hvort mögulegt sé að afmarka beiðnina við tiltekin mál eða gögn sem eru fyrirliggjandi hjá embættinu og þá hvort veittur skuli aðgangur að þeim og í hvaða mæli. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun embættis landlæknis úr gildi og vísa málinu aftur til embættisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1087/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk ekki séð að hið umbeðna gagn fæli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá yrði ekki talið að um væri að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Var Borgarbyggð því gert að afhenda kæranda gagnið.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1087/2022 í máli ÚNU 21120003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A synjun Borgarbyggðar, dags. 1. desember sama ár, á beiðni hans um aðgang að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var á því byggð að skýrslan væri undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti.</p> <p>Í kæru kemur fram að framkvæmdir við grunnskólann í Borgarnesi hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun og að almenningur eigi rétt á að fá að vita um hvað málið snýst.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 8. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember 2021. Í henni kemur fram að skýrslunnar hafi verið aflað til undirbúnings réttarágreiningi/dómsmáli vegna hönnunargalla á byggingu grunnskólans í Borgarnesi. Var þess óskað af hálfu sveitarfélagsins að eftirlitsmaður með framkvæmdinni tæki saman skýrslu vegna hönnunarmistaka á verktíma, sem nýtt yrði við gerð kröfubréfs gagnvart þeim sem gerðu mistökin. Borgarbyggð telji að því sé heimilt að hafna aðgangi að skýrslunni því að öðrum kosti gæti það leitt til réttarspjalla gagnvart sveitarfélaginu ef gagnaðili þess fengi aðgang að skýrslunni á þessu stigi málsins. Í umsögn Borgarbyggðar er bent á að gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé víðtækara en að einungis komi til greina að takmarka rétt til aðgangs að upplýsingum um dómsmál, heldur komi annar réttarágreiningur einnig til greina.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust daginn eftir. Í þeim er lögð áhersla á það hve langt fram úr kostnaðaráætlun verkið hafi farið og að bæjarbúar Borgarbyggðar eigi rétt til aðgangs að skýrslunni þar sem framkvæmdir við grunnskólann feli í sér ráðstöfun á opinberu fé.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði viðbótarskýringa frá Borgarbyggð með erindi, dags. 13. mars 2022. Var m.a. óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvort fyrir lægi í hvers konar farveg málið yrði lagt gagnvart þeim sem að sögn sveitarfélagsins gerðu umrædd mistök. Í svari Borgarbyggðar, dags. 4. apríl 2022, kom fram að senn yrði sent kröfubréf til hönnuða vegna þessa réttarágreinings.</p> <p>Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 8. júní 2022, aflaði úrskurðarnefndin frekari viðbótarskýringa frá sveitarfélaginu. Í fyrirspurninni var í fyrsta lagi óskað eftir upplýsingum um aðkomu og hlutverk eftirlitsmanns sveitarfélagsins með framkvæmdinni, hvort viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður með framkvæmdinni frá því þær hófust svo og hvort fyrir lægi samningur eða annað samkomulag um það. Í öðru lagi var spurt hvort fyrir lægju gögn sem vörðuðu beiðni sveitarfélagsins um ritun minnisblaðs eftirlitsmannsins, svo sem samningur um það sérstaklega eða önnur samskipti er gætu varpað ljósi á hlutverk eftirlitsmannsins að þessu leyti. Ef svo væri, var óskað eftir afriti af þeim gögnum. Í þriðja lagi var óskað eftir útskýringum á því að hvaða leyti umbeðið minnisblað innihéldi annars vegar sérfræðiráðgjöf til sveitarfélagsins og hins vegar umfjöllun um atvik málsins. Í svari Borgarbyggðar, dags. 5. júlí 2022, kom fram að viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður framkvæmdarinnar og fylgdi svarinu afriti af samningi sveitarfélagsins við hann. Beiðni um ritun minnisblaðsins hefði verið lögð fram á fundi í maí 2021 þar sem óskað hefði verið eftir því að eftirlitsmaðurinn skilaði skýrslu til þess að undirbúa kröfugerð/viðræður við verktakann. Þá kom fram í svari Borgarbyggðar að sveitarfélagið teldi ekki mögulegt að greina nákvæmlega á milli þess hvað væri sérfræðiráðgjöf og hvað umfjöllun atvik máls í umbeðnu minnisblaði enda fléttuðust saman lýsing málsatvika og sérfræðileg ráðgjöf um málið í því.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Þá segir:</p> <blockquote> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p>Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p>Sem fyrr segir byggir synjun Borgarbyggðar á afhendingu minnisblaðs varðandi útboðsgögn og verkteikningar vegna framkvæmda við grunnskóla í Borgarnesi á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróða aðila og í öðru lagi þurfa þau bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p>Ekki er deilt um það í málinu að framkvæmd sú sem minnisblaðið fjallar um kann að leiða til dómsmáls eða annars réttarágreinings. Hins vegar kemur til skoðunar hvort umbeðið minnisblað fullnægi því skilyrði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að vera „bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við“ þann ágreining. Hvorki af texta ákvæðisins í upplýsingalögum né lögskýringargögnum að baki þeim er að finna lýsingu á því hvað felst í „bréfaskiptum við sérfróða aðila“. Í áður tilvitnuðum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 72/2019 eru þó tekin dæmi um samskipti við lögmenn í þessum efnum. Samkvæmt þessu er ekki hægt að útiloka að aðrir sérfræðingar en lögmenn geti fallið undir gildissvið 3. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd m.a. litið til þess hvort gögn geymi mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá hefur verið litið til þess hvort um sé að ræða könnun á réttarstöðu aðila vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins. Um er að ræða skýrslu á sex blaðsíðum frá verkfræðistofunni Víðsjá, unna af eftirlitsmanni með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Í skýrslunni er framvinda verksins rakin og tilgreind ýmis atriði sem út af brugðu að mati eftirlitsmannsins. Einkum er um að ræða lýsingu á atvikum og samskiptum verkkaupa og verktaka.</p> <p>Úrskurðarnefndin fær ekki séð að hið umbeðna gagn feli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Með hliðsjón af þessu og efni hins umbeðna gagns fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar á þessu stigi. Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt bókun á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar hinn 18. nóvember 2021 þar sem skýrslan var til umfjöllunar var sveitarstjóra falið að kynna hana þeim er komu að hönnun mannvirkisins. Nefndin fær þannig ekki annað séð en að gagnið hafi nú þegar verið afhent aðila utan sveitarfélagsins sem jafnframt kann að eiga andstæðra hagsmuna að gæta í mögulegu ágreiningsmáli. Þá hefur Borgarbyggð ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gagnið gert opinbert á þessu stigi.</p> <p>Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögð ekki séð að afhending umbeðinnar skýrslu muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umbeðnu minnisblað, dags. 15. ágúst 2021, með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Borgarbyggðar, dags. 1. desember 2021, er felld úr gildi. Borgarbyggð er skylt að veita A aðgang að minnisblaði, dags. 15. ágúst 2021, vegna framkvæmda við grunnskólann í Borgarnesi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1086/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Fjarskiptasjóður synjaði Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, sem sjóðurinn gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs var byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með fjarskiptasjóði að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins gætu staðið til þess að leynd ríkti um gögnin, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því að ákvæðið þyrfti að skýra tiltölulega rúmt taldi nefndin að fjarskiptasjóði hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1086/2022 í máli ÚNU 21100005.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. október 2021, kærði A lögmaður, f.h. Sýnar hf., ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja félaginu um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands.</p> <p>Í kæru kemur fram að hinn 12. apríl 2012 hafi fjarskiptasjóður, f.h. íslenska ríkisins, gert þjónustusamning við Farice um þjónustu í almannaþágu um að tryggja fjarskiptasamband Íslands við umheiminn. Með uppfærslu samningsins í desember 2018 hafi Farice verið falinn undirbúningur og framkvæmd botnrannsóknar fyrir nýjan fjarskiptasæstreng milli Íslands og Evrópu (Írlands). Áætlaður kostnaður við rannsóknina væri 1,9 milljónir evra. Lagning nýs sæstrengs væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um að þrír virkir sæstrengir skyldu tengja landið við Evrópu frá mismunandi landtökustöðum, en þeir væru einungis tveir í dag.</p> <p>Í kæru er því lýst að Sýn hafi um langt skeið sýnt lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu mikinn áhuga og átt í talsverðum samskiptum við íslensk stjórnvöld um undirbúning lagningar sæstrengs. Það hafi því komið Sýn á óvart þegar fregnir bárust af samningi um botnrannsóknir milli fjarskiptasjóðs og Farice. Hafi því verið lýst í bréfi til stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 16. janúar 2019. Í bréfinu komi fram það sjónarmið Sýnar að um gróflega mismunun sé að ræða gagnvart samkeppnisaðilum á markaði, að hafa ekki haft samband við Sýn um tilboð í gerð botnrannsóknarinnar. Ljóst sé að Farice fái með þessu forskot umfram aðra á markaðnum.</p> <p>Í svari stjórnar sjóðsins við bréfinu, dags. 8. febrúar 2019, sé hins vegar skýrt tekið fram að botnrannsóknin sé sérstakt afmarkað verkefni sem verði gert upp sérstaklega gagnvart Farice. Svo segi orðrétt: „Afurð rannsóknarinnar verður eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice. Mikilvægt er að blanda ekki saman afmörkuðum hagsmunum tengdum botnrannsókninni og öðrum viðskiptahagsmunum félagsins. […] Þá skal áréttað að afurð botnrannsóknar þeirrar sem nú er hafin, verður eign fjarskiptasjóðs.“ Samkvæmt upplýsingum frá Farice hafi botnrannsóknum fyrir lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng lokið hinn 21. ágúst 2021.</p> <p>Með erindi til fjarskiptasjóðs, dags. 2. september 2021, hafi kærandi óskað eftir öllum gögnum sem tengdust botnrannsóknunum. Með svari fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, hafi beiðninni verið hafnað. Í svarinu hafi komið fram að Farice hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákveðið hafi verið á stjórnarfundi að verða ekki við beiðninni, hvorki í heild né að hluta, og væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ekki þætti ástæða til að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga, enda væri það mat sjóðsins að gögnin gætu ekki nýst utanaðkomandi og gætu beinlínis raskað framkvæmd verkefnisins meðan það væri á undirbúningsstigi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjarskiptasjóði með erindi, dags. 18. október 2021, og sjóðnum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að fjarskiptasjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Í henni er í upphafi fjallað um tilurð botnrannsóknar Farice, sem styrkt hafi verið af fjarskiptasjóði. Rannsóknin hafi verið gerð í tilefni af mögulegri lagningu nýs sæstrengs, en lagning nýs sæstrengs er ein af megináherslum fjarskiptaáætlunar, sbr. þingsályktun nr. 32/149 um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033. Lagning sæstrengs sé flókið verkefni af stærðargráðu sem erfitt sé að bera saman við lagningu annarra fjarskiptavirkja. Margir samverkandi þættir þurfi að ganga upp og framkvæmast í réttri röð svo að lagning sæstrengs gangi upp. Botnrannsóknin hafi verið ein af lykilforsendum þess að mögulegt hafi verið að skipuleggja verkefnið, afla tilskilinna fjölmargra leyfa, velja leið strengsins og jafnframt meta heildarkostnað verkefnisins. Rannsóknin var gerð af Farice og niðurstöður hennar varðveittar hjá félaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að leitað hafi verið eftir afstöðu Farice til afhendingar gagnanna. Í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, er því lýst að félagið hafi gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Að mati félagsins innihaldi gögnin upplýsingar um viðskiptahagsmuni Farice og viðskiptamanna Farice sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það mat Farice að takmarka skuli aðgang að gögnunum þar sem þau hafi að geyma upplýsingar sem almannahagsmunir krefjast að haldið skuli leyndum, enda líti Farice svo á að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi innviða í eigu íslenska ríkisins og efnahagslega mikilvæga hagsmuni þess sem geti skaðast ef gögnin verða gerð opinber, sbr. 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>IRIS-verkefnið sé að sögn Farice í miðju leyfisveitingarferli á Írlandi þar sem skipulögðu ferli sé fylgt varðandi upplýsingagjöf um verkefnið og hvernig gögn séu lögð fram til kynningar. Birting gagna er varði botnrannsóknina innan landhelgi Írlands utan leyfisferlisins geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir það ferli. Tafir í leyfisveitingarferli myndu að öllum líkindum leiða til talsverðs fjárhagstjóns fyrir Farice, þar sem félagið hafi gert samninga við aðila vegna lagningar sæstrengsins og gengist undir skuldbindingar um að halda tiltekna tímaramma í þeim efnum. Að mati Farice séu gögnin því sérstaklega viðkvæm á þessum tímapunkti.</p> <p>Markmiðið með lagningu nýs sæstrengs sé að auka fjarskiptaöryggi til og frá Íslandi. Þá hafi íslenska ríkið skilgreint sæstrengi sem mikilvæga innviði. Mikilvægi öryggis sæstrengja sé óumdeilt. Alvarleg öryggisatvik er varða sæstrengi gætu þannig haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki og almenning í landinu.</p> <p>Gögn sem varði botnrannsóknir við strendur Írlands vegna lagningar nýs sæstrengs hafi að geyma ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um öryggi strengsins og geti varpað ljósi á veikleika hans, ef einhverjir eru. Þau gögn sem beiðnin lúti að varði m.a. nákvæmar upplýsingar um staðsetningu strengsins. Á svæðinu sé strengurinn plægður og í raun grafinn niður í sjávarbotninn niður að 1500 metra dýpi. Þannig innihaldi gögnin m.a. upplýsingar um hvar hægt sé að plægja strenginn niður og hvar ekki, staðsetningu grjóts og/eða klappa, dýpislínur, staðsetningu aðskotahluta og nákvæmar upplýsingar um sjávarbotninn á leið strengsins. Þá séu einnig upplýsingar um skörun við aðra sæstrengi á hafsbotninum.</p> <p>Farice telji afar varhugavert frá öryggissjónarmiði að upplýsingar sem geti varpað ljósi á veikleika í plægingu og staðsetningu strengsins verði gerðar opinberar. Með því að veita aðgang að rannsóknargögnum vegna strengsins yrðu opinberaðar upplýsingar um allar þær staðsetningar sem metnar hafi verið áhættusamar eða geti gert strenginn viðkvæman með einhverjum hætti.</p> <p>Loks bendir Farice á að nákvæm rannsóknargögn botnrannsókna um fjarskiptasæstrengi séu aldrei birt opinberlega vegna öryggissjónarmiða. Einnig þurfi að hafa í huga hagsmuni sem tengist sérstaklega íslenska ríkinu og að átt sé við strenginn og hættu á skemmdarverkum eða hryðjuverkum.</p> <p>Að mati Farice hafi félagið, viðsemjendur þess og hið opinbera ríkari hagsmuni af því að gögnunum verði haldið leyndum, en hagsmunir beiðanda af því að fá gögnin afhent, þar sem gögnin komi ekki til með að nýtast beiðanda að ráði.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur í umsögn sinni að um sérstaklega viðkvæm gögn sé að ræða, sem varpi ljósi á helstu veikleika fyrirhugaðs sæstrengs og framkvæmdin sé nú á viðkvæmu stigi. Jafnframt sé sérstaklega fjallað um öryggi sæstrengja í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum frá 26. febrúar 2021, en í skýrslunni segi m.a. að ógerlegt sé að verja sæstrengina fyrir náttúruhamförum eða skemmdarverkum af ásetningi og að útilokað sé að vakta og tryggja heildaröryggi strengjanna.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur að eftir að strengurinn er lagður sé eðlilegt að almennar upplýsingar um legu sæstrengja séu birtar, sérstaklega gagnvart sjófarendum sem sigla yfir svæði þar sem sæstrengir liggja. Aftur á móti teljist nákvæmar upplýsingar um legu sæstrengja á sjávarbotni, sérstaka áhættuþætti og þess háttar eftir sem áður sérstaklega viðkvæmar og beri að tryggja að þær séu ekki aðgengilegar óviðkomandi. Nýr strengur sé þjóðaröryggismál og mikilvægt að tryggja framgang verkefnis um lagningu nýs sæstrengs, sem og öryggi fyrirhugaðs sæstrengs.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. janúar 2022, er gagnrýnt að beiðni Sýnar sé þrengd við aðgang að „botnrannsóknargögnum við Írland“. Rannsóknin hafi einnig átt að fara fram innan íslenskrar lögsögu, sbr. þjónustusamning fjarskiptasjóðs við Farice, enda sé það nauðsynleg forsenda lagningar sæstrengsins.</p> <p>Kærandi telur að vísun fjarskiptasjóðs til skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum styðji ekki við að synjað sé um aðgang að gögnunum á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skýrslunni komi ekki fram að sérstök ógn við þjóðaröryggi sé fólgin í upplýsingum um lagningu eða staðsetningu sæstrengja, heldur aðeins að ógnin felist í rofi á sambandi við umheiminn ef slíkir strengir bili eða skaðist.</p> <p>Þá vísar kærandi til fjarskiptalaga, þar sem m.a. komi fram að þar sem fjarskiptastrengir liggi í sjó skuli sjófarendur sýna aðgæslu og gæta varúðar, og að skip skuli bera til sýnis alþjóðamerki eða önnur merki sem gefi til kynna að unnið sé við lagningu eða viðgerð strengs þegar svo ber undir, svo aðrir sjófarendur geti sýnt aðgæslu. Loks nefnir kærandi að lagning sæstrengja sé háð samþykki Umhverfisstofnunar, sbr. lög nr. 151/2004, og að yfirgripsmiklar upplýsingar séu veittar í tengslum við leyfisumsókn, m.a. í kynningarskyni. Þá sé við lagningu fjarskiptasæstrengja haft samráð við fjölda hagsmunaaðila, ekki síst á vettvangi sjávarútvegs m.a. um legu strengjanna.</p> <p>Kærandi hafnar því að umbeðin gögn varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Lagning, eignarhald og rekstur fjarskiptasæstrengja sé ekki verkefni sem er falið ríkinu að lögum. Efnahagslegir hagsmunir samfélagsins séu fólgnir í órofnu fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn. Markmið fjarskiptalaga sé að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í fjarskiptaáætlun sem sett sé á grundvelli laganna segi að lögð skuli áhersla á víðtækt samstarf markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta, að styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands, og að tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn.</p> <p>Miðlun upplýsinga og gagna um botnrannsóknina til Sýnar sé því í samræmi við alla markmiðssetningu löggjafans á sviði fjarskipta. Með því að greiða fyrir lagningu Sýnar á fjarskiptasæstreng hljóti efnahagslega mikilvægir hagsmunir ríkisins að vera betur tryggðir en ella væri.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Verkefni sem fjarskiptasjóður fjármagni séu kostuð af almannafé og geti því aldrei talist varða einkahagsmuni Farice. Þá hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs, ekki Farice. Ummæli Farice að fyrirtækið gæti orðið fyrir fjártjóni ef gögn yrðu birt utan leyfisveitingarferlis sem fyrirtækið stæði í standist ekki, þar sem gögn er varða botnrannsóknir á Írlandi séu birtar á vef írskra stjórnvalda. Loks sé Farice að öllu leyti í eigu ríkisins og vandséð hvaða einkahagsmuni slíkt fyrirtæki hafi.</p> <p>Með erindum, dags. 3. júní 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Landhelgisgæslu Íslands í tengslum við lögbundið hlutverk þessara stofnana við samþykki fyrir lagningu og legu sæstrengja auk eftirlits með fiskiskipum og öðrum sjófarendum í nágrenni við fjarskiptasæstrengi. Svör bárust 10. og 13. júní 2022. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja (e. International Cable Protection Committee, ICPC) m.a. um það hvort upplýsingar úr botnrannsóknum, þ.m.t. um nákvæma leið sæstrengja, væru að jafnaði gerðar opinberar. Í svari nefndarinnar, dags. 14. júní 2022, kom fram að svo væri ekki. Hins vegar væri gagnlegt að vissar upplýsingar um staðsetningu strengjanna væru opinberar, svo sem hnitasetning fyrir fiskiskip, enda væri ein algengasta orsök skemmda á sæstrengjum af þeirra völdum.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari upplýsingum með erindum til fjarskiptasjóðs og Farice, dags. 3. júní 2022. Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar um það hvers vegna botnrannsóknin hefði aðeins verið afmörkuð við strendur Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Í svari Farice kom fram að framlag fjarskiptasjóðs til rannsóknarinnar hefði numið 1,9 milljónum evra. Ljóst hefði orðið í framhaldinu að kostnaður við botnrannsóknir á allri leiðinni yrði mun hærri en sem næmi framlagi fjarskiptasjóðs. Því var ákveðið að forgangsraða könnunarvinnunni með þeim hætti að byrjað yrði við strendur Írlands. Þá lá fyrir að leyfisveitingarferlið þar í landi tæki allt að 14 mánuði og því nauðsynlegt að ljúka könnuninni við Írland haustið 2020 ef leggja ætti sæstrenginn sumarið 2022. Ósamandregin gögn úr botnrannsókninni hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem lögð voru fram í leyfisveitingarferlinu.</p> <p>Varðandi leyfisveitingarferli á Íslandi tæki það styttri tíma en á Írlandi og því hefði verið talið nægilegt að rannsaka sjávarbotninn hér við land sumarið fyrir lagningu sæstrengsins. Það hafi verið gert sumarið 2021. Sú rannsókn hefði hins vegar alfarið farið fram á vegum Farice án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Því væru gögn þeirrar rannsóknar hvorki eign sjóðsins né fyrirliggjandi hjá honum.</p> <p>Þá kom fram í erindi Farice að mikilvægt væri að gera greinarmun á botnrannsóknum annars vegar og leiðarvali sæstrengsins hins vegar. Hluti af niðurstöðum botnrannsókna væru upplýsingar um endanlega leið strengsins í sjó. Leiðin væri að jafnaði birt opinberlega og skráð í sjókort til að koma í veg fyrir að strengir yrðu slitnir í ógáti. Hins vegar væri það aðeins hnitsetning strengjanna, en ekki upplýsingar sem vörpuðu ljósi á sjávarbotninn á hverjum stað fyrir sig sem gætu varpað ljósi á hugsanlega veikleika strengsins.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs er byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum fjarskiptasjóðs og Farice að rannsókn á sjávarbotni í tilefni af lagningu sæstrengs milli Íslands og Írlands hafi verið tvískipt: annars vegar í efnahagslögsögu Írlands árið 2020 og hins vegar við Ísland árið eftir. Síðari rannsóknin hafi verið gerð án aðkomu fjarskiptasjóðs. Í samræmi við það liggja aðeins fyrir hjá fjarskiptasjóði botnrannsóknargögn úr rannsókninni árið 2020. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á að Farice heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, og getur kærandi beint gagnabeiðni til félagsins um botnrannsóknargögn frá sumrinu 2021.</p> <p>Farice á og rekur tvo fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Kærandi hefur sýnt því áhuga að leggja slíkan sæstreng til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þótt það virðist óumdeilt í málinu er rétt að taka fram að þrátt fyrir áhuga kæranda og samskipti við stjórnvöld í tengslum við lagningu sæstrengs byggist réttur hans til gagna botnrannsóknarinnar á 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en ekki á 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum sem varða aðila sjálfan.</p> <p>Eitt af einkennum þeirrar reglu sem felst í 5. gr. upplýsingalaga er að allir njóta réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu og skiptir ekki máli í því sambandi hvort sá sem upplýsinga óskar er íslenskur ríkisborgari eða heimilisfastur hér á landi. Ekki skiptir heldur máli hvort um einstakling eða lögaðila er að ræða, eða hvaða starfi sá gegnir sem upplýsinga óskar. Sá sem byggir rétt á ákvæðinu þarf ekki að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar, eða að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni. Að því leyti er reglan ólík flestum öðrum reglum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum. Í samræmi við framangreint er gert ráð fyrir því að ef aðgangur að gögnum er heimill skv. 5. gr. megi viðkomandi hagnýta sér upplýsingarnar á hvern þann hátt sem hann kýs, þ.m.t með því að birta þær opinberlega, að virtum almennum reglum.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. ákvæðisins.</p> <p>Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.</p> <p>Þá segir um 1. tölul. ákvæðisins:</p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir.</p> </blockquote> <p>Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.</p> <p>Í málinu hefur verið lögð áhersla á að afhending gagnanna geti verið til þess fallin að hafa áhrif á rekstraröryggi sæstrengsins því þau innihaldi upplýsingar um gæði sjávarbotnsins á hverjum stað. Upplýsingarnar séu notaðar til að leggja mat á hvort og þá hve djúpt sé hægt að plægja strenginn niður á hverjum stað í því skyni að vernda hann; þær geti hins vegar að sama skapi varpað ljósi á þá staði þar sem strengurinn sé viðkvæmur fyrir, til að mynda á stöðum þar sem ekki er unnt að plægja strenginn niður í sjávarbotninn og strengurinn þannig ekki eins vel varinn. Slíkt geti ógnað öryggi íslenska ríkisins m.a. með tilliti til þess að skemmdarverk séu unnin á sæstrengnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með fjarskiptasjóði með vísan til framangreinds að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um framangreind gögn. Er það einnig í samræmi við þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin aflaði hjá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja um að yfirleitt séu ekki veittar upplýsingar um nákvæma leið sæstrengja. Með hliðsjón af því að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að skýra tiltölulega rúmt og að réttur kæranda til aðgangs að gögnunum byggi á 5. gr. laganna telur nefndin að fjarskiptasjóði hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort 9. gr. eða 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kæranda séu afhent umbeðin gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, að synja Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, er staðfest.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1085/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022

Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að gögnum vegna fundar Skattsins (þá Tollstjóra) með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Synjunin var byggð á þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fól 188. gr. tollalaga í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Taldi nefndin að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði tollalaga. Ákvörðun Skattsins var því staðfest.

<p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1085/2022 í máli ÚNU 21090013.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði (hér eftir einnig SAM), synjun Skattsins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi til Skattsins, dags. 15. mars 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum vegna fundar Skattsins með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Hinn 23. mars 2021 var gagnabeiðni kæranda svarað og veittur aðgangur að glærukynningu Skattsins, „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“, dags. 4.–5. febrúar 2020, sem notuð var á fundum innflytjenda og tollmiðlara hjá Skattinum. Fundirnir voru tíu samtals og fóru fram á tímabilinu 4.–17. febrúar 2020. Fram kom að glærukynningin hafi verið notuð á öllum fundum til að afmarka umræðuefni fundarins. Sérstök glæra um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar vegna hvers og eins fyrirtækis var ekki afhent þar sem embættið hefði ekki heimild til að dreifa slíkum upplýsingum, með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005.</p> <p>Kærandi vildi ekki sætta sig við að sú glæra væri undanskilin aðgangi og ítrekaði upplýsingabeiðni sína með tölvupósti, dags. 23. apríl 2021, 6. maí og 16. júní 2021. Gagnabeiðni kæranda var svarað hinn 13. júlí 2021 og var kæranda afhent skýrslan „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ frá desember 2017. Í niðurstöðuköflum skýrslunnar höfðu tilteknar upplýsingar og nöfn tollmiðlara verið tekin út. Var jafnframt tekið fram í svari Skattsins að á fundi með tollmiðlurum hefðu tollmiðlarar eingöngu fengið upplýsingar um eigin árangur en ekki upplýsingar um frammistöðu annarra.</p> <p>Með erindi, dags. 19. júlí 2021, óskaði kærandi eftir nánari upplýsingum um hvers vegna tilteknar upplýsingar hefðu verið afmáðar. Þar sem gagnabeiðninni er laut að glærukynningunni hafði ekki verið svarað vísaði kærandi þeim hluta málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Málið var fellt niður hjá nefndinni í kjölfar þess að Skatturinn svaraði erindi kæranda hinn 27. ágúst 2021.</p> <p>Í svari Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, var gagnabeiðni kæranda hafnað. Þar kom fram að tollyfirvöld telji að líta beri á 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstaklinga og fyrirtækja og hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum sölu og vörureikninga. Þær upplýsingar sem um ræði séu að mati tollyfirvalda viðkvæmar og varði mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem um er fjallað, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt komi þar fram viðkvæmar upplýsingar um villutíðni sem einar og sér, án frekari upplýsinga, t.d. um alvarleika villna, geti gefið ranga mynd af frammistöðu viðkomandi aðila.</p> <p>Gögn þessi hafi verið tekin saman í þeim tilgangi að bæta áreiðanleika upplýsinga við tollskýrslugerð í samræmi við langtímamarkmið tollyfirvalda að minnka villutíðni. Tilgangur áreiðanleikakönnunarinnar hafi ekki verið að klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra. Það sé mat tollyfirvalda að birting umdeildra upplýsinga geti mögulega skaðað samstarf tollyfirvalda við tollmiðlara og þannig hægt á þeirri vinnu að minnka villutíðni og bæta áreiðanleika í tollskýrslugerð. Hver tollmiðlari hafi aðeins fengið aðgang að upplýsingum varðandi sinn eigin árangur; ekki hafi verið veittar upplýsingar um frammistöðu annarra. Að mati tollyfirvalda sé það óeðlilegt að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Það sé enn fremur mat tollyfirvalda að óeðlilegt sé að veita upplýsingar sem varði viðskipti og villutíðni einstakra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Ekkert sé því til fyrirstöðu að veita almennar upplýsingar um niðurstöður tollyfirvalda hvað varðar villutíðni í tollskýrslum, enda hafi það nú þegar verið gert, en óeðlilegt sé að veita upplýsingar varðandi viðskipti og árangur einstakra fyrirtækja sem skaðað geti stöðu þeirra á markaði.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 13. júlí 2021, hafi tollyfirvöld veitt kæranda aðgang að skjalinu „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ þar sem er að finna aðferðafræði og niðurstöður mælinga. Á blaðsíðu tíu í skjalinu sé að finna upplýsingar um hlutfall skýrslna gert af tollmiðlara með villu. Nöfn tollmiðlara hafi verið afmáð í því eintaki sem kærandi fékk afhent en eftir standi að hægt sé að nálgast ýmsar upplýsingar um verkefnið, t.d. hlutfall villutíðni og fjölda skýrslna sem lenti í úrtaki. Verði kæranda afhentar upplýsingar af glærum sem notaðar voru á fundum með tollmiðlurum, geti félagið borið saman upplýsingar á glærum og blaðsíðu tíu í skýrslu og m.a. reiknað út markaðshlutdeild tollmiðlara. Umræddar upplýsingar geti þar af leiðandi haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara.</p> <p>Að mati tollyfirvalda hafi verið gengið eins langt og heimilt sé í að uppfylla upplýsingaskyldu í máli þessu. Kærandi hafi nú þegar undir höndum allar upplýsingar um þá tölfræði sem farið var yfir með tollmiðlurum í tengslum við mælingar á villutíðni, þó án þess að hægt sé að tengja árangur og umfang viðskipta við einstök fyrirtæki. Slíkar upplýsingar varði mikilvæga viðskiptalega hagsmuni umræddra fyrirtækja að mati tollyfirvalda og sé beiðni um aðgengi að þeim því hafnað.</p> <p>Í kæru, dags. 26. september 2021, kemur fram að kærandi geti ekki fallist á röksemdir Skattsins og telji að félagið eigi rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi telur afstöðu Skattsins, um að takmarka aðgang að hluta gagnanna, ekki eiga sér fullnægjandi stoð í lögum og byggja á rangri lagatúlkun. Að mati kæranda hvíli afdráttarlaus skylda skv. 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að upplýsingunum, en um sé að ræða upplýsingar sem teknar voru saman fyrir alllöngu, og sýndu að tilteknir aðilar hafi ekki lagt fram tollskýrslur líkt og tollalög áskilja. Hvað varði skilning embættisins á öðrum ákvæðum en ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki hjá því komist að hafna þeim skilningi alfarið.</p> <p>Að mati kæranda standist það ekki nánari skoðun að halda því fram að þær niðurstöður sem fram komi í skýrslunni varði rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja, heldur snúist niðurstöðurnar einungis um hvort aðflutningsskýrslur hafi verið fylltar út í samræmi við tollalög. Með vísan til þessa beri almennt að hafna forsendum og niðurstöðu ákvörðunar skattsins um að synja um aðgang að glæru nr. 11 í glærukynningu og þeim hluta villutíðniskýrslu Skattsins sem hefur verið svertur og gerður óaðgengilegur.</p> <p>Kærandi telur ljóst að þær upplýsingar sem kunni að vera á glæru nr. 11, þ.e. upplýsingar um villutíðni, séu ekki þess eðlis að rétt sé að takmarka aðgang almennings að þeim, hvort sem er með vísan til 9. gr. upplýsingalaga eða fyrrgreindra ákvæða um þagnarskyldu. Þá verði ekki fallist á röksemdir Skattsins um að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingunum á grundvelli viðskiptahagsmuna fyrirtækjanna. Ljóst sé að fundur skattsins með tollmiðlurum varðandi könnun Skattsins á því hvort tollmiðlarar væru að flokka innfluttar vörur með réttum hætti, efni kynningarinnar og svar Skattsins bendi til þess að áreiðanleika tollskýrslna hafi verið ábótavant.</p> <p>Í málinu hafi grundvallarþýðingu að beiðni kæranda lúti ekki að einstökum viðskiptum umræddra aðila. Ekki sé óskað eftir afritum af reikningum, upplýsingum um magn innfluttra vara eða öðrum upplýsingum sem varða einstök viðskipti. Einungis sé óskað eftir upplýsingum um tölfræðivinnu Skattsins og hvaða aðilar hafi ekki fyllt út aðflutningsskýrslur í samræmi við tollalög. Almennt verði að telja að til staðar séu miklir samfélagslegir hagsmunir fyrir því að aðgangur sé veittur að gögnum er varða tolleftirlit og tollframkvæmd. Miklu skipti að tollskýrslur séu réttar og röng upplýsingagjöf við tollflokkun hafi mikinn þjóðfélagslegan kostnað í för með sér. Þannig sé um að ræða mikilvægar upplýsingar sem varði hagsmuni almennings, og sé raunar ekki útilokað að rétt sé að veita aukinn aðgang að þeim, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að mati kæranda sé ekki um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstakra félaga að ræða og það sé að mati kæranda ekki rétt að leynt verði farið með upplýsingarnar. Slík takmörkun verði heldur ekki réttlætt í von um að vernda samstarf tollmiðlara og tollyfirvalda, en kærandi telur ljóst að engin lagastoð sé fyrir takmörkun á upplýsingarétti almennings á þessum grundvelli.</p> <p>Þessu til viðbótar mótmælir kærandi því sérstaklega að ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga eða ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga eigi við um gagnabeiðnina. Hvað varði ákvæði tollalaga um vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum telur kærandi ljóst að ákvæðið taki til upplýsinga um einstök viðskipti en ekki upplýsinga um tölfræði um útfyllingu tollskýrslna. Upplýsingar um að félag tollflokki með röngum hætti geti vart talist til viðskiptahagsmuna í þessum skilningi. Í öllu falli geti vart talist eðlilegt að slíkum upplýsingum sé haldið frá almenningi til þess að vernda „viðskiptahagsmuni“ fyrirtækis. Hvað varðar ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga vísar kærandi til fyrri röksemda er lúta að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi að viðskiptahagsmunir séu tæpast virkir, enda sé liðinn langur tími frá glærukynningunni og telja verði að hlutaðeigandi tollmiðlarar hafi haft fullt færi á að bæta úr tollflokkun sinni í kjölfar fundarins með Skattinum. Skiptir máli í því sambandi að á fundinum boðaði Skatturinn aðgerðir til að auka áreiðanleika tollskýrslna og var gert ráð fyrir umræðum milli Skattsins og tollmiðlara þar að lútandi.</p> <p>Kærandi vísar til fullyrðinga Skattsins um að tilgangur með fundi með tollmiðlurum hafi ekki verið að „klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra“. Að mati kæranda hafi sjónarmið af þessu tagi enga þýðingu og áréttar að gagnabeiðni félagsins sé á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Félagið hafi ekki verið á fundunum og telji sig ekki vera samkeppnisaðila þeirra sem þangað voru boðaðir. Í því sambandi komi þessar röksemdir Skattsins spánskt fyrir sjónir og gefi til kynna að synjun gagnabeiðninnar byggist á fleiri sjónarmiðum en ákvæðum upplýsingalaga. Auk þessa sé því mótmælt að aðgangur að gögnum færi „vopnin í hendur samkeppnisaðila“ tollmiðlara. SAM séu samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og vilji með beiðni um aðgang að gögnum einungis kanna hvort rétt sé staðið að tolleftirliti og tollaframkvæmd. Umrædd villutíðniskýrsla varði það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar almennt en ekki hvort að aðflutningsskýrslur tiltekinna vara, svo sem mjólkurvara, séu rétt útfylltar. Að mati kæranda hafi þau sjónarmið sem reifuð eru af hálfu Skattsins enga þýðingu og verður þeim ekki fundin stoð í ákvæðum upplýsingalaga eða í greinargerð með þeim lögum.</p> <p>Þá sé því jafnframt mótmælt að sú staðreynd, að hver tollmiðlari hafi einungis fengið aðgang að upplýsingum um sinn eigin árangur, geri það að verkum að óeðlilegt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum sem um ræðir, eða að veiting slíkra upplýsinga hafi í för með sér að upplýsingaréttur kæranda gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Að mati kæranda sé engin stoð fyrir þessari afstöðu enda byggi félagið upplýsingarétt sinn á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sem gilda jafnt um alla, eðli málsins samkvæmt. Raunar sé ekki heldur útilokað að aðrir tollmiðlarar eigi sama upplýsingarétt á grundvelli laganna.</p> <p>Af röksemdum Skattsins megi ráða að tollyfirvöld virðist líta svo á að SAM sé samkeppnisaðili umræddra tollmiðlara, eða að félagið óski eftir gögnum sem einhvers konar aðili máls. Í því ljósi árétti kærandi að um sé að ræða gagnabeiðni á grundvelli upplýsingaréttar almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ljóst megi vera að samkeppni hafi þar enga þýðingu enda varði málið ekki virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, heldur það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar þegar þær eru lagðar fram hjá tollyfirvöldum.</p> <p>Kærandi telur sig jafnframt eiga rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem hafa verið afmáðar úr villutíðniskýrslunni sem félagið fékk afhenta frá Skattinum 13. júlí 2021. Byggir kærandi á sömu röksemdum og þegar hafi komið fram. Því sé jafnframt mótmælt að umræddar upplýsingar teljist til virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna tollmiðlaranna, eða að upplýsingarnar geti haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara, enda séu upplýsingarnar frá árinu 2017. Hafi nokkrir slíkir hagsmunir verið fyrir hendi, þá séu þeir liðnir undir lok.</p> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 27. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 11. október 2021, afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni umbeðin gögn en vísaði að öðru leyti til fyrra bréfs tollyfirvalda, dags. 27. ágúst 2021, þar sem beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum var hafnað. Þá áréttaði Skatturinn að rökstuðningur í því bréfi ætti jafnt við um faldar upplýsingar í glærukynningum sem og í skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október 2021, var kærandi upplýstur um svar embættisins og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi óskaði ekki eftir því að skila inn frekari athugasemdum í ljósi þess að Skatturinn skilaði ekki sérstakri umsögn.</p> <p>Með bréfum, dags. 8. júní 2022, var óskað eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem umbeðnar upplýsingar í málinu varða til afhendingar upplýsinganna. Sama dag sendi nefndin erindi til Skattsins með ósk um nánari upplýsingar. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum. Í báðum tilvikum var lagst gegn afhendingu gagnanna. Svar barst frá Skattinum hinn 16. júní 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar tilteknum hluta glærukynningarinnar „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ af fundi Skattsins með forsvarsmönnum tollmiðlara 4.–5. febrúar 2020 og hins vegar upplýsingum úr skýrslu Skattsins (þá Tollstjóra) frá í desember 2017 sem ber heitið „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“. Skatturinn telur að gögnin séu háð sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en einnig að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. Hefur þetta verið staðfest í eldri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar, m.a. nr. 922/2020, 623/2016 og 617/2016.</p> <p>Þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og afhent hafa verið úrskurðarnefndinni eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Upplýsingar úr skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum“, sem unnin var af Skattinum (þá Tollstjóra) árið 2017. <ul> <li>Listi yfir 17 tollmiðlara í töflu á bls. 10 hefur verið afmáður. Taflan inniheldur upplýsingar um villutíðni tollmiðlara, þ.e. hve hátt hlutfall tollskýrslna hvers miðlara inniheldur villu. Kærandi hefur undir höndum hinar tölulegu upplýsingar í töflunni en ekki listann yfir miðlarana.</li> <li>Athugasemdir um nánar tiltekna tollmiðlara á bls. 5 og 9 hafa verið afmáðar.</li> </ul> </li> <li>Glæra nr. 11 í glærukynningunni „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ sem notast var við á fundum með níu nánar tilgreindum leyfishöfum tollmiðlunar, sbr. 48. gr. tollalaga, dagana 4. og 5. febrúar 2020, var afmáð. <ul> <li>Á glærunni er að finna niðurstöðu áreiðanleikagreiningar Skattsins á villutíðni tollskýrslna sem berast frá viðkomandi tollmiðlara. Glæran sýnir einungis niðurstöðu Skattsins um þann miðlara sem var á fundinum, ekki niðurstöður um aðra tollmiðlara.</li> <li>Upplýsingarnar eru hinar sömu og koma fram samandregnar í töflu á bls. 10 í skýrslunni frá 2017.</li> </ul> </li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn með hliðsjón af því hvort unnt sé að fella þær upplýsingar sem þar koma fram undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar varði vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir en slíkar upplýsingar falla undir fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Því er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun Skattsins í málinu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, að synja A lögmanni, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, um aðgang að gögnum er staðfest.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1084/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022

Kærðar voru tafir á afgreiðslu beiðna kæranda um viðbrögð Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og spurningum sem kærandi beindi til sveitarfélagsins í tengslum við þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af upplýsingalögum yrði ekki leidd skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda, með vísan til þess hvernig hlutverk nefndarinnar væri afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Var því kærunum vísað frá úrskurðarnefndinni.

<p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1084/2022 í máli ÚNU 22040009 og 22040014.</p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindum, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, kærði A töf Garðabæjar á afgreiðslu erinda sinna til sveitarfélagsins.</p> <p>Með erindi til bæjarstjóra Garðabæjar, dags. 23. mars 2022, óskaði kærandi eftir:</p> <ol> <li>Viðbrögðum bæjarstjóra við úrskurðum Persónuverndar í tveimur málum. <ul> <li>Kærandi hafði kvartað til stofnunarinnar vegna háttsemi Garðabæjar og Garðaskóla. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að háttsemin hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf.</li> </ul> </li> <li>Upplýsingum um hvað sveitarfélagið hefði gert til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist í framtíðinni.</li> <li>Upplýsingum um áhrif ítrekaðra lögbrota starfsmanna sem B, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, væri ábyrgur fyrir á það svið sem B bæri ábyrgð á, ásamt upplýsingum um hvaða áhrif lögbrotin hefðu haft á störf og starfsframa B.</li> <li>Afriti af afsökunarbeiðnum sem Garðabær teldi sig hafa sent kæranda; kærandi kannaðist ekki við að hafa tekið á móti slíkum afsökunarbeiðnum.</li> </ol> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 20. apríl 2022.</p> <p>Hinn 20. apríl 2022 sendi kærandi erindi til Garðabæjar í tilefni af því að þriðji úrskurður Persónuverndar lægi nú fyrir, þar sem niðurstaðan væri sú að vinnsla ráðgjafarfyrirtækis, sem hefði verið Garðaskóla til aðstoðar í máli dóttur kæranda, hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf. Var óskað eftir viðbrögðum bæjarstjóra Garðabæjar ásamt upplýsingum um sömu atriði og fram koma í töluliðum 2 og 3 að framan.</p> <p>Þá óskaði kærandi í erindinu eftir upplýsingum um:</p> <ol> <li>Hvaða áhrif úrskurðurinn kæmi til með að hafa á samvinnu Garðabæjar við ráðgjafarfyrirtækið í framtíðinni.</li> <li>Hvernig það samræmdist stefnu Garðabæjar að bæjarstjóri teldi starfsmenn sem brytu lög hafa unnið að málinu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum.</li> <li>Hvaða áhrif það hefði þegar markmiði Garðabæjar um persónuvernd væri ekki fylgt eftir.</li> </ol> <p>Þar sem erindinu hefði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 27. apríl.</p> <p>Í erindi Garðabæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. apríl 2022, kom fram að engin gögn lægju fyrir hjá sveitarfélaginu sem svöruðu beiðni kæranda í 3. tölulið fyrri beiðni hans. Að því er varðaði afsökunarbeiðnir, sbr. 4. tölulið sömu beiðni, hefði kærandi fengið þær munnlega. Að öðru leyti vörðuðu spurningar kæranda í erindum hans ekki aðgang að gögnum heldur væru krafa um viðbrögð eða afstöðu bæjarstjóra til tiltekinna atriða. Síðara erindi kæranda var svarað hinn 2. maí 2022.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir viðbrögðum Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og beint spurningum til sveitarfélagsins í tengslum við þá.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í skýringum Garðabæjar hefur komið fram að varðandi tölulið 3 í fyrirspurn kæranda frá 23. mars, sem ítrekuð var 20. apríl, liggi ekki fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins. Að því er varði beiðni kæranda um aðgang að afsökunarbeiðnum frá sveitarfélaginu hafi þær verið bornar fram munnlega. Að öðru leyti hefur Garðabær staðfest að ekki liggi fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins sem varði fyrirspurnir kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga framangreindar staðhæfingar sveitarfélagsins í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindri umfjöllun um 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. gr. sömu laga, er ekki unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kærum A, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p>

1083/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022

Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði tiltekins félags vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Kærandi var meðal þeirra sem tók þátt í samkeppninni. Synjunin byggðist aðallega á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess félags sem upplýsingarnar vörðuðu, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingarnar ekki varða hagsmuni félagsins með þeim hætti að til greina kæmi að synja um aðgang að þeim. Þá áréttaði nefndin að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga gæti ekki heitið þeim trúnaði sem veitti honum upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Var Isavia því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.

<p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1083/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum um útboð á aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <p>Forsaga málsins er rakin í kæru. Isavia hélt árið 2014 ferli (ýmist nefnt útboð, forval eða samkeppni) til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með ferlinu bauð Isavia út leigu (eða greiðslu fyrir sérleyfi) á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar. Kærandi tók þátt og átti hæsta tilboðið í rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi, en var hafnað. Isavia tók þess í stað tilboði Miðnesheiðar ehf.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, óskaði kærandi eftir ljósritum af gögnum er vörðuðu alla þá samninga, m.a. viðauka og/eða breytingar á samningum, sem Isavia hefur gert um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2014 til þess dags. Meðal annars var óskað eftir samningum sem gerðir höfðu verið við félögin Miðnesheiði ehf., Sjóklæðagerðina hf. og Rammagerðina ehf., þar sem gagnaðili Isavia hefur tekið breytingum síðan upphaflegur samningur var gerður í kjölfar útboðsins. Þá var einnig óskað eftir tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli Isavia, „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“, sem hófst árið 2014, ásamt öllum fylgigögnum með tilboðinu.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2021, upplýsti Isavia kæranda um að félagið hefði óskað eftir afstöðu þeirra aðila til beiðninnar sem umræddar upplýsingar vörðuðu. Hinn 13. ágúst 2021 sendi Isavia umbeðin gögn með tölvupósti. Í samræmi við athugasemdir Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. hefði Isavia ákveðið á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að fjarlægja viðskiptaáætlun úr þeim gögnum sem veittur væri aðgangur að, sem og persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna umræddra aðila.</p> <p>Meðal þess sem ekki var afhent var tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. og kærandi ítrekaði ósk sína um aðgang að því. Viku síðar, 20. ágúst 2021, sendi Isavia umbeðið skjal en strikað hafði verið yfir upplýsingar sem þar komu fram með vísan til þess að ákvörðunin byggði á afstöðu eiganda upplýsinganna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 20. ágúst 2021, var óskað eftir því við Isavia að félagið endurskoðaði ákvörðun sína um synjun um aðgang að upplýsingunum, m.a. með hliðsjón af aldri upplýsinganna, að upplýsingarnar kæmu óbeint fram í samningunum sem þegar höfðu verið afhentir og að félagið Miðnesheiði ehf. væri ekki lengur til og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Isavia var auk þess bent á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 í máli vegna kæru Kaffitárs. Í því máli hefði úrskurðarnefndin leyst úr mjög sambærilegu álitaefni. Engu að síður staðfesti Isavia synjun sína um aðgang kæranda með tölvupósti, dags. 27. ágúst 2021. Rökstuðningur félagsins var svohljóðandi:</p> <blockquote> <p>Í ákvörðun Isavia ohf. um yfirstrikanir í umbeðnum og afhentum gögnum felst það mat félagsins að yfirstrikaðar og fjarlægðar upplýsingar hafi að geyma mikilvæga og virka hagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá voru umræddar upplýsingar lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar en til slíkra upplýsinga teljast m.a. upplýsingar um rekstur, einingaverð, fjárhagsmálefni og viðskipti.</p> <p>Isavia ohf. óskaði eftir afstöðu umræddra þriðju aðila til afhendingar upplýsinganna sem lögðust báðir gegn því að upplýsingar yrðu afhentar þar sem um væri að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Isavia lagði mat hagsmunaaðilanna m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagins um að yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar í umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent.</p> </blockquote> <p>Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi aðra beiðni til Isavia um aðgang að gögnum úr ferlinu frá árinu 2014. Nánar tiltekið var óskað eftir ljósritum af gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Í kæru krefst kærandi aðgangs að eftirfarandi upplýsingum og gögnum um ferli Isavia ohf. sem hófst árið 2014 og nefndist „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“:</p> <ol> <li>Viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Öllum greiðslum sem Isavia ohf. hefur fengið frá Miðnesheiði ehf. (eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi) vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað er eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá er óskað eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefur rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár er óskað eftir því að fram komi hvað greitt hafi verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</li> </ol> <p>Kærandi vísar til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðnum um aðgang að gögnum í útboðsferli Isavia ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Úrskurðarnefndin hafi þegar tekið afstöðu til þessara álitaefna vegna innkaupaferlisins sem um ræðir. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að þátttakandi í umræddu forvali (útboði) njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 579/2015.</p> <p>Kærandi telur ljóst að hagsmunir umræddra þriðju aðila vegi ekki þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að gögnunum, en samkvæmt undanþáguákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Að því er varðar umfjöllun og sjónarmið um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni annarra þátttakenda í útboðinu hafi úrskurðarnefndin þegar leyst úr því álitaefni í máli nr. 579/2015 í máli Kaffitárs. Úrskurðurinn fjalli þar um sama útboðsferli og því eigi algerlega sömu sjónarmið við og í því máli. Af rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar í fyrrnefndum úrskurði sé ljóst að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að undanskilja upplýsingar í tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf. með þeim hætti sem gert var í skjalinu sem Isavia sendi hinn 20. ágúst 2021. Auk þess séu upplýsingarnar orðnar enn eldri nú og félaginu Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið árið 2019 og því ljóst að hagsmunir félagsins séu einfaldlega ekki til staðar. Þá hafi Isavia ekki rökstutt að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns fyrir þriðju aðila sem gögnin varða. Auk þess séu hagsmunirnir ekki virkir, sbr. orðalag 9. gr. upplýsingalaga, þar sem Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið í október árið 2019.</p> <p>Kærandi hafnar því sjónarmiði Isavia til stuðnings synjun að umbeðnar upplýsingar hafi verið lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar. Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sé lögbundinn og hann verði ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. laganna.</p> <p>Að lokum leggur kærandi ríka áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboðinu hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út leigu á (sérleyfi fyrir) rekstri í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Slík aðstaða sé gríðarlega verðmæt. Kærandi hafi verið meðal þeirra sem gerði tilboð en tilboði Miðnesheiðar ehf. var tekið í stað kæranda. Umbeðnar upplýsingar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í útboðinu og þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Líkt og Isavia hafi bent á sé verslunar- og veitingarými í flugstöðinni meðal eftirsóttustu gæða á Íslandi og Isavia úthlutar þessum gæðum fyrir hönd íslenska ríkisins.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 14. september 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 28. september 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun félagsins að synja kæranda að hluta til um aðgang að gögnum byggist á því mati félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Isavia hafi leitað eftir afstöðu umræddra þriðju aðila, Sjóklæðagerðarinnar ehf. og Rammagerðarinnar ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) til afhendingar upplýsinganna, sem hafi lagst gegn því með afgerandi hætti að umræddar upplýsingar yrðu afhentar kæranda enda um að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila. Hafi Isavia lagt mat þeirra sem hagsmunaaðila m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagsins að synja um afhendingu eða yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar úr umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent kæranda.</p> <p>Nánar tiltekið byggir Isavia ákvörðun sína um að yfirstrika og fjarlægja hluta upplýsinga úr gögnu